Wikipedia iswiki https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a MediaWiki 1.39.0-wmf.21 first-letter Miðill Kerfissíða Spjall Notandi Notandaspjall Wikipedia Wikipediaspjall Mynd Myndaspjall Melding Meldingarspjall Snið Sniðaspjall Hjálp Hjálparspjall Flokkur Flokkaspjall Gátt Gáttaspjall TimedText TimedText talk Module Module talk Smától Smátólaspjall Smátóla skilgreining Smátóla skilgreiningarspjall Svíþjóð 0 7 1761963 1759812 2022-07-26T16:39:43Z 85.76.12.12 /* Trúarbrögð */ wikitext text/x-wiki {{Land |nafn = Konungsríkið Svíþjóð |nafn_á_frummáli = Konungariket Sverige |nafn_í_eignarfalli = Svíþjóðar |fáni = Flag of Sweden.svg |skjaldarmerki = Great coat of arms of Sweden.svg |kjörorð = För Sverige - I tiden |kjörorð_tungumál = sænska |kjörorð_þýðing = Fyrir Svíþjóð - með tímanum |staðsetningarkort = EU-Sweden.svg |tungumál = [[sænska]] |höfuðborg = [[Stokkhólmur]] |stjórnarfar = [[Þingbundin konungsstjórn]] |titill_leiðtoga1 = [[Konungur Svíþjóðar|Konungur]] |nafn_leiðtoga1 = [[Karl 16. Gústaf]] |titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Svíþjóðar|Forsætisráðherra]] |nafn_leiðtoga2 = [[Magdalena Andersson]] |staða = Stofnun |staða_athugasemd = forsöguleg |ESBaðild=[[1. janúar]] [[1995]] |stærðarsæti = 57 |flatarmál = 447.425 |hlutfall_vatns = 8,97 |mannfjöldaár = 2022 |mannfjöldasæti = 88 |fólksfjöldi = 10.462.498 |íbúar_á_ferkílómetra = 23,4 |VLF_ár = 2019 |VLF = 563,882 |VLF_sæti = 39 |VLF_á_mann = 54.628 |VLF_á_mann_sæti = 15 |VÞL_ár = 2019 |VÞL = {{hækkun}} 0.937 |VÞL_sæti = 8 |gjaldmiðill = [[Sænsk króna|Sænsk króna (kr)]] (SEK) |tímabelti = [[UTC]]+1 (UTC+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]]) |umferð=hægri |þjóðsöngur = [[Du gamla, du fria]] |tld = se |símakóði = 46 |}} '''Svíþjóð''' ([[sænska]]: ''Sverige''), formlegt heiti '''Konungsríkið Svíþjóð''' (sænska: ''Konungariket Sverige''), er land í [[Norður-Evrópa|Norður-Evrópu]] og eitt [[Norðurlöndin|Norðurlandanna]]. Landamæri liggja að [[Noregur|Noregi]] til vesturs og [[Finnland]]i til norðausturs. Landið tengist [[Danmörk]]u með [[Eyrarsundsbrúin|Eyrarsundsbrúnni]] yfir [[Eystrasalt]]ið til austurs. Svíþjóð er fjölmennast Norðurlanda með 10 milljónir íbúa en er þó frekar strjálbýlt. Langflestir íbúanna búa í suðurhluta landsins. Höfuðborg Svíþjóðar er [[Stokkhólmur]]. Aðrar stærri borgir landsins eru: [[Gautaborg]], [[Malmö|Málmey]], [[Uppsalir]], [[Linköping]], [[Västerås]], [[Örebro]], [[Karlstad]], [[Norrköping]], [[Helsingjaborg]], [[Jönköping]], [[Gävle]], [[Sundsvall]] og [[Umeå]]. Barrskógar landsins eru nýttir í timbur- og pappírsgerð. Í norðurhluta landsins er mikil námuvinnsla; einkum er þar unninn [[járn]]málmur en þar er einnig að finna ýmsa aðra málma. Aðaliðnaðarsvæðið er um mitt landið en landbúnaður einkennir mjög suðurhlutann. == Saga == Fornleifar sýna að það landsvæði sem nú er Svíþjóð byggðist þegar á [[steinöld]]. Eftir því sem ísaldarjökullinn hopaði fylgdu hópar veiðimanna og safnara sem fluttu sig lengra norður meðfram strönd Eystrasaltsins. [[Fornleifafræði]]ngar hafa grafið upp marga stóra verslunarstaði sem styrkja þá kenningu að landsvæðið hafi verið fullbyggt þegar á [[bronsöld]]. Á [[9. öldin|níundu]] og [[10. öldin|tíundu öld]] stóð [[víkingar|víkingamenning]] á stórum hluta þess svæðis sem nú er Svíþjóð. Einkum héldu sænskir víkingar í austurveg til Eystrasaltslandanna, [[Rússland]]s og allt suður til [[Svartahaf]]s. [[Sænska|Sænskumælandi]] íbúar settust að í suðurhluta [[Finnland]]s og einnig í [[Eistland]]i. Á þessum tíma tók einnig sænskt ríki að myndast með þungamiðju í [[Uppsalir|Uppsölum]] og náði það allt suður að [[Skánn|Skáni]], sem þá var hluti Danmerkur. Árið [[1389]] sameinuðust Danmörk, Noregur og Svíþjóð undir einum konungi. [[Kalmarsambandið]] var ekki pólitískt [[sambandsríki]] heldur [[konungssamband]]. Meirihluta [[15. öldin|15. aldar]] reyndi Svíþjóð að hamla þeirri miðstýringu sem Danir vildu koma á í sambandinu undir dönskum kóngi. Svíþjóð sagði sig úr Kalmarsambandinu [[1523]] þegar [[Gústaf Vasa|Gústaf Eiríksson Vasa]], síðar þekktur sem [[Gústaf I]], endurreisti sænska konungdæmið. Á [[17. öldin|17. öld]] varð Svíþjóð eitt helsta stórveldi Evrópu eftir mikla sigra í [[Þrjátíu ára stríðið|Þrjátíu ára stríðinu]]. Þegar á leið [[18. öldin|18. öld]] hvarf þessi staða þegar Rússland vann á í baráttunni um völdin við Eystrasalt. Saga Svíþjóðar síðustu aldirnar heftur einkennst af friði. Síðasta stóra styrjöldin sem Svíþjóð tók þátt í var við Rússland [[1809]] þegar Finnland var innlimað í Rússneska keisaradæmið. Minniháttar skærur urðu þó við Noreg [[1814]]. Þær enduðu með því að sænski krónprinsinnn samþykkti norsku stjórnaskrána [[17. maí]] sama ár og með því gengu Noregur og Svíþjóð í konungssamband. Þegar [[norska stórþingið]] samþykkti upplausn þessa sambands [[1905]] lá við stríði en það tókst að koma í veg fyrir það og þess í stað enduðu deilurnar með samningum. Svíþjóð lýsti yfir [[hlutleysi]] í báðum heimsstyrjöldunum og hefur allt síðan haldið fast við þá stefnu að standa utan [[hernaðarbandalag]]a í því augnmiði að halda sig utan við væntanlegar styrjaldir. == Stjórnmál == Svíþjóð hefur verið konungdæmi í hátt í þúsund ár. [[Konungur]] hefur stærstan hluta þessa tíma deilt löggjöf með [[sænska þingið|þinginu]] (á sænsku: ''Riksdag''). Þingið hefur hins vegar haft mismikil völd gegnum tíðina. Frá endurreisn konungdæmisins 1523 var lagasetningu og stjórn ríkisins skipt milli konungs og stéttarþings aðalsmanna. Árið [[1680]] gerðist sænski konungurinn hins vegar [[einveldi|einvaldur]]. Eftir tap Svía í [[Norðurlandaófriðurinn mikli|Norðurlandaófriðinum mikla]] hófst það sem nefnt er frelsistíminn frá [[1719]]. Honum fylgdu þrjár stjórnarskrárbreytingar, [[1772]], [[1789]] og [[1809]], sem allar styrktu vald borgara gagnvart konungi. [[Þingræði]] var komið á [[1917]] þegar [[Gústaf 5.]] sætti sig við að skipa ríkisstjórn í samræmi við valdahlutföll á þingi, eftir langa baráttu. [[Almennur kosningaréttur|Almennum kosningarétti]] var komið á [[1918]] – [[1921]]. Með nýrri stjórnaskrá [[1975]] var allt vald konungs afnumið. Táknrænu embætti konungs var haldið en án nokkurs valds. Í upphafi [[20. öldin|20. aldar]] mótaðist það flokkakerfi sem að miklu leyti hefur einkennt sænsk stjórnmál síðan. Sænski jafnaðarmannaflokkurinn hefur verið langstærsti stjórnmálaflokkurinn allar götur frá öðrum áratug 20. aldar og hefur setið í stjórn meira og minna samfleytt í yfir sjötíu ár. Á þingi sitja nú fulltrúar sjö flokka sem skiptast í tvær fylkingar, vinstri og hægri. Til vinstrifylkingarinnar teljast [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Svíþjóð)|sænski jafnaðarmannaflokkurinn]] (''Socialdemokraterna''), [[sænski vinstriflokkurinn]] (''Vänsterpartiet''), [[sænski umhverfisflokkurinn]] (''Miljöpartiet''). Til hægrifylkingarinnar teljast [[Hægriflokkurinn (Svíþjóð)|sænski hægriflokkurinn]] (''Moderaterna''), [[Frjálslyndi flokkurinn (Svíþjóð)|sænski þjóðarflokkurinn]] (''Folkpartiet'') (frjálslyndur miðjuflokkur), [[Miðflokkurinn (Svíþjóð)|sænski miðflokkurinn]] (''Centerpartiet'') og [[kristilegi demókrataflokkurinn (Svíþjóð)|kristilegir demókratar]] (''Kristdemokraterna'') og síðan [[Svíþjóðardemókratar]] (''Sverigedemokraterna'') lengst til hægri. === Stjórnsýslueiningar === {{aðalgrein|Héruð í Svíþjóð}} == Landfræði == Svíþjóð liggur að [[Kattegat|Jótlandshafi]], [[Noregur|Noregi]], [[Finnland]]i og [[Eystrasalt]]i. Lengsta lengd þess frá norðri til suðurs er 1.572 km og frá austri til vesturs 499 km. Um það bil 221.800 eyjar tilheyra Svíþjóð. Þær stærstu eru [[Gotland]] og [[Eyland]] sem báðar eru í Eystrasaltinu. Meirihluti Svíþjóðar er flatur og hæðóttur, en [[Skandinavíufjöll]]in rísa í yfir 2.000 m hæð við landamærin að Noregi. Hæsti hnjúkurinn er [[Kebnekaise]] sem er 2.111 m yfir [[sjávarmál]]i. 28 [[Þjóðgarður|þjóðgarðar]] eru dreifðir um landið. Þeir stærstu eru í norðvesturhluta landsins. Suður- og Mið-Svíþjóð ([[Gautland]] og [[Svealand]]) ná aðeins yfir tvo fimmtu hluta landsins en Norður-Svíþjóð ([[Norðurland (Svíþjóð)|Norrland]]) nær yfir þrjá fimmtu hluta landsins. Syðsti oddur landsins er héraðið [[Skánn]]. [[Héruð í Svíþjóð]] eru 25. ===Gróður og dýralíf=== Um helmingur landsins er [[skógur|skógi]] vaxinn (aðallega [[greni]] og [[furur|furu]]). Í suðurhluta landsins eru einnig [[Eik (tré)|eikar–]] og [[beyki]]skógar. Alls eru 65 tegundir land[[spendýr]]a í Svíþjóð og er engin þeirra einlend í landinu. Af spendýrategundum má nefna [[elgur|elg]], [[rádýr]], [[rauðhjörtur|rauðhjört]], ýmsar tegundir [[nagdýr]]a svo sem [[rauðíkorni|rauðíkorna]], [[mús|mýs]], [[læmingi|læmingja]] og [[bifur]], [[kanína|kanínur]] og [[héri|héra]]. Þrjár tegundir spendýra eru taldar í mikilli útrýmingarhættu í landinu. Tvær þessara tegunda eru [[leðurblaka|leðurblökur]] og þriðja tegundin í mikilli útrýmingarhættu er [[úlfur]]inn. Tæplega 260 tegundir fugla verpa að staðaldri í Svíþjóð. Alls hafa fundist sjö tegundir [[skriðdýr]]a í Svíþjóð, þar af þrjár tegundir [[snákur|snáka]]. Þrátt fyrir kalda veðráttu hluta árs eru 13 tegundir [[froskdýr]]a í Svíþjóð.<ref>[http://www.visindavefur.is/svar.php?id=52053 Hvað getið þið sagt mér um dýralíf í Svíþjóð] Vísindavefur. Skoðað 17. janúar 2016.</ref> ==Íbúar== ===Trúarbrögð=== [[Sænska kirkjan]] er fjölmennasta trúfélagið en hún var [[þjóðkirkja]] til ársins 2000. 54% Svía eru meðlimir hennar. Þó sækja aðeins um 2% kirkju reglulega. Um 5% eru múslimar og 2% kaþólskir. Í Svíþjóð er fjöldi trúlausra. ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [http://www.norden.org/is/um-northurloend/loend-og-sjalfstjornarsvaethi/svithjoth Tölfræðiupplýsingar um Svíþjóð á Norden.org] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20100510030111/http://www.norden.org/is/um-northurloend/loend-og-sjalfstjornarsvaethi/svithjoth |date=2010-05-10 }} * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3449727 ''750 ár í Stokkhólmi''; grein í Morgunblaðinu 2002] {{Evrópa}} {{Evrópusambandið}} {{Evrópuráðið}} {{Norðurlandaráð}} {{Efnahags- og framfarastofnunin}} [[Flokkur:Evrópulönd]] [[Flokkur:Evrópusambandslönd]] [[Flokkur:Norðurlönd]] [[Flokkur:Svíþjóð| ]] e99yox2p4gq5fhgbqhsmc3w3xwkrwae Einokunarverslunin 0 1456 1762007 1740426 2022-07-27T00:35:07Z Akigka 183 Smávægilegar lagfæringar wikitext text/x-wiki {{Saga Íslands}} '''Einokunarverslunin''' á [[Ísland]]i var verslunar[[einokun]] [[Danmörk|danskra]] kaupmanna á Íslandi á [[17. öld|17.]] og [[18. öld]]. Hún átti rætur í [[kaupauðgisstefna|kaupauðgisstefnunni]] og var tilgangurinn með henni að efla danska kaupmannastétt og danska verslun gegn [[Hansakaupmenn|Hansakaupmönnum]] í [[Hamborg]], og auka völd [[Danakonungur|Danakonungs]] á Íslandi. Einokunartímabilið hófst árið [[1602]] og stóð til ársloka [[1787]]. Verslað var á tuttugu (síðar 25) [[kauphöfn]]um samkvæmt föstum taxta sem ákveðinn var af konungi. Kaupmenn skiptu kauphöfnunum milli sín fyrir vissa leigu, en [[Vestmannaeyjar]] voru leigðar út sér fyrir hærra verð. Kaupmönnum var bönnuð þátttaka í annarri atvinnustarfsemi á Íslandi fram til [[1777]]. Á tímum einokunarverslunarinnar voru það oft sömu kaupmenn sem stunduðu sömu kauphafnir ár eftir ár. Þetta leiddi til þess að þeir byggðu vöruskemmur (lagera) sem voru læstar yfir veturinn. Árið 1777 var ákveðið, samkvæmt tillögu [[Skúli Magnússon|Skúla Magnússonar]], að kaupmenn mættu hafa fasta búsetu á Íslandi. Eftir það voru reistar vöruskemmur og íbúðarhús fyrir kaupmennina, fjölskyldur og starfslið í öllum kauphöfnum. Áður höfðu nokkrir kaupmenn, eins og t.d. kaupmaðurinn á [[Eyrarbakki|Eyrarbakka]] byggt sér íbúðarhús. Einnig máttu kaupmenn þá fjárfesta í annarri atvinnustarfsemi. == Tímabil einokunarverslunarinnar == [[Mynd:Kauphafnir.png|frame|right|Kauphafnir á Íslandi 1602–1787.]] * Frá [[1602]] til [[1619]] var einokun bundin við dönsku borgirnar [[Kaupmannahöfn]], [[Malmö|Málmey]] og [[Helsingjaeyri]]. Flestir kaupmenn sóttust þó eftir skipum frá [[Hamborg]] og voru í reynd leppar [[Hansakaupmenn|Hansakaupmanna]]. Árið [[1620]] var verslunin bundin við Kaupmannahöfn. Áhrif einokunarverslunarinnar urðu þó vart mikil fyrr en eftir 1680 þegar viðurlög voru hert. Alla [[17. öldin]]a var [[launverslun]] mikil, bæði við erlenda kaupmenn og erlend fiskiskip sem skiptu hundruðum á [[Íslandsmið]]um. * Frá [[1620]] til [[1662]] var verslunin í höndum [[Fyrsta íslenska verslunarfélagið|Fyrsta íslenska verslunarfélagsins]] („Det islandske, færøiske og nordlandske Kompagni“) og einn verslunartaxti tekinn upp fyrir allt landið. Verslunartaxtinn varð síðan Íslendingum oft að umkvörtunarefni. * Frá [[1662]] til [[1683]] var verslunin látin í hendur [[aðalútgerðarmenn|aðalútgerðarmanna]] („De fire Hovedparticipanter“). Þá varð til vísir að umdæmaverslun. * Árið [[1684]] var komið á „umdæmaverslun“ þannig að óheimilt var að versla við aðra kaupmenn en þann sem starfaði í því umdæmi þar sem viðkomandi starfaði. Verslunarhafnir voru þá settar á uppboð og einstakir kaupmenn tóku þær á leigu, í stað félagsverslunarinnar áður. Þá var vöruskiptakjörum breytt og urðu þau Íslendingum meira í óhag en áður. Viðurlög og eftirlit með launverslun voru hert. * Árið [[1702]] var verslunartaxtinn frá því fyrir 1684 aftur tekinn upp og refsingar við ólögmætri verslun mildaðar til muna. * Árið [[1733]] var félagsverslunin endurreist og [[Annað íslenska verslunarfélagið]] tók við einokunarversluninni. Félagið var fyrst og fremst samtök fyrrverandi umdæmiskaupmanna. * Árið [[1742]] fór fram opinbert uppboð á Íslandsversluninni og féll hún í hlut [[Hörmangarafélagið|Hörmangarafélagsins]] sem var félag smákaupmanna í Kaupmannahöfn. Félagið virðist hafa staðið illa að versluninni og hlaut slæm eftirmæli á Íslandi. Íslendingar kvörtuðu meðal annars yfir skemmdri og falsaðri vöru. Að einhverju leyti hefur það stafað af gamaldags verslunarháttum sem voru orðnir úreltir á tímum [[upplýsingin|upplýsingarinnar]]. * Árið [[1759]] voru Hörmangarar neyddir til að láta verslunina af hendi og við tók [[Konungsverslunin fyrri]] þegar verslunin var rekin fyrir reikning konungs. [[Niels Ryberg]] varð þá forstjóri verslunarinnar og tókst að reka hana með hagnaði 1760-1764. * Árið [[1764]] tók [[Almenna verslunarfélagið]] við. Félagið var stærsta verslunarfélag í Kaupmannahöfn á [[18. öldin|18. öld]] og rak meðal annars verslun í [[Afríka|Afríku]] og [[Vestur-Indíur|Vestur-Indíum]]. Rekstur félagsins gekk örðuglega, þótt verslun í [[Norðurhöf]]um skilaði hagnaði, og endaði með því að konungur keypti öll hlutabréf þess árið 1774. * Árið [[1774]] hófst [[Konungsverslunin síðari]] og varð hún meðal annars vettvangur umbótatilrauna Danakonungs á Íslandi. Verslunin gekk mjög vel til að byrja með, en með lokum [[Bandaríska frelsisstríðið|Bandaríska frelsisstríðsins]] og [[Móðuharðindin|Móðuharðindunum]] árið [[1783]] versnaði hagur hennar hratt og varð algert hrun síðustu ár einokunarinnar. * Konungleg auglýsing um afnám einokunarverslunar var gefin út [[18. ágúst]] [[1786]]. Formlega lauk einokunarverslun [[31. desember]] [[1787]] og svokölluð [[fríhöndlun]] tók við [[1. janúar]] [[1788]]. Eitt ákvæðið í fríhöndlunartilskipuninni var samt sem áður bann við verslun Íslendinga við aðra en þegna Danakonungs. Kaupmenn þurftu einnig að uppfylla ýmis skilyrði svo sem að hafa næg matvæli í vöruhúsum ef til hungursneyðar kæmi. Ekki var því um [[fríverslun]] að ræða í nútímaskilningi. == Heimildir == * [[Gísli Gunnarsson]], ''[http://hdl.handle.net/10802/9071 Upp er boðið Ísaland: einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787'']{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}, Reykjavík: Örn og Örlygur, 1987. * [http://hdl.handle.net/2027/uc1.b3524053 Monopoly trade and economic stagnation : studies in the foreign trade of Iceland 1602-1787], doktorsritgerð Gísla Gunnarssonar á ensku [[Flokkur:Einokunarverslun Dana]] {{sa|1602|1787}} mlq6ss9l0wfl0bu3vhkhvy375mtz89d 1971 0 1588 1762011 1760890 2022-07-27T02:26:27Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki {{Ár nav}} Árið '''1971''' ('''MCMLXXI''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) var 71. [[ár]] [[20. öldin|20. aldar]] og hófst á [[föstudagur|föstudegi]] samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. == Atburðir == === Janúar === [[Mynd:AswanHighDam_Egypt.jpg|thumb|right|Asvanstíflan í Egyptalandi]] * [[2. janúar]] - 66 létust þegar stigi gaf sig á [[Ibrox Park]] í [[Glasgow]] í leik milli [[Celtic]] og [[Rangers]]. * [[3. janúar]] - Fjarnámsháskólinn [[The Open University]] hóf starfsemi sína í [[Bretland]]i. * [[8. janúar]] - Skæruliðasamtökin [[Tupamaros]] rændu sendiherra Breta í [[Úrúgvæ]] og héldu honum þar til í september. * [[11. janúar]] - Hugtakið [[Silicon Valley]] var fyrst notað af blaðamanninum [[Don Hoefler]]. * [[12. janúar]] - Sjónvarpsþáttaröðin ''[[All In The Family]]'' hóf göngu sína á [[CBS]]. Á Íslandi voru þættirnir sýndir í [[Kanasjónvarpið|Kanasjónvarpinu]] frá 1972. * [[15. janúar]] - [[Asvanstíflan]] tók til starfa. * [[25. janúar]] - [[Idi Amin]] steypti [[Milton Obote]] af stóli og varð [[forseti Úganda]]. * [[30. janúar]] - [[Frost]] mældist 19,7° í [[Reykjavík]] sem var það kaldasta síðan [[1918]]. * [[31. janúar]] - Mannaða [[geimfar]]ið ''[[Apollo 14]]'' lagði upp í ferð til [[tunglið|tunglsins]]. === Febrúar === [[Mynd:Apollo_14_Shepard.jpg|thumb|right|Alan Shepard á tunglinu]] * [[5. febrúar]] - [[Apollo 14]] lenti á [[Tunglið|tunglinu]]. * [[7. febrúar]] - [[Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey]] var stofnað. * [[7. febrúar]] - Konur fengu kosningarétt í [[Sviss]]. * [[8. febrúar]] - [[NASDAQ]]-vísitalan hóf göngu sína. * [[11. febrúar]] - Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland og fleiri ríki gerðu með sér [[Hafsbotnssáttmálinn|Hafsbotnssáttmálann]] sem bannaði kjarnavopn á hafsbotni. * [[13. febrúar]] - [[Víetnamstríðið]]: Suður-Víetnamar réðust inn í [[Laos]] með hjálp [[Bandaríkin|Bandaríkjamanna]]. * [[13. febrúar]] - [[Helsingforssamningurinn]] var endurskoðaður í [[Kaupmannahöfn]]. Meðal annars var kveðið á um stofnun [[Norræna ráðherranefndin|Ráðherranefndar Norðurlanda]]. * [[15. febrúar]] - Bretar og Írar breyttu gjaldmiðlakerfum sínum úr tylftarkerfi í [[tugakerfi]] þannig að eitt pund jafngildi 100 pensum í stað 240 áður. * [[20. febrúar]] - Fimmtíu [[skýstrokkur|skýstrokkar]] gengu yfir [[Mississippi]] með þeim afleiðingum að 74 fórust. * [[21. febrúar]] - [[Alþjóðasamningur um skynvilluefni]] var undirritaður í [[Vínarborg]]. * [[26. febrúar]] - [[Sameinuðu þjóðirnar]] gerðu [[vorjafndægur]] að [[Dagur jarðar|Degi jarðar]]. === Mars === * [[1. mars]] - Hryðjuverkasamtökin [[Weather Underground]] stóðu fyrir sprengjutilræði í [[Bandaríska þinghúsið|bandaríska þinghúsinu]]. * [[1. mars]] - Forseti [[Pakistan]]s, [[Agha Muhammad Yahya Khan]], frestaði þingfundi um óákveðinn tíma sem leiddi til hrinu mótmæla í [[Austur-Pakistan]]. * [[4. mars]] - [[Ísland|Íslendingar]] keyptu uppstoppaðan [[geirfugl]] á uppboði í [[London]]. Safnað hafði verið fyrir fuglinum um allt land fyrir uppboðið. * [[4. mars]] - [[Siglingafélagið Ýmir]] var stofnað í [[Kópavogur|Kópavogi]]. * [[5. mars]] - [[Alþýðubankinn]] hóf starfsemi sína. Hann varð síðar hluti af [[Glitnir banki h.f.|Íslandsbanka]]. * [[8. mars]] - [[Bardagi aldarinnar]] átti sér stað þar sem [[Joe Frazier]] sigraði [[Muhammad Ali]] í hnefaleikum í [[Madison Square Garden]]. * [[11. mars]] - Lög voru sett um happdrættislán ríkissjóðs til fjáröflunar fyrir vega- og brúargerð um [[Skeiðarársandur|Skeiðarársand]]. Þremur árum síðar var vegurinn opnaður. * [[13. mars]] - Hljómsveitin [[Trúbrot]] frumflutti lögin af hljómplötunni ''[[Lifun]]'' í [[Háskólabíó]]i í [[Reykjavík]]. * [[18. mars]] - Hæstiréttur [[Danmörk|Danmerkur]] kvað upp úrskurð, sem gerði dönsku ríkisstjórninni kleift að afhenda Íslendingum handritin, sem geymd höfðu verið í [[Árnasafn]]i í [[Kaupmannahöfn]]. * [[19. mars]] - Tollstöðvarhúsið í [[Reykjavík]] tekið í notkun. * [[26. mars]] - [[Austur-Pakistan]] lýsti yfir sjálfstæði frá [[Pakistan]] og [[Bangladess]] var stofnað. * [[28. mars]] - Síðasti þáttur [[Ed Sullivan Show]] fór í loftið. * [[29. mars]] - [[Kviðdómur]] í [[Los Angeles]] mæltist til þess að [[Charles Manson]] yrði dæmdur til dauða fyrir morðið á leikkonunni [[Sharon Tate]], sem gift var [[Roman Polański]] leikstjóra. * [[29. mars]] - Bandaríski liðþjálfinn [[William Calley]] var dæmdur sekur fyrir [[My Lai-fjöldamorðin]]. Hann var síðar náðaður. === Apríl === [[Mynd:Vietnam_War_protest_in_Washington_DC_April_1971.jpg|thumb|right|Frá mótmælunum gegn Víetnamstríðinu í Washington 24. apríl 1971]] * [[3. apríl]] - [[Mónakó]] sigraði [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva]] með laginu „Un banc, un arbre, une rue“ sem franska söngkonan [[Séverine]] söng. * [[5. apríl]] - Söngleikurinn ''[[Hárið (söngleikur)|Hárið]]'' var frumsýndur í [[Glaumbær (skemmtistaður)|Glaumbæ]]. * [[5. apríl]] - Kommúnistaflokkurinn [[Janatha Vimukthi Peramuna]] hóf uppreisn í [[Seylon]]. * [[6. apríl]] - Veitingastaðurinn [[Bautinn]] var opnaður á [[Akureyri]]. * [[17. apríl]] - [[Sheikh Mujibur Rahman]] stofnaði Alþýðulýðveldið [[Bangladess]] en tveimur dögum síðar flúði stjórnin til [[Indland]]s. * [[18. apríl]] - [[Magnús Torfi Ólafsson]] bar sigur úr býtum í [[spurningakeppni]] [[RÚV|útvarpsins]], ''Veistu svarið?'' Þremur [[mánuður|mánuðum]] síðar var hann orðinn [[menntamálaráðherra]]. * [[19. apríl]] - [[Sovétríkin]] skutu geimstöðinni [[Saljút I]] út í geiminn. * [[21. apríl]] - Fyrstu íslensku handritin komu heim frá [[Danmörk]]u og voru það [[Flateyjarbók]] og [[Konungsbók Eddukvæða]]. * [[24. apríl]] - Hálf milljón manna mótmælti [[Víetnamstríðið|Víetnamstríðinu]] í [[Washington-borg]]. * [[26. apríl]] - Ríkisstjórn [[Tyrkland]]s lýsti yfir [[umsátursástand]]i í 11 héruðum, þar á meðal [[Ankara]], vegna mótmæla. * [[28. apríl]] - Dagblaðið ''[[Il Manifesto]]'' hóf göngu sína á [[Ítalía|Ítalíu]]. === Maí === * [[12. maí]] - Stór hluti borgarinnar [[Burdur]] í [[Tyrkland]]i eyðilagðist í jarðskjálfta. * [[19. maí]] - [[Marsáætlunin]]: [[Sovétríkin]] sendu á loft könnunarfarið ''[[Mars 2]]''. * [[22. maí]] - Fyrstu orlofshús opinberra starfsmanna voru tekin í notkun í [[Munaðarnes]]i í Borgarfirði. * [[22. maí]] - Borgin [[Bingöl]] í [[Tyrkland]]i eyðilagðist í jarðskjálfta. Yfir þúsund manns létust. * [[23. maí]] - 78 manns létust þegar flugvél hrapaði á [[Rijeka-flugvöllur|Rijeka-flugvelli]] í [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. * [[28. maí]] - [[Saltvíkurhátíðin]] hófst, en þar komu saman um tíu þúsund unglingar og skemmtu sér um [[Hvítasunna|hvítasunnuna]]. * [[29. maí]] - Afhjúpaður var [[minnisvarði]] um [[Bjarni Benediktsson (f. 1908)|Bjarna Benediktsson]] [[forsætisráðherra]], konu hans og dótturson á [[Þingvellir|Þingvöllum]], en þau fórust þar í eldsvoða árið áður. * [[30. maí]] - [[Marineráætlunin]]: [[Bandaríkin]] sendu könnunarfarið ''[[Mariner 9]]'' á loft. * [[31. maí]] - Útlagastjórn í Indlandi lýsti formlega yfir stofnun ríkisins [[Bangladess]]. === Júní === [[Mynd:Duane Allman.jpg|thumb|right|Duane Allmann úr [[The Allmann Brothers Band]] á síðustu tónleikunum sem haldnir voru í Fillmore East í New York 6. júní 1971]] * [[6. júní]] - Mannaða geimfarinu ''[[Sojús 11]]'' var skotið á loft. * [[6. júní]] - Fimmtíu létust við árekstur farþegaþotu af gerðinni [[McDonnell Douglas DC-9]] og herþotu af gerðinni [[McDonnell Douglas F-4]] nálægt [[Duarte (Kaliforníu)|Duarte]] í [[Kalifornía|Kaliforníu]]. * [[9. júní]] - [[Noregur]] hóf fyrstu tilraunadælingu [[hráolía|hráolíu]] af hafsbotni á [[Friggjarsvæðið|Friggjarsvæðinu]] í [[Norðursjór|Norðursjó]]. * [[13. júní]] - [[Alþingiskosningar 1971|Alþingiskosningar]] voru haldnar: [[Viðreisnarstjórnin|Viðreisnarstjórn]] [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokks]] og [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokks]] féll eftir tólf ára samfellda setu. [[Framboðsflokkurinn]] (O-listinn) bauð fram í þremur kjördæmum. * [[13. júní]] - ''[[New York Times]]'' hóf útgáfu [[Pentagonskjölin|Pentagonskjalanna]]. * [[17. júní]] - [[Richard Nixon]] sagði [[Eiturlyfjastríðið|eiturlyfjum stríð á hendur]]. * [[18. júní]] - Lággjaldaflugfélagið [[Southwest Airlines]] hóf starfsemi sína í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. * [[27. júní]] - Tónleikastaðnum [[Fillmore East]] í [[Manhattan]], [[New York-borg]], var lokað. * [[30. júní]] - Öll áhöfn geimfarsins ''[[Sojús 11]]'' lést þegar loft lak út um gallaðan ventil. === Júlí === * [[4. júlí]] - Safnahúsið í [[Borgarnes]]i var tekið í notkun, en þar er meðal annars að finna merkilegt bókasafn og listaverkasafn. * [[4. júlí]] - [[Michael S. Hart]] gaf út fyrstu [[rafbók]] heims, ''[[Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna|Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna]]'', á tölvu [[University of Illinois at Urbana–Champaign]]. * [[5. júlí]] - Kosningaaldur er í Bandaríkjunum lækkaður úr 21 ári í 18 ár. * [[5. júlí]] - Stór fornleifauppgröftur hófst í [[Aðalstræti]] í [[Reykjavík]] undir stjórn [[Else Nordahl]]. * [[6. júlí]] - [[Hastings Banda]] var gerður að forseta til æviloka í [[Malaví]]. * [[11. júlí]] - ''[[Beint útvarp úr Matthildi]]'' undir stjórn [[Davíð Oddsson|Davíðs Oddssonar]], [[Hrafn Gunnlaugsson|Hrafns Gunnlaugssonar]] og [[Þórarinn Eldjárn|Þórarins Eldjárns]] hóf göngu sína og náði fljótt miklum vinsældum. * [[13. júlí]] - Her [[Jórdanía|Jórdaníu]] hóf árásir á [[Palestínumenn]] í Jórdaníu. * [[14. júlí]] - [[Fyrsta ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar]] tók til starfa með þátttöku Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. * [[17. júlí]] - [[Ítalía]] og [[Austurríki]] gerðu með sér samning um [[Suður-Týról]]. * [[26. júlí]] - ''[[Appollo 15]]'' var skotið á loft. * [[29. júlí]] - [[Bretland]] dró sig formlega úr [[Geimkapphlaupið|Geimkapphlaupinu]] með því að lýsa yfir að notkun [[Black Arrow]]-burðarflaugarinnar yrði hætt. * [[30. júlí]] - 162 létust í árekstri [[Boeing 727]]-farþegaþotu og herþotu í [[Japan]]. * [[31. júlí]] - Áhöfn ''[[Appollo 15]]'' prófaði í fyrsta sinn [[tunglbifreið]] á tunglinu. === Ágúst === [[Mynd:Apollo_15_Dave_Scott_at_St._10.jpg|thumb|right|Dave Scott og tunglbifreiðin]] * [[5. ágúst]] - [[Suður-Kyrrahafsráðið]] var myndað. * [[12. ágúst]] - [[Sýrland]] hættir stjórnmálasamskiptum við [[Jórdanía|Jórdaníu]] út af landamæradeilum. * [[15. ágúst]] - Minnisvarði var afhjúpaður um [[Stefán Ólafsson (f. 1619)|Stefán Ólafsson]] skáld í [[Vallanes]]i. * [[15. ágúst]] - [[Barein]] varð sjálfstætt ríki. * [[15. ágúst]] - [[Richard Nixon]] batt endi á [[gullfótur|gullfót]] [[Bandaríkjadalur|Bandaríkjadals]]. * [[18. ágúst]] - [[Ástralía]] og [[Nýja Sjáland]] hættu þátttöku í [[Víetnamstríðið|Víetnamstríðinu]] og drógu herlið sitt til baka. * [[19. ágúst]] - Herforingjabylting í [[Bólivía|Bólivíu]] kom [[Hugo Banzer]] til valda. * [[21. ágúst]] - Fyrsta [[Alþjóðlegu fornsagnaþingin|Alþjóðlega fornsagnaþingið]] var haldið í [[Edinborg]] í [[Skotland]]i. * [[28. ágúst]] - [[Hróarskelduhátíðin]] var sett í fyrsta skipti. * [[29. ágúst]] - Eldur kom upp í kirkjunni á [[Breiðabólstaður á Skógarströnd|Breiðabólstað á Skógarströnd]] vegna gastækja og brann hún til kaldra kola. Á sama tíma kviknaði í bíl sóknarprestsins. === September === * [[1. september]] - [[Hundur|Hundahald]] var bannað í [[Reykjavík]]. Bannið stóð til ársins [[1984]]. * [[3. september]] - [[Katar]] varð sjálfstætt ríki. * [[4. september]] - [[Boeing 747]]-farþegaþota hrapaði á fjall í [[Juneau]], [[Alaska]]. Allir 111 farþegar vélarinnar fórust. * [[8. september]] - [[Sviðslistamiðstöð John F. Kennedy]] var vígð í [[Washington-borg]]. * [[9. september|9.]]-[[13. september]] - [[Attica-óeirðirnar]] áttu sér stað í fangelsinu í [[Attica]] í [[New York-fylki]]. Að lokum réðist [[Bandaríski þjóðvörðurinn]] inn í fangelsið. 