Wikipedia iswiki https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a MediaWiki 1.39.0-wmf.21 first-letter Miðill Kerfissíða Spjall Notandi Notandaspjall Wikipedia Wikipediaspjall Mynd Myndaspjall Melding Meldingarspjall Snið Sniðaspjall Hjálp Hjálparspjall Flokkur Flokkaspjall Gátt Gáttaspjall TimedText TimedText talk Module Module talk Smától Smátólaspjall Smátóla skilgreining Smátóla skilgreiningarspjall Saga Íslands 0 5999 1761383 1739551 2022-07-21T00:20:41Z 46.22.103.95 Ísland var að fullu sjálfstætt árið 1918 wikitext text/x-wiki {{Saga Íslands}} '''Saga Íslands''' er [[saga]] byggðar og [[menning]]ar á Íslandi, sem er stutt miðað við sögu landa á [[meginland]]i [[Evrópa|Evrópu]]. Landnám hófst seint á 9. öld eftir Krist og byggðist landið fljótt, einkum frá [[Noregur|Noregi]] (en einnig [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]]). Landið tilheyrði engu ríki þar til Íslendingar gengu [[Noregskonungar|Noregskonungi]] á hönd með undirritun [[Gamli sáttmáli|Gamla sáttmála]] árið [[1262]]/[[1264|64]]. Noregur og Ísland urðu svo hluti af [[Danakonungar|Danaveldi]] [[1380]]. Samhliða þjóðernisvakningu víða um [[Evrópa|Evrópu]] ágerðist þjóðhyggja og [[sjálfstæðisbarátta Íslendinga]] eftir því sem leið á [[19. öld]]ina og lauk með því að Ísland hlaut fullveldi [[1. desember]] [[1918]]. Danski konungurinn hélt þó áfram að vera konungur Íslands þar til Lýðveldið Ísland var stofnað [[17. júní]] [[1944]]. Sögu langra tímabila má greina niður í styttri tímabil eftir víðtækum stjórnarfarslegum, tæknilegum og félagslegum breytingum sem má afmarka með nokkuð skýrum hætti. En því fer þó fjarri að hægt sé að ákvarða endanlega hvaða atriði skipti mestu máli í sögu Íslands þannig að allir séu sammála.<ref>Gunnar Karlsson. „Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?“. Vísindavefurinn 20. janúar 2004. http://visindavefur.is/?id=3957. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> Þannig hefur ein athugun á 11 námsbókum í Íslandssögu á grunnskólastigi leitt í ljós að aðeins 12% nafngreindra einstaklinga eru konur á sama tíma og 93% höfundanna eru karlar. Sem dæmi sé gjarnan fjallað um landnámsmanninn [[Ingólfur Arnarson|Ingólf Arnarsson]], sem fyrstur byggði Ísland, og [[Hallveig Fróðadóttir|Hallveigar]] konu hans sé lítið getið.<ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/frett/kvenmannslausar-sogubaekur|titill=Kvenmannslausar sögubækur|höfundur=RÚV|ár=2011|mánuður=2. september|árskoðað=2011|mánuðurskoðað=2. september}}</ref> == Landmyndun == {{Aðalgrein|Jarðsaga Íslands}} [[Mynd:Iceland_Mid-Atlantic_Ridge_map_IS.svg|thumb|left|Áætluð flekaskil jarðarinnar samkvæmt [[flekakenningin|flekakenningunni]] ]] Ísland er á skilum [[Norður-Ameríkuflekinn|Norður-Ameríku-]] og [[Evrasíuflekinn|Evrasíuflekanna]], á svokölluðum [[heitur reitur|heitum reit]] og er þar því mikil jarðvirkni. Flekarnir tveir stefna hvor í sína áttina með nokkurra millímetra hraða á ári. Elstu hlutar Íslands urðu til fyrir um 20 milljónum árum síðan. Til samanburðar má nefna að talið er að [[Færeyjar]] hafi orðið til fyrir um 55 milljónum árum, [[Asóreyjar]] um 7 milljónum árum og [[Hawaii]] eyjar innan við milljón árum síðan.<ref>{{vefheimild|url=http://www.nvd.fo/index.php?id=130|titill=Uppskriftir og myndir frá jarðfrøði-ferðum kring landið (okt. 2004)|mánuðurskoðað=21. desember|árskoðað=2006}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://hvo.wr.usgs.gov/maunaloa/|titill=Mauna Loa: Earth's Largest Volcano|mánuðurskoðað=22. desember|árskoðað=2006}}</ref> Yngstu berglög Íslands á suðvesturhorni og á miðhálendinu eru ekki nema um 700 þúsund ára gömul. [[Jarðsaga]]n skiptist niður í [[ísöld|ísaldir]] eftir hitastigi og veðurfari. Síðasta [[jökulskeið]] er talið hafa hafist fyrir um 70 þúsund árum og lokið fyrir um 10 þúsund árum síðan. Á meðan því stóð huldi stór ísjökull landið og mótuðu [[skriðjökull|skriðjöklar]] firði og dali landsins.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson|titill=Íslands Saga: til okkar daga|mánuðurskoðað=útgefandi=Sögufélagið|ár=1991|ISBN=ISBN 9979-9064-4-8}}, s. 11.</ref> == Landafundir == [[Mynd:Thule carta marina Olaus Magnus.jpg|thumb|Hin dularfulla eyja ''Thule'' á korti eftir [[Olaus Magnus]] ]] Áður en Ísland var byggt á 10. og 11. öld er talið mögulegt að þar hafi menn haft dvalarstað um stundarstakir. Sagt er að maður að nafni [[Pýþeas]] frá Massailíu ([[Marseille]] í Frakklandi) hafi ferðast norður um höf á [[4. öld f.Kr.]] og fundið eða haft afspurnir af eyju sem hann nefndi ''Thule'' eða ''Ultima Thule'', hafa menn leitt líkum að því að hér gæti hann verið að tala um Ísland en lítið er hægt að fjölyrða frekar um það. Þess er getið í Íslendingabók Ara fróða að írskir munkar, svonefndir [[papar]], hafi numið hér land á ofanverðri [[8. öld]]. Um þetta leyti ritaði keltneskur munkur, Dicuil að nafni, um ferðir munka á norðlægum slóðum og ætla menn að hann hafi meðal annars verið að tala um Ísland. Þessu til stuðnings hefur verið bent á að til eru nokkur [[örnefni]] með vísanir í papa, til dæmis [[Papey]] en á móti kemur að engar [[fornleifar]] hafa fundist sem staðfesta með óumdeilanlegum hætti veru papa hér á landi.<ref>Axel Kristinsson. „Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru Papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna? “. Vísindavefurinn 22.6.2001. http://visindavefur.is/?id=1732. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> Norðmaðurinn [[Naddoður]] er sagður hafa komið til Íslands og sagði hann frá landi sem hann nefndi Snæland þegar hann sneri aftur heim. Svíinn [[Garðar Svavarson]] og [[Náttfari]], frjálsir menn, eiga einnig að hafa komið til landsins samkvæmt Landnámu. Garðar sneri aftur heim en Náttfari varð eftir ásamt [[ambátt]] einni og þræl og urðu því fyrstu eiginlegu landnámsmenn Íslands.<ref>Gísli Gunnarsson. „Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?“. Vísindavefurinn 18. september 2000. http://visindavefur.is/?id=920. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> [[Hrafna-Flóki Vilgerðarson]] er einnig talinn hafa heimsótt landið. Hann mun hafa eytt tveimur árum á Íslandi og hafa haft með sér kvikfé sem drapst vegna þess að honum yfirsást að heyja fyrir veturinn. Gaf hann landinu nafnið Ísland.<ref>ÞV. „Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?“. Vísindavefurinn 30. október 2000. http://visindavefur.is/?id=1053. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> == Landnám == {{Aðalgrein|Landnám Íslands}} === Landið numið === [[Mynd:Ingolf by Raadsig.jpg|thumb|right|Málverk af Ingólfi Arnarsyni eftir [[Johan Peter Raadsig]] frá [[1850]] ]] Saga Íslands hefst samkvæmt hefðbundinni söguskoðun með landnámi Ingólfs Arnarsonar um [[870]] því þá hefst jafnframt skipulagt [[landnám Íslands]]. Ingólfur kaus sér búsetu í [[Reykjavík]] og er talið að skálarúst sem fannst við [[Aðalstræti]] nálægt aldamótunum [[2000]] geti hafa verið híbýli hans. Hann nam land frá ósum [[Ölfusá]]r til ósa [[Brynjudalsá]]r og „öll nes út“. Hann er jafnan talinn fyrsti landnámsmaðurinn og miðað við ártalið [[874]], því þá er hann talinn hafa byggt bæ sinn. [[Fornleifauppgröftur|Fornleifarannsóknir]] á síðustu árum benda þó til þess að mannabyggð hafi verið hér töluvert fyrr.<ref>{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/20090316/FRETTIR01/345622391/-1|titill=Ísland numið á árunum 700 til 750|ár=2009|mánuður=16. mars}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/12/landnam_fyrir_landnam/|titill=Landnám fyrir landnám?|ár=2009|mánuður=12. maí|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/11/04/var_island_numid_670/|titill=Var Ísland numið 670?|ár=2009|mánuður=4. nóvember|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref> Fyrstu landnámsmennirnir helguðu sér lönd, sumir mjög stór. Þegar öll lönd höfðu verið helguð hélt fólk áfram að setjast að og nema lönd, þá með leyfi þeirra sem höfðu áður helgað sér þau, stundum gegn greiðslu. Í [[Landnámabók]], sem er helsta heimildin um landnám Íslands en var ekki skrifuð fyrr en meira en tveimur öldum eftir að því lauk, eru taldir upp rúmlega 400 landnámsmenn. === Uppruni landnámsmanna === Lengst af hefur verið talið að langflestir landnámsmanna hafi komið frá Noregi, nokkrir frá Danmörku og Svíþjóð og fáeinir frá Bretlandseyjum og þá yfirleitt afkomendur norrænna manna sem þar höfðu búið í 1–2 kynslóðir, auk þess sem einhverjir landnámsmanna hefðu kvænst og einnig hefðu þeir tekið með sér eitthvað af þrælum frá Bretlandseyjum. Nýlegar [[erfðafræði]]rannsóknir benda til þess að líklega hafa um 80% karla sem hingað komu verið af norrænum uppruna en aðeins um helmingur kvenna. Þetta þýðir að Íslendingar eru að meira en þriðjungi breskir að uppruna.<ref>Agnar Helgason. „Staðfesta nútíma rannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?“. Vísindavefurinn 4. desember 2000. http://visindavefur.is/?id=1213. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> Þessa sést hins vegar lítinn stað í [[íslenska|íslenskri tungu]] og [[íslensk menning|menningu]]. Ástæður þess að landnámsmenn fluttust hingað eru einkum taldar tvær. Í fyrsta lagi voru landþrengsli í Noregi, sem raunar hefur einnig verið talin ein helsta ástæða [[víkingar|víkingaferðanna]], og ónumið land í vestri þar sem hægt var að helga sér stór landsvæði hefur þá freistað margra. Auk þess mun ríkismyndun [[Haraldur hárfagri|Haraldar hárfagra]] í Noregi hafa haft áhrif, margir höfðingjar sættu sig ekki við að vera undir veldi hans. == Þjóðveldið == {{Aðalgrein|Þjóðveldið}} Stundum er talað um þjóðveldistímann, frá stofnun [[Alþingi]]s [[930]] fram til þess er Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd [[1262]], sem [[gullöld Íslendinga]], þótt [[Sturlungaöld]]in sé raunar oft undanskilin. Víst er að miðbik þessa tímabils, eftir lok sögualdar og fram á síðari hluta 12. aldar, var tiltölulega friðsælt og hagsælt tímabil í Íslandssögunni, árferði virðist hafa verið tiltölulega gott og engar sögur fara af meiriháttar innanlandsátökum, öfugt við það sem segja má um hin Norðurlöndin; í Noregi geisaði til að mynda nær stöðug [[borgarastyrjöld]] megnið af 12. öld. Á 13. öld snerist þetta hins vegar við. === Söguöld === [[Mynd:Am156folp1.jpg|thumb|Fyrsta blaðsíðan af handriti [[Hrafnkels saga Freysgoða|Hrafnkels sögu Freysgoða]] ]] Flestar [[Íslendingasögur]]nar segja frá atvikum sem eiga að hafa gerst á tímabilinu frá því á síðari hluta landnámsaldar og fram til [[1030]] eða þar um bil. Þetta var mikill umbrotatími, landið var fullnumið og farið að þrengjast um sumstaðar en [[stjórnskipan Íslands|stjórnskipulag]] og [[dómsvald|réttarkerfi]] ekki fullmótað og mönnum gekk misjafnlega að beygja sig undir það. Íslendingar voru líka mikið í ferðum til útlanda, sigldu til Noregs á konungsfund eða til að versla og fóru í víkingaferðir til Bretlandseyja og tóku þar þátt í bardögum og ránsferðum. Margar Íslendingasagna gerast að hluta til erlendis. Sögurnar eru flestar skráðar 200-300 árum eða meira eftir að atburðir sem þær segja frá gerðust og geta því ekki talist örugg heimild. Sumt er líka stutt af öðrum heimildum, svo sem fornleifarannsóknum. Sögurnar gefa líka mikilvægar upplýsingar um hugmyndir 13. aldar Íslendinga um mannlíf og landshætti á fyrstu öldum Íslandssögunnar. === Goðar og goðorð === Á landnámsöld urðu til stjórnareiningar sem nefndust [[goðorð]] og áttu sér ekki eiginleg landfræðileg mörk. Um var að ræða eins konar bandalag bænda við [[goðorðsmaður|goðana]], en hverjum bónda var skylt að fylgja einhverjum goða sem þeim var frjálst að velja sjálfir. Fylgismenn goðans voru kallaðir þingmenn hans. Goðinn var fulltrúi bændanna á héraðsþinginu og gætti hagsmuna þeira. Goðorðin voru 36 við stofnun Alþingis en var síðar fjölgað um þrjú og voru goðar eftir það 39. === Stofnun Alþingis === {{Aðalgrein|Alþingi}} Landnámsmenn gerðu sér fljótt grein fyrir því að einhvers skipulags væri þörf, ekki síst til að leysa úr deilumálum sem upp komu þegar landsmönnum fjölgaði og þrengdist um svigrúm. Þeir voru líka vanir þinghaldi úr heimalöndum sínum. Því komu staðbundin þing fljótlega til sögunnar og eru [[Kjalarnesþing]] í landnámi Ingólfs og [[Þórsnesþing]] á [[Snæfellsnes]]i talin elst, enda byggðust svæðin í kringum þau mjög snemma.<ref>Sverrir Jakobsson. „Hve lengi var haldið þing á Þórsnesi á Snæfellsnesi?“. Vísindavefurinn 17.4.2001. http://visindavefur.is/?id=1504. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> Brátt sáu menn þó að heppilegast væri að hafa eitt þing fyrir allt landið og árið 930 var [[Alþingi]] stofnað sem löggjafarsamkunda og æðsti [[dómstóll]] Íslendinga.<ref>{{vefheimild|url=http://www.althingi.is/pdf/Althingi2008.pdf|titill=Alþingi|ár=2008|snið=PDF}}</ref> Er það talið elsta starfandi þing í heiminum í dag, þótt hlé hafi orðið á þinghaldi á 19. öld. [[Mynd:Althingi.jpg|thumb|Málverk af Alþingi við Þingvelli]] Alþingi var valinn staður á [[Þingvellir|Þingvöllum]] við [[Öxará]]. Þingvellir lágu vel við samgöngum úr öllum landshlutum ein einnig kann það að hafa ráðið nokkru um staðarvalið að Þingvellir voru í landnámi Ingólfs; sumir telja að Alþingi sé stofnað út frá Kjalarnesþingi. Sá sem fór með goðorð Ingólfs kallaðist [[allsherjargoði]] og hafði það hlutverk að helga þingið eða setja það og slíta því. === Skipulag þingsins === [[Mynd:1761_Homann_Heirs_Map_of_Iceland_"Insulae_Islandiae"_-_Geographicus_-_Islandiae-hmhr-1761.jpg|thumb|Landsfjórðungar Íslands á landakorti frá 1761]] Æðsta stofnun þingsins var [[lögrétta]], sem setti ný lög, fjallaði um mál og nefndi menn í [[fimmtardómur|fimmtardóm]], sem var eins konar yfirréttur, eftir að honum var komið á um [[1005]], en einnig störfuðu á þinginu fjórir [[fjórðungsdómur|fjórðungsdómar]], einn fyrir hvern [[landsfjórðungur|landsfjórðung]]. Í henni sátu 48 goðar (eða [[goðorðsmaður|goðorðsmenn]]) á miðpalli og hafði hver þeirra tvo ráðgjafa, annar sat fyrir framan hann og hinn fyrir aftan, þannig að í raun sátu 146 menn í lögréttu. [[Lögsögumaður]] var æðsti og eini launaði embættismaður þingsins og var hann kosinn af lögréttu þriðja hvert ár. [[lög|Lögin]] voru ekki til skrifuð, enda var ritöld ekki hafin, en fyrir stofnun alþingis höfðu Íslendingar sent mann sem [[Úlfljótur]] hét til Noregs til að kynna sér lög þar og sagði hann manna fyrstur upp lög á Þingvöllum. Þau voru sniðin eftir [[Gulaþingslög]]um í Noregi, enda munu flestir landnámsmenn hafa komið af því svæði. Þekkt eru nöfn allra [[listi yfir lögsögumenn á Íslandi|lögsögumanna]] frá upphafi og þar til embættið var lagt niður [[1271]]. Árið 965 var ákveðið að skipta landinu í [[landsfjórðungur|fjórðunga]]. Þrjú héraðsþing eða vorþing voru í hverjum fjórðungi nema Norðlendingafjórðungi, þar sem þau voru fjögur, að sögn Ara fróða vegna þess að Norðlendingar gátu ekki komið sér saman um annað en raunar var Norðlendingafjórðungur fjölmennasti fjórðungurinn. Vorþingin voru haldin í maí ár hvert. Þegar goðar komu heim frá alþingi héldu þeir svo leiðarþing en þar voru eingöngu gefnar skýrslur um það sem gerst hafði á þinginu. === Kristnitaka === {{Aðalgrein|Kristnitakan á Íslandi}} Flestir landsnámsmanna voru [[ásatrú]]ar en nokkrir [[kristni]]r og höfðu þeir flestir kynnst kristinni trú og látið skírast á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]]. Fæstir virðast þó hafa viðhaldið trú sinni lengi hér og enginn landnámsmanna reisti [[kirkja|kirkju]] en ásatrúarmenn reistu víða hof og blótuðu þar. Samkvæmt heimildum var það Þorvarður Spak-Böðvarsson sem byggði fyrstu kirkjuna í [[Neðri-Ás]]i í [[Hjaltadalur|Hjaltadal]] um [[984]]. Um svipað leyti sendi [[Haraldur blátönn]] [[Saxland|saxneskan]] biskup, Friðrek að nafni, til Íslands til [[kristniboð]]s og var Skagfirðingurinn [[Þorvaldur víðförli]] með honum í för. Fleiri kristniboðar komu hingað á næstu árum og varð þeim nokkuð ágengt. Þekktastur þeirra var [[Þangbrandur]]. Honum tókst að kristna austfirska höfðingjann [[Síðu-Hallur|Síðu-Hall]] og aðra í kjölfarið, þar á meðal [[Gissur hvíti Teitsson|Gissur hvíta]] og [[Hjalti Skeggjason|Hjalta Skeggjason]]. [[Ólafur Tryggvason]] Noregskonungur var mjög áhugasamur um að kristna Ísland – með góðu eða illu. Á Alþingi sumarið [[1000]] (þó líklega fremur árið [[999]] samkvæmt rannsóknum dr. [[Ólafía Einarsdóttir|Ólafíu Einarsdóttur]]) voru flokkar bæði kristinna manna undir forystu þeirra Gissurar og Hjalta og heiðinna fjölmennir og stefndi í vopnaviðskipti. Þó tókst að afstýra blóðsúthellingum og ákváðu Íslendingar að taka kristni að ráðum [[Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson|Þorgeirs ljósvetningagoða]]. Þessu voru þó að sögn settar þær undantekningar að Íslendingar máttu enn þá [[blót]]a leynilega, bera út börn og eta hrossakjöt, en hafi slíkar undantekningar verið gerðar í raun hurfu þær fljótt úr sögunni. === Biskupsstólar og klaustur === Næstu árin voru hér ýmsir förubiskupar en árið [[1056]] var [[Ísleifur Gissurarson]] vígður biskup Íslands og [[Skálholt]]sstóll stofnaður. Árið [[1096]] eða [[1097]] fékk sonur hans, [[Gissur Ísleifsson]], sem tók við af föður sínum, komið því fram að [[tíund]] var tekin upp en það var skattur á eignir Íslendinga sem skiptist í fernt. Fjórðung fengu prestar, fjórðung fengu kirkjur til viðhalds, fjórðungur rann til biskups og síðasti fjórðungurinn fór til þurftarmanna. Þar sem kirkjur voru yfirleitt á höfuðbólunum sem höfðingjar áttu og þeir voru margir vígðir menn og voru sjálfir prestar þýddi þetta að þeir fengu í raun helminginn af tíundinni. Stuðlaði það að auðsöfnun þeirra en átti eftir að valda miklum deilum síðar (Sjá [[Staðamálin]]). [[Norðurland]] var fjölmennasti landsfjórðungurinn og þótti Norðlendingum þeir afskiptir með biskup og vildu líka halda eftir innan fjórðungsins tekjum sem runnu til Skálholts. Árið [[1106]] var orðið við óskum þeirra og annar biskupsstóll stofnaður á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum í Hjaltadal]]. Fyrsti [[Hólabiskupar|Hólabiskup]] var [[Jón Ögmundsson]]. Hann stofnaði þegar [[Hólaskóli (1106–1802)|skóla á Hólum]] og efldi menntun en skóli var einnig í [[Skálholtsskóli|Skálholti]], svo og í klaustrum og víðar, svo sem í [[Haukadalur|Haukadal]] og [[Oddi (Rangárvöllum)|Odda]] á Rangárvöllum. Fyrsta klaustrið var stofnað á [[Þingeyraklaustur|Þingeyrum]] í [[Húnaþing]]i [[1133]] og var það munkaklaustur af [[Benediktsregla|Benediktsreglu]] eins og [[Munkaþverárklaustur]] ([[1155]]) og [[Hítardalsklaustur]] ([[1155]]), en það síðastnefnda var skammlíft. Klaustrin voru auk biskupsstólanna helstu menntasetur landsins og í sumum þeirra voru góð bókasöfn. Þar voru skrifaðar upp bækur og þegar leið á þjóðveldisöld fór þar fram umfangsmikil sagnaritun. Margar helstu gersemar íslenskra handrita eru skrifaðar í klaustrum. === Lög þjóðveldisins === Með aukinni menntun hófst [[ritöld]] á Íslandi. Samkvæmt því sem Ari fróði segir rituðu [[Hafliði Másson]] og aðrir lögbókina [[Hafliðaskrá]] (sem innihélt m.a. [[Vígslóði|Vígslóða]]) á heimili Hafliða á [[Breiðabólstaður í Vesturhópi|Breiðabólstað]] í Vesturhópi veturinn [[1117]]–[[1118|18]] og er það fyrsta fyrsta þekkta ritið á íslensku. Stuttu seinna var [[Íslendingabók]] [[Ari fróði Þorgilsson|Ara fróða]] rituð. Lagasafn þjóðveldisaldar kallaðist seinna [[Grágás]] en þar er ekki um eiginlega lögbók að ræða. [[Refsing]]ar skiptust í þrjá flokka. Þessar refsingar kölluðust [[útlegð]], [[fjörbaugsgarður]] og [[skóggangur]]. Þeir sem dæmdir voru sekir [[skógarmaður|skógarmenn]] voru í raun útskúfaðir úr þjóðfélaginu og réttdræpir hvar sem til þeirra náðist. Kirkjan hafði einnig yfir refsingum að ráða og gátu biskupar meðal annars [[bannfæring|bannfært]] menn.<ref>[http://ferlir.is/?id=3257 Erlend verslun – stutt yfirlit]</ref> == Sturlungaöld == {{Aðalgrein|Sturlungaöld}} Þegar leið á 12. öld fór stöðugleiki og grunnur íslenska samfélagsins, sem byggðist á jafnvægi milli höfðingja, að raskast. Goðorð erfðust og gengu kaupum og sölum og völdin söfnuðust á færri hendur en áður. Þessi þróun hófst í Skagafirði og Árnesþingi og er hugsanlegt að stofnun biskupsstóla í þessum héröðum hafi haft einhver áhrif á það. Segja má að Ísland hafi smátt og smátt orðið samsafn laustengdra [[borgríki|borgríkja]], þó án skýrra landfræðilegra marka. Bændur og búalið neyddust til að beygja sig undir vald stórbænda, sem seildust eftir æ meiri völdum. Um leið lenti höfðingjum æ oftar saman og átökin urðu víðtækari. Í erjum og orrustum sögualdar höfðu bardagamenn hverju sinni yfirleitt ekki verið nema nokkrir tugir (fræðimaðurinn [[Jón Ólafsson frá Grunnavík]] lýsti á 18. öld efni Íslendingasagna í þremur orðum: „Bændur flugust á“) en á Sturlungaöld voru háðar stórorrustur á íslenskan mælikvarða, þar sem hundruð eða jafnvel þúsundir manna börðust. Ýmiss konar bandalög urðu til og griðrof og svik urðu algeng. === Aðdragandi === Sturlungaöld er kennd við Sturlu og afkomendur hans, [[Sturlungar|Sturlunga]], sem framan af áttu heimkynni á Vesturlandi, en aðrar helstu ættir Sturlungaaldar voru [[Haukdælir]] í [[Árnessýsla|Árnesþingi]], [[Oddaverjar]] í [[Rangárvallasýsla|Rangárþingi]], [[Svínfellingar]] á [[Austurland]]i og [[Ásbirningar]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]], auk þess sem [[Vatnsfirðingar]] og [[Seldælir]] á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] eru oft nefndir til.<ref>Skúli Sæland. „Hvað var Sturlungaöld?“. Vísindavefurinn 28. júlí 2004. http://visindavefur.is/?id=4429. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> Hin eiginlega Sturlungaöld er raunar ekki talin hefjast fyrr en um 1220 en ræturnar liggja þó lengra aftur og segja má að fyrsta vísbendingin um rósturnar sem í vændum voru megi sjá í deilum [[Hvamm-Sturla|Hvamm-Sturlu Þórðarsonar]] við [[Páll Sölvason|Pál Sölvason]] um [[1180]]. Sturla var höfðingi á uppleið sem ætlaði sér stóra hluti og lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Hann þótti sýna mikla óbilgirni í deilum sínum við Pál en þeim lauk með því að [[Jón Loftsson]] í Odda, leiðtogi Oddaverja og mikill sáttasemjari, úrskurðaði í málum þeirra og bauðst um leið til að fóstra Snorra, yngsta son Sturlu. Á næstu áratugum var nokkuð um erjur og deilur og eru þekktust átök þeirra [[Guðmundur dýri Þorvaldsson|Guðmundar dýra Þorvaldssonar]] á [[Bakki í Öxnadal|Bakka]] í [[Öxnadalur|Öxnadal]] og [[Önundur Þorkelsson|Önundar Þorkelssonar]] í Lönguhlíð, sem lauk með [[Önundarbrenna|Önundarbrennu]] [[1197]]. Rétt eftir aldamótin 1200 lét svo Ásbirningahöfðinginn [[Kolbeinn Tumason]] kjósa [[Guðmundur Arason|Guðmund Arason]] til biskups á Hólum og taldi að hann yrði sér leiðitamur en það var öðru nær. Með þeim varð brátt fullur fjandskapur sem lauk með falli Kolbeins í [[Víðinesbardagi|Víðinesbardaga]] [[1208]]. Ættmenn hans héldu þó áfram fjandskap við biskup og var hann á stöðugum hrakningi um landið og til útlanda næstu áratugi. Einnig má nefna víg [[Hrafn Sveinbjarnarson|Hrafns Sveinbjarnarsonar]] ([[1213]]), sem dró langan hefndarhala á eftir sér. === Snorri og Sturlungar === [[Mynd:Snorralaug10.JPG|thumb|Snorralaug við Reykholt]] Hvamm-Sturla átti þrjá syni; [[Þórður Sturluson|Þórð]], [[Sighvatur Sturluson|Sighvat]] og [[Snorri Sturluson|Snorra]], sem allir urðu valdamiklir goðorðsmenn, Þórður á [[Snæfellsnes]]i, Snorri í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]] og Sighvatur fyrst í Dölum og síðar í Eyjafirði. Þeir voru mjög áberandi í átökum Sturlungaaldar, einkum Snorri og Sighvatur, ásamt [[Sturla Sighvatsson|Sturlu]] syni Sighvats og [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeini unga]], leiðtoga Ásbirninga og [[Gissur Þorvaldsson|Gissuri Þorvaldssyni]], foringja Haukdæla. Snorri var í Noregi á árunum 1218–20, gerðist þar handgenginn [[Skúli jarl Bárðarson|Skúla jarli Bárðarsyni]] og tókst á hendur það hlutverk að gera Ísland að [[skattland]]i Noregs. Upphaf Sturlungaaldar er gjarna miðað við heimkomu Snorra til Íslands [[1220]] en hann aðhafðist þó fátt til að sinna hlutverki sínu næstu árin, heldur stundaði ritstörf og er talið að hann hafi skrifað sín helstu stórvirki á þeim árum. Nóg var þó um átök: Sighvatur Sturluson og Sturla sonur hans fóru í [[Grímseyjarför]] [[1222]] til að hefna fyrir víg [[Tumi Sighvatsson|Tuma Sighvatssonar]]. [[Björn Þorvaldsson|Björn]] bróðir Gissurar Þorvaldssonar var drepinn á [[Breiðabólstaður í Fljótshlíð|Breiðabólstað]] í [[Fljótshlíð]] [[1221]] af Oddaverjum. Synir Hrafns Sveinbjarnarsonar brenndu [[Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur|Þorvald Vatnsfirðing]] inni árið 1228 til að hefna fyrir föður sinn og synir Þorvaldar reyndu að hefna hans í [[Sauðafellsför]] [[1229]] en voru sjálfir felldir nokkrum árum síðar. Sturla Sighvatsson fór í [[suðurganga|suðurgöngu]] til [[Róm]]ar árið [[1233]] til að gera yfirbót fyrir sig og föður sinn vegna illrar meðferðar á [[Guðmundur Arason|Guðmundi Arasyni]] biskupi í Grímseyjarför. Á heimleið kom hann við í Noregi og var þá falið af [[Hákon gamli|Hákoni]] konungi að taka að sér það verk sem Snorri hafði ekki sinnt, sem sé að koma Íslandi undir konung. Sturla lét þegar til sín taka þegar heim kom, hóf þegar að auka við veldi sitt og tókst meðal annars að hrekja Snorra frænda sinn og [[Órækja Snorrason|Órækju]] son hans úr landi. Hann lagði svo til atlögu við Gissur Þorvaldsson og tókst að ná honum á sitt vald í [[Apavatnsför]] en Gissur slapp undan og þeir Kolbeinn ungi tóku höndum saman og í [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]], fjölmennasta bardaga sem háður hefur verið á Íslandi, féllu feðgarnir Sighvatur og Sturla. Árið [[1239]] sneri Snorri heim frá Noregi þrátt fyrir bann konungs. Konungur áleit hann [[landráð]]amann við sig og sendi Gissuri Þorvaldssyni boð um að flytja Snorra til Noregs eða drepa hann ella. Gissur fór að Snorra í [[Reykholt]]i og lét drepa hann þar haustið [[1241]]. === Þórður kakali og Gissur jarl === [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórður kakali]], sonur Sighvats Sturlusonar, hafði verið í Noregi en sneri heim [[1242]] og á næstu árum tókst honum með skæruhernaði gegn Kolbeini unga, sem hafði lagt undir sig allt veldi föður hans og bræðra, að efla styrk sinn. Hápunktur þeirra átaka var [[Flóabardagi]], eina [[sjóorrusta]] Íslandssögunnar, árið [[1244]]. Kolbeinn lést ári síðar og Þórður felldi arftaka hans, [[Brandur Kolbeinsson|Brand Kolbeinsson]], í [[Haugsnesbardagi|Haugsnesbardaga]] árið [[1246]]. Hann réði eftir það öllu Norðurlandi og frá 1247–50 var hann valdamesti maður landsins því konungur hafði kyrrsett Gissur Þorvaldsson í Noregi. En árið 1250 kallaði konungur Þórð til Noregs og kyrrsetti hann en Gissur kom heim [[1252]]. Óvinir Gissurar reyndu að brenna hann inni í [[Flugumýrarbrenna|Flugumýrarbrennu]] [[1253]] en tókst ekki, þótt kona hans og synir létust í brennunni. Næstu árin gekk á með skærum og bardögum, vígum og níðingsverkum. Landsmenn voru orðnir mjög þreyttir á átökum höfðingja og sögðu jafnvel að þeir vildu helst engan höfðingja hafa yfir sér. Gissur kom heim með [[jarl]]snafnbót en hún dugði honum lítið. [[Þorgils skarði Böðvarsson|Þorgils skarði]], sonarsonur Þórðar Sturlusonar, var drepinn [[1258]], síðastur af hinum herskáu leiðtogum Sturlunga, en föðurbróðir hans, [[Sturla Þórðarson]] sagnaritari, lifði eftir og skráði sögu Sturlungaaldar. Loks kom þar [[1262]] að Íslendingar samþykktu að ganga Noregskonungi á hönd og þar með lauk þjóðveldistímanum. Austfirðingar samþykktu þetta raunar ekki fyrr en [[1264]] en þó er alltaf miðað við 1262. Samningurinn sem þá var gerður hefur gengið undir nafninu Gamli sáttmáli og eru elstu varðveittu handrit hans frá 15. öld. Á síðustu árum hefur komið fram sú kenning að Gamli sáttmáli, að minnsta kosti í þeirri mynd sem hann hefur varðveist, sé alls ekki frá 13. öld, heldur hafi hann verið saminn á 15. öld til að styrkja málstað íslenskra höfðingja vegna ágreinings um verslun við Noregskonung.<ref>{{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3647336|titill=Mín köllun er að kynna íslenzkar miðaldir. Lesbók Morgunblaðsins 25. júní 2005.}}</ref> == Skattlandið Ísland == Á 13. öld var mikið ritað af samtímasögum og heimildir um atburði aldarinnar eru því mun betri en um aldirnar sem á eftir fóru en þó hefur töluvert varðveist af skjölum af ýmsu tagi, auk þess sem [[annáll|annálar]] voru ritaðir, en þeir eru oft mjög stuttorðir um mikla atburði. [[Mynd:Blackdeath2.gif|thumb|Hreyfimynd sem sýnir útbreiðslu svarta dauða á korti af Evrópu]] Þótt einstakir höfðingjar söfnuðu miklum auð á 14. og 15. öld fór ástandið almennt versnandi. Þar kom margt til, svo sem kólnandi veðurfar ([[Litla ísöldin]] svokallaða hófst um miðja 15. öld), eldgos og ýmis óáran og ekki síst [[Svarti dauði]], sem gekk á Íslandi [[1402]]–[[1403|03]] og felldi stóran hluta landsmanna. Fjöldi jarða lagðist í eyði, leiguverð lækkaði og mikill skortur var á [[vinnuafl]]i, ekki síst til sjósóknar svo að minna aflaðist af fiski, sem var helsta [[útflutningur|útflutningsvaran]]. Í lok 15. aldar ([[1494]]–[[1495|95]]) gekk svo önnur afar mannskæð sótt um landið, [[Plágan síðari]]. === Breytingar á stjórn og þingi === Með Gamla sáttmála féllust Íslendingar á að greiða Noregskonungi skatt gegn því að hann tryggði frið og reglulegar siglingar til landsins; þó hefur sú kenning komið fram að ákvæðið um siglingar hafi ekki komið inn fyrr en mun seinna því að á 13. öld hafi Íslendingar ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af siglingum til landsins. Í samtímaheimildum er heldur ekkert minnst á ákvæði um siglingar. Í framhaldi af þessu voru lög þjóðveldisins endurskoðuð og árið [[1271]] sendi [[Magnús lagabætir]] Noregskonungur Íslendingum nýja lögbók, [[Járnsíða|Járnsíðu]], sem vakti þó enga hrifningu og var ekki samþykt í heild fyrr en [[1273]]. Óánægja var þó áfram mikil og konungur lét þá semja nýja lögbók, [[Jónsbók]] (kennd við lögsögumanninn [[Jón Einarsson]] gelgju), sem samþykkt var [[1281]] eftir nokkrar deilur og var í gildi í margar aldir og nokkur ákvæði jafnvel enn í dag. Þótt sambandið við Noregskonung hafi líklega litlu sem engu breytt fyrir almenning, nema hvað friður komst á í landinu, breyttist ýmislegt í stjórnskipun Íslands með tilkomu konungsvaldsins. Goðar höfðu ekkert vald lengur en í þeirra stað komu embættismenn. [[sýslumaður|Sýslumenn]], sem komu úr röðum helstu höfðingja og auðmanna landsins, tóku við héraðsstjórn og sáu um innheimtu skatta, dóma og refsingar, löggæslu og fleira. Yfir þeim var [[hirðstjóri]], æðsti embættismaður konungs á landinu. Framan af voru hirðstjórarnir oftast íslenskir. Töluverðar breytingar urðu líka á Alþingi. Lögrétta var að vísu áfram löggjafarstofnun og hélt því valdi til [[1662]], að nafninu til að minnsta kosti, en tók nú einnig við hlutverki dómstóls því fjórðungsdómar og fimmtardómur voru lagðir niður. 36 menn voru valdir til setu í lögréttu og kölluðust þeir [[lögréttumaður|lögréttumenn]]. Í stað lögsögumanns kom [[lögmaður]], sem setti þingið og sleit því, stýrði störfum lögréttunnar og valdi menn til setu í lögréttu ásamt sýslumönnum. Helsta deilumálið í lok 13. aldar snerist um yfirráð yfir kirkjustöðum, [[staðamál síðari]] svokölluð, og tókst [[Árni Þorláksson]] Skálholtsbiskup, sem kallaður var Staða-Árni, þar á við veraldlega höfðingja. Þeim málum lauk með sættagerð í [[Ögvaldsnes]]i í Noregi og má segja að kirkjan hafi haft betur. Hún fékk vald í málefnum kirkna og presta og kirkjuréttar- og siðferðismálum og í kjölfarið óx vald hennar og eignir. === Norska öldin === {{Aðalgrein|Norska öldin}} Fjórtánda öldin hefur verið kölluð [[Norska öldin]] í sögu Íslendinga því þá voru tengsl Íslands og Noregs mikil. Ýmsir norskir embættismenn og biskupar gegndu embætti á Íslandi og verslun við Noreg var mikil, ekki síst eftir að mikill kippur kom í skreiðarverslun og [[útgerð]]. Vísir að fiskiþorpum byggðist upp á sumum helstu útgerðarstöðum Íslands og [[skreið]] tók við af [[vaðmál]]i sem helsta útflutningsvaran. Íslendingar urðu stöðugt háðari [[siglingar|siglingum]] útlendinga til landsins; þeir höfðu átt góðan skipastól á landnámsöld og fram eftir öldum en erfitt var að endurnýja hann og skipunum fækkaði smátt og smátt, þannig að utanríkisverslunin færðist öll í hendur útlendinga og þá fyrst til Norðmanna. Þetta kom sér illa, til dæmis þegar siglingar lögðust niður að mestu í nokkur ár á meðan og eftir að [[Svarti dauði]] geisaði í Noregi um miðja 14. öld. [[Mynd:Dokument pt Kalmarunionen.jpeg|thumb|Drög að samningnum um Kalmarsambandið]] Með stofnun [[Kalmarsambandið|Kalmarsambandsins]] [[1397]] varð Ísland svo hluti af ríki [[Margrét Valdimarsdóttir mikla|Margrétar Valdimarsdóttur]] og því næst [[Eiríkur af Pommern|Eiríks af Pommern]], sem náði yfir [[Danmörk]]u, [[Svíþjóð]] og [[Noregur|Noreg]]. Þá fluttist þungamiðja konungsvalds í Noregi til Danmerkur og tengsl Íslendinga við Noreg minnkuðu mikið og rofnuðu endanlega um [[1428]]. === Enska og þýska öldin === {{Aðalgrein|Enska öldin|Þýska öldin}} Snemma á 15. öld hófst svo það tímabil sem hefur verið kallað [[Enska öldin]], þegar verslun og önnur samskipti við Englendinga voru meiri en við aðrar þjóðir og Englendingar sigldu mikið til Íslands til að kaupa skreið og fleira og selja Íslendingum varning, auk þess sem ensk fiskiskip stunduðu veiðar við Ísland. Ekki gekk þetta allt þó slétt og fellt fyrir sig, heldur ekki þótt allmargir Englendingar gegndu hér biskupsembætti á 15. öld og voru þeir skipaðir af páfa en ekki erkibiskupi. Innanlandsátök á Íslandi á þessum öldum voru oft tengd verslun við útlendinga og yfirráðum yfir útgerðarstöðum því að skreiðarútflutningur var helsta auðlindin. Til dæmis hefur verið sett fram sú kenning að þegar íslenskir höfðingjar fóru að [[Jón Gerreksson|Jóni Gerrekssyni]] Skálholtsbiskupi árið [[1433]] og drekktu honum hafi það verið pólitísk aðgerð að undirlagi Englendinga og jafnvel [[Jón Vilhjálmsson Craxton|Jóns Vilhjálmssonar Craxton]] Hólabiskups, sem var enskur. Helsti bandamaður hans var [[Loftur Guttormsson|Loftur ríki Guttormsson]] en [[Þorvarður Loftsson|Þorvarður]] sonur hans var annar foringjanna í aðförinni að Jóni Gerrekssyni. Annálar og aðrar heimildir greina oft frá átökum milli Englendinga og íslenskra höfðingja, til dæmis í [[Rif]]i á [[Snæfellsnes]]i [[1467]], þegar Englendingar drápu [[Björn Þorleifsson hirðstjóri|Björn Þorleifsson]] hirðstjóra. [[Kristján 1.]] Danakonungur lokaði þá [[Eyrarsund]]i fyrir enskum skipum, auk þess sem hann hvatti þýska [[Hansakaupmenn]] til Íslandssiglinga. Við það hófust átök um einstakar hafnir á Íslandi milli Englendinga og Þjóðverja og er 16. öldin oft kölluð [[Þýska öldin]]. Danakonungur og Englandskonungur sömdu um leyfi fyrir Englendinga til að versla og veiða við Ísland en Íslendingar gengu í berhögg við þann samning með [[Píningsdómur|Píningsdómi]] [[1490]]. Englendingar hættu þó ekki Íslandssiglingum og voru hér viðloða fram á miðja [[17. öld]]. Á seinni hluta 15. aldar fóru biskupar að láta meira til sín taka en áður og skipta sér meira af veraldlegum málefnum, ekki síst siðferðisefnum, og var tilgangurinn þá oft að ná sem mestum eignum undir sjálfa sig og kirkjuna. Ýmsir höfðingjar höfðu gert sig seka um skyldleikagiftingar eða önnur brot og reyndu biskupar þá að fá eignir dæmdar af þeim. Þekktar eru til dæmis deilur [[Gottskálk Nikulásson|Gottskálks Nikulássonar]] við [[Jón Sigmundsson]] lögmann, [[Stefán Jónsson (biskup)|Stefáns Jónssonar]] Skálholtsbiskups við [[Torfi Jónsson í Klofa|Torfa Jónsson]] í [[Klofi|Klofa]] og síðar [[Björn Guðnason]] í [[Ögur|Ögri]] og deilur [[Jón Arason|Jóns Arasonar]] við [[Teitur Þorleifsson|Teit Þorleifsson]] lögmann. Höfðingjarnir reyndu að takast á við biskupana, meðal annars með [[Leiðarhólmssamþykkt]] [[1513]], en það bar takmarkaðan árangur. == Siðaskiptin == [[Mynd:Gudbrandsbiblia.jpg|thumb|right|Titilblað Guðbrandsbiblíu, 1584]] {{Aðalgrein|Siðaskiptin á Íslandi}} [[Kristján 3.|Kristján konungur 3.]] innleiddi [[mótmælendatrú]] í Danmörku [[30. október]] [[1536]] en ekki verður séð að hann hafi gert neitt til að afla henni brautargengis á Íslandi næstu árin. Áhrif [[Marteinn Lúther|Lúthers]] voru þó þegar farin að berast til landsins og Þjóðverjar,sem stunduðu veiðar og verslun hér við land, eru sagðir hafa reist lútherska kirkju í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]] þegar [[1533]]. [[Ögmundur Pálsson]] biskup í Skálholti, sem var orðinn aldraður, hafði í þjónustu sinni nokkra unga menn sem menntaðir voru erlendis og höfðu kynnst mótmælendahreyfingunni þar og hrifist af henni þótt þeir flíkuðu ekki skoðunum sínum þegar biskup var nærstaddur. Einn þeirra var [[Oddur Gottskálksson]], sonur Gottskálks Nikulássonar Hólabiskups. Hann kom heim frá námi í Þýslandi [[1535]], þá um tvítugt, og hófst fljótt handa við að þýða [[Nýja testamentið]] á íslensku og segir sagan að hann hafi oft verið við iðju sína úti í fjósi. Nýja testamenti Odds var prentað í [[Hróarskelda|Hróarskeldu]] [[1540]] og er það elsta varðveitta prentaða verkið á íslensku. Annar ungur menntamaður sem hafði kynnst lútherskunni í Þýskalandi var [[Gissur Einarsson]]. Árið 1539 valdi Ögmundur hann sem eftirmann sinn en sá brátt eftir því, þegar skoðanir Gissurar komu berlega í ljós. Vorið [[1541]] komu svo danskir hermenn undir stjórn [[Christoffer Huitfeldt]] til landsins, handtóku Ögmund og fluttu hann með sér út en aðhöfðust ekkert gegn Jóni Arasyni og var Ísland því skipt milli mótmælenda og [[kaþólska|kaþólskra]] næstu árin. Það var ekki fyrr en eftir dauða Gissurar [[1548]], þegar Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Norðurlöndum, fór á stúfana og reyndi að leggja Ísland allt undir sig og koma á kaþólsku að nýju sem tekið var í taumana. Jón og synir hans tveir voru handteknir og teknir af lífi í Skálholti [[7. nóvember]] [[1550]]. Eru [[siðaskiptin á Íslandi|siðaskiptin]] oftast miðuð við þann dag þótt þau hafi orðið í Skálholtsbiskupsdæmi átta árum fyrr. Við siðbreytingu fluttust allar eigur kirkjunnar í hendur Danakonungs og ítök og áhrif Dana jukust til muna hér á landi, ekki síst í verslunarmálum, og lauk þeirri þróun með tilkomu [[einokunarverslun]]arinnar [[1602]]. Margt annað breyttist við siðaskiptin. Löggjöf varð strangari og árið [[1564]] gekk í gildi svonefndur [[Stóridómur]], sem var ströng löggjöf í siðferðismálum.<ref>Már Jónsson. „Hvað er Stóridómur?“. Vísindavefurinn 23. ágúst 2004. http://visindavefur.is/?id=4476. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> Vitað er um 220 [[Aftaka|aftökur]] á Íslandi á tímabilinu frá 1596 til 1830 þegar þeim var hætt. Konum var jafnan drekkt og karlar hálshöggnir.<ref>[http://www.visir.is/g/2018180729491 Fátækir fórnarlömbin í aftökusögu Íslendinga] Vísir.is, skoðað 25. júlí 2018.</ref> Eitt meginatriðið í því að breiða út hinn nýja sið var að gera guðsorðið aðgengilegt á íslensku. Jón Arason hafði flutt fyrstu prentsmiðjuna til landsins um [[1530]] en þegar [[Guðbrandur Þorláksson]] varð biskup [[1571]] hljóp vöxtur í [[bókaútgáfa|bókaútgáfu]], þó fyrst og fremst guðsorðabóka, og árið [[1586]] kom út [[Guðbrandsbiblía]], fyrsta biblíuþýðingin á íslensku. == Einokun og einveldi == 17. og 18. öldin voru hörmungartímar í íslenskri sögu, [[veðurfar]] var hart, grasspretta oft léleg, [[hafís]] lagðist að landi og illa fiskaðist og [[eldgos]] og önnur óáran gekk yfir. Ekki var þó mikið um ófrið í landinu, að frátöldum [[Spánverjavígin|Spánverjavígunum]] [[1615]] og svo [[Tyrkjaránið|Tyrkjaráninu]] [[1627]], þegar [[sjóræningi|sjóræningjar]] frá [[Alsír]] gerðu strandhögg á nokkrum stöðum og þó mest í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]], drápu nokkra tugi manna en rændu á fjórða hundrað, fluttu með sér til [[Alsír]] og seldu í [[þrælahald|þrældóm]]. Nokkrir þeirra komust þó á endanum aftur heim til Íslands og er [[Guðríður Símonardóttir]] þeirra þekktust. Sumarið [[1783]] urðu [[Skaftáreldar]], þá gusu [[Lakagígar]] í einhverju mesta [[eldgos]]i sem orðið hefur á sögulegum tíma. Áhrifin urðu skelfileg. Um 75% búfjár landsmanna féll vegna öskufalls, eiturgufa og grasbrests og fimmtungur landsmanna, eða um 10.000 Íslendingar, dóu úr hungri og harðræði í kjölfarið. Hallæri þetta kallaðist [[Móðuharðindi]]. === Einokunarverslun === {{Aðalgrein|Einokunarverslunin}} 17. öldin hófst með því að [[einokunarverslun]] var komið á árið [[1602]]. Danakonungur hafði á sínum tíma hvatt Þjóðverja til Íslandsverslunar til að vinna gegn áhrifum Englendinga en nú voru Danir sjálfir farnir að láta meira til sín taka í verslun en áður og konungur veitti borgurum Kaupmannahafnar, [[Helsingjaeyri|Helsingjaeyrar]] og [[Málmey (Svíþjóð)|Málmeyjar]] (sem þá tilheyrðu Danaveldi) einkarétti á Íslandsverslun gegn tiltölulega vægu afgjaldi. Í raun voru margir dönsku kaupmannanna leppar þýskra [[Hansakaupmenn|Hansakaupmanna]]. Skip annarra þjóða héldu þó áfram að koma að landinu til veiða hundruðum saman og Íslendingar versluðu mikið við þau á laun. Lítið var gert við því framan af. Verslunin var í höndum ýmissa verslunarfélaga og samtaka á einokunartímanum og fljótlega var tekinn upp einn taxti fyrir allt landið sem varð að fara eftir. Árið [[1684]] var komið á umdæmaverslun, þannig að einstakir kaupmenn tóku ákveðnar hafnir á leigu, og eftir það var refsað grimmilega fyrir ef einhvern verslaði við erlenda kaupmenn eða verslaði við annan kaupmann en hann átti að versla við. Verslunartaxtanum var líka breytt svo að hann varð Íslendingum meira í óhag en áður og hafði þó þótt slæmur fyrir. Sú breyting gekk þó til baka [[1702]] og þá voru viðurlög við brotum líka milduð. Árið [[1742]] fór verslunin í hendur [[Hörmangarafélagið|Hörmangarafélagsins]] svonefnda, sem virðist hafa staðið sig illa og hefur fengið afar slæm eftirmæli hjá Íslendingum. Konungur yfirtók verslunina [[1759]], seldi hana aftur á leigu [[1764]] en yfirtók hana öðru sinni [[1774]] og hafði hana á sinni könnu þar til einokuninni var aflétt [[1787]]. Þá tók [[fríhöndlun]]in við, sem var þó ekki algjört [[verslunarfrelsi]], því Íslendingar máttu einungis versla við þegna Danakonungs. Lengi framan af höfðu kaupmenn hér einungis viðdvöl á sumrin, þeir komu með skipum sínum snemma sumars og einungis var hægt að versla við þá þar til þeir sigldu út á haustin. Margir byggðu þó vörugeymslur sem jafnframt voru verslunarbúðir og í hallærum kom það fyrir að yfirvöld létu brjóta upp kaupmannsbúðir til að nálgast matbjörg sem þar var að finna og útdeila til sveltandi almúgans. Árið [[1777]] var þó ákveðið að kaupmenn skyldu hafa hér fasta búsetu en nokkrir voru raunar sestir hér að áður. === Einveldi og upplýsing === Hlutverki Alþingis sem löggjafarsamkomu lauk þegar Íslendingar samþykktu [[einveldi|erfðaeinveldið]] á [[Kópavogsfundurinn|Kópavogsfundinum]] [[1662]]. Erfðahyllingin var þó varla annað en formsatriði. Um svipað leyti var hæstiréttur stofnaður í Kaupmannahöfn og þá var alþingi ekki lengur æðsti dómstóllinn, hlutverk þess var í rauni einungis að vera millidómstig. [[Stiftamtmaður]] varð æðsti fulltrúi konungs á Íslandi en raunar sátu stiftamtmenn oftast í Kaupmannahöfn en [[amtmaður|amtmenn]] og [[landfógeti]] fóru með vald þeirra á Íslandi. [[Mynd:Flateyarbok 002.jpg|thumb|Blaðsíða úr [[Flateyjarbók]] sem geymd er á [[Stofnun Árna Magnússonar]] ]] Tímabilið frá siðaskiptum til upplýsingaraldar (um 1770) er oft kallað [[lærdómsöld]]. Þessi tími einkenndist þó ekki síður af ýmiss konar hjátrú og hindurvitnum. Á seinni hluta 17. aldar voru nokkrir Íslendingar [[brennuöld|brenndir á báli]] fyrir ástundun [[galdur|galdra]]. Þó kom upp mikill áhugi, ekki síst erlendis, á íslenskum fornritum og gömlum bókum og fór [[Árni Magnússon]] víða um land og safnaði [[handrit]]um, bæði skinnbókum og pappírshandritum, og flutti til Kaupmannahafnar. Sumar þeirra töpuðust reyndar í [[bruninn í Kaupmannahöfn|brunanum mikla í Kaupmannahöfn]] [[1728]] en flestar björguðust. Árni fór líka um allt landið á árunum [[1702]]–[[1710|10]] ásamt [[Páll Vídalín|Páli Vídalín]] þeirra erinda að skrá ítarlega upplýsingar um hverja einustu bújörð. Afrakstur þess verks er ''[[Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns]]''. Þeir skráðu margt fleira um landshagi og létu árið [[1703]] gera fyrsta íslenska [[Manntalið 1703|manntalið]], sem er fyrsta heildar[[manntal]] yfir heila þjóð sem gert var í heiminum en tilgangur þess var fyrst og fremst að komast að því hver væri fjöldi ómaga og þurfamanna á landinu. Töldust Íslendingar vera 50.358 talsins en fjórum árum síðar fækkaði þeim um þriðjung í [[Stórabóla|Stórubólu]] 1707. Upp úr miðri öldinni hélt [[upplýsingin á Íslandi|upplýsingarstefnan]] innreið sína á Íslandi og þótt á brattann væri að sækja þegar hörmungar dundu yfir þjóðina, ekki síst í Móðuharðindunum á 9. áratug aldarinnar, reyndu ýmsir að koma á framförum í landbúnaði og garðrækt, auk þess sem [[Innréttingarnar|Innréttingar]] [[Skúli Magnússon|Skúla Magnússonar]] voru tilraun til þess að nútímavæða íslenskan [[iðnaður|iðnað]] sem gekk ekki alveg sem skyldi. Ýmislegt var þó gert í framfara- og fræðslumálum og bæði danskir áhugamenn um umbætur á Íslandi og ýmsir íslenskir mennta- og embættismenn reyndu að ýta undir framfarir á ýmsum sviðum. == Sjálfstæðisbaráttan == Þótt Íslendingar gengju Noregskonungi á hönd árið [[1262]] má segja að þeir hafi að mestu leyti ráðið sér sjálfir næstu aldirnar. Það er ekki fyrr en með siðaskiptunum sem áhrif Dana á innanlandsmál fara að aukast verulega og ná svo hámarki með upptöku einveldis [[1662]]. Eftir það verður þess stundum vart að Íslendingar fari fram á að vera settir jafnt og aðrir þegnar Danakonungs en hvergi er þó hægt að segja að örli á neinum óskum um sjálfstæði. Þótt oft sé talað um illa meðferð Dana á sárafátækum íslenskum almúga er sannleikurinn sá að oftar en ekki voru það íslenskir höfðingjar og stórbændur sem sjálfir fóru illa með landa sína. === Upphaf sjálfstæðisbaráttu === Með upplýsingarstefnunni og þó ekki síður þegar [[þjóðernisstefna|þjóðernisstefnu]] óx fiskur um hrygg í Evrópu á fyrri hluta 19. aldar efldist þjóðerniskennd Íslendinga. Áhugi á sögu Íslands, íslensku máli og fornbókmenntum jókst til muna og glæddi þjóðerniskenndina. Tæpast er þó hægt að tala um eiginlega sjálfstæðisbaráttu á fyrri hluta aldarinnar, þótt [[Jörundur hundadagakonungur]] lýsti landið að vísu sjálfstætt í skammvinnu valdaráni sínu [[Byltingin 1809|sumarið 1809]]. [[Alþingi]], sem orðið var valdalaust og hafði varla annað hlutverk en að dæma í málum sem þangað var vísað úr héraði, hafði verið lagt niður árið [[1800]] og [[Landsyfirréttur]] stofnaður í staðinn. Þótt flestir gerðu sér grein fyrir því að sjálfstæði Íslands væri ekki raunhæft á þessum tíma var krafan um umbætur sterk. Í kjölfar þjóðernisvakningar og stjórnmálahræringa suður í Evrópu hófu Íslendingar að berjast fyrir endurreisn Alþingis og láta sig dreyma um sjálfstæði þjóðarinnar. [[Skáld]] og ungir menntamenn voru þar framarlega í flokki og má þar nefna til [[Jónas Hallgrímsson]] og [[Fjölnismenn]]. Alþingi var svo endurreist í Reykjavík 1845, að vísu aðeins sem ráðgjafarþing. Þegar Danakonungur afsalaði sér [[einveldi]] árið [[1848]] urðu ákveðin staumhvörf og þá má segja að hin eiginlega sjálfstæðisbarátta hafi hafist. [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jón Sigurðsson]] birti þá ''[[Hugvekja til Íslendinga|Hugvekju til Íslendinga]]'' og lýsti þar rökum fyrir því að Íslendingar ættu að fá að ráða sér sjálfir. Vísaði hann þar í Gamla sáttmála, þar sem Íslendingar hefðu gengið í samband við Noreg sem frjálst land með ákveðnum skyldum og réttindum og skyldi öll stjórn og lög vera innlend. Þar sem Danakonungur hefði nú afsalað sér einveldi hlyti Gamli sáttmáli aftur að vera genginn í gildi og Íslendingar gætu því ekki heyrt undir danskt þing eða ríkisstjórn.<ref>{{vefheimild|url=http://www.jonshus.dk/jonsigurdsson/hugvekja/|titill=Jón Sigurðsson. Á vef Jónshúss.}}</ref> === Baráttan ber árangur === [[Þjóðfundurinn 1851|Þjóðfundur]] var haldinn í Reykjavík sumarið [[1851]] að frumkvæði dönsku stjórnarinnar og þegar Jón Sigurðsson lagði þar fram frumvarp byggt á ''Hugvekjunni'' og ljóst að það yrði samþykkt ákvað fulltrúi konungs, [[Trampe greifi]], að slíta fundi í nafni konungs. Jón mótmælti og þingmenn tóku undir með orðunum: „Vér mótmælum allir.“ Eftir þennan fund var Jón óumdeildur leiðtogi í baráttu Íslendinga fyrir auknum réttindum. Hann barðist líka af mikilli atorku fyrir [[verslunarfrelsi]] og benti á slæm áhrif einokunarinnar. Árangurinn varð sá að verslun við Ísland var frjáls öllum þjóðum frá [[1. apríl]] [[1855]]. Árið [[1874]] fengu Íslendingar svo sína fyrstu [[stjórnarskrá]] og var haldin mikil hátíð á Þingvöllum í ágúst um sumarið, þar sem Danakonungur heimsótti Ísland í fyrsta sinn en Jóni Sigurðssyni var ekki boðið. Þá fékk Alþingi [[löggjafarvald]] með konungi, sem hafði [[neitunarvald]] og beitti því stundum, og [[fjárveitingavald]], og Íslendingar höfðu því fengið takmarkaða sjálfsstjórn. [[Landshöfðingi]] var skipaður til að fara með æðstu stjórn landsins í umboði konungs og er tímabilið til 1904 kallað [[landshöfðingjatímabilið]]. === Upphaf þéttbýlismyndunar og vesturfarir === Um leið urðu hægfara framfarir í atvinnulífi. [[Þéttbýlismyndun]] hófst og innlend kaupmannastétt varð til. Á síðari hluta aldarinnar fóru Íslendingar að gera út [[þilskip]]. [[Skútuöld]]in var þó ekki ýkja löng – hápunktur hennar var á árunum 1890–1910 – og víða fóru menn nánast beint af [[árabátur|árabátum]] á [[togari|togara]] úr stáli en togaraútgerð hófst þó ekki fyrr en í upphafi 20. aldar; fyrstur var togarinn [[Coot]], sem keyptur var til landsins [[1905]]. Undir lok 19. aldarinnar fylltust Íslandsmið af breskum togurum sem veiddu nánast uppi í landsteinum og spilltu oft fiskimiðum árabátanna. Tiltölulega litlar breytingar urðu á sveitabúskap á 19. öld. Að vísu fjölgaði búfénaði nokkuð, einkum sauðfé, en á móti kom að eftir mannfelli og harðindi 18. aldar hófst fólksfjölgun. Íslendingum, sem voru 47 þúsund árið [[1801]], fjölgaði um nærri 40% til [[1850]] svo að litlu meira var til skiptanna en áður. Sauðfjárfjölgunin byggðist líka mest á aukinni nýtingu á óræktuðu beitilandi, sem var möguleg í góðu árferði, en þegar nýtt kuldaskeið hófst milli 1850-60, um leið og skæður fjárkláðafaraldur barst til landsins, þrengdist hagur fólks verulega. Um leið var [[aldursskipting]] landsmanna með þeim hætti að mjög margt fólk var á giftingar- og barneignaaldri. Fátæku fólki var gert erfitt fyrir að stofna fjölskyldu; öreigagiftingar voru bannaðar, sem þýddi til dæmis að fólk sem hafði þegið [[sveitarstyrkur|sveitarstyrk]] á síðustu tíu árum mátti ekki giftast. Einnig var mjög erfitt að fá jarðnæði og í þeim fáu [[sjávarþorp]]um sem orðin voru til var litla vinnu að hafa fyrr en útgerð fór að aukast, auk þess sem hömlur á rétti fólks til að setjast að í þurrabúðum við sjó voru enn strangar. Þetta varð til þess að [[vinnufólk|vinnuhjú]] voru hlutfallslega hvergi fleiri í Evrópu en á Íslandi og þar sem fólk fékk ekki giftingarleyfi varð hlutfall lausaleiksbarna einnig mjög hátt. Harðindi gengu yfir landið, einkum norðan- og austanlands, á síðasta þriðjungi aldarinnar, og var það að öllum líkindum eitthvert kaldasta tímabil Íslandssögunnar. Þessi harðindi ýttu mjög undir [[Vesturfarar|flutninga fólks til Ameríku]] eftir [[1870]]. [[Askja (fjall)|Öskjugosið]] [[1875]] varð til þess að auka á landflóttann og flutti fólk aðallega til [[Manitoba]] í [[Kanada]] og nyrstu fylkja [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Á síðasta áratug 19. aldar batnaði árferðið á ný og um leið dró mjög úr vesturferðum. === Heimastjórnartímabilið === [[Mynd:Björn Jónsson, minister of Iceland, gives a speech on June 2, 1908 regarding the autonomy of Iceland vis-a-vis Denmark.jpg|thumb|right|1908 [[Björn Jónsson]], ráðherra Íslands, flytur ræðu í porti [[Barnaskóli Reykjavíkur|Barnaskólans]] vegna [[Sambandslögin|Sambandsmálsins]]. Mannfjöldi fylgist með.]] [[Heimastjórn]] fengu Íslendingar [[1904]] og varð [[Hannes Hafstein]] fyrsti ráðherrann. Heimastjórnartíminn var framfaratími þótt vissulega setti [[heimsstyrjöldin fyrri]] með tilheyrandi vöruskorti og dýrtíð svip á síðari hluta hans. Miklar breytingar urðu á atvinnuháttum, vélbáta- og togaraöldin hófst og Íslendingar eignuðust eigin skipafélag, [[Eimskipafélag Íslands]], og eigin banka, [[Landsbanki Íslands|Landsbanka Íslands]] og síðan [[Íslandsbanki (eldri)|Íslandsbanka (eldri)]], en með honum kom erlent fjármagn til landsins. Fyrstu [[dagblað|dagblöðin]] hófu útkomu og [[sæsími]] var lagður til landsins, svo að fréttir utan úr heimi bárust nú samdægurs til landsins. Bílar komu til landsins og miklar framfarir urðu í vegagerð. Reykjavík varð að höfuðborg landsins, þangað fluttist fjöldi fólks. Jafnframt urðu framfarir í landbúnaði, [[rjómabú]] og [[sláturhús]] risu víða og bændur fóru í auknum mæli að framleiða matvæli til sölu á markaði en ekki aðeins til heimaneyslu. [[Verslun]] óx og dafnaði og fjöldi smárra [[iðnaður|iðnfyrirtækja]] var stofnaður. Menntamál breyttust líka mjög til batnaðar. Með [[fræðslulög]]unum [[1907]] var öllum börnum tryggð að minnsta kosti fjögurra ára skólaganga þeim að kostnaðarlausu. Unglingaskólum og verkmenntaskólum af ýmsu tagi var komið á laggirnar og árið [[1911]] var [[Háskóli Íslands]] stofnaður. Félags- og stjórnmál tóku miklum breytingum, grunnur var lagður að núverandi flokkakerfi, fjöldi verkalýðs- og stéttarfélaga var stofnaður og konur fengu kosningarétt og kjörgengi árið [[1915]]. Fyrstu [[stjórnmálaflokkur|stjórnmálaflokkar]] landsins voru stofnaðir árið [[1916]], það voru [[Framsóknarflokkurinn]] og [[Alþýðuflokkurinn]]. Stofnun þeirra markaði upphaf [[fjórflokkakerfið|fjórflokkakerfisins]] sem einkennir [[íslensk stjórnmál]]. === [[Konungsríkið Ísland]] "Fullveldið" === [[Mynd:Iceland sovereignty 1918 m olafsson.jpg|thumb|right|Hópur fólks fagnar fullveldinu 1. desember 1918 við [[Stjórnarráð Íslands]] ]] Þann [[1. desember]] árið [[1918]] varð Ísland svo [[fullveldi|fullvalda]] ríki ([[Konungsríkið Ísland]]) með eigin [[fáni|þjóðfána]] en var þó áfram í konungssambandi við Danmörku. Alþingi fékk óskorað löggjafarvald en Danir fóru áfram með [[utanríkismál]] og [[landhelgi|landhelgisgæslu]]. Lýðveldi var svo stofnað á Þingvöllum [[17. júní]] [[1944]] og féll þá samband Íslands við Danmörku alfarið úr gildi. [[Sveinn Björnsson]] var kosinn fyrsti [[forseti Íslands]]. Meðal áhrifamestu manna í íslensku þjóðlífi á fyrri hluta 20. aldarinnar var [[Thor Jensen]], kaupmaður og útgerðarmaður, sem rak fyrirtækið [[Kveldúlfur|Kveldúlf]]. Synir hans urðu margir hverjir þjóðþekktir, má þar helst nefna [[Ólafur Thors|Ólaf Thors]], sem varð formaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] og forsætisráðherra Íslands, [[Kjartan Thors]] sem varð framkvæmdastjóri Kveldúlfs, og [[Thor Thors]], fyrsta [[fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum|fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum]]. Tengdasynir Thors voru líka kunnir og áhrifamiklir, til dæmis [[Guðmundur Vilhjálmsson]], forstjóri Eimskipafélags Íslands, [[Gunnar Viðar]], bankastjóri Landsbanka Íslands, og [[Hallgrímur Fr. Hallgrímsson]], forstjóri olíufélagsins Skeljungs. Sonur Ólafs Thors, [[Thor Ó. Thors]], varð framkvæmdastjóri [[Íslenskir aðalverktakar|Íslenskra aðalverktaka]] og tengdasonur Ólafs, [[Pétur Benediktsson]], bankastjóri Landsbankans. [[Hæstiréttur Íslands]] kom fyrst saman árið [[1920]] og sama ár var stjórnarskránni breytt þannig að þingmönnum var fjölgað í 42 og ákveðið að Alþingi skyldi koma saman árlega. Árið [[1930]] var haldið upp á þúsaldarafmæli alþingis með [[Alþingishátíðin]]ni. [[Kreppan mikla]] hafði skollið á haustið [[1929]] og náði nú til Íslands. Atvinnuleysi á landinu jókst og til óeirða kom [[9. nóvember]] [[1932]] við [[Góðtemplarahús Reykjavíkur|Góðtemplarahúsið]] við Tjörnina, sem hefur jafnan verið nefnt [[Gúttóslagurinn]]. Meirihluti fjórða áratugarins var erfiður Íslendingum, togaraútgerðin var rekin með tapi sem leystist ekki fyrr en gengi íslensku krónunnar var fellt árið [[1939]] og krónan aftengd [[breskt pund|breska pundinu]] og þess í stað tengd [[bandaríkjadalur|bandaríska dollaranum]].<ref>Magnús Sveinn Helgason. ''„Hin heiðarlega króna”: gengisskráning krónunnar sem viðfangsefni stjórnmálabaráttunnar á kreppuárunum 1931–1939'' í Frá kreppu til viðreisnar: þættir um hagstjórn á Íslandi á árunum 1930–1960 ([[Jónas H. Haralz]] ritstjóri). Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag. 2002. s. 81–134.</ref> [[Seinni heimsstyrjöldin]] hófst með innrás Þýskalands í Pólland í september 1939 en nokkrum mánuðum síðar, í apríl 1940, réðust Þjóðverjar á Danmörku og hertóku. == Lýðveldið Ísland == Íslendingar slitu einhliða stjórnarsambandi sínu við Dani og tók ný stjórnarskrá [[lýðveldi]]sins Íslands gildi þann [[17. júní]] árið [[1944]]. Sem sjálfstætt ríki stóð Ísland nokkuð vel í samanburði við önnur lönd eftir hildarleik seinni heimsstyrjaldarinnar. Bandaríkjamenn fengu að hafa [[Keflavíkurstöðin|herstöð á Miðnesheiði]] og gerður var [[varnarsamningurinn|varnarsamningur]] á milli landanna tveggja. Ísland hlaut, eins og önnur Evrópulönd hliðholl Bandamönnum, styrk í formi [[Marshalláætlunin|Marshall-aðstoðarinnar]]. Styrkurinn skipti sköpum og á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina var [[Áburðarverksmiðja ríkisins]] byggð og fjöldi togara keyptur til þess að styrkja [[sjávarútvegur á Íslandi|íslenskan sjávarútveg]]. Stefna [[stóriðja|stóriðju]] varð mjög áberandi í efnahagsstefnu stjórnvalda og á miðjum sjótta áratugnum var samið um bygginu [[Búrfellsvirkjun]]ar til þess að sjá [[Álverið í Straumsvík|Álverinu í Straumsvík]] fyrir rafmagni. Öryggismál voru mest áberandi í utanríkisstefnu Íslands eftir seinna stríð og við upphaf [[kalda stríðið|kalda stríðsins]]. Ísland var ekki meðal stofnríkja [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]], þegar þau voru stofnuð þann [[24. október]] [[1945]] en tæpu ári seinna samþykkti Alþingi að sækja um aðild og í nóvember 1946 varð Ísland að aðildarríki. Ríkisstjórn [[Alþýðuflokkur|Alþýðuflokks-]] og [[Framsóknarflokkur|Framsóknarflokks]] taldi öryggi landsins best borgið með umdeildri inngöngu í [[NATO]] [[1949]] og [[varnarsamningurinn|varnarsamningi]] við [[BNA|Bandaríkjamenn]]. Til að tryggja efnahag landsins var stoðum rennt undir sjávarútveginn með útfærslu [[Landhelgi Íslands|íslensku landhelgarinnar]]. ''[[Landhelgismálið]]'' varð þó að torleystri milliríkjadeilu milli Breta og Íslandinga og leiddi til ''[[Þorskastríðin|Þorskastríða]]'' milli ríkjanna. Mikilvægum áfanga í [[samgöngur á Íslandi|samgöngum á Íslandi]] var náð árið [[1974]] þegar [[þjóðvegur 1|hringveginum]] var lokið með byggingu [[Skeiðarárbrú]]ar. [[Kjördæmi Íslands|Kjördæmakerfinu]] var gjörbreytt árið [[1959]] þegar þau 28 ein- og tvímenningskjördæmi, sem verið höfðu frá því að Alþingi var endurreist [[1843]], voru lögð niður. Í staðinn tók við [[kosningar|hlutfallskosning]] í átta kjördæmum. Breytingin var gerð af [[Viðreisnarstjórnin]]ni, stjórn [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] og [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]] sem sat við völd á Íslandi frá 1959 til 1971. Hún endurspeglaði þá þéttbýlisvæðingu sem átt hafði sér stað á 20. öld og átt enn eftir að aukast. Frá árinu 1940 til 1970 fjölgaði Reykvíkingum úr 43.841 í 109.238 (149%) á sama tíma og Íslendingum fjölgaði úr 120.264 í 204.042 (70%).<ref>{{Cite web |url=http://hagstofan.is/Hagtolur/Mannfjoldi |title=Gögn um mannfjölda á vef Hagstofu Íslands |access-date=2010-04-11 |archive-date=2010-04-10 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100410060445/http://www.hagstofan.is/Hagtolur/Mannfjoldi |dead-url=yes }}</ref> Viðreisnarstjórnin vann að því að leggja af það haftakerfi sem komið var á laggirnar á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. [[Evrópusamvinna]] Íslands hófst formlega er Ísland gekk í [[Fríverslunarsamtök Evrópu]] (EFTA) þann 5. mars 1970. Hafist var við byggingu [[Hallgrímskirkja|Hallgrímskirkju]] strax við lok seinni heimsstyrjaldar. Meðal þekktustu listamanna Íslands var án efa [[Einar Jónsson]] myndhöggvari. Einar hjó fjölmargar styttur sem eru þekkt kennileiti í Reykjavíkurborg í dag, svo sem styttuna af [[Ingólfur Arnarson|Ingólfi Arnarsyni]] á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] og styttuna af [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jóni Sigurðssyni]] við [[Austurvöllur|Austurvöll]]. [[Listasafn Einars Jónssonar]] var opnað [[1923]] og var þá fyrsta listasafn landsins. [[Halldór Laxness]] hlaut [[bókmenntaverðlaun Nóbels]] árið 1955. Hann hafði þá gefið út þekktustu verk sín, [[Sjálfstætt fólk]] og [[Íslandsklukkan|Íslandsklukkuna]]. [[Handritamálið|Handritamálinu]] lauk árið [[1971]] eftir að Danir sættust um að afhenda Íslendingum [[Sæmundaredda|Sæmundareddu]] og [[Flateyjarbók]]. == Tilvísanir == <!--Þessi grein notast við Cite.php til þess að vísa í heimildir. Frekari upplýsingar um virkni Cite er að finna á eftirfarandi slóð http://meta.wikimedia.org/wiki/Cite/Cite.php --> {{reflist|2}} == Heimildir == * Agnar Helgason. „Staðfesta nútíma rannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?“. Vísindavefurinn 4. desember 2000. http://visindavefur.is/?id=1213. (Skoðað 7. maí 2010). * Axel Kristinsson. „Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru Papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna?“. Vísindavefurinn 22. júní. 2001. http://visindavefur.is/?id=1732. (Skoðað 7. maí 2010). * Björn Þorsteinsson: ''Íslensk miðaldasaga'', 2. útg., (Reykjavík: Sögufélagið, 1980). * Gísli Gunnarsson. „Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?“. Vísindavefurinn 18. september 2000. http://visindavefur.is/?id=920. (Skoðað 7. maí 2010). * Gísli Gunnarsson: ''Upp er boðið Ísaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602–1787'' (Reykjavík, Örn og Örlygur, 1987). * Gunnar Karlsson. „Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?“. Vísindavefurinn 20. janúar 2004. http://visindavefur.is/?id=3957. (Skoðað 7. maí 2010). * Sigurður Líndal (ritstj.), ''Saga Íslands I-VII'' (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1975–2004). * Sverrir Jakobsson. „Hve lengi var haldið þing á Þórsnesi á Snæfellsnesi?“. Vísindavefurinn 17. apríl 2001. http://visindavefur.is/?id=1504. (Skoðað 7. maí 2010). == Tengt efni == * [[Saga Reykjavíkur]] == Tenglar == * {{vísindavefurinn|3957|Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?}} * {{vísindavefurinn|1053|Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?}} * {{vísindavefurinn|920|Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?}} * {{vísindavefurinn|1732|Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru Papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna?}} * {{vísindavefurinn|1213|Staðfesta nútíma rannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?}} * {{vísindavefurinn|1504|Hve lengi var haldið þing á Þórsnesi á Snæfellsnesi?}} * {{vísindavefurinn|4429|Hvað var Sturlungaöld?}} * {{vísindavefurinn|4476|Hvað er Stóridómur?}} * [https://timarit.is/page/5268429?iabr=on#page/n8/mode/1up/search/%22Gr%C3%ADmur%20Thomsen%22 Upphaf kröfunnar um þingræði á Íslandi.] Oddur Diðriksen, Saga 2. tbl. 1. janúar 1961, bls. 183&ndash;280. {{Saga Evrópu}} {{Gæðagrein}} [[Flokkur:Saga Íslands]] qhfv25h8fx0gdhdwz5l41r65gzl2mt0 1761385 1761383 2022-07-21T00:27:41Z Berserkur 10188 Tók aftur breytingar [[Special:Contributions/46.22.103.95|46.22.103.95]] ([[User talk:46.22.103.95|spjall]]), breytt til síðustu útgáfu [[User:InternetArchiveBot|InternetArchiveBot]] wikitext text/x-wiki {{Saga Íslands}} '''Saga Íslands''' er [[saga]] byggðar og [[menning]]ar á Íslandi, sem er stutt miðað við sögu landa á [[meginland]]i [[Evrópa|Evrópu]]. Landnám hófst seint á 9. öld eftir Krist og byggðist landið fljótt, einkum frá [[Noregur|Noregi]] (en einnig [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]]). Landið tilheyrði engu ríki þar til Íslendingar gengu [[Noregskonungar|Noregskonungi]] á hönd með undirritun [[Gamli sáttmáli|Gamla sáttmála]] árið [[1262]]/[[1264|64]]. Noregur og Ísland urðu svo hluti af [[Danakonungar|Danaveldi]] [[1380]]. Samhliða þjóðernisvakningu víða um [[Evrópa|Evrópu]] ágerðist þjóðhyggja og [[sjálfstæðisbarátta Íslendinga]] eftir því sem leið á [[19. öld]]ina og lauk með því að Ísland hlaut fullveldi [[1. desember]] [[1918]]. Danski konungurinn hélt þó áfram að vera konungur Íslands þar til Lýðveldið Ísland var stofnað [[17. júní]] [[1944]] og varð þá að fullu sjálfstætt. Sögu langra tímabila má greina niður í styttri tímabil eftir víðtækum stjórnarfarslegum, tæknilegum og félagslegum breytingum sem má afmarka með nokkuð skýrum hætti. En því fer þó fjarri að hægt sé að ákvarða endanlega hvaða atriði skipti mestu máli í sögu Íslands þannig að allir séu sammála.<ref>Gunnar Karlsson. „Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?“. Vísindavefurinn 20. janúar 2004. http://visindavefur.is/?id=3957. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> Þannig hefur ein athugun á 11 námsbókum í Íslandssögu á grunnskólastigi leitt í ljós að aðeins 12% nafngreindra einstaklinga eru konur á sama tíma og 93% höfundanna eru karlar. Sem dæmi sé gjarnan fjallað um landnámsmanninn [[Ingólfur Arnarson|Ingólf Arnarsson]], sem fyrstur byggði Ísland, og [[Hallveig Fróðadóttir|Hallveigar]] konu hans sé lítið getið.<ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/frett/kvenmannslausar-sogubaekur|titill=Kvenmannslausar sögubækur|höfundur=RÚV|ár=2011|mánuður=2. september|árskoðað=2011|mánuðurskoðað=2. september}}</ref> == Landmyndun == {{Aðalgrein|Jarðsaga Íslands}} [[Mynd:Iceland_Mid-Atlantic_Ridge_map_IS.svg|thumb|left|Áætluð flekaskil jarðarinnar samkvæmt [[flekakenningin|flekakenningunni]] ]] Ísland er á skilum [[Norður-Ameríkuflekinn|Norður-Ameríku-]] og [[Evrasíuflekinn|Evrasíuflekanna]], á svokölluðum [[heitur reitur|heitum reit]] og er þar því mikil jarðvirkni. Flekarnir tveir stefna hvor í sína áttina með nokkurra millímetra hraða á ári. Elstu hlutar Íslands urðu til fyrir um 20 milljónum árum síðan. Til samanburðar má nefna að talið er að [[Færeyjar]] hafi orðið til fyrir um 55 milljónum árum, [[Asóreyjar]] um 7 milljónum árum og [[Hawaii]] eyjar innan við milljón árum síðan.<ref>{{vefheimild|url=http://www.nvd.fo/index.php?id=130|titill=Uppskriftir og myndir frá jarðfrøði-ferðum kring landið (okt. 2004)|mánuðurskoðað=21. desember|árskoðað=2006}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://hvo.wr.usgs.gov/maunaloa/|titill=Mauna Loa: Earth's Largest Volcano|mánuðurskoðað=22. desember|árskoðað=2006}}</ref> Yngstu berglög Íslands á suðvesturhorni og á miðhálendinu eru ekki nema um 700 þúsund ára gömul. [[Jarðsaga]]n skiptist niður í [[ísöld|ísaldir]] eftir hitastigi og veðurfari. Síðasta [[jökulskeið]] er talið hafa hafist fyrir um 70 þúsund árum og lokið fyrir um 10 þúsund árum síðan. Á meðan því stóð huldi stór ísjökull landið og mótuðu [[skriðjökull|skriðjöklar]] firði og dali landsins.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson|titill=Íslands Saga: til okkar daga|mánuðurskoðað=útgefandi=Sögufélagið|ár=1991|ISBN=ISBN 9979-9064-4-8}}, s. 11.</ref> == Landafundir == [[Mynd:Thule carta marina Olaus Magnus.jpg|thumb|Hin dularfulla eyja ''Thule'' á korti eftir [[Olaus Magnus]] ]] Áður en Ísland var byggt á 10. og 11. öld er talið mögulegt að þar hafi menn haft dvalarstað um stundarstakir. Sagt er að maður að nafni [[Pýþeas]] frá Massailíu ([[Marseille]] í Frakklandi) hafi ferðast norður um höf á [[4. öld f.Kr.]] og fundið eða haft afspurnir af eyju sem hann nefndi ''Thule'' eða ''Ultima Thule'', hafa menn leitt líkum að því að hér gæti hann verið að tala um Ísland en lítið er hægt að fjölyrða frekar um það. Þess er getið í Íslendingabók Ara fróða að írskir munkar, svonefndir [[papar]], hafi numið hér land á ofanverðri [[8. öld]]. Um þetta leyti ritaði keltneskur munkur, Dicuil að nafni, um ferðir munka á norðlægum slóðum og ætla menn að hann hafi meðal annars verið að tala um Ísland. Þessu til stuðnings hefur verið bent á að til eru nokkur [[örnefni]] með vísanir í papa, til dæmis [[Papey]] en á móti kemur að engar [[fornleifar]] hafa fundist sem staðfesta með óumdeilanlegum hætti veru papa hér á landi.<ref>Axel Kristinsson. „Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru Papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna? “. Vísindavefurinn 22.6.2001. http://visindavefur.is/?id=1732. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> Norðmaðurinn [[Naddoður]] er sagður hafa komið til Íslands og sagði hann frá landi sem hann nefndi Snæland þegar hann sneri aftur heim. Svíinn [[Garðar Svavarson]] og [[Náttfari]], frjálsir menn, eiga einnig að hafa komið til landsins samkvæmt Landnámu. Garðar sneri aftur heim en Náttfari varð eftir ásamt [[ambátt]] einni og þræl og urðu því fyrstu eiginlegu landnámsmenn Íslands.<ref>Gísli Gunnarsson. „Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?“. Vísindavefurinn 18. september 2000. http://visindavefur.is/?id=920. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> [[Hrafna-Flóki Vilgerðarson]] er einnig talinn hafa heimsótt landið. Hann mun hafa eytt tveimur árum á Íslandi og hafa haft með sér kvikfé sem drapst vegna þess að honum yfirsást að heyja fyrir veturinn. Gaf hann landinu nafnið Ísland.<ref>ÞV. „Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?“. Vísindavefurinn 30. október 2000. http://visindavefur.is/?id=1053. