Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.39.0-wmf.23
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
Smától
Smátólaspjall
Smátóla skilgreining
Smátóla skilgreiningarspjall
Þýskaland
0
1620
1764353
1764124
2022-08-10T11:50:23Z
Akigka
183
/* Landfræði */
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Sambandslýðveldið Þýskaland
| nafn_á_frummáli = Bundesrepublik Deutschland
| nafn_í_eignarfalli = Þýskalands
| fáni = Flag of Germany.svg
| skjaldarmerki = Coat of Arms of Germany.svg
| kjörorð = Einigkeit und Recht und Freiheit
| kjörorð_tungumál = þýska
| kjörorð_þýðing = Eining, réttlæti og frelsi
| staðsetningarkort = EU-Germany (orthographic projection).svg
| tungumál = [[Þýska]]
| höfuðborg = [[Berlín]]
| stjórnarfar = [[Sambandslýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Þýskalands|Forseti]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Frank-Walter Steinmeier]]
| titill_leiðtoga2 = [[Kanslari Þýskalands|Kanslari]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Olaf Scholz]]
| ESBaðild = [[25. mars]] [[1957]]
| stærðarsæti = 63
| flatarmál = 357.022
| hlutfall_vatns = 1,27
| mannfjöldaár = 2020
| fólksfjöldi = 83.190.556
| mannfjöldasæti = 18
| íbúar_á_ferkílómetra = 232
| VLF_ár = 2021
| VLF = 4.319
| VLF_sæti = 5
| VLF_á_mann = 56.956
| VLF_á_mann_sæti = 15
| VÞL_ár = 2019
| VÞL = {{hækkun}} 0.947
| VÞL_sæti = 6
| staða = Stofnun
| atburður1 = [[Verdun-samningurinn]]
| dagsetning1 = 843
| atburður2 = [[Heilaga rómverska ríkið]]
| dagsetning2 = 2. febrúar 962
| atburður3 = [[Þýska sambandið]]
| dagsetning3 = 8. júní 1815
| atburður4 = [[Þýska keisaradæmið]]
| dagsetning4 = 18. janúar 1871
| atburður5 = Sambandslýðveldið
| dagsetning5 = 23. maí 1949
| atburður6 = Sameining
| dagsetning6 = 3. október 1990
| gjaldmiðill = [[Evra]] €
| tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
| þjóðsöngur = [[Das Lied der Deutschen]]
| umferð = hægra
| tld = de
| símakóði = 49
}}
'''Sambandslýðveldið Þýskaland''' ([[þýska]]: ''Bundesrepublik Deutschland''; {{framburður|De-Deutschland.ogg}}) er að flatarmáli sjöunda stærsta ríki [[Evrópa|Evrópu]] og spannar rúmlega 357 þúsund km². Það er að sama skapi næst fjölmennasta land Evrópu með 81,1 milljónir íbúa. Aðeins [[Rússland]] er fjölmennara. Höfuðborgin er [[Berlín]]. Þýskaland var áður fyrr meginhluti [[Heilaga rómverska keisaradæmið|Hins heilaga rómverska keisaradæmis]] sem myndaðist við skiptingu hins mikla [[Frankaríki]]s [[Karlamagnús]]ar árið [[843]]. Í dag er Þýskaland eitt mesta iðnveldi heims og er efnahagskerfi landsins eitt það stærsta í heimi.
== Heiti ==
Hugtakið ''Þýskt'' kemur fyrst fram í lok 11. aldar í [[Annokvæði]] sem ''Diutischemi lande, Diutsche lant, Diutischimo lante'' (þýsk lönd) fyrir [[Austurfrankaríki]] þar sem germönsku mælandi þjóðflokkar bjuggu, til aðgreiningar frá [[Vesturfrankaríki]], þar sem talað voru fornfranskar mállýskur. Orðið ''Deutsch'' er dregið af fhþ. ''diutisc'' af ''diot'' sbr. got. ''þiuda'' „þjóð“, þ.e. „tengd þjóðinni, alþýðunni“ og á við um tungumál. Orðið breyttist í ''tysk'' á [[Danska|dönsku]], ''þýskt'' á [[Íslenska|íslensku]], og ''tedesco'' á ítölsku.
Þýskaland var lengi vel eingöngu mállandafræðilegt hugtak sem átti við stærra landsvæði en núverandi Þýskaland (Belgía, Holland [sjá enska heitið „''dutch''“], Sviss, Liechtenstein, Luxemburg, Austurríki, Suðurtírol/Alto Adige á Ítalíu, Elsass í Frakklandi) á meðan ríkið var kallað [[Hið heilaga rómverska keisaradæmi]] síðan á 12. öld. Þetta nafn, með nafnbót „þýsks þjóðernis“ var notað fram til ársins 1806. Fyrst eftir byltingu 1919 heitir ríkið opinberlega „Þýskaland“.
Enska heitið ''Germany'' og það rússneska og ítalska ''Germania'' er dregið af orðinu ''Germania'' en því nafni nefndu [[Rómverjar]] landið handan eigin ríkis, norðan við [[Dóná]] og austar [[Rínarfljót]]. Franska heitið ''Allemagne'' (svipað á spænsku, portúgölsku, arabísku, tyrknesku) er dregið af orðinu ''Alemanni'' sem er heiti á germönskum þjóðflokki sem bjó við frönsku landamærin við [[Rínarfljót]]. Slavneskar þjóðir, Ungverjar og Rúmenar nota nafn af rótinni ''nemez'' sem þýðir ''mállaus'', sem sagt ''talar ekki (okkar) tungumál'' en ''slava'' þýðir upphaflega ''orð''.
Athyglisvert er að nafn fyrir landið (''Þýskaland'') og heiti þjóðar (''Þjóðverjar'') eru stundum dregin af mismunandi stofnum, m.a. á íslensku, hins vegar er Þýskaland kallað Þjóðverjaland í gömlum íslenskum bókum. Á ítölsku er talað um ''Germania'' en ''Tedeschi'' um Þjóðverja.
== Saga ==
[[Þýska]] tungumálið og samkennd meðal Þjóðverja er yfir þúsund ára gömul en sameinað þýskt [[þjóðríki]] varð þó ekki til fyrr en með stofnun Þýska keisaradæmisins árið [[1871]].
Þýskaland rekur uppruna sinn til [[Verdun-samningurinn|Verdun-samningsins]] frá [[843]] en með honum var [[Frankaveldi]] skipt upp í vesturhluta sem varð að [[Frakkland]]i nútímans, miðhluta sem tók yfir Norður-[[Ítalía|Ítalíu]], [[Niðurlönd]] og fleiri svæði og austurhluta sem myndaði [[Heilaga rómverska keisaradæmið|Hið heilaga rómverska keisaradæmi]]. Það var til í ýmsum myndum allt til [[1806]] en var þó aldrei meira en mjög laustengt bandalag smá konungsríkja og hafði auk þess fleiri þjóðir en þá þýsku innan sinna vébanda.
Á þessum þúsund árum juku Þjóðverjar mjög við áhrif sín í gegnum [[Kaþólska kirkjan|kaþólsku kirkjuna]], [[Norður-krossferðirnar]] og [[Hansasambandið]].
=== Fornöld (100 f.Kr. – 300 e.Kr.) ===
[[Mynd:Imperium Romanum Germania.png|thumbnail|vinstri|[[Rómaveldi]] og landsvæði Germana snemma á [[2. öld]].]]
Talið er að rekja megi uppruna germanskra þjóðflokka til [[Bronsöld|bronsaldar]] [[Norður-Evrópa|Norður-Evrópu]] (um [[1800 f.Kr.|1800]] – [[600 f.Kr.]]) eða í síðasta lagi til [[Járnöld|járnaldar]] Norður-Evrópu ([[5. öld f.Kr.|5. öld]] – [[1. öld f.Kr.]]) Þjóðflokkarnir breiddust út til suðurs, austurs og vesturs frá suðurhluta [[Skandinavía|Skandinavíu]] og norðurhluta Þýskalands á 1. öld f.Kr. og komust þá í kynni við [[Keltar|keltneska]] þjóðflokka í [[Gallía|Gallíu]] og [[íran]]ska og [[Slavar|slavneska]] þjóðflokka í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]]. Lítið er vitað um sögu germanskra þjóðflokka á þessum tíma, nema hvað varðar samskipti þeirra við [[Rómaveldi|Rómverja]] auk þekktra [[Fornleifar|fornleifa]].<ref>Jill N. Claster: ''Medieval Experience: 300-1400'' (New York: NYU Press, 1982): 35.</ref>
Í valdatíð [[Ágústus]]ar hófu [[Rómverjar]], undir forystu rómverska herforingjans [[Publius Quinctilius Varus|Publiusar Quinctiliusar Varusar]], að ráðast inn á landsvæði Germana. Á þessum tíma kynntust Germanar herstjórnarlist Rómverja. Árið [[9|9 e.Kr.]] gereyddu Germanar, undir forystu [[Arminius]]ar (Hermans), þremur rómverskum herdeildum Varusar í [[Orrustan um Teutoburgs-skóg|orrustunni um Teutoburgs-skóg]]. Þar með héldust landsvæði Germana allt að [[Rín (fljót)|Rín]] og [[Dóná]] utan [[Rómaveldi]]s. Um [[100|100 e.Kr.]], þegar rit [[Tacitus]]ar ''[[Germanía (rit)|Germanía]]'' var samið, höfðu Germanar komið sér fyrir meðfram Rín og Dóná og réðu nú að mestu leyti yfir því svæði sem Þýskaland nær yfir nú á dögum.
Á [[3. öld]] óx ýmsum vestur-germönskum þjóðflokkum eins og [[Alamannar|Alamönnum]], [[Frankar|Frönkum]], [[Saxar|Söxum]] og fleirum ásmegin.
=== Hið heilaga rómverska keisaradæmi (843 – 1806) ===
{{Aðalgrein|Hið heilaga rómverska keisaradæmi}}
Þýskaland [[Miðaldir|miðalda]] átti rætur að rekja til veldis [[Karlamagnús]]ar, en hann var krýndur keisari [[25. desember]] árið [[800]]. Árið [[843]] var ríkinu skipt upp í þrjá hluta með [[Verdun-samningurinn|Verdun-sáttmálanum]]. Einn hluti ríkis Karlamagnúsar, Hið heilaga rómverska keisaradæmi, var til í einni mynd eða annarri til ársins [[1806]]. Landsvæði þess náði frá [[Egða|Egðu]] í norðri til [[Miðjarðarhaf]]s í suðri.
Á árunum [[919]] – [[1024]] voru furstadæmin Lothringen, Saxland, Frankaland, Schwaben, Türingen og Bæjaraland innlimuð. Árin [[1024]] – [[1125]] lagði Hið heilaga rómverska keisaradæmi undir sig Norður-[[Ítalía|Ítalíu]] og Búrgund en á sama tíma misstu keisarar Hins heilaga rómverska keisaradæmis völd til kirkjunnar. Á árunum [[1138]] – [[1254]] jukust áhrif þýskra [[Fursti|fursta]] í suðri og austri á landsvæðum [[Slavi|Slava]]. Bæir í Norður-Þýskalandi uxu og döfnuðu innan [[Hansasambandið|Hansasambandsins]].
Árið [[1530]], eftir að umbótatilraunir [[Mótmælendatrú|mótmælenda]] innan [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólsku kirkjunnar]] mistókust, var ný kirkja mótmælenda stofnuð í mörgum af þýsku ríkjunum. Þetta leiddi til innbyrðis deilna Þjóðverja, [[30 ára stríðið|30 ára stríðsins]] sem háð var frá [[1618]] til [[1648]] og lauk með [[Vestfalski friðurinn|Vestfalska friðinum]]. Eftir þessi átök reyndust Þjóðverjar illa undirbúnir til að takast á við [[Napóleon]] sem réðst inn í lönd Þjóðverja og leysti upp Hið heilaga rómverska keisaradæmi. Upp frá því varð [[Frakkland]] að erkióvini Þjóðverja fram yfir [[síðari heimsstyrjöld]].
=== Þýska sambandið og bylting (1814 – 1871) ===
[[Mynd:Nationalversammlung in der Paulskirche.jpg|thumbnail|hægri|Þingið í [[Frankfurt]] árið [[1848]]/[[1849]].]]
{{Aðalgrein|Þýska ríkjasambandið|Norður-þýska ríkjasambandið}}
Mestu varanlegu áhrifin af upplausn Hins heilaga rómverska keisaradæmis voru þau að [[Austurríki]], sem hafði þá lengi verið öflugasta þýska ríkið, fjarlægðist þau norð- og vestlægari. [[Vínarfundurinn]], ráðstefna sem sigurvegarar [[Napóleonsstyrjaldirnar|Napóleonsstyrjaldanna]] héldu, var settur í nóvember [[1814]] og stóð til júní [[1815]]. Á ráðstefnunni var ákveðið að stofna [[Þýska sambandið]], laustengt bandalag 39 [[fullveldi|fullvelda]].
[[Franska byltingin 1848|Byltingarnar í Frakklandi 1848]] höfðu mikil áhrif á sjálfstæðisanda innan Þýska Sambandssins og greina mátti vísi að [[Þjóðernishyggja|þjóðernisstefnu]]. Byltingarandinn leiddi til þess að vald konunganna í ríkjunum 39 dvínaði. [[Otto von Bismarck]] var gerður að forsætisráðherra í [[Prússland]]i en hann lagði mikið upp úr hernaðarstyrk ríkisins. Árið [[1864]] hafði þýska sambandið undir sameiginlegri stjórn Austurríkis og Prússlands betur í [[Síðara Slésvíkurstríðið|stríði]] gegn [[Danmörk]]u en upp úr samkeppni þessa tveggja jafningja varð [[Stríð Prússa og Austurríkismanna|þýska stríðið]] árið [[1866]] þar sem Prússland hafði betur. Undir þessum kringumstæðum gat Bismarck stofnað [[Norður-þýska sambandið]] og undanskilið Austurríki, fyrrum sterkasta þýska ríkinu, frá aðild.
=== Þýska keisaradæmið (1871 – 1918) ===
{{Aðalgrein|Þýska keisaraveldið}}
Árið [[1871]] var lýst yfir stofnun [[Þýska keisaradæmið|Þýska keisaradæmisins]] í [[Versalir|Versölum]] eftir ósigur [[Frakkland|Frakka]] í [[Fransk-prússneska stríðið|Fransk-prússneska stríðinu]]. Otto von Bismarck átti stóran þátt stofnuninni. Öll þau ríki sem áður höfðu myndað Þýska sambandið, fyrir utan [[Austurríki]], [[Liechtenstein]] og [[Lúxemborg]], voru með í keisaradæminu. Keisaradæmið leið undir lok eftir ósigur Þjóðverja í [[fyrri heimsstyrjöld]] og keisaranum var gert að segja af sér.
=== Weimar-lýðveldið (1919 – 1933) ===
{{Aðalgrein|Weimar-lýðveldið}}
Hið [[lýðræði]]slega [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldi]] var stofnað [[1919]] en Þjóðverjar voru ekki sérlega hrifnir af því. [[Heimskreppan]] og [[Versalasamningurinn|harðir friðarskilmálar]] frá fyrri heimsstyrjöld lögðust þungt á Þýskaland og stjórnmálamenn gátu lítið gert, fylgi andlýðræðislegra stjórnmálaafla á bæði [[vinstristefna|vinstri]] og [[hægristefna|hægri]] væng stjórnmálanna jókst mjög. Í tvennum þingkosningum árið [[1932]] fékk [[Nasistaflokkurinn]] 37,2% og 33,0% atkvæða og þann [[30. janúar]] [[1933]] var [[Adolf Hitler]] skipaður [[Kanslari Þýskalands]]. Eitt af fyrstu verkum Hitlers í embætti var að leggja [[frumvarp]] fyrir þingið sem færði honum [[alræði]]svöld og nam stjórnarskrá Weimar-lýðveldisins í raun úr gildi.
=== Þriðja ríkið (1933 – 1945) ===
{{Aðalgrein|Þriðja ríkið}}
[[Nasismi|Nasistar]] kölluðu veldi sitt [[Þriðja ríkið]] og það var við lýði í tólf ár, [[1933]] – [[1945]]. Sú stefna nasista að komast yfir landsvæði í nágrannalöndum og skapa Þjóðverjum þannig „lífsrými“ (''[[Lebensraum]]'') var ein af mörgum ástæðum fyrir upphafi [[Síðari heimsstyrjöldin|síðari heimsstyrjaldar]] þann [[1. september]] [[1939]]. [[Öxulveldin|Þýskaland og bandamenn]] þess unnu stóra sigra í fyrri hluta stríðsins og lögðu undir sig stóran hluta [[Evrópa|Evrópu]]. Eftir innrásina í [[Sovétríkin]] [[22. júní]] [[1941]] og stríðsyfirlýsingu gegn [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] [[11. desember]] sama ár fór að halla undan fæti fyrir Þjóðverja, þeir gáfust upp [[8. maí]] [[1945]] eftir að Hitler framdi [[sjálfsmorð]] í neðanjarðarbyrgi sínu í [[Berlín]] en þá var her Sovétmanna að ná borginni á sitt vald. Ofsóknir á hendur gyðingum og síðar [[helförin]], skipulögð tilraun til að útrýma [[Gyðingar|gyðingum]] í Evrópu, var alræmt stefnumál nasista á millistríðsárunum og í heimsstyrjöldinni síðari.
=== Klofnun (1945 – 1990) ===
{{Aðalgrein|Vestur-Þýskaland|Austur-Þýskaland}}
Eftir Heimsstyrjöldina síðari misstu Þjóðverjar mikil landsvæði í austri þar sem nú er [[Pólland]] og þurftu milljónir Þjóðverja að flytja sig frá þessum svæðum. Því svæði sem eftir var var skipt í hernámssvæði [[Bandaríkin|Bandaríkjamanna]], [[Bretland|Breta]], [[Frakkland|Frakka]] og [[Sovétríkin|Sovétmanna]]. Þegar [[kalda stríðið]] hófst var Þýskalandi skipt í tvennt þar sem hernámssvæði Sovétmanna myndaði Þýska alþýðulýðveldið (''Deutsche Demokratische Republik'') eða [[Austur-Þýskaland]] og hernámssvæði hinna þjóðanna myndaði Sambandslýðveldið Þýskaland (''Bundesrepublik Deutschland'') eða [[Vestur-Þýskaland]]. [[Berlín]] hafði einnig verið skipt í fjögur hernámssvæði þrátt fyrir að borgin væri öll innan Austur-Þýskalands. Austur-Berlín var gerð að höfuðborg Austur-Þýskalands en Vestur-Berlín varð að [[Útlenda|útlendu]] sem vesturveldin héldu gangandi. Austur-Þjóðverjar höfðu áhyggjur af því að fólkið í austurhlutanum myndi flýja vestur og byrjuðu því að reisa [[Berlínarmúrinn]] og var hann fullreistur [[1963]] og stóð fram á árið [[1989]].
=== Sameinað á ný (frá og með 1990) ===
{{Aðalgrein|Sameining Þýskalands}}
Í lok [[Kalda stríðið|kalda stríðsins]] voru þýsku ríkin sameinuð á ný [[3. október]] [[1990]] og höfuðborg Þýskalands flutt aftur til [[Berlín]]ar. Sameinað Þýskaland er fjölmennasta ríki [[Vestur-Evrópa|Vestur-Evrópu]] og iðnaðarveldi á heimsmælikvarða, það er lykilmeðlimur í [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] og sækist nú eftir föstu sæti í [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna|Öryggisráði]] [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]].
Á árinu 2015 komu um milljón [[Evrópski flóttamannavandinn|flóttamenn og hælisleitendur]] til Þýskalands.
== Landfræði ==
Þýskaland liggur í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]] og nær frá [[Alpafjöll|Ölpunum]] í suðri til stranda [[Norðursjór|Norðursjávar]] og [[Eystrasalt]]s í norðri. Nágrannalönd Þýskalands eru níu talsins: [[Danmörk]] í norðri (68 km), [[Pólland]] (456 km) og [[Tékkland]] (646 km) í austri, [[Austurríki]] (784 km) og [[Sviss]] (334 km) í suðri ásamt [[Frakkland]]i (451 km), [[Lúxemborg]] (138 km), [[Belgía|Belgíu]] (167 km) og [[Holland]]i (577 km) í vestri. Strandlengja landsins er samtals 2.389 km löng.
Nyrsti punktur Þýskalands er kallaður [[Ellenbogen]] og er við norðurodda eyjarinnar [[Sylt]]. Rétt sunnan hans er bærinn [[List]] sem er nyrsti bær landsins. Syðsti punktur landsins er við [[Haldenwanger Eck]] í [[Bæjaraland|bæversku]] [[Alpafjöll|Ölpunum]]. Þar er bærinn [[Oberstdorf]] en hann er syðsti bær landsins. Austasti punktur landsins er við ána [[Neisse]] við [[Pólland|pólsku]] landamærin. Austasti byggðarkjarninn er borgin [[Görlitz]]. Vestasti punktur landsins er héraðið [[Selfkant]] við [[Holland|hollensku]] landamærin, norðan borgarinnar [[Aachen]].
Þýskalandi má skipta í þrjá landfræðilega afmarkaða hluta. Nyrst er norðurþýska láglendið (''Norddeutsche Tiefebene''). Sunnar hækkar landið og skiptist þá í meðalhá fjalllendi (''Mittelgebirge'') og stóra dali. Af helstu fjallgörðum má nefna [[Harsfjöll]], (''Harz'') og [[Svartiskógur|Svartaskóg]] (''Schwarzwald''). Syðst eru svo [[Alpafjöll]], en þau eru hæsti og stærsti fjallgarður Þýskalands. Þar er hæsta fjall landsins, [[Zugspitze]], sem er 2.962 metra hátt og markar landamærin á milli Þýskalands og [[Austurríki]]s.
=== Fljót og vötn ===
Í Þýskalandi eru mýmargar ár. Þar eiga stórfljót eins og [[Dóná]] upptök sín (í Svartaskógi). Flestar ár renna til norðurs og munda í [[Norðursjór|Norðursjó]] eða [[Eystrasalt]]i (eða eru þverár þessara áa). Eina undantekningin er Dóná, sem rennur til austurs og mundar í [[Svartahaf]]i.
Stærstu ár landsins (listinn miðast við lengd ánna innanlands):
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Á !! Km innanlands !! Lengd alls í km !! Rennur í !! Upptök
|-
| 1 || [[Rín (fljót)|Rín]] (''Rhein'') || 865 || 1.320 || [[Norðursjór|Norðursjó]] || [[Sviss]]
|-
| 2 || [[Weser]] || 744 || || [[Norðursjór|Norðursjó]] || [[Thüringer-skógur]]
|-
| 3 || [[Saxelfur]] (''Elbe'') || 727 || 1.091 || [[Norðursjór|Norðursjó]] || [[Tékkland]]
|-
| 4 || [[Dóná]] (''Donau'') || 687 || 2.888 || [[Svartahaf]] || [[Svartiskógur]]
|-
| 5 || [[Main]] || 524 || || [[Rín (fljót)|Rín]] || [[Bæjaraland]]
|-
| 6 || [[Saale]] || 413 || || [[Saxelfur|Saxelfi]] || [[Bæjaraland]]
|-
| 7 || [[Spree]] || 382 || || [[Havel]] || [[Saxland]]
|-
| 8 || [[Ems]] || 371 || || [[Norðursjór|Norðursjó]] || [[Teutoburger-skógur]]
|-
| 9 || [[Neckar]] || 367 || || [[Rín (fljót)|Rín]] || [[Baden-Württemberg]]
|-
| 10 || [[Havel]] || 325 || || [[Saxelfur|Saxelfi]] || [[Mecklenborg-Vorpommern]]
|-
| 11 || [[Isar]] || 265 || 283 || [[Dóná]] || [[Austurríki]]
|-
| 12 || [[Aller]] || 263 || || [[Weser]] || [[Saxland-Anhalt]]
|}
Í Þýskalandi er urmull stöðuvatna. Flest þeirra eru í [[Mecklenborg-Vorpommern]] og í [[Bæjaraland]]i. Stóru vötnin í Bæjaralandi mynduðust öll við bráðnun [[Ísöld|ísaldarjökulsins]].
Stærstu vötn Þýskalands:
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Stöðuvatn !! Stærð í km² !! Sambandsland !! Mesta dýpi í m
|-
| 1 || [[Bodensee]] || 536 || [[Baden-Württemberg]], [[Bæjaraland]] || 254
|-
| 2 || [[Müritzsee]] || 117 || [[Mecklenborg-Vorpommern]] || 31
|-
| 3 || [[Chiemsee]] || 80 || [[Bæjaraland]] || 72
|-
| 4 || [[Schweriner See]] || 61 || [[Mecklenborg-Vorpommern]] || 52
|-
| 5 || [[Starnberger See]] || 56 || [[Bæjaraland]] || 127
|-
| 6 || [[Ammersee]] || 46 || [[Bæjaraland]] || 81
|}
=== Eyjaklasar og eyjar ===
Mýmargar eyjar eru við þýsku ströndina. [[Austurfrísnesku eyjarnar]] eru í [[Wattenmeer]] vestur af [[Bremen|Brimum]] í [[Norðursjór|Norðursjó]]. Meginþorri [[Norðurfrísnesku eyjarnar|Norðurfrísnesku eyjanna]] tilheyra einnig Þýskalandi, en þær nyrstu tilheyra [[Danmörk]]u. Nyrst þeirra í þýska hlutanum er [[Sylt]], en norðuroddi hennar er jafnframt nyrsti punktur Þýskalands. Stærstu eyjar landsins eru hins vegar í [[Eystrasalt]]i.
Stærstu eyjar Þýskalands:
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Eyja !! Stærð í km² !! Íbúafjöldi !! Eyjaklasi / haf
|-
| 1 || [[Rügen|Ré]] (''Rügen'') || 926 || 22 þúsund || [[Eystrasalt]]
|-
| 2 || [[Usedom]] || 373 || 31 þúsund || [[Eystrasalt]]
|-
| 3 || [[Fehmarn]] || 185 || 14 þúsund || [[Eystrasalt]]
|-
| 4 || [[Sylt]] || 99 || 27 þúsund || [[Norðurfrísnesku eyjarnar|Norðurfrísnesk]], [[Norðursjór]]
|-
| 5 || [[Föhr]] || 82 || 9 þúsund || [[Norðurfrísnesku eyjarnar|Norðurfrísnesk]], [[Norðursjór]]
|-
| 6 || [[Nordstrand]] || 48 || 2.300 || [[Norðurfrísnesku eyjarnar|Norðurfrísnesk]], [[Norðursjór]]
|-
| 7 || [[Pellworm]] || 37 || 1.100 || [[Norðurfrísnesku eyjarnar|Norðurfrísnesk]], [[Norðursjór]]
|-
| 8 || [[Poel]] || 36 || 2.900 || [[Eystrasalt]]
|-
| 9 || [[Borkum]] || 31 || 5.500 || [[Austurfrísnesku eyjarnar|Austurfrísnesk]], [[Norðursjór]]
|-
| 10 || [[Norderney]] || 26 || 6.200 || [[Austurfrísnesku eyjarnar|Austurfrísnesk]], [[Norðursjór]]
|}
== Stjórnmál ==
Þýskaland er [[sambandsríki|samband]] 16 sambandsríkja sem kallast á [[þýska|þýsku]] ''Länder'' (eintala: ''Land'') eða óformlega ''Bundesländer'' (eintala: ''Bundesland''). Sambandsríkin hafa mikið sjálfstæði og er öllum stjórnað skv. [[þingræði]] af þingkosinni [[ríkisstjórn]] (''Landesregierung'', ''Staatsregierung'' eða ''Senat'') undir forsæti [[forsætisráðherra]] (''Ministerpräsident'', ''Regierender Bürgermeister'' eða ''Präsident des Senats''). Þing ''Länder'' (''Landtag'', ''Abgeordnetenhaus'' eða ''Bürgerschaft'') eru kosin til fimm ára í öllum ríkjum nema Brímum. Kjörtímabil hafa verið lengd úr fjórum í fimm ár á árunum kringum þúsaldamót. Stjórn hvers sambandsríkis sendir 3-6 fulltrúa eftir íbúafjölda á [[Sambandsráð Þýskalands|sambandsráðinu]] (''Bundesrat''), en það er fulltrúaráð sem er sambærilegt öldungadeildum sumra þjóðþinga.
[[Mynd:Olaf Scholz 2021 cropped.jpg|thumbnail|[[Olaf Scholz]] hefur verið kanslari Þýskalands frá 2021.]]
[[Sambandsþing Þýskalands]] (''Bundestag'') er kosið til fjögurra ára í senn. Það og [[Sambandsráð Þýskalands]] fara saman með þau mál sem stjórnarskrá Sambandslýðveldisins Þýskalands hefur ekki falið þingum og ríkisstjórnum sambandslandanna.
Við þingkosningar eru allir ríkisborgarar eldri en 18 ára kosningabærir og með tvö atkvæði. Svokallað fyrsta atkvæði (''Erststimme'') gildir í einmenningskjördæmum sem skipa 299 sæti á þinginu. Þar gildir einfaldur meirihluti. Samkvæmt öðru atkvæðinu (''Zweitstimme'') reiknast heildar sætaskipting í hverju sambandslandi fyrir sig og gefur a.m.k. önnur 299 sæti á Sambandsþinginu. Flokkur eða listi sendir einungis mann á þing ef hann nær 5% allra gildra atkvæða á landslista, nema hann hafi náð a.m.k. 4 einmenningskjördæmum, þá umreiknast hans atkvæðafjöldi í sæti þó að hann hafi annars ekki náð 5%. Heildarfjöldi sæta sveiflast til af því að reglulega kemur fyrir að flokkur (aðallega [[CDU]] og [[CSU]] en líka [[SPD]]) nái fleiri sætum í einmenningskjördæmum á stökum landslista en annað atkvæðið gefur til kynna. Fær þá flokkurinn að halda öllum þessum einmenningssætum (svokölluðum umframsætum), en síðan 2013 fá hinir flokkar jöfnunarsæti af landslista. Þannig voru þingsæti eftir kosningum í september 2013 ekki 598 að tali heldur 631, þ.e. 33 umfram- og jöfnunarsæti voru á þingi aukalega. Ef þingmaður af lista með umfram- eða jöfnunarsæti hverfur af þingi á kjörtímabili kemur enginn nýr af listanum. Þannig getur fjöldi þingmanna minnkað á kjörtímabili.
[[Sambandsstjórn Þýskalands]] (''Bundesregierung'') starfar ekki í umboði forsetans eins og á Íslandi, heldur uns þingið kýs nýjan [[Kanslari Þýskalands|kanslara]], venjulega í kjölfar sambandsþingkosninga, en það getur líka gerst á miðju kjörtímabili. [[Kanslari Þýskalands|kanslarinn]] ('' Bundeskanzler'' (kk), ''Bundeskanzlerin'' (kvk)) er æðsti stjórnandi ''Bundesregierung''. Það er á hans valdsviði að leggja pólitískar útlínur ríkisstjórnarinnar og hann tilnefnir ráðherra og aðstoðarmenn ráðherra sem forsetinn skipar svo í embætti. Samt sem áður tekur ríkistjórnin allar ákvarðanir með atkvæðagreiðslu á ríkisstjórnarfundum.
Ákæra gegn kanslara eða ráðherrum sbr. landsdómi á Íslandi er ekki leyfileg, hins vegar getur þing einfaldlega kosið nýjan kanslara eftir þriggja daga umhugsunarfrest eftir að tillaga hefur verið lögð fram.
Kanslarar Þýskalands frá stofnun sambandsríkisins [[1949]]:
{|class="wikitable"
|-
!Kanslari !!Embættistími !!Stjórnmálaflokkur
|-
|[[Konrad Adenauer]]||[[1949]]-[[1963]]||[[CDU]]
|-
|[[Ludwig Erhard]]||[[1963]]-[[1966]]||[[CDU]]
|-
|[[Kurt Georg Kiesinger]]||[[1966]]-[[1969]]||[[CDU]]
|-
|[[Willy Brandt]]||[[1969]]-[[1974]]||[[SPD]]
|-
|[[Helmut Schmidt]]||[[1974]]-[[1982]]||[[SPD]]
|-
|[[Helmut Kohl]]||[[1982]]-[[1998]]||[[CDU]]
|-
|[[Gerhard Schröder]]||[[1998]]-[[2005]]||[[SPD]]
|-
|[[Angela Merkel]]||[[2005]]-[[2021]]||[[CDU]]
|-
|[[Olaf Scholz]]||Frá [[2021]]||[[SPD]]
|}
Þjóðhöfðingi Þýskalands er [[Forseti Þýskalands|forsetinn]] (''Bundespräsident''). Hann er kosinn til fimm ára á sameiginlegum kjörfundi þar sem allir þingmenn Sambandsþingsins og jafnmargir sem kjörnir voru af þingum sambandsríkjanna eru kosningabærir. Einungis eitt endurkjör er leyfilegt í senn. Staða hans skv. stjórnarskrá er ekki mjög sterk en þetta var gert viljandi eftir slæma reynslu Þýskalands af einræði Hitlers. Forsetinn skipar þó formlega alla embættismenn sambandslýðveldisins og veitir þeim lausn. Hann tilnefnir kanslaraefni við þingið og leysir þingið upp undir þeim kringumstæðum sem stjórnaskráin skilgreinir. Hann staðfestir öll lög til birtingar með undirskrift sinni. Forseti Þýskalands gerir samninga við erlend ríki en þeir þurfa alltaf á staðfestingu viðkomandi þings (sambands- eða sambandsríkisþing) að halda. Svigrúm hans til eigin ákvarðanatöku er því takmarkað undir venjulegum kringumstæðum. Í neyðartilfellum getur mikilvægi hans aukist gríðarlega.
Tvisvar hefur forseti Horst Köhler dregið í efa að lög samræmist stjórnarskrá og því synjaði hann þeim undirskrift. Engin regla er um þannig stöðu. En þingið reyndi að bregðast við athugasemdum forsetans. Réttur forsetans til að synja lögum undirskrift er umdeildur. Önnur ákvörðun hans var kærð til Stjórnlagadómstólsins en dæmd réttmæt. Hægt er að kæra forsetann sjálfan til stjórnarskrárdómstólsins ef rökstuddur grunur liggur fyrir að hann hafi viljandi brotið á stjórnarskránni. Ákvörðun um hvort ákært verður og hver fari með ákæru er tekin á þingi.
Forsetar Þýskalands frá stofnun sambandsríkisins [[1949]]:
{|class="wikitable"
|-
!Forseti!!Embættistími !!Stjórnmálaflokkur
|-
|[[Theodor Heuss]]||[[1949]]-[[1959]]||[[FDP]]
|-
|[[Heinrich Lübke]]||[[1959]]-[[1969]]||[[CDU]]
|-
|[[Gustav Heinemann]]||[[1969]]-[[1974]]||[[SPD]]
|-
|[[Walter Scheel]]||[[1974]]-[[1979]]||[[FDP]]
|-
|[[Karl Carstens]]||[[1979]]-[[1984]]||[[CDU]]
|-
|[[Richard von Weizsäcker]]||[[1984]]-[[1994]]||[[CDU]]
|-
|[[Roman Herzog]]||[[1994]]-[[1999]]||[[CDU]]
|-
|[[Johannes Rau]]||[[1999]]-[[2004]]||[[SPD]]
|-
|[[Horst Köhler]]||[[2004]]-[[2010]]||[[CDU]]
|-
|[[Christian Wulff]]||[[2010]]-[[2012]]||[[CDU]]
|-
|[[Joachim Gauck]]||[[2012]]-[[2017]]||óflokksbundinn
|-
|[[Frank-Walter Steinmeier]]||Frá [[2017]]||[[SPD]]
|}
Ekki er gert ráð fyrir [[Þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslur]] (''Volksabstimmung'') í stjórnarskrá Sambandslýðveldisins Þýskalands nema við mjög afmörkuð tilefni: breytingar á skipulagi landsins (tilfærsla landamæra eða sameining/skipting sambandsríkja) og upptöku algjörlega nýrrar stjórnarskrár. Þetta var sett í stjórnarskrána eftir slæma reynslu á tímum [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldisins]] milli stríðsára. Kröfur um að setja þjóðaratkvæðagreiðslur inn í stjórnarskrána hafa þó verið gerðar reglulega.
Í dag gera hins vegar allar stjórnarskrár sambandsríkjanna ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum og e.t.v. lagafrumvörp utan þings, ef nægilega margir sýna stuðning við atkvæðagreiðslu í formlegri undirskriftasöfnun (''Volksbegehren'', [''„Þjóðgirnd“''] þ.e. krafa þjóðarinnar). Sama gildir um atkvæðagreiðslur á sveitastjórnarstigi.
=== Stjórnsýslueiningar ===
{{Þýsku sambandslöndin|options=float:right; border:3px; max-width:480px; width:50%;}}
{|class="wikitable" style="text-align:left;"
|-
!Sambandsland!!Stærð í km²!!Íbúar!!Höfuðborg
|-
|[[Baden-Württemberg]]||35.751||10,7 milljónir||[[Stuttgart]]
|-
|[[Bæjaraland]] (''Bayern'')||70.550||12,4 milljónir||[[München]]
|-
|[[Berlín]] (''Berlin'')||891||3,9 milljónir||borgríki
|-
|[[Brandenborg]] (''Brandenburg'')||29.477||2,5 milljónir||[[Potsdam]]
|-
|[[Bremen (sambandsríki)|Brimar]] (''Bremen'')||404||663 þús||borgríki
|-
|[[Hamborg]] (''Hamburg'')||755||1,7 milljónir||borgríki
|-
|[[Hessen]]||21.114||6,1 milljón||[[Wiesbaden]]
|-
|[[Mecklenborg-Vorpommern]] (''Mecklenburg-Vorpommern'')||23.274||1,7 milljónir||[[Schwerin]]
|-
|[[Neðra-Saxland]] (''Niedersachsen'')||47.618||8 milljónir||[[Hannover]]
|-
||[[Norðurrín-Vestfalía]] (''Nordrhein-Westfalen'')||34.042||18 milljónir||[[Düsseldorf]]
|-
||[[Rínarland-Pfalz]] (''Rheinland-Pfalz'')||19.847||4,1 milljón||[[Mainz]]
|-
||[[Saarland]]||2.568||1 milljón||[[Saarbrücken]]
|-
||[[Saxland]] (''Sachsen'')||18.414||4,3 milljónir||[[Dresden]]
|-
||[[Saxland-Anhalt]] (''Sachsen-Anhalt'')||20.445||2,5 milljónir||[[Magdeburg]]
|-
||[[Slésvík-Holtsetaland]] (''Schleswig-Holstein'')||15.763||2,8 milljónir||[[Kiel]]
|-
||[[Þýringaland]] (''Thüringen'')||16.172||2,3 milljónir||[[Erfurt]]
|- class="sortbottom" style="background: #eeeeee;"
||'''Samtals (16)'''||'''357.093'''||'''82,2 milljónir'''||
|}
== Efnahagslíf ==
[[Mynd:Frankfurt-Skyline-NilsJeppe.jpg|thumbnail|hægri|[[Frankfurt am Main]] er miðpunktur þýskra fjármála en þar hefur einnig [[Seðlabanki Evrópu]]sambandsins aðsetur.]]
{{Aðalgrein|Hagkerfi Þýskalands}}
Þýskaland er stærsta [[hagkerfi]] í [[Evrópa|Evrópu]] og fjórða stærsta hagkerfi heims á eftir [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], [[Alþýðulýðveldið Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]] og [[Japan]]. <ref> {{vefheimild | url= https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/fields/2195.html | titill = Field Listing :: GDP (official exchange rate) |mánuðurskoðað = 26. júní | árskoðað= 2011 }} </ref> Það er sjötta öflugasta hagkerfi heims miðað við [[Kaupmáttur|kaupmátt]].<ref>[https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/rankorder/2001rank.html Rank Order - GDP (purchasing power parity)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110604195034/https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/rankorder/2001rank.html |date=2011-06-04 }} ''CIA Factbook'' 2005. Skoðað [[19. febrúar]] [[2006]].</ref> Útflutningsvörur eru ein meginstoð þýska hagkerfisins. Þýskaland er annað mesta útflutningsland heims en útflutningtekjur þess námu 1.337 milljörðum [[Bandaríkjadalur|dollara]] árið [[2010]].<ref> {{vefheimild | url= https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/rankorder/2078rank.html | titill = Country Comparison :: Exports |mánuðurskoðað = 26. júní | árskoðað= 2011 }} </ref> Einungis [[Alþýðulýðveldið Kína]] flytur meira út heldur en Þýskaland. Stærstur hluti útflutningsvara eru [[bifreið]]ar, [[vél]]ar og [[efni]]. Þýskaland er stærsti framleiðandi [[Vindhverfill|vindhverfla]] í heimi.
Stærstu fyrirtæki landsins eru [[Volkswagen AG]], [[Daimler AG]], [[Siemens AG]], [[E.ON AG]], [[Metro AG]], [[Deutsche Post AG]], [[Deutsche Telekom AG]], [[BASF SE]], [[BMW AG]] og [[ThyssenKrupp AG]].
== Íbúar ==
=== Borgir ===
Í Þýskalandi eru fjórar milljónaborgir. Tíu aðrar eru með meira en hálfa milljón íbúa. Stærsta þéttbýlissvæði Þýskalands er [[Ruhr]]-hérað í [[Norðurrín-Vestfalía|Norðurrín-Vestfalíu]] en þar búa allt að ellefu milljón manns á tiltölulega litlu svæði.
Stærstu borgir Þýskalands:
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Borg !! Íbúar !! Sambandsland
|-
| 1 || [[Berlín]] || 3,4 milljónir || Borgríki, höfuðborg Þýskalands
|-
| 2 || [[Hamborg]] || 1,7 milljónir || Borgríki
|-
| 3 || [[München]] || 1,3 milljónir || Bæjaraland
|-
| 4 || [[Köln]] || 1,0 milljón || Norðurrín-Vestfalía
|-
| 5 || [[Frankfurt am Main]] || 667 þúsund || Hessen
|-
| 6 || [[Stuttgart]] || 591 þúsund || Baden-Württemberg
|-
| 7 || [[Dortmund]] || 588 þúsund || Norðurrín-Vestfalía
|-
| 8 || [[Essen]] || 584 þúsund || Norðurrín-Vestfalía
|-
| 9 || [[Düsseldorf]] || 577 þúsund || Norðurrín-Vestfalía
|-
| 10 || [[Bremen|Brimar]] (''Bremen'') || 547 þúsund || Borgríki
|-
| 11 || [[Hannover]] || 520 þúsund || Neðra-Saxland
|-
| 12 || [[Dresden]] || 517 þúsund || Saxland
|-
| 13 || [[Leipzig]] || 515 þúsund || Saxland
|-
| 14 || [[Nürnberg]] || 503 þúsund || Bæjaraland
|-
| 15 || [[Duisburg]] || 494 þúsund || Norðurrín-Vestfalía
|}
=== Tungumál ===
{{Aðalgrein|Þýska}}
Opinbert tungumál er [[þýska]] en hún er [[Germönsk mál|germanskt tungumál]]. Hins vegar eru til hinar og þessar [[Mállýska|mállýskur]] af þýsku, sumar jaðra við að vera eigið mál. Það á við um [[Lágþýska|lágþýsku]] (þ. ''plattdeutsch'') sem töluð er nyrst við [[Eystrasalt]], [[frísneska|frísnesku]], sem töluð á frísnesku eyjunum, og [[bæverska|bæversku]], sem töluð er í [[Bæjaraland]]i. Venjulega er þó talað um [[Háþýska|háþýsku]] og [[Lágþýska|lágþýsku]]. Auk þýsku eru töluð nokkur önnur mál í Þýskalandi, aðallega af minnihlutahópum. Þeirra helst eru [[tyrkneska]], [[kúrdíska]] og [[pólska]] enda [[Tyrkland|Tyrkir]], [[Kúrdar]] og [[Pólland|Pólverjar]] fjölmennir í landinu. Austast er töluð [[sorbneska]] en það er gamalt [[Slavnesk mál|slavneskt mál]] sem haldist hefur allt frá tímum þýsks landnáms austast í [[Saxland]]i og [[Brandenborg]].
=== Trú ===
{{Aðalgrein|Trúarbrögð í Þýskalandi}}
Segja má að í landinu séu tvær stórar kirkjur, nær jafnstórar, sem skipta þjóðinni í tvennt. 27,2% íbúanna tilheyra [[Kaþólska kirkjan|kaþólsku kirkjunni]], en hún er mest í vestur- og suðurhluta landsins. 24,9% íbúanna tilheyra [[Mótmælendur|mótmælendum]], mest [[Evangelísk-lúthersk kirkja|lútersku kirkjunni]] en mótmælendur eru aðallega í norðurhluta landsins. 38,8% íbúanna tilheyra engri kirkju, aðallega í austurhluta landsins, enda var sá hluti [[Austur-Þýskaland|undir stjórn kommúnista]] í hartnær 40 ár. [[Íslam|Múslímar]] eru 5,2% þjóðarinnar og vegur þar mest sá mikli fjöldi [[Tyrkland|Tyrkja]] sem í landinu búa. [[Gyðingar]] eru um það bil 106 þúsund talsins en það gerir aðeins tæplega 0,13%.<ref>[https://fowid.de/meldung/religionszugehoerigkeiten-2019 Religionszugehörigkeiten 2019]</ref>
== Menning ==
{{Aðalgrein|Þýsk menning}}
=== Bókmenntir ===
{{Aðalgrein|Þýskar bókmenntir}}
Rekja má þýskar bókmenntir aftur til [[Miðaldir|miðalda]] og til verka rithöfunda á borð við [[Walther von der Vogelweide]] og [[Wolfram von Eschenbach]]. Fjölmargir þýskir rithöfundar og skáld hafa notið mikilla vinsælda, þar á meðal [[Johann Wolfgang von Goethe]] og [[Friedrich Schiller]]. Ævintýrin og þjóðsögurnar sem kenndar eru við [[Grimmsbræður]] hafa gert þýskar þjóðsögur þekktar víða.
Meðal áhrifamikilla rithöfunda á [[20. öldin|20. öld]] má nefna [[Thomas Mann]], [[Bertolt Brecht]], [[Hermann Hesse]], [[Heinrich Böll]] og [[Günter Grass]].
{| class="wikitable" style="text-align:right; margin-right:50px;"
|-
! align=center |[[Johann Wolfgang von Goethe|Johann Wolfgang v. Goethe]]<br /><small>(1749 – 1832)</small>
! align=center |[[Friedrich Schiller]]<br /><small>(1759 – 1805)</small>
! align=center |[[Grimmsbræður]]<br /><small>(1785 – 1863)</small>
! align=center |[[Thomas Mann]]<br /><small>(1875 – 1955)</small>
! align=center |[[Hermann Hesse]]<br /><small>(1877 – 1962)</small>
|-
| align=left | [[Mynd:Johann Heinrich Wilhelm Tischbein - Goethe in der roemischen Campagna.jpg|190px]] || align=left | [[Mynd:Gerhard von Kügelgen 001.jpg|129px]]|| align=left | [[Mynd:Grimm1.jpg|125px]]|| align=left | [[Mynd:Thomas Mann 1929.jpg|106px]] || align=left | [[Mynd:Hermann Hesse 1927 Photo Gret Widmann.jpg|110px]]
|}
=== Heimspeki ===
{{Aðalgrein|Þýsk heimspeki}}
[[Mynd:Immanuel Kant (painted portrait).jpg|thumb|upright|[[Immanuel Kant]] ([[1724]] – [[1804]])]]
Þýskir (og aðrir þýskumælandi) [[heimspeki]]ngar hafa haft gríðarleg áhrif á þróun heimspekinnar frá lokum [[Miðaldaheimspeki|miðalda]]. Tilkoma nútíma [[Náttúruvísindi|náttúruvísinda]] og hnignun [[Trúarbrögð|trúarbragða]] hafa getið af sér ýmsar spurningar, sem eru fyrirferðamiklar í þýskri heimspeki, meðal annars um sambandið milli [[trú]]ar og [[þekking]]ar, [[skynsemi]] og [[geðshræring]]a og heimsmynda [[Vísindi|vísindanna]], [[siðfræði]]nnar og [[list]]arinnar.
[[Gottfried Leibniz]] var einn af mikilvægustu [[Rökhyggja|rökhyggjumönnunum]]. [[Immanuel Kant]] reyndi að sætta rökhyggju og [[Raunhyggja|raunhyggju]] en með heimspeki hans verður einnig til [[þýsk hughyggja]]. Hún lifði áfram í kenningum [[Johann Gottlieb Fichte|Johanns Gottliebs Fichte]], [[Georg Wilhelm Friedrich Hegel|Georgs Wilhelms Friedrichs Hegel]] og [[Friedrich Wilhelm Joseph Schelling|Friedrichs Wilhelms Josephs Schelling]] og einnig hjá [[Arthur Schopenhauer]]. [[Karl Marx]] og [[Friedrich Engels]] voru frumkvöðlar [[þráttarefnishyggja|þráttarefnishyggju]], undir áhrifum frá Hegel, og [[Kommúnismi|kommúnisma]]. [[Heimspeki 19. aldar|Nítjándu aldar heimspekingurinn]] [[Friedrich Nietzsche]] nálgaðist heimspekilegar spurningar frá öðru sjónarhorni, afneitaði [[frumspeki]] forvera sinna og var forveri [[meginlandsheimspeki]]nnar, sem varð til á [[20. öld]]. Stærðfræðingurinn [[Gottlob Frege]] fann upp nútíma [[rökfræði]] á [[1881-1890|áttunda áratug]] [[19. öldin|19. aldar]] en hlaut litla eftirtekt fyrr en breski heimspekingurinn [[Bertrand Russell]] uppgötvaði mótsögn í kerfinu árið [[1901]]. Saman marka þeir upphafið að [[rökgreiningarheimspeki]]hefðinni sem naut mikilla vinsælda á 20. öld og hafði ómæld áhrif. Innan meginlandsheimspekinnar á 20. öld voru hins vegar áhrifamiklir þeir [[Martin Heidegger]] og [[Frankfurt-skólinn]] með þá [[Max Horkheimer]], [[Theodor Adorno]], [[Herbert Marcuse]] og [[Jürgen Habermas]] í broddi fylkingar.
=== Tónlist ===
{{Aðalgrein|Þýsk tónlist}}
Þjóðverjar státa af ríkri tónlistarsögu og hafa meðal annars alið nokkur af þekktustu tónskáldum [[Klassísk tónlist|klassískrar tónlistar]], svo sem [[Ludwig van Beethoven]], [[Johann Sebastian Bach]], [[Johannes Brahms]] og [[Richard Wagner]]. En ýmsir áhrifamiklir [[popptónlist]]armenn hafa einnig komið frá Þýskalandi, þar á meðal [[Kraftwerk]], [[Boney M.]], [[Nico]], [[Nina Hagen]], [[Scorpions]], [[Toten Hosen]], [[Tokio Hotel]], [[Rammstein]] og [[Paul van Dyk]].<ref>[https://web.archive.org/web/20070205193206/http://news.warez.com/p2pnet/music-market-worth-us32-billion.html „Music market worth US$ 32 billion“] á P2pnet.net 7. apríl 2004. (Skoðað 7. desember 2006).</ref> Árið [[2006]] var Þýskaland fimmta stærsta markaðssvæði tónlistar í heimi.
{| class="wikitable" style="text-align:right; margin-right:50px;"
|-
! align=center |[[J.S. Bach]]<br /><small>[[Toccata and Fugue in D minor, BWV 565|Toccata und Fuge]]</small>
! align=center |[[Ludwig van Beethoven|L.v. Beethoven]]<br /><small>[[Symphony No. 5 (Beethoven)|Symphonie 5 c-moll]]</small>
! align=center |[[Richard Wagner|R. Wagner]]<br /><small>[[Die Walküre]]</small>
|-
| style="text-align:left; background:#dcdcdc;"| [[Mynd:Toccata et Fugue BWV565.ogg|110px]] || style="text-align:left; background:#d3d3d3;"| [[Mynd:Ludwig van Beethoven - Symphonie 5 c-moll - 1. Allegro con brio.ogg|110px]]|| style="text-align:left; background:silver;"|[[Mynd:Wagner - die walkure fantasie.ogg|110px]] || style="text-align:left; background:darkGrey;"|
|}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/?issueID=429535&pageSelected=17&lang=0 ''Sameinað Þýskaland 1871''; grein í Morgunblaðinu 1990]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* {{Vísindavefurinn|29267|Af hverju heitir Þýskaland svo ólíkum nöfnum á frekar líkum tungumálum?}}
{{Sambandslönd Þýskalands}}
{{Evrópa}}
{{Evrópusambandið}}
{{Evrópuráðið}}
{{Atlantshafsbandalagið}}
{{Efnahags- og framfarastofnunin}}
{{G-20}}
[[Flokkur:Þýskaland]]
np1babccfba73yf4kqr55eng56dq4cl
Tékkland
0
4100
1764355
1764100
2022-08-10T11:54:01Z
Akigka
183
wikitext
text/x-wiki
{{Land
|nafn = Lýðveldið Tékkland
|nafn_á_frummáli = Česká republika
|nafn_í_eignarfalli = Tékklands
|fáni = Flag of the Czech Republic.svg
|skjaldarmerki = Coat of arms of the Czech Republic.svg
|kjörorð = Pravda vítězí
|kjörorð_tungumál = tékkneska
|kjörorð_þýðing = Sannleikurinn lifir)
|staðsetningarkort = EU-Czech_Republic.svg
|tungumál = [[Tékkneska]]
|höfuðborg = [[Prag]]
|stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
|titill_leiðtoga1 = [[Forseti Tékklands|Forseti]]
|titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Tékklands|Forsætisráðherra]]
|nafn_leiðtoga1 = [[Miloš Zeman]]
|nafn_leiðtoga2 = [[Petr Fiala]]
|ESBaðild=[[1. maí]] [[2004]]
|stærðarsæti = 115
|flatarmál = 78.871
|hlutfall_vatns = 2,12
|mannfjöldaár = 2021
|mannfjöldasæti = 86
|fólksfjöldi = 10.701.777
|íbúar_á_ferkílómetra = 136
|VLF_ár = 2020
|VLF = 432,346
|VLF_sæti = 36
|VLF_á_mann = 40.585
|VLF_á_mann_sæti = 34
|staða = Sjálfstæði
|atburður1 = [[Tékkóslóvakía]]
|dagsetning1 = [[28. október]] [[1918]]
|atburður2 = Aðskilnaður
|dagsetning2 = 1. janúar 1993
|VÞL_ár = 2019
|VÞL = {{hækkun}} 0.900
|VÞL_sæti = 27
|gjaldmiðill = [[Tékknesk króna|Króna]] (CZK)
|tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
|þjóðsöngur = [[Kde domov můj]]
|tld = cz
|símakóði = 420
}}
'''Tékkland''' ([[tékkneska]]: ''Česko''; opinberlega '''Lýðveldið Tékkland''', [[tékkneska]]: ''Česká republika'') er landlukt ríki í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]] og vestasta land gömlu [[Austantjaldslöndin|austantjaldsríkjanna]]. Landið var stofnað [[1. janúar]] [[1993]] þegar [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]] var skipt upp í tvo hluta, Tékkland og [[Slóvakía|Slóvakíu]]. Höfuðborgin er [[Prag]] og er hún jafnframt stærsta borg landsins.
Tékkland er nánast miðsvæðis í Mið-Evrópu og á sér að miklu leyti náttúruleg landamæri í formi fjallgarða. Í vestri er [[Þýskaland]], en [[Eirfjöllin]] (Krušné hory) ([[þýska]]: Erzgebirge) og [[Bæheimsskógur]] (Šumava) skilja þar á milli. Í norðri er [[Pólland]] en þar mynda [[Súdetafjöll]]in (Sudety) og [[Risafjöll]]in (Krkonoše) náttúruleg landamæri. Í austri er Slóvakía en landamærin liggja um [[Karpatafjöll]]. Í suðri er svo [[Austurríki]]. Tékklandi er gjarnan skipt í þrjá meginhluta: [[Bæheimur|Bæheim]] í vestri, [[Mæri]] í austri og syðsta hluti [[Slésía|Slésíu]] í norðaustri. Í höfninni í [[Hamborg]] er stór hafnarbakki, 30 þúsund m<sup>2</sup> að stærð, sem tilheyrir Tékklandi. Bakkinn kallast Moldarhaugurinn (Vltavský přístav). Hann var hluti af [[Versalasamningurinn|Versalasamningnum]] sem kvað á um að Tékkland skyldi eiga aðgang að hafnaraðstöðu í Hamborg, þaðan sem hægt er að sigla niður [[Saxelfur|Saxelfi]] alla leið til Bæheims. Samningurinn gildir í 99 ár og rennur út árið [[2028]].
== Heiti ==
Tékkar nota orðið Česko um land sitt. Hugtakið kom fyrst fram [[1777]] en var aldrei eða sárasjaldan notað fyrir [[1993]]. Meðan Tékkóslóvakía var til hét landið allt Československo. Þegar Tékkóslóvakíu var skipt í tvö ríki 1993 varð heitið Česko ofan á en það merkir Tékkar eða tékkneska þjóðin. Tékkneska heitið fyrir Bæheim er Čechy en oftast er það notað fyrir landið allt (líka Mæri og Slésíu). Þjóðsagan segir að forfaðirinn Čech hafi verið stofnandi tékknesku þjóðarinnar. Önnur tungumál, svo sem [[enska]] og þýska, hafa tekið síðara orðið að láni og myndað heitið Czech (enska) og Tschech (þýska) síðan Tékkóslóvakía var mynduð [[1918]]. Það hafa [[Ísland|Íslendingar]] einnig gert. Þó eru íbúar Mæris og Slésíu ekki allir sáttir við síðara heitið, enda útilokar það á vissan hátt íbúa þess en setur íbúa Bæheims ofar hinum. Tékkar sjálfir nota ekki neitt stuttheiti á landi sínu. Alþjóðlega heitir landið Česká republika. Þó er til styttri útgáfa í flestum öðrum málum. Í íslensku er heitið Tékkland gjarnan notað í staðinn fyrir Tékkneska lýðveldið, en áður kom fyrir að landið væri nefnt Tékkía.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=990456&issId=54398&lang=4 Alþýðublaðið, 01.06.1939]</ref><ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=54663&lang=4 Alþýðublaðið, 17.08.1939]</ref><ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=62229 Alþýðublaðið, 19.03.1940]</ref><ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1766389 Morgunblaðið, 14.06.1992]</ref>.
== Saga ==
=== Upphaf ===
[[Mynd:Great moravia svatopluk.png|thumb|Stórmæri þegar það náði mestri útbreiðslu]]
Á fyrstu árhundruðum f.Kr. settist keltneski þjóðflokkurinn Bojarar að á svæðinu. Talið er að heitið Bæheimur (Bohemia) vísi til þessa þjóðflokks. Á fyrstu öld e.Kr. settust germanskir þjóðflokkar að á svæðinu og þröngvuðu Keltum burt. Í Bæheimi voru til dæmis Markómanar en [[Rómaveldi|Rómverjar]] hindruðu útrás þeirra lengra til suðurs. Á [[Þjóðflutningatímabilið|tímum þjóðflutninganna miklu]] á 5. öld gjörbreyttist allt. Fræðimenn gera ráð fyrir að Germanir hafi horfið burt úr landinu, sem hafi að mestu legið eftir autt. Frá og með 550 settust Slavar að í Bæheimi og Mæri. [[833]] var furstadæmið Stórmæri stofnað og náði það langt út fyrir mörk Bæheims og Mæris í dag. Svatopluk varð fursti í Stórmæri [[871]], en á hans tíma komu munkarnir (og bræðurnir) Kyrill og Meþód og kristnuðu þjóðina. Þeir höfðu verið sendir frá [[Mikligarður|Miklagarði]] og lögðu því grunninn að rétttrúnaðarkirkjunni í Stórmæri. Árið [[895]] gekkst Spytihněv fursti á hönd [[Heilaga rómverska ríkið|hinu heilaga rómverska ríki]], en konungur ríkisins var þá [[Arnúlfur (HRR)|Arnúlfur]]. Stórmæri varð því hluti þess ríkis og var síðan lagt niður tólf árum síðar. Afleiðingin var sú að rómversk-kaþólska kirkjan nam land í Bæheimi og óx hratt meðan rétttrúnaðarkirkjan átti undir högg að sækja. [[1003]] réðist Boleslaw I konungur Póllands inn í Bæheim og hertók landið. Hersetan stóð hins vegar aðeins yfir í eitt ár.
=== Miðpunktur þýska ríkisins ===
[[Mynd:Karl IV. (HRR).jpg|thumb|Karl IV gerði Prag að stórborg]]
[[1085]] leyfði [[Hinrik IV (HRR)|Hinrik IV]]. keisari stofnun konungsríkis í Bæheimi. Markgreifinn Vratislav II varð því krýndur konungur, enda var Vratislav eindreginn stuðningsmaður Hinriks gegn Söxum. Krýningin fór fram í Prag, sem þar með varð að eiginlegri höfuðborg. Konungríkið Bæheimur var sjálfstætt sem slíkt en var undir verndarvæng og umsjón hins heilaga rómverska ríkis. Í kjölfarið fylgdi nokkurt þýskt landnám í Bæheimi. Sökum stuðnings konunganna í Prag við hina þýsku keisara ríkisins, var konungur Bæheims hverju sinni einnig kjörfursti, það er að segja hann sat í kjörfurstaráðinu sem valdi næsta konung hins heilaga rómverska ríkis. Sem kjörfurstar höfðu konungar Bæheims mikil völd í ríkinu. Árið [[1300]] voru Bæheimur og Pólland undir sama konungi, fyrst Wenzel II. og síðan Wenzel III., en því fyrirkomulagi lauk [[1306]] er Wenzel III. var myrtur í Olomouc.
=== Keisaradæmið ===
[[1310]] kvæntist Jóhann af Lúxemborg, sonur Hinriks VII. keisara, Elísabetu, dóttur Wenzels II. konungs í Bæheimi. Sonur þeirra hét Wenzel og tók hann við konungdæminu í Bæheimi [[1347]] sem Karl I. Aðeins ári síðar stofnaði Karl konungur háskóla í Prag en hann er elsti háskóli Evrópu norðan Alpa. Á sama ári var hann einnig kjörinn konungur hins heilaga rómverska ríkis og var krýndur sem [[Karl IV (HRR)|Karl IV.]] í borginni [[Aachen]]. Karl ákvað að sitja í Prag, sem þar með varð að höfuðborg hins heilaga rómverska ríkis. [[1355]] var Karl svo krýndur keisari ríkisins í [[Róm]]. Karl gaf út Gullna bréfið [[1378]], en í því fastsetti hann reglur um konungskjör í hinu heilaga rómverska ríki, ásamt ýmsum öðrum grundvallarlögum. Gullna bréfið var í gildi allt til loka ríkisins [[1806]]. Tveir synir Karls áttu einnig eftir að verða þýskir konungar hins heilaga rómverska ríkis. Wenzel var konungur [[1378]] – [[1400]] og [[Sigismundur (HRR)|Sigismundur]] [[1411]] – [[1437]]. Sá síðarnefndi var krýndur keisari ríkisins [[1433]].
=== Hússítar ===
[[Mynd:Jan Hus at the Stake.jpg|thumb|Jan Hus brenndur á báli 1415]]
Hússítar voru siðbótamenn frá Bæheimi sem hófu að vinna gegn kaþólsku kirkjunni og keisaranum, sem á þessum tíma voru jafnframt konungar Bæheims. Hússítar eru nefndir eftir guðfræðingnum [[Jan Hus]], sem á tímabili var rektor háskólans í Prag. Þegar Hus var brenndur á báli í kirkjuþinginu í [[Konstanz]] [[1415]], gerðu fylgjendur hans uppreisn. Þegar Hússítar réðust inn í ráðhúsið í Prag [[1419]] og fleygðu starfsmönnum konungs út um gluggana, hófst stríð, svokalla Hússítastríðið. Múgur manna réðst einnig inn í kirkjur og klaustur til að ræna og eyðileggja. Í [[desember]] 1419 fór fyrsta orrustan fram nálægt Plzeň, en henni lauk með sigri Hússíta. [[1420]] réðist keisaraher inn í Prag en Hússítar náðu að hrekja hann á brott. Keisarinn missti meira og meira land í Bæheimi næstu árin, uns hann réði aðeins yfir nokkrum jaðarsvæðum. Nokkrir bæir sem héldu tryggð við kaþólsku kirkjuna og keisarann voru jöfnuð við jörðu. Í stríðinu réðust Hússítar einnig á lönd handan Bæheims, svo sem Austurríki (1428 – 1429), Saxland og jafnvel Ungverjaland. Eftir ýmsar orrustur, sem Hússítar höfðu yfirleitt sigur í, kom til lokaorrustu við keisaraherinn [[1434]]. Þar voru Hússítar loks gjörsigraðir og þeim nær útrýmt. Ósigur þeirra batt þó ekki alveg enda á siðbót Hússíta í Bæheimi, jafnvel þótt kaþólska kirkjan væri víða endurreist í landinu. Þar að auki hafði Jan Hus þýtt [[Biblían|Biblíuna]] á tékknesku og þannig átt stóran þátt í að festa tungumálið í ritmálinu. Þrátt fyrir ósigur Hússíta myndaðist í fyrsta sinn eiginleg þjóðarvakning meðal Tékka. [[1458]] varð Georg Podiebrad konungur Bæheims, en þar með varð hann fyrsti siðaskiptakonungur Evrópu á [[Miðaldir|miðöldum]].
=== Habsborgarar og 30 ára stríðið ===
[[Mynd:Prager.Fenstersturz.1618.jpg|thumb|Fulltrúum keisarans hent út um glugga á kastalanum í Prag. Atburður þessi markaði upphaf 30 ára stríðsins.]]
Frá og með [[1526]] urðu Bæheimur og Mæri eign Habsborgara er [[Ferdinand I (HRR)|Ferdinand I]]. af Habsborg varð konungur landsins. Þar með urðu Bæheimur og Mæri undir væng Austurríkis allt til loka heimsstyrjaldarinnar fyrri 1918. Habsborgarinn [[Rúdolf 2.|Rúdolf II]]., keisari hins heilaga rómverska ríkis, flutti aðsetur sitt frá [[Vín]] til Prag [[1583]]. Prag varð því næstu áratugi miðstöð stjórnmála, lista og vísinda í ríkinu. Rúdolf var opinn fyrir nýjum hugmyndum og veitti Bæheimi formlegt [[trúfrelsi]]. Hann var jafnframt ötull áhugamaður um listir og vísindi, og bauð ýmsum þekktum mönnum á þeim sviðum til Prag. Má þar nefna [[Tycho Brahe]] og [[Jóhannes Kepler]]. [[1612]] lést Rúdolf. Þá varð [[Matthías keisari|Mattías]] konungur Bæheims og hins heilaga rómverska ríkis. Hann hóf þegar að þrengja að mótmælendum í Bæheimi og endurvekja kaþólsku kirkjuna. Þetta gekk svo langt að [[1618]] ruddust mótmælendur inn í kastalann í Prag (Hradčany) og fleygðu fulltrúum keisarans út um gluggann. Atburður þessi markar upphafið á [[30 ára stríðið|30 ára stríðinu]]. Ári síðar lést Mattías keisari og kusu gildin í Prag, sem voru mótmælendatrúar, Friðrik frá Pfalz sem nýjan konung Bæheims. Samtímis varð [[Ferdinand 2. keisari|Ferdinand II.]] af Habsborg keisari hins heilaga rómverska ríkis. Vorið [[1620]] var fyrsta orrusta stríðsins háð í Bæheimi er keisaraher Ferdinands gjörsigraði Friðrik konung við Hvítafjall. Friðrik flúði úr landi og var kallaður Vetrarkonungurinn. Hann var síðasti konungur Bæheims. Mótmælendur í Prag voru ofsóttir. Sumir voru fangelsaðir, aðrir líflátnir og enn aðrir flúðu land. Í kjölfarið kom Ferdinand keisari kaþólsku kirkjunni á með valdi. Konungdæmið í Bæheimi var lagt niður og sjálfstæði landsins að hluta afnumið. Bæheimi og Mæri var þaðan í frá stjórnað frá Vín, allt til 1918. Þýsk tunga ruddi sér til rúms, að minnsta kosti í opinberu lífi, en tékkneska hörfaði.
=== Ný þjóðarvakning ===
Á 19. öld myndaðist ný þjóðarvakning meðal Tékka, en þá höfðu Habsborgarkeisarar í Vín stjórnað landinu í tvær aldir. Í [[júní]] [[1848]] var Slavaráðstefnan mikla haldin í Prag. Tékkar heimtuðu að tékkneskt mál yrði viðurkennt á ný en það var þá orðið að minnihlutamáli. Auk þess kröfðust þeir aukinna stjórnmálalegra réttinda. Ráðstefnunni var vart lokið þegar borgarauppreisn hófst í Prag og stóð hún í fimm daga (12.-17. júní). Mótmælendur heimtuðu sjálfstæði og gengu berserksgang út um allt. Götubardagar stóðu yfir í nokkra daga. Austurrískir varðliðar urðu að setja upp fallbyssur og umkringja borgina til að ráða niðurlögum mótmælanna. Í [[Iðnbyltingin|iðnbyltingu]] næstu áratuga varð Bæheimur að helsta iðnaðarhéraði keisaradæmisins í Vín. En þjóðin naut ekki þess frelsis sem aðrar þjóðir innan Austurríska keisaradæmisins nutu. Til að mynda var bannað að gefa út dagblöð á tékknesku. Allt lesefni var á þýsku. Það var ekki fyrr en [[1897]] að stjórnin í Vín leyfði borgum og sveitarfélögum að nota tékknesku til jafns við þýsku. Einnig fékk Bæheimur heimastjórn en hún var leyst upp á ný árið [[1913]].
=== Tékkóslóvakía ===
[[Mynd:Czechoslovakia01.png|thumb|Tékkóslóvakía eins hún leit út í upphafi: Bæheimur, Mæri, Slóvakía og vesturhluti Úkraínu]]
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 137-049535, Anschluß sudetendeutscher Gebiete.jpg|thumb|Hitler lætur hylla sig í Kraslice í október 1938 eftir að hafa innlimað Súdetahéruðin]]
Tékkar börðust með Þjóðverjum og Austurríkismönnum í [[Heimstyrjöldin fyrri|heimsstyrjöldinni fyrri]], þrátt fyrir andstöðu almennings. Við stríðslok [[1918]] leystist austurríska keisaradæmið upp. Skyndilega stóðu Tékkar uppi án stjórnar í Vín. [[16. október]] 1918 sameinuðust héruðin Bæheimur, Mæri og suðurhluti Slésíu er stofnað var nýtt ríki. Prag varð að höfuðborg nýja ríkisins. Tveimur vikum síðar, [[30. október]], sameinaðist Slóvakía nýja ríkinu, sem hlaut nafnið Tékkóslóvakía. Auk þess tilheyrði vestasti hluti Úkraínu nýja ríkinu. Í manntali [[1921]] kom í ljós að íbúar voru 14 milljónir, þar af rúmlega helmingur Tékkar, 23% Þjóðverjar, 14% Slóvakar, 5,5% Ungverjar, auk Rútena, Pólverja og Króata. Lýðveldið var því fjölþjóðaríki og erjur og sundurlyndi nánast daglegt brauð. [[1938]] ásældist [[Hitler]] stóra hluta landsins, aðallega Súdetahéruðin, enda bjuggu þar margir Þjóðverjar. Í München-sáttmálanum [[29. september]] 1938 voru Súdetahéruðin innlimuð í Þýskaland. Ungverjaland og Pólland lögðu einnig undir sig hvort sinn skikann af landi Tékkóslóvakíu. Við þetta missti Tékkóslóvakía rúmlega 40% iðnaðar síns. Eftir stóð aðeins lítið og vanmáttugt ríki. Þjóðverjar hófu að reka Tékka burt úr innlimuðu héruðunum, en fangelsuðu og myrtu marga. [[5. október]] flúði [[Edvard Beneš]] forseti til [[London]]. Í kjölfarið lýstu Slóvakar yfir sjálfstæði. [[15. mars]] [[1939]] innlimaði Hitler afganginn af Bæheimi og Mæri og þar með leystist Tékkóslóvakía upp sem ríki. Það voru [[Sovétríkin|Sovétmenn]] sem frelsuðu landið að mestu leyti [[1945]]. [[5. maí]] hófu íbúar Prag uppreisn gegn Þjóðverjum sem stóð í þrjá daga. [[8. maí]] hrökkluðust Þjóðverjar burt og degi síðar hertók Rauði herinn borgina. Í kjölfarið var Tékkóslóvakía endurreist, fyrir utan Úkraínuhlutann. Þremur milljónum Þjóðverja, aðallega í Súdetahéruðunum, var gert að yfirgefa landið.
=== Kommúnistaríkið og Vorið í Prag ===
Í kosningum [[1946]] hlutu kommúnistar 40% greiddra atkvæða og mikilvæg embætti í stjórn landsins. [[1948]] hrifsuðu þeir til sín öll völd í landinu gerðust hallir undir [[Moskva|Moskvu]]. Edvard Beneš, sem aftur var orðinn forseti, neitaði að skrifa undir nýja stjórnarskrá og sagði af sér. Klement Gottwald, leiðtogi kommúnista, lýsti því yfir stofnun nýs sósíalísks lýðveldis og var fyrsti forseti þess. [[1968]] var [[Alexander Dubček]] formaður kommúnistaflokksins og [[Ludvík Svoboda]] varð forseti. Þeir voru báðir mjög frjálslegir gagnvart kommúnismanum og hófu ýmsar umbætur í landinu. Til dæmis voru höftin á prentfrelsi afnumin, komið var á skoðanafrelsi og fólk mátti jafnvel ferðast til útlanda. Einnig unnu þeir að endurbótum á efnahagssviðinu. Endurbætur þessar gengu undir heitinu [[Vorið í Prag]]. Á hinn bóginn mældist þetta illa fyrir í öðrum austantjaldslöndum, sérstaklega í Póllandi og [[Austur-Þýskaland]]i. [[21. ágúst]] 1968 gerðu herir [[Varsjárbandalagið|Varsjárbandalagsins]], undir forystu Sovétmanna, innrás í Tékkóslóvakíu. Tékkar fengu ekkert við ráðið. Allar lýðræðisbreytingar undanfarinna mánaða voru teknar til baka. Dubček var settur af og kommúnistaflokkurinn hreinsaður. Heimurinn stóð á öndinni. Tugþúsundir Tékka yfirgáfu landið í kjölfarið. Talið er að rúmlega 170 þús manns hafi farið til Austurríkis.
=== Leiðin til lýðræðis ===
[[Mynd:Václav Havel cut out.jpg|thumb|Václav Havel forseti]]
Í [[nóvember]] [[1989]] hófust mikil mótmæli gegn kommúnistastjórninni í Prag. Þíða hafði myndast í ýmsum austantjaldslöndum, ekki síst í Sovétríkjunum. Í lok nóvember sagði stjórnin í Prag af sér. Í upphafi [[desember]] var mynduð ný stjórn án aðkomu kommúnista. Seinna í sama mánuði var rithöfundurinn og baráttumaðurinn [[Václav Havel]] kjörinn forseti landsins. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar landsins síðan 1945 fóru fram [[8. júní]] [[1990]]. Brátt kom þó í ljós að hagsmunir Tékka og Slóvaka voru mismunandi. Strax í upphafi árs [[1991]] hófust viðræður milli þjóðanna um aðskilnað, en ákveðið var að bíða eftir kosningum árið [[1992]]. Þegar þær voru afstaðnar komust forsætisráðherrar beggja þjóða að þeirri niðurstöðu að aðskilja löndin á friðsamlegan hátt, án kosninga eða aðkomu almennings. Samkvæmt því fór aðskilnaðurinn fram [[1. janúar]] [[1993]] en við hann urðu Tékkland og Slóvakía til sem tvö sjálfstæð ríki. Í [[júní]] á sama ári gekk Tékkland í [[Evrópuráðið]] og [[1999]] í [[NATO]]. [[1. maí]] [[2004]] fékk Tékkland síðan inngöngu í [[Evrópusambandið]]. Um það var kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu en rúmlega 77% kusu með aðild.
== Landfræði ==
=== Landamæri ===
Tékkland á landamæri að fjórum öðrum ríkjum. Lengd landamæranna:
{| class="wikitable"
|-
! Land !! Lengd !! Ath.
|-
| [[Þýskaland]] || 810 km || Í vestri
|-
| [[Pólland]] || 762 km || Í norðri
|-
| [[Austurríki]] || 466 km || Í suðri
|-
| [[Slóvakía]] || 252 km || Í austri
|}
Tékkland nær ekki að sjó.
=== Fjöll ===
[[Mynd:Schneekoppe-W2008.JPG|thumb|Snætindur (Sněžka) er hæsti tindur Tékklands,1.603 m. Efst sér í veðurathugunarstöðina.]]
Tékkland er nær umkringt fjallgörðum. Bæheimur er eins og skál í stórum fjalladal. Til vesturs eru Bæheimsskógur og Eirfjöllin en til norðurs eru Risafjöllin og Súdetafjöllin. Í síðastnefnda fjallgarðnum er hæsta fjall landsins, Snætindur (tékkneska: Sněžka; þýska: Schneekoppe) sem er 1.602 metra hátt. Í austurhluta landsins er vestasti hluti Karpatafjalla.
=== Ár og vötn ===
Nær gjörvallur Bæheimur tilheyrir vatnasviði Saxelfar en fljótið rennur frá Risafjöllum um allt norðanvert landið uns það hverfur inn í Þýskaland. Mæri er hins vegar á vatnasviði Dónár. Örlítill hluti nyrst í landinu tilheyrir vatnasviði [[Odra|Odru]], sem rennur í Eystrasalt. Lengstu fljót Tékklands:
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Fljót !! Þýska !! Lengd !! Lengd alls !! Rennur í:
|-
| 1 || [[Moldá]] (Vltava) || Moldau || 440 km || - || Saxelfi
|-
| 2 || [[Saxelfur]] (Labe) || Elbe || 367 km || 1.094 km || [[Norðursjór|Norðursjó]]
|-
| 3 || [[Ohre]] || Eger || 280 km || 999 km || Saxelfi
|-
| 4 || [[Morava]] || March || 267 km || 358 km || [[Dóná]]
|}
Í Tékklandi eru stöðuvötn aðeins fá og lítil.
== Stjórnmál ==
Í Tékklandi er þingbundin stjórn og er þingið í tveimur deildum. Í efri deild sitja 200 þingmenn, kjörnir til fjögurra ára í senn. Í neðri deild er 81 þingmaður, sem situr í sex ár í senn. Forsætisráðherra fer fyrir þinginu og er valdamesti maður landsins. Æðsti embættismaðurinn er hins vegar forsetinn, sem þingið kýs. Hann situr í fimm ár í senn og getur mest setið í tvö kjörtímabil. Pólitísk völd hans eru þó lítil. Aðeins þrír menn hafa gegnt forsetaembættinu síðan landið klofnaði 1993:
Listi forsætisráðherra landsins síðan 1993:
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Forsætisráðherra !! Tímabil !! Stjórnmálaflokkur
|-
| 1 || [[Václav Klaus]] || 1993 – 1997 || ODS
|-
| 2 || [[Josef Tošovský]] || 1997 – 1998 || Óflokksbundinn
|-
| 3 || [[Miloš Zeman]] || 1998 – 2002 || ČSSD
|-
| 4 || [[Vladimir Špidla]] || 2002 – 2004 || ČSSD
|-
| 5 || [[Stanislav Gross]] || 2004 – 2005 || ČSSD
|-
| 6 || [[Jiří Paroubek]] || 2005 – 2006 || ČSSD
|-
| 7 || [[Mirek Topolánek]] || 2006 – 2009 || ODS
|-
| 8 || [[Jan Fischer]] || 2009 – 2010 || Óflokksbundinn
|-
| 9 || [[Petr Nečas]] || 2010 – 2013 || ODS
|-
| 10 || [[Jiří Rusnok]] || 2013 – 2014 || Óflokksbundinn
|-
| 11 || [[Bohuslav Sobotka]] || 2014 – 2018 || ČSSD
|-
| 12 || [[Andrej Babiš]] || 2018 – || ANO
|}
=== Þjóðfáni og skjaldarmerki ===
Þjóðfáni Tékklands er settur saman úr þremur reitum. Hvítur bekkur að ofan. rauður að neðan, en frá vinstri sker blár þríhyrningur sig inn í hina litina. Slíkt er einsdæmi hjá fánum í Evrópu. Rauði og hvíti liturinn eru komnir úr skjaldarmerki Bæheims, en blái liturinn er upprunninn í Slóvakíu. Fáninn var tekinn í notkun [[30. mars]] [[1920]] og gilti fyrir Tékkóslóvakíu. Þegar Þjóðverjar innlimuðu Bæheim [[1939]] var notaður annar fáni, en sá gamli var tekinn í notkun á ný eftir stríð [[1945]]. Þegar Tékkóslóvakía klofnaði í sundur [[1993]] var ákveðið að halda fánanum óbreyttum. Þessir litir koma auk þess oft fyrir í fánum slavneskra landa (til dæmis Rússlands).
Skjaldarmerki Tékklands er gert úr fjórum minni skjöldum. Tveir þeirra, efst til vinstri og neðst til hægri, eru eins, með mynd af hvíta ljóni, það er skjöldur Bæheims. Efst til hægri er hvítur örn Mæris en neðst til vinstri svartur örn Slésíu. Skjaldarmerkið var tekið upp 1993.
=== Stjórnsýslueiningar ===
Tékkland skiptist upp í þrettán [[hérað|héruð]], auk höfuðborgarinnar Prag.
{| class="wikitable"
|-
! style="width:1em" |<small>(Bílnúmer)</small>
!Hérað
! style="width: 9em" | Höfuðstaður
! style="width:5em" | Íbúafjöldi <small>(áætlaður 2004)</small>
! style="width: 5em" | Íbúafjöldi <small>(áætlaður 2010)</small>
|-
| align=center | A || colspan=2 | Höfuðborgarsvæði Prag (''Hlavní město Praha'') || align=right |1.170.571 || align=right | 1.251.072
|-
|align=center|S
| [[Mið-Bæheimur]] (Středočeský kraj) || skrifstofur staðsettar í [[Prag]]|| align=right | 1.144.071 || align=right | 1.256.850
|-
|align=center|C
| [[Suður-Bæheimur]] (Jihočeský kraj) || [[České Budějovice]] || align=right |625.712 || align=right | 637.723
|-
|align=center|P || [[Plzeň (hérað)|Plzeň]] (Plzeňský kraj) || [[Plzeň]] || align=right |549.618 || align=right | 571.831
|-
|align=center|K || [[Karlsbað (hérað)|Karlsbað]] (Karlovarský kraj) || [[Karlovy Vary]] || align=right |304.588 || align=right | 307.380
|-
|align=center|U || [[Ústí]] (Ústecký kraj)|| [[Ústí nad Labem]] || align=right |822.133 || align=right | 835.814
|-
|align=center|L || [[Liberec (hérað)|Liberec]] (Liberecký kraj) || [[Liberec]] || align=right |427.563 || align=right | 439.458
|-
|align=center|H
|[[Královéhradecký kraj]] || [[Hradec Králové]] || align=right |547.296 || align=right | 554.370
|-
|align=center|E || [[Pardubice (hérað)|Pardubice]] (Pardubický kraj) || [[Pardubice]] || align=right |505.285 || align=right | 516.777
|-
|align=center|M || [[Olomouc (hérað)|Olomouc]] (Olomoucký kraj) || [[Olomouc]] || align=right |635.126 || align=right | 641.555
|-
|align=center| T || [[Suður-Slésía]] (Moravskoslezský kraj) || [[Ostrava]] || align=right |1.257.554 || align=right | 1.244.837
|-
|align=center|B || [[Suður-Mæri]] (Jihomoravský kraj) || [[Brno]] || align=right |1.123.201 || align=right | 1.152.819
|-
|align=center|Z || [[Zlín (hérað)|Zlín]] (Zlínský kraj) || [[Zlín]] || align=right |590.706 || align=right | 590.527
|-
|align=center|J || [[Hálönd (Tékkland)|Hálönd]] (Vysočina) || [[Jihlava]] || align=right |517.153 || align=right | 514.805
|}
=== Her ===
Í Tékklandi er atvinnuher. Hann mynda landher og flugher, auk varahermanna. Alls þjóna 25 þúsund menn í tékkneska hernum. Æðsti yfirmaður hersins er forsetinn. Tékkneskir hermenn hafa sinnt friðargæslu í nokkrum stórum verkefnum, svo sem í [[Bosnía-Hersegóvína|Bosníu]], [[Kosóvó]], [[Írak]] (aðeins til [[2004]]) og [[Afganistan]].
== Efnahagslíf ==
Austurríki-Ungverjaland iðnvæddist hratt en stóð þó [[Bretland]]i og þýska ríkinu ([[Þýskaland]]i) nokkuð að baki enda hófst iðnaðaruppbygging þar síðar en í fyrrnefndum löndum og pólítískur óstöðugleiki í austurríska heimsveldinu árin fyrir stofnun keisaradæmisins Austurríkis-Ungverjalands hafði sín áhrif.
Iðnaður varð sérstaklega öflugur í vestanverðu keisaradæminu og varð Prag í Bæheimi ein helsta þungamiðja þeirrar þróunar. Þannig varð svæðið sem nú nefnist Tékkland að einu af meginiðnaðarsvæðum Evrópu. Í austurhluta Austurríkis-Ungverjalands varð landbúnaður hins vegar ráðandi. Helstu framleiðsluvörur voru iðnvélar, [[stál]] og [[járn]], [[kol]], textíll og vefnaðarvörur, [[vopn]] og hergögn, efnavörur og margt fleira. Iðnaðurinn nútímavæddist í takt við tímann og gaf öðrum ekkert eftir og var til dæmis hafin bílaframleiðsla þar upp úr aldamótunum, [[1901]]. Bæheimur og Mæri voru kjarni alls iðnaðar Austuríkis-Ungverjalands þar til það veldi leystist upp.
Í fyrri heimsstyrjöldinni var iðnaður svæðisins nýttur til [[Hergagnaframleiðsla|hergagnaframleiðslu]] þar sem Austuríki-Ungverjaland barðist við hlið Þjóðverja við [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|bandamenn]]. Brestir voru þó komnir í ríkjasambandið Austurríki-Ungverjaland og leið það undir lok í stríðslok.
Eftir stríðið varð Tékkóslóvakía til sem sjálfstætt ríki í fyrsta sinn þegar Bæheimur, Mæri og Slóvakía, sem voru áður héruð í Austuríki-Ungverjalandi runnu saman í eitt ríki. Landið fékk stærstan hluta iðnaðar heimsveldisins fyrrverandi í sinn hlut og varð því eitt af öflugri iðnríkjum Evrópu og á því byggði landið ágætt gengi sitt á millistríðsárunum. [[Kreppan mikla]] á þriðja áratug [[20. öldin|20. aldar]] fór ekki framhjá Tékkóslóvakíu frekar en öðrum löndum hins vestræna heims. Iðnaðarframleiðsla dróst saman og atvinnuleysi jókst. Mun alvarlegri og dekkri ský hrönnuðust þó upp á sjóndeildarhringnum, sérstaklega þó í vestri en einnig í austri þó torræðari væru. Tékkóslóvakía varð fyrsta fórnarlamb [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] í Evrópu og varð það áður en sú styrjöld hófst opinberlega enda var landinu fórnað fyrir ímyndaðan frið á samningaborði alþjóðlegra stjórnmála.
Þjóðverjar hernámu meginhluta landsins 1938 – 1939 og afgangnum var skipt milli nágrannanna. Iðnaðarmáttur Tékkóslóvakíu var þegar settur í fulla vinnu fyrir þýsku hervélina og framleiddi gríðarlegt magn vopna allt stríðið svo sem skriðdreka, vélbyssur og fallbyssur. Vinnuafl þræla, bæði heimamanna og erlendra „verkamanna“ eða Fremdarbeiter eins og þeir voru kallaðir, var mikið notað við þessa framleiðslu. Margir lifðu þá vinnu ekki af enda aðbúnaður og meðferð skelfileg. Vopnaframleiðslan stöðvaðist ekki að fullu fyrr en við uppgjöf Þjóðverja vorið 1945 en þá hrúguðust upp óveðurskýin eina ferðinna enn og nú á austurhimni þar sem Tékkóslóvakía lenti á áhrifasvæði [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]], en líkt og áður voru það örlög sem ákveðin voru við samningaborð stórveldanna á Jalta-ráðstefnunni. Við tóku nokkur ár óvissu í landinnu sem var þó fljótlega eytt.
Þegar kommúnistar tóku yfir Tékkóslóvakíu árið 1948 var nokkurt jafnvægi milli hinna ýmsu þátta hagkerfisins. Iðnaður var þó þungamiðja atvinnulífsins enda landið eitt það iðnvæddasta í Evrópu þó enn væru Tékkóslóvakar að sjálfsögðu að súpa seyðið af seinni heimsstyrjöldinni líkt og aðrar þjóðir álfunnar. Eftir að kommúnistar tóku völdin lögðu þeir höfuðáherslu á [[Þungaiðnaður|þungaiðnað]] umfram aðra þætti atvinnulífsins svo sem landbúnað og framleiðslu almennra neitendavara. Margar helstu atvinnugreinar þjóðarinnar höfðu verið þjóðnýttar að hluta eða öllu leyti fyrir yfirtöku kommúnista og héldu þeir því áfram. Svo var komið, um árið [[1950|1950,]] að svo til allt efnahagslíf þjóðarinnar hafði verið þjóðnýtt og hélst það svo allt þar til kommúnistastjórnin féll í flauelsbyltingunni 1989. Vorið í Prag hafði að sjálfsögðu ákveðinn áhrif á iðnað líkt og aðra hluti þjóðfélagsins en varði svo stutt að engar meiriháttar breytingar höfðu komist í framkvæmd þegar það var kæft í fæðingu.
Stóriðnaður fékk mikinn stuðning á 6. áratugnum en með því fylgdi að mikið var um úrgang og verksmiðjurnar voru ekki nægilega vel staðsettar til þess að geta nýtt allt það sem landið og fólkið í landinu hafði upp á að bjóða. Þrátt fyrir að starfsfólkið væri vel þjálfað og duglegt þá voru hvatir til vinnu og stjórnunar litlar. Það leiddi til minni veltu, minni framleiðslu og lélegri vara. Hagkerfið hrundi því að nokkru leyti á sjöunda áratugnum og þrátt fyrir ýmsar ráðstafanir og tilraunir til umbóta þá náðist ekki fullnægjandi árangur.
[[Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn]] aðstoðaði Tékkland árið 1989 að byggja upp innviðina á ný. Með því byrjaði iðnaður að dafna og erlendir fjárfestar fjárfestu í iðnaði. Iðnaður í Tékklandi var að einkavæðast.
Árið [[1995]] voru mýmörg fyrirtæki einkavædd sem leiddi til þess að um 80% af öllum iðnaði í Tékklandi var kominn úr ríkiseign. Þó hafði tékkneska ríkið enn nokkra stjórn á stál-, fjarskipta- og orkuiðnaði í gegnum fyrirtækið CEZ Group, en það á um það bil 96 fyrirtæki og hefur starfsemi í allmörgum löndum svo sem [[Austurríki]], [[Pólland]]i, [[Serbía|Serbíu]], [[Tyrkland]]i og átta öðrum. Það því eitt stærsta ríkisrekna fyrirtæki í Evrópu. Einkavæðing CEZ Group átti að hefjast árið [[2001]] en þá stóð fyrirtækið undir 41% af vergri landframleiðslu og veitti 35% af fólki í Tékklandi atvinnu. En vegna efnahagslegrar niðursveiflu var hætt við það. Nú árið [[2012]] er enn verið að hugsa um hvort einkavæða eigi fyrirtækið.
Tékkland er nú með eitt iðnvæddasta hagkerfi í Mið- og Austur-Evrópu. Þessi iðnstyrkur er arfleifð frá 19. öld þegar Bæheimur og Mæri voru iðnaðarhéröð í austurríska-ungverska keisaradæminu. Íbúar Tékklands eru vel menntaðir og innviðir Tékklands mjög þróaðir.
=== Helstu atvinnugreinar ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-W0901-0110, Leipzig, Herbstmesse, Personenkraftwagen.jpg|thumb|Skoda-bílar á sýningu í Leipzig 1980]]
Helstu atvinnugreinar Tékklands eru: bílaiðnaður, smíði véla, járn- og stálframleiðsla, járnvinnsla, raftæki, vefnaður, gler, kristall, postulín, vopnaframleiðsla, keramik og auðvitað bjórbruggun. Helstu landbúnaðarafurðir Tékklands eru: [[Sykurrófa|sykurrófur]], [[Kartafla|kartöflur]], [[hveiti]] og [[Humall|humlar]]. Eins og með mörg ríki í Mið-Evrópu er mikil hagvöxtur fólginn í eftirspurn og erlendri fjárfestingu.
==== Bílaiðnaður ====
Í Tékklandi voru framleiddir 465.268 bílar árið [[2001]] en framleiðslan er nú að ná um einni milljón bíla á ári. Meira en 800 fyrirtæki eru beintengd framleiðslu bíla í Tékklandi. Verg ársframleiðsla greinarinnar er um 9-10% af landsframleiðslu. Af bílaframleiðendum sem framleiða eitthvað eða allt í ökutækin í Tékklandi má nefna [[Skoda]], TPCA (Toyota Peugeot Citroën Automobile), [[Hyundai]], [[Tatra (bifreið)|Tatra]], [[Irisbus Iveco]] og [[Avia Ashok Leyland]].
==== Orkuiðnaður ====
Samkvæmt hagstofu Tékklands er 65,4% af [[rafmagn]]i landsins búið til með [[Gufa|gufu]]. Gufan er ekki [[jarðhiti]] heldur búin til með því að hita [[vatn]] með brennslu [[kol]]a og annarra efna. 30% af rafmagninu er framleitt með [[Kjarnorka|kjarnorku]] en einungis 4,6% með endurnýtanlegum orkugjöfum svo sem [[fallvatn]]i. Mikið er notað af [[gas]]i í Tékklandi en það kemur með pípum frá [[Rússland]]i og [[Noregur|Noregi]]. Tvöfalt meira er notað af gasi en rafmagni í iðnaði.
=== Gjaldmiðill ===
Fram til 1918 var austurríska krónan gjaldmiðill í landinu. Þegar Tékkóslóvakía var stofnuð sem ríki var búinn til nýr gjaldmiðill, tékkóslóvakíska krónan. 1993 klofnaði landið í Tékkland og Slóvakía. Tékkland tók þá upp eigin mynt, tékknesku krónuna. 1 króna eru 100 Haleru (þýska: Heller). Þegar Tékkland gekk í [[Evrópusambandið]] var ætlunin að innleiða [[Evra|evruna]] árið [[2010]]. Af þessu hefur þó ekki orðið enn þá en stjórnin hefur skuldbundið sig til að taka upp evruna á allra næstu árum.
==Íbúar==
Alls búa 10,5 milljónir í Tékklandi, þar af 75% þeirra í borgum. Þéttleikinn er 130 íbúar á km<sup>2</sup>, sem er talsvert undir meðallagi í [[Evrópa|Evrópu]]. Rúmlega 90% þjóðarinnar eru Tékkar. 3,7% eru Mærar (íbúar frá Mæri), en þessir þjóðflokkar voru ekki aðgreindir fyrr en [[1980]]. 3,9% eru útlendingar og fer þeim ört fjölgandi. Stærsti hópur útlendinga eru [[Úkraína|Úkraínumenn]] (1,2%), síðan [[Slóvakía|Slóvakar]], [[Víetnam]]ar, [[Rússland|Rússar]] og [[Pólland|Pólverjar]].
=== Borgir ===
Sökum þess að Tékkland tilheyrði Austurríki í langan tíma ganga flestar borgir í landinu einnig undir þýskum heitum. Stærstu borgir landsins:
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Borg !! Þýskt heiti !! Íbúar !! Hérað
|-
| 1 || [[Prag]] (Praha) || Prag || 1,2 milljónir || Höfuðborgarsvæðið
|-
| 2 || [[Brno]] || Brünn || 371 þúsund || Suður-Mæri
|-
| 3 || [[Ostrava]] || Ostrau || 306 þúsund || Suður-Slésía
|-
| 4 || [[Plzeň]] || Pilsen || 169 þúsund || Plzeň
|-
| 5 || [[Liberec]] || Reichenberg || 101 þúsund || Liberec
|-
| 6 || [[Olomouc]] || Olmütz || 100 þúsund || Olomouc
|-
| 7 || [[Ústí nad Labem]] || Aussig an der Elbe || 95 þúsund || Ústí
|-
| 8 || [[České Budějovice]] || Budweis || 94 þúsund || Suður-Bæheimur
|-
| 9 || [[Hradec Králové]] || Königgrätz || 94 þúsund || Králové
|-
| 10 || [[Pardubice]] || Pardubitz || 90 þúsund || Pardubice
|-
| 11 || [[Havířov]] || - || 82 þúsund || Suður-Slésía
|-
| 12 || [[Zlín]] || Zlin || 75 þúsund || Zlín
|-
| 13 || [[Kladno]] || - || 69 þúsund || Mið-Bæheimur
|-
| 14 || [[Most]] || Brüx || 67 þús || Ústí
|}
=== Trú ===
59% allra landsmanna eru ekki skráðir í nein trúfélög og er það eitt hæsta hlutfall heims. 26% landsmanna eru [[Kaþólska kirkjan|kaþólikkar]], 7% eru í [[Rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúnaðarkirkjunni]] en afgangurinn greinist í kirkjur mótmælenda. Eftir [[Heimstyrjöldin síðari|heimsstyrjöldina síðari]] voru kristnar kirkjur teknar eignarnámi. Áætlað er að endurgreiða skaðann sem þær urðu fyrir og á það að verða gert í síðasta lagi [[2013]].
=== Tungumál ===
Opinbert tungumál Tékklands er tékkneska, sem er indóevrópskt tungumál af ætt vesturslavneskra tungumála. Tólf önnur tungumál eru opinberlega viðurkennd sem móðurmál minnihlutahópa í Tékklandi. Það eru [[slóvakíska]], romani, [[úkraínska]], [[pólska]], [[þýska]], [[gríska]], [[ungverska]], [[rússneska]], rútenska, [[búlgarska]], [[króatíska]] og [[serbneska]].
== Menning ==
=== Kvikmyndir ===
Eftir fyrri heimstyrjöldina blómstraði kvikmyndaiðnaðurinn í Tékklandi. Margar kvikmyndir voru gerðar eða um áttatíu á ári. Svo var sjöundi áratugurinn gullöld kvikmyndagerðarinnar. Film and Television School of the Academy of Performing Arts (FAMU) einn elsti skóli sinnar tegundar í Evrópu var stofnaður í Prag og tvær tékkneskar myndir unnu [[Óskarsverðlaunin|Óskarinn]] fyrir bestu erlendu myndina. Nú flykkjast margir erlendir aðilar til Tékklands bæði til að taka upp myndir þar vegna minni kostnaðar og einnig til að kynna sér nýjar tékkneskar kvikmyndir.
=== Tónlist og bókmenntir ===
Ýmsir þekktir tónlistarmenn eru frá Tékklandi. Frá 19. öldinni eru nöfn eins og [[Bedřich Smetana]] og [[Antonín Dvořák]] heimsþekkt. Af þekktum rithöfundum má nefna [[Franz Kafka]] og [[Milan Kundera]].
=== Íþróttir ===
Þjóðaríþrótt Tékka er [[íshokkí]]. Landsliðið hefur nokkrum sinnum orðið heimsmeistari, síðast [[2010]]. [[1998]] urðu Tékkar Ólympíumeistarar á vetrarleikunum í [[Nagano]] í [[Japan]]. Aðrar vetraríþróttir eru einnig hátt skrifaðar, svo sem skíðaíþróttir. Miðstöð skíðaíþrótta í landinu er [[Liberec]] í norðurhluta Bæheims en þar fór meðal annars fram heimsbikarmótið í norrænum greinum [[2009]].
[[Knattspyrna]] er einnig vinsæl íþrótt. Úrvalsdeildin heiti Gambrinus-deild og er með 16 lið. Landsliðið hefur síðustu ár verið að gera það gott á alþjóða vettvangi. Á [[EM í knattspyrnu 1996|EM 1996]] í [[England]]i komst liðið í úrslit en tapaði leiknum fyrir [[Holland]]i. Liðið hefur einu sinni komist í lokakeppni HM, árið [[2006]] í Þýskalandi, en komst ekki upp úr riðlakeppninni. Meðan Tékkóslóvakía var og hét komst liðið tvisvar í úrslit en tapaði báðum leikjum. Fyrst [[1934]] fyrir [[Ítalía|Ítalíu]], síðan [[1962]] fyrir [[Brasilía|Brasilíu]]. Af þekktum tékkneskum leikmönnum má nefna [[Milan Baroš]] (Galatassaray), [[Jan Koller]] (lengst af hjá [[Borussia Dortmund]]) og markmanninn [[Petr Čech]] hjá [[Chelsea F.C.|Chelsea]].
Í kappakstursbrautinni Automotodrom Brno er keppt í alþjóðlegum kappakstri.
=== Matargerð ===
[[Mynd:Budvar UK.JPG|thumb|Budweis-bjór]]
Tékknesk matargerð einkennist af kjötréttum, sérstaklega svínakjöti. Landið er þó þekktara fyrir bjórframleiðsu, en [[Bjór (öl)|bjór]] er ein helsta útflutningsvara landsins. Tékkar framleiða á einum ársfjórðungi um 15.263 hektólítra af bjór og af þeim eru um 2.903 milljón hektólítrar fluttir út. Helstu kaupendur tékknesks bjórs eru Þjóðverjar, Slóvakar og Rússar. Þær borgir sem helst brugga bjór eru Plzeň og České Budějovice en þekktustu tegundirnar eru nefndar eftir borgunum (Pilsner og Budweis). Tékkar drekka hlutfallslega mestan bjór á mann í heimi.
=== Helgidagar ===
Í Tékklandi eru svipaðir helgidagar og í öðrum ríkjum Mið- og Vestur-Evrópu. Athygli vekur þó að [[uppstigningardagur]] og gamlársdagur eru ekki helgidagar í landinu. Opinberir helgidagar í Tékklandi:
{| class="wikitable"
|-
! Dags. !! Helgidagur !! Ath.
|-
| [[1. janúar]] || Þjóðhátíð || Tékkland stofnað 1. janúar 2003
|-
| Að vori || [[Páskar]] || Tveir dagar
|-
| [[1. maí]] || Verkalýðsdagurinn ||
|-
| [[8. maí]] || Frelsisdagur || Stríðslokadagur heimstyrjaldarinnar síðari
|-
| [[5. júlí]] || Dagur heilags Kyrills og heilags Meþóds || Kyrill og Meþód kristnuðu landið á 9. öld
|-
| [[6. júlí]] || Dagur Jans Hus || Dagurinn sem Jan Hus var brenndur á báli 1415
|-
| [[28. september]] || Dagur tékkneska ríkisins || Dauðadagur heilags Wenzels 929 eða 935, verndardýrlingur Tékklands
|-
| [[28. október]] || Dagur Tékkóslóvakíu || Stofndagur Tékkóslóvakíu 1918
|-
| [[17. nóvember]] || Baráttudagur fyrir frelsi og lýðræði || Stúdentamótmælin 1938 og 1989
|-
| [[24. desember]] || Aðfangadagur ||
|-
| [[25. desember]] || [[Jól]]adagur ||
|-
| [[26. desember]] || Annar í jólum||
|}
Auk ofangreindra helgidaga er haldið upp á nokkra aðra daga en aðeins í vissum landshlutum.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Tschechien|mánuðurskoðað=12. desember|árskoðað=2012}}
== Tenglar ==
{{Wiktionary|Tékkland}}
* [http://www.vlada.cz/en/ Ríkisstjórn Tékklands]
* [https://www.visitczechrepublic.com/en-US Opinber ferðavefur]
{{Evrópa}}
{{Evrópusambandið}}
{{Evrópuráðið}}
{{Efnahags- og framfarastofnunin}}
[[Flokkur:Tékkland]]
[[Flokkur:Landlukt lönd]]
b0cvzh49gwpz62bixt9t9fy1ibsog91
1764356
1764355
2022-08-10T11:54:51Z
Akigka
183
/* Þjóðfáni og skjaldarmerki */ Nú þegar sérgreinar
wikitext
text/x-wiki
{{Land
|nafn = Lýðveldið Tékkland
|nafn_á_frummáli = Česká republika
|nafn_í_eignarfalli = Tékklands
|fáni = Flag of the Czech Republic.svg
|skjaldarmerki = Coat of arms of the Czech Republic.svg
|kjörorð = Pravda vítězí
|kjörorð_tungumál = tékkneska
|kjörorð_þýðing = Sannleikurinn lifir)
|staðsetningarkort = EU-Czech_Republic.svg
|tungumál = [[Tékkneska]]
|höfuðborg = [[Prag]]
|stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
|titill_leiðtoga1 = [[Forseti Tékklands|Forseti]]
|titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Tékklands|Forsætisráðherra]]
|nafn_leiðtoga1 = [[Miloš Zeman]]
|nafn_leiðtoga2 = [[Petr Fiala]]
|ESBaðild=[[1. maí]] [[2004]]
|stærðarsæti = 115
|flatarmál = 78.871
|hlutfall_vatns = 2,12
|mannfjöldaár = 2021
|mannfjöldasæti = 86
|fólksfjöldi = 10.701.777
|íbúar_á_ferkílómetra = 136
|VLF_ár = 2020
|VLF = 432,346
|VLF_sæti = 36
|VLF_á_mann = 40.585
|VLF_á_mann_sæti = 34
|staða = Sjálfstæði
|atburður1 = [[Tékkóslóvakía]]
|dagsetning1 = [[28. október]] [[1918]]
|atburður2 = Aðskilnaður
|dagsetning2 = 1. janúar 1993
|VÞL_ár = 2019
|VÞL = {{hækkun}} 0.900
|VÞL_sæti = 27
|gjaldmiðill = [[Tékknesk króna|Króna]] (CZK)
|tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
|þjóðsöngur = [[Kde domov můj]]
|tld = cz
|símakóði = 420
}}
'''Tékkland''' ([[tékkneska]]: ''Česko''; opinberlega '''Lýðveldið Tékkland''', [[tékkneska]]: ''Česká republika'') er landlukt ríki í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]] og vestasta land gömlu [[Austantjaldslöndin|austantjaldsríkjanna]]. Landið var stofnað [[1. janúar]] [[1993]] þegar [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]] var skipt upp í tvo hluta, Tékkland og [[Slóvakía|Slóvakíu]]. Höfuðborgin er [[Prag]] og er hún jafnframt stærsta borg landsins.
Tékkland er nánast miðsvæðis í Mið-Evrópu og á sér að miklu leyti náttúruleg landamæri í formi fjallgarða. Í vestri er [[Þýskaland]], en [[Eirfjöllin]] (Krušné hory) ([[þýska]]: Erzgebirge) og [[Bæheimsskógur]] (Šumava) skilja þar á milli. Í norðri er [[Pólland]] en þar mynda [[Súdetafjöll]]in (Sudety) og [[Risafjöll]]in (Krkonoše) náttúruleg landamæri. Í austri er Slóvakía en landamærin liggja um [[Karpatafjöll]]. Í suðri er svo [[Austurríki]]. Tékklandi er gjarnan skipt í þrjá meginhluta: [[Bæheimur|Bæheim]] í vestri, [[Mæri]] í austri og syðsta hluti [[Slésía|Slésíu]] í norðaustri. Í höfninni í [[Hamborg]] er stór hafnarbakki, 30 þúsund m<sup>2</sup> að stærð, sem tilheyrir Tékklandi. Bakkinn kallast Moldarhaugurinn (Vltavský přístav). Hann var hluti af [[Versalasamningurinn|Versalasamningnum]] sem kvað á um að Tékkland skyldi eiga aðgang að hafnaraðstöðu í Hamborg, þaðan sem hægt er að sigla niður [[Saxelfur|Saxelfi]] alla leið til Bæheims. Samningurinn gildir í 99 ár og rennur út árið [[2028]].
== Heiti ==
Tékkar nota orðið Česko um land sitt. Hugtakið kom fyrst fram [[1777]] en var aldrei eða sárasjaldan notað fyrir [[1993]]. Meðan Tékkóslóvakía var til hét landið allt Československo. Þegar Tékkóslóvakíu var skipt í tvö ríki 1993 varð heitið Česko ofan á en það merkir Tékkar eða tékkneska þjóðin. Tékkneska heitið fyrir Bæheim er Čechy en oftast er það notað fyrir landið allt (líka Mæri og Slésíu). Þjóðsagan segir að forfaðirinn Čech hafi verið stofnandi tékknesku þjóðarinnar. Önnur tungumál, svo sem [[enska]] og þýska, hafa tekið síðara orðið að láni og myndað heitið Czech (enska) og Tschech (þýska) síðan Tékkóslóvakía var mynduð [[1918]]. Það hafa [[Ísland|Íslendingar]] einnig gert. Þó eru íbúar Mæris og Slésíu ekki allir sáttir við síðara heitið, enda útilokar það á vissan hátt íbúa þess en setur íbúa Bæheims ofar hinum. Tékkar sjálfir nota ekki neitt stuttheiti á landi sínu. Alþjóðlega heitir landið Česká republika. Þó er til styttri útgáfa í flestum öðrum málum. Í íslensku er heitið Tékkland gjarnan notað í staðinn fyrir Tékkneska lýðveldið, en áður kom fyrir að landið væri nefnt Tékkía.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=990456&issId=54398&lang=4 Alþýðublaðið, 01.06.1939]</ref><ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=54663&lang=4 Alþýðublaðið, 17.08.1939]</ref><ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=62229 Alþýðublaðið, 19.03.1940]</ref><ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1766389 Morgunblaðið, 14.06.1992]</ref>.
== Saga ==
=== Upphaf ===
[[Mynd:Great moravia svatopluk.png|thumb|Stórmæri þegar það náði mestri útbreiðslu]]
Á fyrstu árhundruðum f.Kr. settist keltneski þjóðflokkurinn Bojarar að á svæðinu. Talið er að heitið Bæheimur (Bohemia) vísi til þessa þjóðflokks. Á fyrstu öld e.Kr. settust germanskir þjóðflokkar að á svæðinu og þröngvuðu Keltum burt. Í Bæheimi voru til dæmis Markómanar en [[Rómaveldi|Rómverjar]] hindruðu útrás þeirra lengra til suðurs. Á [[Þjóðflutningatímabilið|tímum þjóðflutninganna miklu]] á 5. öld gjörbreyttist allt. Fræðimenn gera ráð fyrir að Germanir hafi horfið burt úr landinu, sem hafi að mestu legið eftir autt. Frá og með 550 settust Slavar að í Bæheimi og Mæri. [[833]] var furstadæmið Stórmæri stofnað og náði það langt út fyrir mörk Bæheims og Mæris í dag. Svatopluk varð fursti í Stórmæri [[871]], en á hans tíma komu munkarnir (og bræðurnir) Kyrill og Meþód og kristnuðu þjóðina. Þeir höfðu verið sendir frá [[Mikligarður|Miklagarði]] og lögðu því grunninn að rétttrúnaðarkirkjunni í Stórmæri. Árið [[895]] gekkst Spytihněv fursti á hönd [[Heilaga rómverska ríkið|hinu heilaga rómverska ríki]], en konungur ríkisins var þá [[Arnúlfur (HRR)|Arnúlfur]]. Stórmæri varð því hluti þess ríkis og var síðan lagt niður tólf árum síðar. Afleiðingin var sú að rómversk-kaþólska kirkjan nam land í Bæheimi og óx hratt meðan rétttrúnaðarkirkjan átti undir högg að sækja. [[1003]] réðist Boleslaw I konungur Póllands inn í Bæheim og hertók landið. Hersetan stóð hins vegar aðeins yfir í eitt ár.
=== Miðpunktur þýska ríkisins ===
[[Mynd:Karl IV. (HRR).jpg|thumb|Karl IV gerði Prag að stórborg]]
[[1085]] leyfði [[Hinrik IV (HRR)|Hinrik IV]]. keisari stofnun konungsríkis í Bæheimi. Markgreifinn Vratislav II varð því krýndur konungur, enda var Vratislav eindreginn stuðningsmaður Hinriks gegn Söxum. Krýningin fór fram í Prag, sem þar með varð að eiginlegri höfuðborg. Konungríkið Bæheimur var sjálfstætt sem slíkt en var undir verndarvæng og umsjón hins heilaga rómverska ríkis. Í kjölfarið fylgdi nokkurt þýskt landnám í Bæheimi. Sökum stuðnings konunganna í Prag við hina þýsku keisara ríkisins, var konungur Bæheims hverju sinni einnig kjörfursti, það er að segja hann sat í kjörfurstaráðinu sem valdi næsta konung hins heilaga rómverska ríkis. Sem kjörfurstar höfðu konungar Bæheims mikil völd í ríkinu. Árið [[1300]] voru Bæheimur og Pólland undir sama konungi, fyrst Wenzel II. og síðan Wenzel III., en því fyrirkomulagi lauk [[1306]] er Wenzel III. var myrtur í Olomouc.
=== Keisaradæmið ===
[[1310]] kvæntist Jóhann af Lúxemborg, sonur Hinriks VII. keisara, Elísabetu, dóttur Wenzels II. konungs í Bæheimi. Sonur þeirra hét Wenzel og tók hann við konungdæminu í Bæheimi [[1347]] sem Karl I. Aðeins ári síðar stofnaði Karl konungur háskóla í Prag en hann er elsti háskóli Evrópu norðan Alpa. Á sama ári var hann einnig kjörinn konungur hins heilaga rómverska ríkis og var krýndur sem [[Karl IV (HRR)|Karl IV.]] í borginni [[Aachen]]. Karl ákvað að sitja í Prag, sem þar með varð að höfuðborg hins heilaga rómverska ríkis. [[1355]] var Karl svo krýndur keisari ríkisins í [[Róm]]. Karl gaf út Gullna bréfið [[1378]], en í því fastsetti hann reglur um konungskjör í hinu heilaga rómverska ríki, ásamt ýmsum öðrum grundvallarlögum. Gullna bréfið var í gildi allt til loka ríkisins [[1806]]. Tveir synir Karls áttu einnig eftir að verða þýskir konungar hins heilaga rómverska ríkis. Wenzel var konungur [[1378]] – [[1400]] og [[Sigismundur (HRR)|Sigismundur]] [[1411]] – [[1437]]. Sá síðarnefndi var krýndur keisari ríkisins [[1433]].
=== Hússítar ===
[[Mynd:Jan Hus at the Stake.jpg|thumb|Jan Hus brenndur á báli 1415]]
Hússítar voru siðbótamenn frá Bæheimi sem hófu að vinna gegn kaþólsku kirkjunni og keisaranum, sem á þessum tíma voru jafnframt konungar Bæheims. Hússítar eru nefndir eftir guðfræðingnum [[Jan Hus]], sem á tímabili var rektor háskólans í Prag. Þegar Hus var brenndur á báli í kirkjuþinginu í [[Konstanz]] [[1415]], gerðu fylgjendur hans uppreisn. Þegar Hússítar réðust inn í ráðhúsið í Prag [[1419]] og fleygðu starfsmönnum konungs út um gluggana, hófst stríð, svokalla Hússítastríðið. Múgur manna réðst einnig inn í kirkjur og klaustur til að ræna og eyðileggja. Í [[desember]] 1419 fór fyrsta orrustan fram nálægt Plzeň, en henni lauk með sigri Hússíta. [[1420]] réðist keisaraher inn í Prag en Hússítar náðu að hrekja hann á brott. Keisarinn missti meira og meira land í Bæheimi næstu árin, uns hann réði aðeins yfir nokkrum jaðarsvæðum. Nokkrir bæir sem héldu tryggð við kaþólsku kirkjuna og keisarann voru jöfnuð við jörðu. Í stríðinu réðust Hússítar einnig á lönd handan Bæheims, svo sem Austurríki (1428 – 1429), Saxland og jafnvel Ungverjaland. Eftir ýmsar orrustur, sem Hússítar höfðu yfirleitt sigur í, kom til lokaorrustu við keisaraherinn [[1434]]. Þar voru Hússítar loks gjörsigraðir og þeim nær útrýmt. Ósigur þeirra batt þó ekki alveg enda á siðbót Hússíta í Bæheimi, jafnvel þótt kaþólska kirkjan væri víða endurreist í landinu. Þar að auki hafði Jan Hus þýtt [[Biblían|Biblíuna]] á tékknesku og þannig átt stóran þátt í að festa tungumálið í ritmálinu. Þrátt fyrir ósigur Hússíta myndaðist í fyrsta sinn eiginleg þjóðarvakning meðal Tékka. [[1458]] varð Georg Podiebrad konungur Bæheims, en þar með varð hann fyrsti siðaskiptakonungur Evrópu á [[Miðaldir|miðöldum]].
=== Habsborgarar og 30 ára stríðið ===
[[Mynd:Prager.Fenstersturz.1618.jpg|thumb|Fulltrúum keisarans hent út um glugga á kastalanum í Prag. Atburður þessi markaði upphaf 30 ára stríðsins.]]
Frá og með [[1526]] urðu Bæheimur og Mæri eign Habsborgara er [[Ferdinand I (HRR)|Ferdinand I]]. af Habsborg varð konungur landsins. Þar með urðu Bæheimur og Mæri undir væng Austurríkis allt til loka heimsstyrjaldarinnar fyrri 1918. Habsborgarinn [[Rúdolf 2.|Rúdolf II]]., keisari hins heilaga rómverska ríkis, flutti aðsetur sitt frá [[Vín]] til Prag [[1583]]. Prag varð því næstu áratugi miðstöð stjórnmála, lista og vísinda í ríkinu. Rúdolf var opinn fyrir nýjum hugmyndum og veitti Bæheimi formlegt [[trúfrelsi]]. Hann var jafnframt ötull áhugamaður um listir og vísindi, og bauð ýmsum þekktum mönnum á þeim sviðum til Prag. Má þar nefna [[Tycho Brahe]] og [[Jóhannes Kepler]]. [[1612]] lést Rúdolf. Þá varð [[Matthías keisari|Mattías]] konungur Bæheims og hins heilaga rómverska ríkis. Hann hóf þegar að þrengja að mótmælendum í Bæheimi og endurvekja kaþólsku kirkjuna. Þetta gekk svo langt að [[1618]] ruddust mótmælendur inn í kastalann í Prag (Hradčany) og fleygðu fulltrúum keisarans út um gluggann. Atburður þessi markar upphafið á [[30 ára stríðið|30 ára stríðinu]]. Ári síðar lést Mattías keisari og kusu gildin í Prag, sem voru mótmælendatrúar, Friðrik frá Pfalz sem nýjan konung Bæheims. Samtímis varð [[Ferdinand 2. keisari|Ferdinand II.]] af Habsborg keisari hins heilaga rómverska ríkis. Vorið [[1620]] var fyrsta orrusta stríðsins háð í Bæheimi er keisaraher Ferdinands gjörsigraði Friðrik konung við Hvítafjall. Friðrik flúði úr landi og var kallaður Vetrarkonungurinn. Hann var síðasti konungur Bæheims. Mótmælendur í Prag voru ofsóttir. Sumir voru fangelsaðir, aðrir líflátnir og enn aðrir flúðu land. Í kjölfarið kom Ferdinand keisari kaþólsku kirkjunni á með valdi. Konungdæmið í Bæheimi var lagt niður og sjálfstæði landsins að hluta afnumið. Bæheimi og Mæri var þaðan í frá stjórnað frá Vín, allt til 1918. Þýsk tunga ruddi sér til rúms, að minnsta kosti í opinberu lífi, en tékkneska hörfaði.
=== Ný þjóðarvakning ===
Á 19. öld myndaðist ný þjóðarvakning meðal Tékka, en þá höfðu Habsborgarkeisarar í Vín stjórnað landinu í tvær aldir. Í [[júní]] [[1848]] var Slavaráðstefnan mikla haldin í Prag. Tékkar heimtuðu að tékkneskt mál yrði viðurkennt á ný en það var þá orðið að minnihlutamáli. Auk þess kröfðust þeir aukinna stjórnmálalegra réttinda. Ráðstefnunni var vart lokið þegar borgarauppreisn hófst í Prag og stóð hún í fimm daga (12.-17. júní). Mótmælendur heimtuðu sjálfstæði og gengu berserksgang út um allt. Götubardagar stóðu yfir í nokkra daga. Austurrískir varðliðar urðu að setja upp fallbyssur og umkringja borgina til að ráða niðurlögum mótmælanna. Í [[Iðnbyltingin|iðnbyltingu]] næstu áratuga varð Bæheimur að helsta iðnaðarhéraði keisaradæmisins í Vín. En þjóðin naut ekki þess frelsis sem aðrar þjóðir innan Austurríska keisaradæmisins nutu. Til að mynda var bannað að gefa út dagblöð á tékknesku. Allt lesefni var á þýsku. Það var ekki fyrr en [[1897]] að stjórnin í Vín leyfði borgum og sveitarfélögum að nota tékknesku til jafns við þýsku. Einnig fékk Bæheimur heimastjórn en hún var leyst upp á ný árið [[1913]].
=== Tékkóslóvakía ===
[[Mynd:Czechoslovakia01.png|thumb|Tékkóslóvakía eins hún leit út í upphafi: Bæheimur, Mæri, Slóvakía og vesturhluti Úkraínu]]
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 137-049535, Anschluß sudetendeutscher Gebiete.jpg|thumb|Hitler lætur hylla sig í Kraslice í október 1938 eftir að hafa innlimað Súdetahéruðin]]
Tékkar börðust með Þjóðverjum og Austurríkismönnum í [[Heimstyrjöldin fyrri|heimsstyrjöldinni fyrri]], þrátt fyrir andstöðu almennings. Við stríðslok [[1918]] leystist austurríska keisaradæmið upp. Skyndilega stóðu Tékkar uppi án stjórnar í Vín. [[16. október]] 1918 sameinuðust héruðin Bæheimur, Mæri og suðurhluti Slésíu er stofnað var nýtt ríki. Prag varð að höfuðborg nýja ríkisins. Tveimur vikum síðar, [[30. október]], sameinaðist Slóvakía nýja ríkinu, sem hlaut nafnið Tékkóslóvakía. Auk þess tilheyrði vestasti hluti Úkraínu nýja ríkinu. Í manntali [[1921]] kom í ljós að íbúar voru 14 milljónir, þar af rúmlega helmingur Tékkar, 23% Þjóðverjar, 14% Slóvakar, 5,5% Ungverjar, auk Rútena, Pólverja og Króata. Lýðveldið var því fjölþjóðaríki og erjur og sundurlyndi nánast daglegt brauð. [[1938]] ásældist [[Hitler]] stóra hluta landsins, aðallega Súdetahéruðin, enda bjuggu þar margir Þjóðverjar. Í München-sáttmálanum [[29. september]] 1938 voru Súdetahéruðin innlimuð í Þýskaland. Ungverjaland og Pólland lögðu einnig undir sig hvort sinn skikann af landi Tékkóslóvakíu. Við þetta missti Tékkóslóvakía rúmlega 40% iðnaðar síns. Eftir stóð aðeins lítið og vanmáttugt ríki. Þjóðverjar hófu að reka Tékka burt úr innlimuðu héruðunum, en fangelsuðu og myrtu marga. [[5. október]] flúði [[Edvard Beneš]] forseti til [[London]]. Í kjölfarið lýstu Slóvakar yfir sjálfstæði. [[15. mars]] [[1939]] innlimaði Hitler afganginn af Bæheimi og Mæri og þar með leystist Tékkóslóvakía upp sem ríki. Það voru [[Sovétríkin|Sovétmenn]] sem frelsuðu landið að mestu leyti [[1945]]. [[5. maí]] hófu íbúar Prag uppreisn gegn Þjóðverjum sem stóð í þrjá daga. [[8. maí]] hrökkluðust Þjóðverjar burt og degi síðar hertók Rauði herinn borgina. Í kjölfarið var Tékkóslóvakía endurreist, fyrir utan Úkraínuhlutann. Þremur milljónum Þjóðverja, aðallega í Súdetahéruðunum, var gert að yfirgefa landið.
=== Kommúnistaríkið og Vorið í Prag ===
Í kosningum [[1946]] hlutu kommúnistar 40% greiddra atkvæða og mikilvæg embætti í stjórn landsins. [[1948]] hrifsuðu þeir til sín öll völd í landinu gerðust hallir undir [[Moskva|Moskvu]]. Edvard Beneš, sem aftur var orðinn forseti, neitaði að skrifa undir nýja stjórnarskrá og sagði af sér. Klement Gottwald, leiðtogi kommúnista, lýsti því yfir stofnun nýs sósíalísks lýðveldis og var fyrsti forseti þess. [[1968]] var [[Alexander Dubček]] formaður kommúnistaflokksins og [[Ludvík Svoboda]] varð forseti. Þeir voru báðir mjög frjálslegir gagnvart kommúnismanum og hófu ýmsar umbætur í landinu. Til dæmis voru höftin á prentfrelsi afnumin, komið var á skoðanafrelsi og fólk mátti jafnvel ferðast til útlanda. Einnig unnu þeir að endurbótum á efnahagssviðinu. Endurbætur þessar gengu undir heitinu [[Vorið í Prag]]. Á hinn bóginn mældist þetta illa fyrir í öðrum austantjaldslöndum, sérstaklega í Póllandi og [[Austur-Þýskaland]]i. [[21. ágúst]] 1968 gerðu herir [[Varsjárbandalagið|Varsjárbandalagsins]], undir forystu Sovétmanna, innrás í Tékkóslóvakíu. Tékkar fengu ekkert við ráðið. Allar lýðræðisbreytingar undanfarinna mánaða voru teknar til baka. Dubček var settur af og kommúnistaflokkurinn hreinsaður. Heimurinn stóð á öndinni. Tugþúsundir Tékka yfirgáfu landið í kjölfarið. Talið er að rúmlega 170 þús manns hafi farið til Austurríkis.
=== Leiðin til lýðræðis ===
[[Mynd:Václav Havel cut out.jpg|thumb|Václav Havel forseti]]
Í [[nóvember]] [[1989]] hófust mikil mótmæli gegn kommúnistastjórninni í Prag. Þíða hafði myndast í ýmsum austantjaldslöndum, ekki síst í Sovétríkjunum. Í lok nóvember sagði stjórnin í Prag af sér. Í upphafi [[desember]] var mynduð ný stjórn án aðkomu kommúnista. Seinna í sama mánuði var rithöfundurinn og baráttumaðurinn [[Václav Havel]] kjörinn forseti landsins. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar landsins síðan 1945 fóru fram [[8. júní]] [[1990]]. Brátt kom þó í ljós að hagsmunir Tékka og Slóvaka voru mismunandi. Strax í upphafi árs [[1991]] hófust viðræður milli þjóðanna um aðskilnað, en ákveðið var að bíða eftir kosningum árið [[1992]]. Þegar þær voru afstaðnar komust forsætisráðherrar beggja þjóða að þeirri niðurstöðu að aðskilja löndin á friðsamlegan hátt, án kosninga eða aðkomu almennings. Samkvæmt því fór aðskilnaðurinn fram [[1. janúar]] [[1993]] en við hann urðu Tékkland og Slóvakía til sem tvö sjálfstæð ríki. Í [[júní]] á sama ári gekk Tékkland í [[Evrópuráðið]] og [[1999]] í [[NATO]]. [[1. maí]] [[2004]] fékk Tékkland síðan inngöngu í [[Evrópusambandið]]. Um það var kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu en rúmlega 77% kusu með aðild.
== Landfræði ==
=== Landamæri ===
Tékkland á landamæri að fjórum öðrum ríkjum. Lengd landamæranna:
{| class="wikitable"
|-
! Land !! Lengd !! Ath.
|-
| [[Þýskaland]] || 810 km || Í vestri
|-
| [[Pólland]] || 762 km || Í norðri
|-
| [[Austurríki]] || 466 km || Í suðri
|-
| [[Slóvakía]] || 252 km || Í austri
|}
Tékkland nær ekki að sjó.
=== Fjöll ===
[[Mynd:Schneekoppe-W2008.JPG|thumb|Snætindur (Sněžka) er hæsti tindur Tékklands,1.603 m. Efst sér í veðurathugunarstöðina.]]
Tékkland er nær umkringt fjallgörðum. Bæheimur er eins og skál í stórum fjalladal. Til vesturs eru Bæheimsskógur og Eirfjöllin en til norðurs eru Risafjöllin og Súdetafjöllin. Í síðastnefnda fjallgarðnum er hæsta fjall landsins, Snætindur (tékkneska: Sněžka; þýska: Schneekoppe) sem er 1.602 metra hátt. Í austurhluta landsins er vestasti hluti Karpatafjalla.
=== Ár og vötn ===
Nær gjörvallur Bæheimur tilheyrir vatnasviði Saxelfar en fljótið rennur frá Risafjöllum um allt norðanvert landið uns það hverfur inn í Þýskaland. Mæri er hins vegar á vatnasviði Dónár. Örlítill hluti nyrst í landinu tilheyrir vatnasviði [[Odra|Odru]], sem rennur í Eystrasalt. Lengstu fljót Tékklands:
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Fljót !! Þýska !! Lengd !! Lengd alls !! Rennur í:
|-
| 1 || [[Moldá]] (Vltava) || Moldau || 440 km || - || Saxelfi
|-
| 2 || [[Saxelfur]] (Labe) || Elbe || 367 km || 1.094 km || [[Norðursjór|Norðursjó]]
|-
| 3 || [[Ohre]] || Eger || 280 km || 999 km || Saxelfi
|-
| 4 || [[Morava]] || March || 267 km || 358 km || [[Dóná]]
|}
Í Tékklandi eru stöðuvötn aðeins fá og lítil.
== Stjórnmál ==
Í Tékklandi er þingbundin stjórn og er þingið í tveimur deildum. Í efri deild sitja 200 þingmenn, kjörnir til fjögurra ára í senn. Í neðri deild er 81 þingmaður, sem situr í sex ár í senn. Forsætisráðherra fer fyrir þinginu og er valdamesti maður landsins. Æðsti embættismaðurinn er hins vegar forsetinn, sem þingið kýs. Hann situr í fimm ár í senn og getur mest setið í tvö kjörtímabil. Pólitísk völd hans eru þó lítil. Aðeins þrír menn hafa gegnt forsetaembættinu síðan landið klofnaði 1993:
Listi forsætisráðherra landsins síðan 1993:
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Forsætisráðherra !! Tímabil !! Stjórnmálaflokkur
|-
| 1 || [[Václav Klaus]] || 1993 – 1997 || ODS
|-
| 2 || [[Josef Tošovský]] || 1997 – 1998 || Óflokksbundinn
|-
| 3 || [[Miloš Zeman]] || 1998 – 2002 || ČSSD
|-
| 4 || [[Vladimir Špidla]] || 2002 – 2004 || ČSSD
|-
| 5 || [[Stanislav Gross]] || 2004 – 2005 || ČSSD
|-
| 6 || [[Jiří Paroubek]] || 2005 – 2006 || ČSSD
|-
| 7 || [[Mirek Topolánek]] || 2006 – 2009 || ODS
|-
| 8 || [[Jan Fischer]] || 2009 – 2010 || Óflokksbundinn
|-
| 9 || [[Petr Nečas]] || 2010 – 2013 || ODS
|-
| 10 || [[Jiří Rusnok]] || 2013 – 2014 || Óflokksbundinn
|-
| 11 || [[Bohuslav Sobotka]] || 2014 – 2018 || ČSSD
|-
| 12 || [[Andrej Babiš]] || 2018 – || ANO
|}
=== Stjórnsýslueiningar ===
Tékkland skiptist upp í þrettán [[hérað|héruð]], auk höfuðborgarinnar Prag.
{| class="wikitable"
|-
! style="width:1em" |<small>(Bílnúmer)</small>
!Hérað
! style="width: 9em" | Höfuðstaður
! style="width:5em" | Íbúafjöldi <small>(áætlaður 2004)</small>
! style="width: 5em" | Íbúafjöldi <small>(áætlaður 2010)</small>
|-
| align=center | A || colspan=2 | Höfuðborgarsvæði Prag (''Hlavní město Praha'') || align=right |1.170.571 || align=right | 1.251.072
|-
|align=center|S
| [[Mið-Bæheimur]] (Středočeský kraj) || skrifstofur staðsettar í [[Prag]]|| align=right | 1.144.071 || align=right | 1.256.850
|-
|align=center|C
| [[Suður-Bæheimur]] (Jihočeský kraj) || [[České Budějovice]] || align=right |625.712 || align=right | 637.723
|-
|align=center|P || [[Plzeň (hérað)|Plzeň]] (Plzeňský kraj) || [[Plzeň]] || align=right |549.618 || align=right | 571.831
|-
|align=center|K || [[Karlsbað (hérað)|Karlsbað]] (Karlovarský kraj) || [[Karlovy Vary]] || align=right |304.588 || align=right | 307.380
|-
|align=center|U || [[Ústí]] (Ústecký kraj)|| [[Ústí nad Labem]] || align=right |822.133 || align=right | 835.814
|-
|align=center|L || [[Liberec (hérað)|Liberec]] (Liberecký kraj) || [[Liberec]] || align=right |427.563 || align=right | 439.458
|-
|align=center|H
|[[Královéhradecký kraj]] || [[Hradec Králové]] || align=right |547.296 || align=right | 554.370
|-
|align=center|E || [[Pardubice (hérað)|Pardubice]] (Pardubický kraj) || [[Pardubice]] || align=right |505.285 || align=right | 516.777
|-
|align=center|M || [[Olomouc (hérað)|Olomouc]] (Olomoucký kraj) || [[Olomouc]] || align=right |635.126 || align=right | 641.555
|-
|align=center| T || [[Suður-Slésía]] (Moravskoslezský kraj) || [[Ostrava]] || align=right |1.257.554 || align=right | 1.244.837
|-
|align=center|B || [[Suður-Mæri]] (Jihomoravský kraj) || [[Brno]] || align=right |1.123.201 || align=right | 1.152.819
|-
|align=center|Z || [[Zlín (hérað)|Zlín]] (Zlínský kraj) || [[Zlín]] || align=right |590.706 || align=right | 590.527
|-
|align=center|J || [[Hálönd (Tékkland)|Hálönd]] (Vysočina) || [[Jihlava]] || align=right |517.153 || align=right | 514.805
|}
=== Her ===
Í Tékklandi er atvinnuher. Hann mynda landher og flugher, auk varahermanna. Alls þjóna 25 þúsund menn í tékkneska hernum. Æðsti yfirmaður hersins er forsetinn. Tékkneskir hermenn hafa sinnt friðargæslu í nokkrum stórum verkefnum, svo sem í [[Bosnía-Hersegóvína|Bosníu]], [[Kosóvó]], [[Írak]] (aðeins til [[2004]]) og [[Afganistan]].
== Efnahagslíf ==
Austurríki-Ungverjaland iðnvæddist hratt en stóð þó [[Bretland]]i og þýska ríkinu ([[Þýskaland]]i) nokkuð að baki enda hófst iðnaðaruppbygging þar síðar en í fyrrnefndum löndum og pólítískur óstöðugleiki í austurríska heimsveldinu árin fyrir stofnun keisaradæmisins Austurríkis-Ungverjalands hafði sín áhrif.
Iðnaður varð sérstaklega öflugur í vestanverðu keisaradæminu og varð Prag í Bæheimi ein helsta þungamiðja þeirrar þróunar. Þannig varð svæðið sem nú nefnist Tékkland að einu af meginiðnaðarsvæðum Evrópu. Í austurhluta Austurríkis-Ungverjalands varð landbúnaður hins vegar ráðandi. Helstu framleiðsluvörur voru iðnvélar, [[stál]] og [[járn]], [[kol]], textíll og vefnaðarvörur, [[vopn]] og hergögn, efnavörur og margt fleira. Iðnaðurinn nútímavæddist í takt við tímann og gaf öðrum ekkert eftir og var til dæmis hafin bílaframleiðsla þar upp úr aldamótunum, [[1901]]. Bæheimur og Mæri voru kjarni alls iðnaðar Austuríkis-Ungverjalands þar til það veldi leystist upp.
Í fyrri heimsstyrjöldinni var iðnaður svæðisins nýttur til [[Hergagnaframleiðsla|hergagnaframleiðslu]] þar sem Austuríki-Ungverjaland barðist við hlið Þjóðverja við [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|bandamenn]]. Brestir voru þó komnir í ríkjasambandið Austurríki-Ungverjaland og leið það undir lok í stríðslok.
Eftir stríðið varð Tékkóslóvakía til sem sjálfstætt ríki í fyrsta sinn þegar Bæheimur, Mæri og Slóvakía, sem voru áður héruð í Austuríki-Ungverjalandi runnu saman í eitt ríki. Landið fékk stærstan hluta iðnaðar heimsveldisins fyrrverandi í sinn hlut og varð því eitt af öflugri iðnríkjum Evrópu og á því byggði landið ágætt gengi sitt á millistríðsárunum. [[Kreppan mikla]] á þriðja áratug [[20. öldin|20. aldar]] fór ekki framhjá Tékkóslóvakíu frekar en öðrum löndum hins vestræna heims. Iðnaðarframleiðsla dróst saman og atvinnuleysi jókst. Mun alvarlegri og dekkri ský hrönnuðust þó upp á sjóndeildarhringnum, sérstaklega þó í vestri en einnig í austri þó torræðari væru. Tékkóslóvakía varð fyrsta fórnarlamb [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] í Evrópu og varð það áður en sú styrjöld hófst opinberlega enda var landinu fórnað fyrir ímyndaðan frið á samningaborði alþjóðlegra stjórnmála.
Þjóðverjar hernámu meginhluta landsins 1938 – 1939 og afgangnum var skipt milli nágrannanna. Iðnaðarmáttur Tékkóslóvakíu var þegar settur í fulla vinnu fyrir þýsku hervélina og framleiddi gríðarlegt magn vopna allt stríðið svo sem skriðdreka, vélbyssur og fallbyssur. Vinnuafl þræla, bæði heimamanna og erlendra „verkamanna“ eða Fremdarbeiter eins og þeir voru kallaðir, var mikið notað við þessa framleiðslu. Margir lifðu þá vinnu ekki af enda aðbúnaður og meðferð skelfileg. Vopnaframleiðslan stöðvaðist ekki að fullu fyrr en við uppgjöf Þjóðverja vorið 1945 en þá hrúguðust upp óveðurskýin eina ferðinna enn og nú á austurhimni þar sem Tékkóslóvakía lenti á áhrifasvæði [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]], en líkt og áður voru það örlög sem ákveðin voru við samningaborð stórveldanna á Jalta-ráðstefnunni. Við tóku nokkur ár óvissu í landinnu sem var þó fljótlega eytt.
Þegar kommúnistar tóku yfir Tékkóslóvakíu árið 1948 var nokkurt jafnvægi milli hinna ýmsu þátta hagkerfisins. Iðnaður var þó þungamiðja atvinnulífsins enda landið eitt það iðnvæddasta í Evrópu þó enn væru Tékkóslóvakar að sjálfsögðu að súpa seyðið af seinni heimsstyrjöldinni líkt og aðrar þjóðir álfunnar. Eftir að kommúnistar tóku völdin lögðu þeir höfuðáherslu á [[Þungaiðnaður|þungaiðnað]] umfram aðra þætti atvinnulífsins svo sem landbúnað og framleiðslu almennra neitendavara. Margar helstu atvinnugreinar þjóðarinnar höfðu verið þjóðnýttar að hluta eða öllu leyti fyrir yfirtöku kommúnista og héldu þeir því áfram. Svo var komið, um árið [[1950|1950,]] að svo til allt efnahagslíf þjóðarinnar hafði verið þjóðnýtt og hélst það svo allt þar til kommúnistastjórnin féll í flauelsbyltingunni 1989. Vorið í Prag hafði að sjálfsögðu ákveðinn áhrif á iðnað líkt og aðra hluti þjóðfélagsins en varði svo stutt að engar meiriháttar breytingar höfðu komist í framkvæmd þegar það var kæft í fæðingu.
Stóriðnaður fékk mikinn stuðning á 6. áratugnum en með því fylgdi að mikið var um úrgang og verksmiðjurnar voru ekki nægilega vel staðsettar til þess að geta nýtt allt það sem landið og fólkið í landinu hafði upp á að bjóða. Þrátt fyrir að starfsfólkið væri vel þjálfað og duglegt þá voru hvatir til vinnu og stjórnunar litlar. Það leiddi til minni veltu, minni framleiðslu og lélegri vara. Hagkerfið hrundi því að nokkru leyti á sjöunda áratugnum og þrátt fyrir ýmsar ráðstafanir og tilraunir til umbóta þá náðist ekki fullnægjandi árangur.
[[Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn]] aðstoðaði Tékkland árið 1989 að byggja upp innviðina á ný. Með því byrjaði iðnaður að dafna og erlendir fjárfestar fjárfestu í iðnaði. Iðnaður í Tékklandi var að einkavæðast.
Árið [[1995]] voru mýmörg fyrirtæki einkavædd sem leiddi til þess að um 80% af öllum iðnaði í Tékklandi var kominn úr ríkiseign. Þó hafði tékkneska ríkið enn nokkra stjórn á stál-, fjarskipta- og orkuiðnaði í gegnum fyrirtækið CEZ Group, en það á um það bil 96 fyrirtæki og hefur starfsemi í allmörgum löndum svo sem [[Austurríki]], [[Pólland]]i, [[Serbía|Serbíu]], [[Tyrkland]]i og átta öðrum. Það því eitt stærsta ríkisrekna fyrirtæki í Evrópu. Einkavæðing CEZ Group átti að hefjast árið [[2001]] en þá stóð fyrirtækið undir 41% af vergri landframleiðslu og veitti 35% af fólki í Tékklandi atvinnu. En vegna efnahagslegrar niðursveiflu var hætt við það. Nú árið [[2012]] er enn verið að hugsa um hvort einkavæða eigi fyrirtækið.
Tékkland er nú með eitt iðnvæddasta hagkerfi í Mið- og Austur-Evrópu. Þessi iðnstyrkur er arfleifð frá 19. öld þegar Bæheimur og Mæri voru iðnaðarhéröð í austurríska-ungverska keisaradæminu. Íbúar Tékklands eru vel menntaðir og innviðir Tékklands mjög þróaðir.
=== Helstu atvinnugreinar ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-W0901-0110, Leipzig, Herbstmesse, Personenkraftwagen.jpg|thumb|Skoda-bílar á sýningu í Leipzig 1980]]
Helstu atvinnugreinar Tékklands eru: bílaiðnaður, smíði véla, járn- og stálframleiðsla, járnvinnsla, raftæki, vefnaður, gler, kristall, postulín, vopnaframleiðsla, keramik og auðvitað bjórbruggun. Helstu landbúnaðarafurðir Tékklands eru: [[Sykurrófa|sykurrófur]], [[Kartafla|kartöflur]], [[hveiti]] og [[Humall|humlar]]. Eins og með mörg ríki í Mið-Evrópu er mikil hagvöxtur fólginn í eftirspurn og erlendri fjárfestingu.
==== Bílaiðnaður ====
Í Tékklandi voru framleiddir 465.268 bílar árið [[2001]] en framleiðslan er nú að ná um einni milljón bíla á ári. Meira en 800 fyrirtæki eru beintengd framleiðslu bíla í Tékklandi. Verg ársframleiðsla greinarinnar er um 9-10% af landsframleiðslu. Af bílaframleiðendum sem framleiða eitthvað eða allt í ökutækin í Tékklandi má nefna [[Skoda]], TPCA (Toyota Peugeot Citroën Automobile), [[Hyundai]], [[Tatra (bifreið)|Tatra]], [[Irisbus Iveco]] og [[Avia Ashok Leyland]].
==== Orkuiðnaður ====
Samkvæmt hagstofu Tékklands er 65,4% af [[rafmagn]]i landsins búið til með [[Gufa|gufu]]. Gufan er ekki [[jarðhiti]] heldur búin til með því að hita [[vatn]] með brennslu [[kol]]a og annarra efna. 30% af rafmagninu er framleitt með [[Kjarnorka|kjarnorku]] en einungis 4,6% með endurnýtanlegum orkugjöfum svo sem [[fallvatn]]i. Mikið er notað af [[gas]]i í Tékklandi en það kemur með pípum frá [[Rússland]]i og [[Noregur|Noregi]]. Tvöfalt meira er notað af gasi en rafmagni í iðnaði.
=== Gjaldmiðill ===
Fram til 1918 var austurríska krónan gjaldmiðill í landinu. Þegar Tékkóslóvakía var stofnuð sem ríki var búinn til nýr gjaldmiðill, tékkóslóvakíska krónan. 1993 klofnaði landið í Tékkland og Slóvakía. Tékkland tók þá upp eigin mynt, tékknesku krónuna. 1 króna eru 100 Haleru (þýska: Heller). Þegar Tékkland gekk í [[Evrópusambandið]] var ætlunin að innleiða [[Evra|evruna]] árið [[2010]]. Af þessu hefur þó ekki orðið enn þá en stjórnin hefur skuldbundið sig til að taka upp evruna á allra næstu árum.
==Íbúar==
Alls búa 10,5 milljónir í Tékklandi, þar af 75% þeirra í borgum. Þéttleikinn er 130 íbúar á km<sup>2</sup>, sem er talsvert undir meðallagi í [[Evrópa|Evrópu]]. Rúmlega 90% þjóðarinnar eru Tékkar. 3,7% eru Mærar (íbúar frá Mæri), en þessir þjóðflokkar voru ekki aðgreindir fyrr en [[1980]]. 3,9% eru útlendingar og fer þeim ört fjölgandi. Stærsti hópur útlendinga eru [[Úkraína|Úkraínumenn]] (1,2%), síðan [[Slóvakía|Slóvakar]], [[Víetnam]]ar, [[Rússland|Rússar]] og [[Pólland|Pólverjar]].
=== Borgir ===
Sökum þess að Tékkland tilheyrði Austurríki í langan tíma ganga flestar borgir í landinu einnig undir þýskum heitum. Stærstu borgir landsins:
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Borg !! Þýskt heiti !! Íbúar !! Hérað
|-
| 1 || [[Prag]] (Praha) || Prag || 1,2 milljónir || Höfuðborgarsvæðið
|-
| 2 || [[Brno]] || Brünn || 371 þúsund || Suður-Mæri
|-
| 3 || [[Ostrava]] || Ostrau || 306 þúsund || Suður-Slésía
|-
| 4 || [[Plzeň]] || Pilsen || 169 þúsund || Plzeň
|-
| 5 || [[Liberec]] || Reichenberg || 101 þúsund || Liberec
|-
| 6 || [[Olomouc]] || Olmütz || 100 þúsund || Olomouc
|-
| 7 || [[Ústí nad Labem]] || Aussig an der Elbe || 95 þúsund || Ústí
|-
| 8 || [[České Budějovice]] || Budweis || 94 þúsund || Suður-Bæheimur
|-
| 9 || [[Hradec Králové]] || Königgrätz || 94 þúsund || Králové
|-
| 10 || [[Pardubice]] || Pardubitz || 90 þúsund || Pardubice
|-
| 11 || [[Havířov]] || - || 82 þúsund || Suður-Slésía
|-
| 12 || [[Zlín]] || Zlin || 75 þúsund || Zlín
|-
| 13 || [[Kladno]] || - || 69 þúsund || Mið-Bæheimur
|-
| 14 || [[Most]] || Brüx || 67 þús || Ústí
|}
=== Trú ===
59% allra landsmanna eru ekki skráðir í nein trúfélög og er það eitt hæsta hlutfall heims. 26% landsmanna eru [[Kaþólska kirkjan|kaþólikkar]], 7% eru í [[Rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúnaðarkirkjunni]] en afgangurinn greinist í kirkjur mótmælenda. Eftir [[Heimstyrjöldin síðari|heimsstyrjöldina síðari]] voru kristnar kirkjur teknar eignarnámi. Áætlað er að endurgreiða skaðann sem þær urðu fyrir og á það að verða gert í síðasta lagi [[2013]].
=== Tungumál ===
Opinbert tungumál Tékklands er tékkneska, sem er indóevrópskt tungumál af ætt vesturslavneskra tungumála. Tólf önnur tungumál eru opinberlega viðurkennd sem móðurmál minnihlutahópa í Tékklandi. Það eru [[slóvakíska]], romani, [[úkraínska]], [[pólska]], [[þýska]], [[gríska]], [[ungverska]], [[rússneska]], rútenska, [[búlgarska]], [[króatíska]] og [[serbneska]].
== Menning ==
=== Kvikmyndir ===
Eftir fyrri heimstyrjöldina blómstraði kvikmyndaiðnaðurinn í Tékklandi. Margar kvikmyndir voru gerðar eða um áttatíu á ári. Svo var sjöundi áratugurinn gullöld kvikmyndagerðarinnar. Film and Television School of the Academy of Performing Arts (FAMU) einn elsti skóli sinnar tegundar í Evrópu var stofnaður í Prag og tvær tékkneskar myndir unnu [[Óskarsverðlaunin|Óskarinn]] fyrir bestu erlendu myndina. Nú flykkjast margir erlendir aðilar til Tékklands bæði til að taka upp myndir þar vegna minni kostnaðar og einnig til að kynna sér nýjar tékkneskar kvikmyndir.
=== Tónlist og bókmenntir ===
Ýmsir þekktir tónlistarmenn eru frá Tékklandi. Frá 19. öldinni eru nöfn eins og [[Bedřich Smetana]] og [[Antonín Dvořák]] heimsþekkt. Af þekktum rithöfundum má nefna [[Franz Kafka]] og [[Milan Kundera]].
=== Íþróttir ===
Þjóðaríþrótt Tékka er [[íshokkí]]. Landsliðið hefur nokkrum sinnum orðið heimsmeistari, síðast [[2010]]. [[1998]] urðu Tékkar Ólympíumeistarar á vetrarleikunum í [[Nagano]] í [[Japan]]. Aðrar vetraríþróttir eru einnig hátt skrifaðar, svo sem skíðaíþróttir. Miðstöð skíðaíþrótta í landinu er [[Liberec]] í norðurhluta Bæheims en þar fór meðal annars fram heimsbikarmótið í norrænum greinum [[2009]].
[[Knattspyrna]] er einnig vinsæl íþrótt. Úrvalsdeildin heiti Gambrinus-deild og er með 16 lið. Landsliðið hefur síðustu ár verið að gera það gott á alþjóða vettvangi. Á [[EM í knattspyrnu 1996|EM 1996]] í [[England]]i komst liðið í úrslit en tapaði leiknum fyrir [[Holland]]i. Liðið hefur einu sinni komist í lokakeppni HM, árið [[2006]] í Þýskalandi, en komst ekki upp úr riðlakeppninni. Meðan Tékkóslóvakía var og hét komst liðið tvisvar í úrslit en tapaði báðum leikjum. Fyrst [[1934]] fyrir [[Ítalía|Ítalíu]], síðan [[1962]] fyrir [[Brasilía|Brasilíu]]. Af þekktum tékkneskum leikmönnum má nefna [[Milan Baroš]] (Galatassaray), [[Jan Koller]] (lengst af hjá [[Borussia Dortmund]]) og markmanninn [[Petr Čech]] hjá [[Chelsea F.C.|Chelsea]].
Í kappakstursbrautinni Automotodrom Brno er keppt í alþjóðlegum kappakstri.
=== Matargerð ===
[[Mynd:Budvar UK.JPG|thumb|Budweis-bjór]]
Tékknesk matargerð einkennist af kjötréttum, sérstaklega svínakjöti. Landið er þó þekktara fyrir bjórframleiðsu, en [[Bjór (öl)|bjór]] er ein helsta útflutningsvara landsins. Tékkar framleiða á einum ársfjórðungi um 15.263 hektólítra af bjór og af þeim eru um 2.903 milljón hektólítrar fluttir út. Helstu kaupendur tékknesks bjórs eru Þjóðverjar, Slóvakar og Rússar. Þær borgir sem helst brugga bjór eru Plzeň og České Budějovice en þekktustu tegundirnar eru nefndar eftir borgunum (Pilsner og Budweis). Tékkar drekka hlutfallslega mestan bjór á mann í heimi.
=== Helgidagar ===
Í Tékklandi eru svipaðir helgidagar og í öðrum ríkjum Mið- og Vestur-Evrópu. Athygli vekur þó að [[uppstigningardagur]] og gamlársdagur eru ekki helgidagar í landinu. Opinberir helgidagar í Tékklandi:
{| class="wikitable"
|-
! Dags. !! Helgidagur !! Ath.
|-
| [[1. janúar]] || Þjóðhátíð || Tékkland stofnað 1. janúar 2003
|-
| Að vori || [[Páskar]] || Tveir dagar
|-
| [[1. maí]] || Verkalýðsdagurinn ||
|-
| [[8. maí]] || Frelsisdagur || Stríðslokadagur heimstyrjaldarinnar síðari
|-
| [[5. júlí]] || Dagur heilags Kyrills og heilags Meþóds || Kyrill og Meþód kristnuðu landið á 9. öld
|-
| [[6. júlí]] || Dagur Jans Hus || Dagurinn sem Jan Hus var brenndur á báli 1415
|-
| [[28. september]] || Dagur tékkneska ríkisins || Dauðadagur heilags Wenzels 929 eða 935, verndardýrlingur Tékklands
|-
| [[28. október]] || Dagur Tékkóslóvakíu || Stofndagur Tékkóslóvakíu 1918
|-
| [[17. nóvember]] || Baráttudagur fyrir frelsi og lýðræði || Stúdentamótmælin 1938 og 1989
|-
| [[24. desember]] || Aðfangadagur ||
|-
| [[25. desember]] || [[Jól]]adagur ||
|-
| [[26. desember]] || Annar í jólum||
|}
Auk ofangreindra helgidaga er haldið upp á nokkra aðra daga en aðeins í vissum landshlutum.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Tschechien|mánuðurskoðað=12. desember|árskoðað=2012}}
== Tenglar ==
{{Wiktionary|Tékkland}}
* [http://www.vlada.cz/en/ Ríkisstjórn Tékklands]
* [https://www.visitczechrepublic.com/en-US Opinber ferðavefur]
{{Evrópa}}
{{Evrópusambandið}}
{{Evrópuráðið}}
{{Efnahags- og framfarastofnunin}}
[[Flokkur:Tékkland]]
[[Flokkur:Landlukt lönd]]
h627nnj519ojbybf25zwitwaidg57sf
Austurríki
0
4252
1764348
1764132
2022-08-10T11:08:17Z
Akigka
183
/* Landafræði */ Listar => Samfellt mál
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Austurríki
| nafn_á_frummáli = Republik Österreich
| nafn_í_eignarfalli = Austurríkis
| fáni = Flag of Austria.svg
| skjaldarmerki = Austria Bundesadler.svg
| staðsetningarkort = EU-Austria.svg
| tungumál = [[þýska]]
| höfuðborg = [[Vín (borg)|Vín]]
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Austurríkis|Forseti]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Alexander Van der Bellen]]
| titill_leiðtoga2 = [[Kanslari Austurríkis|Kanslari]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Karl Nehammer]]
| ESBaðild = 1. janúar 1995
| stærðarsæti = 113
| flatarmál = 83.879
| hlutfall_vatns = 0,84
| mannfjöldaár = 2020
| mannfjöldasæti = 97
| fólksfjöldi = 8.935.112
| íbúar_á_ferkílómetra = 106
| staða = [[Sjálfstæði]]
| atburður1 = Ríkisstofnun
| dagsetning1 = [[27. júlí]] [[1955]]
| VLF_ár = 2018
| VLF = 461,432
| VLF_sæti = 42
| VLF_á_mann = 51.936
| VLF_á_mann_sæti = 15
| VÞL = {{hækkun}} 0.922
| VÞL_sæti = 18
| VÞL_ár = 2019
| gjaldmiðill = [[Evra]]
| tímabelti = [[UTC]]+1
| þjóðsöngur = [[Land der Berge, Land am Strome]]
| tld = at
| símakóði = 43
}}
'''Austurríki''' ([[þýska]]: ''Österreich'') er [[landlukt]] land í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]] í [[Austur-Alpar|Austur-Ölpunum]]. Hálendi [[Alparnir|Alpafjallanna]] einkennir landslag Austurríkis en í norðri og suðri eru [[Bæheimsskógur]] og [[Pannóníska sléttan]]. Landið er [[sambandslýðveldi]] níu sambandsríkja. Höfuðborg þess er [[Vín (Austurríki)|Vín]]. Austurríki á landamæri að [[Þýskaland]]i í norðvestri, [[Tékkland]]i í norðri, [[Slóvakía|Slóvakíu]] í norðaustri, [[Ungverjaland]]i í austri, [[Slóvenía|Slóveníu]] og [[Ítalía|Ítalíu]] í suðri, og [[Sviss]] og [[Liechtenstein]] í vestri. Landið er tæplega 84 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar búa um 9 milljónir.<ref>{{Cite journal |last=Hanes |first=D.M. |date=1994-09-01 |title=Studies of granular flow down an inclined chute. Quarterly technical progress report: Year four, Quarter two, 13 March--12 June 1994 |doi=10.2172/10182964 |url=http://dx.doi.org/10.2172/10182964}}</ref>
Landið varð til undir lok fyrsta árþúsundsins úr landsvæðunum [[Pannóníumörk]] og [[Ungverska mörk|Ungversku mörk]] innan [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkisins]]. Upphaflega var landið [[markgreifi|markgreifadæmi]] sem heyrði undir [[Bæjaraland]]. Árið 1156 var landið gert að [[hertogadæmið Austurríki|hertogadæmi]] og árið 1453 að [[erkihertogadæmið Austurríki|erkihertogadæmi]]. Á 16. öld varð Vínarborg höfuðborg keisaradæmisins og Austurríki varð þannig heimaland [[Habsborgarar|Habsborgara]] (sem upprunalega voru frá Sviss). Eftir [[upplausn Heilaga rómverska ríkisins]] 1806 gerðist Austurríki sjálft [[Austurríska keisaradæmið|keisaradæmi]]. Þetta ríki varð stórveldi í Evrópu og leiðandi innan [[Þýska sambandið|Þýska sambandsins]]. Eftir ósigur í [[Stríð Prússlands og Austurríkis|stríði Prússlands og Austurríkis]] 1866 var sambandið leyst upp og [[Austurríki-Ungverjaland]] varð til.