42 létust, þar af tíu gíslar. * [[21. september]] - [[Pakistan]] lýsti yfir [[neyðarástand]]i. * [[29. september]] - [[Stormsveipur]] gekk yfir [[Bengalflói|Bengalflóa]] með þeim afleiðingum að 10.000 létust í [[Indland|Indverska]] fylkinu [[Orissa]]. === Október === [[Mynd:Prospero_X-3_model_2012.JPG|thumb|right|Líkan af Prospero X-3]] * [[1. október]] - Skemmtigarðurinn [[Walt Disney World]] var opnaður í [[Flórída]]. * [[9. október]] - TF EIR, þyrla [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] brotlenti á [[Rjúpnafell]]i. Flugmaður og farþegi sluppu án meiðsla og höfðu gengið 40 kílómetra frá slysstaðnum er þeir fundust. * [[27. október]] - Nafni landsins [[Austur-Kongó]] var formlega breytt í ''Saír'' undir stjórn [[Mobutu Sese Seko]]. * [[28. október]] - [[Breska þingið]] samþykkti aðild að [[Evrópubandalagið|Evrópska efnahagsbandalaginu]]. * [[28. október]] - [[Bretland]] skaut gervihnettinum [[Prospero X-3]] á braut um jörðu með [[Black Arrow]]-eldflaug. * [[30. október]] - [[Ian Paisley]] stofnaði [[Democratic Unionist Party]] á [[Norður-Írland]]i. * [[31. október]] - [[Írski lýðveldisherinn]] stóð fyrir sprengjutilræði efst í [[BT-turninn|Póstturninum]] í [[London]]. === Nóvember === [[Mynd:C4004 (Intel).jpg|thumb|right|Fyrsti örgjörvi heims: Intel 4004]] * [[8. nóvember]] - Hljómsveitin [[Led Zeppelin]] gaf út [[Led Zeppelin IV|plötu án titils]] sem varð ein mest selda plata allra tíma. * [[10. nóvember]] - Hersveitir [[Rauðir kmerar|Rauðra kmera]] gerðu árás á flugvöllinn í [[Phnom Penh]] í [[Kambódía|Kambódíu]]. * [[14. nóvember]] - [[Shenouda 3.]] varð [[Alexandríupáfi]]. * [[15. nóvember]] - [[Intel]] setti fyrsta [[örgjörvi|örgjörva]] heims á markað: [[Intel 4004]]. * [[23. nóvember]] - [[Alþýðulýðveldið Kína]] tók sæti [[Lýðveldið Kína|Lýðveldisins Kína]] í [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna|öryggisráði Sameinuðu þjóðanna]]. * [[28. nóvember]] - Palestínsku hryðjuverkasamtökin [[Svarti september]] tóku forsætisráðherra [[Jórdanía|Jórdaníu]], [[Wasfi Tel]], af lífi. * [[28. nóvember]] - [[Bústaðakirkja]] var vígð. === Desember === [[Mynd:Frank_1.jpg|thumb|right|Frank Zappa á tónleikum í París 1971]] * [[2. desember]] - Sex arabísk furstadæmi gerðu með sér bandalag og mynduðu [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]]. * [[3. desember]] - [[Stríð Indlands og Pakistans 1971]] hófst með árás Pakistana á [[Djengis Kan-aðgerðin|níu indverska flugvelli]]. Næsta dag réðist Indland inn í [[Austur-Pakistan]]. * [[4. desember]] - [[Veitingahús]]ið [[Glaumbær (skemmtistaður)|Glaumbær]], sem var einn vinsælasti [[skemmtistaður]] í [[Reykjavík]] í áratug, gjöreyðilagðist í eldsvoða. * [[4. desember]] - [[Montreux-spilavítið]] í [[Sviss]] brann til grunna eftir slys sem varð á tónleikum [[Frank Zappa]]. Lag [[Deep Purple]], „[[Smoke on the Water]]“, fjallar um atvikið. * [[8. desember]] - Undirritað var samkomulag um [[stjórnmálasamband]] á milli [[Ísland]]s og [[Kína]]. Ári síðar opnuðu Kínverjar sendiráð í [[Reykjavík]]. * [[16. desember]] - [[Bangladess]] fékk sjálfstæði frá [[Pakistan]] eftir blóðuga sjálfstæðisbaráttu þegar [[her Pakistans]] gafst upp fyrir [[Indlandsher]]. * [[18. desember]] - Stærsta [[vatnsaflsvirkjun]] heims á þeim tíma, í [[Krasnojarsk]] í [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]], hóf starfsemi. * [[20. desember]] - Samtökin [[Læknar án landamæra]] voru stofnuð af tveimur samtökum franskra lækna sem höfðu unnið í [[Austur-Pakistan]] og [[Bíafra]]. * [[29. desember]] - [[Bretland]] hætti rekstri herstöðva á [[Malta|Möltu]]. === Incertae sedis === * [[Blisskerfið]] var þróað af [[Charles K. Bliss]]. * Fyrsti [[græningjaflokkur]] heims stofnaður, [[Sameinaði Tasmaníuhópurinn]] í Tasmaníu til að berjast gegn virkjunarframkvæmdum. * Fyrsti [[tölvupóstur]]inn var sendur af [[Ray Tomlinson]] með [[ARPAnet]]. * [[Norræna ráðherranefndin]] var stofnuð. * Fríríkið [[Kristjanía]] var stofnað af hippum og hústökufólki í [[Kaupmannahöfn]]. * Stoðtækjaframleiðandinn [[Össur hf]] var stofnaður í [[Reykjavík]]. * Fyrirtækið [[Borgarplast]] var stofnað í [[Borgarnes]]i. * Fyrirtækið [[Cannondale]] Bicycle Company var stofnað í [[Connecticut]]. == Fædd == * [[7. janúar]] - [[DJ Ötzi]], austurrískur söngvari. * [[8. janúar]] - [[Dóra Takefusa]], íslensk söng- og dagskrárgerðarkona. * [[14. janúar]] - [[Lasse Kjus]], norskur skíðamaður. * [[16. janúar]] - [[Jonathan Mangum]], bandarískur leikari. * [[17. janúar]] - [[Kid Rock]], bandarískur söngvari. [[Mynd:Jonathan_Davis_of_Korn.jpg|thumb|right|Jonathan Davis, söngvari KoЯn]] * [[18. janúar]] - [[Jonathan Davis]], bandarískur tónlistarmaður ([[Korn (hljómsveit)|KoЯn]]). * [[26. febrúar]] - [[Erykah Badu]], bandarísk söngkona. * [[2. mars]] - [[Stefanía Thors]], íslensk leikkona. * [[19. mars]] - [[Haraldur Ringsted]], íslenskur tónlistarmaður. * [[31. mars]] - [[Ewan McGregor]], skoskur leikari. * [[1. apríl]] - [[Method Man]], tónlistarmaður. * [[3. apríl]] - [[Shireen Abu Akleh]], palestínsk blaðakona (d. [[2022]]). * [[12. apríl]] - [[Nicholas Brendon]], bandarískur leikari. * [[25. apríl]] - [[Hannes Bjarnason (1971)|Hannes Bjarnason]], íslenskur forsetaframbjóðandi. * [[27. apríl]] - [[Małgorzata Kożuchowska]], pólsk leikkona. * [[8. maí]] - [[Kristján Finnbogason]], íslenskur markvörður. * [[11. maí]] - [[Sigurður Eyberg]], íslenskur leikari. [[Mynd:Princess_Maxima_when_pregnant.jpg|thumb|right|Máxima Hollandsdrottning]] * [[17. maí]] - [[Máxima Hollandsdrottning]]. * [[18. maí]] - [[Brad Friedel]], bandarískur markvörður. * [[26. maí]] - [[Matt Stone]], einn höfunda South Park. * [[26. maí]] - [[Gunnar Hansson]], íslenskur leikari. * [[31. maí]] - [[Róbert Marshall]], íslenskur stjórnmálamaður. * [[4. júní]] - [[Noah Wyle]], bandarískur leikari. * [[5. júní]] - [[Mark Wahlberg]], bandarískur söngvari og leikari. * [[6. júní]] - [[Petr Korbel]], tékkneskur borðtennisleikari. * [[10. júní]] - [[Bruno N'Gotty]], franskur knattspyrnumaður. * [[15. júní]] - [[Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson]], íslenskur viðskiptafræðingur. * [[16. júní]] - [[2Pac|Tupac Amaru Shakur]], rappari, leikari og skáld. * [[3. júlí]] - [[Julian Assange]], ástralskur aðgerðasinni. * [[9. júlí]] - [[Scott Grimes]], bandarískur leikari. * [[13. júlí]] - [[Bjarni Arason]], söngvari og útvarpsmaður. * [[18. ágúst]] - [[Aphex Twin]], breskur tónlistarmaður. * [[19. ágúst]] - [[Steinar Þór Guðgeirsson]], íslenskur lögfræðingur og knattspyrnuþjálfari. * [[25. ágúst]] - [[Felix da Housecat]], bandarískur plötusnúður. * [[31. ágúst]] - [[Junior Jack]], ítalskur tónlistarmaður. * [[3. september]] - [[Kiran Desai]], indverskur rithöfundur. * [[11. september]] - [[Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir]], íslenskur bókmenntafræðingur. * [[15. september]] - [[Ragnar Bragason]], íslenskur leikstjóri. * [[18. september]] - [[Lance Armstrong]], bandarískur atvinnugötuhjólari. * [[19. september]] - [[Rannveig Kristjánsdóttir]], íslensk leikkona. * [[20. september]] - [[Henrik Larsson]], sænskur knattspyrnustjóri. * [[3. október]] - [[Kevin Richardson]], Bandarískur söngvari ([[Backstreet Boys]]) [[Mynd:Borat_in_Cologne.jpg|thumb|right|Sacha Baron Cohen í gervi Borats]] * [[13. október]] - [[Sacha Baron Cohen]], enskur leikari. * [[19. október]] - [[Sveinn Geirsson]], íslenskur leikari. * [[20. október]] - [[Snoop Dogg]], bandarískur rappari. * [[20. október]] - [[Dannii Minogue]], áströlsk söngkona og leikkona. * [[8. nóvember]] - [[Haraldur Örn Ólafsson]], íslenskur fjallamaður. * [[23. nóvember]] - [[Chris Hardwick]], bandarískur leikari. * [[23. nóvember]] - [[Jóhann G. Jóhannsson (f. 1971)|Jóhann G. Jóhannsson]], íslenskur leikari. * [[24. nóvember]] - [[Lola Glaudini]], bandarísk leikkona. * [[7. desember]] - [[Chasey Lain]], bandarísk klámmyndastjarna. * [[18. desember]] - [[Andie Sophia Fontaine]], íslenskur stjórnmálamaður. * [[24. desember]] - [[Ricky Martin]], [[söngvari]] frá [[Púertó Ríkó]]. * [[26. desember]] - [[Jared Leto]], bandarískur leikari. * [[30. desember]] - [[Chris Vance]], enskur leikari. == Dáin == * [[1. febrúar]] - [[Bob Hilliard]], bandarískur textahöfundur (f. [[1918]]). * [[6. febrúar]] - [[Lára miðill]] (f. [[1899]]). * [[6. apríl]] - [[Ígor Stravinskíj]], tónskáld (f. [[1882]]). * [[5. maí]] - [[W.D. Ross]], skoskur heimspekingur (f. [[1877]]). * [[8. maí]] - [[Lars Pettersson]], sænskur íshokkímaður (f. [[1925]]). *[[19. maí]] - [[Drífa Viðar]], íslensk myndlistakona, kennari og rithöfundur (f. [[1920]]) * [[27. maí]] - [[Sigurður Norland]], íslenskur náttúruverndarsinni (f. [[1885]]). * [[11. júní]] - [[Ragnar Lárusson]], íslenskur stjórnmálamaður (f. [[1907]]). * [[3. júlí]] - [[Jim Morrison]], söngvari The Doors (f. [[1943]]). [[Mynd:Hello,_Dolly!12.jpg|thumb|right|Louis Armstrong ásamt Barbra Streisand í stiklu úr kvikmyndinni ''Hello, Dolly'' frá 1969]] * [[6. júlí]] - [[Louis Armstrong]], bandarískur tónlistarmaður (f. [[1901]]). * [[22. júlí]] - [[Kolbrún Jónsdóttir]], íslenskur myndhöggvari (f. [[1923]]). * [[20. ágúst]] - [[Kristín Ólafsdóttir]], íslenskur læknir (f. [[1889]]). * [[11. september]] - [[Nikita Krústsjov]], aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (f. [[1894]]). * [[20. september]] - [[Giorgos Seferis]], grískt skáld (f. [[1900]]). * [[15. október]] - [[Pétur Sigurðsson (f. 1896)|Pétur Sigurðsson]], íslenskur knattspyrnumaður (f. [[1896]]). * [[21. desember]] - [[Ásta Sigurðardóttir]], íslenskur rithöfundur (f. [[1930]]). == [[Nóbelsverðlaunin]] == * [[Nóbelsverðlaun í eðlisfræði|Eðlisfræði]] - [[Dennis Gabor]] * [[Nóbelsverðlaun í efnafræði|Efnafræði]] - [[Gerhard Herzberg]] * [[Nóbelsverðlaun í læknisfræði|Læknisfræði]] - [[Earl W Sutherland, Jr]] * [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum|Bókmenntir]] - [[Pablo Neruda]] * [[Friðarverðlaun Nóbels|Friðarverðlaun]] - [[Willy Brandt]] * [[Nóbelsverðlaun í hagfræði|Hagfræði]] - [[Simon Kuznets]] {{commonscat}} [[Flokkur:1971]] qnb98lez4l1c75ok4x7z83aeil0bvsr 9. desember 0 2742 1761946 1737633 2022-07-26T13:09:08Z TKSnaevarr 53243 /* Fædd */ wikitext text/x-wiki {{Dagatal|desember}} '''9. desember''' er 343. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (344. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 22 dagar eru eftir af árinu. == Atburðir == * [[1644]] - [[Kristín Svíadrottning]] varð lögráða. * [[1687]] - [[Jósef 1. keisari|Jósef erkihertogi]] Austurríkis var krýndur konungur Ungverjalands. * [[1749]] - [[Skúli Magnússon]] varð fyrstur Íslendinga skipaður landfógeti. * [[1824]] - [[Orrustan um Ayacucho]], sem batt enda á sjálfstæðisstríð spænsku Ameríku, átti sér stað í Perú. * [[1892]] - [[Sauðárkrókskirkja]] var vígð. * [[1897]] - [[Marguerite Durand]] gaf út fyrsta tölublað franska kvenréttindablaðsins ''La Fronde''. * [[1905]] - Lög um [[aðskilnaður ríkis og kirkju|aðskilnað ríkis og kirkju]] voru samþykkt í Frakklandi. * [[1917]] - [[Fyrri heimsstyrjöldin]]: Bretar náðu Jerúsalem af Tyrkjaveldi. * [[1926]] - Á [[Stokkseyri]] varð mikill eldsvoði og brunnu sjö hús, en ekkert manntjón varð. * [[1945]] - [[Íþróttabandalag Siglufjarðar]] var stofnað. * [[1946]] - Seinni [[Nürnberg-réttarhöldin]] hófust. * [[1956]] - Stærsta skip sem Íslendingar höfðu eignast, ''[[Hamrafell]]'', kom til landsins. Skipið var 167 m á lengd og gat hvergi lagst að bryggju á Íslandi nema í Hafnarfirði stærðar sinnar vegna. * [[1961]] - [[Tanganjika]] hlaut sjálfstæði frá Bretlandi. * [[1975]] - Sameinuðu þjóðirnar samþykktu [[Yfirlýsing um réttindi fatlaðra|Yfirlýsingu um réttindi fatlaðra]]. * [[1979]] - Vísindamenn staðfestu að [[bólusótt]] hefði verið útrýmt. * [[1981]] - Bandaríski aðgerðasinninn [[Mumia Abu-Jamal]] var handtekinn vegna morðs á lögreglumanni. * [[1982]] - Kvikmyndin ''[[ET]]'' var frumsýnd í Evrópu í [[Laugarásbíó]]i í Reykjavík. * [[1987]] - [[Windows 2.0]] kom út. Meðal nýjunga var að gluggar gátu náð yfir hvern annan. * [[1988]] - Síðustu [[Dodge Aries]]- og [[Plymouth Reliant]]-bifreiðarnar voru framleiddar af Chrysler. * [[1990]] - [[Lech Wałęsa]] varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Póllands. * [[1990]] - [[Slobodan Milošević]] varð forseti Serbíu. * [[1992]] - [[Karl Bretaprins]] og [[Díana prinsessa af Wales]] tilkynntu skilnað sinn opinberlega. * [[1996]] - Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum aðgerðinni [[Olía fyrir mat]] í Írak. <onlyinclude> * [[2002]] - [[Indónesía]] undirritaði friðarsamkomulag við skæruliða í [[Aceh]]. * [[2006]] - [[Christer Fuglesang]] varð fyrsti norræni geimfarinn þegar hann hélt út í geim um borð í geimskutlunni ''[[Discovery (geimskutla)|Discovery]]''. * [[2010]] - Nýr [[Icesave]]-samingur á milli íslensku og bresku ríkisstjórnanna var kynntur á blaðamannafundi. * [[2010]] - [[Eistland]] varð aðili að [[OECD]]. * [[2011]] - 88 fórust í eldsvoða á sjúkrahúsi í norðurhluta [[Indland]]s. * [[2017]] - [[Íraksher]] lýsti því yfir að hann hefði „að fullu“ frelsað öll svæði í Írak undan stjórn [[Íslamska ríkið|Íslamska ríkisins]] og náð stjórn á landamærunum að Sýrlandi. * [[2019]] – Eldgos hófst á nýsjálensku eyjunni [[Whakaari/White Island]] með þeim afleiðingum að 20 fórust. * [[2019]] – [[Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin]] kaus samhljóða að útiloka Rússland frá alþjóðlegum keppnisíþróttum í 4 ár vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. </onlyinclude> == Fædd == * [[1372]] - [[Beatrís af Portúgal]], síðar drottning Portúgals og Kastilíu (d. [[1410]]). * [[1594]] - [[Gústaf 2. Adolf]], Svíakonungur (d. [[1632]]). * [[1608]] - [[John Milton]], enskt skáld (d. [[1674]]). * [[1842]] - [[Pjotr Kropotkin]], rússneskur anarkisti (d. [[1921]]). * [[1863]] - [[John Burnet]], skoskur fornfræðingur (d. [[1928]]). * [[1895]] - [[Dolores Ibárruri]], spænskur stjórnmálamaður, aðgerðasinni og blaðamaður (d. [[1989]]). * [[1906]] - [[Grace Hopper]], bandarískur tölvunarfræðingur (d. [[1992]]). * [[1916]] - [[Kirk Douglas]], bandarískur leikari (d. [[2020]]). * [[1920]] - [[Carlo Azeglio Ciampi]], forseti Ítalíu (d. [[2016]]). * [[1929]] - [[Bob Hawke]], forsætisráðherra Ástralíu (d. [[2019]]). * [[1934]] - [[Judi Dench]], ensk leikkona. * [[1945]] - [[Michael Nouri]], bandarískur leikari. * [[1946]] - [[Hermann Gunnarsson]], íslenskur knattspyrnumaður og skemmtikraftur (d. [[2013]]). * [[1946]] - [[Sonia Gandhi]], indverskur stjórnmálamaður. * [[1954]] - [[Jean-Claude Juncker]], forsætisráðherra Lúxemborgar og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. * [[1957]] - [[Donny Osmond]], bandarískur poppsöngvari. * [[1962]] - [[Juan Atkins]], bandarískur tónlistarmaður. * [[1962]] - [[Felicity Huffman]], bandarísk leikkona. * [[1970]] - [[Djalminha]], brasilískur knattspyrnumaður. * [[1977]] - [[Björgvin Franz Gíslason]], íslenskur leikari. * [[1984]] - [[Ævar Þór Benediktsson]], íslenskur leikari og rithöfundur. * [[1984]] - [[Steinþór Hróar Steinþórsson]], íslenskur leikari. == Dáin == * [[1165]] - [[Malcolm 4.]] Skotakonungur (f. [[1141]]). * [[1437]] - [[Sigmundur keisari|Sigmundur]], keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. [[1368]]). * [[1565]] - [[Píus 4.]] páfi (f. [[1499]]). * [[1641]] - [[Antoon van Dyck]], flæmskur listmálari (f. [[1599]]). * [[1666]] - Giovanni Francesco Barbieri, kallaður [[Guercino]], ítalskur listmálari (f. [[1591]]). * [[1669]] - [[Klemens 9.]] páfi (f. [[1600]]). * [[1936]] - [[Arvid Lindman]], sænskur stjórnmálamaður (f. [[1862]]). * [[1945]] - [[Laufey Valdimarsdóttir]], íslensk kvenréttindakona (f. [[1890]]). * [[1967]] - [[Haraldur Björnsson]], íslenskur leikari (f. [[1891]]). * [[1971]] - [[Margrét Jónsdóttir (skáld)|Margrét Jónsdóttir]], íslenskt skáld (f. [[1893]]). * [[1982]] - [[Ásmundur Sveinsson]] íslenskur myndhöggvari (f. [[1893]]). * [[1996]] - [[Alain Poher]], franskur stjórnmálamaður (f. [[1909]]). {{Mánuðirnir}} [[Flokkur:Desember]] tsw7fojheqih9iostumqtg64de4fize Srí Lanka 0 11623 1761996 1761356 2022-07-26T22:42:14Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki {{Land | nafn_á_frummáli = ශ්රී ලංකා ප්රජාතාන්ත්රික සමාජවාදී ජනරජය<br />Sri Lankā Prajathanthrika Samajavadi Janarajaya<br />இலங்கை சனநாயக சோஷலிசக் குடியரசு<br />Illankai Chananaayaka Chosalisa Kudiyarasu | nafn = Srí Lanka | nafn_í_eignarfalli = Srí Lanka | fáni = Flag of Sri Lanka.svg | skjaldarmerki = Coat_of_arms_of_Sri_Lanka.svg | kjörorð = | þjóðsöngur = [[Sri Lanka Matha]] | staðsetningarkort = Sri_Lanka_(orthographic_projection).svg | höfuðborg = [[Srí Jajevardenepúra]] | tungumál = [[sinhala]] og [[tamílska]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Srí Lanka|Forseti]] | nafn_leiðtoga1 = [[Ranil Wickremesinghe]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Srí Lanka|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga2 = [[Dinesh Gunawardena]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | staða = [[Sjálfstæði]] | staða_athugasemd = frá [[Bretland]]i | atburður1 = Fullveldi | dagsetning1 = [[4. febrúar]] [[1948]] | atburður2 = Lýðveldi | dagsetning2 = [[22. maí]] [[1972]] | stærðarsæti = 120 | flatarmál = 65.610 | hlutfall_vatns = 4,4 | mannfjöldasæti = 57 | mannfjöldaár = 2018 | fólksfjöldi = 21.670.000 | íbúar_á_ferkílómetra = 327 | VLF_ár = 2020 | VLF_sæti = 58 | VLF = 321,856 | VLF_á_mann = 14.509 | VLF_á_mann_sæti = 91 | VÞL = {{hækkun}} 0.780 | VÞL_ár = 2018 | VÞL_sæti = 71 | gjaldmiðill = [[srílankísk rúpía|rúpía]] | tld = lk | tímabelti = [[UTC]]+5:30 | símakóði = 94 }} '''Alþýðulýðveldið Srí Lanka''' ([[sinhala]]: ශ්රී ලංකා; [[tamílska]]: இலங்கை), áður þekkt sem '''Seylon''' til [[1972]], er [[eyríki]] út af suðausturströnd [[Indlandsskagi|Indlandsskaga]]. Einungis 50 km breitt sund, [[Palksund]], skilur eyjuna frá [[Indland]]i í norðvestri en 750 km suðvestar eru [[Maldíveyjar]]. Fornminjar benda til þess að [[maðurinn|menn]] hafi sest að á Srí Lanka á [[fornsteinöld]] fyrir allt að 500.000 árum. Leifar af [[balangodamaður|balangodamanninum]] (''Homo sapiens balangodensis'') eru frá [[miðsteinöld]] og eru taldar elstu leifar líffræðilegra nútímamanna í [[Suður-Asía|Suður-Asíu]]. Elsta vísunin til Srí Lanka í rituðum heimildum er í sagnakvæðinu ''[[Ramayana]]'' frá 5. eða 4. öld f.Kr. Hugsanlega voru elstu íbúar Srí Lanka forfeður [[vedar|veda]] sem nú eru lítill hópur frumbyggja á eyjunni. Á miðöldum varð Srí Lanka fyrir innrásun [[Chola-veldið|Chola-veldisins]] á Indlandi og síðan [[Kalinga Magha]] árið [[1215]] og eyjunni var skipt milli hinna ýmsu konungdæma. [[Portúgal]]ir lögðu strandhéruð eyjarinnar undir sig á [[17. öldin|17. öld]] en [[Holland|Hollendingar]] náðu þeim brátt af þeim. Í upphafi 19. aldar lögðu [[Bretland|Bretar]] eyjuna undir sig. Srí Lanka lýsti yfir sjálfstæði frá Bretum árið [[1948]] en fljótlega settu átök milli sinhalamælandi meirihluta og tamílskumælandi minnihluta svip sinn á stjórnmál landsins þar til [[Borgarastyrjöldin á Srí Lanka|borgarastyrjöld]] braust loks út árið [[1983]] milli stjórnarinnar og [[Tamíltígrar|Tamíltígra]]. Árið [[2009]], eftir mikið mannfall, tókst stjórnarhernum að sigra Tamíltígra. Helstu undirstöður efnahags Srí Lanka eru [[ferðaþjónusta]], [[föt|fataframleiðsla]] og [[landbúnaður]]. Landið hefur lengi verið þekkt fyrir framleiðslu á [[kanill|kanil]], [[hrágúmmí]]i og [[te|tei]]. Íbúar eru um 20 milljónir og þar af búa tæplega fimm milljónir í stærstu borginni, [[Colombo (Srí Lanka)|Colombo]]. Höfuðborgin, [[Sri Jayawardenepura Kotte]], er úthverfi í Colombo. Um 75% íbúa tilheyra meirihluta [[sinhalar|Sinhala]]. Flestir Sinhalar eru [[búddismi|búddistar]] en [[Tamílar]] eru flestir [[hindúatrú]]ar. [[Srílankískir márar]] eru tamílskumælandi íbúar sem aðhyllast [[íslam]]. Fyrir borgarastyrjöldina voru Tamílar í meirihluta í norðurhéruðum eyjarinnar og meðfram austurströndinni. Höfuðstaður norðurhéraðsins, [[Jaffna]], var auk þess önnur stærsta borg landsins. == Heiti == Í fornöld var eyjan þekkt undir ýmsum nöfnum. Samkvæmt sagnakvæðinu ''[[Mahavamsa]]'' nefndi [[Vijaya fursti]] landið Tambapanni („koparrauðar hendur“ eða „koparrautt land“) því hendur fylgjenda hans lituðust rauðar af jarðvegi eyjunnar. Í trúarritum Hindúa er eyjan nefnd ''Lankā'' („eyja“). Tamílska orðið ''īḻam'' (tamílska: ஈழம்) var notað um eyjuna í [[Sangam-bókmenntir|Sangam-bókmenntum]]. Á tímum [[Chola-veldið|Chola-veldisins]] var eyjan þekkt sem ''Mummudi Cholamandalam'' („ríki konunganna þriggja“). Í [[forngríska|forngrískum]] heimildum er eyjan nefnd Ταπροβανᾶ ''Taprobana'' eða Ταπροβανῆ ''Taprobane'', dregið af heitinu Tambapanni. Persar og Arabar kölluðu hana ''Sarandīb'' eftir sanskrít ''Siṃhaladvīpaḥ''. Portúgalska heitið ''Ceilão'' breyttist í ''Ceylon'' í ensku (''Seylon'' í íslensku). Eyjan var þekkt sem Seylon til 1972. Heitið ''Srí Lanka'', með virðingarforskeytinu ''Srí'' framan við ''Lanka'', var fyrst tekið upp af [[Frelsisflokkur Srí Lanka|Frelsisflokki Srí Lanka]] árið 1952. Það varð formlegt heiti landsins með nýrri stjórnarskrá 1972. == Menning == === Íþróttir === [[Mynd:Angampora_sword-shield_fight.JPG|thumb|right|Angampora-bardagamenn með sverð og skildi.]] Þjóðaríþrótt Srí Lanka er [[blak]] en langvinsælasta íþróttin er [[krikket]]. [[15 manna ruðningur]] nýtur líka mikilla vinsælda, auk [[frjálsar íþróttir|frjálsra íþrótta]], [[tennis]]s, [[knattspyrna|knattspyrnu]] og [[netbolti|netbolta]]. Skólar á Srí Lanka reka íþróttalið sem keppa í héraðsmótum og á landsvísu. [[Karlalandslið Srí Lanka í krikket]] hefur náð miklum árangri á heimsvísu frá því á 10. áratug 20. aldar. Þeir unnu óvæntan sigur á [[Heimsbikarmótið í krikket 1996|Heimsbikarmótinu í krikket 1996]]. Þeir sigruðu einnig á [[2014 ICC World Twenty20]]-mótinu í Bangladess. Liðið komst í undanúrslit á heimsbikarmótunum 2007 og 2011 og á ICC World Twenty20 2009 og 2011. Srí Lanka hefur unnið [[Asíubikarinn]] 1987, 1997, 2004, 2008 og 2014. Heimsbikarleikarnir 1996 og 2011 og 2012 ICC World Twenty20 voru haldin á Srí Lanka. Srílankískir íþróttamenn hafa tvisvar unnið til verðlauna á [[Ólympíuleikar|Ólympíuleikum]]; [[Duncan White]] vann silfurverðlaun á [[Sumarólympíuleikarnir 1948|Sumarólympíuleikunum 1948]] fyrir 400m [[grindahlaup]], og [[Susanthika Jayasinghe]] vann silfurverðlaun á [[Sumarólympíuleikarnir 2000|Sumarólympíuleikunum 2000]] fyrir [[200 metra sprettlaup]]. Árið 1973 sigraði [[Muhammad Lafir]] [[heimsmeistaramótið í ballskák]]. Srí Lanka hefur líka tvisvar unnið heimsmeistaratitil í [[bobb]]i. Ýmsar vatnaíþróttir eins og róður, brimbretti, drekabretti og köfun eru vinsælar meðal íbúa Srí Lanka og ferðamanna á eyjunni. Tvær bardagaíþróttir eru upprunnar á Srí Lanka: [[cheena di]] og [[angampora]]. [[Kvennalandslið Srí Lanka í netbolta]] hefur unnið [[Asíumeistaramótið í netbolta]] fimm sinnum. ==Tenglar== * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3605185 Ceylon, Paradísareyjan í fjarska, Sunnudagsblaðið, 45. Tölublað (01.12.1957), Blaðsíða 707] {{wikiorðabók}} {{Stubbur|landafræði}} {{Breska samveldið}} {{Asía}} [[Flokkur:Srí Lanka]] 8hvyuw8y8d0kqgmb5b8dgblko0vl8em 1761997 1761996 2022-07-26T22:46:56Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki {{Land | nafn_á_frummáli = ශ්රී ලංකා ප්රජාතාන්ත්රික සමාජවාදී ජනරජය<br />Sri Lankā Prajathanthrika Samajavadi Janarajaya<br />இலங்கை சனநாயக சோஷலிசக் குடியரசு<br />Illankai Chananaayaka Chosalisa Kudiyarasu | nafn = Srí Lanka | nafn_í_eignarfalli = Srí Lanka | fáni = Flag of Sri Lanka.svg | skjaldarmerki = Coat_of_arms_of_Sri_Lanka.svg | kjörorð = | þjóðsöngur = [[Sri Lanka Matha]] | staðsetningarkort = Sri_Lanka_(orthographic_projection).svg | höfuðborg = [[Srí Jajevardenepúra]] | tungumál = [[sinhala]] og [[tamílska]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Srí Lanka|Forseti]] | nafn_leiðtoga1 = [[Ranil Wickremesinghe]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Srí Lanka|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga2 = [[Dinesh Gunawardena]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | staða = [[Sjálfstæði]] | staða_athugasemd = frá [[Bretland]]i | atburður1 = Fullveldi | dagsetning1 = [[4. febrúar]] [[1948]] | atburður2 = Lýðveldi | dagsetning2 = [[22. maí]] [[1972]] | stærðarsæti = 120 | flatarmál = 65.610 | hlutfall_vatns = 4,4 | mannfjöldasæti = 57 | mannfjöldaár = 2018 | fólksfjöldi = 21.670.000 | íbúar_á_ferkílómetra = 327 | VLF_ár = 2020 | VLF_sæti = 58 | VLF = 321,856 | VLF_á_mann = 14.509 | VLF_á_mann_sæti = 91 | VÞL = {{hækkun}} 0.780 | VÞL_ár = 2018 | VÞL_sæti = 71 | gjaldmiðill = [[srílankísk rúpía|rúpía]] | tld = lk | tímabelti = [[UTC]]+5:30 | símakóði = 94 }} '''Alþýðulýðveldið Srí Lanka''' ([[sinhala]]: ශ්රී ලංකා; [[tamílska]]: இலங்கை), áður þekkt sem '''Seylon''' til [[1972]], er [[eyríki]] út af suðausturströnd [[Indlandsskagi|Indlandsskaga]]. Einungis 50 km breitt sund, [[Palksund]], skilur eyjuna frá [[Indland]]i í norðvestri en 750 km suðvestar eru [[Maldíveyjar]]. Fornminjar benda til þess að [[maðurinn|menn]] hafi sest að á Srí Lanka á [[fornsteinöld]] fyrir allt að 500.000 árum. Leifar af [[balangodamaður|balangodamanninum]] (''Homo sapiens balangodensis'') eru frá [[miðsteinöld]] og eru taldar elstu leifar líffræðilegra nútímamanna í [[Suður-Asía|Suður-Asíu]]. Elsta vísunin til Srí Lanka í rituðum heimildum er í sagnakvæðinu ''[[Ramayana]]'' frá 5. eða 4. öld f.Kr. Hugsanlega voru elstu íbúar Srí Lanka forfeður [[vedar|veda]] sem nú eru lítill hópur frumbyggja á eyjunni. Á miðöldum varð Srí Lanka fyrir innrásum [[Chola-veldið|Chola-veldisins]] á Indlandi og síðan [[Kalinga Magha]] árið [[1215]] og eyjunni var skipt milli hinna ýmsu konungdæma. [[Portúgal]]ir lögðu strandhéruð eyjarinnar undir sig á [[17. öldin|17. öld]] en [[Holland|Hollendingar]] náðu þeim brátt af þeim. Í upphafi 19. aldar lögðu [[Bretland|Bretar]] eyjuna undir sig. Srí Lanka lýsti yfir sjálfstæði frá Bretum árið [[1948]] en fljótlega settu átök milli sinhalamælandi meirihluta og tamílskumælandi minnihluta svip sinn á stjórnmál landsins þar til [[Borgarastyrjöldin á Srí Lanka|borgarastyrjöld]] braust loks út árið [[1983]] milli stjórnarinnar og [[Tamíltígrar|Tamíltígra]]. Árið [[2009]], eftir mikið mannfall, tókst stjórnarhernum að sigra Tamíltígra. Helstu undirstöður efnahags Srí Lanka eru [[ferðaþjónusta]], [[föt|fataframleiðsla]] og [[landbúnaður]]. Landið hefur lengi verið þekkt fyrir framleiðslu á [[kanill|kanil]], [[hrágúmmí]]i og [[te|tei]]. Íbúar eru um 20 milljónir og þar af búa tæplega fimm milljónir í stærstu borginni, [[Colombo (Srí Lanka)|Colombo]]. Höfuðborgin, [[Sri Jayawardenepura Kotte]], er úthverfi í Colombo. Um 75% íbúa tilheyra meirihluta [[sinhalar|Sinhala]]. Flestir Sinhalar eru [[búddismi|búddistar]] en [[Tamílar]] eru flestir [[hindúatrú]]ar. [[Srílankískir márar]] eru tamílskumælandi íbúar sem aðhyllast [[íslam]]. Fyrir borgarastyrjöldina voru Tamílar í meirihluta í norðurhéruðum eyjarinnar og meðfram austurströndinni. Höfuðstaður norðurhéraðsins, [[Jaffna]], var auk þess önnur stærsta borg landsins. == Heiti == Í fornöld var eyjan þekkt undir ýmsum nöfnum. Samkvæmt sagnakvæðinu ''[[Mahavamsa]]'' nefndi [[Vijaya fursti]] landið Tambapanni („koparrauðar hendur“ eða „koparrautt land“) því hendur fylgjenda hans lituðust rauðar af jarðvegi eyjunnar. Í trúarritum Hindúa er eyjan nefnd ''Lankā'' („eyja“). Tamílska orðið ''īḻam'' (tamílska: ஈழம்) var notað um eyjuna í [[Sangam-bókmenntir|Sangam-bókmenntum]]. Á tímum [[Chola-veldið|Chola-veldisins]] var eyjan þekkt sem ''Mummudi Cholamandalam'' („ríki konunganna þriggja“). Í [[forngríska|forngrískum]] heimildum er eyjan nefnd Ταπροβανᾶ ''Taprobana'' eða Ταπροβανῆ ''Taprobane'', dregið af heitinu Tambapanni. Persar og Arabar kölluðu hana ''Sarandīb'' eftir sanskrít ''Siṃhaladvīpaḥ''. Portúgalska heitið ''Ceilão'' breyttist í ''Ceylon'' í ensku (''Seylon'' í íslensku). Eyjan var þekkt sem Seylon til 1972. Heitið ''Srí Lanka'', með virðingarforskeytinu ''Srí'' framan við ''Lanka'', var fyrst tekið upp af [[Frelsisflokkur Srí Lanka|Frelsisflokki Srí Lanka]] árið 1952. Það varð formlegt heiti landsins með nýrri stjórnarskrá 1972. == Menning == === Íþróttir === [[Mynd:Angampora_sword-shield_fight.JPG|thumb|right|Angampora-bardagamenn með sverð og skildi.]] Þjóðaríþrótt Srí Lanka er [[blak]] en langvinsælasta íþróttin er [[krikket]]. [[15 manna ruðningur]] nýtur líka mikilla vinsælda, auk [[frjálsar íþróttir|frjálsra íþrótta]], [[tennis]]s, [[knattspyrna|knattspyrnu]] og [[netbolti|netbolta]]. Skólar á Srí Lanka reka íþróttalið sem keppa í héraðsmótum og á landsvísu. [[Karlalandslið Srí Lanka í krikket]] hefur náð miklum árangri á heimsvísu frá því á 10. áratug 20. aldar. Þeir unnu óvæntan sigur á [[Heimsbikarmótið í krikket 1996|Heimsbikarmótinu í krikket 1996]]. Þeir sigruðu einnig á [[2014 ICC World Twenty20]]-mótinu í Bangladess. Liðið komst í undanúrslit á heimsbikarmótunum 2007 og 2011 og á ICC World Twenty20 2009 og 2011. Srí Lanka hefur unnið [[Asíubikarinn]] 1987, 1997, 2004, 2008 og 2014. Heimsbikarleikarnir 1996 og 2011 og 2012 ICC World Twenty20 voru haldin á Srí Lanka. Srílankískir íþróttamenn hafa tvisvar unnið til verðlauna á [[Ólympíuleikar|Ólympíuleikum]]; [[Duncan White]] vann silfurverðlaun á [[Sumarólympíuleikarnir 1948|Sumarólympíuleikunum 1948]] fyrir 400m [[grindahlaup]], og [[Susanthika Jayasinghe]] vann silfurverðlaun á [[Sumarólympíuleikarnir 2000|Sumarólympíuleikunum 2000]] fyrir [[200 metra sprettlaup]]. Árið 1973 sigraði [[Muhammad Lafir]] [[heimsmeistaramótið í ballskák]]. Srí Lanka hefur líka tvisvar unnið heimsmeistaratitil í [[bobb]]i. Ýmsar vatnaíþróttir eins og róður, brimbretti, drekabretti og köfun eru vinsælar meðal íbúa Srí Lanka og ferðamanna á eyjunni. Tvær bardagaíþróttir eru upprunnar á Srí Lanka: [[cheena di]] og [[angampora]]. [[Kvennalandslið Srí Lanka í netbolta]] hefur unnið [[Asíumeistaramótið í netbolta]] fimm sinnum. ==Tenglar== * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3605185 Ceylon, Paradísareyjan í fjarska, Sunnudagsblaðið, 45. Tölublað (01.12.1957), Blaðsíða 707] {{wikiorðabók}} {{Stubbur|landafræði}} {{Breska samveldið}} {{Asía}} [[Flokkur:Srí Lanka]] hrlgmovhu6t1tcgm7tftqnyblwdaz9l Woodstock 0 20473 1761990 1670185 2022-07-26T18:36:37Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki '''Woodstock''' var [[tónlistarhátíð]] sem haldin var í [[Bethel, New York|Bethel]] í [[New York-fylki]] dagana [[15. ágúst|15.]] – [[18. ágúst]] árið [[1969]]. Hátíðin hefur oft verið kölluð „Hátíð tónlistar og friðar“ og er hún talin einn merkasti viðburður tónlistarsögunnar.{{heimild vantar}} Hátíðin var kynnt á þennan hátt: „Woodstock Music Festival; An Aquarian Exposition: Three Days of Peace and Music“. Ekki leikur vafi á öðru en að slagorðið hafi haft áhrif því að á hátíðina mættu um hálf milljón manns. Allt þetta fólk var mætt á 600 ekru bóndabýli í þeim tilgangi að vera í tengingu við náttúruna, hlusta á tónlist og njóta friðarins.<ref>Woodstock.</ref> Á þessum tímum var hugtakið friður mjög áberandi í samfélaginu og fólk lagði mikið upp úr því að halda hann. Atburðir eins og [[Víetnamstríðið]] spiluðu þar virkan þátt en hátíðin hefur með tíð og tíma orðið eins konar táknmynd fyrir [[hippatímabilið]]. Skipuleggjendur hátíðarinnar voru fjórir ungir menn John Roberts, Joel Rosenman, Artie Kornfeld og Mike Lang, sá yngsti var þá 27 ára gamall. 32 tónlistarmenn komu fram á hátíðinni og spiluðu þeir á sviði undir berum himni þar sem skiptust á skin og skúrir.<ref>20th century history.</ref> Þar á meðal voru þekktir tónlistarmenn, til dæmis Janis Joplin, Jimi Hendrix, hljómsveitin the Who, Canned Heat og San Francisco hljómsveitin Jefferson Airplane. == Kveikjan að hátíðinni == Artie Kornfeld og Mike Lang höfðu mikinn áhuga á því að setja á laggirnar hljóðver í Woodstock. Staðsetningin hentaði sér vel vegna þess að á þessum slóðum voru þegar ýmsir tónlistarmenn búsettir, þar á meðal Bob Dylan. Fjárfestarnir ungu Joel Rosenman og John Roberts hittu Lang og Kornfeld og hugmyndir þeirra urðu að því að þeir ákvaðu að halda þriggja daga tónlistarhátíð fyrir 50.000 manns. Með því vonuðu þeir að ágóði hátíðarinnar yrði nægur til þess að stofna hljóðverið.<ref>20th century history.</ref> == Undirbúningur == Mennirnir fjórir hófu fljótlega skipulaggningu hátíðarinnar, það þurfti að velja staðsetningu, ráða tónlistarmenn, öryggisgæslu og fleira.<ref>Woodstock.</ref> Í fyrstu höfðu skipuleggjendur hátíðarinnar ákveðið að halda hátíðina í Wallkill í Woodstock. Það gekk þó ekki eftir vegna harðra mótmæla heimamanna. Það var því ákveðið að færa hátíðina á bóndabýli þar sem bóndi nokkur, Howard Mills, var tilbúin til þess að leigja landareign sína á 10.000 bandaríkjadali. Mills gugnaði þó þegar á hólminn var komið og enn þurftið að hefja leit af nýjum stað.<ref>Mike Evans og Paul Kingsbury: 40.</ref> Hinn ungi Elliot Tiber var sonur móteleigenda í White Lake í New York-fylki. Hann var vanur að fara á sumrin til foreldra sinna og hjálpa þeim að reka mótelið sem var mjög lítilfjörlegt. Það var svo um miðjan júlí árið 1969 sem Tiber sá grein í bæjarblaði White Lake að Wallkill hefði hætt við hátíðarhöldin. Tiber hafði þá samband við skipuleggjendur hátíðarinnar sem voru enn að leita að réttri staðsetningu og sagði þeim að hann vissi um stað. Skipuleggjendurnir heimsóttu Tiber og ákveðið var að halda hátíðina á bóndabýli Max Yasgurs, frænda Tiber, í White Lake. Ástæðan fyrir því að Tiber benti skipuleggjendum á Yasgur var vegna þess að það myndi auka mótelviðskiðskipti foreldra hans. Það var þá ákveðið, það var hafði verið fundin staður fyrir hátíðna og Yasgur leigði landareign sína á 50.000 bandaríkjadollara.<ref>Mike Evans og Paul Kingsbury: 44.