Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.39.0-wmf.21
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
Smától
Smátólaspjall
Smátóla skilgreining
Smátóla skilgreiningarspjall
Vestmannaeyjar
0
1037
1761647
1759140
2022-07-23T12:06:51Z
Jóhannes Jónsson
54788
Breytti fjölda sundmanna sem synt hafa milli Vestmannaeyja og Landeyjasands úr fimm í sex
wikitext
text/x-wiki
{{Sveitarfélagstafla
| nafn = Vestmannaeyjabær
| nafn_egf = Vestmannaeyjabæjar
| mynd = Vestmannaeyjar018.JPG
| mynd_texti = Vestmannaeyjabær
| merki = Vestmannaeyjar byggðamerki.png
| staðsetning = Vestmannaeyjabær Loc.svg
| hnit = {{hnit|63|26|00|N|20|17|00|W|display=inline|region:IS}}
| kjördæmi = [[Suðurkjördæmi]]
| sveitarstjóri = Íris Róbertsdóttir
| sveitarstjóri_titill = [[Bæjarstjóri]]
| þéttbýli = Vestmannaeyjabær
| sveitarfélagsnúmer = 8000
| póstnúmer = 900, 902
| vefsíða = [https://www.vestmannaeyjar.is/ vestmannaeyjar.is]
}}
<onlyinclude>[[Mynd:Vestmannaeyjar archipelago topographic map-en.svg|thumbnail|Kort af eyjunum.]]'''Vestmannaeyjar''' eru [[eyjaklasi]] [[suður]] af [[Ísland]]i, samtals 15 eyjar og um 30 [[sker]] og [[drangi|drangar]]. Syðsta eyjan er [[Surtsey]] og sú nyrsta er [[Elliðaey]]. [[Heimaey]] er stærst eyjanna og sú eina sem er byggð, en þar er '''Vestmannaeyjabær''' með um 4.200 íbúa. Heitið Vestmannaeyjar er oft notað sem samheiti yfir Vestmannaeyjabæ.
Á Vestmannaeyjum búa rúmlega fjögur þúsund manns, sem þýðir að Vestmannaeyjar eru 12. fjölmennasta byggðin á Íslandi. [[Sjávarútvegur]] er helsta atvinnugrein Vestmanneyinga. Hin árlega [[Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum|Þjóðhátíð]] um [[Verslunarmannahelgi]] er ein vinsælasta útihátíðin á Íslandi, hana sækja þúsundir manna á hverju ári.
Sex einstaklingar hafa synt hið svokallaða [[Eyjasund]], þ.e. frá Heimaey til Landeyjasands</onlyinclude>
== Eyjarnar ==
Eyjarnar eru þessar:
* [[Heimaey]] (13,4 [[km²]])
* [[Surtsey]] (1,9 km²)
* [[Elliðaey]] (0,45 km²)
* [[Bjarnarey (Vestmannaeyjum)|Bjarnarey]] (0,32 km²)
* [[Álsey]] (0,25 km²)
* [[Suðurey]] (0,20 km²)
* [[Brandur (eyja)|Brandur]] (0,1 km²)
* [[Hellisey]] (0,1 km²)
* [[Súlnasker]] (0,03 km²)
* [[Geldungur]] (0,02 km²)
* [[Geirfuglasker (Vestmannaeyjum)|Geirfuglasker]] (0,02 km²)
* Hani, Hæna og Hrauney, ásamt skerinu Grasleysu, heita sameiginlega [[Smáeyjar]].
Enn fremur eru nokkur sker, sem þykja öðrum fremri:
* [[Faxasker]]
* Stóri- og Litli Stakkur
* [[Latur (sker)|Latur]]
== Saga eyjanna ==
=== Sagnir um nafngift og landnám ===
[[Mynd:Vestmannaeyjabaer.jpg|thumb|350px|Séð yfir höfnina í Vestmannaeyjum, [[Heimaklettur]] til vinstri. [[Bjarnarey (Vestmannaeyjum)|Bjarnarey]] sést bak við Eldfellshraun til hægri.]]
<onlyinclude>
Fyrstu heimildir um Vestmannaeyjar eru í [[Landnáma|Landnámu]] ([[Sturlubók]]), þar sem segir frá [[Ingólfur Arnarson|Ingólfi Arnarsyni]], fyrsta [[landnámsmaður|landnámsmanninum]]. Þegar hann kom til landsins dvaldist hann einn vetur á Ingólfshöfða, og hélt svo vestur með landinu í leit að [[öndvegissúlur|öndvegissúlunum]] sínum. Þá fann hann bæ Hjörleifs, fóstbróður síns, og var hann þar látinn; hafði hann þá verið myrtur af þrælum sínum. Úti af [[Hjörleifshöfði|Hjörleifshöfða]] sá hann eyjaklasa suður af Landeyjum og datt honum til hugar að þrælarnir hafi farið þangað. Eyjarnar voru þá nefndar eftir þrælunum, en þeir voru af írsku bergi brotnir og [[Írland|Írar]] og [[Skotland|Skotar]] voru gjarnan kallaðir ''Vestmenn'' á þessum tíma. Ingólfur elti þrælana uppi og drap þá, og eru mörg örnefni á eyjunum gefin eftir þrælunum. Meðal þeirra er [[Helgafell (Vestmannaeyjum)|Helgafell]], nefnt eftir Helga sem var veginn þar, og Dufþekja í [[Heimaklettur|Heimakletti]], en hún er nefnd eftir Dufþaki sem sagður er hafa hoppað þar niður til að komast hjá því að falla fyrir sverði Ingólfs. Eins og segir í Landnámu:
</onlyinclude>
:''Ingólfur gekk þá upp á höfðann og sá eyjar liggja í útsuður til hafs; kom honum það í hug, að þeir mundu þangað hlaupið hafa, því að báturinn var horfinn; fóru þeir að leita þrælanna og fundu þá þar sem Eið heitir í eyjunum. Voru þeir þá að mat, er þeir Ingólfur komu að þeim. Þeir urðu felmtsfullir, og hljóp sinn veg hver. Ingólfur drap þá alla. Þar heitir Dufþaksskor, er hann lést. Fleiri hljópu þeir fyrir berg, þar sem við þá er kennt síðan. Vestmannaeyjar heita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því að þeir voru Vestmenn.''
Samkvæmt [[Hauksbók]] var fyrsti [[landnámsmaður]] eyjanna [[Herjólfur Bárðarson]], sonur [[Bárður Báreksson|Bárðar Bárekssonar]]. Hann settist að í [[Herjólfsdalur|Herjólfsdal]] á [[10. öld]] og hafa margar kenningar verið uppi um hvar í dalnum þessi fyrsta byggð var staðsett. [[Margrét Hermanns Auðardóttir]] [[fornleifafræðingur]] hóf uppgröft í Herjólfsdal sumarið [[1971]] og vann þar fimm sumur. Við uppgröftinn kom í ljós að byggð í Herjólfsdal var mun eldri en áður hefur verið talið eða frá því snemma á [[9. öld]].
Í [[Sturlubók]], sem er eldri heimild en [[Hauksbók]], segir hins vegar að [[Ormur auðgi Bárðarson]], bróðir Herjólfs, hafi fyrstur byggt Eyjar. Hauksbók segir að Ormur auðgi hafi verið Herjólfsson.
Herjólfur er sagður hafa átt dótturina Vilborgu, sem eftir grjóthrun sem lagði bæ Herjólfs í eyði fluttist á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstaði]] við vatnsbólið [[Vilpa|Vilpu]]. Samkvæmt sögunni varaði [[hrafn]] Vilborgu við grjóthruninu og bjargaði þannig lífi hennar.
Frá tíma Herjólfs Bárðarsonar hefur verið byggð samfellt á eyjunni, þó svo að íbúafjöldinn hafi tekið stórar dýfur þrisvar síðan þá — fyrst um helmingsfækkun íbúa þegar að um þrjú hundruð manns voru numin á brott í [[Tyrkjaránið|Tyrkjaráninu]] árið [[1627]], svo í ungbarnadauðanum á [[18. öld]], og loks í Heimaeyjargosinu [[1973]] þegar að yfir 6 mánaða skeið bjuggu eingöngu um 200 manns á Heimaey. Þegar gosið hófst var íbúafjöldi bæjarins hins vegar 5.273 ([[1. desember]] [[1972]]).
=== Kirkjuvaldið ===
Í [[Kristnisaga|Kristnisögu]] segir frá því að [[Ólafur Tryggvason]] hafi sent [[Hjalti Skeggjason|Hjalta Skeggjason]] og [[Gissur Teitsson hvíti|Gissur Teitsson]] með viði til [[kirkja|kirkjubyggingar]] til [[Ísland]]s og sagt þeim að reisa kirkju þar sem þeir kæmu fyrst að landi. Samkvæmt því reistu þeir kirkju á [[Hörgaeyri]] í Vestmannaeyjum árið [[1000]] úr norskum viðum, en hvorki er vitað hvar sú eyri hefur verið né hversu lengi kirkjan hefur staðið. Tvær kirkjur voru síðar reistar í Vestmannaeyjum, að [[Kirkjubær (Vestmannaeyjum)|Kirkjubæ]] og [[Ofanleiti (Vestmannaeyjum)|Ofanleiti]].
Á árunum [[1130]]-[[1148]] komust allar jarðir í Vestmannaeyjum í eigu [[Skálholt]]sstóls að undirlagi [[Magnús Einarsson|Magnúsar Einarssonar]] biskups og urðu kirkjujarðir. Eftir það voru því landsetar í Eyjum [[leiguliði|leiguliðar]] næstu aldirnar. Í Vestmannaeyjum voru að jafnaði átján [[býli]] og mikið af [[hjáleiga|hjáleigum]] (en fjöldi þeirra gat verið breytilegur eftir árferði), auk [[tómthús]]a- og [[verbúð]]arbyggðar við höfnina, sem er líklega einn elsti vísir að eiginlegu [[þorp]]i á Íslandi.
== Náttúra ==
=== Jarðfræði ===
[[Mynd:Thridrang.jpg|thumb|Þrídrangar.]]
Vestmannaeyjar liggja um 10 km suður undan [[Landeyjasandur|Landeyjasandi]]. Eyjaklasinn er 15 eyjar, auk um 30 dranga og skerja. Eyjarnar eru sæbrattar og víðast hvar þaktar graslendi. Af þeim er [[Heimaey]] langstærst, um 13,4 km², og sú eina sem er byggð. Helstu og stærstu eyjarnar í kringum [[Heimaey]] eru [[Elliðaey]] og [[Bjarnarey (Vestmannaeyjum)|Bjarnarey]] norðaustur af Heimaey og til suðvesturs [[Suðurey]], [[Álsey]], [[Brandur (eyja)|Brandur]], [[Hellisey]] og [[Surtsey]].
Eyjarnar eru ungar á jarðsögulegan mælikvarða og hafa allar myndast í eldgosum, þær elstu fyrir u.þ.b. 12 þúsund árum. Flestar eyjarnar eru gíglaga [[móbergsstapi|móbergsstapar]] og á sumum þeirra eru gjallgígar.
Vestmannaeyjar eru á umfangsmiklu eldgosasvæði sem er um 38 km langt og 30 km breitt með 70-80 eldstöðvum eða leifum þeirra.
==== Surtsey ====
{{aðalgrein|Surtsey}}
Surtsey varð til í miklu neðansjávargosi sem hófst árið [[1963]] og lauk [[1967]]. Það er lengsta [[eldgos]] á Íslandi frá því að sögur hófust. Við upphaf gossins mynduðust tvær eyjar og fengu þær nöfnin [[Syrtlingur]] og [[Jólnir]]. Jólnir kom upp úr sjó rétt fyrir Þorláksmessu í gosi sem stóð fram yfir jólin [[1963]]. Syrtlingur stóð mun lengur. Leifar þessarra eyja eru sitt hvoru megin Surtseyjar, Jólnir að suðvestan og Syrtlingur að norðaustan.
Strax að loknu gosinu var Surstey friðuð og voru [[jarðfræðingur|jarðfræðingar]] jafnt sem [[líffræðingur|líffræðingar]] forvitnir um þróun lífríkisins á eyjunni og eyjunnar sjálfrar. Strax á fyrstu árunum eftir gosið fóru ýmsar lífverur að taka sér bólfestu á eynni.
Eyjan er alfriðuð og er í umsjá Surtseyjarfélagsins, sem starfar í umboði umhverfisráðuneytisins fyrir hönd íslenska ríkisins. Allar mannaferðir um eyjuna án sérstaks leyfis eru harðbannaðar. Friðlandið umhverfis eyjuna hefur verið stækkað og er nú unnið að því að koma Surtsey á [[heimsminjaskrá UNESCO]].
==== Heimaeyjargosið ====
{{aðalgrein|Heimaeyjargosið}}
[[Mynd:Ráðhús Vestmannaeyja og Eldfell séð frá Skólavegi.jpg|thumb|left|Ráðhús Vestmannaeyja; Eldfell í bakgrunni]]
Eldgos hófst á Heimaey þann [[23. janúar]] árið [[1973]] og eyðilagði og/eða skemmdi um það bil 60% af öllum húsum bæjarins. Nálægt þriðjungur allra húsa fór undir hraun. Í gosinu voru nær allir heimamenn fluttir upp á land. Íbúar voru 5.273 talsins fyrir gosið og sneru flestir þeirra aftur að því loknu, og margir fyrr. Einn maður lét lífið af gaseitrun, sem má tengja gosinu. Þó lést hann ekki fyrr en gosinu loknu og nálgast kraftaverk að mun fleiri skyldu ekki farast.
Eftir stóð eldfjallið Eldfell, sem margir Vestmannaeyingar vildu kalla Kirkjufell, rétt norðaustan Helgafells. Frá því stendur Eldfellshraun sem teygir sig frá Skarfatanga í suðri að Skansinum í norðri, og stækkaði það Heimaey um eina 3 ferkílómetra. Eldfellshraun er [[basískt berg|basískt]] [[apalhraun]] að mestu, með nokkrum [[helluhraun]]sblettum; mestallt hraunið er [[vikur (berg)|vikur]].
Gosinu var lýst lokið [[3. júlí]] sama ár og það hófst, en þá tóku við gríðarlegar hreinsunarframkvæmdir á eyjunni, enda höfðu um 300 hús farið undir hraun og afgangur bæjarins lá undir þykku öskulagi.
Í eldgosinu [[1973]] fóru 11 götur innanbæjar ýmist að öllu eða einhverju leyti undir hraun: Austurvegur, Bakkastígur, Formannabraut, Heimagata, Kirkjuvegur, Landagata, Njarðarstígur, Sjómannasund, Strandvegur, Urðarvegur og Víðisvegur.
Allt frá árinu [[1998]] hefur [[Goslokahátíðin]] verið haldin í Eyjum til að minnast goslokanna. Fimmta hvert ár eru hátíðirnar stærri en árin á milli.
=== Veðurfar ===
[[Mynd:Faxastigur.png|thumb|left|Faxastígur að vetrarlagi]]
Í Vestmannaeyjum er fremur hlýtt, úrkomu- og vindasamt og markast það af legu eyjanna undan suðurströnd landsins. Hitamunur milli árstíða er tiltölulega lítill og þoka setur svip sinn á veðráttuna. Veðurfar við Vestmannaeyjar flokkast undir [[hafrænt úthafsloftslag]], nokkuð hlýtt og rakt miðað við meðaltal á fastalandinu. Veðrabrigði eru snögg og breytist veðrið stundum oft á dag. Gjarnan er sagt að ekki sé veður í Vestmannaeyjum, heldur eingöngu veðurprufur.
Samfelldar [[veðurathugun|veðurathuganir]] hafa verið gerðar á [[Stórhöfði|Stórhöfða]] síðan árið [[1921]] og einnig við flugvöllinn síðan um [[1960]]. Árið [[1998]]-[[1999]] voru gerðar sjálfvirkar mælingar á [[Eldfellshraun]]i sem stóðu yfir í tæpt ár. Munur á úrkomu og hitastigi milli veðurstöðva á Heimaey hefur reynst óverulegur og er því miðað við Stórhöfða nema annað sé tekið fram. Árið [[2002]] var svo sett upp sjálfvirk [[veðurathugunarstöð|veðurstöð]] í Vestmannaeyjabæ, við botn ''Löngulágar'', þar sem [[vindur|vindmælingar]] á Stórhöfða gefa oft ekki rétta mynd af veðrinu inni í bænum.
[[Mynd:Heimaey art by nightfall.jpg|thumb|Kvöldsól sest í norðri; listaverk unnið úr [[sveifarás]] úr skipsvél í forgrunni.]]
Á [[vetur]]na er meðalhiti hvergi hærri á landsvísu en víða er hlýrra yfir [[sumar]]ið. Á tímabilinu [[1961]]-[[2000]] var meðalárshiti 4,9 °C á Stórhöfða, en hæsti meðalhiti á einu ári var 5.5 °C árið [[1984]]. Milt hitastig í sjó í kringum Eyjarnar er ástæða fyrir háum meðallofthita og lítilli hitasveiflu milli árstíða og daga. Hiti hefur aldrei mælst yfir 20 °C á Stórhöfða, en í júni árið [[1999]] mældist hitinn 19,3 °C og er það mesti hiti sem hefur mælst í eyjunum. Frost mældist að meðaltali 82 daga á ári yfir vetrarmánuðina á árunum [[1961]]-[[1990]]. Mesta frost sem mælst hefur var -16,9 °C í april árið [[1968]]. Að jafnaði var frost allan sólarhringinn 18 daga á ári á sama tímabili. Lægsti [[loftþrýstingur]] á Íslandi mældist á [[Stórhöfði|Stórhöfða]] 919,7 [[hektópaskal|hPa]] [[2. desember]] [[1929]].
[[Úrkoma]] er fremur mikil í Vestmannaeyjum. Á Stórhöfða rignir að meðaltali um 129 mm á mánuði, sem er mikið miðað við aðra landshluta. Meðalúrkoma á ári var 1.556 mm á tímabilinu [[1961]]-[[2000]]. Úrkoman er mjög árstíðabundin. Mesta úrkoma er yfir vetrarmánuðina en minnst á tímabilinu apríl — júlí. Mesta úrkoma á einum sólarhring var 146 mm í október árið [[1979]]. Úrkomudagar hafa verið að jafnaði 246 á ári og þar af eru 82 dagar snjókoma eða slydda. Jörð var að meðaltali alhvít 40 daga á ári en alautt var að meðaltali 285 daga á tímabilinu [[1961]]-[[1990]].
Þoka var að jafnaði 86 daga á ári við Stórhöfða en þar voru fleiri þokudagar en á nokkrum öðrum stað á Íslandi á tímabilinu [[1961]]-[[1990]]. Gera má ráð fyrir að þokudagar séu talsvert færrri í kaupstaðnum sem liggur neðarlega. Alskýjað var að jafnaði 192 daga á ári og heiðskýrt 22 daga. Meðal skýjahula var 6/8 himinhvolfsins á tímabilinu [[1961]]-[[1990]]. Meðalrakastig er 82% og þrumudagar voru 4 á ári að jafnaði á sama tímabili.
Stórhöfði er vindsamasta veðurstöð landsins. Veðurstöðin er í 120 m hæð yfir sjávarmáli og opin fyrir öllum vindáttum. Meðalvindhraði yfir allt árið var 11,03 m/s á árunum 1961-2000. Talsverður munur er á vindhraða milli árstíða, í júlí er meðalvindhraði 8 m/s en 13,2 m/s í janúar.
=== Lífríki ===
[[Mynd:Puffin hunter in Sudurey.jpg|thumb|left|250px|[[Lundaveiði]]maður í [[Suðurey]]]]
Í Vestmannaeyjum er mjög fjölbreytt lífríki, þá einkum fuglar og plöntur. Stærsta [[lundi|lundabyggð]] heims er í Vestmannaeyjum, en meira en tíu milljón lundar búa á eyjunum. Gjöful fiskimið eru umhverfis eyjarnar og ofgnótt hvala, en lítið er af spendýrum á eyjunum sjálfum að undanskildum manninum. En stærsta lundabyggðin á Heimaey á undir höggi að sækja þar sem kanínur eru að yfirtaka [[Sæfell]]. Kanínum þessum var sleppt út í náttúruna í kringum [[1985]].
Jarðvegur er víðast hvar grunnur í Vestmannaeyjum en þó eru á stöku stað skilyrði fyrir túnrækt. Víðast hvar er jarðvegur grýttur og stutt er niður á hraun.
Jarðvegur á Heimaey telst vera sandorpinn móajarðvegur þar sem eldfjallaska er í bland við lífræn jarðvegsefni. Gamlar uppþornaðar mýrar má meðal annars finna í Lyngfellisdal, Torfmýri og Bleiksmýrardal.
Árið [[1771]], þegar verið var að flytja fyrstu [[hreindýr]]in til [[Ísland]]s, voru 13 hreindýr flutt til Vestmannaeyja. Stendur þá í [[Espólín|Árbókum Espólíns]] (10. deild, bls. 101) að „''Þat sumar komu 13 hreindýr í Vestmannaeyjum at undirlagi Ólafs amtmanns Stephánssonar, dóu 10 í vesöld um vetrinn eftir, en þrjú lifdu''“. Önnur eldri og ítarlegri frásögn er í [[Islandske Maaneds-Tidender]], 2. árg., bls. 55-59, og heimildarmaðurinn er Sigurður Sigurðsson [[landþingsskrifari]] á [[Hlíðarendi í Fljótshlíð|Hlíðarenda]].
== Atvinna, menntun og menning ==
Vestmannaeyjar hafa verið mikilvægasta [[verstöð]] landsins í fjölda ára og byggist afkoma heimamanna að mestu leyti á [[Fiskvinnsla|fiskvinnslu]] og [[útgerð]]. Auk þess eru ört vaxandi atvinnuvegir eyjaskeggja í dag [[ferðaþjónusta]], [[skipaviðgerðir]] og [[menntun]].
[[Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum]] er stöðugt að stækka við sig þrátt fyrir að oft reynist erfitt að lokka námsmenn til Eyja. [[Háskóli Íslands]] og [[Háskólinn á Akureyri]] eru báðir búnir að koma sér upp útibúum á Heimaey. Í Vestmannaeyjum eru tveir grunnskólar; [[Barnaskólinn í Vestmannaeyjum]] og [[Hamarsskóli Vestmannaeyja]]. Sameining skólanna er nú fyrirhuguð. Verið er að undirbúa byggingu nýs sex deilda leikskóla, en fyrir eru þrír leikskólar í eyjunum: Rauðagerði, Kirkjugerði og Sóli.
[[Mynd:Háskóli Íslands, Vestmannaeyjum.jpg|thumb|Rannsóknarsetrið í Vestmannaeyjum]]
Mörg söfn eru í Vestmannaeyjum, en [[Safnahús Vestmannaeyja]], sem stendur við Ráðhúströð, hýsir [[Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja]], [[Bókasafn Vestmannaeyja]] og [[Byggðasafn Vestmannaeyja]]. Einnig er þar til húsa [[Ljósmyndasafn Vestmannaeyja|Ljósmyndasafn]]. Við Heiðarveg stendur [[Náttúrugripasafn Vestmannaeyja]], en það er eina safnið af sinni gerð á Íslandi. Við Skansfjöru er húsið [[Landlyst]], sem var áður staðsett á Tanganum, suður af Básaskersbryggju, en það hús var fyrsta fæðingarheimilið á Íslandi, og er það nú notað til listsýninga af ýmsu tagi. Ríkisstjórn Íslands keypti nýlega afnotarétt af myndum [[Sigmund]]s, sem hafa birst í áraraðir í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]], og eru áætlanir um að setja upp safn þeirra í fyrirætluðu menningarhúsi.
=== Orðaforði og málfar ===
Algengt er að eldri Vestmannaeyingar tali með [[flámæli]], en það er óalgengara meðal yngri kynslóðanna. Í einangruðum samfélögum á borð við það sem er í Vestmannaeyjum má búast við að nokkuð sértækur orðaforði verði til, en þó er flestan orðaforða eyjaskeggja hægt að finna annars staðar. Nokkur dæmi um algeng orð í tali Vestmannaeyinga:
* ''peyji'' eða ''peyi'' — ungur strákur. Kom fyrst fram á [[17. öld]], ekki er vitað um upphaflegt [[stofnsérhljóð]] eða rétta ritmynd, en uppruni er óljós. Að öllum líkindum ekki [[tökuorð]] úr [[sænska]] orðinu ''poike'' eða [[danska]] orðinu ''pog''. Uppruni mögulega tengdur orðinu ''pegi'' (sem þýðir „snáði“, „náungi“, „lítill kálfur“ eða „gemlingur“).<ref>{{ÍO|bls=708|orð=peyi}}</ref>
* ''pæja'' eða ''pæa'' — ung stúlka, [[tökuorð]] úr [[Ameríka|amerísku]] [[slangur|slangri]] ''pie'' (sem þýðir „baka“ eða „skorpusteik“), notað í [[óeiginleg merking|óeiginlegri merkingu]] og á við sæta stelpu (samanber ''cutie pie'' or ''sweety pie'')<ref>{{ÍO|bls=734|orð=pæ(j)a}}</ref>
* ''tríkot'' — íþróttagalli. Líklega tilkomið af nafni [[Frakkland|fransks]] fyrirtækis sem framleiddi íþróttagalla.
* ''útsuður'' — suðvestur, í átt að eyjunum sem eru þar. Þekkt úr forneskju.
* ''landnorður'' — norðaustur, í átt að meginlandi Íslands. Þekkt úr forneskju.
* ''kar'' — það sem oftast er kallað ker (en þó stundum kar) á meginlandi Íslands.
* ''tuðra'' — slöngubátur.
* ''[[Norðurey]] — heiti yfir [[Ísland]]''
Fleiri dæmi mætti tína til.
=== Þekktir Vestmannaeyingar ===
:Sjá einnig, [[Listi yfir bæjarstjóra Vestmannaeyja|lista yfir bæjarstjóra Vestmannaeyja]]
Margir Vestmannaeyingar eru þekktir á landsvísu. Hér eru nefndir nokkrir þeirra:
* '''[[Árni Johnsen]]''' fyrverandi alþingismaður fyrir [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]], og lengst af umsjónarmaður brekkusöngsins á [[Þjóðhátíð í Eyjum]].
* '''[[Ásgeir Sigurvinsson]]''' knattspyrnumaður og fyrrum þjálfari landsliðs [[Ísland]]s.
* '''[[Ási í Bæ]]''' var einn frægasti textasmiður og tónlistarmaður Vestmannaeyja.
* '''[[Binni í Gröf]]''' var landsfrægur aflamaður og sótti ''sextíu þúsund tonn í sjávardjúp'' að sögn Ása í Bæ.
* '''[[Guðlaugur Friðþórsson]]''' öðlaðist heimsfrægð þegar vélbáturinn [[Hellisey (skip)|Hellisey]] sem hann var háseti á sökk suðaustur af Heimaey árið [[1984]]. Þá synti hann um 5 kílómetra í land í vonskuveðri og gekk berfættur yfir nýja hraunið sem var þá enn heitt og gerði bæjarbúum viðvart um afdrif skipsins.
* '''[[Guðríður Símonardóttir]]''', Tyrkja-Gudda.
* '''[[Júlíana Sveinsdóttir]]''', myndlistarmaður.
* '''[[Oddgeir Kristjánsson]]''', þekktasti tónlistarmaður úr Eyjum, samdi mörg fræg lög með Ása í Bæ og Árna úr Eyjum.
* '''[[Sigmund Johanson Baldvinsen]]''', teiknað skopmyndir fyrir [[Morgunblaðið]] í áratugi, er samt þekktastur meðal sjómanna fyrir uppfinningarnar sínar.
* '''[[Snorri Óskarsson]]''', almennt kallaður Snorri í Betel er þekktastur fyrir aðild sína að Hvítasunnusöfnuðinum Betel.
:Sjá einnig lengri [[Listi yfir þekkta Vestmannaeyinga|lista yfir þekkta Vestmannaeyinga]].
=== Þjóðhátíð ===
Fræg er [[Þjóðhátíð í Eyjum|þjóðhátíð]] Eyjamanna, sem haldin er ár hvert um [[verslunarmannahelgi]] og dregur til sín fólk alls staðar að af landinu. Til hennar var fyrst stofnað árið [[1874]], þegar eyjaskeggjar komust ekki til hátíðahalda í landi í tengslum við 1.000 ára afmæli Íslandsbyggðar og móttöku fyrstu [[stjórnarskrá]]r landsins úr hendi [[Kristján IX|Kristjáns IX]], [[Danmörk|Danakonungs]] á [[Þingvellir|Þingvöllum]]. Þá ákváðu Vestmannaeyingar að halda sína eigin hátíð. Sú hefð hefur verið að íþróttafélög bæjarins, áður [[Þór (íþróttafélag)|Þór]] og [[Týr (íþróttafélag)|Týr]] til skiptis en eftir sameiningu þeirra [[ÍBV]], sjái um framkvæmd þjóðhátíðarinnar, og hljóti gróðann af henni.
Hátíðin er haldin í [[Herjólfsdal]] fyrstu helgina í ágúst og eru fastir liðir brenna, flugeldasýning og brekkusöngur, sem hefur verið undir stjórn [[Árni Johnsen|Árna Johnsen]] í um áratug, að einu ári slepptu á meðan hann sat í fangelsi, en þá var [[Róbert Marshall]] fenginn til þess að hlaupa í skarðið.
=== Ginklofinn ===
[[Stífkrampi|Stífkrampafaraldur]] var í Vestmannaeyjum í margar aldir, sökum bágrar stöðu heilbrigðismála á landsvísu. Dánartíðni var há meðal ungabarna, um 60-80% barna dóu úr stífkrampa, sem kallaður var ginklofi, en annars staðar á Íslandi dóu um 30% barna úr þessum sjúkdómi, og 15-20% í Danmörku.
[[Thomas Klog]], fyrsti landlæknir Íslands, var sendur til Vestmannaeyja með konunglegri tilskipun árið [[1810]] til þess að rannsaka orsakir ginklofans, og birti hann niðurstöður sínar í skýrslunni ''Indberettninger om Börnesygdommen Ginklofi''. Seinna varð staða héraðslæknis í Vestmannaeyjum til, og gegndu [[Carl Ferdinand Lund]], [[Carl Hans Ulrich Balbroe]], [[Andreas Steener Iversen Haaland]], [[August Ferdinand Schneider]] og [[Philip Theodor Davidsen]] því embætti hver á fætur öðrum frá árinu [[1828]]. Þrátt fyrir héraðslæknana breyttist ástandið lítið, og engin breyting varð á dánartíðni barna þó svo að almenn heilsa Vestmannaeyinga skánaði.
Árið [[1847]] var [[Peter Anton Schleisner]] sendur til Vestmannaeyja til þess að rannsaka ginklofann. Hann hafði ritað grein um barnafarsótt árinu áður, og er það líkleg ástæða þess að hann var sendur. Hann setti á laggirnar fæðingarheimili í húsinu Landlyst, sem var þá fyrsta fæðingarheimili Íslands. Hann lagði til breytingar á hreinlæti við fæðingar, og benti líka á að hengja upp þvott til þerris á þvottasnúrum frekar en að láta hann liggja í grasinu — það kom svo í ljós að það var aðalorsök faraldursins, þar sem að sýkillinn [[clostridum tetani]] lifir í jarðvegi, og smitaðist yfir í fötin, og frá þeim inn um naflastreng barnanna.
== Samgöngur ==
[[Mynd:Herjólfur.jpg|thumb|Herjólfur á leið til hafnar.]]
Farþegaskipið [[Herjólfur]] var smíðað í Noregi árið 1992. Skipið siglir alla daga vikunnar tvær ferðir á dag, og tekur skipið 500 farþega og um 40 fólksbíla. Aðeins eitt flugfélag stundar flugferðir til og frá til Vestmannaeyjum og er það [[Flugfélagið Ernir]] sem flýgur á [[Hornafjörður|Hornafjörð]], [[Sauðárkrókur|Sauðárkrók]], [[Bíldudalur|Bíldudal]], [[Gjögur]] og [[Reykjavík]]. Forveri þess var [[Flugfélag Vestmannaeyja]], sem missti rekstrarleyfi sitt í [[maí]] [[2010]].<ref>[http://www.eyjafrettir.is/frettir/2010/05/07/flugfelag_vestmannaeyja_missti_sjukraflugid Flugfélag Vestmannaeyja missti sjúkraflugið] Skoðað þann 10. desember 2010</ref>
Á Heimaey eru 66 götur innan bæjarmarkanna, og nokkrar utan þeirra. Lengsta gatan heitir Vestmannabraut, en hét áður Breiðholtsvegur. Flestir íbúar búa við Áshamar en fæstir við Austurgerði, Njarðarstíg og Ofanleitisveg. Í götuheitum í Vestmannaeyjum er að finna nokkur íslensk heiti yfir götu eða veg. Orðin eru eru ''vegur'', ''stígur'', ''slóð'', ''gata'', ''braut'', ''stræti'', ''sund'' og ''traðir''.
Á síðustu árum hafa miklar vangaveltur verið um hvort mögulegt sé að gera [[jarðgöng]] til Vestmannaeyja og hefur [[áhugamannafélagið Ægisdyr]] verið stofnað um gerð slíkra ganga. Vestmannaeyingar eru ekki allir sammála um að göng séu rétta lausnin, en þó eru eyjamenn upp til hópa sammála um að samgöngur milli lands og eyja þurfi að bæta.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
{{CommonsCat|Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum}}
* [http://bookingwestmanislands.is/ Ferðasíða um Vestmannaeyjar]
* [http://www.vestmannaeyjar.is Vestmannaeyjabær]
*[https://vikingtours.is/ Myndir frá Vestmannaeyjum]
* [http://www.visitwestmanislands.com Ferða -og menningarsíða um Vestmannaeyjar]
* [http://www.heimaslod.is Heimaslóð] — Ítarlegt wiki-fræðirit um Vestmannaeyjar
* [http://www.eyjar.net Frétta -og upplýsingamiðill um Vestmannaeyjar]
* [http://www.herjolfur.is Heimasíða Herjólfs]
* [http://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/Byggdarlog/Vestmannaeyjar.pdf Byggðalög með viðvarandi fólksfækkun - Vestmannaeyjabær], Júlí 2008 Byggðastofnun
=== Vísindavefurinn ===
* {{vísindavefurinn|1433|Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?}}
* {{vísindavefurinn|7135|Hvenær fundust Vestmannaeyjar og hver fann þær?}}
{{Sveitarfélög Íslands}}
{{SASS}}
{{Borgir og bæir á Íslandi}}
{{Gæðagrein}}
[[Flokkur:Vestmannaeyjar| ]]
[[Flokkur:Veðurathugunarstöðvar á Íslandi]]
[[Flokkur:Veðurmetsstaðir á Íslandi]]
8qj6qiwfkhpi98qrb5349gaoska5kse
Listi yfir íslenskar hljómsveitir
0
1994
1761704
1759732
2022-07-23T21:02:45Z
Siggason
12601
/* S */
wikitext
text/x-wiki
Hér fylgir '''listi yfir íslenskar hljómsveitir''', listinn er í stafrófsróð.<br/>
{{Stafayfirlit
| hlið = nei
| miðja = já
| hægri = nei
| ekkibrot = nei
| efst = nei
| núm = já
| merki = nei
| númmerki = nei
| sjá = nei
| heimild = nei
| ath = nei
| tengill = nei
| c = já
| q = já
| w = já
| z = nei
}}
==0-9==
* [[1860 (hljómsveit)]]
* [[200.000 naglbítar]]
==A==
* [[Agent Fresco]]
* [[Alchemia]]
* [[Allt í einu]]
* [[Alsæla (hljómsveit)|Alsæla]]
* [[AmabAdamA]]
* [[amiina]]
* [[Ampop]]
* [[Andlát (hljómsveit)|Andlát]]
* [[Andstæða]]
* [[Anubis]]
* [[Apollo (hljómsveit)|Appollo]]
* [[Apparat Organ Quartet]]
* [[Aeterna]]
* [[Ask the Slave]]
* [[Aten]]
* [[The Assassin of a Beautiful Brunette]]
== Á ==
* [[Áhrif]]
* [[Á móti sól]]
* [[Árblik]]
* [[Árstíðir]]
* [[Ásgeir Trausti]]
==B==
* [[b.sig]]
* [[Baggalútur (hljómsveit)|Baggalútur]]
* [[Bang Gang]]
* [[Baraflokkurinn]]
* [[Bárujárn (hljómsveit)|Bárujárn]]
* [[Beebee and the bluebirds]]
* [[Bellatrix]]
* [[Beneath]]
* [[Benni Hemm Hemm]]
* [[Bermuda (hljómsveit)|Bermuda]]
* [[BG og Ingibjörg]]
* [[BH-kvartettinn]]
* [[Bigalow]]
* [[Bisund]]
* [[Bítlavinafélagið]]
* [[Björk Guðmundsdóttir|Björk]]
* [[Black Caribs Kuru]]
* [[Hljómsveitin Blágresi]]
* [[Bless]]
* [[Blind Bargain]]
* [[Bloodgroup]]
* [[Blæti (hljómsveit)|Blæti]]
* [[Bob (hljómsveit)|Bob]]
* [[Bob Gillan og Ztrandverðirnir (hljómsveit)|Bob Gillan]]
* [[Bootlegs]]
* [[Botnleðja]]
* [[Bógus]]
* [[Brain Police]]
* [[Breiðbandið]]
* [[Brimkló]]
* [[Brókarsótt]]
* [[Brunaliðið]]
* [[Brúðarbandið]]
* [[Bruni BB]]
* [[Buff]]
* [[Búdrýgindi]]
* [[Bæjarins bestu (hljómsveit)|Bæjarins bestu]]
==C==
* [[Canora]]
* [[Captain Syrup]]
* [[Changer]]
* [[Coral]]
* [[Collective]]
* [[C.O.T]]
* [[Cranium]]
==D==
* [[Dabbi T]]
* [[Dada]]
* [[Daisy Hill Puppy Farm]]
* [[Danshljómsveit Hjalta Guðgeirs]]
* [[Dark Harvest]]
* [[Das Kapital]]
*[[Days Of Our Lives]]
*[[Daysleeper]]
*[[Dáðadrengir]]
*[[Dátar]]
*[[DDT skordýraeitur (hljómsveit)|DDT skordýraeitur]]
*[[Dead Sea Apple]]
*[[Dead Skeletons]]
*[[Deep Jimi and The Zep Creams]]
*[[Diabolus In Musica]]
*[[Dikta]]
*[[Dimma (hljómsveit)|Dimma]]
* Dirrindí
*[[Dísa (hljómsveit)|Dísa]]
*[[Dos Pilas]]
*[[Dr. Mister & Mr. Handsome]]
*[[Dr. Spock]]
*[[Drykkir innbyrðis]]
*[[DUST]]
*[[Dúkkulísur]]
*[[Dúmbó og Steini]]
*[[Dúndurfréttir]]
*[[Dýrið gengur laust]]
*[[Dægurlaga pönk hljómsveitin Húfa]]
*[[Dætrasynir]]
*[["Döðlurnar" (Gleðisveitin Döðlur)]]
==Ð==
* [[Ðe lónlí blú bojs]]
==E==
* [[Egó]]
* [[Eik (hljómsveit)|Eik]]
* [[Eldar (hljómsveit)|Eldar]]
* [[Ensími (hljómsveit)|Ensími]]
* [[Emilíana Torrini]]
* [[EXIZT]]
* [[Eldberg]]
* Elísabet Ormslev
* [[Exodus]]
* [[Egypta]]
==É==
* [[Ég (hljómsveit)|Ég]]
==F==
* [[F8 (hljómsveit)|F8]]
* [[Facon]]
* [[Fabb]]
* [[Farfuglarnir]]
* [[Fenjar]]
* [[Fighting Shit]]
* [[Fist]]
* [[Fídel]]
* [[Fjandakornið]]
* [[FLÍS]]
* [[FLOTT]]
* [[Flowers]]
* [[For a Minor Reflection]]
* [[Foringjarnir]]
* [[Future Future]]
* [[The Foreign Monkeys]]
* [[Friðryk]]
* [[Frostmark (hljómsveit)|Frostmark]]
* [[Fræbbblarnir]]
* [[Funkstrasse]]
* [[Fyrirbæri]]
==G==
* [[Gavin Portland]]
* [[GCD]]
* [[GDRN]]
* [[Geimfararnir]]
* [[Geiri Sæm og Hunangstunglið]]
* [[Gildran]]
* [[Gildrumezz]]
* [[Góðir Landsmenn]]
* [[Gone Postal]]
* [[Gleðisveitin Alsæla]]
* [[Glymskrattarnir]]
* [[Gordon Riots]]
* [[Grafík (hljómsveit)|Grafík]]
* [[Graveslime]]
* [[Great Grief]]
* [[Greifarnir]]
* [[Grjóthrun]]
* [[Grýlurnar]]
* [[Guitar Islancio]]
* [[GusGus]]
* [[Gyllinæð]]
* [[Gos]]
* [[Gögl]]
==H==
*[[Haffi Haff]]
* [[HAM (hljómsveit)|HAM]]
* [[Hatari]]
* [[Haukar (hljómsveit)|Haukar]]
* [[Hekkenfeld]]
* [[Helgi og hljóðfæraleikararnir]]
* [[Helgi Jónsson]]
* [[Hellvar]]
* [[Highdee]]
* [[Þursaflokkurinn|Hinn íslenski þursaflokkur]]
* [[Hjaltalín (hljómsveit)|Hjaltalín]]
* [[Hjálmar (hljómsveit)|Hjálmar]]
* [[Hjálparsveitin]]
* [[Hjónabandið]]
* [[HLH-flokkurinn]]
* [[Hljómar]]
* Hljómsveit [[Geirmundur Valtýsson|Geirmundar Valtýssonar]]
* [[Hljómsveit Ingimars Eydal]]
* [[Hljómsveit Stefáns P.]]
* [[Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar]] (Steina spil)
* [[Hljómsveitin 66]]
* [[Hoffman]]
*Holdris
* [[Hudson Wayne]]
* [[Hundur í óskilum]]
* [[Hundslappadrífa (hljómsveit)|Hundslappadrífa]]
* [[Hvanndalsbræður]]
* [[Hættir]]
==I==
* [[I Adapt]]
* [[Icecross]]
* [[Icelandic Sound Company]]
* [[Icy]]
* [[Igore]]
* [[Ikarus]]
* [[Indigó]]
* [[Innvortis]]
* [[Inversus]]
* [[Isidor]]
* [[Írafár]]
* [[Í svörtum fötum]]
* [[In the Company of Men]]
==J==
* [[Jagúar (hljómsveit)|Jagúar]]
* [[Jakobínarína]]
* [[Jan Mayen (hljómsveit)|Jan Mayen]]
* [[Jarlar]]
* [[Jazzsveitin Dúi]]
* [[Jeff Who?]]
* [[Jet Black Joe]]
* [[Johnny Blaze & Hakki Brakes]]
* [[Jonee Jonee]]
* [[Júdas (hljómsveit)|Júdas]]
* [[Júpiters]]
* [[JJ]]
==K==
* [[Kalk (hljómsveit)|Kalk]]
* [[Kan]]
* [[Kaleo]]
* [[Kamarorghestar]]
* [[Kid Twist]]
* [[Kid Mistik]]
* [[Kimono (hljómsveit)|Kimono]]
* [[Kims (hljómsveit)]]
* [[Kiðlingarnir]]
* [[Kiriyama Family]]
* [[KK sextett]]
* [[Klamedía X]]
* [[Klassart]]
* [[Kolrassa krókríðandi]]
* [[Kóngulóarbandið]]
* [[Króm (hljómsveit)|Króm]]
* [[Kritikal Mazz]]
* [[KUKL]]
* [[KUML]]
* [[Kung Fu]]
* [[Kvistar]]
* [[Kælan Mikla]]
==L==
* [[Lada Sport (hljómsveit)|Lada Sport]]
* [[Laglausir]]
* [[Land og synir (hljómsveit)|Land og synir]]
* [[Langi Seli og skuggarnir]]
* [[Leaves]]
* [[Legend]]
* [[Lhooq]]
* [[Ljósin í bænum]]
* [[Ljótu hálfvitarnir]]
* [[Lights on the Highway]]
* [[Lipstick Lovers]]
* [[Logar]]
* [[Lóla]]
* [[Lokbrá]]
* [[Lúdó og Stefán]]
* [[Love Guru]]
* [[Lækjarbræður]]
==M==
* [[MAO - Meðal Annarra Orða]]
* [[Bubbi og Mx-21]]
* [[Madre Mía]]
* [[Mammút (hljómsveit)|Mammút]]
* [[Mannakorn]]
* [[Mánar]]
* [[Maus]]
* [[Megasukk]]
* [[Melchior]]
* [[Mezzoforte]]
*[[Mighty Bear]]
* [[Milljónamæringarnir]]
* [[Mínus (hljómsveit)|Mínus]]
* [[Modis]]
* [[Monopolice]]
* [[Moonstix]]
* [[Morðingjarnir]]
* [[Moses Hightower]]
* [[Mosi frændi]]
* [[Módel]]
* [[Mr. Silla]]
* [[Mugison]]
* [[Muck]]
* [[Múgsefjun (hljómsveit)|Múgsefjun]]
* [[múm]]
* [[Myrká (hljómsveit)|Myrká]]
==N==
* [[Nátttröll]]
* [[Náttúra (hljómsveit)|Náttúra]]
* [[Nevolution]]
* [[Niður]]
* [[Niturbasarnir]]
* [[Nortón]]
* [[Nýdönsk]]
* [[Nylon (hljómsveit)|Nylon]]
* [[Númer Núll]]
* [[No Practice]]
* [[No Class]]
* [[No Way]]
==O==
* [[Ofurdós]]
* [[Of Monsters and Men]]
* [[One Week Wonder]]
* [[Orghestar]]
* [[Ourlives]]
* [[Oxford (hljómsveit)|Oxford]]
* [[Oxzmá]]
* [[O.F.L]]
* [[Orðljótur]]
==Ó==
* [[Óðmenn]]
* [[Ókind]]
* [[Óðs Manns Æði]]
==P==
* [[PAN]]
* [[Papar (hljómsveit)|Papar]]
* [[Paradís (hljómsveit)|Paradís]]
* [[Parket]]
* [[Pascal Pinon]]
* [[Pax Vobis]]
* [[Pelican (hljómsveit)|Pelican]]
* [[Pikkles]]
* [[Pink Street Boys]]
* [[Pláhnetan]]
* [[Póker]]
* [[Pollapönk]]
* [[Power Paladin]]
* [[Póló og Bjarki]]
* [[Potentiam]]
* [[PRIMA]]
* [[Prins Póló]]
* [[Própanól]]
* [[Purrkur Pillnikk]]
* [[PS og co]]
==Q==
* [[Q4U]]
* [[Quarashi]]
==R==
* [[Randver (hljómsveit)|Randver]]
* [[Rass (hljómsveit)|Rass]]
* [[REKKVERK]]
* [[Reptilicus]]
* [[Rickshaw]]
* [[Risaeðlan]]
* [[Ríó Tríó]]
* [[Roof Tops]]
* [[Rosebud]]
* [[Retro Stefson]]
* [[Reykjavíkurdætur]]
==S==
* [[Safnaðarfundur eftir messu]]
* [[Sagtmóðigur]]
* [[Savanna Tríó]]
* [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]]
* [[Seabear]]
* [[Sebbi Kewl]]
* [[September 22]]
* [[Severed Crotch]]
* [[Sign]]
* [[Sigur Rós]]
* [[Singapore Sling (hljómsveit)|Singapore Sling]]
* [[Sísý Ey]]
* [[Sjöund]]
* [[Skakkamanage]]
* [[Skálmöld]]
* [[Skerðing]]
* [[Ske]]
* [[Skítamórall]]
* [[Skriðjöklar]]
* [[Skytturnar (hljómsveit)|Skytturnar]]
* [[Sléttuúlfarnir]]
* [[Slowblow]]
* [[Smaladrengirnir]]
* [[Snafu]]
* [[Sniglabandið]]
* [[Snillingarnir]]
* [[Snorri Helgason]]
* [[Soðin Fiðla]]
* [[Sofandi]]
* [[Sogblettir]]
* [[Sororicide]]
* [[Sóldögg (hljómsveit)|Sóldögg]]
* [[Sólstafir]]
* [[Sólstrandargæjarnir]]
* [[Spaðar]]
* [[Spilverk þjóðanna]]
* [[Spooky Jetson]]
* [[Spoon]]
* [[Sprengjuhöllin]]
* [[SSSól]]
* [[Stafrænn Hákon]]
* [[Start]]
* [[Stálfélagið]]
* [[Stilluppsteypa]]
* [[Stjórnin]]
* [[Stjörnukisi]]
* [[Stolía]]
* [[Stórsveit Nix Noltes]]
* [[Strax]]
* [[Strigaskór nr. 42]]
* [[Stuðkompaníið]]
* [[Stuðlabandið]]
* [[Stuðmenn]]
* [[Svanfríður (hljómsveit)|Svanfríður]]
* [[Stæner]]
* [[Súellen]]
* [[Súkkat (hljómsveit)|Súkkat]]
* [[Sykurmolarnir]]
* [[Suðursveitin]]
* [[Svartlizt]]
==T==
* [[Tappi tíkarrass]]
* [[Tarot]]
* [[Tatarar]]
* [[Taugadeildin]]
* [[Táningar]]
* [[Tellus]]
* [[Tenderfoot]]
* [[Tennurnar hans afa]]
* [[The Crystalline Enigma]]
* [[The Vintage Caravan]]
* [[Ten Steps Away]]
* [[The Lovely Lion]]
* [[The Telepathetics]]
* [[Tilvera]]
* [[Tívolí]]
* [[Todmobile]]
* [[Toy Machine]]
* [[Trabant (hljómsveit)|Trabant]]
* [[Trico]]
* [[Trúbrot]]
==U==
* [[Ultra mega technobandið Stefán]]
* [[Umsvif]]
* [[Unun]]
* [[Urmull]]
* [[Upplyfting]]
* [[Utangarðsmenn]]
==Ú==
* [[Úlpa (hljómsveit)|Úlpa]]
* [[Útlendingahræðslan]]
* [[Úlfur Úlfur]]
==V==
* Vaginaboys
* [[Valdimar (hljómsveit)|Valdimar]]
* [[Van Hautens Kókó]]
* [[Varnaglarnir]]
* [[Varsjárbandalagið]]
* [[Vera (hljómsveit)|Vera]]
* [[Villikettirnir]]
* [[Vinir vors og blóma]]
* [[Vítamín]]
* [[Volcanova]]
* [[Vonbrigði]]
* [[Vormenn Íslands]]
* [[Výnill]]
* [[Vírus (hljómsveit)|Vírus]]
* [[Vök (hljómsveit)|Vök]]
==W==
* [[Worm is green]]
* [[We Made God]]
* [[Wulfgang]]
* [[Whole Orange]]
== X ==
* [[XIII]]
* [[XXX Rottweiler hundar]]
== Y ==
*[[Young Karin]]
* [[Ylja (hljómsveit)|Ylja]]
* [[Yukatan]]
==Ý==
* [[Ýr (hljómsveit)|Ýr]]
== Þ ==
* [[Þeyr (hljómsveit)|Þeyr]]
* [[Þokkabót]]
* [[Þrek]]
* [[Þriðja Hæðin]]
* [[Þrjú á palli]]
* [[Þú og ég]]
* [[Þursaflokkurinn]]{{Stafayfirlit
| hlið = já
| miðja = já
| hægri = nei
| ekkibrot = nei
| efst = já
| núm = nei
| merki = nei
| númmerki = nei
| sjá = nei
| heimild = nei
| ath = nei
| tengill = nei
| c = já
| q = já
| w = já
| z = nei
}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi]]
[[Flokkur:Listar um tónlist|íslenskar hljómsveitir]]
1ia4005vz0vqtzlg7gdvo0d1wwkwzvg
23. júlí
0
2579
1761728
1679263
2022-07-23T23:42:07Z
Akigka
183
/* Atburðir */
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|júlí}}
'''23. júlí''' er 204. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (205. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 161 dagur er eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[685]] - [[Jóhannes 5. páfi|Jóhannes 5.]] varð páfi.
* [[1396]] - [[Eiríkur af Pommern]] varð konungur Danmerkur og Svíþjóðar og var áður orðinn konungur Noregs.
* [[1554]] - [[Filippus 2. Spánarkonungur|Filippus 2.]] varð konungur Napólí og Sikileyjar.
* [[1609]] - [[Fellibylur]] tvístraði níu skipa flota enskra landnema á leið til [[Virginía (fylki)|Virginíu]].
* [[1645]] - [[Alexis 1.]] varð [[Rússakeisari]].
* [[1789]] - [[Hannes Finnsson]] varð einn biskup í [[Skálholtsbiskupar|Skálholti]] þegar faðir hans lést.
* [[1808]] - Skipið ''[[Salomine]]'', sem var enskt skip með 20 fallbyssur, kom til Reykjavíkur og rændi fjárhirslu landsins.
* [[1929]] - Jarðskjálfti varð í [[Brennisteinsfjöll]]um austan Krýsuvíkur og er talinn hafa verið 6,3 stig. Skjálftinn fannst harður í Reykjavík og víðar og urðu skemmdir einhverjar á húsum.
* [[1929]] - [[Basilíka Krists konungs]] á Landakoti í Reykjavík var vígð.
* [[1950]] - Hátíð var haldin í klettavíginu [[Borgarvirki]] í Húnavatnssýslu í tilefni af því að fornar hleðslur þar höfðu verið endurnýjaðar. Klettavígið er talið vera frá landnámsöld.
* [[1951]] - [[Frímúrarareglan á Íslandi]] var stofnuð.
* [[1970]] - [[Qaboos bin Said al Said]] steypti föður sínum, [[Said bin Taimur]], af stóli í [[Óman]].
* [[1974]] - [[Gríska herforingjastjórnin]] féll.
* [[1975]] - [[Micro Instrumentation and Telemetry Systems|MITS]] fékk tíu ára einkaleyfi á notkun fyrsta hugbúnaðar [[Microsoft]], [[Altair BASIC]].
* [[1982]] - [[Alþjóðahvalveiðiráðið]] ákvað að banna hvalveiðar í hagnaðarskyni fyrir 1985-1986.
* [[1982]] - 299 manns létust í aurskriðum vegna úrhellisrigninga í [[Nagasaki]] í Japan.
* [[1982]] - Í [[Kolmårdens-dýragarðurinn|Kolmårdens-dýragarðinum]] í Svíþjóð var ferðamaður sem fór úr bifreið sinni drepinn af ljóni.
* [[1983]] - [[Tamíltígrar]] myrtu þrettán stjórnarhermenn á Srí Lanka.
* [[1983]] - [[Air Canada-flug 143]] sveif niður til lendingar í [[Gimli (Manitóba)|Gimli]] í Manitóba eftir að hún varð eldsneytislaus.
* [[1984]] - [[Vanessa L. Williams]] sagði af sér sem [[Miss America]] eftir að nektarmyndir af henni höfðu birst í tímaritinu ''Penthouse''.
* [[1985]] - [[Commodore]] kynnti [[Amiga]]-tölvuna.
* [[1986]] - [[Andrés prins, hertogi af York]] gekk að eiga [[Sara Ferguson|Söru Ferguson]] í Westminster Abbey.
* [[1992]] - [[Abkasía]] lysti yfir sjálfstæði frá Georgíu.
* [[1993]] - [[Blóðbaðið í Candelária]]: Lögregla drap átta götubörn í [[Rio de Janeiro]].
* [[1999]] - Múhameð Ben Al-Hassan var krýndur [[Múhameð 6.]] konungur í Marokkó eftir lát föður síns.
* [[1999]] - [[Chandra-stjörnuathugunarstöðin]]ni var skotið á loft.
* [[1999]] - [[All Nippon Airways flug 61|All Nippon Airways flugi 61]] var rænt í Tókýó.
* [[1999]] - Tónlistarhátíðin [[Woodstock '99]] hófst í New York.
* [[2001]] - Málamiðlunartillaga til að bjarga [[Kýótóbókunin]]ni var samþykkt á loftslagsráðstefnu í Bonn.
* [[2001]] - [[Þing Indónesíu]] setti forsetann [[Abdurrahman Wahid]] af vegna vanhæfni og spillingar.
* [[2002]] - [[Parísarsáttmálinn (1951)]] rann út og [[Kola- og stálbandalag Evrópu]] rann formlega saman við [[Evrópusambandið]].
* [[2004]] - Brúin [[Stari Most]] í [[Mostar]] var opnuð eftir endurbyggingu.
* [[2005]] - Tugir létust í röð sprengjuárása í [[Sharm el-Sheikh]] í Egyptalandi.
* [[2009]] - [[Össur Skarphéðinsson]], utanríkisráðherra Íslands, lagði formlega fram aðildarumsókn Íslands að [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]].
<onlyinclude>
* [[2011]] - Fyrsta [[Drusluganga]]n var haldin í Reykjavík.
* [[2011]] - Breska söngkonan [[Amy Winehouse]] fannst látin í íbúð sinni í London.
* [[2011]] - [[Lestarslysið í Wenzhou]]: 39 létu lífið og 192 slösuðust þegar tvær hraðlestar rákust saman í héraðinu [[Zhejiang]] í Kína.
* [[2014]] - [[Samveldisleikarnir 2014]] hófust í Glasgow.
* [[2015]] - [[NASA]] sagði frá uppgötvun plánetunnar [[Kepler-452 b]] sem er líkust jörðinni af þeim plánetum sem þekktar eru.
* [[2016]] - [[Sprengjuárásirnar í Kabúl í júlí 2016]]: Yfir 80 létust þegar tvær sprengjur sprungu í Kabúl í Afganistan. [[Íslamska ríkið]] lýsti ábyrgð á hendur sér.
* [[2019]] - [[Sigrún Þuríður Geirsdóttir]] synti fyrst kvenna [[Eyjasund]] en það er sundið milli Vestmannaeyja og Landeyjasands.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1301]] - [[Ottó af Austurríki|Ottó]] hertogi af Austurríki (d. [[1339]]).
* [[1649]] - [[Klemens 11.]] páfi (d. [[1721]]).
* [[1809]] - [[Ásgeir Einarsson]], alþingismaður (d. [[1885]]).
* [[1851]] - [[Peder Severin Krøyer]], danskur listmálari og myndhöggvari (d. [[1909]]).
* [[1888]] - [[Raymond Chandler]], bandarískur rithöfundur (d. [[1959]]).
* [[1892]] - [[Haile Selassie]], Eþíópíukeisari (d. [[1975]]).
* [[1899]] - [[Gustav Heinemann]], forseti Þýskalands (d. [[1976]]).
* [[1911]] - [[Carl Billich]], íslenskur hljómsveitarstjóri (d. [[1989]]).
* [[1940]] - [[Don Imus]], bandarískur útvarpsmaður (d. [[2019]]).
* [[1941]] - [[Sergio Mattarella]], forseti Ítalíu.
* [[1950]] - [[Guðlaugur Arason]], íslenskur rithöfundur.
* [[1960]] - [[Jon Landau]], bandarískur kvikmyndaframleiðandi.
* [[1967]] - [[Philip Seymour Hoffman]], bandarískur leikari (d. [[2014]]).
* [[1972]] - [[Masaki Tsuchihashi]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1973]] - [[Monica Lewinsky]], bandarísk kaupsýslukona.
* [[1979]] - [[Sotirios Kyrgiakos]], grískur knattspyrnumaður.
* [[1987]] - [[Kosuke Ota]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1989]] - [[Daniel Radcliffe]], breskur leikari.
* [[1991]] - [[Trausti Eiríksson]], íslenskur körfuknattleiksmaður.
== Dáin ==
* [[1183]] - [[Hvamm-Sturla Þórðarson]], ættfaðir [[Sturlungar|Sturlunga]] (f. [[1116]]).
* [[1373]] - [[Heilög Birgitta frá Svíþjóð|Heilög Birgitta]], sænskur dýrlingur (f. [[1303]]).
* [[1562]] - [[Götz von Berlichingen]], þýskur riddari, fyrirmynd aðalpersónunnar í samnefndu leikriti [[Johann Wolfgang von Goethe|Göthes]] (f. um 1480).
* [[1789]] - [[Finnur Jónsson (biskup)|Finnur Jónsson]], biskup í Skálholti (f. [[1704]]).
* [[1836]] - [[Ísleifur Einarsson]], íslenskur sýslumaður (f. [[1765]]).
* [[1884]] - [[Hans Pétur Duus]], íslenskur kaupmaður (f. [[1829]]).
* [[1885]] - [[Ulysses S. Grant]], 18. forseti Bandarikjanna (f. [[1822]]).
* [[1923]] - [[Pancho Villa]], mexíkóskur byltingarforingi (f. [[1878]]).
* [[1945]] - [[Jón Jónsson (f. 1861)|Jón Jónsson]], íslenskur kaupfélagsstjóri (f. [[1861]]).
* [[1951]] - [[Philippe Pétain]], franskur herforingi (f. [[1856]]).
* [[1955]] - [[Cordell Hull]], bandarískur stjórnmálamaður (f. [[1871]]).
* [[2000]] - [[Benjamín H. J. Eiríksson]], íslenskur hagfræðingur (f. [[1910]]).
* [[2002]] - [[Hermann Lindemann]], þýskur knattspyrnumaður og [[þjálfarar meistaraflokks Fram í knattspyrnu karla|þjálfari Knattspyrnufélagsins Fram]] (f. [[1910]]).
* [[2004]] - [[Piero Piccioni]], ítalskt tónskáld (f. [[1921]]).
* [[2011]] - [[Amy Winehouse]], ensk söngkona (f. [[1983]]).
* [[2012]] - [[Sally Ride]], bandarískur geimfari (f. [[1951]]).
* [[2015]] - [[Nirmala Joshi]], nepölsk nunna (f. [[1934]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Júlí]]
rq8u049qp47bd0arbv7pexnw5i5ks1h
Spjall:Júlíanska tímatalið
1
28792
1761649
1761643
2022-07-23T12:29:07Z
Berserkur
10188
/* Búin að breyta úr „júlíska tímatalið“ í „júlíanska tímatalið“ alsstaða í ís:wp utan tilvísun */
wikitext
text/x-wiki
Ég vil leggja til að nafni þessarar greinar verði breytt í "Júlíanska tímatalið" sem virðist vera mun þekktari þýðing á "Julian Calendar". Hér innan Wikipedia er reyndar vísað alloft í "Júlíska tímatalið" en einnig er vísað í "Júlíanska tímatalið". Utan Wiki virðist nær eingöngu vera rætt um "Júlíanska". [[Notandi:Oliagust|Oliagust]] 2. júlí 2006 kl. 23:46 (UTC)
:Það ku víst vera málfræðilega „réttara“ að sleppa -an- viðskeytinu í íslensku, sbr [[:spjall:Gregoríska tímatalið]], og það er ekki rétt að við séum ein um að nota júlíska og gregoríska ef eitthvað er að marka Google. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] 2. júlí 2006 kl. 23:53 (UTC)
Ég finn ekkert um Júlíska á Google, þannig að það virðist ekki notað víða! Ég hafði reyndar ekki séð þessa umræðu um sama mál, þannig að kannski er búið að ræða þetta í kjölinn án þess að ég sé sammála niðurstöðunni. Ég byggi mitt mat annars bara bara á því sem almennt virðist notað. Það væri kannski spurning um að koma upp tilvísun á milli mismunandi rithátta. --[[Notandi:Oliagust|Oliagust]] 3. júlí 2006 kl. 03:00 (UTC)
:Ég er allavega búin að tengja á milli núna. --[[Notandi:Heiða María|Heiða María]] 3. júlí 2006 kl. 14:23 (UTC)
::Það er kanski þörf að velta fyrir sér hvort hlutverk Wikipedia sé að berjast fyrir réttri stafsetningu eða að útskýra orð og hugtök eins og þau eru almennt skrifuð? Ef slegið er á Google eftir "Júlíska" skilast 912 síður og eru þar af 910 á is.wikipedia.org. Nú, ef sami leikur er gerður með "Júlíanska" skilar það 1120 síðum og þar af 6 á is.wikipedia.org. Túlki það hver sem hann vill. [[Notandi:Masae|Masae]] 4. júlí 2006 kl. 21:49 (UTC)
:::Það var einmitt þetta sem ég var að fara. Ef stafsetningin er einstök á is.wikipedia þá finnur fólk ekki það sem það sækist eftir. Auðvitað hlýtur það samt að vera stefnan hér að hafa það sem réttast reynist! --[[Notandi:Oliagust|Oliagust]] 5. júlí 2006 kl. 06:31 (UTC)
::::Já, en þá er spurning hvað er rétt. Eigum við að fara eftir reglum og tilmælum Íslenskrar málstöðvar (sem ég tel réttast) eða eigum við að láta úrsláttakeppni á Google ráða því hvað rétt sé? Það er réttilega athugað að við verðum að taka tillit til almennrar málnotkunar, til þess höfum við tilvísanir — eins og stendur vísar [[Júlíanska tímatalið]] á [[Júlíska tímatalið]]. Svo er líka spurning hversu langt á að ganga í þeim efnum. Til umhugsunar; við getum leitað af orði sem er oft misritaði eins og „dálítið“ (sbr. ''dáldið'') þá kemur í ljós að orðið kemur fram á yfir 60 þúsund síðum rangt ritað á meðan rétti rithátturinn er á um 240 þúsund síðum (í úrsláttakeppni vinnur rétti rithátturinn en miðað við algengi hins vitlausa ætti kannski að gera ráð fyrir því að fólk skrifi orðið vitlaust). Hér verður líka að hafa í huga þá tilhneigingu okkar til að álíta það rétt sem flestir telja rétt, en eins og þið eflaust vitið er það ekki alltaf raunin ;) --[[Notandi:Iceman|Friðrik Bragi Dýrfjörð]] 5. júlí 2006 kl. 12:31 (UTC)
:::::Bara svo það komi fram þá fór einu sinni fram hérna löng rökræða um svipað efni (sjá [http://is.wikipedia.org/wiki/Notandaspjall:Cessator#Sn.C3.BAningur]). Hins vegar vantar enn tilvísun í það hvað íslensk málstöð hyggur í þessu tiltekna tilfelli. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] 5. júlí 2006 kl. 12:53 (UTC)
::::::Getur einhver athugað afstöðu íslenskra málstöðvar í þessu? Þangað til það er gert má nefna að Almanak Háskólans [http://www.almanak.hi.is/] og Vísindavefurinn [http://www.visindavefur.hi.is/] nota ''júlíanska'' og ekki ''júlíska''. --[[Notandi:Masae|Masae]] 5. júlí 2006 kl. 16:11 (UTC)
:::::::Efst hér er vitnað í umræðu af sama tagi varðandi [[Gregoríska tímatalið]], en þar kemur fram (ég sendi sjálfur póst til þeirra) að báðir rithættir fyrir finnast í íslensku en Gregoríska er málfræðilega réttara. Sama gildir um Júlíska-Júlíanska að öllum líkindum, þetta er sem sagt sama ''málvillan'' ef ég skil Íslenska málstöð rétt. Þér er að sjálfsögðu frjálst að senda póst sjálfur ef þú vilt, upplýsingar er hægt að finna á ismal.hi.is --[[Notandi:Iceman|Friðrik Bragi Dýrfjörð]] 5. júlí 2006 kl. 17:30 (UTC)
==Stór eða lítill stafur?==
Ég hefði haldið að það ætti að skrifa 'júlíska/júlíanska' eins og 'íslenska' (sk-reglan). --[[Notandi:Heiða María|Heiða María]] 3. júlí 2006 kl. 20:48 (UTC)
:Ef mér skjátlast ekki má maður velja hvort notaður er stór eða lítill stafur. Held t.d. að það sé jafn rétt að skrifa Evklíðsk og evklíðsk eða kartesísk og Kartesísk. --[[Notandi:Iceman|Friðrik Bragi Dýrfjörð]] 3. júlí 2006 kl. 22:46 (UTC)
::Ég lærði að það væri lítill stafur. Örugglega eitthvað um þetta í ritreglum Íslenskrar málstöðvar. --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 3. júlí 2006 kl. 22:48 (UTC)
:::Ætli gr. 20 og 21 eigi ekki við um „kartesískur“ og „evklíðsk“ o.s.frv. (viðhorf og stefnur kenndar við menn). --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 3. júlí 2006 kl. 22:58 (UTC)
::::Held það breyti engu hvort um hvers konar sérnöfn er að ræða (hvort það eru landaheiti, borgaheiti, eða heiti á fólki). -sk- reglan blífur samt. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] 3. júlí 2006 kl. 23:28 (UTC)
== Búin að breyta úr „júlíska tímatalið“ í „júlíanska tímatalið“ alsstaða í ís:wp utan tilvísun ==
Samkvæmt Íðorðasafni Árnastofnunar sem eins og segir um það, „Eitt af hlutverkum orðabanka er að samræma orðanotkun innan skyldra og óskyldra greina. Hann á að safna fræðiheitum og sameina þau þannig að ekki séu á kreiki mörg heiti um sama fyrirbærið. Íðorðbanki Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sinnir þessu hlutverki.“ Í Íðorðabanka er notað „júlíanskt tímatal,“ beyging „júlíanska tímatalið.“ Ég er því búin að breyta úr „júlíska tímatalið“ í „júlíanska tímatalið“ allsstaðar í ís:wp utan tilvísun og sem annað heiti yfir júlíanska tímatalið á síðu þess. [[Notandi:Bragi H|Bragi H]] ([[Notandaspjall:Bragi H|spjall]]) 23. júlí 2022 kl. 11:44 (UTC)
::
Breyta þá líka [[Júlíska-cládíska ættin]] og
[[Júlísku Alparnir]] ?
--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 23. júlí 2022 kl. 12:28 (UTC)
fp6sdg76tuar92uj017a4s68kiaq18s
Reykjavíkurhöfn
0
33017
1761665
1761313
2022-07-23T14:40:22Z
89.17.148.64
/* Saga Reykjavíkurhafnar */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Old_Harbour_of_Reykjavik_(5897420133).jpg|thumb|right|Reykjavíkurhöfn árið 2011]]
'''Reykjavíkurhöfn''' er [[Höfn (mannvirki)|höfn]] sem liggur út frá [[Kvosin]]ni í [[Miðborg Reykjavíkur]] í Reykjavíkinni utanverðri. Elsti hluti hennar, [[Ingólfsgarður]], var reistur frá [[1913]] til [[1915]] og lokið var við gerð [[Örfirisey]]jargarðs [[1917]]. Síðan þá hefur höfnin þróast mikið.
Höfnin skiptist í tvennt við [[Ægisgarður|Ægisgarð]], [[Vesturhöfn (Reykjavíkurhöfn)|Vesturhöfn]] ([[Grandagarður]] og [[Daníelsslippur]]) og [[Austurhöfn (Reykjavíkurhöfn)|Austurhöfn]] ([[smábátahöfn]]in, [[verbúð]]aruppfyllingin og [[Faxagarður]]). Mest atvinnustarfsemi er orðið í Vesturhöfninni þar sem landað er á Grandagarði en í Austurhöfninni eru aðallega smábátar, skútur og [[skemmtiferðaskip]] auk þess sem [[Landhelgisgæsla Íslands]] og [[Hafrannsóknastofnun]] hafa verið með aðstöðu á Faxagarði. [[Uppskipun]] úr [[flutningaskip]]um sem áður var í Austurhöfninni fluttist öll í [[Sundahöfn]] eftir árið [[1968]].
Nú standa yfir miklar framkvæmdir við Faxagarð og Ingólfsgarð í Austurhöfninni þar sem tónlistar- og ráðstefnumiðstöðina [[Harpa (tónlistarhús)|Harpan]] hefur risið.
==Saga Reykjavíkurhafnar==
Áður en höfnin var gerð var [[náttúruleg höfn]] og [[skipalægi]] austan við [[Örfirisey]], en verslunarhús höfðu staðið á [[Hólmurinn (Reykjavík)|Hólminum]] vestan Örfiriseyjar. Skipalægið þótti ekki gott, sérstaklega þegar minni [[skúta|skútur]] tóku að landa [[fiskur|fiski]] þar á [[19. öldin|19. öld]], vegna strauma og vegna þess hve opið það var fyrir norðlægum [[vindur|vindáttum]]. Kaupmenn í Reykjavík höfðu þá reist nokkrar tré[[bryggja|bryggjur]] í fjörunni, sem hófst norðan megin við [[Hafnarstræti (Reykjavík)|Hafnarstræti]], en engin þeirra hæfði fyrir skip vegna grynninga og selflytja varð aflann í land með smábátum.
[[Mynd:Togari.jpg|thumb|right|Togari við [[Austurbakki|Austurbakka]] í Austurhöfninni.]]
Hafist var handa við hafnargerðina fyrst árið 1913 vegna ótta verslunareigenda í Kvosinni við áform um hafnir annað hvort í [[Nauthólsvík]] í landi [[Skildinganes]]s (í lögsagnarumdæmi [[Seltjarnarnes]]s) eða í [[Viðey]]. Að auki hafði hin náttúrulega höfn austan Örfiriseyjar versnað við að grandinn sem lá út í eyna rofnaði [[1902]] svo að sjór gekk látlaust yfir. Ofsaveður [[1910]] þar sem mörg skip slitnuðu upp og skemmdust í hafnarlegunni átti einnig þátt í að þrýsta á um framkvæmdir.
Fyrstu framkvæmdirnar miðuðu að því að reisa [[Grandagarður|Grandagarð]] og gera síðan brimgarð ([[Örfiriseyjargarður]]) til austurs frá Örfirisey. Frá austri (frá [[Batteríið (Reykjavík)|Batteríinu]]) var síðan reistur annar garður, Ingólfsgarður, sem kom til móts við hinn og afmarkaði þannig hafnarsvæðið. Lögð var [[járnbraut]] frá [[Öskjuhlíð]] að höfninni til að flytja efni til hafnargerðarinnar. Fyrsti hluti hafnarinnar sem lokið var við var Ingólfsgarður og þar var gerð fyrsta bryggjan í Reykjavík sem úthafsskip gat lagst við. Bryggjan var kölluð [[Kolabryggja]].
Uppskipun úr [[flutningaskip]]um var mest í Austurhöfninni þar sem voru kranar og önnur aðstaða til flutninga. Fljótlega eftir [[Síðari heimsstyrjöldin]]a varð ljóst að sú aðstaða var of lítil. [[1960]] hófust framkvæmdir við [[Sundahöfn]] sem opnaði fyrsta áfanga árið [[1968]]. Eftir það fluttist öll flutningastarfsemi þangað og Austurhöfnin varð viðleguhöfn, meðal annars fyrir Landhelgisgæsluna.
==Heimildir==
* {{vefheimild|url=http://www.maritimemuseum.is/fraedsla/reykjavikurhofn/|titill=Reykjavíkurhöfn - lífæð borgarinnar|mánuðurskoðað=5. nóvember|árskoðað=2006}}
== Tenglar ==
* [http://www.timarit.is/?issueID=418221&pageSelected=0&lang=0 ''Reykjavíkurhöfn - forsaga hafnargerðarinnar''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1952]
* [http://www.timarit.is/?issueID=435222&pageSelected=1&lang=0 ''Við Reykjavíkurhöfn fyrir stríð''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1981]
* [http://www.timarit.is/?issueID=417764&pageSelected=6&lang=0 ''Reykjavíkurhöfn''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1946]
* [http://visir.is/budu-75-milljonir-i-hlut-borgarbyggdar-i-faxafloahofnum/article/2012120219995 Buðu 75 milljónir í hlut Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2815075 Reykjavíkurhöfn 50 ára (Þjóðviljinn, 260. tölublað (16.11.1967))]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000586340 ''Járnbrautin í Reykjavík 1913-1928''; Saga 1973]
{{commonscat|Reykjavík harbour|Reykjavíkurhöfn}}
{{Reykjavík}}
{{Stubbur|Reykjavík}}
[[Flokkur:Reykjavíkurhöfn| ]]
[[Flokkur:Mannvirki í Reykjavík]]
[[Flokkur:Miðborg Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Vesturbær Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Hafnir á Íslandi]]
{{hnit|64|09|08|N|21|56|18|W|display=title|region:IS}}
qfqsd74uvgdmyy68uh2bpqi44obmxac
Arsenal F.C.
0
34151
1761724
1760271
2022-07-23T22:51:01Z
31.209.245.103
/* Fyrstu skrefin */ laga tengil
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Arsenal Football Club
| Mynd =
| Gælunafn = ''Gunners''
| Stytt nafn = Arsenal F.C.
| Stofnað = 1886
| Leikvöllur = [[Emirates Stadium]]
| Stærð = 60.432
| Stjórnarformaður = {{ENG}} [[Peter Hill-Wood]]
| Knattspyrnustjóri = {{ESP}} [[Mikel Arteta]]
| Núverandi fyrirliði = [[Pierre Emerick Aubameyang]]
| Deild = [[Enska úrvalsdeildin]]
| Tímabil = 2021-2022
| Staðsetning = 5. sæti
| núverandi fyrirliði
| pattern_la1 = _arsenal1920h
| pattern_b1 = _arsenal1920h
| pattern_ra1 = _arsenal1920h
| pattern_sh1 = _afc201920h
| pattern_so1 = _afc1920hlong
| leftarm1 = FFFFFF
| body1 = FF0000
| rightarm1 = FFFFFF
| shorts1 = FFFFFF
| socks1 = FFFFFF
| pattern_la2 = _arsenal1920a
| pattern_b2 = _arsenal1920a
| pattern_ra2 = _arsenal1920a
| pattern_sh2 = _afc201920a
| pattern_so2 = _afc1920along
| leftarm2 = FFDF00
| body2 = FFDF00
| rightarm2 = FFDF00
| shorts2 = 000040
| socks2 = FFDF00
| pattern_la3 = _arsenal1920t
| pattern_b3 = _arsenal1920t
| pattern_ra3 = _arsenal1920t
| pattern_sh3 = _arsenal1920t
| pattern_so3 = _arsenal1920t_long
| leftarm3 = 000040
| body3 = 000040
| rightarm3 = 000040
| shorts3 = 000000
| socks3 = 000040
}}
[[Mynd:Arsenal Flag (7100433493).jpg|255px|thumb|left]]
{{Hreingera|vantar nútímasögu}}
'''Arsenal''' er [[Knattspyrna|knattspyrnulið]] í norðvestur hluta [[London|Lundúna]]. Það var stofnað árið [[1886]] og hét þá ''Dial Square'' en nafnið breyttist fljótt í ''Royal Arsenal'' og svo ''Woolwich Arsenal''. Í upphafi var það aðeins skipað starfsmönnum úr hinni konunglegu hergagnasmiðju sem staðsett var á svæðinu. Fyrsti leikurinn var leikinn við lið sem hét [[Eastern Wanderers]] og vann Arsenal þann leik 6-0.
===Leikmannahópur===
''1. febrúar 2021''
{{Fs start}}
{{Fs player|no=1 |nat=GER|pos=GK|name=[[Bernd Leno]]}}
{{Fs player|no=2 |nat=ESP|pos=DF|name=[[Héctor Bellerín]]}}
{{Fs player|no=3 |nat=SKO|pos=DF|name=[[Kieran Tierney]]}}
{{Fs player|no=6 |nat=BRA|pos=DF|name=[[Gabriel]]}}
{{Fs player|no=7 |nat=ENG|pos=MF|name=[[Bukayo Saka]]}}
{{Fs player|no=8 |nat=ESP|pos=MF|name=[[Dani Ceballos]]}} (''á láni frá [[Real Madrid]]'')
{{Fs player|no=9 |nat=FRA|pos=FW|name=[[Alexandre Lacazette]]}}
{{Fs player|no=11|nat=NOR|pos=MF|name=[[Martin Ødegaard]]}} (''á láni frá [[Real Madrid]]'')
{{Fs player|no=12|nat=BRA|pos=FW|name=[[Willian (footballer, born 1988)|Willian]]}}
{{Fs player|no=13|nat=ISL|pos=GK|name=[[Rúnar Alex Rúnarsson]]}}
{{Fs player|no=14|nat=GAB|pos=FW|name=[[Pierre-Emerick Aubameyang]]}} (fyrirliði)
{{Fs player|no=16|nat=ENG|pos=DF|name=[[Rob Holding]]}}
{{Fs player|no=17|nat=PRT|pos=DF|name=[[Cédric Soares]]}}
{{fs mid}}
{{Fs player|no=18|nat=GHA|pos=MF|name=[[Thomas Partey]]}}
{{Fs player|no=19|nat=CIV|pos=FW|name=[[Nicolas Pépé]]}}
{{Fs player|no=21|nat=ENG|pos=DF|name=[[Calum Chambers]]}}
{{Fs player|no=22|nat=ESP|pos=DF|name=[[Pablo Marí]]}}
{{Fs player|no=23|nat=BRA|pos=DF|name=[[David Luiz]]}}
{{Fs player|no=24|nat=ENG|pos=FW|name=[[Reiss Nelson]]}}
{{Fs player|no=25|nat=EGY|pos=MF|name=[[Mohamed Elneny]]}}
{{Fs player|no=30|nat=ENG|pos=FW|name=[[Eddie Nketiah]]}}
{{Fs player|no=32|nat=ENG|pos=MF|name=[[Emile Smith Rowe]]}}
{{Fs player| no=33|nat=AUS|pos=GK|name= [[Mathew Ryan]]}} (''á láni frá [[Brighton & Hove Albion]]'')
{{Fs player|no=34|nat=SUI|pos=MF|name=[[Granit Xhaka]]}}
{{Fs player|no=35|nat=BRA|pos=FW|name=[[Gabriel Martinelli]]}}
{{Fs end}}
== Saga ==
=== Fyrstu skrefin ===
[[Mynd:Arsenal 1888 squad photo.jpg|thumb|left|Lið Arsenal árið 1888]]
{{hreingera}}
Þannig hófst í raun saga þessa félags sem er eitt það stærsta í Englandi og var heillengi á árunum fyrir seinna stríð, stærsti klúbbur í heimi. Næsta skref var að skipta um nafn. Liðið hét nú Royal Arsenal. Aðstöðuleysi hindraði þessa stórhuga menn ekki í að halda áfram að spila knattspyrnu. Árið [[1891]] hafði félagið unnið allar bikarkeppnirnar í London og þar með skotist fram úr eldri liðum á borð við [[Tottenham]] og [[Milwall]]. En eitthvað vantaði uppá. Stóru liðin að norðan voru enn of sterk fyrir „litla“ Arsenal og það var ekki fyrr en atvinnumennsku var komið á hjá Arsenal að hjólin tóku að snúast af alvöru. Fljótlega voru umsvifin orðin það mikil að liðið varð að eignast leikvang. Fyrsti völlurinn sem Arsenal eignaðist var ''Manor Field'' við Manor veg og gátu þeir þar byggt stúku sem þeir gátu verið stoltir af En bakslag kom í þetta ferli þegar hin liðin í Norður Englandi sem hingað til höfðu viljað spila við Arsenal tóku nú uppá því að neita að spila við þá. Á þeim tíma var Arsenal eina liðið í suður-Englandi sem hafði tekið upp atvinnumennsku og það fór illa í hin liðin. [[Enska knattspyrnusambandið]] snéri líka baki við þeim svo nú urðu þeir að róa á önnur mið. Reynt var að fá stóru liðin fyrir sunnan til þess að stofna deild en þeir vildu það ekki. Nú voru góð ráð dýr. Arsenal sá nú fram á dökka tíma.
Þeir þurftu að leggja á sig löng og erfið ferðalög til að fá leiki og aðsókn á Manor Ground sem hingað til hafði verið mjög góð, eða um 12 þúsund manns á leik, fór ört dvínandi. Allt virtist vera á niðurleið þegar [[Henry Norris]] kom til bjargar. Sá var formaður [[Fulham]] og vildi hann yfirtaka Arsenal og flytja það til Craven Cottage sem var heimavöllur Fulham. Stjórn deildakeppninnar var mótfallinn þessari sameiningu svo nú hófst tími uppbyggingar hjá Norris og félögum.
Norris byrjaði á því að kaupa [[Alf Common]] sem var fyrsti leikmaðurinn til þess að kosta meira en 100.000 pund en hann breytti litlu og liðið hélt áfram að tapa.
Sala á leikmönnum var óumflýjanleg því skuldir félagsins voru háar. Ekki hefur það verið til þess að styrkja liðið og árið [[1912]] gerðist svo hið umflýjanlega, Arsenal féll í aðra deild eftir að lenda í neðsta sæti 1. deildar. Norris brást skjótt við og leitaði nú um allt að stað fyrir nýjan leikvang fyrir félagið. Norris hafði augastað á svæði í norðurhluta London þar sem [[Highbury]] reis svo síðar. Deildarstjórnin tók líka skýrt fram að norður-London væri nægilega stórt svæði fyrir tvö lið, Tottenham og Arsenal. Fyrsti leikurinn á Highbury var spilaður í apríl [[1913]]. Leicester Fosse voru lagðir að velli 2-1. Þá hafði Norris breytt nafninu og nú hét liðið '''Arsenal'''. Segja má að Norrris hafi tekið fyrstu skrefin í þá átt að gera Arsenal að því stórveldi sem það var á árunum eftir stríð.
Árið 1919 spilaði hann svo loks út stærsta trompinu. Stjórn deildarinnar hafði ákveðið að fjölga um tvö lið í efstu deild. Norris sá að ef Arsenal ætti að lifa af þá yrðu þeir að fá þennan séns. Norris sem nú var kominn með aðalstign og átti sæti á þinginu notaði öll sín áhrif til þess að koma Arsenal á framfæri. Hann benti mönnum á að Arsenal hafði lengi spilað í efstu deild og fannst því að þeir ættu sætið skilið. Það kom svo á daginn að Derby og Preston, tvö efstu lið 2.deildar fengu sitt sæti ásamt [[Chelsea F.C.]] og þá var komið að því. Hvort yrði það Arsenal eða Tottenham sem hlyti aukasætið? Norris hafði áunnið sér stuðning forseta deildarkeppninnar og hann flutti snjalla ræðu sem varð til þess að Arsenal hreppti hnossið. En lífið brosti ekki við Arsenal. Norris reyndi allt sem hann gat en bág fjárhagsstaða og slakur árangur gerðu illt verra. Takmark Norris um að gera Arsenal að stærsta liði Englands hafði ekki tekist og hann ákvað að segja af sér. Hann auglýsti eftir nýjum framkvæmdarstjóra og sagði svo af sér. En hugsjónir hans höfðu orðið stjórnarmönnum í Arsenal hvatning til að gera betur og næstu ár skyldu verða ár uppbyggingar.
{{Enska úrvalsdeildin}}
[[Flokkur:Ensk knattspyrnufélög]]
[[Flokkur:Arsenal F.C.| ]]
{{s|1886}}
i2j7fukawbowss59z863g9zotbfd6rb
Quarashi
0
36361
1761681
1601259
2022-07-23T17:55:50Z
Siggason
12601
Meðlimir og snið{tónlistarfólk}
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
|heiti = Quarashi
|mynd =
|stærð = 250px
|myndatexti =
|nefni =
|uppruni = [[Reykjavík]], [[Ísland|Íslandi]]
|stefna = [[Rapp]]
|ár = 1996–2005, 2016–í dag
|út = Sony/Lax/Pop Músík/Japis/Sproti/Columbia/Time Bomb/Skífan/Dennis
|sam =
|vef =
|nú = [[Höskuldur Ólafsson]]<br />Sölvi Blöndal<br />Egill Ólafur Thorarensen<br />Steinar Orri Fjeldsted<br />Ómar Örn Hauksson
|fyrr =
}}
'''Quarashi''' var [[Ísland|íslensk]] [[rapp]]/[[hip hop]] [[hljómsveit]] frá [[Reykjavík]]. Hún er þekkt í Bandaríkjunum, Íslandi og Japan. Hljómsveitin hefur auk þessara landa farið í tónleikaferðalag til Ástralíu og Kanada.<ref name="NewYorkTókýó">{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=687102|title=New York - Tókýó - Reykjavík|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Meðlimir sveitarinnar samanstanda af þremur röppurum, þeim [[Höskuldur Ólafsson|Höskuldi Ólafssyni]], talsmanns sveitarinnar, Omar Swarez (Ómar Örn Hauksson) og Steina (Steinar Orri Fjeldsted) ásamt Sölva Blöndal sem útsetningarstjóri, hljómborðsleikari, slagverksleikari og trommari.
Í beinum útsendingum slógust í hópinn gítarleikari (Smári „Tarfur“ Jósepsson, kom seinna í staðinn fyrir Viðar Hákon Gíslason), Gaukur Úlfarsson bassaleikari, og plötusnúðurinn (DJ Dice, sem var síðar skipt út fyrir DJ Magic).
