Wikipedia iswiki https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a MediaWiki 1.39.0-wmf.21 first-letter Miðill Kerfissíða Spjall Notandi Notandaspjall Wikipedia Wikipediaspjall Mynd Myndaspjall Melding Meldingarspjall Snið Sniðaspjall Hjálp Hjálparspjall Flokkur Flokkaspjall Gátt Gáttaspjall TimedText TimedText talk Module Module talk Smától Smátólaspjall Smátóla skilgreining Smátóla skilgreiningarspjall 15. október 0 2686 1761774 1732871 2022-07-24T14:46:25Z TKSnaevarr 53243 /* Fædd */ wikitext text/x-wiki {{Dagatal|október}} '''15. október''' er 288. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (289. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 77 dagar eru eftir af árinu. == Atburðir == * [[1066]] - [[Játgeir Ætheling]] varð Englandskonungur um stutt skeið. * [[1285]] - [[Jólanda af Dreux]] og [[Alexander 3. Skotakonungur]] gengu í hjónaband. * [[1529]] - Tyrkir gáfust upp á umsátrinu og hurfu frá [[Vínarborg]]. * [[1678]] - [[Stralsund]] gafst upp fyrir [[Brandenborg]]urum. * [[1815]] - [[Napóleon Bónaparte|Napóleon]] steig á land á [[Sankti Helena|Sankti Helenu]] og hóf útlegð sína þar. * [[1894]] - [[Alfred Dreyfus]] var handtekinn og sakaður um njósnir. Upphafið á [[Dreyfus-málið|Dreyfus-málinu]]. * [[1929]] - [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]] var stofnað í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]]. * [[1940]] - [[Petsamoförin]]: Strandferðaskipið ''Esja'' kom til Reykjavíkur frá Petsamo í Finnlandi með 258 íslenska ríkisborgara, sem höfðu lokast inni í Evrópu vegna stríðsins. * [[1975]] - Lög um útfærslu íslensku [[fiskveiðilögsaga|fiskveiðilögsögunnar]] í 200 mílur tók gildi og [[þorskastríð]] hófst við Breta. * [[1979]] - [[Fyrsta ráðuneyti Benedikts Gröndals|Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins]] undir forsæti [[Benedikt Gröndal (forsætisráðherra)|Benedikts Gröndals]] tók við völdum og sat í tæpa fjóra mánuði. * [[1983]] - [[Samtök íslenskra skólalúðrasveita]] voru stofnuð. * [[1987]] - Forseti Búrkína Fasó, [[Thomas Sankara]], var myrtur ásamt tólf öðrum í valdaráni [[Blaise Compaoré]]. * [[1987]] - [[Ofviðrið í Englandi 1987]]: 23 létust í Suður-Englandi þegar stormur gekk yfir landið. * [[1989]] - Suðurafríski andófsmaðurinn [[Walter Sisulu]] var leystur úr haldi. * [[1990]] - [[Mikhaíl Gorbatsjev]] fékk [[friðarverðlaun Nóbels]]. * [[1994]] - [[Jean-Bertrand Aristide]] sneri aftur til Haítí eftir þriggja ára útlegð. * [[1997]] - [[Andy Green]] varð fyrstur til að ná hljóðraða á jörðu niðri í þotubifreiðinni [[ThrustSSC]]. * [[1997]] - [[NASA]] sendi [[Cassini-Huygens]]-könnunarfarið til Satúrnusar. * [[1999]] - [[Læknar án landamæra]] fengu friðarverðlaun Nóbels. * [[1999]] - Steingervingur af ''[[Archaeoraptor]]'' (sem síðar reyndist falsaður) var kynntur á ráðstefnu [[National Geographic Society]]. <onlyinclude> * [[2003]] - Fyrsta mannaða geimfari Kína, ''[[Shenzhou 5]]'', var skotið á loft. * [[2007]] - Fyrsta [[Airbus A380]]-breiðþotan hóf reglulega farþegaflutninga. * [[2009]] – [[Bóluefni]] gegn [[svínaflensa|svínaflensu]] kom til [[Ísland]]s. * [[2011]] - [[Heimsmótmælin 15. október 2011]] fóru fram víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. * [[2013]] - Yfir 170 fórust í jarðskjálfta í [[Bohol]] á Filippseyjum. * [[2013]] - [[Antje Jackelén]] varð fyrst kvenna erkibiskup [[sænska kirkjan|sænsku kirkjunnar]]. * [[2017]] - Bandaríska leikkonan [[Alyssa Milano]] hvatti fólk til að segja frá kynferðisofbeldi með myllumerkinu [[Me Too-hreyfingin|#MeToo]]. * [[2020]] – [[Sooronbay Jeenbekov]], forseti [[Kirgistan]]s, sagði af sér vegna mótmæla og uppþota eftir þingkosningar í landinu.</onlyinclude> == Fædd == * [[70 f.Kr.]] - [[Virgill]], rómverskt skáld (d. [[19 f.Kr.]]). * [[1542]] - [[Akbar mikli]], mógúlkeisari (d. [[1605]]). * [[1608]] - [[Evangelista Torricelli]], ítalskur vísindamaður og stærðfræðingur (d. [[1647]]). * [[1795]] - [[Friðrik Vilhjálmur 4. Prússakonungur]] (d. [[1861]]). * [[1811]] - [[Eggert Briem]], íslenskur sýslumaður (d. [[1894]]). * [[1844]] - [[Friedrich Nietzsche]], þýskur heimspekingur (d. [[1900]]). * [[1870]] - [[Árni Thorsteinson (tónskáld)|Árni Thorsteinson]], tónskáld og ljósmyndari (d. [[1962]]). * [[1872]] - [[Edith Wilson]], bandarísk forsetafrú (d. 1961). * [[1883]] - [[Einar Ingibergur Erlendsson]], íslenskur húsasmíðameistari (d. [[1968]]). * [[1885]] - [[Jóhannes Sveinsson Kjarval]], listmálari (d. [[1972]]). * [[1894]] - [[Moshe Sharett]], forsætisráðherra Ísraels (d. [[1965]]). * [[1908]] - [[John Kenneth Galbraith]], kanadískur hagfræðingur (d. [[2006]]). * [[1909]] - [[Björn Sv. Björnsson]], íslenskur SS-maður (d. [[1998]]). * [[1913]] - [[Xi Zhongxun]], kínverskur stjórnmálamaður (d. [[2002]]). * [[1914]] - [[Múhameð Zahir Sja]], síðasti konungur Afganistans (d. [[2007]]). * [[1915]] - [[Yitzhak Shamir]], forsætisráðherra Ísraels (d. [[2012]]). * [[1920]] - [[Mario Puzo]], bandarískur rithöfundur (d. [[1999]]). * [[1923]] - [[Herdís Þorvaldsdóttir]], íslensk leikkona (d. [[2013]]). * [[1926]] - [[Michel Foucault]], franskur heimspekingur (d. [[1984]]). * [[1938]] - [[Fela Kuti]], nígerískur tónlistamaður (d. [[1997]]). * [[1943]] - [[Stanley Fischer]], bandarískur hagfræðingur. * [[1944]] - [[David Trimble]], norður-írskur stjórnmálamaður og Nóbelsverðlaunahafi. * [[1954]] - [[Jere Burns]], bandarískur leikari. * [[1956]] - [[Soraya Post]], sænskur stjórnmálamaður. * [[1966]] - [[Jorge Campos]], mexíkóskur knattspyrnumaður. * [[1967]] - [[Gustavo Zapata]], argentínskur knattspyrnumaður. * [[1968]] - [[Bergljót Arnalds]], íslensk leikkona og rithöfundur. * [[1972]] - [[Hiroshige Yanagimoto]], japanskur knattspyrnumaður. * [[1975]] - [[Denys Sjmyhal]], forsætisráðherra Úkraínu. * [[1988]] - [[Mesut Özil]], þýskur knattspyrnumaður. * [[1992]] - [[Ólafía Þórunn Kristinsdóttir]], íslenskur kylfingur. * [[2005]] - [[Kristján Danaprins]]. == Dáin == * [[1107]] - [[Markús Skeggjason]], íslenskur lögsögumaður. * [[1389]] - [[Úrbanus 6.]] páfi. * [[1614]] - [[Peder Claussøn Friis]], norskur fornmenntafræðingur (f. [[1545]]). * [[1798]] - [[Stefán Björnsson reiknimeistari]] (f. [[1721]]). * [[1917]] - [[Mata Hari]], hollenskur dansari og njósnari (f. [[1876]]). * [[1934]] - [[Raymond Poincaré]], franskur stjórnmálamaður (f. [[1860]]). * [[1945]] - [[Pierre Laval]], franskur stjórnmálamaður (f. [[1883]]). * [[1946]] - [[Hermann Göring]], þýskur hershöfðingi og yfirmaður þýska flugflotans (f. [[1893]]). * [[1971]] - [[Pétur Sigurðsson (f. 1896)|Pétur Sigurðsson]], háskólaritari og knattspyrnumaður (f. [[1896]]). * [[2012]] - [[Norodom Sihanouk]], konungur Kambódíu (f. [[1922]]). * [[2018]] - [[Paul Allen]], bandarískur athafnamaður (f. [[1953]]). {{Mánuðirnir}} [[Flokkur:Október]] q60s7gsmg1if7wqb1yiuclhiqqdud16 Færeyjar 0 4314 1761867 1756048 2022-07-25T10:28:43Z InternetArchiveBot 75347 Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8.8 wikitext text/x-wiki {{Land | nafn_á_frummáli = Føroyar | nafn_í_eignarfalli = Færeyja | fáni = Flag_of_the_Faroe_Islands.svg | skjaldarmerki = Coat of arms of the Faroe Islands.svg | staðsetningarkort = Europe-Faroe_Islands.svg | þjóðsöngur = [[Tú alfagra land mítt]] | tungumál = [[Færeyska]] | höfuðborg = [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] | staða = Dönsk hjálenda | atburður1 = Sameining við Noreg | dagsetning1 = 1035 | atburður2 = Flutningur til Danmerkur | dagsetning2 = 14. janúar 1814 | atburður3 = Heimastjórn | dagsetning3 = 1. apríl 1948 | stjórnarfar = [[Heimastjórn]] | titill_leiðtoga1 = [[Danadrottning|Drottning]] | titill_leiðtoga2 = [[Lögmaður Færeyja|Lögmaður]] | nafn_leiðtoga1 = [[Margrét 2.]] | nafn_leiðtoga2 = [[Bárður á Steig Nielsen]] | flatarmál=1.399 | hlutfall_vatns = 0,5 | fólksfjöldi = 53.686 | mannfjöldaár = 2021 | mannfjöldasæti = 214 | íbúar_á_ferkílómetra = 37 | VLF_ár = 2017 | VLF = 2,83 | VLF_sæti = 179 | VLF_á_mann = 54.833 | VÞL_ár = 2008 | VÞL = 0.950 | gjaldmiðill = [[Færeysk króna]] (DKK) | tímabelti = [[UTC]] (+1 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]]) | tld = fo | símakóði = 298 }} [[Mynd:Map of the Faroe Islands en.svg|thumb|Kort.]] '''Færeyjar''' eru [[eyjaklasi|klasi]] 18 [[eyja]] í [[Atlantshaf]]inu á milli [[Skotland]]s og [[Ísland]]s. Þær eru allar í byggð nema tvær, Koltur og Lítla Dímun, en mjög fámennt er á sumum þeirra. Nafnið þýðir fjáreyjar og eru þær kenndar við [[sauðfé]]. Þær byggðust á svipuðum tíma og Ísland og með sama hætti, þ. e. [[Noregur|norskir]] [[víkingar]] og sæfarar settust þar að, auk fólks frá Skotlandi og [[Írland]]i, sem margt var af norrænum stofni. [[Höfuðborg|Höfuðstaður]] Færeyja er [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] á [[Straumey]] en í því sveitarfélagi búa alls um 20 þúsund manns. Heildaríbúafjöldi eyjanna er tæplega 54.000 (árið 2021). Færeyjar tilheyra [[Danmörk]]u og njóta umtalsverðra fjárstyrkja þaðan en Færeyingar hafa haft [[heimastjórn|sjálfstjórn]] frá 1948. Æðsti maður færeysku stjórnarinnar er titlaður [[Lögmaður Færeyja|lögmaður]]. Þjóðþing Færeyinga er kallað [[Færeyska lögþingið|Lögtingið]] og er með aðsetur í Þórshöfn en þar sitja 33 þingmenn. Færeyingar eiga jafnframt 2 kjörna fulltrúa á [[þjóðþing Danmerkur|Folketinget]], þjóðþingi Dana. [[Sjálfstæðisbarátta Færeyinga]] hefur verið eitt helsta deilumálið í Færeyjum frá fyrri hluta [[20. öldin|20. aldarinnar]] en þjóðin virðist ávallt skiptast nokkuð jafnt í þá sem vilja sjálfstæði og þá sem vilja áfram tilheyra Danmörku. Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru [[fiskveiðar]] og [[fiskvinnsla]]. Miklar [[olíulind]]ir er að finna undir hafsbotni á milli Færeyja og [[Bretland]]s og binda Færeyingar vonir við að hægt verði að vinna umtalsvert magn af olíu þar. Margir Færeyingar fóru til Íslands og unnu á vertíð upp úr miðri 20. öld og settust sumir þeirra að á Íslandi og hafa gerst íslenskir borgarar. Einnig hafa allnokkrir Íslendingar sest að í Færeyjum. [[Þjóð]]irnar eru náskyldar, svo og tungumálin [[færeyska]] og [[íslenska]]. == Saga == {{Aðalgrein|Saga Færeyja|Færeyinga saga}} Talið er að [[einsetumaður|einsetumenn]] og [[munkur|munkar]] frá [[Skotland]]i eða [[Írland]]i hafi sest að í Færeyjum á [[6. öld]] og líklega flutt þangað með sér [[sauðfé]] og [[geit]]ur. Norrænir menn komu svo til eyjanna um 800 og settust einhverjir þeirra þar að en samkvæmt því sem segir í [[Færeyinga saga|Færeyinga sögu]] fullbyggðust eyjarnar seint á [[9. öld]] þegar norskir menn hröktust þangað undan [[Haraldur hárfagri|Haraldi hárfagra]]. Fyrsti [[landnámsmaður]] Færeyja var að sögn [[Grímur kamban]].<ref>[http://www.snerpa.is/net/isl/fsaga.htm ''Færeyinga saga''. Hjá snerpu.is]</ref> Hann á að hafa búið í [[Funningur|Funningi]] á [[Eysturoy]]. Viðurnefnið er [[Keltneskar þjóðir|keltneskt]] og bendir til tengsla við [[Bretlandseyjar]]. === Færeyjar á fyrri öldum === Í [[Færeyinga saga|Færeyinga sögu]] segir svo frá kristnitöku í Færeyjum að höfðinginn [[Sigmundur Brestisson]] hafi hrakist undan óvinum sínum til [[Noregur|Noregs]] í lok [[10. öldin|10. aldar]]. Þar tók hann kristna trú og var fól [[Ólafur Tryggvason|Ólafur konungur Tryggvason]] honum að kristna Færeyinga, sem hann og gerði. Helsti andstæðingur hans var [[Þrándur í Götu]] og féll Sigmundur að lokum fyrir honum. Þrándur var leiðtogi Færeyinga næstu áratugina en hann dó um 1035 og varð Leifur Össurarson þá helsti höfðingi Færeyinga og gerðist lénsmaður Noregskonungs. Hefur verið miðað við að víkingaöld í Færeyjum hafi lokið það ár og eyjarnar komist undir yfirráð Noregskonungs. Hélst sú skipan til 1380, þegar Noregur komst undir [[Danmörk]]u í [[Kalmarsambandið|Kalmarsambandinu]]. Alla tíð síðan hafa Færeyjar verið undir danskri stjórn. Árið 1274 varð [[Lögmaður Færeyja|lögmaðurinn]] konunglegur embættismaður en hafði áður verið valinn af landsmönnum á þingi. [[Mynd:Faroe map 1673 by lucas debes.png|thumb|left|Kort af Færeyjum frá 1673.]] [[Biskup]]ssetur var stofnað í Færeyjum, líklega um eða upp úr 1100, því vitað er að Ormur, sem var biskup eyjanna 1139, var sá fjórði í röðinni og líklega sá fyrsti sem sat í [[Kirkjubær (Færeyjum)|Kirkjubæ]]. [[Erlendur biskup|Erlendur]] var biskup Færeyja 1269–1308 og í hans tíð var [[Sauðabréfið]] skrifað, elsta skjal sem varðveitt er frá Færeyjum. Hann hóf líka byggingu [[Múrinn í Kirkjubæ|Magnúsarkirkjunnar]] í Kirkjubæ. Annars er fremur fátt vitað um biskupa Færeyinga í kaþólskri tíð. [[Siðaskipti]] urðu á eyjunum 1538 og biskupinn sem þá tók við varð eini [[Evangelísk-lúthersk kirkja|lútherski]] Færeyjabiskupinn, embættið var fljótlega lagt niður og eyjarnar lagðar fyrst undir biskupinn í [[Björgvin]] og frá 1620 undir [[Sjálandsbiskup]]. Embætti Færeyjabiskups komst ekki á að nýju fyrr en 1963.<ref>{{Cite web |url=http://nesforn.weebly.com/dansk.html |title=Á heimasíðu Fornminnisfelagsins og Bygdarsavnsins í Nes Kommunu, skoðað 13. apríl 2011. |access-date=2011-04-14 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305153234/http://nesforn.weebly.com/dansk.html |dead-url=yes }}</ref> [[Sjóræningi|Sjóræningjar]] frá [[Alsír]], líklega þeir sömu og rændu á Íslandi, frömdu Tyrkjarán í [[Hvalba]] 1629, drápu sex og rændu yfir þrjátíu konum og börnum og seldu í [[Þrælahald|þrældóm]]. [[England|Ensk]], [[Holland|hollensk]] og [[Þýskaland|þýsk]] skip gerðu iðulega [[strandhögg]] á eyjunum en [[Magnús Heinason]] barðist gegn þeim af miklu kappi um 1580 og eftir það varð mun friðvænlegra. Verslunin fluttist svo frá Björgvin til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] snemma á [[17. öld]]. Árið 1655 hófst tímabil það sem nefnt hefur verið [[Gablatíðin]], þegar Daninn [[Christoffer Gabel]] fékk Færeyjar að léni, og er það almennt talið erfiðasti tíminn í sögu Færeyja. Einn helsti andstæðingur hans var presturinn [[Lucas Debes]], sem leiddi sendinefnd sem hélt til Kaupmannahafnar 1673 til að kvarta yfir Gabel, sem lést sama ár. Sonur hans tók þó við og Gablatíðin er talin standa til 1709.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=922128 Búreisingur. 2. tbl.1902.]</ref> === Þjóðernisvakning === Þegar Danir misstu yfirráð yfir Noregi í [[friðarsamningarnir í Kiel|friðarsamningunum í Kiel]] 1814 héldu þeir Færeyjum, [[Grænland]]i og [[Ísland]]i áfram þótt þessi lönd hefðu heyrt undir Noregskonung. Árið 1816 ákvað danska stjórnin að leggja niður færeyska lögþingið og embætti [[Lögmaður Færeyja|lögmanns]] og gera eyjarnar að [[amt]]i í Danmörku. Á svipuðum tíma hófst þó barátta fyrir framförum í Færeyjum og var skáldið, bóndinn og skipasmiðurinn [[Nólseyjar-Páll]] þar í fararbrjósti. Hann barðist gegn [[einokun]]arversluninni, sem lengi hafði verið í Færeyjum, smíðaði sér sjálfur skip og sigldi á því til Danmerkur og Englands og keypti varning í trássi við yfirvöld. Páll, sem er ein helsta þjóðhetja Færeyinga, fórst á heimleið frá Englandi veturinn 1808–1809.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1001275 Nólseyjar-Páls þáttur. Tíminn, 16. október 1943.]</ref> Einokunarverslunin var loks afnumin 1856 og lögþingið endurreist 1852. [[Þjóðernisvitund|Þjóðernisvakning]] hófst 1888 með stofnun [[Føroyingafelagið|Føroyingafelagsins]] og snerist í upphafi fyrst og fremst um að varðveita [[færeyska|færeyska tungu]] og menningu en síðar fór hún að beinast meira að [[stjórnmál]]um og stjórnmálaflokkar urðu til. Deilan um tungumálið harðnaði þegar danska stjórnin ákvað árið 1912, að undirlagi [[Sambandsflokkurinn|Sambandsflokksins,]] að kennsla í færeyskum skólum skyldi fara fram á [[danska|dönsku]]. Því var þó breytt aftur árið 1938. Einn helsti leiðtogi þjóðernisvakningarinnar var kóngsbóndinn [[Jóannes Patursson]]. === Heimastjórn === [[Bretland|Bretar]] hernámu Færeyjar 12. apríl 1940 og stóð hernámið til stríðsloka. Efnahagur Færeyinga batnaði mjög í stríðinu vegna fisksölu til Bretlands og sigldu þeir þá undir eigin fána, sem þeir höfðu ekki getað áður. Þegar stríðinu lauk tóku Danir aftur við en sjálfstæðishreyfingunni hafði vaxið fiskur um hrygg. Færeyingar gátu hins vegar ekki komið sér saman um hvað þeir vildu sjálfir. Árið 1946 var haldin [[Þjóðaratkvæðagreiðslan í Færeyjum 1946|þjóðaratkvæðagreiðsla]] þar sem Færeyingar kusu um framtíðarfyrirkomulag sambandsins við Danmörku. Þeir samþykktu með mjög naumum meirihluta að lýsa yfir [[sjálfstæði]] en danska stjórnin hafnaði því og boðaði til kosninga þar sem andstæðingar sjálfstæðisyfirlýsingar náðu meirihluta svo að ekkert var gert með hana. Í kjölfarið, árið 1948, fengu Færeyingar [[heimastjórn]] og yfirráð yfir eigin málum að flestu leyti, en [[Stjórnarskrá Danmerkur|danska stjórnarskráin]] frá 1953 hefur þó aldrei verið samþykkt í Færeyjum enda er í henni raunar hvergi minnst á eyjarnar.<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=616497 Sjálfstæðisbarátta Færeyinga. Gagnasafn Morgunblaðsins, sótt 11. apríl 2011.]</ref> Þegar Danir gengu í [[Evrópusambandið]] 1973 ákváðu Færeyingar að standa fyrir utan það. Alvarleg [[efnahagskreppa]] var í Færeyjum upp úr 1990 eftir mikinn uppgang á [[1981-1990|níunda áratugnum]] og um 15% Færeyinga fluttu úr landi en eyjarnar náðu þó að rétta úr kútnum. Stuðningur við sjálfstæði hefur farið vaxandi í Færeyjum á síðari árum og meirihluti Dana vill losna úr ríkjasambandinu en mörg mál eru þó óleyst. Færeyjar fá enn töluverðan fjárstuðning frá Danmörku og margir Færeyingar telja ríkjasambandið nauðsynlega tryggingu vegna þess hve einhæft atvinnulíf eyjanna er.<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=616497 Sjálfstæðisbarátta Færeyinga. Gagnasafn Morgunblaðsins, sótt 11. apríl 2011.]</ref> == Landfræði == {{aðalgrein|Landafræði Færeyja}} [[Mynd:Hvalba.jpg|thumb|Þorpið [[Hvalba]] í Færeyjum]] Færeyjar eru í [[Atlantshaf]]i, á milli [[Noregur|Noregs]], [[Ísland]]s og [[Skotland]]s, á um 62°N, 7°V. [[Golfstraumurinn]] leikur um eyjarnar og vetur eru því mildir en sumrin svöl. Meðalhiti áranna 1961–1990 var 3,4&nbsp;°C í janúar en 10,3&nbsp;°C í júlí. Veðurlag er mjög breytilegt á eyjunum og [[loftslag]]ið er rakt og rigningasamt. Meðalúrkoma í [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] 1961–1990 var 1.284 mm. Oft er [[þoka]] í eyjunum og þar er vindasamt en mjög snjólétt.<ref>[http://www.norden.org/is/um-northurloend/loend-og-sjalfstjornarsvaedi/stadreyndir-um-faereyjar Staðreyndir um Færeyjar hjá www.norden.org, skoðað 11. apríl 2011]</ref> Eyjarnar eru átján talsins og eru samtals 1.396 km². Umhverfis þær eru hólmar, drangar og sker, alls 779 talsins. Svæðið sem eyjarnar liggja á er 113 kílómetrar frá norðri til suðurs og 75 kílómetrar frá austri til vesturs. Samanlögð [[strandlengja]] er 1.289 kílómetrar<ref>[http://www.norden.org/is/um-northurloend/loend-og-sjalfstjornarsvaedi/stadreyndir-um-faereyjar Staðreyndir um Færeyjar hjá www.norden.org, skoðað 11. apríl 2011]</ref> og á eyjunum er lengst hægt að komast til vesturs eða austurs um fimm kílómetra frá sjó. Eyjarnar eru úr [[basalt]]i og [[móberg]]i sem myndaðist í [[eldgos]]um og voru sorfnar af jöklum á síðustu [[ísöld]]. Við það mynduðust firðir, sund og dalir. Flest fjöllin á eyjunum eru lág, að meðaltali um 300 metrar; hæstur er [[Slættaratindur]], 882 m. [[Sørvágsvatn]] er stærsta stöðuvatn Færeyja, 3,4 ferkílómetrar. Öll önnur stöðuvötn Færeyja eru um eða undir 1 ferkílómetra. Lítið er um vatnsból en það veldur þó sjaldan erfiðleikum vegna þess hve úrkoma er mikil. Aðeins 2,4% lands í Færeyjum telst ræktanlegt land.<ref>{{Cite web |url=https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/fo.html |title=CIA World Factbook |access-date=2011-04-10 |archive-date=2019-05-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190506104321/https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/fo.html |dead-url=yes }}</ref> === Gróður og dýralíf === Eyjarnar eru nokkuð vel grónar og er [[gróðurfar]]ið að miklu leyti svipað því sem gerist á Íslandi og á norðanverðum [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]]. Við landnám voru eyjarnar kjarri vaxnar að miklu leyti en nú er afar lítið um trjágróður, nema þar sem innflutt tré hafa verið gróðursett, og eyjarnar eru nú aðallega vaxnar grasi og lyngi en blómskrúð er sums staðar mikið. Fjölskrúðugasta og mesta gróðurinn er að finna á afgirtum svæðum og klettasyllum þar sem sauðfé kemst ekki að. Engin villt [[spendýr]] voru á eyjunum þegar menn komu þangað fyrst en nú eru þar [[rotta|rottur]] og [[húsamús|húsamýs]], sem borist hafa þangað með skipum, og [[snæhéri|snæhérar]], sem þangað voru fluttir frá [[Noregur|Noregi]] árið 1854 og eru nú á meirihluta eyjanna. Færeyski stofninn hefur breytt um lit vegna snjóleysis á eyjunum og er nú brúnn en ekki hvítur. Rottur eru á nokkrum eyjanna og mýs á öðrum en [[Straumey]] er sú eina þar sem báðar tegundirnar eru. Að minnsta kosti tvær deilitegundir músa er að finna á eyjunum og er önnur þeirra kennd við eyjuna [[Mykines]], enda finnst hún eingöngu þar.<ref>[http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=57880 Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf í Færeyjum? Vísindavefurinn, skoðað 11. apríl 2011]</ref> Á sumum eyjanna eru engin villt spendýr. Nokkuð er um [[útselur|útsel]] við eyjarnar og hann kæpir þar sums staðar, einkum í sjávarhellum.<ref>[http://www.natur.gl/index.php?id=1013 Gråsæl. Á www.natur.gl, skoðað 13. apríl 2011.]</ref> Ýmsar hvalategundir eru í hafinu kringum eyjarnar og er þar [[grindhvalur]]inn þekktastur. Margar fuglategundir verpa á eyjunum, bæði sjófuglar og aðrir, og meðal þeirra má nefna [[lundi|lunda]], [[álka|álku]], [[langvía|langvíu]], [[teista|teistu]], [[stuttnefja|stuttnefju]], [[fýll|fýl]], sem er algengasti varpfugl eyjanna, og [[Súla (fugl)|súlu]], sem þó verpir aðeins á Mykinesi.<ref>[http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=57880 Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf í Færeyjum? Vísindavefurinn, skoðað 11. apríl 2011]</ref> [[Tjaldur]]inn er þjóðarfugl eyjanna og má rekja það til ''Fuglakvæðis'' [[Nólseyjar-Páll|Nólseyjar-Páls]]. === Eyjarnar === Allar eyjarnar eru byggðar nema ein, [[Lítla Dímun|Litla-Dímun]], enda er sú eyja lítil um sig, 0,82 km² og umgirt bröttum hömrum. Á sumum hinna eyjanna eru íbúar þó fáir og hefur fækkað á síðustu áratugum. Stærsta eyjan er [[Straumey]], 372 km². Sunnarlega á henni er höfuðstaðurinn, [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]]. Þar eru um 20.000 íbúar. Eyjarnar eru taldar upp hér á eftir í stafrófsröð. {{col-begin}}{{col-2}} * [[Borðoy]] * [[Eysturoy]] * [[Fugloy]] * [[Hestur (Færeyjum)|Hestur]] * [[Kalsoy]] * [[Koltur]] * [[Kunoy]] * [[Lítla Dímun]] * [[Mykines]] * [[Nólsoy]] * [[Sandoy]] * [[Skúvoy]] * [[Stóra Dímun]] * [[Streymoy]] * [[Suðuroy]] * [[Svínoy]] * [[Vágar]] * [[Viðoy]] {{col-2}} {{location map+ |Færeyjar |float=right |width=300|caption= Eyjar í Færeyjum|places= {{location map~ |Færeyjar |lat=62.233333 |long=-6.55 |label=<small>[[Borðoy]]|position=bottom}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.216667 |long=-6.883333 |label=[[Eysturoy]]|position=bottom}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.333333 |long=-6.3 |label=[[Fugloy]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.9575 |long=-6.886944 |label=[[Hestur (Færeyjum)|Hestur]]|position=bottom}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.283333 |long=-6.733333 |label=[[Kalsoy]]|position=left}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.983333 |long=-6.966667 |label=[[Koltur]]|position=left}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.3 |long=-6.65 |label=[[Kunoy]]|position=top}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.633333 |long=-6.7 |label=[[Lítla Dímun]]|position=left}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.1 |long=-7.6 |label=[[Mykines]]|position=left}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.983333 |long=-6.65 |label=[[Nólsoy]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.85 |long=-6.783333 |label=[[Sandoy]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.766667 |long=-6.816667 |label=[[Skúvoy]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.683333 |long=-6.733333 |label=[[Stóra Dímun]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.133333 |long=-7.016667 |label=[[Streymoy]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.533333 |long=-6.85 |label=[[Suðuroy]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.266667 |long=-6.366667 |label=[[Svínoy]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.083333 |long=-7.266667 |label=[[Vágar]]|position=bottom}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.316667 |long=-6.5 |label=[[Viðoy]]</small>|position=top}}}} {{col-end}} == Stjórnmál == {{aðalgrein|Færeysk stjórnmál}} [[Mynd:Tórshavn. 2004.1.jpg|thumb|right|Á [[Þinganes]]i í [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] hefur [[Landsstjórn Færeyja|landstjórn Færeyja]] aðsetur.]] [[Mynd:Bardur Nielsen.jpg|thumb|210px|[[Bárður á Steig Nielsen]] er núverandi [[lögmaður Færeyja]] og er í Sambandsflokknum.]] Frá árinu 1948, þegar [[heimastjórnarlögin 1948|heimastjórnarlögin]] voru sett, hafa Færeyjar haft sjálfsstjórn innan [[Konungsríkið Danmörk|konungsríkisins Danmerkur]]. Eyjarnar hafa eigið löggjafarþing, [[Færeyska lögþingið|Lögþingið]], og eigin fána, en framkvæmdavaldið er í höndum landsstjórnar undir forystu [[Lögmaður Færeyja|lögmanns]]. Nokkrir málaflokkar eru þó enn í höndum Dana, þar á meðal löggæsla og æðsta dómsvald. Frá 1. janúar 2009 hafa Færeyjar skipst í 30 [[Listi yfir sveitarfélög í Færeyjum|sveitarfélög]] sem ná yfir um 120 bæi, þorp og byggðir, en áætlað er að fækka sveitarfélögunum verulega á næstu árum og þau verði á bilinu 7-15. [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] og [[Klakksvík]] eru einu þéttbýlisstaðirnir sem Færeyingar sjálfir telja til bæja. Fimm fjölmennustu þéttbýlisstaðirnir eru Þórshöfn, Klakksvík, [[Hoyvík]], [[Argir]] og [[Fuglafjørður]] á Austurey. Bæði Hoyvík og Argir eru í raun samvaxnar við Þórshöfn. Eyjarnar skiptast einnig frá fornu fari í sjö [[sýsla|sýslur]], Norðeyjar, Austurey, Norður-Straumey, Suður-Straumey, Vága, Sandey og Suðurey, en sýslurnar eru nú á tímum fyrst og fremst löggæsluumdæmi. Fram til 2008 var hver sýsla [[kjördæmi]] fyrir sig en nú eru Færeyjar allar eitt kjördæmi. Á víkingatímanum hafði hver sýsla sitt eigið vorþing. [[Stjórnarskrá Danmerkur|Danska stjórnarskráin]] hefur verið látin gilda í Færeyjum en hefur þó aldrei verið samþykkt, hvorki í þjóðaratkvæðagreiðslu né á Lögþinginu. Nú er verið að semja [[stjórnarskrá]] handa Færeyingum. Færeyingar fylgdu Dönum ekki í [[Evrópusambandið]] en geta valið hvort þeir vilja hafa færeyskt-danskt [[vegabréf]] eða danskt ESB-vegabréf. Það eru þó aðeins Færeyingar búsettir í Danmörku sem njóta fullra réttinda innan ESB, burtséð frá vegabréfinu. === Núverandi stjórn === Sex stjórnmálaflokkar eiga nú fulltrúa á Lögþinginu og í kosningunum 31. ágúst 2019 urðu úrslitin sem hér segir: {{Kosning |Kjördæmi=Færeyjar |Listar= {{Listi||{{Þjóðveldisflokkurinn}}|6.127|18,1|6|7|-1}} {{Listi||[[Sambandsflokkurinn (Færeyjar)|Sambandsflokkurinn]]|6.874|20,3|7|6|+1}} {{Listi||{{Fólkaflokkurinn}}|8.290|24,5|8|6|+2}} {{Listi||{{Jafnaðarflokkurinn}}|7.480|22,1|7|8|-1}} {{Listi||[[Miðflokkurinn (Færeyjar)|Miðflokkurinn]]|1.815|5,4|2|2|±0}} {{Listi||[[Framsókn (Færeyjar)|Framsókn]]|1.559|4,6|2|2|±0}} {{Listi||[[Framtakið]]|310|0,9|0|0|±0}} {{Listi||[[Færeyjaflokkurinn]]|167|0,5|0|0|±0}} | Greidd atkvæði=33.779| Fulltrúafjöldi=33| Fyrri fulltrúafjöldi=33| Breyting=0| Kjörskrá=37.819| Kjörsókn=89.7%| }} Sambandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Miðflokkurinn mynduðu stjórn að kosningum loknum og var [[Bárður á Steig Nielsen]] úr Sambandsflokknum lögmaður. Í stjórninni sitja sex karlar og ein kona. === Konur í færeyskum stjórnmálum === Fyrsta konan settist á lögþingið árið 1964 og þá sem varamaður en konur voru ekki kjörnar á þingið fyrr en 1978. Fyrsta konan sem tók sæti í landstjórninni var [[Jóngerð Purkhús]] árið 1985 og 1993–1994 varð [[Marita Petersen]] lögmaður Færeyja, fyrst kvenna og sú eina hingað til. Af 33 þingmönnum sem kjörnir voru á lögþingið 2015 voru 11 konur. == Efnahagslíf == {{aðalgrein|Efnahagur Færeyja}} [[Mynd:Sandur harbour.JPG|thumb|left|Togarar í höfninni í Sandi á Sandey.]] Allt fram yfir aldamótin 1900 voru Færeyjar fyrst og fremst [[bændasamfélag]] og [[landbúnaður]] var aðalatvinnan þótt [[fiskveiðar]] og [[fuglatekja]] væru mikilvægar aukabúgreinar. Þótt búskapur sé enn stundaður á eyjunum breyttist þetta með [[Vélbátur|vélbátavæðingu]] og síðar [[togari|togaraútgerð]] og nútíma [[fiskvinnsla|fiskvinnslu]] og nú er [[sjávarútvegur]] helsta tekjulind Færeyinga; þrátt fyrir fámennið voru þeir árið 2003 25. mesta fiskveiðiþjóð heimsins (Ísland var í 11. sæti). Um 10% Færeyinga hafa aðaltekjur sínar af fiskveiðum og fiskvinnslu. [[Fiskeldi]] er líka nokkuð öflug atvinnugrein. [[Sauðfjárrækt]] er enn stunduð í eyjunum þótt mjög hafi dregið úr mikilvægi hennar fyrir efnahaginn og flestir stunda hana aðeins sem [[aukabúgrein]] eða frístundaiðju. Hún er þó enn mikilvægur þáttur í menningu Færeyinga.<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20110126183043/www.smugan.is/frettir/frettir/2010/03/nr/2930 Íslenskt fé í Færeyjum. Á www.smugan.is, skoðað 11. apríl 2011]</ref> Árið 2004 veiddu færeysk skip samtals 580.000 tonn af fiski, þar af um helming innan færeysku [[landhelgi]]nnar. Þar af var [[uppsjávarfiskur]] um 400 þúsund tonn. Fiskur er aðalútflutningsvara Færeyinga, um 98% af öllum vöruútflutningi frá eyjunum. Mest er flutt út til [[Bretland]]s og þá til [[Noregur|Noregs]], [[Danmörk|Danmerkur]], [[Frakkland]]s og [[Spánn|Spánar]]. Færeyingar flytja aftur á móti mest inn frá Danmörku og síðan Noregi, [[Þýskaland]]i og [[Svíþjóð]]. 2,4% innflutnings til Færeyja kemur frá [[Ísland]]i (2007).<ref>[http://www.hagstova.fo/portal/page/portal/HAGSTOVAN/Hagstova_Foroya Hagstofa Færeyja]</ref> Þetta þýðir að sjálfsögðu að efnahagur Færeyinga er afar háður fiskveiðum og hætta er á miklum niðursveiflum, bæði vegna aflabrests og verðbreytinga. Þetta kom glöggt í ljós í [[efnahagskreppan í Færeyjum|kreppunni]] sem varð í Færeyjum upp úr 1990 vegna aflabrests og hás olíuverðs. Um miðjan áratuginn var [[atvinnuleysi]] 10-15% og margt ungt fólk flutti úr landi og hefur ekki snúið aftur. Færeyingar horfa því vonaraugum til [[olíuvinnsla|olíuvinnslu]] sem framtíðartekjulindar og nokkur olíufélög hafa fengið heimild til olíuleitar í færeyskri landhelgi en enn hafa ekki fundist olíulindir sem vert þykir að nýta. Atvinnuleysi fer nú vaxandi að nýju og var í febrúar 2011 7,8%.<ref>[http://www.hagstova.fo/portal/page/portal/HAGSTOVAN/Hagstova_Foroya Hagstofa Færeyja]</ref> === Samgöngur === {{aðalgrein|Samgöngur í Færeyjum}} [[Mynd:Faroe Islands, Eysturoy, road from Skipanes to Syðrugøta.jpg|thumb|200px|Vegur á [[Austurey]].]] Eini flugvöllur Færeyja er [[Vágaflugvöllur]] á [[Vágar|Vágum]] og stærsta flugfélag í Færeyjum er [[Atlantic Airways]]. Einnig er áætlunarflug með [[þyrla|þyrlum]] milli sumra eyjanna. Bílferjan [[Norræna]] ([[færeyska]]: ''Norröna'') siglir allt árið á milli [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshafnar]] og [[Hanstholm]] á [[Jótland]]i og á sumrin einnig til [[Seyðisfjörður|Seyðisfjarðar]]. Áður hafði Norræna einnig viðkomu í [[Björgvin]] í Noregi og í [[Skotland]]i, ýmist í [[Lerwick]] eða [[Scrabster]].<ref>[http://www.smyrilline.fo/fors%C3%AD%C3%B0a.aspx Heimasíða Smyril Line, skoðuð 13. apríl 2011.]</ref> Vegna fjöllótts landslags og smæðar eyjanna var samgöngukerfið lengi vel ekki eins víðtækt og í öðrum löndum. Samgöngur milli eyjanna voru eingöngu með bátum og ferjum og á sumum eyjanna voru vegir lélegir eða jafnvel engir og einu samgöngurnar við sumar byggðirnar voru sjóleiðina. Sú er ekki lengur raunin og miklar framfarir hafa orðið í grunnsamgöngukerfi eyjanna. Jarðgangagerð í Færeyjum hófst snemma á 7. áratug 20. aldar og fyrstu göngin, [[Hvalbagöngin]], voru tekin í notkun árið 1963<ref>[http://www.landsverk.fo/Default.asp?sida=674 Søgulig gongd. Á síðu Landsverks, skoðað 13. apríl 2011.]</ref> en fyrstu neðansjávargöngin, [[Vágagöngin]], voru opnuð 10. desember 2002.<ref>{{Cite web |url=http://www.landsverk.fo/Default.asp?sida=787 |title=Yvirlit yvir tunlar í Føroyum. Á síðu Landsverks, skoðað 13. apríl 2011. |access-date=2011-04-14 |archive-date=2008-12-29 |archive-url=https://web.archive.org/web/20081229234535/http://www.landsverk.fo/Default.asp?sida=787 |dead-url=yes }}</ref> Nú eru alls 19 jarðgöng í eyjunum; lengstu göngin eru [[Norðeyjagöngin]], neðansjávargöng milli [[Borðey]]jar og [[Austurey]]jar, um 6300 metrar.<ref>[http://www.landsverk.fo/Default.asp?sida=714 Kort af jarðgangakerfi Færeyja. Á síðu Landsverks, skoðað 13. apríl 2011.]</ref> Fleiri göng eru í undirbúningi, gröftur er hafinn á [[Eysturoyargöngin|Eysturoyargöngunum]] Frá Streymoy til Eysturoyar; rúma 11 kílómetra. Einnig er vinna hafin á [[Sandoyargöngin|Sandoyargöngunum]]; göngum frá Straumey til [[Sandey (Færeyjum)|Sandeyjar]] sem verða tæpir 11 km. Hugmyndir eru svo uppi um göng frá Sandey til [[Suðurey]]jar (um 20 km). Tæplega 85% Færeyinga hafa nú beinan aðgang að [[jarðgöng]]um sem tengja eyjarnar auk þess sem sumar eyjanna eru tengdar með [[landfylling]]um eða [[brú]]m. Hraðskreiðar [[ferja|ferjur]] sigla á milli eyjanna í suðri og póstbátar sigla til litlu eyjanna í norðaustri. Engin járnbraut er í Færeyjum en þar er gott [[strætisvagn]]akerfi. Rauðir strætisvagnar aka um Þórshöfn undir nafninu ''Bussleiðin'' og bláir vagnar keyra á milli þorpa og eyja undir nafninu ''Bygdaleiðir''. == Íbúar == {{aðalgrein|Færeyska|Færeysk menning}} [[Mynd:Tórshavn.10.jpg|thumb|right|Þórshöfn.]] [[Mynd:Faroe stamp 048 europe (v u hammershaimb).jpg|thumb|right|V.U. Hammershaimb mótaði færeyska ritmálið.]] Færeyingar eru af norrænum uppruna, líkt og Íslendingar. Talið er að landnámsmenn í Færeyjum hafi ýmist komið beint frá [[Noregur|Noregi]] og öðrum [[Norðurlönd]]um eða úr byggðum norrænna manna á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]]. Færeyingar hafa ekki sjálfstæðan [[ríkisborgararéttur|ríkisborgararétt]], heldur eru þeir danskir ríkisborgarar. Fólk af færeyskum uppruna, búsett í Danmörku, er þó sérstaklega skráð hjá dönsku hagstofunni og samkvæmt upplýsingum hennar bjuggu 22.549 einstaklingar af færeyskum uppruna (fæddir í Færeyjum eða eiga foreldri eða afa eða ömmu fædda í Færeyjum) í Danmörku árið 2006, en það ár voru íbúar Færeyja 48.219. Þann 1. febrúar 2011 voru þeir orðnir 48.565.<ref>[http://www.hagstova.fo/portal/page/portal/HAGSTOVAN/Hagstova_Foroya Hagstofa Færeyja,]</ref> === Fólksfjöldaþróun === {| {{prettytable}} ! style="background:#efefef;" | Ár ! style="background:#efefef;" | Íbúafjöldi ! style="background:#efefef;" | Ár ! style="background:#efefef;" | Íbúafjöldi ! style="background:#efefef;" | Ár ! style="background:#efefef;" | Íbúafjöldi |- | 1327 || align="right" | um 4 000 | 1880 || align="right" | 11 220 | 1995 || align="right" | 43 358 |- | 1350 || align="right" | um 2 000 | 1900 || align="right" | 15 230 | 1996 || align="right" | 43 784 |- | 1769 || align="right" | 4 773 | 1911 || align="right" | um 18 800 | 1997 || align="right" | 44 262 |- | 1801 || align="right" | 5 255 | 1925 || align="right" | 22 835 | 2000 || align="right" | 46 196 |- | 1834 || align="right" | 6 928 | 1950 || align="right" | 31 781 | 1999 || align="right" | 45 409 |- | 1840 || align="right" | 7 314 | 1970 || align="right" | um 38 000 | 2002 || align="right" | 47 704 |- | 1845 || align="right" | 7 782 | 1975 || align="right" | 40 441 | 2003 || align="right" | 48 214 |- | 1850 || align="right" | 8 137 | 1985 || align="right" | 45 749 | 2006 || align="right" | 48 219 |- | 1855 || align="right" | 8 651 | 1989 || align="right" | 47 787 | 2011 || align="right" | 48 565 |} === Tungumál === [[Færeyska]] er tungumál sem hefur þróast úr [[fornnorræna|fornnorrænu]] og er náskylt [[íslenska|íslensku]] en hefur þó orðið fyrir mun meiri áhrifum frá [[danska|dönsku]]. Presturinn [[Venceslaus Ulricus Hammershaimb]], sem var góðvinur [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jóns Sigurðssonar]] og varð fyrir áhrifum af honum, mótaði færeyska ritmálið. Hann gaf út fyrstu færeysku [[málfræði]]bókina árið 1854 og samdi stafsetningarreglur. [[Christian Matras]], kunnur færeyskur fræðimaður og prófessor í [[málvísindi|málvísindum]] við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]], samdi fyrstu færeysk-dönsku [[orðabók]]ina ásamt Mads Andreas Jacobsen og kom hún út 1927–1928. Matras varð síðar fyrsti forstöðumaður [[Fróðskaparsetur Føroya|Fróðskaparseturs Føroya]]. Christian Matras vann að útgáfu ýmissa færeyskra handrita, meðal annars mikils safns færeyskra [[danskvæði|danskvæða]]. Hann átti mikinn þátt í að móta færeyskt nútímaritmál. Árið 1998 kom út stór orðabók, ''Føroysk orðabók'', og var aðalritstjóri hennar [[Jóhan Hendrik W. Poulsen]], en bókin var unnin á Fróðskaparsetrinu og byggðist að hluta á seðlasöfnum frá Christian Matras og fleirum.<ref>[http://málfræði.is/grein.php?id=241 Føroysk orðabók. Á www.málfræði.is, skoðað 11. apríl 2011.]</ref> === Trúarlíf === Færeyingar þykja trúræknir; um 79.7% Færeyinga tilheyra [[Evangelísk-lúthersk kirkja|evangelísk-lúthersku]] þjóðkirkjunni ([[Fólkakirkjan]]) og flestir aðrir öðrum kristnum söfnuðum.<ref>[https://statbank.hagstova.fo/pxweb/en/H2/H2__MM__MM03/atrud_prgj.px/ Parishes, 1st January (2000-2019)] Statistics Faroe Islands</ref> Árið 1948 var [[Biblían]] gefin út á færeysku í fyrsta sinn og hafði hún verið þýdd á færeysku úr ýmsum nútímatungumálum. Jacob Dahl og Kristian Osvald Viderø luku við nýja þýðingu úr [[hebreska|hebresku]] og [[gríska|grísku]] árið 1961. Embætti Færeyjabiskups var aflagt skömmu eftir siðaskipti og eftir það var stiftsprófastur æðsti maður kirkjunnar þar. Biskupsembættið var endurreist árið 1963 og á Ólafsvöku 2007 varð færeyska þjóðkirkjan sjálfstæð og ekki lengur undir dönsku kirkjunni. Jógvan Friðriksson var kjörinn fyrsti biskup færeysku þjóðkirkjunnar.<ref>[http://www.kristeligt-dagblad.dk/artikel/265906:Kirke---tro--Faeroeerne-faar-ny-biskop Færøerne får ny biskop. Kristeligt dagblad, 2. nóvember 2007.]</ref> Könnun árið 2018 sýndi að yfir helmingur Færeyinga aðhyllast [[sköpunarhyggja|sköpunarhyggju]], þ. e. að Guð skapaði jörðina fyrir tugþúsund árum.<ref>[http://local.fo/50-faroese-believe-creationism-survey-finds/ Over 50% of Faroe Islanders believe in creationism, survey finds] Local.fo, skoðað 13. apríl, 2018.</ref> === Menntun === Í færeyskum [[Grunnskóli|grunnskólum]] hefur verið kennt á færeysku frá 1938 en einnig fá nemendur kennslu í dönsku og ensku. Vísir að [[framhaldsskóli|framhaldsskóla]] kom þegar árið 1937 en það var ekki fyrr en 1964 sem fyrsti framhaldsskólinn, Føroya Studentaskúli, var settur á laggirnar í [[Hoyvík]] Í [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] er Føroya Handilsskúli, tækniskóli og sjómanna- og vélskóli. Þar er einnig [[Fróðskaparsetur Føroya]], sem var stofnað 20. maí 1960 og er eini skólinn á háskólastigi. Mjög margir Færeyingar fara þó enn til framhaldsnáms í Danmörku og öðrum löndum. == Menning == === Dansar og kvæði === [[Mynd:Faroese folk dance club from vagar.jpg|thumb|left|Færeyingar í [[Færeyski þjóðbuningurinn|færeyska þjóðbúningnum]].]] Eftir [[siðaskiptin]] í Færeyjum var færeyskri tungu í raun úthýst úr kirkjunni, menningu og stjórnsýslu eyjanna og færeyskt [[ritmál]] var ekki mótað fyrr en um miðja [[19. öld]]. Menningararfurinn varðveittist því fyrst og fremst í munnlegri geymd um 300 ára skeið, bæði sem sögur, ævintýri og ekki síst [[dans]]ar og kvæði. Sum þessara kvæða eru um fornkappa, stundum íslenska, önnur um riddara og rómantík og sum eru skopkvæði um færeyska almúgamenn. Þessi kvæði hafa verið gefin út í stórum kvæðasöfnum.<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein id=437904 Færeyskt stórvirki. Gagnasafn Morgunblaðsins, skoðað 11. apríl 2011]</ref> Færeyingar sungu [[þjóðkvæði]] sín við forn [[Vikivaki|vikivakalög]] og dönsuðu dansa sem áttu rætur að rekja til [[Miðaldir|miðalda]]. Svipaðir dansar tíðkuðust á [[Ísland]]i á fyrri öldum en hurfu á [[17. öld|17.]] og [[18. öld]] þótt mörg danskvæði hafi varðveist niðurskrifuð. Færeyingar hafa aftur á móti haldið dans- og kvæðamenningu sinni til dagsins í dag og stíga enn forna dansa, til dæmis á þjóðhátíðardeginum [[Ólafsvaka|Ólafsvöku]]. Færeyski dansinn er [[hringdans]] eða keðjudans og geta danskvæðin verið allt frá fáeinum [[erindi|erindum]] upp í mörg hundruð. Oftast er einn [[forsöngvari]] sem syngur kvæðið en svo taka allir undir í [[viðlag]]inu, sem er sungið eftir hverja vísu.<ref>[http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=617329 Leikum fagurt á foldum, enginn treður dansinn undir moldum. Gagnasafn Morgunblaðsins, skoðað 11. apríl 2011.]</ref> [[Færeyski þjóðbúningurinn]] er svipaður [[Íslenski þjóðbúningurinn|þeim íslenska]] en þó litríkari. Fólk klæðist honum meðal annars á Ólafsvöku þegar það dansar en það er þó alls ekkert skilyrði að vera í búningi. === Færeyskar bókmenntir === Færeyingar eiga engin nafnkennd [[skáld]] eða [[rithöfundur|rithöfunda]] frá fyrri öldum en þjóðhetjan [[Nólseyjar-Páll]] var vinsælt skáld um aldamótin 1800. Eftir að færeyskt ritmál varð til komu ýmis skáld og rithöfundar fram á sjónarsviðið en þekktustu höfundar Færeyja eru allir fæddir um aldamótin 1900, þeir [[William Heinesen]], sem fékk [[Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs]] 1964 fyrir skáldsöguna ''Det gode håb'' (Vonin blíð) en skrifaði reyndar aðallega á dönsku, [[Hedin Brú]], en Færeyingar völdu sjálfir skáldsögu hans ''Feðgar á ferð'' sem bók [[20. öldin|20. aldarinnar]] í Færeyjum, og [[Jørgen-Frantz Jacobsen]], en skáldsaga hans ''Barbara'', sem skrifuð var á dönsku og kom út 1939, ári eftir lát höfundarins, var þýdd á fjölda tungumála og hefur náð mestri útbreiðslu allra bóka eftir færeyskan höfund.<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=120025 Færeyskar bókmenntir. Gagnasafn Morgunblaðsins, skoðað 11. apríl 2011.]</ref> Af yngri höfundum er [[Rói Patursson]] þekktastur, en hann fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1986 fyrir ljóðasafnið ''Líkasum''. === Fjölmiðlar === Elsta færeyska blaðið er [[Dimmalætting]], sem fyrst kom út 1878 og kemur nú út fimm daga í viku eins og helsti keppinauturinn, [[Sosialurin]], sem hefur komið út frá 1927. Dimmalætting var áður flokksblað [[Sambandsflokkurinn (Færeyjar)|Sambandsflokksins]] og Sosialurinn fylgdi [[Jafnaðarflokkurinn|Jafnaðarflokknum]] en bæði teljast nú óháð. Fleiri flokksblöð komu út í Færeyjum fyrr á árum en lögðu upp laupana í kreppunni upp úr 1990. Norðlýsið er gefið út í [[Klakksvík]] og ætlað íbúum Norðeyjanna. Nokkur tímarit koma einnig út. Útvarp Føroya hóf útsendingar 1957 og síðan hafa bæst við Rás 2 og kristilega útvarpsstöðin Lindin. Sjónvarp Føroya hóf útsendingar 1984 og urðu Færeyjar þar með síðasta landið í Evrópu til að fá eigin sjónvarpsstöð. Sjónvarp Føroya og Útvarp Føroya sameinuðust árið 2005 í eitt fyrirtæki, [[Kringvarp Føroya]]. === Færeyskar matarhefðir === [[Mynd:Skerpikjøt (2).jpg|thumb|left|Skerpikjöt.]] Frá fornu fari hefur uppistaðan í [[mataræði]] Færeyinga verið [[kjöt]]- og [[Fiskur|fiskmeti]]. [[Kartafla|Kartöflur]] bættust við á [[19. öld]] ásamt fáeinum öðrum grænmetistegundum, einkum [[hvítkál]]i og [[gulrófa|gulrófum]]. Á síðustu áratugum hefur neysla á innfluttum matvælum aukist mikið en hefðbundnir færeyskir réttir eru bæði algengur hversdagsmatur og bornir fram við hátíðleg tækifæri. Lítið er þó um að þeir séu á boðstólum á færeyskum veitingastöðum. Einn þekktasti rétturinn er [[skerpikjöt]], sem er vindþurrkað [[kindakjöt]]. Það er mjög bragðsterkt og fellur ekki að smekk allra. Það er oftast skorið hrátt í þunnar sneiðar og borðað á [[rúgbrauð]]i. Kjötið er þurrkað í [[hjallur|hjalli]] í 5-9 mánuði eða jafnvel í heilt ár. Mjög víða í Færeyjum má einnig sjá [[siginn fiskur|siginn fisk]] (''ræstan fisk'') hanga í hjalli eða undir þakskeggi og einnig ''ræst kjöt'', kindakjöt sem látið er hanga í mun styttri tíma en skerpikjötið, gjarnan um tvo mánuði. Kindakjöt er langalgengasta kjötið en [[Nautakjöt|nauta-]] og [[svínakjöt]] er einnig borðað, svo og [[kjúklingur]]. Eina færeyska villibráðin, fyrir utan [[Hvalur|hvali]] og [[sjófulgar|sjófugla]], eru [[Snæhéri|snæhérar]], sem eru veiddir fyrir jólin. ''Grind og spik'' er algengur færeyskur réttur, kjöt og spik af [[grindhvalur|grindhvölum]]. Kjötið er einnig oft steikt og borið fram í brúnni sósu og kallast þá ''grindabúffur''. Ýmsir [[sjófugl]]ar eru líka borðaðir, ýmist ferskir eða „ræstir“, og egg sjófugla eru einnig vinsæll matur. Fiskur, ferskur, siginn eða þurrkaður, er mjög algengur matur og með honum er stundum höfð ''garnatálg'', en það er mör úr sláturfé sem er mótaður í kúlu og síðan látinn hanga. ''Knettir'' eða fiskibollur eru oft á borðum. Fæstir Færeyingar kaupa fisk úti í búð, enda úrvalið lítið; þeir veiða hann sjálfir eða kaupa hann beint af sjómönnum á bryggjunni.