</ref> == Dagarnir fyrir hátíðina == Þann [[13. ágúst]], tveimur dögum fyrir hátíðina, höfðu þegar 50.000 manns tjaldað ekki langt frá sviðinu. Fólk æddi inn á svæðið þar sem átti eftir að setja upp girðingar og hlið til þess að afmarka svæðið. Fjórmeningarnir höfðu litla stjórn á aðstæðum og sífellt fleira fólk streymdi að svo að á endanum misstu þeir stjórn á fjöldanum. Það fór því þannig að þeir neyddust til þess að hafa fría aðgöngu að hátíðinni.<ref>20th century history.</ref> Þessi ákvörðun um að hafa frían aðgang að hátíðinni hafði tvær leiðinlega afleiðingar í för með sér. Fyrri afleiðingin er sú að þeir Rosenman, Roberts, Lang og Kornfeld töpuðu þeirri fjárhæð sem þeir höfðu lagt í hátíðina og hagnaðurinn var enginn. Önnur afleiðingin var sú að sú fregn um að aðgangsverð væri ekkert breiddist hratt og örugglega út. Það hafði það í för með sér að um milljón manns reyndu að koma sér á hátíðina en lögreglunni tókst þó að vísa frá um þúsundum bíla sem voru á leið sinni til hátíðarhaldanna. Öll þessi mannmergð hafði það svo í för með sér að flest allir sem fram komu, hljómsveitir og aðrir tónlistarmenn, þurftu að ferðast með þyrlu til þess að komast leiðar sinnar.<ref>20th century history.</ref> == Hátíðin == Þrátt fyrir ýmis vandamál sem höfðu komið upp rétt fyrir hátíðina tókst næstum því að hefja hátíðarhöldin á réttum tíma. Föstudagskvöldið 15. ágúst steig gítarleikarinn og söngvarinn Richie Havens á svið og hóf tónlistarhátíðina formlega. Hátíðin var hafin og margir tónlistarmenn áttu eftir að koma fram.<ref>20th century history.</ref> Fjöldinn allur af tónlistarmönnum tróðu upp á föstudagskvöldinu, það voru til dæmis Joan Baez og Ravi Shankar indverskur sitarspilari. Tónlistin hljómaði alla nóttina í takt við rigninguna sem var viðloðandi alla hátíðina.<ref>Mike Evans og Paul Kingsbury:164.</ref> Tónleikar hófust strax eftir hádegi á laugardeginum og stóðu þeir yfir alla nóttina. Þeir sem fram komu voru ekki af lakari endanum. Þrettán tónlistarmenn og hljómsveitir komu þá fram og mörg lög voru flutt. Dæmi um þá sem komu fram voru Janis Joplin, Creedence Clearwater Revivial og The Who en The Who tóku alls tuttugu og fimm lög á sínum tónleikum. Það er því ekki að undra að það hafi verið spilað og sungið alla nóttina líka.<ref>Mike Evans og Paul Kingsbury:164.</ref> Joe Cocker var fyrstur á svið á sunnudeginum og hóf hann sína tónleika um miðjan dag. Á meðan tónleikunum stóð hékk yfir svart ský og þegar hann hafði lokið tónleikum sínum skall á dembandi rigning.<ref>Mike Evans og Paul Kingsbury:183 og 186.</ref> Vegna óhemju mikillar rigningar þurfti að fresta tónleikahaldi í nokkrar klukkustundir. Á meðan runnu hátíðargestir til í leðju og drullu og allt varð gegnsósa. Þar sem áður var gras var nú leðja og útgangurinn á hátíðargestum eftir því. Einn hátíðargestanna, Barry Levine ljósmyndari, ákvað þá að brjóta ísinn og synda nakinn í vatni sem var á landareigninni. Fólk fylgdi á eftir og fljótlega var vatnið orðið fullt af nöktu eða hálfnöktu fólki. Þegar regnstorminn lægði hófust tónleikar að nýju og The Country Joe and The Fish héldu þá sína tónleika.<ref>Mike Evans og Paul Kingsbury:183 og 186.</ref> Á sunnudeginum var fólk farið að týnast í burtu af svæðinu og um 150.000 manns fóru frá White Lake á sunnudagskvöldinu.<ref>20th century history.</ref> Þá átti einn af þekktustu tónlistarmönnunum eftir að spila en það var Jimmy Hendrix. Hendrix hóf sína tónleika og jafnframt síðustu tónleika hátíðarinnar, ásamt bandinu sínu Gypsy Sons and Rainbows á sunnudagskvöldinu. Þeir spiluðu alla nóttina og fram á morgun. Bassaleikari hljómsveitarinnar, Billi Cox, lýsir gigginu þeirra sem mjög góðu, það góða við það var friðurinn, ástin og samhljómurinn og það að allir væru samankomnir í friði. Þegar Hendrix og félagar höfðu lokið sínum tónleikum var hátíðin á enda og aðeins um 40.000 manns eftir.<ref>Mike Evans og Paul Kingsbury:217.</ref> == Eiturlyf == Það var mikið um eiturlyf á hátíðinni. Það voru t.d sérstök tjöld fyrir þá sem voru að klára „trippin“ sín og fyrir þá sem höfðu tekið of stóra skammta og þurftu að róa sig. Það var mjög mikið af [[LSD]] á hátíðinni og mikið um að ungt fólk væri að nota eiturlyf í fyrsta skipti. Talað er um að um fjögurhundruð manns hafi þurft að meðhöndla vegna of stórs skammts. Einnig var mikið um það að fólk væri að slasa sig af völdum eiturlyfja. Fólk var undir svo miklum áhrifum að það kom sér auðveldlega í lífshættu til dæmis stökk einn maður út í vatn sem var grynnra en hannn gerði sér grein fyrir svo að hann höfuðkúpubrotnaði. Það var mikilvægt að það væri læknir á svæðinu því að ekki var fólk einungis að taka inn of stóra skammta heldur slasaðist fólk, það urðu fjögur fósturlát, fólk gleymdi lyfjunum sínum og börn fæddust hvað þá annað. Aðeins tveir létu lífið á hátíðinni. Annar lést vegna of stórs skammts og hinn lést þegar hann svaf í svefnpokanum sínum og dráttarvél keyrði yfir hann.<ref>Mike Evans og Paul Kingsbury:206,207 og 225.</ref> == Eftirmálar == Eftir hátíðarhöldin þegar allir hátíðargestir höfðu yfirgefið svæðið blasti við heil blaut landareign á kafi í rusli. Fólk hafði skilið eftir tjöld og svefnpoka sem voru útötuð í leðju og drullu.<ref>Mike Evans og Paul Kingsbury:220.</ref> Skipuleggjendur hátíðarinnar fjórir voru ringlaðir eftir hátíðina. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir því að einn stærsti tónlistaratburður sögunnar hafði skeð og þeir voru valdar þess. Einnig þurftu þeir að koma sér á bak aftur eftir að hafa tapað yfir milljón bandaríkjadala og einnig áttu þeir eftir að vinna úr þeim sjötíu lagamálum sem þeir höfði verið kærðir fyrir. Það var þó til happs að kvikmyndin sem var gerð eftir hátíðina varð mjög vinsæl og náði að borga stóran hluta af tapinu. Þrátt fyrir það vantaði ennþá 100.000 bandaríkjadali í núllið.<ref>20th century history.</ref> Max Yasgur kom ekki sérstaklega vel út úr hátíðinni. Landareign hans var einn stór leðjupollur og nágrannar hans höfðu kært hann fyrir eyðileggingu. Tveimur árum eftir hátíðina seldi Yasgur bóndabýlið og ári seinna lést hann vegna hjartaáfalls.<ref>Woodstock story.</ref> == Tónlistarmenn sem komu fram og röð þeirra == === Föstudagur 15. ágúst === Dagskráin hófst 17:07 þegar Richie Havens steig á svið. * [[Richie Havens]] *# High Flyin' Bird *# I Can't Make It Any More *# [[With a Little Help from My Friends]] *# [[Strawberry Fields Forever]] *# [[Hey Jude]] *# I Had A Woman *# Handsome Johnny *# Freedom/[[Sometimes I Feel Like a Motherless Child]] * [[Swami Satchidananda]] * [[Sweetwater (hljómsveit)|Sweetwater]] *# [[What's Wrong]] *# Motherless Child *# Look Out *# For Pete's Sake *# Day Song *# Crystal Spider *# Two Worlds *# Why Oh Why * [[The Incredible String Band]] *# Invocation *# The Letter *# This Moment *# When You Find Out Who You Are * [[Bert Sommer]] *# Jennifer *# The Road To Travel *# I Wondered Where You Be *# She's Gone *# Things Are Going my Way *# And When It's Over *# Jeanette *# [[America (Paul Simon-lag)|America]] *# A Note That Read *# Smile * [[Tim Hardin]], sem lék í klukkustund *# If I Were A Carpenter *# Misty Roses * [[Ravi Shankar]], sem lék 5 lög á meðan skúr gekk yfir *# Raga Puriya-Dhanashri/Gat In Sawarital *# Tabla Solo In Jhaptal *# Raga Manj Kmahaj *# Iap Jor *# Dhun In Kaharwa Tal * [[Melanie Safka|Melanie]] *# Tuning My Guitar *# Johnny Boy *# Beautiful People * [[Arlo Guthrie]] - röð laganna óviss *# Coming Into Los Angeles *# Walking Down the Line *# Saga um Móses og brúnálfana<!-- eða hvað? --> *# Amazing Grace * [[Joan Baez]] - hún var komin 6 mánuði á leið *# Sagan um þegar laganna verðir hnepptu David Harris í varðhald *# [[Joe Hill]] *# [[Sweet Sir Galahad]] *# Drugstore Truck Driving Man *# Sweet Sunny South *# Warm and Tender Love *# [[Swing Low, Sweet Chariot]] *# [[We Shall Overcome]] === Laugardagur 16. ágúst === Dagskráin hófst 12:15. * [[Quill (hljómsveit)|Quill]], spiluðu fjögur lög og tók það 40 mínútur *# They Live the Life *# BBY *# Waitin' For You *# Jam * [[Keef Hartley|Keef Hartley Band]] *# Spanish Fly *# Believe In You *# Rock Me Baby *# Medley *# Leavin' Trunk *# Sinnin' For You * [[Country Joe McDonald]] *# I Find Myself Missing You *# Rockin All Around The World *# Flyin' High All Over the World *# Seen A Rocket Flyin' *# [[The „Fish“ Cheer/I-Feel-Like-I'm-Fixin'-To-Die Rag]] * [[John Sebastian]] *# How Have You Been *# Rainbows Over Your Blues *# I Had A Dream *# Darlin' Be Home Soon *# Younger Generation * [[Santana (hljómsveit)|Santana]] *# Waiting *# You Just Don't Care *# Savor *# Jingo *# Persuasion *# Soul Sacrifice *# Fried Neckbones * [[Canned Heat]] *# A Change Is Gonna Come/Leaving This Town *# Going Up The Country *# Let's Work Together *# Woodstock Boogie * [[Mountain (hljómsveit)|Mountain]], léku í klukkustund ásamt lagi [[Jack Bruce]], „Theme For An Imaginary Western“ *# Blood of the Sun *# [[Call It Stormy Monday (But Tuesday Is Just as Bad)|Stormy Monday]] *# Long Red *# Who Am I But You And The Sun *# Beside The Sea *# For Yasgur's Farm *# You and Me *# Theme For An Imaginary Western *# Waiting To Take You Away *# Dreams of Milk and Honey *# Blind Man *# [[Blue Suede Shoes]] *# Southbound Train * [[Janis Joplin]] með The Kozmic Blues Band <ref>{{Vefheimild|url=http://www.britannica.com/EBchecked/topic/306112/Janis-Joplin|titill=Janis Joplin | ritverk=Encyclopedia Britannica|mánuðursótt=3. október|ársótt=2008}}</ref> *# Raise Your Hand *# As Good As You've Been To This World *# To Love Somebody *# [[Summertime (lag)|Summertime]] *# Try (Just A Little Bit Harder) *# Kosmic Blues *# Can't Turn you Loose *# Work Me Lord *# [[Piece of My Heart]] *# Ball & Chain * [[Grateful Dead]] *# St. Stephen *# Mama Tried *# [[Dark Star (lag)|Dark Star/High Time]] *# Turn On Your Love Light :::Grateful Dead komu fram en tæknilegir örðugleikar sóttu á hljómsveitina. Var þetta meðal annars vegna lélegrar [[jarðtengi]]ngar. [[Jerry Garcia]] og [[Bob Weir]] sögðust hafa fengið raflost þegar þeir snertu [[gítar]]ana sína.{{Heimild vantar}} * [[Creedence Clearwater Revival]] *# [[Born on the Bayou]] *# [[Green River (breiðskífa)|Green River]] *# Ninety-Nine and a Half (Won't Do) *# Commotion *# Bootleg *# [[Bad Moon Rising (lag)|Bad Moon Rising]] *# [[Proud Mary]] *# [[I Put A Spell On You]] *# Night Time is the Right Time *# Keep On Chooglin' *# [[Suzy Q]] * [[Sly & the Family Stone]] *# M’Lady *# Sing A Simple Song *# You Can Make It If You Try *# [[Everyday People (Sly & the Family Stone-lag)|Everyday People]] *# [[Dance to the Music (lag)|Dance To The Music]] *# I Want To Take You Higher *# Love City *# [[Stand! (lag)|Stand!]] * [[The Who]] byrjuðu klukkan 16 og spiluðu 25 lög; þar á meðal ''[[Tommy (rokkópera)|Tommy]]'' *# [[Heaven and Hell (lag)|Heaven and Hell]] *# [[I Can't Explain]] *# It's a Boy *# 1921 *# Amazing Journey *# Sparks *# Eyesight to the Blind *# Christmas *# Tommy Can You Hear Me? *# Acid Queen *# [[Pinball Wizard]] *# [[Abbie Hoffman]]-atvikið *# Do You Think It's Alright? *# Fiddle About *# There's a Doctor *# Go to the Mirror *# Smash the Mirror *# I'm Free *# Tommy's Holiday Camp *# [[We're Not Gonna Take It (The Who-lag)|We're Not Gonna Take It]] *# See Me, Feel Me *# [[Summertime Blues]] *# [[Shakin' All Over]] *# [[My Generation (lag)|My Generation]] *# Naked Eye * [[Jefferson Airplane]] *# [[Volunteers (lag)|Volunteers]] *# [[Somebody to Love (Jefferson Airplane-lag)|Somebody To Love]] *# The Other Side of This Life *# Plastic Fantastic Lover *# Won't You Try/Saturday Afternoon *# Eskimo Blue Day *# Uncle Sam's Blues *# [[White Rabbit (lag)|White Rabbit]] === Sunnudagur 17. fram á mánudag 18. ágúst === [[Joe Cocker]] var fyrsti bókaði tónlistarmaðurinn á síðasta degi hátíðarinnar (sunnudegi), hann hóf flutning klukkan 14. * [[Joe Cocker]] *# Dear Landlord *# Something Comin' On *# Do I Still Figure In Your Life *# Feelin' Alright *# Just Like A Woman *# Let's Go Get Stoned *# I Don't Need A Doctor *# I Shall Be Released *# [[With a Little Help from My Friends]] * Eftir framkomu Joe Cocker stöðvuðust tónleikar í nokkra tíma vegna illviðris. * [[Country Joe and the Fish]] héldu leikum áfram um klukkan 18. *# Rock and Soul Music *# Thing Called Love *# Love Machine *# The „Fish“ Cheer/I-Feel-Like-I'm-Fixin'-To-Die Rag * [[Ten Years After]] *# Good Morning Little Schoolgirl *# I Can't Keep From Crying Sometimes *# I May Be Wrong, But I Won't Be Wrong Always *# Hear Me Calling *# [[I'm Going Home]] * [[The Band]] - lagalistinn er staðfestur í bókinni ''This Wheel's On Fire'' eftir [[Levon Helm]]. *# Chest Fever *# Tears of Rage *# We Can Talk *# Don't You Tell Henry *# Don't Do It *# Ain't No More Cane *# [[Long Black Veil]] *# This Wheel's On Fire *# [[I Shall Be Released]] *# [[The Weight]] *# Loving You Is Sweeter Than Ever * [[Blood, Sweat & Tears]] léku 5 lög *# More and More *# I Love You More Than You'll Ever Know *# [[Spinning Wheel]] *# I Stand Accused *# Something Comin' On * [[Johnny Winter]] lék tvö lög með bróður sínum, [[Edgar Winter]]. *# Mama, Talk to Your Daughter *# To Tell the Truth *# [[Johnny B. Goode]] *# Six Feet In the Ground *# Leland Mississippi Blues/Rock Me Baby *# Mean Mistreater *# I Can't Stand It (með Edgar Winter) *# [[Tobacco Road (lagg)|Tobacco Road]] (með Edgar Winter) *# Mean Town Blues * [[Crosby, Stills, Nash & Young]] hófu leika um 3-leytið ** Órafmagnað *# [[Suite: Judy Blue Eyes]] *# Blackbird *# Helplessly Hoping *# Guinnevere *# [[Marrakesh Express]] *# 4 + 20 *# [[Mr. Soul]] *# Wonderin' *# You Don't Have To Cry ** Rafmagnað *# Pre-Road Downs *# Long Time Gone *# Bluebird *# Sea of Madness *# [[Wooden Ships]] *# Find the Cost of Freedom *# 49 Bye-Byes ** [[Neil Young]] sleppti flest öllum órafmögnuðu lögunum og neitaði að láta kvikmynda sig þegar þeir félagar léku rafmögnuðu lögin. * [[Paul Butterfield|Paul Butterfield Blues Band]] *# Everything's Gonna Be Alright *# Driftin' *# [[Born Under A Bad Sign]] *# Morning Sunrise *# Love March * [[Sha-Na-Na]] *# Na Na Theme *# [[Yakety Yak]] *# [[Teen Angel (lag)|Teen Angel]] *# [[Jailhouse Rock (lag)|Jailhouse Rock]] *# [[Wipe Out (lag)|Wipe Out]] *# Book of Love *# [[Duke of Earl]] *# [[At the Hop]] *# Na Na Theme * [[Jimi Hendrix]] var kynntur sem ''Jimi Hendrix Experience'' en Hendrix leiðrétti kynninn og sagði að nýja hljómsveitarnafnið væri ''Gypsy Sun and Rainbows''. *# Message to Love *# Hear My Train A Comin' *# [[Spanish Castle Magic]] *# [[Red House (lag)|Red House]] - E-strengurinn slitnaði í þessu lagi en Hendrix kláraði það einungis 5 strengi. *# Mastermind (samið og sungið af Larry Lee) *# Lover Man *# [[Foxy Lady]] *# Jam Back At The House *# Izabella *# Gypsy Woman/Aware Of Love (Þessi lög voru bæði samin af [[Curtis Mayfield]] og sungin af Larry Lee sem keðjulag) *# [[Fire (Hendrix-lag)|Fire]] *# [[Voodoo Child (Slight Return)|Voodoo Child (Slight Return)/Stepping Stone]] *# [[The Star-Spangled Banner]] *# [[Purple Haze]] *# Woodstock Improvisation/Villanova Junction *# [[Hey Joe]] == Tilvísanir == <div class="references-small"><references/></div> == Heimildir == * Mike Evans og Paul Kingsbury. ''Woodstock, three days that rocked the world''. New York: Sterling Publishing co., 2009. * {{Vefheimild|url= http://www.woodstock.com/themusic.php|titill=Woodstock|mánuðurskoðað=20. mars|árskoðað=2012}} * {{Vefheimild|url=http://www.woodstockstory.com/maxyasgur.html|titill=Woodstock story|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2012}} * {{Vefheimild|url=http://www.woodstock69.com/|titill=1969 Woodstock Festival & Concert|mánuðurskoðað=21. nóvember|árskoðað=2005}} * {{Vefheimild|url=http://history1900s.about.com/od/1960s/p/woodstock.htm|titill=20th century history|mánuðurskoðað=20. mars|árskoðað=2012}} [[Flokkur:Bandarískar tónlistarhátíðir]] [[Flokkur:Hippar]] hi786eh8mecxjc5frtfd8l1ucaqebx4 Atli Húnakonungur 0 29613 1761954 1628170 2022-07-26T14:57:18Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Eugene Ferdinand Victor Delacroix Attila fragment.jpg|thumb|right|Málverk af Atla Húnakonungi eftir [[Eugène Delacroix]].]] '''Atli Húnakonungur''' ([[406]] – [[453]]) var síðasti og voldugasti konungur [[Húnar|Húna]]. Hann ríkti yfir stærsta veldi [[Evrópa|Evrópu]] síns tíma frá [[434]] til dauðadags. Veldið náði frá [[Svartahaf]]i að Mið-Evrópu og frá [[Dóná]] að [[Eystrasalt]]i. Hann var svarinn andstæðingur hvors tveggja [[Austrómverska keisaradæmið|Austrómverska ríkisins]] sem og þess [[Vestrómverska keisaradæmið|Vestrómverska]]. Tvívegis réðst hann inn á [[Balkanskagi|Balkanskaga]] og umkringdi [[Konstantínópel]] í seinni innrásinni. Í Vestur-Evrópu hefur hans verið minnst fyrir miskunarleysi en sumar sögur lýsa honum sem heiðvirðum konungi. {{Stubbur|saga}} {{fd|406|453}} [[Flokkur:Húnar]] 4x5amvz9nhdzeekmkq244fj52kr6jeu Djúpalónssandur 0 36162 1761960 1702219 2022-07-26T16:00:25Z 31.209.208.178 Leiðrétting wikitext text/x-wiki [[Mynd:Dj%C3%BApal%C3%B3nssandur.JPG|thumb|Djúpalónssandur]] [[Mynd:Djupalonsandur stones in Iceland.JPG|thumb|Aflraunasteinarnir Fullsterkur, Hálfsterkur, Hálfdrættingur og Amlóði]] '''Djúpalónssandur''' er bogamynduð. grunn vík, með sandi í botni og klettakví þar upp af. Vík þessi er með ströndinni milli Einarslóns og Dritvíkur, fyrir neðan [[Beruvíkurhraun]] og fyrir vestan [[Purkhólar|Purkhóla]] á vesturströnd [[Snæfellsnes]]s. Hraunið gengur í sjó fram og djúpar gjár ganga inn í það þar sem brimið étur sig inn í hraunið. Við sandinn er sérkennilegur klettur sem kallast [[Gatklettur]] og við hann er tjörnin Svörtulón. Djúpalónssandur var verstoð og þar þótti reimt og heitir hellir einn þar Draugahellir. Djúpalónssandur er um 10 km frá [[Hellnar|Hellnum]]. Þarna er einnig Tröllakirkja, sérkennileg hellisglufa inn í hamravegginn. Vinsæl og auðveld gönguleið liggur á milli Djúpalónssands og [[Dritvík]]ur. Hún er tæplega 1 km. Á Djúpalónssandi eru [[steintak|steintök]] sem [[vermaður|vermenn]] reyndu afl sitt á, en til þess að fá pláss á báti þurfti viðkomandi að geta lyft í það minnsta steininum Hálfdrættingi. Fjórir aflraunasteinar liggja undir Gatkletti þegar komið er niður á sandströndina. Þeir eru Fullsterkur 155 kg, Hálfsterkur 100 kg, Hálfdrættingur 49 kg og Amlóði 23 kg. Frá aflraunasteinum þessum er stutt yfir í sjálfa víkina og þar fyrir ofan malarkambinn eru ferskvatnslón þau tvö og djúp sem víkin dregur nafn sitt af. [[Bretland|Breski]] togarinn Epine GY 7 frá [[Grimsby]] fórst fyrir utan Djúpalónssand í mars [[1948]] og liggur járn úr skipinu á við og dreif um sandinn. Fimm skipsverjar lifðu slysið af en 14 fórust. == Heimildir == * [http://www.fva.is/harpa/fva/verknema/undirjokli/Jardfraedi/Landslagslysing_.html Landslagslýsing (undir jökli)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070310224908/http://www.fva.is/harpa/fva/verknema/undirjokli/Jardfraedi/Landslagslysing_.html |date=2007-03-10 }} * [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041129154030/www.ust.is/Natturuvernd/Thjodgardar/Snaefellsjokull/thjonustavidferdamenn/gonguleidir/ Gönguleiðir] * [http://www.vesturland.is Vesturland] * {{vefheimild|url=http://vesturland.is/Afthreyingogstadir/Ahugaverdirstadir|titill=Vesturland.is - Afþreying og staðir|mánuðurskoðað=15. júlí|árskoðað=2010}} * {{bókaheimild|höfundur=Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal|titill=Landið þitt Ísland, A-G|útgefandi=Örn og Örlygur|ár=1982|ISBN=}} * {{bókaheimild|höfundur=Björn Hróarsson|titill= Á ferð um landið, Snæfellsnes|útgefandi=Mál og menning|ár=1994|ISBN= 9979-3-0853-2}} {{Stubbur|ísland|landafræði}} [[Flokkur:Snæfellsnes]] 8oky0bizddcke4l38xao9gt070epwx1 Sigurskúfur 0 71183 1761986 1467693 2022-07-26T18:05:21Z Salvor 70 /* Heimildir */ wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = Sigurskúfur | image = Maitohorsma (Epilobium angustifolium).JPG | image_width = 220px | regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'') | divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'') | classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'') | ordo = [[Dúnurtabálkur]] (''Myrtales'') | familia = [[Eyrarrósarætt]] (''Onagraceae'') | genus = ('' Chamerion'') | species = '''Sigurskúfur''' | binomial = ''Chamerion angustifolium'' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|L.]] }} '''Sigurskúfur''' ([[fræðiheiti]]: ''Chamerion angustifolium'' (syn. ''Epilobium angustifolium'')) er [[fjölær jurt]] af [[eyrarrósarætt]]. Hann tilheyrir [[Dúnurtir|dúnurtum]] og getur orðið allt að 70 cm á hæð. Sigurskúfur ber rauð blóm og er algengur um allt [[norðurhvel]] jarðar. == Lýsing == Blómin eru mörg í klasa upp eftir plöntunni. Þau eru um 2 cm í þvermál. Krónublöðin eru rauð en bikarblöðin dökkrauð. Í hverju blómi er 8 fræflar. Frævan er löng og hærð. Blöðin standa gagnstætt á stilknum. Þau eru 4 til 12 cm á lengd og 1 til 2 cm á breidd. Þau eru lensulaga, heilrennd eða með litlar tennur og hárlaus. [[Mynd:Fireweed Yukon.jpg|Breiður af sigurskúfi í rússneskum barrskógi|thumbnail|left]] Sigurskúfur er [[Áburður|áburðarfrekur]] og vex því gjarnan í kringum bæi - oft í þéttum breiðum. Í skóglendi og klettum vex hann villtur - blómstrar seint. Í gras- eða mólendi er hann stundum dvergvaxinn og blómstrar ekki vegna næringarskorts. Þá myndar hann 10 til 20 cm langa blaðsprota. Sigurskúfur heitir á ensku "fireweed" og vísar nafnið til þess að sigurskúfur er landnemaplanta, þegar skógur rofnar vegna skógarbruna er sigurskúfur fljótur að spretta fram og þekja skógarbotninn. Á vorin er gott að borða rætur af plöntunni. Steikja þær í smjöri og salta. == Heimildir == * [http://www.lystigardur.akureyri.is/default.aspx?modID=16&pId=3597&fl=1 Sigurskúfur (Lystigarður Akureyrar)] * [https://www.ni.is/is/biota/plantae/tracheophyta/magnoliopsida/onagraceae/sigurskufur-chamerion-angustifolium Sigurskúfur (Náttúrufræðistofnun Íslands)] [[Flokkur:Dúnurtir]] [[Flokkur:Eyrarrósarætt]] cuh4djqcmh3obv1demc74xxnvholo3c Upp 0 76897 1761993 1694432 2022-07-26T19:27:43Z 78.77.214.146 /* Talsetning */ wikitext text/x-wiki {{DISPLAYTITLE:''Upp''}} {{Kvikmynd |nafn = Upp |upprunalegt heiti = Up |útgáfudagur = {{USA}} [[29. maí]] [[2009]]<br />{{ISL}} [[26. ágúst]] [[2009]] |tungumál = [[Enska]] |land = Bandaríkin |plakat = Up (2009 film) logo.svg |stær­ð = |alt = |leikstjóri = Pete Docter |handritshöfundur = Bob Peterson<br />Ronnie del Carmen<br />Thomas McCarthy |framleiðandi = Pete Docter |tónlist = Michael Gioachino |klipping = Kevin Notling |kvikmyndagerð = Patrick Lin<br />Jean-Claude Kalache |meginhlutverk = Edward Asner<br />Christopher Plummer<br />Jordan Nagai<br />Pete Docter<br />Elizabeth Docter |ráðstöfunarfé = 175 milljónir [[Bandaríkjalur|USD]] |heildartekjur = 735,1 milljónir [[Bandaríkjadalur|USD]] |imdb_id = 1049413 }} '''''Upp''''' er [[Bandaríkin|bandarísk]] [[teiknimynd]] frá árinu 2009 framleidd af [[Pixar Animation Studios]].<ref>http://www.disneyinternationaldubbings.weebly.com/uppp--icelandic.html</ref> Kvikmyndin var frumsýnd í Bandaríkjunum 29. maí 2009 og var tíunda kvikmynd Disney-Pixar í fullri lengd. Aðalpersónur eru Carl Fredricksen og Russell. Leikstjóri myndarinnar er [[Pete Docter]] og með aðalhlutverk fara [[Edward Asner]], [[Christopher Plummer]], [[Jordan Nagai]], og [[Bob Peterson]]. Framleiðandi er [[Jonas Rivera]]. Handritshöfundur eru Bob Peterson og Pete Docter. Tónlistin er eftir [[Michael Giacchino]]. == Talsetning == {| class="wikitable" id="Synchronisation" ! colspan="2" style="background:lavender"|Ensk talsetning ! colspan="2" style="background:lavender"|Íslensk talsetning |- ! style="background:lavender"|Hlutverk ! style="background:lavender"|Leikari ! style="background:lavender"|Hlutverk ! style="background:lavender"|Leikari |- |Carl Fredricksen |[[Edward Asner]] |Carl Fredricksen |[[Harald G. Haraldsson]] |- |Russell |[[Jordan Nagai]] |Russell |[[Óli Gunnar Gunnarsson]] |- |Charles Muntz |[[Christopher Plummer]] |Charles Muntz |[[Arnar Jónsson]] |- |Dug |[[Bob Peterson]] |Dug |[[Bergur Þór Ingólfsson|Bergur Ingólfsson]] |- |Alpha |Bob Peterson |Alpha |[[Hilmir Snær Guðnason]] |- |Beta |[[Delroy Lindo]] |Beta |[[Ólafur Darri Ólafsson]] |- |Gamma |[[Jerome Ranft]] |Gamma |[[Magnús Jónsson (f. 1965)|Magnús Jónsson]] |- |Construction Foreman Tom |[[John Ratzenberger]] |Tom Verkstjöri |[[Hjálmar Hjálmarsson]] |- |Newsreel Announcer |[[David Kaye]] |Fréttaþulur |Hjálmar Hjálmarsson |- |Young Ellie |[[Elie Docter]] |Ellie (ung) |Kolbrún María Masdóttir |- |Young Carl |[[Jeremy Leary]] |Carl (ung) |Halldór Jósefsson |} == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * {{imdb titill|1049413|Upp}} {{stubbur|kvikmynd}} [[Flokkur:Bandarískar kvikmyndir]] [[Flokkur:Disney-kvikmyndir]] [[Flokkur:Kvikmyndir frumsýndar 2009]] 46db1h6qmafrl34uobdmk1a520x226l Játvarður 1. 0 89558 1762015 1583048 2022-07-27T11:47:51Z TKSnaevarr 53243 /* Játvarður krossfari */ wikitext text/x-wiki [[Mynd:Gal nations edward i.jpg|thumb|right|Játvarður 1. Mynd í [[Westminster Abbey]].]] '''Játvarður 1.''' ([[17. júní]] [[1239]] – [[7. júlí]] [[1307]]), einnig þekktur sem ''Játvarður skankalangi'' og ''Skotasleggja'' (enska: ''Edward Longshanks''; ''Hammer of the Scots''), var konungur [[England]]s frá [[1272]] til 1307. Hann hefur verið talinn mun hæfari konungur en bæði faðir hans og sonur, kom á ýmsum umbótum og átti þátt í að móta [[enska þingið]]. == Æskuár == [[Mynd:Edward I and Eleanor.jpg|thumb|left|Játvarður og Elinóra.]] Játvarður var sonur [[Hinrik 3. Englandskonungur|Hinriks 3.]] og [[Elinóra af Provence|Elinóru af Provence]] og var hann elstur fjögurra barna þeirra sem upp komust. Árið [[1254]] giftist hann [[Elinóra af Kastilíu|Elinóru af Kastilíu]], systur [[Alfons 10. Kastilíukonungur|Alfons 10.]] Kastilíukonungs, og samdi faðir hans um ráðahaginn til að afstýra yfirvofandi innrás Kastilíumanna í hertogadæmið Gaskóníu, sem var lénsríki Englandskonunga. Játvarður var hertogi af [[Gaskónía|Gaskóníu]] að nafninu til en [[Simon de Montfort]], jarl af Leicester, stýrði héraðinu fyrir hans hönd og hirti tekjurnar af því. Við brúðkaupið var hann líka gerður lávarður af [[Írland]]i og fékk miklar eignir í Englandi og [[Wales]] en þessu fylgdu þó engin raunveruleg völd og faðir hans tók mestallar tekjurnar af þessum lendum til sín. Játvarður var framan af undir miklum áhrifum frá frönskum ættingjum sínum, fyrst fjölskyldu móður sinnar, Savojördum, en síðar hálfbræðrum föður síns, de Lusignan-mönnum. Báðir hóparnir voru valdamiklir við ensku hirðina og óvinsælir meðal landsmanna. Árið [[1258]] krafðist hópur enskra aðalsmanna endurbóta á stjórnsýslu og var þeirri kröfu raunar fyrst og fremst beint gegn áhrifum Lusignan-manna. Játvarður studdi fyrst frændur sína en skipti smám saman um skoðun og 15. október [[1259]] lýsti hann yfir stuðningi við leiðtoga aðalsmanna, Simon de Montfort, sem giftur var föðursystur hans. Á næstu mánuðum ögraði Játvarður föður sínum á ýmsan hátt og Hinrik taldi jafnvel að hann væri að undirbúa valdarán. Þeir sættust þó og Játvarður var sendur til [[Frakkland]]s, þar sem hann gekk að nýju í bandalag við frændur sína af Lusignan-ætt, sem höfðu verið sendir þangað í útlegð. == Borgarastyrjöldin == [[Mynd:Simon de Montfort bas-relief in the U.S. House of Representatives chamber.jpg|thumb|right|[[Simon de Montfort]]. Lágmynd í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.]] Árið [[1263]] sendi Hinrik Játvarð í herför til Wales gegn [[Llywelyn ap Gruffud]] með takmörkuðum árangri. Um sama leyti sneri Simon de Montfort, sem hafði verið erlendis frá 1261, aftur til Englands og hóf að nýju að skipuleggja andstöðu aðalsmanna við konung. Hinrik virtist að því kominn að láta undan kröfum þeirra en þá tók Játvarður málin í sínar hendur og einbeitti sér þaðan í frá að því að verja völd konungs. Hann sættist aftur við ýmsa sem hann hafði áður deilt við og varð aðalleiðtogi konungssinna í [[borgarastyrjöld]]inni sem stóð frá [[1264]] til [[1267]]. Framan af var Simon de Montfort leiðtogi uppreisnarmanna og í [[orrustan við Lewes|orrustunni við Lewes]] [[14. maí]] 1264 vann hann sigur á liði Hinriks konungs og Játvarðs prins og tók þá báða höndum. Játvarður var í haldi til [[28. maí]] árið eftir en þá tókst honum að sleppa og [[4. ágúst]] [[1265]], í [[orrutan við Evesham|orrustunni við Evesham]], vann hann sigur á liði uppreisnarmanna og Simon de Montfort var drepinn og lík hans illa leikið. Borgarastyrjöldin hélt þó áfram, Simon de Montfort yngri stýrði liði uppreisnarmanna og fullnaðarsigur vannst ekki fyrr en 1267. == Játvarður krossfari == Árið [[1270]] hélt Játvarður af stað í [[krossferð]] ásamt Játmundi bróður sínum. Elinóra kona hans fór líka með, enda fylgdi hún manni sínum hvert sem hann fóri. Til að fjármagna krossferð prinsanna fékk konungur þingið til að leggja á nýjan skatt gegn því að hann staðfesti að nýju [[Magna Carta]]. Játvarður sigldi af stað [[20. ágúst]] og hélt fyrst til Frakklands en [[Loðvík 9.]] Frakkakonungur var leiðtogi krossfaranna. Loðvík var þá kominn til [[Túnis]] ásamt bróður sínum, [[Karl 1. Sikileyjarkonungur|Karli af Anjou]], sem hafði sett sjálfan sig í konungsstól á [[Sikiley]], og var markmið þeirra að ná fótfestu í Norður-Afríku. En fljótlega eftir komuna þangað kom upp farsótt í franska liðinu og Loðvík dó [[25. ágúst]]. Þegar Játvarður kom til Túnis hafði Karl samið frið við emírinn og ekkert þar að gera meira. Þau Elinóra héldu því til Sikileyjar til vetursetu. Karl og [[Filippus 3.]], hinn nýi Frakkakonungur, höfðu misst áhuga á krossferðum og Játvarður hélt áfram einn. Hann kom til [[Akkó]] [[9. maí]] [[1271]]. Þar var þá helsta vígi kristinna manna í [[Landið helga|Landinu helga]] því [[Jerúsalem]] hafði fallið í hendur múslima [[1244]]. Hann og riddarar hans áttu í ýmsum skærum við [[Mamelúkar|Mamelúka]] ásamt heimamönnum í Akra en varð ekkert ágengt og í maí [[1272]] samdi [[Húgó 3. Kýpurkonungur|Húgó 3.]] konungur [[Kýpur]], sem var að nafninu til konungur Jerúsalem og var af Lusignan-ætt, tíu ára vopnahlé við Baibars, soldán Mamelúka. Játvarður og Elinóra héldu heim á leið í september og þegar þau komu loks til Sikileyjar bárust þeim þau tíðindi að Hinrik 3. hefði dáið [[16. nóvember]] og Játvarður væri orðinn konungur. Ríkisstjórnin var þó í öruggum höndum aðalsmannaráðs og Játvarði lá ekkert á heim, hann heimsótti páfann í [[Róm]], ferðaðist um [[ÍtalíaÍtalíu]] og Frakkland, bældi niður uppreisn í Gaskóníu og kom ekki aftur til Englands fyrr en [[2. ágúst]] [[1274]]. Þau Elinóra voru svo krýnd [[19. ágúst]]. == Konungur Englands == [[Mynd:Hommage d Édouard Ier à Philippe le Bel.jpg|thumb|left|Játvarður vottar [[Filippus 3. Frakkakonungur|Filippusi 3.]] Frakkakonungi hollustu.]] Þegar heim kom sneri Játvarður sér að því að lagfæra það sem aflaga hafði farið á ríkisstjórnarárum föður hans, koma á röð og reglu og reyna að styrkja völd krúnunnar og ná aftur ýmsum eignum sem tapast höfðu. Hann bældi tvívegis niður uppreisn í Wales og lagði landið undir sig á árunum [[1276]]-[[1277]]. Hann var fenginn til að miðla málum í deilunum um ríkiserfðir í [[Skotland]]i eftir lát [[Alexander 3. Skotakonungur|Alexanders 3.]] og síðan [[Margrét Skotadrottning|Margrétar Skotadrottningar]] og stýra Skotlandi þar til deilan væri leyst en þegar [[Jóhann Balliol]] var orðinn konungur var Játvarður tregur til að sleppa völdum og [[1296]] réðist hann inn í Skotland og setti Jóhann af. Hann hafði líka í huga að fara í aðra krossferð og reyndi að koma á friði milli stríðandi konunga á meginlandinu í þeim tilgangi að fá þá með sér í krossferðina en þau áform urðu að engu 1291, þegar fréttist að Akkó hefði fallið í hendur Mamelúka. Krossferð Játvarðar 1271-1272 varð því síðasta krossferðin. Játvarður dvaldi oft í hertogadæmi sínu, Gaskóníu, en var eins og aðrir Englandskonungar í klemmu vegna þess að sem hertogi af Gaskóníu var hann [[lénsmaður]] Frakkakonungs og þurfti að votta honum hollustu. Það hafði hann gert á heimferð sinni [[1286]] en árið 1294 kvaddi Filippus 3. hann á sinn fund í [[París]]. Játvarður neitaði að mæta og þá lýsti Filippus því yfir að þar með skyldi hann sviptur Gaskóníu. Þetta leiddi vitaskuld til stríðs milli Játvarðar og Frakkakonungs. Játvarður treysti á stuðning frá [[Niðurlönd]]um, [[Þýskaland]]i og [[Búrgund]] en sá stuðningur brást og hann neyddist til að semja frið. Í því samkomulagi fólst meðal annars að hann gekk að eiga [[Margrét af Frakklandi, Englandsdrottning|Margréti]], dóttur Filippusar. == Stríð við Skota og dauði == Hann þurfti líka að snúa aftur til Skotlands því þar hafði [[William Wallace]] risið upp og gerst leiðtogi í frelsisbaráttu Skota. Játvarður vann sigur á liði hans í orrustunni við Falkirk [[22. júlí]] [[1298]] en náði honum ekki og Wallace hélt áfram baráttu sinni með skæruhernaði. Þegar [[Róbert 1. Skotakonungur|Róbert Bruce]] gekk í lið með Englendingum fór þeim þó að ganga betur og árið [[1305]] náðu þeir William Wallace og fluttu hann ti London þar sem hann var tekinn af lífi. En ári síðar lét Róbert Bruce krýna sig konung Skotlands og hóf baráttu fyrir sjálfstæði landsins. Játvarður var farinn að missa heilsu og stýrði hernum ekki sjálfur gegn honum. Englendingum gekk betur í fyrstu og mikilli hörku var beitt gegn Skotum en það varð til þess að þjappa þeim saman og Róbert konungur safnaði liði að nýju og vann sigur á Englendingum í orrustunni við Loudon-hæð. Játvarður hélt þá sjálfur norður á bóginn til að berjast við hann en veiktist á leiðinni af [[blóðkreppusótt]] og dó í herbúðum rétt sunnnan við skosku landamærin 7. júlí 1307. Stríðsbrölt Játvarðs var dýrt og hann hafði neyðst til að leggja þunga skatta á landsmenn við litla hrifningu þeirra. Hann naut þó yfirleitt virðingar þegna sinna sem stjórnandi og hermaður. Sú virðing var oft óttablandin því Játvarður var skapmikill og yfirgangssamur, sérlega hávaxinn og hermannlegur. Á yngri árum var hann talinn óútreiknanlegur og ótraustur en það breyttist þó heldur með aldrinum. [[Mynd:Tower of London King's room.jpg|thumb|right|Herbergi Játvarðs í [[Lundúnaturn]]i, endurgert samkvæmt hugmyndum um konungleg húsakynni um aldamótin 1300.]] Arftaki hans, [[Játvarður 2.]], erfði miklar skuldir, pólitískt vantraust og stríð við Skotland. Játvarðs er líka minnst fyrir illa meðferð á [[Gyðingar|gyðingum]] en hann rak þá á endanum alla úr landi [[1290]] og þeim var ekki heimil landvist í Englandi að nýju fyrr en [[1656]]. == Hjónabönd og fjölskylda == Játvarður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var [[Elinóra af Kastilíu]], sem hann giftist þegar hann var fimmtán ára og hún þrettán. Þau eru sögð hafa elskað hvort annað mikið og hún fylgdi honum í nær öll hans ferðalög, líka á vígvöllinn. Hann var henni trúr alla tíð og syrgði hana mikið þegar hún dó [[28. nóvember]] [[1290]] eftir 36 ára hjónaband. Í friðarsamningum við Frakka árið [[1294]] var svo samið um að Játvarður skyldi giftast [[Margrét af Frakklandi, Englandsdrottning|Margréti]] dóttur Filippusar 3. Frakkakonungs, og giftust þau [[1299]], þegar Margrét var tvítug. Játvarður og Elinóra áttu fjórtán til sextán börn (heimildum ber ekki saman). Fimm af dætrunum komust upp en af fjórum sonum lifði aðeins yngsta barnið, [[Játvarður 2.