Quarashi hefur gefið út fimm breiðskífur og heita þær [[Quarashi (breiðskífa)|Quarashi]] (sem kom út 1997), [[Xeneizes]] (kom út árið [[1999]]), [[Jinx]] (kom út árið [[2002]]), [[Kristnihald undir jökli (breiðskífa)|Kristnihald undir jökli]] (kom út árið 2001) og [[Guerilla disco]] (kom út árið [[2004]]). Árið 2009 var Platan ''Demos & B-Sides'' gefin út á síðunni quarashimusic.blogspot.com sem inniheldur ''Mess It Up'', ''Orð Morð'' og fleiri lög sem ekki hafa komið út á breiðskífum sveitarinnar. Demos & B-Sides inniheldur einnig tónleika upptökur af nokkrum lögum.
== Meðlimir ==
=== Núverandi ===
* [[Höskuldur Ólafsson]] (Hössi) - [[Söngur]]
* Egill Ólafur Thorarensen (Tiny) - [[Söngur]]
* Ómar Örn Hauksson (Ómar Swarez) - [[Söngur]]
* Steinar Orri Fjeldsted (Steini) - [[Söngur]]
* Sölvi Blöndal - [[Trommur]]/[[Hljómborð]]
=== Fyrrverandi ===
* Gísli Þorgeirsson (Gísli Galdur) - [[Plötusnúður]]
* Bjössi Ingimundarson (DJ Dice) - [[Plötusnúður]]
* Gaukur Úlfarsson - [[Bassi]]
* Smári Jósepsson (Tarfur) - [[Gítar]]
* Hrannar Ingimarsson - [[Hljóðblöndun]]/[[Gítar]]/[[Hljómborð]]
* Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) - [[Söngur]]
* Viðar Hákon Gíslason - [[Bassi]]/[[Gítar]]
* Richard Oddur Hauksson - [[Plötusnúður]]
== Saga ==
Sölvi og Ómar hittust þegar að þeir voru krakkar í mótmælum gegn herstöð Bandaríkjanna í Keflavík, á Íslandi. Sölvi hitti Steina á vettvangi hjólabrettana og Höskuld í Háskóla Íslands. Steini var á þessum tíma þekktur fyrir hjólabrettaiðkun og hafði unnið nokkrar keppnir. Steini var kallaður ''Quarashi'' sem hjólabrettakappi og nafn hljómsveitarinnar kemur þaðan. Quarashi þýðir jafnframt ofurnáttúrulegur á arabísku. Upphaflega átti Höskuldur að vera söngvari, en eftir að Sölvi heyrði Höskuld rappa var planinu breytt og hljómsveitin var með þrjá rappara. Stuttu eftir stofnun hljómsveitarinnar, 29. Nóvember 1996 gaf hljómsveitin út sína fyrstu smáskífu, Switchstance undir plötufyrirtæki Sölva, Lax Records.
Ári síðar gaf sveitin út sýna fyrstu breiðskífu, [[Quarashi (breiðskífa)|samnefnda hljómsveitinni]], 13. október 1997. Richard Oddur Hauksson var með hljómsveitinni við tökur plötunnar sem plötusnúður. Lög Quarashi frá smáskífunni ''Switchstance'' er að finna á breiðskífunni Quarashi, mikið breytt. Tónlistarstefna plötunnar og Quarashi er nútímarapp. Textasmíði hljómsveitarmannana Steina og Höskuldar eru mismunandi. Hössi er sögumaður, en Steini spáir í yfirnáttúrulegum hlutum og félögum sínum. Sölvi semur síðan lög hljómsveitarinnar. Hljómsveitin er jafnframt með plötunni fyrsta íslenska hljómsveitin sem rappar undir rapptónlist.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=354805|title=Quarashi Beðið er breiðskífu rappsveitarinnar Quarashi af mikilli óþreyju|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Vinsældir plötunnar Quarashi voru miklar á Íslandi, hún seldist í 6.000 eintökum og er svokölluð gullplata. Quarashi fór í tónleikarferð yfir allt Ísland og var opnunarband The Fungees og The Prodigy.
Á næstu árum fór Sölvi í ferðalag til Suður Ameríku. Sú ferð hafði mikil áhrif á næstu plötu sveitarinnar, ''[[Xeneizes]]''. Nafn plötunnar kemur frá áhorfendafélagi Argentínska fótboltafélagsins Boca Juniors. Platan var gefin út 25. október 1999. Platan varð önnur gullplata Quarashi og fékk mikla athygli frá Bandaríkjunum og Bretlandi, þrátt fyrir að hljómsveitin hafði aldrei leitað til erlendra útgáfufyrirtækja. Nokkur Bresk útgáfufyrirtæki sýndu plötunni áhuga, en Quarashi hafnaði þeim öllum.
=== Frægð í Bandaríkjunum ===
Hljómsveitin var með samning við Bandaríska útgáfufyrirtækið Time Bomb Recordings. Quarashi voru aldrei jafn vinsælir í Bandaríkjunum eins og í Japan eða Íslandi. Þeir tóku þó þátt í herferð [[MTV|MTV2]] og tímaritið Spin nefndi Quarashi sem áhugaverða hljómsveit, árið 2002. Lagið ''Stick ´Em up'' hljómaði í kvikmyndinni Orange County og þáttunum Alias og [[Smallville]].<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251373&pageId=3469431&lang=is|title=„Hafa þetta lag þegar verið er að meiða einhvern“|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Quarashi tók jafnframt þátt í Warped túrnum árið 2002.<ref name="NewYorkTókýó"></ref> Hljómplatan ''[[Jinx]]'' seldist í rúmlega 100.000 eintökum í Bandaríkjunum.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=201114&pageId=3033837&lang=is|title=Nálgast 100.000 eintök í Bandaríkjunum|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref>
=== Frægð í Japan ===
Quarashi voru með samning við Sony í Japan. Þeir fóru í tónleikaferðalag árið 2002. Í tónleikaferðalaginu fóru þeir til Japan árið 2002, til höfuðborgarinnar Tókýó og Osaka á hátíðinni Summer Sonic.<ref name="NewYorkTókýó"></ref> Í kjölfarið fóru þeir í samstarf við Japönsku sveitina ''YKZ'' um tíma. Ómar Swarez, meðlimur Quarashi sagði á þeim tíma, að þeir sem væru nógu klikkaðir og kjánalegir kæmust áfram og yrðu frægir í Japan.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251533&pageId=3474795&lang=is|title=„Af hverju sest sólin ekki?“|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Quarashi náði 7 sæti japanska HMV listans með plötunni ''[[Guerilla disco]]''.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=265578&pageId=3759931&lang=is|title=Sveitaböllin eru dauð|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> 27 þúsund eintök voru prentuð fyrirfram af plötunni til Japans og allar fyrri plötur hljómsveitarinnar höfðu selst í um 100.000 eintökum í landinu.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=265365&pageId=3753711&lang=is|title=27 þúsund eintök pöntuð fyrir fram|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref>
== Heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
{{stubbur|tónlist}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
03r8jtjjofqzvqwlyocsfdvystbvqij
1761689
1761681
2022-07-23T18:33:25Z
Siggason
12601
Útgefið efni bætt við
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
|heiti = Quarashi
|mynd =
|stærð = 250px
|myndatexti =
|nefni =
|uppruni = [[Reykjavík]], [[Ísland|Íslandi]]
|stefna = [[Rapp]]
|ár = 1996–2005, 2016–í dag
|út = Sony/Lax/Pop Músík/Japis/Sproti/Columbia/Time Bomb/Skífan/Dennis
|sam =
|vef =
|nú = [[Höskuldur Ólafsson]]<br />Sölvi Blöndal<br />Egill Ólafur Thorarensen<br />Steinar Orri Fjeldsted<br />Ómar Örn Hauksson
|fyrr =
}}
'''Quarashi''' var [[Ísland|íslensk]] [[rapp]]/[[hip hop]] [[hljómsveit]] frá [[Reykjavík]]. Hún er þekkt í Bandaríkjunum, Íslandi og Japan. Hljómsveitin hefur auk þessara landa farið í tónleikaferðalag til Ástralíu og Kanada.<ref name="NewYorkTókýó">{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=687102|title=New York - Tókýó - Reykjavík|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Meðlimir sveitarinnar samanstanda af þremur röppurum, þeim [[Höskuldur Ólafsson|Höskuldi Ólafssyni]], talsmanns sveitarinnar, Omar Swarez (Ómar Örn Hauksson) og Steina (Steinar Orri Fjeldsted) ásamt Sölva Blöndal sem útsetningarstjóri, hljómborðsleikari, slagverksleikari og trommari.
Í beinum útsendingum slógust í hópinn gítarleikari (Smári „Tarfur“ Jósepsson, kom seinna í staðinn fyrir Viðar Hákon Gíslason), Gaukur Úlfarsson bassaleikari, og plötusnúðurinn (DJ Dice, sem var síðar skipt út fyrir DJ Magic).
Quarashi hefur gefið út fimm breiðskífur og heita þær [[Quarashi (breiðskífa)|Quarashi]] (sem kom út 1997), [[Xeneizes]] (kom út árið [[1999]]), [[Jinx]] (kom út árið [[2002]]), [[Kristnihald undir jökli (breiðskífa)|Kristnihald undir jökli]] (kom út árið 2001) og [[Guerilla disco]] (kom út árið [[2004]]). Árið 2009 var Platan ''Demos & B-Sides'' gefin út á síðunni quarashimusic.blogspot.com sem inniheldur ''Mess It Up'', ''Orð Morð'' og fleiri lög sem ekki hafa komið út á breiðskífum sveitarinnar. Demos & B-Sides inniheldur einnig tónleika upptökur af nokkrum lögum.
== Meðlimir ==
=== Núverandi ===
* [[Höskuldur Ólafsson]] (Hössi) - [[Söngur]]
* Egill Ólafur Thorarensen (Tiny) - [[Söngur]]
* Ómar Örn Hauksson (Ómar Swarez) - [[Söngur]]
* Steinar Orri Fjeldsted (Steini) - [[Söngur]]
* Sölvi Blöndal - [[Trommur]]/[[Hljómborð]]
=== Fyrrverandi ===
* Gísli Þorgeirsson (Gísli Galdur) - [[Plötusnúður]]
* Bjössi Ingimundarson (DJ Dice) - [[Plötusnúður]]
* Gaukur Úlfarsson - [[Bassi]]
* Smári Jósepsson (Tarfur) - [[Gítar]]
* Hrannar Ingimarsson - [[Hljóðblöndun]]/[[Gítar]]/[[Hljómborð]]
* Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) - [[Söngur]]
* Viðar Hákon Gíslason - [[Bassi]]/[[Gítar]]
* Richard Oddur Hauksson - [[Plötusnúður]]
== Saga ==
Sölvi og Ómar hittust þegar að þeir voru krakkar í mótmælum gegn herstöð Bandaríkjanna í Keflavík, á Íslandi. Sölvi hitti Steina á vettvangi hjólabrettana og Höskuld í Háskóla Íslands. Steini var á þessum tíma þekktur fyrir hjólabrettaiðkun og hafði unnið nokkrar keppnir. Steini var kallaður ''Quarashi'' sem hjólabrettakappi og nafn hljómsveitarinnar kemur þaðan. Quarashi þýðir jafnframt ofurnáttúrulegur á arabísku. Upphaflega átti Höskuldur að vera söngvari, en eftir að Sölvi heyrði Höskuld rappa var planinu breytt og hljómsveitin var með þrjá rappara. Stuttu eftir stofnun hljómsveitarinnar, 29. Nóvember 1996 gaf hljómsveitin út sína fyrstu smáskífu, Switchstance undir plötufyrirtæki Sölva, Lax Records.
Ári síðar gaf sveitin út sýna fyrstu breiðskífu, [[Quarashi (breiðskífa)|samnefnda hljómsveitinni]], 13. október 1997. Richard Oddur Hauksson var með hljómsveitinni við tökur plötunnar sem plötusnúður. Lög Quarashi frá smáskífunni ''Switchstance'' er að finna á breiðskífunni Quarashi, mikið breytt. Tónlistarstefna plötunnar og Quarashi er nútímarapp. Textasmíði hljómsveitarmannana Steina og Höskuldar eru mismunandi. Hössi er sögumaður, en Steini spáir í yfirnáttúrulegum hlutum og félögum sínum. Sölvi semur síðan lög hljómsveitarinnar. Hljómsveitin er jafnframt með plötunni fyrsta íslenska hljómsveitin sem rappar undir rapptónlist.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=354805|title=Quarashi Beðið er breiðskífu rappsveitarinnar Quarashi af mikilli óþreyju|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Vinsældir plötunnar Quarashi voru miklar á Íslandi, hún seldist í 6.000 eintökum og er svokölluð gullplata. Quarashi fór í tónleikarferð yfir allt Ísland og var opnunarband The Fungees og The Prodigy.
Á næstu árum fór Sölvi í ferðalag til Suður Ameríku. Sú ferð hafði mikil áhrif á næstu plötu sveitarinnar, ''[[Xeneizes]]''. Nafn plötunnar kemur frá áhorfendafélagi Argentínska fótboltafélagsins Boca Juniors. Platan var gefin út 25. október 1999. Platan varð önnur gullplata Quarashi og fékk mikla athygli frá Bandaríkjunum og Bretlandi, þrátt fyrir að hljómsveitin hafði aldrei leitað til erlendra útgáfufyrirtækja. Nokkur Bresk útgáfufyrirtæki sýndu plötunni áhuga, en Quarashi hafnaði þeim öllum.
=== Frægð í Bandaríkjunum ===
Hljómsveitin var með samning við Bandaríska útgáfufyrirtækið Time Bomb Recordings. Quarashi voru aldrei jafn vinsælir í Bandaríkjunum eins og í Japan eða Íslandi. Þeir tóku þó þátt í herferð [[MTV|MTV2]] og tímaritið Spin nefndi Quarashi sem áhugaverða hljómsveit, árið 2002. Lagið ''Stick ´Em up'' hljómaði í kvikmyndinni Orange County og þáttunum Alias og [[Smallville]].<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251373&pageId=3469431&lang=is|title=„Hafa þetta lag þegar verið er að meiða einhvern“|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Quarashi tók jafnframt þátt í Warped túrnum árið 2002.<ref name="NewYorkTókýó"></ref> Hljómplatan ''[[Jinx]]'' seldist í rúmlega 100.000 eintökum í Bandaríkjunum.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=201114&pageId=3033837&lang=is|title=Nálgast 100.000 eintök í Bandaríkjunum|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref>
=== Frægð í Japan ===
Quarashi voru með samning við Sony í Japan. Þeir fóru í tónleikaferðalag árið 2002. Í tónleikaferðalaginu fóru þeir til Japan árið 2002, til höfuðborgarinnar Tókýó og Osaka á hátíðinni Summer Sonic.<ref name="NewYorkTókýó"></ref> Í kjölfarið fóru þeir í samstarf við Japönsku sveitina ''YKZ'' um tíma. Ómar Swarez, meðlimur Quarashi sagði á þeim tíma, að þeir sem væru nógu klikkaðir og kjánalegir kæmust áfram og yrðu frægir í Japan.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251533&pageId=3474795&lang=is|title=„Af hverju sest sólin ekki?“|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Quarashi náði 7 sæti japanska HMV listans með plötunni ''[[Guerilla disco]]''.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=265578&pageId=3759931&lang=is|title=Sveitaböllin eru dauð|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> 27 þúsund eintök voru prentuð fyrirfram af plötunni til Japans og allar fyrri plötur hljómsveitarinnar höfðu selst í um 100.000 eintökum í landinu.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=265365&pageId=3753711&lang=is|title=27 þúsund eintök pöntuð fyrir fram|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref>
== Útgefið efni ==
=== Breiðskífur ===
* ''[[Quarashi (breiðskífa)|Quarashi]]'' - (1997) - Lax Records/Pop Músík
* ''[[Xeneizes]]'' - (1999) - Japis
* ''[[Kristnihald undir jökli (breiðskífa)|Kristnihald undir Jökli]]'' - (2001) - Sproti
* ''[[Jinx]]'' - (2002) - Columbia Records/Time Bomb Recordings
* ''[[Guerilla disco]]'' - (2004–5) - Skífan/Dennis Records - Sony Japan
=== Safnplötur ===
* ''Anthology'' - (2011) - Laxmenn ehf
* ''Greatest Tricks'' - (2021)
===Smáskífur===
* ''Switchstance'' - (1996) - Lax Records
== Heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
{{stubbur|tónlist}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
2wbexj6pua4pclxk2g10vm899drklw2
1761690
1761689
2022-07-23T18:51:14Z
Siggason
12601
/* Útgefið efni */ Smáskífur og tónleikaplötur
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
|heiti = Quarashi
|mynd =
|stærð = 250px
|myndatexti =
|nefni =
|uppruni = [[Reykjavík]], [[Ísland|Íslandi]]
|stefna = [[Rapp]]
|ár = 1996–2005, 2016–í dag
|út = Sony/Lax/Pop Músík/Japis/Sproti/Columbia/Time Bomb/Skífan/Dennis
|sam =
|vef =
|nú = [[Höskuldur Ólafsson]]<br />Sölvi Blöndal<br />Egill Ólafur Thorarensen<br />Steinar Orri Fjeldsted<br />Ómar Örn Hauksson
|fyrr =
}}
'''Quarashi''' var [[Ísland|íslensk]] [[rapp]]/[[hip hop]] [[hljómsveit]] frá [[Reykjavík]]. Hún er þekkt í Bandaríkjunum, Íslandi og Japan. Hljómsveitin hefur auk þessara landa farið í tónleikaferðalag til Ástralíu og Kanada.<ref name="NewYorkTókýó">{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=687102|title=New York - Tókýó - Reykjavík|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Meðlimir sveitarinnar samanstanda af þremur röppurum, þeim [[Höskuldur Ólafsson|Höskuldi Ólafssyni]], talsmanns sveitarinnar, Omar Swarez (Ómar Örn Hauksson) og Steina (Steinar Orri Fjeldsted) ásamt Sölva Blöndal sem útsetningarstjóri, hljómborðsleikari, slagverksleikari og trommari.
Í beinum útsendingum slógust í hópinn gítarleikari (Smári „Tarfur“ Jósepsson, kom seinna í staðinn fyrir Viðar Hákon Gíslason), Gaukur Úlfarsson bassaleikari, og plötusnúðurinn (DJ Dice, sem var síðar skipt út fyrir DJ Magic).
Quarashi hefur gefið út fimm breiðskífur og heita þær [[Quarashi (breiðskífa)|Quarashi]] (sem kom út 1997), [[Xeneizes]] (kom út árið [[1999]]), [[Jinx]] (kom út árið [[2002]]), [[Kristnihald undir jökli (breiðskífa)|Kristnihald undir jökli]] (kom út árið 2001) og [[Guerilla disco]] (kom út árið [[2004]]). Árið 2009 var Platan ''Demos & B-Sides'' gefin út á síðunni quarashimusic.blogspot.com sem inniheldur ''Mess It Up'', ''Orð Morð'' og fleiri lög sem ekki hafa komið út á breiðskífum sveitarinnar. Demos & B-Sides inniheldur einnig tónleika upptökur af nokkrum lögum.
== Meðlimir ==
=== Núverandi ===
* [[Höskuldur Ólafsson]] (Hössi) - [[Söngur]]
* Egill Ólafur Thorarensen (Tiny) - [[Söngur]]
* Ómar Örn Hauksson (Ómar Swarez) - [[Söngur]]
* Steinar Orri Fjeldsted (Steini) - [[Söngur]]
* Sölvi Blöndal - [[Trommur]]/[[Hljómborð]]
=== Fyrrverandi ===
* Gísli Þorgeirsson (Gísli Galdur) - [[Plötusnúður]]
* Bjössi Ingimundarson (DJ Dice) - [[Plötusnúður]]
* Gaukur Úlfarsson - [[Bassi]]
* Smári Jósepsson (Tarfur) - [[Gítar]]
* Hrannar Ingimarsson - [[Hljóðblöndun]]/[[Gítar]]/[[Hljómborð]]
* Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) - [[Söngur]]
* Viðar Hákon Gíslason - [[Bassi]]/[[Gítar]]
* Richard Oddur Hauksson - [[Plötusnúður]]
== Saga ==
Sölvi og Ómar hittust þegar að þeir voru krakkar í mótmælum gegn herstöð Bandaríkjanna í Keflavík, á Íslandi. Sölvi hitti Steina á vettvangi hjólabrettana og Höskuld í Háskóla Íslands. Steini var á þessum tíma þekktur fyrir hjólabrettaiðkun og hafði unnið nokkrar keppnir. Steini var kallaður ''Quarashi'' sem hjólabrettakappi og nafn hljómsveitarinnar kemur þaðan. Quarashi þýðir jafnframt ofurnáttúrulegur á arabísku. Upphaflega átti Höskuldur að vera söngvari, en eftir að Sölvi heyrði Höskuld rappa var planinu breytt og hljómsveitin var með þrjá rappara. Stuttu eftir stofnun hljómsveitarinnar, 29. Nóvember 1996 gaf hljómsveitin út sína fyrstu smáskífu, Switchstance undir plötufyrirtæki Sölva, Lax Records.
Ári síðar gaf sveitin út sýna fyrstu breiðskífu, [[Quarashi (breiðskífa)|samnefnda hljómsveitinni]], 13. október 1997. Richard Oddur Hauksson var með hljómsveitinni við tökur plötunnar sem plötusnúður. Lög Quarashi frá smáskífunni ''Switchstance'' er að finna á breiðskífunni Quarashi, mikið breytt. Tónlistarstefna plötunnar og Quarashi er nútímarapp. Textasmíði hljómsveitarmannana Steina og Höskuldar eru mismunandi. Hössi er sögumaður, en Steini spáir í yfirnáttúrulegum hlutum og félögum sínum. Sölvi semur síðan lög hljómsveitarinnar. Hljómsveitin er jafnframt með plötunni fyrsta íslenska hljómsveitin sem rappar undir rapptónlist.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=354805|title=Quarashi Beðið er breiðskífu rappsveitarinnar Quarashi af mikilli óþreyju|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Vinsældir plötunnar Quarashi voru miklar á Íslandi, hún seldist í 6.000 eintökum og er svokölluð gullplata. Quarashi fór í tónleikarferð yfir allt Ísland og var opnunarband The Fungees og The Prodigy.
Á næstu árum fór Sölvi í ferðalag til Suður Ameríku. Sú ferð hafði mikil áhrif á næstu plötu sveitarinnar, ''[[Xeneizes]]''. Nafn plötunnar kemur frá áhorfendafélagi Argentínska fótboltafélagsins Boca Juniors. Platan var gefin út 25. október 1999. Platan varð önnur gullplata Quarashi og fékk mikla athygli frá Bandaríkjunum og Bretlandi, þrátt fyrir að hljómsveitin hafði aldrei leitað til erlendra útgáfufyrirtækja. Nokkur Bresk útgáfufyrirtæki sýndu plötunni áhuga, en Quarashi hafnaði þeim öllum.
=== Frægð í Bandaríkjunum ===
Hljómsveitin var með samning við Bandaríska útgáfufyrirtækið Time Bomb Recordings. Quarashi voru aldrei jafn vinsælir í Bandaríkjunum eins og í Japan eða Íslandi. Þeir tóku þó þátt í herferð [[MTV|MTV2]] og tímaritið Spin nefndi Quarashi sem áhugaverða hljómsveit, árið 2002. Lagið ''Stick ´Em up'' hljómaði í kvikmyndinni Orange County og þáttunum Alias og [[Smallville]].<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251373&pageId=3469431&lang=is|title=„Hafa þetta lag þegar verið er að meiða einhvern“|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Quarashi tók jafnframt þátt í Warped túrnum árið 2002.<ref name="NewYorkTókýó"></ref> Hljómplatan ''[[Jinx]]'' seldist í rúmlega 100.000 eintökum í Bandaríkjunum.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=201114&pageId=3033837&lang=is|title=Nálgast 100.000 eintök í Bandaríkjunum|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref>
=== Frægð í Japan ===
Quarashi voru með samning við Sony í Japan. Þeir fóru í tónleikaferðalag árið 2002. Í tónleikaferðalaginu fóru þeir til Japan árið 2002, til höfuðborgarinnar Tókýó og Osaka á hátíðinni Summer Sonic.<ref name="NewYorkTókýó"></ref> Í kjölfarið fóru þeir í samstarf við Japönsku sveitina ''YKZ'' um tíma. Ómar Swarez, meðlimur Quarashi sagði á þeim tíma, að þeir sem væru nógu klikkaðir og kjánalegir kæmust áfram og yrðu frægir í Japan.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251533&pageId=3474795&lang=is|title=„Af hverju sest sólin ekki?“|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Quarashi náði 7 sæti japanska HMV listans með plötunni ''[[Guerilla disco]]''.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=265578&pageId=3759931&lang=is|title=Sveitaböllin eru dauð|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> 27 þúsund eintök voru prentuð fyrirfram af plötunni til Japans og allar fyrri plötur hljómsveitarinnar höfðu selst í um 100.000 eintökum í landinu.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=265365&pageId=3753711&lang=is|title=27 þúsund eintök pöntuð fyrir fram|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref>
== Útgefið efni ==
=== Breiðskífur ===
* ''[[Quarashi (breiðskífa)|Quarashi]]'' - (1997) - Lax Records/Pop Músík
* ''[[Xeneizes]]'' - (1999) - Japis
* ''[[Kristnihald undir jökli (breiðskífa)|Kristnihald undir Jökli]]'' - (2001) - Sproti
* ''[[Jinx]]'' - (2002) - Columbia Records/Time Bomb Recordings
* ''[[Guerilla disco]]'' - (2004) - Skífan/Dennis Records - Sony Japan
=== Smáskífur ===
* ''Switchstance'' - (1996) - Lax Records
* ''Stick 'Em Up'' - (2002)
* ''Rock On!'' - (2014)
* ''Chicago'' - (2016)
=== Safnplötur ===
* ''Anthology'' - (2011) - Laxmenn ehf
* ''Greatest Tricks'' - (2021)
=== Tónleikaplötur ===
* ''Quarasi á Nasa (Live)'' - (2011)
== Heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
{{stubbur|tónlist}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
k97luximume6lmsplwxii5bkxclaoh0
1761710
1761690
2022-07-23T22:13:13Z
Siggason
12601
/* Núverandi */
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
|heiti = Quarashi
|mynd =
|stærð = 250px
|myndatexti =
|nefni =
|uppruni = [[Reykjavík]], [[Ísland|Íslandi]]
|stefna = [[Rapp]]
|ár = 1996–2005, 2016–í dag
|út = Sony/Lax/Pop Músík/Japis/Sproti/Columbia/Time Bomb/Skífan/Dennis
|sam =
|vef =
|nú = [[Höskuldur Ólafsson]]<br />Sölvi Blöndal<br />Egill Ólafur Thorarensen<br />Steinar Orri Fjeldsted<br />Ómar Örn Hauksson
|fyrr =
}}
'''Quarashi''' var [[Ísland|íslensk]] [[rapp]]/[[hip hop]] [[hljómsveit]] frá [[Reykjavík]]. Hún er þekkt í Bandaríkjunum, Íslandi og Japan. Hljómsveitin hefur auk þessara landa farið í tónleikaferðalag til Ástralíu og Kanada.<ref name="NewYorkTókýó">{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=687102|title=New York - Tókýó - Reykjavík|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Meðlimir sveitarinnar samanstanda af þremur röppurum, þeim [[Höskuldur Ólafsson|Höskuldi Ólafssyni]], talsmanns sveitarinnar, Omar Swarez (Ómar Örn Hauksson) og Steina (Steinar Orri Fjeldsted) ásamt Sölva Blöndal sem útsetningarstjóri, hljómborðsleikari, slagverksleikari og trommari.
Í beinum útsendingum slógust í hópinn gítarleikari (Smári „Tarfur“ Jósepsson, kom seinna í staðinn fyrir Viðar Hákon Gíslason), Gaukur Úlfarsson bassaleikari, og plötusnúðurinn (DJ Dice, sem var síðar skipt út fyrir DJ Magic).
Quarashi hefur gefið út fimm breiðskífur og heita þær [[Quarashi (breiðskífa)|Quarashi]] (sem kom út 1997), [[Xeneizes]] (kom út árið [[1999]]), [[Jinx]] (kom út árið [[2002]]), [[Kristnihald undir jökli (breiðskífa)|Kristnihald undir jökli]] (kom út árið 2001) og [[Guerilla disco]] (kom út árið [[2004]]). Árið 2009 var Platan ''Demos & B-Sides'' gefin út á síðunni quarashimusic.blogspot.com sem inniheldur ''Mess It Up'', ''Orð Morð'' og fleiri lög sem ekki hafa komið út á breiðskífum sveitarinnar. Demos & B-Sides inniheldur einnig tónleika upptökur af nokkrum lögum.
== Meðlimir ==
=== Núverandi ===
* [[Höskuldur Ólafsson (tónlistarmaður)|Höskuldur Ólafsson]] (Hössi) - [[Söngur]]
* Egill Ólafur Thorarensen (Tiny) - [[Söngur]]
* Ómar Örn Hauksson (Ómar Swarez) - [[Söngur]]
* Steinar Orri Fjeldsted (Steini) - [[Söngur]]
* [[Sölvi Blöndal (tónlistarmaður)|Sölvi Blöndal]] - [[Trommur]]/[[Hljómborð]]
=== Fyrrverandi ===
* Gísli Þorgeirsson (Gísli Galdur) - [[Plötusnúður]]
* Bjössi Ingimundarson (DJ Dice) - [[Plötusnúður]]
* Gaukur Úlfarsson - [[Bassi]]
* Smári Jósepsson (Tarfur) - [[Gítar]]
* Hrannar Ingimarsson - [[Hljóðblöndun]]/[[Gítar]]/[[Hljómborð]]
* Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) - [[Söngur]]
* Viðar Hákon Gíslason - [[Bassi]]/[[Gítar]]
* Richard Oddur Hauksson - [[Plötusnúður]]
== Saga ==
Sölvi og Ómar hittust þegar að þeir voru krakkar í mótmælum gegn herstöð Bandaríkjanna í Keflavík, á Íslandi. Sölvi hitti Steina á vettvangi hjólabrettana og Höskuld í Háskóla Íslands. Steini var á þessum tíma þekktur fyrir hjólabrettaiðkun og hafði unnið nokkrar keppnir. Steini var kallaður ''Quarashi'' sem hjólabrettakappi og nafn hljómsveitarinnar kemur þaðan. Quarashi þýðir jafnframt ofurnáttúrulegur á arabísku. Upphaflega átti Höskuldur að vera söngvari, en eftir að Sölvi heyrði Höskuld rappa var planinu breytt og hljómsveitin var með þrjá rappara. Stuttu eftir stofnun hljómsveitarinnar, 29. Nóvember 1996 gaf hljómsveitin út sína fyrstu smáskífu, Switchstance undir plötufyrirtæki Sölva, Lax Records.
Ári síðar gaf sveitin út sýna fyrstu breiðskífu, [[Quarashi (breiðskífa)|samnefnda hljómsveitinni]], 13. október 1997. Richard Oddur Hauksson var með hljómsveitinni við tökur plötunnar sem plötusnúður. Lög Quarashi frá smáskífunni ''Switchstance'' er að finna á breiðskífunni Quarashi, mikið breytt. Tónlistarstefna plötunnar og Quarashi er nútímarapp. Textasmíði hljómsveitarmannana Steina og Höskuldar eru mismunandi. Hössi er sögumaður, en Steini spáir í yfirnáttúrulegum hlutum og félögum sínum. Sölvi semur síðan lög hljómsveitarinnar. Hljómsveitin er jafnframt með plötunni fyrsta íslenska hljómsveitin sem rappar undir rapptónlist.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=354805|title=Quarashi Beðið er breiðskífu rappsveitarinnar Quarashi af mikilli óþreyju|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Vinsældir plötunnar Quarashi voru miklar á Íslandi, hún seldist í 6.000 eintökum og er svokölluð gullplata. Quarashi fór í tónleikarferð yfir allt Ísland og var opnunarband The Fungees og The Prodigy.
Á næstu árum fór Sölvi í ferðalag til Suður Ameríku. Sú ferð hafði mikil áhrif á næstu plötu sveitarinnar, ''[[Xeneizes]]''. Nafn plötunnar kemur frá áhorfendafélagi Argentínska fótboltafélagsins Boca Juniors. Platan var gefin út 25. október 1999. Platan varð önnur gullplata Quarashi og fékk mikla athygli frá Bandaríkjunum og Bretlandi, þrátt fyrir að hljómsveitin hafði aldrei leitað til erlendra útgáfufyrirtækja. Nokkur Bresk útgáfufyrirtæki sýndu plötunni áhuga, en Quarashi hafnaði þeim öllum.
=== Frægð í Bandaríkjunum ===
Hljómsveitin var með samning við Bandaríska útgáfufyrirtækið Time Bomb Recordings. Quarashi voru aldrei jafn vinsælir í Bandaríkjunum eins og í Japan eða Íslandi. Þeir tóku þó þátt í herferð [[MTV|MTV2]] og tímaritið Spin nefndi Quarashi sem áhugaverða hljómsveit, árið 2002. Lagið ''Stick ´Em up'' hljómaði í kvikmyndinni Orange County og þáttunum Alias og [[Smallville]].<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251373&pageId=3469431&lang=is|title=„Hafa þetta lag þegar verið er að meiða einhvern“|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Quarashi tók jafnframt þátt í Warped túrnum árið 2002.<ref name="NewYorkTókýó"></ref> Hljómplatan ''[[Jinx]]'' seldist í rúmlega 100.000 eintökum í Bandaríkjunum.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=201114&pageId=3033837&lang=is|title=Nálgast 100.000 eintök í Bandaríkjunum|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref>
=== Frægð í Japan ===
Quarashi voru með samning við Sony í Japan. Þeir fóru í tónleikaferðalag árið 2002. Í tónleikaferðalaginu fóru þeir til Japan árið 2002, til höfuðborgarinnar Tókýó og Osaka á hátíðinni Summer Sonic.<ref name="NewYorkTókýó"></ref> Í kjölfarið fóru þeir í samstarf við Japönsku sveitina ''YKZ'' um tíma. Ómar Swarez, meðlimur Quarashi sagði á þeim tíma, að þeir sem væru nógu klikkaðir og kjánalegir kæmust áfram og yrðu frægir í Japan.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251533&pageId=3474795&lang=is|title=„Af hverju sest sólin ekki?“|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Quarashi náði 7 sæti japanska HMV listans með plötunni ''[[Guerilla disco]]''.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=265578&pageId=3759931&lang=is|title=Sveitaböllin eru dauð|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> 27 þúsund eintök voru prentuð fyrirfram af plötunni til Japans og allar fyrri plötur hljómsveitarinnar höfðu selst í um 100.000 eintökum í landinu.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=265365&pageId=3753711&lang=is|title=27 þúsund eintök pöntuð fyrir fram|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref>
== Útgefið efni ==
=== Breiðskífur ===
* ''[[Quarashi (breiðskífa)|Quarashi]]'' - (1997) - Lax Records/Pop Músík
* ''[[Xeneizes]]'' - (1999) - Japis
* ''[[Kristnihald undir jökli (breiðskífa)|Kristnihald undir Jökli]]'' - (2001) - Sproti
* ''[[Jinx]]'' - (2002) - Columbia Records/Time Bomb Recordings
* ''[[Guerilla disco]]'' - (2004) - Skífan/Dennis Records - Sony Japan
=== Smáskífur ===
* ''Switchstance'' - (1996) - Lax Records
* ''Stick 'Em Up'' - (2002)
* ''Rock On!'' - (2014)
* ''Chicago'' - (2016)
=== Safnplötur ===
* ''Anthology'' - (2011) - Laxmenn ehf
* ''Greatest Tricks'' - (2021)
=== Tónleikaplötur ===
* ''Quarasi á Nasa (Live)'' - (2011)
== Heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
{{stubbur|tónlist}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
lh5fh9miavquc58gmbzfermxwdwnz94
1761711
1761710
2022-07-23T22:14:51Z
Siggason
12601
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
|heiti = Quarashi
|mynd =
|stærð = 250px
|myndatexti =
|nefni =
|uppruni = [[Reykjavík]], [[Ísland|Íslandi]]
|stefna = [[Rapp]]
|ár = 1996–2005, 2016–í dag
|út = Sony/Lax/Pop Músík/Japis/Sproti/Columbia/Time Bomb/Skífan/Dennis
|sam =
|vef =
|nú = [[Höskuldur Ólafsson (tónlistarmaður)|Höskuldur Ólafsson]]<br />[[Sölvi Blöndal (tónlistarmaður)|Sölvi Blöndal]]<br />Egill Ólafur Thorarensen<br />Steinar Orri Fjeldsted<br />Ómar Örn Hauksson
|fyrr =
}}
'''Quarashi''' var [[Ísland|íslensk]] [[rapp]]/[[hip hop]] [[hljómsveit]] frá [[Reykjavík]]. Hún er þekkt í Bandaríkjunum, Íslandi og Japan. Hljómsveitin hefur auk þessara landa farið í tónleikaferðalag til Ástralíu og Kanada.<ref name="NewYorkTókýó">{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=687102|title=New York - Tókýó - Reykjavík|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Meðlimir sveitarinnar samanstanda af þremur röppurum, þeim [[Höskuldur Ólafsson|Höskuldi Ólafssyni]], talsmanns sveitarinnar, Omar Swarez (Ómar Örn Hauksson) og Steina (Steinar Orri Fjeldsted) ásamt Sölva Blöndal sem útsetningarstjóri, hljómborðsleikari, slagverksleikari og trommari.
Í beinum útsendingum slógust í hópinn gítarleikari (Smári „Tarfur“ Jósepsson, kom seinna í staðinn fyrir Viðar Hákon Gíslason), Gaukur Úlfarsson bassaleikari, og plötusnúðurinn (DJ Dice, sem var síðar skipt út fyrir DJ Magic).
Quarashi hefur gefið út fimm breiðskífur og heita þær [[Quarashi (breiðskífa)|Quarashi]] (sem kom út 1997), [[Xeneizes]] (kom út árið [[1999]]), [[Jinx]] (kom út árið [[2002]]), [[Kristnihald undir jökli (breiðskífa)|Kristnihald undir jökli]] (kom út árið 2001) og [[Guerilla disco]] (kom út árið [[2004]]). Árið 2009 var Platan ''Demos & B-Sides'' gefin út á síðunni quarashimusic.blogspot.com sem inniheldur ''Mess It Up'', ''Orð Morð'' og fleiri lög sem ekki hafa komið út á breiðskífum sveitarinnar. Demos & B-Sides inniheldur einnig tónleika upptökur af nokkrum lögum.
== Meðlimir ==
=== Núverandi ===
* [[Höskuldur Ólafsson (tónlistarmaður)|Höskuldur Ólafsson]] (Hössi) - [[Söngur]]
* Egill Ólafur Thorarensen (Tiny) - [[Söngur]]
* Ómar Örn Hauksson (Ómar Swarez) - [[Söngur]]
* Steinar Orri Fjeldsted (Steini) - [[Söngur]]
* [[Sölvi Blöndal (tónlistarmaður)|Sölvi Blöndal]] - [[Trommur]]/[[Hljómborð]]
=== Fyrrverandi ===
* Gísli Þorgeirsson (Gísli Galdur) - [[Plötusnúður]]
* Bjössi Ingimundarson (DJ Dice) - [[Plötusnúður]]
* Gaukur Úlfarsson - [[Bassi]]
* Smári Jósepsson (Tarfur) - [[Gítar]]
* Hrannar Ingimarsson - [[Hljóðblöndun]]/[[Gítar]]/[[Hljómborð]]
* Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) - [[Söngur]]
* Viðar Hákon Gíslason - [[Bassi]]/[[Gítar]]
* Richard Oddur Hauksson - [[Plötusnúður]]
== Saga ==
Sölvi og Ómar hittust þegar að þeir voru krakkar í mótmælum gegn herstöð Bandaríkjanna í Keflavík, á Íslandi. Sölvi hitti Steina á vettvangi hjólabrettana og Höskuld í Háskóla Íslands. Steini var á þessum tíma þekktur fyrir hjólabrettaiðkun og hafði unnið nokkrar keppnir. Steini var kallaður ''Quarashi'' sem hjólabrettakappi og nafn hljómsveitarinnar kemur þaðan. Quarashi þýðir jafnframt ofurnáttúrulegur á arabísku. Upphaflega átti Höskuldur að vera söngvari, en eftir að Sölvi heyrði Höskuld rappa var planinu breytt og hljómsveitin var með þrjá rappara. Stuttu eftir stofnun hljómsveitarinnar, 29. Nóvember 1996 gaf hljómsveitin út sína fyrstu smáskífu, Switchstance undir plötufyrirtæki Sölva, Lax Records.
Ári síðar gaf sveitin út sýna fyrstu breiðskífu, [[Quarashi (breiðskífa)|samnefnda hljómsveitinni]], 13. október 1997. Richard Oddur Hauksson var með hljómsveitinni við tökur plötunnar sem plötusnúður. Lög Quarashi frá smáskífunni ''Switchstance'' er að finna á breiðskífunni Quarashi, mikið breytt. Tónlistarstefna plötunnar og Quarashi er nútímarapp. Textasmíði hljómsveitarmannana Steina og Höskuldar eru mismunandi. Hössi er sögumaður, en Steini spáir í yfirnáttúrulegum hlutum og félögum sínum. Sölvi semur síðan lög hljómsveitarinnar. Hljómsveitin er jafnframt með plötunni fyrsta íslenska hljómsveitin sem rappar undir rapptónlist.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=354805|title=Quarashi Beðið er breiðskífu rappsveitarinnar Quarashi af mikilli óþreyju|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Vinsældir plötunnar Quarashi voru miklar á Íslandi, hún seldist í 6.000 eintökum og er svokölluð gullplata. Quarashi fór í tónleikarferð yfir allt Ísland og var opnunarband The Fungees og The Prodigy.
Á næstu árum fór Sölvi í ferðalag til Suður Ameríku. Sú ferð hafði mikil áhrif á næstu plötu sveitarinnar, ''[[Xeneizes]]''. Nafn plötunnar kemur frá áhorfendafélagi Argentínska fótboltafélagsins Boca Juniors. Platan var gefin út 25. október 1999. Platan varð önnur gullplata Quarashi og fékk mikla athygli frá Bandaríkjunum og Bretlandi, þrátt fyrir að hljómsveitin hafði aldrei leitað til erlendra útgáfufyrirtækja. Nokkur Bresk útgáfufyrirtæki sýndu plötunni áhuga, en Quarashi hafnaði þeim öllum.
=== Frægð í Bandaríkjunum ===
Hljómsveitin var með samning við Bandaríska útgáfufyrirtækið Time Bomb Recordings. Quarashi voru aldrei jafn vinsælir í Bandaríkjunum eins og í Japan eða Íslandi. Þeir tóku þó þátt í herferð [[MTV|MTV2]] og tímaritið Spin nefndi Quarashi sem áhugaverða hljómsveit, árið 2002. Lagið ''Stick ´Em up'' hljómaði í kvikmyndinni Orange County og þáttunum Alias og [[Smallville]].<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251373&pageId=3469431&lang=is|title=„Hafa þetta lag þegar verið er að meiða einhvern“|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Quarashi tók jafnframt þátt í Warped túrnum árið 2002.<ref name="NewYorkTókýó"></ref> Hljómplatan ''[[Jinx]]'' seldist í rúmlega 100.000 eintökum í Bandaríkjunum.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=201114&pageId=3033837&lang=is|title=Nálgast 100.000 eintök í Bandaríkjunum|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref>
=== Frægð í Japan ===
Quarashi voru með samning við Sony í Japan. Þeir fóru í tónleikaferðalag árið 2002. Í tónleikaferðalaginu fóru þeir til Japan árið 2002, til höfuðborgarinnar Tókýó og Osaka á hátíðinni Summer Sonic.<ref name="NewYorkTókýó"></ref> Í kjölfarið fóru þeir í samstarf við Japönsku sveitina ''YKZ'' um tíma. Ómar Swarez, meðlimur Quarashi sagði á þeim tíma, að þeir sem væru nógu klikkaðir og kjánalegir kæmust áfram og yrðu frægir í Japan.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251533&pageId=3474795&lang=is|title=„Af hverju sest sólin ekki?“|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Quarashi náði 7 sæti japanska HMV listans með plötunni ''[[Guerilla disco]]''.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=265578&pageId=3759931&lang=is|title=Sveitaböllin eru dauð|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> 27 þúsund eintök voru prentuð fyrirfram af plötunni til Japans og allar fyrri plötur hljómsveitarinnar höfðu selst í um 100.000 eintökum í landinu.<ref>{{cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=265365&pageId=3753711&lang=is|title=27 þúsund eintök pöntuð fyrir fram|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref>
== Útgefið efni ==
=== Breiðskífur ===
* ''[[Quarashi (breiðskífa)|Quarashi]]'' - (1997) - Lax Records/Pop Músík
* ''[[Xeneizes]]'' - (1999) - Japis
* ''[[Kristnihald undir jökli (breiðskífa)|Kristnihald undir Jökli]]'' - (2001) - Sproti
* ''[[Jinx]]'' - (2002) - Columbia Records/Time Bomb Recordings
* ''[[Guerilla disco]]'' - (2004) - Skífan/Dennis Records - Sony Japan
=== Smáskífur ===
* ''Switchstance'' - (1996) - Lax Records
* ''Stick 'Em Up'' - (2002)
* ''Rock On!'' - (2014)
* ''Chicago'' - (2016)
=== Safnplötur ===
* ''Anthology'' - (2011) - Laxmenn ehf
* ''Greatest Tricks'' - (2021)
=== Tónleikaplötur ===
* ''Quarasi á Nasa (Live)'' - (2011)
== Heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
{{stubbur|tónlist}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
52wscnykbo1pbkkmge3lb2ouszxv483
Meistaradeild Evrópu
0
42163
1761717
1760300
2022-07-23T22:27:08Z
31.209.245.103
/* Saga */
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox football tournament
| name = UEFA Champions League
| founded = {{Start date and age|df=yes|1955}}<br />(endurnefnd 1992)
| region = Evrópa ([[UEFA]])
| number of teams = 32 (riðlakeppni)<br />80 (alls)
| qualifier for = [[UEFA Super Cup]]<br />[[FIFA Club World Cup]]
| related comps = {{nowrap|[[UEFA Europa League]] (2. stig)}}<br/>{{nowrap|[[UEFA Europa Conference League]] (3. stig)}}
| current champions = {{ESP}} [[Real Madrid]] (14. titill)
| most successful club = {{ESP}} [[Real Madrid CF|Real Madrid]] (14 titlar)
| website = [https://www.uefa.com/uefachampionsleague/ Opinber vefsíða]
| current = [[2021–22 UEFA Champions League]]
}}
[[Mynd:UEFA members Champs League group stage.png|thumb|Lönd sem hafa tekið þátt í riðlakeppni: Grænt. Lið sem ekki hafa tekið þátt í henni: Blátt.]]
'''Meistaradeild Evrópu''' ([[enska]]: UEFA Champions League) er árleg keppni í [[Knattspyrna|knattspyrnu]]. Keppnina heldur [[Knattspyrnusamband Evrópu]] fyrir öll bestu lið [[Evrópa|Evrópu]]. Sigurvegarar keppninnar hljóta Evrópumeistaratitilinn, sem eru mjög virt verðlaun í knattspyrnuheiminum. Sigurvegarinn í keppninni fær þátttökurétt í [[Evrópski ofurbikarinn|Evrópska ofurbikarnum]], sem og í heimsmeistarakeppni félagsliða. Meistaradeildinni var hleypt af stokkkunum [[1955]] og hét þá Evrópukeppni félagsliða, en [[1992]] var keppninni breytt í Meistaradeildina. Sigursælasta lið keppninnar er [[Real Madrid]], sem hefur unnið fjórtán sinnum.
== Saga ==
[[Mynd:Trofeo UEFA Champions League.jpg|thumb|Bikar Meistaradeildarinnar]]
Keppni evrópskra knattspyrnuliða var ekki ný af nálinni. [[1927]] hófst Mitropabikarinn, en það var félagskeppni liða frá [[Austurríki]], [[Ungverjaland]]i, [[Júgóslavía|Júgóslavíu]], [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]], [[Ítalía|Ítalíu]], [[Sviss]] og [[Rúmenía|Rúmeníu]]. Hún lagði hins vegar upp laupana við upphaf [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjaldarinnar síðari]]. Eftir stríð var önnur slík keppni í gangi, miklu minni þó, og hét hún Coupe Latine. Í henni kepptu meistaralið frá Ítalíu, [[Frakkland]]i, [[Spánn|Spáni]] og [[Portúgal]]. Hugmyndir um nýja Evrópukeppni með meistaraliðum frá sem flestum löndum í Evrópu fæddust snemma á sjötta áratugnum með Gabriel Hanot, íþróttafréttamanni L‘Équipe og fyrrverandi frönskum landsliðsmanni. Skipulagning Hanots var gerð opinber í blaðinu í [[desember]] [[1954]] og hófst keppnin sjálf á haustmánuðum árið eftir. 16 lið voru þátttakendur í fyrstu keppninni. Ekki sáu þó öll lið sér fært að taka þátt. T.d. meinaði [[Enska knattspyrnusambandið]] [[Chelsea F.C.|Chelsea]] þátttöku og var þá Gwardia Varsjá sent í staðin. Sigurvegari var Real Madrid sem sigraði franska liðið Stade Reims í úrslitaleik 4-3. Real Madrid vann keppnina reyndar 5 fyrstu skiptin, árangur sem ekkert annað lið hefur tekist að gera. Suðurevrópsk lið (frá Spáni, Ítalíu og Portúgal) sigruðu keppnina allt til [[1966]], en [[1967]] tókst [[Glasgow Celtic]] að sigra, fyrst breskra liða. Aðeins tvisvar hefur liði tekist að sigra keppnina þrisvar í röð (eftir hina stórkostlegu byrjun Real Madrid): [[Ajax Amsterdam|Ajax]] 1971-73 og [[Bayern München]] 1974-76. Mesta sigurganga liða frá einu landi var 1977-82 en þá sigruðu [[Liverpool (knattspyrnufélag)|Liverpool]], [[Nottingham Forest]] og [[Aston Villa]] til skiptis sex sinnum í röð. Einn sorglegasti viðburður keppninnar var úrslitaleikurinn [[1985]] á Heyselvellinum í [[Brussel]] milli [[Juventus]] og Liverpool, en þá hrundi veggur og létust við það 39 manns. Afleiðingarnar voru þær að ensk lið voru útilokuð frá keppninni í fimm ár (Liverpool í sjö ár). Frá byrjun til ársins [[1991]] var fyrirkomulag keppninnar útsláttur, þ.e. heimaleikur og útileikur. Á leiktíðinni 91-92 var í fyrsta sinn komið upp riðlum, þ.e. í átta liða úrslitum var liðunum komið fyrir í tveimur riðlum. Sigurlið riðlanna komust í úrslitaleikinn. [[1992]] var keppninni breytt í Meistaradeild Evrópu. Fyrsta árið (92-93) var fyrirkomulag keppninnar eins og á síðasta ári, þ.e. útsláttur og tveir riðlar. En [[1994]] var í fyrsta sinn komið upp riðlakeppni strax í upphafi. 16 lið voru sett í fjóra riðla. Efstu tvö liðin í riðlunum komust í átta liða úrslit. Í leiktíðunum 96-97 og 97-98 var liðunum fjölgað í 24 og léku þau í 6 riðlum. Efstu liðin í riðlunum og þau bestu sem lentu í öðru sæti komust í átta liða úrslit. Leiktíðina [[1999]]-[[2000]] var keppninni enn breytt. Að þessu sinni fengu 32 lið þátttökurétt og voru þau skipuð í átta riðla. Tvö efstu lið riðlanna mynduðu svo fjóra nýja riðla. Tvö efstu liðin þar komust í átta liða úrslit. Liðið í þriðja sæti fer í [[Evrópudeild UEFA]], en liðið í neðsta sæti fellur úr leik. Milliriðlarnir voru þó fljótt afnumdir, þannig að í dag hefst útsláttarkeppnin strax að lokinni fyrstu riðlakeppninni. Tólf af liðunum 32 voru meistarar í sínum eigin löndum, en þar að auki sex lið sem lentu í 2. sæti. Afgangurinn, 10 lið, vinna sér þátttökurétt með forkeppni.
== Úrslitaleikir ==
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
|-
!width=5%|Ár
!width=20%|Sigurvegarar
!width=5%|Staða
!width=20%|2. sæti
!width=15%|Völlur
|-
|[[2021]]/[[2022]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2021-22|Nánar]]''</small>
|{{ESP}} [[Real Madrid]]
|1-0
|{{ENG}} [[Liverpool FC]]
|[[Stade de France]],<br />[[París]], [[Frakkland]]
|-
|[[2020]]/[[2021]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2020-21|Nánar]]''</small>
|{{ENG}} [[Chelsea FC]]
|1-0
|{{ENG}} [[Manchester City]]
|[[Estádio do Dragao]],<br />[[Porto]], [[Portúgal]]
|-
|[[2019]]/[[2020]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2019-20|Nánar]]''</small>
|{{GER}} [[Bayern München]]
|1-0
|{{FRA}} [[Paris Saint-Germain]]
|[[Estádio da Luz]],<br />[[Lissabon]], [[Portúgal]]
|-
|[[2018]]/[[2019]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2018-19|Nánar]]''</small>
|{{ENG}} [[Liverpool FC]]
|2-0
|{{ENG}} [[Tottenham Hotspur]]
|[[Wanda Metropolitano]],<br />[[Madríd]], [[Spánn]]
|-
|[[2017]]/[[2018|2018]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2017-18|Nánar]]''</small>
|{{ESP}} [[Real Madrid]]
|3-1
|{{ENG}} [[Liverpool FC]]
|[[NSC Olimpiyskiy Stadium]],<br />[[Kiev]], [[Úkraína]]
|-
|[[2016]]/[[2017|2017]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2016-17|Nánar]]''</small>
|{{ESP}} [[Real Madrid]]
|4-1
|{{ITA}} [[Juventus]]
|[[Millenium Stadium]],<br />[[Cardiff]], [[Wales]]
|-
|[[2015]]/[[2016|2016]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2015-16|Nánar]]''</small>
|{{ESP}} [[Real Madrid]]
|1-1, 5-3 ([[Vítaspyrnukeppni (knattspyrna)|v.]])
|{{ESP}} [[Atlético Madrid]]
|[[San Siro]],<br />[[Mílanó]], [[Ítalía]]
|-
|[[2014]]/[[2015|2015]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2014-15|Nánar]]''</small>
|{{ESP}} [[FC Barcelona]]
|3-1
|{{ITA}} [[Juventus]]
|[[Olympiastadion]] ,<br />[[Berlín]], [[Þýskaland]]
|-
|[[2013]]/[[2014|14]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2013-14|Nánar]]''</small>
|{{ESP}} [[Real Madrid]]
|4-1
|{{ESP}} [[Atlético Madrid]]
|[[Estádio da Luz]] ,<br />[[Lissabon]], [[Portúgal]]
|-
|[[2012]]/[[2013|13]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2011-12|Nánar]]''</small>
|{{DEU}} [[Bayern München]]
|2-1
|{{DEU}} [[Borussia Dortmund]]
|[[Wembley]] ,<br />[[London]], [[England]]
|-
|[[2011]]/[[2012|12]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2011-12|Nánar]]''</small>
|{{ENG}} [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|1-1, 6-5 ([[Vítaspyrnukeppni (knattspyrna)|v.]])
|{{DEU}} [[Bayern München]]
|[[Wembley]] ,<br />[[London]], [[England]]
|-
|[[2010]]/[[2011|11]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2010-11|Nánar]]''</small>
|{{ESP}} [[FC Barcelona]]
|3-1
|{{ENG}} [[Manchester United]]
|[[Wembley]] ,<br />[[London]], [[England]]
|-
|[[2009]]/[[2010|10]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2009-10|Nánar]]''</small>
|{{ITA}} [[Inter Milan]]
|2-0
|{{DEU}} [[Bayern München]]
|[[Santiago Bernabeu]],<br />[[Madríd]], [[Spánn]]
|-
|[[2008]]/[[2009|09]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2008-09|Nánar]]''</small>
|{{ESP}} [[FC Barcelona]]
|2-0
|{{ENG}} [[Manchester United]]
|[[Stadio Olimpico]],<br />[[Róm]], [[Ítalía]]
|-
|[[2007]]/[[2008|08]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2007-08|Nánar]]''</small>
| {{ENG}} [[Manchester United]]
|1-1, 6-5 ([[Vítaspyrnukeppni (knattspyrna)|v.]])
| {{ENG}} [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|[[Luzhniki Stadium]],<br />[[Moskva]], [[Rússland]]
|-
|[[2006]]/[[2007|07]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2006-07|Nánar]]''</small>
| {{ITA}} [[AC Milan]]
|2-1
| {{ENG}} [[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|[[Ólympíuleikvangurinn í Aþenu]],<br />[[Aþena]], [[Grikkland]]
|-
|[[2005]]/[[2006|06]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2005-06|Nánar]]''</small>
| {{ESP}} [[FC Barcelona]]
|2-1
| {{ENG}} [[Arsenal FC]]
|[[Stade de France]],<br />[[París]], [[Frakkland]]
|-
|[[2004]]/[[2005|05]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2004-05|Nánar]]''</small>
| {{ENG}} [[Liverpool FC]]
|3-3, 3-2 ([[Vítaspyrnukeppni (knattspyrna)|v.]])
| {{ITA}} [[A.C. Milan]]
|[[Atatürk Olympic Stadium]],<br />[[Istanbul]], [[Tyrkland]]
|-
|[[2003]]/[[2004|04]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2003-04|Nánar]]''</small>
| {{PRT}} [[FC Porto|Porto]]
|3-0
| {{MCO}} [[AS Monaco FC|Monaco]]
|[[Veltins-Arena|Arena AufSchalke]],<br />[[Gelsenkirchen]], [[Þýskaland]]
|-
|[[2002]]/[[2003|03]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2002-03|Nánar]]''</small>
| {{ITA}} [[A.C. Milan]]
|0-0, 3-2 ([[Vítaspyrnukeppni (knattspyrna)|v.]])
| {{ITA}} [[Juventus F.C.|Juventus]]
|[[Old Trafford]],<br />[[Manchester]], [[England]] <br /></small>
|-
|[[2001]]/[[2002|02]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2001-02|Nánar]]''</small>
| {{ESP}} [[Real Madrid|Real Madrid FC]]
|2-1
| {{DEU}} [[Bayer 04 Leverkusen]]
|[[Hampden Park]],<br />[[Glasgow]], [[Skotland]]
|-
|[[2000]]/[[2001|01]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 2000-01|Nánar]]''</small>
| {{DEU}} [[Bayern München]]
|1-1, 5-4 ([[Vítaspyrnukeppni (knattspyrna)|v.]])
| {{ESP}} [[Valencia CF|Valencia]]
|[[San Siro]],<br />[[Mílanó]], [[Ítalía]]
|-
|[[1999]]/[[2000]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 1999-00|Nánar]]''</small>
| {{ESP}} [[Real Madrid|Real Madrid FC]]
|3-0
| {{ESP}} [[Valencia CF|Valencia]]
|[[Stade de France]],<br />[[París]], [[Frakkland]]
|-
|[[1998]]/[[1998|99]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 1998-99|Nánar]]''</small>
| {{ENG}} [[Manchester United FC]]
|2-1
| {{DEU}} [[Bayern München]]
|[[Camp Nou]],<br />[[FC Barcelona]], [[Spánn]]
|-
|[[1997]]/[[1998|98]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 1997-98|Nánar]]''</small>
| {{ESP}} [[Real Madrid|Real Madrid CF]]
|1 - 0
| {{ITA}} [[Juventus F.C.|Juventus FC]]
|[[Amsterdam ArenA]],<br />[[Amsterdam]], [[Holland]]
|-
|[[1996]]/[[1997|97]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 1996-97|Nánar]]''</small>
| {{DEU}} [[BV Borussia Dortmund|Borussia Dortmund]]
|3-1
| {{ITA}} [[Juventus F.C.|Juventus]]
|[[Olympiastadion]],<br />[[Munich]], [[Þýskaland]]
|-
|[[1995]]/[[1996|96]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 1995-96|Nánar]]''</small>
| {{ITA}} [[Juventus F.C.|Juventus FC]]
|1-1, 4-2 ([[Vítaspyrnukeppni (knattspyrna)|v.]])
| {{NLD}} [[Ajax Amsterdam|AFC Ajax]]
|[[Stadio Olimpico]],<br />[[Róm]], [[Ítalía]]
|-
|[[1994]]/[[1995|95]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 1994-95|Nánar]]''</small>
| {{NLD}} [[Ajax Amsterdam|AFC Ajax]]
|1-0
| {{ITA}} [[A.C. Milan|AC Milan]]
|[[Ernst Happel Stadium]],<br />[[Vínarborg]], [[Austurríki]]
|-
|[[1993]]/[[1994|94]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 1993-94|Nánar]]''</small>
| {{ITA}} [[A.C. Milan|AC Milan]]
|4-0
| {{ESP}} [[FC Barcelona]]
|[[Ólympíuleikvangurinn í Aþenu]],<br />[[Aþena]], [[Grikkland]]i
|-
|[[1992]]/[[1993|93]]<br /><small>''[[Meistaradeild Evrópu 1992-93|Nánar]]''</small>
| {{FRA}} [[Olympique de Marseille]]
|1-0
| {{ITA}} [[A.C. Milan|AC Milan]]
|[[Olympiastadion]],<br />[[Munich]], [[Þýskaland]]
|-
|[[1991]]/[[1992|92]]<br /><small>''[[European Cup 1991-92|Nánar]]''</small>
| {{ESP}} [[FC Barcelona]]
|1 - 0 ([[Framlenging (knattspyrna)|frl.]])
| {{ITA}} [[U.C. Sampdoria|UC Sampdoria]]
|[[Wembley]],<br />[[London]], [[England]]
|-
|[[1990]]/[[1991|91]]<br /><small>''[[European Cup 1990-91|Nánar]]''</small>
| [[Rauða stjarnan Belgrad]]
|0-0, 5-3 ([[Vítaspyrnukeppni (knattspyrna)|v.]])
| {{FRA}} [[Olympique de Marseille]]
|[[Stadio San Nicola]],<br />[[Bari]] , [[Ítalía]]
|-
|[[1989]]/[[1990|90]]<br /><small>''[[European Cup 1989-90|Nánar]]''</small>
| {{ITA}} [[A.C. Milan|AC Milan]]
|1-0
| {{PRT}} [[S.L. Benfica]]
|[[Ernst Happel Stadium|Prater Stadium]],<br />[[Vínarborg]], [[Austurríki]]
|-
|[[1988]]/[[1989|89]]<br /><small>''[[European Cup 1988-89|Nánar]]''</small>
| {{ITA}} [[A.C. Milan|AC Milan]]
|4-0
| [[FCSB|Steau Bucharest]]
|[[Camp Nou]],<br />[[Barcelona]], [[Spánn]]
|-
|[[1987]]/[[1988|88]]<br /><small>''[[European Cup 1987-88|Nánar]]''</small>
| {{NLD}} [[PSV Eindhoven]]
|0-0, 6-5 ([[Vítaspyrnukeppni (knattspyrna)|v.]])
| {{PRT}} [[S.L. Benfica|Benfica]]
|[[Neckarstadion]],<br />[[Stuttgart]], [[Þýskaland]]
|-
|[[1986]]/[[1987|87]]<br /><small>''[[European Cup 1986-87|Nánar]]''</small>
| {{PRT}} [[Futebol Clube do Porto|FC Porto]]
|2-1
| {{DEU}} [[Bayern München]]
|[[Ernst Happel Stadium|Prater Stadium]],<br />[[Vínarborg]], [[Austurríki]]
|-
|[[1985]]/[[1986|86]]<br /><small>''[[European Cup 1985-86|Nánar]]''</small>
| [[FCSB|Steaua Búkarest]]
|0-0, 2-0 ([[Vítaspyrnukeppni (knattspyrna)|v.]])
| {{ESP}} [[FC Barcelona]]
|[[Sánchez Pizjuán]],<br />[[Sevilla]], [[Spánn]]
|-
|[[1984]]/[[1985|85]]<br /><small>''[[European Cup 1984-85|Nánar]]''</small>
| {{ITA}} [[Juventus F.C.|Juventus]]
|1-0
| {{ENG}} [[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|[[Heysel Stadium]],<br />[[Brussel]], [[Belgía]]
|-
|[[1983]]/[[1984|84]]<br /><small>''[[European Cup 1983-84|Nánar]]''</small>
| {{ENG}} [[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|1-1, 4-2 ([[Vítaspyrnukeppni (knattspyrna)|v.]])
| {{ITA}} [[A.S. Roma|AS Roma]]
|[[Stadio Olimpico]],<br />[[Róm]] , [[Ítalía]]
|-
|[[1982]]/[[1983|83]]<br /><small>''[[European Cup 1982-83|Nánar]]''</small>
| {{DEU}} [[Hamburger SV]]
|1-0
| {{ITA}} [[Juventus F.C.|Juventus]]
|[[Ólympíuleikvangurinn í Aþenu]],<br />[[Aþena]], [[Grikkland]]
|-
|[[1981]]/[[1982|82]]<br /><small>''[[European Cup 1981-82|Nánar]]''</small>
| {{ENG}} [[Aston Villa F.C.|Aston Villa]]
|1-0
| {{DEU}} [[Bayern München]]
|[[De Kuip]],<br />[[Rotterdam]], [[Holland]]
|-
|[[1980]]/[[1981|81]]<br /><small>''[[European Cup 1980-81|Nánar]]''</small>
| {{ENG}} [[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|1-0
|{{ESP}} [[Real Madrid CF|Real Madrid]]
|[[Parc des Princes]],<br />[[París]], [[Frakkland]]i
|-
|[[1979]]/[[1980|80]]<br /><small>''[[European Cup 1979-80|Nánar]]''</small>
| {{ENG}} [[Nottingham Forest F.C.|Nottingham Forest]]
|1-0
| {{DEU}} [[Hamburger SV]]
|[[Santiago Bernabeu]],<br />[[Madrid]], [[Spánn]]
|-
|[[1978]]/[[1979|79]]<br /><small>''[[European Cup 1978-79|Nánar]]''</small>
| {{ENG}} [[Nottingham Forest F.C.|Nottingham Forest]]
|1-0
| {{SWE}} [[Malmö FF|Malmö]]
|[[Olympiastadion]],<br />[[München]], [[Þýskaland]]
|-
|[[1977]]/[[1978|78]]<br /><small>''[[European Cup 1977-78|Nánar]]''</small>
| {{ENG}} [[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|1-0
| {{BEL}} [[Club Brugge|Club Brugge KV]]
|[[Wembley]],<br />[[London]], [[England]]
|-
|[[1976]]/[[1977|77]]<br /><small>''[[European Cup 1976-77|Nánar]]''</small>
| {{ENG}} [[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|3-1
| {{DEU}} [[Borussia Mönchengladbach|VfL Borussia Mönchengladbach]]
|[[Stadio Olimpico]],<br />[[Róm]] , [[Ítalía]]
|-
|[[1975]]/[[1976|76]]<br /><small>''[[European Cup 1975-76|Nánar]]''</small>
| {{DEU}} [[Bayern München]]
|1-0
| {{FRA}} [[AS Saint-Étienne]]
|[[Hampden Park]],<br />[[Glasgow]], [[Skotland]]
|-
|[[1974]]/[[1975|75]]<br /><small>''[[European Cup 1974-75|Nánar]]''</small>
| {{DEU}} [[Bayern München]]
|2-0
| {{ENG}} [[Leeds United F.C.|Leeds United]]
|[[Parc des Princes]],<br />[[París]], [[Frakkland]]
|-
|[[1973]]/[[1974|74]]<br /><small>''[[European Cup 1973-74|Nánar]]''</small>
| {{DEU}} [[Bayern München]]
|1-1, 4-0 ([[Vítaspyrnukeppni|v.]])
| {{ESP|1939}} [[Atlético Madrid]]
|[[Heysel Stadium]],<br />[[Brussel]], [[Belgía]]
|-
|[[1972]]/[[1973|73]]<br /><small>''[[European Cup 1972-73|Nánar]]''</small>
| {{NLD}} [[Ajax Amsterdam|Ajax]]
|1-0
| {{ITA}} [[Juventus F.C.|Juventus]]
|[[Crvena Zvezda Stadium]],<br />[[Belgrade]], [[Júgóslavía]]
|-
|[[1971]]/[[1972|72]]<br /><small>''[[European Cup 1971-72|Nánar]]''</small>
| {{NLD}} [[Ajax Amsterdam|Ajax]]
|2-0
| {{ITA}} [[Internazionale Milano F.C.|Inter Milan]]
|[[De Kuip]],<br />[[Rotterdam]], [[Holland]]
|-
|[[1970]]/[[1971|71]]<br /><small>''[[European Cup 1970-71|Nánar]]''</small>
| {{NLD}} [[Ajax Amsterdam|Ajax]]
|2-0
| {{GRC}} [[Panathinaikos]]
|[[Wembley]],<br />[[London]], [[England]]
|-
|[[1969]]/[[1970|70]]<br /><small>''[[European Cup 1969-70|Nánar]]''</small>
| {{NLD}} [[Feyenoord Rotterdam|Feyenoord]]
|2-1 ([[Framlenging (knattspyrna)|frl.]])
| {{SKO}} [[Glasgow Celtic|Celtic]]
|[[San Siro]],<br />[[Mílanó]] , [[Ítalía]]
|-
|[[1968]]/[[1969|69]]<br /><small>''[[European Cup 1968-69|Nánar]]''</small>
| {{ITA}} [[A.C. Milan|AC Milan]]
|4-1
| {{NLD}} [[Ajax Amsterdam|Ajax]]
|[[Santiago Bernabeu]],<br />[[Madrid]], [[Spánn]]
|-
|[[1967]]/[[1968|68]]<br /><small>''[[European Cup 1967-68|Nánar]]''</small>
| {{ENG}} [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|4-1 ([[Framlenging (knattspyrna)|frl.]])
| {{PRT}} [[S.L. Benfica]]
|[[Wembley]],<br />[[London]], [[England]]
|-
|[[1966]]/[[1967|67]]<br /><small>''[[European Cup 1966-67|Nánar]]''</small>
| {{SKO}} [[Glasgow Celtic|Celtic]]
|2-1
| {{ITA}} [[Internazionale Milano F.C.|Inter Milan]]
|[[Estádio Nacional]],<br />[[Oeiras]], [[Portúgal]]
|-
|[[1965]]/[[1966|66]]<br /><small>''[[European Cup 1965-66|Nánar]]''</small>
| {{ESP|1939}} [[Real Madrid CF|Real Madrid]]
|2-1
| [[FK Partizan]]
|[[Heysel Stadium]],<br />[[Brussel]], [[Belgía]]
|-
|[[1964]]/[[1965|65]]<br /><small>''[[European Cup 1964-65|Nánar]]''</small>
| {{ITA}} [[Internazionale Milano F.C.|Inter Milan]]
|1-0
| {{PRT}} [[S.L. Benfica|Benfica]]
|[[San Siro]],<br />[[Mílanó]] , [[Ítalía]]
|-
|[[1963]]/[[1964|64]]<br /><small>''[[European Cup 1963-64|Nánar]]''</small>
| {{ITA}} [[Internazionale Milano F.C.|Inter Milan]]
|3-1
| {{ESP|1939}} [[Real Madrid CF|Real Madrid]]
|[[Ernst Happel Stadium|Prater Stadium]],<br />[[Vínarborg]], [[Austurríki]]
|-
|[[1962]]/[[1963|63]]<br /><small>''[[European Cup 1962-63|Nánar]]''</small>
| {{ITA}} [[A.C. Milan|AC Milan]]
|2-1
| {{PRT}} [[S.L. Benfica|Benfica]]
|[[Wembley]],<br />[[London]], [[England]]
|-
|[[1961]]/[[1962|62]]<br /><small>''[[European Cup 1961-62|Nánar]]''</small>
| {{PRT}} [[SL Benfica|Benfica]]
|5-3
| {{ESP|1939}} [[Real Madrid CF|Real Madrid]]
|[[Olympisch Stadion]],<br />[[Amsterdam]], [[Holland]]
|-
|[[1960]]/[[1961|61]]<br /><small>''[[European Cup 1960-61|Nánar]]''</small>
| {{PRT}} [[SL Benfica|Benfica]]
|3-2
| {{ESP|1939}} [[FC Barcelona|Barcelona]]
|[[Wankdorf Stadium]],<br />[[Bern]], [[Sviss]]
|-
|[[1959]]/[[1960|60]]<br /><small>''[[European Cup 1959-60|Nánar]]''</small>
| {{ESP|1939}} [[Real Madrid CF|Real Madrid]]
|7-3
| {{DEU}} [[Eintracht Frankfurt]]
|[[Hampden Park]],<br />[[Glasgow]], [[Skotland]]
|-
|[[1958]]/[[1959|59]]<br /><small>''[[European Cup 1958-59|Nánar]]''</small>
| {{ESP|1939}} [[Real Madrid CF|Real Madrid]]
|2-0
| {{FRA}} [[Stade de Reims-Champagne]]
|[[Neckarstadion]],<br />[[Stuttgart]], [[Þýskaland]]
|-
|[[1957]]/[[1958|58]]<br /><small>''[[European Cup 1957-58|Nánar]]''</small>
| {{ESP|1939}} [[Real Madrid CF|Real Madrid]]
|3-2 ([[Framlenging (knattspyrna)|frl.]])
| {{ITA}} [[A.C. Milan|AC Milan]]
|[[Heysel Stadium]],<br />[[Brussel]], [[Belgía]]
|-
|[[1956]]/[[1957|57]]<br /><small>''[[European Cup 1956-57|Nánar]]''</small>
| {{ESP|1939}} [[Real Madrid CF|Real Madrid]]
|2-0
| {{ITA}} [[ACF Fiorentina|Fiorentina]]
|[[Santiago Bernabeu]],<br />[[Madrid]], [[Spánn]]
|-
|[[1955]]/[[1956|56]]<br /><small>''[[European Cup 1955-56|Nánar]]''</small>
| {{ESP|1939}} [[Real Madrid CF|Real Madrid]]
|4-3
| {{FRA}} [[Stade de Reims-Champagne]]
|[[Parc des Princes]],<br />[[París]], [[Frakkland]]
|}
== Tölfræði ==
=== Sigurliðin ===
Listi yfir öll sigurlið Meistaradeildarinnar frá upphafi.
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Sigurlið !! Fj. sigra !! Ár !! 2. sætið
|-
| 1 || [[Real Madrid]] || 14 || 1956, 1957, 1958, 1959, 1960, 1966, 1998, 2000, 2002, 2014, 2016, 2017, 2018, 2022|| (3) 1962, 1964, 1981
|-
| 2 || [[AC Milan]] || 7 || 1963, 1969, 1989, 1990, 1994, 2003, 2007 || (4) 1958, 1993, 1995, 2005
|-
| 3-4 || [[Liverpool (knattspyrnufélag)|Liverpool]] || 6 || 1977, 1978, 1981, 1984, 2005, 2019 || (4) 1985, 2007, 2018, 2022
|-
| || [[Bayern München]] || 6 || 1974, 1975, 1976, 2001, 2013, 2020 || (5) 1982, 1987, 1999, 2010, 2012
|-
| 5 || [[FC Barcelona|Barcelona]] || 5 || 1992, 2006, 2009, 2011, 2015 || (3) 1961, 1986, 1994
|-
| 6 || [[Ajax Amsterdam|Ajax]] || 4 || 1971, 1972, 1973, 1995 || (2) 1969, 1996
|-
| 7-8 || [[Inter Milan]] || 3 || 1964, 1965, 2010 || (2) 1967, 1972
|-
| || [[Manchester United]] || 3 || 1968, 1999, 2008 || (2) 2009, 2011
|-
| 9-13 || [[Juventus FC|Juventus]] || 2 || 1985, 1996 || (7) 1973, 1983, 1997, 1998, 2003, 2015, 2017
|-
| || [[S.L. Benfica|Benfica]] || 2 || 1961, 1962 || (5) 1963, 1965, 1968, 1988, 1990
|-
| || [[Nottingham Forest]] || 2 || 1979, 1980 || (0)
|-
| || [[FC Porto|Porto]] || 2 || 1987, 2004 || (0)
|-
| || [[Chelsea FC|Chelsea]] || 2 || 2012, 2021 || (1) 2008
|-
| 14-22 || [[Glasgow Celtic]] || 1 || 1967 || (1) 1970
|-
| || [[Hamburger SV|Hamburg]] || 1 || 1983 || (1) 1980
|-
| || [[FCSB|Steaua Búkarest]] || 1 || 1986 || (1) 1989
|-
| || [[Olympique de Marseille|Olympique de Marseille]] || 1 || 1993 || (1) 1991
|-
| || [[Feyenoord]] || 1 || 1970 || (0)
|-
| || [[Aston Villa]] || 1 || 1982 || (0)
|-
| || [[PSV Eindhoven]] || 1 || 1988 || (0)
|-
| || [[Rauða stjarnan Belgrad]] || 1 || 1991 || (0)
|-
| || [[Borussia Dortmund]] || 1 || 1997 ||2013 (1)
|}
=== Sigurlið eftir löndum ===
<small>Uppfært maí. [[2022]]</small>
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Sigurland !! Sigrar !! Fj. sigurliða !! Hve oft í 2. sæti
|-
| 1 || [[Spánn]] || 18 || 2 || 11
|-
| 2 || [[England]] || 14 || 5 || 10
|-
| 3 || [[Ítalía]] || 12 || 3 || 16
|-
| 4-5 || [[Þýskaland]] || 8 || 3 || 10
|-
| 4-5 || [[Holland]] || 6 || 3 || 2
|-
| 6 || [[Portúgal]] || 4 || 2 || 5
|-
| 7-10 || [[Frakkland]] || 1 || 1 || 6
|-
| || [[Skotland]] || 1 || 1 || 1
|-
| || [[Rúmenía]] || 1 || 1 || 0
|-
| || [[Júgóslavía]] || 1 || 1 || 1
|}
=== Leikjahæstu menn ===
<small>Uppfært 27. maí. [[2022]]</small>
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Leikmaður !! Leikir !! Tímabil
|-
| 1 || '''[[Cristiano Ronaldo]]''' || 183|| 2003-
|-
| 2 || [[Iker Casillas]] || 177 || 1999-2019
|-
| 3 || '''[[Lionel Messi]]''' || 155 || 2005-
|-
| 4 || [[Xavi]] || 151 || 1998-2015
|-
| 5 || '''[[Karim Benzema]]''' || 142 || 2006-
|-
| 5 || [[Raúl]] || 142 || 1995-2011
|-
| 6 || [[Ryan Giggs]] || 141 || 1993-2014
|-
| 8 || '''[[Thomas Müller]]''' || 134 || 2009-
|-
| 9 || [[Andrés Iniesta]] || 130 || 2002-2018
|-
| 10 || '''[[Sergio Ramos]]''' || 129 || 2005-
|-
| 11 || '''[[Manuel Neuer]]''' || 127 ||2007-
|-
| 12 || '''[[Sergio Busquets]]''' || 125 || 2008-
|-
| 12 || [[Clarence Seedorf]] || 125 || 1994-2012
|-
| 13 || [[Paul Scholes]] || 124 || 1994-2013
|-
| 13 || '''[[Gianluigi Buffon]]''' || 124 || 1997-
|-
| 13 || '''[[Zlatan Ibrahimovic]]''' || 124 || 2001-
|-
| 13 || '''[[Gerard Piqué]]''' || 124 || 2004-
|-
| 14 || '''[[Tony Kroos]]''' || 123 || 2008-
|-
| 15 || [[Roberto Carlos]] || 120|| 1997-2007
|}
=== Markahæstu menn ===
<small>Uppfært 4. maí 2022.</small>
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Leikmaður !! Mörk !! Leikir !! Tímabil
|-
| 1 || '''[[Cristiano Ronaldo]]''' || 142|| 182 || 2003-
|-
| 2 || '''[[Lionel Messi]]''' || 125 || 155 || 2005-
|-
| 3 || '''[[Karim Benzema]]''' || 86 || 140 || 2006-
|-
| 4 || '''[[Robert Lewandowski]]''' || 85 || 105 || 2011-
|-
| 5 || [[Raúl]] || 71 || 142 || 1995-2011
|-
| 6 || [[Ruud van Nistelrooy]] || 56 || 73 || 1998-2009
|-
| 7 || '''[[Thomas Müller]]''' || 52 || 133 || 2009-
|-
| 8 || [[Thierry Henry]] || 50 || 112 || 1997-2012
|-
| 9 || [[Alfredo di Stefano]] || 49 || 58 || 1955-1964
|-
| 10 || [[Andriy Shevchenko]] || 48 || 100 || 1994-2012
|-
| 10 || '''[[Zlatan Ibrahimovic]]''' || 48 || 121 || 2001-
|}
==Íslendingar sem hafa spilað í meistaradeildinni==
*[[Eyjólfur Sverrisson]] (Hertha Berlin)
*[[Eiður Smári Guðjohnsen]] (Chelsea FC)
*[[Kolbeinn Sigþórsson]] (Ajax)
*[[Alfreð Finnbogason]] (Olympiakos)
*[[Arnór Sigurðsson]] (CSKA Moskva)
*[[Hörður Björgvin Magnússon]] (CSKA Moskva)
*[[Mikael Anderson]] (Midtjylland)
*[[Birkir Bjarnason]] (Basel)
*[[Árni Gautur Arason]] (Rosenborg)
*[[Helgi Sigurðsson]] (Panathinaikos)
*[[Sölvi Geir Ottesen]] (FC Köbenhavn)
*[[Ragnar Sigurðsson]] (FC Köbenhavn)
*[[Kári Árnason]] (FC Köbenhavn)
<ref>[https://skessuhorn.is/2018/09/20/yngstur-islendinga-meistaradeild-evropu/ Yngstur Íslendinga í Meistaradeild Evrópu] Skessuhorn, skoðað, 27. október 2020</ref>
== Heimildir ==
* [http://www.uefa-coefficients.com UEFA-COEFFICIENTS.COM - Country Ranking and Champions League Statistics]
* Greinin „[http://en.wikipedia.org/wiki/UEFA_Champions_League UEFA Champions League]“ á ensku wikipedia.
==Tilvísanir==
{{S|1955}}
[[Flokkur:Meistaradeild Evrópu]]
[[Flokkur:Stofnað 1955]]
ttcrawd9hnysmgct3gfn9nfg02qia0m
Umhverfisstofnun
0
67237
1761743
1755907
2022-07-24T10:45:40Z
Stalfur
455
/* Saga */
wikitext
text/x-wiki
'''Umhverfisstofnun''' er [[Ríkisstofnanir á Íslandi|ríkisstofnun]] sem starfar samkvæmt sérstökum [[lög]]um nr. 90/2002. Hlutverk hennar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og [[sjálfbær þróun|sjálfbærri]] nýtingu [[náttúruauðlind]]a.
== Saga ==
22. mars 2002 fékk [[Siv Friðleifsdóttir]] [[umhverfisráðherra]] samþykki í [[Þriðja ráðuneyti Davíðs Oddssonar|ríkisstjórn Íslands]] fyrir því að leggja fram frumvarp um nýja stofnun<ref>{{vefheimild|url=https://timarit.is/page/3436045|titill=Morgunblaðið, 23. mars 2003}}</ref>, Umhverfisstofnun sem sameinaði verkefni þriggja stofnana og tveggja ráða:
* [[Dýraverndarráð]]
* [[Hollustuvernd ríkisins]]
* [[Hreindýraráð]]
* [[Náttúruvernd ríkisins]]
* [[Veiðistjóraembættið]]
Frumvarpið var samþykkt þann 3. maí 2002 á Alþingi<ref>{{vefheimild|url=https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2002-05-03+15:42:48&etim=2002-05-03+15:43:03|titill=Alþingi.is, atkvæðagreiðsla 15:43 3. maí 2002}}</ref>. Auglýst var eftir forstjóra 4. júní 2002<ref>{{vefheimild|url=https://timarit.is/page/3446027|titill=Morgunblaðið, 4. júní 2002}}</ref> sem skyldi gegna embætti frá 1. ágúst 2002 til 5 ára. Stofnunin hóf störf 1. janúar 2003.
Rannsóknarstofa Umhverfisstofnunar rann inn í opinbera hlutafélagið [[Matís ohf]] 1. janúar 2007. Matvælasvið Umhverfisstofnunar rann inn í nýja stofnun, [[Matvælastofnun]] 1. janúar 2008.
=== Forstjórar ===
* [[Davíð Egilsson]], 2002-2007
* [[Ellý Katrín Guðmundsdóttir]] 2007-2008
* [[Kristín Linda Árnadóttir]] 2008-2019
* [[Sigrún Ágústsdóttir]] 2019-
== Tenglar ==
* [http://www.ust.is Umhverfisstofnun]
* [http://www.althingi.is/lagas/127b/2002090.html Lög 2002 nr. 90 um Umhverfisstofnun]
== Tilvísanir ==
<references/>
{{Umhverfisráðuneyti Íslands}}
[[Flokkur:Íslenskar ríkisstofnanir]]
[[Flokkur:Náttúruvernd]]
[[Flokkur:Stofnað 2003]]
6tz3wowc1s8g4b9tam5mvxpxzvyurr2
Guangzhou
0
72310
1761652
1761586
2022-07-23T12:42:07Z
Dagvidur
4656
/* Efnahagur */ Bætti við texta um efnahag Guangzhou borgar
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar<ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>.
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref>]]
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur aukin fjárfesting í stóriðju, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Að auki er bílaframleiðsla orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing alls þessa hagvaxtar er sú að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur vaxandi magn af framleiddum vörum og búnaði (þar á meðal vélum, rafmagns- og rafeindavörum) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – „Innflutnings- og útflutningssýning Kína“ sem haldin er á hálfsárs fresti síðar 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur fyrirtæki verðbréfamiðlara.
Miðaða við aðrar borgir Kína er Guangzhou borg velmegunar. Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins Hurun, yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölumr árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
983hrmw949gh55cwg27g7lu51wupmd6
1761653
1761652
2022-07-23T12:48:50Z
Dagvidur
4656
Lagaði texta
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar<ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>.
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
kay3vjzv4j235tpcz6vwnyi6c1tc7pr
1761655
1761653
2022-07-23T13:56:15Z
Dagvidur
4656
/* Verslun og fjármál */ Bætti við texta og heimild um efnahag borgarinnar
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar<ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>.
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
esp92nt7afozqdqws65z6z2b8dumfs6
1761662
1761655
2022-07-23T14:16:11Z
Dagvidur
4656
/* Veðurfar */ Bætti við heimild
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
flun09kjzaljqqc7f011zs23rafoczt
1761666
1761662
2022-07-23T15:02:18Z
Dagvidur
4656
/* Efnahagur */ Bætti við heimild um efnahag
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
3a62cb68pyvgjjdbh4maj5mnwg11bkp
1761678
1761666
2022-07-23T16:47:29Z
Dagvidur
4656
Bætti við um lýðfræði og stjórnsýslu
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í Tianhe er einnig fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
m16gr70al4xjwplbpf3e4g963qfs45n
1761679
1761678
2022-07-23T17:54:12Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */ Bætti við texta um borgarstjórnsýslu
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í Tianhe er einnig fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
rr6aa6ydwb04bh0kkne56sw2g2o8084
1761680
1761679
2022-07-23T17:54:53Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
kiutx9k1a52809zhaphicfrqjlrk6g2
1761682
1761680
2022-07-23T18:02:36Z
Dagvidur
4656
/* Lýðfræði */ Bætti í um lýðfræði
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]]. https://en.wikipedia.org/wiki/Guangzhou#Ethnicity_and_language
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur. <ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref>
== Stjórnsýsla ==
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
nwdyo30vx1e6cjgj7xcckv2owx1z797
1761683
1761682
2022-07-23T18:03:48Z
Dagvidur
4656
/* Lýðfræði */ lagaði heimild
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
enqsyexkxl8zt6diekyy3o8gell2677
1761684
1761683
2022-07-23T18:20:07Z
Dagvidur
4656
/* Lýðfræði */ Bætti við mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
ig0n8pj9scagncndq50gobzropxpexg
1761685
1761684
2022-07-23T18:25:56Z
Dagvidur
4656
/* Lýðfræði */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
mv4o3l7cqw9ay3yc5u81d025bauyhzo
1761686
1761685
2022-07-23T18:26:24Z
Dagvidur
4656
/* Lýðfræði */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
g57yrd6mq9261irqswniqaaxq1y5jjb
1761687
1761686
2022-07-23T18:26:40Z
Dagvidur
4656
/* Lýðfræði */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
2ed502lqusr7c6j15om6kz24eywwova
1761688
1761687
2022-07-23T18:27:10Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
rl0l9kg6xely357hnv4dolhbbsp1iga
1761691
1761688
2022-07-23T19:09:53Z
Dagvidur
4656
Kafli um samgöngur
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|'''Alþjóðaflugvöllur Guangzhou Baiyun''']] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref>
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
seiefodsyz18hjpg058w0e4iyz99cqj
1761692
1761691
2022-07-23T19:17:55Z
Dagvidur
4656
/* Samgöngur */ Bætt við um járnbrautir
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn| Alþjóðaflugvöllur Guangzhou Baiyun]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref>
== Járnbrautir ==
Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan. <ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
oz8efqbgs4diglb0hpxt0f7pnvd6jhq
1761693
1761692
2022-07-23T19:18:54Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Samgöngur ==
=== Flugsamgöngur ===
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn| Alþjóðaflugvöllur Guangzhou Baiyun]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref>
=== Járnbrautir ===
Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan. <ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
tm8u7klltw6wasj7vs9ip36mspwm8uv
1761695
1761693
2022-07-23T19:28:16Z
Dagvidur
4656
Bætti við um samgöngur
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Samgöngur ==
=== Flugsamgöngur ===
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn| Alþjóðaflugvöllur Guangzhou Baiyun]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref>
=== Járnbrautir ===
Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
=== Hafnir borgarinnar ===
Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til Hong Kong daglega.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
=== „Vatnsrútur“ ===
Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti.