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> == Landnám == {{Aðalgrein|Landnám Íslands}} === Landið numið === [[Mynd:Ingolf by Raadsig.jpg|thumb|right|Málverk af Ingólfi Arnarsyni eftir [[Johan Peter Raadsig]] frá [[1850]] ]] Saga Íslands hefst samkvæmt hefðbundinni söguskoðun með landnámi Ingólfs Arnarsonar um [[870]] því þá hefst jafnframt skipulagt [[landnám Íslands]]. Ingólfur kaus sér búsetu í [[Reykjavík]] og er talið að skálarúst sem fannst við [[Aðalstræti]] nálægt aldamótunum [[2000]] geti hafa verið híbýli hans. Hann nam land frá ósum [[Ölfusá]]r til ósa [[Brynjudalsá]]r og „öll nes út“. Hann er jafnan talinn fyrsti landnámsmaðurinn og miðað við ártalið [[874]], því þá er hann talinn hafa byggt bæ sinn. [[Fornleifauppgröftur|Fornleifarannsóknir]] á síðustu árum benda þó til þess að mannabyggð hafi verið hér töluvert fyrr.<ref>{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/20090316/FRETTIR01/345622391/-1|titill=Ísland numið á árunum 700 til 750|ár=2009|mánuður=16. mars}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/12/landnam_fyrir_landnam/|titill=Landnám fyrir landnám?|ár=2009|mánuður=12. maí|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/11/04/var_island_numid_670/|titill=Var Ísland numið 670?|ár=2009|mánuður=4. nóvember|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref> Fyrstu landnámsmennirnir helguðu sér lönd, sumir mjög stór. Þegar öll lönd höfðu verið helguð hélt fólk áfram að setjast að og nema lönd, þá með leyfi þeirra sem höfðu áður helgað sér þau, stundum gegn greiðslu. Í [[Landnámabók]], sem er helsta heimildin um landnám Íslands en var ekki skrifuð fyrr en meira en tveimur öldum eftir að því lauk, eru taldir upp rúmlega 400 landnámsmenn. === Uppruni landnámsmanna === Lengst af hefur verið talið að langflestir landnámsmanna hafi komið frá Noregi, nokkrir frá Danmörku og Svíþjóð og fáeinir frá Bretlandseyjum og þá yfirleitt afkomendur norrænna manna sem þar höfðu búið í 1–2 kynslóðir, auk þess sem einhverjir landnámsmanna hefðu kvænst og einnig hefðu þeir tekið með sér eitthvað af þrælum frá Bretlandseyjum. Nýlegar [[erfðafræði]]rannsóknir benda til þess að líklega hafa um 80% karla sem hingað komu verið af norrænum uppruna en aðeins um helmingur kvenna. Þetta þýðir að Íslendingar eru að meira en þriðjungi breskir að uppruna.<ref>Agnar Helgason. „Staðfesta nútíma rannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?“. Vísindavefurinn 4. desember 2000. http://visindavefur.is/?id=1213. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> Þessa sést hins vegar lítinn stað í [[íslenska|íslenskri tungu]] og [[íslensk menning|menningu]]. Ástæður þess að landnámsmenn fluttust hingað eru einkum taldar tvær. Í fyrsta lagi voru landþrengsli í Noregi, sem raunar hefur einnig verið talin ein helsta ástæða [[víkingar|víkingaferðanna]], og ónumið land í vestri þar sem hægt var að helga sér stór landsvæði hefur þá freistað margra. Auk þess mun ríkismyndun [[Haraldur hárfagri|Haraldar hárfagra]] í Noregi hafa haft áhrif, margir höfðingjar sættu sig ekki við að vera undir veldi hans. == Þjóðveldið == {{Aðalgrein|Þjóðveldið}} Stundum er talað um þjóðveldistímann, frá stofnun [[Alþingi]]s [[930]] fram til þess er Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd [[1262]], sem [[gullöld Íslendinga]], þótt [[Sturlungaöld]]in sé raunar oft undanskilin. Víst er að miðbik þessa tímabils, eftir lok sögualdar og fram á síðari hluta 12. aldar, var tiltölulega friðsælt og hagsælt tímabil í Íslandssögunni, árferði virðist hafa verið tiltölulega gott og engar sögur fara af meiriháttar innanlandsátökum, öfugt við það sem segja má um hin Norðurlöndin; í Noregi geisaði til að mynda nær stöðug [[borgarastyrjöld]] megnið af 12. öld. Á 13. öld snerist þetta hins vegar við. === Söguöld === [[Mynd:Am156folp1.jpg|thumb|Fyrsta blaðsíðan af handriti [[Hrafnkels saga Freysgoða|Hrafnkels sögu Freysgoða]] ]] Flestar [[Íslendingasögur]]nar segja frá atvikum sem eiga að hafa gerst á tímabilinu frá því á síðari hluta landnámsaldar og fram til [[1030]] eða þar um bil. Þetta var mikill umbrotatími, landið var fullnumið og farið að þrengjast um sumstaðar en [[stjórnskipan Íslands|stjórnskipulag]] og [[dómsvald|réttarkerfi]] ekki fullmótað og mönnum gekk misjafnlega að beygja sig undir það. Íslendingar voru líka mikið í ferðum til útlanda, sigldu til Noregs á konungsfund eða til að versla og fóru í víkingaferðir til Bretlandseyja og tóku þar þátt í bardögum og ránsferðum. Margar Íslendingasagna gerast að hluta til erlendis. Sögurnar eru flestar skráðar 200-300 árum eða meira eftir að atburðir sem þær segja frá gerðust og geta því ekki talist örugg heimild. Sumt er líka stutt af öðrum heimildum, svo sem fornleifarannsóknum. Sögurnar gefa líka mikilvægar upplýsingar um hugmyndir 13. aldar Íslendinga um mannlíf og landshætti á fyrstu öldum Íslandssögunnar. === Goðar og goðorð === Á landnámsöld urðu til stjórnareiningar sem nefndust [[goðorð]] og áttu sér ekki eiginleg landfræðileg mörk. Um var að ræða eins konar bandalag bænda við [[goðorðsmaður|goðana]], en hverjum bónda var skylt að fylgja einhverjum goða sem þeim var frjálst að velja sjálfir. Fylgismenn goðans voru kallaðir þingmenn hans. Goðinn var fulltrúi bændanna á héraðsþinginu og gætti hagsmuna þeira. Goðorðin voru 36 við stofnun Alþingis en var síðar fjölgað um þrjú og voru goðar eftir það 39. === Stofnun Alþingis === {{Aðalgrein|Alþingi}} Landnámsmenn gerðu sér fljótt grein fyrir því að einhvers skipulags væri þörf, ekki síst til að leysa úr deilumálum sem upp komu þegar landsmönnum fjölgaði og þrengdist um svigrúm. Þeir voru líka vanir þinghaldi úr heimalöndum sínum. Því komu staðbundin þing fljótlega til sögunnar og eru [[Kjalarnesþing]] í landnámi Ingólfs og [[Þórsnesþing]] á [[Snæfellsnes]]i talin elst, enda byggðust svæðin í kringum þau mjög snemma.<ref>Sverrir Jakobsson. „Hve lengi var haldið þing á Þórsnesi á Snæfellsnesi?“. Vísindavefurinn 17.4.2001. http://visindavefur.is/?id=1504. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> Brátt sáu menn þó að heppilegast væri að hafa eitt þing fyrir allt landið og árið 930 var [[Alþingi]] stofnað sem löggjafarsamkunda og æðsti [[dómstóll]] Íslendinga.<ref>{{vefheimild|url=http://www.althingi.is/pdf/Althingi2008.pdf|titill=Alþingi|ár=2008|snið=PDF}}</ref> Er það talið elsta starfandi þing í heiminum í dag, þótt hlé hafi orðið á þinghaldi á 19. öld. [[Mynd:Althingi.jpg|thumb|Málverk af Alþingi við Þingvelli]] Alþingi var valinn staður á [[Þingvellir|Þingvöllum]] við [[Öxará]]. Þingvellir lágu vel við samgöngum úr öllum landshlutum ein einnig kann það að hafa ráðið nokkru um staðarvalið að Þingvellir voru í landnámi Ingólfs; sumir telja að Alþingi sé stofnað út frá Kjalarnesþingi. Sá sem fór með goðorð Ingólfs kallaðist [[allsherjargoði]] og hafði það hlutverk að helga þingið eða setja það og slíta því. === Skipulag þingsins === [[Mynd:1761_Homann_Heirs_Map_of_Iceland_"Insulae_Islandiae"_-_Geographicus_-_Islandiae-hmhr-1761.jpg|thumb|Landsfjórðungar Íslands á landakorti frá 1761]] Æðsta stofnun þingsins var [[lögrétta]], sem setti ný lög, fjallaði um mál og nefndi menn í [[fimmtardómur|fimmtardóm]], sem var eins konar yfirréttur, eftir að honum var komið á um [[1005]], en einnig störfuðu á þinginu fjórir [[fjórðungsdómur|fjórðungsdómar]], einn fyrir hvern [[landsfjórðungur|landsfjórðung]]. Í henni sátu 48 goðar (eða [[goðorðsmaður|goðorðsmenn]]) á miðpalli og hafði hver þeirra tvo ráðgjafa, annar sat fyrir framan hann og hinn fyrir aftan, þannig að í raun sátu 146 menn í lögréttu. [[Lögsögumaður]] var æðsti og eini launaði embættismaður þingsins og var hann kosinn af lögréttu þriðja hvert ár. [[lög|Lögin]] voru ekki til skrifuð, enda var ritöld ekki hafin, en fyrir stofnun alþingis höfðu Íslendingar sent mann sem [[Úlfljótur]] hét til Noregs til að kynna sér lög þar og sagði hann manna fyrstur upp lög á Þingvöllum. Þau voru sniðin eftir [[Gulaþingslög]]um í Noregi, enda munu flestir landnámsmenn hafa komið af því svæði. Þekkt eru nöfn allra [[listi yfir lögsögumenn á Íslandi|lögsögumanna]] frá upphafi og þar til embættið var lagt niður [[1271]]. Árið 965 var ákveðið að skipta landinu í [[landsfjórðungur|fjórðunga]]. Þrjú héraðsþing eða vorþing voru í hverjum fjórðungi nema Norðlendingafjórðungi, þar sem þau voru fjögur, að sögn Ara fróða vegna þess að Norðlendingar gátu ekki komið sér saman um annað en raunar var Norðlendingafjórðungur fjölmennasti fjórðungurinn. Vorþingin voru haldin í maí ár hvert. Þegar goðar komu heim frá alþingi héldu þeir svo leiðarþing en þar voru eingöngu gefnar skýrslur um það sem gerst hafði á þinginu. === Kristnitaka === {{Aðalgrein|Kristnitakan á Íslandi}} Flestir landsnámsmanna voru [[ásatrú]]ar en nokkrir [[kristni]]r og höfðu þeir flestir kynnst kristinni trú og látið skírast á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]]. Fæstir virðast þó hafa viðhaldið trú sinni lengi hér og enginn landnámsmanna reisti [[kirkja|kirkju]] en ásatrúarmenn reistu víða hof og blótuðu þar. Samkvæmt heimildum var það Þorvarður Spak-Böðvarsson sem byggði fyrstu kirkjuna í [[Neðri-Ás]]i í [[Hjaltadalur|Hjaltadal]] um [[984]]. Um svipað leyti sendi [[Haraldur blátönn]] [[Saxland|saxneskan]] biskup, Friðrek að nafni, til Íslands til [[kristniboð]]s og var Skagfirðingurinn [[Þorvaldur víðförli]] með honum í för. Fleiri kristniboðar komu hingað á næstu árum og varð þeim nokkuð ágengt. Þekktastur þeirra var [[Þangbrandur]]. Honum tókst að kristna austfirska höfðingjann [[Síðu-Hallur|Síðu-Hall]] og aðra í kjölfarið, þar á meðal [[Gissur hvíti Teitsson|Gissur hvíta]] og [[Hjalti Skeggjason|Hjalta Skeggjason]]. [[Ólafur Tryggvason]] Noregskonungur var mjög áhugasamur um að kristna Ísland – með góðu eða illu. Á Alþingi sumarið [[1000]] (þó líklega fremur árið [[999]] samkvæmt rannsóknum dr. [[Ólafía Einarsdóttir|Ólafíu Einarsdóttur]]) voru flokkar bæði kristinna manna undir forystu þeirra Gissurar og Hjalta og heiðinna fjölmennir og stefndi í vopnaviðskipti. Þó tókst að afstýra blóðsúthellingum og ákváðu Íslendingar að taka kristni að ráðum [[Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson|Þorgeirs ljósvetningagoða]]. Þessu voru þó að sögn settar þær undantekningar að Íslendingar máttu enn þá [[blót]]a leynilega, bera út börn og eta hrossakjöt, en hafi slíkar undantekningar verið gerðar í raun hurfu þær fljótt úr sögunni. === Biskupsstólar og klaustur === Næstu árin voru hér ýmsir förubiskupar en árið [[1056]] var [[Ísleifur Gissurarson]] vígður biskup Íslands og [[Skálholt]]sstóll stofnaður. Árið [[1096]] eða [[1097]] fékk sonur hans, [[Gissur Ísleifsson]], sem tók við af föður sínum, komið því fram að [[tíund]] var tekin upp en það var skattur á eignir Íslendinga sem skiptist í fernt. Fjórðung fengu prestar, fjórðung fengu kirkjur til viðhalds, fjórðungur rann til biskups og síðasti fjórðungurinn fór til þurftarmanna. Þar sem kirkjur voru yfirleitt á höfuðbólunum sem höfðingjar áttu og þeir voru margir vígðir menn og voru sjálfir prestar þýddi þetta að þeir fengu í raun helminginn af tíundinni. Stuðlaði það að auðsöfnun þeirra en átti eftir að valda miklum deilum síðar (Sjá [[Staðamálin]]). [[Norðurland]] var fjölmennasti landsfjórðungurinn og þótti Norðlendingum þeir afskiptir með biskup og vildu líka halda eftir innan fjórðungsins tekjum sem runnu til Skálholts. Árið [[1106]] var orðið við óskum þeirra og annar biskupsstóll stofnaður á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum í Hjaltadal]]. Fyrsti [[Hólabiskupar|Hólabiskup]] var [[Jón Ögmundsson]]. Hann stofnaði þegar [[Hólaskóli (1106–1802)|skóla á Hólum]] og efldi menntun en skóli var einnig í [[Skálholtsskóli|Skálholti]], svo og í klaustrum og víðar, svo sem í [[Haukadalur|Haukadal]] og [[Oddi (Rangárvöllum)|Odda]] á Rangárvöllum. Fyrsta klaustrið var stofnað á [[Þingeyraklaustur|Þingeyrum]] í [[Húnaþing]]i [[1133]] og var það munkaklaustur af [[Benediktsregla|Benediktsreglu]] eins og [[Munkaþverárklaustur]] ([[1155]]) og [[Hítardalsklaustur]] ([[1155]]), en það síðastnefnda var skammlíft. Klaustrin voru auk biskupsstólanna helstu menntasetur landsins og í sumum þeirra voru góð bókasöfn. Þar voru skrifaðar upp bækur og þegar leið á þjóðveldisöld fór þar fram umfangsmikil sagnaritun. Margar helstu gersemar íslenskra handrita eru skrifaðar í klaustrum. === Lög þjóðveldisins === Með aukinni menntun hófst [[ritöld]] á Íslandi. Samkvæmt því sem Ari fróði segir rituðu [[Hafliði Másson]] og aðrir lögbókina [[Hafliðaskrá]] (sem innihélt m.a. [[Vígslóði|Vígslóða]]) á heimili Hafliða á [[Breiðabólstaður í Vesturhópi|Breiðabólstað]] í Vesturhópi veturinn [[1117]]–[[1118|18]] og er það fyrsta fyrsta þekkta ritið á íslensku. Stuttu seinna var [[Íslendingabók]] [[Ari fróði Þorgilsson|Ara fróða]] rituð. Lagasafn þjóðveldisaldar kallaðist seinna [[Grágás]] en þar er ekki um eiginlega lögbók að ræða. [[Refsing]]ar skiptust í þrjá flokka. Þessar refsingar kölluðust [[útlegð]], [[fjörbaugsgarður]] og [[skóggangur]]. Þeir sem dæmdir voru sekir [[skógarmaður|skógarmenn]] voru í raun útskúfaðir úr þjóðfélaginu og réttdræpir hvar sem til þeirra náðist. Kirkjan hafði einnig yfir refsingum að ráða og gátu biskupar meðal annars [[bannfæring|bannfært]] menn.<ref>[http://ferlir.is/?id=3257 Erlend verslun – stutt yfirlit]</ref> == Sturlungaöld == {{Aðalgrein|Sturlungaöld}} Þegar leið á 12. öld fór stöðugleiki og grunnur íslenska samfélagsins, sem byggðist á jafnvægi milli höfðingja, að raskast. Goðorð erfðust og gengu kaupum og sölum og völdin söfnuðust á færri hendur en áður. Þessi þróun hófst í Skagafirði og Árnesþingi og er hugsanlegt að stofnun biskupsstóla í þessum héröðum hafi haft einhver áhrif á það. Segja má að Ísland hafi smátt og smátt orðið samsafn laustengdra [[borgríki|borgríkja]], þó án skýrra landfræðilegra marka. Bændur og búalið neyddust til að beygja sig undir vald stórbænda, sem seildust eftir æ meiri völdum. Um leið lenti höfðingjum æ oftar saman og átökin urðu víðtækari. Í erjum og orrustum sögualdar höfðu bardagamenn hverju sinni yfirleitt ekki verið nema nokkrir tugir (fræðimaðurinn [[Jón Ólafsson frá Grunnavík]] lýsti á 18. öld efni Íslendingasagna í þremur orðum: „Bændur flugust á“) en á Sturlungaöld voru háðar stórorrustur á íslenskan mælikvarða, þar sem hundruð eða jafnvel þúsundir manna börðust. Ýmiss konar bandalög urðu til og griðrof og svik urðu algeng. === Aðdragandi === Sturlungaöld er kennd við Sturlu og afkomendur hans, [[Sturlungar|Sturlunga]], sem framan af áttu heimkynni á Vesturlandi, en aðrar helstu ættir Sturlungaaldar voru [[Haukdælir]] í [[Árnessýsla|Árnesþingi]], [[Oddaverjar]] í [[Rangárvallasýsla|Rangárþingi]], [[Svínfellingar]] á [[Austurland]]i og [[Ásbirningar]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]], auk þess sem [[Vatnsfirðingar]] og [[Seldælir]] á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] eru oft nefndir til.<ref>Skúli Sæland. „Hvað var Sturlungaöld?“. Vísindavefurinn 28. júlí 2004. http://visindavefur.is/?id=4429. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> Hin eiginlega Sturlungaöld er raunar ekki talin hefjast fyrr en um 1220 en ræturnar liggja þó lengra aftur og segja má að fyrsta vísbendingin um rósturnar sem í vændum voru megi sjá í deilum [[Hvamm-Sturla|Hvamm-Sturlu Þórðarsonar]] við [[Páll Sölvason|Pál Sölvason]] um [[1180]]. Sturla var höfðingi á uppleið sem ætlaði sér stóra hluti og lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Hann þótti sýna mikla óbilgirni í deilum sínum við Pál en þeim lauk með því að [[Jón Loftsson]] í Odda, leiðtogi Oddaverja og mikill sáttasemjari, úrskurðaði í málum þeirra og bauðst um leið til að fóstra Snorra, yngsta son Sturlu. Á næstu áratugum var nokkuð um erjur og deilur og eru þekktust átök þeirra [[Guðmundur dýri Þorvaldsson|Guðmundar dýra Þorvaldssonar]] á [[Bakki í Öxnadal|Bakka]] í [[Öxnadalur|Öxnadal]] og [[Önundur Þorkelsson|Önundar Þorkelssonar]] í Lönguhlíð, sem lauk með [[Önundarbrenna|Önundarbrennu]] [[1197]]. Rétt eftir aldamótin 1200 lét svo Ásbirningahöfðinginn [[Kolbeinn Tumason]] kjósa [[Guðmundur Arason|Guðmund Arason]] til biskups á Hólum og taldi að hann yrði sér leiðitamur en það var öðru nær. Með þeim varð brátt fullur fjandskapur sem lauk með falli Kolbeins í [[Víðinesbardagi|Víðinesbardaga]] [[1208]]. Ættmenn hans héldu þó áfram fjandskap við biskup og var hann á stöðugum hrakningi um landið og til útlanda næstu áratugi. Einnig má nefna víg [[Hrafn Sveinbjarnarson|Hrafns Sveinbjarnarsonar]] ([[1213]]), sem dró langan hefndarhala á eftir sér. === Snorri og Sturlungar === [[Mynd:Snorralaug10.JPG|thumb|Snorralaug við Reykholt]] Hvamm-Sturla átti þrjá syni; [[Þórður Sturluson|Þórð]], [[Sighvatur Sturluson|Sighvat]] og [[Snorri Sturluson|Snorra]], sem allir urðu valdamiklir goðorðsmenn, Þórður á [[Snæfellsnes]]i, Snorri í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]] og Sighvatur fyrst í Dölum og síðar í Eyjafirði. Þeir voru mjög áberandi í átökum Sturlungaaldar, einkum Snorri og Sighvatur, ásamt [[Sturla Sighvatsson|Sturlu]] syni Sighvats og [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeini unga]], leiðtoga Ásbirninga og [[Gissur Þorvaldsson|Gissuri Þorvaldssyni]], foringja Haukdæla. Snorri var í Noregi á árunum 1218–20, gerðist þar handgenginn [[Skúli jarl Bárðarson|Skúla jarli Bárðarsyni]] og tókst á hendur það hlutverk að gera Ísland að [[skattland]]i Noregs. Upphaf Sturlungaaldar er gjarna miðað við heimkomu Snorra til Íslands [[1220]] en hann aðhafðist þó fátt til að sinna hlutverki sínu næstu árin, heldur stundaði ritstörf og er talið að hann hafi skrifað sín helstu stórvirki á þeim árum. Nóg var þó um átök: Sighvatur Sturluson og Sturla sonur hans fóru í [[Grímseyjarför]] [[1222]] til að hefna fyrir víg [[Tumi Sighvatsson|Tuma Sighvatssonar]]. [[Björn Þorvaldsson|Björn]] bróðir Gissurar Þorvaldssonar var drepinn á [[Breiðabólstaður í Fljótshlíð|Breiðabólstað]] í [[Fljótshlíð]] [[1221]] af Oddaverjum. Synir Hrafns Sveinbjarnarsonar brenndu [[Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur|Þorvald Vatnsfirðing]] inni árið 1228 til að hefna fyrir föður sinn og synir Þorvaldar reyndu að hefna hans í [[Sauðafellsför]] [[1229]] en voru sjálfir felldir nokkrum árum síðar. Sturla Sighvatsson fór í [[suðurganga|suðurgöngu]] til [[Róm]]ar árið [[1233]] til að gera yfirbót fyrir sig og föður sinn vegna illrar meðferðar á [[Guðmundur Arason|Guðmundi Arasyni]] biskupi í Grímseyjarför. Á heimleið kom hann við í Noregi og var þá falið af [[Hákon gamli|Hákoni]] konungi að taka að sér það verk sem Snorri hafði ekki sinnt, sem sé að koma Íslandi undir konung. Sturla lét þegar til sín taka þegar heim kom, hóf þegar að auka við veldi sitt og tókst meðal annars að hrekja Snorra frænda sinn og [[Órækja Snorrason|Órækju]] son hans úr landi. Hann lagði svo til atlögu við Gissur Þorvaldsson og tókst að ná honum á sitt vald í [[Apavatnsför]] en Gissur slapp undan og þeir Kolbeinn ungi tóku höndum saman og í [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]], fjölmennasta bardaga sem háður hefur verið á Íslandi, féllu feðgarnir Sighvatur og Sturla. Árið [[1239]] sneri Snorri heim frá Noregi þrátt fyrir bann konungs. Konungur áleit hann [[landráð]]amann við sig og sendi Gissuri Þorvaldssyni boð um að flytja Snorra til Noregs eða drepa hann ella. Gissur fór að Snorra í [[Reykholt]]i og lét drepa hann þar haustið [[1241]]. === Þórður kakali og Gissur jarl === [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórður kakali]], sonur Sighvats Sturlusonar, hafði verið í Noregi en sneri heim [[1242]] og á næstu árum tókst honum með skæruhernaði gegn Kolbeini unga, sem hafði lagt undir sig allt veldi föður hans og bræðra, að efla styrk sinn. Hápunktur þeirra átaka var [[Flóabardagi]], eina [[sjóorrusta]] Íslandssögunnar, árið [[1244]]. Kolbeinn lést ári síðar og Þórður felldi arftaka hans, [[Brandur Kolbeinsson|Brand Kolbeinsson]], í [[Haugsnesbardagi|Haugsnesbardaga]] árið [[1246]]. Hann réði eftir það öllu Norðurlandi og frá 1247–50 var hann valdamesti maður landsins því konungur hafði kyrrsett Gissur Þorvaldsson í Noregi. En árið 1250 kallaði konungur Þórð til Noregs og kyrrsetti hann en Gissur kom heim [[1252]]. Óvinir Gissurar reyndu að brenna hann inni í [[Flugumýrarbrenna|Flugumýrarbrennu]] [[1253]] en tókst ekki, þótt kona hans og synir létust í brennunni. Næstu árin gekk á með skærum og bardögum, vígum og níðingsverkum. Landsmenn voru orðnir mjög þreyttir á átökum höfðingja og sögðu jafnvel að þeir vildu helst engan höfðingja hafa yfir sér. Gissur kom heim með [[jarl]]snafnbót en hún dugði honum lítið. [[Þorgils skarði Böðvarsson|Þorgils skarði]], sonarsonur Þórðar Sturlusonar, var drepinn [[1258]], síðastur af hinum herskáu leiðtogum Sturlunga, en föðurbróðir hans, [[Sturla Þórðarson]] sagnaritari, lifði eftir og skráði sögu Sturlungaaldar. Loks kom þar [[1262]] að Íslendingar samþykktu að ganga Noregskonungi á hönd og þar með lauk þjóðveldistímanum. Austfirðingar samþykktu þetta raunar ekki fyrr en [[1264]] en þó er alltaf miðað við 1262. Samningurinn sem þá var gerður hefur gengið undir nafninu Gamli sáttmáli og eru elstu varðveittu handrit hans frá 15. öld. Á síðustu árum hefur komið fram sú kenning að Gamli sáttmáli, að minnsta kosti í þeirri mynd sem hann hefur varðveist, sé alls ekki frá 13. öld, heldur hafi hann verið saminn á 15. öld til að styrkja málstað íslenskra höfðingja vegna ágreinings um verslun við Noregskonung.<ref>{{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3647336|titill=Mín köllun er að kynna íslenzkar miðaldir. Lesbók Morgunblaðsins 25. júní 2005.}}</ref> == Skattlandið Ísland == Á 13. öld var mikið ritað af samtímasögum og heimildir um atburði aldarinnar eru því mun betri en um aldirnar sem á eftir fóru en þó hefur töluvert varðveist af skjölum af ýmsu tagi, auk þess sem [[annáll|annálar]] voru ritaðir, en þeir eru oft mjög stuttorðir um mikla atburði. [[Mynd:Blackdeath2.gif|thumb|Hreyfimynd sem sýnir útbreiðslu svarta dauða á korti af Evrópu]] Þótt einstakir höfðingjar söfnuðu miklum auð á 14. og 15. öld fór ástandið almennt versnandi. Þar kom margt til, svo sem kólnandi veðurfar ([[Litla ísöldin]] svokallaða hófst um miðja 15. öld), eldgos og ýmis óáran og ekki síst [[Svarti dauði]], sem gekk á Íslandi [[1402]]–[[1403|03]] og felldi stóran hluta landsmanna. Fjöldi jarða lagðist í eyði, leiguverð lækkaði og mikill skortur var á [[vinnuafl]]i, ekki síst til sjósóknar svo að minna aflaðist af fiski, sem var helsta [[útflutningur|útflutningsvaran]]. Í lok 15. aldar ([[1494]]–[[1495|95]]) gekk svo önnur afar mannskæð sótt um landið, [[Plágan síðari]]. === Breytingar á stjórn og þingi === Með Gamla sáttmála féllust Íslendingar á að greiða Noregskonungi skatt gegn því að hann tryggði frið og reglulegar siglingar til landsins; þó hefur sú kenning komið fram að ákvæðið um siglingar hafi ekki komið inn fyrr en mun seinna því að á 13. öld hafi Íslendingar ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af siglingum til landsins. Í samtímaheimildum er heldur ekkert minnst á ákvæði um siglingar. Í framhaldi af þessu voru lög þjóðveldisins endurskoðuð og árið [[1271]] sendi [[Magnús lagabætir]] Noregskonungur Íslendingum nýja lögbók, [[Járnsíða|Járnsíðu]], sem vakti þó enga hrifningu og var ekki samþykt í heild fyrr en [[1273]]. Óánægja var þó áfram mikil og konungur lét þá semja nýja lögbók, [[Jónsbók]] (kennd við lögsögumanninn [[Jón Einarsson]] gelgju), sem samþykkt var [[1281]] eftir nokkrar deilur og var í gildi í margar aldir og nokkur ákvæði jafnvel enn í dag. Þótt sambandið við Noregskonung hafi líklega litlu sem engu breytt fyrir almenning, nema hvað friður komst á í landinu, breyttist ýmislegt í stjórnskipun Íslands með tilkomu konungsvaldsins. Goðar höfðu ekkert vald lengur en í þeirra stað komu embættismenn. [[sýslumaður|Sýslumenn]], sem komu úr röðum helstu höfðingja og auðmanna landsins, tóku við héraðsstjórn og sáu um innheimtu skatta, dóma og refsingar, löggæslu og fleira. Yfir þeim var [[hirðstjóri]], æðsti embættismaður konungs á landinu. Framan af voru hirðstjórarnir oftast íslenskir. Töluverðar breytingar urðu líka á Alþingi. Lögrétta var að vísu áfram löggjafarstofnun og hélt því valdi til [[1662]], að nafninu til að minnsta kosti, en tók nú einnig við hlutverki dómstóls því fjórðungsdómar og fimmtardómur voru lagðir niður. 36 menn voru valdir til setu í lögréttu og kölluðust þeir [[lögréttumaður|lögréttumenn]]. Í stað lögsögumanns kom [[lögmaður]], sem setti þingið og sleit því, stýrði störfum lögréttunnar og valdi menn til setu í lögréttu ásamt sýslumönnum. Helsta deilumálið í lok 13. aldar snerist um yfirráð yfir kirkjustöðum, [[staðamál síðari]] svokölluð, og tókst [[Árni Þorláksson]] Skálholtsbiskup, sem kallaður var Staða-Árni, þar á við veraldlega höfðingja. Þeim málum lauk með sættagerð í [[Ögvaldsnes]]i í Noregi og má segja að kirkjan hafi haft betur. Hún fékk vald í málefnum kirkna og presta og kirkjuréttar- og siðferðismálum og í kjölfarið óx vald hennar og eignir. === Norska öldin === {{Aðalgrein|Norska öldin}} Fjórtánda öldin hefur verið kölluð [[Norska öldin]] í sögu Íslendinga því þá voru tengsl Íslands og Noregs mikil. Ýmsir norskir embættismenn og biskupar gegndu embætti á Íslandi og verslun við Noreg var mikil, ekki síst eftir að mikill kippur kom í skreiðarverslun og [[útgerð]]. Vísir að fiskiþorpum byggðist upp á sumum helstu útgerðarstöðum Íslands og [[skreið]] tók við af [[vaðmál]]i sem helsta útflutningsvaran. Íslendingar urðu stöðugt háðari [[siglingar|siglingum]] útlendinga til landsins; þeir höfðu átt góðan skipastól á landnámsöld og fram eftir öldum en erfitt var að endurnýja hann og skipunum fækkaði smátt og smátt, þannig að utanríkisverslunin færðist öll í hendur útlendinga og þá fyrst til Norðmanna. Þetta kom sér illa, til dæmis þegar siglingar lögðust niður að mestu í nokkur ár á meðan og eftir að [[Svarti dauði]] geisaði í Noregi um miðja 14. öld. [[Mynd:Dokument pt Kalmarunionen.jpeg|thumb|Drög að samningnum um Kalmarsambandið]] Með stofnun [[Kalmarsambandið|Kalmarsambandsins]] [[1397]] varð Ísland svo hluti af ríki [[Margrét Valdimarsdóttir mikla|Margrétar Valdimarsdóttur]] og því næst [[Eiríkur af Pommern|Eiríks af Pommern]], sem náði yfir [[Danmörk]]u, [[Svíþjóð]] og [[Noregur|Noreg]]. Þá fluttist þungamiðja konungsvalds í Noregi til Danmerkur og tengsl Íslendinga við Noreg minnkuðu mikið og rofnuðu endanlega um [[1428]]. === Enska og þýska öldin === {{Aðalgrein|Enska öldin|Þýska öldin}} Snemma á 15. öld hófst svo það tímabil sem hefur verið kallað [[Enska öldin]], þegar verslun og önnur samskipti við Englendinga voru meiri en við aðrar þjóðir og Englendingar sigldu mikið til Íslands til að kaupa skreið og fleira og selja Íslendingum varning, auk þess sem ensk fiskiskip stunduðu veiðar við Ísland. Ekki gekk þetta allt þó slétt og fellt fyrir sig, heldur ekki þótt allmargir Englendingar gegndu hér biskupsembætti á 15. öld og voru þeir skipaðir af páfa en ekki erkibiskupi. Innanlandsátök á Íslandi á þessum öldum voru oft tengd verslun við útlendinga og yfirráðum yfir útgerðarstöðum því að skreiðarútflutningur var helsta auðlindin. Til dæmis hefur verið sett fram sú kenning að þegar íslenskir höfðingjar fóru að [[Jón Gerreksson|Jóni Gerrekssyni]] Skálholtsbiskupi árið [[1433]] og drekktu honum hafi það verið pólitísk aðgerð að undirlagi Englendinga og jafnvel [[Jón Vilhjálmsson Craxton|Jóns Vilhjálmssonar Craxton]] Hólabiskups, sem var enskur. Helsti bandamaður hans var [[Loftur Guttormsson|Loftur ríki Guttormsson]] en [[Þorvarður Loftsson|Þorvarður]] sonur hans var annar foringjanna í aðförinni að Jóni Gerrekssyni. Annálar og aðrar heimildir greina oft frá átökum milli Englendinga og íslenskra höfðingja, til dæmis í [[Rif]]i á [[Snæfellsnes]]i [[1467]], þegar Englendingar drápu [[Björn Þorleifsson hirðstjóri|Björn Þorleifsson]] hirðstjóra. [[Kristján 1.]] Danakonungur lokaði þá [[Eyrarsund]]i fyrir enskum skipum, auk þess sem hann hvatti þýska [[Hansakaupmenn]] til Íslandssiglinga. Við það hófust átök um einstakar hafnir á Íslandi milli Englendinga og Þjóðverja og er 16. öldin oft kölluð [[Þýska öldin]]. Danakonungur og Englandskonungur sömdu um leyfi fyrir Englendinga til að versla og veiða við Ísland en Íslendingar gengu í berhögg við þann samning með [[Píningsdómur|Píningsdómi]] [[1490]]. Englendingar hættu þó ekki Íslandssiglingum og voru hér viðloða fram á miðja [[17. öld]]. Á seinni hluta 15. aldar fóru biskupar að láta meira til sín taka en áður og skipta sér meira af veraldlegum málefnum, ekki síst siðferðisefnum, og var tilgangurinn þá oft að ná sem mestum eignum undir sjálfa sig og kirkjuna. Ýmsir höfðingjar höfðu gert sig seka um skyldleikagiftingar eða önnur brot og reyndu biskupar þá að fá eignir dæmdar af þeim. Þekktar eru til dæmis deilur [[Gottskálk Nikulásson|Gottskálks Nikulássonar]] við [[Jón Sigmundsson]] lögmann, [[Stefán Jónsson (biskup)|Stefáns Jónssonar]] Skálholtsbiskups við [[Torfi Jónsson í Klofa|Torfa Jónsson]] í [[Klofi|Klofa]] og síðar [[Björn Guðnason]] í [[Ögur|Ögri]] og deilur [[Jón Arason|Jóns Arasonar]] við [[Teitur Þorleifsson|Teit Þorleifsson]] lögmann. Höfðingjarnir reyndu að takast á við biskupana, meðal annars með [[Leiðarhólmssamþykkt]] [[1513]], en það bar takmarkaðan árangur. == Siðaskiptin == [[Mynd:Gudbrandsbiblia.jpg|thumb|right|Titilblað Guðbrandsbiblíu, 1584]] {{Aðalgrein|Siðaskiptin á Íslandi}} [[Kristján 3.|Kristján konungur 3.]] innleiddi [[mótmælendatrú]] í Danmörku [[30. október]] [[1536]] en ekki verður séð að hann hafi gert neitt til að afla henni brautargengis á Íslandi næstu árin. Áhrif [[Marteinn Lúther|Lúthers]] voru þó þegar farin að berast til landsins og Þjóðverjar,sem stunduðu veiðar og verslun hér við land, eru sagðir hafa reist lútherska kirkju í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]] þegar [[1533]]. [[Ögmundur Pálsson]] biskup í Skálholti, sem var orðinn aldraður, hafði í þjónustu sinni nokkra unga menn sem menntaðir voru erlendis og höfðu kynnst mótmælendahreyfingunni þar og hrifist af henni þótt þeir flíkuðu ekki skoðunum sínum þegar biskup var nærstaddur. Einn þeirra var [[Oddur Gottskálksson]], sonur Gottskálks Nikulássonar Hólabiskups. Hann kom heim frá námi í Þýslandi [[1535]], þá um tvítugt, og hófst fljótt handa við að þýða [[Nýja testamentið]] á íslensku og segir sagan að hann hafi oft verið við iðju sína úti í fjósi. Nýja testamenti Odds var prentað í [[Hróarskelda|Hróarskeldu]] [[1540]] og er það elsta varðveitta prentaða verkið á íslensku. Annar ungur menntamaður sem hafði kynnst lútherskunni í Þýskalandi var [[Gissur Einarsson]]. Árið 1539 valdi Ögmundur hann sem eftirmann sinn en sá brátt eftir því, þegar skoðanir Gissurar komu berlega í ljós. Vorið [[1541]] komu svo danskir hermenn undir stjórn [[Christoffer Huitfeldt]] til landsins, handtóku Ögmund og fluttu hann með sér út en aðhöfðust ekkert gegn Jóni Arasyni og var Ísland því skipt milli mótmælenda og [[kaþólska|kaþólskra]] næstu árin. Það var ekki fyrr en eftir dauða Gissurar [[1548]], þegar Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Norðurlöndum, fór á stúfana og reyndi að leggja Ísland allt undir sig og koma á kaþólsku að nýju sem tekið var í taumana. Jón og synir hans tveir voru handteknir og teknir af lífi í Skálholti [[7. nóvember]] [[1550]]. Eru [[siðaskiptin á Íslandi|siðaskiptin]] oftast miðuð við þann dag þótt þau hafi orðið í Skálholtsbiskupsdæmi átta árum fyrr. Við siðbreytingu fluttust allar eigur kirkjunnar í hendur Danakonungs og ítök og áhrif Dana jukust til muna hér á landi, ekki síst í verslunarmálum, og lauk þeirri þróun með tilkomu [[einokunarverslun]]arinnar [[1602]]. Margt annað breyttist við siðaskiptin. Löggjöf varð strangari og árið [[1564]] gekk í gildi svonefndur [[Stóridómur]], sem var ströng löggjöf í siðferðismálum.<ref>Már Jónsson. „Hvað er Stóridómur?“. Vísindavefurinn 23. ágúst 2004. http://visindavefur.is/?id=4476. (Skoðað 7. maí 2010).</ref> Vitað er um 220 [[Aftaka|aftökur]] á Íslandi á tímabilinu frá 1596 til 1830 þegar þeim var hætt. Konum var jafnan drekkt og karlar hálshöggnir.<ref>[http://www.visir.is/g/2018180729491 Fátækir fórnarlömbin í aftökusögu Íslendinga] Vísir.is, skoðað 25. júlí 2018.</ref> Eitt meginatriðið í því að breiða út hinn nýja sið var að gera guðsorðið aðgengilegt á íslensku. Jón Arason hafði flutt fyrstu prentsmiðjuna til landsins um [[1530]] en þegar [[Guðbrandur Þorláksson]] varð biskup [[1571]] hljóp vöxtur í [[bókaútgáfa|bókaútgáfu]], þó fyrst og fremst guðsorðabóka, og árið [[1586]] kom út [[Guðbrandsbiblía]], fyrsta biblíuþýðingin á íslensku. == Einokun og einveldi == 17. og 18. öldin voru hörmungartímar í íslenskri sögu, [[veðurfar]] var hart, grasspretta oft léleg, [[hafís]] lagðist að landi og illa fiskaðist og [[eldgos]] og önnur óáran gekk yfir. Ekki var þó mikið um ófrið í landinu, að frátöldum [[Spánverjavígin|Spánverjavígunum]] [[1615]] og svo [[Tyrkjaránið|Tyrkjaráninu]] [[1627]], þegar [[sjóræningi|sjóræningjar]] frá [[Alsír]] gerðu strandhögg á nokkrum stöðum og þó mest í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]], drápu nokkra tugi manna en rændu á fjórða hundrað, fluttu með sér til [[Alsír]] og seldu í [[þrælahald|þrældóm]]. Nokkrir þeirra komust þó á endanum aftur heim til Íslands og er [[Guðríður Símonardóttir]] þeirra þekktust. Sumarið [[1783]] urðu [[Skaftáreldar]], þá gusu [[Lakagígar]] í einhverju mesta [[eldgos]]i sem orðið hefur á sögulegum tíma. Áhrifin urðu skelfileg. Um 75% búfjár landsmanna féll vegna öskufalls, eiturgufa og grasbrests og fimmtungur landsmanna, eða um 10.000 Íslendingar, dóu úr hungri og harðræði í kjölfarið. Hallæri þetta kallaðist [[Móðuharðindi]]. === Einokunarverslun === {{Aðalgrein|Einokunarverslunin}} 17. öldin hófst með því að [[einokunarverslun]] var komið á árið [[1602]]. Danakonungur hafði á sínum tíma hvatt Þjóðverja til Íslandsverslunar til að vinna gegn áhrifum Englendinga en nú voru Danir sjálfir farnir að láta meira til sín taka í verslun en áður og konungur veitti borgurum Kaupmannahafnar, [[Helsingjaeyri|Helsingjaeyrar]] og [[Málmey (Svíþjóð)|Málmeyjar]] (sem þá tilheyrðu Danaveldi) einkarétti á Íslandsverslun gegn tiltölulega vægu afgjaldi. Í raun voru margir dönsku kaupmannanna leppar þýskra [[Hansakaupmenn|Hansakaupmanna]]. Skip annarra þjóða héldu þó áfram að koma að landinu til veiða hundruðum saman og Íslendingar versluðu mikið við þau á laun. Lítið var gert við því framan af. Verslunin var í höndum ýmissa verslunarfélaga og samtaka á einokunartímanum og fljótlega var tekinn upp einn taxti fyrir allt landið sem varð að fara eftir. Árið [[1684]] var komið á umdæmaverslun, þannig að einstakir kaupmenn tóku ákveðnar hafnir á leigu, og eftir það var refsað grimmilega fyrir ef einhvern verslaði við erlenda kaupmenn eða verslaði við annan kaupmann en hann átti að versla við. Verslunartaxtanum var líka breytt svo að hann varð Íslendingum meira í óhag en áður og hafði þó þótt slæmur fyrir. Sú breyting gekk þó til baka [[1702]] og þá voru viðurlög við brotum líka milduð. Árið [[1742]] fór verslunin í hendur [[Hörmangarafélagið|Hörmangarafélagsins]] svonefnda, sem virðist hafa staðið sig illa og hefur fengið afar slæm eftirmæli hjá Íslendingum. Konungur yfirtók verslunina [[1759]], seldi hana aftur á leigu [[1764]] en yfirtók hana öðru sinni [[1774]] og hafði hana á sinni könnu þar til einokuninni var aflétt [[1787]]. Þá tók [[fríhöndlun]]in við, sem var þó ekki algjört [[verslunarfrelsi]], því Íslendingar máttu einungis versla við þegna Danakonungs. Lengi framan af höfðu kaupmenn hér einungis viðdvöl á sumrin, þeir komu með skipum sínum snemma sumars og einungis var hægt að versla við þá þar til þeir sigldu út á haustin. Margir byggðu þó vörugeymslur sem jafnframt voru verslunarbúðir og í hallærum kom það fyrir að yfirvöld létu brjóta upp kaupmannsbúðir til að nálgast matbjörg sem þar var að finna og útdeila til sveltandi almúgans. Árið [[1777]] var þó ákveðið að kaupmenn skyldu hafa hér fasta búsetu en nokkrir voru raunar sestir hér að áður. === Einveldi og upplýsing === Hlutverki Alþingis sem löggjafarsamkomu lauk þegar Íslendingar samþykktu [[einveldi|erfðaeinveldið]] á [[Kópavogsfundurinn|Kópavogsfundinum]] [[1662]]. Erfðahyllingin var þó varla annað en formsatriði. Um svipað leyti var hæstiréttur stofnaður í Kaupmannahöfn og þá var alþingi ekki lengur æðsti dómstóllinn, hlutverk þess var í rauni einungis að vera millidómstig. [[Stiftamtmaður]] varð æðsti fulltrúi konungs á Íslandi en raunar sátu stiftamtmenn oftast í Kaupmannahöfn en [[amtmaður|amtmenn]] og [[landfógeti]] fóru með vald þeirra á Íslandi. [[Mynd:Flateyarbok 002.jpg|thumb|Blaðsíða úr [[Flateyjarbók]] sem geymd er á [[Stofnun Árna Magnússonar]] ]] Tímabilið frá siðaskiptum til upplýsingaraldar (um 1770) er oft kallað [[lærdómsöld]]. Þessi tími einkenndist þó ekki síður af ýmiss konar hjátrú og hindurvitnum. Á seinni hluta 17. aldar voru nokkrir Íslendingar [[brennuöld|brenndir á báli]] fyrir ástundun [[galdur|galdra]]. Þó kom upp mikill áhugi, ekki síst erlendis, á íslenskum fornritum og gömlum bókum og fór [[Árni Magnússon]] víða um land og safnaði [[handrit]]um, bæði skinnbókum og pappírshandritum, og flutti til Kaupmannahafnar. Sumar þeirra töpuðust reyndar í [[bruninn í Kaupmannahöfn|brunanum mikla í Kaupmannahöfn]] [[1728]] en flestar björguðust. Árni fór líka um allt landið á árunum [[1702]]–[[1710|10]] ásamt [[Páll Vídalín|Páli Vídalín]] þeirra erinda að skrá ítarlega upplýsingar um hverja einustu bújörð. Afrakstur þess verks er ''[[Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns]]''. Þeir skráðu margt fleira um landshagi og létu árið [[1703]] gera fyrsta íslenska [[Manntalið 1703|manntalið]], sem er fyrsta heildar[[manntal]] yfir heila þjóð sem gert var í heiminum en tilgangur þess var fyrst og fremst að komast að því hver væri fjöldi ómaga og þurfamanna á landinu. Töldust Íslendingar vera 50.358 talsins en fjórum árum síðar fækkaði þeim um þriðjung í [[Stórabóla|Stórubólu]] 1707. Upp úr miðri öldinni hélt [[upplýsingin á Íslandi|upplýsingarstefnan]] innreið sína á Íslandi og þótt á brattann væri að sækja þegar hörmungar dundu yfir þjóðina, ekki síst í Móðuharðindunum á 9. áratug aldarinnar, reyndu ýmsir að koma á framförum í landbúnaði og garðrækt, auk þess sem [[Innréttingarnar|Innréttingar]] [[Skúli Magnússon|Skúla Magnússonar]] voru tilraun til þess að nútímavæða íslenskan [[iðnaður|iðnað]] sem gekk ekki alveg sem skyldi. Ýmislegt var þó gert í framfara- og fræðslumálum og bæði danskir áhugamenn um umbætur á Íslandi og ýmsir íslenskir mennta- og embættismenn reyndu að ýta undir framfarir á ýmsum sviðum. == Sjálfstæðisbaráttan == Þótt Íslendingar gengju Noregskonungi á hönd árið [[1262]] má segja að þeir hafi að mestu leyti ráðið sér sjálfir næstu aldirnar. Það er ekki fyrr en með siðaskiptunum sem áhrif Dana á innanlandsmál fara að aukast verulega og ná svo hámarki með upptöku einveldis [[1662]]. Eftir það verður þess stundum vart að Íslendingar fari fram á að vera settir jafnt og aðrir þegnar Danakonungs en hvergi er þó hægt að segja að örli á neinum óskum um sjálfstæði. Þótt oft sé talað um illa meðferð Dana á sárafátækum íslenskum almúga er sannleikurinn sá að oftar en ekki voru það íslenskir höfðingjar og stórbændur sem sjálfir fóru illa með landa sína. === Upphaf sjálfstæðisbaráttu === Með upplýsingarstefnunni og þó ekki síður þegar [[þjóðernisstefna|þjóðernisstefnu]] óx fiskur um hrygg í Evrópu á fyrri hluta 19. aldar efldist þjóðerniskennd Íslendinga. Áhugi á sögu Íslands, íslensku máli og fornbókmenntum jókst til muna og glæddi þjóðerniskenndina. Tæpast er þó hægt að tala um eiginlega sjálfstæðisbaráttu á fyrri hluta aldarinnar, þótt [[Jörundur hundadagakonungur]] lýsti landið að vísu sjálfstætt í skammvinnu valdaráni sínu [[Byltingin 1809|sumarið 1809]]. [[Alþingi]], sem orðið var valdalaust og hafði varla annað hlutverk en að dæma í málum sem þangað var vísað úr héraði, hafði verið lagt niður árið [[1800]] og [[Landsyfirréttur]] stofnaður í staðinn. Þótt flestir gerðu sér grein fyrir því að sjálfstæði Íslands væri ekki raunhæft á þessum tíma var krafan um umbætur sterk. Í kjölfar þjóðernisvakningar og stjórnmálahræringa suður í Evrópu hófu Íslendingar að berjast fyrir endurreisn Alþingis og láta sig dreyma um sjálfstæði þjóðarinnar. [[Skáld]] og ungir menntamenn voru þar framarlega í flokki og má þar nefna til [[Jónas Hallgrímsson]] og [[Fjölnismenn]]. Alþingi var svo endurreist í Reykjavík 1845, að vísu aðeins sem ráðgjafarþing. Þegar Danakonungur afsalaði sér [[einveldi]] árið [[1848]] urðu ákveðin staumhvörf og þá má segja að hin eiginlega sjálfstæðisbarátta hafi hafist. [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jón Sigurðsson]] birti þá ''[[Hugvekja til Íslendinga|Hugvekju til Íslendinga]]'' og lýsti þar rökum fyrir því að Íslendingar ættu að fá að ráða sér sjálfir. Vísaði hann þar í Gamla sáttmála, þar sem Íslendingar hefðu gengið í samband við Noreg sem frjálst land með ákveðnum skyldum og réttindum og skyldi öll stjórn og lög vera innlend. Þar sem Danakonungur hefði nú afsalað sér einveldi hlyti Gamli sáttmáli aftur að vera genginn í gildi og Íslendingar gætu því ekki heyrt undir danskt þing eða ríkisstjórn.<ref>{{vefheimild|url=http://www.jonshus.dk/jonsigurdsson/hugvekja/|titill=Jón Sigurðsson. Á vef Jónshúss.}}</ref> === Baráttan ber árangur === [[Þjóðfundurinn 1851|Þjóðfundur]] var haldinn í Reykjavík sumarið [[1851]] að frumkvæði dönsku stjórnarinnar og þegar Jón Sigurðsson lagði þar fram frumvarp byggt á ''Hugvekjunni'' og ljóst að það yrði samþykkt ákvað fulltrúi konungs, [[Trampe greifi]], að slíta fundi í nafni konungs. Jón mótmælti og þingmenn tóku undir með orðunum: „Vér mótmælum allir.“ Eftir þennan fund var Jón óumdeildur leiðtogi í baráttu Íslendinga fyrir auknum réttindum. Hann barðist líka af mikilli atorku fyrir [[verslunarfrelsi]] og benti á slæm áhrif einokunarinnar. Árangurinn varð sá að verslun við Ísland var frjáls öllum þjóðum frá [[1. apríl]] [[1855]]. Árið [[1874]] fengu Íslendingar svo sína fyrstu [[stjórnarskrá]] og var haldin mikil hátíð á Þingvöllum í ágúst um sumarið, þar sem Danakonungur heimsótti Ísland í fyrsta sinn en Jóni Sigurðssyni var ekki boðið. Þá fékk Alþingi [[löggjafarvald]] með konungi, sem hafði [[neitunarvald]] og beitti því stundum, og [[fjárveitingavald]], og Íslendingar höfðu því fengið takmarkaða sjálfsstjórn. [[Landshöfðingi]] var skipaður til að fara með æðstu stjórn landsins í umboði konungs og er tímabilið til 1904 kallað [[landshöfðingjatímabilið]]. === Upphaf þéttbýlismyndunar og vesturfarir === Um leið urðu hægfara framfarir í atvinnulífi. [[Þéttbýlismyndun]] hófst og innlend kaupmannastétt varð til. Á síðari hluta aldarinnar fóru Íslendingar að gera út [[þilskip]]. [[Skútuöld]]in var þó ekki ýkja löng – hápunktur hennar var á árunum 1890–1910 – og víða fóru menn nánast beint af [[árabátur|árabátum]] á [[togari|togara]] úr stáli en togaraútgerð hófst þó ekki fyrr en í upphafi 20. aldar; fyrstur var togarinn [[Coot]], sem keyptur var til landsins [[1905]]. Undir lok 19. aldarinnar fylltust Íslandsmið af breskum togurum sem veiddu nánast uppi í landsteinum og spilltu oft fiskimiðum árabátanna. Tiltölulega litlar breytingar urðu á sveitabúskap á 19. öld. Að vísu fjölgaði búfénaði nokkuð, einkum sauðfé, en á móti kom að eftir mannfelli og harðindi 18. aldar hófst fólksfjölgun. Íslendingum, sem voru 47 þúsund árið [[1801]], fjölgaði um nærri 40% til [[1850]] svo að litlu meira var til skiptanna en áður. Sauðfjárfjölgunin byggðist líka mest á aukinni nýtingu á óræktuðu beitilandi, sem var möguleg í góðu árferði, en þegar nýtt kuldaskeið hófst milli 1850-60, um leið og skæður fjárkláðafaraldur barst til landsins, þrengdist hagur fólks verulega. Um leið var [[aldursskipting]] landsmanna með þeim hætti að mjög margt fólk var á giftingar- og barneignaaldri. Fátæku fólki var gert erfitt fyrir að stofna fjölskyldu; öreigagiftingar voru bannaðar, sem þýddi til dæmis að fólk sem hafði þegið [[sveitarstyrkur|sveitarstyrk]] á síðustu tíu árum mátti ekki giftast. Einnig var mjög erfitt að fá jarðnæði og í þeim fáu [[sjávarþorp]]um sem orðin voru til var litla vinnu að hafa fyrr en útgerð fór að aukast, auk þess sem hömlur á rétti fólks til að setjast að í þurrabúðum við sjó voru enn strangar. Þetta varð til þess að [[vinnufólk|vinnuhjú]] voru hlutfallslega hvergi fleiri í Evrópu en á Íslandi og þar sem fólk fékk ekki giftingarleyfi varð hlutfall lausaleiksbarna einnig mjög hátt. Harðindi gengu yfir landið, einkum norðan- og austanlands, á síðasta þriðjungi aldarinnar, og var það að öllum líkindum eitthvert kaldasta tímabil Íslandssögunnar. Þessi harðindi ýttu mjög undir [[Vesturfarar|flutninga fólks til Ameríku]] eftir [[1870]]. [[Askja (fjall)|Öskjugosið]] [[1875]] varð til þess að auka á landflóttann og flutti fólk aðallega til [[Manitoba]] í [[Kanada]] og nyrstu fylkja [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Á síðasta áratug 19. aldar batnaði árferðið á ný og um leið dró mjög úr vesturferðum. === Heimastjórnartímabilið === [[Mynd:Björn Jónsson, minister of Iceland, gives a speech on June 2, 1908 regarding the autonomy of Iceland vis-a-vis Denmark.jpg|thumb|right|1908 [[Björn Jónsson]], ráðherra Íslands, flytur ræðu í porti [[Barnaskóli Reykjavíkur|Barnaskólans]] vegna [[Sambandslögin|Sambandsmálsins]]. Mannfjöldi fylgist með.]] [[Heimastjórn]] fengu Íslendingar [[1904]] og varð [[Hannes Hafstein]] fyrsti ráðherrann. Heimastjórnartíminn var framfaratími þótt vissulega setti [[heimsstyrjöldin fyrri]] með tilheyrandi vöruskorti og dýrtíð svip á síðari hluta hans. Miklar breytingar urðu á atvinnuháttum, vélbáta- og togaraöldin hófst og Íslendingar eignuðust eigin skipafélag, [[Eimskipafélag Íslands]], og eigin banka, [[Landsbanki Íslands|Landsbanka Íslands]] og síðan [[Íslandsbanki (eldri)|Íslandsbanka (eldri)]], en með honum kom erlent fjármagn til landsins. Fyrstu [[dagblað|dagblöðin]] hófu útkomu og [[sæsími]] var lagður til landsins, svo að fréttir utan úr heimi bárust nú samdægurs til landsins. Bílar komu til landsins og miklar framfarir urðu í vegagerð. Reykjavík varð að höfuðborg landsins, þangað fluttist fjöldi fólks. Jafnframt urðu framfarir í landbúnaði, [[rjómabú]] og [[sláturhús]] risu víða og bændur fóru í auknum mæli að framleiða matvæli til sölu á markaði en ekki aðeins til heimaneyslu. [[Verslun]] óx og dafnaði og fjöldi smárra [[iðnaður|iðnfyrirtækja]] var stofnaður. Menntamál breyttust líka mjög til batnaðar. Með [[fræðslulög]]unum [[1907]] var öllum börnum tryggð að minnsta kosti fjögurra ára skólaganga þeim að kostnaðarlausu. Unglingaskólum og verkmenntaskólum af ýmsu tagi var komið á laggirnar og árið [[1911]] var [[Háskóli Íslands]] stofnaður. Félags- og stjórnmál tóku miklum breytingum, grunnur var lagður að núverandi flokkakerfi, fjöldi verkalýðs- og stéttarfélaga var stofnaður og konur fengu kosningarétt og kjörgengi árið [[1915]]. Fyrstu [[stjórnmálaflokkur|stjórnmálaflokkar]] landsins voru stofnaðir árið [[1916]], það voru [[Framsóknarflokkurinn]] og [[Alþýðuflokkurinn]]. Stofnun þeirra markaði upphaf [[fjórflokkakerfið|fjórflokkakerfisins]] sem einkennir [[íslensk stjórnmál]]. === [[Konungsríkið Ísland]] "Fullveldið" === [[Mynd:Iceland sovereignty 1918 m olafsson.jpg|thumb|right|Hópur fólks fagnar fullveldinu 1. desember 1918 við [[Stjórnarráð Íslands]] ]] Þann [[1. desember]] árið [[1918]] varð Ísland svo [[fullveldi|fullvalda]] ríki ([[Konungsríkið Ísland]]) með eigin [[fáni|þjóðfána]] en var þó áfram í konungssambandi við Danmörku. Alþingi fékk óskorað löggjafarvald en Danir fóru áfram með [[utanríkismál]] og [[landhelgi|landhelgisgæslu]]. Lýðveldi var svo stofnað á Þingvöllum [[17. júní]] [[1944]] og féll þá samband Íslands við Danmörku alfarið úr gildi. [[Sveinn Björnsson]] var kosinn fyrsti [[forseti Íslands]]. Meðal áhrifamestu manna í íslensku þjóðlífi á fyrri hluta 20. aldarinnar var [[Thor Jensen]], kaupmaður og útgerðarmaður, sem rak fyrirtækið [[Kveldúlfur|Kveldúlf]]. Synir hans urðu margir hverjir þjóðþekktir, má þar helst nefna [[Ólafur Thors|Ólaf Thors]], sem varð formaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] og forsætisráðherra Íslands, [[Kjartan Thors]] sem varð framkvæmdastjóri Kveldúlfs, og [[Thor Thors]], fyrsta [[fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum|fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum]]. Tengdasynir Thors voru líka kunnir og áhrifamiklir, til dæmis [[Guðmundur Vilhjálmsson]], forstjóri Eimskipafélags Íslands, [[Gunnar Viðar]], bankastjóri Landsbanka Íslands, og [[Hallgrímur Fr. Hallgrímsson]], forstjóri olíufélagsins Skeljungs. Sonur Ólafs Thors, [[Thor Ó. Thors]], varð framkvæmdastjóri [[Íslenskir aðalverktakar|Íslenskra aðalverktaka]] og tengdasonur Ólafs, [[Pétur Benediktsson]], bankastjóri Landsbankans. [[Hæstiréttur Íslands]] kom fyrst saman árið [[1920]] og sama ár var stjórnarskránni breytt þannig að þingmönnum var fjölgað í 42 og ákveðið að Alþingi skyldi koma saman árlega. Árið [[1930]] var haldið upp á þúsaldarafmæli alþingis með [[Alþingishátíðin]]ni. [[Kreppan mikla]] hafði skollið á haustið [[1929]] og náði nú til Íslands. Atvinnuleysi á landinu jókst og til óeirða kom [[9. nóvember]] [[1932]] við [[Góðtemplarahús Reykjavíkur|Góðtemplarahúsið]] við Tjörnina, sem hefur jafnan verið nefnt [[Gúttóslagurinn]]. Meirihluti fjórða áratugarins var erfiður Íslendingum, togaraútgerðin var rekin með tapi sem leystist ekki fyrr en gengi íslensku krónunnar var fellt árið [[1939]] og krónan aftengd [[breskt pund|breska pundinu]] og þess í stað tengd [[bandaríkjadalur|bandaríska dollaranum]].<ref>Magnús Sveinn Helgason. ''„Hin heiðarlega króna”: gengisskráning krónunnar sem viðfangsefni stjórnmálabaráttunnar á kreppuárunum 1931–1939'' í Frá kreppu til viðreisnar: þættir um hagstjórn á Íslandi á árunum 1930–1960 ([[Jónas H. Haralz]] ritstjóri). Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag. 2002. s. 81–134.</ref> [[Seinni heimsstyrjöldin]] hófst með innrás Þýskalands í Pólland í september 1939 en nokkrum mánuðum síðar, í apríl 1940, réðust Þjóðverjar á Danmörku og hertóku. == Lýðveldið Ísland == Íslendingar slitu einhliða stjórnarsambandi sínu við Dani og tók ný stjórnarskrá [[lýðveldi]]sins Íslands gildi þann [[17. júní]] árið [[1944]]. Sem sjálfstætt ríki stóð Ísland nokkuð vel í samanburði við önnur lönd eftir hildarleik seinni heimsstyrjaldarinnar. Bandaríkjamenn fengu að hafa [[Keflavíkurstöðin|herstöð á Miðnesheiði]] og gerður var [[varnarsamningurinn|varnarsamningur]] á milli landanna tveggja. Ísland hlaut, eins og önnur Evrópulönd hliðholl Bandamönnum, styrk í formi [[Marshalláætlunin|Marshall-aðstoðarinnar]]. Styrkurinn skipti sköpum og á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina var [[Áburðarverksmiðja ríkisins]] byggð og fjöldi togara keyptur til þess að styrkja [[sjávarútvegur á Íslandi|íslenskan sjávarútveg]]. Stefna [[stóriðja|stóriðju]] varð mjög áberandi í efnahagsstefnu stjórnvalda og á miðjum sjótta áratugnum var samið um bygginu [[Búrfellsvirkjun]]ar til þess að sjá [[Álverið í Straumsvík|Álverinu í Straumsvík]] fyrir rafmagni. Öryggismál voru mest áberandi í utanríkisstefnu Íslands eftir seinna stríð og við upphaf [[kalda stríðið|kalda stríðsins]]. Ísland var ekki meðal stofnríkja [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]], þegar þau voru stofnuð þann [[24. október]] [[1945]] en tæpu ári seinna samþykkti Alþingi að sækja um aðild og í nóvember 1946 varð Ísland að aðildarríki. Ríkisstjórn [[Alþýðuflokkur|Alþýðuflokks-]] og [[Framsóknarflokkur|Framsóknarflokks]] taldi öryggi landsins best borgið með umdeildri inngöngu í [[NATO]] [[1949]] og [[varnarsamningurinn|varnarsamningi]] við [[BNA|Bandaríkjamenn]]. Til að tryggja efnahag landsins var stoðum rennt undir sjávarútveginn með útfærslu [[Landhelgi Íslands|íslensku landhelgarinnar]]. ''[[Landhelgismálið]]'' varð þó að torleystri milliríkjadeilu milli Breta og Íslandinga og leiddi til ''[[Þorskastríðin|Þorskastríða]]'' milli ríkjanna. Mikilvægum áfanga í [[samgöngur á Íslandi|samgöngum á Íslandi]] var náð árið [[1974]] þegar [[þjóðvegur 1|hringveginum]] var lokið með byggingu [[Skeiðarárbrú]]ar. [[Kjördæmi Íslands|Kjördæmakerfinu]] var gjörbreytt árið [[1959]] þegar þau 28 ein- og tvímenningskjördæmi, sem verið höfðu frá því að Alþingi var endurreist [[1843]], voru lögð niður. Í staðinn tók við [[kosningar|hlutfallskosning]] í átta kjördæmum. Breytingin var gerð af [[Viðreisnarstjórnin]]ni, stjórn [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] og [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]] sem sat við völd á Íslandi frá 1959 til 1971. Hún endurspeglaði þá þéttbýlisvæðingu sem átt hafði sér stað á 20. öld og átt enn eftir að aukast. Frá árinu 1940 til 1970 fjölgaði Reykvíkingum úr 43.841 í 109.238 (149%) á sama tíma og Íslendingum fjölgaði úr 120.264 í 204.042 (70%).<ref>{{Cite web |url=http://hagstofan.is/Hagtolur/Mannfjoldi |title=Gögn um mannfjölda á vef Hagstofu Íslands |access-date=2010-04-11 |archive-date=2010-04-10 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100410060445/http://www.hagstofan.is/Hagtolur/Mannfjoldi |dead-url=yes }}</ref> Viðreisnarstjórnin vann að því að leggja af það haftakerfi sem komið var á laggirnar á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. [[Evrópusamvinna]] Íslands hófst formlega er Ísland gekk í [[Fríverslunarsamtök Evrópu]] (EFTA) þann 5. mars 1970. Hafist var við byggingu [[Hallgrímskirkja|Hallgrímskirkju]] strax við lok seinni heimsstyrjaldar. Meðal þekktustu listamanna Íslands var án efa [[Einar Jónsson]] myndhöggvari. Einar hjó fjölmargar styttur sem eru þekkt kennileiti í Reykjavíkurborg í dag, svo sem styttuna af [[Ingólfur Arnarson|Ingólfi Arnarsyni]] á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] og styttuna af [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jóni Sigurðssyni]] við [[Austurvöllur|Austurvöll]]. [[Listasafn Einars Jónssonar]] var opnað [[1923]] og var þá fyrsta listasafn landsins. [[Halldór Laxness]] hlaut [[bókmenntaverðlaun Nóbels]] árið 1955. Hann hafði þá gefið út þekktustu verk sín, [[Sjálfstætt fólk]] og [[Íslandsklukkan|Íslandsklukkuna]]. [[Handritamálið|Handritamálinu]] lauk árið [[1971]] eftir að Danir sættust um að afhenda Íslendingum [[Sæmundaredda|Sæmundareddu]] og [[Flateyjarbók]]. == Tilvísanir == <!--Þessi grein notast við Cite.php til þess að vísa í heimildir. Frekari upplýsingar um virkni Cite er að finna á eftirfarandi slóð http://meta.wikimedia.org/wiki/Cite/Cite.php --> {{reflist|2}} == Heimildir == * Agnar Helgason. „Staðfesta nútíma rannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?“. Vísindavefurinn 4. desember 2000. http://visindavefur.is/?id=1213. (Skoðað 7. maí 2010). * Axel Kristinsson. „Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru Papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna?“. Vísindavefurinn 22. júní. 2001. http://visindavefur.is/?id=1732. (Skoðað 7. maí 2010). * Björn Þorsteinsson: ''Íslensk miðaldasaga'', 2. útg., (Reykjavík: Sögufélagið, 1980). * Gísli Gunnarsson. „Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?“. Vísindavefurinn 18. september 2000. http://visindavefur.is/?id=920. (Skoðað 7. maí 2010). * Gísli Gunnarsson: ''Upp er boðið Ísaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602–1787'' (Reykjavík, Örn og Örlygur, 1987). * Gunnar Karlsson. „Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?“. Vísindavefurinn 20. janúar 2004. http://visindavefur.is/?id=3957. (Skoðað 7. maí 2010). * Sigurður Líndal (ritstj.), ''Saga Íslands I-VII'' (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1975–2004). * Sverrir Jakobsson. „Hve lengi var haldið þing á Þórsnesi á Snæfellsnesi?“. Vísindavefurinn 17. apríl 2001. http://visindavefur.is/?id=1504. (Skoðað 7. maí 2010). == Tengt efni == * [[Saga Reykjavíkur]] == Tenglar == * {{vísindavefurinn|3957|Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?}} * {{vísindavefurinn|1053|Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?}} * {{vísindavefurinn|920|Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?}} * {{vísindavefurinn|1732|Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru Papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna?}} * {{vísindavefurinn|1213|Staðfesta nútíma rannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?}} * {{vísindavefurinn|1504|Hve lengi var haldið þing á Þórsnesi á Snæfellsnesi?}} * {{vísindavefurinn|4429|Hvað var Sturlungaöld?}} * {{vísindavefurinn|4476|Hvað er Stóridómur?}} * [https://timarit.is/page/5268429?iabr=on#page/n8/mode/1up/search/%22Gr%C3%ADmur%20Thomsen%22 Upphaf kröfunnar um þingræði á Íslandi.] Oddur Diðriksen, Saga 2. tbl. 1. janúar 1961, bls. 183&ndash;280. {{Saga Evrópu}} {{Gæðagrein}} [[Flokkur:Saga Íslands]] k63h815ycx0wb74c315up45luzxhu3m Srí Lanka 0 11623 1761356 1760405 2022-07-20T19:07:23Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki {{Land | nafn_á_frummáli = ශ්රී ලංකා ප්රජාතාන්ත්රික සමාජවාදී ජනරජය<br />Sri Lankā Prajathanthrika Samajavadi Janarajaya<br />இலங்கை சனநாயக சோஷலிசக் குடியரசு<br />Illankai Chananaayaka Chosalisa Kudiyarasu | nafn = Srí Lanka | nafn_í_eignarfalli = Srí Lanka | fáni = Flag of Sri Lanka.svg | skjaldarmerki = Coat_of_arms_of_Sri_Lanka.svg | kjörorð = | þjóðsöngur = [[Sri Lanka Matha]] | staðsetningarkort = Sri_Lanka_(orthographic_projection).svg | höfuðborg = [[Srí Jajevardenepúra]] | tungumál = [[sinhala]] og [[tamílska]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Srí Lanka|Forseti]] | nafn_leiðtoga1 = [[Ranil Wickremesinghe]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Srí Lanka|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga2 = ''Enginn'' | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | staða = [[Sjálfstæði]] | staða_athugasemd = frá [[Bretland]]i | atburður1 = Fullveldi | dagsetning1 = [[4. febrúar]] [[1948]] | atburður2 = Lýðveldi | dagsetning2 = [[22. maí]] [[1972]] | stærðarsæti = 120 | flatarmál = 65.610 | hlutfall_vatns = 4,4 | mannfjöldasæti = 57 | mannfjöldaár = 2018 | fólksfjöldi = 21.670.000 | íbúar_á_ferkílómetra = 327 | VLF_ár = 2020 | VLF_sæti = 58 | VLF = 321,856 | VLF_á_mann = 14.509 | VLF_á_mann_sæti = 91 | VÞL = {{hækkun}} 0.780 | VÞL_ár = 2018 | VÞL_sæti = 71 | gjaldmiðill = [[srílankísk rúpía|rúpía]] | tld = lk | tímabelti = [[UTC]]+5:30 | símakóði = 94 }} '''Alþýðulýðveldið Srí Lanka''' ([[sinhala]]: ශ්රී ලංකා; [[tamílska]]: இலங்கை), áður þekkt sem '''Seylon''' til [[1972]], er [[eyríki]] út af suðausturströnd [[Indlandsskagi|Indlandsskaga]]. Einungis 50 km breitt sund, [[Palksund]], skilur eyjuna frá [[Indland]]i í norðvestri en 750 km suðvestar eru [[Maldíveyjar]]. Fornminjar benda til þess að [[maðurinn|menn]] hafi sest að á Srí Lanka á [[fornsteinöld]] fyrir allt að 500.000 árum. Leifar af [[balangodamaður|balangodamanninum]] (''Homo sapiens balangodensis'') eru frá [[miðsteinöld]] og eru taldar elstu leifar líffræðilegra nútímamanna í [[Suður-Asía|Suður-Asíu]]. Elsta vísunin til Srí Lanka í rituðum heimildum er í sagnakvæðinu ''[[Ramayana]]'' frá 5. eða 4. öld f.Kr. Hugsanlega voru elstu íbúar Srí Lanka forfeður [[vedar|veda]] sem nú eru lítill hópur frumbyggja á eyjunni. Á miðöldum varð Srí Lanka fyrir innrásun [[Chola-veldið|Chola-veldisins]] á Indlandi og síðan [[Kalinga Magha]] árið [[1215]] og eyjunni var skipt milli hinna ýmsu konungdæma. [[Portúgal]]ir lögðu strandhéruð eyjarinnar undir sig á [[17. öldin|17. öld]] en [[Holland|Hollendingar]] náðu þeim brátt af þeim. Í upphafi 19. aldar lögðu [[Bretland|Bretar]] eyjuna undir sig. Srí Lanka lýsti yfir sjálfstæði frá Bretum árið [[1948]] en fljótlega settu átök milli sinhalamælandi meirihluta og tamílskumælandi minnihluta svip sinn á stjórnmál landsins þar til [[Borgarastyrjöldin á Srí Lanka|borgarastyrjöld]] braust loks út árið [[1983]] milli stjórnarinnar og [[Tamíltígrar|Tamíltígra]]. Árið [[2009]], eftir mikið mannfall, tókst stjórnarhernum að sigra Tamíltígra. Helstu undirstöður efnahags Srí Lanka eru [[ferðaþjónusta]], [[föt|fataframleiðsla]] og [[landbúnaður]]. Landið hefur lengi verið þekkt fyrir framleiðslu á [[kanill|kanil]], [[hrágúmmí]]i og [[te|tei]]. Íbúar eru um 20 milljónir og þar af búa tæplega fimm milljónir í stærstu borginni, [[Colombo (Srí Lanka)|Colombo]]. Höfuðborgin, [[Sri Jayawardenepura Kotte]], er úthverfi í Colombo. Um 75% íbúa tilheyra meirihluta [[sinhalar|Sinhala]]. Flestir Sinhalar eru [[búddismi|búddistar]] en [[Tamílar]] eru flestir [[hindúatrú]]ar. [[Srílankískir márar]] eru tamílskumælandi íbúar sem aðhyllast [[íslam]]. Fyrir borgarastyrjöldina voru Tamílar í meirihluta í norðurhéruðum eyjarinnar og meðfram austurströndinni. Höfuðstaður norðurhéraðsins, [[Jaffna]], var auk þess önnur stærsta borg landsins. == Heiti == Í fornöld var eyjan þekkt undir ýmsum nöfnum. Samkvæmt sagnakvæðinu ''[[Mahavamsa]]'' nefndi [[Vijaya fursti]] landið Tambapanni („koparrauðar hendur“ eða „koparrautt land“) því hendur fylgjenda hans lituðust rauðar af jarðvegi eyjunnar. Í trúarritum Hindúa er eyjan nefnd ''Lankā'' („eyja“). Tamílska orðið ''īḻam'' (tamílska: ஈழம்) var notað um eyjuna í [[Sangam-bókmenntir|Sangam-bókmenntum]]. Á tímum [[Chola-veldið|Chola-veldisins]] var eyjan þekkt sem ''Mummudi Cholamandalam'' („ríki konunganna þriggja“). Í [[forngríska|forngrískum]] heimildum er eyjan nefnd Ταπροβανᾶ ''Taprobana'' eða Ταπροβανῆ ''Taprobane'', dregið af heitinu Tambapanni. Persar og Arabar kölluðu hana ''Sarandīb'' eftir sanskrít ''Siṃhaladvīpaḥ''. Portúgalska heitið ''Ceilão'' breyttist í ''Ceylon'' í ensku (''Seylon'' í íslensku). Eyjan var þekkt sem Seylon til 1972. Heitið ''Srí Lanka'', með virðingarforskeytinu ''Srí'' framan við ''Lanka'', var fyrst tekið upp af [[Frelsisflokkur Srí Lanka|Frelsisflokki Srí Lanka]] árið 1952. Það varð formlegt heiti landsins með nýrri stjórnarskrá 1972. == Menning == === Íþróttir === [[Mynd:Angampora_sword-shield_fight.JPG|thumb|right|Angampora-bardagamenn með sverð og skildi.]] Þjóðaríþrótt Srí Lanka er [[blak]] en langvinsælasta íþróttin er [[krikket]]. [[15 manna ruðningur]] nýtur líka mikilla vinsælda, auk [[frjálsar íþróttir|frjálsra íþrótta]], [[tennis]]s, [[knattspyrna|knattspyrnu]] og [[netbolti|netbolta]]. Skólar á Srí Lanka reka íþróttalið sem keppa í héraðsmótum og á landsvísu. [[Karlalandslið Srí Lanka í krikket]] hefur náð miklum árangri á heimsvísu frá því á 10. áratug 20. aldar. Þeir unnu óvæntan sigur á [[Heimsbikarmótið í krikket 1996|Heimsbikarmótinu í krikket 1996]]. Þeir sigruðu einnig á [[2014 ICC World Twenty20]]-mótinu í Bangladess. Liðið komst í undanúrslit á heimsbikarmótunum 2007 og 2011 og á ICC World Twenty20 2009 og 2011. Srí Lanka hefur unnið [[Asíubikarinn]] 1987, 1997, 2004, 2008 og 2014. Heimsbikarleikarnir 1996 og 2011 og 2012 ICC World Twenty20 voru haldin á Srí Lanka. Srílankískir íþróttamenn hafa tvisvar unnið til verðlauna á [[Ólympíuleikar|Ólympíuleikum]]; [[Duncan White]] vann silfurverðlaun á [[Sumarólympíuleikarnir 1948|Sumarólympíuleikunum 1948]] fyrir 400m [[grindahlaup]], og [[Susanthika Jayasinghe]] vann silfurverðlaun á [[Sumarólympíuleikarnir 2000|Sumarólympíuleikunum 2000]] fyrir [[200 metra sprettlaup]]. Árið 1973 sigraði [[Muhammad Lafir]] [[heimsmeistaramótið í ballskák]]. Srí Lanka hefur líka tvisvar unnið heimsmeistaratitil í [[bobb]]i. Ýmsar vatnaíþróttir eins og róður, brimbretti, drekabretti og köfun eru vinsælar meðal íbúa Srí Lanka og ferðamanna á eyjunni. Tvær bardagaíþróttir eru upprunnar á Srí Lanka: [[cheena di]] og [[angampora]]. [[Kvennalandslið Srí Lanka í netbolta]] hefur unnið [[Asíumeistaramótið í netbolta]] fimm sinnum. ==Tenglar== * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3605185 Ceylon, Paradísareyjan í fjarska, Sunnudagsblaðið, 45. Tölublað (01.12.1957), Blaðsíða 707] {{wikiorðabók}} {{Stubbur|landafræði}} {{Breska samveldið}} {{Asía}} [[Flokkur:Srí Lanka]] g64tqqzcmqvjwymt65au4cquecp6skm Kristján 0 17298 1761331 1608265 2022-07-20T14:34:13Z Íslenski Frjálsi Vefurinn 84453 /* Dreifing á Íslandi */Bætti við þekktum nafnhöfum, mætti bæta við fleirum wikitext text/x-wiki {{Íslenskt mannanafn | nafn = Kristján | kyn = kk | nefnifall = Kristján | þolfall = Kristján | þágufall = Kristjáni | eignarfall = Kristjáns | eiginnöfn = 2.534 | millinöfn = 542 | dagsetning = júlí 2007 }} '''Kristján''' er [[íslenskt karlmannsnafn]]. == Dreifing á Íslandi == {{Þjóðskrártölfræði}} <timeline> ImageSize = width:600 height:320 PlotArea = left:40 right:10 top:40 bottom:40 AlignBars = late DateFormat = yyyy Period = from:1949 till:2008 TimeAxis = orientation:horizontal ScaleMajor = unit:year increment:5 start:1950 Colors = id:canvas value:white id:fyrsta value: rgb(0.1,0.1,0.7) id:seinna value: rgb(1,0.7,0) Backgroundcolors = canvas:canvas TextData = pos:(5,310) textcolor:black fontsize:S text:Fjöldi pos:(550,20) textcolor:black fontsize:S text:Ár pos:(250,310) textcolor:black fontsize:M text:Heildarfjöldi nafngifta fyrir karlmannsnafnið Kristján pos:(50,315) textcolor:fyrsta fontsize:S text:fyrsta nafn pos:(50,300) textcolor:seinna fontsize:S text:seinni nöfn BarData = bar:5 text:60 bar:4 text:48 bar:3 text:36 bar:2 text:24 bar:1 text:12 LineData= color:fyrsta width:5 at:1950 frompos:40 tillpos:190 #36 at:1951 frompos:40 tillpos:157 #28 at:1952 frompos:40 tillpos:178 #33 at:1953 frompos:40 tillpos:178 #33 at:1954 frompos:40 tillpos:248 #50 at:1955 frompos:40 tillpos:219 #43 at:1956 frompos:40 tillpos:282 #58 at:1957 frompos:40 tillpos:248 #50 at:1958 frompos:40 tillpos:207 #40 at:1959 frompos:40 tillpos:178 #33 at:1960 frompos:40 tillpos:228 #45 at:1961 frompos:40 tillpos:190 #36 at:1962 frompos:40 tillpos:207 #40 at:1963 frompos:40 tillpos:228 #45 at:1964 frompos:40 tillpos:223 #44 at:1965 frompos:40 tillpos:215 #42 at:1966 frompos:40 tillpos:194 #37 at:1967 frompos:40 tillpos:240 #48 at:1968 frompos:40 tillpos:186 #35 at:1969 frompos:40 tillpos:182 #34 at:1970 frompos:40 tillpos:207 #40 at:1971 frompos:40 tillpos:232 #46 at:1972 frompos:40 tillpos:203 #39 at:1973 frompos:40 tillpos:223 #44 at:1974 frompos:40 tillpos:190 #36 at:1975 frompos:40 tillpos:153 #27 at:1976 frompos:40 tillpos:182 #34 at:1977 frompos:40 tillpos:178 #33 at:1978 frompos:40 tillpos:173 #32 at:1979 frompos:40 tillpos:240 #48 at:1980 frompos:40 tillpos:173 #32 at:1981 frompos:40 tillpos:194 #37 at:1982 frompos:40 tillpos:186 #35 at:1983 frompos:40 tillpos:136 #23 at:1984 frompos:40 tillpos:178 #33 at:1985 frompos:40 tillpos:123 #20 at:1986 frompos:40 tillpos:198 #38 at:1987 frompos:40 tillpos:244 #49 at:1988 frompos:40 tillpos:194 #37 at:1989 frompos:40 tillpos:194 #37 at:1990 frompos:40 tillpos:165 #30 at:1991 frompos:40 tillpos:223 #44 at:1992 frompos:40 tillpos:190 #36 at:1993 frompos:40 tillpos:198 #38 at:1994 frompos:40 tillpos:148 #26 at:1995 frompos:40 tillpos:136 #23 at:1996 frompos:40 tillpos:194 #37 at:1997 frompos:40 tillpos:190 #36 at:1998 frompos:40 tillpos:173 #32 at:1999 frompos:40 tillpos:157 #28 at:2000 frompos:40 tillpos:173 #32 at:2001 frompos:40 tillpos:136 #23 at:2002 frompos:40 tillpos:190 #36 at:2003 frompos:40 tillpos:173 #32 at:2004 frompos:40 tillpos:161 #29 at:2005 frompos:40 tillpos:203 #39 at:2006 frompos:40 tillpos:111 #17 color:seinna width:1 at:1950 frompos:40 tillpos:61 #5 at:1951 frompos:40 tillpos:57 #4 at:1952 frompos:40 tillpos:73 #8 at:1953 frompos:40 tillpos:111 #17 at:1954 frompos:40 tillpos:107 #16 at:1955 frompos:40 tillpos:78 #9 at:1956 frompos:40 tillpos:98 #14 at:1957 frompos:40 tillpos:115 #18 at:1958 frompos:40 tillpos:98 #14 at:1959 frompos:40 tillpos:90 #12 at:1960 frompos:40 tillpos:86 #11 at:1961 frompos:40 tillpos:69 #7 at:1962 frompos:40 tillpos:103 #15 at:1963 frompos:40 tillpos:98 #14 at:1964 frompos:40 tillpos:111 #17 at:1965 frompos:40 tillpos:90 #12 at:1966 frompos:40 tillpos:90 #12 at:1967 frompos:40 tillpos:78 #9 at:1968 frompos:40 tillpos:90 #12 at:1969 frompos:40 tillpos:78 #9 at:1970 frompos:40 tillpos:98 #14 at:1971 frompos:40 tillpos:94 #13 at:1972 frompos:40 tillpos:103 #15 at:1973 frompos:40 tillpos:86 #11 at:1974 frompos:40 tillpos:61 #5 at:1975 frompos:40 tillpos:61 #5 at:1976 frompos:40 tillpos:82 #10 at:1977 frompos:40 tillpos:57 #4 at:1978 frompos:40 tillpos:73 #8 at:1979 frompos:40 tillpos:65 #6 at:1980 frompos:40 tillpos:86 #11 at:1981 frompos:40 tillpos:82 #10 at:1982 frompos:40 tillpos:69 #7 at:1983 frompos:40 tillpos:78 #9 at:1984 frompos:40 tillpos:65 #6 at:1985 frompos:40 tillpos:61 #5 at:1986 frompos:40 tillpos:53 #3 at:1987 frompos:40 tillpos:73 #8 at:1988 frompos:40 tillpos:69 #7 at:1989 frompos:40 tillpos:65 #6 at:1990 frompos:40 tillpos:65 #6 at:1991 frompos:40 tillpos:61 #5 at:1992 frompos:40 tillpos:69 #7 at:1993 frompos:40 tillpos:53 #3 at:1994 frompos:40 tillpos:69 #7 at:1995 frompos:40 tillpos:78 #9 at:1996 frompos:40 tillpos:65 #6 at:1997 frompos:40 tillpos:61 #5 at:1998 frompos:40 tillpos:61 #5 at:1999 frompos:40 tillpos:61 #5 at:2000 frompos:40 tillpos:61 #5 at:2001 frompos:40 tillpos:57 #4 at:2002 frompos:40 tillpos:48 #2 at:2004 frompos:40 tillpos:61 #5 at:2005 frompos:40 tillpos:61 #5 at:2006 frompos:40 tillpos:61 #5 </timeline> <timeline> ImageSize = width:600 height:320 PlotArea = left:40 right:10 top:40 bottom:40 AlignBars = late DateFormat = yyyy Period = from:1949 till:2008 TimeAxis = orientation:horizontal ScaleMajor = unit:year increment:5 start:1950 Colors = id:canvas value:white id:fyrsta value: rgb(0.1,0.1,0.7) id:seinna value: rgb(1,0.7,0) Backgroundcolors = canvas:canvas TextData = pos:(5,310) textcolor:black fontsize:S text:Hlutfall pos:(550,20) textcolor:black fontsize:S text:Ár pos:(250,310) textcolor:black fontsize:M text:Hlutfall nafngifta fyrir karlmannsnafnið Kristján pos:(50,315) textcolor:fyrsta fontsize:S text:fyrsta nafn pos:(50,300) textcolor:seinna fontsize:S text:seinni nöfn BarData = bar:5 text:2 % bar:4 text:1.6 % bar:3 text:1.2 % bar:2 text:0.8 % bar:1 text:0.4 % LineData= color:fyrsta width:5 at:1950 frompos:40 tillpos:189 #1.19% at:1951 frompos:40 tillpos:160 #0.96% at:1952 frompos:40 tillpos:165 #1% at:1953 frompos:40 tillpos:156 #0.93% at:1954 frompos:40 tillpos:213 #1.38% at:1955 frompos:40 tillpos:186 #1.17% at:1956 frompos:40 tillpos:228 #1.5% at:1957 frompos:40 tillpos:196 #1.25% at:1958 frompos:40 tillpos:173 #1.06% at:1959 frompos:40 tillpos:141 #0.81% at:1960 frompos:40 tillpos:176 #1.09% at:1961 frompos:40 tillpos:156 #0.93% at:1962 frompos:40 tillpos:163 #0.98% at:1963 frompos:40 tillpos:176 #1.09% at:1964 frompos:40 tillpos:175 #1.08% at:1965 frompos:40 tillpos:166 #1.01% at:1966 frompos:40 tillpos:149 #0.87% at:1967 frompos:40 tillpos:191 #1.21% at:1968 frompos:40 tillpos:149 #0.87% at:1969 frompos:40 tillpos:150 #0.88% at:1970 frompos:40 tillpos:171 #1.05% at:1971 frompos:40 tillpos:176 #1.09% at:1972 frompos:40 tillpos:148 #0.86% at:1973 frompos:40 tillpos:158 #0.94% at:1974 frompos:40 tillpos:145 #0.84% at:1975 frompos:40 tillpos:116 #0.61% at:1976 frompos:40 tillpos:134 #0.75% at:1977 frompos:40 tillpos:140 #0.8% at:1978 frompos:40 tillpos:131 #0.73% at:1979 frompos:40 tillpos:165 #1% at:1980 frompos:40 tillpos:121 #0.65% at:1981 frompos:40 tillpos:138 #0.78% at:1982 frompos:40 tillpos:133 #0.74% at:1983 frompos:40 tillpos:105 #0.52% at:1984 frompos:40 tillpos:136 #0.77% at:1985 frompos:40 tillpos:104 #0.51% at:1986 frompos:40 tillpos:159 #0.95% at:1987 frompos:40 tillpos:181 #1.13% at:1988 frompos:40 tillpos:143 #0.82% at:1989 frompos:40 tillpos:148 #0.86% at:1990 frompos:40 tillpos:120 #0.64% at:1991 frompos:40 tillpos:160 #0.96% at:1992 frompos:40 tillpos:136 #0.77% at:1993 frompos:40 tillpos:144 #0.83% at:1994 frompos:40 tillpos:111 #0.57% at:1995 frompos:40 tillpos:104 #0.51% at:1996 frompos:40 tillpos:140 #0.8% at:1997 frompos:40 tillpos:140 #0.8% at:1998 frompos:40 tillpos:130 #0.72% at:1999 frompos:40 tillpos:123 #0.66% at:2000 frompos:40 tillpos:128 #0.7% at:2001 frompos:40 tillpos:106 #0.53% at:2002 frompos:40 tillpos:144 #0.83% at:2003 frompos:40 tillpos:130 #0.72% at:2004 frompos:40 tillpos:119 #0.63% at:2005 frompos:40 tillpos:145 #0.84% at:2006 frompos:40 tillpos:88 #0.38% color:seinna width:1 at:1950 frompos:40 tillpos:136 #0.77% at:1951 frompos:40 tillpos:113 #0.58% at:1952 frompos:40 tillpos:151 #0.89% at:1953 frompos:40 tillpos:248 #1.66% at:1954 frompos:40 tillpos:223 #1.46% at:1955 frompos:40 tillpos:139 #0.79% at:1956 frompos:40 tillpos:188 #1.18% at:1957 frompos:40 tillpos:224 #1.47% at:1958 frompos:40 tillpos:193 #1.22% at:1959 frompos:40 tillpos:159 #0.95% at:1960 frompos:40 tillpos:150 #0.88% at:1961 frompos:40 tillpos:113 #0.58% at:1962 frompos:40 tillpos:185 #1.16% at:1963 frompos:40 tillpos:178 #1.1% at:1964 frompos:40 tillpos:205 #1.32% at:1965 frompos:40 tillpos:155 #0.92% at:1966 frompos:40 tillpos:150 #0.88% at:1967 frompos:40 tillpos:126 #0.69% at:1968 frompos:40 tillpos:151 #0.89% at:1969 frompos:40 tillpos:125 #0.68% at:1970 frompos:40 tillpos:173 #1.06% at:1971 frompos:40 tillpos:144 #0.83% at:1972 frompos:40 tillpos:148 #0.86% at:1973 frompos:40 tillpos:115 #0.6% at:1974 frompos:40 tillpos:79 #0.31% at:1975 frompos:40 tillpos:76 #0.29% at:1976 frompos:40 tillpos:110 #0.56% at:1977 frompos:40 tillpos:73 #0.26% at:1978 frompos:40 tillpos:99 #0.47% at:1979 frompos:40 tillpos:80 #0.32% at:1980 frompos:40 tillpos:110 #0.56% at:1981 frompos:40 tillpos:108 #0.54% at:1982 frompos:40 tillpos:86 #0.37% at:1983 frompos:40 tillpos:104 #0.51% at:1984 frompos:40 tillpos:85 #0.36% at:1985 frompos:40 tillpos:81 #0.33% at:1986 frompos:40 tillpos:64 #0.19% at:1987 frompos:40 tillpos:98 #0.46% at:1988 frompos:40 tillpos:90 #0.4% at:1989 frompos:40 tillpos:84 #0.35% at:1990 frompos:40 tillpos:80 #0.32% at:1991 frompos:40 tillpos:74 #0.27% at:1992 frompos:40 tillpos:85 #0.36% at:1993 frompos:40 tillpos:60 #0.16% at:1994 frompos:40 tillpos:85 #0.36% at:1995 frompos:40 tillpos:99 #0.47% at:1996 frompos:40 tillpos:78 #0.3% at:1997 frompos:40 tillpos:73 #0.26% at:1998 frompos:40 tillpos:74 #0.27% at:1999 frompos:40 tillpos:75 #0.28% at:2000 frompos:40 tillpos:71 #0.25% at:2001 frompos:40 tillpos:68 #0.22% at:2002 frompos:40 tillpos:54 #0.11% at:2004 frompos:40 tillpos:71 #0.25% at:2005 frompos:40 tillpos:71 #0.25% at:2006 frompos:40 tillpos:73 #0.26% </timeline> == Þekktir nafnhafar == * [[Kristján 10.]] == Heimildir == * {{vefheimild|url=http://www.rettarheimild.is/mannanofn|titill=Mannanafnaskrá|mánuðurskoðað=10. nóvember|árskoðað=2005}} * {{þjóðskrárheimild|nóvember 2005}} [[Flokkur:Íslensk karlmannsnöfn]] q2ayj98dln2fn2hmunyw83v860ggnc5 Slipknot 0 24317 1761368 1731369 2022-07-20T20:32:01Z Berserkur 10188 /* Breiðskífur */ wikitext text/x-wiki [[Mynd:VivaXElRock19-9.jpg|thumb|right|Slipknot, 2019.]] '''Slipknot''' er [[Bandaríkin|bandarísk]] [[þungarokk]]shljómsveit sem var stofnuð árið [[1995]] í [[Iowa]]. Hún var stofnuð af [[Paul Gray]], [[Shawn Crahan]] og [[Anders Colsefini|Anders Colsefni]]. Hljómsveitin telur nú níu meðlimi og bera liðsmenn hennar alltaf grímur á tónleikum. == Saga == Fyrstu opinberu tónleikar Slipknot voru [[4. apríl]] [[1996]] á staðnum The Safari sem var eign Shawn's. Þar voru bara Shawn og Joey með grímur. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar var ''[[Mate, Feed, Kill, Repeat]]'' og var aðeins gefinn út í 1000 eintökum. [[Corey Taylor]] gerðist meðlimur sveitarinnar ekki löngu seinna en hann var fyrir í sveitinni Stone Sour. Önnur breiðskífa Slipknot ''[[Slipknot (breiðskífa)|Slipknot]]'' kom út árið [[1999]] og sló rækilega í gegn. ''[[Iowa (breiðskífa)|Iowa]]''-breiðskífa kom út árið [[2001]] og ''[[Vol.3 (The Subliminal Verse)]]'' kom út árið [[2004]]. Fjórði diskurinn þeirra All Hope Is Gone kom út í ágúst 2008 og sló í gegn þrátt fyrir breytta stefnu og nýjar grímur. Bassaleikari sveitarinnar, Paul Gray, lést 24. maí 2010, 38 ára að aldri. Orsök þess var of stór skammtur af morfíni og verkjalyfinu fetanyl.<ref>{{Cite web |url=http://www.dv.is/sed-og-heyrt/2010/5/25/bassaleikari-slipknot-latinn/ |title=Bassaleikari Slipknot látinn |access-date=2010-05-27 |archive-date=2010-05-27 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100527083833/http://www.dv.is/sed-og-heyrt/2010/5/25/bassaleikari-slipknot-latinn/ |dead-url=yes }}</ref> Árið 2013 var [[Joey Jordison]], trommari, rekinn úr sveitinni. Hann lést árið 2021. <ref>[https://www.bbc.com/news/world-us-canada-57993121 Joey Jordison: Slipknot founding drummer dies aged 46] BBC, sótt 28/7 2021</ref> == Hljómsveitarmeðlimir Slipknot == ;Núverandi * #0 [[Sid Wilson]] - plötusnúður * #4 [[Jim Root]] - gítarleikari * #5 [[Craig Jones]] - hljómborð * #6 Shawn Crahan - slagverk og bakraddir * #7 [[Mick Thomson]] - gítarleikari * #8 Corey Taylor - söngvari *Jay Weinberg - trommari *Alessandro 'Vman' Venturella - bassaleikari *Michael "Tortilla Man" Pfaff – slagverk og bakraddir (2019–) ;Fyrrverandi * Donnie Steele – gítarleikari (1995–1996) * Anders Colsefni – söngvari, slagverk (1995–1997) * Patrick M. Neuwirth - gítarleikari, (1992-1993) * Kun Pheng Nong - gítarleikari, (1995) * #2 Paul Gray - bassaleikari, bakraddir (1995-2010) * #3 [[Chris Fehn]] - slagverk og bakraddir (1998-2019) * #3 Greg "Cuddles" Welts – slagverk, bakraddir (1997-1998) * #3 Brandon Darner – slagverk, bakraddir (1998) * #4 Josh Brainard – gítarleikari, bakraddir (1995–1999) * #1 [[Joey Jordison]] - trommari (1995-2013) ==Breiðskífur== *Slipknot (1999) *Iowa (2001) *Vol. 3: (The Subliminal Verses) (2004) *All Hope Is Gone (2008) *.5: The Gray Chapter (2014) *We Are Not Your Kind (2019) *The End, So Far (2022) == Neðanmálsgreinar == {{reflist}} [[Flokkur:Bandarískar rokkhljómsveitir]] [[Flokkur:Bandarískar þungarokkshljómsveitir]] {{s|1995}} kvf2zva65d9rt9a4bk6g6pn22e3aja2 Döðlupálmi 0 25913 1761386 1374716 2022-07-21T00:33:00Z Svarði2 42280 myndir wikitext text/x-wiki {{Taxobox | color = lightgreen | name = Döðlupálmi | status = {{StatusSecure}} | image = Kew.gardens.date.palm.london.arp.jpg | image_width = 240px | image_caption = Döðlupálmi í Kew görðunum í London | regnum = [[Plöntur]] (''[[Plantae]]'') | divisio = [[Dulfrævingar]] (''[[Tracheophyta]]'') | classis = [[Einkímblöðungar]] (''[[Liliopsida]]'') | ordo = [[Pálmaættbálkur]] (''[[Arecales]]'') | familia = [[Pálmaætt]] (''[[Arecaceae]]'') | genus = ''[[Phoenix (planta)|Phoenix]]'' | species = '''''P. dactylifera''''' | binomial = ''Phoenix dactylifera'' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|L.]]<ref name = "C132">L., 1753 ''In: Sp. Pl. : 1188''</ref> }} '''Döðlupálmi''' ([[fræðiheiti]]: ''Phoenix dactylifera'') er pálmi, sem er ræktaður víða vegna þess að hann ber æta ávexti, sem kallaðir eru '''döðlur'''. Döðlur eru [[trefjar|trefja-]] og [[sykur]]ríkar og innihalda [[C vítamín]]. == Myndir == <gallery> File:2010-11-21-Belek-Palme.JPG File:A. Vemavarappadu.jpg File:Algaeel.jpg File:Alsalaa.JPG File:Americana 1920 Tropical Forest Products - date palm and cabbage palm.jpg File:Asian Palmyra.jpg </gallery> == Tilvísanir == {{reflist}} {{Commons|Phoenix dactylifera}} {{commonscat|Phoenix dactylifera}} {{Wikilífverur|Phoenix dactylifera}} [[Flokkur:Pálmar]] f51o31oo9prtwzas1t5jqa4vkr2nw65 Boris Jeltsín 0 36736 1761353 1749844 2022-07-20T16:59:06Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki {{Forseti | nafn = Boris Jeltsín<br>{{small|Борис Ельцин}} | mynd = Борис Николаевич Ельцин-1 (cropped) (cropped).jpg | titill = [[Forseti Rússlands]] | stjórnartíð_start = [[10. júlí]] [[1991]] | stjórnartíð_end = [[31. desember]] [[1999]] | eftirmaður = [[Vladímír Pútín]] | vara_forseti = [[Alexander Rútskoj]] (1991–1993) | forsætisráðherra = {{Collapsible list|title = Listi|1=[[Ívan Silajev]]<br />[[Oleg Lobov]] (starfandi)<br />[[Jegor Gaídar]] (starfandi)<br />[[Viktor Tsjernómyrdín]]<br />[[Sergei Kiríjenkó]]<br />[[Viktor Tsjernómyrdín]] (starfandi)<br />[[Jevgeníj Prímakov]]<br />[[Sergei Stepasjín]]<br />[[Vladímír Pútín]]}} | fæðingarnafn = Boris Nikolajevitsj Jeltsín | fæddur = [[1. febrúar]] [[1931]] | fæðingarstaður = [[Bútka]], [[Sverdlovskfylki|Sverdlovsk]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] | dánardagur = {{Dauðadagur og aldur|2007|4|23|1931|2|1}} | dánarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Rússland]]i | orsök_dauða = [[Hjartaáfall]] | þekktur_fyrir = Fyrsti forseti [[Rússland]]s eftir fall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] | starf = Forseti | stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn (eftir 1991)<br>[[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]] (1961–1990) | trú = [[Rússneska rétttrúnaðarkirkjan]] | maki = Naina Jeltsína (g. 1956) | börn = 2 | þjóderni = [[Rússland|Rússneskur]] | undirskrift = Yeltsin signature.svg }} '''Boris Nikolajevitsj Jeltsín''' ([[rússneska]]: ''Борис Николаевич Ельцин'') (1. febrúar 1931 – 23. apríl 2007) var fyrsti [[forseti Rússlands]] frá 1991 til 1999. Hann átti þátt í að leiða mótmæli gegn [[sovéska valdaránstilraunin 1991|valdaránstilraun]] harðlínumanna gegn [[Mikhaíl Gorbatsjev]] 18. ágúst 1991 sem leiddi til falls [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Í forsetatíð hans var reynt að koma á nauðsynlegum efnahagsumbótum og innleitt [[markaðshagkerfi]] sem leiddi til [[óðaverðbólga|óðaverðbólgu]]. Jeltsín og nánir samstarfsmenn hans voru auk þess ásakaðir fyrir víðtæka [[spilling]]u. Á þeim tíma náðu [[Fáveldi|ólígarkarnir]] öllum völdum í viðskiptalífi landsins. Árið 1999 gerði hann [[Vladímír Pútín]] að [[Forsætisráðherra Rússlands|forsætisráðherra]] og lýsti því yfir að hann vildi að Pútín yrði eftirmaður sinn. Þann 31. desember sagði hann svo af sér og Pútín tók við embættinu fram að forsetakosningum 26. mars 2000 þar sem hann sigraði í fyrstu umferð. Hann lést 23. apríl 2007, 76 ára að aldri. ==Æska== Boris Jeltsín fæddist þann 1. febrúar árið 1931 í þorpinu [[Bútka]] skammt frá [[Jekaterínbúrg|Sverdlovsk]] í [[Úralfjöll]]um. Foreldrar hans voru smábændur og Boris var eitt þriggja barna þeirra. Þegar [[kýr]] fjölskyldunnar dó árið 1935 flutti fjölskyldan til [[Perm (borg)|Perm]] þar sem faðir Borisar fékk vinnu sem byggingaverkamaður. Þau bjuggu þar í sameignarskála og urðu að sofa á gólfinu. Jeltsín ólst upp við fátæklegar aðstæður í Perm og hlaut litla en haldgóða grunnmenntun. Á unga aldri missti Jeltsín tvo fingur þegar hann reyndi að taka í sundur [[Handsprengja|handsprengju]] sem hann hafði stolið ásamt tveimur vinum sínum.<ref name=uppleið>{{Tímarit.is|1730476|Jeltsín á uppleið|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðmundur Halldórsson|blaðsíða=14-15|útgáfudagsetning=7. október 1990}}</ref> ==Stjórnmálaferill í Sovétríkjunum== Jeltsín lauk námi í Úral-tækniskólanum og vann síðan sem byggingarverkfræðingur í fjórtán ár, þar til hann var beðinn um að taka sæti í héraðsstjórn [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|Kommúnistaflokksins]] í [[Sverdlovskfylki]]. Jeltsín þótti dugnaðarmikill í því starfi og því bauð sovéski leiðtoginn [[Leoníd Bresnjev]] honum starf flokksritara á Sverdlovsk-svæðinu.<ref>{{Tímarit.is|2588099|Maðurinn sem lagði heimsveldi að fótum sér|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=12-13|útgáfudagsetning=24. ágúst 1991}}</ref> Hann var á þessum tíma tryggur sovéska stjórnkerfinu og hreyfði ekki við mótbárum þegar hann fékk árið 1977 skipun um að láta rífa húsið þar sem [[Nikulás 2.]] keisari og fjölskylda hans höfðu verið tekin af lífi.<ref name=uppleið/> Frá árinu 1981 átti Jeltsín sæti í miðstjórn kommúnistaflokksins og hafði þar umsjá með stjórn byggingarmála.<ref name=fall>{{Tímarit.is|1668774|Fall Yeltsins|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðmundur Halldórsson|blaðsíða=20-21|útgáfudagsetning=22. nóvember 1987}}</ref> Á meðan Jeltsín var flokksritari í Sverdlovsk kynntist hann og vingaðist við [[Mikhaíl Gorbatsjev]], sem varð leiðtogi Sovétríkjanna árið 1985. Gorbatsjev gerði Jeltsín að leiðtoga kommúnistaflokksins í [[Moskva|Moskvu]] og veitti honum jafnframt sæti aukafulltrúa í framkvæmdastjórn flokksins. Í þessari stöðu hafði Jeltsín aðgang að æðstu valdaklíkum Sovétríkjanna og naut allra tilheyrandi fríðinda. Að eigin sögn vandi hann sig aldrei við þann lífstíl og fór á þessum tíma að efast um kommúníska stjórnarstefnu.<ref name=uppleið/> Sem leiðtogi kommúnistaflokksins í Moskvu ræktaði Jeltsín ímynd sína sem „maður fólksins“ með því að notast við almenningssamgöngur og fara sjálfur til að versla í matvöruverslunum. Hann gagnrýndi forvera sinn, [[Viktor Grisjin]], fyrir óstjórn í borginni og lét árið 1986 reka meirihluta borgarráðsfulltrúa og embættismanna sem tengdust Grisjin. Jeltsín náði miklum vinsældum meðal Moskvubúa með því að gagnrýna forréttindi flokkselítunnar og lélega almenningsþjónustu og með átökum sínum gegn spillingu, áfengis- og fíkniefnaneyslu.<ref name=fall/> Í stjórn kommúnistaflokksins varð Jeltsín einn sýnilegasti stuðningsmaður umbótastefnu Gorbatsjovs (''[[glasnost]]'' og ''[[perestrojka]]''). Jeltsín var hins vegar enn róttækari umbótasinni en Gorbatsjev og fannst breytingarnar í frjálslyndisátt ganga bæði of skammt og of hægt. Vegna þessarar róttækni Jeltsíns komst hann upp á kant við íhaldssamari meðlimi í stjórn flokksins, sér í lagi aðstoðarritarann [[Jegor Ligatsjev]]. Á fundi framkvæmdastjórnarinnar þann 21. október sauð upp úr þegar Jeltsín flutti eldræðu þar sem hann gagnrýndi Ligatsjev og bandamenn hans fyrir að standa í vegi umbótanna og beindi jafnframt gagnrýni að Gorbatsjev. Ligatsjev svaraði Jeltsín fullum hálsi og Gorbatsjev tók jafnframt afstöðu gegn Jeltsín, sem hann sakaði um að hafa sett persónulegan metnað ofar flokkshagsmunum. Jeltsín sagði í kjölfarið upp sæti sínu í framkvæmdastjórninni.<ref name=fall/> Eftir að Jeltsín hrökklaðist úr flokksforystunni hlaut hann starf í byggingarráðuneytinu og var almennt talin pólitískt dauður. Þegar fyrstu frjálsu þingkosningar Sovétríkjanna voru haldnar árið 1989 gaf Jeltsín hins vegar kost á sér til þingsætis í Moskvukjördæmi og vann sigur á móti frambjóðanda Kommúnistaflokksins með 89% atkvæða. Jeltsín varð í kjölfarið leiðtogi þingflokks stjórnarandstæðinga og myndaði bandalag við aðra umbótasinna á borð við [[Andrei Sakarov]], [[Anatolíj Sobtsjak]] og [[Gavríll Popov]].<ref name=uppleið/> Jeltsín sagði sig úr kommúnistaflokknum í júlí árið 1990 og var kjörinn forseti æðstaráðs [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldisins]] í júní.<ref>{{Tímarit.is|3338723|Dýrlingur eða lýðskrumari?|blað=[[Alþýðublaðið]]|blaðsíða=8-9|útgáfudagsetning=2. júní 1990}}</ref> Hann lýsti í kjölfarið yfir [[fullveldi]] Rússlands undan Sovétríkjunum þann 12. júní.<ref>{{Vefheimild|titill=Fulltrúaþingið í Rússlandi lýsir yfir fullveldi|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/51825/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=1990|mánuður=13. júní}}</ref> Með upphefð Jeltsíns var verulega grafið undan valdagrundvelli Gorbatsjevs, sem hafði þá gerst [[forseti Sovétríkjanna]].<ref>{{Tímarit.is|1723530|Upphefð Borís Jeltsíns eykur óvissu um framtíð Gorbatsjovs|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=24|útgáfudagsetning=30. maí 1990}}</ref> ==Forseti Rússlands (1991–1999)== [[Mynd:Boris Yeltsin 22 August 1991-1.jpg|thumb|left|Boris Jeltsín þann 22. ágúst 1991.]] Eftir að rússneska sovétlýðveldið lýsti yfir fullveldi var stefnt að kosningum til nýs embætti [[Forseti Rússlands|forseta Rússlands]]. Stofnun embættisins var liður í samkomulagi um aukna sjálfsstjórn lýðveldanna sem enn voru hluti af Sovétríkjunum. Þegar forsetakosningarnar voru haldnar í júní 1991 vann Jeltsín afgerandi sigur og varð þannig fyrsti þjóðkjörni þjóðhöfðingi Rússlands.<ref>{{Tímarit.is|1745560|Ný bylting í Rússlandi?|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðmundur Halldórsson|blaðsíða=14-15|útgáfudagsetning=16. júní 1991}}</ref> ===Fall Sovétríkjanna=== Á dögunum 19. til 21. ágúst árið 1991 reyndu harðlínumenn innan Kommúnistaflokksins að [[Sovéska valdaránstilraunin 1991|fremja valdarán]] gegn Gorbatsjev, sem var settur í stofufangelsi í sumarhúsi sínu á [[Krímskagi|Krímskaga]]. Aðgerðir valdaránsmannanna voru hins vegar illa skipulagðar og ósamhæfðar. Í Moskvu fylkti Jeltsín almenningi að baki sér til að mótmæla valdaráninu. Mótmælendur fjölmenntu að [[Hvíta húsið (Moskva)|Hvíta húsinu]] í Moskvu, þar sem rússneska þingið hafði aðsetur, og Jeltsín klifraði þar upp á [[Skriðdreki|skriðdreka]] og flutti fræga ræðu fyrir Moskvubúa. Valdamiklir herforingjar, þar á meðal [[Alexander Lebed]], hetja úr [[Stríð Sovétmanna í Afganistan|stríðinu í Afganistan]], lýstu yfir stuðningi við Jeltsín frekar en valdaránsmennina eða Gorbatsjev. Að lokum fór valdaránið út um þúfur en Gorbatsjev var rúinn pólitískum völdum og Jeltsín stóð eftir óskoraður sem eiginlegur leiðtogi Rússa.<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|22451|Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?}}</ref> Þann 8. desember 1991 fundaði Jeltsín með [[Leoníd Kravtsjúk]], forseta [[Úkraína|Úkraínu]], og [[Stanislav Sjúskevitsj]], leiðtoga [[Hvíta-Rússland]]s, í [[Minsk]], og gaf með þeim út yfirlýsingu um að Sovétríkin væru ekki lengur til. Þeirra í stað yrði stofnað [[Samveldi sjálfstæðra ríkja]], sem yrði laustengt efnahagsbandalag.<ref>{{Tímarit.is|4066454|Sovétríkin horfin út af landakortinu|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=8-9|útgáfudagsetning=10. desember 1991}}</ref> Á jóladag 1991 sagði Gorbatsjev svo loks formlega af sér sem leiðtogi Sovétríkjanna og sovéski fáninn var dreginn niður af húni við [[Kreml (Moskva)|Kreml]] í síðasta sinn. Jeltsín var þaðan af forseti rússneska sambandslýðveldisins.<ref name=vísindavefur/> ===Efnahagsstefna=== Á stjórnartíð sinni réðst Jeltsín í róttækar efnahagsumbætur sem fólu í sér stórfellda [[einkavæðing]]u, [[afreglun]] og [[gjaldfelling]]u. Þessar stefnur höfðu ekki tilætluð áhrif og stuðluðu þess í stað að útbreiddu atvinnuleysi og óstjórnlegri verðbólgu. Efnahagur Rússlands skrapp næstum saman um helming frá 1991 til 1999 en fámennur hópur [[Fáveldi|olígarka]] komst hins vegar til áhrifa og hagnaðist á breytingunum.<ref>{{Vefheimild|titill=Maðurinn sem setti Sovétríkin á sorphaug sögunnar|url=https://www.vb.is/frettir/maurinn-sem-setti-sovetrikin-a-sorphaug-sogunnar/28939/|útgefandi=''[[Viðskiptablaðið]]''|ár=2007|mánuður=24. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=29. mars}}</ref> Jeltsín glataði vinsældum sínum þegar leið á forsetatíð hans vegna efnahagsóstjórnarinnar og margir Rússar misstu trú á frjálslynda lýðræðinu sem þeir höfðu bundið vonir við undir lok Sovéttímans.<ref>{{cite book|author=[[Eiríkur Bergmann]]|title=Þjóðarávarpið: Popúlísk þjóðernishyggja í hálfa öld|year=2021|page=167-168|publisher=[[JPV|JPV útgáfa]]|location=[[Reykjavík]]|isbn=978-9935-29-078-6}}</ref> ===Deilur við þingið og stjórnarkreppan 1993=== Jeltsín stofnaði aldrei sérstakan stjórnmálaflokk í kringum stefnumál sín. Þetta stuðlaði að því að hann hafði ekki stuðning vísan á rússneska þinginu (dúmunni) og lenti brátt í deilum við þingmenn, sem margir höfðu áður átt aðild að kommúnistaflokknum. Upphafsár Jeltsíns á forsetastól eftir fall Sovétríkjanna einkenndust af baráttu hans til að marka skýrari skil milli verksviða framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins og auka þannig eigin völd á kostnað þingsins. Jeltsín vildi halda þjóðaratvæðagreiðslu til að færa tiltekin völd frá þingi til forseta en þingforsetinn [[Rúslan Khasbúlatov]] neitaði að fara að ósk hans.<ref>{{Tímarit.is|1781868|Lífróður Jeltsíns|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Steingrímur Sigurgeirsson|blaðsíða=14|útgáfudagsetning=14. mars 1993}}</ref> Deilur þeirra leiddu til stjórnarkreppu í september 1993 þegar Jeltsín beitti forsetatilskipun til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Khasbúlatov og bandamenn hans töldu Jeltsín brjóta gegn [[Stjórnarskrá Rússlands|stjórnarskrá landsins]] með þessum gerningi og hvöttu Rússa til að mótmæla forsetanum. Samkvæmt stjórnarskránni átti forsetinn að segja af sér samhliða þingrofi og varaforsetinn, sem þá var [[Alexander Rútskoj]], átti að taka við forsetaembætti til bráðabirgða fram að kosningum, en Jeltsín fór ekki eftir þessu.<ref>{{Tímarit.is|1792463|Herinn heitir hlutleysi en Clinton styður Jeltsín|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=1; 20|útgáfudagsetning=22. september 1993}}</ref> [[Mynd:President Bill Clinton and President Boris Yeltsin of Russia during the Hyde Park meeting press conference (01).jpg|thumb|right|Jeltsín á góðri stundu með [[Bill Clinton]] Bandaríkjaforseta í [[Washington, D.C.|Washington]].]] Þingið neitaði að hætta störfum eftir að Jeltsín rauf þing með þessum hætti. Þess í stað lýsti það yfir vantrausti gegn Jeltsín og sór Rútskoj í embætti sem starfandi forseta rússneska sambandslýðveldisins en Jeltsín brást við með því að senda hermenn til að leysa upp þingið með valdi. Þetta leiddi til tíu daga átaka í Moskvu í september og október 1993.<ref>{{Tímarit.is|4073655|Aðdragandi átakanna við Hvíta húsið|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=11|útgáfudagsetning=5. október 1993|höfundur=Dagur Þorleifsson}}</ref><ref>{{Tímarit.is|4073613|„Valdaráðuneytin“ og hermenn á bandi Jeltsíns|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=8|útgáfudagsetning=9. október 1993|höfundur=Dagur Þorleifsson}}</ref><ref>{{Tímarit.is|1792542|Valdabarátta Jeltsíns Rússlandsforseta og þingsins|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=24-25|útgáfudagsetning=23. september 1993}}</ref> Eftir að þingið hafði verið leyst upp á þennan hátt hélt Jeltsín þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sínar í desember 1993 og voru þær naumlega samþykktar.<ref>{{Tímarit.is|3637994|„Lýðræðislegt“ valdarán Jeltsíns|blað=[[Vikublaðið]]|blaðsíða=6|útgáfudagsetning=17. desember 1993|höfundur=Bjarni Guðbjörnsson}}</ref> Með stjórnarskrárbreytingunum jukust völd forsetaembættisins verulega, en stuðningsmenn Jeltsíns og umbóta hans hlutu hins vegar ekki gott gengi í þingkosningum sem haldnar voru samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni.<ref>{{Tímarit.is|4074356|Vopnin snerust í höndum Jeltsíns|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=5|útgáfudagsetning=14. desember 1993}}</ref> ===Stríðin í Téténíu=== Í desember 1994 sendi Jeltsín hermenn inn í [[Téténía|Téténíu]] til að endurheimta þar rússnesk yfirráð og hóf þannig [[fyrra Téténíustríðið]], sem einnig hefur verið kallað „stríð Jeltsíns.“ Á sovéttímanum hafði Téténía verið sjálfsstjórnarsvæði innan [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldisins]], en við hrun Sovétríkjanna höfðu Téténar lýst yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. Stjórn Jeltsíns viðurkenndi ekki sjálfstæði Téténíu og sagðist nú vilja „skakka leikinn“ vegna fjölmargra skæra og mannrána á svæðinu.<ref name=vísindavefurinn2>{{Vísindavefurinn|4531|Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?}}</ref> Jeltsín og stjórn hans bjuggust við því að auðvelt yrði að vinna sigur á téténsku sjálfstæðissinnunum og að sigurinn myndi vonandi auka vinsældir Jeltsíns heima fyrir. Téténar veittu hins vegar harða mótspyrnu og fylktu sér að baki téténska forsetanum [[Djokhar Dúdajev]] í baráttu fyrir vörn föðurlandsins. Rússneski herinn réðist inn í téténsku höfuðborgina [[Grosní]] á gamlársdag 1994 og varpaði fjölda sprengja á hana. Eftir tveggja mánaða bardaga neyddust téténskar hersveitir til að hörfa frá Grosní í lok febrúar 1995, en þá hafði borgin orðið fyrir verulegum skemmdum auk þess sem bæði þúsundir rússneskra hermanna og almennra téténskra borgara höfðu látið lífið.<ref name=vera>{{Vefheimild|titill=Í ljósi sögunnar - Téténía|url=https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/72tl1u|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=7. apríl|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref> Þrátt fyrir hernám Grosní héldu Téténar áfram mótspyrnu gegn rússneska hernum á næstu árum. Rússar héldu áfram sprengjuherferðum gegn téténsku landsbyggðinni og drápu fjölda óbreyttra borgara. Þann 7. apríl 1995 lögðu rússneskir hermenn þorpið [[Samaskí]] í rúst og drápu um 300 manns, meðal annars með eldvörpum.<ref name=vera/> Mannfallið í Téténíu og fréttir af grimmd rússneska hersins höfðu neikvæð áhrif á vinsældir Jeltsíns heima fyrir og spilltu fyrirætlunum hans um nánari sambönd við vestrænar stofnanir eins og [[Atlantshafsbandalagið]] og [[Evrópuráðið]].<ref>{{Tímarit.is|4079421|Rússar egna gildrur fyrir fjallabúa|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=7|útgáfudagsetning=7. febrúar 1995}}</ref> Fyrra Téténíustríðinu lauk árið 1996 þegar [[Alexander Lebed]], öryggismálastjóri Jeltsíns, samdi um frið við Téténa með friðarskilmálum sem gáfu Téténíu sjálfstæði að flestu leyti nema að nafninu til.<ref name=vísindavefurinn2/> [[Seinna Téténíustríðið]] hófst árið 1999, á síðasta ári Jeltsíns í forsetaembætti. Rússar lýstu friðarsamningana frá 1996 ógilda eftir að skæruliðasveitir undir stjórn [[Shamil Basajev|Shamils Basajev]] og [[Ibn al-Khattib]] gerðu árásir á rússneska sjálfsstjórnarlýðveldið [[Dagestan]] og komu nokkrum þorpum þar undir [[Wahhabismi|wahabíska]] stjórn. Til að réttlæta stríðið var einnig vísað til hryðjuverkaárása sem gerðar höfðu verið á íbúðablokkir í [[Moskva|Moskvu]] og [[Volgodonsk]] sem Rússar sögðu téténska íslamista bera ábyrgð á. Hernaðurinn í Téténíu var enn yfirstandandi þegar Jeltsín lét af forsetaembætti í lok ársins 1999.<ref name=vísindavefurinn2/> ===Forsetakosningarnar 1996=== [[Mynd:Boris Yeltsin 4 April 1996.jpg|thumb|right|Jeltsín á kosningafundi árið 1996.]] Jeltsín bauð sig fram til endurkjörs í fyrstu forsetakosningum Rússlands frá falli Sovétríkjanna árið 1996. Helsti andstæðingur hans í kosningunum var [[Gennadíj Zjúganov]], frambjóðandi [[Kommúnistaflokkur rússneska sambandsríkisins|Kommúnistaflokks rússneska sambandsríkisins]], sem gagnrýndi Jeltsín án afláts fyrir hlutverk hans í hruni Sovétríkjanna og fyrir misheppnaðar efnahagsumbætur hans.<ref>{{Tímarit.is|2939561|Boðar ný Sovétríki undir hamar og sigð|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=44|útgáfudagsetning=20. apríl 1996}}</ref> Jeltsín var þegar rúinn vinsældum árið 1996 og því voru kosningarnar taldar tvísýnar og Zjúganov mældist lengi með forskot á forsetann í skoðanakönnunum. [[Bandaríkin]] og hin [[Vesturlönd|Vesturveldin]] studdu endurkjör Jeltsíns opinskátt þar sem þau vildu ekki að kommúnistar kæmust aftur til valda í Rússlandi.<ref>{{Tímarit.is|6968225|Ekki um eiginlega kosningabaráttu að ræða í Rússlandi|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=18|útgáfudagsetning=16. mars 2018|höfundur=Anna Lilja Þórisdóttir}}</ref> Þrátt fyrir óvinsældir Jeltsíns bætti hann stöðu sína gagnvart Zjúganov nokkuð í aðdraganda kosninganna.<ref>{{Tímarit.is|1856041|Harmar samstöðuskort lýðræðisafla|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=16|útgáfudagsetning=15. júní 1996}}</ref> Í kosningunum þann 16. júní 1996 fékk Jeltsín 35% atkvæða en Zjúganov 32%. Þar sem enginn hlaut meirihluta atkvæða varð að kalla til annarrar kosningaumferðar í fyrsta og eina skipti í sögu Rússlands.<ref>{{Tímarit.is|1857315|Þátttaka talin ráða úrslitum|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=15|útgáfudagsetning=3. júlí 1996|höfundur=Ásgeir Sverrisson}}</ref> Í seinni kosningaumferðinni þann 3. júlí sigraði Jeltsín Zjúganov með um þrettán prósenta mun. Jeltsín naut aðstoðar bandarískra kosningaráðgjafa úr kosningateymi [[Bill Clinton|Bills Clinton]] Bandaríkjaforseta í baráttu sinni fyrir endurkjöri. Þeir beindu athygli kjósenda frá Jeltsín sjálfum og lögðu áherslu á að hann væri sá eini sem gæti komið í veg fyrir afturhvarf til kommúnisma.<ref>{{Tímarit.is|1857848|Bandarískir ráðgjafar lykilmenn í kosningabaráttu Jeltsíns|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=23|útgáfudagsetning=11. júlí 1996}}</ref> Deilt hefur verið um hvort Jeltsín hafi haft rangt við í forsetakosningunum. Árið 2012 sagði [[Dímítrí Medvedev]], þáverandi forseti Rússlands, á fundi með fulltrúum rússnesku stjórnarandstöðunnar, um kosningarnar 1996: „Það leikur varla nokkur vafi á því hver vann kosningarnar. Það var ekki Boris Nikolajevitsj Jeltsín.“<ref>{{Vefheimild|titill=Rewriting Russian History: Did Boris Yeltsin Steal the 1996 Presidential Election?|url=http://content.time.com/time/world/article/0,8599,2107565,00.html|útgefandi=''[[Time]]''|ár=2012|mánuður=24. febrúar|tungumál=enska|höfundur=Simon Shuster|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref> ===Upphefð Pútíns og afsögn Jeltsíns=== Jeltsín var orðinn afar óvinsæll stjórnandi á síðustu árum sínum í embætti. Rússar kenndu honum um spillingu, slæmt efnahagsástand og áframhaldandi ófrið í Téténíu, auk þess sem almenn tilfinning var um að Rússland hefði glatað stórveldisstöðu sinni á alþjóðasenunni með falli Sovétríkjanna. Árið 1998 reið [[Fjármálakreppan í Rússlandi 1998|efnahagskreppa yfir Rússland]] sem leiddi til greiðslufalls á ríkisskuldum landsins og olli verulegum hræringum á alþjóðamörkuðum.<ref>{{Vefheimild|titill=Áhyggjur af greiðslugetu Rússlands|url=https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2008/10/24/ahyggjur_af_greidslugetu_russlands/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2008|mánuður=24. október|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=1. apríl}}</ref> Þar sem útséð þótti að Jeltsín myndi ekki gegna þriðja kjörtímabili sem forseti fóru bandamenn hans að svipast eftir sigurvænlegum frambjóðanda sem gæti tekið við af honum og hlíft valdaklíkunni við spillingarákærum.<ref>{{Vefheimild|titill=Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|url=https://www.visir.is/g/20222235430d/ur-leynithjonustunni-i-forsetahollina|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=16. mars}}</ref> Sagt er að ólígarkinn [[Boris Berezovskí]] hafi fyrstur stungið upp á [[Vladímír Pútín]], sem þá var forstjóri leyniþjónustunnar [[FSB]], sem rétta manninum í starfið.<ref>{{Vísindavefurinn|28941|Hvað getið þið sagt mér um Vladimír Pútín?}}</ref> Jeltsín útnefndi Pútín nýjan forsætisráðherra í ágúst árið 1999 og lýsti því jafnframt yfir að hann vildi að Pútín yrði eftirmaður sinn á forsetastól.<ref>{{Tímarit.is|2988013|Krónprinsinn Vladímír Pútín |útgáfudagsetning=10. ágúst 1999|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=8}}</ref> Seinna Téténíustríðið hófst á svipuðum tíma og Pútín varð forsætisráðherra og hann náði fljótt vinsældum meðal Rússa með óbilgirni sinni gagnvart Téténum. Á gamlársdag 1999 sagði Jeltsín óvænt af sér sem forseti og Pútín varð þannig starfandi forseti Rússlands fram að kosningum. Eitt af því fyrsta sem Pútín gerði í forsetaembætti var að veita Jeltsín og bandamönnum hans sakaruppgjöf til að vernda þá gegn hugsanlegri lögsókn.<ref>{{Tímarit.is|3710738|Rússland, Rússland|útgáfudagsetning=18. desember 2003|blað=[[Fréttablaðið]]|blaðsíða=22|höfundur=[[Þorvaldur Gylfason]]}}</ref> ==Dauði== Boris Jeltsín lést úr hjartaslagi á sjúkrahúsi í Moskvu þann 23. apríl 2007, þá 76 ára gamall. Vladímír Pútín lýsti yfir þjóðarsorg á útfarardegi Jeltsíns tveimur dögum síðar.<ref>{{Tímarit.is|4159479|Bera Boris Jeltsín vel söguna|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Steinþór Guðbjartsson|blaðsíða=14|útgáfudagsetning=24. apríl 2007}}</ref> ==Áfengisvandi Jeltsíns== Jeltsín var alræmdur fyrir [[Alkóhólismi|óhóflegan drykkjuskap]] og fyrir að birtast oft ölvaður við opinberar athafnir. Í endurminningum sínum frá árinu 1997 minntist lífvörður Jeltsíns, [[Alexander Korzhakov]], þess meðal annars að Jeltsín hefði drukkið sig fullan í heimsókn hjá [[Bill Clinton]] Bandaríkjaforseta í [[Washington, D.C.|Washington]] í september 1994.<ref>{{Tímarit.is|1885075|Lífvörður Jeltsíns leysir frá skjóðunni|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=6|útgáfudagsetning=17. ágúst 1997}}</ref> Ómögulegt hafi verið að halda víni frá Jeltsín þrátt fyrir að hann ætti við alvarlega hjartagalla að stríða. Á leiðinni heim til Rússlands var áætlað að Jeltsín hefði viðkomu á [[Írska lýðveldið|Írlandi]] til að funda með [[Albert Reynolds]] forsætisráðherra. Í fluginu olli ofdrykkjan því hins vegar að Jeltsín féll í dá vegna [[hjartaslag]]s. Því varð Reynolds að bíða í fjörutíu mínútur á meðan flugvél Jeltsíns hringsólaði yfir Shannon-flugvelli svo hægt væri að gefa Jeltsín lyf og öndunarhjálp. Þegar Jeltsín náði meðvitund krafðist hann þess að fá samt að hitta Reynolds en fylgdarlið hans neitaði að hleypa honum úr vélinni og sendi hans í stað aðstoðarforsætisráðherrann [[Oleg Soskovets]].<ref>{{Tímarit.is|2958064|Þjónninn hafði varla undan að fylla glasið|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=27|útgáfudagsetning=16. ágúst 1997}}</ref> Bill Clinton sagði síðar frá því að þegar Jeltsín kom í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna árið 1995 hafi leyniþjónustumenn komið að Jeltsín blindfullum og á nærbuxunum fyrir utan bústað sinn í [[Hvíta húsið|Hvíta húsinu]], þar sem hann var að reyna að ná leigubíl svo hann gæti fengið sér pizzu.<ref>{{Vefheimild|titill=Jeltsín, Reagan og Michael Douglas á HM|url=https://kjarninn.is/greinasafn/jeltsin-reagan-og-michael-douglas-a-hm/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|ár=2014|mánuður=6. júlí|höfundur=Þórður Snær Júlíusson|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = [[Forseti Rússlands]] | frá = [[10. júlí]] [[1991]] | til = [[31. desember]] [[1999]] | fyrir = Fyrstur í embætti | eftir = [[Vladímír Pútín]] }} {{Töfluendir}} {{fde|1931|2007|Jeltsín, Boris}} {{DEFAULTSORT:Jeltsín, Boris}} [[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]] [[Flokkur:Forsetar Rússlands]] [[Flokkur:Sovéskir stjórnmálamenn]] 2ih2sl7awg85vio8p00e2y6cq6qpfar C++ 0 37140 1761338 1377020 2022-07-20T15:35:39Z Comp.arch 32151 Þýtt af ensku WP, t.d. þetta einfaldað: general-purpose programming language created by Danish computer scientist Bjarne Stroustrup as an extension of the C programming language, or "C with Classes". [..] It is almost always implemented as a compiled language,[..] available on many platforms. wikitext text/x-wiki '''C++''' ([[enska]]: „'''C Plus Plus'''“, ˌsiːˌplʌsˈplʌs, en á [[íslenska|íslensku]] „C plús plús“ sagt „sé plús plús“) er forritunarmál búið til af danska tölvunarfræðingnum [[Bjarne Stroustrup]], sem viðauki with C forritunarmálið, þá nefnt „C with classes“ (ísl. C með [[klasi (forritun)|klösum]]). Forritunarmálið hefur þróast umtalsvert í tímanns rás, og nútíma C++ er hefur [[hlutbundin forritun|hlutbundna]] (e.g. object-oriented), „generic“, og „functional“ eiginleika. <!-- in addition to facilities for low-level memory manipulation. It is almost always implemented as a compiled language --> Margir aðilar bjóða upp á C++ [[þýðandi (tölvunarfræði)|þýðendur]], meðal annars Free Software Foundation, LLVM, Microsoft, Intel, Oracle og IBM, og þeir eru til fyrir mörg stýrikerfi. Frá 1990 hefur C++ verið eitt af vinsælustu forritunarmálum í heimi. Það er t.d. notað, beint eða óbent, til að búa til flesta tölvuleiki (eða hið minnsta flest vinsæl „game engine“, sem flestir leikir er svo búnir til með). C++ er staðlað mál af ISO, og nýjasti staðallinn frá í desember 2020 er ISO/IEC 14882:2020 (óformlega kallað C++20). C++ var fyrst staðlað 1998 sem ISO/IEC 14882:1998, síðan endurbætt með C++03, C++11, C++14, and C++17. Núverandi C++ staðall bætir við ýmsum eiginleikum, t.d. module-kerfi (mörg önnur forritunarmál hafa haft samsvarandi kerfi mun lengur) og stækkað forritasafn sem fylgir með (e. standard library). Fyrir upphaflegu stöðlunina frá 1998, var C++ þróað af Bjarne hjá Bell Labs síðan 1979 sem viðbót við C málið; hann vildi hagkvæmt og þjált mál svipað C sem líka hefði æðri (e. higher-level) eiginleika fyrir uppbyggingu forrita (e. program organization). Síðan 2012 hefur ný útgáfa komið út á þriggja ára fresti og næsta útgafa C++23 er næsta útgáfa sem er plönuð (og sumir þýðendur styðja nú þegar að hluta). ==Sýnidæmi== <!-- C++ inherits most of [[C syntax|C's syntax]]. The following is Bjarne Stroustrup's version of the [[Hello world program]] that uses the [[C++ Standard Library]] stream facility to write a message to [[Standard output#Standard output (stdout)|standard output]]: This code is copied directly from Bjarne Stroustrup's errata page (p. 633). He addresses the use of <code>'\n'</code> rather than <code>std::endl</code>. Also see [http://www.stroustrup.com/bs_faq2.html#void-main Can I write "void main()"?] for an explanation of the implicit <code>return 0;</code> in the <code>main</code> function. This implicit return is ''not'' available in other functions. <!-- *************************************************************** * * PLEASE NOTE: * * BEFORE MAKING CHANGES to the "Hello World" example * please establish consensus [..] * * The latest consensus is ''not'' to make any of those changes. * This is the example "Hello, world!" by Bjarne Stroustrup, * the author of the C++ language, and is used in * his book, "The C++ Programming Language (3rd edition)". * *************************************************************** --><syntaxhighlight lang="cpp" line="1"> #include <iostream> int main() { std::cout << "Hello, world!\n"; } </syntaxhighlight> {{Stubbur|tölvunarfræði}} [[Flokkur:Forritunarmál]] 8lissefnuniaqqxyud6bus84zqaejji 1761339 1761338 2022-07-20T15:37:28Z Comp.arch 32151 wikitext text/x-wiki '''C++''' ([[enska]]: „'''C Plus Plus'''“, ˌsiːˌplʌsˈplʌs, en á [[íslenska|íslensku]] „C plús plús“ sagt „sé plús plús“) er forritunarmál búið til af danska tölvunarfræðingnum [[Bjarne Stroustrup]], sem viðauki with C forritunarmálið, þá nefnt „C with classes“ (ísl. C með [[klasi (forritun)|klösum]]). Forritunarmálið hefur þróast umtalsvert í tímanns rás, og nútíma C++ er hefur [[hlutbundin forritun|hlutbundna]] (e. object-oriented), „generic“, og „functional“ eiginleika. <!-- in addition to facilities for low-level memory manipulation. It is almost always implemented as a compiled language --> Margir aðilar bjóða upp á C++ [[þýðandi (tölvunarfræði)|þýðendur]], meðal annars Free Software Foundation, LLVM, Microsoft, Intel, Oracle og IBM, og þeir eru til fyrir mörg stýrikerfi (öll algengustu). Frá 1990 hefur C++ verið eitt af vinsælustu forritunarmálum í heimi. Það er t.d. notað, beint eða óbent, til að búa til flesta tölvuleiki (eða hið minnsta flest vinsæl „game engine“, sem flestir leikir er svo búnir til með). C++ er staðlað mál af ISO, og nýjasti staðallinn frá í desember 2020 er ISO/IEC 14882:2020 (óformlega kallað C++20). C++ var fyrst staðlað 1998 sem ISO/IEC 14882:1998, síðan endurbætt með C++03, C++11, C++14, and C++17. Núverandi C++ staðall bætir við ýmsum eiginleikum, t.d. module-kerfi (mörg önnur forritunarmál hafa haft samsvarandi kerfi mun lengur) og stækkað forritasafn sem fylgir með (e. standard library). Fyrir upphaflegu stöðlunina frá 1998, var C++ þróað af Bjarne hjá Bell Labs síðan 1979 sem viðbót við C málið; hann vildi hagkvæmt og þjált mál svipað C sem líka hefði æðri (e. higher-level) eiginleika fyrir uppbyggingu forrita (e. program organization). Síðan 2012 hefur ný útgáfa komið út á þriggja ára fresti og næsta útgafa C++23 er næsta útgáfa sem er plönuð (og sumir þýðendur styðja nú þegar að hluta). ==Sýnidæmi== <!-- C++ inherits most of [[C syntax|C's syntax]]. The following is Bjarne Stroustrup's version of the [[Hello world program]] that uses the [[C++ Standard Library]] stream facility to write a message to [[Standard output#Standard output (stdout)|standard output]]: This code is copied directly from Bjarne Stroustrup's errata page (p. 633). He addresses the use of <code>'\n'</code> rather than <code>std::endl</code>. Also see [http://www.stroustrup.com/bs_faq2.html#void-main Can I write "void main()"?] for an explanation of the implicit <code>return 0;</code> in the <code>main</code> function. This implicit return is ''not'' available in other functions. <!-- *************************************************************** * * PLEASE NOTE: * * BEFORE MAKING CHANGES to the "Hello World" example * please establish consensus [..] * * The latest consensus is ''not'' to make any of those changes. * This is the example "Hello, world!" by Bjarne Stroustrup, * the author of the C++ language, and is used in * his book, "The C++ Programming Language (3rd edition)". * *************************************************************** --><syntaxhighlight lang="cpp" line="1"> #include <iostream> int main() { std::cout << "Hello, world!\n"; } </syntaxhighlight> {{Stubbur|tölvunarfræði}} [[Flokkur:Forritunarmál]] ltw04fzcrmf46ptveielvgiumk4i62y 1761348 1761339 2022-07-20T15:49:02Z Comp.arch 32151 wikitext text/x-wiki '''C++''' ([[enska]]: „'''C Plus Plus'''“, ˌsiːˌplʌsˈplʌs, en á [[íslenska|íslensku]] „[[C (forritunarmál)|C]] plús plús“ sagt „sé plús plús“) er forritunarmál búið til af danska tölvunarfræðingnum [[Bjarne Stroustrup]], sem viðauki with [[C (forritunarmál)|C forritunarmálið]], þá nefnt „[[C (forritunarmál)|C]] with classes“ (ísl. [[C (forritunarmál)|C]] með [[klasi (forritun)|klösum]]). Forritunarmálið hefur þróast umtalsvert í tímanns rás, og nútíma C++ er hefur [[hlutbundin forritun|hlutbundna]] (e. object-oriented), „generic“, og „functional“ eiginleika. <!-- in addition to facilities for low-level memory manipulation. It is almost always implemented as a compiled language --> Margir aðilar bjóða upp á C++ [[þýðandi (tölvunarfræði)|þýðendur]], meðal annars Free Software Foundation, LLVM, Microsoft, Intel, Oracle og IBM, og þeir eru til fyrir mörg stýrikerfi (öll algengustu). Frá 1990 hefur C++ verið eitt af vinsælustu forritunarmálum í heimi. Það er t.d. notað, beint eða óbent, til að búa til flesta tölvuleiki (eða hið minnsta flest vinsæl „game engine“, sem flestir leikir er svo búnir til með). C++ er staðlað mál af ISO, og nýjasti staðallinn frá í desember 2020 er ISO/IEC 14882:2020 (óformlega kallað C++20). C++ var fyrst staðlað 1998 sem ISO/IEC 14882:1998, síðan endurbætt með C++03, C++11, C++14, and C++17. Núverandi C++ staðall bætir við ýmsum eiginleikum, t.d. module-kerfi (mörg önnur forritunarmál hafa haft samsvarandi kerfi mun lengur) og stækkað forritasafn sem fylgir með (e. standard library). Fyrir upphaflegu stöðlunina frá 1998, var C++ þróað af Bjarne hjá Bell Labs síðan 1979 sem viðbót við C málið; hann vildi hagkvæmt og þjált mál svipað C sem líka hefði æðri (e. higher-level) eiginleika fyrir uppbyggingu forrita (e. program organization). Síðan 2012 hefur ný útgáfa komið út á þriggja ára fresti og næsta útgafa C++23 er næsta útgáfa sem er plönuð (og sumir þýðendur styðja nú þegar að hluta). ==Sýnidæmi== <!-- C++ inherits most of [[C syntax|C's syntax]]. The following is Bjarne Stroustrup's version of the [[Hello world program]] that uses the [[C++ Standard Library]] stream facility to write a message to [[Standard output#Standard output (stdout)|standard output]]: This code is copied directly from Bjarne Stroustrup's errata page (p. 633). He addresses the use of <code>'\n'</code> rather than <code>std::endl</code>. Also see [http://www.stroustrup.com/bs_faq2.html#void-main Can I write "void main()"?] for an explanation of the implicit <code>return 0;</code> in the <code>main</code> function. This implicit return is ''not'' available in other functions. <!-- *************************************************************** * * PLEASE NOTE: * * BEFORE MAKING CHANGES to the "Hello World" example * please establish consensus [..] * * The latest consensus is ''not'' to make any of those changes. * This is the example "Hello, world!" by Bjarne Stroustrup, * the author of the C++ language, and is used in * his book, "The C++ Programming Language (3rd edition)". * *************************************************************** --><syntaxhighlight lang="cpp" line="1"> #include <iostream> int main() { std::cout << "Hello, world!\n"; } </syntaxhighlight> {{Stubbur|tölvunarfræði}} [[Flokkur:Forritunarmál]] j1mknavjeb8lduihcax4td58kyydfrb Knattspyrnufélag Reykjavíkur 0 41625 1761335 1727144 2022-07-20T15:23:38Z Tobias Auffenberg 78466 /* Deildir innan KR */ Lagfæring wikitext text/x-wiki ::''Fyrir nánari upplýsingar um knattspyrnudeild KR sjá greinina [[Knattspyrnudeild KR]]'' [[Mynd:KR Reykjavík.png|thumb|200px|Merki Knattspyrnufélags Reykjavíkur]] {{Deildir innan KR}} <onlyinclude>'''Knattspyrnufélag Reykjavíkur''', '''KR''', er íþróttafélag í [[Vesturbær Reykjavíkur|Vesturbænum]] í [[Reykjavík]]. Félagið var stofnað [[16. febrúar]] árið [[1899]] og er elsta félag sinnar tegundar á Íslandi. Það var stofnað fyrst sem knattspyrnufélag, en núna eru starfræktar margar deildir innan félagsins. KR hefur unnið úrvalsdeild karla í knattspyrnu 27 sinnum, oftast allra félaga og er KR eitt sigursælasta lið landsins í þremur vinsælustu íþróttagreinum landsins, handknattleik, körfuknattleik og knattspyrnu þar sem það hefur unnið 103 Íslands- og bikarmeistaratitla í karla- og kvennaflokki. KR er það lið sem á sér flesta stuðningsmenn á landinu.<ref name="Könnun 1">{{Cite web |url=http://www.uefa.com/competitions/ucl/news/kind=8192/newsid=102931.html |title=Geymd eintak |access-date=2007-10-17 |archive-date=2004-12-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20041201002044/http://www.uefa.com/competitions/UCL/news/Kind=8192/newsId=102931.html |dead-url=yes }}</ref><ref name="Könnun 2">http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050616061325/www.bi.is/verdbref/utbod/kr/kr6.htm</ref><ref name="Könnun 3">http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=603495</ref><ref name="Könnun 4">http://www.ruv.is/frett/kr-vinsaelasta-lidid</ref></onlyinclude> == Saga == === Fyrstu árin (1899 - 1923) === Það var undir lok 19. aldar að erlendur prentari, James B. Ferguson að nafni, sem starfaði í Ísafoldarprentsmiðju, vakti áhuga ungra manna í Reykjavík á íþrótt sem kölluð var ''knattspyrna''. Margir ungir menn, nemendur við [[Menntaskólinn í Reykjavík|lærða skólann]] m.a., tóku að iðka þessa íþrótt. Aðstaða til iðkunnar var þó ekki upp á marga fiska, oftar en ekki þurfti að hreinsa grjót af vellinum, melnum svokallaða, þar sem Melavöllurinn átti eftir að standa, til að getað spilað þar. Einn frægasti óperusöngvari Íslendinga, Pétur Á. Jónsson lýsti aðstæðum drengja sem að spiluðu knattspyrnu á melnum, um aldamótin 1900. Hann sagði meðal annars: :„Völlurinn var á melunum þar sem íþróttavöllurinn er nú - var ógirtur, ósléttur, grýttur og holóttur og illa strikaður. [...] Jafnvel stærð hans var með öllu óákveðin, því takmörk voru sett af handahófi, sín í hvert skiptið.“ <ref name="Fyrsta öldin">Ellert B. Schram (ábyrgðarmaður, margir höfundar). Fyrsta öldin - saga KR í 100 ár. Knattspyrnufélag Reykjavíkur, 1999. ISBN 9979-60-439-5</ref> Þrátt fyrir þessar slæmu aðstæður tóku nokkrir piltar sig saman og stofnuðu, hinn [[16. febrúar]] [[1899]], '''Fótboltafélag Reykjavíkur''' í verslun Guðmundar Olsens í [[Aðalstræti]]. Þetta staðfestir [[Morgunblaðið]], því að hinn [[16. febrúar]], [[1924]] skrifar Kristján L. Gestsson grein þess efnis að Knattspyrnufélag Reykjavíkur ætti 25 ára afmæli<ref>Morgunblaðið, laugardaginn 16. febrúar 1924, bls. 2: http://www.timarit.is/?issueID=403137&pageSelected=0&lang=0</ref>, um mánuði fyrr en áður hafði verið talið. Félagið var stofnað með það að leiðarljósi að búa til aðstöðu fyrir unga drengi til að iðka knattspyrnu. Stofnendur og félagsmenn Fótboltafélags Reykjavíkur voru fyrstu árin eftirtaldir<ref>=http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?issId=78113&pageId=1148474&lang=is&q=K.R.fjörtíu ára.''Vísir'' 10. mars 1939, bls. 5.</ref>,: Pétur Á. Jónsson, Þorsteinn Jónsson, bróðir hans, Jón Antonsson, Þorkell Guðmundsson, Kjartan Konráðsson, Geir Konráðsson, bróðir hans, Björn Pálsson Kalman, Davíð Ólafsson, Bjarni Ívarsson, Guðmundur Guðmundsson, Guðmundur Þorláksson, Guðmundur Þórðarson, Jón Björnsson, Bjarni Pétursson, Kristinn Pétursson, bróðir hans, Sigurður Guðjónsson, Guðmundur Stefánsson, glímukappi og Kristinn Jóhannesson. Síðar bættust við smám saman þeir Jón Halldórsson, Pétur Halldórsson, bróðir hans, Richard Thors, Skúli Jónsson, Símon Þórðarson, Jón Þorsteinsson, Árni Einarsson, Lúðvíg Einarsson, bróðir hans og Ben. G. Waage. Starfsemi félagsins var ekki sérlega öflug fyrstu árin. Skipulögð stjórn félagsins var á undanhaldi og var enginn formlegur formaður félagsins fyrr en 1910. Einn maður bar þó höfuð og herðar yfir aðra menn í starfi KR fyrstu árin, hann Þorsteinn Jónsson. Þorsteinn sá um að boða til æfinga og panta bolta, en það gerði hann frá fyrirtæki í Liverpool en treyjur fyrir leikmenn voru ekki keyptar sökum þess hve dýr slíkur fatnaður var. Félagsgjöld voru borguð, en þau voru notuð til þess að kaupa knetti, en tveir slíkir voru yfirleitt keyptir á ári. Vakningarfundur var haldinn árið 1910 og var fyrsta formlega stjórn KR kosin. Þorsteinn Jónsson var kjörinn formaður, Árni Einarsson gjaldkeri, Guðmundur Þórðarson ritari og Jón Halldórsson varaformaður og umsjónamaður áhalda. <ref name="Fyrsta öldin"/> ==== Fleiri félög stofnuð ==== KR var fyrsta knattspyrnufélagið sem stofnað var á Íslandi, og var eina knattspyrnufélagið í fjögur ár. Fram að stofnun annarra félaga hafði KR ekkert lið til að keppa við, annað en sjálft sig. Það komu þó í tíma og ótíma skip, utan úr heimi með sjómönnum sem kunnu eitthvað fyrir sér í knattspyrnu og gátu keppt við knattspyrnulið drengjanna. Yfirleitt báru Reykjavíkurmenn sigur úr býtum og þóttu leikir þeirra og sjómannanna hin mesta skemmtun, einkum þegar danskir sjómenn voru sigraðir.<ref>http://www.timarit.is/?issueID=403137&pageSelected=0&lang=0</ref> Þessi háttur var hafður á í níu ár, til ársins 1908 en þá voru knattspyrnufélögin [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingur]] og [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]] stofnuð, og [[Knattspyrnufélagið Valur]] þremur árum síðar, árið 1911. Með þessu eignaðist KR verðuga andstæðinga í Reykjavík, sem þeir hafa átt allar götur síðan. Knattspyrnuleikir urðu sífellt vinsælli meðal þjóðarinnar og fengu íþróttir eins og glíma að víkja fyrir knattspyrnu sem keppnisgreinar á hátíðisdögum. Þann [[11. júní]] [[1911]] var [[íþróttavöllurinn á Melunum]] vígður. Þá voru fluttar ræður í tilefni dagsins, íþróttafólk sýndi leikfimi og stuttur leikur á milli KR og [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]] var spilaður. Fram sigraði leikinn með tveimur mörkum gegn engu og skoraði Friðþjófur Thorsteinsson bæði mörk Framara. Íþróttavellinum var lýst svo: :„Íþróttavöllurinn er 200 stikur að lengd og 100 að breidd. Allur er hann girtur rammgerðri girðingu, 3½ alinar hárri úr bárujárni.“. <ref name="Fyrsta öldin"/> ==== Fyrsta knattspyrnumótið ==== :''Sjá nánari umfjöllun á greininni [[Úrvalsdeild 1912]]'' [[Mynd:KR and Fram 1912.JPG|thumb|300x225px|Sigurlið FR (í hvítum skyrtum) og lið Fram (dökkum treyjum) eftir fyrsta Íslandsmeistaramótið.]] Nú stóð ekkert í vegi fyrir knattspyrnuiðkendum og gátu liðin hafið keppni sína á milli, því að nýr og flottur völlur stóð þeim til boða, og árið eftir var [[Úrvalsdeild 1912|fyrsta knattspyrnumót Íslands]] haldið. Þrjú lið tóku þátt í mótinu, Fótboltafélag Reykjavíkur, [[Knattspyrnufélagið Fram]] og [[Knattspyrnufélag Vestmannaeyja]] (síðar [[ÍBV]]). Mótinu lauk með sigri Fótboltafélags Reykjavíkur og hlaut það nafnbótina „Besta knattspyrnufélag Íslands“. Knattspyrnumót þetta hefur síðan verið haldið árlega. ==== Nýtt nafn og búningur ==== Erlendur Ó. Pétursson bar nýja og ferska strauma inn í félagið. Hann lagði það fram á aðalfundi félagsins árið [[1915]] að nafni félagsins yrði breytt úr ''Fótboltafélag Reykjavíkur'' í ''Knattspyrnufélag Reykjavíkur''. Hann notaði það máli sínu til stuðnings að honum þótti orðið fótbolti vera bjöguð danska og fannst knattspyrna vera góð íslenska. Tveimur vikum eftir að tillagan var lögð fyrir var hún samþykkt með 17 atkvæðum gegn 10. Birtist stutt grein um þetta í Morgunblaðinu [[25. apríl]] árið 1915<ref>{{Cite web |url=http://timarit.is/?issueID=406162&pageSelected=1&lang=0 |title=Geymd eintak |access-date=2007-06-12 |archive-date=2007-09-30 |archive-url=https://web.archive.org/web/20070930180650/http://timarit.is/?issueID=406162&pageSelected=1&lang=0 |dead-url=yes }}</ref>. Búningur KR á sér einnig sögu. Lið [[Newcastle United]] þótti afar sterkt um aldamótin 1900. Mönnum þótti því eðlilegt að nota þann búning<ref>http://wayback.vefsafn.is/wayback/20080725130736/www.kr.is/knattspyrna/upload/files/knattspyrnudeild/kr-hk-ka.pdf</ref>. KR sendi Íþróttasambands Íslands bréf til staðfestingar á þeim búningi árið 1921. Þar stendur: :„Bolur með jafnbreiðum langröndum, hvítum og svörtum að lit. Brækur svartar, stuttar. Sokkar hnéháir, svartir með tveimur hvítum röndum.“ <ref name="Fyrsta öldin"/> ==== Aðrar greinar í KR ==== KR tók fljótlega að sér að bjóða uppá æfingar í öðrum íþróttum en knattspyrnu. Upphaf fimleikaæfinga má rekja til fimleikæfingar í leikfimissal Barnaskóla Reykjavíkur [[8. nóvember]] [[1923]]. Á annað hundrað manns mættu á þessar fyrstu æfingar og var ljóst að íþróttin átti eftir að verða gífurlega vinsæl. Glímuæfingar hjá KR hófust af fullum krafti á árunum [[1924]]-25, þó að KR-ingar hafi stundað glímu frá [[1920]], en Glímudeild KR starfar enn. [[Hnefaleikar]] voru líka stundaðir í KR og er talið að hnefaleikar hafi fyrst verið stundaðir meðal KR-inga í kringum 1920, þó að íþróttin næði ekki vinsældum fyrr en mörgum árum seinna. === Stækkandi félag (1923 - 1958) === Skipulega var unnið að uppbyggingu félagsins á sviði margra íþrótta, þar á meðal knattspyrnu, fimleikum, sundi og [[tennis]]. Keypt var félagsheimili fyrir KR-inga árið [[1929]] sem hét Báran og var byggt 1910, sem stóð þar sem [[Ráðhús Reykjavíkur]] stendur nú. KR-ingar unnu marga titla í knattspyrnu og fimleikum og frjálsum íþróttum. KR- blaðið kom fyrst út árið [[1932]] og átti blaðið að koma sjónarmiðum KR-inga á framfæri. <ref name="Fyrsta öldin"/> ==== Félagssvæði keypt ==== [[Mynd:Íslandsmótið 1912.jpg|thumb|300px|KR í leik gegn Fram á einu af fyrstu Íslandsmótunum í knattspyrnu]] Félagssvæði KR í rúman áratug, frá [[1929]], var Báran, hús staðsett við [[Tjörnin]]a þar sem Ráðhús Reykjavíkur stendur nú, sem þótti ekki stórt, og þáverandi formaður KR, Kristján L. Gestsson, hafði bent á það að KR þyrfti grasvöll, þjálfara og nýja félagsaðstöðu. Í seinni heimsstyrjöldinni tóku Bretar KR-húsið herskildi og þegar KR-ingar fengu það aftur kom í ljós að Bretar höfðu farið illa með það og ekki kom annað til greina en að rífa það niður. KR-ingar stóðu þó ekki með tómar hendur því að 1932 hafði verið stofnaður sjóður með það að markmiði að kaupa nýtt félagssvæði og grasvöll fyrir KR. Í mars árið 1939 var ráðist í kaup á svæði í Kaplaskjóli og færðu knattspyrnumenn félaginu það að gjöf á 40 ára afmæli félagsins. Aðstaða var þó ekki fullkomin strax á þessu svæði og þurftu íþróttamenn að æfa í fimleikasölum bæjarins en starf KR hélst þó alltaf jafn fjölbreytt þrátt fyrir þessa húsnæðis erfiðleika. Fyrstu æfingar fóru fram á KR-svæðinu árið 1943, þó svæðið væri ekki nálægt því að vera tilbúið þá. Byrjað var á framkvæmdum við KR-svæðið af fullri alvöru árið 1948 þegar undirbúinn var völlur með hlaupabraut og lögðu knattspyrnumenn og frjálsíþróttamenn á sig mikla sjálfboðavinnu til að klára framkvæmdir fljótt. Hafið var að byggja KR-heimilið, ásamt íþróttahúsi árið 1950 og var byggingu á því lokið 1951 og 18. júlí sama ár var [[KR-völlur|grasvöllur KR]] í Kaplaskjóli vígður. ==== Lokað á hnefaleikana ==== Hnefaleikar höfðu verið nokkuð vinsælir innan raða KR-inga fyrr á öldum og var fjöldinn allur af drengjum sem að stunduðu þá með KR. Þann 19. desember 1956 samþykkti Alþingi bann á alla iðkun hnefaleika hér á landi. Miklar deilur risu um þetta mál og töldu sumir Alþingi fara yfir verksvið sitt. Hnefaleikadeildir voru stundaðir í flestum íþróttafélögum á þessum tíma og er bannið tók gildi gengu margir ÍR-ingar í KR, þegar hnefaleikadeild ÍR var lögð niður. Óhentug æfingaraðstaða olli því líka að vinsældir íþróttarinnar tóku að halla og dró mjög úr starfsemi hnefaleikadeildar KR 1954. Starfsemi hnefaleikadeildar KR fjaraði hægt út rétt áður en hnefaleikarnir fengu rothögg frá Alþingi, [[1956]]. <ref name="Fyrsta öldin"/> === Gullöldin (1959-1970) === KR gekk afar vel á flestum sviðum íþrótta á árunum [[1959]]-[[1970]]. Knattspyrnulið KR sigarði deildina 5 sinnum, eftir að almennilegu skipulagi hafði verið komið á í deildinni og bikarkeppnina sigruðu þeir sjö sinnum. KR-ingar stóðu sig vel í frjálsíþróttamótum innanlands og fékk frjálsíþróttadeild KR titilinn „Besta frjálsíþróttafélag Reykjavíkur“ árið 1959. KR sendi lið til keppni á Íslandsmót í flest öllum flokkum í körfuknattleik og settar voru upp löglegar körfur og aðrar nauðsynlegar aðstæður fyrir körfuknattleiksfólk og sigraði karlalið KR í annað skiptið sem Íslandsmót í körfuknattleik var haldið. Badmintondeild KR var stofnuð [[23. september]] [[1963]], glímumenn KR voru sigursælir og lyftingadeild KR var stofnuð. === Misjafnt gengi (1971 - 1989) === Það fór að halla undan fæti í knattspyrnudeild KR á árunum 1971-77 en á sama tíma tókst körfuknattleiksfólki í KR vel til undir handleiðslu Einars Bollasonar og handknattleiksmönnum í KR gekk einnig allt í haginn með Alfreð Gíslason í fremstu víglínu meistaraflokks karla í handknattleik. [[Jón Páll Sigmarsson]], íþróttamaður KR fer á kostum í kraftlyftingum og sigrar keppnina um sterkasta mann heims árin 1984, 1986, 1988 og 1990. Nýtt félagsheimili KR var tekið í notkun 1985, tveggja hæða hús, 2579 fermetrar alls.<ref name="Fyrsta öldin"/> ==== Kynslóðaskipti í knattspyrnunni ==== Það er ekki hægt að komast hjá því að kynslóðaskipti verða í knattspyrnunni, og þau urðu þegar að [[Ellert B. Schram]] og Bjarni Felixson lögðu skóna á hilluna. Leikirnir um vorið [[1971]] voru sveiflukenndir en ekkert gekk þó sérlega óvenjulega fyrir sig. Annað átti eftir að koma í ljós, og sat KR fljótt á botninum, með 2 stig. Nýkjörinn þingmaður [[Ellert B. Schram]] var fenginn til að spila með KR, eftir að hafa lagt skóna á hilluna, til þess að bjarga KR frá falli. Ellert lék með KR sex leiki og hlutu KR-ingar 8 af 12 stigum í þeim. Þetta ótrúlega einstaklingsframtak Ellerts er eitt það fræknasta í Íslenskri knattspyrnusögu, hann var valinn knattspyrnumaður ársins af Tímanum, með sex spilaða leiki það ár. <ref name="Fyrsta öldin"/> Ekki gat Ellert þó komið KR-ingum endalaust til bjargar og átti liðið í miklu basli við að halda sér uppi næstu árin. Liðið féll árlega úr bikarkeppninni í fyrstu eða annarri umferð og nýja kynslóðin var lengi að taka við. Það kom að því að liðið féll, en það er í fyrsta og eina skiptið sem það hefur gerst og var það árið 1977. KR-ingar telja fallið stórslys sem hefði aldrei átt að gerast. Ef tímabilin fyrir fallið eru skoðuð sést það að liðið hafði verið að leika sér að eldinum og virtist það vera tímaspursmál hvenær liðið félli. ==== Körfuboltinn ==== [[Mynd:KR búningur 2007 front.png|thumb|250px|Búningur KR notaður frá 2007 til 2009]] Körfuknattleiksdeild KR gekk mjög vel á árunum 1971-89 og sigraði liðið deildina oft, í meistaraflokki karla og kvenna. Erlendir leikmenn færðust í aukana og var það einungis til að styrkja deildina. [[Einar Bollason]] kvaddi körfuknattleikinn sem leikmaður með pompi og prakt eftir sigur á Íslandsmeistaramótinu árið [[1979]]. ==== Endurreisn í knattspyrnunni ==== Knattspyrnudeild KR var staðráðin í að endurheimta stað sinn á meðal efstu liða í íslensku deildinni í knattspyrnu. Ráðinn var Hólmbert Friðjónsson sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Undir hans stjórn lentu KR-ingar í 3. sæti á Íslandsmótinu 1982 og fengu ári síðar Evrópusæti, í fyrsta skipti í 15 ár. Góður árangur skildi eftir sig vonir um bikar en KR-ingar þurftu að bíða aðeins lengur eftir honum. === Skin og skúrir (1990 - 1998) === ==== Silfuröld knattspyrnuliðsins ==== [[Mynd:KR búningur 2007 back.png|thumb|250px|Búningur KR notaður frá 2007 til 2009 séður aftan frá]] Knattspyrnulið KR hafði verið í tveggja áratuga lægð og ætluðu leikmennirnir að sanna það að liðið ætti heima meðal efstu félaga hér á landi. Liði KR mistókst þrívegis að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á þessu átta ára tímabili. Árið 1990 töpuðu þeir titilbaráttunni á síðasta degi mótsins á markamuninum einum. Þeir unnu þó bikarkeppnina árið 1994, fyrsti bikar knattspyrnudeildar KR í 26 ár. Ógæfan í deildinni hélt áfram og árið 1996 lutu þeir í lægri hlut fyrir Skagamönnum í síðustu umferð en jafntefli hefði tryggt KR Íslandsmeistaratitilinn. Árið 1998 töpuðu þeir á heimavelli fyrir ÍBV í lokaumferð Íslandsmótsins. Sérfræðingar voru farnir að efast um að eitthvað KR lið kæmi í bráð sem að myndi þola þessa pressu. Ekki þurftu þeir þó að bíða lengi. ==== Karfan aftur á toppinn ==== Árangur meistaraflokks karla í körfuknattleik hafði ekki verið uppá marga fiska síðustu árin og hafði liðið jafnvel verið í botnbaráttu. Liðið hafði ekki unnið deildina frá því árið 1979, þegar Einar Bollason spilaði með liðinu. KR lék vel í deildinni og sigraði 23 af 26 leikjum sínum tímabilið 1990. KR-ingar mættu Keflvíkingum í úrslitaleik deildarinnar og var búist við harðri keppni. KR-ingar sigruðu Keflvíkinga 3-0 og höfðu þá endurheimt sæti sitt meðal þeirra bestu í körfuknattleik á Íslandi. Það þurfti þó að bíða næstum því jafn lengi eftir næsta bikar. <ref name="Fyrsta öldin"/> ==== Handboltinn í góðum málum ==== KR-ingar náðu ekki Íslandsmeistaratitli í handknattleik 1990, þeir lentu í 4. sæti í deildinni en urðu þó Reykjavíkurmeistarar. Það sem að var þó eftirtektarverðast var árangur félagsins í unglingastarfi handboltans. Árið 1990 hlaut KR unglingabikar HSÍ, en um hann segir í reglugerð HSÍ: „Unglingabikar HSÍ skal veittur einu sinni á ári, því félagi sem stendur besta að unglingamálum í handknattleik á ári hverju.