|Játvarður]], til fullorðinsára. Með Margréti átti Játvarður tvo syni sem náðu fullorðinsaldri. == Heimildir == * {{wpheimild|tungumál = En|titill = Edward I of England|mánuðurskoðað = 19. ágúst|árskoðað = 2010}} {{töflubyrjun}} {{erfðatafla | titill = [[Listi yfir þjóðhöfðingja Englands|Konungur Englands]] | frá = 1272 | til = 1307 | fyrir = [[Hinrik 3. Englandskonungur|Hinrik 3.]] | eftir = [[Játvarður 2.]] }} {{Töfluendir}} {{Enskir, skoskir og breskir einvaldar}} {{fd|1239|1307}} [[Flokkur:Plantagenetætt]] [[Flokkur:Konungar Englands]] 5dkzbrqv9chdpq6qutss0js76jcyfn0 1762016 1762015 2022-07-27T11:48:01Z TKSnaevarr 53243 /* Játvarður krossfari */ wikitext text/x-wiki [[Mynd:Gal nations edward i.jpg|thumb|right|Játvarður 1. Mynd í [[Westminster Abbey]].]] '''Játvarður 1.''' ([[17. júní]] [[1239]] – [[7. júlí]] [[1307]]), einnig þekktur sem ''Játvarður skankalangi'' og ''Skotasleggja'' (enska: ''Edward Longshanks''; ''Hammer of the Scots''), var konungur [[England]]s frá [[1272]] til 1307. Hann hefur verið talinn mun hæfari konungur en bæði faðir hans og sonur, kom á ýmsum umbótum og átti þátt í að móta [[enska þingið]]. == Æskuár == [[Mynd:Edward I and Eleanor.jpg|thumb|left|Játvarður og Elinóra.]] Játvarður var sonur [[Hinrik 3. Englandskonungur|Hinriks 3.]] og [[Elinóra af Provence|Elinóru af Provence]] og var hann elstur fjögurra barna þeirra sem upp komust. Árið [[1254]] giftist hann [[Elinóra af Kastilíu|Elinóru af Kastilíu]], systur [[Alfons 10. Kastilíukonungur|Alfons 10.]] Kastilíukonungs, og samdi faðir hans um ráðahaginn til að afstýra yfirvofandi innrás Kastilíumanna í hertogadæmið Gaskóníu, sem var lénsríki Englandskonunga. Játvarður var hertogi af [[Gaskónía|Gaskóníu]] að nafninu til en [[Simon de Montfort]], jarl af Leicester, stýrði héraðinu fyrir hans hönd og hirti tekjurnar af því. Við brúðkaupið var hann líka gerður lávarður af [[Írland]]i og fékk miklar eignir í Englandi og [[Wales]] en þessu fylgdu þó engin raunveruleg völd og faðir hans tók mestallar tekjurnar af þessum lendum til sín. Játvarður var framan af undir miklum áhrifum frá frönskum ættingjum sínum, fyrst fjölskyldu móður sinnar, Savojördum, en síðar hálfbræðrum föður síns, de Lusignan-mönnum. Báðir hóparnir voru valdamiklir við ensku hirðina og óvinsælir meðal landsmanna. Árið [[1258]] krafðist hópur enskra aðalsmanna endurbóta á stjórnsýslu og var þeirri kröfu raunar fyrst og fremst beint gegn áhrifum Lusignan-manna. Játvarður studdi fyrst frændur sína en skipti smám saman um skoðun og 15. október [[1259]] lýsti hann yfir stuðningi við leiðtoga aðalsmanna, Simon de Montfort, sem giftur var föðursystur hans. Á næstu mánuðum ögraði Játvarður föður sínum á ýmsan hátt og Hinrik taldi jafnvel að hann væri að undirbúa valdarán. Þeir sættust þó og Játvarður var sendur til [[Frakkland]]s, þar sem hann gekk að nýju í bandalag við frændur sína af Lusignan-ætt, sem höfðu verið sendir þangað í útlegð. == Borgarastyrjöldin == [[Mynd:Simon de Montfort bas-relief in the U.S. House of Representatives chamber.jpg|thumb|right|[[Simon de Montfort]]. Lágmynd í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.]] Árið [[1263]] sendi Hinrik Játvarð í herför til Wales gegn [[Llywelyn ap Gruffud]] með takmörkuðum árangri. Um sama leyti sneri Simon de Montfort, sem hafði verið erlendis frá 1261, aftur til Englands og hóf að nýju að skipuleggja andstöðu aðalsmanna við konung. Hinrik virtist að því kominn að láta undan kröfum þeirra en þá tók Játvarður málin í sínar hendur og einbeitti sér þaðan í frá að því að verja völd konungs. Hann sættist aftur við ýmsa sem hann hafði áður deilt við og varð aðalleiðtogi konungssinna í [[borgarastyrjöld]]inni sem stóð frá [[1264]] til [[1267]]. Framan af var Simon de Montfort leiðtogi uppreisnarmanna og í [[orrustan við Lewes|orrustunni við Lewes]] [[14. maí]] 1264 vann hann sigur á liði Hinriks konungs og Játvarðs prins og tók þá báða höndum. Játvarður var í haldi til [[28. maí]] árið eftir en þá tókst honum að sleppa og [[4. ágúst]] [[1265]], í [[orrutan við Evesham|orrustunni við Evesham]], vann hann sigur á liði uppreisnarmanna og Simon de Montfort var drepinn og lík hans illa leikið. Borgarastyrjöldin hélt þó áfram, Simon de Montfort yngri stýrði liði uppreisnarmanna og fullnaðarsigur vannst ekki fyrr en 1267. == Játvarður krossfari == Árið [[1270]] hélt Játvarður af stað í [[krossferð]] ásamt Játmundi bróður sínum. Elinóra kona hans fór líka með, enda fylgdi hún manni sínum hvert sem hann fóri. Til að fjármagna krossferð prinsanna fékk konungur þingið til að leggja á nýjan skatt gegn því að hann staðfesti að nýju [[Magna Carta]]. Játvarður sigldi af stað [[20. ágúst]] og hélt fyrst til Frakklands en [[Loðvík 9.]] Frakkakonungur var leiðtogi krossfaranna. Loðvík var þá kominn til [[Túnis]] ásamt bróður sínum, [[Karl 1. Sikileyjarkonungur|Karli af Anjou]], sem hafði sett sjálfan sig í konungsstól á [[Sikiley]], og var markmið þeirra að ná fótfestu í Norður-Afríku. En fljótlega eftir komuna þangað kom upp farsótt í franska liðinu og Loðvík dó [[25. ágúst]]. Þegar Játvarður kom til Túnis hafði Karl samið frið við emírinn og ekkert þar að gera meira. Þau Elinóra héldu því til Sikileyjar til vetursetu. Karl og [[Filippus 3.]], hinn nýi Frakkakonungur, höfðu misst áhuga á krossferðum og Játvarður hélt áfram einn. Hann kom til [[Akkó]] [[9. maí]] [[1271]]. Þar var þá helsta vígi kristinna manna í [[Landið helga|Landinu helga]] því [[Jerúsalem]] hafði fallið í hendur múslima [[1244]]. Hann og riddarar hans áttu í ýmsum skærum við [[Mamelúkar|Mamelúka]] ásamt heimamönnum í Akra en varð ekkert ágengt og í maí [[1272]] samdi [[Húgó 3. Kýpurkonungur|Húgó 3.]] konungur [[Kýpur]], sem var að nafninu til konungur Jerúsalem og var af Lusignan-ætt, tíu ára vopnahlé við Baibars, soldán Mamelúka. Játvarður og Elinóra héldu heim á leið í september og þegar þau komu loks til Sikileyjar bárust þeim þau tíðindi að Hinrik 3. hefði dáið [[16. nóvember]] og Játvarður væri orðinn konungur. Ríkisstjórnin var þó í öruggum höndum aðalsmannaráðs og Játvarði lá ekkert á heim, hann heimsótti páfann í [[Róm]], ferðaðist um [[Ítalía|Ítalíu]] og Frakkland, bældi niður uppreisn í Gaskóníu og kom ekki aftur til Englands fyrr en [[2. ágúst]] [[1274]]. Þau Elinóra voru svo krýnd [[19. ágúst]]. == Konungur Englands == [[Mynd:Hommage d Édouard Ier à Philippe le Bel.jpg|thumb|left|Játvarður vottar [[Filippus 3. Frakkakonungur|Filippusi 3.]] Frakkakonungi hollustu.]] Þegar heim kom sneri Játvarður sér að því að lagfæra það sem aflaga hafði farið á ríkisstjórnarárum föður hans, koma á röð og reglu og reyna að styrkja völd krúnunnar og ná aftur ýmsum eignum sem tapast höfðu. Hann bældi tvívegis niður uppreisn í Wales og lagði landið undir sig á árunum [[1276]]-[[1277]]. Hann var fenginn til að miðla málum í deilunum um ríkiserfðir í [[Skotland]]i eftir lát [[Alexander 3. Skotakonungur|Alexanders 3.]] og síðan [[Margrét Skotadrottning|Margrétar Skotadrottningar]] og stýra Skotlandi þar til deilan væri leyst en þegar [[Jóhann Balliol]] var orðinn konungur var Játvarður tregur til að sleppa völdum og [[1296]] réðist hann inn í Skotland og setti Jóhann af. Hann hafði líka í huga að fara í aðra krossferð og reyndi að koma á friði milli stríðandi konunga á meginlandinu í þeim tilgangi að fá þá með sér í krossferðina en þau áform urðu að engu 1291, þegar fréttist að Akkó hefði fallið í hendur Mamelúka. Krossferð Játvarðar 1271-1272 varð því síðasta krossferðin. Játvarður dvaldi oft í hertogadæmi sínu, Gaskóníu, en var eins og aðrir Englandskonungar í klemmu vegna þess að sem hertogi af Gaskóníu var hann [[lénsmaður]] Frakkakonungs og þurfti að votta honum hollustu. Það hafði hann gert á heimferð sinni [[1286]] en árið 1294 kvaddi Filippus 3. hann á sinn fund í [[París]]. Játvarður neitaði að mæta og þá lýsti Filippus því yfir að þar með skyldi hann sviptur Gaskóníu. Þetta leiddi vitaskuld til stríðs milli Játvarðar og Frakkakonungs. Játvarður treysti á stuðning frá [[Niðurlönd]]um, [[Þýskaland]]i og [[Búrgund]] en sá stuðningur brást og hann neyddist til að semja frið. Í því samkomulagi fólst meðal annars að hann gekk að eiga [[Margrét af Frakklandi, Englandsdrottning|Margréti]], dóttur Filippusar. == Stríð við Skota og dauði == Hann þurfti líka að snúa aftur til Skotlands því þar hafði [[William Wallace]] risið upp og gerst leiðtogi í frelsisbaráttu Skota. Játvarður vann sigur á liði hans í orrustunni við Falkirk [[22. júlí]] [[1298]] en náði honum ekki og Wallace hélt áfram baráttu sinni með skæruhernaði. Þegar [[Róbert 1. Skotakonungur|Róbert Bruce]] gekk í lið með Englendingum fór þeim þó að ganga betur og árið [[1305]] náðu þeir William Wallace og fluttu hann ti London þar sem hann var tekinn af lífi. En ári síðar lét Róbert Bruce krýna sig konung Skotlands og hóf baráttu fyrir sjálfstæði landsins. Játvarður var farinn að missa heilsu og stýrði hernum ekki sjálfur gegn honum. Englendingum gekk betur í fyrstu og mikilli hörku var beitt gegn Skotum en það varð til þess að þjappa þeim saman og Róbert konungur safnaði liði að nýju og vann sigur á Englendingum í orrustunni við Loudon-hæð. Játvarður hélt þá sjálfur norður á bóginn til að berjast við hann en veiktist á leiðinni af [[blóðkreppusótt]] og dó í herbúðum rétt sunnnan við skosku landamærin 7. júlí 1307. Stríðsbrölt Játvarðs var dýrt og hann hafði neyðst til að leggja þunga skatta á landsmenn við litla hrifningu þeirra. Hann naut þó yfirleitt virðingar þegna sinna sem stjórnandi og hermaður. Sú virðing var oft óttablandin því Játvarður var skapmikill og yfirgangssamur, sérlega hávaxinn og hermannlegur. Á yngri árum var hann talinn óútreiknanlegur og ótraustur en það breyttist þó heldur með aldrinum. [[Mynd:Tower of London King's room.jpg|thumb|right|Herbergi Játvarðs í [[Lundúnaturn]]i, endurgert samkvæmt hugmyndum um konungleg húsakynni um aldamótin 1300.]] Arftaki hans, [[Játvarður 2.]], erfði miklar skuldir, pólitískt vantraust og stríð við Skotland. Játvarðs er líka minnst fyrir illa meðferð á [[Gyðingar|gyðingum]] en hann rak þá á endanum alla úr landi [[1290]] og þeim var ekki heimil landvist í Englandi að nýju fyrr en [[1656]]. == Hjónabönd og fjölskylda == Játvarður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var [[Elinóra af Kastilíu]], sem hann giftist þegar hann var fimmtán ára og hún þrettán. Þau eru sögð hafa elskað hvort annað mikið og hún fylgdi honum í nær öll hans ferðalög, líka á vígvöllinn. Hann var henni trúr alla tíð og syrgði hana mikið þegar hún dó [[28. nóvember]] [[1290]] eftir 36 ára hjónaband. Í friðarsamningum við Frakka árið [[1294]] var svo samið um að Játvarður skyldi giftast [[Margrét af Frakklandi, Englandsdrottning|Margréti]] dóttur Filippusar 3. Frakkakonungs, og giftust þau [[1299]], þegar Margrét var tvítug. Játvarður og Elinóra áttu fjórtán til sextán börn (heimildum ber ekki saman). Fimm af dætrunum komust upp en af fjórum sonum lifði aðeins yngsta barnið, [[Játvarður 2.|Játvarður]], til fullorðinsára. Með Margréti átti Játvarður tvo syni sem náðu fullorðinsaldri. == Heimildir == * {{wpheimild|tungumál = En|titill = Edward I of England|mánuðurskoðað = 19. ágúst|árskoðað = 2010}} {{töflubyrjun}} {{erfðatafla | titill = [[Listi yfir þjóðhöfðingja Englands|Konungur Englands]] | frá = 1272 | til = 1307 | fyrir = [[Hinrik 3. Englandskonungur|Hinrik 3.]] | eftir = [[Játvarður 2.]] }} {{Töfluendir}} {{Enskir, skoskir og breskir einvaldar}} {{fd|1239|1307}} [[Flokkur:Plantagenetætt]] [[Flokkur:Konungar Englands]] cgeul3ij476ixrdwjygppt8rgstrmxu Straumnesfjall 0 104464 1761994 1700951 2022-07-26T21:06:39Z Alvaldi 71791 wikitext text/x-wiki '''Straumnesfjall''' er fjall upp af [[Aðalvík]] í [[Sléttuhreppur|Sléttuhreppi]]. Þar var radarstöð sem byggð var 1953-1956 og var lagður vegur upp á fjallið og flugbraut á sandinum innan við þorpið [[Látra]] í Aðalvík. Radarstöðin var einungis starfrækt til 1960 og endanlega yfirgefin ári seinna. == Tenglar == * [http://www.usradarsitesiceland.org/ Us Radar Sites Iceland] * [http://www.ekg.is/i-lettari-dur/nr/1498 Einar Guðfinnsson,Sögufrægar minjar frá umdeildum tímum]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} * [http://skemman.is/stream/get/1946/13106/31527/1/herstodin-min_$00284$0029.pdf Herstöðin á Straumnesfjalli (MA ritgerð)]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} [[Flokkur:Fjöll á Íslandi]] [[Flokkur:Hornstrandir]] 6g4pkp16mvrgww0pew38pytaae88qc4 Flokkur:Hippar 14 115784 1761989 1410923 2022-07-26T18:36:03Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Menning]] [[Flokkur:1961-1970]] cd1mu6atg5ylpqs0s766hg7acgw7egk Húsönd 0 122494 1761941 1738509 2022-07-26T12:02:37Z Berserkur 10188 Kort wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = Húsönd | image = barrows.goldeneye.male.010107.arp.jpg | image_caption = Karlfugl | image2 =BarrowGoldeneye.jpg | image2_caption = Kvenfugl (ekki fullvaxinn) | status = LC | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Gásfuglar]] (''Anseriformes'') | familia = [[Andaætt]] (''Anatidae'') | subfamilia = [[Merginae]] | genus = ''[[Bucephala]]'' | species = '''''B. islandica''''' | binomial = ''Bucephala islandica'' | binomial_authority = ([[Johann Friedrich Gmelin|Gmelin]], 1789) }} [[Mynd:Bucephala islandica map.svg|thumb|Útbreiðslukort.]] [[File:Bucephala islandica MHNT.ZOO.2010.11.19.1.jpg|thumb| ''Bucephala islandica'']] '''Húsönd''' ([[fræðiheiti]] ''Bucephala islandica'') er [[fugl]] af [[andaætt]]. Húsönd er [[sjóendur|sjóönd]]. Hún verpir hvergi í [[Evrópa|Evrópu]] nema á [[Ísland]]i. Húsönd verpir við [[Mývatn]] og í [[Veiðivötn]]um. Í [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] verpa þær í stórum trjám en hérlendis verpir tegundin í gjótum í hrauni eða útihúsum. Húsönd er alfriðuð. == Tengill == {{commonscat|Bucephala islandica}} * [http://www.natkop.is/syningar/page.asp?ID=371 Endur (Náttúrufræðistofa Kópavogs)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160307022242/http://www.natkop.is/syningar/page.asp?ID=371 |date=2016-03-07 }} [[Flokkur:Andaætt]] [[Flokkur:Tegundir nefndar eftir Íslandi]] suug9zg2xyc6trhtmhy44dspzzbme18 Sænska kirkjan 0 134778 1761964 1744807 2022-07-26T17:14:52Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Svenska_kyrkan_vapen.svg|thumb|Skjaldarmerki sænsku kirkjunnar.]] [[Mynd:Uppsala Fyris cathedral horizontal.JPG|thumb|Dómkirkjan í Uppsölum.]] [[Mynd:Dioceses of Church of Sweden.svg|thumb|Biskupsdæmin í Svíþjóð.]] '''Sænska kirkjan''' (sænska: ''Svenska kyrkan'') er stærsta [[kristni|kristna]] kirkjan í [[Svíþjóð]] og önnur stærsta [[evangelísk-lúthersk kirkja|evangelíska-lútherska]] kirkja heims. Hún skiptist í 13 biskupsdæmi. Í forsvari er erkibiskupinn af [[Uppsala|Uppsölum]]. Antje Jackelén er nú erkibiskup og er fyrst kvenna til að gegna embættinu. Uppruna kirkjunnar má rekja til ársins 1536 þegar [[Gústaf Vasa]] konungur lagði grunninn að henni sem sjálfstæðri einingu og klauf frá [[kaþólska kirkjan|kaþólsku kirkjunni]]. Var það hluti af [[siðaskiptin|siðaskiptunum]] sem breiddist út um Evrópu. Konur fengu að gerast prestar árið 1960. Sænska kirkjan í nútímanum er þekkt fyrir frjálslynda afstöðu sína. Til dæmis gagnvart samkynhneigðum. En kirkjan hefur tekið þátt í [[Gay Pride]] göngu<ref>[http://www.mbl.is/frettir/erlent/2007/08/02/saenska_kirkjan_thattakandi_i_gay_pride_i_stokkholm/ Sænska kirkj­an þát­tak­andi í Gay Pri­de í Stokk­hólmi] Mbl. Skoðað 5. september, 2009</ref> og gefur saman samkynhneigða. Eva Brunne, biskupinn af [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]], varð fyrsti lesbíski biskup heims árið 2009. Árið 2000 varð aðskilnaður ríkis og kirkju í Svíþjóð og eftir það hefur meðlimum kirkjunnar snarfækkað. En þar til ársins 1996 voru ungabörn sjálfkrafa skráð í sænsku kirkjuna. Árið 2022 voru tæp 54% Svía meðlimir sænsku kirkjunnar.<ref name="svenskakyrkan-statistics">{{cite web |url=https://www.svenskakyrkan.se/statistik |title=Svenska kyrkan i siffror |website=Svenska kyrkan |language=sv }}</ref> Um 2% Svía sækja reglulega guðsþjónustu samkvæmt Gallup könnun árið 2009. ==Heimild== {{commonscat|Church of Sweden}} {{wpheimild|tungumál= en|titill= Church of Sweden|mánuðurskoðað= 5. september|árskoðað= 2016 }} ==Tilvísanir== [[Flokkur:Kristni]] [[Flokkur:Lútherstrú]] [[Flokkur:Svíþjóð]] [[Flokkur:Sænska kirkjan]] tfkflq858fnek8ewdvfki4u90e4ilvl 1761966 1761964 2022-07-26T17:21:16Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Svenska_kyrkan_vapen.svg|thumb|Skjaldarmerki sænsku kirkjunnar.]] [[Mynd:Uppsala Fyris cathedral horizontal.JPG|thumb|Dómkirkjan í Uppsölum.]] [[Mynd:Dioceses of Church of Sweden.svg|thumb|Biskupsdæmin í Svíþjóð.]] '''Sænska kirkjan''' (sænska: ''Svenska kyrkan'') er stærsta [[kristni|kristna]] kirkjan í [[Svíþjóð]] og önnur stærsta [[evangelísk-lúthersk kirkja|evangelíska-lútherska]] kirkja heims. Hún skiptist í 13 biskupsdæmi. Í forsvari er erkibiskupinn af [[Uppsala|Uppsölum]]. Antje Jackelén er nú erkibiskup og er fyrst kvenna til að gegna embættinu. Uppruna kirkjunnar má rekja til ársins 1536 þegar [[Gústaf Vasa]] konungur lagði grunninn að henni sem sjálfstæðri einingu og klauf frá [[kaþólska kirkjan|kaþólsku kirkjunni]]. Var það hluti af [[siðaskiptin|siðaskiptunum]] sem breiddist út um Evrópu. Konur fengu að gerast prestar árið 1960. Sænska kirkjan í nútímanum er þekkt fyrir frjálslynda afstöðu sína. Til dæmis gagnvart samkynhneigðum. En kirkjan hefur tekið þátt í [[Gay Pride]] göngu<ref>[http://www.mbl.is/frettir/erlent/2007/08/02/saenska_kirkjan_thattakandi_i_gay_pride_i_stokkholm/ Sænska kirkj­an þát­tak­andi í Gay Pri­de í Stokk­hólmi] Mbl. Skoðað 5. september, 2009</ref> og gefur saman samkynhneigða. Eva Brunne, biskupinn af [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]], varð fyrsti lesbíski biskup heims árið 2009. Árið 2000 varð aðskilnaður ríkis og kirkju í Svíþjóð og eftir það hefur meðlimum kirkjunnar snarfækkað. En þar til ársins 1996 voru ungabörn sjálfkrafa skráð í sænsku kirkjuna. Árið 2022 voru tæp 54% Svía meðlimir sænsku kirkjunnar.<ref name="svenskakyrkan-statistics">{{cite web |url=https://www.svenskakyrkan.se/statistik |title=Svenska kyrkan i siffror |website=Svenska kyrkan |language=sv }}</ref> Um 2% Svía sækja reglulega guðsþjónustu samkvæmt Gallup könnun árið 2009. Minna en fjórðungur sænskra unglinga fermdist hjá kirkjunni árið 2017. ==Heimild== {{commonscat|Church of Sweden}} {{wpheimild|tungumál= en|titill= Church of Sweden|mánuðurskoðað= 5. september|árskoðað= 2016 }} ==Tilvísanir== [[Flokkur:Kristni]] [[Flokkur:Lútherstrú]] [[Flokkur:Svíþjóð]] [[Flokkur:Sænska kirkjan]] ro1swsvfd8t2zuymqc1balw23fflok0 Joni Mitchell 0 135676 1761987 1743961 2022-07-26T18:25:01Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki [[File:Joni Mitchell 1983.jpg|thumb|Joni Mitchell (1983)]] '''Roberta Joan "Joni" Mitchell''' (fædd 7. nóvember, 1943, í [[Fort Macleod]], [[Alberta (fylki)|Alberta]], [[Kanada]], með ættarnafnið Anderson) er kanadísk tónlistarkona og listamaður. Textagerð hennar hefur spannað frá umhverfismálum til tilfinningaróts. Mitchell hóf að syngja í klúbbum í [[Saskatchewan]] og vestur-[[Kanada]]. Árið 1965 flutti hún til Bandaríkjanna og túraði um landið. Sama ár gaf Mitchell dóttur sína til ættleiðingar en það varð ekki opinberlega ljóst fyrr en árið 1993. Lög hennar ''Big Yellow Taxi'' og ''Woodstock'' voru vinsæl á hippatímabilinu. Í upphafi var tónlist hennar þjóðlagaskotin en síðar færðist hún meira í ætt við jazz og popptónlist. Mitchell gaf út sína síðustu plötu árið 2007 og hætti að koma fram í tónlist. Árið 2015 fékk hún [[heilablóðfall]] og fór í endurhæfingu því tengt. Árið 2022 kom hún fyrst opinberlega fram í fjölda ára og söng lagið ''Both Sides Now''. ==Breiðskífur== *1968: Song to a Seagull *1969: Clouds *1970: Ladies of the Canyon *1971: Blue *1972: For the Roses *1974: Court and Spark *1975: The Hissing of Summer Lawns *1976: Hejira *1977: Don Juan's Reckless Daughter *1979: Mingus *1982: Wild Things Run Fast *1985: Dog Eat Dog *1988: Chalk Mark in a Rain Storm *1991: Night Ride Home *1994: Turbulent Indigo *1998: Taming the Tiger *2000: Both Sides Now *2002: Travelogue *2007: Shine ==Heimild== {{commonscat|Joni Mitchell}} {{wpheimild|tungumál= en|titill= Joni Mitchell|mánuðurskoðað= 23. nóv.|árskoðað= 2016 }} [[Flokkur:Kanadískir tónlistarmenn]] a0h8xk05zznk2x2ceovmco3hlmf0by1 1761988 1761987 2022-07-26T18:28:10Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Joni mitchell 1974 (cropped).jpg|thumb|Joni Mitchell 1974.]] [[File:Joni Mitchell 1983.jpg|thumb|Joni Mitchell (1983)]] '''Roberta Joan "Joni" Mitchell''' (fædd 7. nóvember, 1943, í [[Fort Macleod]], [[Alberta (fylki)|Alberta]], [[Kanada]], með ættarnafnið Anderson) er kanadísk tónlistarkona og listamaður. Textagerð hennar hefur spannað frá umhverfismálum til tilfinningaróts. Mitchell hóf að syngja í klúbbum í [[Saskatchewan]] og vestur-[[Kanada]]. Árið 1965 flutti hún til Bandaríkjanna og túraði um landið. Sama ár gaf Mitchell dóttur sína til ættleiðingar en það varð ekki opinberlega ljóst fyrr en árið 1993. Lög hennar ''Big Yellow Taxi'' og ''Woodstock'' voru vinsæl á hippatímabilinu. Í upphafi var tónlist hennar þjóðlagaskotin en síðar færðist hún meira í ætt við jazz og popptónlist. Mitchell gaf út sína síðustu plötu árið 2007 og hætti að koma fram í tónlist. Árið 2015 fékk hún [[heilablóðfall]] og fór í endurhæfingu því tengt. Árið 2022 kom hún fyrst opinberlega fram í fjölda ára og söng nokkur lög á Newport Folk Festival á [[Rhode Island]]. ==Breiðskífur== *1968: Song to a Seagull *1969: Clouds *1970: Ladies of the Canyon *1971: Blue *1972: For the Roses *1974: Court and Spark *1975: The Hissing of Summer Lawns *1976: Hejira *1977: Don Juan's Reckless Daughter *1979: Mingus *1982: Wild Things Run Fast *1985: Dog Eat Dog *1988: Chalk Mark in a Rain Storm *1991: Night Ride Home *1994: Turbulent Indigo *1998: Taming the Tiger *2000: Both Sides Now *2002: Travelogue *2007: Shine ==Heimild== {{commonscat|Joni Mitchell}} {{wpheimild|tungumál= en|titill= Joni Mitchell|mánuðurskoðað= 23. nóv.|árskoðað= 2016 }} {{f|1943}} [[Flokkur:Kanadískir tónlistarmenn]] 23r73mpdlkjte17le4snylf0zklkfp6 1761992 1761988 2022-07-26T18:38:13Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Joni mitchell 1974 (cropped).jpg|thumb|Joni Mitchell 1974.]] [[File:Joni Mitchell 1983.jpg|thumb|Joni Mitchell (1983)]] '''Roberta Joan "Joni" Mitchell''' (fædd 7. nóvember, 1943, í [[Fort Macleod]], [[Alberta (fylki)|Alberta]], [[Kanada]], með ættarnafnið Anderson) er kanadísk tónlistarkona og listamaður. Textagerð hennar hefur spannað frá umhverfismálum til tilfinningaróts. Mitchell hóf að syngja í klúbbum í [[Saskatchewan]] og vestur-[[Kanada]]. Árið 1965 flutti hún til Bandaríkjanna og túraði um landið. Sama ár gaf Mitchell dóttur sína til ættleiðingar en það varð ekki opinberlega ljóst fyrr en árið 1993. Lög hennar ''Big Yellow Taxi'' og ''Woodstock'' voru vinsæl á [[hippar|hippatímabilinu]]. Í upphafi var tónlist hennar þjóðlagaskotin en síðar færðist hún meira í ætt við jazz og popptónlist. Mitchell gaf út sína síðustu plötu árið 2007 og hætti að koma fram í tónlist. Árið 2015 fékk hún [[heilablóðfall]] og fór í endurhæfingu því tengt. Árið 2022 kom hún fyrst opinberlega fram í fjölda ára og söng nokkur lög á Newport Folk Festival á [[Rhode Island]]. ==Breiðskífur== *1968: Song to a Seagull *1969: Clouds *1970: Ladies of the Canyon *1971: Blue *1972: For the Roses *1974: Court and Spark *1975: The Hissing of Summer Lawns *1976: Hejira *1977: Don Juan's Reckless Daughter *1979: Mingus *1982: Wild Things Run Fast *1985: Dog Eat Dog *1988: Chalk Mark in a Rain Storm *1991: Night Ride Home *1994: Turbulent Indigo *1998: Taming the Tiger *2000: Both Sides Now *2002: Travelogue *2007: Shine ==Heimild== {{commonscat|Joni Mitchell}} {{wpheimild|tungumál= en|titill= Joni Mitchell|mánuðurskoðað= 23. nóv.