<ref>[http://www.faroeislands.com/Default.aspx?pageid=10410 Mad fra de rene vande. Á www.faroeislands.com, skoðað 11. apríl 2011]</ref> === Grindadráp === [[Grindhvalaveiðar|Grindhvaladráp]] er ekki aðeins gamall siður í Færeyjum, heldur mikilvægur þáttur í efnahagslífi margra byggða og er talið að kjötið af [[Grindhvalur|grindhvölunum]] sé um 25% alls kjöts sem neytt er á eyjunum. Um 950 grindhvalir eru veiddir árlega og eru hvalavöðurnar reknar með bátum inn í víkur eða firði og að landi, þar sem hvalfangarar slátra þeim og síðan er fengnum skipt jafnt á milli allra þátttakenda í veiðunum. Strangar reglur gilda um hvernig standa skal að veiðunum og fylgist sýslumaður á hverjum stað með því að þeim sé fylgt. == Tilvísanir == {{Reflist}} == Tenglar == * [http://www.flb.fo Føroya landsbókasavn] * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3297962 ''Vindsorfið en vinalegt land''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1976] * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1374350 ''Færeyjar; með gestrisnum frændum í fögru landi''; grein í Morgunblaðið 1966] * [http://www.flickr.com/groups/1221871@N23/pool/ Faroe Islands Nature and People] * [http://www.norden.org/is/um-northurloend/loend-og-sjalfstjornarsvaethi/faereyjar Tölfræðiupplýsingar um Færeyjar á Norden.org] * [http://www.riccardozipoli.com/demo/galleries_collections.php?a=112&n=8&d=FAROE%20ISLANDS&pagine=1&paginazione=1 Ljósmyndir] {{Eyjar í Færeyjum}} {{Evrópa}} {{Norðurlandaráð}} {{Vestnorræna ráðið}} {{Gæðagrein}} [[Flokkur:Færeyjar|*]] [[Flokkur:Norðurlönd]] [[Flokkur:Eyjaklasar]] 3b494z0fx9iyq0c80qtk45wi9y97i2t Hvítársíðuhreppur 0 20177 1761837 1668868 2022-07-25T00:02:41Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Hvitarsiduhreppur map.png|thumb|Hvítársíðuhreppur (til 2006)]] '''Hvítársíðuhreppur''' var [[hreppur]] í [[Mýrasýsla|Mýrasýslu]] innst í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]] norðan [[Hvítá (Borgarfirði)|Hvítár]]. Hvítársíðuhreppur var 1482 km² að flatarmáli og voru íbúar 83 talsins (1. desember 2005). Aðalatvinnuvegur er [[landbúnaður]]. Hinn [[10. júní]] [[2006]] sameinaðist Hvítársíðuhreppur [[Borgarbyggð]], [[Borgarfjarðarsveit]] og [[Kolbeinsstaðahreppur|Kolbeinsstaðahreppi]] undir merkjum ''Borgarbyggðar''. == Bæir Hvítársíðuhrepps == * [[Síðumúlaveggir]] * [[Síðumúli]] * [[Fróðastaðir]] * [[Þorgautsstaðir]] * [[Háafell]] * [[Sámsstaðir]] * [[Haukagil]] * [[Hvammur]] * Kirkjuból * Bjarnastaðir * Gilsbakki * Kollsstaðir * Hallkelsstaðir * Þorvaldsstaðir * Flótstunga * Kalmanstunga {{Stubbur|ísland|landafræði}} [[Flokkur:Fyrrum sveitarfélög Íslands]] 18a80gqqbf3zy8pwe0avo25qx07es0v 1761838 1761837 2022-07-25T00:03:00Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Hvitarsiduhreppur map.png|thumb|Hvítársíðuhreppur (til 2006)]] '''Hvítársíðuhreppur''' var [[hreppur]] í [[Mýrasýsla|Mýrasýslu]] innst í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]] norðan [[Hvítá (Borgarfirði)|Hvítár]]. Hvítársíðuhreppur var 1482 km² að flatarmáli og voru íbúar 83 talsins (1. desember 2005). Aðalatvinnuvegur er [[landbúnaður]]. Hinn [[10. júní]] [[2006]] sameinaðist Hvítársíðuhreppur [[Borgarbyggð]], [[Borgarfjarðarsveit]] og [[Kolbeinsstaðahreppur|Kolbeinsstaðahreppi]] undir merkjum ''Borgarbyggðar''. == Bæir Hvítársíðuhrepps == * [[Síðumúlaveggir]] * [[Síðumúli]] * [[Fróðastaðir]] * [[Þorgautsstaðir]] * [[Háafell]] * [[Sámsstaðir]] * [[Haukagil]] * [[Hvammur]] * [[Kirkjuból]] * Bjarnastaðir * Gilsbakki * Kollsstaðir * Hallkelsstaðir * Þorvaldsstaðir * Flótstunga * Kalmanstunga {{Stubbur|ísland|landafræði}} [[Flokkur:Fyrrum sveitarfélög Íslands]] 5er3psde75p6mxctohdxmg2eyevjo5f 1761840 1761838 2022-07-25T00:04:01Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Hvitarsiduhreppur map.png|thumb|Hvítársíðuhreppur (til 2006)]] '''Hvítársíðuhreppur''' var [[hreppur]] í [[Mýrasýsla|Mýrasýslu]] innst í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]] norðan [[Hvítá (Borgarfirði)|Hvítár]]. Hvítársíðuhreppur var 1482 km² að flatarmáli og voru íbúar 83 talsins (1. desember 2005). Aðalatvinnuvegur er [[landbúnaður]]. Hinn [[10. júní]] [[2006]] sameinaðist Hvítársíðuhreppur [[Borgarbyggð]], [[Borgarfjarðarsveit]] og [[Kolbeinsstaðahreppur|Kolbeinsstaðahreppi]] undir merkjum ''Borgarbyggðar''. == Bæir Hvítársíðuhrepps == * [[Síðumúlaveggir]] * [[Síðumúli]] * [[Fróðastaðir]] * [[Þorgautsstaðir]] * [[Háafell]] * [[Sámsstaðir]] * [[Haukagil]] * [[Hvammur]] * [[Kirkjuból]] * [[Bjarnastaðir]] * [[Gilsbakki í Hvítársíðu|Gilsbakki]] * [[Kollsstaðir]] * [[Hallkelsstaðir]] * [[Þorvaldsstaðir]] * [[Fljótstunga|Fllótstunga]] * [[Kalmanstunga]] {{Stubbur|ísland|landafræði}} [[Flokkur:Fyrrum sveitarfélög Íslands]] s9lzi2lktplx8la0geogvax93c54753 Reykholtsdalshreppur 0 23252 1761841 1669437 2022-07-25T00:11:32Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki '''Reykholtsdalshreppur''' var [[hreppur]] í [[Borgarfjarðarsýsla|Borgarfjarðarsýslu]], kenndur við [[Reykholtsdalur|Reykholtsdal]] í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Hinn [[7. júní]] [[1998]] sameinaðist Reykholtsdalshreppur [[Andakílshreppur|Andakílshreppi]], [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] og [[Lundarreykjadalshreppur|Lundarreykjadalshreppi]] undir nafninu ''[[Borgarfjarðarsveit]]''. Hinn [[10. júní]] [[2006]] sameinaðist Borgarfjarðarsveit [[Borgarbyggð]], [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðuhreppi]] og [[Kolbeinsstaðahreppur|Kolbeinsstaðahreppi]] undir merkjum ''Borgarbyggðar''. == Bæir Reykholtsdalshrepps == * [[Sturlureykir]] * [[Skáney]] * [[Grímsstaðir (Reykholtsdalshreppi)|Grímsstaðir]] * [[Reykholt (Borgarfirði)|Reykholt]] * [[Breiðabólstaður (Reykholtsdalshreppi)|Breiðabólstaður]] * [[Steindórsstaðir]] * [[Vilmundarstaðir]] * [[Hægindi]] * [[Kópareykir]] * [[Kjalvararstaðir]] * [[Snældubeinsstaðir]] * [[Kleppjárnsreykir]] * [[Hamrar]] * [[Litli-Kroppur]] * [[Geirshlíð]] * [[Geirshlíðarkot]] * [[Brennistaðir]] * [[Hæll (Reykholtsdalshreppi)|Hæll]] * [[Hrísar (Flókadal)|Hrísar]] * [[Skógar (Flókadal)|Skógar]] * [[Brúsholt]] * [[Steðji (Reykholtsdalshreppi)|Steðji]] * [[Stóri-Kroppur]] * [[Klettur]] * [[Deildartunga]] * [[Brekkukot]] * [[Hurðarbak]] * [[Grafarkot]] {{Stubbur|ísland|landafræði}} [[Flokkur:Vesturland]] [[Flokkur:Fyrrum sveitarfélög Íslands]] meae1x5glkx2efk92w39i4xvufmbsfl Spjall:Reykjavík 1 25146 1761779 1686259 2022-07-24T15:48:52Z 71.58.160.227 /* do you love reykjavik */ wikitext text/x-wiki Er Þórshöfn höfuðborg Færeyja eða Kúlúsúk höfuðborg Grænlands? Það þarf að vera fleirri en ein borg til að tala um höfuðborg. Það hlítur að vera til einhvað betra orð eins og stjórnarráðsstaður eða einhvað þess hátar. Það er ónákvæmt að kalla Washington höfuðborg USA þar sem margar aðrar borgir eru stærri og frægari. :Já, Þórshöfn er höfuðborg Færeyja, og Nuuk (ekki Kúlúsúk) er höfuðborg Grænlands. Reykjavík er höfuðborg Íslands. Eina borgin getur vel verið höfuðborgin, þar að auki sem borg er mjög afstætt hugtak. --[[Notandi:Sterio|Sterio]] 11. maí 2006 kl. 20:11 (UTC) == Um hverfaskiptingu == Opinbera hverfaskiptingin fylgir ekki alltaf þeim skiptingum (geta verið mjög mismunandi) sem notaðar eru í daglegu tali, t.d. er Grafarholti og Norðlingaholti skellt undir Árbæ á meðan Úlfarsfellið er strax tilgreint sem hverfi. Ég held að það sé þó betra að halda sig við hina stjórnsýslulegu skiptingu heldur en að reyna að fara eftir einhverri huglægri skiptingu þar sem slíkar skiptingar eru mjög ónákvæmar. Mér fannst rétt að sýna naumhyggju í því hvað er hlekkjað og hvað ekki þar sem bæjarhlutarnir eru mismerkilegir og misvel þekktir. En auðvitað getur hver sem er bætt við tenglum að vild. Bæjarhlutaheitin eru eins og þau eru í samþykktinni sem ég vísa í. --[[Notandi:Dresib|Dresib]] 5. apríl 2006 kl. 14:26 (UTC) (Gleymdi víst að skrá mig inn áður en ég skellti hverfunum inn). == Myndir fyrir hverfaskipitingu== Mætti ekki vel nota [[:Mynd:Hverfi-reykjavikur.svg|þessa mynd]]? Mér virðist hún skýrari og hún hefur texta í þokkabót. --[[Notandi:BiT|Baldur Blöndal]] 13. júlí 2008 kl. 01:21 (UTC) == Hverfaskipting == Ég er búinn að bæta allnokkrum þessara hverfa [http://openstreetmap.org/?lat=64.1357&lon=-21.887&zoom=13&layers=0B00FTF á OpenStreetMap], þó eru ekki nærru öll komin og sum þeirra eru skilgreind það ónægilega í greinum hér að ég hef bara geta sett þau inn sem punkta en ekki samsvarandi [[marghyrningur|marghyrninga]] sem lýsa nákvæmum hverfamörkum. --[[Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason|Ævar Arnfjörð Bjarmason]] 31. október 2008 kl. 22:33 (UTC) == do you love reykjavik == i love reykjavik love love /\ why is this on the icelandic version of wikipedia wtf are you doing fine sir 0qdto7obirgtl8hn7j3sqm0x5xe1vsp 1761781 1761779 2022-07-24T16:10:42Z 71.58.160.227 /* do you love reykjavik */ wikitext text/x-wiki Er Þórshöfn höfuðborg Færeyja eða Kúlúsúk höfuðborg Grænlands? Það þarf að vera fleirri en ein borg til að tala um höfuðborg. Það hlítur að vera til einhvað betra orð eins og stjórnarráðsstaður eða einhvað þess hátar. Það er ónákvæmt að kalla Washington höfuðborg USA þar sem margar aðrar borgir eru stærri og frægari. :Já, Þórshöfn er höfuðborg Færeyja, og Nuuk (ekki Kúlúsúk) er höfuðborg Grænlands. Reykjavík er höfuðborg Íslands. Eina borgin getur vel verið höfuðborgin, þar að auki sem borg er mjög afstætt hugtak. --[[Notandi:Sterio|Sterio]] 11. maí 2006 kl. 20:11 (UTC) == Um hverfaskiptingu == Opinbera hverfaskiptingin fylgir ekki alltaf þeim skiptingum (geta verið mjög mismunandi) sem notaðar eru í daglegu tali, t.d. er Grafarholti og Norðlingaholti skellt undir Árbæ á meðan Úlfarsfellið er strax tilgreint sem hverfi. Ég held að það sé þó betra að halda sig við hina stjórnsýslulegu skiptingu heldur en að reyna að fara eftir einhverri huglægri skiptingu þar sem slíkar skiptingar eru mjög ónákvæmar. Mér fannst rétt að sýna naumhyggju í því hvað er hlekkjað og hvað ekki þar sem bæjarhlutarnir eru mismerkilegir og misvel þekktir. En auðvitað getur hver sem er bætt við tenglum að vild. Bæjarhlutaheitin eru eins og þau eru í samþykktinni sem ég vísa í. --[[Notandi:Dresib|Dresib]] 5. apríl 2006 kl. 14:26 (UTC) (Gleymdi víst að skrá mig inn áður en ég skellti hverfunum inn). == Myndir fyrir hverfaskipitingu== Mætti ekki vel nota [[:Mynd:Hverfi-reykjavikur.svg|þessa mynd]]? Mér virðist hún skýrari og hún hefur texta í þokkabót. --[[Notandi:BiT|Baldur Blöndal]] 13. júlí 2008 kl. 01:21 (UTC) == Hverfaskipting == Ég er búinn að bæta allnokkrum þessara hverfa [http://openstreetmap.org/?lat=64.1357&lon=-21.887&zoom=13&layers=0B00FTF á OpenStreetMap], þó eru ekki nærru öll komin og sum þeirra eru skilgreind það ónægilega í greinum hér að ég hef bara geta sett þau inn sem punkta en ekki samsvarandi [[marghyrningur|marghyrninga]] sem lýsa nákvæmum hverfamörkum. --[[Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason|Ævar Arnfjörð Bjarmason]] 31. október 2008 kl. 22:33 (UTC) == do you love reykjavík == i love reykjavik love love /\ why is this on the icelandic version of wikipedia wtf are you doing fine sir nye6zk22z26554bcad0be20tq78gyds 1761782 1761781 2022-07-24T16:13:20Z Berserkur 10188 Tók aftur breytingar [[Special:Contributions/71.58.160.227|71.58.160.227]] ([[User talk:71.58.160.227|spjall]]), breytt til síðustu útgáfu [[User:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] wikitext text/x-wiki Er Þórshöfn höfuðborg Færeyja eða Kúlúsúk höfuðborg Grænlands? Það þarf að vera fleirri en ein borg til að tala um höfuðborg. Það hlítur að vera til einhvað betra orð eins og stjórnarráðsstaður eða einhvað þess hátar. Það er ónákvæmt að kalla Washington höfuðborg USA þar sem margar aðrar borgir eru stærri og frægari. :Já, Þórshöfn er höfuðborg Færeyja, og Nuuk (ekki Kúlúsúk) er höfuðborg Grænlands. Reykjavík er höfuðborg Íslands. Eina borgin getur vel verið höfuðborgin, þar að auki sem borg er mjög afstætt hugtak. --[[Notandi:Sterio|Sterio]] 11. maí 2006 kl. 20:11 (UTC) == Um hverfaskiptingu == Opinbera hverfaskiptingin fylgir ekki alltaf þeim skiptingum (geta verið mjög mismunandi) sem notaðar eru í daglegu tali, t.d. er Grafarholti og Norðlingaholti skellt undir Árbæ á meðan Úlfarsfellið er strax tilgreint sem hverfi. Ég held að það sé þó betra að halda sig við hina stjórnsýslulegu skiptingu heldur en að reyna að fara eftir einhverri huglægri skiptingu þar sem slíkar skiptingar eru mjög ónákvæmar. Mér fannst rétt að sýna naumhyggju í því hvað er hlekkjað og hvað ekki þar sem bæjarhlutarnir eru mismerkilegir og misvel þekktir. En auðvitað getur hver sem er bætt við tenglum að vild. Bæjarhlutaheitin eru eins og þau eru í samþykktinni sem ég vísa í. --[[Notandi:Dresib|Dresib]] 5. apríl 2006 kl. 14:26 (UTC) (Gleymdi víst að skrá mig inn áður en ég skellti hverfunum inn). == Myndir fyrir hverfaskipitingu== Mætti ekki vel nota [[:Mynd:Hverfi-reykjavikur.svg|þessa mynd]]? Mér virðist hún skýrari og hún hefur texta í þokkabót. --[[Notandi:BiT|Baldur Blöndal]] 13. júlí 2008 kl. 01:21 (UTC) == Hverfaskipting == Ég er búinn að bæta allnokkrum þessara hverfa [http://openstreetmap.org/?lat=64.1357&lon=-21.887&zoom=13&layers=0B00FTF á OpenStreetMap], þó eru ekki nærru öll komin og sum þeirra eru skilgreind það ónægilega í greinum hér að ég hef bara geta sett þau inn sem punkta en ekki samsvarandi [[marghyrningur|marghyrninga]] sem lýsa nákvæmum hverfamörkum. --[[Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason|Ævar Arnfjörð Bjarmason]] 31. október 2008 kl. 22:33 (UTC) == do you love reykjavik == i love reykjavik love love sepja9l0qrseqq0t4ibja9a1626udr7 1761783 1761782 2022-07-24T16:14:29Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki Er Þórshöfn höfuðborg Færeyja eða Kúlúsúk höfuðborg Grænlands? Það þarf að vera fleirri en ein borg til að tala um höfuðborg. Það hlítur að vera til einhvað betra orð eins og stjórnarráðsstaður eða einhvað þess hátar. Það er ónákvæmt að kalla Washington höfuðborg USA þar sem margar aðrar borgir eru stærri og frægari. :Já, Þórshöfn er höfuðborg Færeyja, og Nuuk (ekki Kúlúsúk) er höfuðborg Grænlands. Reykjavík er höfuðborg Íslands. Eina borgin getur vel verið höfuðborgin, þar að auki sem borg er mjög afstætt hugtak. --[[Notandi:Sterio|Sterio]] 11. maí 2006 kl. 20:11 (UTC) == Um hverfaskiptingu == Opinbera hverfaskiptingin fylgir ekki alltaf þeim skiptingum (geta verið mjög mismunandi) sem notaðar eru í daglegu tali, t.d. er Grafarholti og Norðlingaholti skellt undir Árbæ á meðan Úlfarsfellið er strax tilgreint sem hverfi. Ég held að það sé þó betra að halda sig við hina stjórnsýslulegu skiptingu heldur en að reyna að fara eftir einhverri huglægri skiptingu þar sem slíkar skiptingar eru mjög ónákvæmar. Mér fannst rétt að sýna naumhyggju í því hvað er hlekkjað og hvað ekki þar sem bæjarhlutarnir eru mismerkilegir og misvel þekktir. En auðvitað getur hver sem er bætt við tenglum að vild. Bæjarhlutaheitin eru eins og þau eru í samþykktinni sem ég vísa í. --[[Notandi:Dresib|Dresib]] 5. apríl 2006 kl. 14:26 (UTC) (Gleymdi víst að skrá mig inn áður en ég skellti hverfunum inn). == Myndir fyrir hverfaskipitingu== Mætti ekki vel nota [[:Mynd:Hverfi-reykjavikur.svg|þessa mynd]]? Mér virðist hún skýrari og hún hefur texta í þokkabót. --[[Notandi:BiT|Baldur Blöndal]] 13. júlí 2008 kl. 01:21 (UTC) == Hverfaskipting == Ég er búinn að bæta allnokkrum þessara hverfa [http://openstreetmap.org/?lat=64.1357&lon=-21.887&zoom=13&layers=0B00FTF á OpenStreetMap], þó eru ekki nærru öll komin og sum þeirra eru skilgreind það ónægilega í greinum hér að ég hef bara geta sett þau inn sem punkta en ekki samsvarandi [[marghyrningur|marghyrninga]] sem lýsa nákvæmum hverfamörkum. --[[Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason|Ævar Arnfjörð Bjarmason]] 31. október 2008 kl. 22:33 (UTC) ehac7kylu0icvkfagf4f1dxnhqe6x6n Húsafell 0 36105 1761826 1760710 2022-07-24T23:16:43Z 212.30.201.241 Þessi fullyrðing er ekki rétt. Efsta byggða ból er Kalmanstunga. wikitext text/x-wiki [[Mynd:Sheep ahead.jpg|thumb|300px|Strútur, Eiríksjökull og Kaldadalsvegur séð frá landi Húsafells.]] '''Húsafell''' er bær, [[kirkjustaður]] og áður prestssetur í [[Borgarfjarðarsýsla|Borgarfjarðarsýslu]]. Þar er nú sumarbústaðasvæði, ferðamannaþjónusta og tjaldsvæði. Þar er boðið upp á gistingu og þar er einnig verslun, [[sundlaug]], og [[golf]]völlur. ==Staðhættir== Húsafellsland nær inn til jökla, að [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]] og [[Langjökull|Langjökli]], og er jörðin mjög landmikil, um 100 ferkílómetrar. Bærinn er í miðju [[Hallmundarhraun]]i, í [[Húsafellsskógur|Húsafellsskógi]], lágvöxnum birkiskógi. Mjög veðursælt er í Húsafelli og skjólgott í hrauninu. Í Húsafellsskógi voru fjölmennustu útihátíðir landsins um [[verslunarmannahelgi]] haldnar á árunum kringum 1970 og á hátíðinni [[1969]] voru um tuttugu þúsund manns. Í grenndinni eru [[Barnafoss]] og [[Hraunfossar]] og hellarnir [[Víðgelmir]] og [[Surtshellir]]. Margar góðar gönguleiðir eru í Húsafellslandi og þaðan er einnig farið í ferðalög um nágrennið, til dæmis að Eiríksjökli eða Langjökli, upp á Arnarvatnsheiði eða suður [[Kaldidalur|Kaldadal]]. ==Söguágrip== Í [[Laxdælasaga|Laxdælasögu]] sem er skrifuð um [[1170]] er þess getið að Brandur Þórarinsson hafi búið þar. Húsafell var lengi prestssetur og þekktasti presturinn sem þar sat er án efa [[Snorri Björnsson]], sem var Húsafellsprestur [[1756]]-[[1803]]. Um hann eru margar sögur, bæði þjóðsögur og staðfestar heimildir, og um hann hafa verið skrifaðar bækur. Hann var annálaður kraftajötunn og var einnig talinn fjölkunnugur. [[Húsafellssteininn]] er steinn sem Snorri reyndi krafta sína á. Þegar aðalleiðin milli Norðurlands og Suðurlands lá um [[Arnarvatnsheiði]] fyrr á öldum var Húsafell í alfaraleið og þar var mjög gestkvæmt. Á síðari árum hafa komið fram tillögur um að leggja veg frá Húsafelli yfir [[Stórisandur|Stórasand]] og til Norðurlands. [[Ásgrímur Jónsson]] listmálari dvaldi eftir [[1940]] oft í Húsafelli á sumrin og eru margar myndir hans tengdar staðnum. Núverandi kirkja í Húsafelli var byggð eftir hugmynd Ásgríms. ==Myndir== <gallery> Mynd:2008-05-16 09 43 36 Iceland-Stóri-Ás.jpg|300px|thumb|Strútur. Mynd:Hraunfossar 2004.jpg|thumb|right|Hraunfossar falla í Hvítá nálægt Húsafelli. Mynd:Near Kalmanstunga.jpg|thumb|Kalmanstunga handan Hvítár. </gallery> ==Aflstöðvar== '''[[Ferðaþjónustan Húsafelli]]''' á og starfrækir fjórar aflsstöðvar í landi Húsafells, sem eru tengdar dreifikerfi [[RARIK]] ohf. RARIK dreifir rafmagninu til byggðarinnar á staðnum, svo sem sumarhúsa, hótels og íbúðarhúsa auk annarra bæja í dreifikerfinu. <ref>[https://orkustofnun.is/media/radstefnur/8.-Virkjanasaga-Husafells-Arnar-Bergthorsson-stjornarformadur-Arnarlaekjar.pdf Virkjanir á Húsafelli.] Arnar Bergþórsson, október 2019.</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.netorka.is/raforkukerfid/virkjanir/|titill=Virkjanir|dags=|vefsíða=Vefur Netorku|útgefandi=Netorka|skoðað-þann=12. mars 2020}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://orkustofnun.is/gogn/Skyrslur/OS-2018/OS-2018-02.pdf|titill=Vatnsaflsvirkjanir: Leyfi og skilyrði – staðan í árslok 2017|dags=apríl 2018|vefsíða=Vefur Orkustofnunar|útgefandi=Orkustofnun|skoðað-þann=12. mars 2020}}</ref> Í samtengdu dreifi- og flutningskerfi raforku þjóna þessar virkjanir í raun öllu landinu í samvinnu við Landsvirkjun og aðra raforkuframleiðendur. {| class="wikitable" style="text-align:center;" |- ! Aflstöð ! Gangsett ! Orkugjafi ! Uppsett afl<br />(kW) ! Orkuvinnsla<br /> (MWst/ár) |- | [[Stuttárvirkjun]] | 1949 | Vatnsafl | 13 | |- | [[Kiðárvirkjun I]] | 1978 | Vatnsafl | 120 | |- | [[Kiðárvirkjun II]] | 2003 | Vatnsafl | 430 | |- | [[Urðarfellsvirkjun]] | 2018 | Vatnsafl | 1125 | |- | Samtals | | | 1688 | |} ==Tilvísanir== {{reflist}} ==Tenglar== * [http://www.husafell.is Húsafell - perla milli hrauns og jökla] * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3311064 Gamli bærinn á Húsafelli, Lesbók Morgunblaðsins, 14. tölublað (08.04.1995), Blaðsíða 6] * [http://www.listasafn.is/syningar/nr/220 Húsafell Ásgríms og Forynjur (Sýning í Listasafni Íslands 2014)] * [https://timarit.is/page/4771193?iabr=on#page/n51/mode/2up/search/prestaf%C3%A9lagsriti%C3%B0 Frá Húsfelli og Húsafellsprestum;] Kristleifur Þorsteinsson bóndi á Stóra-Kroppi, Prestafélagsritið janúar 1931, bls 45&ndash;63. * [https://orkustofnun.is/media/radstefnur/8.-Virkjanasaga-Husafells-Arnar-Bergthorsson-stjornarformadur-Arnarlaekjar.pdf Virkjanir á Húsafelli.] Arnar Bergþórsson, október 2019. * {{Vefheimild |url=https://skemman.is/bitstream/1946/11649/1/BA-ritger%C3%B0%20PDF.pdf |titill=Húsafellslegsteinar |dags=Maí 2012 |höfundur=Katrín Huld Bjarnadóttir |vefsíða=Skemman.is |útgefandi=Háskóli Íslands, Hugvísindasvið |tilvitnun=Legsteinar eftir Jakob Snorrason og syni hans Gísla á Augastöðum og Þorstein á Húsafelli |skoðað-þann=20.10.2020 |archive-url= |archive-date= |tungumál=Íslenska |bls= |ritstjóri=Æsa Sigurjónsdóttir |snið=PDF |höfundatengill= }} [[Flokkur:Borgarfjarðarsýsla]] [[Flokkur:Íslenskir bæir]] jn326wkok4gfg9xot5yadv07bpeildr Þungarokk 0 40540 1761805 1761414 2022-07-24T18:51:59Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Tony Iommi HomeofMetal Fox 0659.jpg|thumb|[[Tony Iommi]] úr [[Black Sabbath]] er þekktur fyrir að vera frumkvöðull í þungarokksgítarriffum.]] [[Mynd:Metallica - 2003.jpg|thumb|[[Metallica]] er ein vinsælasta þungarokkshljómsveit heims.]] [[Mynd:Dio throwing Horns.jpg|thumb|[[Ronnie James Dio]] var meðal annars þekktur fyrir að gera ''djöflahornsmerki'' vinsælt.]] [[Mynd:KISS in concert Boston 2004.jpg|thumb|[[Kiss]] eru þekktir fyrir skrautlega sviðsframkomu.]] [[Mynd:Iron Maiden - bass and guitars 30nov2006.jpg|thumb|[[Iron Maiden]] á tónleikum.]] [[Mynd:Masters of Rock 2007 - Children of Bodom - 08.jpg|thumb|[[Children of Bodom]] frá Finnlandi.]] [[Mynd:DimmuBorgirTuska2005.jpg|thumb|[[Dimmu Borgir(hljómsveit)|Dimmu Borgir]] frá Noregi spila [[Svartmálmur|svartmálm]].]] [[Mynd:Týr 01557.JPG|thumb|right|[[Heri Joensen]], gítarleikari í [[Færeyjar|færeysku]] þungarokksveitinni [[Týr (hljómsveit)|Týr]].]] '''Þungarokk''', stundum kallað '''bárujárnsrokk''' eða '''metal(l)''', er tegund [[rokktónlist]]ar sem mótaðist seint á 7. áratug 20. aldar. ==Söguágrip== Þungarokk á rætur sínar í [[blúsrokk]]i og ýmis konar öðru [[rokk|rokki]]. Þróunin, aðallega [[Bretland]]i, hefur haft mikið með tónlistarstefnuna að segja en einnig voru áhrifamiklar hljómsveitir vestanhafs. Á 7. áratug 20. aldar voru hljómsveitir undir áhrifum frá amerískum blús en urðu taktfastari og mögnuðu upp hljóðfæri sín. Hljómsveitir eins og [[The Kinks]], [[The Who]], [[Jimi Hendrix]], [[Steppenwolf]], [[Blue Cheer]], [[Cream]] og [[The Jeff Beck Group]] komu með nýjar hugmyndir og höfðu áhrif á síðari hljómsveitir. Steppenwolf kom með setninguna; ''heavy metal thunder'', í lagi sínu Born to be Wild árið 1968. Síðar fóru blaðamenn í tímaritinu [[Rolling Stone]] að nota hugtakið ''heavy metal'' reglulega. Á 8. áratugnum var það notað sem skammaryrði yfir hávaðasöm bönd en síðar varð það hlutlausara og átti við tiltekinn lífstíl og tónlist. <ref>[http://www.bbc.com/news/uk-england-birmingham-38768573 Black Sabbath: 'We hated being a heavy metal band'] BBC. skoðað 9. feb. 2016</ref> Litið er þó yfirleitt á hljómsveitirnar [[Black Sabbath]], [[Led Zeppelin]] og [[Deep Purple]] sem fyrstu þungarokkshljómsveitirnar. Þær byggðu tónlist sína á þéttu gítarspili með bjögunareffektum, hröðum gítarsólóum og kröftugum [[trommur|trommuleik]] og [[söngur|söng]]. Á 8. áratugnum hófu amerískar hljómsveitir að gera rokk af harðara kantinum aðgengilegra og voru með litríka sviðsframkomu. Sveitir eins og [[Aerosmith]], [[Van Halen]], [[Alice Cooper]] og [[Kiss]] voru áberandi í þeim geira. [[AC/DC]] (stofnuð 1973) frá [[Ástralía|Ástralíu]] kom með sína hörðu útgáfu af blúsrokki. Undir lok 8. áratugarins komu fram nýjar hljómsveitir í Bretlandi. Þessi nýja bylgja (þekkt sem [[Nýja bylgjan í bresku þungarokki]](New wave og british heavy metal/NWOBHM)) skapaði hljómsveitir eins og [[Judas Priest]], [[Iron Maiden]] og [[Motörhead]]. Þessar hljómsveitir höfðu aftur á móti áhrif á nýja nálgun í vesturheimi í upphafi 9. áratugarins þar sem hraði var eitt helsta einkennið: [[Þrass]] (thrash metal) varð til með sveitum eins og [[Metallica]], [[Megadeth]], [[Slayer]] og [[Anthrax]]. Textagerðin varð öfgakenndari og þrasshljómsveitirnar vildu enn fremur aðskilja sig frá [[glysþungarokk]]i sem var áberandi á sama tíma. Á 9. áratugnum náði aðgengilegra form þungarokks töluverðum vinsældum. Bönd eins og til dæmis [[Guns N' Roses]] og [[Europe]] komust hátt á vinsældalista. Á 9. áratugnum varð einnig til ný jaðarstefna, [[dauðarokk]] með hljómsveitum eins og [[Death]]. Árið 1991 náði [[Metallica (plata)|svarta plata Metallica]] miklum vinsældum og árið 1994 komst platan Far Beyond Driven með [[Pantera]] á toppinn á Billboard listanum í Bandaríkjunum.<ref>[http://www.allmusic.com/artist/pantera-mn0000005441/biography Pantera] Allmusic. Skoðað 28. apríl, 2016.</ref> Vinsældir hefðbundnara þungarokks dvínuðu með [[grugg]]i sem varð til í [[Seattle]] í byrjun 10. áratugarins. Grugg var undir áhrifum frá ýmsu þungarokki og hefur stundum verið talið til [[jaðarþungarokk]]s. Á 10. áratugnum komu einnig fram nýjar stefnur eins og jaðarþungarokk og [[nu metal]] sem blönduðu þungarokki við aðrar tónlistarstefnur. [[Rage Against The Machine]], [[Korn]], [[Deftones]], [[Limp Bizkit]] og [[System of a Down]] fundu áhrif í [[rapp]]i og [[hipphopp]]i. Ýmsar aðrar undirtegundir urðu til og meðal annars má nefna [[framsækinn málmur|framsækið þungarokk]] þar sem hljómsveitir fóru ýmsar leiðir í flóknum útsetningum tónverka og [[kraftmálmur|kraftmálm]] (power metal), sem hefur verið vinsæll í Þýskalandi, þar er sótt er í klassískt þungarokk en stíllinn er hraður. Til eru ótal afbrigði af þungarokki í dag. Þungarokk hefur verið umdeilt. Gagnrýnendur hafa afskrifað það sem yfirgengilegan ungæðishátt og íhaldsamir hópar hafa mótmælt textagerð sem þeir telja vera af hinu illa og hafa skaðleg áhrif.<ref>[http://www.allmusic.com/subgenre/heavy-metal-ma0000002721 Heavy metal] Allmusic. Sótt 23. apríl 2016.</ref> ==Undirgreinar== (Listinn er ekki tæmandi) *[[Þrass]] (Thrash metal) *[[Dauðarokk]] (Death metal) *[[Svartmálmur]] (Black metal) *[[Kraftmálmur]] (Power metal) *[[Harðkjarnapönk]] ( Hardcore punk) *[[Þjóðlagamálmur]] (Folk metal) *[[Stóner rokk]] (Stoner rock/metal) *[[Framsækinn málmur]] (Progressive metal) *[[Nýþungarokk]] (Nu metal) *[[Jaðarþungarokk]] (Alternative metal) *[[Víkingaþungarokk]] (Viking metal) *[[Gotneskt þungarokk]] (Goth metal) *[[Glysþungarokk]] (Glam metal) *[[Mulningskjarni]] (Grindcore) *[[Melódískt dauðarokk]] (Melodic death metal) *[[Metalcore]] ==Tengt efni== *[[Listi yfir íslenskar þungarokkssveitir]] ==Tenglar== [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=75374 Vísindavefur - Hver er saga þungarokksins?] ==Tilvísanir== {{Wikiorðabók|þungarokk}} {{commonscat|Heavy metal music|þungarokki}} {{reflist}} [[Flokkur:Þungarokk]] [[Flokkur:Tónlistarstefnur]] jhjyprtc8kylne09020j3k80drk75sm Manchester City 0 42620 1761784 1761233 2022-07-24T16:29:24Z Berserkur 10188 /* Miðjumenn */ wikitext text/x-wiki {{knattspyrnulið | Fullt nafn = [[Manchester City]]. | mynd = [[Mynd:Manchester city fc.png|150px]] | Gælunafn =''Citizens, Sky Blues, City'' | Stytt nafn =Man City, MCFC | Stofnað =1880, sem<br />''West Gorton (St. Marks)'' | Leikvöllur =[[Etihad Stadium]] | Stærð = 55,097 | Knattspyrnustjóri = {{ESP}} [[Pep Guardiola]] | Deild =[[Enska úrvalsdeildin]] | Tímabil =2021-2022 | Staðsetning =1. sæti |pattern_la1 = _mancity1920h |pattern_b1 = _mancity1920h |pattern_ra1 = _mancity1920h |pattern_sh1 = _mancity1920h |pattern_so1 = _mcfc1920h |leftarm1 = 84BBFF |body1 = 84BBFF |rightarm1 = 84BBFF |shorts1 = FFFFFF |socks1 = FFFFFF |pattern_la2 = _mancity1920a |pattern_b2 =_mancity1920a |pattern_ra2 = _mancity1920a |pattern_sh2 = |pattern_so2 = |leftarm2 = 0A0A0A |body2 = 0A0A0A |rightarm2 = 0A0A0A |shorts2 = 0A0A0A |socks2 = 0A0A0A |pattern_la3 = _mancity1920t |pattern_b3 = _mancity1920t |pattern_ra3 = _mancity1920t |pattern_sh3 = _mancity1920t |pattern_so3 = |leftarm3 = C8FE2E |body3 = C8FE2E |rightarm3 = C8FE2E |shorts3 = FF465E |socks3 = C8FE2E }} [[Mynd:MC-Shahter (2).jpg|thumb|Lið City árið 2017.]] '''Manchester City''' er knattspyrnulið sem spilar í [[Enska úrvalsdeildin|ensku úrvalsdeildinni]] og ríkjandi Englandsmeistari. Liðið var stofnað árið 1880 og hefur unnið efstu deild í Englandi 8 sinnum, þar af ensku úrvalsdeildina 6 sinnum. Leikvangurinn [[City of Manchester Stadium]] ([[Etihad Stadium]]) var opnaður árið 2003. Árið 2008 var liðið keypt af Abu Dhabi United Group og hefur liðið keypt dýra leikmenn síðan þá og uppskorið eftir því (titlar 2012, 2014 og 2018). Liðið var 5. tekjuhæsta félagsliðið árið 2017. Árið 2017 setti liðið nýtt met á Englandi þegar það vann 18 leiki í röð. Sama ár spilaði lið undirbúningleik á Laugardalsvelli við [[West Ham]] í ágúst. Tímabilið 2017-2018 setti City nýtt stigamet í úrvalsdeildinni þegar það náði 100 stigum. Eigendur liðsins hafa verið sakaðir um ólöglega fjármálagjörninga. <ref>[http://www.ruv.is/frett/fordaeduskapur-og-flaraedi-manchester-city Fordæðuskapur og fláræði Manchester City] Rúv, skoðað 14. nóv, 2018.</ref> ==Leikmenn 2022== ===Markmenn=== *[[Ederson]] *[[Zack Steffen]] *[[Scott Carson]] ===Varnarmenn=== *[[Ruben Dias]] *[[Kyle Walker]] *[[John Stones]] *[[Aymeric Laporte]] *[[Nathan Aké]] *[[Eric Garcia]] *[[Joao Cancelo]] *[[Phillippe Sandler]] ===Miðjumenn=== *[[Kevin De Bruyne]] *[[İlkay Gündoğan]] *[[Bernardo Silva]] *[[Riyad Mahrez]] *[[Rodri]] *[[Phil Foden]] * [[Jack Grealish]] *[[Kalvin Phillips]] ===Sóknarmenn=== *[[Erling Braut Håland]] *[[Julián Álvarez]] ==Titlar== *'''Fyrsta deild/Úrvalsdeild''' (8): 1936–37, 1967–68, 2011–12, 2013–14, 2017–18, 2018–19, 2020-2021, 2021-2022 *'''Önnur/Fyrsta deild''' (7): 1898–99, 1902–03, 1909–10, 1927–28, 1946–47, 1965–66, 2001–02 *'''FA-Bikarinn''' (5): 1903–04, 1933–34, 1955–56, 1968–69, 2010–11 *'''Football League Cup''' (5): 1969–70, 1975–76, 2013–14, 2015–16, 2017–18, 2018-2019, 2019-2020, 2020-2021 *'''FA-Samfélagsskjöldurinn''' (4): 1937, 1968, 1972, 2012, 2018, 2019 *'''UEFA Cup Winners' Cup''' (1): 1969–70 {{Stubbur|knattspyrna}} {{S|1880}} {{Enska úrvalsdeildin}} ==Tilvísanir== [[Flokkur:Ensk knattspyrnufélög]] 7oij4gkos4sfcssvmf43e80dlnykjt1 Helgi magri 0 55559 1761792 1761416 2022-07-24T17:22:35Z VioletRedBlue 86017 göltur wikitext text/x-wiki [[File:Mourning (5966953239).jpg|thumb|Helgi magri, stytta á Akureyri]] '''Helgi magri Eyvindarson''' var íslenskur [[landnámsmaður]], sem nam land í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]]. Hann var kristinn og bjó á [[Kristnes]]i. Faðir hans var Eyvindur austmaður Bjarnarson, fæddur á [[Gautland]]i í [[Svíþjóð]]. Björn faðir Eyvindar deildi við Sigfast mág Sölvars Gautakonungs, brenndi hann inni og fór að því búnu til Noregs, fyrst til Gríms hersis en þá Öndótts kráku á Ögðum. Á sumrum fór Björn í vesturvíking. Móðir Eyvindar var Hlíf dóttir Hrólfs Ingjaldssonar Fróðasonar konungs. Kona Eyvindar var Rafarta dóttir [[Kjarval Írakonungur|Kjarvals]] Írakonungs. Önnur dóttir Kjarvals var Kormlöð móðir Þorgríms Grímólfssonar sem var aftur bróðursonur [[Álfur egðski|Álfs egðska]]. Sonur Þorgríms var Eyvindur faðir Össurar er átti Beru dóttur [[Egill Skalla-Grímsson|Egils Grímssonar]]. Björgu systur Helga átti [[Úlfur skjálgi Högnason]]. Helgi var fæddur á [[Írland]]i. Eyvindur og Rafarta létu Helga í fóstur í [[Suðureyjar|Suðureyjum]] þegar hann var barn að aldri en þegar þau komu að sækja hann tveimur vetrum seinna hafði hann verið sveltur svo að þau þekktu hann ekki. Eftir það var hann kallaður Helgi magri. Hann varð virðingarmaður mikill er hann fullorðnaðist. Hann kvæntist [[Þórunn hyrna|Þórunni hyrnu]], dóttur [[Ketill flatnefur|Ketils flatnefs]], og áttu þau mörg börn. Helgi hafði tekið kristni en var blendinn í trúnni og hét á [[Þór (norræn goðafræði)|Þór]] til sjófara og harðræða. Hann ákvað að fara til Íslands með konu sína og börn og nema þar land, til að lifa í friðsemd og viðhafa kristin gildi. Þegar hann sá til lands hét hann á Þór að vísa sér til lands og sigldi síðan norður um land og inn í Eyjafjörð. Þá var sjófært lengra inn í fjörðinn en nú er. Helgi tók land við Galtarhamar, sem nú heitir Festarklettur, nálægt Bíldsá, sem nú kallast Kaupangur. Göltur eða hrútur Helga var hvítur með dökkt höfuð, sem kallast að vera bíldóttur eða bíldur. Sagt er að Bíldur hafi farist í ánni og af því dragi áin Bíldsá nafn sitt. Kaupangur er samsett orð, þar sem angur vísar mjóan ál af vatni þaðan sem fiskur hefur gengið upp í Fiskilæk, sem legið hefur austan megin fjarðar að Galtarkletti. Kaupknörr hafi silgt upp álinn að klettinum, þar sem kaup fór fram og staðurinn fengið nafnið Kaupangur. Þar höfðu knörr festar við Festarklett, þar sem Knarrarberg er. Helgi hafði vetursetu við Bíldsá í Kaupangi, þar sem gott útsýni er yfir fjörðinn. Sagt er að þegar hann flutti með fjölskyldu sína, hafi Þórunn kona hans orðið léttari í Þórunnareyju í kvíslum Eyjafjarðarár, skammt frá þar sem Bíldsá rennur í [[Eyjafjarðará]] og þar hafi hún alið dóttur sem kölluð var Þorbjörg hólmasól, með vísan í hólma í ánni. Svo fór að Helgi settist að á Kristnesi, sennilega vegna jarðhita og nam allan Eyjafjörð. Landnám Helga var það stærsta á Ísland, stærra en landnám Ingólfs Arnarsonar. Þar sem landnám Helga var mjög stórt fengu margir landnámsmenn sem síðar komu land hjá honum, auk þess sem börn hans og aðrir ættingjar fengu hluta af landnámi hans. Nafn bújarða og kennileita í Eyjafirði hafa mikið til haldið sér, vestan megin fjarðar eru það til dæmis Grund, Espihóll, Stokkahlaðir, Merkigil, Hrafnagil, Kroppur, Kristnes, Naust, Hlíð, Akureyri, Oddeyri, Krossanes, Glerá, Kræklingahlíð, Möðruvellir, Gásar. Austanmegin fjarðar, Gnúpufell, Hripkelstaðir, Þverá (seinna Munkaþverá), Uppsalir, Öngulsstaðir, Garðsárdalur, Ytri-Þverá (seinna Þverá), Fiskilækur, Kaupangur, Bíldsárskarð, Varðgjá, Sigluvík, Svalbarð. Synir Helga magra voru [[Hrólfur Helgason|Hrólfur]] á Gnúpufelli og [[Ingjaldur Helgason|Ingjaldur]] á Efri-Þverá en dætur hans voru, Helga, kona [[Auðunn rotinn Þórólfsson|Auðuns rotins Þórólfssonar]], Hlíf kona [[Þorgeir Þórðarson|Þorgeirs Þórðarsonar]], Þórhildur kona [[Auðólfur (landnámsmaður)|Auðólfs]] landnámsmanns í [[Öxnadalur|Öxnadal]], Þóra kona [[Gunnar Úlfljótsson|Gunnars]] sonar [[Úlfljótur (lögsögumaður)|Úlfljóts]] lögsögumanns, Ingunn kona [[Hámundur heljarskinn Hjörsson|Hámundar heljarskinns]] og Þorbjörg hólmasól kona [[Böðólfur Grímsson|Böðólfs Grímssonar]]. Heimildir: Landnáma III, 12 Íslendingabók Ara fróða, 2. kafli Sturlubók Víga-Glúms saga Ljósvetninga saga https://www.visindavefur.is/svar.php?id=70038 https://timarit.is/page/2047532#page/n0/mode/2up bls 15 == Tengill == * [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090424194805/frontpage.simnet.is/sigpalm/helgi_magri.htm Helgi magri Eyvindarson] [[Flokkur:Landnámsmenn á Íslandi]] g836u1scgk8gis2hm9z7zdbedktvj2w Alibýfluga 0 63067 1761845 1761590 2022-07-25T00:20:59Z Svarði2 42280 samheiti wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = Alibýfluga | image = Honeybee landing on milkthistle02.jpg | image_width = 250px | image_caption = Alibýfluga að nálgast blóm [[Maríuþistill|maríuþistils]] <!-- ég veðja bara á að þetta sé Silybum marianum --> | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''Alibýfluga''''' | binomial = ''Apis mellifera'' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | synonyms = *''Apis mellifica'' <small>Linnaeus, 1761</small> *''Apis gregaria'' <small>Geoffroy, 1762</small> *''Apis cerifera'' <small>Scopoli, 1770</small> *''Apis daurica'' <small>Fischer von Waldheim, 1843</small> *''Apis mellifica germanica'' <small>Pollmann, 1879</small> *''Apis mellifica nigrita'' <small>Lucas, 1882</small> *''Apis mellifica mellifica lehzeni'' <small>Buttel-Reepen, 1906 (Unav.)</small> *''Apis mellifica mellifica silvarum'' <small>Goetze, 1964 (Unav.)</small> | subdivision_ranks = [[Undirtegund]]ir | subdivision = '''[[Evrópa|Norðvestur Evrópa]]''' * [[Apis mellifera iberica|''A. m. iberica'']] * [[Apis mellifera intermissa|''A. m. intermissa'']] * [[Apis mellifera mellifera|''A. m. mellifera'']] * [[Apis mellifera sahariensis|''A. m. sahariensis'']] '''[[Evrópa|Suðvestur Evrópa]]''' * [[Apis mellifera carnica|''A. m. carnica'']] * [[Apis mellifera cecropia|''A. m. cecropia'']] * [[Apis mellifera ligustica|''A. m. ligustica'']] * [[Apis mellifera macedonica|''A. m. macedonica'']] * [[Apis mellifera ruttneri|''A.m. ruttneri'']] * [[Apis mellifera sicula|''A. m. sicula'']] '''[[Miðausturlönd]]''' * [[Apis mellifera adamii|''A. m. adamii'']] * [[Apis mellifera anatoliaca|''A. m. anatoliaca'']] * [[Apis mellifera armeniaca|''A. m. armeniaca'']] * [[Apis mellifera caucasica|''A. m. caucasica'']] * [[Apis mellifera cypria|''A. m. cypria'']] * [[Apis mellifera meda|''A. m. meda'']] '''[[Afríka]]''' * [[Apis mellifera adansonii|''A. m. adansonii'']] * [[Apis mellifera capensis|''A. m. capensis'']] * [[Apis mellifera intermissa|''A. m. intermissa'']] * [[Apis mellifera lamarckii|''A. m. lamarckii'']] * [[Apis mellifera litorea|''A. m. litorea'']] * [[Apis mellifera major|''A. m. major'']] * [[Apis mellifera monticola|''A. m. monticola'']] * [[Apis mellifera sahariensis|''A. m. sahariensis'']] * [[Apis mellifera scutellata|''A. m. scutellata'']] * [[Apis mellifera unicolor|''A. m. unicolor'']] * [[Apis mellifera jemenitica|''A. m. jemenitica'']] }} '''Alibýfluga''' ([[fræðiheiti]]: ''Apis mellifera'') er önnur tveggja tegunda hunangsbýa sem ræktuð er að ráði. Hin er Austurasískt bý ([[Apis cerana]]). Hún skiftist í allnokkrar undirtegundir (sjá hér að ofan), en nú er stór hluti býræktenda með svonefndan [[Apis mellifera cv. Buckfast|Buckfast stofn]], en hann er upphafnlega blendingur af [[Apis mellifera mellifera|''A. m. mellifera'']] og [[Apis mellifera ligustica|''A. m. ligustica'']], síðar einnig blandaður við fjölda annarra undirtegunda. [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] == Aðrar tegundir == Auk ''Apis mellifera,'' eru 6 aðrar tegundir í ættkvíslinni ''Apis''. Þær eru ''[[Apis andreniformis]], [[Apis florea]], [[Apis dorsata]], [[Apis cerana]], [[Apis koschevnikovi]], og [[Apis nigrocincta]].''<ref>Winston, Mark L. The biology of the honey bee. Harvard University Press, 1991.</ref> Þessar tegundir, fyrir utan ''Apis mellifera,'' eiga uppruna sinn í Suður og Suðaustur Asíu. Aðeins ''Apis mellifera'' er talin eiga uppruna sinn í Evrópu, Asíu og Afríku.<ref>Deborah R. Smith, Lynn Villafuerte, Gard Otisc & Michael R. Palmer (2000). "Biogeography of ''Apis cerana'' F. and ''A. nigrocincta'' Smith: insights from mtDNA studies" (PDF). ''Apidologie'' '''31''' (2): 265–279.doi:10.1051/apido:2000121. Archived from the original (PDF) on February 29, 2012.</ref> == Plöntur fyrir býflugur == Gildin fyrir blómasafann og frjókornin eru frá 1 (lélegt) til 3 (gott).<ref name=":0" /><ref name=":1" /><ref>{{Cite web|url=https://biplanter.dk/plants/list|title=Plantdb|website=biplanter.dk|access-date=2022-07-22}}</ref> Ekkert gildi þýðir að upplýsingar vantar eða að að magn sé of lítið til að nýtast.<ref name=":0">http://www.biavl.dk/images/2011/stories/pdf/biplantekalender202007.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} [https://biplanter.dk/plants/list Uppfærður hlekkur]</ref><ref>{{Cite web|url=https://alltombiodling.se/bivaxter/|title=Biväxter – ALLT OM BIODLING|language=sv-SE|access-date=2022-07-22}}</ref> Einnig hvort tegundin sé heppileg fyrir bý/humlur með langa/stutta tungu. {| class="wikitable sortable collapsible collapsed" |- ! Mynd !!Íslenskt nafn!!Vísindanafn !! Nektar !! Frjó !Stutt tunga<ref name=":2">{{Cite web|url=https://webbutiken.jordbruksverket.se/sv/artiklar/jo226.html|title=Blommor för bin|website=webbutiken.jordbruksverket.se|access-date=2022-07-23}}</ref> !Löng tunga<ref name=":2" /> ! Tími |- | [[Image:Crocus_vernus_1.jpg|120px]]||Krókus|| ''[[Crocus]]'' || 1 || 3 |1 | ||Apríl, Maí |- | [[Image:Blausternchen_2.jpg|120px]]||Síberíulilja|| ''[[Scilla sibirica]]'' || 2 || 1 | | ||Maí til Júní |- | [[Image:Allium_ursinum0.jpg|120px]]||Bjarnarlaukur|| ''[[Allium ursinum]]'' || 3 || 1 |1 |1||Júní |- | [[Image:Allium_schoenoprasum_in_NH_01.jpg|120px]]||Graslaukur|| ''[[Allium schoenoprasum]]'' || 3 || 1 |1 |1||Júní |- | [[Image:Glory of the Snow.JPG|120px]]||Snæstjarna|| ''[[Chionodoxa]]'' || 2 || 1 |1 |1||Maí |- | [[Image:Prolećno_cveće_3.JPG|120px]]||Lykill|| ''[[Primula]]'' || || 1 |1 |1||Apríl, Maí, Júní, Júlí. Eftir tegundum |- | [[Image:Strom1.jpg|120px]]||Heggur|| ''[[Prunus padus]]'' || 3 || 3 | | ||Júní |- | [[Image:Sorbus and stone (Kivach Nature Reserve).JPG|120px]]||Reynir|| ''[[Sorbus aucuparia]]'' || 2 || 3 | | ||Júní |- | [[Image:Rubus idaeus Oulu, Finland 09.06.2013.jpg|120px]]||Hindber|| ''[[Rubus idaeus]]'' || 3 || 3 | | || júní, júlí |- | [[Image:Zilverschoon plant Potentilla anserina.jpg|120px]]||Tágamura|| ''[[Potentilla anserina]]'' || 1 || 2 |1 | ||Júní |- | [[Image:Reinroser.JPG|120px]]||Holtasóley|| ''[[Dryas octopetala]]'' || || | | ||Maí, júní |- | [[Image:Potentilla_atrosanguinea.jpg|120px]]||Blendingsmura|| ''[[Potentilla x hybrida]]'' || 1 || 2 |1 | ||Júlí, Ágúst |- | [[Image:Fragaria_vesca_LC0389.jpg|120px]]||Villijarðarber|| ''[[Fragaria vesca]]'' || 2 || 2 |1 |1||Júlí |- | [[Image:Geum_rivale_flowers.jpg|120px]]||Fjalldalafífill|| ''[[Geum rivale]]'' || 2 || 2 |2 |2||Júní, júlí |- | [[Image:Moeraspirea plant Filipendula ulmaria.jpg|120px]]||Mjaðurt|| ''[[Filipendula ulmaria]]'' || || 3<ref name=":1" /> |1 |1||Júní, júlí |- | [[Image:Jalokiurunkannus_Corydalis_nobilis_VI08_C_H4791.jpg|120px]]||Lævirkjaspori|| ''[[Corydalis nobilis]]'' || || | | ||Júní |- | [[Image:Bayrischer Wald 9928.JPG|120px]]||Hófsóley|| ''[[Caltha palustris]]'' || 2 || 3<ref name=":1" /> |1 |1||Júní |- | [[Image:Pulsatilla_vulgaris-700px.jpg|120px]]||Geitabjalla|| ''[[Pulsatilla vulgaris]]'' || 2 || 2 | | ||Maí, júní |- | [[Image:Anemone_nemorosa_001.JPG|120px]]||Skógarsóley|| ''[[Anemone nemorosa]]'' || || 3 |1 |1||Júní |- | [[Image:Aconogonon alaskanum (7833495202).jpg|120px]]||Snæsúra|| ''[[Aconogonon alaskanum]]'' || || |1 |2||Júní, júlí Svipuð slöngusúru |- | [[Image:PolygonumBistortaBulgaria1.jpg|120px]]||Slöngusúra|| ''[[Bistorta officinalis]]'' || || | | ||Júní, júlí |- | [[Image:Diverse fotografier fra Totenåsen og Mjøslandet 34.jpg|120px]]||Rabbabari|| ''[[Rheum officinalis]]'' || || 1 | | ||Júní, júlí |- | [[Image:Anthyllis-vulneraria.JPG|120px]]||Gullkollur|| ''[[Anthyllis vulneraria]]'' || 1 || 2<ref name=":1" /> | | ||Júní, júlí |- | [[Image:Lotus_corniculatus10.JPG|120px]]||Maríuskór|| ''[[Lotus corniculatus]]'' || 3 || 1<ref name=":1" /> |3 |3||Júní |- | [[Image:Trifolium repens 001.JPG|120px]]||Hvítsmári|| ''[[Trifolium repens]]'' || 3 || 3 |3 |3||Júní, júlí |- | [[Image:Hedysarum alpinum.png|120px]]||Lykkjur|| ''[[Hedysarum]]'' || 3 || 2<ref name=":1" /> | | ||Júní, júlí |- | [[Image:Trifolium pratense Oulu, Finland 10.06.2013.jpg|120px]]||Rauðsmári|| ''[[Trifolium pratense]]'' || 3 || 3 |2 |3||Júlí, ágúst |- | [[Image:Trifolium medium 1.jpg|120px]]||Skógarsmári|| ''[[Trifolium medium]]'' || 3|| 3 | | ||Ágúst, september |- | [[Image:Maitohorsma_(Epilobium_angustifolium).JPG|120px]]||Sigurskúfur|| ''[[Epilobium angustifolium]]'' || 3 || 1 | | ||Júlí |- | [[Image:Chamerion_latifolium_upernavik_2007-08-06_4.jpg|120px]]||Eyrarrós|| ''[[Epilobium latifolium]]'' || 3 || 1 | | ||Júní |- | [[Image:Sedum villosum Moor-Mauerpfeffer.JPG|120px]]||Hnoðrar|| ''[[Sedum]]'' || 2 || 2 | | ||Júní til september (eftir tegundum) |- | [[Image:Claytonia_sibirica_Eglinton.JPG|120px]]||Síberíublaðka|| ''[[Montia siberica]]'' || 3 || 2 | | ||Maí, júní |- | [[Image:Cerastium_alpinum_ssp_lanatum_1.JPG|120px]]||Músareyra|| ''[[Cerastium alpinum]]'' || 1|| 1 | | ||Maí, júní |- | [[Image:Mertensia ciliata 002.JPG|120px]]||Bláliljur|| ''[[Mertensia]]'' || || | | ||Júní júlí |- | [[Image:Pulmonaria saccharata (3497086606).jpg|120px]]||Lyfjajurt|| ''[[Pulmonaria]]'' || 2 || 2 |2 |3|| Maí, júní |- | [[Image:Phacelia.jpg|120px]]||Hunangsjurt|| ''[[Phacelia tanacetifolia]]'' || 3 || 3 |2 |1||Júlí |- | [[Image:Dead Nettle (Lamium album) - geograph.org.uk - 403952.jpg|120px]] || [[Ljósatvítönn]]||''[[Lamium album]]'' || 3 || 2 |2 |3||Júní - Júlí |- | [[Image:Geranium_sylvaticum_(1).JPG|120px]]||Blágresi|| ''[[Geranium sylvaticum]]'' || 2<ref name=":1">Anna Maurizio & Ina Grafl. 1969. ''Das Trachtpflanzenbuch''. Ehrenwirth Verlag, München. </ref>|| 2 |2 |2||Júní |- | [[Image:Tuftedsaxifrage-1.jpg|120px]]||Þúfusteinbrjótur|| ''[[Saxifraga cespitosa]]'' || || | | ||Maí, júní |- | [[Image:Rhodiola_rosea_a3.jpg|120px]]||Burnirót|| ''[[Rhodiola rosea]]'' || 2 || 2 | | ||Júní |- | [[Image:Draba norvegica IMG 3693 bergrublom longyeardalen.JPG|120px]]||Vorblóm|| ''[[Draba]]'' || || | | ||Maí, júní |- | [[Image:Aurinia saxatilis sl6.jpg|120px]]||Nálablóm|| ''[[Alyssum]]'' || 3 || 1 | | ||Júní, júlí |- | [[Image:Brassica napus 002.JPG|120px]]||Repja|| ''[[Brassica napus]]'' || 3 || 3 | | ||Júní, júlí |- | [[Image:Puna-ailakki Silene dioica DSC03011 C.JPG|120px]]||Dagstjarna|| ''[[Silene dioica]]'' || 1|| 1 |1 |2||Júní til september |- | [[Image:Viola tricolor maritima kz3.jpg|120px]]||Þrenningarfjóla|| ''[[Viola tricolor]]'' || 1 || 1 | | ||Maí, júní |- | [[Image:Blackcurrant 1.jpg|120px]]||Sólber|| ''[[Ribes nigrum]]'' || 3 || 2 | | ||Maí, júní |- | [[Image:Ribes rubrum 1.jpg|120px]]||Rifs|| ''[[Ribes rubrum]]'' || 3 || 2 | | ||Maí, júní |- | [[Image:Gewöhnlicher Löwenzahn Taraxacum officinale agg. big.jpg|120px]]||Túnfífill|| ''[[Taraxacum]]'' || 3 || 3 |3 |3||Apríl til júní |- | [[Image:Hieracium aurantiacum Saarland 07.jpg|120px]]||Roðafífill|| ''[[Hieracium aurantiacum]]'' || 2|| 2 |1 |1<ref name=":2" />||Júlí, ágúst |- | [[Image:Achillea millefolium vallee-de-grace-amiens 80 22062007 1.jpg|120px]]||Vallhumall|| ''[[Achillea millefolium]]'' || 1 || 1<ref name=":1" /> | | ||Júlí, ágúst |- | [[Image:Calluna vulgaris11.jpg|120px]]||Beitilyng|| ''[[Calluna vulgaris]]'' || 3 || 1 | | ||Ágúst,september |- | [[Image:Baerentraube ML0002.jpg|120px]]||Sortulyng|| ''[[Arctostaphylos uva-ursi]]'' || || | | ||Júní |- | [[Image:Vaccinium uliginosum upernavik 2007-07-02 1.jpg|120px]]||Bláberjalyng|| ''[[Vaccinium uliginosum]]'' || 2 || 2 | | ||Maí, júní |- | [[Image:Salix glauca hg.jpg|120px]]||Víðir|| ''[[Salix]]'' || 3 || 3 | | ||Maí, júní |- |} == Tilvísanir == {{Reflist}}{{commonscat|Apis mellifera}} {{Wikilífverur|Apis mellifera}} [[Flokkur:Býflugur]] eusjy1ly2lj4b1fyl3fl3bybjhaidj2 1761865 1761845 2022-07-25T01:28:11Z Svarði2 42280 Afurðir. Ekki búið wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = Alibýfluga | image = Honeybee landing on milkthistle02.jpg | image_width = 250px | image_caption = Alibýfluga að nálgast blóm [[Maríuþistill|maríuþistils]] <!-- ég veðja bara á að þetta sé Silybum marianum --> | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''Alibýfluga''''' | binomial = ''Apis mellifera'' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | synonyms = *''Apis mellifica'' <small>Linnaeus, 1761</small> *''Apis gregaria'' <small>Geoffroy, 1762</small> *''Apis cerifera'' <small>Scopoli, 1770</small> *''Apis daurica'' <small>Fischer von Waldheim, 1843</small> *''Apis mellifica germanica'' <small>Pollmann, 1879</small> *''Apis mellifica nigrita'' <small>Lucas, 1882</small> *''Apis mellifica mellifica lehzeni'' <small>Buttel-Reepen, 1906 (Unav.)</small> *''Apis mellifica mellifica silvarum'' <small>Goetze, 1964 (Unav.)</small> | subdivision_ranks = [[Undirtegund]]ir | subdivision = '''[[Evrópa|Norðvestur Evrópa]]''' * [[Apis mellifera iberica|''A. m. iberica'']] * [[Apis mellifera intermissa|''A. m. intermissa'']] * [[Apis mellifera mellifera|''A. m. mellifera'']] * [[Apis mellifera sahariensis|''A. m. sahariensis'']] '''[[Evrópa|Suðvestur Evrópa]]''' * [[Apis mellifera carnica|''A. m. carnica'']] * [[Apis mellifera cecropia|''A. m. cecropia'']] * [[Apis mellifera ligustica|''A. m. ligustica'']] * [[Apis mellifera macedonica|''A. m. macedonica'']] * [[Apis mellifera ruttneri|''A.m. ruttneri'']] * [[Apis mellifera sicula|''A. m. sicula'']] '''[[Miðausturlönd]]''' * [[Apis mellifera adamii|''A. m. adamii'']] * [[Apis mellifera anatoliaca|''A. m. anatoliaca'']] * [[Apis mellifera armeniaca|''A. m. armeniaca'']] * [[Apis mellifera caucasica|''A. m. caucasica'']] * [[Apis mellifera cypria|''A. m. cypria'']] * [[Apis mellifera meda|''A. m. meda'']] '''[[Afríka]]''' * [[Apis mellifera adansonii|''A. m. adansonii'']] * [[Apis mellifera capensis|''A. m. capensis'']] * [[Apis mellifera intermissa|''A. m. intermissa'']] * [[Apis mellifera lamarckii|''A. m. lamarckii'']] * [[Apis mellifera litorea|''A. m. litorea'']] * [[Apis mellifera major|''A. m. major'']] * [[Apis mellifera monticola|''A. m. monticola'']] * [[Apis mellifera sahariensis|''A. m. sahariensis'']] * [[Apis mellifera scutellata|''A. m. scutellata'']] * [[Apis mellifera unicolor|''A. m. unicolor'']] * [[Apis mellifera jemenitica|''A. m. jemenitica'']] }} '''Alibýfluga''' ([[fræðiheiti]]: ''Apis mellifera'') er önnur tveggja tegunda hunangsbýa sem ræktuð er að ráði. Hin er Austurasískt bý ([[Apis cerana]]). Alibýflugan skiftist í allnokkrar undirtegundir (sjá hér að ofan), en nú er stór hluti býræktenda með svonefndan [[Apis mellifera cv. Buckfast|Buckfast stofn]], en hann er upphafnlega blendingur af [[Apis mellifera mellifera|''A. m. mellifera'']] og [[Apis mellifera ligustica|''A. m. ligustica'']], síðar einnig blandaður við fjölda annarra undirtegunda. Það er einmitt sá stofn sem er ræktaður hérlendis. Víða um heim herjar margs konar plágur á alibýflugur en enn sem komið er finnast þær verstu ekki hérlendis. Þess vegna er mikið lagt upp úr ströngu eftirliti með innflutningi og eingöngu frá sjúkdómafríum svæðum. [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] == Aðrar tegundir == Auk ''Apis mellifera,'' eru 6 aðrar tegundir í ættkvíslinni ''Apis''. Þær eru ''[[Apis andreniformis]], [[Apis florea]], [[Apis dorsata]], [[Apis cerana]], [[Apis koschevnikovi]], og [[Apis nigrocincta]].''<ref>Winston, Mark L. The biology of the honey bee. Harvard University Press, 1991.</ref> Þessar tegundir, fyrir utan ''Apis mellifera,'' eiga uppruna sinn í Suður og Suðaustur Asíu. Aðeins ''Apis mellifera'' er talin eiga uppruna sinn í Evrópu, Asíu og Afríku.<ref>Deborah R. Smith, Lynn Villafuerte, Gard Otisc & Michael R. Palmer (2000). "Biogeography of ''Apis cerana'' F. and ''A. nigrocincta'' Smith: insights from mtDNA studies" (PDF). ''Apidologie'' '''31''' (2): 265–279.doi:10.1051/apido:2000121. Archived from the original (PDF) on February 29, 2012.</ref> == Lífsferill == === Lífsferill búsins === Þegar nýjar drottningar eru við að koma úr púpu, þá tekur gamla drottningin tvo þriðju hluta af vinnuflugum búsins til að stofna nýtt. Nefnist hópurinn svermur og reynir hann að finna heppilegan stað til að hafa nýtt bú á (oft holan trjábol, eða tóman kassa). Gerist þetta vanalega á vorin eða snemmsumars þegar nóg er af blómum með blómasafa og frjói. [[Mynd:A_swarm_of_Apis_mellifera_-_20051109.jpg|alt=Swarm of honey bees on a wooden fence rail|vinstri|thumb|Býsvermur. Býflugur eru ekki árásargjarnar á meðan þær sverma, því þær hafa ekkert bú eða birgðir til að verja.]] Á meðan eru ungu drottningarnar að skríða úr púpu og berjast þær um yfirráð á gamla búinu þar til einungis ein stendur eftir lifandi. Á meðan hún er ófrjóvguð getur hún verpt, en afkvæmin verða þá aðeins druntar (karlar). Hún fer í nokkur mökunarflug þegar hún hefur náð yfirráðum og makast í hvert skifti við 1 til 17 drunta.<ref>{{cite journal|last1=Page|first1=Robert E.|date=1980|title=The Evolution of Multiple Mating Behavior by Honey Bee Queens (Apis mellifera L.)|journal=Genetics|volume=96|issue=1|pages=253–273|doi=10.1093/genetics/96.1.263|pmc=1214294|pmid=7203010}}</ref> Þegar mökunarflugin eru afstaðin, sem er vanalega innan tveggja vikna eftir að hún braust úr púpu, þá heldur hún sig í búinu til að verpa. Yfir sumarið getur fjöldi býa í heilbrigðu búi orðið á milli 40.000 til 80.000.Þær safna vetrarforða sem samanstendur af blómasafa og frjói. Á meðan kalt er eru flugurnar daufar og hreyfa sig lítið nema til að halda hita í búinu (yfir 20–22 °C). === Lífsferill einstaklinga === Eins og aðrar flugutegundir, þá skiftist líf alibýflugna í fjóra hluta; egg, lirfa, púpa og fullorðin fluga. Að auki skiftist líf fullorðinna vinnuflugna í tímabil. Drottningin verpir einu eggi í klakhólf í vaxkökunni. Eggið klekst út í augnlausa og fótalausa lirfu sem er fóðruð af fósturflugu (vinnuflugu sem sér um innviði búsins). Eftir um viku er lirfan lokuð af í klakhólfinu af fósturflugunni og lirfan byrjar að púpa sig. Eftir aðra viku brýst hún út úr púpunni sem fullorðin fluga. Algangt er að vaxkakan sé með afmarkaða hluta með klakhólfum og aðrir séu með frjó og/eða hunangsbirgðir. Fyrstu 10 dagar vinnuflugna fara í að sjá um að hreinsa búið og fóðra lirfurnar. Þar á eftir myndar mynda þær vax í vaxkökuna. Á 16da til 20ta degi sjá þær um að ganga frá blómasafa og frjói frá eldri flugum. Eftir 20ta dag sjá þær um að leita að og sækja blómasafa og frjó til æviloka. == Afurðir == === Hunang === === Vax === === Frjó === === Býþéttir === Býþéttir er harpixkennd blanda sem flygurnar safna af trjábrumum og ýmsu öðru sem þær nota til að þétta búið.<ref>{{cite journal|last1=Simone-Finstrom|first1=Michael|last2=Spivak|first2=Marla|date=May–June 2010|title=Propolis and bee health: The natural history and significance of resin use by honey bees|journal=Apidologie|volume=41|issue=3|pages=295–311|doi=10.1051/apido/2010016|doi-access=free}}</ref> === Royal jelly === Royal jelly myndað í kirtlum í höfði vinnubýa og gfið öllum býlirfum, vort sem þær eiga eftir að verða druntar, vinnuflugur eða drottningar. Verðandi druntar og vinnuflugur fá það hinsvegar einungis í þrjá daga, en drottningarlirfurnar fá það allt lirfustigið.<ref>{{cite journal|last1=Jung-Hoffmann|first1=L|year=1966|title=Die Determination von Königin und Arbeiterin der Honigbiene|journal=Z Bienenforsch|volume=8|pages=296–322}}</ref> Það hefur verið selt sem undralyf, en engar staðfestar heimildir eru um virkni<ref>{{cite journal|date=2011|title=Scientific Opinion|journal=EFSA Journal|volume=9|issue=4|pages=2083|doi=10.2903/j.efsa.2011.2083|doi-access=free}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.fda.gov/NewsEvents/Newsroom/PressAnnouncements/ucm207416.htm|title=Federal Government Seizes Dozens of Misbranded Drug Products: FDA warned company about making medical claims for bee-derived products|date=Apr 5, 2010|publisher=[[Food and Drug Administration]]}}</ref> aðrar en að valda frjókornaofnæmi.