“. Það sem að var haft til hliðsjónar við veitingu verðlaunanna voru m.a. keppnisbúningar, framkoma leikmanna, félagsleg starfsemi, keppnis- og æfingarferðir, árangur í keppnum, menntun þjálfara og umsjón með mótshaldi. KR stóð einnig í fyrsta skipti fyrir stórmóti í handknattleik fyrir yngstu aldursflokkana og hlaut handknattleiksdeild KR mikið hrós fyrir þetta framtak. Árið 1997 var samstarf KR og Gróttu kynnt í handknattleik karla og kvenna og komst sameiginlegt lið Gróttu/KR strax uppum deild í karlaflokki. === Siglt inní nýja öld (1999 - ) === ==== Allt gengur í haginn í knattspyrnunni ==== [[Mynd:KR players celebrate.JPG|thumb|300px|Leikmenn KR fagna eftir 2-0 sigur gegn Fjölni, [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|2008]]]] Gengi knattspyrnuliðsins hafði verið misjafnt síðustu áratugina en síðustu ár höfðu verið full af vonbrigðum. Liðið var hársbreidd frá því að sigra deildina og spáðu menn því að langt yrði í næsta titil vegna meints skorts á sjálfstrausti. Önnur varð raunin því að sumarið 1999 byrjuðu KR-ingar af krafti. Þeir voru á toppi deildarinnar lengstan hluta tímabilsins og sigruðu deildina með 7 stiga mun. KR-ingar voru í sjöunda himni. Þeir höfðu loksins unnið deildina, eftir 31 árs bið. Ekki hefði liðið getað beðið um betri árangur á 100 ára afmæli félagsins því að bæði karla og kvennaflokkur í knattspyrnu unnu tvöfalt þetta ár. <ref>http://www.rsssf.com/tablesi/ijs99.html</ref> Á afmælisárinu var [[KR-útvarpið]] einnig stofnað og lifir það enn þann dag í dag. Ekki gáfu KR-ingar eftir á næsta ári, þegar þeir vörðu Íslandsmeistaratitilinn, eftir harða baráttu við Fylki, sem að mátti þola það sem KR-ingar gengu oft í gegn á árum áður, að tapa Íslandsmeistaratitlinum á síðasta degi. Andri Sigþórsson KR-ingur var markakóngur deildarinnar það ár og hlaut gullskóinn fyrir vikið. KR-ingar sigruðu deildina 2 ár í röð, en það gerðist síðast árin 1948-50, en þeir unnu þá tæknilega séð þrisvar í röð líka. Ekkert gekk upp hjá KR-ingum næsta sumar og lenti liðið í 7. sæti. Leikmenn liðsins létu þetta ekki á sig fá og komu sterkir til baka sumarið 2002 og sigruðu deildina aftur, eftir að hafa verið í öðru sæti að loknum 17 umferðum, en Fylkir missteig sig í lokaumferðinni gegn ÍA og komst KR upp fyrir þá með sigri á Þór, sem að féll það ár. [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylkismenn]] þurftu aftur að sætta sig við það að missa af Íslandsmeistaratitlinum í síðustu umferð. Ekki lét knattspyrnudeild Knattspyrnufélags Reykjavíkur þetta nægja og sigraði liðið deildina í 24. skipti árið 2003. Á árunum sem fylgdu stóð meistaraflokkur karla ekki undir væntingum og lenti í 6. sæti 2004 og 2005. Liðið lenti þó í öðru sæti í bikar og deild árið 2006 og var tilefni til að vona það besta fyrir tímabilið 2007. En liðið lenti í 8. sæti eftir að hafa setið lengi vel í neðsta sæti deildarinnar. Tímabilið 2007 var mikil vonbrigði fyrir alla KR-inga. [[Teitur Þórðarson]] var rekinn á miðju tímabili og við tók [[Logi Ólafsson]]. Honum tókst að bjarga liðinu fyrir horn, en þó ekki fyrr en í lokaumferðinni. Miklar hrókeringar urðu í leikmannahópi KR fyrir tímabilið 2008, en 11 leikmenn fóru frá félaginu, margir hverjir á síðasta spretti ferilsins, og 6 nýir leikmenn fengnir. ==== Barátta um Evrópusæti ==== Á árunum sem fylgdu tóku KR-ingar mikið þátt í toppbaráttunni án þess að takast það að landa þeim stóra. Þeir unnu engu að síður bikarkeppni KSÍ árið 2008 þar sem þeir kepptu á móti Fjölni og unnu sinn fyrsta stóra bikar í 5 ár. Liðið var ávalt nálægt toppnum, en slæm byrjun ár eftir ár gerði titilbaráttuna erfiða og var einungis Evrópusæti oft raunin. Þegar uppi var staðið hafði lið KR fjórum sinnum á fimm árum tekist að komast í keppnina um Evrópubikarinn, 2006 og 2008-2010. Ein merkustu úrslit liðsins úr þeim leikjum var sigur liðsins gegn [[Grikkland|Gríska]] úrvalsdeildarliðinu Larissa, en KR vann viðureignina samanlagt með tveimur mörkum. ==== Árangur í körfuboltanum ==== [[Mynd:KR players celebrating.JPG|thumb|250px|KR leikmenn þakka Njarðvíkurmönnum fyrir úrslitaleikinn]] Körfuknattleiksdeild KR hefur einnig gengið vel eftir 100 ára afmæli félagsins. Árið 2000 sigraði liðið deildina aftur, en þá höfðu 10 ár liðið frá síðasta Íslandsmeistaratitli liðsins. Liðið tók á móti Grindavík í úrslitarimmu og vann KR titilinn á heimavelli, þar sem [[Jón Arnór Stefánsson]] spilaði stórt hlutverk. Enginn titill vannst aftur fyrr en sjö árum síðar, árið 2007. Liðið lenti í öðru sæti í deildinni, en Njarðvík sigraði deildina með 40 stig, KR fékk 34. Í úrslitakeppninni tóku KR-ingar á móti ÍR. ÍR-ingar komust yfir 1-0 en KR vann tvo næstu leiki og komst í undanúrslit gegn Snæfelli. Þar var dramatíkin ekki minni. Í lokaleik liðanna var Snæfell þremur stigum yfir þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. KR-ingar knúðu leikinn í framlengingu og sigruðu í henni. Úrslitarimman var einnig afar spennandi. Njarðvíkingar völtuðu yfir KR-inga í fyrsta leik liðanna sem haldinn var í Ljónagryfjunni í Njarðvík. En KR-ingar komu sterkir til baka og sigruðu þrjá næstu leiki, sem haldnir voru á víxl í DHL-höll KR-inga og Ljónagryfjunni. Í síðasta leik rimmunnar þurfti framlengingu til að knýja fram sigurvegara og voru KR-ingar sterkari<ref>http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1265097</ref>. Mikið var talað um áhorfendur KR sem mættu á lokaleikinn. Um það bil 50-60 KR-ingar mættu klukkutíma fyrir leik og tóku að kyrja söngva um leikmenn KR og héldu því áfram allt kvöldið, og héldu jafnvel áfram að syngja fram í rauða nóttina þegar titlinum var fagnað í miðborg Reykjavíkur. Tímabilið þar á eftir var tímabil vonbrigða hjá KR. Því þó svo að liðið hafi lent í öðru sæti í deildinni, vantaði greinilega eitthvað í liðið og endaði það þannig að KR datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar gegn ÍR, 1-2. Fyrir tímabilið hafði [[Helgi Már Magnússon]] komið aftur til KR frá Sviss, sem hann hafði verið að spila körfubolta áður. Ljóst var að miklar breytingar þurftu að eiga sér stað, ætti KR að halda áfram á sigurbraut. Sú varð síðar raunin. Rúmum mánuði fyrir tímabilið 2008-2009 var það tilkynnt að Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson höfðu gengið til liðs við KR frá liðum sínum á Ítalíu og Ungverjalandi. Auk þess hafði nýr Bandaríkjamaður gengið til liðs við KR-inga. ===== Sigurhefð skapast ===== Eftir að hafa fengið þennan mikla liðsstyrk var ljóst að KR-ingar ættu eftir að verða í toppbaráttu allan veturinn. KR-ingar unnu 2 fyrstu bikara vetrarins þegar þeir urðu Poweradebikar- og Reykjavíkurmeistarar. Liðið gekk síðan í gegnum veturinn nær taplaust, en töpuðu þó bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni. Eftir þetta áfall var það öllum ljóst að Íslandsmeistaratitillinn myndi ekkert endilega enda í Frostaskjólinu. KR-ingar urðu að lokum Deildarmeistarar, töpuðu einungis einum leik í allri deildinni. Þeir fóru einnig taplausir í gegnum fyrstu tvær umferðir úrslitakeppninnar og í úrslitarimmunni sjálfri mættu þeir Grindvíkingum. KR-ingar unnu fyrsta leikinn, sem var í DHL-höllinni, en töpuðu næstu tveimur, einum úti og öðrum heima. Þeir sýndu þó mikinn dugnað og unnu upp það forskot og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli fyrir framan yfir 2000 áhorfendur, mikið fleiri en voru á leiknum tveimur árum áður þegar þeir urðu Íslandsmeistarar. [[Mynd:PavelErmolinski.jpg|thumb|200px|Pavel Ermolinskij, lykilmaður í liði KR 2010-2011]]Árið á eftir voru KR-ingar einnig taldir sigurstranglegastir og snéri [[Pavel Ermolinskij]] heim frá Spáni til að leika með Vesturbæingum. Þeir urðu deildarmeistarar eftir harða rimmu og tvísýna baráttu gegn Snæfelli. Þau lið mættust svo í undanúrslitum nokkrum vikum síðar. Rimman var sú undarlegasta og unnust allir leikirnir á útivelli, en það þýddi að KR-ingar þurftu að lúta í lægra haldi því þeir höfðu heimavallarréttinn. Snæfell fór síðan alla leið og vann Íslandsmeistaratitilinn 2010. KR-ingar voru strax komnir með yfirlýst markmið fyrir næsta tímabil, liðið ætlaði sér að verða Íslands- og Bikarmeistari árið 2011 eitthvað sem þeim hafði ekki tekist frá árinu 1979. Miklu var tjaldað til og voru menn eins og Finnur Atli Magnússon og Marcus Walker kallaðir til verkefnisins, ekki eins og lítið hafi verið til af reyndum leikmönnum fyrir. KR-ingar fóru rólega af stað inn í tímabilið en fyrr en varir skiptu þeir í æ hærri gír. Þeim tókst að leggja Grindvíkinga í úrslitum Bikarkeppni KKÍ, en það var í fyrsta skipti í 20 ár sem bikarinn unni sumarlangt í Vesturbænum. Enn óx leikur liðsins og þegar í úrslitakeppnina var komið voru Njarðvík og Keflavík þeim ekki of mikil fyrirstaða. Í úrslitum léku þeir svo við [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjörnuna]] þar sem þeir fóru með sigur af hólmi 3-1 samanlagt og hafði þeim í fyrsta skipti í 32 ár tekist að vinna tvöfalt og gátu státað sig af því að hafa unnið titilinn í þriðja skipti á fjórum árum, eða frá 2007. ==== Íslandsmeistarar á ný ==== Á miðju tímabili 2010 fannst stjórnendum knattspyrnudeildar vera nóg komið, en liðið var undir stjórn Loga Ólafssonar 4. tímabilið í röð. Þetta ár tókst liðinu ekki upp sem skildi eftir að hafa lent í 2. sæti árið á undan og hafði meðal annars mislukkast að vinna Hauka í báðum leikjum liðsins og tapað heima gegn Selfossi, en bæði liðin voru nýliðar í deildinni. Þáverandi yfirmaður knattspynumála og náinn samstarfsaðili Loga, Rúnar Kristinsson, var fenginn til að stýra liðinu út tímabilið. Gengi liðsins snérist við eftir þetta og voru þeir í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn, en lutu í lægra haldi fyrir Breiðablik á lokaspretti mótsins. Markið var sett hátt næsta tímabil og var það yfirlýstur vilji leikmanna að enda tímabilið með titli<ref>http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=105944</ref>. Tímabilið gekk eins og í sögu, liðið náði langt í Evrópukeppni og sló meðal annars út lið sem spilaði gegn Chelsea í meistaradeildinni árið áður, bikarkeppnin vannst með því að sigra 4 úrvalsdeildarlið og Íslandsmeistaratitillinn langþráði kom í hús eftir 7 vetra fjarveru, eftir að liðið hafði trónað á toppnum allt frá 3. umferð og aldrei látið efsta sætið af hendi eftir það<ref>http://en.wikipedia.org/wiki/2011_%C3%9Arvalsdeild#Positions_by_round</ref>. KR varð því fyrsta liðið að vinna tvöfalt síðan einmitt KR gerði það síðast árið 1999. == Deildir innan KR == Það starfa núna tíu virkar deildir innan Knattspyrnufélags Reykjavíkur, en það eru [[Knattspyrnudeild KR|knattspyrnu]]<nowiki/>-, [[Körfuknattleiksdeild KR|körfuknattleiks]]<nowiki/>-, [[Handknattleiksdeild KR|handknattleiks]]<nowiki/>-, [[Borðtennisdeild KR|borðtennis]]<nowiki/>-, [[Badmintondeild KR|badminton]]<nowiki/>-, [[Glímudeild KR|glímu]]<nowiki/>-, [[Keiludeild KR|keilu]]<nowiki/>-, [[Skíðadeild KR|skíða]]<nowiki/>-, [[Skákdeild KR|skák]]<nowiki/>- og [[Sunddeild KR|sunddeild]]. == Stuðningsmenn == [[File:Aðsókn á KR-völlin.png|thumb|600px|Meðaltal áhorfenda á leiki KR á KR-velli frá árinu 1991 miðað við meðaltal í deildinni sem heild. Feitletrun táknar meistaraár.]] KR á stærsta hóp stuðningsmanna á Íslandi<ref name="Könnun 1" />, samkvæmt könnun Gallup<ref name="Könnun 2" /><ref name="Könnun 3" /><ref name="Könnun 4" />. Ef skoðaðar eru aðsóknartölur á KR-leiki sést þetta greinilega. Á árunum 1997 - 2004 einokuðu KR-ingar listann yfir mestu aðsókn á leiki liða. FH-ingar náðu þeim árið 2005. Einnig má geta þess að aðsóknarmestu leikir annarra liða í deildinni eru yfirleitt leikir gegn KR og flestir áhorfendur mættu að meðaltali á útileiki KR árin 2007 - 2009<ref>http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=67480</ref>. KR komst þó aftur í efsta sæti yfir áhorfendatölur 2008, þegar 1.931 áhorfandi kom að meðaltali á hvern heimaleik KR, yfir 300 manneskjum fleiri að meðaltali en næsta lið fyrir neðan KR á listanum, og hafa haldið því sæti síðan þá. === Miðjan === Einn hópur stuðningsmanna KR kallar sig Miðjuna. Nafnið er komið frá því að kjarni stuðningsmanna stóðu beint fyrir miðju á KR-vellinum í kringum árið 1994. Fljótlega tók KR-klúbburinn á það ráð að úthluta meðlimum KR-klúbbsins sæti sem að þeir einir máttu setjast í, en það fyrirkomulag hélst til ársins 2006<ref>http://pdf.sport.is/KR2007_VEF.pdf {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20071009202100/http://pdf.sport.is/KR2007_VEF.pdf |date=2007-10-09 }} - KR blaðið bls. 24</ref>. Miðjan mætir á alla leiki KR í deildinni í karlaknattspyrnunni og einnig á nokkra leiki í körfuknattleik karla. Miðjan stendur yfirleitt aftast í KR stúkunni og syngur KR-lög allan leikinn, ýmist um leikmenn liðsins eða félagið sjálft. Miðjan hefur fengið athygli út á nýstárlega leið í stuðningi og hafa nokkur önnur lið tekið uppá því sama. == Titlar félags == === [[Knattspyrna]] === ==== Karlaflokkur ==== * '''[[Landsbankadeild karla|Íslandsmeistarar]]: 27''' ** [[Úrvalsdeild 1912|1912]], [[Úrvalsdeild 1919|1919]], [[Úrvalsdeild 1926|1926]], [[Úrvalsdeild 1927|1927]], [[Úrvalsdeild 1928|1928]], [[Úrvalsdeild 1929|1929]], [[Úrvalsdeild 1931|1931]], [[Úrvalsdeild 1932|1932]], [[Úrvalsdeild 1934|1934]], [[Úrvalsdeild 1941|1941]], [[Úrvalsdeild 1948|1948]], [[Úrvalsdeild 1949|1949]], [[Úrvalsdeild 1950|1950]], [[Úrvalsdeild 1952|1952]], [[Úrvalsdeild 1955|1955]], [[Úrvalsdeild 1959|1959]], [[Úrvalsdeild 1961|1961]], [[Úrvalsdeild 1963|1963]], [[Úrvalsdeild 1965|1965]], [[Úrvalsdeild 1968|1968]], [[Landssímadeild karla 1999|1999]], [[Landssímadeild karla 2000|2000]], [[Símadeild karla 2002|2002]], [[Landsbankadeild karla 2003|2003]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2011|2011]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2013|2013]], [[ Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2019|2019]] * '''[[VISA-bikar karla|Bikarmeistarar]]: 14''' ** 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966, 1967, 1994, 1995, 1999, [[Úrslitaleikur VISA-bikar karla 2008|2008]], [[Úrslitaleikur Valitor-bikar karla 2011|2011]], 2012, 2014 ==== Kvennaflokkur ==== * '''[[Landsbankadeild kvenna|Íslandsmeistarar]]: 6''' ** 1993, 1997, 1998, 1999, 2002, 2003 * '''[[VISA-bikar kvenna|Bikarmeistarar]]: 4''' ** 1999, 2002, 2007, 2008 === [[Körfuknattleikur]] === ==== Karlaflokkur ==== [[Mynd:KR Íslandsmeistarar 2007.JPG|thumb|300px|Leikmenn KR hampa bikarnum eftir sigur á Njarðvík í Iceland Express-deild karla 2007. Þeir hafa hampað titlinum þrisvar sinnum aftur síðan þá.]] * '''Íslandsmeistaratitlar 18:''' ** 1965, 1966, 1967, 1968, 1974, 1978, 1979, 1990, 2000, 2007, 2009, 2011, 2014, 2015, 2016, 2017,2018,2019 * '''[[Bikarkeppni KKÍ (karlar)|Bikarmeistaratitlar]]: 14''' ** 1966, 1967, 1970, 1971, 1972, 1973, 1974, 1977, 1979, 1984, 1991, 2011.2016, 2017. * '''Fyrirtækjabikar 1:''' ** 2008 ==== Kvennaflokkur ==== * '''Íslandsmeistaratitlar 14:''' ** 1961, 1977, 1979, 1980, 1981, 1982, 1983, 1985, 1986, 1987, 1999, 2001, 2002, 2010 * '''Bikarmeistaratitlar 10:''' ** 1976, 1977, 1982, 1983, 1986, 1987, 1999, 2001, 2002, 2009 * '''Fyrirtækjabikar 1:''' ** 2001 === [[Handknattleikur]] === ==== Karlaflokkur ==== * '''Íslandsmeistaratitlar 1:''' ** [[Handknattleiksárið 1957-58|1958]] * '''[[Bikarkeppni HSÍ (karlar)|Bikarmeistaratitlar]] 1:''' ** [[Handknattleiksárið 1981-82#Bikarkeppni HS.C3.8D|1982]] ==== Kvennaflokkur ==== * '''Íslandsmeistaratitlar 2:''' ** [[Handknattleiksárið_1954-55#1._deild_2|1955]], 1959 * '''[[Bikarkeppni HSÍ (konur)|Bikarmeistaratitlar]] 1:''' ** [[Handknattleiksárið 1976-77#Bikarkeppni HS.C3.8D 2|1977]] == Tilvísanir og heimildir == <div class="references-small"><references/></div> * {{bókaheimild|höfundur=Ellert B. Schram (ábyrgðarmaður, margir höfundar)|titill=Fyrsta öldin - saga KR í 100 ár|útgefandi=Knattspyrnufélag Reykjavíkur|ár=1999|ISBN=ISBN 9979-60-439-5}} == Tenglar == * [http://kr.is/ KR.is] * [http://www.KRreykjavik.is KR-Reykjavík.is, Stuðningsmannasíða KR] {{Knattspyrnufélag Reykjavíkur}} {{Aðildarfélög ÍBR}} {{Stubbur|knattspyrna}} [[Flokkur:Knattspyrnufélag Reykjavíkur| ]] [[Flokkur:Íslensk glímufélög|KR]] [[Flokkur:Íslensk handknattleiksfélög|KR]] [[Flokkur:Íþróttafélög í Reykjavík]] {{s|1899}} [[Flokkur:Vesturbær Reykjavíkur]] 9ayjtue5tmrnklye8zmndikrs654llr Kænugarður 0 45215 1761349 1753426 2022-07-20T15:50:04Z TKSnaevarr 53243 Kyjív væri rétt umritun úr nafni heimamanna skv. núverandi umritunarreglum. wikitext text/x-wiki {{Bær |Nafn = Kænugarður / Kyjív |Skjaldarmerki = COA of Kyiv Kurovskyi.svg |Land = Úkraína |lat_dir = N |lat_deg = 50 |lat_min = 27 |lat_sec = 00 |lon_dir = E |lon_deg = 30 |lon_min = 30 |lon_sec = 00 |Íbúafjöldi = 2 962 500 (1. ágúst 2020)<ref>[https://index.minfin.com.ua/ua/reference/people/kiev/ Населення України м.Київ]. minfin.com.ua/ua. 2020 {{ref-uk}}</ref> |Flatarmál = 839 |Póstnúmer = 01000 — 06999 |Web = http://kmv.gov.ua/ }} [[Mynd:Panorama of Kyiv from Saint Sophia Monastery.jpg|thumb|right|Kænugarður]] '''Kænugarður''' eða '''Kyjív''' ([[úkraínska]]: ''Kyjiv'' eða ''Київ''; [[rússneska]]: ''Kíev'' eða ''Киев'') er höfuðborg og stærsta borg [[Úkraína|Úkraínu]] og jafnframt höfuðstaður [[Kýiv Oblast]]. Núverandi borgarstjóri er [[Vítalí Klitsjkó]]. Eftir [[innrás Rússlands í Úkraínu 2022]] höfðu 2 milljónir yfirgefið borgina í lok mars. Sumir sneru þó til baka. Borgin liggur í norðurhluta landsins við fljótið [[Danparfljót]]. Árið [[2021]] bjuggu tæpar 3 milljónir í borginni. Borgin er menningar-, iðnaðar- og vísindamiðstöð í Austur-Evrópu og er 7. fjölmennasta borg Evrópu. Rekja má byggð í borginni til 5. aldar. Með þekktari stöðum í borginni er sjálfstæðistorgið [[Maidan Nezalezhnosti]]. Á lista [[UNESCO]] yfir menningarminjar eru [[Dómkirkja heilagrar Soffíu]] og klaustrið [[Pechersk Lavra]]. [[Mariinskyi-höll]] er önnur þekkt bygging. == Nafn borgarinnar == Orðið Kænugarður er gamalt orð í íslensku og þekkist í fornum bókmenntum. Í Kristni sögu segir að þeir Þorvaldur víðförli Konráðsson og Stefnir Þorgilsson hafi ferðast víða um lönd til að boða kristni og heimsótt Kænugarð.<ref name="visindavefur">[https://web.archive.org/web/20201005010540/https://www.visindavefur.is/svar.php?id=66993 Hvaðan er heitið Kænugarður upprunnið?]. visindavefur.is. 2020</ref> Íslenskt nafn á ''Kænugarði'' kemur frá ''Kæna'' fyrir skip og ''garður'' fyrir bæ (garður á nútíma íslensku), sem sagt skipabær.<ref>[https://web.archive.org/web/20201005010529/https://via.hi.is/uncategorized/kyivorkiev/ What’s in a Name? The K-Word in Modern Ukraine]. Legends of the Eastern Vikings. Re-examining the Sources (Rannsóknarráð Íslands). 1 júlí 2020 {{ref-en}}</ref> Auk ''Kænugarður'' eru nokkrar stafsetningar fyrir Kyjív sem nefndar eru í Íslendingasögum, þar á meðal ''Kænugard'' (í {{link-interwiki|lang=en|is=Gautreks saga}}<ref name="gautreks">[https://www.snerpa.is/net/forn/gautrek.htm<!-- http://web.archive.org/web/20201005040701/https://www.norsesaga.no/gautreks-saga.html (þýðing á norsku) --> Gautreks saga]. snerpa.is. 2020</ref> og [[Flateyjarbók]]<ref>[[Carl Rikard Unger]], [[Guðbrandur Vigfússon]]. [https://archive.org/details/flateyjarbokens02ungegoog/page/n136/mode/2up Flateyjarbok], Vol. 2. Oslo: P.T. Malling. 1862. 701 p.: pp. 120-121</ref>), og ''Kænugarðr'' (í {{link-interwiki|lang=en|is=Hauksbók}}<ref name="Hauksbók_Guðmundarsögu"/> og {{link-interwiki|lang=en|lang_title=Guðmundar saga biskups|is=Guðmundarsögu}}<ref name="Hauksbók_Guðmundarsögu">[https://books.google.com/books?id=QzRVAAAAcAAJ&pg=PA11&dq=K%C3%A6nugar%C3%B0r&hl=uk&sa=X&ved=2ahUKEwinr43E8J3sAhUTa80KHZk3AJMQ6AEwAXoECAQQAg#v=onepage&q=K%C3%A6nugar%C3%B0r&f=false Nokkur blöð̈ úr Hauksbók og brot úr Guðmundarsögu]. Prentsmiðja Íslands, 1865 55 p.: 11)</ref>). ==Landfræði== Borgin liggur í norðurhluta landsins við [[Danparfljót]] sem tæmist í [[Svartahaf]] og tengir borgina við innhaf þess; [[Asovshaf]]. ==Íþróttir== Helsta knattspyrnuborg borgarinnar er [[FC Dynamo Kyiv]]. == Myndasafn == <gallery> Mynd:Golden Gate Kiev 2018 G1.jpg|Gullinport Kænugarðs. Mynd:Klosterkirche St Michael.JPG|Gullhvelfda klausturkirkja heilags Mikjáls. Mynd:Chrám svaté Sofie (Kyjev).jpg|Dómkirkja heilagrar Soffíu. Mynd:Маріїнський палац в Києві (cropped).jpg|Maryiinskyi-höll. Mynd:17-07-02-Maidan Nezalezhnosti RR74377-PANORAMA.jpg|Maidan-torgið. Mynd:Лавра.jpg|Pechersk Lavra. </gallery> == Heimildir == {{reflist|2}} {{Höfuðborgir í Evrópu}} {{Borgir í Úkraínu}} {{Stubbur|landafræði}} [[Flokkur:Borgir í Úkraínu]] [[Flokkur:Höfuðborgir]] nbv25ezgz5n14e527ndkxl7pprhbv32 Helgi magri 0 55559 1761399 1760675 2022-07-21T09:36:17Z VioletRedBlue 86017 Hripkelstaðir wikitext text/x-wiki [[File:Mourning (5966953239).jpg|thumb|Helgi magri, stytta á Akureyri]] '''Helgi magri Eyvindarson''' var íslenskur [[landnámsmaður]], sem nam land í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]]. Hann var kristinn og bjó á [[Kristnes]]i. Faðir hans var Eyvindur austmaður Bjarnarson, fæddur á [[Gautland]]i í [[Svíþjóð]]. Björn faðir Eyvindar deildi við Sigfast mág Sölvars Gautakonungs, brenndi hann inni og fór að því búnu til Noregs, fyrst til Gríms hersis en þá Öndótts kráku á Ögðum. Á sumrum fór Björn í vesturvíking. Móðir Eyvindar var Hlíf dóttir Hrólfs Ingjaldssonar Fróðasonar konungs. Kona Eyvindar var Rafarta dóttir [[Kjarval Írakonungur|Kjarvals]] Írakonungs. Önnur dóttir Kjarvals var Kormlöð móðir Þorgríms Grímólfssonar sem var aftur bróðursonur [[Álfur egðski|Álfs egðska]]. Sonur Þorgríms var Eyvindur faðir Össurar er átti Beru dóttur [[Egill Skalla-Grímsson|Egils Grímssonar]]. Björgu systur Helga átti [[Úlfur skjálgi Högnason]]. Helgi var fæddur á [[Írland]]i. Eyvindur og Rafarta létu Helga í fóstur í [[Suðureyjar|Suðureyjum]] þegar hann var barn að aldri en þegar þau komu að sækja hann tveimur vetrum seinna hafði hann verið sveltur svo að þau þekktu hann ekki. Eftir það var hann kallaður Helgi magri. Hann varð virðingarmaður mikill er hann fullorðnaðist. Hann kvæntist [[Þórunn hyrna|Þórunni hyrnu]], dóttur [[Ketill flatnefur|Ketils flatnefs]], og áttu þau mörg börn. Helgi hafði tekið kristni en var blendinn í trúnni og hét á [[Þór (norræn goðafræði)|Þór]] til sjófara og harðræða. Hann ákvað að fara til Íslands með konu sína og börn og nema þar land, til að lifa í friðsemd og viðhafa kristin gildi. Þegar hann sá til lands hét hann á Þór að vísa sér til lands og sigldi síðan norður um land og inn í Eyjafjörð. Þá var sjófært lengra inn í fjörðinn en nú er. Helgi tók land við Galtarhamar, sem nú heitir Festarklettur, nálægt Bíldsá, sem nú kallast Kaupangur. Hrútur Helga var hvítur með dökkt höfuð, sem kallast að vera bíldóttur eða bíldur. Bíldur hrútur fórst í ánni og af því dregur Bíldsá nafn sitt. Kaupangur er samsett orð, þar sem angur vísar mjóan ál af vatni, sem legið hefur austan megin fjarðar að Galtarkletti. Kaupknörr hafi silgt upp álinn að klettinum, þar sem kaup fór fram og staðurinn fengið nafnið Kaupangur. Þar höfðu knörr festar við Festarklett, þar sem Knarrarberg er. Helgi hafði vetursetu við Bíldsá í Kaupangi, þar sem gott útsýni er yfir fjörðinn. Sagt er að þegar hann flutti með fjölskyldu sína, hafi Þórunn kona hans orðið léttari í Þórunnareyju skammt frá þar sem Bíldsá rennur í [[Eyjafjarðará]] og þar hafi hún alið dóttur sem kölluð var Þorbjörg hólmasól, með vísan í hólma í ánni. Svo fór að Helgi settist að á Kristnesi, sennilega vegna jarðhita og nam allan Eyjafjörð. Landnám Helga var það stærsta á Ísland, stærra en landnám Ingólfs Arnarsonar. Þar sem landnám Helga var mjög stórt fengu margir landnámsmenn sem síðar komu land hjá honum, auk þess sem börn hans og aðrir ættingjar fengu hluta af landnámi hans. Nafn bújarða og kennileita í Eyjafirði hafa mikið til haldið sér, vestan megin fjarðar eru það til dæmis Grund, Espihóll, Stokkahlaðir, Merkigil, Hrafnagil, Kroppur, Kristnes, Naust, Hlíð, Akureyri, Oddeyri, Krossanes, Glerá, Kræklingahlíð, Möðruvellir, Gásar. Austanmegin fjarðar, Gnúpufell, Hripkelstaðir, Þverá (seinna Munkaþverá), Uppsalir, Öngulsstaðir, Garðsárdalur, Ytri-Þverá (seinna Þverá), Fiskilækur, Kaupangur, Bíldsárskarð, Varðgjá, Sigluvík, Svalbarð. Synir hans voru [[Hrólfur Helgason|Hrólfur]] á Gnúpufelli og [[Ingjaldur Helgason|Ingjaldur]] á Efri-Þverá en dætur hans voru Helga kona [[Auðunn rotinn Þórólfsson|Auðuns rotins Þórólfssonar]], Hlíf kona [[Þorgeir Þórðarson|Þorgeirs Þórðarsonar]], Þórhildur kona [[Auðólfur (landnámsmaður)|Auðólfs]] landnámsmanns í [[Öxnadalur|Öxnadal]], Þóra kona [[Gunnar Úlfljótsson|Gunnars]] sonar [[Úlfljótur (lögsögumaður)|Úlfljóts]] lögsögumanns, Ingunn kona [[Hámundur heljarskinn Hjörsson|Hámundar heljarskinns]] og Þorbjörg hólmasól kona [[Böðólfur Grímsson|Böðólfs Grímssonar]]. Heimildir: Landnáma III, 12 Íslendingabók Ara fróða, 2. kafli Sturlubók Víga-Glúms saga Ljósvetninga saga https://www.visindavefur.is/svar.php?id=70038 https://timarit.is/page/2047532#page/n0/mode/2up bls 15 == Tengill == * [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090424194805/frontpage.simnet.is/sigpalm/helgi_magri.htm Helgi magri Eyvindarson] [[Flokkur:Landnámsmenn á Íslandi]] 5xp5e20d2pdfyknw72d6jbdb8xcv10h 1761400 1761399 2022-07-21T09:37:29Z VioletRedBlue 86017 Ytri-Þverá wikitext text/x-wiki [[File:Mourning (5966953239).jpg|thumb|Helgi magri, stytta á Akureyri]] '''Helgi magri Eyvindarson''' var íslenskur [[landnámsmaður]], sem nam land í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]]. Hann var kristinn og bjó á [[Kristnes]]i. Faðir hans var Eyvindur austmaður Bjarnarson, fæddur á [[Gautland]]i í [[Svíþjóð]]. Björn faðir Eyvindar deildi við Sigfast mág Sölvars Gautakonungs, brenndi hann inni og fór að því búnu til Noregs, fyrst til Gríms hersis en þá Öndótts kráku á Ögðum. Á sumrum fór Björn í vesturvíking. Móðir Eyvindar var Hlíf dóttir Hrólfs Ingjaldssonar Fróðasonar konungs. Kona Eyvindar var Rafarta dóttir [[Kjarval Írakonungur|Kjarvals]] Írakonungs. Önnur dóttir Kjarvals var Kormlöð móðir Þorgríms Grímólfssonar sem var aftur bróðursonur [[Álfur egðski|Álfs egðska]]. Sonur Þorgríms var Eyvindur faðir Össurar er átti Beru dóttur [[Egill Skalla-Grímsson|Egils Grímssonar]]. Björgu systur Helga átti [[Úlfur skjálgi Högnason]]. Helgi var fæddur á [[Írland]]i. Eyvindur og Rafarta létu Helga í fóstur í [[Suðureyjar|Suðureyjum]] þegar hann var barn að aldri en þegar þau komu að sækja hann tveimur vetrum seinna hafði hann verið sveltur svo að þau þekktu hann ekki. Eftir það var hann kallaður Helgi magri. Hann varð virðingarmaður mikill er hann fullorðnaðist. Hann kvæntist [[Þórunn hyrna|Þórunni hyrnu]], dóttur [[Ketill flatnefur|Ketils flatnefs]], og áttu þau mörg börn. Helgi hafði tekið kristni en var blendinn í trúnni og hét á [[Þór (norræn goðafræði)|Þór]] til sjófara og harðræða. Hann ákvað að fara til Íslands með konu sína og börn og nema þar land, til að lifa í friðsemd og viðhafa kristin gildi. Þegar hann sá til lands hét hann á Þór að vísa sér til lands og sigldi síðan norður um land og inn í Eyjafjörð. Þá var sjófært lengra inn í fjörðinn en nú er. Helgi tók land við Galtarhamar, sem nú heitir Festarklettur, nálægt Bíldsá, sem nú kallast Kaupangur. Hrútur Helga var hvítur með dökkt höfuð, sem kallast að vera bíldóttur eða bíldur. Bíldur hrútur fórst í ánni og af því dregur Bíldsá nafn sitt. Kaupangur er samsett orð, þar sem angur vísar mjóan ál af vatni, sem legið hefur austan megin fjarðar að Galtarkletti. Kaupknörr hafi silgt upp álinn að klettinum, þar sem kaup fór fram og staðurinn fengið nafnið Kaupangur. Þar höfðu knörr festar við Festarklett, þar sem Knarrarberg er. Helgi hafði vetursetu við Bíldsá í Kaupangi, þar sem gott útsýni er yfir fjörðinn. Sagt er að þegar hann flutti með fjölskyldu sína, hafi Þórunn kona hans orðið léttari í Þórunnareyju skammt frá þar sem Bíldsá rennur í [[Eyjafjarðará]] og þar hafi hún alið dóttur sem kölluð var Þorbjörg hólmasól, með vísan í hólma í ánni. Svo fór að Helgi settist að á Kristnesi, sennilega vegna jarðhita og nam allan Eyjafjörð. Landnám Helga var það stærsta á Ísland, stærra en landnám Ingólfs Arnarsonar. Þar sem landnám Helga var mjög stórt fengu margir landnámsmenn sem síðar komu land hjá honum, auk þess sem börn hans og aðrir ættingjar fengu hluta af landnámi hans. Nafn bújarða og kennileita í Eyjafirði hafa mikið til haldið sér, vestan megin fjarðar eru það til dæmis Grund, Espihóll, Stokkahlaðir, Merkigil, Hrafnagil, Kroppur, Kristnes, Naust, Hlíð, Akureyri, Oddeyri, Krossanes, Glerá, Kræklingahlíð, Möðruvellir, Gásar. Austanmegin fjarðar, Gnúpufell, Hripkelstaðir, Þverá (seinna Munkaþverá), Uppsalir, Öngulsstaðir, Garðsárdalur, Ytri-Þverá (seinna Þverá), Fiskilækur, Kaupangur, Bíldsárskarð, Varðgjá, Sigluvík, Svalbarð. Synir Helga magra voru [[Hrólfur Helgason|Hrólfur]] á Gnúpufelli og [[Ingjaldur Helgason|Ingjaldur]] á Efri-Þverá en dætur hans voru, Helga, kona [[Auðunn rotinn Þórólfsson|Auðuns rotins Þórólfssonar]], Hlíf kona [[Þorgeir Þórðarson|Þorgeirs Þórðarsonar]], Þórhildur kona [[Auðólfur (landnámsmaður)|Auðólfs]] landnámsmanns í [[Öxnadalur|Öxnadal]], Þóra kona [[Gunnar Úlfljótsson|Gunnars]] sonar [[Úlfljótur (lögsögumaður)|Úlfljóts]] lögsögumanns, Ingunn kona [[Hámundur heljarskinn Hjörsson|Hámundar heljarskinns]] og Þorbjörg hólmasól kona [[Böðólfur Grímsson|Böðólfs Grímssonar]]. Heimildir: Landnáma III, 12 Íslendingabók Ara fróða, 2. kafli Sturlubók Víga-Glúms saga Ljósvetninga saga https://www.visindavefur.is/svar.php?id=70038 https://timarit.is/page/2047532#page/n0/mode/2up bls 15 == Tengill == * [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090424194805/frontpage.simnet.is/sigpalm/helgi_magri.htm Helgi magri Eyvindarson] [[Flokkur:Landnámsmenn á Íslandi]] ttak4ofs5vhhwk1cp7mngrpwwa8d38q 1761401 1761400 2022-07-21T09:49:05Z VioletRedBlue 86017 Fiskilæk wikitext text/x-wiki [[File:Mourning (5966953239).jpg|thumb|Helgi magri, stytta á Akureyri]] '''Helgi magri Eyvindarson''' var íslenskur [[landnámsmaður]], sem nam land í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]]. Hann var kristinn og bjó á [[Kristnes]]i. Faðir hans var Eyvindur austmaður Bjarnarson, fæddur á [[Gautland]]i í [[Svíþjóð]]. Björn faðir Eyvindar deildi við Sigfast mág Sölvars Gautakonungs, brenndi hann inni og fór að því búnu til Noregs, fyrst til Gríms hersis en þá Öndótts kráku á Ögðum. Á sumrum fór Björn í vesturvíking. Móðir Eyvindar var Hlíf dóttir Hrólfs Ingjaldssonar Fróðasonar konungs. Kona Eyvindar var Rafarta dóttir [[Kjarval Írakonungur|Kjarvals]] Írakonungs. Önnur dóttir Kjarvals var Kormlöð móðir Þorgríms Grímólfssonar sem var aftur bróðursonur [[Álfur egðski|Álfs egðska]]. Sonur Þorgríms var Eyvindur faðir Össurar er átti Beru dóttur [[Egill Skalla-Grímsson|Egils Grímssonar]]. Björgu systur Helga átti [[Úlfur skjálgi Högnason]]. Helgi var fæddur á [[Írland]]i. Eyvindur og Rafarta létu Helga í fóstur í [[Suðureyjar|Suðureyjum]] þegar hann var barn að aldri en þegar þau komu að sækja hann tveimur vetrum seinna hafði hann verið sveltur svo að þau þekktu hann ekki. Eftir það var hann kallaður Helgi magri. Hann varð virðingarmaður mikill er hann fullorðnaðist. Hann kvæntist [[Þórunn hyrna|Þórunni hyrnu]], dóttur [[Ketill flatnefur|Ketils flatnefs]], og áttu þau mörg börn. Helgi hafði tekið kristni en var blendinn í trúnni og hét á [[Þór (norræn goðafræði)|Þór]] til sjófara og harðræða. Hann ákvað að fara til Íslands með konu sína og börn og nema þar land, til að lifa í friðsemd og viðhafa kristin gildi. Þegar hann sá til lands hét hann á Þór að vísa sér til lands og sigldi síðan norður um land og inn í Eyjafjörð. Þá var sjófært lengra inn í fjörðinn en nú er. Helgi tók land við Galtarhamar, sem nú heitir Festarklettur, nálægt Bíldsá, sem nú kallast Kaupangur. Hrútur Helga var hvítur með dökkt höfuð, sem kallast að vera bíldóttur eða bíldur. Bíldur hrútur fórst í ánni og af því dregur Bíldsá nafn sitt. Kaupangur er samsett orð, þar sem angur vísar mjóan ál af vatni þaðan sem fiskur hefur gengið upp í Fiskilæk, sem legið hefur austan megin fjarðar að Galtarkletti. Kaupknörr hafi silgt upp álinn að klettinum, þar sem kaup fór fram og staðurinn fengið nafnið Kaupangur. Þar höfðu knörr festar við Festarklett, þar sem Knarrarberg er. Helgi hafði vetursetu við Bíldsá í Kaupangi, þar sem gott útsýni er yfir fjörðinn. Sagt er að þegar hann flutti með fjölskyldu sína, hafi Þórunn kona hans orðið léttari í Þórunnareyju skammt frá þar sem Bíldsá rennur í [[Eyjafjarðará]] og þar hafi hún alið dóttur sem kölluð var Þorbjörg hólmasól, með vísan í hólma í ánni. Svo fór að Helgi settist að á Kristnesi, sennilega vegna jarðhita og nam allan Eyjafjörð. Landnám Helga var það stærsta á Ísland, stærra en landnám Ingólfs Arnarsonar. Þar sem landnám Helga var mjög stórt fengu margir landnámsmenn sem síðar komu land hjá honum, auk þess sem börn hans og aðrir ættingjar fengu hluta af landnámi hans. Nafn bújarða og kennileita í Eyjafirði hafa mikið til haldið sér, vestan megin fjarðar eru það til dæmis Grund, Espihóll, Stokkahlaðir, Merkigil, Hrafnagil, Kroppur, Kristnes, Naust, Hlíð, Akureyri, Oddeyri, Krossanes, Glerá, Kræklingahlíð, Möðruvellir, Gásar. Austanmegin fjarðar, Gnúpufell, Hripkelstaðir, Þverá (seinna Munkaþverá), Uppsalir, Öngulsstaðir, Garðsárdalur, Ytri-Þverá (seinna Þverá), Fiskilækur, Kaupangur, Bíldsárskarð, Varðgjá, Sigluvík, Svalbarð. Synir Helga magra voru [[Hrólfur Helgason|Hrólfur]] á Gnúpufelli og [[Ingjaldur Helgason|Ingjaldur]] á Efri-Þverá en dætur hans voru, Helga, kona [[Auðunn rotinn Þórólfsson|Auðuns rotins Þórólfssonar]], Hlíf kona [[Þorgeir Þórðarson|Þorgeirs Þórðarsonar]], Þórhildur kona [[Auðólfur (landnámsmaður)|Auðólfs]] landnámsmanns í [[Öxnadalur|Öxnadal]], Þóra kona [[Gunnar Úlfljótsson|Gunnars]] sonar [[Úlfljótur (lögsögumaður)|Úlfljóts]] lögsögumanns, Ingunn kona [[Hámundur heljarskinn Hjörsson|Hámundar heljarskinns]] og Þorbjörg hólmasól kona [[Böðólfur Grímsson|Böðólfs Grímssonar]]. Heimildir: Landnáma III, 12 Íslendingabók Ara fróða, 2. kafli Sturlubók Víga-Glúms saga Ljósvetninga saga https://www.visindavefur.is/svar.php?id=70038 https://timarit.is/page/2047532#page/n0/mode/2up bls 15 == Tengill == * [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090424194805/frontpage.simnet.is/sigpalm/helgi_magri.htm Helgi magri Eyvindarson] [[Flokkur:Landnámsmenn á Íslandi]] 47tt9618axou4rw5pnd0tc6qmveq6l5 Alibýfluga 0 63067 1761392 1761280 2022-07-21T01:12:07Z Svarði2 42280 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = Alibýfluga | image = Honeybee landing on milkthistle02.jpg | image_width = 250px | image_caption = Alibýfluga að nálgast blóm [[Maríuþistill|maríuþistils]] <!-- ég veðja bara á að þetta sé Silybum marianum --> | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''Alibýfluga''''' | binomial = ''Apis mellifera'' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 |synonyms = ''Apis mellifica'' <small>Linnaeus, 1761</small> | subdivision_ranks = [[Undirtegund]]ir | subdivision = '''[[Evrópa|Norðvestur Evrópa]]''' * [[Apis mellifera iberica|''A. m. iberica'']] * [[Apis mellifera intermissa|''A. m. intermissa'']] * [[Apis mellifera lihzeni|''A. m. lihzeni'']] * [[Apis mellifera mellifera|''A. m. mellifera'']] * [[Apis mellifera sahariensis|''A. m. sahariensis'']] '''[[Evrópa|Suðvestur Evrópa]]''' * [[Apis mellifera carnica|''A. m. carnica'']] * [[Apis mellifera cecropia|''A. m. cecropia'']] * [[Apis mellifera ligustica|''A. m. ligustica'']] * [[Apis mellifera macedonica|''A. m. macedonica'']] * [[Apis mellifera ruttneri|''A.m. ruttneri'']] * [[Apis mellifera sicula|''A. m. sicula'']] '''[[Miðausturlönd]]''' * [[Apis mellifera adamii|''A. m. adamii'']] * [[Apis mellifera anatoliaca|''A. m. anatoliaca'']] * [[Apis mellifera armeniaca|''A. m. armeniaca'']] * [[Apis mellifera caucasica|''A. m. caucasica'']] * [[Apis mellifera cypria|''A. m. cypria'']] * [[Apis mellifera meda|''A. m. meda'']] '''[[Afríka]]''' * [[Apis mellifera adansonii|''A. m. adansonii'']] * [[Apis mellifera capensis|''A. m. capensis'']] * [[Apis mellifera intermissa|''A. m. intermissa'']] * [[Apis mellifera lamarckii|''A. m. lamarckii'']] * [[Apis mellifera litorea|''A. m. litorea'']] * [[Apis mellifera major|''A. m. major'']] * [[Apis mellifera monticola|''A. m. monticola'']] * [[Apis mellifera sahariensis|''A. m. sahariensis'']] * [[Apis mellifera scutellata|''A. m. scutellata'']] * [[Apis mellifera unicolor|''A. m. unicolor'']] * [[Apis mellifera jemenitica|''A. m. jemenitica'']] }} '''Alibýfluga''' ([[fræðiheiti]]: ''Apis mellifera'') er önnur tveggja tegunda hunangsbýa sem ræktuð er að ráði. Hin er Austurasískt bý ([[Apis cerana]]). Hún skiftist í allnokkrar undirtegundir (sjá hér að ofan), en nú er stór hluti býræktenda með svonefndan [[Apis mellifera cv. Buckfast|Buckfast stofn]], en hann er upphafnlega blendingur af [[Apis mellifera mellifera|''A. m. mellifera'']] og [[Apis mellifera ligustica|''A. m. ligustica'']], síðar einnig blandaður við fjölda annarra undirtegunda. [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] == Aðrar tegundir == Auk ''Apis mellifera,'' eru 6 aðrar tegundir í ættkvíslinni ''Apis''. Þær eru ''[[Apis andreniformis]], [[Apis florea]], [[Apis dorsata]], [[Apis cerana]], [[Apis koschevnikovi]], og [[Apis nigrocincta]].''<ref>Winston, Mark L. The biology of the honey bee. Harvard University Press, 1991.</ref> Þessar tegundir, fyrir utan ''Apis mellifera,'' eiga uppruna sinn í Suður og Suðaustur Asíu. Aðeins ''Apis mellifera'' er talin eiga uppruna sinn í Evrópu, Asíu og Afríku.<ref>Deborah R. Smith, Lynn Villafuerte, Gard Otisc & Michael R. Palmer (2000). "Biogeography of ''Apis cerana'' F. and ''A. nigrocincta'' Smith: insights from mtDNA studies" (PDF). ''Apidologie'' '''31''' (2): 265–279.doi:10.1051/apido:2000121. Archived from the original (PDF) on February 29, 2012.</ref> == Plöntur fyrir býflugur == Gildin fyrir blómasafann og frjókornin eru frá 1 (lélegt) til 3 (gott).<ref name=":0" /><ref name=":1" /> Ekkert gildi þýðir að upplýsingar vantar eða að að magn sé of lítið til að nýtast.<ref name=":0">http://www.biavl.dk/images/2011/stories/pdf/biplantekalender202007.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} [https://biplanter.dk/plants/list Uppfærður hlekkur]</ref> {| class="wikitable sortable collapsible collapsed" |- ! Mynd !!Íslenskt nafn!!Vísindanafn !! Nektar !! Frjó !! Tími |- | [[Image:Crocus_vernus_1.jpg|120px]]||Krókus|| ''[[Crocus]]'' || 1 || 3 ||Apríl, Maí |- | [[Image:Blausternchen_2.jpg|120px]]||Síberíulilja|| ''[[Scilla sibirica]]'' || 2 || 1 ||Maí til Júní |- | [[Image:Allium_ursinum0.jpg|120px]]||Bjarnarlaukur|| ''[[Allium ursinum]]'' || 3 || 1 ||Júní |- | [[Image:Allium_schoenoprasum_in_NH_01.jpg|120px]]||Graslaukur|| ''[[Allium schoenoprasum]]'' || 3 || 1 ||Júní |- | [[Image:Glory of the Snow.JPG|120px]]||Snæstjarna|| ''[[Chionodoxa]]'' || 2 || 1 ||Maí |- | [[Image:Prolećno_cveće_3.JPG|120px]]||Lykill|| ''[[Primula]]'' || || ||Apríl, Maí, Júní, Júlí. Eftir tegundum |- | [[Image:Strom1.jpg|120px]]||Heggur|| ''[[Prunus padus]]'' || 3 || 3 ||Júní |- | [[Image:Sorbus and stone (Kivach Nature Reserve).JPG|120px]]||Reynir|| ''[[Sorbus aucuparia]]'' || 2 || 3 ||Júní |- | [[Image:Rubus idaeus Oulu, Finland 09.06.2013.jpg|120px]]||Hindber|| ''[[Rubus idaeus]]'' || 3 || 3 || júní, júlí |- | [[Image:Zilverschoon plant Potentilla anserina.jpg|120px]]||Tágamura|| ''[[Potentilla anserina]]'' || 1 || 2 ||Júní |- | [[Image:Reinroser.JPG|120px]]||Holtasóley|| ''[[Dryas octopetala]]'' || || ||Maí, júní |- | [[Image:Potentilla_atrosanguinea.jpg|120px]]||Blendingsmura|| ''[[Potentilla x hybrida]]'' || 1 || 2 ||Júlí, Ágúst |- | [[Image:Fragaria_vesca_LC0389.jpg|120px]]||Villijarðarber|| ''[[Fragaria vesca]]'' || 2 || 2 ||Júlí |- | [[Image:Geum_rivale_flowers.jpg|120px]]||Fjalldalafífill|| ''[[Geum rivale]]'' || 2 || 2 ||Júní, júlí |- | [[Image:Moeraspirea plant Filipendula ulmaria.jpg|120px]]||Mjaðurt|| ''[[Filipendula ulmaria]]'' || || 3<ref name=":1" /> ||Júní, júlí |- | [[Image:Jalokiurunkannus_Corydalis_nobilis_VI08_C_H4791.jpg|120px]]||Lævirkjaspori|| ''[[Corydalis nobilis]]'' || || ||Júní |- | [[Image:Bayrischer Wald 9928.JPG|120px]]||Hófsóley|| ''[[Caltha palustris]]'' || 2 || 3<ref name=":1" /> ||Júní |- | [[Image:Pulsatilla_vulgaris-700px.jpg|120px]]||Geitabjalla|| ''[[Pulsatilla vulgaris]]'' || 2 || 2 ||Maí, júní |- | [[Image:Anemone_nemorosa_001.JPG|120px]]||Skógarsóley|| ''[[Anemone nemorosa]]'' || || 3 ||Júní |- | [[Image:Aconogonon alaskanum (7833495202).jpg|120px]]||Snæsúra|| ''[[Aconogonon alaskanum]]'' || || ||Júní, júlí Svipuð slöngusúru |- | [[Image:PolygonumBistortaBulgaria1.jpg|120px]]||Slöngusúra|| ''[[Bistorta officinalis]]'' || || ||Júní, júlí |- | [[Image:Diverse fotografier fra Totenåsen og Mjøslandet 34.jpg|120px]]||Rabbabari|| ''[[Rheum officinalis]]'' || || ||Júní, júlí |- | [[Image:Anthyllis-vulneraria.JPG|120px]]||Gullkollur|| ''[[Anthyllis vulneraria]]'' || 1 || 2<ref name=":1" /> ||Júní, júlí |- | [[Image:Lotus_corniculatus10.JPG|120px]]||Maríuskór|| ''[[Lotus corniculatus]]'' || 3 || 1<ref name=":1" /> ||Júní |- | [[Image:Trifolium repens 001.JPG|120px]]||Hvítsmári|| ''[[Trifolium repens]]'' || 3 || 3 ||Júní, júlí |- | [[Image:Hedysarum alpinum.png|120px]]||Lykkjur|| ''[[Hedysarum]]'' || 3 || 2<ref name=":1" /> ||Júní, júlí |- | [[Image:Trifolium pratense Oulu, Finland 10.06.2013.jpg|120px]]||Rauðsmári|| ''[[Trifolium pratense]]'' || 3 || 3 ||Júlí, ágúst |- | [[Image:Trifolium medium 1.jpg|120px]]||Skógarsmári|| ''[[Trifolium medium]]'' || 3|| 3 ||Ágúst, september |- | [[Image:Maitohorsma_(Epilobium_angustifolium).JPG|120px]]||Sigurskúfur|| ''[[Epilobium angustifolium]]'' || 3 || 1 ||Júlí |- | [[Image:Chamerion_latifolium_upernavik_2007-08-06_4.jpg|120px]]||Eyrarrós|| ''[[Epilobium latifolium]]'' || 3 || 1 ||Júní |- | [[Image:Sedum villosum Moor-Mauerpfeffer.JPG|120px]]||Hnoðrar|| ''[[Sedum]]'' || 2 || 2 ||Júní til september (eftir tegundum) |- | [[Image:Claytonia_sibirica_Eglinton.JPG|120px]]||Síberíublaðka|| ''[[Montia siberica]]'' || 3 || 2 ||Maí, júní |- | [[Image:Cerastium_alpinum_ssp_lanatum_1.JPG|120px]]||Músareyra|| ''[[Cerastium alpinum]]'' || || ||Maí, júní |- | [[Image:Mertensia ciliata 002.JPG|120px]]||Bláliljur|| ''[[Mertensia]]'' || || ||Júní júlí |- | [[Image:Pulmonaria saccharata (3497086606).jpg|120px]]||Lyfjajurt|| ''[[Pulmonaria]]'' || 2 || 2 || Maí, júní |- | [[Image:Phacelia.jpg|120px]]||Hunangsjurt|| ''[[Phacelia tanacetifolia]]'' || 3 || 3 ||Júlí |- | [[Image:Dead Nettle (Lamium album) - geograph.org.uk - 403952.jpg|120px]] || [[Ljósatvítönn]]||''[[Lamium album]]'' || 3 || 2 ||Júní - Júlí |- | [[Image:Geranium_sylvaticum_(1).JPG|120px]]||Blágresi|| ''[[Geranium sylvaticum]]'' || 2<ref name=":1">Anna Maurizio & Ina Grafl. 1969. ''Das Trachtpflanzenbuch''. Ehrenwirth Verlag, München. </ref>|| 2 ||Júní |- | [[Image:Tuftedsaxifrage-1.jpg|120px]]||Þúfusteinbrjótur|| ''[[Saxifraga cespitosa]]'' || || ||Maí, júní |- | [[Image:Rhodiola_rosea_a3.jpg|120px]]||Burnirót|| ''[[Rhodiola rosea]]'' || 2 || 2 ||Júní |- | [[Image:Draba norvegica IMG 3693 bergrublom longyeardalen.JPG|120px]]||Vorblóm|| ''[[Draba]]'' || || ||Maí, júní |- | [[Image:Aurinia saxatilis sl6.jpg|120px]]||Nálablóm|| ''[[Alyssum]]'' || 3 || 1 ||Júní, júlí |- | [[Image:Brassica napus 002.JPG|120px]]||Repja|| ''[[Brassica napus]]'' || 3 || 3 ||Júní, júlí |- | [[Image:Puna-ailakki Silene dioica DSC03011 C.JPG|120px]]||Dagstjarna|| ''[[Silene dioica]]'' || || ||Júní til september |- | [[Image:Viola tricolor maritima kz3.jpg|120px]]||Þrenningarfjóla|| ''[[Viola tricolor]]'' || 1 || 1 ||Maí, júní |- | [[Image:Blackcurrant 1.jpg|120px]]||Sólber|| ''[[Ribes nigrum]]'' || 3 || 2 ||Maí, júní |- | [[Image:Ribes rubrum 1.jpg|120px]]||Rifs|| ''[[Ribes rubrum]]'' || 3 || 2 ||Maí, júní |- | [[Image:Gewöhnlicher Löwenzahn Taraxacum officinale agg. big.jpg|120px]]||Túnfífill|| ''[[Taraxacum]]'' || 3 || 3 ||Apríl til júní |- | [[Image:Hieracium aurantiacum Saarland 07.jpg|120px]]||Roðafífill|| ''[[Hieracium aurantiacum]]'' || || ||Júlí, ágúst |- | [[Image:Achillea millefolium vallee-de-grace-amiens 80 22062007 1.jpg|120px]]||Vallhumall|| ''[[Achillea millefolium]]'' || 1 || 1<ref name=":1" /> ||Júlí, ágúst |- | [[Image:Calluna vulgaris11.jpg|120px]]||Beitilyng|| ''[[Calluna vulgaris]]'' || 3 || 1 ||Ágúst,september |- | [[Image:Baerentraube ML0002.jpg|120px]]||Sortulyng|| ''[[Arctostaphylos uva-ursi]]'' || || ||Júní |- | [[Image:Vaccinium uliginosum upernavik 2007-07-02 1.jpg|120px]]||Bláberjalyng|| ''[[Vaccinium uliginosum]]'' || 2 || 2 ||Maí, júní |- | [[Image:Salix glauca hg.jpg|120px]]||Víðir|| ''[[Salix]]'' || 3 || 3 ||Maí, júní |- |} == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera}} {{Wikilífverur|Apis mellifera}} [[Flokkur:Býflugur]] 696nsyuhkkeyujj8e5kciarvprqz5zt Þýðandi (tölvunarfræði) 0 63543 1761336 1721562 2022-07-20T15:30:17Z Comp.arch 32151 Kannski sleppa C# alveg í upptalningunni (alla vega ekki vísa á gamla útgáfu), svo ekki of langur listi. [[Julia (forritunarmál)]] er með innbyggðum þýðanda (líka í raun Python, sem þó þýðir yfir í þeirra VM byte-kóða), þýðir á vélamál, en falið (JIT), svo set ekki í upptalninguna. Myndi vilja hafa besta æðra forritunarmálið í upptalningunni, plús sum þessi algengari. wikitext text/x-wiki :''Þessi grein fjallar um þýðingu forritunarmála. Fyrir þýðingu tungumála, sjá greinina [[þýðing]].'' '''Þýðandi'''<ref>[http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7611/ þýðandi] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140829154559/http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7611/ |date=2014-08-29 }} á [[Tölvuorðasafnið|Tölvuorðasafninu]]</ref> (afar sjaldan kallað '''vistþýðandi''')<ref>[http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7336/ vistþýðandi] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140829151102/http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7336/ |date=2014-08-29 }} á [[Tölvuorðasafnið|Tölvuorðasafninu]]</ref> er [[forrit]] (eða mengi forrita) sem '''þýðir'''<ref>[http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7607/ þýða] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150502134412/http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7607/ |date=2015-05-02 }} á [[Tölvuorðasafnið|Tölvuorðasafninu]]</ref> eða '''vistþýðir'''<ref>[http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7334/ vistþýða] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140829154832/http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7334/ |date=2014-08-29 }} á [[Tölvuorðasafnið|Tölvuorðasafninu]]</ref> [[Frumkóði|frumkóða]] úr einu [[forritunarmál]]i á annað. Algengasta ástæðan fyrir því að kóði er þýddur til að búa til keyrsluforrit. Nær alltaf er um að ræða að þýðingu úr [[æðra forritunarmál]]i (s.s. [[C++]], [[C Sharp|C#]], [[Java]], [[Swift]] eða [[Fortran]]) á [[lágmál]] (s.s. [[vélamál]]). Einnig er hægt að snúa ferlinu við og búa til kóða úr keyrsluforriti, en sá kóði er alla jafna ekki mjög læsilegur. == Vinnuferli þýðanda == Þýðandi fer í gegnum nokkur skref við að þýða kóða yfir í keyrsluforrit, og er eftirfarandi algengast: # Finnur hvar lína byrjar og endar í kóðanum. # Greinir einstök orð hverrar línu og af hvaða tegund þau orð eru (breytur, tölur, aðgerðir, tákn, o.s.frv.) # Skiptir út styttingum fyrir fullar skilgreiningar og innbyrða skrár. # Fer yfir málfræði kóðans, greina setningarlegar villur og búa til setningafræðilegt tré úr kóðanum samkvæmt málfræði forritunarmálsins. # Kannar hvort breytutegundir passi við gildi, tengja vísanir í föll og breytur við skilgreiningar þeirra, og skoða frumstillingar á breytum. # Skoðar hvernig best sé að meðhöndla minni, hvaða vélamálsskipanir skili bestum árangri og búa svo til vélamálstextann. # Beitir bestun á vélamálstextanum með ýmsum leiðum. == Saga þýðenda == Á upphafsárum tölva var hugbúnaður eingöngu skrifaður í vélamáli. Þegar ávinningur varð af því að endurnýta hugbúnað á milli mismunandi tegunda örgjörva myndaðist forsenda fyrir að skrifa þýðendur. Lítið minni fyrstu tölvanna hamlaði útfærslu þýðenda. Í enda sjötta áratugarins var fyrst varið að leggja til forritunarmál sem voru óháð tilteknum tölvum. Í beinu framhaldi voru þróaðir nokkrar tilraunaútgáfur af þýðendum. Fyrsti þýðandinn var var skrifaður árið 1952, af [[Grace Hopper]], fyrir [[A-0 forritunarmálið]]. Sá sem jafnan hlýtur heiðurinn af að hafa smíðað fyrsta fullbúna þýðandann er [[FORTRAN]] hópurinn, undir stjórn [[John Backus]] hjá [[IBM]], árið 1957. Sum forritunarmál, t.d. [[Julia (forritunarmál)|Julia]] eru með innbyggðan þýðanda, sem þýðir forritskóða (e. source code) á vélamál, en þarf ekki sé skref. Þ.e. ferlið lítur svipað út og um túlk væri að ræða, líkt og með [[JavaScript]] (sem upphaflega var eingöngu túlkað, en í nýrri vöfrum, er þýtt með JIT þýðanda), sem þýðir þá að notendur forrita þurfa að fá óþýdd forit í hendurnar. Julia leyfir líka að þýða yfir á vélamál (með PackageCompiler.jl), og fá út forritaskrár líkt og í hefðbundum þýddumm forritunuarmálum líkt og C++ og Fortran. == Tilvísanir == <div class="references-small"><references/></div> == Heimild == * {{wpheimild | tungumál = en | titill = Compiler (computing) | mánuðurskoðað = 23. mars | árskoðað = 2008}} == Tengill == * {{Vísindavefurinn|5347|Hvernig var fyrsta forritið búið til ef það þarf forrit til að búa til forrit?}} [[Flokkur:Tölvunarfræði]] [[Flokkur:Þýðing]] 6mqktephp98rzf26k4bdcnz5il1amzq 1761337 1761336 2022-07-20T15:35:17Z Comp.arch 32151 /* Saga þýðenda */ wikitext text/x-wiki :''Þessi grein fjallar um þýðingu forritunarmála. Fyrir þýðingu tungumála, sjá greinina [[þýðing]].'' '''Þýðandi'''<ref>[http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7611/ þýðandi] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140829154559/http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7611/ |date=2014-08-29 }} á [[Tölvuorðasafnið|Tölvuorðasafninu]]</ref> (afar sjaldan kallað '''vistþýðandi''')<ref>[http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7336/ vistþýðandi] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140829151102/http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7336/ |date=2014-08-29 }} á [[Tölvuorðasafnið|Tölvuorðasafninu]]</ref> er [[forrit]] (eða mengi forrita) sem '''þýðir'''<ref>[http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7607/ þýða] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150502134412/http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7607/ |date=2015-05-02 }} á [[Tölvuorðasafnið|Tölvuorðasafninu]]</ref> eða '''vistþýðir'''<ref>[http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7334/ vistþýða] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140829154832/http://tos.sky.is/tos/to/word/isl/7334/ |date=2014-08-29 }} á [[Tölvuorðasafnið|Tölvuorðasafninu]]</ref> [[Frumkóði|frumkóða]] úr einu [[forritunarmál]]i á annað. Algengasta ástæðan fyrir því að kóði er þýddur til að búa til keyrsluforrit. Nær alltaf er um að ræða að þýðingu úr [[æðra forritunarmál]]i (s.s. [[C++]], [[C Sharp|C#]], [[Java]], [[Swift]] eða [[Fortran]]) á [[lágmál]] (s.s. [[vélamál]]). Einnig er hægt að snúa ferlinu við og búa til kóða úr keyrsluforriti, en sá kóði er alla jafna ekki mjög læsilegur. == Vinnuferli þýðanda == Þýðandi fer í gegnum nokkur skref við að þýða kóða yfir í keyrsluforrit, og er eftirfarandi algengast: # Finnur hvar lína byrjar og endar í kóðanum. # Greinir einstök orð hverrar línu og af hvaða tegund þau orð eru (breytur, tölur, aðgerðir, tákn, o.s.frv.) # Skiptir út styttingum fyrir fullar skilgreiningar og innbyrða skrár. # Fer yfir málfræði kóðans, greina setningarlegar villur og búa til setningafræðilegt tré úr kóðanum samkvæmt málfræði forritunarmálsins. # Kannar hvort breytutegundir passi við gildi, tengja vísanir í föll og breytur við skilgreiningar þeirra, og skoða frumstillingar á breytum. # Skoðar hvernig best sé að meðhöndla minni, hvaða vélamálsskipanir skili bestum árangri og búa svo til vélamálstextann. # Beitir bestun á vélamálstextanum með ýmsum leiðum. == Saga þýðenda == Á upphafsárum tölva var hugbúnaður eingöngu skrifaður í vélamáli. Þegar ávinningur varð af því að endurnýta hugbúnað á milli mismunandi tegunda örgjörva myndaðist forsenda fyrir að skrifa þýðendur. Lítið minni fyrstu tölvanna hamlaði útfærslu þýðenda. Í enda sjötta áratugarins var fyrst varið að leggja til forritunarmál sem voru óháð tilteknum tölvum. Í beinu framhaldi voru þróaðir nokkrar tilraunaútgáfur af þýðendum. Fyrsti þýðandinn var var skrifaður árið 1952, af [[Grace Hopper]], fyrir [[A-0 forritunarmálið]]. Sá sem jafnan hlýtur heiðurinn af að hafa smíðað fyrsta fullbúna þýðandann er [[FORTRAN]] hópurinn, undir stjórn [[John Backus]] hjá [[IBM]], árið 1957. Sum forritunarmál, t.d. [[Julia (forritunarmál)|Julia]] eru með innbyggðan þýðanda, sem þýðir forritskóða (e. source code) á vélamál, en þarf ekki sér skref. Þ.e. virkar álíka og ef [[túlkur (tölvunarfræði)|túlkur]] væri notaður, líkt og með [[JavaScript]] (sem upphaflega var eingöngu túlkað, en í nýrri vöfrum, er þýtt með JIT þýðanda), sem þýðir þá að notendur forrita þurfa að fá óþýdd forrit í hendurnar. Julia leyfir líka að þýða yfir á vélamál (með PackageCompiler.jl), og fá það í hendurnar út í forritaskrár líkt og í hefðbundum þýddum forritunuarmálum eins og með C++ og Fortran. == Tilvísanir == <div class="references-small"><references/></div> == Heimild == * {{wpheimild | tungumál = en | titill = Compiler (computing) | mánuðurskoðað = 23. mars | árskoðað = 2008}} == Tengill == * {{Vísindavefurinn|5347|Hvernig var fyrsta forritið búið til ef það þarf forrit til að búa til forrit?}} [[Flokkur:Tölvunarfræði]] [[Flokkur:Þýðing]] 6i0sbwzgkakayba5abaipp4muf59wxb Tyggigúmmí 0 67334 1761354 1706756 2022-07-20T17:58:51Z Íslenski Frjálsi Vefurinn 84453 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Kaugummis.jpg|thumb|right|Sykurlaust tyggigúmmí]] '''Tyggigúmmí''' (eða '''jórturgúmmí''', '''tyggjó''') er sérstök tegund [[sælgæti]]s sem er ætlað til að tyggja lengi, og er tuggið án þess að því sé kyngt. Tyggigúmmi innihalda jafnan einhvers konar gúmmí, mýkingarefni, sætuefni og bragðefni. Það gúmmi sem notað er í tyggjó er eitthvert næringarsnautt, ómeltanlegt efni sem leysist ekki upp í vatni. Til forna var það trjákvoða en núna er það vanalega gervigúmmí. == Orð höfð um tyggigúmmí á íslensku == Tyggigúmmí hefur stundum einnig verið nefnt '''togleðurstugga''' <ref>{{Cite web |url=http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=612860&s=606691&l=togle%F0urstugga |title=Orðabók Háskólans |access-date=2008-07-12 |archive-date=2016-03-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160306043513/http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=612860&s=606691&l=togle%F0urstugga |dead-url=yes }}</ref> á [[Íslenska|íslensku]] eða '''jórturleður''' <ref>{{Cite web |url=http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=244078&s=293173&l=j%F3rturle%F0ur |title=Orðabók Háskólans |access-date=2008-07-12 |archive-date=2016-03-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160306043328/http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=244078&s=293173&l=j%F3rturle%F0ur |dead-url=yes }}</ref>. Og í íslensku slangri hefur tyggigúmmí stundum verið nefnt '''mellufóður'''. Innflutningur á tyggigúmmí var bannaður á árunum eftir [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöld]], og var þá ein helsta smyglvaran frá [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] ásamt [[Nýlonsokkar|nýlonsokkum]]. Á þeim árum var tyggigúmmí kallað ''gúm'' af æsku landsins. == Tilvitnanir == {{tilvitnun2|Hér læra svírar og bök sig að beygja<br />og burgeisar viljann að seigja, —<br />svo glaðzt er við glataðan sauð.<br />En enginn tælist af orðum um jöfnuð,<br />auður og fátækt á hvort sinn söfnuð.<br /><br />Æpandi þröngvanna gróðagrip<br />á gjaldsins alvald dáðist ég að þar.<br />Á Blámanna-urmulsins yzta jaðar<br />hver einasti munnur var lekandi hrip.<br /> Og jórturleðrið er jaxlað hraðar <br />í [[New York-borg|Jórvík nýju]] en annarstaðar.|''Fimmtutröð'', kvæði eftir [[Einar Benediktsson]]<ref>[http://www.timarit.is/?issueID=433874&pageSelected=15&lang=0 Morgunblaðið 1995]</ref>}} == Tilvísanir == <references/> == Tenglar == * {{Vísindavefurinn|62451|Hvaða áhrif hefur tyggjó á líkamann?}} {{Stubbur}} [[Flokkur:Sælgæti]] 9mtp5vl0i9u2vc9sbuiw4j18p2hpq3l Konrad von Maurer 0 70218 1761328 1706684 2022-07-20T12:52:31Z CommonsDelinker 1159 Skipti út Konrad_von_maurer_1876.jpg fyrir [[Mynd:Konrad_von_Maurer_1870_-_detail.jpg]] (eftir [[commons:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:FR|File renamed]]: 1870 not 1876 + add. detail crit. 3: To correct obvious errors in fi wikitext text/x-wiki [[File:Konrad von Maurer 1870 - detail.jpg|thumb|Olíumálverk af Konrad Maurer eftir Knud Bergslien, málað árið 1876. Í eigu háskólans í [[Ósló]].]] [[File:konrad von maurer.jpg|thumb|Konrad Maurer]] [[File:Joseph echteler konrad v maurer 1888 2.jpg|thumb|Konrad Maurer, [[Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn]]]] '''Konrad Heinrich von Maurer''' ([[29. apríl]] [[1823]] – [[16. september]] [[1902]]) var [[Þýskaland|þýskur]] réttarsagnfræðingur, [[þjóðfræði]]ngur og norrænufræðingur. Á Íslandi er hann er meðal annars þekktur fyrir dagbók sína er hann skrifaði á Íslandsferð sinni árið [[1858]] og þann stuðning sem hann sýndi Íslendingum í [[Sjálfstæðisbarátta Íslendinga|sjálfstæðisbaráttunni]]. == Æska == Konrad Maurer var sonur Georg Ludwig von Maurer og Friederike Maurer (fædd Heydweiller). Systir hans var Charlotte (1821-1874). Árið 1826 fluttist fjölskyldan frá Frankenthal í [[Pfalz]] til [[München]] því faðir hans hafði fengið ráðningu sem prófessor í þýskri réttarsögu við Ludwig-Maximilians háskólann í München. Sjö ára að aldri missti Konrad Maurer móður sína. Í tvö ár dvaldi hann í [[Grikkland]]i þar sem faðir hans starfaði í ráðuneyti [[Ottó 1. Grikklandskonungur|Ottós I]] Grikklandskonungs, meðal annars við gerð stjórnarskrár landsins. Að því loknu flutti fjölskyldan aftur til München. Konrad Maurer fékk tilsögn hjá einkakennurum og lauk stúdentsprófi árið [[1839]] frá Altes Gymnasium í München (nú Wilhelmsgymnasium). Áhugi hans stefndi til [[náttúruvísindi|náttúruvísinda]], einkum steindafræði. Samkvæmt ósk föður síns lagði hann stund á [[lögfræði]] í München, [[Leipzig]] og [[Berlín]]. Í námi sínu varð Konrad Maurer fyrir miklum áhrifum af lögfræðingnum Wilhelm Eduard Albrecht sem og [[Grimmsbræður|Jacob Grimm]], upphafsmanni þýskrar þjóðfræði og fornfræði. == Störf == Konrad Maurer lauk doktorsprófi árið [[1845]] einungis 22 ára gamall og þáði árið [[1847]] (eiginlega gegn sínum eigin vilja) stöðu aðstoðarprófessors í lögfræði við háskólann í München. Árið 1855 var hann ráðinn prófessor í þýskum einka- og ríkisrétti. Konrad Maurer fékk mikinn áhuga á norrænum þjóðum og menningu þeirra, bókmenntum og sögu, en þó sérstaklega Íslandi og Noregi. Á Íslandi er litið á hann sem einn af helstu bandamönnum landsins á 19. öldinni. Frá árinu 1856 gerðist hann talsmaður sjálfstæðis Íslands og studdi [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jón Sigurðsson]] í sjálfstæðisbaráttu hans. == Ferð Konrad Maurers til Íslands == Vorið [[1858]] ferðaðist Maurer til Íslands og dvaldi þar í hálft ár. Hann ferðaðist víða um landið ásamt jarðfræðingnum [[Georg Winkler]] og leiðsögumanninum Ólafi Ólafssyni. Á ferðinni safnaði hann íslenskum [[þjóðsögur|þjóðsögum]], sem gefnar voru út í Leipzig árið [[1886]], rannsakaði sögustaði og lagði sig fram við að kynnast fólki sem gat veitt honum upplýsingar um land og þjóð. Leið hans lá fyrst um Suðurland og síðan norður yfir [[Sprengisandur|Sprengisand]]. Frá [[Bárðardalur|Bárðardal]] fór hann til [[Akureyri|Akureyrar]] og þaðan vestur í Dali og [[Breiðafjörður|Breiðafjörð]] og þaðan lá leiðin til [[Borgarfjörður|Borgarfjarðar]] og síðan til [[Reykjavík]]ur. Hann hélt [[dagbók]] allan tímann og skrifaði síðar mikla [[Ferðasaga|ferðasögu]]. Sú saga lá lengi gleymd og grafin, en fannst árið [[1972]]. Á þýsku er hún aðeins til í handriti en var þýdd á íslensku og gefin út árið 1997<ref>Konrad Maurer, Íslandsferð 1858. Ferðafélag Íslands, Reykjavík 1997. Þýðandi: Baldur Hafstað.</ref>. == Starfsævi Konrads Maurers == Konrad Maurer sérhæfði sig í norrænni [[réttarsaga|réttarsögu]] og var í fararbroddi fræðimanna á því sviði. Hann hélt fyrirlestra í München, [[Ósló]] og [[Kaupmannahöfn]]. Með rannsóknum sínum lagði hann grunninn að [[norræn fræði|norrænum fræðum]]. Árið 1865 var Konrad Maurer tekinn inn í bæversku vísindaakademíuna vegna stefnumarkandi rannsókna sinna. Árið 1876 var hann heiðraður með þjónustuorðu bæversku kórónunnar og samkvæmt reglum orðunnar fékk hann aðalsnafnbótina „Ritter von“. Hann hafnaði því hins vegar alla tíð að nota þessa nafnbót í persónulegum samskiptum. Sama ár var hann tilnefndur heiðursdoktor við háskólann í Kristjaníu (Ósló). Hann neitaði að taka stöðu prófessors sem kennd var við hann sjálfan sem ráðgert var að stofna við háskólann í Kristjaníu. == Fjölskylda og vinir == Nokkrum dögum eftir heimkomuna frá Íslandi giftist Konrad Maurer Valerie von Faulhaber. Þau eignuðust átta börn. Af þeim létust tvö á barns aldri. Elsti sonur þeirra, Ludwig Maurer (1859-1927) varð prófessor í stærðfræði í Tübingen. Markus Maurer (1861-1891) var sagnfræðikennari í Würzburg. Yngsti sonurinn, Friedrich Maurer, (1866-1914) var major í 14. sveit bæversku fótgönguliðanna. Á meðal vina hans frá Noregi voru [[Peter Christen Asbjørnsen]], [[Henrik Ibsen]] og [[Bjørnstjerne Bjørnson]]. Á áttunda áratug 19. aldarinnar var heimili Maurers í München eins konar samkomustaður skandinavískra listamanna, rithöfunda og fræðimanna. Þeir sem vöndu komu sína til hans voru t.d. Henrik Ibsen, Marcus Grønvold, Eilif Peterssen, Christian Meyer Ross, Oscar Wergeland og [[Sophus Bugge]]. == Konrad Maurer á efri árum == Þrátt fyrir að Maurer hafi notið mikillar virðingar sem réttarsagnfræðingur og fyrirlestrar hans hafi notið mikillar hylli, þótti honum leitt að geta ekki sinnt áhugamálum sínum betur vegna kennslustarfa sinna. Þegar aldurinn færðist yfir hann varð hann þunglyndur og dró sig til baka frá opinberum vettvangi. Árið fékk Maurer lausn frá störfum vegna lasleika og lést árið 1902 í München þar sem hann var jarðsettur í kirkjugarðinum Alter Südfriedhof (svæði 30). [[Ferðafélag Íslands]] ákvað að heiðra minningu Konrad Maurers og lét útbúa legsteina og letra á þá kveðju frá íslensku þjóðinni. Þeim var komið fyrir á gröf Konrads og Valerie Maurer árið 1998 í tilefni af 175 ára afmæli Maurers. Hið mikla bókasafn hans sem taldi um 9000 titla var að mestu leyti selt til [[Harvardháskóli|Harvard]]háskólans í Bandaríkjunum og einnig til Bar Association New York. Hluti þeirra bóka er nú aðgengilegur annars vegar í bókasafni lagadeildar [[Yaleháskóli|Yaleháskóla]]<ref>''Reports of the President and the Treasurer of Harvard College 1903-04.'' Cambridge, Mass.: Harvard University, 1905. (The University Publication Vol. II. No. 4), S. 214ff.</ref> og hins vegar í bókasafni lagadeildar George Washington University. == Tilvísanir == <references /> == Heimildir == * [http://www.timarit.is/?issueID=435971&pageSelected=2&lang=0 ''Kaflar úr ferðabók Konrads Maurers''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1994] * [http://www.konrad-maurer.de/ Upplýsingavefur um Konrad Maurer] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130401084802/http://www.konrad-maurer.de/ |date=2013-04-01 }} * [http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=19885 Grein um Konrad Maurer á Vísindavefnum] == Tenglar == * [http://sagnagrunnur.arnastofnun.is/s/#person/2236 Skrásettar þjóðsögur Konrads Maurers í Sagnagrunni] [[Flokkur:Þjóðsagnasafnarar]] [[Flokkur:Þýskir sagnfræðingar]] [[Flokkur:Þýskir þjóðfræðingar]] {{fde|1832|1902|Maurer, Konrad von}} 9k63hdc5yauqsmxcbhqv5u8uw0ydsci Guangdong 0 72294 1761352 1761325 2022-07-20T16:24:14Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:China Guangdong.svg|thumb|Kort sem sýnir legu '''Guangdong héraðs''' í sunnanverðu Kína.|alt=Landakort sem sýnir legu héraðsins Guangdong í sunnanverðu Kína.]] [[Mynd:Shenzhenriver.jpg|thumb|right|Þéttbýli við Perluá]] '''Guangdong''' ''([[Kínverska|kínverska:]]; ''广东''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngdōng)'' er fjölmennasta [[Héruð Kína|héraðið]] í [[Kína]]. Þar búa yfir 86 milljónir manna. Héraðið er þekkt fyrir mikla iðnframleiðslu, sérstaklega við mynni [[Perluá]]r sem er eitt þéttbýlasta svæði jarðar. Iðnaðurinn laðar að mikinn fjölda verkamanna frá öðrum héruðum og talið er að íbúafjöldinn sé að jafnaði 30 milljónum hærri af þeim sökum. Höfuðborg héraðsins er [[Guangzhou]]. Önnur stór borg er [[Foshan]]. Héraðið inniheldur þrjú [[sérstakt efnahagssvæði|sérstök efnahagssvæði]]: [[Shenzhen]], [[Shantou]] og [[Zhuhai]]. Hagkerfi Guangdong er gríðaröflugt og hefur verið í miklum vexti í meira en þrjá áratugi verið það langefnaðasta í Kína.<ref>{{Cite web|url=https://global.chinadaily.com.cn/a/202102/01/WS60176702a31024ad0baa6695.html|title=Guangdong ranks 13th in world by GDP|last=赵诗悦|website=global.chinadaily.com.cn|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Citation|title=List of Chinese administrative divisions by GDP|date=2022-06-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_Chinese_administrative_divisions_by_GDP&oldid=1092878855|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref> Árið 2021 var það 13 stærsta hagkerfi heims.<ref>{{Cite web|url=https://global.chinadaily.com.cn/a/202102/01/WS60176702a31024ad0baa6695.html|title=Guangdong ranks 13th in world by GDP|last=赵诗悦|website=global.chinadaily.com.cn|access-date=2022-07-20}}</ref> Árið 2021 var þjóðarframleiðsla Guangdong héraðs um $1,92 billjónir bandaríkjadala og óx um 8% á ári. Þetta gerir Guangdong að efnaðsta héraði Kína 33ja árið í röð. Til samanburðar, sé byggt á tölfræði ársins 2020, var þjóðarframleiðsla Guangdong hærri er [[Ítalía|Ítalíu]] ($1.89 billjónir bandaríkjadala), [[Kanada]] ($1.64 billjónir bandaríkjadala), og [[Suður-Kórea|Suður Kóreu]] ($1.64 billjónir bandaríkjadala).<ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/chinas-2021-gdp-performance-a-look-at-major-provinces-and-cities/|titill=China’s Most Productive Provinces and Cities as per 2021 GDP Statistics|höfundur=China Briefing|útgefandi=Dezan Shira & Associates. T|mánuður=7. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref> == Tengt efni == * [[Héruð í Kína]] == Tilvísanir == <references /> {{Stubbur|landafræði}} {{Stjórnsýslueiningar í Alþýðulýðveldinu Kína}} [[Flokkur:Héruð í Kína]] 6z35r0d2zonpggbz8egpyvyi248bxq2 Guangzhou 0 72310 1761357 1661241 2022-07-20T19:08:07Z Dagvidur 4656 Endurrita greinarstubbinn Guangzhou og bæti við heimildum wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Skýjakljúfar [[Guangzhou]] borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref> Borgin er við ósa Perluár við Suður-Kínahaf. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af Hong Kong og 145 kílómetrum norður af Macau. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa. Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Kanton. Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, jafnvel fram til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow æ meir notað í íslenskum miðlum í stað Kanton og í dag er Guangzhou meira notað.<ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og alþjóðaflugvöllur borgarinnar. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. == Tenglar == * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] mlk1dnrjetpw03lzh4k16yy91gko2hm 1761358 1761357 2022-07-20T19:09:26Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Skýjakljúfar [[Guangzhou]] borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref> Borgin er við ósa Perluár við Suður-Kínahaf. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af Hong Kong og 145 kílómetrum norður af Macau. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa. Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Kanton. Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, jafnvel fram til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow æ meir notað í íslenskum miðlum í stað Kanton og í dag er Guangzhou meira notað.<ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og alþjóðaflugvöllur borgarinnar. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] ckmkmdnv25jxca6k7gn5mi60ed138xf 1761359 1761358 2022-07-20T19:16:36Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref> Borgin er við ósa Perluár við Suður-Kínahaf. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af Hong Kong og 145 kílómetrum norður af Macau. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa. Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Kanton. Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, jafnvel fram til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow æ meir notað í íslenskum miðlum í stað Kanton og í dag er Guangzhou meira notað.<ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og alþjóðaflugvöllur borgarinnar. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] f700xz1d8d0tboolxc906zlrk8b8ms6 1761360 1761359 2022-07-20T19:27:25Z Dagvidur 4656 Bætti við heimild wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref> Borgin er við ósa Perluár við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá ''Kanton''. Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, jafnvel fram til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow æ meir notað í íslenskum miðlum í stað Kanton og í dag er Guangzhou meira notað.<ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og alþjóðaflugvöllur borgarinnar. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] ri326j3b1ryd3y7g0f038agxtjlgejb 1761361 1761360 2022-07-20T19:35:21Z Dagvidur 4656 bætti við heimildum wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref> Borgin er við ósa Perluár við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, jafnvel fram til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow æ meir notað í íslenskum miðlum í stað Kanton og í dag er Guangzhou meira notað.<ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og alþjóðaflugvöllur borgarinnar. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 8mek36s51djrj0zbpt2ng71ait7rfh6 1761367 1761361 2022-07-20T19:55:35Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref> Borgin er við ósa Perluár við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og alþjóðaflugvöllur borgarinnar. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] m9yf5ewwgaq3p66hsc4lkxjjpgat3w5 Forboðna borgin 0 72407 1761372 1708358 2022-07-20T23:34:56Z Dagvidur 4656 Leiðrétti tengla wikitext text/x-wiki [[Mynd:Beijing-forbidden4.jpg|thumb|200px|]] '''Forboðna borgin''' er [[Beijing]], heimili keisara af [[Mingveldið|Ming]]<nowiki/>- og [[Tjingveldið|Tjingveldanna]]. Hin eiginlega keisarahöll (Gugong), sem er nú hallarsafn, nær yfir meira en 110 ha. Umhverfis hana er 50 m breiður skurður fullur af vatni og 10,7 m hár múr. Ming-keisarinn Yongle ([[1403]]-[[1424]]) lét endurnýja fullkomlega á árunum [[1406]]-[[1420]]<ref> [http://www.icelandonline.is/ferdaheimurisl/kina_peking_skodunarv.htm]</ref>. == Notes == {{reflist|2}} {{Stubbur}} [[Flokkur:Byggingar og mannvirki í Kína]] 46wrhz6re9yoi2hf36ykfundz2u89et Dwyane Wade 0 76620 1761396 1684025 2022-07-21T08:10:55Z CommonsDelinker 1159 Skipti út Dwyane_Wade2.jpg fyrir [[Mynd:Dwyane_Wade.jpg]] (eftir [[commons:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:Duplicate|Duplicate]]: Exact or scaled-down duplicate: [[:c::File:Dwyane Wade.jpg|]]). wikitext text/x-wiki [[Mynd:Dwyane Wade.jpg|thumb|right|250px|Dwyane Wade]] '''Dwyane Tyrone Wade, Jr.''' (fæddur [[17. janúar]] [[1982]]) er fyrrum [[Bandaríkin|bandarískur]] körfuknattleiksmaður sem spilaði síðast fyrir [[Miami Heat]] í [[National Basketball Association|NBA-deildinni]]. Wade var [[skotbakvörður]]. ''[[Sports Illustrated]]'' nefndi hann íþróttamann ársins árið 2006. Wade leiddi Miami Heat til sigurs í úrslitum NBA-deildarinnar árið 2006 og var valinn besti leikmaður úrslitaviðureignarinnar. Tímabilið 2008-2009 var hann stigakóngur deildarinnar. Árin 2016-2018 spilaði hann með [[Chicago Bulls]] og [[Cleveland Cavaliers]] áður en hann sneri aftur til Miami. {{stubbur|æviágrip|körfubolti}} {{fe|1982|Wade, Dwayne}} [[Flokkur:Bandarískir körfuknattleiksmenn|Wade, Dwayne]] [[Flokkur:Fólk fætt árið 1982]] paafhh0l3y32471y4abtpu2ghpdaamt Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2010 0 87840 1761374 1761228 2022-07-20T23:48:52Z 31.209.245.103 /* Riðlakeppni */ wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010''' var haldið í [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]] dagana [[11. júní]] til [[11. júlí]] [[2010]]. Heimsmeistaramótið er það 19. í röðinni, en það eru haldin á fjögurra ára fresti. Spánverjar unnu Hollendinga í úrslitum 1-0 þar sem Andrés Iniesta skoraði 116 mínútu, og Þjóðverjar Úrúgvæji í leik um 3ja sætið, 3-2 þar sem Cavani og Forlán skoruðu fyrir Úrúgvæji og Müller, Jansen og Khedira skoruðu fyrir Þjóðverjana. == Knattspyrnuvellir == <center> {{Clear}}<div style="max-width:760px; padding-top:1px"> {| class="wikitable" style="float:left; text-align:center; height:769px" |- ! [[Jóhannesarborg]] |- | [[Soccer City]] |- | Heildarfjöldi: '''91,141''' |- | [[Mynd:Soccer City Stadium Exterior.jpg|160px]] |- ! [[Durban]] |- | [[Moses Mabhida Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''70,000''' |- | [[Mynd:Moses Mabhida Stadion durban aerial view 1.jpg|160px]] |- ! [[Höfðaborg]] |- | [[Cape Town Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''69,070''' |- | [[Mynd:Cape Town Stadium - panoramio.jpg|160px]] |- ! [[Jóhannesarborg]] |- | [[Ellis Park Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''62,567''' |- | [[Mynd:Ellis Park Stadium.jpg|160px]] |} {| class="wikitable" style="float:right; text-align:center; height:769px" |- ! [[Polokwane]] |- | [[Peter Mokaba Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''46,000''' |- | [[Mynd:Peter Mokaba Stadium in Polokwane, Limpopo, South Africa (8714600990).jpg|160px]] |- ! [[Rustenburg]] |- | [[Royal Bafokeng Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''44,530''' |- | |- ! [[Nelspruit]] |- | [[Mbombela Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''43,589''' |- | [[Mynd:Mbombela Stadium Aerial View.jpg|160px]] |} {| class="wikitable" style="text-align:center; height: 769px" |- ! [[Pretoría]] ! [[Port Elizabeth|Elísabetarhöfn]] |- | [[Loftus Versfeld Stadium]] | [[Nelson Mandela Bay Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''51,760''' | Heildarfjöldi: '''48,000''' |- | [[Mynd:Loftus_Versfeld_Stadium.jpg|160px]] | [[Mynd:Nelson Mandela Stadium in Port Elizabeth.jpg|160px]] |- |colspan=2| {{location map+ |Suður-Afríka |float=left |width=400|places= {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-26.234797 |long=27.982353 |label=[[Jóhannesarborg]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-29.829444 |long=31.030278 |label=[[Durban]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-33.903461 |long=18.411153 |label=[[Höfðaborg]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-25.753333 |long=28.222778 |label=[[Pretoría]]|position=top}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-33.937778 |long=25.598889 |label=[[Elísabetarhöfn]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-29.117292 |long=26.208847 |label=[[Bloemfontein]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-23.924689 |long=29.468765 |label=[[Polokwane]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-25.5786 |long=27.1607 |label=[[Rustenburg]]|position=left}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-25.46172 |long=30.929689 |label=[[Nelspruit]]|position=top}}}} |- ! [[Bloemfontein]] |- | [[Free State Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''48,000''' |- | |} </div> </center> == Riðlakeppni == ==== Riðill A ==== Líkt og fjórum árum fyrr léku heimamenn í opnunarleik keppninnar, þar sem Suður-Afríka og Mexíkó skildu jöfn, 1:1. Síðar sama dag gerðu Úrúgvæ og Frakkland markalaust jafntefli. Allt logaði í deilum innan franska landsliðshópsins og lið þeirra hrundi gjörsamlega. Í næsta leik töpuðu Frakkar fyrir Mexíkó og loks fyrir heimamönnum í síðustu umferðinni. Sá sigur dugði þó gestgjöfunum ekki áfram, því markatala þeirra var slæm eftir 3:0 tap fyrir toppliði Úrúgvæ. Suður-Afríka varð því fyrsta gestgjafaþjóðin í sögunni sem mistókst að komast upp úr riðlakeppni. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]]||[[Úrúgvæ]]||3||2||1||0||4||0||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkó]]||3||1||1||0||3||2||+1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]]||[[Suður-Afríka]]||3||1||1||0||3||5||-2||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]]||[[Frakkland]]||3||0||1||2||1||4||-3||'''1''' |- |} 11. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 11. júní - Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 16. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoríu * [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 17. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 22. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 22. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka ==== Riðill B ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentína]]||3||3||0||0||7||1||+6||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of South Korea.svg|20px]]||[[Suður-Kórea]]||3||2||1||0||5||6||-1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]]||[[Grikkland]]||3||1||0||2||2||5||-3||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]]||[[Nígería]]||3||0||1||2||3||5||-2||'''1''' |- |} 12. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]] Grikkland 12. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 17. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 4 : 1 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 17. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]] Grikkland 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 22. júní - Moses Mabhida leikvangurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 22. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]] Grikkland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína ==== Riðill C ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]]||[[Bandaríkin]]||3||1||2||0||4||3||+1||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of England.svg|20px]]||[[England]]||3||1||2||0||2||1||+1||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]]||[[Slóvenía]]||3||1||1||0||3||3||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]]||[[Alsír]]||3||0||1||2||0||2||-2||'''1''' |- |} *{{ENG}} 1-1(1-1) {{USA}} *[[File:Flag_of_Algeria.svg|20px]] 0-1(0-0) [[File:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] *[[File:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] 2-2(2-0) {{USA}} *{{ENG}} 0-0 [[File:Flag_of_Algeria.svg|20px]] *[[File:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] 0-1(0-1) {{ENG}} *{{USA}} 1-0(0-0) [[File:Flag_of_Algeria.svg|20px]] ==== Riðill D ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýskaland]]||3||2||0||1||5||1||+4||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Ghana.svg|20px]]||[[Gana]]||3||1||1||1||2||2||0||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]]||[[Ástralía]]||3||1||1||1||2||6||-3||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]]||[[Serbía]]||3||1||0||2||2||3||-1||'''3''' |- |} *{{GER}} 4-0(2-0) {{AUS}} *{{SRB}} 0-1(0-0) {{GHA}} *{{GER}} 0-1(0-1) {{SRB}} *{{GHA}} 1-1(1-1) {{AUS}} *{{GHA}} 0-1(0-0) {{GER}} *{{AUS}} 2-1(0-0) {{SRB}} ==== Riðill E ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]]||[[Holland]]||3||3||0||0||5||1||+4||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]]||[[Japan]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]]||[[Danmörk]]||3||1||0||2||3||6||-3||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]]||[[Kamerún]]||3||0||0||3||2||5||-3||'''0''' |- |} *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 2-0(0-0) [[File:Flag_of_Denmark.svg|20px]] *{{JPN}} 1-0(1-0) {{CMR}} *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 1-0(0-0) {{JPN}} *{{CMR}} 1-2(1-1) [[File:Flag_of_Denmark.svg|20px]] *[[File:Flag_of_Denmark.svg|20px]] 1-3(0-2) {{JPN}} *{{CMR}} 1-2(0-1) [[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] ==== Riðill F ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæ]]||3||1||2||0||3||1||+2||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Slovakia.svg|20px]]||[[Slóvakía]]||3||1||1||1||4||5||-1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_New Zealand.svg|20px]]||[[Nýja-Sjáland]]||3||0||3||0||2||2||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]]||[[Ítalía]]||3||0||2||1||4||5||-1||'''2''' |- |} *{{ITA}} 1-1(0-1) {{PRY}} *{{NZL}} 1-1(0-0) {{SVK}} *{{SVK}} 0-2(0-1) {{PRY}} *{{ITA}} 1-1(1-1) {{NZL}} *{{SVK}} 3-2(1-0) {{ITA}} *{{PRY}} 0-0 {{NZL}} ==== Riðill G ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilía]]||3||2||1||0||5||2||+3||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Portugal.svg|20px]]||[[Portúgal]]||3||1||2||0||7||0||+7||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]]||[[Fílabeinsströndin]]||3||1||1||1||4||3||+1||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_North Korea.svg|20px]]||[[Norður-Kórea]]||3||0||0||3||1||12||-11||'''0''' |- |} *{{CIV}} 0-0 {{PRT}} *{{BRA}} 2-1(0-0) {{PRK}} *{{BRA}} 3-1(1-0) {{CIV}} *{{PRT}} 7-0(1-0) {{PRK}} *{{PRT}} 0-0 {{BRA}} *{{PRK}} 0-3(0-2) {{CIV}} ==== Riðill H ==== Svisslendingar fengu óskabyrjun þegar þeir sigruðu Spánverja í upphafsleik riðilsins á meðan Síle lagði Hondúras. Spánverjar hrukku þó í gang og unnu tvo næstu leiki. Hondúras hafnaði á botninum en náði þó að setja strik í reikninginn hjá Svisslendingum með því að gera jafntefli við þá í lokaleiknum og bæði lið sátu eftir í riðlinum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spánn]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]]||[[Síle]]||3||2||0||1||3||2||+1||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]]||[[Sviss]]||3||1||1||1||1||1||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]]||[[Hondúras]]||3||0||1||2||0||3||-3||'''1''' |- |} 16. júní - Mbombela leikvangurinn, Nelspruit * [[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]] Hondúras 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] Síle 16. júní - Moses Mabhida leikvangurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 21. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] Síle 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 21. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]] Hondúras 25. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] Síle 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 25. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]] Hondúras === Útsláttarkeppni === ==== 16 liða úrslit ==== *{{URY}} 2-1(1-0) {{KOR}} *{{USA}} 1-2 Prorr. (1-1, 0-1) {{GHA}} *{{GER}} 4-1(2-1) {{ENG}} *{{ARG}} 3-1(2-0) {{MEX}} *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 2-1(1-0) {{SVK}} *{{BRA}} 3-0(2-0) {{CHL}} *{{PRY}} 0-0 Prorr. 5-3 PSO {{JPN}} *{{ESP}} 1-0(0-0) {{PRT}} ==== Fjórðungsúrslit ==== *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 2-1(0-1) {{BRA}} *{{URY}} 1-1 Prorr. (1-1, 0-1) 4-2 PSO {{GHA}} *{{ARG}} 0-4(0-1) {{GER}} *{{PRY}} 0-1(0-0) {{ESP}} ==== Undanúrslit ==== *{{URY}} 2-3(1-1) [[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] *{{GER}} 0-1(0-0) {{ESP}} ==== Bronsleikur ==== *{{URY}} 2-3(1-1) {{GER}} ==== Úrslitaleikur ==== *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 0-1 Prorr. {{ESP}} == Champion == [[File:Flag_of_Spain.svg|200px]] [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:2010]] ahfb2ltjtx9bb0f35yv9mc7w7ta4oqa 1761380 1761374 2022-07-21T00:05:06Z 31.209.245.103 /* Riðlakeppni */ wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010''' var haldið í [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]] dagana [[11. júní]] til [[11. júlí]] [[2010]]. Heimsmeistaramótið er það 19. í röðinni, en það eru haldin á fjögurra ára fresti. Spánverjar unnu Hollendinga í úrslitum 1-0 þar sem Andrés Iniesta skoraði 116 mínútu, og Þjóðverjar Úrúgvæji í leik um 3ja sætið, 3-2 þar sem Cavani og Forlán skoruðu fyrir Úrúgvæji og Müller, Jansen og Khedira skoruðu fyrir Þjóðverjana. == Knattspyrnuvellir == <center> {{Clear}}<div style="max-width:760px; padding-top:1px"> {| class="wikitable" style="float:left; text-align:center; height:769px" |- ! [[Jóhannesarborg]] |- | [[Soccer City]] |- | Heildarfjöldi: '''91,141''' |- | [[Mynd:Soccer City Stadium Exterior.jpg|160px]] |- ! [[Durban]] |- | [[Moses Mabhida Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''70,000''' |- | [[Mynd:Moses Mabhida Stadion durban aerial view 1.jpg|160px]] |- ! [[Höfðaborg]] |- | [[Cape Town Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''69,070''' |- | [[Mynd:Cape Town Stadium - panoramio.jpg|160px]] |- ! [[Jóhannesarborg]] |- | [[Ellis Park Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''62,567''' |- | [[Mynd:Ellis Park Stadium.jpg|160px]] |} {| class="wikitable" style="float:right; text-align:center; height:769px" |- ! [[Polokwane]] |- | [[Peter Mokaba Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''46,000''' |- | [[Mynd:Peter Mokaba Stadium in Polokwane, Limpopo, South Africa (8714600990).jpg|160px]] |- ! [[Rustenburg]] |- | [[Royal Bafokeng Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''44,530''' |- | |- ! [[Nelspruit]] |- | [[Mbombela Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''43,589''' |- | [[Mynd:Mbombela Stadium Aerial View.jpg|160px]] |} {| class="wikitable" style="text-align:center; height: 769px" |- ! [[Pretoría]] ! [[Port Elizabeth|Elísabetarhöfn]] |- | [[Loftus Versfeld Stadium]] | [[Nelson Mandela Bay Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''51,760''' | Heildarfjöldi: '''48,000''' |- | [[Mynd:Loftus_Versfeld_Stadium.jpg|160px]] | [[Mynd:Nelson Mandela Stadium in Port Elizabeth.jpg|160px]] |- |colspan=2| {{location map+ |Suður-Afríka |float=left |width=400|places= {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-26.234797 |long=27.982353 |label=[[Jóhannesarborg]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-29.829444 |long=31.030278 |label=[[Durban]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-33.903461 |long=18.411153 |label=[[Höfðaborg]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-25.753333 |long=28.222778 |label=[[Pretoría]]|position=top}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-33.937778 |long=25.598889 |label=[[Elísabetarhöfn]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-29.117292 |long=26.208847 |label=[[Bloemfontein]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-23.924689 |long=29.468765 |label=[[Polokwane]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-25.5786 |long=27.1607 |label=[[Rustenburg]]|position=left}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-25.46172 |long=30.929689 |label=[[Nelspruit]]|position=top}}}} |- ! [[Bloemfontein]] |- | [[Free State Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''48,000''' |- | |} </div> </center> == Riðlakeppni == ==== Riðill A ==== Líkt og fjórum árum fyrr léku heimamenn í opnunarleik keppninnar, þar sem Suður-Afríka og Mexíkó skildu jöfn, 1:1. Síðar sama dag gerðu Úrúgvæ og Frakkland markalaust jafntefli. Allt logaði í deilum innan franska landsliðshópsins og lið þeirra hrundi gjörsamlega. Í næsta leik töpuðu Frakkar fyrir Mexíkó og loks fyrir heimamönnum í síðustu umferðinni. Sá sigur dugði þó gestgjöfunum ekki áfram, því markatala þeirra var slæm eftir 3:0 tap fyrir toppliði Úrúgvæ. Suður-Afríka varð því fyrsta gestgjafaþjóðin í sögunni sem mistókst að komast upp úr riðlakeppni. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]]||[[Úrúgvæ]]||3||2||1||0||4||0||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkó]]||3||1||1||0||3||2||+1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]]||[[Suður-Afríka]]||3||1||1||0||3||5||-2||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]]||[[Frakkland]]||3||0||1||2||1||4||-3||'''1''' |- |} 11. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 11. júní - Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 16. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoríu * [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 17. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 22. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 22. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka ==== Riðill B ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentína]]||3||3||0||0||7||1||+6||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of South Korea.svg|20px]]||[[Suður-Kórea]]||3||2||1||0||5||6||-1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]]||[[Grikkland]]||3||1||0||2||2||5||-3||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]]||[[Nígería]]||3||0||1||2||3||5||-2||'''1''' |- |} 12. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]] Grikkland 12. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 17. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 4 : 1 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 17. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]] Grikkland 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 22. júní - Moses Mabhida leikvangurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 22. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]] Grikkland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína ==== Riðill C ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]]||[[Bandaríkin]]||3||1||2||0||4||3||+1||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of England.svg|20px]]||[[England]]||3||1||2||0||2||1||+1||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]]||[[Slóvenía]]||3||1||1||0||3||3||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]]||[[Alsír]]||3||0||1||2||0||2||-2||'''1''' |- |} 12. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 13. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] Alsír 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] Slóvenía 18. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] Slóvenía 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 18. júní - Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] Alsír 23. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] Slóvenía 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 23. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] Alsír ==== Riðill D ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýskaland]]||3||2||0||1||5||1||+4||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Ghana.svg|20px]]||[[Gana]]||3||1||1||1||2||2||0||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]]||[[Ástralía]]||3||1||1||1||2||6||-3||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]]||[[Serbía]]||3||1||0||2||2||3||-1||'''3''' |- |} 13. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] Serbía 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 13. júní - Moses Mabhida leikvangurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 4 : 0 [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 18. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] Serbía 19. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 23. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 23. júní - Mbombela leikvangurinn, Nelspruit * [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] Serbía ==== Riðill E ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]]||[[Holland]]||3||3||0||0||5||1||+4||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]]||[[Japan]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]]||[[Danmörk]]||3||1||0||2||3||6||-3||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]]||[[Kamerún]]||3||0||0||3||2||5||-3||'''0''' |- |} *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 2-0(0-0) [[File:Flag_of_Denmark.svg|20px]] *{{JPN}} 1-0(1-0) {{CMR}} *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 1-0(0-0) {{JPN}} *{{CMR}} 1-2(1-1) [[File:Flag_of_Denmark.svg|20px]] *[[File:Flag_of_Denmark.svg|20px]] 1-3(0-2) {{JPN}} *{{CMR}} 1-2(0-1) [[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] ==== Riðill F ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæ]]||3||1||2||0||3||1||+2||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Slovakia.svg|20px]]||[[Slóvakía]]||3||1||1||1||4||5||-1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_New Zealand.svg|20px]]||[[Nýja-Sjáland]]||3||0||3||0||2||2||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]]||[[Ítalía]]||3||0||2||1||4||5||-1||'''2''' |- |} *{{ITA}} 1-1(0-1) {{PRY}} *{{NZL}} 1-1(0-0) {{SVK}} *{{SVK}} 0-2(0-1) {{PRY}} *{{ITA}} 1-1(1-1) {{NZL}} *{{SVK}} 3-2(1-0) {{ITA}} *{{PRY}} 0-0 {{NZL}} ==== Riðill G ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilía]]||3||2||1||0||5||2||+3||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Portugal.svg|20px]]||[[Portúgal]]||3||1||2||0||7||0||+7||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]]||[[Fílabeinsströndin]]||3||1||1||1||4||3||+1||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_North Korea.svg|20px]]||[[Norður-Kórea]]||3||0||0||3||1||12||-11||'''0''' |- |} *{{CIV}} 0-0 {{PRT}} *{{BRA}} 2-1(0-0) {{PRK}} *{{BRA}} 3-1(1-0) {{CIV}} *{{PRT}} 7-0(1-0) {{PRK}} *{{PRT}} 0-0 {{BRA}} *{{PRK}} 0-3(0-2) {{CIV}} ==== Riðill H ==== Svisslendingar fengu óskabyrjun þegar þeir sigruðu Spánverja í upphafsleik riðilsins á meðan Síle lagði Hondúras. Spánverjar hrukku þó í gang og unnu tvo næstu leiki. Hondúras hafnaði á botninum en náði þó að setja strik í reikninginn hjá Svisslendingum með því að gera jafntefli við þá í lokaleiknum og bæði lið sátu eftir í riðlinum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spánn]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]]||[[Síle]]||3||2||0||1||3||2||+1||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]]||[[Sviss]]||3||1||1||1||1||1||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]]||[[Hondúras]]||3||0||1||2||0||3||-3||'''1''' |- |} 16. júní - Mbombela leikvangurinn, Nelspruit * [[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]] Hondúras 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] Síle 16. júní - Moses Mabhida leikvangurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 21. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] Síle 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 21. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]] Hondúras 25. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] Síle 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 25. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]] Hondúras === Útsláttarkeppni === ==== 16 liða úrslit ==== *{{URY}} 2-1(1-0) {{KOR}} *{{USA}} 1-2 Prorr. (1-1, 0-1) {{GHA}} *{{GER}} 4-1(2-1) {{ENG}} *{{ARG}} 3-1(2-0) {{MEX}} *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 2-1(1-0) {{SVK}} *{{BRA}} 3-0(2-0) {{CHL}} *{{PRY}} 0-0 Prorr. 5-3 PSO {{JPN}} *{{ESP}} 1-0(0-0) {{PRT}} ==== Fjórðungsúrslit ==== *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 2-1(0-1) {{BRA}} *{{URY}} 1-1 Prorr. (1-1, 0-1) 4-2 PSO {{GHA}} *{{ARG}} 0-4(0-1) {{GER}} *{{PRY}} 0-1(0-0) {{ESP}} ==== Undanúrslit ==== *{{URY}} 2-3(1-1) [[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] *{{GER}} 0-1(0-0) {{ESP}} ==== Bronsleikur ==== *{{URY}} 2-3(1-1) {{GER}} ==== Úrslitaleikur ==== *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 0-1 Prorr. {{ESP}} == Champion == [[File:Flag_of_Spain.svg|200px]] [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:2010]] 59u2t294fv0mgrxej65s9w40c9u39ew 1761382 1761380 2022-07-21T00:14:40Z 31.209.245.103 /* Riðlakeppni */ wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010''' var haldið í [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]] dagana [[11. júní]] til [[11. júlí]] [[2010]]. Heimsmeistaramótið er það 19. í röðinni, en það eru haldin á fjögurra ára fresti. Spánverjar unnu Hollendinga í úrslitum 1-0 þar sem Andrés Iniesta skoraði 116 mínútu, og Þjóðverjar Úrúgvæji í leik um 3ja sætið, 3-2 þar sem Cavani og Forlán skoruðu fyrir Úrúgvæji og Müller, Jansen og Khedira skoruðu fyrir Þjóðverjana. == Knattspyrnuvellir == <center> {{Clear}}<div style="max-width:760px; padding-top:1px"> {| class="wikitable" style="float:left; text-align:center; height:769px" |- ! [[Jóhannesarborg]] |- | [[Soccer City]] |- | Heildarfjöldi: '''91,141''' |- | [[Mynd:Soccer City Stadium Exterior.jpg|160px]] |- ! [[Durban]] |- | [[Moses Mabhida Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''70,000''' |- | [[Mynd:Moses Mabhida Stadion durban aerial view 1.jpg|160px]] |- ! [[Höfðaborg]] |- | [[Cape Town Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''69,070''' |- | [[Mynd:Cape Town Stadium - panoramio.jpg|160px]] |- ! [[Jóhannesarborg]] |- | [[Ellis Park Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''62,567''' |- | [[Mynd:Ellis Park Stadium.jpg|160px]] |} {| class="wikitable" style="float:right; text-align:center; height:769px" |- ! [[Polokwane]] |- | [[Peter Mokaba Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''46,000''' |- | [[Mynd:Peter Mokaba Stadium in Polokwane, Limpopo, South Africa (8714600990).jpg|160px]] |- ! [[Rustenburg]] |- | [[Royal Bafokeng Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''44,530''' |- | |- ! [[Nelspruit]] |- | [[Mbombela Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''43,589''' |- | [[Mynd:Mbombela Stadium Aerial View.jpg|160px]] |} {| class="wikitable" style="text-align:center; height: 769px" |- ! [[Pretoría]] ! [[Port Elizabeth|Elísabetarhöfn]] |- | [[Loftus Versfeld Stadium]] | [[Nelson Mandela Bay Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''51,760''' | Heildarfjöldi: '''48,000''' |- | [[Mynd:Loftus_Versfeld_Stadium.jpg|160px]] | [[Mynd:Nelson Mandela Stadium in Port Elizabeth.jpg|160px]] |- |colspan=2| {{location map+ |Suður-Afríka |float=left |width=400|places= {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-26.234797 |long=27.982353 |label=[[Jóhannesarborg]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-29.829444 |long=31.030278 |label=[[Durban]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-33.903461 |long=18.411153 |label=[[Höfðaborg]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-25.753333 |long=28.222778 |label=[[Pretoría]]|position=top}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-33.937778 |long=25.598889 |label=[[Elísabetarhöfn]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-29.117292 |long=26.208847 |label=[[Bloemfontein]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-23.924689 |long=29.468765 |label=[[Polokwane]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-25.5786 |long=27.1607 |label=[[Rustenburg]]|position=left}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-25.46172 |long=30.929689 |label=[[Nelspruit]]|position=top}}}} |- ! [[Bloemfontein]] |- | [[Free State Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''48,000''' |- | |} </div> </center> == Riðlakeppni == ==== Riðill A ==== Líkt og fjórum árum fyrr léku heimamenn í opnunarleik keppninnar, þar sem Suður-Afríka og Mexíkó skildu jöfn, 1:1. Síðar sama dag gerðu Úrúgvæ og Frakkland markalaust jafntefli. Allt logaði í deilum innan franska landsliðshópsins og lið þeirra hrundi gjörsamlega. Í næsta leik töpuðu Frakkar fyrir Mexíkó og loks fyrir heimamönnum í síðustu umferðinni. Sá sigur dugði þó gestgjöfunum ekki áfram, því markatala þeirra var slæm eftir 3:0 tap fyrir toppliði Úrúgvæ. Suður-Afríka varð því fyrsta gestgjafaþjóðin í sögunni sem mistókst að komast upp úr riðlakeppni. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]]||[[Úrúgvæ]]||3||2||1||0||4||0||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkó]]||3||1||1||0||3||2||+1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]]||[[Suður-Afríka]]||3||1||1||0||3||5||-2||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]]||[[Frakkland]]||3||0||1||2||1||4||-3||'''1''' |- |} 11. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 11. júní - Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 16. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoríu * [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 17. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 22. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 22. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka ==== Riðill B ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentína]]||3||3||0||0||7||1||+6||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of South Korea.svg|20px]]||[[Suður-Kórea]]||3||2||1||0||5||6||-1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]]||[[Grikkland]]||3||1||0||2||2||5||-3||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]]||[[Nígería]]||3||0||1||2||3||5||-2||'''1''' |- |} 12. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]] Grikkland 12. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 17. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 4 : 1 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 17. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]] Grikkland 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 22. júní - Moses Mabhida leikvangurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 22. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]] Grikkland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína ==== Riðill C ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]]||[[Bandaríkin]]||3||1||2||0||4||3||+1||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of England.svg|20px]]||[[England]]||3||1||2||0||2||1||+1||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]]||[[Slóvenía]]||3||1||1||0||3||3||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]]||[[Alsír]]||3||0||1||2||0||2||-2||'''1''' |- |} 12. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 13. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] Alsír 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] Slóvenía 18. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] Slóvenía 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 18. júní - Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] Alsír 23. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] Slóvenía 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 23. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] Alsír ==== Riðill D ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýskaland]]||3||2||0||1||5||1||+4||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Ghana.svg|20px]]||[[Gana]]||3||1||1||1||2||2||0||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]]||[[Ástralía]]||3||1||1||1||2||6||-3||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]]||[[Serbía]]||3||1||0||2||2||3||-1||'''3''' |- |} 13. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] Serbía 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 13. júní - Moses Mabhida leikvangurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 4 : 0 [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 18. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] Serbía 19. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 23. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 23. júní - Mbombela leikvangurinn, Nelspruit * [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] Serbía ==== Riðill E ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]]||[[Holland]]||3||3||0||0||5||1||+4||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]]||[[Japan]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]]||[[Danmörk]]||3||1||0||2||3||6||-3||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]]||[[Kamerún]]||3||0||0||3||2||5||-3||'''0''' |- |} 14. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] Danmörk 14. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] Kamerún 19. júní - Moses Mabhida leikvagurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 19. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] Kamerún 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] Danmörk 24. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] Danmörk 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 24. júní - Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg * [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] Kamerún 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland ==== Riðill F ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæ]]||3||1||2||0||3||1||+2||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Slovakia.svg|20px]]||[[Slóvakía]]||3||1||1||1||4||5||-1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_New Zealand.svg|20px]]||[[Nýja-Sjáland]]||3||0||3||0||2||2||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]]||[[Ítalía]]||3||0||2||1||4||5||-1||'''2''' |- |} *{{ITA}} 1-1(0-1) {{PRY}} *{{NZL}} 1-1(0-0) {{SVK}} *{{SVK}} 0-2(0-1) {{PRY}} *{{ITA}} 1-1(1-1) {{NZL}} *{{SVK}} 3-2(1-0) {{ITA}} *{{PRY}} 0-0 {{NZL}} ==== Riðill G ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilía]]||3||2||1||0||5||2||+3||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Portugal.svg|20px]]||[[Portúgal]]||3||1||2||0||7||0||+7||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]]||[[Fílabeinsströndin]]||3||1||1||1||4||3||+1||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_North Korea.svg|20px]]||[[Norður-Kórea]]||3||0||0||3||1||12||-11||'''0''' |- |} *{{CIV}} 0-0 {{PRT}} *{{BRA}} 2-1(0-0) {{PRK}} *{{BRA}} 3-1(1-0) {{CIV}} *{{PRT}} 7-0(1-0) {{PRK}} *{{PRT}} 0-0 {{BRA}} *{{PRK}} 0-3(0-2) {{CIV}} ==== Riðill H ==== Svisslendingar fengu óskabyrjun þegar þeir sigruðu Spánverja í upphafsleik riðilsins á meðan Síle lagði Hondúras. Spánverjar hrukku þó í gang og unnu tvo næstu leiki. Hondúras hafnaði á botninum en náði þó að setja strik í reikninginn hjá Svisslendingum með því að gera jafntefli við þá í lokaleiknum og bæði lið sátu eftir í riðlinum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spánn]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]]||[[Síle]]||3||2||0||1||3||2||+1||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]]||[[Sviss]]||3||1||1||1||1||1||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]]||[[Hondúras]]||3||0||1||2||0||3||-3||'''1''' |- |} 16. júní - Mbombela leikvangurinn, Nelspruit * [[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]] Hondúras 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] Síle 16. júní - Moses Mabhida leikvangurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 21. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] Síle 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 21. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]] Hondúras 25. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] Síle 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 25. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]] Hondúras === Útsláttarkeppni === ==== 16 liða úrslit ==== *{{URY}} 2-1(1-0) {{KOR}} *{{USA}} 1-2 Prorr. (1-1, 0-1) {{GHA}} *{{GER}} 4-1(2-1) {{ENG}} *{{ARG}} 3-1(2-0) {{MEX}} *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 2-1(1-0) {{SVK}} *{{BRA}} 3-0(2-0) {{CHL}} *{{PRY}} 0-0 Prorr. 5-3 PSO {{JPN}} *{{ESP}} 1-0(0-0) {{PRT}} ==== Fjórðungsúrslit ==== *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 2-1(0-1) {{BRA}} *{{URY}} 1-1 Prorr. (1-1, 0-1) 4-2 PSO {{GHA}} *{{ARG}} 0-4(0-1) {{GER}} *{{PRY}} 0-1(0-0) {{ESP}} ==== Undanúrslit ==== *{{URY}} 2-3(1-1) [[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] *{{GER}} 0-1(0-0) {{ESP}} ==== Bronsleikur ==== *{{URY}} 2-3(1-1) {{GER}} ==== Úrslitaleikur ==== *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 0-1 Prorr. {{ESP}} == Champion == [[File:Flag_of_Spain.svg|200px]] [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:2010]] gc3r0n3ow2ccdpcd1ag2y50u4rkyz6m 1761402 1761382 2022-07-21T10:40:18Z 31.209.245.103 /* Riðlakeppni */ wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010''' var haldið í [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]] dagana [[11. júní]] til [[11. júlí]] [[2010]]. Heimsmeistaramótið er það 19. í röðinni, en það eru haldin á fjögurra ára fresti. Spánverjar unnu Hollendinga í úrslitum 1-0 þar sem Andrés Iniesta skoraði 116 mínútu, og Þjóðverjar Úrúgvæji í leik um 3ja sætið, 3-2 þar sem Cavani og Forlán skoruðu fyrir Úrúgvæji og Müller, Jansen og Khedira skoruðu fyrir Þjóðverjana. == Knattspyrnuvellir == <center> {{Clear}}<div style="max-width:760px; padding-top:1px"> {| class="wikitable" style="float:left; text-align:center; height:769px" |- ! [[Jóhannesarborg]] |- | [[Soccer City]] |- | Heildarfjöldi: '''91,141''' |- | [[Mynd:Soccer City Stadium Exterior.jpg|160px]] |- ! [[Durban]] |- | [[Moses Mabhida Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''70,000''' |- | [[Mynd:Moses Mabhida Stadion durban aerial view 1.jpg|160px]] |- ! [[Höfðaborg]] |- | [[Cape Town Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''69,070''' |- | [[Mynd:Cape Town Stadium - panoramio.jpg|160px]] |- ! [[Jóhannesarborg]] |- | [[Ellis Park Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''62,567''' |- | [[Mynd:Ellis Park Stadium.jpg|160px]] |} {| class="wikitable" style="float:right; text-align:center; height:769px" |- ! [[Polokwane]] |- | [[Peter Mokaba Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''46,000''' |- | [[Mynd:Peter Mokaba Stadium in Polokwane, Limpopo, South Africa (8714600990).jpg|160px]] |- ! [[Rustenburg]] |- | [[Royal Bafokeng Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''44,530''' |- | |- ! [[Nelspruit]] |- | [[Mbombela Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''43,589''' |- | [[Mynd:Mbombela Stadium Aerial View.jpg|160px]] |} {| class="wikitable" style="text-align:center; height: 769px" |- ! [[Pretoría]] ! [[Port Elizabeth|Elísabetarhöfn]] |- | [[Loftus Versfeld Stadium]] | [[Nelson Mandela Bay Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''51,760''' | Heildarfjöldi: '''48,000''' |- | [[Mynd:Loftus_Versfeld_Stadium.jpg|160px]] | [[Mynd:Nelson Mandela Stadium in Port Elizabeth.jpg|160px]] |- |colspan=2| {{location map+ |Suður-Afríka |float=left |width=400|places= {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-26.234797 |long=27.982353 |label=[[Jóhannesarborg]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-29.829444 |long=31.030278 |label=[[Durban]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-33.903461 |long=18.411153 |label=[[Höfðaborg]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-25.753333 |long=28.222778 |label=[[Pretoría]]|position=top}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-33.937778 |long=25.598889 |label=[[Elísabetarhöfn]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-29.117292 |long=26.208847 |label=[[Bloemfontein]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-23.924689 |long=29.468765 |label=[[Polokwane]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-25.5786 |long=27.1607 |label=[[Rustenburg]]|position=left}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-25.46172 |long=30.929689 |label=[[Nelspruit]]|position=top}}}} |- ! [[Bloemfontein]] |- | [[Free State Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''48,000''' |- | |} </div> </center> == Riðlakeppni == ==== Riðill A ==== Líkt og fjórum árum fyrr léku heimamenn í opnunarleik keppninnar, þar sem Suður-Afríka og Mexíkó skildu jöfn, 1:1. Síðar sama dag gerðu Úrúgvæ og Frakkland markalaust jafntefli. Allt logaði í deilum innan franska landsliðshópsins og lið þeirra hrundi gjörsamlega. Í næsta leik töpuðu Frakkar fyrir Mexíkó og loks fyrir heimamönnum í síðustu umferðinni. Sá sigur dugði þó gestgjöfunum ekki áfram, því markatala þeirra var slæm eftir 3:0 tap fyrir toppliði Úrúgvæ. Suður-Afríka varð því fyrsta gestgjafaþjóðin í sögunni sem mistókst að komast upp úr riðlakeppni. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]]||[[Úrúgvæ]]||3||2||1||0||4||0||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkó]]||3||1||1||0||3||2||+1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]]||[[Suður-Afríka]]||3||1||1||0||3||5||-2||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]]||[[Frakkland]]||3||0||1||2||1||4||-3||'''1''' |- |} 11. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 11. júní - Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 16. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoríu * [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 17. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 22. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 22. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka ==== Riðill B ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentína]]||3||3||0||0||7||1||+6||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of South Korea.svg|20px]]||[[Suður-Kórea]]||3||2||1||0||5||6||-1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]]||[[Grikkland]]||3||1||0||2||2||5||-3||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]]||[[Nígería]]||3||0||1||2||3||5||-2||'''1''' |- |} 12. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]] Grikkland 12. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 17. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 4 : 1 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 17. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]] Grikkland 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 22. júní - Moses Mabhida leikvangurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 22. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]] Grikkland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína ==== Riðill C ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]]||[[Bandaríkin]]||3||1||2||0||4||3||+1||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of England.svg|20px]]||[[England]]||3||1||2||0||2||1||+1||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]]||[[Slóvenía]]||3||1||1||0||3||3||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]]||[[Alsír]]||3||0||1||2||0||2||-2||'''1''' |- |} 12. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 13. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] Alsír 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] Slóvenía 18. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] Slóvenía 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 18. júní - Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] Alsír 23. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] Slóvenía 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 23. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] Alsír ==== Riðill D ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýskaland]]||3||2||0||1||5||1||+4||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Ghana.svg|20px]]||[[Gana]]||3||1||1||1||2||2||0||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]]||[[Ástralía]]||3||1||1||1||2||6||-3||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]]||[[Serbía]]||3||1||0||2||2||3||-1||'''3''' |- |} 13. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] Serbía 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 13. júní - Moses Mabhida leikvangurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 4 : 0 [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 18. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] Serbía 19. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 23. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 23. júní - Mbombela leikvangurinn, Nelspruit * [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] Serbía ==== Riðill E ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]]||[[Holland]]||3||3||0||0||5||1||+4||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]]||[[Japan]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]]||[[Danmörk]]||3||1||0||2||3||6||-3||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]]||[[Kamerún]]||3||0||0||3||2||5||-3||'''0''' |- |} 14. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] Danmörk 14. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] Kamerún 19. júní - Moses Mabhida leikvagurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 19. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] Kamerún 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] Danmörk 24. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] Danmörk 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 24. júní - Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg * [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] Kamerún 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland ==== Riðill F ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæ]]||3||1||2||0||3||1||+2||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Slovakia.svg|20px]]||[[Slóvakía]]||3||1||1||1||4||5||-1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_New Zealand.svg|20px]]||[[Nýja-Sjáland]]||3||0||3||0||2||2||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]]||[[Ítalía]]||3||0||2||1||4||5||-1||'''2''' |- |} 14. júní - Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 15. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_New Zealand.svg|20px]] Nýja-Sjáland 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Slovakia.svg|20px]] Slóvakía 20. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_Slovakia.svg|20px]] Slóvakía 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 20. júní - Mbombela leikvangurinn, Nelspruit * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_New Zealand.svg|20px]] Nýja-Sjáland 24. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Slovakia.svg|20px]] Slóvakía 3 : 2 [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 24. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_New Zealand.svg|20px]] Nýja-Sjáland ==== Riðill G ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilía]]||3||2||1||0||5||2||+3||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Portugal.svg|20px]]||[[Portúgal]]||3||1||2||0||7||0||+7||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]]||[[Fílabeinsströndin]]||3||1||1||1||4||3||+1||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_North Korea.svg|20px]]||[[Norður-Kórea]]||3||0||0||3||1||12||-11||'''0''' |- |} *{{CIV}} 0-0 {{PRT}} *{{BRA}} 2-1(0-0) {{PRK}} *{{BRA}} 3-1(1-0) {{CIV}} *{{PRT}} 7-0(1-0) {{PRK}} *{{PRT}} 0-0 {{BRA}} *{{PRK}} 0-3(0-2) {{CIV}} ==== Riðill H ==== Svisslendingar fengu óskabyrjun þegar þeir sigruðu Spánverja í upphafsleik riðilsins á meðan Síle lagði Hondúras. Spánverjar hrukku þó í gang og unnu tvo næstu leiki. Hondúras hafnaði á botninum en náði þó að setja strik í reikninginn hjá Svisslendingum með því að gera jafntefli við þá í lokaleiknum og bæði lið sátu eftir í riðlinum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spánn]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]]||[[Síle]]||3||2||0||1||3||2||+1||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]]||[[Sviss]]||3||1||1||1||1||1||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]]||[[Hondúras]]||3||0||1||2||0||3||-3||'''1''' |- |} 16. júní - Mbombela leikvangurinn, Nelspruit * [[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]] Hondúras 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] Síle 16. júní - Moses Mabhida leikvangurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 21. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] Síle 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 21. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]] Hondúras 25. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] Síle 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 25. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]] Hondúras === Útsláttarkeppni === ==== 16 liða úrslit ==== *{{URY}} 2-1(1-0) {{KOR}} *{{USA}} 1-2 Prorr. (1-1, 0-1) {{GHA}} *{{GER}} 4-1(2-1) {{ENG}} *{{ARG}} 3-1(2-0) {{MEX}} *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 2-1(1-0) {{SVK}} *{{BRA}} 3-0(2-0) {{CHL}} *{{PRY}} 0-0 Prorr. 5-3 PSO {{JPN}} *{{ESP}} 1-0(0-0) {{PRT}} ==== Fjórðungsúrslit ==== *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 2-1(0-1) {{BRA}} *{{URY}} 1-1 Prorr. (1-1, 0-1) 4-2 PSO {{GHA}} *{{ARG}} 0-4(0-1) {{GER}} *{{PRY}} 0-1(0-0) {{ESP}} ==== Undanúrslit ==== *{{URY}} 2-3(1-1) [[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] *{{GER}} 0-1(0-0) {{ESP}} ==== Bronsleikur ==== *{{URY}} 2-3(1-1) {{GER}} ==== Úrslitaleikur ==== *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 0-1 Prorr. {{ESP}} == Champion == [[File:Flag_of_Spain.svg|200px]] [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:2010]] 377y33xfr202r89rcbgx3aziwls2iy7 Matís ohf 0 117225 1761330 1721196 2022-07-20T13:04:04Z 89.17.133.84 /* Háskólinn í Reykjavík */ wikitext text/x-wiki '''Matís ohf.''' var stofnað árið [[2007]] við sameiningu þriggja opinberra stofnana: Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofu [[Umhverfisstofnun]]nar. == Fyrirtækið == Hlutverk Matís er að bæta fæðuöryggi, bæta lýðheilsu og stuðla að verðmæta aukningu með því að efla nýsköpun og auka verðmæti matvæla, stuðla að öryggi matvæla, stunda þróunar- og rannsóknastarf og efla samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu á alþjóðlegum vettvangi. Matís þjónar jafnt opinberum aðilum sem einkaaðilum. Matís sér einnig um ýmsar mælingar og fræðslu fyrir stjórnvöld á Íslandi. Fyrirtæki rekur rannsóknarstofur þar á meðal tvær tilvísunarrannsóknarstofur fyrir [[Salmónella|Salmónellu]] og [[Kamfílóbakter]]. Það á í samstarfi við ýmis fyrirtæki bæði íslensk sem erlend, sem dæmi um samstarfsaðila má nefna: Marel, HB Grandi, Lýsi, Skagann, TrackWell, HB Granda, Promens Tempra, Háskóla Íslands, Brim, Samherja, Genís, Actavis, hundahreysti, Pepsico, Nestlé og marga fleiri. Áhersla er lögð á að bæta nýtingu á vannýttum afurðum eins og [[Þörungar|þörungum]] og slógi og auka verðmæti og bæta nýtingu. Auk þess stunda rannsóknir á [[líftækni]] og lífvirkum efnum. Í líftæknirannsóknum er leitast við að nýta íslenska náttúru sjálfbært til framleiðslu á eftirsóttum lífefnum og [[ensím]]um. Niðurstöður rannsóknanna hafa meðal annars sýnt fram á jákvæð áhrif fiskpróteina og þangefna á [[Blóðþrýstingur|blóðþrýsting]]. Þá geta lífvirk efni aukið stöðugleika matvæla og haft jákvæð áhrif á heilsu. == Samstarf við menntastofnanir == === Háskóli Íslands === [[Háskóli Íslands]] og Matís ohf. hafa gert með sér samning um að efla verklega kennslu og vísindastarf á sviði [[matvælafræði]], [[matvælaverkfræði]], líftækni og [[matvælaöryggi]]s. Með samningnum fer verkleg leiðbeining meistara- og doktorsnema Háskóla Íslands fram hjá Matís. Nokkrir starfsmenn Matís kenna í B.S. og M.S. námi við Matvæla- og næringafræðaskor Raunvísindadeildar Háskóli Íslands. === Háskólinn á Akureyri === Samstarf Matís og [[Háskólinn á Akureyri|Háskólans á Akureyri]] felur meðal annars í sér að sérfræðingar fyrirtækisins annast kennslu við Auðlindadeild HA, samkvæmt hæfismati ([[lektor]] - [[dósent]] - prófessor) á ákveðnum sviðum sem tengjast auðlindafræðum. === Háskólinn í Reykjavík === Opni háskólinn í [[Háskóli Reykjavíkur|Háskóla Reykjavíkur]], Matís og [[Reykjavíkur Akademían]] eru í samstarfi um þróun námskeiða og námslína auk kennslu til að efla menntun í íslensku atvinnulífi. Með samstarfinu vill Opni háskólinn auðga íslenskt samfélag með miðlun og virkjun þekkingar utan hefðbundinna námslína á háskólastigi. === Hólaskóli === Samningur Matís og [[Hólaskóli|Hólaskóla]] kveður meðal annars á um að kennarar og nemendur skólans munu vinna að rannsókna- og þróunarverkefnum með sérfræðingum Matís og að sérfræðingar fyrirtækisins muni koma að kennslu við skólann, einkum hvað varðar leiðsögn við nemenda- og rannsóknaverkefni. === Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna === Kennsla við Sjávarútvegsskóla [[Háskóli Sameinuðu þjóðanna|Háskóla Sameinuðu þjóðanna]] er orðinn hluti af reglulegri starfsemi Matís síðustu árin. [[Hafrannsóknastofnun]]in hefur veg og vanda af rekstri skólans, en hann er rekinn í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands. Skólinn er starfræktur samkvæmt sérstöku samkomulagi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna og er fjármögnun hans að mestu leyti hluti af framlögum Íslands til þróunaraðstoðar. Skólinn veitir sex mánaða nám og starfsþjálfun fyrir fagfólk og sérfræðinga frá þróunarlöndunum og ríkjum fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna. == Starfsstöðvar Matís == Matís rekur starfsstöðvar um land allt, að höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík meðtöldum. Þær eru: * Reykjavík * Akureyri * Flúðir * Höfn í Hornafirði * Ísafjörður * Neskaupstaður * Sauðárkrókur * Sunnanverðir Vestfirðir * Vestmannaeyjar == Tenglar == [http://www.matis.is/ Heimasíða Matís] [[Flokkur:Íslensk fyrirtæki]] [[Flokkur:Opinber hlutafélög]] [[Flokkur:Stofnað 2007]] d9genpkm90butozkuu3v882g69towip Askur Yggdrasils (spil) 0 133022 1761375 1526197 2022-07-20T23:59:51Z Svarði2 42280 wikitext text/x-wiki {{Infobox | titill = Askur Yggdrasils | mynd = | teksti = | hönnuður = [[Rúnar Þór Þórarinsson]] og [[Jón Helgi Þórarinsson]] | útgefandi = Iðunn | teiknari = Atli Heiðar Gunnlaugsson, Birgitta Jónsdóttir og María Huld Pétursdóttir | dagsetning = 1994 | random_chance = [[teningar|teninga]] kast | spilunartími = breytilegt | flokkur = [[Fantasy]] | kerfi = | web = }} Askur Yggdrasils er [[spunaspil]] / hlutverkaspil. Það byggir á heimsmynd heiðni með vættum, óvættum, goðum, görpum og heimum þeirra. Þetta er að hluta eins og leikrit sem er spunnið á staðnum með hjálp persónublaða (sem sýna eiginleika persónanna) og teninga (sem gera meiri tilviljun í spunanum) og ímyndunar til að skapa söguna. Spilið var gert af Rúnari Þór Þórarinssyni og Jóni Helga Þórarinssyni 1994, sem vildu hafa RPG á íslensku.<ref>https://spunaspil.wordpress.com/2015/12/15/askur-yggdrasils-20-ar-fra-utgafu-eina-islenska-spunaspilsins/</ref> == Ytri tenglar == Fésbókarsíða Asks Yggdrasils<ref>https://www.facebook.com/groups/347336632106459/</ref> == Heimildir == [[Flokkur:Spunaspil| ]] {{Stubbur}} 7ah15t9v04texvqk2asm0cmr61t6801 1761376 1761375 2022-07-21T00:01:31Z Svarði2 42280 lagfæringar wikitext text/x-wiki {{Infobox | titill = Askur Yggdrasils | mynd = | teksti = | hönnuður = [[Rúnar Þór Þórarinsson]] og [[Jón Helgi Þórarinsson]] | útgefandi = Iðunn | teiknari = Atli Heiðar Gunnlaugsson, Birgitta Jónsdóttir og María Huld Pétursdóttir | dagsetning = 1994 | random_chance = [[teningar|teninga]] kast | spilunartími = breytilegt | flokkur = [[Fantasy]] | kerfi = | web = }} Askur Yggdrasils er [[spunaspil]] / hlutverkaspil. Það byggir á heimsmynd heiðni með vættum, óvættum, goðum, görpum og heimum þeirra. Þetta er að hluta eins og leikrit sem er spunnið á staðnum með hjálp persónublaða (sem sýna eiginleika persónanna) og teninga (sem gera meiri tilviljun í spunanum) og ímyndunar til að skapa söguna. Spilið var gert af Rúnari Þór Þórarinssyni og Jóni Helga Þórarinssyni 1994, sem vildu hafa RPG á íslensku.<ref>https://spunaspil.wordpress.com/2015/12/15/askur-yggdrasils-20-ar-fra-utgafu-eina-islenska-spunaspilsins/</ref> == Ytri tenglar == *[https://www.facebook.com/groups/347336632106459/ Fésbókarsíða Asks Yggdrasils] == Heimildir == {{reflist}} [[Flokkur:Spunaspil| ]] {{Stubbur}} i5sbmvz3e24ggsy2t8a1nb5b5vrvm7r Clutch 0 133929 1761369 1690453 2022-07-20T21:11:02Z Berserkur 10188 /* Breiðskífur */ wikitext text/x-wiki [[Mynd:2016-08-12 Clutch (cropped).jpg|thumb|upright=1.3|Clutch]] [[Mynd:13-06-09 RaR Clutch Neil Fallon 01.jpg|thumb|upright|Neil Fallon]] [[Mynd:13-06-09 RaR Clutch Tim Sult 01.jpg|thumb|upright|Tim Sult]] [[Mynd:13-06-09 RaR Clutch Dan Maines 04.jpg|thumb|upright|Dan Maines]] [[Mynd:13-06-09 RaR Clutch Jean Paul Gaster 02.jpg|thumb|upright|Jean Paul Gaster]] '''Clutch''' er bandarísk hljómsveit frá Germantown, [[Maryland]], stofnuð árið 1991. Meðlimirnir kynntust í menntaskóla (high school). Í byrjun ferils var hljómsveitin hluti af [[harðkjarnapönk|harðkjarnasenunni]] en fór að þróast út í [[stóner rokk]] með plötunni ''Elephant riders''. Einnig hafa áhrif úr [[blús]] verið í seinni tíð hjá sveitinni. Clutch stofnaði árið 2008 eigið útgáfufyrirtæki; Weathermaker. Árið 2015 afrekaði Clutch að komast á toppinn á Billboard rokklistanum í Bandaríkjunum fyrir plötuna ''Psychic Warfare''. <ref>[http://www.billboard.com/articles/columns/chart-beat/6729981/clutch-first-top-rock-albums-no-1-psychic-warfare Clutch Grasps First Top Rock Albums No. 1 With 'Psychic Warfare'] Billboard. Skoðað 30. apríl, 2016</ref> Hljómsveitin hefur hlotið nokkrar vinsældir fyrir lögin ''Careful With That Mic...'' (2001), ''The Mob Goes Wild'' (2004) og ''Electric Worry'' (2007).<ref>[http://www.allmusic.com/artist/clutch-mn0000154417/awards Clutch - Awards] Allmusic. Skoðað 30. apríl, 2016.</ref> ==Meðlimir== *Neil Fallon – söngur, gítar, munnharpa og ásláttarhljóðfæri. *Tim Sult – gítar *Dan Maines – bassi *Jean-Paul Gaster – trommur ==Fyrrum meðlimur== *Mick Schauer - hljómborð (2005–2008) ==Breiðskífur== *Transnational Speedway League (1993) *Clutch (1995) *The Elephant Riders (1998) *Jam Room (1999) *Pure Rock Fury (2001) *Blast Tyrant (2004) *Robot Hive/Exodus (2005) *From Beale Street to Oblivion (2007) *Strange Cousins from the West (2009) *Earth Rocker (2013) *Psychic Warfare (2015) *Book of Bad Decisions (2018) *Sunrise On Slaughter Beach (2022) ==Tenglar== [http://www.pro-rock.com Heimasíða Clutch] ==Tilvísanir== [[Flokkur:Bandarískar hljómsveitir]] [[Flokkur:Bandarískar þungarokkshljómsveitir]] 2wgljyg332x4nw31thw5srqi5hlueun Apis mellifera ruttneri 0 135041 1761381 1750930 2022-07-21T00:08:32Z Svarði2 42280 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = Maltversk alibýfluga | image = Maltese_honey_bee.JPG | image_width = 200px | image_caption = Möltubý á ramma með drottningarhólf | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = [[Apidae]] | genus = ''[[Apis (genus)|Apis]]'' | species = ''[[Apis mellifera|A. mellifera]]'' | subspecies = '''''A. m. ruttneri''''' | trinomial = ''Apis mellifera ruttneri'' | trinomial_authority = Sheppard, Arias, Grech & Meixner, 1997 }} '''Maltversk alibýfluga''', ''Apis mellifera ruttneri'', er undirtegund af [[Alibýfluga]]. Það er upprunnið frá [[Malta|Möltu]]. == Uppruni == Þetta er undirtegund af Alibýflugu sem hefur breiðst út og aðlagast náttúru Möltu-eyja. Hún hefur þróast sem aðskilin undirtegund þegar Möltueyjar voru aðskildar meginlandi Evrópu. == Útlit og hegðun == Möltubý er tiltölulega svartleitt. Það er vel aðlagað háum hita og þurrum sumrum og svölum vetrum. Búin eru með klak allt árið og góða svörun við árstíðum á eyjunum. Þau hreinsa búin vel. Þeim hættir til að sverma eða steypa drottningunni þegar það eru nægar birgðir (yfirleitt sverma að vori og skifta út drottningu að hausti). Þær verja sig vel gegn vespum, geitungum, músum og bjöllum og geta verið árásargjarnar gegnvart býflugnabændum og fólki sem á leið hjá. Búin hafa einnig sýnt þol gegn ''[[Varroa]] destructor''.<ref>{{cite web|url=https://wayback.archive.org/web/20100131155715/http://barnsleybeekeepers.org.uk/bee_types.html|title=Types of Bee|work=archive.org|access-date=2016-09-27|archive-date=2010-01-31|archive-url=https://web.archive.org/web/20100131155715/http://barnsleybeekeepers.org.uk/bee_types.html|dead-url=no}}</ref> == Saga undirtegundarinnar == Undirtegundin er talin vera að aukast aftur eftir hrun sem varð eftir að ''Varroa'' var flutt til Möltu 1992. Á þeim tíma voru bý erlendis frá flutt inn til að bæta upp tap á innfæddum búum. 1997 var hún loks greind sem sjálfstæð undirtegund.<ref>Sheppard, W.S., M.C. Arias, M.D. Meixner and A. Grech. 1997. Apis mellifera ruttneri, a new honey bee subspecies from Malta. Apidologie 28:287-293.</ref> Hún blandast auðveldlega við Ítölsku undirtegundina (A. m. ligustica) og gerir það stofn sem ver sig vel gegn ''Varroa'' og gefur af sér mikið hunang, ásmt því sem þær eru síður árásargjarnar, en blandan eykur útrýmingarhættu á Möltu alibýflugunni sem sjálfstæðum stofni og blendingurinn verður eftir nokkrar kynslóðir mjög árásargjarn. == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera ruttneri}} {{Wikilífverur|Apis mellifera ruttneri}} {{Stubbur|líffræði}} [[Flokkur:Býflugur]] 23bnko9x51zm8d4id5g259fdgswe3t9 Hanna Katrín Friðriksson 0 135403 1761362 1642219 2022-07-20T19:38:04Z Alvaldi 71791 Handboltaferill wikitext text/x-wiki {{Handboltamaður |nafn=Hanna Katrín Friðriksson |mynd= |alt= |fullt nafn= |fæðingardagur=[[4. ágúst]] [[1964]] |fæðingarbær=[[París]] |fæðingarland= [[Frakkland|Frakklandi]] |dánardagur= |dánarbær= |dánarland= |hæð= |staða= |núverandi lið= |númer= |ár í yngri flokkum= |yngriflokkalið=[[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] |ár=19??-1984<br>1984-1994<br>1994-1995 |lið=[[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]<br>[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]<br>[[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]] |leikir (mörk)= |landsliðsár= |landslið=Ísland |landsliðsleikir (mörk)=36 (54) |þjálfaraár= |þjálfað lið= |mfuppfært= |lluppfært=20. júlí 2022 |verðlaun= }} '''Hanna Katrín Friðriksson''' (f. [[4. ágúst]] [[1964]]) er íslensk stjórnmála- og viðskiptakona og fyrrum landsliðskona í handknattleik. Hanna Katrín var kjörin á [[Alþingi]] fyrir [[Viðreisn]] í [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavíkurkjördæmi Suður]] árið [[Alþingiskosningar 2016|2016]]. Hún lék handbolta til fjölda ára og varð fjórvegis bikarmeistari ásamt því að spila 34 landsleiki fyrir Íslands hönd. ==Fjölskylda== Hún er fædd í [[París]] í [[Frakkland|Frakklandi]] og foreldrar hennar eru Torben Friðriksson (1934-2012) ríkisbókari og Margrét Björg Þorsteinsdóttir (1930-2016) kennari. Maki Hönnu Katrínar er Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Novators og eiga þær tvíburadætur fæddar árið 2001. ==Menntun== Hanna Katrín lauk [[Stúdentspróf|stúdentsprófi]] frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 1985, BA-próf í [[heimspeki]] og [[hagfræði]] frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið 1999 og MBA-próf frá [[University of California, Davis|University of California Davis]] árið 2001. ==Starfsferill== Hún var blaðamaður á [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] frá 1990-1999, framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla [[Háskólinn í Reykjavík|Háskólans í Reykjavík]] frá 2001-2003. Framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík frá 2003-2005 og framkvæmdastjóri samskiptasviðs [[Eimskipafélag Íslands|Eimskips]] frá 2005-2006. Hún var aðstoðarmaður [[Guðlaugur Þór Þórðarson|Guðlaugs Þórs Þórðarsonar]] heilbrigðisráðherra frá 2007-2009 og stundakennari við [[Háskólinn á Bifröst|Háskólann á Bifröst]] 2009-2011. Á árunum 2010-2016 starfaði hún hjá Icepharma sem forstöðumaður viðskiptaþróunar frá 2010-2012 og framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs frá 2012-2016. Frá árinu 2016 hefur hún verið alþingismaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hanna Katrín hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum, t.d. sem formaður nefndar [[Mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands|menntamálaráðuneytis]], [[Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands|ÍSÍ]] og [[UMFÍ]] um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna frá 1996-1997, formaður nefndar menntamálaráðuneytis og skrifstofu jafnréttismála um konur og fjölmiðla 1998-1999 og í starfshópi menntamálaráðuneytis um mótun íþróttastefnu frá 2005-2006. Hún sat í nefnd á vegum menntamálaráðherra um lög um opinbera háskóla 2007–2008, í stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna frá 2010, var í stjórn [[MP banki|MP banka]] frá 2011-2014 og hefur setið í stjórn Hlíðarenda ses. frá 2013 og í [[Þingvallanefnd]] síðan 2017.<ref>Alþingi, [https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1276 Æviágrip - Hanna Katrín Friðriksson] (skoðað 15. júlí 2019)</ref> ==Íþróttaferill== Hanna Katrín hóf að spila handbolta ung að árum með [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] og varð [[Bikarkeppni HSÍ (konur)|bikarmeistari]] með félaginu tímabilið [[Handknattleiksárið 1982-83|1982-1983]]. Sökum erfiðleika í starfi ÍR, tvístrast liðið ári seinna og gekk Hanna Katrín til liðs við [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]] þar sem hún varð aftur bikarmeistari árið 1988 og 1993.<ref>{{cite news|title=Verðum í toppbaráttunni |url=https://timarit.is/page/4997817|accessdate=20. júlí 2022 |author=Ellen Ingvadóttir|work=Valsblaðið|pages=bls. 10-11, 13|date=1. maí 1991}}</ref> <ref>{{cite news|title=Bikarmeistarar Vals í kvennaflokki |url=https://timarit.is/page/1780048 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=bls. 50 |date=11. febrúar 1993}}</ref> Árið 1994 gekk hún til liðs við [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]<ref>{{cite news|title=Íþróttir - Fólk |url=https://timarit.is/page/1808441 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=2B |date=14. júní 1994}}</ref> þar sem hún vann sinn fjórða bikarmeistaratitil í febrúar 1995.<ref>{{cite news|title=Ætlaði ekki að byrja á því að tapa núna |url=https://timarit.is/page/1823242 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=5B |date=7. febrúar 1995}}</ref> Eftir eitt ár í herbúðum Frams, lagði hún skóna á hilluna.<ref>{{cite news|title=Íþróttir - Fólk |url=https://timarit.is/page/1828559 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=2B |date=25. apríl 1995}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} {{Núverandi alþingismenn}} [[Flokkur:Þingmenn Viðreisnar]] [[Flokkur:Fólk fætt árið 1964]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]] [[Flokkur:Alþingiskonur]] [[Flokkur:Alþingismenn]] [[Flokkur:Íslenskar konur]] ple41somcmhdyuxz1jzjizc6kzbvdxw 1761363 1761362 2022-07-20T19:39:46Z Alvaldi 71791 wikitext text/x-wiki {{Handboltamaður |nafn=Hanna Katrín Friðriksson |mynd= |alt= |fullt nafn= |fæðingardagur=[[4. ágúst]] [[1964]] |fæðingarbær=[[París]] |fæðingarland= [[Frakkland|Frakklandi]] |dánardagur= |dánarbær= |dánarland= |hæð= |staða= |núverandi lið= |númer= |ár í yngri flokkum= |yngriflokkalið=[[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] |ár=19??-1984<br>1984-1994<br>1994-1995 |lið=[[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]<br>[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]<br>[[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]] |leikir (mörk)= |landsliðsár=198?-19?? |landslið=[[Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik|Ísland]] |landsliðsleikir (mörk)=36 (54) |þjálfaraár= |þjálfað lið= |mfuppfært= |lluppfært=20. júlí 2022 |verðlaun= }} '''Hanna Katrín Friðriksson''' (f. [[4. ágúst]] [[1964]]) er íslensk stjórnmála- og viðskiptakona og fyrrum landsliðskona í handknattleik. Hanna Katrín var kjörin á [[Alþingi]] fyrir [[Viðreisn]] í [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavíkurkjördæmi Suður]] árið [[Alþingiskosningar 2016|2016]]. Hún lék handbolta til fjölda ára og varð fjórvegis bikarmeistari ásamt því að spila 34 landsleiki fyrir Íslands hönd. ==Fjölskylda== Hún er fædd í [[París]] í [[Frakkland|Frakklandi]] og foreldrar hennar eru Torben Friðriksson (1934-2012) ríkisbókari og Margrét Björg Þorsteinsdóttir (1930-2016) kennari. Maki Hönnu Katrínar er Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Novators og eiga þær tvíburadætur fæddar árið 2001. ==Menntun== Hanna Katrín lauk [[Stúdentspróf|stúdentsprófi]] frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 1985, BA-próf í [[heimspeki]] og [[hagfræði]] frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið 1999 og MBA-próf frá [[University of California, Davis|University of California Davis]] árið 2001. ==Starfsferill== Hún var blaðamaður á [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] frá 1990-1999, framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla [[Háskólinn í Reykjavík|Háskólans í Reykjavík]] frá 2001-2003. Framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík frá 2003-2005 og framkvæmdastjóri samskiptasviðs [[Eimskipafélag Íslands|Eimskips]] frá 2005-2006. Hún var aðstoðarmaður [[Guðlaugur Þór Þórðarson|Guðlaugs Þórs Þórðarsonar]] heilbrigðisráðherra frá 2007-2009 og stundakennari við [[Háskólinn á Bifröst|Háskólann á Bifröst]] 2009-2011. Á árunum 2010-2016 starfaði hún hjá Icepharma sem forstöðumaður viðskiptaþróunar frá 2010-2012 og framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs frá 2012-2016. Frá árinu 2016 hefur hún verið alþingismaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hanna Katrín hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum, t.d. sem formaður nefndar [[Mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands|menntamálaráðuneytis]], [[Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands|ÍSÍ]] og [[UMFÍ]] um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna frá 1996-1997, formaður nefndar menntamálaráðuneytis og skrifstofu jafnréttismála um konur og fjölmiðla 1998-1999 og í starfshópi menntamálaráðuneytis um mótun íþróttastefnu frá 2005-2006. Hún sat í nefnd á vegum menntamálaráðherra um lög um opinbera háskóla 2007–2008, í stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna frá 2010, var í stjórn [[MP banki|MP banka]] frá 2011-2014 og hefur setið í stjórn Hlíðarenda ses. frá 2013 og í [[Þingvallanefnd]] síðan 2017.<ref>Alþingi, [https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1276 Æviágrip - Hanna Katrín Friðriksson] (skoðað 15. júlí 2019)</ref> ==Íþróttaferill== Hanna Katrín hóf að spila handbolta ung að árum með [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] og varð [[Bikarkeppni HSÍ (konur)|bikarmeistari]] með félaginu tímabilið [[Handknattleiksárið 1982-83|1982-1983]]. Sökum erfiðleika í starfi ÍR, tvístrast liðið ári seinna og gekk Hanna Katrín til liðs við [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]] þar sem hún varð aftur bikarmeistari árið 1988 og 1993.<ref>{{cite news|title=Verðum í toppbaráttunni |url=https://timarit.is/page/4997817|accessdate=20. júlí 2022 |author=Ellen Ingvadóttir|work=Valsblaðið|pages=bls. 10-11, 13|date=1. maí 1991}}</ref> <ref>{{cite news|title=Bikarmeistarar Vals í kvennaflokki |url=https://timarit.is/page/1780048 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=bls. 50 |date=11. febrúar 1993}}</ref> Árið 1994 gekk hún til liðs við [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]<ref>{{cite news|title=Íþróttir - Fólk |url=https://timarit.is/page/1808441 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=2B |date=14. júní 1994}}</ref> þar sem hún vann sinn fjórða bikarmeistaratitil í febrúar 1995.<ref>{{cite news|title=Ætlaði ekki að byrja á því að tapa núna |url=https://timarit.is/page/1823242 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=5B |date=7. febrúar 1995}}</ref> Eftir eitt ár í herbúðum Frams, lagði hún skóna á hilluna.<ref>{{cite news|title=Íþróttir - Fólk |url=https://timarit.is/page/1828559 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=2B |date=25. apríl 1995}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} {{Núverandi alþingismenn}} [[Flokkur:Þingmenn Viðreisnar]] [[Flokkur:Fólk fætt árið 1964]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]] [[Flokkur:Alþingiskonur]] [[Flokkur:Alþingismenn]] [[Flokkur:Íslenskar konur]] gffvdh0n86k5dfsnd79n5e3rgru3oep 1761366 1761363 2022-07-20T19:53:29Z Alvaldi 71791 Leikir/Mörk 1994-95 per https://web.archive.org/web/20001003011114/http://www.toto.is/isi/urslit/HSI/1995/00000005/FRAM____.htm wikitext text/x-wiki {{Handboltamaður |nafn=Hanna Katrín Friðriksson |mynd= |alt= |fullt nafn= |fæðingardagur=[[4. ágúst]] [[1964]] |fæðingarbær=[[París]] |fæðingarland= [[Frakkland|Frakklandi]] |dánardagur= |dánarbær= |dánarland= |hæð= |staða= |núverandi lið= |númer= |ár í yngri flokkum= |yngriflokkalið=[[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] |ár=19??-1984<br>1984-1994<br>1994-1995 |lið=[[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]<br>[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]<br>[[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]] |leikir (mörk)=<br><br>17 (44) |landsliðsár=198?