=== Borgarsamgöngur ===
Það eru 14 neðanjarðarlestarlínur í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og Foshan-borg.
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
p5bcz0xuh8s0q6kaobiws81rqwimvqc
1761696
1761695
2022-07-23T19:29:37Z
Dagvidur
4656
/* Samgöngur */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Samgöngur ==
=== Flugsamgöngur ===
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn| Alþjóðaflugvöllur Guangzhou Baiyun]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
=== Járnbrautir ===
Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir borgarinnar ===
Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== „Vatnsrútur“ ===
Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti.
=== Borgarsamgöngur ===
Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg.
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
jknu55jqhimetcedxapz7nrb53a6vi3
Sanitas (gosdrykkjagerð)
0
75914
1761659
1626282
2022-07-23T14:11:30Z
Carettu
82575
wikitext
text/x-wiki
'''Sanitas''' var [[Gosdrykkur|gosdrykkjaverksmiðja]] sem var stofnuð [[28. nóvember]] [[1905]]. Fyrirtækið stofnaði [[Gísli Guðmundsson (1884-1928)|Gísli Guðmundsson]] [[örverufræði|gerlafræðingur]], Guðmundur Ólafsson í Nýjabæ og Jón Jónsson í Melshúsum. Fyrirtækið hóf starfsemi sína á [[Seltjarnarnes]]i, nánar tiltekið í Melshúsatúninu.
Árið [[1916]] keypti [[Loftur Guðmundsson]], hinn kunni [[kvikmyndagerðarmaður]], fyrirtækið en seldi það [[Sigurður Waage|Sigurði Waage]] árið [[1924]]. Undir stjórn Sigurðar óx Sanitas og dafnaði að [[Lindargata|Lindargötu]] 9 í [[Reykjavík]], þar sem [[verkamannafélagið Dagsbrún]] var síðar til húsa. Árið [[1939]] var fyrirtækinu breytt í hlutafélag og skömmu síðar urðu þáttskil er Sanitas hf. fékk einkaumboð fyrir [[Pepsi Cola]] og var það fyrsta umboð þessa þekkta bandaríska gosdrykkjar í Evrópu. Árið [[1958]] flutti fyrirtækið að [[Köllunarklettsvegur|Köllunarklettsvegi]] í Reykjavík og var jafnframt aukið við vélakostinn. Sigurður Waage var framkvæmdastjóri Sanitas hf. til dauðadags árið [[1976]]. Tóku sonur hans Sigurður S. Waage og tengdasonur Björn Þorláksson við framkvæmdastjórn. Þeir gengu fljótlega frá samningi við [[Sana hf]]. á Akureyri, sem þá var orðið meirihlutaeign Páls G. Jónssonar, um að Sanitas hf. dreifði öli fyrir Sana hf. Sanitas hf. átti í verulegum rekstrarörðugleikum um þetta leyti og lenti fljótlega í vanskilum við Sana hf. á Akureyri. Páll keypti síðan hluti í Sanitas hf. til að styrkja fyrirtækið og efla dreifingarnet þess.
Sanitas og Sana hf. voru sameinuð 1978. Árið 1991 keypti [[Pharmaco]] Sanitas og setti gosframleiðslu fyrirtækisins inn í nýja fyrirtækið Gosan. Tap varð á Sanitas eftir þetta, meðal annars vegna verðstríðs við Ölgerðina. Árið eftir keypti [[Ölgerðin Egill Skallagrímsson]] framleiðslurétti fyrirtækisins, meðal annars fyrir [[Pepsi Cola]]. Árið 1993 var Sanitas lýst gjaldþrota. Það var þá talið eignalaust. Sama ár keypti rússneskt fyrirtæki í Sankti Pétursborg, Baltic Bottling Plant, gosdrykkjaverksmiðju Gosans í Reykjavík. Það varð upphafið að bruggverksmiðjunni [[Bravo Premium]] sem [[Björgúlfur Thor Björgúlfsson]], [[Magnús Þorsteinsson]] og [[Björgúlfur Guðmundsson]] stofnuðu í Rússlandi. Björgúlfur Thor og Magnús höfðu áður starfað hjá Pharmaco og Björgúlfur Guðmundsson var forstjóri Gosan árið 1992.
Viking hf. hóf ölframleiðslu í verksmiðju Sanitas á Akureyri árið 1994 og 1997 sameinaðist fyrirtækið [[Sól hf]] og til varð [[Sól-Víking]]. Það fyrirtæki sameinaðist síðan [[Vífilfell]]i undir merkjum þess síðarnefnda. Vífilfell heitir í dag Coca-Cola European Partners Ísland ehf.
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1623360 ''Sanitas, eitt elzta starfandi iðnfyrirtæki á landinu, áttrætt''; grein í Morgunblaðinu 1985]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=17880 ''Sanitas''; grein í Alþýðublaðinu 1933]
{{Stubbur}}
[[Flokkur:Íslensk fyrirtæki]]
{{sa|1905|1997}}
k8pffi2n8m3by72565icvqcgk7aaix6
1761660
1761659
2022-07-23T14:12:19Z
Carettu
82575
wikitext
text/x-wiki
'''Sanitas''' var [[Gosdrykkur|gosdrykkjaverksmiðja]] sem var stofnuð [[28. nóvember]] [[1905]]. Fyrirtækið stofnaði [[Gísli Guðmundsson (1884-1928)|Gísli Guðmundsson]] [[örverufræði|gerlafræðingur]], Guðmundur Ólafsson í Nýjabæ og Jón Jónsson í Melshúsum. Fyrirtækið hóf starfsemi sína á [[Seltjarnarnes]]i, nánar tiltekið í Melshúsatúninu.
Árið [[1916]] keypti [[Loftur Guðmundsson]], hinn kunni [[kvikmyndagerðarmaður]], fyrirtækið en seldi það [[Sigurður Waage|Sigurði Waage]] árið [[1924]]. Undir stjórn Sigurðar óx Sanitas og dafnaði að [[Lindargata|Lindargötu]] 9 í [[Reykjavík]], þar sem [[verkamannafélagið Dagsbrún]] var síðar til húsa. Árið [[1939]] var fyrirtækinu breytt í hlutafélag og skömmu síðar urðu þáttskil er Sanitas hf. fékk einkaumboð fyrir [[Pepsi Cola]] og var það fyrsta umboð þessa þekkta bandaríska gosdrykkjar í Evrópu. Árið [[1958]] flutti fyrirtækið að [[Köllunarklettsvegur|Köllunarklettsvegi]] í Reykjavík og var jafnframt aukið við vélakostinn. Sigurður Waage var framkvæmdastjóri Sanitas hf. til dauðadags árið [[1976]]. Tóku sonur hans Sigurður S. Waage og tengdasonur Björn Þorláksson við framkvæmdastjórn. Þeir gengu fljótlega frá samningi við [[Sana hf]]. á Akureyri, sem þá var orðið meirihlutaeign Páls G. Jónssonar, um að Sanitas hf. dreifði öli fyrir Sana hf. Sanitas hf. átti í verulegum rekstrarörðugleikum um þetta leyti og lenti fljótlega í vanskilum við Sana hf. á Akureyri. Páll keypti síðan hluti í Sanitas hf. til að styrkja fyrirtækið og efla dreifingarnet þess.
Sanitas og Sana hf. voru sameinuð 1978. Árið 1991 keypti [[Pharmaco]] Sanitas og setti gosframleiðslu fyrirtækisins inn í nýja fyrirtækið Gosan. Tap varð á Sanitas eftir þetta, meðal annars vegna verðstríðs við Ölgerðina. Árið eftir keypti [[Ölgerðin Egill Skallagrímsson]] framleiðslurétti fyrirtækisins, meðal annars fyrir [[Pepsi Cola]]. Árið 1993 var Sanitas lýst gjaldþrota. Það var þá talið eignalaust. Sama ár keypti rússneskt fyrirtæki í Sankti Pétursborg, Baltic Bottling Plant, gosdrykkjaverksmiðju Gosans í Reykjavík. Það varð upphafið að bruggverksmiðjunni [[Bravo Premium]] sem [[Björgólfur Thor Björgólfsson]], [[Magnús Þorsteinsson]] og [[Björgúlfur Guðmundsson]] stofnuðu í Rússlandi. Björgúlfur Thor og Magnús höfðu áður starfað hjá Pharmaco og Björgúlfur Guðmundsson var forstjóri Gosan árið 1992.
Viking hf. hóf ölframleiðslu í verksmiðju Sanitas á Akureyri árið 1994 og 1997 sameinaðist fyrirtækið [[Sól hf]] og til varð [[Sól-Víking]]. Það fyrirtæki sameinaðist síðan [[Vífilfell]]i undir merkjum þess síðarnefnda. Vífilfell heitir í dag Coca-Cola European Partners Ísland ehf.
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1623360 ''Sanitas, eitt elzta starfandi iðnfyrirtæki á landinu, áttrætt''; grein í Morgunblaðinu 1985]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=17880 ''Sanitas''; grein í Alþýðublaðinu 1933]
{{Stubbur}}
[[Flokkur:Íslensk fyrirtæki]]
{{sa|1905|1997}}
e3cylda5tbg05qfhjsqcwgkt8giewx6
1761736
1761660
2022-07-24T07:38:37Z
Carettu
82575
wikitext
text/x-wiki
'''Sanitas''' var [[Gosdrykkur|gosdrykkjaverksmiðja]] sem var stofnuð [[28. nóvember]] [[1905]]. Fyrirtækið stofnaði [[Gísli Guðmundsson (1884-1928)|Gísli Guðmundsson]] [[örverufræði|gerlafræðingur]], Guðmundur Ólafsson í Nýjabæ og Jón Jónsson í Melshúsum. Fyrirtækið hóf starfsemi sína á [[Seltjarnarnes]]i, nánar tiltekið í Melshúsatúninu.
Árið [[1916]] keypti [[Loftur Guðmundsson]], hinn kunni [[kvikmyndagerðarmaður]], fyrirtækið en seldi það [[Sigurður Waage|Sigurði Waage]] árið [[1924]]. Undir stjórn Sigurðar óx Sanitas og dafnaði að [[Lindargata|Lindargötu]] 9 í [[Reykjavík]], þar sem [[verkamannafélagið Dagsbrún]] var síðar til húsa. Árið [[1939]] var fyrirtækinu breytt í hlutafélag og skömmu síðar urðu þáttskil er Sanitas hf. fékk einkaumboð fyrir [[Pepsi Cola]] og var það fyrsta umboð þessa þekkta bandaríska gosdrykkjar í Evrópu. Árið [[1958]] flutti fyrirtækið að [[Köllunarklettsvegur|Köllunarklettsvegi]] í Reykjavík og var jafnframt aukið við vélakostinn. Sigurður Waage var framkvæmdastjóri Sanitas hf. til dauðadags árið [[1976]]. Tóku sonur hans Sigurður S. Waage og tengdasonur Björn Þorláksson við framkvæmdastjórn. Þeir gengu fljótlega frá samningi við [[Sana hf]]. á Akureyri, sem þá var orðið meirihlutaeign Páls G. Jónssonar, um að Sanitas hf. dreifði öli fyrir Sana hf. Sanitas hf. átti í verulegum rekstrarörðugleikum um þetta leyti og lenti fljótlega í vanskilum við Sana hf. á Akureyri. Páll keypti síðan hluti í Sanitas hf. til að styrkja fyrirtækið og efla dreifingarnet þess.
Sanitas og Sana hf. voru sameinuð 1978. Árið 1991 keypti [[Pharmaco]] Sanitas og setti gosframleiðslu fyrirtækisins inn í nýja fyrirtækið Gosan. Tap varð á Sanitas eftir þetta, meðal annars vegna verðstríðs við Ölgerðina. Árið eftir keypti [[Ölgerðin Egill Skallagrímsson]] framleiðslurétti fyrirtækisins, meðal annars fyrir [[Pepsi Cola]]. Árið 1993 var Sanitas lýst gjaldþrota. Það var þá talið eignalaust. Sama ár keypti rússneskt fyrirtæki í Sankti Pétursborg, Baltic Bottling Plant, gosdrykkjaverksmiðju Gosans í Reykjavík. Það varð upphafið að bruggverksmiðjunni [[Bravo Premium]] sem [[Björgólfur Thor Björgólfsson]], [[Magnús Þorsteinsson]] og [[Björgólfur Guðmundsson]] stofnuðu í Rússlandi. Björgúlfur Thor og Magnús höfðu áður starfað hjá Pharmaco og Björgúlfur Guðmundsson var forstjóri Gosan árið 1992.
Viking hf. hóf ölframleiðslu í verksmiðju Sanitas á Akureyri árið 1994 og 1997 sameinaðist fyrirtækið [[Sól hf]] og til varð [[Sól-Víking]]. Það fyrirtæki sameinaðist síðan [[Vífilfell]]i undir merkjum þess síðarnefnda. Vífilfell heitir í dag Coca-Cola European Partners Ísland ehf.
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1623360 ''Sanitas, eitt elzta starfandi iðnfyrirtæki á landinu, áttrætt''; grein í Morgunblaðinu 1985]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=17880 ''Sanitas''; grein í Alþýðublaðinu 1933]
{{Stubbur}}
[[Flokkur:Íslensk fyrirtæki]]
{{sa|1905|1997}}
kvds8f9gxbjqvkvx19y05ngh7354awv
Frilla
0
78669
1761738
1580898
2022-07-24T10:04:55Z
Skúmhöttur
2060
wikitext
text/x-wiki
:''Orðið „'''friðill'''“ vísar hingað, sjá einnig [[F-riðill|F-riðil]].''
'''Frilla''' ('''byrgiskona''' eða '''launkona''') er [[hjákona]] eða [[ástkona]] kvænts manns. Orðið frilla var einnig fyrir [[siðaskipti]] haft um sambýliskonu kaþólsks prests. Frillur eru stundum einnig nefndar ''lagskonur'' eða ''tíðleikakonur'', þó það séu almennari hugtök.
Að fornu var talsvert um það að höfðingjasynir tækju sér frillur áður en þeir giftust, og stundum héldu höfðingjar frillur eftir að þeir gengu í hjónaband (sbr: ''taka e-a frillutaki''). Stundum gat frillulífið verið svipað óvígðri sambúð, það er að viðkomandi maður tók stúlkuna til sín af því að honum leist vel á hana, en hún var of ættsmá til að hann gæti kvænst henni. Þegar hann svo gekk í hjónaband með stúlku sem talin var álíka ættstór og hann, var frillunni vísað til foreldrahúsa eða henni fundinn hæfilegur maki. Hreint frillulífi var hins vegar þegar kvæntir menn héldu frillur, annað hvort á eigin heimili eða á nálægum bæjum. Frillubörn voru [[óskilgetinn|óskilgetin]] og höfðu minni rétt en [[skilgetinn|skilgetin]] börn.
Í [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólskri tíð]] máttu [[prestur|prestar]] ekki kvænast, sem reyndist mörgum erfitt. Þeir fóru því oft í kringum [[kirkjulög]]in og tóku sér frillur eða ráðskonur. Við upphaf sambúðar var þá stundum haldin veisla sem var eins og brúðkaupsveisla að öðru leyti en því að ekki var um neina kirkjulega athöfn að ræða.
Orðið „friðill“ er samsvarandi orð um karlmann, það er ástmaður giftrar konu. Orðin „friðill“ og „frilla“ (frið-la => frilla) fela það í sér að viðkomandi sé til að friða ástríðurnar.
== Gamall málsháttur ==
{{Wikiorðabók|frilla}}
{{tilvitnun2|Betra er að vera góðs manns frilla en gefin illa.}}
[[Flokkur:Miðaldir]]
[[Flokkur:Maðurinn]]
[[Flokkur:Mannleg samskipti]]
es5qmcascnb0vrc6s6hve83c2jha4n8
Jón Rúgmann
0
87800
1761737
1647301
2022-07-24T09:49:14Z
Skúmhöttur
2060
Viðbót við heimildir, og smærri breytingar
wikitext
text/x-wiki
'''Jón Rúgmann''' ('''Jón Rúgmann Jónsson''' eða '''Jonas Rugman''', skírður: '''Jón Jónsson'''); ([[1. janúar]] [[1636]] – [[24. júlí]] [[1679]]) var íslenskur [[fornritafræðingur]] í [[Svíþjóð]], sem tók sér ættarnafnið Rúgmann eftir fæðingarbæ sínum Rúgsstöðum í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]], sem nú heitir Rútsstaðir.
Faðir Jóns var ''Jón Guðmundsson'' á Rúgsstöðum, prestur og málari, og móðir hans var ''Sigríður „eldri“ Ólafsdóttir'', húsmóðir. Jón fór í [[Hólaskóli (1106-1802)|Hólaskóla]] en var rekinn fyrir mótþróa við rektor skólans. Jón hélt þá, árið [[1658]], með fátæklegt bókasafn sitt til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] að leita leiðréttingar mála sinna.
Um þær mundir voru Svíar að vinna frægan sigur sinn yfir Dönum í fjórða dansk-sænska stríðinu. Svíar höfðu öll völd á hafinu og tóku skipið og hinn danska þegn Jón Jónsson og fluttu til [[Gautaborg]]ar. Þar var fyrir [[dróttseti]] ríkisins [[Per Brahe]], lærdómsmaður mikill, og fýsti hann að vita nokkuð um innihald bóka þeirra er Jón hafði í fórum sínum. Fékk hann mikinn áhuga á þeim þegar hann vissi að þar segði frá Gauta konungi á [[Gautland]]i og Hrólfi syni hans, og einnig frá Yngva Uppsalakonungi og Ingibjörgu dóttur hans sem sprakk af harmi.
Nú var Jón frá Rúgsstöðum leystur úr böndum og sendur til náms í [[Visingsö]] og [[Uppsalir|Uppsölum]], svo að hann yrði fær um að þýða hinar íslensku sögur á [[Sænska|sænsku]] eða [[Latína|latínu]]. Komst hann þar í kynni við [[Olof Verelius]] og veitti honum mikilsverða aðstoð við að læra íslensku og lesa og þýða íslensk handrit. Árið 1667 var í Uppsölum stofnað sérstakt fornfræðaráð eða [[Collegium Antiqvitatum]] sem skyldi vera miðstöð fornaldarrannsókna, og var Jón Rúgmann í þjónustu þess til dauðadags.
Eftir hans dag voru þar ýmsir Íslendingar við störf, stundum fleiri en einn í senn, allt fram á 18. öld. Meðal þeirra voru [[Guðmundur Ólafsson (d. 1695)]], [[Jón Eggertsson (d. 1689)]] og [[Jón Vigfússon (d. 1692)]]. Svíar urðu og fyrstir til að gefa út íslenskar sögur, einkum svokallaðar [[fornaldarsögur]] sem gerast á þeim tíma er nú mundi kallaður „forsögulegur“. Töldu þeir að sögur þessar væru ritaðar á hinu forna tungumáli Svíþjóðar sem þeir kölluðu „[[Forngauska|forngausku]]“. Fyrsta sagan var [[Gautreks saga]] og [[Hrólfs saga Gautrekssonar]] sem Jón Rúgmann hafði í pússi sínu þegar hann var handtekinn; hún var prentuð í Uppsölum árið [[1664]].
Kona Jóns Rúgmanns (gift 1671) varð '''Birgitta Bring'''; faðir hennar var prófessor í lögum við Uppsalaháskóla. Þau eignuðust tvö börn.
== Helstu prentuð rit ==
* ''Greinir or þeim gaumlu laugum'', Uppsala 1669.
* ''Norlandz Chrönika och Beskriffning'', Wijsingzborg 1670. — Stytt þýðing á ''[[Heimskringla|Heimskringlu]]'' [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusonar]], auk [[Sverris saga|Sverris sögu]] og fleiri efnisþátta.
* ''Mono-syllaba islandica'', Upsalæ 1676.
* ''Jonas Rugmans samling av isländska talesätt'', Uppsala 1927. — G. Kallstenius gaf út.
* Gottfrid Kallstenius: ''[http://runeberg.org/samlaren/1927/0005.html Två svenska bröllopsdikter av Jonas Rugman.]''
== Heimildir ==
* [[Heimir Pálsson|Heimir Pálsson]]: ''Örlagasaga Eyfirðings. Jonas Rugman - Fyrsti íslenski stúdentinn í Uppsölum. Málsvörn menningaröreiga'', Rvík 2017, 252 s. ''Studia Islandica'' 66.
* [[Jón Helgason (prófessor)|Jón Helgason]]: ''Handritaspjall'', Rvík 1958:87–88.
* {{wpheimild | tungumál = sv | titill = Jón Rugman | mánuðurskoðað = 23. maí | árskoðað = 2010}}
[[Flokkur:Íslenskir málfræðingar]]
[[Flokkur:Íslenskir textafræðingar]]
{{fd|1636|1679}}
t2m4nlkeiacy68qg01nx4xqk0ljp40h
Christian Matras
0
94125
1761746
1657457
2022-07-24T11:20:01Z
Skúmhöttur
2060
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Faroe stamp 163 christian matras.jpg|thumb|200px|Christian Matras var heiðraður með útgáfu á frímerki árið 1988.]]
'''Christian Matras''' ([[7. desember]] [[1900]] á [[Viðareiði]] – [[16. október]] [[1988]] í [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]]) var [[Færeyjar|færeyskur]] [[málfræði]]ngur og [[skáld]]. Hann var fyrsti Færeyingurinn sem varð [[prófessor]], og er ásamt [[William Heinesen]] (1900–1991), [[Jørgen-Frantz Jacobsen]] (1900–1938) og [[Heðin Brú]] (1901–1987) eitt af fjórum stærstu nöfnunum í færeysku menningarlífi á 20. öld.
== Æviferill ==
[[Ættarnafn]]ið Matras er komið frá frönskum manni sem settist að í Færeyjum.
Christian Matras fæddist árið 1900 í þorpinu [[Viðareiði]] á [[Borðoy]] nyrst í Færeyjum. Eftir barnaskólanám fór hann árið 1912 til [[Tórshavn|Þórshafnar]] og var þar í unglingaskóla í bekk með Jørgen-Frantz Jacobsen og William Heinesen. Að loknu námi þar árið 1917 fór hann til Danmerkur og lauk stúdentsprófi í [[Sórey]], 1920. Hann fór síðan í [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] og nam þar norræn [[málvísindi]]. Hann dvaldist eitt [[misseri]] í Noregi þar sem hann kynnti sér norska ljóðagerð, sem hafði mikil áhrif á hans eigin skáldskap. Árið 1928 lauk hann meistaraprófi í málvísindum og loks doktorsprófi 1933 með ritgerð um færeysk [[örnefni]].
Frá 1936 starfaði Christian Matras við Háskólann í Kaupmannahöfn, og varð þar prófessor í málvísindum árið 1952. Hann var fyrsti Færeyingurinn sem gegndi prófessorsstöðu.
Árið 1965 sneri Christian Matras aftur til Færeyja, þar sem hann veitti frá upphafi forstöðu færeysku deildinni í [[Fróðskaparsetur Færeyja|Fróðskaparsetri Færeyja]]. Hann var prófessor þar til ársins 1971 þegar hann fór á eftirlaun.
Christian Matras dó 16. október 1988. Fyrr á sama ári, 6. júní 1988, hafði [[Postverk Føroya]] heiðrað hann með útgáfu á frímerki.
Í október 2006 fengu göturnar í Viðareiði fyrst sérstök nöfn. Ein þeirra, ''Kristjansgøta'', ber nafn Christians Matrasar.
Christian Matras hefur svipaða stöðu í færeysku menningarlífi og [[Jón Helgason prófessor]] hjá okkur Íslendingum, landskunnur fræðimaður í hinum þjóðlegu greinum og gott skáld. Nokkuð er til af íslenskum þýðingum á verkum hans, sjá skrár [[Landsbókasafn Íslands|Landsbókasafns]].
== Ritstörf ==
Christian Matras fékkst einkum við [[færeyskar bókmenntir]], [[færeysk málvísindi]] og menningarsögu, og hann var einnig eitt fremsta ljóðskáld Færeyinga.
Á námsárum sínum hóf Matras að vinna að færeysk-danskri orðabók, sem kom út 1927–1928, og var í áratugi eina orðabókin sem völ var á um færeyska tungu. Meðhöfundur var [[Mads Andreas Jacobsen]] (1891–1944).
Nefna má tvö verk sem Christian Matras gaf út og eru áhugaverð fyrir málsögu Færeyinga: Annars vegar ''[[Dictionarium Færoense]]'', færeysk orðabók eftir [[Jens Christian Svabo]], sem hafði verið óútgefin í handriti í um 200 ár. Hins vegar ''Matteusarguðspjall'' í færeyskri þýðingu [[Johan Henrik Schrøter|Johans Henriks Schrøters]]. Báðir voru þeir brautryðjendur við mótun færeysks ritmáls, en notuðu hljóðrétta stafsetningu, sem hefur ekki unnið sér sess.
Hið mikla verk ''Føroya kvæði : corpus carminum Færoensium'' (CCF), sem [[Svend Grundtvig]] og [[Jørgen Bloch]] höfðu safnað saman á [[19. öld]], er sígild grundvallarútgáfa á [[færeysk danskvæði|færeyskum danskvæðum]]. Í verkinu er saman kominn meginhluti þeirra danskvæða sem Færeyingar varðveittu í munnlegri geymd fram á 19. öld og tókst að bjarga frá glötun með skrásetningu. Verkið er í sjö bindum með skýringum á þýsku.
Matras var fenginn til að fara yfir flestar námsbækur sem komu út í færeyjum á 4. áratugnum, og átti þannig þátt í að móta færeyskt ritmál. Hann samdi einnig fyrstu færeysku bókmenntasöguna.
Þegar hann sneri aftur til Færeyja, 1965, hafði hann meðferðis mikið seðlasafn með drögum að færeyskri orðabók. Unnið var að henni næstu árin og kom hún út 1998 í ritstjórn [[Jóhan Hendrik Winther Poulsen|Jóhans Hendrik Winther Poulsen]]. Þetta er [[Færeysk orðabók, 1998|færeysk-færeysk orðabók]] með um 65.700 uppflettiorðum.
== Helstu rit ==
* 1926: – ''Grátt, kátt og hátt : yrkingar'', 48 s. — Ljóðabók. Myndskreytt af [[William Heinesen]].
* 1927–1928: – ''Føroysk-donsk orðabók = Færøsk-dansk ordbog'', 469 s. — Með [[Mads Andreas Jacobsen]], 2. útg. endurskoðuð og aukin 1961, viðaukabindi 1974.
* 1930 – ''Føroysk fólkanøvn''. — Með M. A. Jacobsen.
* 1932 – ''Stednavne paa de færøske Norðuroyar''. — Doktorsritgerð.
* 1933 – ''Heimur og heima : yrkingar'', 59 s. — Ljóðabók.
* 1935 – ''Føroysk bókmentasøga'', 104 s.
* 1939 – ''Indledning til Svabos færøske visehaandskrifter'', lxxxv s.
* 1940 – ''Úr leikum og loyndum'' (yrkingar).
* 1941 – ''Jørgen-Frantz Jacobsen'', 45 s. — ''Gyldendals julebog''.
* 1950 – ''Ættmenn uttanlendis''
* 1957 – ''Drunnur'', 33 s.
* 1965 – ''Yrkingar 1917–45''.
* 1970 – ''Bygd og hav : myndir úr seglskipatíð'', 16 s. — Myndskreytingar: [[Ingálvur av Reyni]].
* 1972 – ''Á hellu eg stóð : gamalt og nýyrkt'', 103 s.
* 1973 – ''Nøkur mentafólk''.
* 1975 – ''Av Viðareiði : fólk í huganum'', 14 s. — Ljóðabók, myndskreytt af [[Fridtjof Joensen]].
* 1975 – ''Leikur og loynd. Fullfíggjað útgáva av egnum yrkingum og týddum''.
* 1978 – ''Úr sjón og úr minni'' (yrkingar) — Ljóðabók. Á íslensku: ''Séð og munað'', Rvík 1987, 45 s. [[Þorgeir Þorgeirsson]] þýddi.
* 1981 – ''Upp í lógvan av ørindum / En håndfuld vers'' (yrkingar).
* 1993 – Anne-Kari Skarðhamar (þýð.): ''Dikt fra Færøyene : et utvalg dikt'', 120 s. — Úrval ljóða í norskri þýðingu.
* 2004 – Anne-Kari Skarðhamar (útg.): ''Christian Matras – Yrkingar : heildarsavn við yrkingum og týðingum'', 397 s. – Ljóðasafn.
=== Þýðingar ===
* 1921 – [[Jonathan Swift]]: ''Ferð Gullivers til Pinkulinganna''. — Barnabók.
* 1939 – [[Thomas Kingo]]: ''Songkórið andliga''. — Sálmabók.
* 1945 – [[Robert Burns]]: ''Yrkingar''. — Ljóðaþýðingar.
* 1951 – Jonathan Swift: ''Ferð Gullivers til Pinkulingalands'', 2. útg.
* 1972 – [[Jørgen-Frantz Jacobsen]]: ''Barba og harra Pál'' — Skáldsagan ''Barbara'' á færeysku.
* 1975 – [[William Heinesen]]: ''Degningsvindar''.
* 1976 – William Heinesen: ''Himinin brosar''.
* 1976 – Jørgen-Frantz Jacobsen: ''Dýrmæta lív''.
* 1976 – Jørgen-Frantz Jacobsen: ''Tíðargreinir 1925–1937''.
* 1977 – [[F. Voltaire]]: ''Candide ella besti heimur''. — ''Birtingur'' eftir [[Voltaire]].
* 1978 – [[Albert Camus]]: ''Pestin''.
* 1981 – ''Nýggjar týðingar'' — Ljóðaþýðingar.
* 1982 – [[Lucian Blaga]]: ''Tólv yrkingar'' — Ljóðaþýðingar.
* 1983 – [[Anatole France]]: ''Steikarahúsið við Drotning Gásafót''.
=== Útgáfur ===
* 1930 – ''Føroysk fólkanøvn : navnalisti til leiðbeiningar'', 16 s. — Með [[Mads Andreas Jacobsen]].
* 1934 – ''Føroyskur skaldskapur í úrvali'' I–III. — Með [[M. A. Jacobsen]] og [[Hans Andrias Djurhuus]]
* 1939 – ''[[Jens Christian Svabo|Svabos]] færøske Visehaandskrifter''.
* 1943 – ''Glossar til færøske Visehaandskrifter''.
* 1939 – ''Føroysk lesibók'' 1–2. — Með Hans A. Djurhuus og Mads Andreas Jacobsen.
* 1951–1963 – [[Svend Grundtvig]] og [[Jørgen Bloch]]: ''Føroya kvæði : Corpus carminum Færoensium'', 1. bindi. — Með [[Napoleon Djurhuus]]
* 1941–1944 – Svend Grundtvig og Jørgen Bloch: ''Føroya kvæði : Corpus carminum Færoensium'', 2. bindi.
* 1944–1946 – Svend Grundtvig og Jørgen Bloch: ''Føroya kvæði : Corpus carminum Færoensium'', 3. bindi.
* 1946–1967 – Svend Grundtvig og Jørgen Bloch: ''Føroya kvæði : Corpus carminum Færoensium'', 4. bindi.
* 1968 – Svend Grundtvig og Jørgen Bloch: ''Føroya kvæði : Corpus carminum Færoensium'', 5. bindi.
* 1972 – Svend Grundtvig og Jørgen Bloch: ''Føroya kvæði : Corpus carminum Færoensium'', 6. bindi. – ISBN 87-500-1170-7
* 1996 – Svend Grundtvig og Jørgen Bloch: ''Føroya kvæði : Corpus carminum Færoensium'', 7. bindi. – History, manuscripts, indexes / útg. af Michael Chesnutt & Kaj Larsen. – ISBN 87-7876-018-6
* 1951–1953 – [[Johan Henrik Schrøter]]: ''J.H. Schrøters optegnelser af [[Sjúrðar kvæði]]''.
* 1966–1970 – Jens Christian Svabo: ''Dictionarium Færoense : Færøsk-dansk-latinsk ordbog'' 1–2.
* 1973 – Johan Henrik Schrøter: ''Evangelium Sankta Matteusar'' 1–2. — [[Matteusarguðspjall]] í færeyskri þýðingu Schrøters, frá 1823.
* 1988 – [[Janus Djurhuus|J. H. O. Djurhuus]]: ''Yrkingar 1898–1948''.
=== Ritstjórn ===
* 1931-1935 – ''[[Varðin]]'', 11.–15. árgangur.
* 1945-1952 – ''[[Útiseti]]'' — Með [[Karsten Hoydal]].
* 1973-1974 – ''Varðin'', 41.–42. árgangur.
* 1958 – ''Færøerne/Føroyar'', 1–2.
=== Afmælis- og minningarrit ===
* 1980 – Ulf Zachariasen (útg.): ''Christian Matras : ritskrá í úrvali'', 32 s.
* 2000 – Martin Næs og Jóhan Hendrik W. Poulsen (útg.): ''Greinaval – málfrøðigreinir'', 353 s.
* 2002 – Turið Sigurðardóttir (ritstj.): ''Christian Matras – Aldarminning'', 118 s. — ''Annales Societatis Scientarum Færoensis'', Supplementum, 33.
== Heimildir ==
* Anne-Kari Skarðhamar: ''Poetikk og livstolkning i Christian Matras' lyrikk : med et tillegg om Matras og færøysk lyrikk''. Oslo, Unipub Forl, 2002. — ''Annales Societatis Scientiarum Færoensis'', Supplementum, 31.
* Anne-Kari Skarðhamar: „Det farlige, det frygtelige, det mægtige. Christian Matras’ naturlyrik“. ''Edda'', 2001, 396–405.
* Anne-Kari Skarðhamar: „Hella, hugur og tið – tidserfaring i Christian Matras' diktning“. ''Nordisk litteratur og mentalitet'', 2000, 485–492.
* Anne-Kari Skarðhamar: „Growing up on the Edge of the Abyss. Childhood Impressions in the Poetry of Christian Matras“. ''Scandinavica'', XXXV, 1996, 71–104.
* W. Glyn Jones: „Nature and Man in Christian Matras's Poetry“. ''Scandinavica'', XIX, 1980, 181–197.
* {{wpheimild | tungumál = de | titill = Christian Matras | mánuðurskoðað = 1. desember | árskoðað = 2010}}
{{fde|1900|1988|Matras, Christian}}
{{DEFAULTSORT:Matras, Christian}}
[[Flokkur:Færeyskir málfræðingar]]
[[Flokkur:Færeysk skáld]]
pitmydck5yg9wgg3ppwbg9imypbe0ha
Alþjóðlegu fornsagnaþingin
0
96056
1761744
1701784
2022-07-24T11:03:52Z
Skúmhöttur
2060
wikitext
text/x-wiki
'''Alþjóðlegu fornsagnaþingin''' eða '''International Saga Conference''' eru ráðstefnur eða þing um íslenskar og norrænar fornbókmenntir og skyld efni, sem haldnar eru á þriggja ára fresti.
Frumkvæðið að fornsagnaþingunum átti [[Hermann Pálsson]] prófessor í [[Edinborg]], og skipulagði hann fyrsta þingið sem haldið var þar árið [[1971]]. Það næsta var haldið í Reykjavík tveimur árum síðar, en síðan hafa þingin verið haldin á þriggja ára fresti. Oftast er tekið fyrir eitthvert ákveðið svið fræðanna og sérstaklega fjallað um það. Fornsagnaþingin eru bæði fræðilegur og félagslegur vettvangur fræðimanna í þessum greinum.
Ráðstefnurit hafa að jafnaði verið prentuð (það fyrsta er fjölritað). Í þeim var oft aðeins birt úrval fyrirlestra frá viðkomandi ráðstefnu, en aðrir birtust oft síðar, t.d. í tímaritum. Síðari árin hafa ráðstefnuritin verið svokölluð ''forprent'', þ.e. þau eru gefin út áður en ráðstefnan eða þingið hefst og eru fyrirlestrarnir þar í styttri gerð.
== Listi yfir fornsagnaþingin ==
# ''International Saga Conference'', — ''Fyrsta alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Edinborg]], [[Skotland]]i, 21. – 28. ágúst 1971. — Aðalviðfangsefni: The Icelandic Sagas and Western Literary Tradition.
# ''International Saga Conference'', — ''Annað alþjóðlega fornsagnaþingið'', Reykjavík, Íslandi, 1973. —
# ''International Saga Conference'', — ''Þriðja alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Osló]], Noregi, 1976. —
# ''International Saga Conference'', — ''Fjórða alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[München]], Þýskalandi, 30. júlí – 4. ágúst 1979. —
# ''International Saga Conference'', — ''Fimmta alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Toulon]], Frakklandi, 1982. —
# ''International Saga Conference'', — ''Sjötta alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Kaupmannahöfn]], Danmörku, 28. júlí – 28. ágúst 1985. —
# ''International Saga Conference'', — ''Sjöunda alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Spoleto]], Ítalíu, 4. – 10. september 1988. —
# ''International Saga Conference'', — ''Áttunda alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Gautaborg]], Svíþjóð, 11. – 17. ágúst 1991. — Aðalviðfangsefni: The Audience of the Sagas.
# ''International Saga Conference'', — ''Níunda alþjóðlega fornsagnaþingið'', Akureyri, Íslandi, 31. júlí – 6. ágúst 1994. — Aðalviðfangsefni: Samtíðarsögur / The Contemporary Sagas.
# ''International Saga Conference'', — ''Tíunda alþjóðlega fornsagnaþingið'', Þrándheimi, Noregi, 3. – 9. ágúst 1997. — Aðalviðfangsefni: Sagaene og Noreg / Sagas and the Norwegian Experience.
# ''International Saga Conference'', — ''Ellefta alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Sydney]], Ástralíu, 4. – 7. júlí 2000. — Meginþema: Old Norse Myths, Literature & Society.
# ''International Saga Conference'', — ''Tólfta alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Bonn]], Þýskalandi, 28. júlí – 2. ágúst 2003. — Meginþema: Scandinavia and Christian Europe in the Middle Ages.
# ''International Saga Conference'', — ''Þrettánda alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Durham]] og [[York]], Englandi, 6. – 12. ágúst 2006. — [https://web.archive.org/web/20090706071437/http://www.dur.ac.uk/medieval.www/sagaconf/home.htm Vefsíða ráðstefnunnar].
# ''International Saga Conference'', — ''Fjórtánda alþjóðlega fornsagnaþingið'', Uppsölum, Svíþjóð, 9. – 15. ágúst 2009. — [http://www.saga.nordiska.uu.se/ Vefsíða ráðstefnunnar].
# ''International Saga Conference'', — ''Fimmtánda alþjóðlega fornsagnaþingið'', Árósum, Danmörku, 5. – 11. ágúst 2012. — [https://sagaconference.au.dk/ Vefsíða ráðstefnunnar].
# ''International Saga Conference, — Sextánda alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Zürich]], [[Sviss]], 9. – 15. ágúst 2015. — [http://www.sagaconference.org/SC16/SC16_ABSTRACTS.PDF/ Ráðstefnuritið, útdrættir]. — Meginþema: Sagas and Space.
# ''International Saga Conference, — Sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið'', Reykjavík og [[Reykholt]]i, 12. – 17. ágúst 2018. — [https://fornsagnathing2018.hi.is/ Vefsíða ráðstefnunnar]. — Meginþema: [[Íslendingasögur]].
# ''International Saga Conference, — Átjánda alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Helsinki]] og [[Tallinn]], 8. – 14. ágúst 2021. — [https://www2.helsinki.fi/en/conferences/18th-international-saga-conference/ Vefsíða ráðstefnunnar]. — Meginþema: Sagas and the Circum-Baltic Arena.
== Heimildir ==
* Viðkomandi vefsíður.
[[Flokkur:Íslenskar fornbókmenntir]]
[[Flokkur:Íslensk fræði]]
[[Flokkur:Ráðstefnur]]
ichzt19hkjdjysxz2hwtg2g8g72jbpr
1761745
1761744
2022-07-24T11:07:54Z
Skúmhöttur
2060
wikitext
text/x-wiki
'''Alþjóðlegu fornsagnaþingin''' eða '''International Saga Conference''' eru ráðstefnur eða þing um íslenskar og norrænar fornbókmenntir og skyld efni, sem haldnar eru á þriggja ára fresti.
Frumkvæðið að fornsagnaþingunum átti [[Hermann Pálsson]] prófessor í [[Edinborg]], og skipulagði hann fyrsta þingið sem haldið var þar árið [[1971]]. Það næsta var haldið í Reykjavík tveimur árum síðar, en síðan hafa þingin verið haldin á þriggja ára fresti. Oftast er tekið fyrir eitthvert ákveðið svið fræðanna og sérstaklega fjallað um það. Fornsagnaþingin eru bæði fræðilegur og félagslegur vettvangur fræðimanna í þessum greinum.
Ráðstefnurit hafa að jafnaði verið prentuð (það fyrsta er fjölritað). Í þeim var oft aðeins birt úrval fyrirlestra frá viðkomandi ráðstefnu, en aðrir birtust oft síðar, t.d. í tímaritum. Síðari árin hafa ráðstefnuritin verið svokölluð ''forprent'', þ.e. þau eru gefin út áður en ráðstefnan eða þingið hefst og eru fyrirlestrarnir þar í styttri gerð.
== Listi yfir fornsagnaþingin ==
# ''International Saga Conference'', — ''Fyrsta alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Edinborg]], [[Skotland]]i, 21. – 28. ágúst 1971. — Aðalviðfangsefni: The Icelandic Sagas and Western Literary Tradition.
# ''International Saga Conference'', — ''Annað alþjóðlega fornsagnaþingið'', Reykjavík, Íslandi, 1973. —
# ''International Saga Conference'', — ''Þriðja alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Osló]], Noregi, 1976. —
# ''International Saga Conference'', — ''Fjórða alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[München]], Þýskalandi, 30. júlí – 4. ágúst 1979. —
# ''International Saga Conference'', — ''Fimmta alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Toulon]], Frakklandi, 1982. —
# ''International Saga Conference'', — ''Sjötta alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Kaupmannahöfn]], Danmörku, 28. júlí – 28. ágúst 1985. —
# ''International Saga Conference'', — ''Sjöunda alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Spoleto]], Ítalíu, 4. – 10. september 1988. —
# ''International Saga Conference'', — ''Áttunda alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Gautaborg]], Svíþjóð, 11. – 17. ágúst 1991. — Aðalviðfangsefni: The Audience of the Sagas.
# ''International Saga Conference'', — ''Níunda alþjóðlega fornsagnaþingið'', Akureyri, Íslandi, 31. júlí – 6. ágúst 1994. — Aðalviðfangsefni: Samtíðarsögur / The Contemporary Sagas.
# ''International Saga Conference'', — ''Tíunda alþjóðlega fornsagnaþingið'', Þrándheimi, Noregi, 3. – 9. ágúst 1997. — Aðalviðfangsefni: Sagaene og Noreg / Sagas and the Norwegian Experience.
# ''International Saga Conference'', — ''Ellefta alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Sydney]], Ástralíu, 4. – 7. júlí 2000. — Meginþema: Old Norse Myths, Literature & Society.
# ''International Saga Conference'', — ''Tólfta alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Bonn]], Þýskalandi, 28. júlí – 2. ágúst 2003. — Meginþema: Scandinavia and Christian Europe in the Middle Ages.
# ''International Saga Conference'', — ''Þrettánda alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Durham]] og [[York]], Englandi, 6. – 12. ágúst 2006. — [https://web.archive.org/web/20090706071437/http://www.dur.ac.uk/medieval.www/sagaconf/home.htm Vefsíða ráðstefnunnar].
# ''International Saga Conference'', — ''Fjórtánda alþjóðlega fornsagnaþingið'', Uppsölum, Svíþjóð, 9. – 15. ágúst 2009. — [http://www.saga.nordiska.uu.se/ Vefsíða ráðstefnunnar].
# ''International Saga Conference'', — ''Fimmtánda alþjóðlega fornsagnaþingið'', Árósum, Danmörku, 5. – 11. ágúst 2012. — [https://sagaconference.au.dk/ Vefsíða ráðstefnunnar].
# ''International Saga Conference, — Sextánda alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Zürich]], [[Sviss]], 9. – 15. ágúst 2015. — [https://sagaconference.unibas.ch/ Vefsíða ráðstefnunnar]. — Meginþema: Sagas and Space.
# ''International Saga Conference, — Sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið'', Reykjavík og [[Reykholt]]i, 12. – 17. ágúst 2018. — [https://fornsagnathing2018.hi.is/ Vefsíða ráðstefnunnar]. — Meginþema: [[Íslendingasögur]].
# ''International Saga Conference, — Átjánda alþjóðlega fornsagnaþingið'', [[Helsinki]] og [[Tallinn]], 8. – 14. ágúst 2021. — [https://www2.helsinki.fi/en/conferences/18th-international-saga-conference/ Vefsíða ráðstefnunnar]. — Meginþema: Sagas and the Circum-Baltic Arena.
== Heimildir ==
* Viðkomandi vefsíður.
[[Flokkur:Íslenskar fornbókmenntir]]
[[Flokkur:Íslensk fræði]]
[[Flokkur:Ráðstefnur]]
0yqg70bj4ef7353los1hqnbxi50jaor
Víkingaþing (ráðstefna)
0
96159
1761740
1011721
2022-07-24T10:26:01Z
Skúmhöttur
2060
wikitext
text/x-wiki
'''Víkingaþing''' – '''Viking Congress''' – eru ráðstefnur eða þing um [[víkingaöld]]ina og skyld efni, sem eru nú haldnar á fjögurra ára fresti.
Hugmyndin að Víkingaþingunum kviknaði meðal starfsmanna [[Háskólinn í Aberdeen|Háskólans í Aberdeen]] um 1946. Var ætlunin að þar gætu fremstu fræðimenn frá [[Norðurlönd]]um og [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]] komið saman til að fjalla um rannsóknir á víkingaöldinni. Fyrsta þingið var haldið í [[Leirvík]] á [[Hjaltland]]i [[1950]], og var nafnið ''Viking Congress'' komið frá [[Eric Linklater]] í Orkneyjum. Fulltrúar Íslands á fyrsta þinginu voru [[Einar Ól. Sveinsson]] og [[Jón Helgason (prófessor)|Jón Helgason]].
Víkingaþingin eru þverfaglegar ráðstefnur um víkingaöldina. Fjallað er um [[fornleifafræði]], [[sagnfræði]], [[textafræði]], [[örnefnafræði]], [[rúnafræði]] og aðrar greinar sem hafa þýðingu fyrir rannsóknir á þessu sviði. Oftast er tekið fyrir eitthvert ákveðið svið fræðanna og sérstaklega fjallað um það. Segja má að íslensk og norræn fræði séu áberandi þáttur Víkingaþinganna.
Löndin sem taka þátt í Víkingaþingunum eru: Danmörk, Færeyjar, Ísland, Grænland, Noregur, Svíþjóð, England, Skotland, Írland og Wales. Þingin geta því ekki talist alþjóðlegar ráðstefnur.
Ráðstefnurit hafa verið gefin út um öll víkingaþingin. Í þeim hefur oft aðeins verið birt úrval fyrirlestra frá viðkomandi þingi.
Víkingaþingin eru með vefsíðu, þar sem fá má nánari upplýsingar.
== Listi yfir víkingaþingin ==
# ''Viking Congress'', — ''Fyrsta víkingaþingið'', [[Leirvík]], [[Hjaltland]]i, 7. – 21. júlí 1950. —
# ''Viking Congress'', — ''Annað víkingaþingið'', [[Björgvin]], [[Noregur|Noregi]], 6. – 17. september 1953. —
# ''Viking Congress'', — ''Þriðja víkingaþingið'', [[Reykjavík]], [[Ísland]]i, 20. – 27. júlí 1956. —
# ''Viking Congress'', — ''Fjórða víkingaþingið'', [[Jórvík]], [[England]]i, 12. – 26. ágúst 1961. —
# ''Viking Congress'', — ''Fimmta víkingaþingið'', [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]], [[Færeyjar|Færeyjum]], 18. – 28. júlí 1965. —
# ''Viking Congress'', — ''Sjötta víkingaþingið'', [[Uppsalir|Uppsölum]], [[Svíþjóð]], 3. – 12. ágúst 1969. —
# ''Viking Congress'', — ''Sjöunda víkingaþingið'', [[Dyflinni]], [[Írland]]i, 15. – 21. ágúst 1973. —
# ''Viking Congress'', — ''Áttunda víkingaþingið'', [[Árósar|Árósum]], [[Danmörk]]u, 24. – 31. ágúst 1977. —
# ''Viking Congress'', — ''Níunda víkingaþingið'', [[Mön (Írlandshafi)|Mön]], [[Írlandshaf]]i, 4. – 14. júlí 1981. —
# ''Viking Congress'', — ''Tíunda víkingaþingið'', [[Larkollen]], [[Noregur|Noregi]], 1985. —
# ''Viking Congress'', — ''Ellefta víkingaþingið'', [[Katanes]]i og [[Orkneyjar|Orkneyjum]], 22. ágúst – 1. september 1989. —
# ''Viking Congress'', — ''Tólfta víkingaþingið'', [[Hässelby höll]], [[Svíþjóð]], 7. – 21. júlí 1993. —
# ''Viking Congress'', — ''Þrettánda víkingaþingið'', [[Nottingham]] og [[Jórvík]], [[England]]i, 21. – 30. ágúst 1997. —
# ''Viking Congress'', — ''Fjórtánda víkingaþingið'', [[Færeyjar|Færeyjum]], 19. – 30. júlí 2001. —
# ''Viking Congress'', — ''Fimmtánda víkingaþingið'', [[Cork]], [[Írland]]i, 18. – 27. ágúst 2005. —
# ''Viking Congress'', — ''Sextánda víkingaþingið'', [[Reykjavík]] og [[Reykholt]]i, 17. – 23. ágúst 2009. —
# ''Viking Congress'', — ''Sautjánda víkingaþingið'', [[Hjaltland]]i, 3. – 10. ágúst 2013. —
# ''Viking Congress'', — ''Átjánda víkingaþingið'', [[Danmörk]]u, 5. – 12. ágúst 2017. —
# ''Viking Congress'', — ''Nítjánda víkingaþingið'', [[Wales]] og [[Norðvestur-England]]i, 29. júlí – 1. ágúst 2022. —
== Heimildir ==
* Vefsíða víkingaþinganna.
== Tenglar ==
* [http://www.vikingcongress.net/ Vefsíða víkingaþinganna].
[[Flokkur:Íslenskar fornbókmenntir]]
[[Flokkur:Íslensk fræði]]
[[Flokkur:Ráðstefnur]]
70mjvpzwme42kdft4i5vfsqkll1h3rb
1761741
1761740
2022-07-24T10:27:59Z
Skúmhöttur
2060
wikitext
text/x-wiki
'''Víkingaþing''' – '''Viking Congress''' – eru ráðstefnur eða þing um [[víkingaöld]]ina og skyld efni, sem eru nú haldnar á fjögurra ára fresti.
Hugmyndin að Víkingaþingunum kviknaði meðal starfsmanna [[Háskólinn í Aberdeen|Háskólans í Aberdeen]] um 1946. Var ætlunin að þar gætu fremstu fræðimenn frá [[Norðurlönd]]um og [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]] komið saman til að fjalla um rannsóknir á víkingaöldinni. Fyrsta þingið var haldið í [[Leirvík (Hjaltlandseyjum)|Leirvík]] á [[Hjaltland]]i [[1950]], og var nafnið ''Viking Congress'' komið frá [[Eric Linklater]] í Orkneyjum. Fulltrúar Íslands á fyrsta þinginu voru [[Einar Ól. Sveinsson]] og [[Jón Helgason (prófessor)|Jón Helgason]].
Víkingaþingin eru þverfaglegar ráðstefnur um víkingaöldina. Fjallað er um [[fornleifafræði]], [[sagnfræði]], [[textafræði]], [[örnefnafræði]], [[rúnafræði]] og aðrar greinar sem hafa þýðingu fyrir rannsóknir á þessu sviði. Oftast er tekið fyrir eitthvert ákveðið svið fræðanna og sérstaklega fjallað um það. Segja má að íslensk og norræn fræði séu áberandi þáttur Víkingaþinganna.
Löndin sem taka þátt í Víkingaþingunum eru: Danmörk, Færeyjar, Ísland, Grænland, Noregur, Svíþjóð, England, Skotland, Írland og Wales. Þingin geta því ekki talist alþjóðlegar ráðstefnur.
Ráðstefnurit hafa verið gefin út um öll víkingaþingin. Í þeim hefur oft aðeins verið birt úrval fyrirlestra frá viðkomandi þingi.
Víkingaþingin eru með vefsíðu, þar sem fá má nánari upplýsingar.
== Listi yfir víkingaþingin ==
# ''Viking Congress'', — ''Fyrsta víkingaþingið'', [[Leirvík]], [[Hjaltland]]i, 7. – 21. júlí 1950. —
# ''Viking Congress'', — ''Annað víkingaþingið'', [[Björgvin]], [[Noregur|Noregi]], 6. – 17. september 1953. —
# ''Viking Congress'', — ''Þriðja víkingaþingið'', [[Reykjavík]], [[Ísland]]i, 20. – 27. júlí 1956. —
# ''Viking Congress'', — ''Fjórða víkingaþingið'', [[Jórvík]], [[England]]i, 12. – 26. ágúst 1961. —
# ''Viking Congress'', — ''Fimmta víkingaþingið'', [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]], [[Færeyjar|Færeyjum]], 18. – 28. júlí 1965. —
# ''Viking Congress'', — ''Sjötta víkingaþingið'', [[Uppsalir|Uppsölum]], [[Svíþjóð]], 3. – 12. ágúst 1969. —
# ''Viking Congress'', — ''Sjöunda víkingaþingið'', [[Dyflinni]], [[Írland]]i, 15. – 21. ágúst 1973. —
# ''Viking Congress'', — ''Áttunda víkingaþingið'', [[Árósar|Árósum]], [[Danmörk]]u, 24. – 31. ágúst 1977. —
# ''Viking Congress'', — ''Níunda víkingaþingið'', [[Mön (Írlandshafi)|Mön]], [[Írlandshaf]]i, 4. – 14. júlí 1981. —
# ''Viking Congress'', — ''Tíunda víkingaþingið'', [[Larkollen]], [[Noregur|Noregi]], 1985. —
# ''Viking Congress'', — ''Ellefta víkingaþingið'', [[Katanes]]i og [[Orkneyjar|Orkneyjum]], 22. ágúst – 1. september 1989. —
# ''Viking Congress'', — ''Tólfta víkingaþingið'', [[Hässelby höll]], [[Svíþjóð]], 7. – 21. júlí 1993. —
# ''Viking Congress'', — ''Þrettánda víkingaþingið'', [[Nottingham]] og [[Jórvík]], [[England]]i, 21. – 30. ágúst 1997. —
# ''Viking Congress'', — ''Fjórtánda víkingaþingið'', [[Færeyjar|Færeyjum]], 19. – 30. júlí 2001. —
# ''Viking Congress'', — ''Fimmtánda víkingaþingið'', [[Cork]], [[Írland]]i, 18. – 27. ágúst 2005. —
# ''Viking Congress'', — ''Sextánda víkingaþingið'', [[Reykjavík]] og [[Reykholt]]i, 17. – 23. ágúst 2009. —
# ''Viking Congress'', — ''Sautjánda víkingaþingið'', [[Hjaltland]]i, 3. – 10. ágúst 2013. —
# ''Viking Congress'', — ''Átjánda víkingaþingið'', [[Danmörk]]u, 5. – 12. ágúst 2017. —
# ''Viking Congress'', — ''Nítjánda víkingaþingið'', [[Wales]] og [[Norðvestur-England]]i, 29. júlí – 1. ágúst 2022. —
== Heimildir ==
* Vefsíða víkingaþinganna.
== Tenglar ==
* [http://www.vikingcongress.net/ Vefsíða víkingaþinganna].
[[Flokkur:Íslenskar fornbókmenntir]]
[[Flokkur:Íslensk fræði]]
[[Flokkur:Ráðstefnur]]
d1pcyxzeo141krvw2mb48bp0v9ylndl
1761742
1761741
2022-07-24T10:29:57Z
Skúmhöttur
2060
wikitext
text/x-wiki
'''Víkingaþing''' – '''Viking Congress''' – eru ráðstefnur eða þing um [[víkingaöld]]ina og skyld efni, sem eru nú haldnar á fjögurra ára fresti.
Hugmyndin að Víkingaþingunum kviknaði meðal starfsmanna [[Háskólinn í Aberdeen|Háskólans í Aberdeen]] um 1946. Var ætlunin að þar gætu fremstu fræðimenn frá [[Norðurlönd]]um og [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]] komið saman til að fjalla um rannsóknir á víkingaöldinni. Fyrsta þingið var haldið í [[Leirvík (Hjaltlandseyjum)|Leirvík]] á [[Hjaltland]]i [[1950]], og var nafnið ''Viking Congress'' komið frá [[Eric Linklater]] í Orkneyjum. Fulltrúar Íslands á fyrsta þinginu voru [[Einar Ól. Sveinsson]] og [[Jón Helgason (prófessor)|Jón Helgason]].
Víkingaþingin eru þverfaglegar ráðstefnur um víkingaöldina. Fjallað er um [[fornleifafræði]], [[sagnfræði]], [[textafræði]], [[örnefnafræði]], [[rúnafræði]] og aðrar greinar sem hafa þýðingu fyrir rannsóknir á þessu sviði. Oftast er tekið fyrir eitthvert ákveðið svið fræðanna og sérstaklega fjallað um það. Segja má að íslensk og norræn fræði séu áberandi þáttur Víkingaþinganna.
Löndin sem taka þátt í Víkingaþingunum eru: Danmörk, Færeyjar, Ísland, Grænland, Noregur, Svíþjóð, England, Skotland, Írland og Wales. Þingin geta því ekki talist alþjóðlegar ráðstefnur.
Ráðstefnurit hafa verið gefin út um öll víkingaþingin. Í þeim hefur oft aðeins verið birt úrval fyrirlestra frá viðkomandi þingi.
Víkingaþingin eru með vefsíðu, þar sem fá má nánari upplýsingar.
== Listi yfir víkingaþingin ==
# ''Viking Congress'', — ''Fyrsta víkingaþingið'', [[Leirvík]], [[Hjaltland]]i, 7. – 21. júlí 1950. —
# ''Viking Congress'', — ''Annað víkingaþingið'', [[Björgvin]], [[Noregur|Noregi]], 6. – 17. september 1953. —
# ''Viking Congress'', — ''Þriðja víkingaþingið'', [[Reykjavík]], [[Ísland]]i, 20. – 27. júlí 1956. —
# ''Viking Congress'', — ''Fjórða víkingaþingið'', [[Jórvík]], [[England]]i, 12. – 26. ágúst 1961. —
# ''Viking Congress'', — ''Fimmta víkingaþingið'', [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]], [[Færeyjar|Færeyjum]], 18. – 28. júlí 1965. —
# ''Viking Congress'', — ''Sjötta víkingaþingið'', [[Uppsalir|Uppsölum]], [[Svíþjóð]], 3. – 12. ágúst 1969. —
# ''Viking Congress'', — ''Sjöunda víkingaþingið'', [[Dyflinni]], [[Írland]]i, 15. – 21. ágúst 1973. —
# ''Viking Congress'', — ''Áttunda víkingaþingið'', [[Árósar|Árósum]], [[Danmörk]]u, 24. – 31. ágúst 1977. —
# ''Viking Congress'', — ''Níunda víkingaþingið'', [[Mön (Írlandshafi)|Mön]], [[Írlandshaf]]i, 4. – 14. júlí 1981. —
# ''Viking Congress'', — ''Tíunda víkingaþingið'', [[Larkollen]], [[Noregur|Noregi]], 1985. —
# ''Viking Congress'', — ''Ellefta víkingaþingið'', [[Caithness|Katanes]]i og [[Orkneyjar|Orkneyjum]], 22. ágúst – 1. september 1989. —
# ''Viking Congress'', — ''Tólfta víkingaþingið'', [[Hässelby höll]], [[Svíþjóð]], 7. – 21. júlí 1993. —
# ''Viking Congress'', — ''Þrettánda víkingaþingið'', [[Nottingham]] og [[Jórvík]], [[England]]i, 21. – 30. ágúst 1997. —
# ''Viking Congress'', — ''Fjórtánda víkingaþingið'', [[Færeyjar|Færeyjum]], 19. – 30. júlí 2001. —
# ''Viking Congress'', — ''Fimmtánda víkingaþingið'', [[Cork]], [[Írland]]i, 18. – 27. ágúst 2005. —
# ''Viking Congress'', — ''Sextánda víkingaþingið'', [[Reykjavík]] og [[Reykholt]]i, 17. – 23. ágúst 2009. —
# ''Viking Congress'', — ''Sautjánda víkingaþingið'', [[Hjaltland]]i, 3. – 10. ágúst 2013. —
# ''Viking Congress'', — ''Átjánda víkingaþingið'', [[Danmörk]]u, 5. – 12. ágúst 2017. —
# ''Viking Congress'', — ''Nítjánda víkingaþingið'', [[Wales]] og [[Norðvestur-England]]i, 29. júlí – 1. ágúst 2022. —
== Heimildir ==
* Vefsíða víkingaþinganna.
== Tenglar ==
* [http://www.vikingcongress.net/ Vefsíða víkingaþinganna].
[[Flokkur:Íslenskar fornbókmenntir]]
[[Flokkur:Íslensk fræði]]
[[Flokkur:Ráðstefnur]]
0bjlbc78itla7eq3t97332dmdct7rxo
Bókfræði
0
97893
1761739
1390730
2022-07-24T10:14:23Z
Skúmhöttur
2060
wikitext
text/x-wiki
'''Bókfræði''' er fræðigrein sem fjallar um bækur sem safngripi eða menningarsögulegt fyrirbrigði.
Á erlendum málum er notað orðið ''bibliographia'', sem er úr [[gríska|grísku]] (βιβλιογραφία), sem merkir eiginlega bókaskrif eða bókagerð, og er dregið af bókagerð eins og hún var í [[fornöld]], þegar bækur voru skrifaðar. Einnig er til orðið ''bibliologia'' = bókfræði.
Bókfræði snýst yfirleitt ekki mikið um efni eða innihald bóka, heldur um það hvernig þær eru hannaðar, prentaðar, bundnar inn, hvernig þeim er dreift og safnað. Bókfræðin tengist þannig [[prentlist]] og varðveislu bókanna, hversu fágætar þær eru eða vel varðveittar, hvert var hlutverk þeirra í samfélaginu o.s.frv.
Önnur grein bókfræði er samantekt bókaskráa um ákveðin efni. Þar kemur margt til greina, til dæmis:
* Bækur ákveðins höfundar og/eða rit um hann.
* Bækur prentaðar á ákveðnum stað, svo sem Hólaprent, Hrappseyjarprent, Eskifjarðarprent, Eyrarbakkaprent o.s.frv.
* Bækur prentaðar á ákveðnu árabili, svo sem [[vögguprent]], eða öll íslensk rit frá ákveðnu tímabili, til dæmis skrá um 17. aldar bækur íslenskar.
* Rit um ákveðið efni, svo sem [[þjóðsögur]], [[Íslendingasögur]], [[fornaldarsögur]], ferðabækur um Ísland, rit um [[Bjólfskviða|Bjólfskviðu]] eða um [[Bayeux-refillinn|Bayeux-refilinn]].
Þessar bókaskrár geta leitast við að vera tæmandi, eða bundnar við valin rit, þar sem einungis eru tilgreind mikilvægustu ritin. Stundum er bætt við stuttri umsögn, þar sem reynt er að meta hversu gagnleg ritin eru.
Bókfræðin getur verið ''lýsandi'', ''söguleg'' eða ''textafræðileg'', eftir því hvernig fjallað er um efnið.
Skrár opinberra bókasafna eru frábrugðnar að því leyti að þar eru tilgreind öll rit í viðkomandi safni.
== Tengt efni ==
* [[Bókasafns- og upplýsingafræði]]
[[Flokkur:Bókasöfn]]
[[Flokkur:Bækur]]
80nj9lt03m64k8pxfyq4s5rmiv0fgz2
Stöð 3 (2013)
0
123820
1761699
1728780
2022-07-23T20:13:17Z
31.209.245.103
laga innsláttarvillu
wikitext
text/x-wiki
'''Stöð 3''' hóf útsendingar laugardaginn [[7. október]] [[2013]], 7-9-13. Boðið er upp á innlent og erlent sjónvarpsefni þar sem sérstaklega er höfðað til fólks á aldrinum 20 til 35 ára. Stöð 3 er rekin af [[Sýn (fyrirtæki)|Sýn]].
Árið 2020 sameinaðist Stöð 3 við Stöð 2 Krakkar í '''Stöð 2 Fjölskylda'''.
== Tengill ==
* [http://stod3.is Vefsíða Stöðvar 3] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150124061105/http://www.stod3.is/ |date=2015-01-24 }}
{{365 miðlar}}
{{stubbur|sjónvarp}}
[[Flokkur:Íslenskar sjónvarpsstöðvar]]
{{S|2013}}
[[Flokkur:Lagt niður 2020]]
rvepd887zz8tms8qsspt5ej4d1w9msx
Enski bikarinn
0
125287
1761716
1761584
2022-07-23T22:26:13Z
31.209.245.103
/* Nítjánda öldin */ laga tengil
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:BlackburnRovers FA Cup 1883-84.jpg|thumb|Lið Blackburn Rovers frá 1883-1884.]]
[[Mynd:Arsène Wenger (20064534156).jpg|thumb|Arsène Wenger hefur unnið til flesta bikartitla.]]
'''Enski bikarinn''' eða '''F.A. Cup''' er elsta bikarkeppni í [[knattspyrna|fótbolta]] í heimi en hún var stofnuð árið 1871. Í bikarnum hafa mest keppt 763 lið og er þar lið úr [[enska úrvalsdeildin|úrvalsdeild]], þremur deildum [[Enska knattspyrnudeildin|ensku knattspyrnudeildarinnar]] og hundruðir utandeildarliða. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn eru haldin á [[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]. Sigurvegararnir fara beint í riðil í [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu]].
[[Liverpool F.C.|Liverpool]] eru núverandi meistararar (2022). Fyrrum þjálfari [[Arsenal]], [[Arsene Wenger]] hefur unnið flesta bikartitla, alls 7 sinnum.
==Saga==
===Nítjánda öldin===
Charles W. Alcock, þá nýkjörinn formaður [[Enska knattspyrnusambandið|Enska knattspyrnusambandsins]], lagði sumarið 1871 fram tillögu um að stofna til meistaramóts á vegum sambandsins þar sem aðildarfélögum gæfist færi á að keppa. Skipuð var undibúningsnefnd og fór fyrsta viðureign hinnar nýju bikarkeppni fram í nóvember sama ár. Þrettán leikum síðar voru [[Wanderers]] krýndir sem fyrstu bikarmeistarar. Árið eftir fengu ríkjandi meistararnir sjálfkrafa þátttökurétt í úrslitaleiknum, en eftir það var horfið frá þeirri reglu og bikarmeistarar fyrra árs hófu keppni um leið og önnur lið.
Árið 1875 þurfti í fyrsta sinn að endurtaka úrslitaleik eftir að [[Royal Engineers A.F.C.|Royal Engineers]] og [[Old Etonians F.C.|Old Etonians]] skildu jöfn. Fóru báðar viðureignirnar fram á [[The Oval|Kennington Oval]] eins og velflestir úrslitaleikir þeirra ára.
Núverandi keppnistilhögun fór að taka á sig mynd leiktíðina 1888-89 þegar komið var á svæðisbundinni forkeppni, sama ár og ensku deildarkeppninni var komið á legg. Sama ár tókst utandeildarliðinu Warwick County að slá [[Stoke City F.C.]] úr keppni, en óvænt úrslit af þeim toga hafa alla tíð verið talin hluti af ''töfrum bikarsins''.
Ellefu fyrstu skiptin sem keppt var í ensku bikarkeppninni fóru lið skipuð yfirstéttarmönnum sem numið höfðu leikinn í enskum einkaskólum. Þessi lið lögðu ríka áherslu á áhugamennskuhugsjónina, enda meðlimir þeirra úr röðum efnafólks og þurftu ekkert á greiðslum að halda fyrir að spila fótbolta. Árið 1883 vann fyrsta liðið frá norðanverðu Englandi keppnina, [[Blackburn Olympic F.C.|Blackburn Olympic]]. Liðin úr norðrinu komu frá verkamannaborgum og voru oftar en ekki í eigu verksmiðjueigenda sem vildu sjá starfsfólki sínu fyrir afþreyingu. Leikmenn þessara voru úr efnaminni stéttum og þáðu yfirleitt laun fyrir að keppa, þótt það yrði framan af að gerast undir borðið. Eftir að atvinnumennskan ruddi sér almennilega til rúms hættu áhugamannaliðin í suðrinu að eiga nokkra möguleika á sigri í keppninni og hættu þau eitt af öðru þátttöku í henni.
===1901-50===
[[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham]] varð fyrsta bikarmeistaralið tuttugustu aldar eftir sigur á [[Sheffield United F.C.|Sheffield United]] í endurteknum úrslitaleik. Fyrri viðureignin braut blað í sögunni þar sem áhorfendur voru meira en 100 þúsund talsins. Með sigrinum varð Tottenham eina utandeildarliðið til að fara með sigur af hólmi eftir stofnun ensku deildarinnar.
Enska bikarkeppnin var haldin leiktíðina 1914-15 og lauk með sigri Sheffield United að viðstöddum fjölmörgum einkennisklæddum hermönnum. Harðar deilur spruttu vegna þeirrar ákvörðunar Enska knattspyrnusambandsins að halda áfram keppni þrátt fyrir að [[fyrri heimsstyrjöldin]] hefði brotist út. Töldu ýmsir óviðeigandi að fullfrískir karlmenn kepptu i fótbolta á meðan landið stæði í stríði. Knattspyrnusambandið lét undan þrýstingnum og felldi niður keppni þar sem eftir var stríðsins og það sama gilti á árum [[síðari heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]].
Árið 1923 fóru úrslitin í fyrsta sinn fram á [[Wembley-leikvangurinn|Wembley]], þar sem [[Bolton Wanderers F.C.|Bolton]] og [[West Ham United F.C.|West Ham]] mættust. Opinberar tölur herma að um 126 þúsund manns hafi mætt á leikinn, sem samsvaraði þeim áhorfendafjölda sem völlurinn var talinn rýma. Viðstöddum ber þó saman um að miklu fleiri hafi troðið sér inn á völlinn, jafnvel allt að 200 þúsund manns.
Leiktíðina 1925-26 var tekið upp á þeirri nýbreytni að lið úr tveimur efstu deildunum hófu ekki keppni fyrr en í þriðju umferð bikarsins og hefur sú tilhögun haldist til þessa dags. Sama ár voru núgildandi rangstöðureglur teknar upp í keppninni. Árið eftir varð [[Cardiff City F.C.|Cardiff City]] fyrsta og eina félagið utan Englands til að vinna keppnina, en félög frá [[Wales]] hafa löngum verið meðal þátttökuliða.
Hörmulegur atburður átti sér stað í bikarleik milli Bolton og Stoke City árið 1946 þar sem 33 áhorfendur létust eftir að hafa troðist undir. Þrátt fyrir blóðbaðið var ákveðið að ljúka leiknum og var sú ákvörðun fordæmd af mörgum.
===1951-2000===
Bikarúrslitaleikurinn 1953 varð sögufrægur, ekki hvað síst vegna þátttöku [[Stanley Matthews]] sem var 38 ára gamall. Hann hafði tvívegis tapað í úrslitum en náði loks að lyfta bikarnum eftir 4:3 sigur Blackpool á [[Bolton Wanderers]], sem misst hafði tvo leikmenn meidda af velli með 3:1 forystu. Þetta var ekki eini úrslitaleikurinn í sögu keppninnar þar sem meiðsli leikmanna höfðu áhrif á úrslit leikja, þannig beinbrotnuðu leikmenn í fimm úrslitaleikjum á árunum 1957-65. Það var ekki fyrr en leiktíðina 1966-67 að skiptingar voru heimilaðar í bikarkeppninni.
Árið 1970 var í fyrsta sinn keppt um bronsverðlaun í bikarkeppninni, þar sem Manchester United og Watford mættust. Áhugi leikmanna og áhorfenda á keppninni um þriðja sætið reyndist takmarkaður og í síðasta sinn var keppt um titilinn vorið 1974.
Hundraðasti bikarúrslitaleikurinn fór fram árið 1981, milli Tottenham og Manchester City.
Leiktíðina 1990-91 þurfu Arsenal og [[Leeds United]] að mætast fjórum sinnum í viðureign sinni í fjórðu umferð. Í kjölfarið ákvað Enska knattspyrnusambandið að önnur viðureign félaga skyldi ráðast með vítaspyrnukeppni í stað nýs leiks til að koma í veg fyrir fjölgun leikja. Sama ár var farið að halda undanúrslitaleiki á Wembley.
Fyrsta vítaspyrnukeppnin í sögu bikarkeppninnar var á milli Scunthorpe United og Rotherham United og lauk með 6:7 sigri þeirra síðarnefndu. Nokkur ár liðu enn áður en vítaspyrnukeppnir voru teknar upp í forkeppni bikarsins.
Árið 1999 var undanúrslitaviðureign endurtekin í síðasta sinn. Upp frá því var ákveðið að grípa skyldi til vítaspyrnukeppni í lok allra undanúrslitaleikja og úrslitaleikja ef þurfa þætti. Sama ár varð keppnin fyrir áfalli þegar ríkjandi meistarar, Manchester United, ákváðu að senda ekki lið til leiks vegna þátttöku í Heimsmeistarakeppni félagsliða. Þess í stað var dregið út taplið úr 2. umferð keppninnar og varð Darlington því fyrsta liðið í sögu keppninnar til að tapa tvívegis á sömu leiktíð.
===2001-===
Fyrstu ár 21. aldarinnar var brotið blað í sögu ensku bikarkeppninnar þar sem úrslitaleikurinn fór fram utan Englands, nánar tiltekið á [[Millennium Stadium]] í [[Wales]] á árunum 2001-06 á meðan unnið var að endurbótum á Wembley. Frá og með 2008 hafa undanúrslitaleikir einnig farið fram á Wembley.
Aukið leikjaálag í deild og í alþjóðakeppnum, auk minnkandi áhuga á bikarkeppninni, hefur orðið til þess að jafnt og þétt hefur verið fækkað þeim umferðum í keppninni þar sem gripið er til nýs leiks lið skilja jöfn, heldur hefur verið farið beint í framlengingu og vítaspyrnukeppni.
Segja má að valdasamþjöppun hafi átt sér stað í bikarnum líkt og á öðrum sviðum enskrar knattspyrnu á 21. öld. Manchesterliðin tvö, Liverpool, Arsenal og Chelsea hafa deilt með sér nær öllum titlunum. Á því eru þó tvær undantekningar: [[Portsmouth F.C.|Portsmouth]] varð bikarmeistari 2008 og [[Wigan Athletic F.C.|Wigan]] árið 2013. Í báðum tilvikum reyndust sigrarnir þó skammgóður vermir þar sem félögin lentu í miklum fjárhagsvandræðum og féllu niður um deildir beint í kjölfarið.
==Úrslitaleikir==
{| class="sortable wikitable plainrowheaders"
|+Úrslitaleikir bikarkeppninnar
!scope="col"|Leiktíð
!scope="col"|Sigurvegarar
!scope="col"|Úrslit
!scope="col"|2. sæti
!scope="col"|Leikvangur
|-
|align=center|1871-72
!scope=row|[[Wanderers F.C.|Wanderers]]
|align=center|1:0
|[[Royal Engineers A.F.C.|Royal Engineers]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1872-73
!scope=row|[[Wanderers F.C.|Wanderers]]
|align=center|2:0
|[[Oxford University A.F.C.|Oxford University]]
|[[Lillie Bridge Grounds|Lillie Bridge]]
|-
|align=center|1873-74
!scope=row|[[Oxford University A.F.C.|Oxford University]]
|align=center|2:0
|[[Royal Engineers A.F.C.|Royal Engineers]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1874-75
!scope=row|[[Royal Engineers A.F.C.|Royal Engineers]]
|align=center|1:1, 2:0 (aukaleikur)
|[[Old Etonians F.C.|Old Etonians]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1875-76
!scope=row|[[Wanderers F.C.|Wanderers]]
|align=center|1:1, 3:0 (aukaleikur)
|[[Old Etonians F.C.|Old Etonians]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1876-77
!scope=row|[[Wanderers F.C.|Wanderers]]
|align=center|2:1 (e. framl.)
|[[Oxford University A.F.C.|Oxford University]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1877-78
!scope=row|[[Wanderers F.C.|Wanderers]]
|align=center|3:1
|[[Royal Engineers A.F.C.|Royal Engineers]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1878-79
!scope=row|[[Old Etonians F.C.|Old Etonians]]
|align=center|1:0
|[[Clapham Rovers F.C.|Clapham Rovers]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1879-80
!scope=row|[[Clapham Rovers F.C.|Clapham Rovers]]
|align=center|1:0
|[[Oxford University A.F.C.|Oxford University]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1880-81
!scope=row|[[Old Carthusians F.C.|Old Carthusians]]
|align=center|3:0
|[[Old Etonians F.C.|Old Etonians]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1881-82
!scope=row|[[Old Etonians F.C.|Old Etonians]]
|align=center|1:0
|[[Blackburn Rovers F.C.|Blackburn Rovers]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1882-83
!scope=row|[[Blackburn Olympic F.C.|Blackburn Olympic]]
|align=center|2:1 (e. framl.)
|[[Old Etonians F.C.|Old Etonians]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1883-84
!scope=row|[[Blackburn Rovers F.C.|Blackburn Rovers]]
|align=center|2:1
|[[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]] [[Queen's Park F.C.|Queen's Park]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1884-85
!scope=row|[[Blackburn Rovers F.C.|Blackburn Rovers]]
|align=center|2:0
|[[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]] [[Queen's Park F.C.|Queen's Park]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1885-86
!scope=row|[[Blackburn Rovers F.C.|Blackburn Rovers]]
|align=center|0:0, 2:0 (aukaleikur)
|[[West Bromwich Albion F.C.|West Bromwich Albion]]
|{{sort|Racecourse Ground|[[County Cricket Ground, Derby|Racecourse Ground]]}}
|-
|align=center|1886-87
!scope=row|[[Aston Villa F.C.|Aston Villa]]
|align=center|2:0
|[[West Bromwich Albion F.C.|West Bromwich Albion]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1887-88
!scope=row|[[West Bromwich Albion F.C.|West Bromwich Albion]]
|align=center|2:1
|[[Preston North End F.C.|Preston North End]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1888-89
!scope=row|[[Preston North End F.C.|Preston North End]]
|align=center|3:0
|[[Wolverhampton Wanderers F.C.|Wolverhampton Wanderers]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1889-90
!scope=row|[[Blackburn Rovers F.C.|Blackburn Rovers]]
|align=center|6:1
|[[Sheffield Wednesday F.C.|The Wednesday]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1890-91
!scope=row|[[Blackburn Rovers F.C.|Blackburn Rovers]]
|align=center|3:1
|[[Notts County]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1891-92
!scope=row|[[West Bromwich Albion F.C.|West Bromwich Albion]]
|align=center|3:0
|[[Aston Villa F.C.|Aston Villa]]
|[[The Oval|Kennington Oval]]
|-
|align=center|1892-93
!scope=row|[[Wolverhampton Wanderers F.C.|Wolverhampton Wanderers]]
|align=center|1:0
|[[Everton F.C.|Everton]]
|[[Fallowfield Stadium]]
|-
|align=center|1893-94
!scope=row |[[Notts County]]
|align=center|4:1
|[[Bolton Wanderers F.C.|Bolton Wanderers]]
|[[Goodison Park]]
|-
|align=center|1894-95
!scope=row|[[Aston Villa F.C.|Aston Villa]]
|align=center|1:0
|[[West Bromwich Albion F.C.|West Bromwich Albion]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1895-96
!scope=row|[[Sheffield Wednesday F.C.|The Wednesday]]
|align=center|2:1
|[[Wolverhampton Wanderers F.C.|Wolverhampton Wanderers]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1896-97
!scope=row|[[Aston Villa F.C.|Aston Villa]]
|align=center|3:2
|[[Everton F.C.|Everton]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1897-98
!scope=row|[[Nottingham Forest F.C.|Nottingham Forest]]
|align=center|3:1
|[[Derby County F.C.|Derby County]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1898-99
!scope=row|[[Sheffield United F.C.|Sheffield United]]
|align=center|4:1
|[[Derby County F.C.|Derby County]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1899-90
!scope=row|[[Bury F.C.|Bury]]
|align=center|4:0
|[[Southampton F.C.|Southampton]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1900-01
!scope=row|[[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham Hotspur]]
|align=center|2:2, 3:1 (aukaleikur)
|[[Sheffield United F.C.|Sheffield United]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]] / [[Burnden Park]]
|-
|align=center|1901-02
!scope=row|[[Sheffield United F.C.|Sheffield United]]
|align=center|1:1, 2:1 (aukaleikur)
|[[Southampton F.C.|Southampton]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1902-03
!scope=row|[[Bury F.C.|Bury]]
|align=center|6:0
|[[Derby County F.C.|Derby County]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1903-04
!scope=row|[[Manchester City F.C.|Manchester City]]
|align=center|1:0
|[[Bolton Wanderers F.C.|Bolton Wanderers]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1904-05
!scope=row|[[Aston Villa F.C.|Aston Villa]]
|align=center|2:0
|[[Newcastle United F.C.|Newcastle United]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1905-06
!scope=row|[[Everton F.C.|Everton]]
|align=center|1:0
|[[Newcastle United F.C.|Newcastle United]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1906-07
!scope=row|[[Sheffield Wednesday F.C.|The Wednesday]]
|align=center|2:1
|[[Everton F.C.|Everton]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1907-08
!scope=row|[[Wolverhampton Wanderers F.C.|Wolverhampton Wanderers]]
|align=center|3:1
|[[Newcastle United F.C.|Newcastle United]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1908-09
!scope=row|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|align=center|1:0
|[[Bristol City F.C.|Bristol City]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1909-10
!scope=row|[[Newcastle United F.C.|Newcastle United]]
|align=center|1:1, 2:0 (aukaleikur)
|[[Barnsley F.C.|Barnsley]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]] / [[Goodison Park]]
|-
|align=center|1910-11
!scope=row|[[Bradford City A.F.C.|Bradford City]]
|align=center|0:0, 1:0 (aukaleikur)
|[[Newcastle United F.C.|Newcastle United]]
|[[Old Trafford]]
|-
|align=center|1911-12
!scope=row|[[Barnsley F.C.|Barnsley]]
|align=center|0:0, 1:0 (aukaleikur, e. framl.)
|[[West Bromwich Albion F.C.|West Bromwich Albion]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]] / [[Bramall Lane]]
|-
|align=center|1912-13
!scope=row|[[Aston Villa F.C.|Aston Villa]]
|align=center|1:0
|[[Sunderland A.F.C.|Sunderland]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1913-14
!scope=row|[[Burnley F.C.|Burnley]]
|align=center|1:0
|[[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|[[Crystal Palace National Sports Centre|Crystal Palace]]
|-
|align=center|1914-15
!scope=row|[[Sheffield United F.C.|Sheffield United]]
|align=center|3:0
|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|[[Old Trafford]]
|-
|align=center|1919-20
!scope=row|[[Aston Villa F.C.|Aston Villa]]
|align=center|1:0 (e. framl.)
|[[Huddersfield Town A.F.C.|Huddersfield Town]]
|[[Stamford Bridge]]
|-
|align=center|1920-21
!scope=row|[[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham Hotspur]]
|align=center|1:0
|[[Wolverhampton Wanderers F.C.|Wolverhampton Wanderers]]
|[[Stamford Bridge]]
|-
|align=center|1921-22
!scope=row|[[Huddersfield Town A.F.C.|Huddersfield Town]]
|align=center|1:0
|[[Preston North End F.C.|Preston North End]]
|[[Stamford Bridge]]
|-
|align=center|1922-23
!scope=row|[[Bolton Wanderers F.C.|Bolton Wanderers]]
|align=center|2:0
|[[West Ham United F.C.|West Ham United]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1923-24
!scope=row|[[Newcastle United F.C.|Newcastle United]]
|align=center|2:0
|[[Aston Villa F.C.|Aston Villa]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1924-25
!scope=row|[[Sheffield United F.C.|Sheffield United]]
|align=center|1:0
|[[Mynd:Flag_of_Wales.svg|20px]] [[Cardiff City F.C.|Cardiff City]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1925-26
!scope=row|[[Bolton Wanderers F.C.|Bolton Wanderers]]
|align=center|1:0
|[[Manchester City F.C.|Manchester City]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1926-27
!scope=row|[[Mynd:Flag_of_Wales.svg|20px]] [[Cardiff City F.C.|Cardiff City]]
|align=center|1:0
|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1927-28
!scope=row|[[Blackburn Rovers F.C.|Blackburn Rovers]]
|align=center|3:1
|[[Huddersfield Town A.F.C.|Huddersfield Town]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1928-29
!scope=row|[[Bolton Wanderers F.C.|Bolton Wanderers]]
|align=center|2:0
|[[Portsmouth F.C.|Portsmouth]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1929-30
!scope=row|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|align=center|2:0
|[[Huddersfield Town A.F.C.|Huddersfield Town]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1930-31
!scope=row|[[West Bromwich Albion F.C.|West Bromwich Albion]]
|align=center|2:1
|[[Birmingham City]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1931-32
!scope=row|[[Newcastle United F.C.|Newcastle United]]
|align=center|2:1
|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1932-33
!scope=row|[[Everton F.C.|Everton]]
|align=center|3:0
|[[Manchester City F.C.|Manchester City]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1933-34
!scope=row|[[Manchester City F.C.|Manchester City]]
|align=center|2:1
|[[Portsmouth F.C.|Portsmouth]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1934-35
!scope=row|[[Sheffield Wednesday F.C.|Sheffield Wednesday]]
|align=center|4:2
|[[West Bromwich Albion F.C.|West Bromwich Albion]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1935-36
!scope=row|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|align=center|1:0
|[[Sheffield United F.C.|Sheffield United]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1936-37
!scope=row|[[Sunderland A.F.C.|Sunderland]]
|align=center|3:1
|[[Preston North End F.C.|Preston North End]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1937-38
!scope=row|[[Preston North End F.C.|Preston North End]]
|align=center|1:0 (e. framl.)
|[[Huddersfield Town A.F.C.|Huddersfield Town]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1938-39
!scope=row|[[Portsmouth F.C.|Portsmouth]]
|align=center|4:1
|[[Wolverhampton Wanderers F.C.|Wolverhampton Wanderers]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1945-46
!scope=row|[[Derby County F.C.|Derby County]]
|align=center|4:1 (e. framl.)
|[[Charlton Athletic F.C.|Charlton Athletic]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1946-47
!scope=row|[[Charlton Athletic F.C.|Charlton Athletic]]
|align=center|1:0 (e. framl.)
|[[Burnley F.C.|Burnley]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1947-48
!scope=row|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|align=center|4:2
|[[Blackpool FC|Blackpool]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1948-49
!scope=row|[[Wolverhampton Wanderers F.C.|Wolverhampton Wanderers]]
|align=center|3:1
|[[Leicester City F.C.|Leicester City]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1949-50
!scope=row|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|align=center|2:0
|[[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1950-51
!scope=row|[[Newcastle United F.C.|Newcastle United]]
|align=center|2:0
|[[Blackpool FC|Blackpool]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1951-52
!scope=row|[[Newcastle United F.C.|Newcastle United]]
|align=center|1:0
|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1952-53
!scope=row|[[Blackpool FC|Blackpool]]
|align=center|4:3
|[[Bolton Wanderers F.C.|Bolton Wanderers]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1953-54
!scope=row|[[West Bromwich Albion F.C.|West Bromwich Albion]]
|align=center|3:2
|[[Preston North End F.C.|Preston North End]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1954-55
!scope=row|[[Newcastle United F.C.|Newcastle United]]
|align=center|3:1
|[[Manchester City F.C.|Manchester City]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1955-56
!scope=row|[[Manchester City F.C.|Manchester City]]
|align=center|3:1
|[[Birmingham City]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1956-57
!scope=row|[[Aston Villa F.C.|Aston Villa]]
|align=center|2:1
|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1957-58
!scope=row|[[Bolton Wanderers F.C.|Bolton Wanderers]]
|align=center|2:0
|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1958-59
!scope=row|[[Nottingham Forest F.C.|Nottingham Forest]]
|align=center|2:1
|[[Luton Town]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1959-60
!scope=row|[[Wolverhampton Wanderers F.C.|Wolverhampton Wanderers]]
|align=center|3:0
|[[Blackburn Rovers F.C.|Blackburn Rovers]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1960-61
![[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham Hotspur]]
|align=center|2:0
|[[Leicester City F.C.|Leicester City]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1961-62
!scope=row|[[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham Hotspur]]
|align=center|3:1
|[[Burnley F.C.|Burnley]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1962-63
!scope=row|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|align=center|3:1
|[[Leicester City F.C.|Leicester City]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1963-64
!scope=row|[[West Ham United F.C.|West Ham United]]
|align=center|3:2
|[[Preston North End F.C.|Preston North End]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1964-65
!scope=row|[[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|align=center |2:1 (e. framl.)
|[[Leeds United]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1965-66
!scope=row|[[Everton F.C.|Everton]]
|align=center|3:2
|[[Sheffield Wednesday F.C.|Sheffield Wednesday]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1966-67
!scope=row|[[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham Hotspur]]
|align=center|2:1
|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1967-68
!scope=row|[[West Bromwich Albion F.C.|West Bromwich Albion]]
|align=center |1:0 (e. framl.)
|[[Everton F.C.|Everton]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1968-69
!scope=row|[[Manchester City F.C.|Manchester City]]
|align=center|1:0
|[[Leicester City F.C.|Leicester City]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1969-70
!scope=row|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|align=center|2:2, 2:1 (aukaleikur)
|[[Leeds United]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]] / [[Old Trafford]]
|-
|align=center|1970-71
!scope=row|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|align=center|2:1 (e. framl.)
|[[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1971-72
!scope=row|[[Leeds United]]
|align=center|1:0
|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1972-73
![[Sunderland A.F.C.|Sunderland]]
|align=center|1:0
|[[Leeds United]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1973-74
!scope=row|[[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|align=center|3:0
|[[Newcastle United F.C.|Newcastle United]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1974-75
!scope=row|[[West Ham United F.C.|West Ham United]]
|align=center|2:0
|[[Fulham F.C.|Fulham]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1975-76
!scope=row|[[Southampton F.C.|Southampton]]
|align=center|1:0
|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1976-77
!scope=row|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|align=center|2:1
|[[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1977-78
!scope=row|[[Ipswich Town F.C.|Ipswich Town]]
|align=center|1:0
|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1978-79
!scope=row|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|align=center|3:2
|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1979-80
!scope=row|[[West Ham United F.C.|West Ham United]]
|align=center|1:0
|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1980-81
!scope=row|[[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham Hotspur]]
|align=center|1:1, 3:2 (aukaleikur)
|[[Manchester City F.C.|Manchester City]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1981-82
!scope=row|[[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham Hotspur]]
|align=center|1:1, 1:0 (aukaleikur)
|[[Queens Park Rangers F.C.|Queens Park Rangers]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1982-83
!scope=row|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|align=center|2:2, 4:0 (aukaleikur)
|[[Brighton & Hove Albion]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1983-84
!scope=row|[[Everton F.C.|Everton]]
|align=center|2:0
|[[Watford F.C.|Watford]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1984-85
!scope=row|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|align=center|1:0 (e. framl.)
|[[Everton F.C.|Everton]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1985-86
!scope=row|[[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|align=center|3:1
|[[Everton F.C.|Everton]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1986-87
!scope=row|[[Coventry City]]
|align=center|3:2 (e. framl.)
|[[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham Hotspur]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1987-88
!scope=row|[[Wimbledon F.C.|Wimbledon]]
|align=center|1:0
|[[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1988-89
!scope=row|[[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|align=center|3:2 (e. framl.)
|[[Everton F.C.|Everton]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1989-90
!scope=row|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|align=center|3:3, 1:0 (aukaleikur)
|[[Crystal Palace F.C.|Crystal Palace]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1990-91
!scope=row|[[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham Hotspur]]
|align=center|2:1 (e. framl.)
|[[Nottingham Forest F.C.|Nottingham Forest]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1991-92
!scope=row|[[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|align=center|2:0
|[[Sunderland A.F.C.|Sunderland]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1992-93
!scope=row|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|align=center|1:1, 2:1 (aukaleikur, framl.)
|[[Sheffield Wednesday F.C.|Sheffield Wednesday]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1993-94
!scope=row|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|align=center|4:0
|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1994-95
!scope=row|[[Everton F.C.|Everton]]
|align=center|1:0
|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1995-96
!scope=row|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|align=center|1:0
|[[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1996-97
!scope=row|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|align=center|2:0
|[[Middlesbrough F.C.|Middlesbrough]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1997-98
!scope=row|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|align=center|2:0
|[[Newcastle United F.C.|Newcastle United]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1998-99
!scope=row|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|align=center|2:0
|[[Newcastle United F.C.|Newcastle United]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|1999-2000
!scope=row|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|align=center|1:0
|[[Aston Villa F.C.|Aston Villa]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2000-01
!scope=row|[[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|align=center|2:1
|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|[[Millennium Stadium]]
|-
|align=center|2001-02
!scope=row|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|align=center|2:0
|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|[[Millennium Stadium]]
|-
|align=center|2002-03
!scope=row|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|align=center|1:0
|[[Southampton F.C.|Southampton]]
|[[Millennium Stadium]]
|-
|align=center|2003-04
!scope=row|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|align=center|3:0
|[[Millwall F.C.|Millwall]]
|[[Millennium Stadium]]
|-
|align=center|2004-05
!scope=row|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|align=center|0:0 (e. framl.) 5:4 í vítak.
|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|[[Millennium Stadium]]
|-
|align=center|2005-06
!scope=row|[[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|align=center|3:3 (e. framl.) 3:1 í vítak.
|[[West Ham United F.C.|West Ham United]]
|[[Millennium Stadium]]
|-
|align=center|2006-07
!scope=row|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|align=center|1:0 (e. framl.)
|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2007-08
!scope=row|[[Portsmouth F.C.|Portsmouth]]
|align=center|1:0
|[[Mynd:Flag_of_Wales.svg|20px]] [[Cardiff City F.C.|Cardiff City]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2008-09
!scope=row|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|align=center|2:1
|[[Everton F.C.|Everton]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2009-10
!scope=row|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|align=center|1:0
|[[Portsmouth F.C.|Portsmouth]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2010-11
!scope=row|[[Manchester City F.C.|Manchester City]]
|align=center|1:0
|[[Stoke City F.C.|Stoke City]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2011-12
!scope=row|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|align=center|2:1
|[[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2012-13
!scope=row|[[Wigan Athletic F.C.|Wigan Athletic]]
|align=center|1:0
|[[Manchester City F.C.|Manchester City]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2013-14
!scope=row|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|align=center|3:2 (e. framl.)
|[[Hull City A.F.C.|Hull City]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2014-15
!scope=row|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|align=center|4:0
|[[Aston Villa F.C.|Aston Villa]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2015-16
!scope=row|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|align=center|2:1 (e. framl.)
|[[Crystal Palace F.C.|Crystal Palace]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2016-17
!scope=row|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|align=center|2:1
|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2017-18
!scope=row|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|align=center|1:0
|[[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2018-19
!scope=row|[[Manchester City F.C.|Manchester City]]
|align=center|6:0
|[[Watford F.C.|Watford]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2019-20
!scope=row|[[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|align=center |2:1
|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2020-21
!scope=row|[[Leicester City]]
|align=center |1:0
|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|-
|align=center|2021-22
!scope=row|[[Liverpool F.C.|Liverpool]]
|align=center |0:0 (e.framl.) 6:5 í vítak.
|[[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|[[Wembley-leikvangurinn|Wembley]]
|}
{{S|1871}}
[[Flokkur:Enskar knattspyrnudeildir]]
5gk04ku18h7hf7x7hu8gf1q7jgqria6
Luton Town
0
139480
1761726
1720240
2022-07-23T22:52:30Z
31.209.245.103
/* Rússíbanareið (2003 - 2009) */ bæti við tengli
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Luton Town Football Club
| Gælunafn =Hattararnir, e. The Hatters
| Stofnað =1885
| Leikvöllur =[[Kenilworth Road]], [[Luton]]
| Stærð = 10.356
| Stjórnarformaður ={{ENG}} David Wilkinson
| Knattspyrnustjóri ={{ENG}} Nathan Jones
| Deild = Championship
| Tímabil = 2018/2019
| Staðsetning = [[File:Sub_on.svg|20px]] 1. (League One, D3)
| current = 2019–20 Luton Town F.C. season
| pattern_la1= _luton1617h
| pattern_b1 = _luton1617h
| pattern_ra1 = _luton1617h
| pattern_sh1 =
| pattern_so1 = _navytop
| leftarm1 = FF5000
| body1 = Ff5000
| rightarm1 = FF5000
| shorts1 = 000033
| socks1=FF5000
| pattern_la2= _luton1718a
| pattern_b2= _luton1718a
| pattern_ra2= _luton1718a
| leftarm2=
| body2=
| rightarm2=
| pattern_sh2 = _luton1718a
| shorts2=
| socks2= 000033
| pattern_la3= _luton1718t
| pattern_b3= _luton1718t
| pattern_ra3= _luton1718t
| leftarm3=
| body3=
| rightarm3=
| pattern_sh3 = _luton1718t
| shorts3=
| pattern_so3 = _luton1718t
| socks3=
}}
'''Luton Town''' er [[England|enskt]] [[Knattspyrna|knattspyrnufélag]] sem spilar í [[Enska meistaradeildin|ensku meistaradeildinni]]. Liðið er frá samnefndri borg í [[Bedfordshire|Bedford-skíri]] og var stofnað árið 1885. Heimavöllur þess frá árinu 1905 nefnist [[Kenilworth Road]]. Gullaldarár Luton Town voru frá 1982 til 1992, þegar félagið átti sæti í efstu deild og vann deildarbikarinn árið 1988.