|árskoðað= 2016 }} {{f|1943}} [[Flokkur:Kanadískir tónlistarmenn]] i6mo2dw42m9ai9bda6eju3z33p43qp3 Páll J. Árdal 0 137222 1761962 1736733 2022-07-26T16:20:25Z Sylgja 1773 wikitext text/x-wiki '''Páll J. Árdal''' ([[1. febrúar]] [[1857]] - [[24. maí]] [[1930]]) var [[skáld]], kennari og [[silfursmiður]] á [[Akureyri]]. Foreldrar Páls voru hjónin Kristín Tómasdóttir og Jón Pálsson. Ólst Páll upp á [[Helgastaðir|Helgastöðum]] í Möðruvallasókn ásamt fjórum systrum sínum (Guðrún, Aðalbjörg, Rannveig og Sigríður) en Guðmundur eldri hálfbróðir Páls lést mjög ungur. Faðirinn ætlaðist til að Páll tæki við búinu en Páll fékk snemma áhuga á að mennta sig í öðru. Vildi Jón helst banna honum að fara í slíkt nám en Páll þrjóskaðist við og með aðstoð Kristínar tókst honum að menntast og gerast kennari. Páll samdi fjölda bóka og leikrita, m.a. En hvað það var skrítið og Þvaðrið: Gamanleikur í einum þætti. Hann gaf út blaðið Norðurljósið á Akureyri um tíma (1886-1889) og ritstýrði eyfirskt blað í fjögur ár (1893-1896) sem hét Stefnir. Sonarsonur hans var [[Páll S. Árdal]] prófessor í [[heimspeki]]. Skáldkonan [[Kristín Sigfúsdóttir]] var systurdóttir Páls J. {{fd|1857|1930}} auy8serx55yheucbtmzokdg4w2gly74 Fálkar (ættkvísl) 0 147224 1761965 1728085 2022-07-26T17:19:49Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * ''[[Falco alopex]]'' * ''[[Falco naumanni]]'' * ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * ''[[Falco chicquera]]'' * ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * ''[[Falco eleonorae]]'' * ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * ''[[Falco subbuteo]]'' * ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * ''[[Falco berigora]]'' * ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] ri6f9w0o4jtcpnpxh8b6gce03symo67 1761967 1761965 2022-07-26T17:23:01Z Berserkur 10188 Stór stafur wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * ''[[Falco alopex]]'' * ''[[Falco naumanni]]'' * ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * ''[[Falco chicquera]]'' * ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * ''[[Falco eleonorae]]'' * ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * ''[[Falco subbuteo]]'' * ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * ''[[Falco berigora]]'' * ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] s0c0x0ydmd3r7lxssg35jtolbzt3pbc 1761968 1761967 2022-07-26T17:23:04Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * ''[[Falco alopex]]'' * ''[[Falco naumanni]]'' * ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * ''[[Falco chicquera]]'' * ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * ''[[Falco eleonorae]]'' * ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * ''[[Falco subbuteo]]'' * ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * ''[[Falco berigora]]'' * ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] 99dcnytkjiq2dblzpkjgmwqqtv4ase7 1761970 1761968 2022-07-26T17:26:13Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * ''[[Falco naumanni]]'' * ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * ''[[Falco chicquera]]'' * ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * ''[[Falco eleonorae]]'' * ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * ''[[Falco subbuteo]]'' * ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * ''[[Falco berigora]]'' * ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] hnb6dt2srjuek8ewb8tfrii0jy3a5hq 1761971 1761970 2022-07-26T17:29:29Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * [[Kliðfálki]], ''[[Falco naumanni]]'' * ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * ''[[Falco chicquera]]'' * ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * ''[[Falco eleonorae]]'' * ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * ''[[Falco subbuteo]]'' * ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * ''[[Falco berigora]]'' * ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] 56nf58yizudpglj51w000regc0wqqb5 1761972 1761971 2022-07-26T17:30:30Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * [[Kliðfálki]], ''[[Falco naumanni]]'' * [[Gráfálki]], ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * ''[[Falco chicquera]]'' * ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * ''[[Falco eleonorae]]'' * ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * ''[[Falco subbuteo]]'' * ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * ''[[Falco berigora]]'' * ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] oe1urq9auioryitflct6szgkct3199p 1761973 1761972 2022-07-26T17:32:41Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * [[Kliðfálki]], ''[[Falco naumanni]]'' * [[Gráfálki]], ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * [[Múrfálki]], ''[[Falco chicquera]]'' * ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * ''[[Falco eleonorae]]'' * ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * ''[[Falco subbuteo]]'' * ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * ''[[Falco berigora]]'' * ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] 6paodgq43sfk1dueyof6ovxp0baheo1 1761974 1761973 2022-07-26T17:33:44Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * [[Kliðfálki]], ''[[Falco naumanni]]'' * [[Gráfálki]], ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * [[Múrfálki]], ''[[Falco chicquera]]'' * [[Kvöldfálki]], ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * ''[[Falco eleonorae]]'' * ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * ''[[Falco subbuteo]]'' * ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * ''[[Falco berigora]]'' * ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] 1qhwkhbd9gj7xo9tmbxvf5ivdex2xwe 1761975 1761974 2022-07-26T17:34:52Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * [[Kliðfálki]], ''[[Falco naumanni]]'' * [[Gráfálki]], ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * [[Múrfálki]], ''[[Falco chicquera]]'' * [[Kvöldfálki]], ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * [[Eyfálki]], ''[[Falco eleonorae]]'' * ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * ''[[Falco subbuteo]]'' * ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * ''[[Falco berigora]]'' * ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] 3mn8e9hg7t700bvzx30nlwk7uzaw74q 1761976 1761975 2022-07-26T17:35:52Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * [[Kliðfálki]], ''[[Falco naumanni]]'' * [[Gráfálki]], ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * [[Múrfálki]], ''[[Falco chicquera]]'' * [[Kvöldfálki]], ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * [[Eyfálki]], ''[[Falco eleonorae]]'' * [[Skuggafálki]], ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * ''[[Falco subbuteo]]'' * ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * ''[[Falco berigora]]'' * ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] hibryjwmghbs4lhducs5lkr6jwbtge3 1761977 1761976 2022-07-26T17:38:03Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * [[Kliðfálki]], ''[[Falco naumanni]]'' * [[Gráfálki]], ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * [[Múrfálki]], ''[[Falco chicquera]]'' * [[Kvöldfálki]], ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * [[Eyfálki]], ''[[Falco eleonorae]]'' * [[Skuggafálki]], ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * [[Runnafálki]], ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * ''[[Falco subbuteo]]'' * ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * ''[[Falco berigora]]'' * ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] r7ko1ma7yx18zrilahqow8ebfaw5tsq 1761978 1761977 2022-07-26T17:39:42Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * [[Kliðfálki]], ''[[Falco naumanni]]'' * [[Gráfálki]], ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * [[Múrfálki]], ''[[Falco chicquera]]'' * [[Kvöldfálki]], ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * [[Eyfálki]], ''[[Falco eleonorae]]'' * [[Skuggafálki]], ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * [[Runnafálki]], ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * [[Gunnfálki]], ''[[Falco subbuteo]]'' * ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * ''[[Falco berigora]]'' * ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] lkjy9l1wlfn32d5fu9cfr7lhapnevre 1761979 1761978 2022-07-26T17:40:53Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * [[Kliðfálki]], ''[[Falco naumanni]]'' * [[Gráfálki]], ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * [[Múrfálki]], ''[[Falco chicquera]]'' * [[Kvöldfálki]], ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * [[Eyfálki]], ''[[Falco eleonorae]]'' * [[Skuggafálki]], ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * [[Runnafálki]], ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * [[Gunnfálki]], ''[[Falco subbuteo]]'' * [[Vígfálki]], ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * ''[[Falco berigora]]'' * ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] 9fkk49dd6evz1ib2boev873px77wctd 1761980 1761979 2022-07-26T17:44:18Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * [[Kliðfálki]], ''[[Falco naumanni]]'' * [[Gráfálki]], ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * [[Múrfálki]], ''[[Falco chicquera]]'' * [[Kvöldfálki]], ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * [[Eyfálki]], ''[[Falco eleonorae]]'' * [[Skuggafálki]], ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * [[Runnafálki]], ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * [[Gunnfálki]], ''[[Falco subbuteo]]'' * [[Vígfálki]], ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * [[Leirfálki]], ''[[Falco berigora]]'' * ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] fkiib5na40503r9dm1i888c1kms82wz 1761981 1761980 2022-07-26T17:45:50Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * [[Kliðfálki]], ''[[Falco naumanni]]'' * [[Gráfálki]], ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * [[Múrfálki]], ''[[Falco chicquera]]'' * [[Kvöldfálki]], ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * [[Eyfálki]], ''[[Falco eleonorae]]'' * [[Skuggafálki]], ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * [[Runnafálki]], ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * [[Gunnfálki]], ''[[Falco subbuteo]]'' * [[Vígfálki]], ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * [[Leirfálki]], ''[[Falco berigora]]'' * [[Hrímfálki]], ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] kagzou0zqw88gpyesp3hpdc1ytinzqh 1761982 1761981 2022-07-26T17:47:20Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * [[Kliðfálki]], ''[[Falco naumanni]]'' * [[Gráfálki]], ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * [[Múrfálki]], ''[[Falco chicquera]]'' * [[Kvöldfálki]], ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * [[Eyfálki]], ''[[Falco eleonorae]]'' * [[Skuggafálki]], ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * [[Runnafálki]], ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * [[Gunnfálki]], ''[[Falco subbuteo]]'' * [[Vígfálki]], ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * [[Leirfálki]], ''[[Falco berigora]]'' * [[Hrímfálki]], ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * [[Slagfálki]], ''[[Falco biarmicus]]'' * ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] bkqaj6vksv5uzy5mb5apv2bkxwpgr1j 1761983 1761982 2022-07-26T17:48:18Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * [[Kliðfálki]], ''[[Falco naumanni]]'' * [[Gráfálki]], ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * [[Múrfálki]], ''[[Falco chicquera]]'' * [[Kvöldfálki]], ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * [[Eyfálki]], ''[[Falco eleonorae]]'' * [[Skuggafálki]], ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * [[Runnafálki]], ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * [[Gunnfálki]], ''[[Falco subbuteo]]'' * [[Vígfálki]], ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * [[Leirfálki]], ''[[Falco berigora]]'' * [[Hrímfálki]], ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * [[Slagfálki]], ''[[Falco biarmicus]]'' * [[Höggfálki]], ''[[Falco jugger]]'' * ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] qo9gvqotosscoagk19e4c0x6b7jxvrg 1761984 1761983 2022-07-26T17:49:07Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * [[Kliðfálki]], ''[[Falco naumanni]]'' * [[Gráfálki]], ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * [[Múrfálki]], ''[[Falco chicquera]]'' * [[Kvöldfálki]], ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * [[Eyfálki]], ''[[Falco eleonorae]]'' * [[Skuggafálki]], ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * [[Runnafálki]], ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * [[Gunnfálki]], ''[[Falco subbuteo]]'' * [[Vígfálki]], ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * [[Leirfálki]], ''[[Falco berigora]]'' * [[Hrímfálki]], ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * [[Slagfálki]], ''[[Falco biarmicus]]'' * [[Höggfálki]], ''[[Falco jugger]]'' * [[Vargfálki]], ''[[Falco cherrug]]'' * ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] 0rbkate7c9o8i8i60hq7tr721d0bxnl 1761985 1761984 2022-07-26T17:50:10Z Akigka 183 /* Tegundir */ wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Fálkar (aðgreining)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar orðsins fálkar'' {{Taxobox | fossil_range = síð[[Míósen]] til nútíma. | image = Brown-Falcon,-Vic,-3.1.2008.jpg | image_caption = ''Falco berigora'' í [[Victoria|Victoríu]], [[Ástralía|Ástralíu]] | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'') | classis = [[Fuglar]] (''Aves'') | ordo = [[Fálkungar]] (''Falconiformes'') | familia = [[Fálkaætt]] (''Falconidae'') | genus = Falco | authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]] | subdivision_ranks = Tegundir | subdivision = Um 37; sjá texta. | synonyms = *''Aesalon''<!-- this might have been given twice: Kaup 1829 and Morris 1837 --> *''Lithofalco''<!-- this might have been given twice: Reider & Hahn 1835 and Bonaparte (unjustified emendation: 1840) --> *''Tinnunculus'' <small>Linnaeus, 1766</small> *''Hierofalco'' <small>[[Frédéric Cuvier|Cuvier]], 1817</small> *''Cerchneis'' <small>Boie, 1826</small> *''Hypotriorchis'' <small>Boie, 1826</small> *''Rhynchodon'' <small>Nitzsch, 1829</small> *''Ieracidea'' <small>[[John Gould|Gould]], 1838</small> *''Hieracidea'' <small>[[Hugh Edwin Strickland|Strickland]], 1841 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Gennaia'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1847</small> *''Jerafalco'' <small>[[Johann Jakob Kaup|Kaup]], 1850 (unjustified emendation)</small> *''Harpe'' <small>Bonaparte, 1855 (''non'' Lacepède 1802{{Verify source|date=August 2007}}<!-- possibly 1803 - print vs publication date? -->: [[Bodianus|preoccupied]])</small><!-- possibly also Harpe Merrem 1818, which would be preoccupied the same way as the name by Bonaparte.--> *''Dissodectes'' <small>[[Philip Sclater|Sclater]], 1864</small> *''Genaïe'' <small>[[Theodor von Heuglin|Heuglin]], 1867 (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Harpa'' <small>[[Richard Bowdler Sharpe|Sharpe]], 1874 (''non'' Pallas 1774: [[Harpa (mollusc)|preoccupied]])</small> *''Gennadas'' <small>Heine & [[Anton Reichenow|Reichenow]], 1890{{Verify source|date=August 2007}} (unjustified emendation){{Verify source|date=August 2007}}</small> *''Nesierax'' <small>[[Harry Church Oberholser|Oberholser]], 1899</small> *''Nesihierax'' <small>Dubois, 1902 (unjustified emendation)</small> *''Asturaetus'' <small>[[Charles Walter De Vis|De Vis]], 1906 (non ''Asturaetos'' Brehm 1855: preoccupied)</small> *''Plioaetus'' <small>[[Charles Wallace Richmond|Richmond]], 1908</small> *''Sushkinia'' <small>Tugarinov, 1935 (''non'' Martynov 1930: [[Sushkinia|preoccupied]])<!-- a prehistoric Protozygoptera/Archizygoptera "dragonfly" genus --> – see below</small> }} '''Fálkar''' (fræðiheiti: ''falco'') eru ættkvísl [[ránfugl]]a, sem inniheldur um 40 tegundir svo sem [[fálki|fálkann]] og [[smyrill|smyrilinn]]. Fálkar eru útbreiddir um alla jörð nema á Suðurskautslandinu, þó að skyldir ránfuglar hafi verið þar á [[Eósentímabilið|Eósentímabilinu]].<ref>{{cite journal|doi=10.1007/s10336-015-1316-0|title=A stem falconid bird from the Lower Eocene of Antarctica and the early southern radiation of the falcons|journal=Journal of Ornithology|volume=157|issue=3|pages=885|year=2016|last1=Cenizo|first1=Marcos|last2=Noriega|first2=Jorge I.|last3=Reguero|first3=Marcelo A.}}</ref> ==Tegundir== *[[Fálki]], eða valur, ''[[Falco rusticolus]]'' *[[Förufálki]], ''[[Falco peregrinus]]'' *[[Smyrill (fugl)|Smyrill]], ''[[Falco columbarius]]'' *[[Kóralfálki]], ''[[Falco newtoni]]'' * ''[[Falco araeus]]'' * ''[[Falco punctatus]]'' * ''[[Falco duboisi]]'' – Holosen útdauði (um 1700) * ''[[Falco moluccensis]]'' * [[Sviffálki]], ''[[Falco cenchroides]]'' * [[Turnfálki]], ''[[Falco tinnunculus]]'' * ''[[Falco rupicolus]]'' * ''[[Falco rupicoloides]]'' * [[Reffálki]], ''[[Falco alopex]]'' * [[Kliðfálki]], ''[[Falco naumanni]]'' * [[Gráfálki]], ''[[Falco ardosiaceus]]'' * ''[[Falco dickinsoni]]'' * ''[[Falco zoniventris]]'' * [[Múrfálki]], ''[[Falco chicquera]]'' * [[Kvöldfálki]], ''[[Falco vespertinus]]'' * [[Amúrfálki]], ''[[Falco amurensis]]'' * [[Eyfálki]], ''[[Falco eleonorae]]'' * [[Skuggafálki]], ''[[Falco concolor]]'' * [[Skrúðfálki]] ''[[Falco sparverius]]'' * [[Runnafálki]], ''[[Falco femoralis]]'' * [[Blökufálki]], ''[[Falco rufigularis]]'' * ''[[Falco deiroleucus]]'' * [[Gunnfálki]], ''[[Falco subbuteo]]'' * [[Vígfálki]], ''[[Falco cuvierii]]'' * ''[[Falco severus]]'' * ''[[Falco longipennis]]'' * ''[[Falco novaeseelandiae]]'' * [[Leirfálki]], ''[[Falco berigora]]'' * [[Hrímfálki]], ''[[Falco hypoleucos]]'' * ''[[Falco subniger]]'' * [[Slagfálki]], ''[[Falco biarmicus]]'' * [[Höggfálki]], ''[[Falco jugger]]'' * [[Vargfálki]], ''[[Falco cherrug]]'' * [[Sléttufálki]], ''[[Falco mexicanus]]'' * ''[[Falco fasciinucha]]'' <gallery heights=250 widths=230> File:Common Kestrel 1.jpg File:NZ Falcon 2006-01-14.jpg File:Falco cherrug Qatar.jpg </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Ytri tenglar== *[http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae Falconidae videos] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130821051622/http://ibc.lynxeds.com/family/falcons-caracaras-falconidae |date=2013-08-21 }} on the Internet Bird Collection, ibc.lynxeds.com *[http://www.raptorresource.org The Raptor Resource Project] – Peregrine, owl, eagle and osprey cams, facts, and other resources, raptorresource.org <!--Paraphyletic group; includes Polihierax semitorquatus--> *[https://en.wikisource.org/wiki/The_New_International_Encyclop%C3%A6dia/Falcon "Falcon".] New International Encyclopedia. 1905. {{stubbur|líffræði}} {{commonscat|Falco}} {{Wikilífverur|Falco}} [[Flokkur:Fálkungar]] [[Flokkur:Ránfuglar]] 2tv9w96qbjltf55kpyviyt7kxtau0op Skógbursti 0 150803 1761951 1700858 2022-07-26T14:10:24Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | status = | status_ref = <ref>{{citation|last=IUCN|year=2007|title=2007 IUCN Red List of Threatened Species|publisher=<www.iucnredlist.org>. Downloaded on 1 January 2008.}}</ref> | image = (2026) The Vapourer (Orgyia antiqua) (19245708773).jpg | image_caption = ''Orgyia antiqua'', karl | image2 = Orgyia antiqua 20050816 365 part.jpg | image2_caption = lirfa | regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'') | phylum = [[Liðdýr]] (''Arthropoda'') | subphylum = [[Hexapoda]] | classis = [[Skordýr]] (''Insecta'') | ordo = [[Hreisturvængjur]] (''Lepidoptera'') | superfamilia = [[Noctuoidea]] | familia = [[Burstafiðrildaætt]] ''(Erebidae)'' | genus = [[Orgyia]] | species = O. antiqua | taxon = Orgyia antiqua | authority = ([[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]]) | synonyms = *''Notolophus antiqua'' <small>Linnaeus</small><ref>{{cite journal|last1=Arnaud, Jr|first1=Paul Henri|title=A Host-parasite Catalog of North American Tachinidae (Diptera)|journal=Miscellaneous publication (United States. Dept. of Agriculture)|date=1978|issue=1319|url=https://books.google.com/books?id=QVovAAAAYAAJ&printsec=frontcover&source=gbs_ge_summary_r&cad=0#v=onepage&q&f=false|accessdate=8 March 2018}}</ref> *''Orgyia confinis'' <small>(Grum-Grshimailo, 1891)</small> *''Orgyia gonostigma'' <small>(Scopoli, 1763)</small> *''Orgyia recens'' <small>(Hübner, 1819)</small> *''Phalaena antiqua'' <small>Linnaeus, 1758</small> *''Phalaena paradoxa'' <small>(Retzius, 1783)</small> }} '''Skógbursti'''<ref name = "ni">[https://www.ni.is/biota/animalia/arthropoda/hexapoda/insecta/lepidoptera/erebidae/orgyia-antiqua Skógbursti] [[Náttúrufræðistofnun Íslands]]</ref> ([[fræðiheiti]]: ''Orgyia antiqua'') er [[fiðrildi]] í ættinni [[Erebidae]]. Hann er útbreiddur um mestallt norðurhvel<ref name=Carter>{{cite book|last=Carter|first=Nelson E.|year=2004|title=Status of forest pests in New Brunswick in 2003|publisher=Department of Natural Resources, Fredericton, New Brunswick|pages=7–8|url=http://www.gnb.ca/0078/forestpests/2003status%2De.asp}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>, en hefur helst fundist á sunnanverðu Íslandi.<ref name=ni/> == Myndir == <gallery mode="packed" heights="170px"> File:Orgyia antiqua MHNT.CUT.2012.0.356.Gières.jpg|Munur á karli (t.v.) og kerlu (t.h.). File:Orgyia antiqua female1.jpg|Kvenfiðrildið er ófleygt og eyðir sinni stuttu ævi við púpuhýðið. File:Orgyia antiqua female2.jpg|Kvendýrið séð að aftan. File:Orgyia_antiqua_mating.jpg|Mökun File: Orgyia antiqua laying.jpg|Kvenfiðrildið verpir á leifar púpu sinnar. </gallery> <gallery mode="packed" heights="160px"> File: Orgyia anttiqua 4 beentree.jpg|Fullverpt File: Orgyia anttiqua 3 beentree.jpg|Egg (nærmynd) File: Orgyia_antiqua_-_breeding_A_-_03_-_hatching_(2009-07-03).jpg|Ungar lirfur File: Vapourer.moth.larva.jpg|Lirfa ''O. antiqua'' á rósalaufi File: Orgyia anttiqua 6 beentree.jpg|''O. antiqua'' (karl) </gallery> ==Tilvísanir== {{reflist}} ==Tenglar== *[https://ukmoths.org.uk/show.php?id=544 The Vapourer on UKMoths] *[http://www.faunaeur.org/full_results.php?id=447075 Fauna Europaea] *[http://www.lepiforum.de/lepiwiki.pl?Orgyia_Antiqua Lepiforum.de] *[http://www.just-green.com/8b-PhotoAlbum/absoluteig/gallery/Bug_&_Pest_Info/Bug_Of_Month/BOM_Aug05_VapourerMoth.pdf JustGreen Bug of the Month (PDF)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060115185545/http://www.just-green.com/8b-PhotoAlbum/absoluteig/gallery/Bug_%26_Pest_Info/Bug_Of_Month/BOM_Aug05_VapourerMoth.pdf |date=2006-01-15 }} *[http://archives.eppo.org/EPPOStandards/PP2_GPP/pp2-33(1)-e.pdf Good plant protection practice (PDF)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120204193623/http://archives.eppo.org/EPPOStandards/PP2_GPP/pp2-33(1)-e.pdf |date=2012-02-04 }} {{commonscat|Orgyia antiqua}} {{wikilífverur|Orgyia antiqua}} {{stubbur|líffræði}} [[Flokkur:Skordýr á Íslandi]] [[Flokkur:Meindýr]] [[Flokkur:Burstafiðrildaætt]] k3dnesqcysma74m5jbilet8t7f0wzob Discord 0 151692 1761947 1761872 2022-07-26T13:14:25Z Óskadddddd 83612 wikitext text/x-wiki {{Hugbúnaður |nafn = Discord |lógó = [[Mynd:Discord colour textlogo (2021).svg|350px]] |vefsíða = [https://discord.com discord.com] |notkun=Samskipti}} '''Discord''' er [[hugbúnaður]] sem hægt er að nota til að eiga samskipti við aðra yfir [[Internetið|netið]]. Hann var upphaflega gerður fyrir tölvuleikjanotendur, en er nú markaðsettur að öllum sem vilja eiga samskipti yfir [[Internetið|netið]]. Árið 2020 voru yfir 300 milljón skráðir notendur.<ref>{{Cite web|url=https://www.statista.com/statistics/746215/discord-user-number/|title=Discord registered user number 2019|website=Statista|language=en|access-date=2021-02-07}}</ref> Discord er með netþjóna (líka kallaðir „guilds“) sem hægt er að fara í eða búa til. Í þeim eru rásir sem hægt er að nota. Discord er hægt að nota á netinu einnig er Discord er fáanlegt á [[Microsoft Windows|Windows]], [[MacOS]], [[Linux]], [[Android]] og [[iOS]]. == Tilvísanir == {{reflist}} [[Flokkur:Samskiptaforrit]] oz3s81wp5fn2eipu6z53hc2e9wkhca8 Wikipedia:Í fréttum... 4 154362 1761995 1761902 2022-07-26T22:41:11Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki [[File:Webb's First Deep Field.jpg|200px|right||alt=James Webb-geimsjónaukinn|link=James Webb-geimsjónaukinn]] * [[23. júlí]]: [[Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin]] lýsir yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs '''[[Apabóla|apabólu]]'''. * [[21. júlí]]: '''[[Droupadi Murmu]]''' er kjörin forseti Indlands. * [[11. júlí]]: Fyrstu myndirnar teknar með '''[[James Webb-geimsjónaukinn|James Webb-geimsjónaukanum]]''' (''sjá mynd'') eru birtar almenningi. * [[8. júlí]]: '''[[Shinzō Abe]]''', fyrrum forsætisráðherra [[Japan]]s er skotinn til bana þegar hann heldur ræðu í borginni Nara. * [[7. júlí]]: '''[[Boris Johnson]]''' stígur niður sem leiðtogi [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokksins]] en hyggst vera forsætisráðherra til haustsins. Þetta kemur í kjölfar þess að síðustu tvo sólarhringa sögðu 14 ráðherrar í stjórn hans af sér. * [[3. júlí]]: Byssumaður skýtur þrjá til bana í Fields-verslunarmiðstöðinni í '''[[Amager]]''' í [[Kaupmannahöfn]]. Fimm særðust alvarlega. '''Yfirstandandi:''' [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]] &nbsp;• [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|Innrás Rússa í Úkraínu]] &nbsp;• [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|Kórónaveirufaraldurinn]] &nbsp;• [[Sýrlenska borgarastyrjöldin]] &nbsp;• [[Stríð Rússlands og Úkraínu]] <br> '''Nýleg andlát''': [[David Trimble]] (25. júlí) &nbsp;• [[Kristbjörn Albertsson]] (18. júlí) &nbsp;• [[Shinzō Abe]] (8. júlí) &nbsp;• [[James Caan]] (6. júlí) &nbsp;• [[Örn Steinsen]] (1. júlí) &nbsp;• [[Árni Gunnarsson]] (1. júlí) h96lkl8xe2lvkg92v2uo75tu9db5n05 Bharatiya Janata-flokkurinn 0 158284 1761961 1747989 2022-07-26T16:14:13Z TKSnaevarr 53243 /* Bakgrunnur */ wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálaflokkur |litur = #FF9933 |flokksnafn_íslenska = Indverski þjóðarflokkurinn |flokksnafn_formlegt = Bharatiya Janata Party<br>भारतीय राष्ट्रीय पार्टी |mynd =[[Mynd:Bharatiya Janata Party logo.svg|150px|center|]] |fylgi = |leiðtogi = [[Narendra Modi]] (forsætisráðherra Indlands) |forseti = [[Jagat Prakash Nadda]] |aðalritari = [[B. L. Santhosh]] |þingflokksformaður = [[Narendra Modi]] (neðri þingdeild)<br>[[Thawar Chand Gehlot]] (efri þingdeild) |stofnendur = [[Atal Bihari Vajpayee]] og [[L. K. Advani]] |stofnár ={{start date and age|1980|4|6}} |höfuðstöðvar = 6-A, Deen Dayal Upadhyaya Marg, [[Nýja Delí]]-110002 |hugmyndafræði = [[Íhaldsstefna]], [[hægristefna]], [[Hindúismi|hindúsk]] [[þjóðernishyggja]] |félagatal = 180 milljónir (2019) |einkennislitur = Saffrangulur {{Colorbox|#FF9933}} |vettvangur1 = Sæti á neðri þingdeild (''Lok Sabha'') |sæti1 = 303 |sæti1alls = 545 |vettvangur2 = Sæti á efri þingdeild (''Rajya Sabha'') |sæti2 = 85 |sæti2alls = 245 |vefsíða = [https://www.bjp.org www.bjp.org] |bestu kosningaúrslit = |verstu kosningaúrslit = }} '''Bharatiya Janata-flokkurinn''' (stundum þýtt sem '''Indverski þjóðarflokkurinn'''<ref>{{Vefheimild|titill=Skattkerfisumbætur á Indlandi|url=https://www.vb.is/frettir/skattkerfisumbaetur-indlandi/129870/|útgefandi=''[[Viðskiptablaðið]]''|ár=2016|mánuður=4. ágúst|mánuðurskoðað=25. júní|árskoðað=2020}}</ref>), skammstafað '''BJP''', er [[Indland|indverskur]] [[stjórnmálaflokkur]] sem hefur farið fyrir ríkisstjórn Indlands frá árinu 2014. Flokkurinn er hægriflokkur sem aðhyllist [[Hindúismi|hindúska]] [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]]. Flokkurinn hefur frá stofnun sinni haft náin tengsl við hindúsku sjálfboðahernaðarsamtökin [[Rashtriya Swayamsevak Sangh]] (RSS). Árið 2019 var BJP fjölmennasti stjórnmálaflokkur í heimi.<ref>{{citation |title=BJP becomes largest political party in the world |url=http://timesofindia.indiatimes.com/india/BJP-becomes-largest-political-party-in-the-world/articleshow/46739025.cms |work=[[The Times of India]] |date=30 March 2015 |url-status=live |archiveurl=https://web.archive.org/web/20161206122859/http://timesofindia.indiatimes.com/india/BJP-becomes-largest-political-party-in-the-world/articleshow/46739025.cms |archivedate=6. desember 2016 |df=dmy-all }}</ref> ==Söguágrip== ===Bakgrunnur=== Bharatiya Janata-flokkurinn á rætur að rekja til ársins 1951, þegar [[Syama Prasad Mookerjee]] stofnaði hindúsku þjóðernishreyfinguna [[Bharatiya Jana Sangh]] í andstöðu við [[Veraldarhyggja|veraldarsinnaða]] stjórnarstefnu [[Indverski þjóðarráðsflokkurinn|Indverska þjóðarráðsins]]. Gjarnan var litið á Bharatiya Jana Sangh sem stjórnmálaarm sjálfboðahernaðarhreyfingarinnar [[Rashtriya Swayamsevak Sangh]] (RSS), sem beitti sér fyrir vernd hindúskrar þjóðernisímyndar Indlands gagnvart [[Íslam|múslimum]], íslamska nágrannaríkinu [[Pakistan]] og gagnvart veraldarhyggju forsætisráðherrans [[Jawaharlal Nehru|Jawaharlals Nehru]].<ref>{{cite journal |first=A. G. |last=Noorani |title=Foreign Policy of the Janata Party Government |journal=Asian Affairs |volume=5 |date=March–April 1978 |pages=216–228 |jstor=30171643 |issue=4 |doi=10.1080/00927678.1978.10554044}}</ref> Árið 1952 vann Bharatiya Jana Sangh aðeins þrjú sæti á [[Lok Sabha]], neðri deild indverska þingsins, og flokkurinn var áfram á útjaðri indverskra stjórnmála til ársins 1967, þegar hann gekk í nokkrar fylkisstjórnir í samstarfi við aðra flokka. Í kosningabandalögum við aðra flokka gat Bharatiya Jana Sangh þó ekki framkvæmt róttækustu stefnumál sín.<ref name="Guha">{{Cite book|last=Guha |first=Ramachandra |title=India after Gandhi : the history of the world's largest democracy |date=2007 |p= 136, 427-428, 563-564 |publisher=Picador |place=India |isbn=978-0-330-39610-3 |edition=1}}</ref> Árið 1975 lýsti [[Indira Gandhi]] forsætisráðherra yfir [[neyðarástand]]i og lét í reynd afnema lýðræði á Indlandi tímabundið. Neyðarlögin leiddu til fjöldamótmæla sem hindúskir þjóðernissinnar tóku meðal annars þátt í. Í aðdraganda þingkosninga árið 1977 gengu íhaldsmenn og róttækir vinstrimenn í kosningabandalag gegn forsætisráðherranum og mynduðu með sér [[Janataflokkurinn|Janataflokkinn]] svokallaða.<ref name="Guha"/> Bharatiya Jana Sangh var meðal flokkanna sem gengu í þessa breiðfylkingu stjórnarandstöðunnar. Janataflokkurinn vann kosningarnar en brátt varð hugmyndafræðilegur ágreiningur milli aðildarflokkanna óyfirstíganlegur. Árið 1980 klofnaði Janataflokkurinn og boðað var til nýrra kosninga. ===Stofnun BJP=== Meðal margra flokka sem stofnaðir voru upp úr upplausn Janataflokksins var Bharatiya Janata-flokkurinn. Flokksmennirnir litu sumir á BJP sem beint framhald af Bharatiya Jana Sangh, sem leið formlega undir lok við samrunann í Janataflokkinn árið 1977. Stuðningur við róttæka hindúska þjóðernishyggju jókst samhliða hrinu kynþáttaofbeldis á níunda ártugnum<ref name="Guha"/> en stofnandi flokksins, [[Atal Bihari Vajpayee]], reyndi þó að gæta hófsemis í von um að geta höfðað til fleiri kjósenda. Þrátt fyrir það vann flokkurinn aðeins tvö þingsæti árið 1984. Þar sem flokkurinn hafði ekki náð árangri með hófsemisstefnu Vajpayee tók flokkurinn róttækari stefnu árið 1984 og [[L. K. Advani]], sem hafði verið meðlimur í RSS, tók við sem flokksleiðtogi.<ref>{{cite journal |ref=harv |last1=Malik |first1=Yogendra K. |last2=Singh|first2=V.B.|title=Bharatiya Janata Party: An Alternative to the Congress (I)?|url=https://archive.org/details/sim_asian-survey_1992-04_32_4/page/318 |journal=Asian Survey|date=April 1992|volume=32|issue=4|pages=318–336|jstor=2645149|doi=10.2307/2645149}}</ref> Hindúsk bókstafstrú hlaut aukið vægi í stefnum flokksins og þegar hindúsku þjóðernissamtökin [[Vishva Hindu Parishad]] kölluðu eftir því að [[Babri Masjid]], [[moska]] frá 16. öld sem talin var byggð á helgum fæðingarstað hindúska guðsins [[Rama]], yrði rifin studdi BJP málstað þeirra. Málefnið varð mikilvægur þáttur í kosningabaráttu flokksins.<ref name="Guha2">{{Cite book|last=Guha |first=Ramachandra |title=India after Gandhi : the history of the world's largest democracy |date=2007 |page= 582–598, 633-659 |publisher=Picador |place=India |isbn=978-0-330-39610-3 |edition=1}}</ref> Í kosningum árið 1989 vann flokkurinn 85 þingsæti og tók síðan sæti í [[samsteypustjórn]] forsætisráðherrans [[V. P. Singh]]. Árið 1990 dró BJP stuðning sinn við stjórnina til baka vegna ágreinings við samstarfsflokkana um áætlað niðurrif moskunnar. Í kosningunum sem haldnar voru í kjölfarið vann BJP 120 þingsæti og náði þingmeirihluta í fylkinu [[Uttar Pradesh]].<ref name="Guha2"/> Þann 6. desember árið 1992 réðust meðlimir Rashtriya Swayamsevak Sangh, Vishwa Hindu Parishad og BJP á Babri Masjid-moskuna og rifu hana til grunna í óeirðum þar sem rúmlega 2.000 manns voru drepnir.<ref name="Guha2"/> Ýmsir háttsettir flokksmenn BJP voru handteknir fyrir að hvetja til árásarinnar á moskuna, meðal annars L. K. Advani sjálfur. ===Stjórnartíð 1998-2004=== [[Mynd:Ab vajpayee.jpg|thumb|right|A. P. Vajpayee, fyrsti forsætisráðherra Indlands úr Bharatiya Janata-flokknum.]] Árið 1998 vann BJP meirihluta á neðri deild þingsins ásamt kosningabandalagi indverskra hægriflokka og varð stjórnarflokkur samsteypustjórnar. [[Atal Bihari Vajpayee]] varð fyrsti forsætisráðherra Indlands úr BJP. Næsta ár sprakk stjórnin og kallað var til nýrra kosninga, en þar bætti BJP við sig sætum og myndaði eigin stjórn sem sat í heilt kjörtímabil, frá 1999 til 2004. Stjórn Vajpayee beitti sér fyrir efnahagsumbótum í anda [[Nýfrjálshyggja|nýfrjálshyggju]] og auknum hernaðarútgjöldum. Alþjóðleg athygli beindist að flokknum árið 2002 eftir að kynþáttaóeirðir brutust út í fylkinu [[Gújarat]], þar sem BJP sat við stjórn undir forsæti [[Narendra Modi]], og um 1.000 til 2.000 manns voru drepnir. Árið 2004 tapaði flokkurinn þingkosningum á móti Sameinaða framfarabandalaginu, bandalagi vinstriflokka undir stjórn Þjóðarráðsflokksins.