-19?? |landslið=[[Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik|Ísland]] |landsliðsleikir (mörk)=36 (54) |þjálfaraár= |þjálfað lið= |mfuppfært= |lluppfært=20. júlí 2022 |verðlaun= }} '''Hanna Katrín Friðriksson''' (f. [[4. ágúst]] [[1964]]) er íslensk stjórnmála- og viðskiptakona og fyrrum landsliðskona í handknattleik. Hanna Katrín var kjörin á [[Alþingi]] fyrir [[Viðreisn]] í [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavíkurkjördæmi Suður]] árið [[Alþingiskosningar 2016|2016]]. Hún lék handbolta til fjölda ára og varð fjórvegis bikarmeistari ásamt því að spila 34 landsleiki fyrir Íslands hönd. ==Fjölskylda== Hún er fædd í [[París]] í [[Frakkland|Frakklandi]] og foreldrar hennar eru Torben Friðriksson (1934-2012) ríkisbókari og Margrét Björg Þorsteinsdóttir (1930-2016) kennari. Maki Hönnu Katrínar er Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Novators og eiga þær tvíburadætur fæddar árið 2001. ==Menntun== Hanna Katrín lauk [[Stúdentspróf|stúdentsprófi]] frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 1985, BA-próf í [[heimspeki]] og [[hagfræði]] frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið 1999 og MBA-próf frá [[University of California, Davis|University of California Davis]] árið 2001. ==Starfsferill== Hún var blaðamaður á [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] frá 1990-1999, framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla [[Háskólinn í Reykjavík|Háskólans í Reykjavík]] frá 2001-2003. Framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík frá 2003-2005 og framkvæmdastjóri samskiptasviðs [[Eimskipafélag Íslands|Eimskips]] frá 2005-2006. Hún var aðstoðarmaður [[Guðlaugur Þór Þórðarson|Guðlaugs Þórs Þórðarsonar]] heilbrigðisráðherra frá 2007-2009 og stundakennari við [[Háskólinn á Bifröst|Háskólann á Bifröst]] 2009-2011. Á árunum 2010-2016 starfaði hún hjá Icepharma sem forstöðumaður viðskiptaþróunar frá 2010-2012 og framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs frá 2012-2016. Frá árinu 2016 hefur hún verið alþingismaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hanna Katrín hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum, t.d. sem formaður nefndar [[Mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands|menntamálaráðuneytis]], [[Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands|ÍSÍ]] og [[UMFÍ]] um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna frá 1996-1997, formaður nefndar menntamálaráðuneytis og skrifstofu jafnréttismála um konur og fjölmiðla 1998-1999 og í starfshópi menntamálaráðuneytis um mótun íþróttastefnu frá 2005-2006. Hún sat í nefnd á vegum menntamálaráðherra um lög um opinbera háskóla 2007–2008, í stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna frá 2010, var í stjórn [[MP banki|MP banka]] frá 2011-2014 og hefur setið í stjórn Hlíðarenda ses. frá 2013 og í [[Þingvallanefnd]] síðan 2017.<ref>Alþingi, [https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1276 Æviágrip - Hanna Katrín Friðriksson] (skoðað 15. júlí 2019)</ref> ==Íþróttaferill== Hanna Katrín hóf að spila handbolta ung að árum með [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] og varð [[Bikarkeppni HSÍ (konur)|bikarmeistari]] með félaginu tímabilið [[Handknattleiksárið 1982-83|1982-1983]]. Sökum erfiðleika í starfi ÍR, tvístrast liðið ári seinna og gekk Hanna Katrín til liðs við [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]] þar sem hún varð aftur bikarmeistari árið 1988 og 1993.<ref>{{cite news|title=Verðum í toppbaráttunni |url=https://timarit.is/page/4997817|accessdate=20. júlí 2022 |author=Ellen Ingvadóttir|work=Valsblaðið|pages=bls. 10-11, 13|date=1. maí 1991}}</ref> <ref>{{cite news|title=Bikarmeistarar Vals í kvennaflokki |url=https://timarit.is/page/1780048 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=bls. 50 |date=11. febrúar 1993}}</ref> Árið 1994 gekk hún til liðs við [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]<ref>{{cite news|title=Íþróttir - Fólk |url=https://timarit.is/page/1808441 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=2B |date=14. júní 1994}}</ref> þar sem hún vann sinn fjórða bikarmeistaratitil í febrúar 1995.<ref>{{cite news|title=Ætlaði ekki að byrja á því að tapa núna |url=https://timarit.is/page/1823242 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=5B |date=7. febrúar 1995}}</ref> Eftir eitt ár í herbúðum Frams, lagði hún skóna á hilluna.<ref>{{cite news|title=Íþróttir - Fólk |url=https://timarit.is/page/1828559 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=2B |date=25. apríl 1995}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} {{Núverandi alþingismenn}} [[Flokkur:Þingmenn Viðreisnar]] [[Flokkur:Fólk fætt árið 1964]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]] [[Flokkur:Alþingiskonur]] [[Flokkur:Alþingismenn]] [[Flokkur:Íslenskar konur]] 4d8ozlueje4u7uy7tpo0ogguf3wbxwx 1761398 1761366 2022-07-21T09:04:52Z Alvaldi 71791 Heimildir wikitext text/x-wiki {{Handboltamaður |nafn=Hanna Katrín Friðriksson |mynd= |alt= |fullt nafn= |fæðingardagur=[[4. ágúst]] [[1964]] |fæðingarbær=[[París]] |fæðingarland= [[Frakkland|Frakklandi]] |dánardagur= |dánarbær= |dánarland= |hæð= |staða= |núverandi lið= |númer= |ár í yngri flokkum= |yngriflokkalið=[[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] |ár=19??-1984<br>1984-1994<br>1994-1995 |lið=[[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]<br>[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]<br>[[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]] |leikir (mörk)=<br><br>17 (44) |landsliðsár=198?-19?? |landslið=[[Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik|Ísland]] |landsliðsleikir (mörk)=36 (54) |þjálfaraár= |þjálfað lið= |mfuppfært= |lluppfært=20. júlí 2022 |verðlaun= }} '''Hanna Katrín Friðriksson''' (f. [[4. ágúst]] [[1964]]) er íslensk stjórnmála- og viðskiptakona og fyrrum landsliðskona í handknattleik. Hanna Katrín var kjörin á [[Alþingi]] fyrir [[Viðreisn]] í [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavíkurkjördæmi Suður]] árið [[Alþingiskosningar 2016|2016]]. Hún lék handbolta til fjölda ára og varð fjórvegis bikarmeistari ásamt því að spila 34 landsleiki fyrir Íslands hönd. ==Fjölskylda== Hún er fædd í [[París]] í [[Frakkland|Frakklandi]] og foreldrar hennar eru Torben Friðriksson (1934-2012) ríkisbókari og Margrét Björg Þorsteinsdóttir (1930-2016) kennari. Maki Hönnu Katrínar er Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Novators og eiga þær tvíburadætur fæddar árið 2001.<ref name="althingi"/> ==Menntun== Hanna Katrín lauk [[Stúdentspróf|stúdentsprófi]] frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 1985, BA-próf í [[heimspeki]] og [[hagfræði]] frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið 1999 og MBA-próf frá [[University of California, Davis|University of California Davis]] árið 2001.<ref name="althingi"/> ==Starfsferill== Hún var blaðamaður á [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] frá 1990-1999, framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla [[Háskólinn í Reykjavík|Háskólans í Reykjavík]] frá 2001-2003. Framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík frá 2003-2005 og framkvæmdastjóri samskiptasviðs [[Eimskipafélag Íslands|Eimskips]] frá 2005-2006. Hún var aðstoðarmaður [[Guðlaugur Þór Þórðarson|Guðlaugs Þórs Þórðarsonar]] heilbrigðisráðherra frá 2007-2009 og stundakennari við [[Háskólinn á Bifröst|Háskólann á Bifröst]] 2009-2011. Á árunum 2010-2016 starfaði hún hjá Icepharma sem forstöðumaður viðskiptaþróunar frá 2010-2012 og framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs frá 2012-2016. Frá árinu 2016 hefur hún verið alþingismaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.<ref name="althingi"/> Hanna Katrín hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum, t.d. sem formaður nefndar [[Mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands|menntamálaráðuneytis]], [[Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands|ÍSÍ]] og [[UMFÍ]] um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna frá 1996-1997, formaður nefndar menntamálaráðuneytis og skrifstofu jafnréttismála um konur og fjölmiðla 1998-1999 og í starfshópi menntamálaráðuneytis um mótun íþróttastefnu frá 2005-2006. Hún sat í nefnd á vegum menntamálaráðherra um lög um opinbera háskóla 2007–2008, í stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna frá 2010, var í stjórn [[MP banki|MP banka]] frá 2011-2014 og hefur setið í stjórn Hlíðarenda ses. frá 2013 og í [[Þingvallanefnd]] síðan 2017.<ref name="althingi">Alþingi, [https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1276 Æviágrip - Hanna Katrín Friðriksson] (skoðað 15. júlí 2019)</ref> ==Íþróttaferill== Hanna Katrín hóf að spila handbolta ung að árum með [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] og varð [[Bikarkeppni HSÍ (konur)|bikarmeistari]] með félaginu tímabilið [[Handknattleiksárið 1982-83|1982-1983]]. Sökum erfiðleika í starfi ÍR, tvístrast liðið ári seinna og gekk Hanna Katrín til liðs við [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]] þar sem hún varð aftur bikarmeistari árið 1988 og 1993.<ref>{{cite news|title=Verðum í toppbaráttunni |url=https://timarit.is/page/4997817|accessdate=20. júlí 2022 |author=Ellen Ingvadóttir|work=Valsblaðið|pages=bls. 10-11, 13|date=1. maí 1991}}</ref> <ref>{{cite news|title=Bikarmeistarar Vals í kvennaflokki |url=https://timarit.is/page/1780048 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=bls. 50 |date=11. febrúar 1993}}</ref> Árið 1994 gekk hún til liðs við [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]<ref>{{cite news|title=Íþróttir - Fólk |url=https://timarit.is/page/1808441 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=2B |date=14. júní 1994}}</ref> þar sem hún vann sinn fjórða bikarmeistaratitil í febrúar 1995.<ref>{{cite news|title=Ætlaði ekki að byrja á því að tapa núna |url=https://timarit.is/page/1823242 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=5B |date=7. febrúar 1995}}</ref> Eftir eitt ár í herbúðum Frams, lagði hún skóna á hilluna.<ref>{{cite news|title=Íþróttir - Fólk |url=https://timarit.is/page/1828559 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=2B |date=25. apríl 1995}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} {{Núverandi alþingismenn}} [[Flokkur:Þingmenn Viðreisnar]] [[Flokkur:Fólk fætt árið 1964]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]] [[Flokkur:Alþingiskonur]] [[Flokkur:Alþingismenn]] [[Flokkur:Íslenskar konur]] rit02lbepsekjpcuz5iiposhlv9hj5l Toyotomi Hideyoshi 0 140047 1761393 1568362 2022-07-21T01:52:46Z Artanisen 64690 Toyotomi_Hideyoshi_c1598_Kodai-ji_Temple.png wikitext text/x-wiki [[File:Toyotomi_Hideyoshi_c1598_Kodai-ji_Temple.png|thumb|right|Toyotomi Hideyoshi]] '''Toyotomi Hideyoshi''' (豊臣 秀吉 á [[japanska|japönsku]]) (17. mars 1537 – 18. september 1598) var valdamikill lénsherra (''daimyo''), stríðsherra, hershöfðingi, [[samúræi]] og stjórnmálamaður á [[Sengoku-öldin|Sengoku-öldinni]] í [[Japan]].<ref>Nussbaum, Louis-Frédéric. (2005). "''Ōmi''", ''Japan Encyclopedia'', bls. 993–994.</ref> Hann er talinn annar sameinari Japans<ref name="Holmes">Richard Holmes, The World Atlas of Warfare: Military Innovations that Changed the Course of History, Viking Press 1988. p. 68.</ref> á eftir [[Oda Nobunaga]], fyrrverandi lénsherra sínum. Hideyoshi tók við af Nobunaga og batt enda á tímabil hinna stríðandi ríkja í Japan. Valdatími hans er kallaður Momoyama-tímabilið í höfuðið á kastala Hideyoshi. Völd Hideyoshi döluðu nokkuð vegna misheppnaðra innrása á [[Kóreuskagi|Kóreuskaga]] sem hann stóð fyrir á árunum 1592–98. Eftir dauða hans var syni hans, [[Toyotomi Hideyori]], hrint frá völdum af [[Tokugawa Ieyasu]]. Hideyoshi setti mark sitt á japanska menningu. Meðal annars setti hann lög um að aðeins samúræjar mættu bera vopn. Hann fjármagnaði byggingu og endurbyggingu fjölda hofa sem standa enn í [[Kýótó]]. Hann spornaði einnig við útbreiðslu [[kristni]] í Japan og lét [[Krossfesting|krossfesta]] tuttugu og sex kristna Japani árið 1597. ==Tilvísanir== <references/> {{Commonscat|Toyotomi Hideyoshi}} {{fde|1537|1598|Toyotomi Hideyoshi}} [[Flokkur:Japanskir herstjórar]] sn13d4z5qgmzkqa6joi4rtwwlsk1wsd Austin Magnús Bracey 0 142016 1761327 1737667 2022-07-20T12:46:26Z Alvaldi 71791 wikitext text/x-wiki {{Körfuknattleiksmaður |nafn=Austin Bracey |mynd= |fullt nafn=Austin Magnús Bracey |fæðingardagur={{Fæðingardagur og aldur|1990|5|30}} |fæðingarbær= |fæðingarland=[[Ísland]] |dánardagur= |dánarbær= |dánarland= |hæð= 191 cm |þyngd= 88 kg |staða=[[Skotbakvörður]] |núverandi lið= [[Selfoss Karfa]] |númer= |ár í háskóla= |háskóli= |ár=2011-2012<br>2012-2014<br>2014-2016<br>2016-2020<br>2020-2021<br>2021-2022<br>2022- |lið=[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]<br>[[Höttur]]<br>[[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]<br>[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]<br>[[Haukar]]<br>[[Selfoss Karfa]]<br>[[Glímufélagið Ármann|Ármann]] |landsliðsár= |landslið= |landsliðsleikir= |þjálfaraár= |þjálfað lið= |mfuppfært=7. maí 2020 |lluppfært= }} '''Austin Magnús Bracey''' (fæddur [[30. maí]] [[1990]]) er [[Ísland|íslenskur]] [[körfuknattleikur|körfuknattleiksmaður]] sem spilar fyrir [[Glímufélagið Ármann|Ármann]] í [[1. deild karla í körfuknattleik]]. Austin Magnús hóf meistaraflokksferil sinn með Val tímabilið 2011-2012 í [[Úrvalsdeild karla í körfuknattleik]]. Eftir tímabilið gekk hann til liðs við Hött á Egilsstöðum þar sem hann lék í tvö ár í 1. deild. Seinna tímabilið sitt setti hann persónulegt met í meistaraflokki er hann var með 22,1 stig að meðaltali í leik. Á milli 2014 og 2016 lék hann með Snæfell í efstu deild þar sem hann var með 17,5 og 16,3 stig að meðaltali í leik. Árið 2016 gekk hann aftur til liðs við Val þar sem hann lék í fjögur ár. Haustið 2020 gekk hann til liðs við Hauka í efstu deild.<ref>{{cite news|title=Magnús Bracey áfram í Val|url=https://www.mbl.is/sport/korfubolti/2017/04/13/magnus_bracey_afram_i_val/|accessdate=17. febrúar 2018|work=[[Morgunblaðið]]|date=13. febrúar 2017}}</ref> Í December 2021 gekk Austin Magnús til liðs við Selfoss þar sem hann kom við sögu í fimm leikjum.<ref>{{cite news|title=Austin Magnús til Selfoss|url=https://www.karfan.is/2021/12/austin-magnus-til-selfoss/|accessdate=9. desember 2021|author=Davíð Eldur|work=[[Karfan.is]]|date=9. desember 2021}}</ref> Í júlí 2022, samdi hann við [[Glímufélagið Ármann|Ármann]] um að leika með félaginu í 1. deild á komandi tímabili.<ref>{{cite news|title=Austin Bracey til Ármanns |url=https://www.karfan.is/2022/07/austin-bracey-til-armanns/|accessdate=20. júlí 2022 |author=Davíð Eldur|work=[[Karfan.is]]|date=19. júlí 2022}}</ref> ==Fjölskylda== Austin Magnús er sonur [[Valray Bracey]] sem kjörinn var besti erlendi leikmaður úrvalsdeildarinnar tímabilið 1981-1982 þegar hann spilaði með Fram.<ref>{{cite news|title=Snæfell fær Austin Magnus Bracey frá Hetti|url=http://www.visir.is/g/2014140518988|accessdate=17. febrúar 2018|author=Tómas Þór Þórðarson|work=[[Vísir.is]]|date=18. maí 2014}}</ref> ==Heimildir== {{Reflist|30em}} ==Ytri tenglar== *[http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikmadur?league_id=190&season_id=97417&player_id=1112383 Tölfræði] á kki.is {{stubbur|æviágrip|körfubolti}} {{f|1990}} [[Flokkur:Íslenskir körfuknattleiksmenn]] [[Flokkur:Leikmenn Úrvalsdeildar karla í körfuknattleik]] ockebtw2zame8eoyuj7bktanfaixmi1 James Webb-geimsjónaukinn 0 150751 1761326 1761148 2022-07-20T12:28:49Z CommonsDelinker 1159 Skipti út NASA’s_Webb_Reveals_Cosmic_Cliffs,_Glittering_Landscape_of_Star_Birth.png fyrir [[Mynd:NASA’s_Webb_Reveals_Cosmic_Cliffs,_Glittering_Landscape_of_Star_Birth.jpg]] (eftir [[commons:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: JPEG works wikitext text/x-wiki [[File:James Webb Space Telescope 2009 top.jpg|thumb|Tölvuteiknuð mynd af James Webb sjónaukanum]] '''James Webb-geimsjónaukinn''' er [[sjónauki]] sem var skotið á loft þann 25. desember 2021. Hann á að skoða myndun fyrstu [[vetrarbraut]]anna, læra meira um myndun stjarna og sólkerfa og greina andrúmsloft fjarplánetna. Hann getur skoðað ljós frá appelsínugulu til [[mið-innrauðs ljóss]] (0,6 - 28,5 μm). Sjónaukinn verður kældur niður í 50 K (-220 °C) til að tryggja bestu mögulegu gæði og verður staðsettur á L<sub>2</sub> punktinum (stöðugt svæði þar sem þyngdarafl Jarðar og Sólar núllast út) í u.þ.b. 1.500.000 km fjarlægð. Sjónaukinn er samstarfsverkefni á milli [[Geimferðastofnun Bandaríkjanna|NASA]], [[Geimferðastofnun Evrópu|ESA]] og [[Geimferðastofnun Kanada|CSA (kanadíska geimferðastofnunin)]]. <gallery mode="packed"> Mynd:Webb's First Deep Field.jpg|alt=Mynd með fullt af stjörnuþokum|Þyrping stjörnuþoka sem kallast SMACS 0723. Fyrsta unna myndin úr James Webb-sjónaukanum. Birt 11. júlí 2022. Mynd:NASA’s Webb Captures Dying Star’s Final ‘Performance’ in Fine Detail.png|alt=Aufnahme eines planetarischen Nebels|Mynd af þokunni [[NGC 3132]] (Suðurhringþokan) sem var gerð með myndavélinni NIRCam (vinstri) og MIRI (hægri). Birt 12. júli 2022. Mynd:NASA’s Webb Sheds Light on Galaxy Evolution, Black Holes.png|alt=Stefáns-kvintett|Mynd (gerð af myndavélinni MIRI) af Stefáns-kvintett. Birt 12. júlí 2022. Mynd:Stephan's Quintet taken by James Webb Space Telescope.jpg|alt=Fimm vetrarbrautir sem innihalda milljónir stjarna.|Mynd (samsett af myndavélunum NIRCam og MIRI) af Stefáns-kvintett. Birt 12. Júlí 2022. Mynd:NASA’s Webb Reveals Cosmic Cliffs, Glittering Landscape of Star Birth.jpg|alt=Geimþoka|Mynd af stjörnufæðingasvæðinu [[NGC 3324]] í Kjalarþokunni. Birt 12. júlí 2022. </gallery> [[Flokkur:Geimsjónaukar]] gv2t03qw4mzfcp6g7r36pzuarlcrmxf Beint í bílinn 0 158519 1761370 1756079 2022-07-20T21:41:00Z Moniadda 82710 wikitext text/x-wiki '''Beint í bílinn''' er íslenskur [[Hlaðvarp|hlaðvarpsþáttur]] með [[Sverrir Þór Sverrisson|Sverri Þór Sverrissyni]] og [[Pétur Jóhann Sigfússon|Pétri Jóhann Sigfússyni]]. Fyrsti þátturinn kom út [[17. apríl]] [[2020]] og hafa komið út 102 þættir. Þættirnir byggjast upp á símaötum, símaspjöllum, lúgugríni, földum mæk, Grill grill grill grill grill grill grill grill grill grill, Brandarahorninu, ljóðahorninu og spjalli. Þættirnir eru styrktir af ''[[Aktu taktu]]'' og ''[[Samsung]]'' en áður voru það ''[[Frumherji]]'', ''[[Doritos]]'' og ''[[Zo-on]]'' sem styrktu þættina með ''[[Aktu taktu]]''. Kjörorð þáttarins eru ''Upp, upp og áfram'' og ''Aldrei líta í baksýnisspegilinn.'' Í dagskráliðinum grillinu var ''Hjólbörukarlinn'' frægastur en þeir gerðu at í honum oft. Nokkrir gestir hafa verið í þáttunum í gegnum tíðina, [[Jón Jónsson (tónlistarmaður)|Jón Jónson]] var með innlit, [[Saga Garðarsdóttir]] var fyrsti alvöru gestur þáttarins. [[Emmsjé Gauti]] var síðan leynigestur. Í lok ársins [[2021]] gerðu strákarnir Pylsukönnun yjá [[Aktu taktu]], en þar fengu þeir sér [[Pylsa|pylsu]] á öllum fjórum [[Aktu taktu]] stöðum landsins. Strákarnir keyrðu líka um [[Reykjanes|Reykjanesið]] í þætti en þar keyrðu þeir um [[Vogar|Voga]], [[Njarðvík]], [[Keflavík]], [[Sveitarfélagið Garður|Garð]], [[Sandgerði]] og [[Grindavík]]. Í 100sta þættinum leigðu strákarnir bíl frá Hertz og mættu sem gamla 70 mínútna þríeikið í þáttinn [[Auðunn Blöndal]],[[Sverrir Þór Sverrisson]] og [[Pétur Jóhann Sigfússon]] Safi í Sigfússon, Rautt, Stjórnun og margt fleira. == Beint í húsbílinn == Í [[nóvember]] [[2020]] voru gerðir aukaþættir af [[Podify]] sem hétu ''Beint í húsbílinn'' þar sem [[Sverrir Þór Sverrisson|Sverrir]] og [[Pétur Jóhann Sigfússon|Pétur]] fóru í húsbíl og fengu gesti. Sex þættir komu út af því. Þáttur 1 er tekinn upp á Akranesi og keyra þeir um og skoða skagann,strákarnir ákveða svo að banka upp á hjá fólki og sjá hvort þeir geti fengið kvöldmat. Það vill svo skemmtilega til að Pétur bankar upp á hjá konu sem passaði Sveppa þegsr hann var lítill og gaf honum pulsu þegar bróðir hans dó. Þátturinn endar á að Strákarnir yfirgefa Akranes og keyra í Borganes Þáttur 2 framhald af þætti 1 Strákarnir komnir í Borganes og byrja að vesenast að tengja bílinn við rafmagn og koma gasinu í gang fyrir hita í bílinn, þátturinn er svo bara létt spjall um allt og ekkert Þáttur 3 Tjaldsvæðið í Laugardal Leiðindaveður á öllu landinu þannig að strákarnir fá leyfi til að planta sér á tjaldsvæðið í Laugardal, spjall um heima og geyma, strákarnir panta pizzu frá ''[[Domino’s]]'' og endar þátturinn á bið eftir henni Þáttur 4 framhald af þætti 3 Pizzusendilinn kemur og Sveppi er gífurlega ánægður með það, strákarnir borða pizzuna drekka rauðvín og hringja í Steinda jr. Þáttur 5 Tjaldsvæðið í Mosfellsbæ Strákarnir mættir á Tjaldsvæðið í Mosó, eru fyrst í vandræðum með að tengjast við rafmagn þar sem að staurinn er rafmagnslaus, þeir taka pásu og finna annan staur. Sverrir sér einhver mau mestu og flottustu Norðurljós sem hann hefur séð. Strákarnir hringja í Steinda Jr. og fara heim til hans og sækja hann. Strákarnir ásamt Steinda ákveða að fara fyrir utan ''[[Domino’s]]'' og elta annað hvort sendil eða einhvern að kaupa pizzu. Þeir enda á að elta aðila sem kaupir pizzu heim til hans og ætla að hringja í nágranna þess aðila og segjast hafa keyft of mikið af pizzu og hvort hann vilji ekki skottast yfir og grípa eina. Þeim tekst þó að hringja í aðila í vitlausri götu og fá hann til að fara yfir til nágrannans sem var ekki með neina pizzu. Þáttur 6 Framhald af þætti 5 Komnir aftur á tjaldsvæðið með Steinda Jr. Spjall umm heima og geyma, símaöt m.a geturðu geymt 6 milljónir fyrir mig bara fram á mánudag. Ódauðlegt efni Strákarnir breyttu svo þeim þáttum í ' ' Beint í bílskúrinn ' ' þar sem að erfitt var að fá húsbíl leigðan utan hefðbundins leigutíma og þurftu þeir að fara til Keflavíkur til að sækja hann Þættirnir eru teknir upp í bílskúr sem Pétur hafði leigt á yngri árum og reyndist vera “Hórubílskúrinn” þar sem ákveðin starfsemi hafði verið starfrækt þar nokkrum árum áður en hann leigði Þættirnir eru bara spjall um allt og ekkert Pétur opnar sig um SMSið “Ertu tilbúinn” Sóli Hólm er gestur í þætti 3 og 4 Podify fór svo á hausinn og duttu þættirnir þá út en eru til á hörðum disk sem strákarnir munu vonandi sækja og koma þáttunum aftur inn þar sem þetta er of gott efni til að deyja út [[Flokkur:Hlaðvörp]] [[Flokkur:Íslenskir hlaðvarpsþættir]] [[Flokkur:Stofnað 2020]] ii4rou3ucalvs2lxmcnhbetzva3u13j Zhejiang 0 161198 1761373 1710176 2022-07-20T23:36:44Z Dagvidur 4656 Leiðrétti tengil wikitext text/x-wiki [[Mynd:Zhejiang_in_China_(+all_claims_hatched).svg|thumb]] '''Zhejiang''' ''([[Kínverska|kínverska:]]'' 浙江''; [[Pinyin|rómönskun:]] Zhèjiāng)'' er [[Héruð Kína|hérað]] á austurströnd [[Kína| Alþýðulýðveldisins Kína]]. Sem strandhérað liggur Zhejiang við [[Austur-Kínahaf]] en handan þess liggja [[Ryukyu-eyjar]]. Það er síðan afmarkað af héruðunum [[Fujian]] í suðri, [[Jiangxi]] í suðvestri, [[Anhui]] í norðvestri og [[Jiangsu]] í norðri, og borghéraðinu [[Sjanghæ]] í norðaustri. Héraðið nær yfir 101.800 ferkílómetra. Nafn héraðsins er dregið af aðalfljóti þess [[Qiantang-fljót|Qiantang-fljóti]] sem rennur að ósum Hangzhou-flóa. Fljótið hér áður Zhe Jiang („Krókótt áin“) og gaf héraðinu nafn. Um aldir hefur Zhejiang verið ein af stóru menningar- og bókmenntamiðstöðvum Kína. Landslag héraðsins er þekkt fyrir mikla fegurð. Landsvæði Zhejiang var stjórnað af konungsríkinu Yue. Qin keisaraveldið innlimaði það síðar árið 222 f.Kr. Á tímum [[Mingveldið|Ming]] og [[Tjingveldið|Tjingveldanna]] urðu hafnir Zhejiang mikilvægar miðstöðvar alþjóðaviðskipta. Stærsti hluti héraðsins var hernuminn af [[Japan]] í [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna kínverska-japanska stríðinu]] (1937–1945). Eftir ósigur Japans og valdatöku [[Maó Zedong]] staðnaði efnahagur Zhejiang mjög. En eftir efnahagsumbætur síðari ára í Kína, hefur Zhejiang dafnað og er nú talið eitt af auðugustu héruðum Kína. Þrátt fyrir að vera ein minnsta stjórnsýslueiningin meðal héraða Kína, er héraðið engu að síður eitt af þeim þéttbýlli og efnaðri. Það er stundum sagt „burðarás Kína“ þar sem það er stór driffjöður í kínverska hagkerfinu. Hagkerfi Zhejiang byggist á raf- og efnaiðnaði, framleiðslu textíls, matvæla og byggingarefnis. Héraðið þykir mjög framarlega í framleiðni landbúnaðar og er leiðandi í teframleiðslu og fiskveiða í Kína. Íbúar Zhejiang héraðsins eru 57 milljónir. Höfuðborg þess og stærsta borgin er [[Hangzhou]]. Meðal annarra athyglisverðra borga héraðsins eru [[Ningbo]] og [[Wenzhou]]. Héraðið er einnig fæðingarstaður nokkurra athyglisverðra einstaklinga, þar á meðal leiðtoga kínverska þjóðernissinna [[Chiang Kai-shek]] og athafnamannsins Jack Ma. == Myndir == <gallery> File:玉甑峰全貌_-_panoramio.jpg | Yandangfjöll í Zhejiang. File:West_Lake_-_Hangzhou,_China.jpg | Vesturvatn við höfuðborgina Hangzhou. File:Statue_of_Buddha_in_Puji_Temple_on_Putuo_Shan_island.JPG | Buddha líkneski Puji hofinu á eyjunni Mount Putuo í Zhejiang. File:Cangnan_-_Pacao_-_P1210261.JPG | Fiskþurrkun við Pacao höfn í Cangnan sýslu í suðurhluta Zhejiang. File:Hangzhou_CBD_(Cropped).jpg | Frá höfuðborginni Hangzhou. File:Qianjiang_guoji_shidai_plaza_09.jpg | Verðbréfamarkaður Zhejiang er í viðskiptahverfinu Qianjiang í Hangzhou. File:Alibaba_group_Headquarters.jpg | Höfuðstöðvar Alibaba Group eru í Hangzhou File:Quzhou_chengqiang_9499.jpg | Shuiting hliðið að borgarmúrum Quzhou. File:Geely_assembly_line_in_Beilun,_Ningbo.JPG | Bílaframleiðandinn Geely (sem ma. á Volvo og hluta af Daimler Benz) er frá Zhejiang. Hér er bílaframleiðsla Geely í Ningbo. File:Shaoxing_Dashan_pagoda.JPG | Dashan pagóðan í Shaoxing borg. </gallery> == Tenglar == * [https://www.britannica.com/place/Zhejiang Vefsíða Britannica um Zhejiang.] Inniheldur ýmsar upplýsingar um héraðið t.d. sögu, landslag, skipulag og markverða staði. * [http://www.zj.gov.cn/col/col1568513/index.html Héraðsstjórn Zhejiang.] Inniheldur margvíslegar upplýsingar t.d. um sögu, skipulag, fréttir og ferðaþjónustu == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Zhejiang|mánuðurskoðað=14. janúar|árskoðað=2021}} {{Stjórnsýslueiningar í Alþýðulýðveldinu Kína}} [[Flokkur:Héruð í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] koyh55x4t86xqo4y3dhdqe6ckuy8jbt Snið:Country data Papúa Nýja-Gínea 10 163109 1761329 1716208 2022-07-20T12:53:56Z CommonsDelinker 1159 Skipti út Flag_of_Papua_New_Guinea_(1965–1970).svg fyrir [[Mynd:Sporting_Flag_of_Papua_New_Guinea_(1965–1970).svg]] (eftir [[commons:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:FR|File renamed]]: [[:c:COM:FR#FR2|Criterion 2]] (meaningle wikitext text/x-wiki {{ {{{1<noinclude>|country showdata</noinclude>}}} | alias = Papúa Nýja-Gínea | flag alias = Flag of Papua New Guinea.svg | flag alias-1965 = Sporting Flag of Papua New Guinea (1965–1970).svg | flag alias-1970 = Flag of Papua New Guinea 1970.svg | flag alias-naval = Naval Ensign of Papua New Guinea.svg | name = {{{name|}}} | size = {{{size|}}} | altvar = {{{altvar|}}} | altlink = {{{altlink|}}} | variant = {{{variant|}}} <noinclude> | var1 = 1965 | var2 = 1970 | redir1 = PNG </noinclude> }} ofkvi21ut7lry8kjncfa6dkg77gf70x Bohdan Khmelnytskyj 0 166921 1761340 1752610 2022-07-20T15:39:31Z TKSnaevarr 53243 TKSnaevarr færði [[Bogdan Kmelnitskíj]] á [[Bohdan Khmelnytskyj]]: Fært til samræmingar við umritunarreglur Árnastofnunar úr úkraínsku. wikitext text/x-wiki {{konungur | titill = [[Höfuðsmaður]] Úkraínu | skjaldarmerki = Alex K Chmelnitskyi.svg | ætt = Abdank-ætt | nafn = Bogdan Kmelnitskíj<br>{{small|Богдан Хмельницький}} | mynd = BChmielnicki.jpg | skírnarnafn = | fæðingardagur = [[27. desember]] [[1595]] | fæðingarstaður = [[Subotiv]], [[Pólsk-litháíska samveldið|pólsk-litháíska samveldinu]] | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1657|8|6|1595|12|27}} | dánarstaður = [[Tsjíhírín]], [[höfuðsmannsdæmi kósakka]] | grafinn = Illinska-kirkjunni í [[Subotiv]] | ríkisár = [[30. janúar]] [[1648]] – [[6. ágúst]] [[1657]] | faðir = Mikhaíló Kmelnitskíj | móðir = Óþekkt | maki = Hanna Somko<br>Helena Czaplińska<br>Hanna Zolotarenko | titill_maka = Eiginkona | börn = Týmisj, Júríj, Gregoríj, Ostap, Katrín, Stepanída, Elena, María | undirskrift = Xm avt2.jpg }} '''Bogdan Zínóvíj Mikhaílóvitsj Kmelnitskíj''' ([[úkraínska]]: ''Богдан Хмельницький''; 27. desember 1595 – 27. júlí 1657) var stjórnmála- og hernaðarleiðtogi [[Úkraína|úkraínskra]] [[Kósakkar|kósakka]] í þáverandi [[Pólsk-litháíska samveldið|pólsk-litháíska samveldinu]]. Kmelnitskíj leiddi uppreisn gegn pólska aðlinum árið 1648 og stofnaði [[Höfuðsmannsdæmi kósakka|sjálfstætt höfuðsmannsdæmi]] á landsvæði sem nú er í [[Úkraína|Úkraínu]]. Síðar hallaði hann sér að [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]] og samþykkti árið 1654 að sverja Rússakeisara hollustu sína með [[Perejaslav-sáttmálinn|Perejaslav-sáttmálanum]]. Eftir dauða Kmelnitskíj varð til eins konar þjóðsagnahefð í kringum hann. Hann varð að baráttutákni kósakka og að úkraínskri þjóðhetju. Valdatíð hans er þó jafnframt alræmd fyrir ofsóknir gegn [[Pólverjar|Pólverjum]], [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólikkum]] og sérstaklega [[Gyðingar|Gyðingum]]. Nokkrir tugir þúsunda þeirra voru drepnir af stjórn Kmelnitskíj. ==Æviágrip== Bogdan Kmelnitskíj var af [[Aðall|aðalsættum]] og talið er að hann hafi fæðst í miðhluta [[Úkraína|Úkraínu]] í [[Tsjíhírín]]. Faðir hans var í þjónustu [[Stanisław Żółkiewski]], höfuðsmanns [[Konungsríkið Pólland|pólsku krúnunnar]], og fékk hjá honum [[Lén|lénsyfirráð]] yfir [[Subotiv]] árið 1617. Bogdan Kmelnitskíj nam hjá [[Jesúítareglan|jesúítum]] í [[Lviv]] og líklega í [[Kraká]]. Árið 1620 barðist Kmelnitskíj í [[Orrustan við Cecora|orrustunni við Cecora]] á móti her [[Tyrkjaveldi]]s. Faðir hans var drepinn í orrustunni og Kmelnitskíj var tekinn til fanga. Í fangavistinni lærði hann [[Tyrkneska|tyrknesku]] og [[Tataríska|tatarísku]]. Árið 1637 varð Kmelnitskíj herritari kósakka sem voru skráðir til herþjónustu og fékk síðan hundraðsdeild kósakka undir sína stjórn. Hann tók upp lifnaðarhætti venjulegs kósakkahöfðingja en lenti í deilum við þorpsöldung (''[[starosta]]'') sem leiddi til þess að sonur Kmelnitskíj var drepinn, aðeins tíu ára. Kmelnitskíj ákvað að ná fram hefndum og leitaði sér hælis meðal [[Zaporisjakósakkar|Zaporisjakósakka]]. Hann varð síðan [[höfuðsmaður]] þeirra árið 1648 með aðstoð [[Tatarar|Tatara]] frá [[Krímkanatið|Krímkanatinu]]. === Uppreisn Kmelnitskíj (1648-1649) === Árið 1648 blés Kmelnitskíj til uppreisnar meðal [[Rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúaðra]] úkraínskra bænda á móti yfirráðum pólskra, kaþólskra aðalsmanna og embættismanna þeirra, sem gjarnan voru [[Gyðingar]]. Nokkrar uppreisnir höfðu áður verið gerðar í Úkraínu, en í þetta sinn spratt upp úr henni frelsisstríð vegna trúarbragða-, samfélags- og þjóðernisdeilna sem höfðu gerjast á úkraínskri grundu.{{sfn|Lebedynsky|2008|p=107}} [[Uppreisn Kmelnitskíj]] breiddist út um alla Úkraínu og hann safnaði um 8.000 manna liði að baki sér. Uppreisnarherinn vann nokkra hernaðarsigra gegn Pólverjum, sem meðal annars voru leiddir af furstanum [[Jeremi Wiśniowiecki]], lénshöfðingja Úkraínu. Fyrsta hluta stríðsins lauk með friðarsáttmála í Zboriv, þar sem gengið var að ýmsum kröfum kósakka. Með samningnum var [[höfuðsmannsdæmi kósakka]] stofnað en bardagar brutust brátt út á ný. === Bandalagið við Rússa === Á næstu árum snerist gangur stríðsins gegn úkraínsku kósökkunum, sem leiddi til þess að þeir glötuðu mörgum þeim fríðindum sem þeir höfðu áunnið sér með Zboriv-sáttmálanum. Kmelnitskíj sneri sér því til [[Alexis Rússakeisari|Alexis Rússakeisara]] og sannfærði kósakka með nokkrum erfiðum að sverja honum hollustu sína gegn vernd hans. Bandalagið var formfest árið 1654 með [[Perejaslav-sáttmálinn|Perejaslav-sáttmálanum]]. Rússar tóku sér smám saman meiri stjórn í höfuðsmannsdæminu en Kmelnitskíj hafði gert ráð fyrir, sem leiddi til þess að hann reyndi þeirra í stað að semja um bandalag við [[Svíþjóð|Svía]].<ref>{{Harvard citation no brackets|Iaroslav Lebedynsky|2008|p=116}}</ref> Tilraunir hans til að vingast við Svía báru ekki árangur. === Dauði === Þann 22. júlí 1657 fékk Kmelnitskíj [[heilablóðfall]] sem lamaði hann.<ref>[[Mykhaïlo Hrouchevsky]], ''Illustrated History of Ukraine'', BAO, Donetsk, 2003, bls. 330.</ref> Hann lést tæpri viku síðar, þann 27. júlí 1657. Jarðarför hans var haldin þann 23. ágúst í [[Subotiv]]. Fyrir dauða sinn hafði Kmelnitskíj búið svo um hnútana að höfuðsmannstignin skyldi ganga í erfðum til afkomenda hans og hafði útnefnt son sinn, [[Júríj Kmelnitskíj|Júríj]], erfingja. Júríj var enn ólögráða og þótti ekki mikill stjórnskörungur og því ákváðu kósakkar í október 1657 að setja hann af og kusu úkraínska aðalsmanninn [[Ívan Víhovskíj]] nýjan höfuðsmann.<ref>Francis Dvornik, ''Les Slaves'', Éditions du Seuil, Paris 1970, bls. 855.</ref> ==Fjöldamorð og ''pogrom''== Mörg ''[[pogrom]]'' áttu sér stað í Úkraínu á valdaárum Kmelnitskíj. Fjöldamorð voru framin gegn [[Pólverjar|Pólverjum]], [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólikkum]] sem vændir voru um [[villutrú]] og þeim sem sakaðir voru um að hafa reynt að breiða út pólska menningu. [[Gyðingar]] höfðu verið helstu fjárhagslegu milligöngumenn milli valdastéttarinnar og bændanna.<ref>{{Harvard citation no brackets|Iaroslav Lebedynsky|2008|p=111}}</ref> Við þetta bættist trúarlegt [[gyðingahatur]] og notkun Gyðinga sem blóraböggla. Ofbeldi gegn Gyðingum lagði fjölda samfélaga þeirra í Úkraínu í rúst svo að aðeins stóðu eftir kjarnasamfélög í Volhyníu, Litháen og Póllandi.<ref name="Stampfer">{{Cite journal|language=en |author=Shaul Stampfer |title=What Actually Happened to the Jews of Ukraine in 1648? |journal=Jewish History |volume=17 |numver=2 |date=2003-05-01 |issn=1572-8579 |doi=10.1023/A:1022330717763 |url=http://www.jstor.org/stable/20101498 |accessdate=2020-08-12 |pages=207–227 }}</ref><ref>Samuel Totten. ''Enseigner le génocide: problèmes, approches et ressources'', édition de l'ère de l'information, 2004, {{ISBN|1-59311-074-X}}, p. 25.</ref> Ýmsir samtímarithöfundar lýstu blóðugum atvikum og mikilli grimmd frá þessum tíma. Í verkinu ''Botn hyldýpisins'' kallaði [[rabbíni]]nn Nathan Nata Hannover, sem varð sjálfur vitni að atburðunum, Kmelnitskíj „ofsækjandann“ og lýsti því hvernig Gyðingar hefðu verið drepnir, neyddir til að gangast undir kristna trú, eða þeir seldir í [[Þrælahald|þrældóm]] í [[Konstantínópel]].<ref>{{Vefheimild|tungumál=en |titill=Le fond de l'abime : les Juifs dans la tourmente des guerres cosaco-polonaises 1648-1650 / Nathan Nata Hannover, présentation, traduction, notes par Jean-Pierre Osier|útgefandi=The National Library of Israel|url=https://www.nli.org.il/en/books/NNL_ALEPH990003578350205171/NLI |vefsíða=www.nli.org.il |ár=1683 |árskoðað=2022|mánuðurskoðað=28. febrúar}}</ref> Skáldsaga [[Isaac Bashevis Singer|Isaacs Bashevis Singer]], ''Satan í Goraj'', sem kom út árið 1933, hefst á sögulegri frásögn af ofsóknum og drápum á Gyðingum í Úkraínu frá 1648 til 1649.<ref name=":0">{{Cite journal|author=Carole Ksiazenicer-Matheron |title=Messianisme et intertextualité dans La corne du bélier, d'Isaac Bashevis Singer |journal=Raisons politiques |volume=8 |number=4 |date=2002 |issn=1291-1941 |issn2=1950-6708 |doi=10.3917/rai.008.0081 |url=https://doi.org/10.3917/rai.008.0081 |consulté le=2020-08-12 |pages=81 }}</ref> Í kvörtunarbréfi frá ''badkhn'' (hefðbundnum skemmtikrafti í brúðkaupum Gyðinga) sem hefur varðveist er jafnframt kvartað yfir morðum og ofsóknum af hálfu Kmelnitskíj.<ref name=":0" /> Tala Gyðinga sem voru drepnir á þessum tíma er breytileg eftir heimildum. Fræðimaðurinn Shaul Stampfer miðar við 40.000,<ref name="Stampfer" /> sagnfræðingurinn [[Henri Minczeles]] miðar við 50.000 til 60.000 og Elias Tcherikower við 80 til 100.000.<ref>Heimildir þar sem miðað er við dráp 100.000 Gyðinga:<br> * {{citation|Bogdan Chmelnitzki dirige le soulèvement cosaque contre la domination polonaise ; {{formatnum:100000}} Juifs sont tués et des centaines de communautés juives sont détruites.}} ''Chronologie du judaïsme 1618–1770'' , ''[[CBS News]].'' Consulté le 13 mai 2007. * {{citation|Les paysans d'Ukraine se sont soulevés en 1648 sous un petit aristocrate Bogdan Chmielnicki. (...) On estime que {{formatnum:100000}} Juifs ont été massacrés et 300 de leurs communautés détruites}}. Oscar Reiss. ''Les Juifs en Amérique coloniale'' , McFarland & Company, 2004, {{ISBN|0-7864-1730-7}} , bls. 98–99. * {{citation|De plus, les Polonais devaient être parfaitement conscients du massacre des Juifs en 1768 et plus encore du fait des massacres beaucoup plus répandus (environ 10.0000 morts) des pogroms Chmielnicki antérieurs au siècle précédent.}} Manus I. Midlarsky. ''The Killing Trap: le génocide au XXe siècle'' , [[Cambridge University Press]], 2005, {{ISBN|0-521-81545-2}} , bls. 352. * {{citation|(...) pas moins de {{formatnum:100000}} Juifs ont été assassinés dans toute l'Ukraine par les soldats cosaques de Bogdan Chmielnicki qui se déchaînaient.}} [[Martin Gilbert]], ''Holocaust Journey: Voyager à la recherche du passé'' , [[Columbia University Press]], 1999, {{ISBN|0-231-10965-2}} , bls. 219. * {{citation|Une série de massacres perpétrés par les cosaques ukrainiens sous la direction de Bogdan Chmielnicki a entraîné la mort de jusqu'à {{formatnum:100000}} Juifs et la destruction de peut-être 700 communautés entre 1648 et 1654...}} Samuel Totten. ''Enseigner le génocide: problèmes, approches et ressources'' , édition de l'ère de l'information, 2004, {{ISBN|1-59311-074-X}} , bls. 25. * {{citation|En réponse à la prise de contrôle par la Pologne d'une grande partie de l'Ukraine au début du XVIIIe siècle, les paysans ukrainiens se sont mobilisés en tant que groupes de cavalerie, et ces" cosaques "lors du soulèvement de Chmielnicki en 1648 ont tué environ {{formatnum:100000}} Juifs.}} Cara Camcastle. ''Le côté le plus modéré de Joseph De Maistre: points de vue sur la liberté politique et l'économie politique'' , McGill-Queen's Press, 2005, {{ISBN|0-7735-2976-4}} , bls. 26. * {{citation|N'y a-t-il pas une différence de nature entre l'extermination par Hitler de trois millions de juifs polonais entre 1939 et 1945 parce qu'il voulait que chaque juif soit mort et le meurtre de masse de 1648–49 de {{formatnum:100000}} juifs polonais par le général Bogdan Chmielnicki parce qu'il voulait mettre fin à la domination polonaise dans l'Ukraine et était prêt à utiliser le terrorisme cosaque pour tuer des Juifs dans le processus ?}} Colin Martin Tatz. ''Avec l'intention de détruire: Réflexions sur le génocide'' , Verso, 2003, {{ISBN|1-85984-550-9}} , bls. 146. * {{citation|(...) massacrant environ cent mille juifs comme l'avait fait l'Ukrainien Bogdan Chmielnicki près de trois siècles plus tôt.}} Mosheh Weiss. ''Une brève histoire du peuple juif'' , Rowman et Littlefield, 2004, {{ISBN|0-7425-4402-8}} , bls. 193.</ref><ref>{{Cite book|language=en|author=Chanes, Jerome A.|title=Antisemitism|subtitle=a reference handbook|publisher=[[ABC-CLIO]]|year=2004|page=56|isbn=978-1-85109-497-4|isbn2=1-85109-497-0|isbn3=1-280-72846-9|oclc=270457318|url=https://www.worldcat.org/oclc/270457318|accessdate=2020-08-12}}</ref><ref>''Histoire de la Lituanie. Un millénaire'', sous la direction d'Yves Plasseraud, Édition Armeline, Crozon, 2009, bls. 194.</ref> [[Mynd:Subotiv Ukraine.png|thumb|right|250px|Kirkjan í [[Subotiv]], sem Kmelnitskíj lét byggja og þar sem hann er grafinn.]] ==Söguleg arfleifð Bogdans Kmelnitskíj== [[Mynd:Bohdan Khmelnytsky Kiev 2017 G1.jpg|thumb|230px|Stytta til heiðurs Bogdan Kmelnitskíj í [[Kænugarður|Kænugarði]].]] [[Mynd:Памятник_Б._Хмельницкому.JPG|thumb|230px|Bogdan Kmelnitskíj.]] Bogdan Kmelnitskíj lék mikilvægt hlutverk í sögu Austur-Evrópu. Hann hafði ekki einungis mikil áhrif á framtíð Úkraínu, heldur á valdajafnvægi í austurhluta heimsálfunnar. Frá sjónarhóli Úkraínumanna er gjarnan litið á Kmelnitskíj sem landsföður sem ruddi veg Úkraínu í átt að sjálfstæði. Með Zboriv-sáttmálanum varð Úkraína að sérstöku landi sem höfuðsmannsdæmi kósakka. Herdeild í [[Alþýðulýðveldið Úkraína|Alþýðulýðveldinu Úkraínu]] var nefnd eftir Kmelnitskíj þann 1. maí 1917 og frá sjálfstæði Úkraínu árið 1991 hafa myndir af Kmelnitskíj verið á [[Úkraínsk hrinja|úkraínskum peningaseðlum]]. [[Khmelnytska oblast (hérað)|Hérað í Úkraínu]] er jafnframt nefnt eftir honum. Rússar hafa hyllt Kmelnitskíj fyrir að endursameina landsvæði hinna fornu [[Kænugarðs-Rús|Kænugarðs-Rússa]] með því að skrifa undir Perejaslav-sáttmálann. [[Rússneska keisaradæmið]] í [[Moskva|Moskvu]] gerði tilkall til sögulegrar arfleifðar hinna fornu furstadæma Austur-Slava í [[Garðaríki]]. Kmelnitskíj er því litinn jákvæðum augum í rússneskri sagnahefð, en ekki af sömu ástæðum og í Úkraínu. Í [[Sovétríkin|sovéskri]] sagnahefð var hann einnig sýndur í jákvæðu ljósi sem táknmynd „bræðralags“ milli „frændþjóðanna“ Rússlands og Úkraínu. Heiðursorða í rússneska hernum, orða Bogdans Kmelnitskíj, var því nefnd honum til heiðurs. Pólverjar kenna Kmelnitskíj fyrir hnignun á pólskum áhrifum í Evrópu. Í pólskri sagnahefð er uppreisn Kmelnitskíj einn af upphafspunktum hnignunartímabils sem kallað er „syndaflóðið.“ Hnignun Póllands á þessum tíma leiddi til [[Skiptingar Póllands|skiptinga landsins]] á 18. öld. Kmelnitskíj er því kunnur í pólskri sagnahefð og birtist sem persóna í nútímaskáldverkum eins og þríleiknum ''Með báli og brandi'' eftir [[Henryk Sienkiewicz]]. Þar sem Kmelnitskíj er ábyrgur fyrir einu versta fjöldamorði Gyðinga í sögu Evrópu er hann litinn mjög neikvæðum augum í sagnahefð þeirra. ==Heimildir== * {{Cite book|language=fr|author=Iaroslav Lebedynsky|title=Ukraine, une histoire en questions|place=Paris|publisher=[[Éditions L'Harmattan|L'Harmattan]]|collection=Harmathèque|year=2008|pages total=269|isbn=978-2-296-05602-2|isbn10=2-296-05602-4|url=https://books.google.fr/books?id=6NU0SCKyBc0C&printsec=frontcover}}. * {{Cite book|language=fr|author=Prosper Mérimée|title=Bogdan Chmielnicki|place=Paris|publisher=[[Éditions L'Harmattan|L'Harmattan]]|collection=Présence ukrainienne|year=2007|first edition year=1865|pages=294|isbn=978-2-296-02965-1|isbn10=2-296-02965-5}} * [[Iaroslav Lebedynsky]], ''Les Cosaques, Une société guerrière entre libertés et pouvoirs - Ukraine - 1490-1790'', Paris, Errance, « Civilisations et cultures », 2004 {{ISBN|2 87772-272-4}} * [[Francis Dvornik]] ''Les Slaves, histoire, civilisation de l'Antiquité aux débuts de l'Époque contemporaine'', [[Éditions du Seuil]], Paris 1970. ==Tilvísanir== <references/> {{DEFAULTSORT:Kmelnitskíj, Bogdam}} {{fd|1595|1657}} [[Flokkur:Saga Úkraínu]] [[Flokkur:Úkraínskir kósakkar]] shlb0i0pv0dasauhwae2c951xbzcxmm 1761344 1761340 2022-07-20T15:42:49Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki {{konungur | titill = [[Höfuðsmaður]] Úkraínu | skjaldarmerki = Alex K Chmelnitskyi.svg | ætt = Abdank-ætt | nafn = Bohdan Khmelnytskyj<br>{{small|Богдан Хмельницький}} | mynd = BChmielnicki.jpg | skírnarnafn = | fæðingardagur = [[27. desember]] [[1595]] | fæðingarstaður = [[Subotiv]], [[Pólsk-litháíska samveldið|pólsk-litháíska samveldinu]] | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1657|8|6|1595|12|27}} | dánarstaður = [[Tsjíhírín]], [[höfuðsmannsdæmi kósakka]] | grafinn = Illinska-kirkjunni í [[Subotiv]] | ríkisár = [[30. janúar]] [[1648]] – [[6. ágúst]] [[1657]] | faðir = Míkhaílo Khmelnytskyj | móðir = Óþekkt | maki = Hanna Somko<br>Helena Czaplińska<br>Hanna Zolotarenko | titill_maka = Eiginkona | börn = Týmisj, Júríj, Gregoríj, Ostap, Katrín, Stepanída, Elena, María | undirskrift = Xm avt2.jpg }} '''Bohdan Zynovíj Míkhaílovítsj Khmelnytskyj''' ([[úkraínska]]: ''Богдан Зиновій Михайлович Хмельницький''; 27. desember 1595 – 27. júlí 1657) var stjórnmála- og hernaðarleiðtogi [[Úkraína|úkraínskra]] [[Kósakkar|kósakka]] í þáverandi [[Pólsk-litháíska samveldið|pólsk-litháíska samveldinu]]. Khmelnytskyj leiddi uppreisn gegn pólska aðlinum árið 1648 og stofnaði [[Höfuðsmannsdæmi kósakka|sjálfstætt höfuðsmannsdæmi]] á landsvæði sem nú er í [[Úkraína|Úkraínu]]. Síðar hallaði hann sér að [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]] og samþykkti árið 1654 að sverja Rússakeisara hollustu sína með [[Perejaslav-sáttmálinn|Perejaslav-sáttmálanum]]. Eftir dauða Khmelnytskyj varð til eins konar þjóðsagnahefð í kringum hann. Hann varð að baráttutákni kósakka og að úkraínskri þjóðhetju. Valdatíð hans er þó jafnframt alræmd fyrir ofsóknir gegn [[Pólverjar|Pólverjum]], [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólikkum]] og sérstaklega [[Gyðingar|Gyðingum]]. Nokkrir tugir þúsunda þeirra voru drepnir af stjórn Khmelnytskyj. ==Æviágrip== Bogdan Khmelnytskyj var af [[Aðall|aðalsættum]] og talið er að hann hafi fæðst í miðhluta [[Úkraína|Úkraínu]] í [[Tsjíhírín]]. Faðir hans var í þjónustu [[Stanisław Żółkiewski]], höfuðsmanns [[Konungsríkið Pólland|pólsku krúnunnar]], og fékk hjá honum [[Lén|lénsyfirráð]] yfir [[Subotiv]] árið 1617. Bogdan Kmelnitskíj nam hjá [[Jesúítareglan|jesúítum]] í [[Lviv]] og líklega í [[Kraká]]. Árið 1620 barðist Khmelnytskyj í [[Orrustan við Cecora|orrustunni við Cecora]] á móti her [[Tyrkjaveldi]]s. Faðir hans var drepinn í orrustunni og Kmelnitskíj var tekinn til fanga. Í fangavistinni lærði hann [[Tyrkneska|tyrknesku]] og [[Tataríska|tatarísku]]. Árið 1637 varð Khmelnytskyj herritari kósakka sem voru skráðir til herþjónustu og fékk síðan hundraðsdeild kósakka undir sína stjórn. Hann tók upp lifnaðarhætti venjulegs kósakkahöfðingja en lenti í deilum við þorpsöldung (''[[starosta]]'') sem leiddi til þess að sonur Khmelnytskyj var drepinn, aðeins tíu ára. Khmelnytskyj ákvað að ná fram hefndum og leitaði sér hælis meðal [[Zaporisjakósakkar|Zaporisjakósakka]]. Hann varð síðan [[höfuðsmaður]] þeirra árið 1648 með aðstoð [[Tatarar|Tatara]] frá [[Krímkanatið|Krímkanatinu]]. === Uppreisn Khmelnytskyj (1648-1649) === Árið 1648 blés Khmelnytskyj til uppreisnar meðal [[Rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúaðra]] úkraínskra bænda á móti yfirráðum pólskra, kaþólskra aðalsmanna og embættismanna þeirra, sem gjarnan voru [[Gyðingar]]. Nokkrar uppreisnir höfðu áður verið gerðar í Úkraínu, en í þetta sinn spratt upp úr henni frelsisstríð vegna trúarbragða-, samfélags- og þjóðernisdeilna sem höfðu gerjast á úkraínskri grundu.{{sfn|Lebedynsky|2008|p=107}} [[Uppreisn Khmelnytskyj]] breiddist út um alla Úkraínu og hann safnaði um 8.000 manna liði að baki sér. Uppreisnarherinn vann nokkra hernaðarsigra gegn Pólverjum, sem meðal annars voru leiddir af furstanum [[Jeremi Wiśniowiecki]], lénshöfðingja Úkraínu. Fyrsta hluta stríðsins lauk með friðarsáttmála í Zboriv, þar sem gengið var að ýmsum kröfum kósakka. Með samningnum var [[höfuðsmannsdæmi kósakka]] stofnað en bardagar brutust brátt út á ný. === Bandalagið við Rússa === Á næstu árum snerist gangur stríðsins gegn úkraínsku kósökkunum, sem leiddi til þess að þeir glötuðu mörgum þeim fríðindum sem þeir höfðu áunnið sér með Zboriv-sáttmálanum. Khmelnytskyj sneri sér því til [[Alexis Rússakeisari|Alexis Rússakeisara]] og sannfærði kósakka með nokkrum erfiðum að sverja honum hollustu sína gegn vernd hans. Bandalagið var formfest árið 1654 með [[Perejaslav-sáttmálinn|Perejaslav-sáttmálanum]]. Rússar tóku sér smám saman meiri stjórn í höfuðsmannsdæminu en Khmelnytskyj hafði gert ráð fyrir, sem leiddi til þess að hann reyndi þeirra í stað að semja um bandalag við [[Svíþjóð|Svía]].<ref>{{Harvard citation no brackets|Iaroslav Lebedynsky|2008|p=116}}</ref> Tilraunir hans til að vingast við Svía báru ekki árangur. === Dauði === Þann 22. júlí 1657 fékk Khmelnytskyj [[heilablóðfall]] sem lamaði hann.<ref>[[Mykhaïlo Hrouchevsky]], ''Illustrated History of Ukraine'', BAO, Donetsk, 2003, bls. 330.</ref> Hann lést tæpri viku síðar, þann 27. júlí 1657. Jarðarför hans var haldin þann 23. ágúst í [[Subotiv]]. Fyrir dauða sinn hafði Khmelnytskyj búið svo um hnútana að höfuðsmannstignin skyldi ganga í erfðum til afkomenda hans og hafði útnefnt son sinn, [[Júríj Khmelnytskyj|Júríj]], erfingja. Júríj var enn ólögráða og þótti ekki mikill stjórnskörungur og því ákváðu kósakkar í október 1657 að setja hann af og kusu úkraínska aðalsmanninn [[Ívan Víhovskíj]] nýjan höfuðsmann.<ref>Francis Dvornik, ''Les Slaves'', Éditions du Seuil, Paris 1970, bls. 855.</ref> ==Fjöldamorð og ''pogrom''== Mörg ''[[pogrom]]'' áttu sér stað í Úkraínu á valdaárum Khmelnytskyj. Fjöldamorð voru framin gegn [[Pólverjar|Pólverjum]], [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólikkum]] sem vændir voru um [[villutrú]] og þeim sem sakaðir voru um að hafa reynt að breiða út pólska menningu. [[Gyðingar]] höfðu verið helstu fjárhagslegu milligöngumenn milli valdastéttarinnar og bændanna.<ref>{{Harvard citation no brackets|Iaroslav Lebedynsky|2008|p=111}}</ref> Við þetta bættist trúarlegt [[gyðingahatur]] og notkun Gyðinga sem blóraböggla. Ofbeldi gegn Gyðingum lagði fjölda samfélaga þeirra í Úkraínu í rúst svo að aðeins stóðu eftir kjarnasamfélög í Volhyníu, Litháen og Póllandi.<ref name="Stampfer">{{Cite journal|language=en |author=Shaul Stampfer |title=What Actually Happened to the Jews of Ukraine in 1648? |journal=Jewish History |volume=17 |numver=2 |date=2003-05-01 |issn=1572-8579 |doi=10.1023/A:1022330717763 |url=http://www.jstor.org/stable/20101498 |accessdate=2020-08-12 |pages=207–227 }}</ref><ref>Samuel Totten. ''Enseigner le génocide: problèmes, approches et ressources'', édition de l'ère de l'information, 2004, {{ISBN|1-59311-074-X}}, p. 25.</ref> Ýmsir samtímarithöfundar lýstu blóðugum atvikum og mikilli grimmd frá þessum tíma. Í verkinu ''Botn hyldýpisins'' kallaði [[rabbíni]]nn Nathan Nata Hannover, sem varð sjálfur vitni að atburðunum, Khmelnytskyj „ofsækjandann“ og lýsti því hvernig Gyðingar hefðu verið drepnir, neyddir til að gangast undir kristna trú, eða þeir seldir í [[Þrælahald|þrældóm]] í [[Konstantínópel]].<ref>{{Vefheimild|tungumál=en |titill=Le fond de l'abime : les Juifs dans la tourmente des guerres cosaco-polonaises 1648-1650 / Nathan Nata Hannover, présentation, traduction, notes par Jean-Pierre Osier|útgefandi=The National Library of Israel|url=https://www.nli.org.il/en/books/NNL_ALEPH990003578350205171/NLI |vefsíða=www.nli.org.il |ár=1683 |árskoðað=2022|mánuðurskoðað=28. febrúar}}</ref> Skáldsaga [[Isaac Bashevis Singer|Isaacs Bashevis Singer]], ''Satan í Goraj'', sem kom út árið 1933, hefst á sögulegri frásögn af ofsóknum og drápum á Gyðingum í Úkraínu frá 1648 til 1649.<ref name=":0">{{Cite journal|author=Carole Ksiazenicer-Matheron |title=Messianisme et intertextualité dans La corne du bélier, d'Isaac Bashevis Singer |journal=Raisons politiques |volume=8 |number=4 |date=2002 |issn=1291-1941 |issn2=1950-6708 |doi=10.3917/rai.008.0081 |url=https://doi.org/10.3917/rai.008.0081 |consulté le=2020-08-12 |pages=81 }}</ref> Í kvörtunarbréfi frá ''badkhn'' (hefðbundnum skemmtikrafti í brúðkaupum Gyðinga) sem hefur varðveist er jafnframt kvartað yfir morðum og ofsóknum af hálfu Khmelnytskyj.<ref name=":0" /> Tala Gyðinga sem voru drepnir á þessum tíma er breytileg eftir heimildum. Fræðimaðurinn Shaul Stampfer miðar við 40.000,<ref name="Stampfer" /> sagnfræðingurinn [[Henri Minczeles]] miðar við 50.000 til 60.000 og Elias Tcherikower við 80 til 100.000.<ref>Heimildir þar sem miðað er við dráp 100.000 Gyðinga:<br> * {{citation|Bogdan Chmelnitzki dirige le soulèvement cosaque contre la domination polonaise ; {{formatnum:100000}} Juifs sont tués et des centaines de communautés juives sont détruites.}} ''Chronologie du judaïsme 1618–1770'' , ''[[CBS News]].'' Consulté le 13 mai 2007. * {{citation|Les paysans d'Ukraine se sont soulevés en 1648 sous un petit aristocrate Bogdan Chmielnicki. (...) On estime que {{formatnum:100000}} Juifs ont été massacrés et 300 de leurs communautés détruites}}. Oscar Reiss. ''Les Juifs en Amérique coloniale'' , McFarland & Company, 2004, {{ISBN|0-7864-1730-7}} , bls. 98–99. * {{citation|De plus, les Polonais devaient être parfaitement conscients du massacre des Juifs en 1768 et plus encore du fait des massacres beaucoup plus répandus (environ 10.0000 morts) des pogroms Chmielnicki antérieurs au siècle précédent.}} Manus I. Midlarsky. ''The Killing Trap: le génocide au XXe siècle'' , [[Cambridge University Press]], 2005, {{ISBN|0-521-81545-2}} , bls. 352. * {{citation|(...) pas moins de {{formatnum:100000}} Juifs ont été assassinés dans toute l'Ukraine par les soldats cosaques de Bogdan Chmielnicki qui se déchaînaient.}} [[Martin Gilbert]], ''Holocaust Journey: Voyager à la recherche du passé'' , [[Columbia University Press]], 1999, {{ISBN|0-231-10965-2}} , bls. 219. * {{citation|Une série de massacres perpétrés par les cosaques ukrainiens sous la direction de Bogdan Chmielnicki a entraîné la mort de jusqu'à {{formatnum:100000}} Juifs et la destruction de peut-être 700 communautés entre 1648 et 1654...}} Samuel Totten. ''Enseigner le génocide: problèmes, approches et ressources'' , édition de l'ère de l'information, 2004, {{ISBN|1-59311-074-X}} , bls. 25. * {{citation|En réponse à la prise de contrôle par la Pologne d'une grande partie de l'Ukraine au début du XVIIIe siècle, les paysans ukrainiens se sont mobilisés en tant que groupes de cavalerie, et ces" cosaques "lors du soulèvement de Chmielnicki en 1648 ont tué environ {{formatnum:100000}} Juifs.}} Cara Camcastle. ''Le côté le plus modéré de Joseph De Maistre: points de vue sur la liberté politique et l'économie politique'' , McGill-Queen's Press, 2005, {{ISBN|0-7735-2976-4}} , bls. 26. * {{citation|N'y a-t-il pas une différence de nature entre l'extermination par Hitler de trois millions de juifs polonais entre 1939 et 1945 parce qu'il voulait que chaque juif soit mort et le meurtre de masse de 1648–49 de {{formatnum:100000}} juifs polonais par le général Bogdan Chmielnicki parce qu'il voulait mettre fin à la domination polonaise dans l'Ukraine et était prêt à utiliser le terrorisme cosaque pour tuer des Juifs dans le processus ?}} Colin Martin Tatz. ''Avec l'intention de détruire: Réflexions sur le génocide'' , Verso, 2003, {{ISBN|1-85984-550-9}} , bls. 146. * {{citation|(...) massacrant environ cent mille juifs comme l'avait fait l'Ukrainien Bogdan Chmielnicki près de trois siècles plus tôt.}} Mosheh Weiss. ''Une brève histoire du peuple juif'' , Rowman et Littlefield, 2004, {{ISBN|0-7425-4402-8}} , bls. 193.</ref><ref>{{Cite book|language=en|author=Chanes, Jerome A.|title=Antisemitism|subtitle=a reference handbook|publisher=[[ABC-CLIO]]|year=2004|page=56|isbn=978-1-85109-497-4|isbn2=1-85109-497-0|isbn3=1-280-72846-9|oclc=270457318|url=https://www.worldcat.org/oclc/270457318|accessdate=2020-08-12}}</ref><ref>''Histoire de la Lituanie. Un millénaire'', sous la direction d'Yves Plasseraud, Édition Armeline, Crozon, 2009, bls. 194.</ref> [[Mynd:Subotiv Ukraine.png|thumb|right|250px|Kirkjan í [[Subotiv]], sem Khmelnytskyj lét byggja og þar sem hann er grafinn.]] ==Söguleg arfleifð Bogdans Khmelnytskyj== [[Mynd:Bohdan Khmelnytsky Kiev 2017 G1.jpg|thumb|230px|Stytta til heiðurs Bogdan Khmelnytskyj í [[Kænugarður|Kænugarði]].]] [[Mynd:Памятник_Б._Хмельницкому.JPG|thumb|230px|Bogdan Khmelnytskyj.]] Bogdan Khmelnytskyj lék mikilvægt hlutverk í sögu Austur-Evrópu. Hann hafði ekki einungis mikil áhrif á framtíð Úkraínu, heldur á valdajafnvægi í austurhluta heimsálfunnar. Frá sjónarhóli Úkraínumanna er gjarnan litið á Khmelnytskyj sem landsföður sem ruddi veg Úkraínu í átt að sjálfstæði. Með Zboriv-sáttmálanum varð Úkraína að sérstöku landi sem höfuðsmannsdæmi kósakka. Herdeild í [[Alþýðulýðveldið Úkraína|Alþýðulýðveldinu Úkraínu]] var nefnd eftir Khmelnytskyj þann 1. maí 1917 og frá sjálfstæði Úkraínu árið 1991 hafa myndir af Khmelnytskyj verið á [[Úkraínsk hrinja|úkraínskum peningaseðlum]]. [[Khmelnytska oblast (hérað)|Hérað í Úkraínu]] er jafnframt nefnt eftir honum. Rússar hafa hyllt Khmelnytskyj fyrir að endursameina landsvæði hinna fornu [[Kænugarðs-Rús|Kænugarðs-Rússa]] með því að skrifa undir Perejaslav-sáttmálann. [[Rússneska keisaradæmið]] í [[Moskva|Moskvu]] gerði tilkall til sögulegrar arfleifðar hinna fornu furstadæma Austur-Slava í [[Garðaríki]]. Khmelnytskyj er því litinn jákvæðum augum í rússneskri sagnahefð, en ekki af sömu ástæðum og í Úkraínu. Í [[Sovétríkin|sovéskri]] sagnahefð var hann einnig sýndur í jákvæðu ljósi sem táknmynd „bræðralags“ milli „frændþjóðanna“ Rússlands og Úkraínu. Heiðursorða í rússneska hernum, orða Bohdans Khmelnytskyj, var því nefnd honum til heiðurs. Pólverjar kenna Khmelnytskyj fyrir hnignun á pólskum áhrifum í Evrópu. Í pólskri sagnahefð er uppreisn Khmelnytskyj einn af upphafspunktum hnignunartímabils sem kallað er „syndaflóðið.“ Hnignun Póllands á þessum tíma leiddi til [[Skiptingar Póllands|skiptinga landsins]] á 18. öld. Khmelnytskyj er því kunnur í pólskri sagnahefð og birtist sem persóna í nútímaskáldverkum eins og þríleiknum ''Með báli og brandi'' eftir [[Henryk Sienkiewicz]]. Þar sem Khmelnytskyj er ábyrgur fyrir einu versta fjöldamorði Gyðinga í sögu Evrópu er hann litinn mjög neikvæðum augum í sagnahefð þeirra. ==Heimildir== * {{Cite book|language=fr|author=Iaroslav Lebedynsky|title=Ukraine, une histoire en questions|place=Paris|publisher=[[Éditions L'Harmattan|L'Harmattan]]|collection=Harmathèque|year=2008|pages total=269|isbn=978-2-296-05602-2|isbn10=2-296-05602-4|url=https://books.google.fr/books?id=6NU0SCKyBc0C&printsec=frontcover}}. * {{Cite book|language=fr|author=Prosper Mérimée|title=Bogdan Chmielnicki|place=Paris|publisher=[[Éditions L'Harmattan|L'Harmattan]]|collection=Présence ukrainienne|year=2007|first edition year=1865|pages=294|isbn=978-2-296-02965-1|isbn10=2-296-02965-5}} * [[Iaroslav Lebedynsky]], ''Les Cosaques, Une société guerrière entre libertés et pouvoirs - Ukraine - 1490-1790'', Paris, Errance, « Civilisations et cultures », 2004 {{ISBN|2 87772-272-4}} * [[Francis Dvornik]] ''Les Slaves, histoire, civilisation de l'Antiquité aux débuts de l'Époque contemporaine'', [[Éditions du Seuil]], Paris 1970. ==Tilvísanir== <references/> {{DEFAULTSORT:Khmelnytskyj, Bohdan}} {{fd|1595|1657}} [[Flokkur:Saga Úkraínu]] [[Flokkur:Úkraínskir kósakkar]] i3mjtn1u14zhcc41baj9liorrr23pvh 1761345 1761344 2022-07-20T15:43:26Z TKSnaevarr 53243 /* Æviágrip */ wikitext text/x-wiki {{konungur | titill = [[Höfuðsmaður]] Úkraínu | skjaldarmerki = Alex K Chmelnitskyi.svg | ætt = Abdank-ætt | nafn = Bohdan Khmelnytskyj<br>{{small|Богдан Хмельницький}} | mynd = BChmielnicki.jpg | skírnarnafn = | fæðingardagur = [[27. desember]] [[1595]] | fæðingarstaður = [[Subotiv]], [[Pólsk-litháíska samveldið|pólsk-litháíska samveldinu]] | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1657|8|6|1595|12|27}} | dánarstaður = [[Tsjíhírín]], [[höfuðsmannsdæmi kósakka]] | grafinn = Illinska-kirkjunni í [[Subotiv]] | ríkisár = [[30. janúar]] [[1648]] – [[6. ágúst]] [[1657]] | faðir = Míkhaílo Khmelnytskyj | móðir = Óþekkt | maki = Hanna Somko<br>Helena Czaplińska<br>Hanna Zolotarenko | titill_maka = Eiginkona | börn = Týmisj, Júríj, Gregoríj, Ostap, Katrín, Stepanída, Elena, María | undirskrift = Xm avt2.jpg }} '''Bohdan Zynovíj Míkhaílovítsj Khmelnytskyj''' ([[úkraínska]]: ''Богдан Зиновій Михайлович Хмельницький''; 27. desember 1595 – 27. júlí 1657) var stjórnmála- og hernaðarleiðtogi [[Úkraína|úkraínskra]] [[Kósakkar|kósakka]] í þáverandi [[Pólsk-litháíska samveldið|pólsk-litháíska samveldinu]]. Khmelnytskyj leiddi uppreisn gegn pólska aðlinum árið 1648 og stofnaði [[Höfuðsmannsdæmi kósakka|sjálfstætt höfuðsmannsdæmi]] á landsvæði sem nú er í [[Úkraína|Úkraínu]]. Síðar hallaði hann sér að [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]] og samþykkti árið 1654 að sverja Rússakeisara hollustu sína með [[Perejaslav-sáttmálinn|Perejaslav-sáttmálanum]]. Eftir dauða Khmelnytskyj varð til eins konar þjóðsagnahefð í kringum hann. Hann varð að baráttutákni kósakka og að úkraínskri þjóðhetju. Valdatíð hans er þó jafnframt alræmd fyrir ofsóknir gegn [[Pólverjar|Pólverjum]], [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólikkum]] og sérstaklega [[Gyðingar|Gyðingum]]. Nokkrir tugir þúsunda þeirra voru drepnir af stjórn Khmelnytskyj. ==Æviágrip== Bogdan Khmelnytskyj var af [[Aðall|aðalsættum]] og talið er að hann hafi fæðst í miðhluta [[Úkraína|Úkraínu]] í [[Tsjíhírín]]. Faðir hans var í þjónustu [[Stanisław Żółkiewski]], höfuðsmanns [[Konungsríkið Pólland|pólsku krúnunnar]], og fékk hjá honum [[Lén|lénsyfirráð]] yfir [[Subotiv]] árið 1617. Bohdan Khmelnytskyj nam hjá [[Jesúítareglan|jesúítum]] í [[Lviv]] og líklega í [[Kraká]]. Árið 1620 barðist Khmelnytskyj í [[Orrustan við Cecora|orrustunni við Cecora]] á móti her [[Tyrkjaveldi]]s. Faðir hans var drepinn í orrustunni og Khmelnytskyj var tekinn til fanga. Í fangavistinni lærði hann [[Tyrkneska|tyrknesku]] og [[Tataríska|tatarísku]]. Árið 1637 varð Khmelnytskyj herritari kósakka sem voru skráðir til herþjónustu og fékk síðan hundraðsdeild kósakka undir sína stjórn. Hann tók upp lifnaðarhætti venjulegs kósakkahöfðingja en lenti í deilum við þorpsöldung (''[[starosta]]'') sem leiddi til þess að sonur Khmelnytskyj var drepinn, aðeins tíu ára. Khmelnytskyj ákvað að ná fram hefndum og leitaði sér hælis meðal [[Zaporisjakósakkar|Zaporisjakósakka]]. Hann varð síðan [[höfuðsmaður]] þeirra árið 1648 með aðstoð [[Tatarar|Tatara]] frá [[Krímkanatið|Krímkanatinu]]. === Uppreisn Khmelnytskyj (1648-1649) === Árið 1648 blés Khmelnytskyj til uppreisnar meðal [[Rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúaðra]] úkraínskra bænda á móti yfirráðum pólskra, kaþólskra aðalsmanna og embættismanna þeirra, sem gjarnan voru [[Gyðingar]]. Nokkrar uppreisnir höfðu áður verið gerðar í Úkraínu, en í þetta sinn spratt upp úr henni frelsisstríð vegna trúarbragða-, samfélags- og þjóðernisdeilna sem höfðu gerjast á úkraínskri grundu.{{sfn|Lebedynsky|2008|p=107}} [[Uppreisn Khmelnytskyj]] breiddist út um alla Úkraínu og hann safnaði um 8.000 manna liði að baki sér. Uppreisnarherinn vann nokkra hernaðarsigra gegn Pólverjum, sem meðal annars voru leiddir af furstanum [[Jeremi Wiśniowiecki]], lénshöfðingja Úkraínu. Fyrsta hluta stríðsins lauk með friðarsáttmála í Zboriv, þar sem gengið var að ýmsum kröfum kósakka. Með samningnum var [[höfuðsmannsdæmi kósakka]] stofnað en bardagar brutust brátt út á ný. === Bandalagið við Rússa === Á næstu árum snerist gangur stríðsins gegn úkraínsku kósökkunum, sem leiddi til þess að þeir glötuðu mörgum þeim fríðindum sem þeir höfðu áunnið sér með Zboriv-sáttmálanum. Khmelnytskyj sneri sér því til [[Alexis Rússakeisari|Alexis Rússakeisara]] og sannfærði kósakka með nokkrum erfiðum að sverja honum hollustu sína gegn vernd hans. Bandalagið var formfest árið 1654 með [[Perejaslav-sáttmálinn|Perejaslav-sáttmálanum]]. Rússar tóku sér smám saman meiri stjórn í höfuðsmannsdæminu en Khmelnytskyj hafði gert ráð fyrir, sem leiddi til þess að hann reyndi þeirra í stað að semja um bandalag við [[Svíþjóð|Svía]].<ref>{{Harvard citation no brackets|Iaroslav Lebedynsky|2008|p=116}}</ref> Tilraunir hans til að vingast við Svía báru ekki árangur. === Dauði === Þann 22. júlí 1657 fékk Khmelnytskyj [[heilablóðfall]] sem lamaði hann.<ref>[[Mykhaïlo Hrouchevsky]], ''Illustrated History of Ukraine'', BAO, Donetsk, 2003, bls. 330.</ref> Hann lést tæpri viku síðar, þann 27. júlí 1657. Jarðarför hans var haldin þann 23. ágúst í [[Subotiv]]. Fyrir dauða sinn hafði Khmelnytskyj búið svo um hnútana að höfuðsmannstignin skyldi ganga í erfðum til afkomenda hans og hafði útnefnt son sinn, [[Júríj Khmelnytskyj|Júríj]], erfingja. Júríj var enn ólögráða og þótti ekki mikill stjórnskörungur og því ákváðu kósakkar í október 1657 að setja hann af og kusu úkraínska aðalsmanninn [[Ívan Víhovskíj]] nýjan höfuðsmann.<ref>Francis Dvornik, ''Les Slaves'', Éditions du Seuil, Paris 1970, bls. 855.</ref> ==Fjöldamorð og ''pogrom''== Mörg ''[[pogrom]]'' áttu sér stað í Úkraínu á valdaárum Khmelnytskyj. Fjöldamorð voru framin gegn [[Pólverjar|Pólverjum]], [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólikkum]] sem vændir voru um [[villutrú]] og þeim sem sakaðir voru um að hafa reynt að breiða út pólska menningu. [[Gyðingar]] höfðu verið helstu fjárhagslegu milligöngumenn milli valdastéttarinnar og bændanna.<ref>{{Harvard citation no brackets|Iaroslav Lebedynsky|2008|p=111}}</ref> Við þetta bættist trúarlegt [[gyðingahatur]] og notkun Gyðinga sem blóraböggla. Ofbeldi gegn Gyðingum lagði fjölda samfélaga þeirra í Úkraínu í rúst svo að aðeins stóðu eftir kjarnasamfélög í Volhyníu, Litháen og Póllandi.<ref name="Stampfer">{{Cite journal|language=en |author=Shaul Stampfer |title=What Actually Happened to the Jews of Ukraine in 1648? |journal=Jewish History |volume=17 |numver=2 |date=2003-05-01 |issn=1572-8579 |doi=10.1023/A:1022330717763 |url=http://www.jstor.org/stable/20101498 |accessdate=2020-08-12 |pages=207–227 }}</ref><ref>Samuel Totten. ''Enseigner le génocide: problèmes, approches et ressources'', édition de l'ère de l'information, 2004, {{ISBN|1-59311-074-X}}, p. 25.</ref> Ýmsir samtímarithöfundar lýstu blóðugum atvikum og mikilli grimmd frá þessum tíma. Í verkinu ''Botn hyldýpisins'' kallaði [[rabbíni]]nn Nathan Nata Hannover, sem varð sjálfur vitni að atburðunum, Khmelnytskyj „ofsækjandann“ og lýsti því hvernig Gyðingar hefðu verið drepnir, neyddir til að gangast undir kristna trú, eða þeir seldir í [[Þrælahald|þrældóm]] í [[Konstantínópel]].<ref>{{Vefheimild|tungumál=en |titill=Le fond de l'abime : les Juifs dans la tourmente des guerres cosaco-polonaises 1648-1650 / Nathan Nata Hannover, présentation, traduction, notes par Jean-Pierre Osier|útgefandi=The National Library of Israel|url=https://www.nli.org.il/en/books/NNL_ALEPH990003578350205171/NLI |vefsíða=www.nli.org.il |ár=1683 |árskoðað=2022|mánuðurskoðað=28. febrúar}}</ref> Skáldsaga [[Isaac Bashevis Singer|Isaacs Bashevis Singer]], ''Satan í Goraj'', sem kom út árið 1933, hefst á sögulegri frásögn af ofsóknum og drápum á Gyðingum í Úkraínu frá 1648 til 1649.<ref name=":0">{{Cite journal|author=Carole Ksiazenicer-Matheron |title=Messianisme et intertextualité dans La corne du bélier, d'Isaac Bashevis Singer |journal=Raisons politiques |volume=8 |number=4 |date=2002 |issn=1291-1941 |issn2=1950-6708 |doi=10.3917/rai.008.0081 |url=https://doi.org/10.3917/rai.008.0081 |consulté le=2020-08-12 |pages=81 }}</ref> Í kvörtunarbréfi frá ''badkhn'' (hefðbundnum skemmtikrafti í brúðkaupum Gyðinga) sem hefur varðveist er jafnframt kvartað yfir morðum og ofsóknum af hálfu Khmelnytskyj.<ref name=":0" /> Tala Gyðinga sem voru drepnir á þessum tíma er breytileg eftir heimildum. Fræðimaðurinn Shaul Stampfer miðar við 40.000,<ref name="Stampfer" /> sagnfræðingurinn [[Henri Minczeles]] miðar við 50.000 til 60.000 og Elias Tcherikower við 80 til 100.000.<ref>Heimildir þar sem miðað er við dráp 100.000 Gyðinga:<br> * {{citation|Bogdan Chmelnitzki dirige le soulèvement cosaque contre la domination polonaise ; {{formatnum:100000}} Juifs sont tués et des centaines de communautés juives sont détruites.}} ''Chronologie du judaïsme 1618–1770'' , ''[[CBS News]].'' Consulté le 13 mai 2007. * {{citation|Les paysans d'Ukraine se sont soulevés en 1648 sous un petit aristocrate Bogdan Chmielnicki. (...) On estime que {{formatnum:100000}} Juifs ont été massacrés et 300 de leurs communautés détruites}}. Oscar Reiss. ''Les Juifs en Amérique coloniale'' , McFarland & Company, 2004, {{ISBN|0-7864-1730-7}} , bls. 98–99. * {{citation|De plus, les Polonais devaient être parfaitement conscients du massacre des Juifs en 1768 et plus encore du fait des massacres beaucoup plus répandus (environ 10.0000 morts) des pogroms Chmielnicki antérieurs au siècle précédent.}} Manus I. Midlarsky. ''The Killing Trap: le génocide au XXe siècle'' , [[Cambridge University Press]], 2005, {{ISBN|0-521-81545-2}} , bls. 352. * {{citation|(...) pas moins de {{formatnum:100000}} Juifs ont été assassinés dans toute l'Ukraine par les soldats cosaques de Bogdan Chmielnicki qui se déchaînaient.}} [[Martin Gilbert]], ''Holocaust Journey: Voyager à la recherche du passé'' , [[Columbia University Press]], 1999, {{ISBN|0-231-10965-2}} , bls. 219. * {{citation|Une série de massacres perpétrés par les cosaques ukrainiens sous la direction de Bogdan Chmielnicki a entraîné la mort de jusqu'à {{formatnum:100000}} Juifs et la destruction de peut-être 700 communautés entre 1648 et 1654...}} Samuel Totten. ''Enseigner le génocide: problèmes, approches et ressources'' , édition de l'ère de l'information, 2004, {{ISBN|1-59311-074-X}} , bls. 25. * {{citation|En réponse à la prise de contrôle par la Pologne d'une grande partie de l'Ukraine au début du XVIIIe siècle, les paysans ukrainiens se sont mobilisés en tant que groupes de cavalerie, et ces" cosaques "lors du soulèvement de Chmielnicki en 1648 ont tué environ {{formatnum:100000}} Juifs.}} Cara Camcastle. ''Le côté le plus modéré de Joseph De Maistre: points de vue sur la liberté politique et l'économie politique'' , McGill-Queen's Press, 2005, {{ISBN|0-7735-2976-4}} , bls. 26. * {{citation|N'y a-t-il pas une différence de nature entre l'extermination par Hitler de trois millions de juifs polonais entre 1939 et 1945 parce qu'il voulait que chaque juif soit mort et le meurtre de masse de 1648–49 de {{formatnum:100000}} juifs polonais par le général Bogdan Chmielnicki parce qu'il voulait mettre fin à la domination polonaise dans l'Ukraine et était prêt à utiliser le terrorisme cosaque pour tuer des Juifs dans le processus ?}} Colin Martin Tatz. ''Avec l'intention de détruire: Réflexions sur le génocide'' , Verso, 2003, {{ISBN|1-85984-550-9}} , bls. 146. * {{citation|(...) massacrant environ cent mille juifs comme l'avait fait l'Ukrainien Bogdan Chmielnicki près de trois siècles plus tôt.}} Mosheh Weiss. ''Une brève histoire du peuple juif'' , Rowman et Littlefield, 2004, {{ISBN|0-7425-4402-8}} , bls. 193.</ref><ref>{{Cite book|language=en|author=Chanes, Jerome A.