== Saga ==
=== Fyrstu skrefin (1885 - 1920) ===
[[Mynd:Luton_Town_F.C._(1898).jpg|thumb|left|Kapplið Luton Town árið 1898.]] Luton Town var stofnað 11. apríl árið 1885 við samruna tveggja knattspyrnufélaga í Luton, ''Wanderers'' og ''Excelsior'', sem starfað höfðu um nokkurra ára skeið. Heimavöllur félagsins var ''Dallow Lane'', sem áður hýsti Excelsior og tók um 7.000 áhorfendur. Leikvangurinn stóð þétt upp við [[járnbrautarteinar|járnbrautarteina]] og kvörtuðu leikmenn oft yfir ógægindum vegna kolareyks sem lagði yfir völlinn í hvert sinn sem eimreiðir áttu leið fram hjá. Eftir að Luton Town fékk rétt til að taka þátt í ensku deildarkeppninni árið 1897, voru heimaleikirnir færðir á glænýjan völl ''Dunstable Road''. Nokkrum árum síðar vék sá völlur fyrir íbúðabyggð og reisti félagið þess í stað nýjan leikvang skammt þar frá, Kenilworth Road. Enn í dag leikur Luton Town á vellinum, þótt um áratuga skeið hafi verið rætt um að reisa nýjan og fullkomnari völl.
[[Mynd:KenilworthRoad1905.JPG|thumb|right|Kenilworth Road árið 1907.]] Árið 1891 varð Luton Town fyrsta félagið á sunnanverðu Englandi til að taka upp atvinnumennsku í knattspyrnu. 1897 fékk liðið þátttökurétt í ensku deildarkeppninni og hóf keppni í annarri deild. Um þær mundir komu langflest lið deildarinnar frá norðurhluta landsins og reyndust dýr ferðalög félaginu ofviða. Stjórnendur Luton Town gáfu deildarkeppnina upp á bátinn eftir þrjú ár og sneru sér aftur að keppni í héraðsdeildum í suðrinu fram yfir [[fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldina]]. Á þeim tíma eignaðist félagið sinn fyrsta landsliðsmann, fyrirliðann Bob Hawkes, sem lék nokkra leiki fyrir enska landsliðið og var í [[Bretland|breska]] liðinu sem sigraði í knattspyrnukeppni [[sumarólympíuleikarnir 1908|Ólympíuleikanna 1908]].
=== Deildarkeppni og uppgangsár (1920 - 1955) ===
Keppnistímabilið 1920-21 var enska deildarkeppnin stækkuð og þriðju deildinni bætt við, sem árið eftir var skipt upp í tvennt: norður- og suðurhluta. Luton Town var í hópi hinna nýju liða og notaði tækifærið til að kynna til sögunnar nýjan keppnisbúning: hvítar treyjur og dökkar stuttbuxur. Liðið lék samfleytt í þriðju deild-suður næstu árin, en leiktíðina 1936-37 hafnaði það í fyrsta sæti og komst upp í aðra deild. Munaði þar mest um markahrókinn Joe Payne, sem varð langmarkahæstur í deildinni. Framherjahæfileikar Payne höfðu uppgötvast fyrir tilviljun vorið 1936 þegar hann þurfti að hlaupa í skarðið í framlínunni vegna meiðsla lykilmanna og skoraði þá tíu mörk í sínum fyrsta leik sem sóknarmaður. Er það enn í dag met í ensku deildarkeppninni.
Við tók alllangt stöðugleikatímabil í annarri deild þar sem Luton Town hafnaði yfirleitt um eða fyrir neðan miðja deild. Félagið átti í höggi við fjársterk lið frá fjölmennari borgum og þurfti því ítrekað að afla fjár með því að selja sína sterkustu leikmenn, stuðningsmönnum til lítillar kátínu. Í byrjun sjötta áratugarins tók hagur félagsins hins vegar að vænkast hratt með tilkomu ungra og efnilegra leikmanna. Veturinn 1951-52 komst félagið í annað sinn í sögunni í fjórðungsúrslt [[enski bikarinn|bikarkeppninnar]] og tapaði þar naumlega gegn [[Arsenal F.C.|Arsenal]], 2:3. Árið eftir hafnaði liðið í þriðja sæti annarar deildar. Betur gekk vorið 1955 þegar Luton Town náði öðru sætinu á markatölu og komst þar með í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni. Við það tilefni lýsti stjórnarformaður félagsins því yfir að til stæði að reisa nýjan og glæsilegan heimavöll í stað Kenilworth Road, sem kominn væri til ára sinna.
=== Fyrra blómaskeiðið og hnignun (1955 - 1965) ===
Luton Town hélt lykilmönnum sínum fyrir átökin í efstu deild, þar á meðal fyrirliðanum Syd Owen, sem valinn hafði verið í enska landsliðið á árinu 1954. Á sínu fyrsta ári í deildinni hafnaði liðið í tíunda sæti og vann meðal annars 5:1 sigur á þriðja sætis liði Wolves. Tveimur árum síðar gerðu leikmenn Luton Town enn betur og náðu áttunda sæti, sem lengi var besti árangur félagsins í deildinni. Veturinn 1958-59 fór Luton alla leið í úrslit bikarkeppninnar í fyrsta og eina skipti. Mótherjarnir voru Nottingham Forest. Luton Town var talið sigurstranglegra, en tapaði 2:1. Í lok leiktíðar var Syd Owen útnefndur besti leikmaður deildarinnar.
Bikarúrslitaleikurinn 1959 var kveðjuleikur Syd Owen sem leikmaður hjá Luton Town. Hann tók við stjórnun liðsins fyrir leiktíðina 1959-60, en leikmannahópurinn reyndist of veikur og þunnskipaður. Félagið lenti í neðsta sæti og féll niður um deild. Eftir tvö ár um miðbik annarar deildar lenti Luton Town aftur á botninum vorið 1963. Veturinn 1964-65 féll Luton Town svo niður úr þriðju deildinni. Við það bættust alvarlegir fjárhagsörðugleikar sem félagið átti við að etja. Haustið 1965 hóf Luton Town keppni í fjórðu deild í fyrsta sinn í sögunni.
=== Mjakast upp deildirnar (1965 - 1978) ===
[[Mynd:EricMorecambe1963.jpg|thumb|left|Eric Morecambe var vinsæll skemmtikraftur og stjórnarformaður Luton Town.]] Árin í fjórðu deildinni urðu þrjú, þar sem skiptust á skin og skúrir. Lægst fór liðið í næstneðsta sæti deildarinnar og tapaði meðal annars 8:1 gegn Lincoln í desember 1966. Leiktíðina 1967-68 héldu Luton-mönnum hins vegar engin bönd og fór liðið upp um deild sem meistari. Árið eftir missti Luton Town naumlega af því að fara upp annað árið í röð, þegar liðið hafnaði í þriðja sæti í þriðju deild. Vorið 1970 tryggði félagið sér hins vegar sæti í annarri deild eftir að hafa hafnað í öðru sæti. Nýr leikmaður liðsins, Malcolm MacDonald, varð markahæstur Luton-manna. MacDonald lék með Luton Town um tveggja ára skeið áður en hann haslaði sér völl með Newcastle og Arsenal og er oft talinn besti framherji liðsins á síðustu áratugum. Þetta sama ár tók hinn kunni skemmtikraftur Eric Morecambe við stjórnarformennsku í félaginu, en hann var langfrægasti stuðningsmaður Luton Town um langt árabil.
Malcolm MacDonald var iðinn við kolann í markaskorun í annarrsi deild veturinn 1970-71. Fjárhagur félagsins var þó í rjúkandi rúst og var MacDonald seldur til [[Newcastle United F.C.|Newcastle]] fyrir 180 þúsund pund til að brúa bilið. Eftir miðjumoð fyrstu árin tók Harry Haslam við stjórastöðunni fyrir leiktíðina 1973-74 og kom Luton Town upp í efstu deild á ný. Dvölin þar varð þó stutt og liðið féll naumlega með einu stigi minna en [[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham]] sem hékk uppi. Ævintýrið í fyrstu deild reyndist kostnaðarsamt og fjárhagsvandræði settu félaginu erfiðar skorður, þar sem [[gjaldþrot]] virtist yfirvofandi. Árið 1978 tók Harry Haslam við stjórn Sheffield United og ungur aðstoðarmaður hans tók við taumunum, David Pleat.
=== Ævintýrið hefst (1978 - 1982) ===
David Pleat var 33 ára þegar hann tók við stjórastöðunni, en hafði þá þegar stýrt utandeildarliðinu Nuneaton um sex ára skeið. Fyrstu misserin lofuðu ekki góðu og liðið átti í harðri fallbaráttu. Með tímanum tókst Pleat hins vegar að setja mark sitt á liðið. Hann festi kaup á nýjum lykilmönnum og lagði áherslu á að liðið byggði á öflugum samleik, héldi boltanum niðri á jörðinn og blési til sóknari, í stað þess að treysta á háloftabolta og líkamlega hörku líkt og títt var meðal liða í annarri deildinni. Meðal leikmanna sem Pleat fékk til liðs við Luton Town má nefna varnarmanninn Mal Donaghy, David Moss, Brian Horton og [[Júgóslavía|Júgóslavann]] Raddy Antic, auk þess sem efnilegir leikmenn komu upp í gegnum unglingastarfið, svo sem miðjumaðurinn Ricky Hill og framherjinn Brian Stein.
Árið 1980 og 1981 hafnaði Luton Town í sjötta og fimmta sæti annarar deildar, meðan safnað var í reynslubankann. Veturinn 1981-82 hafði liðið mikla yfirburði í deildinni og tryggði sér meistaratitilinn með 88 stig, átta stigum meira en erkifjendurnir í [[Watford F.C.|Watford]]. Luton Town var komið í efstu deild enn á ný. Öllum var þó ljóst að baráttan þar yrði hörð, enda úr litlum peningum að spila og samkeppnin því erfið á móti liðum frá miklu stærri borgum sem fengu mun fleiri áhorfendur á leikvanga sína.
=== Með Pleat í efstu deild (1982 - 1986) ===
Luton Town vakti mikla athygli fyrir líflegan sóknarbolta á fyrsta ári sínu í efstu deild undir stjórn Pleat. Einungis fjögur lið skoruðu fleiri mörk en Luton Town leiktíðina 1982-83, en liðið fékk hins vegar á sig langflest mörk allra eða 84 í 42 leikjum. Fallið virtist blasa við fyrir lokaumferðina, þar sem Luton Town þurfti að sækja sigur á Maine Road í hreinum úrslitaleik gegn [[Manchester City]]. Markalaust var þar til sjö mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði [[Radomir Antić]] með langskoti, sem sendi heimamenn niður um deild. Fagnaðarlæti Davids Pleat, þar sem hann valhoppar yfir völlinn í þröngum, brúnleitum jakkafötum, eru oft rifjuð upp sem eitt af eftirminnilegri atvikum breskrar íþróttasjónvarpssögu.
Næstu árin festi Luton Town sig í sessi í deild þeirra bestu og hafnaði í sextánda, þrettánda og loks níunda sæti undir stjórn Pleat. Vorið 1985 fór liðið í undanúrslit bikarkeppninnar en tapaði 2:1 fyrir [[Everton]] í framlengdum leik. Bikarleikur gegn Millwall í fjórðungsúrslitum sama ár reyndist afdrifaríkur. Bullur úr hópi stuðningsmanna Millwall gengu berserksgang í Luton og tóku stjórnendur félagsins í kjölfarið þá ákvörðun að banna áhorfendur frá öðrum félögum á Kenilworth Road. Jafnframt voru tekin upp persónuskilríki fyrir alla vallargesti, en ríkisstjórn [[Margrét Thatcher|Margrétar Thatcher]] hvatti um þær mundir mjög til slíkra aðgerða í baráttunni við fótboltabullur. Ákvörðunin mæltist afar illa fyrir meðal fótboltaunnenda og bakaði félaginu litlar vinsældir. Við það bættist að fyrir leiktíðina 1985-86 fylgdi Luton Town í fótspor Queens Park Rangers og skipti grasinu á velli sínum út fyrir gervigras. Vorið 1986 sagði David Pleat loks skilið við Luton Town, þegar hann tók við stöðu knattspyrnustjóra Tottenham.
=== Sigur á Wembley og fallbarátta (1986 - 1992) ===
[[Mynd:Mick_Harford.png|thumb|right|Framherjinn og harðjaxlinn Mick Harford var í herbúðum Luton Town seinni hluta níunda áratugarins og var í miklum metum. Hann varð síðar knattspyrnustjóri félagsins.]] John Moore, aðstoðarmaður Davids Pleat og fyrrum leikmaður Luton Town, tók við stöðu knattspyrnustjóra fyrir leiktíðina 1986-87. Hann skilaði liðinu í sjöunda sæti, sem enn í dag er besti árangur í sögu félagsins í deildarkeppni. Engu að síður sagði Moore stöðu sinni lausri í árslok og sneri sér aftur að almennri þjálfun hjá félaginu, sem hann taldi henta sér betur. Var hann starfsmaður Luton Town til ársins 2003. Í hans stað var ráðinn Ray Harford, sem áður hafði stýrt liði [[Fulham F.C.|Fulham]].
[[Mynd:Dibble,_Andy.jpg|thumb|left|Andy Dibble varð hetja Luton gegn Arsenal á Wembley.]] Fyrsta ár Harfords við stjórnvölinn hafnaði Luton Town í níunda sæti í deildinni. Athyglin beindist þó miklu fremur að bikarkeppnum það árið. Luton tapaði fyrir Wimbledon, 2:1, í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Hálfum mánuði síðar fór Luton Town á [[Wembley-leikvangurinn|Wembley]] í fyrsta sinn frá árinu 1959, til að keppa í úrslitum ''Full Members Cup'', bikarkeppni með þátttöku liða úr tveimur efstu deildunum sem sett var á stofn til að bæta fyrir bann sem sett var við þátttöku enskra liða í Evrópukeppnum. Andstæðingur Luton Town var annarar deildar lið [[Reading F.C.|Reading]], sem öllum að óvörum sigraði með fjórum mörkum gegn einu. Nokkrum vikum síðar hélt Luton Town aftur á Wembley, þar sem liðið lék til úrslita gegn Arsenal í deildarbikarkeppninni. Arsenal var talið mun sigurstranglegra og var 2:1 yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Arsenal sótti linnulaust og fékk vítaspyrnu, sem markvörðurinn Andy Dibble varði frá varnarjaxlinum Nigel Winterburn. Á lokamínútunum snéru Luton-menn hins vegar leiknum sér í vil og skoruðu tvívegis. Sigurmark Brians Stein kom nánast úr síðustu spyrnu leiksins. Varð þetta fyrsti og eini stóri titill Luton Town í sögu sinni.
Veturinn 1988-89 endaði Luton Town í sextánda sæti, tveimur stigum frá falli. Annað árið í röð komst liðið í úrslit deildarbikarsins, en tapaði að þessu sinni fyrir Nottingham Forest. Fjárhagsörðugleikar leiddu til þess að félaginu hélst illa á sínum sterkustu leikmönnum og kjarninn úr liðinu sem komst upp í fyrstu deildina var horfinn á braut eða kominn til ára sinna. Árið 1990 og 1991 slapp Luton Town við fall í lokaumferðinni, í bæði skiptin eftir sigra á Derby County. Fyrir keppnistímabilið 1991-92 var David Pleat fenginn til liðsins á ný. Talsverðar breytingar urðu á leikmannahópnum, en þær komu fyrir lítið. Luton hafnaði í þriðja neðsta sæti og féll, eftir að hafa mistekist að leggja falllið Notts County í lokaumferðinni. Þar með varð ljóst að Luton Town yrði ekki meðal þátttakenda í [[enska úrvalsdeildin|ensku úrvalsdeildinni]], sem hóf göngu sína næsta haust.
=== Aftur í neðstu deild (1992 - 2001) ===
[[Mynd:John_Hartson.jpg|thumb|left|Táningurinn John Hartson var seldur fyrir metfé.]] Fallið úr efstu deild þýddi að Luton Town varð að laga sig að nýjum veruleika. Lykilmenn réru á önnur mið og David Pleat þurfti að byggja upp lið sitt frá grunni. Fyrstu tvö árin hafnaði Luton Town rétt fyrir ofan fallsæti, en vorið 1994 gátu stuðningsmennirnir þó huggað sig við að komast á Wembley, þar sem liðið tapaði 2:0 fyrir [[Chelsea F.C.|Chelsea]] í undanúrslitum bikarkeppninnar. Árið eftir lofaði góðu og Luton Town komst hæst í fimmta sæti, en botninn datt út tímabilinu eftir að John Hartson var seldur til Arsenal fyrir 2,5 milljónir punda, sem þá var metupphæð fyrir leikmann á táningsaldri og lengi vel hæsta upphæð sem Luton Town hafði fengið greitt fyrir leikmann. Luton-liðið endaði fyrir neðan miðja deild og David Pleat yfirgaf félagið í kjölfarið eftir að hafa fengið tilboð frá Sheffield Wednesday.
Veturinn 1995-96 sá Luton Town aldrei til sólar og féll niður í þriðju efstu deild ásamt erkifjendunum í Watford. Árið eftir freistaði félagið þess að skjótast strax upp aftur, en niðurstaðan varð þriðja sæti og tap í umspili. Næstu þrjú árin varð Luton fyrir neðan miðju og vorið 2001 féll félagið að nýju niður í neðstu deild. Árin á undan höfðu að miklu leyti einkennst af sölu á sterkustu leikmönnum liðsins til að ná endum saman í rekstrinum. Þrátt fyrir peningabaslið höfðu eigendur félagsins stórhuga áætlanir, þarnnig lýsti stjórnarformaðurinn David Kohler áformum sínum um að reisa 20 þúsund manna yfirbyggðan fjölnotaleikvang, með grasi sem draga mætti inn og út úr húsinu á leikdögum. Fyrirmynd leikvangsins var Pontiac Silverdome-leikvangurinn í [[Michigan]] í Bandaríkjunum og hlaut völlurinn fyrirhugaði því vinnuheitið ''Kohlerdome''. Áformin fengu ekki náð fyrir augum yfirvalda og gagnrýni stuðningsmanna í garð stjórnarhátta Kohlers varð sífellt harðari. Kornið sem fyllti mælinn var þegar bensínsprengju var stungið inn um brefalúgu á heimili Kohlers. Í kjölfarið hætti hann afskiptum af félaginu og við tók tímabil örra eigendaskipta og upplausnar utan vallar.
=== Í tröllahöndum (2001 - 2003) ===
[[Mynd:Joe_Kinnear_Hull_City_v._Newcastle_United_1.png|thumb|right|Joe Kinnear var rekinn af hinum sérvitra John Gurney.]] Joe Kinnear, sem gert hafði garðinn frægan hjá Wimbledon, tók við knattspyrnustjórastarfinu hjá Luton Town á miðri leiktíð en tókst ekki að forða liðinu frá falli í neðstu deild. Þegar þangað var komið tók hann að byggja liðið upp eftir sínu höfði og styrkti leikmannahópinn verulega. Luton Town varð í öðru sæti á eftir Plymouth Argyle vorið 2002. Bjartsýnir stuðningsmenn vonuðust eftir að komast aftur upp árið eftir, en Luton Town hafnaði um miðja deild vorið 2003. Þá um veturinn kom í ljós að félagið var rekið með gríðarlegu tapi, en gjaldþrot ITV Digital-fyrirtækisins lék mörg ensk neðrideildarlið grátt þar sem tekjur af sjónvarpsréttindum hrundu. Eigendur félagsins gripu til þess ráðs að selja það líttþekktum kaupsýslumanni, John Gurney, fyrir einungis fjögur pund.
Fyrsta verk Johns Gurney var að reka Joe Kinnear og aðstoðarmann, gömlu Luton-kempuna Mick Harford, úr starfi. Ákvörðunin olli ofsareiði stuðningsmanna. Í kjölfarið var efnt til símakosningar, sem kallað var ''Manager Idol'', um hver taka skyldi við starfinu. Vakti þessi nýstárlega leið til að velja knattspyrnustjóra mikla athygli fjölmiðla. Meðal valkosta í kjörinu voru þeir Kinnear og Harford, sem sögðust þó ekkert vilja eiga saman við Gurney að sælda. Að flestra mati var kosningin hrein sýndarmennska, en tilkynnt var að Mike Newell fyrrum leikmaður Luton Town og [[Blackburn Rovers|Blackburn]] hefði orðið fyrir valinu.
Næstu vikurnar bárust sífelldar fregnir af sérkennilegum hugmyndum hins nýja eiganda. Gurney stakk upp á að sameina Luton Town og Wimbledon, auk þess að leggja til að nafni félagsins yrði breytt í ''London Luton Football Club'', sem yrði betra vörumerki á alþjóðavettvangi. Jafnframt ræddi hann fjálglega um að reisa nýjan heimavöll fyrir allt að 70 þúsund áhorfendur, sem jafnframt mætti nýta í samvinnu við bandarísk [[NBA]] og [[NFL]]-lið og tengja við [[Formúla 1|Formúlu 1]]-keppnisbraut.
Viðbrögð stuðningsmanna voru þau að stofna grasrótarsamtökin ''Trust in Luton'' með það að markmiði að hrekja hinn nýja eiganda á braut og standa vörð um Luton Town og arfleifð þess. Stuðningsmenn voru hvattir til að kaupa ekki ársmiða, heldur láta andvirði þeirra renna til hins nýja félags sem aftur keypti hlutabréf í sjóði sem Luton Town skuldaði háar fjárhæðir. Trust in Luton var þar með komið í hóp lánardrottna félagsins og gat knúið John Gurney til að gefa eftir völdin og setja það í greiðslustöðvun einungis 55 dögum eftir að hann eignaðist félagið.
=== Rússíbanareið (2003 - 2009) ===
[[Mynd:Davies,_Curtis.jpg|thumb|left|Curtis Davies yfirgaf Luton Town fyrir þrjár milljónir punda árið 2004.]] Ráðningin á Mike Newell var í raun það eina sem stóð eftir skammvinna stjórnartíð Johns Gurney. Vegna aðdraganda hennar voru stuðningsmenn margir hverjir tortryggnir í garð Newells, sem hafði óverulega þjálfunarreynslu. Liðið endaði um miðja deild leiktíðina 2003-04, enda í fjárhagslegri spennitreyju í miðri greiðslustöðvun. Nýir eigendur fundust þó að lokum og fékk Trust in Luton sæti í stjórn félagsins. Árið eftir hafði Luton Town mikla yfirburði og lauk keppni með tólf stigum meira en [[Hull City A.F.C.|Hull City]] í öðru sætinu. Liðið var því komið í [[Enska meistaradeildin|næstefstu deild]] eftir áratugs bið.
Frá upphafi var ljóst að lífsbaráttan í næstefstu deild yrði hörð. Newell fékk nær ekkert fé til leikmannakaupa, en varnarmaðurinn Curtis Davies var seldur til WBA fyrir þrjár milljónir punda í byrjun leiktíðar og er það enn í dag hæsta upphæð sem Luton Town hefur fengið greitt fyrir leikmann. Liðið kom þó flestum á óvart með því að halda sig nærri topnum frameftir vetri og enda að lokum í tíunda sæti, sem var besti árangur þess í deildarkeppni frá 1992. Í bikarnum tapaði Luton Town fyrir [[Liverpool (knattspyrnufélag)|Liverpool]] í eftirminnilegum leik, 3:5.
Ekki tókst að byggja á frammistöðunni 2005-06 árið eftir. Eftir góða byrjun, dróst Luton Town niður í fallbaráttuna. Mike Newell var rekinn í mars 2007, vegna slaks árangurs en ekki síður útaf gagnrýni hans á eigendur félagsins og rekstrarstefnu þeirra. Mánuði síðar lét stjórnarformaðurinn af störfum eftir að [[Enska knattspyrnusambandið]] hóf rannsókn á ólöglegum greiðslum félagsins til umboðsmanna leikmanna. Luton Town endaði í næstneðsta sæti og hefði raunar hafnað í neðsta sætinu ef Leeds hefði ekki tapað stigum vegna fjármálaóreiðu. Eftir því sem leið á árið 2007 varð sífellt betur ljóst hversu slæm fjárhagsstaða Luton Town væri og hvað eigendur félagsins hefðu haldið stöðu mála leyndri. Í nóvember 2007 fór Luton Town á ný í greiðslustöðvun. Tíu stig voru dregin af liðinu í refsingarskyni. Luton Town féll því annað árið í röð, endaði í neðsta sæti og var komið í fjórðu efstu deild á ný.
[[Mynd:Luton_Town_Football_League_Trophy_2009.png|thumb|right|Leikmenn Luton Town fagna bikarsigrinum á Wembley árið 2009.]] Fyrir leiktíðina 2007-08 komst félagið í eigu nýrra eigenda, ''Luton Town Football Club 2020 Consortium'', oftast kallað einfaldlega ''2020''. Félagið fékk blessun helstu stuðningsmannaklúbba Luton Town á borð við Trust in Luton og dró nafn sitt af því markmiði að tryggja Luton Town sæti í næstefstu deild á ný ekki síðar en árið 2020, auk þess að reisa nýjan heimavöll. Þar sem Luton Town hafði í tvígang farið í greiðslustöðvun á skömmum tíma, úrskurðaði stjórn ensku deildarkeppninnar að draga skyldi tuttugu stig af liðinu í refsingarskyni. Þótti Luton-mönnum það hart hlutskipti og bentu á að fyrri greiðslustöðvunin hefði verið knúin fram til að losa félagið við ævintýramanninn John Gurney, en ekki til að bæta samkeppnisstöðu félagsins. Til að bæta gráu ofan á svart ákvað Enska knattspyrnusambandið að draga tíu stig af félaginu vegna hinna ólöglegu greiðslna til umboðsmanna. Töldu stuðningsmenn Luton Town þá refsingu sérlega ósanngjarna í ljósi þess að um væri að ræða misgjörðir fyrri eigenda sem horfnir væru frá félaginu, málið hafi komið upp á yfirborðið vegna ábendinga frá starfsfólki og stuðningsmönnum Luton Town og að umboðsmennirnir sjálfir hafi ekki þurft að sæta neinum teljandi refsingum. Upp frá því hefur töluverður hópur stuðningsmanna Luton Town lagt algjöra fæð á knattspyrnusambandið sem birtist í fjölda stuðningssöngva og því að neita jafnvel að styðja enska knattspyrnulandsliðið.
Með þrjátíu stiga frádrátt, sem mun vera einsdæmi í knattspyrnusögunni, átti Luton Town aldrei möguleika á að halda sér uppi. Liðið endaði í 24. og neðsta sæti deildarinnar, en án stigafrádráttar hefði 15. sætið orðið raunin. Luton Town var því fallið úr deildarkeppninni í fyrsta sinn frá 1920. Stuðningsmenn gátu þó sleikt sárin þegar Luton Town sigraði í bikarkeppni liða úr þriðju og fjórðu efstu deild, eftir 3:2 sigur á Scunthorpe á Wembley í dramatískum úrslitaleik. Af 55 þúsund áhorfendum á leiknum var áætlað að um 40 þúsund hefðu verið á bandi Luton Town og létu þeir stjórnarformann ensku deildarkeppninnar óspart heyra það meðan á verðlaunaafhendingunni stóð.
=== Horft til framtíðar (2009 - 2019) ===
[[Mynd:Nathan_Jones_(Welsh_footballer).jpg|thumb|right|Nathan Jones var knattspyrnustjóri Luton Town 2016-19.]] Leikmenn og stuðningsmenn Luton Town voru lengi að venjast lífinu í utandeildarkeppninni. Á hverju hausti spáðu veðbankar liðinu toppsætinu, en fjögur ár í röð brugðust þær vonir. Fyrsta árið hafnaði liðið í öðru sæti, þá í þriðja og því næst í fimmta sæti. Í öll skiptin dugði árangurinn til að komast í umspil, en alltaf töpuðu Luton-menn þeirri keppni: tvisvar í fyrri umferðinni og einu sinni í úrslitaleik á Wembley. Veturinn 2012-13 komst Luton Town ekki einu sinni í umspilskeppnina, hafnaði í sjöunda sæti. Það ár náði liðið hins vegar besta árangri sínum í ensku bikarkeppninni um langt árabil, fór í 16-liða úrslit eftir að hafa sigrað Úrvalsdeildarlið [[Norwich City F.C.|Norwich]] 1:0 á útivelli. Á þessum árum skipti Luton nær árlega um knattspyrnustjóra.
John Still, gamalreyndur stjóri sem náð hafði góðum árangri með efnalítil neðrideildarlið, tók við stjórnartaumunum og veturinn 2013-14 tryggði Luton Town sér sæti í deildarkeppninni á nýjan leik eftir að hafa unnið utandeildarkeppnina með miklum yfirburðum. Ekki tókst að fylgja þeim árangri nægilega vel eftir og næstu tvö árin hafnaði Luton rétt um miðbik fjórðu efstu deildar, fyrst undir stjórn Johns Still en síðar [[Wales|Walesverjans]] Nathans Jones. Á sínu fyrsta heila ári, 2016-17, skilaði Jones liðinu í fjórða sætið en féll úr leik í umspili. Markmið 2020-eigendahópsins um að komast upp um tvær deildir á næstu misserum eru þó enn við lýði, auk þess sem félagið hefur opinberað áform sín um að reisa nýjan 17 þúsund manna leikvang í miðborg Luton. Í ársbyrjun 2019 samþykkti bæjarstjórn Luton tillögur félagsins um byggingu nýs vallar.
Leiktíðina 2017-18 tókst Luton loks að komast að nýju upp í þriðju efstu deild, eftir að hafa hafnað í öðru sæti á eftir [[Accrington Stanley]]. Luton stóð sig vonum framar á nýjum slóðum og var komið í harða toppbaráttu á miðjum vetri. Árangurinn vakti athygli annarra liða á knattspyrnustjóranum Jones og í janúar 2019 tók hann við stjórn [[Stoke City]]. Gamla kempan [[Mick Harford]] tók við stjórn liðsins til loka leiktíðarinnar og stýrði því til sigurs í deildinni. Luton komst þannig í [[Enska meistaradeildin|næstefstu deild]] í fyrsta sinn frá 2007.
== Einkennismerki og hefðir ==
[[Mynd:MadlHatterByTenniel.svg|thumb|right|Hattarinn í Ævintýri Lísu í Undralandi er uppspretta ýmissa orðaleikja í tengslum við Luton Town og stuðningsmenn þess.]] Luton Town og stuðningsmenn félagsins ganga undir viðurnefninu ''hattararnir'' (e. ''The Hatters''). Nafnið vísar til [[hattagerð|stráhattaframleiðslu]] sem var mikil í Luton fyrr á árum. Kallar viðurnefni þetta á ýmis konar orðaleiki sem tengjast [[hattur|höttum]] eða skírskotunum til „óða hattarans“ í [[Ævintýri Lísu í Undralandi|Ævintýri Lísu í Undralandi]]. Lukkudýr Luton Town er ''Happy Harry'', kankvís maður í knattspyrnubúningi með stráhatt.
Um 1920 tók Luton Town upp hvítar treyjur og svartar buxur sem aðalbúning sinn. Fyrir leiktíðina 1973-74 var honum skipt út fyrir [[appelsínugulur|appelsínugular]] treyjur og svarbláar buxu. Nokkrum árum síðar var aftur skipt yfir í hvítar treyjur en þess þó gætt að appelsínuguli og svarblái liturinn væri áfram áberandi í búningnum. Stuðningsmenn skiptast í tvö horn í afstöðunni til þess hvort hvítur eða appelsínugulur skyldi vera aðalbúningur félagsins. Frá 2009 hefur appelsínuguli liturinn orðið ofan á, en varabúningurinn verið hvítur.
Stuðningsmenn Luton Town og Watford hafa lengi eldað grátt silfur, þótt í seinni tíð hafi leiðir liðanna tveggja ekki legið oft saman í deildarkeppni. Frá 1997 hefur Watford verið ofar í deildum en Luton Town, en í 118 viðureignum félaganna í sögunni hefur Luton þó vinninginn með 53 sigra. Watford hefur unnið 36 sinnum en 29 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Luton Town og Watford mættust síðast árið 2006. Könnun árið 2003 leiddi í ljós að þótt flestir Luton-stuðningsmenn nefni Watford sem erkióvini á knattspyrnuvellinum, velur allnokkur hópur þó fremur Lundúndaliðið Queens Park Rangers.
Eric Morecambe, kunnasti stuðningsmaður Luton Town, fæddist í borginni Morecambe. Árið 2014 ákváðu stjórnendur Luton Town og Morecambe F.C. að efna til sérstakrar kepppni, ''Eric Morecambe Trophy'', en handhafi þess titils skyldi ætíð vera sigurvegarinn í síðustu viðureign félaganna tveggja í deild eða bikar.
== Helstu met ==
=== Leikjafjöldi ===
* Flestir leikir: Bob Morton (1948-64), 562 leikir, þar af 495 deildarleikir.
* Yngsti leikmaður: Jordan Patrick, 16 ára og 7 daga, gegn Grinsby Town, okt. 2008.
* Elsti leikmaður: Trevor Peake, 40 ára og 222 daga, gegn Wrexham, sept. 1997.
* Flestir landsleikir: Mal Donaghy lék 58 (af 91) landsleik sínum fyrir Norður-Írland sem leikmaður Luton Town.
* Flestir landsleikir fyrir England: Robert Hawkes og Paul Walsh, 5 leikir hvor.
=== Markaskorun ===
* Flest mörk: Gordon Turner (1949-60), 276 mörk, þar af 243 í deildarleikjum.
* Flest mörk í einum leik: Joe Payne, 10 í leik gegn Bristol Rovers, ap. 1936.
* Flest mörk á leiktíð: Joe Payne, 58 mörk veturinn 1936-37, þar af 55 í deildarleikjum.
=== Einstök úrslit ===
* Stærsti sigur: 15:0 gegn Great Yarmouth Town í bikarkeppninni, nóv. 1914.
* Stærsti deildarsigur: 12:0 gegn Bristol Rovers, ap. 1936.
* Stærsti sigur á útivelli: 0:5 gegn Exeter City, okt. 1967; 0:5 gegn Colchester, ap. 2003; 1:6 gegn Ebbsfleet United, mars 2010; 0:5 gegn Kettering Town, jan. 2012; 0:5 gegn Alfreton, des. 2013 & 0:5 gegn Nuneaton, feb. 2014.
* Stærsta deildartap: 9:0 gegn Small Heath, nóv. 1898.
* Stærsta tap á heimavelli: 0:7 gegn 93rd Highland Regiment í bikarkeppninni, okt. 1890.
* Stærsta deildartap á heimavelli: 0:5 gegn Manchester United, feb. 1984; 0:5 gegn Sunderland, maí 2007; 1:6 gegn Leicester Fosse, jan. 1899; 1:6 gegn Charlton Athletic, feb. 1962 & 2:7 gegn Shrewsbury Town, mars 1965.
* Flestir sigurleikir í röð: 12, frá 19. febrúar til 6. apríl 2002 í þriðju efstu deild.
* Flestir leikir í röð án taps: 27, frá 17. sept. 2013 til 11. mars 2014 í utandeildarkeppninni.
* Flestir heimaleikir í röð án ósigurs: 39, frá 26. sept. 1925 til 30. ap. 1927 í þriðju deild-suður.
* Flestir leikir í röð án þess að fá á sig mark: 7, frá 13. okt. til 23. nóv. 1923 í þriðju deild-suður.
=== Áhorfendur ===
* Flestir áhorfendur á leik: um 100 þúsund, í bikarúrslitum á Wembley gegn Nottingham Forest 1959.
* Flestir áhorfendur á heimaleik: 30.069, gegn Blackpool í bikarkeppninni, mars 1959.
* Flestir áhorfendur á deildarleik: 27.911 gegn Wolves, nóv. 1955.
=== Fjárhæðir ===
==== Hæstu kaupverð ====
# Simon Sluga, frá HNK Rijeka, júlí 2019, 1.200 þús. pund.
# Lars Elstrup, frá Odense Boldklub, ág. 1989. 850 þús. pund.
# Steve Davis frá Burnley, júlí 1995. 750 þús. pund.
# Ian Feuer frá West Ham, des. 1995. 580 þús. pund.
# Adam Boyd, frá Hartlepool, júlí 2006. 500 þús. pund.
==== Hæstu söluverð ====
# Curtis Davies, til WBA, ág. 2005. 3 milljónir punda.
# Rowan Vine, til Birmingham City, jan. 2007. 3 milljónir punda.
# Leon Barnett, til WBA, júlí 2007. 2,75 milljónir punda.
# John Hartson, til Arsenal, jan. 1995. 2,5 milljónir punda.
# Matthew Upson, til Arsenal, maí 1997. 2 milljónir punda.
== Heimildir ==
Fyrirmynd síðunnar er enska Wikipediu-síðan um Luton Town F.C. Sótt í ágúst 2017.
{{S|1885}}
[[Flokkur:Ensk knattspyrnufélög]]
9web9s1lrsktzv7al47hqe7epy9cqi1
Narendra Modi
0
139638
1761676
1754902
2022-07-23T16:30:20Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Narendra Modi
| mynd = Official Photograph of Prime Minister Narendra Modi Potrait.png
| myndatexti1 = {{small|Modi árið 2022.}}
| titill= Forsætisráðherra Indlands
| stjórnartíð_start = [[24. maí]] [[2014]]
| stjórnartíð_end =
| forseti = [[Pranab Mukherjee]]<br>[[Ram Nath Kovind]]
| forveri = [[Manmohan Singh]]
| fæðingarnafn = Narendra Damodardas Modi
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1950|9|17}}
| fæðingarstaður = [[Vadnagar]], [[Gújarat]], [[Indland]]i
| stjórnmálaflokkur = [[Bharatiya Janata-flokkurinn]] (BJP)
| trúarbrögð = [[Hindúismi]]
| maki = Jashodaben (g. 1968; aðskilin)
| undirskrift = Signature of Narendra Modi (Hindi).svg
}}
'''Narendra Damodardas Modi''' (f. [[17. september]] [[1950]]) er fjórtándi og núverandi forsætisráðherra [[Indland|Indlands]], í embætti síðan í maí 2014. Hann var yfirráðherra [[Gújarat|Gújarat-héraðs]] frá 2001 til 2014 og situr á indverska þinginu fyrir Varanasi-kjördæmi. Modi er meðlimur í hægrisinnaða [[Bharatiya Janata-flokkurinn|Bharatiya Janata-flokknum]] (BJP) og sjálfboðasamtökunum [[Rashtriya Swayamsevak Sangh]] (RSS). Hann er [[Hindúatrú|hindúskur]] [[Þjóðernishyggja|þjóðernissinni]].
==Æviágrip==
Modi fæddist í [[Vadnagar]] og hjálpaði föður sínum við tesölu sem drengur. Hann var kynntur fyrir RSS-hópnum þegar hann var átta ára og hóf langt starf fyrir samtökin. Hann flutti að heiman eftir að hafa lokið skólagöngu, að hluta til vegna þess að hann hafði hafnað kvonfangi sem fjölskylda hans valdi honum. Modi ferðaðist um Indland í tvö ár og lagði för sína til margra helgireita. Hann sneri aftur til Gújarat-héraðs og flutti til [[Ahmedabad]] árið 1969 eða 1970. Árið 1971 fékk hann fullt starf hjá RSS. Þegar [[Indira Gandhi]] lýsti yfir neyðarlögum árið 1975 neyddist Modi til að fara í felur. RSS veitti honum stöðu í BJP-flokknum árið 1985 og hann gegndi þar ýmsum ábyrgðarstöðum til ársins 2001, þegar hann varð aðalritari flokksins.
Modi var útnefndur yfirráðherra [[Gújarat]] árið 2001 vegna vanheilsu [[Keshubhai Patel]] og óvinsælda eftir að jarðskjálftar höfðu skekið Bhuj. Stuttu síðar var Modi kjörinn á löggjafarþing fylkisins. Héraðsstjórn Modi hefur verið bendluð við uppþot og óeirðir í Gújarat-héraði árið 2002<ref>Bobbio, Tommaso (2012). "Making Gujarat Vibrant: Hindutva, development and the rise of subnationalism in India". Third World Quarterly. 33 (4): 657–672.</ref><ref>Nussbaum, Martha Craven. The Clash Within: Democracy, Religious Violence, and India's Future. Harvard University Press. bls. 50–51.</ref><ref>Shani, Orrit (2007). Communalism, Caste and Hindu Nationalism. Cambridge University Press. pp. 168–173.</ref><ref name="Buncombe">{{cite news |title=A rebirth dogged by controversy |first=Andrew|last=Buncombe |url=http://www.independent.co.uk/news/world/asia/a-rebirth-dogged-by-controversy-2357157.html |work=The Independent |date=19 September 2011 |accessdate=10 October 2012 |location=London}}</ref> þar sem talið er að um 2.000 manns hafi látist í kynþáttadeilum hindúa og múslima.<ref name="teesta">{{cite web|last1=Setalvad|first1=Teesta|title=Talk by Teesta Setalvad at Ramjas college (March 2017)|url=https://www.youtube.com/watch?v=TKJDhISTtTk|website=www.youtube.com|publisher=You tube|accessdate=4 July 2017}}</ref><ref>{{cite journal|last=Jaffrelot|first=Christophe|title=Communal Riots in Gujarat: The State at Risk?|journal=Heidelberg Papers in South Asian and Comparative Politics|date=July 2003|page=16|url=http://archiv.ub.uni-heidelberg.de/volltextserver/4127/1/hpsacp17.pdf|accessdate=5 November 2013}}</ref><ref>{{cite book|url=https://books.google.com/?id=w5SlnZilfMMC&pg=PA28&dq=2000+deaths+gujarat+riots#v=onepage&q=2000%20deaths%20gujarat%20riots&f=false|title=The Ethics of Terrorism: Innovative Approaches from an International Perspective|publisher=Charles C Thomas Publisher|year=2009|page=28|isbn=9780398079956}}</ref> Stjórn Modi var gagnrýnd fyrir viðbrögð hennar við átökunum, en indverskum dómstólum þótti ekki nægt tilefni til þess að sækja Modi til saka.<ref>{{cite web|url=http://www.bbc.com/news/world-asia-india-17664751|title=India Gujarat Chief Minister Modi cleared in riots case|publisher=BBC|date=10 April 2012|accessdate=17 February 2017}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.thehindu.com/news/national/sit-finds-no-proof-against-modi-says-court/article3300175.ece|title=SIT finds no proof against Modi, says court|publisher=The Hindu|date=10 April 2012|accessdate=17 February 2017}}</ref> Stefnumálum hans sem yfirráðherra héraðsins hefur verið hrósað vegna áherslu þeirra á hagvöxt og uppbyggingu sterkara efnahagskerfis.<ref>{{Cite news|url=http://www.nytimes.com/2012/02/16/world/asia/16iht-letter16.html|title=Shaking Off the Horror of the Past in India|last=Joseph|first=Manu|date=15 February 2012|work=The New York Times|access-date=19 May 2017|issn=0362-4331}}</ref> Einnig var stjórn hans þó gagnrýnd fyrir að takast ekki að bæta heilsufar, fátækt og menntastig íbúanna.<ref>Jaffrelot, Christophe (June 2013). "Gujarat Elections: The Sub-Text of Modi's 'Hattrick'—High Tech Populism and the 'Neo-middle Class'". Studies in Indian Politics. 1 (1): 79–95.</ref>
Modi leiddi BJP til sigurs í indversku þingkosningunum árið 2014. Flokkurinn náði hreinum þingmeirihluta, en þetta er í fyrsta skipti sem nokkrum flokki hefur tekist slíkt frá árinu 1984. Modi sjálfur var kjörinn í þingsæti [[Varanasi]]. Síðan Modi tók við embætti hefur ríkisstjórn hans reynt að auka erlendar fjárfestingar í indverska efnahagnum, aukið ríkisútgjöld til innviða landsins en dregið úr útgjöldum til velferðamála. Modi hefur beitt sér fyrir einföldun indverska stjórnsýslukerfisins og fyrir aukinni [[miðstýring]]u ríkisins. Modi hefur á stjórnartíð sinni vikið indverskum stjórnmálum talsvert til hægri. Hann er vinsæll en þó nokkuð umdeildur heima fyrir og erlendis vegna hindúskrar þjóðernishyggju sinnar og hlutverks síns í óeirðunum í Gújarat árið 2002.
Modi vann endurkjör með auknum þingmeirihluta árið 2019. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 1971 sem neinum flokki tókst að vinna hreinan þingmeirihluta í tveimur kosningum í röð.<ref>{{Vefheimild|titill=Modi sigurvegari kosninganna á Indlandi|útgefandi=[[RÚV]]|url=https://www.ruv.is/frett/modi-sigurvegari-kosninganna-a-indlandi|ár=2019|mánuður=23. maí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=2. júní|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Modi sór embættiseið eftir stórsigur í indversku þingkosningunum|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=https://www.visir.is/g/2019190539944|ár=2019|mánuður=30. maí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=2. júní|höfundur=Andri Eysteinsson}}</ref>
Annað kjörtímabil Modi hefur einkennst nokkuð af mótmælum gegn [[Lög um ríkisborgararétt á Indlandi 2019|nýjum lögum um ríkisborgararétt]] sem stjórn hans setti árið 2019. Lögin veita fólki úr trúarlegum minnihlutum frá [[Afganistan]], [[Pakistan]] og [[Bangladess]] flýtimeðferð til að öðlast indverskan ríkisborgararétt en skilja múslima frá þessum löndum út undan. Andstæðingar laganna telja hana brjóta í bága við veraldlega stjórnarskrá Indlands með því að veita sérréttindi eftir trúarbrögðum.<ref>{{Vefheimild|titill=Mótmæli breiðast út á Indlandi|útgefandi=[[RÚV]]|url=https://www.ruv.is/frett/motmaeli-breidast-ut-a-indlandi|ár=2019|mánuður=16. desember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=9. mars|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref>
Frá árinu 2020 mótmæltu indverskir bændur jafnframt Modi af hörku vegna umdeildra landbúnaðarlaga sem stjórn hans setti. Bændur fullyrtu að lögin væru til þess fallin að gera risafyrirtækjum kleift að sölsa undir sig indverskan landbúnað. Frá nóvember 2020 mótmæltu þúsundir bænda, einkum frá [[Púnjab]]-fylki, í kringum [[Nýja Delí|Nýju Delí]] og komu sér upp búðum í kringum borgina. Í janúar næsta ár kom til átaka milli lögreglu og mótmælenda sem brutust inn í [[Rauða virkið]] og drógu þar mótmælafána að húni.<ref>{{Vefheimild|titill=Mótmæli bænda urðu að óeirðum|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=https://www.visir.is/g/20212065760d|ár=2021|mánuður=26. janúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. nóvember|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Einn bóndi lést í þeim átökum og fjöldi lögreglumanna særðist. Í október 2021 létust átta mótmælendur í átökum við lögreglu í [[Uttar Pradesh]]. Langvarandi mótmæli bændanna leiddu til þess að Modi tilkynnti þann 19. nóvember að lögin umdeildu yrðu felld úr gildi.<ref>{{Vefheimild|titill=Umdeild landbúnaðarlög á Indlandi slegin af|útgefandi=[[RÚV]]|url=https://www.ruv.is/frett/2021/11/19/umdeild-landbunadarlog-a-indlandi-slegin-af|ár=2021|mánuður=19. nóvember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. nóvember|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Commonscat|Narendra Modi}}
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forsætisráðherra Indlands]]
| frá = [[24. maí]] [[2014]]
| til =
| fyrir = [[Manmohan Singh]]
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsætisráðherrar Indlands}}
{{DEFAULTSORT:Modi, Narendra}}
{{fe|1950|Modi, Narendra}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Indlands]]
f5os4mdtdqd2b734l20wpyet1o36d7b
Lights on the Highway
0
148251
1761694
1761568
2022-07-23T19:20:16Z
Siggason
12601
Snið Tónlistarfólk
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
|heiti = Lights on the Highway
|mynd =
|stærð = 250px
|myndatexti =
|nefni =
|uppruni = [[Ísland|Íslandi]]
|stefna = [[Rokk]]
|ár = 2003–í dag
|út =
|sam =
|vef =
|nú = Kristófer Jensson<br />Agnar Eldberg Kofoed Hansen<br />Karl Daði Lúðvíksson<br />Þórhallur Reynir Stefánsson<br />Stefán Örn Gunnlaugsson
|fyrr =
}}
[[Mynd:Lights on the highway.jpg|thumb|Lights on the highway árið 2018 á Hard Rock, Reykjavík.]]
'''Lights on the Highway''' er íslensk hljómsveit sem spilar melódískt [[rokk]]. Hljómsveitin var virk frá 2003 til 2012 en tók þá hlé og hefur spilað slitrótt síðan. <ref>[https://www.garg.is/frettir/rokk/mikil-spenna-fyrir-lights-on-the-highway/ Mikil spenna fyrir Lights on the Highway]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} Garg. Skoðað 31. des, 2018</ref> Hljómsveitin syngur á ensku en gaf út lagið ''Leiðin heim'' á íslensku árið 2010 sem náði nokkrum vinsældum.
==Meðlimir==
*Kristófer Jensson - [[Söngur]]
*Agnar Eldberg Kofoed Hansen - [[Gítar]] / [[Söngur]]
*Karl Daði Lúðvíksson - [[Bassi]]
*Þórhallur Reynir Stefánsson - [[Trommur]]
*Stefán Örn Gunnlaugsson - [[Hljómborð]]
== Útgefið efni ==
=== Breiðskífur ===
*''Lights on the Highway'' (2005)
*''Amanita Muscaria'' (2009)
===Smáskífur===
*''Leiðin heim/Taxi'' (2010)
*''Miles behind us'' (2018)
*''Ólgusjór'' (2021)
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Stofnað 2003]]
cdfwmgpqlmq4hb56unygfm5db04mczr
1761701
1761694
2022-07-23T20:59:51Z
Siggason
12601
/* Breiðskífur */
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
|heiti = Lights on the Highway
|mynd =
|stærð = 250px
|myndatexti =
|nefni =
|uppruni = [[Ísland|Íslandi]]
|stefna = [[Rokk]]
|ár = 2003–í dag
|út =
|sam =
|vef =
|nú = Kristófer Jensson<br />Agnar Eldberg Kofoed Hansen<br />Karl Daði Lúðvíksson<br />Þórhallur Reynir Stefánsson<br />Stefán Örn Gunnlaugsson
|fyrr =
}}
[[Mynd:Lights on the highway.jpg|thumb|Lights on the highway árið 2018 á Hard Rock, Reykjavík.]]
'''Lights on the Highway''' er íslensk hljómsveit sem spilar melódískt [[rokk]]. Hljómsveitin var virk frá 2003 til 2012 en tók þá hlé og hefur spilað slitrótt síðan. <ref>[https://www.garg.is/frettir/rokk/mikil-spenna-fyrir-lights-on-the-highway/ Mikil spenna fyrir Lights on the Highway]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} Garg. Skoðað 31. des, 2018</ref> Hljómsveitin syngur á ensku en gaf út lagið ''Leiðin heim'' á íslensku árið 2010 sem náði nokkrum vinsældum.
==Meðlimir==
===Núverandi===
*Kristófer Jensson - [[Söngur]]
*Agnar Eldberg Kofoed Hansen - [[Gítar]] / [[Söngur]]
*Karl Daði Lúðvíksson - [[Bassi]]
*Þórhallur Reynir Stefánsson - [[Trommur]]
*Stefán Örn Gunnlaugsson - [[Hljómborð]]
===Fyrrverand===
Gunnlaugur Lárusson - [[Gítar]]
== Útgefið efni ==
=== Breiðskífur ===
*''[[Lights on the Highway (breiðskífa)|Lights on the Highway]]'' (2005)
*''Amanita Muscaria'' (2009)
===Smáskífur===
*''Leiðin heim/Taxi'' (2010)
*''Miles behind us'' (2018)
*''Ólgusjór'' (2021)
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Stofnað 2003]]
ctx2z7kcp872iga8rke2akbdjphvpt1
1761702
1761701
2022-07-23T21:00:02Z
Siggason
12601
/* Fyrrverand */
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
|heiti = Lights on the Highway
|mynd =
|stærð = 250px
|myndatexti =
|nefni =
|uppruni = [[Ísland|Íslandi]]
|stefna = [[Rokk]]
|ár = 2003–í dag
|út =
|sam =
|vef =
|nú = Kristófer Jensson<br />Agnar Eldberg Kofoed Hansen<br />Karl Daði Lúðvíksson<br />Þórhallur Reynir Stefánsson<br />Stefán Örn Gunnlaugsson
|fyrr =
}}
[[Mynd:Lights on the highway.jpg|thumb|Lights on the highway árið 2018 á Hard Rock, Reykjavík.]]
'''Lights on the Highway''' er íslensk hljómsveit sem spilar melódískt [[rokk]]. Hljómsveitin var virk frá 2003 til 2012 en tók þá hlé og hefur spilað slitrótt síðan. <ref>[https://www.garg.is/frettir/rokk/mikil-spenna-fyrir-lights-on-the-highway/ Mikil spenna fyrir Lights on the Highway]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} Garg. Skoðað 31. des, 2018</ref> Hljómsveitin syngur á ensku en gaf út lagið ''Leiðin heim'' á íslensku árið 2010 sem náði nokkrum vinsældum.
==Meðlimir==
===Núverandi===
*Kristófer Jensson - [[Söngur]]
*Agnar Eldberg Kofoed Hansen - [[Gítar]] / [[Söngur]]
*Karl Daði Lúðvíksson - [[Bassi]]
*Þórhallur Reynir Stefánsson - [[Trommur]]
*Stefán Örn Gunnlaugsson - [[Hljómborð]]
===Fyrrverand===
* Gunnlaugur Lárusson - [[Gítar]]
== Útgefið efni ==
=== Breiðskífur ===
*''[[Lights on the Highway (breiðskífa)|Lights on the Highway]]'' (2005)
*''Amanita Muscaria'' (2009)
===Smáskífur===
*''Leiðin heim/Taxi'' (2010)
*''Miles behind us'' (2018)
*''Ólgusjór'' (2021)
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Stofnað 2003]]
q6n7k6l02ok3mow9q4aubbn3c9t93ax
1761703
1761702
2022-07-23T21:00:41Z
Siggason
12601
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
|heiti = Lights on the Highway
|mynd =
|stærð = 250px
|myndatexti =
|nefni =
|uppruni = [[Ísland|Íslandi]]
|stefna = [[Rokk]]
|ár = 2003–í dag
|út =
|sam =
|vef =
|nú = Kristófer Jensson<br />Agnar Eldberg Kofoed Hansen<br />Karl Daði Lúðvíksson<br />Þórhallur Reynir Stefánsson<br />Stefán Örn Gunnlaugsson
|fyrr = Gunnlaugur Lárusson
}}
[[Mynd:Lights on the highway.jpg|thumb|Lights on the highway árið 2018 á Hard Rock, Reykjavík.]]
'''Lights on the Highway''' er íslensk hljómsveit sem spilar melódískt [[rokk]]. Hljómsveitin var virk frá 2003 til 2012 en tók þá hlé og hefur spilað slitrótt síðan. <ref>[https://www.garg.is/frettir/rokk/mikil-spenna-fyrir-lights-on-the-highway/ Mikil spenna fyrir Lights on the Highway]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} Garg. Skoðað 31. des, 2018</ref> Hljómsveitin syngur á ensku en gaf út lagið ''Leiðin heim'' á íslensku árið 2010 sem náði nokkrum vinsældum.
==Meðlimir==
===Núverandi===
*Kristófer Jensson - [[Söngur]]
*Agnar Eldberg Kofoed Hansen - [[Gítar]] / [[Söngur]]
*Karl Daði Lúðvíksson - [[Bassi]]
*Þórhallur Reynir Stefánsson - [[Trommur]]
*Stefán Örn Gunnlaugsson - [[Hljómborð]]
===Fyrrverand===
* Gunnlaugur Lárusson - [[Gítar]]
== Útgefið efni ==
=== Breiðskífur ===
*''[[Lights on the Highway (breiðskífa)|Lights on the Highway]]'' (2005)
*''Amanita Muscaria'' (2009)
===Smáskífur===
*''Leiðin heim/Taxi'' (2010)
*''Miles behind us'' (2018)
*''Ólgusjór'' (2021)
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Stofnað 2003]]
sem9qwqy27ld8kf02g9jadv3xhk35pz
1761707
1761703
2022-07-23T22:07:02Z
Siggason
12601
/* Fyrrverand */
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
|heiti = Lights on the Highway
|mynd =
|stærð = 250px
|myndatexti =
|nefni =
|uppruni = [[Ísland|Íslandi]]
|stefna = [[Rokk]]
|ár = 2003–í dag
|út =
|sam =
|vef =
|nú = Kristófer Jensson<br />Agnar Eldberg Kofoed Hansen<br />Karl Daði Lúðvíksson<br />Þórhallur Reynir Stefánsson<br />Stefán Örn Gunnlaugsson
|fyrr = Gunnlaugur Lárusson
}}
[[Mynd:Lights on the highway.jpg|thumb|Lights on the highway árið 2018 á Hard Rock, Reykjavík.]]
'''Lights on the Highway''' er íslensk hljómsveit sem spilar melódískt [[rokk]]. Hljómsveitin var virk frá 2003 til 2012 en tók þá hlé og hefur spilað slitrótt síðan. <ref>[https://www.garg.is/frettir/rokk/mikil-spenna-fyrir-lights-on-the-highway/ Mikil spenna fyrir Lights on the Highway]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} Garg. Skoðað 31. des, 2018</ref> Hljómsveitin syngur á ensku en gaf út lagið ''Leiðin heim'' á íslensku árið 2010 sem náði nokkrum vinsældum.
==Meðlimir==
===Núverandi===
*Kristófer Jensson - [[Söngur]]
*Agnar Eldberg Kofoed Hansen - [[Gítar]] / [[Söngur]]
*Karl Daði Lúðvíksson - [[Bassi]]
*Þórhallur Reynir Stefánsson - [[Trommur]]
*Stefán Örn Gunnlaugsson - [[Hljómborð]]
===Fyrrverandi===
* Gunnlaugur Lárusson - [[Gítar]]
== Útgefið efni ==
=== Breiðskífur ===
*''[[Lights on the Highway (breiðskífa)|Lights on the Highway]]'' (2005)
*''Amanita Muscaria'' (2009)
===Smáskífur===
*''Leiðin heim/Taxi'' (2010)
*''Miles behind us'' (2018)
*''Ólgusjór'' (2021)
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Stofnað 2003]]
36tkp9er9oufqh5pyl8eyq1o1dk9wiw
Blanda (tímarit)
0
152315
1761698
1666553
2022-07-23T20:12:53Z
31.209.245.103
wikitext
text/x-wiki
<references group="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=578" />'''''Blanda - fróðleikur gamall og nýr''''' var tímarit sem [[Sögufélag]] gaf út á árunum 1918–1953. Tímaritið innihélt ýmiss konar sögulegan fróðleik auk þess sem þar voru birtar áhugaverðar frumheimildir. Megnið af greinunum í ''Blöndu'' var skrifað af stjórnarmönnum í Sögufélagi.
1950 hóf Sögufélag að gefa út ''[[Saga (tímarit)|Sögu]]'', tímarit sem laut strangari fræðilegri kröfum en ''Blanda'' og markaði sú útgáfa endalok ''Blöndu''.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/656283/|title=SÖGUFÉLAG Í HUNDRAÐ ÁR|website=www.mbl.is|access-date=2019-06-25}}</ref>
Árið 2020 hóf Sögufélag að halda úti [[hlaðvarp|hlaðvarpi]] sem hlaut nafnið Blanda, með vísun í tímaritið.
<references />
[[Flokkur:Íslensk tímarit]]
{{S|1918}}
[[Flokkur:Lagt niður 1953]]
ijhsudxzn4vw45tzb6nz6pw28whhgw0
Eyjasund
0
153057
1761646
1760372
2022-07-23T12:05:56Z
Jóhannes Jónsson
54788
Bætti við sundi Sigurgeirs Svanbergssonar
wikitext
text/x-wiki
:''Eyjasund getur líka átt við þorpið [[Uyeasound|Eyjasund á Hjaltlandseyjum]].''
'''Eyjasund''' er það afrek að synda á milli [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyja]] og [[Landeyjar|Landeyjasands]], en það eru rétt rúmir 10 km þar sem styst er á milli lands og eyja.
Sex sundmenn hafa synt Eyjasund en iðulega hefst sundið frá Eiðinu í Heimaey sem er á milli Klifsins og Heimakletts.
{| class="wikitable"
!Dagsetning
!Sundmaður
!Sundaðferð
!Sundtími
!Hitastig sjávar
!Athugasemd
|-
|13. júlí 1959
|[[Eyjólfur Jónsson (sundkappi)|Eyjólfur Jónsson]]
|Bringusund
|5 klst. og 26 mín.
|11-11,5°c
|Smurður ullarfeiti, líklega um 9 kg.
|-
|21. júlí 1961
|Axel Kvaran
|Bringusund
|4 klst. og 25 mín.
|10,5°c
|Smurður 11-12 kg af ullarfeiti.
Var tekinn um borð í bát þegar hann átti um 150 metra eftir í land vegna mikils brims.
|-
|30. ágúst 2003
|Kristinn Magnússon
|Skriðsund
|4 klst. og 5 mín.
|12,3°c
|Synti í blautbúningi
|-
|4. ágúst 2016
|Jón Kristinn Þórsson
|Skriðsund
|7 klst. og 21 mín.
|12°c
|Smurður með 2 kg af ullarfeiti og vaselíni
|-
|23. júlí 2019
|[[Sigrún Þuríður Geirsdóttir]]
|Skriðsund
|4 klst. og 31 mín.
|11,6-12,6°c
|Smurð með 0,7 kg af ullarfeiti og vaselíni.
Sigrún er fyrsta konan til að synda þetta sund en hún er frænka Eyjólfs Jónssonar sem synti þetta sund fyrstur manna 60 árum fyrr.
|-
|22. júlí 2022
|Sigurgeir Svanbergsson
|Skriðsund
|7 klst. og 2 mín.
|
|Smurður með um 0,5 kg af ullarfeiti og vaselíni
|}
[[Mynd:Eyjasundsbikarinn.jpg|thumb|Eyjasundsbikarinn var afhentur í fyrsta skiptið 1. desember 2019]]
Í kjölfar þess að Sigrún Þuríður synti Eyjasundið fyrst kvenna og í tilefni þess að Vestmannaeyjabær fagnaði 100 ára kaupstaðarafmæli sínu árið 2019 ákvað bæjarráð Vestmannaeyja 30. júlí 2019 að láta útbúa sérstakan Eyjasundsbikar þar sem fram koma nöfn þeirra sem þreytt hafa umrætt sund.<ref>{{Cite web|url=https://www.vestmannaeyjar.is/mannlif/frettir/eyjasundsbikarinn-2|title=Eyjasundsbikarinn|last=|first=|date=|website=vestmannaeyjar.is|archive-url=|archive-date=|dead-url=|access-date=2019-12-04}}</ref>
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja afhenti Sigrúnu Þuríði bikarinn í fyrsta sinn þann 1. desember 2019. Auk Sigrúnar var Kristinn Magnússon, sem var sá þriðji til að synda Eyjasundið, viðstaddur og fengu þau bæði viðurkenningarskjöl. Auk þess var útbúinn sérstakur upplýsingaskjöldur um Eyjasundið þar sem fram koma nöfn þeirra sem synt hafa þetta sund og verður skjöldurinn settur upp í sundlaug Vestmannaeyja.<ref>{{Cite web|url=https://www.sunnlenska.is/frettir/eyjasundsbikarinn-afhentur-i-fyrsta-skipti/|title=Eyjasundsbikarinn afhentur í fyrsta skipti {{!}} sunnlenska.is|last=|first=|date=2019-12-04|website=|language=is|archive-url=|archive-date=|dead-url=|access-date=2019-12-04}}</ref>
==Tilvísanir==
<references />
==Sjá einnig==
*[[Grettissund]]
*[[Viðeyjarsund]]
[[Flokkur:Vestmannaeyjar]]
[[Flokkur:Sund]]
4md262zays7rob5nru0e37jwz9dgrud
1761648
1761646
2022-07-23T12:24:16Z
Jóhannes Jónsson
54788
Bætti við heimildum fyrir alla sundmennina
wikitext
text/x-wiki
:''Eyjasund getur líka átt við þorpið [[Uyeasound|Eyjasund á Hjaltlandseyjum]].''
'''Eyjasund''' er það afrek að synda á milli [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyja]] og [[Landeyjar|Landeyjasands]], en það eru rétt rúmir 10 km þar sem styst er á milli lands og eyja.
Sex sundmenn hafa synt Eyjasund en iðulega hefst sundið frá Eiðinu í Heimaey sem er á milli Klifsins og Heimakletts.
{| class="wikitable"
!Dagsetning
!Sundmaður
!Sundaðferð
!Sundtími
!Hitastig sjávar
!Athugasemd
|-
|13. júlí 1959
|[[Eyjólfur Jónsson (sundkappi)|Eyjólfur Jónsson]]
|Bringusund
|5 klst. og 26 mín.
|11-11,5°c
|Smurður ullarfeiti, líklega um 9 kg.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2785237?iabr=on#page/n3/mode/2up/search/%22Eyj%C3%B3lfur%20J%C3%B3nsson%22%20eyjasund|title=Þjóðviljinn - 149. tölublað (17.07.1959) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|-
|21. júlí 1961
|Axel Kvaran
|Bringusund
|4 klst. og 25 mín.
|10,5°c
|Smurður 11-12 kg af ullarfeiti.
Var tekinn um borð í bát þegar hann átti um 150 metra eftir í land vegna mikils brims.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2355173?iabr=on#page/n0/mode/2up/search/axel%20kvaran|title=Vísir - 164. Tölublað (21.07.1961) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|-
|30. ágúst 2003
|Kristinn Magnússon
|Skriðsund
|4 klst. og 5 mín.
|12,3°c
|Synti í blautbúningi<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3478363?iabr=on#page/n10/mode/2up/search/%22Kristinn%20magn%C3%BAsson%22%20eyjasund|title=Morgunblaðið - 236. tölublað (02.09.2003) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|-
|4. ágúst 2016
|Jón Kristinn Þórsson
|Skriðsund
|7 klst. og 21 mín.
|12°c
|Smurður með 2 kg af ullarfeiti og vaselíni<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/7109901?iabr=on#page/n1/mode/2up/search/%22j%C3%B3n%20kristinn%20%C3%BE%C3%B3rsson%22%20eyjasund|title=Fréttir - Eyjafréttir - 32. tölublað (10.08.2016) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|-
|23. júlí 2019
|[[Sigrún Þuríður Geirsdóttir]]
|Skriðsund
|4 klst. og 31 mín.
|11,6-12,6°c
|Smurð með 0,7 kg af ullarfeiti og vaselíni.
Sigrún er fyrsta konan til að synda þetta sund en hún er frænka Eyjólfs Jónssonar sem synti þetta sund fyrstur manna 60 árum fyrr.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20191611397d|title=Sigrún Geirsdóttir synti Eyjasund fyrst kvenna - Vísir|last=Erlingsdóttir|first=Margrét Helga|website=visir.is|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|-
|22. júlí 2022
|Sigurgeir Svanbergsson
|Skriðsund
|7 klst. og 2 mín.
|
|Smurður með um 0,5 kg af ullarfeiti og vaselíni<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frett/2022/07/23/stifur-teygdur-og-togadur-eftir-langt-sund-fra-eyjum|title=Stífur, teygður og togaður eftir langt sund frá Eyjum|last=thorgnyrea|date=2022-07-23|website=RÚV|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|}
[[Mynd:Eyjasundsbikarinn.jpg|thumb|Eyjasundsbikarinn var afhentur í fyrsta skiptið 1. desember 2019]]
Í kjölfar þess að Sigrún Þuríður synti Eyjasundið fyrst kvenna og í tilefni þess að Vestmannaeyjabær fagnaði 100 ára kaupstaðarafmæli sínu árið 2019 ákvað bæjarráð Vestmannaeyja 30. júlí 2019 að láta útbúa sérstakan Eyjasundsbikar þar sem fram koma nöfn þeirra sem þreytt hafa umrætt sund.<ref>{{Cite web|url=https://www.vestmannaeyjar.is/mannlif/frettir/eyjasundsbikarinn-2|title=Eyjasundsbikarinn|last=|first=|date=|website=vestmannaeyjar.is|archive-url=|archive-date=|dead-url=|access-date=2019-12-04}}</ref>
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja afhenti Sigrúnu Þuríði bikarinn í fyrsta sinn þann 1. desember 2019. Auk Sigrúnar var Kristinn Magnússon, sem var sá þriðji til að synda Eyjasundið, viðstaddur og fengu þau bæði viðurkenningarskjöl. Auk þess var útbúinn sérstakur upplýsingaskjöldur um Eyjasundið þar sem fram koma nöfn þeirra sem synt hafa þetta sund og verður skjöldurinn settur upp í sundlaug Vestmannaeyja.<ref>{{Cite web|url=https://www.sunnlenska.is/frettir/eyjasundsbikarinn-afhentur-i-fyrsta-skipti/|title=Eyjasundsbikarinn afhentur í fyrsta skipti {{!}} sunnlenska.is|last=|first=|date=2019-12-04|website=|language=is|archive-url=|archive-date=|dead-url=|access-date=2019-12-04}}</ref>
==Tilvísanir==
<references />
==Sjá einnig==
*[[Grettissund]]
*[[Viðeyjarsund]]
[[Flokkur:Vestmannaeyjar]]
[[Flokkur:Sund]]
3vgzo2be48b4kxfa6oc87ezxumbq4fn
1761650
1761648
2022-07-23T12:29:11Z
Jóhannes Jónsson
54788
Lagaði til heimildir
wikitext
text/x-wiki
:''Eyjasund getur líka átt við þorpið [[Uyeasound|Eyjasund á Hjaltlandseyjum]].''
'''Eyjasund''' er það afrek að synda á milli [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyja]] og [[Landeyjar|Landeyjasands]], en það eru rétt rúmir 10 km þar sem styst er á milli lands og eyja.
Sex sundmenn hafa synt Eyjasund en iðulega hefst sundið frá Eiðinu í Heimaey sem er á milli Klifsins og Heimakletts.
{| class="wikitable"
!Dagsetning
!Sundmaður
!Sundaðferð
!Sundtími
!Hitastig sjávar
!Athugasemd
|-
|13. júlí 1959
|[[Eyjólfur Jónsson (sundkappi)|Eyjólfur Jónsson]]
|Bringusund
|5 klst. og 26 mín.
|11-11,5°c
|Smurður ullarfeiti, líklega um 9 kg.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2785237?iabr=on#page/n3/mode/2up/search/%22Eyj%C3%B3lfur%20J%C3%B3nsson%22%20eyjasund|title=Þjóðviljinn - 149. tölublað (17.07.1959) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|-
|21. júlí 1961
|Axel Kvaran
|Bringusund
|4 klst. og 25 mín.
|10,5°c
|Smurður 11-12 kg af ullarfeiti.
Var tekinn um borð í bát þegar hann átti um 150 metra eftir í land vegna mikils brims.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2355173?iabr=on#page/n0/mode/2up/search/axel%20kvaran|title=Vísir - 164. Tölublað (21.07.1961) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|-
|30. ágúst 2003
|Kristinn Magnússon
|Skriðsund
|4 klst. og 5 mín.
|12,3°c
|Synti í blautbúningi<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3478363?iabr=on#page/n10/mode/2up/search/%22Kristinn%20magn%C3%BAsson%22%20eyjasund|title=Morgunblaðið - 236. tölublað (02.09.2003) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|-
|4. ágúst 2016
|Jón Kristinn Þórsson
|Skriðsund
|7 klst. og 21 mín.
|12°c
|Smurður með 2 kg af ullarfeiti og vaselíni<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/7109901?iabr=on#page/n1/mode/2up/search/%22j%C3%B3n%20kristinn%20%C3%BE%C3%B3rsson%22%20eyjasund|title=Fréttir - Eyjafréttir - 32. tölublað (10.08.2016) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|-
|23. júlí 2019
|[[Sigrún Þuríður Geirsdóttir]]
|Skriðsund
|4 klst. og 31 mín.
|11,6-12,6°c
|Smurð með 0,7 kg af ullarfeiti og vaselíni.
Sigrún er fyrsta konan til að synda þetta sund en hún er frænka Eyjólfs Jónssonar sem synti þetta sund fyrstur manna 60 árum fyrr.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20191611397d|title=Sigrún Geirsdóttir synti Eyjasund fyrst kvenna - Vísir|last=|first=|website=visir.is|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|-
|22. júlí 2022
|Sigurgeir Svanbergsson
|Skriðsund
|7 klst. og 2 mín.
|10,2°c
|Smurður með um 0,5 kg af ullarfeiti og vaselíni<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frett/2022/07/23/stifur-teygdur-og-togadur-eftir-langt-sund-fra-eyjum|title=Stífur, teygður og togaður eftir langt sund frá Eyjum|last=|date=2022-07-23|website=RÚV|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|}
[[Mynd:Eyjasundsbikarinn.jpg|thumb|Eyjasundsbikarinn var afhentur í fyrsta skiptið 1. desember 2019]]
Í kjölfar þess að Sigrún Þuríður synti Eyjasundið fyrst kvenna og í tilefni þess að Vestmannaeyjabær fagnaði 100 ára kaupstaðarafmæli sínu árið 2019 ákvað bæjarráð Vestmannaeyja 30. júlí 2019 að láta útbúa sérstakan Eyjasundsbikar þar sem fram koma nöfn þeirra sem þreytt hafa umrætt sund.<ref>{{Cite web|url=https://www.vestmannaeyjar.is/mannlif/frettir/eyjasundsbikarinn-2|title=Eyjasundsbikarinn|last=|first=|date=|website=vestmannaeyjar.is|archive-url=|archive-date=|dead-url=|access-date=2019-12-04}}</ref>
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja afhenti Sigrúnu Þuríði bikarinn í fyrsta sinn þann 1. desember 2019. Auk Sigrúnar var Kristinn Magnússon, sem var sá þriðji til að synda Eyjasundið, viðstaddur og fengu þau bæði viðurkenningarskjöl. Auk þess var útbúinn sérstakur upplýsingaskjöldur um Eyjasundið þar sem fram koma nöfn þeirra sem synt hafa þetta sund og verður skjöldurinn settur upp í sundlaug Vestmannaeyja.<ref>{{Cite web|url=https://www.sunnlenska.is/frettir/eyjasundsbikarinn-afhentur-i-fyrsta-skipti/|title=Eyjasundsbikarinn afhentur í fyrsta skipti {{!}} sunnlenska.is|last=|first=|date=2019-12-04|website=|language=is|archive-url=|archive-date=|dead-url=|access-date=2019-12-04}}</ref>
==Tilvísanir==
<references />
==Sjá einnig==
*[[Grettissund]]
*[[Viðeyjarsund]]
[[Flokkur:Vestmannaeyjar]]
[[Flokkur:Sund]]
sbzugpcxk0yoee9yhykw3hkzzg91yqg
1761651
1761650
2022-07-23T12:33:42Z
Jóhannes Jónsson
54788
wikitext
text/x-wiki
:''Eyjasund getur líka átt við þorpið [[Uyeasound|Eyjasund á Hjaltlandseyjum]].''
'''Eyjasund''' er það afrek að synda á milli [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyja]] og [[Landeyjar|Landeyjasands]], en það eru rétt rúmir 10 km þar sem styst er á milli lands og eyja.
Sex sundmenn hafa synt Eyjasund en iðulega hefst sundið frá Eiðinu í Heimaey sem er á milli Klifsins og Heimakletts.
{| class="wikitable"
!Dagsetning
!Sundmaður
!Sundaðferð
!Sundtími
!Hitastig sjávar
!Athugasemd
|-
|13. júlí 1959
|[[Eyjólfur Jónsson (sundkappi)|Eyjólfur Jónsson]]
|Bringusund
|5 klst. og 26 mín.
|11-11,5°c
|Smurður ullarfeiti, líklega um 9 kg.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2785237?iabr=on#page/n3/mode/2up/|title=Þjóðviljinn - 149. tölublað (17.07.1959) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|-
|21. júlí 1961
|Axel Kvaran
|Bringusund
|4 klst. og 25 mín.
|10,5°c
|Smurður 11-12 kg af ullarfeiti.
Var tekinn um borð í bát þegar hann átti um 150 metra eftir í land vegna mikils brims.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2355173?iabr=on#page/n0/mode/2up/|title=Vísir - 164. Tölublað (21.07.1961) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|-
|30. ágúst 2003
|Kristinn Magnússon
|Skriðsund
|4 klst. og 5 mín.
|12,3°c
|Synti í blautbúningi<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3478363?iabr=on#page/n10/mode/2up/|title=Morgunblaðið - 236. tölublað (02.09.2003) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|-
|4. ágúst 2016
|Jón Kristinn Þórsson
|Skriðsund
|7 klst. og 21 mín.
|12°c
|Smurður með 2 kg af ullarfeiti og vaselíni<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/7109901?iabr=on#page/n1/mode/2up/|title=Fréttir - Eyjafréttir - 32. tölublað (10.08.2016) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|-
|23. júlí 2019
|[[Sigrún Þuríður Geirsdóttir]]
|Skriðsund
|4 klst. og 31 mín.
|11,6-12,6°c
|Smurð með 0,7 kg af ullarfeiti og vaselíni.