Eftir [[morðið á Franz Ferdinand]] erkihertoga árið 1914, lýsti [[Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari|Frans Jósef]] keisari [[Serbía|Serbíu]] stríði á hendur sem þróaðist síðan út í [[fyrri heimsstyrjöld]]. Ósigur keisaradæmisins og upplausn í kjölfarið varð til þess að Austurríki varð [[lýðveldi]] árið 1919. Á [[millistríðsárin|millistríðsárunum]] fór andstaða við þingræði vaxandi og lyktaði með valdatöku [[fasismi|fasista]] undir stjórn [[Engelbert Dollfuss]] 1934. Ári áður en [[síðari heimsstyrjöld]] braust út var landið [[innlimun Austurríkis|innlimað]] í [[Þriðja ríkið]]. Eftir [[frelsun Austurríkis]] 1945 tók við langt hernámstímabil [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|bandamanna]]. Landið fékk aftur sjálfstæði árið 1955.
Austurríki býr við [[þingræði]] og [[fulltrúalýðræði]] með [[forseti Austurríkis|forseta]] sem kosinn er í almennum kosningum og [[kanslari Austurríkis|kanslara]] sem stjórnarleiðtoga. Helstu borgir landsins fyrir utan Vín eru [[Graz]], [[Linz]], [[Salzburg]] og [[Innsbruck]]. Austurríki hefur lengi verið [[Lönd eftir landsframleiðslu á mann (nafnvirði)|eitt af ríkustu löndum heims]] miðað við landsframleiðslu á mann og var í 18. sæti [[vísitala um þróun lífsgæða|lífsgæðavísitölunnar]] árið 2019.
Austurríki hefur verið aðili að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] frá 1955 og [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] frá 1995. [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]] og [[Samtök olíuframleiðsluríkja]] eru með höfuðstöðvar í Vín. Austurríki er stofnaðili að [[Efnahags- og framfarastofnunin]]ni og [[Interpol]]. Landið undirritaði [[Schengen-samkomulagið]] 1995 og tók upp [[evra|evruna]] 1999.
== Heiti ==
Austurríki hefur í gegnum aldirnar verið nefnt nokkrum nöfnum. Allt til 8. aldar hét það ''Marchia Orientalis'', þ.e. Austurmörk (''Ostmark'').<ref>''Online Etymological Dictionary,'' "[http://www.etymonline.com/index.php?search=Austria&searchmode=none Austria]"</ref> Landið var í austur frá hinu forna Frankaríki [[Karlamagnús]]ar. Orðið „mörk“ var gjarnan notað yfir landsvæði á jaðri ríkis (sbr. Mark Brandenburg, [[Danmörk]] og svo framvegis).
Í í skjali [[Ottó 2. keisari|Ottós 2. keisara]] frá [[976]] nefnir hann héraðið ''Ostarichi'', sem bókstaflega merkir „ríkið í austri“ (Austurríki), enda var það í austur frá þýska ríkinu.<ref name="University of Klagenfurt">{{cite web|url=http://wwwg.uni-klu.ac.at/spw/oenf/name2.htm|title=University of Klagenfurt|access-date=2 October 2009|archive-url=https://web.archive.org/web/20110513121957/http://wwwg.uni-klu.ac.at/spw/oenf/name2.htm|archive-date=13 May 2011|url-status=live|df=dmy-all}}</ref><ref>{{cite book| editor1-last=Bischof| editor1-first=Günter| editor-link=Günter Bischof| editor2-last=Pelinka| editor2-first=Anton| editor2-link=Anton Pelinka| title=Austrian Historical Memory and National Identity| publisher=Transaction Publishers| place=New Brunswick| date=1997| isbn=978-1-56000-902-3| url=https://books.google.com/books?id=tfhADwAAQBAJ&pg=PT34| pages=20–21| access-date=14 June 2018| archive-url=https://web.archive.org/web/20180614144308/https://books.google.de/books?id=tfhADwAAQBAJ&pg=PT34&lpg=PA92#v=onepage| archive-date=14 June 2018| url-status=live| df=dmy-all}}</ref> Þetta er heitið sem festist í norðurgermönskum málum (til dæmis [[Íslenska|íslensku]] og [[Danska|dönsku]]). Þaðan kemur einnig franska heitið en í bjagaðri mynd (''Autriche''). Úr ''Ostarichi'' varð til þýska heitið ''Österreich'', enda hefur það sömu merkingu.
Á [[Latína|latínu]] fékk landið nafnið ''Austria'' frá 12. öld, en latína var diplómata- og fræðimál Evrópu allt til [[Siðaskiptin|siðaskipta]]. Ýmis mál hafa tekið upp þetta heiti, svo sem [[enska]], [[ítalska]], [[spænska]] og [[gríska]].
Nokkur önnur heiti hafa verið notuð en þau voru öll skammlíf. Þar má nefna ''Ostland'' (Austurland), ''Osterland'' og fleiri.
== Saga Austurríkis ==
=== Landnám ===
Til forna lögðu Rómverjar undir sig langmestan hluta Austurríkis. Aðeins nyrsti hlutinn, norðan Dónár, tilheyrði [[Germanir|Germönum]]. Við endalok Rómaveldis óðu Vestgotar, Austgotar og Alemannar yfir landið en enginn þessara þjóðflokka settist þar að. Á sjöttu öld fluttu Bæverjar til landsins úr norðri en Alemannar settust að vestast í Vorarlberg. Eftir það fluttu [[Slavar]] einnig í einhverjum mæli til landsins úr austri. Árið 600 stofnuðu Slavar fyrsta sjálfstæða slavaríkið í Evrópu ([[Karantanía]]) en það náði inn í suðurhluta núverandi Austurríkis ([[Kärnten]] og [[Steiermark]]). Þetta ríki liðaðist sundur á 8. öld og varð loks hluti hins mikla Frankaríkis. Á tímum [[Karlamagnús]]ar hófst landnám Germana á þessum slóðum, en Ungverjar eyðilögðu það jafnharðan. Eftir að [[Ottó I (HRR)|Ottó I]] keisari vann lokasigur á Ungverjum árið [[955]], hófst nýtt landnám Bæverja sem komu nú frá [[Bæjaraland]]i í vestri. Árið [[976]] hlaut Leopold frá Bæjaralandi, af ættinni Babenberg, allt svæðið að léni frá [[Ottó III (HRR)|Ottó III]] keisara. Það var þá kallað Ostarichi, sem seinna breyttist í Österreich. Austurríki féll því undir stjórn Bæjaralands en bæði löndin voru greifadæmi í hinu heilaga rómverska keisaradæmi.
=== Uppgangur Habsborgara ===
Á tímum Babenberg-ættarinnar var landið rutt og þar myndaðist heildstætt samfélag. Babenberg-ættin réð einnig Bæjaralandi og voru bæði greifadæmin undir sömu stjórn. En [[1156]] aðskildi [[Friðrik Barbarossa]] keisari bæði löndin og breytti Austurríki í hertogadæmi. Með þessum gjörningi hófst saga Austurríkis sem eigið landsvæði innan hins [[heilaga rómverska ríkið|heilaga rómverska keisaradæmis]], enda var það þá laustengt sambandsveldi margra hertogadæma. Fyrsti hertoginn hét [[Hinrik Jasormimgott|Hinrik]], með viðurnefnið Jasormimgott. Hann gerði borgina Vín að aðsetri sínu, en síðan þá hefur Vín verið höfuðstaður Austurríkis. Á tíma Hinriks hertoga varð Steiermark hluti af Austurríki en einnig landsvæði sem í dag eru hluti af Slóveníu. Þegar Friðrik II hertogi féll í orrustu [[1246]], dó Babenberg-ættin út. Þá hófst valdabarátta um héraðið, sem var nokkurn veginn stjórnlaust næsta áratuginn. Ottókar II, konungur [[Bæheimur|Bæheims]], náði völdum [[1256]] en hann féll í orrustu [[1278]] gegn [[Rúdolf I (HRR)|Rúdolf af Habsborg]]. Þar með náði Habsborgarættin völdum í Austurríki sem ríkjandi hertogar og héldu þeim í 640 ár, allt til 1918.
=== Erkihertogadæmið ===
Árið [[1335]] féll Kärnten í hendur Habsborgara og [[1363]] Týról. Þar með var Austurríki orðið að stóru hertogadæmi og náði vel út yfir núverandi landmæri. Þetta þótti þá vera allstórt svæði og [[1379]] var hertogadæminu skipt upp í þrjá hluta.
* Neðra-Austurríki (Ober – og Niederösterreich)
* Innra-Austurríki (Steiermark, Kärnten, Krain, Istría og Tríest)
* Austurríki nær (Týról og Vorarlberg, ásamt löndum í Elsass og Württemberg)
Þetta leiddi til mikilla erja á allri [[15. öldin]]ni, enda voru erfingjarnir margir og löndin góð. Austurríki sameinaðist ekki aftur fyrr en [[1493]] er Friðrik V. hertogi erfði alla hlutana. Friðrik var kjörinn keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis á miðri 15. öld. Nokkrir hertogar Habsborgara höfðu áður verið kjörnir konungar og keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmiss en með Friðrik, sem kallaðist [[Friðrik III (HRR)|Friðrik III]], myndaðist nær óbrotin lína Habsborgara sem konungar og keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmis, allt til upplausnar þess [[1806]]. Friðrik hóf Austurríki upp sem erkihertogadæmi innan ríkisins strax árið eftir kjör sitt sem konungur. Þannig stóð erkihertogadæmið Austurríki jafnfætis við kjörfurstadæmin, með þeirri undantekningu að erkihertoginn hafði ekki kjörgengi í konungskjöri. Sem erkihertogadæmi varð Austurríki hins vegar sjálfstætt ríki í ríkinu.
=== Stórveldi ===
[[1477]] kvæntist hertoginn [[Maximilian I (HRR)|Maximilian]] Maríu frá [[Búrgund]]. Maximilian varð síðan keisari [[1493]] og erfði Habsborg því Búrgúnd. Eftir að sonur hans, Filippus, kvæntist Jóhönnu af Kastilíu og Aragon, [[1496]], eignaðist Habsborgarveldið [[Spánn|Spán]] og þar með nýju löndin í [[Ameríka|Ameríku]] en einnig Napólíríkið, [[Sikiley]] og [[Sardinía|Sardiníu]]. Þegar [[Karl V (HRR)|Karl V]]. varð keisari [[1519]] stóð Habsborg á hátindi veldis síns. Austurríki var hluti af stórveldi. Karl V. hafði þó ekki mikinn áhuga á að hafa ríkið áfram á einni hendi. Strax [[1521]] skildi hann Austurríki frá og gaf það bróður sínum, Ferdinand I. Síðar gaf hann syni sínum Spán (ásamt [[Niðurlönd]]um og Ameríku). [[1526]] töpuðu Ungverjar orrustu við Ósmanna (Tyrki) og erfði Ferdinand þá Ungverjaland og Bæheim, ásamt Mæri, Sílesíu og Lausitz. Hins vegar varð Ferdinand í staðinn að fást við Tyrki. Árið 1538 var konungsríkinu Ungverjalandi skipt í þrennt:
* Meginhluti landsins hélst undir krúnu Austurríkis
* Austurhluti landsins féll í hendur Tyrkjum
* Siebenbürgen ([[Rúmenía|í Rúmeníu]]) stjórnuðu ungverskir aðalsmenn, utan áhrifasvæðis Austurríkis
Árið [[1556]] sagði Karl V. af sér og settist í helgan stein. Þar með skiptist Habsborg í tvær nýjar ættir, spænsku ættin og austurrísku ættina. Allir keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmis eftir þetta voru af austurrísku ættinni.
=== Siðaskipti og Tyrkjaógnin ===
[[Mynd:Siege of Vienna 1529 by Pieter Snayers.jpeg|thumb|Tyrkir sitja um Vín 1529]]
Þegar [[siðaskiptin]] hófust snemma á [[16. öldin|16. öld]] fór nýja trúin eins og eldur í sinu um gjörvallt Austurríki. Aðallinn og keisarinn viðhéldu kaþólskunni en ekki kom til átaka eða uppþota í ríkinu. Ef til vill átti óttinn við Tyrki einhvern þátt í því að þjappa íbúum Austurríkis saman. [[1529]] voru Tyrkir komnir að borgarmörkum Vínar.
Þann [[27. september]] hófu þeir umsátur um borgina undir forystu soldánsins [[Súlíman I]]. Íbúar Vínar voru skelfingu lostnir. Margir íbúar Vínar flúðu en á hinn bóginn tókst nokkur þúsund hermönnum hins heilaga rómverska keisaradæmis og Spánar að komast til borgarinnar áður en umsáturshringurinn lokaðist. Tyrkir voru hins vegar með nær 250 þúsund manna lið. Eftir nokkra bardaga ákvað Súlíman að hætta umsátrinu sökum versnandi veðurs en vetur var í nánd og birgðaflutningar erfiðir. Þann [[14. október]] hurfu Tyrkir úr landi. Þeir birtust aftur [[1532]] en þá hafði Karli V. tekist að safna miklu liði. Súlíman réðist því ekki á Vín, heldur rændi og ruplaði í Steiermark og hvarf á braut á ný.
Árið [[1600]] hóf [[kaþólska kirkjan]] gagnsiðbótina í Austurríki, heldur seinna en víða annars staðar í þýska ríkinu. Gagnsiðbótin var hins vegar mjög grimmileg og árangurinn eftir því. Á skömmum tíma tókst að snúa meirihluta íbúa Austurríkis til kaþólsku á ný. Þar af leiðandi tók landið þátt í [[30 ára stríðið|30 ára stríðinu]] og barðist með Bæjurum gegn siðaskiptamönnum og gegn [[Svíþjóð|Svíum]].
=== Síðara umsátur Tyrkja ===
[[Mynd:TB Ausfall.jpg|thumb|Orrustan um Vín]]
[[1683]] birtust Tyrkir aftur við borgardyr Vínar. Að þessu sinni undir forystu stórvesírsins [[Kara Mústafa]]. [[14. júlí]] var umsáturshringur lagður um borgina. Meðan Vín var þannig einangruð frá umheiminum, lögðu Tyrkir nágrenni borgarinnar í rúst, sem og Neðra-Austurríki. Mörgum borgum var eytt og íbúar þeirra stráfelldir. Þrátt fyrir ákafar árásir á Vín náðu Tyrkir ekki að komast inn fyrir borgarmúrana. Í [[ágúst]] hafði [[Leopold I (HRR)|Leopold I]]. keisari safnað nægu liði til að þramma til Vínar. Með í för voru hermenn frá Bæjaralandi, Frankalandi, Saxlandi, Sváfalandi og [[Feneyjar|Feneyjum]]. Einnig mætti pólskur her til Vínar. Sobieski konungur var aðalherstjórnandi kristna hersins.
Þann [[12. september]] hófst stórorrusta við Tyrki í Kahlenberg við Vín. Meðan sú orrusta stóð yfir gerði herinn í Vínarborg útrás og réðst á Tyrki. Eftir tólf tíma bardaga létu Tyrkir undan síga og flúðu af vettvangi. Vín var þannig bjargað, en reyndar er talið að þessi sigur á Tyrkjum hafi bjargað Austurríki öllu. Í kjölfarið voru háðar tvær styrjaldir við Tyrki á [[Balkanskagi|Balkanskaga]]. Hin fyrri fór fram [[1683]]-[[1699]] en í henni var Evgen prins af Savoy mjög sigursæll. Austurríki vann þá lönd á Balkanskaga þar sem í dag eru hlutar Slóveníu og [[Króatía|Króatíu]].
=== Spænska og austurríska erfðastríðin ===
[[Mynd:Maria Theresia10.jpg|thumb|María Teresa. Málverk eftir Martin van Meytens.]]
Árið [[1701]] hófst [[spænska erfðastríðið]]. Ýmsir gerðu tilkall til spænsku krúnunnar við andlát [[Karl 2. Spánarkonungur|Karls II]]. konungs, en hann var síðasti erfingi spænsku Habsborgaranna. [[Jósef I (HRR)|Jósef I.]] keisari gerði tilkall til krúnunnar fyrir hönd Austurríkis, en eftir mikla bardaga hlaut Filippus V. frá Frakklandi hnossið. Stríðinu lauk með friðarsáttmálanum í [[Utrecht]] [[1713]]. Eftir fleiri Tyrkjastríð [[1714]]-[[1718|18]] lagði Austurríki undir sig landsvæði í norðurhluta [[Bosnía og Hersegóvína|Bosníu]] og [[Serbía|Serbíu]] og nokkur fleiri.
Habsborgaraveldið náði því mestri útbreiðslu sinni eftir að Spánn var skilinn frá. Árið [[1711]] tók [[Karl VI (HRR)|Karl VI.]] við sem keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis. Honum var strax ljóst að hann yrði síðasti Habsborgarinn í karllegg og hafði áhyggjur af framtíð Austurríkis og hins heilaga rómverska keisaradæmis. Því bjó hann til nýja [[stjórnarskrá]] fyrir keisaradæmið, en í henni kvað svo á að keisaraembættið mætti erfast til dætra í Austurríki. Karl lést [[1740]]. Sökum þess að engin önnur lönd innan hins heilaga rómverska keisaradæmis, né heldur kjörfurstarnir, viðurkenndu stjórnarskrá Karls VI um erfðir kvenna, braust út stríð um krúnu Austurríkis og hins heilaga rómverska keisaradæmis.
[[Friðrik 2. Prússakonungur|Friðrik mikli]] Prússakonungur réðst inn í Sílesíu og hertók landsvæðið. Hann gerði bandalag við kjörfurstann af Bæjaralandi, sem í kjölfarið var kjörinn keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis sem [[Karl VII (HRR)|Karl VII]]. Prússar, Bæjarar og Frakkar börðust gegn Austurríki en Englendingar og Hollendingar veittu Austurríkismönnum mikinn stuðning. Karl VII. lést [[1745]] og þá var leiðin greið fyrir elstu dóttur Karls VI., [[María Teresa|Maríu Teresu]]. Hún var krýnd sem erkihertogaynja af Habsborg og drottning Ungverjalands, en eiginmaður hennar, [[Frans I (HRR)|Frans I]]., var krýndur sem keisari ríkisins. Enn var þó barist í stríðinu til [[1748]]. [[Sjö ára stríðið]] [[1756]]-[[1763|63]] breytti engu um Sílesíu eða önnur landamæri Austurríkis.
=== Evrópumál ===
Jósef II. tók við af móður sinni sem erkihertogi af Austurríki 1780. Hann var mjög framfarasinnaður og vildi allt fyrir fólkið gera. [[1785]] stakk hann upp á því að fá að skipta á austurrísku Niðurlöndum (þ.e. [[Belgía|Belgíu]]) fyrir Bæjaraland, þannig að Bæjaraland og Austurríki myndu sameinast í eitt ríki, en hið heilaga rómverska keisaradæmi hlyti Niðurlönd. Kjörfurstarnir höfnuðu hins vegar tillögunni. Á hinn bóginn tók Jósef þátt í skiptingu [[Pólland]]s [[1772]], [[1793]] og [[1795]] (ásamt [[Prússland]]i og [[Rússland]]i). Þar fékk Austurríki stóran hluta landsins, allt norður til [[Varsjá]]r en Pólland þurrkaðist út af landakortinu. [[Franska byltingin]] skók Evrópu [[1789]]. Strax árið [[1794]] hertók franskur byltingarher Niðurlönd Habsborgara (þ.e. Belgíu).
=== Napoleonsstríðin ===
Austurríki tók þátt í bandalaginu gegn [[Napoleon Bonaparte|Napóleon]] þegar árið [[1799]] til að stemma stigu við yfirgangi [[Frakkland]]s. Þrátt fyrir það stóðu Austurríkismenn einir gegn Napóleon í orrustunni við Marengo og við Hohenlinden árið [[1800]] og biður ósigur í bæði skiptin. Við það unnu Frakkar lönd við Rínarfljót. Eftir sigur Frakka í þríkeisaraorrustunni miklu við [[Leipzig]] [[1805]] komust þeir til Vínarborgar og tóku borgina. Við það tækifæri missti Austurríki lönd sín á [[Ítalía|Ítalíu]] (til dæmis Feneyjar). Frakkar yfirgáfu borgina hins vegar skjótt aftur. Þegar hið heilaga rómverska keisaradæmi var lagt niður [[1806]] eftir þrýsting frá Napoleon, var Frans II. ríkjandi keisari. Strax á sama ári lýsti hann yfir stofnun keisaradæmis í Austurríki. Segja má að þetta hafi verið stofndagur Austurríkis sem óháðs og frjáls ríkis, þrátt fyrir að nær allir keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmis hafi verið af ætt Habsborgara og oftast setið í Vín síðan á 15. öld. Nýja keisaradæmið stóð til 1918.
Aftur var myndað bandalag gegn Napóleon. Austurríki tók hins vegar ekki þátt í neinum orrustum fyrr en [[1809]]. Á því ári biðu þeir ósigur fyrir Napóleon í orrustunum við Abensberg, Eggmühl og [[Regensburg]]. Austurríski herinn flúði til Bæheims og Napóleon þrammaði til Vínar. Frakkar skutu á borgina og hertóku hana í einni svipan í [[maí]]. Við svo búið sneri austurríski herinn aftur frá Bæheimi. Í orrustunni við Aspern (nálægt Vín) sigruðu Austurríkismenn og hröktu Frakka burt úr landinu á næstu mánuðum. Þetta var fyrsti stóri ósigur Napóleons á ferli sínum. Fyrir vikið hélt Austurríki sjálfstæði sínu. [[1813]] dró til þjóðarorrustunnar miklu við Leipzig. Þar mættust Frakkar og Bandamenn (Austurríki, Prússland, Rússland og Svíþjóð). Orrustan stóð yfir í þrjá heila daga og lauk með ósigri Napóleons. Þetta var síðasta orrusta Austurríkismanna gegn honum. Þeir komu ekki við sögu við lokaósigur Napóleons í [[Orrustan við Waterloo|orrustunni við Waterloo]].
=== Vínarfundurinn ===
[[Mynd:Prince Metternich by Lawrence.jpeg|thumb|Metternich fursti]]
Eftir fall Napóleons var nauðsynlegt að skipa ríkjum og landamærum í Evrópu upp á nýtt. Haldin var viðamikil ráðstefna í Vín að boði Frans I. keisara, en fundarstjóri var utanríkisráðherra landsins, [[Metternich fursti]]. Ráðstefnan hófst [[18. september]] [[1814]] og kallast [[Vínarfundurinn]] (þ. ''Wiener Kongress''). Allir helstu leiðtogar í Evrópu sóttu ráðstefnuna, sér í lagi frá Rússlandi, Bretlandi, Austurríki, Prússlandi, Frakklandi, Kirkjuríkinu og mörgum öðrum smærri ríkjum. Vín var næsta árið pólitísk þungamiðja Evrópu. Viðræður og samningar gengu hægt. Á vormánuðum [[1815]] strauk Napóleon úr útlegð frá Elbu og safnaði liði á ný. Komst þá skriður á samninga og lauk ráðstefnunni [[9. júní]]. Aðeins níu dögum síðar, [[18. júní]], var Napóleon sigraður á ný í stórorrustunni við Waterloo. Fyrir Austurríki hafði ráðstefnan mikil áhrif. Landið missti Niðurlönd og eignir við ofanvert Rínarfljót. Á hinn bóginn fékk Austurríki að halda Galisíu (suðurhluti Póllands). Landið fékk auk þess Illyríu og Salzburg. Austurríki varð eftir sem áður stórveldi í Evrópu. Eitt það síðasta sem Vínarfundurinn gerði var að stofna [[þýska sambandið]] úr leifum þýskra furstadæma, hertogadæma og konungsríkja. Austurríki varð leiðandi afl í þessu nýja ríkinu en stóð samt fyrir utan það sem eigið keisaraveldi. Austurríki stóð til að mynda utan við tollabandalag nýja ríkisins. [[Bismarck]] leysti þetta þýska samband upp árið [[1866]].
=== Byltingar ===
Samhliða aukinni [[iðnvæðing]]u og fjölgun í röðum nýrrar verkamannastéttar jukust stjórnmálaleg átök í Austurríki. Þetta var einnig tími [[þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]]. Um miðja [[19. öldin]]a voru mótmælin í hámarki en sökum þess að Austurríki var fjölþjóðaríki, náðu mótmælendur ekki að skipuleggja sig eins vel og víða annars staðar. Á byltingarárinu [[1848]] kom til víðtækra mótmælaaðgerða, en þær voru allar barðar niður. Á hinn bóginn sá keisari að friða þurfti lýðinn. Því var Metternich fursti rekinn úr embætti, enda var hann mjög íhaldssamur á gamla kerfið og mikill harðlínumaður.
Þann [[22. júlí]] fundaði fyrsta austurríska þingið í nútíma-formi í Vín. Ekkert þinghús var til staðar og því var fundað í reiðskóla til að byrja með. Þótt tekist hefði að friða íbúa móðurlandsins í bili, braust út bylting í öðrum hlutum ríkisins. Á Norður-Ítalíu barði herinn niður byltingu. Í Ungverjalandi var vilji til að losna frá Austurríki og dreginn saman mikill her. Austurríski herinn neitaði hins vegar að fara austur og því lýstu Ungverjar sig úr sambandi við keisarann. Íbúar Vínar studdu yfirmenn hersins og gerð var aðför að keisara og ríkisstjórn, sem yfirgáfu borgina og flúðu til borgarinnar Olomouc í Mæri (Tékklandi). Þar sagði [[Ferdinand 1. Austurríkiskeisari|Ferdinand I. keisari]] af sér en frændi hans, [[Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari|Frans Jósef]], tók við sem nýr keisari. Keisarasinnar söfnuðu liði og hófu gagnbyltingu. [[1. nóvember]] hertóku þeir Vín í miklum bardögum þar sem 2000 manns týndu lífi. 24 leiðtogar byltingarmanna voru teknir af lífi. Þar með var endir bundinn á byltinguna. Aðeins með aðstoð Rússa tókst að vinna Ungverjaland á ný. Eftir þetta tók Frans Jósef I. keisari sér nánast einræðisvald.
=== Ítalía og þýska stríðið ===
Árið [[1859]] hófu Ítalir, undir forystu [[Giuseppe Garibaldi|Garibaldi]]s, að sameina sjálfstæð lönd og greifadæmi á Ítalíuskaga. Þeir sigruðu Austurríki í orrustunni við Solferino og Magenta. Við tapið missti Austurríki nokkur lönd, svo sem [[Langbarðaland]]. Ítalía varð svo sjáfstætt konungsríki [[1861]]. Einnig varð mikill órói í þýska sambandinu. Austurríki var ávallt leiðandi afl í því, þar til Bismarck komst til valda í Prússlandi. Þegar Bismarck hertók [[Slésvík-Holtsetaland|Slésvík og Holtsetaland]], deildi hann yfirráðum þessara héraða með Austurríki. Prússland réði yfir Slésvík en Austurríki yfir Holtsetalandi. Þegar Bismarck síðan hertók Holtsetaland [[1866]] sagði Austurríki Prússlandi [[Stríð Prússa og Austurríkismanna|stríð á hendur]]. [[3. júlí]] það ár var barist við Königgrätz í Bæheimi. Við hlið Austurríkis börðust Saxar, Bæjarar og nokkur önnur þýsk héruð, sem einnig vildu stöðva framgang Prússlands. Prússar sigruðu hins vegar í orrustunni og urðu leiðandi afl í Þýskalandi. Þýska sambandið var lagt niður. Aðeins fimm árum síðar varð Prússland keisaraveldi og hafði þá sameinað mestan hluta Þýskalands. Austurríki var ekki með í því keisaraveldi. Þar með hafði Austurríki misst bæði lönd, völd og virðingu, þrátt fyrir að vera enn eigið keisararíki. Frans Jósef I. var niðurlægður. Ári síðar stofnaði hann austurríska-ungverska sambandsríkið og var krýndur konungur Ungverjalands [[8. júní]] [[1867]]. Eftir það var Ungverjaland ekki lengur hluti af keisaradæminu. Hins vegar tilheyrðu Bæheimur, Mæri, Galisía, vesturhluti Rúmeníu, Slóvenía og Króatía keisaradæminu.
=== Serbíukrísan ===
[[Mynd:Gavrilo Princip assassinates Franz Ferdinand.jpg|thumb|Morðið á krónprinsinum Frans Ferdinand og eiginkonu hans]]
[[1878]] hertók Austurríki alla Bosníu og Hersegóvínu, en þau lönd höfðu tilheyrt Tyrkjum. [[1908]] voru þau innlimuð Austurríki. Meðan Frans Jósef keisari reyndi að meðhöndla þegna sína hvarvetna í ríkinu á grundvelli jafnréttis, leyndi ríkisarfinn, Frans Ferdinand, ekki skoðunum sínum um að Slavar og Ungverjar væru annars flokks þegnar. [[1914]] heimsóttu hann og eiginkona hans borgina [[Sarajevó]] í Bosníu. Mörgum þjóðernissinnum þar í borg, sem vildu sameina Suður-Slava í eitt ríki, fannst heimsókn þessi ögrun og þegar Frans Ferdinand og kona hans óku gegnum Sarajevó þann [[28. júní]] skaut Gavrilo Princip, serbneskur þjóðernissinni, þau til bana Austurríkismenn urðu æfir. Stjórnin kenndi ríkisstjórn Serbíu um verknaðinn. [[23. júlí]] setti Austurríki stjórn Serbíu úrslitakosti sem þeir síðarnefndu gátu ekki uppfyllt að öllu leyti. Eftir að keisari Þýskalands hafði staðfest stuðning við Austurríki, lýsti Austurríki stríði á hendur Serbum [[28. júlí]]. Þar með hófst [[heimstyrjöldin fyrri|heimsstyrjöldin fyrri]].
=== Heimstyrjöld ===
[[Mynd:Erzherzog Thronfolger Karl Franz Josef.jpg|thumb|[[Karl 1. Austurríkiskeisari|Karl I]] var síðasti keisari Austurríkis]]
Austurríki reið ekki feitum hesti frá hernaði sínum í styrjöldinni. Þeir börðust aðallega í Galisíu (núverandi Póllandi), við landamærin að Ítalíu og á Balkanskaga. Rússar náðu að hrekja Austurríkismenn og Þjóðverja burt úr Galisíu. Á Balkanskaga voru Serbar mjög aðgangsharðir og hröktu Austurríkismenn burt. Það var einungis á landamærum Ítalíu sem Austurríkismönnum tókst að halda stöðu sinni. Árið [[1916]] lést Frans Jósef I. keisari og við tók [[Karl 1. Austurríkiskeisari|Karl I]]. Hann kallaði saman ríkisráðið, sem tjáði honum hugmyndir sínar um framtíð Austurríkis. Ungverjaland og Balkanskagi voru ekki hluti af þeim hugmyndum og því ljóst fyrir stríðslok að Austurríki myndi brátt líða undir lok sem fjölþjóðaríki. Karl hvatti því hinar ýmsu þjóðir ríkisins til að mynda eigin stjórn, sem myndi lúta stjórninni í Vín. Þjóðirnar settu sér sínar eigin stjórnir, en hugðust hins vegar lýsa yfir sjálfstæði. Í stríðslok lágu Þýskaland og Austurríki efnahagslega í rústum. Því tók þjóðarráð Austurríkis til bragðs að mynda nýja stjórn, í [[október]] [[1918]], án aðkomu Karls I. keisara. [[11. nóvember]] leysti Karl því keisara- og konungdæmið Austurríki-Ungverjaland upp og [[12. nóvember]] var lýðveldið Austurríki formlega stofnað. Karl sagði hins vegar ekki af sér sem keisari. Því voru honum gefin þau tilmæli að segja af sér eða yfirgefa landið ella. Í [[mars]] [[1919]] yfirgaf Karl landið og í [[apríl]] voru gömlu Habsborgarlögin numin úr gildi. Í uppgjöri stríðsins missti Austurríki öll sín slavnesku landsvæði. Galisía varð að hluta Póllands. Bæheimur og Mæri að vesturhluta Tékkóslóvakíu. Slóvenía, Illyría og Bosnía og Hersegóvína urðu að vesturhluta [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Suðurhluta Týról hertók Ítalía. Ungverjaland varð sjálfstætt ríki. Þar með varð Austurríki minna en það er í dag (Burgenland var enn hluti Ungverjalands) og hafði aldrei verið minna í sögu Habsborgarveldisins.
=== Fyrsta lýðveldið ===
Við stofnun lýðveldisins trúðu fáir á bjarta framtíð landsins. Margir lærðir menn töldu að móðurlandið eitt sér væri of lítið til að brauðfæða íbúana. Auk þess var landið efnahagslega í rúst. Upp kom sú hugmynd að Austurríki sameinaðist [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldinu]] en [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|Bandamenn]] lögðu blátt bann við öllu slíku. [[Salzburg]] sótti formlega um inngöngu í Þýskaland, óháð stjórninni í Vín, en Weimar-lýðveldið hafnaði því. Vorarlberg sótti um inngöngu í Sviss og við atkvæðagreiðslu vildu 80% íbúanna verða að kantónu í Sviss. Bæði Svisslendingar og Bandamenn höfnuðu því hins vegar. Í syðstu sýslum Kärnten greiddu íbúarnir einnig atkvæði um sameiningu við Slóveníu (og/eða Júgóslavíu), en niðurstaðan var sú að vera áfram í Austurríki. [[1921]] var ákveðið að stofna nýtt ríki í vestasta hluta Ungverjalands. Við atkvæðagreiðslu vildi mikill meirihluti íbúanna hins vegar sameiningu við Austurríki og því varð svo. Svæðið hlaut heitið Burgenland og er fámennasta sambandsland Austurríkis.
Til að rétta af fjárhag landsins var gamla krónan lögð niður árið [[1924]] og tekinn upp skildingur (Schilling). Sú litla efnahagsuppsveifla sem orðið hafði varð þó að engu [[1929]] þegar [[kreppan mikla|heimskreppan]] skall á. Austurríki lifði á lánum. Til að mynda lánaði [[Þjóðabandalagið]] landinu 300 milljónir skildinga gegn því að landið sameinaðist ekki Weimar-lýðveldinu næstu 20 árin. [[1933]] var þriðjungur Austurríkismanna atvinnulaus. [[1932]] komst kristilegi sósíalistinn [[Engelbert Dollfuss]] til valda sem kanslari lýðveldisins. Hann varð fyrir áhrifum af fasískum fyrirmyndum á Ítalíu og varð nánast einvaldur. Þann [[4. mars]] leysti hann upp þingið, [[7. mars]] var tekin upp [[ritskoðun]] og bann við hópamyndun sett á í landinu. [[10. maí]] voru allar kosningar afnumdar og í framhaldi af því allir stjórnmálaflokkar bannaðir. Í [[febrúar]] gerðu íbúar landsins allsherjaruppreisn, þar sem sýnt þótti að Dollfuss kanslari myndi ekki slaka á klónni. Uppreisnin var hins vegar barin niður af mikilli hörku. [[1934]] var gerð önnur tilraun til byltingar. Í henni varð Dollfuss fyrir skoti og lést af sárum sínum [[25. júlí]].
=== Innlimunin ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 146-1972-028-14, Anschluss Österreich.jpg|thumb|Hitler (í fremsta bílnum) lætur hylla sig í Vín 15. mars 1938]]
Eftirmaður hans, [[Kurt Schuschnigg]], átti við ramman reip að draga. Mikil óánægja var í Austurríki og þurfti Schuschnigg á aðstoð frá [[Benito Mussolini|Mussolini]] og síðar frá Þýskalandi Hitlers að halda. [[Hitler]], sem var sjálfur fæddur í Austurríki, vann að því bak við tjöldin að sameina ríkin, þrátt fyrir bann Þjóðabandalagsins. Schuschnigg kanslari reyndi að forðast slíkar tilraunir og tilkynnti óvænta þjóðarakvæðagreiðslu um frjálst og óháð Austurríki. Atkvæðagreiðslan átti að fara fram [[13. mars]] [[1938]]. [[11. mars]] þrýsti Hitler með hótunum á Miklas forseta að leysa Schuschnigg frá embætti og skipa nasistann [[Arthur Seyss-Inquart]] nýjan kanslara. Strax daginn eftir þrammaði þýski herinn inn fyrir landamæri Austurríkis og hertók allar höfuðborgir sambandslandanna. Þann dag tilkynnti Hitler að Þýskaland og Austurríki hefðu sameinast. Ríkisstjórnin var leyst upp. Hitler var nýi valdhafinn í Austurríki og sótti hann Vín heim [[15. mars]] til að láta hylla sig. Samtímis þessu var þegar byrjað að ofsækja gyðinga hvarvetna í landinu og flytja burt. [[Heimstyrjöldin síðari|Heimsstyrjöldin síðari]] hófst í [[nóvember]] [[1939]]. Hundruð þúsunda Austurríkismanna voru kallaðir í þýska herinn og urðu þeir að berjast með nasistum. Fyrstu loftárásir á landið voru þó ekki fyrr en í ágúst [[1943]], sökum fjarlægðar frá flugvöllum bandamanna. [[Sovétríkin|Sovétmenn]] komust til Vínar og eftir harða bardaga við nasista féll borgin [[23. apríl]] [[1945]]. Þar með lauk landið þátttöku sinni í stríðinu. Aðrir bandamenn hernámu Austurríki ekki fyrr en í maíbyrjun.
=== Hernám og annað lýðveldið ===
Eftir stríð skiptu bandamenn Austurríki upp í fjögur hernámssvæði, eins og gert var með Þýskaland.
* Frakkland: Vorarlberg og vesturhluti Týról
* Bretland: Austurhluti Týról, Kärnten og Steiermark
* Bandaríkin: Salzburg og suðurhluti Efra-Austurríkis
* Sovétríkin: Norðurhluti Efra-Austurríkis, Neðra-Austurríki og Burgenland
[[Mynd:Austria 1945-55.png|thumb|Austurríki skipt upp í fjögur hernámssvæði]]
Vín var skipt í fjögur svæði, rétt eins og [[Berlín]]. Miðborgin var undir stjórn allra fjögurra herja bandamanna. Aldrei kom til greina að sameina Þýskaland og Austurríki, enda bæði bandamenn og Austurríkismenn ákveðið á móti öllu slíku. Hernámið stóð yfir í tíu ár. [[15. maí]] [[1955]] hlaut Austurríki sjálfstæði sitt á ný og yfirgáfu þá allir erlendir hermenn landið. Austurríki varð að lýðveldi á ný. Á sama ári lýsti landið yfir hlutleysi. Í framhaldi af því varð mikill efnahagsuppgangur í landinu. Það gekk í [[Sameinuðu þjóðirnar]] í desember 1955 og í [[Evrópuráðið]] [[1956]]. Margir flóttamenn flúðu til Austurríkis frá Ungverjalandi eftir misheppnaða [[Uppreisnin í Ungverjalandi|byltingu þar 1956]] og frá Tékklandi eftir [[vorið í Prag]] [[1968]]. Þegar [[járntjaldið]] féll [[1990]] opnuðust landamæri landsins til Tékklands, Ungverjalands og Slóveníu. Austurríki var því ekki lengur á jaðarsvæði í Evrópu. Meðan stríðið í Júgóslavíu stóð yfir tók Austurríki við fjölda flóttamanna. Austurríki gekk í [[Evrópusambandið]] [[1995]], en áður hafði það verið stofnmeðlimur að [[EFTA]] [[1960]]. Þann [[1. janúar]] [[2002]] tók evran gildi þar í landi.
== Landafræði ==
Austurríki er 83.879 km<sup>2</sup> að stærð og er því meðalstórt ríki í Evrópu. Það á land að átta öðrum ríkjum: 784 km að [[Þýskaland]]i sem liggja að hluta um [[Bodenvatn]], 430 km að [[Ítalía|Ítalíu]], 366 km að [[Ungverjaland]]i sem liggja að hluta um [[Neusiedler See]], 362 km að [[Tékkland]]i, 330 km að [[Slóvenía|Slóveníu]], 164 km að [[Sviss]], 91 km að [[Slóvakía|Slóvakíu]] og 35 km að [[Liechtenstein]].
[[Mynd:Austria satellite Grosslandschaften markerstyle.png|thumb|Alpafjöll og Bæheimsskógur eru dökk á myndinni. Á milli sér í [[Dónárdalur|Dónárdalinn]] mikla og Vínarundirlendið í austri.]]
Gróflega má skipta Austurríki í fimm landfræðilega hluta: [[Alpafjöll]] þekja rúmlega 60% landsins, frá vesturlandamærunum og nær alla leið austur til Vínarborgar. [[Bæheimsskógur]] og hæðalandið norðan þeirra liggur að [[Bæheimur|Bæheimi]] í [[Tékkland]]i. [[Dónárdalurinn mikli]] nær frá Salzburg og austur eftir landinu. Í austri er [[Vínarundirlendið]] og [[Pannóníska sléttan]] í suðaustri liggur að Ungverjalandi og Slóveníu. Auk Alpafjalla er [[Dóná]] mjög áberandi í landslagi Austurríkis en fljótið rennur í gegnum landið norðanvert frá vestri til austurs
[[Mynd:Grossglockner from SW.jpg|thumb|Grossglockner er hæsti tindur Austurríkis.]]
Austurríki er mikið fjallaland. Tveir fjallgarðar eru í landinu. Sá stærri er [[Alpafjöll]] en þau liggja nánast eftir endilöngu landinu frá vestri til austurs og ná nærri því til Vínar. Í þeim eru öll hæstu fjöll landsins. Ölpunum í Austurríki er skipt í marga minni fjallgarða. Minni fjallgarðurinn er [[Bæheimsskógur]] í norðurhluta landsins, við landamærin að Tékklandi. Hæstu fjöll Austurríkis eru [[Grossglockner]] (3.798 m) og [[Kleinglockner]] (3.770 m) í [[Hohe Tauern]]-fjallgarðinum, [[Wildspitze]] (3.772 m) og [[Weisskugel]] (3.739 m) í [[Ötztal-Alparnir|Ötztal-Ölpunum]].
Í Austurríki eru tvö lítil svæði, [[Kleinwalsertal]] í [[Vorarlberg]] og [[Jungholz]] í [[Týról]], sem ekki verður með góðu móti komist til frá Austurríki vegna hárra fjalla. Þótt bæði svæðin tilheyri Austurríki eru þau eingöngu aðgengileg frá Þýskalandi.
[[Mynd:Autriche hydro-de.svg|thumb|Fjólublátt = Vatnasvið Dónár. Appelsínugult = Vatnasvið Rínar. Grænt = Vatnasvið Saxelfar.]]
Langstærsti hluti Austurríkis tengist vatnasviði [[Dóná]]r (um 95%). Vestast í Vorarlberg renna nokkrar ár í [[Rín]]. Allra nyrst, við tékknesku landamærin, renna tvær litlar ár til norðurs og tengjast vatnasviði [[Saxelfur|Saxelfar]]. Stærstu ár Austurríkis fyrir utan Dóná miðað við lengd innanlands eru [[Inn]], [[Mur]], [[Enns]], [[Salzach]], [[Gurk]], [[Traun (fljót)|Traun]] og [[Drau]], sem allar eru á vatnasviði Dónár.
Mikið er af vötnum í Austurríki. Tvö þeirra mynda landamæri við önnur ríki: Neusiedler See við Ungverjaland, og Bodenvatn við Þýskaland og Sviss. Önnur stærstu stöðuvötn í Austurríki eru [[Attersee]], [[Traunsee]] og [[Wörthersee]]. Stærsta uppistöðulón Austurríkis heitir [[Stauraum Altenwörth]] og er aðeins 11 km<sup>2</sup> að stærð. Það er í Dóná rétt vestan við Vín.
== Stjórnmál ==
Austurríki er sambandslýðveldi níu sambandsríkja. [[Austurríska þingið]] er í tveimur deildum, þjóðarráðinu (Nationalrat) og sambandsráðinu (Bundesrat). Hið fyrrnefnda mynda 183 þingmenn sem kosnir eru í almennum kosningum. Kjörtímabilið er fimm ár. Í sambandsráðinu eru fulltrúar sambandsríkjanna, sem einnig eru þingmenn í hverju sambandsríki fyrir sig. Æðsti yfirmaður þingsins er [[kanslari]]nn, sem [[forseti Austurríkis|forseti landsins]] velur. Kjörtímabil forsetans er sex ár. Forsetinn tilnefnir alla ráðherra en það er kanslarinn sem endanlega velur þá. Hvert sambandsland er með eigið þing (Landtag). Á hverju þingi eru sextán þingmenn sem kosnir eru í almennum kosningum og velja þeir ráðherrana í hverju sambandslandi fyrir sig.
Landið var keisaradæmi frá því að þýska ríkið leið undir lok. Keisarar Austurríkis voru aðeins fjórir talsins:
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Keisari !! Tímabil !! Ath.
|-
| 1 || [[Frans 1. (Austurríki)|Frans I]] || 1804-1835 ||Var síðasti keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis
|-
| 2 || [[Ferdinand 1. (Austurríki)|Ferdinand I]] || 1835-1848 || Sonur Frans I og Maríu Teresíu
|-
| 3 || [[Frans Jósef 1. (Austurríki)|Frans Jósef I]] || 1848-1916 || Bróðursonur Ferdinands I
|-
| 4 || [[Karl 1. (Austurríki)|Karl I]] || 1916-1918 || Frændi ofangreindra keisara
|}
=== Her ===
Í Austurríki er herskylda fyrir alla karlmenn og stendur hún yfir í sex mánuði. Í hernum eru að staðaldri 35 þúsund manns en 25 þúsund til viðbótar eru tiltækir. Konur eru ekki herskyldar en engu að síður velkomar. Markmið hersins er að tryggja varnir ríkisins en einnig að aðstoða við hjálparstarf ef náttúruhamfarir valda skaða eða neyðaraðstæður koma upp. Eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk hefur Austurríki ekki tekið þátt í neinum hernaðarátökum. Þó hefur landið sent hermenn til starfa erlendis síðan [[1960]]. Í öllum slíkum tilvikum er um litlar herdeildir að ræða. Stærsta verkefni austurríska hersins var KFOR-verkefnið í [[Kosóvó]] [[1999]] en 436 manns voru sendir þangað.
=== Sambandslönd ===
[[Mynd:Austria,_administrative_divisions_-_de.svg|thumb|right|Sambandslönd Austurríkis.]]
Austurríki er skipt í níu sambandslönd (Bundesland):
{| class="wikitable sortable"
!bgcolor="silver"|Sambandsland
!bgcolor="silver"|Höfuðstaður
!bgcolor="silver"|Flatarmál (km²)
!bgcolor="silver"|Mannfjöldi
|-
|[[Burgenland]]
|[[Eisenstadt]]
|align="right"|3.961,80
|align="right"|284.897
|-
|[[Efra Austurríki]]
|[[Linz]]
|align="right"|11.979,91
|align="right"|1.412.640
|-
|[[Kärnten]]
|[[Klagenfurt]]
|align="right"|9.538,01
|align="right"|558.271
|-
|[[Neðra Austurríki]]
|[[Sankt Pölten]]
|align="right"|19.186,26
|align="right"|611.981
|-
|[[Salzburg (fylki)|Salzburg]]
|[[Salzburg]]
|align="right"|7.156,03
|align="right"|531.721
|-
|[[Steiermark]]
|[[Graz]]
|align="right"|16.401,04
|align="right"|1.210.614
|-
|Týról
|[[Innsbruck]]
|align="right"|12.640,17
|align="right"|710.048
|-
|[[Vorarlberg]]
|[[Bregenz]]
|align="right"|2.601,12
|align="right"|372.001
|-
|[[Vín (Austurríki)|Vín]]
|[[Vín (Austurríki)|Vín]]
|align="right"|414,65
|align="right"|1.712.142
|}
== Efnahagslíf ==
=== Gjaldmiðill ===
Gjaldmiðill Austurríkis er [[evran|evra]]. Á árunum 1925-1938 og aftur 1945-1998 hét gjaldmiðillinn skildingur (Schilling). Í einum Schilling voru 100 Groschen. Á árunum 1938-1945 var landið hluti af Þýskalandi og var þýska ríkismarkið þá gjaldmiðill. Skildingurinn átti uppruna sinn í ríki Karlamagnúsar en ýmis lönd hafa notað gjaldmiðil með þessu nafni í gegnum aldirnar, svo sem [[England]] (shilling), Þýskaland og Danmörk (Skilling). Árið 1999 tók Austurríki upp evruna, en skildingurinn var í notkun til [[28. febrúar]] [[2002]].
== Íbúar ==
Í Austurríki búa um 8,8 milljónir manna á tæplega 84 þúsund km<sup>2</sup> svæði. Íbúaþéttleiki landsins er því 100 íbúar á km<sup>2</sup>. Mikil fjölgun fólks var merkjanleg á tímum [[Iðnbyltingin|iðnbyltingarinnar]], þrátt fyrir talsverðar [[Ameríkuferðir]] en íbúum fækkaði hratt meðan heimsstyrjaldirnar tvær á [[20. öldin|20. öld]] stóðu yfir. Eftir stríð hefur Austurríkismönnum fjölgað hægt og er fjölgunin í dag ekki nema um 30 þúsund á ári. Fjölgunin er til komin vegna innflutnings erlendra borgara, þar sem fæðingar- og dánartíðni í landinu stenst nokkurn veginn á. Flestir þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir eru frá löndum fyrrverandi [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Útlendingar í Austurríki eru rúmlega 800 þúsund talsins, þ.e. tæp 10% af íbúafjölda landsins. Í Vín er hlutfallið 20%.
=== Borgir ===
Vín er langstærsta borg landsins með tæplega 1,7 milljónir íbúa. Stórborgarsvæðið er með 2,4 milljón íbúa sem er rúmlega fjórðungur allra íbúa Austurríkis. Stærstu borgir landsins eru:
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Borg !! Íbúar !! Sambandsland
|-
| 1 || [[Vín]] || 1.687.271 || Vín
|-
| 2 || [[Graz]] || 253.994 || Steiermark
|-
| 3 || [[Linz]] || 189.122 || Efra Austurríki
|-
| 4 || [[Salzburg]] || 147.732 || Salzburg
|-
| 5 || [[Innsbruck]] || 118.035 || Tírol
|-
| 6 || [[Klagenfurt]] || 93.478 || Kärnten
|-
| 7 || [[Villach]] || 58.949 || Kärnten
|-
| 8 || [[Wels]] || 58.542 || Efra Austurríki
|-
| 9 || [[St. Pölten]] || 51.548 || Neðra Austurríki
|-
| 10 || [[Dornbirn]] || 44.867|| Vorarlberg
|-
| 11 || [[Wiener Neustadt]] || 40.564 || Neðra Austurríki
|-
| 12 || [[Steyr]] || 38.402 || Efra Austurríki
|-
| 13 || [[Feldkirch]] || 30.673 || Vorarlberg
|-
| 14 || [[Bregenz]] || 27.309 || Vorarlberg
|}
=== Tungumál ===
[[Mynd:Oberwart - Felsőőr.JPG|thumb|Við ungversku landamærin eru bæjarheitin rituð á tveimur málum]]
Í Austurríki er [[þýska]] [[opinbert tungumál]]. Hér er hins vegar um suðurþýska mállýsku að ræða þannig að framburður og orðaforði eru ekki að öllu leyti eins og í háþýsku. Austurríska mállýskan líkist helst bæversku en hefur þó breyst meira. Við inngöngu Austurríkis í Evrópusambandið var samið um að landið fengi að halda sínum sérstaka orðaforða. Önnur viðurkennd tungumál í Austurríki eru [[ungverska]], [[slóvenska]], burgenlandkróatíska, [[tékkneska]], [[slóvakíska]] og rómaní ([[sígaunar]]).
=== Trú ===
Tæplega 75% Austurríkismanna eru kaþólskir. Aðeins 4,6% tilheyra evangelískum kirkjum. Um 340 þúsund manns eru [[Múhameðstrú]]ar en það eru 4,3% landsmanna. [[Gyðingar]] eru 8-10 þúsund. Langflestir þeirra búa í Vín. Tíu þúsund manns eru [[Búddismi|búddistar]]. Þeir sem ekki tilheyra neinum trúflokki eru 12% af íbúum landsins.
== Menning ==
=== Tónlist ===
[[Mynd:Wolfgang-amadeus-mozart 1.jpg|thumb|Mozart var eitt þekktasta tónskáld Austurríkis]]
Margir af þekktustu tónskáldum og tónlistarmönnum klassíska tímans komu frá Austurríki. Þeirra helstu eru [[Wolfgang Amadeus Mozart]], [[Joseph Haydn]], [[Franz Schubert]], [[Anton Bruckner]] og [[Franz Liszt]], sem var Ungverji sem fæddist í Burgenland. Auk þeirra fluttu ýmsir aðrir til Vínar til að starfa þar, svo sem [[Ludwig van Beethoven]] (fæddist í [[Bonn]]).
Sérstakur undirflokkur klassískrar tónlistar nefnast [[Vínarvals]]ar og eru þeir heimsþekktir. Helstu valsatónskáldin eru [[Johann Strauss II|Johann Strauss]] (bæði faðir og sonur) og [[Josef Lanner]]. Fjölmörg óperutónskáld eru frá Austurríki. Þeirra helstu eru [[Karl Millöcker]], [[Nico Dostal]], [[Franz Suppé]], [[Franz Lehár]] og [[Ralph Benatzky]]. Fáar þekktar hljómsveitir nútímatónlistar eru frá Austurríki. Einn helsti dægurlagasöngvari landsins er [[Udo Jürgens]], sem sigraði í [[Eurovision]] [[1966]].
=== Aðrir listamenn ===
Þekktir austurrískir rithöfundar eru [[Franz Grillparzer]] (oft nefndur þjóðskáld Austurríkis), [[Franz Kafka]], [[Bertha von Suttner]] (fyrsta konan til að hljóta [[friðarverðlaun Nóbels]]), [[Rainer Maria Rilke]], [[Egon Erwin Kisch]], [[Johannes Mario Simmel]] og [[Elfriede Jelinek]] (Nóbelsverðlaun).
Þekktir leikarar og leikkonur frá Austurríki eru meðal annars [[Romy Schneider]], [[Curd Jürgens]], [[Maximilian Schell]], [[Klaus Maria Brandauer]] og [[Arnold Schwarzenegger]].
=== Vísindi ===
Þrír Austurríkismenn hafa hlotið Nóbelsverðlaunin í efnafræði, fjórir í eðlisfræði og sex í læknisfræði. Þeirra þekktastir eru kjarneðlisfræðingurinn Wolfgang Pauli og atferlisfræðingurinn Konrad Lorenz. Einn þekktasti sálfræðingur heims var Austurríkismaðurinn [[Sigmund Freud]].
=== Íþróttir ===
[[Mynd:Lauda Frankfurt 1996.JPG|thumb|Niki Lauda er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1]]
Þjóðaríþrótt Austurríkismanna eru [[skíðaíþróttir]] (Alpagreinar). Skíðamenn eins og [[Toni Sailer]], [[Franz Klammer]] og [[Hermann Maier]] eru margfaldir heimsbikar- og Ólympíumeistarar. Innsbruck er Ólympíuborg, en þar hafa vetrarleikarnir verið haldnir tvisvar ([[1964]] og [[1976]]).
Í [[ruðningur|ruðningi]] þykir austurríska deildin meðal þeirra bestu í heimi.
Í [[Handbolti|handbolta]] hefur kvennaliðið Hypo Niederösterreich átta sinnum unnið Evrópudeildina.
Í [[Formúla 1|Formúlu 1]] hafa þrír Austurríkismenn getið sér gott orð: [[Niki Lauda]] (þrefaldur heimsmeistari), [[Jochen Rindt]] og [[Gerhard Berger]].
=== Helgidagar ===
Auk neðangreindra helgidaga eru til nokkrir í viðbót sem eingöngu gilda í einu eða tveimur sambandslöndum.
{| class="wikitable"
|-
! Dags. !! Helgidagur !! Ath.
|-
| [[1. janúar]] || Nýársdagur ||
|-
| [[6. janúar]] || Vitringarnir þrír ||
|-
| [[19. mars]] || Dagur heilags Jósefs || Aðeins í fjórum sambandslöndum
|-
| Breytilegt || [[Föstudagurinn langi]] || Ekki fyrir kaþólsku kirkjuna
|-
| Breytilegt || [[Páskar]] || Tveir dagar
|-
| [[1. maí]] || Verkalýðsdagurinn ||
|-
| Breytilegt || [[Uppstigningardagur]] ||
|-
| Breytilegt || [[Hvítasunna]] || Tveir dagar
|-
| Breytilegt || Fronleichnam ||
|-
| [[15. ágúst]] || Himnaför Maríu ||
|-
| [[26. október]] || Þjóðhátíðardagur ||
|-
| [[1. nóvember]] || Allraheilagramessa ||
|-
| [[8. desember]] || Getnaður Maríu ||
|-
| [[24. desember]] || Aðfangadagur ||
|-
| [[25. desember]] || [[Jól]]adagur ||
|-
| [[26. desember]] || Dagur heilags Stefáns ||
|-
| [[31. desember]] || Gamlársdagur ||
|}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Österreich|mánuðurskoðað=24. nóvember|árskoðað=2011}}
== Tenglar ==
* [https://www.oesterreich.gv.at/ Þjónustusíða austurríska ríkisins]
* [https://www.austria.info/en Ferðamálaráð Austurríkis]
* [http://www.britannica.com/EBchecked/topic/44183/Austria Austria] í ''[[Encyclopædia Britannica]]''
{{Wiktionary|Austurríki}}
{{Sambandslönd Austurríkis}}
{{Evrópa}}
{{Evrópusambandið}}
{{Evrópuráðið}}
{{Efnahags- og framfarastofnunin}}
[[Flokkur:Austurríki]]
[[Flokkur:Landlukt lönd]]
egkihjbtbt5dmga6hewb377v4f5wj4g
1764349
1764348
2022-08-10T11:09:49Z
Akigka
183
/* Stjórnmál */
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Austurríki
| nafn_á_frummáli = Republik Österreich
| nafn_í_eignarfalli = Austurríkis
| fáni = Flag of Austria.svg
| skjaldarmerki = Austria Bundesadler.svg
| staðsetningarkort = EU-Austria.svg
| tungumál = [[þýska]]
| höfuðborg = [[Vín (borg)|Vín]]
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Austurríkis|Forseti]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Alexander Van der Bellen]]
| titill_leiðtoga2 = [[Kanslari Austurríkis|Kanslari]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Karl Nehammer]]
| ESBaðild = 1. janúar 1995
| stærðarsæti = 113
| flatarmál = 83.879
| hlutfall_vatns = 0,84
| mannfjöldaár = 2020
| mannfjöldasæti = 97
| fólksfjöldi = 8.935.112
| íbúar_á_ferkílómetra = 106
| staða = [[Sjálfstæði]]
| atburður1 = Ríkisstofnun
| dagsetning1 = [[27. júlí]] [[1955]]
| VLF_ár = 2018
| VLF = 461,432
| VLF_sæti = 42
| VLF_á_mann = 51.936
| VLF_á_mann_sæti = 15
| VÞL = {{hækkun}} 0.922
| VÞL_sæti = 18
| VÞL_ár = 2019
| gjaldmiðill = [[Evra]]
| tímabelti = [[UTC]]+1
| þjóðsöngur = [[Land der Berge, Land am Strome]]
| tld = at
| símakóði = 43
}}
'''Austurríki''' ([[þýska]]: ''Österreich'') er [[landlukt]] land í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]] í [[Austur-Alpar|Austur-Ölpunum]]. Hálendi [[Alparnir|Alpafjallanna]] einkennir landslag Austurríkis en í norðri og suðri eru [[Bæheimsskógur]] og [[Pannóníska sléttan]]. Landið er [[sambandslýðveldi]] níu sambandsríkja. Höfuðborg þess er [[Vín (Austurríki)|Vín]]. Austurríki á landamæri að [[Þýskaland]]i í norðvestri, [[Tékkland]]i í norðri, [[Slóvakía|Slóvakíu]] í norðaustri, [[Ungverjaland]]i í austri, [[Slóvenía|Slóveníu]] og [[Ítalía|Ítalíu]] í suðri, og [[Sviss]] og [[Liechtenstein]] í vestri. Landið er tæplega 84 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar búa um 9 milljónir.<ref>{{Cite journal |last=Hanes |first=D.M. |date=1994-09-01 |title=Studies of granular flow down an inclined chute. Quarterly technical progress report: Year four, Quarter two, 13 March--12 June 1994 |doi=10.2172/10182964 |url=http://dx.doi.org/10.2172/10182964}}</ref>
Landið varð til undir lok fyrsta árþúsundsins úr landsvæðunum [[Pannóníumörk]] og [[Ungverska mörk|Ungversku mörk]] innan [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkisins]]. Upphaflega var landið [[markgreifi|markgreifadæmi]] sem heyrði undir [[Bæjaraland]]. Árið 1156 var landið gert að [[hertogadæmið Austurríki|hertogadæmi]] og árið 1453 að [[erkihertogadæmið Austurríki|erkihertogadæmi]]. Á 16. öld varð Vínarborg höfuðborg keisaradæmisins og Austurríki varð þannig heimaland [[Habsborgarar|Habsborgara]] (sem upprunalega voru frá Sviss). Eftir [[upplausn Heilaga rómverska ríkisins]] 1806 gerðist Austurríki sjálft [[Austurríska keisaradæmið|keisaradæmi]]. Þetta ríki varð stórveldi í Evrópu og leiðandi innan [[Þýska sambandið|Þýska sambandsins]]. Eftir ósigur í [[Stríð Prússlands og Austurríkis|stríði Prússlands og Austurríkis]] 1866 var sambandið leyst upp og [[Austurríki-Ungverjaland]] varð til.
Eftir [[morðið á Franz Ferdinand]] erkihertoga árið 1914, lýsti [[Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari|Frans Jósef]] keisari [[Serbía|Serbíu]] stríði á hendur sem þróaðist síðan út í [[fyrri heimsstyrjöld]]. Ósigur keisaradæmisins og upplausn í kjölfarið varð til þess að Austurríki varð [[lýðveldi]] árið 1919. Á [[millistríðsárin|millistríðsárunum]] fór andstaða við þingræði vaxandi og lyktaði með valdatöku [[fasismi|fasista]] undir stjórn [[Engelbert Dollfuss]] 1934. Ári áður en [[síðari heimsstyrjöld]] braust út var landið [[innlimun Austurríkis|innlimað]] í [[Þriðja ríkið]]. Eftir [[frelsun Austurríkis]] 1945 tók við langt hernámstímabil [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|bandamanna]]. Landið fékk aftur sjálfstæði árið 1955.
Austurríki býr við [[þingræði]] og [[fulltrúalýðræði]] með [[forseti Austurríkis|forseta]] sem kosinn er í almennum kosningum og [[kanslari Austurríkis|kanslara]] sem stjórnarleiðtoga. Helstu borgir landsins fyrir utan Vín eru [[Graz]], [[Linz]], [[Salzburg]] og [[Innsbruck]]. Austurríki hefur lengi verið [[Lönd eftir landsframleiðslu á mann (nafnvirði)|eitt af ríkustu löndum heims]] miðað við landsframleiðslu á mann og var í 18. sæti [[vísitala um þróun lífsgæða|lífsgæðavísitölunnar]] árið 2019.
Austurríki hefur verið aðili að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] frá 1955 og [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] frá 1995. [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]] og [[Samtök olíuframleiðsluríkja]] eru með höfuðstöðvar í Vín. Austurríki er stofnaðili að [[Efnahags- og framfarastofnunin]]ni og [[Interpol]]. Landið undirritaði [[Schengen-samkomulagið]] 1995 og tók upp [[evra|evruna]] 1999.
== Heiti ==
Austurríki hefur í gegnum aldirnar verið nefnt nokkrum nöfnum. Allt til 8. aldar hét það ''Marchia Orientalis'', þ.e. Austurmörk (''Ostmark'').<ref>''Online Etymological Dictionary,'' "[http://www.etymonline.com/index.php?search=Austria&searchmode=none Austria]"</ref> Landið var í austur frá hinu forna Frankaríki [[Karlamagnús]]ar. Orðið „mörk“ var gjarnan notað yfir landsvæði á jaðri ríkis (sbr. Mark Brandenburg, [[Danmörk]] og svo framvegis).
Í í skjali [[Ottó 2. keisari|Ottós 2. keisara]] frá [[976]] nefnir hann héraðið ''Ostarichi'', sem bókstaflega merkir „ríkið í austri“ (Austurríki), enda var það í austur frá þýska ríkinu.<ref name="University of Klagenfurt">{{cite web|url=http://wwwg.uni-klu.ac.at/spw/oenf/name2.htm|title=University of Klagenfurt|access-date=2 October 2009|archive-url=https://web.archive.org/web/20110513121957/http://wwwg.uni-klu.ac.at/spw/oenf/name2.htm|archive-date=13 May 2011|url-status=live|df=dmy-all}}</ref><ref>{{cite book| editor1-last=Bischof| editor1-first=Günter| editor-link=Günter Bischof| editor2-last=Pelinka| editor2-first=Anton| editor2-link=Anton Pelinka| title=Austrian Historical Memory and National Identity| publisher=Transaction Publishers| place=New Brunswick| date=1997| isbn=978-1-56000-902-3| url=https://books.google.com/books?id=tfhADwAAQBAJ&pg=PT34| pages=20–21| access-date=14 June 2018| archive-url=https://web.archive.org/web/20180614144308/https://books.google.de/books?id=tfhADwAAQBAJ&pg=PT34&lpg=PA92#v=onepage| archive-date=14 June 2018| url-status=live| df=dmy-all}}</ref> Þetta er heitið sem festist í norðurgermönskum málum (til dæmis [[Íslenska|íslensku]] og [[Danska|dönsku]]). Þaðan kemur einnig franska heitið en í bjagaðri mynd (''Autriche''). Úr ''Ostarichi'' varð til þýska heitið ''Österreich'', enda hefur það sömu merkingu.
Á [[Latína|latínu]] fékk landið nafnið ''Austria'' frá 12. öld, en latína var diplómata- og fræðimál Evrópu allt til [[Siðaskiptin|siðaskipta]]. Ýmis mál hafa tekið upp þetta heiti, svo sem [[enska]], [[ítalska]], [[spænska]] og [[gríska]].
Nokkur önnur heiti hafa verið notuð en þau voru öll skammlíf. Þar má nefna ''Ostland'' (Austurland), ''Osterland'' og fleiri.
== Saga Austurríkis ==
=== Landnám ===
Til forna lögðu Rómverjar undir sig langmestan hluta Austurríkis. Aðeins nyrsti hlutinn, norðan Dónár, tilheyrði [[Germanir|Germönum]]. Við endalok Rómaveldis óðu Vestgotar, Austgotar og Alemannar yfir landið en enginn þessara þjóðflokka settist þar að. Á sjöttu öld fluttu Bæverjar til landsins úr norðri en Alemannar settust að vestast í Vorarlberg. Eftir það fluttu [[Slavar]] einnig í einhverjum mæli til landsins úr austri. Árið 600 stofnuðu Slavar fyrsta sjálfstæða slavaríkið í Evrópu ([[Karantanía]]) en það náði inn í suðurhluta núverandi Austurríkis ([[Kärnten]] og [[Steiermark]]). Þetta ríki liðaðist sundur á 8. öld og varð loks hluti hins mikla Frankaríkis. Á tímum [[Karlamagnús]]ar hófst landnám Germana á þessum slóðum, en Ungverjar eyðilögðu það jafnharðan. Eftir að [[Ottó I (HRR)|Ottó I]] keisari vann lokasigur á Ungverjum árið [[955]], hófst nýtt landnám Bæverja sem komu nú frá [[Bæjaraland]]i í vestri. Árið [[976]] hlaut Leopold frá Bæjaralandi, af ættinni Babenberg, allt svæðið að léni frá [[Ottó III (HRR)|Ottó III]] keisara. Það var þá kallað Ostarichi, sem seinna breyttist í Österreich. Austurríki féll því undir stjórn Bæjaralands en bæði löndin voru greifadæmi í hinu heilaga rómverska keisaradæmi.
=== Uppgangur Habsborgara ===
Á tímum Babenberg-ættarinnar var landið rutt og þar myndaðist heildstætt samfélag. Babenberg-ættin réð einnig Bæjaralandi og voru bæði greifadæmin undir sömu stjórn. En [[1156]] aðskildi [[Friðrik Barbarossa]] keisari bæði löndin og breytti Austurríki í hertogadæmi. Með þessum gjörningi hófst saga Austurríkis sem eigið landsvæði innan hins [[heilaga rómverska ríkið|heilaga rómverska keisaradæmis]], enda var það þá laustengt sambandsveldi margra hertogadæma. Fyrsti hertoginn hét [[Hinrik Jasormimgott|Hinrik]], með viðurnefnið Jasormimgott. Hann gerði borgina Vín að aðsetri sínu, en síðan þá hefur Vín verið höfuðstaður Austurríkis. Á tíma Hinriks hertoga varð Steiermark hluti af Austurríki en einnig landsvæði sem í dag eru hluti af Slóveníu. Þegar Friðrik II hertogi féll í orrustu [[1246]], dó Babenberg-ættin út. Þá hófst valdabarátta um héraðið, sem var nokkurn veginn stjórnlaust næsta áratuginn. Ottókar II, konungur [[Bæheimur|Bæheims]], náði völdum [[1256]] en hann féll í orrustu [[1278]] gegn [[Rúdolf I (HRR)|Rúdolf af Habsborg]]. Þar með náði Habsborgarættin völdum í Austurríki sem ríkjandi hertogar og héldu þeim í 640 ár, allt til 1918.
=== Erkihertogadæmið ===
Árið [[1335]] féll Kärnten í hendur Habsborgara og [[1363]] Týról. Þar með var Austurríki orðið að stóru hertogadæmi og náði vel út yfir núverandi landmæri. Þetta þótti þá vera allstórt svæði og [[1379]] var hertogadæminu skipt upp í þrjá hluta.
* Neðra-Austurríki (Ober – og Niederösterreich)
* Innra-Austurríki (Steiermark, Kärnten, Krain, Istría og Tríest)
* Austurríki nær (Týról og Vorarlberg, ásamt löndum í Elsass og Württemberg)
Þetta leiddi til mikilla erja á allri [[15. öldin]]ni, enda voru erfingjarnir margir og löndin góð. Austurríki sameinaðist ekki aftur fyrr en [[1493]] er Friðrik V. hertogi erfði alla hlutana. Friðrik var kjörinn keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis á miðri 15. öld. Nokkrir hertogar Habsborgara höfðu áður verið kjörnir konungar og keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmiss en með Friðrik, sem kallaðist [[Friðrik III (HRR)|Friðrik III]], myndaðist nær óbrotin lína Habsborgara sem konungar og keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmis, allt til upplausnar þess [[1806]]. Friðrik hóf Austurríki upp sem erkihertogadæmi innan ríkisins strax árið eftir kjör sitt sem konungur. Þannig stóð erkihertogadæmið Austurríki jafnfætis við kjörfurstadæmin, með þeirri undantekningu að erkihertoginn hafði ekki kjörgengi í konungskjöri. Sem erkihertogadæmi varð Austurríki hins vegar sjálfstætt ríki í ríkinu.
=== Stórveldi ===
[[1477]] kvæntist hertoginn [[Maximilian I (HRR)|Maximilian]] Maríu frá [[Búrgund]]. Maximilian varð síðan keisari [[1493]] og erfði Habsborg því Búrgúnd. Eftir að sonur hans, Filippus, kvæntist Jóhönnu af Kastilíu og Aragon, [[1496]], eignaðist Habsborgarveldið [[Spánn|Spán]] og þar með nýju löndin í [[Ameríka|Ameríku]] en einnig Napólíríkið, [[Sikiley]] og [[Sardinía|Sardiníu]]. Þegar [[Karl V (HRR)|Karl V]]. varð keisari [[1519]] stóð Habsborg á hátindi veldis síns. Austurríki var hluti af stórveldi. Karl V. hafði þó ekki mikinn áhuga á að hafa ríkið áfram á einni hendi. Strax [[1521]] skildi hann Austurríki frá og gaf það bróður sínum, Ferdinand I. Síðar gaf hann syni sínum Spán (ásamt [[Niðurlönd]]um og Ameríku). [[1526]] töpuðu Ungverjar orrustu við Ósmanna (Tyrki) og erfði Ferdinand þá Ungverjaland og Bæheim, ásamt Mæri, Sílesíu og Lausitz. Hins vegar varð Ferdinand í staðinn að fást við Tyrki. Árið 1538 var konungsríkinu Ungverjalandi skipt í þrennt:
* Meginhluti landsins hélst undir krúnu Austurríkis
* Austurhluti landsins féll í hendur Tyrkjum
* Siebenbürgen ([[Rúmenía|í Rúmeníu]]) stjórnuðu ungverskir aðalsmenn, utan áhrifasvæðis Austurríkis
Árið [[1556]] sagði Karl V. af sér og settist í helgan stein. Þar með skiptist Habsborg í tvær nýjar ættir, spænsku ættin og austurrísku ættina. Allir keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmis eftir þetta voru af austurrísku ættinni.
=== Siðaskipti og Tyrkjaógnin ===
[[Mynd:Siege of Vienna 1529 by Pieter Snayers.jpeg|thumb|Tyrkir sitja um Vín 1529]]
Þegar [[siðaskiptin]] hófust snemma á [[16. öldin|16. öld]] fór nýja trúin eins og eldur í sinu um gjörvallt Austurríki. Aðallinn og keisarinn viðhéldu kaþólskunni en ekki kom til átaka eða uppþota í ríkinu. Ef til vill átti óttinn við Tyrki einhvern þátt í því að þjappa íbúum Austurríkis saman. [[1529]] voru Tyrkir komnir að borgarmörkum Vínar.
Þann [[27. september]] hófu þeir umsátur um borgina undir forystu soldánsins [[Súlíman I]]. Íbúar Vínar voru skelfingu lostnir. Margir íbúar Vínar flúðu en á hinn bóginn tókst nokkur þúsund hermönnum hins heilaga rómverska keisaradæmis og Spánar að komast til borgarinnar áður en umsáturshringurinn lokaðist. Tyrkir voru hins vegar með nær 250 þúsund manna lið. Eftir nokkra bardaga ákvað Súlíman að hætta umsátrinu sökum versnandi veðurs en vetur var í nánd og birgðaflutningar erfiðir. Þann [[14. október]] hurfu Tyrkir úr landi. Þeir birtust aftur [[1532]] en þá hafði Karli V. tekist að safna miklu liði. Súlíman réðist því ekki á Vín, heldur rændi og ruplaði í Steiermark og hvarf á braut á ný.
Árið [[1600]] hóf [[kaþólska kirkjan]] gagnsiðbótina í Austurríki, heldur seinna en víða annars staðar í þýska ríkinu. Gagnsiðbótin var hins vegar mjög grimmileg og árangurinn eftir því. Á skömmum tíma tókst að snúa meirihluta íbúa Austurríkis til kaþólsku á ný. Þar af leiðandi tók landið þátt í [[30 ára stríðið|30 ára stríðinu]] og barðist með Bæjurum gegn siðaskiptamönnum og gegn [[Svíþjóð|Svíum]].
=== Síðara umsátur Tyrkja ===
[[Mynd:TB Ausfall.jpg|thumb|Orrustan um Vín]]
[[1683]] birtust Tyrkir aftur við borgardyr Vínar. Að þessu sinni undir forystu stórvesírsins [[Kara Mústafa]]. [[14. júlí]] var umsáturshringur lagður um borgina. Meðan Vín var þannig einangruð frá umheiminum, lögðu Tyrkir nágrenni borgarinnar í rúst, sem og Neðra-Austurríki. Mörgum borgum var eytt og íbúar þeirra stráfelldir. Þrátt fyrir ákafar árásir á Vín náðu Tyrkir ekki að komast inn fyrir borgarmúrana. Í [[ágúst]] hafði [[Leopold I (HRR)|Leopold I]]. keisari safnað nægu liði til að þramma til Vínar. Með í för voru hermenn frá Bæjaralandi, Frankalandi, Saxlandi, Sváfalandi og [[Feneyjar|Feneyjum]]. Einnig mætti pólskur her til Vínar. Sobieski konungur var aðalherstjórnandi kristna hersins.
Þann [[12. september]] hófst stórorrusta við Tyrki í Kahlenberg við Vín. Meðan sú orrusta stóð yfir gerði herinn í Vínarborg útrás og réðst á Tyrki. Eftir tólf tíma bardaga létu Tyrkir undan síga og flúðu af vettvangi. Vín var þannig bjargað, en reyndar er talið að þessi sigur á Tyrkjum hafi bjargað Austurríki öllu. Í kjölfarið voru háðar tvær styrjaldir við Tyrki á [[Balkanskagi|Balkanskaga]]. Hin fyrri fór fram [[1683]]-[[1699]] en í henni var Evgen prins af Savoy mjög sigursæll. Austurríki vann þá lönd á Balkanskaga þar sem í dag eru hlutar Slóveníu og [[Króatía|Króatíu]].
=== Spænska og austurríska erfðastríðin ===
[[Mynd:Maria Theresia10.jpg|thumb|María Teresa. Málverk eftir Martin van Meytens.]]
Árið [[1701]] hófst [[spænska erfðastríðið]]. Ýmsir gerðu tilkall til spænsku krúnunnar við andlát [[Karl 2. Spánarkonungur|Karls II]]. konungs, en hann var síðasti erfingi spænsku Habsborgaranna. [[Jósef I (HRR)|Jósef I.]] keisari gerði tilkall til krúnunnar fyrir hönd Austurríkis, en eftir mikla bardaga hlaut Filippus V. frá Frakklandi hnossið. Stríðinu lauk með friðarsáttmálanum í [[Utrecht]] [[1713]]. Eftir fleiri Tyrkjastríð [[1714]]-[[1718|18]] lagði Austurríki undir sig landsvæði í norðurhluta [[Bosnía og Hersegóvína|Bosníu]] og [[Serbía|Serbíu]] og nokkur fleiri.
Habsborgaraveldið náði því mestri útbreiðslu sinni eftir að Spánn var skilinn frá. Árið [[1711]] tók [[Karl VI (HRR)|Karl VI.]] við sem keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis. Honum var strax ljóst að hann yrði síðasti Habsborgarinn í karllegg og hafði áhyggjur af framtíð Austurríkis og hins heilaga rómverska keisaradæmis. Því bjó hann til nýja [[stjórnarskrá]] fyrir keisaradæmið, en í henni kvað svo á að keisaraembættið mætti erfast til dætra í Austurríki. Karl lést [[1740]]. Sökum þess að engin önnur lönd innan hins heilaga rómverska keisaradæmis, né heldur kjörfurstarnir, viðurkenndu stjórnarskrá Karls VI um erfðir kvenna, braust út stríð um krúnu Austurríkis og hins heilaga rómverska keisaradæmis.
[[Friðrik 2. Prússakonungur|Friðrik mikli]] Prússakonungur réðst inn í Sílesíu og hertók landsvæðið. Hann gerði bandalag við kjörfurstann af Bæjaralandi, sem í kjölfarið var kjörinn keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis sem [[Karl VII (HRR)|Karl VII]]. Prússar, Bæjarar og Frakkar börðust gegn Austurríki en Englendingar og Hollendingar veittu Austurríkismönnum mikinn stuðning. Karl VII. lést [[1745]] og þá var leiðin greið fyrir elstu dóttur Karls VI., [[María Teresa|Maríu Teresu]]. Hún var krýnd sem erkihertogaynja af Habsborg og drottning Ungverjalands, en eiginmaður hennar, [[Frans I (HRR)|Frans I]]., var krýndur sem keisari ríkisins. Enn var þó barist í stríðinu til [[1748]]. [[Sjö ára stríðið]] [[1756]]-[[1763|63]] breytti engu um Sílesíu eða önnur landamæri Austurríkis.
=== Evrópumál ===
Jósef II. tók við af móður sinni sem erkihertogi af Austurríki 1780. Hann var mjög framfarasinnaður og vildi allt fyrir fólkið gera. [[1785]] stakk hann upp á því að fá að skipta á austurrísku Niðurlöndum (þ.e. [[Belgía|Belgíu]]) fyrir Bæjaraland, þannig að Bæjaraland og Austurríki myndu sameinast í eitt ríki, en hið heilaga rómverska keisaradæmi hlyti Niðurlönd. Kjörfurstarnir höfnuðu hins vegar tillögunni. Á hinn bóginn tók Jósef þátt í skiptingu [[Pólland]]s [[1772]], [[1793]] og [[1795]] (ásamt [[Prússland]]i og [[Rússland]]i). Þar fékk Austurríki stóran hluta landsins, allt norður til [[Varsjá]]r en Pólland þurrkaðist út af landakortinu. [[Franska byltingin]] skók Evrópu [[1789]]. Strax árið [[1794]] hertók franskur byltingarher Niðurlönd Habsborgara (þ.e. Belgíu).
=== Napoleonsstríðin ===
Austurríki tók þátt í bandalaginu gegn [[Napoleon Bonaparte|Napóleon]] þegar árið [[1799]] til að stemma stigu við yfirgangi [[Frakkland]]s. Þrátt fyrir það stóðu Austurríkismenn einir gegn Napóleon í orrustunni við Marengo og við Hohenlinden árið [[1800]] og biður ósigur í bæði skiptin. Við það unnu Frakkar lönd við Rínarfljót. Eftir sigur Frakka í þríkeisaraorrustunni miklu við [[Leipzig]] [[1805]] komust þeir til Vínarborgar og tóku borgina. Við það tækifæri missti Austurríki lönd sín á [[Ítalía|Ítalíu]] (til dæmis Feneyjar). Frakkar yfirgáfu borgina hins vegar skjótt aftur. Þegar hið heilaga rómverska keisaradæmi var lagt niður [[1806]] eftir þrýsting frá Napoleon, var Frans II. ríkjandi keisari. Strax á sama ári lýsti hann yfir stofnun keisaradæmis í Austurríki. Segja má að þetta hafi verið stofndagur Austurríkis sem óháðs og frjáls ríkis, þrátt fyrir að nær allir keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmis hafi verið af ætt Habsborgara og oftast setið í Vín síðan á 15. öld. Nýja keisaradæmið stóð til 1918.
Aftur var myndað bandalag gegn Napóleon. Austurríki tók hins vegar ekki þátt í neinum orrustum fyrr en [[1809]]. Á því ári biðu þeir ósigur fyrir Napóleon í orrustunum við Abensberg, Eggmühl og [[Regensburg]]. Austurríski herinn flúði til Bæheims og Napóleon þrammaði til Vínar. Frakkar skutu á borgina og hertóku hana í einni svipan í [[maí]]. Við svo búið sneri austurríski herinn aftur frá Bæheimi. Í orrustunni við Aspern (nálægt Vín) sigruðu Austurríkismenn og hröktu Frakka burt úr landinu á næstu mánuðum. Þetta var fyrsti stóri ósigur Napóleons á ferli sínum. Fyrir vikið hélt Austurríki sjálfstæði sínu. [[1813]] dró til þjóðarorrustunnar miklu við Leipzig. Þar mættust Frakkar og Bandamenn (Austurríki, Prússland, Rússland og Svíþjóð). Orrustan stóð yfir í þrjá heila daga og lauk með ósigri Napóleons. Þetta var síðasta orrusta Austurríkismanna gegn honum. Þeir komu ekki við sögu við lokaósigur Napóleons í [[Orrustan við Waterloo|orrustunni við Waterloo]].
=== Vínarfundurinn ===
[[Mynd:Prince Metternich by Lawrence.jpeg|thumb|Metternich fursti]]
Eftir fall Napóleons var nauðsynlegt að skipa ríkjum og landamærum í Evrópu upp á nýtt. Haldin var viðamikil ráðstefna í Vín að boði Frans I. keisara, en fundarstjóri var utanríkisráðherra landsins, [[Metternich fursti]]. Ráðstefnan hófst [[18. september]] [[1814]] og kallast [[Vínarfundurinn]] (þ. ''Wiener Kongress''). Allir helstu leiðtogar í Evrópu sóttu ráðstefnuna, sér í lagi frá Rússlandi, Bretlandi, Austurríki, Prússlandi, Frakklandi, Kirkjuríkinu og mörgum öðrum smærri ríkjum. Vín var næsta árið pólitísk þungamiðja Evrópu. Viðræður og samningar gengu hægt. Á vormánuðum [[1815]] strauk Napóleon úr útlegð frá Elbu og safnaði liði á ný. Komst þá skriður á samninga og lauk ráðstefnunni [[9. júní]]. Aðeins níu dögum síðar, [[18. júní]], var Napóleon sigraður á ný í stórorrustunni við Waterloo. Fyrir Austurríki hafði ráðstefnan mikil áhrif. Landið missti Niðurlönd og eignir við ofanvert Rínarfljót. Á hinn bóginn fékk Austurríki að halda Galisíu (suðurhluti Póllands). Landið fékk auk þess Illyríu og Salzburg. Austurríki varð eftir sem áður stórveldi í Evrópu. Eitt það síðasta sem Vínarfundurinn gerði var að stofna [[þýska sambandið]] úr leifum þýskra furstadæma, hertogadæma og konungsríkja. Austurríki varð leiðandi afl í þessu nýja ríkinu en stóð samt fyrir utan það sem eigið keisaraveldi. Austurríki stóð til að mynda utan við tollabandalag nýja ríkisins. [[Bismarck]] leysti þetta þýska samband upp árið [[1866]].
=== Byltingar ===
Samhliða aukinni [[iðnvæðing]]u og fjölgun í röðum nýrrar verkamannastéttar jukust stjórnmálaleg átök í Austurríki. Þetta var einnig tími [[þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]]. Um miðja [[19. öldin]]a voru mótmælin í hámarki en sökum þess að Austurríki var fjölþjóðaríki, náðu mótmælendur ekki að skipuleggja sig eins vel og víða annars staðar. Á byltingarárinu [[1848]] kom til víðtækra mótmælaaðgerða, en þær voru allar barðar niður. Á hinn bóginn sá keisari að friða þurfti lýðinn. Því var Metternich fursti rekinn úr embætti, enda var hann mjög íhaldssamur á gamla kerfið og mikill harðlínumaður.
Þann [[22. júlí]] fundaði fyrsta austurríska þingið í nútíma-formi í Vín. Ekkert þinghús var til staðar og því var fundað í reiðskóla til að byrja með. Þótt tekist hefði að friða íbúa móðurlandsins í bili, braust út bylting í öðrum hlutum ríkisins. Á Norður-Ítalíu barði herinn niður byltingu. Í Ungverjalandi var vilji til að losna frá Austurríki og dreginn saman mikill her. Austurríski herinn neitaði hins vegar að fara austur og því lýstu Ungverjar sig úr sambandi við keisarann. Íbúar Vínar studdu yfirmenn hersins og gerð var aðför að keisara og ríkisstjórn, sem yfirgáfu borgina og flúðu til borgarinnar Olomouc í Mæri (Tékklandi). Þar sagði [[Ferdinand 1. Austurríkiskeisari|Ferdinand I. keisari]] af sér en frændi hans, [[Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari|Frans Jósef]], tók við sem nýr keisari. Keisarasinnar söfnuðu liði og hófu gagnbyltingu. [[1. nóvember]] hertóku þeir Vín í miklum bardögum þar sem 2000 manns týndu lífi. 24 leiðtogar byltingarmanna voru teknir af lífi. Þar með var endir bundinn á byltinguna. Aðeins með aðstoð Rússa tókst að vinna Ungverjaland á ný. Eftir þetta tók Frans Jósef I. keisari sér nánast einræðisvald.
=== Ítalía og þýska stríðið ===
Árið [[1859]] hófu Ítalir, undir forystu [[Giuseppe Garibaldi|Garibaldi]]s, að sameina sjálfstæð lönd og greifadæmi á Ítalíuskaga. Þeir sigruðu Austurríki í orrustunni við Solferino og Magenta. Við tapið missti Austurríki nokkur lönd, svo sem [[Langbarðaland]]. Ítalía varð svo sjáfstætt konungsríki [[1861]]. Einnig varð mikill órói í þýska sambandinu. Austurríki var ávallt leiðandi afl í því, þar til Bismarck komst til valda í Prússlandi. Þegar Bismarck hertók [[Slésvík-Holtsetaland|Slésvík og Holtsetaland]], deildi hann yfirráðum þessara héraða með Austurríki. Prússland réði yfir Slésvík en Austurríki yfir Holtsetalandi. Þegar Bismarck síðan hertók Holtsetaland [[1866]] sagði Austurríki Prússlandi [[Stríð Prússa og Austurríkismanna|stríð á hendur]]. [[3. júlí]] það ár var barist við Königgrätz í Bæheimi. Við hlið Austurríkis börðust Saxar, Bæjarar og nokkur önnur þýsk héruð, sem einnig vildu stöðva framgang Prússlands. Prússar sigruðu hins vegar í orrustunni og urðu leiðandi afl í Þýskalandi. Þýska sambandið var lagt niður. Aðeins fimm árum síðar varð Prússland keisaraveldi og hafði þá sameinað mestan hluta Þýskalands. Austurríki var ekki með í því keisaraveldi. Þar með hafði Austurríki misst bæði lönd, völd og virðingu, þrátt fyrir að vera enn eigið keisararíki. Frans Jósef I. var niðurlægður. Ári síðar stofnaði hann austurríska-ungverska sambandsríkið og var krýndur konungur Ungverjalands [[8. júní]] [[1867]]. Eftir það var Ungverjaland ekki lengur hluti af keisaradæminu. Hins vegar tilheyrðu Bæheimur, Mæri, Galisía, vesturhluti Rúmeníu, Slóvenía og Króatía keisaradæminu.
=== Serbíukrísan ===
[[Mynd:Gavrilo Princip assassinates Franz Ferdinand.jpg|thumb|Morðið á krónprinsinum Frans Ferdinand og eiginkonu hans]]
[[1878]] hertók Austurríki alla Bosníu og Hersegóvínu, en þau lönd höfðu tilheyrt Tyrkjum. [[1908]] voru þau innlimuð Austurríki. Meðan Frans Jósef keisari reyndi að meðhöndla þegna sína hvarvetna í ríkinu á grundvelli jafnréttis, leyndi ríkisarfinn, Frans Ferdinand, ekki skoðunum sínum um að Slavar og Ungverjar væru annars flokks þegnar. [[1914]] heimsóttu hann og eiginkona hans borgina [[Sarajevó]] í Bosníu. Mörgum þjóðernissinnum þar í borg, sem vildu sameina Suður-Slava í eitt ríki, fannst heimsókn þessi ögrun og þegar Frans Ferdinand og kona hans óku gegnum Sarajevó þann [[28. júní]] skaut Gavrilo Princip, serbneskur þjóðernissinni, þau til bana Austurríkismenn urðu æfir. Stjórnin kenndi ríkisstjórn Serbíu um verknaðinn. [[23. júlí]] setti Austurríki stjórn Serbíu úrslitakosti sem þeir síðarnefndu gátu ekki uppfyllt að öllu leyti. Eftir að keisari Þýskalands hafði staðfest stuðning við Austurríki, lýsti Austurríki stríði á hendur Serbum [[28. júlí]]. Þar með hófst [[heimstyrjöldin fyrri|heimsstyrjöldin fyrri]].
=== Heimstyrjöld ===
[[Mynd:Erzherzog Thronfolger Karl Franz Josef.jpg|thumb|[[Karl 1. Austurríkiskeisari|Karl I]] var síðasti keisari Austurríkis]]
Austurríki reið ekki feitum hesti frá hernaði sínum í styrjöldinni. Þeir börðust aðallega í Galisíu (núverandi Póllandi), við landamærin að Ítalíu og á Balkanskaga. Rússar náðu að hrekja Austurríkismenn og Þjóðverja burt úr Galisíu. Á Balkanskaga voru Serbar mjög aðgangsharðir og hröktu Austurríkismenn burt. Það var einungis á landamærum Ítalíu sem Austurríkismönnum tókst að halda stöðu sinni. Árið [[1916]] lést Frans Jósef I. keisari og við tók [[Karl 1. Austurríkiskeisari|Karl I]]. Hann kallaði saman ríkisráðið, sem tjáði honum hugmyndir sínar um framtíð Austurríkis. Ungverjaland og Balkanskagi voru ekki hluti af þeim hugmyndum og því ljóst fyrir stríðslok að Austurríki myndi brátt líða undir lok sem fjölþjóðaríki. Karl hvatti því hinar ýmsu þjóðir ríkisins til að mynda eigin stjórn, sem myndi lúta stjórninni í Vín. Þjóðirnar settu sér sínar eigin stjórnir, en hugðust hins vegar lýsa yfir sjálfstæði. Í stríðslok lágu Þýskaland og Austurríki efnahagslega í rústum. Því tók þjóðarráð Austurríkis til bragðs að mynda nýja stjórn, í [[október]] [[1918]], án aðkomu Karls I. keisara. [[11. nóvember]] leysti Karl því keisara- og konungdæmið Austurríki-Ungverjaland upp og [[12. nóvember]] var lýðveldið Austurríki formlega stofnað. Karl sagði hins vegar ekki af sér sem keisari. Því voru honum gefin þau tilmæli að segja af sér eða yfirgefa landið ella. Í [[mars]] [[1919]] yfirgaf Karl landið og í [[apríl]] voru gömlu Habsborgarlögin numin úr gildi. Í uppgjöri stríðsins missti Austurríki öll sín slavnesku landsvæði. Galisía varð að hluta Póllands. Bæheimur og Mæri að vesturhluta Tékkóslóvakíu. Slóvenía, Illyría og Bosnía og Hersegóvína urðu að vesturhluta [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Suðurhluta Týról hertók Ítalía. Ungverjaland varð sjálfstætt ríki. Þar með varð Austurríki minna en það er í dag (Burgenland var enn hluti Ungverjalands) og hafði aldrei verið minna í sögu Habsborgarveldisins.
=== Fyrsta lýðveldið ===
Við stofnun lýðveldisins trúðu fáir á bjarta framtíð landsins. Margir lærðir menn töldu að móðurlandið eitt sér væri of lítið til að brauðfæða íbúana. Auk þess var landið efnahagslega í rúst. Upp kom sú hugmynd að Austurríki sameinaðist [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldinu]] en [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|Bandamenn]] lögðu blátt bann við öllu slíku. [[Salzburg]] sótti formlega um inngöngu í Þýskaland, óháð stjórninni í Vín, en Weimar-lýðveldið hafnaði því. Vorarlberg sótti um inngöngu í Sviss og við atkvæðagreiðslu vildu 80% íbúanna verða að kantónu í Sviss. Bæði Svisslendingar og Bandamenn höfnuðu því hins vegar. Í syðstu sýslum Kärnten greiddu íbúarnir einnig atkvæði um sameiningu við Slóveníu (og/eða Júgóslavíu), en niðurstaðan var sú að vera áfram í Austurríki. [[1921]] var ákveðið að stofna nýtt ríki í vestasta hluta Ungverjalands. Við atkvæðagreiðslu vildi mikill meirihluti íbúanna hins vegar sameiningu við Austurríki og því varð svo. Svæðið hlaut heitið Burgenland og er fámennasta sambandsland Austurríkis.
Til að rétta af fjárhag landsins var gamla krónan lögð niður árið [[1924]] og tekinn upp skildingur (Schilling). Sú litla efnahagsuppsveifla sem orðið hafði varð þó að engu [[1929]] þegar [[kreppan mikla|heimskreppan]] skall á. Austurríki lifði á lánum. Til að mynda lánaði [[Þjóðabandalagið]] landinu 300 milljónir skildinga gegn því að landið sameinaðist ekki Weimar-lýðveldinu næstu 20 árin. [[1933]] var þriðjungur Austurríkismanna atvinnulaus. [[1932]] komst kristilegi sósíalistinn [[Engelbert Dollfuss]] til valda sem kanslari lýðveldisins. Hann varð fyrir áhrifum af fasískum fyrirmyndum á Ítalíu og varð nánast einvaldur. Þann [[4. mars]] leysti hann upp þingið, [[7. mars]] var tekin upp [[ritskoðun]] og bann við hópamyndun sett á í landinu. [[10. maí]] voru allar kosningar afnumdar og í framhaldi af því allir stjórnmálaflokkar bannaðir. Í [[febrúar]] gerðu íbúar landsins allsherjaruppreisn, þar sem sýnt þótti að Dollfuss kanslari myndi ekki slaka á klónni. Uppreisnin var hins vegar barin niður af mikilli hörku. [[1934]] var gerð önnur tilraun til byltingar. Í henni varð Dollfuss fyrir skoti og lést af sárum sínum [[25. júlí]].
=== Innlimunin ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 146-1972-028-14, Anschluss Österreich.jpg|thumb|Hitler (í fremsta bílnum) lætur hylla sig í Vín 15. mars 1938]]
Eftirmaður hans, [[Kurt Schuschnigg]], átti við ramman reip að draga. Mikil óánægja var í Austurríki og þurfti Schuschnigg á aðstoð frá [[Benito Mussolini|Mussolini]] og síðar frá Þýskalandi Hitlers að halda. [[Hitler]], sem var sjálfur fæddur í Austurríki, vann að því bak við tjöldin að sameina ríkin, þrátt fyrir bann Þjóðabandalagsins. Schuschnigg kanslari reyndi að forðast slíkar tilraunir og tilkynnti óvænta þjóðarakvæðagreiðslu um frjálst og óháð Austurríki. Atkvæðagreiðslan átti að fara fram [[13. mars]] [[1938]]. [[11. mars]] þrýsti Hitler með hótunum á Miklas forseta að leysa Schuschnigg frá embætti og skipa nasistann [[Arthur Seyss-Inquart]] nýjan kanslara. Strax daginn eftir þrammaði þýski herinn inn fyrir landamæri Austurríkis og hertók allar höfuðborgir sambandslandanna. Þann dag tilkynnti Hitler að Þýskaland og Austurríki hefðu sameinast. Ríkisstjórnin var leyst upp. Hitler var nýi valdhafinn í Austurríki og sótti hann Vín heim [[15. mars]] til að láta hylla sig. Samtímis þessu var þegar byrjað að ofsækja gyðinga hvarvetna í landinu og flytja burt. [[Heimstyrjöldin síðari|Heimsstyrjöldin síðari]] hófst í [[nóvember]] [[1939]]. Hundruð þúsunda Austurríkismanna voru kallaðir í þýska herinn og urðu þeir að berjast með nasistum. Fyrstu loftárásir á landið voru þó ekki fyrr en í ágúst [[1943]], sökum fjarlægðar frá flugvöllum bandamanna. [[Sovétríkin|Sovétmenn]] komust til Vínar og eftir harða bardaga við nasista féll borgin [[23. apríl]] [[1945]]. Þar með lauk landið þátttöku sinni í stríðinu. Aðrir bandamenn hernámu Austurríki ekki fyrr en í maíbyrjun.
=== Hernám og annað lýðveldið ===
Eftir stríð skiptu bandamenn Austurríki upp í fjögur hernámssvæði, eins og gert var með Þýskaland.
* Frakkland: Vorarlberg og vesturhluti Týról
* Bretland: Austurhluti Týról, Kärnten og Steiermark
* Bandaríkin: Salzburg og suðurhluti Efra-Austurríkis
* Sovétríkin: Norðurhluti Efra-Austurríkis, Neðra-Austurríki og Burgenland
[[Mynd:Austria 1945-55.png|thumb|Austurríki skipt upp í fjögur hernámssvæði]]
Vín var skipt í fjögur svæði, rétt eins og [[Berlín]]. Miðborgin var undir stjórn allra fjögurra herja bandamanna. Aldrei kom til greina að sameina Þýskaland og Austurríki, enda bæði bandamenn og Austurríkismenn ákveðið á móti öllu slíku. Hernámið stóð yfir í tíu ár. [[15. maí]] [[1955]] hlaut Austurríki sjálfstæði sitt á ný og yfirgáfu þá allir erlendir hermenn landið. Austurríki varð að lýðveldi á ný. Á sama ári lýsti landið yfir hlutleysi. Í framhaldi af því varð mikill efnahagsuppgangur í landinu. Það gekk í [[Sameinuðu þjóðirnar]] í desember 1955 og í [[Evrópuráðið]] [[1956]]. Margir flóttamenn flúðu til Austurríkis frá Ungverjalandi eftir misheppnaða [[Uppreisnin í Ungverjalandi|byltingu þar 1956]] og frá Tékklandi eftir [[vorið í Prag]] [[1968]]. Þegar [[járntjaldið]] féll [[1990]] opnuðust landamæri landsins til Tékklands, Ungverjalands og Slóveníu. Austurríki var því ekki lengur á jaðarsvæði í Evrópu. Meðan stríðið í Júgóslavíu stóð yfir tók Austurríki við fjölda flóttamanna. Austurríki gekk í [[Evrópusambandið]] [[1995]], en áður hafði það verið stofnmeðlimur að [[EFTA]] [[1960]]. Þann [[1. janúar]] [[2002]] tók evran gildi þar í landi.
== Landafræði ==
Austurríki er 83.879 km<sup>2</sup> að stærð og er því meðalstórt ríki í Evrópu. Það á land að átta öðrum ríkjum: 784 km að [[Þýskaland]]i sem liggja að hluta um [[Bodenvatn]], 430 km að [[Ítalía|Ítalíu]], 366 km að [[Ungverjaland]]i sem liggja að hluta um [[Neusiedler See]], 362 km að [[Tékkland]]i, 330 km að [[Slóvenía|Slóveníu]], 164 km að [[Sviss]], 91 km að [[Slóvakía|Slóvakíu]] og 35 km að [[Liechtenstein]].
[[Mynd:Austria satellite Grosslandschaften markerstyle.png|thumb|Alpafjöll og Bæheimsskógur eru dökk á myndinni. Á milli sér í [[Dónárdalur|Dónárdalinn]] mikla og Vínarundirlendið í austri.]]
Gróflega má skipta Austurríki í fimm landfræðilega hluta: [[Alpafjöll]] þekja rúmlega 60% landsins, frá vesturlandamærunum og nær alla leið austur til Vínarborgar. [[Bæheimsskógur]] og hæðalandið norðan þeirra liggur að [[Bæheimur|Bæheimi]] í [[Tékkland]]i. [[Dónárdalurinn mikli]] nær frá Salzburg og austur eftir landinu. Í austri er [[Vínarundirlendið]] og [[Pannóníska sléttan]] í suðaustri liggur að Ungverjalandi og Slóveníu. Auk Alpafjalla er [[Dóná]] mjög áberandi í landslagi Austurríkis en fljótið rennur í gegnum landið norðanvert frá vestri til austurs
[[Mynd:Grossglockner from SW.jpg|thumb|Grossglockner er hæsti tindur Austurríkis.]]
Austurríki er mikið fjallaland. Tveir fjallgarðar eru í landinu. Sá stærri er [[Alpafjöll]] en þau liggja nánast eftir endilöngu landinu frá vestri til austurs og ná nærri því til Vínar. Í þeim eru öll hæstu fjöll landsins. Ölpunum í Austurríki er skipt í marga minni fjallgarða. Minni fjallgarðurinn er [[Bæheimsskógur]] í norðurhluta landsins, við landamærin að Tékklandi. Hæstu fjöll Austurríkis eru [[Grossglockner]] (3.798 m) og [[Kleinglockner]] (3.770 m) í [[Hohe Tauern]]-fjallgarðinum, [[Wildspitze]] (3.772 m) og [[Weisskugel]] (3.739 m) í [[Ötztal-Alparnir|Ötztal-Ölpunum]].
Í Austurríki eru tvö lítil svæði, [[Kleinwalsertal]] í [[Vorarlberg]] og [[Jungholz]] í [[Týról]], sem ekki verður með góðu móti komist til frá Austurríki vegna hárra fjalla. Þótt bæði svæðin tilheyri Austurríki eru þau eingöngu aðgengileg frá Þýskalandi.
[[Mynd:Autriche hydro-de.svg|thumb|Fjólublátt = Vatnasvið Dónár. Appelsínugult = Vatnasvið Rínar. Grænt = Vatnasvið Saxelfar.]]
Langstærsti hluti Austurríkis tengist vatnasviði [[Dóná]]r (um 95%). Vestast í Vorarlberg renna nokkrar ár í [[Rín]]. Allra nyrst, við tékknesku landamærin, renna tvær litlar ár til norðurs og tengjast vatnasviði [[Saxelfur|Saxelfar]]. Stærstu ár Austurríkis fyrir utan Dóná miðað við lengd innanlands eru [[Inn]], [[Mur]], [[Enns]], [[Salzach]], [[Gurk]], [[Traun (fljót)|Traun]] og [[Drau]], sem allar eru á vatnasviði Dónár.
Mikið er af vötnum í Austurríki. Tvö þeirra mynda landamæri við önnur ríki: Neusiedler See við Ungverjaland, og Bodenvatn við Þýskaland og Sviss. Önnur stærstu stöðuvötn í Austurríki eru [[Attersee]], [[Traunsee]] og [[Wörthersee]]. Stærsta uppistöðulón Austurríkis heitir [[Stauraum Altenwörth]] og er aðeins 11 km<sup>2</sup> að stærð. Það er í Dóná rétt vestan við Vín.
== Stjórnmál ==
Austurríki er sambandslýðveldi níu sambandsríkja. [[Austurríska þingið]] er í tveimur deildum, þjóðarráðinu (Nationalrat) og sambandsráðinu (Bundesrat). Hið fyrrnefnda mynda 183 þingmenn sem kosnir eru í almennum kosningum. Kjörtímabilið er fimm ár. Í sambandsráðinu eru fulltrúar sambandsríkjanna, sem einnig eru þingmenn í hverju sambandsríki fyrir sig. Æðsti yfirmaður þingsins er [[kanslari]]nn, sem [[forseti Austurríkis|forseti landsins]] velur. Kjörtímabil forsetans er sex ár. Forsetinn tilnefnir alla ráðherra en það er kanslarinn sem endanlega velur þá. Hvert sambandsland er með eigið þing (Landtag). Á hverju þingi eru sextán þingmenn sem kosnir eru í almennum kosningum og velja þeir ráðherrana í hverju sambandslandi fyrir sig.
=== Her ===
Í Austurríki er herskylda fyrir alla karlmenn og stendur hún yfir í sex mánuði. Í hernum eru að staðaldri 35 þúsund manns en 25 þúsund til viðbótar eru tiltækir. Konur eru ekki herskyldar en engu að síður velkomar. Markmið hersins er að tryggja varnir ríkisins en einnig að aðstoða við hjálparstarf ef náttúruhamfarir valda skaða eða neyðaraðstæður koma upp. Eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk hefur Austurríki ekki tekið þátt í neinum hernaðarátökum. Þó hefur landið sent hermenn til starfa erlendis síðan [[1960]]. Í öllum slíkum tilvikum er um litlar herdeildir að ræða. Stærsta verkefni austurríska hersins var KFOR-verkefnið í [[Kosóvó]] [[1999]] en 436 manns voru sendir þangað.
=== Sambandslönd ===
[[Mynd:Austria,_administrative_divisions_-_de.svg|thumb|right|Sambandslönd Austurríkis.]]
Austurríki er skipt í níu sambandslönd (Bundesland):
{| class="wikitable sortable"
!bgcolor="silver"|Sambandsland
!bgcolor="silver"|Höfuðstaður
!bgcolor="silver"|Flatarmál (km²)
!bgcolor="silver"|Mannfjöldi
|-
|[[Burgenland]]
|[[Eisenstadt]]
|align="right"|3.961,80
|align="right"|284.897
|-
|[[Efra Austurríki]]
|[[Linz]]
|align="right"|11.979,91
|align="right"|1.412.640
|-
|[[Kärnten]]
|[[Klagenfurt]]
|align="right"|9.538,01
|align="right"|558.271
|-
|[[Neðra Austurríki]]
|[[Sankt Pölten]]
|align="right"|19.186,26
|align="right"|611.981
|-
|[[Salzburg (fylki)|Salzburg]]
|[[Salzburg]]
|align="right"|7.156,03
|align="right"|531.721
|-
|[[Steiermark]]
|[[Graz]]
|align="right"|16.401,04
|align="right"|1.210.614
|-
|Týról
|[[Innsbruck]]
|align="right"|12.640,17
|align="right"|710.048
|-
|[[Vorarlberg]]
|[[Bregenz]]
|align="right"|2.601,12
|align="right"|372.001
|-
|[[Vín (Austurríki)|Vín]]
|[[Vín (Austurríki)|Vín]]
|align="right"|414,65
|align="right"|1.712.142
|}
== Efnahagslíf ==
=== Gjaldmiðill ===
Gjaldmiðill Austurríkis er [[evran|evra]]. Á árunum 1925-1938 og aftur 1945-1998 hét gjaldmiðillinn skildingur (Schilling). Í einum Schilling voru 100 Groschen. Á árunum 1938-1945 var landið hluti af Þýskalandi og var þýska ríkismarkið þá gjaldmiðill. Skildingurinn átti uppruna sinn í ríki Karlamagnúsar en ýmis lönd hafa notað gjaldmiðil með þessu nafni í gegnum aldirnar, svo sem [[England]] (shilling), Þýskaland og Danmörk (Skilling). Árið 1999 tók Austurríki upp evruna, en skildingurinn var í notkun til [[28. febrúar]] [[2002]].
== Íbúar ==
Í Austurríki búa um 8,8 milljónir manna á tæplega 84 þúsund km<sup>2</sup> svæði. Íbúaþéttleiki landsins er því 100 íbúar á km<sup>2</sup>. Mikil fjölgun fólks var merkjanleg á tímum [[Iðnbyltingin|iðnbyltingarinnar]], þrátt fyrir talsverðar [[Ameríkuferðir]] en íbúum fækkaði hratt meðan heimsstyrjaldirnar tvær á [[20. öldin|20. öld]] stóðu yfir. Eftir stríð hefur Austurríkismönnum fjölgað hægt og er fjölgunin í dag ekki nema um 30 þúsund á ári. Fjölgunin er til komin vegna innflutnings erlendra borgara, þar sem fæðingar- og dánartíðni í landinu stenst nokkurn veginn á. Flestir þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir eru frá löndum fyrrverandi [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Útlendingar í Austurríki eru rúmlega 800 þúsund talsins, þ.e. tæp 10% af íbúafjölda landsins. Í Vín er hlutfallið 20%.
=== Borgir ===
Vín er langstærsta borg landsins með tæplega 1,7 milljónir íbúa. Stórborgarsvæðið er með 2,4 milljón íbúa sem er rúmlega fjórðungur allra íbúa Austurríkis. Stærstu borgir landsins eru:
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Borg !! Íbúar !! Sambandsland
|-
| 1 || [[Vín]] || 1.687.271 || Vín
|-
| 2 || [[Graz]] || 253.994 || Steiermark
|-
| 3 || [[Linz]] || 189.122 || Efra Austurríki
|-
| 4 || [[Salzburg]] || 147.732 || Salzburg
|-
| 5 || [[Innsbruck]] || 118.035 || Tírol
|-
| 6 || [[Klagenfurt]] || 93.478 || Kärnten
|-
| 7 || [[Villach]] || 58.949 || Kärnten
|-
| 8 || [[Wels]] || 58.542 || Efra Austurríki
|-
| 9 || [[St. Pölten]] || 51.548 || Neðra Austurríki
|-
| 10 || [[Dornbirn]] || 44.867|| Vorarlberg
|-
| 11 || [[Wiener Neustadt]] || 40.564 || Neðra Austurríki
|-
| 12 || [[Steyr]] || 38.402 || Efra Austurríki
|-
| 13 || [[Feldkirch]] || 30.673 || Vorarlberg
|-
| 14 || [[Bregenz]] || 27.309 || Vorarlberg
|}
=== Tungumál ===
[[Mynd:Oberwart - Felsőőr.JPG|thumb|Við ungversku landamærin eru bæjarheitin rituð á tveimur málum]]
Í Austurríki er [[þýska]] [[opinbert tungumál]]. Hér er hins vegar um suðurþýska mállýsku að ræða þannig að framburður og orðaforði eru ekki að öllu leyti eins og í háþýsku. Austurríska mállýskan líkist helst bæversku en hefur þó breyst meira. Við inngöngu Austurríkis í Evrópusambandið var samið um að landið fengi að halda sínum sérstaka orðaforða. Önnur viðurkennd tungumál í Austurríki eru [[ungverska]], [[slóvenska]], burgenlandkróatíska, [[tékkneska]], [[slóvakíska]] og rómaní ([[sígaunar]]).
=== Trú ===
Tæplega 75% Austurríkismanna eru kaþólskir. Aðeins 4,6% tilheyra evangelískum kirkjum. Um 340 þúsund manns eru [[Múhameðstrú]]ar en það eru 4,3% landsmanna. [[Gyðingar]] eru 8-10 þúsund. Langflestir þeirra búa í Vín. Tíu þúsund manns eru [[Búddismi|búddistar]]. Þeir sem ekki tilheyra neinum trúflokki eru 12% af íbúum landsins.
== Menning ==
=== Tónlist ===
[[Mynd:Wolfgang-amadeus-mozart 1.jpg|thumb|Mozart var eitt þekktasta tónskáld Austurríkis]]
Margir af þekktustu tónskáldum og tónlistarmönnum klassíska tímans komu frá Austurríki. Þeirra helstu eru [[Wolfgang Amadeus Mozart]], [[Joseph Haydn]], [[Franz Schubert]], [[Anton Bruckner]] og [[Franz Liszt]], sem var Ungverji sem fæddist í Burgenland. Auk þeirra fluttu ýmsir aðrir til Vínar til að starfa þar, svo sem [[Ludwig van Beethoven]] (fæddist í [[Bonn]]).
Sérstakur undirflokkur klassískrar tónlistar nefnast [[Vínarvals]]ar og eru þeir heimsþekktir. Helstu valsatónskáldin eru [[Johann Strauss II|Johann Strauss]] (bæði faðir og sonur) og [[Josef Lanner]]. Fjölmörg óperutónskáld eru frá Austurríki. Þeirra helstu eru [[Karl Millöcker]], [[Nico Dostal]], [[Franz Suppé]], [[Franz Lehár]] og [[Ralph Benatzky]]. Fáar þekktar hljómsveitir nútímatónlistar eru frá Austurríki. Einn helsti dægurlagasöngvari landsins er [[Udo Jürgens]], sem sigraði í [[Eurovision]] [[1966]].
=== Aðrir listamenn ===
Þekktir austurrískir rithöfundar eru [[Franz Grillparzer]] (oft nefndur þjóðskáld Austurríkis), [[Franz Kafka]], [[Bertha von Suttner]] (fyrsta konan til að hljóta [[friðarverðlaun Nóbels]]), [[Rainer Maria Rilke]], [[Egon Erwin Kisch]], [[Johannes Mario Simmel]] og [[Elfriede Jelinek]] (Nóbelsverðlaun).
Þekktir leikarar og leikkonur frá Austurríki eru meðal annars [[Romy Schneider]], [[Curd Jürgens]], [[Maximilian Schell]], [[Klaus Maria Brandauer]] og [[Arnold Schwarzenegger]].
=== Vísindi ===
Þrír Austurríkismenn hafa hlotið Nóbelsverðlaunin í efnafræði, fjórir í eðlisfræði og sex í læknisfræði. Þeirra þekktastir eru kjarneðlisfræðingurinn Wolfgang Pauli og atferlisfræðingurinn Konrad Lorenz. Einn þekktasti sálfræðingur heims var Austurríkismaðurinn [[Sigmund Freud]].
=== Íþróttir ===
[[Mynd:Lauda Frankfurt 1996.JPG|thumb|Niki Lauda er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1]]
Þjóðaríþrótt Austurríkismanna eru [[skíðaíþróttir]] (Alpagreinar). Skíðamenn eins og [[Toni Sailer]], [[Franz Klammer]] og [[Hermann Maier]] eru margfaldir heimsbikar- og Ólympíumeistarar. Innsbruck er Ólympíuborg, en þar hafa vetrarleikarnir verið haldnir tvisvar ([[1964]] og [[1976]]).
Í [[ruðningur|ruðningi]] þykir austurríska deildin meðal þeirra bestu í heimi.
Í [[Handbolti|handbolta]] hefur kvennaliðið Hypo Niederösterreich átta sinnum unnið Evrópudeildina.
Í [[Formúla 1|Formúlu 1]] hafa þrír Austurríkismenn getið sér gott orð: [[Niki Lauda]] (þrefaldur heimsmeistari), [[Jochen Rindt]] og [[Gerhard Berger]].
=== Helgidagar ===
Auk neðangreindra helgidaga eru til nokkrir í viðbót sem eingöngu gilda í einu eða tveimur sambandslöndum.
{| class="wikitable"
|-
! Dags. !! Helgidagur !! Ath.
|-
| [[1. janúar]] || Nýársdagur ||
|-
| [[6. janúar]] || Vitringarnir þrír ||
|-
| [[19. mars]] || Dagur heilags Jósefs || Aðeins í fjórum sambandslöndum
|-
| Breytilegt || [[Föstudagurinn langi]] || Ekki fyrir kaþólsku kirkjuna
|-
| Breytilegt || [[Páskar]] || Tveir dagar
|-
| [[1. maí]] || Verkalýðsdagurinn ||
|-
| Breytilegt || [[Uppstigningardagur]] ||
|-
| Breytilegt || [[Hvítasunna]] || Tveir dagar
|-
| Breytilegt || Fronleichnam ||
|-
| [[15. ágúst]] || Himnaför Maríu ||
|-
| [[26. október]] || Þjóðhátíðardagur ||
|-
| [[1. nóvember]] || Allraheilagramessa ||
|-
| [[8. desember]] || Getnaður Maríu ||
|-
| [[24. desember]] || Aðfangadagur ||
|-
| [[25. desember]] || [[Jól]]adagur ||
|-
| [[26. desember]] || Dagur heilags Stefáns ||
|-
| [[31. desember]] || Gamlársdagur ||
|}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Österreich|mánuðurskoðað=24. nóvember|árskoðað=2011}}
== Tenglar ==
* [https://www.oesterreich.gv.at/ Þjónustusíða austurríska ríkisins]
* [https://www.austria.info/en Ferðamálaráð Austurríkis]
* [http://www.britannica.com/EBchecked/topic/44183/Austria Austria] í ''[[Encyclopædia Britannica]]''
{{Wiktionary|Austurríki}}
{{Sambandslönd Austurríkis}}
{{Evrópa}}
{{Evrópusambandið}}
{{Evrópuráðið}}
{{Efnahags- og framfarastofnunin}}
[[Flokkur:Austurríki]]
[[Flokkur:Landlukt lönd]]
0snxbmhcm4uvb1pvn5lcj11hu1m3pzq
1764352
1764349
2022-08-10T11:18:28Z
Akigka
183
/* Sambandslönd */
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Austurríki
| nafn_á_frummáli = Republik Österreich
| nafn_í_eignarfalli = Austurríkis
| fáni = Flag of Austria.svg
| skjaldarmerki = Austria Bundesadler.svg
| staðsetningarkort = EU-Austria.svg
| tungumál = [[þýska]]
| höfuðborg = [[Vín (borg)|Vín]]
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Austurríkis|Forseti]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Alexander Van der Bellen]]
| titill_leiðtoga2 = [[Kanslari Austurríkis|Kanslari]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Karl Nehammer]]
| ESBaðild = 1. janúar 1995
| stærðarsæti = 113
| flatarmál = 83.879
| hlutfall_vatns = 0,84
| mannfjöldaár = 2020
| mannfjöldasæti = 97
| fólksfjöldi = 8.935.112
| íbúar_á_ferkílómetra = 106
| staða = [[Sjálfstæði]]
| atburður1 = Ríkisstofnun
| dagsetning1 = [[27. júlí]] [[1955]]
| VLF_ár = 2018
| VLF = 461,432
| VLF_sæti = 42
| VLF_á_mann = 51.936
| VLF_á_mann_sæti = 15
| VÞL = {{hækkun}} 0.922
| VÞL_sæti = 18
| VÞL_ár = 2019
| gjaldmiðill = [[Evra]]
| tímabelti = [[UTC]]+1
| þjóðsöngur = [[Land der Berge, Land am Strome]]
| tld = at
| símakóði = 43
}}
'''Austurríki''' ([[þýska]]: ''Österreich'') er [[landlukt]] land í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]] í [[Austur-Alpar|Austur-Ölpunum]]. Hálendi [[Alparnir|Alpafjallanna]] einkennir landslag Austurríkis en í norðri og suðri eru [[Bæheimsskógur]] og [[Pannóníska sléttan]]. Landið er [[sambandslýðveldi]] níu sambandsríkja. Höfuðborg þess er [[Vín (Austurríki)|Vín]]. Austurríki á landamæri að [[Þýskaland]]i í norðvestri, [[Tékkland]]i í norðri, [[Slóvakía|Slóvakíu]] í norðaustri, [[Ungverjaland]]i í austri, [[Slóvenía|Slóveníu]] og [[Ítalía|Ítalíu]] í suðri, og [[Sviss]] og [[Liechtenstein]] í vestri. Landið er tæplega 84 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar búa um 9 milljónir.<ref>{{Cite journal |last=Hanes |first=D.M. |date=1994-09-01 |title=Studies of granular flow down an inclined chute. Quarterly technical progress report: Year four, Quarter two, 13 March--12 June 1994 |doi=10.2172/10182964 |url=http://dx.doi.org/10.2172/10182964}}</ref>
Landið varð til undir lok fyrsta árþúsundsins úr landsvæðunum [[Pannóníumörk]] og [[Ungverska mörk|Ungversku mörk]] innan [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkisins]]. Upphaflega var landið [[markgreifi|markgreifadæmi]] sem heyrði undir [[Bæjaraland]]. Árið 1156 var landið gert að [[hertogadæmið Austurríki|hertogadæmi]] og árið 1453 að [[erkihertogadæmið Austurríki|erkihertogadæmi]]. Á 16. öld varð Vínarborg höfuðborg keisaradæmisins og Austurríki varð þannig heimaland [[Habsborgarar|Habsborgara]] (sem upprunalega voru frá Sviss). Eftir [[upplausn Heilaga rómverska ríkisins]] 1806 gerðist Austurríki sjálft [[Austurríska keisaradæmið|keisaradæmi]]. Þetta ríki varð stórveldi í Evrópu og leiðandi innan [[Þýska sambandið|Þýska sambandsins]]. Eftir ósigur í [[Stríð Prússlands og Austurríkis|stríði Prússlands og Austurríkis]] 1866 var sambandið leyst upp og [[Austurríki-Ungverjaland]] varð til.
Eftir [[morðið á Franz Ferdinand]] erkihertoga árið 1914, lýsti [[Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari|Frans Jósef]] keisari [[Serbía|Serbíu]] stríði á hendur sem þróaðist síðan út í [[fyrri heimsstyrjöld]]. Ósigur keisaradæmisins og upplausn í kjölfarið varð til þess að Austurríki varð [[lýðveldi]] árið 1919. Á [[millistríðsárin|millistríðsárunum]] fór andstaða við þingræði vaxandi og lyktaði með valdatöku [[fasismi|fasista]] undir stjórn [[Engelbert Dollfuss]] 1934. Ári áður en [[síðari heimsstyrjöld]] braust út var landið [[innlimun Austurríkis|innlimað]] í [[Þriðja ríkið]]. Eftir [[frelsun Austurríkis]] 1945 tók við langt hernámstímabil [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|bandamanna]]. Landið fékk aftur sjálfstæði árið 1955.
Austurríki býr við [[þingræði]] og [[fulltrúalýðræði]] með [[forseti Austurríkis|forseta]] sem kosinn er í almennum kosningum og [[kanslari Austurríkis|kanslara]] sem stjórnarleiðtoga. Helstu borgir landsins fyrir utan Vín eru [[Graz]], [[Linz]], [[Salzburg]] og [[Innsbruck]]. Austurríki hefur lengi verið [[Lönd eftir landsframleiðslu á mann (nafnvirði)|eitt af ríkustu löndum heims]] miðað við landsframleiðslu á mann og var í 18. sæti [[vísitala um þróun lífsgæða|lífsgæðavísitölunnar]] árið 2019.
Austurríki hefur verið aðili að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] frá 1955 og [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] frá 1995. [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]] og [[Samtök olíuframleiðsluríkja]] eru með höfuðstöðvar í Vín. Austurríki er stofnaðili að [[Efnahags- og framfarastofnunin]]ni og [[Interpol]]. Landið undirritaði [[Schengen-samkomulagið]] 1995 og tók upp [[evra|evruna]] 1999.
== Heiti ==
Austurríki hefur í gegnum aldirnar verið nefnt nokkrum nöfnum. Allt til 8. aldar hét það ''Marchia Orientalis'', þ.e. Austurmörk (''Ostmark'').<ref>''Online Etymological Dictionary,'' "[http://www.etymonline.com/index.php?search=Austria&searchmode=none Austria]"</ref> Landið var í austur frá hinu forna Frankaríki [[Karlamagnús]]ar. Orðið „mörk“ var gjarnan notað yfir landsvæði á jaðri ríkis (sbr. Mark Brandenburg, [[Danmörk]] og svo framvegis).
Í í skjali [[Ottó 2. keisari|Ottós 2. keisara]] frá [[976]] nefnir hann héraðið ''Ostarichi'', sem bókstaflega merkir „ríkið í austri“ (Austurríki), enda var það í austur frá þýska ríkinu.<ref name="University of Klagenfurt">{{cite web|url=http://wwwg.uni-klu.ac.at/spw/oenf/name2.htm|title=University of Klagenfurt|access-date=2 October 2009|archive-url=https://web.archive.org/web/20110513121957/http://wwwg.uni-klu.ac.at/spw/oenf/name2.htm|archive-date=13 May 2011|url-status=live|df=dmy-all}}</ref><ref>{{cite book| editor1-last=Bischof| editor1-first=Günter| editor-link=Günter Bischof| editor2-last=Pelinka| editor2-first=Anton| editor2-link=Anton Pelinka| title=Austrian Historical Memory and National Identity| publisher=Transaction Publishers| place=New Brunswick| date=1997| isbn=978-1-56000-902-3| url=https://books.google.com/books?id=tfhADwAAQBAJ&pg=PT34| pages=20–21| access-date=14 June 2018| archive-url=https://web.archive.org/web/20180614144308/https://books.google.de/books?id=tfhADwAAQBAJ&pg=PT34&lpg=PA92#v=onepage| archive-date=14 June 2018| url-status=live| df=dmy-all}}</ref> Þetta er heitið sem festist í norðurgermönskum málum (til dæmis [[Íslenska|íslensku]] og [[Danska|dönsku]]). Þaðan kemur einnig franska heitið en í bjagaðri mynd (''Autriche''). Úr ''Ostarichi'' varð til þýska heitið ''Österreich'', enda hefur það sömu merkingu.
Á [[Latína|latínu]] fékk landið nafnið ''Austria'' frá 12. öld, en latína var diplómata- og fræðimál Evrópu allt til [[Siðaskiptin|siðaskipta]]. Ýmis mál hafa tekið upp þetta heiti, svo sem [[enska]], [[ítalska]], [[spænska]] og [[gríska]].
Nokkur önnur heiti hafa verið notuð en þau voru öll skammlíf. Þar má nefna ''Ostland'' (Austurland), ''Osterland'' og fleiri.
== Saga Austurríkis ==
=== Landnám ===
Til forna lögðu Rómverjar undir sig langmestan hluta Austurríkis. Aðeins nyrsti hlutinn, norðan Dónár, tilheyrði [[Germanir|Germönum]]. Við endalok Rómaveldis óðu Vestgotar, Austgotar og Alemannar yfir landið en enginn þessara þjóðflokka settist þar að. Á sjöttu öld fluttu Bæverjar til landsins úr norðri en Alemannar settust að vestast í Vorarlberg. Eftir það fluttu [[Slavar]] einnig í einhverjum mæli til landsins úr austri. Árið 600 stofnuðu Slavar fyrsta sjálfstæða slavaríkið í Evrópu ([[Karantanía]]) en það náði inn í suðurhluta núverandi Austurríkis ([[Kärnten]] og [[Steiermark]]). Þetta ríki liðaðist sundur á 8. öld og varð loks hluti hins mikla Frankaríkis. Á tímum [[Karlamagnús]]ar hófst landnám Germana á þessum slóðum, en Ungverjar eyðilögðu það jafnharðan. Eftir að [[Ottó I (HRR)|Ottó I]] keisari vann lokasigur á Ungverjum árið [[955]], hófst nýtt landnám Bæverja sem komu nú frá [[Bæjaraland]]i í vestri. Árið [[976]] hlaut Leopold frá Bæjaralandi, af ættinni Babenberg, allt svæðið að léni frá [[Ottó III (HRR)|Ottó III]] keisara. Það var þá kallað Ostarichi, sem seinna breyttist í Österreich. Austurríki féll því undir stjórn Bæjaralands en bæði löndin voru greifadæmi í hinu heilaga rómverska keisaradæmi.
=== Uppgangur Habsborgara ===
Á tímum Babenberg-ættarinnar var landið rutt og þar myndaðist heildstætt samfélag. Babenberg-ættin réð einnig Bæjaralandi og voru bæði greifadæmin undir sömu stjórn. En [[1156]] aðskildi [[Friðrik Barbarossa]] keisari bæði löndin og breytti Austurríki í hertogadæmi. Með þessum gjörningi hófst saga Austurríkis sem eigið landsvæði innan hins [[heilaga rómverska ríkið|heilaga rómverska keisaradæmis]], enda var það þá laustengt sambandsveldi margra hertogadæma. Fyrsti hertoginn hét [[Hinrik Jasormimgott|Hinrik]], með viðurnefnið Jasormimgott. Hann gerði borgina Vín að aðsetri sínu, en síðan þá hefur Vín verið höfuðstaður Austurríkis. Á tíma Hinriks hertoga varð Steiermark hluti af Austurríki en einnig landsvæði sem í dag eru hluti af Slóveníu. Þegar Friðrik II hertogi féll í orrustu [[1246]], dó Babenberg-ættin út. Þá hófst valdabarátta um héraðið, sem var nokkurn veginn stjórnlaust næsta áratuginn. Ottókar II, konungur [[Bæheimur|Bæheims]], náði völdum [[1256]] en hann féll í orrustu [[1278]] gegn [[Rúdolf I (HRR)|Rúdolf af Habsborg]]. Þar með náði Habsborgarættin völdum í Austurríki sem ríkjandi hertogar og héldu þeim í 640 ár, allt til 1918.
=== Erkihertogadæmið ===
Árið [[1335]] féll Kärnten í hendur Habsborgara og [[1363]] Týról. Þar með var Austurríki orðið að stóru hertogadæmi og náði vel út yfir núverandi landmæri. Þetta þótti þá vera allstórt svæði og [[1379]] var hertogadæminu skipt upp í þrjá hluta.
* Neðra-Austurríki (Ober – og Niederösterreich)
* Innra-Austurríki (Steiermark, Kärnten, Krain, Istría og Tríest)
* Austurríki nær (Týról og Vorarlberg, ásamt löndum í Elsass og Württemberg)
Þetta leiddi til mikilla erja á allri [[15. öldin]]ni, enda voru erfingjarnir margir og löndin góð. Austurríki sameinaðist ekki aftur fyrr en [[1493]] er Friðrik V. hertogi erfði alla hlutana. Friðrik var kjörinn keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis á miðri 15. öld. Nokkrir hertogar Habsborgara höfðu áður verið kjörnir konungar og keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmiss en með Friðrik, sem kallaðist [[Friðrik III (HRR)|Friðrik III]], myndaðist nær óbrotin lína Habsborgara sem konungar og keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmis, allt til upplausnar þess [[1806]]. Friðrik hóf Austurríki upp sem erkihertogadæmi innan ríkisins strax árið eftir kjör sitt sem konungur. Þannig stóð erkihertogadæmið Austurríki jafnfætis við kjörfurstadæmin, með þeirri undantekningu að erkihertoginn hafði ekki kjörgengi í konungskjöri. Sem erkihertogadæmi varð Austurríki hins vegar sjálfstætt ríki í ríkinu.
=== Stórveldi ===
[[1477]] kvæntist hertoginn [[Maximilian I (HRR)|Maximilian]] Maríu frá [[Búrgund]]. Maximilian varð síðan keisari [[1493]] og erfði Habsborg því Búrgúnd. Eftir að sonur hans, Filippus, kvæntist Jóhönnu af Kastilíu og Aragon, [[1496]], eignaðist Habsborgarveldið [[Spánn|Spán]] og þar með nýju löndin í [[Ameríka|Ameríku]] en einnig Napólíríkið, [[Sikiley]] og [[Sardinía|Sardiníu]]. Þegar [[Karl V (HRR)|Karl V]]. varð keisari [[1519]] stóð Habsborg á hátindi veldis síns. Austurríki var hluti af stórveldi. Karl V. hafði þó ekki mikinn áhuga á að hafa ríkið áfram á einni hendi. Strax [[1521]] skildi hann Austurríki frá og gaf það bróður sínum, Ferdinand I. Síðar gaf hann syni sínum Spán (ásamt [[Niðurlönd]]um og Ameríku). [[1526]] töpuðu Ungverjar orrustu við Ósmanna (Tyrki) og erfði Ferdinand þá Ungverjaland og Bæheim, ásamt Mæri, Sílesíu og Lausitz. Hins vegar varð Ferdinand í staðinn að fást við Tyrki. Árið 1538 var konungsríkinu Ungverjalandi skipt í þrennt:
* Meginhluti landsins hélst undir krúnu Austurríkis
* Austurhluti landsins féll í hendur Tyrkjum
* Siebenbürgen ([[Rúmenía|í Rúmeníu]]) stjórnuðu ungverskir aðalsmenn, utan áhrifasvæðis Austurríkis
Árið [[1556]] sagði Karl V. af sér og settist í helgan stein. Þar með skiptist Habsborg í tvær nýjar ættir, spænsku ættin og austurrísku ættina. Allir keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmis eftir þetta voru af austurrísku ættinni.
=== Siðaskipti og Tyrkjaógnin ===
[[Mynd:Siege of Vienna 1529 by Pieter Snayers.jpeg|thumb|Tyrkir sitja um Vín 1529]]
Þegar [[siðaskiptin]] hófust snemma á [[16. öldin|16. öld]] fór nýja trúin eins og eldur í sinu um gjörvallt Austurríki. Aðallinn og keisarinn viðhéldu kaþólskunni en ekki kom til átaka eða uppþota í ríkinu. Ef til vill átti óttinn við Tyrki einhvern þátt í því að þjappa íbúum Austurríkis saman. [[1529]] voru Tyrkir komnir að borgarmörkum Vínar.
Þann [[27. september]] hófu þeir umsátur um borgina undir forystu soldánsins [[Súlíman I]]. Íbúar Vínar voru skelfingu lostnir. Margir íbúar Vínar flúðu en á hinn bóginn tókst nokkur þúsund hermönnum hins heilaga rómverska keisaradæmis og Spánar að komast til borgarinnar áður en umsáturshringurinn lokaðist. Tyrkir voru hins vegar með nær 250 þúsund manna lið. Eftir nokkra bardaga ákvað Súlíman að hætta umsátrinu sökum versnandi veðurs en vetur var í nánd og birgðaflutningar erfiðir. Þann [[14. október]] hurfu Tyrkir úr landi. Þeir birtust aftur [[1532]] en þá hafði Karli V. tekist að safna miklu liði. Súlíman réðist því ekki á Vín, heldur rændi og ruplaði í Steiermark og hvarf á braut á ný.
Árið [[1600]] hóf [[kaþólska kirkjan]] gagnsiðbótina í Austurríki, heldur seinna en víða annars staðar í þýska ríkinu. Gagnsiðbótin var hins vegar mjög grimmileg og árangurinn eftir því. Á skömmum tíma tókst að snúa meirihluta íbúa Austurríkis til kaþólsku á ný. Þar af leiðandi tók landið þátt í [[30 ára stríðið|30 ára stríðinu]] og barðist með Bæjurum gegn siðaskiptamönnum og gegn [[Svíþjóð|Svíum]].
=== Síðara umsátur Tyrkja ===
[[Mynd:TB Ausfall.jpg|thumb|Orrustan um Vín]]
[[1683]] birtust Tyrkir aftur við borgardyr Vínar. Að þessu sinni undir forystu stórvesírsins [[Kara Mústafa]]. [[14. júlí]] var umsáturshringur lagður um borgina. Meðan Vín var þannig einangruð frá umheiminum, lögðu Tyrkir nágrenni borgarinnar í rúst, sem og Neðra-Austurríki. Mörgum borgum var eytt og íbúar þeirra stráfelldir. Þrátt fyrir ákafar árásir á Vín náðu Tyrkir ekki að komast inn fyrir borgarmúrana. Í [[ágúst]] hafði [[Leopold I (HRR)|Leopold I]]. keisari safnað nægu liði til að þramma til Vínar. Með í för voru hermenn frá Bæjaralandi, Frankalandi, Saxlandi, Sváfalandi og [[Feneyjar|Feneyjum]]. Einnig mætti pólskur her til Vínar. Sobieski konungur var aðalherstjórnandi kristna hersins.
Þann [[12. september]] hófst stórorrusta við Tyrki í Kahlenberg við Vín. Meðan sú orrusta stóð yfir gerði herinn í Vínarborg útrás og réðst á Tyrki. Eftir tólf tíma bardaga létu Tyrkir undan síga og flúðu af vettvangi. Vín var þannig bjargað, en reyndar er talið að þessi sigur á Tyrkjum hafi bjargað Austurríki öllu. Í kjölfarið voru háðar tvær styrjaldir við Tyrki á [[Balkanskagi|Balkanskaga]]. Hin fyrri fór fram [[1683]]-[[1699]] en í henni var Evgen prins af Savoy mjög sigursæll. Austurríki vann þá lönd á Balkanskaga þar sem í dag eru hlutar Slóveníu og [[Króatía|Króatíu]].
=== Spænska og austurríska erfðastríðin ===
[[Mynd:Maria Theresia10.jpg|thumb|María Teresa. Málverk eftir Martin van Meytens.]]
Árið [[1701]] hófst [[spænska erfðastríðið]]. Ýmsir gerðu tilkall til spænsku krúnunnar við andlát [[Karl 2. Spánarkonungur|Karls II]]. konungs, en hann var síðasti erfingi spænsku Habsborgaranna. [[Jósef I (HRR)|Jósef I.]] keisari gerði tilkall til krúnunnar fyrir hönd Austurríkis, en eftir mikla bardaga hlaut Filippus V. frá Frakklandi hnossið. Stríðinu lauk með friðarsáttmálanum í [[Utrecht]] [[1713]]. Eftir fleiri Tyrkjastríð [[1714]]-[[1718|18]] lagði Austurríki undir sig landsvæði í norðurhluta [[Bosnía og Hersegóvína|Bosníu]] og [[Serbía|Serbíu]] og nokkur fleiri.
Habsborgaraveldið náði því mestri útbreiðslu sinni eftir að Spánn var skilinn frá. Árið [[1711]] tók [[Karl VI (HRR)|Karl VI.]] við sem keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis. Honum var strax ljóst að hann yrði síðasti Habsborgarinn í karllegg og hafði áhyggjur af framtíð Austurríkis og hins heilaga rómverska keisaradæmis. Því bjó hann til nýja [[stjórnarskrá]] fyrir keisaradæmið, en í henni kvað svo á að keisaraembættið mætti erfast til dætra í Austurríki. Karl lést [[1740]]. Sökum þess að engin önnur lönd innan hins heilaga rómverska keisaradæmis, né heldur kjörfurstarnir, viðurkenndu stjórnarskrá Karls VI um erfðir kvenna, braust út stríð um krúnu Austurríkis og hins heilaga rómverska keisaradæmis.
[[Friðrik 2. Prússakonungur|Friðrik mikli]] Prússakonungur réðst inn í Sílesíu og hertók landsvæðið. Hann gerði bandalag við kjörfurstann af Bæjaralandi, sem í kjölfarið var kjörinn keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis sem [[Karl VII (HRR)|Karl VII]]. Prússar, Bæjarar og Frakkar börðust gegn Austurríki en Englendingar og Hollendingar veittu Austurríkismönnum mikinn stuðning. Karl VII. lést [[1745]] og þá var leiðin greið fyrir elstu dóttur Karls VI., [[María Teresa|Maríu Teresu]]. Hún var krýnd sem erkihertogaynja af Habsborg og drottning Ungverjalands, en eiginmaður hennar, [[Frans I (HRR)|Frans I]]., var krýndur sem keisari ríkisins. Enn var þó barist í stríðinu til [[1748]]. [[Sjö ára stríðið]] [[1756]]-[[1763|63]] breytti engu um Sílesíu eða önnur landamæri Austurríkis.
=== Evrópumál ===
Jósef II. tók við af móður sinni sem erkihertogi af Austurríki 1780. Hann var mjög framfarasinnaður og vildi allt fyrir fólkið gera. [[1785]] stakk hann upp á því að fá að skipta á austurrísku Niðurlöndum (þ.e. [[Belgía|Belgíu]]) fyrir Bæjaraland, þannig að Bæjaraland og Austurríki myndu sameinast í eitt ríki, en hið heilaga rómverska keisaradæmi hlyti Niðurlönd. Kjörfurstarnir höfnuðu hins vegar tillögunni. Á hinn bóginn tók Jósef þátt í skiptingu [[Pólland]]s [[1772]], [[1793]] og [[1795]] (ásamt [[Prússland]]i og [[Rússland]]i). Þar fékk Austurríki stóran hluta landsins, allt norður til [[Varsjá]]r en Pólland þurrkaðist út af landakortinu. [[Franska byltingin]] skók Evrópu [[1789]]. Strax árið [[1794]] hertók franskur byltingarher Niðurlönd Habsborgara (þ.e. Belgíu).
=== Napoleonsstríðin ===
Austurríki tók þátt í bandalaginu gegn [[Napoleon Bonaparte|Napóleon]] þegar árið [[1799]] til að stemma stigu við yfirgangi [[Frakkland]]s. Þrátt fyrir það stóðu Austurríkismenn einir gegn Napóleon í orrustunni við Marengo og við Hohenlinden árið [[1800]] og biður ósigur í bæði skiptin. Við það unnu Frakkar lönd við Rínarfljót. Eftir sigur Frakka í þríkeisaraorrustunni miklu við [[Leipzig]] [[1805]] komust þeir til Vínarborgar og tóku borgina. Við það tækifæri missti Austurríki lönd sín á [[Ítalía|Ítalíu]] (til dæmis Feneyjar). Frakkar yfirgáfu borgina hins vegar skjótt aftur. Þegar hið heilaga rómverska keisaradæmi var lagt niður [[1806]] eftir þrýsting frá Napoleon, var Frans II. ríkjandi keisari. Strax á sama ári lýsti hann yfir stofnun keisaradæmis í Austurríki. Segja má að þetta hafi verið stofndagur Austurríkis sem óháðs og frjáls ríkis, þrátt fyrir að nær allir keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmis hafi verið af ætt Habsborgara og oftast setið í Vín síðan á 15. öld. Nýja keisaradæmið stóð til 1918.
Aftur var myndað bandalag gegn Napóleon. Austurríki tók hins vegar ekki þátt í neinum orrustum fyrr en [[1809]]. Á því ári biðu þeir ósigur fyrir Napóleon í orrustunum við Abensberg, Eggmühl og [[Regensburg]]. Austurríski herinn flúði til Bæheims og Napóleon þrammaði til Vínar. Frakkar skutu á borgina og hertóku hana í einni svipan í [[maí]]. Við svo búið sneri austurríski herinn aftur frá Bæheimi. Í orrustunni við Aspern (nálægt Vín) sigruðu Austurríkismenn og hröktu Frakka burt úr landinu á næstu mánuðum. Þetta var fyrsti stóri ósigur Napóleons á ferli sínum. Fyrir vikið hélt Austurríki sjálfstæði sínu. [[1813]] dró til þjóðarorrustunnar miklu við Leipzig. Þar mættust Frakkar og Bandamenn (Austurríki, Prússland, Rússland og Svíþjóð). Orrustan stóð yfir í þrjá heila daga og lauk með ósigri Napóleons. Þetta var síðasta orrusta Austurríkismanna gegn honum. Þeir komu ekki við sögu við lokaósigur Napóleons í [[Orrustan við Waterloo|orrustunni við Waterloo]].
=== Vínarfundurinn ===
[[Mynd:Prince Metternich by Lawrence.jpeg|thumb|Metternich fursti]]
Eftir fall Napóleons var nauðsynlegt að skipa ríkjum og landamærum í Evrópu upp á nýtt. Haldin var viðamikil ráðstefna í Vín að boði Frans I. keisara, en fundarstjóri var utanríkisráðherra landsins, [[Metternich fursti]]. Ráðstefnan hófst [[18. september]] [[1814]] og kallast [[Vínarfundurinn]] (þ. ''Wiener Kongress''). Allir helstu leiðtogar í Evrópu sóttu ráðstefnuna, sér í lagi frá Rússlandi, Bretlandi, Austurríki, Prússlandi, Frakklandi, Kirkjuríkinu og mörgum öðrum smærri ríkjum. Vín var næsta árið pólitísk þungamiðja Evrópu. Viðræður og samningar gengu hægt. Á vormánuðum [[1815]] strauk Napóleon úr útlegð frá Elbu og safnaði liði á ný. Komst þá skriður á samninga og lauk ráðstefnunni [[9. júní]]. Aðeins níu dögum síðar, [[18. júní]], var Napóleon sigraður á ný í stórorrustunni við Waterloo. Fyrir Austurríki hafði ráðstefnan mikil áhrif. Landið missti Niðurlönd og eignir við ofanvert Rínarfljót. Á hinn bóginn fékk Austurríki að halda Galisíu (suðurhluti Póllands). Landið fékk auk þess Illyríu og Salzburg. Austurríki varð eftir sem áður stórveldi í Evrópu. Eitt það síðasta sem Vínarfundurinn gerði var að stofna [[þýska sambandið]] úr leifum þýskra furstadæma, hertogadæma og konungsríkja. Austurríki varð leiðandi afl í þessu nýja ríkinu en stóð samt fyrir utan það sem eigið keisaraveldi. Austurríki stóð til að mynda utan við tollabandalag nýja ríkisins. [[Bismarck]] leysti þetta þýska samband upp árið [[1866]].
=== Byltingar ===
Samhliða aukinni [[iðnvæðing]]u og fjölgun í röðum nýrrar verkamannastéttar jukust stjórnmálaleg átök í Austurríki. Þetta var einnig tími [[þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]]. Um miðja [[19. öldin]]a voru mótmælin í hámarki en sökum þess að Austurríki var fjölþjóðaríki, náðu mótmælendur ekki að skipuleggja sig eins vel og víða annars staðar. Á byltingarárinu [[1848]] kom til víðtækra mótmælaaðgerða, en þær voru allar barðar niður. Á hinn bóginn sá keisari að friða þurfti lýðinn. Því var Metternich fursti rekinn úr embætti, enda var hann mjög íhaldssamur á gamla kerfið og mikill harðlínumaður.
Þann [[22. júlí]] fundaði fyrsta austurríska þingið í nútíma-formi í Vín. Ekkert þinghús var til staðar og því var fundað í reiðskóla til að byrja með. Þótt tekist hefði að friða íbúa móðurlandsins í bili, braust út bylting í öðrum hlutum ríkisins. Á Norður-Ítalíu barði herinn niður byltingu. Í Ungverjalandi var vilji til að losna frá Austurríki og dreginn saman mikill her. Austurríski herinn neitaði hins vegar að fara austur og því lýstu Ungverjar sig úr sambandi við keisarann. Íbúar Vínar studdu yfirmenn hersins og gerð var aðför að keisara og ríkisstjórn, sem yfirgáfu borgina og flúðu til borgarinnar Olomouc í Mæri (Tékklandi). Þar sagði [[Ferdinand 1. Austurríkiskeisari|Ferdinand I. keisari]] af sér en frændi hans, [[Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari|Frans Jósef]], tók við sem nýr keisari. Keisarasinnar söfnuðu liði og hófu gagnbyltingu. [[1. nóvember]] hertóku þeir Vín í miklum bardögum þar sem 2000 manns týndu lífi. 24 leiðtogar byltingarmanna voru teknir af lífi. Þar með var endir bundinn á byltinguna. Aðeins með aðstoð Rússa tókst að vinna Ungverjaland á ný. Eftir þetta tók Frans Jósef I. keisari sér nánast einræðisvald.
=== Ítalía og þýska stríðið ===
Árið [[1859]] hófu Ítalir, undir forystu [[Giuseppe Garibaldi|Garibaldi]]s, að sameina sjálfstæð lönd og greifadæmi á Ítalíuskaga. Þeir sigruðu Austurríki í orrustunni við Solferino og Magenta. Við tapið missti Austurríki nokkur lönd, svo sem [[Langbarðaland]]. Ítalía varð svo sjáfstætt konungsríki [[1861]]. Einnig varð mikill órói í þýska sambandinu. Austurríki var ávallt leiðandi afl í því, þar til Bismarck komst til valda í Prússlandi. Þegar Bismarck hertók [[Slésvík-Holtsetaland|Slésvík og Holtsetaland]], deildi hann yfirráðum þessara héraða með Austurríki. Prússland réði yfir Slésvík en Austurríki yfir Holtsetalandi. Þegar Bismarck síðan hertók Holtsetaland [[1866]] sagði Austurríki Prússlandi [[Stríð Prússa og Austurríkismanna|stríð á hendur]]. [[3. júlí]] það ár var barist við Königgrätz í Bæheimi. Við hlið Austurríkis börðust Saxar, Bæjarar og nokkur önnur þýsk héruð, sem einnig vildu stöðva framgang Prússlands. Prússar sigruðu hins vegar í orrustunni og urðu leiðandi afl í Þýskalandi. Þýska sambandið var lagt niður. Aðeins fimm árum síðar varð Prússland keisaraveldi og hafði þá sameinað mestan hluta Þýskalands. Austurríki var ekki með í því keisaraveldi. Þar með hafði Austurríki misst bæði lönd, völd og virðingu, þrátt fyrir að vera enn eigið keisararíki. Frans Jósef I. var niðurlægður. Ári síðar stofnaði hann austurríska-ungverska sambandsríkið og var krýndur konungur Ungverjalands [[8. júní]] [[1867]]. Eftir það var Ungverjaland ekki lengur hluti af keisaradæminu. Hins vegar tilheyrðu Bæheimur, Mæri, Galisía, vesturhluti Rúmeníu, Slóvenía og Króatía keisaradæminu.
=== Serbíukrísan ===
[[Mynd:Gavrilo Princip assassinates Franz Ferdinand.jpg|thumb|Morðið á krónprinsinum Frans Ferdinand og eiginkonu hans]]
[[1878]] hertók Austurríki alla Bosníu og Hersegóvínu, en þau lönd höfðu tilheyrt Tyrkjum. [[1908]] voru þau innlimuð Austurríki. Meðan Frans Jósef keisari reyndi að meðhöndla þegna sína hvarvetna í ríkinu á grundvelli jafnréttis, leyndi ríkisarfinn, Frans Ferdinand, ekki skoðunum sínum um að Slavar og Ungverjar væru annars flokks þegnar. [[1914]] heimsóttu hann og eiginkona hans borgina [[Sarajevó]] í Bosníu. Mörgum þjóðernissinnum þar í borg, sem vildu sameina Suður-Slava í eitt ríki, fannst heimsókn þessi ögrun og þegar Frans Ferdinand og kona hans óku gegnum Sarajevó þann [[28. júní]] skaut Gavrilo Princip, serbneskur þjóðernissinni, þau til bana Austurríkismenn urðu æfir. Stjórnin kenndi ríkisstjórn Serbíu um verknaðinn. [[23. júlí]] setti Austurríki stjórn Serbíu úrslitakosti sem þeir síðarnefndu gátu ekki uppfyllt að öllu leyti. Eftir að keisari Þýskalands hafði staðfest stuðning við Austurríki, lýsti Austurríki stríði á hendur Serbum [[28. júlí]]. Þar með hófst [[heimstyrjöldin fyrri|heimsstyrjöldin fyrri]].
=== Heimstyrjöld ===
[[Mynd:Erzherzog Thronfolger Karl Franz Josef.jpg|thumb|[[Karl 1. Austurríkiskeisari|Karl I]] var síðasti keisari Austurríkis]]
Austurríki reið ekki feitum hesti frá hernaði sínum í styrjöldinni. Þeir börðust aðallega í Galisíu (núverandi Póllandi), við landamærin að Ítalíu og á Balkanskaga. Rússar náðu að hrekja Austurríkismenn og Þjóðverja burt úr Galisíu. Á Balkanskaga voru Serbar mjög aðgangsharðir og hröktu Austurríkismenn burt. Það var einungis á landamærum Ítalíu sem Austurríkismönnum tókst að halda stöðu sinni. Árið [[1916]] lést Frans Jósef I. keisari og við tók [[Karl 1. Austurríkiskeisari|Karl I]]. Hann kallaði saman ríkisráðið, sem tjáði honum hugmyndir sínar um framtíð Austurríkis. Ungverjaland og Balkanskagi voru ekki hluti af þeim hugmyndum og því ljóst fyrir stríðslok að Austurríki myndi brátt líða undir lok sem fjölþjóðaríki. Karl hvatti því hinar ýmsu þjóðir ríkisins til að mynda eigin stjórn, sem myndi lúta stjórninni í Vín. Þjóðirnar settu sér sínar eigin stjórnir, en hugðust hins vegar lýsa yfir sjálfstæði. Í stríðslok lágu Þýskaland og Austurríki efnahagslega í rústum. Því tók þjóðarráð Austurríkis til bragðs að mynda nýja stjórn, í [[október]] [[1918]], án aðkomu Karls I. keisara. [[11. nóvember]] leysti Karl því keisara- og konungdæmið Austurríki-Ungverjaland upp og [[12. nóvember]] var lýðveldið Austurríki formlega stofnað. Karl sagði hins vegar ekki af sér sem keisari. Því voru honum gefin þau tilmæli að segja af sér eða yfirgefa landið ella. Í [[mars]] [[1919]] yfirgaf Karl landið og í [[apríl]] voru gömlu Habsborgarlögin numin úr gildi. Í uppgjöri stríðsins missti Austurríki öll sín slavnesku landsvæði. Galisía varð að hluta Póllands. Bæheimur og Mæri að vesturhluta Tékkóslóvakíu. Slóvenía, Illyría og Bosnía og Hersegóvína urðu að vesturhluta [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Suðurhluta Týról hertók Ítalía. Ungverjaland varð sjálfstætt ríki. Þar með varð Austurríki minna en það er í dag (Burgenland var enn hluti Ungverjalands) og hafði aldrei verið minna í sögu Habsborgarveldisins.