<ref>{{cite journal|last1=Leung|first1=R|last2=Ho|first2=A|last3=Chan|first3=J|last4=Choy|first4=D|last5=Lai|first5=CK|date=March 1997|title=Royal jelly consumption and hypersensitivity in the community|journal=Clin. Exp. Allergy|volume=27|issue=3|pages=333–6|doi=10.1111/j.1365-2222.1997.tb00712.x|pmid=9088660|s2cid=19626487}}</ref> == Plöntur fyrir býflugur == Gildin fyrir blómasafann og frjókornin eru frá 1 (lélegt) til 3 (gott).<ref name=":0" /><ref name=":1" /><ref>{{Cite web|url=https://biplanter.dk/plants/list|title=Plantdb|website=biplanter.dk|access-date=2022-07-22}}</ref> Ekkert gildi þýðir að upplýsingar vantar eða að að magn sé of lítið til að nýtast.<ref name=":0">http://www.biavl.dk/images/2011/stories/pdf/biplantekalender202007.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} [https://biplanter.dk/plants/list Uppfærður hlekkur]</ref><ref>{{Cite web|url=https://alltombiodling.se/bivaxter/|title=Biväxter – ALLT OM BIODLING|language=sv-SE|access-date=2022-07-22}}</ref> Einnig hvort tegundin sé heppileg fyrir bý/humlur með langa/stutta tungu. {| class="wikitable sortable collapsible collapsed" |- ! Mynd !!Íslenskt nafn!!Vísindanafn !! Nektar !! Frjó !Stutt tunga<ref name=":2">{{Cite web|url=https://webbutiken.jordbruksverket.se/sv/artiklar/jo226.html|title=Blommor för bin|website=webbutiken.jordbruksverket.se|access-date=2022-07-23}}</ref> !Löng tunga<ref name=":2" /> ! Tími |- | [[Image:Crocus_vernus_1.jpg|120px]]||Krókus|| ''[[Crocus]]'' || 1 || 3 |1 | ||Apríl, Maí |- | [[Image:Blausternchen_2.jpg|120px]]||Síberíulilja|| ''[[Scilla sibirica]]'' || 2 || 1 | | ||Maí til Júní |- | [[Image:Allium_ursinum0.jpg|120px]]||Bjarnarlaukur|| ''[[Allium ursinum]]'' || 3 || 1 |1 |1||Júní |- | [[Image:Allium_schoenoprasum_in_NH_01.jpg|120px]]||Graslaukur|| ''[[Allium schoenoprasum]]'' || 3 || 1 |1 |1||Júní |- | [[Image:Glory of the Snow.JPG|120px]]||Snæstjarna|| ''[[Chionodoxa]]'' || 2 || 1 |1 |1||Maí |- | [[Image:Prolećno_cveće_3.JPG|120px]]||Lykill|| ''[[Primula]]'' || || 1 |1 |1||Apríl, Maí, Júní, Júlí. Eftir tegundum |- | [[Image:Strom1.jpg|120px]]||Heggur|| ''[[Prunus padus]]'' || 3 || 3 | | ||Júní |- | [[Image:Sorbus and stone (Kivach Nature Reserve).JPG|120px]]||Reynir|| ''[[Sorbus aucuparia]]'' || 2 || 3 | | ||Júní |- | [[Image:Rubus idaeus Oulu, Finland 09.06.2013.jpg|120px]]||Hindber|| ''[[Rubus idaeus]]'' || 3 || 3 | | || júní, júlí |- | [[Image:Zilverschoon plant Potentilla anserina.jpg|120px]]||Tágamura|| ''[[Potentilla anserina]]'' || 1 || 2 |1 | ||Júní |- | [[Image:Reinroser.JPG|120px]]||Holtasóley|| ''[[Dryas octopetala]]'' || || | | ||Maí, júní |- | [[Image:Potentilla_atrosanguinea.jpg|120px]]||Blendingsmura|| ''[[Potentilla x hybrida]]'' || 1 || 2 |1 | ||Júlí, Ágúst |- | [[Image:Fragaria_vesca_LC0389.jpg|120px]]||Villijarðarber|| ''[[Fragaria vesca]]'' || 2 || 2 |1 |1||Júlí |- | [[Image:Geum_rivale_flowers.jpg|120px]]||Fjalldalafífill|| ''[[Geum rivale]]'' || 2 || 2 |2 |2||Júní, júlí |- | [[Image:Moeraspirea plant Filipendula ulmaria.jpg|120px]]||Mjaðurt|| ''[[Filipendula ulmaria]]'' || || 3<ref name=":1" /> |1 |1||Júní, júlí |- | [[Image:Jalokiurunkannus_Corydalis_nobilis_VI08_C_H4791.jpg|120px]]||Lævirkjaspori|| ''[[Corydalis nobilis]]'' || || | | ||Júní |- | [[Image:Bayrischer Wald 9928.JPG|120px]]||Hófsóley|| ''[[Caltha palustris]]'' || 2 || 3<ref name=":1" /> |1 |1||Júní |- | [[Image:Pulsatilla_vulgaris-700px.jpg|120px]]||Geitabjalla|| ''[[Pulsatilla vulgaris]]'' || 2 || 2 | | ||Maí, júní |- | [[Image:Anemone_nemorosa_001.JPG|120px]]||Skógarsóley|| ''[[Anemone nemorosa]]'' || || 3 |1 |1||Júní |- | [[Image:Aconogonon alaskanum (7833495202).jpg|120px]]||Snæsúra|| ''[[Aconogonon alaskanum]]'' || || |1 |2||Júní, júlí Svipuð slöngusúru |- | [[Image:PolygonumBistortaBulgaria1.jpg|120px]]||Slöngusúra|| ''[[Bistorta officinalis]]'' || || | | ||Júní, júlí |- | [[Image:Diverse fotografier fra Totenåsen og Mjøslandet 34.jpg|120px]]||Rabbabari|| ''[[Rheum officinalis]]'' || || 1 | | ||Júní, júlí |- | [[Image:Anthyllis-vulneraria.JPG|120px]]||Gullkollur|| ''[[Anthyllis vulneraria]]'' || 1 || 2<ref name=":1" /> | | ||Júní, júlí |- | [[Image:Lotus_corniculatus10.JPG|120px]]||Maríuskór|| ''[[Lotus corniculatus]]'' || 3 || 1<ref name=":1" /> |3 |3||Júní |- | [[Image:Trifolium repens 001.JPG|120px]]||Hvítsmári|| ''[[Trifolium repens]]'' || 3 || 3 |3 |3||Júní, júlí |- | [[Image:Hedysarum alpinum.png|120px]]||Lykkjur|| ''[[Hedysarum]]'' || 3 || 2<ref name=":1" /> | | ||Júní, júlí |- | [[Image:Trifolium pratense Oulu, Finland 10.06.2013.jpg|120px]]||Rauðsmári|| ''[[Trifolium pratense]]'' || 3 || 3 |2 |3||Júlí, ágúst |- | [[Image:Trifolium medium 1.jpg|120px]]||Skógarsmári|| ''[[Trifolium medium]]'' || 3|| 3 | | ||Ágúst, september |- | [[Image:Maitohorsma_(Epilobium_angustifolium).JPG|120px]]||Sigurskúfur|| ''[[Epilobium angustifolium]]'' || 3 || 1 | | ||Júlí |- | [[Image:Chamerion_latifolium_upernavik_2007-08-06_4.jpg|120px]]||Eyrarrós|| ''[[Epilobium latifolium]]'' || 3 || 1 | | ||Júní |- | [[Image:Sedum villosum Moor-Mauerpfeffer.JPG|120px]]||Hnoðrar|| ''[[Sedum]]'' || 2 || 2 | | ||Júní til september (eftir tegundum) |- | [[Image:Claytonia_sibirica_Eglinton.JPG|120px]]||Síberíublaðka|| ''[[Montia siberica]]'' || 3 || 2 | | ||Maí, júní |- | [[Image:Cerastium_alpinum_ssp_lanatum_1.JPG|120px]]||Músareyra|| ''[[Cerastium alpinum]]'' || 1|| 1 | | ||Maí, júní |- | [[Image:Mertensia ciliata 002.JPG|120px]]||Bláliljur|| ''[[Mertensia]]'' || || | | ||Júní júlí |- | [[Image:Pulmonaria saccharata (3497086606).jpg|120px]]||Lyfjajurt|| ''[[Pulmonaria]]'' || 2 || 2 |2 |3|| Maí, júní |- | [[Image:Phacelia.jpg|120px]]||Hunangsjurt|| ''[[Phacelia tanacetifolia]]'' || 3 || 3 |2 |1||Júlí |- | [[Image:Dead Nettle (Lamium album) - geograph.org.uk - 403952.jpg|120px]] || [[Ljósatvítönn]]||''[[Lamium album]]'' || 3 || 2 |2 |3||Júní - Júlí |- | [[Image:Geranium_sylvaticum_(1).JPG|120px]]||Blágresi|| ''[[Geranium sylvaticum]]'' || 2<ref name=":1">Anna Maurizio & Ina Grafl. 1969. ''Das Trachtpflanzenbuch''. Ehrenwirth Verlag, München. </ref>|| 2 |2 |2||Júní |- | [[Image:Tuftedsaxifrage-1.jpg|120px]]||Þúfusteinbrjótur|| ''[[Saxifraga cespitosa]]'' || || | | ||Maí, júní |- | [[Image:Rhodiola_rosea_a3.jpg|120px]]||Burnirót|| ''[[Rhodiola rosea]]'' || 2 || 2 | | ||Júní |- | [[Image:Draba norvegica IMG 3693 bergrublom longyeardalen.JPG|120px]]||Vorblóm|| ''[[Draba]]'' || || | | ||Maí, júní |- | [[Image:Aurinia saxatilis sl6.jpg|120px]]||Nálablóm|| ''[[Alyssum]]'' || 3 || 1 | | ||Júní, júlí |- | [[Image:Brassica napus 002.JPG|120px]]||Repja|| ''[[Brassica napus]]'' || 3 || 3 | | ||Júní, júlí |- | [[Image:Puna-ailakki Silene dioica DSC03011 C.JPG|120px]]||Dagstjarna|| ''[[Silene dioica]]'' || 1|| 1 |1 |2||Júní til september |- | [[Image:Viola tricolor maritima kz3.jpg|120px]]||Þrenningarfjóla|| ''[[Viola tricolor]]'' || 1 || 1 | | ||Maí, júní |- | [[Image:Blackcurrant 1.jpg|120px]]||Sólber|| ''[[Ribes nigrum]]'' || 3 || 2 | | ||Maí, júní |- | [[Image:Ribes rubrum 1.jpg|120px]]||Rifs|| ''[[Ribes rubrum]]'' || 3 || 2 | | ||Maí, júní |- | [[Image:Gewöhnlicher Löwenzahn Taraxacum officinale agg. big.jpg|120px]]||Túnfífill|| ''[[Taraxacum]]'' || 3 || 3 |3 |3||Apríl til júní |- | [[Image:Hieracium aurantiacum Saarland 07.jpg|120px]]||Roðafífill|| ''[[Hieracium aurantiacum]]'' || 2|| 2 |1 |1<ref name=":2" />||Júlí, ágúst |- | [[Image:Achillea millefolium vallee-de-grace-amiens 80 22062007 1.jpg|120px]]||Vallhumall|| ''[[Achillea millefolium]]'' || 1 || 1<ref name=":1" /> | | ||Júlí, ágúst |- | [[Image:Calluna vulgaris11.jpg|120px]]||Beitilyng|| ''[[Calluna vulgaris]]'' || 3 || 1 | | ||Ágúst,september |- | [[Image:Baerentraube ML0002.jpg|120px]]||Sortulyng|| ''[[Arctostaphylos uva-ursi]]'' || || | | ||Júní |- | [[Image:Vaccinium uliginosum upernavik 2007-07-02 1.jpg|120px]]||Bláberjalyng|| ''[[Vaccinium uliginosum]]'' || 2 || 2 | | ||Maí, júní |- | [[Image:Salix glauca hg.jpg|120px]]||Víðir|| ''[[Salix]]'' || 3 || 3 | | ||Maí, júní |- |} == Tilvísanir == {{Reflist}}{{commonscat|Apis mellifera}} {{Wikilífverur|Apis mellifera}} [[Flokkur:Býflugur]] 5qmepfkckoc3itslw3scjco1sen9dnd Vað 0 67249 1761822 1643804 2022-07-24T21:50:08Z 46.22.110.141 augljóslega Land Rover wikitext text/x-wiki [[Mynd:LandCruiserInThorsmoerk.jpg|thumb|right|[[Land Rover|Land Cruiser]] fer yfir á á vaði]] '''Vað''' kallast staður í [[á (landform)|á]] eða [[lækur|læk]] sem er það grunnur að hægt er að komast þar yfir með því að vaða, fara ríðandi á [[hestur|hestbaki]] eða keyrandi á [[ökutæki]]. Orðið ''vað'' er [[hvorugkyn]]s og má ekki rugla saman karlkynsorðið ''vaður'' sem merki færi, taug, reipi kaðall. == Orðatiltæki == [[Orðatiltæki]]ð að „[[wikt:en:hafa vaðið fyrir neðan sig|hafa vaðið fyrir neðan sig]]“ þýddi upphaflega að sá sem ætlaði sér að fara yfir á ætti að hafa þá fyrirhyggju að grynnri hluti árinnar væri fyrir neðan, en ekki ofan, þegar farið væri yfir. Nú þýðir það að vera aðgætinn. == Tenglar == {{commonscat|Fords}} *[http://www.wetroads.co.uk/ Listi yfir bresk vöð] [[Flokkur:Vegir]] [[Flokkur:Ár og fljót]] [[kk:Брод (Хасково облысы)]] 1uec52l0igqojo8qfahw3af4i8fk9zw 1761823 1761822 2022-07-24T21:52:59Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki [[Mynd:LandCruiserInThorsmoerk.jpg|thumb|right|[[Land Rover]] fer yfir á á vaði]] '''Vað''' kallast staður í [[á (landform)|á]] eða [[lækur|læk]] sem er það grunnur að hægt er að komast þar yfir með því að vaða, fara ríðandi á [[hestur|hestbaki]] eða keyrandi á [[ökutæki]]. Orðið ''vað'' er [[hvorugkyn]]s og má ekki rugla saman karlkynsorðið ''vaður'' sem merki færi, taug, reipi kaðall. == Orðatiltæki == [[Orðatiltæki]]ð að „[[wikt:en:hafa vaðið fyrir neðan sig|hafa vaðið fyrir neðan sig]]“ þýddi upphaflega að sá sem ætlaði sér að fara yfir á ætti að hafa þá fyrirhyggju að grynnri hluti árinnar væri fyrir neðan, en ekki ofan, þegar farið væri yfir. Nú þýðir það að vera aðgætin/n. == Tenglar == {{commonscat|Fords}} *[http://www.wetroads.co.uk/ Listi yfir bresk vöð] [[Flokkur:Vegir]] [[Flokkur:Ár og fljót]] lyb0im9ysaeioqcmc4r9wtncz6y6zbp Hvítsmári 0 69585 1761866 1624767 2022-07-25T08:04:26Z 82.112.90.61 /* Heimildir */ wikitext text/x-wiki {{Taxobox | color = lightgreen | name = Hvítsmári | status = secure | image = trifolium-repens.jpg | image_width = 240px | regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'') | divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'') | classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'') | ordo = [[Belgjurtabálkur]] (''Fabales''') | familia = [[Ertublómaætt]] (''Fabaceae'') | subfamilia = ''[[Faboideae]]'' | genus = [[Smárar]] (''Trifolium'') | species = '''Hvítsmári''' | binomial = ''Trifolium repens'' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|L.]] }} '''Hvítsmári''' (eða '''hrútafífill''' og börn nefna stundum '''sápublóm''') ([[fræðiheiti]]: ''Trifolium repens'') er lágvaxin, [[fjölær jurt]] af [[ertublómaætt]]. Heimkynni hvítsmára eru [[Evrópa]], Norður-[[Afríka]] og Vestur-[[Asía]]. Hvítsmári hefur verið fluttur víða annars staðar því hann er ágæt beitarjurt og hann er algengur á grassvæðum í [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]]. Hvítsmári er niturbindandi eins og margar [[Belgjurtabálkur|belgjurtir]] og skríður út til jaðranna og byggir jarðveginn upp. Oft má sjá grasvöxt inn í smárahringjunum. Hvítsmári er notaður í kynbótaverkefnum þar sem honum er víxlað við aðrar tegundir.<ref>https://www.aber.ac.uk/en/media/departmental/ibers/pdf/innovations/97/ch5.pdf</ref> == Ræktun og nytjar == === Beitarjurt === Hvítsmári er talinn ein mikilvægasta beitarjurtin af ertublómaætt á tempruðum svæðum.<ref>Elgersma, Anjo, and Jan Hassink. "Effects of white clover (''Trifolium repens'' L.) on plant and soil nitrogen and soil organic matter in mixtures with perennial ryegrass (''Lolium perenne'' L.)." Plant and Soil 197, no. 2 (1997): 177-186.</ref> Niturbinding (allt að 545kg N á hektara á ári,<ref>Carlsson, G., and K. Huss-Danell. "Nitrogen fixation in perennial forage legumes in the field." Plant and Soil 253, no. 2 (2003): 353-372.</ref> þó yfirleitt mun minna, þ.e. um 110 til 170 kg N N á hektara á ári<ref>Andrae, John. 2004. White clover establishment and management guide. B 1251. Univ. of Georgia Extension.</ref>) í gerlahnúðum hvítsmára dregur úr eða eyðir þörf á nituráburði til að viðhalda frjósemi á beitarlöndum. Hvítsmári er oft notaður í blöndum með beitargrösum, svo sem [[vallarrýgresi]](''Lolium perenne''),<ref>Ulyatt, M. J., D. J. Thomson, D. E. Beever, R. T. Evans, and M. J. Haines. "The digestion of perennial ryegrass (''Lolium perenne'' cv. Melle) and white clover (''Trifolium repens'' cv. Blanca) by grazing cattle." British Journal of Nutrition 60, no. 01 (1988): 137-149.</ref><ref>Evans, D. R., and T. A. Williams. "The effect of cutting and grazing managements on dry matter yield of white clover varieties (''Trifolium repens'') when grown with S23 perennial ryegrass." Grass and Forage Science 42, no. 2 (1987): 153-159.</ref><ref>Moseley, G., and J. R. Jones. "The physical digestion of perennial ryegrass (''Lolium perenne'') and white clover (''Trifolium repens'') in the foregut of sheep." British Journal of Nutrition 52, no. 02 (1984): 381-390.</ref> Slíkar blöndur auka afurðir búfjár og minnka hættuna á því að það fái þembu sem kemur helst fyrir í hreinræktun.<ref>Wolfe, E. C., and Alec Lazenby. "Bloat incidence and liveweight gain in beef cattle on pastures containing different proportions of white clover (''Trifolium repens'')." Animal Production Science 12, no. 55 (1972): 119-125.</ref> Slíkar blöndur koma einnig í veg fyrir vandamál sem eru tengd við "cyanogenic glycoside" (linamarin og lotaustralin) upptöku á hreinum eða nær hreinum ökrum sumra hvítsmára afbrigða.<ref>Crush, J. R., and J. R. Caradus. "Cyanogenesis potential and iodine concentration in white clover (''Trifolium repens'' L.) cultivars." New Zealand Journal of Agricultural Research 38, no. 3 (1995): 309-316.</ref> Hinsvegar, vandamál koma ekkert endilega í einræktun hvítsmára, og yfirburða framleiðsla jórturdýra næst stundum á einræktun hvítsmára.<ref>Orr, R. J., A. J. Parsons, P. D. Penning, and T. T. Treacher. "Sward composition, animal performance and the potential production of grass/white clover swards continuously stocked with sheep." Grass and Forage Science 45, no. 3 (1990): 325-336.</ref><ref>Lane, L. A., J. F. Ayres and J. V. Lovett. "The pastoral significance, adaptive characteristics, and grazing value of white clover (''Trifolium repens'' L.) in dryland environments in Australia: a review." Animal Production Science 40, no. 7 (2000): 1033-1046.</ref><ref>Caradus, J. R. "Genetic diversity within white clover (''Trifolium repens'' L.)." In Proceedings Agronomy Society of NZ, vol. 24, p. 2. 1994.</ref> which can contribute to competitive advantage. === Grænn áburður og þekja === Hvítsmári á vel við með öðrum beitarjurtum, korni, og á milli raða með grænmeti.<ref name=wotn/> Hvítsmári þolir að sleginn stutt eða mikið beittur, og hann þrífst í margskonar jarðvegi og mismunandi sýrustigi (þó að hann þrífist best í [[leir]]kenndum jarðvegi).<ref name="wotn">Richard H. Uva, Joseph C. Neal and Joseph M. Ditomaso, ''Weeds of The Northeast'', (Ithaca, NY: Cornell University Press, 1997), Pp. 236-237.</ref> Sem belgjurt og harðgerð planta, er hann talinn nytsamlegur hluti náttúrulegs og ræktaðs beitilands og lóðahirðu vegna hæfileika síns til að binda nitur og kæfa [[illgresi]] (mosa). Náttúruleg niturbinding vinnur gegn næringartapi og viðheldur jarðvegsheilbrigði sem dragur úr mörgum lóðavandamálum sem myndu aukast við notkun tilbúnis áburðar.<ref name="Tukey">''The Organic Lawn Care Manual'', Tukey, Storey Publishing. p 183.</ref> Af þessum ástæðum er hann oft notaður sem grænn áburður og "[[cover crop]]". === Til matar === [[File:Four-leaved clover.jpg|thumb|Hvítsmári með [[Fjögurra laufa smári|fjögur lauf]].]] Auk þess að vera frábær beitarplanta fyrir [[búfé]],<ref name="urlTrifolium repens">{{cite web|last =Coladonato|first =Milo|authorlink =|title = ''Trifolium repens''|work =|publisher = U.S. Department of Agriculture, Forest Service, Rocky Mountain Research Station, Fire Sciences Laboratory|date =1993|url =http://www.fs.fed.us/database/feis/plants/forb/trirep/all.html|doi =|accessdate = 2015-07-26}}</ref> eru smárar verðmæt neyðarfæða: [[prótein]]ríkir, algengir, og í miklu magni. Ferskar plönturnar hafa verið nýttar um aldir sem viðbót við [[salat (matargerð)|salöt]]. Þær eru ekki auðmeltanlegar fyrir manneskjur hráar, hinsvegar er það auðleyst með því að sjóða þær í 5 til 10 mínútur. <ref name="ewp">Lee Allen Peterson, ''Edible Wild Plants'', (New York City: Houghton Mifflin Company, 1977), P. 56. </ref> Á Íslandi var hann soðinn í mjólk eða saxaður í salat ("kál").<ref name="grasnytjar">Björn Halldórsson, ''Rit Björns Halldórssonar Sauðlauksdal - Grasnytjar'', (Reykjavík: Búnaðarfélag Íslands, 1983), bls. 338. </ref> [[File:4-leaf clover.JPG|thumb|Four leaf ''Trifolium repens'', in its natural setting. Three-leaf shamrocks can be seen]] ''T. repens'' er einnig álitinn lækningajurt í Indlandi gegn innyflaormum og rannsóknir í tilraunaglösum "in vivo" staðfesti að sprotar af ''T. repens'' hafa umtalsverða virkni gegn sníkjudýrum. <ref>Yadav, A. K. 2004. Anticestodal activity of ''Trifolium repens'' extract. Pharmaceutical Biology 42: 656-658.</ref> == Heimildir == {{reflist}} == Tenglar == {{wikiorðabók|hvítsmári}} * [http://www.lystigardur.akureyri.is/default.aspx?modID=16&fl=1&pId=3900 ''Trifolium repens''; af Lystigarður.akureyri.is] * [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041020131130/www.floraislands.is/triforep.htm Flóra Íslands: Hvítsmári] {{wikilífverur|Trifolium repens}} {{Commons|Trifolium repens}} {{Stubbur|líffræði}} [[Flokkur:Ertublómaætt]] [[Flokkur:Smárar]] [[Flokkur:Niturbindandi plöntur]] 8bud85q7ywgmtfqgwx5z6i3d5iktv5d Guangzhou 0 72310 1761771 1761696 2022-07-24T13:49:50Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == === Flugsamgöngur === [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] ob61qftydkw2h4ixok0sjzmolfmem3o 1761772 1761771 2022-07-24T14:07:05Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt=Perlufljót, þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == === Flugsamgöngur === [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] lj8bmhd8ag3vo89meewg4wypadfiyfo 1761775 1761772 2022-07-24T14:49:14Z Dagvidur 4656 /* Landafræði */ wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == === Flugsamgöngur === [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] kjc9cr8cubdk6icl41tuqlg4me3y2nn 1761777 1761775 2022-07-24T14:53:43Z Dagvidur 4656 /* Flugsamgöngur */ Bætti við mynd wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == === Flugsamgöngur === [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins.</small>]] [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 6ckqjfyl20tp9w6p72g4udtj5qxith3 1761788 1761777 2022-07-24T16:56:58Z Dagvidur 4656 /* Borgarsamgöngur */ Bætti við texta og mynd um samgöngur wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == === Flugsamgöngur === [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins.</small>]] [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === [[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.]] Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,31 milljarðar manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref> [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] lma7jpbx3y78ppp4l7djts0besbwl3c 1761789 1761788 2022-07-24T16:58:41Z Dagvidur 4656 /* Borgarsamgöngur */ wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == === Flugsamgöngur === [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins.</small>]] [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === [[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]] Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] gvk1mc9fldbiult0roalc27ar1mbwxl 1761790 1761789 2022-07-24T16:59:31Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == === Flugsamgöngur === [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins.</small>]] [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === [[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]] Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] abpij4yesvs9663lzv7xv3dvbhvbce1 1761791 1761790 2022-07-24T17:00:17Z Dagvidur 4656 /* Borgarsamgöngur */ wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == === Flugsamgöngur === [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins.</small>]] [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === [[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]] Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 9cnnphihj7rb1pagyzkwj2arwtamyxl 1761793 1761791 2022-07-24T17:52:26Z Dagvidur 4656 Bætti við nokkrum áhugaverðum stöðum fyrir ferðamenn að skoða wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == === Flugsamgöngur === [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins.</small>]] [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === [[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]] Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> == Áhugaverðir skoðunastaðir == [[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]] [[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]] [[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]] Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna. [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 2vx9gg3rawqp3tebn0kcvt6teb1qis5 1761794 1761793 2022-07-24T17:53:29Z Dagvidur 4656 /* Flugsamgöngur */ wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == === Flugsamgöngur === [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]] [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === [[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]] Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> == Áhugaverðir skoðunastaðir == [[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]] [[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]] [[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]] Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna. [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 9osfhipryh2ow5l23k69z820rgc0fgb 1761796 1761794 2022-07-24T17:59:59Z Dagvidur 4656 /* Stjórnsýsla */ Bætti við mynd wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == [[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.</small>''']] Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == === Flugsamgöngur === [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]] [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === [[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]] Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> == Áhugaverðir skoðunastaðir == [[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]] [[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]] [[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]] Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna. [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] q4b53norl3uow848n4u8pk2klq4uqkn 1761797 1761796 2022-07-24T18:03:17Z Dagvidur 4656 /* Áhugaverðir skoðunastaðir */ Bætti við mynd wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == [[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.</small>''']] Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == === Flugsamgöngur === [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]] [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === [[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]] Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> == Áhugaverðir skoðunastaðir == [[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]] [[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]] [[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.]] [[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]] Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna. [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 40ntvwn3411a3boeknny6kntsofrckm 1761798 1761797 2022-07-24T18:03:46Z Dagvidur 4656 /* Borgarsamgöngur */ wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwangchow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == [[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.</small>''']] Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == === Flugsamgöngur === [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]] [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> == Áhugaverðir skoðunastaðir == [[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]] [[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]] [[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.]] [[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]] Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna. [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 8l3vte3nqwyat16ohtt2zqvq82mvay0 1761800 1761798 2022-07-24T18:08:28Z Dagvidur 4656 /* Samgöngur */ lagaði texta wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>.|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>.|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == [[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.</small>''']] Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == [[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]] [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]] === Flugsamgöngur === [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> == Áhugaverðir skoðunastaðir == [[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]] [[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]] [[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]] [[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]] Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna. [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] av04jpzfj6qbm68k4v59tv6w7k6ltww 1761803 1761800 2022-07-24T18:48:14Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == [[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.</small>''']] Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == [[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]] [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]] === Flugsamgöngur === [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> == Áhugaverðir skoðunastaðir == [[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]] [[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]] [[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]] [[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]] Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna. [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 58ae7enigxlxuhdiko1sfbl63cc0tot 1761806 1761803 2022-07-24T19:04:23Z Dagvidur 4656 /* Verslun og fjármál */ Bætti við mynd af Dúnvið eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) sem er einkennisblóm Guangzhou. wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin Aion LX framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === [[Mynd:Semal_(Bombax_ceiba)_flowers_in_Kolkata_W_IMG_4132.jpg|thumb|right| <small>'''Dúnviður''' eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.<ref>{{Citation|title=Bombax ceiba|date=2022-06-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Bombax_ceiba&oldid=1092131656|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>|alt=Dúnviður eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.]] Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == [[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.</small>''']] Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == [[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]] [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]] === Flugsamgöngur === [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> == Áhugaverðir skoðunastaðir == [[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]] [[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]] [[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]] [[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]] Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna. [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 6yaiq2jrnx5aqt26qcifqmfp901topz 1761807 1761806 2022-07-24T19:09:12Z Dagvidur 4656 /* Framleiðsla og ferðaþjónusta */ wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefnu Guangzhou borgar haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin '''Aion LX''' framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === [[Mynd:Semal_(Bombax_ceiba)_flowers_in_Kolkata_W_IMG_4132.jpg|thumb|right| <small>'''Dúnviður''' eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.<ref>{{Citation|title=Bombax ceiba|date=2022-06-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Bombax_ceiba&oldid=1092131656|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>|alt=Dúnviður eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.]] Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == [[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera</small>''' <small>á sviði í Guangzhou.</small>]] Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == [[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]] [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]] === Flugsamgöngur === [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> == Áhugaverðir skoðunastaðir == [[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]] [[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]] [[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]] [[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]] Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna. [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 1cnllpym26ontltqs68m6wov91k62ih 1761869 1761807 2022-07-25T11:34:19Z Dagvidur 4656 Bætti við tenglum wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]] [[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]] '''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small> Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu. == Saga Guangzhou == === Fornsögulegur tími === Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Panyu === Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.). === Nanyue === [[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]] Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Keisaratímar === [[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]] [[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]] [[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]] [[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]] Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum. Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum. Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum. Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]]. Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun [[Nanking-sáttmálinn| Nanking-sáttmálans]] svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“. Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína. Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]]. === Byltingatími === [[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]] Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> === Lýðveldistími === [[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]] Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]). Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun. [[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949. === Samtímaborg === Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni. Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta. Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai. Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína. == Landafræði == [[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]] [[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]] Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs. [[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan. Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small> == Veðurfar == Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small> == Efnahagur == [[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefnu Guangzhou borgar haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]] [[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin '''Aion LX''' framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Framleiðsla og ferðaþjónusta === Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar. Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína. Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar. Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína. Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Verslun og fjármál === [[Mynd:Semal_(Bombax_ceiba)_flowers_in_Kolkata_W_IMG_4132.jpg|thumb|right| <small>'''Dúnviður''' eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.<ref>{{Citation|title=Bombax ceiba|date=2022-06-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Bombax_ceiba&oldid=1092131656|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>|alt=Dúnviður eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.]] Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki . Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small> {| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;" |+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small> |- style="text-align:center; background:#ccc;" ! <small>Ár</small> ! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small> |- align=right | <small>'''Landsframleiðsla'''</small> <small>'''(100 milljónir júana)'''</small> | <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small> |} == Lýðfræði == [[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]] Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small> Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small> == Stjórnsýsla == [[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera</small>''' <small>á sviði í Guangzhou.</small>]] Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small> ''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small> == Samgöngur == [[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]] [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]] === Flugsamgöngur === [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small> === Járnbrautir === Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === Hafnir borgarinnar === Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> === „Vatnsrútur“ === Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti. === Borgarsamgöngur === Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg. Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> == Áhugaverðir skoðunastaðir == [[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]] [[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]] [[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]] [[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]] Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small> # '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna. [[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]] [[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]] == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. * Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] q6j4bf2glm1qyb20b6iktko9cww0ox9 Arnarvatnsheiði 0 82124 1761828 1672805 2022-07-24T23:38:36Z 212.30.201.241 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] Arnarvatnsheiði er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið  syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, Langjökli og Eiríksjökli. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi. Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] rikajrd7zznehbcqoucrghzpyymgy5o 1761829 1761828 2022-07-24T23:40:05Z 212.30.201.241 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið  syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, Langjökli og Eiríksjökli. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi. Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] 4iueiy5tbs0yilp4q2k3z90cykem5v3 1761830 1761829 2022-07-24T23:41:29Z 212.30.201.241 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið  syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, Langjökli og Eiríksjökli. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi. Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] 6dcw7p44ui2sbk55o9wsvfvqmkt6v8o 1761831 1761830 2022-07-24T23:42:03Z 212.30.201.241 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið  syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi. Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] l5bb0ebmo6hbm4t1bt7f191lk925eej 1761832 1761831 2022-07-24T23:50:00Z 212.30.201.241 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið  syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] axeobnjwljej79cfua8sli0moaeyyyx 1761833 1761832 2022-07-24T23:50:33Z 212.30.201.241 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið  syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] <references /> == Heimildir == 39wkk6v6di97mzg10vljblj19x7d73h 1761834 1761833 2022-07-24T23:51:00Z 212.30.201.241 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið  syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == 5jdddds2jqspllbgyypalh1v7mlx752 1761835 1761834 2022-07-24T23:51:30Z 212.30.201.241 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == fz0ktgo46mzdeies5lranwn51uy7gqe 1761836 1761835 2022-07-24T23:52:32Z 212.30.201.241 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]] og nú [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == 3yaruyfss10lmrfwa9sbpotd73bm0qz 1761846 1761836 2022-07-25T00:24:04Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]] og nú [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] == Arnarvatnsheiði og Jónas Hallgrímsson == Í handritasafni [[Konráð Gíslason|Konráðs Gíslasonar]] [[Fjölnismenn|Fjölnismanns]] hefur varðveist ónafngreint kvæði um Arnarvatnsheiði eftir [[Jónas Hallgrímsson]] sem nú er orðið allþekkt sönglag um allt land. Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið ''Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson'' sem var gefið út að Jónasi látnum. ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == exf371s2meanxfjmsq7tgprzlwg0jvy 1761847 1761846 2022-07-25T00:28:17Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]] og nú [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] == Arnarvatnsheiði og Jónas Hallgrímsson == Í handritasafni [[Konráð Gíslason|Konráðs Gíslasonar]] [[Fjölnismenn|Fjölnismanns]] hefur varðveist kvæði án titils um Arnarvatnsheiði eftir [[Jónas Hallgrímsson]] sem nú er orðið allþekkt sönglag í sveitum Borgarfjarðar. Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið ''Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson'' sem var gefið út að Jónasi látnum. Þar kom fyrirsögnin „Réttarvatn" og er kvæðið svohljóðandi: Efst á Arnarvatnshæðum oft hef ég fáki beitt; þar er allt þakið í vötnum þar heitir Réttarvatn eitt. Og undir Norðurásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan Hvannamó. Á öngum stað ég uni eins og þessum mér; ískaldur Eiríksjökull veit allt sem talað er hér. ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == kmm5f0n8uyyofnsnihluz5du3tnq60c 1761848 1761847 2022-07-25T00:29:18Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]] og nú [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] == Arnarvatnsheiði og Jónas Hallgrímsson == Í handritasafni [[Konráð Gíslason|Konráðs Gíslasonar]] [[Fjölnismenn|Fjölnismanns]] hefur varðveist kvæði án titils um Arnarvatnsheiði eftir [[Jónas Hallgrímsson]] sem nú er orðið allþekkt sönglag í sveitum Borgarfjarðar. Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið ''Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson'' sem var gefið út að Jónasi látnum. Þar kom fyrirsögnin „Réttarvatn" og er kvæðið svohljóðandi: :Efst á Arnarvatnshæðum :oft hef ég fáki beitt; :þar er allt þakið í vötnum :þar heitir Réttarvatn eitt. :Og undir Norðurásnum :er ofurlítil tó, :og lækur líður þar niður :um lágan Hvannamó. :Á öngum stað ég uni :eins og þessum mér; :ískaldur Eiríksjökull ;veit allt sem talað er hér. ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == qe9m5g7odenkekslq16vd0ggtthpdhb 1761849 1761848 2022-07-25T00:29:45Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]] og nú [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] == Arnarvatnsheiði og Jónas Hallgrímsson == Í handritasafni [[Konráð Gíslason|Konráðs Gíslasonar]] [[Fjölnismenn|Fjölnismanns]] hefur varðveist kvæði án titils um Arnarvatnsheiði eftir [[Jónas Hallgrímsson]] sem nú er orðið allþekkt sönglag í sveitum Borgarfjarðar. Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið ''Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson'' sem var gefið út að Jónasi látnum. Þar kom fyrirsögnin „Réttarvatn" og er kvæðið svohljóðandi: :Efst á Arnarvatnshæðum :oft hef ég fáki beitt; :þar er allt þakið í vötnum :þar heitir Réttarvatn eitt. :Og undir Norðurásnum :er ofurlítil tó, :og lækur líður þar niður :um lágan Hvannamó. :Á öngum stað ég uni :eins og þessum mér; :ískaldur Eiríksjökull :veit allt sem talað er hér. ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == s464zdg00v5ayyyk5ukf1ad02vai1du 1761850 1761849 2022-07-25T00:30:04Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]] og nú [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] == Arnarvatnsheiði og Jónas Hallgrímsson == Í handritasafni [[Konráð Gíslason|Konráðs Gíslasonar]] [[Fjölnismenn|Fjölnismanns]] hefur varðveist kvæði án titils um Arnarvatnsheiði eftir [[Jónas Hallgrímsson]] sem nú er orðið allþekkt sönglag í sveitum Borgarfjarðar. Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið ''Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson'' sem var gefið út að Jónasi látnum. Þar kom fyrirsögnin „Réttarvatn" og er kvæðið svohljóðandi: :Efst á Arnarvatnshæðum :oft hef ég fáki beitt; :þar er allt þakið í vötnum :þar heitir Réttarvatn eitt. :Og undir Norðurásnum :er ofurlítil tó, :og lækur líður þar niður :um lágan Hvannamó. :Á öngum stað ég uni :eins og þessum mér; :ískaldur Eiríksjökull :veit allt sem talað er hér. ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == apg3rlygolh1av3tar9iwnl6m0vbjp5 1761851 1761850 2022-07-25T00:30:40Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]] og nú [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] == Arnarvatnsheiði og Jónas Hallgrímsson == Í handritasafni [[Konráð Gíslason|Konráðs Gíslasonar]] [[Fjölnismenn|Fjölnismanns]] hefur varðveist kvæði án titils um Arnarvatnsheiði eftir [[Jónas Hallgrímsson]] sem nú er orðið allþekkt sönglag í sveitum Borgarfjarðar. Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið ''Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson'' sem var gefið út að Jónasi látnum. Þar kom fyrirsögnin „Réttarvatn" og er kvæðið svohljóðandi: ::Efst á Arnarvatnshæðum ::oft hef ég fáki beitt; ::þar er allt þakið í vötnum ::þar heitir Réttarvatn eitt. ::Og undir Norðurásnum ::er ofurlítil tó, ::og lækur líður þar niður ::um lágan Hvannamó. ::Á öngum stað ég uni ::eins og þessum mér; ::ískaldur Eiríksjökull ::veit allt sem talað er hér. ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == aw2p779xuq3a277p2tnx0lgkhbrmazt 1761852 1761851 2022-07-25T00:30:56Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]] og nú [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] == Arnarvatnsheiði og Jónas Hallgrímsson == Í handritasafni [[Konráð Gíslason|Konráðs Gíslasonar]] [[Fjölnismenn|Fjölnismanns]] hefur varðveist kvæði án titils um Arnarvatnsheiði eftir [[Jónas Hallgrímsson]] sem nú er orðið allþekkt sönglag í sveitum Borgarfjarðar. Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið ''Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson'' sem var gefið út að Jónasi látnum. Þar kom fyrirsögnin „Réttarvatn" og er kvæðið svohljóðandi: ::Efst á Arnarvatnshæðum ::oft hef ég fáki beitt; ::þar er allt þakið í vötnum ::þar heitir Réttarvatn eitt. ::Og undir Norðurásnum ::er ofurlítil tó, ::og lækur líður þar niður ::um lágan Hvannamó. ::Á öngum stað ég uni ::eins og þessum mér; ::ískaldur Eiríksjökull ::veit allt sem talað er hér. ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == c6hrswu9pjyoxdpby13hqu6urvrozuy 1761853 1761852 2022-07-25T00:31:33Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]] og nú [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] == Arnarvatnsheiði og Jónas Hallgrímsson == Í handritasafni [[Konráð Gíslason|Konráðs Gíslasonar]] [[Fjölnismenn|Fjölnismanns]] hefur varðveist kvæði án titils um Arnarvatnsheiði eftir [[Jónas Hallgrímsson]] sem nú er orðið allþekkt sönglag í sveitum Borgarfjarðar. Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið ''Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson'' sem var gefið út að Jónasi látnum. Þar kom fyrirsögnin „Réttarvatn" og er kvæðið svohljóðandi: ::Efst á Arnarvatnshæðum ::oft hef ég fáki beitt; ::þar er allt þakið í vötnum ::þar heitir Réttarvatn eitt. ::Og undir Norðurásnum ::er ofurlítil tó, ::og lækur líður þar niður ::um lágan Hvannamó. ::Á öngum stað ég uni ::eins og þessum mér; ::ískaldur Eiríksjökull ::veit allt sem talað er hér. ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == 65suf9r0jpd1v41fwg9x04ofmtv2wav 1761854 1761853 2022-07-25T00:32:03Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]] og nú [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] == Arnarvatnsheiði og Jónas Hallgrímsson == Í handritasafni [[Konráð Gíslason|Konráðs Gíslasonar]] [[Fjölnismenn|Fjölnismanns]] hefur varðveist kvæði án titils um Arnarvatnsheiði eftir [[Jónas Hallgrímsson]] sem nú er orðið allþekkt sönglag í sveitum Borgarfjarðar. Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið ''Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson'' sem var gefið út að Jónasi látnum. Þar kom fyrirsögnin „Réttarvatn" og er kvæðið svohljóðandi: ::1. Efst á Arnarvatnshæðum ::oft hef ég fáki beitt; ::þar er allt þakið í vötnum ::þar heitir Réttarvatn eitt. ::2. Og undir Norðurásnum ::er ofurlítil tó, ::og lækur líður þar niður ::um lágan Hvannamó. ::3. Á öngum stað ég uni ::eins og þessum mér; ::ískaldur Eiríksjökull ::veit allt sem talað er hér. ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == n09hb8ejs79z4mef0yyv00hyv8qiiza 1761855 1761854 2022-07-25T00:32:37Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]] og nú [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] == Arnarvatnsheiði og Jónas Hallgrímsson == Í handritasafni [[Konráð Gíslason|Konráðs Gíslasonar]] [[Fjölnismenn|Fjölnismanns]] hefur varðveist kvæði án titils um Arnarvatnsheiði eftir [[Jónas Hallgrímsson]] sem nú er orðið allþekkt sönglag í sveitum Borgarfjarðar. Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið ''Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson'' sem var gefið út að Jónasi látnum. Þar kom fyrirsögnin „Réttarvatn" og er kvæðið svohljóðandi: ::1. Efst á Arnarvatnshæðum ::oft hef ég fáki beitt; ::þar er allt þakið í vötnum ::þar heitir Réttarvatn eitt. ::2. Og undir Norðurásnum ::er ofurlítil tó, ::og lækur líður þar niður ::um lágan Hvannamó. ::3. Á öngum stað ég uni ::eins og þessum mér; ::ískaldur Eiríksjökull ::veit allt sem talað er hér. ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == iywml61ozgosy6whj30xt8rvbl48lj9 1761856 1761855 2022-07-25T00:33:10Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]] og nú [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] == Arnarvatnsheiði og Jónas Hallgrímsson == Í handritasafni [[Konráð Gíslason|Konráðs Gíslasonar]] [[Fjölnismenn|Fjölnismanns]] hefur varðveist kvæði án titils um Arnarvatnsheiði eftir [[Jónas Hallgrímsson]] sem nú er orðið allþekkt sönglag í sveitum Borgarfjarðar. Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið ''Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson'' sem var gefið út að Jónasi látnum. Þar kom fyrirsögnin „Réttarvatn" og er kvæðið svohljóðandi: ::1. ''Efst á Arnarvatnshæðum'' ::''oft hef ég fáki beitt;'' ::''þar er allt þakið í vötnum'' ::''þar heitir Réttarvatn eitt.'' ::2. ''Og undir Norðurásnum'' ::''er ofurlítil tó,'' ::''og lækur líður þar niður'' ::''um lágan Hvannamó.'' ::3. ''Á öngum stað ég uni'' ::''eins og þessum mér;'' ::''ískaldur Eiríksjökull'' ::''veit allt sem talað er hér.'' ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == jfpqb0mrdwfnvlptae4k6zv499f2dt9 1761857 1761856 2022-07-25T00:38:09Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá [[Hallmundarhraun|Hallmundarhrauni]] í [[Borgarbyggð]], vestur að [[Vesturheiði]], norður að [[Arnarvatn stóra|Arnarvatni stóra]], og alla leið norðaustur að [[Stórisandur|Stórasandi]].<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]] og nú [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] == Arnarvatnsheiði og Jónas Hallgrímsson == Í handritasafni [[Konráð Gíslason|Konráðs Gíslasonar]] [[Fjölnismenn|Fjölnismanns]] hefur varðveist kvæði án titils um Arnarvatnsheiði eftir [[Jónas Hallgrímsson]] sem nú er orðið allþekkt sönglag í sveitum Borgarfjarðar. Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið ''Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson'' sem var gefið út að Jónasi látnum. Þar kom fyrirsögnin „Réttarvatn" og er kvæðið svohljóðandi: ::1. ''Efst á Arnarvatnshæðum'' ::''oft hef ég fáki beitt;'' ::''þar er allt þakið í vötnum'' ::''þar heitir Réttarvatn eitt.'' ::2. ''Og undir Norðurásnum'' ::''er ofurlítil tó,'' ::''og lækur líður þar niður'' ::''um lágan Hvannamó.'' ::3. ''Á öngum stað ég uni'' ::''eins og þessum mér;'' ::''ískaldur Eiríksjökull'' ::''veit allt sem talað er hér.'' ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == l3job98xsiuvthz73sujzsjha8vwv46 1761862 1761857 2022-07-25T00:54:32Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]] og [[Húnaþing vestra|Húnaþings vestra]]. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá [[Hallmundarhraun|Hallmundarhrauni]] í Borgarbyggð, vestur að [[Vesturheiði]], norður að [[Arnarvatn stóra|Arnarvatni stóra]], og alla leið norðaustur að [[Stórisandur|Stórasandi]].<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði er [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]] og nú [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] == Arnarvatnsheiði og Jónas Hallgrímsson == Í handritasafni [[Konráð Gíslason|Konráðs Gíslasonar]] [[Fjölnismenn|Fjölnismanns]] hefur varðveist kvæði án titils um Arnarvatnsheiði eftir [[Jónas Hallgrímsson]] sem nú er orðið allþekkt sönglag í sveitum Borgarfjarðar. Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið ''Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson'' sem var gefið út að Jónasi látnum. Þar kom fyrirsögnin „Réttarvatn" og er kvæðið svohljóðandi: ::1. ''Efst á Arnarvatnshæðum'' ::''oft hef ég fáki beitt;'' ::''þar er allt þakið í vötnum'' ::''þar heitir Réttarvatn eitt.'' ::2. ''Og undir Norðurásnum'' ::''er ofurlítil tó,'' ::''og lækur líður þar niður'' ::''um lágan Hvannamó.'' ::3. ''Á öngum stað ég uni'' ::''eins og þessum mér;'' ::''ískaldur Eiríksjökull'' ::''veit allt sem talað er hér.'' ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == 81iag6f2aic1wmwdawdjw15m5ng80xy 1761863 1761862 2022-07-25T00:55:38Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki [[Mynd:ArnarvatnMB.jpg|thumb|right|350px|Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í [[Eiríksjökull|Eiríksjökul]].]] '''Arnarvatnsheiði''' er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta [[Hálendi Íslands|hálendis Íslands]], nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]] og [[Húnaþing vestra|Húnaþings vestra]]. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, [[Langjökull|Langjökli]] og [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]]. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá [[Hallmundarhraun|Hallmundarhrauni]] í Borgarbyggð, vestur að [[Vesturheiði]], norður að [[Arnarvatn stóra|Arnarvatni stóra]], og alla leið norðaustur að [[Stórisandur|Stórasandi]].<ref>{{Bókaheimild|titill=Landið þitt Ísland 1. bindi A-G|höfundur=Þorsteinn Jósepsson|höfundur2=Steindór Steindórsson frá Hlöðum|útgefandi=Bókaútgáfan Örn og Örlygur|ár=1980|bls=34}}</ref> Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr [[Víðidalur|Víðidal]], [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Miðfjörður|Miðfirði]] eða [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Vestan við Arnarvatnsheiði eru heiðarnar [[Tvídægra]] og enn vestar [[Holtavörðuheiði]]. == Eignarsaga == Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði [[Kalmanstunga|Kalmanstungu]], efsta bæjar [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðurepps]] og nú [[Borgarbyggð|Borgarbyggðar]]. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld [[Reykholtsdalshreppur|Reykholts-]] og [[Hálsahreppur|Hálsahreppi]] fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju. == Hlunnindi == Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna [[Bleikja|bleikju]] og [[Urriði|urriða]]. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum. ==Vötn og ár== Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi. ===Vötn á heiðinni=== * [[Arnarvatn stóra]] * [[Réttarvatn]], sem [[Jónas Hallgrímsson]] orti frægt kvæði um * [[Kvíslavötn (Arnarvatnsheiði)]] * [[Urðhæðarvatn]] * [[Gunnarsonavatn]] ===Ár á heiðinni=== * [[Austurá]] * [[Hrútafjarðará]] * [[Núpsá]] * [[Skammá]] * [[Vesturá]] == Arnarvatnsheiði og Jónas Hallgrímsson == Í handritasafni [[Konráð Gíslason|Konráðs Gíslasonar]] [[Fjölnismenn|Fjölnismanns]] hefur varðveist kvæði án titils um Arnarvatnsheiði eftir [[Jónas Hallgrímsson]] sem nú er orðið allþekkt sönglag í sveitum Borgarfjarðar. Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið ''Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson'' sem var gefið út að Jónasi látnum. Þar kom fyrirsögnin „Réttarvatn" og er kvæðið svohljóðandi: ::1. ''Efst á Arnarvatnshæðum'' ::''oft hef ég fáki beitt;'' ::''þar er allt þakið í vötnum'' ::''þar heitir Réttarvatn eitt.'' ::2. ''Og undir Norðurásnum'' ::''er ofurlítil tó,'' ::''og lækur líður þar niður'' ::''um lágan Hvannamó.'' ::3. ''Á öngum stað ég uni'' ::''eins og þessum mér;'' ::''ískaldur Eiríksjökull'' ::''veit allt sem talað er hér.'' ==Tenglar== * [https://www.ni.is/greinar/nv-arnarvatnsheidi Arnarvatnsheiði (Náttúrufræðistofnun Íslands)] * [https://timarit.is/page/4327101?iabr=on#page/n15/mode/1up/search/gilsbakkakirkja Uppi á heiðum: Ferðaskýrsla 1898;] Þorvaldur Thoroddsen, Andvari janúar 1899, bls. 10&ndash;50. * [https://timarit.is/page/4319515?iabr=on#page/n68/mode/1up/search/%22Kristleifur%20Þorsteinsson%22 Á Arnarvatnsheiði;] Kristleifur Þorsteinsson, Andvari janúar 1933, bls. 65&ndash;80. * [https://timarit.is/page/3271102?iabr=on#page/n0/mode/1up/search/gilsbakki Minnilegur dagur;] Kristleifur Þorsteinsson, Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 1934, bls. 97&ndash;99. * [https://timarit.is/page/1762456?iabr=on#page/n37/mode/1up/search/gilsbakki Um veiðirétt í afréttum;] Árni Jónsson, Morgunblaðið 3. apríl 1992, bls. 38&ndash;39. [[Flokkur:Hálendi Íslands]] [[Flokkur:Vestur-Húnavatnssýsla]] [[Flokkur:Mýrasýsla]] [[Flokkur:Hvítársíða]] [[Flokkur:Heiðar á Íslandi]] == Heimildir == 8g5cdvdrozh5rkrlxhsijwx95vf2ji6 Orðuveitingar Hinnar íslensku fálkaorðu 2011-2020 0 94729 1761753 1703349 2022-07-24T12:03:40Z Stalfur 455 /* 2020 */ wikitext text/x-wiki {{Orðuveitingar fálkaorðunnar}} == 2020 == Þann 1. janúar árið 2020 sæmdi forseti Íslands fjórtán einstaklinga Hinni íslensku fálkaorðu<ref>Frettabladid.is, [https://www.frettabladid.is/frettir/fjortan-saemdir-falkaordu-i-dag/ „Fjórtán sæmdir fálkaorðu í dag“] (skoðað 14. janúar 2019)</ref> og einnig hlutu fjórtán einstaklingar orðuna þann 17. júní 2020.<ref>Kjarninn.is, [https://kjarninn.is/frettir/2020-06-17-thrieykid-fekk-falkaorduna/ „Þríeykið fékk fálkaorðuna“] (skoðað 18. júní 2020)</ref> === Riddarakross === * [[Alma Möller]], landlæknir fyrir störf í þágu heil­brigð­is­mála og fram­lag í bar­áttu við Covid-19 far­sótt­ina. * [[Anna Dóra Sæþórsdóttir]], pró­fess­or fyrir kennslu og rann­sóknir á vett­vangi ferða­mála­fræði og úti­vistar. *[[Árni Oddur Þórðar­son]], for­stjóri fyrir fram­lag til ís­lensks at­vinnu­lífs og út­flutnings á sviði há­tækni og ný­sköpunar. * [[Bárður Haf­steins­son]], skipa­verk­fræð­ing­ur fyrir fram­lag til hönn­unar fiski­skipa og íslensks sjáv­ar­út­vegs. *[[Daníel Bjarna­son]], tón­skáld og hljóm­sveitar­stjóri fyrir fram­lag til ís­lenskrar og al­þjóð­legrar tón­listar. * [[Einar Bollason|Einar Bolla­son]], fyrr­ver­andi for­maður KKÍ og stofn­andi Íshesta fyrir fram­lag til íþrótta og störf á vett­vangi ferða­þjón­ustu. * [[Ellý Katrín Guðmundsdóttir]], fyrr­ver­andi borg­ar­rit­ari fyrir störf á opin­berum vett­vangi og fram­lag til opin­skárrar umræðu um Alzheimer sjúk­dóm­inn. *[[Gestur Páls­son (barnalæknir)|Gestur Páls­son]], barna­læknir fyrir störf í þágu heil­brigðis barna. *[[Guðni Kjartans­son]], fyrr­verandi í­þrótta­kennari og þjálfari fyrir störf á vett­vangi í­þrótta og skóla. *[[Guð­rún Hildur Bjarna­dóttir]], ljós­móðir fyrir fram­lag til heil­brigðis­þjónustu í heima­byggð. *[[Guð­ríður Helga­dóttir]], for­stöðu­maður starfs- og endur­menntunar­deilda Land­búnaðar­há­skóla Ís­lands fyrir störf á vett­vangi ís­lenskrar garð­yrkju og miðlun þekkingar. * [[Helgi Björnsson|Helgi Björns­son]] leik­ari og tón­list­ar­mað­ur fyrir fram­lag til íslenskrar tón­listar og leik­listar. * [[Hildur Guðnadóttir|Hildur Guðna­dóttir]] tón­skáld fyrir fram­lag til íslenskrar og alþjóð­legrar tón­listar. * [[Hulda Karen Dan­í­els­dóttir]] kenn­ari og for­maður Þjóð­rækn­is­fé­lags Íslend­inga fyrir frum­kvæði á sviði starfs­þró­unar og kennslu íslensku sem ann­ars máls og fram­lag til efl­ingar tengsla við afkom­endur Íslend­inga í Vest­ur­heimi. *[[Jóhanna Gunnlaugsdóttir|Jóhanna Gunn­laugs­dóttir]], prófessor við Há­skóla Ís­lands fyrir kennslu og rann­sóknir á sviði upp­lýsinga­fræði og skjala­stjórnunar. * [[Jón Kalman Stefánsson|Jón Kalman Stef­áns­son]] rit­höf­und­ur fyrir fram­lag til íslenskra bók­mennta. * [[Jón Sigurðsson (f. 1946)|Jón Sig­urðs­son]] fyrr­ver­andi rekt­or, seðla­banka­stjóri og ráð­herra fyrir störf í opin­bera þágu. *[[Margrét Bjarna­dóttir]], fyrr­verandi for­maður fim­leika­fé­lagsins Gerplu og Fim­leika­sam­bands Ís­lands fyrir störf á vett­vangi í­þrótta og æsku­lýðs­mála. *[[Ólafur Haukur Símonar­son]], rit­höfundur fyrir fram­lag til ís­lenskrar leik­ritunar og bók­mennta. *[[Ólöf Hall­gríms­dóttir]], bóndi fyrir fram­lag til ferða­þjónustu og at­vinnu­lífs í heima­byggð. * [[Sigrún Þuríður Geirsdóttir|Sig­rún Þur­íður Geirs­dóttir]], þroska­þjálfi fyrir afrek á sviði sjó­sunds. *[[Sigur­borg Daða­dóttir]], yfir­dýra­læknir fyrir fram­lag til vel­ferðar dýra, og störf á vett­vangi dýra­lækninga og sjúk­dóma­varna. * [[Sig­ur­borg Ing­unn Ein­ars­dóttir]], fyrr­ver­andi hjúkr­un­ar­for­stjóri og ljós­móð­ir fyrir fram­lag til heil­brigð­is­þjón­ustu í heima­byggð. *[[Sigurður Hannes­son]], fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðarins fyrir at­beina undir merkjum sam­takanna Ind­efence og fram­lag til ís­lensks at­vinnu­lífs. *[[Sigurður Reynir Gísla­son]], rann­sókna­prófessor fyrir fram­lag til ís­lenskra jarð­vísinda og kol­efnis­bindingar. *[[Val­gerður Stefáns­dóttir]], fyrr­v. for­stöðu­maður Sam­skipta­mið­stöðvar heyrnar­lausra og heyrnar­skertra fyrir störf í þágu ís­lensks tákn­máls og jafn­réttis­bar­áttu döff fólks. * [[Víðir Reynisson|Víðir Reyn­is­son]] yfir­lög­reglu­þjónn fyrir störf í þágu heil­brigð­is­mála og fram­lag í bar­áttu við Covid-19 fara­sótt­ina. * [[Þórólfur Guðnason|Þórólfur Guðna­son]] sótt­varna­lækn­ir fyrir störf í þágu heil­brigð­is­mála og fram­lag í bar­áttu við Covid-19 fara­sótt­ina. == 2019 == Forseti Íslands sæmdi fjórtán einstaklinga Hinni íslensku fálkaorðu 1. janúar 2019<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/01/01/pall_oskar_og_laddi_saemdir_falkaordu/ „Páll Óskar og Laddi sæmdir fálkaorðu“] (skoðað 4. júlí 2019)</ref> og sextán einstaklinga þann 17. júní 2019.<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/06/17/bogi_og_halldora_saemd_falkaordu/ „Bogi og Halldóra sæmd fálkaorðunni“] (skoðað 4. júlí 2019)</ref> === Riddarakross === * [[Agnes Anna Sig­urðardótt­ir]] fram­kvæmda­stjóri fyr­ir fram­lag til þró­un­ar at­vinnu­lífs í heima­byggð * [[Auðbjörg Brynja Bjarna­dótt­ir]] ljós­móðir og hjúkr­un­ar­stjóri fyr­ir fram­lag til heil­brigðis- og björg­un­ar­starfa í heima­byggð. * [[Árni Magnús­son (skólastjóri)|Árni Magnús­son]], fyrr­ver­andi skóla­stjóri fyr­ir störf á vett­vangi fé­lags- og skóla­mála * [[Bára Grímsdóttir|Bára Gríms­dótt­ir]] tón­skáld og formaður Kvæðamanna­fé­lags­ins Iðunn­ar fyr­ir varðveislu og end­ur­nýj­un á ís­lensk­um tón­list­ar­arfi. * [[Björg Thorarensen|Björg Thor­ar­en­sen]] pró­fess­or fyr­ir kennslu og rann­sókn­ir á sviði lög­fræði * [[Bogi Ágústsson|Bogi Ágústs­son]] fréttamaður og formaður Nor­ræna fé­lags­ins fyr­ir störf á vett­vangi fjöl­miðlun­ar og nor­rænn­ar sam­vinnu. * [[Georg Lárus­son]] for­stjóri fyr­ir störf í op­in­bera þágu * [[Guðríður Ólafs Ólafíu­dótt­ir]], fyrr­ver­andi formaður Sjálfs­bjarg­ar fyr­ir fram­lag til vel­ferðar- og mannúðar­mála * [[Guðrún Svein­bjarn­ar­dótt­ir]] forn­leifa­fræðing­ur fyr­ir fram­lag til forn­leifa­rann­sókna * [[Guðrún Ögmundsdóttir|Guðrún Ögmunds­dótt­ir]] fé­lags­ráðgjafi og fyrr­ver­andi þing­kona fyr­ir fram­lag í þágu mannúðar og jafn­rétt­is­bar­áttu hinseg­in fólks. * [[Halldóra Geirharðsdóttir|Hall­dóra Geir­h­arðsdótt­ir]] leik­kona fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar. * [[Har­ald­ur Briem]], fyrr­ver­andi sótt­varna­lækn­ir fyr­ir störf á vett­vangi heilsu­vernd­ar og lýðheilsu * [[Helgi Árna­son]] skóla­stjóri fyr­ir störf á vett­vangi skóla og skák­list­ar ung­menna. * [[Hild­ur Kristjáns­dótt­ir]] ljós­móðir og dós­ent við Há­skóla Íslands fyr­ir störf í þágu ljós­mæðra og skjól­stæðinga þeirra. * [[Hjálmar Árnason|Hjálm­ar Waag Árna­son]] fyrr­ver­andi skóla­meist­ari, þingmaður og fram­kvæmda­stjóri Keil­is fyr­ir for­ystu á vett­vangi skóla­starfs og mennt­un­ar. * [[Jakob Frímann Magnússon|Jakob Frí­mann Magnús­son]] tón­list­armaður fyr­ir störf á vett­vangi ís­lensk­ar tón­list­ar. * Dr. [[Jan­us Guðlaugs­son]] íþrótta- og heilsu­fræðing­ur fyr­ir fram­lag til efl­ing­ar heil­brigðis og íþrótta eldri borg­ara. * [[Jó­hanna Erla Pálma­dótt­ir]] verk­efna­stjóri og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Tex­tíl­set­urs Íslands fyr­ir störf í þágu safna og menn­ing­ar í heima­byggð. * [[Jón Ólafs­son (haffræðingur)|Jón Ólafs­son]] fyrr­ver­andi pró­fess­or fyr­ir rann­sókn­ir, fræðistörf og kennslu á sviði haffræði. * [[Krist­ín Aðal­steins­dótt­ir]], fyrr­ver­andi pró­fess­or fyr­ir störf á vett­vangi menntavís­inda * [[Margrét Frímannsdóttir|Mar­grét Frí­manns­dótt­ir]], fyrr­ver­andi alþing­ismaður fyr­ir störf í op­in­bera þágu * [[Páll Óskar Hjálmtýsson|Páll Óskar Hjálm­týs­son]] tón­list­armaður fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar tón­list­ar og jafn­rétt­is­mála * [[Ragn­ar Aðal­steins­son]] hæsta­rétt­ar­lögmaður fyr­ir fram­lag til mann­rétt­inda­mála og rétt­inda­bar­áttu * [[Skúli Eggert Þórðar­son]] rík­is­end­ur­skoðandi fyr­ir nýj­ung­ar í stjórn­un og mannauðsmá­l­um hjá hinu op­in­bera. * [[Tatj­ana Lat­in­ovic]] deild­ar­stjóri, formaður Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands og formaður Inn­flytj­endaráðs fyr­ir fram­lag til at­vinnu­lífs, jafn­rétt­is og mál­efna inn­flytj­enda. * [[Tóm­as Knúts­son]], vél­virkja­meist­ari og stofn­andi Bláa hers­ins fyr­ir fram­lag á vett­vangi um­hverf­is­vernd­ar * [[Valdís Óskarsdóttir|Val­dís Óskars­dótt­ir]] kvik­mynda­gerðarmaður fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar og alþjóðlegr­ar kvik­mynda­gerðar * [[Þórður Guðlaugs­son]] vél­stjóri fyr­ir lífs­starf á vett­vangi sjáv­ar­út­vegs og björg­un­ar­a­frek í mannskaðaveðri. * [[Þórhallur Sigurðsson|Þór­hall­ur Sig­urðsson]], leik­ari og tón­list­armaður fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar menn­ing­ar * [[Þórunn Valdimarsdóttir|Þór­unn Jarla Valdi­mars­dótt­ir]] sagn­fræðing­ur og rit­höf­und­ur fyr­ir fram­lag til sagn­fræða og ís­lenskra bók­mennta. == 2018 == Þann 1. janúar 2018 sæmdi forseti Íslands tólf einstaklinga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/01/01/tolf_fengu_falkaordu/ „Tólf fengu fálkaorðu“] (skoðað 4. júlí 2019)</ref> og 17. júní hlutu fjórtán einstaklingar fálkaorðuna.<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/06/17/fjortan_hlutu_falkaorduna/ „Fjórtán hlutu fálkaorðuna“] (skoðað 4. júlí 2019)</ref> === Riddarakross === *[[Aðalbjörg Jónsdóttir]] prjóna­lista­kona ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar prjóna­hefðar og hönn­un­ar *[[Andrea Jónsdóttir]] út­varps­maður fyr­ir fram­lag til kynn­ing­ar á ís­lenskri og er­lendri dæg­ur­tónlist * [[Al­bert Al­berts­son]] fyrr­ver­andi aðstoðarfor­stjóri Hita­veitu Suður­nesja fyr­ir fram­lag á vett­vangi jarðhita­nýt­ing­ar * [[Álfrún Gunnlaugsdóttir|Álfrún Gunn­laugs­dótt­ir]] rit­höf­und­ur og fyrr­ver­andi pró­fess­or fyr­ir fram­lag til ís­lenskra bók­mennta og kennslu bók­mennta á há­skóla­stigi * [[Árni Björnsson|Árni Björns­son]] þjóðfræðing­ur fyr­ir störf á vett­vangi ís­lenskra þjóðfræða og menn­ing­ar * [[Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir]] leik­kona, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar * [[Edda Björgvinsdóttir|Edda Björg­vins­dótt­ir]] leik­kona fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar * [[Erna Magnús­dótt­ir]] for­stöðumaður fyr­ir störf í þágu krabba­meins­sjúkra * [[Friðrik Skúla­son]] tölv­un­ar­fræðing­ur fyr­ir fram­lag á sviði upp­lýs­inga­tækni * [[Gunn­ar V. Andrés­son]] ljós­mynd­ari fyr­ir störf á vett­vangi ís­lenska fjöl­miðla * [[Hall­dóra Björns­dótt­ir]] íþrótta­fræðing­ur fyr­ir fram­lag til heilsu­vernd­ar og lýðheilsu * [[Hauk­ur Ágústs­son]] fyrr­ver­andi skóla­stjóri fyr­ir fram­lag á vett­vangi skóla­mála og fjar­kennslu * [[Hilmar Örn Hilmarsson|Hilm­ar Örn Hilm­ars­son]] tón­skáld fyr­ir fram­lag til ís­lensk­ar tón­list­ar og trú­ar­hefðar * [[Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir|Krist­ín G. Gunn­laugs­dótt­ir]] mynd­list­armaður fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar mynd­list­ar * [[Lár­us Blön­dal]] for­seti Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands fyr­ir störf í þágu íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar * [[Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir|Nanna V. Rögn­vald­ar­dótt­ir]] rit­höf­und­ur fyr­ir ritstörf á sviði mat­ar­menn­ing­ar * [[Ólaf­ur Dýr­munds­son]] fyrr­ver­andi ráðunaut­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi ís­lensks land­búnaðar * [[Ólöf Nor­dal (myndlistarmaður)|Ólöf Nor­dal]] mynd­list­armaður fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar mynd­list­ar * [[Sig­fús Krist­ins­son]] tré­smíðameist­ari fyr­ir fram­lag til at­vinnu­lífs og iðnmennta í heima­byggð * [[Sig­urður Stein­ar Ket­ils­son]] fyrr­ver­andi skip­herra fyr­ir fram­lag til land­helg­is­gæslu og björg­un­ar­starfa * [[Sigþrúður Guðmunds­dótt­ir]] for­stöðukona Kvenna­at­hvarfs fyr­ir störf að vel­ferð og ör­yggi kvenna * [[Stefán Karl Stefánsson|Stefán Karl Stef­áns­son]] leik­ari fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar og sam­fé­lags * [[Stein­ar J. Lúðvíks­son]] rit­höf­und­ur fyr­ir fram­lag til sagna­rit­un­ar og blaðamennsku * [[Sæv­ar Pét­urs­son]] bif­véla­virki fyr­ir fram­lag til varðveislu og end­ur­gerðar gam­alla bif­reiða * [[Val­gerður Jóns­dótt­ir]] skóla­stjóri fyr­ir störf á vett­vangi tón­list­ar­kennslu fatlaðra. * [[Vil­borg Odds­dótt­ir]] fé­lags­ráðgjafi fyr­ir fram­lag til sam­hjálp­ar og bar­áttu gegn fá­tækt í sam­fé­lag­inu === Stórriddarakross === * [[Þorgeir Örlygsson]] forseti Hæstaréttar fyrir störf í opinbera þágu. === Stórkross === * [[Vladímír Ashkenazy|Vladimir Ashkenazy]] hljómsveitarstjóri og píanóleikari fyrir framlag til íslenskrar menningar og tónlistar == 2017 == Forseti Íslands sæmdi tólf einstaklinga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu þann 1. janúar<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/01/01/tolf_voru_saemdir_falkaordunni/ „Tólf voru sæmdir fálkaorðunni“] (skoðað 4. júlí 2019)</ref> og fjórtán einstaklinga þann 17. júní<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/06/17/fjortan_fengu_falkaordu/ „Fjórtán fengu fálkaorðu“] (skoðað 4. júlí 2019)</ref> === Riddarakross === *[[Anna Agnarsdóttir|Anna Agn­ars­dótt­ir]] pró­fess­or fyr­ir fram­lag til sagn­fræðirann­sókna. * [[Auður Ax­els­dótt­ir]] iðjuþjálfi fyr­ir frum­kvæði á vett­vangi geðheil­brigðismála. * [[Bára Magnús­dótt­ir]] skóla­stjóri fyr­ir fram­lag á sviði danslist­ar og lík­ams­rækt­ar. * [[Benóný Ásgríms­son]] fyrr­ver­andi þyrluflug­stjóri fyr­ir björg­un­ar­störf og fram­lag til ís­lenskra flug­mála * Björn G. Björns­son leik­mynda- og sýn­inga­hönnuður fyr­ir frum­herja­störf á vett­vangi ís­lensks sjón­varps og fram­lag til ís­lenskr­ar safna­menn­ing­ar * [[Eiríkur Rögnvaldsson|Ei­rík­ur Rögn­valds­son]] pró­fess­or fyr­ir fram­lag til ís­lenskra mál­vís­inda og for­ystu á sviði mál­tækni * [[Eyrún Jóns­dótt­ir]] hjúkr­un­ar­fræðing­ur fyr­ir störf í þágu þolenda kyn­ferðisof­beld­is. * [[Gerður G. Bjark­lind|Gerður Guðmunds­dótt­ir Bjark­lind]] fyrr­ver­andi út­varps­maður fyr­ir störf á vett­vangi hljóðvarps * [[Gunn­hild­ur Óskars­dótt­ir]] dós­ent og formaður Styrkt­ar­fé­lags­ins Göng­um sam­an fyr­ir fram­lag til stuðnings krabba­meins­rann­sókn­um og til heilsu­efl­ing­ar * [[Jón Kristjáns­son]] fyrr­ver­andi ráðherra fyr­ir störf í op­in­bera þágu. * [[Jónatan Her­manns­son]] jarðræktar­fræðing­ur og fyrr­ver­andi til­rauna­stjóri við Land­búnaðar­há­skóla Íslands fyr­ir fram­lag til korn­rækt­ar og ís­lensks land­búnaðar. * [[Kolbrún Halldórsdóttir|Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir]] leik­stjóri og for­seti Banda­lags ís­lenskra lista­manna fyr­ir fram­lag til leik­list­ar og störf í þágu ís­lenskra lista­manna * [[Peggy Oli­ver Helga­son]] iðjuþjálfi fyr­ir störf að mál­efn­um veikra barna á Íslandi * [[Ragnar Kjartansson|Ragn­ar Kjart­ans­son]] mynd­list­armaður fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar og alþjóðlegr­ar mynd­list­ar * [[Ró­bert Guðfinns­son]] for­stjóri fyr­ir störf í þágu heima­byggðar. * [[Sig­ríður Sigþórs­dótt­ir]] arki­tekt fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar húsa­gerðarlist­ar * [[Sigrún Stef­áns­dótt­ir]] dós­ent við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og fyrr­ver­andi fréttamaður fyr­ir störf á vett­vangi ís­lenskra fjöl­miðla og fræðasam­fé­lags. * [[Sig­ur­björg Björg­vins­dótt­ir]] fyrr­ver­andi yf­ir­maður fé­lags­starfs aldraðra í Kópa­vogi fyr­ir störf í þágu aldraðra. * [[Sigurður Pálsson (skáld)|Sig­urður Páls­son]] rit­höf­und­ur fyr­ir fram­lag til ís­lenskra bók­mennta og menn­ing­ar * [[Sig­ur­geir Guðmanns­son]] fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir störf á vett­vangi ís­lenskr­ar íþrótta­hreyf­ing­ar. * [[Sig­ur­jón Björns­son]] fyrr­ver­andi pró­fess­or og þýðandi fyr­ir fram­lag til sál­ar­fræði og forn­fræða. * [[Tryggvi Ólafs­son]] mynd­list­armaður fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar mynd­list­ar. * [[Unn­ur Þor­steins­dótt­ir]] fram­kvæmda­stjóri fyr­ir fram­lag á vett­vangi erfðarann­sókna og vís­inda. * [[Víkingur Heiðar Ólafsson|Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son]] pí­anó­leik­ari fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar og alþjóðlegr­ar tón­list­ar. * [[Þor­björg Arn­órs­dótt­ir]] for­stöðumaður, Hala II í Suður­sveit fyr­ir menn­ing­ar­starf í heima­byggð * [[Þór Jak­obsson|Þór Jak­obs­son]] veður­fræðing­ur fyr­ir fram­lag á sviði um­hverf­is­vís­inda og til miðlun­ar þekk­ing­ar == 2016 == Ellefu einstaklingar voru sæmdir riddarakrossi Hinni íslensku fálkaorðu þann 1. janúar 2016 <ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/01/01/ellefu_fengu_falkaorduna/ „Ellefu fengu fálkaorðuna“] (skoðað 5. júlí 2019)</ref> og tólf einstaklingar þann 17. júní<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/06/17/tolf_fengu_falkaorduna/ „Tólf fengu fálkaorðuna“] (skoðað 5. júlí 2019)</ref> === Riddarakross === * [[Anna Stef­áns­dótt­ir]], fyrr­ver­andi hjúkr­un­ar­for­stjóri, Kópa­vogi, fyr­ir störf í þágu heil­brigðis- og mannúðar­mála * [[Björgólf­ur Jó­hanns­son]] for­stjóri, Seltjarn­ar­nesi, fyr­ir fram­lag til þró­un­ar ís­lensks at­vinnu­lífs * [[Björg­vin Þór Jó­hanns­son]], fyrr­ver­andi skóla­meist­ari, Hafnar­f­irði, fyr­ir fram­lag til mennt­un­ar vél­stjóra og vél­fræðinga * [[Björn Sigurðsson|Björn Sig­urðsson]] bóndi, Úthlíð, fyr­ir fé­lags­mála­störf og upp­bygg­ingu ferðaþjón­ustu * [[Dóra Haf­steins­dótt­ir]], fyrr­ver­andi rit­stjóri, Reykja­vík, fyr­ir fram­lag til orðabóka og ís­lenskr­ar menn­ing­ar * [[Elísabet Ronaldsdóttir|Elísa­bet Ronalds­dótt­ir]] kvik­mynda­gerðarmaður, Reykja­vík, fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar og alþjóðlegr­ar kvik­mynda­gerðar * [[Fil­ipp­ía Elís­dótt­ir]] bún­inga­hönnuður, Reykja­vík, fyr­ir störf á vett­vangi ís­lenskr­ar og alþjóðlegr­ar leik­list­ar * [[Geir Waage]] sókn­ar­prest­ur, Reyk­holti, fyr­ir fram­lag til upp­bygg­ing­ar Reyk­holtsstaðar og varðveislu ís­lenskr­ar sögu og menn­ing­ar * [[Geirmundur Valtýsson|Geir­mund­ur Val­týs­son]] tón­list­armaður, Sauðár­króki, fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar tón­list­ar og heima­byggðar * [[Guðmund­ur Hall­v­arðsson]], fyrr­ver­andi alþing­ismaður, Reykja­vík, fyr­ir störf í þágu ís­lenskra sjó­manna og aldraðra * [[Guðrún Ása Gríms­dótt­ir]] rann­sókn­ar­pró­fess­or, Reykja­vík, fyr­ir störf á vett­vangi ís­lenskra fræða og menn­ing­ar * [[Helga Guðrún Guðjóns­dótt­ir]] fyrr­ver­andi formaður UMFÍ, Kópa­vogi, fyr­ir for­ystu­störf á vett­vangi íþrótta og æsku­lýðsstarfs * [[Hjörleifur Guttormsson|Hjör­leif­ur Gutt­orms­son]] fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra, Reykja­vík, fyr­ir fram­lag til um­hverf­is­vernd­ar og nátt­úru­fræðslu og störf í op­in­bera þágu * [[Hrafn­hild­ur Schram]] list­fræðing­ur, Reykja­vík, fyr­ir störf í þágu ís­lenskr­ar mynd­list­ar * [[Hörður Krist­ins­son]] grasa­fræðing­ur, Ak­ur­eyri, fyr­ir rann­sókn­ir og kynn­ingu á ís­lensk­um gróðri * [[Jó­hann Páll Valdi­mars­son]] bóka­út­gef­andi, Reykja­vík, fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar bóka­út­gáfu og menn­ing­ar * [[Katrín Pét­urs­dótt­ir]] for­stjóri, Seltjarn­ar­nesi, fyr­ir störf á vett­vangi ís­lensks at­vinnu­lífs * [[Kristjana Sig­urðardótt­ir]], fyrr­ver­andi versl­un­ar­stjóri, Ísaf­irði, fyr­ir fram­lag til fé­lags­mála í heima­byggð * [[Lára Björns­dótt­ir]] fé­lags­ráðgjafi, Reykja­vík, fyr­ir störf á vett­vangi vel­ferðar og fé­lagsþjón­ustu og að mál­efn­um fatlaðs fólks * [[Ólafur Ólafsson|Ólaf­ur Ólafs­son]] formaður Asp­ar, Reykja­vík, fyr­ir störf að íþrótta­mál­um fatlaðra * [[Steinunn Kristjánsdóttir|Stein­unn Kristjáns­dótt­ir]] pró­fess­or, Reykja­vík, fyr­ir rann­sókn­ir á sviði ís­lenskr­ar sögu og forn­leifa * [[Yrsa Sigurðardóttir|Yrsa Sig­urðardótt­ir]] rit­höf­und­ur, Seltjarn­ar­nesi, fyr­ir fram­lag til ís­lenskra bók­mennta === Stórkross === * [[Sigurður Ingi Jóhannsson]] forsætisráðherra * [[Eliza Reid]] forsetafrú === Stórkross með keðju === * [[Guðni Th. Jóhannesson]] forseti Íslands == 2015 == Forseti Íslands sæmdi ellefu einstaklinga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu þann 1. janúar 2015<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1536946/ „Ellefu hlutu fálkaorðuna á nýársdag“] (skoðað 5. júlí 2019)</ref> og fjórtán einstaklinga þann 17. júní<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/06/17/14_fengu_falkaorduna/ „14 fengu fálkaorðuna“] (skoðað 5. júlí 2019)</ref> * [[Aron Björns­son]] yf­ir­lækn­ir fyr­ir störf á vett­vangi skurðlækn­inga og heil­brigðismála * [[Dýrfinna H.K. Sigurjónsdóttir]] ljósmóðir fyrir störf á vettvangi heilsugæslu og umönnunar * [[Egill Ólafsson|Eg­ill Ólafs­son]] tón­list­armaður fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar tón­list­ar og leik­list­ar * [[Ein­ar Jón Ólafs­son]] kaupmaður fyr­ir fram­lag í þágu heima­byggðar * [[Guðjón Friðriksson|Guðjón Friðriks­son]] rit­höf­und­ur fyr­ir fram­lag til ís­lenskra bók­mennta og sögu­rit­un­ar * [[Herdís Storgaard]], hjúkrunarfræðingur fyrir brautryðjandastörf að slysaforvörnum barna * [[Inga Þór­unn Hall­dórs­dótt­ir]] fyrr­ver­andi skóla­stjóri fyr­ir störf á vett­vangi mennt­un­ar, upp­eld­is og fjöl­menn­ing­ar * [[Inga Þórsdóttir]], prófessor og forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, fyrir framlag til vísinda og rannsókna * Jó­hann Sig­ur­jóns­son sjáv­ar­líf­fræðing­ur og for­stjóri Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar fyr­ir for­ystu á vett­vangi fiski­rann­sókna og haf­vís­inda *[[Kristín Jóhannesdóttir|Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir]] leik­stjóri fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar og kvik­mynda­gerðar * [[Lín­ey Rut Hall­dórs­dótt­ir]] fram­kvæmda­stjóri Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands fyr­ir störf í þágu íþrótta­hreyf­ing­ar * [[Magnús Pétursson]], ríkissáttasemjari og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, fyrir störf í opinbera þágu * [[Mar­grét Lísa Stein­gríms­dótt­ir]] þroskaþjálfi fyr­ir störf í þágu fatlaðra barna og vel­ferðar * Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, fyrir rannsóknir og fræðslu á sviði íslenskra jarðvísinda * [[Páll Guðmundsson]] myndlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar myndlistar * [[Sigrún Huld Hrafnsdóttir]], ólympíumethafi fatlaðra og myndlistarmaður, fyrir afrek og framgöngu á vettvangi íþrótta fatlaðra * Sigurður Halldórsson héraðslæknir fyrir læknisþjónustu á landsbyggðinni * [[Sigurður Hansen]] bóndi fyrir framlag til kynningar á sögu og arfleifð Sturlungaaldar * [[Silja Aðalsteinsdóttir]] bókmenntafræðingur fyrir framlag til íslenskrar menningar og bókmennta * [[Stefán Reyn­ir Gísla­son]] tón­list­ar­kenn­ari og kór­stjóri fyr­ir fram­lag til tón­list­ar­lífs á lands­byggðinni * [[Steina Vasulka|Stein­unn Briem Bjarna­dótt­ir Vasul­ka]] listamaður fyr­ir frum­kvæði og ný­sköp­un í mynd­list * [[Þorvaldur Jóhannsson]] fyrir framlag til mennta og framfara í heimabyggð. * [[Þór­unn H. Svein­björns­dótt­ir]] formaður Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og fyrr­ver­andi formaður Sókn­ar fyr­ir störf í þágu verka­lýðshreyf­ing­ar og vel­ferðar<br /> === Stórriddarakross === * [[Jón Eg­ill Eg­ils­son]] sendi­herra fyr­ir störf í op­in­bera þágu * [[Ragn­hild­ur Arn­ljóts­dótt­ir]] ráðuneyt­is­stjóri fyr­ir störf í op­in­bera þágu == 2014 == Ellefu einstaklingar voru sæmdir heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu þann 1. janúar árið 2014<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/01/01/ellefu_voru_saemdir_falkaordu/ „Ellefu voru sæmdir fálkaorðu“] (skoðað 5. júlí 2019)</ref> og níu einstaklingar þann 17. júní<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/06/17/niu_saemdir_falkaordunni/ „Níu sæmdir fálkaorðunni“] (skoðað 6. júlí 2019)</ref> * [[Alfreð Gíslason (þjálfari)|Al­freð Gísla­son]] hand­knatt­leiksþjálf­ari, fyr­ir fram­lag til íþrótta. * [[Dag­finn­ur Stef­áns­son]] flug­stjóri hlaut ridd­ara­kross fyr­ir brautryðjenda­störf á vett­vangi flug- og sam­göngu­mála * [[Friðjón Björn Friðjóns­son]], fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri, hlaut ridd­ara­kross fyr­ir for­ystu­störf á vett­vangi íþrótta * [[Guðný Sverr­is­dótt­ir]], fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri, hlaut ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu heima­byggðar * [[Hallfríður Ólafsdóttir|Hall­fríður Ólafs­dótt­ir]] tón­list­armaður ridd­ara­kross fyr­ir frum­kvæði að tón­list­ar­upp­eldi æsku­fólks * [[Helgi Hallgrímsson|Helgi Hall­gríms­son]] nátt­úru­fræðing­ur ridd­ara­kross fyr­ir ritstörf og rann­sókn­ir á ís­lenskri nátt­úru * [[Hjör­leif­ur Stef­áns­son]] arki­tekt ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til húsa­vernd­ar og sögu ís­lenskr­ar bygg­ing­ar­list­ar * [[Ingi­leif Jóns­dótt­ir]] pró­fess­or, fyr­ir kennslu og rann­sókn­ir á sviði ónæm­is­fræða. * [[Ingvar E. Sigurðsson|Ingvar E. Sig­urðsson]] leik­ari, fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar * [[Kolbrún Björgólfsdóttir|Kol­brún Björgólfs­dótt­ir]] mynd­list­armaður, fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar mynd­list­ar * [[Lilja Árna­dótt­ir]] þjóðhátta­fræðing­ur ridd­ara­kross fyr­ir frum­kvöðlastörf að varðveislu list­muna fyrri alda * [[Magnús Ei­ríks­son (tónlistamaður)|Magnús Ei­ríks­son]] tón­list­armaður, fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar tón­list­ar. * Ólaf­ur B. Thors, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri, fyr­ir fram­lag til menn­ing­ar og þjóðlífs. * [[Sigrún Guðjóns­dótt­ir]] mynd­list­armaður ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar mynd­list­ar * [[Smári Geirs­son]] fram­halds­skóla­kenn­ari og rit­höf­und­ur, fyr­ir fram­lag til sögu og fram­fara á Aust­ur­landi. * [[Soffía Vagns­dótt­ir]] skóla­stjóri, Bol­ung­ar­vík, fyr­ir fram­lag til fé­lags­mála og menn­ing­ar í heima­byggð. * [[Stefán Eiríksson|Stefán Ei­ríks­son]] lög­reglu­stjóri, fyr­ir frum­kvæði og for­ystu á sviði lög­gæslu. * [[Svanfríður Jónasdóttir|Svan­fríður Jón­as­dótt­ir]] bæj­ar­stjóri, fyr­ir störf að sveit­ar­stjórn­ar­mál­um. * [[Tómas R. Einarsson|Tóm­as Ragn­ar Ein­ars­son]] tón­list­armaður fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar djass­tón­list­ar og menn­ing­ar­lífs. * [[Unn­ur Kol­brún Karls­dótt­ir]], formaður líkn­ar- og vina­fé­lags­ins Berg­máls, fyr­ir fram­lag til mannúðar­mála. === Stórriddarakross === * [[Einar K. Guðfinnsson]] forseti Alþingis fyrir störf í opinbera þágu. === Stórkross === * [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] forsætisráðherra fyrir störf í opinbera þágu == 2013 == Forseti Íslands sæmdi 10 einstaklinga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar 2013, 5 karla og 5 konur<ref>{{cite web|author=Heimasíða forsetaembættisins|title=Fréttatilkynning 1. janúar 2013|url=http://www.forseti.is/media/PDF/01_01_2013_ordan.pdf|accessdate=2. janúar|accessyear=2013}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> og þann 17. júní 2013 voru níu einstaklingar sæmdir fálkaorðunni.<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/06/17/niu_fengu_falkaorduna_17_juni/ „Níu fengu fálkaorðuna 17. júní“] (skoðað 5. júlí 2019)</ref> === Riddarakross === * [[Árni Bergmann]] rit­höf­und­ur, Reykja­vík, fyr­ir fram­lag til bók­mennta og menn­ing­ar *[[Eggert Pétursson]] myndlistarmaður, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar myndlistar *[[Eva Sigurbjörnsdóttir]] hótelstjóri, Djúpuvík, fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifðum byggðum *[[Gísli B. Björns­son]] graf­ísk­ur hönnuður og fyrr­v. skóla­stjóri, Reykja­vík, fyr­ir brautryðjand­astarf í ís­lenskri grafík og fram­lag til mennt­un­ar hönnuða *[[Helga Birna Gunnarsdóttir]] þroskaþjálfi, Hafnarfirði, fyrir störf í þágu fatlaðs fólks, menntunar og félagsmála þroskaþjálfa *[[Hilm­ar Snorra­son]] skóla­stjóri Slysa­varna­skól­ans Sæ­bjarg­ar, Reykja­vík, fyr­ir fram­lag til ör­ygg­is­mála sjó­manna *[[Inga Dóra Sigfúsdóttir]] prófessor, Reykjavík, fyrir frumkvæði og rannsóknir á sviði forvarna *[[Ingibjörg Einarsdóttir]] skrifstofustjóri, Reykjavík, fyrir framlag til eflingar á lestrarhæfni grunnskólanema *[[Jóna Berta Jóns­dótt­ir]] fyrr­ver­andi matráðskona, Ak­ur­eyri, fyr­ir störf að mannúðar­mál­um *[[Kristín Guðmundsdóttir]] íþróttakennari, Reykjavík, fyrir framlag til þjálfunar fatlaðra íþróttamanna *[[Kristín Steinsdóttir|Krist­ín Steins­dótt­ir]] formaður Rit­höf­unda­sam­bands Íslands, Reykja­vík, fyr­ir fram­lag til ís­lenskra bók­mennta *[[Kristján Eyjólfsson]] læknir, Reykjavík, fyrir frumkvæði á sviði hjartalækninga og framlag til heilbrigðisvísinda *[[Kristján Ottós­son]] blikk­smíðameist­ari og fram­kvæmda­stjóri Lagna­fé­lags Íslands, Reykja­vík, fyr­ir for­ystu í lagna­mál­um *[[Magnús Geir Þórðarson]] leikhússtjóri, Reykjavík, fyrir störf í þágu íslenskrar leiklistar *[[Óli H. Þórðar­son]] fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Um­ferðarráðs, Reykja­vík, fyr­ir fram­lag til ör­ygg­is­mála og um­ferðar­menn­ing­ar *[[Sigrún Ein­ars­dótt­ir]] glerl­istamaður, Kjal­ar­nesi, fyr­ir fram­lag til efl­ing­ar ís­lenskr­ar glerl­ist­ar *[[Sveinn Elías Jónsson]] bóndi og byggingameistari, Kálfsskinni, fyrir störf í þágu atvinnulífs og félagsmála í heimabyggð *[[Val­gerður Sig­urðardótt­ir]] yf­ir­lækn­ir, Reykja­vík, fyr­ir for­ystu á vett­vangi líkn­ar­meðferðar *[[Þórir Baldursson]] tónlistarmaður, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar == 2012 == Forseti Íslands sæmdi 26 einstaklinga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2012, 14 karla og 12 konur<ref>{{cite web|author=Heimasíða forsetaembættisins|title=Tilnefningar 2012|url=http://www.forseti.is/Falkaordan/Falkaordan2012/|accessdate=2. janúar|accessyear=2013|archive-date=2014-02-03|archive-url=https://web.archive.org/web/20140203154851/http://www.forseti.is/Falkaordan/Falkaordan2012/|dead-url=yes}}</ref>. === Riddarakross === * [[Arnar Jónsson]] leikari, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar leiklistar. * [[Eymundur Magnússon]] bóndi, Vallanesi, fyrir frumkvæði á sviði búskaparhátta og matvælamenningar. * [[Friðrik Ásmundsson]] fyrrverandi skipstjóri og skólastjóri, Vestmannaeyjum, fyrir framlag til öryggis sjómanna og menntunar skipstjórnarmanna. * [[Gissur Guðmundsson]] matreiðslumeistari og forseti Alþjóðasamtaka matreiðslumeistara, Reykjavík, fyrir forystu í alþjóðasamtökum matreiðslumeistara og á vettvangi íslenskra matreiðslumeistara * [[Guðbjörg Edda Eggertsdóttir]] framkvæmdastjóri, Reykjavík, fyrir framlag til uppbyggingar atvinnulífs á heilbrigðissviði. * [[Gunnar Finnsson]] fyrrverandi varaframkvæmdastjóri og formaður Hollvina Grensásdeildar, Reykjavík, fyrir störf í þágu endurhæfingar og heilbrigðismála * [[Hafsteinn Guðmundsson]] fyrrverandi forstöðumaður, Keflavík, fyrir forystu á vettvangi íþróttastarfs á Suðurnesjum og á landsvísu. * [[Halldór Guðmundsson]] rithöfundur og verkefnisstjóri, Reykjavík, fyrir störf á vettvangi íslenskra bókmennta. * [[Halldór Þorgils Þórðarson]] tónlistarmaður og fyrrverandi skólastjóri, Búðardal, fyrir störf í þágu tónlistar og tónlistarmenntunar í heimabyggð * [[Ingibjörg Björnsdóttir]] listdansari og fyrrverandi skólastjóri, Reykjavík, fyrir brautryðjandastörf á vettvangi íslenskrar danslistar * [[Jóhannes Einarsson]] fyrrverandi skólameistari, Hafnarfirði, fyrir störf í þágu iðnmenntunar og verknáms * [[Kristín Marja Baldursdóttir]] rithöfundur, Reykjavík, fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmennta * [[Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir]] skólastjóri, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskra heimilisfræða. * [[Ólafur Haralds Wallevik]] prófessor, Reykjavík, fyrir rannsóknir og þróun umhverfisvænna byggingarefna * [[Ragnhildur Gísladóttir]] tónlistarmaður, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar. * [[Sæmundur Sigmundsson]] bifreiðarstjóri, Borgarnesi, fyrir störf í þágu fólksflutninga og ferðaþjónustu * [[Sigríður Hafstað]] frá Tjörn, Svarfaðardal, fyrir störf í þágu heimabyggðar, félagsmála og menningar * [[Sigrún Aðalbjarnardóttir]] prófessor, Reykjavík, fyrir störf í þágu uppeldisvísinda og menntunar. * [[Sigrún Helgadóttir]] líf- og umhverfisfræðingur, Reykjavík, fyrir framlag til umhverfismenntunar og náttúruverndar * [[Stefán Hermannsson]] verkfræðingur, Reykjavík, fyrir framlag til borgarþróunar. * [[Vilborg Einarsdóttir]] framkvæmdastjóri, Reykjavík, fyrir framlag til nýsköpunar á sviði hugbúnaðar fyrir skóla. * [[Þórdís Bergsdóttir]] forstöðumaður, Seyðisfirði, fyrir framlag til ullariðnaðar og hönnunar === Stórriddarakross === * [[Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir]] forseti Alþingis, fyrir störf í opinbera þágu === Stórriddarakross með stjörnu === * [[Hermann-Josef Sausen]], sendiherra Þýskalands === Stórkross === * [[Agnes M. Sigurðardóttir]] biskup Íslands, fyrir störf og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs * [[Karl Sigurbjörnsson]] biskup, fyrir störf og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs == 2011 == Forseti Íslands sæmdi 27 einstaklinga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2011, 13 karla og 14 konur<ref>{{cite web|author=Heimasíða forsetaembættisins|title=Tilnefningar 2011|url=http://www.forseti.is/Falkaordan/Falkaordan2011/|accessdate=2. janúar|accessyear=2013|archive-date=2011-08-23|archive-url=https://web.archive.org/web/20110823025641/http://www.forseti.is/Falkaordan/Falkaordan2011/|dead-url=yes}}</ref>. === Riddarakross === * [[Ágústa Þorkelsdóttir]] bóndi, Refsstað Vopnafirði, fyrir störf í þágu dreifbýlis og heimabyggðar. * [[Andrés Arnalds]] fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, Mosfellsbæ, fyrir störf á vettvangi landgræðslu og jarðvegsverndar. * [[Björgvin Halldórsson]] tónlistarmaður, Hafnarfirði, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar. * [[Bryndís Halla Gylfadóttir]] sellóleikari, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar. * [[Dóra Guðbjört Jónsdóttir]] gullsmiður, Reykjavík, fyrir framlag til þjóðlegrar gull- og silfursmíði. * [[Hafdís Árnadóttir]] kennari og stofnandi Kramhússins, Reykjavík, fyrir frumkvæði á sviði heilsueflingar og líkamsræktar. * [[Hólmfríður Gísladóttir]] kennari, Reykjavík, fyrir brautryðjandastörf í þágu flóttafólks og aðfluttra íbúa. * [[Jón Karl Karlsson]] fyrrverandi formaður Verkamannafélagsins Fram og Alþýðusambands Norðurlands, Sauðárkróki, fyrir störf í þágu verkalýðsmála og réttindabaráttu. * [[Jóna Valgerður Kristjánsdóttir]] fyrrverandi sveitarstjóri, oddviti og alþingismaður, Reykhólahreppi, fyrir framlag til félagsmála á landsbyggðinni. * [[Júlía Guðný Hreinsdóttir]] fagstjóri á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, Reykjavík, fyrir störf í þágu íslensks táknmáls og réttindabaráttu. * [[Kári Jónasson]] fyrrverandi fréttastjóri, Reykjavík, fyrir störf á vettvangi fjölmiðla. * [[Karl M. Guðmundsson]] fv. íþróttakennari og fræðslustjóri ÍSÍ, Reykjavík, fyrir störf að æskulýðs- og íþróttamálum. * [[Lovísa Christiansen]] framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna, Hafnarfirði, fyrir störf í þágu áfengis- og vímuefnaneytenda. * [[María Jóna Hreinsdóttir]] ljósmóðir, Reykjavík, fyrir brautryðjendastörf í þágu fósturgreiningar og ljósmóðurfræða. * [[Pétur Gunnarsson]] rithöfundur, Reykjavík, fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmennta. * [[Ragnar Guðni Axelsson]] ljósmyndari, Kópavogi, fyrir framlag til ljósmyndunar og umfjöllun um lífshætti frumbyggja á norðurslóðum. * [[Rannveig Löve]] fyrrverandi kennari, Kópavogi, fyrir brautryðjandastarf á sviði lestrarkennslu og störf að málefnum berklasjúklinga. * [[Sigurgeir Guðmundsson]] formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hellu, fyrir forystu á sviði björgunar og almannavarna. * [[Sjöfn Ingólfsdóttir]] fyrrverandi formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, Reykjavík, fyrir framlag til félagsmála og réttindabaráttu launafólks. * [[Skúli Alexandersson]] fyrrverandi alþingismaður og oddviti, Hellissandi, fyrir störf í þágu atvinnulífs, menningar og sögu heimabyggðar. * [[Sverrir Bergmann Bergsson]] taugalæknir, Garðabæ, fyrir störf í þágu MS-sjúklinga og á vettvangi heilbrigðismála og læknavísinda. * [[Þóra Einarsdóttir]] söngkona, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar. * [[Þorsteinn Vilhjálmsson]] prófessor, Reykjavík, fyrir framlag til vísinda, kennslu og miðlunar fræðilegrar þekkingar til almennings. === Stórriddarakross með stjörnu === * [[Caroline Dumas]], sendiherra Frakklands á Íslandi * [[S. Swaminathan]], sendiherra Indlands á Íslandi === Stórkross === * [[Dalia Grybauskaitė]], forseti Litháens * [[Danilo Türk]], forseti Slóveníu == Tilvísanir == <references/> [[Flokkur:Hin íslenska fálkaorða]] kcd5saz5tmth5am4xagx9u1zgw1r0o3 Hermann Pálsson 0 95921 1761765 1390386 2022-07-24T12:36:11Z Akigka 183 /* Æviágrip */ -spekúlasjón wikitext text/x-wiki '''Hermann Pálsson''' ([[26. maí]] [[1921]] – [[11. ágúst]] [[2002]]) var íslenskur fræðimaður og þýðandi, sem var lengst [[prófessor]] í íslenskum fræðum við [[Edinborgarháskóli|Edinborgarháskóla]]. == Æviágrip == Hermann Pálsson fæddist í [[Sauðanes á Ásum|Sauðanesi á Ásum]], skammt frá [[Blönduós]]i í [[Húnavatnsþing]]i. Hann lést af völdum slyss í Bourgas í [[Búlgaría|Búlgaríu]]. Foreldrar hans voru Páll Jónsson (1875–1932) bóndi í Sauðanesi, og kona hans Sesselja Þórðardóttir (1888–1942) frá [[Steindyr]]um í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]]. Systkini Hermanns voru tólf talsins. Hermann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri 1943 og cand. mag. prófi við Háskóla Íslands 1947. Hann fór síðan til [[Írland]]s og lauk BA-prófi í keltneskum fræðum við [[Írlandsháskóli|Írlandsháskóla]] í [[Dyflinni]]. Frá árinu 1950 kenndi hann íslensk fræði við Edinborgarháskóla, fyrst sem lektor en um árabil sem prófessor. Frá árinu 1982 gat hann að mestu helgað sig fræðistörfum, uns hann fór á eftirlaun 1988. Um tíma var hann gistiprófessor við [[Toronto-háskóli|Toronto-háskóla]] og [[Berkeley-háskóli|Berkeley-háskóla]]. Hann var vinsæll fyrirlesari og flutti fjölmarga fyrirlesta víða um heim. Hermann var afkastamikill fræðimaður á sviði norrænna fræða. Fjöldi fræðirita kom frá hendi hans, ekki síst eftir að hann fór á eftirlaun 1988, þau síðustu eftir að hann féll frá. Ungur vakti hann athygli fyrir bækurnar ''Söngvar frá Suðureyjum'' (1955) og ''Sagnaskemmtun Íslendinga'' (1962). Hann fékkst mikið við rannsóknir á [[Hrafnkels saga Freysgoða|Hrafnkels sögu Freysgoða]] og leiddi í ljós að ýmsar hugmyndir úr [[Alexanders saga|Alexanders sögu]] hefðu haft áhrif á hana. Síðari rit hans fjalla mörg hver um erlenda menningarstrauma sem höfðu áhrif á íslenskar fornbókmenntir, bæði um [[keltar|keltnesk]] og [[samar|samísk]] áhrif, og ekki síður hina kirkjulegu bókmenningu [[miðaldir|miðalda]]. Lengi vel áttu viðhorf Hermanns heldur undir högg að sækja í fræðasamfélaginu hér á Íslandi, e.t.v. af því að hann gekk stundum nokkuð langt til að kanna þanþol hugmynda sinna. Erlendis var hann mjög virtur fræðimaður. Þýðingar voru sérstakur kapítuli í ævistarfi Hermanns. Hann þýddi fjölda íslenskra fornrita yfir á ensku, oft í samstarfi við [[Magnús Magnússon]], Denton Fox eða [[Paul Edwards]], og var þar lögð áhersla á að textinn yrði á eðlilegu máli. Hlutu margar þessar þýðingar mikla útbreiðslu m.a. í ritröðinni ''[[Penguin Classics]]''. Hefur verið sagt að á síðari hluta 20. aldar hafi enginn gert meira í að kynna íslensk fornrit í hinum enskumælandi heimi. Fyrsta þýðingin var ''[[Njáls saga]]'' (1960), en alls þýddi Hermann um 40 fornrit af ýmsu tagi. Einnig þýddi hann nokkur rit á íslensku, m.a. ''Írskar fornsögur'' (1953). Hermann átti frumkvæðið að því að efnt var til alþjóðlegra fornsagnaráðstefna ([[International Saga Conference]]). Var hin fyrsta haldin í Edinborg [[1971]], og ritstýrðu þeir Hermann, [[Peter Foote]] og [[Desmond Slay]] ráðstefnuritinu. [[Fornsagnaráðstefnur]]nar eru nú haldnar á þriggja ára fresti. Einnig var Hermann einn af stofnendum [[Scottish Society for Northern Studies]] (1968), sat í stjórnarnefnd þess um árabil og var forseti 1970–1971. Hermann var heiðursdoktor við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]]. Árið 1999 hlaut hann heiðursverðlaun [[Verðlaunasjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright|Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright]], sem eru á vegum [[Vísindafélag Íslendinga|Vísindafélags Íslendinga]]. Kona Hermanns (1953) var Guðrún Þorvarðardóttir (f. [[28. mars]] [[1927]]) stúdent. Þau áttu eina dóttur. == Helstu rit == Yfirlit um ritstörf Hermanns er í neðangreindum ritaskrám. Sjá einnig skrár [[gegnir|Landsbókasafns Íslands]]. Nokkur síðustu rit hans voru: * ''Hrímfaxi. Hestanöfn frá fyrri tíð til vorra daga og litir íslenska hestsins'', Vatnsdal, Bókaútgáfan Hofi 1995, 276+24 s. — Texti á íslensku, þýsku og ensku. * ''Keltar á Íslandi'', Rvík, Háskólaútgáfan 1996, 240 s. * ''Úr landnorðri. Samar og ystu rætur íslenskrar menningar'', Rvík 1997, 199 s. — ''Studia Islandica'' 54. * ''Hávamál í ljósi íslenskrar menningar'', Rvík, Háskólaútgáfan 1999, 297 s. * ''Vínland hið góða og írskar ritningar'', Rvík, Háskólaútgáfan 2001, 243 s. * ''Sólarljóð og vitranir annarlegra heima'', Rvík, Þrös 2002, 213 s. * ''Grettis saga og íslensk siðmenning'', Vatnsdal, Bókaútgáfan Hofi 2002, 199 s. — Eftirmáli [[Baldur Hafstað]]: „Í minningu Hermanns Pálssonar“. * ''Atviksorð í þátíð'', Vatnsdal, Bókaútgáfan Hofi 2005, 78 s. — Ljóðmæli. Eftirmáli: Baldur Hafstað. ; Greinar Hermann ritaði fjölmargar greinar og bókakafla um bókmenntir og menningu miðalda, sjá ritaskrár hans. Þar vantar m.a.: * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=240640&pageId=3279452&lang=is&q=Barrey Barrey í Suðureyjum. ''Lesbók Morgunblaðsins'' 28. janúar 1951.] * Keltneskar þjóðir og tungur. ''Íslenskt mál og almenn málfræði'' 21, Rvík 1999, 161–171. * Forn vinátta. ''Húnavaka'' 40, Akureyri 2000, 123–139. * Málið á Hrafnkels sögu. ''Múlaþing'' 27, Egilsstöðum 2000, 86–100. * Lífgjöf við Aðalból. Hugleiðingar um Hrafnkels sögu. ''Múlaþing'' 28, Egilsstöðum 2001, 114–123. * Hrafnkell Freysgoði. ''Múlaþing'' 30, Egilsstöðum 2003, 86–95. * Griðkur og garpaminni. Endurtekið stef í Íslendinga sögum. ''Skorrdæla, gefin út í minningu Sveins Skorra Höskuldssonar'', Rvík 2003, 73–86. ; Afmælisrit * ''Sagnaskemmtun. Studies in honour of Hermann Pálsson on his 65th birthday'', Wien 1986, 358 s. — Ritstj.: [[Rudolf Simek]], [[Jónas Kristjánsson]] og [[Hans Bekker-Nielsen]]. Ritaskrá Hermanns er á bls. 351–358. * ''Finnugaldur og Hriflunga. Ævintýri um norræna menningu'', Vatnsdal, Bókaútgáfan Hofi 1996, 144 s. — Bók eftir Hermann, gefin út í tilefni af 75 ára afmæli hans. * ''Sagnaheimur. Studies in honour of Hermann Pálsson on his 80th birthday'', Wien 2001, 8+322 s. — ''Studia Medievalia Septentrionalia'' 6. Ritstj.: [[Ásdís Egilsdóttir]] og Rudolf Simek. Ritaskrá Hermanns er á bls. 309–322. == Heimildir == * Minningargreinar í ''Morgunblaðinu'' 20. október 2002. == Tenglar == * [http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=693912 Minningargreinar um Hermann Pálsson, með mynd] — Af mbl.is. * [http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=511075 Hermann Pálsson prófessor hlýtur heiðursverðlaun Ásusjóðs 1999] — Af mbl.is. [[Flokkur:Íslendingar]] [[Flokkur:Íslenskir bókmenntafræðingar]] [[Flokkur:Íslenskir þýðendur]] {{fd|1921|2002}} dtyd8w95ruaemg923c5biciv2vq892w Hrafnhildur Lúthersdóttir 0 98945 1761816 1643155 2022-07-24T20:07:29Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki '''Hrafnhildur Lúthersdóttir''' (f. [[2. ágúst]] [[1991]]<ref>[http://au.eurosport.com/swimming/person_prs263492.shtml ''Hrafnhildur Lúthersdóttir''] yfirlitsskrá af vef Eurosport</ref>) er íslensk landsliðskona í sundi úr [[Sundfélag Hafnarfjarðar|Sundfélagi Hafnarfjarðar]]. Hún hefur sett fjölda meta og á meðal annars átján Hafnarfjarðarmet<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20110330211154/sh.is/Apps/WebObjects/SundfelagHafnarfjardar.woa/swdocument/1000238/MetKvenna.pdf ''Hafnarfjarðarmet kvenna''] af vef Sundfélags Hafnarfjarðar. ''Sótt þann 1. júní 2011''</ref>, tíu Íslandsmet í 25 metra laug<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20110805112445/www.sundsamband.is/iw_cache/16416_25m%CDslandsmet14.04.2011n%FDtt.pdf Íslandsmet í 25m laug] af vef Sundsambands Íslands. Uppfært 19.01.2011</ref> og fimm Íslandsmet í 50 metra laug<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20110803173031/www.sundsamband.is/iw_cache/16415_50m%CDslandsmet120411.pdf?idega_session_id=bd0df505-7832-11de-ac3b-716fc4e55227 Íslandsmet í 50m laug.] af vef Sundsambands Íslands. Uppfært 13.04.2011</ref> Einnig hefur hún unnið til gullverðlauna á [[Smáþjóðaleikarnir 2011|Smáþjóðaleikunum 2011]] sem haldnir voru í [[Liechtenstein]].