Sigrún er fyrsta konan til að synda þetta sund en hún er frænka Eyjólfs Jónssonar sem synti þetta sund fyrstur manna 60 árum fyrr.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20191611397d|title=Sigrún Geirsdóttir synti Eyjasund fyrst kvenna - Vísir|last=|first=|website=visir.is|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|-
|22. júlí 2022
|Sigurgeir Svanbergsson
|Skriðsund
|7 klst. og 2 mín.
|10,2°c
|Smurður með um 0,5 kg af ullarfeiti og vaselíni<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frett/2022/07/23/stifur-teygdur-og-togadur-eftir-langt-sund-fra-eyjum|title=Stífur, teygður og togaður eftir langt sund frá Eyjum|last=|date=2022-07-23|website=RÚV|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref>
|}
[[Mynd:Eyjasundsbikarinn.jpg|thumb|Eyjasundsbikarinn var afhentur í fyrsta skiptið 1. desember 2019]]
Í kjölfar þess að Sigrún Þuríður synti Eyjasundið fyrst kvenna og í tilefni þess að Vestmannaeyjabær fagnaði 100 ára kaupstaðarafmæli sínu árið 2019 ákvað bæjarráð Vestmannaeyja 30. júlí 2019 að láta útbúa sérstakan Eyjasundsbikar þar sem fram koma nöfn þeirra sem þreytt hafa umrætt sund.<ref>{{Cite web|url=https://www.vestmannaeyjar.is/mannlif/frettir/eyjasundsbikarinn-2|title=Eyjasundsbikarinn|last=|first=|date=|website=vestmannaeyjar.is|archive-url=|archive-date=|dead-url=|access-date=2019-12-04}}</ref>
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja afhenti Sigrúnu Þuríði bikarinn í fyrsta sinn þann 1. desember 2019. Auk Sigrúnar var Kristinn Magnússon, sem var sá þriðji til að synda Eyjasundið, viðstaddur og fengu þau bæði viðurkenningarskjöl. Auk þess var útbúinn sérstakur upplýsingaskjöldur um Eyjasundið þar sem fram koma nöfn þeirra sem synt hafa þetta sund og verður skjöldurinn settur upp í sundlaug Vestmannaeyja.<ref>{{Cite web|url=https://www.sunnlenska.is/frettir/eyjasundsbikarinn-afhentur-i-fyrsta-skipti/|title=Eyjasundsbikarinn afhentur í fyrsta skipti {{!}} sunnlenska.is|last=|first=|date=2019-12-04|website=|language=is|archive-url=|archive-date=|dead-url=|access-date=2019-12-04}}</ref>
==Tilvísanir==
<references />
==Sjá einnig==
*[[Grettissund]]
*[[Viðeyjarsund]]
[[Flokkur:Vestmannaeyjar]]
[[Flokkur:Sund]]
b57ef0jejj45aucszl428xgxpkbplbj
Wikipedia:Í fréttum...
4
154362
1761697
1761021
2022-07-23T19:43:10Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[File:Webb's First Deep Field.jpg|200px|right||alt=James Webb-geimsjónaukinn|link=James Webb-geimsjónaukinn]]
* [[23. júlí]]: [[Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin]] lýsir yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs '''[[Apabóla|apabólu]]'''.
* [[21. júlí]]: '''[[Droupadi Murmu]]''' er kjörin forseti Indlands.
* [[11. júlí]]: Fyrstu myndirnar teknar með '''[[James Webb-geimsjónaukinn|James Webb-geimsjónaukanum]]''' (''sjá mynd'') eru birtar almenningi.
* [[8. júlí]]: '''[[Shinzō Abe]]''', fyrrum forsætisráðherra [[Japan]]s er skotinn til bana þegar hann heldur ræðu í borginni Nara.
* [[7. júlí]]: '''[[Boris Johnson]]''' stígur niður sem leiðtogi [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokksins]] en hyggst vera forsætisráðherra til haustsins. Þetta kemur í kjölfar þess að síðustu tvo sólarhringa sögðu 14 ráðherrar í stjórn hans af sér.
* [[3. júlí]]: Byssumaður skýtur þrjá til bana í Fields-verslunarmiðstöðinni í '''[[Amager]]''' í [[Kaupmannahöfn]]. Fimm særðust alvarlega.
* [[24. júní]]: [[Hæstiréttur Bandaríkjanna]] snýr við fordæmi sínu úr máli '''[[Roe gegn Wade]]''' frá 1973 og dæmir að bandarískar konur eigi ekki stjórnarskrárbundinn rétt til [[þungunarrof]]s.
'''Yfirstandandi:''' [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]] • [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|Innrás Rússa í Úkraínu]] • [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|Kórónaveirufaraldurinn]] • [[Sýrlenska borgarastyrjöldin]] • [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]
<br>
'''Nýleg andlát''': [[Shinzō Abe]] (8. júlí) • [[James Caan]] (6. júlí) • [[Örn Steinsen]] (1. júlí) • [[Árni Gunnarsson]] (1. júlí)
3eiyo7opkmgfc2ski5ld7m8mz6318qz
Henri La Fontaine
0
157012
1761677
1756033
2022-07-23T16:45:29Z
TKSnaevarr
53243
/* Æviágrip */
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Henri La Fontaine
| mynd = HenriLaFontaine.jpg
| myndatexti = {{small|Henri La Fontaine árið 1913.}}
| fæðingardagur = [[22. apríl]] [[1854]]
| fæðingarstaður = [[Brussel]], [[Belgía|Belgíu]]
| dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|1943|3|14|1854|4|22}}
| dauðastaður = [[Brussel]], [[Belgía|Belgíu]]
| þekkt_fyrir =
| stjórnmálaflokkur = [[Verkamannaflokkurinn (Belgía)|Verkamannaflokkurinn]]
| háskóli = [[Fríháskólinn í Brussel]]
| þjóðerni = [[Belgía|Belgískur]]
| starf = Lögfræðingur
| trú =
| verðlaun = [[File:Nobel prize medal.svg|15px]] [[Friðarverðlaun Nóbels]] (1913)
| undirskrift =
}}
'''Henri-Marie La Fontaine''' (22. apríl 1854 – 14. mars 1943<ref>{{Cite web|language=en-US|title=The Nobel Peace Prize 1913|url=https://www.nobelprize.org/prizes/peace/1913/fontaine/biographical/|website=NobelPrize.org|accessdate=2020-04-17}}</ref>) var [[Belgía|belgískur]] lögfræðingur, stjórnmálamaður, femínisti og friðarsinni. Hann hlaut [[friðarverðlaun Nóbels]] árið 1913 fyrir störf sín með [[Alþjóðafriðarskrifstofan|Alþjóðafriðarskrifstofunni]] og önnur framlög sín til skipulagningar evrópsku friðarhreyfingarinnar.<ref>{{Cite web|title=The Nobel Peace Prize 1913 - Presentation Speech|url=https://www.nobelprize.org/nobel_prizes/peace/laureates/1913/press.html|website=www.nobelprize.org|accessdate=2020-04-17}}</ref>
==Æviágrip==
Henri La Fontaine fæddist í Brussel og kom úr millistéttarfjölskyldu. Hann hlaut framhaldsmenntun í skólanum Athénée de Bruxelles og útskrifaðist síðar með [[doktorspróf]] í [[lögfræði]] frá [[Fríháskólinn í Brussel|Fríháskólanum í Brussel]].<ref>{{Cite journal |language=franska |author=Nadine Bernard |title=HENRI LA FONTAINE (1854-1943)
OU LA PAIX PAR LE DROIT |journal=REVUE BELGE DE DROIT INTERNATIONAL |issue=1 |date=1995 |issn= |url=http://rbdi.bruylant.be/public/modele/rbdi/content/files/RBDI%201995/RBDI%201995.1/Etudes/RBDI%201995.1%20-%20pp.%20343%20%C3%A0%20356%20-%20Nadine%20Bernard.pdf |pages=343-356 |access-date=2020-04-18 |archive-date=2020-06-27 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200627074825/http://rbdi.bruylant.be/public/modele/rbdi/content/files/RBDI%201995/RBDI%201995.1/Etudes/RBDI%201995.1%20-%20pp.%20343%20%C3%A0%20356%20-%20Nadine%20Bernard.pdf |dead-url=yes }}</ref> Árið 1877 hóf La Fontaine feril sem lögfræðingur við belgískan áfrýjunardómstól og gegndi starfsnámi hjá [[Jules Bara]] (1835-1900), [[Auguste Orts]] (1814-1880) og loks hjá [[Edmond Picard]] (1836-1924). La Fontaine starfaði sem ritari Picards og vann með honum að belgíska dómasafnritinu ''Pandectes belges''.
Sem lögfræðingur kynntist La Fontaine [[Paul Otlet]] og fékk með honum brennandi áhuga á [[bókfræði]]. Kynni þeirra leiddu til þess að La Fontaine gaf árið 1891 út ritgerðina ''Essai de bibliographie de la paix''. Árið 1895 stofnuðu þeir saman Alþjóðlegu bókfræðiskrifstofuna (fr. ''Office international de bibliographie''), sem síðar varð kölluð Mundaneum. Með stofnuninni átti La Fontaine þátt í að þróa [[alþjóðlega tugflokkunarkerfið UDC]].
Henri La Fontaine vann náið með belgíska [[Verkamannaflokkurinn (Belgía)|Verkamannaflokknum]] frá stofnun hans árið 1885 og gerðist formlega meðlimur í flokknum árið 1894. Stuttu síðar varð La Fontaine einn af fyrstu fulltrúum sósíalista á efri deild belgíska þingsins. Hann gekk fyrst á þing sem þingmaður kjördæmisins [[Hainaut]] til ársins 1898 og sat síðan á þingi fyrir [[Liège]] frá 1900 til 1932 og fyrir [[Brabant]] frá 1935 til 1936. La Fontaine var varaforseti efri þingdeildarinnar frá 1907 til 1932. Hann var þar ötull talsmaður almenningsmenntunar, kvenréttinda og friðarmála.
Árið 1889 tók La Fontaine, sem sérfræðingur í alþjóðarétti og alþjóðastjórnmálum, þátt í stofnun belgískra sáttargerða- og friðarsamtaka. Samtökin skipulögðu alþjóðlega friðarráðstefnu í [[Antwerpen]] árið 1894 og tóku þátt í stofnun [[Alþjóðafriðarskrifstofan|Alþjóðafriðarskrifstofunnar]], en La Fontaine var forseti hennar frá 1907 til 1943.
[[File:Prix Nobel de la Paix d'Henri La Fontaine 01.jpg|thumb|Friðarverðlaun Nóbels sem La Fontaine hlaut árið 1913 fyrir störf sín með Alþjóðafriðarskrifstofunni í Genf.]]
La Fontaine var meðlimur í [[Alþjóðaþingmannasambandið|Alþjóðaþingmannasambandinu]], sem hann leit á sem vísi að alheimsþingi. Hann var mjög virkur innan sambandsins og sótti allar ráðstefnur þess. Með störfum sínum í þágu friðar varð La Fontaine einn af helstu andlitum evrópsku friðarhreyfingarinnar og árið 1913 var hann sæmdur [[Friðarverðlaun Nóbels|friðarverðlaunum Nóbels]].
La Fontaine var all ævi áhugasamur um friðarstörf. Í [[fyrri heimsstyrjöldin]]ni flúði hann í útlegð til Bandaríkjanna og birti þar árið 1916 ''The great solution : magnisissima charta<ref>[https://archive.org/details/greatsolutionma01fontgoog Cette publication est disponible en ligne sur Internet Archive]</ref>'' Í því verki færði hann rök fyrir hugmyndinni að Þjóðabandalagi og milliríkjasamstarfi. Árið 1919 var hann fulltrúi í sendinefnd Belga á [[Friðarráðstefnan í París 1919|friðarrástefnunni í París]] og síðan á þingi [[Þjóðabandalagið|Þjóðabandalagsins]]. Hann tók þátt í að skipuleggja sam-afrískt ríkjaþing árið 1921.<ref>{{Cite book|author=Amzat Boukari-Yabara|title=Une histoire du panafricanisme|page=73|year=2014}}</ref>
La Fontaine var vígður inn í frönsku [[Frímúrarareglan|Frímúrararegluna]] í stúku hennar í Brussel, Les Amis philanthropes. Hann varð síðar stórmeistari stúkunnar og stóð fyrir stofnun einnar fyrstu tvíkynja Frímúrarareglunnar, Droit Humain, í Belgíu.
[[File:Loge Les Amis philanthropes.jpg|thumb|Henri La Fontaine sem stórmeistari Frímúrarareglunnar Les Amis philanthropes í kringum 1910.]]
La Fontaine lést í Brussel þann 14. maí árið 1943. Hann er grafinn í brusselska kirkjugarðinum í [[Evere]]. Árið 2011 var sett á fót Henri La Fontaine-stofnunin, sem berst fyrir almennri menntun, alþjóðarétti og lýðræði.<ref>{{Cite web |url=http://fondation-hlf.mundaneum.org/fr |title=Fondation Henri La Fontaine |access-date=2020-04-18 |archive-date=2019-09-27 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190927073943/http://fondation-hlf.mundaneum.org/fr |dead-url=yes }}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
==Ítarefni==
* Abrams (Irwin), « Henri La Fontaine », in : ''The Nobel Peace Prize and the Laureates : An illustrated biographical history, 1901-1987'', Boston: G. K. Hall & Co., 1989, bls. 76-78.
* Abs (Robert), « Fontaine (Henri-Marie La) », in : ''Biographie nationale'', tome XXXVIII, Bruxelles, Académie royale des sciences, des lettres et des beaux-arts de Belgique, 1973, col. 213-221.[http://www.academieroyale.be/academie/documents/FichierPDFBiographieNationaleTome2096.pdf#page=111]
* Baugniet (Jean), « Deux pionniers de la coopération internationale et de la paix universelle : Henri La Fontaine et Paul Otlet », in : ''Synthèses'', nr. 288, júní 1970, bls. 44-48.
* Bernard (Nadine), « Henri La Fontaine (1854-1943) ou la paix par le droit », in : ''Revue belge de droit international'', nr. 1, 1995, Bruxelles, bls. 343-356.
* Hasquin (Hervé) et alii, ''Henri La Fontaine. Tracé(s) d’une vie. Un prix Nobel de la Paix (1854-1943)'', Mons, Éditions Mundaneum, 2002, 120 pages.
* Lubelski-Bernard (Nadine), « La Fontaine, Henri Marie », in : Harold Josephson dir., ''Biographical dictionary of modern peace leaders'', Wesport-Londres, 1985, bls. 538-539.
* Lubelski-Bernard (Nadine), « Vie et œuvre de Henri La Fontaine : 22. apríl 1854 – 14. maí 1943 », in : ''Transnational Associations/Associations transnationales'', nr. 4, 1993, Bruxelles : Union des associations internationales, bls. 186-189.
* Vande Vijver (Gwenaël), ''L’action politique d’Henri La Fontaine'', mémoire présenté sous la direction de Jean Puissant en vue de l’obtention du grade de licencié en histoire contemporaine, Université libre de Bruxelles, Faculté de philosophie et lettres, 2001-2002.
*[[Denis Lefebvre]], ''Henri La Fontaine franc-maçon'', Éditions de la Fondation Henri La Fontaine, 2019.
{{Friðarverðlaun Nóbels}}
{{DEFAULTSORT:La Fontaine, Henri}}
{{fd|1854|1943}}
[[Flokkur:Belgískir lögfræðingar]]
[[Flokkur:Belgískir stjórnmálamenn]]
[[Flokkur:Handhafar friðarverðlauna Nóbels]]
2mg9jhg0o2wlbqossbx9nqrzqfhd2q7
Notandi:DoctorHver/sandkassi
2
159410
1761730
1760442
2022-07-24T02:10:47Z
DoctorHver
2456
wikitext
text/x-wiki
== Filmography ==
{| class="wikitable plainrowheaders sortable"
|+
! rowspan="2" |Title
! rowspan="2" |Year(s)
! colspan="3" |Functioned as
! rowspan="2" |Notes
|-
![[Film producer|Producer]]
![[Executive producer|Executive<br>Producer]]
![[Screenwriter|Writer]]
|-
! scope="row" |''[[Rose Petal Place]]''
|1984
|{{yes}}
|{{no}}
|{{yes|Creator}}
|Television animated short film
|-
! scope="row" |''[[Rose Petal Place#A second movie|Rose Petal Place: Real Friends]]''
|1985
|{{yes}}
|{{no}}
|{{yes|Creator}}
|Television animated short film
|-
! scope="row" |''[[An American Tail]]''
|1986
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Creator / Story}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Child's Play (1988 film)|Child's Play]]''
|1988
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film / Created dolls
|-
! scope="row" |''[[Poochinski]]''
|1990
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Story}}
|Television unsold pilot
|-
! scope="row" |''[[Child's Play 2]]''
|1990
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film / Created dolls
|-
! scope="row" |''[[Gravedale High]]''
|1990
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Creator}}
|Television animated series (13 episodes)
|-
! scope="row" |''[[The Dreamer of Oz: The L. Frank Baum Story]]''
|1990
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Story}}
|Television film
|-
! scope="row" |''[[Bill & Ted's Excellent Adventures (1990 TV series)|Bill & Ted's Excellent Adventures]]''
|1990
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated series (13 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Wake, Rattle, and Roll|Wake, Rattle and Roll]]''
|1990-1991
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Creator}}
|Television live action / animated series (50 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Child's Play 3]]''
|1991
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Theatrical film / Created dolls
|-
! scope="row" |''[[The Last Halloween]]''
|1991
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television live action / animated special
|-
! scope="row" |''[[An American Tail: Fievel Goes West]]''
|1991
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Creator}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[The Pirates of Dark Water]]''
|1991-1993
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Creator}}
|Television animated series (21 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Fievel's American Tails]]''
|1992
|{{no}}
|{{no}}
|{{yes|Creator}}
|Television animated series (13 episodes) / Creative consultant
|-
! scope="row" |''[[Fish Police (TV series)|Fish Police]]''
|1992
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated series (6 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Monster in My Pocket: The Big Scream#Animated special|Monster in My Pocket: The Big Scream]]''
|1992
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated short film
|-
! scope="row" |''[[The Addams Family (1992 animated series)|The Addams Family]]''
|1992-1993
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated series (21 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Capitol Critters]]''
|1992-1995
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated series (13 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Once Upon a Forest]]''
|1993
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Hocus Pocus (1993 film)|Hocus Pocus]]''
|1993
|{{yes}}
|{{no}}
|{{yes|Story}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[The Halloween Tree (film)|The Halloween Tree]]''
|1993
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated film
|-
! scope="row" |''[[The Town Santa Forgot]]''
|1993
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated short film
|-
! scope="row" |''[[The Flintstones (film)|The Flintstones]]''
|1994
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Theatrcial film
|-
! scope="row" |''[[The Pagemaster]]''
|1994
|{{yes}}
|{{no}}
|{{yes}}
|Theatrcial live action / animated film
|-
! scope="row" |''[[Cats Don't Dance]]''
|1997
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Earth: Final Conflict]]''
|1997-1999
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes}}
|Television series (49 episodes) / Writer (episode: "Law & Order")
|-
! scope="row" |''[[Bride of Chucky]]''
|1998
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Titan A.E.]]''
|2000
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Frailty (2001 film)|Frailty]]''
|2001
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrcal film
|-
! scope="row" |''[[Secondhand Lions]]''
|2003
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Five Days to Midnight]]''
|2004
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television mini-series (5 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Seed of Chucky]]''
|2004
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Thru the Moebius Strip]]''
|2005
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Curious George (film)|Curious George]]''
|2006
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Miss Potter]]''
|2006
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Curious George (TV series)|Curious George]]''
|2006–present
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated series (198 episodes + 3 specials)
|-
! scope="row" |''[[Martian Child]]''
|2007
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Curious George 2: Follow That Monkey!]]''
|2009
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD animated film
|-
! scope="row" |''[[Curse of Chucky]]''
|2013
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film / Created dolls
|-
! scope="row" |''[[Kristy (film)|Kristy]]''
|2014
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Curious George 3: Back to the Jungle#Sequels|Curious George 3: Back to the Jungle]]''
|2015
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD animated film
|-
! scope="row" |''[[Cult of Chucky]]''
|2017
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD / Created dolls
|-
! scope="row" |''[[Curious George 2: Follow That Monkey!#Sequels|Curious George: Royal Monkey]]''
|2019
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD animated film
|-
! scope="row" |''[[The Ren & Stimpy Show|Ren and Stimpy]]: Its Our House Now!''
|2020
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Short film
|-
! scope="row" |''[[Curious George 2: Follow That Monkey!|Curious George: Go West, Go Wild]]''
|2020
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD animated film
|-
! scope="row" |''[[Curious George 2: Follow That Monkey!#Sequels|Curious George: Cape Ahoy]]''
|2021
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD animated film
|-
! scope="row" |''[[Chucky (TV series)|Chucky]]''
|2021–present
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television series; 8 episodes
|-
! scope="row" |''[[Hocus Pocus 2]]''
|2022
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|[[Direct-to-video|Direct-to-streaming]] film for [[Disney+]]
|-
! scope="row" |''[[Hocus Pocus (1993 film)|Hocus Pocus]]''
|TBA
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television film
|-
! scope="row" |''[[Curious George (franchise)|Curious George]]''
|TBA
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|}
== Television series ==
{| class="wikitable sortable collapsible" style="width: auto; style="width:100%;" table-layout: fixed;" |
!#
! style="width:20%;"| Show
! style="width:10%;"| Year
!Distributor
! style="width:10%;"| Co-production(s)
! style="width:40%;"| Notes
! style="width:20%;"| Episodes
!Includes laugh track
|-
! colspan="8" style="background:#f46d25;" | 1950s
|-
|1
| ''[[The Ruff and Reddy Show]]
|| 1957–1960
| Screen Gems|| rowspan="3" | ||
| 156 episodes
|❌
|-
|2
| ''[[The Huckleberry Hound Show]]''{{smalldiv|
* ''Huckleberry Hound''
* ''[[Pixie and Dixie and Mr. Jinks]]''
* ''Yogi Bear'' (1958–60)
* ''[[Hokey Wolf]]'' (1960–61)}}
|| 1958–1961{{MM*}}
| Screen Gems||
* ''Yogi Bear'' was spun off into its own series in 1960; ''Hokey Wolf'' took its place at that time.
* Each segment contained episode title cards designed in a manner similar to theatrical shorts.
* First animated series to win an Emmy Award.
| 68 episodes
|✔️
|-
|3
| ''[[The Quick Draw McGraw Show]]''{{smalldiv|
* ''Quick Draw McGraw''
* ''[[Snooper and Blabber]]''
* ''[[Augie Doggie and Doggie Daddy]]''}}
|| 1959–1961
| Screen Gems||
* Each segment contained episode title cards designed in a manner similar to theatrical shorts.
| 45 episodes
|❌
|-
|-
! colspan="8" style="background:#f46d25;" | 1960s
|-
|4
| ''[[The Flintstones]]''|| 1960–1966
| Screen Gems|| rowspan="10" | ||
* First prime-time series with a 30-minute sitcom format in the history of television.
* First pregnancy in animation history with Wilma Flintstone seen in maternity clothes
| 166 episodes
|✔️
|-
|5
| ''[[The Yogi Bear Show]]''{{smalldiv|
* ''Yogi Bear''
* ''Snagglepuss''
* ''Yakky Doodle''}}
|| 1961–1962
| Screen Gems||
* [[Spin-off (media)|Spin-off]] of ''[[The Huckleberry Hound Show]]''.
* Each segment contained episode title cards designed in a manner similar to theatrical shorts.
| 33 episodes
|❌
|-
|6
| ''[[Top Cat]]''|| 1961–1962
| Screen Gems|| Prime-time series.
| 30 episodes
|✔️
|-
|7
| ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]''{{smalldiv|
* ''[[Wally Gator]]''
* ''[[Touché Turtle and Dum Dum]]''
* ''[[Lippy the Lion and Hardy Har Har]]''}}
|| 1962–1963
| Screen Gems|| Package series.
| 52 episodes
|❌
|-
|8
| ''[[The Jetsons]]''|| 1962–1987
| Screen Gems (season 1)
Worldvision Enterprises (Seasons 2–3)
| Prime-time series during the 1962–1963 season.
| 75 episodes
|1962–1963: ✔️<br />1985–1987: ❌
|-
|9
| ''[[The Magilla Gorilla Show]]''{{smalldiv|
* ''[[Magilla Gorilla]]''
* ''[[Ricochet Rabbit & Droop-a-Long]]''
* ''[[Punkin' Puss & Mushmouse]]''}}
|| 1963–1967
| Screen Gems|| ''Ricochet Rabbit & Droop-a-Long'' was eventually moved to ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]''.
| 31 episodes
|❌
|-
|10
| ''[[Jonny Quest (TV series)|Jonny Quest]]''|| 1964–1965
| Screen Gems||
* Prime-time series on ABC.
* First fully realized action adventure animated series on television
| 26 episodes
|❌
|-
|11
| ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]''{{smalldiv|
* ''Peter Potamus and So-So''
* ''[[Breezly and Sneezly]]''
* ''[[Yippee, Yappee and Yahooey]]''}}
|| 1964–1966
| Screen Gems|| ''Breezly and Sneezly'' was eventually moved to ''[[The Magilla Gorilla Show]]''.
| 27 episodes
|❌
|-
|12
| ''[[The Atom Ant/Secret Squirrel Show]]''{{smalldiv|
* ''[[Atom Ant]]''
* ''[[Secret Squirrel]]''
* ''[[Squiddly Diddly]]''
* ''[[Precious Pupp]]''
* ''[[The Hillbilly Bears]]''
* ''[[Winsome Witch]]''}}
|| 1965–1968
| Screen Gems||
* First Hanna-Barbera series created for Saturday morning television.
* ''Atom Ant'', ''Precious Pupp'' and ''The Hillbilly Bears'' were later aired under the name ''The Atom Ant Show'' and ''Secret Squirrel'', ''Squiddly Diddly'' and ''Winsome Witch'' were later aired under the name ''The Secret Squirrel Show''. All six segments were aired in ''[[The Banana Splits|The Banana Splits Adventure Hour]]'' after it went into syndication.
*Final Hanna-Barbera TV series distributed by [[Screen Gems#Television subsidiary: 1948–1974|Screen Gems]].
| 52 episodes (each segment)
|❌
|-
|13
| ''[[Sinbad Jr. and his Magic Belt]]''|| 1965–1966
| American International Television||
* Animated adaptation of [[Sinbad the Sailor]].
* First animated series from Hanna-Barbera based on a preexisting property.
| 102 episodes
|❌
|-
|14
| ''[[Laurel and Hardy (TV series)|Laurel and Hardy]]''|| 1966–1967
| Wolper Television Sales|| [[David L. Wolper|Wolper Productions]]|| Animated adaptation of [[Laurel and Hardy]].
| 39 episodes (156 segments)
|❌
|-
|15
| ''[[Frankenstein Jr. and The Impossibles]]''{{smalldiv|
* ''[[Frankenstein Jr. and the Impossibles#Frankenstein Jr.|Frankenstein Jr.]]''
* ''[[The Impossibles (TV series)|The Impossibles]]'' }}
|| 1966–1968
| Taft Boardcasting|| rowspan="4" | ||
* The Impossibles were Hanna-Barbera's first animated TV rock and roll group, two years before The Archies, the same year as TTV's The Beagles
| 18 episodes
|❌
|-
|16
| ''[[Space Ghost (TV series)|Space Ghost and Dino Boy]]''{{smalldiv|
* ''[[Space Ghost]]''
* ''[[Space Ghost (TV series)#Dino Boy in the Lost Valley|Dino Boy in the Lost Valley]]''}}
|| 1966–1968
| Taft Boardcasting||
| 20 episodes
|❌
|-
|17
| ''[[The Space Kidettes]]''|| 1966–1967
|DFS Program Exchang || In syndication, episodes were paired with ''[[Samson & Goliath|Young Samson]]'' and aired as ''The Space Kidettes and Young Samson''.
| 20 episodes
|❌
|-
|18
| ''We'll Take Manhattan''|| 1967
|Procter & Gamble Productions (PGP) || Pilot of an unrealized live-action comedy TV series on NBC starring [[Dwayne Hickman]] and [[Ben Blue]] that only aired on April 30, 1967.
|
|❌
|-
|19
| ''[[The Abbott and Costello Cartoon Show]]''|| 1967–1968
|Gold Key Entertainment || [[RKO General|RKO Pictures Company]]<br />Jomar Productions || Animated adaptation of [[Abbott and Costello]] with the voice of Bud Abbott.
| 39 episodes (156 shorts)
|❌
|-
|20
| ''[[Birdman and the Galaxy Trio]]''{{smalldiv|
* ''Birdman''
* ''The Galaxy Trio''}}
|| 1967–1969
|Taft Broadcasting || rowspan="3" | ||
| 20 episodes
|❌
|-
|21
| ''[[The Herculoids]]''|| 1967–1968
|Taft Broadcasting ||
| 18 episodes
|❌
|-
|22
| ''[[Shazzan]]''|| 1967–1969
|Taft Broadcasting
||
| 36 episodes
|❌
|-
|23
| ''[[Fantastic Four (1967 TV series)|Fantastic Four]]''|| 1967–1970
|Taft Broadcasting|| [[Marvel Entertainment#Marvel Entertainment Group|Marvel Comics]] || Based on the [[Fantastic Four|comic book series of the same name]].
| 20 episodes
|❌
|-
|24
| ''[[Moby Dick and Mighty Mightor]]''{{smalldiv|
* ''[[Moby Dick and Mighty Mightor#Mightor|Mightor]]''
* ''[[Moby Dick and Mighty Mightor#Moby Dick|Moby Dick]]''}}
|| 1967–1969
|Taft Broadcasting || rowspan="6" | || Animated [[Adaptations of Moby-Dick|adaptation of ''Moby-Dick'']].
| 18 episodes
|❌
|-
|25
| ''[[Samson & Goliath]]''|| 1967–1968
|DFS Program Exchange ||
* Aired as ''Young Samson'' in 1968.
* In syndication, episodes were paired with ''[[The Space Kidettes]]'' and aired as ''The Space Kidettes and Young Samson''.
| 20 episodes
|❌
|-
|26
| ''The World: Color It Happy''||1967
|Taft Broadcasting || an unsold television pilot
|
|❌
|-
|27
| ''[[The Banana Splits|The Banana Splits Adventure Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[Arabian Knights]]''
* ''[[The Three Musketeers (American TV series)|The Three Musketeers]]''
* ''[[Micro Ventures]]''
* ''[[Danger Island (TV series)|Danger Island]]'' (live-action)}}
|| 1968–1970
|Taft Broadcasting ||
* Combined live-action and animated segments
* ''Danger Island'' was exclusively live-action.
* ''The Banana Splits'' was live-action.
* ''Arabian Knights'' was an animated version of the [[One Thousand and One Nights|work of the same name]] from Middle Eastern literature.
* ''The Three Musketeers'' was an animated adventure based on the [[The Three Musketeers|novel of the same name]] by [[Alexandre Dumas]].
| 31 episodes
|✔️
|-
|28
| ''[[The Adventures of Gulliver]]''|| 1968–1969
|Taft Broadcasting || Based on the novel ''[[Gulliver's Travels]]'' by [[Jonathan Swift]].
| 17 episodes
|❌
|-
|29
| ''[[The New Adventures of Huckleberry Finn]]''|| 1968–1969
|Taft Broadcasting ||
* The first live-action/animated series in television history, and one of the most expensive of its time.
* Based on the novel ''[[The Adventures of Huckleberry Finn]]'' by [[Mark Twain]].
| 20 episodes
|❌
|-
|30
| ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]''|| 1968–1970
|Taft Broadcasting || [[Heatter-Quigley Productions]] ||Originally developed as a game show.
| 34 episodes
|❌
|-
|31
| ''[[The Perils of Penelope Pitstop]]''|| 1969–1971
| Taft Broaadcasting || rowspan="4" | || rowspan="2" | Spin-offs of ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]''.
| 17 episodes
|❌
|-
|32
| ''[[Dastardly and Muttley in Their Flying Machines]]''{{smalldiv|
* ''Magnificent Muttley''
* ''Wing Dings''}}
|| 1969–1971
| Taft Broaadcasting
| 17 episodes
|❌
|-
|33
| ''[[Cattanooga Cats]]''{{smalldiv|
* ''[[Cattanooga Cats#Around the World in 79 Days|Around the World in 79 Days]]''
* ''[[Cattanooga Cats#It.27s the Wolf.21|It's the Wolf]]''
* ''[[Cattanooga Cats#Motormouse and Autocat|Motormouse and Autocat]]''}}
|| 1969–1971
| Taft Broaadcasting ||
| 17 episodes
|❌
|-
|34
| ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''|| 1969–1978
| Taft Broadcasting ||
| 41 episodes
|✔️
|-
! colspan="8" style="background:#f46d25;" | 1970s
|-
|35
|''[[Where's Huddles?]]''|| 1970
| Taft Broadcasting || || Prime-time series.
| 10 episodes
|✔️
|-
|36
| ''[[Harlem Globetrotters (TV series)|Harlem Globetrotters]]''|| 1970–1971
| Taft Broadcasting || [[CBS Productions]] || Animated series based on [[Harlem Globetrotters|the exhibition basketball team of the same name]].
| 22 episodes
|✔️
|-
|37
| ''[[Josie and the Pussycats (TV series)|Josie and the Pussycats]]'' || 1970–1971
|Taft Broadcasting || [[Archie Comics|Radio Comics]] || Based on [[Josie and the Pussycats (comics)|the comic book series of the same name]].
| 16 episodes
|✔️
|-
|38
| ''[[The Pebbles and Bamm-Bamm Show]]''|| 1971–1972
| Claster Television Productions || rowspan="2" | || Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
| 16 episodes
|✔️
|-
|39
| ''[[Help!... It's the Hair Bear Bunch!]]''|| 1971–1972
| Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|✔️
|-
|40
| ''[[The Funky Phantom]]''|| 1971–1972
| Taft Broadcasting || Air Programs International ||The first series animated in Australia by Hanna-Barbera by API, which they eventually bought.
| 17 episodes
|❌
|-
|41
| ''Duffy's Dozen''|| 1971
| Taft Broadcasting|| rowspan="11" | || unsold animated television pitch
|
|❌
|-
|42
| ''[[The Amazing Chan and the Chan Clan]]''|| 1972
| Taft Broadcasting || Based on the [[Charlie Chan]] detective film series.
| 16 episodes
|✔️
|-
|43
| ''[[Wait Till Your Father Gets Home]]''|| 1972–1974
| Taft Broadcasting || First-run syndicated series.
| 48 episodes
|✔️
|-
|44
| ''[[The Flintstone Comedy Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[The Flintstone Comedy Hour#The Bedrock Rockers|The Bedrock Rockers]]''}}
|| 1972–1973
| Claster Television Productions||
* Aired in reruns as ''The Flintstone Comedy Show'' in 1973–74.
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]'' and ''[[The Pebbles and Bamm-Bamm Show]]''.
| 18 episodes
|✔️
|-
|45
| ''[[The Roman Holidays]]''|| 1972
|Taft Broadcasting ||
|13 episodes
|✔️
|-
|46
| ''[[Sealab 2020]]''|| 1972
| Taft Broadcasting||
| 15 episodes
|❌
|-
|47
| ''[[The New Scooby-Doo Movies]]''|| 1972–1974
|Taft Broadcasting ||
* Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''
* First series to bring weekly celebrity voices to Saturday morning cartoons.
| 24 episodes
|✔️
|-
|48
| ''[[Josie and the Pussycats (TV series)#Josie and the Pussycats in Outer Space|Josie and the Pussycats in Outer Space]]''|| 1972
|Taft Broadcasting || Spin-off of ''[[Josie and the Pussycats (TV series)|Josie and the Pussycats]]''.
| 16 episodes
|✔️
|-
|49
| ''[[Speed Buggy]]''|| 1973
| Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|✔️
|-
|50
| ''[[Butch Cassidy (TV series)|Butch Cassidy and the Sundance Kids]]''|| 1973
| Taft Broadcasting ||
| 13 episodes
|❌
|-
|51
| ''[[Yogi's Gang]]''|| 1973
| Claster Television Productions || [[Crossover (fiction)|Crossover series]] featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Quick Draw McGraw Show]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'', ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]'', ''[[The Magilla Gorilla Show]]'', ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]'', ''[[Atom Ant|The Atom Ant Show]]'', and ''[[Secret Squirrel|The Secret Squirrel Show]]''.
| 15 episodes
|✔️
|-
|52
| ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''|| 1973–1974
|Taft Broadcasting || [[National Comics Publications|National Periodical Publications]] || Based on [[DC Comics]] characters.
| 16 episodes
|❌
|-
|53
| ''[[Goober and the Ghost Chasers]]''|| 1973–1975
| Claster Television Productions || rowspan="2" | || Animated adaptation of ''[[The Partridge Family]]''.
| 16 episodes
|✔️
|-
|54
| ''[[Inch High, Private Eye]]''|| 1973–1974
|Taft Broadcasting ||
| 13 episodes
|✔️
|-
|55
| ''[[Jeannie (TV series)|Jeannie]]''|| 1973–1975
|Screen Gems || [[Screen Gems#Television subsidiary: 1948–1974|Screen Gems]] || Animated adaptation of ''[[I Dream of Jeannie]]''.
| 16 episodes
|✔️
|-
|56
| ''[[The Addams Family (1973 TV series)|The Addams Family]]''|| 1973
| Taft Broadcasting || rowspan="3" | ||
* [[List of animated spin-offs from prime time shows|Animated adaptation]] of [[The Addams Family (1964 TV series)|the 1960s sitcom by the same name]].
| 16 episodes
|✔️
|-
|57
| ''[[Hong Kong Phooey]]''|| 1974
| Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|✔️
|-
|58
| ''[[Devlin (TV series)|Devlin]]''|| 1974
| Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|❌
|-
|59
| ''[[Partridge Family 2200 A.D.]]''|| 1974–1975
| Columbia Pictures Television || [[Columbia Pictures Television]] || Animated adaptation of ''[[The Partridge Family]]''.
| 16 episodes
|✔️
|-
|60
| ''[[These Are the Days (TV series)|These Are the Days]]''|| 1974–1975
|Taft Broadcasting || rowspan="4" | ||
| 16 episodes
|❌
|-
|61
| ''[[Valley of the Dinosaurs]]''|| 1974–1976
|Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|❌
|-
|62
| ''[[Wheelie and the Chopper Bunch]]''|| 1974–1975
|Taft Broadcasting ||
| 13 episodes
|✔️
|-
|63
| ''[[Korg: 70,000 B.C.]]''|| 1974–1976
|DFS Program Exchange || Live-action TV series.
| 19 episodes
|❌
|-
|64
| ''The New Tom & Jerry/Grape Ape/Mumbly Show''{{smalldiv|
* ''[[The Tom and Jerry Show (1975 TV series)|The Tom & Jerry Show]]'' (1975)
* ''[[The Great Grape Ape Show]]'' (1975–78)
* ''[[The Mumbly Cartoon Show]]'' (1976–77)}}
|| 1975–1977
| MGM Television Distribution<BR>Taft Broadcasting || [[MGM Television]] <small>(''The Tom & Jerry Show'')</small> ||
* Aired as ''The New Tom and Jerry/Grape Ape Show'' (1975–76), ''The Tom and Jerry/Grape Ape/Mumbly Show'' (1976) and ''The Tom and Jerry/Mumbly Show'' (1976–77).
* Based on the ''[[Tom and Jerry]]'' theatrical shorts.
| 16 episodes (each segment)
|The Tom & Jerry Show: ❌
The Great Grape Ape Show: ✔️
|-
|65
| ''[[The Scooby-Doo/Dynomutt Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[The Scooby-Doo Show]]''
* ''[[Dynomutt, Dog Wonder]]''}}
|| 1976-1977
| Taft Broadcasting || rowspan="4" | || Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''
| 20 episodes (each segment)
|✔️
|-
|66
| ''[[Clue Club]]''|| 1976–1977
| ||
| 16 episodes
|❌
|-
|67
| ''[[Jabberjaw]]''|| 1976–1978
| Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|
|-
|68
| ''[[Taggart's Treasure]]''|| 1976
| || Pilot of an unrealized live-action TV series produced in Australia, and only aired on ABC in the United States on December 31, 1976.
|
|❌
|-
|69
| ''[[Fred Flintstone and Friends]]''{{smalldiv|
* ''[[The Flintstone Comedy Hour]]''
** ''[[The Flintstone Comedy Hour#The Bedrock Rockers|The Bedrock Rockers]]''
* ''[[Goober and the Ghost Chasers]]''
* ''[[Jeannie (TV series)|Jeannie]]''
* ''[[Partridge Family 2200 A.D.]]''
* ''[[The Pebbles and Bamm-Bamm Show]]''
* ''[[Yogi's Gang]]''}}
|| 1977–1978
| || [[Columbia Pictures Television]] ||
* Package series that includes ''[[The Flintstone Comedy Hour]]'', ''[[Goober and the Ghost Chasers]]'', ''[[Jeannie (TV series)|Jeannie]]'', ''[[Partridge Family 2200 A.D.]]'', ''[[The Pebbles and Bamm-Bamm Show]]'' and ''[[Yogi's Gang]]''.
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
| 95 episodes
|✔️
|-
|70
| ''[[Scooby's All-Star Laff-A-Lympics]]''{{smalldiv|
* ''[[The Scooby-Doo Show]]''
* ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''
* ''[[Laff-A-Lympics]]''
* ''[[Captain Caveman and the Teen Angels]]''
* ''[[Dynomutt, Dog Wonder|The Blue Falcon and Dynomutt]]''}}
|| 1977–1979
| || rowspan="3" | ||
* Aired as ''Scooby's All-Stars'' in 1978–79.
* ''Laff-A-Lympics'' is a crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Quick Draw McGraw Show]]'', ''[[The Flintstones]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'', ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]'', ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]'', ''[[The Atom Ant/Secret Squirrel Show]]'', ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''/''[[The Scooby-Doo Show]]'', ''[[The Great Grape Ape Show]]'', ''[[The Mumbly Cartoon Show]]'', ''[[Dynomutt, Dog Wonder]]'', ''[[Captain Caveman and the Teen Angels]]'', ''[[Speed Buggy]]'', ''[[Hong Kong Phooey]]'', ''[[Jeannie (TV series)|Jeannie]]'' and ''[[Jabberjaw]]''.
| 24 episodes
|Laff-A-Lympics: ❌
|-
|71
| ''[[CB Bears]]''{{smalldiv|
* ''[[CB Bears#Posse Impossible|Posse Impossible]]''
* ''[[CB Bears#Blast-Off Buzzard|Blast-Off Buzzard]]''
* ''[[CB Bears#Undercover Elephant|Undercover Elephant]]''
* ''[[CB Bears#Shake.2C Rattle.2C .26 Roll|Shake, Rattle and Roll]]''
* ''[[CB Bears#Heyyy.2C It.27s the King.21|Heyyy, It's the King!]]''}}
|| 1977–1978
| ||
* In syndication, ''CB Bears'' aired in a half-hour version with ''Blast-Off Buzzard'' and ''Posse Impossible''.
* In syndication, ''Heyyy, It's the King!'' also aired in a half-hour version with ''Shake, Rattle and Roll'' and ''Undercover Elephant''.
| 13 episodes (each segment)
|❌
|-
|72
| ''[[The Skatebirds]]''{{smalldiv|
* ''[[Clue Club|Woofer & Wimper, Dog Detectives]]''
* ''[[The Robonic Stooges]]''
* ''[[Wonder Wheels]]''
* ''[[Mystery Island]]'' (live-action)}}
|| 1977–1978
| ||
* Live-action/animated TV series.
* ''The Robonic Stooges'' was an animated adaptation of [[The Three Stooges]].
* ''Woofer & Wimper'' was a spin-off of ''[[Clue Club]]''.
| 16 episodes
|❌
|-
|73
| ''[[The All-New Super Friends Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[Wonder Twins|The Wonder Twins]]''}}
|| 1977–1978
| || [[DC Comics]] || Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 15 episodes
|❌
|-
|74
| ''The Beach Girls''|| 1977
| || rowspan="3" | || Pilot of an unrealized live-action comedy TV series starring [[Rita Wilson]].
|
|❌
|-
|75
| ''[[The Hanna-Barbera Happy Hour]]''|| 1978
| || Live-action prime-time variety series.
| 5 episodes
|❌
|-
|76
| ''The Funny World of Fred and Bunni''|| 1978
| || Pilot of an unrealized live-action/animated prime-time variety series starring [[Fred Travalena]], and aired on CBS on August 30, 1978.
|
|❌
|-
|77
| ''[[The All New Popeye Hour]]''{{smalldiv|
* ''Popeye''
* ''Popeye's Treasure Hunt'' (1978–80)
* ''[[Dinky Dog]]'' (1978–80)
* ''The Popeye Sports Parade'' (1979–80)
* ''Prehistoric Popeye'' (1981–83)
* ''Private Olive Oyl'' (1981–83)}}
|| 1978–1983
| || [[King Features Syndicate]] ||
* Spin-off of the [[Popeye the Sailor (animated cartoons)|''Popeye'' theatrical cartoons]].
* Aired as ''The Popeye and Olive Comedy Show'' in 1981–83.
| 64 episodes
|❌
|-
|78
| ''[[Yogi's Space Race]]''{{smalldiv|
* ''[[Galaxy Goof-Ups]]''
* ''[[Buford and the Galloping Ghost]]''
** ''[[The Buford Files]]''
** ''[[Buford and the Galloping Ghost|The Galloping Ghost]]''}}
|| 1978–1979
| || ||
* ''Yogi's Space Race'' was a crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'' and ''[[Jabberjaw]]''.
* ''Galaxy Goof-Ups'' was a crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'' and ''[[The Yogi Bear Show]]''.
| 13 episodes (each series)
|❌
|-
|79
| ''[[Challenge of the Super Friends]]''|| 1978
| || [[DC Comics]]|| Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 16 episodes
|❌
|-
|80
| ''[[Godzilla (1978 TV series)|Godzilla]]''{{smalldiv|
* ''[[Jana of the Jungle]]'' }}
|| 1978–1981
| || [[Toho]] || Animated adaptation of ''[[Godzilla]]''.
| 26 episodes (''Godzilla''), 13 episodes (''Jana of the Jungle'')
|❌
|-
|81
| ''[[Go Go Globetrotters]]''|| 1978
| || rowspan="2" | || Combined reruns of ''[[Harlem Globetrotters (TV series)|Harlem Globetrotters]]'' with ''[[Space Ghost (TV series)|Space Ghost]]'', ''[[The Herculoids]]'' and ''[[CB Bears]]''.
|
|Space Ghost, The Herculoids, and CB Bears: ❌
|-
|82
| ''[[The New Fred and Barney Show]]''|| 1979
| || Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
| 17 episodes
|✔️
|-
|83
| ''[[Fred and Barney Meet the Thing]]''{{smalldiv|
* ''[[The New Fred and Barney Show]]''
* ''[[Thing (comics)|The Thing]]''}}
|| 1979
| || [[Marvel Comics]] <small>(''The Thing'')</small> ||
* Animated adaptation of [[Thing (comics)|the Marvel Comics character The Thing]].
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
| 13 episodes
|✔️
|-
|84
| ''[[Sergeant T.K. Yu]]''|| 1979
| || rowspan="2" | || Pilot of an unrealized live-action TV crime drama series starring [[Johnny Yune]], and aired on NBC on January 24, 1979.
|
|❌
|-
|85
| ''[[America vs. the World]]''|| 1979
|
|| Pilot of an unrealized live-action TV series hosted by [[Ed McMahon]] and [[Georgia Engel]], and aired on NBC on February 13, 1979.
|
|❌
|-
|86
| ''[[Casper and the Angels]]''|| 1979–1980
| || [[Harvey Films|The Harvey Entertainment Company]] || Based on ''[[Casper the Friendly Ghost]]'', licensed through [[Harvey Comics]].
| 13 episodes
|✔️
|-
|87
| ''[[The New Shmoo]]''|| 1979
| || || Animated adaptation of the Shmoo from ''[[Lil' Abner]]''.
| 16 episodes
|❌
|-
|88
| ''[[The Super Globetrotters]]''|| 1979
| || Saperstein Productions || Spin-off of ''[[Harlem Globetrotters (TV series)|Harlem Globetrotters]]''.
| 13 episodes
|✔️
|-
|89
| ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1979 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''|| 1979–1980
| || ||
* The first version of ''Scooby-Doo and Scrappy-Doo''.
* Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''
| 16 episodes
|✔️
|-
|90
| ''[[The World's Greatest Super Friends]]''|| 1979–1980
| || [[DC Comics]] || Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 8 episodes
|❌
|-
|91
| ''[[Fred and Barney Meet the Shmoo]]''{{smalldiv|
* ''[[The New Fred and Barney Show]]''
* ''[[The New Shmoo]]''}}
|| 1979–1980
| || ||
* Animated adaptation of the Shmoo from ''[[Lil' Abner]]''.
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
*Last Hanna Barbera show to have a laugh track.
|
|✔️
|-
|92
| ''[[Amigo and Friends]]''|| 1979–1982
| || [[Televisa]] ||
* Animated adaptation of Mexican movie star [[Cantinflas]].
* Also known as ''Cantinflas y Sus Amigos'' in [[Spain]].
* Hanna-Barbera-produced English dub.
| 52 episodes
|❌
|-
! colspan="8" style="background:#f46d25;" | 1980s
|-
|93
| ''[[The B.B. Beegle Show]]''|| 1980
| || || Pilot of an unrealized live-action/puppet TV series with [[Joyce DeWitt]] and [[Arte Johnson]], and began airing on January 7, 1980 in syndication. The pilot reran a few times throughout 1980.
|
|❌
|-
|94
| ''[[Super Friends (1980 TV series)|Super Friends]]'' || 1980–1982
| || [[DC Comics]] || Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 22 episodes
|❌
|-
|95
| ''[[Drak Pack]]''|| 1980–1982
| || [[Endemol Australia|Southern Star]] ||
| 16 episodes
|❌
|-
|96
||''[[Hanna–Barbera's World of Super Adventure]]''{{smalldiv|
* ''[[Birdman and the Galaxy Trio]]''
** ''Birdman''
** ''The Galaxy Trio''
* ''[[Fantastic Four (1967 TV series)|Fantastic Four]]''
* ''[[Frankenstein Jr. and The Impossibles]]''
** ''[[Frankenstein Jr. and The Impossibles#Frankenstein Jr.|Frankenstein Jr.]]''
** ''[[The Impossibles (TV series)|The Impossibles]]''
* ''[[The Herculoids]]''
* ''[[Moby Dick and Mighty Mightor]]''
** ''[[Moby Dick and Mighty Mightor#Moby Dick|Moby Dick]]''
** ''[[Moby Dick and Mighty Mightor#Mighty Mightor|Mighty Mightor]]''
* ''[[Shazzan]]''
* ''[[Space Ghost (TV series)|Space Ghost and Dino Boy]]''
** ''[[Space Ghost (TV series)|Space Ghost]]''
** ''[[Space Ghost (TV series)#Dino Boy in the Lost Valley|Dino Boy in the Lost Valley]]''}}
|| 1980–1984
| || rowspan="2" | || Syndicated rerun package series featuring ''[[Birdman and the Galaxy Trio]]'', ''[[Fantastic Four (1967 TV series)|Fantastic Four]]'', ''[[Frankenstein Jr. and The Impossibles]]'', ''[[The Herculoids]]'', ''[[Moby Dick and Mighty Mightor]]'', ''[[Shazzan]]'' and ''[[Space Ghost (TV series)|Space Ghost and Dino Boy]]''.
|
|❌
|-
|97
| ''[[The Flintstone Comedy Show]]''{{smalldiv|
* ''[[The Flintstone Comedy Show#The Flintstone Family Adventures|The Flintstone Family Adventures]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Bedrock Cops|Bedrock Cops]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Pebbles, Dino and Bamm-Bamm|Pebbles, Dino and Bamm-Bamm]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Captain Caveman|Captain Caveman]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Dino and Cavemouse|Dino and Cavemouse]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#The Frankenstones|The Frankenstones]]''}}
|| 1980–1982
| ||
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]'', ''[[The Pebbles and Bamm-Bamm Show]]'', ''[[Captain Caveman and the Teen Angels]]'', and ''[[The New Shmoo]]''.
| 18 episodes
|❌
|-
|98
| ''[[The Fonz and the Happy Days Gang]]''|| 1980–1981
| || [[Paramount Television]]|| Animated adaptation of ''[[Happy Days]]''.
| 24 episodes
|❌
|-
|99
| ''[[The Richie Rich/Scooby-Doo Show]]''{{smalldiv|
* ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1980 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''
* ''[[Richie Rich (1980 TV series)|Richie Rich]]''}}
|| 1980–1982
| || [[Harvey Films|The Harvey Entertainment Company]] <small>(''Richie Rich'')</small> ||
* Spin-off of ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1979 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''.
* Animated adaptation of [[Richie Rich (comics)|''Richie Rich'' comic book series]].
| 33 episodes (''Scooby-Doo and Scrappy-Doo''), 41 episodes (''Richie Rich'')
|❌
|-
|100
| ''[[Laverne & Shirley (1981 TV series)|Laverne & Shirley]]''|| 1981–1982
| || [[Paramount Television]] || Animated adaptation of ''[[Laverne & Shirley]]''.
| 13 episodes
|❌
|-
|101
| ''[[Space Stars]]''{{smalldiv|
* ''[[Space Stars#Teen Force|Teen Force]]''
* ''[[Space Stars#Astro and the Space Mutts|Astro and the Space Mutts]]''
* ''[[Space Ghost]]'' (new episodes)
* ''[[The Herculoids]]'' (new episodes)
* ''[[Space Stars#Space Stars Finale|Space Stars Finale]]''}}
|| 1981–1982
| || rowspan="3" | ||
| 11 episodes
|❌
|-
|102
| ''[[The Kwicky Koala Show]]''{{smalldiv|
* ''[[The Kwicky Koala Show#Kwicky Koala|Kwicky Koala]]''
* ''[[The Kwicky Koala Show#The Bungle Brothers|The Bungle Brothers]]''
* ''[[The Kwicky Koala Show#Crazy Claws|Crazy Claws]]''
* ''[[The Kwicky Koala Show#Dirty Dawg|Dirty Dawg]]''}}
|| 1981–1982
| || Created by [[Tex Avery]]. The show was Avery's final animated project before his death.
| 16 episodes
|❌
|-
|103
| ''[[Trollkins]]''|| 1981–1982
| ||
| 13 episodes
|❌
|-
|104
| ''[[The Smurfs (1981 TV series)|The Smurfs]]''{{smalldiv|
* ''Johan and Peewit''}}
|| 1981–1989{{MM*}}
| || [[Freddy Monnickendam|SEPP International S.A.]] <small>(seasons 1–7)</small><br />Lafig S.A. <small>(seasons 8–9)</small> || Based on the [[The Smurfs|comic series of the same name]].
| 256 episodes
|❌
|-
|105
| ''[[The Flintstone Funnies]]''{{smalldiv|
* ''[[The Flintstone Comedy Show#The Flintstone Family Adventures|The Flintstone Family Adventures]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Bedrock Cops|Bedrock Cops]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Pebbles, Dino and Bamm-Bamm|Pebbles, Dino and Bamm-Bamm]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Captain Caveman|Captain Caveman]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Dino and Cavemouse|Dino and Cavemouse]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#The Frankenstones|The Frankenstones]]''}}
|| 1982–1984
| || ||
* Repackaged half-hour version ''[[The Flintstone Comedy Show (1980 TV series)|The Flintstone Comedy Show]]''.
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
|
|❌
|-
|106
| ''[[The Pac-Man/Little Rascals/Richie Rich Show]]''{{smalldiv|
* ''[[The Little Rascals (animated TV series)|The Little Rascals]]''
* ''[[Richie Rich (1980 TV series)|Richie Rich]]''
* ''[[Pac-Man (TV series)|Pac-Man]]''}}
|| 1982–1983
| || [[Namco]] <small>(''Pac-Man'')</small><br />[[Harvey Films|The Harvey Entertainment Company]] <small>(''Richie Rich'')</small><br />[[King World Productions]] <small>(''The Little Rascals'')</small> ||
*Animated adaptation of ''[[Our Gang|Little Rascals]]'' and ''[[Pac-Man]]''. Richie Rich rerun.
| 13 episodes
|❌
|-
|107
| ''[[Mork & Mindy/Laverne & Shirley/Fonz Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[Mork & Mindy/Laverne & Shirley/Fonz Hour#Mork & Mindy|Mork & Mindy]]''
* ''[[Mork & Mindy/Laverne & Shirley/Fonz Hour#Laverne & Shirley with The Fonz|Laverne & Shirley with The Fonz]]''}}
|| 1982–1983
| || [[Ruby-Spears|Ruby-Spears Enterprises]] <small>(''Mork & Mindy'')</small><br />[[Paramount Television]] ||
* Spin-off of ''[[The Fonz and the Happy Days Gang]]'' and ''[[Laverne & Shirley in the Army]]''.
* Animated adaptation of ''[[Mork & Mindy]]'' written and voiced at Hanna-Barbera, animation produced by Ruby-Spears.
| 27 episodes (''Mork & Mindy''), 8 episodes (''Fonz/Laverne & Shirley'')
|❌
|-
|108
| ''[[The Scooby & Scrappy-Doo/Puppy Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1980 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''
* ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1980 TV series)|Scrappy and Yabba-Doo]]''
* ''[[The Puppy's Further Adventures|The Puppy's New Adventures]]''}}
|| 1982–1983
| || [[Ruby-Spears|Ruby-Spears Enterprises]] ||
* Spin-off of ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1979 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''.
* The "Puppy" character is based on Ruby-Spears' animated adaptation of ''The Puppy Who Wanted a Boy'', which in turn is based on the book by [[Jane Thayer]].
* Hanna-Barbera co-produced ''The Puppy's New Adventures'' with Ruby-Spears in 1982; these segments were later aired in 1983 as ''The Puppy's Further Adventures'', made solely by Ruby-Spears and without Hanna-Barbera.
|
|❌
|-
|109
| ''[[Jokebook]]''|| 1982
| || rowspan="3" | || Compilation show mostly made up from non-HB material such as classic cartoons and foreign cartoons.
| 7 episodes
|✔️
|-
|110
| ''[[Shirt Tales]]''|| 1982–1984
| || Based on characters created by Janet Elizabeth Manco for [[Hallmark Cards|Hallmark]] greeting cards.
| 23 episodes
|❌
|-
|111
| ''[[The Gary Coleman Show]]''|| 1982–1983
| || Based on the 1982 TV movie ''[[The Kid with the Broken Halo]]'' which starred Coleman.
| 13 episodes
|❌
|-
|112
| ''[[The Dukes (TV series)|The Dukes]]''|| 1983
| || [[Warner Bros. Television Studios|Warner Bros. Television]] || Animated adaptation of ''[[The Dukes of Hazzard]]''.
| 20 episodes
|❌
|-
|113
| ''[[The Monchhichis/Little Rascals/Richie Rich Show]]'' {{smalldiv|
* ''[[The Little Rascals (animated TV series)|The Little Rascals]]''
* ''[[Richie Rich (1980 TV series)|Richie Rich]]''
* ''[[Monchhichis (TV series)|Monchhichis]]''}}
|| 1983–1984
| || [[King World Productions]] <small>(''The Little Rascals'')</small><br />[[Harvey Films|The Harvey Entertainment Company]] <small>(''Richie Rich'')</small> || Animated adaptation of [[Monchhichi]].
| 13 episodes
|❌
|-
|114
| ''The Pac-Man/Rubik, the Amazing Cube Hour'' {{smalldiv|
* ''[[Pac-Man (TV series)|Pac-Man]]''
* ''[[Rubik, the Amazing Cube]]''}}
|| 1983–1984
| || [[Namco]] <small>(''Pac-Man'')</small><br />[[Ruby-Spears|Ruby-Spears Enterprises]] <small>(''Rubik, the Amazing Cube'')</small> || Animated adaptation of [[Rubik's Cube]].
| 13 episodes
|❌
|-
|115
| ''[[The New Scooby and Scrappy-Doo Show]]''{{smalldiv|
* ''[[The New Scooby-Doo Mysteries]]''}}
|| 1983–1985
| || rowspan="2" | ||
* Aired as ''The New Scooby-Doo Mysteries'' in 1984–85.
* Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]'' and ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1979 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''.
| 26 episodes
|❌
|-
|116
| ''[[The Biskitts]]''|| 1983–1984
| ||
| 13 episodes
|❌
|-
|117
| ''[[Lucky Luke (1983 TV series)|Lucky Luke]]''|| 1983
| || [[Gaumont Film Company|Gaumont]] || Based on the [[Lucky Luke|comic series of the same name]].
| 26 episodes
|❌
|-
|118
| ''[[Benji, Zax & the Alien Prince]]''|| 1983
| || Mulberry Square Productions || Live-action series based on the [[Benji|film franchise]] created by [[Joe Camp]].
| 13 episodes
|❌
|-
|119
| ''[[Going Bananas (American TV series)|Going Bananas]]''|| 1984
| || || Live-action series.
| 12 episodes
|❌
|-
|120
| ''[[Snorks]]''|| 1984–1989
| || [[Freddy Monnickendam|SEPP International S.A.]] ||
| 65 episodes
|❌
|-
|121
| ''[[Scary Scooby Funnies]]''|| 1984–1985
| || || Repackaged reruns from ''[[The Richie Rich/Scooby-Doo Show]]''.
|
|❌
|-
|122
| ''[[Challenge of the GoBots]]''|| 1984–1985
| || [[Tonka]] || Animated adaptation of the [[Gobots|GoBots]].
| 65 episodes
|❌
|-
|123
| ''[[Pink Panther and Sons]]''|| 1984–1985
| || [[Mirisch Company|Mirisch-Geoffrey]] || Spin-off of [[Pink Panther (character)|the ''Pink Panther'' theatrical cartoons]].
| 26 episodes
|❌
|-
|124
| ''[[Super Friends: The Legendary Super Powers Show]]''|| 1984–1985
| || [[DC Comics]] || Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 8 episodes
|❌
|-
|125
| ''[[Paw Paws]]''|| 1985–1986
| || rowspan="3" | ||
| 21 episodes
|❌
|-
|126
| ''[[Yogi's Treasure Hunt]]''|| 1985–1988
| || Crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Quick Draw McGraw Show]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'', ''[[Top Cat]]'', ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]'', ''[[The Ruff and Reddy Show]]'', ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]'', ''[[The Magilla Gorilla Show]]'', ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]'', ''[[Atom Ant|The Atom Ant Show]]'', ''[[Secret Squirrel|The Secret Squirrel Show]]'', ''[[Jabberjaw]]'' and ''[[CB Bears]]''.
| 27 episodes
|❌
|-
|127
| ''[[Galtar and the Golden Lance]]''|| 1985–1986
| ||
| 21 episodes
|❌
|-
|128
| ''[[The Super Powers Team: Galactic Guardians]]''|| 1985–1986
| || [[DC Comics]] || Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 10 episodes
|❌
|-
|129
| ''[[The 13 Ghosts of Scooby-Doo]]''|| 1985
| || rowspan="2" | || Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]'' and ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1979 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''.
| 13 episodes
|❌
|-
|130
| ''[[Scooby's Mystery Funhouse]]''|| 1985–1986
| || Repackaged reruns from ''[[The Richie Rich/Scooby-Doo Show]]'', ''[[The Scooby & Scrappy-Doo/Puppy Hour]]'' and ''[[The New Scooby and Scrappy-Doo Show]]''.
|
|❌
|-
|131
| ''[[The Berenstain Bears (1985 TV series)|The Berenstain Bears]]''|| 1985–1987
| || [[Endemol Australia|Southern Star]] || Animated adaptation of the ''[[Berenstain Bears]]'' children's books.
| 52 episodes
|❌
|-
|132
|''[[The Greatest Adventure: Stories from the Bible]]''|| 1985–1992
| || Based on the [[Bible]].
|-
|133
| ''[[CBS Storybreak]]'' || 1985–1987
| || [[Endemol Australia|Southern Star]]<br />[[CBS Productions|CBS Entertainment Productions]] ||
| 26 episodes
|❌
|-
|134
| ''[[The Funtastic World of Hanna-Barbera]]'' || 1985–1994
| || || Live-action/animated syndicated programming block featuring a superstar line-up of both old and new Hanna-Barbera shows.
|
|❌
|-
|135
| ''[[Teen Wolf (1986 TV series)|Teen Wolf]]'' || 1986–1987
| || [[Endemol Australia|Southern Star]]<br />[[Atlantic Entertainment Group#Clubhouse Pictures|Clubhouse Pictures]] (season 1)<br />[[Atlantic Entertainment Group|Atlantic]]/[[The Kushner-Locke Company|Kushner-Locke]] (season 2) || Animated adaptation of the 1985 live-action film, ''[[Teen Wolf]]''.
| 21 episodes
|❌
|-
|136
| ''[[The New Adventures of Jonny Quest]]'' || 1986–1987
| || rowspan="3" | || Spin-off of ''[[Jonny Quest]]''.
| 13 episodes
|❌
|-
|137
| ''[[Pound Puppies (1986 TV series)|Pound Puppies]]'' || 1986–1987
| || Animated adaptation of [[Pound Puppies]].
| 26 episodes
|❌
|-
|138
| ''[[The Flintstone Kids]]''{{smalldiv|
* ''Flintstone Funnies'' (1986–87)
* ''Dino's Dilemmas''
* ''Captain Caveman and Son''}}
|| 1986–1988
| || Spin-off of ''[[The Flintstones]]'' and ''[[Captain Caveman and the Teen Angels]]''.
| 34 episodes
|❌
|-
|139
| ''[[Foofur]]'' || 1986–1988
| || [[Freddy Monnickendam|SEPP International S.A.]] ||
| 26 episodes
|❌
|-
|140
| ''[[Wildfire (1986 TV series)|Wildfire]]'' || 1986
| || [[Wang Film Productions|Wang Film Productions<br/>Cuckoo's Nest Studio]] ||
| 13 episodes
|❌
|-
|141
| ''[[Sky Commanders]]'' || 1987
| || [[Toei Animation]] || Based on the toy line by Kenner Toys Inc.
| 13 episodes
|❌
|-
|142
| ''[[Popeye and Son]]'' || 1987
| || [[King Features Syndicate|King Features Entertainment]] || Spin-off of the [[Popeye the Sailor (animated cartoons)|''Popeye'' theatrical cartoons]].
| 13 episodes
|❌
|-
|143
| ''[[Skedaddle]]'' || 1988
| || rowspan="2" | || Live-action game show aired as part of ''[[The Funtastic World of Hanna-Barbera]]''.
|
|❌
|-
|144
| ''[[A Pup Named Scooby-Doo]]'' || 1988–1991
| || Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''.
| 27 episodes
|❌
|-
|145
| ''[[The Completely Mental Misadventures of Ed Grimley]]'' || 1988–1989
| || [[Freddy Monnickendam|SEPP International S.A.]] || Animated adaptation of [[Martin Short]]'s [[Ed Grimley]] character.
| 13 episodes
|❌
|-
|146
| ''[[The New Yogi Bear Show]]'' || 1988
| || || Spin-off of ''[[The Yogi Bear Show]]''.
| 45 episodes
|❌
|-
|147
| ''[[Fantastic Max]]'' || 1988–1990
| || Booker PLC<br />Tanaka Promotion Co., Ltd. <small>(season 2)</small> ||
| 26 episodes
|❌
|-
|148
| ''[[The Further Adventures of SuperTed]]'' || 1989–1990
| || [[S4C]]<br />[[Calon (TV production company)|Siriol Animation]] ||
| 13 episodes
|❌
|-
|149
| ''[[Paddington Bear (TV series)|Paddington Bear]]'' || 1989–1990
| || [[ITV Central|Central Television]] || Animated adaptation of [[Paddington Bear]].
| 13 episodes
|❌
|-
! colspan="8" style="background:#f46d25;" | 1990s
|-
|150
| ''[[Bill & Ted's Excellent Adventures (1990 TV series)|Bill & Ted's Excellent Adventures]]'' || 1990
| || [[Orion Pictures|Orion Television Entertainment]]<br />[[Barry Spikings|Nelson Entertainment]] ||
* Season 1 only.
* Animated adaptation of ''[[Bill & Ted's Excellent Adventure]]''.
| 13 episodes
|❌
|-
|151
| ''[[The Adventures of Don Coyote and Sancho Panda]]'' || 1990–1991
| || [[RAI|RAI - Radiotelevisione Italiana]] ([[Rai 1|RAIUNO]]) || Based on the novel ''[[Don Quixote]]''.
| 26 episodes
|❌
|-
|152
| ''[[Tom & Jerry Kids]]''{{smalldiv|
* ''[[Tom & Jerry Kids#Droopy and Dripple|Droopy and Dripple]]''
* ''[[Tom & Jerry Kids#Spike and Tyke|Spike and Tyke]]''
* ''[[Tom & Jerry Kids#Blast-Off Buzzard|Blast-Off Buzzard]]''}}
|| 1990–1994
| || [[Turner Entertainment|Turner Entertainment Co.]] || Spin-off of the ''[[Tom and Jerry]]'' and ''[[Droopy]]'' theatrical cartoons.
| 65 episodes
|❌
|-
|153
| ''[[Wake, Rattle, and Roll]]''{{smalldiv|
* ''[[Wake, Rattle, and Roll#Basement Tech|Basement Tech]]''
* ''[[Wake, Rattle, and Roll#Fender Bender 500|Fender Bender 500]]''
* ''[[Wake, Rattle, and Roll#Monster Tails|Monster Tails]]''}}
|| 1990–1991
| || Four Point Entertainment ||
* Fourth and final Hanna-Barbera's [[live-action]]/animated TV series.
* The ''Basement Tech'' segment is only in live-action.
* The ''Fender Bender 500'' segment is a revival of ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]'', as well as a crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Quick Draw McGraw Show]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'', ''[[Top Cat]]'', ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]'', ''[[The Magilla Gorilla Show]]'', ''[[Secret Squirrel|The Secret Squirrel Show]]'', and ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]''.
| 50 episodes
|❌
|-
|154
| ''[[Gravedale High]]'' || 1990
| || [[Universal Television#NBC Studios (production company)|NBC Productions]] || Animated series starring [[Rick Moranis]].
| 13 episodes
|❌
|-
|155
| ''[[Midnight Patrol: Adventures in the Dream Zone]]'' || 1990
| || [[Entertainment Rights|Sleepy Kids PLC]] || Known as ''Potsworth & Co.'' outside the U.S..
| 13 episodes
|❌
|-
|156
| ''[[The Pirates of Dark Water]]'' || 1991–1993
| || rowspan="2" | ||
| 21 episodes
|❌
|-
|157
| ''[[Yo Yogi!]]'' || 1991
| || Crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Quick Draw McGraw Show]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'', ''[[Top Cat]]'', ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]'', ''[[The Magilla Gorilla Show]]'', ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]'', ''[[Atom Ant|The Atom Ant Show]]'', ''[[Secret Squirrel|The Secret Squirrel Show]]'', ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]'', and ''[[CB Bears]]''.
| 13 episodes
|❌
|-
|158
| ''[[Young Robin Hood]]'' || 1991–1992
| || [[Cookie Jar Group#CINAR|CINAR]]<br />[[MoonScoop Group|France Animation]]<br />[[France 2|Antenne 2]] || Based on [[Robin Hood]].
| 26 episodes
|❌
|-
|159
| ''[[Fish Police (TV series)|Fish Police]]'' || 1992
| || ||
* Prime-time series.
* Animated adaptation of [[Fish Police|the comic series of same name]].
| 6 episodes
|❌
|-
|160
| ''[[Capitol Critters]]'' || 1992
| || [[Steven Bochco|Steven Bochco Productions]]<br />[[20th Television|20th Century Fox Television]] || Final prime-time series from Hanna-Barbera.
| 13 episodes
|❌
|-
|161
| ''[[The Addams Family (1992 animated series)|The Addams Family]]'' || 1992–1993
| || || {{ubl|Second animated adaptation of ''[[The Addams Family]]'', after the 1973 version.|Based on [[The Addams Family (1991 film)|''The Addams Family'' film]].}}
| 21 episodes
|❌
|-
|162
| ''[[Droopy, Master Detective]]''{{smalldiv|
* ''Droopy''
* ''Screwball Squirrel''}}
|| 1993–1994
| || [[Turner Entertainment|Turner Entertainment Co.]] || Spin-off of the ''[[Droopy]]'' theatrical cartoons.
| 13 episodes
|❌
|-
|163
| ''[[Captain Planet and the Planeteers|The New Adventures of Captain Planet]]'' || 1993-1996
| || rowspan="3" | ||
* Seasons 4–6 only.
* Previously produced by [[DIC Entertainment]] as ''[[Captain Planet and the Planeteers]]''.
| 48 episodes
|❌
|-
|164
| ''[[2 Stupid Dogs]]''{{smalldiv|
* ''[[Secret Squirrel#Super Secret Secret Squirrel|Super Secret Secret Squirrel]]''}}
|| 1993–1995
| || ''Super Secret Secret Squirrel'' is a reboot of ''[[Secret Squirrel|The Secret Squirrel Show]]''.
| 26 episodes
|❌
|-
|165
| ''[[SWAT Kats: The Radical Squadron]]'' || 1993–1995
| ||
| 23 episodes
|❌
|-
| 166
| ''[[The Moxy Show]]''
| 1993–1996
|
| Colossal Pictures
| First Hanna-Barbera-produced show to air as a [[Cartoon Network]] original show.
| 24 episodes
|❌
|-
|167
| ''[[Dumb and Dumber (TV series)|Dumb and Dumber]]''|| 1995–1996
| || [[New Line Television]]||
* Animated adaptation of ''[[Dumb and Dumber]]''.
* Final Hanna-Barbera-produced show to air on broadcast network television.
| 13 episodes
|❌
|-
|168
| ''[[What a Cartoon!]]''|| 1995–1997
| || [[Cartoon Network Studios]] <small>(as a division of Hanna-Barbera)</small>|| All shows from this point onward were broadcast on [[Cartoon Network]].
| 48 episodes
|❌
|-
|169
| ''[[Dexter's Laboratory]]''{{smalldiv|
* ''[[Dexter's Laboratory#Dial M for Monkey|Dial M for Monkey]]''
* ''[[Dexter's Laboratory#The Justice Friends|The Justice Friends]]''}}
|| 1996–2003
| || [[Cartoon Network Studios]] <small>(from 1996 to 1997 as a division of Hanna-Barbera and from 2001 to 2003)</small> ||
* Seasons 1 to 2 only.
* Cartoon Network Studios produced season 1 as a division of Hanna-Barbera and seasons 3 and 4 as a separate entity of its former parent company.* The series was introduced as a ''What a Cartoon!'' series.
| 39 episodes and a movie (''[[Dexter's Laboratory: Ego Trip]]'')
|❌
|-
|170
| ''[[The Real Adventures of Jonny Quest]]''|| 1996–1997
| || rowspan="2" | ||
* Spin-off of ''[[Jonny Quest]]''.
* Only ''Johnny Quest''-related TV show to be broadcast on Cartoon Network.
| 52 episodes
|❌
|-
|171
| ''[[Cave Kids]]''|| 1996
| ||
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
| 8 episodes
|❌
|-
|172
| ''[[Johnny Bravo]]''|| 1997–2004
| || [[Cartoon Network Studios]] <small>(from 2001 to 2004)</small>||
* Seasons 1 to 3 only.
* Cartoon Network Studios produced season 4 as a separate entity of its former parent company.
* The series was introduced as a ''What a Cartoon!'' series.
| 52 episodes
|❌
|-
|173
| ''[[Cow and Chicken]]''{{smalldiv|
* ''[[I Am Weasel]]''}}
|| 1997–1999
| || rowspan="2" | || The series was introduced as a ''What a Cartoon!'' short.
| 52 episodes
|❌
|-
|174
| ''[[I Am Weasel]]''|| 1999
| || Spin-off of ''Cow and Chicken''.
| 9 episodes (27 segments)
|❌
|-
|175
| ''[[The Powerpuff Girls]]'' || 1998–2005
| || [[Cartoon Network Studios]] <small>(from 2002 to 2005)</small>||
* Seasons 1 to 3 only.
* Cartoon Network Studios produced seasons 4, 5 and 6 as a separate entity of its former parent company.
* The series was introduced as a ''What a Cartoon!'' series.
| 52 episodes
|✔️
|}
6c8n6tdytn1t9utxgs62s0dwjyg4t17
Upton Park F.C.
0
160581
1761723
1693593
2022-07-23T22:50:28Z
31.209.245.103
/* Saga */ laga tengil
wikitext
text/x-wiki
'''Upton Park Football Club''' var [[England|enskt]] áhugamannafélag í knattspyrnu sem stofnað var árið 1866, en endurvakið árið 1891 eftir að hafa lagst í dvala. Þótt það geti seint talist í hópi sigursælli félaga enskrar knattspyrnusögu náði það að marka sín spor. Félagið barið sama nafn og heimavöllur [[West Ham United F.C.]] um árabil en engu að síður voru tengsl félaganna ekki nema óbein og Upton Park F.C. lék aldrei á leikvangnum Upton Park.
==Saga==
Upton Park var í hópi þeirra fimmtán félaga sem skráðu sig til leiks í [[enski bikarinn|ensku bikarkeppninni]] þegar hún fór fram í fyrsta sinn 1871-72. Tókst liðinu aldrei að komast lengra en í fjórðungsúrslit. Áhrifin urðu meiri utan vallar, því árið 1884 kærði félagið [[Preston North End F.C.]] fyrir ólöglegar greiðslur til leikmanna eftir bikarleik félaganna. Liði Preston var vikið úr keppninni, en ákvörðunin neyddi [[Enska knattspyrnusambandið]] til að horfast í augu við atvinnumennsku sem var á allra vitorði. Í kjölfarið var atvinnumennska í íþróttinni heimiluð í Englandi og knattspyrnuhreyfingin klofnaði í raun í tvennt.
Áður höfðu lögspekingar Upton Park sett sitt mark á knattspyrnuíþróttina, því það voru fulltrúar félagsins sem báru fram tillögurnar um breytinguna á knattpsyrnulögunum árið 1870 sem gerðu það óheimilt að handleika knöttinn og árið eftir kom félagið fram með tillöguna um að stofna sérstaka stöðu markvarðar.
Upton Park F.C. var lagt niður árið 1887 en endurvakið fjórum árum síðar. Árin á eftir lék félagið mestmegnis æfingarleiki og tók þátt í bikarkeppnum áhugamannaliða með heldur rýrum árangri. Það var því nokkuð óvænt þegar ákveðið var að Upton Park yrði fulltrúi [[Bretland|Bretlands]] á [[Sumarólympíuleikarnir_1900|Ólympíuleikunum árið 1900]], þegar keppt var í knattspyrnu í fyrsta sinn. Vegna áhugamannareglna Ólympíuleikanna komu atvinnufélög Bretlandseyja ekki til greina, en engu að síður má ljóst telja að Upton Park hefur ekki verið fyrsti valkostur.
Ekki kepptu nema þrjú lið á leikunum: Upton Park, [[París|Parísarliðið]] [[Club Français]] og lið stúdenta frá [[Brussel|Brüssel]]-háskóla. Fyrst sigraði Upton Park franska liðið með fjórum mörkum gegn engu að viðstöddum 500 áhorfendum og síðan unnu heimamenn belgísku stúdentanna. Ólíklegt má telja að þátttakendur í þessum viðureignum hafi almennilega áttað sig á að um formlega keppni á Ólympíuleikum væri að ræða, en löngu síðar úthlutaði Alþjóðaólympíunefndin gull-, silfur- og bronsverðlaunum á grunni þessara úrslita. Upton Park var því fyrsti Ólympíumeistarinn í knattspyrnu og annað tveggja félagsliða sem náð hafa þeim árangri.
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = Upton Park F.C.|mánuðurskoðað = 6. desember|árskoðað = 2020}}
{{sa|1866|1911}}
[[Flokkur:Ensk knattspyrnufélög]]
fhgy2tgswzsj1nvtaj6d7ini8o94mtd
Bobby Robson
0
161200
1761725
1699655
2022-07-23T22:51:44Z
31.209.245.103
/* Í Evrópu */ bæti við tengli
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnumaður
|nafn= Bobby Robson
|mynd= [[Mynd:Bobby Robson Cropped.jpg|190px|Sir Bobby Robson]]
|fullt nafn= Sir Robert William Robson
|fæðingardagur= {{fæðingardagur|1933|2|18}}
|fæðingarbær= [[Sacriston]], [[County Durham]]
|fæðingarland= [[England]]
|dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|2009|6|31|1933|2|18}}
|dauðastaður = [[County Durham]], [[England]]
|hæð=
|staða= Sóknarmaður
|núverandi lið=
|númer=
|ár= 1950-1956<br>1956-1962<br>1962-1967<br>1967-1968
|lið= [[Fulham F.C.|Fulham ]]<br>[[West Bromwich Albion F.C.|West Bromwich Albion]]<br>[[Fulham F.C.|Fulham ]]<br>[[Vancover Royals]]
|leikir (mörk)= 152 (68)<br>239(56)<br>192 (9)<br>0 (0)
|þjálfaraár= 1968<br />1969–1982<br />1982–1990<br />1990-1992<br>1992-1994<br>1994-1996<br>1996-1997<br>1998-1999<br>1999-2004
|þjálfað lið= [[Fulham F.C.|Fulham ]]<br />[[Ipswich Town F.C.|Ipswich Town ]]<br />[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]<br />[[PSV Eindhoven]]<br>[[Sporting Clube de Portugal]]<br>[[FC Porto|Porto]]<br>[[FC Barcelona|Barcelona]]<br>[[PSV Eindhoven]]<br>[[Newcastle United F.C.|Newcastle United ]]
}}
'''Robert William «Bobby» Robson''' (fæddur [[18. febrúar]] árið [[1933]] í [[Sacriston]], dó [[31. júlí]] [[2009]]) var [[England|enskur]] knattspyrnumaður og síðar knattspyrnustjóri. Sem leikmaður var hann var atvinnumaður í 18 ár, þar af eitt ár í Kanada í lok ferils síns og 17 ár í Englandi og lék aðeins fyrir tvö lið á löngum ferli, [[Fulham FC]] og [[West Bromwich Albion F.C.]]. Hann lék 20 landsleiki fyrir [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] og skoraði fjögur mörk. Ferill hans sem stjóri, bæði á vettvangi félagsliða og landsliða, gerði hann að einum sigursælasta stjóra heims. Hann vann deildarmeistaratitil bæði í [[Holland]]i og [[Portúgal]] og vann einnig titla í [[Spáni]] og Englandi. Að auki stýrði hann enska landsliðinu í undanúrslit [[HM 1990]] sem haldið var á [[Ítalía|Ítalíu]].
Robson var skipaður yfirmaður [[Order of the British Empire]] árið 1990. Árið 2002 var hann skipaður '' [[Knight Bachelor]] '' ' og þar með riddari. Hann fékk þá rétt til að leggja fram “Sir" fyrir framan nafn sitt. Robson var einn fárra með riddaratitil í heimi knattspyrnunar og er meðlimur í Ensku frægðarhöllinni (''hall of fame''). Hann var heiðursforseti [[Ipswich Town F.C.]]. Robson greindist með krabbamein fimm sinnum og 31. júlí 2009 lést hann 76 ára að aldri.
== Bernska ==
Hann fæddist í [[Sacriston]], [[Durham (sýsla) | Durham]], og var yngsti sonur Philip og Lilian Robson. Fjölskyldan flutti til [[Langley Park]] þegar Robson var aðeins nokkurra mánaða gamall. Faðir hans starfaði í kolanámu og fór oft með ungum Robson í langan göngutúr til að fylgjast með heimaliðinu, [[Newcastle United FC]]. Robson hefur sagt að [[Jackie Milburn]] og [[Len Shackleton]] hafi verið hetjur hans í barnæsku. Báðir léku þeir sem ''innri-framherjar''.
== Leikmannaferill ==
Robson samdi við [[Fulham F.C.|Fulham]] í maí árið 1950 þrátt fyrir áhuga frá [[Middlesbrough F.C.|Middlesbrough ]]. Hann kom frá. Hann féll úr efstu deild með Fulham í ensku 1. deildinni 1951-52 tímabilið, en sneri aftur þegar hann samdi við [[West Bromwich Albion]] sex árum síðar, í mars árið 1956. Hann lék alls 257 leiki og skoraði 61 mark fyrir WBA, áður en hann sneri aftur til Fulham í ágúst árið 1962. Í lok ferils síns var hann spilandi þjálfari kanadíska félagsins [[Vancouver Royals]].
Robson lék alls 20 landsleiki fyrir [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] 20 og skoraði fjögur mörk. Frumraun hans var á móti [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakklandi]] í nóvember árið 1957. Leiknum lauk með 4-0 sigri Englendinga, og Robson skoraði tvö mörk. Hann var hluti af enska hópnum fyrir bæði [[HM 1958]] og [[HM 1962]].
== Þjálfaraferill ==
Robson þeytti frumraun sína sem knattspyrnustjóri hjá sínu gamla félagi [[Fulham F.C.|Fulham]] í janúar 1968. Hann entist ekki lengi í starfi og yfirgaf félagið í nóvember sama ár.
Árið 1969 tók hann við sem knattspyrnustjóri hjá [[Ipswich Town F.C.|Ipswich Town]] og þar byggði hann upp orðspor sitt sem farsæll tjóri. Eftir fjögur miðlungs tímabil leiddi Robson félagið í fjórða sæti efstu deildar, auk sigurs í [[Texaco Cup]] . Á næstu níu tímabilum lennti Ipswich ekki neðar enn í sjötta sæti deildarinnar, oftar en einu sinni. Auk þess vann liðið [[Enski bikarinn|enska bikarinn]]eftir að hafa sigrað [[Arsenal FC]] 1-0 í úrslitaleik. Á 13 árum sínum við stjórnvölinn í Ipswich umbreytti hann liðinu frá því að vera miðlungslið í að verða eitt besta lið Englands. Þeir lentu meðal annars í 2. sæti í tvígang og tóku reglulega á Evrópukeppnum. Auk þess að vinna [[FA bikarinn]] árið 1978 vann Robson einnig [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópukeppni félagsliða ]] árið 1981. Í þau 13 ár sem hann var á [[Portman Road]] fékk hann aðeins fjórtán leikmenn til sín. frá öðrum félögum og einbeitti sér í staðinn að leikmönnum sem þróaðir voru í gegnum yngri lið Ipswich.
=== Árin sem landsliðsþjálfari Englendinga ===
Árangur Robson með Ipswich leiddi til þess að hann var ráðinn landsliðsþjálfari [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|Englands]] árið 1982 og tók hann við liðinu af [[Ron Greenwood]], eftir [[HM 1982]]. Á frystu árunum með landliðið gekk ekki vel hjá honum. England mistókst að komast á [[EM 1984]].
Þeim tókst þeim hinsvegar að komast á [[HM 1986]] þar byrjaði England illa en eftir að Robson breytti nokkrum taktískum aðferðum tókst þeim að komast í 8-liða úrslit. þar töpuðu þeir hinsvegar gegn [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentínu]] með[[Diego Maradona]] inannborðs, sem átti stórleik í þessum leik og skoraði m.a með ''hendi guðs''.
Í undankeppni [[EM 1988]] tapaði England aðeins einu stigi, enn þegar og í keppnina var komið gekk hinsvegar illa og England var slegið út í riðlakeppninni.
á [[HM 1990]] var England í riðlakeppninNI og mætti þar [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Hollandi]], [[Írska karlalandsliðið í knattspyrnu|Írlandi]] og [[Egypska karlalandsliðið í knattspyrnu|Egyptalandi]]. England vann riðilinn með fjórum stigum í þremur leikjum. Í fjórðungsúrslitum unnu þeir [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belga]] og í fjórðungsúrslitum [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]. Í undanúrslitum lenntu þeir gegn gömlum erkifjendum [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þýskalandi]]. Leiknum lauk 1-1 en Vestur-Þýskaland varð of sterkt í vítaspyrnukeppni og England varð því að leika bronsúrslitaleikinn. gegn [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítölum]] sem voru líka of sterkir andstæðingar í leik um bronsverðlaun og gestgjafaþjóðin vann leikinn 2-1. Robson hefur ekki sagt orð um undanúrslitin og aðra ákvarðanir sem hann hefði getað tekið. Í lok tíunda áratugarins gaf hann út ævisögu sem bar titilinn „Bobby Robson: An Autobiography“ (Bobby Robson: An Autobiography).