<ref>{{cite news|last=|title=The Meaning of Verdict 2004|url=http://www.hindu.com/2004/05/14/stories/2004051406131000.htm|accessdate=10 December 2013|newspaper=The Hindu|date=14 May 2004|location=Chennai, India|ref={{harvid|The Hindu|2004}}|archive-date=16 september 2004|archive-url=https://web.archive.org/web/20040916145623/http://www.hindu.com/2004/05/14/stories/2004051406131000.htm|dead-url=yes}}</ref> ===Stjórnarandstaða og kosningasigurinn 2014=== Í þingkosningum árið 2009 fór flokknum aftur og hann hlaut 116 sæti en hafði haft 186 fyrir kosningarnar.<ref>{{cite news|title=2009 Lok Sabha election: Final results tally |url=http://www.hindustantimes.com/india-news/newdelhi/2009-lok-sabha-election-final-results-tally/article1-411793.aspx |accessdate=27 June 2014 |work=Hindustan Times |date=17 May 2009 |archiveurl=https://web.archive.org/web/20140715134203/http://www.hindustantimes.com/india-news/newdelhi/2009-lok-sabha-election-final-results-tally/article1-411793.aspx |archivedate=15 juli 2014 }}</ref> Árið 2014 vann flokkurinn hins vegar stórsigur á móti Þjóðarráðsflokknum og náði 282 sæta meirihluta á neðri þingdeildinni. Með samstarfsflokkum sínum stýrði flokkurinn heilum 336 þingsætum. Þingflokksformaður flokksins, [[Narendra Modi]], varð forsætisráðherra fyrir flokkinn. Undir forystu Modi vann BJP aukinn þingmeirihluta eftir kosningar árið 2019.<ref>{{Vefheimild|titill=Modi sigurvegari kosninganna á Indlandi|útgefandi=RÚV|url=https://www.ruv.is/frett/modi-sigurvegari-kosninganna-a-indlandi|ár=2019|mánuður=23. maí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=2. júní}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Modi sór embættiseið eftir stórsigur í indversku þingkosningunum|útgefandi=''Vísir''|url=https://www.visir.is/g/2019190539944|ár=2019|mánuður=30. maí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=2. júní|höfundur=Andri Eysteinsson}}</ref> ==Hugmyndafræði og stjórnarstefnur== Uppgang BJP og samstarfsflokka hans síðustu ár í indverskum stjórnmálum má rekja til aukinnar þjóðernishyggju í Indlandi og óánægju með [[spilling]]u ýmissa áhrifamanna úr Þjóðarráðsflokknum. Talið er að Bharatiya Janata-flokkurinn hafi tapað þingkosningunum árið 2004 vegna efnahagsörðugleika og erfiðleika með að ráða úr auknum ójöfnuði í landinu. ==Tilvísanir== <references/> {{s|1980}} [[Flokkur:Indverskir stjórnmálaflokkar]] 6kve1pxvxp9wln53wsj79r1244xjyam Borgir Kína eftir fólksfjölda 0 168064 1762014 1761334 2022-07-27T11:14:36Z Dagvidur 4656 /* Borgir og bæir eftir íbúafjölda (2020-2021) */ Bætti við tenglum wikitext text/x-wiki [[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Skýjakljúfar [[Guangzhou]] borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]] [[Kína]] er [[Listi yfir lönd eftir mannfjölda|fjölmennasta land heims]] með um 1.4 milljarða íbúa. Samkvæmt manntali Kína árið 2020 voru 105 kínverskar borgir með meira en 1 milljón manns. Alls eru 380 borgir á meginlandi Kína sem hafa fleiri íbúa en 312,000<ref>{{Citation|title=中華人民共和國城市人口排名|date=2022-05-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E8%8F%AF%E4%BA%BA%E6%B0%91%E5%85%B1%E5%92%8C%E5%9C%8B%E5%9F%8E%E5%B8%82%E4%BA%BA%E5%8F%A3%E6%8E%92%E5%90%8D&oldid=71802627|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-06-20}}</ref>. Um 63,6% kínverja býr í þéttbýli (2022)<ref>{{Citation|title=China|date=2022-06-10|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/china/|work=The World Factbook|publisher=Central Intelligence Agency|language=en|access-date=2022-06-20}}</ref>. Mannfjöldatalning fer fram á 10 ára fresti, nú síðast 2020.<ref>{{Cite web|url=http://www.stats.gov.cn/english/PressRelease/202105/t20210510_1817188.html|title=Communiqué of the Seventh National Population Census (No. 3)|website=www.stats.gov.cn|access-date=2022-06-20}}</ref> == Skilgreiningar og stjórnsýsluflokkun == Kínversk stjórnsýsla telur '''þrjú stig borga'''. Í fyrsta lagi eru það borgir sem ''lúta sjálfstæðri stjórn sem sveitarfélag'' (直辖市); í öðru lagi eru það borgir sem er ''stjórnað af fylkisstjórnum'' (县级市); og í þriðja lagi eru það ''borgir sem teljast hluti af sýslum'' (县级市). Þess utan eru borgirnar [[Hong Kong]] og [[Makaó]] sem teljast ''„sérstök sérstjórnarhéruð“'' (特别行政区). Borgir sem eru sveitarfélög og borgir fylkisstjórna eru ekki „borgir“ í ströngum skilningi hugtaksins, heldur fremur stjórnsýslueiningar sem samanstanda af bæði þéttbýlum kjarna (''það er'' ''borg í ströngum skilningi'') umlukið [[dreifbýli]] eða minna þéttbýlli svæðum.<ref>{{Cite journal|last=Zhang|first=L.|last2=Zhao|first2=Simon X. B.|date=June 1998|title=Re-examining China's "Urban" Concept and the Level of Urbanization|journal=The China Quarterly|language=en|volume=154|pages=330–381|doi=10.1017/S030574100000206X}}</ref> Borgum sem stjórnað er af fylkisstjórnum er oftast skipt upp í margar sýslur. Til að greina slíkar borgir frá raunverulegum þéttbýlisvæðum (''borg í ströngum skilningi'') er notast við stjórnsýsluhugtakið "市区" ("shì qū" eða „borgarhverfi“). Slík úthverfi geta verið mjög stór eða meira en 3.000 ferkílómetrar. == Listi yfir helstu borgir Kína eftir íbúafjölda == {| class="wikitable" | style="background:#ffff99; width:1em" | |Lýtur sjálfstæðri stjórn sveitarfélags |- | style="background:#E0CEF2; width:1em" | |Sveitarfélag með sjálfstæða skipulagsstöðu |- | style="background:#CEF2E0; width:1em" | |Borg stjórnað af fylkisstjórn |- | style="background:#ff9999; width:1em" | |Borg stjórnað af sýslu |} {| class="wikitable sortable" |+ Stærstu borgir á meginlandi Kína eftir íbúafjölda !Stétt !Borgin ![[Héruð Kína|Hérað]] !Síðasta áætlun (2020)<ref>{{Cite web|url=https://populationstat.com/china/|title=China Population (2020)|website=PopulationStat|access-date=2022-02-12}}</ref> !Manntalið 2010<ref>{{Cite web|url=http://www.citypopulation.de/China-UA.html|title=China: Provinces and Major Cities - Population Statistics, Maps, Charts, Weather and Web Information|website=www.citypopulation.de|access-date=2022-03-07}}</ref> |- |1 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Sjanghæ]] |— |24.870.895 |20.217.748 |- |2 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Peking]] |— |21.167.303 |16.704.306 |- |3 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Guangzhou]] |[[Guangdong]] |18.810.600 |10.641.408 |- |4 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Shenzhen]] |[[Guangdong]] |17.633.800 |10.358.381 |- |5 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Chengdu]] |[[Sesúan]] |15.025.554 |7.791.692 |- |6 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Tianjin]] |— |13.929.152 |9.528.277 |- |7 | style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Chongqing]] |— |12.313.714 |6.263.790 |- |8 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Nanjing]] |[[Jiangsu]] |9.320.689 |5.827.888 |- |9 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Wuhan]] |[[Hubei]] |8.546.775 |7.541.527 |- |10 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Xian|Xi'an]] |[[Shaanxi]] |8.438.050 |5.403.052 |- |11 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Hangzhou]] |[[Zhejiang]] |7.969.372 |5.849.537 |- |12 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Shenyang]] |[[Liaoning]] |7.469.474 |5.718.232 |- |13 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Dongguan]] |[[Guangdong]] |7.489.198 |7.271.322 |- |14 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Foshan]] |[[Guangdong]] |7.462.797 |6.771.895 |- |15 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Harbin]] |[[Heilongjiang]] |6.612.795 |4.596.313 |- |16 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Dalian]] |[[Shandong]] |5.871.474 |3.902.467 |- |17 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Qingdao]] |[[Shandong]] |5.818.255 |4.556.077 |- |18 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Zhengzhou]] |[[Henan]] |5.621.593 |3.677.032 |- |19 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Jinan]] |[[Shandong]] |5.606.374 |3.641.562 |- |20 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Changsha]] |[[Hunan]] |4.766.296 |3.193.354 |- |21 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Kunming]] |[[Yunnan]] |4.422.686 |3.385.363 |- |22 | style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Changchun]] |[[Jilin]] |4.408.154 |3.411.209 |- |23 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Urumqi]] |[[Xinjiang]] |4.335.017 |2.853.398 |- |24 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Shantou |[[Guangdong]] |4.312.192 |3.644.017 |- |25 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" | Suzhou |[[Jiangsu]] |4.330.000 |3.721.700 |- |26 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Hefei]] |[[Anhui]] |4.216.940 |3.098.727 |- |27 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Shijiazhuang]] |[[Hebei]] |4.098.243 |3.095.219 |- |28 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Ningbo]] |[[Zhejiang]] |4.087.523 |2.583.073 |- |29 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Taiyuan]] |[[Shansi]] |3.875.053 |3.154.157 |- |30 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Nanning]] |[[Guangxi]] |3.837.978 |2.660.833 |- |31 | style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[:en:Xiamen|Xiamen]] |[[Fujian]] |3.707.090 |3119,110 |- |32 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Fuzhou]] |[[Fujian]] |3.671.192 |3.102.421 |- |33 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Wenzhou |[[Zhejiang]] |3.604.446 |2.686.825 |- |34 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Changzhou |[[Jiangsu]] |3.601.079 |2.257.376 |- |35 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Nanchang]] |[[Jiangxi]] |3.576.547 |2.614.380 |- |36 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Tangshan |[[Hebei]] |3.399.231 |2.128.191 |- |37 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Guiyang]] |[[Guizhou]] |3.299.724 |2.520.061 |- |38 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Wuxi |[[Jiangsu]] |3.245.179 |2.757.736 |- |39 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Lanzhou]] |[[Gansu]] |3.067.141 |2.438.595 |- |40 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Zhongshan |[[Guangdong]] |2.909.633 |2.740.994 |- |41 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Handan |[[Hebei]] |2.708.015 |1.830.000 |- |42 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Weifang |[[Shandong]] |2.636.154 |2.044.028 |- |43 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Huai'an |[[Jiangsu]] |2.632.788 |2.494.013 |- |44 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Zibo |[[Shandong]] |2.631.647 |2.261.717 |- |45 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Shaoxing |[[Zhejiang]] |2.521.964 |1.725.726 |- |46 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Yantai |[[Shandong]] |2.511.053 |1.797.861 |- |47 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Huizhou |[[Guangdong]] |2.509.243 |1.807.858 |- |48 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Luoyang |[[Henan]] |2.372.571 |1.584.463 |- |49 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Nantong |[[Jiangsu]] |2.261.382 |1.612.385 |- |50 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Baotou |[[Innri-Mongólía]] |2.181.077 |1.900,373 |- |51 | style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Liuzhou |[[Guangxi]] |2.153.419 |1.624.571 |} == Borgir og bæir eftir íbúafjölda (2020-2021) == * 1. [[Sjanghæ]] - 24.870.895 * 2. [[Peking]] - 21.893.095 * 3. [[Guangzhou]] - 18.810.600 * 4. [[Shenzhen]] - 17.560.000 * 5. [[Chengdu]] - 16.935.567 * 6. [[Chongqing]] - 16.382.000 * 7. [[Tianjin]] - 13.866.009 * 8. [[Wuhan]] - 10.892.900 * 9. [[Nanjing]] - 9.314.685 * 10. [[Xian|Xi'an]] - 8.989.000 * 11. [[Dongguan]] - 8.342.500 * 12. [[Hangzhou]] - 7.603.270 * 13. [[Foshan]] - 7.313.711 * 14. [[Shenyang]] - 7.195.000 * 15. [[Harbin]] - 6.360.991 * 16. [[Jinan]] - 5.918.147 * 17. [[Qingdao]] - 5.764.384 * 18. [[Dalian]] - 5.587.814 * 19. [[Zhengzhou]] - 5.286.549 * 20. [[Xiamen]] - 4.617.251 * 21. [[Changsha]] - 4.555.788 * 22. [[Taiyuan]] - 4.529.141 * 23. [[Ningbo]] - 4.479.635 * 24. [[Kunming]] - 4.422.686 * 25. Zhongshan - 4.418.060 * 26. [[Changchun]] - 4.408.154 * 27. [[Urumqi]] - 4.335.017 * 28. Suzhou - 4.330.000 * 29. [[Shantou]] - 4.312.192 * 30. [[Hefei]] - 4.216.940 * 31. [[Shijiazhuang]] - 4.098.243 * 32. [[Fuzhou]] - 4.094.491 * 33. [[Nanning]] - 3.839.800 * 34. Wenzhou - 3.604.446 * 35. Changzhou - 3.601.079 * 36. [[Nanchang]] - 3.576.547 * 37. [[Guiyang]] - 3.483.100 * 38. Tangshan - 3.399.231 * 39. Wuxi - 3.256.000 * 40. [[Lanzhou]] - 3.072.100 * 41. Handan - 2.845.790 * 42. [[Hohhot]] - 2.681.758 * 43. Weifang - 2.659.938 * 44. Jiangmen - 2.657.662 * 45. Zibo - 2.640.000 * 46. Huai'an - 2.632.788 * 47. Xuzhou - 2.623.066 * 48. Maoming - 2,539,148 * 49. Shaoxing - 2,521,964 * 50. Yantai - 2.511,053 * 51. Huizhou - 2.509.243 * 52. Zhuhai - 2.439.585 * 53. Luoyang - 2.372.571 * 54. Linyi - 2.303.648 * 55. Nantong - 2.273.326 * 56. [[Haikou]] - 2.250.000 * 57. Baotou - 2.181.077 * 58. Liuzhou - 2.153.419 * 59. Datong - 2,030,203 * 60. Pútían - 2.003.000 * 61. Lianyungang - 2.001.009 * 62. Baoding - 1.976.000 * 63. [[Xining]] - 1.954.795 * 64. Zhanjiang - 1.931.455 * 65. Wuhu - 1.870.000 * 66. Chaozhou - 1.750.945 * 67. Qingyuan - 1.738.424 * 68. Tai'an - 1.735.425 * 69. Yichang - 1.698.400 * 70. Yangzhou - 1.665.000 * 71. [[Yinchuan]] - 1.662.968 * 72. Xiangyang - 1.658.000 * 73. Anshan - 1.647.000 * 74. Jilin borg - 1.623.000 * 75. Yancheng - 1.615.717 * 76. Taizhou - 1.607.108 * 77. Qinhuangdao - 1.586.000 * 78. Ganzhou - 1.585.000 * 79. Daqing - 1.574.389 * 80. Guilin - 1.572.300 * 81. Huzhou - 1.558.826 * 82. Zhaoqing - 1.553.109 * 83. Jiaxing - 1.518.654 * 84. Jining - 1.518.000 * 85. Jinhua - 1.463.990 * 86. Changde - 1.457.519 * 87. Hengyang - 1.453.000 * 88. Suqian - 1.440.000 * 89. Baoji - 1.437.802 * 90. Zhangjiakou - 1.435.000 * 91. Mianyang - 1.355.331 * 92. Qiqihar - 1.350.434 * 93. Heze - 1.346.717 * 94. Fushun - 1.307.200 * 95. Yangjiang - 1.292.987 * 96. Liaocheng - 1.229.768 * 97. Tianshui - 1.212.791 * 98. Benxi - 1.176.490 * 99. Chifeng - 1.175.391 * 100. Jiujiang - 1.164.268 * 101. Anyang - 1.146.839 * 102. Huaibei - 1.142.000 * 103. Yulin - 1.117.800 * 104. Xinxiang - 1.047.088 * 105. Shaoguan - 1.028.460 * 106. Dongying - 998.968 * 107. Luzhou - 998.900 * 108. Meizhou - 992.351 * 109. Leshan - 987.000 * 110. Dezhou - 986.192 * 111. Xingtai - 971.300 * 112. Chenzhou - 960.000 * 113. Mudanjiang - 930,105 * 114. Tongliao - 921.808 * 115. Chengde - 920,395 * 116. Laiwu - 907.839 * 117. Taishan - 907.354 * 118. Quzhou - 902.767 * 119. Zhoushan - 882.932 * 120. Suihua - 877.114 * 121. Langfang - 868.066 * 122. Hengshui - 856.705 * 123. Yingkou - 848.100 * 124. Panjin - 846.500 * 125. Weihai - 844.310 * 126. Anqing - 804.493 * 127. Liaoyang - 793.700 * 128. Puyang - 760.300 * 129. Fuxin - 759.100 * 130. Jieyang - 741.674 * 131. Yangquan - 731.228 * 132. Jiamusi - 726.622 * 133. Huludao - 724.800 * 134. Zhumadian - 721.670 * 135. Kashgar - 711.300 * 136. Dazhou - 705.321 * 137. Heyuan - 703.607 * 138. Longyan - 703.524 * 139. Aksu borg - 695.000 * 140. Ordos borg - 693.038 * 141. Hegang - 690.000 * 142. Binzhou - 682.717 * 143. Síping - 680.600 * 144. Sanmenxia - 669.307 * 145. Dandong - 659.400 * 146. [[Sanya]] - 644.727 * 147. Cangzhou - 621.300 * 148. Qitaihe - 620.935 * 149. Yichun - 598.000 * 150. Tonghua - 584.209 * 151. Jixi - 580.000 * 152. Korla - 549.324 * 153. Chaoyang - 537.800 * 154. Dingxi - 525.044 * 155. Shuangyashan - 507.257 * 156. Songyuan - 495.900 * 157. Nanping - 491.287 * 158. Liaoyuan - 475.400 * 159. [[Lasa]] - 464.736 * 160. Karamay - 462.347 * 161. Shanwei - 437.000 * 162. Tieling - 434.799 * 163. Suihua - 428.795 * 164. Ulanqab - 425.059 * 165. Hami - 412.305 * 166. Huangshan-borg - 410.973 * 167. Hotan - 408.894 * 168. Wuwei - 408.000 * 169. Baishan - 402.600 * 170. Sanming - 379.701 * 171. Yunfu - 369.321 * 172. Hailar - 365.012 * 173. Zhaotong - 352.831 * 174. Ningde - 343.262 * 175. Baicheng - 332.826 * 176. Hunchun - 271.000 * 177. Zhangjiajie - 225.700 * 178. Golmud - 205.700 * 179. Yumen-borg - 168.300 * 180. Altay-borg - 114.995 == Tengt efni == * [[Kína|Alþýðurlýðveldið Kína]] * [[Héruð Kína]] * [[Listi yfir fjölmennustu borgir heims|Listi yfir stærstu borgir í heimi]] == Heimildir == {{Reflist}} == Ytri tenglar== * Vefur [http://www.stats.gov.cn/english/ Þjóðskrár Kína] [[Flokkur:Kína]] [[Flokkur:Borgir í Kína]] 7dcesqeitv6drjom7nmx9jv96nqygeb Snið:Forsetar Alþýðulýðveldisins Kína 10 168220 1761948 1758718 2022-07-26T13:23:24Z TKSnaevarr 53243 wikitext text/x-wiki {{Navbox |name = Forsetar Alþýðulýðveldisins Kína |title = Forsetar Alþýðulýðveldisins Kína |state = {{{state|autocollapse}}} |listclass = hlist |image = [[File:Flag of the People's Republic of China.svg|50px]] |list1 = # 1949-1959 : [[Maó Zedong]] # 1959-1968 : [[Liu Shaoqi]] # 1968-1972 : ''[[Soong Ching-ling]]'' <small>(starfandi)</small> og 1968-1975 : ''[[Dong Biwu]]'' <small>(starfandi)</small> # 1975-1976 : [[Zhu De]] <small>(þjóðhöfðingi)</small> # 1976-1978 : ''[[Soong Ching-ling]]'' <small>(starfandi þjóðhöfðingi)</small> # 1978-1983 : [[Ye Jianying]] <small>(þjóðhöfðingi)</small> # 1983-1988 : [[Li Xiannian]] # 1988-1993 : [[Yang Shangkun]] # 1993-2003 : [[Jiang Zemin]] # 2003-2013 : [[Hu Jintao]] # Frá 2013 : [[Xi Jinping]] }}<noinclude> [[Flokkur:Þemasnið]] </noinclude> p8ot6wpaxtg2fm0mglzlluf9m1f3st1 Shantou 0 168627 1761942 2022-07-26T12:47:59Z Dagvidur 4656 Stofna síðu um stórborgina Shantou á austurströnd Guangdong-héraðs í suðurhluta Kína. Þar búa 5.5 milljónir manna. wikitext text/x-wiki '''Shantou''' ''([[kínverska]]:''汕頭''; [[Pinyin|rómönskun:]] ''Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og stundum sem Santow)'' er stórborg á héraðsstigi á austurströnd [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Kínverska manntalið árið 2020 sagði borgarbúar vera um 5.5 milljónir. Stjórnsýslusvæði borgarinnar bær yfir 2.248 ferkílómetra.'' Borgin er við ósa [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta [[Guangdong]] héraðsins. 62x3ae1kmilnbh36rd36geb4b5sleb9 1761943 1761942 2022-07-26T12:48:49Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki '''Shantou''' ''([[kínverska]]:汕頭; [[Pinyin|rómönskun:]] Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og Santow)'' er stórborg á héraðsstigi á austurströnd [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Kínverska manntalið árið 2020 sagði borgarbúar vera um 5.5 milljónir. Stjórnsýslusvæði borgarinnar bær yfir 2.248 ferkílómetra. Borgin er við ósa [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta [[Guangdong]] héraðsins. 87gemsa97g8svf93hly3s1e8mn4hjel 1761944 1761943 2022-07-26T12:54:52Z Dagvidur 4656 Bætti við inngang wikitext text/x-wiki '''Shantou''' ''([[kínverska]]:汕頭; [[Pinyin|rómönskun:]] Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og Santow)'' er stórborg á héraðsstigi á austurströnd [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Kínverska manntalið árið 2020 sagði borgarbúar vera um 5.5 milljónir. Stjórnsýslusvæði borgarinnar bær yfir 2.248 ferkílómetra. Borgin er við ósa [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta [[Guangdong]] héraðsins. Shantou borg er mikilvæg í kínverskri sögu 19. aldar sem ein „sáttmálahafna“ sem komið var á fót fyrir vestræn viðskipti og samskipti. Borgin var einnig eitt fyrsta svokallaðra sérstöku efnahagssvæða Kína sem komið var á laggirnar á níunda áratug síðustu aldar. Sem slík hefur hún þó ekki blómstraði á þann hátt sem borgir s.s. [[Shenzhen]], [[Xiamen]] og [[Zhuhai]] gerðu. Hins vegar er það enn mikilvæg efnahagsmiðstöð austurhluta Guangdong. smhkv3ceoig4n9pweg5xzxr66ytfvr3 1761945 1761944 2022-07-26T13:08:32Z Dagvidur 4656 Bætti við landakortum wikitext text/x-wiki [[Mynd:Shantou in China.png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.]] [[Mynd:Shantou map2005.jpg|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.]] '''Shantou''' ''([[kínverska]]:汕頭; [[Pinyin|rómönskun:]] Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og Santow)'' er stórborg á héraðsstigi á austurströnd [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Kínverska manntalið árið 2020 sagði borgarbúar vera um 5.5 milljónir. Stjórnsýslusvæði borgarinnar bær yfir 2.248 ferkílómetra. Borgin er við ósa [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta [[Guangdong]] héraðsins. Shantou borg er mikilvæg í kínverskri sögu 19. aldar sem ein „sáttmálahafna“ sem komið var á fót fyrir vestræn viðskipti og samskipti. Borgin var einnig eitt fyrsta svokallaðra sérstöku efnahagssvæða Kína sem komið var á laggirnar á níunda áratug síðustu aldar. Sem slík hefur hún þó ekki blómstraði á þann hátt sem borgir s.s. [[Shenzhen]], [[Xiamen]] og [[Zhuhai]] gerðu. Hins vegar er það enn mikilvæg efnahagsmiðstöð austurhluta Guangdong. 8xffg90c2t41498wsw1myh3nhe0pyt0 1761949 1761945 2022-07-26T14:03:06Z Dagvidur 4656 Bætti við um sögu Shantou wikitext text/x-wiki [[Mynd:Shantou in China.png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.]] [[Mynd:Shantou map2005.jpg|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.]] '''Shantou''' ''([[kínverska]]:汕頭; [[Pinyin|rómönskun:]] Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og Santow)'' er stórborg á héraðsstigi á austurströnd [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Kínverska manntalið árið 2020 sagði borgarbúar vera um 5.5 milljónir. Stjórnsýslusvæði borgarinnar bær yfir 2.248 ferkílómetra. Borgin er við ósa [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta [[Guangdong]] héraðsins. Shantou borg er mikilvæg í kínverskri sögu 19. aldar sem ein „sáttmálahafna“ sem komið var á fót fyrir vestræn viðskipti og samskipti. Borgin var einnig eitt fyrsta svokallaðra sérstöku efnahagssvæða Kína sem komið var á laggirnar á níunda áratug síðustu aldar. Sem slík hefur hún þó ekki blómstraði á þann hátt sem borgir s.s. [[Shenzhen]], [[Xiamen]] og [[Zhuhai]] gerðu. Hins vegar er það enn mikilvæg efnahagsmiðstöð austurhluta Guangdong. == Saga == Á tíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) var Shantou lítið sjávarþorp sem var hluti af Jieyang-sýslu. Þéttbýlið varð síðan þekkt sem Xialing á valdatíma hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldi]] (1271–1368). Árið 1563 varð Shantou hluti af Chenghai-sýslu í Chao-héraði. Strax árið 1574 hafði Shantou verið nefnt Shashanping. Á sautjándu öld var settur upp fallbyssupallur sem kenndur var við Shashantou og síðan var það stytt í „Shantou“. Bókstafleg merking Shantou í kínversku er „Fiskikörfuhöfði“. Við Han-fljótið liggur Queshi sem áður var þekkt af heimamönnum sem Kakchio. Á 19. öld voru þar bandarísku og bresku ræðismannsskrifstofurnar. Í dag er það svæði fallegur garður en sum mannvirkja frá fyrri sögu eru varðveitt. Árið 1858 var Chaozhou sem liggur um 32 kílómetrum upp með Han-fljóti, útnefnd „sáttmálahöfn“ og opnuð fyrir erlend viðskipti samkvæmt Tientsin-sáttmála, kínverskra stjórnvalda og ýmissa erlendra stórvelda.<ref>{{Citation|title=Treaty of Tientsin|date=2022-06-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Tientsin&oldid=1093340127|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-26}}</ref> var síðan opnuð þremur árum síðar sem úthöfn þess. Staðurinn þróaðist síðan hratt í stórhöfn og miðstöð flutninga og viðskipta. Shantou varð formlega gerða að borg árið 1919 og var aðskilin frá Chenghai árið 1921. Shantou var ein helsta höfnin til brottflutnings Kínverja til Suðaustur-Asíu. Á áætlað er að um 2,5 milljónir brottfluttra Kínverja hafi farið frá borgina á árunum 1880–1909. Þéttbýlið við Shantou stendur við þrönga enda inntaks óshólmar [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við hafið. Þar eru sandrifi sem eru mjög háð veðrum og [[Fellibylur|fellibyljum]]. Árið 1922 skall á borgina mikill fellibylur, sem drap 5.000 af þeim 65.000 sem þá bjuggu í borginni. Sum nærliggjandi þorp eyðilögðust algerlega sem og skip er lágu nálægt ströndinni. Í það heila fórust um 50.000 manns á svæðinu umhverfis borgina. Heildartala látinna hefur verið áætluð yfir 60.000 en gæti hafa verið mun hærri eða um 100.000 manns. Á þriðja áratug síðustu aldar, var borgin flutninga- og vörudreifingarmiðstöð í Suðaustur-Kína. Farmflutningur Shantou hafnar voru þá þeir þriðju mestu í Kína. Árið 1938, í [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna kínverska-japanska stríðinu]] (1937–45) skemmdist höfnin alvarlega í sprengjuárásum Japana. Þann 21. júní 1939 réðust japanskir ​​hermenn inn í borgina og hernámu hana allt til 15. ágúst 1945. Her [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] hertók Shantou 24. október 1949, 23 dögum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Shantou var eitt sinn aðallega þekkt fyrir útflutning á [[Sykur|sykri]], [[Ávöxtur|ávöxtum]], niðursoðnum vörum og sjávarafurðum. Hins vegar hefur mikil og fjölbreytt iðnþróun átt sér stað eftir 1949. Árið 1981 var stofnað sérstakt efnahagssvæði í Shantou. Það var síðar stækkaði til allra þéttbýlishverfa borgarinnar. Ýtti það mjög undir efnahagsþróun í borginni. Margvíslegur iðnaður þróaðist á borð við ljósefnatækni, úthljóðstækni, og rafeindavörur, leikföng, vefnaðarvöru og unnin matvæli. Járnbraut sem var fullgerð árið 1995 sem tengir borgina við [[Hong Kong]] og [[Guangzhou]] og önnur járnbraut tengist austur til [[Fujian]]-héraðs. Hraðbrautir veita skjótan aðgang til [[Shenzhen]] og lengra til [[Guangzhou]]. Hafnir borgarinnar tengjast sjóflutningum til meira en 200 innlendra og erlendra hafna. h7ool7vzzrhdqos57gd0qiu982s8h6i 1761950 1761949 2022-07-26T14:06:39Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Shantou in China.png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.]] [[Mynd:Shantou map2005.jpg|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.]] '''Shantou''' ''([[kínverska]]:汕頭; [[Pinyin|rómönskun:]] Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og Santow)'' er stórborg á austurströnd [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Íbúafjöldi árið 2020 var um 5.5 milljónir. Borgin er við ósa [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta [[Guangdong]] héraðsins. Shantou borg er mikilvæg í kínverskri sögu 19. aldar sem ein „sáttmálahafna“ sem komið var á fót fyrir vestræn viðskipti og samskipti. Borgin var einnig eitt fyrsta svokallaðra sérstöku efnahagssvæða Kína sem komið var á laggirnar á níunda áratug síðustu aldar. Sem slík hefur hún þó ekki blómstraði á þann hátt sem borgir s.s. [[Shenzhen]], [[Xiamen]] og [[Zhuhai]] gerðu. Hins vegar er það enn mikilvæg efnahagsmiðstöð austurhluta Guangdong. == Saga == Á tíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) var Shantou lítið sjávarþorp sem var hluti af Jieyang-sýslu. Þéttbýlið varð síðan þekkt sem Xialing á valdatíma hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldi]] (1271–1368). Árið 1563 varð Shantou hluti af Chenghai-sýslu í Chao-héraði. Strax árið 1574 hafði Shantou verið nefnt Shashanping. Á sautjándu öld var settur upp fallbyssupallur sem kenndur var við Shashantou og síðan var það stytt í „Shantou“. Bókstafleg merking Shantou í kínversku er „Fiskikörfuhöfði“. Við Han-fljótið liggur Queshi sem áður var þekkt af heimamönnum sem Kakchio. Á 19. öld voru þar bandarísku og bresku ræðismannsskrifstofurnar. Í dag er það svæði fallegur garður en sum mannvirkja frá fyrri sögu eru varðveitt. Árið 1858 var Chaozhou sem liggur um 32 kílómetrum upp með Han-fljóti, útnefnd „sáttmálahöfn“ og opnuð fyrir erlend viðskipti samkvæmt Tientsin-sáttmála, kínverskra stjórnvalda og ýmissa erlendra stórvelda.<ref>{{Citation|title=Treaty of Tientsin|date=2022-06-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Tientsin&oldid=1093340127|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-26}}</ref> var síðan opnuð þremur árum síðar sem úthöfn þess. Staðurinn þróaðist síðan hratt í stórhöfn og miðstöð flutninga og viðskipta. Shantou varð formlega gerða að borg árið 1919 og var aðskilin frá Chenghai árið 1921. Shantou var ein helsta höfnin til brottflutnings Kínverja til Suðaustur-Asíu. Á áætlað er að um 2,5 milljónir brottfluttra Kínverja hafi farið frá borgina á árunum 1880–1909. Þéttbýlið við Shantou stendur við þrönga enda inntaks óshólmar [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við hafið. Þar eru sandrifi sem eru mjög háð veðrum og [[Fellibylur|fellibyljum]]. Árið 1922 skall á borgina mikill fellibylur, sem drap 5.000 af þeim 65.000 sem þá bjuggu í borginni. Sum nærliggjandi þorp eyðilögðust algerlega sem og skip er lágu nálægt ströndinni. Í það heila fórust um 50.000 manns á svæðinu umhverfis borgina. Heildartala látinna hefur verið áætluð yfir 60.000 en gæti hafa verið mun hærri eða um 100.000 manns. Á þriðja áratug síðustu aldar, var borgin flutninga- og vörudreifingarmiðstöð í Suðaustur-Kína. Farmflutningur Shantou hafnar voru þá þeir þriðju mestu í Kína. Árið 1938, í [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna kínverska-japanska stríðinu]] (1937–45) skemmdist höfnin alvarlega í sprengjuárásum Japana. Þann 21. júní 1939 réðust japanskir ​​hermenn inn í borgina og hernámu hana allt til 15. ágúst 1945. Her [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] hertók Shantou 24. október 1949, 23 dögum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Shantou var eitt sinn aðallega þekkt fyrir útflutning á [[Sykur|sykri]], [[Ávöxtur|ávöxtum]], niðursoðnum vörum og sjávarafurðum. Hins vegar hefur mikil og fjölbreytt iðnþróun átt sér stað eftir 1949. Árið 1981 var stofnað sérstakt efnahagssvæði í Shantou. Það var síðar stækkaði til allra þéttbýlishverfa borgarinnar. Ýtti það mjög undir efnahagsþróun í borginni. Margvíslegur iðnaður þróaðist á borð við ljósefnatækni, úthljóðstækni, og rafeindavörur, leikföng, vefnaðarvöru og unnin matvæli. Járnbraut sem var fullgerð árið 1995 sem tengir borgina við [[Hong Kong]] og [[Guangzhou]] og önnur járnbraut tengist austur til [[Fujian]]-héraðs. Hraðbrautir veita skjótan aðgang til [[Shenzhen]] og lengra til [[Guangzhou]]. Hafnir borgarinnar tengjast sjóflutningum til meira en 200 innlendra og erlendra hafna. 71tcsu985mpejw7u78qv40g3lq7o2ve 1761952 1761950 2022-07-26T14:32:25Z Dagvidur 4656 Bætti við mynd wikitext text/x-wiki [[Mynd:Shantou_Montage.jpg|thumb|right |<small> Myndir frá '''Shantou borg'''. Að ofan: Zhengguo hofið; Renmin torg; Queshi brúin; og borgarsýn.