=== Fyrsta lýðveldið ===
Við stofnun lýðveldisins trúðu fáir á bjarta framtíð landsins. Margir lærðir menn töldu að móðurlandið eitt sér væri of lítið til að brauðfæða íbúana. Auk þess var landið efnahagslega í rúst. Upp kom sú hugmynd að Austurríki sameinaðist [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldinu]] en [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|Bandamenn]] lögðu blátt bann við öllu slíku. [[Salzburg]] sótti formlega um inngöngu í Þýskaland, óháð stjórninni í Vín, en Weimar-lýðveldið hafnaði því. Vorarlberg sótti um inngöngu í Sviss og við atkvæðagreiðslu vildu 80% íbúanna verða að kantónu í Sviss. Bæði Svisslendingar og Bandamenn höfnuðu því hins vegar. Í syðstu sýslum Kärnten greiddu íbúarnir einnig atkvæði um sameiningu við Slóveníu (og/eða Júgóslavíu), en niðurstaðan var sú að vera áfram í Austurríki. [[1921]] var ákveðið að stofna nýtt ríki í vestasta hluta Ungverjalands. Við atkvæðagreiðslu vildi mikill meirihluti íbúanna hins vegar sameiningu við Austurríki og því varð svo. Svæðið hlaut heitið Burgenland og er fámennasta sambandsland Austurríkis.
Til að rétta af fjárhag landsins var gamla krónan lögð niður árið [[1924]] og tekinn upp skildingur (Schilling). Sú litla efnahagsuppsveifla sem orðið hafði varð þó að engu [[1929]] þegar [[kreppan mikla|heimskreppan]] skall á. Austurríki lifði á lánum. Til að mynda lánaði [[Þjóðabandalagið]] landinu 300 milljónir skildinga gegn því að landið sameinaðist ekki Weimar-lýðveldinu næstu 20 árin. [[1933]] var þriðjungur Austurríkismanna atvinnulaus. [[1932]] komst kristilegi sósíalistinn [[Engelbert Dollfuss]] til valda sem kanslari lýðveldisins. Hann varð fyrir áhrifum af fasískum fyrirmyndum á Ítalíu og varð nánast einvaldur. Þann [[4. mars]] leysti hann upp þingið, [[7. mars]] var tekin upp [[ritskoðun]] og bann við hópamyndun sett á í landinu. [[10. maí]] voru allar kosningar afnumdar og í framhaldi af því allir stjórnmálaflokkar bannaðir. Í [[febrúar]] gerðu íbúar landsins allsherjaruppreisn, þar sem sýnt þótti að Dollfuss kanslari myndi ekki slaka á klónni. Uppreisnin var hins vegar barin niður af mikilli hörku. [[1934]] var gerð önnur tilraun til byltingar. Í henni varð Dollfuss fyrir skoti og lést af sárum sínum [[25. júlí]].
=== Innlimunin ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 146-1972-028-14, Anschluss Österreich.jpg|thumb|Hitler (í fremsta bílnum) lætur hylla sig í Vín 15. mars 1938]]
Eftirmaður hans, [[Kurt Schuschnigg]], átti við ramman reip að draga. Mikil óánægja var í Austurríki og þurfti Schuschnigg á aðstoð frá [[Benito Mussolini|Mussolini]] og síðar frá Þýskalandi Hitlers að halda. [[Hitler]], sem var sjálfur fæddur í Austurríki, vann að því bak við tjöldin að sameina ríkin, þrátt fyrir bann Þjóðabandalagsins. Schuschnigg kanslari reyndi að forðast slíkar tilraunir og tilkynnti óvænta þjóðarakvæðagreiðslu um frjálst og óháð Austurríki. Atkvæðagreiðslan átti að fara fram [[13. mars]] [[1938]]. [[11. mars]] þrýsti Hitler með hótunum á Miklas forseta að leysa Schuschnigg frá embætti og skipa nasistann [[Arthur Seyss-Inquart]] nýjan kanslara. Strax daginn eftir þrammaði þýski herinn inn fyrir landamæri Austurríkis og hertók allar höfuðborgir sambandslandanna. Þann dag tilkynnti Hitler að Þýskaland og Austurríki hefðu sameinast. Ríkisstjórnin var leyst upp. Hitler var nýi valdhafinn í Austurríki og sótti hann Vín heim [[15. mars]] til að láta hylla sig. Samtímis þessu var þegar byrjað að ofsækja gyðinga hvarvetna í landinu og flytja burt. [[Heimstyrjöldin síðari|Heimsstyrjöldin síðari]] hófst í [[nóvember]] [[1939]]. Hundruð þúsunda Austurríkismanna voru kallaðir í þýska herinn og urðu þeir að berjast með nasistum. Fyrstu loftárásir á landið voru þó ekki fyrr en í ágúst [[1943]], sökum fjarlægðar frá flugvöllum bandamanna. [[Sovétríkin|Sovétmenn]] komust til Vínar og eftir harða bardaga við nasista féll borgin [[23. apríl]] [[1945]]. Þar með lauk landið þátttöku sinni í stríðinu. Aðrir bandamenn hernámu Austurríki ekki fyrr en í maíbyrjun.
=== Hernám og annað lýðveldið ===
Eftir stríð skiptu bandamenn Austurríki upp í fjögur hernámssvæði, eins og gert var með Þýskaland.
* Frakkland: Vorarlberg og vesturhluti Týról
* Bretland: Austurhluti Týról, Kärnten og Steiermark
* Bandaríkin: Salzburg og suðurhluti Efra-Austurríkis
* Sovétríkin: Norðurhluti Efra-Austurríkis, Neðra-Austurríki og Burgenland
[[Mynd:Austria 1945-55.png|thumb|Austurríki skipt upp í fjögur hernámssvæði]]
Vín var skipt í fjögur svæði, rétt eins og [[Berlín]]. Miðborgin var undir stjórn allra fjögurra herja bandamanna. Aldrei kom til greina að sameina Þýskaland og Austurríki, enda bæði bandamenn og Austurríkismenn ákveðið á móti öllu slíku. Hernámið stóð yfir í tíu ár. [[15. maí]] [[1955]] hlaut Austurríki sjálfstæði sitt á ný og yfirgáfu þá allir erlendir hermenn landið. Austurríki varð að lýðveldi á ný. Á sama ári lýsti landið yfir hlutleysi. Í framhaldi af því varð mikill efnahagsuppgangur í landinu. Það gekk í [[Sameinuðu þjóðirnar]] í desember 1955 og í [[Evrópuráðið]] [[1956]]. Margir flóttamenn flúðu til Austurríkis frá Ungverjalandi eftir misheppnaða [[Uppreisnin í Ungverjalandi|byltingu þar 1956]] og frá Tékklandi eftir [[vorið í Prag]] [[1968]]. Þegar [[járntjaldið]] féll [[1990]] opnuðust landamæri landsins til Tékklands, Ungverjalands og Slóveníu. Austurríki var því ekki lengur á jaðarsvæði í Evrópu. Meðan stríðið í Júgóslavíu stóð yfir tók Austurríki við fjölda flóttamanna. Austurríki gekk í [[Evrópusambandið]] [[1995]], en áður hafði það verið stofnmeðlimur að [[EFTA]] [[1960]]. Þann [[1. janúar]] [[2002]] tók evran gildi þar í landi.
== Landafræði ==
Austurríki er 83.879 km<sup>2</sup> að stærð og er því meðalstórt ríki í Evrópu. Það á land að átta öðrum ríkjum: 784 km að [[Þýskaland]]i sem liggja að hluta um [[Bodenvatn]], 430 km að [[Ítalía|Ítalíu]], 366 km að [[Ungverjaland]]i sem liggja að hluta um [[Neusiedler See]], 362 km að [[Tékkland]]i, 330 km að [[Slóvenía|Slóveníu]], 164 km að [[Sviss]], 91 km að [[Slóvakía|Slóvakíu]] og 35 km að [[Liechtenstein]].
[[Mynd:Austria satellite Grosslandschaften markerstyle.png|thumb|Alpafjöll og Bæheimsskógur eru dökk á myndinni. Á milli sér í [[Dónárdalur|Dónárdalinn]] mikla og Vínarundirlendið í austri.]]
Gróflega má skipta Austurríki í fimm landfræðilega hluta: [[Alpafjöll]] þekja rúmlega 60% landsins, frá vesturlandamærunum og nær alla leið austur til Vínarborgar. [[Bæheimsskógur]] og hæðalandið norðan þeirra liggur að [[Bæheimur|Bæheimi]] í [[Tékkland]]i. [[Dónárdalurinn mikli]] nær frá Salzburg og austur eftir landinu. Í austri er [[Vínarundirlendið]] og [[Pannóníska sléttan]] í suðaustri liggur að Ungverjalandi og Slóveníu. Auk Alpafjalla er [[Dóná]] mjög áberandi í landslagi Austurríkis en fljótið rennur í gegnum landið norðanvert frá vestri til austurs
[[Mynd:Grossglockner from SW.jpg|thumb|Grossglockner er hæsti tindur Austurríkis.]]
Austurríki er mikið fjallaland. Tveir fjallgarðar eru í landinu. Sá stærri er [[Alpafjöll]] en þau liggja nánast eftir endilöngu landinu frá vestri til austurs og ná nærri því til Vínar. Í þeim eru öll hæstu fjöll landsins. Ölpunum í Austurríki er skipt í marga minni fjallgarða. Minni fjallgarðurinn er [[Bæheimsskógur]] í norðurhluta landsins, við landamærin að Tékklandi. Hæstu fjöll Austurríkis eru [[Grossglockner]] (3.798 m) og [[Kleinglockner]] (3.770 m) í [[Hohe Tauern]]-fjallgarðinum, [[Wildspitze]] (3.772 m) og [[Weisskugel]] (3.739 m) í [[Ötztal-Alparnir|Ötztal-Ölpunum]].
Í Austurríki eru tvö lítil svæði, [[Kleinwalsertal]] í [[Vorarlberg]] og [[Jungholz]] í [[Týról]], sem ekki verður með góðu móti komist til frá Austurríki vegna hárra fjalla. Þótt bæði svæðin tilheyri Austurríki eru þau eingöngu aðgengileg frá Þýskalandi.
[[Mynd:Autriche hydro-de.svg|thumb|Fjólublátt = Vatnasvið Dónár. Appelsínugult = Vatnasvið Rínar. Grænt = Vatnasvið Saxelfar.]]
Langstærsti hluti Austurríkis tengist vatnasviði [[Dóná]]r (um 95%). Vestast í Vorarlberg renna nokkrar ár í [[Rín]]. Allra nyrst, við tékknesku landamærin, renna tvær litlar ár til norðurs og tengjast vatnasviði [[Saxelfur|Saxelfar]]. Stærstu ár Austurríkis fyrir utan Dóná miðað við lengd innanlands eru [[Inn]], [[Mur]], [[Enns]], [[Salzach]], [[Gurk]], [[Traun (fljót)|Traun]] og [[Drau]], sem allar eru á vatnasviði Dónár.
Mikið er af vötnum í Austurríki. Tvö þeirra mynda landamæri við önnur ríki: Neusiedler See við Ungverjaland, og Bodenvatn við Þýskaland og Sviss. Önnur stærstu stöðuvötn í Austurríki eru [[Attersee]], [[Traunsee]] og [[Wörthersee]]. Stærsta uppistöðulón Austurríkis heitir [[Stauraum Altenwörth]] og er aðeins 11 km<sup>2</sup> að stærð. Það er í Dóná rétt vestan við Vín.
== Stjórnmál ==
Austurríki er sambandslýðveldi níu sambandsríkja. [[Austurríska þingið]] er í tveimur deildum, þjóðarráðinu (Nationalrat) og sambandsráðinu (Bundesrat). Hið fyrrnefnda mynda 183 þingmenn sem kosnir eru í almennum kosningum. Kjörtímabilið er fimm ár. Í sambandsráðinu eru fulltrúar sambandsríkjanna, sem einnig eru þingmenn í hverju sambandsríki fyrir sig. Æðsti yfirmaður þingsins er [[kanslari]]nn, sem [[forseti Austurríkis|forseti landsins]] velur. Kjörtímabil forsetans er sex ár. Forsetinn tilnefnir alla ráðherra en það er kanslarinn sem endanlega velur þá. Hvert sambandsland er með eigið þing (Landtag). Á hverju þingi eru sextán þingmenn sem kosnir eru í almennum kosningum og velja þeir ráðherrana í hverju sambandslandi fyrir sig.
=== Her ===
Í Austurríki er herskylda fyrir alla karlmenn og stendur hún yfir í sex mánuði. Í hernum eru að staðaldri 35 þúsund manns en 25 þúsund til viðbótar eru tiltækir. Konur eru ekki herskyldar en engu að síður velkomar. Markmið hersins er að tryggja varnir ríkisins en einnig að aðstoða við hjálparstarf ef náttúruhamfarir valda skaða eða neyðaraðstæður koma upp. Eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk hefur Austurríki ekki tekið þátt í neinum hernaðarátökum. Þó hefur landið sent hermenn til starfa erlendis síðan [[1960]]. Í öllum slíkum tilvikum er um litlar herdeildir að ræða. Stærsta verkefni austurríska hersins var KFOR-verkefnið í [[Kosóvó]] [[1999]] en 436 manns voru sendir þangað.
=== Sambandslönd ===
[[Mynd:Austria,_administrative_divisions_-_de.svg|thumb|right|Sambandslönd Austurríkis.]]
Austurríki er skipt í níu sambandslönd (Bundesland):
{| class="wikitable sortable"
!bgcolor="silver"|Sambandsland
!bgcolor="silver"|Höfuðstaður
!bgcolor="silver"|Flatarmál (km²)
!bgcolor="silver"|Mannfjöldi
|-
|[[Burgenland]]
|[[Eisenstadt]]
|align="right"|3.961,80
|align="right"|284.897
|-
|[[Efra Austurríki]]
|[[Linz]]
|align="right"|11.979,91
|align="right"|1.412.640
|-
|[[Kärnten]]
|[[Klagenfurt]]
|align="right"|9.538,01
|align="right"|558.271
|-
|[[Neðra Austurríki]]
|[[Sankt Pölten]]
|align="right"|19.186,26
|align="right"|611.981
|-
|[[Salzburg (fylki)|Salzburg]]
|[[Salzburg]]
|align="right"|7.156,03
|align="right"|531.721
|-
|[[Steiermark]]
|[[Graz]]
|align="right"|16.401,04
|align="right"|1.210.614
|-
|[[Tirol]]
|[[Innsbruck]]
|align="right"|12.640,17
|align="right"|710.048
|-
|[[Vorarlberg]]
|[[Bregenz]]
|align="right"|2.601,12
|align="right"|372.001
|-
|[[Vín (Austurríki)|Vín]]
|[[Vín (Austurríki)|Vín]]
|align="right"|414,65
|align="right"|1.712.142
|}
== Efnahagslíf ==
=== Gjaldmiðill ===
Gjaldmiðill Austurríkis er [[evran|evra]]. Á árunum 1925-1938 og aftur 1945-1998 hét gjaldmiðillinn skildingur (Schilling). Í einum Schilling voru 100 Groschen. Á árunum 1938-1945 var landið hluti af Þýskalandi og var þýska ríkismarkið þá gjaldmiðill. Skildingurinn átti uppruna sinn í ríki Karlamagnúsar en ýmis lönd hafa notað gjaldmiðil með þessu nafni í gegnum aldirnar, svo sem [[England]] (shilling), Þýskaland og Danmörk (Skilling). Árið 1999 tók Austurríki upp evruna, en skildingurinn var í notkun til [[28. febrúar]] [[2002]].
== Íbúar ==
Í Austurríki búa um 8,8 milljónir manna á tæplega 84 þúsund km<sup>2</sup> svæði. Íbúaþéttleiki landsins er því 100 íbúar á km<sup>2</sup>. Mikil fjölgun fólks var merkjanleg á tímum [[Iðnbyltingin|iðnbyltingarinnar]], þrátt fyrir talsverðar [[Ameríkuferðir]] en íbúum fækkaði hratt meðan heimsstyrjaldirnar tvær á [[20. öldin|20. öld]] stóðu yfir. Eftir stríð hefur Austurríkismönnum fjölgað hægt og er fjölgunin í dag ekki nema um 30 þúsund á ári. Fjölgunin er til komin vegna innflutnings erlendra borgara, þar sem fæðingar- og dánartíðni í landinu stenst nokkurn veginn á. Flestir þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir eru frá löndum fyrrverandi [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Útlendingar í Austurríki eru rúmlega 800 þúsund talsins, þ.e. tæp 10% af íbúafjölda landsins. Í Vín er hlutfallið 20%.
=== Borgir ===
Vín er langstærsta borg landsins með tæplega 1,7 milljónir íbúa. Stórborgarsvæðið er með 2,4 milljón íbúa sem er rúmlega fjórðungur allra íbúa Austurríkis. Stærstu borgir landsins eru:
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Borg !! Íbúar !! Sambandsland
|-
| 1 || [[Vín]] || 1.687.271 || Vín
|-
| 2 || [[Graz]] || 253.994 || Steiermark
|-
| 3 || [[Linz]] || 189.122 || Efra Austurríki
|-
| 4 || [[Salzburg]] || 147.732 || Salzburg
|-
| 5 || [[Innsbruck]] || 118.035 || Tírol
|-
| 6 || [[Klagenfurt]] || 93.478 || Kärnten
|-
| 7 || [[Villach]] || 58.949 || Kärnten
|-
| 8 || [[Wels]] || 58.542 || Efra Austurríki
|-
| 9 || [[St. Pölten]] || 51.548 || Neðra Austurríki
|-
| 10 || [[Dornbirn]] || 44.867|| Vorarlberg
|-
| 11 || [[Wiener Neustadt]] || 40.564 || Neðra Austurríki
|-
| 12 || [[Steyr]] || 38.402 || Efra Austurríki
|-
| 13 || [[Feldkirch]] || 30.673 || Vorarlberg
|-
| 14 || [[Bregenz]] || 27.309 || Vorarlberg
|}
=== Tungumál ===
[[Mynd:Oberwart - Felsőőr.JPG|thumb|Við ungversku landamærin eru bæjarheitin rituð á tveimur málum]]
Í Austurríki er [[þýska]] [[opinbert tungumál]]. Hér er hins vegar um suðurþýska mállýsku að ræða þannig að framburður og orðaforði eru ekki að öllu leyti eins og í háþýsku. Austurríska mállýskan líkist helst bæversku en hefur þó breyst meira. Við inngöngu Austurríkis í Evrópusambandið var samið um að landið fengi að halda sínum sérstaka orðaforða. Önnur viðurkennd tungumál í Austurríki eru [[ungverska]], [[slóvenska]], burgenlandkróatíska, [[tékkneska]], [[slóvakíska]] og rómaní ([[sígaunar]]).
=== Trú ===
Tæplega 75% Austurríkismanna eru kaþólskir. Aðeins 4,6% tilheyra evangelískum kirkjum. Um 340 þúsund manns eru [[Múhameðstrú]]ar en það eru 4,3% landsmanna. [[Gyðingar]] eru 8-10 þúsund. Langflestir þeirra búa í Vín. Tíu þúsund manns eru [[Búddismi|búddistar]]. Þeir sem ekki tilheyra neinum trúflokki eru 12% af íbúum landsins.
== Menning ==
=== Tónlist ===
[[Mynd:Wolfgang-amadeus-mozart 1.jpg|thumb|Mozart var eitt þekktasta tónskáld Austurríkis]]
Margir af þekktustu tónskáldum og tónlistarmönnum klassíska tímans komu frá Austurríki. Þeirra helstu eru [[Wolfgang Amadeus Mozart]], [[Joseph Haydn]], [[Franz Schubert]], [[Anton Bruckner]] og [[Franz Liszt]], sem var Ungverji sem fæddist í Burgenland. Auk þeirra fluttu ýmsir aðrir til Vínar til að starfa þar, svo sem [[Ludwig van Beethoven]] (fæddist í [[Bonn]]).
Sérstakur undirflokkur klassískrar tónlistar nefnast [[Vínarvals]]ar og eru þeir heimsþekktir. Helstu valsatónskáldin eru [[Johann Strauss II|Johann Strauss]] (bæði faðir og sonur) og [[Josef Lanner]]. Fjölmörg óperutónskáld eru frá Austurríki. Þeirra helstu eru [[Karl Millöcker]], [[Nico Dostal]], [[Franz Suppé]], [[Franz Lehár]] og [[Ralph Benatzky]]. Fáar þekktar hljómsveitir nútímatónlistar eru frá Austurríki. Einn helsti dægurlagasöngvari landsins er [[Udo Jürgens]], sem sigraði í [[Eurovision]] [[1966]].
=== Aðrir listamenn ===
Þekktir austurrískir rithöfundar eru [[Franz Grillparzer]] (oft nefndur þjóðskáld Austurríkis), [[Franz Kafka]], [[Bertha von Suttner]] (fyrsta konan til að hljóta [[friðarverðlaun Nóbels]]), [[Rainer Maria Rilke]], [[Egon Erwin Kisch]], [[Johannes Mario Simmel]] og [[Elfriede Jelinek]] (Nóbelsverðlaun).
Þekktir leikarar og leikkonur frá Austurríki eru meðal annars [[Romy Schneider]], [[Curd Jürgens]], [[Maximilian Schell]], [[Klaus Maria Brandauer]] og [[Arnold Schwarzenegger]].
=== Vísindi ===
Þrír Austurríkismenn hafa hlotið Nóbelsverðlaunin í efnafræði, fjórir í eðlisfræði og sex í læknisfræði. Þeirra þekktastir eru kjarneðlisfræðingurinn Wolfgang Pauli og atferlisfræðingurinn Konrad Lorenz. Einn þekktasti sálfræðingur heims var Austurríkismaðurinn [[Sigmund Freud]].
=== Íþróttir ===
[[Mynd:Lauda Frankfurt 1996.JPG|thumb|Niki Lauda er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1]]
Þjóðaríþrótt Austurríkismanna eru [[skíðaíþróttir]] (Alpagreinar). Skíðamenn eins og [[Toni Sailer]], [[Franz Klammer]] og [[Hermann Maier]] eru margfaldir heimsbikar- og Ólympíumeistarar. Innsbruck er Ólympíuborg, en þar hafa vetrarleikarnir verið haldnir tvisvar ([[1964]] og [[1976]]).
Í [[ruðningur|ruðningi]] þykir austurríska deildin meðal þeirra bestu í heimi.
Í [[Handbolti|handbolta]] hefur kvennaliðið Hypo Niederösterreich átta sinnum unnið Evrópudeildina.
Í [[Formúla 1|Formúlu 1]] hafa þrír Austurríkismenn getið sér gott orð: [[Niki Lauda]] (þrefaldur heimsmeistari), [[Jochen Rindt]] og [[Gerhard Berger]].
=== Helgidagar ===
Auk neðangreindra helgidaga eru til nokkrir í viðbót sem eingöngu gilda í einu eða tveimur sambandslöndum.
{| class="wikitable"
|-
! Dags. !! Helgidagur !! Ath.
|-
| [[1. janúar]] || Nýársdagur ||
|-
| [[6. janúar]] || Vitringarnir þrír ||
|-
| [[19. mars]] || Dagur heilags Jósefs || Aðeins í fjórum sambandslöndum
|-
| Breytilegt || [[Föstudagurinn langi]] || Ekki fyrir kaþólsku kirkjuna
|-
| Breytilegt || [[Páskar]] || Tveir dagar
|-
| [[1. maí]] || Verkalýðsdagurinn ||
|-
| Breytilegt || [[Uppstigningardagur]] ||
|-
| Breytilegt || [[Hvítasunna]] || Tveir dagar
|-
| Breytilegt || Fronleichnam ||
|-
| [[15. ágúst]] || Himnaför Maríu ||
|-
| [[26. október]] || Þjóðhátíðardagur ||
|-
| [[1. nóvember]] || Allraheilagramessa ||
|-
| [[8. desember]] || Getnaður Maríu ||
|-
| [[24. desember]] || Aðfangadagur ||
|-
| [[25. desember]] || [[Jól]]adagur ||
|-
| [[26. desember]] || Dagur heilags Stefáns ||
|-
| [[31. desember]] || Gamlársdagur ||
|}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Österreich|mánuðurskoðað=24. nóvember|árskoðað=2011}}
== Tenglar ==
* [https://www.oesterreich.gv.at/ Þjónustusíða austurríska ríkisins]
* [https://www.austria.info/en Ferðamálaráð Austurríkis]
* [http://www.britannica.com/EBchecked/topic/44183/Austria Austria] í ''[[Encyclopædia Britannica]]''
{{Wiktionary|Austurríki}}
{{Sambandslönd Austurríkis}}
{{Evrópa}}
{{Evrópusambandið}}
{{Evrópuráðið}}
{{Efnahags- og framfarastofnunin}}
[[Flokkur:Austurríki]]
[[Flokkur:Landlukt lönd]]
ip78uifxstyciemnkb8lesput6q8u8n
Úkraína
0
4370
1764311
1763184
2022-08-10T00:15:07Z
TKSnaevarr
53243
Oblast þýðir hérað, þannig að orðinu hérað er líklega ofaukið í greinartitlunum. Umrita hin örnefnin skv. umritunartöflu.
wikitext
text/x-wiki
<!-- {{líðandi stund}}
{{About|the country of Ukraine|the ongoing conflict|2022 Russian invasion of Ukraine|other uses|Ukraine (disambiguation)}} -->
:''Þessi síða er um Úkraínu, fyrir stríðsástandið þar, sjá [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022]].''
{{Land
| nafn_á_frummáli = Україна<br /><small>(Ukrayina)</small>
| fáni = Flag of Ukraine.svg
| skjaldarmerki = Lesser Coat of Arms of Ukraine.svg
| nafn = Úkraína
| nafn_í_eignarfalli = Úkraínu
| þjóðsöngur = [[Derzhavnyi Himn Ukrainy]]
| staðsetningarkort = Europe-Ukraine (disputed territory).svg
| höfuðborg = [[Kænugarður]]
| tungumál = [[Úkraínska]]
| stjórnarfar = [[Forsetaþingræði]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Úkraínu|Forseti]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Volodymyr Zelenskyj]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Úkraínu|Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Denys Sjmyhal]]
| titill_leiðtoga3 = Þingforseti
| nafn_leiðtoga3 = [[Rúslan Stefantjúk]]
| staða = [[Sjálfstæði]]
| staða_athugasemd = frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| atburður1 = Yfirlýst
| dagsetning1 = [[24. ágúst]] [[1991]]
| atburður2 = Þjóðaratkvæðagreiðsla
| dagsetning2 = [[1. desember]] [[1991]]
| atburður3 = Staðfest
| dagsetning3 = [[25. desember]] [[1991]]
| flatarmál = 603.628
| stærðarsæti = 45
| hlutfall_vatns = 7
| mannfjöldasæti = 27
| fólksfjöldi = 41.362.393
| mannfjöldaár = 2021
| íbúar_á_ferkílómetra = 74
| VLF_ár = 2020
| VLF_sæti = 48
| VLF = 429,947
| VLF_á_mann = 10.310
| VLF_á_mann_sæti = 108
| VÞL = {{hækkun}} 0.779
| VÞL_sæti = 74
| VÞL_ár = 2019
| gjaldmiðill = [[Úkraínsk hrinja|hrinja]], гривня ([[UAH]])
| tímabelti = [[UTC]]+2 (+3 á [[evrópskur sumartími|sumrin]])
| tld = ua
| símakóði = 380
}}
'''Úkraína''' ([[úkraínska]]: Україна/Úkrajína) er land í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]]. Úkraína er næststærsta Evrópulandið á eftir [[Rússland]]i. Landið á landamæri að [[Rússland]]i í austri og norðaustri, [[Hvíta-Rússland]]i í norðri og [[Pólland]]i, [[Slóvakía|Slóvakíu]], [[Ungverjaland]]i, [[Rúmenía|Rúmeníu]] og [[Moldóva|Moldóvu]] í vestri. Úkraína á strönd að [[Svartahaf]]i og [[Asovshaf]]i í suðri. Landið er rúmir 600 þúsund km² að stærð með rúmlega 40 milljón íbúa. Það er 8. fjölmennasta land Evrópu. [[Kænugarður]] er stærsta borgin og höfuðborg landsins.
Ummerki um mannabyggð þar sem Úkraína er nú eru allt að 34.000 ára gömul. Á [[miðaldir|miðöldum]] var landið miðstöð menningar [[Austur-Slavar|Austur-Slava]] og varð hluti af [[Garðaríki]]. Garðaríki klofnaði í mörg minni furstadæmi á 13. öld, og eftir innrásir [[Mongólar|Mongóla]] tókust ýmsar þjóðir á um yfirráð yfir landinu, þar á meðal [[Pólsk-litháíska samveldið]], [[Tyrkjaveldi]] og [[Rússneska keisaradæmið]]. [[Höfuðsmannsdæmi kósakka]] var stofnað þar á 17. öld, en landinu var á endanum skipt milli Póllands og Rússlands. Í kjölfar [[rússneska byltingin 1917|rússnesku byltingarinnar]] 1917 var [[Alþýðulýðveldið Úkraína]] stofnað. Það reyndist skammlíft og eftir [[síðari heimsstyrjöld]] varð vesturhluti þess [[Sovétlýðveldið Úkraína]] sem hluti af [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]. Sovétlýðveldið lýsti yfir sjálfstæði við [[upplausn Sovétríkjanna]] 1991.
Eftir að landið fékk sjálfstæði lýsti Úkraína yfir hlutleysi í alþjóðamálum,<ref name="gska2.rada.gov.ua">{{cite web |url=http://gska2.rada.gov.ua:7777/site/postanova_eng/Declaration_of_State_Sovereignty_of_Ukraine_rev1.htm |archive-url=https://web.archive.org/web/20070927224650/http://gska2.rada.gov.ua:7777/site/postanova_eng/Declaration_of_State_Sovereignty_of_Ukraine_rev1.htm |archive-date=27. september 2007 |title=Declaration of State Sovereignty of Ukraine |access-date=24. desember 2007 |website=[[Verkhovna Rada]] of Ukraine}}</ref> en átti þátt í stofnun [[Samveldi sjálfstæðra ríkja|Samveldis sjálfstæðra ríkja]] auk þess að hefja hernaðarsamstarf við [[Atlantshafsbandalagið]] 1994. Árið 2013 ákvað forseti Úkraínu, [[Víktor Janúkovytsj]] sem tilheyrði rússneska minnihlutanum í landinu, að slíta samstarfssamningi við [[Evrópusambandið]] og mynda nánari tengsl við Rússland. Þetta leiddi til mótmæla og að lokum var honum [[Úkraínska byltingin 2014|steypt af stóli]]. Í kjölfarið [[Krímskagakreppan 2014|innlimaði Rússland Krímskaga]] eftir að hafa sent þangað herlið og haldið atkvæðagreiðslu. Rússneskumælandi héruð í [[Donbas]] í austurhluta Úkraínu lýstu í kjölfar yfir sjálfstæði og [[Stríð Rússlands og Úkraínu|hafa barist gegn úkraínskum stjórnvöldum]] með aðstoð Rússa síðan þá.
Árið 2016 óskaði Úkraína eftir að gera fríverslunarsamning við Evrópusambandið.<ref name="European Commission Trade Ukraine">{{Cite web|url=https://ec.europa.eu/trade/policy/countries-and-regions/countries/ukraine/|title=Ukraine - Trade - European Commission|website=ec.europa.eu}}</ref> Landið sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu árið 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=Sækir formlega um aðild að ESB|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/02/28/saekir_formlega_um_adild_ad_esb/|útgefandi=mbl.is|ár=2022|mánuður=28. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=15. mars}}</ref>
Úkraína er [[þróunarland]] og er í 74. sæti [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]]. Landið er það fátækasta í Evrópu, ásamt Moldóvu. [[Fátækt]] er útbreidd og alvarleg [[spilling]] einkennir stjórnmálin.<ref name="transparency">{{cite web |title=Next to Kyrgyzstan and Djibouti — Ukraine's Results in Corruption Perceptions Index 2019 |url=https://ti-ukraine.org/en/news/next-to-kyrgyzstan-and-djibouti-ukraine-s-results-in-corruption-perceptions-index-2019/ |publisher=Transparency International |access-date=18 February 2020 |date=23 January 2020}}</ref><ref name="poor">{{cite web|url=https://voxukraine.org/en/why-is-ukraine-poor-look-to-the-culture-of-poverty/|title=Why Is Ukraine Poor? Look To The Culture Of Poverty|work=VoxUkraine|author=Bohdan Ben|date=25 September 2020|access-date=4 March 2021}}</ref> Úkraína á víðáttumikið [[ræktarland]] og er einn stærsti kornútflytjandi heims.<ref name="grain1">{{cite web |url=http://www.blackseagrain.net/data/news/ukraine-becomes-worlds-third-biggest-grain-exporter-in-2011-minister |title=Ukraine becomes world's third biggest grain exporter in 2011 – minister |publisher=Black Sea Grain |date=20 January 2012 |access-date=31 December 2013 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20131231235707/http://www.blackseagrain.net/data/news/ukraine-becomes-worlds-third-biggest-grain-exporter-in-2011-minister |archive-date=31 December 2013}}</ref><ref name="grain2">{{cite web |url=https://www.wto.org/english/res_e/publications_e/wtr13_e.htm |title=World Trade Report 2013 |publisher=World Trade Organization |date=2013 |access-date=26 January 2014}}</ref> [[Úkraínuher]] er þriðji stærsti her Evrópu, á eftir [[Rússlandsher]] og [[Frakklandsher]]. Stjórnarfar í Úkraínu er [[forsetaþingræði]] með [[þrískipting ríkisvaldsins|þrískiptingu ríkisvaldsins]]. Landið á aðild að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[GUAM-stofnunin]]ni, [[Lublinþríhyrningurinn|Lublinþríhyrningnum]] og er einn af stofnaðilum Samveldis sjálfstæðra ríkja, þótt landið hafi aldrei gerst formlegur aðili.
== Saga ==
Úkraína var miðja fyrsta [[Slavar|slavneska]] ríkisins, [[Garðaríki]]s sem stofnað var af [[Væringjar|Væringjum]] ([[Svíþjóð|sænskum]] [[Víkingar|víkingum]]) og var stærsta og öflugasta ríki Evrópu á [[10. öld|10.]] og [[11. öld]]. Innbyrðis deilur og innrás [[Mongólía|Mongóla]] veiktu ríkið sem var þá innlimað í Stórhertogadæmið [[Litháen]] sem seinna varð að [[Pólsk-litháíska samveldið|Pólsk-litháíska samveldinu]]. Menningarleg og trúarleg arfleifð Garðaríkis hélt lífinu í úkraínskri [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] næstu aldirnar. Nýtt ríki [[Kósakki|kósakka]] var stofnað í Úkraínu um miðja [[17. öld]] eftir uppreisn gegn [[Pólland|Pólverjum]], ríkið var formlega hluti af [[Rússneska keisaradæmið|Rússneska keisaradæminu]] en var í raun nánast alveg sjálfstætt í meira en 100 ár. Á seinni hluta [[18. öld|18. aldar]] lögðu Rússar undir sig megnið af landi Úkraínu.
Eftir fall Rússneska keisaradæmisins [[1917]] lýsti Úkraína yfir sjálfstæði sínu um skamma hríð ([[1917]] – [[1920]]) en var þá innlimað á ný, nú inn í [[Sovétríkin]]. [[Hungursneyðin í Sovét-Úkraínu|Tvær manngerðar hungursneyðir]] riðu yfir landið ([[1921]] – [[1922]] og [[1932]] – [[1933]]) þegar [[samyrkjubúskapur]] var innleiddur með valdi í landinu, yfir átta milljónir manna létu lífið í þessum hörmungum. Úkraína varð að blóðugum vígvelli í [[Síðari heimsstyrjöld]] þar sem herir [[Þýskaland]]s og Sovétríkjanna börðust hatrammri baráttu sem kostaði sjö til átta milljónir mannslífa. Sjálfstæði náðist á ný með falli Sovétríkjanna [[1991]] en mörg vandamál blasa við hinu unga lýðveldi. Völd ríkisins eru enn þá gríðarleg og spilling er mikil sem hefur tafið fyrir efnahagsumbótum, [[einkavæðing]]u og innleiðslu [[Mannréttindi|borgaralegra réttinda]].
Frá 2014 hafa verið [[Stríð Rússlands og Úkraínu|átök eða stríð milli Rússlands og Úkraínu]]. Úkraína hefur hneigst í átt að [[ESB|Evrópusambandinu]] og [[NATÓ]] sem hefur angrað Rússland. Rússland innlimaði [[Krímskagakreppan 2014|Krímskaga árið 2014]]. Vopnuð átök í [[Donetsk]] og [[Luhansk]] í austurhluta Úkraínu voru milli rússneska minnihlutans og úkraínska meirihlutans. Rússar sendi þeim fyrrnefndu vopnabúnað. Í febrúar 2022 lýsti [[Vladímír Pútín]] yfir sjálfstæði lýðvelda sem kennd eru við héruðin þar sem flestir rússnesk ættaðir voru. Skömmu síðar [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|réðst Rússland]] inn í Úkraínu frá austri, suðri og norðri. Loftárásir voru gerðar um allt land á hernaðarmannvirki og á almenna borgara. Milljónir flýðu land.
== Landfræði ==
[[File:Говерла з Кукула.jpg|thumb|right|Útsýni yfir [[Úkraínsku Karpatafjöll|Karpataþjóðgarðinn]] og [[Hoverla]] sem er hæsta fjall Úkraínu, 2.061 metrar á hæð.]]
Úkraína er stórt land í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]] og liggur að mestu leyti á [[Austur-Evrópusléttan|Austur-Evrópusléttunni]]. Úkraína er annað stærsta Evrópulandið á eftir Rússlandi. Landið er 603.628 km² að stærð með 2.782 km langa strandlengju við [[Svartahaf]] og [[Asovshaf]].<ref name="cia">{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/ukraine/ |title=Ukraine |access-date=24 December 2007 |date=13 December 2007 |website=[[CIA World Factbook]]}}</ref> Úkraína er milli 44. og 53. breiddargráðu norður og 22. og 41. lengdargráðu austur.
Landslag Úkraínu einkennist af frjósömum sléttum (eða [[gresja|gresjum]]) og hásléttum, sem margar ár renna um á leið sinni til Svartahafs. Meðal þeirra eru [[Dnjepr]], [[Donets]], [[Dnjestr]] og [[Bogfljót|Pívdennyj Búg]]. Í suðvestri liggja landamæri Úkraínu að Rúmeníu við [[Dónárósar|Dónárósa]]. Einu fjöll Úkraínu eru [[Karpatafjöll]] í vestri. Hæst þeirra er [[Hora Hoverla|Hoverla]] fjall, 2061 metrar á hæð, og [[Krímfjöll]] á Krímskaga, syðst við ströndina.<ref>{{cite web |url=http://www.britannica.com/eb/article-30093/Ukraine |archive-url=https://web.archive.org/web/20080115052701/http://www.britannica.com/eb/article-30093/Ukraine |archive-date=15 January 2008 |title=Ukraine – Relief |access-date=27 December 2007 |website=Encyclopædia Britannica (fee required) |url-status=dead}}</ref> Í Úkraínu eru líka hálendissléttur, eins og [[Volyn-Podillia-sléttan]] í vestri, og Dnipro-hálendið við bakka Dnjepr. Í austri eru suðvesturásar [[Mið-Rússlandshásléttan|Mið-Rússlandshásléttunni]] þar sem landamærin að Rússlandi liggja. Donets-hryggurinn og Asovshálendið eru við Asovshaf. [[Snjóbráð]] úr fjöllunum rennur út í árnar og [[foss]]ar myndast þar sem er skarpur hæðarmunur.
Helstu náttúruauðlindir Úkraínu eru járngrýti, kol, mangan, jarðgas, olía, salt, brennisteinn, grafít, títan, magnesín, [[kaólín]], nikkel, kvikasilfur, timbur og mikið ræktarland. Þrátt fyrir þessar auðlindir stendur landið frammi fyrir áskorunum í umhverfismálum, eins og skorti á drykkjarvatni, loft- og vatnsmengun og skógeyðingu, auk geislamengunar eftir [[Tsjernóbylslysið]] í norðaustri. Endurvinnsla á eitruðum heimilisúrgangi er skammt á veg komin.<ref>{{cite news |author=Oksana Grytsenko |url=http://www.kyivpost.com/news/nation/detail/118498/ |title=Environment suffers from lack of recycling |newspaper=[[Kyiv Post]] |date=9 December 2011|url-status= dead|archive-url= https://web.archive.org/web/20120105012539/http://www.kyivpost.com/news/nation/detail/118498/ |archive-date=5 January 2012}}</ref>
== Héraðaskipting ==
Úkraína skiptist í 24 héruð (úkraínska: область), 1 sjálfstjórnarlýðveldi ([[Sjálfstjórnarlýðveldið Krím]]) og 2 borgir með sérstöðu: Höfuðborgina [[Kænugarður|Kænugarð]] (Kyjív) og [[Sevastópol]]:
{| class="wikitable"
! Hérað || Úkraínskt heiti || Höfuðborg
|-
| [[Vínnytska oblast]] || Вінницька область || [[Vínnytsja]]
|-
| [[Volynska oblast]] || Волинська область || [[Lútsk]]
|-
| [[Dníprópetrovskfylki|Dnípropetrovska oblast]] || Дніпропетровська область || [[Dnípro]]
|-
| [[Donetska Oblast]] || Донецька область || [[Donetsk]]
|-
| [[Zjytómýrfylki|Zjytomyrska oblast]] || Житомирська область || [[Zjytómýr|Zjytomyr]]
|-
| [[Zakarpatska oblast]] || Закарпатська область || [[Úzjhorod]]
|-
| [[Zaporízjska oblast]] || Запорізька область || [[Zaporízjzja]]
|-
| [[Ívano-Frankívska Oblast]] || Івано-Франківська область || [[Ívano-Frankívsk]]
|-
| [[Kyjívska Oblast]] || Київська область || [[Kænugarður]]
|-
| [[Kropyvnytska Oblast]] || Кропивницька область || [[Kropyvnytskyj]]
|-
| [[Lúhanska Oblast]] || Луганська область || [[Lúhansk]]
|-
| [[Lvívska Oblast]] || Львівська область || [[Lvív]]
|-
| [[Mykolajívska Oblast]] || Миколаївська область || [[Mykolajív]]
|-
| [[Odeska Oblast]] || Одеська область|| [[Odesa]]
|-
| [[Poltavska Oblast]] || Полтавська область|| [[Poltava]]
|-
| [[Rívnenska Oblast]] || Рівненська область|| [[Rívne]]
|-
| [[Súmska Oblast]] || Сумська область|| [[Súmy]]
|-
| [[Ternopílska Oblast]] || Тернопільська область|| [[Ternopíl]]
|-
| [[Kharkívska Oblast]] || Харківська область|| [[Kharkív]]
|-
| [[Khersonska Oblast]] || Херсонська область|| [[Kherson]]
|-
| [[Khmelnytska Oblast]] || Хмельницька область|| [[Khmelnytskyj]]
|-
| [[Tsjerkaska Oblast]] || Черкаська область|| [[Tsjerkasy]]
|-
| [[Tsjernívetska Oblast]] || Чернівецька область|| [[Tsjernívtsí]]
|-
| [[Tsjerníhívska Oblast]] || Чернігівська область|| [[Tsjerníhív]]
|-
| [[Sjálfstjórnarlýðveldið Krím]] || Автономна Республіка Крим|| [[Símferopol]]
|-
| [[Kænugarður]] || Київ || [[Kænugarður]] (''Kyjív'')
|-
| [[Sevastopol]] || Севастополь || [[Sevastopol]]
|}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Evrópa}}
{{Evrópuráðið}}
{{Borgir í Úkraínu}}
[[Flokkur:Úkraína| ]]
s4bkg8ey8ouxlykpr1g4pdk49ckbihh
1764332
1764311
2022-08-10T02:09:00Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
<!-- {{líðandi stund}}
{{About|the country of Ukraine|the ongoing conflict|2022 Russian invasion of Ukraine|other uses|Ukraine (disambiguation)}} -->
:''Þessi síða er um Úkraínu, fyrir stríðsástandið þar, sjá [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022]].''
{{Land
| nafn_á_frummáli = Україна<br /><small>(Ukrayina)</small>
| fáni = Flag of Ukraine.svg
| skjaldarmerki = Lesser Coat of Arms of Ukraine.svg
| nafn = Úkraína
| nafn_í_eignarfalli = Úkraínu
| þjóðsöngur = [[Derzhavnyi Himn Ukrainy]]
| staðsetningarkort = Europe-Ukraine (disputed territory).svg
| höfuðborg = [[Kænugarður]]
| tungumál = [[Úkraínska]]
| stjórnarfar = [[Forsetaþingræði]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Úkraínu|Forseti]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Volodymyr Zelenskyj]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Úkraínu|Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Denys Sjmyhal]]
| titill_leiðtoga3 = Þingforseti
| nafn_leiðtoga3 = [[Rúslan Stefantsjúk]]
| staða = [[Sjálfstæði]]
| staða_athugasemd = frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| atburður1 = Yfirlýst
| dagsetning1 = [[24. ágúst]] [[1991]]
| atburður2 = Þjóðaratkvæðagreiðsla
| dagsetning2 = [[1. desember]] [[1991]]
| atburður3 = Staðfest
| dagsetning3 = [[25. desember]] [[1991]]
| flatarmál = 603.628
| stærðarsæti = 45
| hlutfall_vatns = 7
| mannfjöldasæti = 27
| fólksfjöldi = 41.362.393
| mannfjöldaár = 2021
| íbúar_á_ferkílómetra = 74
| VLF_ár = 2020
| VLF_sæti = 48
| VLF = 429,947
| VLF_á_mann = 10.310
| VLF_á_mann_sæti = 108
| VÞL = {{hækkun}} 0.779
| VÞL_sæti = 74
| VÞL_ár = 2019
| gjaldmiðill = [[Úkraínsk hrinja|hrinja]], гривня ([[UAH]])
| tímabelti = [[UTC]]+2 (+3 á [[evrópskur sumartími|sumrin]])
| tld = ua
| símakóði = 380
}}
'''Úkraína''' ([[úkraínska]]: Україна/Úkrajína) er land í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]]. Úkraína er næststærsta Evrópulandið á eftir [[Rússland]]i. Landið á landamæri að [[Rússland]]i í austri og norðaustri, [[Hvíta-Rússland]]i í norðri og [[Pólland]]i, [[Slóvakía|Slóvakíu]], [[Ungverjaland]]i, [[Rúmenía|Rúmeníu]] og [[Moldóva|Moldóvu]] í vestri. Úkraína á strönd að [[Svartahaf]]i og [[Asovshaf]]i í suðri. Landið er rúmir 600 þúsund km² að stærð með rúmlega 40 milljón íbúa. Það er 8. fjölmennasta land Evrópu. [[Kænugarður]] er stærsta borgin og höfuðborg landsins.
Ummerki um mannabyggð þar sem Úkraína er nú eru allt að 34.000 ára gömul. Á [[miðaldir|miðöldum]] var landið miðstöð menningar [[Austur-Slavar|Austur-Slava]] og varð hluti af [[Garðaríki]]. Garðaríki klofnaði í mörg minni furstadæmi á 13. öld, og eftir innrásir [[Mongólar|Mongóla]] tókust ýmsar þjóðir á um yfirráð yfir landinu, þar á meðal [[Pólsk-litháíska samveldið]], [[Tyrkjaveldi]] og [[Rússneska keisaradæmið]]. [[Höfuðsmannsdæmi kósakka]] var stofnað þar á 17. öld, en landinu var á endanum skipt milli Póllands og Rússlands. Í kjölfar [[rússneska byltingin 1917|rússnesku byltingarinnar]] 1917 var [[Alþýðulýðveldið Úkraína]] stofnað. Það reyndist skammlíft og eftir [[síðari heimsstyrjöld]] varð vesturhluti þess [[Sovétlýðveldið Úkraína]] sem hluti af [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]. Sovétlýðveldið lýsti yfir sjálfstæði við [[upplausn Sovétríkjanna]] 1991.
Eftir að landið fékk sjálfstæði lýsti Úkraína yfir hlutleysi í alþjóðamálum,<ref name="gska2.rada.gov.ua">{{cite web |url=http://gska2.rada.gov.ua:7777/site/postanova_eng/Declaration_of_State_Sovereignty_of_Ukraine_rev1.htm |archive-url=https://web.archive.org/web/20070927224650/http://gska2.rada.gov.ua:7777/site/postanova_eng/Declaration_of_State_Sovereignty_of_Ukraine_rev1.htm |archive-date=27. september 2007 |title=Declaration of State Sovereignty of Ukraine |access-date=24. desember 2007 |website=[[Verkhovna Rada]] of Ukraine}}</ref> en átti þátt í stofnun [[Samveldi sjálfstæðra ríkja|Samveldis sjálfstæðra ríkja]] auk þess að hefja hernaðarsamstarf við [[Atlantshafsbandalagið]] 1994. Árið 2013 ákvað forseti Úkraínu, [[Víktor Janúkovytsj]] sem tilheyrði rússneska minnihlutanum í landinu, að slíta samstarfssamningi við [[Evrópusambandið]] og mynda nánari tengsl við Rússland. Þetta leiddi til mótmæla og að lokum var honum [[Úkraínska byltingin 2014|steypt af stóli]]. Í kjölfarið [[Krímskagakreppan 2014|innlimaði Rússland Krímskaga]] eftir að hafa sent þangað herlið og haldið atkvæðagreiðslu. Rússneskumælandi héruð í [[Donbas]] í austurhluta Úkraínu lýstu í kjölfar yfir sjálfstæði og [[Stríð Rússlands og Úkraínu|hafa barist gegn úkraínskum stjórnvöldum]] með aðstoð Rússa síðan þá.
Árið 2016 óskaði Úkraína eftir að gera fríverslunarsamning við Evrópusambandið.<ref name="European Commission Trade Ukraine">{{Cite web|url=https://ec.europa.eu/trade/policy/countries-and-regions/countries/ukraine/|title=Ukraine - Trade - European Commission|website=ec.europa.eu}}</ref> Landið sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu árið 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=Sækir formlega um aðild að ESB|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/02/28/saekir_formlega_um_adild_ad_esb/|útgefandi=mbl.is|ár=2022|mánuður=28. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=15. mars}}</ref>
Úkraína er [[þróunarland]] og er í 74. sæti [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]]. Landið er það fátækasta í Evrópu, ásamt Moldóvu. [[Fátækt]] er útbreidd og alvarleg [[spilling]] einkennir stjórnmálin.<ref name="transparency">{{cite web |title=Next to Kyrgyzstan and Djibouti — Ukraine's Results in Corruption Perceptions Index 2019 |url=https://ti-ukraine.org/en/news/next-to-kyrgyzstan-and-djibouti-ukraine-s-results-in-corruption-perceptions-index-2019/ |publisher=Transparency International |access-date=18 February 2020 |date=23 January 2020}}</ref><ref name="poor">{{cite web|url=https://voxukraine.org/en/why-is-ukraine-poor-look-to-the-culture-of-poverty/|title=Why Is Ukraine Poor? Look To The Culture Of Poverty|work=VoxUkraine|author=Bohdan Ben|date=25 September 2020|access-date=4 March 2021}}</ref> Úkraína á víðáttumikið [[ræktarland]] og er einn stærsti kornútflytjandi heims.<ref name="grain1">{{cite web |url=http://www.blackseagrain.net/data/news/ukraine-becomes-worlds-third-biggest-grain-exporter-in-2011-minister |title=Ukraine becomes world's third biggest grain exporter in 2011 – minister |publisher=Black Sea Grain |date=20 January 2012 |access-date=31 December 2013 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20131231235707/http://www.blackseagrain.net/data/news/ukraine-becomes-worlds-third-biggest-grain-exporter-in-2011-minister |archive-date=31 December 2013}}</ref><ref name="grain2">{{cite web |url=https://www.wto.org/english/res_e/publications_e/wtr13_e.htm |title=World Trade Report 2013 |publisher=World Trade Organization |date=2013 |access-date=26 January 2014}}</ref> [[Úkraínuher]] er þriðji stærsti her Evrópu, á eftir [[Rússlandsher]] og [[Frakklandsher]]. Stjórnarfar í Úkraínu er [[forsetaþingræði]] með [[þrískipting ríkisvaldsins|þrískiptingu ríkisvaldsins]]. Landið á aðild að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[GUAM-stofnunin]]ni, [[Lublinþríhyrningurinn|Lublinþríhyrningnum]] og er einn af stofnaðilum Samveldis sjálfstæðra ríkja, þótt landið hafi aldrei gerst formlegur aðili.
== Saga ==
Úkraína var miðja fyrsta [[Slavar|slavneska]] ríkisins, [[Garðaríki]]s sem stofnað var af [[Væringjar|Væringjum]] ([[Svíþjóð|sænskum]] [[Víkingar|víkingum]]) og var stærsta og öflugasta ríki Evrópu á [[10. öld|10.]] og [[11. öld]]. Innbyrðis deilur og innrás [[Mongólía|Mongóla]] veiktu ríkið sem var þá innlimað í Stórhertogadæmið [[Litháen]] sem seinna varð að [[Pólsk-litháíska samveldið|Pólsk-litháíska samveldinu]]. Menningarleg og trúarleg arfleifð Garðaríkis hélt lífinu í úkraínskri [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] næstu aldirnar. Nýtt ríki [[Kósakki|kósakka]] var stofnað í Úkraínu um miðja [[17. öld]] eftir uppreisn gegn [[Pólland|Pólverjum]], ríkið var formlega hluti af [[Rússneska keisaradæmið|Rússneska keisaradæminu]] en var í raun nánast alveg sjálfstætt í meira en 100 ár. Á seinni hluta [[18. öld|18. aldar]] lögðu Rússar undir sig megnið af landi Úkraínu.
Eftir fall Rússneska keisaradæmisins [[1917]] lýsti Úkraína yfir sjálfstæði sínu um skamma hríð ([[1917]] – [[1920]]) en var þá innlimað á ný, nú inn í [[Sovétríkin]]. [[Hungursneyðin í Sovét-Úkraínu|Tvær manngerðar hungursneyðir]] riðu yfir landið ([[1921]] – [[1922]] og [[1932]] – [[1933]]) þegar [[samyrkjubúskapur]] var innleiddur með valdi í landinu, yfir átta milljónir manna létu lífið í þessum hörmungum. Úkraína varð að blóðugum vígvelli í [[Síðari heimsstyrjöld]] þar sem herir [[Þýskaland]]s og Sovétríkjanna börðust hatrammri baráttu sem kostaði sjö til átta milljónir mannslífa. Sjálfstæði náðist á ný með falli Sovétríkjanna [[1991]] en mörg vandamál blasa við hinu unga lýðveldi. Völd ríkisins eru enn þá gríðarleg og spilling er mikil sem hefur tafið fyrir efnahagsumbótum, [[einkavæðing]]u og innleiðslu [[Mannréttindi|borgaralegra réttinda]].
Frá 2014 hafa verið [[Stríð Rússlands og Úkraínu|átök eða stríð milli Rússlands og Úkraínu]]. Úkraína hefur hneigst í átt að [[ESB|Evrópusambandinu]] og [[NATÓ]] sem hefur angrað Rússland. Rússland innlimaði [[Krímskagakreppan 2014|Krímskaga árið 2014]]. Vopnuð átök í [[Donetsk]] og [[Luhansk]] í austurhluta Úkraínu voru milli rússneska minnihlutans og úkraínska meirihlutans. Rússar sendi þeim fyrrnefndu vopnabúnað. Í febrúar 2022 lýsti [[Vladímír Pútín]] yfir sjálfstæði lýðvelda sem kennd eru við héruðin þar sem flestir rússnesk ættaðir voru. Skömmu síðar [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|réðst Rússland]] inn í Úkraínu frá austri, suðri og norðri. Loftárásir voru gerðar um allt land á hernaðarmannvirki og á almenna borgara. Milljónir flýðu land.
== Landfræði ==
[[File:Говерла з Кукула.jpg|thumb|right|Útsýni yfir [[Úkraínsku Karpatafjöll|Karpataþjóðgarðinn]] og [[Hoverla]] sem er hæsta fjall Úkraínu, 2.061 metrar á hæð.]]
Úkraína er stórt land í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]] og liggur að mestu leyti á [[Austur-Evrópusléttan|Austur-Evrópusléttunni]]. Úkraína er annað stærsta Evrópulandið á eftir Rússlandi. Landið er 603.628 km² að stærð með 2.782 km langa strandlengju við [[Svartahaf]] og [[Asovshaf]].<ref name="cia">{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/ukraine/ |title=Ukraine |access-date=24 December 2007 |date=13 December 2007 |website=[[CIA World Factbook]]}}</ref> Úkraína er milli 44. og 53. breiddargráðu norður og 22. og 41. lengdargráðu austur.
Landslag Úkraínu einkennist af frjósömum sléttum (eða [[gresja|gresjum]]) og hásléttum, sem margar ár renna um á leið sinni til Svartahafs. Meðal þeirra eru [[Dnjepr]], [[Donets]], [[Dnjestr]] og [[Bogfljót|Pívdennyj Búg]]. Í suðvestri liggja landamæri Úkraínu að Rúmeníu við [[Dónárósar|Dónárósa]]. Einu fjöll Úkraínu eru [[Karpatafjöll]] í vestri. Hæst þeirra er [[Hora Hoverla|Hoverla]] fjall, 2061 metrar á hæð, og [[Krímfjöll]] á Krímskaga, syðst við ströndina.<ref>{{cite web |url=http://www.britannica.com/eb/article-30093/Ukraine |archive-url=https://web.archive.org/web/20080115052701/http://www.britannica.com/eb/article-30093/Ukraine |archive-date=15 January 2008 |title=Ukraine – Relief |access-date=27 December 2007 |website=Encyclopædia Britannica (fee required) |url-status=dead}}</ref> Í Úkraínu eru líka hálendissléttur, eins og [[Volyn-Podillia-sléttan]] í vestri, og Dnipro-hálendið við bakka Dnjepr. Í austri eru suðvesturásar [[Mið-Rússlandshásléttan|Mið-Rússlandshásléttunni]] þar sem landamærin að Rússlandi liggja. Donets-hryggurinn og Asovshálendið eru við Asovshaf. [[Snjóbráð]] úr fjöllunum rennur út í árnar og [[foss]]ar myndast þar sem er skarpur hæðarmunur.
Helstu náttúruauðlindir Úkraínu eru járngrýti, kol, mangan, jarðgas, olía, salt, brennisteinn, grafít, títan, magnesín, [[kaólín]], nikkel, kvikasilfur, timbur og mikið ræktarland. Þrátt fyrir þessar auðlindir stendur landið frammi fyrir áskorunum í umhverfismálum, eins og skorti á drykkjarvatni, loft- og vatnsmengun og skógeyðingu, auk geislamengunar eftir [[Tsjernóbylslysið]] í norðaustri. Endurvinnsla á eitruðum heimilisúrgangi er skammt á veg komin.<ref>{{cite news |author=Oksana Grytsenko |url=http://www.kyivpost.com/news/nation/detail/118498/ |title=Environment suffers from lack of recycling |newspaper=[[Kyiv Post]] |date=9 December 2011|url-status= dead|archive-url= https://web.archive.org/web/20120105012539/http://www.kyivpost.com/news/nation/detail/118498/ |archive-date=5 January 2012}}</ref>
== Héraðaskipting ==
Úkraína skiptist í 24 héruð (úkraínska: область), 1 sjálfstjórnarlýðveldi ([[Sjálfstjórnarlýðveldið Krím]]) og 2 borgir með sérstöðu: Höfuðborgina [[Kænugarður|Kænugarð]] (Kyjív) og [[Sevastópol]]:
{| class="wikitable"
! Hérað || Úkraínskt heiti || Höfuðborg
|-
| [[Vínnytska oblast]] || Вінницька область || [[Vínnytsja]]
|-
| [[Volynska oblast]] || Волинська область || [[Lútsk]]
|-
| [[Dníprópetrovskfylki|Dnípropetrovska oblast]] || Дніпропетровська область || [[Dnípro]]
|-
| [[Donetska Oblast]] || Донецька область || [[Donetsk]]
|-
| [[Zjytómýrfylki|Zjytomyrska oblast]] || Житомирська область || [[Zjytómýr|Zjytomyr]]
|-
| [[Zakarpatska oblast]] || Закарпатська область || [[Úzjhorod]]
|-
| [[Zaporízjska oblast]] || Запорізька область || [[Zaporízjzja]]
|-
| [[Ívano-Frankívska Oblast]] || Івано-Франківська область || [[Ívano-Frankívsk]]
|-
| [[Kyjívska Oblast]] || Київська область || [[Kænugarður]]
|-
| [[Kropyvnytska Oblast]] || Кропивницька область || [[Kropyvnytskyj]]
|-
| [[Lúhanska Oblast]] || Луганська область || [[Lúhansk]]
|-
| [[Lvívska Oblast]] || Львівська область || [[Lvív]]
|-
| [[Mykolajívska Oblast]] || Миколаївська область || [[Mykolajív]]
|-
| [[Odeska Oblast]] || Одеська область|| [[Odesa]]
|-
| [[Poltavska Oblast]] || Полтавська область|| [[Poltava]]
|-
| [[Rívnenska Oblast]] || Рівненська область|| [[Rívne]]
|-
| [[Súmska Oblast]] || Сумська область|| [[Súmy]]
|-
| [[Ternopílska Oblast]] || Тернопільська область|| [[Ternopíl]]
|-
| [[Kharkívska Oblast]] || Харківська область|| [[Kharkív]]
|-
| [[Khersonska Oblast]] || Херсонська область|| [[Kherson]]
|-
| [[Khmelnytska Oblast]] || Хмельницька область|| [[Khmelnytskyj]]
|-
| [[Tsjerkaska Oblast]] || Черкаська область|| [[Tsjerkasy]]
|-
| [[Tsjernívetska Oblast]] || Чернівецька область|| [[Tsjernívtsí]]
|-
| [[Tsjerníhívska Oblast]] || Чернігівська область|| [[Tsjerníhív]]
|-
| [[Sjálfstjórnarlýðveldið Krím]] || Автономна Республіка Крим|| [[Símferopol]]
|-
| [[Kænugarður]] || Київ || [[Kænugarður]] (''Kyjív'')
|-
| [[Sevastopol]] || Севастополь || [[Sevastopol]]
|}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Evrópa}}
{{Evrópuráðið}}
{{Borgir í Úkraínu}}
[[Flokkur:Úkraína| ]]
g7kjysnk6gan20mgreu2rua23ng7jrw
Tansanía
0
10723
1764336
1743131
2022-08-10T06:53:01Z
Ociter
81357
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn_á_frummáli = Jamhuri ya Muungano wa Tanzania<br>United Republic of Tanzania
| nafn_í_eignarfalli = Tansaníu
| fáni = Flag of Tanzania.svg
| skjaldarmerki = Coat_of_arms_of_tanzania.svg
| kjörorð = Uhuru na Umoja<br /><small>([[svahílí]]: „Frelsi og eining“)''</small>
| staðsetningarkort = Location_Tanzania_AU_Africa.svg
| tungumál = [[svahílí]],[[Enska]]
| höfuðborg = [[Dódóma]]
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
| titill_leiðtoga = [[Forseti Tansaníu|Forseti]]<br />[[Forsætisráðherra Tansaníu|Forsætisráðherra]]
| nöfn_leiðtoga = [[Samia Suluhu]]<br />[[Kassim Majaliwa]]
| fólksfjöldi = 47.400.000
| mannfjöldaár = 2014
| mannfjöldasæti = 29
| flatarmál = 947.303
| stærðarsæti = 31
| hlutfall_vatns = 6,4
| íbúar_á_ferkílómetra = 43,4
| VLF = 86,4
| VLF_sæti = 83
| VLF_á_mann = 1.813
| VLF_á_mann_sæti = 164
| VLF_ár = 2014
| VÞL = {{hækkun}} 0.488
| VÞL_sæti = 159
| VÞL_ár = 2013
| staða = [[Sjálfstæði]]
| staða_athugasemd = frá [[Bretland]]i
| atburður1 = Tanganjika
| atburður2 = Sansibar
| atburður3 = Sameining
| dagsetning1 = [[9. desember]] [[1961]]
| dagsetning2 = [[12. janúar]] [[1964]]
| dagsetning3 = [[26. apríl]] [[1964]]
| gjaldmiðill = [[tansanískur skildingur]]
| tímabelti = [[Austur-Afríkutími]] ([[UTC]]+3)
| þjóðsöngur = [[Mungu ibariki Afrika]]
| tld = tz
| símakóði = 255
}}
'''Tansanía''' ([[svahílí]]: ''Jamhuri ya Muungano wa Tanzania'') er land í [[Austur-Afríka|Austur-Afríku]] með landamæri að [[Kenía]] og [[Úganda]] í norðri, [[Rúanda]], [[Búrúndí]] og [[Lýðstjórnarlýðveldið Kongó|Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó]] í vestri, og [[Sambía|Sambíu]], [[Malaví]] og [[Mósambík]] í suðri. Í austri á það strönd að [[Indlandshaf]]i þar sem liggja eyjarnar [[Sansibar]], [[Mafia]] og [[Pemba]]. Áður hafði landsvæðið fengið [[sjálfstæði]] frá [[Bretland|Bretum]] [[1960]] sem [[Tanganjika]], en [[1963]] sameinaðist það [[Sansibar]] og Tansanía varð til. Nafnið er myndað úr fyrstu stöfunum í nöfnum aðildarríkjanna tveggja. Til [[1996]] var [[höfuðborg]]in stærsta borg Tansaníu, [[Dar es Salaam]], en þá var þjóð[[þing]]ið flutt til [[Dódóma|Dódómu]] sem er nú formlega höfuðborg.
== Saga ==
Í Tansaníu er að finna einhver elstu merki um [[maður|menn]] og [[Olduvaigjáin]] í norðurhluta landsins er stundum kölluð „[[vagga mannkyns]]“. Í Tansaníu hafa fundist [[steingervingur|steingerðar]] leifar eftir ''[[Paranthropus]]'' og ''[[Australopithecus]]''. [[Laetolisporin]] sem talin eru elstu þekktu merki um menn, fundust í Tansaníu árið [[1978]].
Fyrir um 10.000 árum er talið að í Tansaníu hafi búið samfélög [[veiðimenn og safnarar|veiðimanna og safnara]] sem töluðu [[kojsan]]-mál. Fyrir 5-3000 árum er talið að fólk sem talaði [[kúsmál]] hafi flust þangað úr norðri og flutt með sér tækni til [[landbúnaður|landbúnaðar]]; [[kvikfjárrækt]] og [[akuryrkja|akuryrkju]]. Fyrir um 2000 árum hófst flutningur [[bantúmenn|bantúmanna]] til Tansaníu. Þessir hópar fluttu með sér tækni til [[járnvinnsla|járnvinnslu]]. Síðar hófst flutningur [[hirðingi|hirðingja]] frá norðri sem tala [[nílótísk tungumál]]. Þessir fólksflutningar stóðu allt fram á [[18. öldin|18. öld]].
[[Mynd:Zanzibarship.jpg|thumb|left|Hefðbundinn bátur með latínusegli á Sansibar.]]
Frá [[1. árþúsundið|1. árþúsundinu]] e.Kr. var öflug [[verslun]] milli strandhéraða Tansaníu og [[Persía|Persíu]] og [[Arabía|Arabíu]]. Með komu [[íslam]] varð tungumál íbúanna fyrir áhrifum frá [[arabíska|arabísku]] og [[svahílí]] varð til. Borgir og bæir urðu til í kringum verslunina með fram ströndinni og á eyjunum kringum [[Sansibar]] og [[Kilwa]]. Frá [[13. öldin|13.]] og fram á [[15. öld]] efldust þessar borgir eftir því sem siglingum fór fram á [[Indlandshaf]]i og áttu viðskipti með vörur allt frá [[Indland]]i og [[Kína]]. Snemma á [[14. öldin|14. öld]] kom [[Ibn Battuta]] til Kilwa og sagði hana bestu borg veraldar. [[1498]] kom [[Vasco da Gama]] fyrstur [[Evrópa|Evrópubúa]] til austurstrandarinnar og um [[1525]] höfðu [[Portúgal]]ir lagt alla strandlengjuna undir sig. Yfirráð Portúgala stóðu til loka [[18. öldin|18. aldar]] þegar arabar frá [[Óman]] hófu að koma sér þar fyrir. Á þeim tíma varð Sansibar miðstöð [[þrælahald|þrælaverslunar]] á svæðinu.
[[Mynd:Battle of tanga.jpg|thumb|left|[[Orrustan um Tanga]] átti sér stað [[1914]].]]
[[1880]] var meginlandshluti Tansaníu, Tanganjika, hluti af [[Þýska Austur-Afríka|Þýsku Austur-Afríku]]. Eftir ósigur [[Þýskaland|Þjóðverja]] í [[Fyrri heimsstyrjöldin]]ni lýsti [[Þjóðabandalagið]] landið [[Bretland|breskt]] umdæmi. Í [[Síðari heimsstyrjöldin]]ni var þar herstöð og birgðageymsla breska hersins. Árið [[1960]] varð [[Julius Nyerere]] ráðherra Tanganjika og varð fyrsti [[forsætisráðherra Tansaníu]] þegar landið fékk sjálfstæði [[1961]]. [[1964]] fékk [[Sansibar]] sjálfstæði sem [[soldánsdæmi]] en almenn uppþot gegn soldáninum leiddu til sameiningar landanna tveggja [[26. apríl]] [[1964]]. Nyerere tók upp [[afrísk jafnaðarstefna|afríska jafnaðarstefnu]] með hugmyndafræðinni ''[[Ujamaa]]'' sem fól meðal annars í sér [[þjóðnýting]]u nokkurra lykilatvinnugreina og [[flokksræði]] þar sem einungis flokkur Nyerere, [[Chama Cha Mapinduzi]], var leyfður.
[[1979]] reyndi stjórn [[Úganda]] undir forystu [[Idi Amin]] að leggja héraðið [[Kagera]] undir sig sem leiddi til [[Stríð Úganda og Tansaníu|stríðs]] sem lauk með því að her Tansaníu steypti Idi Amin af stóli. [[1985]] lét Nyerere af völdum og [[Ali Hassan Mwinyi]] tók við sem forsætisráðherra. [[Flokksræði]] lauk með stjórnarskrárbreytingu árið [[1992]] en Chama Cha Mapinduzi hefur unnið allar kosningar síðan.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tanzania Regions.png|thumb|left|Héruð Tansaníu]]
Tansanía er 31. stærsta land heims. Í norðri og vestri á það landamæri við [[stóru vötnin]], [[Viktoríuvatn]] og [[Tanganjikavatn]]. Í norðvesturhlutanum er fjallendi þar sem [[Kilimanjaro]], hæsta fjall Afríku, stendur. Í miðju landinu er [[háslétta]] þar sem eru gresjur og ræktarland. Í austri liggur strönd Tansaníu að [[Indlandshaf]]i þar sem er heitt og rakt. Rétt utan við ströndina eru eyjarnar [[Sansibar]], [[Mafia]] og [[Pemba]].
Í Tansaníu eru nokkrir heimsþekktir [[þjóðgarður|þjóðgarðar]], þar á meðal [[Serengeti-þjóðgarðurinn]], [[Ngorongoro-gígurinn]] og [[Gombe-þjóðgarðurinn]].
=== Skipting í stjórnsýsluumdæmi ===
Tansanía skiptist í 26 héruð:
[[Arusha-hérað]] · [[Dar es Salaam-hérað]] · [[Dodoma-hérað]] · [[Iringa-hérað]] · [[Kagera-hérað]] · [[Kigoma-hérað]] · [[Kilimanjaro-hérað]] · [[Lindi-hérað]] · [[Manyara-hérað]] · [[Mara-hérað]] · [[Mbeya-hérað]] · [[Morogoro-hérað]] · [[Mtwara-hérað]] · [[Mwanza-hérað]] · [[Pemba Norður]] · [[Pemba Suður]] · [[Pwani-hérað]] · [[Rukwa-hérað]] · [[Ruvuma-hérað]] · [[Shinyanga-hérað]] · [[Singida-hérað]] · [[Tabora-hérað]] · [[Tanga-hérað]] · [[Sansibar Mið/Suður]] · [[Sansibar Norður]] · [[Sansibar Vestur]]
== Stjórnmál ==
[[Mynd:Julius Nyerere 1977.jpg|thumb|left|[[Julius Nyerere]] var fyrsti forseti Tansaníu]]
[[Forseti Tansaníu]] og meðlimir [[þjóðþing Tansaníu|þjóðþingsins]] eru kjörnir með [[almenn kosning|almennri kosningu]] til fimm ára í senn. Forsetinn útnefnir forsætisráðherra sem skipar í ríkisstjórn. Síðustu þing- og forsetakosningar í Tansaníu voru haldnar árið [[2005]].
Þingið starfar í einni deild og þar sitja 295 þingmenn. Eins og stendur er stjórnarflokkurinn, CCM, með 93% þingsæta. Lög sem þingið samþykkir gilda ekki á Sansibar nema í nokkrum sérstaklega skilgreindum málaflokkum. Á Sansibar er sérstakt þing sem setur lög um alla aðra málaflokka en þá sem varða samband ríkjanna. Þar sitja 76 þingmenn. Á báðum þingunum eru sérstök sæti tekin frá fyrir þingkonur; 20% sæta allra flokka á þjóðþinginu og fimmtán sæti á þingi Sansibar.
Í Tansaníu eru fimm dómstig þar sem koma saman hefðir úr ættarsamfélaginu, íslam og breskri réttarvenju. Æðsta dómstigið er áfrýjunardómstóll sem tekur við áfrýjunum frá efstu dómstigum bæði á meginlandinu og á Sansibar nema í málum er varða íslömsk lög eða stjórnarskrána.
== Efnahagslíf ==
[[Mynd:Tea plantation picking.JPG|thumb|right|Teræktun í Tansaníu.]]
Uppistaðan í efnahagslífi Tansaníu er [[landbúnaður]] sem stendur undir um helmingi [[landsframleiðsla|landsframleiðslunnar]], 85% af [[útflutningsverðmæti]] og 90% af atvinnu. Vegna loftslags og legu er þó einungis hægt að nýta 4% landsins sem akurlendi. [[Iðnaður]] er að mestu bundinn við vinnslu landbúnaðarafurða og framleiðslu léttra [[neysluvara]]. Á [[1991-2000|10. áratug]] [[20. öldin|20. aldar]] hefur [[málmvinnsla]] vaxið, aðallega á [[gull]]i. Framleiðsla á [[jarðgas]]i á eyjunni [[Songo Songo]] hófst árið [[2004]] og mest af því er nýtt til [[rafmagn]]sframleiðslu í [[Dar es Salaam]].
Nýlegar umbætur í efnahagskerfinu hafa örvað fjárfestingar og vöxt fyrirtækja en jafnframt hefur gengið illa að sjá landinu fyrir nægri raforku þar sem langtíma[[þurrkur|þurrkar]] undanfarin ár hafa minnkað framleiðni [[vatnsaflsvirkjun|vatnsaflsvirkjana]].
== Menning ==
[[Mynd:DarEsSalaam-Buguruni.jpg|thumb|right|Frá [[Ilala]]-hverfinu í [[Dar es Salaam]].]]
Flestir íbúar Tansaníu tala bantúmál og [[svahílí]] er opinbert tungumál landsins. Hirðingjar sem tala nílótísk mál eru [[masajar]] og [[lúó]]-mælandi fólk. Einn hópur á [[Sansibar]] telur sig vera [[Shirazi]], afkomendur fólks frá [[Persía|Persíu]] sem flutti [[íslam]] til eyjunnar á [[miðaldir|miðöldum]].
Um þriðjungur íbúa Tansaníu eru [[íslam|múslimar]], um þriðjungur er [[kristni|kristinn]] og um þriðjungur aðhyllist hefðbundin afrísk trúarbrögð. Á Sansibar eru aftur á móti 99% íbúanna múslimar.
{{Commons|Tanzania|Tansaníu}}
{{Breska samveldið}}
{{Afríka}}
[[Flokkur:Tansanía]]
7tg2uafy34cc71yawlp1so21bcc9nvw
Samísk tungumál
0
20794
1764252
1738632
2022-08-09T13:19:11Z
157.157.164.121
/* Málfræðiágrip */
wikitext
text/x-wiki
{{tungumál|nafn=Samíska|nafn2=Sámegiella
|ættarlitur=Úralskt
|ríki=[[Noregur]], [[Svíþjóð]], [[Finnland]] og [[Rússland]]
|svæði=[[Norður-Evrópa]], [[Sápmi]]
|talendur=u.þ.b. 20,000|sæti=''Ekki meðal 100 mest notuðu''
|ætt=[[úrölsk mál]]<br />
[[finnsk-úgrísk mál]]<br />
[[finnsk-permísk mál]]<br />
[[finnsk-volgaísk mál]]<br />
[[finnsk-lappnesk mál]]<br />
'''Samíska'''
|þjóð=Ekkert. Viss vernd á vissum landfræðilegum svæðum í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
|stýrt af=[[Samíska málnefndin|Samísku málnefndinni]]
|iso1=se (Norðursamíska)|iso2=sma, sme, smi, smj, smn, sms
|lc1=sia|lc2=sjd|lc3=sjk|lc4=sjt|lc5=smn|lc6=sms|lc7=sju|lc8=sje|lc9=sme|lc10=smj|lc11=sma
|ll1=Akkala Sami|ll2=Kildin Sami|ll3=Kemi Sami|ll4=Ter Sami|ll5=Inari Sami|ll6=Skolt Sami|ll7=Ume Sami|ll8=Pite Sami|ll9=Northern Sami|ll10=Lule Sami|ll11=Southern Sami
|ld1=Akkala|ld2=Kildin|ld3=Kemi|ld4=Ter|ld5=Inari|ld6=Skolt|ld7=Ume|ld8=Pite|ld9=North|ld10=Lule|ld11=South
|sil=LKS, LPB, LPC, LPD, LPI, LPL, LPK, LPR, LPT, LPU, SIA}}
[[Mynd:LocationSapmi.png|thumb|300px|]]
'''Samíska''' er samheiti á þeim tungumálum sem töluð eru af [[samar|Sömum]] í [[Noregur|Noregi]], [[Svíþjóð]], [[Finnland]]i og [[Rússland]]i. Samískt mál var áður kallað [[lappneska]] en það þykir Sömum niðurlægjandi hugtak á sama hátt og hugtakið „Lappi“.
Samísku tungumálunum er skipt í þrjú málsvæði: ''austursamísku'', ''miðsamísku'' og ''suðursamísku''. Það er eftirtektarvert að markalínur samísks málsvæðis liggja aldrei samhliða landamærum.
Austursamísku málunum tilheyra ''[[enaresamíska|inarisamíska]]'', sem er töluð í Finnlandi umhverfis vatnið Inari, og ''skoltsamíska'' sem töluð er bæði í Finnlandi og Rússlandi. Önnur mál, sem töluð eru á [[Kólaskagi|Kólaskaga]], eru ''[[kildinsamíska]]'', ''[[akkalasamíska]]'' og ''[[tersamíska]]''. Miðsamísku má skipta upp í ''[[norðursamíska|norðursamísku]]'' og ''[[lulesamíska|lulesamísku]]''. Norðursamísku tilheyra ''sjávarsamíska'', sem er töluð á strandsvæðum Noregs, ''finnmerkursamíska'', sem er töluð í Finnmörku í Noregi (m.a. Kautokeino og Karasjokk) og nærliggjandi svæðum í Finnlandi (m.a. Utsjoki) og ''tornesamíska'' sem töluð er fyrir norðan Gällivare í Svíþjóð og á nærliggjandi svæðum í Finnlandi og Noregi. Önnur miðsamísk mál eru ''lulesamíska'' eða ''suðursamíska'', sem töluð er í Jokkmokk í Svíþjóð og við Tysfjord í Noregi, og ''arjeplogssamíska'' sem er töluð á Arjeplogssvæðinu. Til suðursamísku málanna heyra ''umesamíska'', töluð í Vesturbotni, og hin eiginlega ''suðursamíska'' sem er töluð í Suður-Vesturbotni og á Jämtlandi í Svíþjóð.
Norðursamísku tala 16-18.000 manns í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, þar af u.þ.b. 9-10.000 í Noregi, 5-6.000 í Svíþjóð og u.þ.b. 2.000 í Finnlandi. Næstum því 85-90% þeirra sem tala samísku tala norðursamísku.
== Tungumál ==
'''Vestursamísku'''
* [[Suðursamíska]]
* [[Umesamíska]]
* [[Arjeplogssamíska]]
* [[Lulesamíska]]
* [[Norðursamíska]]
'''Austursamísku'''
* [[Enaresamíska]]
* [[Kemisamíska]]†
* [[Skoltsamíska]]
* [[Akkalasamíska]]†
* [[Kildinsamíska]]
* [[Tersamíska]]
== Málfræðiágrip ==
Samísk tungumál er afar fjölbreyt mál. Best skilgreinda málið er norðursamíska, en fleiri heimildir eru til um hana en nokkurt annað samískt mál. Sagnirnar beygjast eftir [[frumlag]]inu og fá þar með níu mismunandi myndir í nútíð vegna þess að í samísku er ekki einungis [[eintala]] og [[fleirtala]] heldur einnig tvítala.
Í norðursamísku er fyrirbrigði, svokölluð víxl í lengd og gildi hljóðs, en það þýðir að samhljóðar í kjarna orða breytast við beygingu annaðhvort að lengd eða að eiginleika t.d. ''loddi'' (fugl) – ''lotti'' (fuglsins). Mörg dæmi eru til um samhljóðavíxl sem skipta máli við beygingar á sögnum og nafnorðum. Nærri allir samhljóðaklasar eru til í tveim eða þrem stigum, til dæmis á norðursamísku ''boahtte'' 'komandi' (stig 3), ''boahtit'' 'að koma' (stig 2), ''boađán'' 'ég kem' (stig 1).
Í samísku fá fallorð, þ.e. nafnorð, lýsingarorð, fornöfn og töluorð, mjög oft mismunandi beygingarmyndir í stað forsetninga, t.d. ''váris'' (á fjöllum) sem er beygingarmynd (staðarfall) af ''várri'' (fjöll). Í norðursamísku eru átta föll, en flestöll nafnorð hafa einungis sjö beygingarmyndir þar sem eignarfallið og þolfallið hafa runnið saman, en í töluorðum eru þau föll mismunandi.
Enginn greinir er í samísku, hvorki ákveðinn né óákveðinn og t.d. getur ''beana'' þýtt „hundur“ eða „hundurinn“ en þýðingin fer eftir samhenginu.
Hér er dæmi um nafnorðabeygingu á Norðursamísku:
{| class="wikitable"
!
! colspan="2" | ''giehta'' "hönd"<br>Rót endir á ''-a''
! colspan="2" | ''oaivi'' "höfuð"<br>Rót endir á ''-i''
! colspan="2" | ''ruoktu'' "heimili"<br>Rót endir á ''-u''
|-
! fall
! eintala !! fleirtala
! eintala !! fleirtala
! eintala !! fleirtala
|-
| Nefnifall
| gieht'''a''' || style="background: #ddd" | gieđ'''at'''
| oaiv'''i''' || style="background: #ddd" | oaivv'''it'''
| ruokt'''u''' || style="background: #ddd" | ruovtt'''ut'''
|-
| Þolfall
| style="background: #ddd" | gieđ'''a''' || style="background: #ddd" | gieđ'''aid'''
| style="background: #ddd" | oaivv'''i''' || style="background: #ddd" | <span style="color: blue">ō</span>ivv'''iid'''
| style="background: #ddd" | ruovtt'''u''' || style="background: #ddd" | ruovtt'''ūid'''
|-
| Eignarfall
| style="background: #ddd" | gieđ'''a''' || style="background: #ddd" | gieđ'''aid'''
| style="background: #ddd" | oaivv'''i''', oaivv'''e''' || style="background: #ddd" | <span style="color: blue">ō</span>ivv'''iid'''
| style="background: #ddd" | ruovtt'''u''', ruovtt'''o''' || style="background: #ddd" | ruovtt'''ūid'''
|-
| Íferðarfall
| g<span style="color: blue">ī</span>ht'''ii''' || style="background: #ddd" | gieđ'''aide'''
| oaiv'''ái''' || style="background: #ddd" | <span style="color: blue">ō</span>ivv'''iide'''
| r<span style="color: blue">u</span>kt'''ui''' || style="background: #ddd" | ruovtt'''ūide'''
|-
| Staðarfall
| style="background: #ddd" | gieđ'''as''' || style="background: #ddd" | gieđ'''ain'''
| style="background: #ddd" | oaivv'''is''' || style="background: #ddd" | <span style="color: blue">ō</span>ivv'''iin'''
| style="background: #ddd" | ruovtt'''us''' || style="background: #ddd" | ruovtt'''ūin'''
|-
| Comitative
| style="background: #ddd" | gieđ'''ain''' || style="background: #ddd" | gieđ'''aiguin'''
| style="background: #ddd" | <span style="color: blue">ō</span>ivv'''iin''' || style="background: #ddd" | <span style="color: blue">ō</span>ivv'''iiguin'''
| style="background: #ddd" | ruovtt'''ūin''' || style="background: #ddd" | ruovtt'''ūiguin'''
|-
| Verufall
| colspan="2" | gieht'''an'''
| colspan="2" | oaiv'''in'''
| colspan="2" | ruokt'''un'''
|}
== Ritmál ==
Fyrsta samíska bókin var prentuð árið 1619 en það var stafrófskver og messubók á suðursamísku. Flestar bækur, sem gefnar voru út á samísku á nítjándu öld, voru þýðingar á biblíunni eða öðrum kirkjubókum. Á áttunda áratugnum þróaði Samíska málnefndin sameiginlega stafsetningu fyrir norðursamísku í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Hún var viðurkennd af Norrænu Samaráðstefnunni og hefur frá því árið 1979 verið notuð í löndunum þremur.
== Tenglar ==
* [http://www.umu.se/samiska Samískar rannsóknir, Umeå universitet] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051124050727/http://www.umu.se/samiska/ |date=2005-11-24 }}
* [http://www.samiskhs.no Sámi Allaskuvla, Kautokeino] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070903082308/http://www.samiskhs.no/ |date=2007-09-03 }}
* [http://www.giellagas.oulu.fi Giellagas, Oulu universitet] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20161026093404/http://www.giellagas.oulu.fi/ |date=2016-10-26 }}
* [http://www.sami.uit.no Samískar rannsóknir, Universitet i Tromsö]
* [http://www.nsi.no Nordiskt samiskt institut, Kautokeino]
* [http://www.sametinget.se Samaþingið í Svíþjóð]
* [http://www.samediggi.no Samaþingið í Noregi]
* [http://www.samediggi.fi Samaþingið í Finnlandi]
* [http://www.norden.org/pub/uddannelse/sprog/sk/N2004011.pdf Norðurlandamálin með rótum og fótum]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
[[Flokkur:Finnsk-úgrísk tungumál]]
[[Flokkur:Norðurlönd]]
e8x6f3uls4ktz3m2zo6mc78ux19fcfp
Dnjepr
0
29965
1764340
1743332
2022-08-10T10:10:24Z
Andrii Gladii
44672
wikitext
text/x-wiki
{{hnit|display=title|46|30|N|32|18|E|}}
[[Mynd:Ukraine dnepr at krementchug.JPG|thumb|Dnjepr við [[Krementchuk]] í Úkraínu.]]
'''Dnjepr''' ('''Dnjepur''' eða '''Danparfljót''', [[úkraínska]]: Дніпро, ''Dnipro'') er fljót í [[Rússland]]i, [[Hvíta-Rússland]]i og [[Úkraína|Úkraínu]], eitt hinna lengstu [[Evrópa|Evrópu]], um 2285 [[Kílómetri|kílómetrar]] á lengd. Fljótið á upptök sín [[höfuðáttir|vestur]] af [[Moskva|Moskvu]], rennur síðan til vesturs og [[höfuðáttir|suðurs]] uns það fellur í [[Svartahaf]] um 120 kílómetra austan við [[hafnarborg]]ina [[Odessa]]. Mjög margar virkjanir eru í fljótinu, yfir 300 [[raforkuver]] og margar miklar [[stífla|stíflur]]. Fljótið er skipgengt að mestu í tíu [[mánuður|mánuði]] á [[ár]]i, en leggur í tvo mánuði á [[vetur]]na. Dnjepr er mikilvæg [[samgönguæð]] í austanverðri Evrópu. Við hana standa til dæmis borgirnar [[Kænugarður]], [[Dnipro|Dnipro-borg]] og [[Saporízja|Zaporízjzja]] í Úkraínu.
== Tengill ==
* [http://www.answers.com/topic/dnieper-river-1 Dnjepr]
{{commonscat|Dnieper River|Dnjepr fljótinu}}
[[Flokkur:Ár í Rússlandi]]
[[Flokkur:Ár í Úkraínu]]
9idqlhhp1szny1rveo2sk7iafx56ffo
1764342
1764340
2022-08-10T10:19:25Z
Andrii Gladii
44672
wikitext
text/x-wiki
{{hnit|display=title|46|30|N|32|18|E|}}
[[Mynd:Ukraine dnepr at krementchug.JPG|thumb|Dnjepr við [[Krementchuk]] í Úkraínu.]]
'''Dnjepr''' ('''Dnjepur''' eða '''Danparfljót''', [[úkraínska]]: Дніпро, ''Dnipro'') er fljót í [[Rússland]]i, [[Hvíta-Rússland]]i og [[Úkraína|Úkraínu]], eitt hinna lengstu [[Evrópa|Evrópu]], um 2285 [[Kílómetri|kílómetrar]] á lengd. Fljótið á upptök sín [[höfuðáttir|vestur]] af [[Moskva|Moskvu]], rennur síðan til vesturs og [[höfuðáttir|suðurs]] uns það fellur í [[Svartahaf]] um 120 kílómetra austan við [[hafnarborg]]ina [[Odessa]]. Mjög margar virkjanir eru í fljótinu, yfir 300 [[raforkuver]] og margar miklar [[stífla|stíflur]]. Fljótið er skipgengt að mestu í tíu [[mánuður|mánuði]] á [[ár]]i, en leggur í tvo mánuði á [[vetur]]na. Dnjepr er mikilvæg [[samgönguæð]] í austanverðri Evrópu. Við hana standa til dæmis borgirnar [[Kænugarður]], [[Dnipro|Dnipro-borg]],[[Saporízja|Zaporízjzja]], [[Kherson]] í Úkraínu.
== Tengill ==
* [http://www.answers.com/topic/dnieper-river-1 Dnjepr]
{{commonscat|Dnieper River|Dnjepr fljótinu}}
[[Flokkur:Ár í Rússlandi]]
[[Flokkur:Ár í Úkraínu]]
5mzbgz0esmcz420qs0lpuadiub90gbd
1764344
1764342
2022-08-10T10:20:49Z
Andrii Gladii
44672
wikitext
text/x-wiki
{{hnit|display=title|46|30|N|32|18|E|}}
[[Mynd:Ukraine dnepr at krementchug.JPG|thumb|Dnjepr við [[Krementchuk]] í Úkraínu.]]
'''Dnjepr''' ('''Dnjepur''' eða '''Danparfljót''', [[úkraínska]]: Дніпро, ''Dnipro'') er fljót í [[Rússland]]i, [[Hvíta-Rússland]]i og [[Úkraína|Úkraínu]], eitt hinna lengstu [[Evrópa|Evrópu]], um 2285 [[Kílómetri|kílómetrar]] á lengd. Fljótið á upptök sín [[höfuðáttir|vestur]] af [[Moskva|Moskvu]], rennur síðan til vesturs og [[höfuðáttir|suðurs]] uns það fellur í [[Svartahaf]] um 120 kílómetra austan við [[hafnarborg]]ina [[Odessa]]. Mjög margar virkjanir eru í fljótinu, yfir 300 [[raforkuver]] og margar miklar [[stífla|stíflur]]. Fljótið er skipgengt að mestu í tíu [[mánuður|mánuði]] á [[ár]]i, en leggur í tvo mánuði á [[vetur]]na. Dnjepr er mikilvæg [[samgönguæð]] í austanverðri Evrópu. Við hana standa til dæmis borgirnar [[Kænugarður]], [[Dnipro|Dnipro-borg]], [[Saporízja|Zaporízjzja]], [[Kherson]] í Úkraínu.
== Tengill ==
* [http://www.answers.com/topic/dnieper-river-1 Dnjepr]
{{commonscat|Dnieper River|Dnjepr fljótinu}}
[[Flokkur:Ár í Rússlandi]]
[[Flokkur:Ár í Úkraínu]]
fht3kkexs3yy5r7olz2z8emarklajqa
Téténía
0
42867
1764232
1748873
2022-08-09T12:45:53Z
TKSnaevarr
53243
/* Landfræði */
wikitext
text/x-wiki
[[File:Map of Chechnya.svg|thumb|250px|right]]
'''Téténía''' er [[sjálfstjórnarlýðveldi]] í norðurhluta [[Kákasusfjöll|Kákasusfjalla]] í [[Rússland]]i. Höfuðborg þess er [[Grosní]].
Í Téténíu ríkir [[einræði]] undir stjórn [[Ramzan Kadyrov|Ramzans Kadyrov]], sem stýrir sjálfstjórnarlýðveldinu í umboði ríkisstjórnar Rússlands. Stjórn hans hefur verið vænd um gróf mannréttindabrot og ofsóknir gegn stjórnarandstæðingum og minnihlutahópum eins og [[samkynhneigð]]um.<ref name=stríðsherra>{{Vefheimild|titill=Stríðsherra með sérstakt dálæti á samfélagsmiðlum|url=https://kjarninn.is/skyring/2016-03-20-stridsherra-med-serstakt-dalaeti-samfelagsmidlum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Ómar Þorgeirsson|mánuður=20. mars|ár=2016|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Tugum samkynhneigðra smalað saman og haldið í Téténíu|url=https://www.visir.is/g/20191189042d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=15. febrúar|ár=2019|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref>
== Landfræði ==
Téténía liggur í norðurhluta Kákasusfjalla og skiptist í 14 héruð, 5 bæi og 4 aðra þéttbýliskjarna. Bæirnir fimm eru:
* [[Grosní]] (''Грозны''й)
* [[Urus-Martan]] (''Урус-Мартан'')
* [[Šali]] (''Шали'')
* [[Gudermes]] (''Гудермес'')
* [[Argun]] (''Аргун'')
Téténía liggur milli [[Georgía|Georgíu]], [[Dagestan]], [[Ingúsjetíja|Ingúsjetíju]], [[Norður-Ossetía|Norður-Ossetíu]] og [[Stavrópolfylki|Stavropol]].
==Tilvísanir==
<references/>
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
{{stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Sjálfstjórnarlýðveldi í Rússlandi]]
8kue76ld908umfe7qurlxot87162his
Kænugarður
0
45215
1764230
1762194
2022-08-09T12:41:05Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Byggð
| Nafn =Kænugarður / Kyjív
| Mynd =Panorama of Kyiv from Saint Sophia Monastery.jpg
|alt=
| Myndatexti =
| Skjaldarmerki =COA of Kyiv Kurovskyi.svg
| Myndatexti skjaldarmerkis =Skjaldarmerki Kyjív
| Kort =
| Myndatexti korts =
| Stofnuð =
| Land = [[Úkraína]]
| Titill svæðis =
| Svæði =
| Titill svæðis2 =
| Svæði2 =
| Undirskiptingar =
| Flatarmál =839
| Ár mannfjölda = 2020
| Mannfjöldi =2.962.500
| Þéttleiki byggðar =
| Titill sveitarstjóra =Borgarstjóri
| Sveitarstjóri =[[Vítalíj Klitsjkó]]
| Postnúmer =01000 — 06999
| Tímabelti = UTC +2 (+3 á sumrin)
| Svæðisnúmer =
| Vefsíða = http://kmv.gov.ua/
|}}
'''Kænugarður''' eða '''Kyjív''' ([[úkraínska]]: ''Kyjiv'' eða ''Київ''; [[rússneska]]: ''Kíev'' eða ''Киев'') er höfuðborg og stærsta borg [[Úkraína|Úkraínu]] og jafnframt höfuðstaður [[Kyjív Oblast]]. Núverandi borgarstjóri er [[Vítalíj Klitsjkó]]. Eftir [[innrás Rússlands í Úkraínu 2022]] höfðu 2 milljónir yfirgefið borgina í lok mars. Sumir sneru þó til baka.
Borgin liggur í norðurhluta landsins við fljótið [[Danparfljót]]. Árið [[2021]] bjuggu tæpar 3 milljónir í borginni. Borgin er menningar-, iðnaðar- og vísindamiðstöð í Austur-Evrópu og er 7. fjölmennasta borg Evrópu. Rekja má byggð í borginni til 5. aldar.
Með þekktari stöðum í borginni er sjálfstæðistorgið [[Maidan Nezalezhnosti]]. Á lista [[UNESCO]] yfir menningarminjar eru [[Dómkirkja heilagrar Soffíu]] og klaustrið [[Pechersk Lavra]]. [[Mariinskyi-höll]] er önnur þekkt bygging.
== Nafn borgarinnar ==
Orðið Kænugarður er gamalt orð í íslensku og þekkist í fornum bókmenntum. Í Kristni sögu segir að þeir Þorvaldur víðförli Konráðsson og Stefnir Þorgilsson hafi ferðast víða um lönd til að boða kristni og heimsótt Kænugarð.<ref name="visindavefur">[https://web.archive.org/web/20201005010540/https://www.visindavefur.is/svar.php?id=66993 Hvaðan er heitið Kænugarður upprunnið?]. visindavefur.is. 2020</ref>
Íslenskt nafn á ''Kænugarði'' kemur frá ''Kæna'' fyrir skip og ''garður'' fyrir bæ (garður á nútíma íslensku), sem sagt skipabær.<ref>[https://web.archive.org/web/20201005010529/https://via.hi.is/uncategorized/kyivorkiev/ What’s in a Name? The K-Word in Modern Ukraine]. Legends of the Eastern Vikings. Re-examining the Sources (Rannsóknarráð Íslands). 1 júlí 2020 {{ref-en}}</ref>
Auk ''Kænugarður'' eru nokkrar stafsetningar fyrir Kyjív sem nefndar eru í Íslendingasögum, þar á meðal ''Kænugard'' (í {{link-interwiki|lang=en|is=Gautreks saga}}<ref name="gautreks">[https://www.snerpa.is/net/forn/gautrek.htm<!-- http://web.archive.org/web/20201005040701/https://www.norsesaga.no/gautreks-saga.html (þýðing á norsku) --> Gautreks saga]. snerpa.is. 2020</ref> og [[Flateyjarbók]]<ref>[[Carl Rikard Unger]], [[Guðbrandur Vigfússon]]. [https://archive.org/details/flateyjarbokens02ungegoog/page/n136/mode/2up Flateyjarbok], Vol. 2. Oslo: P.T. Malling. 1862. 701 p.: pp. 120-121</ref>), og ''Kænugarðr'' (í {{link-interwiki|lang=en|is=Hauksbók}}<ref name="Hauksbók_Guðmundarsögu"/> og {{link-interwiki|lang=en|lang_title=Guðmundar saga biskups|is=Guðmundarsögu}}<ref name="Hauksbók_Guðmundarsögu">[https://books.google.com/books?id=QzRVAAAAcAAJ&pg=PA11&dq=K%C3%A6nugar%C3%B0r&hl=uk&sa=X&ved=2ahUKEwinr43E8J3sAhUTa80KHZk3AJMQ6AEwAXoECAQQAg#v=onepage&q=K%C3%A6nugar%C3%B0r&f=false Nokkur blöð̈ úr Hauksbók og brot úr Guðmundarsögu]. Prentsmiðja Íslands, 1865 55 p.: 11)</ref>).
==Landfræði==
Borgin liggur í norðurhluta landsins við [[Danparfljót]] sem tæmist í [[Svartahaf]] og tengir borgina við innhaf þess; [[Asovshaf]].
==Íþróttir==
Helsta knattspyrnulið borgarinnar er [[FC Dynamo Kyiv]].
== Myndasafn ==
<gallery>
Mynd:Golden Gate Kiev 2018 G1.jpg|Gullinport Kænugarðs.
Mynd:Klosterkirche St Michael.JPG|Gullhvelfda klausturkirkja heilags Mikjáls.
Mynd:Chrám svaté Sofie (Kyjev).jpg|Dómkirkja heilagrar Soffíu.
Mynd:Маріїнський палац в Києві (cropped).jpg|Maryiinskyi-höll.
Mynd:17-07-02-Maidan Nezalezhnosti RR74377-PANORAMA.jpg|Maidan-torgið.
Mynd:Лавра.jpg|Pechersk Lavra.
</gallery>
== Heimildir ==
{{reflist|2}}
{{Höfuðborgir í Evrópu}}
{{Borgir í Úkraínu}}
{{Stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Borgir í Úkraínu]]
[[Flokkur:Höfuðborgir]]
sn58g0ru50p9u380ls8lzm44v4p426e
Úkraínska
0
45593
1764231
1764226
2022-08-09T12:44:23Z
157.157.164.121
wikitext
text/x-wiki
{{Tungumál|
ættarlitur=Indóevrópskt|
nafn=Úkraínska|
nafn2=Українська мова Úkrajýnsjka mova|
ríki=[[Úkraína]], [[Rússland]], [[Hvíta-Rússland]], [[Rúmenía]], [[Moldóva]], [[Kanada]], [[Pólland]], [[Ísrael]], [[Bandaríkin]], [[Kasakstan]], [[Brasilía]], [[Slóvakía]]|
svæði=Fyrrum [[Sovétríkin|Sovétríki]], [[Vestur-Evrópa]], [[Asía]], [[Norður-Ameríka]]|
talendur=Uþb. 45.400.000|
sæti=26|
ætt=[[Indóevrópsk tungumál|Indóevrópskt]]<br /> [[Baltóslavnesk tungumál|Baltóslavneskt]]<br /> [[Slavnesk tungumál|Slavneskt]]<br /> [[Austurslavnesk tungumál|Austurslavneskt]]<br />
'''Úkraínska'''|
þjóð=[[Úkraína]]|
stýrt af=[http://www1.nas.gov.ua/institutes/ium/Pages/default.aspx Úkraínsku tungumálastofnuninni]|
iso1=uk|
iso2=ukr|
sil=UKR|
}}
'''Úkraínska''' (''украї́нська мо́ва''; með [[latneskt stafróf|latnesku stafrófi]]: ''ukrayins'ka mova''; [[IPA]]: ''ukrɑˈjinʲsʲkɑ ˈmɔwɑ'') er slavneskt tungumál sem er talað í [[Úkraína|Úkraínu]] af 45,4 milljónum manna ([[2014]]) en er einnig algengt samskipta- og móðurmál í öðrum fyrrverandi ríkjum. Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt stafróf|kýrillíska stafrófinu]]. Hún er eitt þriggja mála sem nú eru notuð sem teljast til austurslavnesku málagreinarinnar, hin tvö eru [[rússneska]] og [[hvítrússneska]].
== Greining ==
Úkraínska er austur-slavneskt mál innan [[Indó-evrópsk tungumál|indóevrópsku málaættarinnar]]. Austurslavnesk eru enn fremur [[rússneska|rússnesku]] og [[hvítrússneska|hvítrússnesku]].
Nafnorð hafa 7 föll. Auk þeirra 4 sem við þekkjum úr íslensku eru staðarfall og tækisfall.
Úkraínska hefur hvorki ákveðinn né óákveðinn greini og tengisögn í nútíð (er) er ekki notuð.
== Útbreiðsla ==
----
{| cellpadding="2" cellspacing="2" border="0" align="center"
|-----
| valign="top" | [[Mynd:Ukrainian_in_the_world.svg|700px|Útbreiðsla úkraínsku]]<br />
|-----
| valign="top" align="center" | <font SIZE=-1>''Hinn úkraínskumælandi heimur''</font><br />
<font SIZE=-2>Ljósbleikar: opinbert mál<br />
Vínrauður: mikið notað, víðast skilið eða talað; ekki opinbert<br />
|}
== Mállýskur ==
Mállýskumunur hefur ekki verið mikill í úkraínsku og munur á milli mállýskna hefur minnkað mikið á 20. öld. Mállýskumunur er bæði hvað varðar framburð, orðaforða og málfræði. Sú úkraínska sem notuð er opinberlega og kennd í skólum byggist á mállýsku [[Kíev|Kyjív]], [[Vinnytsia|Vínnytsja]] og Poltava.
== Stafagerð ==
Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt letur|kýrillísku letri]] sem samanstendur af 33 [[bókstafur|bókstöfum]].
{| class="wikitable"
|- cellpadding="5" align="center"
! Kýrillískur <br />bókstafur
! Skrifletur
! Akademísk <br />umritun
! [[IPA]]
! Umritun
|-
| А а || [[Mynd:01-Russian alphabet-А а.svg]] || а /ɑ/ || /ɑ/ || A
|-
| Б б || [[Mynd:02-Russian alphabet-Б б.svg]] || бе /bɛ/ || /b/ || B
|-
| В в || [[Mynd:03-Russian alphabet-В в.svg]] || ве /ʋɛ/ || /ʋ/, /w/ || V
|-
| Г г || [[Mynd:04-Russian alphabet-Г г.svg]] || ге /ɦɛ/ || /ɦ/ || R
|-
| Ґ ґ || || ґе /gɛ/ || /g/ || G
|-
| Д д || [[Mynd:05-Russian alphabet-Д д.svg]] || де /dɛ/ || /d/ || D
|-
| Е е || [[Mynd:06-Russian alphabet-Е е.svg]] || е /e/ || /ɛ/ || E
|-
| Є є || || є /je/ || /jɛ/, /ʲɛ/ || Je
|-
| Ж ж || [[Mynd:08-Russian alphabet-Ж ж.svg]] || же /ʒɛ/ || /ʒ/ || Zj
|-
| З з || [[Mynd:09-Russian alphabet-З з.svg]] || зе /zɛ/ || /z/ || Z
|-
| И и || [[Mynd:10-Russian alphabet-И и.svg]] || и /ɪ/ || /ɪ/ || Y eða I
|-
| I і || || і /i/ || /i/ || Í
|-
| Ї ї || || ї /ji/ || /ji/, /jɪ/ || Jí
|-
| Й й || [[Mynd:11-Russian alphabet-Й й.svg]] || йот /jɔt/ || /j/ || J
|-
| К к || [[Mynd:12-Russian alphabet-К к.svg]] || ка /kɑ/ || /k/ || K
|-
| Л л || [[Mynd:13-Russian alphabet-Л л.svg]] || ел /ɛl/ || /l/ || L
|-
| М м || [[Mynd:14-Russian alphabet-М м.svg]] || ем /ɛm/ || /m/ || M
|-
| Н н || [[Mynd:15-Russian alphabet-Н н.svg]] || ен /ɛn/ || /n/ || N
|-
| О о || [[Mynd:16-Russian alphabet-О о.svg]] || о /ɔ/ || /ɔ/ || O
|-
| П п || [[Mynd:17-Russian alphabet-П п.svg]] || пе /pɛ/ || /p/ || P
|-
| Р р || [[Mynd:18-Russian alphabet-Р р.svg]] || ер /ɛr/ || /r/ || R
|-
| С с || [[Mynd:19-Russian alphabet-С с.svg]] || ес /ɛs/ || /s/ || S
|-
| Т т || [[Mynd:20-Russian alphabet-Т т.svg]] || те /tɛ/ || /t/ || T
|-
| У у || [[Mynd:21-Russian alphabet-У у.svg]] || у /u/ || /u/ || Ú
|-
| Ф ф || [[Mynd:22-Russian alphabet-Ф ф.svg]] || еф /ɛf/ || /f/ || F
|-
| Х х || [[Mynd:23-Russian alphabet-Х х.svg]] || ха /xɑ/ || /x/ || Kh
|-
| Ц ц || [[Mynd:24-Russian alphabet-Ц ц.svg]] || це /t͡sɛ/ || /t͡s/ || Ts
|-
| Ч ч || [[Mynd:25-Russian alphabet-Ч ч.svg]] || че //t͡ʃɛ/ || //t͡ʃ/ || Tsj
|-
| Ш ш || [[Mynd:26-Russian alphabet-Ш ш.svg]] || ша /ʃɑ/ || /ʃ/ || Sj
|-
| Щ щ || [[Mynd:27-Russian alphabet-Щ щ.svg]] || ща /ʃt͡ʃɑ/ ||/ʃt͡ʃ/ || Sjtsj
|-
| Ь ь || [[Mynd:30-Russian alphabet-ь.svg]] || м’який знак <br />/mjɑˈkɪj znɑk/ || /ʲ/ ||
|-
| Ю ю || [[Mynd:32-Russian alphabet-Ю ю.svg]] || ю /ju/ || /ju/, /ʲu/ || Jú
|-
| Я я || [[Mynd:33-Russian alphabet-Я я.svg]] || я /ja/ || /jɑ/, /ʲɑ/ || Ja
|}
Auk þess sem tugatáknið sem er notað úrfellingarmerki: |з'''<nowiki>'</nowiki>'''їзд|.
== Tenglar ==
*[https://arnastofnun.is/is/umritunartafla-milli-ukrainsku-og-islensku Umritunartafla milli úkraínsku og íslensku - Árnastofnun.]
{{InterWiki|code=uk}}
* [http://ukrainskamova.at.ua/ Офіційний сайт Української мови]. Kennsluefni um úkraínsku.
{{Wiktionary|úkraínska}}
{{Stubbur|tungumál}}
{{Slavnesk tungumál}}
[[Flokkur:Slavnesk tungumál]]
[[Flokkur:Úkraína]]
92hsq94vlihrj2mwb5inog7e1cwpmo0
1764233
1764231
2022-08-09T12:47:00Z
157.157.164.121
wikitext
text/x-wiki
{{Tungumál|
ættarlitur=Indóevrópskt|
nafn=Úkraínska|
nafn2=Українська мова Úkrajínsjka mova|
ríki=[[Úkraína]], [[Rússland]], [[Hvíta-Rússland]], [[Rúmenía]], [[Moldóva]], [[Kanada]], [[Pólland]], [[Ísrael]], [[Bandaríkin]], [[Kasakstan]], [[Brasilía]], [[Slóvakía]]|
svæði=Fyrrum [[Sovétríkin|Sovétríki]], [[Vestur-Evrópa]], [[Asía]], [[Norður-Ameríka]]|
talendur=Uþb. 45.400.000|
sæti=26|
ætt=[[Indóevrópsk tungumál|Indóevrópskt]]<br /> [[Baltóslavnesk tungumál|Baltóslavneskt]]<br /> [[Slavnesk tungumál|Slavneskt]]<br /> [[Austurslavnesk tungumál|Austurslavneskt]]<br />
'''Úkraínska'''|
þjóð=[[Úkraína]]|
stýrt af=[http://www1.nas.gov.ua/institutes/ium/Pages/default.aspx Úkraínsku tungumálastofnuninni]|
iso1=uk|
iso2=ukr|
sil=UKR|
}}
'''Úkraínska''' (''украї́нська мо́ва''; með [[latneskt stafróf|latnesku stafrófi]]: ''ukrayins'ka mova''; [[IPA]]: ''ukrɑˈjinʲsʲkɑ ˈmɔwɑ'') er slavneskt tungumál sem er talað í [[Úkraína|Úkraínu]] af 45,4 milljónum manna ([[2014]]) en er einnig algengt samskipta- og móðurmál í öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt stafróf|kýrillíska stafrófinu]]. Hún er eitt þriggja mála sem nú eru notuð sem teljast til austurslavnesku málagreinarinnar, hin tvö eru [[rússneska]] og [[hvítrússneska]].
== Greining ==
Úkraínska er austur-slavneskt mál innan [[Indó-evrópsk tungumál|indóevrópsku málaættarinnar]]. Austurslavnesk eru enn fremur [[rússneska|rússnesku]] og [[hvítrússneska|hvítrússnesku]].
Nafnorð hafa 7 föll. Auk þeirra 4 sem við þekkjum úr íslensku eru staðarfall og tækisfall.
Úkraínska hefur hvorki ákveðinn né óákveðinn greini og tengisögn í nútíð (er) er ekki notuð.
== Útbreiðsla ==
----
{| cellpadding="2" cellspacing="2" border="0" align="center"
|-----
| valign="top" | [[Mynd:Ukrainian_in_the_world.svg|700px|Útbreiðsla úkraínsku]]<br />
|-----
| valign="top" align="center" | <font SIZE=-1>''Hinn úkraínskumælandi heimur''</font><br />
<font SIZE=-2>Ljósbleikar: opinbert mál<br />
Vínrauður: mikið notað, víðast skilið eða talað; ekki opinbert<br />
|}
== Mállýskur ==
Mállýskumunur hefur ekki verið mikill í úkraínsku og munur á milli mállýskna hefur minnkað mikið á 20. öld. Mállýskumunur er bæði hvað varðar framburð, orðaforða og málfræði. Sú úkraínska sem notuð er opinberlega og kennd í skólum byggist á mállýsku [[Kíev|Kyjív]], [[Vinnytsia|Vínnytsja]] og Poltava.
== Stafagerð ==
Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt letur|kýrillísku letri]] sem samanstendur af 33 [[bókstafur|bókstöfum]].
{| class="wikitable"
|- cellpadding="5" align="center"
! Kýrillískur <br />bókstafur
! Skrifletur
! Akademísk <br />umritun
! [[IPA]]
! Umritun
|-
| А а || [[Mynd:01-Russian alphabet-А а.svg]] || а /ɑ/ || /ɑ/ || A
|-
| Б б || [[Mynd:02-Russian alphabet-Б б.svg]] || бе /bɛ/ || /b/ || B
|-
| В в || [[Mynd:03-Russian alphabet-В в.svg]] || ве /ʋɛ/ || /ʋ/, /w/ || V
|-
| Г г || [[Mynd:04-Russian alphabet-Г г.svg]] || ге /ɦɛ/ || /ɦ/ || R
|-
| Ґ ґ || || ґе /gɛ/ || /g/ || G
|-
| Д д || [[Mynd:05-Russian alphabet-Д д.svg]] || де /dɛ/ || /d/ || D
|-
| Е е || [[Mynd:06-Russian alphabet-Е е.svg]] || е /e/ || /ɛ/ || E
|-
| Є є || || є /je/ || /jɛ/, /ʲɛ/ || Je
|-
| Ж ж || [[Mynd:08-Russian alphabet-Ж ж.svg]] || же /ʒɛ/ || /ʒ/ || Zj
|-
| З з || [[Mynd:09-Russian alphabet-З з.svg]] || зе /zɛ/ || /z/ || Z
|-
| И и || [[Mynd:10-Russian alphabet-И и.svg]] || и /ɪ/ || /ɪ/ || Y eða I
|-
| I і || || і /i/ || /i/ || Í
|-
| Ї ї || || ї /ji/ || /ji/, /jɪ/ || Jí
|-
| Й й || [[Mynd:11-Russian alphabet-Й й.svg]] || йот /jɔt/ || /j/ || J
|-
| К к || [[Mynd:12-Russian alphabet-К к.svg]] || ка /kɑ/ || /k/ || K
|-
| Л л || [[Mynd:13-Russian alphabet-Л л.svg]] || ел /ɛl/ || /l/ || L
|-
| М м || [[Mynd:14-Russian alphabet-М м.svg]] || ем /ɛm/ || /m/ || M
|-
| Н н || [[Mynd:15-Russian alphabet-Н н.svg]] || ен /ɛn/ || /n/ || N
|-
| О о || [[Mynd:16-Russian alphabet-О о.svg]] || о /ɔ/ || /ɔ/ || O
|-
| П п || [[Mynd:17-Russian alphabet-П п.svg]] || пе /pɛ/ || /p/ || P
|-
| Р р || [[Mynd:18-Russian alphabet-Р р.svg]] || ер /ɛr/ || /r/ || R
|-
| С с || [[Mynd:19-Russian alphabet-С с.svg]] || ес /ɛs/ || /s/ || S
|-
| Т т || [[Mynd:20-Russian alphabet-Т т.svg]] || те /tɛ/ || /t/ || T
|-
| У у || [[Mynd:21-Russian alphabet-У у.svg]] || у /u/ || /u/ || Ú
|-
| Ф ф || [[Mynd:22-Russian alphabet-Ф ф.svg]] || еф /ɛf/ || /f/ || F
|-
| Х х || [[Mynd:23-Russian alphabet-Х х.svg]] || ха /xɑ/ || /x/ || Kh
|-
| Ц ц || [[Mynd:24-Russian alphabet-Ц ц.svg]] || це /t͡sɛ/ || /t͡s/ || Ts
|-
| Ч ч || [[Mynd:25-Russian alphabet-Ч ч.svg]] || че //t͡ʃɛ/ || //t͡ʃ/ || Tsj
|-
| Ш ш || [[Mynd:26-Russian alphabet-Ш ш.svg]] || ша /ʃɑ/ || /ʃ/ || Sj
|-
| Щ щ || [[Mynd:27-Russian alphabet-Щ щ.svg]] || ща /ʃt͡ʃɑ/ ||/ʃt͡ʃ/ || Sjtsj
|-
| Ь ь || [[Mynd:30-Russian alphabet-ь.svg]] || м’який знак <br />/mjɑˈkɪj znɑk/ || /ʲ/ ||
|-
| Ю ю || [[Mynd:32-Russian alphabet-Ю ю.svg]] || ю /ju/ || /ju/, /ʲu/ || Jú
|-
| Я я || [[Mynd:33-Russian alphabet-Я я.svg]] || я /ja/ || /jɑ/, /ʲɑ/ || Ja
|}
Auk þess sem tugatáknið sem er notað úrfellingarmerki: |з'''<nowiki>'</nowiki>'''їзд|.
== Tenglar ==
*[https://arnastofnun.is/is/umritunartafla-milli-ukrainsku-og-islensku Umritunartafla milli úkraínsku og íslensku - Árnastofnun.]
{{InterWiki|code=uk}}
* [http://ukrainskamova.at.ua/ Офіційний сайт Української мови]. Kennsluefni um úkraínsku.
{{Wiktionary|úkraínska}}
{{Stubbur|tungumál}}
{{Slavnesk tungumál}}
[[Flokkur:Slavnesk tungumál]]
[[Flokkur:Úkraína]]
cahynxj0lpxrx6y53z5hw4lqmmyas46
1764234
1764233
2022-08-09T12:47:24Z
157.157.164.121
/* Greining */
wikitext
text/x-wiki
{{Tungumál|
ættarlitur=Indóevrópskt|
nafn=Úkraínska|
nafn2=Українська мова Úkrajínsjka mova|
ríki=[[Úkraína]], [[Rússland]], [[Hvíta-Rússland]], [[Rúmenía]], [[Moldóva]], [[Kanada]], [[Pólland]], [[Ísrael]], [[Bandaríkin]], [[Kasakstan]], [[Brasilía]], [[Slóvakía]]|
svæði=Fyrrum [[Sovétríkin|Sovétríki]], [[Vestur-Evrópa]], [[Asía]], [[Norður-Ameríka]]|
talendur=Uþb. 45.400.000|
sæti=26|
ætt=[[Indóevrópsk tungumál|Indóevrópskt]]<br /> [[Baltóslavnesk tungumál|Baltóslavneskt]]<br /> [[Slavnesk tungumál|Slavneskt]]<br /> [[Austurslavnesk tungumál|Austurslavneskt]]<br />
'''Úkraínska'''|
þjóð=[[Úkraína]]|
stýrt af=[http://www1.nas.gov.ua/institutes/ium/Pages/default.aspx Úkraínsku tungumálastofnuninni]|
iso1=uk|
iso2=ukr|
sil=UKR|
}}
'''Úkraínska''' (''украї́нська мо́ва''; með [[latneskt stafróf|latnesku stafrófi]]: ''ukrayins'ka mova''; [[IPA]]: ''ukrɑˈjinʲsʲkɑ ˈmɔwɑ'') er slavneskt tungumál sem er talað í [[Úkraína|Úkraínu]] af 45,4 milljónum manna ([[2014]]) en er einnig algengt samskipta- og móðurmál í öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt stafróf|kýrillíska stafrófinu]]. Hún er eitt þriggja mála sem nú eru notuð sem teljast til austurslavnesku málagreinarinnar, hin tvö eru [[rússneska]] og [[hvítrússneska]].
== Greining ==
Úkraínska er austur-slavneskt mál innan [[Indó-evrópsk tungumál|indóevrópsku málaættarinnar]]. Austurslavnesk eru enn fremur [[rússneska]] og [[hvítrússneska]].
Nafnorð hafa 7 föll. Auk þeirra 4 sem við þekkjum úr íslensku eru staðarfall og tækisfall.
Úkraínska hefur hvorki ákveðinn né óákveðinn greini og tengisögn í nútíð (er) er ekki notuð.
== Útbreiðsla ==
----
{| cellpadding="2" cellspacing="2" border="0" align="center"
|-----
| valign="top" | [[Mynd:Ukrainian_in_the_world.svg|700px|Útbreiðsla úkraínsku]]<br />
|-----
| valign="top" align="center" | <font SIZE=-1>''Hinn úkraínskumælandi heimur''</font><br />
<font SIZE=-2>Ljósbleikar: opinbert mál<br />
Vínrauður: mikið notað, víðast skilið eða talað; ekki opinbert<br />
|}
== Mállýskur ==
Mállýskumunur hefur ekki verið mikill í úkraínsku og munur á milli mállýskna hefur minnkað mikið á 20. öld. Mállýskumunur er bæði hvað varðar framburð, orðaforða og málfræði. Sú úkraínska sem notuð er opinberlega og kennd í skólum byggist á mállýsku [[Kíev|Kyjív]], [[Vinnytsia|Vínnytsja]] og Poltava.
== Stafagerð ==
Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt letur|kýrillísku letri]] sem samanstendur af 33 [[bókstafur|bókstöfum]].
{| class="wikitable"
|- cellpadding="5" align="center"
! Kýrillískur <br />bókstafur
! Skrifletur
! Akademísk <br />umritun
! [[IPA]]
! Umritun
|-
| А а || [[Mynd:01-Russian alphabet-А а.svg]] || а /ɑ/ || /ɑ/ || A
|-
| Б б || [[Mynd:02-Russian alphabet-Б б.svg]] || бе /bɛ/ || /b/ || B
|-
| В в || [[Mynd:03-Russian alphabet-В в.svg]] || ве /ʋɛ/ || /ʋ/, /w/ || V
|-
| Г г || [[Mynd:04-Russian alphabet-Г г.svg]] || ге /ɦɛ/ || /ɦ/ || R
|-
| Ґ ґ || || ґе /gɛ/ || /g/ || G
|-
| Д д || [[Mynd:05-Russian alphabet-Д д.svg]] || де /dɛ/ || /d/ || D
|-
| Е е || [[Mynd:06-Russian alphabet-Е е.svg]] || е /e/ || /ɛ/ || E
|-
| Є є || || є /je/ || /jɛ/, /ʲɛ/ || Je
|-
| Ж ж || [[Mynd:08-Russian alphabet-Ж ж.svg]] || же /ʒɛ/ || /ʒ/ || Zj
|-
| З з || [[Mynd:09-Russian alphabet-З з.svg]] || зе /zɛ/ || /z/ || Z
|-
| И и || [[Mynd:10-Russian alphabet-И и.svg]] || и /ɪ/ || /ɪ/ || Y eða I
|-
| I і || || і /i/ || /i/ || Í
|-
| Ї ї || || ї /ji/ || /ji/, /jɪ/ || Jí
|-
| Й й || [[Mynd:11-Russian alphabet-Й й.svg]] || йот /jɔt/ || /j/ || J
|-
| К к || [[Mynd:12-Russian alphabet-К к.svg]] || ка /kɑ/ || /k/ || K
|-
| Л л || [[Mynd:13-Russian alphabet-Л л.svg]] || ел /ɛl/ || /l/ || L
|-
| М м || [[Mynd:14-Russian alphabet-М м.svg]] || ем /ɛm/ || /m/ || M
|-
| Н н || [[Mynd:15-Russian alphabet-Н н.svg]] || ен /ɛn/ || /n/ || N
|-
| О о || [[Mynd:16-Russian alphabet-О о.svg]] || о /ɔ/ || /ɔ/ || O
|-
| П п || [[Mynd:17-Russian alphabet-П п.svg]] || пе /pɛ/ || /p/ || P
|-
| Р р || [[Mynd:18-Russian alphabet-Р р.svg]] || ер /ɛr/ || /r/ || R
|-
| С с || [[Mynd:19-Russian alphabet-С с.svg]] || ес /ɛs/ || /s/ || S
|-
| Т т || [[Mynd:20-Russian alphabet-Т т.svg]] || те /tɛ/ || /t/ || T
|-
| У у || [[Mynd:21-Russian alphabet-У у.svg]] || у /u/ || /u/ || Ú
|-
| Ф ф || [[Mynd:22-Russian alphabet-Ф ф.svg]] || еф /ɛf/ || /f/ || F
|-
| Х х || [[Mynd:23-Russian alphabet-Х х.svg]] || ха /xɑ/ || /x/ || Kh
|-
| Ц ц || [[Mynd:24-Russian alphabet-Ц ц.svg]] || це /t͡sɛ/ || /t͡s/ || Ts
|-
| Ч ч || [[Mynd:25-Russian alphabet-Ч ч.svg]] || че //t͡ʃɛ/ || //t͡ʃ/ || Tsj
|-
| Ш ш || [[Mynd:26-Russian alphabet-Ш ш.svg]] || ша /ʃɑ/ || /ʃ/ || Sj
|-
| Щ щ || [[Mynd:27-Russian alphabet-Щ щ.svg]] || ща /ʃt͡ʃɑ/ ||/ʃt͡ʃ/ || Sjtsj
|-
| Ь ь || [[Mynd:30-Russian alphabet-ь.svg]] || м’який знак <br />/mjɑˈkɪj znɑk/ || /ʲ/ ||
|-
| Ю ю || [[Mynd:32-Russian alphabet-Ю ю.svg]] || ю /ju/ || /ju/, /ʲu/ || Jú
|-
| Я я || [[Mynd:33-Russian alphabet-Я я.svg]] || я /ja/ || /jɑ/, /ʲɑ/ || Ja
|}
Auk þess sem tugatáknið sem er notað úrfellingarmerki: |з'''<nowiki>'</nowiki>'''їзд|.
== Tenglar ==
*[https://arnastofnun.is/is/umritunartafla-milli-ukrainsku-og-islensku Umritunartafla milli úkraínsku og íslensku - Árnastofnun.]
{{InterWiki|code=uk}}
* [http://ukrainskamova.at.ua/ Офіційний сайт Української мови]. Kennsluefni um úkraínsku.
{{Wiktionary|úkraínska}}
{{Stubbur|tungumál}}
{{Slavnesk tungumál}}
[[Flokkur:Slavnesk tungumál]]
[[Flokkur:Úkraína]]
k4rjxk0k2497luv2wn3ntfne6mh4xuz
1764236
1764234
2022-08-09T12:48:11Z
157.157.164.121
/* Greining */
wikitext
text/x-wiki
{{Tungumál|
ættarlitur=Indóevrópskt|
nafn=Úkraínska|
nafn2=Українська мова Úkrajínsjka mova|
ríki=[[Úkraína]], [[Rússland]], [[Hvíta-Rússland]], [[Rúmenía]], [[Moldóva]], [[Kanada]], [[Pólland]], [[Ísrael]], [[Bandaríkin]], [[Kasakstan]], [[Brasilía]], [[Slóvakía]]|
svæði=Fyrrum [[Sovétríkin|Sovétríki]], [[Vestur-Evrópa]], [[Asía]], [[Norður-Ameríka]]|
talendur=Uþb. 45.400.000|
sæti=26|
ætt=[[Indóevrópsk tungumál|Indóevrópskt]]<br /> [[Baltóslavnesk tungumál|Baltóslavneskt]]<br /> [[Slavnesk tungumál|Slavneskt]]<br /> [[Austurslavnesk tungumál|Austurslavneskt]]<br />
'''Úkraínska'''|
þjóð=[[Úkraína]]|
stýrt af=[http://www1.nas.gov.ua/institutes/ium/Pages/default.aspx Úkraínsku tungumálastofnuninni]|
iso1=uk|
iso2=ukr|
sil=UKR|
}}
'''Úkraínska''' (''украї́нська мо́ва''; með [[latneskt stafróf|latnesku stafrófi]]: ''ukrayins'ka mova''; [[IPA]]: ''ukrɑˈjinʲsʲkɑ ˈmɔwɑ'') er slavneskt tungumál sem er talað í [[Úkraína|Úkraínu]] af 45,4 milljónum manna ([[2014]]) en er einnig algengt samskipta- og móðurmál í öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt stafróf|kýrillíska stafrófinu]]. Hún er eitt þriggja mála sem nú eru notuð sem teljast til austurslavnesku málagreinarinnar, hin tvö eru [[rússneska]] og [[hvítrússneska]].
== Greining ==
Úkraínska er austur-slavneskt mál innan [[Indó-evrópsk tungumál|indóevrópsku málaættarinnar]]. Austurslavnesk eru enn fremur [[rússneska]] og [[hvítrússneska]].
Nafnorð hafa 7 föll. Auk þeirra 4 sem við þekkjum úr íslensku eru ávarpsfall, staðarfall og tækisfall.
Úkraínska hefur hvorki ákveðinn né óákveðinn greini og tengisögn í nútíð (er) er ekki notuð.
== Útbreiðsla ==
----
{| cellpadding="2" cellspacing="2" border="0" align="center"
|-----
| valign="top" | [[Mynd:Ukrainian_in_the_world.svg|700px|Útbreiðsla úkraínsku]]<br />
|-----
| valign="top" align="center" | <font SIZE=-1>''Hinn úkraínskumælandi heimur''</font><br />
<font SIZE=-2>Ljósbleikar: opinbert mál<br />
Vínrauður: mikið notað, víðast skilið eða talað; ekki opinbert<br />
|}
== Mállýskur ==
Mállýskumunur hefur ekki verið mikill í úkraínsku og munur á milli mállýskna hefur minnkað mikið á 20. öld. Mállýskumunur er bæði hvað varðar framburð, orðaforða og málfræði. Sú úkraínska sem notuð er opinberlega og kennd í skólum byggist á mállýsku [[Kíev|Kyjív]], [[Vinnytsia|Vínnytsja]] og Poltava.
== Stafagerð ==
Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt letur|kýrillísku letri]] sem samanstendur af 33 [[bókstafur|bókstöfum]].
{| class="wikitable"
|- cellpadding="5" align="center"
! Kýrillískur <br />bókstafur
! Skrifletur
! Akademísk <br />umritun
! [[IPA]]
! Umritun
|-
| А а || [[Mynd:01-Russian alphabet-А а.svg]] || а /ɑ/ || /ɑ/ || A
|-
| Б б || [[Mynd:02-Russian alphabet-Б б.svg]] || бе /bɛ/ || /b/ || B
|-
| В в || [[Mynd:03-Russian alphabet-В в.svg]] || ве /ʋɛ/ || /ʋ/, /w/ || V
|-
| Г г || [[Mynd:04-Russian alphabet-Г г.svg]] || ге /ɦɛ/ || /ɦ/ || R
|-
| Ґ ґ || || ґе /gɛ/ || /g/ || G
|-
| Д д || [[Mynd:05-Russian alphabet-Д д.svg]] || де /dɛ/ || /d/ || D
|-
| Е е || [[Mynd:06-Russian alphabet-Е е.svg]] || е /e/ || /ɛ/ || E
|-
| Є є || || є /je/ || /jɛ/, /ʲɛ/ || Je
|-
| Ж ж || [[Mynd:08-Russian alphabet-Ж ж.svg]] || же /ʒɛ/ || /ʒ/ || Zj
|-
| З з || [[Mynd:09-Russian alphabet-З з.svg]] || зе /zɛ/ || /z/ || Z
|-
| И и || [[Mynd:10-Russian alphabet-И и.svg]] || и /ɪ/ || /ɪ/ || Y eða I
|-
| I і || || і /i/ || /i/ || Í
|-
| Ї ї || || ї /ji/ || /ji/, /jɪ/ || Jí
|-
| Й й || [[Mynd:11-Russian alphabet-Й й.svg]] || йот /jɔt/ || /j/ || J
|-
| К к || [[Mynd:12-Russian alphabet-К к.svg]] || ка /kɑ/ || /k/ || K
|-
| Л л || [[Mynd:13-Russian alphabet-Л л.svg]] || ел /ɛl/ || /l/ || L
|-
| М м || [[Mynd:14-Russian alphabet-М м.svg]] || ем /ɛm/ || /m/ || M
|-
| Н н || [[Mynd:15-Russian alphabet-Н н.svg]] || ен /ɛn/ || /n/ || N
|-
| О о || [[Mynd:16-Russian alphabet-О о.svg]] || о /ɔ/ || /ɔ/ || O
|-
| П п || [[Mynd:17-Russian alphabet-П п.svg]] || пе /pɛ/ || /p/ || P
|-
| Р р || [[Mynd:18-Russian alphabet-Р р.svg]] || ер /ɛr/ || /r/ || R
|-
| С с || [[Mynd:19-Russian alphabet-С с.svg]] || ес /ɛs/ || /s/ || S
|-
| Т т || [[Mynd:20-Russian alphabet-Т т.svg]] || те /tɛ/ || /t/ || T
|-
| У у || [[Mynd:21-Russian alphabet-У у.svg]] || у /u/ || /u/ || Ú
|-
| Ф ф || [[Mynd:22-Russian alphabet-Ф ф.svg]] || еф /ɛf/ || /f/ || F
|-
| Х х || [[Mynd:23-Russian alphabet-Х х.svg]] || ха /xɑ/ || /x/ || Kh
|-
| Ц ц || [[Mynd:24-Russian alphabet-Ц ц.svg]] || це /t͡sɛ/ || /t͡s/ || Ts
|-
| Ч ч || [[Mynd:25-Russian alphabet-Ч ч.svg]] || че //t͡ʃɛ/ || //t͡ʃ/ || Tsj
|-
| Ш ш || [[Mynd:26-Russian alphabet-Ш ш.svg]] || ша /ʃɑ/ || /ʃ/ || Sj
|-
| Щ щ || [[Mynd:27-Russian alphabet-Щ щ.svg]] || ща /ʃt͡ʃɑ/ ||/ʃt͡ʃ/ || Sjtsj
|-
| Ь ь || [[Mynd:30-Russian alphabet-ь.svg]] || м’який знак <br />/mjɑˈkɪj znɑk/ || /ʲ/ ||
|-
| Ю ю || [[Mynd:32-Russian alphabet-Ю ю.svg]] || ю /ju/ || /ju/, /ʲu/ || Jú
|-
| Я я || [[Mynd:33-Russian alphabet-Я я.svg]] || я /ja/ || /jɑ/, /ʲɑ/ || Ja
|}
Auk þess sem tugatáknið sem er notað úrfellingarmerki: |з'''<nowiki>'</nowiki>'''їзд|.
== Tenglar ==
*[https://arnastofnun.is/is/umritunartafla-milli-ukrainsku-og-islensku Umritunartafla milli úkraínsku og íslensku - Árnastofnun.]
{{InterWiki|code=uk}}
* [http://ukrainskamova.at.ua/ Офіційний сайт Української мови]. Kennsluefni um úkraínsku.
{{Wiktionary|úkraínska}}
{{Stubbur|tungumál}}
{{Slavnesk tungumál}}
[[Flokkur:Slavnesk tungumál]]
[[Flokkur:Úkraína]]
tlq9kfbjphekogn8ofvp1g8kmm2hjjd
1764237
1764236
2022-08-09T12:48:45Z
157.157.164.121
/* Útbreiðsla */
wikitext
text/x-wiki
{{Tungumál|
ættarlitur=Indóevrópskt|
nafn=Úkraínska|
nafn2=Українська мова Úkrajínsjka mova|
ríki=[[Úkraína]], [[Rússland]], [[Hvíta-Rússland]], [[Rúmenía]], [[Moldóva]], [[Kanada]], [[Pólland]], [[Ísrael]], [[Bandaríkin]], [[Kasakstan]], [[Brasilía]], [[Slóvakía]]|
svæði=Fyrrum [[Sovétríkin|Sovétríki]], [[Vestur-Evrópa]], [[Asía]], [[Norður-Ameríka]]|
talendur=Uþb. 45.400.000|
sæti=26|
ætt=[[Indóevrópsk tungumál|Indóevrópskt]]<br /> [[Baltóslavnesk tungumál|Baltóslavneskt]]<br /> [[Slavnesk tungumál|Slavneskt]]<br /> [[Austurslavnesk tungumál|Austurslavneskt]]<br />
'''Úkraínska'''|
þjóð=[[Úkraína]]|
stýrt af=[http://www1.nas.gov.ua/institutes/ium/Pages/default.aspx Úkraínsku tungumálastofnuninni]|
iso1=uk|
iso2=ukr|
sil=UKR|
}}
'''Úkraínska''' (''украї́нська мо́ва''; með [[latneskt stafróf|latnesku stafrófi]]: ''ukrayins'ka mova''; [[IPA]]: ''ukrɑˈjinʲsʲkɑ ˈmɔwɑ'') er slavneskt tungumál sem er talað í [[Úkraína|Úkraínu]] af 45,4 milljónum manna ([[2014]]) en er einnig algengt samskipta- og móðurmál í öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt stafróf|kýrillíska stafrófinu]]. Hún er eitt þriggja mála sem nú eru notuð sem teljast til austurslavnesku málagreinarinnar, hin tvö eru [[rússneska]] og [[hvítrússneska]].
== Greining ==
Úkraínska er austur-slavneskt mál innan [[Indó-evrópsk tungumál|indóevrópsku málaættarinnar]]. Austurslavnesk eru enn fremur [[rússneska]] og [[hvítrússneska]].
Nafnorð hafa 7 föll. Auk þeirra 4 sem við þekkjum úr íslensku eru ávarpsfall, staðarfall og tækisfall.
Úkraínska hefur hvorki ákveðinn né óákveðinn greini og tengisögn í nútíð (er) er ekki notuð.
== Útbreiðsla ==
----
{| cellpadding="2" cellspacing="2" border="0" align="center"
|-----
| valign="top" | [[Mynd:Ukrainian_in_the_world.svg|700px|Útbreiðsla úkraínsku]]<br />
|-----
| valign="top" align="center" | <font SIZE=-1>''Hinn úkraínskumælandi heimur''</font><br />
<font SIZE=-2>Ljósbleikur: opinbert mál<br />
Vínrauður: mikið notað, víðast skilið eða talað; ekki opinbert<br />
|}
== Mállýskur ==
Mállýskumunur hefur ekki verið mikill í úkraínsku og munur á milli mállýskna hefur minnkað mikið á 20. öld. Mállýskumunur er bæði hvað varðar framburð, orðaforða og málfræði. Sú úkraínska sem notuð er opinberlega og kennd í skólum byggist á mállýsku [[Kíev|Kyjív]], [[Vinnytsia|Vínnytsja]] og Poltava.
== Stafagerð ==
Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt letur|kýrillísku letri]] sem samanstendur af 33 [[bókstafur|bókstöfum]].
{| class="wikitable"
|- cellpadding="5" align="center"
! Kýrillískur <br />bókstafur
! Skrifletur
! Akademísk <br />umritun
! [[IPA]]
! Umritun
|-
| А а || [[Mynd:01-Russian alphabet-А а.svg]] || а /ɑ/ || /ɑ/ || A
|-
| Б б || [[Mynd:02-Russian alphabet-Б б.svg]] || бе /bɛ/ || /b/ || B
|-
| В в || [[Mynd:03-Russian alphabet-В в.svg]] || ве /ʋɛ/ || /ʋ/, /w/ || V
|-
| Г г || [[Mynd:04-Russian alphabet-Г г.svg]] || ге /ɦɛ/ || /ɦ/ || R
|-
| Ґ ґ || || ґе /gɛ/ || /g/ || G
|-
| Д д || [[Mynd:05-Russian alphabet-Д д.svg]] || де /dɛ/ || /d/ || D
|-
| Е е || [[Mynd:06-Russian alphabet-Е е.svg]] || е /e/ || /ɛ/ || E
|-
| Є є || || є /je/ || /jɛ/, /ʲɛ/ || Je
|-
| Ж ж || [[Mynd:08-Russian alphabet-Ж ж.svg]] || же /ʒɛ/ || /ʒ/ || Zj
|-
| З з || [[Mynd:09-Russian alphabet-З з.svg]] || зе /zɛ/ || /z/ || Z
|-
| И и || [[Mynd:10-Russian alphabet-И и.svg]] || и /ɪ/ || /ɪ/ || Y eða I
|-
| I і || || і /i/ || /i/ || Í
|-
| Ї ї || || ї /ji/ || /ji/, /jɪ/ || Jí
|-
| Й й || [[Mynd:11-Russian alphabet-Й й.svg]] || йот /jɔt/ || /j/ || J
|-
| К к || [[Mynd:12-Russian alphabet-К к.svg]] || ка /kɑ/ || /k/ || K
|-
| Л л || [[Mynd:13-Russian alphabet-Л л.svg]] || ел /ɛl/ || /l/ || L
|-
| М м || [[Mynd:14-Russian alphabet-М м.svg]] || ем /ɛm/ || /m/ || M
|-
| Н н || [[Mynd:15-Russian alphabet-Н н.svg]] || ен /ɛn/ || /n/ || N
|-
| О о || [[Mynd:16-Russian alphabet-О о.svg]] || о /ɔ/ || /ɔ/ || O
|-
| П п || [[Mynd:17-Russian alphabet-П п.svg]] || пе /pɛ/ || /p/ || P
|-
| Р р || [[Mynd:18-Russian alphabet-Р р.svg]] || ер /ɛr/ || /r/ || R
|-
| С с || [[Mynd:19-Russian alphabet-С с.svg]] || ес /ɛs/ || /s/ || S
|-
| Т т || [[Mynd:20-Russian alphabet-Т т.svg]] || те /tɛ/ || /t/ || T
|-
| У у || [[Mynd:21-Russian alphabet-У у.svg]] || у /u/ || /u/ || Ú
|-
| Ф ф || [[Mynd:22-Russian alphabet-Ф ф.svg]] || еф /ɛf/ || /f/ || F
|-
| Х х || [[Mynd:23-Russian alphabet-Х х.svg]] || ха /xɑ/ || /x/ || Kh
|-
| Ц ц || [[Mynd:24-Russian alphabet-Ц ц.svg]] || це /t͡sɛ/ || /t͡s/ || Ts
|-
| Ч ч || [[Mynd:25-Russian alphabet-Ч ч.svg]] || че //t͡ʃɛ/ || //t͡ʃ/ || Tsj
|-
| Ш ш || [[Mynd:26-Russian alphabet-Ш ш.svg]] || ша /ʃɑ/ || /ʃ/ || Sj
|-
| Щ щ || [[Mynd:27-Russian alphabet-Щ щ.svg]] || ща /ʃt͡ʃɑ/ ||/ʃt͡ʃ/ || Sjtsj
|-
| Ь ь || [[Mynd:30-Russian alphabet-ь.svg]] || м’який знак <br />/mjɑˈkɪj znɑk/ || /ʲ/ ||
|-
| Ю ю || [[Mynd:32-Russian alphabet-Ю ю.svg]] || ю /ju/ || /ju/, /ʲu/ || Jú
|-
| Я я || [[Mynd:33-Russian alphabet-Я я.svg]] || я /ja/ || /jɑ/, /ʲɑ/ || Ja
|}
Auk þess sem tugatáknið sem er notað úrfellingarmerki: |з'''<nowiki>'</nowiki>'''їзд|.
== Tenglar ==
*[https://arnastofnun.is/is/umritunartafla-milli-ukrainsku-og-islensku Umritunartafla milli úkraínsku og íslensku - Árnastofnun.]
{{InterWiki|code=uk}}
* [http://ukrainskamova.at.ua/ Офіційний сайт Української мови]. Kennsluefni um úkraínsku.
{{Wiktionary|úkraínska}}
{{Stubbur|tungumál}}
{{Slavnesk tungumál}}
[[Flokkur:Slavnesk tungumál]]
[[Flokkur:Úkraína]]
4wu6c5sx4rszwdwro5g87igk2q4x2v5
1764238
1764237
2022-08-09T12:50:22Z
157.157.164.121
/* Stafagerð */
wikitext
text/x-wiki
{{Tungumál|
ættarlitur=Indóevrópskt|
nafn=Úkraínska|
nafn2=Українська мова Úkrajínsjka mova|
ríki=[[Úkraína]], [[Rússland]], [[Hvíta-Rússland]], [[Rúmenía]], [[Moldóva]], [[Kanada]], [[Pólland]], [[Ísrael]], [[Bandaríkin]], [[Kasakstan]], [[Brasilía]], [[Slóvakía]]|
svæði=Fyrrum [[Sovétríkin|Sovétríki]], [[Vestur-Evrópa]], [[Asía]], [[Norður-Ameríka]]|
talendur=Uþb. 45.400.000|
sæti=26|
ætt=[[Indóevrópsk tungumál|Indóevrópskt]]<br /> [[Baltóslavnesk tungumál|Baltóslavneskt]]<br /> [[Slavnesk tungumál|Slavneskt]]<br /> [[Austurslavnesk tungumál|Austurslavneskt]]<br />
'''Úkraínska'''|
þjóð=[[Úkraína]]|
stýrt af=[http://www1.nas.gov.ua/institutes/ium/Pages/default.aspx Úkraínsku tungumálastofnuninni]|
iso1=uk|
iso2=ukr|
sil=UKR|
}}
'''Úkraínska''' (''украї́нська мо́ва''; með [[latneskt stafróf|latnesku stafrófi]]: ''ukrayins'ka mova''; [[IPA]]: ''ukrɑˈjinʲsʲkɑ ˈmɔwɑ'') er slavneskt tungumál sem er talað í [[Úkraína|Úkraínu]] af 45,4 milljónum manna ([[2014]]) en er einnig algengt samskipta- og móðurmál í öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt stafróf|kýrillíska stafrófinu]]. Hún er eitt þriggja mála sem nú eru notuð sem teljast til austurslavnesku málagreinarinnar, hin tvö eru [[rússneska]] og [[hvítrússneska]].
== Greining ==
Úkraínska er austur-slavneskt mál innan [[Indó-evrópsk tungumál|indóevrópsku málaættarinnar]]. Austurslavnesk eru enn fremur [[rússneska]] og [[hvítrússneska]].
Nafnorð hafa 7 föll. Auk þeirra 4 sem við þekkjum úr íslensku eru ávarpsfall, staðarfall og tækisfall.
Úkraínska hefur hvorki ákveðinn né óákveðinn greini og tengisögn í nútíð (er) er ekki notuð.
== Útbreiðsla ==
----
{| cellpadding="2" cellspacing="2" border="0" align="center"
|-----
| valign="top" | [[Mynd:Ukrainian_in_the_world.svg|700px|Útbreiðsla úkraínsku]]<br />
|-----
| valign="top" align="center" | <font SIZE=-1>''Hinn úkraínskumælandi heimur''</font><br />
<font SIZE=-2>Ljósbleikur: opinbert mál<br />
Vínrauður: mikið notað, víðast skilið eða talað; ekki opinbert<br />
|}
== Mállýskur ==
Mállýskumunur hefur ekki verið mikill í úkraínsku og munur á milli mállýskna hefur minnkað mikið á 20. öld. Mállýskumunur er bæði hvað varðar framburð, orðaforða og málfræði. Sú úkraínska sem notuð er opinberlega og kennd í skólum byggist á mállýsku [[Kíev|Kyjív]], [[Vinnytsia|Vínnytsja]] og Poltava.
== Stafagerð ==
Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt letur|kýrillísku letri]] sem samanstendur af 33 [[bókstafur|bókstöfum]].
{| class="wikitable"
|- cellpadding="5" align="center"
! Kýrillískur <br />bókstafur
! Skrifletur
! Bókstafaheiti <br />umritun
! [[IPA]]
! Umritun
|-
| А а || [[Mynd:01-Russian alphabet-А а.svg]] || а /ɑ/ || /ɑ/ || A
|-
| Б б || [[Mynd:02-Russian alphabet-Б б.svg]] || бе /bɛ/ || /b/ || B
|-
| В в || [[Mynd:03-Russian alphabet-В в.svg]] || ве /ʋɛ/ || /ʋ/, /w/ || V
|-
| Г г || [[Mynd:04-Russian alphabet-Г г.svg]] || ге /ɦɛ/ || /ɦ/ || R
|-
| Ґ ґ || || ґе /gɛ/ || /g/ || G
|-
| Д д || [[Mynd:05-Russian alphabet-Д д.svg]] || де /dɛ/ || /d/ || D
|-
| Е е || [[Mynd:06-Russian alphabet-Е е.svg]] || е /e/ || /ɛ/ || E
|-
| Є є || || є /je/ || /jɛ/, /ʲɛ/ || Je
|-
| Ж ж || [[Mynd:08-Russian alphabet-Ж ж.svg]] || же /ʒɛ/ || /ʒ/ || Zj
|-
| З з || [[Mynd:09-Russian alphabet-З з.svg]] || зе /zɛ/ || /z/ || Z
|-
| И и || [[Mynd:10-Russian alphabet-И и.svg]] || и /ɪ/ || /ɪ/ || Y eða I
|-
| I і || || і /i/ || /i/ || Í
|-
| Ї ї || || ї /ji/ || /ji/, /jɪ/ || Jí
|-
| Й й || [[Mynd:11-Russian alphabet-Й й.svg]] || йот /jɔt/ || /j/ || J
|-
| К к || [[Mynd:12-Russian alphabet-К к.svg]] || ка /kɑ/ || /k/ || K
|-
| Л л || [[Mynd:13-Russian alphabet-Л л.svg]] || ел /ɛl/ || /l/ || L
|-
| М м || [[Mynd:14-Russian alphabet-М м.svg]] || ем /ɛm/ || /m/ || M
|-
| Н н || [[Mynd:15-Russian alphabet-Н н.svg]] || ен /ɛn/ || /n/ || N
|-
| О о || [[Mynd:16-Russian alphabet-О о.svg]] || о /ɔ/ || /ɔ/ || O
|-
| П п || [[Mynd:17-Russian alphabet-П п.svg]] || пе /pɛ/ || /p/ || P
|-
| Р р || [[Mynd:18-Russian alphabet-Р р.svg]] || ер /ɛr/ || /r/ || R
|-
| С с || [[Mynd:19-Russian alphabet-С с.svg]] || ес /ɛs/ || /s/ || S
|-
| Т т || [[Mynd:20-Russian alphabet-Т т.svg]] || те /tɛ/ || /t/ || T
|-
| У у || [[Mynd:21-Russian alphabet-У у.svg]] || у /u/ || /u/ || Ú
|-
| Ф ф || [[Mynd:22-Russian alphabet-Ф ф.svg]] || еф /ɛf/ || /f/ || F
|-
| Х х || [[Mynd:23-Russian alphabet-Х х.svg]] || ха /xɑ/ || /x/ || Kh
|-
| Ц ц || [[Mynd:24-Russian alphabet-Ц ц.svg]] || це /t͡sɛ/ || /t͡s/ || Ts
|-
| Ч ч || [[Mynd:25-Russian alphabet-Ч ч.svg]] || че //t͡ʃɛ/ || //t͡ʃ/ || Tsj
|-
| Ш ш || [[Mynd:26-Russian alphabet-Ш ш.svg]] || ша /ʃɑ/ || /ʃ/ || Sj
|-
| Щ щ || [[Mynd:27-Russian alphabet-Щ щ.svg]] || ща /ʃt͡ʃɑ/ ||/ʃt͡ʃ/ || Sjtsj
|-
| Ь ь || [[Mynd:30-Russian alphabet-ь.svg]] || м’який знак <br />/mjɑˈkɪj znɑk/ || /ʲ/ ||
|-
| Ю ю || [[Mynd:32-Russian alphabet-Ю ю.svg]] || ю /ju/ || /ju/, /ʲu/ || Jú
|-
| Я я || [[Mynd:33-Russian alphabet-Я я.svg]] || я /ja/ || /jɑ/, /ʲɑ/ || Ja
|}
Auk þess sem tugatáknið sem er notað úrfellingarmerki: |з'''<nowiki>'</nowiki>'''їзд|.
== Tenglar ==
*[https://arnastofnun.is/is/umritunartafla-milli-ukrainsku-og-islensku Umritunartafla milli úkraínsku og íslensku - Árnastofnun.]
{{InterWiki|code=uk}}
* [http://ukrainskamova.at.ua/ Офіційний сайт Української мови]. Kennsluefni um úkraínsku.
{{Wiktionary|úkraínska}}
{{Stubbur|tungumál}}
{{Slavnesk tungumál}}
[[Flokkur:Slavnesk tungumál]]
[[Flokkur:Úkraína]]
sq7jrdvo1gqxw2n9r1fvnp4dbx17f0p
1764239
1764238
2022-08-09T12:51:00Z
157.157.164.121
/* Stafagerð */
wikitext
text/x-wiki
{{Tungumál|
ættarlitur=Indóevrópskt|
nafn=Úkraínska|
nafn2=Українська мова Úkrajínsjka mova|
ríki=[[Úkraína]], [[Rússland]], [[Hvíta-Rússland]], [[Rúmenía]], [[Moldóva]], [[Kanada]], [[Pólland]], [[Ísrael]], [[Bandaríkin]], [[Kasakstan]], [[Brasilía]], [[Slóvakía]]|
svæði=Fyrrum [[Sovétríkin|Sovétríki]], [[Vestur-Evrópa]], [[Asía]], [[Norður-Ameríka]]|
talendur=Uþb. 45.400.000|
sæti=26|
ætt=[[Indóevrópsk tungumál|Indóevrópskt]]<br /> [[Baltóslavnesk tungumál|Baltóslavneskt]]<br /> [[Slavnesk tungumál|Slavneskt]]<br /> [[Austurslavnesk tungumál|Austurslavneskt]]<br />
'''Úkraínska'''|
þjóð=[[Úkraína]]|
stýrt af=[http://www1.nas.gov.ua/institutes/ium/Pages/default.aspx Úkraínsku tungumálastofnuninni]|
iso1=uk|
iso2=ukr|
sil=UKR|
}}
'''Úkraínska''' (''украї́нська мо́ва''; með [[latneskt stafróf|latnesku stafrófi]]: ''ukrayins'ka mova''; [[IPA]]: ''ukrɑˈjinʲsʲkɑ ˈmɔwɑ'') er slavneskt tungumál sem er talað í [[Úkraína|Úkraínu]] af 45,4 milljónum manna ([[2014]]) en er einnig algengt samskipta- og móðurmál í öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt stafróf|kýrillíska stafrófinu]]. Hún er eitt þriggja mála sem nú eru notuð sem teljast til austurslavnesku málagreinarinnar, hin tvö eru [[rússneska]] og [[hvítrússneska]].
== Greining ==
Úkraínska er austur-slavneskt mál innan [[Indó-evrópsk tungumál|indóevrópsku málaættarinnar]]. Austurslavnesk eru enn fremur [[rússneska]] og [[hvítrússneska]].
Nafnorð hafa 7 föll. Auk þeirra 4 sem við þekkjum úr íslensku eru ávarpsfall, staðarfall og tækisfall.
Úkraínska hefur hvorki ákveðinn né óákveðinn greini og tengisögn í nútíð (er) er ekki notuð.
== Útbreiðsla ==
----
{| cellpadding="2" cellspacing="2" border="0" align="center"
|-----
| valign="top" | [[Mynd:Ukrainian_in_the_world.svg|700px|Útbreiðsla úkraínsku]]<br />
|-----
| valign="top" align="center" | <font SIZE=-1>''Hinn úkraínskumælandi heimur''</font><br />
<font SIZE=-2>Ljósbleikur: opinbert mál<br />
Vínrauður: mikið notað, víðast skilið eða talað; ekki opinbert<br />
|}
== Mállýskur ==
Mállýskumunur hefur ekki verið mikill í úkraínsku og munur á milli mállýskna hefur minnkað mikið á 20. öld. Mállýskumunur er bæði hvað varðar framburð, orðaforða og málfræði. Sú úkraínska sem notuð er opinberlega og kennd í skólum byggist á mállýsku [[Kíev|Kyjív]], [[Vinnytsia|Vínnytsja]] og Poltava.
== Stafagerð ==
Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt letur|kýrillísku letri]] sem samanstendur af 33 [[bókstafur|bókstöfum]].