|title=Antisemitism|subtitle=a reference handbook|publisher=[[ABC-CLIO]]|year=2004|page=56|isbn=978-1-85109-497-4|isbn2=1-85109-497-0|isbn3=1-280-72846-9|oclc=270457318|url=https://www.worldcat.org/oclc/270457318|accessdate=2020-08-12}}</ref><ref>''Histoire de la Lituanie. Un millénaire'', sous la direction d'Yves Plasseraud, Édition Armeline, Crozon, 2009, bls. 194.</ref> [[Mynd:Subotiv Ukraine.png|thumb|right|250px|Kirkjan í [[Subotiv]], sem Khmelnytskyj lét byggja og þar sem hann er grafinn.]] ==Söguleg arfleifð Bogdans Khmelnytskyj== [[Mynd:Bohdan Khmelnytsky Kiev 2017 G1.jpg|thumb|230px|Stytta til heiðurs Bogdan Khmelnytskyj í [[Kænugarður|Kænugarði]].]] [[Mynd:Памятник_Б._Хмельницкому.JPG|thumb|230px|Bogdan Khmelnytskyj.]] Bogdan Khmelnytskyj lék mikilvægt hlutverk í sögu Austur-Evrópu. Hann hafði ekki einungis mikil áhrif á framtíð Úkraínu, heldur á valdajafnvægi í austurhluta heimsálfunnar. Frá sjónarhóli Úkraínumanna er gjarnan litið á Khmelnytskyj sem landsföður sem ruddi veg Úkraínu í átt að sjálfstæði. Með Zboriv-sáttmálanum varð Úkraína að sérstöku landi sem höfuðsmannsdæmi kósakka. Herdeild í [[Alþýðulýðveldið Úkraína|Alþýðulýðveldinu Úkraínu]] var nefnd eftir Khmelnytskyj þann 1. maí 1917 og frá sjálfstæði Úkraínu árið 1991 hafa myndir af Khmelnytskyj verið á [[Úkraínsk hrinja|úkraínskum peningaseðlum]]. [[Khmelnytska oblast (hérað)|Hérað í Úkraínu]] er jafnframt nefnt eftir honum. Rússar hafa hyllt Khmelnytskyj fyrir að endursameina landsvæði hinna fornu [[Kænugarðs-Rús|Kænugarðs-Rússa]] með því að skrifa undir Perejaslav-sáttmálann. [[Rússneska keisaradæmið]] í [[Moskva|Moskvu]] gerði tilkall til sögulegrar arfleifðar hinna fornu furstadæma Austur-Slava í [[Garðaríki]]. Khmelnytskyj er því litinn jákvæðum augum í rússneskri sagnahefð, en ekki af sömu ástæðum og í Úkraínu. Í [[Sovétríkin|sovéskri]] sagnahefð var hann einnig sýndur í jákvæðu ljósi sem táknmynd „bræðralags“ milli „frændþjóðanna“ Rússlands og Úkraínu. Heiðursorða í rússneska hernum, orða Bohdans Khmelnytskyj, var því nefnd honum til heiðurs. Pólverjar kenna Khmelnytskyj fyrir hnignun á pólskum áhrifum í Evrópu. Í pólskri sagnahefð er uppreisn Khmelnytskyj einn af upphafspunktum hnignunartímabils sem kallað er „syndaflóðið.“ Hnignun Póllands á þessum tíma leiddi til [[Skiptingar Póllands|skiptinga landsins]] á 18. öld. Khmelnytskyj er því kunnur í pólskri sagnahefð og birtist sem persóna í nútímaskáldverkum eins og þríleiknum ''Með báli og brandi'' eftir [[Henryk Sienkiewicz]]. Þar sem Khmelnytskyj er ábyrgur fyrir einu versta fjöldamorði Gyðinga í sögu Evrópu er hann litinn mjög neikvæðum augum í sagnahefð þeirra. ==Heimildir== * {{Cite book|language=fr|author=Iaroslav Lebedynsky|title=Ukraine, une histoire en questions|place=Paris|publisher=[[Éditions L'Harmattan|L'Harmattan]]|collection=Harmathèque|year=2008|pages total=269|isbn=978-2-296-05602-2|isbn10=2-296-05602-4|url=https://books.google.fr/books?id=6NU0SCKyBc0C&printsec=frontcover}}. * {{Cite book|language=fr|author=Prosper Mérimée|title=Bogdan Chmielnicki|place=Paris|publisher=[[Éditions L'Harmattan|L'Harmattan]]|collection=Présence ukrainienne|year=2007|first edition year=1865|pages=294|isbn=978-2-296-02965-1|isbn10=2-296-02965-5}} * [[Iaroslav Lebedynsky]], ''Les Cosaques, Une société guerrière entre libertés et pouvoirs - Ukraine - 1490-1790'', Paris, Errance, « Civilisations et cultures », 2004 {{ISBN|2 87772-272-4}} * [[Francis Dvornik]] ''Les Slaves, histoire, civilisation de l'Antiquité aux débuts de l'Époque contemporaine'', [[Éditions du Seuil]], Paris 1970. ==Tilvísanir== <references/> {{DEFAULTSORT:Khmelnytskyj, Bohdan}} {{fd|1595|1657}} [[Flokkur:Saga Úkraínu]] [[Flokkur:Úkraínskir kósakkar]] qgm04874lwb4iv9dpsnth5gvu7kxok4 1761346 1761345 2022-07-20T15:45:51Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki {{konungur | titill = [[Höfuðsmaður]] Úkraínu | skjaldarmerki = Alex K Chmelnitskyi.svg | ætt = Abdank-ætt | nafn = Bohdan Khmelnytskyj<br>{{small|Богдан Хмельницький}} | mynd = BChmielnicki.jpg | skírnarnafn = | fæðingardagur = [[27. desember]] [[1595]] | fæðingarstaður = [[Subotiv]], [[Pólsk-litháíska samveldið|pólsk-litháíska samveldinu]] | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1657|8|6|1595|12|27}} | dánarstaður = [[Tsjíhírín]], [[höfuðsmannsdæmi kósakka]] | grafinn = Illinska-kirkjunni í [[Subotiv]] | ríkisár = [[30. janúar]] [[1648]] – [[6. ágúst]] [[1657]] | faðir = Mykhajlo Khmelnytskyj | móðir = Óþekkt | maki = Hanna Somko<br>Helena Czaplińska<br>Hanna Zolotarenko | titill_maka = Eiginkona | börn = Týmisj, Júríj, Gregoríj, Ostap, Katrín, Stepanída, Elena, María | undirskrift = Xm avt2.jpg }} '''Bohdan Zynovíj Mykhajlovítsj Khmelnytskyj''' ([[úkraínska]]: ''Богдан Зиновій Михайлович Хмельницький''; 27. desember 1595 – 27. júlí 1657) var stjórnmála- og hernaðarleiðtogi [[Úkraína|úkraínskra]] [[Kósakkar|kósakka]] í þáverandi [[Pólsk-litháíska samveldið|pólsk-litháíska samveldinu]]. Khmelnytskyj leiddi uppreisn gegn pólska aðlinum árið 1648 og stofnaði [[Höfuðsmannsdæmi kósakka|sjálfstætt höfuðsmannsdæmi]] á landsvæði sem nú er í [[Úkraína|Úkraínu]]. Síðar hallaði hann sér að [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]] og samþykkti árið 1654 að sverja Rússakeisara hollustu sína með [[Perejaslav-sáttmálinn|Perejaslav-sáttmálanum]]. Eftir dauða Khmelnytskyj varð til eins konar þjóðsagnahefð í kringum hann. Hann varð að baráttutákni kósakka og að úkraínskri þjóðhetju. Valdatíð hans er þó jafnframt alræmd fyrir ofsóknir gegn [[Pólverjar|Pólverjum]], [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólikkum]] og sérstaklega [[Gyðingar|Gyðingum]]. Nokkrir tugir þúsunda þeirra voru drepnir af stjórn Khmelnytskyj. ==Æviágrip== Bogdan Khmelnytskyj var af [[Aðall|aðalsættum]] og talið er að hann hafi fæðst í miðhluta [[Úkraína|Úkraínu]] í [[Tsjíhírín]]. Faðir hans var í þjónustu [[Stanisław Żółkiewski]], höfuðsmanns [[Konungsríkið Pólland|pólsku krúnunnar]], og fékk hjá honum [[Lén|lénsyfirráð]] yfir [[Subotiv]] árið 1617. Bohdan Khmelnytskyj nam hjá [[Jesúítareglan|jesúítum]] í [[Lviv]] og líklega í [[Kraká]]. Árið 1620 barðist Khmelnytskyj í [[Orrustan við Cecora|orrustunni við Cecora]] á móti her [[Tyrkjaveldi]]s. Faðir hans var drepinn í orrustunni og Khmelnytskyj var tekinn til fanga. Í fangavistinni lærði hann [[Tyrkneska|tyrknesku]] og [[Tataríska|tatarísku]]. Árið 1637 varð Khmelnytskyj herritari kósakka sem voru skráðir til herþjónustu og fékk síðan hundraðsdeild kósakka undir sína stjórn. Hann tók upp lifnaðarhætti venjulegs kósakkahöfðingja en lenti í deilum við þorpsöldung (''[[starosta]]'') sem leiddi til þess að sonur Khmelnytskyj var drepinn, aðeins tíu ára. Khmelnytskyj ákvað að ná fram hefndum og leitaði sér hælis meðal [[Zaporisjakósakkar|Zaporisjakósakka]]. Hann varð síðan [[höfuðsmaður]] þeirra árið 1648 með aðstoð [[Tatarar|Tatara]] frá [[Krímkanatið|Krímkanatinu]]. === Uppreisn Khmelnytskyj (1648-1649) === Árið 1648 blés Khmelnytskyj til uppreisnar meðal [[Rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúaðra]] úkraínskra bænda á móti yfirráðum pólskra, kaþólskra aðalsmanna og embættismanna þeirra, sem gjarnan voru [[Gyðingar]]. Nokkrar uppreisnir höfðu áður verið gerðar í Úkraínu, en í þetta sinn spratt upp úr henni frelsisstríð vegna trúarbragða-, samfélags- og þjóðernisdeilna sem höfðu gerjast á úkraínskri grundu.{{sfn|Lebedynsky|2008|p=107}} [[Uppreisn Khmelnytskyj]] breiddist út um alla Úkraínu og hann safnaði um 8.000 manna liði að baki sér. Uppreisnarherinn vann nokkra hernaðarsigra gegn Pólverjum, sem meðal annars voru leiddir af furstanum [[Jeremi Wiśniowiecki]], lénshöfðingja Úkraínu. Fyrsta hluta stríðsins lauk með friðarsáttmála í Zboriv, þar sem gengið var að ýmsum kröfum kósakka. Með samningnum var [[höfuðsmannsdæmi kósakka]] stofnað en bardagar brutust brátt út á ný. === Bandalagið við Rússa === Á næstu árum snerist gangur stríðsins gegn úkraínsku kósökkunum, sem leiddi til þess að þeir glötuðu mörgum þeim fríðindum sem þeir höfðu áunnið sér með Zboriv-sáttmálanum. Khmelnytskyj sneri sér því til [[Alexis Rússakeisari|Alexis Rússakeisara]] og sannfærði kósakka með nokkrum erfiðum að sverja honum hollustu sína gegn vernd hans. Bandalagið var formfest árið 1654 með [[Perejaslav-sáttmálinn|Perejaslav-sáttmálanum]]. Rússar tóku sér smám saman meiri stjórn í höfuðsmannsdæminu en Khmelnytskyj hafði gert ráð fyrir, sem leiddi til þess að hann reyndi þeirra í stað að semja um bandalag við [[Svíþjóð|Svía]].<ref>{{Harvard citation no brackets|Iaroslav Lebedynsky|2008|p=116}}</ref> Tilraunir hans til að vingast við Svía báru ekki árangur. === Dauði === Þann 22. júlí 1657 fékk Khmelnytskyj [[heilablóðfall]] sem lamaði hann.<ref>[[Mykhaïlo Hrouchevsky]], ''Illustrated History of Ukraine'', BAO, Donetsk, 2003, bls. 330.</ref> Hann lést tæpri viku síðar, þann 27. júlí 1657. Jarðarför hans var haldin þann 23. ágúst í [[Subotiv]]. Fyrir dauða sinn hafði Khmelnytskyj búið svo um hnútana að höfuðsmannstignin skyldi ganga í erfðum til afkomenda hans og hafði útnefnt son sinn, [[Júríj Khmelnytskyj|Júríj]], erfingja. Júríj var enn ólögráða og þótti ekki mikill stjórnskörungur og því ákváðu kósakkar í október 1657 að setja hann af og kusu úkraínska aðalsmanninn [[Ívan Víhovskíj]] nýjan höfuðsmann.<ref>Francis Dvornik, ''Les Slaves'', Éditions du Seuil, Paris 1970, bls. 855.</ref> ==Fjöldamorð og ''pogrom''== Mörg ''[[pogrom]]'' áttu sér stað í Úkraínu á valdaárum Khmelnytskyj. Fjöldamorð voru framin gegn [[Pólverjar|Pólverjum]], [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólikkum]] sem vændir voru um [[villutrú]] og þeim sem sakaðir voru um að hafa reynt að breiða út pólska menningu. [[Gyðingar]] höfðu verið helstu fjárhagslegu milligöngumenn milli valdastéttarinnar og bændanna.<ref>{{Harvard citation no brackets|Iaroslav Lebedynsky|2008|p=111}}</ref> Við þetta bættist trúarlegt [[gyðingahatur]] og notkun Gyðinga sem blóraböggla. Ofbeldi gegn Gyðingum lagði fjölda samfélaga þeirra í Úkraínu í rúst svo að aðeins stóðu eftir kjarnasamfélög í Volhyníu, Litháen og Póllandi.<ref name="Stampfer">{{Cite journal|language=en |author=Shaul Stampfer |title=What Actually Happened to the Jews of Ukraine in 1648? |journal=Jewish History |volume=17 |numver=2 |date=2003-05-01 |issn=1572-8579 |doi=10.1023/A:1022330717763 |url=http://www.jstor.org/stable/20101498 |accessdate=2020-08-12 |pages=207–227 }}</ref><ref>Samuel Totten. ''Enseigner le génocide: problèmes, approches et ressources'', édition de l'ère de l'information, 2004, {{ISBN|1-59311-074-X}}, p. 25.</ref> Ýmsir samtímarithöfundar lýstu blóðugum atvikum og mikilli grimmd frá þessum tíma. Í verkinu ''Botn hyldýpisins'' kallaði [[rabbíni]]nn Nathan Nata Hannover, sem varð sjálfur vitni að atburðunum, Khmelnytskyj „ofsækjandann“ og lýsti því hvernig Gyðingar hefðu verið drepnir, neyddir til að gangast undir kristna trú, eða þeir seldir í [[Þrælahald|þrældóm]] í [[Konstantínópel]].<ref>{{Vefheimild|tungumál=en |titill=Le fond de l'abime : les Juifs dans la tourmente des guerres cosaco-polonaises 1648-1650 / Nathan Nata Hannover, présentation, traduction, notes par Jean-Pierre Osier|útgefandi=The National Library of Israel|url=https://www.nli.org.il/en/books/NNL_ALEPH990003578350205171/NLI |vefsíða=www.nli.org.il |ár=1683 |árskoðað=2022|mánuðurskoðað=28. febrúar}}</ref> Skáldsaga [[Isaac Bashevis Singer|Isaacs Bashevis Singer]], ''Satan í Goraj'', sem kom út árið 1933, hefst á sögulegri frásögn af ofsóknum og drápum á Gyðingum í Úkraínu frá 1648 til 1649.<ref name=":0">{{Cite journal|author=Carole Ksiazenicer-Matheron |title=Messianisme et intertextualité dans La corne du bélier, d'Isaac Bashevis Singer |journal=Raisons politiques |volume=8 |number=4 |date=2002 |issn=1291-1941 |issn2=1950-6708 |doi=10.3917/rai.008.0081 |url=https://doi.org/10.3917/rai.008.0081 |consulté le=2020-08-12 |pages=81 }}</ref> Í kvörtunarbréfi frá ''badkhn'' (hefðbundnum skemmtikrafti í brúðkaupum Gyðinga) sem hefur varðveist er jafnframt kvartað yfir morðum og ofsóknum af hálfu Khmelnytskyj.<ref name=":0" /> Tala Gyðinga sem voru drepnir á þessum tíma er breytileg eftir heimildum. Fræðimaðurinn Shaul Stampfer miðar við 40.000,<ref name="Stampfer" /> sagnfræðingurinn [[Henri Minczeles]] miðar við 50.000 til 60.000 og Elias Tcherikower við 80 til 100.000.<ref>Heimildir þar sem miðað er við dráp 100.000 Gyðinga:<br> * {{citation|Bogdan Chmelnitzki dirige le soulèvement cosaque contre la domination polonaise ; {{formatnum:100000}} Juifs sont tués et des centaines de communautés juives sont détruites.}} ''Chronologie du judaïsme 1618–1770'' , ''[[CBS News]].'' Consulté le 13 mai 2007. * {{citation|Les paysans d'Ukraine se sont soulevés en 1648 sous un petit aristocrate Bogdan Chmielnicki. (...) On estime que {{formatnum:100000}} Juifs ont été massacrés et 300 de leurs communautés détruites}}. Oscar Reiss. ''Les Juifs en Amérique coloniale'' , McFarland & Company, 2004, {{ISBN|0-7864-1730-7}} , bls. 98–99. * {{citation|De plus, les Polonais devaient être parfaitement conscients du massacre des Juifs en 1768 et plus encore du fait des massacres beaucoup plus répandus (environ 10.0000 morts) des pogroms Chmielnicki antérieurs au siècle précédent.}} Manus I. Midlarsky. ''The Killing Trap: le génocide au XXe siècle'' , [[Cambridge University Press]], 2005, {{ISBN|0-521-81545-2}} , bls. 352. * {{citation|(...) pas moins de {{formatnum:100000}} Juifs ont été assassinés dans toute l'Ukraine par les soldats cosaques de Bogdan Chmielnicki qui se déchaînaient.}} [[Martin Gilbert]], ''Holocaust Journey: Voyager à la recherche du passé'' , [[Columbia University Press]], 1999, {{ISBN|0-231-10965-2}} , bls. 219. * {{citation|Une série de massacres perpétrés par les cosaques ukrainiens sous la direction de Bogdan Chmielnicki a entraîné la mort de jusqu'à {{formatnum:100000}} Juifs et la destruction de peut-être 700 communautés entre 1648 et 1654...}} Samuel Totten. ''Enseigner le génocide: problèmes, approches et ressources'' , édition de l'ère de l'information, 2004, {{ISBN|1-59311-074-X}} , bls. 25. * {{citation|En réponse à la prise de contrôle par la Pologne d'une grande partie de l'Ukraine au début du XVIIIe siècle, les paysans ukrainiens se sont mobilisés en tant que groupes de cavalerie, et ces" cosaques "lors du soulèvement de Chmielnicki en 1648 ont tué environ {{formatnum:100000}} Juifs.}} Cara Camcastle. ''Le côté le plus modéré de Joseph De Maistre: points de vue sur la liberté politique et l'économie politique'' , McGill-Queen's Press, 2005, {{ISBN|0-7735-2976-4}} , bls. 26. * {{citation|N'y a-t-il pas une différence de nature entre l'extermination par Hitler de trois millions de juifs polonais entre 1939 et 1945 parce qu'il voulait que chaque juif soit mort et le meurtre de masse de 1648–49 de {{formatnum:100000}} juifs polonais par le général Bogdan Chmielnicki parce qu'il voulait mettre fin à la domination polonaise dans l'Ukraine et était prêt à utiliser le terrorisme cosaque pour tuer des Juifs dans le processus ?}} Colin Martin Tatz. ''Avec l'intention de détruire: Réflexions sur le génocide'' , Verso, 2003, {{ISBN|1-85984-550-9}} , bls. 146. * {{citation|(...) massacrant environ cent mille juifs comme l'avait fait l'Ukrainien Bogdan Chmielnicki près de trois siècles plus tôt.}} Mosheh Weiss. ''Une brève histoire du peuple juif'' , Rowman et Littlefield, 2004, {{ISBN|0-7425-4402-8}} , bls. 193.</ref><ref>{{Cite book|language=en|author=Chanes, Jerome A.|title=Antisemitism|subtitle=a reference handbook|publisher=[[ABC-CLIO]]|year=2004|page=56|isbn=978-1-85109-497-4|isbn2=1-85109-497-0|isbn3=1-280-72846-9|oclc=270457318|url=https://www.worldcat.org/oclc/270457318|accessdate=2020-08-12}}</ref><ref>''Histoire de la Lituanie. Un millénaire'', sous la direction d'Yves Plasseraud, Édition Armeline, Crozon, 2009, bls. 194.</ref> [[Mynd:Subotiv Ukraine.png|thumb|right|250px|Kirkjan í [[Subotiv]], sem Khmelnytskyj lét byggja og þar sem hann er grafinn.]] ==Söguleg arfleifð Bogdans Khmelnytskyj== [[Mynd:Bohdan Khmelnytsky Kiev 2017 G1.jpg|thumb|230px|Stytta til heiðurs Bogdan Khmelnytskyj í [[Kænugarður|Kænugarði]].]] [[Mynd:Памятник_Б._Хмельницкому.JPG|thumb|230px|Bogdan Khmelnytskyj.]] Bogdan Khmelnytskyj lék mikilvægt hlutverk í sögu Austur-Evrópu. Hann hafði ekki einungis mikil áhrif á framtíð Úkraínu, heldur á valdajafnvægi í austurhluta heimsálfunnar. Frá sjónarhóli Úkraínumanna er gjarnan litið á Khmelnytskyj sem landsföður sem ruddi veg Úkraínu í átt að sjálfstæði. Með Zboriv-sáttmálanum varð Úkraína að sérstöku landi sem höfuðsmannsdæmi kósakka. Herdeild í [[Alþýðulýðveldið Úkraína|Alþýðulýðveldinu Úkraínu]] var nefnd eftir Khmelnytskyj þann 1. maí 1917 og frá sjálfstæði Úkraínu árið 1991 hafa myndir af Khmelnytskyj verið á [[Úkraínsk hrinja|úkraínskum peningaseðlum]]. [[Khmelnytska oblast (hérað)|Hérað í Úkraínu]] er jafnframt nefnt eftir honum. Rússar hafa hyllt Khmelnytskyj fyrir að endursameina landsvæði hinna fornu [[Kænugarðs-Rús|Kænugarðs-Rússa]] með því að skrifa undir Perejaslav-sáttmálann. [[Rússneska keisaradæmið]] í [[Moskva|Moskvu]] gerði tilkall til sögulegrar arfleifðar hinna fornu furstadæma Austur-Slava í [[Garðaríki]]. Khmelnytskyj er því litinn jákvæðum augum í rússneskri sagnahefð, en ekki af sömu ástæðum og í Úkraínu. Í [[Sovétríkin|sovéskri]] sagnahefð var hann einnig sýndur í jákvæðu ljósi sem táknmynd „bræðralags“ milli „frændþjóðanna“ Rússlands og Úkraínu. Heiðursorða í rússneska hernum, orða Bohdans Khmelnytskyj, var því nefnd honum til heiðurs. Pólverjar kenna Khmelnytskyj fyrir hnignun á pólskum áhrifum í Evrópu. Í pólskri sagnahefð er uppreisn Khmelnytskyj einn af upphafspunktum hnignunartímabils sem kallað er „syndaflóðið.“ Hnignun Póllands á þessum tíma leiddi til [[Skiptingar Póllands|skiptinga landsins]] á 18. öld. Khmelnytskyj er því kunnur í pólskri sagnahefð og birtist sem persóna í nútímaskáldverkum eins og þríleiknum ''Með báli og brandi'' eftir [[Henryk Sienkiewicz]]. Þar sem Khmelnytskyj er ábyrgur fyrir einu versta fjöldamorði Gyðinga í sögu Evrópu er hann litinn mjög neikvæðum augum í sagnahefð þeirra. ==Heimildir== * {{Cite book|language=fr|author=Iaroslav Lebedynsky|title=Ukraine, une histoire en questions|place=Paris|publisher=[[Éditions L'Harmattan|L'Harmattan]]|collection=Harmathèque|year=2008|pages total=269|isbn=978-2-296-05602-2|isbn10=2-296-05602-4|url=https://books.google.fr/books?id=6NU0SCKyBc0C&printsec=frontcover}}. * {{Cite book|language=fr|author=Prosper Mérimée|title=Bogdan Chmielnicki|place=Paris|publisher=[[Éditions L'Harmattan|L'Harmattan]]|collection=Présence ukrainienne|year=2007|first edition year=1865|pages=294|isbn=978-2-296-02965-1|isbn10=2-296-02965-5}} * [[Iaroslav Lebedynsky]], ''Les Cosaques, Une société guerrière entre libertés et pouvoirs - Ukraine - 1490-1790'', Paris, Errance, « Civilisations et cultures », 2004 {{ISBN|2 87772-272-4}} * [[Francis Dvornik]] ''Les Slaves, histoire, civilisation de l'Antiquité aux débuts de l'Époque contemporaine'', [[Éditions du Seuil]], Paris 1970. ==Tilvísanir== <references/> {{DEFAULTSORT:Khmelnytskyj, Bohdan}} {{fd|1595|1657}} [[Flokkur:Saga Úkraínu]] [[Flokkur:Úkraínskir kósakkar]] svnbvprgvoh1jdymqz4dq3tzh4ss2qr 1761347 1761346 2022-07-20T15:46:38Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki {{konungur | titill = [[Höfuðsmaður]] Úkraínu | skjaldarmerki = Alex K Chmelnitskyi.svg | ætt = Abdank-ætt | nafn = Bohdan Khmelnytskyj<br>{{small|Богдан Хмельницький}} | mynd = BChmielnicki.jpg | skírnarnafn = | fæðingardagur = [[27. desember]] [[1595]] | fæðingarstaður = [[Subotiv]], [[Pólsk-litháíska samveldið|pólsk-litháíska samveldinu]] | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1657|8|6|1595|12|27}} | dánarstaður = [[Tsjíhírín]], [[höfuðsmannsdæmi kósakka]] | grafinn = Illinska-kirkjunni í [[Subotiv]] | ríkisár = [[30. janúar]] [[1648]] – [[6. ágúst]] [[1657]] | faðir = Mykhajlo Khmelnytskyj | móðir = Óþekkt | maki = Hanna Somko<br>Helena Czaplińska<br>Hanna Zolotarenko | titill_maka = Eiginkona | börn = Týmisj, Júríj, Gregoríj, Ostap, Katrín, Stepanída, Elena, María | undirskrift = Xm avt2.jpg }} '''Bohdan Zynovíj Mykhajlovytsj Khmelnytskyj''' ([[úkraínska]]: ''Богдан Зиновій Михайлович Хмельницький''; 27. desember 1595 – 27. júlí 1657) var stjórnmála- og hernaðarleiðtogi [[Úkraína|úkraínskra]] [[Kósakkar|kósakka]] í þáverandi [[Pólsk-litháíska samveldið|pólsk-litháíska samveldinu]]. Khmelnytskyj leiddi uppreisn gegn pólska aðlinum árið 1648 og stofnaði [[Höfuðsmannsdæmi kósakka|sjálfstætt höfuðsmannsdæmi]] á landsvæði sem nú er í [[Úkraína|Úkraínu]]. Síðar hallaði hann sér að [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]] og samþykkti árið 1654 að sverja Rússakeisara hollustu sína með [[Perejaslav-sáttmálinn|Perejaslav-sáttmálanum]]. Eftir dauða Khmelnytskyj varð til eins konar þjóðsagnahefð í kringum hann. Hann varð að baráttutákni kósakka og að úkraínskri þjóðhetju. Valdatíð hans er þó jafnframt alræmd fyrir ofsóknir gegn [[Pólverjar|Pólverjum]], [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólikkum]] og sérstaklega [[Gyðingar|Gyðingum]]. Nokkrir tugir þúsunda þeirra voru drepnir af stjórn Khmelnytskyj. ==Æviágrip== Bogdan Khmelnytskyj var af [[Aðall|aðalsættum]] og talið er að hann hafi fæðst í miðhluta [[Úkraína|Úkraínu]] í [[Tsjíhírín]]. Faðir hans var í þjónustu [[Stanisław Żółkiewski]], höfuðsmanns [[Konungsríkið Pólland|pólsku krúnunnar]], og fékk hjá honum [[Lén|lénsyfirráð]] yfir [[Subotiv]] árið 1617. Bohdan Khmelnytskyj nam hjá [[Jesúítareglan|jesúítum]] í [[Lviv]] og líklega í [[Kraká]]. Árið 1620 barðist Khmelnytskyj í [[Orrustan við Cecora|orrustunni við Cecora]] á móti her [[Tyrkjaveldi]]s. Faðir hans var drepinn í orrustunni og Khmelnytskyj var tekinn til fanga. Í fangavistinni lærði hann [[Tyrkneska|tyrknesku]] og [[Tataríska|tatarísku]]. Árið 1637 varð Khmelnytskyj herritari kósakka sem voru skráðir til herþjónustu og fékk síðan hundraðsdeild kósakka undir sína stjórn. Hann tók upp lifnaðarhætti venjulegs kósakkahöfðingja en lenti í deilum við þorpsöldung (''[[starosta]]'') sem leiddi til þess að sonur Khmelnytskyj var drepinn, aðeins tíu ára. Khmelnytskyj ákvað að ná fram hefndum og leitaði sér hælis meðal [[Zaporisjakósakkar|Zaporisjakósakka]]. Hann varð síðan [[höfuðsmaður]] þeirra árið 1648 með aðstoð [[Tatarar|Tatara]] frá [[Krímkanatið|Krímkanatinu]]. === Uppreisn Khmelnytskyj (1648-1649) === Árið 1648 blés Khmelnytskyj til uppreisnar meðal [[Rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúaðra]] úkraínskra bænda á móti yfirráðum pólskra, kaþólskra aðalsmanna og embættismanna þeirra, sem gjarnan voru [[Gyðingar]]. Nokkrar uppreisnir höfðu áður verið gerðar í Úkraínu, en í þetta sinn spratt upp úr henni frelsisstríð vegna trúarbragða-, samfélags- og þjóðernisdeilna sem höfðu gerjast á úkraínskri grundu.{{sfn|Lebedynsky|2008|p=107}} [[Uppreisn Khmelnytskyj]] breiddist út um alla Úkraínu og hann safnaði um 8.000 manna liði að baki sér. Uppreisnarherinn vann nokkra hernaðarsigra gegn Pólverjum, sem meðal annars voru leiddir af furstanum [[Jeremi Wiśniowiecki]], lénshöfðingja Úkraínu. Fyrsta hluta stríðsins lauk með friðarsáttmála í Zboriv, þar sem gengið var að ýmsum kröfum kósakka. Með samningnum var [[höfuðsmannsdæmi kósakka]] stofnað en bardagar brutust brátt út á ný. === Bandalagið við Rússa === Á næstu árum snerist gangur stríðsins gegn úkraínsku kósökkunum, sem leiddi til þess að þeir glötuðu mörgum þeim fríðindum sem þeir höfðu áunnið sér með Zboriv-sáttmálanum. Khmelnytskyj sneri sér því til [[Alexis Rússakeisari|Alexis Rússakeisara]] og sannfærði kósakka með nokkrum erfiðum að sverja honum hollustu sína gegn vernd hans. Bandalagið var formfest árið 1654 með [[Perejaslav-sáttmálinn|Perejaslav-sáttmálanum]]. Rússar tóku sér smám saman meiri stjórn í höfuðsmannsdæminu en Khmelnytskyj hafði gert ráð fyrir, sem leiddi til þess að hann reyndi þeirra í stað að semja um bandalag við [[Svíþjóð|Svía]].<ref>{{Harvard citation no brackets|Iaroslav Lebedynsky|2008|p=116}}</ref> Tilraunir hans til að vingast við Svía báru ekki árangur. === Dauði === Þann 22. júlí 1657 fékk Khmelnytskyj [[heilablóðfall]] sem lamaði hann.<ref>[[Mykhaïlo Hrouchevsky]], ''Illustrated History of Ukraine'', BAO, Donetsk, 2003, bls. 330.</ref> Hann lést tæpri viku síðar, þann 27. júlí 1657. Jarðarför hans var haldin þann 23. ágúst í [[Subotiv]]. Fyrir dauða sinn hafði Khmelnytskyj búið svo um hnútana að höfuðsmannstignin skyldi ganga í erfðum til afkomenda hans og hafði útnefnt son sinn, [[Júríj Khmelnytskyj|Júríj]], erfingja. Júríj var enn ólögráða og þótti ekki mikill stjórnskörungur og því ákváðu kósakkar í október 1657 að setja hann af og kusu úkraínska aðalsmanninn [[Ívan Víhovskíj]] nýjan höfuðsmann.<ref>Francis Dvornik, ''Les Slaves'', Éditions du Seuil, Paris 1970, bls. 855.</ref> ==Fjöldamorð og ''pogrom''== Mörg ''[[pogrom]]'' áttu sér stað í Úkraínu á valdaárum Khmelnytskyj. Fjöldamorð voru framin gegn [[Pólverjar|Pólverjum]], [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólikkum]] sem vændir voru um [[villutrú]] og þeim sem sakaðir voru um að hafa reynt að breiða út pólska menningu. [[Gyðingar]] höfðu verið helstu fjárhagslegu milligöngumenn milli valdastéttarinnar og bændanna.<ref>{{Harvard citation no brackets|Iaroslav Lebedynsky|2008|p=111}}</ref> Við þetta bættist trúarlegt [[gyðingahatur]] og notkun Gyðinga sem blóraböggla. Ofbeldi gegn Gyðingum lagði fjölda samfélaga þeirra í Úkraínu í rúst svo að aðeins stóðu eftir kjarnasamfélög í Volhyníu, Litháen og Póllandi.<ref name="Stampfer">{{Cite journal|language=en |author=Shaul Stampfer |title=What Actually Happened to the Jews of Ukraine in 1648? |journal=Jewish History |volume=17 |numver=2 |date=2003-05-01 |issn=1572-8579 |doi=10.1023/A:1022330717763 |url=http://www.jstor.org/stable/20101498 |accessdate=2020-08-12 |pages=207–227 }}</ref><ref>Samuel Totten. ''Enseigner le génocide: problèmes, approches et ressources'', édition de l'ère de l'information, 2004, {{ISBN|1-59311-074-X}}, p. 25.</ref> Ýmsir samtímarithöfundar lýstu blóðugum atvikum og mikilli grimmd frá þessum tíma. Í verkinu ''Botn hyldýpisins'' kallaði [[rabbíni]]nn Nathan Nata Hannover, sem varð sjálfur vitni að atburðunum, Khmelnytskyj „ofsækjandann“ og lýsti því hvernig Gyðingar hefðu verið drepnir, neyddir til að gangast undir kristna trú, eða þeir seldir í [[Þrælahald|þrældóm]] í [[Konstantínópel]].<ref>{{Vefheimild|tungumál=en |titill=Le fond de l'abime : les Juifs dans la tourmente des guerres cosaco-polonaises 1648-1650 / Nathan Nata Hannover, présentation, traduction, notes par Jean-Pierre Osier|útgefandi=The National Library of Israel|url=https://www.nli.org.il/en/books/NNL_ALEPH990003578350205171/NLI |vefsíða=www.nli.org.il |ár=1683 |árskoðað=2022|mánuðurskoðað=28. febrúar}}</ref> Skáldsaga [[Isaac Bashevis Singer|Isaacs Bashevis Singer]], ''Satan í Goraj'', sem kom út árið 1933, hefst á sögulegri frásögn af ofsóknum og drápum á Gyðingum í Úkraínu frá 1648 til 1649.<ref name=":0">{{Cite journal|author=Carole Ksiazenicer-Matheron |title=Messianisme et intertextualité dans La corne du bélier, d'Isaac Bashevis Singer |journal=Raisons politiques |volume=8 |number=4 |date=2002 |issn=1291-1941 |issn2=1950-6708 |doi=10.3917/rai.008.0081 |url=https://doi.org/10.3917/rai.008.0081 |consulté le=2020-08-12 |pages=81 }}</ref> Í kvörtunarbréfi frá ''badkhn'' (hefðbundnum skemmtikrafti í brúðkaupum Gyðinga) sem hefur varðveist er jafnframt kvartað yfir morðum og ofsóknum af hálfu Khmelnytskyj.<ref name=":0" /> Tala Gyðinga sem voru drepnir á þessum tíma er breytileg eftir heimildum. Fræðimaðurinn Shaul Stampfer miðar við 40.000,<ref name="Stampfer" /> sagnfræðingurinn [[Henri Minczeles]] miðar við 50.000 til 60.000 og Elias Tcherikower við 80 til 100.000.<ref>Heimildir þar sem miðað er við dráp 100.000 Gyðinga:<br> * {{citation|Bogdan Chmelnitzki dirige le soulèvement cosaque contre la domination polonaise ; {{formatnum:100000}} Juifs sont tués et des centaines de communautés juives sont détruites.}} ''Chronologie du judaïsme 1618–1770'' , ''[[CBS News]].'' Consulté le 13 mai 2007. * {{citation|Les paysans d'Ukraine se sont soulevés en 1648 sous un petit aristocrate Bogdan Chmielnicki. (...) On estime que {{formatnum:100000}} Juifs ont été massacrés et 300 de leurs communautés détruites}}. Oscar Reiss. ''Les Juifs en Amérique coloniale'' , McFarland & Company, 2004, {{ISBN|0-7864-1730-7}} , bls. 98–99. * {{citation|De plus, les Polonais devaient être parfaitement conscients du massacre des Juifs en 1768 et plus encore du fait des massacres beaucoup plus répandus (environ 10.0000 morts) des pogroms Chmielnicki antérieurs au siècle précédent.}} Manus I. Midlarsky. ''The Killing Trap: le génocide au XXe siècle'' , [[Cambridge University Press]], 2005, {{ISBN|0-521-81545-2}} , bls. 352. * {{citation|(...) pas moins de {{formatnum:100000}} Juifs ont été assassinés dans toute l'Ukraine par les soldats cosaques de Bogdan Chmielnicki qui se déchaînaient.}} [[Martin Gilbert]], ''Holocaust Journey: Voyager à la recherche du passé'' , [[Columbia University Press]], 1999, {{ISBN|0-231-10965-2}} , bls. 219. * {{citation|Une série de massacres perpétrés par les cosaques ukrainiens sous la direction de Bogdan Chmielnicki a entraîné la mort de jusqu'à {{formatnum:100000}} Juifs et la destruction de peut-être 700 communautés entre 1648 et 1654...}} Samuel Totten. ''Enseigner le génocide: problèmes, approches et ressources'' , édition de l'ère de l'information, 2004, {{ISBN|1-59311-074-X}} , bls. 25. * {{citation|En réponse à la prise de contrôle par la Pologne d'une grande partie de l'Ukraine au début du XVIIIe siècle, les paysans ukrainiens se sont mobilisés en tant que groupes de cavalerie, et ces" cosaques "lors du soulèvement de Chmielnicki en 1648 ont tué environ {{formatnum:100000}} Juifs.}} Cara Camcastle. ''Le côté le plus modéré de Joseph De Maistre: points de vue sur la liberté politique et l'économie politique'' , McGill-Queen's Press, 2005, {{ISBN|0-7735-2976-4}} , bls. 26. * {{citation|N'y a-t-il pas une différence de nature entre l'extermination par Hitler de trois millions de juifs polonais entre 1939 et 1945 parce qu'il voulait que chaque juif soit mort et le meurtre de masse de 1648–49 de {{formatnum:100000}} juifs polonais par le général Bogdan Chmielnicki parce qu'il voulait mettre fin à la domination polonaise dans l'Ukraine et était prêt à utiliser le terrorisme cosaque pour tuer des Juifs dans le processus ?}} Colin Martin Tatz. ''Avec l'intention de détruire: Réflexions sur le génocide'' , Verso, 2003, {{ISBN|1-85984-550-9}} , bls. 146. * {{citation|(...) massacrant environ cent mille juifs comme l'avait fait l'Ukrainien Bogdan Chmielnicki près de trois siècles plus tôt.}} Mosheh Weiss. ''Une brève histoire du peuple juif'' , Rowman et Littlefield, 2004, {{ISBN|0-7425-4402-8}} , bls. 193.</ref><ref>{{Cite book|language=en|author=Chanes, Jerome A.|title=Antisemitism|subtitle=a reference handbook|publisher=[[ABC-CLIO]]|year=2004|page=56|isbn=978-1-85109-497-4|isbn2=1-85109-497-0|isbn3=1-280-72846-9|oclc=270457318|url=https://www.worldcat.org/oclc/270457318|accessdate=2020-08-12}}</ref><ref>''Histoire de la Lituanie. Un millénaire'', sous la direction d'Yves Plasseraud, Édition Armeline, Crozon, 2009, bls. 194.</ref> [[Mynd:Subotiv Ukraine.png|thumb|right|250px|Kirkjan í [[Subotiv]], sem Khmelnytskyj lét byggja og þar sem hann er grafinn.]] ==Söguleg arfleifð Bogdans Khmelnytskyj== [[Mynd:Bohdan Khmelnytsky Kiev 2017 G1.jpg|thumb|230px|Stytta til heiðurs Bogdan Khmelnytskyj í [[Kænugarður|Kænugarði]].]] [[Mynd:Памятник_Б._Хмельницкому.JPG|thumb|230px|Bogdan Khmelnytskyj.]] Bogdan Khmelnytskyj lék mikilvægt hlutverk í sögu Austur-Evrópu. Hann hafði ekki einungis mikil áhrif á framtíð Úkraínu, heldur á valdajafnvægi í austurhluta heimsálfunnar. Frá sjónarhóli Úkraínumanna er gjarnan litið á Khmelnytskyj sem landsföður sem ruddi veg Úkraínu í átt að sjálfstæði. Með Zboriv-sáttmálanum varð Úkraína að sérstöku landi sem höfuðsmannsdæmi kósakka. Herdeild í [[Alþýðulýðveldið Úkraína|Alþýðulýðveldinu Úkraínu]] var nefnd eftir Khmelnytskyj þann 1. maí 1917 og frá sjálfstæði Úkraínu árið 1991 hafa myndir af Khmelnytskyj verið á [[Úkraínsk hrinja|úkraínskum peningaseðlum]]. [[Khmelnytska oblast (hérað)|Hérað í Úkraínu]] er jafnframt nefnt eftir honum. Rússar hafa hyllt Khmelnytskyj fyrir að endursameina landsvæði hinna fornu [[Kænugarðs-Rús|Kænugarðs-Rússa]] með því að skrifa undir Perejaslav-sáttmálann. [[Rússneska keisaradæmið]] í [[Moskva|Moskvu]] gerði tilkall til sögulegrar arfleifðar hinna fornu furstadæma Austur-Slava í [[Garðaríki]]. Khmelnytskyj er því litinn jákvæðum augum í rússneskri sagnahefð, en ekki af sömu ástæðum og í Úkraínu. Í [[Sovétríkin|sovéskri]] sagnahefð var hann einnig sýndur í jákvæðu ljósi sem táknmynd „bræðralags“ milli „frændþjóðanna“ Rússlands og Úkraínu. Heiðursorða í rússneska hernum, orða Bohdans Khmelnytskyj, var því nefnd honum til heiðurs. Pólverjar kenna Khmelnytskyj fyrir hnignun á pólskum áhrifum í Evrópu. Í pólskri sagnahefð er uppreisn Khmelnytskyj einn af upphafspunktum hnignunartímabils sem kallað er „syndaflóðið.“ Hnignun Póllands á þessum tíma leiddi til [[Skiptingar Póllands|skiptinga landsins]] á 18. öld. Khmelnytskyj er því kunnur í pólskri sagnahefð og birtist sem persóna í nútímaskáldverkum eins og þríleiknum ''Með báli og brandi'' eftir [[Henryk Sienkiewicz]]. Þar sem Khmelnytskyj er ábyrgur fyrir einu versta fjöldamorði Gyðinga í sögu Evrópu er hann litinn mjög neikvæðum augum í sagnahefð þeirra. ==Heimildir== * {{Cite book|language=fr|author=Iaroslav Lebedynsky|title=Ukraine, une histoire en questions|place=Paris|publisher=[[Éditions L'Harmattan|L'Harmattan]]|collection=Harmathèque|year=2008|pages total=269|isbn=978-2-296-05602-2|isbn10=2-296-05602-4|url=https://books.google.fr/books?id=6NU0SCKyBc0C&printsec=frontcover}}. * {{Cite book|language=fr|author=Prosper Mérimée|title=Bogdan Chmielnicki|place=Paris|publisher=[[Éditions L'Harmattan|L'Harmattan]]|collection=Présence ukrainienne|year=2007|first edition year=1865|pages=294|isbn=978-2-296-02965-1|isbn10=2-296-02965-5}} * [[Iaroslav Lebedynsky]], ''Les Cosaques, Une société guerrière entre libertés et pouvoirs - Ukraine - 1490-1790'', Paris, Errance, « Civilisations et cultures », 2004 {{ISBN|2 87772-272-4}} * [[Francis Dvornik]] ''Les Slaves, histoire, civilisation de l'Antiquité aux débuts de l'Époque contemporaine'', [[Éditions du Seuil]], Paris 1970. ==Tilvísanir== <references/> {{DEFAULTSORT:Khmelnytskyj, Bohdan}} {{fd|1595|1657}} [[Flokkur:Saga Úkraínu]] [[Flokkur:Úkraínskir kósakkar]] 4gmucprq599mn6fntr5beig9ezath6v 1761350 1761347 2022-07-20T16:10:16Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki {{konungur | titill = [[Höfuðsmaður]] Úkraínu | skjaldarmerki = Alex K Chmelnitskyi.svg | ætt = Abdank-ætt | nafn = Bohdan Khmelnytskyj<br>{{small|Богдан Хмельницький}} | mynd = BChmielnicki.jpg | skírnarnafn = | fæðingardagur = [[27. desember]] [[1595]] | fæðingarstaður = [[Subotiv]], [[Pólsk-litháíska samveldið|pólsk-litháíska samveldinu]] | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1657|8|6|1595|12|27}} | dánarstaður = [[Tsjíhírín]], [[höfuðsmannsdæmi kósakka]] | grafinn = Illinska-kirkjunni í [[Subotiv]] | ríkisár = [[30. janúar]] [[1648]] – [[6. ágúst]] [[1657]] | faðir = Mykhajlo Khmelnytskyj | móðir = Óþekkt | maki = Hanna Somko<br>Helena Czaplińska<br>Hanna Zolotarenko | titill_maka = Eiginkona | börn = Týmisj, Júríj, Gregoríj, Ostap, Katrín, Stepanída, Elena, María | undirskrift = Xm avt2.jpg }} '''Bohdan Zynovíj Mykhajlovytsj Khmelnytskyj''' ([[úkraínska]]: ''Богдан Зиновій Михайлович Хмельницький''; 27. desember 1595 – 27. júlí 1657) var stjórnmála- og hernaðarleiðtogi [[Úkraína|úkraínskra]] [[Kósakkar|kósakka]] í þáverandi [[Pólsk-litháíska samveldið|pólsk-litháíska samveldinu]]. Khmelnytskyj leiddi uppreisn gegn pólska aðlinum árið 1648 og stofnaði [[Höfuðsmannsdæmi kósakka|sjálfstætt höfuðsmannsdæmi]] á landsvæði sem nú er í [[Úkraína|Úkraínu]]. Síðar hallaði hann sér að [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]] og samþykkti árið 1654 að sverja Rússakeisara hollustu sína með [[Perejaslav-sáttmálinn|Perejaslav-sáttmálanum]]. Eftir dauða Khmelnytskyj varð til eins konar þjóðsagnahefð í kringum hann. Hann varð að baráttutákni kósakka og að úkraínskri þjóðhetju. Valdatíð hans er þó jafnframt alræmd fyrir ofsóknir gegn [[Pólverjar|Pólverjum]], [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólikkum]] og sérstaklega [[Gyðingar|Gyðingum]]. Nokkrir tugir þúsunda þeirra voru drepnir af stjórn Khmelnytskyj. ==Æviágrip== Bohdan Khmelnytskyj var af [[Aðall|aðalsættum]] og talið er að hann hafi fæðst í miðhluta [[Úkraína|Úkraínu]] í [[Tsjíhírín]]. Faðir hans var í þjónustu [[Stanisław Żółkiewski]], höfuðsmanns [[Konungsríkið Pólland|pólsku krúnunnar]], og fékk hjá honum [[Lén|lénsyfirráð]] yfir [[Subotiv]] árið 1617. Bohdan Khmelnytskyj nam hjá [[Jesúítareglan|jesúítum]] í [[Lviv]] og líklega í [[Kraká]]. Árið 1620 barðist Khmelnytskyj í [[Orrustan við Cecora|orrustunni við Cecora]] á móti her [[Tyrkjaveldi]]s. Faðir hans var drepinn í orrustunni og Khmelnytskyj var tekinn til fanga. Í fangavistinni lærði hann [[Tyrkneska|tyrknesku]] og [[Tataríska|tatarísku]]. Árið 1637 varð Khmelnytskyj herritari kósakka sem voru skráðir til herþjónustu og fékk síðan hundraðsdeild kósakka undir sína stjórn. Hann tók upp lifnaðarhætti venjulegs kósakkahöfðingja en lenti í deilum við þorpsöldung (''[[starosta]]'') sem leiddi til þess að sonur Khmelnytskyj var drepinn, aðeins tíu ára. Khmelnytskyj ákvað að ná fram hefndum og leitaði sér hælis meðal [[Zaporisjakósakkar|Zaporisjakósakka]]. Hann varð síðan [[höfuðsmaður]] þeirra árið 1648 með aðstoð [[Tatarar|Tatara]] frá [[Krímkanatið|Krímkanatinu]]. === Uppreisn Khmelnytskyj (1648-1649) === Árið 1648 blés Khmelnytskyj til uppreisnar meðal [[Rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúaðra]] úkraínskra bænda á móti yfirráðum pólskra, kaþólskra aðalsmanna og embættismanna þeirra, sem gjarnan voru [[Gyðingar]]. Nokkrar uppreisnir höfðu áður verið gerðar í Úkraínu, en í þetta sinn spratt upp úr henni frelsisstríð vegna trúarbragða-, samfélags- og þjóðernisdeilna sem höfðu gerjast á úkraínskri grundu.{{sfn|Lebedynsky|2008|p=107}} [[Uppreisn Khmelnytskyj]] breiddist út um alla Úkraínu og hann safnaði um 8.000 manna liði að baki sér. Uppreisnarherinn vann nokkra hernaðarsigra gegn Pólverjum, sem meðal annars voru leiddir af furstanum [[Jeremi Wiśniowiecki]], lénshöfðingja Úkraínu. Fyrsta hluta stríðsins lauk með friðarsáttmála í Zboriv, þar sem gengið var að ýmsum kröfum kósakka. Með samningnum var [[höfuðsmannsdæmi kósakka]] stofnað en bardagar brutust brátt út á ný. === Bandalagið við Rússa === Á næstu árum snerist gangur stríðsins gegn úkraínsku kósökkunum, sem leiddi til þess að þeir glötuðu mörgum þeim fríðindum sem þeir höfðu áunnið sér með Zboriv-sáttmálanum. Khmelnytskyj sneri sér því til [[Alexis Rússakeisari|Alexis Rússakeisara]] og sannfærði kósakka með nokkrum erfiðum að sverja honum hollustu sína gegn vernd hans. Bandalagið var formfest árið 1654 með [[Perejaslav-sáttmálinn|Perejaslav-sáttmálanum]]. Rússar tóku sér smám saman meiri stjórn í höfuðsmannsdæminu en Khmelnytskyj hafði gert ráð fyrir, sem leiddi til þess að hann reyndi þeirra í stað að semja um bandalag við [[Svíþjóð|Svía]].<ref>{{Harvard citation no brackets|Iaroslav Lebedynsky|2008|p=116}}</ref> Tilraunir hans til að vingast við Svía báru ekki árangur. === Dauði === Þann 22. júlí 1657 fékk Khmelnytskyj [[heilablóðfall]] sem lamaði hann.<ref>[[Mykhaïlo Hrouchevsky]], ''Illustrated History of Ukraine'', BAO, Donetsk, 2003, bls. 330.</ref> Hann lést tæpri viku síðar, þann 27. júlí 1657. Jarðarför hans var haldin þann 23. ágúst í [[Subotiv]]. Fyrir dauða sinn hafði Khmelnytskyj búið svo um hnútana að höfuðsmannstignin skyldi ganga í erfðum til afkomenda hans og hafði útnefnt son sinn, [[Júríj Khmelnytskyj|Júríj]], erfingja. Júríj var enn ólögráða og þótti ekki mikill stjórnskörungur og því ákváðu kósakkar í október 1657 að setja hann af og kusu úkraínska aðalsmanninn [[Ívan Víhovskíj]] nýjan höfuðsmann.<ref>Francis Dvornik, ''Les Slaves'', Éditions du Seuil, Paris 1970, bls. 855.</ref> ==Fjöldamorð og ''pogrom''== Mörg ''[[pogrom]]'' áttu sér stað í Úkraínu á valdaárum Khmelnytskyj. Fjöldamorð voru framin gegn [[Pólverjar|Pólverjum]], [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólikkum]] sem vændir voru um [[villutrú]] og þeim sem sakaðir voru um að hafa reynt að breiða út pólska menningu. [[Gyðingar]] höfðu verið helstu fjárhagslegu milligöngumenn milli valdastéttarinnar og bændanna.<ref>{{Harvard citation no brackets|Iaroslav Lebedynsky|2008|p=111}}</ref> Við þetta bættist trúarlegt [[gyðingahatur]] og notkun Gyðinga sem blóraböggla. Ofbeldi gegn Gyðingum lagði fjölda samfélaga þeirra í Úkraínu í rúst svo að aðeins stóðu eftir kjarnasamfélög í Volhyníu, Litháen og Póllandi.<ref name="Stampfer">{{Cite journal|language=en |author=Shaul Stampfer |title=What Actually Happened to the Jews of Ukraine in 1648? |journal=Jewish History |volume=17 |numver=2 |date=2003-05-01 |issn=1572-8579 |doi=10.1023/A:1022330717763 |url=http://www.jstor.org/stable/20101498 |accessdate=2020-08-12 |pages=207–227 }}</ref><ref>Samuel Totten. ''Enseigner le génocide: problèmes, approches et ressources'', édition de l'ère de l'information, 2004, {{ISBN|1-59311-074-X}}, p. 25.</ref> Ýmsir samtímarithöfundar lýstu blóðugum atvikum og mikilli grimmd frá þessum tíma. Í verkinu ''Botn hyldýpisins'' kallaði [[rabbíni]]nn Nathan Nata Hannover, sem varð sjálfur vitni að atburðunum, Khmelnytskyj „ofsækjandann“ og lýsti því hvernig Gyðingar hefðu verið drepnir, neyddir til að gangast undir kristna trú, eða þeir seldir í [[Þrælahald|þrældóm]] í [[Konstantínópel]].<ref>{{Vefheimild|tungumál=en |titill=Le fond de l'abime : les Juifs dans la tourmente des guerres cosaco-polonaises 1648-1650 / Nathan Nata Hannover, présentation, traduction, notes par Jean-Pierre Osier|útgefandi=The National Library of Israel|url=https://www.nli.org.il/en/books/NNL_ALEPH990003578350205171/NLI |vefsíða=www.nli.org.il |ár=1683 |árskoðað=2022|mánuðurskoðað=28. febrúar}}</ref> Skáldsaga [[Isaac Bashevis Singer|Isaacs Bashevis Singer]], ''Satan í Goraj'', sem kom út árið 1933, hefst á sögulegri frásögn af ofsóknum og drápum á Gyðingum í Úkraínu frá 1648 til 1649.<ref name=":0">{{Cite journal|author=Carole Ksiazenicer-Matheron |title=Messianisme et intertextualité dans La corne du bélier, d'Isaac Bashevis Singer |journal=Raisons politiques |volume=8 |number=4 |date=2002 |issn=1291-1941 |issn2=1950-6708 |doi=10.3917/rai.008.0081 |url=https://doi.org/10.3917/rai.008.0081 |consulté le=2020-08-12 |pages=81 }}</ref> Í kvörtunarbréfi frá ''badkhn'' (hefðbundnum skemmtikrafti í brúðkaupum Gyðinga) sem hefur varðveist er jafnframt kvartað yfir morðum og ofsóknum af hálfu Khmelnytskyj.<ref name=":0" /> Tala Gyðinga sem voru drepnir á þessum tíma er breytileg eftir heimildum. Fræðimaðurinn Shaul Stampfer miðar við 40.000,<ref name="Stampfer" /> sagnfræðingurinn [[Henri Minczeles]] miðar við 50.000 til 60.000 og Elias Tcherikower við 80 til 100.000.<ref>Heimildir þar sem miðað er við dráp 100.000 Gyðinga:<br> * {{citation|Bogdan Chmelnitzki dirige le soulèvement cosaque contre la domination polonaise ; {{formatnum:100000}} Juifs sont tués et des centaines de communautés juives sont détruites.}} ''Chronologie du judaïsme 1618–1770'' , ''[[CBS News]].'' Consulté le 13 mai 2007. * {{citation|Les paysans d'Ukraine se sont soulevés en 1648 sous un petit aristocrate Bogdan Chmielnicki. (...) On estime que {{formatnum:100000}} Juifs ont été massacrés et 300 de leurs communautés détruites}}. Oscar Reiss. ''Les Juifs en Amérique coloniale'' , McFarland & Company, 2004, {{ISBN|0-7864-1730-7}} , bls. 98–99. * {{citation|De plus, les Polonais devaient être parfaitement conscients du massacre des Juifs en 1768 et plus encore du fait des massacres beaucoup plus répandus (environ 10.0000 morts) des pogroms Chmielnicki antérieurs au siècle précédent.}} Manus I. Midlarsky. ''The Killing Trap: le génocide au XXe siècle'' , [[Cambridge University Press]], 2005, {{ISBN|0-521-81545-2}} , bls. 352. * {{citation|(...) pas moins de {{formatnum:100000}} Juifs ont été assassinés dans toute l'Ukraine par les soldats cosaques de Bogdan Chmielnicki qui se déchaînaient.}} [[Martin Gilbert]], ''Holocaust Journey: Voyager à la recherche du passé'' , [[Columbia University Press]], 1999, {{ISBN|0-231-10965-2}} , bls. 219. * {{citation|Une série de massacres perpétrés par les cosaques ukrainiens sous la direction de Bogdan Chmielnicki a entraîné la mort de jusqu'à {{formatnum:100000}} Juifs et la destruction de peut-être 700 communautés entre 1648 et 1654...}} Samuel Totten. ''Enseigner le génocide: problèmes, approches et ressources'' , édition de l'ère de l'information, 2004, {{ISBN|1-59311-074-X}} , bls. 25. * {{citation|En réponse à la prise de contrôle par la Pologne d'une grande partie de l'Ukraine au début du XVIIIe siècle, les paysans ukrainiens se sont mobilisés en tant que groupes de cavalerie, et ces" cosaques "lors du soulèvement de Chmielnicki en 1648 ont tué environ {{formatnum:100000}} Juifs.}} Cara Camcastle. ''Le côté le plus modéré de Joseph De Maistre: points de vue sur la liberté politique et l'économie politique'' , McGill-Queen's Press, 2005, {{ISBN|0-7735-2976-4}} , bls. 26. * {{citation|N'y a-t-il pas une différence de nature entre l'extermination par Hitler de trois millions de juifs polonais entre 1939 et 1945 parce qu'il voulait que chaque juif soit mort et le meurtre de masse de 1648–49 de {{formatnum:100000}} juifs polonais par le général Bogdan Chmielnicki parce qu'il voulait mettre fin à la domination polonaise dans l'Ukraine et était prêt à utiliser le terrorisme cosaque pour tuer des Juifs dans le processus ?}} Colin Martin Tatz. ''Avec l'intention de détruire: Réflexions sur le génocide'' , Verso, 2003, {{ISBN|1-85984-550-9}} , bls. 146. * {{citation|(...) massacrant environ cent mille juifs comme l'avait fait l'Ukrainien Bogdan Chmielnicki près de trois siècles plus tôt.}} Mosheh Weiss. ''Une brève histoire du peuple juif'' , Rowman et Littlefield, 2004, {{ISBN|0-7425-4402-8}} , bls. 193.</ref><ref>{{Cite book|language=en|author=Chanes, Jerome A.|title=Antisemitism|subtitle=a reference handbook|publisher=[[ABC-CLIO]]|year=2004|page=56|isbn=978-1-85109-497-4|isbn2=1-85109-497-0|isbn3=1-280-72846-9|oclc=270457318|url=https://www.worldcat.org/oclc/270457318|accessdate=2020-08-12}}</ref><ref>''Histoire de la Lituanie. Un millénaire'', sous la direction d'Yves Plasseraud, Édition Armeline, Crozon, 2009, bls. 194.</ref> [[Mynd:Subotiv Ukraine.png|thumb|right|250px|Kirkjan í [[Subotiv]], sem Khmelnytskyj lét byggja og þar sem hann er grafinn.]] ==Söguleg arfleifð Bohdans Khmelnytskyj== [[Mynd:Bohdan Khmelnytsky Kiev 2017 G1.jpg|thumb|230px|Stytta til heiðurs Bohdan Khmelnytskyj í [[Kænugarður|Kænugarði]].]] [[Mynd:Памятник_Б._Хмельницкому.JPG|thumb|230px|Bogdan Khmelnytskyj.]] Bohdan Khmelnytskyj lék mikilvægt hlutverk í sögu Austur-Evrópu. Hann hafði ekki einungis mikil áhrif á framtíð Úkraínu, heldur á valdajafnvægi í austurhluta heimsálfunnar. Frá sjónarhóli Úkraínumanna er gjarnan litið á Khmelnytskyj sem landsföður sem ruddi veg Úkraínu í átt að sjálfstæði. Með Zboriv-sáttmálanum varð Úkraína að sérstöku landi sem höfuðsmannsdæmi kósakka. Herdeild í [[Alþýðulýðveldið Úkraína|Alþýðulýðveldinu Úkraínu]] var nefnd eftir Khmelnytskyj þann 1. maí 1917 og frá sjálfstæði Úkraínu árið 1991 hafa myndir af Khmelnytskyj verið á [[Úkraínsk hrinja|úkraínskum peningaseðlum]]. [[Khmelnytska oblast (hérað)|Hérað í Úkraínu]] er jafnframt nefnt eftir honum. Rússar hafa hyllt Khmelnytskyj fyrir að endursameina landsvæði hinna fornu [[Kænugarðs-Rús|Kænugarðs-Rússa]] með því að skrifa undir Perejaslav-sáttmálann. [[Rússneska keisaradæmið]] í [[Moskva|Moskvu]] gerði tilkall til sögulegrar arfleifðar hinna fornu furstadæma Austur-Slava í [[Garðaríki]]. Khmelnytskyj er því litinn jákvæðum augum í rússneskri sagnahefð, en ekki af sömu ástæðum og í Úkraínu. Í [[Sovétríkin|sovéskri]] sagnahefð var hann einnig sýndur í jákvæðu ljósi sem táknmynd „bræðralags“ milli „frændþjóðanna“ Rússlands og Úkraínu. Heiðursorða í rússneska hernum, orða Bohdans Khmelnytskyj, var því nefnd honum til heiðurs. Pólverjar kenna Khmelnytskyj fyrir hnignun á pólskum áhrifum í Evrópu. Í pólskri sagnahefð er uppreisn Khmelnytskyj einn af upphafspunktum hnignunartímabils sem kallað er „syndaflóðið.“ Hnignun Póllands á þessum tíma leiddi til [[Skiptingar Póllands|skiptinga landsins]] á 18. öld. Khmelnytskyj er því kunnur í pólskri sagnahefð og birtist sem persóna í nútímaskáldverkum eins og þríleiknum ''Með báli og brandi'' eftir [[Henryk Sienkiewicz]]. Þar sem Khmelnytskyj er ábyrgur fyrir einu versta fjöldamorði Gyðinga í sögu Evrópu er hann litinn mjög neikvæðum augum í sagnahefð þeirra. ==Heimildir== * {{Cite book|language=fr|author=Iaroslav Lebedynsky|title=Ukraine, une histoire en questions|place=Paris|publisher=[[Éditions L'Harmattan|L'Harmattan]]|collection=Harmathèque|year=2008|pages total=269|isbn=978-2-296-05602-2|isbn10=2-296-05602-4|url=https://books.google.fr/books?id=6NU0SCKyBc0C&printsec=frontcover}}. * {{Cite book|language=fr|author=Prosper Mérimée|title=Bogdan Chmielnicki|place=Paris|publisher=[[Éditions L'Harmattan|L'Harmattan]]|collection=Présence ukrainienne|year=2007|first edition year=1865|pages=294|isbn=978-2-296-02965-1|isbn10=2-296-02965-5}} * [[Iaroslav Lebedynsky]], ''Les Cosaques, Une société guerrière entre libertés et pouvoirs - Ukraine - 1490-1790'', Paris, Errance, « Civilisations et cultures », 2004 {{ISBN|2 87772-272-4}} * [[Francis Dvornik]] ''Les Slaves, histoire, civilisation de l'Antiquité aux débuts de l'Époque contemporaine'', [[Éditions du Seuil]], Paris 1970. ==Tilvísanir== <references/> {{DEFAULTSORT:Khmelnytskyj, Bohdan}} {{fd|1595|1657}} [[Flokkur:Saga Úkraínu]] [[Flokkur:Úkraínskir kósakkar]] 45ohnufb0k51g1ll5l3m9zo2btg9w1h Spjall:Bohdan Khmelnytskyj 1 166922 1761342 1746682 2022-07-20T15:39:32Z TKSnaevarr 53243 TKSnaevarr færði [[Spjall:Bogdan Kmelnitskíj]] á [[Spjall:Bohdan Khmelnytskyj]]: Fært til samræmingar við umritunarreglur Árnastofnunar úr úkraínsku. wikitext text/x-wiki {{Þýðing |titill=Bogdan Khmelnitski |tungumál=fr |id=190578014 }} qlj9lzluzhhxge9sg5kfcrv5eui81pb Nestor Makhno 0 167004 1761371 1757087 2022-07-20T23:26:02Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Nestor Makhno<br>{{small|Не́стор Махно́}} | mynd = 1921. Нестор Махно в лагере для перемещенных лиц в Румынии.jpg | myndatexti = {{small|Nestor Makhno árið 1921.}} | fæðingardagur = [[8. nóvember]] [[1888]] | fæðingarstaður = [[Huilapole]], [[Dnipro|Jekaterínóslav]], [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]] (nú [[Úkraína|Úkraínu]]) | dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|1934|7|25|1888|11|8}} | dauðastaður = [[París]], [[Frakkland]]i | maki = Haljna Kúsmenkó | þjóðerni = [[Úkraína|Úkraínskur]] | börn = Jelena }} '''Nestor Ívanovytsj Makhno''' ([[úkraínska]]: Не́стор Івáнович Махно́; 8. nóvember 1888 – 25. júlí 1934), einnig kallaður Bat'ko Makhno (úkraínska: Бáтько Махно́; „Faðir Makhno“) var [[Úkraína|úkraínskur]] [[Stjórnleysisstefna|stjórnleysingi]] og byltingarmaður sem leiddi sjálfstæðan her stjórnleysingja í Úkraínu frá 1917 til 1921. ==Æviágrip== Nestor Makhno fæddist í sára fátækt í þorpi í [[Úkraína|Úkraínu]]. Hann missti föður sinn á barnsaldri og var því látinn vinna fyrir fjölskyldunni þegar hann var mjög ungur. Nestor hlaut aðeins takmarkaða skólagöngu og þegar hann var fimmtán ára varð hann verkamaður í verksmiðju. Hann fór á þessum tíma að lesa [[bylting]]arrit og komst í kynni við jafnaldra sína sem einnig hrifust af hugsjónum um byltingu gegn rússneskum embættismönnum og óðalseigendum sem kúguðu úkraínska bændur. Makhno gekk fimmtán ára gamall í leynifélag byltingarsinna en var handtekinn og dæmdur til dauða. Móður hans tókst hins vegar að biðla til stjórnvalda um að fá dóminn mildaðan og svo fór að honum var breytt í ævilangan fangelsisdóm.<ref name=ísland1>{{Tímarit.is|5236845|Nestor Makhno, þjóðhetja Ukrainemanna|blað=[[Ísland (tímarit)|Ísland]]|útgáfudagsetning=4. október 1929|blaðsíða=3-4}}</ref> Makhno var fluttur í [[Butyrka-fangelsi]]ð í [[Moskva|Moskvu]] til að afplána fangavistina. Hann dvaldi í fangelsinu í tíu ár og var jafnan hafður í járnum. Þegar [[febrúarbyltingin]] var gerð í Rússlandi árið 1917 var Makhno sleppt úr fangelsinu af nýjum stjórnvöldum. Hann hafði mikið lesið í fangavistinni og var farinn að aðhyllast [[Stjórnleysisstefna|stjórnleysisstefnu]] þegar honum var sleppt.<ref name=ísland1/> Makhno sneri aftur til Úkraínu eftir lausn sína úr fangelsinu og hóf afskipti af stjórnmálum á æskuslóðum sínum. Hann lagði þar fyrst áherslu á að koma upp nýjum skólum fyrir bæði börn og fullorðna. Þegar fréttir bárust af [[Októberbyltingin|októberbyltingunni]] í Rússlandi, þar sem [[Kommúnismi|kommúnistar]] höfðu tekið völdin, fór Makhno fram og aftur um Úkraínu til að hvetja smábændur til að kollvarpa stóreignarbændum og óðalseigendum og gera landeignir þeirra upptækar.<ref name=ísland1/> ===Borgarastyrjöldin um Úkraínu=== [[Mynd:Nestor Makhno and his Lieutenants, Berdyansk, 1919.jpg|thumb|left|Nestor Makhno ásamt liðsforingjum sínum í [[Berdjansk]] árið 1919.]] Eftir að kommúnistar komust til valda í Rússlandi sömdu þeir frið við [[Þýska keisaraveldið|Þjóðverja]] í [[fyrri heimsstyrjöldin]]ni með [[Brest-Litovsk-samningurinn|Brest-Litovsk-sáttmálanum]]. Með sáttmálanum afsöluðu Rússar sér yfirráðum yfir Úkraínu og veittu Þjóðverjum rétt til að taka [[hveiti]] af úkraínskum bændum. Þjóðverjar og [[Austurríki-Ungverjaland|Austurríkismenn]] nýttu sér þessa heimild til að ræna uppskeru af Úkraínumönnum en Makhno safnaði liði ásamt sex félögum sínum og myndaði verndarsveit til að verja bændurnar gegn ágangi hernámsliðsins. Makhno og félögum tókst ítrekað að sigra mun stærri ránssveitir Þjóðverja og Austurríkismanna og smám saman safnaðist lítill her sjálfboðaliða í kringum Makhno. Makhno og stuðningsmenn hans börðust bæði gegn hernámsliðinu og gegn stóreignarbændum sem reyndu að endurheimta jarðeignir sínar.<ref name=ísland1/> Eftir að [[Miðveldin]] báðu ósigur í [[fyrri heimsstyrjöldin]]ni höfðu Þjóðverjar og Austurríkismenn sig burt frá Úkraínu. Stjórnvöld [[Bolsévikar|bolsévika]] í Rússlandi sendu [[Rauði herinn|rauða herinn]] inn í Úkraínu til að endurheimta þar yfirráð og koma þar á kommúnískri stjórn. Þrátt fyrir að Makhno væri ekki kommúnisti barðist her hans fyrst um sin við hlið rauða hersins á móti [[Hvíti herinn|her hvítliða]] sem reyndi einnig að ná stjórn í Úkraínu, þar sem Makhno áleit möguleikan á endurreisn [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmisins]] enn verri kost. Það var einkum þökk sé Makhno og her hans sem það tókst að stöðva framrás hvítliðaforingjans [[Anton Denikin|Antons Denikin]] áður en her hans komst til Moskvu. Þrátt fyrir að Makhno hafi þannig bjargað [[Rússneska byltingin 1917|rússnesku byltingunni]] var kommúnistum í Moskvu illa við hann og þeir uppnefndu hann „þorparann frá Úkraínu.“<ref name=ísland1/> Þrátt fyrir bandalag Makhno við kommúnista í [[Rússneska borgarastyrjöldin|rússnesku borgarastyrjöldinni]] neitaði hann að takmarka frelsi á svæðunum sem her hans vann eða að skattleggja bændur í nafni kommúnistastjórnarinnar. Stjórn bolsévika bauð Makhno að verða hershöfðingi yfir stórri herdeild og Makhno þáði það með því skilyrði að hermenn hans yrðu frjálsir og að kommúnistar hefðu ekki afskipti af stjórn herdeildarinnar. Bolsévikar féllust á þetta, en yfirhershöfðingi rauða hersins, [[Lev Trotskíj]], fól Makhno að verja langhættulegustu víglínurnar í Úkraínu og dró það á langinn að senda honum nauðsynleg skotfæri til að geta barist.<ref name=ísland1/> Þegar skotfærin bárust ekki og Trotskíj svaraði ekki skeytum Makhnos hætti Makhno að fylgja skipunum hans. Trotskíj lét í kjölfarið lýsa Makhno svikara og setti fé til höfuðs hans. Í kjölfarið hóf her Makhnos að berjast gegn kommúnistum jafnt sem hvítliðum.<ref name=ísland2>{{Tímarit.is|5236848|Nestor Makhno, þjóðhetja Ukrainemanna Framh.|blað=[[Ísland (tímarit)|Ísland]]|útgáfudagsetning=11. október 1929|blaðsíða=3-4}}</ref> Makhno átti mikils fylgis að fagna meðal úkraínskra bænda og her hans vann mikla sigra í borgarastyrjöldinni um Úkraínu. Makhno tókst meðal annars að hertaka borgina [[Dnipro|Jekaterínóslav]] (nú Dnipro), sem hafði þá verið skipt milli kommúnista og úkraínskra sjálfstæðissinna undir stjórn [[Símon Petljúra|Símons Petljúra]]. Makhno gerði í kjölfarið annað bandalag við kommúnista og hjálpaði þeim að reka her Denikins á flótta. Eftir sigurinn gegn Denikin lét Trotskíj hins vegar aftur lýsa Makhno óvin byltingarinnar og átök hófust milli kommúnistanna og stjórnleysingjanna á ný.<ref name=ísland2/> Árið 1920 reyndi Trotskíj aftur að fá hjálp Makhnos í [[Stríð Sovétríkjanna og Póllands|stríði Sovétríkjanna gegn Póllandi]] en í þetta sinn neitaði Makhno beiðninni. Bolsévikar sendu í kjölfarið her til yfirráðasvæðis Makhnos í Úkraínu til að reyna að handsama hann. Makhno tókst að komast undan, en kommúnistar handsömuðu bróður hans í misgripum fyrir hann og tóku hann af lífi. Þegar Pólverjar hófu sókn inn í Rússland undir forystu hvítliðans [[Pjotr Wrangel|Pjotrs Wrangel]] fékkst Makhno þó til að veita Sovétmönnum hjálp með þeim skilyrðum að stjórnleysingjar sem sætu í fangelsi í Rússlandi yrðu látnir lausir, að Úkraínumenn fengju mál- og prentfrelsi og að kommúnistar skiptu sér ekki af stjórn Úkraínu.<ref name=ísland2/> ===Flótti og útlegð=== Með hjálp Makhnos tókst Sovétmönnum að stöðva sókn Wrangels en eftir að sigurinn var unninn snerust þeir aftur gegn Makhno og stimpluðu hann sem handbendi hvítliða. Makhno tókst enn á ný að forðast handtöku rauða hersins, en hann ákvað í kjölfarið að leysa upp her sinn og yfirgefa Úkraínu. Hann fór fyrst til Rúmeníu en síðan til Póllands og svo til Þýskalands, en bolsévikar reyndu árangurslaust að fá hann framseldan til sín.<ref name=ísland2/> Makhno settist á endanum að í [[París]] ásamt konu sinni og dóttur, og skrifaði þar fyrir róttæk tímarit.<ref>Nestor Makhno, [1927] ''The Russian Revolution in Ukraine'', Edmonton: Black Cat Press, 2007; [1936] ''Under the Blows of the Counterrevolution'', Edmonton: Black Cat Press, 2009; [1937] ''The Ukrainian Revolution'', Edmonton: Black Cat Press, 2011; ''The Struggle Against the State and Other Essays'', Oakland: AK Press, 2001.</ref> Makhno lést í París árið 1934 eftir langvarandi baráttu við [[Berklar|berkla]].<ref>{{cite book |last=Darch|first=Colin|title=Nestor Makhno and Rural Anarchism in Ukraine, 1917-1921|year=2020|location=[[London]]|publisher=[[Pluto Press]]|isbn=9781786805263|oclc=1225942343|p=145}} </ref> ==Einkahagir== Makhno kvæntist kennslukonu að nafni [[Haljna Kúsmenkó|Haljna]] á átakatímanum í Úkraínu og hún var alla tíð dyggur stuðningsmaður í pólitískri baráttu hans.<ref name=ísland1/> Þau eignuðust eina dóttur, Jelenu. ==Tilvísanir== <references/> {{DEFAULTSORT:Makhno, Nestor}} {{fd|1888|1934}} [[Flokkur:Trúleysingjar]] [[Flokkur:Úkraínskir byltingarmenn]] [[Flokkur:Úkraínskir kósakkar]] [[Flokkur:Úkraínskir stjórnleysingjar]] 5k6xakuh8wqatira1hmuim0vcj08ts9 1761403 1761371 2022-07-21T11:22:36Z TKSnaevarr 53243 /* Borgarastyrjöldin um Úkraínu */ wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Nestor Makhno<br>{{small|Не́стор Махно́}} | mynd = 1921. Нестор Махно в лагере для перемещенных лиц в Румынии.jpg | myndatexti = {{small|Nestor Makhno árið 1921.}} | fæðingardagur = [[8. nóvember]] [[1888]] | fæðingarstaður = [[Huilapole]], [[Dnípro|Jekaterínoslav]], [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]] (nú [[Úkraína|Úkraínu]]) | dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|1934|7|25|1888|11|8}} | dauðastaður = [[París]], [[Frakkland]]i | maki = Haljna Kúsmenkó | þjóðerni = [[Úkraína|Úkraínskur]] | börn = Jelena }} '''Nestor Ívanovytsj Makhno''' ([[úkraínska]]: Не́стор Івáнович Махно́; 8. nóvember 1888 – 25. júlí 1934), einnig kallaður Bat'ko Makhno (úkraínska: Бáтько Махно́; „Faðir Makhno“) var [[Úkraína|úkraínskur]] [[Stjórnleysisstefna|stjórnleysingi]] og byltingarmaður sem leiddi sjálfstæðan her stjórnleysingja í Úkraínu frá 1917 til 1921. ==Æviágrip== Nestor Makhno fæddist í sára fátækt í þorpi í [[Úkraína|Úkraínu]]. Hann missti föður sinn á barnsaldri og var því látinn vinna fyrir fjölskyldunni þegar hann var mjög ungur. Nestor hlaut aðeins takmarkaða skólagöngu og þegar hann var fimmtán ára varð hann verkamaður í verksmiðju. Hann fór á þessum tíma að lesa [[bylting]]arrit og komst í kynni við jafnaldra sína sem einnig hrifust af hugsjónum um byltingu gegn rússneskum embættismönnum og óðalseigendum sem kúguðu úkraínska bændur. Makhno gekk fimmtán ára gamall í leynifélag byltingarsinna en var handtekinn og dæmdur til dauða. Móður hans tókst hins vegar að biðla til stjórnvalda um að fá dóminn mildaðan og svo fór að honum var breytt í ævilangan fangelsisdóm.<ref name=ísland1>{{Tímarit.is|5236845|Nestor Makhno, þjóðhetja Ukrainemanna|blað=[[Ísland (tímarit)|Ísland]]|útgáfudagsetning=4. október 1929|blaðsíða=3-4}}</ref> Makhno var fluttur í [[Butyrka-fangelsi]]ð í [[Moskva|Moskvu]] til að afplána fangavistina. Hann dvaldi í fangelsinu í tíu ár og var jafnan hafður í járnum. Þegar [[febrúarbyltingin]] var gerð í Rússlandi árið 1917 var Makhno sleppt úr fangelsinu af nýjum stjórnvöldum. Hann hafði mikið lesið í fangavistinni og var farinn að aðhyllast [[Stjórnleysisstefna|stjórnleysisstefnu]] þegar honum var sleppt.<ref name=ísland1/> Makhno sneri aftur til Úkraínu eftir lausn sína úr fangelsinu og hóf afskipti af stjórnmálum á æskuslóðum sínum. Hann lagði þar fyrst áherslu á að koma upp nýjum skólum fyrir bæði börn og fullorðna. Þegar fréttir bárust af [[Októberbyltingin|októberbyltingunni]] í Rússlandi, þar sem [[Kommúnismi|kommúnistar]] höfðu tekið völdin, fór Makhno fram og aftur um Úkraínu til að hvetja smábændur til að kollvarpa stóreignarbændum og óðalseigendum og gera landeignir þeirra upptækar.<ref name=ísland1/> ===Borgarastyrjöldin um Úkraínu=== [[Mynd:Nestor Makhno and his Lieutenants, Berdyansk, 1919.jpg|thumb|left|Nestor Makhno ásamt liðsforingjum sínum í [[Berdjansk]] árið 1919.]] Eftir að kommúnistar komust til valda í Rússlandi sömdu þeir frið við [[Þýska keisaraveldið|Þjóðverja]] í [[fyrri heimsstyrjöldin]]ni með [[Brest-Litovsk-samningurinn|Brest-Litovsk-sáttmálanum]]. Með sáttmálanum afsöluðu Rússar sér yfirráðum yfir Úkraínu og veittu Þjóðverjum rétt til að taka [[hveiti]] af úkraínskum bændum. Þjóðverjar og [[Austurríki-Ungverjaland|Austurríkismenn]] nýttu sér þessa heimild til að ræna uppskeru af Úkraínumönnum en Makhno safnaði liði ásamt sex félögum sínum og myndaði verndarsveit til að verja bændurnar gegn ágangi hernámsliðsins. Makhno og félögum tókst ítrekað að sigra mun stærri ránssveitir Þjóðverja og Austurríkismanna og smám saman safnaðist lítill her sjálfboðaliða í kringum Makhno. Makhno og stuðningsmenn hans börðust bæði gegn hernámsliðinu og gegn stóreignarbændum sem reyndu að endurheimta jarðeignir sínar.<ref name=ísland1/> Eftir að [[Miðveldin]] báðu ósigur í [[fyrri heimsstyrjöldin]]ni höfðu Þjóðverjar og Austurríkismenn sig burt frá Úkraínu. Stjórnvöld [[Bolsévikar|bolsévika]] í Rússlandi sendu [[Rauði herinn|rauða herinn]] inn í Úkraínu til að endurheimta þar yfirráð og koma þar á kommúnískri stjórn. Þrátt fyrir að Makhno væri ekki kommúnisti barðist her hans fyrst um sin við hlið rauða hersins á móti [[Hvíti herinn|her hvítliða]] sem reyndi einnig að ná stjórn í Úkraínu, þar sem Makhno áleit möguleikan á endurreisn [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmisins]] enn verri kost. Það var einkum þökk sé Makhno og her hans sem það tókst að stöðva framrás hvítliðaforingjans [[Anton Denikin|Antons Denikin]] áður en her hans komst til Moskvu. Þrátt fyrir að Makhno hafi þannig bjargað [[Rússneska byltingin 1917|rússnesku byltingunni]] var kommúnistum í Moskvu illa við hann og þeir uppnefndu hann „þorparann frá Úkraínu.“<ref name=ísland1/> Þrátt fyrir bandalag Makhno við kommúnista í [[Rússneska borgarastyrjöldin|rússnesku borgarastyrjöldinni]] neitaði hann að takmarka frelsi á svæðunum sem her hans vann eða að skattleggja bændur í nafni kommúnistastjórnarinnar. Stjórn bolsévika bauð Makhno að verða hershöfðingi yfir stórri herdeild og Makhno þáði það með því skilyrði að hermenn hans yrðu frjálsir og að kommúnistar hefðu ekki afskipti af stjórn herdeildarinnar. Bolsévikar féllust á þetta, en yfirhershöfðingi rauða hersins, [[Lev Trotskíj]], fól Makhno að verja langhættulegustu víglínurnar í Úkraínu og dró það á langinn að senda honum nauðsynleg skotfæri til að geta barist.<ref name=ísland1/> Þegar skotfærin bárust ekki og Trotskíj svaraði ekki skeytum Makhnos hætti Makhno að fylgja skipunum hans. Trotskíj lét í kjölfarið lýsa Makhno svikara og setti fé til höfuðs honum. Í kjölfarið hóf her Makhnos að berjast gegn kommúnistum jafnt sem hvítliðum.<ref name=ísland2>{{Tímarit.is|5236848|Nestor Makhno, þjóðhetja Ukrainemanna Framh.|blað=[[Ísland (tímarit)|Ísland]]|útgáfudagsetning=11. október 1929|blaðsíða=3-4}}</ref> Makhno átti mikils fylgis að fagna meðal úkraínskra bænda og her hans vann mikla sigra í borgarastyrjöldinni um Úkraínu. Makhno tókst meðal annars að hertaka borgina [[Dnipro|Jekaterínoslav]] (nú Dnípro), sem hafði þá verið skipt milli kommúnista og úkraínskra sjálfstæðissinna undir stjórn [[Símon Petljúra|Símons Petljúra]]. Makhno gerði í kjölfarið annað bandalag við kommúnista og hjálpaði þeim að reka her Denikins á flótta. Eftir sigurinn gegn Denikin lét Trotskíj hins vegar aftur lýsa Makhno óvin byltingarinnar og átök hófust milli kommúnistanna og stjórnleysingjanna á ný.<ref name=ísland2/> Árið 1920 reyndi Trotskíj aftur að fá hjálp Makhnos í [[Stríð Sovétríkjanna og Póllands|stríði Sovétríkjanna gegn Póllandi]] en í þetta sinn neitaði Makhno beiðninni. Bolsévikar sendu í kjölfarið her til yfirráðasvæðis Makhnos í Úkraínu til að reyna að handsama hann. Makhno tókst að komast undan, en kommúnistar handsömuðu bróður hans í misgripum fyrir hann og tóku hann af lífi. Þegar Pólverjar hófu sókn inn í Rússland undir forystu hvítliðans [[Pjotr Wrangel|Pjotrs Wrangel]] fékkst Makhno þó til að veita Sovétmönnum hjálp með þeim skilyrðum að stjórnleysingjar sem sætu í fangelsi í Rússlandi yrðu látnir lausir, að Úkraínumenn fengju mál- og prentfrelsi og að kommúnistar skiptu sér ekki af stjórn Úkraínu.<ref name=ísland2/> ===Flótti og útlegð=== Með hjálp Makhnos tókst Sovétmönnum að stöðva sókn Wrangels en eftir að sigurinn var unninn snerust þeir aftur gegn Makhno og stimpluðu hann sem handbendi hvítliða. Makhno tókst enn á ný að forðast handtöku rauða hersins, en hann ákvað í kjölfarið að leysa upp her sinn og yfirgefa Úkraínu. Hann fór fyrst til Rúmeníu en síðan til Póllands og svo til Þýskalands, en bolsévikar reyndu árangurslaust að fá hann framseldan til sín.<ref name=ísland2/> Makhno settist á endanum að í [[París]] ásamt konu sinni og dóttur, og skrifaði þar fyrir róttæk tímarit.<ref>Nestor Makhno, [1927] ''The Russian Revolution in Ukraine'', Edmonton: Black Cat Press, 2007; [1936] ''Under the Blows of the Counterrevolution'', Edmonton: Black Cat Press, 2009; [1937] ''The Ukrainian Revolution'', Edmonton: Black Cat Press, 2011; ''The Struggle Against the State and Other Essays'', Oakland: AK Press, 2001.</ref> Makhno lést í París árið 1934 eftir langvarandi baráttu við [[Berklar|berkla]].<ref>{{cite book |last=Darch|first=Colin|title=Nestor Makhno and Rural Anarchism in Ukraine, 1917-1921|year=2020|location=[[London]]|publisher=[[Pluto Press]]|isbn=9781786805263|oclc=1225942343|p=145}} </ref> ==Einkahagir== Makhno kvæntist kennslukonu að nafni [[Haljna Kúsmenkó|Haljna]] á átakatímanum í Úkraínu og hún var alla tíð dyggur stuðningsmaður í pólitískri baráttu hans.<ref name=ísland1/> Þau eignuðust eina dóttur, Jelenu. ==Tilvísanir== <references/> {{DEFAULTSORT:Makhno, Nestor}} {{fd|1888|1934}} [[Flokkur:Trúleysingjar]] [[Flokkur:Úkraínskir byltingarmenn]] [[Flokkur:Úkraínskir kósakkar]] [[Flokkur:Úkraínskir stjórnleysingjar]] kykhp64oa4sd9w7p1m5lwk5ndw352k2 Borgir Kína eftir fólksfjölda 0 168064 1761332 1761215 2022-07-20T15:16:58Z Dagvidur 4656 Bætti við mynd wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|350px|Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Kína]] er [[Listi yfir lönd eftir mannfjölda|fjölmennasta land heims]] með um 1.4 milljarða íbúa. Samkvæmt manntali Kína árið 2020 voru 105 kínverskar borgir með meira en 1 milljón manns. Alls eru 380 borgir á meginlandi Kína sem hafa fleiri íbúa en 312,000<ref>{{Citation|title=中華人民共和國城市人口排名|date=2022-05-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E8%8F%AF%E4%BA%BA%E6%B0%91%E5%85%B1%E5%92%8C%E5%9C%8B%E5%9F%8E%E5%B8%82%E4%BA%BA%E5%8F%A3%E6%8E%92%E5%90%8D&oldid=71802627|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-06-20}}</ref>. Um 63,6% kínverja býr í þéttbýli (2022)<ref>{{Citation|title=China|date=2022-06-10|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/china/|work=The World Factbook|publisher=Central Intelligence Agency|language=en|access-date=2022-06-20}}</ref>. Mannfjöldatalning fer fram á 10 ára fresti, nú síðast 2020.