</small>|alt= Myndir frá Shantou borg. Að ofan:Zhengguo hofið, Renmin torg, Queshi brúin, og borgarsýn.]] [[Mynd:Shantou in China.png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.]] [[Mynd:Shantou map2005.jpg|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.]] '''Shantou''' ''([[kínverska]]:汕頭; [[Pinyin|rómönskun:]] Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og Santow)'' er stórborg á austurströnd [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Íbúafjöldi árið 2020 var um 5.5 milljónir. Borgin er við ósa [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta [[Guangdong]] héraðsins. Shantou borg er mikilvæg í kínverskri sögu 19. aldar sem ein „sáttmálahafna“ sem komið var á fót fyrir vestræn viðskipti og samskipti. Borgin var einnig eitt fyrsta svokallaðra sérstöku efnahagssvæða Kína sem komið var á laggirnar á níunda áratug síðustu aldar. Sem slík hefur hún þó ekki blómstraði á þann hátt sem borgir s.s. [[Shenzhen]], [[Xiamen]] og [[Zhuhai]] gerðu. Hins vegar er það enn mikilvæg efnahagsmiðstöð austurhluta Guangdong. == Saga == Á tíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) var Shantou lítið sjávarþorp sem var hluti af Jieyang-sýslu. Þéttbýlið varð síðan þekkt sem Xialing á valdatíma hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldi]] (1271–1368). Árið 1563 varð Shantou hluti af Chenghai-sýslu í Chao-héraði. Strax árið 1574 hafði Shantou verið nefnt Shashanping. Á sautjándu öld var settur upp fallbyssupallur sem kenndur var við Shashantou og síðan var það stytt í „Shantou“. Bókstafleg merking Shantou í kínversku er „Fiskikörfuhöfði“. Við Han-fljótið liggur Queshi sem áður var þekkt af heimamönnum sem Kakchio. Á 19. öld voru þar bandarísku og bresku ræðismannsskrifstofurnar. Í dag er það svæði fallegur garður en sum mannvirkja frá fyrri sögu eru varðveitt. Árið 1858 var Chaozhou sem liggur um 32 kílómetrum upp með Han-fljóti, útnefnd „sáttmálahöfn“ og opnuð fyrir erlend viðskipti samkvæmt Tientsin-sáttmála, kínverskra stjórnvalda og ýmissa erlendra stórvelda.<ref>{{Citation|title=Treaty of Tientsin|date=2022-06-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Tientsin&oldid=1093340127|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-26}}</ref> var síðan opnuð þremur árum síðar sem úthöfn þess. Staðurinn þróaðist síðan hratt í stórhöfn og miðstöð flutninga og viðskipta. Shantou varð formlega gerða að borg árið 1919 og var aðskilin frá Chenghai árið 1921. Shantou var ein helsta höfnin til brottflutnings Kínverja til Suðaustur-Asíu. Á áætlað er að um 2,5 milljónir brottfluttra Kínverja hafi farið frá borgina á árunum 1880–1909. Þéttbýlið við Shantou stendur við þrönga enda inntaks óshólmar [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við hafið. Þar eru sandrifi sem eru mjög háð veðrum og [[Fellibylur|fellibyljum]]. Árið 1922 skall á borgina mikill fellibylur, sem drap 5.000 af þeim 65.000 sem þá bjuggu í borginni. Sum nærliggjandi þorp eyðilögðust algerlega sem og skip er lágu nálægt ströndinni. Í það heila fórust um 50.000 manns á svæðinu umhverfis borgina. Heildartala látinna hefur verið áætluð yfir 60.000 en gæti hafa verið mun hærri eða um 100.000 manns. Á þriðja áratug síðustu aldar, var borgin flutninga- og vörudreifingarmiðstöð í Suðaustur-Kína. Farmflutningur Shantou hafnar voru þá þeir þriðju mestu í Kína. Árið 1938, í [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna kínverska-japanska stríðinu]] (1937–45) skemmdist höfnin alvarlega í sprengjuárásum Japana. Þann 21. júní 1939 réðust japanskir ​​hermenn inn í borgina og hernámu hana allt til 15. ágúst 1945. Her [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] hertók Shantou 24. október 1949, 23 dögum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Shantou var eitt sinn aðallega þekkt fyrir útflutning á [[Sykur|sykri]], [[Ávöxtur|ávöxtum]], niðursoðnum vörum og sjávarafurðum. Hins vegar hefur mikil og fjölbreytt iðnþróun átt sér stað eftir 1949. Árið 1981 var stofnað sérstakt efnahagssvæði í Shantou. Það var síðar stækkaði til allra þéttbýlishverfa borgarinnar. Ýtti það mjög undir efnahagsþróun í borginni. Margvíslegur iðnaður þróaðist á borð við ljósefnatækni, úthljóðstækni, og rafeindavörur, leikföng, vefnaðarvöru og unnin matvæli. Járnbraut sem var fullgerð árið 1995 sem tengir borgina við [[Hong Kong]] og [[Guangzhou]] og önnur járnbraut tengist austur til [[Fujian]]-héraðs. Hraðbrautir veita skjótan aðgang til [[Shenzhen]] og lengra til [[Guangzhou]]. Hafnir borgarinnar tengjast sjóflutningum til meira en 200 innlendra og erlendra hafna. 6e776w7ngue3duwviutt1zfh50hbwsx 1761953 1761952 2022-07-26T14:34:39Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Shantou_Montage.jpg|thumb|right |<small> Myndir frá '''Shantou borg'''. Að ofan: Zhengguo hofið; Renmin torg; Queshi brúin; og borgarsýn.</small>|alt= Myndir frá Shantou borg. Að ofan:Zhengguo hofið, Renmin torg, Queshi brúin, og borgarsýn.]] [[Mynd:Shantou in China.png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.]] [[Mynd:Shantou map2005.jpg|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.]] '''Shantou''' ''([[kínverska]]:汕頭; [[Pinyin|rómönskun:]] Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og Santow)'' er stórborg á austurströnd [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Íbúafjöldi árið 2020 var um 5.5 milljónir. Borgin er við ósa [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta [[Guangdong]] héraðsins. Shantou borg er mikilvæg í kínverskri sögu 19. aldar sem ein „sáttmálahafna“ sem komið var á fót fyrir vestræn viðskipti og samskipti. Borgin var einnig eitt fyrsta svokallaðra sérstöku efnahagssvæða Kína sem komið var á laggirnar á níunda áratug síðustu aldar. Sem slík hefur hún þó ekki blómstraði á þann hátt sem borgir s.s. [[Shenzhen]], [[Xiamen]] og [[Zhuhai]] gerðu. Hins vegar er það enn mikilvæg efnahagsmiðstöð austurhluta Guangdong. == Saga == Á tíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) var Shantou lítið sjávarþorp sem var hluti af Jieyang-sýslu. Þéttbýlið varð síðan þekkt sem Xialing á valdatíma hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldi]] (1271–1368). Árið 1563 varð Shantou hluti af Chenghai-sýslu í Chao-héraði. Strax árið 1574 hafði Shantou verið nefnt Shashanping. Á sautjándu öld var settur upp fallbyssupallur sem kenndur var við Shashantou og síðan var það stytt í „Shantou“. Bókstafleg merking Shantou í kínversku er „Fiskikörfuhöfði“. Við Han-fljótið liggur Queshi sem áður var þekkt af heimamönnum sem Kakchio. Á 19. öld voru þar bandarísku og bresku ræðismannsskrifstofurnar. Í dag er það svæði fallegur garður en sum mannvirkja frá fyrri sögu eru varðveitt. Árið 1858 var Chaozhou sem liggur um 32 kílómetrum upp með Han-fljóti, útnefnd „sáttmálahöfn“ og opnuð fyrir erlend viðskipti samkvæmt Tientsin-sáttmála, kínverskra stjórnvalda og ýmissa erlendra stórvelda.<ref>{{Citation|title=Treaty of Tientsin|date=2022-06-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Tientsin&oldid=1093340127|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-26}}</ref> var síðan opnuð þremur árum síðar sem úthöfn þess. Staðurinn þróaðist síðan hratt í stórhöfn og miðstöð flutninga og viðskipta. Shantou varð formlega gerða að borg árið 1919 og var aðskilin frá Chenghai árið 1921. Shantou var ein helsta höfnin til brottflutnings Kínverja til Suðaustur-Asíu. Á áætlað er að um 2,5 milljónir brottfluttra Kínverja hafi farið frá borgina á árunum 1880–1909. Þéttbýlið við Shantou stendur við þrönga enda inntaks óshólmar [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við hafið. Þar eru sandrifi sem eru mjög háð veðrum og [[Fellibylur|fellibyljum]]. Árið 1922 skall á borgina mikill fellibylur, sem drap 5.000 af þeim 65.000 sem þá bjuggu í borginni. Sum nærliggjandi þorp eyðilögðust algerlega sem og skip er lágu nálægt ströndinni. Í það heila fórust um 50.000 manns á svæðinu umhverfis borgina. Heildartala látinna hefur verið áætluð yfir 60.000 en gæti hafa verið mun hærri eða um 100.000 manns. Á þriðja áratug síðustu aldar, var borgin flutninga- og vörudreifingarmiðstöð í Suðaustur-Kína. Farmflutningur Shantou hafnar voru þá þeir þriðju mestu í Kína. Árið 1938, í [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna kínverska-japanska stríðinu]] (1937–45) skemmdist höfnin alvarlega í sprengjuárásum Japana. Þann 21. júní 1939 réðust japanskir ​​hermenn inn í borgina og hernámu hana allt til 15. ágúst 1945. Her [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] hertók Shantou 24. október 1949, 23 dögum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Shantou var eitt sinn aðallega þekkt fyrir útflutning á [[Sykur|sykri]], [[Ávöxtur|ávöxtum]], niðursoðnum vörum og sjávarafurðum. Hins vegar hefur mikil og fjölbreytt iðnþróun átt sér stað eftir 1949. Árið 1981 var stofnað sérstakt efnahagssvæði í Shantou. Það var síðar stækkaði til allra þéttbýlishverfa borgarinnar. Ýtti það mjög undir efnahagsþróun í borginni. Margvíslegur iðnaður þróaðist á borð við ljósefnatækni, úthljóðstækni, og rafeindavörur, leikföng, vefnaðarvöru og unnin matvæli. Járnbraut sem var fullgerð árið 1995 sem tengir borgina við [[Hong Kong]] og [[Guangzhou]] og önnur járnbraut tengist austur til [[Fujian]]-héraðs. Hraðbrautir veita skjótan aðgang til [[Shenzhen]] og lengra til [[Guangzhou]]. Hafnir borgarinnar tengjast sjóflutningum til meira en 200 innlendra og erlendra hafna. [[Flokkur:Borgir í Kína]] 6i1mwd4hgg59tti0f20zlget7667aji 1761957 1761953 2022-07-26T15:02:52Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Shantou_Montage.jpg|thumb|right |<small> Myndir frá '''Shantou borg'''. Að ofan: Zhengguo hofið; Renmin torg; Queshi brúin; og borgarsýn.</small>|alt= Myndir frá Shantou borg. Að ofan:Zhengguo hofið, Renmin torg, Queshi brúin, og borgarsýn.]] [[Mynd:Shantou in China.png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.]] [[Mynd:Shantou map2005.jpg|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.]] '''Shantou''' ''([[kínverska]]:汕頭; [[Pinyin|rómönskun:]] Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og Santow)'' er stórborg á austurströnd [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Íbúafjöldi árið 2020 var um 5.5 milljónir. Borgin er við ósa [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta [[Guangdong]] héraðsins. Shantou borg er mikilvæg í kínverskri sögu 19. aldar sem ein „sáttmálahafna“ sem komið var á fót fyrir vestræn viðskipti og samskipti. Borgin var einnig eitt fyrsta svokallaðra sérstöku efnahagssvæða Kína sem komið var á laggirnar á níunda áratug síðustu aldar. Sem slík hefur hún þó ekki blómstraði á þann hátt sem borgir s.s. [[Shenzhen]], [[Xiamen]] og [[Zhuhai]] gerðu. Hins vegar er það enn mikilvæg efnahagsmiðstöð austurhluta Guangdong. == Saga == Á tíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) var Shantou lítið sjávarþorp sem var hluti af Jieyang-sýslu. Þéttbýlið varð síðan þekkt sem Xialing á valdatíma hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldi]] (1271–1368). Árið 1563 varð Shantou hluti af Chenghai-sýslu í Chao-héraði. Strax árið 1574 hafði Shantou verið nefnt Shashanping. Á sautjándu öld var settur upp fallbyssupallur sem kenndur var við Shashantou og síðan var það stytt í „Shantou“. Bókstafleg merking Shantou í kínversku er „Fiskikörfuhöfði“. Við Han-fljótið liggur Queshi sem áður var þekkt af heimamönnum sem Kakchio. Á 19. öld voru þar bandarísku og bresku ræðismannsskrifstofurnar. Í dag er það svæði fallegur garður en sum mannvirkja frá fyrri sögu eru varðveitt. Árið 1858 var Chaozhou sem liggur um 32 kílómetrum upp með Han-fljóti, útnefnd „sáttmálahöfn“ og opnuð fyrir erlend viðskipti samkvæmt Tientsin-sáttmála, kínverskra stjórnvalda og ýmissa erlendra stórvelda.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Tientsin|date=2022-06-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Tientsin&oldid=1093340127|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-26}}</ref></small> var síðan opnuð þremur árum síðar sem úthöfn þess. Staðurinn þróaðist síðan hratt í stórhöfn og miðstöð flutninga og viðskipta. Shantou varð formlega gerða að borg árið 1919 og var aðskilin frá Chenghai árið 1921. Shantou var ein helsta höfnin til brottflutnings Kínverja til Suðaustur-Asíu. Á áætlað er að um 2,5 milljónir brottfluttra Kínverja hafi farið frá borgina á árunum 1880–1909. Þéttbýlið við Shantou stendur við þrönga enda inntaks óshólmar [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við hafið. Þar eru sandrifi sem eru mjög háð veðrum og [[Fellibylur|fellibyljum]]. Árið 1922 skall á borgina mikill fellibylur, sem drap 5.000 af þeim 65.000 sem þá bjuggu í borginni. Sum nærliggjandi þorp eyðilögðust algerlega sem og skip er lágu nálægt ströndinni. Í það heila fórust um 50.000 manns á svæðinu umhverfis borgina. Heildartala látinna hefur verið áætluð yfir 60.000 en gæti hafa verið mun hærri eða um 100.000 manns. Á þriðja áratug síðustu aldar, var borgin flutninga- og vörudreifingarmiðstöð í Suðaustur-Kína. Farmflutningur Shantou hafnar voru þá þeir þriðju mestu í Kína. Árið 1938, í [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna kínverska-japanska stríðinu]] (1937–45) skemmdist höfnin alvarlega í sprengjuárásum Japana. Þann 21. júní 1939 réðust japanskir ​​hermenn inn í borgina og hernámu hana allt til 15. ágúst 1945. Her [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] hertók Shantou 24. október 1949, 23 dögum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Shantou var eitt sinn aðallega þekkt fyrir útflutning á [[Sykur|sykri]], [[Ávöxtur|ávöxtum]], niðursoðnum vörum og sjávarafurðum. Hins vegar hefur mikil og fjölbreytt iðnþróun átt sér stað eftir 1949. Árið 1981 var stofnað sérstakt efnahagssvæði í Shantou. Það var síðar stækkaði til allra þéttbýlishverfa borgarinnar. Ýtti það mjög undir efnahagsþróun í borginni. Margvíslegur iðnaður þróaðist á borð við ljósefnatækni, úthljóðstækni, og rafeindavörur, leikföng, vefnaðarvöru og unnin matvæli. Járnbraut sem var fullgerð árið 1995 sem tengir borgina við [[Hong Kong]] og [[Guangzhou]] og önnur járnbraut tengist austur til [[Fujian]]-héraðs. Hraðbrautir veita skjótan aðgang til [[Shenzhen]] og lengra til [[Guangzhou]]. Hafnir borgarinnar tengjast sjóflutningum til meira en 200 innlendra og erlendra hafna. == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [shantou.gov.cn| Opinber upplýsingarvefur Shantou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Shantou|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022}} * {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Shantou|titill=Britannica: Shantou|höfundur=Shan-t’ou, Swato|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=4. febrúar|ár=2014|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022|Britannica}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 8winrc9voqyxhc0buqxekfyxgdmsogp 1761958 1761957 2022-07-26T15:06:06Z Dagvidur 4656 /* Tengt efni */ wikitext text/x-wiki [[Mynd:Shantou_Montage.jpg|thumb|right |<small> Myndir frá '''Shantou borg'''. Að ofan: Zhengguo hofið; Renmin torg; Queshi brúin; og borgarsýn.</small>|alt= Myndir frá Shantou borg. Að ofan:Zhengguo hofið, Renmin torg, Queshi brúin, og borgarsýn.]] [[Mynd:Shantou in China.png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.]] [[Mynd:Shantou map2005.jpg|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.]] '''Shantou''' ''([[kínverska]]:汕頭; [[Pinyin|rómönskun:]] Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og Santow)'' er stórborg á austurströnd [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Íbúafjöldi árið 2020 var um 5.5 milljónir. Borgin er við ósa [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta [[Guangdong]] héraðsins. Shantou borg er mikilvæg í kínverskri sögu 19. aldar sem ein „sáttmálahafna“ sem komið var á fót fyrir vestræn viðskipti og samskipti. Borgin var einnig eitt fyrsta svokallaðra sérstöku efnahagssvæða Kína sem komið var á laggirnar á níunda áratug síðustu aldar. Sem slík hefur hún þó ekki blómstraði á þann hátt sem borgir s.s. [[Shenzhen]], [[Xiamen]] og [[Zhuhai]] gerðu. Hins vegar er það enn mikilvæg efnahagsmiðstöð austurhluta Guangdong. == Saga == Á tíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) var Shantou lítið sjávarþorp sem var hluti af Jieyang-sýslu. Þéttbýlið varð síðan þekkt sem Xialing á valdatíma hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldi]] (1271–1368). Árið 1563 varð Shantou hluti af Chenghai-sýslu í Chao-héraði. Strax árið 1574 hafði Shantou verið nefnt Shashanping. Á sautjándu öld var settur upp fallbyssupallur sem kenndur var við Shashantou og síðan var það stytt í „Shantou“. Bókstafleg merking Shantou í kínversku er „Fiskikörfuhöfði“. Við Han-fljótið liggur Queshi sem áður var þekkt af heimamönnum sem Kakchio. Á 19. öld voru þar bandarísku og bresku ræðismannsskrifstofurnar. Í dag er það svæði fallegur garður en sum mannvirkja frá fyrri sögu eru varðveitt. Árið 1858 var Chaozhou sem liggur um 32 kílómetrum upp með Han-fljóti, útnefnd „sáttmálahöfn“ og opnuð fyrir erlend viðskipti samkvæmt Tientsin-sáttmála, kínverskra stjórnvalda og ýmissa erlendra stórvelda.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Tientsin|date=2022-06-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Tientsin&oldid=1093340127|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-26}}</ref></small> var síðan opnuð þremur árum síðar sem úthöfn þess. Staðurinn þróaðist síðan hratt í stórhöfn og miðstöð flutninga og viðskipta. Shantou varð formlega gerða að borg árið 1919 og var aðskilin frá Chenghai árið 1921. Shantou var ein helsta höfnin til brottflutnings Kínverja til Suðaustur-Asíu. Á áætlað er að um 2,5 milljónir brottfluttra Kínverja hafi farið frá borgina á árunum 1880–1909. Þéttbýlið við Shantou stendur við þrönga enda inntaks óshólmar [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við hafið. Þar eru sandrifi sem eru mjög háð veðrum og [[Fellibylur|fellibyljum]]. Árið 1922 skall á borgina mikill fellibylur, sem drap 5.000 af þeim 65.000 sem þá bjuggu í borginni. Sum nærliggjandi þorp eyðilögðust algerlega sem og skip er lágu nálægt ströndinni. Í það heila fórust um 50.000 manns á svæðinu umhverfis borgina. Heildartala látinna hefur verið áætluð yfir 60.000 en gæti hafa verið mun hærri eða um 100.000 manns. Á þriðja áratug síðustu aldar, var borgin flutninga- og vörudreifingarmiðstöð í Suðaustur-Kína. Farmflutningur Shantou hafnar voru þá þeir þriðju mestu í Kína. Árið 1938, í [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna kínverska-japanska stríðinu]] (1937–45) skemmdist höfnin alvarlega í sprengjuárásum Japana. Þann 21. júní 1939 réðust japanskir ​​hermenn inn í borgina og hernámu hana allt til 15. ágúst 1945. Her [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] hertók Shantou 24. október 1949, 23 dögum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Shantou var eitt sinn aðallega þekkt fyrir útflutning á [[Sykur|sykri]], [[Ávöxtur|ávöxtum]], niðursoðnum vörum og sjávarafurðum. Hins vegar hefur mikil og fjölbreytt iðnþróun átt sér stað eftir 1949. Árið 1981 var stofnað sérstakt efnahagssvæði í Shantou. Það var síðar stækkaði til allra þéttbýlishverfa borgarinnar. Ýtti það mjög undir efnahagsþróun í borginni. Margvíslegur iðnaður þróaðist á borð við ljósefnatækni, úthljóðstækni, og rafeindavörur, leikföng, vefnaðarvöru og unnin matvæli. Járnbraut sem var fullgerð árið 1995 sem tengir borgina við [[Hong Kong]] og [[Guangzhou]] og önnur járnbraut tengist austur til [[Fujian]]-héraðs. Hraðbrautir veita skjótan aðgang til [[Shenzhen]] og lengra til [[Guangzhou]]. Hafnir borgarinnar tengjast sjóflutningum til meira en 200 innlendra og erlendra hafna. == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [https://www.shantou.gov.cn/ Opinber upplýsingarvefur] Shantou borgar - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Shantou|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022}} * {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Shantou|titill=Britannica: Shantou|höfundur=Shan-t’ou, Swato|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=4. febrúar|ár=2014|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022|Britannica}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 64yo2dlvlvk5ol37ahjehsd0msrzsky 1762008 1761958 2022-07-27T00:41:44Z Dagvidur 4656 Bætti við um landafræði, veðurfar og stjórnsýslu borgarinnar wikitext text/x-wiki [[Mynd:Shantou_Montage.jpg|thumb|right |<small> Myndir frá '''Shantou borg'''. Að ofan: Zhengguo hofið; Renmin torg; Queshi brúin; og borgarsýn.</small>|alt= Myndir frá Shantou borg. Að ofan:Zhengguo hofið, Renmin torg, Queshi brúin, og borgarsýn.]] [[Mynd:Shantou in China.png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.]] [[Mynd:Shantou map2005.jpg|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.]] '''Shantou''' ''([[kínverska]]:汕頭; [[Pinyin|rómönskun:]] Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og Santow)'' er stórborg á austurströnd [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Íbúafjöldi árið 2020 var um 5.5 milljónir. Borgin er við ósa [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta [[Guangdong]] héraðsins. Shantou borg er mikilvæg í kínverskri sögu 19. aldar sem ein „sáttmálahafna“ sem komið var á fót fyrir vestræn viðskipti og samskipti. Borgin var einnig eitt fyrsta svokallaðra sérstöku efnahagssvæða Kína sem komið var á laggirnar á níunda áratug síðustu aldar. Sem slík hefur hún þó ekki blómstraði á þann hátt sem borgir s.s. [[Shenzhen]], [[Xiamen]] og [[Zhuhai]] gerðu. Hins vegar er það enn mikilvæg efnahagsmiðstöð austurhluta Guangdong. == Saga == Á tíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) var Shantou lítið sjávarþorp sem var hluti af Jieyang-sýslu. Þéttbýlið varð síðan þekkt sem Xialing á valdatíma hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldi]] (1271–1368). Árið 1563 varð Shantou hluti af Chenghai-sýslu í Chao-héraði. Strax árið 1574 hafði Shantou verið nefnt Shashanping. Á sautjándu öld var settur upp fallbyssupallur sem kenndur var við Shashantou og síðan var það stytt í „Shantou“. Bókstafleg merking Shantou í kínversku er „Fiskikörfuhöfði“. Við Han-fljótið liggur Queshi sem áður var þekkt af heimamönnum sem Kakchio. Á 19. öld voru þar bandarísku og bresku ræðismannsskrifstofurnar. Í dag er það svæði fallegur garður en sum mannvirkja frá fyrri sögu eru varðveitt. Árið 1858 var Chaozhou sem liggur um 32 kílómetrum upp með Han-fljóti, útnefnd „sáttmálahöfn“ og opnuð fyrir erlend viðskipti samkvæmt Tientsin-sáttmála, kínverskra stjórnvalda og ýmissa erlendra stórvelda.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Tientsin|date=2022-06-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Tientsin&oldid=1093340127|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-26}}</ref></small> var síðan opnuð þremur árum síðar sem úthöfn þess. Staðurinn þróaðist síðan hratt í stórhöfn og miðstöð flutninga og viðskipta. Shantou varð formlega gerða að borg árið 1919 og var aðskilin frá Chenghai árið 1921. Shantou var ein helsta höfnin til brottflutnings Kínverja til Suðaustur-Asíu. Á áætlað er að um 2,5 milljónir brottfluttra Kínverja hafi farið frá borgina á árunum 1880–1909. Þéttbýlið við Shantou stendur við þrönga enda inntaks óshólmar [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við hafið. Þar eru sandrifi sem eru mjög háð veðrum og [[Fellibylur|fellibyljum]]. Árið 1922 skall á borgina mikill fellibylur, sem drap 5.000 af þeim 65.000 sem þá bjuggu í borginni. Sum nærliggjandi þorp eyðilögðust algerlega sem og skip er lágu nálægt ströndinni. Í það heila fórust um 50.000 manns á svæðinu umhverfis borgina. Heildartala látinna hefur verið áætluð yfir 60.000 en gæti hafa verið mun hærri eða um 100.000 manns. Á þriðja áratug síðustu aldar, var borgin flutninga- og vörudreifingarmiðstöð í Suðaustur-Kína. Farmflutningur Shantou hafnar voru þá þeir þriðju mestu í Kína. Árið 1938, í [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna kínverska-japanska stríðinu]] (1937–45) skemmdist höfnin alvarlega í sprengjuárásum Japana. Þann 21. júní 1939 réðust japanskir ​​hermenn inn í borgina og hernámu hana allt til 15. ágúst 1945. Her [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] hertók Shantou 24. október 1949, 23 dögum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Shantou var eitt sinn aðallega þekkt fyrir útflutning á [[Sykur|sykri]], [[Ávöxtur|ávöxtum]], niðursoðnum vörum og sjávarafurðum. Hins vegar hefur mikil og fjölbreytt iðnþróun átt sér stað eftir 1949. Árið 1981 var stofnað sérstakt efnahagssvæði í Shantou. Það var síðar stækkaði til allra þéttbýlishverfa borgarinnar. Ýtti það mjög undir efnahagsþróun í borginni. Margvíslegur iðnaður þróaðist á borð við ljósefnatækni, úthljóðstækni, og rafeindavörur, leikföng, vefnaðarvöru og unnin matvæli. Járnbraut sem var fullgerð árið 1995 sem tengir borgina við [[Hong Kong]] og [[Guangzhou]] og önnur járnbraut tengist austur til [[Fujian]]-héraðs. Hraðbrautir veita skjótan aðgang til [[Shenzhen]] og lengra til [[Guangzhou]]. Hafnir borgarinnar tengjast sjóflutningum til meira en 200 innlendra og erlendra hafna. == Landafræði == Shantou er staðsett í austurhluta [[Guangdong]] héraðs í Kína. Krabbabaugur liggur í gegnum norðurhluta borgarinnar. Þar er einnig austasti punktur meginlands Kína. Hæsti tindur í borgarlandinu er Dajian fjalli á Nan'ao eyju, í 587 metra hæð en hæsti tindur á meginlandinu er Lianhua fjall, í 562 metra í Chenghai borgarhverfinu. Borgin liggur við strönd Suður-Kínahafs skammt vestan við mynni [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]], sem með þveránni sinni, Mei-fljót, dregur mest af austurhluta Guangdong. Borgin er við inntak sem nær um 16 kílómetra inn í landið á suðvesturhluta sandrifa óshólma Han-fljótsins. Fljótið er fært bátum með grunna djúpristu allt til Meizhou borgar í Guangdong, um 55 kílómetra fyrir ofan Xingning borg. Shantou borg er um 301 kílómetrum norðaustur af [[Hong Kong]]. == Veðurfar == Shantou hefur hefur rakt loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur-Asíu, með stuttum, mildum vetrum og löngum, heitum og rökum sumrum. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína. Sumartímabilið, frá maí til október, er langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft [[Fellibylur|fellibylir]] (hvirfilbylir), sem geta verið hættulegir eins og saga borgarinnar ber með sér. Vetur í Shantou byrjar sólríkur og þurr en verður smám saman vætusamari og skýjaðri. Vorið er almennt skýjað, en sumarið sem ber með sér mestu rigningar ársins, er þó mun sólríkara. Þá er að meðaltali 8,2 dagar á ári með 50 mm úrkomu. Haustið er sólríkt og þurrt. Mánaðarlegur sólarhringsmeðalhiti er á bilinu 14,7 °C í janúarmánuði til 29,1 °C í júlí. Ársmeðaltalið hita er 22,58 °C. Árleg úrkoma er um 1.618 mm, þar af um 60% frá maí til ágúst. == Stjórnsýsla == Shantou er borg á héraðsstigi. Það hefur lögsögu yfir sex hverfum og einni sýslu: Longhu hverfi, Jinping hverfi, Haojiang hverfi, Chaoyang hverfi, Chaonan hverfi, og Chenghai hverfi. Að auki er Nan'ao sýsla sem er 115 ferkílómetra eyja. Elsti hluti Shantou er Jinping hverfi þar sem borgarstjórnin situr. Það er jafnframt viðskiptahverfi borgarinnar. Íbúar í þessu þéttbýlasta hverfi borgarinnar voru árið 2020 um 777.000. Fjölmennasta borgarhverfið er Chaoyang með 1.654.000 íbúar 2020 en það fámennasta er Nan'ao eyjan með um 64.000 íbúa.<ref>{{Citation|title=汕头市|date=2022-07-15|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B1%95%E5%A4%B4%E5%B8%82&oldid=72689628|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-27}}</ref> == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [https://www.shantou.gov.cn/ Opinber upplýsingarvefur] Shantou borgar - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Shantou|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022}} * {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Shantou|titill=Britannica: Shantou|höfundur=Shan-t’ou, Swato|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=4. febrúar|ár=2014|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022|Britannica}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 3316xai5nga7oh6raq17qr3gr1hq7o7 1762009 1762008 2022-07-27T00:43:13Z Dagvidur 4656 /* Stjórnsýsla */ wikitext text/x-wiki [[Mynd:Shantou_Montage.jpg|thumb|right |<small> Myndir frá '''Shantou borg'''. Að ofan: Zhengguo hofið; Renmin torg; Queshi brúin; og borgarsýn.</small>|alt= Myndir frá Shantou borg. Að ofan:Zhengguo hofið, Renmin torg, Queshi brúin, og borgarsýn.]] [[Mynd:Shantou in China.png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.]] [[Mynd:Shantou map2005.jpg|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.]] '''Shantou''' ''([[kínverska]]:汕頭; [[Pinyin|rómönskun:]] Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og Santow)'' er stórborg á austurströnd [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Íbúafjöldi árið 2020 var um 5.5 milljónir. Borgin er við ósa [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta [[Guangdong]] héraðsins. Shantou borg er mikilvæg í kínverskri sögu 19. aldar sem ein „sáttmálahafna“ sem komið var á fót fyrir vestræn viðskipti og samskipti. Borgin var einnig eitt fyrsta svokallaðra sérstöku efnahagssvæða Kína sem komið var á laggirnar á níunda áratug síðustu aldar. Sem slík hefur hún þó ekki blómstraði á þann hátt sem borgir s.s. [[Shenzhen]], [[Xiamen]] og [[Zhuhai]] gerðu. Hins vegar er það enn mikilvæg efnahagsmiðstöð austurhluta Guangdong. == Saga == Á tíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) var Shantou lítið sjávarþorp sem var hluti af Jieyang-sýslu. Þéttbýlið varð síðan þekkt sem Xialing á valdatíma hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldi]] (1271–1368). Árið 1563 varð Shantou hluti af Chenghai-sýslu í Chao-héraði. Strax árið 1574 hafði Shantou verið nefnt Shashanping. Á sautjándu öld var settur upp fallbyssupallur sem kenndur var við Shashantou og síðan var það stytt í „Shantou“. Bókstafleg merking Shantou í kínversku er „Fiskikörfuhöfði“. Við Han-fljótið liggur Queshi sem áður var þekkt af heimamönnum sem Kakchio. Á 19. öld voru þar bandarísku og bresku ræðismannsskrifstofurnar. Í dag er það svæði fallegur garður en sum mannvirkja frá fyrri sögu eru varðveitt. Árið 1858 var Chaozhou sem liggur um 32 kílómetrum upp með Han-fljóti, útnefnd „sáttmálahöfn“ og opnuð fyrir erlend viðskipti samkvæmt Tientsin-sáttmála, kínverskra stjórnvalda og ýmissa erlendra stórvelda.