=== Í Evrópu ===
[[Enska knattspyrnusambandið]] endurnýjaði ekki samning Robson eftir [[HM 1990]]. hann fór því til Hollands til að þjálfa [[PSV Eindhoven]]. Þrátt fyrir að PSV náði að stela tvem deidlarmeistaratitlum af [[Ajax Amsterdam | Ajax]] var ekki litið á árangur Robson í PSV sem stórvirki. Að hluta til vegna lélegs árangurs í Evrópu, að hluta til vegna ágreinings við suma leikmenn liðsins. það var því í ferð í leik gegn [[Sporting Clube de Portugal | Sporting Lisboa]] árið 1993, að honum var óvænt sagt upp störfum í desember árið 1994, þrátt fyrir að félagið væri efst í deildinni. Keppinautar þeirra í Sporting, [[Futebol Clube do Porto | Porto]], voru fljótir að ráða Robson og unnu Sporting Lissabon í [[Taça de Portúgal | Úrslitaleikur portúgalska bikarsins]] og fylgdu því eftir að vinna deildina bæði árið 1995 og 1996 .
Þetta vakti fljótlega athygli spænsku risanna í [[FC Barcelona]]. Ein mikilvægasta ákvörðunin sem Robson tók var að fá ''gamla'' Ronaldo fyrir 19 milljónir evra, djörf ákvörðun sem myndi borga sig. Barcelona vann [[Copa del Rey]], [[Evrópski ofurbikarinn|evrópska ofurbikarinn]] og [[Evrópukeppni bikarhafa]] árið 1997. Robson var kosinn stjóri ársins í Evrópu og Ronaldo sagði: '' '... sem þjálfari er hann án efa einn sá besti í heimi ... '' ». Aðstoðarmaður Robson hjá Barca var enginn annar en [[José Mourinho]], fyrrverandi stjóri [[Chelsea FC]]. Mourinho hafði áður starfað hjá Robson á sínum tíma í Portúgal, þá sem [[túlkur]]. Seinna var Mourinho boðið að vera aðstoðarmaður Robson hjá [[Newcastle United F.C.|Newcastle]], sem Mourinho neitaði að gera, svo hann gæti haldið áfram að einbeita sér að ferli sínum sem stjóri.
Robson var, eftir vel heppnað fyrsta tímabil með Barcelona, gerður að framkvæmdastjóra. [[Louis van Gaal]] tók við sem framkvæmdastjóri. Robson eyddi aðeins einu tímabili í þessari stöðu áður en hann sneri aftur til Hollands til að vinna hjá fyrrum félagi sínu, [[PSV Eindhoven]]. Árið 1998, rétt áður en hann var ráðinn stjóri PSV, gáfu hann og Bob Harris út bókina „Bobby Robson: An Englishman Abroad“ (Bobby Robson: Englendingur í Útlöndum).
=== Aftur til Englands ===
[[Mynd:Bobby Robson Statue Closeup.jpg|thumb|stytta af Robson við [[Portman Road]]]]
Robson var ráðinn nýr knattspyrnustjóri [[Newcastle United FC]] í september árið 1999, félagið sem hann hafði stutt síðan hann var ungur drengur. Og í fyrsta heimaleik sínum lagði Newcastle [[Sheffield Wednesday]] 8 - 0, sem er enn stærsti sigur félagsins á heimavelli. Síðla árs árið 2000, eftir afsögn [[Kevin Keegan]] úr enska landsliðinu, var formaður [[Freddy Shepherd]] spurður af FA hvort Robson gæti tekið við starfinu sem bráðabirgðastjóri landsliðsins. Shepherd sagði nei. Þegar Robson tók við Newcastle barðist félagið á botni [[enska úrvalsdeildin|úrvalsdeildarinnar]] en hann leiddi þá í fjórða sæti deildarinnar leiktímabilið 2001-02. Leiktíðina 2002-2003 gerðu þeir enn betur og tryggðu sér þriðja sætið.
Að lokum ákvað þó Freddy Shepherd að reka Robson þan 30. ágúst árið 2004 eftir slæmrar byrjun á tímabilinu (kaldhæðnislega miklu betri byrjun tímabilsins en það sem eftirmaður hans náði á næsta tímabili) og vegna óánægju meðal leikmannanna. Robson er enn mikils metinn meðal stuðningsmanna Newcastle vegna þess sem hann áorkaði með félaginu. 2. mars árið 2005 var hann sæmdur „borgarfrelsi [[Newcastle upon Tyne]]“ '(eins konar [[borgarlykill]]).
Nýjasta ævisaga hans, „Bobby Robson: Farewell but not Goodbye“ (Bobby Robson: Goodbye, but not Goodbye) kom út árið 2005. Titillinn er byggður á einni fullyrðingu hans. Í bókinni kom Robson með ítarlega gagnrýni á hvernig Shepherd stjórnaði Newcastle og hélt því fram að á meðan hann var stjóri væri honum neitað um upplýsingar um samningaviðræður og leikmannakaup / sölu. Hann gagnrýndi einnig Shepherd og [[Douglas Hall]], varaformann, fyrir að einblína aðeins á aðalliðið og [[St James' Park]], sem leiddi til þess að þeir vanræktu minna glamúr, en ekki síður mikilvægt, svið eins og æfingasvæðið, æskulýðsmálin og hæfileikaskáta. Æfingasvæði félagsins var síðar gagnrýnt af eftirmanni Robson, [[Graeme Souness]], fyrir fjölda meiðsla á aðalliðsleikmönnum félagsins.
=== Titlar ===
{| class="wikitable"
! Titill !! Félag !! Ár
|-
| [[Texaco Cup]] || [[Ipswich Town F.C.|Ipswich Town ]]|| 1973
|-
| [[Enski bikarinn]] || Ipswich Town || 1978
|-
| [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópukeppni félagsliða ]]|| Ipswich Town || 1981
|-
| [[Eredivisie]] || [[PSV Eindhoven]] || 1991, 1992
|-
| [[Taça de Portugal]] || [[FC Porto|Porto]]|| 1994
|-
| [[Campeonato português de futebol]] || Porto || 1995, 1996
|-
| [[Copa del Rey]] || [[FC Barcelona| Barcelona]]|| 1997
|-
| [[Evrópski ofurbikarinn]] || [[FC Barcelona|Barcelona]]|| 1997
|-
| [[Evrópukeppni bikarhafa]]|| Barcelona || 1997
|}
==Heimildir==
*https://www.theguardian.com/football/2005/jul/25/newsstory.sport8
*https://eu-football.info/_player.php?id=17879
*https://www.findagrave.com/memorial/40093846/bobby-william-robson
*https://www.munzinger.de/search/go/document.jsp?id=01000002523
{{fe|1933|Robson, Bobby}}
[[Flokkur:Enskir knattspyrnumenn]]
[[Flokkur:Enskir knattspyrnustjórar]]
4e0ersz1oownq2vzmschozbwkcrpm79
Evrópska ofurdeildin
0
163343
1761715
1717405
2022-07-23T22:25:11Z
31.209.245.103
bæti við tengli
wikitext
text/x-wiki
'''Evrópska ofurdeildin''' (enska: ''European Super League'') var (fyrirhuguð) knattspyrnudeild með úrvalsliðum í Evrópu. Henni var ætlað að keppa við eða koma í stað [[Meistaradeild Evrópu]]. [[UEFA]], [[FIFA]], [[Enska knattspyrnusambandið]] og fleiri sambönd voru mótfallin stofnun deildarinnar. En 18. apríl 2021 riðu 12 félögin (eða eigendur) á vaðið og tilkynntu að þau ætluðu sér að taka þátt í deildinni. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/18/tolf-storlid-stofna-ofurdeild-i-skugga-hotana Tólf stórlið stofna ofurlið í skugga hótanna] Rúv, skoðað 19/4 2021</ref> Ætlunin var að hafa 20 lið og tvo 10 liða riðla. Spilað yrði í miðri viku.
Florentino Pérez stjórnarformaður [[Real Madrid]] var fyrsti stjórnarformaður deildarinnar.
Viðbrögð við ofurdeildinni voru sterk og græðgi og skilningsleysi forkólfa deildarinnar á knattspyrnu voru nefnd. Forseti UEFA og stjórnarformenn þess tjáðu að lið sem kepptu í deildinni yrðu rekin úr meistaradeildinni og deildinni í sínu landi. Leikmönnum liðanna hefði verið meinað að taka þátt í [[EM]] og [[HM]]. <ref>[https://www.visir.is/g/20212099009d/reiknar-med-ad-ofur-deildar-lidunum-verdi-sparkad-ur-meistara-deildinni Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni] Vísir skoðað 19/4 2021</ref> <ref>[https://www.bbc.com/sport/football/56794673 European Super League: Uefa and Premier League condemn 12 major clubs signing up to breakaway plans] BBC, skoðað 19/4 2021</ref> Þýsk lið úr [[Bundesliga]] tilkynntu ekki um þátttöku en þar sem lögbundin var 51% eignarhluti stuðningsmanna á félögunum var ólíklegt að kosið hefði verið með deildinni. [[Boris Johnson]] sagði stofnun hennar ''skaðlega fyrir fótboltann''. [[Paris Saint-Germain]] topplið Frakklands vildi ekki taka þátt.
Þann 20. apríl eða tveimur dögum eftir stofnun deildarinnar voru mótmæli fyrir utan [[Stamford Bridge]] þegar Chelsea átti heimaleik við Brighton og fólk hindraði liðin að komast á völlinn. Í kjölfarið ákvað [[Chelsea FC]] að segja sig úr ofurdeildinni. [[Manchester City]] fylgdi sama fordæmi skömmu síðar. Hin fjögur ensku félögin tilkynntu úrsögn sína síðar um kvöldið. <ref>[https://www.bbc.co.uk/sport/football/56823501
BBC News - European Super League: All six Premier League teams withdraw from competition] BBC, skoðað 20. apríl</ref>
Ítölsk og spænsk lið drógu sig út daginn eftir.
==Fyrirhuguð lið==
===Ítalía===
*[[Juventus]]
*[[AC Milan]]
*[[Inter Milan]]
===Spánn===
*[[Barcelona FC]]
*[[Real Madrid]]
*[[Atlético Madrid]]
===England===
*[[Liverpool FC]]
*[[Manchester City]]
*[[Manchester United]]
*[[Arsenal]]
*[[Chelsea FC]]
*[[Tottenham Hotspur]]
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Knattspyrna]]
{{s|2021}}
[[Flokkur:lagt niður 2021]]
460zq1mft076y63p9oj6fhahqhgwd93
Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu kvenna
0
166278
1761729
1741710
2022-07-24T00:16:16Z
31.209.245.103
wikitext
text/x-wiki
'''Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu kvenna''' eða '''Afríkukeppni kvenna''' er meistaramót kvennalandsliða á vegum [[Knattspyrnusamband Afríku|Knattspyrnusambands Afríku]] sem fyrst var haldið árið 1991, en hefur verið að jafnaði annað hvort ár frá 1998. [[Nígería]] er langsigursælasta lið keppninnar með ellefu af þrettán meistaratitlum (síðast árið 2018), en einnig hefur [[Miðbaugs-Gínea]] farið tvívegis með sigur af hólmi og ríkjandi meistarar [[Suður-Afríka]] einu sinni.
Frá upphafi hefur Afríkukeppnin einnig gegnt hlutverki forkeppni fyrir [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla|HM kvenna]].
==Sigurvegarar==
{|class="wikitable"
|-
!Sæti
!Land
!Ár
!Titlar
|-
|1. ||[[Nígería]] ||1991, 1995, 1998, 2000, 2002, 2004, 2006, 2010, 2014, 2016, 2018||11
|-
|2. ||[[Miðbaugs-Gínea]] ||2008, 2012||2
|-
|3. ||[[Suður-Afríka]] ||2022||1
|-
|}
[[Flokkur:Knattspyrna]]
{{S|1991}}
4slmbduabw37ayhdpjq9j99oypvv92c
Innrás Rússa í Úkraínu 2022
0
166852
1761656
1760481
2022-07-23T14:07:44Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{líðandi stund}}
{{stríðsátök
| conflict = Innrás Rússa í Úkraínu 2022
| partof = [[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríði Rússlands og Úkraínu]]
|image=2022 Russian invasion of Ukraine.svg
|image_size=250px
|caption= Árásir á Úkraínu
|place=[[Úkraína]]
|date=[[24. febrúar]] [[2022]] –
|combatant1={{RUS}} [[Rússland]]<br>[[File:Flag of Donetsk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Donetsk]]<br>[[File:Flag of the Luhansk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Luhansk]]<br>'''Stuðningur:'''<br>{{BLR}} [[Hvíta-Rússland]]
|combatant2={{UKR}} [[Úkraína]]
|commander1= {{RUS}} [[Vladímír Pútín]]<br>{{RUS}} [[Mikhaíl Misjústín]]<br>{{RUS}} [[Sergei Sjoígú]]<br>{{RUS}} [[Sergei Lavrov]]<br>{{RUS}} [[Alexander Dvornikov]] <br>{{RUS}} [[Ramzan Kadyrov]]<br>{{BLR}} [[Alexander Lúkasjenkó]]
|commander2= {{UKR}} [[Volodímír Selenskíj]]<br>{{UKR}} [[Denys Sjmyhal]]<br>{{UKR}} [[Vitalí Klitsjkó]]<br>{{UKR}} [[Dmítró Kúleba]]<br>{{UKR}} [[Írýna Vereshjúk]]<br>{{UKR}} [[Oleksíj Rezníkov]]
|strength1={{Collapsible list|title=Sjá lista|'''{{RUS}} Rússland:'''
* 900.000 (fastaher)
* 554.000 (hernaðarhreyfingar)
* 2.000.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021">{{cite book |title=The military balance 2021 |date=2021 |publisher=[[International Institute for Strategic Studies]] |location=Abingdon, Oxon |isbn=978-1032012278}}</ref>
* Þ. á m. 175.000<ref>{{cite news|url=https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |author-last1=Julian E. |author-first1=Barnes |author-last2=Michael |author-first2=Crowley |author-last3=Eric |author-first3=Schmitt |title=Russia Positioning Helicopters, in Possible Sign of Ukraine Plans|date=10 January 2022|website=[[The New York Times]] |access-date=20 January 2022 |archive-date=22 January 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220122100818/https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |url-status=live |url-access=subscription |language=en |quote=American officials had expected additional Russian troops to stream toward the Ukrainian border in December and early January, building toward a force of 175,000.}}</ref>–190.000<ref>{{cite news|author-last=Bengali |author-first=Shashank |date=18 February 2022|title=The U.S. says Russia's troop buildup could be as high as 190,000 in and near Ukraine. |language=en-US |work=The New York Times |url=https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news|access-date=18 February 2022 |url-access=subscription |archive-date=18 February 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220218063637/https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news |url-status=live}}</ref> við úkraínsku landamærin}}
|strength2={{Collapsible list|title=Sjá lista|
* '''{{UKR}} Úkraína:'''
* 209.000 (fastaher)
* 102.000 (hernaðarhreyfingar)
* 900.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021" />}}
|casualties1={{small|Alls um 16.000+ drepnir (skv. BNA)<br>37.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br>Um 1.300 drepnir (skv. Rússum)}}
|casualties2={{small|Alls um 2.000-4.000 (skv. BNA)<br> 2.500-3.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br> 23.000 skv. Rússum}}
| casualties3='''Almennir borgarar drepnir: Um 12.000-28.000 (skv. Úkraínu)
}}
Þann 24. febrúar 2022 gerðu [[Rússland|Rússar]] '''innrás í [[Úkraína|Úkraínu]]'''. Innrásin er hluti af [[Stríð Rússlands og Úkraínu|hernaðardeilum á milli ríkjanna]] sem hafa staðið yfir frá árinu 2014. Stríðið skapaði milljóna manna flóttamannastraum sem var sá mesti frá [[seinni heimsstyrjöld]].
==Aðdragandi==
{{aðalgrein|Evrómajdan|Úkraínska byltingin 2014|Krímskagakreppan 2014}}
Átök Rússlands og Úkraínu má rekja aftur til ársins 2014, til [[Evrómajdan]]-mótmælanna og [[Úkraínska byltingin 2014|úkraínsku byltingarinnar]] þar sem forsetanum [[Viktor Janúkóvitsj]] var steypt af stóli. Janúkóvitsj hafði verið náinn bandamaður ríkisstjórnar Rússlands og [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] Rússlandsforseta, og hafði í aðdraganda mótmælanna hætt við fyrirhugað samkomulag um nánara samband Úkraínu við [[Evrópusambandið]].<ref>{{Vefheimild|titill=Enn mótmælt í Kænugarði|url=https://www.ruv.is/frett/enn-motmaelt-i-kaenugardi-0|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2013|mánuður=13. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref>
Eftir að Janúkóvitsj var steypt af stóli sendu Rússar herlið á [[Krímskagi|Krímskaga]] og héldu þar atkvæðagreiðslu sem leiddi til þess að Krímskagi var formlega innlimaður inn í rússneska sambandsríkið.<ref>{{Vefheimild |titill=Krímskagi formlega orðinn hluti af Rússlandi |mánuður=21. mars|ár=2014|mánuðurskoðað=24. febrúar|árskoðað=2022|útgefandi=''[[Vísir|Vísir]]''|url=http://www.visir.is/g/2014140329782}}</ref> Árið 2014 hófust jafnframt uppreisnir í austurhluta Úkraínu, þar sem meirihluti íbúa er [[Rússneska|rússneskumælandi]].<ref>{{Tímarit.is|6161282|Fasistar og hryðjuverkamenn|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðsteinn Bjarnason|útgáfudagsetning=30. ágúst 2014|blaðsíða=28}}</ref> Aðskilnaðarsinnarnir í austurhluta Úkraínu lýstu yfir stofnun sjálfstæðra „alþýðulýðvelda“ í [[Donetsk]] og [[Luhansk]]. Rússar veittu aðskilnaðarsinnunum aðstoð en stjórnvöld í Rússlandi neituðu því jafnan að um væri að ræða rússneska stjórnarhermenn.<ref>{{Tímarit.is|6916370|Hyggjast stofna Litla Rússland|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=1. ágúst 2017|blaðsíða=17}}</ref><ref>{{Tímarit.is|6334764|Efast um að friður komist á|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=13. febrúar 2015|blaðsíða=24}}</ref>
==Innrásin==
[[Mynd:Житловий будинок на вул. Лобановського, 6-А після обстрілу.jpg|thumb|left|Þann 26. febrúar hæfði rússnesk eldflaug blokk í Kænugarði.]]
Undir lok ársins 2021 og í byrjun ársins 2022 söfnuðu Rússar tæplega 200.000 manna herliði við landamæri Úkraínu, sem vakti ótta í Úkraínu og á Vesturlöndum um að Pútín hygðist fyrirskipa innrás í landið.<ref>{{Vefheimild|titill=Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/04/ottinn-vid-innras-russa-i-ukrainu-magnast-enn|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson|ár=2021|mánuður=4. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Rússnesk stjórnvöld þvertóku ítrekað fyrir að innrás væri yfirvofandi en ráðamenn þar lögðu jafnframt fram kröfur um að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] um alla framtíð og að bandalagið fjarlægði alla hermenn og öll vopn sín úr [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]].<ref>{{Vefheimild|titill=Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222224189d/segja-russa-naer-thvi-ad-gera-innras-i-ukrainu|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Samúel Karl Ólason|ár=2022|mánuður=17. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
===Febrúar===
Þann 21. febrúar viðurkenndi Pútín sjálfstæði [[Alþýðulýðveldið Donetsk|Alþýðulýðveldanna Donetsk]] og [[Alþýðuýðveldið Luhansk|Luhansk]], héraða rússneskumælandi aðskilnaðarsinna sem höfðu klofið sig frá Úkraínu árið 2014 með stuðningi Rússa.<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín viðurkennir sjálfstæði Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/putin-vidurkennir-sjalfstaedi-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=22. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Pútín sendi í kjölfarið rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að gegna „friðargæslu“ í Donetsk og Luhansk.<ref>{{Vefheimild|titill=Hefur þegar skipað hernum inn í Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/hefur-thegar-skipad-hernum-inn-i-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Í ræðu sem Pútín hélt við viðurkenningu sína á sjálfstæði héraðanna efaðist hann um sögulegar forsendur fyrir Úkraínu sem sjálfstæðu ríki og sakaði stjórnvöld þar um að fremja þjóðarmorð.<ref>{{Vefheimild|titill=Eldræða Pútíns réttlætir innrás
Rússa í Úkraínu - herlið sent af stað|url=https://stundin.is/grein/14821/eldmessa-putins-rettlaetir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Stundin]]''|höfundur=Jón Trausti Reynisson|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
Morguninn 24. febrúar 2022 hófu Rússar allsherjarinnrás í Úkraínu. Innrásin fór fram bæði frá héruðunum í austurhluta landsins, frá Krímskaga og frá [[Hvíta-Rússland]]i með stuðningi stjórnar [[Alexander Lúkasjenkó|Alexanders Lúkasjenkó]].<ref>{{Vefheimild|titill=Bein lýsing - Innrás í Úkraínu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/bein-lysinginnras-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222226904d/sprengjum-rignir-yfir-kaenugard|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar|höfundur=
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason}}</ref>
Rússneski herinn gerði árás á olíubirgðastöð suður af Kýiv.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/oliubirgdastod-og-oliuleidsla-standa-i-ljosum-logum|titill=Olíubirgðastöð og olíuleiðsla standa í ljósum logum|útgefandi=[[RÚV]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|mánuður=27. febrúar|ár=2022|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
Í yfirlýsingu sinni um innrásina sagði Pútín markmið hennar vera að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá [[Nasismi|nasisma]]“ úr stjórn ríkisins.<ref>{{Vefheimild|titill=Markmiðið að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá nasismann“|url=https://www.visir.is/g/20222226950d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Atli Ísleifsson|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hugmyndin um að Úkraínu sé stýrt af [[Nýnasismi|nýnasistum]] hefur verið áberandi í rússneskum áróðri til réttlætingar innrásinni. Hún styðst sumpart við starfsemi nýnasískra öfgaþjóðernishreyfinga á borð við [[Azovsveitin]]a, sem hefur stöðu undirliðs í úkraínska þjóðvarðliðinu og hefur barist í [[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríðinu í austurhluta Úkraínu]] frá 2014.<ref>{{Vefheimild|titill=Öfgahægrivandinn ekki meiri í Úkraínu en í nágrannaríkjunum|url=https://kjarninn.is/skyring/ofgahaegrivandinn-ekki-meiri-i-ukrainu-en-i-nagrannarikjunum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Arnar Þór Ingólfsson |ár=2022|mánuður=6. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hreyfingin situr hins vegar ekki í ríkisstjórn Úkraínu og framboð tengt henni fékk enga kjörna fulltrúa í síðustu þingkosningum landsins. Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir ásakanir Pútíns um nasisma og hafa bent á að forseti landsins, [[Volodímír Selenskíj]], sé sjálfur [[Gyðingar|Gyðingur]] og hafi misst ættingja í [[Helförin]]ni.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar og Úkraínumenn skiptast á nasistaásökunum|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-og-ukrainumenn-skiptast-a-nasistaasokunum/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr |ár=2022|mánuður=26. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref>
Rússnesk stjórnvöld hafna því að um innrás sé að ræða og kalla átökin í Úkraínu ávallt „sérstaka hernaðaraðgerð.“<ref>{{Vefheimild|titill=Sprengjuárásir hafnar í Úkraínu|url=https://kjarninn.is/frettir/sprengjuarasir-hafnar-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Sunna Ósk Logadóttir|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref> Umfjöllun um innrásina hefur verið stranglega ritskoðuð innan Rússlands og þungar refsingar hafa verið lagðar við því að nota hugtökin stríð eða innrás um atburðina.<ref>{{Vefheimild|titill=Andóf í Rússlandi undir ægivaldi Pútíns|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/andof-i-russlandi-undir-aegivaldi-putins|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Anna Kristín Jónsdóttir|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Rússar loka á erlenda fjölmiðla|url=https://www.visir.is/g/20222230648d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|meðhöfundur=Samúel Karl Ólason |ár=2022|mánuður=4. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref>
===Mars===
[[Mynd:Russian bombardment on the outskirts of Kharkiv.jpg|thumb|right|Sprengjum er varpað á útjaðra [[Karkív]] þann 1. mars.]]
Rússar sátu um [[Karkív]], aðra stærstu borg landsins en mættu harðri mótstöðu. Ráðist var m.a. á ráðhúsið, hersjúkrahús og skóla.
<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/02/russneskir-fallhlifarhermenn-lentir-i-kharkiv|titill=Rússneskir fallhlífarhermenn lentir í Kharkiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|ár=2022|mánuður=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Harðar árásir voru á borgir í suðri, [[Kherson]] og [[Mariupol]], með eldflaugum og stórskotaliði.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222229781d/versti-dagur-stridsins-hingad-til|titill=Versti dagur stríðsins hingað til|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=2. mars|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir}}</ref> Í Kýiv var fjarskiptaturn sprengdur.<ref>{{Vefheimild|titill=
Sjónvarpsturninn sprengdur og útsendingar rofnar|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/01/sjonvarpsturninn_sprengdur_og_utsendingar_rofnar/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref>
Kherson féll í hendur rússneskra hermanna þann 3. mars, á áttunda degi innrásarinnar, og var þá fyrsta úkraínska stórborgin sem var hernumin.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/russar-hafa-hertekid-ukrainsku-hafnarborgina-kherson|titill=Rússar hafa hertekið úkraínsku hafnarborgina Kherson|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=3. mars|árskoðað=2022|mánuður=3. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
Flóttafólk streymdi til Evrópulanda frá Úkraínu, aðallega Póllands, voru þeir orðnir tæpar 2 milljónir 8. mars.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/08/yfir-1700000-hafa-fluid-ukrainu|titill=Yfir 1.700.000 hafa flúið Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=8. mars|árskoðað=2022|mánuður=8. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
Þann 11. mars voru gerðar loftárásir í borgum í norðvestri; [[Lútsk]] og [[Ívanó-Frankívsk]]. Einnig í [[Dnípró]] í miðhlutanum. Loftárás var gerð 13. mars á herflugvöll nærri [[Lviv]] við pólsku landamærin þar sem tugir létust. Úkraínumenn hófu gagnsókn á ýmsum stöðum t.d. vestur af Kýiv og tóku landsvæði aftur.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60847188 Ukraine war: Ukrainian fightback gains ground west of Kyiv] BBC, sótt 24. mars 2022</ref> Loftárás var gerð á rússneskt herskip við Berdjansk við Azovhaf.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60859337 Russian warship destroyed in occupied port of Berdyansk, says Ukraine] BBC skoðað 24. mars 2022</ref>
Mariupol var eyðilögð að mestu og flestir íbúanna flúðu. Rússar gerðu m.a. árás á leikhús þar sem borgarar höfðu flúið. Um 300 létust.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/25/ottast-ad-300-hafi-latist-i-aras-a-leikhus-i-mariupol|titill=Óttast að 300 hafi látist í árás á leikhús í Mariupol|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=25. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=25. mars|árskoðað=2022|höfundur=Bogi Ágústsson}}</ref> Flestir íbúanna höfðu flúið í lok mars og um 5.000 látist. 29. mars var gerð loftárás á stjórnarbyggingu í borginni [[Mykolaiv]] í suðri. Daginn eftir voru gerðar árásir á [[Tsjernihív]] í norðri.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-60925713 War in Ukraine: Russia launches new attacks after peace promise] BBC, sótt 30. mars 2022.</ref>
Undir lok marsmánaðar hófu rússneskar hersveitir undir stjórn hershöfðingjans [[Alexander Tsjaíjkó|Alexanders Tsjaíjkó]] að hörfa frá Kænugarði, sem hafði verið umsetinn frá því stuttu eftir að innrásin hófst.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-horfa-til-baka-til-ad-reyna-aftur-sidar-ad-umkringja-kaenugard/|titill=Rússar hörfa til baka til að umkringja Kænugarð síðar|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=29. mars|ár=2022|höfundur=Ari Brynjólfsson}}</ref> Þrátt fyrir að hafa ekki náð að hertaka höfuðborgina sögðust Rússar hafa náð upphaflegum markmiðum sínum og að þeir myndu nú einbeita sér að frelsun [[Donbas]]-héraðanna í austurhluta Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar segjast ætla að draga úr árásum við Kyiv
|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/29/russar-segjast-aetla-ad-draga-ur-arasum-vid-kyiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=30. mars|ár=2022|höfundur=Ólöf Rún Erlendsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222240094d|titill=Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=25. mars|ár=2022|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Vegna undanhalds Rússa endurheimtu Úkraínumenn mikið landsvæði í kringum Kænugarð, allt að 35 kílómetra austan við borgina.<ref>{{Vefheimild|titill=
Úkraínumenn spyrna til baka|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/25/ukrainumenn_spyrna_til_baka/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=25. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. mars}}</ref> Meðal annars endurheimtu úkraínskir hermenn bæinn [[Irpín]] þann 28. mars.<ref>{{Vefheimild|titill=
Úkraínski herinn endurheimtir Irpin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/ukrainski-herinn-endurheimtir-irpin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. apríl|höfundur=
Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref>
===Apríl===
Árás var gerð á hafnarborgina [[Ódesa]] í suðvesturhlutanum.
Eftir að Rússar hörfuðu frá úthverfum Kænugarðs tilkynnti úkraínski ríkissaksóknarinn [[Irína Venediktóva]] að lík 410 almennra borgara hefðu fundist á svæðunum sem Rússar höfðu haft umráð yfir. Einnig tilkynntu Úkraínumenn að 280 lík hefðu fundist í fjöldagröfum í borginni [[Bútsja]], sem Rússar höfðu hernumið en svo hörfað frá.<ref>{{Vefheimild|titill=
„410 lík finnast á víð og dreif við Kænugarð|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/410_lik_finnast_a_vid_og_dreif_vid_kaenugard/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref> Úkraínumenn sökuðu Rússa um að standa fyrir úthugsuðum fjöldamorðum á almennum borgurum á meðan þeir réðu yfir borginni en Rússar höfnuðu ásökununum.<ref>{{Vefheimild|titill=
„Úthugsuð fjöldamorð“
|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/uthugsud_fjoldamord/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref>
Rússar hófu sókn í austurhéruðunum eða [[Donbas]] og gerðu þar loftárásir eftir að hafa hörfað úr svæðum í norðri. Fólksflótti varð úr austurhéruðunum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/arasir-hardna-i-austurherudum-ukrainu Árásir harðna í austurhéruðum Úkraínu] RÚV, sótt 6. apríl 2022.</ref> Loftárás var gerð á almenna borgara á lestarstöð í borginni [[Kramatorsk]]. Tugir létust. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/08/tugir-letust-i-loftaras-a-jarnbrautarstod-i-donetsk Tugir létust í loftárás á járnbrautarstöð í Donetsk] RÚV, sótt 8/4 2022.</ref>
[[Ursula von der Leyen]] forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kom til fundar við Selenskí í Kýiv. Hún lofaði skjótri afgreiðslu ef Úkraína sækti um aðild að Evrópusambandinu og aukinni fjárhagsaðstoð við landið. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/09/ukraina-a-heima-i-evropufjolskyldunni Úkraína á heima í Evrópufjölskyldunni] RÚV, sótt 9/4 2022</ref>
[[Mynd:Russian cruiser Moskva.jpg|thumb|left|Rússneska beitiskipinu ''Moskvu'' var sökkt á Svartahafi af úkraínskum loftskeytum þann 14. apríl.]]
Þann 14. apríl gerði Úkraínuher loftárás á þriðja stærsta skip rússneska flotans, [[beitiskip]]ið ''Moskvu'', á Svartahafi.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61103927 Russian warship Moskva: What do we know?] BBC sótt 14. apríl 2022</ref> Staðfest var síðar sama dag að skipinu hefði verið sökkt.<ref>{{Vefheimild|titill=
Flaggskip Rússa í Svartahafi sokkið|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/14/flaggskip_russa_i_svartahafi_sokkid/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=14. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=14. mars}}</ref> Rússar sögðu að kviknað hafi í vopnageymslu skipsins og minntust ekki á loftárás.
Rússar hófu nýja stórsókn í austurhéruðum Úkraínu þann 19. apríl.<ref>{{Vefheimild|titill=Stórsókn Rússa í Donbas hafin|url=https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2022/04/18/storsokn_russa_i_donbas_hafin/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=19. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref>
Maríupol var umkringd af Rússum fyrir utan Azovstal-járnvinnsluverið þar sem úkraínskir hermenn og borgarar héldu til.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61175675 Mariupol steelworks: 'Block it so a fly can't pass,' Putin orders] BBC, sótt 23/4 2022</ref> Árásir á lestarstöðvar 25. apríl í vestur-Úkraínu var liður í því að stöðva vopnaflutninga til landsins að sögn Rússa.
26. apríl bárust fregnir af sprengingum í héraðinu [[Transnistría]] sem er innan [[Moldóva|Moldóvu]]. Leiðtogi rússneska þjóðarbrotsins þar sagði að Úkraínumenn hefðu staðið fyrir þeim en Úkraínumenn sögðu þetta vera átyllu fyrir árás í héraðið.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/27/asakanir-ganga-a-vixl-vegna-sprenginga-i-moldovu Ásakanir ganga á víxl vegna sprenginga í Moldóvu] RÚV, sótt 27/4</ref>
[[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór til fundar í Moskvu og Kænugarði til friðarumleitanna og ræddi við Pútín og Selenskíj. Á meðan Guterres var í Kænugarði voru loftárásir gerðar á borgina.
===Maí===
Byrjað var að hleypa borgurum frá Azovstal-verksmiðjunni en samningar um björgun hafa reynst erfiðir. Þann 7. maí bárust fregnir um að öllum almennum borgurum verið bjargað úr verksmiðjunni.<ref>{{Vefheimild|titill=Allir almennir borgarar farnir frá Azovstal verksmiðjunni|url=https://www.frettabladid.is/frettir/allir-almennir-borgarar-farnir-fra-azovstal-verksmidjunni/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Sigurjón Björn Torfason|ár=2022|mánuður=7. maí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. maí}}</ref>
Bardagar héldu áfram í Donbas og var skóli þar sem 90 héldu til sprengdur í bænum Bilohorivka með þeim afleiðingum að 60 létust<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61369229 Ukraine war: 60 people killed after bomb hits school, Zelensky says] BBC, sótt 9. maí 2022</ref>. Einnig voru gerðar loftárásir á Odesa meðal annars á íbúðablokkir og hótel.
Pútín hélt ræðu í Moskvu á sigurdeginum 9. maí þar sem minnst var sigurs á Nasistum í [[seinni heimsstyrjöld]]. Þar gagnrýndi hann Nató og Bandaríkin fyrir að stofna Rússlandi í hættu og réttlæti árásina á Úkraínu. Líkti hann enn fremur átökunum við seinni heimsstyrjöldina.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61380727 Ukraine War: Putin gives few clues in Victory Day speech] BBC, sótt 9. maí 2022</ref>
Úkraínumenn sögðust hafa hrakið Rússa frá Karkív, annarri stærstu borginni, 11. maí.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61378196 Russia pushed back from Kharkiv]BBC, sótt 12/5 2022</ref>
Rússar lýstu yfir sigri í Maríupol þegar síðustu úkraínsku hermennirnir voru handsamaðir í Azovstal-járnverinu. Árásir voru gerðar á vestræna vopnasendingu vestur af Kænugarði að sögn Rússa.
25. maí voru Rússar komnir nálægt borginni [[Sjevjerodonetsk]] í vestur-Luhansk og gerðu harðar árásir á hana. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/05/25/barist-vid-borgarmork-severodonetsk Barist við borgarmörk í Severodonetsk] RÚV, sótt 25. maí 2022</ref>
===Júní===
Miðpunktur bardaga var í kringum Sjevjerodonetsk í byrjun júní og sögðust Úkraínumenn hafa hrakið Rússa frá borginni. Rússar voru með sókn í átt að annarri borg í Donbas, Slovjansk. Loftárásir voru gerðar á austur-Kænugarð, í fyrsta sinn síðan í apríl, og sögðust Rússar hafa gert árás á skriðdrekasendingu frá Vesturlöndum. <ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61695244 Ukraine: Explosions shake Kyiv while battles rage in east] BBC, sótt 6/6 2022</ref>
Um miðjan júní höfðu Rússar náð yfirráðum yfir 80% af Sjevjerodonetsk og eyðilagt brýr sem voru flóttaleiðir úr borginni. <ref>[https://apnews.com/article/russia-ukraine-business-government-and-politics-01f6d1c027ce68791667ffaafb61e30c] AP, sótt 19/6 2022</ref>
Í lok mánaðarins var úkraínskum hermönnum skipað að yfirgefa borgina.
<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-61920708 Severodonetsk: Ukrainian forces told to retreat from key eastern city] BBC NEWS, sótt 24/6 2022</ref>
Þann 27. júní gerðu Rússar loftskeytaárás á verslunarmiðstöð í borginni [[Krementsjúk]] í miðhluta landsins þar sem nálægt 1000 manns voru. 20 manns létust og tugir særðust. Rússar sögðust hafa gert árás á vopnageymslu við hliðina á verslunarmiðstöðinni.
Íbúum í nálægri borg, [[Lysytsjansk]], var gert að flýja hana. <ref>[https://edition.cnn.com/europe/live-news/russia-ukraine-war-news-06-27-22/h_1ccdc77f65fccf9560551846ef07d664 Civilians in Lysychansk urged to evacuate as Russian forces close in] CNN, sótt 27. júní 2022</ref> Síðustu dagana í júní voru gerðar miklar loftárásir á borgina. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/innikroud-i-lysytsjansk-vegna-linnulausra-loftarasa Innikróuð í Lysytsjansk vegna linnulausra loftárása] RÚV, sótt 30/6 2022</ref>
30. júní lýstu Úkraínumenn yfir að þeir hefðu náð Snákaeyju í Svartahafi af Rússum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/russneski-herinn-yfirgefur-snakaeyju Rússneski herinn yfirgefur Snákaeyju] Rúv, sótt 30/6 2022</ref>
===Júlí===
Þann 1. júlí var gerð loftárás á íbúðabyggð og tómstundasvæði í Odesa þar sem um 20 manns létust. Rússar hófu að flytja korn sem þeir sölsuðu undir sig frá herteknum svæðum, þ.e. höfninni í Berdyansk.
Rússar sögðust hafa náð Lysytsjansk 3. júlí en Úkraínumenn neituðu því fyrst. Síðar sagði talsmaður úkraínska hersins að herinn hefði hörfað. <ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62030051 BBC News - Ukraine confirms Russia captured eastern city Lysychansk] BBC, sótt 3/7 2022</ref>
Þrír létust í sprengingum í rússnesku borginni Belgorod nálægt landamærum Úkraínu. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert árásina. <ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62025541 BBC News - Ukraine blamed by Russia for deadly blast in border city of Belgorod] BBC, sótt 3/7 2022</ref>
Borgirnar [[Slovjansk]] og [[Kramatorsk]] voru þær einu af stærri borgum í Donetsk sem voru í höndum Úkraínumanna eftir 3. júlí.
Rússar gerðu árásir á smærri þéttbýlisstaði, 35 létust í loftárás á fjölbýlishúsi í Tsjasív Jar 9. júlí.
Iryna Veresjtjuk, aðstoðarráðherra, hvatti íbúa vestur af Donbas í borgunum [[Kherson]] og [[Zaporízjzja]] til forða sér. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/07/10/15-forust-i-flugskeytaaras-a-fjolbylishus 15 fórust í flugskeytaárás á fjölbýlishús]RÚV, sótt 10/7 2022</ref> Úkraínumenn gerðu loftárás 12. júlí á vöruhús austur af Kherson, í borginni Nova Kakhovka, þar sem þeir sögðu Rússa geyma skotfæri. <ref>https://www.bbc.com/news/world-europe-62132441 Ukraine claims arms depot attack in occupied Kherson with Himars rockets] BBC, skoðað 12/7 2022</ref>
Loftskeytaárásir á borgina [[Vínnytsja]] í vesturhluta landsins voru gerðar um miðjan júlí þar sem tugir létust.
Þrátt fyrir að hafa gert samning um kornútflutning við Úkraínu í lok júlí gerðu Rússar árásir á höfnina í Odesa þar sem útflutningur fór fram.<ref>
[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62276392 BBC News - Ukraine war: Explosions rock Ukrainian port hours after grain deal] BBC, sótt 23/7 2022</ref>
==Friðarumleitanir==
Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna hafa rætt mögulegt vopnahlé eða friðarsamninga með hléum frá 27. febrúar. Fyrsti fundur sendinefndanna fór fram nærri landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands við [[Pripjat]].<ref>{{Vefheimild|titill=Fallast á viðræður við hvítrússnesku landamærin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fallast-a-vidraedur-vid-hvitrussnesku-landamaerin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=27. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr}}</ref> Í mars funduðu sendinefndir ríkjanna í [[Istanbúl]] í [[Tyrkland]]i. Úkraínumenn hafa sagst viljugir til að ganga að sumum kröfum Rússa eins og að gerast ekki aðilar að Atlantshafsbandalaginu og að Úkraína verði hlutlaust ríki með tilliti til öryggissjónarmiða.<ref>{{Vefheimild|titill=„Raunsærri“ friðarviðræður milli Úkraínu og Rússlands|url=https://www.frettabladid.is/frettir/raunsaerri-fridarvidraedur-milli-ukrainu-og-russlands/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Urður Ýrr Brynjólfsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Friðarviðræður hefjast á ný: Segir Úkraínu til í hlutleysi|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fridarvidraedur-hefjast-a-ny-segir-ukrainu-til-i-hlutleysi/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson}}</ref> Úkraínumenn hafa hins vegar hafnað því að gefa eftir landsvæði innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra sinna sem Rússar eða alþýðulýðveldin í Donbas gera tilkall til.<ref>{{Vefheimild|titill=Gefur ekki eftir metra af landi|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/31/gefur_ekki_eftir_metra_af_landi/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=31. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl}}</ref>
==Viðbrögð==
[[Mynd:We Stand with Ukraine 2022 Helsinki - Finland (51906116955).jpg|thumb|right|Mótmæli gegn innrásinni í [[Helsinki]].]]
[[Mynd:Z symbol flash mob at Platinum Arena in Khabarovsk.jpg|thumb|right|Meðlimir í ungliðahreyfingu [[Sameinað Rússland|Sameinaðs Rússlands]] í [[Kabarovsk]] stilla sér upp í Z til að lýsa yfir stuðningi við innrásina.]]
===Fordæmingar og efnahagsrefsingar===
Evrópusambandið tilkynnti að það myndi setja á hörðustu efnahagslegu refsingar í sögu sambandsins. Úrslitaleikur [[Meistaradeild Evrópu|Meistaradeildar Evrópu]] var færður frá [[Sankti Pétursborg]], [[Formúla 1]] frá [[Sotsjí]] og Rússum meinuð þátttaka í íþróttakeppnum og í söngvakeppninni [[Eurovision]]. Flugfélaginu [[Aeroflot]] var bannað að fljúga til Bretlands og önnur Evrópulönd fylgdu í kjölfarið og bönnuðu Rússum að fljúga um evrópska lofthelgi. Eignir og bankareikningar rússneskra auðkýfinga voru fryst. Rússneskum bönkum var meinað af ESB, Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum að notast við [[SWIFT]]-millifærslukerfið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.bbc.com/news/world-60542433|titill=West to cut some Russian banks off from Swift|útgefandi=[[BBC]]|mánuðurskoðað=27. febrúar|árskoðað=2022|ár=2022|tungumál=enska}}</ref> [[Visa]] og [[Mastercard]] hættu starfsemi í Rússlandi og mörg fjölþjóðafyrirtæki eins og [[IKEA]] og [[Samsung]].
Rússlandi var vikið úr [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] vegna innrásarinnar þann 25. febrúar 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=
Þórdís Kolbrún fagnar brottvikningu Rússa úr Evrópuráðinu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russlandi-vikid-ur-evropuradinu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=25. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur=
Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref> Þann 2. mars samþykkti [[allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna]] á sérstökum neyðarfundi ályktun þar sem innrás Rússa í Úkraínu var „hörmuð“ og stríðsaðilar hvattir til að leggja niður vopnin. [[Kína]] og [[Indland]] sátu hjá og Rússland, [[Hvíta-Rússland]], [[Eritrea]], [[Norður-Kórea]] og [[Sýrland]] greiddu atkvæði á móti. [[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir að innrásin væri brot á [[Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna|stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=
Allsherjarþingið gagnrýnir innrás Rússa í Úkraínu|url=https://unric.org/is/allsherjarthingid-gagnrynir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|vefsíða=unric.org}}</ref> Þann 7. apríl var Rússland jafnframt rekið úr [[Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna|mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=
Rússland rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/07/russland_rekid_ur_mannrettindaradi_sameinudu_thjoda/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=7. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. apríl}}</ref>
Fjöldi sendiráðsstarfsmanna hefur verið rekinn úr Evrópulöndum.
===Mótmæli===
Mótmæli voru víða um heim og við sendiráðsbústað Rússlands við [[Túngata|Túngötu]] þann 24. febrúar, næstu daga og reglulega eftir það.<ref>{{Vefheimild|titill=
Mótmæltu „ofbeldi og yfirgangi“
við rússneska sendiráðið|url=https://stundin.is/grein/14857/motmaeltu-vid-sendirad-russlands/|útgefandi=''[[Stundin]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur=Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson|höfundur2=Jón Trausti Reynisson}}</ref>
===Flóttamenn og mannúðaraðstoð===
Nálægt 9 milljónir hafa farið yfir landamærin frá Úkraínu frá því að innrásin hófst, flestir til [[Pólland]]s. Yfir 5,7 milljónir hafa sótt um flóttamannastöðu í Evrópu. <ref>[http://data2.unhcr.org/en/situations/ukraine Ukraine refugee situation] Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna </ref> Einnig hafa yfir 8 milljónir flúið innan Úkraínu. Flóttafólkið var mestmegnis konur og börn en 18-60 ára karlmenn voru skyldugir til að vera eftir í landinu því til varnar.
Við landamæri Pólland, Rúmeníu, Ungverjalands, Slóvakíu og Moldóvu var flóttamannastraumur. Evrópusambandið sagðist ætla að taka á móti flóttamönnum næstu 3 ár án þess að þeir þyrftu að sækja um vernd.
Á Íslandi höfðu rúm 1.200 sótt um vernd í júní 2022.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/22/aldrei-fleira-flottafolk-komid-til-landsins Aldrei fleira flóttafólk til landsins] ruv.is, sótt 23. júní 2022.</ref>
===Hernaðarstuðningur===
Evrópusambandið fjármagnar kaup á vopnum og flutning þeirra til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/esb-fjarmagnar-vopnaflutning-til-ukrainu|titill=ESB fjármagnar vopnaflutning til Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=27. febrúar|höfundur=Alexander Kristjánsson}}</ref>
Bandaríkin hafa einnig séð Úkraínu fyrir vopnum, jafnvel 2 mánuðum fyrir stríðið. <ref>[https://www.reuters.com/world/us/biden-authorizes-200-mln-new-weapons-military-training-ukraine-2022-03-12/ US rushing $200 in weapons for Ukraines defense] Reuters, 16. mars 2022</ref>
NATÓ ákvað að auka viðbúnað sinn í Austur-Evrópu og senda þangað 40.000 hermenn.
Í byrjun apríl sendi [[Tékkland]] skriðdreka til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fyrsta-nato-rikid-sendir-skriddreka-til-ukrainu/|titill=Fyrsta NATÓ-ríkið sendir skriðdreka til Úkraínu|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson|ár=2022|mánuður=6. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=6. apríl}}</ref>
===Stuðningur við innrásina===
Á vikunum eftir að innrásin hófst varð bókstafurinn [[Z]] stuðningstákn við innrásina og við Vladímír Pútín. Ástæðan er sú að stafurinn var ritaður á marga af skriðdrekum og herbílum Rússa í Úkraínu sem myndir náðust af í aðdraganda innrásarinnar. Uppruni þessarar notkunar Z, sem ekki er til í [[Kýrillískt stafróf|kyrillíska stafrófinu]], er óljós, en stafurinn hefur verið notaður til að merkja rússnesk herfarartæki ásamt öðrum bókstöfum eins og O, X, A og V. Herbílar og skriðdrekar sem merktir eru með Z tilheyra eystri herdeild rússneska hersins.<ref>{{Vefheimild|titill=Hvernig „Z“ varð að yfirlýstu stuðningstákni við innrásina í Úkraínu
|url=https://kjarninn.is/skyring/hvernig-z-vard-ad-yfirlystu-studningstakni-vid-innrasina-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Erla María Markúsdóttir|ár=2022|mánuður=15. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Rússneska varnarmálaráðuneytið segir bókstafinn standa fyrir „za pobedij“ (til sigurs), „za mir“ (fyrir frið), „za nashikh“ (fyrir þjóð okkar) og fleira.<ref>{{Vefheimild|titill=Áróðursbókstafnum Z dreift til stuðnings Úkraínustríðinu|url=https://vardberg.is/frettir/arodursbokstafnum-z-dreift-til-studnings-ukrainustridinu/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2022|mánuður=8. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref>
==Tilvísanir==
<references responsive="" />
[[Flokkur:Innrásir]]
[[Flokkur:Stríð Rússlands og Úkraínu]]
[[Flokkur:2022]]
[[Flokkur:Saga Rússlands]]
[[Flokkur:Saga Úkraínu]]
[[Flokkur:Stríð á 21. öld]]
0nsphq3sfgbw3hor0x7gmueedosgby7
1761657
1761656
2022-07-23T14:10:30Z
Berserkur
10188
/* Flóttamenn og mannúðaraðstoð */
wikitext
text/x-wiki
{{líðandi stund}}
{{stríðsátök
| conflict = Innrás Rússa í Úkraínu 2022
| partof = [[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríði Rússlands og Úkraínu]]
|image=2022 Russian invasion of Ukraine.svg
|image_size=250px
|caption= Árásir á Úkraínu
|place=[[Úkraína]]
|date=[[24. febrúar]] [[2022]] –
|combatant1={{RUS}} [[Rússland]]<br>[[File:Flag of Donetsk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Donetsk]]<br>[[File:Flag of the Luhansk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Luhansk]]<br>'''Stuðningur:'''<br>{{BLR}} [[Hvíta-Rússland]]
|combatant2={{UKR}} [[Úkraína]]
|commander1= {{RUS}} [[Vladímír Pútín]]<br>{{RUS}} [[Mikhaíl Misjústín]]<br>{{RUS}} [[Sergei Sjoígú]]<br>{{RUS}} [[Sergei Lavrov]]<br>{{RUS}} [[Alexander Dvornikov]] <br>{{RUS}} [[Ramzan Kadyrov]]<br>{{BLR}} [[Alexander Lúkasjenkó]]
|commander2= {{UKR}} [[Volodímír Selenskíj]]<br>{{UKR}} [[Denys Sjmyhal]]<br>{{UKR}} [[Vitalí Klitsjkó]]<br>{{UKR}} [[Dmítró Kúleba]]<br>{{UKR}} [[Írýna Vereshjúk]]<br>{{UKR}} [[Oleksíj Rezníkov]]
|strength1={{Collapsible list|title=Sjá lista|'''{{RUS}} Rússland:'''
* 900.000 (fastaher)
* 554.000 (hernaðarhreyfingar)
* 2.000.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021">{{cite book |title=The military balance 2021 |date=2021 |publisher=[[International Institute for Strategic Studies]] |location=Abingdon, Oxon |isbn=978-1032012278}}</ref>
* Þ. á m. 175.000<ref>{{cite news|url=https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |author-last1=Julian E. |author-first1=Barnes |author-last2=Michael |author-first2=Crowley |author-last3=Eric |author-first3=Schmitt |title=Russia Positioning Helicopters, in Possible Sign of Ukraine Plans|date=10 January 2022|website=[[The New York Times]] |access-date=20 January 2022 |archive-date=22 January 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220122100818/https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |url-status=live |url-access=subscription |language=en |quote=American officials had expected additional Russian troops to stream toward the Ukrainian border in December and early January, building toward a force of 175,000.}}</ref>–190.000<ref>{{cite news|author-last=Bengali |author-first=Shashank |date=18 February 2022|title=The U.S. says Russia's troop buildup could be as high as 190,000 in and near Ukraine. |language=en-US |work=The New York Times |url=https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news|access-date=18 February 2022 |url-access=subscription |archive-date=18 February 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220218063637/https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news |url-status=live}}</ref> við úkraínsku landamærin}}
|strength2={{Collapsible list|title=Sjá lista|
* '''{{UKR}} Úkraína:'''
* 209.000 (fastaher)
* 102.000 (hernaðarhreyfingar)
* 900.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021" />}}
|casualties1={{small|Alls um 16.000+ drepnir (skv. BNA)<br>37.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br>Um 1.300 drepnir (skv. Rússum)}}
|casualties2={{small|Alls um 2.000-4.000 (skv. BNA)<br> 2.500-3.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br> 23.000 skv. Rússum}}
| casualties3='''Almennir borgarar drepnir: Um 12.000-28.000 (skv. Úkraínu)
}}
Þann 24. febrúar 2022 gerðu [[Rússland|Rússar]] '''innrás í [[Úkraína|Úkraínu]]'''. Innrásin er hluti af [[Stríð Rússlands og Úkraínu|hernaðardeilum á milli ríkjanna]] sem hafa staðið yfir frá árinu 2014. Stríðið skapaði milljóna manna flóttamannastraum sem var sá mesti frá [[seinni heimsstyrjöld]].
==Aðdragandi==
{{aðalgrein|Evrómajdan|Úkraínska byltingin 2014|Krímskagakreppan 2014}}
Átök Rússlands og Úkraínu má rekja aftur til ársins 2014, til [[Evrómajdan]]-mótmælanna og [[Úkraínska byltingin 2014|úkraínsku byltingarinnar]] þar sem forsetanum [[Viktor Janúkóvitsj]] var steypt af stóli. Janúkóvitsj hafði verið náinn bandamaður ríkisstjórnar Rússlands og [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] Rússlandsforseta, og hafði í aðdraganda mótmælanna hætt við fyrirhugað samkomulag um nánara samband Úkraínu við [[Evrópusambandið]].<ref>{{Vefheimild|titill=Enn mótmælt í Kænugarði|url=https://www.ruv.is/frett/enn-motmaelt-i-kaenugardi-0|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2013|mánuður=13. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref>
Eftir að Janúkóvitsj var steypt af stóli sendu Rússar herlið á [[Krímskagi|Krímskaga]] og héldu þar atkvæðagreiðslu sem leiddi til þess að Krímskagi var formlega innlimaður inn í rússneska sambandsríkið.<ref>{{Vefheimild |titill=Krímskagi formlega orðinn hluti af Rússlandi |mánuður=21. mars|ár=2014|mánuðurskoðað=24. febrúar|árskoðað=2022|útgefandi=''[[Vísir|Vísir]]''|url=http://www.visir.is/g/2014140329782}}</ref> Árið 2014 hófust jafnframt uppreisnir í austurhluta Úkraínu, þar sem meirihluti íbúa er [[Rússneska|rússneskumælandi]].<ref>{{Tímarit.is|6161282|Fasistar og hryðjuverkamenn|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðsteinn Bjarnason|útgáfudagsetning=30. ágúst 2014|blaðsíða=28}}</ref> Aðskilnaðarsinnarnir í austurhluta Úkraínu lýstu yfir stofnun sjálfstæðra „alþýðulýðvelda“ í [[Donetsk]] og [[Luhansk]]. Rússar veittu aðskilnaðarsinnunum aðstoð en stjórnvöld í Rússlandi neituðu því jafnan að um væri að ræða rússneska stjórnarhermenn.<ref>{{Tímarit.is|6916370|Hyggjast stofna Litla Rússland|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=1. ágúst 2017|blaðsíða=17}}</ref><ref>{{Tímarit.is|6334764|Efast um að friður komist á|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=13. febrúar 2015|blaðsíða=24}}</ref>
==Innrásin==
[[Mynd:Житловий будинок на вул. Лобановського, 6-А після обстрілу.jpg|thumb|left|Þann 26. febrúar hæfði rússnesk eldflaug blokk í Kænugarði.]]
Undir lok ársins 2021 og í byrjun ársins 2022 söfnuðu Rússar tæplega 200.000 manna herliði við landamæri Úkraínu, sem vakti ótta í Úkraínu og á Vesturlöndum um að Pútín hygðist fyrirskipa innrás í landið.<ref>{{Vefheimild|titill=Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/04/ottinn-vid-innras-russa-i-ukrainu-magnast-enn|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson|ár=2021|mánuður=4. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Rússnesk stjórnvöld þvertóku ítrekað fyrir að innrás væri yfirvofandi en ráðamenn þar lögðu jafnframt fram kröfur um að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] um alla framtíð og að bandalagið fjarlægði alla hermenn og öll vopn sín úr [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]].<ref>{{Vefheimild|titill=Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222224189d/segja-russa-naer-thvi-ad-gera-innras-i-ukrainu|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Samúel Karl Ólason|ár=2022|mánuður=17. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
===Febrúar===
Þann 21. febrúar viðurkenndi Pútín sjálfstæði [[Alþýðulýðveldið Donetsk|Alþýðulýðveldanna Donetsk]] og [[Alþýðuýðveldið Luhansk|Luhansk]], héraða rússneskumælandi aðskilnaðarsinna sem höfðu klofið sig frá Úkraínu árið 2014 með stuðningi Rússa.<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín viðurkennir sjálfstæði Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/putin-vidurkennir-sjalfstaedi-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=22. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Pútín sendi í kjölfarið rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að gegna „friðargæslu“ í Donetsk og Luhansk.<ref>{{Vefheimild|titill=Hefur þegar skipað hernum inn í Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/hefur-thegar-skipad-hernum-inn-i-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Í ræðu sem Pútín hélt við viðurkenningu sína á sjálfstæði héraðanna efaðist hann um sögulegar forsendur fyrir Úkraínu sem sjálfstæðu ríki og sakaði stjórnvöld þar um að fremja þjóðarmorð.<ref>{{Vefheimild|titill=Eldræða Pútíns réttlætir innrás
Rússa í Úkraínu - herlið sent af stað|url=https://stundin.is/grein/14821/eldmessa-putins-rettlaetir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Stundin]]''|höfundur=Jón Trausti Reynisson|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
Morguninn 24. febrúar 2022 hófu Rússar allsherjarinnrás í Úkraínu. Innrásin fór fram bæði frá héruðunum í austurhluta landsins, frá Krímskaga og frá [[Hvíta-Rússland]]i með stuðningi stjórnar [[Alexander Lúkasjenkó|Alexanders Lúkasjenkó]].<ref>{{Vefheimild|titill=Bein lýsing - Innrás í Úkraínu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/bein-lysinginnras-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222226904d/sprengjum-rignir-yfir-kaenugard|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar|höfundur=
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason}}</ref>
Rússneski herinn gerði árás á olíubirgðastöð suður af Kýiv.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/oliubirgdastod-og-oliuleidsla-standa-i-ljosum-logum|titill=Olíubirgðastöð og olíuleiðsla standa í ljósum logum|útgefandi=[[RÚV]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|mánuður=27. febrúar|ár=2022|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
Í yfirlýsingu sinni um innrásina sagði Pútín markmið hennar vera að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá [[Nasismi|nasisma]]“ úr stjórn ríkisins.<ref>{{Vefheimild|titill=Markmiðið að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá nasismann“|url=https://www.visir.is/g/20222226950d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Atli Ísleifsson|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hugmyndin um að Úkraínu sé stýrt af [[Nýnasismi|nýnasistum]] hefur verið áberandi í rússneskum áróðri til réttlætingar innrásinni. Hún styðst sumpart við starfsemi nýnasískra öfgaþjóðernishreyfinga á borð við [[Azovsveitin]]a, sem hefur stöðu undirliðs í úkraínska þjóðvarðliðinu og hefur barist í [[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríðinu í austurhluta Úkraínu]] frá 2014.<ref>{{Vefheimild|titill=Öfgahægrivandinn ekki meiri í Úkraínu en í nágrannaríkjunum|url=https://kjarninn.is/skyring/ofgahaegrivandinn-ekki-meiri-i-ukrainu-en-i-nagrannarikjunum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Arnar Þór Ingólfsson |ár=2022|mánuður=6. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hreyfingin situr hins vegar ekki í ríkisstjórn Úkraínu og framboð tengt henni fékk enga kjörna fulltrúa í síðustu þingkosningum landsins. Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir ásakanir Pútíns um nasisma og hafa bent á að forseti landsins, [[Volodímír Selenskíj]], sé sjálfur [[Gyðingar|Gyðingur]] og hafi misst ættingja í [[Helförin]]ni.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar og Úkraínumenn skiptast á nasistaásökunum|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-og-ukrainumenn-skiptast-a-nasistaasokunum/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr |ár=2022|mánuður=26. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref>
Rússnesk stjórnvöld hafna því að um innrás sé að ræða og kalla átökin í Úkraínu ávallt „sérstaka hernaðaraðgerð.“<ref>{{Vefheimild|titill=Sprengjuárásir hafnar í Úkraínu|url=https://kjarninn.is/frettir/sprengjuarasir-hafnar-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Sunna Ósk Logadóttir|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref> Umfjöllun um innrásina hefur verið stranglega ritskoðuð innan Rússlands og þungar refsingar hafa verið lagðar við því að nota hugtökin stríð eða innrás um atburðina.<ref>{{Vefheimild|titill=Andóf í Rússlandi undir ægivaldi Pútíns|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/andof-i-russlandi-undir-aegivaldi-putins|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Anna Kristín Jónsdóttir|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Rússar loka á erlenda fjölmiðla|url=https://www.visir.is/g/20222230648d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|meðhöfundur=Samúel Karl Ólason |ár=2022|mánuður=4. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref>
===Mars===
[[Mynd:Russian bombardment on the outskirts of Kharkiv.jpg|thumb|right|Sprengjum er varpað á útjaðra [[Karkív]] þann 1. mars.]]
Rússar sátu um [[Karkív]], aðra stærstu borg landsins en mættu harðri mótstöðu. Ráðist var m.a. á ráðhúsið, hersjúkrahús og skóla.
<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/02/russneskir-fallhlifarhermenn-lentir-i-kharkiv|titill=Rússneskir fallhlífarhermenn lentir í Kharkiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|ár=2022|mánuður=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Harðar árásir voru á borgir í suðri, [[Kherson]] og [[Mariupol]], með eldflaugum og stórskotaliði.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222229781d/versti-dagur-stridsins-hingad-til|titill=Versti dagur stríðsins hingað til|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=2. mars|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir}}</ref> Í Kýiv var fjarskiptaturn sprengdur.<ref>{{Vefheimild|titill=
Sjónvarpsturninn sprengdur og útsendingar rofnar|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/01/sjonvarpsturninn_sprengdur_og_utsendingar_rofnar/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref>
Kherson féll í hendur rússneskra hermanna þann 3. mars, á áttunda degi innrásarinnar, og var þá fyrsta úkraínska stórborgin sem var hernumin.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/russar-hafa-hertekid-ukrainsku-hafnarborgina-kherson|titill=Rússar hafa hertekið úkraínsku hafnarborgina Kherson|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=3. mars|árskoðað=2022|mánuður=3. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
Flóttafólk streymdi til Evrópulanda frá Úkraínu, aðallega Póllands, voru þeir orðnir tæpar 2 milljónir 8. mars.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/08/yfir-1700000-hafa-fluid-ukrainu|titill=Yfir 1.700.000 hafa flúið Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=8. mars|árskoðað=2022|mánuður=8. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
Þann 11. mars voru gerðar loftárásir í borgum í norðvestri; [[Lútsk]] og [[Ívanó-Frankívsk]]. Einnig í [[Dnípró]] í miðhlutanum. Loftárás var gerð 13. mars á herflugvöll nærri [[Lviv]] við pólsku landamærin þar sem tugir létust. Úkraínumenn hófu gagnsókn á ýmsum stöðum t.d. vestur af Kýiv og tóku landsvæði aftur.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60847188 Ukraine war: Ukrainian fightback gains ground west of Kyiv] BBC, sótt 24. mars 2022</ref> Loftárás var gerð á rússneskt herskip við Berdjansk við Azovhaf.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60859337 Russian warship destroyed in occupied port of Berdyansk, says Ukraine] BBC skoðað 24. mars 2022</ref>
Mariupol var eyðilögð að mestu og flestir íbúanna flúðu. Rússar gerðu m.a. árás á leikhús þar sem borgarar höfðu flúið. Um 300 létust.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/25/ottast-ad-300-hafi-latist-i-aras-a-leikhus-i-mariupol|titill=Óttast að 300 hafi látist í árás á leikhús í Mariupol|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=25. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=25. mars|árskoðað=2022|höfundur=Bogi Ágústsson}}</ref> Flestir íbúanna höfðu flúið í lok mars og um 5.000 látist. 29. mars var gerð loftárás á stjórnarbyggingu í borginni [[Mykolaiv]] í suðri. Daginn eftir voru gerðar árásir á [[Tsjernihív]] í norðri.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-60925713 War in Ukraine: Russia launches new attacks after peace promise] BBC, sótt 30. mars 2022.</ref>
Undir lok marsmánaðar hófu rússneskar hersveitir undir stjórn hershöfðingjans [[Alexander Tsjaíjkó|Alexanders Tsjaíjkó]] að hörfa frá Kænugarði, sem hafði verið umsetinn frá því stuttu eftir að innrásin hófst.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-horfa-til-baka-til-ad-reyna-aftur-sidar-ad-umkringja-kaenugard/|titill=Rússar hörfa til baka til að umkringja Kænugarð síðar|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=29. mars|ár=2022|höfundur=Ari Brynjólfsson}}</ref> Þrátt fyrir að hafa ekki náð að hertaka höfuðborgina sögðust Rússar hafa náð upphaflegum markmiðum sínum og að þeir myndu nú einbeita sér að frelsun [[Donbas]]-héraðanna í austurhluta Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar segjast ætla að draga úr árásum við Kyiv
|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/29/russar-segjast-aetla-ad-draga-ur-arasum-vid-kyiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=30. mars|ár=2022|höfundur=Ólöf Rún Erlendsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222240094d|titill=Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=25. mars|ár=2022|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Vegna undanhalds Rússa endurheimtu Úkraínumenn mikið landsvæði í kringum Kænugarð, allt að 35 kílómetra austan við borgina.<ref>{{Vefheimild|titill=
Úkraínumenn spyrna til baka|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/25/ukrainumenn_spyrna_til_baka/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=25. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. mars}}</ref> Meðal annars endurheimtu úkraínskir hermenn bæinn [[Irpín]] þann 28. mars.<ref>{{Vefheimild|titill=
Úkraínski herinn endurheimtir Irpin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/ukrainski-herinn-endurheimtir-irpin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. apríl|höfundur=
Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref>
===Apríl===
Árás var gerð á hafnarborgina [[Ódesa]] í suðvesturhlutanum.
Eftir að Rússar hörfuðu frá úthverfum Kænugarðs tilkynnti úkraínski ríkissaksóknarinn [[Irína Venediktóva]] að lík 410 almennra borgara hefðu fundist á svæðunum sem Rússar höfðu haft umráð yfir. Einnig tilkynntu Úkraínumenn að 280 lík hefðu fundist í fjöldagröfum í borginni [[Bútsja]], sem Rússar höfðu hernumið en svo hörfað frá.<ref>{{Vefheimild|titill=
„410 lík finnast á víð og dreif við Kænugarð|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/410_lik_finnast_a_vid_og_dreif_vid_kaenugard/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref> Úkraínumenn sökuðu Rússa um að standa fyrir úthugsuðum fjöldamorðum á almennum borgurum á meðan þeir réðu yfir borginni en Rússar höfnuðu ásökununum.<ref>{{Vefheimild|titill=
„Úthugsuð fjöldamorð“
|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/uthugsud_fjoldamord/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref>
Rússar hófu sókn í austurhéruðunum eða [[Donbas]] og gerðu þar loftárásir eftir að hafa hörfað úr svæðum í norðri. Fólksflótti varð úr austurhéruðunum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/arasir-hardna-i-austurherudum-ukrainu Árásir harðna í austurhéruðum Úkraínu] RÚV, sótt 6. apríl 2022.</ref> Loftárás var gerð á almenna borgara á lestarstöð í borginni [[Kramatorsk]]. Tugir létust. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/08/tugir-letust-i-loftaras-a-jarnbrautarstod-i-donetsk Tugir létust í loftárás á járnbrautarstöð í Donetsk] RÚV, sótt 8/4 2022.</ref>
[[Ursula von der Leyen]] forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kom til fundar við Selenskí í Kýiv. Hún lofaði skjótri afgreiðslu ef Úkraína sækti um aðild að Evrópusambandinu og aukinni fjárhagsaðstoð við landið. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/09/ukraina-a-heima-i-evropufjolskyldunni Úkraína á heima í Evrópufjölskyldunni] RÚV, sótt 9/4 2022</ref>
[[Mynd:Russian cruiser Moskva.jpg|thumb|left|Rússneska beitiskipinu ''Moskvu'' var sökkt á Svartahafi af úkraínskum loftskeytum þann 14. apríl.]]
Þann 14. apríl gerði Úkraínuher loftárás á þriðja stærsta skip rússneska flotans, [[beitiskip]]ið ''Moskvu'', á Svartahafi.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61103927 Russian warship Moskva: What do we know?] BBC sótt 14. apríl 2022</ref> Staðfest var síðar sama dag að skipinu hefði verið sökkt.<ref>{{Vefheimild|titill=
Flaggskip Rússa í Svartahafi sokkið|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/14/flaggskip_russa_i_svartahafi_sokkid/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=14. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=14. mars}}</ref> Rússar sögðu að kviknað hafi í vopnageymslu skipsins og minntust ekki á loftárás.
Rússar hófu nýja stórsókn í austurhéruðum Úkraínu þann 19. apríl.<ref>{{Vefheimild|titill=Stórsókn Rússa í Donbas hafin|url=https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2022/04/18/storsokn_russa_i_donbas_hafin/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=19. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref>
Maríupol var umkringd af Rússum fyrir utan Azovstal-járnvinnsluverið þar sem úkraínskir hermenn og borgarar héldu til.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61175675 Mariupol steelworks: 'Block it so a fly can't pass,' Putin orders] BBC, sótt 23/4 2022</ref> Árásir á lestarstöðvar 25. apríl í vestur-Úkraínu var liður í því að stöðva vopnaflutninga til landsins að sögn Rússa.
26. apríl bárust fregnir af sprengingum í héraðinu [[Transnistría]] sem er innan [[Moldóva|Moldóvu]]. Leiðtogi rússneska þjóðarbrotsins þar sagði að Úkraínumenn hefðu staðið fyrir þeim en Úkraínumenn sögðu þetta vera átyllu fyrir árás í héraðið.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/27/asakanir-ganga-a-vixl-vegna-sprenginga-i-moldovu Ásakanir ganga á víxl vegna sprenginga í Moldóvu] RÚV, sótt 27/4</ref>
[[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór til fundar í Moskvu og Kænugarði til friðarumleitanna og ræddi við Pútín og Selenskíj. Á meðan Guterres var í Kænugarði voru loftárásir gerðar á borgina.
===Maí===
Byrjað var að hleypa borgurum frá Azovstal-verksmiðjunni en samningar um björgun hafa reynst erfiðir. Þann 7. maí bárust fregnir um að öllum almennum borgurum verið bjargað úr verksmiðjunni.<ref>{{Vefheimild|titill=Allir almennir borgarar farnir frá Azovstal verksmiðjunni|url=https://www.frettabladid.is/frettir/allir-almennir-borgarar-farnir-fra-azovstal-verksmidjunni/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Sigurjón Björn Torfason|ár=2022|mánuður=7. maí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. maí}}</ref>
Bardagar héldu áfram í Donbas og var skóli þar sem 90 héldu til sprengdur í bænum Bilohorivka með þeim afleiðingum að 60 létust<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61369229 Ukraine war: 60 people killed after bomb hits school, Zelensky says] BBC, sótt 9. maí 2022</ref>. Einnig voru gerðar loftárásir á Odesa meðal annars á íbúðablokkir og hótel.
Pútín hélt ræðu í Moskvu á sigurdeginum 9. maí þar sem minnst var sigurs á Nasistum í [[seinni heimsstyrjöld]]. Þar gagnrýndi hann Nató og Bandaríkin fyrir að stofna Rússlandi í hættu og réttlæti árásina á Úkraínu. Líkti hann enn fremur átökunum við seinni heimsstyrjöldina.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61380727 Ukraine War: Putin gives few clues in Victory Day speech] BBC, sótt 9. maí 2022</ref>
Úkraínumenn sögðust hafa hrakið Rússa frá Karkív, annarri stærstu borginni, 11. maí.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61378196 Russia pushed back from Kharkiv]BBC, sótt 12/5 2022</ref>
Rússar lýstu yfir sigri í Maríupol þegar síðustu úkraínsku hermennirnir voru handsamaðir í Azovstal-járnverinu. Árásir voru gerðar á vestræna vopnasendingu vestur af Kænugarði að sögn Rússa.
25. maí voru Rússar komnir nálægt borginni [[Sjevjerodonetsk]] í vestur-Luhansk og gerðu harðar árásir á hana. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/05/25/barist-vid-borgarmork-severodonetsk Barist við borgarmörk í Severodonetsk] RÚV, sótt 25. maí 2022</ref>
===Júní===
Miðpunktur bardaga var í kringum Sjevjerodonetsk í byrjun júní og sögðust Úkraínumenn hafa hrakið Rússa frá borginni. Rússar voru með sókn í átt að annarri borg í Donbas, Slovjansk. Loftárásir voru gerðar á austur-Kænugarð, í fyrsta sinn síðan í apríl, og sögðust Rússar hafa gert árás á skriðdrekasendingu frá Vesturlöndum. <ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61695244 Ukraine: Explosions shake Kyiv while battles rage in east] BBC, sótt 6/6 2022</ref>
Um miðjan júní höfðu Rússar náð yfirráðum yfir 80% af Sjevjerodonetsk og eyðilagt brýr sem voru flóttaleiðir úr borginni. <ref>[https://apnews.com/article/russia-ukraine-business-government-and-politics-01f6d1c027ce68791667ffaafb61e30c] AP, sótt 19/6 2022</ref>
Í lok mánaðarins var úkraínskum hermönnum skipað að yfirgefa borgina.
<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-61920708 Severodonetsk: Ukrainian forces told to retreat from key eastern city] BBC NEWS, sótt 24/6 2022</ref>
Þann 27. júní gerðu Rússar loftskeytaárás á verslunarmiðstöð í borginni [[Krementsjúk]] í miðhluta landsins þar sem nálægt 1000 manns voru. 20 manns létust og tugir særðust. Rússar sögðust hafa gert árás á vopnageymslu við hliðina á verslunarmiðstöðinni.
Íbúum í nálægri borg, [[Lysytsjansk]], var gert að flýja hana. <ref>[https://edition.cnn.com/europe/live-news/russia-ukraine-war-news-06-27-22/h_1ccdc77f65fccf9560551846ef07d664 Civilians in Lysychansk urged to evacuate as Russian forces close in] CNN, sótt 27. júní 2022</ref> Síðustu dagana í júní voru gerðar miklar loftárásir á borgina. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/innikroud-i-lysytsjansk-vegna-linnulausra-loftarasa Innikróuð í Lysytsjansk vegna linnulausra loftárása] RÚV, sótt 30/6 2022</ref>
30. júní lýstu Úkraínumenn yfir að þeir hefðu náð Snákaeyju í Svartahafi af Rússum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/russneski-herinn-yfirgefur-snakaeyju Rússneski herinn yfirgefur Snákaeyju] Rúv, sótt 30/6 2022</ref>
===Júlí===
Þann 1. júlí var gerð loftárás á íbúðabyggð og tómstundasvæði í Odesa þar sem um 20 manns létust. Rússar hófu að flytja korn sem þeir sölsuðu undir sig frá herteknum svæðum, þ.e. höfninni í Berdyansk.
Rússar sögðust hafa náð Lysytsjansk 3. júlí en Úkraínumenn neituðu því fyrst. Síðar sagði talsmaður úkraínska hersins að herinn hefði hörfað. <ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62030051 BBC News - Ukraine confirms Russia captured eastern city Lysychansk] BBC, sótt 3/7 2022</ref>
Þrír létust í sprengingum í rússnesku borginni Belgorod nálægt landamærum Úkraínu. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert árásina. <ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62025541 BBC News - Ukraine blamed by Russia for deadly blast in border city of Belgorod] BBC, sótt 3/7 2022</ref>
Borgirnar [[Slovjansk]] og [[Kramatorsk]] voru þær einu af stærri borgum í Donetsk sem voru í höndum Úkraínumanna eftir 3. júlí.
Rússar gerðu árásir á smærri þéttbýlisstaði, 35 létust í loftárás á fjölbýlishúsi í Tsjasív Jar 9. júlí.
Iryna Veresjtjuk, aðstoðarráðherra, hvatti íbúa vestur af Donbas í borgunum [[Kherson]] og [[Zaporízjzja]] til forða sér. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/07/10/15-forust-i-flugskeytaaras-a-fjolbylishus 15 fórust í flugskeytaárás á fjölbýlishús]RÚV, sótt 10/7 2022</ref> Úkraínumenn gerðu loftárás 12. júlí á vöruhús austur af Kherson, í borginni Nova Kakhovka, þar sem þeir sögðu Rússa geyma skotfæri. <ref>https://www.bbc.com/news/world-europe-62132441 Ukraine claims arms depot attack in occupied Kherson with Himars rockets] BBC, skoðað 12/7 2022</ref>
Loftskeytaárásir á borgina [[Vínnytsja]] í vesturhluta landsins voru gerðar um miðjan júlí þar sem tugir létust.
Þrátt fyrir að hafa gert samning um kornútflutning við Úkraínu í lok júlí gerðu Rússar árásir á höfnina í Odesa þar sem útflutningur fór fram.<ref>
[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62276392 BBC News - Ukraine war: Explosions rock Ukrainian port hours after grain deal] BBC, sótt 23/7 2022</ref>
==Friðarumleitanir==
Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna hafa rætt mögulegt vopnahlé eða friðarsamninga með hléum frá 27. febrúar. Fyrsti fundur sendinefndanna fór fram nærri landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands við [[Pripjat]].<ref>{{Vefheimild|titill=Fallast á viðræður við hvítrússnesku landamærin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fallast-a-vidraedur-vid-hvitrussnesku-landamaerin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=27. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr}}</ref> Í mars funduðu sendinefndir ríkjanna í [[Istanbúl]] í [[Tyrkland]]i. Úkraínumenn hafa sagst viljugir til að ganga að sumum kröfum Rússa eins og að gerast ekki aðilar að Atlantshafsbandalaginu og að Úkraína verði hlutlaust ríki með tilliti til öryggissjónarmiða.<ref>{{Vefheimild|titill=„Raunsærri“ friðarviðræður milli Úkraínu og Rússlands|url=https://www.frettabladid.is/frettir/raunsaerri-fridarvidraedur-milli-ukrainu-og-russlands/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Urður Ýrr Brynjólfsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Friðarviðræður hefjast á ný: Segir Úkraínu til í hlutleysi|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fridarvidraedur-hefjast-a-ny-segir-ukrainu-til-i-hlutleysi/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson}}</ref> Úkraínumenn hafa hins vegar hafnað því að gefa eftir landsvæði innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra sinna sem Rússar eða alþýðulýðveldin í Donbas gera tilkall til.<ref>{{Vefheimild|titill=Gefur ekki eftir metra af landi|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/31/gefur_ekki_eftir_metra_af_landi/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=31. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl}}</ref>
==Viðbrögð==
[[Mynd:We Stand with Ukraine 2022 Helsinki - Finland (51906116955).jpg|thumb|right|Mótmæli gegn innrásinni í [[Helsinki]].]]
[[Mynd:Z symbol flash mob at Platinum Arena in Khabarovsk.jpg|thumb|right|Meðlimir í ungliðahreyfingu [[Sameinað Rússland|Sameinaðs Rússlands]] í [[Kabarovsk]] stilla sér upp í Z til að lýsa yfir stuðningi við innrásina.]]
===Fordæmingar og efnahagsrefsingar===
Evrópusambandið tilkynnti að það myndi setja á hörðustu efnahagslegu refsingar í sögu sambandsins. Úrslitaleikur [[Meistaradeild Evrópu|Meistaradeildar Evrópu]] var færður frá [[Sankti Pétursborg]], [[Formúla 1]] frá [[Sotsjí]] og Rússum meinuð þátttaka í íþróttakeppnum og í söngvakeppninni [[Eurovision]]. Flugfélaginu [[Aeroflot]] var bannað að fljúga til Bretlands og önnur Evrópulönd fylgdu í kjölfarið og bönnuðu Rússum að fljúga um evrópska lofthelgi. Eignir og bankareikningar rússneskra auðkýfinga voru fryst. Rússneskum bönkum var meinað af ESB, Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum að notast við [[SWIFT]]-millifærslukerfið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.bbc.com/news/world-60542433|titill=West to cut some Russian banks off from Swift|útgefandi=[[BBC]]|mánuðurskoðað=27. febrúar|árskoðað=2022|ár=2022|tungumál=enska}}</ref> [[Visa]] og [[Mastercard]] hættu starfsemi í Rússlandi og mörg fjölþjóðafyrirtæki eins og [[IKEA]] og [[Samsung]].
Rússlandi var vikið úr [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] vegna innrásarinnar þann 25. febrúar 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=
Þórdís Kolbrún fagnar brottvikningu Rússa úr Evrópuráðinu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russlandi-vikid-ur-evropuradinu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=25. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur=
Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref> Þann 2. mars samþykkti [[allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna]] á sérstökum neyðarfundi ályktun þar sem innrás Rússa í Úkraínu var „hörmuð“ og stríðsaðilar hvattir til að leggja niður vopnin. [[Kína]] og [[Indland]] sátu hjá og Rússland, [[Hvíta-Rússland]], [[Eritrea]], [[Norður-Kórea]] og [[Sýrland]] greiddu atkvæði á móti. [[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir að innrásin væri brot á [[Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna|stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=
Allsherjarþingið gagnrýnir innrás Rússa í Úkraínu|url=https://unric.org/is/allsherjarthingid-gagnrynir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|vefsíða=unric.org}}</ref> Þann 7. apríl var Rússland jafnframt rekið úr [[Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna|mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=
Rússland rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/07/russland_rekid_ur_mannrettindaradi_sameinudu_thjoda/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=7. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. apríl}}</ref>
Fjöldi sendiráðsstarfsmanna hefur verið rekinn úr Evrópulöndum.
===Mótmæli===
Mótmæli voru víða um heim og við sendiráðsbústað Rússlands við [[Túngata|Túngötu]] þann 24. febrúar, næstu daga og reglulega eftir það.<ref>{{Vefheimild|titill=
Mótmæltu „ofbeldi og yfirgangi“
við rússneska sendiráðið|url=https://stundin.is/grein/14857/motmaeltu-vid-sendirad-russlands/|útgefandi=''[[Stundin]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur=Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson|höfundur2=Jón Trausti Reynisson}}</ref>
===Flóttamenn og mannúðaraðstoð===
Nálægt 10 milljónir hafa farið yfir landamærin frá Úkraínu frá því að innrásin hófst, flestir til [[Pólland]]s. Um 6 milljónir hafa sótt um flóttamannastöðu í Evrópu. <ref>[http://data2.unhcr.org/en/situations/ukraine Ukraine refugee situation] Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna </ref> Einnig hafa yfir 8 milljónir flúið innan Úkraínu. Flóttafólkið var mestmegnis konur og börn en 18-60 ára karlmenn voru skyldugir til að vera eftir í landinu því til varnar.
Við landamæri Pólland, Rúmeníu, Ungverjalands, Slóvakíu og Moldóvu var flóttamannastraumur. Evrópusambandið sagðist ætla að taka á móti flóttamönnum næstu 3 ár án þess að þeir þyrftu að sækja um vernd.
Á Íslandi höfðu rúm 1.200 sótt um vernd í júní 2022.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/22/aldrei-fleira-flottafolk-komid-til-landsins Aldrei fleira flóttafólk til landsins] ruv.is, sótt 23. júní 2022.</ref>
===Hernaðarstuðningur===
Evrópusambandið fjármagnar kaup á vopnum og flutning þeirra til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/esb-fjarmagnar-vopnaflutning-til-ukrainu|titill=ESB fjármagnar vopnaflutning til Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=27. febrúar|höfundur=Alexander Kristjánsson}}</ref>
Bandaríkin hafa einnig séð Úkraínu fyrir vopnum, jafnvel 2 mánuðum fyrir stríðið. <ref>[https://www.reuters.com/world/us/biden-authorizes-200-mln-new-weapons-military-training-ukraine-2022-03-12/ US rushing $200 in weapons for Ukraines defense] Reuters, 16. mars 2022</ref>
NATÓ ákvað að auka viðbúnað sinn í Austur-Evrópu og senda þangað 40.000 hermenn.
Í byrjun apríl sendi [[Tékkland]] skriðdreka til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fyrsta-nato-rikid-sendir-skriddreka-til-ukrainu/|titill=Fyrsta NATÓ-ríkið sendir skriðdreka til Úkraínu|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson|ár=2022|mánuður=6. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=6. apríl}}</ref>
===Stuðningur við innrásina===
Á vikunum eftir að innrásin hófst varð bókstafurinn [[Z]] stuðningstákn við innrásina og við Vladímír Pútín. Ástæðan er sú að stafurinn var ritaður á marga af skriðdrekum og herbílum Rússa í Úkraínu sem myndir náðust af í aðdraganda innrásarinnar. Uppruni þessarar notkunar Z, sem ekki er til í [[Kýrillískt stafróf|kyrillíska stafrófinu]], er óljós, en stafurinn hefur verið notaður til að merkja rússnesk herfarartæki ásamt öðrum bókstöfum eins og O, X, A og V. Herbílar og skriðdrekar sem merktir eru með Z tilheyra eystri herdeild rússneska hersins.<ref>{{Vefheimild|titill=Hvernig „Z“ varð að yfirlýstu stuðningstákni við innrásina í Úkraínu
|url=https://kjarninn.is/skyring/hvernig-z-vard-ad-yfirlystu-studningstakni-vid-innrasina-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Erla María Markúsdóttir|ár=2022|mánuður=15. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Rússneska varnarmálaráðuneytið segir bókstafinn standa fyrir „za pobedij“ (til sigurs), „za mir“ (fyrir frið), „za nashikh“ (fyrir þjóð okkar) og fleira.<ref>{{Vefheimild|titill=Áróðursbókstafnum Z dreift til stuðnings Úkraínustríðinu|url=https://vardberg.is/frettir/arodursbokstafnum-z-dreift-til-studnings-ukrainustridinu/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2022|mánuður=8. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref>
==Tilvísanir==
<references responsive="" />
[[Flokkur:Innrásir]]
[[Flokkur:Stríð Rússlands og Úkraínu]]
[[Flokkur:2022]]
[[Flokkur:Saga Rússlands]]
[[Flokkur:Saga Úkraínu]]
[[Flokkur:Stríð á 21. öld]]
d9uh3h6kb0xaxb96vm9yo88rqb92wue
1761658
1761657
2022-07-23T14:10:59Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{líðandi stund}}
{{stríðsátök
| conflict = Innrás Rússa í Úkraínu 2022
| partof = [[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríði Rússlands og Úkraínu]]
|image=2022 Russian invasion of Ukraine.svg
|image_size=250px
|caption= Árásir á Úkraínu
|place=[[Úkraína]]
|date=[[24. febrúar]] [[2022]] –
|combatant1={{RUS}} [[Rússland]]<br>[[File:Flag of Donetsk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Donetsk]]<br>[[File:Flag of the Luhansk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Luhansk]]<br>'''Stuðningur:'''<br>{{BLR}} [[Hvíta-Rússland]]
|combatant2={{UKR}} [[Úkraína]]
|commander1= {{RUS}} [[Vladímír Pútín]]<br>{{RUS}} [[Mikhaíl Misjústín]]<br>{{RUS}} [[Sergei Sjoígú]]<br>{{RUS}} [[Sergei Lavrov]]<br>{{RUS}} [[Alexander Dvornikov]] <br>{{RUS}} [[Ramzan Kadyrov]]<br>{{BLR}} [[Alexander Lúkasjenkó]]
|commander2= {{UKR}} [[Volodímír Selenskíj]]<br>{{UKR}} [[Denys Sjmyhal]]<br>{{UKR}} [[Vitalí Klitsjkó]]<br>{{UKR}} [[Dmítró Kúleba]]<br>{{UKR}} [[Írýna Vereshjúk]]<br>{{UKR}} [[Oleksíj Rezníkov]]
|strength1={{Collapsible list|title=Sjá lista|'''{{RUS}} Rússland:'''
* 900.000 (fastaher)
* 554.000 (hernaðarhreyfingar)
* 2.000.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021">{{cite book |title=The military balance 2021 |date=2021 |publisher=[[International Institute for Strategic Studies]] |location=Abingdon, Oxon |isbn=978-1032012278}}</ref>
* Þ. á m. 175.000<ref>{{cite news|url=https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |author-last1=Julian E. |author-first1=Barnes |author-last2=Michael |author-first2=Crowley |author-last3=Eric |author-first3=Schmitt |title=Russia Positioning Helicopters, in Possible Sign of Ukraine Plans|date=10 January 2022|website=[[The New York Times]] |access-date=20 January 2022 |archive-date=22 January 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220122100818/https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |url-status=live |url-access=subscription |language=en |quote=American officials had expected additional Russian troops to stream toward the Ukrainian border in December and early January, building toward a force of 175,000.}}</ref>–190.000<ref>{{cite news|author-last=Bengali |author-first=Shashank |date=18 February 2022|title=The U.S. says Russia's troop buildup could be as high as 190,000 in and near Ukraine. |language=en-US |work=The New York Times |url=https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news|access-date=18 February 2022 |url-access=subscription |archive-date=18 February 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220218063637/https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news |url-status=live}}</ref> við úkraínsku landamærin}}
|strength2={{Collapsible list|title=Sjá lista|
* '''{{UKR}} Úkraína:'''
* 209.000 (fastaher)
* 102.000 (hernaðarhreyfingar)
* 900.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021" />}}
|casualties1={{small|Alls um 16.000+ drepnir (skv. BNA)<br>39.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br>Um 1.300 drepnir (skv. Rússum)}}
|casualties2={{small|Alls um 2.000-4.000 (skv. BNA)<br> 2.500-3.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br> 23.000 skv. Rússum}}
| casualties3='''Almennir borgarar drepnir: Um 12.000-28.000 (skv. Úkraínu)
}}
Þann 24. febrúar 2022 gerðu [[Rússland|Rússar]] '''innrás í [[Úkraína|Úkraínu]]'''. Innrásin er hluti af [[Stríð Rússlands og Úkraínu|hernaðardeilum á milli ríkjanna]] sem hafa staðið yfir frá árinu 2014. Stríðið skapaði milljóna manna flóttamannastraum sem var sá mesti frá [[seinni heimsstyrjöld]].