{| class="wikitable"
|- cellpadding="5" align="center"
! Kýrillískur <br />bókstafur
! Skrifletur
! Bókstafaheiti <br />og hljóðritun
! [[IPA]]
! Umritun
|-
| А а || [[Mynd:01-Russian alphabet-А а.svg]] || а /ɑ/ || /ɑ/ || A
|-
| Б б || [[Mynd:02-Russian alphabet-Б б.svg]] || бе /bɛ/ || /b/ || B
|-
| В в || [[Mynd:03-Russian alphabet-В в.svg]] || ве /ʋɛ/ || /ʋ/, /w/ || V
|-
| Г г || [[Mynd:04-Russian alphabet-Г г.svg]] || ге /ɦɛ/ || /ɦ/ || R
|-
| Ґ ґ || || ґе /gɛ/ || /g/ || G
|-
| Д д || [[Mynd:05-Russian alphabet-Д д.svg]] || де /dɛ/ || /d/ || D
|-
| Е е || [[Mynd:06-Russian alphabet-Е е.svg]] || е /e/ || /ɛ/ || E
|-
| Є є || || є /je/ || /jɛ/, /ʲɛ/ || Je
|-
| Ж ж || [[Mynd:08-Russian alphabet-Ж ж.svg]] || же /ʒɛ/ || /ʒ/ || Zj
|-
| З з || [[Mynd:09-Russian alphabet-З з.svg]] || зе /zɛ/ || /z/ || Z
|-
| И и || [[Mynd:10-Russian alphabet-И и.svg]] || и /ɪ/ || /ɪ/ || Y eða I
|-
| I і || || і /i/ || /i/ || Í
|-
| Ї ї || || ї /ji/ || /ji/, /jɪ/ || Jí
|-
| Й й || [[Mynd:11-Russian alphabet-Й й.svg]] || йот /jɔt/ || /j/ || J
|-
| К к || [[Mynd:12-Russian alphabet-К к.svg]] || ка /kɑ/ || /k/ || K
|-
| Л л || [[Mynd:13-Russian alphabet-Л л.svg]] || ел /ɛl/ || /l/ || L
|-
| М м || [[Mynd:14-Russian alphabet-М м.svg]] || ем /ɛm/ || /m/ || M
|-
| Н н || [[Mynd:15-Russian alphabet-Н н.svg]] || ен /ɛn/ || /n/ || N
|-
| О о || [[Mynd:16-Russian alphabet-О о.svg]] || о /ɔ/ || /ɔ/ || O
|-
| П п || [[Mynd:17-Russian alphabet-П п.svg]] || пе /pɛ/ || /p/ || P
|-
| Р р || [[Mynd:18-Russian alphabet-Р р.svg]] || ер /ɛr/ || /r/ || R
|-
| С с || [[Mynd:19-Russian alphabet-С с.svg]] || ес /ɛs/ || /s/ || S
|-
| Т т || [[Mynd:20-Russian alphabet-Т т.svg]] || те /tɛ/ || /t/ || T
|-
| У у || [[Mynd:21-Russian alphabet-У у.svg]] || у /u/ || /u/ || Ú
|-
| Ф ф || [[Mynd:22-Russian alphabet-Ф ф.svg]] || еф /ɛf/ || /f/ || F
|-
| Х х || [[Mynd:23-Russian alphabet-Х х.svg]] || ха /xɑ/ || /x/ || Kh
|-
| Ц ц || [[Mynd:24-Russian alphabet-Ц ц.svg]] || це /t͡sɛ/ || /t͡s/ || Ts
|-
| Ч ч || [[Mynd:25-Russian alphabet-Ч ч.svg]] || че //t͡ʃɛ/ || //t͡ʃ/ || Tsj
|-
| Ш ш || [[Mynd:26-Russian alphabet-Ш ш.svg]] || ша /ʃɑ/ || /ʃ/ || Sj
|-
| Щ щ || [[Mynd:27-Russian alphabet-Щ щ.svg]] || ща /ʃt͡ʃɑ/ ||/ʃt͡ʃ/ || Sjtsj
|-
| Ь ь || [[Mynd:30-Russian alphabet-ь.svg]] || м’який знак <br />/mjɑˈkɪj znɑk/ || /ʲ/ ||
|-
| Ю ю || [[Mynd:32-Russian alphabet-Ю ю.svg]] || ю /ju/ || /ju/, /ʲu/ || Jú
|-
| Я я || [[Mynd:33-Russian alphabet-Я я.svg]] || я /ja/ || /jɑ/, /ʲɑ/ || Ja
|}
Auk þess sem tugatáknið sem er notað úrfellingarmerki: |з'''<nowiki>'</nowiki>'''їзд|.
== Tenglar ==
*[https://arnastofnun.is/is/umritunartafla-milli-ukrainsku-og-islensku Umritunartafla milli úkraínsku og íslensku - Árnastofnun.]
{{InterWiki|code=uk}}
* [http://ukrainskamova.at.ua/ Офіційний сайт Української мови]. Kennsluefni um úkraínsku.
{{Wiktionary|úkraínska}}
{{Stubbur|tungumál}}
{{Slavnesk tungumál}}
[[Flokkur:Slavnesk tungumál]]
[[Flokkur:Úkraína]]
503trva1xmp0nzrpwvqvodwmbfqsuc4
1764335
1764239
2022-08-10T06:19:51Z
Mashkawat.ahsan
86644
Myndband #WPWP
wikitext
text/x-wiki
{{Tungumál|
ættarlitur=Indóevrópskt|
nafn=Úkraínska|
nafn2=Українська мова Úkrajínsjka mova|
ríki=[[Úkraína]], [[Rússland]], [[Hvíta-Rússland]], [[Rúmenía]], [[Moldóva]], [[Kanada]], [[Pólland]], [[Ísrael]], [[Bandaríkin]], [[Kasakstan]], [[Brasilía]], [[Slóvakía]]|
svæði=Fyrrum [[Sovétríkin|Sovétríki]], [[Vestur-Evrópa]], [[Asía]], [[Norður-Ameríka]]|
talendur=Uþb. 45.400.000|
sæti=26|
ætt=[[Indóevrópsk tungumál|Indóevrópskt]]<br /> [[Baltóslavnesk tungumál|Baltóslavneskt]]<br /> [[Slavnesk tungumál|Slavneskt]]<br /> [[Austurslavnesk tungumál|Austurslavneskt]]<br />
'''Úkraínska'''|
þjóð=[[Úkraína]]|
stýrt af=[http://www1.nas.gov.ua/institutes/ium/Pages/default.aspx Úkraínsku tungumálastofnuninni]|
iso1=uk|
iso2=ukr|
sil=UKR|
}}
'''Úkraínska''' (''украї́нська мо́ва''; með [[latneskt stafróf|latnesku stafrófi]]: ''ukrayins'ka mova''; [[IPA]]: ''ukrɑˈjinʲsʲkɑ ˈmɔwɑ'') er slavneskt tungumál sem er talað í [[Úkraína|Úkraínu]] af 45,4 milljónum manna ([[2014]]) en er einnig algengt samskipta- og móðurmál í öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt stafróf|kýrillíska stafrófinu]]. Hún er eitt þriggja mála sem nú eru notuð sem teljast til austurslavnesku málagreinarinnar, hin tvö eru [[rússneska]] og [[hvítrússneska]].
[[File:WIKITONGUES- Vira speaking Ukrainian.webm|thumb|250px|Úkraínska]]
== Greining ==
Úkraínska er austur-slavneskt mál innan [[Indó-evrópsk tungumál|indóevrópsku málaættarinnar]]. Austurslavnesk eru enn fremur [[rússneska]] og [[hvítrússneska]].
Nafnorð hafa 7 föll. Auk þeirra 4 sem við þekkjum úr íslensku eru ávarpsfall, staðarfall og tækisfall.
Úkraínska hefur hvorki ákveðinn né óákveðinn greini og tengisögn í nútíð (er) er ekki notuð.
== Útbreiðsla ==
----
{| cellpadding="2" cellspacing="2" border="0" align="center"
|-----
| valign="top" | [[Mynd:Ukrainian_in_the_world.svg|700px|Útbreiðsla úkraínsku]]<br />
|-----
| valign="top" align="center" | <font SIZE=-1>''Hinn úkraínskumælandi heimur''</font><br />
<font SIZE=-2>Ljósbleikur: opinbert mál<br />
Vínrauður: mikið notað, víðast skilið eða talað; ekki opinbert<br />
|}
== Mállýskur ==
Mállýskumunur hefur ekki verið mikill í úkraínsku og munur á milli mállýskna hefur minnkað mikið á 20. öld. Mállýskumunur er bæði hvað varðar framburð, orðaforða og málfræði. Sú úkraínska sem notuð er opinberlega og kennd í skólum byggist á mállýsku [[Kíev|Kyjív]], [[Vinnytsia|Vínnytsja]] og Poltava.
== Stafagerð ==
Úkraínska er rituð með afbrigði af [[Kýrillískt letur|kýrillísku letri]] sem samanstendur af 33 [[bókstafur|bókstöfum]].
{| class="wikitable"
|- cellpadding="5" align="center"
! Kýrillískur <br />bókstafur
! Skrifletur
! Bókstafaheiti <br />og hljóðritun
! [[IPA]]
! Umritun
|-
| А а || [[Mynd:01-Russian alphabet-А а.svg]] || а /ɑ/ || /ɑ/ || A
|-
| Б б || [[Mynd:02-Russian alphabet-Б б.svg]] || бе /bɛ/ || /b/ || B
|-
| В в || [[Mynd:03-Russian alphabet-В в.svg]] || ве /ʋɛ/ || /ʋ/, /w/ || V
|-
| Г г || [[Mynd:04-Russian alphabet-Г г.svg]] || ге /ɦɛ/ || /ɦ/ || R
|-
| Ґ ґ || || ґе /gɛ/ || /g/ || G
|-
| Д д || [[Mynd:05-Russian alphabet-Д д.svg]] || де /dɛ/ || /d/ || D
|-
| Е е || [[Mynd:06-Russian alphabet-Е е.svg]] || е /e/ || /ɛ/ || E
|-
| Є є || || є /je/ || /jɛ/, /ʲɛ/ || Je
|-
| Ж ж || [[Mynd:08-Russian alphabet-Ж ж.svg]] || же /ʒɛ/ || /ʒ/ || Zj
|-
| З з || [[Mynd:09-Russian alphabet-З з.svg]] || зе /zɛ/ || /z/ || Z
|-
| И и || [[Mynd:10-Russian alphabet-И и.svg]] || и /ɪ/ || /ɪ/ || Y eða I
|-
| I і || || і /i/ || /i/ || Í
|-
| Ї ї || || ї /ji/ || /ji/, /jɪ/ || Jí
|-
| Й й || [[Mynd:11-Russian alphabet-Й й.svg]] || йот /jɔt/ || /j/ || J
|-
| К к || [[Mynd:12-Russian alphabet-К к.svg]] || ка /kɑ/ || /k/ || K
|-
| Л л || [[Mynd:13-Russian alphabet-Л л.svg]] || ел /ɛl/ || /l/ || L
|-
| М м || [[Mynd:14-Russian alphabet-М м.svg]] || ем /ɛm/ || /m/ || M
|-
| Н н || [[Mynd:15-Russian alphabet-Н н.svg]] || ен /ɛn/ || /n/ || N
|-
| О о || [[Mynd:16-Russian alphabet-О о.svg]] || о /ɔ/ || /ɔ/ || O
|-
| П п || [[Mynd:17-Russian alphabet-П п.svg]] || пе /pɛ/ || /p/ || P
|-
| Р р || [[Mynd:18-Russian alphabet-Р р.svg]] || ер /ɛr/ || /r/ || R
|-
| С с || [[Mynd:19-Russian alphabet-С с.svg]] || ес /ɛs/ || /s/ || S
|-
| Т т || [[Mynd:20-Russian alphabet-Т т.svg]] || те /tɛ/ || /t/ || T
|-
| У у || [[Mynd:21-Russian alphabet-У у.svg]] || у /u/ || /u/ || Ú
|-
| Ф ф || [[Mynd:22-Russian alphabet-Ф ф.svg]] || еф /ɛf/ || /f/ || F
|-
| Х х || [[Mynd:23-Russian alphabet-Х х.svg]] || ха /xɑ/ || /x/ || Kh
|-
| Ц ц || [[Mynd:24-Russian alphabet-Ц ц.svg]] || це /t͡sɛ/ || /t͡s/ || Ts
|-
| Ч ч || [[Mynd:25-Russian alphabet-Ч ч.svg]] || че //t͡ʃɛ/ || //t͡ʃ/ || Tsj
|-
| Ш ш || [[Mynd:26-Russian alphabet-Ш ш.svg]] || ша /ʃɑ/ || /ʃ/ || Sj
|-
| Щ щ || [[Mynd:27-Russian alphabet-Щ щ.svg]] || ща /ʃt͡ʃɑ/ ||/ʃt͡ʃ/ || Sjtsj
|-
| Ь ь || [[Mynd:30-Russian alphabet-ь.svg]] || м’який знак <br />/mjɑˈkɪj znɑk/ || /ʲ/ ||
|-
| Ю ю || [[Mynd:32-Russian alphabet-Ю ю.svg]] || ю /ju/ || /ju/, /ʲu/ || Jú
|-
| Я я || [[Mynd:33-Russian alphabet-Я я.svg]] || я /ja/ || /jɑ/, /ʲɑ/ || Ja
|}
Auk þess sem tugatáknið sem er notað úrfellingarmerki: |з'''<nowiki>'</nowiki>'''їзд|.
== Tenglar ==
*[https://arnastofnun.is/is/umritunartafla-milli-ukrainsku-og-islensku Umritunartafla milli úkraínsku og íslensku - Árnastofnun.]
{{InterWiki|code=uk}}
* [http://ukrainskamova.at.ua/ Офіційний сайт Української мови]. Kennsluefni um úkraínsku.
{{Wiktionary|úkraínska}}
{{Stubbur|tungumál}}
{{Slavnesk tungumál}}
[[Flokkur:Slavnesk tungumál]]
[[Flokkur:Úkraína]]
7lk7yp1dbpa0hdtk5z1pwij9hq2ye8q
Eiríkur Guðmundsson (leikari)
0
50244
1764242
382360
2022-08-09T13:01:25Z
Berserkur
10188
Berserkur færði [[Eiríkur Guðmundsson]] á [[Eiríkur Guðmundsson (leikari)]]
wikitext
text/x-wiki
'''Eiríkur Guðmundsson''' (f. [[7. apríl]] [[1957]]) er [[Ísland|íslenskur]] [[leikari]].
==Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum==
{| class="wikitable"
|-
!Ár !! Kvikmynd/Þáttur !! Hlutverk !! Athugasemdir og verðlaun
|-
|'''[[1991]]'''||''[[Börn náttúrunnar]]''||Línumaður||
|-
|}
==Tenglar==
* {{imdb|name/nm2265692|Eiríkur Guðmundsson}}
{{stubbur|æviágrip|leikari|Ísland}}
[[Flokkur:Íslenskir leikarar]]
{{f|1957}}
t4bj93gbzrbuh39jseh7j9u4efildrn
Wikipedia:Lönd heimsins
4
51831
1764351
1764130
2022-08-10T11:16:57Z
Akigka
183
/* Mat */
wikitext
text/x-wiki
__NOTOC__
{{Lönd heimsins}}<!--Til að hlaða inn stílsniði, þarf að vera efst.-->
<div style="margin:10px 0px 10px 0px;-moz-box-shadow:1px 1px 1px rgba(0, 0, 0, 0.1);-webkit-box-shadow:1px 1px 1px rgba(0, 0, 0, 0.1);box-shadow:1px 1px 1px rgba(0, 0, 0, 0.1);background:#FFFFFF;padding:10px;" class="hp-header">
{|style="width:100%;"
|style="vertical-align:middle;text-align:center;padding:15px;" class="hp-welkom"|
<span style="color:#333333;font-size:2.4em;font-family:'Linux Libertine',Georgia, serif;font-variant:small-caps;line-height:100%;" class="hp-welkom-1">Lönd heimsins</span><br />
<span style="color:#333333;font-size:1.3em;font-family:'Linux Libertine','Times New Roman', serif;line-height:100%;" class="hp-welkom-2">þar með talin heimastjórnarsvæði og umdeild svæði eða svæði með óvissa stöðu</span>
| style="width:30%;vertical-align:middle;text-align:center;border-left:1px solid #cccccc;padding:15px;" class="hp-statistieken"|
<span style="display:inline-block;text-align:left;">
Fjöldi greina: '''253'''
</span>
|}
</div>
Þetta er yfirlit yfir greinar um lönd, heimastjórnarsvæði, hjálendur og umdeild svæði eða svæði með óvissa stöðu þar sem þær eru flokkaðar eftir því hver staða greinarinnar er. Markmiðið er að gera þessar greinar aðeins ítarlegri og gæta þess að upplýsingar í þeim séu uppfærðar.
{|style="width:100%;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;background:#e0e9e0;" | [[Mynd:Mobilne_grille_przed_stadionem_w_Ułan_Bator.JPG|250px|right|Mongólía]]
<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Bæta í ágúst</span><br />
'''[[Mongólía]]'''
Vantar að bæta við texta og tilvísunum ...
[[Skjaldarmerki Mongólíu]] - [[Forseti Mongólíu]] - [[Ukhnaagiin Khürelsükh]] - [[Luvsannamsrain Oyun-Erdene]] - [[Tögrög]] ...
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;border-bottom:1px dotted #555555;background:#FAFAFA;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;" colspan="2" |<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Lönd eftir stöðu greinar</span>
| style="padding:10px;vertical-align:top;" colspan="2" |
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;background:#FAFAFA;"
| style="background-color:#F9F9F0;border-top:5px solid;border-color:#999933;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0875.svg|20px|]] Nokkuð ítarlegar (23)
| style="background-color:#F0F0F9;border-top:5px solid;border-color:#333399;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0625.svg|20px|]] Með 4+ undirkafla (65)
|- style="vertical-align:top;" |
| style="background-color:#FFFFF8;padding:1em;" |
[[Austurríki]] - '''[[Ástralía]]''' - [[Bandaríkin]] - [[Belgía]] - [[Bretland]] - [[Filippseyjar]] - '''[[Finnland]]''' - '''[[Frakkland]]''' - '''''[[Færeyjar]]''''' - [[Holland]] - [[Ísland]] - '''[[Ítalía]]''' - [[Kambódía]] - [[Kanada]] - [[Kasakstan]] - [[Lúxemborg]] - '''[[Malaví]]''' - '''[[Portúgal]]''' - [[Spánn]] - [[Sviss]] - [[Tékkland]] - '''[[Ungverjaland]]''' - [[Þýskaland]]
| style="background-color:#F8F8FA;padding:1em;" |
[[Afganistan]] - [[Alsír]] - [[Andorra]] - [[Benín]] - [[Brasilía]] - [[Búlgaría]] - [[Búrkína Fasó]] - [[Danmörk]] - ''[[England]]'' - [[Gabon]] - [[Georgía]] - ''[[Gíbraltar]]'' - ''[[Grænland]]'' - ''[[Guernsey]]'' - [[Gvatemala]] - [[Gvæjana]] - [[Haítí]] - ''[[Hong Kong]]'' - [[Írak]] - [[Írska lýðveldið]] - [[Ísrael]] - [[Japan]] - ''[[Jersey]]'' - [[Katar]] - [[Kosta Ríka]] - [[Kólumbía]] - [[Kúba]] - [[Kýpur]] - [[Laos]] - [[Liechtenstein]] - ''[[Makaó]]'' - [[Malí]] - [[Marshalleyjar]] - [[Marokkó]] - ''[[Mayotte]]'' - [[Máritanía]] - [[Máritíus]] - [[Mjanmar]] - [[Moldóva]] - [[Mongólía]] - [[Mósambík]] - [[Nepal]] - [[Nígería]] - [[Norður-Makedónía]] - [[Noregur]] - [[Papúa Nýja-Gínea]] - [[Pólland]] - ''[[Réunion]]'' - [[Rúanda]] - [[Sankti Lúsía]] - [[Sankti Vinsent og Grenadínur]] - [[Sádi-Arabía]] - [[Singapúr]] - ''[[Skotland]]'' - [[Slóvakía]] - [[Slóvenía]] - ''[[Svalbarði]]'' - [[Svartfjallaland]] - [[Svíþjóð]] - [[Tansanía]] - [[Tyrkland]] - [[Vatíkanið]] - [[Víetnam]] - ''[[Wales]]'' - ''[[Wallis- og Fútúnaeyjar]]''
|-
| style="background-color:#F0F9F0;border-top:5px solid;border-color:#339933;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0375.svg|20px|]] Með 3 undirkafla (98)
| style="background-color:#F9F0F4;border-top:5px solid;border-color:#993366;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0125.svg|20px|]] Með 2- undirkafla (67)
|- style="vertical-align:top;" |
| style="background-color:#F8FFF8;padding:1em;" |
[[Albanía]] - [[Alþýðulýðveldið Kína]] - ''[[Angvilla]]'' - [[Argentína]] - ''[[Arúba]]'' - [[Austur-Tímor]] - [[Bahamaeyjar]] - ''[[Bandaríska Samóa]]'' - [[Barbados]] - [[Belís]] - ''[[Bermúda]]'' - [[Botsvana]] - ''[[Bresku Jómfrúaeyjar]]'' - [[Djibútí]] - [[Dóminíska lýðveldið]] - [[Egyptaland]] - [[Ekvador]] - [[El Salvador]] - [[Esvatíní]] - ''[[Falklandseyjar]]'' - [[Fílabeinsströndin]] - ''[[Franska Gvæjana]]'' - [[Gana]] - [[Gínea]] - [[Gínea-Bissá]] - [[Grikkland]] - [[Grænhöfðaeyjar]] - ''[[Gvadelúpeyjar]]'' - ''[[Gvam]]'' - [[Hvíta-Rússland]] - [[Indónesía]] - [[Jamaíka]] - [[Jemen]] - ''[[Jólaeyja]]'' - [[Jórdanía]] - [[Kamerún]] - [[Kirgistan]] - ''[[Kosóvó]]'' - [[Kómoreyjar]] - [[Króatía]] - [[Lesótó]] - [[Lettland]] - [[Líbanon]] - [[Líbía]] - [[Lýðstjórnarlýðveldið Kongó]] - [[Lýðveldið Kína]] - [[Lýðveldið Kongó]] - [[Madagaskar]] - [[Malasía]] - [[Maldívur]] - [[Mexíkó]] - [[Mið-Afríkulýðveldið]] - [[Miðbaugs-Gínea]] - [[Míkrónesía (ríki)]] - ''[[Montserrat]]'' - [[Mónakó]] - ''[[Mön (Írlandshafi)]]'' - [[Namibía]] - [[Níger]] - ''[[Norður-Írland]]'' - ''[[Norður-Kýpur]]'' - ''[[Norður-Maríanaeyjar]]'' - ''[[Norfolkeyja]]'' - [[Óman]] - [[Pakistan]] - ''[[Palestínuríki]]'' - [[Perú]] - ''[[Pitcairn]]'' - ''[[Púertó Ríkó]]'' - [[Rúmenía]] - [[Rússland]] - ''[[Saint-Barthélemy]]'' - ''[[Saint-Martin]]'' - [[Salómonseyjar]] - [[Sambía]] - [[Samóa]] - [[Sankti Kristófer og Nevis]] - [[Senegal]] - [[Seychelles-eyjar]] - [[Simbabve]] - ''[[Sint Maarten]]'' - ''[[Sómalíland]]'' - [[Suður-Afríka]] - [[Suður-Súdan]] - [[Súdan]] - [[Súrínam]] - [[Tadsíkistan]] - [[Taíland]] - [[Tonga]] - ''[[Tókelá]]'' - ''[[Transnistría]]'' - [[Túnis]] - [[Túrkmenistan]] - [[Túvalú]] - [[Úganda]] - [[Úkraína]] - [[Úrúgvæ]] - [[Úsbekistan]]
| style="background-color:#FFF8FA;padding:1em;" |
''[[Abkasía]]'' - [[Angóla]] - [[Antígva og Barbúda]] - [[Armenía]] - ''[[Artsak-lýðveldið]]'' - [[Aserbaísjan]] - ''[[Álandseyjar]]'' - ''[[Bandarísku Jómfrúaeyjar]]'' - [[Bangladess]] - [[Barein]] - [[Bosnía og Hersegóvína]] - ''[[Bougainville]]'' - [[Bólivía]] - [[Brúnei]] - [[Búrúndí]] - [[Bútan]] - ''[[Cayman-eyjar]]'' - ''[[Cooks-eyjar]]'' - ''[[Curaçao]]'' - [[Dóminíka]] - [[Eistland]] - [[Eritrea]] - [[Eþíópía]] - [[Fídjí]] - ''[[Franska Pólýnesía]]'' - [[Gambía]] - [[Grenada]] - [[Hondúras]] - [[Indland]] - [[Íran]] - [[Kenía]] - [[Kíribatí]] - ''[[Kókoseyjar]]'' - [[Kúveit]] - [[Litháen]] - [[Líbería]] - [[Malta]] - ''[[Martinique]]'' - [[Naúrú]] - [[Niue]] - [[Níkaragva]] - [[Norður-Kórea]] - ''[[Nýja-Kaledónía]]'' - [[Nýja-Sjáland]] - [[Palaú]] - [[Panama]] - [[Paragvæ]] - ''[[Sahrawi-lýðveldið]]'' - [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] - [[San Marínó]] - ''[[Sankti Helena]]'' - ''[[Sankti Pierre og Miquelon]]'' - [[Saó Tóme og Prinsípe]] - [[Serbía]] - [[Síerra Leóne]] - [[Síle]] - [[Sómalía]] - [[Srí Lanka]] - [[Suður-Kórea]] - ''[[Suður-Ossetía]]'' - [[Sýrland]] - [[Tjad]] - [[Tógó]] - [[Trínidad og Tóbagó]] - ''[[Turks- og Caicoseyjar]]'' - [[Vanúatú]] - [[Venesúela]]
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;border-bottom:1px solid #555555;background:#FAFAFA;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;" |<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Landalistar</span>
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;background:#F9F4E9;"
| style="padding:1em;" |
[[ISO-3166-1]] - [[Listi yfir fullvalda ríki]] - [[Lönd eftir stærð]] - [[Lönd eftir mannfjölda]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu (KMJ)]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu (nafnvirði)]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu á mann (KMJ)]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu á mann (nafnvirði)]] - [[Listi yfir lönd eftir vísitölu um þróun lífsgæða]] - [[Listi yfir lönd eftir tíðni sjálfsmorða]] - [[Listi yfir landsnúmer]] - [[Hæð manna]] - [[Listi fjölmennustu eyja heims]] - [[Ungbarnadauði]] - ...
|}
== Mat ==
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;border-bottom:1px solid #555555;background:#FAFAFA;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;" |<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Uppsetning</span>
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;background:#F9F4E9;"
| style="padding:1em;" |
* ''Ig'' : Inngangur
* '''Ht''' : Heiti
* '''Sg''' : Saga
* '''Lf''' : Landfræði (Náttúra, Veðurfar)
* '''St''' : Stjórnmál (Stjórnsýslueiningar)
| style="padding:1em;" |
* '''Eh''' : Efnahagslíf (Innviðir, Samgöngur)
* '''Íb''' : Íbúar (Tungumál, Trúarbrögð, Menntun)
* '''Mg''' : Menning (Íþróttir)
* '''Tv''' : Tilvísanir
* '''Tg''' : Tenglar
|-
| style="padding:1em;" colspan="2" |
{| class="wikitable"
| style="background:lightblue;" | Óskoðað || style="background:yellow;" | Bæta við || style="background:orange;" | Lagfæra || style="background:lightgreen;" | Fullnægjandi
|}
|}
{| class="wikitable" style="width:100%" |
! Nafn !! Ig !! Ht !! Sg !! Lf !! St !! Eh !! Íb !! Mg !! Tv !! Tg
|-
| [[Austurríki]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Liechtenstein]] || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Pólland]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Slóvakía]] || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Slóvenía]] || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Tékkland]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:orange" | + || style="background:orange" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Ungverjaland]] || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Þýskaland]] || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:orange" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|}
</div>
[[Flokkur:Wikipedia:Samvinnuverkefni]]
44gbaejbuelb2jfi5hb1e9vb5v6k2ax
1764354
1764351
2022-08-10T11:52:41Z
Akigka
183
/* Mat */
wikitext
text/x-wiki
__NOTOC__
{{Lönd heimsins}}<!--Til að hlaða inn stílsniði, þarf að vera efst.-->
<div style="margin:10px 0px 10px 0px;-moz-box-shadow:1px 1px 1px rgba(0, 0, 0, 0.1);-webkit-box-shadow:1px 1px 1px rgba(0, 0, 0, 0.1);box-shadow:1px 1px 1px rgba(0, 0, 0, 0.1);background:#FFFFFF;padding:10px;" class="hp-header">
{|style="width:100%;"
|style="vertical-align:middle;text-align:center;padding:15px;" class="hp-welkom"|
<span style="color:#333333;font-size:2.4em;font-family:'Linux Libertine',Georgia, serif;font-variant:small-caps;line-height:100%;" class="hp-welkom-1">Lönd heimsins</span><br />
<span style="color:#333333;font-size:1.3em;font-family:'Linux Libertine','Times New Roman', serif;line-height:100%;" class="hp-welkom-2">þar með talin heimastjórnarsvæði og umdeild svæði eða svæði með óvissa stöðu</span>
| style="width:30%;vertical-align:middle;text-align:center;border-left:1px solid #cccccc;padding:15px;" class="hp-statistieken"|
<span style="display:inline-block;text-align:left;">
Fjöldi greina: '''253'''
</span>
|}
</div>
Þetta er yfirlit yfir greinar um lönd, heimastjórnarsvæði, hjálendur og umdeild svæði eða svæði með óvissa stöðu þar sem þær eru flokkaðar eftir því hver staða greinarinnar er. Markmiðið er að gera þessar greinar aðeins ítarlegri og gæta þess að upplýsingar í þeim séu uppfærðar.
{|style="width:100%;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;background:#e0e9e0;" | [[Mynd:Mobilne_grille_przed_stadionem_w_Ułan_Bator.JPG|250px|right|Mongólía]]
<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Bæta í ágúst</span><br />
'''[[Mongólía]]'''
Vantar að bæta við texta og tilvísunum ...
[[Skjaldarmerki Mongólíu]] - [[Forseti Mongólíu]] - [[Ukhnaagiin Khürelsükh]] - [[Luvsannamsrain Oyun-Erdene]] - [[Tögrög]] ...
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;border-bottom:1px dotted #555555;background:#FAFAFA;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;" colspan="2" |<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Lönd eftir stöðu greinar</span>
| style="padding:10px;vertical-align:top;" colspan="2" |
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;background:#FAFAFA;"
| style="background-color:#F9F9F0;border-top:5px solid;border-color:#999933;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0875.svg|20px|]] Nokkuð ítarlegar (23)
| style="background-color:#F0F0F9;border-top:5px solid;border-color:#333399;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0625.svg|20px|]] Með 4+ undirkafla (65)
|- style="vertical-align:top;" |
| style="background-color:#FFFFF8;padding:1em;" |
[[Austurríki]] - '''[[Ástralía]]''' - [[Bandaríkin]] - [[Belgía]] - [[Bretland]] - [[Filippseyjar]] - '''[[Finnland]]''' - '''[[Frakkland]]''' - '''''[[Færeyjar]]''''' - [[Holland]] - [[Ísland]] - '''[[Ítalía]]''' - [[Kambódía]] - [[Kanada]] - [[Kasakstan]] - [[Lúxemborg]] - '''[[Malaví]]''' - '''[[Portúgal]]''' - [[Spánn]] - [[Sviss]] - [[Tékkland]] - '''[[Ungverjaland]]''' - [[Þýskaland]]
| style="background-color:#F8F8FA;padding:1em;" |
[[Afganistan]] - [[Alsír]] - [[Andorra]] - [[Benín]] - [[Brasilía]] - [[Búlgaría]] - [[Búrkína Fasó]] - [[Danmörk]] - ''[[England]]'' - [[Gabon]] - [[Georgía]] - ''[[Gíbraltar]]'' - ''[[Grænland]]'' - ''[[Guernsey]]'' - [[Gvatemala]] - [[Gvæjana]] - [[Haítí]] - ''[[Hong Kong]]'' - [[Írak]] - [[Írska lýðveldið]] - [[Ísrael]] - [[Japan]] - ''[[Jersey]]'' - [[Katar]] - [[Kosta Ríka]] - [[Kólumbía]] - [[Kúba]] - [[Kýpur]] - [[Laos]] - [[Liechtenstein]] - ''[[Makaó]]'' - [[Malí]] - [[Marshalleyjar]] - [[Marokkó]] - ''[[Mayotte]]'' - [[Máritanía]] - [[Máritíus]] - [[Mjanmar]] - [[Moldóva]] - [[Mongólía]] - [[Mósambík]] - [[Nepal]] - [[Nígería]] - [[Norður-Makedónía]] - [[Noregur]] - [[Papúa Nýja-Gínea]] - [[Pólland]] - ''[[Réunion]]'' - [[Rúanda]] - [[Sankti Lúsía]] - [[Sankti Vinsent og Grenadínur]] - [[Sádi-Arabía]] - [[Singapúr]] - ''[[Skotland]]'' - [[Slóvakía]] - [[Slóvenía]] - ''[[Svalbarði]]'' - [[Svartfjallaland]] - [[Svíþjóð]] - [[Tansanía]] - [[Tyrkland]] - [[Vatíkanið]] - [[Víetnam]] - ''[[Wales]]'' - ''[[Wallis- og Fútúnaeyjar]]''
|-
| style="background-color:#F0F9F0;border-top:5px solid;border-color:#339933;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0375.svg|20px|]] Með 3 undirkafla (98)
| style="background-color:#F9F0F4;border-top:5px solid;border-color:#993366;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0125.svg|20px|]] Með 2- undirkafla (67)
|- style="vertical-align:top;" |
| style="background-color:#F8FFF8;padding:1em;" |
[[Albanía]] - [[Alþýðulýðveldið Kína]] - ''[[Angvilla]]'' - [[Argentína]] - ''[[Arúba]]'' - [[Austur-Tímor]] - [[Bahamaeyjar]] - ''[[Bandaríska Samóa]]'' - [[Barbados]] - [[Belís]] - ''[[Bermúda]]'' - [[Botsvana]] - ''[[Bresku Jómfrúaeyjar]]'' - [[Djibútí]] - [[Dóminíska lýðveldið]] - [[Egyptaland]] - [[Ekvador]] - [[El Salvador]] - [[Esvatíní]] - ''[[Falklandseyjar]]'' - [[Fílabeinsströndin]] - ''[[Franska Gvæjana]]'' - [[Gana]] - [[Gínea]] - [[Gínea-Bissá]] - [[Grikkland]] - [[Grænhöfðaeyjar]] - ''[[Gvadelúpeyjar]]'' - ''[[Gvam]]'' - [[Hvíta-Rússland]] - [[Indónesía]] - [[Jamaíka]] - [[Jemen]] - ''[[Jólaeyja]]'' - [[Jórdanía]] - [[Kamerún]] - [[Kirgistan]] - ''[[Kosóvó]]'' - [[Kómoreyjar]] - [[Króatía]] - [[Lesótó]] - [[Lettland]] - [[Líbanon]] - [[Líbía]] - [[Lýðstjórnarlýðveldið Kongó]] - [[Lýðveldið Kína]] - [[Lýðveldið Kongó]] - [[Madagaskar]] - [[Malasía]] - [[Maldívur]] - [[Mexíkó]] - [[Mið-Afríkulýðveldið]] - [[Miðbaugs-Gínea]] - [[Míkrónesía (ríki)]] - ''[[Montserrat]]'' - [[Mónakó]] - ''[[Mön (Írlandshafi)]]'' - [[Namibía]] - [[Níger]] - ''[[Norður-Írland]]'' - ''[[Norður-Kýpur]]'' - ''[[Norður-Maríanaeyjar]]'' - ''[[Norfolkeyja]]'' - [[Óman]] - [[Pakistan]] - ''[[Palestínuríki]]'' - [[Perú]] - ''[[Pitcairn]]'' - ''[[Púertó Ríkó]]'' - [[Rúmenía]] - [[Rússland]] - ''[[Saint-Barthélemy]]'' - ''[[Saint-Martin]]'' - [[Salómonseyjar]] - [[Sambía]] - [[Samóa]] - [[Sankti Kristófer og Nevis]] - [[Senegal]] - [[Seychelles-eyjar]] - [[Simbabve]] - ''[[Sint Maarten]]'' - ''[[Sómalíland]]'' - [[Suður-Afríka]] - [[Suður-Súdan]] - [[Súdan]] - [[Súrínam]] - [[Tadsíkistan]] - [[Taíland]] - [[Tonga]] - ''[[Tókelá]]'' - ''[[Transnistría]]'' - [[Túnis]] - [[Túrkmenistan]] - [[Túvalú]] - [[Úganda]] - [[Úkraína]] - [[Úrúgvæ]] - [[Úsbekistan]]
| style="background-color:#FFF8FA;padding:1em;" |
''[[Abkasía]]'' - [[Angóla]] - [[Antígva og Barbúda]] - [[Armenía]] - ''[[Artsak-lýðveldið]]'' - [[Aserbaísjan]] - ''[[Álandseyjar]]'' - ''[[Bandarísku Jómfrúaeyjar]]'' - [[Bangladess]] - [[Barein]] - [[Bosnía og Hersegóvína]] - ''[[Bougainville]]'' - [[Bólivía]] - [[Brúnei]] - [[Búrúndí]] - [[Bútan]] - ''[[Cayman-eyjar]]'' - ''[[Cooks-eyjar]]'' - ''[[Curaçao]]'' - [[Dóminíka]] - [[Eistland]] - [[Eritrea]] - [[Eþíópía]] - [[Fídjí]] - ''[[Franska Pólýnesía]]'' - [[Gambía]] - [[Grenada]] - [[Hondúras]] - [[Indland]] - [[Íran]] - [[Kenía]] - [[Kíribatí]] - ''[[Kókoseyjar]]'' - [[Kúveit]] - [[Litháen]] - [[Líbería]] - [[Malta]] - ''[[Martinique]]'' - [[Naúrú]] - [[Niue]] - [[Níkaragva]] - [[Norður-Kórea]] - ''[[Nýja-Kaledónía]]'' - [[Nýja-Sjáland]] - [[Palaú]] - [[Panama]] - [[Paragvæ]] - ''[[Sahrawi-lýðveldið]]'' - [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] - [[San Marínó]] - ''[[Sankti Helena]]'' - ''[[Sankti Pierre og Miquelon]]'' - [[Saó Tóme og Prinsípe]] - [[Serbía]] - [[Síerra Leóne]] - [[Síle]] - [[Sómalía]] - [[Srí Lanka]] - [[Suður-Kórea]] - ''[[Suður-Ossetía]]'' - [[Sýrland]] - [[Tjad]] - [[Tógó]] - [[Trínidad og Tóbagó]] - ''[[Turks- og Caicoseyjar]]'' - [[Vanúatú]] - [[Venesúela]]
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;border-bottom:1px solid #555555;background:#FAFAFA;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;" |<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Landalistar</span>
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;background:#F9F4E9;"
| style="padding:1em;" |
[[ISO-3166-1]] - [[Listi yfir fullvalda ríki]] - [[Lönd eftir stærð]] - [[Lönd eftir mannfjölda]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu (KMJ)]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu (nafnvirði)]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu á mann (KMJ)]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu á mann (nafnvirði)]] - [[Listi yfir lönd eftir vísitölu um þróun lífsgæða]] - [[Listi yfir lönd eftir tíðni sjálfsmorða]] - [[Listi yfir landsnúmer]] - [[Hæð manna]] - [[Listi fjölmennustu eyja heims]] - [[Ungbarnadauði]] - ...
|}
== Mat ==
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;border-bottom:1px solid #555555;background:#FAFAFA;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;" |<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Uppsetning</span>
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;background:#F9F4E9;"
| style="padding:1em;" |
* ''Ig'' : Inngangur
* '''Ht''' : Heiti
* '''Sg''' : Saga
* '''Lf''' : Landfræði (Náttúra, Veðurfar)
* '''St''' : Stjórnmál (Stjórnsýslueiningar)
| style="padding:1em;" |
* '''Eh''' : Efnahagslíf (Innviðir, Samgöngur)
* '''Íb''' : Íbúar (Tungumál, Trúarbrögð, Menntun)
* '''Mg''' : Menning (Íþróttir)
* '''Tv''' : Tilvísanir
* '''Tg''' : Tenglar
|-
| style="padding:1em;" colspan="2" |
{| class="wikitable"
| style="background:lightblue;" | Óskoðað || style="background:yellow;" | Bæta við || style="background:orange;" | Lagfæra || style="background:lightgreen;" | Fullnægjandi
|}
|}
{| class="wikitable" style="width:100%" |
! Nafn !! Ig !! Ht !! Sg !! Lf !! St !! Eh !! Íb !! Mg !! Tv !! Tg
|-
| [[Austurríki]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Liechtenstein]] || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Pólland]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Slóvakía]] || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Slóvenía]] || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Tékkland]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:orange" | + || style="background:orange" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Ungverjaland]] || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Þýskaland]] || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|}
</div>
[[Flokkur:Wikipedia:Samvinnuverkefni]]
5ti6h34dc2no0c49gtu12kkq9krjqjs
Bedfordshire
0
56563
1764259
1508853
2022-08-09T14:35:28Z
CommonsDelinker
1159
Skipti út Bedfordshire's_Flag.svg fyrir [[Mynd:Bedfordshire_County_Flag.svg]] (eftir [[commons:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:Duplicate|Duplicate]]: Exact or scaled-down duplicate: [[:c::File:Bedfordshire County Flag.svg|]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:EnglandBedfordshire.png|thumb|250px|Bedfordshire á Englandi.]]
[[Mynd:Bedfordshire County Flag.svg|thumb|200px|Fáni Bedfordshire.]]
'''Bedfordshire''' (skammstafað '''Beds''') er [[sýsla]] á [[Austur-England]]i á [[Bretland]]i. Höfuðborg Bedfordshire er [[Bedford]].
{{Sýslur á Englandi}}
{{stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Sýslur á Englandi]]
ad324zr96x45c76ig51acv530trgdhb
Seth MacFarlane
0
57181
1764309
1649774
2022-08-09T21:02:48Z
Leikstjórinn
74989
wikitext
text/x-wiki
{{Leikari
| name = Seth MacFarlane
| image = Seth MacFarlane 2011.jpg
| caption = MacFarlane, [[2011]]
| birthdate = {{Fæðingardagur og aldur|1973|10|26}}
| location = {{USA}} [[Kent]], [[Connecticut]], [[Bandaríkin]]
}}
'''Seth Woodbury MacFarlane''' (fæddur [[26. október]] [[1973]]) er [[Bandaríkin|bandarískur]] [[leikari]], [[grínisti]], [[raddleikari]], [[leikstjóri]], [[framleiðandi]] og [[handritshöfundur]] sem hlotið hefur tvö [[Emmy-verðlaunin|Emmy-verðlaun]]. Hann er þekktastur fyrir að hafa skapað sjónvarpsþættina ''[[Family Guy]]'' og ''[[American Dad!]]''. Auk þess hefur hann gert sjónvarpsþættina [[The Cleveland Show]], [[The Orville]] og ''[[Seth MacFarlane's Cavalcade of Cartoon Comedy]].'' Hann hefur einnig leikið í og leikstýrt þremur kvikmyndum; [[Ted (kvikmynd)|Ted]], [[Ted 2]] og [[A Million Ways to Die in the West]]. Hann ljáir meðal annars eftirfarandi persónum úr verkum sínum rödd sína: [[Peter Griffin]], [[Brian Griffin]], [[Stewie Griffin]], [[Tom Tucker]], [[Glenn Quagmire]], [[Stan Smith]], og [[Geimveran Roger|geimverunni Roger]].
{{stubbur|æviágrip|sjónvarp}}
{{fe|1973|MacFarlane, Seth Woodbury}}
[[Flokkur:Bandarískir leikarar]]
[[Flokkur:Bandarískir húmanistar]]
q05zkid2p65qkozg79qd6y6qm49hxvt
1764310
1764309
2022-08-09T21:03:49Z
Leikstjórinn
74989
wikitext
text/x-wiki
{{Leikari
| name = Seth MacFarlane
| image = Seth MacFarlane 2011.jpg
| caption = MacFarlane, [[2011]]
| birthdate = {{Fæðingardagur og aldur|1973|10|26}}
| location = {{USA}} [[Kent]], [[Connecticut]], [[Bandaríkin]]
}}
'''Seth Woodbury MacFarlane''' (fæddur [[26. október]] [[1973]]) er [[Bandaríkin|bandarískur]] [[leikari]], [[grínisti]], [[raddleikari]], [[leikstjóri]], [[framleiðandi]] og [[handritshöfundur]] sem hlotið hefur fjögur [[Emmy-verðlaunin|Emmy-verðlaun]]. Hann er þekktastur fyrir að hafa skapað sjónvarpsþættina ''[[Family Guy]]'' og ''[[American Dad!]]''. Auk þess hefur hann gert sjónvarpsþættina [[The Cleveland Show]], [[The Orville]] og ''[[Seth MacFarlane's Cavalcade of Cartoon Comedy]].'' Hann hefur einnig leikið í og leikstýrt þremur kvikmyndum; [[Ted (kvikmynd)|Ted]], [[Ted 2]] og [[A Million Ways to Die in the West]]. Hann ljáir meðal annars eftirfarandi persónum úr verkum sínum rödd sína: [[Peter Griffin]], [[Brian Griffin]], [[Stewie Griffin]], [[Tom Tucker]], [[Glenn Quagmire]], [[Stan Smith]], og [[Geimveran Roger|geimverunni Roger]].
{{stubbur|æviágrip|sjónvarp}}
{{fe|1973|MacFarlane, Seth Woodbury}}
[[Flokkur:Bandarískir leikarar]]
[[Flokkur:Bandarískir húmanistar]]
58qw682p0c6zxel9psmfpo9tehujcfy
Notandaspjall:Dagvidur
3
69776
1764229
1764083
2022-08-09T12:28:44Z
Dagvidur
4656
/* Myndatextar */ Svar
wikitext
text/x-wiki
{{velkomin|--[[Notandi:Jabbi|Jabbi]] 28. september 2008 kl. 19:56 (UTC)}}
==Translation request==
Hi Dagvidur! Would you be so kind to help me translate [[:en:Lu Xun|this article]] into the wonderful Icelandic language? ''Please''. If you think that article is too long, here is a short version: "Lu Xun was a Chinese short story writer, editor, translator, critic, essayist and poet. He was most famous for the novella The ''True Story of Ah Q''." Thanks a lot and best regards:)--[[Notandi:Amaqqut|Amaqqut]] 5. nóvember 2009 kl. 06:27 (UTC)
http://is.wikipedia.org/wiki/Lu_Xun
== Breiting á greininni um Bara flokkinn ==
Sem einn af stofnendum Baraflokksinns á sýnum tíma þá verð ég að fá að leiðrétta þig þegar þú breytir stofnártalinu frá 1979 í 1977. Sú hljómsveit sem stofnuð var 1977 var ekki formleg hljómsveit og nafnið var bara grín af minni hálfu sem við notuðum til að fá inni einhversstaðar til að æfa því heimili mitt var sprungið sem æfingarstaður. Það var strax í upphafi ákveðið að hverjir þeir sem vildu, innan þessa laustengda hóps, sem vildu stofna formlega hljómsveit væri það ljúft og skilt án þess að aðrir hefðu um það neitt að segja. Það varð síðan úr að Ásgeir, einn meðlina, gerði það og fékk að halda nafninu og þannig kom Bara flokkurinn fyrst fram. Því finnst mér eðlilegast að tala um 1979 sem stofnár hljómsveitarinnar en ekki 19777. [[Notandi:Bragi H|Bragi H]] ([[Notandaspjall:Bragi H|spjall]]) 28. ágúst 2012 kl. 12:57 (UTC)
Sæll og takk fyrir þetta. Rakst á ártalið 1977 í blaðagrein í Íslendingi (sjá heimildir). En það er sjálfsagt að hafa þetta 1979. Annars vantar nauðsynlega mynd af flokknum! Rakst á eina inn á Flickr, en er ekki viss um að hafa sett hana rétt inn... :) Það verður að koma í ljós. - Dagvidur
:Já upphafið á þessarri grein sem þú fékkst ártalið úr er dálítið ruglandi, þar sem ekki kemur fram í viðtalinu/greininni hver munurinn var á þessum átta manna hópi sem æfði og lék sér frá 1977 til 1979 og þeirri hljómsveit sem Ásgeir (sá eini úr þessum 8 manna hópi) setti saman. Held samt að best sé að halda sig við það sem rétt er, þótt greininn segi annað og geri ekki þennan greinarmun á þessum tvem ártölum. [[Notandi:Bragi H|Bragi H]] ([[Notandaspjall:Bragi H|spjall]]) 28. ágúst 2012 kl. 13:14 (UTC)
== Samgonggustofa in English ==
Hi! I started [[:en:Icelandic Transport Authority]] in English. Please feel free to look at it or add to it!
[[Notandi:WhisperToMe|WhisperToMe]] ([[Notandaspjall:WhisperToMe|spjall]]) 28. mars 2019 kl. 13:50 (UTC)
== færa síður ==
Hæ. Síður eru færðar með því að smella á meira undir notendanafninu þínu og smellt á Færa. Sá tengill fer yfir á [[Kerfissíða:Færa síðu]], sem færir ekki bara textann heldur allar breytingarnar líka og skilur eftir tilvísun. Sjá einnig [[Hjálp:Að færa síðu]].--[[Notandi:Snaevar|Snaevar]] ([[Notandaspjall:Snaevar|spjall]]) 21. febrúar 2021 kl. 16:05 (UTC)
== Framkvæmdasýsla ríkisins ==
Góðan dag,
Langar til að vekja athygli á því að í haust sameinuðust Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) og Ríkiseignir. Ríkiseignir runnu inn í FSR og heitir stofnunin nú Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir, stytt í FSRE.
Hægt er að sækja upplýsingar um stofnunina á fsre.is.
Allar frekari upplýsingar getur Karl Pétur Jónsson upplýsingafulltrúi FSRE veitt.
== Myndatextar ==
Sæll. Takk fyrir frábærar greinar um borgir og héruð í Kína. Ég vildi bara skjóta því inn að það er ekki venja að minnka myndatexta með html-tögum. Þeir birtast á ólíkan hátt í ólíkum tækjum og það getur ruglað útfærslu kerfisins á þeim. Ef þér finnst þægilegra að hafa myndatextana minni geturðu breytt því á þinni eigin stílsíðu (sbr. [https://en.wikipedia.org/wiki/Help:User_style<nowiki>]). </nowiki> [[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 8. ágúst 2022 kl. 11:58 (UTC)
:[[Notandi:Akigka|@Akigka]] Takk fyrir það. Laga þetta. [[Notandi:Dagvidur|Dagvidur]] ([[Notandaspjall:Dagvidur|spjall]]) 9. ágúst 2022 kl. 12:28 (UTC)
b0psfvdyekrncgub3pg4il0qcevj19x
Chongqing
0
72307
1764299
1764063
2022-08-09T17:29:52Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:重庆市渝中区半岛.jpg|alt=Mynd af skýjakljúfum Yuzhong hverfis Chongqing borgar.|thumb|450px|Skýjakljúfar Yuzhong hverfis '''Chongqing borgar'''.]]
[[File:Chongqing-location-MAP-in-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Chongqing borgahéraðs í Kína.|Staðsetning Chongqing borghéraðs í Kína.]]
'''Chongqing''' (eða '''Chungking''') ''([[Kínverska|kínverska:]] ''重庆''; [[Pinyin|rómönskun:]] Chóngqìng)'', er [[Héruð Kína|borghérað]] í suðvestur-miðhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Borgin er mikilvæg fljótahöfn og samgöngumiðstöð. Hún er mennta-, vísinda-, fjármála-, verslunar- og iðnaðarmiðstöð efra vatnasvæðis hins mikla [[Jangtse]] fljóts. Í [[Seinna stríð Kína og Japans|Seinna stríði Kína og Japans]] (1937–45) var hún höfuðborg [[Lýðveldið Kína|Lýðveldisins Kína]].
Chongqing (sem þýðir „tvöföld vegsömun“) sem var undir stjórn [[Sichuan]] héraðs var árið 1997 aðskilin frá héraðinu og gerð að sérstöku borghéraði, því fjórða (á eftir [[Beijing]], [[Sjanghæ]] og [[Tianjin]]). Á þeim tíma var allur austurhluti Sichuan, aðliggjandi sveitir og borgir, felldur inn í sveitarfélagið sem stækkaði mjög að landsvæði og íbúafjölda. Árið 2019 bjuggu í borghéraðinu 31,2 milljónir íbúa.
== Staðsetning ==
[[Mynd:SkylineOfChongqing.jpg|alt=Mynd af Chongqing borg.|thumb|Horft yfir '''Chongqing borg.''']]
[[Mynd:Yuzhong.png|alt=Landakort af legu Chongqing borgar (rauðmerkt) innan Chongqing borgarhéraðsins.|thumb|Chongqing borg (rauðmerkt) innan Chongqing borgarhéraðsins.]]
[[Mynd:A_View_of_Chongqing_Central_Business_District.jpg|alt=Mynd af Jiefangbei á Yuzhong skaga miðborgar Chongqing borgar.|thumb|Jiefangbei á Yuzhong skaga miðborgar Chongqing borgar.]]
[[Mynd:Map_of_PRC_Chongqing.svg|alt=Landakort sem sýnir legu Chongqing borgarhéraðsins (rauðmerkt) í Kína.|thumb|Kort af legu '''Chongqing borghéraðsins''' (rauðmerkt) í Kína.]]
Chongqing er staðsett í suðvesturhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Auk [[Sichuan]] í vestri liggur sveitarfélagið við héruðin [[Shaanxi]] í norðri, [[Hubei]] í austri, [[Hunan]] í suðaustri og [[Guizhou]] í suðri.
Þegar borghéraðið var skilið frá [[Sichuan]] var allur austurhluti þess (um 82.000 ferkílómetrar eða u.þ.b. stærð Austurríkis) með aðliggjandi sveitum og borgum, felldur inn í sveitarfélagið sem stækkaði mjög að landsvæði og íbúafjölda.
Sveitarfélagið Chongqing nær til borgarinnar Chongqing auk ýmissa ólíkra borga og aðliggjandi sveita. Chongqing sveitarfélag er því tæknilega séð stærsta borg veraldar.
Borgin er staðsett í um 2.250 kílómetra fjarlægð frá sjó við ármót [[Jangtse]] og [[Jialing]] fljóts.
Sveitarfélagið Chongqing samanstendur af þremur flipum af misjafnri stærð sem teygja sig suðvestur, norðaustur og suðaustur. Hverfi í miðri Chongqing-borg ná yfir suðvesturhlutann og eru umkringd úthverfum. Þaðan breiðist norðaustur armurinn meðfram [[Jangtse]] fljótinu. Suðaustur flipinn, sem teygir sig suðaustur frá Jangtse dalnum, samanstendur af röð hóla og dala milli héraðanna [[Hunan]] og [[Guizhou]]. Wu-fljót (önnur af þverám Jangtse) liggur nokkurn veginn með suðvesturhlið flipans þar til hún sveigir suður í Guizhou héraðs.
Vestur- og suðvesturhlutar sveitarfélagsins liggja á vatnasvæði Sichuan og samanstanda af tiltölulega jöfnu og hæðóttu landslagi. [[Daba-fjöll]] liggja meðfram norðurlandamærum [[Shaanxi]] héraðs og í norðaustri afmarka [[Wu-fjöll]] inngöngu Jangtse inn í [[Hubei]] hérað, í þremur gljúfrum svæðisins. Fangdou-fjöllin eru í austurhluta sveitarfélagsins og í suðri ná Dalou-fjöllin norður frá [[Guizhou]].
Miðhluti Chongqing-borgar er byggður á og í kringum hæðóttan höfða úr rauðum sandsteini sem marka suðurmörk hinna lágu Huaying-fjalla, sem ná allt suður frá [[Sichuan]] héraði. Höfðinn afmarkast í norðri af Jialing-fljóti og í austri og suðri af Jangtse og myndar þannig skaga sem rennur á milli fljótanna tveggja.
== Saga ==
[[Mynd:重慶華巖寺接引殿牌坊.JPG|alt=Mynd af Búddista musterinu í Jiulongpo í Chongqing borg.|thumb|[[Búddismi|Búddista]] musteri í Jiulongpo hverfinu í Chongqing borg.]]
[[Mynd:Zhengxielitang.jpg|alt=Mynd af ríkisstjórnarbyggingu þjóðernissinna frá Seinna stríði Kína og Japans í Chongqing borg.|thumb|Ríkisstjórnarbygging þjóðernissinna í Chongqing borg frá [[Seinna stríð Kína og Japans|Seinna stríði Kína og Japans]].]]
[[Mynd:文革墓群.jpg|alt=Mynd af gröfum fórnarlamba menningarbyltingarinnar í Chongqing.|thumb|Fjöldi fórnarlamba [[Menningarbyltingin|menningarbyltingarinnar]] er grafinn í gröfum byltingarinnar Chongqing.]]
[[Mynd:Chongqing_Art_Museum.jpg|alt=Mynd af Chongqing listasafninu í Yuzhong hverfi Chongqing borgar.|thumb|Chongqing listasafnið í Yuzhong hverfi Chongqing borgar.]]
Samkvæmt fornum frásögnum var Chongqing fæðingarstaður hins goðsagnakennda Yu keisara, stofnanda Xia ættarveldisins, fyrir um 4.000 árum. Á 11. öld f.Kr., undir vesturhluta Zhou-ættarveldisins, varð það svæði sem Chongqing er nú, lénsríkið Ba. Á 5. öld f.Kr. stofnaði Ba til tengsla við ríkið Chu sem náði til miðhluta [[Jangtse]] fljótsins. Ríkið var síðar fellt inn í Qinveldið. Um miðja 3. öld f.Kr. var svæðið orðið hluti af ríkinu Shu sem var óháð Norður- og Mið-Kína.
Ba ríkið var eyðilagt af Qin-ríki árið 316 f.Kr. Qin keisari lét reisa nýja borg undir nafninu Jiangzhou og héraðið fékk nafnið Chu. Jiangzhou var áfram undir stjórn [[Qin Shi Huang]], fyrsta keisara Kína, arftaka Qin-ríkisins, sem og undir stjórn keisara [[Hanveldið|Hanveldisins]]. (206 f.Kr.— 220 e.Kr.)
Jiangzhou var síðan endurnefnd á tímum Norður- og Suður-ættarveldanna (420–589) í héraðið Chu, síðan í Yu hérað árið 581 e.Kr. á valdatímum Sui-veldisins (581–618) og síðar í Gong hérað árið 1102. Nafnið Yu lifir enn í dag sem skammstöfun fyrir Chongqing. Í miðborginni er einnig nafnið Yuzhong (eða Mið-Yu).
Núverandi nafn var gefið borginni árið 1189, eftir að Zhao Dun prins af [[Songveldið|Songveldinu]] (960–1279) lýsti krýningu sinni sem konungur og síðar sem keisara Guangzong sem „tvöfaldri vegsemd“ (eða chongqing). Í tilefni af krýningu hans var Yu héraði því breytt í Chongqing Fu.
Á næstu öldum var borgin og nærsveitir hennar, ýmist hluti keisaradæma Norður- og Mið-Kína eða alveg óháð þeim. Borgin varð fyrst óaðskiljanlegur hluti þess á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og síðan á tímum [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912).
Árið 1362, á valdatíma [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1271—1368) stofnaði leiðtogi uppreisnarmanna bænda, að nafni Ming Yuzhen, konungsveldið Daxia í Chongqing. Það varð skammlíft. Árið 1621 stofnaði She Chongming, annað skammlíft ríki, Daliang, með Chongqing sem höfuðborg.
Fyrsti borgarmúrinn var byggður um 250 f.Kr. Hann var lagfærður og stækkaður á 3. öld e.Kr. og aftur árið 1240. Síðan var múrinn endurreistur að verulegu leyti og styrktur á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644). Upp úr 1630, undir lok valdatíma Ming, var borgin eyðilögð í uppreisn Zhang Xianzhong og borgarbúum slátrað. Borgarmúrinn var endurreistur árið 1663 og aftur árið 1760.
Á árunum 1890 til 1904 voru ræðismannaskrifstofur [[Bretland|Bretlands]], [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]], [[Þýskaland|Þýskalands]], [[Frakkland|Frakklands]] og [[Japan|japans]] opnaðar í Chongqing. Verslunarhöfn Chongqing var opnuð fyrir viðskiptum Breta árið 1890, en siglingaerfiðleikar á [[Jangtse]] fljóti seinkuðu skipaumferðum í meira en áratug. Á meðan lauk fyrsta kínverska-japanska stríðinu (1894–95) og samkvæmt stríðslokaskilmálum fengu Japanir aðgang að bryggjum Chongqing borgar. Þessi ívilnun stóð til ársins 1937, þegar [[Seinna stríð Kína og Japans]] braust út (1937–45).
Árið 1911, í aðdraganda kínversku byltingarinnar, gegndi Chongqing borg - ásamt [[Chengdu]] héraðshöfuðborg [[Sichuan]] - aðalhlutverki í að koma [[Tjingveldið|Tjingveldinu]] frá. Margir frá borginni gengu til liðs við byltingarflokk kínverska þjóðernisleiðtogans [[Sun Yat-sen]]. Árið 1929 varð Chongqing sveitarfélagið í Lýðveldinu Kína. Ári eftir að [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna stríð Kína og Japans]] (1937–45) hófst var Chongqing gerð að bráðabirgðahöfuðborg ríkisstjórnar þjóðernissinnans [[Chiang Kai-shek]]. Hundruð ríkisskrifstofa voru þá fluttar til borgarinnar frá [[Nanjing]] ásamt sendiráðum erlendra ríkja. Tugþúsundir manna komu frá strandhéruðum og höfðu með sér hergögn, verksmiðjur og skóla. Vinaþjóðir á þessum tíma sendu einnig hergögn til Chongqing til að styðja þjóðernissinna í stríðinu gegn Japan. Íbúum fjölgaði úr 250.000 í eina milljón. Þrátt fyrir miklar sprengjuárásir Japana var baráttuandi meðal borgarbúa. Chiang Kai-shek gekk hins vegar illa að fást við verðbólgu og spillingu og hafði það mikil áhrif á stríðsrekstur hans frá árinu 1942.
Árið 1946 í stríði þjóðernissinna og kommúnista, varð Nanjing aftur gerða að höfuðborg þjóðernissinna. Þremur árum síðar, í apríl 1949, tóku sveitir kommúnista Nanjing og ríkisstjórn þjóðernissinna flúði til [[Guangzhou]] og síðan aftur til Chongqing. Stóð sú vist einungis í tvo mánuði, er þjóðernissinnar flúðu til [[Taívan]] og kommúnistar lýstu yfir sigri á meginlandi Kína.
Eftir áratuga hernað var Chongqing í rúst en uppbygging hófst skömmu eftir yfirtöku kommúnista. Ráðist var í að efla þann iðnað sem hafði byggst upp snemma á 20. öld. Sú uppbygging hægði þó verulega á sér á tímum [[Stóra stökkið fram á við|„Stóra stökksins“]] (1958–60) og [[Menningarbyltingin|menningarbyltingarinnar]] (1966–76).
Á þjóðernistímabilinu var Chongqing sjálfstætt sveitarfélag, en á árunum 1954 til 1996 var borgin sett undir stjórn [[Sichuan]] héraðs. Árið 1997 var borgin aðskilin frá héraðinu og gerð að sjálfstæðu borghéraði. Markmiðið var að styðja við uppbyggingu mið- og vesturhluta Kína. Allur austurhluti Sichuan var settur undir hið nýja borghérað. Efnahagur styrktist og íbúafjöldi jókst til muna. Sama ár var „Yú“ samþykkt sem opinber skammstöfun borgarinnar. Hún er dregin af gamla nafninu á þeim hluta [[Jialing-fljóts]] sem liggur í gegnum Chongqing og rennur til [[Jangtse]] fljóts.
== Efnahagur ==
[[Mynd:Raffles_City_Chongqing_2019-9.jpg|alt=Mynd af Raffles City Chongqing sem eru húsþyrping átta bygginga í Yuzhong hverfi Chongqing borgar.|thumb|Raffles City Chongqing, húsþyrping átta bygginga í Yuzhong hverfi Chongqing borgar.]]
[[Mynd:Chaotianmen_Bridge,_Nan'an_District_of_Chongqing.jpg|alt=Mynd af Chaotianmen brú sem tengir Jiangbei hverfið við Nan'an hverfi Chongqing borgar.|thumb|Chaotianmen brú tengir Jiangbei hverfið við Nan'an hverfi Chongqing borgar.]]
Þéttbýlismyndun Chongqing hefur verið gríðarhröð á síðustu áratugum, sérstaklega eftir að Chongqing var aðskilin frá [[Sichuan]] héraði árið 1997.
Atvinnuvegir Chongqing eru fjölbreyttir, er útflutningsgreinar takmarkaðar vegna óhagstæðrar staðsetningar innanlands. Þess í stað hafa byggst upp verksmiðjur sem framleiða staðbundna neysluvörur á borð við unnar matvörur, bíla, ýmiskonar efnavörur, vefnað, vélar, íþróttabúnað og raftæki.
Chongqing borg er þriðja stærsta framleiðslumiðstöð fyrir bifreiðar í Kína og sú stærsta í framleiðslu mótorhjóla. Í borginni eru höfuðstöðvar fjórða stærsta framleiðanda bifreiða í Kína; Changan Automotive Corp. Meðal annarra bifreiðaframleiðenda eru Lifan Hongda Enterprise og bandaríski bílarisinn Ford Motor Company, sem er með 3 verksmiðjur í Chongqing.
Í borghéraðinu er umfangsmikil framleiðsla á járni, stál, og álvörum. Meðal mikilvægra framleiðenda eru Chongqing Iron and Steel Company og Southwest Aluminum, sem rekur þar stærsta álver Asíu.
Landbúnaður í borghéraðinu er umtalsverður. Hrísgrjón og ávextir, sérstaklega appelsínur, eru aðalafurðir svæðisins.
Náttúruauðlindir eru einnig miklar á borð við kol, jarðgas og ýmis steinefni. Í borginni rekur CNPC (móðurfélag PetroChina) stórar olíuhreinsistöðvar.
Á síðustu árum hefur verið lögð áhersla á að auka hlut hátækni, upplýsingatækni og annars þekkingariðnaðar.
Borgin hefur einnig fjárfest mikið í innviðum til að laða að erlenda fjárfestingu. Net vega og járnbrauta sem tengja borgina við aðra landshluta Kína hefur verið stækkað og uppfært. Nærliggjandi [[Þriggja gljúfra stíflan|„Þriggja gljúfra stífla“]], stærsta fallorkuvirkjun heims, gefur Chongqing afl og auðveldar skipaflutninga frá hafi á [[Jangtse]] fljóti til Chongqing.
Þessar endurbætur innviða hafa leitt til fjölmargra erlendra fjárfestinga í atvinnugreinum allt frá bílum til smásölu og fjármögnunar. Þannig eru í borghéraðinu fjölþjóðleg fyrirtæki á borð við bílaframleiðendurna Ford og Mazda, smásölukeðjurnar Wal-Mart, Metro AG og Carrefour, og fjármálafyrirtæki á borð við HSBC, Standard Chartered Bank, Citibank, Deutsche Bank, ANZ Bank, og Scotiabank.
== Menntun ==
[[Mynd:西南政法大学图书馆.jpg|alt=Mynd af Xizheng bókasafni hins virta Suðvesturháskóla í stjórnmálafræði og lögfræði í Chongqing.|thumb|Xizheng bókasafn hins virta Suðvesturháskóla í stjórnmálafræði og lögfræði í Chongqing.]]
Frá árinu 1949 hefur skólum á öllum stigum fjölgað - leikskólum, grunnskólum, gagnfræðaskólum, framhaldsskólum og háskólum. Lögð hefur verið rík áhersla á stofnun kennaraskóla, iðnnámsskóla og landbúnaðarskóla.
Chongqing er miðstöð háskólanáms. Borghéraðið er með á þriðja tug háskóla og framhaldsskóla. Meðal helstu háskólanna eru Chongqing háskólinn (stofnaður 1929), Suðvestur háskólinn (1906), Suðvestur háskólinn í stjórnmálafræði og lögfræði (1950). Þessir þrír háskólar teljast allir til lykilháskóla Kína og njóta virðingar sem slíkir. Meðal annarra háskóla eru Chongqing kennaraháskólinn (1954), Chongqing læknaháskólinn (1956) í Yuzhong, Sichuan myndlistarstofnunin (1940) í Jiulongpo og Chongqing Jiaotong háskólinn (1951) í Nan’an.
==Samgöngur ==
[[Mynd:Terminal_3_of_Chongqing_Jiangbei_Airport.jpg|alt=Mynd af þriðju farþegastöð Chongqing Jiangbei flugvallarins.|thumb|Þriðja farþegastöð [[Chongqing Jiangbei alþjóðaflugvöllurinn|Chongqing Jiangbei flugvallarins]]]]
[[Mynd:Chaotianmen_Bridge.jpg|alt=Mynd af Chaotianmen brú yfir Jangtse fljót við Chongqing borg.|thumb|Chaotianmen brúin yfir [[Jangtse]] fljót við Chongqing borg.]]
[[Mynd:Chongqing Rail Transit system map 201812 ver 20190126.png|alt=Kort af borgalínukerfi (snarlestarkerfi) Chongqing borgar.|thumb|Kort af borgalínu ([[Snarlest|snarlestarkerfi]]) Chongqing borgar.]]
Frá því að Chongqing var gert að sjálfstæðu borghéraði árið 1997 hefur verið ráðsit í verulega uppbyggingu allra innviða og samgöngumannvirkja. Með byggingu járnbrauta og hraðbrauta til austurs og suðausturs er Chongqing orðin aðalsamgöngumiðstöð í suðvesturhluta Kína.
Járnbrautarkerfi Chongqing þróaðist einnig hratt eftir árið 1949. Lagningu járnbrautar á milli Chongqing og [[Chengdu]] borgar lauk árið 1952. Chengdu-Baoji járnbrautin, sem lögð var fjórum árum síðar, tengir borgina við allt norðvestur Kína, sem og við [[Wuhan]] borg í [[Hubei]] héraði. Chongqing-Xiangfan járnbrautin tengir einnig borgina beint við Wuhan. Járnbrautin á milli Chongqing og Guiyang tengir ekki aðeins Chongqing við [[Guizhou]] hérað í suðri og sameinast öðrum járnbrautum í [[Yunnan]] og [[Guangxi]] við víetnamsku landamærin. Nýlokið er lagningu járnbrauta frá Chongqing til [[Huaihua]] veitir beinan aðgang til [[Hunan]] héraðs og tengist til [[Guangxi]] héraðs.
Chongqing nú miðstöð umfangsmikils þjóðvegarnets. Helstu leiðir liggja suður til Guiyang, norðaustur til Wanzhou og norðvestur til Chengdu.
[[Jangtse]] fljót og [[Jialing]] fljót eru mikilvægar samgönguæðar fyrir Chongqing. Allt frá fimmta áratug síðustu aldar hefur verið ráðist í umfangsmikla dýpkun, hreinsun gróðurs til að gera skipugengd á Jangtse auðveldari og öruggari. Þá hefur bygging [[Þriggja gljúfra stíflan|„Þriggja gljúfra stíflu“]], stærsta fallorkuvirkjun heims, gert skipaflutninga frá hafi á Jangtse fljóti til Chongqing mun auðveldari. Nú geta 3.000 tonna hafskipum siglt upp Jangtse til hafna í Chongqing.
Megin flughöfn borghéraðsins er [[Chongqing Jiangbei alþjóðaflugvöllurinn]] sem opnaður var 1990 og er staðsettur um 21 kílómetra norður af miðborg Chongqing og þjónar sem mikilvæg flugmiðstöð fyrir suðvesturhluta Kína. Flugvöllurinn býður upp á bein flug til stærri borga Kína, Suðaustur-Asíu, Miðausturlanda, Norður-Ameríku og Evrópu. Hann er safnvöllur fyrir flugfélögin China Southern Airlines, Chongqing Airlines, Sichuan Airlines, China Express Airlines, Shandong Airlines og China West Air.
Eftir 1949 jókst verulega notkun á reiðhjólum, rútum og mótorhjólum í borginni. Sporvagnar hafa lengi verið nýttir fyrir samgöngur í borginni. Byggðar hafa verið 31 brú yfir [[Jangtse]] fljót. Snemma á 21. öld hafa reiðhjól vikið fyrir umferð bifreiða og mótorhjóla. Borgin byrjaði einnig að þróa og byggja upp [[Snarlest|snarlestarkerfi]] árið 2005.
== Tenglar ==
* Kínversk vefsíða [http://www.cq.gov.cn/ borghéraðsstjórnar Chongqing]. Inniheldur ýmsar upplýsingar t.d. um sögu, skipulag, fréttir og ferðaþjónustu
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Chongqing Encyclopaedia Britannica] um Chongqing.
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/chongqing.htm um Chongqing borg og borghérað.] Ferðahandbók fyrir borgina: Almennar upplýsingar, samgöngur, helstu ferðamannastaði, veður o.fl.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Chongqing|mánuðurskoðað=25. janúar|árskoðað=2021}}
{{Stjórnsýslueiningar í Alþýðulýðveldinu Kína}}
[[Flokkur:Héruð í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
1n90jnv9ufy7qcc466ej97j7km5mhxz
Wuhan
0
72309
1764264
1764047
2022-08-09T16:06:10Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:WuhanSkyline.jpg|thumb|450px|Wuhan borg í Hubei héraði.]]
[[File:Wuhan-location-MAP-in-Hubei-Province-in-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Wuhan borgar í Hubei héraði í Kína.|Staðsetning Wuhan borgar í Hubei héraði í Kína.]]
'''Wuhan''' er höfuðborg [[Hubei]]héraðs í [[Alþýðulýðveldið Kína|Kína]]. Hún er mikilvæg borg við [[Jangtsefljót]]. Íbúar eru rúmlega 11 milljónir (2018).
Wuhan gerðist vinabær [[Kópavogur|Kópavogs]] í tengslum við kínverska menningarhátíð 2007.
''Heitið - Wuhan - er svipað og Búdapest leitt af tveim borgum, sitt hvorum megin við fljótið Yangtze sem uxu saman:"Wu" (Wuchang; 武昌) sunnan meginn og "Han" (Hankou; 汉口), norðan meginn.''
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
jna0xlwfqqiwywe6h8jr106rf7hctz6
Goðheimar
0
82162
1764329
1751379
2022-08-10T01:23:08Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:K0626 Vadmand, Rancke-Madsen, Madsen, Kure.jpg|thumb|right|Per Vadmand, Hans Rancke-Madsen, Peter Madsen og Henning Kure, aðalhöfundar sagnaflokksins um Goðheima.]]'''Goðheimar''' er [[Danmörk|dönsk]] teiknimyndasögusería. Upphaflega var hún gefin út af [[Interpresse]] forlaginu en síðan [[1997]] hefur [[Carlsen Comics]] séð um útgáfuna.
==Saga Goðheima==
Seint á áttunda áratugnum fékk ungur teiknari að nafni [[Peter Madsen (teiknari)|Peter Madsen]] það tækifæri að búa til teiknimyndasögur um veröld víkinganna. Hann fékk [[Hans Rancke-Madsen]] til að hjálpa sér við skriftir og þeir ákváðu að byggja sögurnar á norrænni goðafræði. Þeir voru undir áhrifum frönsk/belgísku hreyfingarinnar sem hafði getið af sér [[Tinni|Tinna]], [[Ástríkur|Ástrík]] og fleira sem nú er talið sígilt. Þeir notuðu Eddurnar sem heimildir við gerð bókanna og helstu sögupersónurnar voru þekkt goð eins og [[Þór (norræn goðafræði)|Þór]] og [[Óðinn]] auk manna og þursa. Fyrstu teiknimyndasögurnar sáust í danska dagblaðinu [[Politiken]] árið [[1978]] og fyrsta bókin kom út ári seinna við góðar undirtektir.
Þó að Eddurnar séu undirstaðan í teiknimyndasögunum er skáldaleyfið mikið notað og margt gengur greinilega í berhögg við þær. Kímnin er ekki langt undan og bækurnar geta tæpast talist barnabækur sökum mikils ofbeldis og nektar. Mikil vinna var lögð í hverja bók og stundum liðu mörg ár á milli þeirra.
Árið 2007 komu Goðheimar fyrst á internetið þegar [[Jótlandspósturinn]] birti fjórtándu bókina í heild sinni, eina blaðsíðu í hverri viku.
Árið 2009 kom út síðasta bókin í seríunni, Vølvens syner, sem gjallar um [[fimbulvetur]] og [[ragnarök]].
Bækurnar hafa verið þýddar á mörgum tungumálum, t.d. Norðurlandatungumálunum, hollensku og indónesísku. Fyrstu fimm bækurnar voru þýddar á íslensku (fyrstu þrjár af Guðna Kolbeinssyni, hinar af Bjarna Frímanni Karlssyni) og gefnar út af [[Bókaútgáfan Iðunn|Iðunni]] á árunum 1979-1989. Þær voru svo endurútgefnar af Iðunni á árunum 2010-2014 og næstu bækur í bókaflokknum hafa komið út að mestu árlega síðan.
==Listi yfir bækurnar<ref>http://www.litteratursiden.dk/forfattere/peter-madsen</ref>==
{| class="wikitable"
|-
!Ár
!Titill á dönsku
!Titill á íslensku
!Byggt á...
|-
|1979
|Ulven er Løs
|[[Úlfurinn bundinn]] (1979; endurútgefin 2010)
|Snorra-Edda
|-
|1980
|Thors Brudefærd
|[[Hamarsheimt]] (1980; endurútgefin 2011)
|Þrymskviða
|-
|1982
|Odins Væddemål
|[[Veðmál Óðins]] (1982; endurútgefin 2012)
|Snorra-Edda og Ynglingasaga
|-
|1987
|Historien om Quark
|[[Sagan um Kark]] (1988; endurútgefin 2013)
|Ekkert
|-
|1989
|Rejsen Til Udgårdsloke
|[[Förin til Útgarða-Loka]] (1989; endurútgefin 2014)
|Snorra-Edda
|-
|1990
|De Gyldne Æbler
|[[Gulleplin]] (2015)
|Snorra-Edda
|-
|1991
|Ormen i Dybet
|[[Krækt í orminn]] (2016)
|Snorra-Edda og Hýmiskviða
|-
|1992
|Frejas Smykke
|[[Brísingamenið]] (2017)
|Snorra-Edda og Sörla saga
|-
|1993
|Den Store Udfordring
|[[Hólmgangan]] (2019)
|Snorra-Edda
|-
|1997
|Gudernes Gaver
|[[Gjafir guðanna]] (2020)
|Snorra-Edda
|-
|1998
|Mysteriet om Digtermjøden
|[[Ráðgátan um skáldamjöðinn]] (2021)
|Snorra-Edda og Ynglingasaga
|-
|2001
|Gennem Ild og Vand
|"Í gegnum eld og vatn"
|Snorra-Edda og Grímnismál
|-
|2006
|Balladen om Balder
|"Ballaðan um Baldur"
|Snorra-Edda, Baldurs draumar og Gesta Danorum
|-
|2007
|Muren
|"Múrinn"
|Snorra-Edda og Skírnismál
|-
|2009
|Vølvens syner
|"Sýnir völvunnar"
|Snorra-Edda og Völuspá
|}
==Sögupersónur==
Sögupersónur Goðheima eru þær persónur sem koma fyrir í fornritunum auk nokkurra skáldaðra. Aðalfókusinn er á systkinin [[Þjálfi|Þjálfa]] og [[Röskva|Röskvu]] og dvöl þeirra í [[Ásgarður|Ásgarði]]. Þeir [[Ás|Æsir]] sem koma mest við sögu eru [[Þór (norræn goðafræði)|Þór]], [[Óðinn]] og [[Loki]]. Einnig má nefna [[Baldur]], [[Heimdallur|Heimdall]], [[Frigg]], [[Sif (norræn goðafræði)|Sif]] auk margra annarra. [[Vanir]] koma einnig mikið við sögu, þá sérstaklega systkinin [[Freyr (norræn goðafræði)|Freyr]] og [[Freyja|Freyja]]. Æsirnir og Vanirnir eru hetjur Goðheima, hafa mikla hæfileika og krafta en eru jafnframt breyskir eins og mennirnir.
Jötnarnir eru yfirleitt hinir vondu í bókunum, forljótir og yfirleitt heimskir. Þeir geta þó búið yfir miklum kröftum og verið stórvarasamir. Á meðan Æsirnir og Vanirnir verða góðkunningjar lesenda bókanna er sjaldgæfara er að sömu jötnar komi fram í fleiri en einni bók. Meðal helstu jötna ber að nefna [[Hýmir|Hými]], [[Þrymur|Þrym]] og [[Útgarða-Loki|Útgarða-Loka]]. Ein þekktasta persóna Goðheima er jötnastrákurinn [[Karkur]] en hann kemur hvergi fram í fornritunum.
Einnig ber að nefna að fjölmörg dýr og kynjaskepnur koma fram í bókunum, svo sem [[Fenrisúlfur]], [[Miðgarðsormur]] og [[Sleipnir]].
==Tilvísanir==
{{Reflist}}
[[Flokkur:Myndasögur]]
q42pavz7vkt5rzu7taqcnlaweuf48w4
Hvítrússneska
0
93743
1764240
1715132
2022-08-09T12:59:49Z
157.157.164.121
wikitext
text/x-wiki
{{Tungumál|
ættarlitur=Indóevrópskt|
nafn=Hvítrússneska|
nafn2=беларуская мова bélarúskaja mova|
ríki=[[Hvíta-Rússland]], [[Úkraína]], [[Rússland]], [[Moldóva]], [[Pólland]], [[Ísrael]]|
svæði=Fyrrum [[Sovétríkin|Sovétríki]], [[Vestur-Evrópa]]|
talendur=Uþb. 7.000.000|
sæti=57|
ætt=[[Indóevrópsk tungumál|Indóevrópskt]]<br /> [[Baltóslavnesk tungumál|Baltóslavneskt]]<br /> [[Slavnesk tungumál|Slavneskt]]<br /> [[Austurslavnesk tungumál|Austurslavneskt]]<br />
'''Hvítrússneska'''|
þjóð=[[Hvíta-Rússland]]|
stýrt af=[http://nasb.gov.by/bel Hvítrússnesku tungumálastofnuninni]|
iso1=be|
iso2=bel|
sil=BEL|
}}
'''Hvítrússneska''' er [[indóevrópskt tungumál]] úr hópi [[Slavnesk tungumál|slavneskra tungumála]]. Hvítrússneska er opinbert tungumál í [[Hvíta-Rússland]]i ásamt [[Rússneska|rússnesku]].
{{stubbur}}
{{Slavnesk tungumál}}
[[Flokkur:Slavnesk tungumál]]
8a26kkgeiohlhs45v4mtvrykgfvb2xy
Spjall:Eiríkur Guðmundsson (leikari)
1
98103
1764244
1042837
2022-08-09T13:01:25Z
Berserkur
10188
Berserkur færði [[Spjall:Eiríkur Guðmundsson]] á [[Spjall:Eiríkur Guðmundsson (leikari)]]
wikitext
text/x-wiki
{{æviágrip lifandi fólks}}
m3ury9i6epl32g01dltssnpqfw06iwp
Shrek
0
100401
1764334
1729341
2022-08-10T03:32:12Z
2001:4451:116A:BE00:343C:E3B6:431C:5E0F
wikitext
text/x-wiki
{{Kvikmynd
|nafn = Shrek
|upprunalegt heiti = Shrek
|plakat =Shrek lass nach - panoramio.jpg
|sýningartími = 90 mínútur
|útgáfudagur = {{USA}} [[18. maí]] [[2001]]<br />{{ISL}} [[20. júlí]] [[2001]]
|tungumál = [[Enska]]
|land = {{Fáni|Bandaríkin}}
|handritshöfundur = Ted Elliott<br />Tony Rossio<br />Joe Stillman<br />Roger S.H. Schulman
|leikstjóri = [[Andrew Adamson]]<br />[[Vicky Jenson]]
|byggt á =
|framleiðandi = Aron Warner<br />John H. Williams<br />Jeffrey Katzenberg
|tónlist = [[Harry Gregson-Williams]]<br />[[John Powell]]
|klipping =
|meginhlutverk = [[Mike Myers]]<br />[[Eddie Murphy]]<br />[[Cameron Diaz]]<br />[[John Lithgow]]
|dreifingaraðili = [[DreamWorks Pictures]]
|fyrirtæki = [[DreamWorks Animations]]
|framhald = [[Shrek 2]]
|ráðstöfunarfé = [[Bandaríkjadalur|USD]] 60 milljónir
|heildartekjur = [[Bandaríkjadalur|USD]] 444,8 milljónir
|imdb_id = 0126029
}}
'''''Shrek''''' er [[Bandaríkin|bandarísk]] teiknimynd frá árinu [[2001]] sem [[Andrew Adamson]] og [[Vicky Jenson]] leikstýrðu. [[Mike Myers]], [[Eddie Murphy]], [[Cameron Diaz]], og [[John Lithgow]] fara með aðalhlutverk í myndinni sem er lauslega byggð á [[Shrek!|samnefndri ævintýrabók]] frá árinu [[1990]].
== Leikraddir ==
* Shrek - [[Mike Myers]]
* Asni - [[Eddie Murphy]]
* Fióna prinsessa - [[Cameron Diaz]]
* Faarquaad Greifi - [[John Lithgow]]
* Hrói Höttur - [[Vincent Cassel]]
'''Íslenska leikraddir'''
* Skrekkur - [[Hjálmar Hjálmarsson]]
* Asni - [[Þórhallur Sigurðsson]]
* Fióna prinsessa - [[Edda Eyjólfsdóttir]]
* Faarquaad Greifi - [[Harald G. Haraldsson|Harald G. Haralds]]
* Hrói Höttur - [[Eggert Þorleifsson]]
Aukaraddir: [[Magnús Jónsson]], [[Stefán Jónsson]], [[Ragnheiður Steindórsdóttir]], [[Árni Thoroddsen]], [[Inga María Valdimarsdóttir]], [[Alfreð Alfreðsson]], [[Júlíus Agnarsson]], [[Valdimar Flygenring]], [[Björn Ármann Júlíusson]], [[Gísli Magnússon|Gísli Magnason]], [[Eva Ásrún Albertsdóttir]], [[Örn Arnarson]], [[Skarphéðinn Hjartarson]] og [[Erna Þórarinsdóttir]].
== Tenglar ==
*{{imdb titill|0126029}}
{{stubbur}}
{{Cameron Diaz}}
[[Flokkur:Bandarískar kvikmyndir]]
[[Flokkur:Kvikmyndir frumsýndar 2001]]
cquiahyw87xqdrf18v39vfb6r31839x
1764337
1764334
2022-08-10T07:25:07Z
Berserkur
10188
Tók aftur breytingar [[Special:Contributions/2001:4451:116A:BE00:343C:E3B6:431C:5E0F|2001:4451:116A:BE00:343C:E3B6:431C:5E0F]] ([[User talk:2001:4451:116A:BE00:343C:E3B6:431C:5E0F|spjall]]), breytt til síðustu útgáfu [[User:Berserkur|Berserkur]]
wikitext
text/x-wiki
{{Kvikmynd
|nafn = Shrek
|upprunalegt heiti = Shrek
|plakat =
|sýningartími = 90 mínútur
|útgáfudagur = {{USA}} [[18. maí]] [[2001]]<br />{{ISL}} [[20. júlí]] [[2001]]
|tungumál = [[Enska]]
|land = {{Fáni|Bandaríkin}}
|handritshöfundur = Ted Elliott<br />Tony Rossio<br />Joe Stillman<br />Roger S.H. Schulman
|leikstjóri = [[Andrew Adamson]]<br />[[Vicky Jenson]]
|byggt á =
|framleiðandi = Aron Warner<br />John H. Williams<br />Jeffrey Katzenberg
|tónlist = [[Harry Gregson-Williams]]<br />[[John Powell]]
|klipping =
|meginhlutverk = [[Mike Myers]]<br />[[Eddie Murphy]]<br />[[Cameron Diaz]]<br />[[John Lithgow]]
|dreifingaraðili = [[DreamWorks Pictures]]
|fyrirtæki = [[DreamWorks Animations]]
|framhald = [[Shrek 2]]
|ráðstöfunarfé = [[Bandaríkjadalur|USD]] 60 milljónir
|heildartekjur = [[Bandaríkjadalur|USD]] 444,8 milljónir
|imdb_id = 0126029
}}
'''''Shrek''''' er [[Bandaríkin|bandarísk]] teiknimynd frá árinu [[2001]] sem [[Andrew Adamson]] og [[Vicky Jenson]] leikstýrðu. [[Mike Myers]], [[Eddie Murphy]], [[Cameron Diaz]], og [[John Lithgow]] fara með aðalhlutverk í myndinni sem er lauslega byggð á [[Shrek!|samnefndri ævintýrabók]] frá árinu [[1990]].
== Leikraddir ==
* Shrek - [[Mike Myers]]
* Asni - [[Eddie Murphy]]
* Fióna prinsessa - [[Cameron Diaz]]
* Faarquaad Greifi - [[John Lithgow]]
* Hrói Höttur - [[Vincent Cassel]]
'''Íslenska leikraddir'''
* Skrekkur - [[Hjálmar Hjálmarsson]]
* Asni - [[Þórhallur Sigurðsson]]
* Fióna prinsessa - [[Edda Eyjólfsdóttir]]
* Faarquaad Greifi - [[Harald G. Haraldsson|Harald G. Haralds]]
* Hrói Höttur - [[Eggert Þorleifsson]]
Aukaraddir: [[Magnús Jónsson]], [[Stefán Jónsson]], [[Ragnheiður Steindórsdóttir]], [[Árni Thoroddsen]], [[Inga María Valdimarsdóttir]], [[Alfreð Alfreðsson]], [[Júlíus Agnarsson]], [[Valdimar Flygenring]], [[Björn Ármann Júlíusson]], [[Gísli Magnússon|Gísli Magnason]], [[Eva Ásrún Albertsdóttir]], [[Örn Arnarson]], [[Skarphéðinn Hjartarson]] og [[Erna Þórarinsdóttir]].
== Tenglar ==
*{{imdb titill|0126029}}
{{stubbur}}
{{Cameron Diaz}}
[[Flokkur:Bandarískar kvikmyndir]]
[[Flokkur:Kvikmyndir frumsýndar 2001]]
2u52lkricggiosft3xwb2vy9bc7zqxx
Zhengzhou
0
101517
1764272
1764067
2022-08-09T16:38:49Z
Dagvidur
4656
Bætti við korti
wikitext
text/x-wiki
[[File:Zhengzhou-location-MAP-in-Henan-Province-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Zhengzhou í Henan héraði Kína.|Staðsetning '''Zhengzhou''' í Henan héraði Kína.]]
'''Zhengzhou''' er höfuðborg [[Henan]] héraðs í [[Alþýðulýðveldið Kína|Kína]].
{{stubbur|landafræði}}
p5bpa28uwmvf63ty4qlaxd38x0kenuf
Þreskivél
0
115102
1764263
1739692
2022-08-09T16:01:50Z
Sillerkiil
81623
Drónamyndband af þreskivél 2022
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Moisson 2007 003.JPG|thumbnail|Nútíma þreskivél]]
[[Mynd:Drone video of combine harvester and tractor on a field in Jõgevamaa, Estonia (July 2022).webm|thumb|Drónamyndband af þreskivél 2022]]
'''Þreskivél''' er [[vél]] sem notuð er við uppskerustörf. Vélin klippir kornstöngla, hristir kornið úr og sigtar kornið. Vélin skilar svo stönglunum (hálminum) aftur á í garða eða sem köggla. Fremst á þreskivél er ljár sem klippir kornstönglanna og búnaður sem sópar og færir stönglana upp í vélina. Þar er þreskibúnaður sem virkar þannig að þreskill slær korn úr öxunum og þau falla gegnum þreskihvelfu og skiljast þannig frá hálminum. Hálmurinn er svo hristur aftur til að ná ölli korni úr. Hálmurinn fellur svo aftan úr vélinni. Korninu er safnað á kornplötu og fer þaðan í hreinsiverk í gegnum sáld gegnum loftstreymi frá viftu sem blæs svo aftur úr vélinni leyfum af hálmi, rusli og kuski. Fullhreinsað korn er svo flutt í korngeymi.
Þreskivélar eru notaðar við uppskeru á [[hveiti]], [[hafrar|höfrum]], [[rúgur|rúgi]], [[bygg]]i, [[maís]], [[sojabaunir|sojabaunum]] og [[hör]].
{| style="border:1px solid black;" width="100%"
| rowspan="11"|[[Mynd:Maehdrescher_schema_nummeriert.svg|400px|left|Skýringarmynd yfir þreskivél]]
! colspan="4" style="background:#FFE4C4" | Skýringar
|-
| style="text-align:right" | 1 || sópvinda || style="text-align:right" |11 || efra sáld
|-
| style="text-align:right" | 2 || ljár || style="text-align:right" |12 || neðra sáld
|-
| style="text-align:right" | 3 || færisnigill || style="text-align:right" |13 || hratsnigill
|-
| style="text-align:right" | 4 || færistokkur || style="text-align:right" |14 || hratvinnsla?
|-
| style="text-align:right" | 5 || steinafella || style="text-align:right" |15 || kornsnigill
|-
| style="text-align:right" | 6 || þreskivölur || style="text-align:right" |16 || korngeymir
|-
| style="text-align:right" | 7 || þreskihvelfa|| style="text-align:right" |17 || hálmsaxari
|-
| style="text-align:right" | 8 || hálmhristill || style="text-align:right" |18 || ökumannshús
|-
| style="text-align:right" | 9 || kornplata || style="text-align:right" |19 || hreyfill
|-
| style="text-align:right" |10 || vifta || style="text-align:right" |20 || hlíf || style="text-align:right" |21 || hálmvinda
|-
|}
== Heimild ==
{{commons|Combine harvester|þreskivél}}
* [http://landbunadur.lbhi.is/landbunadur/wglbhi.nsf/key2/ghthn5e6p58.html Lárus Pétursson: Kornskurðarvélar] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160304194810/http://landbunadur.lbhi.is/landbunadur/wglbhi.nsf/key2/ghthn5e6p58.html |date=2016-03-04 }}
{{Stubbur|landbúnaður}}
[[Flokkur:Landbúnaðarverkfæri]]
0athz9tcbmmo88vn2nimlx7by1g0h2l
Prypjat
0
118551
1764318
1746839
2022-08-10T00:25:05Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Pripjat]] á [[Prypjat]]
wikitext
text/x-wiki
{{hnit|51|24|20|N|30|03|25|E|display=title|region:UK}}
'''Pripyat''' er fyrrum borg í [[Úkraína|Úkraínu]], nærri landamærum [[Hvíta-Rússland]]s Hún var stofnuð árið 1970 og fékk borgarréttindi árið 1979. Borgin var rýmd 1986 vegna sprengingar á rafal 4 í hinu fræga [[kjarnorkuver]]i [[Tjernobyl]]. Allir íbúar borgarinnar þurftu að flytja frá heimilum sínum vegna mikillar geislavirkni sem kom í kjölfar sprengingarinnar. Rýma þurfti alla bæi í 50 km radíus. Nokkrir menn fóru niður hjá rafal 4 og náðu að minnka sprengikraftinn sem ella hefði þetta orðið tvisvar sinnum stærra heldur en [[Hiroshima]] kjarnorkusprengingin. Íbúar voru um 50.000 en eru engir í dag.
[[Mynd:Pripyat Panorama.JPG|thumb|left|1000px|Panorama mynd af Pripyat tekin um 2011. Yfirgefið kjarnorkuver Tsjernobyl sést í fjarska.]]
{{commonscat|Pripyat}}
{{stubbur|Landafræði}}
{{Borgir í Úkraínu}}
[[Flokkur:Borgir í Úkraínu]]
[[Flokkur:Úkraína]]
41hd7jssrla7nl461pn5avy7k466167
Svartfellska
0
119769
1764248
1743564
2022-08-09T13:06:49Z
157.157.164.121
wikitext
text/x-wiki
{{Tungumál|nafn= Svartfellska|nafn2=crnogorski / црногорски|
|ættarlitur= Indóevrópskt
|ríki= [[Svartfjallaland]]
|svæði=[[Austur-Evrópa]]
|talendur=(ekki skilgreint)|sæti=25
|ætt=[[Indóevrópsk tungumál|Indóevrópskt]]<br />
[[Baltóslavnesk tungumál|Baltóslavneskt]]<br />
[[Slavnesk tungumál|Slavneskt]]<br />
[[Suðurslavnesk tungumál|Suðurslavneskt]]<br />
[[Vestursuðurslavnesk tungumál| Vestursuðurslavneskt]]<br />
[[Serbó-króatíska]]<br />
[[Stókavíanska]]<br />
'''{{PAGENAME}}'''
|stafróf=[[Svartfellska stafrófið]]
|þjóð={{MNE}} [[Svartfjallaland]]
|stýrt af=Nefnd um stöðlun svartfellsku tungunnar
|iso1=enginn|iso2= enginn}}
'''Svartfellska''' (''crnogorski'' / ''црногорски'') er stöðluð [[mállýska]] [[serbó-króatíska|serbó-króatísku]] og opinbert tungumál [[Svartfjallaland|Svartfjallalands]]. Svartfellska er byggð á útbreiddustu mállýsku serbó-króatísku, [[stókavíönsku]]. Áður var svartfellska ekki aðgreind frá serbnesku og enn eru deilur um stöðu hennar.
Hugmyndin um staðlað serbó-króatískt tungumál, aðskilið frá serbnesku og króatísku, á rætur sínar að rekja til tíunda áratugarins og hlaut meiri vinsældir á fyrsta áratugi [[21. öld|21. aldar]]. Svartfellska varð í fyrsta skipti [[opinbert tungumál]] Svartfjallalands þegar ný [[stjórnarskrá]] tók gildi [[22. október]] [[2007]] Svartfellska er ekki enn orðin staðlað tungumál. Stafsetningarreglur tungunnar voru settar [[10. júlí]] [[2009]] þegar tveimur bókstöfum var bætt við [[Svartfellska stafrófið|stafrófið]], en opinber málfræði og námsefni hafa ekki ennþá verið samþykkt enda eru stafirnir og málfræðin mjög umdeild. <ref>{{Cite book|url=https://www.worldcat.org/oclc/472108131|title=Montenegro : a modern history|last=Morrison|first=Kenneth|date=2009|publisher=I.B. Tauris|isbn=978-1-4416-2897-8|location=London|oclc=472108131}}</ref>
{{stubbur|tungumál}}
{{Slavnesk tungumál}}
[[Flokkur:Slavnesk tungumál]]
k73dtr9j5jw1ryfm5v6h07u2v5q6vn8
Mállýskusamfella
0
119846
1764249
1505361
2022-08-09T13:14:55Z
157.157.164.121
wikitext
text/x-wiki
'''Mállýskusamfella''' eru [[mállýska|mállýskur]] sem talaðar eru á einhverju landafræðilegu svæði sem eru ekki mjög mismunandi á nágrannasvæðum, en ef farið er í hvaða átt sem er verður munurinn á mállýskunum svo mikill að þær eru ekki lengur [[gagnkvæmur skiljanleiki|gagnkvæmt skiljanlegar]].
Dæmi um mállýskusamfellur eru [[samísk tungumál]] um miðja [[19. öld]], og ákveðin [[rómönsk tungumál]] eins og [[galisíska]] sem liggur einhvers staðar á milli [[spænska|kastilísku]] og [[portúgalska|portúgölsku]]. Stundum er talið að meginlandsskandinavísk tungumál (þ.e. [[danska]], [[norska]] og [[sænska]]) myndi mállýskusamfellu. Á [[Ísland]]i er blanda þessara mála oft kölluð [[skandinavíska]].
== Tengt efni ==
* [[Staðalmál]]
{{stubbur|tungumál}}
[[Flokkur:Mállýskur]]
eeewf25mv05u2qxe6pec8w6bmfu6yuz
1764250
1764249
2022-08-09T13:15:58Z
157.157.164.121
wikitext
text/x-wiki
'''Mállýskusamfella''' eru [[mállýska|mállýskur]] sem talaðar eru á einhverju landfræðilegu svæði sem eru ekki mjög mismunandi á nágrannasvæðum, en ef farið er lengra burtu verður munurinn á mállýskunum svo mikill að þær eru ekki lengur [[gagnkvæmur skiljanleiki|gagnkvæmt skiljanlegar]].
Dæmi um mállýskusamfellur eru [[samísk tungumál]] um miðja [[19. öld]], og ákveðin [[rómönsk tungumál]] eins og [[galisíska]] sem liggur einhvers staðar á milli [[spænska|kastilísku]] og [[portúgalska|portúgölsku]]. Stundum er talið að meginlandsskandinavísk tungumál (þ.e. [[danska]], [[norska]] og [[sænska]]) myndi mállýskusamfellu. Á [[Ísland]]i er blanda þessara mála oft kölluð [[skandinavíska]].
== Tengt efni ==
* [[Staðalmál]]
{{stubbur|tungumál}}
[[Flokkur:Mállýskur]]
f1lw849vjoftkqop8psfe4zejymo90j
Höfðaborgin
0
120502
1764307
1703036
2022-08-09T20:29:06Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Höfðaborgin''' var íbúðaþyrping timburhúsa í Reykjavík sem stóð skammt fyrir ofan [[Höfði|Höfða]]. Þar voru 104 30 fm bráðabirgðaíbúðir í mjóum lengjum þar sem voru sex íbúðir í hverri lengju. Kynding í íbúðunum var með [[kol]]aofn og var íbúðunum ætlað að leysa úr húsnæðiseklu í Reykjavík eftir [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldina]]. Fyrst voru reist 12 íbúðahús og voru þau flest innan þríhyrningslaga svæðis sem afmarkaðist af [[Samtún]]i, [[Höfðatún]]i og [[Borgartún]]i en seinna voru byggð fjögur íbúðahús til viðbótar sem voru við Borgartún. Fyrstu íbúar fluttu inn árið 1941 og en vorið 1942 var búið að leigja allar 104 íbúðirnar út og bjuggu um 560 manns þá í þessum húsum. Húsin voru illa einangruð og einungis á tréstaurum sem reknir voru niður í mýrina sem þarna var.
Höfðaborgin var leiguhúsnæði á vegum borgaryfirvalda. Höfðaborgin var rifin árið 1974.
Höfðaborgin, [[Pólarnir]] við suðurenda Laufásvegar og [[Selbúðir]]nar voru öreigabyggðir Reykjavíkur.
== Heimildir ==
* [http://www.ljosmyndvikunnar.is/post/60170898243/hofdaborg Ljósmynd vikunnar Höfðaborgin (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140309031954/http://www.ljosmyndvikunnar.is/post/60170898243/hofdaborg |date=2014-03-09 }}
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1839083 Horfnir tímar í Höfðaborginni, Morgunblaðið, Morgunblaðið B - Sunnudagur (08.10.1995), Blaðsíða B 30]
* Björg G. Gísladóttir ,Hljóðin í nóttinni – Minningasaga, 2014
* [https://sagnir.hi.is/argangar/Sagnir%20Argangur%2019.pdf Jón Ingvar Kjaran, Höfðaborgin - úrlausn á húsnæðisvanda 5. áratugarins?, Sagnir 19, 1980, bls. 48-55]
[[flokkur:Félagslegt húsnæði]]
[[Flokkur:Saga Reykjavíkur]]
kcleeyiq4l66auijpok4xyyxwk69kzm
Austurslavnesk tungumál
0
125489
1764241
1535036
2022-08-09T13:00:51Z
157.157.164.121
wikitext
text/x-wiki
{{Tungumálaætt
|nafn=Austurslavnesk tungumál
|ættarlitur=Indóevrópskt
|ætt=[[Indóevrópsk tungumál|Indóevrópskt]]<br/> [[Baltóslavnesk tungumál|Baltóslavneskt]]<br/> [[Slavnesk tungumál|Slavneskt]]
|frummál=[[Fornausturslavneska]]
|iso5=zle
|kort=Slavic europe.svg
|kortatexti={{legend|#008000|Lönd þar sem austurslavneskt mál er talað}}
}}
'''Austurslavnesk tungumál''' er ein þriggja greina [[slavnesk tungumál|slavneskra mála]], sem er töluð í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]]. Hún er langstærst greinanna þriggja, en hinar eru [[vesturslavnesk tungumál|vesturslavnesk]] og [[suðurslavnesk tungumál|suðurslavnesk]] mál. Til austurslavneskra mála teljast [[hvítrússneska]], [[rússneska]] og [[úkraínska]] — [[rúsínska]] er ýmist talin úkraínsk mállýska eða sjálfstætt tungumál. Austurslavnesk mál eiga sameiginlega formóður sem töluð var í [[Kænugarðsríkið|Kænugarðsríkinu]] frá 9. til 13. aldar.
Öll austurslavnesk mál eru rituð með [[kýrillískt stafróf|kýrillísku stafrófi]] með nokkrum afbrigðum.
{{stubbur|tungumál}}
{{Slavnesk tungumál}}
[[Flokkur:Slavnesk tungumál]]
5g7hcez7q5qkpxoeb7pzkgnkbgdv00f
Suðurslavnesk tungumál
0
125492
1764246
1535120
2022-08-09T13:02:09Z
157.157.164.121
wikitext
text/x-wiki
{{Tungumálaætt
|nafn=Suðurslavnesk tungumál
|ættarlitur=Indóevrópskt
|ætt=[[Indóevrópsk tungumál|Indóevrópskt]]<br/> [[Baltóslavnesk tungumál|Baltóslavneskt]]<br/> [[Slavnesk tungumál|Slavneskt]]
|iso5=zls
|kort=Slavic europe.svg
|kortatexti={{legend|#004040|Lönd þar sem suðurslavneskt mál er talað}}
}}
'''Suðurslavnesk tungumál''' er ein þriggja greina [[slavnesk tungumál|slavneskra mála]]. Mælendur þessara mála eru um 30 milljónir talsins og búa aðallega á [[Balkanskagi|Balkanskaganum]]. Tungumálin eru aðskilin frá hinum ([[austurslavnesk tungumál|austur-]] og [[vesturslavnesk tungumál|vestur-]]) slavnesku málunum af [[þýska|þýsku-]], [[ungverska|ungversku-]] og [[rúmenska|rúmensku]]mælandi landsvæðum. Fyrsta suðurslavneska málið sem skrifað var niður var [[fornkirkjuslavneska]], sem var mállýska töluð í [[Þessalóníka|Þessalóníku]] á 9. öld.
Greinin skiptist í tvær undirflokka: austurflokkinn og vesturflokkinn. Í austurflokknum eru [[makedónska]], [[búlgarska]] og fornkirkjuslavneska, en [[slóvenska]], [[serbneska]], [[króatíska]], [[bosníska]] og [[svartfellska]] tilheyra vesturflokknum. Seinustu fjögur málin eru stundum talin eitt tungumál, og er að nokkru leyti gerður greinarmunur á þeim bara af pólitískum ástæðum.
{{stubbur|tungumál}}
[[Flokkur:Slavnesk tungumál]]
{{Slavnesk tungumál}}
909ihugddh8o4iqstksm7d2zmsc79zc
Zjytomyr
0
126942
1764314
1756798
2022-08-10T00:16:50Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Zjytómýr]] á [[Zjytomyr]]
wikitext
text/x-wiki
{{Bær
|Nafn=Zjytómýr
|Skjaldarmerki= Coat of Arms of Zhytomyr.svg
|Land=Úkraína
|lat_dir = N|lat_deg = 50 |lat_min = 15 |lat_sec = 0
|lon_dir = E|lon_deg = 28 |lon_min = 40 |lon_sec = 0
|Íbúafjöldi=267.000 (2018)
|Flatarmál=61
|Póstnúmer=10000 — 10036
|Web=http://zt-rada.gov.ua/index.php
}}
{{commonscat|Zhytomyr|Zjytómýr}}
'''Zjytómýr''' ([[úkraínska]]: Житомир) er [[borg]] í [[Úkraína|Norður-Úkraínu]] og með sögufrægari stöðum [[Garðaríki]]s. Borgin er tuttugusta stærsta borg Úkraínu. Í borginni búa um 270 þúsund manns og er hún stjórnarsetur fyrir Zjytómýr-sýslu eða [[Zjytómýrfylki]] (úkraínska: Житомирська о́бласть, Zjytómýrska oblast).
== Saga ==
Borgin varð til undir forystu konungs í Garðaríki, [[Höskuldur|Höskuldi]], árið [[884]]. Elstu heimildir um borgina eru frá árinu [[1321]].
== Landafræði ==
Zjytómýr er 130 km vestur af [[Kíev|Kænugarði]]. Í gegnum borgina rennur [[Téterév]] sem tæmist í [[Dnjepr|Danparfljót]] og tengir borgina við [[Svartahaf|Svartahafið]] og [[Asovshaf|Azovhafið]]. Loftslag er þurrt og er meðalhiti á sumrin +20 °C og á veturna –10 °C.
'''Veðuryfirlit'''
{{veðurlag|
|hmjan=-0.9
|hmfeb=0.0
|hmmar=5.6
|hmapr=14.0
|hmmaj=20.7
|hmjun=23.5
|hmjul=25.6
|hmaug=24.9
|hmsep=19.0
|hmokt=12.5
|hmnov=4.6
|hmdec=0.0
|lmjan=-5.8
|lmfeb=-5.7
|lmmar=-1.4
|lmapr=5.1
|lmmaj=10.8
|lmjun=14.2
|lmjul=16.1
|lmaug=15.2
|lmsep=10.2
|lmokt=4.9
|lmnov=-0.3
|lmdec=-4.6
|nbjan=36
|nbfeb=39
|nbmar=37
|nbapr=46
|nbmaj=57
|nbjun=82
|nbjul=71
|nbaug=60
|nbsep=57
|nbokt=41
|nbnov=50
|nbdec=45
}}
== Myndasafn ==
<gallery>
Mynd:Житомир._Бывший_особняк_Филиппова..JPG
Mynd:Житомир._Здание_Городского_Совета..JPG
Mynd:Будинок,_в_якому_народився_Ярослав_Домбровський,_генерал_Паризької_комуни..jpg
Mynd:Zhitomir_WaterTower.JPG
Mynd:Panorama-2008-05-20-teteriv.jpg
</gallery>
== Tengt efni ==
* [[Garðaríki]]
* [[Úkraína]]
== Tilvísanir ==
== Tenglar ==
* [http://trindelka.com.ua/ Trindelka - portal for Zhytomyr] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20081220083016/http://www.trindelka.com.ua/ |date=2008-12-20 }} (rússneskt)
* [http://www.zhytomyr.net zhytomyr.net - everything about the city] (úkraínskt)
* [http://ukrainian.travel/en/pro-ukrayinu/mista/zhitomir - find out Zhytomyr] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120310182628/http://ukrainian.travel/en/pro-ukrayinu/mista/zhitomir |date=2012-03-10 }} (úkraínskt)
* [http://zhzh.info/ Zhytomyr Journal - news, photo, map and other] (rússneskt)
* [http://interesniy.zhitomir.ua interesniy.zhitomir.ua - a blog about history of Zhytomyr] (rússneskt)
* [http://kartaukrainy.com.ua/zhytomyr Zhytomyr map - cafes, bars, restaurants] (úkraínskt)
{{stubbur|landafræði}}
{{Borgir í Úkraínu}}
[[Flokkur:Borgir í Úkraínu]]
iu0ecs3c8l61gkre6elmz2hyl75mwul
1764323
1764314
2022-08-10T00:41:11Z
TKSnaevarr
53243
/* Saga */
wikitext
text/x-wiki
{{Bær
|Nafn=Zjytómýr
|Skjaldarmerki= Coat of Arms of Zhytomyr.svg
|Land=Úkraína
|lat_dir = N|lat_deg = 50 |lat_min = 15 |lat_sec = 0
|lon_dir = E|lon_deg = 28 |lon_min = 40 |lon_sec = 0
|Íbúafjöldi=267.000 (2018)
|Flatarmál=61
|Póstnúmer=10000 — 10036
|Web=http://zt-rada.gov.ua/index.php
}}
{{commonscat|Zhytomyr|Zjytómýr}}
'''Zjytómýr''' ([[úkraínska]]: Житомир) er [[borg]] í [[Úkraína|Norður-Úkraínu]] og með sögufrægari stöðum [[Garðaríki]]s. Borgin er tuttugusta stærsta borg Úkraínu. Í borginni búa um 270 þúsund manns og er hún stjórnarsetur fyrir Zjytómýr-sýslu eða [[Zjytómýrfylki]] (úkraínska: Житомирська о́бласть, Zjytómýrska oblast).
== Saga ==
Borgin varð til undir forystu konungs í Garðaríki, [[Höskuldur og Þér|Höskuldi]], árið [[884]]. Elstu heimildir um borgina eru frá árinu [[1321]].
== Landafræði ==
Zjytómýr er 130 km vestur af [[Kíev|Kænugarði]]. Í gegnum borgina rennur [[Téterév]] sem tæmist í [[Dnjepr|Danparfljót]] og tengir borgina við [[Svartahaf|Svartahafið]] og [[Asovshaf|Azovhafið]]. Loftslag er þurrt og er meðalhiti á sumrin +20 °C og á veturna –10 °C.
'''Veðuryfirlit'''
{{veðurlag|
|hmjan=-0.9
|hmfeb=0.0
|hmmar=5.6
|hmapr=14.0
|hmmaj=20.7
|hmjun=23.5
|hmjul=25.6
|hmaug=24.9
|hmsep=19.0
|hmokt=12.5
|hmnov=4.6
|hmdec=0.0
|lmjan=-5.8
|lmfeb=-5.7
|lmmar=-1.4
|lmapr=5.1
|lmmaj=10.8
|lmjun=14.2
|lmjul=16.1
|lmaug=15.2
|lmsep=10.2
|lmokt=4.9
|lmnov=-0.3
|lmdec=-4.6
|nbjan=36
|nbfeb=39
|nbmar=37
|nbapr=46
|nbmaj=57
|nbjun=82
|nbjul=71
|nbaug=60
|nbsep=57
|nbokt=41
|nbnov=50
|nbdec=45
}}
== Myndasafn ==
<gallery>
Mynd:Житомир._Бывший_особняк_Филиппова..JPG
Mynd:Житомир._Здание_Городского_Совета..JPG
Mynd:Будинок,_в_якому_народився_Ярослав_Домбровський,_генерал_Паризької_комуни..jpg
Mynd:Zhitomir_WaterTower.JPG
Mynd:Panorama-2008-05-20-teteriv.jpg
</gallery>
== Tengt efni ==
* [[Garðaríki]]
* [[Úkraína]]
== Tilvísanir ==
== Tenglar ==
* [http://trindelka.com.ua/ Trindelka - portal for Zhytomyr] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20081220083016/http://www.trindelka.com.ua/ |date=2008-12-20 }} (rússneskt)
* [http://www.zhytomyr.net zhytomyr.net - everything about the city] (úkraínskt)
* [http://ukrainian.travel/en/pro-ukrayinu/mista/zhitomir - find out Zhytomyr] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120310182628/http://ukrainian.travel/en/pro-ukrayinu/mista/zhitomir |date=2012-03-10 }} (úkraínskt)
* [http://zhzh.info/ Zhytomyr Journal - news, photo, map and other] (rússneskt)
* [http://interesniy.zhitomir.ua interesniy.zhitomir.ua - a blog about history of Zhytomyr] (rússneskt)
* [http://kartaukrainy.com.ua/zhytomyr Zhytomyr map - cafes, bars, restaurants] (úkraínskt)
{{stubbur|landafræði}}
{{Borgir í Úkraínu}}
[[Flokkur:Borgir í Úkraínu]]
qoafiwwm45a01kv32zfez5doftzlnow
Snið:Borgir í Úkraínu
10
126945
1764317
1763500
2022-08-10T00:24:02Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Navbox
|name=Borgir í Úkraínu
|title=[[Borg]]ir í [[Úkraína|Úkraínu]]
|list1= [[Dnípro]] · [[Donetsk (borg)|Donetsk]] · [[Ívano-Frankívsk]] · [[Kryvyj Ríh]]· [[Kropyvnytskyj]] · [[Kænugarður]] · [[Lúhansk (borg)|Lúhansk]] · [[Lútsk]] · [[Lvív]] · [[Maríúpol]] · [[Mykolajív]] · [[Odesa]] · [[Poltava]] · [[Rívne]] · [[Sevastopol]] · [[Símferopol]] · [[Súmy]] · [[Úzjhorod]] ·[[Horlívka]] · [[Kamjanske]] · [[Kharkív]] · [[Kherson]] · [[Khmelnytskyj]] · [[Makjíjívka]]· [[Poltava]] · [[Tsjerkasy]] · [[Ternopíl]] · [[Zjytomyr]] · [[Prypjat]] · [[Tsjernobyl]] · [[Tsjernívtsí]] · [[Tsjerníhív]] · [[Vínnytsja]]· [[Zaporízjzja]]
}}<noinclude>{{DEFAULTSORT:{{PAGENAME}}}}</noinclude>
6cmmk3bm2tb89sbzpe5fzqq06kyzdqw
1764321
1764317
2022-08-10T00:34:55Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Navbox
|name=Borgir í Úkraínu
|title=[[Borg]]ir í [[Úkraína|Úkraínu]]
|list1= [[Dnípro]] · [[Donetsk (borg)|Donetsk]] · [[Horlívka]] · [[Ívano-Frankívsk]] · [[Kamjanske]] · [[Kharkív]] · [[Khmelnytskyj]] · [[Kherson]] · [[Kropyvnytskyj]] · [[Kryvyj Ríh]] · [[Kænugarður]] · [[Lúhansk (borg)|Lúhansk]] · [[Lútsk]] · [[Lvív]] · [[Makjíjívka]] · [[Maríúpol]] · [[Mykolajív]] · [[Odesa]] · [[Poltava]] · [[Prypjat]] · [[Rívne]] · [[Sevastopol]] · [[Símferopol]] · [[Súmy]] · [[Tsjerkasy]] · [[Ternopíl]] · [[Tsjernobyl]] · [[Tsjernívtsí]] · [[Tsjerníhív]] · [[Úzjhorod]] · [[Vínnytsja]]· [[Zaporízjzja]] · [[Zjytomyr]]
}}<noinclude>{{DEFAULTSORT:{{PAGENAME}}}}</noinclude>
5lig7uj03ifkogxbq5qea5r6bu0k05k
1764343
1764321
2022-08-10T10:19:37Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Navbox
|name=Borgir í Úkraínu
|title=[[Borg]]ir í [[Úkraína|Úkraínu]]
|list1= [[Dnípro]] · [[Donetsk (borg)|Donetsk]] · [[Horlívka]] · [[Ívano-Frankívsk]] · [[Kamjanske]] · [[Kharkív]] · [[Khmelnytskyj]] · [[Kherson]] · [[Kropyvnytskyj]] · [[Kryvyj Ríh]] · [[Kænugarður]] · [[Lúhansk (borg)|Lúhansk]] · [[Lútsk]] · [[Lvív]] · [[Makjíjívka]] · [[Maríúpol]] · [[Mykolajív]] · [[Odesa]] · [[Poltava]] · [[Prypjat]] · [[Rívne]] · [[Sevastopol]] · [[Símferopol]] · [[Súmy]] · [[Ternopíl]] · [[Tsjerkasy]] · [[Tsjernobyl]] · [[Tsjerníhív]] · [[Tsjernívtsí]] · [[Úzjhorod]] · [[Vínnytsja]]· [[Zaporízjzja]] · [[Zjytomyr]]
}}<noinclude>{{DEFAULTSORT:{{PAGENAME}}}}</noinclude>
0pu7bwrzvxexrkz44ciarejpkq0zyoi
Snið:Stjórnsýsluskipting Úkraínu
10
126947
1764325
1757114
2022-08-10T00:56:08Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Navbox
|name=Stjórnsýsluskipting Úkraínu
|state={{{state|}}}
|title= <big> Stjórnsýsluskipting [[Úkraína|Úkraínu]] [[Mynd:Lesser_Coat_of_Arms_of_Ukraine.svg|15px]] </big>
|liststyle=padding:0.25em 0; line-height:1.4em; <!--otherwise lists can appear to form continuous whole-->
|above =
|group1 = <big>[[Lýðveldi Úkraínu|Sjálfstjórnarlýðveldi]]</big>
|list1 = <big>[[Krímskagi]] [[Mynd:Emblem of Crimea.svg|15px]]</big>
|group2 = <big>Fylki (''oblast'')</big>
|list2 = <big>[[Dníprópetrovskfylki]] [[Mynd:Smaller_Coat_of_arms_of_Dnipropetrovsk_Oblast.svg|15px]] • [[Donetskfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Donetsk Oblast 1999.svg|15px]] • [[Ívano-Frankívskfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Ivano-Frankivsk Oblast.svg|15px]] • [[Kharkívfylki]] [[Mynd:COA of Kharkiv Oblast.svg|15px]] • [[Khersonfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Kherson Oblast.svg|15px]] • [[Khmelnytskyjfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Khmelnytskyi Oblast.svg|15px]] • [[Kænugarðsfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Kyiv Oblast.png|15px]] • [[Kyrovohradfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Kirovohrad Oblast.svg|15px]] • [[Lúhanskfylki]] [[Mynd:Coat of Arms Luhansk Oblast.svg|15px]] • [[Lvívfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Lviv Oblast.png|15px]] • [[Mykolajívfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Mykolaiv Oblast.svg|15px]] • [[Odesafylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Odesa Oblast.svg|15px]] • [[Poltavafylki]] [[Mynd:Large Coat of Arms of Poltava Oblast.svg|15px]] • [[Rívnefylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Rivne Oblast.svg|15px]] • [[Súmyfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Sumy Oblast.svg|15px]] • [[Ternopílfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Ternopil Oblast.svg|15px]] • [[Tsjerkasyfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Cherkasy Oblast.svg|15px]] • [[Tsjerníhívfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Chernihiv Oblast.png|15px]] • [[Tsjernívtsífylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Chernivtsi Oblast.svg|15px]] • [[Vínnytsjafylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Vinnytsia Oblast.svg|15px]] • [[Volynskfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Volyn Oblast.svg|15px]] • [[Zakarpatska-fylki]] [[Mynd:CarpathianRutheniaCoA.svg|15px]] • [[Zaporízjzja-fylki]] [[Mynd:Coat of arms of Zaporizhia Oblast.svg|15px]] • [[Zjytomyrfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Zhytomyr Oblast.svg|15px]]</big>
|group3 = <big>[[Sjálfstjórnarborgir í Úkraínu]]</big>
|list3 = <big>[[Kænugarður]] [[Mynd:COA of Kyiv Kurovskyi.svg|15px]] • [[Sevastópol]] [[Mynd:COA of Sevastopol.svg|15px]]</big>
|belowstyle = padding:0.3em 0; line-height:1.2em;
|below = <big>'''Borgir:'''</big> [[Zaporízjzja]] · [[Zjytomyr]] · [[Kænugarður]] · [[Prypjat]] · [[Tjernobyl]] · [[Odesa]] · [[Sevastopol]] · [[Lvív]]
}}<noinclude>
<!--Categories-->
[[Flokkur:Landafræðisnið]]
</noinclude>
4221i5k8uvh1hv5c9q91xujkzejpu0f
1764326
1764325
2022-08-10T00:57:14Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Navbox
|name=Stjórnsýsluskipting Úkraínu
|state={{{state|}}}
|title= <big> Stjórnsýsluskipting [[Úkraína|Úkraínu]] [[Mynd:Lesser_Coat_of_Arms_of_Ukraine.svg|15px]] </big>
|liststyle=padding:0.25em 0; line-height:1.4em; <!--otherwise lists can appear to form continuous whole-->
|above =
|group1 = <big>[[Lýðveldi Úkraínu|Sjálfstjórnarlýðveldi]]</big>
|list1 = <big>[[Krímskagi]] [[Mynd:Emblem of Crimea.svg|15px]]</big>
|group2 = <big>Fylki (''oblast'')</big>
|list2 = <big>[[Dníprópetrovskfylki]] [[Mynd:Smaller_Coat_of_arms_of_Dnipropetrovsk_Oblast.svg|15px]] • [[Donetskfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Donetsk Oblast 1999.svg|15px]] • [[Ívano-Frankívskfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Ivano-Frankivsk Oblast.svg|15px]] • [[Kharkívfylki]] [[Mynd:COA of Kharkiv Oblast.svg|15px]] • [[Khersonfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Kherson Oblast.svg|15px]] • [[Khmelnytskyjfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Khmelnytskyi Oblast.svg|15px]] • [[Kænugarðsfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Kyiv Oblast.png|15px]] • [[Kyrovohradfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Kirovohrad Oblast.svg|15px]] • [[Lúhanskfylki]] [[Mynd:Coat of Arms Luhansk Oblast.svg|15px]] • [[Lvívfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Lviv Oblast.png|15px]] • [[Mykolajívfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Mykolaiv Oblast.svg|15px]] • [[Odesafylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Odesa Oblast.svg|15px]] • [[Poltavafylki]] [[Mynd:Large Coat of Arms of Poltava Oblast.svg|15px]] • [[Rívnefylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Rivne Oblast.svg|15px]] • [[Súmyfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Sumy Oblast.svg|15px]] • [[Ternopílfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Ternopil Oblast.svg|15px]] • [[Tsjerkasyfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Cherkasy Oblast.svg|15px]] • [[Tsjerníhívfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Chernihiv Oblast.png|15px]] • [[Tsjernívtsífylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Chernivtsi Oblast.svg|15px]] • [[Vínnytsjafylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Vinnytsia Oblast.svg|15px]] • [[Volynskfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Volyn Oblast.svg|15px]] • [[Zakarpatska-fylki]] [[Mynd:CarpathianRutheniaCoA.svg|15px]] • [[Zaporízjzja-fylki]] [[Mynd:Coat of arms of Zaporizhia Oblast.svg|15px]] • [[Zjytomyrfylki]] [[Mynd:Coat of Arms of Zhytomyr Oblast.svg|15px]]</big>
|group3 = <big>[[Sjálfstjórnarborgir í Úkraínu]]</big>
|list3 = <big>[[Kænugarður]] [[Mynd:COA of Kyiv Kurovskyi.svg|15px]] • [[Sevastopol]] [[Mynd:COA of Sevastopol.svg|15px]]</big>
|belowstyle = padding:0.3em 0; line-height:1.2em;
|below = <big>'''Borgir:'''</big> [[Zaporízjzja]] · [[Zjytomyr]] · [[Kænugarður]] · [[Prypjat]] · [[Tsjernobyl]] · [[Odesa]] · [[Sevastopol]] · [[Lvív]]
}}<noinclude>[[Flokkur:Landafræðisnið]]</noinclude>
21ybe6ov8i231y633s68pna1ebz0ij9
Sevastopol
0
127275
1764312
1744791
2022-08-10T00:15:39Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Sevastópol]] á [[Sevastopol]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Sevastopol,_Ukraine.jpg|thumb|200px|Loftmynd af Sevastópol]]
'''Sevastópol''' eða upphaflega '''Sebastópol''' ([[rússneska]]/[[úkraínska]]: ''Севасто́поль'', [[krímtataríska]]: Aqyar, [[gríska]]: Σεβαστούπολη, Sevastúpólí) er borg á suðvesturhluta [[Krímskagi|Krímskaga]] við [[Svartahaf]]. Deilt er um hvort borgin tilheyri [[Úkraína|Úkraínu]], sem lítur á hana sem borg með sérstöðu, eða [[Rússland]]i, sem telur hana alríksborg innan Krímskaga. Í borginni búa um 419 þúsund manns (2017). Lega borgarinnar og hennar greiðfæru hafnir hafa gert hana að mikilvægri hafnarborg og bækistöð fyrir sjóheri í gegnum söguna.
Þrátt fyrir smæð — borgin er aðeins 864 ferkílómetrar að flatarmáli — ýta einstakir hafnareiginleikar hennar undir sterkt efnahagslíf. Milt er á veturna og á sumrin er frekar varmt og þessvegna er hún vinsæll ferðamannastaður fyrir borgara fyrrverandi [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Borgin er líka mikilvæg miðstöð [[sjávarlíffræði]] en þar hafa [[höfrungur| höfrungar]] verið tamdir frá [[seinni heimsstyrjöld]]inni.
Heiti borgarinnar Sevastopol, og áður Sebastopol, kemur frá grísku Σεβαστόπολις (klassískri grísku: Sebastópolis; nígrísku Sevastópolis). Heitið er sett saman af
-pólis, sem merkir borg eða bær og -sebastós, sem gefur til kynna einhverskonar hæð eða virðuleika.
{{stubbur|landafræði}}
{{Borgir í Úkraínu}}
[[Flokkur:Borgir í Úkraínu]]
k5vppzdehxb5ft0oal6w0h0z2b0bdh6
Flokkur:Félagslegt húsnæði
14
137274
1764308
1554887
2022-08-09T20:31:22Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Hús]]
1t72n2kdd20uxf3w7jozcmd0er07oc3
Wikipedia:Í fréttum...
4
154362
1764253
1764148
2022-08-09T13:20:09Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[File:Meradalir 2022-08-04.jpg|200px|right||alt=Eldgosið við Meradali 2022|link=Eldgosið við Meradali 2022]]
* [[3. ágúst]]: '''[[Eldgosið við Meradali 2022|Eldgos]]''' (''sjá mynd'') hefst við '''[[Meradalir|Meradali]]''' austan við [[Fagradalsfjall]] um miðjan dag þegar 300 metra sprunga opnast.
* [[23. júlí]]: [[Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin]] lýsir yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs '''[[Apabóla|apabólu]]'''.
* [[21. júlí]]: '''[[Droupadi Murmu]]''' er kjörin forseti Indlands.
* [[11. júlí]]: Fyrstu myndirnar teknar með '''[[James Webb-geimsjónaukinn|James Webb-geimsjónaukanum]]''' eru birtar almenningi.
'''Yfirstandandi:''' [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]] • [[Eldgosið við Meradali 2022|Eldgosið við Meradali]] • [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|Innrás Rússa í Úkraínu]] • [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|Kórónaveirufaraldurinn]] • [[Sýrlenska borgarastyrjöldin]] • [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]
<br>
'''Nýleg andlát''':
[[Eiríkur Guðmundsson (útvarpsmaður og rithöfundur)|Eiríkur Guðmundsson]] (8. ágúst) • [[Olivia Newton-John]] (8. ágúst) • [[Ayman al-Zawahiri]] (31. júlí) • [[Bill Russell]] (31. júlí) • [[David Trimble]] (25. júlí) • [[Kristbjörn Albertsson]] (18. júlí) •
c36kota5i8muom9fb40jcia5kty0ux1
Zaporízjzja
0
156922
1764341
1764170
2022-08-10T10:14:33Z
Andrii Gladii
44672
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Над_проспектом_Металургів.jpg|275px|right]]<br />[[File:Панорама_Січі.jpg|275px|right]]<br />[[File:Башта_та_заводи.jpg|275px|right]]
{{Bær
|Nafn=Zaporizja
|Skjaldarmerki= Герб Запорожья 2003 года.svg
|Land=Úkraína
|lat_dir = N|lat_deg = 47 |lat_min = 50 |lat_sec = 16
|lon_dir = E|lon_deg = 35 |lon_min = 8 |lon_sec = 18
|Íbúafjöldi=764.000 (2018)
|Flatarmál=334
|Póstnúmer=69000—499
|Web=https://zp.gov.ua/en
}}
'''Zaporízjzja''' ([[úkraínska]]: '''Запоріжжя''') er borg í [[Úkraína|Suður-Úkraínu]]. Borgin er sjötta stærsta borg Úkraínu. Í borginni búa um 760 þúsund manns<ref name=Folk>[http://zp.ukrstat.gov.ua/images/stories/Exp_dem_1651.pdf Головне управління статистики у Запорізькій області — Чисельність населення м. Запоріжжя]</ref> og er hún stjórnarsetur fyrir [[Zaporízjzja-fylki]] (úkraínska: Запорізька область, ''Zaporizka oblast''). Borgin liggur í suðurhluta landsins víð fljótið [[Dnjepr]].
==Saga==
Elstu heimildir um borgina eru frá árinu [[952]]<ref>{{Vefheimild|url=https://zp.gov.ua/uk/documents/item/3749|titill=Про затвердження звіту робочої групи із уточнення дати заснування м. Запоріжжя|höfundur=Запорізька містька рада|útgefandi=Запорізька міська рада. Офіційний сайт|mánuður=júni|ár=2014|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=|tungumál=úkraínska}}</ref>. Á tímum [[Garðaríki]] á yfirráðasvæði nútímaborgar voru þveranir yfir Dnjepr í landnám Protoltja á suðurhluta eyjunnar [[Khortytsia]].
Borgin hét Aleksandrovsk frá 1770 til 1920 þegar hún var hluti af [[rússneska keisaradæmið|Rússneska keisaradæminu]]. Á [[sovétríkin|sovéttímanum]] varð borgin mikilvæg iðnaðarborg. Í seinni heimsstyrjöld héldu Þjóðverjar borginni í 2 ár og eyðilögðu verksmiðjur þegar þeir hörfuðu.
Í [[innrás Rússa í Úkraínu 2022]] héldu Rússar kjarnorkuverinu nálægt borginni sem er það stærsta í Evrópu.
==Landfræði==
[[File:Міст Преображенського в м. Запоріжжя.jpg|left|thumb|Brú yfir [[Dnjepr|Danparfljót]] við Zaporízjzja]]
Zaporízjzja er 444 km suðaustan af [[Kænugarður|Kænugarði]]. Í gegnum borgina rennur [[Dnjepr]] sem tæmist í Svartahaf og tengir borgina við [[Svartahaf|Svartahafið]] og [[Asovshaf|Asovshafið]]. Borgin liggur á [[Meginlandsloftslag|meginlandsloftslagssvæðinu]] sem einkennist af heitum sumrum með lítilli úrkomu. Loftslag er þurrt og er meðalhiti á sumrin +22 °C og á veturna –2.7 °C.
</br>
'''Veðuryfirlit'''
{{veðurlag|
|hmjan=2.6
|hmfeb=4.8
|hmmar=10.4
|hmapr=16.8
|hmmaj=22.2
|hmjun=27.5
|hmjul=31.2
|hmaug=31.0
|hmsep=27.1
|hmokt=20.1
|hmnov=12.2
|hmdec=3.7
|lmjan=-6.1
|lmfeb=-5.8
|lmmar=-0.1
|lmapr=5.2
|lmmaj=9.1
|lmjun=12.9
|lmjul=16.6
|lmaug=15.9
|lmsep=11.5
|lmokt=6.6
|lmnov=-1.4
|lmdec=-3.2
|nbjan=30.2
|nbfeb=33.2
|nbmar=52.3
|nbapr=62.2
|nbmaj=45.6
|nbjun=14.2
|nbjul=5.5
|nbaug=2.1
|nbsep=4.4
|nbokt=21.8
|nbnov=40.0
|nbdec=29.7
}}
==Hverfaskipting==
Borginni er skipt í 7 stjórnsýsluumdæmi:
{| class="center" "toccolours" style="float:right; font-size:80%; margin-left:10px;"
|+ <big></big>
| style="padding-left:1em;" | <ol>
<li>'''Oleksandrívskyj'''</li>
<li>'''Zavodskyj'''</li>
<li>'''Komunarskyj'''</li>
<li>'''Dníprovskyj'''</li>
<li>'''Voznesenívskyj'''</li>
<li>'''Chortyckyj'''</li>
<li>'''Sjevtjenkívskyj'''</li>
</ol>
|[[File:Районы Запорожья.svg|left|300px|'''Stjórnsýslusvið borgarinnar''']]
| <ol start="18">
</ol>
</center>
|}
Íbúar hverfanna í borginni Zaporízjzja frá og með 1. nóvember 2015<ref name=Folk/>:
{| class="wikitable sortable"
|-
! № !! Nafn !! Fjöldi, einstaklingar!! Hlutfall
|-
| 1 || Oleksandrívskyj || 68 666 || 9,06 %
|-
| 2 || Zavodskyj || 50 750 || 6,7 %
|-
| 3 || Komunarskyj || 133 752 || 17,64 %
|-
| 4 || Dníprovskyj || 135 934 || 17,95 %
|-
| 5 || Voznesenívskyj || 101 349 || 13,37 %
|-
| 6 || Chortyckyj || 115 641 || 15,27 %
|-
| 7 || Sjevtjenkívskyj || 151 558 || 20,0 %
|}
== Efnahagsmál ==
* Málmvinnsla
* Vélaverkfræði
* Orkuframleiðsla
* Rannsóknarstofnanir
==Borgarstjórn==
[[File:Zaporizhzhia City Administration.jpg|right|thumb|Ráðhúsið í Zaporízjzja]]
Zaporízjzja er stjórnarsetur fyrir Zaporízjzja-sýslu.
==Menntun==
[[File:Biological Faculty, Zaporizhia 03.jpg|right|thumb|Zaporizjzja þjóðháskólinn]]
*Zaporizjzja þjóðháskólinn (úkraínska ''Запорізький Національний Університет'')
*Zaporizjzja Fjölbrautaskólaháskólinn (úkraínska ''Національний університет «Запорізька політехніка»'')
*Zaporizjzja Læknaháskólinn (úkraínska ''Запорізький державний медичний університет'')
[[File:Запорожье новый терминал.jpg|right|thumb|Nýi flugvöllurinn, Zaporizjzja 2020]]
==Vinabæir==
*[[Lahti]]
*[[Belfort]]
*[[Birmingham]]
*[[Linz]]
*[[Oberhausen]]
*[[Yichang]]
*[[Magdeburg]]
*[[Ashdod]]
==Myndasafn==
<center><gallery widths="200px">
File:Зимове Запоріжжя.jpg
File:Дніпрогес.jpg
File:Zaporizhzhya prospeckt Lenina 01 (YDS 9179).JPG
</gallery></center>
==Tilvísanir==
<references />
==Tenglar==
*[https://zp.gov.ua/en Zaporizhzhia City Council]
*[https://zaporizhzhia.city/en Zaporizhzhia. Seven ways to adventure] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20200516222356/https://zaporizhzhia.city/en |date=2020-05-16 }}
{{stubbur|landafræði}}
{{Borgir í Úkraínu}}
[[Flokkur:Borgir í Úkraínu]]
249huvno3fo3hobd3pj2iebyla4poyi
Nanjing
0
157749
1764298
1764021
2022-08-09T17:28:26Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
{{Hnit|32.0614|N|118.7636|E|type:adm2nd_region:CN-32_source:Gaode|format=dms|display=title}}
{{Byggð
| Nafn = Nanjing<br />南京市
| Mynd = Nanjing montage.png
| Myndatexti = Myndir af kennileitum Nanjing.
| Kort = Nanjing locator map in Jiangsu.svg
| Myndatexti korts = Kort af Nanjing
| Stofnuð = Óvíst (Yecheng, 495 f. Kr. Jinling-borg, 333 f. Kr.)
| Land = [[Kína]]
| Titill svæðis = Hérað
| Svæði = [[Jiangsu]]
| Undirskiptingar = Sex borgarhverfi, þrjú úthverfi og tvær dreifbýlissýslur
| Flatarmál = 6,587
| Hæð yfir sjávarmáli = 20
| Ár mannfjölda = [[2020]]
| Mannfjöldi = 9.315.000
| Þéttleiki byggðar = 1.237
| Titill sveitarstjóra = Flokksritari
| Sveitarstjóri = [[Han Liming]]
| Titill sveitarstjóra2 = Borgarstjóri
| Sveitarstjóri2 = [[Han Liming]]
| Póstnúmer = '''210'''000–'''211'''300
| Tímabelti = [[UTC+08:00]]
| Vefsíða = http://www.nanjing.gov.cn/
|}}
[[File:Nanjing-location-MAP-in-Jiangsu-Region-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Nanjing borgar í Jiangsu héraði í Kína.|Staðsetning Nanjing borgar í Jiangsu héraði í Kína.]]
'''Nanjing''', áður ritað '''Nanking''' á latnesku letri, er borg í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]] sem stendur við bakka fljótsins [[Jangtse]] um 240 km vestan við [[Sjanghæ]].
Borgin er höfuðborg kínverska héraðsins [[Jiangsu]]. Samkvæmt kínverska manntalinu 2020 bjuggu í borginni 9.3 milljónir manna.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Allt borgarsvæðið nær yfir 6.596 km²
Nafn borgarinnar merkir „syðri höfuðborgin“ og vísar til þess að borgin var höfuðborg Kína frá 317–582, 1368–1421 og 1928–1949. [[Taívan|Lýðveldið Kína á Taívan]] leit enn formlega á Nanjing sem höfuðborg Kína allt fram á tíunda áratuginn, en í reynd hefur höfuðborg Lýðveldisins verið í [[Taípei]] frá lokum [[Kínverska borgarastyrjöldin|kínversku borgarastyrjaldarinnar]] árið 1949.
== Saga Nanjing ==
=== Keisaratíminn ===
Nanjing er meira en 2.000 ára gömul borg og hefur gengið undir ýmsum nöfnum, meðal annars ''Jinling'', ''Danyang'' og ''Jiangnan''. Nafnið Nanjing hefur verið notað frá árinu 1368. Nafnið merkir „syðri höfuðborgin“ og vísar til þess að Nanjing hefur verið höfuðborg Kína á þremur tímabilum; 317–582, 1368–1421 og 1928–1949. Vegna yfirburða sinna í iðnaði, efnahagi og mannfjölda hefur Nanjing löngum verið keppinautur borgarinnar [[Beijing]] um áhrif í Kína, jafnvel eftir að Nanjing hætti að vera höfuðborg.
Þegar [[Tjingveldið]] komst til valda í Kína var Nanjing formlega nefnd Jiangning en nafnið Nanjing var áfram notað í daglegu tali. Á tíma Tjingveldisins var Nanjing höfuðborg varakonungdæmisins Liangjiang, sem samanstóð af héruðunum [[Jiangsu]], [[Anhui]] og [[Jiangxi]]. Árið 1853 voru íbúar Nanjing um 800.000 talsins og á gullöld hennar var borgin ein fjölmennasta borg í heimi.
Nanjing kom illa út úr [[Taiping-uppreisnin]]ni á miðri 19. öld. Í febrúar árið 1853 hertóku uppreisnarmenn Nanjing og myrtu marga borgarbúana, sérstaklega [[Mansjúmenn]]. Leiðtogi uppreisnarmannanna, [[Hong Xiuquan]], gerði Nanjing að höfuðborg „[[Hið himneska ríki hins mikla friðar|hins himneska ríkis hins mikla friðar]]“ og lýsti sjálfan sig „himneskan konung“ þess. Nanjing var í höndum uppreisnarmanna í ellefu ár, en þann 19. júlí 1864 tókst [[Zeng Guofan]], hershöfðingja keisarastjórnarinnar, að endurheimta borginna eftir tveggja ára umsátur. Miklir hlutar borgarinnar voru lagðir í rúst í uppreisninni og fjöldi borgarbúa létu lífið. Margar af merkustu byggingum borgarinnar voru jafnaðar við jörðu, meðal annars hinn frægi [[Postulínsturninn í Nanjing|Postulínsturn í Nanjing]]. Turninn, sem var í byggingu frá 1411 til 1430, var átthyrnd 67,5 metra há [[pagóða]] með níu hæðir úr múrsteinum og þakinn marglitu [[postulín]]i. Hundruðir klukkna og lampa héngu af turninum á kvöldin.
Borgin var endurbyggð eftir uppreisnina en í miklu smærri sniðum. Innan 30 eða 35 km langra borgarmúranna voru því lengi auðar víðáttur og veiðilönd.
Við aldamótin bjuggu bæði Kínverjar og fjöldi [[Tatarar|Tatara]] í Nanjing og iðnaður borgarinnar hafði dafnað á ný. Meðal annars var mikið framleitt af bleki, pappír, gerviblómum, silki og bómullarefnum í borginni. Nanjing var einnig ein af helstu menntaborgum Kína og á hverju ári komu um 12.000 námsmenn til að þreyta próf í borginni. Í borginni urðu til umfangsmiklar bókabúðir og prentsmiðjur. Í Nanjing var einnig stór minnihluti [[Íslam|múslima]] sem voru um 50.000 talsins við aldamótin.
Hafnir Nanjing voru opnaðar fyrir breskum kaupskipum árið 1899 eftir samning sem Kína neyddist til að gera við Bretland.<ref>{{Cite web|author=Henry George |title=The China Year Book |publisher=Wandesforde Woodhead |language=enska|page=181 |chapter=Shanghai,: North China Daily News & Herald |year= 1934}}</ref>
=== Nanjing á 20. öld ===
[[Mynd:Nankin 1912.jpg|thumb|right|Franskt kort af Nanjing frá árinu 1912.]]
Eftir [[Xinhai-byltingin|Xinhai-byltinguna]] árið 1912, sem batt enda á stjórn Tjingveldisins, var Nanjing stuttlega höfuðborg Kína á tíma bráðabirgðastjórnar [[Sun Yat-sen]]. Þegar [[Yuan Shikai]] varð fyrsti forseti Kína síðar sama ár var Beijing valin sem höfuðborg landsins. Árið 1926 hóf [[Chiang Kai-shek]], leiðtogi [[Kuomintang]], [[norðurherförin]]a svokölluðu til þess að endursameina héruð Kína undir einni stjórn. Chiang og hermenn hans hertóku Nanjing þann 24. mars árið 1927 og fóru ránshendi um eignir útlendinga í borginni. Átök milli hermanna Chiangs og útlendinga í borginni voru kölluð „Nanjing-atvikið“.<ref>{{Cite book|author=Akira Iriye|title=After Imperialism: The Search for a New Order in the Far East, 1921–1931 |url=https://archive.org/details/afterimperialism00iriy|publisher=Harvard University Press |language=enska|page=[https://archive.org/details/afterimperialism00iriy/page/125 125]–133 |chapter=Shanghai,: North China Daily News & Herald |year= 1965}}</ref> Chiang tókst að leysa úr ágreiningnum á friðsamlegan hátt og þegar hermenn Chiangs hertóku Beijing árið 1928 var Nanjing viðurkennd sem ný höfuðborg [[Lýðveldið Kína (1912–1949)|Lýðveldisins Kína]]. Á stjórnartíð Chiangs var ráðist í stórtæka uppbyggingu í borginni, meðal annars byggingu grafhýsis fyrir Sun Yat-sen.
[[Mynd:Nanjing presidential.jpg|thumb|right|Gamla forsetahöllin í Nanjing]]
Nanjing kom illa úr úr [[Annað stríð Kína og Japan|seinna stríði Japans og Kína]]. Japanir hertóku borgina í desember árið 1937 og [[Nanjing-fjöldamorðin|frömdu fjöldamorð á hundruðum þúsunda borgarbúa]]. Chiang Kai-shek flúði borgina ásamt stjórn sinni og gerði borgina [[Chongqing]] að höfuðborg Lýðveldisins Kína til bráðabirgða á stríðstímanum. Árið 1940 stofnaði [[Wang Jingwei]] [[leppstjórn]] Japana með höfuðborg í Nanjing.
Eftir ósigur Japana í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni varð Nanjing höfuðborg Kína á ný. Í júní árið 1946 kom til átaka milli [[Kuomintang|þjóðernissinna]] og [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] og lokaþáttur [[Kínverska borgarastyrjöldin|kínversku borgarastyrjaldarinnar]] hófst. Þann 23. apríl árið 1949 hertók alþýðuher kommúnista Nanjing og eftir að þeir lýstu yfir stofnun [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]] næsta ár flúði stjórn Chiangs til eyjunnar [[Taívan]]. Lýðveldið Kína á Taívan leit enn formlega á Nanjing sem höfuðborg Kína fram á tíunda áratuginn.
==Stjórnsýsluskipting==
Nanjing skiptist í sex borgarhverfi, þrjú úthverfi og tvær dreifbýlissýslur við bakka Jangtsefljóts.
{|class="wikitable" style="font-size:100%;"
|-
! align=left | Kort
! align=left | Skipting
! align=left | [[Pinyin]]
! align=left | [[Kínverska]]
! align=left | Mannfjöldi 2010<ref>{{Cite web|url=http://www.geohive.com/cntry/cn-32.aspx |title=Jiangsu Province, General Information |accessdate=4. júní 2020 |publisher=GeoHive |language=enska|archiveurl=https://web.archive.org/web/20160303183634/http://www.geohive.com/cntry/cn-32.aspx |archivedate=3. mars 2016 }}</ref>
! align=left | Flatarmál {{small|(km<sup>2</sup>)}}
|-
|-
! rowspan="15" style="background:#fff;"| <div style="position: relative;">[[File:Subdivisions of Nanjing-China.png|210px]]
{{Image label|x=120|y=145|text='''1'''}}
{{Image label|x=115|y=165|text='''2'''}}
{{Image label|x=090|y=165|text='''3'''}}
{{Image label|x=100|y=143|text='''4'''}}
{{Image label|x=103|y=170|text='''5'''}}
{{Image label|x=140|y=130|text='''6'''}}
{{Image label|x=115|y=210|text='''7'''}}
{{Image label|x=050|y=150|text='''8'''}}
{{Image label|x=120|y=065|text='''9'''}}
{{Image label|x=165|y=270|text='''10'''}}
{{Image label|x=150|y=340|text='''11'''}}
</div>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="5" style="text-align:center; "| '''Borgarhverfi'''
|-
| align=left | 1 || [[Xuanwu, Nanjing|Xuanwu]]
| align=left | {{lang|zh-Hans|玄武区}}
| align=right| 651 957
| align=right| 80,97
|-
| align=left | 2 || [[Qinhuai]]
| align=left | {{lang|zh-Hans|秦淮区}}
| align=right| 1 007 922
| align=right| 50,36
|-
| align=left | 3 || [[Jianye]]
| align=left | {{lang|zh-Hans|建邺区}}
| align=right| 426 999
| align=right| 82,00
|-
| align=left | 4 || [[Gulou, Nanjing|Gulou]]
| align=left | {{lang|zh-Hans|鼓楼区}}
| align=right| 1 271 191
| align=right| 57,62
|-
| align=left | 5 || [[Yuhuatai]]
| align=left | {{lang|zh-Hans|雨花台区}}
| align=right| 391 285
| align=right| 131,90
|-
| align=left | 6 || [[Qixia]]
| align=left | {{lang|zh-Hans|栖霞区}}
| align=right| 644 503
| align=right| 340,00
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="5" style="text-align:center; "| '''Úthverfi'''
|-
| align=left | 7 || [[Jiangning]]
| align=left | {{lang|zh-Hans|江宁区}}
| align=right| 1 145 628
| align=right| 1 573,00
|-
| align=left | 8 || [[Pukou]]
| align=left | {{lang|zh-Hans|浦口区}}
| align=right| 710 298
| align=right| 913,00
|-
| align=left | 9 || [[Luhe, Nanjing|Luhe]]
| align=left | {{lang|zh-Hans|六合区}}
| align=right| 915 845
| align=right| 1 485,50
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="5" style="text-align:center; "| '''Sveitasýslur'''
|-
| align=left | 10 || [[Lishui, Nanjing|Lishui]]
| align=left | {{lang|zh-Hans|溧水区}}
| align=right| 421 323
| align=right| 983,00
|-
| align=left | 11 || [[Gaochun]]
| align=left | {{lang|zh-Hans|高淳区}}
| align=right| 417 729
| align=right| 801,00
|}
==Stjórnmál==
Flokksritari Kommúnistaflokksins í Nanjing hefur verið [[Zhang Jinghua]] frá árinu 2017.<ref>{{cite web|url=http://english.jschina.com.cn/23261/201707/t20170718_4387382.shtml|title=Zhang Jinghua appointed Party chief of Nanjing - ENGLISH.JSCHINA.COM.CN|first=|last=Amanda|website=english.jschina.com.cn|access-date=2020-06-05|archive-date=2018-03-22|archive-url=https://web.archive.org/web/20180322204928/http://english.jschina.com.cn/23261/201707/t20170718_4387382.shtml|dead-url=yes}}</ref> Han Liming hefur verið borgarstjóri Nanjing frá árinu 2020.<ref>{{Cite web |url=http://english.nanjing.gov.cn/govaffairs/leadership/201910/t20191031_5964795.html |title=Han Liming |accessdate=4. júní 2020 |publisher=Heimasíða Nanjing |language=enska |archive-date=2020-06-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200605003254/http://english.nanjing.gov.cn/govaffairs/leadership/201910/t20191031_5964795.html |dead-url=yes }}</ref>
==Tilvísanir==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
gv68iiu6cfbhep11zejq4lthv1d59nz
Timo Werner
0
157774
1764301
1732795
2022-08-09T17:45:46Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnumaður
|nafn= Timo Werner
|mynd= [[File:2019-06-11 Fußball, Männer, Länderspiel, Deutschland-Estland StP 2280 LR10 by Stepro.jpg|250px]]
|fullt nafn= Timo Werner
|fæðingardagur={{Fæðingardagur og aldur|1996|3|6}}
|fæðingarbær=[[Stuttgart]]
|fæðingarland=Þýskaland
|hæð= 1,80m
|staða= Framherji
|núverandi lið= [[RB Leipzig]]
|númer= 11
|ár í yngri flokkum=2002-2013
|yngriflokkalið= [[TSV Steinhaldenfeld]] <br> [[VfB Stuttgart]]
|ár=2013-2016<br>2016-2020<br>2020-
|lið=[[VfB Stuttgart]]<br>[[RB Leipzig]]<br>[[Chelsea FC]]
|leikir (mörk)=93 (13) <br> 125 (76)<br>56 (10)
|landsliðsár=2010-2011<br>2011-2012<br>2012-2013<br>2013-2015<br>2015-2017<br>2017-
|landslið= Þýskaland U15<br> Þýskaland U16<br> Þýskaland U17<br> Þýskaland U19<br> Þýskaland U21<br>[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|landsliðsleikir (mörk)= 4 (3)<br> 5 (2)<br> 18 (16)<br> 14 (10)<br> 7(3) <br>53 (24)
}}
'''Timo Werner''' (fæddur [[6. mars]] [[1996]]) er þýskur knattspyrnumaður sem spilar sem framherji með [[RB Leipzig]] og [[þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|þýska landsliðinu]]. Hann hóf atvinnumannaferil sinn með [[VfB Stuttgart]] og varð yngsti leikmaður þess og sá yngsti til að skora fyrir félagið. Werner vakti athygli með [[RB Leipzig]] þar sem hann var markahrókur.
Árið 2020 var hann orðaður við [[Liverpool FC]] en [[Chelsea FC]] tókst að hreppa hann sumarið.<ref>[https://www.bbc.com/sport/football/52928359 Timo Werner: Chelsea agree deal with RB Leipzig forward] BBC, skoðað 6. júní 2020.</ref> Werner stóð ekki fyllilega undir væntingum en hann gekk í gegnum 14 leikja markaþurrð á miðju tímabilinu 2020-2021. Werner var í byrjunarliðinu sem vann 1-0 sigur á [[Manchester City]] í [[Meistaradeild Evrópu]] 2021.
Hann sneri aftur til Leipzig sumarið 2022.
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Þýskir knattspyrnumenn|Werner, Timo]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1996|Werner, Timo]]
jjja5jkfj8bj5ope5i3z1qlgtttbabq
Jarðskjálftar á Íslandi
0
158037
1764286
1763480
2022-08-09T17:13:57Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''[[Jarðskjálfti|Jarðskjálftar]] á Íslandi''' verða á brotabelti á [[flekaskil]]um. Tvö slík belti eru á landinu: Á Suðurlandi, frá Ölfusi til Landssveitar og á Norðurlandi, kennt við [[Tjörnes]]. Einnig jarðskjálftasvæði á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]]. Öflugustu jarðskjálftar á Íslandi eru um 7 [[Jarðskjálftakvarðar|að stærð]] og geta valdið töluverðu tjóni. Þeir eru tíðir undir brotabeltunum og undir [[megineldstöð]]vum.
Í sögulegu samhengi hefur orðið manntjón, en það hefur breyst með betri byggingu húsa skv. stöðlum sem eiga að standast skjálfta sem vænt er í Íslandi.
== Listi yfir stóra skjálfta ==
<small>Skjálftar 5,5 og yfir að stærð</small>
{| class="wikitable sortable"
!width=10| Ár
!width=100| Staður
!width=100| Styrkur <sup>[''[[Jarðskjálftakvarðar|kvarða vantar]]'']</sup>
!width=300| Áhrif
|-
| 2022||3,3 km NA af Grindavík, 31. júlí|| 5,5 || Við Grindavík: Lausamunir í hillum féllu, stórgrýti losnaði úr björgum <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/01/skjalftinn-i-gaer-thad-versta-sem-eg-hef-upplifad Skjálftinn í gær það versta sem ég hef upplifað]. Rúv, Sótt 2. ágúst 2022.</ref>
<ref>[https://www.visir.is/g/20222292693d/stort-bjarg-hrunid-ur-galga-klettum-nord-ur-af-grinda-vik Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum...] Vísir, sótt 3/8 2022</ref>. Þremur dögum síðar hófst [[eldgosið við Meradali 2022|eldgos við Meradali]].
|-
| 2021||3,3 km SSV af Keili, 24. febrúar<ref>[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/02/24/stor_skjalfti_fannst_vida/ Skjálftahrina á Reykjanesskaga]. mbl.is. Sótt 24. febrúar 2021.</ref> || 5,7|| Í kjölfarið fylgdi skjálftahrina næstu vikur með tugi skjálfta yfir 4.0. Hlutir féllu úr hillum víðs vegar, grjóthrun, starfsmenn í fiskvinnslu í Grindavík hættu vinnu, bankastarfsmaður fékk loftplötu í höfuðið. Svokallaður óróapúls mældist sem benti til þess að kvika væri að brjóta sér leið upp jarðskorpuna, og í kjölfarið hófst gos 19. mars.