<ref>[http://mbl.is/sport/frettir/2011/05/31/threttan_verdlaun_til_islands_a_fyrsta_degi/ ''Þrettán verðlaun til Íslands á fyrsta degi] af vef Morgunblaðsins</ref> Hún var valin sundkona ársins 2010 af [[Sundsamband Íslands|Sundsambandi Íslands]] og íþróttakona Hafnarfjarðar 2010 en það ár setti hún fjölda meta auk þess að hafna í tólfta sæti í [[bringusund]]i á heimsmeistaramótinu í sundi í Dubai.<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20110105145710/hafnarfjordur.is/hafnarfjordur/fjolskyldan/nanar_fjolskyldan/?cat_id=8&ew_0_a_id=10838 ''Hrafnhildur og Óðinn íþróttamenn 2010''] af vef Hafnarfjarðarbæjar</ref><ref>[http://www.ruv.is/frett/hrafnhildur-og-odinn-best-i-hfj ''Hrafnhildur og Óðinn best í Hfj.''] af veg RÚV.</ref> Hrafnhildur vann þrenn verðlaun á Evrópumótinu í London árið 2016: Tvö silfur og eitt brons.<ref>[http://www.ruv.is/frett/hrafnhildur-tok-silfur-i-50-metra-bringusundi Hrafnhildur tók silfur í 50 metra bringusundi]</ref> Á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 varð hún í 6. sæti í úrslitum í 100m bringusundi, næst á undan heimsmethafanum. ==Námsferill== Hrafnhildur er stúdent frá [[Flensborgarskólinn í Hafnarfirði|Flensborgarskólanum í Hafnarfirði]] og stundar nú nám við [[University of Florida|Flórídaháskóla]] á fullum námsstyrk.<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20110329184027/gaflari.is/?p=1378 Heimsmeistaramót og háskólanám í Bandaríkjunum] af vef Gaflara, fréttasíðu fjölmiðladeildar Flensborgarskólans</ref> ==Neðanmálsgreinar== {{reflist}} {{stubbur|æviágrip|sund}} {{f|1991}} [[Flokkur:Íslenskir sundmenn]] [[Flokkur:Íslenskar konur]] dexmi0v1359s5aarkjqg7rng8lm97p3 Listi yfir söfn, setur og sýningar á Íslandi 0 103728 1761763 1712034 2022-07-24T12:34:02Z 194.105.229.24 wikitext text/x-wiki {{Ófullkominn listi}} Þetta er '''listi yfir söfn, setur og sýningar á Íslandi'''. == Austurland == * [[Breiðdalssetur]] * [[Burstafell]] * [[Fransmenn á Íslandi]] * [[Galtastaðir fremri]] * [[Geirsstaðakirkja]] * [[Íslenska stríðsárasafnið]] * [[Kjarvalsstofa]] * [[Minjasafn Austurlands]] * [[Minjasafn RARIK]] * [[Minjasafnið Bustarfelli]] * [[Múlastofa]] * [[Náttúrugripasafnið í Neskaupstað]] * [[Náttúrustofa Austurlands]] * [[Ríkarðssafn]] * [[Sjóminjasafn Austurlands]] * [[Sjóminja og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar]] * [[Skaftfell menningarmiðstöð]] * [[Skálanes, náttúru- og menningarsetur]] * [[Skriðuklaustur]] *[https://safnahus.is/steinsafn-thordisar-i-hofn/ Steinasafn Þórdísar í Höfn, Borgarfirði eystri.] * [[Steinasafn Petru Sveinsdóttur]] * [[Tækniminjasafn Austurlands]] * [[Þórbergssetur]] == Höfuðborgarsvæðið == * [[Byggðasafn Hafnarfjarðar]] * ''[[Dulminjasafn Reykjavíkur]]'' * [[Fjarskiptasafn Símans]] * [[Gljúfrasteinn]] * [[Grafíksafn Íslands]] * [[Grasagarður Reykjavíkur]] * [[Hafnarborg]] * [[Hið íslenzka reðasafn]] * [[Hofsstaðir, minjagarður]] *[[:en:Icelandic_Museum_of_Design_and_Applied_Art|Hönnunarsafn Íslands]] *[[Kvennasögusafn Íslands]] * [[Kvikmyndasafn Íslands]] * [[Leikminjasafn Íslands]] * [[Listasafn ASÍ]] * [[Listasafn Einars Jónssonar]] * [[Listasafn Íslands]] * [[Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn]] * [[Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn]] * [[Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús]] * [[Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir]] * [[Listasafn Sigurjóns Ólafssonar]] * [[Ljósmyndasafn Reykjavíkur]] * [[Lyfjafræðisafnið]] * [[Lækningaminjasafn Íslands]] * [[Minjasafn Mjólkursamsölunnar]] * ''[[Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur]]'' * [[Minjasafn Reykjavíkur]] * [[Minjasafn Vegagerðarinnar]] * [[Náttúrufræðistofa Kópavogs]] * [[Náttúrufræðistofnun Íslands]] * [[Náttúruminjasafn Íslands]] * [[Nýlistasafnið]] * ''[[Sjóminjasafn Íslands]]'' * [[Skákminjasafn Íslands]] * [[Sögusafnið]] * [[Tónlistarsafn Íslands]] * ''[[Vaxmyndasafnið]]'' * [[Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík]] * [[Þjóðmenningarhúsið]] * [[Þjóðminjasafn Íslands]] == Norðurland == * [[Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna]] * [[Byggðasafn Skagfirðinga]] * [[Byggðasafnið Hvoll, Dalvík]] * [[Davíðshús]] * [[Flugsafn Íslands]] * [[Fuglasafn Sigurgeirs]] * [[Friðbjarnarhús|Safn Góðtemplarareglunnar í Friðbjarnarhúsi]] * [[Gamli bærinn Laufás]] * [[Hafíssetrið]] * [[Heimilisiðnaðarsafnið]] * [[Hvalasafnið á Húsavík]] * [[Iðnaðarsafnið á Akureyri]] * [[Friðbjarnarhús|Leikfangasafnið Friðbjarnarhúsi]] * [[Könnunarsögusafnið]] * [[Listasafnið á Akureyri]] * [[Lystigarður Akureyrar]] * [[Minjahúsið]] * [[Minjasafnið á Akureyri]] * [[Mótorhjólasafn Íslands]] * [[Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar]] * [[Nonnahús]] * [[Safnahúsið á Húsavík]] * [[Samgöngusafnið í Stóragerði- automuseum]] * [[Safnasafnið]] * [[Samgönguminjasafnið Ystafelli]] * [[Selasetrið á Hvammstanga]] * [[Sigurhæðir]] * [[Síldarminjasafn Íslands]] * [[Sjóminjasafnið á Húsavík]] * [[Skjálftasetrið á Kópaskeri]] * [[Smámunasafn Sverris Hermannssonar]] * [[Spákonuhof Skagaströnd]] * [[Sögusetur íslenska hestsins]] * [[Verslunarminjasafnið Hvammstanga]] * [[Vesturfarasetrið]] * [[Þjóðlagasetur Bjarna Þorsteinssonar]] == Reykjanes == * [[Bátasafn Gríms Karlssonar]] * [[Björgunarminjasafn Íslands]] * [[Byggðasafn Garðskaga]] * [[Byggðasafn Reykjanesbæjar]] * [[Duus Safnahús]] * [[Flug- og sögusetur Reykjaness]] * [[Fræðasetrið í Sandgerði]] * [[Gjáin í Eldborg]] * [[Íþróttaminjasafn Reykjanesbæjar]] * [[Listasafn Reykjanesbæjar]] * [[Náttúrustofa Reykjaness]] * [[Rokksafn Rúnars Júlíussonar]] * [[Saltfisksetrið í Grindavík]] * [[Sveinssafn]] * [[Víkingaheimar]] == Suðurland == * [[Byggðasafn Árnesinga]] * [[Byggðasafnið í Skógum]] * [[Draugasetrið]] * [[Dýrasafnið á Selfossi]] * [[Egilsbúð]] * [[Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja]] * [[Eldheimar]] * [[Fræðslumiðstöð á Þingvöllum]] * [[Geysisstofa]] * [[Heklusetrið]] * [[Listasafn Árnesinga]] * [[Njálusetrið]] * [[Sagnheimar - byggðarsafn]] * [[Samgöngusafnið í Skógum]] * [[Sjóminjasafnið á Eyrarbakka]] * [[Tréskurðarsafnið á Selfossi]] * [[Veiðisafnið]] == Vestfirðir == * [[Bátasafn Breiðafjarðar]] * [[Byggðasafn Vestfjarða]] * [[Galdrasýning á Ströndum]] * [[Grasagarðar Vestfjarða]] * [[Hlunnindasýningin á Reykhólum]] * [[Listasafn Samúels Jónssonar]] * [[Ljósmyndasafnið Ísafirði]] * [[Melódíur minninganna]] * [[Melrakkasetur Íslands]] * [[Minjahúsið Kört]] * [[Minjasafn Egils Ólafssonar]] * [[Minjasjóður Önundarfjarðar]] * [[Náttúrugripasafn Bolungarvíkur]] * [[Safn Jóns Sigurðssonar]] * [[Sauðfjársetur á Ströndum]] * [[Sjóminjasafnið í Ósvör]] * [[Sjóræningjahúsið]] * [[Skrímslasetrið]] * [[Snjáfjallasetur]] == Vesturland == * [[Bjarnarhöfn]] * [[Byggðasafn Dalamanna]] * [[Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla]] * [[Byggðasafnið Görðum]] * [[Eiríksstaðir]] * [[Eyrbyggja - Sögumiðstöð]] * [[Gestastofa þjóðgarðsins Snæfellsjökuls]] * [[Haraldarhús]] * [[Landbúnaðarsafn Íslands]] * [[Landnámssetur Íslands]] * [[Listasetrið Kirkjuhvoll]] * [[Náttúrugripasafnið á Hellissandi]] * [[Pakkhúsið í Ólafsvík]] * [[Safnahús Borgarfjarðar]] * [[Sjóminjagarðurinn Hellissandi]] * [[Snorrastofa]] * [[Vatnasafnið í Stykkishólmi]] * [[Veiðiminjasafn í Ferjukoti]] == Heimildir== * [http://www.rikisendurskodun.is/fileadmin/media/skyrslur/Skyrsla_um_safnamal.pdf Ríkisendurskoðun (2009). Íslensk muna- og minjasöfn: meðferð og nýting á ríkisfé.] * {{vefheimild|url=http://safnarad.is/safnastarf/safnastarf/safnastarf_list/|titill=Söfn, setur og sýningar á Íslandi|mánuðurskoðað=1. desember|árskoðað=2011}} [[Flokkur:Listar tengdir Íslandi]] [[Flokkur:Söfn á Íslandi| ]] c5urj55ryq6qi90q6n0rhdtayw14byd Aldis Hodge 0 133664 1761795 1727822 2022-07-24T17:55:48Z FMSky 77947 wikitext text/x-wiki {{Leikari | name = Aldis Hodge | image = Aldis Hodge 2016.jpg | imagesize = 220px | caption = Aldis Hodge árið 2016 | birthdate = {{Fæðingardagur og aldur|1986|9|20}} | location = [[Onslow-fylki]], [[Norður-Karólína]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] | birthname = Aldis Alexander Basil Hodge | yearsactive = 1995 - | notable role = Alec Hardison í [[Leverage]] <br> MC Ren í [[Straight Outta Compton]] <br> Jordan/Akinbode í [[Turn: Washington´s Spies]] }} '''Aldis Hodge''' (fæddur Aldis Alexander Basil Hodge [[20. september]], [[1986]]) er [[Bandaríkin|bandarískur]] [[leikari]] sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í [[Leverages]], [[Straight Outta Compton]] og [[Supernatural]]. == Einkalíf == Hodge fæddist í [[Onslow-fylki]], [[Norður-Karólína|Norður-Karólínu]] og er af [[Dóminíska lýðveldið|dóminískum]] uppruna en faðir hans er þaðan. Hodge var aðeins þriggja ára þegar hann og bróðir hans, [[Edwin Hodge]], komu fyrst fram í auglýsingum. <ref>[http://www.imdb.com/name/nm0388038/bio?ref_=nm_ql_1 Ævisaga Aldis Hodge á IMDB síðunni]</ref> == Ferill == === Leikhús === Hodge var aðeins níu ára þegar hann lék í Broadway leikritinu [[Show Boat]] ásamt bróður sínum.<ref>[http://www.ibdb.com/Person/View/392998 Leikhúsferill Aldis Hodge á Internet Broadway Database síðunni]</ref> === Sjónvarp === Fyrsta sjónvarpshlutverk Hodge var árið 1997 í ''Between Brothers''. Síðan þá hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við [[NYPD Blue]], [[Vampírubaninn Buffy|Vampírubananum Buffy]], [[CSI: Crime Scene Investigation]], [[Bones]], [[Supernatural]], [[CSI Miami]] og [[The Walking Dead]]. Hodge talaði inn á fyrir persónuna King í þættinum [[A.T.O.M.: Alpha Teens on Machines]] frá 2005-2007. Lék hann síðan stórt gestahlutverk sem Ray 'Voodoo Tatum' í [[Friday Night Lights]] frá 2006-2007. Árið 2008 var honum boðið eitt af aðalhlutverkunum í [[Leverages]] sem Alec Hardison, sem hann lék til ársins 2012. Hodge lék persónuna Jordan/Akinbode í borgarastríðs þættinum [[Turn: Wahington´s Spies]] frá 2014-2015. === Kvikmyndir === Fyrsta kvikmyndahlutverk Hodge var árið 1995 í [[Die Hard: With a Vengeance]] sem hann lék í ásamt bróður sínum. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við [[Big Momma´s House]], [[Happy Feet]], [[Red Sands]] og [[A Good Day to Die Hard]]. Árið 2015 lék hann rapparann [[MC Ren]] í rapparamyndinni [[Straight Outta Compton]]. == Kvikmyndir og sjónvarp == {|class="wikitable" style="font-size: 90%;" border="2" cellpadding="4" background: #f9f9f9; |- align="center" ! colspan=4 style="background:#B0C4DE;" | Kvikmyndir |- align="center" ! style="background: #CCCCCC;" | Ár ! style="background: #CCCCCC;" | Kvikmynd ! style="background: #CCCCCC;" | Hlutverk ! style="background: #CCCCCC;" | Athugasemd |- |1995 |Die Hard: With a Vengeance |Raymond | |- |1996 |Bed of Roses |Prince | |- |2000 |Big Momma´s House |Körfuboltaunglingur nr. 2 | |- |2004 |The Ladykillers |Kleinuhringja klíkumeðlimur | |- |2005 |The Tenants |Sam Clemence | |- |2005 |Little Athens |Pitt | |- |2005 |Edmond |Leafletter | |- |2006 |American Dreamz |Hermaðurinn Chuck | |- |2006 |Happy Feet |ónefnt hlutverk |Talaði inn á |- |2007 |Equal Opportunity |Leroy Williams Jones III | |- |2009 |Red Sands |Trevor Anderson | |- |2010 |Death, Inc. |Leon | |- |2011 |A Standard Story |Serious #1 | |- |2013 |The East |Thumbs | |- |2013 |A Good Day to Die Hard |Foxy | |- |2015 |Straigt Outta Compton |MC Ren | |- |- align="center" ! colspan=4 style="background:#B0C4DE;" | Sjónvarp |- align="center" ! style="background: #CCCCCC;" | Ár ! style="background: #CCCCCC;" | Titill ! style="background: #CCCCCC;" | Hlutverk ! style="background: #CCCCCC;" | Athugasemd |- |1997 |Between Brothers |Reggie |Þáttur: Family Affair |- |1998 |Beoynd Belief: Fact or Fiction |ónefnt hlutverk |Þáttur: The Wall/The Calkboard/The Getaway/The Prescriptions/Summer Camp |- |1998 |[[NYPD Blue]] |Eddy |Þáttur: Weaver of Hate |- |1999 |[[Vampírubaninn Buffy]] |Unglingurinn með grímuna |Þáttur: Fear Itself |- |1999-2000 |Pacific Blue |Maurice Raymond |2 þættir |- |2000 |[[Judging Amy]] |Lester Clancy |Þáttur: Zero Tolerance |- |2000 |City of Angels |Marcus Hall |2 þættir |- |2001 |Becker |Útskriftarnemi nr. 1 |Þáttur: 2001 ½: A Graduation Odyssey |- |2002 |Boston Public |Andre |Þáttur: Chapter Thirty-Seven |- |2002 |Charmed |Trey |Þáttur: Long Live the Queen |- |1998-2003 |[[ER]] |Ungur Maður/Brad Enloe |Þættir: The Lost (2003) / Stuck on You (1998) |- |2003 |Cold Case |Mason ´Runner´Tucker |Þáttur: The Runner |- |2003 |American Dreams |Whitmore/Wilmore |4 þættir |- |2005 |Half & Half |Kadeem |Þáttur: The Big Training Day Episode |- |2005 |Snow Wonder |Píanóleikari á hóteli |Sjónvarpsmynd |- |2006 |[[Numb3rs]] |Travis Grant |Þáttur: The OG |- |2004-2006 |Girlfriends |Derwin Davis/Matthew Miles |3 þættir |- |2006 |[[Bones]] |Jimmy Merton |Þáttur: The Soldier on the Grave |- |2005-2007 |A.T.O.M: Alpha Teens on Machines |King |12 þættir <br> Talaði inn á |- |2006-2007 |Friday Night Lights |Ray ´Vodoo´ Tatum |6 þættir |- |2007 |[[Supernatural]] |Jacke Talley |2 þættir |- |2007 |Standoff |Nathan Hall |Þáttur: The Kids in the Hall |- |2001-2008 |[[CSI: Crime Scene Investigation]] |Tony Thorpe |2 þættir |- |2009 |[[Castle]] |Azi |Þáttur: Always Buy Retail |- |2009 |The Forgotten |Donny Rowe |Þáttur: Prisoner Jane |- |2010 |Private Practice |Esau Ajawke |Þáttur: Fear of Flying |- |2010 |Mad |Usher/Sinestro/Frog |Þáttur: WALL-E-NATOR/Extreme Renovation: House Edition – Superman´s Fortress of Solitude <br> Talaði inn á |- |2011 |Chicago Code |Deon Lucket |Þáttur: St. Valetine´s Day Massacre |- |2011 |[[CSI: Miami]] |Isaiah Stiles |Þáttur: Sinner Takes All |- |2008-2012 |Leverage |Alec Hardison |77 þættir |- |2013 |The Sixth Gun |Alríkisfulltrúinn Mercer |Sjónvarpsmynd |- |2014 |The After |D. Love |Sjónvarpsmynd |- |2014 |The Walking Dead |Mike |Þáttur: After |- |2014 |Caper |Maður í æfingabúðum Alexia |Þáttur: City of Angels |- |2014 |Rectify |Stefon Whitman |Þáttur: Donald the Normal |- |2014-2015 |TURN: Washington´s Spies |Jordan/Akinbode |13 þættir |- |2016 |Underground |Noah |10 þættir |} == Verðlaun og tilnefningar == '''Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films verðlaunin''' * 2010: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í sjónvarpi fyrir [[Leverage]]. '''Black Film Critics Circle verðlaunin''' * 2015: Verðlaun sem besti leikhópur í kvikmynd fyrir [[Straight Outta Compton]]. '''Screen Actors Guild verðlaunin''' * 2016: Tilnefndur sem besti leikhópur í kvikmynd fyrir [[Straight Outta Compton]]. == Tilvísanir == {{Reflist}} == Heimildir == *{{Wpheimild|tungumál = en|titill = Aldis Hodge|mánuðurskoðað = 2. mars|árskoðað = 2016}} *{{imdb name|id= 0388038|name=Aldis Hodge}} == Tenglar == *{{imdb name|id= 0388038|name=Aldis Hodge}} *[http://aldis-hodge.com/ Aðdáendasíða um Aldis Hodge] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110319030849/http://aldis-hodge.com/ |date=2011-03-19 }} [[Flokkur:Bandarískir leikarar|Hodge, Aldis]] {{fe|1986|Hodge, Aldis}} 179e3bucvjuvphnms40h6otjho6kfpo Listi yfir íslenskar þungarokkssveitir 0 139839 1761799 1761258 2022-07-24T18:05:34Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki <small>''Listinn er ekki tæmandi''</small>. * [[Aeterna]] * [[Agent Fresco]] * [[Andlát (hljómsveit)|Andlát]] * [[Angist]] * [[Ask the Slave]] * [[Atrum]] * [[Auðn (hljómsveit)|Auðn]] * [[Bastard]] * [[Beneath]] * [[Bisund]] * [[Blood Feud]] * [[Botnleðja]] * [[Blóðmör (hljómsveit)|Blóðmör]] * [[Bootlegs]] * [[Brain Police]] * [[Brothers Majere]] * [[Búdrýgindi]] * [[Celestine]] * [[Churchouse Creepers]] * [[Cult of Lilith]] * [[Changer]] * [[Dark Harvest]] * [[Darknote]] * [[Deathmetal Supersquad]] * [[Denver (hljómsveit)|Denver]] * [[Devine Defilement]] * [[Dimma (hljómsveit)|Dimma]] * [[Drep (hljómsveit)|Drep]] * [[Dr. Spock]] * [[Drýsill]] * [[Dys]] * [[Endless Dark]] * [[Exizt]] * [[Fighting Shit]] * [[Finngálkn (hljómsveit)|Finngálkn]] * [[Forgarður helvítis]] * [[Fortíð]] * [[Future Future]] * [[Gavin Portland]] * [[Gone Postal]] * [[Graveslime]] * [[HAM]] * [[Helshare]] * [[Hostile]] * [[I Adapt]] * [[In Memoriam]] * [[In the Company of Men]] * [[Klink]] * [[Lightspeed Legend]] * [[Katla (hljómsveit)|Katla]] * [[Kontinuum]] * [[Masters of Darkness]] * [[Mínus (hljómsveit)|Mínus]] * [[Misþyrming]] * [[MaidenIced]] * [[Momentum]] * [[Morpolith]] * [[Munnriður]] * [[Múr (hljómsveit)|Múr]] * [[Múspell (hljómsveit)|Múspell]] * [[Myra]] * [[Myrk]] * [[Naðra (hljómsveit)|Naðra]] * [[Nevolution]] * [[Níðhöggur (hljómsveit)|Níðhöggur]] * [[Norn (hljómsveit)|Norn]] * [[Ophidian I]] * [[Patronian]] * [[Plastic Gods]] * [[Power Paladin]] * [[Potentiam]] * [[Retron]] * [[Ring of Gyges]] * [[Saktmóðigur]] * [[Sólstafir]] * [[Severed]] * [[Sign]] * [[Shiva (hljómsveit)|Shiva]] * [[Sinmara]] * [[Skítur (hljómsveit)|Skítur]] * [[Sororicide]] * [[Strigaskór nr. 42]] * [[Skálmöld]] * [[Svartidauði (hljómsveit)|Svartidauði]] * [[Une Misere]] * [[Vansköpun (hljómsveit)|Vansköpun]] * [[Vígspá]] * [[Volcanova]] * [[The Vintage Caravan]] * [[We Made God]] * [[Withered]] * [[Þrumuvagninn]] * [[Zhrine]] ==Tengill== [https://www.metal-archives.com/lists/IS Listi yfir íslenskar þungarokkssveitir á Metal-Archives] [[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]] [[Flokkur:Íslenskar þungarokkshljómsveitir]] [[Flokkur:Listar tengdir Íslandi]] [[Flokkur:Listar um tónlist|íslenskar hljómsveitir]] ji8kuy8e4o0t6vrvo8ic3bw7a79gj7k 1761804 1761799 2022-07-24T18:50:22Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki <small>''Listinn er ekki tæmandi''</small>. * [[Aeterna]] * [[Agent Fresco]] * [[Andlát (hljómsveit)|Andlát]] * [[Angist]] * [[Ask the Slave]] * [[Atrum]] * [[Auðn (hljómsveit)|Auðn]] * [[Bastard]] * [[Beneath]] * [[Bisund]] * [[Blood Feud]] * [[Botnleðja]] * [[Blóðmör (hljómsveit)|Blóðmör]] * [[Bootlegs]] * [[Brain Police]] * [[Brothers Majere]] * [[Búdrýgindi]] * [[Celestine]] * [[Churchouse Creepers]] * [[Cult of Lilith]] * [[Changer]] * [[Dark Harvest]] * [[Darknote]] * [[Deathmetal Supersquad]] * [[Denver (hljómsveit)|Denver]] * [[Devine Defilement]] * [[Dimma (hljómsveit)|Dimma]] * [[Drep (hljómsveit)|Drep]] * [[Dr. Spock]] * [[Drýsill]] * [[Dys]] * [[Elixír]] * [[Endless Dark]] * [[Exizt]] * [[Fighting Shit]] * [[Finngálkn (hljómsveit)|Finngálkn]] * [[Forgarður helvítis]] * [[Fortíð]] * [[Future Future]] * [[Gavin Portland]] * [[Gone Postal]] * [[Graveslime]] * [[HAM]] * [[Helshare]] * [[Hostile]] * [[I Adapt]] * [[In Memoriam]] * [[In the Company of Men]] * [[Klink]] * [[Lightspeed Legend]] * [[Katla (hljómsveit)|Katla]] * [[Kontinuum]] * [[Masters of Darkness]] * [[Mínus (hljómsveit)|Mínus]] * [[Misþyrming]] * [[MaidenIced]] * [[Momentum]] * [[Morpolith]] * [[Munnriður]] * [[Múr (hljómsveit)|Múr]] * [[Múspell (hljómsveit)|Múspell]] * [[Myra]] * [[Myrk]] * [[Naðra (hljómsveit)|Naðra]] * [[Nevolution]] * [[Níðhöggur (hljómsveit)|Níðhöggur]] * [[Norn (hljómsveit)|Norn]] * [[Ophidian I]] * [[Patronian]] * [[Plastic Gods]] * [[Power Paladin]] * [[Potentiam]] * [[Retron]] * [[Ring of Gyges]] * [[Saktmóðigur]] * [[Sólstafir]] * [[Severed]] * [[Sign]] * [[Shiva (hljómsveit)|Shiva]] * [[Sinmara]] * [[Skítur (hljómsveit)|Skítur]] * [[Sororicide]] * [[Strigaskór nr. 42]] * [[Skálmöld]] * [[Svartidauði (hljómsveit)|Svartidauði]] * [[Une Misere]] * [[Vansköpun (hljómsveit)|Vansköpun]] * [[Vígspá]] * [[Volcanova]] * [[The Vintage Caravan]] * [[We Made God]] * [[Withered]] * [[Þrumuvagninn]] * [[Zhrine]] ==Tengill== [https://www.metal-archives.com/lists/IS Listi yfir íslenskar þungarokkssveitir á Metal-Archives] [[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]] [[Flokkur:Íslenskar þungarokkshljómsveitir]] [[Flokkur:Listar tengdir Íslandi]] [[Flokkur:Listar um tónlist|íslenskar hljómsveitir]] 8dmbivglfunruibd0ayk22p7qis14yi 1761808 1761804 2022-07-24T19:09:55Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki <small>''Listinn er ekki tæmandi''</small>. * [[Aeterna]] * [[Agent Fresco]] * [[Andlát (hljómsveit)|Andlát]] * [[Angist]] * [[Ask the Slave]] * [[Atrum]] * [[Auðn (hljómsveit)|Auðn]] * [[Bastard]] * [[Beneath]] * [[Bisund]] * [[Blood Feud]] * [[Botnleðja]] * [[Blóðmör (hljómsveit)|Blóðmör]] * [[Bootlegs]] * [[Brain Police]] * [[Brothers Majere]] * [[Búdrýgindi]] * [[Celestine]] * [[Churchouse Creepers]] * [[Cranium (hljómsveit)|Cranium]] * [[Cult of Lilith]] * [[Changer]] * [[Dark Harvest]] * [[Darknote]] * [[Deathmetal Supersquad]] * [[Denver (hljómsveit)|Denver]] * [[Devine Defilement]] * [[Dimma (hljómsveit)|Dimma]] * [[Drep (hljómsveit)|Drep]] * [[Dr. Spock]] * [[Drýsill]] * [[Dys]] * [[Elixír]] * [[Endless Dark]] * [[Exizt]] * [[Fighting Shit]] * [[Finngálkn (hljómsveit)|Finngálkn]] * [[Forgarður helvítis]] * [[Fortíð]] * [[Future Future]] * [[Gavin Portland]] * [[Gone Postal]] * [[Graveslime]] * [[Gypsy (hljómsveit)|Gypsy]] * [[HAM]] * [[Helshare]] * [[Hostile]] * [[I Adapt]] * [[In Memoriam]] * [[In the Company of Men]] * [[Klink]] * [[Lightspeed Legend]] * [[Katla (hljómsveit)|Katla]] * [[Kontinuum]] * [[Masters of Darkness]] * [[Mínus (hljómsveit)|Mínus]] * [[Misþyrming]] * [[MaidenIced]] * [[Momentum]] * [[Morpolith]] * [[Munnriður]] * [[Múr (hljómsveit)|Múr]] * [[Múspell (hljómsveit)|Múspell]] * [[Myra]] * [[Myrk]] * [[Naðra (hljómsveit)|Naðra]] * [[Nevolution]] * [[Níðhöggur (hljómsveit)|Níðhöggur]] * [[Norn (hljómsveit)|Norn]] * [[Ophidian I]] * [[Patronian]] * [[Plastic Gods]] * [[Power Paladin]] * [[Potentiam]] * [[Retron]] * [[Ring of Gyges]] * [[Saktmóðigur]] * [[Sólstafir]] * [[Severed]] * [[Sign]] * [[Shiva (hljómsveit)|Shiva]] * [[Sinmara]] * [[Skítur (hljómsveit)|Skítur]] * [[Sororicide]] * [[Start (hljómsveit)|Start]] * [[Strigaskór nr. 42]] * [[Skálmöld]] * [[Svartidauði (hljómsveit)|Svartidauði]] * [[Une Misere]] * [[Vansköpun (hljómsveit)|Vansköpun]] * [[Vígspá]] * [[Volcanova]] * [[The Vintage Caravan]] * [[We Made God]] * [[Withered]] * [[Þrumuvagninn]] * [[Zhrine]] ==Tengill== [https://www.metal-archives.com/lists/IS Listi yfir íslenskar þungarokkssveitir á Metal-Archives] [[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]] [[Flokkur:Íslenskar þungarokkshljómsveitir]] [[Flokkur:Listar tengdir Íslandi]] [[Flokkur:Listar um tónlist|íslenskar hljómsveitir]] a7iy9bp4kadersr8szpbj4uw2s1qnzd Patrice Lumumba 0 140156 1761778 1727389 2022-07-24T15:36:04Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | nafn = Patrice Lumumba | búseta = | mynd = Anefo 910-9740 De Congolese2.jpg | myndastærð = 200px | myndatexti1 = {{small|Patrice Lumumba í Brussel árið 1960.}} | titill= Forsætisráðherra Lýðveldisins Kongó | stjórnartíð_start = [[24. júní]] [[1960]] | stjórnartíð_end = [[5. september]] [[1960]] | forseti = [[Joseph Kasa-Vubu]] | forveri = ''Fyrstur í embætti'' | eftirmaður = [[Joseph Iléo]] | fæðingarnafn = Élias Okit'Asombo | fæddur = [[2. júlí]] [[1925]] | fæðingarstaður = [[Katakokombe]], [[belgíska Kongó]] (nú [[Lýðstjórnarlýðveldið Kongó|Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó]]) | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1961|1|17|1925|7|2}} | dánarstaður = [[Élisabethville]] (nú [[Lubumbashi]]), Katanga | orsök_dauða = Myrtur | starf = Stjórnmálamaður | stjórnmálaflokkur = Kongóska þjóðernishreyfingin (Mouvement national congolais) | trúarbrögð = [[Rómversk-kaþólska kirkjan|Kaþólskur]] | maki = Pauline Opanga Lumumba | börn = Michel, François, Guy Patrice, Juliane, Patrice, Roland }} '''Patrice Émery Lumumba''' (2. júlí 1925 – 17. janúar 1961) var [[Kongó|kongóskur]] sjálfstæðisleiðtogi og fyrsti lýðræðislega kjörni forsætisráðherra [[Lýðstjórnarlýðveldið Kongó|Lýðveldisins Kongó]] (nú Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó). Lumumba var lykilmaður í að semja um sjálfstæði Kongó frá [[Belgía|Belgíu]] og var stofnandi og leiðtogi Kongósku þjóðernishreyfingarinnar (fr. ''Mouvement national congolais''; MNC). Stuttu eftir að Kongó hlaut sjálfstæði árið 1960 gerði herinn uppreisn sem markaði upphaf [[Kongódeilan|Kongódeilunnar]]. Lumumba biðlaði til [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] um hjálp við að kveða niður aðskilnaðarsinnana í [[Katanga]] en hafði ekki erindi sem erfiði. Því leitaði hann þess í stað til [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Þetta leiddi til ágreinings Lumumba við [[Joseph Kasa-Vubu]] forseta og starfsmannastjórann [[Mobutu Sese Seko|Joseph-Desiré Mobutu]] auk þess sem ákvörðunin styggði mjög Bandaríkin og Belgíu. Í kjölfarið var Lumumba handtekinn af ráðamönnum undir stjórn Mobutu, framseldur aðskilnaðarsinnunum í Katanga og tekinn af lífi. Lík hans var síðan bútað í sundur og líkamshlutarnir leystir up í sýru.<ref>{{cite web | url=http://www.ruv.is/frett/forsaetisradherra-myrtur-og-leystur-upp-i-syru | title = Forsætisráðherra myrtur og leystur upp í sýru | author =[[Vera Illugadóttir]]| publisher =RÚV | year =2018}}</ref> Eftir dauða hans fóru sjálfstæðissinnar í Afríku að líta á Lumumba sem píslarvott sem hefði látið lífið í viðleitni til að endurheimta [[sjálfstæði nýlendanna]]. Bæði belgísk og bandarísk stjórnvöld liggja undir grun sem þátttakendur í samsærinu sem leiddi til dauða Lumumba. Viðhorf þeirra til Lumumba litaðist af [[Kalda stríðið|kalda stríðinu]] og voru þau tortryggin í hans garð þar sem hann þótti hallur undir Sovétríkin. Lumumba sagðist þó ekki vera kommúnisti, heldur hafi hann neyðst til að leita á náðir Sovétríkjanna þar sem enginn annar vildi hjálpa honum að leysa Kongó úr viðjum nýlenduyfirráða.<ref>Sean Kelly, ''America's Tyrant: The CIA and Mobutu of Zaire'', bls. 29.</ref> Belgískir liðsforingjar fóru fyrir aftökusveitinni sem batt enda á líf Lumumba.<ref name="The Assassination of Lumumba">[https://www.amazon.com/Assassination-Lumumba-Ludo-Witte/dp/1859844103 The Assassination of Lumumba], Ludo De Witte, 2003.</ref><ref>{{Cite book |title=Wolves, Jackals and Foxes: The Assassins Who Changed History |last=Hollington |first=Kris |year=2007 |publisher=True Crime|pages= 50–65 |url=https://books.google.com/books?id=I8LHU4f_hkQC&lpg=PP1&dq=isbn%3A9780312378998&pg=PA50#v=onepage&q&f=false |accessdate=11 December 2010 |quote= }}</ref><ref name="The Assassination of Lumumba"/> [[Central Intelligence Agency|Bandaríska leyniþjónustan]] hafði auk þess lagt drög að áætlunum til að koma Lumumba fyrir kattarnef<ref>[http://www.gwu.edu/~nsarchiv/NSAEBB/NSAEBB222/top06.pdf 6) Plan to poison Congo leader Patrice Lumumba (p. 464)], [[Family jewels (CIA)|Family jewels CIA documents]], on the [[National Security Archive]]'s website</ref><ref name="USN">{{cite web | title= A killing in Congo|work= [[US News]]|url = https://www.usnews.com/usnews/doubleissue/mysteries/patrice.htm |date= 24 July 2000|accessdate = 18 June 2006}}</ref><ref name = gottliebcp>Sidney Gottlieb "obituary" {{cite web |title = Sidney Gottlieb |publisher = Counterpunch.org |url = http://www.counterpunch.org/gottlieb.html |access-date = 2017-10-21 |archive-date = 2011-06-29 |archive-url = https://web.archive.org/web/20110629145759/http://www.counterpunch.org/gottlieb.html |dead-url = yes }}</ref> og [[Dwight D. Eisenhower]] Bandaríkjaforseti hafði sjálfur viljað hann feigan.<ref name="Guardian">{{cite news|title = President 'ordered murder' of Congo leader| work = [[The Guardian]]|url = https://www.theguardian.com/Archive/Article/0,4273,4049783,00.html |accessdate = 18 June 2006| location= London | first= Martin | last= Kettle | date= 10 August 2000}}</ref> Það eina sem varðveittist af jarðneskum leifum Lumumba var ein gulltönn sem belgískur lögreglumaður reif úr líkinu og fór með til Belgíu. Tönnin varðveittist í fórum fjölskyldu hans fram til ársins 2020, en þá úrskurðaði belgískur dómstóll að tönninni skyldi skilað til Kongó.<ref>{{Vefheimild|titill=Belgar munu loks skila tönninni úr Lumumba til Kongó|url=https://www.visir.is/g/20202011177d/belgar-munu-loks-skila-tonninni-ur-lumumba-til-kongo|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Atli Ísleifsson|ár=2020|mánuður=11. september|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=11. september}}</ref> ==Tilvísanir== <references/> {{Commonscat|Patrice Lumumba}} {{fd|1925|1961}} {{DEFAULTSORT:Lumumba, Patrice}} [[Flokkur:Myrtir ríkisstjórnarleiðtogar]] [[Flokkur:Forsætisráðherrar Austur-Kongó]] qrouenr0m2ue2gn9yx8ybu1gig365ek Finnska borgarastyrjöldin 0 143184 1761825 1603273 2022-07-24T23:11:20Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Tampereen taistelun aikana tuhoutunutta Tammelan kaupunginosaa (26696844330).jpg|thumb|right|Byggingar í rúst eftir átök borgarastyrjaldarinnar í [[Tampere]].]] '''Finnska borgarastyrjöldin''' (''Suomen sisällissota'' á finnsku; ''Finska inbördeskriget'' á sænsku og Гражданская война в Финляндии á rússnesku) var stríð um yfirráð í [[Finnland]]i þegar landið breyttist úr [[Stórfurstadæmið Finnland|rússnesku stórfurstadæmi]] í sjálfstætt ríki. Stríðið braust út í kjölfar [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjaldarinnar]] í Evrópu og [[Rússneska byltingin|rússnesku byltingarinnar]]. Borgarastríðið var á milli rauðliða, sem lutu stjórn finnska sósíaldemókrataflokksins, og hvítliða, sem samanstóðu af íhaldsöflum finnska þingsins. Her rauðliða, sem aðallega var skipaður iðnaðar- og landbúnaðarverkamönnum, náði stjórn á borgum og iðnkjörnum Suður-Finnlands. Her hvítliða, sem skipaður var bændum og mið- og hástéttarmönnum, náði stjórn í strjálbýlli hlutum Mið- og Norður-Finnlands. Á árunum í aðdraganda borgarastyrjaldarinnar hafði finnskt samfélag umbreyst af fólksfjölgun, iðnvæðingu, þéttbýlismyndun og þróun stéttarhreyfinga. Stjórnkerfi landsins var í miðri lýðræðis- og nútímavæðingu og því viðkvæmt. Efnahags- og samfélagsaðstæður Finna höfðu batnað hægt og bítandi og því hafði þjóðernis- og menningarvitund þeirra aukist. Í fyrri heimsstyrjöldinni hrundi [[rússneska keisaradæmið]] og því hékk staða Finnlands í lausu lofti. Úr varð valdabarátta og vígbúnaðarkapphlaup milli vinstrisinnaðra verkamannahreyfinga og hægrisinnaðra íhaldsafla. Rauðliðarnir hrundu af stað misheppnuðu áhlaupi í febrúar árið 1918 með herstuðningi frá hinum nýstofnuðu [[Sovétríkin|Sovétríkjum]]. Hvítliðarnir hrundu af stað gagnáhlaupi í mars og hlutu liðsauka frá [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaraveldinu]] í apríl. Helstu orrusturnar voru háðar við [[Tampere]] og [[Vyborg]], þar sem hvítliðar unnu sigur, og við [[Helsinki]] og [[Lahti]], þar sem þýskir hermenn báru sigur úr býtum. Hvítliðar og þýskir bandamenn þeirra unnu stríðið að endingu. Miklu ofbeldi gegn pólitískum andófsmennum var beitt á báðum hliðum. Um 12.500 stríðsfangar úr röðum rauðliða létust úr vannæringu og sjúkdómum í fangabúðum hvítliða. Alls létust um 39.000 manns, þar af 36.000 Finnar, í átökunum. Eftir átökin urðu Finnar hluti af áhrifasvæði Þjóðverja í stað Rússa og gerðu áætlanir um að stofna finnskt konungsríki með ættingja [[Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari|Vilhjálms 2. Þýskalandskeisara]] á konungsstól. Þegar Þýskaland tapaði fyrri heimsstyrjöldinni og keisarinn sagði af sér síðla árs 1918 var hætt við þetta og í staðinn stofnað finnskt lýðveldi. Borgarastyrjöldin skildi eftir sig djúp sár í þjóðarsál Finnlands sem tók marga áratugi að græða. Í kjölfar borgarastyrjaldarinnar varð [[Carl Gustaf Emil Mannerheim]], einn helsti herforingi Finna, þjóðhetja og gegndi embætti ríkisstjóra þar til fyrsti forseti finnska lýðveldisins var kosinn. ==Tengill== * {{Vísindavefurinn|75332|Hvað getur þú sagt mér um finnsku borgarastyrjöldina 1918?}} [[Flokkur:Stríð á 20. öld]] [[Flokkur:Saga Finnlands]] [[Flokkur:1918]] [[Flokkur:Fyrri heimsstyrjöldin]] [[Flokkur:Borgarastríð]] nki5nvqnb15efddtc2gktklurtayy4k Gitanas Nausėda 0 152847 1761868 1749537 2022-07-25T10:56:09Z InternetArchiveBot 75347 Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8.8 wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | forskeyti = | nafn = Gitanas Nausėda | mynd = Gitanas Nauseda (cropped).png | titill= Forseti Litháens | stjórnartíð_start = [[12. júlí]] [[2019]] | stjórnartíð_end = | myndatexti = | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1964|5|19}} | fæðingarstaður = [[Klaipėda]], [[Litháen|Lýðveldinu Litháen]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] | dánardagur = | dánarstaður = | þjóderni = [[Litháen|Litháískur]] | maki = Diana Nausėdienė (g. 1990) | stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn | börn = 2 | þekktur_fyrir = | bústaður = | atvinna = | háskóli = [[Háskólinn í Vilníus]] | starf = |undirskrift = Gitanas Nauseda Signature.svg }} '''Gitanas Nausėda''' (f. 19. maí 1964) er [[Litháen|litháískur]] stjórnmálamaður og núverandi forseti [[Litháen]]s. ==Menntun== Nausėda nam við iðnaðarhagfræðideild Háskólans í Vilníus frá 1982 til 1987 og við hagfræðideild skólans frá 1987 til 1989.<ref>{{cite web|title=XII Pasaulio Lietuvų Mokslo ir Kūrybos Simpoziumas — Tezių rinkinys|date=21-25 May 2003|publisher=Lietuvos mokslininkų sąjunga|citeseerx=10.1.1.136.6733|language=lt|url=http://citeseerx.ist.psu.edu/viewdoc/download?doi=10.1.1.136.6733&rep=rep1&type=pdf|access-date=16 May 2021|archive-url=https://web.archive.org/web/20190430033143/http://citeseerx.ist.psu.edu/viewdoc/download?doi=10.1.1.136.6733&rep=rep1&type=pdf|archive-date=30 April 2019}}</ref> Hann var skiptinemi við [[Mannheim-háskóli|Mannheim-háskóla]] í Þýskalandi frá 1990 til 1992. Hann varði doktorsritgerð sína, „Tekjustefna í verðbólgu og kreppuverðbólgu“ árið 1993.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.mokslas.mii.lt/mokslas/SRITYS/duom00.php?pav=N&sritis=S|titill=LIETUVOS MOKSLO POTENCIALAS|útgefandi=www.mokslas.mii.lt}}</ref> Hann hefur verið [[dósent]] í viðskiptadeild Háskólans í Vilníus frá árinu 2009.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.nauseda2019.lt/biografija|titill=Gitanas Nausėda - Biografija|útgefandi=Nauseda 2019}}</ref> ==Starfs- og stjórnmálaferil== Að loknu námi vann Nausėda hjá rannsóknarstofnun fyrir hagfræði og einkavæðingu frá 1992 til 1993. Frá 1993 til 1994 vann hann fyrir litháíska Samkeppnisráðið sem formaður markaðsdeildarinnar. Frá 1994 til 2000 vann hann hjá litháíska seðlabankanum, fyrst í deild sem vaktaði fjárfestingabanka landsins og síðar sem framkvæmdastjóri peningastefnudeildar seðlabankans. Frá 2000 til 2008 var hann hagfræðingur og fjármálaráðgjafi hjá bankanum AB Vilniaus Bankas. Frá 2008 til 2018 var hann fjármálasérfræðingur, aðalráðgjafi og aðalhagfræðingur bankastjóra SEB Bankas.<ref>{{Vefheimild|tungumál=en|titill=Company Overview of AB SEB bankas|url=https://www.bloomberg.com/research/stocks/private/people.asp?privcapId=2557655|útgefandi=''Bloomberg''|date=|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=28. mars}}</ref> Árið 2004 studdi Nausėda kosningaherferð fyrrum forsetans [[Valdas Adamkus]]. Nausėda lýsti því yfir þann 17. september árið 2018 að hann hygðist gefa kost á sér í forsetakosningum landins næsta ár. Hann vann kosningarnar í annarri umferð þann 26. maí árið 2019.<ref>[http://www.xinhuanet.com/english/2018-09/18/c_137474589.htm Lithuanian opposition party names favorites for presidential election] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20201126012838/http://www.xinhuanet.com/english/2018-09/18/c_137474589.htm |date=2020-11-26 }} ''Xinhua'', 18. september 2018.</ref> Hann tók við embætti þann 12. júlí sama ár.<ref>https://www.foreignbrief.com/daily-news/gitanas-nauseda-to-be-inaugurated-as-next-president-of-lithuania/</ref> ==Einkalíf== Árið 1990 giftist hann Diönu Nausėdienė. Hjónin eiga tvær dætur.<ref>[https://www.delfi.lt/gyvenimas/istorijos/d-nausediene-gitanas-man-pateike-viliojanti-pasiulyma-kurio-negalejau-atsisakyti.d?id=69430568 D. Nausėdienė: Gitanas man pateikė viliojantį pasiūlymą, kurio negalėjau atsisakyti] ''Delfi'', 31. október 2015</ref> Auk [[Litháíska|litháísku]] talar Nausėda [[Enska|ensku]], [[Þýska|þýsku]] og [[Rússneska|rússnesku]].<ref>[https://www.delfi.lt/news/daily/education/gnausedos-kelias-i-ekonomika-aplaistytas-asaromis.d?id=29311937 G.Nausėdos kelias į ekonomiką aplaistytas ašaromis] ''Delfi'', 24. febrúar 2010</ref> ==Tilvísanir== <references/> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla| titill=Forseti Litháens| frá=[[12. júlí]] [[2019]]| til=| fyrir=[[Dalia Grybauskaitė]]| eftir=Enn í embætti| }} {{Töfluendir}} {{Forsetar Litháen}} {{Þjóðhöfðingjar aðildarríkja Evrópusambandsins}} {{DEFAULTSORT:Nausėda, Gitanas}} {{f|1964}} [[Flokkur:Forsetar Litháens]] m5asessxczo54vt8vrfb3tev3cv9f0r Valdaránið í Síle 1973 0 155281 1761864 1738684 2022-07-25T01:09:19Z InternetArchiveBot 75347 Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8.8 wikitext text/x-wiki {{Infobox military conflict | conflict = Valdaránið í Síle 1973 | image =Golpe de Estado 1973.jpg | image_size = 250px | caption = Síleski herinn gerir sprengjuárás á forsetahöllina í Santíagó þann 11. september 1973. | partof = [[Kalda stríðið|kalda stríðinu]] og [[Kondóráætlunin]]ni | date = [[11. september]] [[1973]] | place = [[Síle]] | action = Síleski herinn kemur á herstjórn í landinu og mætir lítilli og óskipulagðri andspyrnu. | result = Ríkisstjórn [[Salvador Allende]] steypt af stóli<br>Herstjórn undir forystu [[Augusto Pinochet]] tekur völdin<br>Salvador Allende fremur sjálfsmorð | combatant1 = {{CHL}} Ríkisstjórn Síle | combatant2 = {{CHL}} Her Síle: *[[Image:Coat of arms of the Chilean Army.svg|15px]] Síleski landherinn *[[Image:Coat of arms of the Chilean Navy.svg|15px]] Síleski sjóherinn *[[Image:Coat of arms of the Chilean Air Force.svg|15px]] Síleski flugherinn Stuðningsaðilar: *{{USA}} [[Bandaríkin]] *{{BRA}} [[Brasilía]] | commander1 = {{CHL}} [[Salvador Allende]] [[Sjálfsmorð|†]] | commander2 = {{CHL}} [[Augusto Pinochet]]<br />{{CHL}} [[José Toribio Merino]]<br />{{CHL}} [[Gustavo Leigh]]<br>{{CHL}} [[César Mendoza]] | casualties3 = Alls 60 á meðan á valdaráninu stóð }} '''Valdaránið í Síle''' var stjórnarbylting sem her [[Síle]] gerði gegn ríkisstjórn [[Salvador Allende|Salvadors Allende]] forseta landsins þann 11. september árið 1973. Valdaránið var framið með stuðningi ríkisstjórnar [[Richard Nixon|Richards Nixon]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og lagði grunninn að stofnun einræðisstjórnar herforingjans [[Augusto Pinochet|Augusto Pinochet]] í Síle, sem entist til ársins 1990. ==Aðdragandi== [[Salvador Allende]], frambjóðandi [[Alþýðufylkingin (Síle)|Alþýðufylkingarinnar]], var kjörinn forseti Síle árið 1970 og var fyrsti lýðræðislega kjörni [[Marxismi|marxíski]] leiðtogi í Suður-Ameríku. Í aðdraganda kosningasigurs Allende höfðu síleskir herforingjar þegar lagt á ráðin um að fremja valdarán ef Alþýðufylkingin kæmist til valda. Stjórn Allende var fljót að vinna sér óvild Bandaríkjanna þegar hún [[Þjóðnýting|þjóðnýtti]] koparnámur í eigu dótturfyrirtækja bandarísku námufélaganna Anaconda og Kennecott án þess að greiða félögunum bætur.<ref>{{Vefheimild|titill=Þess vegna varð Allende að deyja|url=https://timarit.is/page/6287508|útgefandi=''[[Tímarit Máls og menningar]]''|höfundur=[[Gabriel García Márquez]]|ár=1975|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=26. október}}</ref> [[Richard Nixon]] Bandaríkjaforseti hafði þegar haft áhyggjur af gangi mála í Síle í aðdraganda kjörs Allende og hafði falið [[Richard Helms]], yfirmanni [[Central Intelligence Agency|bandarísku leyniþjónustunnar]] (CIA), að grípa til aðgerða til að „bjarga Síle“. Eftir kjör Allende heimilaði Nixon að tíu milljón dollurum yrði varið í að koma í veg fyrir valdatöku hans eða steypa honum af stóli.<ref>{{Vefheimild|titill=„Mistök“ fortíðar opinberuð?|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1923143|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|ár=1998|mánuður=20. desember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=26. október}}</ref> Þriggja ára valdatíð Allende reyndist mjög stormasöm en á fyrsta ári hans í forsetaembætti vegnaði síleska efnahaginum vel. [[Verg landsframleiðsla]] jókst um 8,6 prósent, verðbólga lækkaði úr 34,9 prósentum í 22,1 prósent og framleiðsla jókst um 12 prósentustig.<ref name=Tercera_Problemas> [https://archive.is/20070802230054/http://www.latercera.cl/medio/articulo/0,0,38035857_178048856_151840537,00.html Comienzan los problemas], part of series "Icarito > Enciclopedia Virtual > Historia > Historia de Chile > Del gobierno militar a la democracia" on LaTercera.cl. Läst 22. september 2006.</ref> Sósíalísk efnahagsstefna Allende mætti harðri andspyrnu frá yfirstétt landsins og frá Bandaríkjunum, sem beittu pólitískum og efnahagslegum þrýstingi bæði leynt og ljóst til að veikja stjórn hans.<ref name=CIA_website>Kristian C. Gustafson. [https://www.cia.gov/library/center-for-the-study-of-intelligence/csi-publications/csi-studies/studies/vol47no3/article03.html CIA Machinations in Chile in 1970: Reexamining the Record] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20191222045519/https://www.cia.gov/library/center-for-the-study-of-intelligence/csi-publications/csi-studies/studies/vol47no3/article03.html |date=2019-12-22 }}. Skoðað 19. desember 2019.</ref> === Stigmögnun átaka === Í október árið 1972 kom í fyrsta sinn til átaka milli ríkisstjórnarinnar og velmegandi hluta sílenska samfélagsins, sem nutu stuðnings Nixons Bandaríkjaforseta. Þann 9. október hófst verkfall vörubílstjóra sem styrkt var af [[Central Intelligence Agency|bandarísku leyniþjónustunni]] með greiðslum upp á tvær milljónir Bandaríkjadala í samræmi við hina svokölluðu „septemberáætlun“.<ref name=Periodista_Paro>{{Vefheimild|url=http://www.elperiodista.cl/newtenberg/1387/article-32642.html|titill=El paro que coronó el fin ó la rebelión de los patrones|safnslóð=http://www.elperiodista.cl/newtenberg/1387/article-32642.html|safnár=2016|safnmánuður=25. maí|ár=2003|mánuður=8. júní|útgefandi=''[[El Periodista]]''|tungumál=spænska}}</ref> Verkfallið, sem skipulagt var af 165 stéttarfélögum leigubílstjóra með samtals um 40.000 meðlimum, lamaði landið. Á forsetatíð Allende ríkti verulegur óstöðugleiki í stjórnmálum Síle. Hópar róttækari stuðningsmanna hans tóku yfir margar verksmiðjur og stórar landeignir ásamt erlendum „atvinnubyltingarmönnum“. Einn af þessum hópum kallaðist Byltingarsinnaða vinstrihreyfingin (sp. ''Movimiento de Izquierda Revolucionaria'' eða MIR). Á móti þessum hópum risu upp hópar [[Öfgahægristefna|öfgahægrimanna]] sem stóðu fyrir pólitískum morðum og skemmdarverkum til þess að veikja ríkisstjórninna. Meðal þessara hópa var hreyfingin Föðurland og frelsi (sp. ''Patria y Libertad''), sem hlaut fjárstuðning frá bandarísku leyniþjónustunni.<ref>United States Senate Report (1975) ''Covert Action in Chile, 1963-1973''. U.S. Government Printing Office Washington. D.C.</ref> Þrátt fyrir niðursveiflu í efnahag landsins jókst stuðningur við Alþýðufylkingu Allende upp í 43,2 prósent í þingkosningum árið 1973. Kristilegir demókratar hættu óformlegum stuðningi sínum við Allende og fóru að líta á stjórn hans sem ólögmæta.<ref>[http://countrystudies.us/chile/85.htm Development and Breakdown of Democracy, 1830-1973], United States [[Library of Congress Country Studies]]: Chile. Undated; according to [http://countrystudies.us/chile/2.htm Preface], "The body of the text reflects information available as of March 31, 1994." Läst 22 september 2006.</ref> CIA styrkti sílesku stjórnarandstöðuna á þessum tíma um allt að 8 milljónir Bandaríkjadala til þess að reyna að fella stjórn Allende.<ref name=Periodista_Paro/> Í skýrslu CIA sem gerð var opinber árið 2000 var fjárstuðningur leyniþjónustunnar við andstæðinga Allende metinn upp á 6,8 milljónir.<ref name="CIA_2000_12"> [http://www.gwu.edu/~nsarchiv/news/20000919/01-12.htm CIA 2000 report, page 12], published by the [[National Security Archive]] </ref> === Brestir á þinginu === Árið 1973 skiptist síleska þingið á milli heitra stuðningsmanna og svarinna andstæðinga Allende og stjórnar hans. Sósíalistarnir höfðu notið stuðnings kristilegra demókrata, en með auknum átökum í landinu gengu hinir síðarnefndu nú í lið með íhaldsmönnum og kröfðust afsagnar Allende. Þann 22. ágúst samþykkti fulltrúadeild þingsins ályktun þar sem Allenda var vændur um stjórnarskrárbrot og biðlað var til stjórnarinnar að fara eftir lögum.<ref>[https://web.archive.org/web/20070831070131/http://www.josepinera.com/pag/pag_tex_quiebredemoc_en.htm Agreement of the Chamber of Deputies August 22, 1973]</ref> Allende svaraði þinginu með því móti að ályktunin hefði ekki náð áskyldum tveggja þriðjunga meirihluta á öldungadeild þingsins og að texti hennar bryti sjálfur gegn ýmsum ákvæðum stjórnarskrárinnar.<ref>https://web.archive.org/web/20070814074601/http://www.josepinera.com/pag/pag_tex_respallende.htm</ref> Forsvarsmaður vantrauststillögunnar, fyrrum forsetinn [[Eduardo Frei Montalva]], hafði áður stutt kjör Allende en sakaði hann nú um að leiða Síle í átt að kommúnísku einræði að kúbverskri fyrirmynd. Frei varð síðar einn háværasti gagnrýnandi einræðisstjórnar [[Augusto Pinochet|Pinochets]] í landinu og var líklega myrtur vegna andófsaðgerða sinna af leyniþjónustu Pinochets árið 1983.<ref>{{Vefheimild|titill=http://www.svd.se/nyheter/utrikes/chiles-expresident-mordades-med-gift_3912037.svd|url=http://www.svd.se/nyheter/utrikes/chiles-expresident-mordades-med-gift_3912037.svd|verk=Chiles expresident mördades med gift|utgivare=Svenska dagbladet|hämtdatum=17 januari 2013}}</ref> == Valdaránið == Þann 11. september árið 1973 gerði síleski herinn árás á forsetahöllina [[La Moneda]] í [[Santíagó]]. Allende var boðið að flýja landið í einkaflugvél sinni en hann neitaði að yfirgefa landið og bjóst til varnar gegn umsátursmönnunum í forsetahöllinni.<ref>{{Vefheimild|titill=„Við munum berjast þar til yfir lýkur“|url=https://timarit.is/page/3220303|útgefandi=''[[Alþýðublaðið]]''|höfundur=L. Kositsjef|ár=1977|mánuður=23. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=19. desember}}</ref> Allende lét lífið í átökunum um forsetahöllina og opinber skýring á dauða hans er sú að hann hafi framið [[sjálfsmorð]] með riffli sem hann hlaut að gjöf frá [[Fidel Castro]]. Lík hans fannst þegar hermenn valdaræningjanna hertóku forsetahöllina og höfuðborgina. Dóttir Allende staðfesti þann 10. júlí að faðir hennar hefði fyrirfarið sér.<ref>{{Vefheimild |url=http://www.aftonbladet.se/senastenytt/ttnyheter/utrikes/article13348369.ab |titill=Arkiverade kopian |hämtdatum=2011-10-22 |arkivurl=https://web.archive.org/web/20160603083924/http://www.aftonbladet.se/senastenytt/ttnyheter/utrikes/article13348369.ab |arkivdatum=2016-06-03 }}</ref><ref>http://edition.cnn.com/2011/WORLD/americas/07/19/chile.allende/index.html?hpt=hp_p1&iref=NS1</ref><ref>http://www.france24.com/en/20110719-analysis-allende-remains-confirms-verdict-suicide-pinochet-exhumation-coup-1973-chile</ref> Framkvæmd valdaránsins var bæði fljót og skilvirk og einni viku eftir upphaf þess höfðu flestir vinstrileiðtogar í landinu verið drepnir eða fangelsaðir. [[Augusto Pinochet]], leiðtogi uppreisnarmannanna, stofnaði einræðisstjórn sem réð yfir Síle til ársins 1990. == Stuðningur Bandaríkjamanna við valdaránið == Ekkert í opinberum skjölum staðfestir að Bandaríkjamenn hafi átt beina þátttöku í valdaráninu en fjöldi skjala og vitnisburða staðfestir að Bandaríkjastjórn hafi hjálpað til við að skapa skilyrðin fyrir því. Bandaríkjamenn tóku nýju stjórninni í Síle fagnandi og stofnuðu fljótt til náins samstarfs við Pinochet og félaga.<ref name="Hinchey">[http://foia.state.gov/Reports/HincheyReport.asp Hinchey Report: CIA Activities in Chile] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20091020110606/http://foia.state.gov/Reports/HincheyReport.asp |date=2009-10-20 }}, 18. september 2000.</ref><ref>[http://www.gwu.edu/~nsarchiv/news/20000919/ CIA Acknowledges Ties to Pinochet's Repression. Report to Congress Reveals U.S. Accountability in Chile], om Hinchey-rapporten, National Security Archive, 19. september 2000.</ref> Fimm dögum eftir valdaránið hringdi bandaríski utanríkisráðherrann [[Henry Kissinger]] í Nixon forseta og lét þau orð falla að ef þeir hefðu stutt álíka valdarán á stjórnartíð [[Dwight D. Eisenhower|Eisenhowers]] hefði þeim verið fagnað sem hetjum. Í upptöku af símtalinu segir Nixon að Bandaríkin hafi ekki átt beina aðild að valdaráninu en hafi skapað skilyrðin og lagt grunn að falli Allende-stjórnarinnar.<ref>[http://www.gwu.edu/~nsarchiv/NSAEBB/NSAEBB123/chile.htm The Kissinger Telcons: Kissinger Telcons on Chile], National Security Archive, [http://www.gwu.edu/~nsarchiv/NSAEBB/NSAEBB123/Box%2022,%20File%203,%20Telcon,%209-16-73%2011,50%20Mr.%20Kissinger-The%20Pres%202.pdf Konversationen i pdf-format.]</ref> Samkvæmt Hinchey-skýrslunni sem gerð var opinber árið 2000 hafði CIA ekki beðið síleska herinn um að gera uppreisn, en bandarískir leyniþjónustumenn vissu þó vel af fyrirætlunum valdaræningjanna og voru í sambandi við þá í aðdraganda valdaránsins. Þar sem bandaríska leyniþjónustan reyndi ekki að telja herforingjunum hughvarf og hafði áður reynt að koma af stað uppreisn gegn Allende árið 1970 er almennt talið að hún hafi vísvitandi litið í hina áttina þegar valdaránið var framið.