==Aðdragandi==
{{aðalgrein|Evrómajdan|Úkraínska byltingin 2014|Krímskagakreppan 2014}}
Átök Rússlands og Úkraínu má rekja aftur til ársins 2014, til [[Evrómajdan]]-mótmælanna og [[Úkraínska byltingin 2014|úkraínsku byltingarinnar]] þar sem forsetanum [[Viktor Janúkóvitsj]] var steypt af stóli. Janúkóvitsj hafði verið náinn bandamaður ríkisstjórnar Rússlands og [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] Rússlandsforseta, og hafði í aðdraganda mótmælanna hætt við fyrirhugað samkomulag um nánara samband Úkraínu við [[Evrópusambandið]].<ref>{{Vefheimild|titill=Enn mótmælt í Kænugarði|url=https://www.ruv.is/frett/enn-motmaelt-i-kaenugardi-0|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2013|mánuður=13. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref>
Eftir að Janúkóvitsj var steypt af stóli sendu Rússar herlið á [[Krímskagi|Krímskaga]] og héldu þar atkvæðagreiðslu sem leiddi til þess að Krímskagi var formlega innlimaður inn í rússneska sambandsríkið.<ref>{{Vefheimild |titill=Krímskagi formlega orðinn hluti af Rússlandi |mánuður=21. mars|ár=2014|mánuðurskoðað=24. febrúar|árskoðað=2022|útgefandi=''[[Vísir|Vísir]]''|url=http://www.visir.is/g/2014140329782}}</ref> Árið 2014 hófust jafnframt uppreisnir í austurhluta Úkraínu, þar sem meirihluti íbúa er [[Rússneska|rússneskumælandi]].<ref>{{Tímarit.is|6161282|Fasistar og hryðjuverkamenn|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðsteinn Bjarnason|útgáfudagsetning=30. ágúst 2014|blaðsíða=28}}</ref> Aðskilnaðarsinnarnir í austurhluta Úkraínu lýstu yfir stofnun sjálfstæðra „alþýðulýðvelda“ í [[Donetsk]] og [[Luhansk]]. Rússar veittu aðskilnaðarsinnunum aðstoð en stjórnvöld í Rússlandi neituðu því jafnan að um væri að ræða rússneska stjórnarhermenn.<ref>{{Tímarit.is|6916370|Hyggjast stofna Litla Rússland|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=1. ágúst 2017|blaðsíða=17}}</ref><ref>{{Tímarit.is|6334764|Efast um að friður komist á|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=13. febrúar 2015|blaðsíða=24}}</ref>
==Innrásin==
[[Mynd:Житловий будинок на вул. Лобановського, 6-А після обстрілу.jpg|thumb|left|Þann 26. febrúar hæfði rússnesk eldflaug blokk í Kænugarði.]]
Undir lok ársins 2021 og í byrjun ársins 2022 söfnuðu Rússar tæplega 200.000 manna herliði við landamæri Úkraínu, sem vakti ótta í Úkraínu og á Vesturlöndum um að Pútín hygðist fyrirskipa innrás í landið.<ref>{{Vefheimild|titill=Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/04/ottinn-vid-innras-russa-i-ukrainu-magnast-enn|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson|ár=2021|mánuður=4. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Rússnesk stjórnvöld þvertóku ítrekað fyrir að innrás væri yfirvofandi en ráðamenn þar lögðu jafnframt fram kröfur um að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] um alla framtíð og að bandalagið fjarlægði alla hermenn og öll vopn sín úr [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]].<ref>{{Vefheimild|titill=Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222224189d/segja-russa-naer-thvi-ad-gera-innras-i-ukrainu|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Samúel Karl Ólason|ár=2022|mánuður=17. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
===Febrúar===
Þann 21. febrúar viðurkenndi Pútín sjálfstæði [[Alþýðulýðveldið Donetsk|Alþýðulýðveldanna Donetsk]] og [[Alþýðuýðveldið Luhansk|Luhansk]], héraða rússneskumælandi aðskilnaðarsinna sem höfðu klofið sig frá Úkraínu árið 2014 með stuðningi Rússa.<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín viðurkennir sjálfstæði Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/putin-vidurkennir-sjalfstaedi-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=22. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Pútín sendi í kjölfarið rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að gegna „friðargæslu“ í Donetsk og Luhansk.<ref>{{Vefheimild|titill=Hefur þegar skipað hernum inn í Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/hefur-thegar-skipad-hernum-inn-i-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Í ræðu sem Pútín hélt við viðurkenningu sína á sjálfstæði héraðanna efaðist hann um sögulegar forsendur fyrir Úkraínu sem sjálfstæðu ríki og sakaði stjórnvöld þar um að fremja þjóðarmorð.<ref>{{Vefheimild|titill=Eldræða Pútíns réttlætir innrás
Rússa í Úkraínu - herlið sent af stað|url=https://stundin.is/grein/14821/eldmessa-putins-rettlaetir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Stundin]]''|höfundur=Jón Trausti Reynisson|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
Morguninn 24. febrúar 2022 hófu Rússar allsherjarinnrás í Úkraínu. Innrásin fór fram bæði frá héruðunum í austurhluta landsins, frá Krímskaga og frá [[Hvíta-Rússland]]i með stuðningi stjórnar [[Alexander Lúkasjenkó|Alexanders Lúkasjenkó]].<ref>{{Vefheimild|titill=Bein lýsing - Innrás í Úkraínu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/bein-lysinginnras-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222226904d/sprengjum-rignir-yfir-kaenugard|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar|höfundur=
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason}}</ref>
Rússneski herinn gerði árás á olíubirgðastöð suður af Kýiv.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/oliubirgdastod-og-oliuleidsla-standa-i-ljosum-logum|titill=Olíubirgðastöð og olíuleiðsla standa í ljósum logum|útgefandi=[[RÚV]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|mánuður=27. febrúar|ár=2022|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
Í yfirlýsingu sinni um innrásina sagði Pútín markmið hennar vera að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá [[Nasismi|nasisma]]“ úr stjórn ríkisins.<ref>{{Vefheimild|titill=Markmiðið að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá nasismann“|url=https://www.visir.is/g/20222226950d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Atli Ísleifsson|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hugmyndin um að Úkraínu sé stýrt af [[Nýnasismi|nýnasistum]] hefur verið áberandi í rússneskum áróðri til réttlætingar innrásinni. Hún styðst sumpart við starfsemi nýnasískra öfgaþjóðernishreyfinga á borð við [[Azovsveitin]]a, sem hefur stöðu undirliðs í úkraínska þjóðvarðliðinu og hefur barist í [[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríðinu í austurhluta Úkraínu]] frá 2014.<ref>{{Vefheimild|titill=Öfgahægrivandinn ekki meiri í Úkraínu en í nágrannaríkjunum|url=https://kjarninn.is/skyring/ofgahaegrivandinn-ekki-meiri-i-ukrainu-en-i-nagrannarikjunum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Arnar Þór Ingólfsson |ár=2022|mánuður=6. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hreyfingin situr hins vegar ekki í ríkisstjórn Úkraínu og framboð tengt henni fékk enga kjörna fulltrúa í síðustu þingkosningum landsins. Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir ásakanir Pútíns um nasisma og hafa bent á að forseti landsins, [[Volodímír Selenskíj]], sé sjálfur [[Gyðingar|Gyðingur]] og hafi misst ættingja í [[Helförin]]ni.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar og Úkraínumenn skiptast á nasistaásökunum|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-og-ukrainumenn-skiptast-a-nasistaasokunum/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr |ár=2022|mánuður=26. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref>
Rússnesk stjórnvöld hafna því að um innrás sé að ræða og kalla átökin í Úkraínu ávallt „sérstaka hernaðaraðgerð.“<ref>{{Vefheimild|titill=Sprengjuárásir hafnar í Úkraínu|url=https://kjarninn.is/frettir/sprengjuarasir-hafnar-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Sunna Ósk Logadóttir|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref> Umfjöllun um innrásina hefur verið stranglega ritskoðuð innan Rússlands og þungar refsingar hafa verið lagðar við því að nota hugtökin stríð eða innrás um atburðina.<ref>{{Vefheimild|titill=Andóf í Rússlandi undir ægivaldi Pútíns|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/andof-i-russlandi-undir-aegivaldi-putins|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Anna Kristín Jónsdóttir|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Rússar loka á erlenda fjölmiðla|url=https://www.visir.is/g/20222230648d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|meðhöfundur=Samúel Karl Ólason |ár=2022|mánuður=4. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref>
===Mars===
[[Mynd:Russian bombardment on the outskirts of Kharkiv.jpg|thumb|right|Sprengjum er varpað á útjaðra [[Karkív]] þann 1. mars.]]
Rússar sátu um [[Karkív]], aðra stærstu borg landsins en mættu harðri mótstöðu. Ráðist var m.a. á ráðhúsið, hersjúkrahús og skóla.
<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/02/russneskir-fallhlifarhermenn-lentir-i-kharkiv|titill=Rússneskir fallhlífarhermenn lentir í Kharkiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|ár=2022|mánuður=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Harðar árásir voru á borgir í suðri, [[Kherson]] og [[Mariupol]], með eldflaugum og stórskotaliði.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222229781d/versti-dagur-stridsins-hingad-til|titill=Versti dagur stríðsins hingað til|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=2. mars|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir}}</ref> Í Kýiv var fjarskiptaturn sprengdur.<ref>{{Vefheimild|titill=
Sjónvarpsturninn sprengdur og útsendingar rofnar|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/01/sjonvarpsturninn_sprengdur_og_utsendingar_rofnar/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref>
Kherson féll í hendur rússneskra hermanna þann 3. mars, á áttunda degi innrásarinnar, og var þá fyrsta úkraínska stórborgin sem var hernumin.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/russar-hafa-hertekid-ukrainsku-hafnarborgina-kherson|titill=Rússar hafa hertekið úkraínsku hafnarborgina Kherson|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=3. mars|árskoðað=2022|mánuður=3. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
Flóttafólk streymdi til Evrópulanda frá Úkraínu, aðallega Póllands, voru þeir orðnir tæpar 2 milljónir 8. mars.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/08/yfir-1700000-hafa-fluid-ukrainu|titill=Yfir 1.700.000 hafa flúið Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=8. mars|árskoðað=2022|mánuður=8. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
Þann 11. mars voru gerðar loftárásir í borgum í norðvestri; [[Lútsk]] og [[Ívanó-Frankívsk]]. Einnig í [[Dnípró]] í miðhlutanum. Loftárás var gerð 13. mars á herflugvöll nærri [[Lviv]] við pólsku landamærin þar sem tugir létust. Úkraínumenn hófu gagnsókn á ýmsum stöðum t.d. vestur af Kýiv og tóku landsvæði aftur.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60847188 Ukraine war: Ukrainian fightback gains ground west of Kyiv] BBC, sótt 24. mars 2022</ref> Loftárás var gerð á rússneskt herskip við Berdjansk við Azovhaf.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60859337 Russian warship destroyed in occupied port of Berdyansk, says Ukraine] BBC skoðað 24. mars 2022</ref>
Mariupol var eyðilögð að mestu og flestir íbúanna flúðu. Rússar gerðu m.a. árás á leikhús þar sem borgarar höfðu flúið. Um 300 létust.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/25/ottast-ad-300-hafi-latist-i-aras-a-leikhus-i-mariupol|titill=Óttast að 300 hafi látist í árás á leikhús í Mariupol|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=25. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=25. mars|árskoðað=2022|höfundur=Bogi Ágústsson}}</ref> Flestir íbúanna höfðu flúið í lok mars og um 5.000 látist. 29. mars var gerð loftárás á stjórnarbyggingu í borginni [[Mykolaiv]] í suðri. Daginn eftir voru gerðar árásir á [[Tsjernihív]] í norðri.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-60925713 War in Ukraine: Russia launches new attacks after peace promise] BBC, sótt 30. mars 2022.</ref>
Undir lok marsmánaðar hófu rússneskar hersveitir undir stjórn hershöfðingjans [[Alexander Tsjaíjkó|Alexanders Tsjaíjkó]] að hörfa frá Kænugarði, sem hafði verið umsetinn frá því stuttu eftir að innrásin hófst.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-horfa-til-baka-til-ad-reyna-aftur-sidar-ad-umkringja-kaenugard/|titill=Rússar hörfa til baka til að umkringja Kænugarð síðar|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=29. mars|ár=2022|höfundur=Ari Brynjólfsson}}</ref> Þrátt fyrir að hafa ekki náð að hertaka höfuðborgina sögðust Rússar hafa náð upphaflegum markmiðum sínum og að þeir myndu nú einbeita sér að frelsun [[Donbas]]-héraðanna í austurhluta Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar segjast ætla að draga úr árásum við Kyiv
|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/29/russar-segjast-aetla-ad-draga-ur-arasum-vid-kyiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=30. mars|ár=2022|höfundur=Ólöf Rún Erlendsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222240094d|titill=Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=25. mars|ár=2022|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Vegna undanhalds Rússa endurheimtu Úkraínumenn mikið landsvæði í kringum Kænugarð, allt að 35 kílómetra austan við borgina.<ref>{{Vefheimild|titill=
Úkraínumenn spyrna til baka|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/25/ukrainumenn_spyrna_til_baka/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=25. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. mars}}</ref> Meðal annars endurheimtu úkraínskir hermenn bæinn [[Irpín]] þann 28. mars.<ref>{{Vefheimild|titill=
Úkraínski herinn endurheimtir Irpin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/ukrainski-herinn-endurheimtir-irpin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. apríl|höfundur=
Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref>
===Apríl===
Árás var gerð á hafnarborgina [[Ódesa]] í suðvesturhlutanum.
Eftir að Rússar hörfuðu frá úthverfum Kænugarðs tilkynnti úkraínski ríkissaksóknarinn [[Irína Venediktóva]] að lík 410 almennra borgara hefðu fundist á svæðunum sem Rússar höfðu haft umráð yfir. Einnig tilkynntu Úkraínumenn að 280 lík hefðu fundist í fjöldagröfum í borginni [[Bútsja]], sem Rússar höfðu hernumið en svo hörfað frá.<ref>{{Vefheimild|titill=
„410 lík finnast á víð og dreif við Kænugarð|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/410_lik_finnast_a_vid_og_dreif_vid_kaenugard/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref> Úkraínumenn sökuðu Rússa um að standa fyrir úthugsuðum fjöldamorðum á almennum borgurum á meðan þeir réðu yfir borginni en Rússar höfnuðu ásökununum.<ref>{{Vefheimild|titill=
„Úthugsuð fjöldamorð“
|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/uthugsud_fjoldamord/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref>
Rússar hófu sókn í austurhéruðunum eða [[Donbas]] og gerðu þar loftárásir eftir að hafa hörfað úr svæðum í norðri. Fólksflótti varð úr austurhéruðunum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/arasir-hardna-i-austurherudum-ukrainu Árásir harðna í austurhéruðum Úkraínu] RÚV, sótt 6. apríl 2022.</ref> Loftárás var gerð á almenna borgara á lestarstöð í borginni [[Kramatorsk]]. Tugir létust. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/08/tugir-letust-i-loftaras-a-jarnbrautarstod-i-donetsk Tugir létust í loftárás á járnbrautarstöð í Donetsk] RÚV, sótt 8/4 2022.</ref>
[[Ursula von der Leyen]] forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kom til fundar við Selenskí í Kýiv. Hún lofaði skjótri afgreiðslu ef Úkraína sækti um aðild að Evrópusambandinu og aukinni fjárhagsaðstoð við landið. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/09/ukraina-a-heima-i-evropufjolskyldunni Úkraína á heima í Evrópufjölskyldunni] RÚV, sótt 9/4 2022</ref>
[[Mynd:Russian cruiser Moskva.jpg|thumb|left|Rússneska beitiskipinu ''Moskvu'' var sökkt á Svartahafi af úkraínskum loftskeytum þann 14. apríl.]]
Þann 14. apríl gerði Úkraínuher loftárás á þriðja stærsta skip rússneska flotans, [[beitiskip]]ið ''Moskvu'', á Svartahafi.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61103927 Russian warship Moskva: What do we know?] BBC sótt 14. apríl 2022</ref> Staðfest var síðar sama dag að skipinu hefði verið sökkt.<ref>{{Vefheimild|titill=
Flaggskip Rússa í Svartahafi sokkið|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/14/flaggskip_russa_i_svartahafi_sokkid/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=14. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=14. mars}}</ref> Rússar sögðu að kviknað hafi í vopnageymslu skipsins og minntust ekki á loftárás.
Rússar hófu nýja stórsókn í austurhéruðum Úkraínu þann 19. apríl.<ref>{{Vefheimild|titill=Stórsókn Rússa í Donbas hafin|url=https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2022/04/18/storsokn_russa_i_donbas_hafin/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=19. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref>
Maríupol var umkringd af Rússum fyrir utan Azovstal-járnvinnsluverið þar sem úkraínskir hermenn og borgarar héldu til.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61175675 Mariupol steelworks: 'Block it so a fly can't pass,' Putin orders] BBC, sótt 23/4 2022</ref> Árásir á lestarstöðvar 25. apríl í vestur-Úkraínu var liður í því að stöðva vopnaflutninga til landsins að sögn Rússa.
26. apríl bárust fregnir af sprengingum í héraðinu [[Transnistría]] sem er innan [[Moldóva|Moldóvu]]. Leiðtogi rússneska þjóðarbrotsins þar sagði að Úkraínumenn hefðu staðið fyrir þeim en Úkraínumenn sögðu þetta vera átyllu fyrir árás í héraðið.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/27/asakanir-ganga-a-vixl-vegna-sprenginga-i-moldovu Ásakanir ganga á víxl vegna sprenginga í Moldóvu] RÚV, sótt 27/4</ref>
[[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór til fundar í Moskvu og Kænugarði til friðarumleitanna og ræddi við Pútín og Selenskíj. Á meðan Guterres var í Kænugarði voru loftárásir gerðar á borgina.
===Maí===
Byrjað var að hleypa borgurum frá Azovstal-verksmiðjunni en samningar um björgun hafa reynst erfiðir. Þann 7. maí bárust fregnir um að öllum almennum borgurum verið bjargað úr verksmiðjunni.<ref>{{Vefheimild|titill=Allir almennir borgarar farnir frá Azovstal verksmiðjunni|url=https://www.frettabladid.is/frettir/allir-almennir-borgarar-farnir-fra-azovstal-verksmidjunni/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Sigurjón Björn Torfason|ár=2022|mánuður=7. maí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. maí}}</ref>
Bardagar héldu áfram í Donbas og var skóli þar sem 90 héldu til sprengdur í bænum Bilohorivka með þeim afleiðingum að 60 létust<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61369229 Ukraine war: 60 people killed after bomb hits school, Zelensky says] BBC, sótt 9. maí 2022</ref>. Einnig voru gerðar loftárásir á Odesa meðal annars á íbúðablokkir og hótel.
Pútín hélt ræðu í Moskvu á sigurdeginum 9. maí þar sem minnst var sigurs á Nasistum í [[seinni heimsstyrjöld]]. Þar gagnrýndi hann Nató og Bandaríkin fyrir að stofna Rússlandi í hættu og réttlæti árásina á Úkraínu. Líkti hann enn fremur átökunum við seinni heimsstyrjöldina.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61380727 Ukraine War: Putin gives few clues in Victory Day speech] BBC, sótt 9. maí 2022</ref>
Úkraínumenn sögðust hafa hrakið Rússa frá Karkív, annarri stærstu borginni, 11. maí.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61378196 Russia pushed back from Kharkiv]BBC, sótt 12/5 2022</ref>
Rússar lýstu yfir sigri í Maríupol þegar síðustu úkraínsku hermennirnir voru handsamaðir í Azovstal-járnverinu. Árásir voru gerðar á vestræna vopnasendingu vestur af Kænugarði að sögn Rússa.
25. maí voru Rússar komnir nálægt borginni [[Sjevjerodonetsk]] í vestur-Luhansk og gerðu harðar árásir á hana. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/05/25/barist-vid-borgarmork-severodonetsk Barist við borgarmörk í Severodonetsk] RÚV, sótt 25. maí 2022</ref>
===Júní===
Miðpunktur bardaga var í kringum Sjevjerodonetsk í byrjun júní og sögðust Úkraínumenn hafa hrakið Rússa frá borginni. Rússar voru með sókn í átt að annarri borg í Donbas, Slovjansk. Loftárásir voru gerðar á austur-Kænugarð, í fyrsta sinn síðan í apríl, og sögðust Rússar hafa gert árás á skriðdrekasendingu frá Vesturlöndum. <ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61695244 Ukraine: Explosions shake Kyiv while battles rage in east] BBC, sótt 6/6 2022</ref>
Um miðjan júní höfðu Rússar náð yfirráðum yfir 80% af Sjevjerodonetsk og eyðilagt brýr sem voru flóttaleiðir úr borginni. <ref>[https://apnews.com/article/russia-ukraine-business-government-and-politics-01f6d1c027ce68791667ffaafb61e30c] AP, sótt 19/6 2022</ref>
Í lok mánaðarins var úkraínskum hermönnum skipað að yfirgefa borgina.
<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-61920708 Severodonetsk: Ukrainian forces told to retreat from key eastern city] BBC NEWS, sótt 24/6 2022</ref>
Þann 27. júní gerðu Rússar loftskeytaárás á verslunarmiðstöð í borginni [[Krementsjúk]] í miðhluta landsins þar sem nálægt 1000 manns voru. 20 manns létust og tugir særðust. Rússar sögðust hafa gert árás á vopnageymslu við hliðina á verslunarmiðstöðinni.
Íbúum í nálægri borg, [[Lysytsjansk]], var gert að flýja hana. <ref>[https://edition.cnn.com/europe/live-news/russia-ukraine-war-news-06-27-22/h_1ccdc77f65fccf9560551846ef07d664 Civilians in Lysychansk urged to evacuate as Russian forces close in] CNN, sótt 27. júní 2022</ref> Síðustu dagana í júní voru gerðar miklar loftárásir á borgina. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/innikroud-i-lysytsjansk-vegna-linnulausra-loftarasa Innikróuð í Lysytsjansk vegna linnulausra loftárása] RÚV, sótt 30/6 2022</ref>
30. júní lýstu Úkraínumenn yfir að þeir hefðu náð Snákaeyju í Svartahafi af Rússum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/russneski-herinn-yfirgefur-snakaeyju Rússneski herinn yfirgefur Snákaeyju] Rúv, sótt 30/6 2022</ref>
===Júlí===
Þann 1. júlí var gerð loftárás á íbúðabyggð og tómstundasvæði í Odesa þar sem um 20 manns létust. Rússar hófu að flytja korn sem þeir sölsuðu undir sig frá herteknum svæðum, þ.e. höfninni í Berdyansk.
Rússar sögðust hafa náð Lysytsjansk 3. júlí en Úkraínumenn neituðu því fyrst. Síðar sagði talsmaður úkraínska hersins að herinn hefði hörfað. <ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62030051 BBC News - Ukraine confirms Russia captured eastern city Lysychansk] BBC, sótt 3/7 2022</ref>
Þrír létust í sprengingum í rússnesku borginni Belgorod nálægt landamærum Úkraínu. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert árásina. <ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62025541 BBC News - Ukraine blamed by Russia for deadly blast in border city of Belgorod] BBC, sótt 3/7 2022</ref>
Borgirnar [[Slovjansk]] og [[Kramatorsk]] voru þær einu af stærri borgum í Donetsk sem voru í höndum Úkraínumanna eftir 3. júlí.
Rússar gerðu árásir á smærri þéttbýlisstaði, 35 létust í loftárás á fjölbýlishúsi í Tsjasív Jar 9. júlí.
Iryna Veresjtjuk, aðstoðarráðherra, hvatti íbúa vestur af Donbas í borgunum [[Kherson]] og [[Zaporízjzja]] til forða sér. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/07/10/15-forust-i-flugskeytaaras-a-fjolbylishus 15 fórust í flugskeytaárás á fjölbýlishús]RÚV, sótt 10/7 2022</ref> Úkraínumenn gerðu loftárás 12. júlí á vöruhús austur af Kherson, í borginni Nova Kakhovka, þar sem þeir sögðu Rússa geyma skotfæri. <ref>https://www.bbc.com/news/world-europe-62132441 Ukraine claims arms depot attack in occupied Kherson with Himars rockets] BBC, skoðað 12/7 2022</ref>
Loftskeytaárásir á borgina [[Vínnytsja]] í vesturhluta landsins voru gerðar um miðjan júlí þar sem tugir létust.
Þrátt fyrir að hafa gert samning um kornútflutning við Úkraínu í lok júlí gerðu Rússar árásir á höfnina í Odesa þar sem útflutningur fór fram.<ref>
[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62276392 BBC News - Ukraine war: Explosions rock Ukrainian port hours after grain deal] BBC, sótt 23/7 2022</ref>
==Friðarumleitanir==
Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna hafa rætt mögulegt vopnahlé eða friðarsamninga með hléum frá 27. febrúar. Fyrsti fundur sendinefndanna fór fram nærri landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands við [[Pripjat]].<ref>{{Vefheimild|titill=Fallast á viðræður við hvítrússnesku landamærin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fallast-a-vidraedur-vid-hvitrussnesku-landamaerin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=27. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr}}</ref> Í mars funduðu sendinefndir ríkjanna í [[Istanbúl]] í [[Tyrkland]]i. Úkraínumenn hafa sagst viljugir til að ganga að sumum kröfum Rússa eins og að gerast ekki aðilar að Atlantshafsbandalaginu og að Úkraína verði hlutlaust ríki með tilliti til öryggissjónarmiða.<ref>{{Vefheimild|titill=„Raunsærri“ friðarviðræður milli Úkraínu og Rússlands|url=https://www.frettabladid.is/frettir/raunsaerri-fridarvidraedur-milli-ukrainu-og-russlands/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Urður Ýrr Brynjólfsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Friðarviðræður hefjast á ný: Segir Úkraínu til í hlutleysi|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fridarvidraedur-hefjast-a-ny-segir-ukrainu-til-i-hlutleysi/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson}}</ref> Úkraínumenn hafa hins vegar hafnað því að gefa eftir landsvæði innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra sinna sem Rússar eða alþýðulýðveldin í Donbas gera tilkall til.<ref>{{Vefheimild|titill=Gefur ekki eftir metra af landi|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/31/gefur_ekki_eftir_metra_af_landi/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=31. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl}}</ref>
==Viðbrögð==
[[Mynd:We Stand with Ukraine 2022 Helsinki - Finland (51906116955).jpg|thumb|right|Mótmæli gegn innrásinni í [[Helsinki]].]]
[[Mynd:Z symbol flash mob at Platinum Arena in Khabarovsk.jpg|thumb|right|Meðlimir í ungliðahreyfingu [[Sameinað Rússland|Sameinaðs Rússlands]] í [[Kabarovsk]] stilla sér upp í Z til að lýsa yfir stuðningi við innrásina.]]
===Fordæmingar og efnahagsrefsingar===
Evrópusambandið tilkynnti að það myndi setja á hörðustu efnahagslegu refsingar í sögu sambandsins. Úrslitaleikur [[Meistaradeild Evrópu|Meistaradeildar Evrópu]] var færður frá [[Sankti Pétursborg]], [[Formúla 1]] frá [[Sotsjí]] og Rússum meinuð þátttaka í íþróttakeppnum og í söngvakeppninni [[Eurovision]]. Flugfélaginu [[Aeroflot]] var bannað að fljúga til Bretlands og önnur Evrópulönd fylgdu í kjölfarið og bönnuðu Rússum að fljúga um evrópska lofthelgi. Eignir og bankareikningar rússneskra auðkýfinga voru fryst. Rússneskum bönkum var meinað af ESB, Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum að notast við [[SWIFT]]-millifærslukerfið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.bbc.com/news/world-60542433|titill=West to cut some Russian banks off from Swift|útgefandi=[[BBC]]|mánuðurskoðað=27. febrúar|árskoðað=2022|ár=2022|tungumál=enska}}</ref> [[Visa]] og [[Mastercard]] hættu starfsemi í Rússlandi og mörg fjölþjóðafyrirtæki eins og [[IKEA]] og [[Samsung]].
Rússlandi var vikið úr [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] vegna innrásarinnar þann 25. febrúar 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=
Þórdís Kolbrún fagnar brottvikningu Rússa úr Evrópuráðinu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russlandi-vikid-ur-evropuradinu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=25. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur=
Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref> Þann 2. mars samþykkti [[allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna]] á sérstökum neyðarfundi ályktun þar sem innrás Rússa í Úkraínu var „hörmuð“ og stríðsaðilar hvattir til að leggja niður vopnin. [[Kína]] og [[Indland]] sátu hjá og Rússland, [[Hvíta-Rússland]], [[Eritrea]], [[Norður-Kórea]] og [[Sýrland]] greiddu atkvæði á móti. [[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir að innrásin væri brot á [[Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna|stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=
Allsherjarþingið gagnrýnir innrás Rússa í Úkraínu|url=https://unric.org/is/allsherjarthingid-gagnrynir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|vefsíða=unric.org}}</ref> Þann 7. apríl var Rússland jafnframt rekið úr [[Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna|mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=
Rússland rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/07/russland_rekid_ur_mannrettindaradi_sameinudu_thjoda/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=7. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. apríl}}</ref>
Fjöldi sendiráðsstarfsmanna hefur verið rekinn úr Evrópulöndum.
===Mótmæli===
Mótmæli voru víða um heim og við sendiráðsbústað Rússlands við [[Túngata|Túngötu]] þann 24. febrúar, næstu daga og reglulega eftir það.<ref>{{Vefheimild|titill=
Mótmæltu „ofbeldi og yfirgangi“
við rússneska sendiráðið|url=https://stundin.is/grein/14857/motmaeltu-vid-sendirad-russlands/|útgefandi=''[[Stundin]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur=Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson|höfundur2=Jón Trausti Reynisson}}</ref>
===Flóttamenn og mannúðaraðstoð===
Nálægt 10 milljónir hafa farið yfir landamærin frá Úkraínu frá því að innrásin hófst, flestir til [[Pólland]]s. Um 6 milljónir hafa sótt um flóttamannastöðu í Evrópu. <ref>[http://data2.unhcr.org/en/situations/ukraine Ukraine refugee situation] Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna </ref> Einnig hafa yfir 8 milljónir flúið innan Úkraínu. Flóttafólkið var mestmegnis konur og börn en 18-60 ára karlmenn voru skyldugir til að vera eftir í landinu því til varnar.
Við landamæri Pólland, Rúmeníu, Ungverjalands, Slóvakíu og Moldóvu var flóttamannastraumur. Evrópusambandið sagðist ætla að taka á móti flóttamönnum næstu 3 ár án þess að þeir þyrftu að sækja um vernd.
Á Íslandi höfðu rúm 1.200 sótt um vernd í júní 2022.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/22/aldrei-fleira-flottafolk-komid-til-landsins Aldrei fleira flóttafólk til landsins] ruv.is, sótt 23. júní 2022.</ref>
===Hernaðarstuðningur===
Evrópusambandið fjármagnar kaup á vopnum og flutning þeirra til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/esb-fjarmagnar-vopnaflutning-til-ukrainu|titill=ESB fjármagnar vopnaflutning til Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=27. febrúar|höfundur=Alexander Kristjánsson}}</ref>
Bandaríkin hafa einnig séð Úkraínu fyrir vopnum, jafnvel 2 mánuðum fyrir stríðið. <ref>[https://www.reuters.com/world/us/biden-authorizes-200-mln-new-weapons-military-training-ukraine-2022-03-12/ US rushing $200 in weapons for Ukraines defense] Reuters, 16. mars 2022</ref>
NATÓ ákvað að auka viðbúnað sinn í Austur-Evrópu og senda þangað 40.000 hermenn.
Í byrjun apríl sendi [[Tékkland]] skriðdreka til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fyrsta-nato-rikid-sendir-skriddreka-til-ukrainu/|titill=Fyrsta NATÓ-ríkið sendir skriðdreka til Úkraínu|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson|ár=2022|mánuður=6. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=6. apríl}}</ref>
===Stuðningur við innrásina===
Á vikunum eftir að innrásin hófst varð bókstafurinn [[Z]] stuðningstákn við innrásina og við Vladímír Pútín. Ástæðan er sú að stafurinn var ritaður á marga af skriðdrekum og herbílum Rússa í Úkraínu sem myndir náðust af í aðdraganda innrásarinnar. Uppruni þessarar notkunar Z, sem ekki er til í [[Kýrillískt stafróf|kyrillíska stafrófinu]], er óljós, en stafurinn hefur verið notaður til að merkja rússnesk herfarartæki ásamt öðrum bókstöfum eins og O, X, A og V. Herbílar og skriðdrekar sem merktir eru með Z tilheyra eystri herdeild rússneska hersins.<ref>{{Vefheimild|titill=Hvernig „Z“ varð að yfirlýstu stuðningstákni við innrásina í Úkraínu
|url=https://kjarninn.is/skyring/hvernig-z-vard-ad-yfirlystu-studningstakni-vid-innrasina-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Erla María Markúsdóttir|ár=2022|mánuður=15. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Rússneska varnarmálaráðuneytið segir bókstafinn standa fyrir „za pobedij“ (til sigurs), „za mir“ (fyrir frið), „za nashikh“ (fyrir þjóð okkar) og fleira.<ref>{{Vefheimild|titill=Áróðursbókstafnum Z dreift til stuðnings Úkraínustríðinu|url=https://vardberg.is/frettir/arodursbokstafnum-z-dreift-til-studnings-ukrainustridinu/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2022|mánuður=8. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref>
==Tilvísanir==
<references responsive="" />
[[Flokkur:Innrásir]]
[[Flokkur:Stríð Rússlands og Úkraínu]]
[[Flokkur:2022]]
[[Flokkur:Saga Rússlands]]
[[Flokkur:Saga Úkraínu]]
[[Flokkur:Stríð á 21. öld]]
afimvusnl0afo0bz4bhjwley8p4zl7c
Bohdan Khmelnytsky
0
166923
1761673
1746684
2022-07-23T15:50:23Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Bohdan Khmelnytskyj]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Bohdan Khmelnytskyj]]
czqf3okrkssd8wp1tre2efl9xrroqi7
Bogdan Chelmnitsky
0
166925
1761672
1746687
2022-07-23T15:50:13Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Bohdan Khmelnytskyj]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Bohdan Khmelnytskyj]]
czqf3okrkssd8wp1tre2efl9xrroqi7
Apabóla
0
167975
1761706
1760487
2022-07-23T21:59:26Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Monkeypox.jpg|thumb|Útbrot á 4 ára barni, 1971.]]
'''Apabóla''' er smitandi veirusjúkdómur sem herjar á dýr og menn. Einkenni eru hiti, bólgnir eitlar og útbrot. Einkenni geta varað í 2-4 vikur og þau byrja 5-21 dögum eftir smit. Áhættuhópar eru börn, óléttar konur og fólk með bælt ónæmiskerfi. Rekja má veiruna sem veldur sjúkdóminum til hitabeltislanda Afríku. Þrátt fyrir nafnið eru apar ekki mesta uppspretta smita, frekar nagdýr.
Staðfest smit var fyrst í mönnum í Afríku 1970.
Í maí 2022 breiddist sjúkdómurinn út til Evrópu og fleiri heimsálfa og hafa um 16.000 smit staðfest, 7 smit hafa verið greind á Íslandi.
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|83792|Hvað er apabóla?}}
==Heimild==
* {{wpheimild|tungumál= en|titill= Monkeypox|mánuðurskoðað= 9. júní.|árskoðað= 2022 }}
[[Flokkur:Veirusjúkdómar]]
kdvg7sws0a1idjexxzhwuxehpfu2et6
Tröll (kvikmynd)
0
168133
1761667
1760279
2022-07-23T15:31:35Z
193.161.216.9
wikitext
text/x-wiki
{{Kvikmynd
|nafn = Tröll
|mynd = Trolls logo 3.svg
|upprunalegt heiti = Trolls
|land = Bandarikin
|útgáfudagur = 4. nóvember 2016
|tungumál = Enska
|leikstjóri = Mike Mitchell
|framleiðandi = Gina Shay
|handritshöfundur = {{Plainlist |
*[[Jonathan Abel]]
*[[Glenn Berger]]
}}
|fyrirtæki = [[DreamWorks Animation]]
|dreifingaraðili = [[20th Century Fox]]
|tónlist = Christophe Beck
|klipping = Nick Fletcher
|aðalhlutverk = {{Plainlist |
*[[Anna Kendrick]]
*[[Justin Timberlake]]
*[[Zooey Deschanel]]
*[[Russell Brand]]
*[[James Corden]]
*[[Gwen Stefani]]
}}
|sýningartími = 93 mínútúr
|ráðstöfunarfé = 125 milljónir [[Bandaríkjadalur|USD]]
|heildartekjur = 346.9 milljónir [[Bandaríkjadalur|USD]]
|imdb_id = 1679335
}}
'''''Tröll''''' ([[enska]]: ''Trolls'') er [[Bandaríkin|bandarísk]]-teiknimyndir frá árinu [[2016]].
== Tenglar ==
{{stubbur|kvikmynd}}
[[Flokkur:Bandarískar kvikmyndir]]
[[Flokkur:Bandarískar teiknimyndir]]
[[Flokkur:Kvikmyndir frumsýndar 2016]]
[[Flokkur:DreamWorks Animation-kvikmyndir]]
[[Flokkur:20th Century Fox-kvikmyndir]]
hxbctbk5qrpxcouj29ehk483o6e5d8c
1761668
1761667
2022-07-23T15:32:03Z
193.161.216.9
wikitext
text/x-wiki
{{Kvikmynd
|nafn = Tröll
|plakat = Trolls logo 3.svg
|upprunalegt heiti = Trolls
|land = Bandarikin
|útgáfudagur = 4. nóvember 2016
|tungumál = Enska
|leikstjóri = Mike Mitchell
|framleiðandi = Gina Shay
|handritshöfundur = {{Plainlist |
*[[Jonathan Abel]]
*[[Glenn Berger]]
}}
|fyrirtæki = [[DreamWorks Animation]]
|dreifingaraðili = [[20th Century Fox]]
|tónlist = Christophe Beck
|klipping = Nick Fletcher
|aðalhlutverk = {{Plainlist |
*[[Anna Kendrick]]
*[[Justin Timberlake]]
*[[Zooey Deschanel]]
*[[Russell Brand]]
*[[James Corden]]
*[[Gwen Stefani]]
}}
|sýningartími = 93 mínútúr
|ráðstöfunarfé = 125 milljónir [[Bandaríkjadalur|USD]]
|heildartekjur = 346.9 milljónir [[Bandaríkjadalur|USD]]
|imdb_id = 1679335
}}
'''''Tröll''''' ([[enska]]: ''Trolls'') er [[Bandaríkin|bandarísk]]-teiknimyndir frá árinu [[2016]].
== Tenglar ==
{{stubbur|kvikmynd}}
[[Flokkur:Bandarískar kvikmyndir]]
[[Flokkur:Bandarískar teiknimyndir]]
[[Flokkur:Kvikmyndir frumsýndar 2016]]
[[Flokkur:DreamWorks Animation-kvikmyndir]]
[[Flokkur:20th Century Fox-kvikmyndir]]
jkmkn9x4ufop0u2p9ttann6bgouggde
1761669
1761668
2022-07-23T15:32:17Z
193.161.216.9
wikitext
text/x-wiki
{{Kvikmynd
|nafn = Tröll
|plakat = Trolls Logo 3.svg
|upprunalegt heiti = Trolls
|land = Bandarikin
|útgáfudagur = 4. nóvember 2016
|tungumál = Enska
|leikstjóri = Mike Mitchell
|framleiðandi = Gina Shay
|handritshöfundur = {{Plainlist |
*[[Jonathan Abel]]
*[[Glenn Berger]]
}}
|fyrirtæki = [[DreamWorks Animation]]
|dreifingaraðili = [[20th Century Fox]]
|tónlist = Christophe Beck
|klipping = Nick Fletcher
|aðalhlutverk = {{Plainlist |
*[[Anna Kendrick]]
*[[Justin Timberlake]]
*[[Zooey Deschanel]]
*[[Russell Brand]]
*[[James Corden]]
*[[Gwen Stefani]]
}}
|sýningartími = 93 mínútúr
|ráðstöfunarfé = 125 milljónir [[Bandaríkjadalur|USD]]
|heildartekjur = 346.9 milljónir [[Bandaríkjadalur|USD]]
|imdb_id = 1679335
}}
'''''Tröll''''' ([[enska]]: ''Trolls'') er [[Bandaríkin|bandarísk]]-teiknimyndir frá árinu [[2016]].
== Tenglar ==
{{stubbur|kvikmynd}}
[[Flokkur:Bandarískar kvikmyndir]]
[[Flokkur:Bandarískar teiknimyndir]]
[[Flokkur:Kvikmyndir frumsýndar 2016]]
[[Flokkur:DreamWorks Animation-kvikmyndir]]
[[Flokkur:20th Century Fox-kvikmyndir]]
6vk2hgimu8ylimzjq86z1pn9zwysbf2
Qingdao
0
168542
1761661
1761016
2022-07-23T14:14:09Z
Dagvidur
4656
Bætti við um kínverska Tsingtao bjórinn
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Qingdao_new_montage.png|thumb|<small>Frá '''Qingdao borg (r'''éttsælis efst til vinstri): Skýjakljúfar Qingdao borgar; Dómkirkja heilags Mikaels; Qingdao höfn; búddahof við rætur Laofjalls; og Minnismerki á „Fjórða maí torginu“.</small>]]
[[File:China_Shandong_Qingdao.svg|thumb|upright|<small>Landakort er sýnir staðsetningu Qingdaoborgar (rauðmerkt) í Shandong standhéraðinu (appelsínugult)</small>]]
[[Mynd:Qingdao_in_NEA.svg|thumb|upright|<small>Landakort er sýnir staðsetningu Qingdaoborgar.</small>]]
'''Qingdao''' (einnig stafsett '''Tsingtao'''; ''([[kínverska]]: 青岛; [[Pinyin|rómönskun:]] Qīngdǎo)'' er stór hafnarborg í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]], staðsett í austurhluta [[Shandong]] standhéraðs í Austur- Kína við [[Gulahaf]] til móts við Kóreuskaga.<small><ref>{{Citation|title=Qingdao|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Qingdao&oldid=1098117270|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref></small> Á kínversku er þýðir nafn borgarinnar bókstaflega „bláeyja“. Flestar íslenskar heimildir á 20. öld nefna borgina Tsingtao.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1511177?iabr=on#page/n5/mode/2up|titill=Kínversk nöfn breyta um svip|höfundur=Alþýðublaðið|útgefandi=Alþýðublaðið|mánuður=6. desember|ár=1958|mánuðurskoðað=18. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Samkvæmt manntali Kína árið 2020 voru íbúar Qingdao um 7.2 milljónir, sem bjuggu í sjö þéttbýlishlutum borgarinnar (Shinan, Shibei, Huangdao, Laoshan, Licang, Chengyang og Jimo).
Qingdao er mikil höfn og flotastöð, auk viðskipta- og fjármálamiðstöðvar. Það er heimili rafeindatæknifyrirtækja eins og Haier og Hisense. Jiaozhou-flóabrúin, tengir aðalþéttbýli Qingdao við Huangdao-hverfið, þvert á hafsvæði Jiaozhou-flóa. Sögulegur arkitektúr þess í þýskum stíl og Tsingtao brugghúsið, næststærsta brugghúsið í Kína eru arfur þýska hernáms (1898-1914).
== Saga ==
[[File:Bundesarchiv_Bild_134-B1511,_Tsingtau,_Besitznahme_von_Kiautschou.jpg|thumb|upright|<small> Árið 1897 hernam þýska ríkisstjórnin Qingdao, þegar herskipin SMS Kaiser og SMS Prinzess Wilhelm sigldu inn í höfn með 717 landgönguliða. </small>]]
Qingdao var upphaflega minniháttar sjávarþorp, er þróaðist mikið við verslun á valdatíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912), þegar tollstöð var sett þar á fót. Með stofnun Beiyang („Norðurhafs“) flota Kína á níunda áratug 19. aldar jókst mikilvægi Qingdao borgar. Þar var komið á fót lítilli flotastöð og byggðar víggirðingar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Qingdao|title=Qingdao {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small> Flotinn var efldur, meðal annars með kaupum á nýjum þýskum herskipum.<small><ref>{{Citation|title=Beiyang Fleet|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Beiyang_Fleet&oldid=1098905388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small>
Árið 1897 sendi þýska ríkisstjórnin, herlið til að hernema Qingdao; næsta ár neyddi hún kínversk stjórnvöld til að greiða skaðabætur og veita [[Þýska keisaraveldið|Þýskalandi]] 99 ára leigu á Jiaozhou-flóa og nærliggjandi landsvæðum, ásamt járnbrautar- og námuréttindum í [[Shandong]] héraði.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/6277990?|titill=Saga vestrænnar íhlutunar í Kína|höfundur=Hannes Sigfússon|útgefandi=Tímarit Máls og menningar|mánuður=2. tölublað (01.05.1961)|ár=1961|mánuðurskoðað=Júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Qingdao var lýst fríhöfn árið 1899 og nútíma hafnaraðstaða var sett upp. Járnbraut var lögð til Jinan árið 1904. Nútímaleg borg í evrópskum stíl var byggð og margvíslegum iðnaði var komið á fót.<small><ref>{{Citation|title=Kiautschou Bay Leased Territory|date=2022-05-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Kiautschou_Bay_Leased_Territory&oldid=1086648187|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small> Uppbygging menntunar jókst til muna, með grunn-, framhalds- og verknámsskólum sem fjármagnaðir eru af ríkissjóði Berlínar auk mótmælenda og rómversk-kaþólskra trúboða.<small><ref>{{cite book|title=Unter Kaisers Flagge: Deutschlands Schutzgebiete im Pazifik und in China einst und heute|last1=Schultz-Naumann|first1=Joachim|publisher=Universitas|year=1985|isbn=978-3-8004-1094-1|page=183|language=de}}</ref></small> Útibú keisarahafnartollsins var stofnað til að stjórna viðskiptum við ströndina eins langt suður og nýju höfnina í Lianyungang í Jiangsu héraði.
Árið 1914, þegar [[Japanska keisaradæmið|Japan]] lýsti yfir stríði á hendur [[Þýska keisaraveldið|Þýskalandi]], var megintilgangur þess að ná Qingdao. Það gekk eftir í nóvember það ár eftir langt hafnarbann. Á friðarráðstefnunni í París og gerð [[Versalasamningurinn|Versalasamningsins]] að lokinni fyrri heimstyrjöld, stóðu vonir Kínverja til þess að endurheimta yfirráð Qingdao frá Japönum. Það gekk ekki eftir. Svokölluð „Fjórða maí-hreyfing“ (4. maí 1919) var svar við því. Í nafni þjóðernishyggju barðist hún gegn heimsvaldastefnu og bættrar menningarlegrar sjálfsmyndar í Kína. Átti hreyfingin sem upphaflega byggði á mótmælum stúdenta, eftir að hafa áhrif á stjórnmálaþróun í Kína.<small><ref>{{Citation|title=May Fourth Movement|date=2022-06-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=May_Fourth_Movement&oldid=1093677670|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small> Japanir hernámu borgina því til ársins 1922, er þeir skiluðu höfninni til Kína samkvæmt sáttmála Flotaráðstefnunnar í Washington (1921–22).<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/event/Washington-Conference-1921-1922|title=Washington Conference {{!}} Treaties & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small> Á því tímabili höfðu Japanir hins vegar byggt upp sterka aðstöðu, bæði í Qingdao og í héraðinu Shandong.
Árið 1929 komst Qingdao undir virka stjórn kínversku þjóðernisstjórnarinnar og varð að sérstöku sveitarfélagi. Uppbygging hafna hélt áfram og viðskipti hennar fóru fram úr keppinauti sínum, Tianjin borg, um 1930. Eftir það hélt hún áfram að stækka á kostnað Tianjin.
Við byrjun [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna stríðs Kína og Japans]], sem rann síðar inn í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldina]], hertóku Japanir Qingdao árið 1938 og héldu henni til ársins 1945. Á því tímabili varð töluverð iðnaðaruppbygging. Árið 1941 var Qingdao með stórar nútímalegar bómullarverksmiðjur, eimreiðar- og járnbrautarvagnaverk og viðgerðaraðstöðu, verkfræðistofur og verksmiðjur sem framleiddu gúmmí, eldspýtur, kemísk efni og litarefni.
Bruggiðnaður borgarinnar framleiðir ''Tsingtao'' einn þekktasta bjór Kína.<small><ref>{{Citation|title=Tsingtao Brewery|date=2022-07-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tsingtao_Brewery&oldid=1096539920|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small> er næstmest seldi bjór í Kína og telur um helming útflutnings á kínverskum bjór. Hann er seldur á Íslandi.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.vinbudin.is/heim/vorur/stoek-vara.aspx/?productid=08771/|titill=Tsingtao Lager|höfundur=Vínbúðin|útgefandi=Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Síðan 1949 hefur Qingdao þróast verulega sem hafnarborg með sterka undirstöðu í stóriðju. Á áttunda áratugnum varð borgin umfangsmikil í framleiðslu vefnaðarvöru.
[[File:Jiaozhou-Bay-Bridge.jpg|thumb|upright|<small> Haiwan brúin yfir Jiaozhou flóa nær yfir 42 kílómetra braut yfir minni flóans og er ein lengsta yfirvatnsbrú heims. Að auki eru 9.5 kílómetra löng göng neðansjávar tengd brúnni.</small>]]
[[File:Tsingtao_beer_a_2015-04-07_16-56-17.JPG|thumb|upright|<small>'''Tsingtao bjórinn''' er þekktasta vara framleidd í Qingdao. Hann er seldur á Íslandi</small>]]
Seint á fimmta áratugnum var komið á fót meiriháttar járn- og stáliðnaði. Borgin er endastöð austur-vestur járnbrautarlínunnar og er tengd með járnbrautum við hafnir Yantai og Weihai. Það er líka stór fiskihöfn. Norðurfloti Kína er staðsettur í Qingdao höfn.<small><ref>{{Citation|title=North Sea Fleet|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=North_Sea_Fleet&oldid=1060583667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small> Íslensk fyrirtæki hafa haslað sér völl í borginni, aðallega vegna sterkrar tengingar við sjávarútveg. Þannig hefur Icelandic Group, verið með talsverða starfssemi í borginni.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/6043923?iabr=on|titill=Ætla að rækta markaðinn í Kína - Um 100 í vinnu fyrir Icelandic í Kína|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=16. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=15. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Í borginni er haldin viðamikil alþjóðleg sjávarútvegssýning sem ýmis íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa bæði sótt og kynnt vörur og þjónustu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/3393777?iabr=on#page/n3/mode/2up|titill=Fjölmargar sýningar|höfundur=Morgunblaðið B - Úr verinu|útgefandi=Árvakur|mánuður=11. apríl|ár=2001|mánuðurskoðað=15. júlí|árskoðað=2022}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/6494134?iabr=on|titill=Margar áhugaverðar sjávarútvegssýningar erlendis á komandi vetri|höfundur=Aldan - 7. tölublað|útgefandi=Aldan|mánuður=20. október|ár=2015|mánuðurskoðað=15. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 1984 var Qingdao útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína sem hluti af nýrri stefnu sem býður erlendum fjárfestingum. Síðan þá hefur borgin gengið í gegnum mjög öra efnahagsþróun.
Efnahags- og hátækniþróunarsvæði Qingdao er staðsett á vesturströnd Jiaozhou-flóa, gegnt miðbæ borgarinnar. Ýmis stórfyrirtæki hafa höfuðstöðvar í borginni, til að mynda Haier Group sem er þekkt alþjóðlega.
Hraðbraut sem liggur um Jiaozhou-flóa tengdir borgina vestur við Jinan og norðaustur til Yantai og Weihai. Árið 2011 var opnuð 42 kílómetra braut yfir minni flóans. Hún myndar með Haiwan brúnni eða Jiaozhou flóa brúnni eina lengstu yfirvatnsbrú heims ásamt 9.5 kílómetra göngum neðansjávar.<small><ref>{{Citation|title=Jiaozhou Bay Bridge|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiaozhou_Bay_Bridge&oldid=1098107453|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small> Alþjóðaflugvöllur borgarinnar, um 15 mílur (24 km) til norðurs, veitir áætlunarflug til áfangastaða í norðaustur Asíu, sem og til ýmissa borga í landinu.
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Shandong]] strandhéraðið í Austur- Kína við [[Gulahaf]]
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
292ly4wmjj9gxwdekxn94hvm3cb4np6
Youdan-bikarinn
0
168553
1761718
1761073
2022-07-23T22:27:46Z
31.209.245.103
/* Saga og fyrirkomulag */ bæti við tengli
wikitext
text/x-wiki
'''Youdan bikarinn''' (enska: '''Youdan Cup''' eða '''The Youdan Football Cup''') var bikarkeppni í [[knattspyrna|fótbolta]] sem haldin var í [[Sheffield]] árið 1867 og er talin fyrsta knattspyrnukeppni í heimi með útsláttarfyrirkomulagi og raunar eitt fyrsta eiginlega fótboltamótið. Keppnin dró nafn sitt af styrktaraðilanum Thomas Youdan, sem rak leikhús í borginni. Vinsældir hennar kunna að hafa orðið kveikjan að stofnun [[Enski bikarinn|ensku bikarkeppninanr]] nokkrum árum seinna.
==Saga og fyrirkomulag==
[[Mynd:Youdan_Cup.jpg|thumb|right|Youdan bikarinn.]] Á sjöunda áratug nítjándu aldar voru reglur knattspyrnuíþróttarinnar ekki að fullu samræmdar. [[Enska knattspyrnusambandið]] var stofnað árið 1863 og samþykkti um leið sínar eigin reglur, sem einkum nutu vinsælda í [[London|Lundúnum]]. Félagar í [[Sheffield F.C.]], sem talið er elsta starfandi knattspyrnufélag veraldar, höfðu þó samþykkt sínar eigin reglur þegar árið 1858. Sheffield-reglurnar nutu talsverðra vinsælda í norðanverðu Englandi. Birtist munurinn í ýmsu. Þannig var rangstaða hluti af reglum Enska knattspyrnusambandsins en Sheffield-reglurnar gengu lengra í að banna leikmönnum alfarið að handfjatla knöttinn. Báðar keppnisreglurnar héldu áfram að þróast á næstu árum og tókst ekki að sameina þær fyrr en árið 1877.
Knattspyrnuviðureignir þessara ára voru yfirleitt stakir æfinga- og vináttuleikir. Óljóst er hvernig hugmyndin kom til en í janúar 1867 komu fulltrúar þrettán fótboltaliða í Sheffield saman og ákváðu að efna til móts. Leikið skyldi eftir Sheffield-reglunum, tólf leikmenn ættu að vera í hvoru liði, hver leikur yrði 90 mínútur og framlengdur um klukkustund ef úrslit fengjust ekki. Væri enn jafnt eftir framlengingu skyldu liðin mætast að nýju. Tveir eftirlitsmenn, einn frá hvoru liði, skyldu fylgjast með leiknum og úrskurða um vafaatriði. Ef þeim bæri ekki saman skyldi sérstakur dómari skera úr. Í tengslum við mótið voru Sheffield-reglurnar endurskoðaðar enn eina ferðina og enn frekari hömlur settar á að leikmenn notuðu hendur og dregið úr hvers kyns hrindingum og bolabrögðum.
[[Mynd:Youdan_Football_Cup_handbill.jpg|thumb|left|Fregnmiði um keppnina.]] Keppt var um verðlaunagrip sem athafnamaðurinn Thomas Youdan gaf. Bar mótið nafn Youdan og var það hugsað í auglýsingaskyni fyrir leikhús sem hann starfrækti í borginni. Að undangenginni samkeppni var verðlaunagripurinn valinn og jafnframt ákveðið að næstfallegasta tillagan skyldi verða veittur fyrir annað sætið.
Sheffield F.C., langöflugasta lið borgarinnar, ákvað að lokum að taka ekki þátt í mótinu. Félagsmenn töldu mikilvægara að ferðast um landið og kynna Sheffield-reglurnar sem víðast. Tólf lið mættu því til leiks og fóru allar viðureignirnar í fyrstu umferð fram á sama degi, 16. febrúar. Viku síðar fóru leikirnir í annarri umferð fram. Þar á meðal mættust [[Hallam F.C.]] og Norton í framlengdum og markalausum leik. Áhorfendur voru sagðir á fjórða þúsund, sem var mesti fjöldi á knattspyrnuleik til þess tíma og var það met ekki slegið fyrr en í úrslitum enska bikarsins árið 1878.
Hallam fór að lokum með sigur af hólmi í mótinu eftir sigur á Norfolk í úrslitaleiknum. Norfolk hafði svo betur í leik við Mackenzie í keppni um silfurverðlaunin.
Keppnin um Youdan bikarinn var talin afar vel heppnuð, þótt ekki tækist að endurtaka leikinn árið eftir eða síðar. Í ljós kom að útsláttarfyrirkomulagið jók keppnisskap liðanna verulega og viðureignirnar urðu fjörlegri en venja var til, en um leið jókst harkan. Töluvert var um pústra og meiðsli, gekk það raunar þvert á markmiðið með Sheffield-reglunum sem miðuðu við að gera íþróttina minna ofbeldisfulla en eldri fótboltaafbrigði. Áhorfendur kunnu hins vegar að meta kappið eins og sást á háum áhorfendatölum. Líklegt verður að telja að Youdan bikarinn hafi orðið stjórnendum Enska knattspyrnusambandsins innblástur þegar bikarkeppnin var stofnuð nokkrum árum síðar.
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = Youdan Cup|mánuðurskoðað = 18. júlí|árskoðað = 2022}}
{{S|1867}}
[[Flokkur:Enskar knattspyrnudeildir]]
8oe2zls97c0m3o7zsdurp9sia8luwxn
1761719
1761718
2022-07-23T22:28:57Z
Akigka
183
Akigka færði [[Youdan bikarinn]] á [[Youdan-bikarinn]]
wikitext
text/x-wiki
'''Youdan bikarinn''' (enska: '''Youdan Cup''' eða '''The Youdan Football Cup''') var bikarkeppni í [[knattspyrna|fótbolta]] sem haldin var í [[Sheffield]] árið 1867 og er talin fyrsta knattspyrnukeppni í heimi með útsláttarfyrirkomulagi og raunar eitt fyrsta eiginlega fótboltamótið. Keppnin dró nafn sitt af styrktaraðilanum Thomas Youdan, sem rak leikhús í borginni. Vinsældir hennar kunna að hafa orðið kveikjan að stofnun [[Enski bikarinn|ensku bikarkeppninanr]] nokkrum árum seinna.
==Saga og fyrirkomulag==
[[Mynd:Youdan_Cup.jpg|thumb|right|Youdan bikarinn.]] Á sjöunda áratug nítjándu aldar voru reglur knattspyrnuíþróttarinnar ekki að fullu samræmdar. [[Enska knattspyrnusambandið]] var stofnað árið 1863 og samþykkti um leið sínar eigin reglur, sem einkum nutu vinsælda í [[London|Lundúnum]]. Félagar í [[Sheffield F.C.]], sem talið er elsta starfandi knattspyrnufélag veraldar, höfðu þó samþykkt sínar eigin reglur þegar árið 1858. Sheffield-reglurnar nutu talsverðra vinsælda í norðanverðu Englandi. Birtist munurinn í ýmsu. Þannig var rangstaða hluti af reglum Enska knattspyrnusambandsins en Sheffield-reglurnar gengu lengra í að banna leikmönnum alfarið að handfjatla knöttinn. Báðar keppnisreglurnar héldu áfram að þróast á næstu árum og tókst ekki að sameina þær fyrr en árið 1877.
Knattspyrnuviðureignir þessara ára voru yfirleitt stakir æfinga- og vináttuleikir. Óljóst er hvernig hugmyndin kom til en í janúar 1867 komu fulltrúar þrettán fótboltaliða í Sheffield saman og ákváðu að efna til móts. Leikið skyldi eftir Sheffield-reglunum, tólf leikmenn ættu að vera í hvoru liði, hver leikur yrði 90 mínútur og framlengdur um klukkustund ef úrslit fengjust ekki. Væri enn jafnt eftir framlengingu skyldu liðin mætast að nýju. Tveir eftirlitsmenn, einn frá hvoru liði, skyldu fylgjast með leiknum og úrskurða um vafaatriði. Ef þeim bæri ekki saman skyldi sérstakur dómari skera úr. Í tengslum við mótið voru Sheffield-reglurnar endurskoðaðar enn eina ferðina og enn frekari hömlur settar á að leikmenn notuðu hendur og dregið úr hvers kyns hrindingum og bolabrögðum.
[[Mynd:Youdan_Football_Cup_handbill.jpg|thumb|left|Fregnmiði um keppnina.]] Keppt var um verðlaunagrip sem athafnamaðurinn Thomas Youdan gaf. Bar mótið nafn Youdan og var það hugsað í auglýsingaskyni fyrir leikhús sem hann starfrækti í borginni. Að undangenginni samkeppni var verðlaunagripurinn valinn og jafnframt ákveðið að næstfallegasta tillagan skyldi verða veittur fyrir annað sætið.
Sheffield F.C., langöflugasta lið borgarinnar, ákvað að lokum að taka ekki þátt í mótinu. Félagsmenn töldu mikilvægara að ferðast um landið og kynna Sheffield-reglurnar sem víðast. Tólf lið mættu því til leiks og fóru allar viðureignirnar í fyrstu umferð fram á sama degi, 16. febrúar. Viku síðar fóru leikirnir í annarri umferð fram. Þar á meðal mættust [[Hallam F.C.]] og Norton í framlengdum og markalausum leik. Áhorfendur voru sagðir á fjórða þúsund, sem var mesti fjöldi á knattspyrnuleik til þess tíma og var það met ekki slegið fyrr en í úrslitum enska bikarsins árið 1878.
Hallam fór að lokum með sigur af hólmi í mótinu eftir sigur á Norfolk í úrslitaleiknum. Norfolk hafði svo betur í leik við Mackenzie í keppni um silfurverðlaunin.
Keppnin um Youdan bikarinn var talin afar vel heppnuð, þótt ekki tækist að endurtaka leikinn árið eftir eða síðar. Í ljós kom að útsláttarfyrirkomulagið jók keppnisskap liðanna verulega og viðureignirnar urðu fjörlegri en venja var til, en um leið jókst harkan. Töluvert var um pústra og meiðsli, gekk það raunar þvert á markmiðið með Sheffield-reglunum sem miðuðu við að gera íþróttina minna ofbeldisfulla en eldri fótboltaafbrigði. Áhorfendur kunnu hins vegar að meta kappið eins og sást á háum áhorfendatölum. Líklegt verður að telja að Youdan bikarinn hafi orðið stjórnendum Enska knattspyrnusambandsins innblástur þegar bikarkeppnin var stofnuð nokkrum árum síðar.
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = Youdan Cup|mánuðurskoðað = 18. júlí|árskoðað = 2022}}
{{S|1867}}
[[Flokkur:Enskar knattspyrnudeildir]]
8oe2zls97c0m3o7zsdurp9sia8luwxn
Arthur Drewry
0
168582
1761713
1761423
2022-07-23T22:24:02Z
31.209.245.103
bæti við tengli
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Arthur Drewry
| mynd = Arthur_Drewry.jpg
| myndatexti = Drewry á sjötta áratugnum.
| fæðingardagur = [[3. mars]] [[1891]]
| fæðingarstaður =
| dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|1961|3|25|1891|3|3}}
| dauðastaður =
| starf = Íþróttaforkólfur
| þjóðerni = [[England|Enskur]]
| háskóli =
| þekktur_fyrir = að vera forseti [[FIFA]]
}}
'''Arthur Drewry''' ([[3. mars]] [[1891]] – [[25. mars]] [[1961]]) var enskur knattspyrnufrömuður og fisksali. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir [[Enska knattspyrnusambandið]] og æskufélag sitt [[Grimsby Town F.C.|Grimsby Town]].
==Ferill og störf==
Drewry fæddist í [[Grimsby]] og gekk þar í skóla. Hann gekk í herinn og þjónaði í [[Palestína|Palestínu]] í [[fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]]. Að stríði loknu hélt hann aftur til heimaborgarinnar þar sem hann kvæntist dóttur umfangsmikils fisksala. Hann tók við rekstri fyrirtækisins og stýrði því allt til ársins 1953 þegar hann dró sig í hlé.
Tengdafaðir Drewry var jafnframt stjórnarformaður knattspyrnufélagsins Grimsby Town og fól hann tengdasyninum stjórn félagsins. Drewry varð síðar stjórnarformaður Grimsby og var sem slíkur kjörinn formaður ensku deildarkeppninnar frá 1949 til 1955. Frá 1955 til 1961 var hann svo forseti Enska knattspyrnusambandsins.
Drewry átti hlut að máli í óvæntustu úrslitum í sögu HM í knattspyrnu, í [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1950|Brasilíu 1950]] þegar [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] tapaði fyrir [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkjunum]]. Um þær mundir var liðsuppstillingin ekki í höndum lnadsliðsþjálfarans heldur nefndar á vegum knattspyrnusambandsins. Drewry, sem formaður nefndarinnar, krafðist þess að England stillti upp óbreyttu liði frá fyrri leik og að [[Stanley Matthews]] yrði utan liðs, í trássi við óskir þjálfarans. Ósigurinn var mikið áfall fyrir Drewry, sem hafði ásamt [[Stanley Rous]] átt einna stærstan þátt í að koma bresku knattspyrnusamböndunum inn í FIFA á nýjan leik og sannfæra samlanda sína um ágæti þess að taka þátt í heimsmeistaramótinu.
Þegar [[Rodolphe Seeldrayers]] frá [[Belgía|Belgíu]] féll frá árið 1955 kom í hlut Drewry, sem varaforseta sambandsins, að taka við forsetaembætti FIFA. Hann var svo formlega kjörinn á FIFA-þinginu 1956 eftir baráttu við M. Larfarge frá Frakklandi. Hann gegndi embættinu til dauðadags fimm árum síðar. Á þeim tíma sá hann m.a. um skipulagningu [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1958|HM 1958 í Svíþjóð]] og í hans valdatíð var ákveðið að [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1966|HM 1966]] yrði haldið í heimalandi hans, Englandi.
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = Arthur Drewry |mánuðurskoðað = 21. júlí|árskoðað = 2022}}
{{DEFAULTSORT: Drewry, Arthur}}
{{fd|1891|1961}}
[[Flokkur:Forsetar FIFA]]
b9kr093bxkhwrbpo8ch8ga3hynr0hrh
Perlufljót
0
168587
1761663
1761502
2022-07-23T14:28:05Z
Dagvidur
4656
Bætti við mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Zhujiangrivermap.png|alt= Vatnasvið Perlufljóts er gríðarstórt og nær yfir héraða í Kína og Víetnam.|hægri|thumb|<small>Vatnasvið '''Perlufljóts''' er gríðarstórt og nær yfir héraða í [[Kína]] og [[Víetnam]]</small>.]]
[[Mynd:Amanecer_con_barcas_navegando_el_río_Li,_afluente_de_la_cuenca_del_río_de_las_Perlas._(17404757302).jpg|alt= Fljótabátar við sólarupprás á Li-á sem er ein þveráa Perlufljóts.|hægri|thumb|<small>Fljótabátar við sólarupprás á Li-á sem er ein þveráa Perlufljóts.</small>.]]
[[Mynd:广州珠江风光Scenery_in_Guangzhou,_China_-_panoramio_-_jiang-wen-jie_(6).jpg|alt=Perlufljót rennur í gegnum Guangzhou, höfuðborg og stærstu borg Guangdong-héraðs í suðurhluta Kína.|hægri|thumb|<small>Perlufljót rennur í gegnum [[Guangzhou]], höfuðborg og stærstu borg [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs í suðurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:2014_NASA_Earth_Observatory_image_of_Pearl_River_Delta.jpg|alt= Óseyrasvæði Perlufljóts´, eitt fjölmennasta landssvæði veraldar, séð úr gervihnetti NASA Earth Observatory árið 2014.|thumb| <small>'''Óseyrasvæði Perlufljóts''', eitt fjölmennasta landssvæði veraldar, séð úr gervihnetti NASA Earth Observatory árið 2014.</small>]]
'''Perlufljót''' eða Perluá ''([[kínverska]]:''珠江''; [[Pinyin|rómönskun:]] Zhū Jiāng; áður þekkt sem Zhujiang; með rómönskun Yue Jiang; áður þekkt sem Kanton áin)'' er 2.400 kílómetra langt fljót í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Fljótið rennur í [[Suður-Kínahaf]] á milli [[Hong Kong]] og [[Makaó]]. Neðsti hluti fljótsins myndar mjög stórt óshólmasvæði sem kennt er við Perlufljót.
Perlufljót dregur nafn sitt af perlulituðum [[Skel|skeljum]] sem liggja neðst í ánni á þeim kafla sem rennur í gegnum borgina [[Guangzhou]].
Nafnið Perlufljót er einnig oft notað fyrir umfangsmikið árkerfi fyrir vatnaskil Xi („Vestur“), Bei („Norður“) og Dong („Austur“) ánna í Guangdong héraði. Þessar ár eru allar álitnar þverár Perlufljóts vegna þess að þær deila sameiginlegum óshólmum á „Óshólmasvæði Perlufljóts“.<small><ref>{{Citation|title=Pearl River Delta|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pearl_River_Delta&oldid=1098524704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Þetta óshólmasvæði er margbrotið safn lækja og skurða á milli lítilla hrísgrjónaakra sem vegna 12 mánaða vaxtartímabilsins, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega. Þetta er eitt fjölmennasta svæði Kína, þar sem nútímaiðnaður og landbúnaður hefur þróaðast hratt síðan á níunda áratug 20 aldar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Perlufljót er þriðja lengsta fljót Kína, 2.400 kílómetra ef talið er frá lengstu upptökum fljótsins, við ána Xi. Einungis [[Jangtse|Jangtse-fljót]] (eða Bláá) og [[Gulafljót]] eru lengri. Perlufljót er næststærst miðað við vatnsrennsli (rúmmál) á eftir [[Jangtse]]<nowiki/>-fljóti.
Vatnasvið Perlufljóts nær yfir 453.700 ferkílómetra svæði í [[Guangdong]] og [[Guangxi]] héruðum, og einnig að hluta af héruðunum [[Yunnan]], [[Guizhou]], [[Hunan]] og [[Jiangxi]]. Að auki nær vatnasviðið til norðurhluta héraðanna Cao Bằng og Lạng Sơn í [[Víetnam]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Pearl_River|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Fljót í Kína]]
2il1kgmkju6lftvqu0fkryt7gwzk51f
1761664
1761663
2022-07-23T14:31:25Z
Dagvidur
4656
Lagaði mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:广州珠江风光Scenery_in_Guangzhou,_China_-_panoramio_-_jiang-wen-jie_(6).jpg|alt=Perlufljót rennur í gegnum Guangzhou, höfuðborg og stærstu borg Guangdong-héraðs í suðurhluta Kína.|thumb|right|400px|<small>'''Perlufljót''' rennur í gegnum [[Guangzhou]], höfuðborg og stærstu borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Zhujiangrivermap.png|alt= Vatnasvið Perlufljóts er gríðarstórt og nær yfir héraða í Kína og Víetnam.|hægri|thumb|<small>Vatnasvið '''Perlufljóts''' er gríðarstórt og nær yfir héraða í [[Kína]] og [[Víetnam]]</small>.]]
[[Mynd:Amanecer_con_barcas_navegando_el_río_Li,_afluente_de_la_cuenca_del_río_de_las_Perlas._(17404757302).jpg|alt= Fljótabátar við sólarupprás á Li-á sem er ein þveráa Perlufljóts.|hægri|thumb|<small>Fljótabátar við sólarupprás á Li-á sem er ein þveráa Perlufljóts.</small>.]]
[[Mynd:2014_NASA_Earth_Observatory_image_of_Pearl_River_Delta.jpg|alt= Óseyrasvæði Perlufljóts´, eitt fjölmennasta landssvæði veraldar, séð úr gervihnetti NASA Earth Observatory árið 2014.|thumb| <small>'''Óseyrasvæði Perlufljóts''', eitt fjölmennasta landssvæði veraldar, séð úr gervihnetti NASA Earth Observatory árið 2014.</small>]]
'''Perlufljót''' eða Perluá ''([[kínverska]]:''珠江''; [[Pinyin|rómönskun:]] Zhū Jiāng; áður þekkt sem Zhujiang; með rómönskun Yue Jiang; áður þekkt sem Kanton áin)'' er 2.400 kílómetra langt fljót í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Fljótið rennur í [[Suður-Kínahaf]] á milli [[Hong Kong]] og [[Makaó]]. Neðsti hluti fljótsins myndar mjög stórt óshólmasvæði sem kennt er við Perlufljót.
Perlufljót dregur nafn sitt af perlulituðum [[Skel|skeljum]] sem liggja neðst í ánni á þeim kafla sem rennur í gegnum borgina [[Guangzhou]].
Nafnið Perlufljót er einnig oft notað fyrir umfangsmikið árkerfi fyrir vatnaskil Xi („Vestur“), Bei („Norður“) og Dong („Austur“) ánna í Guangdong héraði. Þessar ár eru allar álitnar þverár Perlufljóts vegna þess að þær deila sameiginlegum óshólmum á „Óshólmasvæði Perlufljóts“.<small><ref>{{Citation|title=Pearl River Delta|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pearl_River_Delta&oldid=1098524704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Þetta óshólmasvæði er margbrotið safn lækja og skurða á milli lítilla hrísgrjónaakra sem vegna 12 mánaða vaxtartímabilsins, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega. Þetta er eitt fjölmennasta svæði Kína, þar sem nútímaiðnaður og landbúnaður hefur þróaðast hratt síðan á níunda áratug 20 aldar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Perlufljót er þriðja lengsta fljót Kína, 2.400 kílómetra ef talið er frá lengstu upptökum fljótsins, við ána Xi. Einungis [[Jangtse|Jangtse-fljót]] (eða Bláá) og [[Gulafljót]] eru lengri. Perlufljót er næststærst miðað við vatnsrennsli (rúmmál) á eftir [[Jangtse]]<nowiki/>-fljóti.
Vatnasvið Perlufljóts nær yfir 453.700 ferkílómetra svæði í [[Guangdong]] og [[Guangxi]] héruðum, og einnig að hluta af héruðunum [[Yunnan]], [[Guizhou]], [[Hunan]] og [[Jiangxi]]. Að auki nær vatnasviðið til norðurhluta héraðanna Cao Bằng og Lạng Sơn í [[Víetnam]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Pearl_River|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Fljót í Kína]]
qtdyn12elrwuuzv12npwsdeqq2yaz7l
Stanley Rous
0
168590
1761714
1761525
2022-07-23T22:24:28Z
31.209.245.103
bæti við tengli
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Stanley Rous
| mynd = Stanley_Rous.jpg
| myndatexti = Rous árið 1966.
| fæðingardagur = [[25. apríl]] [[1895]]
| fæðingarstaður =
| dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|1986|7|18|1895|4|25}}
| dauðastaður =
| starf = Íþróttaforkólfur
| þjóðerni = [[England|Enskur]]
| háskóli =
| þekktur_fyrir = að vera forseti [[FIFA]]
}}
'''Sir Stanley Ford Rous''' ([[25. apríl]] [[1895]] – [[18. júlí]] [[1986]]) var enskur knattspyrnufrömuður og dómari. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir [[Enska knattspyrnusambandið]] og var forseti [[FIFA]] um árabil.
==Ferill og störf==
Stanley Rous fæddist í [[Suffolk]], sonur matráðs en hóf kennaranám áður en hann gekk í herinn í [[fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]] þar sem hann þjónaði víða um lönd. Að stríði loknu gerðist hann íþróttakennari í framhaldsskóla.
Hann lék knattspyrnu með áhugamannaliðum sem markvörður þar til hann [[hönd|handarbrotnaði]] og varð að leggja hanskana á hilluna. Í kjölfarið vaknaði áhugi hans á dómgæslu. Hann hóf að dæma í ensku deildarkeppninni árið 1927 og flautaði sinn fyrsta landsleik síðar sama ár. Alls dæmdi hann 34 landsleiki á ferlinum. Árið 1934 hlotnaðist honum sá heiður að dæma úrslitaleik [[enski bikarinn|ensku bikarkeppninnar]] milli [[Portsmouth F.C.|Portsmouth]] og [[Manchester City]]. Skömmu síðar ákvað hann að snúa baki við dómarahlutverkinu.
Mikilvægi Rous lá þó ekki fyrst og fremst í dómarastörfum hans innan vallar heldur í umritun hans á knattspyrnulögunum með það að markmiði að gera þau skýrari og skiljanlegri. Þá var hann brautryðjandi í vísindalegri nálgun varðandi það hvernig best væri að dómarar og línuverðir ættu að standa hver miðað við annan til að sjá sem best til. Þær leiðbeiningar urðu fljótt viðtekin framkvæmd í dómarastéttinni.
===Við stjórnvölinn===
Að dómaraferlinum loknum sneri Rous sér að stjórnarstörfum í knattspyrnuhreyfingunni. Hann var ritari Enska knattspyrnusambandsins frá 1934-62. Hann starfaði sömuleiðis á vettvangi [[UEFA]] og varð varaforseti sambandsins árið 1960 uns hann tók við forsetaembættinu í FIFA árið eftir. Forsetatíð hans frá 1961 til 1974 var viðburðarík en einkenndist líka af sívaxandi spennu milli gamla og nýja tímans í stjórn sambandsins.
Það sem fór verst með orðspor Rous var einarður stuðningur hans við aðild [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]] að FIFA þrátt fyrir [[Aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku|kynþáttaaðskilnaðarstefnuna]] þar í landi. [[Knattspyrnusamband Afríku]] hafði vísað Suður-Afríku á dyr árið 1958 og það sama gerði FIFA árið 1961 eftir að stjórnin þar í landi neitaði að uppfylla skilyrði um bann við mismunun. Tveimur árum síðar ferðaðist Rous til Suður-Afríku og komst að þeirri niðurstöðu hleypa landinu aftur inn í sambandið á grunni loforða um að tefla til skiptis fram í forkeppni heimsmeistaramóta liðum sem alfarið væru skipuð hvítum eða þeldökkum leikmönnum. Þetta sættu fulltrúar á ársþingi FIFA sig ekki við og var Suður-Afríku fyrst vikið tímabundið úr sambandinu og loks rekið alfarið úr því nokkrum árum síðar. Rous þráaðist við að kyngja þeirri niðurstöðu og hélt áfram að tala máli Suður-Afríku og íhugaði jafnvel að stofnsetja sérstakt álfusamband í sunnanverðri Afríku til að koma Suður-Afríku og [[Ródesía|Ródesíu]] inn bakdyramegin.
Fylgispekt Rous við Suður-Afríku kom honum um koll árið 1974 þegar [[João Havelange]] bauð sig fram gegn honum. Havelange hafði sigur með atkvæðum fulltrúa þriðja heims landa sem fengið höfðu sig fullsödd af ráðríkum gömlum nýlenduþjóðum. Strax í kjölfar ósigursins í forsetakjörinu var Rous þó skipaður heiðursforseti sambandsins.
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = Stanley Rous |mánuðurskoðað = 21. júlí|árskoðað = 2022}}
{{DEFAULTSORT: Rous, Stanley}}
{{fd|1895|1986}}
[[Flokkur:Forsetar FIFA]]
[[Flokkur:Enskir knattspyrnudómarar]]
3ffnlclakxv41f13qgzj0i7p113i2j2
Guangzhou Baiyun-alþjóðaflugvöllurinn
0
168592
1761675
1761557
2022-07-23T16:24:50Z
Dagvidur
4656
/* Tenglar */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Meginbygging annarrar flugstöðvar Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| Meginbygging annarrar flugstöðvar Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.]]
[[Mynd:Guangzhou_Baiyun_International_Airport_aerial_view.jpg|alt=Loftmynd af Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvellinum við Guangzhou borg í Kína.|thumb| Loftmynd af annarri flugstöð Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins.]]
[[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins.]]
[[Mynd:Guangzhou_Baiyun_International_Airport_T2.jpg|alt=Innritunaraðstaða farþega á Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllinum við Guangzhou borg í Kína.|thumb|Innritunaraðstaða farþega á Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvellinum.]]
'''Alþjóðaflugvöllur Guangzhou Baiyun''' ([[IATA]]: '''CAN''', [[ICAO]]: '''ZGGG''') ''([[Kínverska|kínverska:]] ''廣州白雲國際機場''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu Báiyún Guójì Jīchǎng)'' er meginflughöfn farþegaflugs [[Guangzhou]] höfuðborgar [[Guangdong]] [[Héruð Kína|héraðs]] í [[Kína| Alþýðulýðveldinu Kína]]. Hann er þriðju stærsti safnvöllur Kína.<ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun International Airport|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_International_Airport&oldid=1099341886|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref> Tvær flugstöðvar flugvallarins þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/airport.htm|titill=Guangzhou Baiyun International Airport|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Flugvöllurinn er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborg [[Guangzhou]] í Baiyun hverfi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
== Saga stækkunar ==
Þarf sem eldri flugvöllur Guangzhou var komin langt umfram farþegafjölda var samþykkt árið 1992 að velja stað fyrir nýjan alþjóðaflugvöll. Byggingarframkvæmdir hófust árið 2000 og hóf flugvöllurinn starfsemi fjórum árum síðar 2004.
Vegna mikillar fjölgun farþega var ráðist í stækkun flugvallarins. Bætt var við þriðju flugbrautinni, annarri flugstöðvarbyggingu og leigubílakerfið, flugumferðarstjórn bætt, sem og flughlað stækkað. Þetta var tekið í notkun árið 2015.<ref>{{Citation|title=广州白云国际机场|date=2022-06-29|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E7%99%BD%E4%BA%91%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=72425328|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref>
Aftur var ráðist í stækkun árið 2020 og 2021. Bæta á við þriðju flugstöðinni, ásamt farþegamiðstöð. Tengja á flugvöllinn við hraðlestar- og snarlestarkerfi borgarinnar. Á teikniborðinu er enn frekari uppbygging.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi. Árið 2021 var flugvöllurinn meðal stærstu flugvalla í heiminum hvað varðar farþegafjölda. Heimsfaraldur COVID-19 breytti verulega farþegafjölda flugvallarins um tíma.
== Flugfélög ==
Flugvöllurinn er svæðisbundin miðstöð fyrir ''China Southern Airlines'', ''Hainan Airlines'', ''FedEx'', ''Shenzhen Airlines''. Hann er lykilflugvöllur ''Air China''. Alls starfa um 80 kínversk og erlend flugfélög á flugvellinum.<ref>{{Citation|title=广州白云国际机场|date=2022-06-29|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E7%99%BD%E4%BA%91%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=72425328|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref>
== Áfangastaðir ==
Frá 2019 hefur leiðakerfi flugvallarins náð yfir meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaða. Áfangastaðir eru flestir innan Kína og í Austur Asíu, með alþjóðaflug til [[New York]], [[Frankfurt]], [[Amsterdam]], [[París]], [[Sydney]], [[Tókýó]], [[Osaka]], [[Hong Kong]], [[Singapúr]], [[Seúl]], og fleiri staða.
== Samgöngur við völlinn ==
Lestir, [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði. Flugvöllurinn er tengdur öflugu lestarkerfi með stöð í kjallara flugstöðvarbygginganna.
== Tölfræði ==
{{Flugvallar-Tölfræði|iata=CAN}}
== Tenglar ==
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/airport.htm Almennar upplýsingar, kort af flugvellinum, samgöngur almenningsvagna á flugvöllinn o.fl.]
* Kínverk ''og ensk'' vefsíða [https://www.gbiac.net/byairport-web/index Guangzhou Baiyun flugvallarins.]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou Baiyun International Airport|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
{{commons|Airport|flugvöllum}}
[[Flokkur:Flugvellir í Kína]]
<references />
f96ihyr3gy1qmsip1wj8mmnfmtoauhg
1761721
1761675
2022-07-23T22:29:30Z
Akigka
183
Akigka færði [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn]] á [[Guangzhou Baiyun-alþjóðaflugvöllurinn]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Meginbygging annarrar flugstöðvar Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| Meginbygging annarrar flugstöðvar Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.]]
[[Mynd:Guangzhou_Baiyun_International_Airport_aerial_view.jpg|alt=Loftmynd af Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvellinum við Guangzhou borg í Kína.|thumb| Loftmynd af annarri flugstöð Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins.]]
[[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins.]]
[[Mynd:Guangzhou_Baiyun_International_Airport_T2.jpg|alt=Innritunaraðstaða farþega á Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllinum við Guangzhou borg í Kína.|thumb|Innritunaraðstaða farþega á Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvellinum.]]
'''Alþjóðaflugvöllur Guangzhou Baiyun''' ([[IATA]]: '''CAN''', [[ICAO]]: '''ZGGG''') ''([[Kínverska|kínverska:]] ''廣州白雲國際機場''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu Báiyún Guójì Jīchǎng)'' er meginflughöfn farþegaflugs [[Guangzhou]] höfuðborgar [[Guangdong]] [[Héruð Kína|héraðs]] í [[Kína| Alþýðulýðveldinu Kína]]. Hann er þriðju stærsti safnvöllur Kína.<ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun International Airport|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_International_Airport&oldid=1099341886|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref> Tvær flugstöðvar flugvallarins þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/airport.htm|titill=Guangzhou Baiyun International Airport|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Flugvöllurinn er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborg [[Guangzhou]] í Baiyun hverfi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
== Saga stækkunar ==
Þarf sem eldri flugvöllur Guangzhou var komin langt umfram farþegafjölda var samþykkt árið 1992 að velja stað fyrir nýjan alþjóðaflugvöll. Byggingarframkvæmdir hófust árið 2000 og hóf flugvöllurinn starfsemi fjórum árum síðar 2004.
Vegna mikillar fjölgun farþega var ráðist í stækkun flugvallarins. Bætt var við þriðju flugbrautinni, annarri flugstöðvarbyggingu og leigubílakerfið, flugumferðarstjórn bætt, sem og flughlað stækkað. Þetta var tekið í notkun árið 2015.<ref>{{Citation|title=广州白云国际机场|date=2022-06-29|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E7%99%BD%E4%BA%91%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=72425328|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref>
Aftur var ráðist í stækkun árið 2020 og 2021. Bæta á við þriðju flugstöðinni, ásamt farþegamiðstöð. Tengja á flugvöllinn við hraðlestar- og snarlestarkerfi borgarinnar. Á teikniborðinu er enn frekari uppbygging.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi. Árið 2021 var flugvöllurinn meðal stærstu flugvalla í heiminum hvað varðar farþegafjölda. Heimsfaraldur COVID-19 breytti verulega farþegafjölda flugvallarins um tíma.