<ref>{{Cite web|url=http://www.stats.gov.cn/english/PressRelease/202105/t20210510_1817188.html|title=Communiqué of the Seventh National Population Census (No. 3)|website=www.stats.gov.cn|access-date=2022-06-20}}</ref> == Skilgreiningar og stjórnsýsluflokkun == Kínversk stjórnsýsla telur '''þrjú stig borga'''. Í fyrsta lagi eru það borgir sem ''lúta sjálfstæðri stjórn sem sveitarfélag'' (直辖市); í öðru lagi eru það borgir sem er ''stjórnað af fylkisstjórnum'' (县级市); og í þriðja lagi eru það ''borgir sem teljast hluti af sýslum'' (县级市). Þess utan eru borgirnar [[Hong Kong]] og [[Makaó]] sem teljast ''„sérstök sérstjórnarhéruð“'' (特别行政区). Borgir sem eru sveitarfélög og borgir fylkisstjórna eru ekki „borgir“ í ströngum skilningi hugtaksins, heldur fremur stjórnsýslueiningar sem samanstanda af bæði þéttbýlum kjarna (''það er'' ''borg í ströngum skilningi'') umlukið [[dreifbýli]] eða minna þéttbýlli svæðum.<ref>{{Cite journal|last=Zhang|first=L.|last2=Zhao|first2=Simon X. B.|date=June 1998|title=Re-examining China's "Urban" Concept and the Level of Urbanization|journal=The China Quarterly|language=en|volume=154|pages=330–381|doi=10.1017/S030574100000206X}}</ref> Borgum sem stjórnað er af fylkisstjórnum er oftast skipt upp í margar sýslur. Til að greina slíkar borgir frá raunverulegum þéttbýlisvæðum (''borg í ströngum skilningi'') er notast við stjórnsýsluhugtakið "市区" ("shì qū" eða „borgarhverfi“). Slík úthverfi geta verið mjög stór eða meira en 3.000 ferkílómetrar. == Listi yfir helstu borgir Kína eftir íbúafjölda == {| class="wikitable" | style="background:#ffff99; width:1em" | |Lýtur sjálfstæðri stjórn sveitarfélags |- | style="background:#E0CEF2; width:1em" | |Sveitarfélag með sjálfstæða skipulagsstöðu |- | style="background:#CEF2E0; width:1em" | |Borg stjórnað af fylkisstjórn |- | style="background:#ff9999; width:1em" | |Borg stjórnað af sýslu |} {| class="wikitable sortable" |+ Stærstu borgir á meginlandi Kína eftir íbúafjölda !Stétt !Borgin ![[Héruð Kína|Hérað]] !Síðasta áætlun (2020)<ref>{{Cite web|url=https://populationstat.com/china/|title=China Population (2020)|website=PopulationStat|access-date=2022-02-12}}</ref> !Manntalið 2010<ref>{{Cite web|url=http://www.citypopulation.de/China-UA.html|title=China: Provinces and Major Cities - Population Statistics, Maps, Charts, Weather and Web Information|website=www.citypopulation.de|access-date=2022-03-07}}</ref> |- |1 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Sjanghæ]] |— |24.870.895 |20.217.748 |- |2 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Peking]] |— |21.167.303 |16.704.306 |- |3 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Guangzhou]] |[[Guangdong]] |18.810.600 |10.641.408 |- |4 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Shenzhen]] |[[Guangdong]] |17.633.800 |10.358.381 |- |5 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Chengdu]] |[[Sesúan]] |15.025.554 |7.791.692 |- |6 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Tianjin]] |— |13.929.152 |9.528.277 |- |7 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Chongqing]] |— |12.313.714 |6.263.790 |- |8 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Nanjing]] |[[Jiangsu]] |9.320.689 |5.827.888 |- |9 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Wuhan]] |[[Hubei]] |8.546.775 |7.541.527 |- |10 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Xian|Xi'an]] |[[Shaanxi]] |8.438.050 |5.403.052 |- |11 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Hangzhou]] |[[Zhejiang]] |7.969.372 |5.849.537 |- |12 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Shenyang]] |[[Liaoning]] |7.469.474 |5.718.232 |- |13 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Dongguan]] |[[Guangdong]] |7.489.198 |7.271.322 |- |14 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Foshan]] |[[Guangdong]] |7.462.797 |6.771.895 |- |15 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Harbin]] |[[Heilongjiang]] |6.612.795 |4.596.313 |- |16 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Dalian]] |[[Shandong]] |5.871.474 |3.902.467 |- |17 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Qingdao]] |[[Shandong]] |5.818.255 |4.556.077 |- |18 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Zhengzhou]] |[[Henan]] |5.621.593 |3.677.032 |- |19 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Jinan]] |[[Shandong]] |5.606.374 |3.641.562 |- |20 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Changsha]] |[[Hunan]] |4.766.296 |3.193.354 |- |21 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Kunming]] |[[Yunnan]] |4.422.686 |3.385.363 |- |22 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Changchun]] |[[Jilin]] |4.408.154 |3.411.209 |- |23 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Urumqi]] |[[Xinjiang]] |4.335.017 |2.853.398 |- |24 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Shantou |[[Guangdong]] |4.312.192 |3.644.017 |- |25 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" | Suzhou |[[Jiangsu]] |4.330.000 |3.721.700 |- |26 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Hefei]] |[[Anhui]] |4.216.940 |3.098.727 |- |27 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Shijiazhuang]] |[[Hebei]] |4.098.243 |3.095.219 |- |28 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Ningbo]] |[[Zhejiang]] |4.087.523 |2.583.073 |- |29 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Taiyuan]] |[[Shansi]] |3.875.053 |3.154.157 |- |30 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Nanning]] |[[Guangxi]] |3.837.978 |2.660.833 |- |31 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[:en:Xiamen|Xiamen]] |[[Fujian]] |3.707.090 |3119,110 |- |32 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Fuzhou]] |[[Fujian]] |3.671.192 |3.102.421 |- |33 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Wenzhou |[[Zhejiang]] |3.604.446 |2.686.825 |- |34 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Changzhou |[[Jiangsu]] |3.601.079 |2.257.376 |- |35 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Nanchang]] |[[Jiangxi]] |3.576.547 |2.614.380 |- |36 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Tangshan |[[Hebei]] |3.399.231 |2.128.191 |- |37 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Guiyang]] |[[Guizhou]] |3.299.724 |2.520.061 |- |38 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Wuxi |[[Jiangsu]] |3.245.179 |2.757.736 |- |39 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Lanzhou]] |[[Gansu]] |3.067.141 |2.438.595 |- |40 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Zhongshan |[[Guangdong]] |2.909.633 |2.740.994 |- |41 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Handan |[[Hebei]] |2.708.015 |1.830.000 |- |42 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Weifang |[[Shandong]] |2.636.154 |2.044.028 |- |43 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Huai'an |[[Jiangsu]] |2.632.788 |2.494.013 |- |44 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Zibo |[[Shandong]] |2.631.647 |2.261.717 |- |45 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Shaoxing |[[Zhejiang]] |2.521.964 |1.725.726 |- |46 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Yantai |[[Shandong]] |2.511.053 |1.797.861 |- |47 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Huizhou |[[Guangdong]] |2.509.243 |1.807.858 |- |48 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Luoyang |[[Henan]] |2.372.571 |1.584.463 |- |49 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Nantong |[[Jiangsu]] |2.261.382 |1.612.385 |- |50 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Baotou |[[Innri-Mongólía]] |2.181.077 |1.900,373 |- |51 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Liuzhou |[[Guangxi]] |2.153.419 |1.624.571 |} == Borgir og bæir eftir íbúafjölda (2020-2021) == * 1. [[Sjanghæ]] - 24.870.895 * 2. [[Peking]] - 21.893.095 * 3. [[Guangzhou]] - 18.810.600 * 4. [[Shenzhen]] - 17.560.000 * 5. [[Chengdu]] - 16.935.567 * 6. [[Chongqing]] - 16.382.000 * 7. [[Tianjin]] - 13.866.009 * 8. [[Wuhan]] - 10.892.900 * 9. [[Nanjing]] - 9.314.685 * 10. [[Xian|Xi'an]] - 8.989.000 * 11. [[Dongguan]] - 8.342.500 * 12. [[Hangzhou]] - 7.603.270 * 13. [[Foshan]] - 7.313.711 * 14. [[Shenyang]] - 7.195.000 * 15. [[Harbin]] - 6.360.991 * 16. [[Jinan]] - 5.918.147 * 17. [[Qingdao]] - 5.764.384 * 18. [[Dalian]] - 5.587.814 * 19. [[Zhengzhou]] - 5.286.549 * 20. [[Xiamen]] - 4.617.251 * 21. [[Changsha]] - 4.555.788 * 22. [[Taiyuan]] - 4.529.141 * 23. [[Ningbo]] - 4.479.635 * 24. [[Kunming]] - 4.422.686 * 25. Zhongshan - 4.418.060 * 26. [[Changchun]] - 4.408.154 * 27. [[Urumqi]] - 4.335.017 * 28. Suzhou - 4.330.000 * 29. Shantou - 4.312.192 * 30. [[Hefei]] - 4.216.940 * 31. [[Shijiazhuang]] - 4.098.243 * 32. [[Fuzhou]] - 4.094.491 * 33. [[Nanning]] - 3.839.800 * 34. Wenzhou - 3.604.446 * 35. Changzhou - 3.601.079 * 36. [[Nanchang]] - 3.576.547 * 37. [[Guiyang]] - 3.483.100 * 38. Tangshan - 3.399.231 * 39. Wuxi - 3.256.000 * 40. [[Lanzhou]] - 3.072.100 * 41. Handan - 2.845.790 * 42. [[Hohhot]] - 2.681.758 * 43. Weifang - 2.659.938 * 44. Jiangmen - 2.657.662 * 45. Zibo - 2.640.000 * 46. Huai'an - 2.632.788 * 47. Xuzhou - 2.623.066 * 48. Maoming - 2,539,148 * 49. Shaoxing - 2,521,964 * 50. Yantai - 2.511,053 * 51. Huizhou - 2.509.243 * 52. Zhuhai - 2.439.585 * 53. Luoyang - 2.372.571 * 54. Linyi - 2.303.648 * 55. Nantong - 2.273.326 * 56. [[Haikou]] - 2.250.000 * 57. Baotou - 2.181.077 * 58. Liuzhou - 2.153.419 * 59. Datong - 2,030,203 * 60. Pútían - 2.003.000 * 61. Lianyungang - 2.001.009 * 62. Baoding - 1.976.000 * 63. [[Xining]] - 1.954.795 * 64. Zhanjiang - 1.931.455 * 65. Wuhu - 1.870.000 * 66. Chaozhou - 1.750.945 * 67. Qingyuan - 1.738.424 * 68. Tai'an - 1.735.425 * 69. Yichang - 1.698.400 * 70. Yangzhou - 1.665.000 * 71. [[Yinchuan]] - 1.662.968 * 72. Xiangyang - 1.658.000 * 73. Anshan - 1.647.000 * 74. Jilin borg - 1.623.000 * 75. Yancheng - 1.615.717 * 76. Taizhou - 1.607.108 * 77. Qinhuangdao - 1.586.000 * 78. Ganzhou - 1.585.000 * 79. Daqing - 1.574.389 * 80. Guilin - 1.572.300 * 81. Huzhou - 1.558.826 * 82. Zhaoqing - 1.553.109 * 83. Jiaxing - 1.518.654 * 84. Jining - 1.518.000 * 85. Jinhua - 1.463.990 * 86. Changde - 1.457.519 * 87. Hengyang - 1.453.000 * 88. Suqian - 1.440.000 * 89. Baoji - 1.437.802 * 90. Zhangjiakou - 1.435.000 * 91. Mianyang - 1.355.331 * 92. Qiqihar - 1.350.434 * 93. Heze - 1.346.717 * 94. Fushun - 1.307.200 * 95. Yangjiang - 1.292.987 * 96. Liaocheng - 1.229.768 * 97. Tianshui - 1.212.791 * 98. Benxi - 1.176.490 * 99. Chifeng - 1.175.391 * 100. Jiujiang - 1.164.268 * 101. Anyang - 1.146.839 * 102. Huaibei - 1.142.000 * 103. Yulin - 1.117.800 * 104. Xinxiang - 1.047.088 * 105. Shaoguan - 1.028.460 * 106. Dongying - 998.968 * 107. Luzhou - 998.900 * 108. Meizhou - 992.351 * 109. Leshan - 987.000 * 110. Dezhou - 986.192 * 111. Xingtai - 971.300 * 112. Chenzhou - 960.000 * 113. Mudanjiang - 930,105 * 114. Tongliao - 921.808 * 115. Chengde - 920,395 * 116. Laiwu - 907.839 * 117. Taishan - 907.354 * 118. Quzhou - 902.767 * 119. Zhoushan - 882.932 * 120. Suihua - 877.114 * 121. Langfang - 868.066 * 122. Hengshui - 856.705 * 123. Yingkou - 848.100 * 124. Panjin - 846.500 * 125. Weihai - 844.310 * 126. Anqing - 804.493 * 127. Liaoyang - 793.700 * 128. Puyang - 760.300 * 129. Fuxin - 759.100 * 130. Jieyang - 741.674 * 131. Yangquan - 731.228 * 132. Jiamusi - 726.622 * 133. Huludao - 724.800 * 134. Zhumadian - 721.670 * 135. Kashgar - 711.300 * 136. Dazhou - 705.321 * 137. Heyuan - 703.607 * 138. Longyan - 703.524 * 139. Aksu borg - 695.000 * 140. Ordos borg - 693.038 * 141. Hegang - 690.000 * 142. Binzhou - 682.717 * 143. Síping - 680.600 * 144. Sanmenxia - 669.307 * 145. Dandong - 659.400 * 146. [[Sanya]] - 644.727 * 147. Cangzhou - 621.300 * 148. Qitaihe - 620.935 * 149. Yichun - 598.000 * 150. Tonghua - 584.209 * 151. Jixi - 580.000 * 152. Korla - 549.324 * 153. Chaoyang - 537.800 * 154. Dingxi - 525.044 * 155. Shuangyashan - 507.257 * 156. Songyuan - 495.900 * 157. Nanping - 491.287 * 158. Liaoyuan - 475.400 * 159. [[Lasa]] - 464.736 * 160. Karamay - 462.347 * 161. Shanwei - 437.000 * 162. Tieling - 434.799 * 163. Suihua - 428.795 * 164. Ulanqab - 425.059 * 165. Hami - 412.305 * 166. Huangshan-borg - 410.973 * 167. Hotan - 408.894 * 168. Wuwei - 408.000 * 169. Baishan - 402.600 * 170. Sanming - 379.701 * 171. Yunfu - 369.321 * 172. Hailar - 365.012 * 173. Zhaotong - 352.831 * 174. Ningde - 343.262 * 175. Baicheng - 332.826 * 176. Hunchun - 271.000 * 177. Zhangjiajie - 225.700 * 178. Golmud - 205.700 * 179. Yumen-borg - 168.300 * 180. Altay-borg - 114.995 == Tengt efni == * [[Kína|Alþýðurlýðveldið Kína]] * [[Héruð Kína]] * [[Listi yfir fjölmennustu borgir heims|Listi yfir stærstu borgir í heimi]] == Heimildir == {{Reflist}} == Ytri tenglar== * Vefur [http://www.stats.gov.cn/english/ Þjóðskrár Kína] [[Flokkur:Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] t5z2bcbni7b7ji4r3ujjvut91gc7xbw 1761333 1761332 2022-07-20T15:17:38Z Dagvidur 4656 Bætti við tenglum wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|350px|Skýjakljúfar [[Guangzhou]] borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Kína]] er [[Listi yfir lönd eftir mannfjölda|fjölmennasta land heims]] með um 1.4 milljarða íbúa. Samkvæmt manntali Kína árið 2020 voru 105 kínverskar borgir með meira en 1 milljón manns. Alls eru 380 borgir á meginlandi Kína sem hafa fleiri íbúa en 312,000<ref>{{Citation|title=中華人民共和國城市人口排名|date=2022-05-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E8%8F%AF%E4%BA%BA%E6%B0%91%E5%85%B1%E5%92%8C%E5%9C%8B%E5%9F%8E%E5%B8%82%E4%BA%BA%E5%8F%A3%E6%8E%92%E5%90%8D&oldid=71802627|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-06-20}}</ref>. Um 63,6% kínverja býr í þéttbýli (2022)<ref>{{Citation|title=China|date=2022-06-10|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/china/|work=The World Factbook|publisher=Central Intelligence Agency|language=en|access-date=2022-06-20}}</ref>. Mannfjöldatalning fer fram á 10 ára fresti, nú síðast 2020.<ref>{{Cite web|url=http://www.stats.gov.cn/english/PressRelease/202105/t20210510_1817188.html|title=Communiqué of the Seventh National Population Census (No. 3)|website=www.stats.gov.cn|access-date=2022-06-20}}</ref> == Skilgreiningar og stjórnsýsluflokkun == Kínversk stjórnsýsla telur '''þrjú stig borga'''. Í fyrsta lagi eru það borgir sem ''lúta sjálfstæðri stjórn sem sveitarfélag'' (直辖市); í öðru lagi eru það borgir sem er ''stjórnað af fylkisstjórnum'' (县级市); og í þriðja lagi eru það ''borgir sem teljast hluti af sýslum'' (县级市). Þess utan eru borgirnar [[Hong Kong]] og [[Makaó]] sem teljast ''„sérstök sérstjórnarhéruð“'' (特别行政区). Borgir sem eru sveitarfélög og borgir fylkisstjórna eru ekki „borgir“ í ströngum skilningi hugtaksins, heldur fremur stjórnsýslueiningar sem samanstanda af bæði þéttbýlum kjarna (''það er'' ''borg í ströngum skilningi'') umlukið [[dreifbýli]] eða minna þéttbýlli svæðum.<ref>{{Cite journal|last=Zhang|first=L.|last2=Zhao|first2=Simon X. B.|date=June 1998|title=Re-examining China's "Urban" Concept and the Level of Urbanization|journal=The China Quarterly|language=en|volume=154|pages=330–381|doi=10.1017/S030574100000206X}}</ref> Borgum sem stjórnað er af fylkisstjórnum er oftast skipt upp í margar sýslur. Til að greina slíkar borgir frá raunverulegum þéttbýlisvæðum (''borg í ströngum skilningi'') er notast við stjórnsýsluhugtakið "市区" ("shì qū" eða „borgarhverfi“). Slík úthverfi geta verið mjög stór eða meira en 3.000 ferkílómetrar. == Listi yfir helstu borgir Kína eftir íbúafjölda == {| class="wikitable" | style="background:#ffff99; width:1em" | |Lýtur sjálfstæðri stjórn sveitarfélags |- | style="background:#E0CEF2; width:1em" | |Sveitarfélag með sjálfstæða skipulagsstöðu |- | style="background:#CEF2E0; width:1em" | |Borg stjórnað af fylkisstjórn |- | style="background:#ff9999; width:1em" | |Borg stjórnað af sýslu |} {| class="wikitable sortable" |+ Stærstu borgir á meginlandi Kína eftir íbúafjölda !Stétt !Borgin ![[Héruð Kína|Hérað]] !Síðasta áætlun (2020)<ref>{{Cite web|url=https://populationstat.com/china/|title=China Population (2020)|website=PopulationStat|access-date=2022-02-12}}</ref> !Manntalið 2010<ref>{{Cite web|url=http://www.citypopulation.de/China-UA.html|title=China: Provinces and Major Cities - Population Statistics, Maps, Charts, Weather and Web Information|website=www.citypopulation.de|access-date=2022-03-07}}</ref> |- |1 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Sjanghæ]] |— |24.870.895 |20.217.748 |- |2 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Peking]] |— |21.167.303 |16.704.306 |- |3 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Guangzhou]] |[[Guangdong]] |18.810.600 |10.641.408 |- |4 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Shenzhen]] |[[Guangdong]] |17.633.800 |10.358.381 |- |5 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Chengdu]] |[[Sesúan]] |15.025.554 |7.791.692 |- |6 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Tianjin]] |— |13.929.152 |9.528.277 |- |7 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Chongqing]] |— |12.313.714 |6.263.790 |- |8 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Nanjing]] |[[Jiangsu]] |9.320.689 |5.827.888 |- |9 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Wuhan]] |[[Hubei]] |8.546.775 |7.541.527 |- |10 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Xian|Xi'an]] |[[Shaanxi]] |8.438.050 |5.403.052 |- |11 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Hangzhou]] |[[Zhejiang]] |7.969.372 |5.849.537 |- |12 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Shenyang]] |[[Liaoning]] |7.469.474 |5.718.232 |- |13 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Dongguan]] |[[Guangdong]] |7.489.198 |7.271.322 |- |14 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Foshan]] |[[Guangdong]] |7.462.797 |6.771.895 |- |15 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Harbin]] |[[Heilongjiang]] |6.612.795 |4.596.313 |- |16 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Dalian]] |[[Shandong]] |5.871.474 |3.902.467 |- |17 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Qingdao]] |[[Shandong]] |5.818.255 |4.556.077 |- |18 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Zhengzhou]] |[[Henan]] |5.621.593 |3.677.032 |- |19 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Jinan]] |[[Shandong]] |5.606.374 |3.641.562 |- |20 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Changsha]] |[[Hunan]] |4.766.296 |3.193.354 |- |21 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Kunming]] |[[Yunnan]] |4.422.686 |3.385.363 |- |22 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Changchun]] |[[Jilin]] |4.408.154 |3.411.209 |- |23 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Urumqi]] |[[Xinjiang]] |4.335.017 |2.853.398 |- |24 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Shantou |[[Guangdong]] |4.312.192 |3.644.017 |- |25 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" | Suzhou |[[Jiangsu]] |4.330.000 |3.721.700 |- |26 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Hefei]] |[[Anhui]] |4.216.940 |3.098.727 |- |27 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Shijiazhuang]] |[[Hebei]] |4.098.243 |3.095.219 |- |28 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Ningbo]] |[[Zhejiang]] |4.087.523 |2.583.073 |- |29 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Taiyuan]] |[[Shansi]] |3.875.053 |3.154.157 |- |30 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Nanning]] |[[Guangxi]] |3.837.978 |2.660.833 |- |31 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[:en:Xiamen|Xiamen]] |[[Fujian]] |3.707.090 |3119,110 |- |32 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Fuzhou]] |[[Fujian]] |3.671.192 |3.102.421 |- |33 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Wenzhou |[[Zhejiang]] |3.604.446 |2.686.825 |- |34 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Changzhou |[[Jiangsu]] |3.601.079 |2.257.376 |- |35 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Nanchang]] |[[Jiangxi]] |3.576.547 |2.614.380 |- |36 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Tangshan |[[Hebei]] |3.399.231 |2.128.191 |- |37 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Guiyang]] |[[Guizhou]] |3.299.724 |2.520.061 |- |38 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Wuxi |[[Jiangsu]] |3.245.179 |2.757.736 |- |39 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Lanzhou]] |[[Gansu]] |3.067.141 |2.438.595 |- |40 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Zhongshan |[[Guangdong]] |2.909.633 |2.740.994 |- |41 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Handan |[[Hebei]] |2.708.015 |1.830.000 |- |42 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Weifang |[[Shandong]] |2.636.154 |2.044.028 |- |43 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Huai'an |[[Jiangsu]] |2.632.788 |2.494.013 |- |44 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Zibo |[[Shandong]] |2.631.647 |2.261.717 |- |45 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Shaoxing |[[Zhejiang]] |2.521.964 |1.725.726 |- |46 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Yantai |[[Shandong]] |2.511.053 |1.797.861 |- |47 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Huizhou |[[Guangdong]] |2.509.243 |1.807.858 |- |48 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Luoyang |[[Henan]] |2.372.571 |1.584.463 |- |49 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Nantong |[[Jiangsu]] |2.261.382 |1.612.385 |- |50 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Baotou |[[Innri-Mongólía]] |2.181.077 |1.900,373 |- |51 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Liuzhou |[[Guangxi]] |2.153.419 |1.624.571 |} == Borgir og bæir eftir íbúafjölda (2020-2021) == * 1. [[Sjanghæ]] - 24.870.895 * 2. [[Peking]] - 21.893.095 * 3. [[Guangzhou]] - 18.810.600 * 4. [[Shenzhen]] - 17.560.000 * 5. [[Chengdu]] - 16.935.567 * 6. [[Chongqing]] - 16.382.000 * 7. [[Tianjin]] - 13.866.009 * 8. [[Wuhan]] - 10.892.900 * 9. [[Nanjing]] - 9.314.685 * 10. [[Xian|Xi'an]] - 8.989.000 * 11. [[Dongguan]] - 8.342.500 * 12. [[Hangzhou]] - 7.603.270 * 13. [[Foshan]] - 7.313.711 * 14. [[Shenyang]] - 7.195.000 * 15. [[Harbin]] - 6.360.991 * 16. [[Jinan]] - 5.918.147 * 17. [[Qingdao]] - 5.764.384 * 18. [[Dalian]] - 5.587.814 * 19. [[Zhengzhou]] - 5.286.549 * 20. [[Xiamen]] - 4.617.251 * 21. [[Changsha]] - 4.555.788 * 22. [[Taiyuan]] - 4.529.141 * 23. [[Ningbo]] - 4.479.635 * 24. [[Kunming]] - 4.422.686 * 25. Zhongshan - 4.418.060 * 26. [[Changchun]] - 4.408.154 * 27. [[Urumqi]] - 4.335.017 * 28. Suzhou - 4.330.000 * 29. Shantou - 4.312.192 * 30. [[Hefei]] - 4.216.940 * 31. [[Shijiazhuang]] - 4.098.243 * 32. [[Fuzhou]] - 4.094.491 * 33. [[Nanning]] - 3.839.800 * 34. Wenzhou - 3.604.446 * 35. Changzhou - 3.601.079 * 36. [[Nanchang]] - 3.576.547 * 37. [[Guiyang]] - 3.483.100 * 38. Tangshan - 3.399.231 * 39. Wuxi - 3.256.000 * 40. [[Lanzhou]] - 3.072.100 * 41. Handan - 2.845.790 * 42. [[Hohhot]] - 2.681.758 * 43. Weifang - 2.659.938 * 44. Jiangmen - 2.657.662 * 45. Zibo - 2.640.000 * 46. Huai'an - 2.632.788 * 47. Xuzhou - 2.623.066 * 48. Maoming - 2,539,148 * 49. Shaoxing - 2,521,964 * 50. Yantai - 2.511,053 * 51. Huizhou - 2.509.243 * 52. Zhuhai - 2.439.585 * 53. Luoyang - 2.372.571 * 54. Linyi - 2.303.648 * 55. Nantong - 2.273.326 * 56. [[Haikou]] - 2.250.000 * 57. Baotou - 2.181.077 * 58. Liuzhou - 2.153.419 * 59. Datong - 2,030,203 * 60. Pútían - 2.003.000 * 61. Lianyungang - 2.001.009 * 62. Baoding - 1.976.000 * 63. [[Xining]] - 1.954.795 * 64. Zhanjiang - 1.931.455 * 65. Wuhu - 1.870.000 * 66. Chaozhou - 1.750.945 * 67. Qingyuan - 1.738.424 * 68. Tai'an - 1.735.425 * 69. Yichang - 1.698.400 * 70. Yangzhou - 1.665.000 * 71. [[Yinchuan]] - 1.662.968 * 72. Xiangyang - 1.658.000 * 73. Anshan - 1.647.000 * 74. Jilin borg - 1.623.000 * 75. Yancheng - 1.615.717 * 76. Taizhou - 1.607.108 * 77. Qinhuangdao - 1.586.000 * 78. Ganzhou - 1.585.000 * 79. Daqing - 1.574.389 * 80. Guilin - 1.572.300 * 81. Huzhou - 1.558.826 * 82. Zhaoqing - 1.553.109 * 83. Jiaxing - 1.518.654 * 84. Jining - 1.518.000 * 85. Jinhua - 1.463.990 * 86. Changde - 1.457.519 * 87. Hengyang - 1.453.000 * 88. Suqian - 1.440.000 * 89. Baoji - 1.437.802 * 90. Zhangjiakou - 1.435.000 * 91. Mianyang - 1.355.331 * 92. Qiqihar - 1.350.434 * 93. Heze - 1.346.717 * 94. Fushun - 1.307.200 * 95. Yangjiang - 1.292.987 * 96. Liaocheng - 1.229.768 * 97. Tianshui - 1.212.791 * 98. Benxi - 1.176.490 * 99. Chifeng - 1.175.391 * 100. Jiujiang - 1.164.268 * 101. Anyang - 1.146.839 * 102. Huaibei - 1.142.000 * 103. Yulin - 1.117.800 * 104. Xinxiang - 1.047.088 * 105. Shaoguan - 1.028.460 * 106. Dongying - 998.968 * 107. Luzhou - 998.900 * 108. Meizhou - 992.351 * 109. Leshan - 987.000 * 110. Dezhou - 986.192 * 111. Xingtai - 971.300 * 112. Chenzhou - 960.000 * 113. Mudanjiang - 930,105 * 114. Tongliao - 921.808 * 115. Chengde - 920,395 * 116. Laiwu - 907.839 * 117. Taishan - 907.354 * 118. Quzhou - 902.767 * 119. Zhoushan - 882.932 * 120. Suihua - 877.114 * 121. Langfang - 868.066 * 122. Hengshui - 856.705 * 123. Yingkou - 848.100 * 124. Panjin - 846.500 * 125. Weihai - 844.310 * 126. Anqing - 804.493 * 127. Liaoyang - 793.700 * 128. Puyang - 760.300 * 129. Fuxin - 759.100 * 130. Jieyang - 741.674 * 131. Yangquan - 731.228 * 132. Jiamusi - 726.622 * 133. Huludao - 724.800 * 134. Zhumadian - 721.670 * 135. Kashgar - 711.300 * 136. Dazhou - 705.321 * 137. Heyuan - 703.607 * 138. Longyan - 703.524 * 139. Aksu borg - 695.000 * 140. Ordos borg - 693.038 * 141. Hegang - 690.000 * 142. Binzhou - 682.717 * 143. Síping - 680.600 * 144. Sanmenxia - 669.307 * 145. Dandong - 659.400 * 146. [[Sanya]] - 644.727 * 147. Cangzhou - 621.300 * 148. Qitaihe - 620.935 * 149. Yichun - 598.000 * 150. Tonghua - 584.209 * 151. Jixi - 580.000 * 152. Korla - 549.324 * 153. Chaoyang - 537.800 * 154. Dingxi - 525.044 * 155. Shuangyashan - 507.257 * 156. Songyuan - 495.900 * 157. Nanping - 491.287 * 158. Liaoyuan - 475.400 * 159. [[Lasa]] - 464.736 * 160. Karamay - 462.347 * 161. Shanwei - 437.000 * 162. Tieling - 434.799 * 163. Suihua - 428.795 * 164. Ulanqab - 425.059 * 165. Hami - 412.305 * 166. Huangshan-borg - 410.973 * 167. Hotan - 408.894 * 168. Wuwei - 408.000 * 169. Baishan - 402.600 * 170. Sanming - 379.701 * 171. Yunfu - 369.321 * 172. Hailar - 365.012 * 173. Zhaotong - 352.831 * 174. Ningde - 343.262 * 175. Baicheng - 332.826 * 176. Hunchun - 271.000 * 177. Zhangjiajie - 225.700 * 178. Golmud - 205.700 * 179. Yumen-borg - 168.300 * 180. Altay-borg - 114.995 == Tengt efni == * [[Kína|Alþýðurlýðveldið Kína]] * [[Héruð Kína]] * [[Listi yfir fjölmennustu borgir heims|Listi yfir stærstu borgir í heimi]] == Heimildir == {{Reflist}} == Ytri tenglar== * Vefur [http://www.stats.gov.cn/english/ Þjóðskrár Kína] [[Flokkur:Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] ii13hmjnzmez7njxuniil208t4mxtlq 1761334 1761333 2022-07-20T15:18:06Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Skýjakljúfar [[Guangzhou]] borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Kína]] er [[Listi yfir lönd eftir mannfjölda|fjölmennasta land heims]] með um 1.4 milljarða íbúa. Samkvæmt manntali Kína árið 2020 voru 105 kínverskar borgir með meira en 1 milljón manns. Alls eru 380 borgir á meginlandi Kína sem hafa fleiri íbúa en 312,000<ref>{{Citation|title=中華人民共和國城市人口排名|date=2022-05-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E8%8F%AF%E4%BA%BA%E6%B0%91%E5%85%B1%E5%92%8C%E5%9C%8B%E5%9F%8E%E5%B8%82%E4%BA%BA%E5%8F%A3%E6%8E%92%E5%90%8D&oldid=71802627|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-06-20}}</ref>. Um 63,6% kínverja býr í þéttbýli (2022)<ref>{{Citation|title=China|date=2022-06-10|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/china/|work=The World Factbook|publisher=Central Intelligence Agency|language=en|access-date=2022-06-20}}</ref>. Mannfjöldatalning fer fram á 10 ára fresti, nú síðast 2020.<ref>{{Cite web|url=http://www.stats.gov.cn/english/PressRelease/202105/t20210510_1817188.html|title=Communiqué of the Seventh National Population Census (No. 3)|website=www.stats.gov.cn|access-date=2022-06-20}}</ref> == Skilgreiningar og stjórnsýsluflokkun == Kínversk stjórnsýsla telur '''þrjú stig borga'''. Í fyrsta lagi eru það borgir sem ''lúta sjálfstæðri stjórn sem sveitarfélag'' (直辖市); í öðru lagi eru það borgir sem er ''stjórnað af fylkisstjórnum'' (县级市); og í þriðja lagi eru það ''borgir sem teljast hluti af sýslum'' (县级市). Þess utan eru borgirnar [[Hong Kong]] og [[Makaó]] sem teljast ''„sérstök sérstjórnarhéruð“'' (特别行政区). Borgir sem eru sveitarfélög og borgir fylkisstjórna eru ekki „borgir“ í ströngum skilningi hugtaksins, heldur fremur stjórnsýslueiningar sem samanstanda af bæði þéttbýlum kjarna (''það er'' ''borg í ströngum skilningi'') umlukið [[dreifbýli]] eða minna þéttbýlli svæðum.<ref>{{Cite journal|last=Zhang|first=L.|last2=Zhao|first2=Simon X. B.|date=June 1998|title=Re-examining China's "Urban" Concept and the Level of Urbanization|journal=The China Quarterly|language=en|volume=154|pages=330–381|doi=10.1017/S030574100000206X}}</ref> Borgum sem stjórnað er af fylkisstjórnum er oftast skipt upp í margar sýslur. Til að greina slíkar borgir frá raunverulegum þéttbýlisvæðum (''borg í ströngum skilningi'') er notast við stjórnsýsluhugtakið "市区" ("shì qū" eða „borgarhverfi“). Slík úthverfi geta verið mjög stór eða meira en 3.000 ferkílómetrar. == Listi yfir helstu borgir Kína eftir íbúafjölda == {| class="wikitable" | style="background:#ffff99; width:1em" | |Lýtur sjálfstæðri stjórn sveitarfélags |- | style="background:#E0CEF2; width:1em" | |Sveitarfélag með sjálfstæða skipulagsstöðu |- | style="background:#CEF2E0; width:1em" | |Borg stjórnað af fylkisstjórn |- | style="background:#ff9999; width:1em" | |Borg stjórnað af sýslu |} {| class="wikitable sortable" |+ Stærstu borgir á meginlandi Kína eftir íbúafjölda !Stétt !Borgin ![[Héruð Kína|Hérað]] !Síðasta áætlun (2020)<ref>{{Cite web|url=https://populationstat.com/china/|title=China Population (2020)|website=PopulationStat|access-date=2022-02-12}}</ref> !Manntalið 2010<ref>{{Cite web|url=http://www.citypopulation.de/China-UA.html|title=China: Provinces and Major Cities - Population Statistics, Maps, Charts, Weather and Web Information|website=www.citypopulation.de|access-date=2022-03-07}}</ref> |- |1 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Sjanghæ]] |— |24.870.895 |20.217.748 |- |2 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Peking]] |— |21.167.303 |16.704.306 |- |3 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Guangzhou]] |[[Guangdong]] |18.810.600 |10.641.408 |- |4 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Shenzhen]] |[[Guangdong]] |17.633.800 |10.358.381 |- |5 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Chengdu]] |[[Sesúan]] |15.025.554 |7.791.692 |- |6 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Tianjin]] |— |13.929.152 |9.528.277 |- |7 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Chongqing]] |— |12.313.714 |6.263.790 |- |8 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Nanjing]] |[[Jiangsu]] |9.320.689 |5.827.888 |- |9 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Wuhan]] |[[Hubei]] |8.546.775 |7.541.527 |- |10 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Xian|Xi'an]] |[[Shaanxi]] |8.438.050 |5.403.052 |- |11 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Hangzhou]] |[[Zhejiang]] |7.969.372 |5.849.537 |- |12 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Shenyang]] |[[Liaoning]] |7.469.474 |5.718.232 |- |13 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Dongguan]] |[[Guangdong]] |7.489.198 |7.271.322 |- |14 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Foshan]] |[[Guangdong]] |7.462.797 |6.771.895 |- |15 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Harbin]] |[[Heilongjiang]] |6.612.795 |4.596.313 |- |16 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Dalian]] |[[Shandong]] |5.871.474 |3.902.467 |- |17 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Qingdao]] |[[Shandong]] |5.818.255 |4.556.077 |- |18 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Zhengzhou]] |[[Henan]] |5.621.593 |3.677.032 |- |19 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Jinan]] |[[Shandong]] |5.606.374 |3.641.562 |- |20 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Changsha]] |[[Hunan]] |4.766.296 |3.193.354 |- |21 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Kunming]] |[[Yunnan]] |4.422.686 |3.385.363 |- |22 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Changchun]] |[[Jilin]] |4.408.154 |3.411.209 |- |23 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Urumqi]] |[[Xinjiang]] |4.335.017 |2.853.398 |- |24 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Shantou |[[Guangdong]] |4.312.192 |3.644.017 |- |25 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" | Suzhou |[[Jiangsu]] |4.330.000 |3.721.700 |- |26 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Hefei]] |[[Anhui]] |4.216.940 |3.098.727 |- |27 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Shijiazhuang]] |[[Hebei]] |4.098.243 |3.095.219 |- |28 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Ningbo]] |[[Zhejiang]] |4.087.523 |2.583.073 |- |29 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Taiyuan]] |[[Shansi]] |3.875.053 |3.154.157 |- |30 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Nanning]] |[[Guangxi]] |3.837.978 |2.660.833 |- |31 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[:en:Xiamen|Xiamen]] |[[Fujian]] |3.707.090 |3119,110 |- |32 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Fuzhou]] |[[Fujian]] |3.671.192 |3.102.421 |- |33 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Wenzhou |[[Zhejiang]] |3.604.446 |2.686.825 |- |34 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Changzhou |[[Jiangsu]] |3.601.079 |2.257.376 |- |35 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Nanchang]] |[[Jiangxi]] |3.576.547 |2.614.380 |- |36 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Tangshan |[[Hebei]] |3.399.231 |2.128.191 |- |37 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Guiyang]] |[[Guizhou]] |3.299.724 |2.520.061 |- |38 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Wuxi |[[Jiangsu]] |3.245.179 |2.757.736 |- |39 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Lanzhou]] |[[Gansu]] |3.067.141 |2.438.595 |- |40 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Zhongshan |[[Guangdong]] |2.909.633 |2.740.994 |- |41 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Handan |[[Hebei]] |2.708.015 |1.830.000 |- |42 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Weifang |[[Shandong]] |2.636.154 |2.044.028 |- |43 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Huai'an |[[Jiangsu]] |2.632.788 |2.494.013 |- |44 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Zibo |[[Shandong]] |2.631.647 |2.261.717 |- |45 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Shaoxing |[[Zhejiang]] |2.521.964 |1.725.726 |- |46 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Yantai |[[Shandong]] |2.511.053 |1.797.861 |- |47 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Huizhou |[[Guangdong]] |2.509.243 |1.807.858 |- |48 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Luoyang |[[Henan]] |2.372.571 |1.584.463 |- |49 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Nantong |[[Jiangsu]] |2.261.382 |1.612.385 |- |50 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Baotou |[[Innri-Mongólía]] |2.181.077 |1.900,373 |- |51 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Liuzhou |[[Guangxi]] |2.153.419 |1.624.571 |} == Borgir og bæir eftir íbúafjölda (2020-2021) == * 1. [[Sjanghæ]] - 24.870.895 * 2. [[Peking]] - 21.893.095 * 3. [[Guangzhou]] - 18.810.600 * 4. [[Shenzhen]] - 17.560.000 * 5. [[Chengdu]] - 16.935.567 * 6. [[Chongqing]] - 16.382.000 * 7. [[Tianjin]] - 13.866.009 * 8. [[Wuhan]] - 10.892.900 * 9. [[Nanjing]] - 9.314.685 * 10. [[Xian|Xi'an]] - 8.989.000 * 11. [[Dongguan]] - 8.342.500 * 12. [[Hangzhou]] - 7.603.270 * 13. [[Foshan]] - 7.313.711 * 14. [[Shenyang]] - 7.195.000 * 15. [[Harbin]] - 6.360.991 * 16. [[Jinan]] - 5.918.147 * 17. [[Qingdao]] - 5.764.384 * 18. [[Dalian]] - 5.587.814 * 19. [[Zhengzhou]] - 5.286.549 * 20. [[Xiamen]] - 4.617.251 * 21. [[Changsha]] - 4.555.788 * 22. [[Taiyuan]] - 4.529.141 * 23. [[Ningbo]] - 4.479.635 * 24. [[Kunming]] - 4.422.686 * 25. Zhongshan - 4.418.060 * 26. [[Changchun]] - 4.408.154 * 27. [[Urumqi]] - 4.335.017 * 28. Suzhou - 4.330.000 * 29. Shantou - 4.312.192 * 30. [[Hefei]] - 4.216.940 * 31. [[Shijiazhuang]] - 4.098.243 * 32. [[Fuzhou]] - 4.094.491 * 33. [[Nanning]] - 3.839.800 * 34. Wenzhou - 3.604.446 * 35. Changzhou - 3.601.079 * 36. [[Nanchang]] - 3.576.547 * 37. [[Guiyang]] - 3.483.100 * 38. Tangshan - 3.399.231 * 39. Wuxi - 3.256.000 * 40. [[Lanzhou]] - 3.072.100 * 41. Handan - 2.845.790 * 42. [[Hohhot]] - 2.681.758 * 43. Weifang - 2.659.938 * 44. Jiangmen - 2.657.662 * 45. Zibo - 2.640.000 * 46. Huai'an - 2.632.788 * 47. Xuzhou - 2.623.066 * 48. Maoming - 2,539,148 * 49. Shaoxing - 2,521,964 * 50. Yantai - 2.511,053 * 51. Huizhou - 2.509.243 * 52. Zhuhai - 2.439.585 * 53. Luoyang - 2.372.571 * 54. Linyi - 2.303.648 * 55. Nantong - 2.273.326 * 56. [[Haikou]] - 2.250.000 * 57. Baotou - 2.181.077 * 58. Liuzhou - 2.153.419 * 59. Datong - 2,030,203 * 60. Pútían - 2.003.000 * 61. Lianyungang - 2.001.009 * 62. Baoding - 1.976.000 * 63. [[Xining]] - 1.954.795 * 64. Zhanjiang - 1.931.455 * 65. Wuhu - 1.870.000 * 66. Chaozhou - 1.750.945 * 67. Qingyuan - 1.738.424 * 68. Tai'an - 1.735.425 * 69. Yichang - 1.698.400 * 70. Yangzhou - 1.665.000 * 71. [[Yinchuan]] - 1.662.968 * 72. Xiangyang - 1.658.000 * 73. Anshan - 1.647.000 * 74. Jilin borg - 1.623.000 * 75. Yancheng - 1.615.717 * 76. Taizhou - 1.607.108 * 77. Qinhuangdao - 1.586.000 * 78. Ganzhou - 1.585.000 * 79. Daqing - 1.574.389 * 80. Guilin - 1.572.300 * 81. Huzhou - 1.558.826 * 82. Zhaoqing - 1.553.109 * 83. Jiaxing - 1.518.654 * 84. Jining - 1.518.000 * 85. Jinhua - 1.463.990 * 86. Changde - 1.457.519 * 87. Hengyang - 1.453.000 * 88. Suqian - 1.440.000 * 89. Baoji - 1.437.802 * 90. Zhangjiakou - 1.435.000 * 91. Mianyang - 1.355.331 * 92. Qiqihar - 1.350.434 * 93. Heze - 1.346.717 * 94. Fushun - 1.307.200 * 95. Yangjiang - 1.292.987 * 96. Liaocheng - 1.229.768 * 97. Tianshui - 1.212.791 * 98. Benxi - 1.176.490 * 99. Chifeng - 1.175.391 * 100. Jiujiang - 1.164.268 * 101. Anyang - 1.146.839 * 102. Huaibei - 1.142.000 * 103. Yulin - 1.117.800 * 104. Xinxiang - 1.047.088 * 105. Shaoguan - 1.028.460 * 106. Dongying - 998.968 * 107. Luzhou - 998.900 * 108. Meizhou - 992.351 * 109. Leshan - 987.000 * 110. Dezhou - 986.192 * 111. Xingtai - 971.300 * 112. Chenzhou - 960.000 * 113. Mudanjiang - 930,105 * 114. Tongliao - 921.808 * 115. Chengde - 920,395 * 116. Laiwu - 907.839 * 117. Taishan - 907.354 * 118. Quzhou - 902.767 * 119. Zhoushan - 882.932 * 120. Suihua - 877.114 * 121. Langfang - 868.066 * 122. Hengshui - 856.705 * 123. Yingkou - 848.100 * 124. Panjin - 846.500 * 125. Weihai - 844.310 * 126. Anqing - 804.493 * 127. Liaoyang - 793.700 * 128. Puyang - 760.300 * 129. Fuxin - 759.100 * 130. Jieyang - 741.674 * 131. Yangquan - 731.228 * 132. Jiamusi - 726.622 * 133. Huludao - 724.800 * 134. Zhumadian - 721.670 * 135. Kashgar - 711.300 * 136. Dazhou - 705.321 * 137. Heyuan - 703.607 * 138. Longyan - 703.524 * 139. Aksu borg - 695.000 * 140. Ordos borg - 693.038 * 141. Hegang - 690.000 * 142. Binzhou - 682.717 * 143. Síping - 680.600 * 144. Sanmenxia - 669.307 * 145. Dandong - 659.400 * 146. [[Sanya]] - 644.727 * 147. Cangzhou - 621.300 * 148. Qitaihe - 620.935 * 149. Yichun - 598.000 * 150. Tonghua - 584.209 * 151. Jixi - 580.000 * 152. Korla - 549.324 * 153. Chaoyang - 537.800 * 154. Dingxi - 525.044 * 155. Shuangyashan - 507.257 * 156. Songyuan - 495.900 * 157. Nanping - 491.287 * 158. Liaoyuan - 475.400 * 159. [[Lasa]] - 464.736 * 160. Karamay - 462.347 * 161. Shanwei - 437.000 * 162. Tieling - 434.799 * 163. Suihua - 428.795 * 164. Ulanqab - 425.059 * 165. Hami - 412.305 * 166. Huangshan-borg - 410.973 * 167. Hotan - 408.894 * 168. Wuwei - 408.000 * 169. Baishan - 402.600 * 170. Sanming - 379.701 * 171. Yunfu - 369.321 * 172. Hailar - 365.012 * 173. Zhaotong - 352.831 * 174. Ningde - 343.262 * 175. Baicheng - 332.826 * 176. Hunchun - 271.000 * 177. Zhangjiajie - 225.700 * 178. Golmud - 205.700 * 179. Yumen-borg - 168.300 * 180. Altay-borg - 114.995 == Tengt efni == * [[Kína|Alþýðurlýðveldið Kína]] * [[Héruð Kína]] * [[Listi yfir fjölmennustu borgir heims|Listi yfir stærstu borgir í heimi]] == Heimildir == {{Reflist}} == Ytri tenglar== * Vefur [http://www.stats.gov.cn/english/ Þjóðskrár Kína] [[Flokkur:Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] fhbw3ah3trp1aprxszujdzome4pz32a Foshan 0 168076 1761351 1758267 2022-07-20T16:19:59Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Location_of_Foshan_within_Guangdong_(China).png|alt=Landakort sem sýnir legu Foshan borgar í Guangdong héraði í í sunnanverðu Kína.|thumb|Kort sem sýnir '''Foshan borg''' (gulmerkt) í Guangdong héraði í Kína. Íbúar telja þar 9.5 milljónir manna.]] '''Foshan''' ''([[Kínverska|kínverska:]] ''佛山市''; [[Pinyin|rómönskun:]] Fatshan)'' er fjölmenn borg í [[Guangdong]] [[Héruð Kína|héraði]] í suðurhluta [[Kína| Alþýðulýðveldisins Kína]]. Borgin nær yfir 3.848 ferkílómetra og samkvæmt kínverska manntalinu bjuggu þar 9,5 milljónir manna árið 2020. Foshan borg liggur við ána Fen sem rennur í ósa Perluár. Borgin er því hluti af efnahagssvæði kennt við mynni Perluár en það er eitt þéttbýlasta svæði jarðar (alls með um 66 milljónir íbúa). Foshan er staðsett um 25 km suðvestur af [[Guangzhou]] borg, höfuðborgar [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Nafn borgarinnar þýðir bókstaflega „Búddafjall“ og vísar það til lítillar hæðar nálægt miðju borgarinnar þar sem eru þrír bronsskúlptúrar af [[Búddismi|Búdda]] sem fundust árið 628. Borgin óx í kringum klaustur sem var eytt árið 1391. [[Mynd:Ronggui_Skyline_(cropped).jpg|alt=Mynd frá Shunde hverfi Foshan borgar, Kína.|thumb|Í Shunde hverfi Foshan borgar bjuggu árið 2017 um 2.6 milljónir íbúa.]] == Tungumál == Innfæddir borgarbúar tala [[kantónska]] [[Mállýska|mállýsku]]. Í borginni er [[Mandarín|mandarín kínverska]] einnig töluð, aðallega þó í viðskiptum og menntun en minna í öðrum daglegum samskiptum. [[Mynd:GZ_FS_Prayers_3.jpg|alt=Mynd af Foshan forfeðrahofið í Foshan borg, Kína.|thumb|Foshan forfeðrahofið eða Foshan Zumiao er þekkt musteri sem byggir á [[Daoismi|daóima]].]] == Atvinnulíf == Allt frá dögum [[Mingveldið|Mingveldisins]] hefur borgin verið þekkt fyrir ýmsar handalistir og keramikframleiðslu og vandaða flísagerð. Í dag er Foshan öflug iðnaðarborg. Þúsundir verksmiðja er framleiða raftækja bera ábyrgð á meira en helmingi heimsframleiðslu ísskápa og tækja fyrir loftræstingar. Í borginni eru á þriðja tug iðnaðarklasa sem sérhæfa sig í framleiðslu húsgagna, véla og drykkjarvöru. Á sérstöku iðnþróunarsvæði borgarinnar sem sett var á legg árið 1992, er samsetning bifreiða, líftækniframleiðsla og efnavinnsla. Bílaiðnaður er sterkur í borginni. Þýsku bílasamsteypurnar Volkswagen og Audi framleiða þar bíla í samstarfi við innlenda aðila, meðal annars með áherslu á rafknúin ökutæki. == Menntastofnanir == Í Foshan eru ýmsir háskólar og vísindamiðstöðvar. Mikilvægustu háskólarnir eru Foshan háskóli og Foshan háskólasvæði SCNU (South China Normal University) en það er alhliða háskólastofnun sem heyrir undir héraðsstjórnina. == Tenglar == * Kínversk/Ensk vefsíða [http://www.foshan.gov.cn/ borgarstjórnar Foshan]. Inniheldur ýmsar upplýsingar um t.d. fréttir, skipulag og þjónustu við íbúa. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Foshan Encyclopaedia Britannica] um Foshan borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Foshan|mánuðurskoðað=21. júní|árskoðað=2022}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 8izdjro9mrlewszy72pvspnf1m9y67e Apis mellifera iberiensis 0 168565 1761378 1761304 2022-07-21T00:04:02Z Svarði2 42280 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = Abella en farigola.JPG | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera iberiensis | trinomial_authority = Engel, 1999&nbsp;<ref>{{cite journal |author1=F. Cánovas |author2=P. De la Rúa |author3=J. Serrano |author4=J. Galián |year=2007 |journal=[[Journal of Zoological Systematics and Evolutionary Research]] |volume=46 |issue=1 |pages=24–30 |title=Geographical patterns of mitochondrial DNA variation in ''Apis mellifera iberiensis'' (Hymenoptera: Apidae) |doi=10.1111/j.1439-0469.2007.00435.x}}</ref> }} '''Apis mellifera iberiensis''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er á [[Íberíuskagi|Íberíuskaga]].<ref>{{cite web|url=http://tophoney.co.uk/|title=Honey bee locations}}</ref><ref>{{cite web|url=http://tophoney.co.uk/best-honey-in-the-world/|title=World Best honeys|access-date=2018-05-19|archive-url=https://web.archive.org/web/20180520055516/http://tophoney.co.uk/best-honey-in-the-world/|archive-date=2018-05-20|url-status=dead}}</ref> Fræðiheitið er stundum ranglega skráð "iberica". [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er dökk brún til kolsvört. Vængir eru grennri en búkur breiðari en á aðaltegundinni. == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera iberiensis}} {{Wikilífverur|Apis mellifera iberiensis}} [[Flokkur:Býflugur]] qa4lio0aufoayty0w8lxm9lzx3ej2x2 Apis mellifera intermissa 0 168567 1761377 1761310 2022-07-21T00:03:28Z Svarði2 42280 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = Tellien Queen.jpg | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera intermissa | trinomial_authority = (Buttel-Reepen, 1906) | synonyms = ''Apis mellifera major'' | synonyms_ref = <ref name="Engel99">{{cite journal |author=Michael S. Engel |year=1999 |title=The taxonomy of recent and fossil honey bees (Hymenoptera: Apidae: ''Apis'') |journal=[[Journal of Hymenoptera Research]] |volume=8 |pages=165–196 |author-link=Michael S. Engel}}</ref> }} '''Apis mellifera intermissa''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Norður-Afríka|N-Afríku]] (frá Líbíu til Marokkó). [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er svartbrúnan afturhluta með rauðgulum röndum og svarbrúnum framhluta með rauðgulri hæringu.<ref>Leen van 't Leven, Marieke Mutsaers, Piet Segeren, Hayo Velthuis [https://books.google.com/books?id=YpT4e_Kbl4gC&pg=PA9&lpg=PA9&dq=A.m.intermissa&source=bl&ots=XJ86i4DzRw&sig=YpvKU7hF56jzVPa5YyXdvBzBjoI&hl=en&sa=X&ei=lmnvTs26CsWt8QPOxtyOCg&sqi=2&ved=0CFIQ6AEwBw#v=onepage&q=A.m.intermissa&f=false books.google.co.uk] AD32E Beekeeping in the tropics ''Agromisa Foundation''[Retrieved 2012-12-19]</ref><ref>David Wynick University of Bristol [2nd Apr 2008] from [http://www.askabiologist.org.uk/answers/viewtopic.php?id=1275 askabiologist.org.uk website]</ref><ref>{{cite web|url=http://www.honey-bees.de/videos/60-apis-mellifera-intermissa-from-morocco-video.html|title=Netzwerk Biene|work=honey-bees.de|access-date=7 May 2015}}</ref><ref>''Jalel l'apiculteur'' [https://www.flickr.com/photos/musee-abeille-annaba/4426897306/ flickr.com] [Retrieved 2011-12-20]</ref> == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera iberiensis}} {{Wikilífverur|Apis mellifera iberiensis}} [[Flokkur:Býflugur]] j2gsv8isjwuq9gdmqlzyt3cafjq7cel 1761390 1761377 2022-07-21T00:47:46Z Svarði2 42280 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = Tellien Queen.jpg | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera intermissa | trinomial_authority = (Buttel-Reepen, 1906) | synonyms = ''Apis mellifera major'' | synonyms_ref = <ref name="Engel99">{{cite journal |author=Michael S. Engel |year=1999 |title=The taxonomy of recent and fossil honey bees (Hymenoptera: Apidae: ''Apis'') |journal=[[Journal of Hymenoptera Research]] |volume=8 |pages=165–196 |author-link=Michael S. Engel}}</ref> }} '''Apis mellifera intermissa''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Norður-Afríka|N-Afríku]] (frá Líbíu til Marokkó). [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er svartbrúnan afturhluta með rauðgulum röndum og svarbrúnum framhluta með rauðgulri hæringu.<ref>Leen van 't Leven, Marieke Mutsaers, Piet Segeren, Hayo Velthuis [https://books.google.com/books?id=YpT4e_Kbl4gC&pg=PA9&lpg=PA9&dq=A.m.intermissa&source=bl&ots=XJ86i4DzRw&sig=YpvKU7hF56jzVPa5YyXdvBzBjoI&hl=en&sa=X&ei=lmnvTs26CsWt8QPOxtyOCg&sqi=2&ved=0CFIQ6AEwBw#v=onepage&q=A.m.intermissa&f=false books.google.co.uk] AD32E Beekeeping in the tropics ''Agromisa Foundation''[Retrieved 2012-12-19]</ref><ref>David Wynick University of Bristol [2nd Apr 2008] from [http://www.askabiologist.org.uk/answers/viewtopic.php?id=1275 askabiologist.org.uk website]</ref><ref>{{cite web|url=http://www.honey-bees.de/videos/60-apis-mellifera-intermissa-from-morocco-video.html|title=Netzwerk Biene|work=honey-bees.de|access-date=7 May 2015}}</ref><ref>''Jalel l'apiculteur'' [https://www.flickr.com/photos/musee-abeille-annaba/4426897306/ flickr.com] [Retrieved 2011-12-20]</ref> == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera intermissa}} {{Wikilífverur|Apis mellifera intermissa}} [[Flokkur:Býflugur]] g78n5r8ix1n2oevdo28252031idcsq4 Apis mellifera mellifera 0 168569 1761379 1761315 2022-07-21T00:04:36Z Svarði2 42280 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = Bee October 2007-1.jpg | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera mellifera | trinomial_authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], 1758 }} '''Apis mellifera mellifera''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í norður og mið [[Evrópa|Evrópu]]. [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er dökkbrún til svört með dökkbrúnni hæringu, sérstaklega hærð á frambol. Breiður, snubbóttur afturbolur er einkennandi.<ref>[http://www.mellifera.ch/cms/news/morphologie-dunkle-biene-beschreibung Jürg Vollmer: ''Beschreibung der Dunklen Biene: Farbe, Körperform und Flügel.'' In: mellifera.ch, 12. September 2016]</ref> Tungulengd er styttri eftir því sem afbrigðið er norðlægara (6.45 mm (suður Frakkland), 6.19 mm (Alparnir) til 5.90 mm (Noregur)). Sjúkdómsþol undirtegundarinnar er mun minna en A.m. carnica og A. m ligustica, sem og blendingsins Buckfast. Við bestu aðstæður framleiðir bú A. m. mellifera um 20% minna en áðurnefndar gerðir, en við erfiðar aðstæður (veðurfarslega) er hún afgerandi öflugri.<ref>Reto Soland: [http://www.mellifera.ch/cms/magazin/50-magazin-2-14 ''Geschichte der schweizerischen Melliferazucht.''] In: mellifera.ch-Magazin. August 2012, S. 14 (PDF; 4,31&nbsp;MB).</ref><ref>Jürg Vollmer: [http://www.mellifera.ch/cms/news/dunkle-biene-honig-pollen-propolis ''Die Dunkle Biene sammelt fleißig Honig, Pollen und Propolis.''] In: mellifera.ch. 10. Oktober 2016.</ref> Á móti kemur að hún eer árásargjarnari og svermir auðveldlega.<ref name=Andonov2019>{{cite journal |first=S. |last=Andonov |title=Swarming, defensive and hygienic behaviour in honey bee colonies of different genetic origin in a pan-European experiment |journal=Journal of Apicultural Research |date=2014 |volume=53 |issue=2 |pages=248–260 |url=https://www.academia.edu/19071966 |access-date=10 October 2019 |doi=10.3896/IBRA.1.53.2.06|s2cid=56261380 }}</ref> == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera mellifera}} {{Wikilífverur|Apis mellifera mellifera}} [[Flokkur:Býflugur]] 7o0ufovxvboq8dt87sfp7fxl0bv6e8a Bogdan Kmelnitskíj 0 168570 1761341 2022-07-20T15:39:31Z TKSnaevarr 53243 TKSnaevarr færði [[Bogdan Kmelnitskíj]] á [[Bohdan Khmelnytskyj]]: Fært til samræmingar við umritunarreglur Árnastofnunar úr úkraínsku. wikitext text/x-wiki #tilvísun [[Bohdan Khmelnytskyj]] czqf3okrkssd8wp1tre2efl9xrroqi7 Spjall:Bogdan Kmelnitskíj 1 168571 1761343 2022-07-20T15:39:32Z TKSnaevarr 53243 TKSnaevarr færði [[Spjall:Bogdan Kmelnitskíj]] á [[Spjall:Bohdan Khmelnytskyj]]: Fært til samræmingar við umritunarreglur Árnastofnunar úr úkraínsku. wikitext text/x-wiki #tilvísun [[Spjall:Bohdan Khmelnytskyj]] dnznvnxiwqe4ryzh9i4ageog030itoc Daniel Burley Woolfall 0 168572 1761355 2022-07-20T18:16:07Z 31.209.245.103 Ný síða: {{Persóna | nafn = Daniel Burley Woolfall | mynd = Daniel_Burley_Woolfall_1908_year.jpg | myndatexti = Woolfall árið 1908. | fæðingardagur = [[16. júní]] [[1852]] | fæðingarstaður = | dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|1918|19|24|1852|6|15}} | dauðastaður = | starf = Íþróttaforkólfur | þjóðerni = [[England|Enskur]] | háskóli = | þekktur_fyrir = að vera forseti [[FIFA]] }} '''Daniel Burley Woolfall''' ([[15. júní]]... wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Daniel Burley Woolfall | mynd = Daniel_Burley_Woolfall_1908_year.jpg | myndatexti = Woolfall árið 1908. | fæðingardagur = [[16. júní]] [[1852]] | fæðingarstaður = | dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|1918|19|24|1852|6|15}} | dauðastaður = | starf = Íþróttaforkólfur | þjóðerni = [[England|Enskur]] | háskóli = | þekktur_fyrir = að vera forseti [[FIFA]] }} '''Daniel Burley Woolfall''' ([[15. júní]] [[1852]] – [[24. október]] [[1918]]) var enskur íþróttafrömuður. Hann var annar forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, [[FIFA]] og einn af forystumönnum Enska knattspyrnusambandsins. {{DEFAULTSORT: Woolfall, Daniel Burley}} {{fd|1852|1918}} [[Flokkur:Forsetar FIFA]] lu4znsb18pz6ngh3vhwtjio5vq8wiec 1761364 1761355 2022-07-20T19:47:36Z 31.209.245.103 wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Daniel Burley Woolfall | mynd = Daniel_Burley_Woolfall_1908_year.jpg | myndatexti = Woolfall árið 1908. | fæðingardagur = [[16. júní]] [[1852]] | fæðingarstaður = | dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|1918|19|24|1852|6|15}} | dauðastaður = | starf = Íþróttaforkólfur | þjóðerni = [[England|Enskur]] | háskóli = | þekktur_fyrir = að vera forseti [[FIFA]] }} '''Daniel Burley Woolfall''' ([[15. júní]] [[1852]] – [[24. október]] [[1918]]) var enskur íþróttafrömuður. Hann var annar forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, [[FIFA]] og einn af forystumönnum Enska knattspyrnusambandsins. ==Ferill og störf== Woolfall fæddist í [[Blackburn]], sonur pípulagningarmanns. Hann þótti hafa námsgáfur og var sendur til náms í latínuskóla borgarinnar og var í hópi pilta úr skólanum sem stofnuðu knattspyrnufélagið [[Blackburn Rovers]] árið 1875. Woolfall var virkur í starfi félagsins, en þó fremur sem félagsmálamaður en á fótboltavellinum. Hann var starfsmaður hjá bresku skattheimtunni og átti færni hans í bókhaldi vafalítið stóran þátt í að hann var gerður að gjaldkera Enska knattspyrnusambandsins árið 1901. Fjárhagsstaða sambandsins var fjarri því góð um þær mundir, en Woofall átti sinn þátt í að koma því á réttan kjöl. Sem stjórnarmaður í knattspyrnusambandinu átti Woofall m.a. þátt í því að velja leikmenn í [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|enska landsliðið]]. ===Forseti FIFA=== Woolfall var í bresku sendinefndinni sem mætti á FIFA-þingið árið 1906. Knattspyrnusamböndin á Bretlandseyjum höfðu ekki verið í hópi stofnenda FIFA og voru efins um fela hinu nýstofnaða sambandi stjórn íþróttarinnar. Að lokum féllust þau á að taka þátt í störfum sambandsins, þótt enn um hríð væri deilt um hvort bresku löndin skyldu vera undir einum hatti innan FIFA eða hvert í sínu lagi. Þegar ljóst var að [[Robert Guérin]] hyggðist stíga til hliðar eftir aðeins eitt kjörtímabil varð úr að Woolfall tæki við embættinu. Var það talið mikilvægt til þess að bresku fulltrúarnir tækju sambandið í sátt. Í forsetatíð Woolfalls var mikið starf unnið í að samrýma reglur knattspyrnuíþróttarinnar á alþjóðavísu og koma skikki á hvað teldust fullgildir landsleikir í greininni. Innan tíðar var svo komið að engir freistuðu þess lengur að gera tilkall til þess að halda landsleiki án þess að njóta samþykkis FIFA. Á þessum árum gengu líka fyrstu löndin utan Evrópu í sambandið, [[Suður-Afríka]], [[Argentína]], [[Síle]] og [[Bandaríkin]]. Woolfall knúði líka í gegn, þrátt fyrir mikla óánægju [[Þýskaland|Þjóðverja]] og í trássi við samþykktir FIFA, að hvert knattspyrnusambandanna frá Bretlandseyjum skyldu teljast sjálfstæðir meðlimir sambandsins. Á sama hátt stóð hann gegn því að Alþjóðaknattspyrnusambandinu yrði einu falið að taka ákvarðanir um framtíðarbreytingar á knattspyrnulögunum, en bresku knattspyrnusamböndin vildu halda því valdi í ljósi hefðarréttar. FIFA kom að skipulagningu knattspyrnukeppninnar á Ólympíuleikunum [[Sumarólympíuleikarnir 1908|1908]] og [[Sumarólympíuleikarnir 1912|1912]]. Í báðum tilvikum var þar þó gerð krafa um að þátttakendur væru áhugamenn í íþróttinni, en deilurnar um áhugamennsku eða atvinnumennsku voru þungar í vöfum innan FIFA á þessum árum. [[Fyrri heimsstyrjöldin]] varð til þess að fresta frekari framþróun millilandakeppni í knattspyrnu, en Woolfall lést áður en stríðinu lauk. == Heimildir == * {{wpheimild|tungumál = En|titill = Daniel Burley Woolfall|mánuðurskoðað = 20. júlí|árskoðað = 2022}} * [https://www.olympedia.org/athletes/1202335 ''Daniel Burley Woolfall''; grein á Olympedia] {{DEFAULTSORT: Woolfall, Daniel Burley}} {{fd|1852|1918}} [[Flokkur:Forsetar FIFA]] 8x641jl7qybfsiczq4dgeu24uxh06xv Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik 0 168573 1761365 2022-07-20T19:48:43Z Alvaldi 71791 Ný síða: {{Handboltalandslið | Land = Ísland | Nafn = | Kyn = | Merki = | Gælunafn = Stelpurnar okkar | Íþróttasamband = [[Handknattleikssamband Íslands]] | Þjálfari = Arnar Pétursson | Aðstoðarþjálfari = | Fyrirliði = | Leikjahæsti leikmaður = | Markahæsti leikmaður = | Sæti = | Stig = | pattern_la1 = _shouldersonwhite | pattern_b1 = | pattern_ra1 = _shouldersonwhite | pattern_sh1 = | leftarm1 = 0048E0 | body1 = 0048E0 | rightar... wikitext text/x-wiki {{Handboltalandslið | Land = Ísland | Nafn = | Kyn = | Merki = | Gælunafn = Stelpurnar okkar | Íþróttasamband = [[Handknattleikssamband Íslands]] | Þjálfari = Arnar Pétursson | Aðstoðarþjálfari = | Fyrirliði = | Leikjahæsti leikmaður = | Markahæsti leikmaður = | Sæti = | Stig = | pattern_la1 = _shouldersonwhite | pattern_b1 = | pattern_ra1 = _shouldersonwhite | pattern_sh1 = | leftarm1 = 0048E0 | body1 = 0048E0 | rightarm1 = 0048E0 | shorts1 = 0048E0 | socks1 = FFFFFF | pattern_la2 = _shouldersonwhite | pattern_b2 = | pattern_ra2 = _shouldersonwhite | leftarm2 = FF0F00 | body2 = FF0F00 | rightarm2 = FF0F00 | shorts2 = FF0F00 | socks2 = FFFFFF | Sumarólympíuleikar= | Fyrstu Sumarólympíuleikar = | Sumarólympíuleikar besti árangur = | Heimsmeistaramót = 1 | Fyrsta HM = 2011 | HM besti árangur = 12. sæti (2011) | Álfukeppni = Evrópumeistarakeppni | Álfukeppnir = 2 | Fyrsta álfukeppni = 2010 | Álfukeppni besti árangur = 15. sæti (2010, 2012) |}} '''Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik''' er [[landslið]] [[Ísland|Íslendinga]] í [[Handknattleikur|handknattleik]] og er undir stjórn [[Handknattleikssamband Íslands|Handknattleikssambands Íslands]]. Landsliðsþjálfari er Arnar Pétursson.<ref>{{cite news|title=Arnar Pétursson tekur við landsliðinu |url=https://www.ruv.is/frett/arnar-petursson-tekur-vid-landslidinu |accessdate=20. júlí 2022 |author1=Valur Páll Eiríksson |author2=Edda Sif Pálsdóttir |work=[[RÚV]] |pages=2B |date=1. ágúst 2019}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * [https://hsi.is Handknattleikssamband Íslands] [[Flokkur:Handknattleikur á Íslandi]] [[Flokkur:Íslensk landslið|handknattleikur]] [[Flokkur:Kvennalandslið|handknattleikur]] [[Flokkur:Landslið í handknattleik]] s37oefsq7hcof70f8j9d197kh87byse Apis mellifera sahariensis 0 168574 1761384 2022-07-21T00:25:02Z Svarði2 42280 nýtt wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = النحل الصحراوي Apis mellifera sahariensis.jpg | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera sahariensis | trinomial_authority = (Baldensperger, 1932) | synonyms = | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera sahariensis''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Norður-Afríka|N-Afríku]] (Sahara). Hún er náskyld ''[[Apis mellifera intermissa]]'' frá svipuðu svæði. [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er vel aðlöguð að blómgun [[Phoenix dactylifera|döðlupálma]] (''Phoenix dactylifera'') og öðrum plöntum Sahara.<ref>Y Le Conte, M. Navajas [http://scholar.googleusercontent.com/scholar?q=cache:I0jS4tHKmJ4J:scholar.google.com/+%22Apis+mellifera+sahariensis%22&hl=en&as_sdt=0,5 scholar.google.com website] ''Climate change: impact on honey bee populations and diseases'' Rev. sci. tech. Off. int. Epiz., 2008, 27 (2), 499-510 [Retrieved 2011-12-20]</ref><ref>Taher Shaibi, Stefan Fuchs and Robin F. A. Moritz [https://doi.org/10.1051%2Fapido%2F2008068 springerlink.com website] ''Morphological study of Honeybees (Apis mellifera) from Libya'' Volume 40, Number 2, 97-105, {{doi|10.1051/apido/2008068}} [Retrieved 2011-12-20]</ref> Almennt eru þær taldar mjög blíðar. == Tilvísanir == {{Reflist}} *[http://perso.fundp.ac.be/~jvandyck/homage/artcl/haccour61.html Recherches sur l'abeille saharienne au Maroc] {{commonscat|Apis mellifera sahariensis}} {{Wikilífverur|Apis mellifera sahariensis}} [[Flokkur:Býflugur]] 7wp1nvrav747lhgzwqj2p81k9iuq68k 1761388 1761384 2022-07-21T00:34:15Z Svarði2 42280 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = النحل الصحراوي Apis mellifera sahariensis.jpg | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera sahariensis | trinomial_authority = (Baldensperger, 1932) | synonyms = | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera sahariensis''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Norður-Afríka|N-Afríku]] (Sahara). Hún er náskyld ''[[Apis mellifera intermissa]]'' frá svipuðu svæði. [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er vel aðlöguð að blómgun [[Phoenix dactylifera|döðlupálma]] (''Phoenix dactylifera'') og öðrum plöntum Sahara.<ref>Y Le Conte, M. Navajas [http://scholar.googleusercontent.com/scholar?q=cache:I0jS4tHKmJ4J:scholar.google.com/+%22Apis+mellifera+sahariensis%22&hl=en&as_sdt=0,5 scholar.google.com website] ''Climate change: impact on honey bee populations and diseases'' Rev. sci. tech. Off. int. Epiz., 2008, 27 (2), 499-510 [Retrieved 2011-12-20]</ref><ref>Taher Shaibi, Stefan Fuchs and Robin F. A. Moritz [https://doi.org/10.1051%2Fapido%2F2008068 springerlink.com website] ''Morphological study of Honeybees (Apis mellifera) from Libya'' Volume 40, Number 2, 97-105, {{doi|10.1051/apido/2008068}} [Retrieved 2011-12-20]</ref> Almennt er undirtegundin talin mjög friðsöm. == Tilvísanir == {{Reflist}} *[http://perso.fundp.ac.be/~jvandyck/homage/artcl/haccour61.html Recherches sur l'abeille saharienne au Maroc] {{commonscat|Apis mellifera sahariensis}} {{Wikilífverur|Apis mellifera sahariensis}} [[Flokkur:Býflugur]] 9ufhtzqh84r5ioohttnc7d3afjjb72i Phoenix dactylifera 0 168575 1761387 2022-07-21T00:33:34Z Svarði2 42280 Tilvísun á [[Döðlupálmi]] wikitext text/x-wiki #TILVÍSUN[[Döðlupálmi]] o3v13cunlv9uxvyxaqitjm3x4imcsj3 Apis mellifera cecropia 0 168576 1761389 2022-07-21T00:45:03Z Svarði2 42280 nýtt wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = Bee Flower Greece.JPG | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera cecropia | trinomial_authority = [[Ernest August Hellmuth von Kiesenwetter|Kiesenwetter]], 1860 | synonyms = | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera cecropia''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Grikkland|Suður-Grikklandi]].<ref>{{Cite book |url=https://books.google.com/books?id=ANTSvKj1AZEC&q=%22Apis+mellifera+cecropia%22&pg=PA196 |title=The world history of beekeeping and honey hunting |page=196 |first=Eva |last=Crane |year=1999 |publisher=Taylor and Francis |isbn= 978-0-415-92467-2}}</ref> [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er líkist mjög ''[[Apis mellifera ligustica]]''. == Tilvísanir == {{Reflist}} * [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4933 ''Apis mellifera cecropia'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], abgerufen am 6. Januar 2019. * Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2. * Ifantidis M.D. (1979) Morphological characters of theGreek Bee Apis Mellifica Cecropia, XXVII Congr. Int. Apic. Athens, pp. 271–277.Lynch M., Crease T.J. (1990) The Analysis of Population Survey Data of DNA sequencevariation, Mol. Biol. Evol. 7, 377–394. * Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín. * Ruttner F. (1992) Naturgeschichte der Honigbienen,Ehrenwirth Verlag, Münich, Germany. * Bouga et al.Saiki R., Gelfand D.H., Stoffel S., Scharf S.J.,Higuchi R., Horn G.T., Mullis K.B., Erlich H.A.(1988) Primer directed enzymatic amplificationof DNA with thermostable DNA polymerase,Science 239, 487–491. * Maria Bouga, Paschalis C. Harizanis, George Kilias and Stamatis Alahiotis. Genetic divergence and phylogenetic relationships of honey bee Apis mellifera (Hymenoptera: Apidae) populations from Greece and Cyprus using PCR - RFLP analysis of three mtDNA segments. Apidologie 36 (2005) 335-344. [https://web.archive.org/web/20070929181427/http://194.2.231.162/articles/apido/abs/2005/03/M4079/M4079.html Resume] {{commonscat|Apis mellifera cecropia}} {{Wikilífverur|Apis mellifera cecropia}} [[Flokkur:Býflugur]] p3ps3uvzhakwh8cbpxa975ax9r30p6m Apis mellifera ligustica 0 168577 1761391 2022-07-21T01:11:05Z Svarði2 42280 nýtt wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = Apis mellifera - Melilotus albus - Keila.jpg | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera ligustica | trinomial_authority = [[Maximilian Spinola|Spinola]], 1806 | synonyms = | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera ligustica''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar var upphaflega í [[Ítalía|Ítalíu]], en er nú um allan heim, sérstaklega þar sem er Miðjarðarhafsloftslag. Undirtegundin skiftist í 3 til 4 litaafbrigði og ery þau dekkstu frá Ítölsku Ölpunum (leðurlituð) og ljósari eftir því sem þau eru suðrænni. Hún var önnur tegundin sem var grunnurinn að [[Buckfastbý|Buckfast]] býunum [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er með brúnan til ljósgulan afturhluta með gulum röndum. Tungan er 6,3 til 6,6mm á lengd. == Tilvísanir == {{Reflist}} * Klaus Nowottnick: ''Die Honigbiene.'' Westarp Wissenschaften-Verlagsgesellschaft, Hohenwarsleben 2004, ISBN 3-89432-523-2, S. 38ff. * Bruno Pasini e Maria Teresa Falda: ''L'allevamento di api Regine: Una per Tutte... Tutte per Una.'' Edito da Aspromiele (copyright Unaapi). {{commonscat|Apis mellifera ligustica}} {{Wikilífverur|Apis mellifera ligustica}} [[Flokkur:Býflugur]] 7bp6ftz30o4req7u9l3nb0avn1c43o6 Buckfastbý 0 168578 1761394 2022-07-21T01:53:19Z Svarði2 42280 nýtt wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = Buckfast bee.jpg | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera buckfast | trinomial_authority = (Buttel-Reepen, 1906) | synonyms = | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera buckfast''' er blendingur nokkurra undirtegunda alibýflugna sem gerður var af bróður Adam (munkur í Buckfast-klaustrinu, hét í raun Karl Kehrle). Árið 1915 varð alvarleg sýking af [[loftsekkjamítill|Wighteyjar-sýki]] sem eyddi nær öllum býflugnabúm klaustursins. Einungis 16 bú stóðu eftir og voru þau öll hrein [[Apis mellifera ligustica|A. m. ligustica]] eða blendingar við innfæddar [[Apis mellifera mellifera|A. m. mellifera]]. Hóf bróðir Adam ræktun með blöndun eftirfarandi gerða (ekki allar í endanlegum blendingi): [[Apis mellifera ligustica|''A. m. ligustica'']] (dökka afbrigðið), [[Apis mellifera mellifera|''A. m. mellifera'']] (frönsk, sænsk og finnsk staðbrigði;það írska reyndist jafnvel viðkvæmara fyrir Acarina en það breska), [[Apis mellifera cypria|''A. m. cypria'']], [[Apis mellifera carnica|''A. m. carnica'']], [[Apis mellifera cecropia|''A. m. cecropia'']], [[Apis mellifera meda|''A. m. meda'']] (Írönsk og Írösk staðbrigði), [[Apis mellifera sahariensis|''A. m. sahariensis'']], [[Apis mellifera anatoliaca|''A. m. anatoliaca'']] (tyrknesk og armensk staðbrigði), [[Apis mellifera caucasica|''A. m. caucasica'']], [[Apis mellifera lamarckii|''A. m. lamarckii'']], [[Apis mellifera monticola|''A. m. monticola'']] ([[Mount Elgon]] staðbrigði), [[Apis mellifera adami|''A. m. adami'']] og [[Apis mellifera macedonica|''A. m. macedonica'']] ([[Mount Athos]] staðbrigði).<ref>{{cite web |title=Buckfast European Breeders – UK – Brother Adam, Pedigrees. |url=http://perso.unamur.be/~jvandyck/homage/elver/archiv.html#paysGB |website=Karl Kehrle Fondation |publisher=Jean-Marie Van Dyck |accessdate=7 December 2018}}</ref> Ræktunin heppnaðist og er stofninum haldið við af ''Federation of European Buckfast Beekeepers'' (G.D.E.B.) sem er í 26 löndum og með fjölda ræktenda.<ref>{{cite web|url=https://gdeb.eu/|title= Gemeinschaft der europäischen Buckfastimker e.V.|work=Federation of European Buckfast beekeepers}}</ref> Öll bú á Íslandi nú eru frá Álandseyjum í Finnlandi og eru af Buckfast stofni.<ref>[https://www.nordgen.org/en/native-breed/the-nordic-brown-bee/ Nordgen - The Nordic brown bee]</ref> == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera buckfast}} {{Wikilífverur|Apis mellifera buckfast}} [[Flokkur:Býflugur]] 0c0jp422cf2brdnd184ngg9zevxt31r Apis mellifera cv. Buckfast 0 168579 1761395 2022-07-21T01:54:00Z Svarði2 42280 Tilvísun á [[Buckfastbý]] wikitext text/x-wiki #TILVÍSUN[[Buckfastbý]] czfajbgjo858o7zqkro2a2ojym97tt6 Hanna Katrín Friðriksen 0 168580 1761397 2022-07-21T09:03:19Z Alvaldi 71791 Tilvísun á [[Hanna Katrín Friðriksson]] wikitext text/x-wiki #tilvísun [[Hanna Katrín Friðriksson]] fo0nwu81hde4apmz9s03gustnmjzqeh