{{Aðalgrein|Skjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021}}
{{Aðalgrein|Eldgosið við Fagradalsfjall 2021}}
|-
| 2020||Vestan við Kleifarvatn, 20. október|| 5,6 || Skriða og lítið almennt eignartjón<ref>[https://www.ruv.is/frett/2020/10/20/skjalfti-ad-staerd-56-fjoldi-eftirskjalfta Skjálfti að stærð 5,6]. Rúv. Sótt 20. október 2020.</ref>
|-
| 2020||Milli Siglufjarðar og Grímseyjar. 21. júní.|| 5,8 || Skriður og grjóthrun í fjöllum<ref>[https://www.ruv.is/frett/2020/06/21/jardskjalftinn-reyndist-58 Jarðskjálftinn reyndist 5,8]. Rúv, Sótt 23. júní 2020.</ref>
|-
| 2014||Bárðarbunga í lok ágúst||5,7||Skjálfti sem tengdist umbrotum í [[Holuhraun]]i, þegar kvikuinnskot tróð sér þangað. <ref>[https://www.ruv.is/frett/hatt-i-15000-skjalftar-a-fjorum-manudum Hátt í 15.000 skjálftar á fjórum mánuðum] Rúv, skoðað 7. mars 2021</ref>
|-
| 2008||Suðurland, 29. maí|| 6,3 á [[Vægisstærðarkvarði|M<sub>w</sub>]]'''<ref>{{Cite web|url=https://www.verkis.is/um-okkur/frettir/nr/77|title=Tjónamat vegna jarðskjálfta á Suðurlandi|website=www.verkis.is|language=is|access-date=2019-03-18}}</ref>'''|| Ekkert mannfall varð, en nokkrar sauðkindur urðu undir byggingum og fórust. Sjá grein: [[Suðurlandsskjálftinn 29. maí 2008]]
|-
| 2000||Suðurland, 21. júní|| 6,6 á [[Jarðskjálftakvarðar#Yfirborðsbylgjukvarðinn|M<sub>s</sub>]]<ref name=":0">{{Cite web|url=http://hraun.vedur.is/ja/skyrslur/Isl_17og21jun_2000/index.html|title=Jarðskjálftarnir miklu á Suðurlandi 17. og 21. júní, 2000.|website=hraun.vedur.is|access-date=2019-03-18}}</ref>
|-
| 2000
| Suðurland, 17. júní
| 6,6 á [[Jarðskjálftakvarðar#Yfirborðsbylgjukvarðinn|M<sub>s</sub>]]<ref name=":0" />
|-
| 1987|| Vatnafjöllum, Suðurland, 26. maí|| 5,8|| Grjóthrun, vörur féllu úr hillum.
<ref>[https://timarit.is/page/1656476?iabr=on#page/n45/mode/1up/search/Jar%C3%B0skj%C3%A1lfti%20Vatnafj%C3%B6llum Jarðskjálfti í Vatnafjöllum] Tímarit.is 26/5 1987. Morgunblaðið</ref>
|-
| 1976||Öxarfjörður, 13. janúar || 6,2 || Kópaskersskjálftinn
Mikið tjón á mannvirkjum; hús sprungu illa, vatns- og skólpleiðslur rofnuðu, bryggjan skemmdist mikið og dæmi um að hús færðust til um 9 sentimetra. Fólk þurfti að yfirgefa bæinn við illan leik í miklum snjóstormi.
|-
| 1968||Brennisteinsfjöll, Reykjanesi, 5. desember || 6,0 ||
|-
| 1963||Mynni Skagafjarðar, 27. mars || 7,0 ||
|-
| 1935||Hellisheiði || um 6 ||
|-
| 1934||Út frá Dalvík, 2. júní|| 6,3 || Grein: [[Dalvíkurskjálftinn]]
|-
| 1933||Nálægt Keili á Reykjanesi, 10. júní || tæplega 6 || Mælingar erlendis gáfu stærð skjálftans tæplega 6 stig.
|-
| 1929||Nálægt Brennisteinsfjöllum, 23. júní || 6,3 || Stærsti skjálfti sem vitað er að hafi orðið á Reykjanesskaga. „olli umtalsverðu tjóni í Reykjavík og nágrenni“<ref name="yfirlit">[https://jardvis.hi.is/sogulegt_yfirlit_um_jardskjalftavirkni_reykjanesskaga Sögulegt yfirlit um jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga | Jarðvísindastofnun - Institute of Earth Sciences]</ref>
|-
| 1912||Suðurland || 7,0 á [[Jarðskjálftakvarðar#Yfirborðsbylgjukvarðinn|M<sub>s</sub>]]<ref name=":0" />||
|-
| 1910||Norðurland || 7,0 ||
|-
| 1896||Suðurland, frá Landsveit og í Ölfus || 6,5–6,9 ||
|-
| 1879||Reykjanesskaga, í lok maímánaðar || ? || „sterk baðstofa á Vigdísarvöllum féll .. Um sama leyti hófst eldgos á mararbotni fyrir utan Reykjanes nærri Geirfuglaskeri.“<ref name="yfirlit" />
|-
| 1872||Milli Flateyjar, Skjálfanda og Húsavíkur || 6,0+ ||
|-
| 1784||Skeiðum, Suðurlandi, 14.–16 ágúst || 7,1 (stærri skjálftinn af tveimur metinn af þeirri stærð)||
|-
| 1755||Flatey, Skjálfanda || 7,0–7,1 || Í Grímsey hrundi úr björgum.
|-
| 1734||Suðurlandi, Flói, Grímsnes, Ölfus || ? || Hrundu þá að mestu 30 bæir, en 60–70 löskuðust. Sjá grein: [[Suðurlandsskjálftinn 1734]]
|-
| 1151|| ? || ? || „húsrið og mannsdauði“<ref name="yfirlit" />
|}
==Tenglar og heimildir==
*[http://hraun.vedur.is/ja/skyrslur/Isl_17og21jun_2000/index.html Jarðskjálftarnir miklu á Suðurlandi 17. og 21. júní, 2000.] – Eftirlits- og rannsóknardeild Eðlisfræðisviðs Veðurstofu Íslands
*[https://www.visindavefur.is/svar.php?id=55503 Vísindavefur: Hver er stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur á Íslandi og hversu stór var hann?]
*[https://www.mbl.is/greinasafn/grein/384326/ Mbl.is: Stóru skjálftarnir]
*[https://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/frodleikur/greinar Jarðskjálftagreinar hjá Veðurstofunni]
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Jarðskjálftar á Íslandi]]
[[Flokkur:Hamfarir á Íslandi]]
syn6k3kbx9ygt190w50cytn5xwzfvcp
RB Leipzig
0
158731
1764302
1754912
2022-08-09T17:48:03Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = RasenBallsport Leipzig e.V.
| Mynd = RB Leipzig 2014 logo.svg
| Gælunafn = Die Roten Bullen (''rauðu nautin'')
| Stytt nafn = RBL
| Stofnað = 19. maí 2009
| Leikvöllur = [[Red Bull Arena]], [[Leipzig]]
| Stærð = 47.069
| Stjórnarformaður = {{DEU}} [[Oliver Mintzlaff]]
| Knattspyrnustjóri = [[Dominico Tedesco]]
| Deild = [[Bundesliga]]
| Tímabil = 2021-22
| Staðsetning = [[Bundesliga]], 4. sæti
| pattern_la1 = _rbl2021h
| pattern_b1 = _rbl2021H
| pattern_ra1 = _rbl2021h
| pattern_sh1 = _rbl2021h
| pattern_so1 = _rbl2021h
| leftarm1 = FFFFFF
| body1 = FFFFFF
| rightarm1 = FFFFFF
| shorts1 = FF0000
| socks1 = FF0000
| pattern_la2 = _rbl2021a
| pattern_b2 = _rbl2021A
| pattern_ra2 = _rbl2021a
| pattern_sh2 = _rbl2021a
| pattern_so2 = _rbl2021a
| leftarm2 = 200090
| body2 = 200090
| rightarm2 = 200090
| shorts2 = 200090
| socks2 = C6FF00
| pattern_la3 =
| pattern_b3 = _rb1920t
| pattern_ra3 =
| pattern_sh3 =
| pattern_so3 =
| leftarm3 = 0F0F0F
| body3 = 0F0F0F
| rightarm3 = 0F0F0F
| shorts3 = 0F0F0F
| socks3 = FF0000
| pattern_name3 = European away
}}
'''RasenBallsport Leipzig e.V.''' yfirleitt þekkt sem '''RB Leipzig'''er [[Þýskaland|þýskt]] [[Knattspyrna|knattspyrnufélag]] stofnað í [[Leipzig]]. Það er tengt orkudrykkjafyrirtækinu [[Red Bull]]. Liðið spilar heimaleiki sína á [[Red Bull Arena]].
== Leikmannahópur 2020 ==
{{Fs start}}
{{Fs player|no=1 |nat=HUN|pos=GK|name=[[Péter Gulácsi]]|other=}}
{{Fs player|no=4 |nat=HUN|pos=DF|name=[[Willi Orban]]|other=}} (Fyrirliði)
{{Fs player|no=5 |nat=FRA|pos=DF|name=[[Dayot Upamecano]]|other=}}
{{Fs player|no=6 |nat=FRA|pos=DF|name=[[Ibrahima Konaté]]|other=}}
{{Fs player|no=7 |nat=AUT|pos=FW|name=[[Marcel Sabitzer]]|other=}}
{{Fs player|no=8 |nat=MLI|pos=MF|name=[[Amadou Haidara]]|other=}}
{{Fs player|no=9 |nat=DNK|pos=FW|name=[[Yussuf Poulsen]]|other=}}
{{Fs player|no=10|nat=SWE|pos=MF|name=[[Emil Forsberg]]|other=}}
{{Fs player|no=11|nat=KOR|pos=FW|name=[[Hwang Hee-chan]]|other=}}
{{Fs player|no=13|nat=GER|pos=GK|name=[[Philipp Tschauner]]|other=}}
{{Fs player|no=14|nat=USA|pos=MF|name=[[Tyler Adams]]|other=}}
{{Fs mid}}
{{Fs player|no=16|nat=GER|pos=DF|name=[[Lukas Klostermann]]|other=}}
{{Fs player|no=17|nat=ENG|pos=FW|name=[[Ademola Lookman]]|other=}}
{{Fs player|no=18|nat=FRA|pos=MF|name=[[Christopher Nkunku]]|other=}}
{{Fs player|no=22|nat=FRA|pos=DF|name=[[Nordi Mukiele]]|other=}}
{{Fs player|no=23|nat=GER|pos=DF|name=[[Marcel Halstenberg]]|other=}}
{{Fs player|no=25|nat=ESP|pos=MF|name=[[Dani Olmo]]|other=}}
{{Fs player|no=27|nat=AUT|pos=MF|name=[[Konrad Laimer]]|other=}}
{{Fs player|no=33|nat=ESP|pos=GK|name=[[Josep Martínez]]|other=}}
{{Fs player|no=39|nat=GER|pos=DF|name=[[Benjamin Henrichs]]}}(''Á láni frá [[AS Monaco FC| Monaco]]'')
{{Fs player|no=44|nat=SVN|pos=MF|name=[[Kevin Kampl]]|other=}}
{{Fs player|no= —|nat=FRA|pos=FW|name=[[Jean-Kévin Augustin]]|other=}}
{{Fs end}}
== Þjálfarar ==
''þjálfarar RB Leipzig í gegnum tíðina .''
* [[Tino Vogel]] (2009–2010)
* [[Tomas Oral]] (2010–2011)
* [[Peter Pacult]] (2011–2012)
* [[Alexander Zorniger]] (2012–2015)
* [[Achim Beierlorzer]] (2015)
* [[Ralf Rangnick]] (2015–2016)
* [[Ralph Hasenhüttl]] (2016–2018)
* [[Ralf Rangnick]] (2018–2019)
* [[Julian Nagelsmann]] (2019–)
== Þekktir leikmenn==
* [[Emil Forsberg]]
* [[Yussuf Poulsen]]
* [[Pekka Lagerblom]]
* [[Péter Gulácsi]]
* [[Marcel Sabitzer]]
* [[Fabio Coltorti]]
== Tengill ==
* [https://www.dierotenbullen.com// Heimasíða félagsins]
[[Flokkur:Þýsk knattspyrnufélög]]
[[Flokkur:Leipzig]]
[[Flokkur:stofnað 2009]]
khe8jsdbomv58fvk9qe3ryyb4f7f456
Notandi:DoctorHver/sandkassi
2
159410
1764304
1761730
2022-08-09T18:27:20Z
DoctorHver
2456
/* Filmography */
wikitext
text/x-wiki
===Present===
{| class="wikitable sortable"
|-
! Studio parent<br>([[media conglomerate|conglomerate]])
! Major film studio unit
----
Secondary studio
! Date founded
! [[Art film|Arthouse]]/[[Independent film|indie]]
! colspan="2" | [[Film genre|Genre movie]]/[[B movie]]
! [[Animation]]
! colspan="2" | Other divisions and brands
! [[Over-the-top media service|OTT]]/[[Video on demand|VOD]]
! [[United States|US]]/[[Canada|CA]] market share (2022)<ref name=":0" />
|-
| [[NBCUniversal]]<br>{{small|([[Comcast]])}}
| align=center | [[Universal Pictures]]
| align="center" | {{dts|April 30, 1912}}
| {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Focus Features]]|[[Hulu#Original content|Hulu Documentary Films]] (33%)}}
| colspan="2" | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Focus Features|Focus World]]|[[High Top Releasing]]|[[Working Title Films]]}}
| {{ubl|style=font-size: 85%;||[[Big Idea Entertainment]]|[[DreamWorks Animation]]|[[DreamWorks Classics]]|[[Illumination (company)|Illumination]]|[[Illumination Mac Guff]]|[[Universal Animation Studios]]}}
| style='border-style: solid none solid solid;' width="12%" | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Amblin Partners]] (minority stake)|[[Carnival Films]]|Makeready (JV)|[[NBCUniversal Entertainment Japan|NBCUniversal Japan]]}}
| style='border-style: solid solid solid none;' width="12%" | {{ubl|style=font-size: 85%;|6=OTL Releasing|7=[[United International Pictures]] (JV)|8=[[Universal 1440 Entertainment]]|9=WT<sup>2</sup> Productions}}
| align=center | [[Peacock (streaming service)|Peacock]]<br>[[Hayu (subscription service)|Hayu]]<br>[[Hulu]] (33%)<br>[[Vudu]] (70%)
| 22.86%
|-
| [[Paramount Global]]<br>{{small|([[National Amusements]])}}
| align=center | [[Paramount Pictures]]<!--DO NOT add Miramax until its status is confirmed, as it was once a mini-major studio. -->
| align="center" | {{dts|May 8, 1912}}<!--Miramax date: December 19, 1979 -->
| {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Miramax]] (49%)}}
| style='border-style: solid none solid solid; padding-right: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[BET#BET Films|BET Films]]|[[CMT (American TV channel)|CMT Films]]|[[MTV Entertainment Studios]]}}
| style='border-style: solid solid solid none; padding-left: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Nickelodeon Movies]]|[[Paramount Players]]}}
| {{ubl|style=font-size: 85%;|Avatar Studios|[[MTV Animation]]|[[Nickelodeon Animation Studio]]|[[Paramount Animation]]|[[Rainbow S.p.A.]] (30%)}}
| style='border-style: solid none solid solid;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Awesomeness (company)|Awesomeness Films]]|[[CBS Films]]|[[Republic Pictures|Melange Pictures]]|[[Miramax#Miramax Family|Miramax Family]] (49%)|[[Paramount Digital Entertainment]]}}
| style='border-style: solid solid solid none;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|6=United International Pictures (JV)|7=[[Viacom18 Studios]] (49%)|8=Paramount Digital Studios}}
| align=center | [[Paramount+]]<br>[[Pluto TV]]<br>[[Showtime (TV network)#Showtime (streaming service)|Showtime]]<br>[[BET+]]<br>[[Noggin (brand)|Noggin]]<br>[[Voot]] (49%)<br>[[My5]]<br>[[Philo (company)|Philo]] (minority stake)
| 23.30%
|-
| [[Warner Bros.|Warner Bros. Entertainment]] <br>{{small|([[Warner Bros. Discovery]])}}
| align="center" | [[Warner Bros. Pictures]]
----
[[New Line Cinema]]
| align="center" | {{dts|April 4, 1923}}
----
{{dts|June 18, 1967}}
| {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Spyglass Media Group]] (minority stake)}}
| style='border-style: solid none solid solid; padding-right: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[TruTV|TruTV Films]]|[[CNN Films]]|[[HBO Films]]|[[DC Films]]|}}
| style='border-style: solid solid solid none; padding-left: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Cartoon Network|Cartoon Network Movies]]}}
| {{ubl|style=font-size: 85%;|5=[[Cartoon Network Studios]]||6 =[[Wang Film Productions]] (50%)|8=[[Warner Animation Group]]|9=[[Warner Bros. Animation]]}}
| style="border-style: solid none solid solid;" | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Alloy Entertainment]]|[[Cinemax|Cinemax Films]]|[[Flagship Entertainment Group]] (49%)<ref>{{Cite news|url=https://variety.com/2015/film/asia/china-media-capital-warner-bros-seal-flagship-production-pact-1201597886/|title=China Media Capital, Warner Bros. Seal Flagship Production Pact|last=Frater|first=Patrick|date=2015-09-20|newspaper=Variety|language=en-US|access-date=2016-11-25|archive-date=2019-04-04|archive-url=https://web.archive.org/web/20190404173040/https://variety.com/2015/film/asia/china-media-capital-warner-bros-seal-flagship-production-pact-1201597886/|url-status=live}}</ref>}}
| style="border-style: solid solid solid none;" | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Castle Rock Entertainment]]|[[Fullscreen (company)|Fullscreen]]|[[Turner Entertainment|Turner Entertainment Co.]]}}
| align="center" | [[HBO Max]]<br>[[Discovery+]]<br>[[GolfTV]]<br>[[Vudu]] (30%)<br>[[Philo (company)|Philo]] (minority stake)
| 12.75%
|-
| [[Walt Disney Studios (division)|Walt Disney Studios]]<br>{{small|([[The Walt Disney Company]])}}
| align="center" |[[Walt Disney Pictures]]
----
[[20th Century Studios]]
| align="center" | {{dts|October 16, 1923}}
----
{{dts|May 31, 1935}}
| style="border-style: solid none solid solid;" | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[A&E Networks|A&E IndieFilms]] (50%)|[[Disneynature]]|[[Hulu#Original content|Hulu Documentary Films]] (67%)|[[Searchlight Pictures]]}}
| style='border-style: solid none solid solid; padding-right: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[List of Disney Channel original films|Disney Channel Original Movies]]|[[ESPN Films]] (80%)| [[National Geographic Global Networks|NatGeo Doc Films]] (73%)|[[Lucasfilm]]|[[Marvel Studios]]}}
| style='border-style: solid solid solid none; padding-left: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[List of production companies owned by the American Broadcasting Company#Freeform Original Productions|Freeform Original Productions]]}}
| {{ubl|style=font-size: 85%;|[[20th Century Animation]]|[[Lucasfilm Animation]]|[[Marvel Animation]]|[[Pixar]]|[[Walt Disney Animation Studios]]}}
| style="border-style: solid none solid solid;" | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[20th Century Studios#20th Century Family|20th Century Family]]|[[20th Digital Studio]]|[[A&E Networks|A&E Films]] (50%)|[[The Walt Disney Company India|Disney Pictures India]]|[[Marvel Entertainment]]|[[Regency Enterprises]] (20%)|[[Star Studios]]}}
| style="border-style: solid solid solid none;" | {{ubl|style=font-size: 85%;|9=[[UTV Motion Pictures]]|10=[[Vice Media#Vice Films|Vice Films]] (16%)|11=[[Walt Disney Studios Motion Pictures]]|12=Walt Disney Studios Sony Pictures Releasing (JV)<!-- in 15 countries so no need to indicate just 1 --><ref name="thr">{{cite news |last1=Holdsworth |first1=Nick |title=Disney, Sony team up for Russian content |url=https://www.hollywoodreporter.com/news/disney-sony-team-up-russian-147608 |access-date=June 13, 2018 |work=The Hollywood Reporter |agency=AP |date=December 27, 2006 |language=en |archive-date=May 9, 2019 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190509170810/https://www.hollywoodreporter.com/news/disney-sony-team-up-russian-147608 |url-status=live }}</ref>}}
| align="center" | [[Disney+]]<br>[[Hulu]] (67%)<br>[[ESPN+]] (80%)<br>[[Hotstar]]<br>[[Star+]]<br>[[Movies Anywhere]]
| 17.49%
|-
| [[Sony Pictures]]<br>{{small|([[Sony|Sony Group Corporation]])}}
| align="center" |[[Columbia Pictures]]
----
[[TriStar Pictures]]
| align="center" | {{dts|January 10, 1924}}<ref name="nytimes1999">Rozen, Leah (November 14, 1999).[https://www.nytimes.com/1999/11/14/movies/holiday-films-screen-gems-it-happened-with-one-movie-a-studio-transformed.html "It Happened With One Movie: A Studio Transformed"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190728053914/https://www.nytimes.com/1999/11/14/movies/holiday-films-screen-gems-it-happened-with-one-movie-a-studio-transformed.html |date=2019-07-28 }}. ''[[The New York Times]]''. Retrieved March 14, 2010. "...which may explain why C.B.C. incorporated itself as the classier-sounding Columbia Pictures in 1924. "</ref>
----
{{dts|March 2, 1982}}
| {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Sony Pictures Classics]]}}
| style='border-style: solid none solid solid; padding-right: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Affirm Films]]|[[Crunchyroll|Crunchyroll Films]]|[[Ghost Corps]]}}
| style='border-style: solid solid solid none; padding-left: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Screen Gems]]|[[Stage 6 Films]]}}
| style="border-style: solid none solid solid;"| {{ubl|style=font-size: 85%;| [[Crunchyroll|Crunchyroll, LLC]]|[[Crunchyroll UK and Ireland]]|[[Crunchyroll EMEA]]|[[Kazé]]|[[Madman Anime]]|[[Crunchyroll|Crunchyroll Studios]]|[[Madhouse (company)|Madhouse]] (5%)|[[Sony Pictures Animation]]|[[Sony Pictures Imageworks]]}}
| style="border-style: solid none solid solid;" | {{ubl|style=font-size: 85%;|3000 Pictures<ref>{{cite news |last1=Masters |first1=Kim |title=Elizabeth Gabler Breaks Silence on Sony Move, Disney Exit, HarperCollins and Streaming Plans (Exclusive) |url=https://www.hollywoodreporter.com/news/elizabeth-gabler-talks-disney-exit-harpercollins-streaming-1240141 |access-date=23 June 2020 |work=The Hollywood Reporter |language=en |archive-date=28 August 2020 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200828024132/https://www.hollywoodreporter.com/news/elizabeth-gabler-talks-disney-exit-harpercollins-streaming-1240141 |url-status=live }}</ref>|[[Destination Films]]|[[Left Bank Pictures]]|[[Sony Pictures Entertainment Japan|Sony Pictures Japan]]|[[Sony Pictures Motion Picture Group#Sony Pictures Releasing|Sony Pictures Releasing]]|[[Sony Pictures Family Entertainment Group|Sony Pictures Family]]}}
| style="border-style: solid solid solid none;" | {{ubl|style=font-size: 85%;|8=[[TriStar Productions]]<ref>Fleming, Mike Jr. "[https://www.deadline.com/2013/08/tom-rothman-to-launch-new-TriStar-productions-label-for-sony/#more-554730 Tom Rothman To Launch New TriStar Productions Label For Sony] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140612090854/http://www.deadline.com/2013/08/tom-rothman-to-launch-new-tristar-productions-label-for-sony/#more-554730 |date=2014-06-12 }}" ''[[Deadline Hollywood]]'' (August 1, 2013).</ref>|11=Walt Disney Studios Sony Pictures Releasing (JV)<!-- in 15 countries so no need to indicate just 1 --><ref name="thr" />|7=[[Sony Pictures Worldwide Acquisitions]]<ref>[http://www.sonypicturesworldwideacquisitions.com/about/ About] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20131230234150/http://www.sonypicturesworldwideacquisitions.com/about/ |date=2013-12-30 }}. Sony Pictures Worldwide Acquisitions.com. Accessed on November 7, 2013.</ref>|12=}}
| align="center" | [[SonyLIV]]<br>[[Crunchyroll]]<br>[[VRV (streaming service)|VRV]]<br>[[Wakanim]]<br>[[Affirm Films#Pure Flix|Pure Flix]]
| 11.30%
|}
== Filmography ==
{| class="wikitable plainrowheaders sortable"
|+
! rowspan="2" |Title
! rowspan="2" |Year(s)
! colspan="3" |Functioned as
! rowspan="2" |Notes
|-
![[Film producer|Producer]]
![[Executive producer|Executive<br>Producer]]
![[Screenwriter|Writer]]
|-
! scope="row" |''[[Rose Petal Place]]''
|1984
|{{yes}}
|{{no}}
|{{yes|Creator}}
|Television animated short film
|-
! scope="row" |''[[Rose Petal Place#A second movie|Rose Petal Place: Real Friends]]''
|1985
|{{yes}}
|{{no}}
|{{yes|Creator}}
|Television animated short film
|-
! scope="row" |''[[An American Tail]]''
|1986
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Creator / Story}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Child's Play (1988 film)|Child's Play]]''
|1988
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film / Created dolls
|-
! scope="row" |''[[Poochinski]]''
|1990
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Story}}
|Television unsold pilot
|-
! scope="row" |''[[Child's Play 2]]''
|1990
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film / Created dolls
|-
! scope="row" |''[[Gravedale High]]''
|1990
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Creator}}
|Television animated series (13 episodes)
|-
! scope="row" |''[[The Dreamer of Oz: The L. Frank Baum Story]]''
|1990
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Story}}
|Television film
|-
! scope="row" |''[[Bill & Ted's Excellent Adventures (1990 TV series)|Bill & Ted's Excellent Adventures]]''
|1990
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated series (13 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Wake, Rattle, and Roll|Wake, Rattle and Roll]]''
|1990-1991
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Creator}}
|Television live action / animated series (50 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Child's Play 3]]''
|1991
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Theatrical film / Created dolls
|-
! scope="row" |''[[The Last Halloween]]''
|1991
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television live action / animated special
|-
! scope="row" |''[[An American Tail: Fievel Goes West]]''
|1991
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Creator}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[The Pirates of Dark Water]]''
|1991-1993
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Creator}}
|Television animated series (21 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Fievel's American Tails]]''
|1992
|{{no}}
|{{no}}
|{{yes|Creator}}
|Television animated series (13 episodes) / Creative consultant
|-
! scope="row" |''[[Fish Police (TV series)|Fish Police]]''
|1992
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated series (6 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Monster in My Pocket: The Big Scream#Animated special|Monster in My Pocket: The Big Scream]]''
|1992
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated short film
|-
! scope="row" |''[[The Addams Family (1992 animated series)|The Addams Family]]''
|1992-1993
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated series (21 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Capitol Critters]]''
|1992-1995
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated series (13 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Once Upon a Forest]]''
|1993
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Hocus Pocus (1993 film)|Hocus Pocus]]''
|1993
|{{yes}}
|{{no}}
|{{yes|Story}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[The Halloween Tree (film)|The Halloween Tree]]''
|1993
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated film
|-
! scope="row" |''[[The Town Santa Forgot]]''
|1993
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated short film
|-
! scope="row" |''[[The Flintstones (film)|The Flintstones]]''
|1994
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Theatrcial film
|-
! scope="row" |''[[The Pagemaster]]''
|1994
|{{yes}}
|{{no}}
|{{yes}}
|Theatrcial live action / animated film
|-
! scope="row" |''[[Cats Don't Dance]]''
|1997
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Earth: Final Conflict]]''
|1997-1999
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes}}
|Television series (49 episodes) / Writer (episode: "Law & Order")
|-
! scope="row" |''[[Bride of Chucky]]''
|1998
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Titan A.E.]]''
|2000
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Frailty (2001 film)|Frailty]]''
|2001
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrcal film
|-
! scope="row" |''[[Secondhand Lions]]''
|2003
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Five Days to Midnight]]''
|2004
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television mini-series (5 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Seed of Chucky]]''
|2004
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Thru the Moebius Strip]]''
|2005
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Curious George (film)|Curious George]]''
|2006
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Miss Potter]]''
|2006
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Curious George (TV series)|Curious George]]''
|2006–present
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated series (198 episodes + 3 specials)
|-
! scope="row" |''[[Martian Child]]''
|2007
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Curious George 2: Follow That Monkey!]]''
|2009
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD animated film
|-
! scope="row" |''[[Curse of Chucky]]''
|2013
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film / Created dolls
|-
! scope="row" |''[[Kristy (film)|Kristy]]''
|2014
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Curious George 3: Back to the Jungle#Sequels|Curious George 3: Back to the Jungle]]''
|2015
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD animated film
|-
! scope="row" |''[[Cult of Chucky]]''
|2017
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD / Created dolls
|-
! scope="row" |''[[Curious George 2: Follow That Monkey!#Sequels|Curious George: Royal Monkey]]''
|2019
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD animated film
|-
! scope="row" |''[[The Ren & Stimpy Show|Ren and Stimpy]]: Its Our House Now!''
|2020
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Short film
|-
! scope="row" |''[[Curious George 2: Follow That Monkey!|Curious George: Go West, Go Wild]]''
|2020
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD animated film
|-
! scope="row" |''[[Curious George 2: Follow That Monkey!#Sequels|Curious George: Cape Ahoy]]''
|2021
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD animated film
|-
! scope="row" |''[[Chucky (TV series)|Chucky]]''
|2021–present
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television series; 8 episodes
|-
! scope="row" |''[[Hocus Pocus 2]]''
|2022
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|[[Direct-to-video|Direct-to-streaming]] film for [[Disney+]]
|-
! scope="row" |''[[Hocus Pocus (1993 film)|Hocus Pocus]]''
|TBA
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television film
|-
! scope="row" |''[[Curious George (franchise)|Curious George]]''
|TBA
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|}
== Television series ==
{| class="wikitable sortable collapsible" style="width: auto; style="width:100%;" table-layout: fixed;" |
!#
! style="width:20%;"| Show
! style="width:10%;"| Year
!Distributor
! style="width:10%;"| Co-production(s)
! style="width:40%;"| Notes
! style="width:20%;"| Episodes
!Includes laugh track
|-
! colspan="8" style="background:#f46d25;" | 1950s
|-
|1
| ''[[The Ruff and Reddy Show]]
|| 1957–1960
| Screen Gems|| rowspan="3" | ||
| 156 episodes
|❌
|-
|2
| ''[[The Huckleberry Hound Show]]''{{smalldiv|
* ''Huckleberry Hound''
* ''[[Pixie and Dixie and Mr. Jinks]]''
* ''Yogi Bear'' (1958–60)
* ''[[Hokey Wolf]]'' (1960–61)}}
|| 1958–1961{{MM*}}
| Screen Gems||
* ''Yogi Bear'' was spun off into its own series in 1960; ''Hokey Wolf'' took its place at that time.
* Each segment contained episode title cards designed in a manner similar to theatrical shorts.
* First animated series to win an Emmy Award.
| 68 episodes
|✔️
|-
|3
| ''[[The Quick Draw McGraw Show]]''{{smalldiv|
* ''Quick Draw McGraw''
* ''[[Snooper and Blabber]]''
* ''[[Augie Doggie and Doggie Daddy]]''}}
|| 1959–1961
| Screen Gems||
* Each segment contained episode title cards designed in a manner similar to theatrical shorts.
| 45 episodes
|❌
|-
|-
! colspan="8" style="background:#f46d25;" | 1960s
|-
|4
| ''[[The Flintstones]]''|| 1960–1966
| Screen Gems|| rowspan="10" | ||
* First prime-time series with a 30-minute sitcom format in the history of television.
* First pregnancy in animation history with Wilma Flintstone seen in maternity clothes
| 166 episodes
|✔️
|-
|5
| ''[[The Yogi Bear Show]]''{{smalldiv|
* ''Yogi Bear''
* ''Snagglepuss''
* ''Yakky Doodle''}}
|| 1961–1962
| Screen Gems||
* [[Spin-off (media)|Spin-off]] of ''[[The Huckleberry Hound Show]]''.
* Each segment contained episode title cards designed in a manner similar to theatrical shorts.
| 33 episodes
|❌
|-
|6
| ''[[Top Cat]]''|| 1961–1962
| Screen Gems|| Prime-time series.
| 30 episodes
|✔️
|-
|7
| ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]''{{smalldiv|
* ''[[Wally Gator]]''
* ''[[Touché Turtle and Dum Dum]]''
* ''[[Lippy the Lion and Hardy Har Har]]''}}
|| 1962–1963
| Screen Gems|| Package series.
| 52 episodes
|❌
|-
|8
| ''[[The Jetsons]]''|| 1962–1987
| Screen Gems (season 1)
Worldvision Enterprises (Seasons 2–3)
| Prime-time series during the 1962–1963 season.
| 75 episodes
|1962–1963: ✔️<br />1985–1987: ❌
|-
|9
| ''[[The Magilla Gorilla Show]]''{{smalldiv|
* ''[[Magilla Gorilla]]''
* ''[[Ricochet Rabbit & Droop-a-Long]]''
* ''[[Punkin' Puss & Mushmouse]]''}}
|| 1963–1967
| Screen Gems|| ''Ricochet Rabbit & Droop-a-Long'' was eventually moved to ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]''.
| 31 episodes
|❌
|-
|10
| ''[[Jonny Quest (TV series)|Jonny Quest]]''|| 1964–1965
| Screen Gems||
* Prime-time series on ABC.
* First fully realized action adventure animated series on television
| 26 episodes
|❌
|-
|11
| ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]''{{smalldiv|
* ''Peter Potamus and So-So''
* ''[[Breezly and Sneezly]]''
* ''[[Yippee, Yappee and Yahooey]]''}}
|| 1964–1966
| Screen Gems|| ''Breezly and Sneezly'' was eventually moved to ''[[The Magilla Gorilla Show]]''.
| 27 episodes
|❌
|-
|12
| ''[[The Atom Ant/Secret Squirrel Show]]''{{smalldiv|
* ''[[Atom Ant]]''
* ''[[Secret Squirrel]]''
* ''[[Squiddly Diddly]]''
* ''[[Precious Pupp]]''
* ''[[The Hillbilly Bears]]''
* ''[[Winsome Witch]]''}}
|| 1965–1968
| Screen Gems||
* First Hanna-Barbera series created for Saturday morning television.
* ''Atom Ant'', ''Precious Pupp'' and ''The Hillbilly Bears'' were later aired under the name ''The Atom Ant Show'' and ''Secret Squirrel'', ''Squiddly Diddly'' and ''Winsome Witch'' were later aired under the name ''The Secret Squirrel Show''. All six segments were aired in ''[[The Banana Splits|The Banana Splits Adventure Hour]]'' after it went into syndication.
*Final Hanna-Barbera TV series distributed by [[Screen Gems#Television subsidiary: 1948–1974|Screen Gems]].
| 52 episodes (each segment)
|❌
|-
|13
| ''[[Sinbad Jr. and his Magic Belt]]''|| 1965–1966
| American International Television||
* Animated adaptation of [[Sinbad the Sailor]].
* First animated series from Hanna-Barbera based on a preexisting property.
| 102 episodes
|❌
|-
|14
| ''[[Laurel and Hardy (TV series)|Laurel and Hardy]]''|| 1966–1967
| Wolper Television Sales|| [[David L. Wolper|Wolper Productions]]|| Animated adaptation of [[Laurel and Hardy]].
| 39 episodes (156 segments)
|❌
|-
|15
| ''[[Frankenstein Jr. and The Impossibles]]''{{smalldiv|
* ''[[Frankenstein Jr. and the Impossibles#Frankenstein Jr.|Frankenstein Jr.]]''
* ''[[The Impossibles (TV series)|The Impossibles]]'' }}
|| 1966–1968
| Taft Boardcasting|| rowspan="4" | ||
* The Impossibles were Hanna-Barbera's first animated TV rock and roll group, two years before The Archies, the same year as TTV's The Beagles
| 18 episodes
|❌
|-
|16
| ''[[Space Ghost (TV series)|Space Ghost and Dino Boy]]''{{smalldiv|
* ''[[Space Ghost]]''
* ''[[Space Ghost (TV series)#Dino Boy in the Lost Valley|Dino Boy in the Lost Valley]]''}}
|| 1966–1968
| Taft Boardcasting||
| 20 episodes
|❌
|-
|17
| ''[[The Space Kidettes]]''|| 1966–1967
|DFS Program Exchang || In syndication, episodes were paired with ''[[Samson & Goliath|Young Samson]]'' and aired as ''The Space Kidettes and Young Samson''.
| 20 episodes
|❌
|-
|18
| ''We'll Take Manhattan''|| 1967
|Procter & Gamble Productions (PGP) || Pilot of an unrealized live-action comedy TV series on NBC starring [[Dwayne Hickman]] and [[Ben Blue]] that only aired on April 30, 1967.
|
|❌
|-
|19
| ''[[The Abbott and Costello Cartoon Show]]''|| 1967–1968
|Gold Key Entertainment || [[RKO General|RKO Pictures Company]]<br />Jomar Productions || Animated adaptation of [[Abbott and Costello]] with the voice of Bud Abbott.
| 39 episodes (156 shorts)
|❌
|-
|20
| ''[[Birdman and the Galaxy Trio]]''{{smalldiv|
* ''Birdman''
* ''The Galaxy Trio''}}
|| 1967–1969
|Taft Broadcasting || rowspan="3" | ||
| 20 episodes
|❌
|-
|21
| ''[[The Herculoids]]''|| 1967–1968
|Taft Broadcasting ||
| 18 episodes
|❌
|-
|22
| ''[[Shazzan]]''|| 1967–1969
|Taft Broadcasting
||
| 36 episodes
|❌
|-
|23
| ''[[Fantastic Four (1967 TV series)|Fantastic Four]]''|| 1967–1970
|Taft Broadcasting|| [[Marvel Entertainment#Marvel Entertainment Group|Marvel Comics]] || Based on the [[Fantastic Four|comic book series of the same name]].
| 20 episodes
|❌
|-
|24
| ''[[Moby Dick and Mighty Mightor]]''{{smalldiv|
* ''[[Moby Dick and Mighty Mightor#Mightor|Mightor]]''
* ''[[Moby Dick and Mighty Mightor#Moby Dick|Moby Dick]]''}}
|| 1967–1969
|Taft Broadcasting || rowspan="6" | || Animated [[Adaptations of Moby-Dick|adaptation of ''Moby-Dick'']].
| 18 episodes
|❌
|-
|25
| ''[[Samson & Goliath]]''|| 1967–1968
|DFS Program Exchange ||
* Aired as ''Young Samson'' in 1968.
* In syndication, episodes were paired with ''[[The Space Kidettes]]'' and aired as ''The Space Kidettes and Young Samson''.
| 20 episodes
|❌
|-
|26
| ''The World: Color It Happy''||1967
|Taft Broadcasting || an unsold television pilot
|
|❌
|-
|27
| ''[[The Banana Splits|The Banana Splits Adventure Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[Arabian Knights]]''
* ''[[The Three Musketeers (American TV series)|The Three Musketeers]]''
* ''[[Micro Ventures]]''
* ''[[Danger Island (TV series)|Danger Island]]'' (live-action)}}
|| 1968–1970
|Taft Broadcasting ||
* Combined live-action and animated segments
* ''Danger Island'' was exclusively live-action.
* ''The Banana Splits'' was live-action.
* ''Arabian Knights'' was an animated version of the [[One Thousand and One Nights|work of the same name]] from Middle Eastern literature.
* ''The Three Musketeers'' was an animated adventure based on the [[The Three Musketeers|novel of the same name]] by [[Alexandre Dumas]].
| 31 episodes
|✔️
|-
|28
| ''[[The Adventures of Gulliver]]''|| 1968–1969
|Taft Broadcasting || Based on the novel ''[[Gulliver's Travels]]'' by [[Jonathan Swift]].
| 17 episodes
|❌
|-
|29
| ''[[The New Adventures of Huckleberry Finn]]''|| 1968–1969
|Taft Broadcasting ||
* The first live-action/animated series in television history, and one of the most expensive of its time.
* Based on the novel ''[[The Adventures of Huckleberry Finn]]'' by [[Mark Twain]].
| 20 episodes
|❌
|-
|30
| ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]''|| 1968–1970
|Taft Broadcasting || [[Heatter-Quigley Productions]] ||Originally developed as a game show.
| 34 episodes
|❌
|-
|31
| ''[[The Perils of Penelope Pitstop]]''|| 1969–1971
| Taft Broaadcasting || rowspan="4" | || rowspan="2" | Spin-offs of ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]''.
| 17 episodes
|❌
|-
|32
| ''[[Dastardly and Muttley in Their Flying Machines]]''{{smalldiv|
* ''Magnificent Muttley''
* ''Wing Dings''}}
|| 1969–1971
| Taft Broaadcasting
| 17 episodes
|❌
|-
|33
| ''[[Cattanooga Cats]]''{{smalldiv|
* ''[[Cattanooga Cats#Around the World in 79 Days|Around the World in 79 Days]]''
* ''[[Cattanooga Cats#It.27s the Wolf.21|It's the Wolf]]''
* ''[[Cattanooga Cats#Motormouse and Autocat|Motormouse and Autocat]]''}}
|| 1969–1971
| Taft Broaadcasting ||
| 17 episodes
|❌
|-
|34
| ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''|| 1969–1978
| Taft Broadcasting ||
| 41 episodes
|✔️
|-
! colspan="8" style="background:#f46d25;" | 1970s
|-
|35
|''[[Where's Huddles?]]''|| 1970
| Taft Broadcasting || || Prime-time series.
| 10 episodes
|✔️
|-
|36
| ''[[Harlem Globetrotters (TV series)|Harlem Globetrotters]]''|| 1970–1971
| Taft Broadcasting || [[CBS Productions]] || Animated series based on [[Harlem Globetrotters|the exhibition basketball team of the same name]].
| 22 episodes
|✔️
|-
|37
| ''[[Josie and the Pussycats (TV series)|Josie and the Pussycats]]'' || 1970–1971
|Taft Broadcasting || [[Archie Comics|Radio Comics]] || Based on [[Josie and the Pussycats (comics)|the comic book series of the same name]].
| 16 episodes
|✔️
|-
|38
| ''[[The Pebbles and Bamm-Bamm Show]]''|| 1971–1972
| Claster Television Productions || rowspan="2" | || Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
| 16 episodes
|✔️
|-
|39
| ''[[Help!... It's the Hair Bear Bunch!]]''|| 1971–1972
| Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|✔️
|-
|40
| ''[[The Funky Phantom]]''|| 1971–1972
| Taft Broadcasting || Air Programs International ||The first series animated in Australia by Hanna-Barbera by API, which they eventually bought.
| 17 episodes
|❌
|-
|41
| ''Duffy's Dozen''|| 1971
| Taft Broadcasting|| rowspan="11" | || unsold animated television pitch
|
|❌
|-
|42
| ''[[The Amazing Chan and the Chan Clan]]''|| 1972
| Taft Broadcasting || Based on the [[Charlie Chan]] detective film series.
| 16 episodes
|✔️
|-
|43
| ''[[Wait Till Your Father Gets Home]]''|| 1972–1974
| Taft Broadcasting || First-run syndicated series.
| 48 episodes
|✔️
|-
|44
| ''[[The Flintstone Comedy Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[The Flintstone Comedy Hour#The Bedrock Rockers|The Bedrock Rockers]]''}}
|| 1972–1973
| Claster Television Productions||
* Aired in reruns as ''The Flintstone Comedy Show'' in 1973–74.
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]'' and ''[[The Pebbles and Bamm-Bamm Show]]''.
| 18 episodes
|✔️
|-
|45
| ''[[The Roman Holidays]]''|| 1972
|Taft Broadcasting ||
|13 episodes
|✔️
|-
|46
| ''[[Sealab 2020]]''|| 1972
| Taft Broadcasting||
| 15 episodes
|❌
|-
|47
| ''[[The New Scooby-Doo Movies]]''|| 1972–1974
|Taft Broadcasting ||
* Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''
* First series to bring weekly celebrity voices to Saturday morning cartoons.
| 24 episodes
|✔️
|-
|48
| ''[[Josie and the Pussycats (TV series)#Josie and the Pussycats in Outer Space|Josie and the Pussycats in Outer Space]]''|| 1972
|Taft Broadcasting || Spin-off of ''[[Josie and the Pussycats (TV series)|Josie and the Pussycats]]''.
| 16 episodes
|✔️
|-
|49
| ''[[Speed Buggy]]''|| 1973
| Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|✔️
|-
|50
| ''[[Butch Cassidy (TV series)|Butch Cassidy and the Sundance Kids]]''|| 1973
| Taft Broadcasting ||
| 13 episodes
|❌
|-
|51
| ''[[Yogi's Gang]]''|| 1973
| Claster Television Productions || [[Crossover (fiction)|Crossover series]] featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Quick Draw McGraw Show]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'', ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]'', ''[[The Magilla Gorilla Show]]'', ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]'', ''[[Atom Ant|The Atom Ant Show]]'', and ''[[Secret Squirrel|The Secret Squirrel Show]]''.
| 15 episodes
|✔️
|-
|52
| ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''|| 1973–1974
|Taft Broadcasting || [[National Comics Publications|National Periodical Publications]] || Based on [[DC Comics]] characters.
| 16 episodes
|❌
|-
|53
| ''[[Goober and the Ghost Chasers]]''|| 1973–1975
| Claster Television Productions || rowspan="2" | || Animated adaptation of ''[[The Partridge Family]]''.
| 16 episodes
|✔️
|-
|54
| ''[[Inch High, Private Eye]]''|| 1973–1974
|Taft Broadcasting ||
| 13 episodes
|✔️
|-
|55
| ''[[Jeannie (TV series)|Jeannie]]''|| 1973–1975
|Screen Gems || [[Screen Gems#Television subsidiary: 1948–1974|Screen Gems]] || Animated adaptation of ''[[I Dream of Jeannie]]''.
| 16 episodes
|✔️
|-
|56
| ''[[The Addams Family (1973 TV series)|The Addams Family]]''|| 1973
| Taft Broadcasting || rowspan="3" | ||
* [[List of animated spin-offs from prime time shows|Animated adaptation]] of [[The Addams Family (1964 TV series)|the 1960s sitcom by the same name]].
| 16 episodes
|✔️
|-
|57
| ''[[Hong Kong Phooey]]''|| 1974
| Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|✔️
|-
|58
| ''[[Devlin (TV series)|Devlin]]''|| 1974
| Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|❌
|-
|59
| ''[[Partridge Family 2200 A.D.]]''|| 1974–1975
| Columbia Pictures Television || [[Columbia Pictures Television]] || Animated adaptation of ''[[The Partridge Family]]''.
| 16 episodes
|✔️
|-
|60
| ''[[These Are the Days (TV series)|These Are the Days]]''|| 1974–1975
|Taft Broadcasting || rowspan="4" | ||
| 16 episodes
|❌
|-
|61
| ''[[Valley of the Dinosaurs]]''|| 1974–1976
|Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|❌
|-
|62
| ''[[Wheelie and the Chopper Bunch]]''|| 1974–1975
|Taft Broadcasting ||
| 13 episodes
|✔️
|-
|63
| ''[[Korg: 70,000 B.C.]]''|| 1974–1976
|DFS Program Exchange || Live-action TV series.
| 19 episodes
|❌
|-
|64
| ''The New Tom & Jerry/Grape Ape/Mumbly Show''{{smalldiv|
* ''[[The Tom and Jerry Show (1975 TV series)|The Tom & Jerry Show]]'' (1975)
* ''[[The Great Grape Ape Show]]'' (1975–78)
* ''[[The Mumbly Cartoon Show]]'' (1976–77)}}
|| 1975–1977
| MGM Television Distribution<BR>Taft Broadcasting || [[MGM Television]] <small>(''The Tom & Jerry Show'')</small> ||
* Aired as ''The New Tom and Jerry/Grape Ape Show'' (1975–76), ''The Tom and Jerry/Grape Ape/Mumbly Show'' (1976) and ''The Tom and Jerry/Mumbly Show'' (1976–77).
* Based on the ''[[Tom and Jerry]]'' theatrical shorts.
| 16 episodes (each segment)
|The Tom & Jerry Show: ❌
The Great Grape Ape Show: ✔️
|-
|65
| ''[[The Scooby-Doo/Dynomutt Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[The Scooby-Doo Show]]''
* ''[[Dynomutt, Dog Wonder]]''}}
|| 1976-1977
| Taft Broadcasting || rowspan="4" | || Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''
| 20 episodes (each segment)
|✔️
|-
|66
| ''[[Clue Club]]''|| 1976–1977
| ||
| 16 episodes
|❌
|-
|67
| ''[[Jabberjaw]]''|| 1976–1978
| Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|
|-
|68
| ''[[Taggart's Treasure]]''|| 1976
| || Pilot of an unrealized live-action TV series produced in Australia, and only aired on ABC in the United States on December 31, 1976.
|
|❌
|-
|69
| ''[[Fred Flintstone and Friends]]''{{smalldiv|
* ''[[The Flintstone Comedy Hour]]''
** ''[[The Flintstone Comedy Hour#The Bedrock Rockers|The Bedrock Rockers]]''
* ''[[Goober and the Ghost Chasers]]''
* ''[[Jeannie (TV series)|Jeannie]]''
* ''[[Partridge Family 2200 A.D.]]''
* ''[[The Pebbles and Bamm-Bamm Show]]''
* ''[[Yogi's Gang]]''}}
|| 1977–1978
| || [[Columbia Pictures Television]] ||
* Package series that includes ''[[The Flintstone Comedy Hour]]'', ''[[Goober and the Ghost Chasers]]'', ''[[Jeannie (TV series)|Jeannie]]'', ''[[Partridge Family 2200 A.D.]]'', ''[[The Pebbles and Bamm-Bamm Show]]'' and ''[[Yogi's Gang]]''.
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
| 95 episodes
|✔️
|-
|70
| ''[[Scooby's All-Star Laff-A-Lympics]]''{{smalldiv|
* ''[[The Scooby-Doo Show]]''
* ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''
* ''[[Laff-A-Lympics]]''
* ''[[Captain Caveman and the Teen Angels]]''
* ''[[Dynomutt, Dog Wonder|The Blue Falcon and Dynomutt]]''}}
|| 1977–1979
| || rowspan="3" | ||
* Aired as ''Scooby's All-Stars'' in 1978–79.
* ''Laff-A-Lympics'' is a crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Quick Draw McGraw Show]]'', ''[[The Flintstones]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'', ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]'', ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]'', ''[[The Atom Ant/Secret Squirrel Show]]'', ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''/''[[The Scooby-Doo Show]]'', ''[[The Great Grape Ape Show]]'', ''[[The Mumbly Cartoon Show]]'', ''[[Dynomutt, Dog Wonder]]'', ''[[Captain Caveman and the Teen Angels]]'', ''[[Speed Buggy]]'', ''[[Hong Kong Phooey]]'', ''[[Jeannie (TV series)|Jeannie]]'' and ''[[Jabberjaw]]''.
| 24 episodes
|Laff-A-Lympics: ❌
|-
|71
| ''[[CB Bears]]''{{smalldiv|
* ''[[CB Bears#Posse Impossible|Posse Impossible]]''
* ''[[CB Bears#Blast-Off Buzzard|Blast-Off Buzzard]]''
* ''[[CB Bears#Undercover Elephant|Undercover Elephant]]''
* ''[[CB Bears#Shake.2C Rattle.2C .26 Roll|Shake, Rattle and Roll]]''
* ''[[CB Bears#Heyyy.2C It.27s the King.21|Heyyy, It's the King!]]''}}
|| 1977–1978
| ||
* In syndication, ''CB Bears'' aired in a half-hour version with ''Blast-Off Buzzard'' and ''Posse Impossible''.
* In syndication, ''Heyyy, It's the King!'' also aired in a half-hour version with ''Shake, Rattle and Roll'' and ''Undercover Elephant''.
| 13 episodes (each segment)
|❌
|-
|72
| ''[[The Skatebirds]]''{{smalldiv|
* ''[[Clue Club|Woofer & Wimper, Dog Detectives]]''
* ''[[The Robonic Stooges]]''
* ''[[Wonder Wheels]]''
* ''[[Mystery Island]]'' (live-action)}}
|| 1977–1978
| ||
* Live-action/animated TV series.
* ''The Robonic Stooges'' was an animated adaptation of [[The Three Stooges]].
* ''Woofer & Wimper'' was a spin-off of ''[[Clue Club]]''.
| 16 episodes
|❌
|-
|73
| ''[[The All-New Super Friends Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[Wonder Twins|The Wonder Twins]]''}}
|| 1977–1978
| || [[DC Comics]] || Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 15 episodes
|❌
|-
|74
| ''The Beach Girls''|| 1977
| || rowspan="3" | || Pilot of an unrealized live-action comedy TV series starring [[Rita Wilson]].
|
|❌
|-
|75
| ''[[The Hanna-Barbera Happy Hour]]''|| 1978
| || Live-action prime-time variety series.
| 5 episodes
|❌
|-
|76
| ''The Funny World of Fred and Bunni''|| 1978
| || Pilot of an unrealized live-action/animated prime-time variety series starring [[Fred Travalena]], and aired on CBS on August 30, 1978.
|
|❌
|-
|77
| ''[[The All New Popeye Hour]]''{{smalldiv|
* ''Popeye''
* ''Popeye's Treasure Hunt'' (1978–80)
* ''[[Dinky Dog]]'' (1978–80)
* ''The Popeye Sports Parade'' (1979–80)
* ''Prehistoric Popeye'' (1981–83)
* ''Private Olive Oyl'' (1981–83)}}
|| 1978–1983
| || [[King Features Syndicate]] ||
* Spin-off of the [[Popeye the Sailor (animated cartoons)|''Popeye'' theatrical cartoons]].
* Aired as ''The Popeye and Olive Comedy Show'' in 1981–83.
| 64 episodes
|❌
|-
|78
| ''[[Yogi's Space Race]]''{{smalldiv|
* ''[[Galaxy Goof-Ups]]''
* ''[[Buford and the Galloping Ghost]]''
** ''[[The Buford Files]]''
** ''[[Buford and the Galloping Ghost|The Galloping Ghost]]''}}
|| 1978–1979
| || ||
* ''Yogi's Space Race'' was a crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'' and ''[[Jabberjaw]]''.
* ''Galaxy Goof-Ups'' was a crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'' and ''[[The Yogi Bear Show]]''.
| 13 episodes (each series)
|❌
|-
|79
| ''[[Challenge of the Super Friends]]''|| 1978
| || [[DC Comics]]|| Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 16 episodes
|❌
|-
|80
| ''[[Godzilla (1978 TV series)|Godzilla]]''{{smalldiv|
* ''[[Jana of the Jungle]]'' }}
|| 1978–1981
| || [[Toho]] || Animated adaptation of ''[[Godzilla]]''.
| 26 episodes (''Godzilla''), 13 episodes (''Jana of the Jungle'')
|❌
|-
|81
| ''[[Go Go Globetrotters]]''|| 1978
| || rowspan="2" | || Combined reruns of ''[[Harlem Globetrotters (TV series)|Harlem Globetrotters]]'' with ''[[Space Ghost (TV series)|Space Ghost]]'', ''[[The Herculoids]]'' and ''[[CB Bears]]''.
|
|Space Ghost, The Herculoids, and CB Bears: ❌
|-
|82
| ''[[The New Fred and Barney Show]]''|| 1979
| || Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
| 17 episodes
|✔️
|-
|83
| ''[[Fred and Barney Meet the Thing]]''{{smalldiv|
* ''[[The New Fred and Barney Show]]''
* ''[[Thing (comics)|The Thing]]''}}
|| 1979
| || [[Marvel Comics]] <small>(''The Thing'')</small> ||
* Animated adaptation of [[Thing (comics)|the Marvel Comics character The Thing]].
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
| 13 episodes
|✔️
|-
|84
| ''[[Sergeant T.K. Yu]]''|| 1979
| || rowspan="2" | || Pilot of an unrealized live-action TV crime drama series starring [[Johnny Yune]], and aired on NBC on January 24, 1979.
|
|❌
|-
|85
| ''[[America vs. the World]]''|| 1979
|
|| Pilot of an unrealized live-action TV series hosted by [[Ed McMahon]] and [[Georgia Engel]], and aired on NBC on February 13, 1979.
|
|❌
|-
|86
| ''[[Casper and the Angels]]''|| 1979–1980
| || [[Harvey Films|The Harvey Entertainment Company]] || Based on ''[[Casper the Friendly Ghost]]'', licensed through [[Harvey Comics]].
| 13 episodes
|✔️
|-
|87
| ''[[The New Shmoo]]''|| 1979
| || || Animated adaptation of the Shmoo from ''[[Lil' Abner]]''.
| 16 episodes
|❌
|-
|88
| ''[[The Super Globetrotters]]''|| 1979
| || Saperstein Productions || Spin-off of ''[[Harlem Globetrotters (TV series)|Harlem Globetrotters]]''.
| 13 episodes
|✔️
|-
|89
| ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1979 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''|| 1979–1980
| || ||
* The first version of ''Scooby-Doo and Scrappy-Doo''.
* Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''
| 16 episodes
|✔️
|-
|90
| ''[[The World's Greatest Super Friends]]''|| 1979–1980
| || [[DC Comics]] || Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 8 episodes
|❌
|-
|91
| ''[[Fred and Barney Meet the Shmoo]]''{{smalldiv|
* ''[[The New Fred and Barney Show]]''
* ''[[The New Shmoo]]''}}
|| 1979–1980
| || ||
* Animated adaptation of the Shmoo from ''[[Lil' Abner]]''.
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
*Last Hanna Barbera show to have a laugh track.
|
|✔️
|-
|92
| ''[[Amigo and Friends]]''|| 1979–1982
| || [[Televisa]] ||
* Animated adaptation of Mexican movie star [[Cantinflas]].
* Also known as ''Cantinflas y Sus Amigos'' in [[Spain]].
* Hanna-Barbera-produced English dub.
| 52 episodes
|❌
|-
! colspan="8" style="background:#f46d25;" | 1980s
|-
|93
| ''[[The B.B. Beegle Show]]''|| 1980
| || || Pilot of an unrealized live-action/puppet TV series with [[Joyce DeWitt]] and [[Arte Johnson]], and began airing on January 7, 1980 in syndication. The pilot reran a few times throughout 1980.
|
|❌
|-
|94
| ''[[Super Friends (1980 TV series)|Super Friends]]'' || 1980–1982
| || [[DC Comics]] || Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 22 episodes
|❌
|-
|95
| ''[[Drak Pack]]''|| 1980–1982
| || [[Endemol Australia|Southern Star]] ||
| 16 episodes
|❌
|-
|96
||''[[Hanna–Barbera's World of Super Adventure]]''{{smalldiv|
* ''[[Birdman and the Galaxy Trio]]''
** ''Birdman''
** ''The Galaxy Trio''
* ''[[Fantastic Four (1967 TV series)|Fantastic Four]]''
* ''[[Frankenstein Jr. and The Impossibles]]''
** ''[[Frankenstein Jr. and The Impossibles#Frankenstein Jr.|Frankenstein Jr.]]''
** ''[[The Impossibles (TV series)|The Impossibles]]''
* ''[[The Herculoids]]''
* ''[[Moby Dick and Mighty Mightor]]''
** ''[[Moby Dick and Mighty Mightor#Moby Dick|Moby Dick]]''
** ''[[Moby Dick and Mighty Mightor#Mighty Mightor|Mighty Mightor]]''
* ''[[Shazzan]]''
* ''[[Space Ghost (TV series)|Space Ghost and Dino Boy]]''
** ''[[Space Ghost (TV series)|Space Ghost]]''
** ''[[Space Ghost (TV series)#Dino Boy in the Lost Valley|Dino Boy in the Lost Valley]]''}}
|| 1980–1984
| || rowspan="2" | || Syndicated rerun package series featuring ''[[Birdman and the Galaxy Trio]]'', ''[[Fantastic Four (1967 TV series)|Fantastic Four]]'', ''[[Frankenstein Jr. and The Impossibles]]'', ''[[The Herculoids]]'', ''[[Moby Dick and Mighty Mightor]]'', ''[[Shazzan]]'' and ''[[Space Ghost (TV series)|Space Ghost and Dino Boy]]''.
|
|❌
|-
|97
| ''[[The Flintstone Comedy Show]]''{{smalldiv|
* ''[[The Flintstone Comedy Show#The Flintstone Family Adventures|The Flintstone Family Adventures]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Bedrock Cops|Bedrock Cops]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Pebbles, Dino and Bamm-Bamm|Pebbles, Dino and Bamm-Bamm]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Captain Caveman|Captain Caveman]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Dino and Cavemouse|Dino and Cavemouse]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#The Frankenstones|The Frankenstones]]''}}
|| 1980–1982
| ||
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]'', ''[[The Pebbles and Bamm-Bamm Show]]'', ''[[Captain Caveman and the Teen Angels]]'', and ''[[The New Shmoo]]''.
| 18 episodes
|❌
|-
|98
| ''[[The Fonz and the Happy Days Gang]]''|| 1980–1981
| || [[Paramount Television]]|| Animated adaptation of ''[[Happy Days]]''.
| 24 episodes
|❌
|-
|99
| ''[[The Richie Rich/Scooby-Doo Show]]''{{smalldiv|
* ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1980 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''
* ''[[Richie Rich (1980 TV series)|Richie Rich]]''}}
|| 1980–1982
| || [[Harvey Films|The Harvey Entertainment Company]] <small>(''Richie Rich'')</small> ||
* Spin-off of ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1979 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''.
* Animated adaptation of [[Richie Rich (comics)|''Richie Rich'' comic book series]].
| 33 episodes (''Scooby-Doo and Scrappy-Doo''), 41 episodes (''Richie Rich'')
|❌
|-
|100
| ''[[Laverne & Shirley (1981 TV series)|Laverne & Shirley]]''|| 1981–1982
| || [[Paramount Television]] || Animated adaptation of ''[[Laverne & Shirley]]''.
| 13 episodes
|❌
|-
|101
| ''[[Space Stars]]''{{smalldiv|
* ''[[Space Stars#Teen Force|Teen Force]]''
* ''[[Space Stars#Astro and the Space Mutts|Astro and the Space Mutts]]''
* ''[[Space Ghost]]'' (new episodes)
* ''[[The Herculoids]]'' (new episodes)
* ''[[Space Stars#Space Stars Finale|Space Stars Finale]]''}}
|| 1981–1982
| || rowspan="3" | ||
| 11 episodes
|❌
|-
|102
| ''[[The Kwicky Koala Show]]''{{smalldiv|
* ''[[The Kwicky Koala Show#Kwicky Koala|Kwicky Koala]]''
* ''[[The Kwicky Koala Show#The Bungle Brothers|The Bungle Brothers]]''
* ''[[The Kwicky Koala Show#Crazy Claws|Crazy Claws]]''
* ''[[The Kwicky Koala Show#Dirty Dawg|Dirty Dawg]]''}}
|| 1981–1982
| || Created by [[Tex Avery]]. The show was Avery's final animated project before his death.
| 16 episodes
|❌
|-
|103
| ''[[Trollkins]]''|| 1981–1982
| ||
| 13 episodes
|❌
|-
|104
| ''[[The Smurfs (1981 TV series)|The Smurfs]]''{{smalldiv|
* ''Johan and Peewit''}}
|| 1981–1989{{MM*}}
| || [[Freddy Monnickendam|SEPP International S.A.]] <small>(seasons 1–7)</small><br />Lafig S.A. <small>(seasons 8–9)</small> || Based on the [[The Smurfs|comic series of the same name]].
| 256 episodes
|❌
|-
|105
| ''[[The Flintstone Funnies]]''{{smalldiv|
* ''[[The Flintstone Comedy Show#The Flintstone Family Adventures|The Flintstone Family Adventures]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Bedrock Cops|Bedrock Cops]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Pebbles, Dino and Bamm-Bamm|Pebbles, Dino and Bamm-Bamm]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Captain Caveman|Captain Caveman]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Dino and Cavemouse|Dino and Cavemouse]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#The Frankenstones|The Frankenstones]]''}}
|| 1982–1984
| || ||
* Repackaged half-hour version ''[[The Flintstone Comedy Show (1980 TV series)|The Flintstone Comedy Show]]''.
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
|
|❌
|-
|106
| ''[[The Pac-Man/Little Rascals/Richie Rich Show]]''{{smalldiv|
* ''[[The Little Rascals (animated TV series)|The Little Rascals]]''
* ''[[Richie Rich (1980 TV series)|Richie Rich]]''
* ''[[Pac-Man (TV series)|Pac-Man]]''}}
|| 1982–1983
| || [[Namco]] <small>(''Pac-Man'')</small><br />[[Harvey Films|The Harvey Entertainment Company]] <small>(''Richie Rich'')</small><br />[[King World Productions]] <small>(''The Little Rascals'')</small> ||
*Animated adaptation of ''[[Our Gang|Little Rascals]]'' and ''[[Pac-Man]]''. Richie Rich rerun.
| 13 episodes
|❌
|-
|107
| ''[[Mork & Mindy/Laverne & Shirley/Fonz Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[Mork & Mindy/Laverne & Shirley/Fonz Hour#Mork & Mindy|Mork & Mindy]]''
* ''[[Mork & Mindy/Laverne & Shirley/Fonz Hour#Laverne & Shirley with The Fonz|Laverne & Shirley with The Fonz]]''}}
|| 1982–1983
| || [[Ruby-Spears|Ruby-Spears Enterprises]] <small>(''Mork & Mindy'')</small><br />[[Paramount Television]] ||
* Spin-off of ''[[The Fonz and the Happy Days Gang]]'' and ''[[Laverne & Shirley in the Army]]''.
* Animated adaptation of ''[[Mork & Mindy]]'' written and voiced at Hanna-Barbera, animation produced by Ruby-Spears.
| 27 episodes (''Mork & Mindy''), 8 episodes (''Fonz/Laverne & Shirley'')
|❌
|-
|108
| ''[[The Scooby & Scrappy-Doo/Puppy Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1980 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''
* ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1980 TV series)|Scrappy and Yabba-Doo]]''
* ''[[The Puppy's Further Adventures|The Puppy's New Adventures]]''}}
|| 1982–1983
| || [[Ruby-Spears|Ruby-Spears Enterprises]] ||
* Spin-off of ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1979 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''.
* The "Puppy" character is based on Ruby-Spears' animated adaptation of ''The Puppy Who Wanted a Boy'', which in turn is based on the book by [[Jane Thayer]].
* Hanna-Barbera co-produced ''The Puppy's New Adventures'' with Ruby-Spears in 1982; these segments were later aired in 1983 as ''The Puppy's Further Adventures'', made solely by Ruby-Spears and without Hanna-Barbera.
|
|❌
|-
|109
| ''[[Jokebook]]''|| 1982
| || rowspan="3" | || Compilation show mostly made up from non-HB material such as classic cartoons and foreign cartoons.
| 7 episodes
|✔️
|-
|110
| ''[[Shirt Tales]]''|| 1982–1984
| || Based on characters created by Janet Elizabeth Manco for [[Hallmark Cards|Hallmark]] greeting cards.
| 23 episodes
|❌
|-
|111
| ''[[The Gary Coleman Show]]''|| 1982–1983
| || Based on the 1982 TV movie ''[[The Kid with the Broken Halo]]'' which starred Coleman.
| 13 episodes
|❌
|-
|112
| ''[[The Dukes (TV series)|The Dukes]]''|| 1983
| || [[Warner Bros. Television Studios|Warner Bros. Television]] || Animated adaptation of ''[[The Dukes of Hazzard]]''.
| 20 episodes
|❌
|-
|113
| ''[[The Monchhichis/Little Rascals/Richie Rich Show]]'' {{smalldiv|
* ''[[The Little Rascals (animated TV series)|The Little Rascals]]''
* ''[[Richie Rich (1980 TV series)|Richie Rich]]''
* ''[[Monchhichis (TV series)|Monchhichis]]''}}
|| 1983–1984
| || [[King World Productions]] <small>(''The Little Rascals'')</small><br />[[Harvey Films|The Harvey Entertainment Company]] <small>(''Richie Rich'')</small> || Animated adaptation of [[Monchhichi]].
| 13 episodes
|❌
|-
|114
| ''The Pac-Man/Rubik, the Amazing Cube Hour'' {{smalldiv|
* ''[[Pac-Man (TV series)|Pac-Man]]''
* ''[[Rubik, the Amazing Cube]]''}}
|| 1983–1984
| || [[Namco]] <small>(''Pac-Man'')</small><br />[[Ruby-Spears|Ruby-Spears Enterprises]] <small>(''Rubik, the Amazing Cube'')</small> || Animated adaptation of [[Rubik's Cube]].
| 13 episodes
|❌
|-
|115
| ''[[The New Scooby and Scrappy-Doo Show]]''{{smalldiv|
* ''[[The New Scooby-Doo Mysteries]]''}}
|| 1983–1985
| || rowspan="2" | ||
* Aired as ''The New Scooby-Doo Mysteries'' in 1984–85.
* Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]'' and ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1979 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''.
| 26 episodes
|❌
|-
|116
| ''[[The Biskitts]]''|| 1983–1984
| ||
| 13 episodes
|❌
|-
|117
| ''[[Lucky Luke (1983 TV series)|Lucky Luke]]''|| 1983
| || [[Gaumont Film Company|Gaumont]] || Based on the [[Lucky Luke|comic series of the same name]].
| 26 episodes
|❌
|-
|118
| ''[[Benji, Zax & the Alien Prince]]''|| 1983
| || Mulberry Square Productions || Live-action series based on the [[Benji|film franchise]] created by [[Joe Camp]].
| 13 episodes
|❌
|-
|119
| ''[[Going Bananas (American TV series)|Going Bananas]]''|| 1984
| || || Live-action series.
| 12 episodes
|❌
|-
|120
| ''[[Snorks]]''|| 1984–1989
| || [[Freddy Monnickendam|SEPP International S.A.]] ||
| 65 episodes
|❌
|-
|121
| ''[[Scary Scooby Funnies]]''|| 1984–1985
| || || Repackaged reruns from ''[[The Richie Rich/Scooby-Doo Show]]''.
|
|❌
|-
|122
| ''[[Challenge of the GoBots]]''|| 1984–1985
| || [[Tonka]] || Animated adaptation of the [[Gobots|GoBots]].
| 65 episodes
|❌
|-
|123
| ''[[Pink Panther and Sons]]''|| 1984–1985
| || [[Mirisch Company|Mirisch-Geoffrey]] || Spin-off of [[Pink Panther (character)|the ''Pink Panther'' theatrical cartoons]].
| 26 episodes
|❌
|-
|124
| ''[[Super Friends: The Legendary Super Powers Show]]''|| 1984–1985
| || [[DC Comics]] || Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 8 episodes
|❌
|-
|125
| ''[[Paw Paws]]''|| 1985–1986
| || rowspan="3" | ||
| 21 episodes
|❌
|-
|126
| ''[[Yogi's Treasure Hunt]]''|| 1985–1988
| || Crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Quick Draw McGraw Show]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'', ''[[Top Cat]]'', ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]'', ''[[The Ruff and Reddy Show]]'', ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]'', ''[[The Magilla Gorilla Show]]'', ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]'', ''[[Atom Ant|The Atom Ant Show]]'', ''[[Secret Squirrel|The Secret Squirrel Show]]'', ''[[Jabberjaw]]'' and ''[[CB Bears]]''.
| 27 episodes
|❌
|-
|127
| ''[[Galtar and the Golden Lance]]''|| 1985–1986
| ||
| 21 episodes
|❌
|-
|128
| ''[[The Super Powers Team: Galactic Guardians]]''|| 1985–1986
| || [[DC Comics]] || Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 10 episodes
|❌
|-
|129
| ''[[The 13 Ghosts of Scooby-Doo]]''|| 1985
| || rowspan="2" | || Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]'' and ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1979 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''.
| 13 episodes
|❌
|-
|130
| ''[[Scooby's Mystery Funhouse]]''|| 1985–1986
| || Repackaged reruns from ''[[The Richie Rich/Scooby-Doo Show]]'', ''[[The Scooby & Scrappy-Doo/Puppy Hour]]'' and ''[[The New Scooby and Scrappy-Doo Show]]''.
|
|❌
|-
|131
| ''[[The Berenstain Bears (1985 TV series)|The Berenstain Bears]]''|| 1985–1987
| || [[Endemol Australia|Southern Star]] || Animated adaptation of the ''[[Berenstain Bears]]'' children's books.
| 52 episodes
|❌
|-
|132
|''[[The Greatest Adventure: Stories from the Bible]]''|| 1985–1992
| || Based on the [[Bible]].
|-
|133
| ''[[CBS Storybreak]]'' || 1985–1987
| || [[Endemol Australia|Southern Star]]<br />[[CBS Productions|CBS Entertainment Productions]] ||
| 26 episodes
|❌
|-
|134
| ''[[The Funtastic World of Hanna-Barbera]]'' || 1985–1994
| || || Live-action/animated syndicated programming block featuring a superstar line-up of both old and new Hanna-Barbera shows.
|
|❌
|-
|135
| ''[[Teen Wolf (1986 TV series)|Teen Wolf]]'' || 1986–1987
| || [[Endemol Australia|Southern Star]]<br />[[Atlantic Entertainment Group#Clubhouse Pictures|Clubhouse Pictures]] (season 1)<br />[[Atlantic Entertainment Group|Atlantic]]/[[The Kushner-Locke Company|Kushner-Locke]] (season 2) || Animated adaptation of the 1985 live-action film, ''[[Teen Wolf]]''.
| 21 episodes
|❌
|-
|136
| ''[[The New Adventures of Jonny Quest]]'' || 1986–1987
| || rowspan="3" | || Spin-off of ''[[Jonny Quest]]''.
| 13 episodes
|❌
|-
|137
| ''[[Pound Puppies (1986 TV series)|Pound Puppies]]'' || 1986–1987
| || Animated adaptation of [[Pound Puppies]].
| 26 episodes
|❌
|-
|138
| ''[[The Flintstone Kids]]''{{smalldiv|
* ''Flintstone Funnies'' (1986–87)
* ''Dino's Dilemmas''
* ''Captain Caveman and Son''}}
|| 1986–1988
| || Spin-off of ''[[The Flintstones]]'' and ''[[Captain Caveman and the Teen Angels]]''.
| 34 episodes
|❌
|-
|139
| ''[[Foofur]]'' || 1986–1988
| || [[Freddy Monnickendam|SEPP International S.A.]] ||
| 26 episodes
|❌
|-
|140
| ''[[Wildfire (1986 TV series)|Wildfire]]'' || 1986
| || [[Wang Film Productions|Wang Film Productions<br/>Cuckoo's Nest Studio]] ||
| 13 episodes
|❌
|-
|141
| ''[[Sky Commanders]]'' || 1987
| || [[Toei Animation]] || Based on the toy line by Kenner Toys Inc.
| 13 episodes
|❌
|-
|142
| ''[[Popeye and Son]]'' || 1987
| || [[King Features Syndicate|King Features Entertainment]] || Spin-off of the [[Popeye the Sailor (animated cartoons)|''Popeye'' theatrical cartoons]].
| 13 episodes
|❌
|-
|143
| ''[[Skedaddle]]'' || 1988
| || rowspan="2" | || Live-action game show aired as part of ''[[The Funtastic World of Hanna-Barbera]]''.
|
|❌
|-
|144
| ''[[A Pup Named Scooby-Doo]]'' || 1988–1991
| || Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''.
| 27 episodes
|❌
|-
|145
| ''[[The Completely Mental Misadventures of Ed Grimley]]'' || 1988–1989
| || [[Freddy Monnickendam|SEPP International S.A.]] || Animated adaptation of [[Martin Short]]'s [[Ed Grimley]] character.
| 13 episodes
|❌
|-
|146
| ''[[The New Yogi Bear Show]]'' || 1988
| || || Spin-off of ''[[The Yogi Bear Show]]''.
| 45 episodes
|❌
|-
|147
| ''[[Fantastic Max]]'' || 1988–1990
| || Booker PLC<br />Tanaka Promotion Co., Ltd. <small>(season 2)</small> ||
| 26 episodes
|❌
|-
|148
| ''[[The Further Adventures of SuperTed]]'' || 1989–1990
| || [[S4C]]<br />[[Calon (TV production company)|Siriol Animation]] ||
| 13 episodes
|❌
|-
|149
| ''[[Paddington Bear (TV series)|Paddington Bear]]'' || 1989–1990
| || [[ITV Central|Central Television]] || Animated adaptation of [[Paddington Bear]].
| 13 episodes
|❌
|-
! colspan="8" style="background:#f46d25;" | 1990s
|-
|150
| ''[[Bill & Ted's Excellent Adventures (1990 TV series)|Bill & Ted's Excellent Adventures]]'' || 1990
| || [[Orion Pictures|Orion Television Entertainment]]<br />[[Barry Spikings|Nelson Entertainment]] ||
* Season 1 only.
* Animated adaptation of ''[[Bill & Ted's Excellent Adventure]]''.
| 13 episodes
|❌
|-
|151
| ''[[The Adventures of Don Coyote and Sancho Panda]]'' || 1990–1991
| || [[RAI|RAI - Radiotelevisione Italiana]] ([[Rai 1|RAIUNO]]) || Based on the novel ''[[Don Quixote]]''.
| 26 episodes
|❌
|-
|152
| ''[[Tom & Jerry Kids]]''{{smalldiv|
* ''[[Tom & Jerry Kids#Droopy and Dripple|Droopy and Dripple]]''
* ''[[Tom & Jerry Kids#Spike and Tyke|Spike and Tyke]]''
* ''[[Tom & Jerry Kids#Blast-Off Buzzard|Blast-Off Buzzard]]''}}
|| 1990–1994
| || [[Turner Entertainment|Turner Entertainment Co.]] || Spin-off of the ''[[Tom and Jerry]]'' and ''[[Droopy]]'' theatrical cartoons.
| 65 episodes
|❌
|-
|153
| ''[[Wake, Rattle, and Roll]]''{{smalldiv|
* ''[[Wake, Rattle, and Roll#Basement Tech|Basement Tech]]''
* ''[[Wake, Rattle, and Roll#Fender Bender 500|Fender Bender 500]]''
* ''[[Wake, Rattle, and Roll#Monster Tails|Monster Tails]]''}}
|| 1990–1991
| || Four Point Entertainment ||
* Fourth and final Hanna-Barbera's [[live-action]]/animated TV series.
* The ''Basement Tech'' segment is only in live-action.
* The ''Fender Bender 500'' segment is a revival of ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]'', as well as a crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Quick Draw McGraw Show]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'', ''[[Top Cat]]'', ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]'', ''[[The Magilla Gorilla Show]]'', ''[[Secret Squirrel|The Secret Squirrel Show]]'', and ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]''.
| 50 episodes
|❌
|-
|154
| ''[[Gravedale High]]'' || 1990
| || [[Universal Television#NBC Studios (production company)|NBC Productions]] || Animated series starring [[Rick Moranis]].
| 13 episodes
|❌
|-
|155
| ''[[Midnight Patrol: Adventures in the Dream Zone]]'' || 1990
| || [[Entertainment Rights|Sleepy Kids PLC]] || Known as ''Potsworth & Co.'' outside the U.S..
| 13 episodes
|❌
|-
|156
| ''[[The Pirates of Dark Water]]'' || 1991–1993
| || rowspan="2" | ||
| 21 episodes
|❌
|-
|157
| ''[[Yo Yogi!]]'' || 1991
| || Crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Quick Draw McGraw Show]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'', ''[[Top Cat]]'', ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]'', ''[[The Magilla Gorilla Show]]'', ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]'', ''[[Atom Ant|The Atom Ant Show]]'', ''[[Secret Squirrel|The Secret Squirrel Show]]'', ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]'', and ''[[CB Bears]]''.
| 13 episodes
|❌
|-
|158
| ''[[Young Robin Hood]]'' || 1991–1992
| || [[Cookie Jar Group#CINAR|CINAR]]<br />[[MoonScoop Group|France Animation]]<br />[[France 2|Antenne 2]] || Based on [[Robin Hood]].
| 26 episodes
|❌
|-
|159
| ''[[Fish Police (TV series)|Fish Police]]'' || 1992
| || ||
* Prime-time series.
* Animated adaptation of [[Fish Police|the comic series of same name]].
| 6 episodes
|❌
|-
|160
| ''[[Capitol Critters]]'' || 1992
| || [[Steven Bochco|Steven Bochco Productions]]<br />[[20th Television|20th Century Fox Television]] || Final prime-time series from Hanna-Barbera.
| 13 episodes
|❌
|-
|161
| ''[[The Addams Family (1992 animated series)|The Addams Family]]'' || 1992–1993
| || || {{ubl|Second animated adaptation of ''[[The Addams Family]]'', after the 1973 version.|Based on [[The Addams Family (1991 film)|''The Addams Family'' film]].}}
| 21 episodes
|❌
|-
|162
| ''[[Droopy, Master Detective]]''{{smalldiv|
* ''Droopy''
* ''Screwball Squirrel''}}
|| 1993–1994
| || [[Turner Entertainment|Turner Entertainment Co.]] || Spin-off of the ''[[Droopy]]'' theatrical cartoons.
| 13 episodes
|❌
|-
|163
| ''[[Captain Planet and the Planeteers|The New Adventures of Captain Planet]]'' || 1993-1996
| || rowspan="3" | ||
* Seasons 4–6 only.
* Previously produced by [[DIC Entertainment]] as ''[[Captain Planet and the Planeteers]]''.
| 48 episodes
|❌
|-
|164
| ''[[2 Stupid Dogs]]''{{smalldiv|
* ''[[Secret Squirrel#Super Secret Secret Squirrel|Super Secret Secret Squirrel]]''}}
|| 1993–1995
| || ''Super Secret Secret Squirrel'' is a reboot of ''[[Secret Squirrel|The Secret Squirrel Show]]''.
| 26 episodes
|❌
|-
|165
| ''[[SWAT Kats: The Radical Squadron]]'' || 1993–1995
| ||
| 23 episodes
|❌
|-
| 166
| ''[[The Moxy Show]]''
| 1993–1996
|
| Colossal Pictures
| First Hanna-Barbera-produced show to air as a [[Cartoon Network]] original show.
| 24 episodes
|❌
|-
|167
| ''[[Dumb and Dumber (TV series)|Dumb and Dumber]]''|| 1995–1996
| || [[New Line Television]]||
* Animated adaptation of ''[[Dumb and Dumber]]''.
* Final Hanna-Barbera-produced show to air on broadcast network television.
| 13 episodes
|❌
|-
|168
| ''[[What a Cartoon!]]''|| 1995–1997
| || [[Cartoon Network Studios]] <small>(as a division of Hanna-Barbera)</small>|| All shows from this point onward were broadcast on [[Cartoon Network]].
| 48 episodes
|❌
|-
|169
| ''[[Dexter's Laboratory]]''{{smalldiv|
* ''[[Dexter's Laboratory#Dial M for Monkey|Dial M for Monkey]]''
* ''[[Dexter's Laboratory#The Justice Friends|The Justice Friends]]''}}
|| 1996–2003
| || [[Cartoon Network Studios]] <small>(from 1996 to 1997 as a division of Hanna-Barbera and from 2001 to 2003)</small> ||
* Seasons 1 to 2 only.
* Cartoon Network Studios produced season 1 as a division of Hanna-Barbera and seasons 3 and 4 as a separate entity of its former parent company.* The series was introduced as a ''What a Cartoon!'' series.
| 39 episodes and a movie (''[[Dexter's Laboratory: Ego Trip]]'')
|❌
|-
|170
| ''[[The Real Adventures of Jonny Quest]]''|| 1996–1997
| || rowspan="2" | ||
* Spin-off of ''[[Jonny Quest]]''.
* Only ''Johnny Quest''-related TV show to be broadcast on Cartoon Network.
| 52 episodes
|❌
|-
|171
| ''[[Cave Kids]]''|| 1996
| ||
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
| 8 episodes
|❌
|-
|172
| ''[[Johnny Bravo]]''|| 1997–2004
| || [[Cartoon Network Studios]] <small>(from 2001 to 2004)</small>||
* Seasons 1 to 3 only.
* Cartoon Network Studios produced season 4 as a separate entity of its former parent company.
* The series was introduced as a ''What a Cartoon!'' series.
| 52 episodes
|❌
|-
|173
| ''[[Cow and Chicken]]''{{smalldiv|
* ''[[I Am Weasel]]''}}
|| 1997–1999
| || rowspan="2" | || The series was introduced as a ''What a Cartoon!'' short.
| 52 episodes
|❌
|-
|174
| ''[[I Am Weasel]]''|| 1999
| || Spin-off of ''Cow and Chicken''.
| 9 episodes (27 segments)
|❌
|-
|175
| ''[[The Powerpuff Girls]]'' || 1998–2005
| || [[Cartoon Network Studios]] <small>(from 2002 to 2005)</small>||
* Seasons 1 to 3 only.
* Cartoon Network Studios produced seasons 4, 5 and 6 as a separate entity of its former parent company.
* The series was introduced as a ''What a Cartoon!'' series.
| 52 episodes
|✔️
|}
jzyqnd6kdx4kuxrpfvteu2p864hpv4u
1764305
1764304
2022-08-09T18:30:44Z
DoctorHver
2456
/* Present */
wikitext
text/x-wiki
===Present===
{| class="wikitable sortable"
|-
! Studio parent<br>([[media conglomerate|conglomerate]])
! Major film studio unit
----
Secondary studio
! Date founded
! [[Animation]]
! [[Art film|Arthouse]]/[[Independent film|indie]]
! colspan="2" | [[Film genre|Genre movie]]/[[B movie]]
! colspan="2" | Other divisions and brands
! [[Over-the-top media service|OTT]]/[[Video on demand|VOD]]
! [[United States|US]]/[[Canada|CA]] market share (2022)<ref name=":0" />
|-
| [[NBCUniversal]]<br>{{small|([[Comcast]])}}
| align=center | [[Universal Pictures]]
| align="center" | {{dts|April 30, 1912}}
| {{ubl|style=font-size: 85%;||[[Big Idea Entertainment]]|[[DreamWorks Animation]]|[[DreamWorks Classics]]|[[Illumination (company)|Illumination]]|[[Illumination Mac Guff]]|[[Universal Animation Studios]]}}
| {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Focus Features]]|[[Hulu#Original content|Hulu Documentary Films]] (33%)}}
| colspan="2" | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Focus Features|Focus World]]|[[High Top Releasing]]|[[Working Title Films]]}}
| style='border-style: solid none solid solid;' width="12%" | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Amblin Partners]] (minority stake)|[[Carnival Films]]|Makeready (JV)|[[NBCUniversal Entertainment Japan|NBCUniversal Japan]]}}
| style='border-style: solid solid solid none;' width="12%" | {{ubl|style=font-size: 85%;|6=OTL Releasing|7=[[United International Pictures]] (JV)|8=[[Universal 1440 Entertainment]]|9=WT<sup>2</sup> Productions}}
| align=center | [[Peacock (streaming service)|Peacock]]<br>[[Hayu (subscription service)|Hayu]]<br>[[Hulu]] (33%)<br>[[Vudu]] (70%)
| 22.86%
|-
| [[Paramount Global]]<br>{{small|([[National Amusements]])}}
| align=center | [[Paramount Pictures]]<!--DO NOT add Miramax until its status is confirmed, as it was once a mini-major studio. -->
| align="center" | {{dts|May 8, 1912}}<!--Miramax date: December 19, 1979 -->
| {{ubl|style=font-size: 85%;|Avatar Studios|[[MTV Animation]]|[[Nickelodeon Animation Studio]]|[[Paramount Animation]]|[[Rainbow S.p.A.]] (30%)}}
| {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Miramax]] (49%)}}
| style='border-style: solid none solid solid; padding-right: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[BET#BET Films|BET Films]]|[[CMT (American TV channel)|CMT Films]]|[[MTV Entertainment Studios]]}}
| style='border-style: solid solid solid none; padding-left: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Nickelodeon Movies]]|[[Paramount Players]]}}
| style='border-style: solid none solid solid;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Awesomeness (company)|Awesomeness Films]]|[[CBS Films]]|[[Republic Pictures|Melange Pictures]]|[[Miramax#Miramax Family|Miramax Family]] (49%)|[[Paramount Digital Entertainment]]}}
| style='border-style: solid solid solid none;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|6=United International Pictures (JV)|7=[[Viacom18 Studios]] (49%)|8=Paramount Digital Studios}}
| align=center | [[Paramount+]]<br>[[Pluto TV]]<br>[[Showtime (TV network)#Showtime (streaming service)|Showtime]]<br>[[BET+]]<br>[[Noggin (brand)|Noggin]]<br>[[Voot]] (49%)<br>[[My5]]<br>[[Philo (company)|Philo]] (minority stake)
| 23.30%
|-
| [[Warner Bros.|Warner Bros. Entertainment]] <br>{{small|([[Warner Bros. Discovery]])}}
| align="center" | [[Warner Bros. Pictures]]
----
[[New Line Cinema]]
| align="center" | {{dts|April 4, 1923}}
----
{{dts|June 18, 1967}}
| {{ubl|style=font-size: 85%;|5=[[Cartoon Network Studios]]||6 =[[Wang Film Productions]] (50%)|8=[[Warner Animation Group]]|9=[[Warner Bros. Animation]]}}
| {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Spyglass Media Group]] (minority stake)}}
| style='border-style: solid none solid solid; padding-right: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[TruTV|TruTV Films]]|[[CNN Films]]|[[HBO Films]]|[[DC Films]]|}}
| style='border-style: solid solid solid none; padding-left: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Cartoon Network|Cartoon Network Movies]]}}
| style="border-style: solid none solid solid;" | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Alloy Entertainment]]|[[Cinemax|Cinemax Films]]|[[Flagship Entertainment Group]] (49%)<ref>{{Cite news|url=https://variety.com/2015/film/asia/china-media-capital-warner-bros-seal-flagship-production-pact-1201597886/|title=China Media Capital, Warner Bros. Seal Flagship Production Pact|last=Frater|first=Patrick|date=2015-09-20|newspaper=Variety|language=en-US|access-date=2016-11-25|archive-date=2019-04-04|archive-url=https://web.archive.org/web/20190404173040/https://variety.com/2015/film/asia/china-media-capital-warner-bros-seal-flagship-production-pact-1201597886/|url-status=live}}</ref>}}
| style="border-style: solid solid solid none;" | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Castle Rock Entertainment]]|[[Fullscreen (company)|Fullscreen]]|[[Turner Entertainment|Turner Entertainment Co.]]}}
| align="center" | [[HBO Max]]<br>[[Discovery+]]<br>[[GolfTV]]<br>[[Vudu]] (30%)<br>[[Philo (company)|Philo]] (minority stake)
| 12.75%
|-
| [[Walt Disney Studios (division)|Walt Disney Studios]]<br>{{small|([[The Walt Disney Company]])}}
| align="center" |[[Walt Disney Pictures]]
----
[[20th Century Studios]]
| align="center" | {{dts|October 16, 1923}}
----
{{dts|May 31, 1935}}
| {{ubl|style=font-size: 85%;|[[20th Century Animation]]|[[Lucasfilm Animation]]|[[Marvel Animation]]|[[Pixar]]|[[Walt Disney Animation Studios]]}}
| style="border-style: solid none solid solid;" | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[A&E Networks|A&E IndieFilms]] (50%)|[[Disneynature]]|[[Hulu#Original content|Hulu Documentary Films]] (67%)|[[Searchlight Pictures]]}}
| style='border-style: solid none solid solid; padding-right: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[List of Disney Channel original films|Disney Channel Original Movies]]|[[ESPN Films]] (80%)| [[National Geographic Global Networks|NatGeo Doc Films]] (73%)|[[Lucasfilm]]|[[Marvel Studios]]}}
| style='border-style: solid solid solid none; padding-left: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[List of production companies owned by the American Broadcasting Company#Freeform Original Productions|Freeform Original Productions]]}}
| style="border-style: solid none solid solid;" | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[20th Century Studios#20th Century Family|20th Century Family]]|[[20th Digital Studio]]|[[A&E Networks|A&E Films]] (50%)|[[The Walt Disney Company India|Disney Pictures India]]|[[Marvel Entertainment]]|[[Regency Enterprises]] (20%)|[[Star Studios]]}}
| style="border-style: solid solid solid none;" | {{ubl|style=font-size: 85%;|9=[[UTV Motion Pictures]]|10=[[Vice Media#Vice Films|Vice Films]] (16%)|11=[[Walt Disney Studios Motion Pictures]]|12=Walt Disney Studios Sony Pictures Releasing (JV)<!-- in 15 countries so no need to indicate just 1 --><ref name="thr">{{cite news |last1=Holdsworth |first1=Nick |title=Disney, Sony team up for Russian content |url=https://www.hollywoodreporter.com/news/disney-sony-team-up-russian-147608 |access-date=June 13, 2018 |work=The Hollywood Reporter |agency=AP |date=December 27, 2006 |language=en |archive-date=May 9, 2019 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190509170810/https://www.hollywoodreporter.com/news/disney-sony-team-up-russian-147608 |url-status=live }}</ref>}}
| align="center" | [[Disney+]]<br>[[Hulu]] (67%)<br>[[ESPN+]] (80%)<br>[[Hotstar]]<br>[[Star+]]<br>[[Movies Anywhere]]
| 17.49%
|-
| [[Sony Pictures]]<br>{{small|([[Sony|Sony Group Corporation]])}}
| align="center" |[[Columbia Pictures]]
----
[[TriStar Pictures]]
| align="center" | {{dts|January 10, 1924}}<ref name="nytimes1999">Rozen, Leah (November 14, 1999).[https://www.nytimes.com/1999/11/14/movies/holiday-films-screen-gems-it-happened-with-one-movie-a-studio-transformed.html "It Happened With One Movie: A Studio Transformed"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190728053914/https://www.nytimes.com/1999/11/14/movies/holiday-films-screen-gems-it-happened-with-one-movie-a-studio-transformed.html |date=2019-07-28 }}. ''[[The New York Times]]''. Retrieved March 14, 2010. "...which may explain why C.B.C. incorporated itself as the classier-sounding Columbia Pictures in 1924. "</ref>
----
{{dts|March 2, 1982}}
| style="border-style: solid none solid solid;" | {{ubl|style=font-size: 85%;| [[Crunchyroll|Crunchyroll, LLC]]|[[Crunchyroll UK and Ireland]]|[[Crunchyroll EMEA]]|[[Kazé]]|[[Madman Anime]]|[[Crunchyroll|Crunchyroll Studios]]|[[Madhouse (company)|Madhouse]] (5%)|[[Sony Pictures Animation]]|[[Sony Pictures Imageworks]]}}
| {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Sony Pictures Classics]]}}
| style='border-style: solid none solid solid; padding-right: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Affirm Films]]|[[Crunchyroll|Crunchyroll Films]]|[[Ghost Corps]]}}
| style='border-style: solid solid solid none; padding-left: 0.1em;' | {{ubl|style=font-size: 85%;|[[Screen Gems]]|[[Stage 6 Films]]}}
| style="border-style: solid none solid solid;" | {{ubl|style=font-size: 85%;|3000 Pictures<ref>{{cite news |last1=Masters |first1=Kim |title=Elizabeth Gabler Breaks Silence on Sony Move, Disney Exit, HarperCollins and Streaming Plans (Exclusive) |url=https://www.hollywoodreporter.com/news/elizabeth-gabler-talks-disney-exit-harpercollins-streaming-1240141 |access-date=23 June 2020 |work=The Hollywood Reporter |language=en |archive-date=28 August 2020 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200828024132/https://www.hollywoodreporter.com/news/elizabeth-gabler-talks-disney-exit-harpercollins-streaming-1240141 |url-status=live }}</ref>|[[Destination Films]]|[[Left Bank Pictures]]|[[Sony Pictures Entertainment Japan|Sony Pictures Japan]]|[[Sony Pictures Motion Picture Group#Sony Pictures Releasing|Sony Pictures Releasing]]|[[Sony Pictures Family Entertainment Group|Sony Pictures Family]]}}
| style="border-style: solid solid solid none;" | {{ubl|style=font-size: 85%;|8=[[TriStar Productions]]<ref>Fleming, Mike Jr. "[https://www.deadline.com/2013/08/tom-rothman-to-launch-new-TriStar-productions-label-for-sony/#more-554730 Tom Rothman To Launch New TriStar Productions Label For Sony] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140612090854/http://www.deadline.com/2013/08/tom-rothman-to-launch-new-tristar-productions-label-for-sony/#more-554730 |date=2014-06-12 }}" ''[[Deadline Hollywood]]'' (August 1, 2013).</ref>|11=Walt Disney Studios Sony Pictures Releasing (JV)<!-- in 15 countries so no need to indicate just 1 --><ref name="thr" />|7=[[Sony Pictures Worldwide Acquisitions]]<ref>[http://www.sonypicturesworldwideacquisitions.com/about/ About] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20131230234150/http://www.sonypicturesworldwideacquisitions.com/about/ |date=2013-12-30 }}. Sony Pictures Worldwide Acquisitions.com. Accessed on November 7, 2013.</ref>|12=}}
| align="center" | [[SonyLIV]]<br>[[Crunchyroll]]<br>[[VRV (streaming service)|VRV]]<br>[[Wakanim]]<br>[[Affirm Films#Pure Flix|Pure Flix]]
| 11.30%
|}
== Filmography ==
{| class="wikitable plainrowheaders sortable"
|+
! rowspan="2" |Title
! rowspan="2" |Year(s)
! colspan="3" |Functioned as
! rowspan="2" |Notes
|-
![[Film producer|Producer]]
![[Executive producer|Executive<br>Producer]]
![[Screenwriter|Writer]]
|-
! scope="row" |''[[Rose Petal Place]]''
|1984
|{{yes}}
|{{no}}
|{{yes|Creator}}
|Television animated short film
|-
! scope="row" |''[[Rose Petal Place#A second movie|Rose Petal Place: Real Friends]]''
|1985
|{{yes}}
|{{no}}
|{{yes|Creator}}
|Television animated short film
|-
! scope="row" |''[[An American Tail]]''
|1986
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Creator / Story}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Child's Play (1988 film)|Child's Play]]''
|1988
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film / Created dolls
|-
! scope="row" |''[[Poochinski]]''
|1990
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Story}}
|Television unsold pilot
|-
! scope="row" |''[[Child's Play 2]]''
|1990
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film / Created dolls
|-
! scope="row" |''[[Gravedale High]]''
|1990
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Creator}}
|Television animated series (13 episodes)
|-
! scope="row" |''[[The Dreamer of Oz: The L. Frank Baum Story]]''
|1990
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Story}}
|Television film
|-
! scope="row" |''[[Bill & Ted's Excellent Adventures (1990 TV series)|Bill & Ted's Excellent Adventures]]''
|1990
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated series (13 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Wake, Rattle, and Roll|Wake, Rattle and Roll]]''
|1990-1991
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Creator}}
|Television live action / animated series (50 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Child's Play 3]]''
|1991
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Theatrical film / Created dolls
|-
! scope="row" |''[[The Last Halloween]]''
|1991
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television live action / animated special
|-
! scope="row" |''[[An American Tail: Fievel Goes West]]''
|1991
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Creator}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[The Pirates of Dark Water]]''
|1991-1993
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes|Creator}}
|Television animated series (21 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Fievel's American Tails]]''
|1992
|{{no}}
|{{no}}
|{{yes|Creator}}
|Television animated series (13 episodes) / Creative consultant
|-
! scope="row" |''[[Fish Police (TV series)|Fish Police]]''
|1992
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated series (6 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Monster in My Pocket: The Big Scream#Animated special|Monster in My Pocket: The Big Scream]]''
|1992
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated short film
|-
! scope="row" |''[[The Addams Family (1992 animated series)|The Addams Family]]''
|1992-1993
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated series (21 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Capitol Critters]]''
|1992-1995
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated series (13 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Once Upon a Forest]]''
|1993
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Hocus Pocus (1993 film)|Hocus Pocus]]''
|1993
|{{yes}}
|{{no}}
|{{yes|Story}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[The Halloween Tree (film)|The Halloween Tree]]''
|1993
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated film
|-
! scope="row" |''[[The Town Santa Forgot]]''
|1993
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated short film
|-
! scope="row" |''[[The Flintstones (film)|The Flintstones]]''
|1994
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Theatrcial film
|-
! scope="row" |''[[The Pagemaster]]''
|1994
|{{yes}}
|{{no}}
|{{yes}}
|Theatrcial live action / animated film
|-
! scope="row" |''[[Cats Don't Dance]]''
|1997
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Earth: Final Conflict]]''
|1997-1999
|{{no}}
|{{yes}}
|{{yes}}
|Television series (49 episodes) / Writer (episode: "Law & Order")
|-
! scope="row" |''[[Bride of Chucky]]''
|1998
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Titan A.E.]]''
|2000
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Frailty (2001 film)|Frailty]]''
|2001
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrcal film
|-
! scope="row" |''[[Secondhand Lions]]''
|2003
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Five Days to Midnight]]''
|2004
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television mini-series (5 episodes)
|-
! scope="row" |''[[Seed of Chucky]]''
|2004
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Thru the Moebius Strip]]''
|2005
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Curious George (film)|Curious George]]''
|2006
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical animated film
|-
! scope="row" |''[[Miss Potter]]''
|2006
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Curious George (TV series)|Curious George]]''
|2006–present
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television animated series (198 episodes + 3 specials)
|-
! scope="row" |''[[Martian Child]]''
|2007
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Curious George 2: Follow That Monkey!]]''
|2009
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD animated film
|-
! scope="row" |''[[Curse of Chucky]]''
|2013
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film / Created dolls
|-
! scope="row" |''[[Kristy (film)|Kristy]]''
|2014
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|-
! scope="row" |''[[Curious George 3: Back to the Jungle#Sequels|Curious George 3: Back to the Jungle]]''
|2015
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD animated film
|-
! scope="row" |''[[Cult of Chucky]]''
|2017
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD / Created dolls
|-
! scope="row" |''[[Curious George 2: Follow That Monkey!#Sequels|Curious George: Royal Monkey]]''
|2019
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD animated film
|-
! scope="row" |''[[The Ren & Stimpy Show|Ren and Stimpy]]: Its Our House Now!''
|2020
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Short film
|-
! scope="row" |''[[Curious George 2: Follow That Monkey!|Curious George: Go West, Go Wild]]''
|2020
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD animated film
|-
! scope="row" |''[[Curious George 2: Follow That Monkey!#Sequels|Curious George: Cape Ahoy]]''
|2021
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Direct-to-DVD animated film
|-
! scope="row" |''[[Chucky (TV series)|Chucky]]''
|2021–present
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television series; 8 episodes
|-
! scope="row" |''[[Hocus Pocus 2]]''
|2022
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|[[Direct-to-video|Direct-to-streaming]] film for [[Disney+]]
|-
! scope="row" |''[[Hocus Pocus (1993 film)|Hocus Pocus]]''
|TBA
|{{no}}
|{{yes}}
|{{no}}
|Television film
|-
! scope="row" |''[[Curious George (franchise)|Curious George]]''
|TBA
|{{yes}}
|{{no}}
|{{no}}
|Theatrical film
|}
== Television series ==
{| class="wikitable sortable collapsible" style="width: auto; style="width:100%;" table-layout: fixed;" |
!#
! style="width:20%;"| Show
! style="width:10%;"| Year
!Distributor
! style="width:10%;"| Co-production(s)
! style="width:40%;"| Notes
! style="width:20%;"| Episodes
!Includes laugh track
|-
! colspan="8" style="background:#f46d25;" | 1950s
|-
|1
| ''[[The Ruff and Reddy Show]]
|| 1957–1960
| Screen Gems|| rowspan="3" | ||
| 156 episodes
|❌
|-
|2
| ''[[The Huckleberry Hound Show]]''{{smalldiv|
* ''Huckleberry Hound''
* ''[[Pixie and Dixie and Mr. Jinks]]''
* ''Yogi Bear'' (1958–60)
* ''[[Hokey Wolf]]'' (1960–61)}}
|| 1958–1961{{MM*}}
| Screen Gems||
* ''Yogi Bear'' was spun off into its own series in 1960; ''Hokey Wolf'' took its place at that time.
* Each segment contained episode title cards designed in a manner similar to theatrical shorts.
* First animated series to win an Emmy Award.
| 68 episodes
|✔️
|-
|3
| ''[[The Quick Draw McGraw Show]]''{{smalldiv|
* ''Quick Draw McGraw''
* ''[[Snooper and Blabber]]''
* ''[[Augie Doggie and Doggie Daddy]]''}}
|| 1959–1961
| Screen Gems||
* Each segment contained episode title cards designed in a manner similar to theatrical shorts.
| 45 episodes
|❌
|-
|-
! colspan="8" style="background:#f46d25;" | 1960s
|-
|4
| ''[[The Flintstones]]''|| 1960–1966
| Screen Gems|| rowspan="10" | ||
* First prime-time series with a 30-minute sitcom format in the history of television.
* First pregnancy in animation history with Wilma Flintstone seen in maternity clothes
| 166 episodes
|✔️
|-
|5
| ''[[The Yogi Bear Show]]''{{smalldiv|
* ''Yogi Bear''
* ''Snagglepuss''
* ''Yakky Doodle''}}
|| 1961–1962
| Screen Gems||
* [[Spin-off (media)|Spin-off]] of ''[[The Huckleberry Hound Show]]''.
* Each segment contained episode title cards designed in a manner similar to theatrical shorts.
| 33 episodes
|❌
|-
|6
| ''[[Top Cat]]''|| 1961–1962
| Screen Gems|| Prime-time series.
| 30 episodes
|✔️
|-
|7
| ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]''{{smalldiv|
* ''[[Wally Gator]]''
* ''[[Touché Turtle and Dum Dum]]''
* ''[[Lippy the Lion and Hardy Har Har]]''}}
|| 1962–1963
| Screen Gems|| Package series.
| 52 episodes
|❌
|-
|8
| ''[[The Jetsons]]''|| 1962–1987
| Screen Gems (season 1)
Worldvision Enterprises (Seasons 2–3)
| Prime-time series during the 1962–1963 season.
| 75 episodes
|1962–1963: ✔️<br />1985–1987: ❌
|-
|9
| ''[[The Magilla Gorilla Show]]''{{smalldiv|
* ''[[Magilla Gorilla]]''
* ''[[Ricochet Rabbit & Droop-a-Long]]''
* ''[[Punkin' Puss & Mushmouse]]''}}
|| 1963–1967
| Screen Gems|| ''Ricochet Rabbit & Droop-a-Long'' was eventually moved to ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]''.
| 31 episodes
|❌
|-
|10
| ''[[Jonny Quest (TV series)|Jonny Quest]]''|| 1964–1965
| Screen Gems||
* Prime-time series on ABC.
* First fully realized action adventure animated series on television
| 26 episodes
|❌
|-
|11
| ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]''{{smalldiv|
* ''Peter Potamus and So-So''
* ''[[Breezly and Sneezly]]''
* ''[[Yippee, Yappee and Yahooey]]''}}
|| 1964–1966
| Screen Gems|| ''Breezly and Sneezly'' was eventually moved to ''[[The Magilla Gorilla Show]]''.
| 27 episodes
|❌
|-
|12
| ''[[The Atom Ant/Secret Squirrel Show]]''{{smalldiv|
* ''[[Atom Ant]]''
* ''[[Secret Squirrel]]''
* ''[[Squiddly Diddly]]''
* ''[[Precious Pupp]]''
* ''[[The Hillbilly Bears]]''
* ''[[Winsome Witch]]''}}
|| 1965–1968
| Screen Gems||
* First Hanna-Barbera series created for Saturday morning television.
* ''Atom Ant'', ''Precious Pupp'' and ''The Hillbilly Bears'' were later aired under the name ''The Atom Ant Show'' and ''Secret Squirrel'', ''Squiddly Diddly'' and ''Winsome Witch'' were later aired under the name ''The Secret Squirrel Show''. All six segments were aired in ''[[The Banana Splits|The Banana Splits Adventure Hour]]'' after it went into syndication.
*Final Hanna-Barbera TV series distributed by [[Screen Gems#Television subsidiary: 1948–1974|Screen Gems]].
| 52 episodes (each segment)
|❌
|-
|13
| ''[[Sinbad Jr. and his Magic Belt]]''|| 1965–1966
| American International Television||
* Animated adaptation of [[Sinbad the Sailor]].
* First animated series from Hanna-Barbera based on a preexisting property.
| 102 episodes
|❌
|-
|14
| ''[[Laurel and Hardy (TV series)|Laurel and Hardy]]''|| 1966–1967
| Wolper Television Sales|| [[David L. Wolper|Wolper Productions]]|| Animated adaptation of [[Laurel and Hardy]].
| 39 episodes (156 segments)
|❌
|-
|15
| ''[[Frankenstein Jr. and The Impossibles]]''{{smalldiv|
* ''[[Frankenstein Jr. and the Impossibles#Frankenstein Jr.|Frankenstein Jr.]]''
* ''[[The Impossibles (TV series)|The Impossibles]]'' }}
|| 1966–1968
| Taft Boardcasting|| rowspan="4" | ||
* The Impossibles were Hanna-Barbera's first animated TV rock and roll group, two years before The Archies, the same year as TTV's The Beagles
| 18 episodes
|❌
|-
|16
| ''[[Space Ghost (TV series)|Space Ghost and Dino Boy]]''{{smalldiv|
* ''[[Space Ghost]]''
* ''[[Space Ghost (TV series)#Dino Boy in the Lost Valley|Dino Boy in the Lost Valley]]''}}
|| 1966–1968
| Taft Boardcasting||
| 20 episodes
|❌
|-
|17
| ''[[The Space Kidettes]]''|| 1966–1967
|DFS Program Exchang || In syndication, episodes were paired with ''[[Samson & Goliath|Young Samson]]'' and aired as ''The Space Kidettes and Young Samson''.
| 20 episodes
|❌
|-
|18
| ''We'll Take Manhattan''|| 1967
|Procter & Gamble Productions (PGP) || Pilot of an unrealized live-action comedy TV series on NBC starring [[Dwayne Hickman]] and [[Ben Blue]] that only aired on April 30, 1967.
|
|❌
|-
|19
| ''[[The Abbott and Costello Cartoon Show]]''|| 1967–1968
|Gold Key Entertainment || [[RKO General|RKO Pictures Company]]<br />Jomar Productions || Animated adaptation of [[Abbott and Costello]] with the voice of Bud Abbott.
| 39 episodes (156 shorts)
|❌
|-
|20
| ''[[Birdman and the Galaxy Trio]]''{{smalldiv|
* ''Birdman''
* ''The Galaxy Trio''}}
|| 1967–1969
|Taft Broadcasting || rowspan="3" | ||
| 20 episodes
|❌
|-
|21
| ''[[The Herculoids]]''|| 1967–1968
|Taft Broadcasting ||
| 18 episodes
|❌
|-
|22
| ''[[Shazzan]]''|| 1967–1969
|Taft Broadcasting
||
| 36 episodes
|❌
|-
|23
| ''[[Fantastic Four (1967 TV series)|Fantastic Four]]''|| 1967–1970
|Taft Broadcasting|| [[Marvel Entertainment#Marvel Entertainment Group|Marvel Comics]] || Based on the [[Fantastic Four|comic book series of the same name]].
| 20 episodes
|❌
|-
|24
| ''[[Moby Dick and Mighty Mightor]]''{{smalldiv|
* ''[[Moby Dick and Mighty Mightor#Mightor|Mightor]]''
* ''[[Moby Dick and Mighty Mightor#Moby Dick|Moby Dick]]''}}
|| 1967–1969
|Taft Broadcasting || rowspan="6" | || Animated [[Adaptations of Moby-Dick|adaptation of ''Moby-Dick'']].
| 18 episodes
|❌
|-
|25
| ''[[Samson & Goliath]]''|| 1967–1968
|DFS Program Exchange ||
* Aired as ''Young Samson'' in 1968.
* In syndication, episodes were paired with ''[[The Space Kidettes]]'' and aired as ''The Space Kidettes and Young Samson''.
| 20 episodes
|❌
|-
|26
| ''The World: Color It Happy''||1967
|Taft Broadcasting || an unsold television pilot
|
|❌
|-
|27
| ''[[The Banana Splits|The Banana Splits Adventure Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[Arabian Knights]]''
* ''[[The Three Musketeers (American TV series)|The Three Musketeers]]''
* ''[[Micro Ventures]]''
* ''[[Danger Island (TV series)|Danger Island]]'' (live-action)}}
|| 1968–1970
|Taft Broadcasting ||
* Combined live-action and animated segments
* ''Danger Island'' was exclusively live-action.
* ''The Banana Splits'' was live-action.
* ''Arabian Knights'' was an animated version of the [[One Thousand and One Nights|work of the same name]] from Middle Eastern literature.
* ''The Three Musketeers'' was an animated adventure based on the [[The Three Musketeers|novel of the same name]] by [[Alexandre Dumas]].
| 31 episodes
|✔️
|-
|28
| ''[[The Adventures of Gulliver]]''|| 1968–1969
|Taft Broadcasting || Based on the novel ''[[Gulliver's Travels]]'' by [[Jonathan Swift]].
| 17 episodes
|❌
|-
|29
| ''[[The New Adventures of Huckleberry Finn]]''|| 1968–1969
|Taft Broadcasting ||
* The first live-action/animated series in television history, and one of the most expensive of its time.
* Based on the novel ''[[The Adventures of Huckleberry Finn]]'' by [[Mark Twain]].
| 20 episodes
|❌
|-
|30
| ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]''|| 1968–1970
|Taft Broadcasting || [[Heatter-Quigley Productions]] ||Originally developed as a game show.
| 34 episodes
|❌
|-
|31
| ''[[The Perils of Penelope Pitstop]]''|| 1969–1971
| Taft Broaadcasting || rowspan="4" | || rowspan="2" | Spin-offs of ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]''.
| 17 episodes
|❌
|-
|32
| ''[[Dastardly and Muttley in Their Flying Machines]]''{{smalldiv|
* ''Magnificent Muttley''
* ''Wing Dings''}}
|| 1969–1971
| Taft Broaadcasting
| 17 episodes
|❌
|-
|33
| ''[[Cattanooga Cats]]''{{smalldiv|
* ''[[Cattanooga Cats#Around the World in 79 Days|Around the World in 79 Days]]''
* ''[[Cattanooga Cats#It.27s the Wolf.21|It's the Wolf]]''
* ''[[Cattanooga Cats#Motormouse and Autocat|Motormouse and Autocat]]''}}
|| 1969–1971
| Taft Broaadcasting ||
| 17 episodes
|❌
|-
|34
| ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''|| 1969–1978
| Taft Broadcasting ||
| 41 episodes
|✔️
|-
! colspan="8" style="background:#f46d25;" | 1970s
|-
|35
|''[[Where's Huddles?]]''|| 1970
| Taft Broadcasting || || Prime-time series.
| 10 episodes
|✔️
|-
|36
| ''[[Harlem Globetrotters (TV series)|Harlem Globetrotters]]''|| 1970–1971
| Taft Broadcasting || [[CBS Productions]] || Animated series based on [[Harlem Globetrotters|the exhibition basketball team of the same name]].
| 22 episodes
|✔️
|-
|37
| ''[[Josie and the Pussycats (TV series)|Josie and the Pussycats]]'' || 1970–1971
|Taft Broadcasting || [[Archie Comics|Radio Comics]] || Based on [[Josie and the Pussycats (comics)|the comic book series of the same name]].
| 16 episodes
|✔️
|-
|38
| ''[[The Pebbles and Bamm-Bamm Show]]''|| 1971–1972
| Claster Television Productions || rowspan="2" | || Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
| 16 episodes
|✔️
|-
|39
| ''[[Help!... It's the Hair Bear Bunch!]]''|| 1971–1972
| Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|✔️
|-
|40
| ''[[The Funky Phantom]]''|| 1971–1972
| Taft Broadcasting || Air Programs International ||The first series animated in Australia by Hanna-Barbera by API, which they eventually bought.
| 17 episodes
|❌
|-
|41
| ''Duffy's Dozen''|| 1971
| Taft Broadcasting|| rowspan="11" | || unsold animated television pitch
|
|❌
|-
|42
| ''[[The Amazing Chan and the Chan Clan]]''|| 1972
| Taft Broadcasting || Based on the [[Charlie Chan]] detective film series.
| 16 episodes
|✔️
|-
|43
| ''[[Wait Till Your Father Gets Home]]''|| 1972–1974
| Taft Broadcasting || First-run syndicated series.
| 48 episodes
|✔️
|-
|44
| ''[[The Flintstone Comedy Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[The Flintstone Comedy Hour#The Bedrock Rockers|The Bedrock Rockers]]''}}
|| 1972–1973
| Claster Television Productions||
* Aired in reruns as ''The Flintstone Comedy Show'' in 1973–74.
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]'' and ''[[The Pebbles and Bamm-Bamm Show]]''.
| 18 episodes
|✔️
|-
|45
| ''[[The Roman Holidays]]''|| 1972
|Taft Broadcasting ||
|13 episodes
|✔️
|-
|46
| ''[[Sealab 2020]]''|| 1972
| Taft Broadcasting||
| 15 episodes
|❌
|-
|47
| ''[[The New Scooby-Doo Movies]]''|| 1972–1974
|Taft Broadcasting ||
* Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''
* First series to bring weekly celebrity voices to Saturday morning cartoons.
| 24 episodes
|✔️
|-
|48
| ''[[Josie and the Pussycats (TV series)#Josie and the Pussycats in Outer Space|Josie and the Pussycats in Outer Space]]''|| 1972
|Taft Broadcasting || Spin-off of ''[[Josie and the Pussycats (TV series)|Josie and the Pussycats]]''.
| 16 episodes
|✔️
|-
|49
| ''[[Speed Buggy]]''|| 1973
| Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|✔️
|-
|50
| ''[[Butch Cassidy (TV series)|Butch Cassidy and the Sundance Kids]]''|| 1973
| Taft Broadcasting ||
| 13 episodes
|❌
|-
|51
| ''[[Yogi's Gang]]''|| 1973
| Claster Television Productions || [[Crossover (fiction)|Crossover series]] featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Quick Draw McGraw Show]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'', ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]'', ''[[The Magilla Gorilla Show]]'', ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]'', ''[[Atom Ant|The Atom Ant Show]]'', and ''[[Secret Squirrel|The Secret Squirrel Show]]''.
| 15 episodes
|✔️
|-
|52
| ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''|| 1973–1974
|Taft Broadcasting || [[National Comics Publications|National Periodical Publications]] || Based on [[DC Comics]] characters.
| 16 episodes
|❌
|-
|53
| ''[[Goober and the Ghost Chasers]]''|| 1973–1975
| Claster Television Productions || rowspan="2" | || Animated adaptation of ''[[The Partridge Family]]''.
| 16 episodes
|✔️
|-
|54
| ''[[Inch High, Private Eye]]''|| 1973–1974
|Taft Broadcasting ||
| 13 episodes
|✔️
|-
|55
| ''[[Jeannie (TV series)|Jeannie]]''|| 1973–1975
|Screen Gems || [[Screen Gems#Television subsidiary: 1948–1974|Screen Gems]] || Animated adaptation of ''[[I Dream of Jeannie]]''.
| 16 episodes
|✔️
|-
|56
| ''[[The Addams Family (1973 TV series)|The Addams Family]]''|| 1973
| Taft Broadcasting || rowspan="3" | ||
* [[List of animated spin-offs from prime time shows|Animated adaptation]] of [[The Addams Family (1964 TV series)|the 1960s sitcom by the same name]].
| 16 episodes
|✔️
|-
|57
| ''[[Hong Kong Phooey]]''|| 1974
| Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|✔️
|-
|58
| ''[[Devlin (TV series)|Devlin]]''|| 1974
| Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|❌
|-
|59
| ''[[Partridge Family 2200 A.D.]]''|| 1974–1975
| Columbia Pictures Television || [[Columbia Pictures Television]] || Animated adaptation of ''[[The Partridge Family]]''.
| 16 episodes
|✔️
|-
|60
| ''[[These Are the Days (TV series)|These Are the Days]]''|| 1974–1975
|Taft Broadcasting || rowspan="4" | ||
| 16 episodes
|❌
|-
|61
| ''[[Valley of the Dinosaurs]]''|| 1974–1976
|Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|❌
|-
|62
| ''[[Wheelie and the Chopper Bunch]]''|| 1974–1975
|Taft Broadcasting ||
| 13 episodes
|✔️
|-
|63
| ''[[Korg: 70,000 B.C.]]''|| 1974–1976
|DFS Program Exchange || Live-action TV series.
| 19 episodes
|❌
|-
|64
| ''The New Tom & Jerry/Grape Ape/Mumbly Show''{{smalldiv|
* ''[[The Tom and Jerry Show (1975 TV series)|The Tom & Jerry Show]]'' (1975)
* ''[[The Great Grape Ape Show]]'' (1975–78)
* ''[[The Mumbly Cartoon Show]]'' (1976–77)}}
|| 1975–1977
| MGM Television Distribution<BR>Taft Broadcasting || [[MGM Television]] <small>(''The Tom & Jerry Show'')</small> ||
* Aired as ''The New Tom and Jerry/Grape Ape Show'' (1975–76), ''The Tom and Jerry/Grape Ape/Mumbly Show'' (1976) and ''The Tom and Jerry/Mumbly Show'' (1976–77).
* Based on the ''[[Tom and Jerry]]'' theatrical shorts.
| 16 episodes (each segment)
|The Tom & Jerry Show: ❌
The Great Grape Ape Show: ✔️
|-
|65
| ''[[The Scooby-Doo/Dynomutt Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[The Scooby-Doo Show]]''
* ''[[Dynomutt, Dog Wonder]]''}}
|| 1976-1977
| Taft Broadcasting || rowspan="4" | || Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''
| 20 episodes (each segment)
|✔️
|-
|66
| ''[[Clue Club]]''|| 1976–1977
| ||
| 16 episodes
|❌
|-
|67
| ''[[Jabberjaw]]''|| 1976–1978
| Taft Broadcasting ||
| 16 episodes
|
|-
|68
| ''[[Taggart's Treasure]]''|| 1976
| || Pilot of an unrealized live-action TV series produced in Australia, and only aired on ABC in the United States on December 31, 1976.
|
|❌
|-
|69
| ''[[Fred Flintstone and Friends]]''{{smalldiv|
* ''[[The Flintstone Comedy Hour]]''
** ''[[The Flintstone Comedy Hour#The Bedrock Rockers|The Bedrock Rockers]]''
* ''[[Goober and the Ghost Chasers]]''
* ''[[Jeannie (TV series)|Jeannie]]''
* ''[[Partridge Family 2200 A.D.]]''
* ''[[The Pebbles and Bamm-Bamm Show]]''
* ''[[Yogi's Gang]]''}}
|| 1977–1978
| || [[Columbia Pictures Television]] ||
* Package series that includes ''[[The Flintstone Comedy Hour]]'', ''[[Goober and the Ghost Chasers]]'', ''[[Jeannie (TV series)|Jeannie]]'', ''[[Partridge Family 2200 A.D.]]'', ''[[The Pebbles and Bamm-Bamm Show]]'' and ''[[Yogi's Gang]]''.
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
| 95 episodes
|✔️
|-
|70
| ''[[Scooby's All-Star Laff-A-Lympics]]''{{smalldiv|
* ''[[The Scooby-Doo Show]]''
* ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''
* ''[[Laff-A-Lympics]]''
* ''[[Captain Caveman and the Teen Angels]]''
* ''[[Dynomutt, Dog Wonder|The Blue Falcon and Dynomutt]]''}}
|| 1977–1979
| || rowspan="3" | ||
* Aired as ''Scooby's All-Stars'' in 1978–79.
* ''Laff-A-Lympics'' is a crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Quick Draw McGraw Show]]'', ''[[The Flintstones]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'', ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]'', ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]'', ''[[The Atom Ant/Secret Squirrel Show]]'', ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''/''[[The Scooby-Doo Show]]'', ''[[The Great Grape Ape Show]]'', ''[[The Mumbly Cartoon Show]]'', ''[[Dynomutt, Dog Wonder]]'', ''[[Captain Caveman and the Teen Angels]]'', ''[[Speed Buggy]]'', ''[[Hong Kong Phooey]]'', ''[[Jeannie (TV series)|Jeannie]]'' and ''[[Jabberjaw]]''.
| 24 episodes
|Laff-A-Lympics: ❌
|-
|71
| ''[[CB Bears]]''{{smalldiv|
* ''[[CB Bears#Posse Impossible|Posse Impossible]]''
* ''[[CB Bears#Blast-Off Buzzard|Blast-Off Buzzard]]''
* ''[[CB Bears#Undercover Elephant|Undercover Elephant]]''
* ''[[CB Bears#Shake.2C Rattle.2C .26 Roll|Shake, Rattle and Roll]]''
* ''[[CB Bears#Heyyy.2C It.27s the King.21|Heyyy, It's the King!]]''}}
|| 1977–1978
| ||
* In syndication, ''CB Bears'' aired in a half-hour version with ''Blast-Off Buzzard'' and ''Posse Impossible''.
* In syndication, ''Heyyy, It's the King!'' also aired in a half-hour version with ''Shake, Rattle and Roll'' and ''Undercover Elephant''.
| 13 episodes (each segment)
|❌
|-
|72
| ''[[The Skatebirds]]''{{smalldiv|
* ''[[Clue Club|Woofer & Wimper, Dog Detectives]]''
* ''[[The Robonic Stooges]]''
* ''[[Wonder Wheels]]''
* ''[[Mystery Island]]'' (live-action)}}
|| 1977–1978
| ||
* Live-action/animated TV series.
* ''The Robonic Stooges'' was an animated adaptation of [[The Three Stooges]].
* ''Woofer & Wimper'' was a spin-off of ''[[Clue Club]]''.
| 16 episodes
|❌
|-
|73
| ''[[The All-New Super Friends Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[Wonder Twins|The Wonder Twins]]''}}
|| 1977–1978
| || [[DC Comics]] || Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 15 episodes
|❌
|-
|74
| ''The Beach Girls''|| 1977
| || rowspan="3" | || Pilot of an unrealized live-action comedy TV series starring [[Rita Wilson]].
|
|❌
|-
|75
| ''[[The Hanna-Barbera Happy Hour]]''|| 1978
| || Live-action prime-time variety series.
| 5 episodes
|❌
|-
|76
| ''The Funny World of Fred and Bunni''|| 1978
| || Pilot of an unrealized live-action/animated prime-time variety series starring [[Fred Travalena]], and aired on CBS on August 30, 1978.
|
|❌
|-
|77
| ''[[The All New Popeye Hour]]''{{smalldiv|
* ''Popeye''
* ''Popeye's Treasure Hunt'' (1978–80)
* ''[[Dinky Dog]]'' (1978–80)
* ''The Popeye Sports Parade'' (1979–80)
* ''Prehistoric Popeye'' (1981–83)
* ''Private Olive Oyl'' (1981–83)}}
|| 1978–1983
| || [[King Features Syndicate]] ||
* Spin-off of the [[Popeye the Sailor (animated cartoons)|''Popeye'' theatrical cartoons]].
* Aired as ''The Popeye and Olive Comedy Show'' in 1981–83.
| 64 episodes
|❌
|-
|78
| ''[[Yogi's Space Race]]''{{smalldiv|
* ''[[Galaxy Goof-Ups]]''
* ''[[Buford and the Galloping Ghost]]''
** ''[[The Buford Files]]''
** ''[[Buford and the Galloping Ghost|The Galloping Ghost]]''}}
|| 1978–1979
| || ||
* ''Yogi's Space Race'' was a crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'' and ''[[Jabberjaw]]''.
* ''Galaxy Goof-Ups'' was a crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'' and ''[[The Yogi Bear Show]]''.
| 13 episodes (each series)
|❌
|-
|79
| ''[[Challenge of the Super Friends]]''|| 1978
| || [[DC Comics]]|| Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 16 episodes
|❌
|-
|80
| ''[[Godzilla (1978 TV series)|Godzilla]]''{{smalldiv|
* ''[[Jana of the Jungle]]'' }}
|| 1978–1981
| || [[Toho]] || Animated adaptation of ''[[Godzilla]]''.
| 26 episodes (''Godzilla''), 13 episodes (''Jana of the Jungle'')
|❌
|-
|81
| ''[[Go Go Globetrotters]]''|| 1978
| || rowspan="2" | || Combined reruns of ''[[Harlem Globetrotters (TV series)|Harlem Globetrotters]]'' with ''[[Space Ghost (TV series)|Space Ghost]]'', ''[[The Herculoids]]'' and ''[[CB Bears]]''.
|
|Space Ghost, The Herculoids, and CB Bears: ❌
|-
|82
| ''[[The New Fred and Barney Show]]''|| 1979
| || Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
| 17 episodes
|✔️
|-
|83
| ''[[Fred and Barney Meet the Thing]]''{{smalldiv|
* ''[[The New Fred and Barney Show]]''
* ''[[Thing (comics)|The Thing]]''}}
|| 1979
| || [[Marvel Comics]] <small>(''The Thing'')</small> ||
* Animated adaptation of [[Thing (comics)|the Marvel Comics character The Thing]].
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
| 13 episodes
|✔️
|-
|84
| ''[[Sergeant T.K. Yu]]''|| 1979
| || rowspan="2" | || Pilot of an unrealized live-action TV crime drama series starring [[Johnny Yune]], and aired on NBC on January 24, 1979.
|
|❌
|-
|85
| ''[[America vs. the World]]''|| 1979
|
|| Pilot of an unrealized live-action TV series hosted by [[Ed McMahon]] and [[Georgia Engel]], and aired on NBC on February 13, 1979.
|
|❌
|-
|86
| ''[[Casper and the Angels]]''|| 1979–1980
| || [[Harvey Films|The Harvey Entertainment Company]] || Based on ''[[Casper the Friendly Ghost]]'', licensed through [[Harvey Comics]].
| 13 episodes
|✔️
|-
|87
| ''[[The New Shmoo]]''|| 1979
| || || Animated adaptation of the Shmoo from ''[[Lil' Abner]]''.
| 16 episodes
|❌
|-
|88
| ''[[The Super Globetrotters]]''|| 1979
| || Saperstein Productions || Spin-off of ''[[Harlem Globetrotters (TV series)|Harlem Globetrotters]]''.
| 13 episodes
|✔️
|-
|89
| ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1979 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''|| 1979–1980
| || ||
* The first version of ''Scooby-Doo and Scrappy-Doo''.
* Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''
| 16 episodes
|✔️
|-
|90
| ''[[The World's Greatest Super Friends]]''|| 1979–1980
| || [[DC Comics]] || Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 8 episodes
|❌
|-
|91
| ''[[Fred and Barney Meet the Shmoo]]''{{smalldiv|
* ''[[The New Fred and Barney Show]]''
* ''[[The New Shmoo]]''}}
|| 1979–1980
| || ||
* Animated adaptation of the Shmoo from ''[[Lil' Abner]]''.
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
*Last Hanna Barbera show to have a laugh track.
|
|✔️
|-
|92
| ''[[Amigo and Friends]]''|| 1979–1982
| || [[Televisa]] ||
* Animated adaptation of Mexican movie star [[Cantinflas]].
* Also known as ''Cantinflas y Sus Amigos'' in [[Spain]].
* Hanna-Barbera-produced English dub.
| 52 episodes
|❌
|-
! colspan="8" style="background:#f46d25;" | 1980s
|-
|93
| ''[[The B.B. Beegle Show]]''|| 1980
| || || Pilot of an unrealized live-action/puppet TV series with [[Joyce DeWitt]] and [[Arte Johnson]], and began airing on January 7, 1980 in syndication. The pilot reran a few times throughout 1980.
|
|❌
|-
|94
| ''[[Super Friends (1980 TV series)|Super Friends]]'' || 1980–1982
| || [[DC Comics]] || Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 22 episodes
|❌
|-
|95
| ''[[Drak Pack]]''|| 1980–1982
| || [[Endemol Australia|Southern Star]] ||
| 16 episodes
|❌
|-
|96
||''[[Hanna–Barbera's World of Super Adventure]]''{{smalldiv|
* ''[[Birdman and the Galaxy Trio]]''
** ''Birdman''
** ''The Galaxy Trio''
* ''[[Fantastic Four (1967 TV series)|Fantastic Four]]''
* ''[[Frankenstein Jr. and The Impossibles]]''
** ''[[Frankenstein Jr. and The Impossibles#Frankenstein Jr.|Frankenstein Jr.]]''
** ''[[The Impossibles (TV series)|The Impossibles]]''
* ''[[The Herculoids]]''
* ''[[Moby Dick and Mighty Mightor]]''
** ''[[Moby Dick and Mighty Mightor#Moby Dick|Moby Dick]]''
** ''[[Moby Dick and Mighty Mightor#Mighty Mightor|Mighty Mightor]]''
* ''[[Shazzan]]''
* ''[[Space Ghost (TV series)|Space Ghost and Dino Boy]]''
** ''[[Space Ghost (TV series)|Space Ghost]]''
** ''[[Space Ghost (TV series)#Dino Boy in the Lost Valley|Dino Boy in the Lost Valley]]''}}
|| 1980–1984
| || rowspan="2" | || Syndicated rerun package series featuring ''[[Birdman and the Galaxy Trio]]'', ''[[Fantastic Four (1967 TV series)|Fantastic Four]]'', ''[[Frankenstein Jr. and The Impossibles]]'', ''[[The Herculoids]]'', ''[[Moby Dick and Mighty Mightor]]'', ''[[Shazzan]]'' and ''[[Space Ghost (TV series)|Space Ghost and Dino Boy]]''.
|
|❌
|-
|97
| ''[[The Flintstone Comedy Show]]''{{smalldiv|
* ''[[The Flintstone Comedy Show#The Flintstone Family Adventures|The Flintstone Family Adventures]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Bedrock Cops|Bedrock Cops]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Pebbles, Dino and Bamm-Bamm|Pebbles, Dino and Bamm-Bamm]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Captain Caveman|Captain Caveman]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Dino and Cavemouse|Dino and Cavemouse]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#The Frankenstones|The Frankenstones]]''}}
|| 1980–1982
| ||
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]'', ''[[The Pebbles and Bamm-Bamm Show]]'', ''[[Captain Caveman and the Teen Angels]]'', and ''[[The New Shmoo]]''.
| 18 episodes
|❌
|-
|98
| ''[[The Fonz and the Happy Days Gang]]''|| 1980–1981
| || [[Paramount Television]]|| Animated adaptation of ''[[Happy Days]]''.
| 24 episodes
|❌
|-
|99
| ''[[The Richie Rich/Scooby-Doo Show]]''{{smalldiv|
* ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1980 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''
* ''[[Richie Rich (1980 TV series)|Richie Rich]]''}}
|| 1980–1982
| || [[Harvey Films|The Harvey Entertainment Company]] <small>(''Richie Rich'')</small> ||
* Spin-off of ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1979 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''.
* Animated adaptation of [[Richie Rich (comics)|''Richie Rich'' comic book series]].
| 33 episodes (''Scooby-Doo and Scrappy-Doo''), 41 episodes (''Richie Rich'')
|❌
|-
|100
| ''[[Laverne & Shirley (1981 TV series)|Laverne & Shirley]]''|| 1981–1982
| || [[Paramount Television]] || Animated adaptation of ''[[Laverne & Shirley]]''.
| 13 episodes
|❌
|-
|101
| ''[[Space Stars]]''{{smalldiv|
* ''[[Space Stars#Teen Force|Teen Force]]''
* ''[[Space Stars#Astro and the Space Mutts|Astro and the Space Mutts]]''
* ''[[Space Ghost]]'' (new episodes)
* ''[[The Herculoids]]'' (new episodes)
* ''[[Space Stars#Space Stars Finale|Space Stars Finale]]''}}
|| 1981–1982
| || rowspan="3" | ||
| 11 episodes
|❌
|-
|102
| ''[[The Kwicky Koala Show]]''{{smalldiv|
* ''[[The Kwicky Koala Show#Kwicky Koala|Kwicky Koala]]''
* ''[[The Kwicky Koala Show#The Bungle Brothers|The Bungle Brothers]]''
* ''[[The Kwicky Koala Show#Crazy Claws|Crazy Claws]]''
* ''[[The Kwicky Koala Show#Dirty Dawg|Dirty Dawg]]''}}
|| 1981–1982
| || Created by [[Tex Avery]]. The show was Avery's final animated project before his death.
| 16 episodes
|❌
|-
|103
| ''[[Trollkins]]''|| 1981–1982
| ||
| 13 episodes
|❌
|-
|104
| ''[[The Smurfs (1981 TV series)|The Smurfs]]''{{smalldiv|
* ''Johan and Peewit''}}
|| 1981–1989{{MM*}}
| || [[Freddy Monnickendam|SEPP International S.A.]] <small>(seasons 1–7)</small><br />Lafig S.A. <small>(seasons 8–9)</small> || Based on the [[The Smurfs|comic series of the same name]].
| 256 episodes
|❌
|-
|105
| ''[[The Flintstone Funnies]]''{{smalldiv|
* ''[[The Flintstone Comedy Show#The Flintstone Family Adventures|The Flintstone Family Adventures]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Bedrock Cops|Bedrock Cops]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Pebbles, Dino and Bamm-Bamm|Pebbles, Dino and Bamm-Bamm]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Captain Caveman|Captain Caveman]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#Dino and Cavemouse|Dino and Cavemouse]]''
* ''[[The Flintstone Comedy Show#The Frankenstones|The Frankenstones]]''}}
|| 1982–1984
| || ||
* Repackaged half-hour version ''[[The Flintstone Comedy Show (1980 TV series)|The Flintstone Comedy Show]]''.
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
|
|❌
|-
|106
| ''[[The Pac-Man/Little Rascals/Richie Rich Show]]''{{smalldiv|
* ''[[The Little Rascals (animated TV series)|The Little Rascals]]''
* ''[[Richie Rich (1980 TV series)|Richie Rich]]''
* ''[[Pac-Man (TV series)|Pac-Man]]''}}
|| 1982–1983
| || [[Namco]] <small>(''Pac-Man'')</small><br />[[Harvey Films|The Harvey Entertainment Company]] <small>(''Richie Rich'')</small><br />[[King World Productions]] <small>(''The Little Rascals'')</small> ||
*Animated adaptation of ''[[Our Gang|Little Rascals]]'' and ''[[Pac-Man]]''. Richie Rich rerun.
| 13 episodes
|❌
|-
|107
| ''[[Mork & Mindy/Laverne & Shirley/Fonz Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[Mork & Mindy/Laverne & Shirley/Fonz Hour#Mork & Mindy|Mork & Mindy]]''
* ''[[Mork & Mindy/Laverne & Shirley/Fonz Hour#Laverne & Shirley with The Fonz|Laverne & Shirley with The Fonz]]''}}
|| 1982–1983
| || [[Ruby-Spears|Ruby-Spears Enterprises]] <small>(''Mork & Mindy'')</small><br />[[Paramount Television]] ||
* Spin-off of ''[[The Fonz and the Happy Days Gang]]'' and ''[[Laverne & Shirley in the Army]]''.
* Animated adaptation of ''[[Mork & Mindy]]'' written and voiced at Hanna-Barbera, animation produced by Ruby-Spears.
| 27 episodes (''Mork & Mindy''), 8 episodes (''Fonz/Laverne & Shirley'')
|❌
|-
|108
| ''[[The Scooby & Scrappy-Doo/Puppy Hour]]''{{smalldiv|
* ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1980 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''
* ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1980 TV series)|Scrappy and Yabba-Doo]]''
* ''[[The Puppy's Further Adventures|The Puppy's New Adventures]]''}}
|| 1982–1983
| || [[Ruby-Spears|Ruby-Spears Enterprises]] ||
* Spin-off of ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1979 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''.
* The "Puppy" character is based on Ruby-Spears' animated adaptation of ''The Puppy Who Wanted a Boy'', which in turn is based on the book by [[Jane Thayer]].
* Hanna-Barbera co-produced ''The Puppy's New Adventures'' with Ruby-Spears in 1982; these segments were later aired in 1983 as ''The Puppy's Further Adventures'', made solely by Ruby-Spears and without Hanna-Barbera.
|
|❌
|-
|109
| ''[[Jokebook]]''|| 1982
| || rowspan="3" | || Compilation show mostly made up from non-HB material such as classic cartoons and foreign cartoons.
| 7 episodes
|✔️
|-
|110
| ''[[Shirt Tales]]''|| 1982–1984
| || Based on characters created by Janet Elizabeth Manco for [[Hallmark Cards|Hallmark]] greeting cards.
| 23 episodes
|❌
|-
|111
| ''[[The Gary Coleman Show]]''|| 1982–1983
| || Based on the 1982 TV movie ''[[The Kid with the Broken Halo]]'' which starred Coleman.
| 13 episodes
|❌
|-
|112
| ''[[The Dukes (TV series)|The Dukes]]''|| 1983
| || [[Warner Bros. Television Studios|Warner Bros. Television]] || Animated adaptation of ''[[The Dukes of Hazzard]]''.
| 20 episodes
|❌
|-
|113
| ''[[The Monchhichis/Little Rascals/Richie Rich Show]]'' {{smalldiv|
* ''[[The Little Rascals (animated TV series)|The Little Rascals]]''
* ''[[Richie Rich (1980 TV series)|Richie Rich]]''
* ''[[Monchhichis (TV series)|Monchhichis]]''}}
|| 1983–1984
| || [[King World Productions]] <small>(''The Little Rascals'')</small><br />[[Harvey Films|The Harvey Entertainment Company]] <small>(''Richie Rich'')</small> || Animated adaptation of [[Monchhichi]].
| 13 episodes
|❌
|-
|114
| ''The Pac-Man/Rubik, the Amazing Cube Hour'' {{smalldiv|
* ''[[Pac-Man (TV series)|Pac-Man]]''
* ''[[Rubik, the Amazing Cube]]''}}
|| 1983–1984
| || [[Namco]] <small>(''Pac-Man'')</small><br />[[Ruby-Spears|Ruby-Spears Enterprises]] <small>(''Rubik, the Amazing Cube'')</small> || Animated adaptation of [[Rubik's Cube]].
| 13 episodes
|❌
|-
|115
| ''[[The New Scooby and Scrappy-Doo Show]]''{{smalldiv|
* ''[[The New Scooby-Doo Mysteries]]''}}
|| 1983–1985
| || rowspan="2" | ||
* Aired as ''The New Scooby-Doo Mysteries'' in 1984–85.
* Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]'' and ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1979 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''.
| 26 episodes
|❌
|-
|116
| ''[[The Biskitts]]''|| 1983–1984
| ||
| 13 episodes
|❌
|-
|117
| ''[[Lucky Luke (1983 TV series)|Lucky Luke]]''|| 1983
| || [[Gaumont Film Company|Gaumont]] || Based on the [[Lucky Luke|comic series of the same name]].
| 26 episodes
|❌
|-
|118
| ''[[Benji, Zax & the Alien Prince]]''|| 1983
| || Mulberry Square Productions || Live-action series based on the [[Benji|film franchise]] created by [[Joe Camp]].
| 13 episodes
|❌
|-
|119
| ''[[Going Bananas (American TV series)|Going Bananas]]''|| 1984
| || || Live-action series.
| 12 episodes
|❌
|-
|120
| ''[[Snorks]]''|| 1984–1989
| || [[Freddy Monnickendam|SEPP International S.A.]] ||
| 65 episodes
|❌
|-
|121
| ''[[Scary Scooby Funnies]]''|| 1984–1985
| || || Repackaged reruns from ''[[The Richie Rich/Scooby-Doo Show]]''.
|
|❌
|-
|122
| ''[[Challenge of the GoBots]]''|| 1984–1985
| || [[Tonka]] || Animated adaptation of the [[Gobots|GoBots]].
| 65 episodes
|❌
|-
|123
| ''[[Pink Panther and Sons]]''|| 1984–1985
| || [[Mirisch Company|Mirisch-Geoffrey]] || Spin-off of [[Pink Panther (character)|the ''Pink Panther'' theatrical cartoons]].
| 26 episodes
|❌
|-
|124
| ''[[Super Friends: The Legendary Super Powers Show]]''|| 1984–1985
| || [[DC Comics]] || Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 8 episodes
|❌
|-
|125
| ''[[Paw Paws]]''|| 1985–1986
| || rowspan="3" | ||
| 21 episodes
|❌
|-
|126
| ''[[Yogi's Treasure Hunt]]''|| 1985–1988
| || Crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Quick Draw McGraw Show]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'', ''[[Top Cat]]'', ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]'', ''[[The Ruff and Reddy Show]]'', ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]'', ''[[The Magilla Gorilla Show]]'', ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]'', ''[[Atom Ant|The Atom Ant Show]]'', ''[[Secret Squirrel|The Secret Squirrel Show]]'', ''[[Jabberjaw]]'' and ''[[CB Bears]]''.
| 27 episodes
|❌
|-
|127
| ''[[Galtar and the Golden Lance]]''|| 1985–1986
| ||
| 21 episodes
|❌
|-
|128
| ''[[The Super Powers Team: Galactic Guardians]]''|| 1985–1986
| || [[DC Comics]] || Spin-off of ''[[Super Friends (1973 TV series)|Super Friends]]''.
| 10 episodes
|❌
|-
|129
| ''[[The 13 Ghosts of Scooby-Doo]]''|| 1985
| || rowspan="2" | || Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]'' and ''[[Scooby-Doo and Scrappy-Doo (1979 TV series)|Scooby-Doo and Scrappy-Doo]]''.
| 13 episodes
|❌
|-
|130
| ''[[Scooby's Mystery Funhouse]]''|| 1985–1986
| || Repackaged reruns from ''[[The Richie Rich/Scooby-Doo Show]]'', ''[[The Scooby & Scrappy-Doo/Puppy Hour]]'' and ''[[The New Scooby and Scrappy-Doo Show]]''.
|
|❌
|-
|131
| ''[[The Berenstain Bears (1985 TV series)|The Berenstain Bears]]''|| 1985–1987
| || [[Endemol Australia|Southern Star]] || Animated adaptation of the ''[[Berenstain Bears]]'' children's books.
| 52 episodes
|❌
|-
|132
|''[[The Greatest Adventure: Stories from the Bible]]''|| 1985–1992
| || Based on the [[Bible]].
|-
|133
| ''[[CBS Storybreak]]'' || 1985–1987
| || [[Endemol Australia|Southern Star]]<br />[[CBS Productions|CBS Entertainment Productions]] ||
| 26 episodes
|❌
|-
|134
| ''[[The Funtastic World of Hanna-Barbera]]'' || 1985–1994
| || || Live-action/animated syndicated programming block featuring a superstar line-up of both old and new Hanna-Barbera shows.
|
|❌
|-
|135
| ''[[Teen Wolf (1986 TV series)|Teen Wolf]]'' || 1986–1987
| || [[Endemol Australia|Southern Star]]<br />[[Atlantic Entertainment Group#Clubhouse Pictures|Clubhouse Pictures]] (season 1)<br />[[Atlantic Entertainment Group|Atlantic]]/[[The Kushner-Locke Company|Kushner-Locke]] (season 2) || Animated adaptation of the 1985 live-action film, ''[[Teen Wolf]]''.
| 21 episodes
|❌
|-
|136
| ''[[The New Adventures of Jonny Quest]]'' || 1986–1987
| || rowspan="3" | || Spin-off of ''[[Jonny Quest]]''.
| 13 episodes
|❌
|-
|137
| ''[[Pound Puppies (1986 TV series)|Pound Puppies]]'' || 1986–1987
| || Animated adaptation of [[Pound Puppies]].
| 26 episodes
|❌
|-
|138
| ''[[The Flintstone Kids]]''{{smalldiv|
* ''Flintstone Funnies'' (1986–87)
* ''Dino's Dilemmas''
* ''Captain Caveman and Son''}}
|| 1986–1988
| || Spin-off of ''[[The Flintstones]]'' and ''[[Captain Caveman and the Teen Angels]]''.
| 34 episodes
|❌
|-
|139
| ''[[Foofur]]'' || 1986–1988
| || [[Freddy Monnickendam|SEPP International S.A.]] ||
| 26 episodes
|❌
|-
|140
| ''[[Wildfire (1986 TV series)|Wildfire]]'' || 1986
| || [[Wang Film Productions|Wang Film Productions<br/>Cuckoo's Nest Studio]] ||
| 13 episodes
|❌
|-
|141
| ''[[Sky Commanders]]'' || 1987
| || [[Toei Animation]] || Based on the toy line by Kenner Toys Inc.
| 13 episodes
|❌
|-
|142
| ''[[Popeye and Son]]'' || 1987
| || [[King Features Syndicate|King Features Entertainment]] || Spin-off of the [[Popeye the Sailor (animated cartoons)|''Popeye'' theatrical cartoons]].
| 13 episodes
|❌
|-
|143
| ''[[Skedaddle]]'' || 1988
| || rowspan="2" | || Live-action game show aired as part of ''[[The Funtastic World of Hanna-Barbera]]''.
|
|❌
|-
|144
| ''[[A Pup Named Scooby-Doo]]'' || 1988–1991
| || Spin-off of ''[[Scooby-Doo, Where Are You!]]''.
| 27 episodes
|❌
|-
|145
| ''[[The Completely Mental Misadventures of Ed Grimley]]'' || 1988–1989
| || [[Freddy Monnickendam|SEPP International S.A.]] || Animated adaptation of [[Martin Short]]'s [[Ed Grimley]] character.
| 13 episodes
|❌
|-
|146
| ''[[The New Yogi Bear Show]]'' || 1988
| || || Spin-off of ''[[The Yogi Bear Show]]''.
| 45 episodes
|❌
|-
|147
| ''[[Fantastic Max]]'' || 1988–1990
| || Booker PLC<br />Tanaka Promotion Co., Ltd. <small>(season 2)</small> ||
| 26 episodes
|❌
|-
|148
| ''[[The Further Adventures of SuperTed]]'' || 1989–1990
| || [[S4C]]<br />[[Calon (TV production company)|Siriol Animation]] ||
| 13 episodes
|❌
|-
|149
| ''[[Paddington Bear (TV series)|Paddington Bear]]'' || 1989–1990
| || [[ITV Central|Central Television]] || Animated adaptation of [[Paddington Bear]].
| 13 episodes
|❌
|-
! colspan="8" style="background:#f46d25;" | 1990s
|-
|150
| ''[[Bill & Ted's Excellent Adventures (1990 TV series)|Bill & Ted's Excellent Adventures]]'' || 1990
| || [[Orion Pictures|Orion Television Entertainment]]<br />[[Barry Spikings|Nelson Entertainment]] ||
* Season 1 only.
* Animated adaptation of ''[[Bill & Ted's Excellent Adventure]]''.
| 13 episodes
|❌
|-
|151
| ''[[The Adventures of Don Coyote and Sancho Panda]]'' || 1990–1991
| || [[RAI|RAI - Radiotelevisione Italiana]] ([[Rai 1|RAIUNO]]) || Based on the novel ''[[Don Quixote]]''.
| 26 episodes
|❌
|-
|152
| ''[[Tom & Jerry Kids]]''{{smalldiv|
* ''[[Tom & Jerry Kids#Droopy and Dripple|Droopy and Dripple]]''
* ''[[Tom & Jerry Kids#Spike and Tyke|Spike and Tyke]]''
* ''[[Tom & Jerry Kids#Blast-Off Buzzard|Blast-Off Buzzard]]''}}
|| 1990–1994
| || [[Turner Entertainment|Turner Entertainment Co.]] || Spin-off of the ''[[Tom and Jerry]]'' and ''[[Droopy]]'' theatrical cartoons.
| 65 episodes
|❌
|-
|153
| ''[[Wake, Rattle, and Roll]]''{{smalldiv|
* ''[[Wake, Rattle, and Roll#Basement Tech|Basement Tech]]''
* ''[[Wake, Rattle, and Roll#Fender Bender 500|Fender Bender 500]]''
* ''[[Wake, Rattle, and Roll#Monster Tails|Monster Tails]]''}}
|| 1990–1991
| || Four Point Entertainment ||
* Fourth and final Hanna-Barbera's [[live-action]]/animated TV series.
* The ''Basement Tech'' segment is only in live-action.
* The ''Fender Bender 500'' segment is a revival of ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]'', as well as a crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Quick Draw McGraw Show]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'', ''[[Top Cat]]'', ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]'', ''[[The Magilla Gorilla Show]]'', ''[[Secret Squirrel|The Secret Squirrel Show]]'', and ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]''.
| 50 episodes
|❌
|-
|154
| ''[[Gravedale High]]'' || 1990
| || [[Universal Television#NBC Studios (production company)|NBC Productions]] || Animated series starring [[Rick Moranis]].
| 13 episodes
|❌
|-
|155
| ''[[Midnight Patrol: Adventures in the Dream Zone]]'' || 1990
| || [[Entertainment Rights|Sleepy Kids PLC]] || Known as ''Potsworth & Co.'' outside the U.S..
| 13 episodes
|❌
|-
|156
| ''[[The Pirates of Dark Water]]'' || 1991–1993
| || rowspan="2" | ||
| 21 episodes
|❌
|-
|157
| ''[[Yo Yogi!]]'' || 1991
| || Crossover series featuring characters from ''[[The Huckleberry Hound Show]]'', ''[[The Quick Draw McGraw Show]]'', ''[[The Yogi Bear Show]]'', ''[[Top Cat]]'', ''[[The Hanna-Barbera New Cartoon Series]]'', ''[[The Magilla Gorilla Show]]'', ''[[Peter Potamus|The Peter Potamus Show]]'', ''[[Atom Ant|The Atom Ant Show]]'', ''[[Secret Squirrel|The Secret Squirrel Show]]'', ''[[Wacky Races (1968 TV series)|Wacky Races]]'', and ''[[CB Bears]]''.
| 13 episodes
|❌
|-
|158
| ''[[Young Robin Hood]]'' || 1991–1992
| || [[Cookie Jar Group#CINAR|CINAR]]<br />[[MoonScoop Group|France Animation]]<br />[[France 2|Antenne 2]] || Based on [[Robin Hood]].
| 26 episodes
|❌
|-
|159
| ''[[Fish Police (TV series)|Fish Police]]'' || 1992
| || ||
* Prime-time series.
* Animated adaptation of [[Fish Police|the comic series of same name]].
| 6 episodes
|❌
|-
|160
| ''[[Capitol Critters]]'' || 1992
| || [[Steven Bochco|Steven Bochco Productions]]<br />[[20th Television|20th Century Fox Television]] || Final prime-time series from Hanna-Barbera.
| 13 episodes
|❌
|-
|161
| ''[[The Addams Family (1992 animated series)|The Addams Family]]'' || 1992–1993
| || || {{ubl|Second animated adaptation of ''[[The Addams Family]]'', after the 1973 version.|Based on [[The Addams Family (1991 film)|''The Addams Family'' film]].}}
| 21 episodes
|❌
|-
|162
| ''[[Droopy, Master Detective]]''{{smalldiv|
* ''Droopy''
* ''Screwball Squirrel''}}
|| 1993–1994
| || [[Turner Entertainment|Turner Entertainment Co.]] || Spin-off of the ''[[Droopy]]'' theatrical cartoons.
| 13 episodes
|❌
|-
|163
| ''[[Captain Planet and the Planeteers|The New Adventures of Captain Planet]]'' || 1993-1996
| || rowspan="3" | ||
* Seasons 4–6 only.
* Previously produced by [[DIC Entertainment]] as ''[[Captain Planet and the Planeteers]]''.
| 48 episodes
|❌
|-
|164
| ''[[2 Stupid Dogs]]''{{smalldiv|
* ''[[Secret Squirrel#Super Secret Secret Squirrel|Super Secret Secret Squirrel]]''}}
|| 1993–1995
| || ''Super Secret Secret Squirrel'' is a reboot of ''[[Secret Squirrel|The Secret Squirrel Show]]''.
| 26 episodes
|❌
|-
|165
| ''[[SWAT Kats: The Radical Squadron]]'' || 1993–1995
| ||
| 23 episodes
|❌
|-
| 166
| ''[[The Moxy Show]]''
| 1993–1996
|
| Colossal Pictures
| First Hanna-Barbera-produced show to air as a [[Cartoon Network]] original show.
| 24 episodes
|❌
|-
|167
| ''[[Dumb and Dumber (TV series)|Dumb and Dumber]]''|| 1995–1996
| || [[New Line Television]]||
* Animated adaptation of ''[[Dumb and Dumber]]''.