<ref name="Hinchey" /> Bæði ríkisstjórn og leyniþjónusta Bandaríkjanna veittu herforingjastjórn Pinochets stuðning og fjárstyrk eftir valdaránið. Í aðdraganda valdaránsins höfðu Bandaríkin jafnframt dregið verulega úr þróunaraðstoð og verslun við Síle. Jafnframt hafði verið lokað á efnahagsaðstoð til landsins frá [[Þróunarbanki Ameríkuríkja|Þróunarbanka Ameríkuríkja]] og [[Alþjóðabankinn|Alþjóðabankanum]], þar sem Bandaríkin nutu verulegra áhrifa. Síle hlaut þó áfram styrki frá [[Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn|Alþjóðagjaldeyrissjóðnum]].<ref>[http://foia.state.gov/Reports/ChurchReport.asp Church Report: Covert Action in Chile 1963-1973.] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090911173014/http://foia.state.gov/Reports/ChurchReport.asp |date=2009-09-11 }}, 18 december 1975.</ref><ref>Mabry, Don, [http://www.historicaltextarchive.com/sections.php?op=viewarticle&artid=671 Chile: Allende's Rise and Fall] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20061030000000/https://web.archive.org/web/20061030015859/http://www.historicaltextarchive.com/sections.php?op=viewarticle&artid=671 |date=2006-10-30 }}</ref> == 40 ára afmæli valdaránsins == [[File:La Mano memory 40 years Chile dictatorship 1.jpg|thumb|right|Minnisvarði um valdaránið í Síle í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] á 40 ára afmæli valdaránsins. Á myndunum sést fólk sem var myrt eða látið hverfa á tíð einræðisstjórnarinnar.]] 40 árum eftir valdaránið voru Allende og önnur fórnalömb valdaránsins heiðruð í minningarathöfnum, bæði í Síle<ref>{{Vefheimild|titill=Chile rinde homenaje a Salvador Allende a 40 años del golpe de Estado|url=http://www.telesurtv.net/articulos/2013/09/11/chile-rinde-homenaje-a-salvador-allende-a-40-anos-del-golpe-de-estado-2937.html|verk=Chile rinde homenaje a Salvador Allende a 40 años del golpe de Estado|utgivare=teleSUR|hämtdatum=16 september 2013}}</ref> og ýmsum öðrum löndum, meðal annars í Argentínu<ref>{{Vefheimild|titill=Homenaje a Salvador Allende a 40 años del golpe militar en Chile |url=http://agendacultural.buenosaires.gob.ar/evento/homenaje-a-salvador-allende-a-40-a%C3%B1os-del-golpe-militar-en-chile/8110 |verk=Homenaje a Salvador Allende a 40 años del golpe militar en Chile |utgivare=Buenos Aires cuidad |hämtdatum=16 september 2013 |arkivurl=https://web.archive.org/web/20160305120410/http://agendacultural.buenosaires.gob.ar/evento/homenaje-a-salvador-allende-a-40-a%C3%B1os-del-golpe-militar-en-chile/8110 |arkivdatum=5 mars 2016 }}</ref> og Svíþjóð.<ref>{{Vefheimild|titill=40-årsdagen av militärkuppen i Chile|url=http://www.riktpunkt.nu/2013/09/40-arsdagen-av-militarkuppen-i-chile/|verk=40-årsdagen av militärkuppen i Chile|utgivare=RiktpunKt|hämtdatum=16 september 2013}}</ref> ==Tilvísanir== <references/> {{Kalda stríðið}} [[Flokkur:1973]] [[Flokkur:Kalda stríðið]] [[Flokkur:Saga Chile]] [[Flokkur:Valdarán|Síle]] 33rbopjxrhi2otqjte8kaympase2reo FK Spartaks Jūrmala 0 160237 1761802 1736081 2022-07-24T18:41:01Z Makenzis 56151 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Futbola klubs Spartaks | Mynd = | Gælunafn = | Stytt nafn = FK Spartaks | Stofnað = 2007 | Leikvöllur = [[Sloka Stadium]], [[Jūrmala]] | Stærð = 2.500 | Stjórnarformaður = {{LVA}} [[Spartaks Melkumjans]] | Knattspyrnustjóri = {{ESP}} [[Víctor Basadre]] | Deild = '''[[Lettneska Úrvalsdeildin]]''' | Tímabil = 2021 | Staðsetning = '''[[Lettneska Úrvalsdeildin]]''', 5. sæti | pattern_la1 = _melbcity1718A | pattern_b1 = _nancy1819a | pattern_ra1 = _melbcity1718A | pattern_so1 =_whitetop | leftarm1 = ff0000 | body1 = ff0000 | rightarm1 = ff0000 | shorts1 = FFFFFF | socks1 = ff0000 | pattern_la2 = _nikestrike1920bp | pattern_b2 = _nikestrike1920bp | pattern_ra2 = _nikestrike1920bp | leftarm2 = 000000 | body2 = 000000 | rightarm2 = 000000 | shorts2 = 000000 | socks2 = 000000}} ''FK Spartaks'' er lettneskt [[Knattspyrna|knattspyrnufélag]] með aðsetur í [[Jūrmala]]. == Árangur == {| class="wikitable" style="font-size:90%;" |- !Tímabil ! !Deild !Sæti !Viðhengi |- | bgcolor="#f4dc93" style="text-align:center;"| '''2011''' | bgcolor="#f4dc93" style="text-align:center;"| '''2.''' | bgcolor="#f4dc93" style="text-align:center;"| '''Pirma liga''' | bgcolor="#DEB678" style="text-align:center;"| '''3.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/let2011.html</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''2012''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''Virsliga''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''5.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/let2012.html</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''2013''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''Virsliga''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''7.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/let2013.html</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''2014''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''Virsliga''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''6.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/let2014.html</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''2015''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''Virsliga''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''5.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/let2015.html</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''2016''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''Virsliga''' | bgcolor="#FFF000" style="text-align:center;"| '''1.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/let2016.html</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''2017''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''Virsliga''' | bgcolor="#FFF000" style="text-align:center;"| '''1.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/let2017.html</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''2018''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''Virsliga''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''5.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/let2018.html</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''2019''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''Virsliga''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''5.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/let2019.html</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''2020''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''Virsliga''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''6.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/let2020.html</ref> |- | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''2021''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.''' | bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[Latvijas futbola Virslīga|Virslīga]]''' | bgcolor="#F5F5F5" style="text-align:center;"| '''5.''' | <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/let2021.html</ref> |- |} == Titlar == *'''[[Lettneska Úrvalsdeildin]]''': '''2''' *2016, 2017 *'''Lettneska Bikarkeppnin''': '''1''' *2018 ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [https://www.fkspartaks.lv/ Heimasíða félagsins] [[Flokkur:Lettnesk knattspyrnufélög]] [[Flokkur:Jūrmala]] [[Flokkur:stofnað 2007]] 89w481i2tk927eh1hfw8ocs5n4o8z7o Fumio Kishida 0 165063 1761827 1736665 2022-07-24T23:20:28Z CommonsDelinker 1159 Skipti út Fumio_Kishida_20211004.jpg fyrir [[Mynd:Fumio_Kishida_20211005.jpg]] (eftir [[commons:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:FR|File renamed]]: According to the Exif information in the original version of this image which wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | nafn = Fumio Kishida<br>岸田 文雄 | mynd =Fumio Kishida 20211005.jpg | myndatexti1 = Fumio Kishida árið 2021. | titill= [[Forsætisráðherra Japans]] | stjórnartíð_start = [[4. október]] [[2021]] | stjórnartíð_end = | einvaldur = [[Naruhito]] | forveri = [[Yoshihide Suga]] | eftirmaður = | fæðingarnafn = | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1957|7|29}} | fæðingarstaður = [[Shibuya]], [[Tókýó]], [[Japan]] | starf = | stjórnmálaflokkur = [[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Japan)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] | maki = Yuko Kishida ​(g. 1988) | börn = | háskóli = [[Waseda-háskóli]] | undirskrift = Fumio Kishida signature.svg }} '''Fumio Kishida''' (f. 29. júlí 1957) er [[japan]]skur stjórnmálamaður, núverandi [[forsætisráðherra Japans]] og forseti [[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Japan)|Frjálslynda lýðræðisflokksins]]. Hann tók við embætti þann 4. október 2021 eftir afsögn [[Yoshihide Suga]].<ref>{{Vefheimild|titill=Japansþing kaus Kishida sem forsætisráðherra|url=https://www.ruv.is/frett/2021/10/04/japansthing-kaus-kishida-sem-forsaetisradherra|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2021|mánuður=4. október|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=4. október|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref> Kishida hefur setið á japanska þinginu frá árinu 1993 fyrir [[Hírosíma]] og gegndi embætti [[utanríkisráðherra]] frá 2012 til 2017 í ríkisstjórn [[Shinzō Abe]].<ref>{{Vefheimild|titill=Allar líkur á að Kis­hida taki við em­bætti for­sætis­ráð­herra af Suga|url=https://www.visir.is/g/20212162944d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=29. september|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=4. október|höfundur=Atli Ísleifsson}}</ref> Kishida gaf kost á sér í forsetakjöri Frjálslynda lýðræðisflokksins í september 2021 eftir að flokksleiðtoginn og forsætisráðherrann Yoshihide Suga lýsti yfir að hann hygðist ekki sitja lengur. Hann vann sigur þann 29. september eftir kosningabaráttu á móti [[Taro Kono]], sem stýrði aðgerðum stjórnvalda gegn [[Kórónaveirufaraldurinn 2019-2021|COVID-19-faraldrinum]], [[Seiko Noda]], fyrrverandi jafnréttisráðherra, og þingkonunni [[Sanae Takaichi]]. Eftir kjör sitt á forsetastól hvatti Kishida flokksfélaga sína til að sýna Japönum að Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn væri endurborinn og væri þess verður að fara áfram með stjórn landsmála.<ref>{{Vefheimild|titill=Nýr leiðtogi Japans kjörinn|url=https://www.ruv.is/frett/2021/09/29/nyr-leidtogi-japans-kjorinn|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2021|mánuður=29. september|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=4. október|höfundur=Ásgeir Tómasson}}</ref> Japanska þingið staðfesti Kishida sem nýjan forsætisráðherra Japans þann 4. október 2021. Kishida hefur talað fyrir breytingum á efnahagsstefnunni sem Japan hefur fylgt frá því á stjórnartíð Shinzō Abe, sem Kishida vill meina að þjóni fyrst og fremst hagsmunum stórfyrirtækja.<ref>{{Vefheimild|titill=Kis­hida stað­festur í em­bætti for­sætis­ráð­herra|url=https://www.visir.is/g/20212165025d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=4. október|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=4. október|höfundur=Atli Ísleifsson}}</ref> Kishida leiddi Frjálslynda lýðræðisflokkinn í kosningum þann 31. október 2021. Flokkurinn viðhélt hreinum meirihluta á japanska þinginu.<ref>{{Vefheimild|titill=Flokkur Kis­hida náði hreinum meiri­hluta|url=https://www.visir.is/g/20212177080d/flokkur-kis-hida-nadi-hreinum-meiri-hluta|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=1. nóvember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=27. nóvember|höfundur=Atli Ísleifsson}}</ref> ==Tilvísanir== <references/> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Yoshihide Suga]] | titill=[[Forsætisráðherra Japans]] | frá=[[4. október]] [[2021]] | til=| eftir=Enn í embætti}} {{Töfluendir}} {{Forsætisráðherrar Japans}} {{stubbur|stjórnmál|Japan}} {{DEFAULTSORT:Kishida, Fumio}} {{f|1957}} [[Flokkur:Forsætisráðherrar Japans]] tr0vi1f8lohh1tmm2wyrxj1sson2ckw Innrás Rússa í Úkraínu 2022 0 166852 1761764 1761658 2022-07-24T12:34:05Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki {{líðandi stund}} {{stríðsátök | conflict = Innrás Rússa í Úkraínu 2022 | partof = [[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríði Rússlands og Úkraínu]] |image=2022 Russian invasion of Ukraine.svg |image_size=250px |caption= Árásir á Úkraínu |place=[[Úkraína]] |date=[[24. febrúar]] [[2022]] – |combatant1={{RUS}} [[Rússland]]<br>[[File:Flag of Donetsk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Donetsk]]<br>[[File:Flag of the Luhansk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Luhansk]]<br>'''Stuðningur:'''<br>{{BLR}} [[Hvíta-Rússland]] |combatant2={{UKR}} [[Úkraína]] |commander1= {{RUS}} [[Vladímír Pútín]]<br>{{RUS}} [[Mikhaíl Misjústín]]<br>{{RUS}} [[Sergei Sjoígú]]<br>{{RUS}} [[Sergei Lavrov]]<br>{{RUS}} [[Alexander Dvornikov]] <br>{{RUS}} [[Ramzan Kadyrov]]<br>{{BLR}} [[Alexander Lúkasjenkó]] |commander2= {{UKR}} [[Volodímír Selenskíj]]<br>{{UKR}} [[Denys Sjmyhal]]<br>{{UKR}} [[Vitalí Klitsjkó]]<br>{{UKR}} [[Dmítró Kúleba]]<br>{{UKR}} [[Írýna Vereshjúk]]<br>{{UKR}} [[Oleksíj Rezníkov]] |strength1={{Collapsible list|title=Sjá lista|'''{{RUS}} Rússland:''' * 900.000 (fastaher) * 554.000 (hernaðarhreyfingar) * 2.000.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021">{{cite book |title=The military balance 2021 |date=2021 |publisher=[[International Institute for Strategic Studies]] |location=Abingdon, Oxon |isbn=978-1032012278}}</ref> * Þ. á m. 175.000<ref>{{cite news|url=https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |author-last1=Julian E. |author-first1=Barnes |author-last2=Michael |author-first2=Crowley |author-last3=Eric |author-first3=Schmitt |title=Russia Positioning Helicopters, in Possible Sign of Ukraine Plans|date=10 January 2022|website=[[The New York Times]] |access-date=20 January 2022 |archive-date=22 January 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220122100818/https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |url-status=live |url-access=subscription |language=en |quote=American officials had expected additional Russian troops to stream toward the Ukrainian border in December and early January, building toward a force of 175,000.}}</ref>–190.000<ref>{{cite news|author-last=Bengali |author-first=Shashank |date=18 February 2022|title=The U.S. says Russia's troop buildup could be as high as 190,000 in and near Ukraine. |language=en-US |work=The New York Times |url=https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news|access-date=18 February 2022 |url-access=subscription |archive-date=18 February 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220218063637/https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news |url-status=live}}</ref> við úkraínsku landamærin}} |strength2={{Collapsible list|title=Sjá lista| * '''{{UKR}} Úkraína:''' * 209.000 (fastaher) * 102.000 (hernaðarhreyfingar) * 900.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021" />}} |casualties1={{small|Alls um 16.000+ drepnir (skv. BNA)<br>39.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br>Um 1.300 drepnir (skv. Rússum)}} |casualties2={{small|Alls um 2.000-4.000 (skv. BNA)<br> 2.500-3.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br> 23.000 skv. Rússum}} | casualties3='''Almennir borgarar drepnir: Um 12.000-28.000 (skv. Úkraínu) }} Þann 24. febrúar 2022 gerðu [[Rússland|Rússar]] '''innrás í [[Úkraína|Úkraínu]]'''. Innrásin er hluti af [[Stríð Rússlands og Úkraínu|hernaðardeilum á milli ríkjanna]] sem hafa staðið yfir frá árinu 2014. Stríðið skapaði milljóna manna flóttamannastraum sem var sá mesti frá [[seinni heimsstyrjöld]]. ==Aðdragandi== {{aðalgrein|Evrómajdan|Úkraínska byltingin 2014|Krímskagakreppan 2014}} Átök Rússlands og Úkraínu má rekja aftur til ársins 2014, til [[Evrómajdan]]-mótmælanna og [[Úkraínska byltingin 2014|úkraínsku byltingarinnar]] þar sem forsetanum [[Viktor Janúkóvitsj]] var steypt af stóli. Janúkóvitsj hafði verið náinn bandamaður ríkisstjórnar Rússlands og [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] Rússlandsforseta, og hafði í aðdraganda mótmælanna hætt við fyrirhugað samkomulag um nánara samband Úkraínu við [[Evrópusambandið]].<ref>{{Vefheimild|titill=Enn mótmælt í Kænugarði|url=https://www.ruv.is/frett/enn-motmaelt-i-kaenugardi-0|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2013|mánuður=13. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref> Eftir að Janúkóvitsj var steypt af stóli sendu Rússar herlið á [[Krímskagi|Krímskaga]] og héldu þar atkvæðagreiðslu sem leiddi til þess að Krímskagi var formlega innlimaður inn í rússneska sambandsríkið.<ref>{{Vefheimild |titill=Krímskagi formlega orðinn hluti af Rússlandi |mánuður=21. mars|ár=2014|mánuðurskoðað=24. febrúar|árskoðað=2022|útgefandi=''[[Vísir|Vísir]]''|url=http://www.visir.is/g/2014140329782}}</ref> Árið 2014 hófust jafnframt uppreisnir í austurhluta Úkraínu, þar sem meirihluti íbúa er [[Rússneska|rússneskumælandi]].<ref>{{Tímarit.is|6161282|Fasistar og hryðjuverkamenn|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðsteinn Bjarnason|útgáfudagsetning=30. ágúst 2014|blaðsíða=28}}</ref> Aðskilnaðarsinnarnir í austurhluta Úkraínu lýstu yfir stofnun sjálfstæðra „alþýðulýðvelda“ í [[Donetsk]] og [[Luhansk]]. Rússar veittu aðskilnaðarsinnunum aðstoð en stjórnvöld í Rússlandi neituðu því jafnan að um væri að ræða rússneska stjórnarhermenn.<ref>{{Tímarit.is|6916370|Hyggjast stofna Litla Rússland|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=1. ágúst 2017|blaðsíða=17}}</ref><ref>{{Tímarit.is|6334764|Efast um að friður komist á|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=13. febrúar 2015|blaðsíða=24}}</ref> ==Innrásin== [[Mynd:Житловий будинок на вул. Лобановського, 6-А після обстрілу.jpg|thumb|left|Þann 26. febrúar hæfði rússnesk eldflaug blokk í Kænugarði.]] Undir lok ársins 2021 og í byrjun ársins 2022 söfnuðu Rússar tæplega 200.000 manna herliði við landamæri Úkraínu, sem vakti ótta í Úkraínu og á Vesturlöndum um að Pútín hygðist fyrirskipa innrás í landið.<ref>{{Vefheimild|titill=Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/04/ottinn-vid-innras-russa-i-ukrainu-magnast-enn|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson|ár=2021|mánuður=4. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Rússnesk stjórnvöld þvertóku ítrekað fyrir að innrás væri yfirvofandi en ráðamenn þar lögðu jafnframt fram kröfur um að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] um alla framtíð og að bandalagið fjarlægði alla hermenn og öll vopn sín úr [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]].<ref>{{Vefheimild|titill=Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222224189d/segja-russa-naer-thvi-ad-gera-innras-i-ukrainu|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Samúel Karl Ólason|ár=2022|mánuður=17. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> ===Febrúar=== Þann 21. febrúar viðurkenndi Pútín sjálfstæði [[Alþýðulýðveldið Donetsk|Alþýðulýðveldanna Donetsk]] og [[Alþýðuýðveldið Luhansk|Luhansk]], héraða rússneskumælandi aðskilnaðarsinna sem höfðu klofið sig frá Úkraínu árið 2014 með stuðningi Rússa.<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín viðurkennir sjálfstæði Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/putin-vidurkennir-sjalfstaedi-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=22. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Pútín sendi í kjölfarið rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að gegna „friðargæslu“ í Donetsk og Luhansk.<ref>{{Vefheimild|titill=Hefur þegar skipað hernum inn í Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/hefur-thegar-skipad-hernum-inn-i-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Í ræðu sem Pútín hélt við viðurkenningu sína á sjálfstæði héraðanna efaðist hann um sögulegar forsendur fyrir Úkraínu sem sjálfstæðu ríki og sakaði stjórnvöld þar um að fremja þjóðarmorð.<ref>{{Vefheimild|titill=Eldræða Pútíns réttlætir innrás Rússa í Úkraínu - herlið sent af stað|url=https://stundin.is/grein/14821/eldmessa-putins-rettlaetir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Stundin]]''|höfundur=Jón Trausti Reynisson|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Morguninn 24. febrúar 2022 hófu Rússar allsherjarinnrás í Úkraínu. Innrásin fór fram bæði frá héruðunum í austurhluta landsins, frá Krímskaga og frá [[Hvíta-Rússland]]i með stuðningi stjórnar [[Alexander Lúkasjenkó|Alexanders Lúkasjenkó]].<ref>{{Vefheimild|titill=Bein lýsing - Innrás í Úkraínu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/bein-lysinginnras-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Vakt­in: Alls­herj­ar­inn­rás Rúss­a í Úkra­ín­u|url=https://www.visir.is/g/20222226904d/sprengjum-rignir-yfir-kaenugard|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar|höfundur= Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason}}</ref> Rússneski herinn gerði árás á olíubirgðastöð suður af Kýiv.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/oliubirgdastod-og-oliuleidsla-standa-i-ljosum-logum|titill=Olíubirgðastöð og olíuleiðsla standa í ljósum logum|útgefandi=[[RÚV]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|mánuður=27. febrúar|ár=2022|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref> Í yfirlýsingu sinni um innrásina sagði Pútín markmið hennar vera að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá [[Nasismi|nasisma]]“ úr stjórn ríkisins.<ref>{{Vefheimild|titill=Mark­miðið að brjóta niður hernaðar­mátt Úkraínu og „afmá nas­ismann“|url=https://www.visir.is/g/20222226950d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Atli Ísleifsson|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hugmyndin um að Úkraínu sé stýrt af [[Nýnasismi|nýnasistum]] hefur verið áberandi í rússneskum áróðri til réttlætingar innrásinni. Hún styðst sumpart við starfsemi nýnasískra öfgaþjóðernishreyfinga á borð við [[Azovsveitin]]a, sem hefur stöðu undirliðs í úkraínska þjóðvarðliðinu og hefur barist í [[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríðinu í austurhluta Úkraínu]] frá 2014.<ref>{{Vefheimild|titill=Öfgahægrivandinn ekki meiri í Úkraínu en í nágrannaríkjunum|url=https://kjarninn.is/skyring/ofgahaegrivandinn-ekki-meiri-i-ukrainu-en-i-nagrannarikjunum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Arnar Þór Ingólfsson |ár=2022|mánuður=6. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hreyfingin situr hins vegar ekki í ríkisstjórn Úkraínu og framboð tengt henni fékk enga kjörna fulltrúa í síðustu þingkosningum landsins. Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir ásakanir Pútíns um nasisma og hafa bent á að forseti landsins, [[Volodímír Selenskíj]], sé sjálfur [[Gyðingar|Gyðingur]] og hafi misst ættingja í [[Helförin]]ni.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar og Úkraínumenn skiptast á nasistaásökunum|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-og-ukrainumenn-skiptast-a-nasistaasokunum/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr |ár=2022|mánuður=26. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Rússnesk stjórnvöld hafna því að um innrás sé að ræða og kalla átökin í Úkraínu ávallt „sérstaka hernaðaraðgerð.“<ref>{{Vefheimild|titill=Sprengjuárásir hafnar í Úkraínu|url=https://kjarninn.is/frettir/sprengjuarasir-hafnar-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Sunna Ósk Logadóttir|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref> Umfjöllun um innrásina hefur verið stranglega ritskoðuð innan Rússlands og þungar refsingar hafa verið lagðar við því að nota hugtökin stríð eða innrás um atburðina.<ref>{{Vefheimild|titill=Andóf í Rússlandi undir ægivaldi Pútíns|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/andof-i-russlandi-undir-aegivaldi-putins|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Anna Kristín Jónsdóttir|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Rússar loka á erlenda fjölmiðla|url=https://www.visir.is/g/20222230648d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|meðhöfundur=Samúel Karl Ólason |ár=2022|mánuður=4. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref> ===Mars=== [[Mynd:Russian bombardment on the outskirts of Kharkiv.jpg|thumb|right|Sprengjum er varpað á útjaðra [[Karkív]] þann 1. mars.]] Rússar sátu um [[Karkív]], aðra stærstu borg landsins en mættu harðri mótstöðu. Ráðist var m.a. á ráðhúsið, hersjúkrahús og skóla. <ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/02/russneskir-fallhlifarhermenn-lentir-i-kharkiv|titill=Rússneskir fallhlífarhermenn lentir í Kharkiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|ár=2022|mánuður=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Harðar árásir voru á borgir í suðri, [[Kherson]] og [[Mariupol]], með eldflaugum og stórskotaliði.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222229781d/versti-dagur-stridsins-hingad-til|titill=Versti dagur stríðsins hingað til|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=2. mars|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir}}</ref> Í Kýiv var fjarskiptaturn sprengdur.<ref>{{Vefheimild|titill= Sjónvarpsturninn sprengdur og útsendingar rofnar|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/01/sjonvarpsturninn_sprengdur_og_utsendingar_rofnar/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref> Kherson féll í hendur rússneskra hermanna þann 3. mars, á áttunda degi innrásarinnar, og var þá fyrsta úkraínska stórborgin sem var hernumin.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/russar-hafa-hertekid-ukrainsku-hafnarborgina-kherson|titill=Rússar hafa hertekið úkraínsku hafnarborgina Kherson|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=3. mars|árskoðað=2022|mánuður=3. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Flóttafólk streymdi til Evrópulanda frá Úkraínu, aðallega Póllands, voru þeir orðnir tæpar 2 milljónir 8. mars.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/08/yfir-1700000-hafa-fluid-ukrainu|titill=Yfir 1.700.000 hafa flúið Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=8. mars|árskoðað=2022|mánuður=8. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Þann 11. mars voru gerðar loftárásir í borgum í norðvestri; [[Lútsk]] og [[Ívanó-Frankívsk]]. Einnig í [[Dnípró]] í miðhlutanum. Loftárás var gerð 13. mars á herflugvöll nærri [[Lviv]] við pólsku landamærin þar sem tugir létust. Úkraínumenn hófu gagnsókn á ýmsum stöðum t.d. vestur af Kýiv og tóku landsvæði aftur.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60847188 Ukraine war: Ukrainian fightback gains ground west of Kyiv] BBC, sótt 24. mars 2022</ref> Loftárás var gerð á rússneskt herskip við Berdjansk við Azovhaf.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60859337 Russian warship destroyed in occupied port of Berdyansk, says Ukraine] BBC skoðað 24. mars 2022</ref> Mariupol var eyðilögð að mestu og flestir íbúanna flúðu. Rússar gerðu m.a. árás á leikhús þar sem borgarar höfðu flúið. Um 300 létust.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/25/ottast-ad-300-hafi-latist-i-aras-a-leikhus-i-mariupol|titill=Óttast að 300 hafi látist í árás á leikhús í Mariupol|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=25. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=25. mars|árskoðað=2022|höfundur=Bogi Ágústsson}}</ref> Flestir íbúanna höfðu flúið í lok mars og um 5.000 látist. 29. mars var gerð loftárás á stjórnarbyggingu í borginni [[Mykolaiv]] í suðri. Daginn eftir voru gerðar árásir á [[Tsjernihív]] í norðri.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-60925713 War in Ukraine: Russia launches new attacks after peace promise] BBC, sótt 30. mars 2022.</ref> Undir lok marsmánaðar hófu rússneskar hersveitir undir stjórn hershöfðingjans [[Alexander Tsjaíjkó|Alexanders Tsjaíjkó]] að hörfa frá Kænugarði, sem hafði verið umsetinn frá því stuttu eftir að innrásin hófst.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-horfa-til-baka-til-ad-reyna-aftur-sidar-ad-umkringja-kaenugard/|titill=Rússar hörfa til baka til að umkringja Kænugarð síðar|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=29. mars|ár=2022|höfundur=Ari Brynjólfsson}}</ref> Þrátt fyrir að hafa ekki náð að hertaka höfuðborgina sögðust Rússar hafa náð upphaflegum markmiðum sínum og að þeir myndu nú einbeita sér að frelsun [[Donbas]]-héraðanna í austurhluta Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar segjast ætla að draga úr árásum við Kyiv |url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/29/russar-segjast-aetla-ad-draga-ur-arasum-vid-kyiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=30. mars|ár=2022|höfundur=Ólöf Rún Erlendsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222240094d|titill=Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=25. mars|ár=2022|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Vegna undanhalds Rússa endurheimtu Úkraínumenn mikið landsvæði í kringum Kænugarð, allt að 35 kílómetra austan við borgina.<ref>{{Vefheimild|titill= Úkraínumenn spyrna til baka|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/25/ukrainumenn_spyrna_til_baka/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=25. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. mars}}</ref> Meðal annars endurheimtu úkraínskir hermenn bæinn [[Irpín]] þann 28. mars.<ref>{{Vefheimild|titill= Úkraínski herinn endur­heimtir Irpin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/ukrainski-herinn-endurheimtir-irpin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. apríl|höfundur= Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref> ===Apríl=== Árás var gerð á hafnarborgina [[Ódesa]] í suðvesturhlutanum. Eftir að Rússar hörfuðu frá úthverfum Kænugarðs tilkynnti úkraínski ríkissaksóknarinn [[Irína Venediktóva]] að lík 410 almennra borgara hefðu fundist á svæðunum sem Rússar höfðu haft umráð yfir. Einnig tilkynntu Úkraínumenn að 280 lík hefðu fundist í fjöldagröfum í borginni [[Bútsja]], sem Rússar höfðu hernumið en svo hörfað frá.<ref>{{Vefheimild|titill= „410 lík finnast á víð og dreif við Kænugarð|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/410_lik_finnast_a_vid_og_dreif_vid_kaenugard/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref> Úkraínumenn sökuðu Rússa um að standa fyrir úthugsuðum fjöldamorðum á almennum borgurum á meðan þeir réðu yfir borginni en Rússar höfnuðu ásökununum.<ref>{{Vefheimild|titill= „Úthugsuð fjöldamorð“ |url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/uthugsud_fjoldamord/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref> Rússar hófu sókn í austurhéruðunum eða [[Donbas]] og gerðu þar loftárásir eftir að hafa hörfað úr svæðum í norðri. Fólksflótti varð úr austurhéruðunum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/arasir-hardna-i-austurherudum-ukrainu Árásir harðna í austurhéruðum Úkraínu] RÚV, sótt 6. apríl 2022.</ref> Loftárás var gerð á almenna borgara á lestarstöð í borginni [[Kramatorsk]]. Tugir létust. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/08/tugir-letust-i-loftaras-a-jarnbrautarstod-i-donetsk Tugir létust í loftárás á járnbrautarstöð í Donetsk] RÚV, sótt 8/4 2022.</ref> [[Ursula von der Leyen]] forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kom til fundar við Selenskí í Kýiv. Hún lofaði skjótri afgreiðslu ef Úkraína sækti um aðild að Evrópusambandinu og aukinni fjárhagsaðstoð við landið. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/09/ukraina-a-heima-i-evropufjolskyldunni Úkraína á heima í Evrópufjölskyldunni] RÚV, sótt 9/4 2022</ref> [[Mynd:Russian cruiser Moskva.jpg|thumb|left|Rússneska beitiskipinu ''Moskvu'' var sökkt á Svartahafi af úkraínskum loftskeytum þann 14. apríl.]] Þann 14. apríl gerði Úkraínuher loftárás á þriðja stærsta skip rússneska flotans, [[beitiskip]]ið ''Moskvu'', á Svartahafi.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61103927 Russian warship Moskva: What do we know?] BBC sótt 14. apríl 2022</ref> Staðfest var síðar sama dag að skipinu hefði verið sökkt.<ref>{{Vefheimild|titill= Flaggskip Rússa í Svartahafi sokkið|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/14/flaggskip_russa_i_svartahafi_sokkid/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=14. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=14. mars}}</ref> Rússar sögðu að kviknað hafi í vopnageymslu skipsins og minntust ekki á loftárás. Rússar hófu nýja stórsókn í austurhéruðum Úkraínu þann 19. apríl.<ref>{{Vefheimild|titill=Stórsókn Rússa í Donbas hafin|url=https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2022/04/18/storsokn_russa_i_donbas_hafin/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=19. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref> Maríupol var umkringd af Rússum fyrir utan Azovstal-járnvinnsluverið þar sem úkraínskir hermenn og borgarar héldu til.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61175675 Mariupol steelworks: 'Block it so a fly can't pass,' Putin orders] BBC, sótt 23/4 2022</ref> Árásir á lestarstöðvar 25. apríl í vestur-Úkraínu var liður í því að stöðva vopnaflutninga til landsins að sögn Rússa. 26. apríl bárust fregnir af sprengingum í héraðinu [[Transnistría]] sem er innan [[Moldóva|Moldóvu]]. Leiðtogi rússneska þjóðarbrotsins þar sagði að Úkraínumenn hefðu staðið fyrir þeim en Úkraínumenn sögðu þetta vera átyllu fyrir árás í héraðið.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/27/asakanir-ganga-a-vixl-vegna-sprenginga-i-moldovu Ásakanir ganga á víxl vegna sprenginga í Moldóvu] RÚV, sótt 27/4</ref> [[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór til fundar í Moskvu og Kænugarði til friðarumleitanna og ræddi við Pútín og Selenskíj. Á meðan Guterres var í Kænugarði voru loftárásir gerðar á borgina. ===Maí=== Byrjað var að hleypa borgurum frá Azovstal-verksmiðjunni en samningar um björgun hafa reynst erfiðir. Þann 7. maí bárust fregnir um að öllum almennum borgurum verið bjargað úr verksmiðjunni.<ref>{{Vefheimild|titill=Allir al­­mennir borgarar farnir frá Azovs­­tal verk­smiðjunni|url=https://www.frettabladid.is/frettir/allir-almennir-borgarar-farnir-fra-azovstal-verksmidjunni/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Sigurjón Björn Torfason|ár=2022|mánuður=7. maí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. maí}}</ref> Bardagar héldu áfram í Donbas og var skóli þar sem 90 héldu til sprengdur í bænum Bilohorivka með þeim afleiðingum að 60 létust<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61369229 Ukraine war: 60 people killed after bomb hits school, Zelensky says] BBC, sótt 9. maí 2022</ref>. Einnig voru gerðar loftárásir á Odesa meðal annars á íbúðablokkir og hótel. Pútín hélt ræðu í Moskvu á sigurdeginum 9. maí þar sem minnst var sigurs á Nasistum í [[seinni heimsstyrjöld]]. Þar gagnrýndi hann Nató og Bandaríkin fyrir að stofna Rússlandi í hættu og réttlæti árásina á Úkraínu. Líkti hann enn fremur átökunum við seinni heimsstyrjöldina.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61380727 Ukraine War: Putin gives few clues in Victory Day speech] BBC, sótt 9. maí 2022</ref> Úkraínumenn sögðust hafa hrakið Rússa frá Karkív, annarri stærstu borginni, 11. maí.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61378196 Russia pushed back from Kharkiv]BBC, sótt 12/5 2022</ref> Rússar lýstu yfir sigri í Maríupol þegar síðustu úkraínsku hermennirnir voru handsamaðir í Azovstal-járnverinu. Árásir voru gerðar á vestræna vopnasendingu vestur af Kænugarði að sögn Rússa. 25. maí voru Rússar komnir nálægt borginni [[Sjevjerodonetsk]] í vestur-Luhansk og gerðu harðar árásir á hana. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/05/25/barist-vid-borgarmork-severodonetsk Barist við borgarmörk í Severodonetsk] RÚV, sótt 25. maí 2022</ref> ===Júní=== Miðpunktur bardaga var í kringum Sjevjerodonetsk í byrjun júní og sögðust Úkraínumenn hafa hrakið Rússa frá borginni. Rússar voru með sókn í átt að annarri borg í Donbas, Slovjansk. Loftárásir voru gerðar á austur-Kænugarð, í fyrsta sinn síðan í apríl, og sögðust Rússar hafa gert árás á skriðdrekasendingu frá Vesturlöndum. <ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61695244 Ukraine: Explosions shake Kyiv while battles rage in east] BBC, sótt 6/6 2022</ref> Um miðjan júní höfðu Rússar náð yfirráðum yfir 80% af Sjevjerodonetsk og eyðilagt brýr sem voru flóttaleiðir úr borginni. <ref>[https://apnews.com/article/russia-ukraine-business-government-and-politics-01f6d1c027ce68791667ffaafb61e30c] AP, sótt 19/6 2022</ref> Í lok mánaðarins var úkraínskum hermönnum skipað að yfirgefa borgina. <ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-61920708 Severodonetsk: Ukrainian forces told to retreat from key eastern city] BBC NEWS, sótt 24/6 2022</ref> Þann 27. júní gerðu Rússar loftskeytaárás á verslunarmiðstöð í borginni [[Krementsjúk]] í miðhluta landsins þar sem nálægt 1000 manns voru. 20 manns létust og tugir særðust. Rússar sögðust hafa gert árás á vopnageymslu við hliðina á verslunarmiðstöðinni. Íbúum í nálægri borg, [[Lysytsjansk]], var gert að flýja hana. <ref>[https://edition.cnn.com/europe/live-news/russia-ukraine-war-news-06-27-22/h_1ccdc77f65fccf9560551846ef07d664 Civilians in Lysychansk urged to evacuate as Russian forces close in] CNN, sótt 27. júní 2022</ref> Síðustu dagana í júní voru gerðar miklar loftárásir á borgina. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/innikroud-i-lysytsjansk-vegna-linnulausra-loftarasa Innikróuð í Lysytsjansk vegna linnulausra loftárása] RÚV, sótt 30/6 2022</ref> 30. júní lýstu Úkraínumenn yfir að þeir hefðu náð Snákaeyju í Svartahafi af Rússum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/russneski-herinn-yfirgefur-snakaeyju Rússneski herinn yfirgefur Snákaeyju] Rúv, sótt 30/6 2022</ref> ===Júlí=== Þann 1. júlí var gerð loftárás á íbúðabyggð og tómstundasvæði í Odesa þar sem um 20 manns létust. Rússar hófu að flytja korn sem þeir sölsuðu undir sig frá herteknum svæðum, þ.e. höfninni í Berdyansk. Rússar sögðust hafa náð Lysytsjansk 3. júlí en Úkraínumenn neituðu því fyrst. Síðar sagði talsmaður úkraínska hersins að herinn hefði hörfað. <ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62030051 BBC News - Ukraine confirms Russia captured eastern city Lysychansk] BBC, sótt 3/7 2022</ref> Þrír létust í sprengingum í rússnesku borginni Belgorod nálægt landamærum Úkraínu. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert árásina. <ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62025541 BBC News - Ukraine blamed by Russia for deadly blast in border city of Belgorod] BBC, sótt 3/7 2022</ref> Borgirnar [[Slovjansk]] og [[Kramatorsk]] voru þær einu af stærri borgum í Donetsk sem voru í höndum Úkraínumanna eftir 3. júlí. Rússar gerðu árásir á smærri þéttbýlisstaði, 35 létust í loftárás á fjölbýlishúsi í Tsjasív Jar 9. júlí. Iryna Veresjtjuk, aðstoðarráðherra, hvatti íbúa vestur af Donbas í borgunum [[Kherson]] og [[Zaporízjzja]] til forða sér. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/07/10/15-forust-i-flugskeytaaras-a-fjolbylishus 15 fórust í flugskeytaárás á fjölbýlishús]RÚV, sótt 10/7 2022</ref> Úkraínumenn gerðu loftárás 12. júlí á vöruhús austur af Kherson, í borginni Nova Kakhovka, þar sem þeir sögðu Rússa geyma skotfæri. <ref>https://www.bbc.com/news/world-europe-62132441 Ukraine claims arms depot attack in occupied Kherson with Himars rockets] BBC, skoðað 12/7 2022</ref> Loftskeytaárásir á borgina [[Vínnytsja]] í vesturhluta landsins voru gerðar um miðjan júlí þar sem tugir létust. Þrátt fyrir að hafa gert samning um kornútflutning við Úkraínu í lok júlí gerðu Rússar árásir á höfnina í Odesa þar sem útflutningur fór fram.<ref> [https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62276392 BBC News - Ukraine war: Explosions rock Ukrainian port hours after grain deal] BBC, sótt 23/7 2022</ref> Úkraínumenn hófu gagnsókn að borginni Kherson í suðri. <ref>[https://www.visir.is/g/20222289995d/ukrainski-herinn-saekir-fram-i-hernuminni-borg Úkraínski herinn sækir fram í hernuminni borg] Vísir, sótt 24/7 2022</ref> ==Friðarumleitanir== Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna hafa rætt mögulegt vopnahlé eða friðarsamninga með hléum frá 27. febrúar. Fyrsti fundur sendinefndanna fór fram nærri landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands við [[Pripjat]].<ref>{{Vefheimild|titill=Fallast á viðræður við hvítrússnesku landamærin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fallast-a-vidraedur-vid-hvitrussnesku-landamaerin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=27. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr}}</ref> Í mars funduðu sendinefndir ríkjanna í [[Istanbúl]] í [[Tyrkland]]i. Úkraínumenn hafa sagst viljugir til að ganga að sumum kröfum Rússa eins og að gerast ekki aðilar að Atlantshafsbandalaginu og að Úkraína verði hlutlaust ríki með tilliti til öryggissjónarmiða.<ref>{{Vefheimild|titill=„Raun­særri“ friðar­við­ræður milli Úkraínu og Rúss­lands|url=https://www.frettabladid.is/frettir/raunsaerri-fridarvidraedur-milli-ukrainu-og-russlands/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Urður Ýrr Brynjólfsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Friðar­við­ræður hefjast á ný: Segir Úkraínu til í hlut­leysi|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fridarvidraedur-hefjast-a-ny-segir-ukrainu-til-i-hlutleysi/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson}}</ref> Úkraínumenn hafa hins vegar hafnað því að gefa eftir landsvæði innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra sinna sem Rússar eða alþýðulýðveldin í Donbas gera tilkall til.<ref>{{Vefheimild|titill=Gefur ekki eftir metra af landi|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/31/gefur_ekki_eftir_metra_af_landi/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=31. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl}}</ref> ==Viðbrögð== [[Mynd:We Stand with Ukraine 2022 Helsinki - Finland (51906116955).jpg|thumb|right|Mótmæli gegn innrásinni í [[Helsinki]].]] [[Mynd:Z symbol flash mob at Platinum Arena in Khabarovsk.jpg|thumb|right|Meðlimir í ungliðahreyfingu [[Sameinað Rússland|Sameinaðs Rússlands]] í [[Kabarovsk]] stilla sér upp í Z til að lýsa yfir stuðningi við innrásina.]] ===Fordæmingar og efnahagsrefsingar=== Evrópusambandið tilkynnti að það myndi setja á hörðustu efnahagslegu refsingar í sögu sambandsins. Úrslitaleikur [[Meistaradeild Evrópu|Meistaradeildar Evrópu]] var færður frá [[Sankti Pétursborg]], [[Formúla 1]] frá [[Sotsjí]] og Rússum meinuð þátttaka í íþróttakeppnum og í söngvakeppninni [[Eurovision]]. Flugfélaginu [[Aeroflot]] var bannað að fljúga til Bretlands og önnur Evrópulönd fylgdu í kjölfarið og bönnuðu Rússum að fljúga um evrópska lofthelgi. Eignir og bankareikningar rússneskra auðkýfinga voru fryst. Rússneskum bönkum var meinað af ESB, Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum að notast við [[SWIFT]]-millifærslukerfið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.bbc.com/news/world-60542433|titill=West to cut some Russian banks off from Swift|útgefandi=[[BBC]]|mánuðurskoðað=27. febrúar|árskoðað=2022|ár=2022|tungumál=enska}}</ref> [[Visa]] og [[Mastercard]] hættu starfsemi í Rússlandi og mörg fjölþjóðafyrirtæki eins og [[IKEA]] og [[Samsung]]. Rússlandi var vikið úr [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] vegna innrásarinnar þann 25. febrúar 2022.<ref>{{Vefheimild|titill= Þórdís Kolbrún fagnar brottvikningu Rússa úr Evrópuráðinu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russlandi-vikid-ur-evropuradinu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=25. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur= Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref> Þann 2. mars samþykkti [[allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna]] á sérstökum neyðarfundi ályktun þar sem innrás Rússa í Úkraínu var „hörmuð“ og stríðsaðilar hvattir til að leggja niður vopnin. [[Kína]] og [[Indland]] sátu hjá og Rússland, [[Hvíta-Rússland]], [[Eritrea]], [[Norður-Kórea]] og [[Sýrland]] greiddu atkvæði á móti. [[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir að innrásin væri brot á [[Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna|stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill= Allsherjarþingið gagnrýnir innrás Rússa í Úkraínu|url=https://unric.org/is/allsherjarthingid-gagnrynir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|vefsíða=unric.org}}</ref> Þann 7. apríl var Rússland jafnframt rekið úr [[Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna|mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill= Rússland rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/07/russland_rekid_ur_mannrettindaradi_sameinudu_thjoda/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=7. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. apríl}}</ref> Fjöldi sendiráðsstarfsmanna hefur verið rekinn úr Evrópulöndum. ===Mótmæli=== Mótmæli voru víða um heim og við sendiráðsbústað Rússlands við [[Túngata|Túngötu]] þann 24. febrúar, næstu daga og reglulega eftir það.<ref>{{Vefheimild|titill= Mótmæltu „ofbeldi og yfirgangi“ við rússneska sendiráðið|url=https://stundin.is/grein/14857/motmaeltu-vid-sendirad-russlands/|útgefandi=''[[Stundin]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur=Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson|höfundur2=Jón Trausti Reynisson}}</ref> ===Flóttamenn og mannúðaraðstoð=== Nálægt 10 milljónir hafa farið yfir landamærin frá Úkraínu frá því að innrásin hófst, flestir til [[Pólland]]s. Um 6 milljónir hafa sótt um flóttamannastöðu í Evrópu. <ref>[http://data2.unhcr.org/en/situations/ukraine Ukraine refugee situation] Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna </ref> Einnig hafa yfir 8 milljónir flúið innan Úkraínu. Flóttafólkið var mestmegnis konur og börn en 18-60 ára karlmenn voru skyldugir til að vera eftir í landinu því til varnar. Við landamæri Pólland, Rúmeníu, Ungverjalands, Slóvakíu og Moldóvu var flóttamannastraumur. Evrópusambandið sagðist ætla að taka á móti flóttamönnum næstu 3 ár án þess að þeir þyrftu að sækja um vernd. Á Íslandi höfðu rúm 1.200 sótt um vernd í júní 2022.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/22/aldrei-fleira-flottafolk-komid-til-landsins Aldrei fleira flóttafólk til landsins] ruv.is, sótt 23. júní 2022.</ref> ===Hernaðarstuðningur=== Evrópusambandið fjármagnar kaup á vopnum og flutning þeirra til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/esb-fjarmagnar-vopnaflutning-til-ukrainu|titill=ESB fjármagnar vopnaflutning til Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=27. febrúar|höfundur=Alexander Kristjánsson}}</ref> Bandaríkin hafa einnig séð Úkraínu fyrir vopnum, jafnvel 2 mánuðum fyrir stríðið. <ref>[https://www.reuters.com/world/us/biden-authorizes-200-mln-new-weapons-military-training-ukraine-2022-03-12/ US rushing $200 in weapons for Ukraines defense] Reuters, 16. mars 2022</ref> NATÓ ákvað að auka viðbúnað sinn í Austur-Evrópu og senda þangað 40.000 hermenn. Í byrjun apríl sendi [[Tékkland]] skriðdreka til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fyrsta-nato-rikid-sendir-skriddreka-til-ukrainu/|titill=Fyrsta NATÓ-ríkið sendir skriðdreka til Úkraínu|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson|ár=2022|mánuður=6. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=6. apríl}}</ref> ===Stuðningur við innrásina=== Á vikunum eftir að innrásin hófst varð bókstafurinn [[Z]] stuðningstákn við innrásina og við Vladímír Pútín. Ástæðan er sú að stafurinn var ritaður á marga af skriðdrekum og herbílum Rússa í Úkraínu sem myndir náðust af í aðdraganda innrásarinnar. Uppruni þessarar notkunar Z, sem ekki er til í [[Kýrillískt stafróf|kyrillíska stafrófinu]], er óljós, en stafurinn hefur verið notaður til að merkja rússnesk herfarartæki ásamt öðrum bókstöfum eins og O, X, A og V. Herbílar og skriðdrekar sem merktir eru með Z tilheyra eystri herdeild rússneska hersins.<ref>{{Vefheimild|titill=Hvernig „Z“ varð að yfirlýstu stuðningstákni við innrásina í Úkraínu |url=https://kjarninn.is/skyring/hvernig-z-vard-ad-yfirlystu-studningstakni-vid-innrasina-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Erla María Markúsdóttir|ár=2022|mánuður=15. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Rússneska varnarmálaráðuneytið segir bókstafinn standa fyrir „za pobedij“ (til sigurs), „za mir“ (fyrir frið), „za nashikh“ (fyrir þjóð okkar) og fleira.<ref>{{Vefheimild|titill=Áróðursbókstafnum Z dreift til stuðnings Úkraínustríðinu|url=https://vardberg.is/frettir/arodursbokstafnum-z-dreift-til-studnings-ukrainustridinu/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2022|mánuður=8. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> ==Tilvísanir== <references responsive="" /> [[Flokkur:Innrásir]] [[Flokkur:Stríð Rússlands og Úkraínu]] [[Flokkur:2022]] [[Flokkur:Saga Rússlands]] [[Flokkur:Saga Úkraínu]] [[Flokkur:Stríð á 21. öld]] rdvcbmnww5mz7z7nlik9sl7hf6zab4t Notandi:Thorsteinn1996 2 168191 1761858 1761291 2022-07-25T00:41:02Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki '''Fullt nafn:''' Þorsteinn Björnsson '''Fæðingarár:''' 1996 '''Menntun:''' Menntaskólinn í Rvk. og BA. gráða í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. '''Núverandi nám:''' MA. í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. '''Áhugamál:''' Íslenskar bókmenntir og þjóðhættir fyrri alda (í bland við landafræði og íslenska þjóðlagatónlist). Markmið mitt hér er að miðla gömlum íslenskum kveðskap, fornsögum/ævintýrum og íslenskum handritum til almennings. Allur texti er minn eigin (nema á Wikiheimild) nema að annað komi fram. Bætt verður úr heimildaskráningu á næstunni. '''Greinar í vinnslu:''' * [[Ríma|Rímur]] * [[Sagnadans]] * [[Þula|Þulur]] * [[Sagnakvæði]] * [[Kollsbók]] * [[Tvísöngur]] * [[Húsgangur]] * [[Lausavísa]] * [[Arnarvatnsheiði]] '''Greinar eftir mig hér:''' * [[Sagnakvæði]] * [[Vikivakakvæði]] * [[Vikivakaleikir]] * [[Kollsbók]] * [[Svend Grundtvig]] * [[Kötludraumur]] * [[Bryngerðarljóð]] * [[Ásu dans|Ásudans]] * [[Ásukvæði]] * [[Harmabótarkvæði|Harmabótar kvæði]] * [[Gunnars kvæði á Hlíðarenda]] * [[Andrarímur fornu|Andra rímur fornu]] * [[Íslensk þjóðkvæði]] * [[Konuríki]] * [[Tristramskvæði]] * [[Drykkjuspil]] * [[Húsgangur]] * [[Máninn hátt á himni skín]] * [[Bokki sat í brunni]] * [[Faðir minn er róinn]] * [[Grýlukvæði]] * [[Ólafs ríma Haraldssonar]] Óskrifaðar/ófullkomnar greinar: * Íslenzkir þjóðhættir (Jónas Jónasson frá Hrafnagili) * Kvöldvaka * Hangikjöt * Kæstur hákarl * Bringukollar *Strokkur *Baðstofa *Grýlukvæði (flokkur) *Þorrablót *Hrossakjöt *Beinakerling *Íslensk jól **Þorláksmessa ***Skata **Grýla **Jólasveinarnir **Jólakötturinn **„að dansa út jól" **Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla **Íslensku jólasveinarnir **Þrettáninn *Þrælapör *Tröllskessa *Berserkur *Arnarvatnsheiði Ókláruð verkefni, tengt greinum: * Taka ljósmynd af beinakerlingu í Kaldadal * Finna ljósmyndir af Kollsbók (á þýskum vefsíðum) * Finna ljósmyndir af Arnarvatnsheiði jiaanoenjyqjuhw5a545if7p5z7za29 1761859 1761858 2022-07-25T00:42:57Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki '''Fullt nafn:''' Þorsteinn Björnsson '''Fæðingarár:''' 1996 '''Menntun:''' Menntaskólinn í Rvk. og BA. gráða í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. '''Núverandi nám:''' MA. í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. '''Áhugamál:''' Íslenskar bókmenntir og þjóðhættir fyrri alda (í bland við landafræði og íslenska þjóðlagatónlist). Markmið mitt hér er að miðla gömlum íslenskum kveðskap, fornsögum/ævintýrum og íslenskum handritum til almennings. Allur texti er minn eigin (nema á Wikiheimild) nema að annað komi fram. Bætt verður úr heimildaskráningu á næstunni. '''Greinar í vinnslu:''' * [[Ríma|Rímur]] * [[Sagnadans]] * [[Þula|Þulur]] * [[Sagnakvæði]] * [[Kollsbók]] * [[Tvísöngur]] * [[Húsgangur]] * [[Lausavísa]] * [[Arnarvatnsheiði]] '''Greinar eftir mig hér:''' * [[Sagnakvæði]] * [[Vikivakakvæði]] * [[Vikivakaleikir]] * [[Kollsbók]] * [[Svend Grundtvig]] * [[Kötludraumur]] * [[Bryngerðarljóð]] * [[Ásu dans|Ásudans]] * [[Ásukvæði]] * [[Harmabótarkvæði|Harmabótar kvæði]] * [[Gunnars kvæði á Hlíðarenda]] * [[Andrarímur fornu|Andra rímur fornu]] * [[Íslensk þjóðkvæði]] * [[Konuríki]] * [[Tristramskvæði]] * [[Drykkjuspil]] * [[Húsgangur]] * [[Máninn hátt á himni skín]] * [[Bokki sat í brunni]] * [[Faðir minn er róinn]] * [[Grýlukvæði]] * [[Ólafs ríma Haraldssonar]] Óskrifaðar/ófullkomnar greinar: * Íslenzkir þjóðhættir (Jónas Jónasson frá Hrafnagili) * Kvöldvaka * Hangikjöt * Kæstur hákarl * Bringukollar *Strokkur *Baðstofa *Grýlukvæði (flokkur) *[[Þorrablót]] *[[Hrossakjöt]] *[[Beinakerling]] *[[Íslensk jól]] **[[Þorláksmessa]] ***[[Skata (aðgreining)|Skata]] **[[Grýla]] **[[Jólasveinarnir]] **[[Jólakötturinn]] **„að dansa út jól" **[[Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla]] **Íslensku jólasveinarnir **[[Þrettándinn]] *[[Þrælapör]] *[[Tröllskessa]] *[[Berserkur]] *[[Arnarvatnsheiði]] Ókláruð verkefni, tengt greinum: * Taka ljósmynd af beinakerlingu í Kaldadal * Finna ljósmyndir af Kollsbók (á þýskum vefsíðum) * Finna ljósmyndir af Arnarvatnsheiði j6l1sgop39nekpa9t3j7s7hlcd830yg 1761860 1761859 2022-07-25T00:43:49Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki '''Fullt nafn:''' Þorsteinn Björnsson '''Fæðingarár:''' 1996 '''Menntun:''' Menntaskólinn í Rvk. og BA. gráða í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. '''Núverandi nám:''' MA. í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. '''Áhugamál:''' Íslenskar bókmenntir og þjóðhættir fyrri alda (í bland við landafræði og íslenska þjóðlagatónlist). Markmið mitt hér er að miðla gömlum íslenskum kveðskap, fornsögum/ævintýrum og íslenskum handritum til almennings. Allur texti er minn eigin (nema á Wikiheimild) nema að annað komi fram. Bætt verður úr heimildaskráningu á næstunni. '''Greinar í vinnslu:''' * [[Ríma|Rímur]] * [[Sagnadans]] * [[Þula|Þulur]] * [[Sagnakvæði]] * [[Kollsbók]] * [[Tvísöngur]] * [[Húsgangur]] * [[Lausavísa]] * [[Arnarvatnsheiði]] '''Greinar eftir mig hér:''' * [[Sagnakvæði]] * [[Vikivakakvæði]] * [[Vikivakaleikir]] * [[Kollsbók]] * [[Svend Grundtvig]] * [[Kötludraumur]] * [[Bryngerðarljóð]] * [[Ásu dans|Ásudans]] * [[Ásukvæði]] * [[Harmabótarkvæði|Harmabótar kvæði]] * [[Gunnars kvæði á Hlíðarenda]] * [[Andrarímur fornu|Andra rímur fornu]] * [[Íslensk þjóðkvæði]] * [[Konuríki]] * [[Tristramskvæði]] * [[Drykkjuspil]] * [[Húsgangur]] * [[Máninn hátt á himni skín]] * [[Bokki sat í brunni]] * [[Faðir minn er róinn]] * [[Grýlukvæði]] * [[Ólafs ríma Haraldssonar]] Óskrifaðar/ófullkomnar greinar: * Íslenzkir þjóðhættir (Jónas Jónasson frá Hrafnagili) * Kvöldvaka * [[Hangikjöt]] * [[Kæstur hákarl]] * [[Bringukollur|Bringukollar]] *[[Strokkur (verkfæri)|Strokkur]] *[[Baðstofa]] *[[Grýlukvæði]] (flokkur) *[[Þorrablót]] *[[Hrossakjöt]] *[[Beinakerling]] *[[Íslensk jól]] **[[Þorláksmessa]] ***[[Skata (aðgreining)|Skata]] **[[Grýla]] **[[Jólasveinarnir]] **[[Jólakötturinn]] **„að dansa út jól" **[[Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla]] **Íslensku jólasveinarnir **[[Þrettándinn]] *[[Þrælapör]] *[[Tröllskessa]] *[[Berserkur]] *[[Arnarvatnsheiði]] Ókláruð verkefni, tengt greinum: * Taka ljósmynd af beinakerlingu í Kaldadal * Finna ljósmyndir af Kollsbók (á þýskum vefsíðum) * Finna ljósmyndir af Arnarvatnsheiði oysw92fvxaa7dv6du6l324btiglk2h2 1761861 1761860 2022-07-25T00:44:11Z Thorsteinn1996 72179 wikitext text/x-wiki '''Fullt nafn:''' Þorsteinn Björnsson '''Fæðingarár:''' 1996 '''Menntun:''' Menntaskólinn í Rvk. og BA. gráða í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. '''Núverandi nám:''' MA. í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. '''Áhugamál:''' Íslenskar bókmenntir og þjóðhættir fyrri alda (í bland við landafræði og íslenska þjóðlagatónlist). Markmið mitt hér er að miðla gömlum íslenskum kveðskap, fornsögum/ævintýrum og íslenskum handritum til almennings. Allur texti er minn eigin (nema á Wikiheimild) nema að annað komi fram. Bætt verður úr heimildaskráningu á næstunni. '''Greinar í vinnslu:''' * [[Ríma|Rímur]] * [[Sagnadans]] * [[Þula|Þulur]] * [[Sagnakvæði]] * [[Kollsbók]] * [[Tvísöngur]] * [[Húsgangur]] * [[Lausavísa]] * [[Arnarvatnsheiði]] '''Greinar eftir mig hér:''' * [[Sagnakvæði]] * [[Vikivakakvæði]] * [[Vikivakaleikir]] * [[Kollsbók]] * [[Svend Grundtvig]] * [[Kötludraumur]] * [[Bryngerðarljóð]] * [[Ásu dans|Ásudans]] * [[Ásukvæði]] * [[Harmabótarkvæði|Harmabótar kvæði]] * [[Gunnars kvæði á Hlíðarenda]] * [[Andrarímur fornu|Andra rímur fornu]] * [[Íslensk þjóðkvæði]] * [[Konuríki]] * [[Tristramskvæði]] * [[Drykkjuspil]] * [[Húsgangur]] * [[Máninn hátt á himni skín]] * [[Bokki sat í brunni]] * [[Faðir minn er róinn]] * [[Grýlukvæði]] * [[Ólafs ríma Haraldssonar]] Óskrifaðar/ófullkomnar greinar: * Íslenzkir þjóðhættir (Jónas Jónasson frá Hrafnagili) * [[Kvöldvaka]] * [[Hangikjöt]] * [[Kæstur hákarl]] * [[Bringukollur|Bringukollar]] *[[Strokkur (verkfæri)|Strokkur]] *[[Baðstofa]] *[[Grýlukvæði]] (flokkur) *[[Þorrablót]] *[[Hrossakjöt]] *[[Beinakerling]] *[[Íslensk jól]] **[[Þorláksmessa]] ***[[Skata (aðgreining)|Skata]] **[[Grýla]] **[[Jólasveinarnir]] **[[Jólakötturinn]] **„að dansa út jól" **[[Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla]] **[[Íslensku jólasveinarnir]] **[[Þrettándinn]] *[[Þrælapör]] *[[Tröllskessa]] *[[Berserkur]] *[[Arnarvatnsheiði]] Ókláruð verkefni, tengt greinum: * Taka ljósmynd af beinakerlingu í Kaldadal * Finna ljósmyndir af Kollsbók (á þýskum vefsíðum) * Finna ljósmyndir af Arnarvatnsheiði 1kbgbyhak2dhwbhdkvslw7gy18zgo20 Jósef I Portúgalskonungur 0 168285 1761770 1759262 2022-07-24T13:42:09Z Tyulif 86306 wikitext text/x-wiki '''D. José I''' ( f.[[1714]] d. [[1777|)]], kallaður '''O Reformador''' , fyrir breytingar á valdatíma sínum ,var konungur Portúgals og Algarve frá 1750 til dauðadags. Hann var þriðja barn Jóhanns V konungs og konu hans Maríu Önnu Austurríkisdrottningar . [[Flokkur:Konungar Portúgals]] {{fd|1714|1777}} {{konungur | titill = [[Konungur Portúgals]] | ætt = [[Bragança|Bragançaætt]] | skjaldarmerki = [[File:Brasao-Brigantina-Brasileiro.png|Brasao-Brigantina-Brasileiro]] | nafn = Jósef 1. | mynd = [[File:Retrato de D. José I - Google Art Project.jpg|Retrato_de_D._José_I_-_Google_Art_Project]] | skírnarnafn = José de Bragança | fæðingardagur = [[6. júní]] [[1714]] | fæðingarstaður = [[Lissabon]], | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1777|2|24|1714|6|6}} | dánarstaður = | grafinn = | ríkisár = 31. júlí 1750 - 24. febrúar 1777 | undirskrift = | faðir = [[Jóhannes 5 frá portúgal ]] | móðir = [[Maria Ana frá Austurríki]] | maki = [[Mariana Victoria frá Spáni]] | titill_maka = Drottning | börn = [[Mariu 1 frá Portúgal]] }} o2nh8w2tjpwz43v2hzasc0etf6okess Guangzhou Baiyun-alþjóðaflugvöllurinn 0 168592 1761776 1761721 2022-07-24T14:52:47Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Meginbygging annarrar flugstöðvar Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Meginbygging annarrar flugstöðvar Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.</small>]] [[Mynd:Guangzhou_Baiyun_International_Airport_aerial_view.jpg|alt=Loftmynd af Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvellinum við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Loftmynd af annarri flugstöð Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins.</small>]] [[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins.</small>]] [[Mynd:Guangzhou_Baiyun_International_Airport_T2.jpg|alt=Innritunaraðstaða farþega á Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllinum við Guangzhou borg í Kína.|thumb|<small>Innritunaraðstaða farþega á Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvellinum.</small>]] '''Alþjóðaflugvöllur Guangzhou Baiyun''' ([[IATA]]: '''CAN''', [[ICAO]]: '''ZGGG''') ''([[Kínverska|kínverska:]] ''廣州白雲國際機場''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu Báiyún Guójì Jīchǎng)'' er meginflughöfn farþegaflugs [[Guangzhou]] höfuðborgar [[Guangdong]] [[Héruð Kína|héraðs]] í [[Kína| Alþýðulýðveldinu Kína]]. Hann er þriðju stærsti safnvöllur Kína.<ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun International Airport|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_International_Airport&oldid=1099341886|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref> Tvær flugstöðvar flugvallarins þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/airport.htm|titill=Guangzhou Baiyun International Airport|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Flugvöllurinn er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborg [[Guangzhou]] í Baiyun hverfi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. == Saga stækkunar == Þarf sem eldri flugvöllur Guangzhou var komin langt umfram farþegafjölda var samþykkt árið 1992 að velja stað fyrir nýjan alþjóðaflugvöll. Byggingarframkvæmdir hófust árið 2000 og hóf flugvöllurinn starfsemi fjórum árum síðar 2004. Vegna mikillar fjölgun farþega var ráðist í stækkun flugvallarins. Bætt var við þriðju flugbrautinni, annarri flugstöðvarbyggingu og leigubílakerfið, flugumferðarstjórn bætt, sem og flughlað stækkað. Þetta var tekið í notkun árið 2015.<ref>{{Citation|title=广州白云国际机场|date=2022-06-29|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E7%99%BD%E4%BA%91%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=72425328|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref> Aftur var ráðist í stækkun árið 2020 og 2021. Bæta á við þriðju flugstöðinni, ásamt farþegamiðstöð. Tengja á flugvöllinn við hraðlestar- og snarlestarkerfi borgarinnar. Á teikniborðinu er enn frekari uppbygging. Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi. Árið 2021 var flugvöllurinn meðal stærstu flugvalla í heiminum hvað varðar farþegafjölda. Heimsfaraldur COVID-19 breytti verulega farþegafjölda flugvallarins um tíma. == Flugfélög == Flugvöllurinn er svæðisbundin miðstöð fyrir ''China Southern Airlines'', ''Hainan Airlines'', ''FedEx'', ''Shenzhen Airlines''. Hann er lykilflugvöllur ''Air China''. Alls starfa um 80 kínversk og erlend flugfélög á flugvellinum.<ref>{{Citation|title=广州白云国际机场|date=2022-06-29|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E7%99%BD%E4%BA%91%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=72425328|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref> == Áfangastaðir == Frá 2019 hefur leiðakerfi flugvallarins náð yfir meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaða. Áfangastaðir eru flestir innan Kína og í Austur Asíu, með alþjóðaflug til [[New York]], [[Frankfurt]], [[Amsterdam]], [[París]], [[Sydney]], [[Tókýó]], [[Osaka]], [[Hong Kong]], [[Singapúr]], [[Seúl]], og fleiri staða. == Samgöngur við völlinn == Lestir, [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði. Flugvöllurinn er tengdur öflugu lestarkerfi með stöð í kjallara flugstöðvarbygginganna. == Tölfræði == {{Flugvallar-Tölfræði|iata=CAN}} == Tenglar == * Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/airport.htm Almennar upplýsingar, kort af flugvellinum, samgöngur almenningsvagna á flugvöllinn o.fl.] * Kínverk ''og ensk'' vefsíða [https://www.gbiac.net/byairport-web/index Guangzhou Baiyun flugvallarins.] == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou Baiyun International Airport|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} {{commons|Airport|flugvöllum}} [[Flokkur:Flugvellir í Kína]] <references /> g2n34qghzkmdc5zbrm5re8u6ybqqs2i Enska knattspyrnusambandið 0 168606 1761786 1761712 2022-07-24T16:43:37Z 31.209.245.103 wikitext text/x-wiki '''Enska knattspyrnusambandið''' (Enska: ''The Football Association'' eða ''The FA'') er heildarsamtök [[England|enskra]] knattspyrnufélaga, hefur yfirumsjón með skipulagi fótboltans í landinu og heldur úti landsliðum Englands. Það var stofnað árið 1863, að miklu leyti með það að markmiði að samræma reglur íþróttarinnar og er því elsta knattspyrnusamband heimsins. [[Enski bikarinn|Bikarkeppni Enska knattspyrnusambandsins]], sem stofnuð var árið 1871, er elsta samfellda knattspyrnukeppni veraldar. Sambandið á aðild að alþjóðasamtökunum [[FIFA]] og [[UEFA]], auk þess að vera aðili að Bresku Ólympíunefndinni. ==Samskiptin við Alþjóðaknattspyrnusambandið== Alþjóðaknattspyrnusambandið, [[FIFA]], var stofnað árið 1904 án þátttöku knattspyrnusambandanna frá [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]]. Eftir nokkrar samningaviðræður féllust bresku löndin á að ganga inn ári síðar, en sambúðin var alla tíð erfið. Eftir [[fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldina]] gengu bresku knattspyrnusamböndin úr FIFA á nýjan leik til að mótmæla því að löndin sem töpuðu stríðinu fengju að halda aðild sinni. Sú afstaða mildaðist eftir því sem leið frá stríðinu og árið 1924 gengu samböndin á ný til liðs við FIFA. Aftur reyndist FIFA-aðildin skammlíf og komu nú til deilur um áhugamennsku eða atvinnumennsku í greininni. Breska Ólympíunefndin hafði barist harðlega gegn því að heimilað væri að greiða íþróttamönnum fyrir vinnutap sem hlytist af þátttöku þeirra á [[Ólympíuleikarnir|Ólympíuleikunum]]. Álitu Bretar að þar væri í raun um að ræða atvinnumennsku í dulargervi. Árið 1928 samþykkti FIFA tillögu [[Sviss|Svisslendinga]] um að heimila slíkar greiðslur að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Í mótmælaskyni sagði Enska knattspyrnusambandið sig úr FIFA og tóku Englendingar því ekki þátt í fyrstu þremur [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla|heimsmeistarakeppnunum]]. Árið 1946 gekk Enska knattspyrnusambandið á ný til liðs við FIFA. Gerðu Englendingar þegar að kröfu sinni að [[Japan]] og [[Þýskaland|Þýskalandi]] yrði vikið úr sambandinu og var fallist á þau skilyrði. Englendingar tóku því þátt í sinni fyrstu heimsmeistarakeppni í [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1950|Brasilíu árið 1950]]. Þrír af níu forsetum FIFA hafa komið úr röðum Enska knattspyrnusambandsins. {{S|1863}} mx5tyt29rlk5qxvdq8zmemgz81kwilq Ellý Katrín Guðmundsdóttir 0 168611 1761754 1761747 2022-07-24T12:04:19Z Stalfur 455 wikitext text/x-wiki '''Ellý Katrín Guðmundsdóttir''' (fædd 15. september 1964 í Reykjavík) er íslenskur lögfræðingur og fyrrum borgarritari [[Reykjavík]]urborgar. Hún hefur vakið athygli fyrir að beina sjónum almennings að [[Alzheimer]]-sjúkdómnum sem lagðist á hana 51 árs að aldri. Hún var sæmd riddarakrossi [[Fálkaorðan|Fálkaorðunnar]] 17. júní 2020 fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Hún er gift [[Magnús Karl Magnússon|Magnúsi Karli Magnússyni]], fyrrum deildarforseta í læknadeild HÍ og eiga þau tvö börn. Móðir Ellýjar er færeysk. Hún lauk gagnfræðaprófi frá [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólanum í Reykjavík]] 1980 og lauk svo stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Hamrahlíð|Menntaskólanum í Hamrahlíð]]. Hún lauk embættisprófi í [[lögfræði]] frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] 1990, og lauk meistaraprófi í umhverfis- og alþjóðarétti frá University of Wisconsin Law School 1998. Hún var skipuð af Alþingi í stjórnlaganefnd árið 2010. Hún sat í stjórn [[Landvernd]]ar 2016-2018. Í [[Alþingiskosningar 2021|Alþingiskosningunum 2021]] neitaði kjörstjórn henni að njóta aðstoðar Magnúsar, fulltrúa hennar, í kjörklefa, hún greiddi atkvæði með aðstoð kjörstjóra. == Starfsferill == * 1991-1994 lögfræðingur á [[Einkaleyfastofa|Einkaleyfastofu]] * 1998-2002 lögfræðingur hjá [[Alþjóðabankinn|Alþjóðabankanum]] í [[Washington D.C.]] * 2002-2005 forstöðumaður Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur * 2005-2007 sviðsstýra Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar * 2007-2008 forstjóri [[Umhverfisstofnun]]ar * 2008-2011 sviðsstjóri Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar * 2011-2016 borgarritari Reykjavíkurborgar * 2016-2019 lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg == Heimildir == * {{vefheimild|url=https://www.forseti.is/fr%C3%A9ttir/2020-06-17-hin-%C3%ADslenska-f%C3%A1lkaor%C3%B0a/|titill=Forseti.is:Hin íslenska fálkaorða|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} * {{vefheimild|url=https://www.vb.is/folk/elly-katrin-gumundsdottir-rain-svisstjori-umhverfi/|titill=Viðskiptablaðið:Ellý Katrín Guðmundsdóttir ráðin sviðsstjóri Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar |mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} * {{vefheimild|url=http://www.thjodfundur2010.is/um-thjodfundinn/|titill=Þjóðfundur 2010:Um þjóðfundinn|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} * {{vefheimild|url=https://eldri.landvernd.is/alyktanir/adalfundur-alyktar-um-fridlysingar|titill=Landvernd: Aðalfundur 2016|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} * {{vefheimild|url=https://timarit.is/page/6083868#page/n21/mode/2up|Morgunblaðið 15. september 2014: Borgarritari á reiðhjóli|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} * {{vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/03/31/rumlega_fimmtug_med_alzheimer/|titill=Mbl.is:Rúmlega fimmtug með Alzheimer|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} * {{vefheimild|url=https://stundin.is/grein/11334/|titill=Stundin: Lífið er rólegra núna en við njótum þess|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} * {{vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/konu-med-alzheimer-neitad-um-fylgd-fulltrua-i-kjorklefa/|titill=Fréttablaðið:Konu með Alzheimer neitað um fylgd fulltrúa í kjörklefa|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} [[Flokkur:Íslenskir lögfræðingar]] {{f|1964}} 7fti38o3ab2dkevlkeibx7opx4xoxtg 1761756 1761754 2022-07-24T12:05:50Z Stalfur 455 /* Starfsferill */ wikitext text/x-wiki '''Ellý Katrín Guðmundsdóttir''' (fædd 15. september 1964 í Reykjavík) er íslenskur lögfræðingur og fyrrum borgarritari [[Reykjavík]]urborgar. Hún hefur vakið athygli fyrir að beina sjónum almennings að [[Alzheimer]]-sjúkdómnum sem lagðist á hana 51 árs að aldri. Hún var sæmd riddarakrossi [[Fálkaorðan|Fálkaorðunnar]] 17. júní 2020 fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Hún er gift [[Magnús Karl Magnússon|Magnúsi Karli Magnússyni]], fyrrum deildarforseta í læknadeild HÍ og eiga þau tvö börn. Móðir Ellýjar er færeysk. Hún lauk gagnfræðaprófi frá [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólanum í Reykjavík]] 1980 og lauk svo stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Hamrahlíð|Menntaskólanum í Hamrahlíð]]. Hún lauk embættisprófi í [[lögfræði]] frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] 1990, og lauk meistaraprófi í umhverfis- og alþjóðarétti frá University of Wisconsin Law School 1998. Hún var skipuð af Alþingi í stjórnlaganefnd árið 2010. Hún sat í stjórn [[Landvernd]]ar 2016-2018. Í [[Alþingiskosningar 2021|Alþingiskosningunum 2021]] neitaði kjörstjórn henni að njóta aðstoðar Magnúsar, fulltrúa hennar, í kjörklefa, hún greiddi atkvæði með aðstoð kjörstjóra. == Starfsferill == * 1991-1994 lögfræðingur á [[Einkaleyfastofan|Einkaleyfastofu]] * 1998-2002 lögfræðingur hjá [[Alþjóðabankinn|Alþjóðabankanum]] í [[Washington D.C.]] * 2002-2005 forstöðumaður Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur * 2005-2007 sviðsstýra Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar * 2007-2008 forstjóri [[Umhverfisstofnun]]ar * 2008-2011 sviðsstjóri Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar * 2011-2016 borgarritari Reykjavíkurborgar * 2016-2019 lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg == Heimildir == * {{vefheimild|url=https://www.forseti.is/fr%C3%A9ttir/2020-06-17-hin-%C3%ADslenska-f%C3%A1lkaor%C3%B0a/|titill=Forseti.is:Hin íslenska fálkaorða|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} * {{vefheimild|url=https://www.vb.is/folk/elly-katrin-gumundsdottir-rain-svisstjori-umhverfi/|titill=Viðskiptablaðið:Ellý Katrín Guðmundsdóttir ráðin sviðsstjóri Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar |mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} * {{vefheimild|url=http://www.thjodfundur2010.is/um-thjodfundinn/|titill=Þjóðfundur 2010:Um þjóðfundinn|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} * {{vefheimild|url=https://eldri.landvernd.is/alyktanir/adalfundur-alyktar-um-fridlysingar|titill=Landvernd: Aðalfundur 2016|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} * {{vefheimild|url=https://timarit.is/page/6083868#page/n21/mode/2up|Morgunblaðið 15. september 2014: Borgarritari á reiðhjóli|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} * {{vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/03/31/rumlega_fimmtug_med_alzheimer/|titill=Mbl.is:Rúmlega fimmtug með Alzheimer|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} * {{vefheimild|url=https://stundin.is/grein/11334/|titill=Stundin: Lífið er rólegra núna en við njótum þess|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} * {{vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/konu-med-alzheimer-neitad-um-fylgd-fulltrua-i-kjorklefa/|titill=Fréttablaðið:Konu með Alzheimer neitað um fylgd fulltrúa í kjörklefa|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}} [[Flokkur:Íslenskir lögfræðingar]] {{f|1964}} 9tg87oflcjbhseuwpc2bsjsbuc08u4k Ofkæling 0 168613 1761752 1761751 2022-07-24T12:03:34Z 88.235.223.226 Machine translation, edit if inaccurate wikitext text/x-wiki [[Mynd:Napoleons_retreat_from_moscow.jpg|thumb|Margir hermenn [[Napóleon Bónaparte|Napóleons]] létust af völdum ofhitans þegar þeir hörfuðu frá Rússlandi.]] Ofkæling er óeðlilegt ástand þar sem lækkað miðhitastig í heitu dýri er ekki lengur hægt að tryggja lífshitastig rétt. Ofkæling er skilgreind sem líkamskjarnahiti undir 35,0 °C (95,0 °F) hjá mönnum. Einkenni eru háð hitastigi. Í vægri ofkælingu er skjálfti og andlegt rugl. Í meðallagi ofkælingu hættir skjálfti og ruglingur eykst.<ref>{{Cite book|last=Fears|first=J. Wayne|url=https://books.google.com/books?id=tF2CDwAAQBAJ|title=The Pocket Outdoor Survival Guide: The Ultimate Guide for Short-Term Survival|date=2011-02-14|publisher=Simon and Schuster|isbn=978-1-62636-680-0|language=en}}</ref> Í alvarlegri ofkælingu geta komið fram ofskynjanir og mótsagnakenndar afklæðningar, þar sem einstaklingur fer úr fötunum, auk aukinnar hættu á að hjartað stöðvist. <ref name="NEJM 2012">{{cite journal | vauthors=Brown DJ, Brugger H, Boyd J, Paal P | title=Accidental hypothermia | journal=The New England Journal of Medicine | volume=367 | issue=20 | pages=1930–8 | date=November 2012 | pmid=23150960 | doi=10.1056/NEJMra1114208 | s2cid=205116341 | url=https://semanticscholar.org/paper/4c5b95c9b5072760e9117b6aa4de6dd90717cb29 }}</ref> Ofkæling hefur tvær megingerðir af orsökum. Það gerist í klassískum stíl við útsetningu fyrir köldu veðri og köldu vatni. Það getur einnig komið fram vegna hvers kyns ástands sem dregur úr varmaframleiðslu eða eykur varmatap. Ofkæling getur verið greind út frá einkennum einstaklings í nærveru áhættuþátta eða með því að mæla kjarnahita einstaklings. Meðferð við vægri ofkælingu felur í sér heita drykki, hlý föt og hreyfingu. Hjá þeim sem eru með í meðallagi mikla ofkælingu er mælt með hitateppi og upphituðum vökva í bláæð. Fólk með miðlungsmikla eða alvarlega ofkælingu ætti að hreyfa varlega. Við alvarlega ofkælingu getur súrefnisgjöf utan líkama himnunnar (ECMO) eða hjarta- og lungahjáveitu verið gagnleg. Hjá þeim sem eru án púls er hjarta- og lungnaendurlífgun ábending ásamt ofangreindum ráðstöfunum. Endurhitun er venjulega haldið áfram þar til hitastig einstaklings er hærra en 32 °C. Ofkæling er orsök að minnsta kosti 1.500 dauðsfalla á ári í Bandaríkjunum. Það er algengara hjá eldra fólki og körlum. Einn lægsti skjalfesti líkamshiti sem einhver með ofkælingu fyrir slysni hefur lifað af er 13,0 °C (55,4 °F) í næstum drukknun 7 ára stúlku í Svíþjóð. == Skilgreiningar == Mannkynið, eins og spendýr og fuglar, er innheitaður hómóhiti, það er að segja að það heldur yfirleitt hærra hitastigum en umhverfi sínu, með því að framleiða sjálfur hita (thermogenesis). Þessi framleiðsla notar orku sem er fenginn úr eigin efnaskiptum.<ref>{{Harvard citation no brackets|Malan|1991}}.</ref><ref>{{Harvard citation no brackets|Sherwood|2016}}.</ref> 6xke1y1t1y8clqomxgmcsf57jcvpds5 1761757 1761752 2022-07-24T12:08:35Z 88.235.223.226 /* Skilgreiningar */Machine translation wikitext text/x-wiki [[Mynd:Napoleons_retreat_from_moscow.jpg|thumb|Margir hermenn [[Napóleon Bónaparte|Napóleons]] létust af völdum ofhitans þegar þeir hörfuðu frá Rússlandi.]] Ofkæling er óeðlilegt ástand þar sem lækkað miðhitastig í heitu dýri er ekki lengur hægt að tryggja lífshitastig rétt. Ofkæling er skilgreind sem líkamskjarnahiti undir 35,0 °C (95,0 °F) hjá mönnum. Einkenni eru háð hitastigi. Í vægri ofkælingu er skjálfti og andlegt rugl. Í meðallagi ofkælingu hættir skjálfti og ruglingur eykst.<ref>{{Cite book|last=Fears|first=J. Wayne|url=https://books.google.com/books?id=tF2CDwAAQBAJ|title=The Pocket Outdoor Survival Guide: The Ultimate Guide for Short-Term Survival|date=2011-02-14|publisher=Simon and Schuster|isbn=978-1-62636-680-0|language=en}}</ref> Í alvarlegri ofkælingu geta komið fram ofskynjanir og mótsagnakenndar afklæðningar, þar sem einstaklingur fer úr fötunum, auk aukinnar hættu á að hjartað stöðvist. <ref name="NEJM 2012">{{cite journal | vauthors=Brown DJ, Brugger H, Boyd J, Paal P | title=Accidental hypothermia | journal=The New England Journal of Medicine | volume=367 | issue=20 | pages=1930–8 | date=November 2012 | pmid=23150960 | doi=10.1056/NEJMra1114208 | s2cid=205116341 | url=https://semanticscholar.org/paper/4c5b95c9b5072760e9117b6aa4de6dd90717cb29 }}</ref> Ofkæling hefur tvær megingerðir af orsökum. Það gerist í klassískum stíl við útsetningu fyrir köldu veðri og köldu vatni. Það getur einnig komið fram vegna hvers kyns ástands sem dregur úr varmaframleiðslu eða eykur varmatap. Ofkæling getur verið greind út frá einkennum einstaklings í nærveru áhættuþátta eða með því að mæla kjarnahita einstaklings. Meðferð við vægri ofkælingu felur í sér heita drykki, hlý föt og hreyfingu. Hjá þeim sem eru með í meðallagi mikla ofkælingu er mælt með hitateppi og upphituðum vökva í bláæð. Fólk með miðlungsmikla eða alvarlega ofkælingu ætti að hreyfa varlega. Við alvarlega ofkælingu getur súrefnisgjöf utan líkama himnunnar (ECMO) eða hjarta- og lungahjáveitu verið gagnleg. Hjá þeim sem eru án púls er hjarta- og lungnaendurlífgun ábending ásamt ofangreindum ráðstöfunum. Endurhitun er venjulega haldið áfram þar til hitastig einstaklings er hærra en 32 °C. Ofkæling er orsök að minnsta kosti 1.500 dauðsfalla á ári í Bandaríkjunum. Það er algengara hjá eldra fólki og körlum. Einn lægsti skjalfesti líkamshiti sem einhver með ofkælingu fyrir slysni hefur lifað af er 13,0 °C (55,4 °F) í næstum drukknun 7 ára stúlku í Svíþjóð. == Skilgreiningar == Mannkynið, eins og spendýr og fuglar, er innheitaður hómóhiti, það er að segja að það heldur yfirleitt hærra hitastigum en umhverfi sínu, með því að framleiða sjálfur hita (thermogenesis). Þessi framleiðsla notar orku sem er fenginn úr eigin efnaskiptum.<ref>{{Harvard citation no brackets|Malan|1991}}.</ref><ref>{{Harvard citation no brackets|Sherwood|2016}}.</ref> ==Flokkun== Ofkæling er oft skilgreind sem líkamshiti undir 35,0 °C. Með þessari aðferð er henni skipt í alvarleikagráður miðað við kjarnahita. Annað flokkunarkerfi, svissneska sviðsetningarkerfið, skiptir ofkælingu út frá einkennum sem koma fram sem er æskilegt þegar ekki er hægt að ákvarða nákvæman kjarnahita. {| class="wikitable" style="max-width: 22em; float: right; clear: right; margin: 0 0 0.5em 1em;" |+ Hypothermia classification |- !Swiss system<ref name="NEJM 2012" />!!Symptoms!!By degree<ref name="Rosen 2006">{{cite book |title=Rosen's emergency medicine: concepts and clinical practice |last=Marx |first=John |name-list-style=vanc |year=2006 |publisher=Mosby/Elsevier |isbn=978-0-323-02845-5 |page=2239 |url=https://archive.org/details/rosensemergencym0002unse |url-access=registration }}</ref>!!Temperature |- |Stage 1 |Awake and shivering | Mild | {{convert|32|-|35|C|F|1}} |- |Stage 2 |Drowsy and not shivering | Moderate | {{convert|28|-|32|C|F|1}} |- |Stage 3 |[[Unconsciousness|Unconscious]], not shivering | Severe | {{convert|20|-|28|C|F|1}} |- |Stage 4 |No [[vital signs]] | Profound | <{{convert|20|C|F|1}} |} Venjulegur líkamshiti manna er oft gefinn upp sem 36,5–37,5 °C. Ofurhiti og hiti eru skilgreind sem hitastig sem er hærra en 37,5–38,3 °C. ==Merki og einkenni== Einkenni og einkenni eru mismunandi eftir því hversu mikil ofkæling er og þeim má deila með þremur stigum alvarleika. Ungbörn með ofkælingu geta fundið fyrir kulda þegar þau eru snert, með skærrauða húð og óvenjulegt orkuleysi. Fólk með ofkælingu getur virst fölt. per1pvg96xvf54yeuogwy929tqboqh3 1761758 1761757 2022-07-24T12:11:19Z 88.235.223.226 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Napoleons_retreat_from_moscow.jpg|thumb|Napóleon Bonaparte hörfaði frá Rússlandi veturinn 1812 dóu margir hermenn úr ofkælingu.]] Ofkæling er óeðlilegt ástand þar sem lækkað miðhitastig í heitu dýri er ekki lengur hægt að tryggja lífshitastig rétt. Ofkæling er skilgreind sem líkamskjarnahiti undir 35,0 °C (95,0 °F) hjá mönnum. Einkenni eru háð hitastigi. Í vægri ofkælingu er skjálfti og andlegt rugl. Í meðallagi ofkælingu hættir skjálfti og ruglingur eykst.<ref>{{Cite book|last=Fears|first=J. Wayne|url=https://books.google.com/books?id=tF2CDwAAQBAJ|title=The Pocket Outdoor Survival Guide: The Ultimate Guide for Short-Term Survival|date=2011-02-14|publisher=Simon and Schuster|isbn=978-1-62636-680-0|language=en}}</ref> Í alvarlegri ofkælingu geta komið fram ofskynjanir og mótsagnakenndar afklæðningar, þar sem einstaklingur fer úr fötunum, auk aukinnar hættu á að hjartað stöðvist. <ref name="NEJM 2012">{{cite journal | vauthors=Brown DJ, Brugger H, Boyd J, Paal P | title=Accidental hypothermia | journal=The New England Journal of Medicine | volume=367 | issue=20 | pages=1930–8 | date=November 2012 | pmid=23150960 | doi=10.1056/NEJMra1114208 | s2cid=205116341 | url=https://semanticscholar.org/paper/4c5b95c9b5072760e9117b6aa4de6dd90717cb29 }}</ref> Ofkæling hefur tvær megingerðir af orsökum. Það gerist í klassískum stíl við útsetningu fyrir köldu veðri og köldu vatni. Það getur einnig komið fram vegna hvers kyns ástands sem dregur úr varmaframleiðslu eða eykur varmatap. Ofkæling getur verið greind út frá einkennum einstaklings í nærveru áhættuþátta eða með því að mæla kjarnahita einstaklings. Meðferð við vægri ofkælingu felur í sér heita drykki, hlý föt og hreyfingu. Hjá þeim sem eru með í meðallagi mikla ofkælingu er mælt með hitateppi og upphituðum vökva í bláæð. Fólk með miðlungsmikla eða alvarlega ofkælingu ætti að hreyfa varlega. Við alvarlega ofkælingu getur súrefnisgjöf utan líkama himnunnar (ECMO) eða hjarta- og lungahjáveitu verið gagnleg. Hjá þeim sem eru án púls er hjarta- og lungnaendurlífgun ábending ásamt ofangreindum ráðstöfunum. Endurhitun er venjulega haldið áfram þar til hitastig einstaklings er hærra en 32 °C. Ofkæling er orsök að minnsta kosti 1.500 dauðsfalla á ári í Bandaríkjunum. Það er algengara hjá eldra fólki og körlum. Einn lægsti skjalfesti líkamshiti sem einhver með ofkælingu fyrir slysni hefur lifað af er 13,0 °C (55,4 °F) í næstum drukknun 7 ára stúlku í Svíþjóð. == Skilgreiningar == Mannkynið, eins og spendýr og fuglar, er innheitaður hómóhiti, það er að segja að það heldur yfirleitt hærra hitastigum en umhverfi sínu, með því að framleiða sjálfur hita (thermogenesis). Þessi framleiðsla notar orku sem er fenginn úr eigin efnaskiptum.<ref>{{Harvard citation no brackets|Malan|1991}}.</ref><ref>{{Harvard citation no brackets|Sherwood|2016}}.</ref> ==Flokkun== Ofkæling er oft skilgreind sem líkamshiti undir 35,0 °C. Með þessari aðferð er henni skipt í alvarleikagráður miðað við kjarnahita. Annað flokkunarkerfi, svissneska sviðsetningarkerfið, skiptir ofkælingu út frá einkennum sem koma fram sem er æskilegt þegar ekki er hægt að ákvarða nákvæman kjarnahita. {| class="wikitable" style="max-width: 22em; float: right; clear: right; margin: 0 0 0.5em 1em;" |+ Hypothermia classification |- !Swiss system<ref name="NEJM 2012" />!!Symptoms!!By degree<ref name="Rosen 2006">{{cite book |title=Rosen's emergency medicine: concepts and clinical practice |last=Marx |first=John |name-list-style=vanc |year=2006 |publisher=Mosby/Elsevier |isbn=978-0-323-02845-5 |page=2239 |url=https://archive.org/details/rosensemergencym0002unse |url-access=registration }}</ref>!!Temperature |- |Stage 1 |Awake and shivering | Mild | {{convert|32|-|35|C|F|1}} |- |Stage 2 |Drowsy and not shivering | Moderate | {{convert|28|-|32|C|F|1}} |- |Stage 3 |[[Unconsciousness|Unconscious]], not shivering | Severe | {{convert|20|-|28|C|F|1}} |- |Stage 4 |No [[vital signs]] | Profound | <{{convert|20|C|F|1}} |} Venjulegur líkamshiti manna er oft gefinn upp sem 36,5–37,5 °C. Ofurhiti og hiti eru skilgreind sem hitastig sem er hærra en 37,5–38,3 °C. ==Merki og einkenni== Einkenni og einkenni eru mismunandi eftir því hversu mikil ofkæling er og þeim má deila með þremur stigum alvarleika. Ungbörn með ofkælingu geta fundið fyrir kulda þegar þau eru snert, með skærrauða húð og óvenjulegt orkuleysi. Fólk með ofkælingu getur virst fölt. lwheqcj3wnea2safdx0kv01dpw9r5um 1761759 1761758 2022-07-24T12:15:45Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Napoleons_retreat_from_moscow.jpg|thumb|Napóleon Bonaparte hörfaði frá Rússlandi veturinn 1812 dóu margir hermenn úr ofkælingu.]] {{hreingera}} '''Ofkæling''' er óeðlilegt ástand þar sem er lækkað miðhitastig í heitu dýri og er ekki lengur hægt að tryggja rétt lífshitastig. Ofkæling er skilgreind sem líkamskjarnahiti undir 35,0 °C (95,0 °F) hjá mönnum. Einkenni eru háð hitastigi. Í vægri ofkælingu er skjálfti og andlegt rugl. Í meðallagi ofkælingu hættir skjálfti og ruglástand eykst.<ref>{{Cite book|last=Fears|first=J. Wayne|url=https://books.google.com/books?id=tF2CDwAAQBAJ|title=The Pocket Outdoor Survival Guide: The Ultimate Guide for Short-Term Survival|date=2011-02-14|publisher=Simon and Schuster|isbn=978-1-62636-680-0|language=en}}</ref> Í alvarlegri ofkælingu geta komið fram ofskynjanir þar sem einstaklingur fer úr fötunum, auk aukinnar hættu á að hjartað stöðvist. <ref name="NEJM 2012">{{cite journal | vauthors=Brown DJ, Brugger H, Boyd J, Paal P | title=Accidental hypothermia | journal=The New England Journal of Medicine | volume=367 | issue=20 | pages=1930–8 | date=November 2012 | pmid=23150960 | doi=10.1056/NEJMra1114208 | s2cid=205116341 | url=https://semanticscholar.org/paper/4c5b95c9b5072760e9117b6aa4de6dd90717cb29 }}</ref> Ofkæling hefur tvær megingerðir af orsökum. Það gerist í klassískum stíl við útsetningu fyrir köldu veðri og köldu vatni. Það getur einnig komið fram vegna hvers kyns ástands sem dregur úr varmaframleiðslu eða eykur varmatap. Ofkæling getur verið greind út frá einkennum einstaklings í nærveru áhættuþátta eða með því að mæla kjarnahita einstaklings. Meðferð við vægri ofkælingu felur í sér heita drykki, hlý föt og hreyfingu. Hjá þeim sem eru með í meðallagi mikla ofkælingu er mælt með hitateppi og upphituðum vökva í bláæð. Fólk með miðlungsmikla eða alvarlega ofkælingu ætti að hreyfa varlega. Við alvarlega ofkælingu getur súrefnisgjöf utan líkama himnunnar (ECMO) eða hjarta- og lungahjáveitu verið gagnleg. Hjá þeim sem eru án púls er hjarta- og lungnaendurlífgun ábending ásamt ofangreindum ráðstöfunum. Endurhitun er venjulega haldið áfram þar til hitastig einstaklings er hærra en 32 °C. Ofkæling er orsök að minnsta kosti 1.500 dauðsfalla á ári í Bandaríkjunum. Það er algengara hjá eldra fólki og körlum. Einn lægsti skjalfesti líkamshiti sem einhver með ofkælingu fyrir slysni hefur lifað af er 13,0 °C (55,4 °F) í næstum drukknun 7 ára stúlku í Svíþjóð. Í spendýrum og fuglum, er innri kjarnahiti sem er yfirleitt sem er hærri en umhverfið. Þau framleiða sjálf hita (thermogenesis) og nota orku sem er fengin úr eigin efnaskiptum.<ref>{{Harvard citation no brackets|Malan|1991}}.</ref><ref>{{Harvard citation no brackets|Sherwood|2016}}.</ref> ==Flokkun== Ofkæling er oft skilgreind sem líkamshiti undir 35,0 °C. Með þessari aðferð er henni skipt í alvarleikagráður miðað við kjarnahita. Annað flokkunarkerfi, svissneska sviðsetningarkerfið, skiptir ofkælingu út frá einkennum sem koma fram sem er æskilegt þegar ekki er hægt að ákvarða nákvæman kjarnahita. {| class="wikitable" style="max-width: 22em; float: right; clear: right; margin: 0 0 0.5em 1em;" |+ Hypothermia classification |- !Swiss system<ref name="NEJM 2012" />!!Symptoms!!By degree<ref name="Rosen 2006">{{cite book |title=Rosen's emergency medicine: concepts and clinical practice |last=Marx |first=John |name-list-style=vanc |year=2006 |publisher=Mosby/Elsevier |isbn=978-0-323-02845-5 |page=2239 |url=https://archive.org/details/rosensemergencym0002unse |url-access=registration }}</ref>!!Temperature |- |Stage 1 |Awake and shivering | Mild | {{convert|32|-|35|C|F|1}} |- |Stage 2 |Drowsy and not shivering | Moderate | {{convert|28|-|32|C|F|1}} |- |Stage 3 |[[Unconsciousness|Unconscious]], not shivering | Severe | {{convert|20|-|28|C|F|1}} |- |Stage 4 |No [[vital signs]] | Profound | <{{convert|20|C|F|1}} |} Venjulegur líkamshiti manna er oft gefinn upp sem 36,5–37,5 °C. Ofurhiti og hiti eru skilgreind sem hitastig sem er hærra en 37,5–38,3 °C. ==Merki og einkenni== Einkenni og einkenni eru mismunandi eftir því hversu mikil ofkæling er og þeim má deila með þremur stigum alvarleika. Ungbörn með ofkælingu geta fundið fyrir kulda þegar þau eru snert, með skærrauða húð og óvenjulegt orkuleysi. Fólk með ofkælingu getur virst fölt. [[Flokkur:Heilsa]] 959x7k7399075e30dh7ojqe3jpgas8q 1761760 1761759 2022-07-24T12:17:28Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Napoleons_retreat_from_moscow.jpg|thumb|Napóleon Bonaparte hörfaði frá Rússlandi veturinn 1812 dóu margir hermenn úr ofkælingu.]] {{hreingera}} '''Ofkæling''' er óeðlilegt ástand þar sem er lækkað miðhitastig í heitu dýri og er ekki lengur hægt að tryggja rétt lífshitastig. Ofkæling er skilgreind sem líkamskjarnahiti undir 35,0 °C (95,0 °F) hjá mönnum. Einkenni eru háð hitastigi. Í vægri ofkælingu er skjálfti og andlegt rugl. Í meðallagi ofkælingu hættir skjálfti og ruglástand eykst.<ref>{{Cite book|last=Fears|first=J. Wayne|url=https://books.google.com/books?id=tF2CDwAAQBAJ|title=The Pocket Outdoor Survival Guide: The Ultimate Guide for Short-Term Survival|date=2011-02-14|publisher=Simon and Schuster|isbn=978-1-62636-680-0|language=en}}</ref> Í alvarlegri ofkælingu geta komið fram ofskynjanir þar sem einstaklingur fer úr fötunum, auk aukinnar hættu á að hjartað stöðvist. <ref name="NEJM 2012">{{cite journal | vauthors=Brown DJ, Brugger H, Boyd J, Paal P | title=Accidental hypothermia | journal=The New England Journal of Medicine | volume=367 | issue=20 | pages=1930–8 | date=November 2012 | pmid=23150960 | doi=10.1056/NEJMra1114208 | s2cid=205116341 | url=https://semanticscholar.org/paper/4c5b95c9b5072760e9117b6aa4de6dd90717cb29 }}</ref> Ofkæling hefur tvær megingerðir af orsökum. Það gerist í klassískum stíl við útsetningu fyrir köldu veðri og köldu vatni. Það getur einnig komið fram vegna hvers kyns ástands sem dregur úr varmaframleiðslu eða eykur varmatap. Ofkæling getur verið greind út frá einkennum einstaklings í nærveru áhættuþátta eða með því að mæla kjarnahita einstaklings. Meðferð við vægri ofkælingu felur í sér heita drykki, hlý föt og hreyfingu. Hjá þeim sem eru með í meðallagi mikla ofkælingu er mælt með hitateppi og upphituðum vökva í bláæð. Fólk með miðlungsmikla eða alvarlega ofkælingu ætti að hreyfa varlega. Við alvarlega ofkælingu getur súrefnisgjöf utan líkama himnunnar (ECMO) eða hjarta- og lungahjáveitu verið gagnleg. Hjá þeim sem eru án púls er hjarta- og lungnaendurlífgun ábending ásamt ofangreindum ráðstöfunum. Endurhitun er venjulega haldið áfram þar til hitastig einstaklings er hærra en 32 °C. Ofkæling er orsök að minnsta kosti 1.500 dauðsfalla á ári í Bandaríkjunum. Hún er algengari hjá eldra fólki og körlum. Einn lægsti skjalfesti líkamshiti sem einstaklingur með ofkælingu hefur lifað af er 13,0 °C (55,4 °F) þegar 7 ára stúlka drukknaði næstum í Svíþjóð. Í spendýrum og fuglum, er innri kjarnahiti sem er yfirleitt sem er hærri en umhverfið. Þau framleiða sjálf hita (thermogenesis) og nota orku sem er fengin úr eigin efnaskiptum.<ref>{{Harvard citation no brackets|Malan|1991}}.</ref><ref>{{Harvard citation no brackets|Sherwood|2016}}.</ref> ==Flokkun== Ofkæling er oft skilgreind sem líkamshiti undir 35,0 °C. Með þessari aðferð er henni skipt í alvarleikagráður miðað við kjarnahita. Annað flokkunarkerfi, svissneska sviðsetningarkerfið, skiptir ofkælingu út frá einkennum sem koma fram sem er æskilegt þegar ekki er hægt að ákvarða nákvæman kjarnahita. {| class="wikitable" style="max-width: 22em; float: right; clear: right; margin: 0 0 0.5em 1em;" |+ Hypothermia classification |- !Swiss system<ref name="NEJM 2012" />!!Symptoms!!By degree<ref name="Rosen 2006">{{cite book |title=Rosen's emergency medicine: concepts and clinical practice |last=Marx |first=John |name-list-style=vanc |year=2006 |publisher=Mosby/Elsevier |isbn=978-0-323-02845-5 |page=2239 |url=https://archive.org/details/rosensemergencym0002unse |url-access=registration }}</ref>!!Temperature |- |Stage 1 |Awake and shivering | Mild | {{convert|32|-|35|C|F|1}} |- |Stage 2 |Drowsy and not shivering | Moderate | {{convert|28|-|32|C|F|1}} |- |Stage 3 |[[Unconsciousness|Unconscious]], not shivering | Severe | {{convert|20|-|28|C|F|1}} |- |Stage 4 |No [[vital signs]] | Profound | <{{convert|20|C|F|1}} |} Venjulegur líkamshiti manna er oft gefinn upp sem 36,5–37,5 °C. Ofurhiti og hiti eru skilgreind sem hitastig sem er hærra en 37,5–38,3 °C. ==Merki og einkenni== Einkenni og einkenni eru mismunandi eftir því hversu mikil ofkæling er og þeim má deila með þremur stigum alvarleika. Ungbörn með ofkælingu geta fundið fyrir kulda þegar þau eru snert, með skærrauða húð og óvenjulegt orkuleysi. Fólk með ofkælingu getur virst fölt. [[Flokkur:Heilsa]] p3ql04ub384t3inkm6v28ngeubib45b Einkaleyfastofa 0 168614 1761755 2022-07-24T12:05:17Z Stalfur 455 Tilvísun á [[Hugverkastofa]] wikitext text/x-wiki #TILVÍSUN[[Hugverkastofa]] mdb96t496qzc1zmgcpnn8zmavuji85z Notandaspjall:88.235.223.226 3 168615 1761761 2022-07-24T12:18:15Z Berserkur 10188 Nýr hluti: /* Mechanical translation */ wikitext text/x-wiki == Mechanical translation == Please don't use it. Thanx. [[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 24. júlí 2022 kl. 12:18 (UTC) e4ku9551loyt06vg5fskow3ltn9cyju Notandaspjall:All cats are british 3 168616 1761762 2022-07-24T12:19:04Z Berserkur 10188 Nýr hluti: /* Mechanical translation */ wikitext text/x-wiki == Mechanical translation == Please don't use it. Thanx. [[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 24. júlí 2022 kl. 12:19 (UTC) 76uz71i12yzaaxa4wpdu9l5x4i1vlj5 Pétur 3. Portúgalskonungur 0 168617 1761766 2022-07-24T13:21:12Z Tyulif 86306 Created by translating the opening section from the page "[[:pt:Special:Redirect/revision/63265079|Pedro III de Portugal]]" wikitext text/x-wiki Pétur III ([[Lissabon]], 5. júlí 1717 – Queluz, 25. maí 1786), kallaður Capacidónio, Sacristão og Edificador, var konungsbróðir Portúgals og Algarves frá 1777 til dauðadags. Hann var sonur [[Jóhannesar V]] konungs og konu hans [[Maríu Önnu erkihertogaynju af Austurríki]] og var því yngri bróðir [[Jósef I]] konungs og föðurbróður [[Maríu]]. Pétur 3. tók aldrei þátt í stjórnmálum og lét konu sína alltaf stjórnamálin. rxqvkwcy7osm9azjfxwnvq1y05dnh1n 1761767 1761766 2022-07-24T13:33:27Z Tyulif 86306 wikitext text/x-wiki {{konungur | titill = [[Konungur Frakklands]] | ætt = [[Bragança|Bragançaætt]] | skjaldarmerki = [[File:Brasao-Brigantina-Brasileiro.png|Brasao-Brigantina-Brasileiro]] | nafn = Pétur 3. | mynd = [[File:Retrato de D. Pedro III de Portugal - oficina europeia ou portuguesa do século XVIII.png|Retrato_de_D._Pedro_III_de_Portugal_-_oficina_europeia_ou_portuguesa_do_século_XVIII]] | skírnarnafn = Pétur de Bragança | fæðingardagur = [[júlí, 5]] [[1717]] | fæðingarstaður = [[Lissabon]], | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1786|5|25|1717|7|5}} | dánarstaður = | grafinn = | ríkisár = 24. febrúar 1777 - 25. maí 1786 | undirskrift = | faðir = [[Jóhannes 5 frá portúgal ]] | móðir = [[Maria Ana frá Austurríki]] | maki = [[Mariu 1 frá Portúgal]] | titill_maka = Drottning | börn = Jósef prins af Brasilíu,[[Jóhannes 6 frá Portúgal]] }} Pétur III ([[Lissabon]], 5. júlí 1717 – Queluz, 25. maí 1786), kallaður Capacidónio, Sacristão og Edificador, var konungsbróðir Portúgals og Algarves frá 1777 til dauðadags. Hann var sonur [[Jóhannesar V]] konungs og konu hans [[Maríu Önnu erkihertogaynju af Austurríki]] og var því yngri bróðir [[Jósef I]] konungs og föðurbróður [[Maríu]]. Pétur 3. tók aldrei þátt í stjórnmálum og lét konu sína alltaf stjórnamálin. jjjgp9ma7y77ol7u6mtzdt53o0u3c9l 1761768 1761767 2022-07-24T13:34:34Z Tyulif 86306 wikitext text/x-wiki {{konungur | titill = [[Konungur Portúgals]] | ætt = [[Bragança|Bragançaætt]] | skjaldarmerki = File:Brasao-Brigantina-Brasileiro.png|Brasao-Brigantina-Brasileiro]] | nafn = Pétur 3. | mynd = [[File:Retrato de D. Pedro III de Portugal - oficina europeia ou portuguesa do século XVIII.png|Retrato_de_D._Pedro_III_de_Portugal_-_oficina_europeia_ou_portuguesa_do_século_XVIII]] | skírnarnafn = Pétur de Bragança | fæðingardagur = [[júlí, 5]] [[1717]] | fæðingarstaður = [[Lissabon]], | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1786|5|25|1717|7|5}} | dánarstaður = | grafinn = | ríkisár = 24. febrúar 1777 - 25. maí 1786 | undirskrift = | faðir = [[Jóhannes 5 frá portúgal ]] | móðir = [[Maria Ana frá Austurríki]] | maki = [[Mariu 1 frá Portúgal]] | titill_maka = Drottning | börn = Jósef prins af Brasilíu,[[Jóhannes 6 frá Portúgal]] }} Pétur III ([[Lissabon]], 5. júlí 1717 – Queluz, 25. maí 1786), kallaður Capacidónio, Sacristão og Edificador, var konungsbróðir Portúgals og Algarves frá 1777 til dauðadags. Hann var sonur [[Jóhannesar V]] konungs og konu hans [[Maríu Önnu erkihertogaynju af Austurríki]] og var því yngri bróðir [[Jósef I]] konungs og föðurbróður [[Maríu]]. Pétur 3. tók aldrei þátt í stjórnmálum og lét konu sína alltaf stjórnamálin. ruuikevy7s67gd6sud9tnhqo2nqb6vz 1761769 1761768 2022-07-24T13:34:55Z Tyulif 86306 wikitext text/x-wiki {{konungur | titill = [[Konungur Portúgals]] | ætt = [[Bragança|Bragançaætt]] | skjaldarmerki = [[File:Brasao-Brigantina-Brasileiro.png|Brasao-Brigantina-Brasileiro]] | nafn = Pétur 3. | mynd = [[File:Retrato de D. Pedro III de Portugal - oficina europeia ou portuguesa do século XVIII.png|Retrato_de_D._Pedro_III_de_Portugal_-_oficina_europeia_ou_portuguesa_do_século_XVIII]] | skírnarnafn = Pétur de Bragança | fæðingardagur = [[júlí, 5]] [[1717]] | fæðingarstaður = [[Lissabon]], | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1786|5|25|1717|7|5}} | dánarstaður = | grafinn = | ríkisár = 24. febrúar 1777 - 25. maí 1786 | undirskrift = | faðir = [[Jóhannes 5 frá portúgal ]] | móðir = [[Maria Ana frá Austurríki]] | maki = [[Mariu 1 frá Portúgal]] | titill_maka = Drottning | börn = Jósef prins af Brasilíu,[[Jóhannes 6 frá Portúgal]] }} Pétur III ([[Lissabon]], 5. júlí 1717 – Queluz, 25. maí 1786), kallaður Capacidónio, Sacristão og Edificador, var konungsbróðir Portúgals og Algarves frá 1777 til dauðadags. Hann var sonur [[Jóhannesar V]] konungs og konu hans [[Maríu Önnu erkihertogaynju af Austurríki]] og var því yngri bróðir [[Jósef I]] konungs og föðurbróður [[Maríu]]. Pétur 3. tók aldrei þátt í stjórnmálum og lét konu sína alltaf stjórnamálin. 