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Tientsin|date=2022-06-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Tientsin&oldid=1093340127|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-26}}</ref></small> var síðan opnuð þremur árum síðar sem úthöfn þess. Staðurinn þróaðist síðan hratt í stórhöfn og miðstöð flutninga og viðskipta. Shantou varð formlega gerða að borg árið 1919 og var aðskilin frá Chenghai árið 1921. Shantou var ein helsta höfnin til brottflutnings Kínverja til Suðaustur-Asíu. Á áætlað er að um 2,5 milljónir brottfluttra Kínverja hafi farið frá borgina á árunum 1880–1909. Þéttbýlið við Shantou stendur við þrönga enda inntaks óshólmar [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við hafið. Þar eru sandrifi sem eru mjög háð veðrum og [[Fellibylur|fellibyljum]]. Árið 1922 skall á borgina mikill fellibylur, sem drap 5.000 af þeim 65.000 sem þá bjuggu í borginni. Sum nærliggjandi þorp eyðilögðust algerlega sem og skip er lágu nálægt ströndinni. Í það heila fórust um 50.000 manns á svæðinu umhverfis borgina. Heildartala látinna hefur verið áætluð yfir 60.000 en gæti hafa verið mun hærri eða um 100.000 manns. Á þriðja áratug síðustu aldar, var borgin flutninga- og vörudreifingarmiðstöð í Suðaustur-Kína. Farmflutningur Shantou hafnar voru þá þeir þriðju mestu í Kína. Árið 1938, í [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna kínverska-japanska stríðinu]] (1937–45) skemmdist höfnin alvarlega í sprengjuárásum Japana. Þann 21. júní 1939 réðust japanskir ​​hermenn inn í borgina og hernámu hana allt til 15. ágúst 1945. Her [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] hertók Shantou 24. október 1949, 23 dögum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Shantou var eitt sinn aðallega þekkt fyrir útflutning á [[Sykur|sykri]], [[Ávöxtur|ávöxtum]], niðursoðnum vörum og sjávarafurðum. Hins vegar hefur mikil og fjölbreytt iðnþróun átt sér stað eftir 1949. Árið 1981 var stofnað sérstakt efnahagssvæði í Shantou. Það var síðar stækkaði til allra þéttbýlishverfa borgarinnar. Ýtti það mjög undir efnahagsþróun í borginni. Margvíslegur iðnaður þróaðist á borð við ljósefnatækni, úthljóðstækni, og rafeindavörur, leikföng, vefnaðarvöru og unnin matvæli. Járnbraut sem var fullgerð árið 1995 sem tengir borgina við [[Hong Kong]] og [[Guangzhou]] og önnur járnbraut tengist austur til [[Fujian]]-héraðs. Hraðbrautir veita skjótan aðgang til [[Shenzhen]] og lengra til [[Guangzhou]]. Hafnir borgarinnar tengjast sjóflutningum til meira en 200 innlendra og erlendra hafna. == Landafræði == Shantou er staðsett í austurhluta [[Guangdong]] héraðs í Kína. Krabbabaugur liggur í gegnum norðurhluta borgarinnar. Þar er einnig austasti punktur meginlands Kína. Hæsti tindur í borgarlandinu er Dajian fjalli á Nan'ao eyju, í 587 metra hæð en hæsti tindur á meginlandinu er Lianhua fjall, í 562 metra í Chenghai borgarhverfinu. Borgin liggur við strönd Suður-Kínahafs skammt vestan við mynni [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]], sem með þveránni sinni, Mei-fljót, dregur mest af austurhluta Guangdong. Borgin er við inntak sem nær um 16 kílómetra inn í landið á suðvesturhluta sandrifa óshólma Han-fljótsins. Fljótið er fært bátum með grunna djúpristu allt til Meizhou borgar í Guangdong, um 55 kílómetra fyrir ofan Xingning borg. Shantou borg er um 301 kílómetrum norðaustur af [[Hong Kong]]. == Veðurfar == Shantou hefur hefur rakt loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur-Asíu, með stuttum, mildum vetrum og löngum, heitum og rökum sumrum. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína. Sumartímabilið, frá maí til október, er langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft [[Fellibylur|fellibylir]] (hvirfilbylir), sem geta verið hættulegir eins og saga borgarinnar ber með sér. Vetur í Shantou byrjar sólríkur og þurr en verður smám saman vætusamari og skýjaðri. Vorið er almennt skýjað, en sumarið sem ber með sér mestu rigningar ársins, er þó mun sólríkara. Þá er að meðaltali 8,2 dagar á ári með 50 mm úrkomu. Haustið er sólríkt og þurrt. Mánaðarlegur sólarhringsmeðalhiti er á bilinu 14,7 °C í janúarmánuði til 29,1 °C í júlí. Ársmeðaltalið hita er 22,58 °C. Árleg úrkoma er um 1.618 mm, þar af um 60% frá maí til ágúst. == Stjórnsýsla == Shantou er borg á héraðsstigi. Stjórnsýslusvæði borgarinnar bær yfir 2.248 ferkílómetra. Borgin hefur lögsögu yfir sex hverfum og einni sýslu: Longhu hverfi, Jinping hverfi, Haojiang hverfi, Chaoyang hverfi, Chaonan hverfi, og Chenghai hverfi. Að auki er Nan'ao sýsla sem er 115 ferkílómetra eyja. Elsti hluti Shantou er Jinping hverfi þar sem borgarstjórnin situr. Það er jafnframt viðskiptahverfi borgarinnar. Íbúar í þessu þéttbýlasta hverfi borgarinnar voru árið 2020 um 777.000. Fjölmennasta borgarhverfið er Chaoyang með 1.654.000 íbúar 2020 en það fámennasta er Nan'ao eyjan með um 64.000 íbúa.<ref>{{Citation|title=汕头市|date=2022-07-15|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B1%95%E5%A4%B4%E5%B8%82&oldid=72689628|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-27}}</ref> == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [https://www.shantou.gov.cn/ Opinber upplýsingarvefur] Shantou borgar - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Shantou|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022}} * {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Shantou|titill=Britannica: Shantou|höfundur=Shan-t’ou, Swato|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=4. febrúar|ár=2014|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022|Britannica}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] fq638uhbnkkl4k2r6v1huyf3ealyvjv 1762010 1762009 2022-07-27T01:22:16Z Dagvidur 4656 aðeins um efnahag borgarinnar wikitext text/x-wiki [[Mynd:Shantou_Montage.jpg|thumb|right |<small> Myndir frá '''Shantou borg'''. Að ofan: Zhengguo hofið; Renmin torg; Queshi brúin; og borgarsýn.</small>|alt= Myndir frá Shantou borg. Að ofan:Zhengguo hofið, Renmin torg, Queshi brúin, og borgarsýn.]] [[Mynd:Shantou in China.png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (gulmerkt) í Kína.]] [[Mynd:Shantou map2005.jpg|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.]] '''Shantou''' ''([[kínverska]]:汕頭; [[Pinyin|rómönskun:]] Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og Santow)'' er stórborg á austurströnd [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Íbúafjöldi árið 2020 var um 5.5 milljónir. Borgin er við ósa [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta [[Guangdong]] héraðsins. Shantou borg er mikilvæg í kínverskri sögu 19. aldar sem ein „sáttmálahafna“ sem komið var á fót fyrir vestræn viðskipti og samskipti. Borgin var einnig eitt fyrsta svokallaðra sérstöku efnahagssvæða Kína sem komið var á laggirnar á níunda áratug síðustu aldar. Sem slík hefur hún þó ekki blómstraði á þann hátt sem borgir s.s. [[Shenzhen]], [[Xiamen]] og [[Zhuhai]] gerðu. Hins vegar er það enn mikilvæg efnahagsmiðstöð austurhluta Guangdong. == Saga == Á tíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) var Shantou lítið sjávarþorp sem var hluti af Jieyang-sýslu. Þéttbýlið varð síðan þekkt sem Xialing á valdatíma hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldi]] (1271–1368). Árið 1563 varð Shantou hluti af Chenghai-sýslu í Chao-héraði. Strax árið 1574 hafði Shantou verið nefnt Shashanping. Á sautjándu öld var settur upp fallbyssupallur sem kenndur var við Shashantou og síðan var það stytt í „Shantou“. Bókstafleg merking Shantou í kínversku er „Fiskikörfuhöfði“. Við Han-fljótið liggur Queshi sem áður var þekkt af heimamönnum sem Kakchio. Á 19. öld voru þar bandarísku og bresku ræðismannsskrifstofurnar. Í dag er það svæði fallegur garður en sum mannvirkja frá fyrri sögu eru varðveitt. Árið 1858 var Chaozhou sem liggur um 32 kílómetrum upp með Han-fljóti, útnefnd „sáttmálahöfn“ og opnuð fyrir erlend viðskipti samkvæmt Tientsin-sáttmála, kínverskra stjórnvalda og ýmissa erlendra stórvelda.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Tientsin|date=2022-06-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Tientsin&oldid=1093340127|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-26}}</ref></small> var síðan opnuð þremur árum síðar sem úthöfn þess. Staðurinn þróaðist síðan hratt í stórhöfn og miðstöð flutninga og viðskipta. Shantou varð formlega gerða að borg árið 1919 og var aðskilin frá Chenghai árið 1921. Shantou var ein helsta höfnin til brottflutnings Kínverja til Suðaustur-Asíu. Á áætlað er að um 2,5 milljónir brottfluttra Kínverja hafi farið frá borgina á árunum 1880–1909. Þéttbýlið við Shantou stendur við þrönga enda inntaks óshólmar [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við hafið. Þar eru sandrifi sem eru mjög háð veðrum og [[Fellibylur|fellibyljum]]. Árið 1922 skall á borgina mikill fellibylur, sem drap 5.000 af þeim 65.000 sem þá bjuggu í borginni. Sum nærliggjandi þorp eyðilögðust algerlega sem og skip er lágu nálægt ströndinni. Í það heila fórust um 50.000 manns á svæðinu umhverfis borgina. Heildartala látinna hefur verið áætluð yfir 60.000 en gæti hafa verið mun hærri eða um 100.000 manns. Á þriðja áratug síðustu aldar, var borgin flutninga- og vörudreifingarmiðstöð í Suðaustur-Kína. Farmflutningur Shantou hafnar voru þá þeir þriðju mestu í Kína. Árið 1938, í [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna kínverska-japanska stríðinu]] (1937–45) skemmdist höfnin alvarlega í sprengjuárásum Japana. Þann 21. júní 1939 réðust japanskir ​​hermenn inn í borgina og hernámu hana allt til 15. ágúst 1945. Her [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] hertók Shantou 24. október 1949, 23 dögum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Shantou var eitt sinn aðallega þekkt fyrir útflutning á [[Sykur|sykri]], [[Ávöxtur|ávöxtum]], niðursoðnum vörum og sjávarafurðum. Hins vegar hefur mikil og fjölbreytt iðnþróun átt sér stað eftir 1949. Árið 1981 var stofnað sérstakt efnahagssvæði í Shantou. Það var síðar stækkaði til allra þéttbýlishverfa borgarinnar. Ýtti það mjög undir efnahagsþróun í borginni. Margvíslegur iðnaður þróaðist á borð við ljósefnatækni, úthljóðstækni, og rafeindavörur, leikföng, vefnaðarvöru og unnin matvæli. Járnbraut sem var fullgerð árið 1995 sem tengir borgina við [[Hong Kong]] og [[Guangzhou]] og önnur járnbraut tengist austur til [[Fujian]]-héraðs. Hraðbrautir veita skjótan aðgang til [[Shenzhen]] og lengra til [[Guangzhou]]. Hafnir borgarinnar tengjast sjóflutningum til meira en 200 innlendra og erlendra hafna. == Landafræði == Shantou er staðsett í austurhluta [[Guangdong]] héraðs í Kína. Krabbabaugur liggur í gegnum norðurhluta borgarinnar. Þar er einnig austasti punktur meginlands Kína. Hæsti tindur í borgarlandinu er Dajian fjalli á Nan'ao eyju, í 587 metra hæð en hæsti tindur á meginlandinu er Lianhua fjall, í 562 metra í Chenghai borgarhverfinu. Borgin liggur við strönd Suður-Kínahafs skammt vestan við mynni [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]], sem með þveránni sinni, Mei-fljót, dregur mest af austurhluta Guangdong. Borgin er við inntak sem nær um 16 kílómetra inn í landið á suðvesturhluta sandrifa óshólma Han-fljótsins. Fljótið er fært bátum með grunna djúpristu allt til Meizhou borgar í Guangdong, um 55 kílómetra fyrir ofan Xingning borg. Shantou borg er um 301 kílómetrum norðaustur af [[Hong Kong]]. == Veðurfar == Shantou hefur hefur rakt loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur-Asíu, með stuttum, mildum vetrum og löngum, heitum og rökum sumrum. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína. Sumartímabilið, frá maí til október, er langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft [[Fellibylur|fellibylir]] (hvirfilbylir), sem geta verið hættulegir eins og saga borgarinnar ber með sér. Vetur í Shantou byrjar sólríkur og þurr en verður smám saman vætusamari og skýjaðri. Vorið er almennt skýjað, en sumarið sem ber með sér mestu rigningar ársins, er þó mun sólríkara. Þá er að meðaltali 8,2 dagar á ári með 50 mm úrkomu. Haustið er sólríkt og þurrt. Mánaðarlegur sólarhringsmeðalhiti er á bilinu 14,7 °C í janúarmánuði til 29,1 °C í júlí. Ársmeðaltalið hita er 22,58 °C. Árleg úrkoma er um 1.618 mm, þar af um 60% frá maí til ágúst. == Stjórnsýsla == Shantou er borg á héraðsstigi. Stjórnsýslusvæði borgarinnar bær yfir 2.248 ferkílómetra. Borgin hefur lögsögu yfir sex hverfum og einni sýslu: Longhu hverfi, Jinping hverfi, Haojiang hverfi, Chaoyang hverfi, Chaonan hverfi, og Chenghai hverfi. Að auki er Nan'ao sýsla sem er 115 ferkílómetra eyja. Elsti hluti Shantou er Jinping hverfi þar sem borgarstjórnin situr. Það er jafnframt viðskiptahverfi borgarinnar. Íbúar í þessu þéttbýlasta hverfi borgarinnar voru árið 2020 um 777.000. Fjölmennasta borgarhverfið er Chaoyang með 1.654.000 íbúar 2020 en það fámennasta er Nan'ao eyjan með um 64.000 íbúa.<ref>{{Citation|title=汕头市|date=2022-07-15|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B1%95%E5%A4%B4%E5%B8%82&oldid=72689628|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-27}}</ref> == Efnahagur == Framleiðsla í Shantou er stór hluti atvinnusköpunar í borginni. Atvinnugreinarnar byggja aðallega á textíl, framleiðslu véla, rafeindatækni, plast- og handverksvara. Tréskurður og skeljaútskurður, litað postulín, rafhljóðhljóðfæri, niðursoðinn matur og ljósnæm efni eru dæmi um afurðir borgarinnar. Leikfangaframleiðsla er mjög umfangsmikil í borginni. ''Fríverslunarsvæði Shantou'' sem nær yfir 2,34 ferkílómetra, er staðsett í suðurhluta borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Shantou Special Economic Zone|date=2021-12-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shantou_Special_Economic_Zone&oldid=1058694557|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-27}}</ref> Til þess var stofnað árið 1993 þegar Kína opnaði fyrir þróun sérstakra fríverslunarsvæða til útflutningsvinnslu, alþjóðaviðskipti, fjármála- og upplýsingaiðnað. <ref>{{Citation|title=Deng Xiaoping|date=2022-06-25|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Deng_Xiaoping&oldid=1758715|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-27}}</ref> == Tengt efni == * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] * [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]] * [https://www.shantou.gov.cn/ Opinber upplýsingarvefur] Shantou borgar - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl. == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Shantou|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022}} * {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Shantou|titill=Britannica: Shantou|höfundur=Shan-t’ou, Swato|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=4. febrúar|ár=2014|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022|Britannica}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 08un4hu7t2qr1cvvyx776wv9iqqaoag Rick Astley 0 168628 1761955 2022-07-26T14:58:51Z Óskadddddd 83612 Ný síða: [[Mynd:Rick Astley-cropped.jpg|alt=Rick Astley árið 2008 í Singapúr.|thumb|Rick Astley árið 2008 í [[Singapúr]].]] '''Richard Paul Astley''' (fæddur [[6. febrúar]] [[1966]]) er enskur söngvari, lagahöfundur og útvarpsmaður. Hann er best þekktur fyrir lögin sín „Never Gonna Give You Up“, „Together Forever“ og „Whenever You Need Somebody“. wikitext text/x-wiki [[Mynd:Rick Astley-cropped.jpg|alt=Rick Astley árið 2008 í Singapúr.|thumb|Rick Astley árið 2008 í [[Singapúr]].]] '''Richard Paul Astley''' (fæddur [[6. febrúar]] [[1966]]) er enskur söngvari, lagahöfundur og útvarpsmaður. Hann er best þekktur fyrir lögin sín „Never Gonna Give You Up“, „Together Forever“ og „Whenever You Need Somebody“. djyy75eiegyqe8nzzsvdoilfphrunvk 1761956 1761955 2022-07-26T14:59:46Z Óskadddddd 83612 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Rick Astley-cropped.jpg|alt=Rick Astley árið 2008 í Singapúr.|thumb|Rick Astley árið 2008 í [[Singapúr]].]] '''Richard Paul Astley''' (fæddur [[6. febrúar]] [[1966]]) er enskur söngvari og lagahöfundur. Hann er best þekktur fyrir lögin sín „Never Gonna Give You Up“, „Together Forever“ og „Whenever You Need Somebody“. t8pn22ag7lwvfm6pfmb2vg4z35kr0qg 1761959 1761956 2022-07-26T15:48:34Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Rick Astley-cropped.jpg|alt=Rick Astley árið 2008 í Singapúr.|thumb|Rick Astley árið 2008 í [[Singapúr]].]] '''Richard Paul Astley''' (fæddur [[6. febrúar]] [[1966]]) er enskur söngvari og lagahöfundur. Hann er best þekktur fyrir lögin sín „Never Gonna Give You Up“, „Together Forever“ og „Whenever You Need Somebody“. {{f|1966}} [[Flokkur:Enskir tónlistarmenn]] 4oo432fldburaxt22n34qym95smlchi 1762012 1761959 2022-07-27T08:55:01Z Alvaldi 71791 Heimildir wikitext text/x-wiki [[Mynd:Rick Astley-cropped.jpg|alt=Rick Astley árið 2008 í Singapúr.|thumb|Rick Astley árið 2008 í [[Singapúr]].]] '''Richard Paul Astley''' (fæddur [[6. febrúar]] [[1966]]) er enskur söngvari og lagahöfundur. Hann er best þekktur fyrir lögin sín „Never Gonna Give You Up“, „Together Forever“ og „Whenever You Need Somebody“.<ref>{{cite news |title=Rick Astley ‘grateful’ for twisted success of ‘Never Gonna Give You Up’ |url=https://nypost.com/2022/06/23/rick-astley-grateful-for-twisted-success-of-never-gonna-give-you-up/ |access-date=27. júlí 2022 |work=[[New York Post]] |date=23. june 2022 |language=Enska}}</ref><ref>{{cite news |author1=Böðvar Páll Ásgeirsson |title=Jarmið fer víða |url=https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innskraning/?redirect=%2Fmogginn%2Fbladid%2Fgrein%2F1755760%2F%3Ft%3D304344702&page_name=grein&grein_id=1755760 |access-date=27. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |date=27. júní 2020}}</ref> ==Heimildir== {{reflist}} {{f|1966}} [[Flokkur:Enskir tónlistarmenn]] k3pxtz71ljd6dv9rtk83dyl4nfoirgp Flokkur:Tegundir nefndar eftir Íslandi 14 168629 1761969 2022-07-26T17:24:28Z Berserkur 10188 Ný síða: [[Flokkur:Ísland]] wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Ísland]] qg5s5j6dysprad32i7b48scyetic3d7 Hippatímabilið 0 168630 1761991 2022-07-26T18:36:58Z Berserkur 10188 Tilvísun á [[Hippar]] wikitext text/x-wiki #TILVÍSUN[[hippar]] slx64sy35wapg4y8vf385ahrf3ylu76 Apis mellifera anatoliaca 0 168631 1761998 2022-07-26T23:26:00Z Svarði2 42280 nýtt wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = Apis mellifera sicula.JPG | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera anatoliaca | trinomial_authority = Maa, 1953 | synonyms = Apis mellifera anatolica <small>Maa, 1953</small> | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera anatoliaca''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Tyrkland]]i.<ref>(''French'') [[Brother Adam]] & G.Ledent [http://perso.fundp.ac.be/~jvandyck/homage/books/FrAdam/voyages/4voy/fr.shtml (perso.fundp.ac.be website)] referenced content within 3rd sentence of ''L'abeille d'Anatolie Centrale'' in BA 29(4) 1965 p81-85 ''of'' La Belgique Apicole,28 & 29 1964–65 [Retrieved 2011-12-21]</ref><ref>{{cite journal |last1=Akyol |first1=Ethem |last2=Yeninar |first2=Halil |last3=Korkmaz |first3=Ali |last4=Çakmak |first4=İbrahim |title=An observation study on the effects of queen age on some characteristics of honey bee colonies |journal=Italian Journal of Animal Science |date=January 2008 |volume=7 |issue=1 |pages=19–25 |doi=10.4081/ijas.2008.19 |s2cid=86656741 |doi-access=free }}</ref><ref>{{cite journal |last1=Kandemi̇r |first1=İrfan |last2=Kence |first2=Meral |last3=Kence |first3=Aykut |title=Morphometric and Electrophoretic Variation in Different Honeybee (Apis mellifera L.) Populations |journal=Turkish Journal of Veterinary and Animal Sciences |date=30 June 2005 |volume=29 |issue=3 |pages=885–890 |url=https://journals.tubitak.gov.tr/veterinary/abstract.htm?id=7728 |citeseerx=10.1.1.606.5253 }}</ref><ref>{{cite journal |last1=Bloch |first1=Guy |last2=Francoy |first2=Tiago M. |last3=Wachtel |first3=Ido |last4=Panitz-Cohen |first4=Nava |last5=Fuchs |first5=Stefan |last6=Mazar |first6=Amihai |title=Industrial apiculture in the Jordan valley during Biblical times with Anatolian honeybees |journal=Proceedings of the National Academy of Sciences |date=22 June 2010 |volume=107 |issue=25 |pages=11240–11244 |doi=10.1073/pnas.1003265107 |pmid=20534519 |pmc=2895135 |bibcode=2010PNAS..10711240B |doi-access=free }}</ref> [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera anatoliaca}} {{Wikilífverur|Apis mellifera anatoliaca}} [[Flokkur:Býflugur]] nq0dpcf470hslg97ncci9cue68vj6m1 1762000 1761998 2022-07-26T23:33:04Z Svarði2 42280 röng mynd wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera anatoliaca | trinomial_authority = Maa, 1953 | synonyms = Apis mellifera anatolica <small>Maa, 1953</small> | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera anatoliaca''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Tyrkland]]i.<ref>(''French'') [[Brother Adam]] & G.Ledent [http://perso.fundp.ac.be/~jvandyck/homage/books/FrAdam/voyages/4voy/fr.shtml (perso.fundp.ac.be website)] referenced content within 3rd sentence of ''L'abeille d'Anatolie Centrale'' in BA 29(4) 1965 p81-85 ''of'' La Belgique Apicole,28 & 29 1964–65 [Retrieved 2011-12-21]</ref><ref>{{cite journal |last1=Akyol |first1=Ethem |last2=Yeninar |first2=Halil |last3=Korkmaz |first3=Ali |last4=Çakmak |first4=İbrahim |title=An observation study on the effects of queen age on some characteristics of honey bee colonies |journal=Italian Journal of Animal Science |date=January 2008 |volume=7 |issue=1 |pages=19–25 |doi=10.4081/ijas.2008.19 |s2cid=86656741 |doi-access=free }}</ref><ref>{{cite journal |last1=Kandemi̇r |first1=İrfan |last2=Kence |first2=Meral |last3=Kence |first3=Aykut |title=Morphometric and Electrophoretic Variation in Different Honeybee (Apis mellifera L.) Populations |journal=Turkish Journal of Veterinary and Animal Sciences |date=30 June 2005 |volume=29 |issue=3 |pages=885–890 |url=https://journals.tubitak.gov.tr/veterinary/abstract.htm?id=7728 |citeseerx=10.1.1.606.5253 }}</ref><ref>{{cite journal |last1=Bloch |first1=Guy |last2=Francoy |first2=Tiago M. |last3=Wachtel |first3=Ido |last4=Panitz-Cohen |first4=Nava |last5=Fuchs |first5=Stefan |last6=Mazar |first6=Amihai |title=Industrial apiculture in the Jordan valley during Biblical times with Anatolian honeybees |journal=Proceedings of the National Academy of Sciences |date=22 June 2010 |volume=107 |issue=25 |pages=11240–11244 |doi=10.1073/pnas.1003265107 |pmid=20534519 |pmc=2895135 |bibcode=2010PNAS..10711240B |doi-access=free }}</ref> [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera anatoliaca}} {{Wikilífverur|Apis mellifera anatoliaca}} [[Flokkur:Býflugur]] bgovkuz9jgng61fuel4s359wv8liis8 Apis mellifera adamii 0 168632 1761999 2022-07-26T23:31:19Z Svarði2 42280 nýtt wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera adami | trinomial_authority = [[Friedrich Ruttner|Ruttner]], 1975 | synonyms = Apis mellifera adamii | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera adami''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Krít]].<ref>P Harizanis, Iera Odos ''Genetic structure of the bee from Crete island (Greece)'' Apidologie (2003) [http://www.mendeley.com/research/genetic-structure-bee-crete-island-greece/ 2012 Mendeley Ltd] [Retrieved 2011-12-20]</ref> [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er líkist mjög og er einna skyldust ''[[Apis mellifera cecropia]]''. == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera adami}} {{Wikilífverur|Apis mellifera adami}} [[Flokkur:Býflugur]] ocdw9dgaunc4vfblq6or5gv03vmojlt 1762001 1761999 2022-07-26T23:33:37Z Svarði2 42280 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera adami | trinomial_authority = [[Friedrich Ruttner|Ruttner]], 1975 | synonyms = Apis mellifera adamii | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera adami''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Krít]].<ref>P Harizanis, Iera Odos ''Genetic structure of the bee from Crete island (Greece)'' Apidologie (2003) [http://www.mendeley.com/research/genetic-structure-bee-crete-island-greece/ 2012 Mendeley Ltd] [Retrieved 2011-12-20]</ref> [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er líkist mjög og er einna skyldust ''[[Apis mellifera cecropia]]''. == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera adamii}} {{Wikilífverur|Apis mellifera adamii}} [[Flokkur:Býflugur]] dlkoej41xwfv04m5z0wis7x9b9mrzat 1762002 1762001 2022-07-26T23:36:05Z Svarði2 42280 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera adami | trinomial_authority = [[Friedrich Ruttner|Ruttner]], 1975 | synonyms = Apis mellifera adamii | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera adami''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Krít (eyja)|Krít]].<ref>P Harizanis, Iera Odos ''Genetic structure of the bee from Crete island (Greece)'' Apidologie (2003) [http://www.mendeley.com/research/genetic-structure-bee-crete-island-greece/ 2012 Mendeley Ltd] [Retrieved 2011-12-20]</ref> [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er líkist mjög og er einna skyldust ''[[Apis mellifera cecropia]]''. Nafn hennar er til heiðurs Bróður Adam, sem þróaði [[Buckfastbý]]. == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera adamii}} {{Wikilífverur|Apis mellifera adamii}} [[Flokkur:Býflugur]] 3c73s80xsxahunz8t719a2mfgw705fi Apis mellifera caucasica 0 168633 1762003 2022-07-26T23:52:41Z Svarði2 42280 nýtt wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = Honeybee - Balarısı 01.jpg | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera caucasica | trinomial_authority = [[August Pollmann|Pollmann]], 1889 | synonyms = Apis mellifera caucasica <small>Gorbachev, 1916</small><br>Apis mellifera pomonella <small>Sheppaard & Meixner, 2003</small> | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera caucasica''' er ein undirtegund alibýflugna.<ref>{{cite journal |author=Michael S. Engel |year=1999 |title=The taxonomy of recent and fossil honey bees (Hymenoptera: Apidae: ''Apis'') |journal=[[Journal of Hymenoptera Research]] |volume=8 |pages=165–196 |author-link=Michael S. Engel}}</ref> Útbreiðsla hennar er í [[Kákasus]], Georgíu, Tyrklandi, Armeníu og Azerbaijan. .<ref>{{Cite web|last=Corso|first=Molly|date=2013-04-12|title=Georgia Offers a Super Bee to Help Ailing American Bees {{!}} Eurasianet|url=https://eurasianet.org/georgia-offers-a-super-bee-to-help-ailing-american-bees|url-status=live|archive-url=https://web.archive.org/web/20190820124949/https://eurasianet.org/georgia-offers-a-super-bee-to-help-ailing-american-bees |archive-date=2019-08-20 |access-date=2020-07-05|website=eurasianet.org|language=en}}</ref> [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er líkist helst ''[[Apis mellifera carnica]]'' að stærð og lögun, en er dökk að lit. Tungan er óvenju löng: 7.3 mm<ref>[https://amcinternational.org/caucasian-bees-history.html amcinternational.org F. Benton International Beekeeping Association]</ref> og eru ekki aðrar alibýflugur með lengri tungu. [[File:Proboscis Apis.m.Caucasia.jpg|miðja|thumb|300px| Tunga Apis mellifera caucasica) er um 7.3 mm]] == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera caucasica}} {{Wikilífverur|Apis mellifera caucasica}} [[Flokkur:Býflugur]] 8373mnjczlyrlf67wk3tsehier91t4d Apis mellifera litorea 0 168634 1762004 2022-07-27T00:03:13Z Svarði2 42280 nýtt wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = Apis mellifera sicula.JPG | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera litorea | trinomial_authority = Smith, 1961<ref>{{cite book |last1=Prof. Dr. Friedrich Ruttner |title=Biogeography and Taxonomy of Honeybees |date=1988 |publisher=Springer-Verlag Berlin Heidelberg GmbH |location=New York |isbn=9783642726514 |pages=215 |edition=1}}</ref> | synonyms = Apis mellifera sicula <small>(Montagano 1911)</small> | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera litorea''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er á sléttum við strönd Austur-Afríku (frá [[Kenýa]] suður til norðurhluta [[Mósambík]]).<ref> [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4940 ''Apis mellifera litorea'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera]</ref> <ref>{{cite book |last1=Prof. Dr. Friedrich Ruttner |title=Biogeography and Taxonomy of Honeybees |date=1988 |publisher=Springer-Verlag Berlin Heidelberg GmbH |location=New York |isbn=9783642726514 |pages=215 |edition=1}}</ref> == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera litorea}} {{Wikilífverur|Apis mellifera litorea}} [[Flokkur:Býflugur]] tn50k2ji0aer2y0qjypvc5aeoqfpf9h 1762005 1762004 2022-07-27T00:03:36Z Svarði2 42280 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = Apis mellifera sicula.JPG | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera litorea | trinomial_authority = Smith, 1961<ref>{{cite book |last1=Prof. Dr. Friedrich Ruttner |title=Biogeography and Taxonomy of Honeybees |date=1988 |publisher=Springer-Verlag Berlin Heidelberg GmbH |location=New York |isbn=9783642726514 |pages=215 |edition=1}}</ref> | synonyms = | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera litorea''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er á sléttum við strönd Austur-Afríku (frá [[Kenýa]] suður til norðurhluta [[Mósambík]]).<ref> [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4940 ''Apis mellifera litorea'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera]</ref> <ref>{{cite book |last1=Prof. Dr. Friedrich Ruttner |title=Biogeography and Taxonomy of Honeybees |date=1988 |publisher=Springer-Verlag Berlin Heidelberg GmbH |location=New York |isbn=9783642726514 |pages=215 |edition=1}}</ref> == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera litorea}} {{Wikilífverur|Apis mellifera litorea}} [[Flokkur:Býflugur]] bikbnaba3xe0agd9zt5no65unrqjndy 1762006 1762005 2022-07-27T00:04:00Z Svarði2 42280 röng mynd wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera litorea | trinomial_authority = Smith, 1961<ref>{{cite book |last1=Prof. Dr. Friedrich Ruttner |title=Biogeography and Taxonomy of Honeybees |date=1988 |publisher=Springer-Verlag Berlin Heidelberg GmbH |location=New York |isbn=9783642726514 |pages=215 |edition=1}}</ref> | synonyms = | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera litorea''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er á sléttum við strönd Austur-Afríku (frá [[Kenýa]] suður til norðurhluta [[Mósambík]]).<ref> [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4940 ''Apis mellifera litorea'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera]</ref> <ref>{{cite book |last1=Prof. Dr. Friedrich Ruttner |title=Biogeography and Taxonomy of Honeybees |date=1988 |publisher=Springer-Verlag Berlin Heidelberg GmbH |location=New York |isbn=9783642726514 |pages=215 |edition=1}}</ref> == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Apis mellifera litorea}} {{Wikilífverur|Apis mellifera litorea}} [[Flokkur:Býflugur]] kl6dc0hf53ys7rfcakeh86dwgfb4253 Eiturlyfjastríðið 0 168635 1762013 2022-07-27T10:26:22Z TKSnaevarr 53243 Tilvísun á [[Stríðið gegn eiturlyfjum]] wikitext text/x-wiki #TILVÍSUN[[Stríðið gegn eiturlyfjum]] q4k077pghpuatkol6aicb9wgmvj0o9s