* Final Hanna-Barbera-produced show to air on broadcast network television.
| 13 episodes
|❌
|-
|168
| ''[[What a Cartoon!]]''|| 1995–1997
| || [[Cartoon Network Studios]] <small>(as a division of Hanna-Barbera)</small>|| All shows from this point onward were broadcast on [[Cartoon Network]].
| 48 episodes
|❌
|-
|169
| ''[[Dexter's Laboratory]]''{{smalldiv|
* ''[[Dexter's Laboratory#Dial M for Monkey|Dial M for Monkey]]''
* ''[[Dexter's Laboratory#The Justice Friends|The Justice Friends]]''}}
|| 1996–2003
| || [[Cartoon Network Studios]] <small>(from 1996 to 1997 as a division of Hanna-Barbera and from 2001 to 2003)</small> ||
* Seasons 1 to 2 only.
* Cartoon Network Studios produced season 1 as a division of Hanna-Barbera and seasons 3 and 4 as a separate entity of its former parent company.* The series was introduced as a ''What a Cartoon!'' series.
| 39 episodes and a movie (''[[Dexter's Laboratory: Ego Trip]]'')
|❌
|-
|170
| ''[[The Real Adventures of Jonny Quest]]''|| 1996–1997
| || rowspan="2" | ||
* Spin-off of ''[[Jonny Quest]]''.
* Only ''Johnny Quest''-related TV show to be broadcast on Cartoon Network.
| 52 episodes
|❌
|-
|171
| ''[[Cave Kids]]''|| 1996
| ||
* Spin-off of ''[[The Flintstones]]''.
| 8 episodes
|❌
|-
|172
| ''[[Johnny Bravo]]''|| 1997–2004
| || [[Cartoon Network Studios]] <small>(from 2001 to 2004)</small>||
* Seasons 1 to 3 only.
* Cartoon Network Studios produced season 4 as a separate entity of its former parent company.
* The series was introduced as a ''What a Cartoon!'' series.
| 52 episodes
|❌
|-
|173
| ''[[Cow and Chicken]]''{{smalldiv|
* ''[[I Am Weasel]]''}}
|| 1997–1999
| || rowspan="2" | || The series was introduced as a ''What a Cartoon!'' short.
| 52 episodes
|❌
|-
|174
| ''[[I Am Weasel]]''|| 1999
| || Spin-off of ''Cow and Chicken''.
| 9 episodes (27 segments)
|❌
|-
|175
| ''[[The Powerpuff Girls]]'' || 1998–2005
| || [[Cartoon Network Studios]] <small>(from 2002 to 2005)</small>||
* Seasons 1 to 3 only.
* Cartoon Network Studios produced seasons 4, 5 and 6 as a separate entity of its former parent company.
* The series was introduced as a ''What a Cartoon!'' series.
| 52 episodes
|✔️
|}
muldw8xh9pf4yocptkxtst5bap7pow5
Aleksandr Úljanov
0
160686
1764235
1746647
2022-08-09T12:47:39Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[File:Aleksandr Ulyanov.jpg|thumb|Aleksandr Íljítsj Úljanov]]
'''Aleksandr Íljítsj Úljanov''' (13. apríl 1866, [[Nízhníj Novgorod]] – 20. maí 1887, [[Sjlisselburg]]) var rússneskur byltingarmaður og eldri bróðir [[Vladímír Lenín|Vladímírs Lenín]]. Aleksander Úljanov var tekinn af lífi með [[henging]]u eftir að hafa tekið þátt í samsæri til að ráða af dögum keisarann [[Alexander 3. Rússakeisari|Alexander III]].
{{DEFAULTSORT:Uljanov, Aleksandr}}
{{fd|1866|1887}}
[[Flokkur:Rússneskir byltingarmenn]]
3lwllagfs6y01a4rn1pox7pgrjpiu3m
Kunming
0
161393
1764274
1764011
2022-08-09T16:40:30Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Cityscape_of_Kunming_at_dawn_-_DSC03511.JPG|alt=Mynd sem sýnir dögun í Kunming borg, Yunnan héraðs í Kína.|thumb|450px|Dögun í Kunming borg í Yunnan.]]
[[Mynd:Kunming-location-MAP-in-Yunnan-Province-China.jpg|alt=Landakort sem sýnir legu Kunming borgar í Yunnan héraði í suðvesturhluta Kína.|thumb|Kort af sem sýnir '''Kunming borg''' í Yunnan, Kína.]]
'''Kunming borg''' ''([[Kínverska|kínverska:]] ''昆明市''; [[Pinyin|rómönskun:]] Kūnmíng)'' er höfuðborg og eina stórborg [[Yunnan]] [[Héruð Kína|héraðs]] í suðvesturhluta [[Kína| Alþýðulýðveldisins Kína]]. Hún er staðsett í miðhluta héraðsins á frjósömu vatnasvæði við norðurströnd Dian-vatns, umkringd fjöllum í norðri, vestri og austri. Kunming þjónar sem hlið Kína að Suðaustur-Asíu og Suður-Asíu. Hún er þekkt söguleg menningarborg Kína og er viðsæl ferðaborg. Íbúafjöldi er um 6.6 milljónir.
Kunming er staðsett á miðri Yunnan – Guizhou hásléttunni í um 1.900 metra hæð yfir sjávarmáli. Borgin á frjósömu vatnasvæði við norðurjaðar Dian-vatns, umkringd fjöllum í norðri, vestri og austri. Hún samanstendur af fornri borg umlukin varnarmúrum, nútímalegu verslunarhverfi, háskólasvæðum, íbúðarhverfum.
Kunming, sem einnig er þekkt sem Yunnan-Fu ''([[Kínverska|kínverska:]] ''云南福''; [[Pinyin|rómönskun:]] Yúnnánfǔ)'', er miðstöð stjórnmála, efnahags, menningar og flutninga Yunnan héraðs. Þar eru höfuðstöðvar margra stórfyrirtækja héraðsins.
Borgin þykir standa framarlega á sviði vísinda. Þar eru fjölmargir háskólar, lækna- og kennaraháskólar, tækniskólar og vísindarannsóknarstofnana: Yunnan háskólinn (stofnaður 1922), Kunming háskóli vísinda og tækni (1925), Yunnan landbúnaðarháskólinn (1938), Kunming læknaháskólinn (1933), og Suðvestur skógræktarháskólinn (1939). Í borginni er stór stjörnuathugunarstöð.
Efnahagslegt mikilvægi borgarinnar stafar af landfræðilegri legu við landamæri ríkja Suðaustur-Asíu. Hún er samgöngumiðstöð Suðvestur-Kína, sem tengist járnbrautum til [[Víetnam]] og á þjóðvegum til [[Mjanmar]], [[Laos]] og [[Taíland|Taílands]].
Kunming er öflug iðnaðarborg. Þar er til að mynda vinnsla kopars og annarra efna, framleiðsla ýmissa véla, vefnaðarvöru, pappírs og sements.
== Saga ==
Kunming hefur lengi verið samskiptamiðstöð tveggja mikilvægra verslunarleiða, annars vegar vestur inn í [[Mjanmar|Búrma]] og hins vegar suður að [[Rauða fljót|Rauða fljóti]] einu meginfljóti Vietnam og í Suðaustur-Asíu á skaganum.
En þrátt fyrir að hafa næstum 2.400 ára sögu verða stærstu skrefin til nútíma velmegunar Kunming rakin frá 1910, með mikilli opnun svæðisins, þegar járnbrautir voru lagðar til víetnamsku iðnaðarborgarinnar [[Haiphong]] í þáverandi [[Franska Indókína]]. Á þriðja áratug síðustu aldar voru fyrstu þjóðvegirnir voru lagðir um svæðið og tengdu Kunming við Chongqing borg og Guiyang til austurs. Staða Kunming sem viðskiptamiðstöð styrktist mjög.
[[Mynd:Kunming_Golden_Horse_Memorial_Archway.JPG|alt=Mynd sem sýnir bogahlið „Gullna hestsins“ á Jinbi stræti í Kunming borg í Yunnan héraði í Kína.|thumb|Bogahlið „Gullna hestsins“ í Kunming borg í Yunnan, Kína.]]
En mesta umbreyting Kunming til nútímaborgar varð þegar [[Seinna stríð Kína og Japans]] braust árið 1937. Mikill fjöldi Kínverja flúði japanskar hersveitir inn í suðvestur Kína og tók með sér sundurhlutuð iðjuver, sem síðan voru endurreist í Kunming, utan athafnasvæðis japanskra sprengjuflugvéla. Að auki var fjöldi háskóla og rannsóknastofnana fluttur þangað. Þegar Japanir hertóku [[Franska Indókína]] árið 1940, jókst mikilvægi Kunming enn, bæði vegna nýbyggðs vegar til [[Mjanmar|Búrma]] og með flugi. Í [[Seinni heimsstyrjöldin|Seinni heimsstyrjöldinni]] varð borgin að flutningsstöð fyrir átökin í [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]]. Þar var kínversk herstöð sem bandarísk flugstöð.
Í stríðinu jókst iðnaður borgarinnar mjög. Stórar verksmiðjur í eigu ríkisins voru fluttar til borgarinnar frá [[Hunan]] til framleiðslu rafmagnsvara, kopars, sements, stáls, pappírs og vefnaðarvöru.
Iðnaðarborgin Kunming þróaðist síðan enn frekar eftir 1949. Helstu atvinnugreinarnar voru framleiðsla á kopar, blýi og sinki. Þá varð járn- og stáliðnaður mikilvægur. Þar var einnig framleiðsla ýmiskonar véla, raftækja byggingartækja og bifreiða. Frá og með níunda áratugnum varð matvælaframleiðla og tóbaksvinnslu umfagsmikil.
Frá fimmta áratug síðustu aldar hafa verið byggðar járnbrautir sem tengja Kunming borg við [[Guiyang]] borg í [[Guizhou]] héraði, [[Chengdu]] í Sichuan, [[Nanning]] í [[Guanxi]] og til [[Víetnam]]. Borgin er einnig miðstöð þjóðvegakerfis suðvestur Kína. Byggður hefur verið alþjóðlegur flugvöllur sem þjónustar daglegt flug til [[Beijing]], [[Hong Kong]] og [[Makaó]] auk stórborga Suðaustur-Asíu og [[Japan]]s.
Borgin hefur þróast hratt síðari ár undir viðleitni stjórnvalda Kína til nútímavæðingar. Götur Kunming hafa breikkað á meðan byggingar byggjast hröðum skrefum. Þá hefur Kunming borg verið útnefnd sérstök ferðamiðstöð með tilheyrandi háhýsum og lúxus hótelum.
== Tenglar ==
* Kínversk vefsíða [http://www.km.gov.cn/ borgarstjórnar Kunming]. Inniheldur ýmsar upplýsingar um héraðið t.d. fréttir, skipulag, og hátíðir, ferðaþjónustu.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Kunming Encyclopaedia Britannica] um Kunming.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Kunming|mánuðurskoðað=20. janúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
0zpj66py51ql4ymgvgll1purr618685
Urumqi
0
161421
1764276
1764045
2022-08-09T16:45:41Z
Dagvidur
4656
Bætti við korti
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Urumqi_panorama.jpg|thumb|450px|Miðborg Urumqi í Xinjiang sjálfstjórnarhéraðinu.]]
[[File:Urumqi-(different-spelling)-location-MAP-in-Xinjiang-autonomous-region-in-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Urumqi borg í Xinjiang héraði í Kína.|Staðsetning Urumqi borg í Xinjiang héraði í Kína.]]
'''Urumqi borg''' (eða Urumchi) ''([[Kínverska|kínverska:]] ''乌鲁木齐''; [[Pinyin|rómönskun:]] Wūlǔmùqí; úígúrska'' ئۈرۈمچى) ''(stundum stytt sem „Wushi“ [[Kínverska|kínverska:]] ''乌市''; ; [[Pinyin|rómönskun:]] Wūshì)'', er höfuðborg [[Héruð Kína|sjálfstjórnarhéraðsins]] [[Xinjiang]] í norðvesturhluta [[Kína| Alþýðulýðveldisins Kína]]. Hún er staðsett í 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli í norðanverðum miðhluta Xinjiang héraðs, í frjóu belti gróðurvinjar meðfram norðurhlíð [[Tianshan-fjöll| Tianshan-fjalla]] á báðum bökkum [[Urumqi fljót|Urumqi fljóts]]. Borgin svæðismiðstöð fyrir lesta-, vega- og flugsamgöngur. Íbúafjöldi var áætlaður um 3,6 milljónir árið 2017.
Urumqi var mikilvægur áningarstaður við [[Silkivegurinn|Silkveginn]] á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618-907) í Kína og þróaði orðspor sitt sem leiðandi menningar- og verslunarmiðstöð [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] á 19. öld. Nafnið Urumqi er dregið úr á mongólsku og þýðir „fallega engi“.
[[Mynd:大巴扎_China_Xinjiang_Urumqi_Welcome_you_to_tour_the,_Китай_Синьцз_-_panoramio_-_jun_jin_luo_(1).jpg|thumb|Moska í Urumqi borg.]]
Urumqi þróast hratt síðan á tíunda áratug síðustu aldar og þjónar nú sem svæðisbundin miðstöð samgangna, menningar, stjórnmála og viðskipta í Xinjiang héraði. Um [[Urumqi Diwopu alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöll]] borgarinnar fóru 23 milljónir farþega árið 2018.
Urumqi er næststærsta borgin í norðvesturhluta Kína, sem og sú stærsta í Mið-Asíu miðað við íbúafjölda. Menningarlega er borgin talin úígúrsk borg. Borgarbúar eru þó langflestir Han-kínverjar (75 prósent árið 2010), en [[Úígúrar]] (um 12 prósent) og kasakstanar (um 2 prósent) eru langflestir múslimar. Úígúrska þjóðin talar tungu af tyrkneskum stofni, sem er alls óskyld kínversku.
== Tenglar ==
[[Mynd:China_Xinjiang_Ürümqi.svg|alt=Landakort sem sýnir legu Urumqi borgar í Xinjiang sjálfstjórnarhéraði í norðvesturhluta Kína.|thumb|Kort af sem sýnir '''Urumqi borg''' (dökkrautt) í Xinjiang, Kína.]]
* Kínversk vefsíða [http://www.urumqi.gov.cn/ borgarstjórnar Urumqi] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20200513183644/http://www.urumqi.gov.cn/ |date=2020-05-13 }}. Inniheldur ýmsar upplýsingar um t.d. fréttir, skipulag.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Urumqi Encyclopaedia Britannica] um Urumqi borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Ürümqi|mánuðurskoðað=21. janúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:borgir í Kína]]
m9hfvendbua41qzvsruwl0t6f0zsx5s
Taiyuan
0
161466
1764285
1764041
2022-08-09T17:13:35Z
Dagvidur
4656
Bææti við korti. Lagað myndatexta
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:20191001_太原夜景.jpg|alt=Frá Taiyuan borg í Shansi héraði.|thumb|450px|Frá Taiyuan borg í Shansi héraði.]]
[[File:Taiyuan-location-MAP-in-Shanxi-Province-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Taiyuan borgar í Shansi héraði í Kína.|Staðsetning Taiyuan borgar í Shansi héraði í Kína.]]
[[Mynd:J81119_PasserelleChangfeng_20140703-154333.15.jpg|alt=Mynd af göngubrúnni Changfeng og Shansi leikhúsinu við Fen-fljót í Taiyuan borg í héraðinu Shansi í Kína.|thumb|Göngubrúin Changfeng og Shansi leikhúsið við Fen-fljót í Taiyuan borg.]]
[[Mynd:J81419_MuseeFolkloriqueDuShanxi_20140704-092158.96.jpg|alt=Mynd af Þjóðsagnasafni Shansi héraðs í Taiyuan borg.|thumb|Þjóðsagnasafn Shansi héraðs í Taiyuan borg]]
[[Mynd:Taiyuan_airport_(6246642416).jpg|alt=Frá Taiyuan Wusu alþjóðaflugvellinum í Taiyuan borg.|thumb|[[Taiyuan Wusu alþjóðaflugvöllurinn|Alþjóðaflugvöllurinn Taiyuan Wusu]] í Taiyuan borg.]]
[[Mynd:西肖牆_Xixiaoqiang_-_panoramio.jpg|alt=Mynd sem sýnir Taiyuan borg í héraðinu Shansi (eða Shanxi) í Kína.|thumb|Frá Taiyuan borg.]]
{{distinguish|Taívan}}
'''Taiyuan''' ''([[Kínverska|kínverska:]] ''太原)''; [[Pinyin|rómönskun:]] Tàiyuán)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Shansi]] [[Héruð Kína|héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Hún er ein helsta iðnaðarborg Kína. Í gegnum langa sögu sína hefur Taiyuan verið höfuðborg eða bráðabirgðahöfuðborg margra valdaætta í Kína. Þess vegna hefur hún verið kölluð Lóngchéng (eða „Drekaborgin“). Taiyuan er staðsett í miðri Shansi, á norðurhluta hins frjóa vatnasvæðisins [[Fen-fjót|Fen-fjóts]] sem rennur um miðborgina. Borgin ríkir yfir norður-suður leiðinni um [[Shansi]] hérað, sem og yfir mikilvægum náttúrulegum samskiptaleiðum um fjöllin til [[Hebei]] héraðs í austri og um [[Fenyang]] til [[Shaanxi]] héraðs í vestri. Íbúar borgarinnar töldu árið 2017 um 4.4 miljónir.
== Borgarheiti ==
Þeir tveir kínverskir stafir sem tákna borgina eru 太 (tài, „mikill“) og 原 (yuán, „slétta“) og vísa til þeirrar staðsetningarinnar þar sem [[Fen-fljót]] rennur frá fjöllum og inn á tiltölulega flata sléttu. Í langri sögu hefur borgin haft ýmis nöfn, þar á meðal Jìnyáng (晋阳), Lóngchéng (龙城) og „Yangku“ (阳曲), þar sem héraðssetur Taiyuan var kallað Yangku (阳曲 县) á tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]]. Hjá Tangveldinu og svokölluðum „Fimm ættarveldum og tíu konungsríkjum“ á tímabil pólitískra umbrota og sundrungar á 10. öld, var staða Taiyuan-borgar hækkuð í að vera norðurhöfuðborg Kína.
== Saga ==
Taiyuan er forn borg með meira en 2.500 ára þéttbýlissögu. Borgin var miðstöð hins forna ríkis Zhao (475–221 f.Kr.) en eftir að það var sigrað af Qin veldinu (221–210 f.Kr.) og öðrum ríkjum, varð Taiyuan borg aðsetur herstjórnanda. Það var áfram svo á tímum Han veldisins (206 f.Kr. – 220 e.Kr.) og eftir það.
Borgin ríkir yfir norður-suður leiðinni um [[Shansi]] hérað, sem og yfir mikilvægum náttúrulegum samskiptaleiðum um fjöllin til [[Hebei]] héraðs í austri og um [[Fenyang]] til [[Shaanxi]] héraðs í vestri. Lykil staðsetning Taiyuan borgar og rík saga gerir hana að einni helstu efnahags-, stjórnmála-, her- og menningarmiðstöðvum Norður-Kína.
Á Dong („austur“) Han tímabilinu (25-220 e.Kr.) varð Taiyuan höfuðborg héraðs sem hét Bing. Á 6. öld varð borgin um tíma aukahöfuðborg ríkjanna Dong Wei og Bei („norður“) Qi. Hún varð að vaxandi stórborg og einnig miðstöð [[Búddismi|búddisma]]. Frá þeim tíma og fram að miðjan valdatíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) var áfram byggðir hellamusteri við [[Tianlong fjall]], suðvestur af borginni. Stofnandi keisaraveldisins Tang hóf landvinninga sína út frá bækistöðinni Taiyuan með stuðning aðalsmanna borgarinnar. Það var síðan um tíma tilnefnd sem höfuðborg Tangveldisins í norðri og varð að víggirtri herstöð.
Þegar [[Songveldið]] (960–1279) sameinaði Kína á ný, þráaðist Taiyuan borg við og var því lögð í rúst í bardaga árið 979. Ný borg var byggð upp við bakka Fen-fljóts árið 982, skammt frá hinu eldra borgarstæði. Borgin varð að stjórnsýsluhérað árið 1059 og stjórnsýsluhöfuðborg Hedong (norðurhluta Shansi) árið 1107. Því hélt hún, með ýmsum breytingum á nafni og stöðu, allt til loka mongólska [[Júanveldið|Júanveldisins]]) (1271–1368). Í upphafi [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) fékk borgin nafnið Taiyuan Fu (fu þýðir „aðalbær“) sem hún hélt allt til loka [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912). Á tíma Tjingveldisins varð Taiyuan Fu höfuðborg Shansi. Á Lýðveldistímanum (1912–1949) var nafni borgarinnar breytt í Yangqu, og hélt því til 1927.
Árið 1907 jókst mikilvægi Taiyuan borgar með lagningu járnbrautar til [[Shijiazhuang]] borgar í [[Hebei]] héraði, sem var tenging við stofnbrautina Beijing – Wuhan. Stuttu síðar lenti Taiyuan í alvarlegri efnahagskreppu. Á 19. öld höfðu kaupmenn og staðbundnir bankar Shansi verið mikilvægir á landsvísu en uppgangur nútímabanka og Taiping-uppreisnin (1850–1864) leiddi til þess að fjármálakerfið hrundi með hörmulegum áhrifum á Shansi og höfuðborg þess.
Á árunum 1913–1948 var Shansi undir stjórn valdamikils stríðsherra, Yan Xishan. Borgin blómstraði sem miðstöð frekar framsækins héraðs og iðnaðarþróunar. Hún naut einnig áframhaldandi uppbyggingar járnbrautarkerfis á svæðinu. Eftir innrás [[Japanska keisaradæmið|Japana]] árið 1937 þróuðust atvinnugreinar Taiyuan enn frekar. Þegar japanski herinn í Shansi gafst upp fyrir Yan Xishan árið 1945, barðist hann áfram í [[Kínverska borgarastyrjöldin|Kínversku borgarastyrjöldinni]] allt til ársins 1948. Eftir bardaga og gríðarlega eyðileggingu náði byltingarstjórn [[Kommúnistaflokkur Kína|Kínverskra kommúnista]] yfirhöndinni í Taiyuan.
== Samtímaborg ==
[[Mynd:China_Shanxi_Taiyuan.svg|alt=Landakort sem sýnir legu Taiyuan borgar í héraðinu Shansi (eða Shanxi) í Kína.|thumb|Kort af legu '''Taiyuan borgar''' (merkt dökkrautt) í Shansi héraði í Kína.]]
Frá árinu 1949 hefur iðnvöxtur í Taiyuan verið gríðarlegur og borgin nær nú yfir svæði sem er tugum sinnum stærra en var á fimmta áratug síðustu aldar. Ný iðnaðarhverfi hafa risið í útjaðri borgarinnar sem hýsa járn- og stálframleiðslu og efnaiðnað. Staðbundin kolframleiðsla er mikil og er nýtt til framleiðslu sem aftur hefur valdið mjög mikilli loftmengun í borginni.
Taiyuan borg einnig mikilvæg miðstöð menntunar og rannsókna, sérstaklega á sviði tækni og hagnýtra vísinda. Meðal mikilvægra skóla eru Shanxi háskólinn (1902) og Taiyuan tækniháskólinn (1953).
Borgin nær yfir 6.959 ferkílómetra landsvæði. Á árinu 2017 voru íbúar um 4.4 miljónir, þar af bjuggu 3.7 milljónir í þéttbýli borgarinnar.
== Tenglar ==
* Vefsíða [https://web.archive.org/web/20180705183917/http://www.taiyuan.gov.cn/ Taiyuan borgar].
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Taiyuan Encyclopaedia Britannica] um Taiyuan.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Taiyuan|mánuðurskoðað=21. janúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
6hl17skfxqxe3k9ol2qq3vg5es2pjhp
Jinan
0
161489
1764273
1764001
2022-08-09T16:39:50Z
Dagvidur
4656
Lagaðí myndatexta
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jinanfromqianfoshan.jpg|alt=Mynd sem sýnir skýjakljúfa Jinan borgar í Shandong héraði.|thumb|450px|Frá Jinan höfuðborg Shandong héraðs í Kína.]]
[[Mynd:Jinan-location-MAP-in-Shandong-Province-China.jpg|alt=Landakort sem sýnir legu Jinan borgar í Shandong héraði í austurhluta Kína.|thumb|Kort sem sýnir '''Jinan borg''' í Shandong héraði í Kína.]]
'''Jinan borg''' (einnig nefnd Tsinan) ''([[Kínverska|kínverska:]] ''济南''; [[Pinyin|rómönskun:]] Jǐnán)'' er höfuðborg [[Shandong]] [[Héruð Kína|héraðs]] í austurhluta [[Kína| Alþýðulýðveldisins Kína]]. Borgin er á landsvæði sem hefur gegnt mikilvægu hlutverki allt frá upphafi siðmenningar í Kína og hefur þróast í að verða stór stjórnsýslu-, efnahags- og samgöngumiðstöð. Jinan liggur við norðanverðar fjallsrætur [[Massifjall|Massifjallsins]], rétt sunnan [[Gulafljót|Gulafljóts]] sem skapar helstu samgönguleiðina meðfram norðurhlið Shandong-hæða. Borgarbúar voru 8,7 milljónir árið 2018, og er Jinan næststærsta borg Shandong héraðs á eftir Qingdao borg.
Nafn Jinan borgar þýðir „Suður af ánni Ji“ er það var á í norðaustur Shandong . Sú á hvarf í miklum flóðum [[Gulafljót|Gulafljóts]] árið1852, þegar fljótið færðist til frá neðanverðum Shandong skaga til norðurs, og rann inn í árfarveg Ji.
Það landsvæði sem borgin er byggð á nýtur náttúrulegra uppspretta og byggðist snemma. Á 8. öld f.Kr. var þar borgin Lixia, sem var borg Qi-ríkis, sem blómstraði á tíma Zhou-veldisins (1046–256 f.Kr.).
[[Mynd:Qianfoshanpark.jpg|alt=Mynd sem sýnir Maitreya vináttugarðinn Kína og Japan á austurhluta „Þúsund Búdda fjall“ við Jinan borg.|thumb|Maitreya vináttugarður Kína og Japan á Þúsund Búdda fjalli við Jinan.]]
[[Mynd:Jinan_Batouspringpark.JPG|alt=Mynd frá Batou garði í Jinan. Þar er ein af 72 sjálfrennandi vatnslindum borgarinnar.|thumb|Í Batou garði í Jinan er ein af 72 sjálfrennandi vatnslindum borgarinnar]]
[[Mynd:Jinan_117.02265E_36.67601N.jpg|alt=Gervihnattamynd af Jinan borg og nágrenni.|thumb|Gervihnattamynd af Jinan borg og nágrenni.]]
[[Mynd:Shandong_university_central_campus_south_gate_2012_03.jpg|alt=Mynd frá háskólasvæði Shandong háskóla í Jinan borg.|thumb|Shandong háskólinn er virtasti háskóli Jinan borgar.]]
== Saga ==
Jinan var mikilvæg miðstöð stjórnsýslu en undir ýmsum nöfnum. Að auki gegndi hún mikilvægu trúarlegu hlutverki enda nálægt [[Tai-fjall|Tai-fjalli]], í suðri, sem hefur lengi verið talið eitt heilagasta fjall Kína. Frá 4. til 7. öld voru mörg [[Búddismi|búddahof]] reist í hellum á hæðunum suður af Jinan. Á valdatíma Sui-veldisins (581–618) og [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) var Jinan áfram mikilvæg borg, undir Qi héraðs og yfirstjórnar Jinan. Árið 1116 varð fékk Jinan stöðu æðsta héraðs, sem það hélt allt til ársins 1911. Þegar Mingveldið (1368–1644) kom á fót [[Shandong]] héraði, varð Jinan að höfuðborg þess. Árið 1911 varð það aftur sýslu en árið 1929 var það aftur gert að sveitarfélagi.
Hagur Jinan jóks verulega eftir árið 1852 þegar [[Gulafljót]] færðist til í árfarveg Ji, rétt norður af borginni. Skóp þetta tengingu fyrir minni báta, við „Mikla skurð“ sem var manngerð skipgeng vatnaleið, og vatnaleiðir í norðurhluta Shandong og suðurhluta Hebei héraða. Xiaoqing-áin, sem rennur frá Jinan til sjávar suður af Gula fljóti, var einnig leið fyrir minni báta. Árið 1904 jókst mikilvægi Jinan enn sem flutningamiðstöðvar þegar járnbraut byggð frá [[Qingdao]] borg í austur [[Shandong]] sem opnaði borgina fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1912 kom einnig norður-suður járnbrautinni frá [[Tianjin]] til [[Pukou]] með mótum í Jinan. Borgin varð fljótt mikil verslunar- og söfnunarstöð fyrir auðug landbúnaðarsvæðið fyrir norðan og markaður var öflugur fyrir bómull, korn, jarðhnetur og tóbak. Í Jinan byggist upp textílframleiðsla, mjölverksmiðjur, olíupressur og pappír, sement og varð borgin með næststærsta iðnaðarmiðstöð Shandong héraðs á eftir Qingdao.
Þegar áhrif Japana jukust í Shandong eftir fyrri heimsstyrjöldina var komið á fót japanskri nýlendu í Jinan. Borgin varð hluti af átakasvæði á millli Japana og [[Lýðveldið Kína|lýðveldishers þjóðernissinna]]. Hún varð svo [[Seinna stríð Kína og Japans|hernumin af Japönum]] frá 1937 til 1945. Borgin var síðan tekin yfir af hersveitum [[Kínverska borgarastyrjöldin|kínverskra kommúnista]] árið 1948.
Eftir að friður komst á þróaðist Jinan borg enn frekar sem mikilvæg stjórnsýslu- og iðnaðarmiðstöð. Seint á fimmta áratug síðustu aldar varð Jinan miðstöð fyrir járn- og stáliðnaður sem og efnaiðnað. Textíliðnaður og vélsmíðaiðnaður byggist einnig upp. Snemma á áttunda áratug síðustu aldar var Jinan orðin ein helsta miðstöð bílaiðnaðar Kína. Þar voru einnig flutningabílar og jarðvinnuvélar.
Jinan er í dag miðpunktur menningar, mennta og vísinda Shandong héraðs. Þar eru öflugir landbúnaðar-, læknis- og verkfræðiskólar og nokkrir háskólar. Meðal mikilvægra háskóla eru Shandong háskólinn (1901) sem talinn er einn virtari háskóla Kína.
== Tenglar ==
* Kínversk vefsíða [https://web.archive.org/web/20061004225151/http://www.jinan.gov.cn/20050808/index.htm borgarstjórnar Jinan]. Inniheldur ýmsar upplýsingar t.d. fréttir, skipulag.
* Ensk vefsíða um áhugaverða [http://www.cits.net/china-travel-guide/jinan/attraction/ ferðamannastaði í Jinan].
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Jinan Encyclopaedia Britannica] um Jinan borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Jinan|mánuðurskoðað=24. janúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
ftdhz5zj0a8ew9fvj8e6i5obv5zwq0j
Xian
0
161507
1764265
1764052
2022-08-09T16:07:00Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[File:XiAn_qujiang.jpg|thumb|450px|right|alt=Frá Xian borga í Shaanxi héraði í Kína.|<small>Frá '''Xian borg''' í Shaanxi héraði í Kína.</small>]]
[[Mynd:Xian-location-MAP-in-Shaanxi-Province-in-China.jpg|alt=Landakort sem sýnir legu Xian borg í Shaanxi héraði í norðvesturhluta Kína.|thumb|Kort af legu '''Xian borg''' í Shaanxi héraði í norðvesturhluta Kína.]]
'''Xian''' (eða '''Xi'an''' eða Sian) ''([[Kínverska|kínverska:]] ''西安''; [[Pinyin|rómönskun:]] Xī'ān)'' er höfuðborg Shaanxi [[Héruð Kína|héraðs]] í norðvesturhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Borgin er í suður-miðhluta héraðsins, við suðurmörk hinnar skjólsælu [[Guanzhong]] hásléttu. Borgin er byggð á lágsléttum í frjósömum dal við suðurbakka [[Wei-fljót|Wei-fljótsins]], skammt vestan ármótanna við [[Gulafljót]]. Xian („Vestur friður“) er afar mikilvæg í sögu Kína, bæði sem höfuðborg nokkurra fornra ríkja og sem markaðs- og viðskiptamiðstöð. Hún var austurendi [[Silkivegurinn|Silkivegarins]], hinnar fornu verslunarleiðar sem tengdi Kína við Miðjarðarhafið. Xian er fjölmennasta borg Norðvestur-Kína og var með um 12 milljónir íbúa árið 2018.
Með byggð allt til [[Nýsteinöld|nýsteinaldar]] er Xian ein af elstu borgum Kína. Hún er elsta höfuðborg héraðsins og ein af fjórum stóru fornu höfuðborgunum í kínverskri sögu. Stöðu sinni hélt borgin undir nokkrum af mikilvægustu valdaættum í sögu Kínverja, þar á meðal Vestur Zhou, [[Kinríkisins|Qinveldisins]], Vesturhluta [[Hanveldið|Hanveldsins]], Suiveldisins, og loks [[Tangveldið|Tangveldisins]]. Eftir fall Tangveldisins hnignaði borgin þótt hún héldi stöðu sinni sem borg viðskipta í Mið-Asíu. Á valdatíma [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) fékk borgin núverandi heiti, Xian (sem þýðir „Vestur friður“). Borgin náði sér fyrst á strik aftur á 20. öld.
[[Mynd:XiAn_CityWall_DiLou.jpg|thumb|alt=Mynd sem sýnir hinn 11 km langa borgarmúr með 4 hliðum í miðborg Xian sem byggður var af Hongwu 1. keisara Mingveldisins á 14. öld.|11 km langur borgarmúr í miðborg Xian var byggður af Hongwu 1. keisara [[Mingveldið|Mingveldisins]] á 14. öld.]]
[[Mynd:Bell_tower_xi'an_2013.JPG|thumb|alt=Mynd sem sýnir bjölluturninn í Xian borg, sem byggður var árið 1384 á tímum Mingveldisins.|Bjölluturninn í Xian borg, byggður árið 1384 á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]]]]
[[Mynd:Xian_guerreros_terracota_general.JPG|thumb|alt=Mynd sem sýnir hinn fræga „Leirher“, sem fylgdi fyrsta keisara Kína, Qin Shi Huang, í grafhýsi hans sem staðsett er rétt austan við Xian.|Hinn fræga [[Leirherinn|„Leirher“]], sem fylgdi 1. keisara Kína, [[Qin Shi Huang]], í grafhýsi hans rétt austan við Xian.]]
[[Mynd:Calligrapher_in_Xi%27an,_May,_2018.jpg|thumb|alt=Mynd sem sýnir skrautritara í Xian borg munda pensilinn.|Skrautritari í Xian borg mundar pensilinn]]
[[Mynd:XiAn_International_Airport.JPG|thumb|alt=Mynd sem sýnir farþegarmóttöku Xian Xianyang alþjóðaflugvallarins.|[[Xian Xianyang alþjóðaflugvöllurinn]]]]
== Saga ==
Þéttbýlismyndun á sér langa sögu á því sem svæði sem Xian er í dag. Byggð frá [[Nýsteinöld|nýsteinöld]] uppgötvaðist árið 1953 í austurjaðri borgarinnar. Þar eru minjar nokkurra vel skipulagðra steinsteyptra bygginga í þorpi sem fengið hefur nafnið Banpo. Þær eru taldar vera um 6.500 ára gamlar.
Xian varð menningarleg og pólitísk miðstöð Kína á 11. öld f.Kr. með stofnun Zhou veldisins. Höfuðborg þess var suðvestur af Xian nútímans í tveimur byggðunum, Fengjing og Haojing, sem saman voru þekktar sem Fenghao.
Þegar [[Kinríkisins|Qinveldið]] (221–206 f.Kr.) sameinaði loks Kína varð höfuðborg þess Xianyang, staðsett rétt norðvestur af Xian nútímans. Fyrsti keisari Kína, [[Qin Shi Huang]], fyrirskipaði byggingu eigin grafhýsis og hins fræga [[Leirherinn|leirhers]] rétt austan við Xian. Þar voru grafnar á áttunda þúsund leirstyttur í líkamsstærð, hermenn, hestar og vagnar, ætlaðar til verndar hin óttaslegna keisara eftir dauðann. Leirherinn er nú á [[Heimsminjaskrá UNESCO]].
Árið 202 f.Kr. stofnaði Liu Bang, fyrsti keisari [[Hanveldið|Hanveldsins]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.), höfuðborgina Chang'an handan árinnar frá rústum höfuðborgar [[Kinríkisins|Qinveldisins]]. Chang'an borg var ein af stærstu borgum fornaldar. Tveimur öldum síðar var höfuðborgin flutt til þess sem nú er [[Henan]] hérað.
Í nokkrar aldir, á miklum óróatíma kínverskrar sögu, dalaði vægi Chang’an borgar, en hún þjónaði þó stuttlega (311–316 e.Kr.) sem höfuðborg Jinveldisins (266–420). Um tíma var Chang’an höfuðborg nokkurra smáríkja og Norður Wei ættarveldisins (534–535). Þá varð Chang’an að höfuðborg Sui veldisins (581–618).
Sem höfuðborg [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) var Chang’an borg stækkuð verulega og varð ein glæsilegasta borg heims. Eftir fall Tangveldisins og þess óróa sem fylgdi í kjölfarið, hélt borgin stöðu sinni sem borg viðskipta í Mið-Asíu.
Nýtt nafn á borginni, Xian („Vestur friður“), sem tekið var upp árið 1369 eftir að [[Mingveldið]] (1368–1644) var stofnað (en hafði flutt höfuðstaðinn til [[Nanjing]] borgar).
Upp úr 1920 varð Xian borgin mikilvæg miðstöð hugmyndafræði kommúnisma innfluttum frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
== Atvinnuvegir ==
Xian er staðsett í frjósömu dal [[Wei-fljót|Wei-fljótsins]] og í nágrenni við skjólsæla Guanzhong-sléttuna þar sem hveiti, bómull og te er ræktað. Borg er miðstöð þessa mikilvæga búskaparsvæðis.
Upp úr upp úr miðjum fimmta áratug síðustu aldar lögðu kínversk stjórnvöld mikla fjármuni til iðnaðaruppbyggingar Xian og síðan þá hefur borgin verið ein af helstu iðnborgum landsins. Þróuð hefur verið málmvinnsla, efnavinnsla, byggingartækni og vinnsla á unnum matvörum. Síðari þróun hefur beinst að uppbyggingu iðnaðar með vefnaðarvöru, raftækja og rafeindatækni. Þá hefur í borginni verið byggð rannsóknaraðstaða og framleiðsla fyrir geimiðnað Kína.
Vegna margra sögulegra minja borgarinnar og fornra rústa og grafhvelfinga í nágrenninu hefur ferðaþjónusta orðið mjög mikilvægur þáttur í borgarhagkerfinu, enda Xian einn vinsælasti ferðamannastaður Kína.
== Samgöngur ==
Staðsetning Xian í miðhluta landsins hefur gert borgina að miðstöð járnbrauta- og þjóðvega. Austur-vestur Longhai járnbrautarlínan, sem liggur í gegnum borgina, nær frá [[Bóhaíhaf|Bóhaíhafi]] og [[Gulahaf|Gulahafi]] meðfram ströndinni til [[Gansu]], [[Xinjiang]] og landa Mið-Asíu í vestri. Nýja Xian Norður járnbrautarstöðin, sem er rétt fyrir norðan borgina þjónustar [[Háhraðalest|háhraðalestir]] sem fara á allt að 350 km/klst. hraða milli Xian og [[Zhengzhou]] í [[Henan]].
Þétt þjóðveganet tengir Xian við aðrar borgir innan [[Shaanxi]], sem og borgir í nálægum héruðum, og hraðbrautir tengja Xian við aðrar stórborgir á svæðinu.
[[Xian Xianyang alþjóðaflugvöllurinn]], norðvestur af Xian, þjónustar flestar meginborgir Kína auk fjölda erlendra áfangastaða.
== Háskólar og vísindi ==
Xian er mikilvæg háskóla- og vísindaborg í Kína, sérstaklega á sviði náms og rannsókna í raunvísindum. Alls eru meira en 30 háskólar og framhaldsskólar í og við borgina. Þekktasti skólinn er Xian Jiaotong háskólinn, Norðvestur-fjöltækniháskólinn, Tækniháskóli Xian, Læknaskóli borgarinnar, Xian háskólinn í byggingarlist og tækni, og Xidian háskólinn (rafeinda- og upplýsingatækni).
== Tenglar ==
* Kínversk (og ensk) vefsíða [http://www.xa.gov.cn/ borgarstjórnar Xian] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190407005021/http://www.xa.gov.cn/ |date=2019-04-07 }}. Inniheldur ýmsar upplýsingar um héraðið t.d. fréttir, skipulag, og ferðaþjónustu.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Xian-China Encyclopaedia Britannica] um Xian borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Xi'an|mánuðurskoðað=24. janúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
qfjyh72h1w4nw8txc5692d2061lrj41
Shenyang
0
161597
1764267
1705651
2022-08-09T16:16:22Z
Dagvidur
4656
Bætti við korti/mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Beiling_Park_Zhao_Mausoleum_(Qing_dynasty)_drone_view_7.jpg|thumb|Frá Beiling garði í Shenyang borg.]]
[[File:Shenyang-location-MAP-in-Liaoning-Province-China.jpg|thumb|right|Staðsetning Shenyang borgar í Kína.]]
'''Shenyang''' (eða '''Shen-yang ''') ''([[Kínverska|kínverska:]] ''沈 阳''; [[Pinyin|rómönskun:]] Shěnyáng)'' er höfuðborg [[Liaoning]] [[Héruð Kína|héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er byggð á flatri láglendissléttu í mið-norðurhluta Liaoning héraðs, við rætur [[Changbai-fjöll|Changbai-fjalla]] og í jaðri hinnar víðáttumiklu Mansjúríu-sléttu. Shenyang er miðstöð viðskipta og verslunar, samgangna, mennta og menningar í Norðaustur Kína. Hún er ein mesta iðnaðarborg Kína. Árið 2017 bjuggu í borginni um 8,3 milljón íbúar. Borgin var áður þekkt undir heitinu Fengtian (eða Manchu, Mukden).
[[Mynd:Mukden_Palace_in_Shenyang.jpg|alt=Mynd af Mansjú höll í Shenyang borg í Liaoning héraði í Kína.|thumb|Mansjú höll í Shenyang borg.]]
[[Mynd:BeilingTripleDecker.jpg|alt=Mynd af Zhao grafhýsinu í Shenyang borg. Það er nú á Heimsminjaskrá UNESCO.|thumb|Zhao grafhýsið í Shenyang borg er á Heimsminjaskrá UNESCO.]]
Saga Shenyang borgar verður rakin í meira en 2.000 ár. Mansjú þjóðin lagði undir sig borgina á 17. öld og notaði hana stuttlega sem höfuðborg [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] eða Mansjúveldisins. Tími Tjingveldisins (1636 - 1912) er farsælasta tímabil borgarinnar enda átti keisarafjölskyldan ættir að til [[Mansjúría|Mansjúríu]] þar sem borgin er. Í borginni eru margir sögulegir staðir sem vísa til þessa tíma: Keisarahöllin í Shenyang, fyrrum konungsbústaðir, keisaragrafir, hof og pagóður.
Að sama skapi varð borgin vitni að myrkrum tíma í sögu Kína í [[Stríð Rússlands og Japans|stríði Rússlands og Japanska keisaradæmisins]] 1904–05, sem var í Shenyang (þá Mukden) og færði Japan ítök í Mansjúríu. [[Japanska keisaradæmið|Japan]] tók yfir borgina 1931. Þegar þeir gáfust uppgjöf árið 1945 var Shenyang áfram vígi lýðveldishersins en kommúnistar náðu borginni árið 1948.
== Staðsetning ==
[[Mynd:Shenyang-Fushun_urban_agglomeration,_LandSat-5,_2010-09-29.jpg|alt=Gervihnattamynd tekin 2010 af þéttbýli Shenyang borg og nágrenni.|thumb|Þéttbýli Shenyang borgar og nágrenni.]]
[[Mynd:Shenyang_Location_in_China.png|alt=Landakort sem sýnir legu Shenyang borgar í Liaoning héraði í norðausturhluta Kína.|thumb|Kort sem sýnir legu ''' Shenyang borgar''' (merkt dökkrautt) í Liaoning héraði í norðurausturhluta Kína.]]
Shenyang borg er staðsett í mið-norðurhluta Liaoning héraðs og er fjölmennasta borg í Norðaustur Kína (sem áður hét [[Mansjúría]]). Borgin er staðsett í suðurhluta hinna víðáttumiklu Norðaustur-sléttu (Mansjúríu-sléttuna) norðan við [[Hun-fljót]], sem er stærsta þverá [[Liao-fljóts]]. Borgin er byggð á flatri láglendissléttu, þar sem land rís til austurs í átt að skógi vöxnum hlíðum [[Changbai-fjöll|Changbai-fjalla]].
== Saga ==
Saga Shenyang borgar verður rakin í meira en 2.000 ár. Frá tímum [[Hanveldið|Hanveldisins]] (206 f.Kr. – 220 e.Kr.) hefur vatnasvæðið við [[Liao fljót]] verið byggt af innflytjendum Han-kínverja frá héruðunum [[Hebei]] og [[Shandong]]. Á Vestur Han tímabilinu var á svæðinu sett upp fylki að nafni Houcheng sem nú er Shenyang borg. Aðrir hlutar [[Mansjúría|Mansjúríu]] voru lengi undir stjórn ýmissa hirðingjaflokka og ættbálka, þar sem Mansjú þjóðin var fyrirferðamest.
Á 10. öld var Shenyang, þá undir nafninu Shenzhou, orðin að landamærastöð Khitan-ríkis, sem varð að Liao-veldinu (907–1125). Suðurhluti Mansjúríu var sigraður af Jin þjóðum 1122–1123 og öld síðar af Mongólum, sem um 1280 höfðu lokið landvinningum sínum um allt Kína og stofnað [[Júanveldið]] (1206–1368). Mongólar gáfu borginni nafnið Shenyang. [[Mingveldið]] hrakti síðan Mongóla burt af svæðinu árið 1368.
Mansjú þjóðin lagði undir sig borgina á 17. öld. Þeir kölluðu borgina Mukden (sem á mansjú máli þýðir „Stórkostlegt stórborg“). Hún varð stuttlega höfuðborg Mansjúveldisins eða [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] en þegar Mansjú keisaraveldið leysti [[Mingveldið]] af hólmi og stofnaði [[Tjingveldið]] (1644–1912), gerðu þeir fyrrum höfuðborgar Mingveldisins í [[Beijing]] að höfuðstað.
Tími Tjingveldisins (1636 - 1912) er farsælasta tímabil borgarinnar enda átti keisarafjölskyldan ættir að til [[Mansjúría|Mansjúríu]] þar sem borgin er. Mukden borg (nú Shenyang) hélt mikilvægi sínu sem eldri höfuðborg hins ríkjandi ættarveldis. Þar voru keisaragrafir, fyrrum keisarahöll og aðrir konungsbústaðir, hof og pagóður. Í borginni eru í dag margir sögulegir staðir sem vísa til þessa tíma og með þekktustu minnisvörðum Kína. Grafhýsi í borginni frá tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] eru nú á heimsminjaskrá UNESCO.
Borgin óx jafnt og þétt, sérstaklega á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld. Tvennt þrýsti á breytingar í borginni og í Liaoning héraði. Annars vegar voru afskipti erlendra aðila - rússneskra og síðar japanskra. Hins vegar var stóraukinn fjöldi kínverskra innflytjenda. Þetta leiddi af sér mikinn hagvöxt. Á fyrri hluta 20. aldar fjölgaði íbúum héraðsins gríðarlega.
[[Mynd:Bataille_de_Moukden.jpg|alt=Um 610.000 hermenn tóku þátt í stríðinu við Moukden (nú Shenyang) 1905. Um 164.000 féllu.|thumb|Frá stríðinu við Moukden borg (nú Shenyang) 1905.]]
Rússar byggðu á árunum 1896 til 1903 Suður- Mansjúríu járnbrautina sem tengdist borgum nálægra héraða, sem og Trans-Síberíu lestarkerfinu. Rússland og Japan kepptust um yfirráð í Mansjúríu eftir 1895 og varð Mukden borg (Shenyang) óhjákvæmilega einn af lykilstöðum enda borgin orðin rússneskt vígi. [[Stríð Rússlands og Japans|stríð Rússlands og Japanska keisaradæmisins]] 1904–05, sem var háð í Mukden (Shenyang) færði Japan síðan ítök í Mansjúríu.
[[Mynd:Jĭuyībā_Lìshĭ_Bówùguăn九・一八歴史博物館106997.JPG|alt=Mynd af minnisvarða um átökin 1931 þegar Japan hertók borgina.|thumb|Minnisvarði um átökin 1931 þegar Japan hertók Shenyang borg.]]
Snemma á 20. áratugnum tók kínverski stríðsherrann Zhang Zuolin, skjólstæðingur Japana og með aðsetur í Mukden borg, þátt með öðrum stríðsherrum í baráttunni um stjórnun Beijing. Hann var síðar yfirbugaður af her Lýðveldishernum. Japan hertóku borgina árið 1931 og breyttu nafni borgarinnar í Fengtian. Þegar þeir gáfust uppgjöf árið 1945 var borgin vígi Lýðveldishersins þar til kommúnistar náðu henni árið 1948. Shenyang varð þá grunnur að frekari landvinningum kommúnista á öllu meginlandi Kína.
== Stjórnsýsla ==
Stjórnsýslusvæði borgarinnar nær til tíu borgarsvæða, fylkisborgarinnar Xinmin og tveggja sýslna: Kangping og Faku.
Shenyang er einnig aðalborg í einni helstu borgarþyrpinga Kína, eða á svokölluðu „Stór-Shenyang borgarsvæði“, sem eru borgir staðsettar í mið-suðurhluta Liaoning héraðs. Íbúar þar eru um 27 milljónir. Til þyrpingarinnar teljast borgirnar Shenyang, Dalian, Benxi, Liaoyang, Anshan, Yingkou, Pulandian, og Gaizhou.
==Efnahagur ==
[[Mynd:Zhongjie_drone_view_8.jpg|alt=Mynd af göngugötu í Zhongjie í Shenyang borg.|thumb|Göngugata í Zhongjie,
Shenyang borg.]]
Shenyang er ein mesta iðnaðarborg Kína. Stóriðja hefur byggst þar upp allt frá þriðja áratug síðustu aldar. Borgin gegnir mikilvægu hlutverki í áætlun kínverskra yfirvalda um endurreisn norðaustursvæðis. Borgin hefur verið að auka fjölbreytni í iðnaði og auka hlut sinn í þjónustugeirann. Vaxandi atvinnugreinar borgarinnar eru í hugbúnaði, bifreiðframleiðslu og framleiðslu raftækja.
Meginframleiðsla í borginni eru vélar og tilbúnir málmar. Framleiddar eru margvíslegar vélar, vírar og kaplar, sement, margskonar efnaframleiðsla, tilbúinn áburður og lyf. Bræðsla málma, kopars, sinks, blýs og mangan er einnig umfangsmikil í borginni. Þá er ótaldar mjölverksmiðjur, pappírsverksmiðjur, sápu- og leðurverksmiðjur, textílverksmiðjur og glerframleiðsla.
== Vísindi og rannsóknir ==
Shenyang hefur lengi starfað sem mennta- og menningarmiðstöð Norðaustur Kína. Borgin hýsir meira en 20 háskóla og framhaldsskóla, þar á meðal hinn virta Liaoning-háskóla, Tækniháskóla Norðaustur-Kína, Norðaustur Verkfræðiskólann, Norðaustur fjármála og hagfræðistofnunina, og tvo læknisháskóla.
Með tugir vísindarannsóknarstofnana í borginni er Shenyang einnig stórborg á sviði vísinda.
== Samgöngur ==
[[Mynd:CRH5-001A_in_Beijing_Railway_Station_20090728.jpg|alt=Mynd af háhraðalest Beijing–Shenyang línunnar.|thumb|Háhraðalest Beijing–Shenyang línunnar.]]
[[Mynd:Shenyang_Metro_Zhongjie_Station.jpg|alt=Mynd af snarlestarstöð í Shenyang borg.|thumb|Snarlestarstöð í Shenyang borg.]]
Samhliða nálægum borgum þjónar Shenyang sem flutnings- og viðskiptamiðstöð Norðaustur Kína við nágrannaríkin, einkum Japan, Rússland og Kóreu. Borginni er ein af leiðandi járnbrautarmiðstöðvum Kína. Hún hefur tvær lestarstöðvar og er tengd mjög öflugu lestarneti, meðal annar við nokkrar línur [[Háhraðalest|háhraðalesta]] til stærri borga Kína. Innan borgarinnar er nýbyggt marglínu [[Snarlest|snarlestakerfi]].
Við borgina er öflugt vegakerfi með 6 hringvegum um borgina og hraðbrautum til nágrannaborga og héraða
[[Shenyang Taoxian alþjóðaflugvöllurinn]] sem er um 20 km suður af borginni, var opnaður árið 1989: Hann er einn af fjölfarnari flugvöllum Kína. Árið 2018 fóru um völlinn um 19 miljónir farþega.
== Tenglar ==
* Ensk vefsíða [http://english.shenyang.gov.cn/ borgarstjórnar Shenyang] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20170914200314/http://english.shenyang.gov.cn/ |date=2017-09-14 }}.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Shenyang Encyclopaedia Britannica] um Shenyang.
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/liaoning/shenyang/ um Shenyang borg.]. Ferðahandbók fyrir borgina: Almennar upplýsingar, samgöngur, helstu ferðamannastaði, veður o.fl.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Shenyang|mánuðurskoðað=27. janúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
dpxz7kr16av6li3gqs3o5m39ludvl1c
1764268
1764267
2022-08-09T16:17:16Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Beiling_Park_Zhao_Mausoleum_(Qing_dynasty)_drone_view_7.jpg|thumb|450px|Frá Beiling garði í Shenyang borg.]]
[[File:Shenyang-location-MAP-in-Liaoning-Province-China.jpg|thumb|right|Staðsetning Shenyang borgar í Kína.]]
'''Shenyang''' (eða '''Shen-yang ''') ''([[Kínverska|kínverska:]] ''沈 阳''; [[Pinyin|rómönskun:]] Shěnyáng)'' er höfuðborg [[Liaoning]] [[Héruð Kína|héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er byggð á flatri láglendissléttu í mið-norðurhluta Liaoning héraðs, við rætur [[Changbai-fjöll|Changbai-fjalla]] og í jaðri hinnar víðáttumiklu Mansjúríu-sléttu. Shenyang er miðstöð viðskipta og verslunar, samgangna, mennta og menningar í Norðaustur Kína. Hún er ein mesta iðnaðarborg Kína. Árið 2017 bjuggu í borginni um 8,3 milljón íbúar. Borgin var áður þekkt undir heitinu Fengtian (eða Manchu, Mukden).
[[Mynd:Mukden_Palace_in_Shenyang.jpg|alt=Mynd af Mansjú höll í Shenyang borg í Liaoning héraði í Kína.|thumb|Mansjú höll í Shenyang borg.]]
[[Mynd:BeilingTripleDecker.jpg|alt=Mynd af Zhao grafhýsinu í Shenyang borg. Það er nú á Heimsminjaskrá UNESCO.|thumb|Zhao grafhýsið í Shenyang borg er á Heimsminjaskrá UNESCO.]]
Saga Shenyang borgar verður rakin í meira en 2.000 ár. Mansjú þjóðin lagði undir sig borgina á 17. öld og notaði hana stuttlega sem höfuðborg [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] eða Mansjúveldisins. Tími Tjingveldisins (1636 - 1912) er farsælasta tímabil borgarinnar enda átti keisarafjölskyldan ættir að til [[Mansjúría|Mansjúríu]] þar sem borgin er. Í borginni eru margir sögulegir staðir sem vísa til þessa tíma: Keisarahöllin í Shenyang, fyrrum konungsbústaðir, keisaragrafir, hof og pagóður.
Að sama skapi varð borgin vitni að myrkrum tíma í sögu Kína í [[Stríð Rússlands og Japans|stríði Rússlands og Japanska keisaradæmisins]] 1904–05, sem var í Shenyang (þá Mukden) og færði Japan ítök í Mansjúríu. [[Japanska keisaradæmið|Japan]] tók yfir borgina 1931. Þegar þeir gáfust uppgjöf árið 1945 var Shenyang áfram vígi lýðveldishersins en kommúnistar náðu borginni árið 1948.
== Staðsetning ==
[[Mynd:Shenyang-Fushun_urban_agglomeration,_LandSat-5,_2010-09-29.jpg|alt=Gervihnattamynd tekin 2010 af þéttbýli Shenyang borg og nágrenni.|thumb|Þéttbýli Shenyang borgar og nágrenni.]]
[[Mynd:Shenyang_Location_in_China.png|alt=Landakort sem sýnir legu Shenyang borgar í Liaoning héraði í norðausturhluta Kína.|thumb|Kort sem sýnir legu ''' Shenyang borgar''' (merkt dökkrautt) í Liaoning héraði í norðurausturhluta Kína.]]
Shenyang borg er staðsett í mið-norðurhluta Liaoning héraðs og er fjölmennasta borg í Norðaustur Kína (sem áður hét [[Mansjúría]]). Borgin er staðsett í suðurhluta hinna víðáttumiklu Norðaustur-sléttu (Mansjúríu-sléttuna) norðan við [[Hun-fljót]], sem er stærsta þverá [[Liao-fljóts]]. Borgin er byggð á flatri láglendissléttu, þar sem land rís til austurs í átt að skógi vöxnum hlíðum [[Changbai-fjöll|Changbai-fjalla]].
== Saga ==
Saga Shenyang borgar verður rakin í meira en 2.000 ár. Frá tímum [[Hanveldið|Hanveldisins]] (206 f.Kr. – 220 e.Kr.) hefur vatnasvæðið við [[Liao fljót]] verið byggt af innflytjendum Han-kínverja frá héruðunum [[Hebei]] og [[Shandong]]. Á Vestur Han tímabilinu var á svæðinu sett upp fylki að nafni Houcheng sem nú er Shenyang borg. Aðrir hlutar [[Mansjúría|Mansjúríu]] voru lengi undir stjórn ýmissa hirðingjaflokka og ættbálka, þar sem Mansjú þjóðin var fyrirferðamest.
Á 10. öld var Shenyang, þá undir nafninu Shenzhou, orðin að landamærastöð Khitan-ríkis, sem varð að Liao-veldinu (907–1125). Suðurhluti Mansjúríu var sigraður af Jin þjóðum 1122–1123 og öld síðar af Mongólum, sem um 1280 höfðu lokið landvinningum sínum um allt Kína og stofnað [[Júanveldið]] (1206–1368). Mongólar gáfu borginni nafnið Shenyang. [[Mingveldið]] hrakti síðan Mongóla burt af svæðinu árið 1368.
Mansjú þjóðin lagði undir sig borgina á 17. öld. Þeir kölluðu borgina Mukden (sem á mansjú máli þýðir „Stórkostlegt stórborg“). Hún varð stuttlega höfuðborg Mansjúveldisins eða [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] en þegar Mansjú keisaraveldið leysti [[Mingveldið]] af hólmi og stofnaði [[Tjingveldið]] (1644–1912), gerðu þeir fyrrum höfuðborgar Mingveldisins í [[Beijing]] að höfuðstað.
Tími Tjingveldisins (1636 - 1912) er farsælasta tímabil borgarinnar enda átti keisarafjölskyldan ættir að til [[Mansjúría|Mansjúríu]] þar sem borgin er. Mukden borg (nú Shenyang) hélt mikilvægi sínu sem eldri höfuðborg hins ríkjandi ættarveldis. Þar voru keisaragrafir, fyrrum keisarahöll og aðrir konungsbústaðir, hof og pagóður. Í borginni eru í dag margir sögulegir staðir sem vísa til þessa tíma og með þekktustu minnisvörðum Kína. Grafhýsi í borginni frá tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] eru nú á heimsminjaskrá UNESCO.
Borgin óx jafnt og þétt, sérstaklega á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld. Tvennt þrýsti á breytingar í borginni og í Liaoning héraði. Annars vegar voru afskipti erlendra aðila - rússneskra og síðar japanskra. Hins vegar var stóraukinn fjöldi kínverskra innflytjenda. Þetta leiddi af sér mikinn hagvöxt. Á fyrri hluta 20. aldar fjölgaði íbúum héraðsins gríðarlega.
[[Mynd:Bataille_de_Moukden.jpg|alt=Um 610.000 hermenn tóku þátt í stríðinu við Moukden (nú Shenyang) 1905. Um 164.000 féllu.|thumb|Frá stríðinu við Moukden borg (nú Shenyang) 1905.]]
Rússar byggðu á árunum 1896 til 1903 Suður- Mansjúríu járnbrautina sem tengdist borgum nálægra héraða, sem og Trans-Síberíu lestarkerfinu. Rússland og Japan kepptust um yfirráð í Mansjúríu eftir 1895 og varð Mukden borg (Shenyang) óhjákvæmilega einn af lykilstöðum enda borgin orðin rússneskt vígi. [[Stríð Rússlands og Japans|stríð Rússlands og Japanska keisaradæmisins]] 1904–05, sem var háð í Mukden (Shenyang) færði Japan síðan ítök í Mansjúríu.
[[Mynd:Jĭuyībā_Lìshĭ_Bówùguăn九・一八歴史博物館106997.JPG|alt=Mynd af minnisvarða um átökin 1931 þegar Japan hertók borgina.|thumb|Minnisvarði um átökin 1931 þegar Japan hertók Shenyang borg.]]
Snemma á 20. áratugnum tók kínverski stríðsherrann Zhang Zuolin, skjólstæðingur Japana og með aðsetur í Mukden borg, þátt með öðrum stríðsherrum í baráttunni um stjórnun Beijing. Hann var síðar yfirbugaður af her Lýðveldishernum. Japan hertóku borgina árið 1931 og breyttu nafni borgarinnar í Fengtian. Þegar þeir gáfust uppgjöf árið 1945 var borgin vígi Lýðveldishersins þar til kommúnistar náðu henni árið 1948. Shenyang varð þá grunnur að frekari landvinningum kommúnista á öllu meginlandi Kína.
== Stjórnsýsla ==
Stjórnsýslusvæði borgarinnar nær til tíu borgarsvæða, fylkisborgarinnar Xinmin og tveggja sýslna: Kangping og Faku.
Shenyang er einnig aðalborg í einni helstu borgarþyrpinga Kína, eða á svokölluðu „Stór-Shenyang borgarsvæði“, sem eru borgir staðsettar í mið-suðurhluta Liaoning héraðs. Íbúar þar eru um 27 milljónir. Til þyrpingarinnar teljast borgirnar Shenyang, Dalian, Benxi, Liaoyang, Anshan, Yingkou, Pulandian, og Gaizhou.
==Efnahagur ==
[[Mynd:Zhongjie_drone_view_8.jpg|alt=Mynd af göngugötu í Zhongjie í Shenyang borg.|thumb|Göngugata í Zhongjie,
Shenyang borg.]]
Shenyang er ein mesta iðnaðarborg Kína. Stóriðja hefur byggst þar upp allt frá þriðja áratug síðustu aldar. Borgin gegnir mikilvægu hlutverki í áætlun kínverskra yfirvalda um endurreisn norðaustursvæðis. Borgin hefur verið að auka fjölbreytni í iðnaði og auka hlut sinn í þjónustugeirann. Vaxandi atvinnugreinar borgarinnar eru í hugbúnaði, bifreiðframleiðslu og framleiðslu raftækja.
Meginframleiðsla í borginni eru vélar og tilbúnir málmar. Framleiddar eru margvíslegar vélar, vírar og kaplar, sement, margskonar efnaframleiðsla, tilbúinn áburður og lyf. Bræðsla málma, kopars, sinks, blýs og mangan er einnig umfangsmikil í borginni. Þá er ótaldar mjölverksmiðjur, pappírsverksmiðjur, sápu- og leðurverksmiðjur, textílverksmiðjur og glerframleiðsla.
== Vísindi og rannsóknir ==
Shenyang hefur lengi starfað sem mennta- og menningarmiðstöð Norðaustur Kína. Borgin hýsir meira en 20 háskóla og framhaldsskóla, þar á meðal hinn virta Liaoning-háskóla, Tækniháskóla Norðaustur-Kína, Norðaustur Verkfræðiskólann, Norðaustur fjármála og hagfræðistofnunina, og tvo læknisháskóla.
Með tugir vísindarannsóknarstofnana í borginni er Shenyang einnig stórborg á sviði vísinda.
== Samgöngur ==
[[Mynd:CRH5-001A_in_Beijing_Railway_Station_20090728.jpg|alt=Mynd af háhraðalest Beijing–Shenyang línunnar.|thumb|Háhraðalest Beijing–Shenyang línunnar.]]
[[Mynd:Shenyang_Metro_Zhongjie_Station.jpg|alt=Mynd af snarlestarstöð í Shenyang borg.|thumb|Snarlestarstöð í Shenyang borg.]]
Samhliða nálægum borgum þjónar Shenyang sem flutnings- og viðskiptamiðstöð Norðaustur Kína við nágrannaríkin, einkum Japan, Rússland og Kóreu. Borginni er ein af leiðandi járnbrautarmiðstöðvum Kína. Hún hefur tvær lestarstöðvar og er tengd mjög öflugu lestarneti, meðal annar við nokkrar línur [[Háhraðalest|háhraðalesta]] til stærri borga Kína. Innan borgarinnar er nýbyggt marglínu [[Snarlest|snarlestakerfi]].
Við borgina er öflugt vegakerfi með 6 hringvegum um borgina og hraðbrautum til nágrannaborga og héraða
[[Shenyang Taoxian alþjóðaflugvöllurinn]] sem er um 20 km suður af borginni, var opnaður árið 1989: Hann er einn af fjölfarnari flugvöllum Kína. Árið 2018 fóru um völlinn um 19 miljónir farþega.
== Tenglar ==
* Ensk vefsíða [http://english.shenyang.gov.cn/ borgarstjórnar Shenyang] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20170914200314/http://english.shenyang.gov.cn/ |date=2017-09-14 }}.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Shenyang Encyclopaedia Britannica] um Shenyang.
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/liaoning/shenyang/ um Shenyang borg.]. Ferðahandbók fyrir borgina: Almennar upplýsingar, samgöngur, helstu ferðamannastaði, veður o.fl.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Shenyang|mánuðurskoðað=27. janúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
edq05sjmvfx257d1ma0ywr5cmnv2dc3
Changchun
0
161636
1764275
1764061
2022-08-09T16:41:31Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Changchun_skyline_with_Ji_Tower_-_panoramio.jpg|alt=Mynd frá Changchun borg í Jilin héraði í Kína.|thumb|450px|Frá '''Changchun borg''' í Jili héraði í Norðaustur Kína.]]
[[File:Changchun-location-MAP-in-Jilin-Province-in-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Changchun borgar í Jilin héraði í Kína.|Staðsetning Changchun borgar í Jilin héraði í Kína.]]
'''Changchun''' ''([[Kínverska|kínverska:]] ''长春''; [[Pinyin|rómönskun:]] Chángchūn)'' er höfuðborg [[Jilin]] [[Héruð Kína|héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er staðsett á miðri Norðaustur Kína sléttunni (Mansjúríusléttunni). Changchun er miðstöð stjórnmála, mennta og menningar héraðsins. Borgin mikil iðnaðarborg og er hún leiðandi í bifreiðaframleiðslu Kína og rannsóknum þeim tengdum. Borgin er einnig þekkt í Kína fyrir kvikmyndagerð. Íbúar voru árið 2018 um 8.5 milljónir.
Nafn borgarinnar, „hið langa vor“ á kínversku, felur í sér merkingu blessunar og vegsemdar. En borgin hefur þó orðið vitni að erfiðri sögu Kína. Við hertöku Japana á Mansjúríu árið 1932 stofnuðu þeir leppríkið [[Mandsjúkó]] í Norðaustur Kína, og byggðu upp Changchun (endurskýrð Hsinking) sem höfuðborg. Hún var síðan stórskemmd og rænd af sovéskum herafla á síðustu dögum seinni heimstyrjaldar og síðan í átökum kínverskra kommúnista og þjóðernissinna. Eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína árið 1949 var Changchun stofnað sem héraðshöfuðborg Jilin árið 1954.
== Staðsetning ==
[[Mynd:Changchun_Cultural_Square.JPG|alt=Mynd af Menningartorginu í Changchun borg.|thumb|Menningartorgið í Changchun borg.]]
Borgin er staðsett í miðri Norðaustur Kína sléttunni (Mansjúríusléttunni). Borgin sem nær yfir 20.571 ferkílómetra, er í 250 til 350 metrum yfir sjávarmáli. Austurhluti hennar nær til lágs fjallasvæðis. Hún er staðsett nálægt [[Songyuan]] borg í norðvestri, [[Siping]] borg í suðvestri, [[Jilin]] borg í suðaustri og [[Harbin]] í [[Heilongjiang]] héraði í norðaustri.
Changchun er önnur stærsta borg í Norðaustur-Kína.
== Saga ==
[[Mynd:The_Puppet_Manchukuo_government's_State_Department_伪满洲国务院.jpg|alt=Mynd af utanríkisráðuneyti japanska leppríkisins Mandsjúkó.|thumb|Utanríkisráðuneyti japanska leppríkisins [[Mandsjúkó]]]]
[[Mynd:Changchun_Railway_STation.jpg|alt=Mynd af lestarstöðinni í Changchun borg í Jilin héraði í Kína.|thumb|Lestarstöðin í Changchun borg.]]
Borgarlandið var upphaflega beitarland mongólskrar herdeilda. Árið 1796 heimilaði [[Tjingveldið]] að opna fyrir landnámi smábænda frá héruðunum [[Shandong]] og [[Hebei]]. Árið 1800 var sveitarfélagið Changchun stofnað en var stjórnað frá Jilin borg. Nýtt vaxtarskeið hófst með því lagningu járnbrauta í Mansjúríu um 1901. Að loknu kínverska-japanska stríðinu 1894–95 var hluti járnbrautarinnar suður af Changchun borg færður undir stjórn Japana.
Við hertöku Japana á Mansjúríu árið 1932 stofnuðu þeir leppríkið [[Mandsjúkó]] og settu [[Puyi]] fyrrum keisara [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] yfir. Japanir gáfu Changchun nýtt nafn, Hsinking („ný höfuðborg“), og var hún höfuðborg Mandsjúkó.
Byggð var rúmgóð borg með breiðum götum og mörgum opnum rýmum og þjóðarháskóli var stofnaður árið 1938. Xinjing borg var hönnuð til að vera stjórnsýslulegur, menningarlegur og pólitískur höfuðborg en beina átti iðnaðarþróun til [[Harbin]], [[Jilin]], [[Mukden]] og [[Dandong]]. Borgin óx engu að síður á miklum hraða.
Changchun fór illa í lok síðari heimsstyrjaldar. Borgin var hernumin, stórskemmd og rænd af [[Sovétríkin|sovéskum herafla]] á síðustu dögum stríðsins. Eftir að hann yfirgaf borgina 1946 var hún í nokkrar vikur hernumin af her kínverskra kommúnista; sem voru síðan yfirbugaðir af her þjóðernissinna. Síðar 1946 voru japanskir íbúar borgarinnar fluttir heim. Þótt þjóðernissinnar stjórnuðu borginni réðu kommúnistar yfirráðum í dreifbýlinu í kring. Árið 1948 tóku kommúnistaflokkar aftur Changchun.
Borgin tók miklum breytingum undir stjórn kommúnista sem ákváðu að þar yrði ein helsta miðstöð iðnaðaruppbyggingar Norðaustur-Kína. Iðnaður hafði verið fremur takmarkaður en nú varð Changchun að stóriðjuborg tengd með járnbrautum við Shenyang, Qiqihar, Harbin og Jilin.
Eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína árið 1949 var Changchun formlega héraðshöfuðborg Jilin árið 1954.
== Efnahagur ==
[[Mynd:China_Jilin_Changchun.svg|alt=Landakort sem sýnir legu Changchun borgar í Jilin héraði í norðausturhluta Kína.|thumb|Kort af legu '''Changchun borg''' (merkt dökkrauð) í Jilin héraði í norðausturhluta Kína.]]
[[Mynd:YK4-600.jpg|alt=Mynd af léttlest í Changchun borg.|thumb|[[Léttlest]] í Changchun.]]
[[Mynd:2002年_地质宫广场喷泉_-_panoramio.jpg|alt=Mynd af mannlífi í Changchun borg.|thumb|Mannlíf í Changchun borg.]]
Changchun er mikil iðnaðarborg. Hún er þekkt sem meginborg bifreiðaframleiðslu í Kína. Þar eru framleiddir auk fólksbifreiða, ýmiskonar vörubílar, rútur, dráttarvélar, dekk og íhlutir. Aðrar verksmiðjur framleiða járnbrautir.
Aðrar helstu atvinnugreinar borgarinnar eru ýmis konar vélaframleiðslu og tækjagerð. Þá er þar öflugur efnaiðnaður, lyfja- og líftækni, vinnsla landbúnaðarafurða, framleiðsla ljósmyndatækja, raftækja, og byggingarefna og orkuiðnaður.
Í Changchun er umfangsmikil kvikmyndaframleiðslufyrirtæki. Borgin var ein fyrsta kínverska borgin til að fá aðgang að, talsetja og framleiða kvikmyndir. Kvikmyndahátíð haldin annað hvert ár, er kennd við borgina. Hún er alþjóðleg en veitir að því er virðist, aðallega verðlaun til kínverskra kvikmynda og annarra frá Austur Asíu.
== Menntir og vísindi ==
[[Mynd:吉林大学中心校区体育场西侧路2011.jpg|alt=Mynd af háskólasvæði Jilin háskólans í Changchun borg.|thumb|Háskólasvæði Jilin háskólans.]]
[[Mynd:伊通河_yi_tong_he_-_panoramio_(2).jpg|alt=Mynd af ánni Yitong í Changchun borg.|thumb|Við Yitong á í Changchun.]]
Changchun er helsta menningar- og fræðslumiðstöð Jilin héraðs. Í borginni eru nokkrir háskólar, einkum Jilin háskólinn (um 76.000 nemendur árið 2019) og Norðaustur kennaraháskólinn (um 22.000 nemendur), sem báðir njóta virðingar og teljast til lykilháskóla Kína.
Aðrar menntastofnanir eru iðnaðar- og landbúnaðarskólar svo og ýmsir tækniháskólar. Í borginni er Háskóli kínverska flughersins.
Changchun er borg rannsókna og vísinda. Kínverska vísindaakademían hefur útibú í borginni. Borgin er leiðandi í kínverskri bifreiðaframleiðslu og rannsóknum þeim tengdum. Í borginni eru meira en eitt hundrað einkareknar vísinda- og tæknirannsóknarstofnanir og um 100 vísindarannsóknarstofnanir í eigu ríkisins; og um 340 þúsund sérfræðingar á mismunandi sviðum.
== Tenglar ==
* Ensk vefsíða [http://en.changchun.gov.cn/ borgarstjórnar Changchun]. Gefur gott yfirlit yfir skipulag borgarinnar, sögu, fréttir og margt fleira.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Changchun Encyclopaedia Britannica] um Changchun.
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jilin/changchun/ um Changchun borg.]. Ferðahandbók fyrir borgina: Almennar upplýsingar, samgöngur, helstu ferðamannastaði, veður o.fl.
* Vefsíða [https://www.chinaccff.com/ alþjóðlegu Changchun kvikmyndahátíðarinnar] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20201231195709/https://www.chinaccff.com/ |date=2020-12-31 }} (CIFF) sem haldin annað hvert ár.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Changchun|mánuðurskoðað=29. janúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
5dzw7f5oodd5uqslqyay9rr1d2o68b1
Nanchang
0
161662
1764296
1764020
2022-08-09T17:27:14Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:赣江,南昌_NanChang,_JiangXi_Province_22-04-12_-_panoramio.jpg|alt=Mynd sem Ganfljót, samgönguæð Nanchang borgar í aldir.|thumb|450px|Ganfljót, samgönguæð Nanchang borgar í aldir.]]
[[Mynd:Nanchang-location-MAP-in-Jiangxi-Region-China.jpg|alt=Landakort sem sýnir legu Nanchang borgar í Jiangxi héraði í austurhluta Kína.|thumb|Kort af legu ''' Nanchang borgar''' í Jiangxi héraði í austurhluta Kína.]]
'''Nanchang''' ''([[Kínverska|kínverska:]] ''南昌''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánchāng)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Jiangxi]] [[Héruð Kína|héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er staðsett í suðausturhluta Kína, um 130 km suður af [[Jangtse]] fljóti og er á hægri bakka Ganfljóts. Hún er miðstöð stjórnmála, mennta og menningar Jiangxi héraðs og mikil iðnaðar-og verslunarborg. Nafn borgarinnar þýðir „velmegun suðursins“. Borgin hefur sterk tengsl við sögu kínverskra kommúnista. Þar heyrðust „fyrstu skot byltingarinnar“; í uppreisn kommúnista árið 1927. Íbúar voru árið 2018 um 5.5 milljónir.
[[Mynd:Bayi_Square.jpg|alt=Mynd sem sýnir Bayi torg Nanchang borgar í Jiangxi héraði í Kína.|thumb|Frá Bayi torgi í Nanchang.]]
== Staðsetning ==
[[Mynd:Nanchang_115.88291E_28.68336N.jpg|alt=Gervihnattamynd af Nanchang borg við Ganfljót.|thumb|Gervihnattamynd af Nanchang borg við Ganfljót.]]
[[Mynd:Way_To_The_City_Architectureofchina_(244436463).jpeg|alt=Mynd sem sýnir gamla og nýja tíma borgarinnar mætast á Ganfljóti.|thumb|Gamall og nýr tími borgarinnar mætast á Ganfljóti.]]
Nanchang er staðsett í norður-miðhluta Jiangxi héraðs, um 130 kílómetra suður af [[Jangtse]] fljóti og er á hægri bakka Ganfljóts, rétt undir ármótum þess við Jin á. Hún er í baklandi sléttunnar við Poyang vatn sem afmarkar hana í austri en af Jiuling fjöllum í vestri. Í suðri eru héruðin [[Guangdong]], [[Fujian]] og [[Jiangsu]], en [[Zhejiang]] og [[Hubei]] í norðri.
Staðsetning borgarinnar er afar mikilvæg fyrir tengingar við gróskumikil svæði Austur- og Suður-Kína. Því hefur borgin orðið ein megin járnbrautarmiðstöð Suður-Kína síðustu áratugi.
== Saga ==
[[Mynd:Pavilion_of_Prince_Teng,_Nanchang,_Jiangxi,_China,_in_the_snow_-_20080202.jpg|alt=Mynd sem sýnir Skála Teng prins sem byggður árið 653 á tímum Tangveldisins. Hann hefur verið margoft verið endurbyggður.|thumb|Skáli Teng prins, byggður 653 á tímum Tangveldisins en oft endurbyggður.]]
[[Mynd:南昌胜利路.JPG|alt=Mynd sem sýnir umferð og mannlíf í Shengli-stræti í miðborg Nanchang.|thumb|Frá Shengli-stræti í miðborg Nanchang.]]
Fyrstu borgarmúrar Nanchang voru reistir við stofnun þess sem sýslu árið 201 f.Kr. Þar varð að héraðsmiðstöð Jiangxi árið 763. Mikil fólksfjölgun var í héraðinu næstu aldir. Á 12. öld var það orðið fjölmennasta hérað Kína.
Á miklum umrótstíma og átakatíma í sögu Kína sem kenndur er við „fimm ættarveldi og tíu konunga“ (907–979) varð Nanchang æðsta hérað og höfuðborg Suður Tang veldisins (937–975 / 976), sem voru leifar af fyrrum [[Tangveldið|Tangveldisins]]. En eftir farsæla landvinningu [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) árið 981 var borgin nefnd Hongzhou. Árið 1164 fékk borgin nafnið Longxing, sem hélst til 1363.
Við lok hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldis]] (1279–1368) varð borgin að vígvöllur milli Zhu Yuanzhang (síðar Hongwu keisari) og stofanda [[Mingveldið|Mingveldisins]] ( 1368–1644) og stríðsherrans, Chen Youliang. Í byrjun 16. aldar varð borgin sá valdagrunnur sem prins Ning (Zhu Chenhao), sá fimmti í ættarröð keisarafjölskyldunnar, byggði á misheppnaða uppreisn gegn Zhengde keisara Mingveldisins.
Um miðja 19. öld varð borgin fyrir miklum skakkaföllum í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] í hinni mannskæðu borgarastyrjöld sem stóð yfir í Kína á árunum frá 1850 til 1864. Á síðari hluta 19. aldar dró einnig úr vægi borgarinnar sem verslunarmiðstöðvar þegar gufuskip leystu landleiðina til Guangzhou af hólmi.
Enn varð Nanchang borg staður átaka. Árið 1927 skipulögðu [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverskir kommúnistar]] uppreisn í borginni. Hún hefur því sterk tengsl við sögu kínverskra kommúnista. Í uppreisninni heyrðust „fyrstu skot byltingarinnar“ og þrátt fyrir ósigur var þar lagður grunnur að skipulagi og herafla þess sem síðar varð að Frelsisher alþýðunnar.
Fyrir árið 1949 var Nanchang með sína 275.000 íbúa í meginatriðum stjórnunar- og verslunarborg en iðnaður var lítt þróaður fyrir utan matvælavinnslu landbúnaðarafurða Jiangxi héraðs. Það tók þó fljótt miklum breytingum og er borgin iðnvædd stórborg. Uppbygging samgöngukerfa lék þar stórt hlutverk, einkum uppbygging járnbrauta þar sem borgin varð að mikilli samgöngumiðstöð fyrir nágrannahéruðin.
== Samgöngur ==
[[Mynd:Nanchang_Railway_Station_20161003_071449.jpg|alt=Mynd sem aðaljárnbrautarstöð Nanchang borgar.|thumb|Aðaljárnbrautarstöð Nanchang borgar.]]
[[Mynd:Nanchang_-_panoramio.jpg|alt=Mynd sem sýnir Grænlandstorg, Honggutan hverfi í Nanchang.|thumb|Grænlandstorg í Nanchang borg.]]
Nanchang er mikilvæg samgöngumiðstöð í Kína. Lykilstaðsetning borgarinnar býður upp á samgöngutengingar við vötn og fljót gróskumikilla svæða Austur- og Suður-Kína. Háhraðajárnbrautir, hraðbrautir og flugmiðstöðvar tengja saman mikilvæg efnahagssvæði við óshólma [[Jangtse|Jangtsefljóts]] og óshólma [[Perlufljót|Perlufljóts]].
Í Nanchang er hefur síðustu áratugi orðið til ein megin járnbrautarmiðstöð Suður-Kína. Í gegnum borgina fer Shanghai-Kunming járnbrautin, Beijing-Kowloon járnbrautin og Xiangtang-Putian járnbrautin. Þá eru margar aðrar járnbrautir, ekki síst háhraðalestir, í smíðum. Það tekur einungis 3 klukkustundir að fara til [[Beijing]] og [[Sjanghæ]] og 4 klukkustundir til [[Guangzhou]] með háhraðlest frá Nanchang.
[[Nanchang Changbei alþjóðaflugvöllurinn]] í borginni tók til starfa árið 1999. Hann er sá eini í Jiangxi héraði sem býður upp á alþjóðlegar tengingar. Um hann fóru um 13.5 miljón farþega árið 2018.
== Efnahagur ==
[[Mynd:Twins_Architectureofchina_(244436391).jpeg|alt=Mynd sem Tvíburaturna í Nanchang borg.|thumb|Tvíburaturnar í Nanchang borg.]]
Fyrir árið 1949 var Nanchang (þá 275.000 íbúar) í meginatriðum stjórnunar- og verslunarborg en með lítinn iðnað fyrir utan matvælavinnslu landbúnaðar Jiangxi héraðs. Síðan þá hefur borgin breyst verulega og er orðin iðnvædd stórborg í hraðri efnahagsþróun. Í borginni er nú mikil vefnaðarframleiðsla bómullar og pappírsgerð. Einnig er stóriðja umfangsmikil sem og framleiðsla véla, flugvéla og bifreiða. Að auki er þar efnaiðnaður sem framleiðir landbúnaðaráburð auk lyfja.
== Tenglar ==
* [[Jiangxi]] hérað.
* Kínversk vefsíða [https://web.archive.org/web/20120513222004/http://www.nc.gov.cn/ borgarstjórnar Nanchang].
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Nanchang Encyclopaedia Britannica] um Nanchang.
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangxi/nanchang/ um Nanchang borg.]. Ferðahandbók fyrir borgina: Almennar upplýsingar, samgöngur, helstu ferðamannastaði, veður o.fl.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Nanchang|mánuðurskoðað=30. janúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
j30nbmf6vttj2ljxdkydrialh3zsi7e
Harbin
0
161832
1764269
1764060
2022-08-09T16:18:55Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:远望会展_-_panoramio.jpg|alt=Mynd frá Harbin borg í Heilongjiang héraði í Kína.|thumb|450px|Frá Harbin borg. Árið 2016 bjuggu þar um 10,6 milljónir íbúa.]]
[[File:Harbin-location-MAP-in-Heilongjiang-Province-in-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Harbin borgar í Heilongjiang héraði í Kína.|Staðsetning Harbin borgar í Heilongjiang héraði í Kína.]]
[[Mynd:黑龙江省哈尔滨市龙塔_02.JPG|alt=Mynd af „Drekaturni“ Harbin sem er 336 metra hár sjónvarpsturn ríkissjónvarpsins í Heilongjiang (HLJTV).|thumb|„Drekaturn“ Harbin er 336 m. hár sjónvarpsturn ríkissjónvarpsins í Heilongjiang.]]
'''Harbin''' ''([[Kínverska|kínverska:]] ''哈尔滨''; [[Pinyin|rómönskun:]] Hā'ěrbīn)'', er höfuðborg og fjölmennasta borg [[Heilongjiang]] [[Héruð Kína|héraðs]] í norðausturhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Hún er stjórnsýslu-, efnahags- vísinda- menningar- og samgöngumiðstöð Norðaustur-Kína. Borgin er í suðurhluta héraðsins og situr við suðurbakka Songhua fljóts. Loftslagið er svalt, með köldum fjögurra til fimm mánaða vetrum sem geta farið niður í allt að −40 °C. Þá verður Harbin að hrífandi „ísborg“ með risastórum ísskúlptúrum. Íbúðafjölgun þessarar risaborgar hefur verið gríðarleg síðustu áratugi. Árið 2016 bjuggu þar um 10,6 milljónir íbúa.
== Staðsetning ==
[[Mynd:Harbin,_China,_and_vicinities,_near_natural_colors,_LandSat-5,_2010-09-22.jpg|alt=Gervihnattarmynd sem sýnir Harbin borg við Songhua fljót.|thumb|Gervihnattarmynd: Harbin borg við Songhua fljót.]]
Harbin er í suðurhluta Heilongjiang héraðs við suðausturjaðar Songnen-sléttunnar sem myndar stóran hluta Norðaustur hásléttu Kína (Mansjúríusléttunnar). Hún situr við suðurbakka Sungari (Songhua) fljóts, í bylgjóttu landslagi nema við fljótsbakkana sem hætt er við flóðum á lágum svæðum.
Borgin nær yfir 53.068 ferkílómetra landsvæði. Hún liggur að borgunum [[Mudanjiang]] og [[Qitaihe]] í austri; [[Yichun]] og [[Jiamusi]] í norðri; [[Suihua]] og [[Daqing]] í vestri; og [[Changchun]] höfuðborg [[Jilin]] héraðs í suðri.
Vegna landfræðilegrar legu sinnar var Harbin borg, á fyrri hluta 20. aldar, tenging rússneskra herja við Kína og Austurlönd fjær.
== Saga ==
Nafngiftin Harbin er upphaflega úr Mansjú-tungu og þýðir „staður til að þurrka fiskinet“. Harbin óx úr lítilli dreifbýlisbyggð, sjávarþorpsins Alejin, við Songhua fljót og varð að einni stærstu borg Norðaustur-Kína.
Hún á upphaf sitt að rekja til þess er Rússar lögðu kínversku járnbrautirnar í gegnum [[Mansjúría|mansjúríu]] í lok 19. og í byrjun 20. aldar. Borgin sem var stofnuð árið 1898, dafnaði með yfirgnæfandi meirihluta rússneskra innflytjenda. Hún fékk um tíma viðurnefnið „Austur-Moskva“.
Borgin varð byggingarmiðstöð járnbrautarinnar, sem árið 1904 tengdist Trans-Síberíu járnbrautinni, austur af Baikal vatni í Síberíu, við rússnesku hafnarborgina [[Vladivostok]] við Japanshaf. Harbin borg varð síðan bækistöð fyrir hernaðaraðgerðir Rússa í [[Mansjúría|Mansjúríu]] í [[Stríð Rússlands og Japans|stríði Rússlands-Japan]] (1904–05). Eftir stríðið varð borgin tímabundið undir sameiginlegri stjórn Kínverja og Japana. Hún varð griðastaður flóttamanna frá Rússlandi eftir byltinguna 1917 og hafði um tíma fjölmennasta borg rússneskra íbúa utan [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]].
Á þeim tíma japanska leppríkisins [[Mandsjúkó]] (1932–45), varð Harbin að undirhéraði Binjiang héraðs. Hún varð vettvangur hinnar alræmdu rannsóknarstofu fyrir líffræðihernað Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Sovéskar hersveitir hertóku Harbin árið 1945 og ári síðar tóku hersveitir kínverskra kommúnista við henni og stýrðu þaðan landvinningum í Norðaustur-Kína.
Mikil fjölgun íbúa Harbin hefur haldist í hendur við uppbyggingu borginnar sem einnar megin iðnaðarstöðvar Norðaustur-Kína.
== Efnahagur ==
[[Mynd:Nangang,_Harbin,_Heilongjiang,_China_-_panoramio_(8).jpg|alt=Mynd af háhraðalest við eina af lestarstöðvum Harbin.|thumb|Háhraðalest við eina af lestarstöðvum Harbin.]]
Jarðvegur við í Harbin, hin næringarríka „svarta mold“, gerir borgina og nágrenni að einu besta landbúnaðarsvæði Kína til ræktunar matvæla og vefiðnaðar. Fyrir vikið er í Harbin mikil framleiðsla hrávörukorns og þar er kjörinn staður fyrir landbúnaðarfyrirtæki.
Á landbúnaðarsvæðum nálægt Harbin er ræktun hveitis, sojabauna, sykurrófa, maís og hör. Í borginni er mikil matvælavinnsla á borð við sojabaunavinnsla, sykurhreinsistöðvar (sykurrófur) og mjölvinnslu. Það eru líka tóbaksverksmiðjur, leðuriðna og sápugerð.
Eftir árið 1950 þróuðust atvinnugreinar á borð við framleiðslu á vélbúnaðar, námuvinnslu- og málmbúnaðar, landbúnaðartækja, plasti og rafstöðva.
Harbin hefur einnig ýmsan léttan iðnað, lyfjagerð, málmvinnslu, framleiðslu flugvéla og bifreiða, rafeindatækja, lækningavara og byggingarefna.
Orkuframleiðsla er aðalatvinnugrein Harbin borgar. Þar er þriðjungur heildarafkastagetu Kína í orkuframleiðslu. Borgin er einnig miðstöð fyrir Daqing olíusvæðanna í norðvestri.
Að auki er Harbin útskipunarhöfn fyrir landbúnaðar- og skógarafurðir sem sendar eru til annarra hluta Kína.
== Lýðfræði ==
[[Mynd:China_Heilongjiang_Harbin.svg|thumb|Kort af legu '''Harbin borgar''' (dökkrautt) í [[Heilongjiang]] (ljósrautt) [[Héruð Kína|héraði]] í Kína.]]
[[Mynd:Kitayskaya_Street.jpg|alt=Mynd frá Kitayskaya stræti í Harbin borg.|thumb|Kitayskaya stræti í Harbin borg.]]
Flestir íbúar Harbin eru Han-kínverjar (um 93 prósent). Meðal annarra þjóðarbrota eru Mansjú fólk (um 433.000), Kóreumenn (um 120.000), Hui (um 40.000), Mongólar og Rússar.
Íbúum Harbin hefur fjölgað gríðarlega frá miðri síðustu öld. Árið 1934 voru íbúar um hálf milljón; árið 1953 um 1.2 milljónir, 1982 um 2.5 milljónir, 1990 um 4.2 milljónir, og árið 2000 voru þeir orðnir um 9.4 milljónir.
== Menntun og vísindin ==
[[Mynd:Harbin_Institute_of_Technology_-_Main_Bldg.jpg|alt=Mynd sem sýnir rússneskt yfirbragð meginbyggingar hins virta Tækniháskóla Harbin.|thumb|Rússneskt yfirbragð hins virta Tækniháskóla Harbin.]]
Í borginni eru fjölmargar háskólastofnanir, og rannsóknarstofnanir.
Þar á meðal hinn virti Tækniháskóli Harbin borgar, sem stofnaður var árið 1920, með stuðningi rússneskra innflytjenda er tengdust járnbrautum Austur Kína. Í dag er háskólinn mikilvægan rannsóknarháskóli með sérstakri áherslu á verkfræði. Hann telst einn lykilháskóla Kína.
Meðal annarra virtra háskóla má nefna Verkfræðiháskóla Harbin, Landbúnaðarháskóli Norðaustur-Kína og Skógræktarháskóli Norðaustur-Kína.
Eftir stofnun Alþýðulýðveldisins hefur borgin þjónað sem mikilvægri hernaðarleg miðstöð, með háskólum sem aðallega einbeita sér að vísinda- og tækniþjónustu fyrir land- og flugher Kína. Sovéskir sérfræðingar gegndu á sínum tíma mikilvægu hlutverki í uppbyggingu þessara stofnana, en þegar líkur á stríði við Sovétríkin jukust á sjöunda áratug síðustu aldar, voru þó nokkrir framhaldsskólar fluttir suður til [[Changsha]], [[Chongqing]] og annarra borga í suðurhluta Kína. Sumir þeirra voru síðan aftur fluttir aftur til Harbin.
== Menning ==
[[Mynd:Smoked_Chinese_sausage.jpg|alt=Mynd sem sýnir Harbin pylsu, sem er dæmi um rússneskar og evrópskar rætur í matarhefð borgarinnar.|thumb|Harbin pylsur eru dæmi um rússneska og evrópska matarhefð Harbin.]]
[[Mynd:Harbin_Ice_Festival.jpg|alt=Mynd sem sýnir snjóskúlptúra Harbin borgar.|thumb|Snjóskúlptúrar „ísborgarinnar“ Harbin.]]
Harbin er mikil menningarborg, sérstaklega á sviði tónlistar. Sinfóníuhljómsveit borgarinnar sem var stofnuð árið 1908 er elsta sinfóníuhljómsveit Kína. Þar var einnig fyrsti tónlistarskóli Kína stofnaður árið 1928. Árlega hefja þúsundir kínverskra ungmenna tónlistardrauma í borginni. Í borginni er haldin þekkt tónlistarhátíð á hverju sumri.
Harbin er þekkt víða um heim sem borg snjóskúlptúra. Á veturna breyttist Harbin í hrífandi ísborg þegar risastórar ísskúlptúrar í görðunum borgarinnar, sem gjarnan eru upplýstir litríkum ljósum. Árlega vetrarhátíð með ísskurðarsamkeppni og snjóskúlptúrum dregur marga gesti að.
Harbin skartar mörgum framandi byggingum. Vegna staðsetningar og sögu borgarinnar, er þar mikill fjöldi byggingar í rússneskum, barokk og býsantískum byggingarstíl.
Matarmenning Harbin samanstendur af evrópskum réttum og norður-kínverskum réttum sem einkennast af þungum sósum og djúpsteikingu. Rússneskar og evrópskrar rætur borgarinnar koma einnig fram í matarhefðinni. Dæmi um það er Harbin pylsan, en það er reykt bragðmikil rauð pylsa sem svipar til þýskra pylsa. Brauðgerð borgarinnar tekur einnig mið af rússneskri brauðgerð.
[[Mynd:Harbin_Grand_Theatre_Pano_201609.jpg|alt=Mynd af Óperuhöllinni í Harbin borg.|miðja|thumb|500x500dp|Óperuhöllin í Harbin borg]]
== Samgöngur ==
[[Mynd:Chinese_Eastern_Railway-en.svg|alt=Teikning sem sýnir járbrautarkerfi Norðaustur-Kína.|thumb|Járbrautarkerfi Norðaustur-Kína.]]
Harbin er svæðisbundin miðstöð land-, vatns- og flugsamgangna. Þétt net þjóðvega tengir Harbin við nálægar borgir og hraðbrautir teygja sig norðvestur til Daqing svæðisins og austur að Yaboli vetrarskíðamiðstöðinni.
Helstu járnbrautarlínur frá borginni liggja suður til [[Dalian]] í [[Liaoning]] héraði, suðaustur til [[Vladivostok]] og norðvestur til borgarinnar Chita í suður Síberíu.
Skipgengt er til Khabarovsk í Rússlandi á íslausum mánuðum.
[[Harbin Taiping alþjóðaflugvöllurinn]], suðvestur af borginni, er ein stærsta flugaðstaða landsins.
== Tenglar ==
* [[Heilongjiang]] hérað.
* Kínversk (og ensk /rússnesks) vefsíða [http://www.harbin.gov.cn/ borgarstjórnar Harbin]. Skipulag, saga, fréttir og fleira
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Harbin Encyclopaedia Britannica] um harbin.
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/heilongjiang/harbin/ um harbinborg.]. Ferðahandbók fyrir borgina: Almennar upplýsingar, samgöngur, helstu ferðamannastaði, veður o.fl.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Harbin|mánuðurskoðað=6. febrúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
sfw6r3mnewshr7pql7wilpawczqshwu
Shijiazhuang
0
161868
1764282
1764036
2022-08-09T17:05:33Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Farviewshijiazhuang.jpg|alt=Mynd frá Shijiazhuang borg í Hebei héraði í Kína.|thumb|450px|Frá Shijiazhuang borg.]]
[[File:Shijiazhuang-location-MAP-in-Hebei-Province-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Shijiazhuang í Hebei héraði í Kína.|Staðsetning Shijiazhuang í Hebei héraði í Kína.]]
[[Mynd:Location_of_Shijiazhuang_Prefecture_within_Hebei_(China).png|alt=Landakort sem sýnir legu Shijiazhuang borgar í Hebei héraði í Kína.|thumb|Kort af legu '''Shijiazhuang borgar''' (gulmerkt) í [[Hebei]] [[Héruð Kína|héraði]] í Kína.]]
'''Shijiazhuang''' ''([[Kínverska|kínverska:]] ''石家庄''; [[Pinyin|rómönskun:]] Shíjiāzhuāng; Shih-chia-chuang)'', er höfuðborg og stærsta borg [[Hebei]] [[Héruð Kína|héraðs]] í norðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Hún er stjórnsýslu-, efnahags- vísinda- menningar- og samgöngumiðstöð héraðsins. Borgin er í suð-miðhluta héraðsins, norðvestur af Norður-Kína sléttunni. Hún situr við suðurbakka Hutuo-fljóts og við rætur Taihang-fjalla í vestri. Þetta er ung borg, formlega stofnað árið 1939 og fékk nafnið Shijiazhuang árið 1947 og titilinn héraðshöfuðborg árið 1968. Þessi mikla iðnaðarborg er ein megin flutningamiðstöð Kína. Íbúðafjölgun þessarar risaborgar hefur verið gríðarleg síðustu áratugi. Árið 2019 bjuggu þar um 11 milljónir íbúa.
== Staðsetning ==
[[Mynd:Fenglongshan.jpg|alt=Mynd er sýnir Fenglong fjöll.|thumb|Shijiazhuang borg hvílir við rætur Fenglong fjalla.]]
Shijiazhuang er staðsett suður af Hutuo-fljóti í vestur-miðhluta Hebei héraðs, við jaðar Norður-Kína sléttunnar og austur af rótum Taihang-fjalla, fjallgarði sem nær yfir 400 kílómetra frá norðri til suðurs.
Borgin er um 266 kílómetra suðvestur af [[Beijing]] og liggur í norðri við [[Héruð Kína|borghéraðið]] [[Tianjin]]. Hún liggur einnig að [[Bóhaíhaf|Bóhaíhafi]] í austri og er við Taihang fjöll í vestri.
Borgin er 14.060 ferkílómetrar að flatarmáli.
== Saga ==
Snemma á síðustu öld var risaborgin Shijiazhuang lítið þorp sem byggðist upp við lagningu járnbrauta og hinna miklu þjóðfélagsbreytinga í Kína við flutninga fólks úr dreifbýli í þéttbýli. Borgin er tiltölulega ung; Til hennar var fyrst formlega stofnað árið 1939 og fékk hún nafnið Shijiazhuang árið 1947 og titilinn héraðshöfuðborgin árið 1968.
Við byrjun 20. aldar var Shijiazhuang einungis lítið þorp undir Luquan sýslu, suður af Hutuo-fljóti í Hebei héraði. Vöxtur þéttbýlis hófst árið 1906 við lagningu járnbrautar frá [[Beijing]] til Hankou (nú [[Wuhan]] borg). Þessi samgöngubót örvaði viðskipti, ekki síst með landbúnaðarafurðir. Ári síðar varð bærinn vegamót nýrrar járnbrautarlínu, sem liggur vestur frá Zhengding (nú undir Shijiazhuang) til [[Taiyuan]] borgar í miðju [[Shansi]] héraði. Þessi nýja tenging breytti bænum frá staðbundnum markaði og söfnunarstöð í mikilvæga samskiptamiðstöð á leiðinni frá Beijing og Tianjin til Shansi. Varð brautin aðal farvegur kolaflutninga frá Shansi héraði. Enn styrktust tengingar þegar járnbrautin frá Taiyuan borg var lengd suðvestur til Shaanxi héraðs. Á sama tíma varð borgin einnig miðstöð umfangsmikils vegakerfis.
Fyrir síðari heimsstyrjöldina var Shijiazhuang stór járnbrautarbær og verslunar- og söfnunarstaður fyrir Shansi og héruðin fyrir vestan, sem og fyrir landbúnaðarafurðir Norður-Kína sléttunnar. Við lok stríðsins breyttist borgin enn meir þegar hún þróaðist í iðnaðarborg.
Á árunum eftir 1949 fór iðnvæðing borgarinnar á fullt skrið. Íbúafjöldi meira en þrefaldaðist á áratugnum 1948–58. Textíl iðnaður varð umfangsmikill ásamt vinnsla annarra landbúnaðarafurða. Á sjöunda áratug síðustu aldar varð efnaiðnaður umfangsmikill, meðal annars áburðarframleiðsla. Einnig hófst framleiðsla véla, fyrir landbúnað og námuvinnslu. Að auki byggðist upp framleiðsla lyfja, unna matvara og byggingarefna.
Afleiðingar mikillar íbúafjölgunar byggðri á stórtækri iðnvæðingu og uppbyggingu innviða, hefur einnig þýtt mikla loftmengun í borginni. Á árunum 2008 til 2011 hefur borgin verið endurskipulögð og grænum svæðum fjölgað. Þá hafa ný lestarstöð, flugvöllur og snarlestarkerfi hafa verið opnuð.
== Efnahagur ==
[[Mynd:Shijiazhuang_Museum_Square.jpg|alt=Mynd er sýnir Menningartorgið í Shijiazhuang borg.|thumb|Menningartorgið í Shijiazhuang borg.]]
Shijiazhuang er ung risvaxin nútímaborg. Meðal fjölbreytts iðnaðar er í borginni eru lyfjaiðnaður, framleiðsla ýmissa véla og bifreiða. Þá er þar margskonar efnaiðnaður, flutningaþjónusta og upplýsingtækni.
Í borgarjöðrunum er góð aðstaða til landbúnaðar, einkum ræktun bómulla, peru, daðla og valhneta. Í borginni er mikil framleiðsla mjólkurafurða.
Shijiazhuang borg tilheyrir svokölluðu „Bohai Rim efnahagssvæðinu“, borgarþéttbýlis þungaiðnaðar, hátækni og framleiðslu. Bohai Rim iðnbeltið liggur umhverfis borghéraðið [[Tianjin]]. Svæðið nær til héraðanna [[Hebei]], [[Liaoning]] og [[Shandong]] og borghéraðsins [[Beijing]] við [[Bóhaíhaf|Bóhaíhafi]]
Mikli iðnvöxtur stóriðju og kolavera hefur þýtt gríðarlega loftmengun. Shijiazhuang telst vera ein mengaðasta borg veraldar.
== Lýðfræði ==
[[Mynd:石家庄Shijiazhuang.jpg|alt=Mynd er sýnir Zhongshan stræti í Shijiazhuang borg.|thumb|Frá Zhongshan Vestur stræti í Shijiazhuang.]]
Shijiazhuang er borg gríðarlegrar fólksfjölgunar farandfólks sem streymt hefur til borgarinnar alls staðar frá Kína. Á aðeins sex áratugum hefur íbúum fjölgað meira en 20 falt.
Í borginni voru einungis um 120.000 íbúar árið 1947, þegar hún varð ein fyrsta borgin sem kínverskir kommúnistar náðu frá lýðveldisinnum. Við stofnun Alþýðulýðveldisins árið 1949, fjölgaði íbúum um 270.000 manns. Árið 1953 voru íbúar 320.000 og 650.000 árið 1960. Í glundroða menningarbyltingarinnar árið 1968 varð hún tilnefnd höfuðborg Hebei og það jók enn á íbúafjölgun. Árið 1980 fór fjöldinn yfir milljóna markið og enn jókst fjöldinn.
Árið 2019 voru íbúar borgarinnar um 11 milljónir.
== Menntun og vísindi ==
[[Mynd:河北师范大学汇华学院(广角).jpg|alt=Mynd frá aðalinngangi Kennaháskóla Hebei í Shijiazhuang borg.|thumb|Við Kennaháskóla Hebei í Shijiazhuang borg.]]
Í borginni eru margar háskólastofnanir og rannsóknarstofnanir. Þar á meðal er hinn virti Shijiazhuang Tiedao háskóli, sem stofnaður var árið 1950 og telst í dag vera einn lykilháskóla Kína. Hann er sérhæfður í samgönguvísindum, verkfræði og upplýsingatækni.
Meðal annarra háskóla má nefna Kennaraháskóla Hebei (Hebei Normal University) sem stofnaður var 1902, og hinn virti Læknaháskóli Hebei sem stofnaður var árið 1894.
== Samgöngur ==
[[Mynd:20201216_Platform_for_Line_2_at_Beiguangshangcheng_Station.jpg|alt=Mynd frá Snarlestarstöð í Beiguang í Shijiazhuang borg í Kína.|thumb|Snarlestarstöð í Beiguang í Shijiazhuang borg.]]
Shijiazhuang er samgönguborg. Hún er samgöngumiðstöð með járnbrautarlínum frá Shijiazhuang til [[Dezhou]] borgar [[Shangdong]] héraðs og hraðbrautum norður til [[Beijing]], vestur til [[Taiyuan]], suður til [[Zhengzhou]] borgar Henan héraðs og austur að Huanghua hafnarborgar Cangzhou við [[Bóhaíhaf|Bóhaíhafi]].
Norðaustur af borginni er [[Shijiazhuang Zhengding alþjóðaflugvöllurinn]]. Hann er tengdur háhraðalestum sem fara á milli borganna Beijing og Guangzhou.
== Tenglar ==
* [[Hebei]] hérað.
* Kínversk (og ensk) vefsíða [http://www.sjz.gov.cn/ borgarstjórnar Shijiazhuang]. Skipulag, saga, fréttir og fleira
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Shijiazhuang Encyclopaedia Britannica] um Shijiazhuang.
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/hebei/shijiazhuang/ um Shijiazhuang borg.]. Ferðahandbók fyrir borgina: Almennar upplýsingar, samgöngur, helstu ferðamannastaði, veður o.fl.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Shijiazhuang|mánuðurskoðað=8. febrúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
6ttgamls1ye1d64fn79z70fi0u9a8ge
Guiyang
0
161896
1764297
1763990
2022-08-09T17:27:48Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guiyang_buildings.jpg|alt=Mynd frá Guiyang borg í Guizhou héraði í Kína.|thumb|400px|Frá Guiyang borg.]]
[[File:Guiyang-location-MAP-in-Guizhou-Province-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Guiyang borgar í Guizhou héraði í Kína.|Staðsetning Guiyang borgar í Guizhou héraði í Kína.]]
[[Mynd:Guiyang_Lage.jpg|alt=Landakort sem sýnir legu Guiyang borgar í Guizhou héraði í Kína.|thumb|<small>Kort af legu '''Guiyang borgar''' í [[Guizhou]] [[Héruð Kína|héraði]] í [[Kína]]</small>.]]
'''Guiyang''' ''([[Kínverska|kínverska:]] ''贵阳''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guìyáng; Kweiyang)'', er höfuðborg [[Guizhou]] [[Héruð Kína|héraðs]] í suðvesturhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Hún er stjórnsýslu-, efnahags- vísinda- menningar- og samgöngumiðstöð héraðsins. Borgin er austan megin við Yunnan-Guizhou hásléttuna og liggur við norðurbakka Nanming-fljóts, þverá Wu-fljóts. Árið 2016 bjuggu þar um 4.7 milljónir íbúa.
== Staðsetning ==
Guiyang borg er staðsett austan megin Yunnan-Guizhou hásléttunnar í suðvesturhluta Kína. Hún er í miðju Guizhou héraði, og situr við á norðurbakka Nanming-fljóts, þverár Wu-fljóts, sem að endingu sameinast Jangtse fljóti við borghéraðið [[Chongqing]].
Borgin sem situr í um 1.100 metra hæð, nær yfir 8.034 ferkílómetra landsvæði. Hún er umkringd fjöllum og skógum. Loftslag borgarinnar er hlýtemprað, rakt og oftast milt.
Vegna staðsetningar og aðstæðna er borgin náttúruleg leiðamiðstöð, með greiðan aðgang norður til bæði héraðanna [[Chongqing]] og [[Sichuan]] og norðaustur til [[Hunan]] héraðs.
== Saga ==
[[Mynd:Guizhou_Financial_City_District.jpg|alt=Mynd frá fjármálahverfi Guiyang borgar.|thumb|Fjármálahverfi Guiyang borgar.]]
Byggð hefur verið þar sem Guiyang stendur nú í austan megin Yunnan-Guizhou hásléttunnar við norðurbakka Nanming-fljóts í árþúsundir. Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) svæðinu stjórnað af ríki Ke og hafði það náin tengsl við önnur ríki á Yunnan-Guizhou hásléttunni. Sui veldið (581–618 e.Kr.) [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) hafði þar herstöð og stjórnsýslu undir nafninu Juzhou, en þetta voru fyrst og fremst útpóstar eða varðstöðvar. Það var ekki fyrr en með innrás hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldis]] í suðvestur Kína árið 1279, að svæðið, nú með nafninu Shunyuan, var gert að föstu aðsetri hers og „friðarskrifstofu“. Byggð Han kínverja á svæðinu hófst einnig á þeim tíma. Árið 1413 undir [[Mingveldið|Mingveldinu]] (1368–1644) var [[Guizhou]] gert að héraði og höfuðborg þess, sem nú er Guiyang, var einnig kölluð Guizhou.
Guiyang varð stjórnsýslu- og verslunarmiðstöð, en allt fram að [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna stríði Kína og Japans]] (1937–45), var borgin höfuðborg eins minnst þróaða héraðs Kína. Eins og annars staðar í suðvestur Kína urðu töluverðar efnahagslegar framfarir á stríðstímanum. Lagðir voru þjóðvegir að [[Kunming]] borg í [[Yunnan]] héraði og við [[Chongqing]] (þá bráðabirgðahöfuðborg landsins) og til [[Hunan]] héraðs. Vinna hófst var hafin við lagningu járnbrautar frá [[Liuzhou]] í [[Guangxi]] héraði sem lauk árið 1959. Einnig var lögð járnbraut norður til [[Chongqing]], vestur til [[Kunming]] í [[Yunnan]] héraði og austur til [[Changsha]] í [[Hunan]] héraði.
Guiyang borg hefur í kjölfarið orðið öflug héraðsborg og iðnaðarborg.
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Ethnic_townships_in_Guiyang.png|alt=Kort sem sýnir svæði er hafa mikinn fjölda þjóðarbrotanna Miao (blámerkt) og Bouyei (grænmerkt).|thumb|Kort sem sýnir svæði er hafa mikinn fjölda þjóðarbrotanna Miao (blámerkt) og Bouyei (grænmerkt).]]
Lýðfræðilega er Guiyang borg afar fjölbreytt. Flestir íbúanna eru Han-kínverjar (um 84 prósent) auk meira en 30 annarra þjóðernisbrota. Þar á meðal Miao-fólk (um 6 prósent), Buyi þjóðarbrotið (um 5 prósent), Tujia, Dong og Hui, svo nokkuð sé nefnt.
Ólík þjóðmenning og litríkar hefðir þjóðarnbrotanna hafa áhrif á borgarbraginn.
== Efnahagur ==
[[Mynd:Huaguoyuan_Wetland_Park.jpg|alt=Mynd frá Huaguoyuan hverfinu í Guiyang borg í Kína.|thumb|Huaguoyuan hverfið í Guiyang borg.]]
Guiyang er efnahags- og viðskiptamiðstöð Guizhou héraðs. Hún er alhliða iðnaðarborg með fjölbreytt hagkerfi og þekkt fyrir þróun auðlinda héraðsins. Í borginni er ein helsta miðstöð Kína í álframleiðslu, fosfórs og ljósleiðaraframleiðslu. Meðal annarra iðnaðarvara má nefna loft-, flug- og rafeindatækni; slípiefni; dekk; og lóðstál. Þá er ýmis konar málmvinnsla og framleiðsla véla, lyfja og matvæla.
Í kjölfar efnhagsumbóta er æ meiri áhersla á þjónustugeira atvinnulífs. Miklar fjárfestingar hafa átt sér stað í upplýsingatækni, gagnaverum, gagnanámi og vinnslu stórra gagna. Hagvöxtur borgarinnar síðustu ár verður ekki síst rakinn til þessarar upplýsingatækniþróunar
== Menntir og vísindi ==
[[Mynd:西普陀寺_-_panoramio_(16).jpg|alt=Mynd frá Búdda styttu í Guiyang borg.|thumb|Búdda stytta í Guiyang borg.]]
Borgin er mennta -og menningarmiðstöð Guizhou héraðs. Þar er fjöldi framhaldsskóla, háskóla og rannsóknastofnana.
Þar á meðal er hinn virti Guizhou háskóli, sem stofnaður var árið 1902 og telst í dag vera einn lykilháskóla Kína. Hann er rannsóknaháskóli með um 75.000 nemendur í 39 mismunandi skólum og á 11 vísindasviðum.
Meðal annarra háskóla má nefna Kennaraháskóla Guizhou (e. Guizhou Normal University) sem stofnaður var 1941, og Heilbrigðisháskóli Guizhou sem stofnaður var árið 1938 og kenning læknis- hjúkrunar- og lyfjafræði.
== Tenglar ==
[[Mynd:Guiyang_URT_(Metro)_Line_1_Douguan_Station_eastbound_platform.jpg|alt=Mynd frá Douguan snarlestarstöðinni í Guiyang borg í Guizhou héraði í Kína.|thumb|Douguan snarlestarstöðin í Guiyang borg.]]
* [[Guizhou]] hérað.
* Kínversk vefsíða [https://web.archive.org/web/20091125125924/http://www.gygov.gov.cn/gygov/1441151880758558720/ borgarstjórnar Guiyang]. Skipulag, saga, fréttir og fleira
* Vefsíða með [https://www.tiwy.com/pais/china/2011/guiyang/eng.phtml myndum frá Guiyang].
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guiyang Encyclopaedia Britannica] um Guiyang.
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guiyang.htm um Guiyang borg.]. Ferðahandbók fyrir borgina: Almennar upplýsingar, samgöngur, helstu ferðamannastaði, veður o.fl.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guiyang|mánuðurskoðað=11. febrúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
bopskpkposws7abfq3ygnl7d0vuhe4l
Nanning
0
161957
1764287
1764024
2022-08-09T17:14:34Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Nanning_skyline_2008.JPG|alt=Mynd frá Nanning borg í Guangxi héraði í Kína.|thumb|450px|Frá Nanning borg.]]
[[Mynd:Nanning-location-MAP-in-Guangxi-Region-China.jpg|alt=Landakort sem sýnir legu Nanning borgar í sjálfstjórnarhéraðinu Guangxi í Kína.|thumb|Kort af legu '''Nanning borgar''' í [[Héruð Kína|sjálfstjórnarhéraðinu]] [[Guangxi]] í Kína.]]
'''Nanning''' ''([[Kínverska|kínverska:]] ''南宁''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánníng; (Nan-ning))'', er höfuðborg og stærsta borg [[Héruð Kína|sjálfstjórnarhéraðsins]] [[Guangxi]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Hún er stjórnsýslu-, efnahags- vísinda- menningar- og samgöngumiðstöð héraðsins. Nanning er í suðurhluta Guangxi, við norðurbakka Yong-fljóts, umkringt hæðóttu vatnasvæði með hlýju, rakadrægu heittempruðu loftslagi. Árið 2018 bjuggu þar um 7.2 milljónir íbúa.
== Staðsetning ==
Nanning er staðsett í suðurhluta sjálfstjórnarhéraðsins [[Guangxi]], norðan Qingxiu fjalls og á norðurbakka [[Yong-fljót|Yong-fljóts]], sem er eitt meginfljót Xi fljótskerfisins. Hún liggur um 30 kílómetrum frá mótum fljótanna You og Zuo.
Yong-fljótið (sem síðan myndar Yu-fljótið) er þrátt fyrir flúðir og sandbakka, skipgeng grunnristum bátum allt til [[Guangzhou]] höfuðborgar [[Guangdong]] héraðs.
Borgin liggur í 70 – 500 metra hæð yfir sjávarmáli og er umkringd hæðóttu vatnasvæði með hlýju, rakadrægu heittempruðu loftslagi. Vegna hins milda loftslags, er í og við borgina gnægð gróskumikilla svæða. Hún er því stundum kölluð „græna borgin“.
Nanning er um 160 kílómetra frá landamærunum að [[Víetnam]]. Borgin nær yfir 22.293 ferkílómetra landsvæði.
== Saga ==
[[Mynd:邕江边畅游阁.jpg|alt=Mynd frá Changyou skálinn við Yong-fljót í Nanning borg í Kína.|thumb|Changyou skálinn við Yong-fljót í Nanning borg.]]
Nanning er forn borg með langa sögu og ríka menningu. Hún tilheyrði til forna Baiyue þjóðarbrotum. Árið 318 e.Kr., á fyrsta ári svokallaðs Daxing tímabils Austur-Jinveldisins (266–420) var Jinxing sýsla stofnuð þar sem nú er Nanning. Hófst þá samfelld 1700 ára saga stjórnsýslu á svæðinu. Árið 589 var sýslan endurnefnd Xuanhua.
Árið 632 á valdatíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) var svæðið kallað Yong-hérað (Yongzhou) og þar var stjórnarsetrið Yongzhou. Því var ætlað að stjórna þeim svæðum þjóðarbrota sem ekki voru kínversk í [[Guangxi]] og huga að landamæri [[Yunnan]] og [[Guizhou]] héraða.
Um miðja 9. öld börðust Tang og Tai-ríkið Nanzhao (í því sem nú er vesturhluti [[Yunnan]]) um svæðið og eftir 861 var því stýrt frá Nanzhao um skamma hríð.
Á tímum Song ættarveldisins (960–1279) var bærinn landamærastöð. Í Lý – Song stríðinu árið 1076, var Yongshou umsetið af hersveitum Lý. Eftir fjörutíu og tvo daga lét borgin undan. Hún var þá jöfnuð við jörðu og íbúar hennar drepnir.
Yongzhou bærinn var síðan endunefndur Nanning árið 1324, á svokölluðu Taiding tímabili hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldis]] (1271–1368). Nanning þýðir „Kyrrðar-Suðrið“.
Allt frá tímum [[Songveldið|Songveldisins]] 960–1279 var Nanning þekkt af viðskiptum og hafði fastar viðskiptaskrifstofur frá öðrum kínverskum svæðum í Kína. Á valdatíma [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) þróaðist varð Nanning borg efnahagsleg miðja fljótanna Zuo og You. Stjórnsýslahéraðið Nanning hélt á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] og á tíma [[Tjingveldið| Tjingveldisins]] (1644–1912).
Eftir að [[Tjingveldið]] opnaði fyrir utanríkisviðskipti árið 1907, óx Nanning borg hratt. Á árunum 1912 til 1936 var Nanning höfuðborg Guangxi í stað Guilin borgar.
Á þriðja áratug síðustu aldar varð Nanning miðstöð „fyrirmyndar héraðsstjórnar“ undir stjórn stríðsherrans Li Zongren og nútímaborg var sett upp.
Í Kína-Japanska stríðinu (1937–45) var Nanning tímabundið (1940) hernumin af Japönum. Í kjölfarið var í borginni mikilvæg bandarísk flugstöð sem studdi kínversku hersveitirnar í [[Guangxi]] en á árunum 1944–45 náðu Japanir henni aftur á sitt vald.
Eftir að Nanning var hertekin af kínverskum kommúnistum árið 1950, var sveitarfélagið sett á laggirnar og gerð að höfuðborg Guangxi héraðs. Þegar sjálfstjórnarsvæðið Guangxi var síðan stofnað árið 1958 varð Nanning héraðshöfuðborg þess.
Í stríðinu í [[Franska Indókína]] (1946–54) var í Nanning miðstöð fyrir víetnamskt herlið, sem og í [[Víetnamstríðið|Víetnamstríðinu]] sem fylgdi í kjölfarið á sjöunda áratugnum og snemma á áttunda áratugnum. Þaðan voru birgðir sendar suður á bóginn til Norður-Víetnam. Í átökunum Kína og Víetnam árið 1979 varð borgin mikilvæg birgðamiðstöð kínverskra herja.
Upp úr 1949 var Nanning verslunar- og stjórnsýslumiðstöð. Eftir það þróaðist iðnaður í borginni hratt og matvælaframleiðsla af nærliggjandi frjósömum landbúnaðarsvæðum jókst til muna.
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Fountain_on_Minzu_Dadao,_Nanning.jpg|alt=Mynd sem sýnir gosbrunnur á Minzu Dadao, í Nanning borg í Kína.|thumb|Gosbrunnur Minzu Dadao í Nanning borg.]]
Í Nanning búa allt að 50 þjóðarbrot. Árið 2010 var um helmingur borgarbúa af Zhuang-þjóðerni (um 51 prósent) sem eru komnir af frumbyggjum svæðisins. Han-kínverjar töldu 47 prósent. Önnur þjóðarbrot voru meðal annars: Yao, Miao, Dong, Mulao, Hui, Mansjú, Maonan og Tujia.
Han- Kínverjar tóku að flytjast til borgarinnar á tímum Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) og Hanveldisins (202 f.Kr.–220 e.Kr.). Hui fólk kom á tíma mongólska [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1271–1368). Flestir íbúar af Yao og Miao þjóðarbrotunum eiga rætur í flutningum á tímum [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912).
Árið 2018 bjuggu í Nanning um 7.2 milljónir íbúa.
== Efnahagur ==
[[Mynd:蒲庙集市_-_panoramio.jpg|alt=Mynd frá Pumiao landbúnaðarmarkaðinum í Nanning borg í Kína.|thumb|Pumiao landbúnaðarmarkaðurinn í Nanning borg.]]
Í dag er Nanning efnahags-, fjármála- og menningarmiðstöð Guangxi héraðs. Frá árinu 1949 hefur borgin byggst upp sem öfluga iðnaðarborg. Þar er að finna ýmsar steinefnaauðlindir sem unnar eru í borginni, meðal annars [[gull]], [[járn]], [[mangan]], [[kvars]], [[silfur]], [[indíum]], [[kol]], [[marmari]] og [[granít]].
Borgin er einnig miðstöð prentunar og pappírsgerðar.
Nanning, sem er staðsett í heittempruðu loftslagi , er umkringd mjög frjósömu landbúnaðarsvæði. Þar eru meðal annars ræktaðir ávextir og [[sykurreyr]]. Í borginni er umtalsverð matvælavinnsla, mjölsmölun, sykurhreinsun, kjötpökkun og leðurframleiðsla.
== Menntir og vísindi ==
[[Mynd:Military_training_in_Guangxi_Teachers_Education_University,_2015_(1).jpg|alt=Mynd sem sýnir herþjálfun í Guangxi kennaraháskólanum í Nanning borg í Kína.|thumb|Herþjálfun í Guangxi kennaraháskólanum í Nanning borg.]]
Nanning er miðstöð menntunar og vísinda í Guangxi héraði. Alls eru starfandi í borginni 54 vísindarannsóknarstofnanir, 10 framhaldsskólar og 50 verkmenntaskólar eru að þjálfa sérhæft starfsfólk af öllu tagi. Í borginni eru 8 háskólar. Þar á meðal er Guangxi háskólinn, Læknaháskóli Guangxi og Listaháskóli Guangxi.
== Samgöngur ==
[[Mynd:Nanning_East_Railway_Station_-_29325657007.jpg|alt=Mynd af Austurlestarstöðinni í Nanning borg í Guangxi héraði í Kína.|thumb|Austurlestarstöðin í Nanning borg.]]
Í lok þriðja áratugarins hófst lagning járnbrautar sem tengdi borgina Hengyang í suðurhluta [[Hunan]] héraðs við borgirnar Guilin og Liuzhou, Nanning og landamæri [[Víetnam]]. Síðar var lögð járnbraut frá Liuzhou til [[Guiyang]] í [[Guizhou]]. Eftir það tengdist Nanning borg beint Mið-Kína. Árið árið 1957 var borgin síðan tengd enn frekar með lagningu járnbrautar til hafnar í Zhanjiang borgar í [[Guangdong]]. Á tíunda áratug síðustu aldar var lokið við járnbrautarlínu milli Nanning og [[Kunming]] í [[Yunnan]] héraði og lagningu járnbrauta frá Nanning til hafnarborganna Fangchenggang og Beihai við Tonkinflóa. Við það mynduðust stystu lestarsamgöngur Suður-Kína til sjávar.
Í samtímaborginni Nanning eru í dag tvær lestarstöðvar. Sú þriðja er í byggingu sem ætluð er fyrir háhraðalest frá Nanning til [[Guiyang]] höfuðborgar [[Guizhou]] héraðs. Á 350 km hraða mun háhraðalestin stytta lestarleiðina milli borganna úr 10 tímum niður í 2.5 tíma.
Á síðustu árum hefur verið byggt upp [[Snarlest|snarlestarkerfi]] í Nanning borg, alls níu línum.
Meginflugvöllurinn borgarinnar og [[Guangxi]] héraðs er [[Nanning Wuxu alþjóðaflugvöllurinn]] sem er staðsettur um 31 km suðvestur af miðborg Nanning. Í byggingu er nýr flugvöllur, Nanning Lingli alþjóðaflugvöllur, í bænum Lingli, um 45 kílómetrar að miðbæ Nanning. Í framtíðinni verður hann meginflughöfn héraðsins.
== Tenglar ==
[[Mynd:中山路夜市小吃街_-_panoramio_-_Han_Lei_(2).jpg|alt=Mynd frá matarmarkaði Zhongshan strætis í Nanning borg í Kína.|thumb|Matarmarkaður Zhongshan strætis í Nanning borg.]]
* [[Guangxi]] hérað.
* Ensk vefsíða [http://english.nanning.gov.cn/ borgarstjórnar Nanning]. Skipulag, saga, fréttir og fleira
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Nanning Encyclopaedia Britannica] um Nanning.
* Vefsíða Travel China Guide [http://english.nanning.gov.cn/ um Nanning borg.]. Ferðahandbók fyrir borgina: Almennar upplýsingar, samgöngur, helstu ferðamannastaði, veður o.fl.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Nanning|mánuðurskoðað=12. febrúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
bwycypeatftifikk6wy50838tg46ll6
1764288
1764287
2022-08-09T17:14:57Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Nanning_skyline_2008.JPG|alt=Mynd frá Nanning borg í Guangxi héraði í Kína.|thumb|450px|Frá Nanning borg.]]
[[Mynd:Nanning-location-MAP-in-Guangxi-Region-China.jpg|alt=Landakort sem sýnir legu Nanning borgar í sjálfstjórnarhéraðinu Guangxi í Kína.|thumb|Kort af legu '''Nanning borgar''' í [[Héruð Kína|sjálfstjórnarhéraðinu]] [[Guangxi]] í Kína.]]
'''Nanning''' ''([[Kínverska|kínverska:]] ''南宁''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánníng; (Nan-ning))'', er höfuðborg og stærsta borg [[Héruð Kína|sjálfstjórnarhéraðsins]] [[Guangxi]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Hún er stjórnsýslu-, efnahags- vísinda- menningar- og samgöngumiðstöð héraðsins. Nanning er í suðurhluta Guangxi, við norðurbakka Yong-fljóts, umkringt hæðóttu vatnasvæði með hlýju, rakadrægu heittempruðu loftslagi. Árið 2018 bjuggu þar um 7.2 milljónir íbúa.
== Staðsetning ==
Nanning er staðsett í suðurhluta sjálfstjórnarhéraðsins [[Guangxi]], norðan Qingxiu fjalls og á norðurbakka [[Yong-fljót|Yong-fljóts]], sem er eitt meginfljót Xi fljótskerfisins. Hún liggur um 30 kílómetrum frá mótum fljótanna You og Zuo.
Yong-fljótið (sem síðan myndar Yu-fljótið) er þrátt fyrir flúðir og sandbakka, skipgeng grunnristum bátum allt til [[Guangzhou]] höfuðborgar [[Guangdong]] héraðs.
Borgin liggur í 70 – 500 metra hæð yfir sjávarmáli og er umkringd hæðóttu vatnasvæði með hlýju, rakadrægu heittempruðu loftslagi. Vegna hins milda loftslags, er í og við borgina gnægð gróskumikilla svæða. Hún er því stundum kölluð „græna borgin“.
Nanning er um 160 kílómetra frá landamærunum að [[Víetnam]]. Borgin nær yfir 22.293 ferkílómetra landsvæði.
== Saga ==
[[Mynd:邕江边畅游阁.jpg|alt=Mynd frá Changyou skálinn við Yong-fljót í Nanning borg í Kína.|thumb|Changyou skálinn við Yong-fljót í Nanning borg.]]
Nanning er forn borg með langa sögu og ríka menningu. Hún tilheyrði til forna Baiyue þjóðarbrotum. Árið 318 e.Kr., á fyrsta ári svokallaðs Daxing tímabils Austur-Jinveldisins (266–420) var Jinxing sýsla stofnuð þar sem nú er Nanning. Hófst þá samfelld 1700 ára saga stjórnsýslu á svæðinu. Árið 589 var sýslan endurnefnd Xuanhua.
Árið 632 á valdatíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) var svæðið kallað Yong-hérað (Yongzhou) og þar var stjórnarsetrið Yongzhou. Því var ætlað að stjórna þeim svæðum þjóðarbrota sem ekki voru kínversk í [[Guangxi]] og huga að landamæri [[Yunnan]] og [[Guizhou]] héraða.
Um miðja 9. öld börðust Tang og Tai-ríkið Nanzhao (í því sem nú er vesturhluti [[Yunnan]]) um svæðið og eftir 861 var því stýrt frá Nanzhao um skamma hríð.
Á tímum Song ættarveldisins (960–1279) var bærinn landamærastöð. Í Lý – Song stríðinu árið 1076, var Yongshou umsetið af hersveitum Lý. Eftir fjörutíu og tvo daga lét borgin undan. Hún var þá jöfnuð við jörðu og íbúar hennar drepnir.
Yongzhou bærinn var síðan endunefndur Nanning árið 1324, á svokölluðu Taiding tímabili hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldis]] (1271–1368). Nanning þýðir „Kyrrðar-Suðrið“.
Allt frá tímum [[Songveldið|Songveldisins]] 960–1279 var Nanning þekkt af viðskiptum og hafði fastar viðskiptaskrifstofur frá öðrum kínverskum svæðum í Kína. Á valdatíma [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) þróaðist varð Nanning borg efnahagsleg miðja fljótanna Zuo og You. Stjórnsýslahéraðið Nanning hélt á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] og á tíma [[Tjingveldið| Tjingveldisins]] (1644–1912).
Eftir að [[Tjingveldið]] opnaði fyrir utanríkisviðskipti árið 1907, óx Nanning borg hratt. Á árunum 1912 til 1936 var Nanning höfuðborg Guangxi í stað Guilin borgar.
Á þriðja áratug síðustu aldar varð Nanning miðstöð „fyrirmyndar héraðsstjórnar“ undir stjórn stríðsherrans Li Zongren og nútímaborg var sett upp.
Í Kína-Japanska stríðinu (1937–45) var Nanning tímabundið (1940) hernumin af Japönum. Í kjölfarið var í borginni mikilvæg bandarísk flugstöð sem studdi kínversku hersveitirnar í [[Guangxi]] en á árunum 1944–45 náðu Japanir henni aftur á sitt vald.
Eftir að Nanning var hertekin af kínverskum kommúnistum árið 1950, var sveitarfélagið sett á laggirnar og gerð að höfuðborg Guangxi héraðs. Þegar sjálfstjórnarsvæðið Guangxi var síðan stofnað árið 1958 varð Nanning héraðshöfuðborg þess.
Í stríðinu í [[Franska Indókína]] (1946–54) var í Nanning miðstöð fyrir víetnamskt herlið, sem og í [[Víetnamstríðið|Víetnamstríðinu]] sem fylgdi í kjölfarið á sjöunda áratugnum og snemma á áttunda áratugnum. Þaðan voru birgðir sendar suður á bóginn til Norður-Víetnam. Í átökunum Kína og Víetnam árið 1979 varð borgin mikilvæg birgðamiðstöð kínverskra herja.
Upp úr 1949 var Nanning verslunar- og stjórnsýslumiðstöð. Eftir það þróaðist iðnaður í borginni hratt og matvælaframleiðsla af nærliggjandi frjósömum landbúnaðarsvæðum jókst til muna.
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Fountain_on_Minzu_Dadao,_Nanning.jpg|alt=Mynd sem sýnir gosbrunnur á Minzu Dadao, í Nanning borg í Kína.|thumb|Gosbrunnur Minzu Dadao í Nanning borg.]]
Í Nanning búa allt að 50 þjóðarbrot. Árið 2010 var um helmingur borgarbúa af Zhuang-þjóðerni (um 51 prósent) sem eru komnir af frumbyggjum svæðisins. Han-kínverjar töldu 47 prósent. Önnur þjóðarbrot voru meðal annars: Yao, Miao, Dong, Mulao, Hui, Mansjú, Maonan og Tujia.
Han- Kínverjar tóku að flytjast til borgarinnar á tímum Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) og Hanveldisins (202 f.Kr.–220 e.Kr.). Hui fólk kom á tíma mongólska [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1271–1368). Flestir íbúar af Yao og Miao þjóðarbrotunum eiga rætur í flutningum á tímum [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912).
Árið 2018 bjuggu í Nanning um 7.2 milljónir íbúa.
== Efnahagur ==
[[Mynd:蒲庙集市_-_panoramio.jpg|alt=Mynd frá Pumiao landbúnaðarmarkaðinum í Nanning borg í Kína.|thumb|Pumiao landbúnaðarmarkaðurinn í Nanning borg.]]
Í dag er Nanning efnahags-, fjármála- og menningarmiðstöð Guangxi héraðs. Frá árinu 1949 hefur borgin byggst upp sem öfluga iðnaðarborg. Þar er að finna ýmsar steinefnaauðlindir sem unnar eru í borginni, meðal annars [[gull]], [[járn]], [[mangan]], [[kvars]], [[silfur]], [[indíum]], [[kol]], [[marmari]] og [[granít]].
Borgin er einnig miðstöð prentunar og pappírsgerðar.
Nanning, sem er staðsett í heittempruðu loftslagi , er umkringd mjög frjósömu landbúnaðarsvæði. Þar eru meðal annars ræktaðir ávextir og [[sykurreyr]]. Í borginni er umtalsverð matvælavinnsla, mjölsmölun, sykurhreinsun, kjötpökkun og leðurframleiðsla.
== Menntir og vísindi ==
[[Mynd:Military_training_in_Guangxi_Teachers_Education_University,_2015_(1).jpg|alt=Mynd sem sýnir herþjálfun í Guangxi kennaraháskólanum í Nanning borg í Kína.|thumb|Herþjálfun í Guangxi kennaraháskólanum í Nanning borg.]]
Nanning er miðstöð menntunar og vísinda í Guangxi héraði. Alls eru starfandi í borginni 54 vísindarannsóknarstofnanir, 10 framhaldsskólar og 50 verkmenntaskólar eru að þjálfa sérhæft starfsfólk af öllu tagi. Í borginni eru 8 háskólar. Þar á meðal er Guangxi háskólinn, Læknaháskóli Guangxi og Listaháskóli Guangxi.
== Samgöngur ==
[[Mynd:Nanning_East_Railway_Station_-_29325657007.jpg|alt=Mynd af Austurlestarstöðinni í Nanning borg í Guangxi héraði í Kína.|thumb|Austurlestarstöðin í Nanning borg.]]
Í lok þriðja áratugarins hófst lagning járnbrautar sem tengdi borgina Hengyang í suðurhluta [[Hunan]] héraðs við borgirnar Guilin og Liuzhou, Nanning og landamæri [[Víetnam]]. Síðar var lögð járnbraut frá Liuzhou til [[Guiyang]] í [[Guizhou]]. Eftir það tengdist Nanning borg beint Mið-Kína. Árið árið 1957 var borgin síðan tengd enn frekar með lagningu járnbrautar til hafnar í Zhanjiang borgar í [[Guangdong]]. Á tíunda áratug síðustu aldar var lokið við járnbrautarlínu milli Nanning og [[Kunming]] í [[Yunnan]] héraði og lagningu járnbrauta frá Nanning til hafnarborganna Fangchenggang og Beihai við Tonkinflóa. Við það mynduðust stystu lestarsamgöngur Suður-Kína til sjávar.
Í samtímaborginni Nanning eru í dag tvær lestarstöðvar. Sú þriðja er í byggingu sem ætluð er fyrir háhraðalest frá Nanning til [[Guiyang]] höfuðborgar [[Guizhou]] héraðs. Á 350 km hraða mun háhraðalestin stytta lestarleiðina milli borganna úr 10 tímum niður í 2.5 tíma.
Á síðustu árum hefur verið byggt upp [[Snarlest|snarlestarkerfi]] í Nanning borg, alls níu línum.
Meginflugvöllurinn borgarinnar og [[Guangxi]] héraðs er [[Nanning Wuxu alþjóðaflugvöllurinn]] sem er staðsettur um 31 km suðvestur af miðborg Nanning. Í byggingu er nýr flugvöllur, Nanning Lingli alþjóðaflugvöllur, í bænum Lingli, um 45 kílómetrar að miðbæ Nanning. Í framtíðinni verður hann meginflughöfn héraðsins.
== Tenglar ==
[[Mynd:中山路夜市小吃街_-_panoramio_-_Han_Lei_(2).jpg|alt=Mynd frá matarmarkaði Zhongshan strætis í Nanning borg í Kína.|thumb|Matarmarkaður Zhongshan strætis í Nanning borg.]]
* [[Guangxi]] hérað.
* Ensk vefsíða [http://english.nanning.gov.cn/ borgarstjórnar Nanning]. Skipulag, saga, fréttir og fleira
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Nanning Encyclopaedia Britannica] um Nanning.
* Vefsíða Travel China Guide [http://english.nanning.gov.cn/ um Nanning borg.]. Ferðahandbók fyrir borgina: Almennar upplýsingar, samgöngur, helstu ferðamannastaði, veður o.fl.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Nanning|mánuðurskoðað=12. febrúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
a4ht0fxib5wzq7trnfpef4ftyk3f77d
Lanzhou
0
161985
1764300
1764014
2022-08-09T17:30:55Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:兰州皋兰山201905.jpg|alt=Horft yfir Lanzhou borg í Gansu héraði í Kína.|thumb|450px|Horft yfir Lanzhou borg í [[Gansu]] [[Héruð Kína|héraði]] í [[Kína]].]]
[[File:Lanzhou-location-MAP-in-Gansu-Province-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Lanzhou borgar í Gansu héraði í Kína.|Staðsetning Lanzhou borgar í Gansu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Location_of_Lanzhou_Prefecture_within_Gansu_(China).png|alt=Landakort sem sýnir legu Lanzhou borgar í Gansu héraði í Kína.|thumb|Kort af legu '''Lanzhou borgar''' (gulmerkt) í [[Gansu]] [[Héruð Kína|héraði]] í [[Kína]].]]
'''Lanzhou''' ''([[Kínverska|kínverska:]] ''兰州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Lánzhōu; Lan-chou)'', er höfuðborg og stærsta borg [[Gansu]] [[Héruð Kína|héraðs]] í norðurvesturhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Hún er stjórnsýslu-, efnahags- vísinda- menningar- og samgöngumiðstöð héraðsins. Borgin situr í miðju héraðsins við bakka efri hluta [[Gulafljót|Gulafljóts]]. Hún er lykill að svæðisbundnum samgöngum sem tengja svæði vesturhluta Kína með járnbrautum til austurhluta landsins. [[Silkivegurinn|Norðursilkivegurinn]] forðum lá um borgina og henni er ætlað að verða framtíðartenging Kína við [[Evrasía|Evrasísu]]. Lanzhou er borg stóriðju og jarðefnaiðnaðar. Árið 2019 bjuggu þar um 3.8 milljónir íbúa.
==Staðsetning ==
[[Mynd:Lanzhou_(2738083248).jpg|alt=Mynd af Gulafljóti við Lanzhou borg, Kína.|thumb|Gulafljót við Lanzhou borg.]]
Lanzhou er höfuðborg [[Gansu]] héraðs, í norðvestanverðu Kína. Borgin er í suðausturhluta héraðsins og situr við bakka efri hluta hins mikla [[Gulafljót|Gulafljóts]], þar sem fljótið kemur úr fjöllunum og rennur frá austri til vesturs og sameinast Huangshui-fljóti suðvestur af borginni.
Suður og norður af borginni liggja [[Qilian]] fjöll.
Lanzhou liggur að [[Wuwei]]-borg í norðvestri, [[Baiyin]]-borg í norðaustri, [[Dingxi]]-borg og [[Linxia]]-sýslu í suðri og [[Haidong]]-borg, [[Qinghai]]-héraði í vestri.
Borgin liggur við mót hásléttu [[Tíbet|Tíbets]] og Löss-hásléttunnar (stundum kölluð „Gula-framburðarsvæðið“), og hásléttu Innri Mongólíu.
Gulafljót og liggur yfir þéttbýlið í austri. Borgin er alls 13.192 ferkílómetrar að flatarmáli.
== Saga ==
[[Mynd:Lanzhou_Chanyuan_2013.12.29_11-47-46.jpg|alt=Mynd af Chanyuan hofi í Lanzhou borg, Kína.|thumb|Chanyuan hofið í Lanzhou borg.]]
[[Mynd:VM_5576_Lanzhou_market.jpg|alt=Mynd af götumarkaði í Lanzhou borg, Kína.|thumb|Götumarkaður í Lanzhou borg.]]
Það landsvæði sem Lanzhou stendur nú var upphaflega á yfirráðasvæði Xi Qiang þjóða en varð hluti af yfirráðasvæði Qinveldisins á 6. öld f.Kr. Á valdatíma Hanveldisins (206 f.Kr. – 220 e.Kr.) varð það árið 81 f.Kr. aðsetur Jincheng xian (sýslu) og síðar að Jincheng stjórnarsetrinu er sýslan fékk nafnið Yunwu.
Á 4. öld var Lanzhou stuttlega höfuðborg óháða ríkisins Qian Liang.
Norður Weiveldið (386–534 / 535) endurreisti síðan Jincheng stjórnarsetrið og endurnefndi sýsluna Zicheng.
Á tímum Suiveldisins (581–618) varð borgin aðsetur Lanzhou-héraðs í fyrsta sinn og hélt því nafni undir [[Tangveldið|Tangveldinu]] (618–907).
Árið 763 hernámu Tíbetar svæðið en var aftur tekið af [[Tangveldið|Tangveldinu]] árið 843. Seinna féll það í hendur Vestur Xia veldisins og árið 1041 í hendur [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1127), sem endurreisti nafnið Lanzhou.
Eftir 1127 féll svæðið í hendur Jinveldisins (1115–1234), en eftir árið 1235 féll það í hendur hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldis]] (1271–1368).
Á valdatímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) varð héraðið gert að sýslu og sett undir stjórn Lintao héraðs, en árið 1477 var Lanzhou endurreist sem stjórnsýslustöð. Árið 1739 var síðan stjórnaraðsetur Lintao flutt til Lanzhou, sem var gert að æðsta héraði, undir nafni Lanzhou. Þegar Gansu varð loks gert að sérstöku héraði árið 1666 varð Lanzhou höfuðborg þess.
Í átökum sem brutust út við uppgang múslima í Gansu á árunum 1864–75 var borgin fyrir mikilli eyðileggingu.
Á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar varð Lanzhou miðstöð [[Sovétríkini|sovéskra]] áhrifa í norðvestur Kína. Í [[Seinna stríð Kína og Japans|stríði Kína og Japans]] (1937–45) varð Lanzhou borg sem trengd hafði verið [[Xian]] með þjóðvegi árið 1935, mikilvæg endastöð 3.200 kílómetra brautar milli Kína og Sovétríkjanna, fyrir sovéskar birgðir ætlaðar Xian svæðinu. Í stríðinu varð Lanzhou fyrir miklu sprengjuregni Japana.
==Menntir og vísindi ==
[[Mynd:Lzu_University_(126288191).jpeg|alt=Mynd af aðalhliði hins virta Lanzhou háskóla í Lanzhou borg.|thumb| Aðalhlið Lanzhou háskóla.]]
Í Lanzhou eru nokkrar rannsóknarstofnanir auk útibúi kínversku vísindaakademíunnar.
Borgin er aðsetur nokkurra háskóla. Þar er fremstur Lanzhou háskólinn sem stofnaður var árið 1909 og telst einn lykilháskóla Kína. Hann er rannsóknaháskóli með um 33.000 nemendur. Norðvestur kennaraháskólinn sem á rætur til ársins 1902. Í honum eru um 35.000 nemendur.
== Samgöngur ==
[[Mynd:Lanzhou_West_Railway_Station_CRH5A.jpg|alt=Mynd frá aðalestarstöðinni í Lanzhou borg af Lanzhou-Xinjiang háhraðalestinni.|thumb| Lanzhou-Xinjiang [[Háhraðalest|háhraðalestin]] á aðalestarstöð Lanzhou borgar.]]
Lanzhou, var aldir mikilvæg borg á hinum forna [[Silkivegurinn|Silkivegi]] enda nálægt landfræðilegri miðju Kína. Hin umfangsmikla uppbygging samgöngu- og fjárfestingaráætlunar kínverskra stjórnvalda um [[Belti og braut]] gerir ráð fyrir að Lanzhou borg sem einni aðalmiðstöð hinnar nýju evrasísku landbrúar.
Lagning járnbrauta hefur reynst borginni afar þýðingarmikil og gert hana að samgöngumiðstöð milli austur og vestur Kína. Lanzhou lestarstöðin er í dag ein aðaljárnbrautarmiðstöð í vesturhluta Kína. Á hverjum degi fara meira en 100 farþegalestir um stöðina.
Auk hefðbundinna járnbrauta hefur verið byggt upp kerfi [[Háhraðalest|háhraðalesta]] bæði til austurs (Xuzhou – Lanzhou háhraðalestin) og til vesturs (Lanzhou – Xinjiang háhraðalestin). Í byggingu er einnig háhraðalestar frá Lanzhou til [[Yinchuan]] og [[Chengdu]].
Í borginni hefur á síðustu árum verið byggt upp kerfi [[Snarlest|snarlesta]].
[[Lanzhou Zhongchuan alþjóðaflugvöllurinn]] er meginflughöfn Lanzhou borgar, staðsett um 70 kílómetrum norður af borginni. Flugvöllurinn býður upp á beinar tengingar meira en 70 innlenda og alþjóðlega áfangastaði.
== Tenglar ==
[[Mynd:Xiguan_Mosque.JPG|alt=Mynd af Xiguan moskunnar Lanzhou borg eftir föstudagsbænahald.|thumb|Eftir föstudagsbænahald í Xiguan moskunni í Lanzhou borg.]]
* [[Gansu]] hérað.
* Kínversk vefsíða [https://web.archive.org/web/20180812105154/http://www.lz.gansu.gov.cn/ borgarstjórnar Lanzhou]. Skipulag, saga, fréttir og fleira
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Lanzhou Encyclopaedia Britannica] um Lanzhou.
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/gansu/lanzhou/ um Lanzhou borg.]. Ferðahandbók fyrir borgina: Almennar upplýsingar, samgöngur, helstu ferðamannastaði, veður o.fl.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Lanzhou|mánuðurskoðað=12. febrúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
2asy6v2g657ywps6o09uw9wg6dgowt2
Fuzhou
0
162071
1764289
1763983
2022-08-09T17:16:39Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Fuzhou_Taixi_CBD.jpg|alt=Mynd af Taixi viðskiptahverfinu í Fuzhou borg í Fujian héraði í Kína.|thumb|400px|Horft yfir Taixi viðskiptahverfið í Fuzhou borg í [[Fujian]] [[Héruð Kína|héraði]] í [[Kína]].]]
[[File:Fuzhou-location-MAP-in-Fujian-Province-China.jpg|thumb|Staðsetning Fuzhou borgar í Fujian héraði í Kína.]]
[[Mynd:ChinaFujianFuzhou.png|alt=Landakort sem sýnir legu Fuzhou borgar (rauðmerkt) í Fujian héraði í Kína.|thumb|Kort af legu '''Fuzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Fujian]] [[Héruð Kína|héraði]] í [[Kína]].]]
'''Fuzhou''' ''([[Kínverska|kínverska:]] ''福州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Fúzhōu; Fu-chou)'', er höfuðborg og stærsta borg [[Fujian]] [[Héruð Kína|héraðs]] í suðausturhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Hún er stjórnsýslu-, efnahags- vísinda- menningar- og samgöngumiðstöð héraðsins. Borgin sem nefnd er eftir fjalli í norðri sem kallast Fu, er staðsett í austurhluta héraðsins við norðurbakka ósa [[Min fljót|Min fljóts]] stærsta fljóts Fujian, stutt frá mynni þess við [[Austur-Kínahaf]]. Min-fljót gefur borginni aðgang að héraðinu og nálægum héruðum [[Jiangxi]] og [[Zhejiang]]. Fuzhou sem var ein fyrsta opna strandborgin í Kína, er menningarborg með yfir tvö þúsund ára sögu. Árið 2019 bjuggu þar um 7.8 milljónir íbúa.
== Staðsetning ==
[[Mynd:View_of_Luo_Yuan2.jpg|alt=Fuzhou borg hefur mikla strandlengju. Myndin sýnir Luoyuan flóa í norðurhluta Fuzhou borgar.|thumb|Luoyuan flói í norðurhluta Fuzhou borgar.]]
[[Mynd:Fog_in_Gi-sang.jpg|alt=Qishan fjöll við suðurbakka Min fljóts, eru meðal margra fjalla í Fuzhou.|thumb|Qishan fjöll við suðurbakka Min fljóts, eru meðal margra fjalla í Fuzhou.]]
Fuzhou er staðsett á norðausturströnd Fujian héraðs, tengist í norður sameiginlega með borgunum [[Ningde]] og [[Nanping]], í suður við borgirnar [[Quanzhou]] og [[Putian]], og í vestur [[Sanming]] borg.
Borgin, sem nefnd er eftir fjalli í norðri sem kallast Fu, er staðsett í austurhluta héraðsins við norðurbakka ósa [[Min fljót|Min fljóts]] stærsta fljóts Fujian, stutt frá mynni þess við [[Austur-Kínahaf]]. Min-fljót gefur borginni aðgang að héraðinu og nálægum héruðum [[Jiangxi]] og [[Zhejiang]].
Fuzhou sem var ein fyrsta opna strandborgin í Kína. Innan borgarinnar er hafnarsvæði sem kallað er Mawei Fuzhou, sem hefur ræktað kínverska skipamenningu og er talið vagga hins nútíma kínverska flota.
== Saga ==
[[Mynd:Hualin_temple.JPG|alt=Mynd af Fuzhou Hualin musterishöllinni sem byggð var í lok svokallaðra fimmvelda, er talin elsta trébygging í Suður-Kína.|thumb| Fuzhou Hualin musterishöllin í Fuzhou borg er talin elsta trébygging í Suður-Kína.]]
[[Mynd:Zhenhai_tower_front.JPG|alt=Mynd af Zhenhai turninum í Fuzhou borg. Hann var rifinn meðan á menningarbyltingunni stóð en endurreistur árið 2006.|thumb|Zhenhai turninn í Fuzhou borg var rifinn í menningarbyltingunni en endurreistur árið 2006.]]
[[Mynd:Hoksyew.jpg|alt=Mynd af Fuzhou borg teiknuð af Hollendingum um 1752.|thumb|Fuzhou borg teiknuð af Hollendingum um 1752.]]
Rekja má sögu byggðar á því svæði þar sem Fuzhou er nú, allt til [[Nýsteinöld|Nýsteinaldar]]. Fornleifar hafa fundist þar sem taldar eru frá 5000 f.Kr.
Í byrjun 2. f.Kr. var staðurinn kallaður Ye, eða Dongye, og þar var eitt sinn höfuðborg konungsríkisins Min-Yue. Innfæddir íbúar svæðisins voru af Yue þjóðunum, sem var samanstóð af fjölbreyttum ættbálkum sem ekki eru kínverskir og bjuggu að mestu í Suður-Kína.
Eftir að Wudi keisari [[Hanveldið|Hanveldisins]] (206 f.Kr.— 220 e.Kr.) yfirtók svæðið varð það aðsetur Ye sýslu. Á 2. öld e.Kr. var nafni þess breytt í Houguan og það varð hersetur fyrir austurstrandarsvæðið. Árið 592, eftir landvinninga Suiveldisins í Suður-Kína, fékk svæðið nafnið Min sýsla og á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) varð það aðsetur Fuzhou héraðs. Eftir An Lushan uppreisnina (755–763) varð svæðið aðsetur hins borgaralega ríkisstjóra Fujian.
Á 9. og 10. öld fjölgaði íbúum Fujian hratt. Á tíma í kínverskri sögu sem kenndur er við fimm ættarveldi og tíu konunga (907–979) var borgin var um skamma hríð höfuðborg hins sjálfstæða konungsríkisins Min (909–945) og hefur æ síðan verið höfuðborg Fujian héraðs.
Á tíma [Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) var erlendum viðskiptum beint til Fuzhou borgar, sem einnig varð mikilvæg menningarmiðstöð fyrir keisaradæmið í heild. Borgin dafnaði frá 16. til 19. aldar og velmegun hennar náði hámarki þegar hún var opnað eftir [[Fyrra ópíumstríðið|fyrra ópíumstríðið]] (1839–42). Hún varð síðan aðalhöfn fyrir umfangsmikla teverslun Kína, enda nálægt teframleiðslusvæðum. En með samdrætti í teverslun drógust útflutningsviðskipti Fuzhou saman um helming milli áranna 1874 og 1884. Við tók útflutningur á timbri, pappír og matvælum.
Árið 1866 var höfnin ein af fyrstu helstu tilraunum Kína með vestræna tækni, þegar skipasmíðastöð og vopnabúr voru byggð undir franskri handleiðslu á hafnarsvæði sem kallað er Mawei Fuzhou. Svæðið hefur þannig ræktað kínverska skipamenningu og er talið vagga hins nútíma kínverska flota.
Flotakademía við skipasmíðastöðina var sett á laggirnar og varð hún miðstöð fyrir nám í vestrænum tungumálum og tæknivísindum. Var þetta gert sem hluti af áætlun til að styrkja Kína í kjölfar mikils ósigurs landsins í [[Ópíumstríðin|síðara ópíumstríðinu]] (1856–60). Fljótt dró þó úr áhuga og stuðningi kínverskra yfirvalda á skipasmíðastöðinni.
Allt fram að [[Seinni heimsstyrjöldin|síðari heimstyrjöld]] var Fuzhou í meginatriðum viðskiptamiðstöð og höfn, en með tiltölulega lítinn iðnað. Höfnin var hernumin af Japönum á árunum 1940–45.