33cbsacj2sw570mszethzh3hr3d814w 1761785 1761769 2022-07-24T16:33:37Z TKSnaevarr 53243 TKSnaevarr færði [[Pétur III frá Portúgal]] á [[Pétur 3. Portúgalskonungur]] án þess að skilja eftir tilvísun wikitext text/x-wiki {{konungur | titill = [[Konungur Portúgals]] | ætt = [[Bragança|Bragançaætt]] | skjaldarmerki = [[File:Brasao-Brigantina-Brasileiro.png|Brasao-Brigantina-Brasileiro]] | nafn = Pétur 3. | mynd = [[File:Retrato de D. Pedro III de Portugal - oficina europeia ou portuguesa do século XVIII.png|Retrato_de_D._Pedro_III_de_Portugal_-_oficina_europeia_ou_portuguesa_do_século_XVIII]] | skírnarnafn = Pétur de Bragança | fæðingardagur = [[júlí, 5]] [[1717]] | fæðingarstaður = [[Lissabon]], | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1786|5|25|1717|7|5}} | dánarstaður = | grafinn = | ríkisár = 24. febrúar 1777 - 25. maí 1786 | undirskrift = | faðir = [[Jóhannes 5 frá portúgal ]] | móðir = [[Maria Ana frá Austurríki]] | maki = [[Mariu 1 frá Portúgal]] | titill_maka = Drottning | börn = Jósef prins af Brasilíu,[[Jóhannes 6 frá Portúgal]] }} Pétur III ([[Lissabon]], 5. júlí 1717 – Queluz, 25. maí 1786), kallaður Capacidónio, Sacristão og Edificador, var konungsbróðir Portúgals og Algarves frá 1777 til dauðadags. Hann var sonur [[Jóhannesar V]] konungs og konu hans [[Maríu Önnu erkihertogaynju af Austurríki]] og var því yngri bróðir [[Jósef I]] konungs og föðurbróður [[Maríu]]. Pétur 3. tók aldrei þátt í stjórnmálum og lét konu sína alltaf stjórnamálin. 33cbsacj2sw570mszethzh3hr3d814w 1761787 1761785 2022-07-24T16:45:20Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki {{konungur | titill = [[Konungur Portúgals]] | ætt = [[Bragança|Bragançaætt]] | skjaldarmerki = Brasao-Brigantina-Brasileiro.png | nafn = Pétur 3. | mynd = Retrato de D. Pedro III de Portugal - oficina europeia ou portuguesa do século XVIII.png | skírnarnafn = Pétur de Bragança | fæðingardagur = [[5. júlí]] [[1717]] | fæðingarstaður = [[Lissabon]], [[Portúgal]] | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1786|5|25|1717|7|5}} | dánarstaður = [[Queluz]], [[Portúgal]] | grafinn = | ríkisár = 24. febrúar 1777 – 25. maí 1786 | undirskrift = | faðir = [[Jóhannes 5. Portúgalskonungur]] | móðir = [[María Anna af Austurríki]] | maki = [[María 1. Portúgalsdrottning]] | titill_maka = Drottning | börn = [[Jósef prins af Brasilíu]], [[Jóhannes 6. Portúgalskonungur]] }} '''Pétur 3.''' (5. júlí 1717 – 25. maí 1786) var konungur [[Portúgal]]s og [[Algarve]] frá 1777 til dauðadags. Hann var formlega meðstjórnandi eiginkonu sinnar og bróðursystur, [[María 1. Portúgalsdrottning|Maríu 1. Portúgalsdrottningar]]. Hann var sonur [[Jóhannes 5. Portúgalskonungur|Jóhannesar 5.]] konungs og konu, hans [[María Anna af Austurríki|Maríu Önnu erkihertogaynju af Austurríki]] og var því yngri bróðir [[Jósef 1. Portúgalskonungur|Jósefs 1.]] konungs og föðurbróðir Maríu, eiginkonu sinnar. Pétur 3. tók aldrei þátt í stjórnmálum og lét konu sína alltaf stjórn ríkisins. {{fd|1717|1786}} [[Flokkur:Braganza-ætt]] [[Flokkur:Konungar Portúgals]] hp2kw7pwbl15srdbl0748jb5sqrhov3 Denys Shmyhal 0 168618 1761773 2022-07-24T14:43:23Z TKSnaevarr 53243 Tilvísun á [[Denys Sjmyhal]] wikitext text/x-wiki #TILVÍSUN[[Denys Sjmyhal]] mwisx6ey9yqr6vgqnr4hacfl0a0898r Vetnissúlfíð 0 168619 1761780 2022-07-24T16:02:16Z Numberguy6 52085 Tilvísun á [[Brennisteinsvetni]] wikitext text/x-wiki #REDIRECT [[Brennisteinsvetni]] o3deno06mumeqno5o1sen1goszbihhy Auður (tónlistarmaður) 0 168620 1761801 2022-07-24T18:23:13Z Siggason 12601 Ný síða: {{Tónlistarfólk |heiti = Auður |mynd = |stærð = 250px |myndatexti = |nefni = |uppruni = [[Reykjavík]], [[Ísland|Íslandi]] |stefna = [[Popptónlist|Popp]] |ár = 2016–í dag |út = |sam = |vef = https://www.auduraudur.com/ |nú = |fyrr = }} '''Auður''' (f. 9. febrúar 1993) er sviðsnafn íslenska tónlistarmannsins '''Auðuns Lútherssonar'''. Auður spilaði á dönsku tónlistarhátíðinn... wikitext text/x-wiki {{Tónlistarfólk |heiti = Auður |mynd = |stærð = 250px |myndatexti = |nefni = |uppruni = [[Reykjavík]], [[Ísland|Íslandi]] |stefna = [[Popptónlist|Popp]] |ár = 2016–í dag |út = |sam = |vef = https://www.auduraudur.com/ |nú = |fyrr = }} '''Auður''' (f. 9. febrúar 1993) er sviðsnafn íslenska tónlistarmannsins '''Auðuns Lútherssonar'''. Auður spilaði á dönsku tónlistarhátíðinni [[Hróarskelda|Hróarskeldu]] árið 2019<ref>https://www.roskilde-festival.dk/en/years/2019/news/future-stars-to-play-roskilde-festival-2019/</ref>. Á [[Íslensku tónlistarverðlaunin|Íslensku tónlistarverðlaununum]] árið 2020 hlaut Auður þrenn verðlaun; popplag ársins (''Enginn eins og þú''), söngvari ársins og flytjandi ársins<ref>https://www.mbl.is/folk/frettir/2020/03/11/audur_og_vok_hlutu_flest_verdlaun/</ref>. ==Æviágrip== Árið 2011 var Auðunn í sigurliði [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólans í Reykjavík]] í rökræðukeppninni [[Morfís]] þ.s. umræðuefnið var ''frjálshyggja''<ref>https://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/04/12/mr_vann_morfis/</ref>. Árið 2014 var leikverkið ''Heili hjarta typpi'' eftir Auðunn og frænda hans Ásgrím Gunnarsson<ref>https://www.visir.is/g/20101155447d</ref> frumsýnt í [[Gaflaraleikhúsinu]] í [[Hafnarfirði]]<ref>https://www.ruv.is/frett/heili-hjarta-og-typpi-takast-a</ref>. Auður samdi við höfundarrétarfyrirtækið ''IMAGEM MUSIC'' árið 2016<ref>https://www.visir.is/g/2016326126d</ref>. Árið 2016 var Auður fyrsti Íslendingurinn til þess að vera valinn í hina margverðlaunuðu akademíu ''Red Bull Music Academy''<ref>https://www.visir.is/g/2016160309305/demoid-af-plotunni-veitti-inngongu-i-red-bull-music-academy-</ref>. Árið 2018 skrifaði Auður undir plötusamning við ''[[Sony Music]]'' í Danmörku<ref>https://www.visir.is/g/20191834791d</ref>. Auður samdi tónlistina fyrir leikverkið ''Kópavogskrónika'' uppúr samnefndri bók [[Kamilla Einarsdóttir|Kamillu Einarsdóttur]] og var frumsýnt árið 2020 í [[Þjóðleikhúsið|Þjóðleikhúsinu]]<ref>https://leikhusid.is/actors/audur/</ref>. ==Einkalíf== Auður er yngri bróðir sundkonunnar [[Hrafnhildur Lúthersdóttir|Hrafnhildar Lúthersdóttur]]<ref>https://www.visir.is/g/2017369710d</ref>. == Útgefið efni == === Breiðskífur === * ''Alone'' (2017) * ''Afsakanir'' (2018) ===Smáskífur=== *''I'd Love'' (2017) *''Enginn eins og þú'' (2019) *''Just a while'' (2019) ásamt [[Sturla Atlas|Sturlu Atlas]] *''Hún veit hvað ég vil'' (2020) ásamt [[Mezzoforte]] *''Ljós'' (2020) *''Týnd og einmana'' (2020) *''Frosið sólarlag'' (2020) ásamt [[gugusar]] *''Fljúgðu burt dúfa'' (2020) *''Venus'' (2021) ===Birtist á=== *''Skólarapp'' (2017) *''Hvað ef'' (2018) með [[GDRN]] *''This is Icelandic Indie Music Vol. 4'' (2018) *''Frá mér til þín'' (2020) með Ouse *''Í miðjum kjarnorkuvetri'' (2020) með [[JóiPé og Króli|JóaPé og Króla]] ==Verðlaun== *2018 - Kraumsverðlaunin (Árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs) - ''Afsakanir'' *2020 - [[Íslensku tónlistarverðlaunin]] **Popplag ársins (''Enginn eins og þú'') **Söngvari ársins **Flytjandi ársins ==Tilvísanir== <references/> k26u82rq0slwjnj74lempz7zudmvnpg 1761824 1761801 2022-07-24T21:54:38Z Siggason 12601 Myndir wikitext text/x-wiki {{Tónlistarfólk |heiti = Auður |mynd = Tónlistagrúbban Auður.jpg |stærð = 250px |myndatexti = |nefni = |uppruni = [[Reykjavík]], [[Ísland|Íslandi]] |stefna = [[Popptónlist|Popp]] |ár = 2016–í dag |út = |sam = |vef = https://www.auduraudur.com/ |nú = |fyrr = }} '''Auður''' (f. 9. febrúar 1993) er sviðsnafn íslenska tónlistarmannsins '''Auðuns Lútherssonar'''. Auður spilaði á dönsku tónlistarhátíðinni [[Hróarskelda|Hróarskeldu]] árið 2019<ref>https://www.roskilde-festival.dk/en/years/2019/news/future-stars-to-play-roskilde-festival-2019/</ref>. Á [[Íslensku tónlistarverðlaunin|Íslensku tónlistarverðlaununum]] árið 2020 hlaut Auður þrenn verðlaun; popplag ársins (''Enginn eins og þú''), söngvari ársins og flytjandi ársins<ref>https://www.mbl.is/folk/frettir/2020/03/11/audur_og_vok_hlutu_flest_verdlaun/</ref>. ==Æviágrip== Árið 2011 var Auðunn í sigurliði [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólans í Reykjavík]] í rökræðukeppninni [[Morfís]] þ.s. umræðuefnið var ''frjálshyggja''<ref>https://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/04/12/mr_vann_morfis/</ref>. Árið 2014 var leikverkið ''Heili hjarta typpi'' eftir Auðunn og frænda hans Ásgrím Gunnarsson<ref>https://www.visir.is/g/20101155447d</ref> frumsýnt í [[Gaflaraleikhúsið|Gaflaraleikhúsinu]] í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]]<ref>https://www.ruv.is/frett/heili-hjarta-og-typpi-takast-a</ref>. Auður samdi við höfundarrétarfyrirtækið ''IMAGEM MUSIC'' árið 2016<ref>https://www.visir.is/g/2016326126d</ref>. Árið 2016 var Auður fyrsti Íslendingurinn til þess að vera valinn í hina margverðlaunuðu akademíu ''Red Bull Music Academy''<ref>https://www.visir.is/g/2016160309305/demoid-af-plotunni-veitti-inngongu-i-red-bull-music-academy-</ref>. Árið 2018 skrifaði Auður undir plötusamning við ''[[Sony Music]]'' í Danmörku<ref>https://www.visir.is/g/20191834791d</ref>. Auður samdi tónlistina fyrir leikverkið ''Kópavogskrónika'' uppúr samnefndri bók [[Kamilla Einarsdóttir|Kamillu Einarsdóttur]] og var frumsýnt árið 2020 í [[Þjóðleikhúsið|Þjóðleikhúsinu]]<ref>https://leikhusid.is/actors/audur/</ref>. ==Einkalíf== Auður er yngri bróðir sundkonunnar [[Hrafnhildur Lúthersdóttir|Hrafnhildar Lúthersdóttur]]<ref>https://www.visir.is/g/2017369710d</ref>. == Útgefið efni == [[Mynd:Auður performing live in 2020.jpg|thumb|Auður á tónleikum árið 2020.]] === Breiðskífur === * ''Alone'' (2017) * ''Afsakanir'' (2018) ===Smáskífur=== *''I'd Love'' (2017) *''Enginn eins og þú'' (2019) *''Just a while'' (2019) ásamt [[Sturla Atlas|Sturlu Atlas]] *''Hún veit hvað ég vil'' (2020) ásamt [[Mezzoforte]] *''Ljós'' (2020) *''Týnd og einmana'' (2020) *''Frosið sólarlag'' (2020) ásamt [[gugusar]] *''Fljúgðu burt dúfa'' (2020) *''Venus'' (2021) ===Birtist á=== *''Skólarapp'' (2017) *''Hvað ef'' (2018) með [[GDRN]] *''This is Icelandic Indie Music Vol. 4'' (2018) *''Frá mér til þín'' (2020) með Ouse *''Í miðjum kjarnorkuvetri'' (2020) með [[JóiPé og Króli|JóaPé og Króla]] ==Verðlaun== *2018 - Kraumsverðlaunin (Árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs) - ''Afsakanir'' *2020 - [[Íslensku tónlistarverðlaunin]] **Popplag ársins (''Enginn eins og þú'') **Söngvari ársins **Flytjandi ársins ==Tilvísanir== <references/> iw8kgyocjpkr5h2urvt1l7tydm3adkx Nanking-sáttmálinn 0 168621 1761809 2022-07-24T19:21:32Z Dagvidur 4656 Stofna síðu um Nanking-sáttmálann árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum wikitext text/x-wiki [[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahögnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]] '''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á fyrsta ópíumstríðið (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. norqdow4orlt3dkfyq6iq5p4xairwbe 1761810 1761809 2022-07-24T19:22:02Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]] '''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á fyrsta ópíumstríðið (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. pqmb5ggwrwagtw2i26yvj6j76g6p097 1761811 1761810 2022-07-24T19:50:47Z Dagvidur 4656 Bætti við texta um Nanking-sáttmálann árið 1842 wikitext text/x-wiki [[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]] '''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á fyrsta ópíumstríðið (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. == Bakgrunnur == Kínversk stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir Taívan árið 1683. Erlendir kaupmenn frá ýmsum þjóðum hófu viðskipti við landið. Áberandi þar voru evrópskir kaupmenn. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu ópíum sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við Perlufljót í Guangdong-héraði í suðurhluta landsins. Fyrsta ópíumstríðið (1839–42) endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842. Í kjölfar hernaðarósigurs Kína, þar sem bresk herskip voru tilbúin að ráðast á Nanjing, sömdu breskir og kínverskir embættismenn um borð í herskipinu HMS Cornwallis sem lá við akkeri fyrir utan borgina. ==Undirritun og skilmálar== Þann 29. ágúst undirrituðu breski fulltrúinn Sir Henry Pottinger og fulltrúarnir Qing Qiying, Yilibu og Niu Jian sáttmálann sem samanstóð af þrettán greinum. Sáttmálinn var fullgiltur af Daoguang keisara 27. október sama ár og Viktoríu drottningu 28. desember. Bretar og Kínverjar skiptust var á fullgildingum í Hong Kong 26. júní 1843. Samkvæmt sáttmálanum var þess krafðist að Kínverjar greiddu háar skaðabætur, framseldu eyjuna Hong Kong til Breta sem nýlendu, til að binda enda á kantónukerfið sem hafði takmarkað viðskipti við þá höfn og leyfa viðskipti í fimm „sáttmálahöfnum“. ==„Ójafnréttissamningarnir“== Árið 1843 fylgdi svokallaður '''Bogue-sáttmáli''', milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]], er kvað á um viðbótarland og bestu kjör. Sá samningur var kínverskum þjóðernissinnum mikill þyrnir í augum. Hann var fyrstur þeirra samninga sem Kínverjar kölluðu „ójafnréttissamningana“, en þeir voru undirritaðir á 19. og snemma á 20. öld, milli Kína og ýmissa evrópskra stórvelda, svo sem breska heimsveldisins, [[Frakkland|Frakklands]], [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæmið]], og [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmið]], auk [[Japanska keisaradæmið|Japans keisaradæmið]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Þessir samningar, sem oft voru gerðir eftir hernaðarósigra, innihéldu einhliða skilmála sem kröfðu Kína um afsal á landi, greiðslu skaðabóta, opnun sáttmálahafna eða forréttindi fyrir erlenda ríkisborga. == Heimildir == f28qi4nuk5psbl6s6dwy8x2cow0993q 1761812 1761811 2022-07-24T19:51:40Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]] '''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á fyrsta ópíumstríðið (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. == Bakgrunnur == Kínversk stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir Taívan árið 1683. Erlendir kaupmenn frá ýmsum þjóðum hófu viðskipti við landið. Áberandi þar voru evrópskir kaupmenn. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu ópíum sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við Perlufljót í Guangdong-héraði í suðurhluta landsins. Fyrsta ópíumstríðið (1839–42) endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842. Í kjölfar hernaðarósigurs Kína, þar sem bresk herskip voru tilbúin að ráðast á Nanjing, sömdu breskir og kínverskir embættismenn um borð í herskipinu HMS Cornwallis sem lá við akkeri fyrir utan borgina. ==Undirritun og skilmálar== Þann 29. ágúst undirrituðu breski fulltrúinn Sir Henry Pottinger og fulltrúarnir Qing Qiying, Yilibu og Niu Jian sáttmálann sem samanstóð af þrettán greinum. Sáttmálinn var fullgiltur af Daoguang keisara 27. október sama ár og Viktoríu drottningu 28. desember. Bretar og Kínverjar skiptust var á fullgildingum í Hong Kong 26. júní 1843. Samkvæmt sáttmálanum var þess krafðist að Kínverjar greiddu háar skaðabætur, framseldu eyjuna Hong Kong til Breta sem nýlendu, til að binda enda á kantónukerfið sem hafði takmarkað viðskipti við þá höfn og leyfa viðskipti í fimm „sáttmálahöfnum“. ==„Ójafnréttissamningarnir“== Árið 1843 fylgdi svokallaður '''Bogue-sáttmáli''', milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]], er kvað á um viðbótarland og bestu kjör. Sá samningur var kínverskum þjóðernissinnum mikill þyrnir í augum. Hann var fyrstur þeirra samninga sem Kínverjar kölluðu „ójafnréttissamningana“, en þeir voru undirritaðir á 19. og snemma á 20. öld, milli Kína og ýmissa evrópskra stórvelda, svo sem breska heimsveldisins, [[Frakkland|Frakklands]], [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæmið]], og [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmið]], auk [[Japanska keisaradæmið|Japans keisaradæmið]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Þessir samningar, sem oft voru gerðir eftir hernaðarósigra, innihéldu einhliða skilmála sem kröfðu Kína um afsal á landi, greiðslu skaðabóta, opnun sáttmálahafna eða forréttindi fyrir erlenda ríkisborga. == Heimildir == sn9cenh7mp7ggqkvzqpzzsmtumat157 1761813 1761812 2022-07-24T19:53:32Z Dagvidur 4656 /* Undirritun og skilmálar */ wikitext text/x-wiki [[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]] '''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á fyrsta ópíumstríðið (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. == Bakgrunnur == Kínversk stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir Taívan árið 1683. Erlendir kaupmenn frá ýmsum þjóðum hófu viðskipti við landið. Áberandi þar voru evrópskir kaupmenn. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu ópíum sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við Perlufljót í Guangdong-héraði í suðurhluta landsins. Fyrsta ópíumstríðið (1839–42) endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842. Í kjölfar hernaðarósigurs Kína, þar sem bresk herskip voru tilbúin að ráðast á Nanjing, sömdu breskir og kínverskir embættismenn um borð í herskipinu HMS Cornwallis sem lá við akkeri fyrir utan borgina. ==Undirritun og skilmálar== Þann 29. ágúst undirrituðu breski fulltrúinn Sir Henry Pottinger og fulltrúarnir Qing Qiying, Yilibu og Niu Jian sáttmálann sem samanstóð af þrettán greinum. Sáttmálinn var fullgiltur af Daoguang keisara 27. október sama ár og Viktoríu drottningu 28. desember. Bretar og Kínverjar skiptust var á fullgildingum í Hong Kong 26. júní 1843. Samkvæmt sáttmálanum var þess krafðist að Kínverjar greiddu háar skaðabætur, framseldu eyjuna [[Hong Kong]] til Breta sem nýlendu, til að binda enda á kantónukerfið sem hafði takmarkað viðskipti við þá höfn og leyfa viðskipti í fimm „sáttmálahöfnum“. ==„Ójafnréttissamningarnir“== Árið 1843 fylgdi svokallaður '''Bogue-sáttmáli''', milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]], er kvað á um viðbótarland og bestu kjör. Sá samningur var kínverskum þjóðernissinnum mikill þyrnir í augum. Hann var fyrstur þeirra samninga sem Kínverjar kölluðu „ójafnréttissamningana“, en þeir voru undirritaðir á 19. og snemma á 20. öld, milli Kína og ýmissa evrópskra stórvelda, svo sem breska heimsveldisins, [[Frakkland|Frakklands]], [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæmið]], og [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmið]], auk [[Japanska keisaradæmið|Japans keisaradæmið]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Þessir samningar, sem oft voru gerðir eftir hernaðarósigra, innihéldu einhliða skilmála sem kröfðu Kína um afsal á landi, greiðslu skaðabóta, opnun sáttmálahafna eða forréttindi fyrir erlenda ríkisborga. == Heimildir == edfvshtqn86rjcsxsgiathguopbrj74 1761814 1761813 2022-07-24T19:57:57Z Dagvidur 4656 /* Bakgrunnur */ Bætti við mynd wikitext text/x-wiki [[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]] '''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á fyrsta ópíumstríðið (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. == Bakgrunnur == [[Mynd:HMS Cornwallis and Squadron in Nanking.jpg |thumb|right|<small>Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, að fagna gerð friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, fagna gerð friðarsáttmálans.]] Kínversk stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir Taívan árið 1683. Erlendir kaupmenn frá ýmsum þjóðum hófu viðskipti við landið. Áberandi þar voru evrópskir kaupmenn. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu ópíum sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við Perlufljót í Guangdong-héraði í suðurhluta landsins. Fyrsta ópíumstríðið (1839–42) endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842. Í kjölfar hernaðarósigurs Kína, þar sem bresk herskip voru tilbúin að ráðast á Nanjing, sömdu breskir og kínverskir embættismenn um borð í herskipinu HMS Cornwallis sem lá við akkeri fyrir utan borgina. ==Undirritun og skilmálar== Þann 29. ágúst undirrituðu breski fulltrúinn Sir Henry Pottinger og fulltrúarnir Qing Qiying, Yilibu og Niu Jian sáttmálann sem samanstóð af þrettán greinum. Sáttmálinn var fullgiltur af Daoguang keisara 27. október sama ár og Viktoríu drottningu 28. desember. Bretar og Kínverjar skiptust var á fullgildingum í Hong Kong 26. júní 1843. Samkvæmt sáttmálanum var þess krafðist að Kínverjar greiddu háar skaðabætur, framseldu eyjuna [[Hong Kong]] til Breta sem nýlendu, til að binda enda á kantónukerfið sem hafði takmarkað viðskipti við þá höfn og leyfa viðskipti í fimm „sáttmálahöfnum“. ==„Ójafnréttissamningarnir“== Árið 1843 fylgdi svokallaður '''Bogue-sáttmáli''', milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]], er kvað á um viðbótarland og bestu kjör. Sá samningur var kínverskum þjóðernissinnum mikill þyrnir í augum. Hann var fyrstur þeirra samninga sem Kínverjar kölluðu „ójafnréttissamningana“, en þeir voru undirritaðir á 19. og snemma á 20. öld, milli Kína og ýmissa evrópskra stórvelda, svo sem breska heimsveldisins, [[Frakkland|Frakklands]], [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæmið]], og [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmið]], auk [[Japanska keisaradæmið|Japans keisaradæmið]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Þessir samningar, sem oft voru gerðir eftir hernaðarósigra, innihéldu einhliða skilmála sem kröfðu Kína um afsal á landi, greiðslu skaðabóta, opnun sáttmálahafna eða forréttindi fyrir erlenda ríkisborga. == Heimildir == 929ahl96lc2xu1ssihhp8g7pir3pl9c 1761815 1761814 2022-07-24T20:00:13Z Dagvidur 4656 /* Undirritun og skilmálar */ bætti við mynd wikitext text/x-wiki [[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]] '''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á fyrsta ópíumstríðið (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. == Bakgrunnur == [[Mynd:HMS Cornwallis and Squadron in Nanking.jpg |thumb|right|<small>Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, að fagna gerð friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, fagna gerð friðarsáttmálans.]] Kínversk stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir Taívan árið 1683. Erlendir kaupmenn frá ýmsum þjóðum hófu viðskipti við landið. Áberandi þar voru evrópskir kaupmenn. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu ópíum sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við Perlufljót í Guangdong-héraði í suðurhluta landsins. Fyrsta ópíumstríðið (1839–42) endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842. Í kjölfar hernaðarósigurs Kína, þar sem bresk herskip voru tilbúin að ráðast á Nanjing, sömdu breskir og kínverskir embættismenn um borð í herskipinu HMS Cornwallis sem lá við akkeri fyrir utan borgina. ==Undirritun og skilmálar== [[Mynd:Treaty_of_Nanking_(part_of).png|thumb|right|<small>Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans.]] Þann 29. ágúst undirrituðu breski fulltrúinn Sir Henry Pottinger og fulltrúarnir Qing Qiying, Yilibu og Niu Jian sáttmálann sem samanstóð af þrettán greinum. Sáttmálinn var fullgiltur af Daoguang keisara 27. október sama ár og Viktoríu drottningu 28. desember. Bretar og Kínverjar skiptust var á fullgildingum í Hong Kong 26. júní 1843. Samkvæmt sáttmálanum var þess krafðist að Kínverjar greiddu háar skaðabætur, framseldu eyjuna [[Hong Kong]] til Breta sem nýlendu, til að binda enda á kantónukerfið sem hafði takmarkað viðskipti við þá höfn og leyfa viðskipti í fimm „sáttmálahöfnum“. ==„Ójafnréttissamningarnir“== Árið 1843 fylgdi svokallaður '''Bogue-sáttmáli''', milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]], er kvað á um viðbótarland og bestu kjör. Sá samningur var kínverskum þjóðernissinnum mikill þyrnir í augum. Hann var fyrstur þeirra samninga sem Kínverjar kölluðu „ójafnréttissamningana“, en þeir voru undirritaðir á 19. og snemma á 20. öld, milli Kína og ýmissa evrópskra stórvelda, svo sem breska heimsveldisins, [[Frakkland|Frakklands]], [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæmið]], og [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmið]], auk [[Japanska keisaradæmið|Japans keisaradæmið]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Þessir samningar, sem oft voru gerðir eftir hernaðarósigra, innihéldu einhliða skilmála sem kröfðu Kína um afsal á landi, greiðslu skaðabóta, opnun sáttmálahafna eða forréttindi fyrir erlenda ríkisborga. == Heimildir == qcrid7obz18p51zts3hysketcrawpq9 1761817 1761815 2022-07-24T20:14:37Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki [[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]] '''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. == Bakgrunnur == [[Mynd:HMS Cornwallis and Squadron in Nanking.jpg |thumb|right|<small>Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, að fagna gerð friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, fagna gerð friðarsáttmálans.]] Kínversk stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir Taívan árið 1683. Erlendir kaupmenn frá ýmsum þjóðum hófu viðskipti við landið. Áberandi þar voru evrópskir kaupmenn. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu ópíum sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við Perlufljót í Guangdong-héraði í suðurhluta landsins. [[Fyrra ópíumstríðið|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842. Í kjölfar hernaðarósigurs Kína, þar sem bresk herskip voru tilbúin að ráðast á Nanjing, sömdu breskir og kínverskir embættismenn um borð í herskipinu HMS Cornwallis sem lá við akkeri fyrir utan borgina. ==Undirritun og skilmálar== [[Mynd:Treaty_of_Nanking_(part_of).png|thumb|right|<small>Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans.]] Þann 29. ágúst undirrituðu breski fulltrúinn Sir Henry Pottinger og fulltrúarnir Qing Qiying, Yilibu og Niu Jian sáttmálann sem samanstóð af þrettán greinum. Sáttmálinn var fullgiltur af [[Daoguang keisari|Daoguang keisara]] 27. október sama ár og [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu drottningu]] 28. desember. Bretar og Kínverjar skiptust var á fullgildingum í Hong Kong 26. júní 1843. Samkvæmt sáttmálanum var þess krafðist að Kínverjar greiddu háar skaðabætur, framseldu eyjuna [[Hong Kong]] til Breta sem nýlendu, til að binda enda á kantónukerfið sem hafði takmarkað viðskipti við þá höfn og leyfa viðskipti í fimm „sáttmálahöfnum“. ==„Ójafnréttissamningarnir“== Árið 1843 fylgdi svokallaður '''Bogue-sáttmáli''', milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]], er kvað á um viðbótarland og bestu kjör. Sá samningur var kínverskum þjóðernissinnum mikill þyrnir í augum. Hann var fyrstur þeirra samninga sem Kínverjar kölluðu „ójafnréttissamningana“, en þeir voru undirritaðir á 19. og snemma á 20. öld, milli Kína og ýmissa evrópskra stórvelda, svo sem breska heimsveldisins, [[Frakkland|Frakklands]], [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæmið]], og [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmið]], auk [[Japanska keisaradæmið|Japans keisaradæmið]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Þessir samningar, sem oft voru gerðir eftir hernaðarósigra, innihéldu einhliða skilmála sem kröfðu Kína um afsal á landi, greiðslu skaðabóta, opnun sáttmálahafna eða forréttindi fyrir erlenda ríkisborga. == Heimildir == [[Flokkur:Friðarsáttmálar]] [[Flokkur:Saga Kína]] 1rlqb5162ibhdg8vuqoqye2mavjdrms 1761818 1761817 2022-07-24T20:15:18Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki [[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]] '''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. == Bakgrunnur == [[Mynd:HMS Cornwallis and Squadron in Nanking.jpg |thumb|right|<small>Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, að fagna gerð friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, fagna gerð friðarsáttmálans.]] Kínversk stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir Taívan árið 1683. Erlendir kaupmenn frá ýmsum þjóðum hófu viðskipti við landið. Áberandi þar voru evrópskir kaupmenn. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu ópíum sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við Perlufljót í Guangdong-héraði í suðurhluta landsins. [[Fyrra ópíumstríðið|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842. Í kjölfar hernaðarósigurs Kína, þar sem bresk herskip voru tilbúin að ráðast á Nanjing, sömdu breskir og kínverskir embættismenn um borð í herskipinu HMS Cornwallis sem lá við akkeri fyrir utan borgina. ==Undirritun og skilmálar== [[Mynd:Treaty_of_Nanking_(part_of).png|thumb|right|<small>Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans.]] Þann 29. ágúst undirrituðu breski fulltrúinn Sir Henry Pottinger og fulltrúarnir Qing Qiying, Yilibu og Niu Jian sáttmálann sem samanstóð af þrettán greinum. Sáttmálinn var fullgiltur af [[Daoguang keisari|Daoguang keisara]] 27. október sama ár og [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu drottningu]] 28. desember. Bretar og Kínverjar skiptust var á fullgildingum í Hong Kong 26. júní 1843. Samkvæmt sáttmálanum var þess krafðist að Kínverjar greiddu háar skaðabætur, framseldu eyjuna [[Hong Kong]] til Breta sem nýlendu, til að binda enda á kantónukerfið sem hafði takmarkað viðskipti við þá höfn og leyfa viðskipti í fimm „sáttmálahöfnum“. ==„Ójafnréttissamningarnir“== Árið 1843 fylgdi svokallaður '''Bogue-sáttmáli''', milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]], er kvað á um viðbótarland og bestu kjör. Sá samningur var kínverskum þjóðernissinnum mikill þyrnir í augum. Hann var fyrstur þeirra samninga sem Kínverjar kölluðu „ójafnréttissamningana“, en þeir voru undirritaðir á 19. og snemma á 20. öld, milli Kína og ýmissa evrópskra stórvelda, svo sem breska heimsveldisins, [[Frakkland|Frakklands]], [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæmið]], og [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmið]], auk [[Japanska keisaradæmið|Japans keisaradæmið]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Þessir samningar, sem oft voru gerðir eftir hernaðarósigra, innihéldu einhliða skilmála sem kröfðu Kína um afsal á landi, greiðslu skaðabóta, opnun sáttmálahafna eða forréttindi fyrir erlenda ríkisborga. == Heimildir == [[Flokkur:Friðarsáttmálar]] [[Flokkur:Ópíumstríðin]] [[Flokkur:Saga Kína]] fpe5vk8q21h3htw93sxzljpc2c28613 1761819 1761818 2022-07-24T20:45:59Z Dagvidur 4656 Laga tengla wikitext text/x-wiki [[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]] '''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. == Bakgrunnur == [[Mynd:HMS Cornwallis and Squadron in Nanking.jpg |thumb|right|<small>Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, að fagna gerð friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, fagna gerð friðarsáttmálans.]] Kínversk stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir Taívan árið 1683. Erlendir kaupmenn frá ýmsum þjóðum hófu viðskipti við landið. Áberandi þar voru evrópskir kaupmenn. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu ópíum sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við Perlufljót í Guangdong-héraði í suðurhluta landsins. [[Fyrra ópíumstríðið|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842. Í kjölfar hernaðarósigurs Kína, þar sem bresk herskip voru tilbúin að ráðast á Nanjing, sömdu breskir og kínverskir embættismenn um borð í herskipinu HMS Cornwallis sem lá við akkeri fyrir utan borgina. ==Undirritun og skilmálar== [[Mynd:Treaty_of_Nanking_(part_of).png|thumb|right|<small>Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans.]] Þann 29. ágúst undirrituðu breski fulltrúinn Sir Henry Pottinger og fulltrúarnir Qing Qiying, Yilibu og Niu Jian sáttmálann sem samanstóð af þrettán greinum. Sáttmálinn var fullgiltur af Daoguang keisara [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] 27. október sama ár og [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu drottningu]] 28. desember. Bretar og Kínverjar skiptust var á fullgildingum í Hong Kong 26. júní 1843. Samkvæmt sáttmálanum var þess krafðist að Kínverjar greiddu háar skaðabætur, framseldu eyjuna [[Hong Kong]] til Breta sem nýlendu, til að binda enda á kantónukerfið sem hafði takmarkað viðskipti við þá höfn og leyfa viðskipti í fimm „sáttmálahöfnum“. == Fimm sáttmálahafnir == Megintilgangur sáttmálans var að breyta umgjörð utanríkisviðskipta sem kínverks kantónakerfið hafði byggt á allt frá árinu 1760. Samkvæmt sáttmálanum var verslunareinokun í Kanton ([[Guangzhou]]) afnumin. Auk Kanton aðstöðunnar, var komið á fjórum „sáttmálahöfnum“ til viðbótar er væru opnar fyrir utanríkisviðskipti. Sáttmálahafnirnar fimm voru: [[Guangzhou|Kanton]] (á Shameen-eyju frá 1859- 1943); Amoy (Xiamen til 1930), Foochowfoo (Fuzhou); Ningpo (Ningbo) og Sjanghæ (til 1943). Í sáttmálahöfnunum áttu erlendir kaupmenn að fá að versla við hvern sem þeir vildu. Bretar öðluðust einnig rétt til að senda þangað ræðismenn, sem fengu rétt til að hafa beint samband við kínverska embættismenn á staðnum. Í sáttmálanum var kveðið á um að viðskipti í samningshöfnunum skyldu háð föstum tollum, sem skyldu Bretar og Kínverjar skyldu semja um. Á árunum 1843 til 1844, opnuðu [[Xiamen]], [[Sjanghæ]], [[Ningbo]], [[Fuzhou]] og [[Guangzhou]] fyrir viðskipti samkvæmt sáttmálanum. Framþróun Xiamen, Fuzhou og Ningbo var þó háð landfræðilegum takmörkunum. Aftur á móti var Sjanghæ, staðsett við ósa Jangtse-fljótsins, betur sett en hina borgirnar fjórar. Sjanghæ var nær uppruna helstu útflutningsvara, silki og te. Hún var einnig nálægt velmegandi héraða [[Jiangsu]] og [[Zhejiang]]. Breskir og aðrir erlendir kaupsýslumenn sem höfðu upphaflega lagt áherslu á viðskipti í [[Guangzhou]] tóku að flykktust til [[Sjanghæ]], sem eftir 1853 leysti Guangzhou af hólmi sem stærsta viðskiptahöfnin. ==„Ójafnréttissamningarnir“== Árið 1843 fylgdi svokallaður '''Bogue-sáttmáli''', milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]], er kvað á um viðbótarland og bestu kjör. Sá samningur var kínverskum þjóðernissinnum mikill þyrnir í augum. Hann var fyrstur þeirra samninga sem Kínverjar kölluðu „ójafnréttissamningana“, en þeir voru undirritaðir á 19. og snemma á 20. öld, milli Kína og ýmissa evrópskra stórvelda, svo sem breska heimsveldisins, [[Frakkland|Frakklands]], [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæmið]], og [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmið]], auk [[Japanska keisaradæmið|Japans keisaradæmið]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Þessir samningar, sem oft voru gerðir eftir hernaðarósigra, innihéldu einhliða skilmála sem kröfðu Kína um afsal á landi, greiðslu skaðabóta, opnun sáttmálahafna eða forréttindi fyrir erlenda ríkisborga. == Tengt efni == * [[https://en.wikisource.org/wiki/Treaty_of_Nanking| Enskur samningstexti Nanking-sáttmálans birtur á Wikisource]] * [[https://en.wikipedia.org/wiki/Treaty_of_the_Bogue|Um Um Bogue-sáttmálann 1843]] * [https://www.britannica.com/event/Treaty-of-Nanjing Encyclopaedia Britannica] um Nanking-sáttmálann. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Treaty of Nanking|mánuðurskoðað=21. júlí |árskoðað=2022}} [[Flokkur:Friðarsáttmálar]] [[Flokkur:Ópíumstríðin]] [[Flokkur:Saga Kína]] qhwn7qr7p7m657kgdmrh2tcxvfzz7qf 1761820 1761819 2022-07-24T20:47:55Z Dagvidur 4656 /* Bakgrunnur */ wikitext text/x-wiki [[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]] '''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. == Bakgrunnur == [[Mynd:HMS Cornwallis and Squadron in Nanking.jpg |thumb|right|<small>Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, að fagna gerð friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, fagna gerð friðarsáttmálans.]] Kínversk stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. Erlendir kaupmenn frá ýmsum þjóðum hófu viðskipti við landið. Áberandi þar voru evrópskir kaupmenn. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingar fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld voru treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs [[ópíum]] varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu ópíum sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]] í [[Guangdong]]<nowiki/>-héraði í suðurhluta landsins. [[Fyrra ópíumstríðið|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842. Í kjölfar hernaðarósigurs Kína, þar sem bresk herskip voru tilbúin að ráðast á [[Nanjing]], sömdu breskir og kínverskir embættismenn um borð í herskipinu HMS Cornwallis sem lá við akkeri fyrir utan borgina. ==Undirritun og skilmálar== [[Mynd:Treaty_of_Nanking_(part_of).png|thumb|right|<small>Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans.]] Þann 29. ágúst undirrituðu breski fulltrúinn Sir Henry Pottinger og fulltrúarnir Qing Qiying, Yilibu og Niu Jian sáttmálann sem samanstóð af þrettán greinum. Sáttmálinn var fullgiltur af Daoguang keisara [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] 27. október sama ár og [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu drottningu]] 28. desember. Bretar og Kínverjar skiptust var á fullgildingum í Hong Kong 26. júní 1843. Samkvæmt sáttmálanum var þess krafðist að Kínverjar greiddu háar skaðabætur, framseldu eyjuna [[Hong Kong]] til Breta sem nýlendu, til að binda enda á kantónukerfið sem hafði takmarkað viðskipti við þá höfn og leyfa viðskipti í fimm „sáttmálahöfnum“. == Fimm sáttmálahafnir == Megintilgangur sáttmálans var að breyta umgjörð utanríkisviðskipta sem kínverks kantónakerfið hafði byggt á allt frá árinu 1760. Samkvæmt sáttmálanum var verslunareinokun í Kanton ([[Guangzhou]]) afnumin. Auk Kanton aðstöðunnar, var komið á fjórum „sáttmálahöfnum“ til viðbótar er væru opnar fyrir utanríkisviðskipti. Sáttmálahafnirnar fimm voru: [[Guangzhou|Kanton]] (á Shameen-eyju frá 1859- 1943); Amoy (Xiamen til 1930), Foochowfoo (Fuzhou); Ningpo (Ningbo) og Sjanghæ (til 1943). Í sáttmálahöfnunum áttu erlendir kaupmenn að fá að versla við hvern sem þeir vildu. Bretar öðluðust einnig rétt til að senda þangað ræðismenn, sem fengu rétt til að hafa beint samband við kínverska embættismenn á staðnum. Í sáttmálanum var kveðið á um að viðskipti í samningshöfnunum skyldu háð föstum tollum, sem skyldu Bretar og Kínverjar skyldu semja um. Á árunum 1843 til 1844, opnuðu [[Xiamen]], [[Sjanghæ]], [[Ningbo]], [[Fuzhou]] og [[Guangzhou]] fyrir viðskipti samkvæmt sáttmálanum. Framþróun Xiamen, Fuzhou og Ningbo var þó háð landfræðilegum takmörkunum. Aftur á móti var Sjanghæ, staðsett við ósa Jangtse-fljótsins, betur sett en hina borgirnar fjórar. Sjanghæ var nær uppruna helstu útflutningsvara, silki og te. Hún var einnig nálægt velmegandi héraða [[Jiangsu]] og [[Zhejiang]]. Breskir og aðrir erlendir kaupsýslumenn sem höfðu upphaflega lagt áherslu á viðskipti í [[Guangzhou]] tóku að flykktust til [[Sjanghæ]], sem eftir 1853 leysti Guangzhou af hólmi sem stærsta viðskiptahöfnin. ==„Ójafnréttissamningarnir“== Árið 1843 fylgdi svokallaður '''Bogue-sáttmáli''', milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]], er kvað á um viðbótarland og bestu kjör. Sá samningur var kínverskum þjóðernissinnum mikill þyrnir í augum. Hann var fyrstur þeirra samninga sem Kínverjar kölluðu „ójafnréttissamningana“, en þeir voru undirritaðir á 19. og snemma á 20. öld, milli Kína og ýmissa evrópskra stórvelda, svo sem breska heimsveldisins, [[Frakkland|Frakklands]], [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæmið]], og [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmið]], auk [[Japanska keisaradæmið|Japans keisaradæmið]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Þessir samningar, sem oft voru gerðir eftir hernaðarósigra, innihéldu einhliða skilmála sem kröfðu Kína um afsal á landi, greiðslu skaðabóta, opnun sáttmálahafna eða forréttindi fyrir erlenda ríkisborga. == Tengt efni == * [[https://en.wikisource.org/wiki/Treaty_of_Nanking| Enskur samningstexti Nanking-sáttmálans birtur á Wikisource]] * [[https://en.wikipedia.org/wiki/Treaty_of_the_Bogue|Um Um Bogue-sáttmálann 1843]] * [https://www.britannica.com/event/Treaty-of-Nanjing Encyclopaedia Britannica] um Nanking-sáttmálann. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Treaty of Nanking|mánuðurskoðað=21. júlí |árskoðað=2022}} [[Flokkur:Friðarsáttmálar]] [[Flokkur:Ópíumstríðin]] [[Flokkur:Saga Kína]] ksxa3yxidxg1wt57sieqc04upljxofx 1761821 1761820 2022-07-24T21:04:13Z Dagvidur 4656 /* Bakgrunnur */ Bætti texta og setti inn mynd wikitext text/x-wiki [[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]] '''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. == Bakgrunnur == [[Mynd:Destruction_of_opium_in_1839.jpg|alt= Lin Zexu landstjóri fyrirskipar eyðingu ópíums í Humen, Guangdong-héraði, 3. júní 1839. Eftir það kröfðust Bretar fyrst skaðabóta og lýstu síðan yfir því sem varð þekkt sem „fyrsta ópíumstríðið“.|thumb| <small>'''Lin Zexu landstjóri fyrirskipar eyðingu ópíums''' í Humen, Guangdong-héraði, [[3. júní]] [[1839]]. Eftir það kröfðust Bretar fyrst skaðabóta og lýstu síðan yfir því sem varð þekkt sem „fyrsta ópíumstríðið“.</small>]] [[Mynd:HMS Cornwallis and Squadron in Nanking.jpg |thumb|right|<small>Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, að fagna gerð friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, fagna gerð friðarsáttmálans.]] Kínversk stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. Erlendir kaupmenn frá ýmsum þjóðum hófu viðskipti við landið. Áberandi þar voru evrópskir kaupmenn. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingar fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld voru treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs [[ópíum]] varð æ meira bitbein. Lin Zexu landstjóri Kínverja mótmælti umfangsmiklum ópíumviðskiptunum og ritaði breskum stjórnvöldum sem og [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu drottningu]] og reyndi að höfða til samvisku þeirra. Voru þau bréf birt í breskum fjölmiðlum. Það hafði engin áhrif. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu ópíum sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]] í [[Guangdong]]<nowiki/>-héraði í suðurhluta landsins. [[Fyrra ópíumstríðið|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842. Í kjölfar hernaðarósigurs Kína, þar sem bresk herskip voru tilbúin að ráðast á [[Nanjing]], sömdu breskir og kínverskir embættismenn um borð í herskipinu HMS Cornwallis sem lá við akkeri fyrir utan borgina. ==Undirritun og skilmálar== [[Mynd:Treaty_of_Nanking_(part_of).png|thumb|right|<small>Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans.]] Þann 29. ágúst undirrituðu breski fulltrúinn Sir Henry Pottinger og fulltrúarnir Qing Qiying, Yilibu og Niu Jian sáttmálann sem samanstóð af þrettán greinum. Sáttmálinn var fullgiltur af Daoguang keisara [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] 27. október sama ár og [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu drottningu]] 28. desember. Bretar og Kínverjar skiptust var á fullgildingum í Hong Kong 26. júní 1843. Samkvæmt sáttmálanum var þess krafðist að Kínverjar greiddu háar skaðabætur, framseldu eyjuna [[Hong Kong]] til Breta sem nýlendu, til að binda enda á kantónukerfið sem hafði takmarkað viðskipti við þá höfn og leyfa viðskipti í fimm „sáttmálahöfnum“. == Fimm sáttmálahafnir == Megintilgangur sáttmálans var að breyta umgjörð utanríkisviðskipta sem kínverks kantónakerfið hafði byggt á allt frá árinu 1760. Samkvæmt sáttmálanum var verslunareinokun í Kanton ([[Guangzhou]]) afnumin. Auk Kanton aðstöðunnar, var komið á fjórum „sáttmálahöfnum“ til viðbótar er væru opnar fyrir utanríkisviðskipti. Sáttmálahafnirnar fimm voru: [[Guangzhou|Kanton]] (á Shameen-eyju frá 1859- 1943); Amoy (Xiamen til 1930), Foochowfoo (Fuzhou); Ningpo (Ningbo) og Sjanghæ (til 1943). Í sáttmálahöfnunum áttu erlendir kaupmenn að fá að versla við hvern sem þeir vildu. Bretar öðluðust einnig rétt til að senda þangað ræðismenn, sem fengu rétt til að hafa beint samband við kínverska embættismenn á staðnum. Í sáttmálanum var kveðið á um að viðskipti í samningshöfnunum skyldu háð föstum tollum, sem skyldu Bretar og Kínverjar skyldu semja um. Á árunum 1843 til 1844, opnuðu [[Xiamen]], [[Sjanghæ]], [[Ningbo]], [[Fuzhou]] og [[Guangzhou]] fyrir viðskipti samkvæmt sáttmálanum. Framþróun Xiamen, Fuzhou og Ningbo var þó háð landfræðilegum takmörkunum. Aftur á móti var Sjanghæ, staðsett við ósa Jangtse-fljótsins, betur sett en hina borgirnar fjórar. Sjanghæ var nær uppruna helstu útflutningsvara, silki og te. Hún var einnig nálægt velmegandi héraða [[Jiangsu]] og [[Zhejiang]]. Breskir og aðrir erlendir kaupsýslumenn sem höfðu upphaflega lagt áherslu á viðskipti í [[Guangzhou]] tóku að flykktust til [[Sjanghæ]], sem eftir 1853 leysti Guangzhou af hólmi sem stærsta viðskiptahöfnin. ==„Ójafnréttissamningarnir“== Árið 1843 fylgdi svokallaður '''Bogue-sáttmáli''', milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]], er kvað á um viðbótarland og bestu kjör. Sá samningur var kínverskum þjóðernissinnum mikill þyrnir í augum. Hann var fyrstur þeirra samninga sem Kínverjar kölluðu „ójafnréttissamningana“, en þeir voru undirritaðir á 19. og snemma á 20. öld, milli Kína og ýmissa evrópskra stórvelda, svo sem breska heimsveldisins, [[Frakkland|Frakklands]], [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæmið]], og [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmið]], auk [[Japanska keisaradæmið|Japans keisaradæmið]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Þessir samningar, sem oft voru gerðir eftir hernaðarósigra, innihéldu einhliða skilmála sem kröfðu Kína um afsal á landi, greiðslu skaðabóta, opnun sáttmálahafna eða forréttindi fyrir erlenda ríkisborga. == Tengt efni == * [[https://en.wikisource.org/wiki/Treaty_of_Nanking| Enskur samningstexti Nanking-sáttmálans birtur á Wikisource]] * [[https://en.wikipedia.org/wiki/Treaty_of_the_Bogue|Um Um Bogue-sáttmálann 1843]] * [https://www.britannica.com/event/Treaty-of-Nanjing Encyclopaedia Britannica] um Nanking-sáttmálann. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Treaty of Nanking|mánuðurskoðað=21. júlí |árskoðað=2022}} [[Flokkur:Friðarsáttmálar]] [[Flokkur:Ópíumstríðin]] [[Flokkur:Saga Kína]] 5ons0tvibjelpsl5m5jysu7r8xmcj1b Apis mellifera carnica 0 168622 1761839 2022-07-25T00:03:38Z Svarði2 42280 nýtt wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = Apis mellifera carnica worker hive entrance 3.jpg | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera carnica | trinomial_authority = [[August Pollmann|Pollmann]], 1879 | synonyms = {{plainlist| *''Apis mellifica hymettea'' <small>Pollmann 1879</small> *''Apis mellifera carniolica'' <small>Koschevnikov 1900 (Emend.)</small> *''Apis mellifica banatica'' <small>Grozdanic 1926</small> *''Apis mellifera banata'' <small>Skorikov 1929 (Emend.)</small> *''Apis mellifera carpatica'' <small>Barac 1977</small>}} }} '''Apis mellifera carnica''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar var upphaflega í austurhluta Mið-Evrópu (Slóveníu, suðurhluta Austurríkis, og hlutum Króatíu, Bosníu og Herzegóviníu, Svartfjallalandi, Serbíu, Ungverjalandi, Rómaníu, og Búlgaríu.<ref>Friedrich Ruttner, Naturgeschichte der Honigbiene, Seite 95f, 2. Aufl. 2003 Franckh-Kosmos Verlags-GmbH & Co. ISBN 3-440-09477-4</ref> Hún er nefnd eftir [[Carniola]] sem var fyrrum hérað í sem nú er [[Slóvenía]]. [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er líkist mjög ''[[Apis mellifera ligustica]]'', en er svipuð ''[[Apis mellifera mellifera|A. m. mellifera]]'' að stærð. Tungan er mjög löng: 6.5 to 6.7 mm.<ref>[https://web.archive.org/web/20041225151829/http://www.carniolan.com/uk/caracter-uk.htm Slovenian beekeeper webpage]</ref> Einn af helstu kostum undirtegundarinnar er hve meðfærileg hún er. Einnig ver hún sig vel gegn ýmsum pestum. == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera carnica}} {{Wikilífverur|Apis mellifera carnica}} [[Flokkur:Býflugur]] qcqt88ezrnsuajqldcbq5dr1e4kwxqn Apis mellifera siciliana 0 168623 1761842 2022-07-25T00:16:26Z Svarði2 42280 nýtt wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = Apis mellifera sicula.JPG | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera siciliana | trinomial_authority = [[Karl Wilhelm von Dalla Torre|Dalla Torre]], 1896 | synonyms = Apis mellifera sicula <small>(Montagano 1911)</small> | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera siciliana''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Sikiley]].<ref> [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4949 ''Apis mellifera siciliana'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera]</ref> [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er líkist mjög og er einna skyldust ''[[Apis mellifera intermissa]]''. Hún hefur mikið þol gegn [[Varroa]] sýkingu.<ref>[https://www.mellifera.de/blog/freibeuter/wo-varroatolerante-voelker-entstehen.html Wo varroatolerante Völker entstehen], auf: mellifera.de</ref> == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera siciliana}} {{Wikilífverur|Apis mellifera siciliana}} [[Flokkur:Býflugur]] f911ziz1fxc63qcw826ww4g78lgwfkn 1761843 1761842 2022-07-25T00:16:46Z Svarði2 42280 Svarði2 færði [[Apis mellifera sicula]] á [[Apis mellifera siciliana]]: réttara nafn wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = Apis mellifera sicula.JPG | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera siciliana | trinomial_authority = [[Karl Wilhelm von Dalla Torre|Dalla Torre]], 1896 | synonyms = Apis mellifera sicula <small>(Montagano 1911)</small> | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera siciliana''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Sikiley]].<ref> [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4949 ''Apis mellifera siciliana'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera]</ref> [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er líkist mjög og er einna skyldust ''[[Apis mellifera intermissa]]''. Hún hefur mikið þol gegn [[Varroa]] sýkingu.<ref>[https://www.mellifera.de/blog/freibeuter/wo-varroatolerante-voelker-entstehen.html Wo varroatolerante Völker entstehen], auf: mellifera.de</ref> == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera siciliana}} {{Wikilífverur|Apis mellifera siciliana}} [[Flokkur:Býflugur]] f911ziz1fxc63qcw826ww4g78lgwfkn Apis mellifera sicula 0 168624 1761844 2022-07-25T00:16:46Z Svarði2 42280 Svarði2 færði [[Apis mellifera sicula]] á [[Apis mellifera siciliana]]: réttara nafn wikitext text/x-wiki #tilvísun [[Apis mellifera siciliana]] tvvm5yw7qlf2bsgcxm5dmmhzn6s12dv