== Flugfélög ==
Flugvöllurinn er svæðisbundin miðstöð fyrir ''China Southern Airlines'', ''Hainan Airlines'', ''FedEx'', ''Shenzhen Airlines''. Hann er lykilflugvöllur ''Air China''. Alls starfa um 80 kínversk og erlend flugfélög á flugvellinum.<ref>{{Citation|title=广州白云国际机场|date=2022-06-29|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E7%99%BD%E4%BA%91%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=72425328|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref>
== Áfangastaðir ==
Frá 2019 hefur leiðakerfi flugvallarins náð yfir meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaða. Áfangastaðir eru flestir innan Kína og í Austur Asíu, með alþjóðaflug til [[New York]], [[Frankfurt]], [[Amsterdam]], [[París]], [[Sydney]], [[Tókýó]], [[Osaka]], [[Hong Kong]], [[Singapúr]], [[Seúl]], og fleiri staða.
== Samgöngur við völlinn ==
Lestir, [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði. Flugvöllurinn er tengdur öflugu lestarkerfi með stöð í kjallara flugstöðvarbygginganna.
== Tölfræði ==
{{Flugvallar-Tölfræði|iata=CAN}}
== Tenglar ==
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/airport.htm Almennar upplýsingar, kort af flugvellinum, samgöngur almenningsvagna á flugvöllinn o.fl.]
* Kínverk ''og ensk'' vefsíða [https://www.gbiac.net/byairport-web/index Guangzhou Baiyun flugvallarins.]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou Baiyun International Airport|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
{{commons|Airport|flugvöllum}}
[[Flokkur:Flugvellir í Kína]]
<references />
f96ihyr3gy1qmsip1wj8mmnfmtoauhg
Spjall:Listi yfir hátíðardaga íslensku þjóðkirkjunnar
1
168598
1761727
1761606
2022-07-23T23:19:27Z
Snævar
16586
wikitext
text/x-wiki
== Sér síða um hugtakið og mismunandi kirkjuárs dagatöl ==
Ég tengi í síðuna „kirkjuár“ á einum stað sem ekki fjallar um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar heldur hugtakið kirkjuár og mismunandi kirkjuárs dagatöl. Spurning hvort halda eigi tilvísun í þennan lista uns almenn síða um kirkjuár verður skrifuð eða taka út tilvísunina. Legg það í hendur annara að ákveða en finnst sjálfum að sem alfræðivefur ætti wp að eiga sér síður um almenn hugtök og sér síður um sértæka hluti, eins og þennan lista hér sem hugtakið „kirkjuár“ vísar til. [[Notandi:Bragi H|Bragi H]] ([[Notandaspjall:Bragi H|spjall]]) 23. júlí 2022 kl. 09:49 (UTC)
:Tilvísanir eiga það til að letja fólk til að búa til greinar um viðfangsefnið, það er líklegra til að bæta við greinina sem vísað er á. Það tók mig smá tíma að skilja að þú værir að tala um tilvísunina frá Kirkjuár hingað.--[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 23. júlí 2022 kl. 23:19 (UTC)
cn3hhu6jrofhix6gctdndx1nrp0xpkb
Jón Karel Kristbjörnsson
0
168600
1761654
1761639
2022-07-23T13:08:24Z
Alvaldi
71791
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnumaður
|nafn=Jón Karel Kristbjörnsson
|mynd=
|fullt nafn=
|fæðingardagur=19. desember 1911
|fæðingarbær=
|fæðingarland=Ísland
|dánardagur=17. júní 1933
|dánarbær= [[Reykjavík]]
|dánarland=Ísland
|hæð=
|staða=[[Markvörður]]
|núverandi lið=
|númer=
|ár í yngri flokkum=
|yngriflokkalið=
|ár=19??–1933
|lið=[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]
|leikir (mörk)=
|landsliðsár=
|landslið=
|landsliðsleikir (mörk)=
|mfuppfært=
|lluppfært=
}}
'''Jón Karel Kristbjörnsson''' (19. desember 1911 – 17. júní 1933) var íslenskur knattspyrnumaður sem spilaði stöðu [[Markvörður|markvarðar]] fyrir [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]] og varði mark félagsins þegar það varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1930. Sama ár keppti hann með úrvalsliði Íslendinga á móti úrvalsliði Færeyja í Þórshöfn í Færeyjum þar sem Íslendingar fóru með sigur af hólmi, 1-0.<ref>{{cite news |title=Íslenzku knattspyrnumennirnir í Færeyjum |url=https://timarit.is/page/14279 |access-date=23. júlí 2022 |work=[[Alþýðublaðið]] |date=30. júlí 1930 |page=2 |via=[[Tímarit.is]]}}</ref> Í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn 1933, þann 13. júní, hlaut Jón Karel lífshættuleg innvortis meiðsl eftir samstuð við andstæðing og lést á sjúkrahúsi fjórum dögum síðar af [[Lífhimnubólga|lífhimnubólgu]].<ref>{{cite news |title=Látinn maður með á liðsmynd |url=https://timarit.is/page/5307032 |access-date=23. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |date=28. nóvember 2010 |page=20 |via=[[Tímarit.is]]}}</ref><ref>{{cite news |author=Þorsteinn Ólafsson |title=Valsmenn heiðra minningu Jóns Karel Kristbjörnssonar |url=https://timarit.is/page/6478079 |access-date=23. júlí 2022 |work=Valsblaðið |date=1. maí 2015 |page=27 |via=[[Tímarit.is]]}}</ref><ref>{{cite news |author=Helgi Hrafn Guðmundsson |title=Valur-KR upp á líf og dauða |url=https://lemurinn.is/2013/05/04/valur-kr-upp-a-lif-og-dauda/ |access-date=23. júlí 2022 |work=[[Lemúrinn]] |date=4. maí 2013 }}</ref> Hann var eini leikmaðurinn sem lést af völdum meiðsla í knattspyrnuleik á Íslandi þar til Ármenningurinn [[Haukur Birgir Hauksson]] lést 40 árum seinna, þann 30. júlí 1973, af völdum meiðsla sem hann hlaut í leik [[Glímufélagið Ármann|Ármanns]] og Vals í 1. flokki mánuði áður.<ref>{{cite news |title=Lézt eftir meiðsli í knattspyrnuleik á Ármannsvelli |url=https://timarit.is/page/3249905 |access-date=23. júlí 2022 |work=[[Vísir]] |date=31. júlí 1973 |page=8 |via=[[Tímarit.is]]}}</ref>
==Titlar==
*[[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Íslandsmeistari]]: [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1930|1930]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1933|1933]]
==Heimildir==
{{reflist}}
{{f|1911}}
{{d|1933}}
[[Flokkur:Íslenskir knattspyrnumenn]]
hlbp7vh8u5o6sd5258z6k3t5tzhfpxb
Droupadi Murmu
0
168602
1761670
2022-07-23T15:48:14Z
TKSnaevarr
53243
Ný síða: {{Forseti | nafn = Droupadi Murmu | mynd = Presidential Candidate Smt. Droupadi Murmu.jpg | myndatexti1 = {{small|Droupadi Murmu árið 2022.}} | titill = Forseti Indlands<br>{{small|(''kjörin'')}} | stjórnartíð_start = [[25. júlí]] [[2022]] | vara_forseti = [[Venkaiah Naidu]] | forveri = [[Ram Nath Kovind]] | forsætisráðherra = [[Narendra Modi]] | verðandi = já | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1958|6|20}} | fæðingarstaður = [[Uparbeda Mayurbhanj]], [[Orissa]...
wikitext
text/x-wiki
{{Forseti
| nafn = Droupadi Murmu
| mynd = Presidential Candidate Smt. Droupadi Murmu.jpg
| myndatexti1 = {{small|Droupadi Murmu árið 2022.}}
| titill = Forseti Indlands<br>{{small|(''kjörin'')}}
| stjórnartíð_start = [[25. júlí]] [[2022]]
| vara_forseti = [[Venkaiah Naidu]]
| forveri = [[Ram Nath Kovind]]
| forsætisráðherra = [[Narendra Modi]]
| verðandi = já
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1958|6|20}}
| fæðingarstaður = [[Uparbeda Mayurbhanj]], [[Orissa]], [[Indland]]i
| stjórnmálaflokkur = [[Bharatiya Janata-flokkurinn]]
| háskóli = Rama Devi-kvennaháskólinn
| maki = Shyam Chandra Murmu (g. 1976; d. 2014)
| börn = 3 (2 látin)
}}
'''Droupadi Murmu''' (f. 20. júní 1958) er [[Indland|indversk]] stjórnmálakona sem er verðandi [[forseti Indlands]]. Hún er meðlimur í [[Bharatiya Janata-flokkurinn|Bharatiya Janata-flokknum]].<ref name=":02">{{Cite web |title=Droupadi Murmu, Former Jharkhand Governor, Is BJP's Choice For President |url=https://www.ndtv.com/india-news/draupadi-murmu-former-jharkhand-governor-is-bjps-choice-for-president-3088291 |access-date=2022-06-21 |website=NDTV.com}}</ref> Hún er fyrsta manneskjan úr ættbálkasamfélagi Indlands sem nær kjöri til embættis forseta landins. Murmu var áður fylkisstjóri [[Jharkhand]] frá 2015 til 2021 og gegndi ýmsum embættum í ríkisstjórn [[Odisha]] frá 2000 til 2004.<ref name=MSNfirst>{{Cite web |title=Droupadi Murmu: India's Youngest President and First to be Born After Independence |url=https://www.msn.com/en-in/news/politics/droupadi-murmu-india-e2-80-99s-youngest-president-and-first-to-be-born-after-independence/ar-AAZPApk |access-date=2022-07-21 |website=MSN |language=en-IN}}</ref>
Áður en Murmu hóf feril í stjórnmálum var hún aðstoðarmaður í áveitu- og orkudeild ríkisins frá 1979 til 1983 og vann síðan sem kennari við Sri Aurobindo-menntunarmiðstöðina í Rairangpur til ársins 1997. Murmu var kjörin forseti Indlands í júlí árið 2022. Hún verður fyrsti forseti landsins sem fæddist eftir sjálfstæði Indlands, fyrsti forsetinn úr ættbálkasamfélaginu og annar kvenforseti landsins.<ref name=MSNfirst/>
==Einkahagir==
Droupadi Murmu er komin af fjölskyldu úr [[Santal]]-þjóðflokknum og fæddist þann 20. júní 1958 í [[Rairangpur]] í [[Uparbeda Mayurbhanj|Mayurbhanj-sýslunni]] í [[Odisha]].<ref>{{cite web |date=15 June 2017 |title=Droupadi Murmu may soon be the President of India: Know all about her |url=https://www.indiatoday.in/education-today/gk-current-affairs/story/draupadi-murmu-president-of-india-982961-2017-06-15 |access-date=20 July 2022 |website=India Today |place=New Delhi}}</ref> Faðir hennar og afi voru hefðbundnir leiðtogar í þorpsráðinu. Murmu er útskrifuð úr listnámi við Rama Devi-kvennaháskólann.<ref name="Express Profile">{{cite news |title=The Sunday Profile {{!}} Droupadi Murmu: Raisina Calling |url=https://indianexpress.com/article/political-pulse/the-sunday-profile-droupadi-murmu-raisina-calling-8033868/ |access-date=22 July 2022 |work=The Indian Express |date=22 July 2022 |language=en}}</ref>
Murmu giftist bankamanninum Shyam Charan Murmu, sem lést árið 2014. Hjónin eignuðust tvo syni sem létust báðir á undan Murmu, og dótturina Itishri Murmu. Á sjö ára tímabili, frá 2009 til 2015, missti Murmu eiginmann sinn, tvo syni, móður sína og bróður.<ref>{{Cite web |date=2017-06-13 |title=Who is Droupadi Murmu? |url=https://indianexpress.com/article/india/who-is-draupdi-murmu-next-president-narendra-modi-pranab-mukherjee-4701597/ |access-date=2022-06-22 |website=The Indian Express |language=en}}</ref><ref>{{cite web | url=https://www.ndtv.com/india-news/droupadi-murmu-once-a-councillor-and-now-indias-president-elect-3181204 | title=Droupadi Murmu is India's Youngest, First Tribal President }}</ref> Hún er meðlimur í andlegu hreyfingunni [[Brahma Kumaris]].<ref>{{cite news |title=How Droupadi Murmu dealt with personal tragedies |website=TheWeek |url=https://www.theweek.in/theweek/cover/2022/06/24/how-droupadi-murmu-dealt-with-personal-tragedies.html}}</ref>
==Starfsferill==
Droupadi Murmu vann sem varaaðstoðarmaður í áveitustofnun fylkisstjórnar [[Odisha]] frá 1979 til 1983. Hún vann síðan sem kennari við Sri Aurobindo-grunnmenntunarmiðstöðina í [[Rairangpur]] og kenndi þar [[hindí]], [[oríja]], [[stærðfræði]] og [[landafræði]].<ref name="Profile Hindu">{{cite news |title=Profile:The importance of being Droupadi Murmu |website=The Hindu |url=https://www.thehindu.com/news/national/profile-the-importance-of-being-draupadi-murmu/article65550479.ece}}</ref><ref name="Express Profile" />
== Stjórnmálaferil ==
Droupadi Murmu gekk í [[Bharatiya Janata-flokkurinn|Bharatiya Janata-flokkinn]] (BJP) í Rairangpur. Árið 1997 var hún kjörin sem fulltrúi í sveitarstjórn (''Nagar Panchayat'') Rairangpur.<ref name="Profile Hindu" /><ref name="Express Profile" />
Þegar BJP myndaði [[samsteypustjórn]] ásamt floknum [[Biju Janata Dal]] (BJD) í Odisha var Murmu gerð fylkisráðherra. Hún fór með stjórn verslunar- og samgöngumála frá 6. mars 2000 til 6. ágúst 2002 og útgerðar- og dýramála frá 6. ágúst 2002 til 16. maí 2004.<ref name="Express Profile" />
Árið 2009 tapaði Murmu kjöri á neðri deild indverska þingsins (''Lok Sabha'') í Mayurbhanj-kjördæminu þar sem flosnað hafði upp úr bandalagi BJD og BJP.<ref name="Express Profile" />
== Fylkisstjóri Jharkhand ==
[[File:The_Governor_of_Jharkhand,_Smt._Draupadi_Murmu_calling_on_the_Vice_President,_Shri_M._Venkaiah_Naidu,_in_New_Delhi_on_August_11,_2017.jpg|thumb|250x250px|Murmu ásamt [[M. Venkaiah Naidu]], varaforseta Indlands, í [[Nýja Delí|Nýju Delí]] árið 2017.]]
Murmu sór embættiseið sem fylkisstjóri [[Jharkhand]] þann 18. maí árið 2015 og varð þá fyrst kvenna til að gegna því embætti.<ref name="IBNlive 20152">{{cite web |date=18 May 2015 |title=Droupadi Murmu sworn in as first woman Governor of Jharkhand-I News – IBNLive Mobile |url=http://m.ibnlive.com/news/india/draupadi-murmu-sworn-in-as-first-woman-governor-of-jharkhand-993328.html |access-date=18 May 2015 |website=[[IBN Live]]}}</ref> Bharatiya Janata-flokkurinn fór með stjórn í Jharkhand mestallan þann tíma sem Murmu sat í fylkisstjóraembætti.<ref name="Telegraph Tribal">{{cite news |title=Tribal activists expect Droupadi Murmu to be assertive as President |url=https://www.telegraphindia.com/jharkhand/tribal-activists-expect-droupadi-murmu-to-be-assertive-as-president/cid/1871370 |access-date=21 July 2022 |work=www.telegraphindia.com |date=23 June 2022}}</ref>
[[Ratan Tirkey]], aðgerðasinni og fyrrum stjórnmálamaður í BJP, sagði um Murmu að hún hefði ekki gert nóg til að tryggja að réttur ættbálkasamfélaganna í Jharkand til sjálfsstjórnar væri virtur. Þessi réttindi eru lögfest samkvæmt fimmta áætlanadálki stjórnarskrár Indlands og löggjöf frá árinu 1996 sem útvíkkaði sjálfsstjórnarsvæði ættbálkanna. Tirkey sagði um Murmu: „Þrátt fyrir margar beiðnir beitti þáverandi fylkisstjóri aldrei valdi sínu til að framfylgja skilmálum fimmta áætlanadálksins og löggjafarinnar frá 1996, hvorki í orði kveðnu né samkvæmt efni þeirra.“<ref name="Telegraph Tribal" />
Sex ára kjörtímabil Murmu sem fylkisstjóra Jharkhand hófst í maí 2015 og lauk í júlí 2021.<ref name="Express Profile" />
==Forsetaframboð 2022==
Í júní árið 2022 útnefndi BJP Murmu sem frambjóðanda kosningabandalags þeirra, Þjóðarlýðræðisbandalagsins, til embættis forseta Indlands í forsetakosningum sem fóru fram næsta mánuð. [[Yashwant Sinha]] var útnefndur forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðuflokkanna.<ref name="first2">{{cite news |title=India: BJP backs tribal politician Draupadi Murmu for president against former ally {{!}} DW {{!}} 18.07.2022 |url=https://www.dw.com/en/india-bjp-backs-tribal-politician-draupadi-murmu-for-president-against-former-ally/a-62505626 |access-date=22 July 2022 |work=Deutsche Welle}}</ref> Murmu heimsótti ýmis fylki Indlands í kosningaherferð sinni til að vinna sér stuðning. Nokkrir stjórnarandstöðuflokkar, þar á meðal [[Biju Janata Dal|BJD]], [[Jharkhand Mukti Morcha|JMM]], [[Bahujan Samaj Party|BSP]], [[Shiv Sena|SS]] og fleiri lýstu yfir stuðning við framboð hennar áður en kosningarnar fóru fram.<ref>{{Cite web |date=2022-07-10 |title=Droupadi Murmu to visit Karnataka today, seek support for presidential polls |url=https://www.hindustantimes.com/india-news/droupadi-murmu-to-visit-karnataka-today-seek-support-for-presidential-polls-101657439666283.html |access-date=2022-07-19 |website=Hindustan Times |language=en}}</ref><ref>{{Cite web |date=2022-07-09 |title=Murmu to visit Kolkata today to seek support |url=https://indianexpress.com/article/cities/kolkata/murmu-to-visit-kolkata-today-to-seek-support-8018201/ |access-date=2022-07-19 |website=The Indian Express |language=en}}</ref> Þann 21. júlí 2022 tryggði Murmu sér skýran meirihluta í kosningunum og vann sigur gegn Yashwant Sinha með 676.803 kjörmannaatkvæðum (64,03% heildaratkvæðanna) í 21 af 28 fylkjum Indlands (þar á meðal alríkishéraðinu [[Puducherry]]). Hún var þannig kjörin fimmtándi forseti Indlands.<ref name="Results">{{cite news |title=Presidential Election 2022 Result Live Updates: Droupadi Murmu makes history, becomes India's first tribal woman President |url=https://indianexpress.com/article/india/presidential-election-2022-results-counting-votes-live-updates-yashwant-sinha-droupadi-murmu-8042430/ |access-date=21 July 2022 |work=The Indian Express |date=21 July 2022 |language=en}}</ref>
Murmu mun taka við forsetaembættinu þann 25. júlí 2022. Hún verður svarin í embætti í þinghúsinu í Nýju Delí af forseta hæstaréttar Indlands, [[N. V. Ramana|NV Ramana]].<ref>{{Cite web |date=2022-07-19 |title=All About The New President Of India: Draupadi Murmu » Market Place |url=https://market-place.in/web-stories/draupadi-murmu/ |access-date=2022-07-22 |website=Market Place |language=en-US}}</ref> Murmu er fyrsta manneskjan frá [[Odisha]] og önnur konan á eftir [[Pratibha Patil|Pratibhu Patil]] til að gegna forsetaembætti Indlands. Hún verður jafnframt fyrsta manneskjan úr indverska ættbálkasamfélaginu til að gegna embættinu.<ref>{{cite news |title=Will Droupadi Murmu Remain a BJP Electoral Ploy or Help Unseen Adivasis Be Seen at Last? |url=https://thewire.in/politics/droupadi-murmu-bjp-adivasis-president |access-date=22 July 2022 |work=The Wire |date=22 July 2022}}</ref><ref name="Express 5 things">{{cite news |title=Explained: 5 things to know about Droupadi Murmu, President of India |url=https://indianexpress.com/article/explained/droupadi-murmu-president-of-india-five-things-8044065/ |access-date=22 July 2022 |work=The Indian Express |date=22 July 2022 |language=en}}</ref> Hún er yngsta manneskjan í embættinu og fyrsti forseti landsins sem er fæddur eftir sjálfstæði landsins.<ref name="Express Profile" />
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Murmu, Droupadi}}
{{f|1958}}
[[Flokkur:Indverskir stjórnmálamenn]]
kkpybanwgqby0yj4rqpc69xbaw1tcbn
1761674
1761670
2022-07-23T15:50:26Z
TKSnaevarr
53243
/* Stjórnmálaferil */
wikitext
text/x-wiki
{{Forseti
| nafn = Droupadi Murmu
| mynd = Presidential Candidate Smt. Droupadi Murmu.jpg
| myndatexti1 = {{small|Droupadi Murmu árið 2022.}}
| titill = Forseti Indlands<br>{{small|(''kjörin'')}}
| stjórnartíð_start = [[25. júlí]] [[2022]]
| vara_forseti = [[Venkaiah Naidu]]
| forveri = [[Ram Nath Kovind]]
| forsætisráðherra = [[Narendra Modi]]
| verðandi = já
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1958|6|20}}
| fæðingarstaður = [[Uparbeda Mayurbhanj]], [[Orissa]], [[Indland]]i
| stjórnmálaflokkur = [[Bharatiya Janata-flokkurinn]]
| háskóli = Rama Devi-kvennaháskólinn
| maki = Shyam Chandra Murmu (g. 1976; d. 2014)
| börn = 3 (2 látin)
}}
'''Droupadi Murmu''' (f. 20. júní 1958) er [[Indland|indversk]] stjórnmálakona sem er verðandi [[forseti Indlands]]. Hún er meðlimur í [[Bharatiya Janata-flokkurinn|Bharatiya Janata-flokknum]].<ref name=":02">{{Cite web |title=Droupadi Murmu, Former Jharkhand Governor, Is BJP's Choice For President |url=https://www.ndtv.com/india-news/draupadi-murmu-former-jharkhand-governor-is-bjps-choice-for-president-3088291 |access-date=2022-06-21 |website=NDTV.com}}</ref> Hún er fyrsta manneskjan úr ættbálkasamfélagi Indlands sem nær kjöri til embættis forseta landins. Murmu var áður fylkisstjóri [[Jharkhand]] frá 2015 til 2021 og gegndi ýmsum embættum í ríkisstjórn [[Odisha]] frá 2000 til 2004.<ref name=MSNfirst>{{Cite web |title=Droupadi Murmu: India's Youngest President and First to be Born After Independence |url=https://www.msn.com/en-in/news/politics/droupadi-murmu-india-e2-80-99s-youngest-president-and-first-to-be-born-after-independence/ar-AAZPApk |access-date=2022-07-21 |website=MSN |language=en-IN}}</ref>
Áður en Murmu hóf feril í stjórnmálum var hún aðstoðarmaður í áveitu- og orkudeild ríkisins frá 1979 til 1983 og vann síðan sem kennari við Sri Aurobindo-menntunarmiðstöðina í Rairangpur til ársins 1997. Murmu var kjörin forseti Indlands í júlí árið 2022. Hún verður fyrsti forseti landsins sem fæddist eftir sjálfstæði Indlands, fyrsti forsetinn úr ættbálkasamfélaginu og annar kvenforseti landsins.<ref name=MSNfirst/>
==Einkahagir==
Droupadi Murmu er komin af fjölskyldu úr [[Santal]]-þjóðflokknum og fæddist þann 20. júní 1958 í [[Rairangpur]] í [[Uparbeda Mayurbhanj|Mayurbhanj-sýslunni]] í [[Odisha]].<ref>{{cite web |date=15 June 2017 |title=Droupadi Murmu may soon be the President of India: Know all about her |url=https://www.indiatoday.in/education-today/gk-current-affairs/story/draupadi-murmu-president-of-india-982961-2017-06-15 |access-date=20 July 2022 |website=India Today |place=New Delhi}}</ref> Faðir hennar og afi voru hefðbundnir leiðtogar í þorpsráðinu. Murmu er útskrifuð úr listnámi við Rama Devi-kvennaháskólann.<ref name="Express Profile">{{cite news |title=The Sunday Profile {{!}} Droupadi Murmu: Raisina Calling |url=https://indianexpress.com/article/political-pulse/the-sunday-profile-droupadi-murmu-raisina-calling-8033868/ |access-date=22 July 2022 |work=The Indian Express |date=22 July 2022 |language=en}}</ref>
Murmu giftist bankamanninum Shyam Charan Murmu, sem lést árið 2014. Hjónin eignuðust tvo syni sem létust báðir á undan Murmu, og dótturina Itishri Murmu. Á sjö ára tímabili, frá 2009 til 2015, missti Murmu eiginmann sinn, tvo syni, móður sína og bróður.<ref>{{Cite web |date=2017-06-13 |title=Who is Droupadi Murmu? |url=https://indianexpress.com/article/india/who-is-draupdi-murmu-next-president-narendra-modi-pranab-mukherjee-4701597/ |access-date=2022-06-22 |website=The Indian Express |language=en}}</ref><ref>{{cite web | url=https://www.ndtv.com/india-news/droupadi-murmu-once-a-councillor-and-now-indias-president-elect-3181204 | title=Droupadi Murmu is India's Youngest, First Tribal President }}</ref> Hún er meðlimur í andlegu hreyfingunni [[Brahma Kumaris]].<ref>{{cite news |title=How Droupadi Murmu dealt with personal tragedies |website=TheWeek |url=https://www.theweek.in/theweek/cover/2022/06/24/how-droupadi-murmu-dealt-with-personal-tragedies.html}}</ref>
==Starfsferill==
Droupadi Murmu vann sem varaaðstoðarmaður í áveitustofnun fylkisstjórnar [[Odisha]] frá 1979 til 1983. Hún vann síðan sem kennari við Sri Aurobindo-grunnmenntunarmiðstöðina í [[Rairangpur]] og kenndi þar [[hindí]], [[oríja]], [[stærðfræði]] og [[landafræði]].<ref name="Profile Hindu">{{cite news |title=Profile:The importance of being Droupadi Murmu |website=The Hindu |url=https://www.thehindu.com/news/national/profile-the-importance-of-being-draupadi-murmu/article65550479.ece}}</ref><ref name="Express Profile" />
== Stjórnmálaferill ==
Droupadi Murmu gekk í [[Bharatiya Janata-flokkurinn|Bharatiya Janata-flokkinn]] (BJP) í Rairangpur. Árið 1997 var hún kjörin sem fulltrúi í sveitarstjórn (''Nagar Panchayat'') Rairangpur.<ref name="Profile Hindu" /><ref name="Express Profile" />
Þegar BJP myndaði [[samsteypustjórn]] ásamt floknum [[Biju Janata Dal]] (BJD) í Odisha var Murmu gerð fylkisráðherra. Hún fór með stjórn verslunar- og samgöngumála frá 6. mars 2000 til 6. ágúst 2002 og útgerðar- og dýramála frá 6. ágúst 2002 til 16. maí 2004.<ref name="Express Profile" />
Árið 2009 tapaði Murmu kjöri á neðri deild indverska þingsins (''Lok Sabha'') í Mayurbhanj-kjördæminu þar sem flosnað hafði upp úr bandalagi BJD og BJP.<ref name="Express Profile" />
== Fylkisstjóri Jharkhand ==
[[File:The_Governor_of_Jharkhand,_Smt._Draupadi_Murmu_calling_on_the_Vice_President,_Shri_M._Venkaiah_Naidu,_in_New_Delhi_on_August_11,_2017.jpg|thumb|250x250px|Murmu ásamt [[M. Venkaiah Naidu]], varaforseta Indlands, í [[Nýja Delí|Nýju Delí]] árið 2017.]]
Murmu sór embættiseið sem fylkisstjóri [[Jharkhand]] þann 18. maí árið 2015 og varð þá fyrst kvenna til að gegna því embætti.<ref name="IBNlive 20152">{{cite web |date=18 May 2015 |title=Droupadi Murmu sworn in as first woman Governor of Jharkhand-I News – IBNLive Mobile |url=http://m.ibnlive.com/news/india/draupadi-murmu-sworn-in-as-first-woman-governor-of-jharkhand-993328.html |access-date=18 May 2015 |website=[[IBN Live]]}}</ref> Bharatiya Janata-flokkurinn fór með stjórn í Jharkhand mestallan þann tíma sem Murmu sat í fylkisstjóraembætti.<ref name="Telegraph Tribal">{{cite news |title=Tribal activists expect Droupadi Murmu to be assertive as President |url=https://www.telegraphindia.com/jharkhand/tribal-activists-expect-droupadi-murmu-to-be-assertive-as-president/cid/1871370 |access-date=21 July 2022 |work=www.telegraphindia.com |date=23 June 2022}}</ref>
[[Ratan Tirkey]], aðgerðasinni og fyrrum stjórnmálamaður í BJP, sagði um Murmu að hún hefði ekki gert nóg til að tryggja að réttur ættbálkasamfélaganna í Jharkand til sjálfsstjórnar væri virtur. Þessi réttindi eru lögfest samkvæmt fimmta áætlanadálki stjórnarskrár Indlands og löggjöf frá árinu 1996 sem útvíkkaði sjálfsstjórnarsvæði ættbálkanna. Tirkey sagði um Murmu: „Þrátt fyrir margar beiðnir beitti þáverandi fylkisstjóri aldrei valdi sínu til að framfylgja skilmálum fimmta áætlanadálksins og löggjafarinnar frá 1996, hvorki í orði kveðnu né samkvæmt efni þeirra.“<ref name="Telegraph Tribal" />
Sex ára kjörtímabil Murmu sem fylkisstjóra Jharkhand hófst í maí 2015 og lauk í júlí 2021.<ref name="Express Profile" />
==Forsetaframboð 2022==
Í júní árið 2022 útnefndi BJP Murmu sem frambjóðanda kosningabandalags þeirra, Þjóðarlýðræðisbandalagsins, til embættis forseta Indlands í forsetakosningum sem fóru fram næsta mánuð. [[Yashwant Sinha]] var útnefndur forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðuflokkanna.<ref name="first2">{{cite news |title=India: BJP backs tribal politician Draupadi Murmu for president against former ally {{!}} DW {{!}} 18.07.2022 |url=https://www.dw.com/en/india-bjp-backs-tribal-politician-draupadi-murmu-for-president-against-former-ally/a-62505626 |access-date=22 July 2022 |work=Deutsche Welle}}</ref> Murmu heimsótti ýmis fylki Indlands í kosningaherferð sinni til að vinna sér stuðning. Nokkrir stjórnarandstöðuflokkar, þar á meðal [[Biju Janata Dal|BJD]], [[Jharkhand Mukti Morcha|JMM]], [[Bahujan Samaj Party|BSP]], [[Shiv Sena|SS]] og fleiri lýstu yfir stuðning við framboð hennar áður en kosningarnar fóru fram.<ref>{{Cite web |date=2022-07-10 |title=Droupadi Murmu to visit Karnataka today, seek support for presidential polls |url=https://www.hindustantimes.com/india-news/droupadi-murmu-to-visit-karnataka-today-seek-support-for-presidential-polls-101657439666283.html |access-date=2022-07-19 |website=Hindustan Times |language=en}}</ref><ref>{{Cite web |date=2022-07-09 |title=Murmu to visit Kolkata today to seek support |url=https://indianexpress.com/article/cities/kolkata/murmu-to-visit-kolkata-today-to-seek-support-8018201/ |access-date=2022-07-19 |website=The Indian Express |language=en}}</ref> Þann 21. júlí 2022 tryggði Murmu sér skýran meirihluta í kosningunum og vann sigur gegn Yashwant Sinha með 676.803 kjörmannaatkvæðum (64,03% heildaratkvæðanna) í 21 af 28 fylkjum Indlands (þar á meðal alríkishéraðinu [[Puducherry]]). Hún var þannig kjörin fimmtándi forseti Indlands.<ref name="Results">{{cite news |title=Presidential Election 2022 Result Live Updates: Droupadi Murmu makes history, becomes India's first tribal woman President |url=https://indianexpress.com/article/india/presidential-election-2022-results-counting-votes-live-updates-yashwant-sinha-droupadi-murmu-8042430/ |access-date=21 July 2022 |work=The Indian Express |date=21 July 2022 |language=en}}</ref>
Murmu mun taka við forsetaembættinu þann 25. júlí 2022. Hún verður svarin í embætti í þinghúsinu í Nýju Delí af forseta hæstaréttar Indlands, [[N. V. Ramana|NV Ramana]].<ref>{{Cite web |date=2022-07-19 |title=All About The New President Of India: Draupadi Murmu » Market Place |url=https://market-place.in/web-stories/draupadi-murmu/ |access-date=2022-07-22 |website=Market Place |language=en-US}}</ref> Murmu er fyrsta manneskjan frá [[Odisha]] og önnur konan á eftir [[Pratibha Patil|Pratibhu Patil]] til að gegna forsetaembætti Indlands. Hún verður jafnframt fyrsta manneskjan úr indverska ættbálkasamfélaginu til að gegna embættinu.<ref>{{cite news |title=Will Droupadi Murmu Remain a BJP Electoral Ploy or Help Unseen Adivasis Be Seen at Last? |url=https://thewire.in/politics/droupadi-murmu-bjp-adivasis-president |access-date=22 July 2022 |work=The Wire |date=22 July 2022}}</ref><ref name="Express 5 things">{{cite news |title=Explained: 5 things to know about Droupadi Murmu, President of India |url=https://indianexpress.com/article/explained/droupadi-murmu-president-of-india-five-things-8044065/ |access-date=22 July 2022 |work=The Indian Express |date=22 July 2022 |language=en}}</ref> Hún er yngsta manneskjan í embættinu og fyrsti forseti landsins sem er fæddur eftir sjálfstæði landsins.<ref name="Express Profile" />
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Murmu, Droupadi}}
{{f|1958}}
[[Flokkur:Indverskir stjórnmálamenn]]
hdraaobq46y5hwznpdc2x84ndqp636w
Spjall:Droupadi Murmu
1
168603
1761671
2022-07-23T15:50:12Z
TKSnaevarr
53243
Ný síða: {{Æviágrip lifandi fólks}} {{Þýðing |titill=Droupadi Murmu |tungumál=en |id=1099952631 }}
wikitext
text/x-wiki
{{Æviágrip lifandi fólks}}
{{Þýðing
|titill=Droupadi Murmu
|tungumál=en
|id=1099952631
}}
s8kq145a0wc73ykcgai5jayil88qy9g
Lights on the Highway (breiðskífa)
0
168604
1761700
2022-07-23T20:54:31Z
Siggason
12601
Ný síða: {{Breiðskífa | Nafn = Lights on the Highway | Gerð = [[Breiðskífa]] | Tónlistarmaður = [[Lights on the Highway]] | Gefin út = [[2005]] | Tónlistarstefna = [[Rokk]] | Útgáfufyrirtæki = Dennis records | Þessi breiðskífa ='''''Lights on the Highway''''' <br /> (2005) | Næsta breiðskífa =''[[Amanita Muscaria]]''<br />(2009) | }} '''''Lights on the Highway''''' er fyrsta [[breiðskífa]] hljómsveitarinnar Light...
wikitext
text/x-wiki
{{Breiðskífa
| Nafn = Lights on the Highway
| Gerð = [[Breiðskífa]]
| Tónlistarmaður = [[Lights on the Highway]]
| Gefin út = [[2005]]
| Tónlistarstefna = [[Rokk]]
| Útgáfufyrirtæki = Dennis records
| Þessi breiðskífa ='''''Lights on the Highway''''' <br /> (2005)
| Næsta breiðskífa =''[[Amanita Muscaria]]''<br />(2009)
| }}
'''''Lights on the Highway''''' er fyrsta [[breiðskífa]] hljómsveitarinnar [[Lights on the Highway]] og kom út árið 2005.
== Lagalisti ==
# Jameson's state (4:09)
# Said to much (4:38)
# The moment (2:43)
# Rest of us (4:46)
# Long summer dining (3:33)
# Down the alley (4:45)
# Wake up (2:52)
# Marilyn Monroeverdrive (4:12)
# No such strings (5:25)
# All for the better (3:32)
# The maze (10:45)
# She takes me home (3:08)
[[Flokkur:Íslenskar breiðskífur]]
cojedc8emrvwq52rceg4n8sgjxlv5a2
1761705
1761700
2022-07-23T21:11:24Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Breiðskífa
| Nafn = Lights on the Highway
| Gerð = [[Breiðskífa]]
| Tónlistarmaður = [[Lights on the Highway]]
| Gefin út = [[2005]]
| Tónlistarstefna = [[Rokk]]
| Útgáfufyrirtæki = Dennis records
| Þessi breiðskífa ='''''Lights on the Highway''''' <br /> (2005)
| Næsta breiðskífa =''[[Amanita Muscaria]]''<br />(2009)
| }}
'''''Lights on the Highway''''' er fyrsta [[breiðskífa]] hljómsveitarinnar [[Lights on the Highway]] og kom út árið 2005.
== Lagalisti ==
# Jameson's state (4:09)
# Said to much (4:38)
# The moment (2:43)
# Rest of us (4:46)
# Long summer dining (3:33)
# Down the alley (4:45)
# Wake up (2:52)
# Marilyn Monroeverdrive (4:12)
# No such strings (5:25)
# All for the better (3:32)
# The maze (10:45)
# She takes me home (3:08)
[[Flokkur:Hljómplötur gefnar út árið 2005]]
[[Flokkur:Íslenskar breiðskífur]]
t7rosz6qzpf0di9747z3p2zysi0yjkq
Singapore Sling (hljómsveit)
0
168605
1761708
2022-07-23T22:07:52Z
Siggason
12601
Ný síða: {{Tónlistarfólk |heiti = Singapore Sling |mynd = |stærð = 250px |myndatexti = |nefni = |uppruni = [[Reykjavík]], [[Ísland|Íslandi]] |stefna = [[Rokk]] |ár = 2000–í dag |út = |sam = |vef = |nú = Henrik Baldvin Björnsson |fyrr = }} '''Singapore Sling''' er íslensk [[rokk]] hljómsveit frá sem var stofnuð árið 2000 í [[Reykjavík]]. ==Meðlimir== ===Núverandi=== *Henrik Baldvin Björ...
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
|heiti = Singapore Sling
|mynd =
|stærð = 250px
|myndatexti =
|nefni =
|uppruni = [[Reykjavík]], [[Ísland|Íslandi]]
|stefna = [[Rokk]]
|ár = 2000–í dag
|út =
|sam =
|vef =
|nú = Henrik Baldvin Björnsson
|fyrr =
}}
'''Singapore Sling''' er íslensk [[rokk]] hljómsveit frá sem var stofnuð árið 2000 í [[Reykjavík]].
==Meðlimir==
===Núverandi===
*Henrik Baldvin Björnsson - [[Söngur]]
===Fyrrverandi===
*Anna Margrét Björnsson - [[Söngur]]
*Bjarni Friðrik Jóhannsson - [[Trommur]]
*Björn Viktorsson - [[Trommur]]
*Einar Þór Kristjánsson (Einar Sonic) - [[Gítar]]
*Ester Bíbí Ásgeirsdóttir - [[Bassi]]/[[Söngur]]
*Hákon Aðalsteinsson - [[Gítar]]
*Helgi Örn Pétursson - [[Gítar]]
*Kaktus Einarsson - [[Trompet]]
*Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) - [[Fiðla]]
*Þorgeir Guðmundsson (Toggi) - [[Bassi]]
*Sigurður Magnús Finnsson (Siggi Shaker, Iggy Sniff) - [[Ásláttarhljóðfæri]]
== Útgefið efni ==
=== Breiðskífur ===
*''The Curse of Singapore Sling'' (2002)
*''Life is killing my Rock 'n' roll'' (2004)
*''Taste the blood of Singapore Sling'' (2005)
*''Perversity, Desperation and Death'' (2009)
*''Singapore Sling must be destroyed'' (2010)
*''Never Forever'' (2011)
*''The Tower of Foronicity'' (2014)
*''Psych Fuck'' (2015)
*''Kill Kill Kill (Songs About Nothing)'' (2018)
*''Killer Classics'' (2019)
*''Good Sick Fun with Singapore Sling'' (2020)
===Smáskífur===
*''Riffermmania (Kill Kill Killl)'' (2018)
*''Nothing Matters but R N'R'' (2018)
*''Suicide Twist'' (2019)
*''Touch the Filth'' (2020)
*''Soul Kicks'' (2020)
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Stofnað 2000]]
trzc4rcfgo0yu03ka8pmmwm56lahqq5
1761709
1761708
2022-07-23T22:11:25Z
Siggason
12601
/* Fyrrverandi */ Bætt við meðlimi
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
|heiti = Singapore Sling
|mynd =
|stærð = 250px
|myndatexti =
|nefni =
|uppruni = [[Reykjavík]], [[Ísland|Íslandi]]
|stefna = [[Rokk]]
|ár = 2000–í dag
|út =
|sam =
|vef =
|nú = Henrik Baldvin Björnsson
|fyrr =
}}
'''Singapore Sling''' er íslensk [[rokk]] hljómsveit frá sem var stofnuð árið 2000 í [[Reykjavík]].
==Meðlimir==
===Núverandi===
*Henrik Baldvin Björnsson - [[Söngur]]
===Fyrrverandi===
*Anna Margrét Björnsson - [[Söngur]]
*Alex Hancock -
*Bjarni Friðrik Jóhannsson - [[Trommur]]
*Björn Viktorsson - [[Trommur]]
*Einar Þór Kristjánsson (Einar Sonic) - [[Gítar]]
*Ester Bíbí Ásgeirsdóttir - [[Bassi]]/[[Söngur]]
*Hallberg Daði Hallbergsson - [[Bassi]]
*Hákon Aðalsteinsson - [[Gítar]]
*Helgi Örn Pétursson - [[Gítar]]
*Kaktus Einarsson - [[Trompet]]
*Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) - [[Fiðla]]
*Þorgeir Guðmundsson (Toggi) - [[Bassi]]
*Sigurður Magnús Finnsson (Siggi Shaker, Iggy Sniff) - [[Ásláttarhljóðfæri]]
== Útgefið efni ==
=== Breiðskífur ===
*''The Curse of Singapore Sling'' (2002)
*''Life is killing my Rock 'n' roll'' (2004)
*''Taste the blood of Singapore Sling'' (2005)
*''Perversity, Desperation and Death'' (2009)
*''Singapore Sling must be destroyed'' (2010)
*''Never Forever'' (2011)
*''The Tower of Foronicity'' (2014)
*''Psych Fuck'' (2015)
*''Kill Kill Kill (Songs About Nothing)'' (2018)
*''Killer Classics'' (2019)
*''Good Sick Fun with Singapore Sling'' (2020)
===Smáskífur===
*''Riffermmania (Kill Kill Killl)'' (2018)
*''Nothing Matters but R N'R'' (2018)
*''Suicide Twist'' (2019)
*''Touch the Filth'' (2020)
*''Soul Kicks'' (2020)
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Stofnað 2000]]
lw1inaesmfdmsrrai63q8mtw19d7ad2
Enska knattspyrnusambandið
0
168606
1761712
2022-07-23T22:23:02Z
31.209.245.103
Ný síða: '''Enska knattspyrnusambandið''' (Enska: ''The Football Association'' eða ''The FA'') er heildarsamtök [[England|enskra]] knattspyrnufélaga, hefur yfirumsjón með skipulagi fótboltans í landinu og heldur úti landsliðum Englands. Það var stofnað árið 1863, að miklu leyti með það að markmiði að samræma reglur íþróttarinnar og er því elsta knattspyrnusamband heimsins. [[Enski bikarinn|Bikarkeppni Enska knattspyrnusambandsins]], sem stofnuð var árið 187...
wikitext
text/x-wiki
'''Enska knattspyrnusambandið''' (Enska: ''The Football Association'' eða ''The FA'') er heildarsamtök [[England|enskra]] knattspyrnufélaga, hefur yfirumsjón með skipulagi fótboltans í landinu og heldur úti landsliðum Englands. Það var stofnað árið 1863, að miklu leyti með það að markmiði að samræma reglur íþróttarinnar og er því elsta knattspyrnusamband heimsins. [[Enski bikarinn|Bikarkeppni Enska knattspyrnusambandsins]], sem stofnuð var árið 1871, er elsta samfellda knattspyrnukeppni veraldar. Sambandið á aðild að alþjóðasamtökunum [[FIFA]] og [[UEFA]], auk þess að vera aðili að Bresku Ólympíunefndinni.
{{S|1863}}
9zajohq6pe0su9r9xr8s4szj1s63sdr
Youdan bikarinn
0
168607
1761720
2022-07-23T22:28:57Z
Akigka
183
Akigka færði [[Youdan bikarinn]] á [[Youdan-bikarinn]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Youdan-bikarinn]]
79az96i56a9w8612fxmxn5iyibgwmjo
Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn
0
168608
1761722
2022-07-23T22:29:30Z
Akigka
183
Akigka færði [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn]] á [[Guangzhou Baiyun-alþjóðaflugvöllurinn]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Guangzhou Baiyun-alþjóðaflugvöllurinn]]
6ttdaev1mteunmk7190qhlqvtpvktyn
Denys Sjmyhal
0
168609
1761731
2022-07-24T02:52:28Z
TKSnaevarr
53243
Ný síða: {{Stjórnmálamaður | nafn = Denys Sjmyhal<br>{{small|Денис Шмигаль}} | búseta = | mynd = Denys Shmyhal in 2020 02 (cropped).jpg | myndatexti1 = {{small|Sjmyhal árið 2020.}} | titill = Forsætisráðherra Úkraínu | stjórnartíð_start = [[4. mars]] [[2020]] | stjórnartíð_end = | forseti = [[Volodímír Selenskíj]] | forveri = [[Oleksíj Hontsjarúk]] | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1975|10|15}} | fæðingarstaður = [[Lvív]], Sovétlýðveldið...
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Denys Sjmyhal<br>{{small|Денис Шмигаль}}
| búseta =
| mynd = Denys Shmyhal in 2020 02 (cropped).jpg
| myndatexti1 = {{small|Sjmyhal árið 2020.}}
| titill = Forsætisráðherra Úkraínu
| stjórnartíð_start = [[4. mars]] [[2020]]
| stjórnartíð_end =
| forseti = [[Volodímír Selenskíj]]
| forveri = [[Oleksíj Hontsjarúk]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1975|10|15}}
| fæðingarstaður = [[Lvív]], [[Sovétlýðveldið Úkraína|úkraínska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] (nú [[Úkraína|Úkraínu]])
| þjóderni = [[Úkraína|Úkraínskur]]
| maki = Kateryna Sjmyhal
| börn = 2
| háskóli = Tækniháskólinn í Lviv
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn
}}
'''Denys Anatolíjovytsj Sjmyhal''' ([[úkraínska]]: Денис Анатолійович Шмигаль; f. 15. október 1975)<ref name=smgl1>{{cite web|url=http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-url=https://web.archive.org/web/20191030215944/http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-date=2019-10-30|title=Голова обласної державної адміністрації|work=www.if.gov.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> er [[Úkraína|úkraínskur]] stjórnmálamaður og athafnamaður sem hefur verið [[forsætisráðherra Úkraínu]] frá árinu 2020.<ref name=smgl2>{{cite web|url=http://dovidka.com.ua/user/?code=528175|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=dovidka.com.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> Hann var áður héraðsstjóri í [[Ívano-Frankívsk oblast|Ívano-Frankívsk-héraði]].<ref name=":0"/> Sem forsætisráðherra hafði Sjmyhal umsjón með viðbrögðum úkraínsku stjórnarinnar við [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|kórónuveirufaraldrinum]] í landinu.<ref>{{cite web|url=https://www.ukrinform.de/rubric-polytics/2889803-denys-schmygal-zum-neuen-premierminister-ernannt.html|title=Denys Schmygal zum neuen Premierminister ernannt|website=www.ukrinform.de|language=de|access-date=2020-03-05}}</ref>
== Æviágrip ==
Denys Sjmyhal útskrifaðist frá [[Tækniháskólinn í Lvív|Tækniháskólanum í Lvív]] árið 1997. Hann er með kandidatsgráðu í hagfræðivísindum frá árinu 2003.<ref>{{cite web|url=https://www.slovoidilo.ua/persony/shmyhal-denys-anatoliiovych|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=slovoidilo.ua|access-date=January 17, 2020|language=uk}}</ref> Frá útskrift sinni árið 1997 fram til ársins 2005 vann Sjmyhal sem endurskoðandi fyrir ýmis fyrirtæki.<ref name=LIGAbDS/> Frá september 2005 til júní 2006 var Sjmyhal aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins LA DIS.<ref name=LIGAbDS/> Hann var framkvæmdastjóri fjárfestingafyrirtækisins Comfort-Invest frá júní 2006 til ágúst 2008.<ref name=LIGAbDS/> Sjmyhal var síðan framkvæmdastjóri fyrirtækis undir nafninu ROSANINVEST LLC frá september 2008 til september 2009.<ref name=LIGAbDS/>
Sjmyhal gegndi ýmsum pólitískum störfum í [[Lvívska Oblast|Lvív-héraði]] frá árinu 2009 til ársins 2013.<ref name=LIGAbDS/> Hann var formaður hagfræðideildar héraðsstjórnar Lvív-héraðs frá 2009 til 2011.<ref name=smgl1/><ref name=LIGAbDS>[https://file.liga.net/persons/shmygal-denis Stutt æviágrip Denys Shmyhal], LIGA</ref> Þar kynntist hann og vann með [[Oleh Nemtsjínov]], sem varð árið 2020 ráðherra ráðherraráðsins í ríkisstjórn Sjmyhals.<ref>{{cite web|url=https://www.pravda.com.ua/articles/2020/05/25/7252984/|title=Shmyhal and "his" team. How Zelensky's second government works|work=[[Ukrayinska Pravda]]|access-date=May 25, 2020|language=uk}}</ref> Sjmyhal varð síðan formaður efnahags- og iðnaðarstefnu héraðsins allt árið 2012.<ref name=LIGAbDS/> Árið 2013 var hann formaður efnahagsþróunar-, fjárfestinga-, verslunar- og iðnaðardeildar Lvív-héraðs.<ref name=LIGAbDS/>
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2014 var Sjmyhal ráðgjafi þingmanns á úkraínska þinginu.<ref name=LIGAbDS/>
[[File:Secretary Blinken Meets With Ukrainian Prime Minister Shmyhal (52022773525).jpg|left|thumb|Sjmyhal fundar með bandaríska utanríkisráðherranum [[Antony Blinken]] í [[Washington, D.C.]] þann 22. apríl 2022.]]
Frá maí til desember 2014 var Sjmyhal varaformaður héraðsstofu tekju- og tollaráðuneytisins í Lvív-héraði.<ref name=LIGAbDS/><ref name=smgl2/> Hann var síðan varaforseti frystivörudreifingaraðilans TVK Lvivkholod í Lvív frá 2015 til 2017.<ref name=smgl2/>
Frá 2018 til 2019 vann Sjmyhal sem framkvæmdastjóri [[Burshtyn TES]], sem er stærsta raforkufyrirtækið í [[Ívano-Frankívsk]] og tilheyrir fyrirtækjasamsteypu [[Rínat Akhmetov|Rínats Akhmetov]].<ref name=BBC03032020>{{cite news |url=https://www.bbc.com/ukrainian/news-51729049 |script-title=uk:Хто такий Денис Шмигаль, який може замінити Гончарука |trans-title=Who is Denis Shmigal who can replace Goncharuk |work=[[BBC]] |date=3 March 2020 |access-date=21 March 2020}}</ref><ref>{{cite web|url=https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|title=Zelensky decided on the heads of Lviv and Ivano-Frankivsk Regional State Administration|work=opinionua.com|date=July 6, 2019|access-date=January 17, 2020|archive-date=July 8, 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190708091526/https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|url-status=dead}}</ref><ref name=24Kanal05032020>{{cite news |url=https://24tv.ua/denis_shmigal_biografiya_ymovirnogo_v_o_premyer_ministra_n1264880 |script-title=uk:Денис Шмигаль очолив Кабінет міністрів: що про нього відомо |trans-title=Denis Schmigal heads the Cabinet: what is known about him |work=[[:uk:24 (телеканал)|24 Kanal]] |last=Боднар |first=Наталя (Bodnar, Natalia) |date=5 March 2020 |access-date=21 March 2020 |language=uk}}</ref>
Frá 1. ágúst 2019 þar til hann var útnefndur ráðherra starfaði Sjmyhal sem héraðsstjóri [[Ívano-Frankívsk oblast]]s.<ref name=":0">{{cite web|url=https://www.president.gov.ua/documents/5742019-28909|title=Decree of the President of Ukraine № 574/2019|work=[[Office of the President of Ukraine]]|access-date=January 17, 2020|language=uk}}</ref>
Þann 4. febrúar árið 2020 var Sjmyhal útnefndur ráðherra héraðsþróunarmála.<ref>[https://www.unian.info/m/politics/10858727-ukraine-s-parliament-appoints-shmyhal-as-deputy-prime-minister-minister-of-community-development.html Ukraine's parliament appoints Shmyhal as Deputy Prime Minister, Minister of Community Development], [[UNIAN]] (4. febrúar 2020)</ref> Hann tók síðan við af Oleksíj Hontsjarúk sem forsætisráðherra Úkraínu í mars árið 2020.<ref>{{cite news|url=https://www.ft.com/content/17dd0122-5d8a-11ea-8033-fa40a0d65a98|title=Zelensky shakes up Ukraine government and proposes new prime minister|newspaper=[[Financial Times]]|access-date=2020-03-04}}{{subscription required|s}}</ref>
==Einkahagir==
Sjmyhal er kvæntur Katerynu Sjmyhal. Þau eiga tvær dætur.<ref name=LIGAbDS/> Kateryna er fyrrum meðeigandi Kamjanetskyj-bakarísins í Lvív og reiðhjólaleigunnar NextBike. Hún seldi hluta sína í þessum fyrirtækjum árið 2019.<ref name=LIGAbDS/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Oleksíj Hontsjarúk]] | titill=Forsætisráðherra Úkraínu| frá=[[4. mars]] [[2020]] | til=| eftir=Enn í embætti}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Sjmyhal, Denys}}
{{f|1975}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Úkraínu]]
h9guq2i3lfc1xxe52ixf4vwe48wasxv
1761733
1761731
2022-07-24T02:57:25Z
TKSnaevarr
53243
/* Æviágrip */
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Denys Sjmyhal<br>{{small|Денис Шмигаль}}
| búseta =
| mynd = Denys Shmyhal in 2020 02 (cropped).jpg
| myndatexti1 = {{small|Sjmyhal árið 2020.}}
| titill = Forsætisráðherra Úkraínu
| stjórnartíð_start = [[4. mars]] [[2020]]
| stjórnartíð_end =
| forseti = [[Volodímír Selenskíj]]
| forveri = [[Oleksíj Hontsjarúk]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1975|10|15}}
| fæðingarstaður = [[Lvív]], [[Sovétlýðveldið Úkraína|úkraínska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] (nú [[Úkraína|Úkraínu]])
| þjóderni = [[Úkraína|Úkraínskur]]
| maki = Kateryna Sjmyhal
| börn = 2
| háskóli = Tækniháskólinn í Lviv
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn
}}
'''Denys Anatolíjovytsj Sjmyhal''' ([[úkraínska]]: Денис Анатолійович Шмигаль; f. 15. október 1975)<ref name=smgl1>{{cite web|url=http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-url=https://web.archive.org/web/20191030215944/http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-date=2019-10-30|title=Голова обласної державної адміністрації|work=www.if.gov.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> er [[Úkraína|úkraínskur]] stjórnmálamaður og athafnamaður sem hefur verið [[forsætisráðherra Úkraínu]] frá árinu 2020.<ref name=smgl2>{{cite web|url=http://dovidka.com.ua/user/?code=528175|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=dovidka.com.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> Hann var áður héraðsstjóri í [[Ívano-Frankívsk oblast|Ívano-Frankívsk-héraði]].<ref name=":0"/> Sem forsætisráðherra hafði Sjmyhal umsjón með viðbrögðum úkraínsku stjórnarinnar við [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|kórónuveirufaraldrinum]] í landinu.<ref>{{cite web|url=https://www.ukrinform.de/rubric-polytics/2889803-denys-schmygal-zum-neuen-premierminister-ernannt.html|title=Denys Schmygal zum neuen Premierminister ernannt|website=www.ukrinform.de|language=de|access-date=2020-03-05}}</ref>
== Æviágrip ==
Denys Sjmyhal útskrifaðist frá [[Tækniháskólinn í Lvív|Tækniháskólanum í Lvív]] árið 1997. Hann er með kandidatsgráðu í hagfræðivísindum frá árinu 2003.<ref>{{cite web|url=https://www.slovoidilo.ua/persony/shmyhal-denys-anatoliiovych|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=slovoidilo.ua|access-date=January 17, 2020|language=uk}}</ref> Frá útskrift sinni árið 1997 fram til ársins 2005 vann Sjmyhal sem endurskoðandi fyrir ýmis fyrirtæki.<ref name=LIGAbDS/> Frá september 2005 til júní 2006 var Sjmyhal aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins LA DIS.<ref name=LIGAbDS/> Hann var framkvæmdastjóri fjárfestingafyrirtækisins Comfort-Invest frá júní 2006 til ágúst 2008.<ref name=LIGAbDS/> Sjmyhal var síðan framkvæmdastjóri fyrirtækis undir nafninu ROSANINVEST LLC frá september 2008 til september 2009.<ref name=LIGAbDS/>
Sjmyhal gegndi ýmsum pólitískum störfum í [[Lvívska Oblast|Lvív-héraði]] frá árinu 2009 til ársins 2013.<ref name=LIGAbDS/> Hann var formaður hagfræðideildar héraðsstjórnar Lvív-héraðs frá 2009 til 2011.<ref name=smgl1/><ref name=LIGAbDS>[https://file.liga.net/persons/shmygal-denis Stutt æviágrip Denys Shmyhal], LIGA</ref> Þar kynntist hann og vann með [[Oleh Nemtsjínov]], sem varð árið 2020 ráðherra ráðherraráðsins í ríkisstjórn Sjmyhals.<ref>{{cite web|url=https://www.pravda.com.ua/articles/2020/05/25/7252984/|title=Shmyhal and "his" team. How Zelensky's second government works|work=[[Ukrayinska Pravda]]|access-date=May 25, 2020|language=uk}}</ref> Sjmyhal varð síðan formaður efnahags- og iðnaðarstefnu héraðsins allt árið 2012.<ref name=LIGAbDS/> Árið 2013 var hann formaður efnahagsþróunar-, fjárfestinga-, verslunar- og iðnaðardeildar Lvív-héraðs.<ref name=LIGAbDS/>
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2014 var Sjmyhal ráðgjafi þingmanns á úkraínska þinginu.<ref name=LIGAbDS/>
[[File:Secretary Blinken Meets With Ukrainian Prime Minister Shmyhal (52022773525).jpg|left|thumb|Sjmyhal fundar með bandaríska utanríkisráðherranum [[Antony Blinken]] í [[Washington, D.C.]] þann 22. apríl 2022.]]
Frá maí til desember 2014 var Sjmyhal varaformaður héraðsstofu tekju- og tollaráðuneytisins í Lvív-héraði.<ref name=LIGAbDS/><ref name=smgl2/> Hann var síðan varaforseti frystivörudreifingaraðilans TVK Lvivkholod í Lvív frá 2015 til 2017.<ref name=smgl2/>
Frá 2018 til 2019 vann Sjmyhal sem framkvæmdastjóri [[Burshtyn TES]], sem er stærsta raforkufyrirtækið í [[Ívano-Frankívsk]] og tilheyrir fyrirtækjasamsteypu [[Rínat Akhmetov|Rínats Akhmetov]].<ref name=BBC03032020>{{cite news |url=https://www.bbc.com/ukrainian/news-51729049 |script-title=uk:Хто такий Денис Шмигаль, який може замінити Гончарука |trans-title=Who is Denis Shmigal who can replace Goncharuk |work=[[BBC]] |date=3 March 2020 |access-date=21 March 2020}}</ref><ref>{{cite web|url=https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|title=Zelensky decided on the heads of Lviv and Ivano-Frankivsk Regional State Administration|work=opinionua.com|date=July 6, 2019|access-date=January 17, 2020|archive-date=July 8, 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190708091526/https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|url-status=dead}}</ref><ref name=24Kanal05032020>{{cite news |url=https://24tv.ua/denis_shmigal_biografiya_ymovirnogo_v_o_premyer_ministra_n1264880 |script-title=uk:Денис Шмигаль очолив Кабінет міністрів: що про нього відомо |trans-title=Denis Schmigal heads the Cabinet: what is known about him |work=[[:uk:24 (телеканал)|24 Kanal]] |last=Боднар |first=Наталя (Bodnar, Natalia) |date=5 March 2020 |access-date=21 March 2020 |language=uk}}</ref>
Frá 1. ágúst 2019 þar til hann var útnefndur ráðherra starfaði Sjmyhal sem héraðsstjóri [[Ívano-Frankívsk oblast]]s.<ref name=":0">{{cite web|url=https://www.president.gov.ua/documents/5742019-28909|title=Decree of the President of Ukraine № 574/2019|work=[[Office of the President of Ukraine]]|access-date=January 17, 2020|language=uk}}</ref>
Þann 4. febrúar árið 2020 var Sjmyhal útnefndur ráðherra héraðsþróunarmála.<ref>[https://www.unian.info/m/politics/10858727-ukraine-s-parliament-appoints-shmyhal-as-deputy-prime-minister-minister-of-community-development.html Ukraine's parliament appoints Shmyhal as Deputy Prime Minister, Minister of Community Development], [[UNIAN]] (4. febrúar 2020)</ref> Hann tók síðan við af [[Oleksíj Hontsjarúk]] sem forsætisráðherra Úkraínu í mars árið 2020.<ref>{{cite news|url=https://www.ft.com/content/17dd0122-5d8a-11ea-8033-fa40a0d65a98|title=Zelensky shakes up Ukraine government and proposes new prime minister|newspaper=[[Financial Times]]|access-date=2020-03-04}}{{subscription required|s}}</ref>
==Einkahagir==
Sjmyhal er kvæntur Katerynu Sjmyhal. Þau eiga tvær dætur.<ref name=LIGAbDS/> Kateryna er fyrrum meðeigandi Kamjanetskyj-bakarísins í Lvív og reiðhjólaleigunnar NextBike. Hún seldi hluta sína í þessum fyrirtækjum árið 2019.<ref name=LIGAbDS/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Oleksíj Hontsjarúk]] | titill=Forsætisráðherra Úkraínu| frá=[[4. mars]] [[2020]] | til=| eftir=Enn í embætti}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Sjmyhal, Denys}}
{{f|1975}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Úkraínu]]
jzkd8q70xyorkus56l8i8sv92zm6ovw
1761734
1761733
2022-07-24T03:06:57Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Denys Sjmyhal<br>{{small|Денис Шмигаль}}
| búseta =
| mynd = Denys Shmyhal in 2020 02 (cropped).jpg
| myndatexti1 = {{small|Sjmyhal árið 2020.}}
| titill = Forsætisráðherra Úkraínu
| stjórnartíð_start = [[4. mars]] [[2020]]
| stjórnartíð_end =
| forseti = [[Volodímír Selenskíj]]
| forveri = [[Oleksíj Hontsjarúk]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1975|10|15}}
| fæðingarstaður = [[Lvív]], [[Sovétlýðveldið Úkraína|úkraínska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] (nú [[Úkraína|Úkraínu]])
| þjóderni = [[Úkraína|Úkraínskur]]
| maki = Kateryna Sjmyhal
| börn = 2
| háskóli = Tækniháskólinn í Lviv
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn
}}
'''Denys Anatolíjovytsj Sjmyhal''' ([[úkraínska]]: Денис Анатолійович Шмигаль; f. 15. október 1975)<ref name=smgl1>{{cite web|url=http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-url=https://web.archive.org/web/20191030215944/http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-date=2019-10-30|title=Голова обласної державної адміністрації|work=www.if.gov.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> er [[Úkraína|úkraínskur]] stjórnmálamaður og athafnamaður sem hefur verið [[forsætisráðherra Úkraínu]] frá árinu 2020.<ref name=smgl2>{{cite web|url=http://dovidka.com.ua/user/?code=528175|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=dovidka.com.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> Hann var áður héraðsstjóri í [[Ívano-Frankívsk oblast|Ívano-Frankívsk-héraði]].<ref name=":0"/> Sem forsætisráðherra hafði Sjmyhal umsjón með viðbrögðum úkraínsku stjórnarinnar við [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|kórónuveirufaraldrinum]] í landinu.<ref>{{cite web|url=https://www.ukrinform.de/rubric-polytics/2889803-denys-schmygal-zum-neuen-premierminister-ernannt.html|title=Denys Schmygal zum neuen Premierminister ernannt|website=www.ukrinform.de|language=de|access-date=2020-03-05}}</ref>
== Æviágrip ==
Denys Sjmyhal útskrifaðist frá [[Tækniháskólinn í Lvív|Tækniháskólanum í Lvív]] árið 1997. Hann er með kandidatsgráðu í hagfræðivísindum frá árinu 2003.<ref>{{cite web|url=https://www.slovoidilo.ua/persony/shmyhal-denys-anatoliiovych|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=slovoidilo.ua|access-date=17. janúar 2020|language=uk}}</ref> Frá útskrift sinni árið 1997 fram til ársins 2005 vann Sjmyhal sem endurskoðandi fyrir ýmis fyrirtæki.<ref name=LIGAbDS/> Frá september 2005 til júní 2006 var Sjmyhal aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins LA DIS.<ref name=LIGAbDS/> Hann var framkvæmdastjóri fjárfestingafyrirtækisins Comfort-Invest frá júní 2006 til ágúst 2008.<ref name=LIGAbDS/> Sjmyhal var síðan framkvæmdastjóri fyrirtækis undir nafninu ROSANINVEST LLC frá september 2008 til september 2009.<ref name=LIGAbDS/>
Sjmyhal gegndi ýmsum pólitískum störfum í [[Lvívska Oblast|Lvív-héraði]] frá árinu 2009 til ársins 2013.<ref name=LIGAbDS/> Hann var formaður hagfræðideildar héraðsstjórnar Lvív-héraðs frá 2009 til 2011.<ref name=smgl1/><ref name=LIGAbDS>[https://file.liga.net/persons/shmygal-denis Stutt æviágrip Denys Shmyhal], LIGA</ref> Þar kynntist hann og vann með [[Oleh Nemtsjínov]], sem varð árið 2020 ráðherra ráðherraráðsins í ríkisstjórn Sjmyhals.<ref>{{cite web|url=https://www.pravda.com.ua/articles/2020/05/25/7252984/|title=Shmyhal and "his" team. How Zelensky's second government works|work=[[Ukrayinska Pravda]]|access-date=25. maí 2020|language=uk}}</ref> Sjmyhal varð síðan formaður efnahags- og iðnaðarstefnu héraðsins allt árið 2012.<ref name=LIGAbDS/> Árið 2013 var hann formaður efnahagsþróunar-, fjárfestinga-, verslunar- og iðnaðardeildar Lvív-héraðs.<ref name=LIGAbDS/>
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2014 var Sjmyhal ráðgjafi þingmanns á úkraínska þinginu.<ref name=LIGAbDS/>
[[File:Secretary Blinken Meets With Ukrainian Prime Minister Shmyhal (52022773525).jpg|left|thumb|Sjmyhal fundar með bandaríska utanríkisráðherranum [[Antony Blinken]] í [[Washington, D.C.]] þann 22. apríl 2022.]]
Frá maí til desember 2014 var Sjmyhal varaformaður héraðsstofu tekju- og tollaráðuneytisins í Lvív-héraði.<ref name=LIGAbDS/><ref name=smgl2/> Hann var síðan varaforseti frystivörudreifingaraðilans TVK Lvivkholod í Lvív frá 2015 til 2017.<ref name=smgl2/>
Frá 2018 til 2019 vann Sjmyhal sem framkvæmdastjóri [[Burshtyn TES]], sem er stærsta raforkufyrirtækið í [[Ívano-Frankívsk]] og tilheyrir fyrirtækjasamsteypu [[Rínat Akhmetov|Rínats Akhmetov]].<ref name=BBC03032020>{{cite news |url=https://www.bbc.com/ukrainian/news-51729049 |script-title=uk:Хто такий Денис Шмигаль, який може замінити Гончарука |trans-title=Who is Denis Shmigal who can replace Goncharuk |work=[[BBC]] |date=3 March 2020 |access-date=21 March 2020}}</ref><ref>{{cite web|url=https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|title=Zelensky decided on the heads of Lviv and Ivano-Frankivsk Regional State Administration|work=opinionua.com|date=6. júlí 2019|access-date=17. janúar 2020|archive-date=8. júlí 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190708091526/https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|url-status=dead}}</ref><ref name=24Kanal05032020>{{cite news |url=https://24tv.ua/denis_shmigal_biografiya_ymovirnogo_v_o_premyer_ministra_n1264880 |script-title=uk:Денис Шмигаль очолив Кабінет міністрів: що про нього відомо |trans-title=Denis Schmigal heads the Cabinet: what is known about him |work=[[:uk:24 (телеканал)|24 Kanal]] |last=Боднар |first=Наталя (Bodnar, Natalia) |date=5 March 2020 |access-date=21 March 2020 |language=uk}}</ref>
Frá 1. ágúst 2019 þar til hann var útnefndur ráðherra starfaði Sjmyhal sem héraðsstjóri [[Ívano-Frankívsk oblast]]s.<ref name=":0">{{cite web|url=https://www.president.gov.ua/documents/5742019-28909|title=Decree of the President of Ukraine № 574/2019|work=[[Office of the President of Ukraine]]|access-date=17. janúar 2020|language=uk}}</ref>
Þann 4. febrúar árið 2020 var Sjmyhal útnefndur ráðherra héraðsþróunarmála.<ref>[https://www.unian.info/m/politics/10858727-ukraine-s-parliament-appoints-shmyhal-as-deputy-prime-minister-minister-of-community-development.html Ukraine's parliament appoints Shmyhal as Deputy Prime Minister, Minister of Community Development], [[UNIAN]] (4. febrúar 2020)</ref> Hann tók síðan við af [[Oleksíj Hontsjarúk]] sem forsætisráðherra Úkraínu í mars árið 2020.<ref>{{cite news|url=https://www.ft.com/content/17dd0122-5d8a-11ea-8033-fa40a0d65a98|title=Zelensky shakes up Ukraine government and proposes new prime minister|newspaper=[[Financial Times]]|access-date=2020-03-04}}{{subscription required|s}}</ref>
==Einkahagir==
Sjmyhal er kvæntur Katerynu Sjmyhal. Þau eiga tvær dætur.<ref name=LIGAbDS/> Kateryna er fyrrum meðeigandi Kamjanetskyj-bakarísins í Lvív og reiðhjólaleigunnar NextBike. Hún seldi hluta sína í þessum fyrirtækjum árið 2019.<ref name=LIGAbDS/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Oleksíj Hontsjarúk]] | titill=Forsætisráðherra Úkraínu| frá=[[4. mars]] [[2020]] | til=| eftir=Enn í embætti}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Sjmyhal, Denys}}
{{f|1975}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Úkraínu]]
43wuygb3usfzj4tpmbdksgxdej0dhve
1761735
1761734
2022-07-24T03:07:36Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Denys Sjmyhal<br>{{small|Денис Шмигаль}}
| búseta =
| mynd = Denys Shmyhal in 2020 02 (cropped).jpg
| myndatexti1 = {{small|Sjmyhal árið 2020.}}
| titill = Forsætisráðherra Úkraínu
| stjórnartíð_start = [[4. mars]] [[2020]]
| stjórnartíð_end =
| forseti = [[Volodímír Selenskíj]]
| forveri = [[Oleksíj Hontsjarúk]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1975|10|15}}
| fæðingarstaður = [[Lvív]], [[Sovétlýðveldið Úkraína|úkraínska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] (nú [[Úkraína|Úkraínu]])
| þjóderni = [[Úkraína|Úkraínskur]]
| maki = Kateryna Sjmyhal
| börn = 2
| háskóli = Tækniháskólinn í Lviv
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn
}}
'''Denys Anatolíjovytsj Sjmyhal''' ([[úkraínska]]: Денис Анатолійович Шмигаль; f. 15. október 1975)<ref name=smgl1>{{cite web|url=http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-url=https://web.archive.org/web/20191030215944/http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-date=2019-10-30|title=Голова обласної державної адміністрації|work=www.if.gov.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> er [[Úkraína|úkraínskur]] stjórnmálamaður og athafnamaður sem hefur verið [[forsætisráðherra Úkraínu]] frá árinu 2020.<ref name=smgl2>{{cite web|url=http://dovidka.com.ua/user/?code=528175|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=dovidka.com.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> Hann var áður héraðsstjóri í [[Ívano-Frankívsk oblast|Ívano-Frankívsk-héraði]].<ref name=":0"/> Sem forsætisráðherra hafði Sjmyhal umsjón með viðbrögðum úkraínsku stjórnarinnar við [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|kórónuveirufaraldrinum]] í landinu.<ref>{{cite web|url=https://www.ukrinform.de/rubric-polytics/2889803-denys-schmygal-zum-neuen-premierminister-ernannt.html|title=Denys Schmygal zum neuen Premierminister ernannt|website=www.ukrinform.de|language=de|access-date=2020-03-05}}</ref>
== Æviágrip ==
Denys Sjmyhal útskrifaðist frá [[Tækniháskólinn í Lvív|Tækniháskólanum í Lvív]] árið 1997. Hann er með kandidatsgráðu í hagfræðivísindum frá árinu 2003.<ref>{{cite web|url=https://www.slovoidilo.ua/persony/shmyhal-denys-anatoliiovych|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=slovoidilo.ua|access-date=17. janúar 2020|language=uk}}</ref> Frá útskrift sinni árið 1997 fram til ársins 2005 vann Sjmyhal sem endurskoðandi fyrir ýmis fyrirtæki.<ref name=LIGAbDS/> Frá september 2005 til júní 2006 var Sjmyhal aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins LA DIS.<ref name=LIGAbDS/> Hann var framkvæmdastjóri fjárfestingafyrirtækisins Comfort-Invest frá júní 2006 til ágúst 2008.<ref name=LIGAbDS/> Sjmyhal var síðan framkvæmdastjóri fyrirtækis undir nafninu ROSANINVEST LLC frá september 2008 til september 2009.<ref name=LIGAbDS/>
Sjmyhal gegndi ýmsum pólitískum störfum í [[Lvívska Oblast|Lvív-héraði]] frá árinu 2009 til ársins 2013.<ref name=LIGAbDS/> Hann var formaður hagfræðideildar héraðsstjórnar Lvív-héraðs frá 2009 til 2011.<ref name=smgl1/><ref name=LIGAbDS>[https://file.liga.net/persons/shmygal-denis Stutt æviágrip Denys Shmyhal], LIGA</ref> Þar kynntist hann og vann með [[Oleh Nemtsjínov]], sem varð árið 2020 ráðherra ráðherraráðsins í ríkisstjórn Sjmyhals.<ref>{{cite web|url=https://www.pravda.com.ua/articles/2020/05/25/7252984/|title=Shmyhal and "his" team. How Zelensky's second government works|work=[[Ukrayinska Pravda]]|access-date=25. maí 2020|language=uk}}</ref> Sjmyhal varð síðan formaður efnahags- og iðnaðarstefnu héraðsins allt árið 2012.<ref name=LIGAbDS/> Árið 2013 var hann formaður efnahagsþróunar-, fjárfestinga-, verslunar- og iðnaðardeildar Lvív-héraðs.<ref name=LIGAbDS/>
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2014 var Sjmyhal ráðgjafi þingmanns á úkraínska þinginu.<ref name=LIGAbDS/>
[[File:Secretary Blinken Meets With Ukrainian Prime Minister Shmyhal (52022773525).jpg|left|thumb|Sjmyhal fundar með bandaríska utanríkisráðherranum [[Antony Blinken]] í [[Washington, D.C.]] þann 22. apríl 2022.]]
Frá maí til desember 2014 var Sjmyhal varaformaður héraðsstofu tekju- og tollaráðuneytisins í Lvív-héraði.<ref name=LIGAbDS/><ref name=smgl2/> Hann var síðan varaforseti frystivörudreifingaraðilans TVK Lvivkholod í Lvív frá 2015 til 2017.<ref name=smgl2/>
Frá 2018 til 2019 vann Sjmyhal sem framkvæmdastjóri [[Burshtyn TES]], sem er stærsta raforkufyrirtækið í [[Ívano-Frankívsk]] og tilheyrir fyrirtækjasamsteypu [[Rínat Akhmetov|Rínats Akhmetov]].<ref name=BBC03032020>{{cite news |url=https://www.bbc.com/ukrainian/news-51729049 |script-title=uk:Хто такий Денис Шмигаль, який може замінити Гончарука |trans-title=Who is Denis Shmigal who can replace Goncharuk |work=[[BBC]] |date=3 March 2020 |access-date=21 March 2020}}</ref><ref>{{cite web|url=https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|title=Zelensky decided on the heads of Lviv and Ivano-Frankivsk Regional State Administration|work=opinionua.com|date=6. júlí 2019|access-date=17. janúar 2020|archive-date=8. júlí 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190708091526/https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|url-status=dead}}</ref><ref name=24Kanal05032020>{{cite news |url=https://24tv.ua/denis_shmigal_biografiya_ymovirnogo_v_o_premyer_ministra_n1264880 |title=Денис Шмигаль очолив Кабінет міністрів: що про нього відомо |work=[[:uk:24 (телеканал)|24 Kanal]] |last=Боднар |first=Наталя (Bodnar, Natalia) |date=5 March 2020 |access-date=21 March 2020 |language=uk}}</ref>
Frá 1. ágúst 2019 þar til hann var útnefndur ráðherra starfaði Sjmyhal sem héraðsstjóri [[Ívano-Frankívsk oblast]]s.<ref name=":0">{{cite web|url=https://www.president.gov.ua/documents/5742019-28909|title=Decree of the President of Ukraine № 574/2019|work=[[Office of the President of Ukraine]]|access-date=17. janúar 2020|language=uk}}</ref>
Þann 4. febrúar árið 2020 var Sjmyhal útnefndur ráðherra héraðsþróunarmála.<ref>[https://www.unian.info/m/politics/10858727-ukraine-s-parliament-appoints-shmyhal-as-deputy-prime-minister-minister-of-community-development.html Ukraine's parliament appoints Shmyhal as Deputy Prime Minister, Minister of Community Development], [[UNIAN]] (4. febrúar 2020)</ref> Hann tók síðan við af [[Oleksíj Hontsjarúk]] sem forsætisráðherra Úkraínu í mars árið 2020.<ref>{{cite news|url=https://www.ft.com/content/17dd0122-5d8a-11ea-8033-fa40a0d65a98|title=Zelensky shakes up Ukraine government and proposes new prime minister|newspaper=[[Financial Times]]|access-date=2020-03-04}}{{subscription required|s}}</ref>
==Einkahagir==
Sjmyhal er kvæntur Katerynu Sjmyhal. Þau eiga tvær dætur.<ref name=LIGAbDS/> Kateryna er fyrrum meðeigandi Kamjanetskyj-bakarísins í Lvív og reiðhjólaleigunnar NextBike. Hún seldi hluta sína í þessum fyrirtækjum árið 2019.<ref name=LIGAbDS/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Oleksíj Hontsjarúk]] | titill=Forsætisráðherra Úkraínu| frá=[[4. mars]] [[2020]] | til=| eftir=Enn í embætti}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Sjmyhal, Denys}}
{{f|1975}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Úkraínu]]
b8g1n6z9i6yhzso901774hrepxjjou9
Spjall:Denys Sjmyhal
1
168610
1761732
2022-07-24T02:57:02Z
TKSnaevarr
53243
Ný síða: {{Æviágrip lifandi fólks}} {{Þýðing |titill=Denys Shmyhal |tungumál=en |id=1096045053 }}
wikitext
text/x-wiki
{{Æviágrip lifandi fólks}}
{{Þýðing
|titill=Denys Shmyhal
|tungumál=en
|id=1096045053
}}
c2zgnryud4suqkudsm9lbxpqylgzryz
Ellý Katrín Guðmundsdóttir
0
168611
1761747
2022-07-24T11:56:03Z
Stalfur
455
Ný síða: '''Ellý Katrín Guðmundsdóttir''' (fædd 15. september 1964 í Reykjavík) er íslenskur lögfræðingur og fyrrum borgarritari [[Reykjavík]]urborgar. Hún hefur vakið athygli fyrir að beina sjónum almennings að [[Alzheimer]]-sjúkdómnum sem lagðist á hana 51 árs að aldri. Hún var sæmd riddarakrossi [[Fálkaorðan|Fálkaorðunnar]] 17. júní 2020 fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Hún er gift Ma...
wikitext
text/x-wiki
'''Ellý Katrín Guðmundsdóttir''' (fædd 15. september 1964 í Reykjavík) er íslenskur lögfræðingur og fyrrum borgarritari [[Reykjavík]]urborgar. Hún hefur vakið athygli fyrir að beina sjónum almennings að [[Alzheimer]]-sjúkdómnum sem lagðist á hana 51 árs að aldri. Hún var sæmd riddarakrossi [[Fálkaorðan|Fálkaorðunnar]] 17. júní 2020 fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn.
Hún er gift [[Magnús Karl Magnússon|Magnúsi Karli Magnússyni]], fyrrum deildarforseta í læknadeild HÍ og eiga þau tvö börn. Móðir Ellýjar er færeysk.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólanum í Reykjavík]] 1980 og lauk svo stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Hamrahlíð|Menntaskólanum í Hamrahlíð]]. Hún lauk embættisprófi í [[lögfræði]] frá [[Háskóla Íslands]] 1990, og lauk meistaraprófi í umhverfis- og alþjóðarétti frá University of Wisconsin Law School 1998.
Hún var skipuð af Alþingi í stjórnlaganefnd árið 2010. Hún sat í stjórn [[Landvernd]]ar 2016-2018.
Í [[Alþingiskosningar 2021|Alþingiskosningunum 2021]] neitaði kjörstjórn henni að njóta aðstoðar Magnúsar, fulltrúa hennar, í kjörklefa, hún greiddi atkvæði með aðstoð kjörstjóra.
== Starfsferill ==
* 1991-1994 lögfræðingur á [[Einkaleyfastofa|Einkaleyfastofu]]
* 1998-2002 lögfræðingur hjá [[Alþjóðabankinn|Alþjóðabankanum]] í [[Washington D.C.]]
* 2002-2005 forstöðumaður Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur
* 2005-2007 sviðsstýra Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar
* 2007-2008 forstjóri [[Umhverfisstofnun]]ar
* 2008-2011 sviðsstjóri Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar
* 2011-2016 borgarritari Reykjavíkurborgar
* 2016-2019 lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=https://www.forseti.is/fr%C3%A9ttir/2020-06-17-hin-%C3%ADslenska-f%C3%A1lkaor%C3%B0a/|titill=Forseti.is:Hin íslenska fálkaorða|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=https://www.vb.is/folk/elly-katrin-gumundsdottir-rain-svisstjori-umhverfi/|titill=Viðskiptablaðið:Ellý Katrín Guðmundsdóttir ráðin sviðsstjóri Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar
|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=http://www.thjodfundur2010.is/um-thjodfundinn/|titill=Þjóðfundur 2010:Um þjóðfundinn|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=https://eldri.landvernd.is/alyktanir/adalfundur-alyktar-um-fridlysingar|titill=Landvernd: Aðalfundur 2016|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=https://timarit.is/page/6083868#page/n21/mode/2up|Morgunblaðið 15. september 2014: Borgarritari á reiðhjóli|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/03/31/rumlega_fimmtug_med_alzheimer/|titill=Mbl.is:Rúmlega fimmtug með Alzheimer|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=https://stundin.is/grein/11334/|titill=Stundin: Lífið er rólegra núna en við njótum þess|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/konu-med-alzheimer-neitad-um-fylgd-fulltrua-i-kjorklefa/|titill=Fréttablaðið:Konu með Alzheimer neitað um fylgd fulltrúa í kjörklefa|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
[[Flokkur:Íslenskir lögfræðingar]]
{{f|1964}}
f64tq1krbvxiimrhf1nzejir246lcw2
Spjall:Ellý Katrín Guðmundsdóttir
1
168612
1761748
2022-07-24T11:56:20Z
Stalfur
455
Ný síða: {{æviágrip lifandi fólks}}
wikitext
text/x-wiki
{{æviágrip lifandi fólks}}
m3ury9i6epl32g01dltssnpqfw06iwp
Ofkæling
0
168613
1761749
2022-07-24T11:56:54Z
All cats are british
84225
Búið til með því að þýða síðuna "[[:fr:Special:Redirect/revision/193520770|Hypothermie]]"
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Napoleons_retreat_from_moscow.jpg|thumb|Margir hermenn [[Napóleon Bónaparte|Napóleons]] létust af völdum ofhitans þegar þeir hörfuðu frá Rússlandi.]]
Ofkæling er óeðlilegt og óeðlilegt ástand þar sem lækkað miðhitastig í heitu dýri er ekki lengur hægt að tryggja lífshitastig rétt.
Um lífeðlisfræðilega og eðlilega Ofkæling, sjá :
== Skilgreiningar ==
Mannkynið, eins og spendýr og fuglar, er innheitaður hómóhiti, það er að segja að það heldur yfirleitt hærra hitastigum en umhverfi sínu, með því að framleiða sjálfur hita (thermogenesis). Þessi framleiðsla notar orku sem er fenginn úr eigin efnaskiptum.<ref>{{Harvard citation no brackets|Malan|1991}}.</ref><ref>{{Harvard citation no brackets|Sherwood|2016}}.</ref>
*
* 35 : létt ofhitnun ;
* 32 : hóflegt ofhitnun ;
* minna en 28 : alvarlegt ofhitnun ;
d3b1zk6vanblg2aeaw7fp1dr5xdkv3h
1761750
1761749
2022-07-24T11:57:59Z
All cats are british
84225
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Napoleons_retreat_from_moscow.jpg|thumb|Margir hermenn [[Napóleon Bónaparte|Napóleons]] létust af völdum ofhitans þegar þeir hörfuðu frá Rússlandi.]]
Ofkæling er óeðlilegt ástand þar sem lækkað miðhitastig í heitu dýri er ekki lengur hægt að tryggja lífshitastig rétt.
== Skilgreiningar ==
Mannkynið, eins og spendýr og fuglar, er innheitaður hómóhiti, það er að segja að það heldur yfirleitt hærra hitastigum en umhverfi sínu, með því að framleiða sjálfur hita (thermogenesis). Þessi framleiðsla notar orku sem er fenginn úr eigin efnaskiptum.<ref>{{Harvard citation no brackets|Malan|1991}}.</ref><ref>{{Harvard citation no brackets|Sherwood|2016}}.</ref>
*
* 35 : létt ofhitnun ;
* 32 : hóflegt ofhitnun ;
* minna en 28 : alvarlegt ofhitnun ;
8s7bz4txqba7e4rxi7rm3mn1aon0gqo
1761751
1761750
2022-07-24T11:58:22Z
All cats are british
84225
/* Skilgreiningar */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Napoleons_retreat_from_moscow.jpg|thumb|Margir hermenn [[Napóleon Bónaparte|Napóleons]] létust af völdum ofhitans þegar þeir hörfuðu frá Rússlandi.]]
Ofkæling er óeðlilegt ástand þar sem lækkað miðhitastig í heitu dýri er ekki lengur hægt að tryggja lífshitastig rétt.
== Skilgreiningar ==
Mannkynið, eins og spendýr og fuglar, er innheitaður hómóhiti, það er að segja að það heldur yfirleitt hærra hitastigum en umhverfi sínu, með því að framleiða sjálfur hita (thermogenesis). Þessi framleiðsla notar orku sem er fenginn úr eigin efnaskiptum.<ref>{{Harvard citation no brackets|Malan|1991}}.</ref><ref>{{Harvard citation no brackets|Sherwood|2016}}.</ref>
iyul13rcyltxcqaoiywgu4ww2doygy8