Fuzhou borg var hernuminn af her kommúnista við litla mótstöðu árið 1949. Á fimmta áratug síðustu aldar varð borgin í víglínu átaka kommúnista við þjóðernissinna í [[Taívan]] þar sem borgin varð fyrir sprengjuárásum flugvéla lýðveldisinna. Hundruð manna féllu í sprengjuárás á borgina árið 1955.
Fuzhou varð einnig vettvangur ofbeldifullra átaka í [[Menningarbyltingin|menningarbyltingunni]] (1966–76) þegar hópar rauðra varðliða börðust með byssum, hver við annan á götum borgarinnar og jafnvel við sveitir kínverska hersins.
Árið 1984, þegar stjórnvöld opnuðu meir hagkerfið fyrir erlendum fjárfestingum, var Fuzhou útnefnd sem ein af „opnum borgum“ Kína. Ýtti það mjög undir hagvöxt borgarinnar.
== Efnahagur ==
[[Mynd:FuzhouTaijiang.jpg|alt=Mynd frá Taijiang sem hefur verið verslunarhverfi Fuzhou borgar frá fornu fari.|thumb| Taijiang verslunarhverfi Fuzhou borgar í Kína.]]
[[Mynd:Aquaculture_in_Lo-nguong.jpg|alt=Mynd af fiskeldi við Fuzhou borg.|thumb|Fiskeldi við Fuzhou borg í Kína.]]
Fuzhou er iðnaðar- viðskipta og samgöngumiðstöð héraðsins. Í borginni er miðstöð viðskiptabanka, hönnunar, verkfræði, pappírsgerðar og prentunar. Framleiðsla á rafeindatækni, járn- og stálvörum, matvöru, og vefnaðar úr silki og bómullar, er umtalsverð. Handverk er áfram mikilvægt og er borgin er þekkt fyrir vandaða húsgagnasmíði og viðarafurðir.
Borgin fær raforku frá vatnsaflsvirkjunum í fjöllunum til norðvesturs.
== Menntir og vísindi ==
[[Mynd:福建师范大学旗山校区.jpg|alt=Mynd af Qishan háskólasvæði Kennaraháskóla Fujian í Fuzhou borg í Kína.|thumb| Horft yfir Qishan háskólasvæði Kennaraháskóla Fujian í Fuzhou borg í Kína.]]
Fuzhou er borg vísindarannsókna. Þar eru margar háskólastofnanir og rannsóknarstofnanir. Þrír helstu háskólar borgarinnar eru Fuzhou háskóli, alhliða rannsóknarháskóli stofnaður árið 1958, og telst til lykilháskóla Kína; Kennaraháskóli Fujian sem stofnaður var árið 1907, og landbúnaðar- og skógræktarháskóli Fujian sem stofnaður var árið 1958. Rannsóknarstofnun kínverska vísindaakademíunnar er starfandi í Fuzhou .
== Samgöngur ==
[[Mynd:Map_of_Fuzhou_Metro.svg|alt=Kort af nýju snarlestarkerfi Fuzhou borgar í Kína.|thumb| Kort af nýju snarlestarkerfi Fuzhou borgar í Kína.]]
Fuzhou er mikil hafnarborg, enda ein fyrsta opna strandborgin í Kína. Hafnaraðstaða hefur verið stórbætt á síðustu áratugum. Fuzhou sjálf er ekki lengur aðgengileg sjóskipum en byggt hefur verið upp nútímalent hafnarsvæði sem kallað er Mawei Fuzhou, auk annarrar ytri hafnar, við Guantou á strönd Austur-Kínahafs.
Frá höfninni í Mawei Fuzhou sigla farþegaskip reglulega til Matsu-eyja [[Taívan]]. Þá sigla háhraðaferjur á þremur klukkustundum yfir Taívansund til borganna [[Taípei]] og [[Taichung]].
Samgöngur á [[Min fljót|Min fljóti]] eru mikilvægar fyrir borgina. Skipgengt á fljótinu upp Fujian hérað og til héraðanna [[Jiangxi]] og [[Zhejiang]].
Það eru þrír flugvellir í Fuzhou borg: Fuzhou Yixu flugvöllurinn sem í dag er eingöngu ætlaður herflugi; Fuzhou Fuqing Longtian flugvöllur; og [[Fuzhou Changle alþjóðaflugvöllurinn|Fuzhou Changle alþjóðaflugvöllur.]] Sá síðast nefndi er í 45 km fjarlægð frá miðborg Fuzhou. Hann er safnvöllur fyrir flugfélögin Xiamen Airlines og Fuzhou Airlines.
Fuzhou er járnbrautarmiðstöð norðurhluta Fujian héraðs. Járnbrautir Wenzhou – Fuzhou og Fuzhou – Xiamen, eru hluti af háhraðalestarkerfi suðausturstrandar Kína. Hefei – Fuzhou háhraðalestin tengir borgina við höfuðborgina [[Beijing]] um nærliggjandi Jiangxi hérað á allt að 350 kílómetra hraða.
Í borginni er nýtt umfangsmikið [[Snarlest|snarlestarkerfi]] sem opnaði árið 2014. Það nær til 56 kílómetra en unnið er að bæta öðrum 111 kílómetrum við kerfið.
== Tenglar ==
[[Mynd:Fuzhou_skyline.jpg|alt=Mynd af Fuzhou borg. Aðsetur borgarstjórnar er til vinstri og viðskiptahverfi miðborgarinnar til hægri|thumb|Mynd frá Fuzhou borg. Aðsetur borgarstjórnar er til vinstri og viðskiptahverfi miðborgarinnar til hægri]]
* [[Fujian]] hérað.
* Kínversk vefsíða [http://www.fuzhou.gov.cn/ borgarstjórnar Fuzhou]. Skipulag, saga, fréttir og fleira
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Fuzhou-China Encyclopaedia Britannica] um Fuzhou.
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/fujian/fuzhou/ um Fuzhou borg.]. Ferðahandbók fyrir borgina: Almennar upplýsingar, samgöngur, helstu ferðamannastaði, veður o.fl.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Fuzhou|mánuðurskoðað=18. febrúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
4gehevpaehfnucyj7mzn0irfyzu9r3j
1764290
1764289
2022-08-09T17:17:03Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Fuzhou_Taixi_CBD.jpg|alt=Mynd af Taixi viðskiptahverfinu í Fuzhou borg í Fujian héraði í Kína.|thumb|400px|Horft yfir Taixi viðskiptahverfið í Fuzhou borg í [[Fujian]] [[Héruð Kína|héraði]] í [[Kína]].]]
[[File:Fuzhou-location-MAP-in-Fujian-Province-China.jpg|thumb|Staðsetning Fuzhou borgar í Fujian héraði í Kína.]]
[[Mynd:ChinaFujianFuzhou.png|alt=Landakort sem sýnir legu Fuzhou borgar (rauðmerkt) í Fujian héraði í Kína.|thumb|Kort af legu '''Fuzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Fujian]] [[Héruð Kína|héraði]] í [[Kína]].]]
'''Fuzhou''' ''([[Kínverska|kínverska:]] ''福州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Fúzhōu; Fu-chou)'', er höfuðborg og stærsta borg [[Fujian]] [[Héruð Kína|héraðs]] í suðausturhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Hún er stjórnsýslu-, efnahags- vísinda- menningar- og samgöngumiðstöð héraðsins. Borgin sem nefnd er eftir fjalli í norðri sem kallast Fu, er staðsett í austurhluta héraðsins við norðurbakka ósa [[Min fljót|Min fljóts]] stærsta fljóts Fujian, stutt frá mynni þess við [[Austur-Kínahaf]]. Min-fljót gefur borginni aðgang að héraðinu og nálægum héruðum [[Jiangxi]] og [[Zhejiang]]. Fuzhou sem var ein fyrsta opna strandborgin í Kína, er menningarborg með yfir tvö þúsund ára sögu. Árið 2019 bjuggu þar um 7.8 milljónir íbúa.
== Staðsetning ==
[[Mynd:View_of_Luo_Yuan2.jpg|alt=Fuzhou borg hefur mikla strandlengju. Myndin sýnir Luoyuan flóa í norðurhluta Fuzhou borgar.|thumb|Luoyuan flói í norðurhluta Fuzhou borgar.]]
[[Mynd:Fog_in_Gi-sang.jpg|alt=Qishan fjöll við suðurbakka Min fljóts, eru meðal margra fjalla í Fuzhou.|thumb|Qishan fjöll við suðurbakka Min fljóts, eru meðal margra fjalla í Fuzhou.]]
Fuzhou er staðsett á norðausturströnd Fujian héraðs, tengist í norður sameiginlega með borgunum [[Ningde]] og [[Nanping]], í suður við borgirnar [[Quanzhou]] og [[Putian]], og í vestur [[Sanming]] borg.
Borgin, sem nefnd er eftir fjalli í norðri sem kallast Fu, er staðsett í austurhluta héraðsins við norðurbakka ósa [[Min fljót|Min fljóts]] stærsta fljóts Fujian, stutt frá mynni þess við [[Austur-Kínahaf]]. Min-fljót gefur borginni aðgang að héraðinu og nálægum héruðum [[Jiangxi]] og [[Zhejiang]].
Fuzhou sem var ein fyrsta opna strandborgin í Kína. Innan borgarinnar er hafnarsvæði sem kallað er Mawei Fuzhou, sem hefur ræktað kínverska skipamenningu og er talið vagga hins nútíma kínverska flota.
== Saga ==
[[Mynd:Hualin_temple.JPG|alt=Mynd af Fuzhou Hualin musterishöllinni sem byggð var í lok svokallaðra fimmvelda, er talin elsta trébygging í Suður-Kína.|thumb| Fuzhou Hualin musterishöllin í Fuzhou borg er talin elsta trébygging í Suður-Kína.]]
[[Mynd:Zhenhai_tower_front.JPG|alt=Mynd af Zhenhai turninum í Fuzhou borg. Hann var rifinn meðan á menningarbyltingunni stóð en endurreistur árið 2006.|thumb|Zhenhai turninn í Fuzhou borg var rifinn í menningarbyltingunni en endurreistur árið 2006.]]
[[Mynd:Hoksyew.jpg|alt=Mynd af Fuzhou borg teiknuð af Hollendingum um 1752.|thumb|Fuzhou borg teiknuð af Hollendingum um 1752.]]
Rekja má sögu byggðar á því svæði þar sem Fuzhou er nú, allt til [[Nýsteinöld|Nýsteinaldar]]. Fornleifar hafa fundist þar sem taldar eru frá 5000 f.Kr.
Í byrjun 2. f.Kr. var staðurinn kallaður Ye, eða Dongye, og þar var eitt sinn höfuðborg konungsríkisins Min-Yue. Innfæddir íbúar svæðisins voru af Yue þjóðunum, sem var samanstóð af fjölbreyttum ættbálkum sem ekki eru kínverskir og bjuggu að mestu í Suður-Kína.
Eftir að Wudi keisari [[Hanveldið|Hanveldisins]] (206 f.Kr.— 220 e.Kr.) yfirtók svæðið varð það aðsetur Ye sýslu. Á 2. öld e.Kr. var nafni þess breytt í Houguan og það varð hersetur fyrir austurstrandarsvæðið. Árið 592, eftir landvinninga Suiveldisins í Suður-Kína, fékk svæðið nafnið Min sýsla og á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) varð það aðsetur Fuzhou héraðs. Eftir An Lushan uppreisnina (755–763) varð svæðið aðsetur hins borgaralega ríkisstjóra Fujian.
Á 9. og 10. öld fjölgaði íbúum Fujian hratt. Á tíma í kínverskri sögu sem kenndur er við fimm ættarveldi og tíu konunga (907–979) var borgin var um skamma hríð höfuðborg hins sjálfstæða konungsríkisins Min (909–945) og hefur æ síðan verið höfuðborg Fujian héraðs.
Á tíma [Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) var erlendum viðskiptum beint til Fuzhou borgar, sem einnig varð mikilvæg menningarmiðstöð fyrir keisaradæmið í heild. Borgin dafnaði frá 16. til 19. aldar og velmegun hennar náði hámarki þegar hún var opnað eftir [[Fyrra ópíumstríðið|fyrra ópíumstríðið]] (1839–42). Hún varð síðan aðalhöfn fyrir umfangsmikla teverslun Kína, enda nálægt teframleiðslusvæðum. En með samdrætti í teverslun drógust útflutningsviðskipti Fuzhou saman um helming milli áranna 1874 og 1884. Við tók útflutningur á timbri, pappír og matvælum.
Árið 1866 var höfnin ein af fyrstu helstu tilraunum Kína með vestræna tækni, þegar skipasmíðastöð og vopnabúr voru byggð undir franskri handleiðslu á hafnarsvæði sem kallað er Mawei Fuzhou. Svæðið hefur þannig ræktað kínverska skipamenningu og er talið vagga hins nútíma kínverska flota.
Flotakademía við skipasmíðastöðina var sett á laggirnar og varð hún miðstöð fyrir nám í vestrænum tungumálum og tæknivísindum. Var þetta gert sem hluti af áætlun til að styrkja Kína í kjölfar mikils ósigurs landsins í [[Ópíumstríðin|síðara ópíumstríðinu]] (1856–60). Fljótt dró þó úr áhuga og stuðningi kínverskra yfirvalda á skipasmíðastöðinni.
Allt fram að [[Seinni heimsstyrjöldin|síðari heimstyrjöld]] var Fuzhou í meginatriðum viðskiptamiðstöð og höfn, en með tiltölulega lítinn iðnað. Höfnin var hernumin af Japönum á árunum 1940–45.
Fuzhou borg var hernuminn af her kommúnista við litla mótstöðu árið 1949. Á fimmta áratug síðustu aldar varð borgin í víglínu átaka kommúnista við þjóðernissinna í [[Taívan]] þar sem borgin varð fyrir sprengjuárásum flugvéla lýðveldisinna. Hundruð manna féllu í sprengjuárás á borgina árið 1955.
Fuzhou varð einnig vettvangur ofbeldifullra átaka í [[Menningarbyltingin|menningarbyltingunni]] (1966–76) þegar hópar rauðra varðliða börðust með byssum, hver við annan á götum borgarinnar og jafnvel við sveitir kínverska hersins.
Árið 1984, þegar stjórnvöld opnuðu meir hagkerfið fyrir erlendum fjárfestingum, var Fuzhou útnefnd sem ein af „opnum borgum“ Kína. Ýtti það mjög undir hagvöxt borgarinnar.
== Efnahagur ==
[[Mynd:FuzhouTaijiang.jpg|alt=Mynd frá Taijiang sem hefur verið verslunarhverfi Fuzhou borgar frá fornu fari.|thumb| Taijiang verslunarhverfi Fuzhou borgar í Kína.]]
[[Mynd:Aquaculture_in_Lo-nguong.jpg|alt=Mynd af fiskeldi við Fuzhou borg.|thumb|Fiskeldi við Fuzhou borg í Kína.]]
Fuzhou er iðnaðar- viðskipta og samgöngumiðstöð héraðsins. Í borginni er miðstöð viðskiptabanka, hönnunar, verkfræði, pappírsgerðar og prentunar. Framleiðsla á rafeindatækni, járn- og stálvörum, matvöru, og vefnaðar úr silki og bómullar, er umtalsverð. Handverk er áfram mikilvægt og er borgin er þekkt fyrir vandaða húsgagnasmíði og viðarafurðir.
Borgin fær raforku frá vatnsaflsvirkjunum í fjöllunum til norðvesturs.
== Menntir og vísindi ==
[[Mynd:福建师范大学旗山校区.jpg|alt=Mynd af Qishan háskólasvæði Kennaraháskóla Fujian í Fuzhou borg í Kína.|thumb| Horft yfir Qishan háskólasvæði Kennaraháskóla Fujian í Fuzhou borg í Kína.]]
Fuzhou er borg vísindarannsókna. Þar eru margar háskólastofnanir og rannsóknarstofnanir. Þrír helstu háskólar borgarinnar eru Fuzhou háskóli, alhliða rannsóknarháskóli stofnaður árið 1958, og telst til lykilháskóla Kína; Kennaraháskóli Fujian sem stofnaður var árið 1907, og landbúnaðar- og skógræktarháskóli Fujian sem stofnaður var árið 1958. Rannsóknarstofnun kínverska vísindaakademíunnar er starfandi í Fuzhou .
== Samgöngur ==
[[Mynd:Map_of_Fuzhou_Metro.svg|alt=Kort af nýju snarlestarkerfi Fuzhou borgar í Kína.|thumb| Kort af nýju snarlestarkerfi Fuzhou borgar í Kína.]]
Fuzhou er mikil hafnarborg, enda ein fyrsta opna strandborgin í Kína. Hafnaraðstaða hefur verið stórbætt á síðustu áratugum. Fuzhou sjálf er ekki lengur aðgengileg sjóskipum en byggt hefur verið upp nútímalent hafnarsvæði sem kallað er Mawei Fuzhou, auk annarrar ytri hafnar, við Guantou á strönd Austur-Kínahafs.
Frá höfninni í Mawei Fuzhou sigla farþegaskip reglulega til Matsu-eyja [[Taívan]]. Þá sigla háhraðaferjur á þremur klukkustundum yfir Taívansund til borganna [[Taípei]] og [[Taichung]].
Samgöngur á [[Min fljót|Min fljóti]] eru mikilvægar fyrir borgina. Skipgengt á fljótinu upp Fujian hérað og til héraðanna [[Jiangxi]] og [[Zhejiang]].
Það eru þrír flugvellir í Fuzhou borg: Fuzhou Yixu flugvöllurinn sem í dag er eingöngu ætlaður herflugi; Fuzhou Fuqing Longtian flugvöllur; og [[Fuzhou Changle alþjóðaflugvöllurinn|Fuzhou Changle alþjóðaflugvöllur.]] Sá síðast nefndi er í 45 km fjarlægð frá miðborg Fuzhou. Hann er safnvöllur fyrir flugfélögin Xiamen Airlines og Fuzhou Airlines.
Fuzhou er járnbrautarmiðstöð norðurhluta Fujian héraðs. Járnbrautir Wenzhou – Fuzhou og Fuzhou – Xiamen, eru hluti af háhraðalestarkerfi suðausturstrandar Kína. Hefei – Fuzhou háhraðalestin tengir borgina við höfuðborgina [[Beijing]] um nærliggjandi Jiangxi hérað á allt að 350 kílómetra hraða.
Í borginni er nýtt umfangsmikið [[Snarlest|snarlestarkerfi]] sem opnaði árið 2014. Það nær til 56 kílómetra en unnið er að bæta öðrum 111 kílómetrum við kerfið.
== Tenglar ==
[[Mynd:Fuzhou_skyline.jpg|alt=Mynd af Fuzhou borg. Aðsetur borgarstjórnar er til vinstri og viðskiptahverfi miðborgarinnar til hægri|thumb|Mynd frá Fuzhou borg. Aðsetur borgarstjórnar er til vinstri og viðskiptahverfi miðborgarinnar til hægri]]
* [[Fujian]] hérað.
* Kínversk vefsíða [http://www.fuzhou.gov.cn/ borgarstjórnar Fuzhou]. Skipulag, saga, fréttir og fleira
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Fuzhou-China Encyclopaedia Britannica] um Fuzhou.
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/fujian/fuzhou/ um Fuzhou borg.]. Ferðahandbók fyrir borgina: Almennar upplýsingar, samgöngur, helstu ferðamannastaði, veður o.fl.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Fuzhou|mánuðurskoðað=18. febrúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
t3ewthsadky9aqhaiz101xuh4gqixym
Hefei
0
162078
1764281
1764069
2022-08-09T17:03:56Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:安徽合肥天鹅湖.jpg|alt=Mynd af skrifstofubyggingum við Svanavatn í Hefei borg.|thumb|400px|Skrifstofubyggingar við Svanavatn í Hefei borg.]]
[[File:Hefei-location-MAP-in-Anhui-Province-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Hefei borgar í Anhui héraði í Kína.|Staðsetning '''Hefei borgar''' í Anhui héraði í Kína.]]
[[Mynd:Hefei_Chenghuang_Temple.jpg|alt=Mynd af Musteri Chenghuangshen í Hefei. Chenghuangshen er samkvæmt kínverskri þjóðtrú bæjar-eða borgarguð. Slík musteri eru víða í borgum Kína.|thumb| Musteri Chenghuangshen í Hefei. Í kínverskri þjóðtrú er Chenghuangshen bæjar-eða borgarguð. Slík musteri eru víða í borgum Kína.]]
'''Hefei''' ''([[Kínverska|kínverska:]] ''合肥''; [[Pinyin|rómönskun:]] Héféi; Ho-fei)'', er höfuðborg og fjölmennasta borg [[Anhui]] [[Héruð Kína|héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Hún er stjórnsýslu-, efnahags- og menningarmiðstöð héraðsins. Borgin er staðsett norður af Chaohu vatni, við norðausturrætur Dabie-fjalla, sem mynda skil á milli fljótanna [[Huai]] og [[Jangtse]]. Hefei, sem er þekkt sem borg vísinda, fræða og nýsköpunar, hefur vaxið gríðarlega og er í dag þróuð og blómleg borg. Árið 2019 bjuggu í borginni um 8,2 milljónir íbúa.
== Staðsetning ==
Hefei borg er staðsett í miðhluta Anhui héraðs og liggur að [[Huainan]] borg í norðri, [[Chuzhou]] í norðaustri, [[Wuhu]] í suðaustri, [[Tongling]] í suðri, [[Anqing]] í suðvestri og [[Lu'an]] í vestri.
Heildarflatarmál borgarinnar er 11,445 ferkílómetrar.
Borgin er staðsett norður af hinu víðáttumikla bláa Chaohu vatni („Fuglahreiðravatn“). Borgin stendur á láglendi við norðausturrætur Dabie-fjalla, sem mynda skil á milli fljótanna [[Huai]] og [[Jangtse]]. Huai rennur til norðurs við borgina og sunnan við hana er [[Jangtse]] fljót.
Frá Hefei eru greiðar vatnsflutningar um Chaohu vatn að [[Jangtse]] á móti [[Wuhu]] borg. Mikilvægar landleiðir liggja um Hefei frá Pukou í [[Nanjing]] höfuðborg [[Jiangsu]] til [[Xian]] borgar í [[Shaanxi]] héraði og til borganna [[Xuzhou]], í [[Jiangsu]] héraði, Bengbu, Anqing í [[Anhui]] héraði.
== Saga ==
[[Mynd:浮莊.JPG|alt=Mynd frá Svanavatni í Hefei borg.|thumb|Við Svanavatn í Hefei borg.]]
[[Mynd:Xiaoyaojin_Park.jpg|alt=Mynd frá Xiaoyaojin garði í Hefei borg.|thumb|Xiaoyaojin garðurinn í Hefei borg.]]
[[Mynd:Mingjiao Temple.jpg|alt=Mynd af Mingjiao hofinu í Hefei borg.|thumb|Mingjiao hofið í Hefei borg.]]
Saga byggðar þar sem Hefei er nú, verður rakin allt til [[Nýsteinöld|Nýsteinaldar]]. Leirmunir og aðrar fornleifar hafa fundist frá þeim tíma.
Frá 8. til 6. öld f.Kr. var Hefei staður smáríkisins Shu, sem síðar varð hluti af Chu-konungsríkinu. Margar fornleifar hafa fundist frá því tímabili. Nafnið Hefei var fyrst gefið sýslu sem sett var upp á svæðinu á tímum [[Hanveldið|Hanveldisins]] (206 f.Kr.— 220 e.Kr.). Á 4. til 6. öld e.Kr. var svæðið vígvöllur á milli ríkja í norðri og suðri, og því var nafni þess og stjórnunarstöðu oft breytt. Á tímum Suiveldisins (581–618) og [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) varð það aðsetur Lu héraðs, nafn sem það hélt allt til 15. aldar, þegar staða þess styrktist og héraðið fékk nafnið Luzhou.
Núverandi borg á rætur frá tímum [Songveldið|Songveldisins]] (960–1279). Fyrri byggð Hefei var nokkru lengra norður. Á 10. öld var það um tíma höfuðborg sjálfstæða Wu konungsríkisins (902–937) og var mikilvæg miðstöð Nan Tang ríkis (937–976). Frá 1127 varð svæðið varnarstöð Nan Songveldisins (1127–1279) gegn innrásaraðilum Jin (Juchen sem ættaðir voru frá Mansjúríu) sem og blómleg viðskiptamiðstöð ríkjanna tveggja. Á tímum [[Mingveldið| Mingveldisins]] (1368–1644) og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var borgin þekkt um skeið (eftir 14. öld til 19. aldar) sem Luchow.
Hefei varð síðan tímabundin höfuðstaður Anhui á árunum frá 1853–1862. Þegar Kínverska lýðveldið var stofnað árið 1912 var yfirstjórn héraðsins breytt og svæðið endurnefnt sem Hefei-sýsla árið 1912.
Fyrir síðari heimsstyrjöldina var Hefei í meginatriðum stjórnsýslumiðstöð og svæðisbundinn markaður afurða af frjósamri sléttunni í suðri. Þar var söfnunarmiðstöð landbúnaðarafurða svo sem korns, bauna, bómullar og hamps. Þar var einnig handverksiðnaður á fatnaði, leðri, bambusvörum og járnbúnaði.
Mikilvægi svæðisins jókst með lagningu járnbrauta. Framkvæmdir þeirra fyrstu hófust árið 1912 með lagningu járnbrautar milli [[Tianjin]] borgar á austurströnd Norður-Kína, til Pukou í [[Nanjing]] borg við bakka [[Jangtse]] fljóts. Á fjórðra áratugnum var síðan lögð járnbraut sem tengdi Hefei borg við kolahafnar Yuxikou á [[Jangtse]] fljóti við borgina Wuhu.
Í kjölfar sigurs Kínverja [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna stríði þeirra við Japan]] (1937–1945) var Hefei gerð að höfuðborg héraðsins Anhui.
Eftir stríðið óx borgin í öfluga iðnaðarborg. Þegar Hefei varð höfuðborg Anhui héraðs árið 1952 voru skipulagðir miklir fólksflutningar til hennar frá öðrum landshlutum. Vísindi og menntir voru efldar og innviðir byggðir upp. Enn þann dag í dag er borgin í miklum vexti.
Árið 2005 réðst borgin í fegrunarátak þar sem þúsundir ólöglega byggðra mannvirkja voru rifin og gamalgróin markaðstorg víða um borgina voru fjarlægð. Breytti það ásýnd borgarinnar mikið.
== Efnahagur ==
Fyrir [[Síðari heimsstyrjöldin|síðari heimsstyrjöldina]] var Hefei borg í meginatriðum stjórnsýslumiðstöð og svæðisbundinn markaður fyrir landbúnaðarafurðir af frjósamri sléttunni í suðri.
Eftir stríðið breyttist borgin í öfluga iðnaðarborg. Bómullarverksmiðja var opnuð árið 1958 og stór varmaaflsvirkjun sem keyrð er með kolum frá [[Huainan]], var stofnuð snemma á fimmta áratug síðustu aldar. Í borginni risu verksmiðjur sem framleiða iðnaðarefni og efnafræðilegan áburð. Í lok fimmta áratugar síðustu aldar var byggt járn- og stáliðjuver. Auk framleiðslu vélaverkfæra og landbúnaðartækja hefur borgin þróað verksmiðjur sem framleiða ál, rafeindatækni og margskonar ljósavörur.
Hefei borg hefur gengið í gegnum gríðarlegan vöxt innviða á undanförnum áratugum. Eftir stríðið var höfuðborg Anhui héraðs flutt frá Anqing borg til Hefei. Til að aðstoða við þróun og uppbyggingu borgarinnar voru margir hæfileikaríkir einstaklingar sendir frá öðrum landshlutum. Lögð var áhersla á uppbyggingu vísinda og mennta. Og á síðustu árum hefur verið ráðist í stórtækja uppbyggingu samgönguinnviða. Smáborg þriðja áratugar síðustu aldar er orðin að nútíma milljónaborg. Hefei er í dag talin vera ein sú borg Kína sem er í hvað mestum vexti.
== Menntir og vísindi ==
[[Mynd:USTC.jpg|alt=Mynd af kennslubyggingu og gamla bókasafninu við hinn virta Vísinda- og tækniháskóla Kína í Hefei borg.|thumb|<small>Kennslubygging og gamla bókasafnið við hinn virta Vísinda- og tækniháskóla Kína í Hefei borg.</small>]]
[[Mynd:Main_Teaching_Building_of_HFUT.jpg|alt=Mynd frá Tækniháskóla Hefei borgar.|thumb|<small>Tækniháskóli Hefei borgar.</small>]]
[[Mynd:ISSP_Research_Bldg._No._3.jpg|alt=Mynd frá Þriðju rannsóknarbyggingu Storkufræðistofnunarinnar í Hefei borg.|thumb| <small>Þriðja rannsóknarbygging Storkufræðistofnunarinnar í Hefei borg.</small>]]
Hefei er þekkt í Kína sem borg vísinda, fræða og nýsköpunar.
Borgin gegnir mikilvægu hlutverki í vísindarannsóknum í Kína. Borgin hefur sjö mikilvægar innlendar rannsóknarstofur, einungis Beijing fleiri: Þjóðarrannsóknastofnun á samhraðalsgeislun, Þjóðarrannsóknastofnun Hefeiborgar í smásærri eðlisfræði, sem báðar heyra undir Vísinda- og tækniháskóla Kína í Hefei borg.
Í borginni er einnig Storkufræðistofnunin, Stofnun um rafgasfræði, Vitvélastofnun, rannsóknarstofnun í segulaðgreining (með ofurleiðandi segli), Anhui stofnunin í ljóseðlisfræði og aflfræði agna, sem allar heyra Stofnun Hefei borgar í eðlisfræðivísindum sem er hluti af kínversku vísindaakademíunni.
Í borginni eru merk vísindverkefni á borð við þróun ofurleiðara. Þá var Hersjúkrahúsið í Hefei borg einn fyrsti staður til rannsókna á mönnum með [[CRISPR/Cas9-erfðatæknin|CRISPR erfðatækni]] árið 2015.
== Samgöngur ==
[[Mynd:Hefei_South_Railway_Station.jpg|alt=Mynd af Suður járnbrautarstöð Heifei borgar.|thumb|<small>Suður járnbrautarstöð Heifei borgar.</small>]]
[[Mynd:Dadongmen_Station.jpg|alt=Mynd frá Línu tvö í snarlestarkerfi Heifei borgar.|thumb| <small>Dadongmen stöðin á línu tvö í snarlestarkerfi Heifei borgar.</small>]]
Staðsetning Hefei sem höfuðborgar héraðsins gerir hana að náttúruleg samgöngustöð. Staðsetning hennar norður af Chao-vatni og við rætur Dabie-fjalla, sem skilja á milli Huai-fljóts og [[Jangtse]] fljóts. Frá borginni eru greiðar vatnsflutningar um vatnið að Jangtse við borgina Wuhu.
Viðamikið lestarkerfi tengir borgina við nærliggjandi borgir og héruð. Í broginni eru þrjár lestarstöðvar. Á síðustu tveimur áratugum hafa samgönguyfirvöld byggt upp háhraðalestarkerfi sem tengir borgina vel. Þannig er til dæmis háhraðalestin [[Beijing]]-[[Sjanghæ]] sem þýðir að hægt er að fara á milli Hefei og Beijing á innan við 4 klukkustundum.
Árið 2013 var tekinn í notkun [[Hefei Xinqiao alþjóðaflugvöllurinn|Hefei Xinqiao alþjóðaflugvöllur]] sem leysti af hólmi Hefei Luogang flugvöllinn. Hann er staðsettur í norðvesturhluta borgarinnar. Auk innanlandsflugs eru meðal alþjóðlegra áfangastaða [[Singapúr]], [[Taípei]], [[Seúl]], [[Frankfurt am Main]] og [[Bangkok]].
Borgin hefur á síðustu árum verið að byggja upp viðamikið [[Snarlest|snarlestarkerfi]]. Fyrsta áfanga þess lauk í árslok 2016. Öðrum áfanga lauk í árslok 2017 með tengingu miðborgarinnar við Hefei Xinqiao alþjóðaflugvöllinn. Þriðji áfanginn (eða 3 línan) opnaði árslok 2019 og tengir hún meðal annars við háskólasvæði borgarinnar. Á áætlun er að byggja aðrar 12 snarlestarlínur til ársins 2030.
== Tenglar ==
* [[Anhui]] hérað.
* Kínversk (og ensk) vefsíða [https://web.archive.org/web/20090215203625/http://hefei.gov.cn/ borgarstjórnar Hefei]. Skipulag, saga, fréttir og fleira.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Hefei Encyclopaedia Britannica] um Hefei.
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/anhui/hefei/ um Hefei borg.]. Ferðahandbók fyrir borgina: Almennar upplýsingar, samgöngur, helstu ferðamannastaði, veður o.fl.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Hefei|mánuðurskoðað=19. febrúar|árskoðað=2021}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
p0vj5mfj35yawkgxffvgsx3kiqiawll
Dmítríj Múratov
0
165138
1764228
1764227
2022-08-09T12:02:06Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Dmítríj Múratov<br>{{small|Дмитрий Муратов}}
| búseta =
| mynd = 2018-06-20 Boris Nemzow Preis 2018-9831.jpg
| myndatexti = Dmítríj Múratov árið 2018.
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1961|10|30}}
| fæðingarstaður = [[Samara|Kújbyshev]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| þjóðerni = [[Rússland|Rússneskur]]
| þekkt_fyrir =
| starf = Blaðamaður
| trú =
| stjórnmálaflokkur = [[Jablókó]]
| háskóli = [[Ríkisháskólinn í Samara|Ríkisháskólinn í Kújbyshev]] (BA)
| maki =
| verðlaun = [[File:Nobel prize medal.svg|15px]] [[Friðarverðlaun Nóbels]] (2021)
| foreldrar =
| undirskrift =
| heimasíða = [https://novayagazeta.ru/authors/12 novayagazeta.ru/authors/12]
}}
'''Dmítríj Andrejevitsj Múratov''' (rússneska: Дмитрий Андреевич Муратов; f. 30 október 1961) er rússneskur blaðamaður, sjónvarpskynnir og ritstjóri rússneska fréttablaðsins ''[[Novaja Gazeta]]''.<ref name="neweditornov17">{{cite web | url=https://www.novayagazeta.ru/news/2017/11/17/137108-glavnym-redaktorom-novoy-gazety-stal-sergey-kozheurov | title=Главным редактором "Новой газеты" стал Сергей Кожеуров | work=Novaya Gazeta | date=17 November 2017 | access-date=17 November 2017}}</ref> Hann vann til [[Friðarverðlaun Nóbels|friðarverðlauna Nóbels]] árið 2021 ásamt filippseyska blaðamanninum [[Maria Ressa|Mariu Ressa]] fyrir baráttu þeirra í þágu fjölmiðlafrelsis í heimalöndum sínum.<ref>{{Vefheimild|titill=Múratov og Ressa hljóta friðarverðlaunin|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/10/08/muratov_og_ressa_hljota_fridarverdlaunin/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2021|mánuður=8. október|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. október}}</ref>
Múratov stofnaði ''Novaja Gazeta'' árið 1993 ásamt fleiri blaðamönnum. Hann var ritstjóri blaðsins frá 1995 til 2017 og tók aftur við því starfi árið 2019. Blaðið er þekkt fyrir að fjalla um viðkvæm málefni eins og spillingu og mannréttindabrot rússnesku ríkisstjórnarinnar.<ref name="cpj">{{Cite web|url=http://cpj.org/awards/2007/muratov.php|title = Dmitry Muratov, Editor of Novaya Gazeta, Russia}}</ref> Sem ritstjóri birti Múratov greinar eftir [[Anna Polítkovskaja|Önnu Polítkovskaja]] þar sem stjórn [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] Rússlandsforseta var tekin til rannsóknar. Að sögn hópsins [[Nefnd til verndar blaðamönnum|Nefndar til verndar blaðamönnum]] stofnaði Múratov „eina raunverulega gagnrýna fréttablaðið sem nýtur þjóðaráhrifa í Rússlandi samtímans.“<ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.wan-ifra.org/articles/2016/06/03/biography-of-2016-golden-pen-of-freedom-laureate-dmitry-muratov|title=Biography of 2016 Golden Pen of Freedom Laureate Dmitry Muratov|access-date=2021-10-08|archive-date=2020-10-21|archive-url=https://web.archive.org/web/20201021112053/https://www.wan-ifra.org/articles/2016/06/03/biography-of-2016-golden-pen-of-freedom-laureate-dmitry-muratov|dead-url=yes}}</ref> Blaðið hefur einnig leikið lykilhlutverk í að upplýsa fólk um rósturástandið í [[Téténía|Téténíu]] og [[Norður-Kákasus]].
==Æviágrip==
Dmítríj Múratov fæddist þann 30. október 1961 í Kújbyshev, sem heitir í dag [[Samara]]. Hann nam í fimm ár við textafræðideild Rannsóknarháskólans í Kújbyshev, þar sem hann fékk áhuga á blaðamennsku. Á háskólaárum sínum vann hann í hlutastarfi fyrir nokkur svæðisdagblöð.
Eftir að Múratov lauk háskólanámi gegndi hann þjónustu í [[Rauði herinn|rauða hernum]] frá 1983 til 1985. Múratov vísar gjarnan til ára sinna í hernum og segist þar hafa haft umsjón með því að flokka hergögn.
Árið 1987 hóf Múratov störf sem blaðamaður hjá dagblaðinu ''Voljski Komsomolets''. Hann hlaut þar tækifæri til að tjá sig og yfirmönnum hans þótti svo mikið til hans koma að undir lok fyrsta árs hans þar var hann útnefndur deildarstjóri ungdómsdeildar ''[[Komskolskaja Pravda]]''. Hann fékk síðan stöðuhækkun og var gerður aðalritstjóri blaðagreina.<ref>{{Vefheimild|titill=Dmitry Muratov: biografija, novinarske aktivnosti |url=https://hr.puntomarinero.com/dmitry-muratov-biography-journalistic-activities/}}</ref>
== Ferill==
Dmítríj Múratov hætti störfum hjá ''Komsomolskaja Pravda'' árið 1988. Árið 1993 stofnaði hann ásamt rúmlega 50 samstarfsmönnum sínum nýtt blað fyrir stjórnarandstæðinga, ''Novaja Gazeta''. Markmið þeirra var að reka „heiðarlegan og sjálfstæðan“ fjölmiðil fyrir rússneska borgara.<ref>{{Vefheimild|titill=Dmitry Muratov, Editor of Novaya Gazeta, Russia |url=https://cpj.org/awards/2007/muratov.php}}</ref> Jafnframt vildu stofnendur blaðsins beina kastljósi að mannréttindamálum og valdníðslu stjórnvalda. Rekstur ''Novaja Gazeta'' hófst með aðeins tveimur tölvum, tveimur herbergjum, einum prentara og engum föstum launum fyrir starfsfólkið. [[Mikhaíl Gorbatsjev]], fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, gaf hluta af verðlaunafé sínu eftir að hafa unnið friðarverðlaun Nóbels til þess að borga kaup og tölvur blaðsins.
''Novaja Gazeta'' afhjúpaði [[peningaþvætti]] hjá rússneska Alþjóðlega iðnbankanum þann 26. nóvember 2001. Múratov lét vopna blaðamenn sína og þjálfa þá í vopnaburði eftir að blaðið varð fyrir ítrekuðum árásum. Fjöldi blaðamanna hjá ''Novaja Gazeta'' hefur látist undir grunsamlegum kringumstæðum í gegnum árin.<ref>{{Vefheimild|titill=Russian opposition newspaper will arm its journalists |url=https://www.theguardian.com/world/2017/oct/26/russian-opposition-newspaper-will-arm-its-journalists |mánuður=26. október|ár=2017|útgefandi=''[[The Guardian]]''|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. október}}</ref> Múratov sagði af sér sem ritstjóri árið 2017 og viðurkenndi að starfið hefði verið lýjandi.<ref>{{Vefheimild|titill=After 22 Years, Novaya Gazeta Editor Dmitry Muratov Steps Down |url=https://www.themoscowtimes.com/2017/11/13/novaya-gazeta-editor-steps-down-a59561|útgefandi=''The Moscow Times''}}</ref> Hann sneri aftur til starfa árið 2019 eftir að starfsfólk blaðsins kaus að gera hann aftur að ritstjóra.<ref>{{Vefheimild|titill=Russian media veteran Dmitry Muratov returns to 'Novaya Gazeta' editor-in-chief post |url=https://meduza.io/en/news/2019/11/15/russian-media-veteran-dmitry-muratov-returns-to-novaya-gazeta-editor-in-chief-post|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. október}}</ref>
Dmítríj Múratov hefur fengið fjölda verðlauna og viðurkenninga á ferli sínum. Hann hlaut Alþjóðlegu fjölmiðlafrelsisverðlaunin frá Nefndinni til verndar blaðamanna árið 2007 fyrir hugdirfsku sína í baráttu fyrir fjölmiðlafrelsis í hættulegu umhverfi.<ref name=":0">{{Vefheimild|titill=CPJ To Honor Five Journalists |url=http://www.cpj.org/awards/2007/awards-release07.php |útgefandi=Committee to Protect Journalists |mánuður=24. september 2007 |árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. október}}</ref> Þann 29. janúar 2010 sæmdi ríkisstjórn [[Frakkland]]s hann [[Franska heiðursorðan|frönsku heiðursorðunni]], æðstu viðurkenningu sem veitt er af hinu opinbera í Frakklandi.<ref>{{Vefheimild|titill=Longtime Novaya Gazeta Chief Editor To Step Down |url=https://www.rferl.org/Watchdog/2017/11/13}}</ref> Múratov fór til Hollands í maí árið 2010 og tók við Fjórfrelsisverðlaunum Roosevelt-stofnunarinnar fyrir hönd ''Novaja Gazeta''.<ref>{{Vefheimild|titill=THE FRANKLIN DELANO ROOSEVELTFOUR FREEDOMS AWARDS2010 |url=https://www.roosevelt.nl/sites/zl-roosevelt/files/ffa_2010.pdf}}</ref> Árið 2016 tók hann við Gullpenna frelsisins frá Alþjóðasambandi dagblaða.
Múratov hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2021 ásamt filippseyskri starfssystur sinni, [[Maria Ressa|Mariu Ressa]]. Hann tileinkaði verðlaunin sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir í starfi hjá honum í Rússlandi.<ref>{{Vefheimild|titill=Tileinkar friðarverðlauninn sex blaðamönnum hans sem voru myrtir|url=https://www.visir.is/g/20212167137d/tileinkar-fridarverdlauninn-sex-bladamonnum-hans-sem-voru-myrtir|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=8. október|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. október|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref>
Árið 2022 gagnrýndi Múratov [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|innrás Rússa í Úkraínu]] og lét prenta eintök af ''Novaja Gazeta'' bæði á [[Rússneska|rússnesku]] og [[Úkraínska|úkraínsku]] til að sýna Úkraínumönnum stuðning.<ref>{{Vefheimild|titill=Ósáttur rússneskur ritstjóri ætlar að gefa dagblað sitt út á úkraínsku|url=https://www.frettabladid.is/frettir/osattur-russneskur-ritstjori-aetlar-ad-gefa-dagblad-sitt-ut-a-ukrainsku/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=1. mars|höfundur=Aðalheiður Ámundadóttir}}</ref> Hann setti Nóbelsverðlaunamedalíu sína á uppboð fyrir styrktarsjóð til stuðnings úkraínsks flóttafólks.<ref>{{Vefheimild|titill=Gefur Nóbelsverðlaunin í uppboð fyrir flóttafólk frá Úkraínu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/gefur-nobelsverdlaunin-i-uppbod-fyrir-flottafolk-fra-ukrainu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=22. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=23. mars|höfundur=Lovísa Arnardóttir}}</ref> Þann 28. mars gerði Múratov hlé á útgáfu ''Novaja Gazeta'' svo lengi sem stríðið varir til þess að blaðið þurfi ekki að sæta ritskoðun á umfjöllun um innrásina.<ref>{{Vefheimild|titill=Blað rússnesks nóbelsverðlaunahafa gerir útgáfuhlé|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/28/blad_russnesks_nobelsverdlaunahafa_gerir_utgafuhle/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref>
Ráðist var að Múratov þann 7. apríl í járnbrautarlest og rauðri málningu með [[asetón]]i skvett yfir hann úr fötu, að því er virðist vegna umfjöllunar hans um stríðið í Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Nóbelsverðlaunahafi varð fyrir árás í Rússlandi|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nobelsverdlaunahafi-vard-fyrir-aras-i-russlandi/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=8. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=14. maí|höfundur=Einar Þór Sigurðsson}}</ref> Bandarískir embættismenn sögðu [[FSB|rússnesku leyniþjónustuna]] síðar hafa staðið fyrir árásinni.<ref>{{Vefheimild|titill=Leyniþjónustan sögð hafa staðið á bak við árásina|url=https://www.frettabladid.is/frettir/leynithjonustan-sogd-hafa-stadid-a-bak-vid-arasina/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=29. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=14. maí|höfundur=Einar Þór Sigurðsson}}</ref>
== Stjórnmálaskoðanir ==
Dmítríj Múratov er meðlimur í stjórnmálaflokknum [[Jablókó]], frjálslyndisflokki sem var stofnaður árið 1993 af fyrrum varaforsætisráðherra Sovétríkjanna, [[Grígorí Javlinskí]].
==Tilvísanir==
<references/>
{{Friðarverðlaun Nóbels}}
{{DEFAULTSORT:Múratov, Dmítríj}}
{{f|1961}}
[[Flokkur:Handhafar friðarverðlauna Nóbels]]
[[Flokkur:Rússneskir blaðamenn]]
60q7cxvtwcqwejr79n7s92sdqiafphc
1764258
1764228
2022-08-09T14:34:30Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Dmítríj Múratov<br>{{small|Дмитрий Муратов}}
| búseta =
| mynd = 2018-06-20 Boris Nemzow Preis 2018-9831.jpg
| myndatexti = Dmítríj Múratov árið 2018.
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1961|10|30}}
| fæðingarstaður = [[Samara|Kújbyshev]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| þjóðerni = [[Rússland|Rússneskur]]
| þekkt_fyrir =
| starf = Blaðamaður
| trú =
| stjórnmálaflokkur = [[Jablókó]]
| háskóli = [[Ríkisháskólinn í Samara|Ríkisháskólinn í Kújbyshev]] (BA)
| maki =
| verðlaun = [[File:Nobel prize medal.svg|15px]] [[Friðarverðlaun Nóbels]] (2021)
| foreldrar =
| undirskrift =
| heimasíða = [https://novayagazeta.ru/authors/12 novayagazeta.ru/authors/12]
}}
'''Dmítríj Andrejevítsj Múratov''' (rússneska: Дмитрий Андреевич Муратов; f. 30 október 1961) er rússneskur blaðamaður, sjónvarpskynnir og ritstjóri rússneska fréttablaðsins ''[[Novaja Gazeta]]''.<ref name="neweditornov17">{{cite web | url=https://www.novayagazeta.ru/news/2017/11/17/137108-glavnym-redaktorom-novoy-gazety-stal-sergey-kozheurov | title=Главным редактором "Новой газеты" стал Сергей Кожеуров | work=Novaya Gazeta | date=17 November 2017 | access-date=17 November 2017}}</ref> Hann vann til [[Friðarverðlaun Nóbels|friðarverðlauna Nóbels]] árið 2021 ásamt filippseyska blaðamanninum [[Maria Ressa|Mariu Ressa]] fyrir baráttu þeirra í þágu fjölmiðlafrelsis í heimalöndum sínum.<ref>{{Vefheimild|titill=Múratov og Ressa hljóta friðarverðlaunin|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/10/08/muratov_og_ressa_hljota_fridarverdlaunin/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2021|mánuður=8. október|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. október}}</ref>
Múratov stofnaði ''Novaja Gazeta'' árið 1993 ásamt fleiri blaðamönnum. Hann var ritstjóri blaðsins frá 1995 til 2017 og tók aftur við því starfi árið 2019. Blaðið er þekkt fyrir að fjalla um viðkvæm málefni eins og spillingu og mannréttindabrot rússnesku ríkisstjórnarinnar.<ref name="cpj">{{Cite web|url=http://cpj.org/awards/2007/muratov.php|title = Dmitry Muratov, Editor of Novaya Gazeta, Russia}}</ref> Sem ritstjóri birti Múratov greinar eftir [[Anna Polítkovskaja|Önnu Polítkovskaja]] þar sem stjórn [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] Rússlandsforseta var tekin til rannsóknar. Að sögn hópsins [[Nefnd til verndar blaðamönnum|Nefndar til verndar blaðamönnum]] stofnaði Múratov „eina raunverulega gagnrýna fréttablaðið sem nýtur þjóðaráhrifa í Rússlandi samtímans.“<ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.wan-ifra.org/articles/2016/06/03/biography-of-2016-golden-pen-of-freedom-laureate-dmitry-muratov|title=Biography of 2016 Golden Pen of Freedom Laureate Dmitry Muratov|access-date=2021-10-08|archive-date=2020-10-21|archive-url=https://web.archive.org/web/20201021112053/https://www.wan-ifra.org/articles/2016/06/03/biography-of-2016-golden-pen-of-freedom-laureate-dmitry-muratov|dead-url=yes}}</ref> Blaðið hefur einnig leikið lykilhlutverk í að upplýsa fólk um rósturástandið í [[Téténía|Téténíu]] og [[Norður-Kákasus]].
==Æviágrip==
Dmítríj Múratov fæddist þann 30. október 1961 í Kújbyshev, sem heitir í dag [[Samara]]. Hann nam í fimm ár við textafræðideild Rannsóknarháskólans í Kújbyshev, þar sem hann fékk áhuga á blaðamennsku. Á háskólaárum sínum vann hann í hlutastarfi fyrir nokkur svæðisdagblöð.
Eftir að Múratov lauk háskólanámi gegndi hann þjónustu í [[Rauði herinn|rauða hernum]] frá 1983 til 1985. Múratov vísar gjarnan til ára sinna í hernum og segist þar hafa haft umsjón með því að flokka hergögn.
Árið 1987 hóf Múratov störf sem blaðamaður hjá dagblaðinu ''Voljski Komsomolets''. Hann hlaut þar tækifæri til að tjá sig og yfirmönnum hans þótti svo mikið til hans koma að undir lok fyrsta árs hans þar var hann útnefndur deildarstjóri ungdómsdeildar ''[[Komskolskaja Pravda]]''. Hann fékk síðan stöðuhækkun og var gerður aðalritstjóri blaðagreina.<ref>{{Vefheimild|titill=Dmitry Muratov: biografija, novinarske aktivnosti |url=https://hr.puntomarinero.com/dmitry-muratov-biography-journalistic-activities/}}</ref>
== Ferill==
Dmítríj Múratov hætti störfum hjá ''Komsomolskaja Pravda'' árið 1988. Árið 1993 stofnaði hann ásamt rúmlega 50 samstarfsmönnum sínum nýtt blað fyrir stjórnarandstæðinga, ''Novaja Gazeta''. Markmið þeirra var að reka „heiðarlegan og sjálfstæðan“ fjölmiðil fyrir rússneska borgara.<ref>{{Vefheimild|titill=Dmitry Muratov, Editor of Novaya Gazeta, Russia |url=https://cpj.org/awards/2007/muratov.php}}</ref> Jafnframt vildu stofnendur blaðsins beina kastljósi að mannréttindamálum og valdníðslu stjórnvalda. Rekstur ''Novaja Gazeta'' hófst með aðeins tveimur tölvum, tveimur herbergjum, einum prentara og engum föstum launum fyrir starfsfólkið. [[Mikhaíl Gorbatsjev]], fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, gaf hluta af verðlaunafé sínu eftir að hafa unnið friðarverðlaun Nóbels til þess að borga kaup og tölvur blaðsins.
''Novaja Gazeta'' afhjúpaði [[peningaþvætti]] hjá rússneska Alþjóðlega iðnbankanum þann 26. nóvember 2001. Múratov lét vopna blaðamenn sína og þjálfa þá í vopnaburði eftir að blaðið varð fyrir ítrekuðum árásum. Fjöldi blaðamanna hjá ''Novaja Gazeta'' hefur látist undir grunsamlegum kringumstæðum í gegnum árin.<ref>{{Vefheimild|titill=Russian opposition newspaper will arm its journalists |url=https://www.theguardian.com/world/2017/oct/26/russian-opposition-newspaper-will-arm-its-journalists |mánuður=26. október|ár=2017|útgefandi=''[[The Guardian]]''|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. október}}</ref> Múratov sagði af sér sem ritstjóri árið 2017 og viðurkenndi að starfið hefði verið lýjandi.<ref>{{Vefheimild|titill=After 22 Years, Novaya Gazeta Editor Dmitry Muratov Steps Down |url=https://www.themoscowtimes.com/2017/11/13/novaya-gazeta-editor-steps-down-a59561|útgefandi=''The Moscow Times''}}</ref> Hann sneri aftur til starfa árið 2019 eftir að starfsfólk blaðsins kaus að gera hann aftur að ritstjóra.<ref>{{Vefheimild|titill=Russian media veteran Dmitry Muratov returns to 'Novaya Gazeta' editor-in-chief post |url=https://meduza.io/en/news/2019/11/15/russian-media-veteran-dmitry-muratov-returns-to-novaya-gazeta-editor-in-chief-post|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. október}}</ref>
Dmítríj Múratov hefur fengið fjölda verðlauna og viðurkenninga á ferli sínum. Hann hlaut Alþjóðlegu fjölmiðlafrelsisverðlaunin frá Nefndinni til verndar blaðamanna árið 2007 fyrir hugdirfsku sína í baráttu fyrir fjölmiðlafrelsis í hættulegu umhverfi.<ref name=":0">{{Vefheimild|titill=CPJ To Honor Five Journalists |url=http://www.cpj.org/awards/2007/awards-release07.php |útgefandi=Committee to Protect Journalists |mánuður=24. september 2007 |árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. október}}</ref> Þann 29. janúar 2010 sæmdi ríkisstjórn [[Frakkland]]s hann [[Franska heiðursorðan|frönsku heiðursorðunni]], æðstu viðurkenningu sem veitt er af hinu opinbera í Frakklandi.<ref>{{Vefheimild|titill=Longtime Novaya Gazeta Chief Editor To Step Down |url=https://www.rferl.org/Watchdog/2017/11/13}}</ref> Múratov fór til Hollands í maí árið 2010 og tók við Fjórfrelsisverðlaunum Roosevelt-stofnunarinnar fyrir hönd ''Novaja Gazeta''.<ref>{{Vefheimild|titill=THE FRANKLIN DELANO ROOSEVELTFOUR FREEDOMS AWARDS2010 |url=https://www.roosevelt.nl/sites/zl-roosevelt/files/ffa_2010.pdf}}</ref> Árið 2016 tók hann við Gullpenna frelsisins frá Alþjóðasambandi dagblaða.
Múratov hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2021 ásamt filippseyskri starfssystur sinni, [[Maria Ressa|Mariu Ressa]]. Hann tileinkaði verðlaunin sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir í starfi hjá honum í Rússlandi.<ref>{{Vefheimild|titill=Tileinkar friðarverðlauninn sex blaðamönnum hans sem voru myrtir|url=https://www.visir.is/g/20212167137d/tileinkar-fridarverdlauninn-sex-bladamonnum-hans-sem-voru-myrtir|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=8. október|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. október|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref>
Árið 2022 gagnrýndi Múratov [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|innrás Rússa í Úkraínu]] og lét prenta eintök af ''Novaja Gazeta'' bæði á [[Rússneska|rússnesku]] og [[Úkraínska|úkraínsku]] til að sýna Úkraínumönnum stuðning.<ref>{{Vefheimild|titill=Ósáttur rússneskur ritstjóri ætlar að gefa dagblað sitt út á úkraínsku|url=https://www.frettabladid.is/frettir/osattur-russneskur-ritstjori-aetlar-ad-gefa-dagblad-sitt-ut-a-ukrainsku/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=1. mars|höfundur=Aðalheiður Ámundadóttir}}</ref> Hann setti Nóbelsverðlaunamedalíu sína á uppboð fyrir styrktarsjóð til stuðnings úkraínsks flóttafólks.<ref>{{Vefheimild|titill=Gefur Nóbelsverðlaunin í uppboð fyrir flóttafólk frá Úkraínu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/gefur-nobelsverdlaunin-i-uppbod-fyrir-flottafolk-fra-ukrainu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=22. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=23. mars|höfundur=Lovísa Arnardóttir}}</ref> Þann 28. mars gerði Múratov hlé á útgáfu ''Novaja Gazeta'' svo lengi sem stríðið varir til þess að blaðið þurfi ekki að sæta ritskoðun á umfjöllun um innrásina.<ref>{{Vefheimild|titill=Blað rússnesks nóbelsverðlaunahafa gerir útgáfuhlé|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/28/blad_russnesks_nobelsverdlaunahafa_gerir_utgafuhle/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref>
Ráðist var að Múratov þann 7. apríl í járnbrautarlest og rauðri málningu með [[asetón]]i skvett yfir hann úr fötu, að því er virðist vegna umfjöllunar hans um stríðið í Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Nóbelsverðlaunahafi varð fyrir árás í Rússlandi|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nobelsverdlaunahafi-vard-fyrir-aras-i-russlandi/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=8. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=14. maí|höfundur=Einar Þór Sigurðsson}}</ref> Bandarískir embættismenn sögðu [[FSB|rússnesku leyniþjónustuna]] síðar hafa staðið fyrir árásinni.<ref>{{Vefheimild|titill=Leyniþjónustan sögð hafa staðið á bak við árásina|url=https://www.frettabladid.is/frettir/leynithjonustan-sogd-hafa-stadid-a-bak-vid-arasina/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=29. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=14. maí|höfundur=Einar Þór Sigurðsson}}</ref>
== Stjórnmálaskoðanir ==
Dmítríj Múratov er meðlimur í stjórnmálaflokknum [[Jablókó]], frjálslyndisflokki sem var stofnaður árið 1993 af fyrrum varaforsætisráðherra Sovétríkjanna, [[Grígorí Javlinskí]].
==Tilvísanir==
<references/>
{{Friðarverðlaun Nóbels}}
{{DEFAULTSORT:Múratov, Dmítríj}}
{{f|1961}}
[[Flokkur:Handhafar friðarverðlauna Nóbels]]
[[Flokkur:Rússneskir blaðamenn]]
m2uqq0369lveuycog6echhpjrzrcb0u
1764261
1764258
2022-08-09T14:40:15Z
TKSnaevarr
53243
/* Ferill */
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Dmítríj Múratov<br>{{small|Дмитрий Муратов}}
| búseta =
| mynd = 2018-06-20 Boris Nemzow Preis 2018-9831.jpg
| myndatexti = Dmítríj Múratov árið 2018.
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1961|10|30}}
| fæðingarstaður = [[Samara|Kújbyshev]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| þjóðerni = [[Rússland|Rússneskur]]
| þekkt_fyrir =
| starf = Blaðamaður
| trú =
| stjórnmálaflokkur = [[Jablókó]]
| háskóli = [[Ríkisháskólinn í Samara|Ríkisháskólinn í Kújbyshev]] (BA)
| maki =
| verðlaun = [[File:Nobel prize medal.svg|15px]] [[Friðarverðlaun Nóbels]] (2021)
| foreldrar =
| undirskrift =
| heimasíða = [https://novayagazeta.ru/authors/12 novayagazeta.ru/authors/12]
}}
'''Dmítríj Andrejevítsj Múratov''' (rússneska: Дмитрий Андреевич Муратов; f. 30 október 1961) er rússneskur blaðamaður, sjónvarpskynnir og ritstjóri rússneska fréttablaðsins ''[[Novaja Gazeta]]''.<ref name="neweditornov17">{{cite web | url=https://www.novayagazeta.ru/news/2017/11/17/137108-glavnym-redaktorom-novoy-gazety-stal-sergey-kozheurov | title=Главным редактором "Новой газеты" стал Сергей Кожеуров | work=Novaya Gazeta | date=17 November 2017 | access-date=17 November 2017}}</ref> Hann vann til [[Friðarverðlaun Nóbels|friðarverðlauna Nóbels]] árið 2021 ásamt filippseyska blaðamanninum [[Maria Ressa|Mariu Ressa]] fyrir baráttu þeirra í þágu fjölmiðlafrelsis í heimalöndum sínum.<ref>{{Vefheimild|titill=Múratov og Ressa hljóta friðarverðlaunin|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/10/08/muratov_og_ressa_hljota_fridarverdlaunin/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2021|mánuður=8. október|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. október}}</ref>
Múratov stofnaði ''Novaja Gazeta'' árið 1993 ásamt fleiri blaðamönnum. Hann var ritstjóri blaðsins frá 1995 til 2017 og tók aftur við því starfi árið 2019. Blaðið er þekkt fyrir að fjalla um viðkvæm málefni eins og spillingu og mannréttindabrot rússnesku ríkisstjórnarinnar.<ref name="cpj">{{Cite web|url=http://cpj.org/awards/2007/muratov.php|title = Dmitry Muratov, Editor of Novaya Gazeta, Russia}}</ref> Sem ritstjóri birti Múratov greinar eftir [[Anna Polítkovskaja|Önnu Polítkovskaja]] þar sem stjórn [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] Rússlandsforseta var tekin til rannsóknar. Að sögn hópsins [[Nefnd til verndar blaðamönnum|Nefndar til verndar blaðamönnum]] stofnaði Múratov „eina raunverulega gagnrýna fréttablaðið sem nýtur þjóðaráhrifa í Rússlandi samtímans.“<ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.wan-ifra.org/articles/2016/06/03/biography-of-2016-golden-pen-of-freedom-laureate-dmitry-muratov|title=Biography of 2016 Golden Pen of Freedom Laureate Dmitry Muratov|access-date=2021-10-08|archive-date=2020-10-21|archive-url=https://web.archive.org/web/20201021112053/https://www.wan-ifra.org/articles/2016/06/03/biography-of-2016-golden-pen-of-freedom-laureate-dmitry-muratov|dead-url=yes}}</ref> Blaðið hefur einnig leikið lykilhlutverk í að upplýsa fólk um rósturástandið í [[Téténía|Téténíu]] og [[Norður-Kákasus]].
==Æviágrip==
Dmítríj Múratov fæddist þann 30. október 1961 í Kújbyshev, sem heitir í dag [[Samara]]. Hann nam í fimm ár við textafræðideild Rannsóknarháskólans í Kújbyshev, þar sem hann fékk áhuga á blaðamennsku. Á háskólaárum sínum vann hann í hlutastarfi fyrir nokkur svæðisdagblöð.
Eftir að Múratov lauk háskólanámi gegndi hann þjónustu í [[Rauði herinn|rauða hernum]] frá 1983 til 1985. Múratov vísar gjarnan til ára sinna í hernum og segist þar hafa haft umsjón með því að flokka hergögn.
Árið 1987 hóf Múratov störf sem blaðamaður hjá dagblaðinu ''Voljski Komsomolets''. Hann hlaut þar tækifæri til að tjá sig og yfirmönnum hans þótti svo mikið til hans koma að undir lok fyrsta árs hans þar var hann útnefndur deildarstjóri ungdómsdeildar ''[[Komskolskaja Pravda]]''. Hann fékk síðan stöðuhækkun og var gerður aðalritstjóri blaðagreina.<ref>{{Vefheimild|titill=Dmitry Muratov: biografija, novinarske aktivnosti |url=https://hr.puntomarinero.com/dmitry-muratov-biography-journalistic-activities/}}</ref>
== Ferill==
Dmítríj Múratov hætti störfum hjá ''Komsomolskaja Pravda'' árið 1988. Árið 1993 stofnaði hann ásamt rúmlega 50 samstarfsmönnum sínum nýtt blað fyrir stjórnarandstæðinga, ''Novaja Gazeta''. Markmið þeirra var að reka „heiðarlegan og sjálfstæðan“ fjölmiðil fyrir rússneska borgara.<ref>{{Vefheimild|titill=Dmitry Muratov, Editor of Novaya Gazeta, Russia |url=https://cpj.org/awards/2007/muratov.php}}</ref> Jafnframt vildu stofnendur blaðsins beina kastljósi að mannréttindamálum og valdníðslu stjórnvalda. Rekstur ''Novaja Gazeta'' hófst með aðeins tveimur tölvum, tveimur herbergjum, einum prentara og engum föstum launum fyrir starfsfólkið. [[Míkhaíl Gorbatsjov]], fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, gaf hluta af verðlaunafé sínu eftir að hafa unnið friðarverðlaun Nóbels til þess að borga kaup og tölvur blaðsins.
''Novaja Gazeta'' afhjúpaði [[peningaþvætti]] hjá rússneska Alþjóðlega iðnbankanum þann 26. nóvember 2001. Múratov lét vopna blaðamenn sína og þjálfa þá í vopnaburði eftir að blaðið varð fyrir ítrekuðum árásum. Fjöldi blaðamanna hjá ''Novaja Gazeta'' hefur látist undir grunsamlegum kringumstæðum í gegnum árin.<ref>{{Vefheimild|titill=Russian opposition newspaper will arm its journalists |url=https://www.theguardian.com/world/2017/oct/26/russian-opposition-newspaper-will-arm-its-journalists |mánuður=26. október|ár=2017|útgefandi=''[[The Guardian]]''|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. október}}</ref> Múratov sagði af sér sem ritstjóri árið 2017 og viðurkenndi að starfið hefði verið lýjandi.<ref>{{Vefheimild|titill=After 22 Years, Novaya Gazeta Editor Dmitry Muratov Steps Down |url=https://www.themoscowtimes.com/2017/11/13/novaya-gazeta-editor-steps-down-a59561|útgefandi=''The Moscow Times''}}</ref> Hann sneri aftur til starfa árið 2019 eftir að starfsfólk blaðsins kaus að gera hann aftur að ritstjóra.<ref>{{Vefheimild|titill=Russian media veteran Dmitry Muratov returns to 'Novaya Gazeta' editor-in-chief post |url=https://meduza.io/en/news/2019/11/15/russian-media-veteran-dmitry-muratov-returns-to-novaya-gazeta-editor-in-chief-post|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. október}}</ref>
Dmítríj Múratov hefur fengið fjölda verðlauna og viðurkenninga á ferli sínum. Hann hlaut Alþjóðlegu fjölmiðlafrelsisverðlaunin frá Nefndinni til verndar blaðamanna árið 2007 fyrir hugdirfsku sína í baráttu fyrir fjölmiðlafrelsis í hættulegu umhverfi.<ref name=":0">{{Vefheimild|titill=CPJ To Honor Five Journalists |url=http://www.cpj.org/awards/2007/awards-release07.php |útgefandi=Committee to Protect Journalists |mánuður=24. september 2007 |árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. október}}</ref> Þann 29. janúar 2010 sæmdi ríkisstjórn [[Frakkland]]s hann [[Franska heiðursorðan|frönsku heiðursorðunni]], æðstu viðurkenningu sem veitt er af hinu opinbera í Frakklandi.<ref>{{Vefheimild|titill=Longtime Novaya Gazeta Chief Editor To Step Down |url=https://www.rferl.org/Watchdog/2017/11/13}}</ref> Múratov fór til Hollands í maí árið 2010 og tók við Fjórfrelsisverðlaunum Roosevelt-stofnunarinnar fyrir hönd ''Novaja Gazeta''.<ref>{{Vefheimild|titill=THE FRANKLIN DELANO ROOSEVELTFOUR FREEDOMS AWARDS2010 |url=https://www.roosevelt.nl/sites/zl-roosevelt/files/ffa_2010.pdf}}</ref> Árið 2016 tók hann við Gullpenna frelsisins frá Alþjóðasambandi dagblaða.
Múratov hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2021 ásamt filippseyskri starfssystur sinni, [[Maria Ressa|Mariu Ressa]]. Hann tileinkaði verðlaunin sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir í starfi hjá honum í Rússlandi.<ref>{{Vefheimild|titill=Tileinkar friðarverðlauninn sex blaðamönnum hans sem voru myrtir|url=https://www.visir.is/g/20212167137d/tileinkar-fridarverdlauninn-sex-bladamonnum-hans-sem-voru-myrtir|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=8. október|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. október|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref>
Árið 2022 gagnrýndi Múratov [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|innrás Rússa í Úkraínu]] og lét prenta eintök af ''Novaja Gazeta'' bæði á [[Rússneska|rússnesku]] og [[Úkraínska|úkraínsku]] til að sýna Úkraínumönnum stuðning.<ref>{{Vefheimild|titill=Ósáttur rússneskur ritstjóri ætlar að gefa dagblað sitt út á úkraínsku|url=https://www.frettabladid.is/frettir/osattur-russneskur-ritstjori-aetlar-ad-gefa-dagblad-sitt-ut-a-ukrainsku/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=1. mars|höfundur=Aðalheiður Ámundadóttir}}</ref> Hann setti Nóbelsverðlaunamedalíu sína á uppboð fyrir styrktarsjóð til stuðnings úkraínsks flóttafólks.<ref>{{Vefheimild|titill=Gefur Nóbelsverðlaunin í uppboð fyrir flóttafólk frá Úkraínu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/gefur-nobelsverdlaunin-i-uppbod-fyrir-flottafolk-fra-ukrainu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=22. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=23. mars|höfundur=Lovísa Arnardóttir}}</ref> Þann 28. mars gerði Múratov hlé á útgáfu ''Novaja Gazeta'' svo lengi sem stríðið varir til þess að blaðið þurfi ekki að sæta ritskoðun á umfjöllun um innrásina.<ref>{{Vefheimild|titill=Blað rússnesks nóbelsverðlaunahafa gerir útgáfuhlé|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/28/blad_russnesks_nobelsverdlaunahafa_gerir_utgafuhle/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref>
Ráðist var að Múratov þann 7. apríl í járnbrautarlest og rauðri málningu með [[asetón]]i skvett yfir hann úr fötu, að því er virðist vegna umfjöllunar hans um stríðið í Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Nóbelsverðlaunahafi varð fyrir árás í Rússlandi|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nobelsverdlaunahafi-vard-fyrir-aras-i-russlandi/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=8. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=14. maí|höfundur=Einar Þór Sigurðsson}}</ref> Bandarískir embættismenn sögðu [[FSB|rússnesku leyniþjónustuna]] síðar hafa staðið fyrir árásinni.<ref>{{Vefheimild|titill=Leyniþjónustan sögð hafa staðið á bak við árásina|url=https://www.frettabladid.is/frettir/leynithjonustan-sogd-hafa-stadid-a-bak-vid-arasina/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=29. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=14. maí|höfundur=Einar Þór Sigurðsson}}</ref>
== Stjórnmálaskoðanir ==
Dmítríj Múratov er meðlimur í stjórnmálaflokknum [[Jablókó]], frjálslyndisflokki sem var stofnaður árið 1993 af fyrrum varaforsætisráðherra Sovétríkjanna, [[Grígorí Javlinskí]].
==Tilvísanir==
<references/>
{{Friðarverðlaun Nóbels}}
{{DEFAULTSORT:Múratov, Dmítríj}}
{{f|1961}}
[[Flokkur:Handhafar friðarverðlauna Nóbels]]
[[Flokkur:Rússneskir blaðamenn]]
0hotwi056kp4cm8ojovtu37dv55uzj2
Memorial
0
166073
1764262
1747139
2022-08-09T15:08:19Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Félagasamtök
|nafn =Memorial<br>Мемориал
|bakgrunnslitur =
|mynd =Logo of International Memorial.svg
|stofnun={{start date and age|1989|1|28}}
|gerð=Óháð samtök, mannréttindasamtök
|staða= Bönnuð með lögum (2021)
|markmið=
|höfuðstöðvar= [[Moskva|Moskvu]], [[Rússland]]i
|lykilmenn=[[Andrej Sakharov]] (1921–1989), [[Arseníj Rogínskíj]] (1947–2017), [[Sergej Kovalev]] (1930–2021)
|verðlaun = [[Nansen-verðlaunin]] (2004)<br>[[Sakharov-verðlaunin]] (2009)
|vefsíða= [https://www.memo.ru/en-us/ memo.ru]
}}
'''Memorial''' ([[rússneska]]: Мемориал) eru alþjóðleg mannréttindasamtök sem voru starfræk í [[Rússland]]i. Samtökin voru stofnuð í [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] á [[1981-1990|níunda áratugnum]] til þess að halda utan um og kortleggja pólitíska kúgun, meðal annars með því að safna saman listum yfir fólk sem hafði verið sent í [[gúlag]]ið eða tekið af lífi í [[Hreinsanirnar miklu|hreinsununum miklu]]. Eftir upplausn Sovétríkjanna hafa samtökin verið leiðandi í mannréttindabaráttu í rússneska sambandsríkinu.<ref>{{Vefheimild|titill=Mannréttindasamtökum í Rússlandi gert að hætta|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/28/mannrettindasamtokum-i-russlandi-gert-ad-haetta|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2021|mánuður=28. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=29. desember|höfundur=Dagný Hulda Erlendsdóttir}}</ref>
Samtökin hafa á síðari árum ítrekað orðið fyrir árásum og skemmdarverkum. Árið 2009 var meðlimi samtakanna, [[Natalía Estemírova|Natalíu Estemírovu]], rænt frá heimili sínu í [[Grosní]] og hún fannst síðar myrt í [[Ingúsetía|Ingúsetíu]].<ref>{{Tímarit.is|6368787|Mannréttindafólk myrt|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|útgáfudagsetning=21. júlí 2009|höfundur=Kolbeinn Þorsteinsson|blaðsíða=12}}</ref> Árið 2018 var forstöðumaður Memorial, [[Ojúb Títíjev]], handtekinn fyrir vörslu fíkniefna en stuðningsmenn hans héldu því fram að efnunum hefði verið komið fyrir á honum og hann hafður fyrir rangri sök. Seinna á sama ári var kveikt í skrifstofu samtakanna í Ingúsetíu.<ref>{{Vefheimild|titill=Kveiktu í skrifstofu mannréttindasamtaka|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/01/17/kveikt_i_skrifstofu_mannrettindasamtaka/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2018|mánuður=17. janúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=29. desember}}</ref>
Þann 28. desember 2021 dæmdi Hæstiréttur Rússlands Memorial til að hætta starfsemi sinni fyrir að brjóta gegn lögum um starfsemi útsendara erlendra aðila í Rússlandi.<ref>{{Vefheimild|titill=Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi|url=https://www.visir.is/g/20212201503d/haestirettur-russlands-gerir-elstu-|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=28. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=29. desember|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir}}</ref> Daginn eftir var systursamtökum Memorial, Memorial-mannréttindamiðstöðinni, einnig gert að leggja niður starfsemi. Samtökin höfðu verið lagalega skilgreind af stjórnvöldum sem útsendarar erlendra aðila frá árinu 2014, sem erfiðaði starfsemi þeirra verulega. Krafan um lokun Memorial-mannréttindamiðstöðvarinnar byggðist einnig á stuðningi þeirra við réttindi [[Vottar Jehóva|Votta Jehóva]] í Rússlandi, sem skilgreindir eru sem öfgahópur þar í landi.<ref>{{Vefheimild|titill=Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi|url=https://www.visir.is/g/20212201944d/odrum-mann-rett-ind-a-sam-tok-um-gert-ad-haett-a-i-russ-land-i|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=29. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=29. desember|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Þegar Memorial var gert að hætta starfsemi voru samtökin elstu mannréttindasamtök í landinu.
==Tilvísanir==
<references/>
{{stubbur|Rússland}}
{{s|1989}}
[[Flokkur:Mannréttindasamtök]]
[[Flokkur:Handhafar Sakharov-verðlaunanna]]
ju5elioctkim4t1pr395ta815s94mt6
Peter Madsen
0
166574
1764330
1743911
2022-08-10T01:26:44Z
TKSnaevarr
53243
Betra að hafa þetta ekki endurbeiningu svo fólk haldi ekki að teiknarinn sé morðingi.
wikitext
text/x-wiki
'''Peter Madsen''' getur átt við um:
* [[Peter Madsen (teiknari)|Peter Madsen]] (f. 1958), danskan teiknara.
* [[Peter Madsen (uppfinningamaður)|Peter Madsen]] (f. 1971), danskan uppfinningamann og dæmdan morðingja.
{{aðgreining}}
a3e3d92euvc12ctwci36ht523vrexqf
Mykolajív
0
167134
1764331
1759924
2022-08-10T01:54:55Z
TKSnaevarr
53243
/* Tilvísanir */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Вид сверху на Николаев.jpg|thumb|Loftmynd.]]
[[Mynd:Панорама Миколаєва.jpg|thumb|Sovétblokkir í Mykolajív.]]
'''Mykolajív''' (Úkraínska: Миколаїв) er borg í suður-[[Úkraína|Úkraínu]] og höfuðborg [[Mykolajív Oblast]]. Íbúar voru 476,101 árið 2021.
Borgin er helsta [[skipasmíðastöð|skipasmíðamiðstöð]] við [[Svartahaf]]. En Mykolajív er á mótum Bug og Inhul fljótanna um 65 kílómetrum frá Svartahafi.
Rússar hófu loftárásir á borgina í lok mars í [[innrás Rússa í Úkraínu 2022|stríði sínu við Úkraínu árið 2022]]. Í júlí hafði helmingur íbúa flúið borgina. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/07/07/thrjar-borgir-i-thremur-herudum-undir-thungum-arasum-russa Þrjár borgir í þremur héruðum undir þungum árásum Rússa] RÚV, sótt 7/7 2022 </ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Borgir í Úkraínu}}
[[Flokkur:Borgir í Úkraínu]]
mmnm9hq52vcvqmyjppp9l6rolidgqgg
Ívano-Frankívsk
0
167141
1764322
1749746
2022-08-10T00:37:21Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Ratush-01.jpg|thumb|Ívanó-Frankívsk.]]
'''Ívano-Frankívsk''' er borg í vestur-[[Úkraína|Úkraínu]] og höfuðborg [[Ívano-Frankívsk oblast]]. Hún er rétt norðan [[Karpatafjöll|Karpatafjalla]]. Íbúar eru um 240.000 (2021).
Borgin var stofnuð á miðri [[17. öld]] sem virki af pólsku aðalsfjölskyldunni Potocki. Hún hét þá Stanisławów og síðar Stanyslaviv. Á 300 ára afmæli borgarinnar, 1962, var hún nefnd eftir rithöfundinum [[Ívan Franko]].
{{Borgir í Úkraínu}}
[[Flokkur:Borgir í Úkraínu]]
clur5xq7w4q0sn1e0guvfbjv6mwr5fw
Makjíjívka
0
168410
1764320
1759917
2022-08-10T00:28:46Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:No name - panoramio (6).jpg|thumb|Borgin.]]
'''Makjíjívka''' (úkraínska: Макіївка) er iðnaðarborg í [[Donetska Oblast]] austur-[[Úkraína|Úkraínu]] með um 340.000 íbúa (2021). Borgin er málm- og kolavinnslumiðstöð. Makjíjívka hefur verið undir stjórn aðskilnaðarsinna í [[Alþýðulýðveldið Donetsk|Alþýðulýðveldinu Donetsk]] frá 2014.
{{Borgir í Úkraínu}}
[[Flokkur:Borgir í Úkraínu]]
lv7s4m1b9nbbidvu7gbrrnw9y50oyyl
Svölungar
0
168443
1764345
1760230
2022-08-10T10:51:26Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Svölungar
| status =
| image = Apus apus flock flying 1.jpg
| image_width = 250px
| regnum = [[Animalia]]
| phylum = [[Chordata]]
| classis = [[Aves]]
| ordo = [[Apodiformes]]
| familia = [[Apodidae]]
| binomial_authority = (Hartert, 1897)
|subdivision_ranks = Undirættir
|subdivision =
*[[Cypseloidinae]]
*[[Apodinae]]
}}
'''Svölungar''' ([[fræðiheiti]]: ''Apodidae'') er ætt fugla. Þeim svipar til [[svölur|svala]] í útliti en eru ekki skyldir spörfuglum heldur eru þeir settir í ættbálkinn [[þytfuglar]] (Apodiformes) með [[kólibrífugl]]um.
Um 100 tegundir eru til af svölungum. Búsvæði þeirra er víða um heim en ekki á heimskautasvæðum eða nálægt þeim, eyðimörkum. Helsta fæða eru skordýr.
[[Flokkur:Svölungaætt]]
egmkov35fiqwmjmebmf8do3tq76n6ok
Dalian
0
168538
1764266
1763976
2022-08-09T16:13:04Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[File:Xigang,_Dalian,_Liaoning,_China_-_panoramio_(18).jpg|thumb|400px|upright|<small>Frá Xigang hverfi sem er eitt sjö hverfa Dalian borgar.</small>]]
[[File:Dalian-location-MAP-in-Liaoning-Province-China.jpg|thumb|upright|<small>Staðsetning Dalian borgar í Liaoning héraði í Kína.</small>]]
[[File:Location_of_Dalian_Prefecture_within_Liaoning_(China).png |thumb|upright|<small>Staðsetning Dalian á Liaodong-skaga í Kína, við Bóhaíhaf.</small>]]
[[File: Dalian,_China,_satellite_image,_LandSat-5,_2010-08-03.jpg |thumb|upright|<small> Dalian og nágrenni séð frá Landsat 5 gervihnettinum í ágúst 2020.</small>]]
'''Dalian '''([[Kínverska|kínverska:]]'' 大连市 ; [[Pinyin|rómönskun:]] Dàlián)'' er stórborg í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]] staðsett í suðurhluta [[Liaoning]] héraðs, sem er í norðaustur Kína.<ref>{{Citation|title=Dalian|date=2022-07-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Dalian&oldid=1098433769|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Samkvæmt manntali Kína árið 2020 voru íbúar Dalian um 7.450.000, sem gerir hana að annarri stærstu borg Liaoning héraðs á eftir höfuðborginni [[Shenyang]].
Dalian er á suðurodda Liaodong-skagans við [[Bóhaíhaf]] og [[Gulahaf]]. Þar er góð djúpsjávarhöfn sem jafnframt er nyrsta íslausa höfn Kína. Höfnin er notuð til viðskipta við lönd eins og [[Rússland]], [[Norður-Kórea|Norður]]<nowiki/>- og [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]] og [[Japan]].
== Saga ==
Vegna þess að hægt er að nota Dalian höfn allt árið tók [[rússneska keisaradæmið]] hana á sitt vald árið 1898 og byggði Síberíujárnbrautina allt til Dailan. Borgin tilheyrði því Rússum á árunum 1898 og 1905. Borgin varð aðalflotahöfn Rússa í [[Mansjúría|Mansjúríu]].<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/1425788?iabr=on#page/n5/mode/2up|title=Morgunblaðið - Sunnudagsblað Morgunblaðsins (24.10.1971) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-17}}</ref>
Í [[Stríð Rússlands og Japans|stríði Rússlands og Japans]] 1904–05 féll borgin undir undir [[Japanska keisaradæmið]].<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2294507?iabr=on#page/n1/mode/2up|title=Reykjavík - 38. tölublað (26.08.1904) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-17}}</ref> Réðu þeir henni frá 1905 til 1945 .
Að lokinni [[Seinni heimsstyrjöldin|síðari heimsstyrjöld]] 1945 eftir sigur á Japan tóku [[Sovétríkin]] borgina yfir. Var það samkvæmt áformum sem [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|bandamenn]] höfðu samþykkt á Jaltaráðstefnunni.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/1409367?iabr=on#page/n12/mode/2up|title=Morgunblaðið - 42. tölublað (20.02.1970) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-17}}</ref> Var síðar sérstakur samningur gerður milli [[Kína]] og [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] sem leyfði Sovétríkjunum að nota borgina sem flotastöð í tíu ár eftir lok styrjaldarinnar. Eftir það fór borgin aftur undir kínverskt fullveldi.
== Nafngift ==
Bretar hertóku strandsvæði sem kennt er við Qingniwa á [[Liaoning]]<nowiki/>-skaga í [[Ópíumstríðin|seinna ópíumstríðinu]] árið 1858, en skiluðu því aftur til kínverskra yfirráða árið 1860. Flotahöfnin var síðar kennd á ensku ''„Port Arthur“'' eftir breska sjóðliðsforingjanum William Arthur, en Kínverjar kölluðu höfnina Lüshun.
Borgin var áður þekkt sem Lüda eða Lüta. Undir rússneskri stjórn bar hún nafnið Artúrshöfn ("Port Arthur") ''([[rússneska]]: Порт-Артур)'', og undir japönskum yfirráðum nafnið Ryojun. Í íslenskum prentmiðlum á síðustu öld er gjarnar vísað til Artúrshafnar eða „Port Arthur“.
Núverandi borg samanstendur af áður tveimur sjálfstæðum borgum Dalian og Lüshun, sem voru sameinaðar árið 1950 undir nafninu sem Lüda. Árið 1981 var nafnið Dalian tekið upp að nýju og Lüshun varð hverfi í borginni.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Dalian|title=Dalian {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref>
== Atvinnuvegir ==
[[File:Jinzhou_Airport_Under_Construction.jpg|thumb|upright|<small> Dalian Jinzhouwan alþjóðaflugvöllurinn í byggingu á landfyllingu. Hann er hannaður fyrir 70 milljónir farþega á ári og eina milljón tonna af vöruflutningum.</small>]]
Í Dalian borg hefur verið ör hagvöxtur allt frá 1950. Árið 1984 var Dalian útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í samræmi við frjálsari efnahagsstefnu landsins. Opnað var fyrir erlenda fjárfestingu, sem ýtti enn frekar undir framþróun borgarinnar.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Dalian|title=Dalian {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref> Í kjölfarið fjárfestu erlend fyrirtæki þar í framleiðslu. Japönsk fyrirtæki á borð við Canon, Mitsubishi Electric, Nidec, Sanyo Electric og Toshiba, buggðu þar upp starfssemi. Á eftir fylgdu fyrirtæki frá Suður Kóreu, Bandaríkjunum (Intel) og Evrópu (Pfizer).<ref>{{Citation|title=Dalian Development Area|date=2019-09-28|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Dalian_Development_Area&oldid=918453464|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref>
Borgin er nú mikil iðnaðarmiðstöð og þekkt fyrir fjölbreytni. Auk skipasmíði og smíði járnbrautavagna sem er fyrirferðamikil í borginni, eru þar framleiddar ýmsar vélar, rafeindatæki, efna-, olíu- og vefnaðarvara. Hátæknifyrirtæki hafa orðið þar sífellt mikilvægari. Kínverski bílsmiðurinn BYD einn söluhæsti rafbílasmiður heims hefur verksmiðjur í borginni.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/bill/frettir/2019/06/26/byd_a_toppinn/|title=BYD á toppinn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2022-07-17}}</ref> Þar eru framleiddir rafknúnir strætisvagnar fyrirtækisins.<ref>{{Citation|title=BYD Auto|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=BYD_Auto&oldid=1097026154|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref>
Höfnin í Dalian er meðal þeirra stærstu í Kína og einn annasamasta höfn heims, með tengingar til 300 hafna 160 ríkja heims. Hún er Borgin er einnig mikil miðstöð fiskveiða og sjávar. Borgin hefur haldið áfram sem mikilvæg járnbrautarstöð og er tengd með hraðbraut til Shenyang og þaðan til annarra svæðisbundinna miðstöðvar.
Alþjóðaflugvöllurinn er með reglubundið flug til borga í Japan og Kóreu, sem og til annarra stórborga í Kína. Eldri flugvöllur borgarinnar sem byggður var 1927, kenndur við Dalian Zhoushuizi ''(IATA: DLC, ICAO: ZYTL)'' var ekki hannaður með 20 milljónir farþega í huga.<ref>{{Citation|title=Dalian Zhoushuizi International Airport|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Dalian_Zhoushuizi_International_Airport&oldid=1098100365|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref> Því er nýr flugvöllur Dalian Jinzhouwan alþjóðaflugvöllurinn ''(IATA: DLC; ICAO: ZYTL)'', sem er byggður á landfyllingu. Hann mun fyrst opna 2026 og er hannaður fyrir 70 milljónir farþega á ári og eina milljón tonna af vöruflutningum. <ref>{{Citation|title=Dalian Jinzhouwan International Airport|date=2022-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Dalian_Jinzhouwan_International_Airport&oldid=1097740720|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref>
== Myndir ==
<gallery>
Mynd:Dalian International Conference Center.jpg|<small>Alþjóðaráðstefnuhöll Dalian borgar.</small>
Mynd:Xinghai Square .jpg|<small>Xinghai torg í Dalian er meðal stærstu borgartorga heims.</small>
Mynd:Donggang Dalian.jpg|<small>Horft yfir Zhongshan hverfið í Dalian.</small>
Mynd:青泥洼桥.JPG|<small>Qingniwaqiao verslunarhverfið í Dalian.</small>
Mynd:Xinghai Square Station Platform 20190621.jpg|alt=Leið 1. í öflugu og nútímalegu kerfi snarlesta borgarinnar.|<small>Áfangastaður á Leið 1. í öflugu og nútímalegu kerfi snarlesta borgarinnar.</small>
Mynd:Zhongshan_Square.jpg|alt=Viðskiptahverfið við Zhongshan torg í Dalian.|<small>Viðskiptahverfið við Zhongshan torg í Dalian.</small>
Mynd:Dalian North Railway Station Interior.jpg|<small>Norðurlestarstöð Dalian borgar.</small>
Mynd:Dalian Peking Opera House.JPG|<small>Pekíng óperuhúsið í Dalian.</small>
Mynd:Donggang Dalian.jpg|<small>Donggang höfnin ('Austurhöfnin').</small>
</gallery>
<gallery></gallery>
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Liaoning]] hérað í norðaustur Kína.
* [[Shenyang]] höfuðborg Liaoning héraðs.
==Tilvísanir==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
3q7oz6qyv0xzydbcgh63w1ue3ko5z4d
1764270
1764266
2022-08-09T16:20:12Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[File:Xigang,_Dalian,_Liaoning,_China_-_panoramio_(18).jpg|thumb|400px|upright|Frá Xigang hverfi sem er eitt sjö hverfa Dalian borgar.]]
[[File:Dalian-location-MAP-in-Liaoning-Province-China.jpg|thumb|upright|Staðsetning Dalian borgar í Liaoning héraði í Kína.]]
[[File:Location_of_Dalian_Prefecture_within_Liaoning_(China).png |thumb|upright|Staðsetning Dalian á Liaodong-skaga í Kína, við Bóhaíhaf.]]
[[File: Dalian,_China,_satellite_image,_LandSat-5,_2010-08-03.jpg |thumb|upright|Dalian og nágrenni séð frá Landsat 5 gervihnettinum í ágúst 2020.]]
'''Dalian '''([[Kínverska|kínverska:]]'' 大连市 ; [[Pinyin|rómönskun:]] Dàlián)'' er stórborg í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]] staðsett í suðurhluta [[Liaoning]] héraðs, sem er í norðaustur Kína.<ref>{{Citation|title=Dalian|date=2022-07-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Dalian&oldid=1098433769|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref> Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Samkvæmt manntali Kína árið 2020 voru íbúar Dalian um 7.450.000, sem gerir hana að annarri stærstu borg Liaoning héraðs á eftir höfuðborginni [[Shenyang]].
Dalian er á suðurodda Liaodong-skagans við [[Bóhaíhaf]] og [[Gulahaf]]. Þar er góð djúpsjávarhöfn sem jafnframt er nyrsta íslausa höfn Kína. Höfnin er notuð til viðskipta við lönd eins og [[Rússland]], [[Norður-Kórea|Norður]]<nowiki/>- og [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]] og [[Japan]].
== Saga ==
Vegna þess að hægt er að nota Dalian höfn allt árið tók [[rússneska keisaradæmið]] hana á sitt vald árið 1898 og byggði Síberíujárnbrautina allt til Dailan. Borgin tilheyrði því Rússum á árunum 1898 og 1905. Borgin varð aðalflotahöfn Rússa í [[Mansjúría|Mansjúríu]].<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/1425788?iabr=on#page/n5/mode/2up|title=Morgunblaðið - Sunnudagsblað Morgunblaðsins (24.10.1971) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-17}}</ref>
Í [[Stríð Rússlands og Japans|stríði Rússlands og Japans]] 1904–05 féll borgin undir undir [[Japanska keisaradæmið]].<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2294507?iabr=on#page/n1/mode/2up|title=Reykjavík - 38. tölublað (26.08.1904) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-17}}</ref> Réðu þeir henni frá 1905 til 1945 .
Að lokinni [[Seinni heimsstyrjöldin|síðari heimsstyrjöld]] 1945 eftir sigur á Japan tóku [[Sovétríkin]] borgina yfir. Var það samkvæmt áformum sem [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|bandamenn]] höfðu samþykkt á Jaltaráðstefnunni.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/1409367?iabr=on#page/n12/mode/2up|title=Morgunblaðið - 42. tölublað (20.02.1970) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2022-07-17}}</ref> Var síðar sérstakur samningur gerður milli [[Kína]] og [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] sem leyfði Sovétríkjunum að nota borgina sem flotastöð í tíu ár eftir lok styrjaldarinnar. Eftir það fór borgin aftur undir kínverskt fullveldi.
== Nafngift ==
Bretar hertóku strandsvæði sem kennt er við Qingniwa á [[Liaoning]]<nowiki/>-skaga í [[Ópíumstríðin|seinna ópíumstríðinu]] árið 1858, en skiluðu því aftur til kínverskra yfirráða árið 1860. Flotahöfnin var síðar kennd á ensku ''„Port Arthur“'' eftir breska sjóðliðsforingjanum William Arthur, en Kínverjar kölluðu höfnina Lüshun.
Borgin var áður þekkt sem Lüda eða Lüta. Undir rússneskri stjórn bar hún nafnið Artúrshöfn ("Port Arthur") ''([[rússneska]]: Порт-Артур)'', og undir japönskum yfirráðum nafnið Ryojun. Í íslenskum prentmiðlum á síðustu öld er gjarnar vísað til Artúrshafnar eða „Port Arthur“.
Núverandi borg samanstendur af áður tveimur sjálfstæðum borgum Dalian og Lüshun, sem voru sameinaðar árið 1950 undir nafninu sem Lüda. Árið 1981 var nafnið Dalian tekið upp að nýju og Lüshun varð hverfi í borginni.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Dalian|title=Dalian {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref>
== Atvinnuvegir ==
[[File:Jinzhou_Airport_Under_Construction.jpg|thumb|upright|Dalian Jinzhouwan alþjóðaflugvöllurinn í byggingu á landfyllingu. Hann er hannaður fyrir 70 milljónir farþega á ári og eina milljón tonna af vöruflutningum.]]
Í Dalian borg hefur verið ör hagvöxtur allt frá 1950. Árið 1984 var Dalian útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í samræmi við frjálsari efnahagsstefnu landsins. Opnað var fyrir erlenda fjárfestingu, sem ýtti enn frekar undir framþróun borgarinnar.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Dalian|title=Dalian {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref> Í kjölfarið fjárfestu erlend fyrirtæki þar í framleiðslu. Japönsk fyrirtæki á borð við Canon, Mitsubishi Electric, Nidec, Sanyo Electric og Toshiba, buggðu þar upp starfssemi. Á eftir fylgdu fyrirtæki frá Suður Kóreu, Bandaríkjunum (Intel) og Evrópu (Pfizer).<ref>{{Citation|title=Dalian Development Area|date=2019-09-28|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Dalian_Development_Area&oldid=918453464|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref>
Borgin er nú mikil iðnaðarmiðstöð og þekkt fyrir fjölbreytni. Auk skipasmíði og smíði járnbrautavagna sem er fyrirferðamikil í borginni, eru þar framleiddar ýmsar vélar, rafeindatæki, efna-, olíu- og vefnaðarvara. Hátæknifyrirtæki hafa orðið þar sífellt mikilvægari. Kínverski bílsmiðurinn BYD einn söluhæsti rafbílasmiður heims hefur verksmiðjur í borginni.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/bill/frettir/2019/06/26/byd_a_toppinn/|title=BYD á toppinn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2022-07-17}}</ref> Þar eru framleiddir rafknúnir strætisvagnar fyrirtækisins.<ref>{{Citation|title=BYD Auto|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=BYD_Auto&oldid=1097026154|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref>
Höfnin í Dalian er meðal þeirra stærstu í Kína og einn annasamasta höfn heims, með tengingar til 300 hafna 160 ríkja heims. Hún er Borgin er einnig mikil miðstöð fiskveiða og sjávar. Borgin hefur haldið áfram sem mikilvæg járnbrautarstöð og er tengd með hraðbraut til Shenyang og þaðan til annarra svæðisbundinna miðstöðvar.
Alþjóðaflugvöllurinn er með reglubundið flug til borga í Japan og Kóreu, sem og til annarra stórborga í Kína. Eldri flugvöllur borgarinnar sem byggður var 1927, kenndur við Dalian Zhoushuizi ''(IATA: DLC, ICAO: ZYTL)'' var ekki hannaður með 20 milljónir farþega í huga.<ref>{{Citation|title=Dalian Zhoushuizi International Airport|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Dalian_Zhoushuizi_International_Airport&oldid=1098100365|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref> Því er nýr flugvöllur Dalian Jinzhouwan alþjóðaflugvöllurinn ''(IATA: DLC; ICAO: ZYTL)'', sem er byggður á landfyllingu. Hann mun fyrst opna 2026 og er hannaður fyrir 70 milljónir farþega á ári og eina milljón tonna af vöruflutningum. <ref>{{Citation|title=Dalian Jinzhouwan International Airport|date=2022-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Dalian_Jinzhouwan_International_Airport&oldid=1097740720|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref>
== Myndir ==
<gallery>
Mynd:Dalian International Conference Center.jpg|<small>Alþjóðaráðstefnuhöll Dalian borgar.</small>
Mynd:Xinghai Square .jpg|<small>Xinghai torg í Dalian er meðal stærstu borgartorga heims.</small>
Mynd:Donggang Dalian.jpg|<small>Horft yfir Zhongshan hverfið í Dalian.</small>
Mynd:青泥洼桥.JPG|<small>Qingniwaqiao verslunarhverfið í Dalian.</small>
Mynd:Xinghai Square Station Platform 20190621.jpg|alt=Leið 1. í öflugu og nútímalegu kerfi snarlesta borgarinnar.|<small>Áfangastaður á Leið 1. í öflugu og nútímalegu kerfi snarlesta borgarinnar.</small>
Mynd:Zhongshan_Square.jpg|alt=Viðskiptahverfið við Zhongshan torg í Dalian.|<small>Viðskiptahverfið við Zhongshan torg í Dalian.</small>
Mynd:Dalian North Railway Station Interior.jpg|<small>Norðurlestarstöð Dalian borgar.</small>
Mynd:Dalian Peking Opera House.JPG|<small>Pekíng óperuhúsið í Dalian.</small>
Mynd:Donggang Dalian.jpg|<small>Donggang höfnin ('Austurhöfnin').</small>
</gallery>
<gallery></gallery>
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Liaoning]] hérað í norðaustur Kína.
* [[Shenyang]] höfuðborg Liaoning héraðs.
==Tilvísanir==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
ax9kg137n8fwvbcbxgyq66j204f4ge6
Qingdao
0
168542
1764271
1761661
2022-08-09T16:25:41Z
Dagvidur
4656
Bætti við korti og lagaði myndatexta
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Qingdao_new_montage.png|thumb|350px|Frá '''Qingdao borg''' (réttsælis efst til vinstri): Skýjakljúfar Qingdao borgar; Dómkirkja heilags Mikaels; Qingdao höfn; búddahof við rætur Laofjalls; og Minnismerki á „Fjórða maí torginu“.]]
[[File:Qingdao-location-MAP-in-Shandong-Province-China.jpg|thumb|upright|Staðsetning Qingdao borgar í Kína.]]
[[Mynd:Qingdao_in_NEA.svg|thumb|upright|Landakort er sýnir staðsetningu Qingdaoborgar.]]
'''Qingdao''' (einnig stafsett '''Tsingtao'''; ''([[kínverska]]: 青岛; [[Pinyin|rómönskun:]] Qīngdǎo)'' er stór hafnarborg í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]], staðsett í austurhluta [[Shandong]] standhéraðs í Austur- Kína við [[Gulahaf]] til móts við Kóreuskaga.<small><ref>{{Citation|title=Qingdao|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Qingdao&oldid=1098117270|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-17}}</ref></small> Á kínversku er þýðir nafn borgarinnar bókstaflega „bláeyja“. Flestar íslenskar heimildir á 20. öld nefna borgina Tsingtao.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1511177?iabr=on#page/n5/mode/2up|titill=Kínversk nöfn breyta um svip|höfundur=Alþýðublaðið|útgefandi=Alþýðublaðið|mánuður=6. desember|ár=1958|mánuðurskoðað=18. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Samkvæmt manntali Kína árið 2020 voru íbúar Qingdao um 7.2 milljónir, sem bjuggu í sjö þéttbýlishlutum borgarinnar (Shinan, Shibei, Huangdao, Laoshan, Licang, Chengyang og Jimo).
Qingdao er mikil höfn og flotastöð, auk viðskipta- og fjármálamiðstöðvar. Það er heimili rafeindatæknifyrirtækja eins og Haier og Hisense. Jiaozhou-flóabrúin, tengir aðalþéttbýli Qingdao við Huangdao-hverfið, þvert á hafsvæði Jiaozhou-flóa. Sögulegur arkitektúr þess í þýskum stíl og Tsingtao brugghúsið, næststærsta brugghúsið í Kína eru arfur þýska hernáms (1898-1914).
== Saga ==
[[File:Bundesarchiv_Bild_134-B1511,_Tsingtau,_Besitznahme_von_Kiautschou.jpg|thumb|upright|Árið 1897 hernam þýska ríkisstjórnin Qingdao, þegar herskipin SMS Kaiser og SMS Prinzess Wilhelm sigldu inn í höfn með 717 landgönguliða. ]]
Qingdao var upphaflega minniháttar sjávarþorp, er þróaðist mikið við verslun á valdatíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912), þegar tollstöð var sett þar á fót. Með stofnun Beiyang („Norðurhafs“) flota Kína á níunda áratug 19. aldar jókst mikilvægi Qingdao borgar. Þar var komið á fót lítilli flotastöð og byggðar víggirðingar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Qingdao|title=Qingdao {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small> Flotinn var efldur, meðal annars með kaupum á nýjum þýskum herskipum.<small><ref>{{Citation|title=Beiyang Fleet|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Beiyang_Fleet&oldid=1098905388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small>
Árið 1897 sendi þýska ríkisstjórnin, herlið til að hernema Qingdao; næsta ár neyddi hún kínversk stjórnvöld til að greiða skaðabætur og veita [[Þýska keisaraveldið|Þýskalandi]] 99 ára leigu á Jiaozhou-flóa og nærliggjandi landsvæðum, ásamt járnbrautar- og námuréttindum í [[Shandong]] héraði.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/6277990?|titill=Saga vestrænnar íhlutunar í Kína|höfundur=Hannes Sigfússon|útgefandi=Tímarit Máls og menningar|mánuður=2. tölublað (01.05.1961)|ár=1961|mánuðurskoðað=Júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Qingdao var lýst fríhöfn árið 1899 og nútíma hafnaraðstaða var sett upp. Járnbraut var lögð til Jinan árið 1904. Nútímaleg borg í evrópskum stíl var byggð og margvíslegum iðnaði var komið á fót.<small><ref>{{Citation|title=Kiautschou Bay Leased Territory|date=2022-05-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Kiautschou_Bay_Leased_Territory&oldid=1086648187|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small> Uppbygging menntunar jókst til muna, með grunn-, framhalds- og verknámsskólum sem fjármagnaðir eru af ríkissjóði Berlínar auk mótmælenda og rómversk-kaþólskra trúboða.<small><ref>{{cite book|title=Unter Kaisers Flagge: Deutschlands Schutzgebiete im Pazifik und in China einst und heute|last1=Schultz-Naumann|first1=Joachim|publisher=Universitas|year=1985|isbn=978-3-8004-1094-1|page=183|language=de}}</ref></small> Útibú keisarahafnartollsins var stofnað til að stjórna viðskiptum við ströndina eins langt suður og nýju höfnina í Lianyungang í Jiangsu héraði.
Árið 1914, þegar [[Japanska keisaradæmið|Japan]] lýsti yfir stríði á hendur [[Þýska keisaraveldið|Þýskalandi]], var megintilgangur þess að ná Qingdao. Það gekk eftir í nóvember það ár eftir langt hafnarbann. Á friðarráðstefnunni í París og gerð [[Versalasamningurinn|Versalasamningsins]] að lokinni fyrri heimstyrjöld, stóðu vonir Kínverja til þess að endurheimta yfirráð Qingdao frá Japönum. Það gekk ekki eftir. Svokölluð „Fjórða maí-hreyfing“ (4. maí 1919) var svar við því. Í nafni þjóðernishyggju barðist hún gegn heimsvaldastefnu og bættrar menningarlegrar sjálfsmyndar í Kína. Átti hreyfingin sem upphaflega byggði á mótmælum stúdenta, eftir að hafa áhrif á stjórnmálaþróun í Kína.<small><ref>{{Citation|title=May Fourth Movement|date=2022-06-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=May_Fourth_Movement&oldid=1093677670|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small> Japanir hernámu borgina því til ársins 1922, er þeir skiluðu höfninni til Kína samkvæmt sáttmála Flotaráðstefnunnar í Washington (1921–22).<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/event/Washington-Conference-1921-1922|title=Washington Conference {{!}} Treaties & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small> Á því tímabili höfðu Japanir hins vegar byggt upp sterka aðstöðu, bæði í Qingdao og í héraðinu Shandong.
Árið 1929 komst Qingdao undir virka stjórn kínversku þjóðernisstjórnarinnar og varð að sérstöku sveitarfélagi. Uppbygging hafna hélt áfram og viðskipti hennar fóru fram úr keppinauti sínum, Tianjin borg, um 1930. Eftir það hélt hún áfram að stækka á kostnað Tianjin.
Við byrjun [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna stríðs Kína og Japans]], sem rann síðar inn í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldina]], hertóku Japanir Qingdao árið 1938 og héldu henni til ársins 1945. Á því tímabili varð töluverð iðnaðaruppbygging. Árið 1941 var Qingdao með stórar nútímalegar bómullarverksmiðjur, eimreiðar- og járnbrautarvagnaverk og viðgerðaraðstöðu, verkfræðistofur og verksmiðjur sem framleiddu gúmmí, eldspýtur, kemísk efni og litarefni.
Bruggiðnaður borgarinnar framleiðir ''Tsingtao'' einn þekktasta bjór Kína.<small><ref>{{Citation|title=Tsingtao Brewery|date=2022-07-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tsingtao_Brewery&oldid=1096539920|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small> er næstmest seldi bjór í Kína og telur um helming útflutnings á kínverskum bjór. Hann er seldur á Íslandi.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.vinbudin.is/heim/vorur/stoek-vara.aspx/?productid=08771/|titill=Tsingtao Lager|höfundur=Vínbúðin|útgefandi=Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Síðan 1949 hefur Qingdao þróast verulega sem hafnarborg með sterka undirstöðu í stóriðju. Á áttunda áratugnum varð borgin umfangsmikil í framleiðslu vefnaðarvöru.
[[File:Jiaozhou-Bay-Bridge.jpg|thumb|upright|Haiwan brúin yfir Jiaozhou flóa nær yfir 42 kílómetra braut yfir minni flóans og er ein lengsta yfirvatnsbrú heims. Að auki eru 9.5 kílómetra löng göng neðansjávar tengd brúnni.]]
[[File:Tsingtao_beer_a_2015-04-07_16-56-17.JPG|thumb|upright|'''Tsingtao bjórinn''' er þekktasta vara framleidd í Qingdao. Hann er seldur á Íslandi]]
Seint á fimmta áratugnum var komið á fót meiriháttar járn- og stáliðnaði. Borgin er endastöð austur-vestur járnbrautarlínunnar og er tengd með járnbrautum við hafnir Yantai og Weihai. Það er líka stór fiskihöfn. Norðurfloti Kína er staðsettur í Qingdao höfn.<small><ref>{{Citation|title=North Sea Fleet|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=North_Sea_Fleet&oldid=1060583667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small> Íslensk fyrirtæki hafa haslað sér völl í borginni, aðallega vegna sterkrar tengingar við sjávarútveg. Þannig hefur Icelandic Group, verið með talsverða starfssemi í borginni.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/6043923?iabr=on|titill=Ætla að rækta markaðinn í Kína - Um 100 í vinnu fyrir Icelandic í Kína|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=16. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=15. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Í borginni er haldin viðamikil alþjóðleg sjávarútvegssýning sem ýmis íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa bæði sótt og kynnt vörur og þjónustu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/3393777?iabr=on#page/n3/mode/2up|titill=Fjölmargar sýningar|höfundur=Morgunblaðið B - Úr verinu|útgefandi=Árvakur|mánuður=11. apríl|ár=2001|mánuðurskoðað=15. júlí|árskoðað=2022}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/6494134?iabr=on|titill=Margar áhugaverðar sjávarútvegssýningar erlendis á komandi vetri|höfundur=Aldan - 7. tölublað|útgefandi=Aldan|mánuður=20. október|ár=2015|mánuðurskoðað=15. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[File:China_Shandong_Qingdao.svg|thumb|upright|Landakort er sýnir staðsetningu Qingdaoborgar (rauðmerkt) í Shandong standhéraðinu (appelsínugult)]]
Árið 1984 var Qingdao útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína sem hluti af nýrri stefnu sem býður erlendum fjárfestingum. Síðan þá hefur borgin gengið í gegnum mjög öra efnahagsþróun.
Efnahags- og hátækniþróunarsvæði Qingdao er staðsett á vesturströnd Jiaozhou-flóa, gegnt miðbæ borgarinnar. Ýmis stórfyrirtæki hafa höfuðstöðvar í borginni, til að mynda Haier Group sem er þekkt alþjóðlega.
Hraðbraut sem liggur um Jiaozhou-flóa tengdir borgina vestur við Jinan og norðaustur til Yantai og Weihai. Árið 2011 var opnuð 42 kílómetra braut yfir minni flóans. Hún myndar með Haiwan brúnni eða Jiaozhou flóa brúnni eina lengstu yfirvatnsbrú heims ásamt 9.5 kílómetra göngum neðansjávar.<small><ref>{{Citation|title=Jiaozhou Bay Bridge|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiaozhou_Bay_Bridge&oldid=1098107453|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref></small> Alþjóðaflugvöllur borgarinnar, um 15 mílur (24 km) til norðurs, veitir áætlunarflug til áfangastaða í norðaustur Asíu, sem og til ýmissa borga í landinu.
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Shandong]] strandhéraðið í Austur- Kína við [[Gulahaf]]
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
csx929xo4pu5baw6k1nf88n8mk3vd3y
Ningbo
0
168552
1764283
1761404
2022-08-09T17:09:41Z
Dagvidur
4656
Bætti við korti
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Ningbo_montage.jpg|thumb|Nokkrar myndir frá Ningboborg.]]
[[File:Ningbo-location-MAP-in-Zhejiang-Region-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Ningbo borgar í Zhejiang héraði í Kína.|Staðsetning Ningbo borg í Zhejiang héraði í Kína.]]
'''Ningbo''' ''([[kínverska]]: 宁波; [[Pinyin|rómönskun:]] Níngbō; áður rómönskun: Ning-po)'' er stórborg í norðausturhluta [[Zhejiang]] héraðs í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]].<ref>{{Citation|title=Ningbo|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ningbo&oldid=1098941946|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref>
Ningbo (sem merkir á kínversku „friðsælar öldur“) er staðsett á láglendri strandsléttu við Yong-fljót, þar sem tvær þverár, Yuyao og Fenghua mætast. Borgin er staðsett um 25 kílómetra frá mynni fljótsins við Hangzhou-flóa, [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafi.]]<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Ningbo|title=Ningbo {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Samkvæmt manntali Kína árið 2020 voru íbúar Ningbo um 9,4 milljónir, sem bjuggu í sex þéttbýlishlutum borgarinnar, tveimur undirborgum og tveimur dreifbýlissveitarfélögum, þar á meðal nokkrum eyjum í Hangzhou-flóa og í [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafi]]. Ningbo eru á kínverskan mælikvarða talin vera auðug borg.
Höfn borgarinnar, Ningbo-Zhoushan, sem er dreifð yfir nokkra staði, er eins sú fjölfarnasta í heiminum miðað við fjölda farmtonna og ein af stærstu gámahöfnum heims.
== Saga ==
[[Mynd:Map_of_Ningbo_in_19th_century_.jpg|thumb|Kort af Ningbo á 19. öld.]]
[[Mynd:Tianfeng_Tower.jpg|thumb|Tianfeng pagóðan í Ningbo var upphaflega byggð á tíma Tangveldisins.]]
[[Mynd: Ningbo_Population_Growth.svg|thumb|Mannfjöldaþróun Ningbo borgar frá upphafi í milljónum talið. Árið 2020 töldu borgarbúar um 9,4 milljónir.]]
Búseta þar sem Ningbo er nú við láglenda strandsléttu Yong-fljóts, hefur langa og ríka menningarsögu sem nær aftur til Jingtou fjallamenningarinnar árið 6300 f.Kr. og Hemudu menningarinnar árið 4800 f.Kr. Svæðið var þekkt til viðskipta á [[Silkivegurinn|silkiveginum]] fyrir að minnsta kosti tvö þúsund árum síðan, og einnig sem hafnaraðstaða fyrir viðskipti.<ref>{{Citation|title=History of Ningbo|date=2022-01-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=History_of_Ningbo&oldid=1068194734|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref>
Eftir að Gouzhang-sýsla, sem liggur skammt austar, var flutt til þess sem nú er Ningbo árið 625, var hún gerð að sjálfstæðu stjórnsýslusetri árið 738. Árið 908 var nafni sýslusetursins, sem hafði verið Mao Xian frá 625, breytt í Yin Xian.
=== Á tíma Tangveldisins ===
Ningbo varð mikilvæg viðskiptahöfn á síðari hluta 5. aldar, þegar [[Kórea|kóreskir]] sjófarendur töldu hana hentuga fyrir samskipti við höfuðborgarinnar Jiankang (nú borgin [[Nanjing]]). Á tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]], ættarveldisins sem ríkti yfir Kína frá 618 til 907, hélt hélt þessi umferð áfram. Þrátt fyrir að opinber samskipti féllu niður eftir 838 héldu einkaviðskipti áfram í stórum stíl. Á 11. öld varð Ningbo miðstöð strandverslunar. Mikilvægi þess jókst með stofnun höfuðborgarinnar Nan Song í [[Hangzhou]] árið 1127, þegar erlend viðskipti höfuðborgarinnar streymdu í gegnum Ningbo. Staðurinn óx hratt á valdatíma [[Songveldið|Song]] (960–1279).
Á tíma [[Songveldið|Suður-Song ættarveldisins]] (1127 -1279) bjuggu arabískir kaupmenn í Ningbo, þá þekkt sem ''Mingzhou''. Annað nafn á Mingzhou eða Ningbo var ''Siming''. Staðurinn var þekktur sem viðskiptamiðstöð hafskipa. Þessir farkaupmenn blönduðust ekki innfæddum Kínverjum, þeir iðkuðu eigin siði og trú og bjuggu í einangruðum hverfum. Þeir reyndu ekki að boða Kínverjum [[íslam]]. Það var einnig stórt [[Gyðingar|gyðingasamfélag]] í Ningbo, eins og sést af þeirri staðreynd að eftir að mikið flóð árið 1642 eyðilagði [[Torah]] bókarollur í hinni fornu borg Kaifeng, voru ný helgirit gyðingdómsins sótt til Ningbo.
Þéttbýlið hélt nafninu ''Yin Xian'' í gegnum mongólska [[Júanveldið]] (1206–1368). Árið 1381 fékk það nafnið Ningbo og hélt því nafni þar til 1912, uns það tók aftur upp formlega nafnið Yin Xian. Nafnið Ningbo var svo aftur tekið upp við stjórnsýslubreytingar til að mynda nýja borg árið 1949.
=== Á tíma Mingveldisins ===
Fyrri hluti valdatíma [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) var Ningbo erfiður. Erlend viðskipti voru skert af stjórnvöldum; smíði hafskipa bönnuð; og strandverslun takmörkuð. Japanskir sjóræningjar réðust á Ningbo.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Ningbo|title=Ningbo {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref> Staðurinn staðnaði fram að síðasta fjórðungi 15. aldar, uns nærliggjandi héruð réttu úr kútnum. Hagvöxtur jókst þegar [[Portúgalska heimsveldið|Portúgalar]] hófu viðskipti í Ningbo árið 1522, fyrst ólöglega en síðar (eftir 1567) löglega. Borgina hafði lengi eftir það hið portúgalska nafn „''Liampó''“.<ref>{{Citation|title=History of Ningbo|date=2022-01-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=History_of_Ningbo&oldid=1068194734|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref> Seinna bættust hollenskir og breskir kaupmenn í hópinn. Kaupmenn Ningbo fóru að eiga viðskipti upp eftir Kínaströnd allt frá Mansjúríu í Norðaustur Kína, til [[Guangzhou]], sem og [[Filippseyjar]] og [[Taívan]]. Ningbo var verslunarstöð strandsléttunnar austan Shaoxing og úthöfn fyrir ósasvæði [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] (Bláá), sem það var tengt við með Zhedong skurðinum (Hangzhou–Ningbo)<ref>{{Citation|title=Eastern Zhejiang Canal|date=2022-02-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Eastern_Zhejiang_Canal&oldid=1072820714|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref> sem var hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] og tengdi sem leiddi til Shaoxing og Qiantang árnar. Fyrir vikið varð Ningbo mikilvægur staður fyrir innri viðskipti Kína á 17. og 18. öld.
=== Ningbo „sáttmálahöfn“ ===
Í kjölfar [[Ópíumstríðin|ópíumstríðanna]] 1839–1842 var kínversku stjórnina neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref>. Ningbo var ein þessara „sáttmálahafna“ og árið 1843 var borgin því opnuð fyrir utanríkisviðskipti. Síðar dró úr viðskiptum þar og viðskiptin færðust meir til [[Sjanghæ]] sem liggur um 220 kílómetra norður af Ningbo.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Ningbo|title=Ningbo {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref>
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Tianyi_Square_2019-06-09_01.jpg|thumb|Tianyi torgið í Haishu hverfi Ningbo borgar.]]
[[Mynd:Hangzhou_Bay_Bridge_South.JPG |thumb|Hangzhou-flóabrúin er sexakreina tollbrú sem styttir flutningstíma á þjóðveginum milli Ningbo og Sjanghæ úr fjórum klukkustundum í tvær.]]
[[Mynd: Beilun_Port_2020-05-02.jpg|thumb|Ningbo Zhoushan höfnin er stærsta höfn í heimi hvað varðar árlega farmflutning í tonnum talið.]]
[[Mynd:CRH380C-6306L_in_Ningbo_Railway_Station.jpg|thumb|Háhraðalest í Ningbo borg.]]
Í dag er Ningbo er staðbundin verslunarmiðstöð og annasöm höfn í norðausturhluta [[Zhejiang]] héraðs.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Ningbo|title=Ningbo {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref>
Góðar járnbrautar- og hraðbrautartengingar er við [[Sjanghæ]] borg um [[Hangzhou]] og nýja Hangzhou-flóabrú sem opnuð var árið 2008 og tengir Ningbo beint við Sjanghæ-svæðið. Hangzhou-flóabrúin er 36 kílómetrar að lengd og er ein lengsta sjóbrú heims.<ref>{{Citation|title=Hangzhou Bay Bridge|date=2021-05-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hangzhou_Bay_Bridge&oldid=1025123427|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref>
=== Ningbo Zhoushan höfnin ===
[[Mynd:China_Zhejiang_Ningbo.svg|thumb|Landakort er sýnir staðsetningu Ningboborgar (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði (appelsínugult).]]
Ningbo Zhoushan höfnin er í Beilun hverfinu, austur af borginni á suðurströnd Hangzhou-flóa, er ein stærsta djúpsjávarhöfn Kína sérstaklega útbúin fyrir gámaflutninga. Hún er stærsta höfn í heimi hvað varðar árlega farmflutning í tonnum talið.<ref>{{Citation|title=List of busiest ports by cargo tonnage|date=2022-04-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_busiest_ports_by_cargo_tonnage&oldid=1083346306|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref> Árið 2019 náði farmflutningurinn 1.119 milljónum tonna og var stærst í heiminum 11 árið í röð. Höfnin er langstærsta umskipunarhöfn fyrir [[járngrýti]] og [[Hráolía|hráolíu]] í Kína. Um 40% olíuafurða Kína, 30% járngrýtis, og 20% af [[Kol|kolabirgða]] Kína fara um höfnina. Hún er mikilvæg geymslu- og flutningsstöð fyrir ýmis fljótandi efni, kola- og korngeymslustöð.
Ningbo er einnig miðstöð strandferða of vatnsflutninga um viðamikla skipaskurði í nágrenni borgarinnar. Borgin er söfnunarstöð fyrir bómull og aðrar landbúnaðarafurðir á sléttunni, fyrir sjávarafurðir staðbundins sjávarútvegs og fyrir timbur frá nálægum fjöllunum. Borgin er einnig dreifingarstöð fyrir kol, olíu, vefnaðarvöru og ýmsa neytendavörur.
Árið 1984, þegar kínversk stjórnvöld boðuðu meira frjálslyndi, var Ningbo útnefnd ein af „opnum borgum“ Kína fyrir erlenda fjárfestingu.
Fyrir síðari heimsstyrjöldina voru bómullarspunaverksmiðjur, mjölmyllur, vefnaðarvöruverksmiðjur og tóbaksverksmiðjur stofnaðar og frá 1949 hélt sú iðnvæðing áfram. Textíliðnaðurinn hefur stækkað mjög með nýjum prjóna- og litunarverksmiðjum. Matvælavinnsla með vinnslu mjöls og hrísgrjóna, olíuvinnsla, víngerð er mikilvæg atvinnustarfsemi í borginni.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Ningbo|title=Ningbo {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref>
Verksmiðjur borgarinnar framleiða dísilvélar, landbúnaðarvélar og aðrar vélar, svo sem rafala. Varmaorkustöðvar framleiða rafmagn fyrir allt nágrennið.
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Shandong|Zhejiang]] strandhéraðið á austurströnd [[Kína]]- við [[Austur-Kínahaf]].
* [http://www.ningbo.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Ningbo borgar] - Á kínversku, ensku og frönsku.
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
f8m5g1ro8eixkthnd0r6o263cjj8v2t
1764284
1764283
2022-08-09T17:10:00Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Ningbo_montage.jpg|thumb|Nokkrar myndir frá Ningboborg.]]
[[File:Ningbo-location-MAP-in-Zhejiang-Region-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Ningbo borgar í Zhejiang héraði í Kína.|Staðsetning Ningbo borg í Zhejiang héraði í Kína.]]
'''Ningbo''' ''([[kínverska]]: 宁波; [[Pinyin|rómönskun:]] Níngbō; áður rómönskun: Ning-po)'' er stórborg í norðausturhluta [[Zhejiang]] héraðs í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]].<ref>{{Citation|title=Ningbo|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ningbo&oldid=1098941946|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref>
Ningbo (sem merkir á kínversku „friðsælar öldur“) er staðsett á láglendri strandsléttu við Yong-fljót, þar sem tvær þverár, Yuyao og Fenghua mætast. Borgin er staðsett um 25 kílómetra frá mynni fljótsins við Hangzhou-flóa, [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafi.]]<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Ningbo|title=Ningbo {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-18}}</ref>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Samkvæmt manntali Kína árið 2020 voru íbúar Ningbo um 9,4 milljónir, sem bjuggu í sex þéttbýlishlutum borgarinnar, tveimur undirborgum og tveimur dreifbýlissveitarfélögum, þar á meðal nokkrum eyjum í Hangzhou-flóa og í [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafi]]. Ningbo eru á kínverskan mælikvarða talin vera auðug borg.
Höfn borgarinnar, Ningbo-Zhoushan, sem er dreifð yfir nokkra staði, er eins sú fjölfarnasta í heiminum miðað við fjölda farmtonna og ein af stærstu gámahöfnum heims.
== Saga ==
[[Mynd:Map_of_Ningbo_in_19th_century_.jpg|thumb|Kort af Ningbo á 19. öld.]]
[[Mynd:Tianfeng_Tower.jpg|thumb|Tianfeng pagóðan í Ningbo var upphaflega byggð á tíma Tangveldisins.]]
[[Mynd: Ningbo_Population_Growth.svg|thumb|Mannfjöldaþróun Ningbo borgar frá upphafi í milljónum talið. Árið 2020 töldu borgarbúar um 9,4 milljónir.]]
Búseta þar sem Ningbo er nú við láglenda strandsléttu Yong-fljóts, hefur langa og ríka menningarsögu sem nær aftur til Jingtou fjallamenningarinnar árið 6300 f.Kr. og Hemudu menningarinnar árið 4800 f.Kr. Svæðið var þekkt til viðskipta á [[Silkivegurinn|silkiveginum]] fyrir að minnsta kosti tvö þúsund árum síðan, og einnig sem hafnaraðstaða fyrir viðskipti.<ref>{{Citation|title=History of Ningbo|date=2022-01-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=History_of_Ningbo&oldid=1068194734|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref>
Eftir að Gouzhang-sýsla, sem liggur skammt austar, var flutt til þess sem nú er Ningbo árið 625, var hún gerð að sjálfstæðu stjórnsýslusetri árið 738. Árið 908 var nafni sýslusetursins, sem hafði verið Mao Xian frá 625, breytt í Yin Xian.
=== Á tíma Tangveldisins ===
Ningbo varð mikilvæg viðskiptahöfn á síðari hluta 5. aldar, þegar [[Kórea|kóreskir]] sjófarendur töldu hana hentuga fyrir samskipti við höfuðborgarinnar Jiankang (nú borgin [[Nanjing]]). Á tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]], ættarveldisins sem ríkti yfir Kína frá 618 til 907, hélt hélt þessi umferð áfram. Þrátt fyrir að opinber samskipti féllu niður eftir 838 héldu einkaviðskipti áfram í stórum stíl. Á 11. öld varð Ningbo miðstöð strandverslunar. Mikilvægi þess jókst með stofnun höfuðborgarinnar Nan Song í [[Hangzhou]] árið 1127, þegar erlend viðskipti höfuðborgarinnar streymdu í gegnum Ningbo. Staðurinn óx hratt á valdatíma [[Songveldið|Song]] (960–1279).
Á tíma [[Songveldið|Suður-Song ættarveldisins]] (1127 -1279) bjuggu arabískir kaupmenn í Ningbo, þá þekkt sem ''Mingzhou''. Annað nafn á Mingzhou eða Ningbo var ''Siming''. Staðurinn var þekktur sem viðskiptamiðstöð hafskipa. Þessir farkaupmenn blönduðust ekki innfæddum Kínverjum, þeir iðkuðu eigin siði og trú og bjuggu í einangruðum hverfum. Þeir reyndu ekki að boða Kínverjum [[íslam]]. Það var einnig stórt [[Gyðingar|gyðingasamfélag]] í Ningbo, eins og sést af þeirri staðreynd að eftir að mikið flóð árið 1642 eyðilagði [[Torah]] bókarollur í hinni fornu borg Kaifeng, voru ný helgirit gyðingdómsins sótt til Ningbo.
Þéttbýlið hélt nafninu ''Yin Xian'' í gegnum mongólska [[Júanveldið]] (1206–1368). Árið 1381 fékk það nafnið Ningbo og hélt því nafni þar til 1912, uns það tók aftur upp formlega nafnið Yin Xian. Nafnið Ningbo var svo aftur tekið upp við stjórnsýslubreytingar til að mynda nýja borg árið 1949.
=== Á tíma Mingveldisins ===
Fyrri hluti valdatíma [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) var Ningbo erfiður. Erlend viðskipti voru skert af stjórnvöldum; smíði hafskipa bönnuð; og strandverslun takmörkuð. Japanskir sjóræningjar réðust á Ningbo.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Ningbo|title=Ningbo {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref> Staðurinn staðnaði fram að síðasta fjórðungi 15. aldar, uns nærliggjandi héruð réttu úr kútnum. Hagvöxtur jókst þegar [[Portúgalska heimsveldið|Portúgalar]] hófu viðskipti í Ningbo árið 1522, fyrst ólöglega en síðar (eftir 1567) löglega. Borgina hafði lengi eftir það hið portúgalska nafn „''Liampó''“.<ref>{{Citation|title=History of Ningbo|date=2022-01-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=History_of_Ningbo&oldid=1068194734|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref> Seinna bættust hollenskir og breskir kaupmenn í hópinn. Kaupmenn Ningbo fóru að eiga viðskipti upp eftir Kínaströnd allt frá Mansjúríu í Norðaustur Kína, til [[Guangzhou]], sem og [[Filippseyjar]] og [[Taívan]]. Ningbo var verslunarstöð strandsléttunnar austan Shaoxing og úthöfn fyrir ósasvæði [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] (Bláá), sem það var tengt við með Zhedong skurðinum (Hangzhou–Ningbo)<ref>{{Citation|title=Eastern Zhejiang Canal|date=2022-02-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Eastern_Zhejiang_Canal&oldid=1072820714|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref> sem var hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] og tengdi sem leiddi til Shaoxing og Qiantang árnar. Fyrir vikið varð Ningbo mikilvægur staður fyrir innri viðskipti Kína á 17. og 18. öld.
=== Ningbo „sáttmálahöfn“ ===
Í kjölfar [[Ópíumstríðin|ópíumstríðanna]] 1839–1842 var kínversku stjórnina neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842<ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref>. Ningbo var ein þessara „sáttmálahafna“ og árið 1843 var borgin því opnuð fyrir utanríkisviðskipti. Síðar dró úr viðskiptum þar og viðskiptin færðust meir til [[Sjanghæ]] sem liggur um 220 kílómetra norður af Ningbo.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Ningbo|title=Ningbo {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref>
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Tianyi_Square_2019-06-09_01.jpg|thumb|Tianyi torgið í Haishu hverfi Ningbo borgar.]]
[[Mynd:Hangzhou_Bay_Bridge_South.JPG |thumb|Hangzhou-flóabrúin er sexakreina tollbrú sem styttir flutningstíma á þjóðveginum milli Ningbo og Sjanghæ úr fjórum klukkustundum í tvær.]]
[[Mynd: Beilun_Port_2020-05-02.jpg|thumb|Ningbo Zhoushan höfnin er stærsta höfn í heimi hvað varðar árlega farmflutning í tonnum talið.]]
[[Mynd:CRH380C-6306L_in_Ningbo_Railway_Station.jpg|thumb|Háhraðalest í Ningbo borg.]]
Í dag er Ningbo er staðbundin verslunarmiðstöð og annasöm höfn í norðausturhluta [[Zhejiang]] héraðs.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Ningbo|title=Ningbo {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref>
Góðar járnbrautar- og hraðbrautartengingar er við [[Sjanghæ]] borg um [[Hangzhou]] og nýja Hangzhou-flóabrú sem opnuð var árið 2008 og tengir Ningbo beint við Sjanghæ-svæðið. Hangzhou-flóabrúin er 36 kílómetrar að lengd og er ein lengsta sjóbrú heims.<ref>{{Citation|title=Hangzhou Bay Bridge|date=2021-05-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hangzhou_Bay_Bridge&oldid=1025123427|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref>
=== Ningbo Zhoushan höfnin ===
[[Mynd:China_Zhejiang_Ningbo.svg|thumb|Landakort er sýnir staðsetningu Ningboborgar (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði (appelsínugult).]]
Ningbo Zhoushan höfnin er í Beilun hverfinu, austur af borginni á suðurströnd Hangzhou-flóa, er ein stærsta djúpsjávarhöfn Kína sérstaklega útbúin fyrir gámaflutninga. Hún er stærsta höfn í heimi hvað varðar árlega farmflutning í tonnum talið.<ref>{{Citation|title=List of busiest ports by cargo tonnage|date=2022-04-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_busiest_ports_by_cargo_tonnage&oldid=1083346306|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref> Árið 2019 náði farmflutningurinn 1.119 milljónum tonna og var stærst í heiminum 11 árið í röð. Höfnin er langstærsta umskipunarhöfn fyrir [[járngrýti]] og [[Hráolía|hráolíu]] í Kína. Um 40% olíuafurða Kína, 30% járngrýtis, og 20% af [[Kol|kolabirgða]] Kína fara um höfnina. Hún er mikilvæg geymslu- og flutningsstöð fyrir ýmis fljótandi efni, kola- og korngeymslustöð.
Ningbo er einnig miðstöð strandferða of vatnsflutninga um viðamikla skipaskurði í nágrenni borgarinnar. Borgin er söfnunarstöð fyrir bómull og aðrar landbúnaðarafurðir á sléttunni, fyrir sjávarafurðir staðbundins sjávarútvegs og fyrir timbur frá nálægum fjöllunum. Borgin er einnig dreifingarstöð fyrir kol, olíu, vefnaðarvöru og ýmsa neytendavörur.
Árið 1984, þegar kínversk stjórnvöld boðuðu meira frjálslyndi, var Ningbo útnefnd ein af „opnum borgum“ Kína fyrir erlenda fjárfestingu.
Fyrir síðari heimsstyrjöldina voru bómullarspunaverksmiðjur, mjölmyllur, vefnaðarvöruverksmiðjur og tóbaksverksmiðjur stofnaðar og frá 1949 hélt sú iðnvæðing áfram. Textíliðnaðurinn hefur stækkað mjög með nýjum prjóna- og litunarverksmiðjum. Matvælavinnsla með vinnslu mjöls og hrísgrjóna, olíuvinnsla, víngerð er mikilvæg atvinnustarfsemi í borginni.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Ningbo|title=Ningbo {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref>
Verksmiðjur borgarinnar framleiða dísilvélar, landbúnaðarvélar og aðrar vélar, svo sem rafala. Varmaorkustöðvar framleiða rafmagn fyrir allt nágrennið.
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Shandong|Zhejiang]] strandhéraðið á austurströnd [[Kína]]- við [[Austur-Kínahaf]].
* [http://www.ningbo.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Ningbo borgar] - Á kínversku, ensku og frönsku.
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
4522eg3ogukjdg5frrnew75bghmdlg2
Denys Sjmyhal
0
168609
1764333
1763730
2022-08-10T02:11:16Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Denys Sjmyhal<br>{{small|Денис Шмигаль}}
| búseta =
| mynd = Denys Shmyhal in 2020 02 (cropped).jpg
| myndatexti1 = {{small|Sjmyhal árið 2020.}}
| titill = Forsætisráðherra Úkraínu
| stjórnartíð_start = [[4. mars]] [[2020]]
| stjórnartíð_end =
| forseti = [[Volodymyr Zelenskyj]]
| forveri = [[Oleksíj Hontsjarúk]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1975|10|15}}
| fæðingarstaður = [[Lvív]], [[Sovétlýðveldið Úkraína|úkraínska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] (nú [[Úkraína|Úkraínu]])
| þjóderni = [[Úkraína|Úkraínskur]]
| maki = Kateryna Sjmyhal
| börn = 2
| háskóli = Tækniháskólinn í Lviv
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn
}}
'''Denys Anatolíjovytsj Sjmyhal''' ([[úkraínska]]: Денис Анатолійович Шмигаль; f. 15. október 1975)<ref name=smgl1>{{cite web|url=http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-url=https://web.archive.org/web/20191030215944/http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-date=2019-10-30|title=Голова обласної державної адміністрації|work=www.if.gov.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> er [[Úkraína|úkraínskur]] stjórnmálamaður og athafnamaður sem hefur verið [[forsætisráðherra Úkraínu]] frá árinu 2020.<ref name=smgl2>{{cite web|url=http://dovidka.com.ua/user/?code=528175|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=dovidka.com.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> Hann var áður héraðsstjóri í [[Ívano-Frankívsk oblast|Ívano-Frankívsk-héraði]].<ref name=":0"/> Sem forsætisráðherra hafði Sjmyhal umsjón með viðbrögðum úkraínsku stjórnarinnar við [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|kórónuveirufaraldrinum]] í landinu.<ref>{{cite web|url=https://www.ukrinform.de/rubric-polytics/2889803-denys-schmygal-zum-neuen-premierminister-ernannt.html|title=Denys Schmygal zum neuen Premierminister ernannt|website=www.ukrinform.de|language=de|access-date=2020-03-05}}</ref>
== Æviágrip ==
Denys Sjmyhal útskrifaðist frá [[Tækniháskólinn í Lvív|Tækniháskólanum í Lvív]] árið 1997. Hann er með kandidatsgráðu í hagfræðivísindum frá árinu 2003.<ref>{{cite web|url=https://www.slovoidilo.ua/persony/shmyhal-denys-anatoliiovych|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=slovoidilo.ua|access-date=17. janúar 2020|language=uk}}</ref> Frá útskrift sinni árið 1997 fram til ársins 2005 vann Sjmyhal sem endurskoðandi fyrir ýmis fyrirtæki.<ref name=LIGAbDS/> Frá september 2005 til júní 2006 var Sjmyhal aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins LA DIS.<ref name=LIGAbDS/> Hann var framkvæmdastjóri fjárfestingafyrirtækisins Comfort-Invest frá júní 2006 til ágúst 2008.<ref name=LIGAbDS/> Sjmyhal var síðan framkvæmdastjóri fyrirtækis undir nafninu ROSANINVEST LLC frá september 2008 til september 2009.<ref name=LIGAbDS/>
Sjmyhal gegndi ýmsum pólitískum störfum í [[Lvívska Oblast|Lvív-héraði]] frá árinu 2009 til ársins 2013.<ref name=LIGAbDS/> Hann var formaður hagfræðideildar héraðsstjórnar Lvív-héraðs frá 2009 til 2011.<ref name=smgl1/><ref name=LIGAbDS>[https://file.liga.net/persons/shmygal-denis Stutt æviágrip Denys Shmyhal], LIGA</ref> Þar kynntist hann og vann með [[Oleh Nemtsjínov]], sem varð árið 2020 ráðherra ráðherraráðsins í ríkisstjórn Sjmyhals.<ref>{{cite web|url=https://www.pravda.com.ua/articles/2020/05/25/7252984/|title=Шмигаль і "його" команда. Як працює другий уряд Зеленського|work=[[Ukrayinska Pravda]]|access-date=25. maí 2020|language=uk}}</ref> Sjmyhal varð síðan formaður efnahags- og iðnaðarstefnu héraðsins allt árið 2012.<ref name=LIGAbDS/> Árið 2013 var hann formaður efnahagsþróunar-, fjárfestinga-, verslunar- og iðnaðardeildar Lvív-héraðs.<ref name=LIGAbDS/>
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2014 var Sjmyhal ráðgjafi þingmanns á úkraínska þinginu.<ref name=LIGAbDS/>
[[File:Secretary Blinken Meets With Ukrainian Prime Minister Shmyhal (52022773525).jpg|left|thumb|Sjmyhal fundar með bandaríska utanríkisráðherranum [[Antony Blinken]] í [[Washington, D.C.]] þann 22. apríl 2022.]]
Frá maí til desember 2014 var Sjmyhal varaformaður héraðsstofu tekju- og tollaráðuneytisins í Lvív-héraði.<ref name=LIGAbDS/><ref name=smgl2/> Hann var síðan varaforseti frystivörudreifingaraðilans TVK Lvivkholod í Lvív frá 2015 til 2017.<ref name=smgl2/>
Frá 2018 til 2019 vann Sjmyhal sem framkvæmdastjóri [[Burshtyn TES]], sem er stærsta raforkufyrirtækið í [[Ívano-Frankívsk]] og tilheyrir fyrirtækjasamsteypu [[Rínat Akhmetov|Rínats Akhmetov]].<ref name=BBC03032020>{{cite news |url=https://www.bbc.com/ukrainian/news-51729049 |title=Хто такий Денис Шмигаль, який може замінити Гончарука |work=[[BBC]] |date=3 March 2020 |access-date=21 March 2020}}</ref><ref>{{cite web|url=https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|title=Zelensky decided on the heads of Lviv and Ivano-Frankivsk Regional State Administration|work=opinionua.com|date=6. júlí 2019|access-date=17. janúar 2020|archive-date=8. júlí 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190708091526/https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|url-status=dead}}</ref><ref name=24Kanal05032020>{{cite news |url=https://24tv.ua/denis_shmigal_biografiya_ymovirnogo_v_o_premyer_ministra_n1264880 |title=Денис Шмигаль очолив Кабінет міністрів: що про нього відомо |work=[[:uk:24 (телеканал)|24 Kanal]] |last=Боднар |first=Наталя (Bodnar, Natalia) |date=5 March 2020 |access-date=21 March 2020 |language=uk}}</ref>
Frá 1. ágúst 2019 þar til hann var útnefndur ráðherra starfaði Sjmyhal sem héraðsstjóri [[Ívano-Frankívsk oblast]]s.<ref name=":0">{{cite web|url=https://www.president.gov.ua/documents/5742019-28909|title=УКАЗ ПРЕЗИДЕНТА УКРАЇНИ №574/2019|work=Heimasíða úkraínska forsetaembættisins|access-date=17. janúar 2020|language=uk}}</ref>
Þann 4. febrúar árið 2020 var Sjmyhal útnefndur ráðherra héraðsþróunarmála.<ref>[https://www.unian.info/m/politics/10858727-ukraine-s-parliament-appoints-shmyhal-as-deputy-prime-minister-minister-of-community-development.html Ukraine's parliament appoints Shmyhal as Deputy Prime Minister, Minister of Community Development], [[UNIAN]] (4. febrúar 2020)</ref> Hann tók síðan við af [[Oleksíj Hontsjarúk]] sem forsætisráðherra Úkraínu í mars árið 2020.<ref>{{cite news|url=https://www.ft.com/content/17dd0122-5d8a-11ea-8033-fa40a0d65a98|title=Zelensky shakes up Ukraine government and proposes new prime minister|newspaper=[[Financial Times]]|access-date=2020-03-04}}{{subscription required|s}}</ref>
==Einkahagir==
Sjmyhal er kvæntur Katerynu Sjmyhal. Þau eiga tvær dætur.<ref name=LIGAbDS/> Kateryna er fyrrum meðeigandi Kamjanetskyj-bakarísins í Lvív og reiðhjólaleigunnar NextBike. Hún seldi hluta sína í þessum fyrirtækjum árið 2019.<ref name=LIGAbDS/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Oleksíj Hontsjarúk]] | titill=Forsætisráðherra Úkraínu| frá=[[4. mars]] [[2020]] | til=| eftir=Enn í embætti}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Sjmyhal, Denys}}
{{f|1975}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Úkraínu]]
r723nagjdmre6epbsqd0xrhwohztaau
Shantou
0
168627
1764277
1764033
2022-08-09T16:46:35Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Shantou_Montage.jpg|thumb|right |Myndir frá '''Shantou borg'''. Að ofan: Zhengguo hofið; Renmin torg; Queshi brúin; og borgarsýn.|alt= Myndir frá Shantou borg. Að ofan:Zhengguo hofið, Renmin torg, Queshi brúin, og borgarsýn.]]
[[File:Shantou-location-MAP-in-Guangdong-Province-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Shantou í Guangdong héraði í Kína.|Staðsetning Shantou í Guangdong héraði í Kína.]]
'''Shantou''' ''([[kínverska]]:汕頭; [[Pinyin|rómönskun:]] Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og Santow)'' er stórborg á austurströnd [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Íbúafjöldi árið 2020 var um 5.5 milljónir.
Borgin er við ósa [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta [[Guangdong]] héraðsins.
Shantou borg er mikilvæg í kínverskri sögu 19. aldar sem ein „sáttmálahafna“ sem komið var á fót fyrir vestræn viðskipti og samskipti. Borgin var einnig eitt fyrsta svokallaðra sérstöku efnahagssvæða Kína sem komið var á laggirnar á níunda áratug síðustu aldar. Sem slík hefur hún þó ekki blómstraði á þann hátt sem borgir s.s. [[Shenzhen]], [[Xiamen]] og [[Zhuhai]] gerðu. Hins vegar er það enn mikilvæg efnahagsmiðstöð austurhluta Guangdong.
== Saga ==
[[Mynd:Chaoyang Wenguang Ta 2014.01.19 17-23-11.jpg|thumb|right |'''Wenguang búddista pagóðan''' í Chaoyang hverfi borgarinnar. Hún var reist árið 1131 á valdatíma Gaozong keisara Suður-Songveldisins (1127–1279). Hún hefur oft verið endurreist.<small><ref>{{Citation|title=潮陽文光塔|date=2018-01-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%BD%AE%E9%99%BD%E6%96%87%E5%85%89%E5%A1%94&oldid=48077178|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-27}}</ref></small>|alt=Wenguang er búddista pagóða í Chaoyang hverfi borgarinnar. Hún var reist árið 1131 á valdatíma Gaozong keisara Suður-Songveldisins (1127–1279). Hún hefur verið margendurreist.]]
[[Mynd:Chaoyang mingdynasty.jpg|thumb|right |Kort af Chaoyang frá tímum í [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644). Það er nú er hverfi í Shantou.|alt=Kort af Chaoyang frá tímum í Mingveldisins (1368–1644). Það er nú er hverfi í Shantou.]]
[[Mynd:Shantou map2005.jpg|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.]]
Á tíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) var Shantou lítið sjávarþorp sem var hluti af Jieyang-sýslu. Þéttbýlið varð síðan þekkt sem Xialing á valdatíma hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldis]] (1271–1368). Árið 1563 varð Shantou hluti af Chenghai-sýslu í Chao-héraði. Strax árið 1574 hafði Shantou verið nefnt Shashanping. Á sautjándu öld var settur upp fallbyssupallur sem kenndur var við Shashantou og síðan var það stytt í „Shantou“. Bókstafleg merking Shantou í kínversku er „Fiskikörfuhöfði“.
Við Han-fljótið liggur Queshi sem áður var þekkt af heimamönnum sem Kakchio. Á 19. öld voru þar bandarísku og bresku ræðismannsskrifstofurnar vegna utanríkisviðskipta. Í dag er það svæði fallegur garður en sum mannvirkja fyrri sögu eru varðveitt.
Árið 1858 var Chaozhou sem liggur um 32 kílómetrum upp með Han-fljóti, útnefnd „sáttmálahöfn“ og opnuð fyrir erlend viðskipti samkvæmt svokölluðum ''Tientsin-sáttmála'' kínverskra stjórnvalda og ýmissa erlendra stórvelda.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Tientsin|date=2022-06-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Tientsin&oldid=1093340127|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-26}}</ref></small> Þremur árum síðar var Shantou opnuð sem úthöfn þess. Staðurinn þróaðist síðan hratt í stórhöfn og miðstöð flutninga og viðskipta.
Shantou varð formlega gerða að borg árið 1919 og var aðskilin frá Chenghai árið 1921.
Shantou var ein helsta höfn til brottflutnings Kínverja til Suðaustur-Asíu. Á áætlað er að um 2,5 milljónir brottfluttra Kínverja hafi farið frá borgina á árunum 1880–1909.
Þéttbýlið við Shantou stendur við þrönga enda inntaks óshólmar [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Þar eru sandrif sem eru vegna vatnshæðar mjög háð veðrum og [[Fellibylur|fellibyljum]]. Árið 1922 skall á borgina mikill fellibylur, sem drap 5.000 af 65.000 borgarbúum. Sum nærliggjandi þorp eyðilögðust algerlega, sem og skip er lágu nálægt ströndinni. Heildartala látinna á svæðinu umhverfis borgina hefur verið áætluð yfir 60.000 en gæti hafa verið allt að 100.000 manns.
Á þriðja áratug síðustu aldar, var borgin flutninga- og vörudreifingarmiðstöð í Suðaustur-Kína. Farmflutningur Shantou hafnar voru þá þeir þriðju mestu í Kína.
Árið 1938, í [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna kínverska-japanska stríðinu]] (1937–45) skemmdist Shantou-höfn alvarlega í sprengjuárásum Japana. Þann [[21. júní]] [[1939]] réðust japanskir hermenn inn í borgina og hernámu hana allt til 15. ágúst 1945.
Her [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] hertók Shantou 24. október 1949, 23 dögum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína.
Shantou var eitt sinn aðallega þekkt fyrir útflutning [[Sykur|sykurs]], [[Ávöxtur|ávaxta]], niðursoðinna vara og sjávarafurða. Hins vegar hefur mikil og fjölbreytt iðnþróun átt sér stað eftir 1949.
Árið 1981 var stofnað sérstakt efnahagssvæði í Shantou. Það var síðar stækkaði til allra þéttbýlishverfa borgarinnar. Ýtti það mjög undir efnahagsþróun. Margvíslegur iðnaður þróaðist á borð við ljósefnatækni, úthljóðstækni, rafeindavörur, leikföng, vefnaðarvöru og unnin matvæli.
Járnbraut sem var fullgerð árið 1995 sem tengir borgina við [[Hong Kong]] og [[Guangzhou]] og önnur járnbraut tengist austur til [[Fujian]]-héraðs. Hraðbrautir veita skjótan aðgang til [[Shenzhen]] og lengra til [[Guangzhou]].
Hafnir borgarinnar tengjast nú sjóflutningum til meira en 200 innlendra og erlendra hafna.
== Landafræði ==
[[Mynd:Shantou harbour and skyline viewed from Double Island June 2022.jpg|thumb|right |<small>'''Byggingar við strönd Shantou''', séð frá Mayu-eyju sem stendur um kílómetra frá landi.<ref>{{Citation|title=Mayu Island|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Mayu_Island&oldid=1100138560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-27}}</ref></small>|alt=Byggingar við strönd Shantou, séð frá Mayu-eyju sem stendur um kílómetra frá landi.]]
Shantou er staðsett í austurhluta [[Guangdong]] héraðs í Kína. [[Krabbabaugur]] liggur í gegnum norðurhluta borgarinnar. Þar er einnig austasti punktur meginlands Kína. Hæsti tindur í borgarlandinu er Dajian fjall á Nan'ao eyju, í 587 metra hæð en hæsti tindur á meginlandinu er Lianhua fjall, í 562 metra hæð. Það er staðsett í Chenghai borgarhverfinu.
Borgin liggur við strönd [[Suður-Kínahaf|Suður-Kínahafs]] skammt vestan við mynni [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]], sem með þveránni sinni, Mei-fljót, dregur mest af austurhluta Guangdong. Borgin er við inntak fljótsins sem nær um 16 kílómetra inn í landið á suðvesturhluta sandrifa óshólma [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljótsins]]. Fljótið er fært bátum með grunna djúpristu, allt til Meizhou borgar í [[Guangdong]], um 55 kílómetra fyrir ofan Xingning borg.
Shantou borg er um 301 kílómetra norðaustur af [[Hong Kong]].
== Veðurfar ==
[[Mynd:Shantouharbor.jpg|thumb|right |<small>'''Höfnin í Longhu hverfi''' Shantou-borgar að næturlagi.<ref>{{Citation|title=Longhu District|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Longhu_District&oldid=1100137070|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-27}}</ref></small>|alt=Höfnin í Longhu hverfi Shantou-borgar að næturlagi.]]
Shantou hefur rakt loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur-Asíu, með stuttum, mildum vetrum en löngum en heitum og rökum sumrum. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.
Sumartímabilið, frá maí til október, er langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestan misserisvindum fylgja oft [[Fellibylur|fellibylir]], sem geta verið hættulegir eins og saga borgarinnar ber með sér.
Vetur í Shantou byrjar jafnan sólríkur og þurr en verður smám saman vætusamari og skýjaðri. Vorið er almennt skýjað, en sumarið sem ber með sér mestu rigningar ársins, er þó mun sólríkara. Þá er að meðaltali 8,2 dagar á ári með 50 mm úrkomu. Haustið er sólríkt og þurrt.
Meðalhiti á sólarhring er á bilinu 14,7 °C í janúarmánuði til 29,1 °C í júlí. Ársmeðaltalið hita er 22,58 °C. Árleg úrkoma er um 1.618 mm, þar af um 60% frá maí til ágúst.
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:汕头南澳岛_Nan-Ao_Island_-_panoramio.jpg|thumb|right |<small>'''Frá Nan'ao eyju'''. Það er fámennasta hverfi Shantou með um 64.000 íbúa.<ref>{{Citation|title=Nan'ao County|date=2021-12-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Nan%27ao_County&oldid=1062527518|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-27}}</ref></small>|alt= Frá Nan'ao eyju. Það er fámennasta hverfi Shantou með um 64.000 íbúa.]]
Shantou er borg á héraðsstigi. Stjórnsýslusvæði borgarinnar nær yfir 2.248 ferkílómetra.
Borgin hefur lögsögu yfir sex hverfum og einni sýslu: Longhu hverfi, Jinping hverfi, Haojiang hverfi, Chaoyang hverfi, Chaonan hverfi, og Chenghai hverfi. Að auki er Nan'ao sýsla sem er 115 ferkílómetra eyja.
Elsti hluti Shantou er Jinping hverfi þar sem borgarstjórnin situr. Þar er jafnframt viðskiptahverfi borgarinnar. Íbúar í þessu þéttbýlasta hverfi borgarinnar voru árið 2020 um 777.000. Fjölmennasta borgarhverfið er Chaoyang með 1.654.000 íbúa 2020 en það fámennasta er Nan'ao eyjan með um 64.000 íbúa.<small><ref>{{Citation|title=汕头市|date=2022-07-15|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B1%95%E5%A4%B4%E5%B8%82&oldid=72689628|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-27}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:Shantou_Queshi_suspension_bridge_in_China_during_sunset.JPG|thumb|right |<small>'''Queshi [[Hengibrú|hengibrúin]] '''við sólsetur. Hún er eitt helsta kennileiti Shantou. Brúarhaf milli meginstöpla eru 518 metrar og lengd brúarinnar er 2.865 kílómetrar.<ref>{{Citation|title=礐石大桥|date=2022-01-15|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%A4%90%E7%9F%B3%E5%A4%A7%E6%A1%A5&oldid=69677156|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-27}}</ref></small>|alt=Queshi hengibrúin við sólsetur. Hún er eitt helsta kennileiti Shantou. Brúarhaf milli meginstöpla eru 518 metrar og lengd brúarinnar er 2.865 kílómetrar.]]
Framleiðsla í Shantou er stór hluti atvinnusköpunar í borginni. Atvinnugreinarnar byggja aðallega á textílframleiðslu, smíði véla, rafeindatækni, og framleiðslu plast- og handverksvara. Tréskurður og skeljaútskurður, litað postulín, rafhljóðhljóðfæri, niðursoðinn matur og ljósnæm efni eru dæmi um afurðir borgarinnar. Leikfangaframleiðsla er mjög umfangsmikil í borginni.
''Fríverslunarsvæði Shantoum,'' sem nær yfir 2,34 ferkílómetra, er staðsett í suðurhluta borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Shantou Special Economic Zone|date=2021-12-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shantou_Special_Economic_Zone&oldid=1058694557|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-27}}</ref></small> Til þess var stofnað árið 1993 þegar Kína opnaði fyrir þróun sérstakra fríverslunarsvæða til útflutningsvinnslu, alþjóðaviðskipti, fjármála- og upplýsingaiðnað. <small><ref>{{Citation|title=Deng Xiaoping|date=2022-06-25|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Deng_Xiaoping&oldid=1758715|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-27}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]].
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]].
* [https://www.shantou.gov.cn/ Opinber upplýsingarvefur] Shantou borgar - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Shantou|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Shantou|titill=Britannica: Shantou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=4. febrúar|ár=2014|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/shantou/ Almennar upplýsingar um borgina], áhugaverðustu ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
r9hus0bp5xugvu8nhreotxgfc5wpnko
1764278
1764277
2022-08-09T16:48:17Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Shantou_Montage.jpg|thumb|right |Myndir frá '''Shantou borg'''. Að ofan: Zhengguo hofið; Renmin torg; Queshi brúin; og borgarsýn.|alt= Myndir frá Shantou borg. Að ofan:Zhengguo hofið, Renmin torg, Queshi brúin, og borgarsýn.]]
[[File:Shantou-location-MAP-in-Guangdong-Province-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Shantou í Guangdong héraði í Kína.|Staðsetning Shantou í Guangdong héraði í Kína.]]
'''Shantou''' ''([[kínverska]]:汕頭; [[Pinyin|rómönskun:]] Shàntóu; einnig þekkt sem Swatow og Santow)'' er stórborg á austurströnd [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Íbúafjöldi árið 2020 var um 5.5 milljónir.
Borgin er við ósa [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún situr við þrönga enda inntaks fljótsins við hafið, þar sem óshólmar á norðurströndinni nálgast klettanes í suðri. Þrátt fyrir að höfnin sé hindruð af sandrifi og er háð veðrum og fellibyljum er Shantou svæðismiðstöð og aðalhöfn í austurhluta [[Guangdong]] héraðsins.
Shantou borg er mikilvæg í kínverskri sögu 19. aldar sem ein „sáttmálahafna“ sem komið var á fót fyrir vestræn viðskipti og samskipti. Borgin var einnig eitt fyrsta svokallaðra sérstöku efnahagssvæða Kína sem komið var á laggirnar á níunda áratug síðustu aldar. Sem slík hefur hún þó ekki blómstraði á þann hátt sem borgir s.s. [[Shenzhen]], [[Xiamen]] og [[Zhuhai]] gerðu. Hins vegar er það enn mikilvæg efnahagsmiðstöð austurhluta Guangdong.
== Saga ==
[[Mynd:Chaoyang Wenguang Ta 2014.01.19 17-23-11.jpg|thumb|right |'''Wenguang búddista pagóðan''' í Chaoyang hverfi borgarinnar. Hún var reist árið 1131 á valdatíma Gaozong keisara Suður-Songveldisins (1127–1279). Hún hefur oft verið endurreist.<small><ref>{{Citation|title=潮陽文光塔|date=2018-01-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%BD%AE%E9%99%BD%E6%96%87%E5%85%89%E5%A1%94&oldid=48077178|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-27}}</ref></small>|alt=Wenguang er búddista pagóða í Chaoyang hverfi borgarinnar. Hún var reist árið 1131 á valdatíma Gaozong keisara Suður-Songveldisins (1127–1279). Hún hefur verið margendurreist.]]
[[Mynd:Chaoyang mingdynasty.jpg|thumb|right |Kort af Chaoyang frá tímum í [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644). Það er nú er hverfi í Shantou.|alt=Kort af Chaoyang frá tímum í Mingveldisins (1368–1644). Það er nú er hverfi í Shantou.]]
[[Mynd:Shantou map2005.jpg|thumb|right |Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Shantou borgar (gulmerkt) í [[Guangdong]] héraði (grámerkt) í Kína.]]
Á tíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) var Shantou lítið sjávarþorp sem var hluti af Jieyang-sýslu. Þéttbýlið varð síðan þekkt sem Xialing á valdatíma hins mongólska [[Júanveldið|Júanveldis]] (1271–1368). Árið 1563 varð Shantou hluti af Chenghai-sýslu í Chao-héraði. Strax árið 1574 hafði Shantou verið nefnt Shashanping. Á sautjándu öld var settur upp fallbyssupallur sem kenndur var við Shashantou og síðan var það stytt í „Shantou“. Bókstafleg merking Shantou í kínversku er „Fiskikörfuhöfði“.
Við Han-fljótið liggur Queshi sem áður var þekkt af heimamönnum sem Kakchio. Á 19. öld voru þar bandarísku og bresku ræðismannsskrifstofurnar vegna utanríkisviðskipta. Í dag er það svæði fallegur garður en sum mannvirkja fyrri sögu eru varðveitt.
Árið 1858 var Chaozhou sem liggur um 32 kílómetrum upp með Han-fljóti, útnefnd „sáttmálahöfn“ og opnuð fyrir erlend viðskipti samkvæmt svokölluðum ''Tientsin-sáttmála'' kínverskra stjórnvalda og ýmissa erlendra stórvelda.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Tientsin|date=2022-06-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Tientsin&oldid=1093340127|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-26}}</ref></small> Þremur árum síðar var Shantou opnuð sem úthöfn þess. Staðurinn þróaðist síðan hratt í stórhöfn og miðstöð flutninga og viðskipta.
Shantou varð formlega gerða að borg árið 1919 og var aðskilin frá Chenghai árið 1921.
Shantou var ein helsta höfn til brottflutnings Kínverja til Suðaustur-Asíu. Á áætlað er að um 2,5 milljónir brottfluttra Kínverja hafi farið frá borgina á árunum 1880–1909.
Þéttbýlið við Shantou stendur við þrönga enda inntaks óshólmar [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Þar eru sandrif sem eru vegna vatnshæðar mjög háð veðrum og [[Fellibylur|fellibyljum]]. Árið 1922 skall á borgina mikill fellibylur, sem drap 5.000 af 65.000 borgarbúum. Sum nærliggjandi þorp eyðilögðust algerlega, sem og skip er lágu nálægt ströndinni. Heildartala látinna á svæðinu umhverfis borgina hefur verið áætluð yfir 60.000 en gæti hafa verið allt að 100.000 manns.
Á þriðja áratug síðustu aldar, var borgin flutninga- og vörudreifingarmiðstöð í Suðaustur-Kína. Farmflutningur Shantou hafnar voru þá þeir þriðju mestu í Kína.
Árið 1938, í [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna kínverska-japanska stríðinu]] (1937–45) skemmdist Shantou-höfn alvarlega í sprengjuárásum Japana. Þann [[21. júní]] [[1939]] réðust japanskir hermenn inn í borgina og hernámu hana allt til 15. ágúst 1945.
Her [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] hertók Shantou 24. október 1949, 23 dögum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína.
Shantou var eitt sinn aðallega þekkt fyrir útflutning [[Sykur|sykurs]], [[Ávöxtur|ávaxta]], niðursoðinna vara og sjávarafurða. Hins vegar hefur mikil og fjölbreytt iðnþróun átt sér stað eftir 1949.
Árið 1981 var stofnað sérstakt efnahagssvæði í Shantou. Það var síðar stækkaði til allra þéttbýlishverfa borgarinnar. Ýtti það mjög undir efnahagsþróun. Margvíslegur iðnaður þróaðist á borð við ljósefnatækni, úthljóðstækni, rafeindavörur, leikföng, vefnaðarvöru og unnin matvæli.
Járnbraut sem var fullgerð árið 1995 sem tengir borgina við [[Hong Kong]] og [[Guangzhou]] og önnur járnbraut tengist austur til [[Fujian]]-héraðs. Hraðbrautir veita skjótan aðgang til [[Shenzhen]] og lengra til [[Guangzhou]].
Hafnir borgarinnar tengjast nú sjóflutningum til meira en 200 innlendra og erlendra hafna.
== Landafræði ==
[[Mynd:Shantou harbour and skyline viewed from Double Island June 2022.jpg|thumb|right |'''Byggingar við strönd Shantou''', séð frá Mayu-eyju sem stendur um kílómetra frá landi.<small><ref>{{Citation|title=Mayu Island|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Mayu_Island&oldid=1100138560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-27}}</ref></small>|alt=Byggingar við strönd Shantou, séð frá Mayu-eyju sem stendur um kílómetra frá landi.]]
Shantou er staðsett í austurhluta [[Guangdong]] héraðs í Kína. [[Krabbabaugur]] liggur í gegnum norðurhluta borgarinnar. Þar er einnig austasti punktur meginlands Kína. Hæsti tindur í borgarlandinu er Dajian fjall á Nan'ao eyju, í 587 metra hæð en hæsti tindur á meginlandinu er Lianhua fjall, í 562 metra hæð. Það er staðsett í Chenghai borgarhverfinu.
Borgin liggur við strönd [[Suður-Kínahaf|Suður-Kínahafs]] skammt vestan við mynni [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljóts]], sem með þveránni sinni, Mei-fljót, dregur mest af austurhluta Guangdong. Borgin er við inntak fljótsins sem nær um 16 kílómetra inn í landið á suðvesturhluta sandrifa óshólma [[Han-fljót (Guangdong)|Han-fljótsins]]. Fljótið er fært bátum með grunna djúpristu, allt til Meizhou borgar í [[Guangdong]], um 55 kílómetra fyrir ofan Xingning borg.
Shantou borg er um 301 kílómetra norðaustur af [[Hong Kong]].
== Veðurfar ==
[[Mynd:Shantouharbor.jpg|thumb|right |'''Höfnin í Longhu hverfi''' Shantou-borgar að næturlagi.<small><ref>{{Citation|title=Longhu District|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Longhu_District&oldid=1100137070|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-27}}</ref></small>|alt=Höfnin í Longhu hverfi Shantou-borgar að næturlagi.]]
Shantou hefur rakt loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur-Asíu, með stuttum, mildum vetrum en löngum en heitum og rökum sumrum. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.
Sumartímabilið, frá maí til október, er langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestan misserisvindum fylgja oft [[Fellibylur|fellibylir]], sem geta verið hættulegir eins og saga borgarinnar ber með sér.
Vetur í Shantou byrjar jafnan sólríkur og þurr en verður smám saman vætusamari og skýjaðri. Vorið er almennt skýjað, en sumarið sem ber með sér mestu rigningar ársins, er þó mun sólríkara. Þá er að meðaltali 8,2 dagar á ári með 50 mm úrkomu. Haustið er sólríkt og þurrt.
Meðalhiti á sólarhring er á bilinu 14,7 °C í janúarmánuði til 29,1 °C í júlí. Ársmeðaltalið hita er 22,58 °C. Árleg úrkoma er um 1.618 mm, þar af um 60% frá maí til ágúst.
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:汕头南澳岛_Nan-Ao_Island_-_panoramio.jpg|thumb|right |'''Frá Nan'ao eyju'''. Það er fámennasta hverfi Shantou með um 64.000 íbúa.<small><ref>{{Citation|title=Nan'ao County|date=2021-12-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Nan%27ao_County&oldid=1062527518|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-27}}</ref></small>|alt= Frá Nan'ao eyju. Það er fámennasta hverfi Shantou með um 64.000 íbúa.]]
Shantou er borg á héraðsstigi. Stjórnsýslusvæði borgarinnar nær yfir 2.248 ferkílómetra.
Borgin hefur lögsögu yfir sex hverfum og einni sýslu: Longhu hverfi, Jinping hverfi, Haojiang hverfi, Chaoyang hverfi, Chaonan hverfi, og Chenghai hverfi. Að auki er Nan'ao sýsla sem er 115 ferkílómetra eyja.
Elsti hluti Shantou er Jinping hverfi þar sem borgarstjórnin situr. Þar er jafnframt viðskiptahverfi borgarinnar. Íbúar í þessu þéttbýlasta hverfi borgarinnar voru árið 2020 um 777.000. Fjölmennasta borgarhverfið er Chaoyang með 1.654.000 íbúa 2020 en það fámennasta er Nan'ao eyjan með um 64.000 íbúa.<small><ref>{{Citation|title=汕头市|date=2022-07-15|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B1%95%E5%A4%B4%E5%B8%82&oldid=72689628|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-27}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:Shantou_Queshi_suspension_bridge_in_China_during_sunset.JPG|thumb|right |'''Queshi [[Hengibrú|hengibrúin]] '''við sólsetur. Hún er eitt helsta kennileiti Shantou. Brúarhaf milli meginstöpla eru 518 metrar og lengd brúarinnar er 2.865 kílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=礐石大桥|date=2022-01-15|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%A4%90%E7%9F%B3%E5%A4%A7%E6%A1%A5&oldid=69677156|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-27}}</ref></small>|alt=Queshi hengibrúin við sólsetur. Hún er eitt helsta kennileiti Shantou. Brúarhaf milli meginstöpla eru 518 metrar og lengd brúarinnar er 2.865 kílómetrar.]]
Framleiðsla í Shantou er stór hluti atvinnusköpunar í borginni. Atvinnugreinarnar byggja aðallega á textílframleiðslu, smíði véla, rafeindatækni, og framleiðslu plast- og handverksvara. Tréskurður og skeljaútskurður, litað postulín, rafhljóðhljóðfæri, niðursoðinn matur og ljósnæm efni eru dæmi um afurðir borgarinnar. Leikfangaframleiðsla er mjög umfangsmikil í borginni.
''Fríverslunarsvæði Shantoum,'' sem nær yfir 2,34 ferkílómetra, er staðsett í suðurhluta borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Shantou Special Economic Zone|date=2021-12-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shantou_Special_Economic_Zone&oldid=1058694557|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-27}}</ref></small> Til þess var stofnað árið 1993 þegar Kína opnaði fyrir þróun sérstakra fríverslunarsvæða til útflutningsvinnslu, alþjóðaviðskipti, fjármála- og upplýsingaiðnað. <small><ref>{{Citation|title=Deng Xiaoping|date=2022-06-25|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Deng_Xiaoping&oldid=1758715|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-27}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]].
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]].
* [https://www.shantou.gov.cn/ Opinber upplýsingarvefur] Shantou borgar - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Shantou|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Shantou|titill=Britannica: Shantou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=4. febrúar|ár=2014|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
* Vefsíða Travel China Guide [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/shantou/ Almennar upplýsingar um borgina], áhugaverðustu ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
b85tttlep8audbfa8op4q1ajkn6gym4
Suzhou
0
168655
1764279
1763969
2022-08-09T17:02:06Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jinji Lake Suzhou November 2017 002.jpg|thumb|right|500px|'''Suzhou við Tai vatn''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|alt=Suzhou við Tai vatn í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[Mynd:Suzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|thumb|right |<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Suzhou borgar''' í [[Jiangsu]] héraði í Kína.</small>|alt=Kort er sýnir staðsetningu Suzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Suzhou_locator_map_in_Jiangsu.svg|thumb|right |Kort af [[Jiangsu]] héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar (rauðmerkt).|alt=Kort af Jiangsu héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar.]]
'''Suzhou''' ''([[kínverska]]:苏州; [[Pinyin|rómönskun:]] Sūzhōu; einnig þekkt sem Soo-chow)'' er stórborg á austurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Í þessari vatnaborg við suðurhluta [[Jangtse|Jangtsefljóts]] voru árið 2020 um 7,4 milljónir íbúar í borginni sjálfri, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 12.7 milljónir.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Suzhou situr á fremur flatri, láglendri sléttu milli Tai-vatns í vestri og stórborgarinnar [[Sjanghæ]] í austri. Borgin þekur 8.657 ferkílómetra svæði með ám, vötnum og sjávarföllum, sem eru 36,6% af heildarflatarmálinu. Hún er staðsett á suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], manngerðra skipa- og áveituskurða í Austur Kína; er tengir saman tvö helstu fljót Kína: [[Gulafljót]] og [[Jangtse|Jangtsefljót]], auk annarra fljóta og vatna.
Umkringd skurðum á öllum fjórum hliðum og skorin þvert með minni síkjum, stjórnar borgin Jangtse óshólmasvæðinu norðan og norðaustur af Tai-vatni. Suzhou er staður mikillar fegurðar, með vötnum, ám, tjörnum, frægum görðum og röð fallegra hæða meðfram austurströnd vatnsins. Borgin liggur einnig í miðju eins gjöfulasta landbúnaðarhéraðs Kína.
Allt frá 10. öld hefur Suzhou verið mikilvæg miðstöð iðnaðar og utanríkisviðskipta. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978, hefur Suzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
== Nafn ==
[[Mynd:Land_Gate_of_Pan_Men.jpg|thumb|right|'''„Pan-hliðið“''' var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. og umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.|alt=„Pan-hliðið“ var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. sem umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.]]
Á tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr) var byggð þekkt sem „'''Gusu'''“ nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli, höfuðborg Wu-ríkis. Það var líka kallað '''Wu'''. Árið 514 f.Kr. stofnaði Helü konungur af Wu nýja höfuðborg skammt frá Helü borg. Á tímabili stríðsríkjanna hélt Helü-borg áfram að þjóna sem staðbundið aðsetur ríkisstjórnarinnar. Frá þeim svæðum sem það stjórnaði varð staðurinn þekktur sem '''Wuxian''' ( „Wu sýsla“) og Wujun („Wu stjórnsetrið“).
Á valdatíma Qin (221 f.Kr.–206 e.Kr.) var staðurinn þekktur sem Kuaiji.
Nafnið „'''Suzhou'''“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. á tíma Sui-veldisins (581–618). Su (蘇 eða 苏) í nafni þess eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“. Nafnið Zhou (州) vísar til héraðs eða sýslu (sbr. Guizhou), en var oft notað sem samheiti yfir höfuðborg slíks svæðis (sbr. Guang'''zhou''', Hang'''zhou''' o.s.frv.).
== Saga ==
=== Vagga Wu menningar ===
[[Mynd:史记.jpg|thumb|right |„'''Skrásetning hins mikla sagnfræðings'''“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.<ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref>|alt=„Skrásetning hins mikla sagnfræðings“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.]]
Suzhou er vagga Wu menningar og einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við Tai-vatn á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði núverandi nútímaborgar Suzhou. Þessir ættbálkar mynduðu þorp við hæðirnar fyrir ofan votlendið umhverfis Tai-vatn.
Fornum sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í nærliggjandi Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn. Wu hirðin flutti síðar til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur.
Árið 514 f.Kr. flutti Helü konungur af Wu hirð sína til svæðisins og nefni byggðina Helü eftir sjálfum sér. Ráðherra hans Wu Zixu (og nú kínversk goðsögn) tók þátt í skipulagningu þess sem síðar varð grunnur að Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Wu Zixu|date=2022-07-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_Zixu&oldid=1100310428|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 473 f.Kr. var Wu ríki sigrað og innlimað inn í Yue-ríki er lá í suðaustri. Árið 306 f.Kr. var Yue-ríki innlimað af Chu-lénsríki Zhouveldisins.<small><ref>{{Citation|title=Chu (state)|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chu_(state)&oldid=1101218924|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Leifar hins forna konungsríkis má sjá í dag í hinum 2.500 ára gamla borgarmúr og Pan-hliði hans í Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu „tímabili stríðsríkjanna“ (475–221 f.Kr.) var Suzhou aðsetur Wu-sýslu. Eftir landvinninga Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) árið 222 f.Kr. var staðurinn höfuðstaður Kuaiji stjórnarsetursins.
=== Á tíma Sui-veldisins ===
[[Mynd:Humble Administrator's Garden1.jpg |thumb|right |'''Garður hins auðmjúka embættismanns'''. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins hógvær starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á [[heimsminjaskrá UNESCO]]<small>.<ref>{{Citation|title=Humble Administrator's Garden|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humble_Administrator%27s_Garden&oldid=1098106022|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sz5ajjq/201611/43680636abee46f3a7220ce37ec064cb.shtml|titill=The Humble Administrator’s Garden|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=29. júlí|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>|alt= Garður hins auðmjúka embættismanns. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.]]
Nafnið „Suzhou“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. þegar Sui-veldið (581–618) lagði undir sig suðurhluta Kína. Borgarnafnið eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“ frá tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr), nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli.
Með byggingu Miklaskurðar (umfangsmiklir manngerðir skipa- og áveituskurðir í Austur Kína) varð Suzhou stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð fyrir svæði sem þróaðist hratt yfir í stærsta hrísgrjónafgangssvæði Kína. Að sama skapi jókst hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar. Áframhaldandi uppbygging Miklaskurðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206–1368) ýtti enn undir framþróun Suzhou.
Árið 1356 gerði Zhang Shicheng (1354 – 1367) konungur Wu-ríkisins, Suzhou að höfuðborg sinni.<small><ref>{{Citation|title=Zhang Shicheng|date=2022-04-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhang_Shicheng&oldid=1080685038|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 1367 tók keppinautur hans, Zhu Yuanzhang, borgina eftir 10 mánaða umsátur.<small><ref>{{Citation|title=Hongwu Emperor|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hongwu_Emperor&oldid=1099911087|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Zhu, sem síðar lýsti sjálfan sig sem fyrsta keisara [[Mingveldið|Mingveldisins]], reif gömlu borgarmúrana í miðri Suzhou borg og lagði á þunga skatta á volduga fjölskyldur borgarinnar og héraðsins. En þrátt fyrir skattaáþján og útlegð margra þekktra borgara, varð Suzhou fljótt aftur borg velmegunar.
Á 13. öld heimsótti [[Feneyjar|feneyski]] ferðamaðurinn [[Marco Polo]] borgina og tjáði sig um glæsileika hennar. Wusong-fljót og Suzhou-skurðurinn veittu borginni beinan aðgang að sjónum og um tíma var Suzhou höfn fyrir erlendar siglingar, þar til framburður [[Jangtse|Jangtsefljótsins]] og áveitu- og uppgræðsluframkvæmdir hindruðu aðgengi.
=== Velmegunarár á tíma Ming- og Tjingveldanna ===
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og fyrri hluta [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) náði Suzhou borg hámarki velmegunar. Borgin var efnahagslega sterk og uppspretta mikilla skatttekna. Þar voru heimili margra auðugra landeigendafjölskyldna sem byggðu marga merka einkagarða í borginni. Borgin varð einnig miðstöð fræða og lista. Uppsprettur auðs borgarinnar voru silkiiðnaður og útsaumur. Hann varð mikilvæg undirstaða fjármála- og bankaviðskipta borgarinnar. Árið 1880 er talið að íbúafjöldi Suzhou hafi verið um hálf milljón.
{{Breið mynd|Prosperous Suzhou.jpg|10000px|<small>'''Velmegun Suzhou borgar'''. Hsu Yang (1712–1777), fæddur í Suzhou og síðar hirðmálari Qianlong Kínakeisara (1733–1735), skóp þessa 12 metra löngu málverkarollu árið 1759.<small><ref>{{Citation|title=Xu Yang (Qing dynasty)|date=2021-01-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xu_Yang_(Qing_dynasty)&oldid=998790665|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small> Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Á þessum tíma voru kínverskir listamenn þegar farnir að móta vestræna víðmynd, þar sem smáatriði myndverka sýna líf í kínverskum borgum af mikilli nákvæmni. Í heild sýnir þetta málverk Hsu Yang meira en 4.800 manns, 2.000 byggingar og 400 skip og báta.<small><ref>{{Citation|title=Prosperous Suzhou|date=2020-12-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Prosperous_Suzhou&oldid=994761952|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small></small>}}'''<small>Hlutar úr myndarollu Hsu Yang:</small>'''<gallery class="center" widths="200">
Mynd:Xu Yang - Women of the village working.jpg|<small>Þorpskonur að störfum</small>
Mynd:Xu Yang - Theatre play.jpg|<small>Leikhús</small>
Mynd:Xu Yang - Commerce on the water.jpg|<small>Viðskipti við vatnið</small>
Mynd:Xu Yang - Examination hall.jpg|<small>Salur keisaraprófsins</small>
Mynd:Xu Yang - Marriage.jpg|<small>Brúðkaup</small>
Mynd:Xu Yang - Tiger Hill in Suzhou.jpg|<small>Tígrisfjall við Suzhou</small>
</gallery>
=== 19. og 20 öldin ===
[[Mynd:River-Pingjiang-Road.JPG|thumb|right |Siglt á vatnaleið í '''Gusu hverfi'''. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, og skipgengir skurðir mjög áberandi.|alt= Siglt á vatnaleið í Gusu hverfi borgarinnar. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, skipaleiðir og skurðir mjög áberandi.]]
Suzhou borg var fyrst opnuð fyrir utanríkisviðskipti með svokölluðum ''Shimonoseki-sáttmála'' sem undirritaður var árið 1895 milli [[Japanska keisaradæmið|Japanska keisaradæmisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína, friðarsamnings er batt enda á fyrra kínverska-japanska stríðið og veitti erlendum ríkjum bestu viðskiptakjör.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Shimonoseki|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Shimonoseki&oldid=1097043477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Þetta var þó án teljandi árangurs fyrir utanríkisviðskipti borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Útlendingar opnuðu evrópskan og kínverskan skóla árið 1900 og Suzhou járnbrautarstöðin, með tengingu við [[Sjanghæ]] opnaði árið 1906. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru 7000 silkivefstólar í notkun í borginni. Efnahagur varð þó fyrir neikvæðum áhrifum af erlendri samkeppni og silkiiðnaðurinn, sem að mestu byggði á litlum handverksstæðum, fór mjög hallorka. Um það leyti voru stofnaðar nokkrar nútímaverksmiðjur sem framleiddu satín og bómullarefni. Stórt raforkuver var byggt en lítið var þó um nútímaiðnað í borginni.
Allt fram á upphaf 20. aldar var stór hluti borgarinnar myndaður af eyjum tengdum með ám, lækjum og skurðum við nærliggjandi sveitir. Áður en borgarmúrarnir voru rifnir lágu þeir í um 16 kílómetra hring, þar sem fjögur stór úthverfi stóðu utan þeirra.
Japanir réðust inn í borgina árið 1937 og hernámu allt til stríðsloka árið 1945. Afleiðing stríðsins var mikil eyðilegging borgarinnar og hinna merkilegu garða hennar. Endurreisn þeirra hófst snemma á fimmta áratug síðustu aldar.
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Silk production 02.jpg|thumb|right |'''Silkiiðnaður í Suzhou''' hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.|alt=Silkiiðnaður í Suzhou hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.]]
Silki- og bómullariðnaðurinn, sem lengi var meginstoð hagkerfis borgarinnar, hefur nú verið nútímavæddur verulega. Eftir níunda áratug síðustu aldar hafa verið byggðar verksmiðjur sem framleiða málmvinnsluvörur, vélar, ýmis efni, lyf, rafeindatæki og unnin matvæli. Nýr mikilvægur hátækniiðnaðargarður fjármagnaður af innlendum fjárfestum og frá [[Singapúr]], hefur verið byggður upp í austurútjaðri borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Fyrsta járnbraut Suzhou sem tengir borgina við [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] í norðvestri, var opnuð árið 1908. Árið 1936 var byggð ný járnbrautarlína er tengir aðaljárnbrautina milli [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]] við Jiaxing (í norðurhluta [[Zhejiang]]). Einnig eru nú hraðbrautir og hraðbrautir til Kunshan og Changshu á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu, auk [[Nanjing]], [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]]. Að auki er enn mikil umferð um vatnaleiðir svæðisins.
Suzhou borg er mikil miðstöð fræða; Suzhou háskóli (áður Dongwu háskóli) og Listaskóli Suzhou voru stofnaðir snemma á 20. öld og síðar voru fleiri háskólar og framhaldsskólar stofnaðir.
Borgin státar af meira en 150 stórkostlegum görðum með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi þeirra sem eru frá 11. til 19. aldar var árið 1997 tilnefndur sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] [[UNESCO]]. Þessir merkilegu og fallegu garðar, ásamt öðrum menningar- og sögustöðum Suzhou og nærliggjandi Tai-vatn gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
== Stjórnsýsla ==
Suzhou borg nær yfir svæði sem telur 8.657 ferkílómetra. Ár, vötn og sjávarföll taka um 36,6% af heildarflatarmáli borgarinnar. Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi miðborgarkjarnans um 7.4 milljónir og íbúar á stjórnsýslusvæðinu öllu voru 12,7 milljónir. Undir Suzhou eru fjórar borgir á sýslustigi: Zhangjiagang, Changshu, Taicang og Kunshan, og síðan sex hverfi: Wujiang, Wuzhong, Xiangcheng, Gusu, Suzhou iðnaðargarðurinn og Suzhou hátæknisvæðið (Huqiu hverfi).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szxzqh/202106/78b84cd38dfb4fb1b60ed21cc60336c6.shtml|titill=Administrative Division|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=17. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=29. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Miðborgarhluti Suzhou er óformlega kallaður „gamli bærinn“. Hann er í dag Gusu-hverfið. Í því er mikilvægur þjóðsögu- og menningararfur Kína fólginn í byggingum, görðum, brúm, síkjum o.s.frv. sem njóta minja- og menningarverndar.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-30}}</ref></small>
Suzhou iðnaðargarðurinn er austan við gamla bæinn og Suzhou hátækni þróunarsvæðið er í Huqiu hverfi í vesturhlutanum.
[[Mynd:Administrative Division Suzhou-2022-Icelandic-1013px.png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Suzhou-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Suzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Gusu</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|姑苏区}}</small>
| align=right| <small>2.058.010</small>
| align=right| <small>372</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Huqiu hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|虎丘区}}</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>258</small>
|-
| align=left | <small>Wuzhong hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴中区}}</small>
| align=right| <small>1.388.972</small>
| align=right| <small>672</small>
|-
| align=left | <small>Xiangcheng hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|相城区}}</small>
| align=right| <small>891.055</small>
| align=right| <small>416</small>
|-
| align=left | <small>Wujiang hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴江区}}</small>
| align=right| <small>1.545.023</small>
| align=right| <small>1.093</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Changshu borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|常熟市}}</small>
| align=right| <small>1.677.050</small>
| align=right| <small>1.094</small>
|-
| align=left | <small>Taicang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|太仓市}}</small>
| align=right| <small>831.113</small>
| align=right| <small>620</small>
|-
| align=left | <small>Kunshan borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|昆山市}}</small>
| align=right| <small>2.092.496</small>
| align=right| <small>865</small>
|-
| align=left | <small>Zhangjiagang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|张家港市}}</small>
| align=right| <small>1.432.044</small>
| align=right| <small>772</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align=right|'''<small>12.748.252</small>'''
| align=right|'''<small>8.488</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>Óformlegar stjórnsýsludeildir – Suzhou iðngarðurinn & Suzhou Nýhverfið</small>
|}
== Veðurfar ==
[[Mynd:Garden of the Master of the Nets (40106133194).jpg|thumb|right |'''Snjóföl í „Garði meistara netanna“''' sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.<small><ref>{{Citation|title=Master of the Nets Garden|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Master_of_the_Nets_Garden&oldid=1101206721|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Snjóföl í „Garði meistara netanna“ sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.]]
Suzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref> Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Gott þykir að heimsækja borgina milli janúar og apríl því þá er veðrið ekki of kalt. Blóm eru í fullum blóma fram í júní.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/climate/suzhou.htm|titill=Suzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=7. apríl|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Norðvestanvindar sem blása á veturna frá [[Síbería|Síberíu]] geta valdið því næturkólnun þannig að hiti fer niður fyrir frostmark á nóttunni og jafnvel snjóar. Sunnan- eða suðvestanvindar á sumrin geta ýtt hitastigi yfir 35 °C. Heitasti hiti sem mælst hefur í borginni síðan 1951 var 41,0 °C þann 7. ágúst 2013, og lægsti hitinn var -9,8 °C þann 16. janúar 1958.<ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref>
Hér að neðan má sjá að árið 2020 var ársmeðalhiti um 17,9 °C og meðal ársúrkoma um 1.570 mm.
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Suzhou borg árið 2020</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>6,5</small>
|<small>8,9</small>
|<small>12,6</small>
|<small>15,9</small>
|<small>23,0</small>
|<small>25,7</small>
|<small>26,5</small>
|<small>30,9</small>
|<small>24,5</small>
|<small>18,7</small>
|<small>14,8</small>
|<small>6,5</small>
|<small>17,9</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>113,4</small>
|<small>58,3</small>
|<small>120,6</small>
|<small>40,3</small>
|<small>63,4</small>
|<small>316,7</small>
|<small>475,4</small>
|<small>77,5</small>
|<small>129,7</small>
|<small>70,2</small>
|<small>91,4</small>
|<small>12,7</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>50,9</small>
|<small>135,9</small>
|<small>145,1</small>
|<small>211,0</small>
|<small>143,5</small>
|<small>92,4</small>
|<small>63,2</small>
|<small>230,7</small>
|<small>142,1</small>
|<small>157,3</small>
|<small>141,2</small>
|<small>134,2</small>
|<small>1.647,5</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Hagstofa Suzhou: „Suzhou Statistical Yearbook 2021“<ref>{{Vefheimild|url=https://tjj.suzhou.gov.cn/sztjj/tjnj/2021/zk/indexce.htm|titill=Table 1-3 Meteorological and hydrological conditions by region (2020)|höfundur=Suzhou Statistical Office - Suzhou Statistical Yearbook 2021|útgefandi=Suzhou Statistical Office|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Efnahagur borgarinnar ==
[[Mynd:Gate_of_the_Orient_东方之门_dong_fang_zhi_men_Suzhou_photo_Christian_Gänshirt_2015.JPG|thumb|right |'''„Hliðið að Austurlöndum“''' situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.|alt=„Hliðið að Austurlöndum“ situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.]]
[[Mynd:(SIP) The Art Sculpture of Harmony.jpg|thumb|right |Listskúlptúrinn „'''Samlyndi'''“ í Suzhou iðngarðinum.|alt= Listskúlptúrinn „Samlyndi“ í Suzhou iðngarðinum.]]
[[Mynd:Wedding_store_in_Huqiu.jpg|thumb|right |Ein hundraða verslana '''„Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“''' þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.<small><ref>{{Citation|title=Huqiu District|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Huqiu_District&oldid=1041748089|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Ein hundraða verslana „Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“ þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.]]
[[Mynd:Loading Of Container Cranes - panoramio.jpg|thumb|right |Umskipun gáma í '''höfninni í Taicang''' einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af [[Jangtse]] við [[Austur-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Taicang|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Taicang&oldid=1041729308|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Umskipun gáma í höfninni í Taicang einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af Jangtse við Austur-Kínahaf.]]
[[Mynd:(SIP)_Science_&_Technical_Center.jpg|thumb|right |'''Menningar- og listamiðstöð Suzhou''' sem opnaði árið 2007, situr austan Jinji vatns í Suzhou iðngarðinum. Hún hefur 138.000 fermetra gólfflöt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Culture and Arts Centre|date=2021-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Culture_and_Arts_Centre&oldid=1020553327|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Menningar- og listamiðstöð Suzhou sem situr austan Jinji vatn í Suzhou iðngarðinum, er með 138.000 fermetra gólfflöt. Hún var opnaði árið 2007.]]
=== Almennt ===
Allt frá tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618 – 907) hefur efnahagslíf Suzhou byggst á textíliðnaði, einkum silki, og viðskiptum sem hafa byggt af mikilvægum vatnaleiðum – [[Jangtse|Jangtsefljóti]] og [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Eftir valdatöku kommúnista árið 1949, fór Sucsou á braut iðnvæðingar. Málmvinnsla, vélasmíði, hljóðfæragerð, rafeinda- og efnaiðnaður varð umfangsmikill þáttur í atvinnulífi borgarinnar. Fyrir var hefðbundinn iðnaður á borð við handverk, lakkvörur, húsgagnagerð í Ming-stíl, [[jaði]]- og tréskurður, aðallega til útflutnings. Eftir miklar niðursveiflur 20. aldar og fremur hæga framþróun hófst verulegur hagvöxtur borgarinnar um síðustu aldamót og varð hún fljótt ein af leiðandi borgum í Austur Kína.<small><ref>{{Citation|title=Szucsou|date=2021-11-19|url=https://hu.wikipedia.org/w/index.php?title=Szucsou&oldid=24398925|work=Wikipédia|language=hu|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Í dag er Suzhou mjög þróað efnahagssvæði í Kína. Borgin er iðnaðar- og verslunarmiðstöð Jiangsu-héraðs, auk þess að vera mikilvæg fjármála-, menningar-, lista-, mennta- og samgöngumiðstöð. Þjónustugeiri borgarinnar einkum ferðaþjónusta, er mjög þróaður og vex að sama skapi.
Efnahagsþróun borgarinnar hefur verið mjög hröð síðustu áratugi eftir að Kína var opnað fyrir meira viðskiptafrelsi. Þannig tólffaldast landsframleiðsla borgarinnar milli áranna 1995 og 2012. Efnahagslegur styrkur Suzhou fór fram úr héraðshöfuðborginni Nanjing fyrir mörgum árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Góð staðsetning borgarinnar í nálægð við [[Sjanghæ]], lágur rekstrarkostnaður og hagstætt starfsumhverfi fyrirtækja hafa breytt borginni í miðstöð viðskipta og erlendrar fjárfestingar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Erlend fjárfesting ===
Borgin hefur notið erlendrar fjárfestinga, byggt og en með tiltölulega lágan rekstrarkostnað. Til að auka samkeppnishæfni borgarinnar frekar frekar hafa borgaryfirvöld beitt sér í einföldun regluumhverfis fyrirtækja, hvatt til ráðningar erlendra sérfræðinga, fjárfestinga í rannsókn og þróun og víðtækra aðgerða til að laða að erlenda fjárfestingu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hvatt hefur verið til erlendrar fjárfestingar í framleiðslu (t.d. lyfja, rafeindavöru, bíla) og þjónustu (t.d. banka, flutninga, og rannsóknarþjónustu). Meðal slíkra aðgerða borgaryfirvalda er ívilnandi skattastefna fyrir áhættufjármagn í fyrirtækjum er starfa innan Suzhou iðnaðargarðsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Suzhou borg hefur þannig laðað að sér meira en 17.000 fyrirtæki með erlendu fjármagni, frá 115 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Áhersla á nýsköpun ===
Þá hefur borgin hvatt til nýsköpunar og stafrænnar tækni og veitt margvíslegan stuðning við háþróaðan framleiðsluiðnað á borð við líflæknisfræði, geimiðnað, hátæknibúnað, sjónfjarskipti, þróun nýrra efna og endurnýjanlegra orkugjafa.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/c2970d14b5c94139b1b72b3331c4295e.shtml|titill=Advantages: Industries|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/News/202203/76c287ae0e6d4cb29f546e13c0b40c33.shtml|titill=Suzhou’s 2021 GDP exceeds 2.2 trillion yuan|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Sérstök þróunarsvæði ===
Mikil uppsveifla í iðnaði hófst árið 1990 með stofnun hátækniiðnaðarsvæðis ''(Suzhou National New & Hi-Tech Industrial Development Zone)'' árið 1992. Annar iðnaðargarður, ''(Suzhou Industrial Park)'' var stofnaður árið 1994 vestur af gömlu borginni, á svæði 288 ferkílómetra landsvæði í samvinnu við fjárfesta frá Singapúr. Iðnaðarframleiðsla borgarinnar jókst í framhaldinu verulega.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.sipac.gov.cn/szgyyqenglish/sino/list_tt.shtml|titill=Sino-Singapore cooperation|höfundur=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|útgefandi=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|mánuður=4. september|ár=2019|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Undanfarna tvo áratugi hafa þessi iðnaðar- og fríverslunarsvæði laðað að sér yfir 5.000 erlend fjárfestingarverkefni, þar á meðal 156 verkefni fjárfest af 92 Fortune Global 500 fyrirtækjum. Þar á meðal nokkur heimsþekkt vörumerki eins og Bosch, Siemens, Samsung, BD, Wyeth, Philips, Fijutsu og Johnson & Johnson. Á sama tíma hafa 309 kínversk fyrirtæki verið hvött til erlendrar fjárfestingar í 53 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sjwbqzsz/201611/49df3c54134d4b7fb481f848e044be0a.shtml|titill=Directory of Fortune 500 Investment in Suzhou|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=2. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Á þessum þróunarsvæðum hafa en 500 innlend og erlend fyrirtæki sett upp rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar. Yfir 30 mennta- og rannsóknastofnanir er starfræktar þar í samvinnu við erlenda háskóla.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Menntun og vísindi ==
[[Mynd:Gusu,_Suzhou,_Jiangsu,_China_-_panoramio_(223).jpg|thumb|right |'''Soochow háskólinn''' er opinber háskóli stofnaður af meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu efstu 5% nemenda á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.<small><ref>{{Citation|title=Soochow University (Suzhou)|date=2022-04-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Soochow_University_(Suzhou)&oldid=1082558705|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt= Suzhou háskólinn er opinber háskóli, upphaflega nefndur Soochow og stofnaður af Meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu þeir er ná efstu 5% á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.]]
[[Mynd:Suzhou Dushu Lake Higher Education Town 20170815.jpg|thumb|right |„'''Háskólabærinn við Dushu-vatn'''“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Dushu Lake Higher Education Town|date=2021-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Dushu_Lake_Higher_Education_Town&oldid=1028634684|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.]]
[[Mynd:Duke_Kunshan_University_Academic_Building_Interior.jpg |thumb|right|'''Duke Kunshan háskólinn''' (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.<small><ref>{{Citation|title=Duke Kunshan University|date=2022-07-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Duke_Kunshan_University&oldid=1101584082|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>| alt=Duke Kunshan háskólinn (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.]]
=== Almennt ===
Í aldir hefur Suzhou borg verið þekkt fyrir öflugar menntastofnanir. Frá stofnun alþýðulýðveldsins, og sérstaklega eftir innleiðingu stefnu um umbætur og opnun hagkerfis Kína, hafa stjórnvöld á öllum stigum lagt mikla áherslu á uppbyggingu menntunar. Menntakerfi Suzhou hefur þróast verulega fram á veg á síðustu árum. Gerðar eru meiri kröfur og menntakerfið er alþjóðlegra.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2020 voru í borginni 1.749 skólar mismunandi gerðar og á ólíkum stigum. Þar á meðal eru 26 háskólar og framhaldsskólar. Alls voru þá um 2.1 milljón háskóla- framhaldsskólanemar. Á hverju ári útskriftast 465.000 nemendur, þar af 65.000 háskólamenntaðir. Fjöldi fastráðinna kennara er 130.000.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/3deb251306294c769387b7455b0f8594.shtml|titill=Education|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Grunnskólakerfi Suzhou er alþjóðavænt. Borgin hefur 53 alþjóðlega skóla, þar á meðal 18 opinbera skóla með alþjóðlegum bekkjum, 31 alþjóðlega einkaskóla og 4 skóla fyrir börn erlendra starfsmanna, einn skóla fyrir börn taívanskra kaupsýslumanna; og 26 alþjóðleg samvinnuverkefni menntastofnana.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
=== Háskólaborgin ===
Suzhou hefur mikinn fjölda framhaldsskóla, háskóla og rannsóknarstofnanir. Þekktasti háskólinn er Soochow háskólinn sem er talinn lykilháskóli á landsvísu og þátttakandi í svokölluðu „211 verkefni“ úrvalsháskóla Kína.
„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ (e. Dushu Lake Higher Education Town), sem stofnaður var árið 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Hann telur 11 æðri menntastofnanir, þar á meðal Xi'an Jiaotong-Liverpool háskólann, Vísinda- og tækniháskóla Kína, Xi'an Jiaotong háskólann, Nanjing háskólann, Suðausturháskólann, Renmin háskólann í Kína, Soochow háskólann, Sichuan háskólann, Wuhan háskólann, Raforkuháskóla Norður Kína, og útibú Þjóðarháskóla Singapúr. Að auki eru þar ýmsar rannsóknarstofnanir og framhaldsskólar. Nú eru 68.000 nemendur í háskólahverfinu, þar af um 13.000 framhaldsnemar, og meira en 3.000 kennarar.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
„Alþjóðamenntagarður Suzhou borgar“ (e. Suzhou International Education Park) sem staðsettur er í Wuzhong hverfinu, er þjálfunarstöð meira en 10 verkmennta- og framhaldsskóla og háskóla.
Í ofangreindir upptalingu eru ónefndir ýmsir framhaldsskólar og háskólar á héraðsstigi, eins og Changshu Tækniháskólinn, Shazhou tæknifagstofnunin, Kunshan framhaldsskóli Jiangsu á sviði hljóðvarps og sjónvarps, og svo framvegis. Að auki eru ýmsir framhaldsskólar, háskólar og háskólasvæði í byggingu.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
=== Vísindi og rannsóknir ===
Í borginni er sterk áhersla á vísindi, tækni og rannsóknir og þátt þeirra í samkeppnishæfni svæðisins. Það segir nokkra sögu að árið 2019 voru 104 vísinda-og fræðimenn frá Suzhou borg innan Kínversku vísindaakademíunnar og Kínverska verkfræðiakademíunnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Í borginni eru 127 rannsóknarmiðstöðvar á sviði verkfræði og 741 fyrirtækjatæknimiðstöðvar. Alls eru þar 9.772 hátæknifyrirtæki.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/5f5c0a73bec64d65959f521c8dcbca3d.shtml|titill=Scientific and Technological Innovation|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sem stendur eru tveir [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafar]] frá Suzhou - Li Zhengdao og Chu Diwen.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
== Minjar og áhugaverðir staðir ==
Suzhou er fjölsótt ferðamannaborg. Vatnaborgin með síkjum og mörgum vatnaleiðum dregur að, sem og fjöldi stórkostlegra garða með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi annarra menningar- og sögustaða ásamt nærliggjandi Tai-vatni gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
=== Klassískir garðar Suzhou ===
[[Mynd:Tusi.JPG|thumb|right|'''Garður hvíldar og íhugunar''' er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði garðinn árið 1885.|alt=Garður hvíldar og íhugunar er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði fallegann garðinn árið 1885.]]
Suzhou garðarnir vísa til garða og bygginga, sem upphaflega voru flestir einkagarðar. Þeir fyrstu eiga rætur í svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína þegar Suzhou varð höfuðborg Wu konungsríkisins (514 f.Kr.). Garðarnir þróuðust síðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279), döfnuðu á valdatíma [[Mingveldið|Ming]] (1368–1644) og blómstruðu á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912). Undir lok Tjingveldisins hafði Suzhou meira en 170 slíka garða. Meira en 60 eru vel varðveittir og 19 eru opnir almenningi. Þeir ná yfir lítil en vel hönnuð svæði sem byggja á listrænum hugmyndum um tengingu manns við náttúruna. Hið takmarkaða rými garðanna er úthugsað, hannað og skreytt og virðast taka breytingum við hvert fótmál.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Árið 1997 fóru garðarnir sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] UNESCO en þar voru níu þeirra tilgreindir sérstaklega.<small><ref>{{Citation|title=Classical Gardens of Suzhou|date=2022-03-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Classical_Gardens_of_Suzhou&oldid=1074622240|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Hin forna borg ===
[[Mynd:The_Tonggui_bridge_at_Shentang_Street,_Suzhou.tif|thumb|right|Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við '''Shentang götu'''. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.|alt=Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við Shentang götu. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.]]
Gamla Suzhou borgin sem þekur 14,2 ferkílómetra svæði, var ein stærsta borgin til forna sunnan [[Jangtse]] -fljóts. Sá hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] (umfangsmiklir skipa- og áveituskurðir Austur Kína) sem liggur um Suzhou, inniheldur tíu borgarhlið og yfir 20 steinbrýr með sögulegum svæðum sem hafa verið vel varðveitt, auk mustera og skála. Alls eru 24 vatnaleiðir við Miklaskurð.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Rætur byggingarsögunnar má rekja allt til 514 f.Kr. Í meira en 2.500 ár hefur borgarsvæðið lítið breyst. Enn er þar sama heildarumgjörðin með vatnaleiðum, vegum og brúm. Tvær best vernduðu húsaraðirnar með einkenni vatnsborgar eru hin 1.200 ára gamla Shantang gata og hinn 800 ára gamli Pingjiang vegur.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Tai vatnið ===
Tai vatnið er vinsæll ferðamannastaður. Það er stórt grunnt stöðuvatn sem liggur á mörkum héraðanna Jiangsu og Zhejiang. Það er um 2.250 ferkílómetrar að stærð, með 90 eyjum og meðaldýpi þess eru 2 metrar. Þrír fjórðu vatnsins tilheyrir Suzhou. Vatnið er tengt Miklaskurði.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Sögu og listasöfn ===
[[Mynd:苏州博物馆·苏州·西南向东北.jpg|thumb|right|'''Suzhou safnið''' sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=Suzhou safnið sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.]]
[[Mynd:The_China_Kunqu_Museum_180420_01.jpg|thumb|right|'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.|alt=Óperu- og leikhússafn Suzhou er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.]]
'''Suzhou safnið''' er staðbundið sögu- og listasafn sem hefur að geyma forna kínverska list, málverk, skrautskrift og handsmíðað handverk. Safnið var stofnað árið 1960 en flutti 2006 í núverandi húsakynni sem arkitektinn I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Safnið nær yfir meira en 8.000 fermetra svæði. Hönnun nýju safnbyggingarinnar byggir á hefðbundnum byggingarstíl Suzhou, sem setur safnið á milli húsagarða. Aðalgarður safnsins þykir nútímalega túlkun á byggingarstíl „Garðs hins auðmjúka embættismanns“.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Silkasafnið í Suzhou''' skjalfestir mikilvæga sögu silkiframleiðslu og útsaums í borginni frá um 2000 f.Kr. Þar má finna gamla vefstóla með sýnikennslu, sýnishorn af fornu silkimynstri og útskýringu á silkirækt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Silk Museum|date=2020-01-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Silk_Museum&oldid=933999637|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi borgarinnar. Þar eru sýningarsalir með gömlum hljóðfærum, handafrituðum bókum, textum, grímum og búningum. Safnið sýnir 500 ára sögu Kunqu, elstu form kínverskrar óperu.
=== Hof og pagóður ===
[[Mynd:YunYanSiPagoda.jpg|thumb|right|'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi Helü konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans hafi birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill, Suzhou|date=2022-05-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill,_Suzhou&oldid=1089865770|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=„Tígrahæða-pagóðan“ er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi He Lu konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.]]
Af mörgum frægum [[Búddismi|búddista]] og [[Taóismi|taóistum]] í Suzhou borg er '''Hansan hofið''' frægast. Það er staðsett í vesturhluta Suzhou. Frægð þess er að miklu leyti að þakka skáldinu Zhang Ji, sem orti ljóð um hofið á 8. öld, sem varð hluti af þekktu „Safni þrjúhundruð ljóða Tangveldisins“. Hofið var stofnað árið 502, en núverandi bygging þess er frá 19. öld. Í hofinu er stór steypt bronsbjalla og bjölluturn.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou, átthyrnd, sjö hæða, 54 metra há múrsteinspagóða, sem var byggð á árunum 959 til 961, á Tígrahæð. Pagóðan hallar líkt og Skakka turninn í Písa, toppur hennar víkur frá lóðréttu um 2,3 metra.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill Pagoda|date=2022-04-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill_Pagoda&oldid=1083969954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Pan-hliðið“''' eða Panmen hliðið er sögulegt kennileiti við suðvesturhorni hinna fornu borgar Suzhou. Það var upphaflega byggt á svokölluðu vor- og hausttímabili í Wu fylki og er áætlað að það sé um 2.500 ára gamalt. Auk hliðsins eru tvö kennileiti: Ruiguang pagóðan, sem er elsta pagóðan borgarinnar byggð með einföldum búddískum útskurði árið 247; og brú sem kölluð er „Wu hliðið“ og var lengi hæsta brú borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Svæðið er hluti af hinum forna borgarmúr sem fyrst var byggður árið 514 f.Kr. Nafngiftin kemur upphaflega frá trédreka sem hékk á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri. Hliðið var eini inngangurinn að múrnum sem umkringdi og verndaði Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=盘门|date=2022-06-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%9B%98%E9%97%A8&oldid=72402976|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:20180908_Line_1_Platform_of_Longkang_Road_Station.jpg|thumb|right |'''Sporvagnastöð''' Hátæknigarðisins í Suzhou.|alt=Sporvagnastöð Hátæknigarðisins í Suzhou.]]
Samgöngur í stórborginni Suzhou eru flóknar og fjölbreyttar. Vegna nauðsyn þess að vernda fornminjar í elsta hluta borgarinnar eru viðgerðir og uppbygging samgöngumannvirkja erfiðar og umferð því þar þung. Á álagstímum og á frídögum er umferðin borginni ofviða; einkabílum fjölgar ört, auk þess sem borgin er mikil umferðar- og iðnaðarmiðstöð. Umferðarteppur eru því tíðar. Til að létta á umferðarþrýstingi hefur Suzhou skipulagt upphækkaðar hraðbrautir umhverfis borgina.
Samgöngur í þéttbýli Suzhou samanstanda af mörgu, þar á meðal [[Áætlunarbifreið|rútum]], leigubílum og [[Lestarsamgöngur|járnbrautum]]. Borgaryfirvöld hafa hvatt íbúa til að nýta sér [[Almenningssamgöngur|almenningssamgöngukerfið]] með niðurgreiðslum fargjalda og þeir forðist álagstíma eins og kostur er.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Með [[Mikliskurður|Miklaskurði]] til [[Peking]] og [[Hangzhou]] sem liggur í gegnum borgina frá norðri til suðurs, og [[Sjanghæ]] -[[Nanjing]] járnbrautina, Peking -Sjanghæ hraðbrautina og Sjanghæ-Nanjing hraðbrautina sem liggja frá austri til vesturs. Nálægir eru fimm alþjóðaflugvellir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/e3b562643ddf41c1949e68bf4d96bdeb.shtml|titill=Location|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
===Vatnasamgöngur===
[[Mynd:Weightlessness_-_panoramio.jpg|thumb|right |'''Suzhou höfn''' telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs og ein stærsta höfn í heims.|alt=Suzhou höfn telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs, og ein stærsta höfn í heiminum.]]
Samgöngur á vatni eru borginni mikilvægir. Meira en 2.700 kílómetrar af skipgengum vatnaleiðum mynda vatna- og landflutningsæð borgarinnar. Margar litlar skipgengar ár liggja í gegnum þéttbýlið og sumar eru einnig nýttar sem skemmtiferðaleiðir ferðamanna. [[Peking]]-[[Hangzhou]] skurðurinn, sem er hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], liggur við borgina.<small><ref>{{Citation|title=京杭大运河|date=2022-07-14|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%AC%E6%9D%AD%E5%A4%A7%E8%BF%90%E6%B2%B3&oldid=72667893|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Suzhou hefur samtals 3.681 brýr í þéttbýli, þar af 27 sérstaklega stórar brýr, 125 brýr, 520 meðalstórar brýr og 3.009 litlar brýr.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Suzhou-höfn er innanlandshöfn fyrir bæði vatnaleiðir sem og hafið. Suzhou-höfn er samheiti þriggja hafna umhverfis borgina. Þær eru staðsettar í Zhangjiagang, Changshu og Taicang, við neðri hluta [[Jangtse|Jangtsefljótsins]]. Þetta hafnarsamlag telst stærsta höfn [[Jiangsu]]-héraðs, ein stærsta höfn meginlands Kína og með þeim stærri í heiminum. Höfnin tengist með siglingaleiðum til meira en 400 innlendra og erlendra hafna.<small><ref>{{Citation|title=Port of Suzhou|date=2021-01-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Port_of_Suzhou&oldid=999311545|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Reglubundnar ferjusiglingar frá Suzhou-höfn eru til [[Hangzhou]] hafnar og [[Qingdao]] hafnar í Kína. Einnig sigla ferjur til Shimonoseki hafnar í [[Japan]] og til [[Busan]] hafnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
===Járnbrautir===
[[Mynd:CRH-Suzhou-Station.JPG|thumb|right |'''CRH2 EMU háhraðalest''' á aðaljárnbrautarstöðinni í Suzhou. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.|alt= CRH2 EMU háhraðalest á Suzhou aðaljárbrautarstöðinni. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.]]
[[Mynd:201604_CRH1E_enters_into_Kunshan_Station.JPG|thumb|right |'''Kunshan''' lestarstöðin í Suzhou.|alt=Kunshan lestarstöðin í Suzhou.]]
Með fjórum [[Lestarstöð|aðallestarstöðvum]] eru [[Lestarsamgöngur|járnbrautartengingar]] borgarinnar mjög vel þróaðar. Aðallestarstöð Suzhou nálægt miðbænum, er meðal fjölförnustu farþegastöðva Kína. Í gegnum borgina liggja þrjár samhliða járnbrautir milli [[Sjanghæ]] - [[Nanjing]]: ''Peking-Sjanghæ járnbrautarlestirnar'' (sem eru aðallega „hefðbundnar lestir“ til ýmissa borga Kína) og ''[[Sjanghæ]] – [[Nanjing]] [[Háhraðalest|háhraðalestir]]'' með mjög tíða þjónustu. Frá Suzhou tekur aðeins um 25 mínútur að komast til Sjanghæ með hraðlest og innan við klukkustund til Nanjing.
Á Norðurlestarstöð borgarinnar, nokkrum kílómetrum norðar, er ''Peking–Sjanghæ [[Háhraðalest|háhraðalestin]]'' sem opnuð var árið 2011.
Aðrar stöðvar á Peking – Sjanghæ járnbrautinni og Sjanghæ–Nanjing borgarlestabrautinni þjóna stöðum innan Suzhou-héraðsborgar, eins og Kunshan.
Í norðurhluta Suzhou, Zhangjiagang, Changshu og Taicang, opnaði háhraðalest árið 2020 sem liggur þvert yfir [[Jangtsefljót]] frá Nantong til Sjanghæ.<small><ref>{{Citation|title=Shanghai–Suzhou–Nantong railway|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shanghai%E2%80%93Suzhou%E2%80%93Nantong_railway&oldid=1098119103|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Borgarlestir===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Group,苏E_05962D_(1-3470),Higer_KLQ6106GAEVN8_(A10).jpg|thumb|right |'''„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1'''. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 líkt og í fleiri borgum, ákveðið að byggja upp hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).|alt=„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 opnað hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).]]
[[Neðanjarðarlest|Borgarlestarkerfi]] Suzhou er með fimm línur í rekstri sem ná yfir 211 kílómetra. Með þeim fóru 410 milljónir farþegar árið 2021.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Verið er að leggja fjórar nýjar og á smíði þeirra að ljúka árið 2024. Þá mun þetta lestarkerfið samanstanda af níu sjálfstæðum lestarlínum sem spanna 353 kílómetra og 280 stöðvar. Samkvæmt langtímáætlun borgaryfirvalda eiga 21 borgarlestir að þjóna borginni árið 2035.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Sporvagnar===
[[Mynd:Line_2,_Suzhou_Tram.jpg|thumb|right |'''Suzhou sporvagninn í Nýhverfi''' Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.|alt= Suzhou sporvagninn í Nýhverfi Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.]]
Árið 2014 opnaði nýtt [[Sporvagn|sporvagnakerfi]] Suzhou. Nú eru tvær sporvagnslínur í gangi í Nýhverfi Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Tram|date=2022-06-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Tram&oldid=1092423264|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Fyrirhugað er að byggja 6 sporvagnalínur á næstu árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Strætisvagnr og borgarlínur===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Route_2_6-2934.jpg|thumb|right |'''Strætivagn á leið 2''' í Shinkansen, Suzhou.|alt= Strætivagn á leið 2 í Shinkansen, Suzhou.]]
Suzhou hefur öflugt [[Strætisvagn|strætisvagnakerfi]] sem liggur til allra borgarhluta. Fargjöld eru fast gjald, venjulega 1 Yuan fyrir rútur sem er ekki loftkældar og 2 Yuan fyrir loftkældar rútur. Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt [[Borgarlína|borgarlínukerfi]] (BRT) sem er 25 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru 5 borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou BRT|date=2019-01-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_BRT&oldid=877649371|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Þjóðvegir===
[[Mynd:Jiangsu_Expwy_S58_sign_with_name.svg|thumb|right |'''Huchang hraðbrautin''' tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.|alt=Huchang hraðbrautin tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.]]
''Nanjing–Sjanghæ [[Hraðbraut|hraðbrautin]]'' tengir Suzhou við Sjanghæ, að öðrum kosti eru ''Yangtze Riverine hraðbrautin'' og ''Suzhou–Jiaxing–Hangzhou hraðbrautin''. Árið 2005 var ytri þjóðvegahringurinn um Suzhou fullgerður, sem tengir undirborgirnar Taicang, Kunshan og Changshu. ''„Þjóðvegur 312 Kína“'' liggur einnig í gegnum borgina.
=== Flugsamgöngur ===
Þrátt fyrir að vera fjölmenn borg og mikilvægur ferðamannastaður hefur Suzhou ekki eigin alþjóðaflugvöll.
Þrír flugvellir þjóna Suzhou borg, ''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn'' (sem er sameign Wuxi og Suzhou), [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Hongqiao'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (klukkutíma akstur eða 86 kílómetrar) og [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Pudong'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (tveggja tíma akstur eða 120 kílómetrar).<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/suzhou/getting-there.htm|titill=Suzhou Transportation - Getting There|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=6. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Aðrir nálægir flugvellir eru ''Lukou'' ''alþjóðaflugvöllurinn'' í [[Nanjing]] borg í [[Jiangsu]] héraði, og ''Xiaoshan alþjóðaflugvölluinn'' í [[Hangzhou]] höfuðborg [[Zhejiang]] héraðs.
== Tengt efni ==
* [http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/index.shtml '''Vefur borgarstjórnar Suzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Opinber vefur [https://www.traveltosuzhou.com/ '''Kynningarmiðstöðvar Suzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/suzhou.htm '''Travel China Guide'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Suzhou|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|titill=Britannica: Suzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=29. ágúst|ár=2013|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
kpmgl8052fjkv7mvhhnuwyx0s1b1yo2
1764280
1764279
2022-08-09T17:03:05Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jinji Lake Suzhou November 2017 002.jpg|thumb|right|500px|'''Suzhou við Tai vatn''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|alt=Suzhou við Tai vatn í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[Mynd:Suzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|thumb|right |Kort er sýnir '''staðsetningu Suzhou borgar''' í [[Jiangsu]] héraði í Kína.|alt=Kort er sýnir staðsetningu Suzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Suzhou_locator_map_in_Jiangsu.svg|thumb|right |Kort af [[Jiangsu]] héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar (rauðmerkt).|alt=Kort af Jiangsu héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar.]]
'''Suzhou''' ''([[kínverska]]:苏州; [[Pinyin|rómönskun:]] Sūzhōu; einnig þekkt sem Soo-chow)'' er stórborg á austurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Í þessari vatnaborg við suðurhluta [[Jangtse|Jangtsefljóts]] voru árið 2020 um 7,4 milljónir íbúar í borginni sjálfri, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 12.7 milljónir.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Suzhou situr á fremur flatri, láglendri sléttu milli Tai-vatns í vestri og stórborgarinnar [[Sjanghæ]] í austri. Borgin þekur 8.657 ferkílómetra svæði með ám, vötnum og sjávarföllum, sem eru 36,6% af heildarflatarmálinu. Hún er staðsett á suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], manngerðra skipa- og áveituskurða í Austur Kína; er tengir saman tvö helstu fljót Kína: [[Gulafljót]] og [[Jangtse|Jangtsefljót]], auk annarra fljóta og vatna.
Umkringd skurðum á öllum fjórum hliðum og skorin þvert með minni síkjum, stjórnar borgin Jangtse óshólmasvæðinu norðan og norðaustur af Tai-vatni. Suzhou er staður mikillar fegurðar, með vötnum, ám, tjörnum, frægum görðum og röð fallegra hæða meðfram austurströnd vatnsins. Borgin liggur einnig í miðju eins gjöfulasta landbúnaðarhéraðs Kína.
Allt frá 10. öld hefur Suzhou verið mikilvæg miðstöð iðnaðar og utanríkisviðskipta. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978, hefur Suzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
== Nafn ==
[[Mynd:Land_Gate_of_Pan_Men.jpg|thumb|right|'''„Pan-hliðið“''' var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. og umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.|alt=„Pan-hliðið“ var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. sem umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.]]
Á tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr) var byggð þekkt sem „'''Gusu'''“ nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli, höfuðborg Wu-ríkis. Það var líka kallað '''Wu'''. Árið 514 f.Kr. stofnaði Helü konungur af Wu nýja höfuðborg skammt frá Helü borg. Á tímabili stríðsríkjanna hélt Helü-borg áfram að þjóna sem staðbundið aðsetur ríkisstjórnarinnar. Frá þeim svæðum sem það stjórnaði varð staðurinn þekktur sem '''Wuxian''' ( „Wu sýsla“) og Wujun („Wu stjórnsetrið“).
Á valdatíma Qin (221 f.Kr.–206 e.Kr.) var staðurinn þekktur sem Kuaiji.
Nafnið „'''Suzhou'''“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. á tíma Sui-veldisins (581–618). Su (蘇 eða 苏) í nafni þess eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“. Nafnið Zhou (州) vísar til héraðs eða sýslu (sbr. Guizhou), en var oft notað sem samheiti yfir höfuðborg slíks svæðis (sbr. Guang'''zhou''', Hang'''zhou''' o.s.frv.).
== Saga ==
=== Vagga Wu menningar ===
[[Mynd:史记.jpg|thumb|right |„'''Skrásetning hins mikla sagnfræðings'''“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.<ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref>|alt=„Skrásetning hins mikla sagnfræðings“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.]]
Suzhou er vagga Wu menningar og einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við Tai-vatn á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði núverandi nútímaborgar Suzhou. Þessir ættbálkar mynduðu þorp við hæðirnar fyrir ofan votlendið umhverfis Tai-vatn.
Fornum sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í nærliggjandi Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn. Wu hirðin flutti síðar til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur.
Árið 514 f.Kr. flutti Helü konungur af Wu hirð sína til svæðisins og nefni byggðina Helü eftir sjálfum sér. Ráðherra hans Wu Zixu (og nú kínversk goðsögn) tók þátt í skipulagningu þess sem síðar varð grunnur að Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Wu Zixu|date=2022-07-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_Zixu&oldid=1100310428|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 473 f.Kr. var Wu ríki sigrað og innlimað inn í Yue-ríki er lá í suðaustri. Árið 306 f.Kr. var Yue-ríki innlimað af Chu-lénsríki Zhouveldisins.<small><ref>{{Citation|title=Chu (state)|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chu_(state)&oldid=1101218924|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Leifar hins forna konungsríkis má sjá í dag í hinum 2.500 ára gamla borgarmúr og Pan-hliði hans í Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu „tímabili stríðsríkjanna“ (475–221 f.Kr.) var Suzhou aðsetur Wu-sýslu. Eftir landvinninga Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) árið 222 f.Kr. var staðurinn höfuðstaður Kuaiji stjórnarsetursins.
=== Á tíma Sui-veldisins ===
[[Mynd:Humble Administrator's Garden1.jpg |thumb|right |'''Garður hins auðmjúka embættismanns'''. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins hógvær starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á [[heimsminjaskrá UNESCO]]<small>.<ref>{{Citation|title=Humble Administrator's Garden|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humble_Administrator%27s_Garden&oldid=1098106022|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sz5ajjq/201611/43680636abee46f3a7220ce37ec064cb.shtml|titill=The Humble Administrator’s Garden|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=29. júlí|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>|alt= Garður hins auðmjúka embættismanns. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.]]
Nafnið „Suzhou“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. þegar Sui-veldið (581–618) lagði undir sig suðurhluta Kína. Borgarnafnið eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“ frá tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr), nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli.
Með byggingu Miklaskurðar (umfangsmiklir manngerðir skipa- og áveituskurðir í Austur Kína) varð Suzhou stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð fyrir svæði sem þróaðist hratt yfir í stærsta hrísgrjónafgangssvæði Kína. Að sama skapi jókst hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar. Áframhaldandi uppbygging Miklaskurðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206–1368) ýtti enn undir framþróun Suzhou.
Árið 1356 gerði Zhang Shicheng (1354 – 1367) konungur Wu-ríkisins, Suzhou að höfuðborg sinni.<small><ref>{{Citation|title=Zhang Shicheng|date=2022-04-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhang_Shicheng&oldid=1080685038|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 1367 tók keppinautur hans, Zhu Yuanzhang, borgina eftir 10 mánaða umsátur.<small><ref>{{Citation|title=Hongwu Emperor|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hongwu_Emperor&oldid=1099911087|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Zhu, sem síðar lýsti sjálfan sig sem fyrsta keisara [[Mingveldið|Mingveldisins]], reif gömlu borgarmúrana í miðri Suzhou borg og lagði á þunga skatta á volduga fjölskyldur borgarinnar og héraðsins. En þrátt fyrir skattaáþján og útlegð margra þekktra borgara, varð Suzhou fljótt aftur borg velmegunar.
Á 13. öld heimsótti [[Feneyjar|feneyski]] ferðamaðurinn [[Marco Polo]] borgina og tjáði sig um glæsileika hennar. Wusong-fljót og Suzhou-skurðurinn veittu borginni beinan aðgang að sjónum og um tíma var Suzhou höfn fyrir erlendar siglingar, þar til framburður [[Jangtse|Jangtsefljótsins]] og áveitu- og uppgræðsluframkvæmdir hindruðu aðgengi.
=== Velmegunarár á tíma Ming- og Tjingveldanna ===
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og fyrri hluta [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) náði Suzhou borg hámarki velmegunar. Borgin var efnahagslega sterk og uppspretta mikilla skatttekna. Þar voru heimili margra auðugra landeigendafjölskyldna sem byggðu marga merka einkagarða í borginni. Borgin varð einnig miðstöð fræða og lista. Uppsprettur auðs borgarinnar voru silkiiðnaður og útsaumur. Hann varð mikilvæg undirstaða fjármála- og bankaviðskipta borgarinnar. Árið 1880 er talið að íbúafjöldi Suzhou hafi verið um hálf milljón.
{{Breið mynd|Prosperous Suzhou.jpg|10000px|<small>'''Velmegun Suzhou borgar'''. Hsu Yang (1712–1777), fæddur í Suzhou og síðar hirðmálari Qianlong Kínakeisara (1733–1735), skóp þessa 12 metra löngu málverkarollu árið 1759.<small><ref>{{Citation|title=Xu Yang (Qing dynasty)|date=2021-01-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xu_Yang_(Qing_dynasty)&oldid=998790665|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small> Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Á þessum tíma voru kínverskir listamenn þegar farnir að móta vestræna víðmynd, þar sem smáatriði myndverka sýna líf í kínverskum borgum af mikilli nákvæmni. Í heild sýnir þetta málverk Hsu Yang meira en 4.800 manns, 2.000 byggingar og 400 skip og báta.<small><ref>{{Citation|title=Prosperous Suzhou|date=2020-12-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Prosperous_Suzhou&oldid=994761952|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small></small>}}'''<small>Hlutar úr myndarollu Hsu Yang:</small>'''<gallery class="center" widths="200">
Mynd:Xu Yang - Women of the village working.jpg|<small>Þorpskonur að störfum</small>
Mynd:Xu Yang - Theatre play.jpg|<small>Leikhús</small>
Mynd:Xu Yang - Commerce on the water.jpg|<small>Viðskipti við vatnið</small>
Mynd:Xu Yang - Examination hall.jpg|<small>Salur keisaraprófsins</small>
Mynd:Xu Yang - Marriage.jpg|<small>Brúðkaup</small>
Mynd:Xu Yang - Tiger Hill in Suzhou.jpg|<small>Tígrisfjall við Suzhou</small>
</gallery>
=== 19. og 20 öldin ===
[[Mynd:River-Pingjiang-Road.JPG|thumb|right |Siglt á vatnaleið í '''Gusu hverfi'''. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, og skipgengir skurðir mjög áberandi.|alt= Siglt á vatnaleið í Gusu hverfi borgarinnar. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, skipaleiðir og skurðir mjög áberandi.]]
Suzhou borg var fyrst opnuð fyrir utanríkisviðskipti með svokölluðum ''Shimonoseki-sáttmála'' sem undirritaður var árið 1895 milli [[Japanska keisaradæmið|Japanska keisaradæmisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína, friðarsamnings er batt enda á fyrra kínverska-japanska stríðið og veitti erlendum ríkjum bestu viðskiptakjör.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Shimonoseki|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Shimonoseki&oldid=1097043477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Þetta var þó án teljandi árangurs fyrir utanríkisviðskipti borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Útlendingar opnuðu evrópskan og kínverskan skóla árið 1900 og Suzhou járnbrautarstöðin, með tengingu við [[Sjanghæ]] opnaði árið 1906. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru 7000 silkivefstólar í notkun í borginni. Efnahagur varð þó fyrir neikvæðum áhrifum af erlendri samkeppni og silkiiðnaðurinn, sem að mestu byggði á litlum handverksstæðum, fór mjög hallorka. Um það leyti voru stofnaðar nokkrar nútímaverksmiðjur sem framleiddu satín og bómullarefni. Stórt raforkuver var byggt en lítið var þó um nútímaiðnað í borginni.
Allt fram á upphaf 20. aldar var stór hluti borgarinnar myndaður af eyjum tengdum með ám, lækjum og skurðum við nærliggjandi sveitir. Áður en borgarmúrarnir voru rifnir lágu þeir í um 16 kílómetra hring, þar sem fjögur stór úthverfi stóðu utan þeirra.
Japanir réðust inn í borgina árið 1937 og hernámu allt til stríðsloka árið 1945. Afleiðing stríðsins var mikil eyðilegging borgarinnar og hinna merkilegu garða hennar. Endurreisn þeirra hófst snemma á fimmta áratug síðustu aldar.
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Silk production 02.jpg|thumb|right |'''Silkiiðnaður í Suzhou''' hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.|alt=Silkiiðnaður í Suzhou hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.]]
Silki- og bómullariðnaðurinn, sem lengi var meginstoð hagkerfis borgarinnar, hefur nú verið nútímavæddur verulega. Eftir níunda áratug síðustu aldar hafa verið byggðar verksmiðjur sem framleiða málmvinnsluvörur, vélar, ýmis efni, lyf, rafeindatæki og unnin matvæli. Nýr mikilvægur hátækniiðnaðargarður fjármagnaður af innlendum fjárfestum og frá [[Singapúr]], hefur verið byggður upp í austurútjaðri borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Fyrsta járnbraut Suzhou sem tengir borgina við [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] í norðvestri, var opnuð árið 1908. Árið 1936 var byggð ný járnbrautarlína er tengir aðaljárnbrautina milli [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]] við Jiaxing (í norðurhluta [[Zhejiang]]). Einnig eru nú hraðbrautir og hraðbrautir til Kunshan og Changshu á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu, auk [[Nanjing]], [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]]. Að auki er enn mikil umferð um vatnaleiðir svæðisins.
Suzhou borg er mikil miðstöð fræða; Suzhou háskóli (áður Dongwu háskóli) og Listaskóli Suzhou voru stofnaðir snemma á 20. öld og síðar voru fleiri háskólar og framhaldsskólar stofnaðir.
Borgin státar af meira en 150 stórkostlegum görðum með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi þeirra sem eru frá 11. til 19. aldar var árið 1997 tilnefndur sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] [[UNESCO]]. Þessir merkilegu og fallegu garðar, ásamt öðrum menningar- og sögustöðum Suzhou og nærliggjandi Tai-vatn gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
== Stjórnsýsla ==
Suzhou borg nær yfir svæði sem telur 8.657 ferkílómetra. Ár, vötn og sjávarföll taka um 36,6% af heildarflatarmáli borgarinnar. Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi miðborgarkjarnans um 7.4 milljónir og íbúar á stjórnsýslusvæðinu öllu voru 12,7 milljónir. Undir Suzhou eru fjórar borgir á sýslustigi: Zhangjiagang, Changshu, Taicang og Kunshan, og síðan sex hverfi: Wujiang, Wuzhong, Xiangcheng, Gusu, Suzhou iðnaðargarðurinn og Suzhou hátæknisvæðið (Huqiu hverfi).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szxzqh/202106/78b84cd38dfb4fb1b60ed21cc60336c6.shtml|titill=Administrative Division|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=17. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=29. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Miðborgarhluti Suzhou er óformlega kallaður „gamli bærinn“. Hann er í dag Gusu-hverfið. Í því er mikilvægur þjóðsögu- og menningararfur Kína fólginn í byggingum, görðum, brúm, síkjum o.s.frv. sem njóta minja- og menningarverndar.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-30}}</ref></small>
Suzhou iðnaðargarðurinn er austan við gamla bæinn og Suzhou hátækni þróunarsvæðið er í Huqiu hverfi í vesturhlutanum.
[[Mynd:Administrative Division Suzhou-2022-Icelandic-1013px.png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Suzhou-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Suzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Gusu</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|姑苏区}}</small>
| align=right| <small>2.058.010</small>
| align=right| <small>372</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Huqiu hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|虎丘区}}</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>258</small>
|-
| align=left | <small>Wuzhong hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴中区}}</small>
| align=right| <small>1.388.972</small>
| align=right| <small>672</small>
|-
| align=left | <small>Xiangcheng hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|相城区}}</small>
| align=right| <small>891.055</small>
| align=right| <small>416</small>
|-
| align=left | <small>Wujiang hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴江区}}</small>
| align=right| <small>1.545.023</small>
| align=right| <small>1.093</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Changshu borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|常熟市}}</small>
| align=right| <small>1.677.050</small>
| align=right| <small>1.094</small>
|-
| align=left | <small>Taicang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|太仓市}}</small>
| align=right| <small>831.113</small>
| align=right| <small>620</small>
|-
| align=left | <small>Kunshan borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|昆山市}}</small>
| align=right| <small>2.092.496</small>
| align=right| <small>865</small>
|-
| align=left | <small>Zhangjiagang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|张家港市}}</small>
| align=right| <small>1.432.044</small>
| align=right| <small>772</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align=right|'''<small>12.748.252</small>'''
| align=right|'''<small>8.488</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>Óformlegar stjórnsýsludeildir – Suzhou iðngarðurinn & Suzhou Nýhverfið</small>
|}
== Veðurfar ==
[[Mynd:Garden of the Master of the Nets (40106133194).jpg|thumb|right |'''Snjóföl í „Garði meistara netanna“''' sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.<small><ref>{{Citation|title=Master of the Nets Garden|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Master_of_the_Nets_Garden&oldid=1101206721|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Snjóföl í „Garði meistara netanna“ sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.]]
Suzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref> Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Gott þykir að heimsækja borgina milli janúar og apríl því þá er veðrið ekki of kalt. Blóm eru í fullum blóma fram í júní.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/climate/suzhou.htm|titill=Suzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=7. apríl|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Norðvestanvindar sem blása á veturna frá [[Síbería|Síberíu]] geta valdið því næturkólnun þannig að hiti fer niður fyrir frostmark á nóttunni og jafnvel snjóar. Sunnan- eða suðvestanvindar á sumrin geta ýtt hitastigi yfir 35 °C. Heitasti hiti sem mælst hefur í borginni síðan 1951 var 41,0 °C þann 7. ágúst 2013, og lægsti hitinn var -9,8 °C þann 16. janúar 1958.<ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref>
Hér að neðan má sjá að árið 2020 var ársmeðalhiti um 17,9 °C og meðal ársúrkoma um 1.570 mm.
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Suzhou borg árið 2020</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>6,5</small>
|<small>8,9</small>
|<small>12,6</small>
|<small>15,9</small>
|<small>23,0</small>
|<small>25,7</small>
|<small>26,5</small>
|<small>30,9</small>
|<small>24,5</small>
|<small>18,7</small>
|<small>14,8</small>
|<small>6,5</small>
|<small>17,9</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>113,4</small>
|<small>58,3</small>
|<small>120,6</small>
|<small>40,3</small>
|<small>63,4</small>
|<small>316,7</small>
|<small>475,4</small>
|<small>77,5</small>
|<small>129,7</small>
|<small>70,2</small>
|<small>91,4</small>
|<small>12,7</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>50,9</small>
|<small>135,9</small>
|<small>145,1</small>
|<small>211,0</small>
|<small>143,5</small>
|<small>92,4</small>
|<small>63,2</small>
|<small>230,7</small>
|<small>142,1</small>
|<small>157,3</small>
|<small>141,2</small>
|<small>134,2</small>
|<small>1.647,5</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Hagstofa Suzhou: „Suzhou Statistical Yearbook 2021“<ref>{{Vefheimild|url=https://tjj.suzhou.gov.cn/sztjj/tjnj/2021/zk/indexce.htm|titill=Table 1-3 Meteorological and hydrological conditions by region (2020)|höfundur=Suzhou Statistical Office - Suzhou Statistical Yearbook 2021|útgefandi=Suzhou Statistical Office|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Efnahagur borgarinnar ==
[[Mynd:Gate_of_the_Orient_东方之门_dong_fang_zhi_men_Suzhou_photo_Christian_Gänshirt_2015.JPG|thumb|right |'''„Hliðið að Austurlöndum“''' situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.|alt=„Hliðið að Austurlöndum“ situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.]]
[[Mynd:(SIP) The Art Sculpture of Harmony.jpg|thumb|right |Listskúlptúrinn „'''Samlyndi'''“ í Suzhou iðngarðinum.|alt= Listskúlptúrinn „Samlyndi“ í Suzhou iðngarðinum.]]
[[Mynd:Wedding_store_in_Huqiu.jpg|thumb|right |Ein hundraða verslana '''„Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“''' þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.<small><ref>{{Citation|title=Huqiu District|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Huqiu_District&oldid=1041748089|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Ein hundraða verslana „Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“ þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.]]
[[Mynd:Loading Of Container Cranes - panoramio.jpg|thumb|right |Umskipun gáma í '''höfninni í Taicang''' einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af [[Jangtse]] við [[Austur-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Taicang|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Taicang&oldid=1041729308|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Umskipun gáma í höfninni í Taicang einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af Jangtse við Austur-Kínahaf.]]
[[Mynd:(SIP)_Science_&_Technical_Center.jpg|thumb|right |'''Menningar- og listamiðstöð Suzhou''' sem opnaði árið 2007, situr austan Jinji vatns í Suzhou iðngarðinum. Hún hefur 138.000 fermetra gólfflöt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Culture and Arts Centre|date=2021-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Culture_and_Arts_Centre&oldid=1020553327|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Menningar- og listamiðstöð Suzhou sem situr austan Jinji vatn í Suzhou iðngarðinum, er með 138.000 fermetra gólfflöt. Hún var opnaði árið 2007.]]
=== Almennt ===
Allt frá tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618 – 907) hefur efnahagslíf Suzhou byggst á textíliðnaði, einkum silki, og viðskiptum sem hafa byggt af mikilvægum vatnaleiðum – [[Jangtse|Jangtsefljóti]] og [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Eftir valdatöku kommúnista árið 1949, fór Sucsou á braut iðnvæðingar. Málmvinnsla, vélasmíði, hljóðfæragerð, rafeinda- og efnaiðnaður varð umfangsmikill þáttur í atvinnulífi borgarinnar. Fyrir var hefðbundinn iðnaður á borð við handverk, lakkvörur, húsgagnagerð í Ming-stíl, [[jaði]]- og tréskurður, aðallega til útflutnings. Eftir miklar niðursveiflur 20. aldar og fremur hæga framþróun hófst verulegur hagvöxtur borgarinnar um síðustu aldamót og varð hún fljótt ein af leiðandi borgum í Austur Kína.<small><ref>{{Citation|title=Szucsou|date=2021-11-19|url=https://hu.wikipedia.org/w/index.php?title=Szucsou&oldid=24398925|work=Wikipédia|language=hu|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Í dag er Suzhou mjög þróað efnahagssvæði í Kína. Borgin er iðnaðar- og verslunarmiðstöð Jiangsu-héraðs, auk þess að vera mikilvæg fjármála-, menningar-, lista-, mennta- og samgöngumiðstöð. Þjónustugeiri borgarinnar einkum ferðaþjónusta, er mjög þróaður og vex að sama skapi.
Efnahagsþróun borgarinnar hefur verið mjög hröð síðustu áratugi eftir að Kína var opnað fyrir meira viðskiptafrelsi. Þannig tólffaldast landsframleiðsla borgarinnar milli áranna 1995 og 2012. Efnahagslegur styrkur Suzhou fór fram úr héraðshöfuðborginni Nanjing fyrir mörgum árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Góð staðsetning borgarinnar í nálægð við [[Sjanghæ]], lágur rekstrarkostnaður og hagstætt starfsumhverfi fyrirtækja hafa breytt borginni í miðstöð viðskipta og erlendrar fjárfestingar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Erlend fjárfesting ===
Borgin hefur notið erlendrar fjárfestinga, byggt og en með tiltölulega lágan rekstrarkostnað. Til að auka samkeppnishæfni borgarinnar frekar frekar hafa borgaryfirvöld beitt sér í einföldun regluumhverfis fyrirtækja, hvatt til ráðningar erlendra sérfræðinga, fjárfestinga í rannsókn og þróun og víðtækra aðgerða til að laða að erlenda fjárfestingu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hvatt hefur verið til erlendrar fjárfestingar í framleiðslu (t.d. lyfja, rafeindavöru, bíla) og þjónustu (t.d. banka, flutninga, og rannsóknarþjónustu). Meðal slíkra aðgerða borgaryfirvalda er ívilnandi skattastefna fyrir áhættufjármagn í fyrirtækjum er starfa innan Suzhou iðnaðargarðsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Suzhou borg hefur þannig laðað að sér meira en 17.000 fyrirtæki með erlendu fjármagni, frá 115 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Áhersla á nýsköpun ===
Þá hefur borgin hvatt til nýsköpunar og stafrænnar tækni og veitt margvíslegan stuðning við háþróaðan framleiðsluiðnað á borð við líflæknisfræði, geimiðnað, hátæknibúnað, sjónfjarskipti, þróun nýrra efna og endurnýjanlegra orkugjafa.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/c2970d14b5c94139b1b72b3331c4295e.shtml|titill=Advantages: Industries|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/News/202203/76c287ae0e6d4cb29f546e13c0b40c33.shtml|titill=Suzhou’s 2021 GDP exceeds 2.2 trillion yuan|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Sérstök þróunarsvæði ===
Mikil uppsveifla í iðnaði hófst árið 1990 með stofnun hátækniiðnaðarsvæðis ''(Suzhou National New & Hi-Tech Industrial Development Zone)'' árið 1992. Annar iðnaðargarður, ''(Suzhou Industrial Park)'' var stofnaður árið 1994 vestur af gömlu borginni, á svæði 288 ferkílómetra landsvæði í samvinnu við fjárfesta frá Singapúr. Iðnaðarframleiðsla borgarinnar jókst í framhaldinu verulega.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.sipac.gov.cn/szgyyqenglish/sino/list_tt.shtml|titill=Sino-Singapore cooperation|höfundur=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|útgefandi=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|mánuður=4. september|ár=2019|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Undanfarna tvo áratugi hafa þessi iðnaðar- og fríverslunarsvæði laðað að sér yfir 5.000 erlend fjárfestingarverkefni, þar á meðal 156 verkefni fjárfest af 92 Fortune Global 500 fyrirtækjum. Þar á meðal nokkur heimsþekkt vörumerki eins og Bosch, Siemens, Samsung, BD, Wyeth, Philips, Fijutsu og Johnson & Johnson. Á sama tíma hafa 309 kínversk fyrirtæki verið hvött til erlendrar fjárfestingar í 53 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sjwbqzsz/201611/49df3c54134d4b7fb481f848e044be0a.shtml|titill=Directory of Fortune 500 Investment in Suzhou|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=2. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Á þessum þróunarsvæðum hafa en 500 innlend og erlend fyrirtæki sett upp rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar. Yfir 30 mennta- og rannsóknastofnanir er starfræktar þar í samvinnu við erlenda háskóla.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Menntun og vísindi ==
[[Mynd:Gusu,_Suzhou,_Jiangsu,_China_-_panoramio_(223).jpg|thumb|right |'''Soochow háskólinn''' er opinber háskóli stofnaður af meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu efstu 5% nemenda á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.<small><ref>{{Citation|title=Soochow University (Suzhou)|date=2022-04-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Soochow_University_(Suzhou)&oldid=1082558705|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt= Suzhou háskólinn er opinber háskóli, upphaflega nefndur Soochow og stofnaður af Meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu þeir er ná efstu 5% á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.]]
[[Mynd:Suzhou Dushu Lake Higher Education Town 20170815.jpg|thumb|right |„'''Háskólabærinn við Dushu-vatn'''“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Dushu Lake Higher Education Town|date=2021-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Dushu_Lake_Higher_Education_Town&oldid=1028634684|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.]]
[[Mynd:Duke_Kunshan_University_Academic_Building_Interior.jpg |thumb|right|'''Duke Kunshan háskólinn''' (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.<small><ref>{{Citation|title=Duke Kunshan University|date=2022-07-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Duke_Kunshan_University&oldid=1101584082|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>| alt=Duke Kunshan háskólinn (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.]]
=== Almennt ===
Í aldir hefur Suzhou borg verið þekkt fyrir öflugar menntastofnanir. Frá stofnun alþýðulýðveldsins, og sérstaklega eftir innleiðingu stefnu um umbætur og opnun hagkerfis Kína, hafa stjórnvöld á öllum stigum lagt mikla áherslu á uppbyggingu menntunar. Menntakerfi Suzhou hefur þróast verulega fram á veg á síðustu árum. Gerðar eru meiri kröfur og menntakerfið er alþjóðlegra.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2020 voru í borginni 1.749 skólar mismunandi gerðar og á ólíkum stigum. Þar á meðal eru 26 háskólar og framhaldsskólar. Alls voru þá um 2.1 milljón háskóla- framhaldsskólanemar. Á hverju ári útskriftast 465.000 nemendur, þar af 65.000 háskólamenntaðir. Fjöldi fastráðinna kennara er 130.000.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/3deb251306294c769387b7455b0f8594.shtml|titill=Education|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Grunnskólakerfi Suzhou er alþjóðavænt. Borgin hefur 53 alþjóðlega skóla, þar á meðal 18 opinbera skóla með alþjóðlegum bekkjum, 31 alþjóðlega einkaskóla og 4 skóla fyrir börn erlendra starfsmanna, einn skóla fyrir börn taívanskra kaupsýslumanna; og 26 alþjóðleg samvinnuverkefni menntastofnana.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
=== Háskólaborgin ===
Suzhou hefur mikinn fjölda framhaldsskóla, háskóla og rannsóknarstofnanir. Þekktasti háskólinn er Soochow háskólinn sem er talinn lykilháskóli á landsvísu og þátttakandi í svokölluðu „211 verkefni“ úrvalsháskóla Kína.
„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ (e. Dushu Lake Higher Education Town), sem stofnaður var árið 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Hann telur 11 æðri menntastofnanir, þar á meðal Xi'an Jiaotong-Liverpool háskólann, Vísinda- og tækniháskóla Kína, Xi'an Jiaotong háskólann, Nanjing háskólann, Suðausturháskólann, Renmin háskólann í Kína, Soochow háskólann, Sichuan háskólann, Wuhan háskólann, Raforkuháskóla Norður Kína, og útibú Þjóðarháskóla Singapúr. Að auki eru þar ýmsar rannsóknarstofnanir og framhaldsskólar. Nú eru 68.000 nemendur í háskólahverfinu, þar af um 13.000 framhaldsnemar, og meira en 3.000 kennarar.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
„Alþjóðamenntagarður Suzhou borgar“ (e. Suzhou International Education Park) sem staðsettur er í Wuzhong hverfinu, er þjálfunarstöð meira en 10 verkmennta- og framhaldsskóla og háskóla.
Í ofangreindir upptalingu eru ónefndir ýmsir framhaldsskólar og háskólar á héraðsstigi, eins og Changshu Tækniháskólinn, Shazhou tæknifagstofnunin, Kunshan framhaldsskóli Jiangsu á sviði hljóðvarps og sjónvarps, og svo framvegis. Að auki eru ýmsir framhaldsskólar, háskólar og háskólasvæði í byggingu.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
=== Vísindi og rannsóknir ===
Í borginni er sterk áhersla á vísindi, tækni og rannsóknir og þátt þeirra í samkeppnishæfni svæðisins. Það segir nokkra sögu að árið 2019 voru 104 vísinda-og fræðimenn frá Suzhou borg innan Kínversku vísindaakademíunnar og Kínverska verkfræðiakademíunnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Í borginni eru 127 rannsóknarmiðstöðvar á sviði verkfræði og 741 fyrirtækjatæknimiðstöðvar. Alls eru þar 9.772 hátæknifyrirtæki.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/5f5c0a73bec64d65959f521c8dcbca3d.shtml|titill=Scientific and Technological Innovation|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sem stendur eru tveir [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafar]] frá Suzhou - Li Zhengdao og Chu Diwen.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
== Minjar og áhugaverðir staðir ==
Suzhou er fjölsótt ferðamannaborg. Vatnaborgin með síkjum og mörgum vatnaleiðum dregur að, sem og fjöldi stórkostlegra garða með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi annarra menningar- og sögustaða ásamt nærliggjandi Tai-vatni gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
=== Klassískir garðar Suzhou ===
[[Mynd:Tusi.JPG|thumb|right|'''Garður hvíldar og íhugunar''' er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði garðinn árið 1885.|alt=Garður hvíldar og íhugunar er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði fallegann garðinn árið 1885.]]
Suzhou garðarnir vísa til garða og bygginga, sem upphaflega voru flestir einkagarðar. Þeir fyrstu eiga rætur í svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína þegar Suzhou varð höfuðborg Wu konungsríkisins (514 f.Kr.). Garðarnir þróuðust síðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279), döfnuðu á valdatíma [[Mingveldið|Ming]] (1368–1644) og blómstruðu á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912). Undir lok Tjingveldisins hafði Suzhou meira en 170 slíka garða. Meira en 60 eru vel varðveittir og 19 eru opnir almenningi. Þeir ná yfir lítil en vel hönnuð svæði sem byggja á listrænum hugmyndum um tengingu manns við náttúruna. Hið takmarkaða rými garðanna er úthugsað, hannað og skreytt og virðast taka breytingum við hvert fótmál.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Árið 1997 fóru garðarnir sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] UNESCO en þar voru níu þeirra tilgreindir sérstaklega.<small><ref>{{Citation|title=Classical Gardens of Suzhou|date=2022-03-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Classical_Gardens_of_Suzhou&oldid=1074622240|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Hin forna borg ===
[[Mynd:The_Tonggui_bridge_at_Shentang_Street,_Suzhou.tif|thumb|right|Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við '''Shentang götu'''. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.|alt=Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við Shentang götu. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.]]
Gamla Suzhou borgin sem þekur 14,2 ferkílómetra svæði, var ein stærsta borgin til forna sunnan [[Jangtse]] -fljóts. Sá hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] (umfangsmiklir skipa- og áveituskurðir Austur Kína) sem liggur um Suzhou, inniheldur tíu borgarhlið og yfir 20 steinbrýr með sögulegum svæðum sem hafa verið vel varðveitt, auk mustera og skála. Alls eru 24 vatnaleiðir við Miklaskurð.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Rætur byggingarsögunnar má rekja allt til 514 f.Kr. Í meira en 2.500 ár hefur borgarsvæðið lítið breyst. Enn er þar sama heildarumgjörðin með vatnaleiðum, vegum og brúm. Tvær best vernduðu húsaraðirnar með einkenni vatnsborgar eru hin 1.200 ára gamla Shantang gata og hinn 800 ára gamli Pingjiang vegur.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Tai vatnið ===
Tai vatnið er vinsæll ferðamannastaður. Það er stórt grunnt stöðuvatn sem liggur á mörkum héraðanna Jiangsu og Zhejiang. Það er um 2.250 ferkílómetrar að stærð, með 90 eyjum og meðaldýpi þess eru 2 metrar. Þrír fjórðu vatnsins tilheyrir Suzhou. Vatnið er tengt Miklaskurði.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Sögu og listasöfn ===
[[Mynd:苏州博物馆·苏州·西南向东北.jpg|thumb|right|'''Suzhou safnið''' sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=Suzhou safnið sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.]]
[[Mynd:The_China_Kunqu_Museum_180420_01.jpg|thumb|right|'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.|alt=Óperu- og leikhússafn Suzhou er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.]]
'''Suzhou safnið''' er staðbundið sögu- og listasafn sem hefur að geyma forna kínverska list, málverk, skrautskrift og handsmíðað handverk. Safnið var stofnað árið 1960 en flutti 2006 í núverandi húsakynni sem arkitektinn I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Safnið nær yfir meira en 8.000 fermetra svæði. Hönnun nýju safnbyggingarinnar byggir á hefðbundnum byggingarstíl Suzhou, sem setur safnið á milli húsagarða. Aðalgarður safnsins þykir nútímalega túlkun á byggingarstíl „Garðs hins auðmjúka embættismanns“.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Silkasafnið í Suzhou''' skjalfestir mikilvæga sögu silkiframleiðslu og útsaums í borginni frá um 2000 f.Kr. Þar má finna gamla vefstóla með sýnikennslu, sýnishorn af fornu silkimynstri og útskýringu á silkirækt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Silk Museum|date=2020-01-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Silk_Museum&oldid=933999637|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi borgarinnar. Þar eru sýningarsalir með gömlum hljóðfærum, handafrituðum bókum, textum, grímum og búningum. Safnið sýnir 500 ára sögu Kunqu, elstu form kínverskrar óperu.
=== Hof og pagóður ===
[[Mynd:YunYanSiPagoda.jpg|thumb|right|'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi Helü konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans hafi birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill, Suzhou|date=2022-05-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill,_Suzhou&oldid=1089865770|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=„Tígrahæða-pagóðan“ er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi He Lu konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.]]
Af mörgum frægum [[Búddismi|búddista]] og [[Taóismi|taóistum]] í Suzhou borg er '''Hansan hofið''' frægast. Það er staðsett í vesturhluta Suzhou. Frægð þess er að miklu leyti að þakka skáldinu Zhang Ji, sem orti ljóð um hofið á 8. öld, sem varð hluti af þekktu „Safni þrjúhundruð ljóða Tangveldisins“. Hofið var stofnað árið 502, en núverandi bygging þess er frá 19. öld. Í hofinu er stór steypt bronsbjalla og bjölluturn.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou, átthyrnd, sjö hæða, 54 metra há múrsteinspagóða, sem var byggð á árunum 959 til 961, á Tígrahæð. Pagóðan hallar líkt og Skakka turninn í Písa, toppur hennar víkur frá lóðréttu um 2,3 metra.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill Pagoda|date=2022-04-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill_Pagoda&oldid=1083969954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Pan-hliðið“''' eða Panmen hliðið er sögulegt kennileiti við suðvesturhorni hinna fornu borgar Suzhou. Það var upphaflega byggt á svokölluðu vor- og hausttímabili í Wu fylki og er áætlað að það sé um 2.500 ára gamalt. Auk hliðsins eru tvö kennileiti: Ruiguang pagóðan, sem er elsta pagóðan borgarinnar byggð með einföldum búddískum útskurði árið 247; og brú sem kölluð er „Wu hliðið“ og var lengi hæsta brú borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Svæðið er hluti af hinum forna borgarmúr sem fyrst var byggður árið 514 f.Kr. Nafngiftin kemur upphaflega frá trédreka sem hékk á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri. Hliðið var eini inngangurinn að múrnum sem umkringdi og verndaði Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=盘门|date=2022-06-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%9B%98%E9%97%A8&oldid=72402976|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:20180908_Line_1_Platform_of_Longkang_Road_Station.jpg|thumb|right |'''Sporvagnastöð''' Hátæknigarðisins í Suzhou.|alt=Sporvagnastöð Hátæknigarðisins í Suzhou.]]
Samgöngur í stórborginni Suzhou eru flóknar og fjölbreyttar. Vegna nauðsyn þess að vernda fornminjar í elsta hluta borgarinnar eru viðgerðir og uppbygging samgöngumannvirkja erfiðar og umferð því þar þung. Á álagstímum og á frídögum er umferðin borginni ofviða; einkabílum fjölgar ört, auk þess sem borgin er mikil umferðar- og iðnaðarmiðstöð. Umferðarteppur eru því tíðar. Til að létta á umferðarþrýstingi hefur Suzhou skipulagt upphækkaðar hraðbrautir umhverfis borgina.
Samgöngur í þéttbýli Suzhou samanstanda af mörgu, þar á meðal [[Áætlunarbifreið|rútum]], leigubílum og [[Lestarsamgöngur|járnbrautum]]. Borgaryfirvöld hafa hvatt íbúa til að nýta sér [[Almenningssamgöngur|almenningssamgöngukerfið]] með niðurgreiðslum fargjalda og þeir forðist álagstíma eins og kostur er.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Með [[Mikliskurður|Miklaskurði]] til [[Peking]] og [[Hangzhou]] sem liggur í gegnum borgina frá norðri til suðurs, og [[Sjanghæ]] -[[Nanjing]] járnbrautina, Peking -Sjanghæ hraðbrautina og Sjanghæ-Nanjing hraðbrautina sem liggja frá austri til vesturs. Nálægir eru fimm alþjóðaflugvellir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/e3b562643ddf41c1949e68bf4d96bdeb.shtml|titill=Location|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
===Vatnasamgöngur===
[[Mynd:Weightlessness_-_panoramio.jpg|thumb|right |'''Suzhou höfn''' telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs og ein stærsta höfn í heims.|alt=Suzhou höfn telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs, og ein stærsta höfn í heiminum.]]
Samgöngur á vatni eru borginni mikilvægir. Meira en 2.700 kílómetrar af skipgengum vatnaleiðum mynda vatna- og landflutningsæð borgarinnar. Margar litlar skipgengar ár liggja í gegnum þéttbýlið og sumar eru einnig nýttar sem skemmtiferðaleiðir ferðamanna. [[Peking]]-[[Hangzhou]] skurðurinn, sem er hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], liggur við borgina.<small><ref>{{Citation|title=京杭大运河|date=2022-07-14|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%AC%E6%9D%AD%E5%A4%A7%E8%BF%90%E6%B2%B3&oldid=72667893|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Suzhou hefur samtals 3.681 brýr í þéttbýli, þar af 27 sérstaklega stórar brýr, 125 brýr, 520 meðalstórar brýr og 3.009 litlar brýr.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Suzhou-höfn er innanlandshöfn fyrir bæði vatnaleiðir sem og hafið. Suzhou-höfn er samheiti þriggja hafna umhverfis borgina. Þær eru staðsettar í Zhangjiagang, Changshu og Taicang, við neðri hluta [[Jangtse|Jangtsefljótsins]]. Þetta hafnarsamlag telst stærsta höfn [[Jiangsu]]-héraðs, ein stærsta höfn meginlands Kína og með þeim stærri í heiminum. Höfnin tengist með siglingaleiðum til meira en 400 innlendra og erlendra hafna.<small><ref>{{Citation|title=Port of Suzhou|date=2021-01-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Port_of_Suzhou&oldid=999311545|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Reglubundnar ferjusiglingar frá Suzhou-höfn eru til [[Hangzhou]] hafnar og [[Qingdao]] hafnar í Kína. Einnig sigla ferjur til Shimonoseki hafnar í [[Japan]] og til [[Busan]] hafnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
===Járnbrautir===
[[Mynd:CRH-Suzhou-Station.JPG|thumb|right |'''CRH2 EMU háhraðalest''' á aðaljárnbrautarstöðinni í Suzhou. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.|alt= CRH2 EMU háhraðalest á Suzhou aðaljárbrautarstöðinni. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.]]
[[Mynd:201604_CRH1E_enters_into_Kunshan_Station.JPG|thumb|right |'''Kunshan''' lestarstöðin í Suzhou.|alt=Kunshan lestarstöðin í Suzhou.]]
Með fjórum [[Lestarstöð|aðallestarstöðvum]] eru [[Lestarsamgöngur|járnbrautartengingar]] borgarinnar mjög vel þróaðar. Aðallestarstöð Suzhou nálægt miðbænum, er meðal fjölförnustu farþegastöðva Kína. Í gegnum borgina liggja þrjár samhliða járnbrautir milli [[Sjanghæ]] - [[Nanjing]]: ''Peking-Sjanghæ járnbrautarlestirnar'' (sem eru aðallega „hefðbundnar lestir“ til ýmissa borga Kína) og ''[[Sjanghæ]] – [[Nanjing]] [[Háhraðalest|háhraðalestir]]'' með mjög tíða þjónustu. Frá Suzhou tekur aðeins um 25 mínútur að komast til Sjanghæ með hraðlest og innan við klukkustund til Nanjing.
Á Norðurlestarstöð borgarinnar, nokkrum kílómetrum norðar, er ''Peking–Sjanghæ [[Háhraðalest|háhraðalestin]]'' sem opnuð var árið 2011.
Aðrar stöðvar á Peking – Sjanghæ járnbrautinni og Sjanghæ–Nanjing borgarlestabrautinni þjóna stöðum innan Suzhou-héraðsborgar, eins og Kunshan.
Í norðurhluta Suzhou, Zhangjiagang, Changshu og Taicang, opnaði háhraðalest árið 2020 sem liggur þvert yfir [[Jangtsefljót]] frá Nantong til Sjanghæ.<small><ref>{{Citation|title=Shanghai–Suzhou–Nantong railway|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shanghai%E2%80%93Suzhou%E2%80%93Nantong_railway&oldid=1098119103|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Borgarlestir===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Group,苏E_05962D_(1-3470),Higer_KLQ6106GAEVN8_(A10).jpg|thumb|right |'''„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1'''. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 líkt og í fleiri borgum, ákveðið að byggja upp hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).|alt=„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 opnað hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).]]
[[Neðanjarðarlest|Borgarlestarkerfi]] Suzhou er með fimm línur í rekstri sem ná yfir 211 kílómetra. Með þeim fóru 410 milljónir farþegar árið 2021.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Verið er að leggja fjórar nýjar og á smíði þeirra að ljúka árið 2024. Þá mun þetta lestarkerfið samanstanda af níu sjálfstæðum lestarlínum sem spanna 353 kílómetra og 280 stöðvar. Samkvæmt langtímáætlun borgaryfirvalda eiga 21 borgarlestir að þjóna borginni árið 2035.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Sporvagnar===
[[Mynd:Line_2,_Suzhou_Tram.jpg|thumb|right |'''Suzhou sporvagninn í Nýhverfi''' Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.|alt= Suzhou sporvagninn í Nýhverfi Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.]]
Árið 2014 opnaði nýtt [[Sporvagn|sporvagnakerfi]] Suzhou. Nú eru tvær sporvagnslínur í gangi í Nýhverfi Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Tram|date=2022-06-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Tram&oldid=1092423264|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Fyrirhugað er að byggja 6 sporvagnalínur á næstu árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Strætisvagnr og borgarlínur===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Route_2_6-2934.jpg|thumb|right |'''Strætivagn á leið 2''' í Shinkansen, Suzhou.|alt= Strætivagn á leið 2 í Shinkansen, Suzhou.]]
Suzhou hefur öflugt [[Strætisvagn|strætisvagnakerfi]] sem liggur til allra borgarhluta. Fargjöld eru fast gjald, venjulega 1 Yuan fyrir rútur sem er ekki loftkældar og 2 Yuan fyrir loftkældar rútur. Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt [[Borgarlína|borgarlínukerfi]] (BRT) sem er 25 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru 5 borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou BRT|date=2019-01-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_BRT&oldid=877649371|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Þjóðvegir===
[[Mynd:Jiangsu_Expwy_S58_sign_with_name.svg|thumb|right |'''Huchang hraðbrautin''' tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.|alt=Huchang hraðbrautin tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.]]
''Nanjing–Sjanghæ [[Hraðbraut|hraðbrautin]]'' tengir Suzhou við Sjanghæ, að öðrum kosti eru ''Yangtze Riverine hraðbrautin'' og ''Suzhou–Jiaxing–Hangzhou hraðbrautin''. Árið 2005 var ytri þjóðvegahringurinn um Suzhou fullgerður, sem tengir undirborgirnar Taicang, Kunshan og Changshu. ''„Þjóðvegur 312 Kína“'' liggur einnig í gegnum borgina.
=== Flugsamgöngur ===
Þrátt fyrir að vera fjölmenn borg og mikilvægur ferðamannastaður hefur Suzhou ekki eigin alþjóðaflugvöll.
Þrír flugvellir þjóna Suzhou borg, ''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn'' (sem er sameign Wuxi og Suzhou), [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Hongqiao'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (klukkutíma akstur eða 86 kílómetrar) og [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Pudong'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (tveggja tíma akstur eða 120 kílómetrar).<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/suzhou/getting-there.htm|titill=Suzhou Transportation - Getting There|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=6. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Aðrir nálægir flugvellir eru ''Lukou'' ''alþjóðaflugvöllurinn'' í [[Nanjing]] borg í [[Jiangsu]] héraði, og ''Xiaoshan alþjóðaflugvölluinn'' í [[Hangzhou]] höfuðborg [[Zhejiang]] héraðs.
== Tengt efni ==
* [http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/index.shtml '''Vefur borgarstjórnar Suzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Opinber vefur [https://www.traveltosuzhou.com/ '''Kynningarmiðstöðvar Suzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/suzhou.htm '''Travel China Guide'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Suzhou|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|titill=Britannica: Suzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=29. ágúst|ár=2013|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
er7h6hk2pcwmifzqk7tgd4myy4x6pa4
Hringfarinn
0
168833
1764256
1764140
2022-08-09T13:45:18Z
Hringfarinn
86608
wikitext
text/x-wiki
'''Kristján Gíslason''' einnig þekktur sem '''Hringfarinn''' ( fæddur 16. [[apríl]] 1956) er íslenskur [[kerfisfræði]]ngur og ævintýramaður sem hefur ferðast um heiminn á mótórhjóli sínu. Hann var fyrsti Íslendingurinn til að ferðast einn um heiminn á [[mótorhjól]]i. 10 þátta heimildamyndasería kom út um ferðir hans sem var sýnd á RÚV.
==Störf og fjölskylda==
Kristján vann sem kerfisfræðingur fyrir [[SÍS]] (Samband íslenskra samvinnufélaga) 1976 - 1985, rak sitt eigið fyrirtæki, Radíómiðun, 1985 - 2013, sem sá um fjarskiptatæki á sjó. Frá 2008 - 2012 var hann formaður [[AFS]] á Íslandi. Kristján hefur haldið fyrirlestra um ferðalög sín.
Kristján giftist Ásdísi Rósu Baldursdóttur (f. 1956) in 1978. Þau eiga þrjá syni: Gísli (1981), Baldur (1983) og Árni (1989) og 5 barnabörn.
Kona hans og sonur hafa slegist með í för í lítinn hluta ferða hans.
==Ferðalög==
Kristján ákvað að fara í 3ja mánaða mótórhjólaferðalag um heiminn árið 2014 og var innblásinn af orðum föðurs síns '''''aldrei hætta að þora'''''. Upphaflega var ætlunin að fara með hóp en hann endaði á að fara einn og ferðalagið varði í 10 mánuði í stað 3ja. Hann fór 48.000 kílómetra og í gegnum 35 lönd.
*'''2014-2015''':
Ísland, Færeyjar, Danmörk, Þýskaland, Tékkland, Slóvakía, Austurríki, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría, Tyrkland, Íran, SAF, Óman, Indland, Nepal, Mjanmar, Taíland, Malasía, Singapúr, Indónesía, Ástralía, Nýja-Sjáland, Chile, Argentína, Perú, Ekvador, Kólombia, Panama, Kosta Ríka, Nikaragva, Hondúras, El Salvador, Gvatemala, Mexíkó, USA.
*'''2016''' Ísland, Spánn.
*'''2017''' Ástralía, Nýja-Sjáland og Marokkó.
*'''2018''' Yfir USA: frá Washington DC til San Francisco.
Ísland, Færeyjar, Danmörk, Þýskaland, Pólland, Eistland, Rússland, Belarús, Slóvakía, Austurríki, Ungverjaland.
*'''2019''' Grikkland, Ísrael, Jórdanía, Egyptaland, Súdan, Eþíópía, Kenía, Úganda, Rúanda, Kongó, Tansanía, Malaví, Zambía, Zimbabve, Botsvana, Lesótó, Suður-Afríka.
===Bækur===
'''2018'''
''Hringfarinn, einn á hjóli í hnattferð/Sliding Through – Around the World on a Motorbike, Alone''. 190 síðna bók, hundruðir mynda og 66 sögur.
'''2021'''
''Andlit Afríku – Hringfarinn – Einn á ferð um Afríku (Faces of Africa, Hringfarinn - Alone on a Motorbike in Africa)'' 185 blaðsíðna ljósmyndabók.
===Heimildamyndir===
'''2019'''
''Hringfarinn – í kringum hnöttinn á mótorhjóli''. 3 klst. Sýnt á RÚV 2019.
1. Hringfarinn – Indland.
2. Hringfarinn – Indland – Indónesía.
3. Hringfarinn – Ástralía – Ísland.
'''2020'''
''Hringfarinn ''. 2 klst. Sýnt á RÚV 2019.
4. Hringfarinn – Gegnum USA.
5. Hringfarinn – Rússland. Til Moskvu.
'''2022'''
''Hringfarinn ''. 5 klst. Sýnt á RÚV 2019.
6. Hringfarinn – Grikkland
7. Hringfarinn – Króatía, Ísrael, Jórdanía.
8. Hringfarinn – Egyptaland – Súdan.
9. Hringfarinn – Eþíópía – Kenía
10. Hringfarinn – Malaví - Suður-Afríka.
==Tenglar==
*www.hringfarinn.is
*www.slidingthrough.com
*<nowiki>https://www.hi.is/frettir/broskallar_vinna_med_hringfaranum_ad_thvi_ad_fjolga_haskolanemum_i_afriku</nowiki>
*<nowiki>https://k100.mbl.is/frettir/2019/07/29/kristjan_festist_i_sudan_og_komst_ekki_ur_landinu/</nowiki>
*<nowiki>https://www.blik.is/single-post/2020/03/02/einn-58-%C3%A1ra-%C3%A1-hj%C3%B3li-umhverfis-hn%C3%B6ttinn-hringfarinn-vi%C3%B0bur%C3%B0ur-hj%C3%A1-origo-19mars-2020</nowiki>
*<nowiki>https://www.visir.is/g/20212195088d</nowiki>
*<nowiki>https://lifdununa.is/grein/med-motorhjoladellu-a-midjum-aldri/</nowiki>
*<nowiki>https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/10/28/enginn_vill_58_ara_skiptinema/</nowiki>
*<nowiki>https://www.visir.is/g/20181543572d</nowiki>
*<nowiki>https://www.ruv.is/frett/2021/10/15/eg-kom-heim-breyttur-madur</nowiki>
*<nowiki>https://lifdununa.is/grein/ad-ferdast-til-ad-fraedast-en-ekki-fordaema/</nowiki>
{{f|1956}}
[[Flokkur:Íslenskir ævintýramenn]]
p0noffdyuirfn3cjpk7p6vby8v984jv
1764260
1764256
2022-08-09T14:37:05Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Kristján Gíslason''' einnig þekktur sem '''Hringfarinn''' ( fæddur 16. [[apríl]] 1956) er íslenskur [[kerfisfræði]]ngur og ævintýramaður sem hefur ferðast um heiminn á mótórhjóli sínu. Hann var fyrsti Íslendingurinn til að ferðast einn um heiminn á [[mótorhjól]]i. 10 þátta heimildamyndasería kom út um ferðir hans sem var sýnd á RÚV.
==Störf og fjölskylda==
Kristján vann sem kerfisfræðingur fyrir [[SÍS]] (Samband íslenskra samvinnufélaga) 1976 - 1985, rak sitt eigið fyrirtæki, Radíómiðun, 1985 - 2013, sem sá um fjarskiptatæki á sjó. Frá 2008 - 2012 var hann formaður [[AFS]] á Íslandi. Kristján hefur haldið fyrirlestra um ferðalög sín.
Kristján giftist Ásdísi Rósu Baldursdóttur (f. 1956) in 1978. Þau eiga þrjá syni: Gísli (1981), Baldur (1983) og Árni (1989) og 5 barnabörn.
Kona hans og sonur hafa slegist með í för í lítinn hluta ferða hans.
==Ferðalög==
Kristján ákvað að fara í 3ja mánaða mótórhjólaferðalag um heiminn árið 2014 og var innblásinn af orðum föðurs síns ''aldrei hætta að þora''. Upphaflega var ætlunin að fara með hóp en hann endaði á að fara einn og ferðalagið varði í 10 mánuði í stað 3ja. Hann fór 48.000 kílómetra og í gegnum 35 lönd.
*'''2014-2015''':
Ísland, Færeyjar, Danmörk, Þýskaland, Tékkland, Slóvakía, Austurríki, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría, Tyrkland, Íran, SAF, Óman, Indland, Nepal, Mjanmar, Taíland, Malasía, Singapúr, Indónesía, Ástralía, Nýja-Sjáland, Chile, Argentína, Perú, Ekvador, Kólombia, Panama, Kosta Ríka, Nikaragva, Hondúras, El Salvador, Gvatemala, Mexíkó, USA.
*'''2016''' Ísland, Spánn.
*'''2017''' Ástralía, Nýja-Sjáland og Marokkó.
*'''2018''' Yfir USA: frá Washington DC til San Francisco.
Ísland, Færeyjar, Danmörk, Þýskaland, Pólland, Eistland, Rússland, Belarús, Slóvakía, Austurríki, Ungverjaland.
*'''2019''' Grikkland, Ísrael, Jórdanía, Egyptaland, Súdan, Eþíópía, Kenía, Úganda, Rúanda, Kongó, Tansanía, Malaví, Zambía, Zimbabve, Botsvana, Lesótó, Suður-Afríka.
===Bækur===
'''2018'''
''Hringfarinn, einn á hjóli í hnattferð/Sliding Through – Around the World on a Motorbike, Alone''. 190 síðna bók, hundruðir mynda og 66 sögur.
'''2021'''
''Andlit Afríku – Hringfarinn – Einn á ferð um Afríku (Faces of Africa, Hringfarinn - Alone on a Motorbike in Africa)'' 185 blaðsíðna ljósmyndabók.
===Heimildamyndir===
'''2019'''
''Hringfarinn – í kringum hnöttinn á mótorhjóli''. 3 klst. Sýnt á RÚV 2019.
1. Hringfarinn – Indland.
2. Hringfarinn – Indland – Indónesía.
3. Hringfarinn – Ástralía – Ísland.
'''2020'''
''Hringfarinn ''. 2 klst. Sýnt á RÚV 2019.
4. Hringfarinn – Gegnum USA.
5. Hringfarinn – Rússland. Til Moskvu.
'''2022'''
''Hringfarinn ''. 5 klst. Sýnt á RÚV 2019.
6. Hringfarinn – Grikkland
7. Hringfarinn – Króatía, Ísrael, Jórdanía.
8. Hringfarinn – Egyptaland – Súdan.
9. Hringfarinn – Eþíópía – Kenía
10. Hringfarinn – Malaví - Suður-Afríka.
==Tenglar==
*www.hringfarinn.is
*www.slidingthrough.com
*<nowiki>https://www.hi.is/frettir/broskallar_vinna_med_hringfaranum_ad_thvi_ad_fjolga_haskolanemum_i_afriku</nowiki>
*<nowiki>https://k100.mbl.is/frettir/2019/07/29/kristjan_festist_i_sudan_og_komst_ekki_ur_landinu/</nowiki>
*<nowiki>https://www.blik.is/single-post/2020/03/02/einn-58-%C3%A1ra-%C3%A1-hj%C3%B3li-umhverfis-hn%C3%B6ttinn-hringfarinn-vi%C3%B0bur%C3%B0ur-hj%C3%A1-origo-19mars-2020</nowiki>
*<nowiki>https://www.visir.is/g/20212195088d</nowiki>
*<nowiki>https://lifdununa.is/grein/med-motorhjoladellu-a-midjum-aldri/</nowiki>
*<nowiki>https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/10/28/enginn_vill_58_ara_skiptinema/</nowiki>
*<nowiki>https://www.visir.is/g/20181543572d</nowiki>
*<nowiki>https://www.ruv.is/frett/2021/10/15/eg-kom-heim-breyttur-madur</nowiki>
*<nowiki>https://lifdununa.is/grein/ad-ferdast-til-ad-fraedast-en-ekki-fordaema/</nowiki>
{{f|1956}}
[[Flokkur:Íslenskir ævintýramenn]]
ar82mdddih09k35w0t9e7j0svqc7zvj
Eldgosið við Meradali 2022
0
168838
1764303
1763889
2022-08-09T17:54:07Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Meradalir 2022-08-04.jpg|thumb|Gosið 4. ágúst.]]
Þann [[3. ágúst]] árið 2022, rúmu ári eftir að [[eldgosið við Fagradalsfjall 2021|Eldgosið við Fagradalsfjall]] lauk opnaðist um 300 metra löng sprunga við norðanverða [[Meradalir|Meradali]], við norðurenda hrauns sem rann 2021, og nálægt vestari Meradalahnjúk. [[jarðskjálftar á Íslandi|Jarðskjálftahrina]] var vikurnar áður og 3 dögum áður var skjálfti upp á 5,5 nálægt Grindavík. Sprungan sem opnaðist var lengri og gosið öflugra en í síðasta gosi þegar það hófst. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/03/segir-sprunguna-lengri-en-i-sidasta-gosi Segir sprunguna lengri en í síðasta gosi]RÚV, sótt 3. ágúst 2022 </ref>
<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/03/gosid-fimm-til-tiu-sinnum-oflugra-en-i-fyrra Gosið fimm til tíu sinnum öflugra en í fyrra] RÚV, sótt 3. ágúst 2022</ref> Hún þéttist í gíga fyrstu vikuna.
==Þróun==
*6. ágúst: Sprungan hefur dregist saman og virkni er í 3 gosopum/gígum. Hættusvæði hefur verið skilgreint og möguleiki er á nýjum sprungum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/06/engin-merki-um-nyjar-gossprungur Engin merki um nýjar gossprungur] RÚV, sótt 6. ágúst 2022</ref>
*9. ágúst: Yfirvöld ákváðu að meina börnum undir 12 ára að fara að gosstöðvunum en ferðamenn höfðu virt lokanir vegna veðurs að vettugi dagana áður og lent í vandræðum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/09/born-undir-12-ara-aldri-mega-ekki-ganga-ad-gosinu Börn undir 12 ára aldri mega ekki ganga að gosinu] RÚV, sótt 9/8 2022</ref>
==Tenglar==
*[https://jardvis.hi.is/eldgos_i_meradolum Upplýsingasíða Jarðvísindastofnunar]
==Tilvísanir==
[[Flokkur:2022]]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
1e43d98odtqo4cvsf4qmorwnehb4tkh
1764316
1764303
2022-08-10T00:18:09Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Meradalir 2022-08-04.jpg|thumb|Gosið 4. ágúst.]]
Þann [[3. ágúst]] árið 2022, rúmu ári eftir að [[eldgosið við Fagradalsfjall 2021|Eldgosið við Fagradalsfjall]] lauk opnaðist um 300 metra löng sprunga við norðanverða [[Meradalir|Meradali]], við norðurenda hrauns sem rann 2021, og nálægt vestari Meradalahnjúk. [[jarðskjálftar á Íslandi|Jarðskjálftahrina]] var vikurnar áður og 3 dögum áður var skjálfti upp á 5,5 nálægt Grindavík. Sprungan sem opnaðist var lengri og gosið öflugra en í síðasta gosi þegar það hófst. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/03/segir-sprunguna-lengri-en-i-sidasta-gosi Segir sprunguna lengri en í síðasta gosi]RÚV, sótt 3. ágúst 2022 </ref>
<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/03/gosid-fimm-til-tiu-sinnum-oflugra-en-i-fyrra Gosið fimm til tíu sinnum öflugra en í fyrra] RÚV, sótt 3. ágúst 2022</ref> Hún þéttist í gíga fyrstu vikuna.
==Þróun==
*6. ágúst: Sprungan hefur dregist saman og virkni er í 3 gosopum/gígum. Hættusvæði hefur verið skilgreint og möguleiki er á nýjum sprungum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/06/engin-merki-um-nyjar-gossprungur Engin merki um nýjar gossprungur] RÚV, sótt 6. ágúst 2022</ref>
*9. ágúst: Yfirvöld ákváðu að meina börnum undir 12 ára að fara að gosstöðvunum en ferðamenn höfðu virt lokanir vegna veðurs að vettugi dagana áður og lent í hrakningum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/09/born-undir-12-ara-aldri-mega-ekki-ganga-ad-gosinu Börn undir 12 ára aldri mega ekki ganga að gosinu] RÚV, sótt 9/8 2022</ref>
==Tenglar==
*[https://jardvis.hi.is/eldgos_i_meradolum Upplýsingasíða Jarðvísindastofnunar]
==Tilvísanir==
[[Flokkur:2022]]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
lmgcde2jvvgf1kfmuykyrfu9ms1x6wy
Wenzhou
0
168839
1764291
1763964
2022-08-09T17:20:49Z
Dagvidur
4656
Bætti við korti
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wenzhou-city-in-Zhejiang-China.jpg|alt=Árið 2020 bjuggu í þessari hafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í þessari hafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[File:Wenzhou-location-MAP-in-Zhejiang-Province-in-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Wenzhou borgar í Zhejiang héraði í Kína.|Staðsetning Wenzhou borgar í Zhejiang héraði í Kína.]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt=Kort er sýnir staðsetningu Wenzhou borgar (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Borgarsýn Wenzhou,|thumb|<small>Horft yfir Wenzhou borg.]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref>Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
[[Mynd:Yandang Mountain.jpg|alt=„Yandang fjöll“ málað (pappír 31,5 x 731 cm) af Qian Weicheng, eins af fremsta landslagsmálara Tjingveldisins á átjándu öld. Yandang-fjöll eru strandfjallgarður við Wenzhou.|thumb|<small>'''„Yandang fjöll“''' málað (pappír 31,5 x 731 cm) af Qian Weicheng, eins af fremsta landslagsmálara Tjingveldisins. Yandang-fjöll eru strandfjallgarður við Wenzhou.<ref>{{Citation|title=Qian Weicheng|date=2021-09-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Qian_Weicheng&oldid=1044456457|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd:Jiangxin_Temple_07_2018-10.jpg|alt=„Skáli hinna himnesku konunga“ í Jiangxin hofinu, búddista musteri á Jiangxin eyju, í Lucheng hverfi, Wenzhou. Upphaflega byggt 866, á tíma Yizong keisara Tangveldisins (618–907). Hinir fjórir himnesku konungarnir eru búddiskir guðir, sem hver um sig vaka yfir einni höfuðátta heimsins.|thumb|<small>'''„Skáli hinna himnesku konunga“''' í Jiangxin hofinu, búddista musteri á Jiangxin eyju, í Lucheng hverfi, Wenzhou. Upphaflega byggt árið 866, á tíma Yizong keisara [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907). Hinir fjórir himnesku konungarnir eru [[Búddismi|búddiskir]] guðir, sem hver um sig vaka yfir einni höfuðátta heimsins.<ref>{{Citation|title=Jiangxin Temple|date=2022-05-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangxin_Temple&oldid=1085769508|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
[[Mynd:Zhongshan Park 20160813.jpg|alt=Aðalinngangur Wen Zhou Zhongshan almenningsgarðsins í miðborg Wenzhou. Hann er til heiðurs Sun Yat-sen, sem margir segja „faðir nútíma Kína“. Meira en 40 slíkir Zhongshan garðar eru í Kína og nokkrir erlendis.|thumb|<small>'''Aðalinngangur Wen Zhou Zhongshan''' almenningsgarðsins í miðborg Wenzhou. Hann er til heiðurs [[Sun Yat-sen]], sem margir segja „faðir nútíma Kína“. Meira en 40 slíkir Zhongshan garðar eru í Kína og nokkrir erlendis.<ref>{{Citation|title=中山公園|date=2022-07-26|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%B1%B1%E5%85%AC%E5%9C%92&oldid=72903680|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu velkomna. Afleiðingin varð mikill hagvöxtur í borginni.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
[[Mynd:Shopping_street_in_Wenzhou.jpg|alt=Wuma stræti í Lucheng hverfi, miðborg Wenzhou, er aðalverslunargata borgarinnar.|thumb|<small>'''Wuma stræti, aðalverslunargata''' borgarinnar er Lucheng hverfi, miðborg Wenzhou.<ref>{{Citation|title=五马街|date=2021-12-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%94%E9%A9%AC%E8%A1%97&oldid=69270730|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Lingxi Lake at Cangnan New District.jpg|alt=Við Lingxi vatn í Cangnan sýslu.|thumb|<small>'''Við Lingxi vatn''' í Cangnan sýslu.</small>]]
[[Mynd:WMC_The_Library.JPG|alt=Bókasafn Læknaháskóla Wenzhou, sem heyrir undir héraðsstjórn Zhejiang. Háskólinn er staðsettur í „Háskólabænum“ við rætur Daluo hæðanna 20 km suðaustur af miðborg Wenzhou.|thumb|<small>'''Bókasafn Læknaháskóla Wenzhou''', sem heyrir undir héraðsstjórn Zhejiang. Háskólinn er staðsettur í „Háskólabænum“ við rætur Daluo hæðanna 20 km suðaustur af miðborg Wenzhou.<ref>{{Citation|title=University Town (Chashan)|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=University_Town_(Chashan)&oldid=1053448001|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
[[Mynd:China2011_Zhejiang_YandangShan.jpg|alt=Bergmyndun í norðanverðum Yandang fjöllunum, strandfjallgarðs sem nær yfir stóran hluta héraðsins Wenzhou.|thumb|<small>Bergmyndun í norðanverðum '''Yandang fjöllunum''', strandfjallgarðs sem nær yfir stóran hluta Wenzhou.<ref>{{Citation|title=Yandang Mountains|date=2021-09-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yandang_Mountains&oldid=1042628065|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Dayu_Bay_-_Yandun_Shan_-_P1210613.JPG|alt=Strönd við Dayu flóa í Cangnan sýslu Wenzhou.|thumb|<small>'''Strönd við Dayu flóa''' í Cangnan sýslu Wenzhou.</small>]]
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|450px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Efnahagur og atvinnulíf ==
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:WM Motor Wenzhou Plant.jpg|alt= Iðngarður fyrir framleiðslu nýorkubíla á Oujiangkou iðnaðarsvæðinu í Wenzhou borg. Garðurinn er byggður af WM Motor, kínversku bílafyrirtæki sem hannar og framleiðir rafbíla.|hægri|thumb|<small>Iðngarður fyrir framleiðslu nýorkubíla á Oujiangkou iðnaðarsvæðinu í Wenzhou borg. Garðurinn er byggður af '''WM Motor''', kínversku bílafyrirtæki sem hannar og framleiðir rafbíla.</small>]]
[[Mynd:Wenzhou Sport center.jpg|alt=Aðalleikvangur Wenzhou fjölnota leikvangs í Wenzhou, að mestu fyrir fótbolta. Byggður 1996 og getur tekið 20.000 gesti.|thumb|<small>'''Aðalleikvangur Wenzhou, '''fjölnota leikvangs, að mestu fyrir fótbolta. Byggður 1996 fyrir 20.000 gesti.<ref>{{Citation|title=Wenzhou Sports Centre|date=2022-05-28|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_Sports_Centre&oldid=1090224735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wenzhou Theatre 2016.5.6.jpg|alt=Borgarleikhús Wenzhou í Lucheng hverfi er með 1.500 sæta leikhús, 640 sæta tónleikasal, auk 200 sæta fjölnota leikhúss.|thumb|<small>'''Borgarleikhús Wenzhou''' í Lucheng hverfi er 1.500 sæta leikhús, 640 sæta tónleikasalur og 200 sæta fjölnota leikhús.</small>]]
[[Mynd:Image_Ruian_City.jpg|alt=Frá Rui'an, einni undirborga Wenzhou.|thumb|<small>'''Frá Rui'an''', einni undirborga Wenzhou.</small>]]
Wenzhou iðar af athafnalífi og er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg [[Zhejiang]] og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins. Þegar Kína steig fyrstu skref til efnahagsumbóta og aukins athafnafrelsis árið 1978, varð stofnun einstaklings- og einkafyrirtækja sem og hluthafasamvinnufélaga fljótt einkennandi fyrir athafnalíf Wenzhou. Borgin varð brautryðjandi í að hagnýta markaðskerfi til að þróa samfélagið og athafnalíf. Á svipuðum tíma tóku borgaryfirvöld forystu um endurbætur á fjármálakerfi og skipulagsbreytingar.<small><ref name=":7">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Efnahagsvöxtur borgarinnar hefur verið gríðarlegur. Frá árinu 1978 til 2016 hefur landsframleiðsla Wenzhou aukist úr 1,3 milljörðum RMB í 505 milljarða RMB. Tekjur borgarinnar jukust úr 0,1 milljarð RMB í 72 milljarða RMB. Meðalráðstöfunartekjur borgarbúa Wenzhou fóru úr 423 RMB árið 1981 í 47.785 RMB árið 2016. Þær eru nú með þeim hæstu í Kína.<small><ref name=":7" /></small>
Borgaryfirvöld segja á eigin kynningarvef að viðskiptavitund og viðskiptamenning liggi að baki þessum mikla hagvexti, sem og landfræðileg einangrun borgarinnar: <blockquote>„Vegna bæði menningarlegrar og landfræðilegrar fjarlægðar Wenzhou og skorts á náttúruauðlindum (landi, jarðefnum o.s.frv.), hefur kínverska miðstjórnin skilið íbúa Wenzhou eftir tiltölulega sjálfráða. Fjarri miðju hins pólitíska og efnahagslega sviðs er fólkið sjálfstæðara, sjálfbjarga og almennt viðskiptamiðaðra. ... Þess vegna, þegar Kína skipti úr áætlunarhagkerfi yfir í svokallað kapítalískt hagkerfi með kínverskum (sósíalískum) einkennum seint á níunda áratugnum, aðlöguðust borgarbúar vel að hinu nýja kerfi og nýttu sér það.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small></blockquote>Þessi þróun til markaðshagkerfis skóp eitt virkasta og þróaðasta einkahagkerfi Kína að sögn borgaryfirvalda. „Í því ferli að þróa hagkerfið hefur fólkið lifað af mótlæti, með lítilli jákvæðri aðstoð frá stjórnvöldum.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á fyrstu dögum efnahagsumbótanna tóku athafnamenn borgarinnar forystu á landsvísu í að þróa hrávöruhagkerfi, heimilisiðnað og framleiðslu fyrir sérhæfða markaði.<small><ref name=":7" /></small> Upp úr 1990 varð framleiðsla á smærri rafmagnstækjum ein helsta atvinnugrein Wenzhou. Þar stofnuðu sum einkafyrirtækjanna til sameiginlegra verkefna með ýmsum þekktum alþjóðafyrirtækjum.<small><ref name=":7" /></small>
Árið 1992 var ''Viðskipta- og tækniþróunargarði Wenzhou'' komið á fót nálægt alþjóðaflugvellinum og aðalhöfn borgarinnar. Iðngarðurinn var eitt af 32 fríverslunar- og tækniþróunarsvæðum sem kínversk stjórnvöld komu á fót á árunum 1984 - 1993.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.china.org.cn/english/SPORT-c/76751.htm|titill=A Brief Introduction of National Economic and Technological Development Zones in China|höfundur=China Internet Information Center|útgefandi=China Internet Information Center- published under the auspices of the State Council Information Office and the China International Publishing Group (CIPG) in Beijing.|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Innan garðsins hefur byggst upp umfagsmikil framleiðsla rafbúnaðar og rafeindaupplýsinga, framleiðsla ýmissa byggingarefna og vefnaðarvara. Iðngarðurinn nær yfir 140 ferkílómetra og er í dag samþættur þremur öðrum aðliggjandi iðnaðargörðum. Íbúar garðsins eru meira en 230.000. Í honum hafa um 3.000 fyrirtæki aðsetur á sviði ólíkra atvinnugreina, þar á meðal hágæða framleiðslu ýmiskonar, smíði rafmagnsvéla, rafræn viðskipti og vörustjórnun.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652935.htm|titill=Wenzhou Economic and Technological Development Zone|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=19. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2021 voru 6.708 stærri iðnaðarfyrirtæki í Wenzhou.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/22/art_1231273_57848862.html|titill=Economy|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgaryfirvöld hafa lagt áhersla á að styðja við atvinnulífið með byggja upp fleiri iðngarða, ýmsa atvinnuklasa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og mörg nýsköpunarsetur. Í dag eru slíkir 17 iðnaðargarðar í Wenzhou.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sem dæmi um þá er ''Vísinda- og tæknifrumkvöðlamiðstöðin í Yueqing'' sem komið var á fót 2013; ''Frumkvöðlasetur sjávarútvegsklasa Yueqing borgar'' („Yueqing Bay Marine Economy Industrial Incubation Park“) var sett á legg 2018;<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> ''Hátækniiðnþróunarsvæði Wenzhou'' nær yfir 28 ferkílómetra landsvæði og hýsir yfir 2.000 fyrirtæki sem leggja áherslu á leysitækni, ljósorku, hálfleiðaralýsingu og ljósfjarskipti.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652931.htm|title=Wenzhou National High-tech Industrial Development Zone|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sérstakt „erfðalækninga-svæði“ borgarinnar („China Gene Medicine Valley“) hýsir 125 líflyfjafyrirtæki í mikilli uppbyggingu.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2022-03/08/c_725457.htm|title=China Gene Medicine Valley|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Með iðngörðum og klasastarfssemi verður sérhæfing atvinnufyrirtækja mikil. Sem dæmi er Wenzhou leiðandi á heimsvísu í framleiðslu kveikjara með yfir 500 slík fyrirtæki í borginni. Annað dæmi er ''Plastvefnaðarklasi Wenzhou'' sem samanstendur af 1.600 fyrirtækjum með um 42.000 starfsmenn. Alls eru 27 sértækar framleiðslustöðvar í borginni.<small><ref name=":7" /></small>
Í Wenzhou eru um 240.000 smáfyrirtæki á sviði verslunar- og iðnaðar í einstaklingseign og önnur 130.000 einkafyrirtæki, þar af 180 stórfyrirtæki, fjögur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja Kína og 36 þeirra meðal 500 stærstu einkafyrirtækja Kína. Forystu athafnamanna borgarinnar má sjá víða: Þar hóf ''Juneyao Airlines'' flug árið 1991 sem fyrsta einkarekna flugfélag Kína og ''Jinhua -Wenzhou járnbrautin'' var árið 1992 fyrsta járnbrautarverkefnið í Alþýðulýðveldinu byggt með einkafjármagni.<small><ref name=":7" /></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Wenzhou_longwan_airport.jpg|alt=Farþegamiðstöð Wenzhou Longwan flugvallarins.Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi.|thumb|<small>'''Farþegamiðstöð Wenzhou Longwan flugvallarins'''.Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi.</small>]]
[[Mynd:WZMTR_S1_Train_with_CRH380B.jpg|alt=Lest á S1 línunni. S1 og S2 lestarlínurnar tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir. Áform eru uppi um sex línur, alls 362 kílómetrar að lengd.|thumb|<small>'''Lest á S1 línunni.''' S1 og S2 lestarlínurnar tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir. Áform eru uppi um sex línur, alls 362 km. að lengd.</small>]]
[[Mynd:Railway_Bridge_on_Fenghua_River.JPG|alt=Ningbo–Taizhou–Wenzhou háhraðalestin er nefnd eftir aðalborgunum þremur á leiðinni, sem er 282 kílómetrar að lengd og er hluti af háhraðalestarkerfi suðausturstrandar Kína. Hámarkshraði er 250 kílómetrar á klukkustund.|thumb|<small>'''Ningbo–Taizhou–Wenzhou háhraðalestin,''' nefnd eftir aðalborgunum á leiðinni sem er 282 km. og er hluti af [[Háhraðalest|háhraðalestarkerfi]] suðausturstrandar Kína. Hámarkshraði er 250 km. á klst.<ref>{{Citation|title=Ningbo–Taizhou–Wenzhou railway|date=2021-10-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ningbo%E2%80%93Taizhou%E2%80%93Wenzhou_railway&oldid=1048642153|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:99-019_at_Jiefangjiekou_(20170130143419).jpg|alt=Borgarlínukerfi Wenzhou (BRT), hraðflutningakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Nú eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.|thumb|<small>'''[[Borgarlína|Borgarlínukerfi]] Wenzhou (BRT)''' hraðflutningakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Nú eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.</small>]]
=== Flug ===
[[Wenzhou Longwan alþjóðaflugvöllurinn|Alþjóðaflugvöllur Wenzhou Longwan]] (IATA: WNZ) er meginflughöfn Wenzhou borgar. Hann einn af stærri flugvöllum í Austur-Kína. Flugvöllurinn er staðsettur um 21 kílómetra frá miðborg Wenzhou í Longwan hverfi sem gefur honum nafn. Hann þjónar Wenzhou og öðrum nærliggjandi borgum eins og Taizhou, Lishui og Ningde.
Vöxtur flugvallarins hefur verið mikill. Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi. Árið 2018 bauð flugvöllurinn tengingar til 104 innlendra borga og 29 alþjóðlegra borga og svæða. Mörg farþegaflugfélög og farmflugfélög starfa á vellinum.
Flugvöllurinn hefur tvær flugstöðvar, T1 fyrir millilandaflug og T2 fyrir innanlandsflug. Vegna mikillar fjölgunar farþega er völlurinn og tengdir samgönguinnviðir í miklu stækkunarferli sem á að ljúka árið 2030. Byggja á aðra flugbraut, þriðju flugstöðina (T3), og nýja vörugeymslu. Árið 2030 geta 30 milljón flugfarþegar farið um flugvöllinn á ári.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou Longwan alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-08-05|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_Longwan_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1763839|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Flughöfnin er tengd miðborginni með lestum og snarlestum tengja flughöfnina. Að auki tengja strætisvagnar og gott vegakerfi flughöfnina við borgina og nærliggjandi svæði.
Samkvæmt áætlun stjórnvalda um þróun flugs í Wenzhou er fyrirhugað að borgin byggi á næstu árum sjö almenna flugvelli í Lucheng hverfi, Yueqing, sem og sýslum Wencheng, Cangnan, Taishun, Yongjia og Pingyang.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-12/03/c_687771.htm|titill=Mountainous county in Wenzhou building general airport|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government.|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government.|mánuður=3. desember|ár=2021|mánuðurskoðað=4. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir ===
Wenzhou-höfn er við 350 kílómetra strandlengju á Suðaustur-Kína, á óshólmasvæði [[Jangtse|Jangtse fljóts]]. Hún er ein af 25 helstu strandhöfnum Kína. Höfnin er hafnarsamlag sjö hafnarsvæða: Zhuangyuan'ao höfn; hafnarsvæði Yueqing flóa; Xiaomendao höfn; Oujiang höfn; Ruian höfn; Pingyang höfn og hafnarsvæði Cangnan.<small><ref>{{Citation|title=温州交通|date=2022-06-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72182385|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Auk tenginga til innanlandshafna eru siglingar frá Wenzhou höfn til meira en 10 landa, [[Japan]], [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]], [[Kúveit]], [[Rússland|Rússlandi]], [[Singapúr]], [[Hong Kong]], og [[Taívan]]. Stjórnvöld hafa uppi mikil áform um frekari uppbyggingu hafna borgarinnar. Stórefla á farmflutningsgetu í allt að 30 milljónir tonna á ári.<small><ref>{{Citation|title=温州交通|date=2022-06-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72182385|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
=== Lestir ===
Vegna landfræðilegrar aðstæðna er uppbygging járnbrauta í Wenzhou og tengingar við aðrar borgir kostnaðarsöm og takmörkunum háð. Fyrsta járnbraut Wenzhou, ''Jinhua–Wenzhou járnbrautin'', opnaði árið 1998. Járnbrautin, sem liggur frá Wenzhou járnbrautarstöðinni norðvestur til Jinhua, er alls 251 kílómetrar, með 135 brýr og 96 jarðgöng sem eru 35 kílómetra að lengd.<small><ref name=":11">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Árið 2009 opnuðu tvær háhraðalestartengingar í Wenzhou. Annars vegar ''Ningbo–Taizhou–Wenzhou járnbrautin'' sem liggur norður til [[Hangzhou]] og hins vegar ''Wenzhou–Fuzhou járnbrautin ''sem liggur suður til [[Xiamen]]. Báðar lestarlínurnar ná allt að 200 km/klst og hafa verulega stytt ferðatíma til nágrannaborga. Árið 2015 var síðan ''Jinhua–Wenzhou háhraðalestin'' tekin í notkun.<small><ref name=":11" /></small>
=== Borgarlestir ===
Borgarlestarkerfi Wenzhou er blandað lestakerfi við úthverfi borgarinnar með nokkrum neðanjarðarstöðvum. Áform eru uppi um sex línur, samtals 362 kílómetra að lengd.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou rail transit|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_rail_transit&oldid=1100113290|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Sú fyrsta ('''S1''') liggur milli austur-vestur úthverfa borgarinnar. Hún tengir Oujiangkou, miðborgina, Longwan, alþjóðaflugvöllinn og Lingkun. Heildarlengd S1 er 77 kílómetrar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2019/12/9/art_1231296_40902700.html|titill=Wenzhou Rail Transit Line S1|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=12. september|ár=2019|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市域铁路S1线|date=2022-05-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%93%81%E8%B7%AFS1%E7%BA%BF&oldid=71607562|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Framkvæmdum við '''S2 '''línan á að ljúka árið 2023. Hún er hraðflutningslína í úthverfi borgarinnar, 63 kílómetrar að lengd. Hún tengist alþjóðaflugvelli borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Line S2 (Wenzhou Rail Transit)|date=2022-04-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_S2_(Wenzhou_Rail_Transit)&oldid=1083414345|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref> <ref>{{Citation|title=温州市域铁路S2线|date=2022-07-07|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%93%81%E8%B7%AFS2%E7%BA%BF&oldid=72541613|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small> '''S3''' línan mun síðan liggja frá aðalestarstöð borgarinnar til Rui'an borgar, til Lingxi, Pingyang sýslu, Cangnan sýslu, og til Longgang borgar. Framkvæmdir hófust í apríl 2020. Uppkomin verður hún alls 97 kílómetrar að lengd, að hluta á upphækkuðum brúm en einnig neðanjarðar.<small><ref>{{Citation|title=溫州市域鐵路S3線|date=2022-01-11|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%BA%AB%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%90%B5%E8%B7%AFS3%E7%B7%9A&oldid=69594096|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Járnbrautalínur, S1, S2, og S3 liggja um strandsvæði Wenzhou borgar. Að auki er áætlað að byggja þrjár þéttbýlislínur (léttlestir og neðanjarðarlestir), M1, M2 og M3.
=== Borgarlínur ===
Borgarlínukerfi Wenzhou (BRT), hraðflutningakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Í dag eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.<small><ref>{{Citation|title=温州快速公交|date=2022-01-10|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%BF%AB%E9%80%9F%E5%85%AC%E4%BA%A4&oldid=69584025|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Frekari uppbygging þriðju línunnar er fyrirhuguð.
=== Strætavagnar ===
Wenzhou borg hefur fjölda strætisvagnastöðva sem þjóna ýmsum stöðum innan borgarinnar og nærliggjandi svæðum og borgum. Almenningsvagnakerfi borgarinnar taldi árið 2013 alls 1.537 rútur á 88 leiðum. Flestir strætisvagnarnir eru með sjálfvirku fargjaldakerfi.<ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/3/30/art_1231296_2332695.html|titill=Bus|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=30. mars|ár=2013|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref>
=== Ferjur ===
Ferjur þjóna áfangastöðum upp og niður með Ou-fljóti og til úthverfa Oubei. Sérstök ferja þjónar ferðamannaeyjunni Jiangxin í Ou-fljóti.<small><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Wenzhou#Get_around|title=Wenzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Borgin er einnig að byggja upp vatnsrútukerfi. Fyrsta vatnsrútulína opnaði árið 2013, þar sem siglt er frá Xiaonanmen til Nantang.
=== Reiðhjólaleiga ===
Almenningsreiðhjólakerfi Wenzhou er hjólaleiga þar sem þúsundir almenningshjóla í boði ókeypis í takmarkaðan tíma.<small><ref>{{Cite web|url=http://news.66wz.com/system/2012/08/13/103308919.shtml|title=鹿城5000辆公共自行车开始定制 9月出街(图)_独家报道_温州网|website=news.66wz.com|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
== Trúarbrögð ==
[[Mynd:Temple of the Filial Blessing in Ouhai, Wenzhou, Zhejiang, China (2).jpg|alt=Musteri fjölskyldublessunar í Ouhai hverfi, Wenzhou, er staður fyrir tilbeiðslu forfeðranna.|hægri|thumb|<small>'''„Musteri fjölskyldublessunar“''' í Ouhai hverfi Wenzhou, er staður fyrir tilbeiðslu forfeðranna.</small>]]
[[Mynd:Lords Prayer in Chinese.jpg|alt=„Faðirvorið“, þekktasta Kristna bænin, hér á Kínversku.|hægri|thumb| <small>„[[Faðirvorið]]“, þekktasta [[Kristni|Kristna]] bænin, hér á [[Kínverska|Kínversku]].</small>]]
[[Mynd:Saint_Paul's_Cathedral_in_Wenzhou_12_2018-10.jpg|alt=Dómkirkja Páls postula í Wenzhou er aðsetur kaþólska biskupsstólsins í borginni.|hægri|thumb| <small>'''Dómkirkja Páls postula''' í Wenzhou er aðsetur kaþólska biskupsstólsins í borginni.<ref>{{Citation|title=St. Paul's Cathedral, Wenzhou|date=2022-08-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=St._Paul%27s_Cathedral,_Wenzhou&oldid=1102528728|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
=== Almennt ===
Eins og víðast hvar í Alþýðulýðveldinu Kína er meirihluti íbúa Wenzhou trúlaus.<small><ref name=":8">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Í samanburði við önnur strandsvæði í Kína virðast borgarbúar þó meira áhugasamir um trúarmál. Ýmis trúarbrögð eru þannig ríkjandi í borginni. Til að mynda er forfeðradýrkun vinsæl í Wenzhou og byggð hafa verið forfeðrahof á ýmsum stöðum.<small><ref name=":9">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small> Þjóðtrú virðist þannig sterk og [[búddismi]] og [[Daoismi|taóismi]] eru iðkaðir víða í borginni. Þá eru margir fylgjendur kristninnar [[Mótmælendatrú|mótmælendatrúar]] sem og [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólskara]] trúar.<small><ref name=":10">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>
Fyrir valdatöku [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] í Kína árið 1949 voru Wenzhou skráðir 2.000 tilbeiðslustaðir og 4.500 prestar, prestar og munkar. Ríkið útnefndi borgina opinberlega sem „trúleysissvæði“ árið 1958 og í [[Menningarbyltingin|menningarbyltingunni]] (1966–1976) var trúarbyggingum ýmist lokað eða þeim breytt til annarra nota. Á níunda áratugnum lifnuðu trúarbrögð hratt við og í dag eru fleiri tilbeiðslustaðir skráðir en áður.<small><ref name=":10" /></small>
Á vef borgarinnar er sagt frá því að síðla árs 2000 og til ársins 2002 hafi stjórnvöld ráðist í átak í að loka kirkjum, musterum og hofum og þau jafnvel eyðilögð. Það hafði áhrif á kristna, búddista og taóista.<small><ref name=":8" /></small> Þrátt fyrir þetta var borgin með árið 2015 með 8.569 musteri byggð á þjóðtrúar og 3.961 skráða tilbeiðslustaði búddisma, taóisma, íslam, kaþólskrar trúar og mótmælendatrúar.<small><ref name=":10" /></small>
=== Búddismi ===
Búddismi á sér langa sögu í borginni og marga fylgjendur. Búddahof eru víða um borgina og í dreifbýli. Mikill fjöldi trúaðra heimsækir musterin til að brenna reykelsi og tilbiðja Búdda. Meðal þekktustu mustera borgarinnar eru Jiangxin-hofið, Miaoguo-hofið, og Taiping-hofið.<small><ref name=":9" /></small>
=== Taóismi ===
Taóistahof eru á víða við fjallsrætur í borginni. Þrátt fyrir að hefðbundinn taóismi sé ekki útbreiddur, brenna áhangendur þeirra enn reykelsi af mikilli trúmennsku og viðhalda þjóðlegum hefðum og spádómum.<small><ref name=":9" /></small>
=== Kristni ===
Wenzhou borg hefur verið kölluð „Jerúsalem Kína“. Í dag er borgin talin mikilvæg miðstöð kristni í Kína.<small><ref name=":10" /></small> Breskir trúboðar boðuðu mótmælendatrú í Wenzhou á 19. öld. Árið 1949 er talið að meira en 115,000 borgarbúa hafi verið mótmælendatrúar, sem voru um tíundi hluti allra áhangenda mótmælendatrúar í Kína.<small><ref name=":10" /></small> Í dag er fylgjendur mótmælendatrúar fjölmennur hópur og mjög virkur í borginni. Opinberar tölur segja þá vera 15% af heildarfjölda íbúa, eða meira en 1 milljón talsins.<small><ref name=":9" /></small> Kirkjur og samkomustaðir eru margir og krossar víða í þéttbýli og dreifbýli. Mörg þorp innan borgarinnar hafa fleiri en eina kirkju. Meðal þekktra mótmælendakirkja eru: Wenzhou Chengxi kirkjan, Garden Lane kirkjan, Yongguang kirkjan, Jiangjunqiao kirkjan og Wuqiao kirkjan.
Alls er áætlað að um 100.000 borgarbúar séu kaþólskrar trúar.<small><ref name=":9" /></small>
Borgaryfirvöld segja að ör vöxtur hafi orðið í kristnum samfélögum, allt að 15 -20% íbúanna séu kristnir. Staðbundnar fjölskyldukirkjur segja allt að 30% borgarbúa kristna. Vegna starfa erlendra fyrirtækja í borginni bjóða sumar kirkjur upp á þjónustu og biblíunám á ensku.<small><ref name=":8" /></small>
Á síðustu árum hefur ríkisvaldið reynt að hamla vexti og starfssemi kristinnar trúar í borginni. Kirkjum hefur verið lokað, þær jafnaðar við jörðu, krossar fjarlægðir, og prestar og kristnir fylgjendur handteknir.<small><ref name=":10" /></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:杀狗记211747.jpg|alt=Wenzhou var fæðingarstaður „nanxi“, kínversks óperuforms á 12. öld. „Ou Opera“, eitt kínverskt óperuform, er vinsælt í Wenzhou og nærliggjandi svæðum. Nafnið er dregið af Ou-fljóti borgarinnar.|thumb|<small>Wenzhou var fæðingarstaður „nanxi“, kínversks óperuforms á 12. öld. '''„Ou Opera“''', er þekkt kínverskt óperuform, vinsælt í Wenzhou og nærliggjandi svæðum. Nafnið er dregið af Ou-fljóti borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Ou opera|date=2021-06-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ou_opera&oldid=1026229477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikiferða um Wenzhou''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* Enskur kynningarvefur [http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/index.html Zhejiang héraðs '''um Wenzhou borg''']. Myndrænar upplýsingar um borgina, fréttir, skipulag o.fl.
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
hotyv2zcs8ry78nbz60phbrvtgfts5k
1764292
1764291
2022-08-09T17:21:37Z
Dagvidur
4656
Tek aftur breytingu 1764291 frá [[Special:Contributions/Dagvidur|Dagvidur]] ([[User talk:Dagvidur|spjall]])
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wenzhou-city-in-Zhejiang-China.jpg|alt=Árið 2020 bjuggu í þessari hafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í þessari hafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt=Kort er sýnir staðsetningu Wenzhou borgar (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Borgarsýn Wenzhou,|thumb|<small>Horft yfir Wenzhou borg.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
[[Mynd:Yandang Mountain.jpg|alt=„Yandang fjöll“ málað (pappír 31,5 x 731 cm) af Qian Weicheng, eins af fremsta landslagsmálara Tjingveldisins á átjándu öld. Yandang-fjöll eru strandfjallgarður við Wenzhou.|thumb|<small>'''„Yandang fjöll“''' málað (pappír 31,5 x 731 cm) af Qian Weicheng, eins af fremsta landslagsmálara Tjingveldisins. Yandang-fjöll eru strandfjallgarður við Wenzhou.<ref>{{Citation|title=Qian Weicheng|date=2021-09-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Qian_Weicheng&oldid=1044456457|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd:Jiangxin_Temple_07_2018-10.jpg|alt=„Skáli hinna himnesku konunga“ í Jiangxin hofinu, búddista musteri á Jiangxin eyju, í Lucheng hverfi, Wenzhou. Upphaflega byggt 866, á tíma Yizong keisara Tangveldisins (618–907). Hinir fjórir himnesku konungarnir eru búddiskir guðir, sem hver um sig vaka yfir einni höfuðátta heimsins.|thumb|<small>'''„Skáli hinna himnesku konunga“''' í Jiangxin hofinu, búddista musteri á Jiangxin eyju, í Lucheng hverfi, Wenzhou. Upphaflega byggt árið 866, á tíma Yizong keisara [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907). Hinir fjórir himnesku konungarnir eru [[Búddismi|búddiskir]] guðir, sem hver um sig vaka yfir einni höfuðátta heimsins.<ref>{{Citation|title=Jiangxin Temple|date=2022-05-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangxin_Temple&oldid=1085769508|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
[[Mynd:Zhongshan Park 20160813.jpg|alt=Aðalinngangur Wen Zhou Zhongshan almenningsgarðsins í miðborg Wenzhou. Hann er til heiðurs Sun Yat-sen, sem margir segja „faðir nútíma Kína“. Meira en 40 slíkir Zhongshan garðar eru í Kína og nokkrir erlendis.|thumb|<small>'''Aðalinngangur Wen Zhou Zhongshan''' almenningsgarðsins í miðborg Wenzhou. Hann er til heiðurs [[Sun Yat-sen]], sem margir segja „faðir nútíma Kína“. Meira en 40 slíkir Zhongshan garðar eru í Kína og nokkrir erlendis.<ref>{{Citation|title=中山公園|date=2022-07-26|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%B1%B1%E5%85%AC%E5%9C%92&oldid=72903680|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu velkomna. Afleiðingin varð mikill hagvöxtur í borginni.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
[[Mynd:Shopping_street_in_Wenzhou.jpg|alt=Wuma stræti í Lucheng hverfi, miðborg Wenzhou, er aðalverslunargata borgarinnar.|thumb|<small>'''Wuma stræti, aðalverslunargata''' borgarinnar er Lucheng hverfi, miðborg Wenzhou.<ref>{{Citation|title=五马街|date=2021-12-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%94%E9%A9%AC%E8%A1%97&oldid=69270730|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Lingxi Lake at Cangnan New District.jpg|alt=Við Lingxi vatn í Cangnan sýslu.|thumb|<small>'''Við Lingxi vatn''' í Cangnan sýslu.</small>]]
[[Mynd:WMC_The_Library.JPG|alt=Bókasafn Læknaháskóla Wenzhou, sem heyrir undir héraðsstjórn Zhejiang. Háskólinn er staðsettur í „Háskólabænum“ við rætur Daluo hæðanna 20 km suðaustur af miðborg Wenzhou.|thumb|<small>'''Bókasafn Læknaháskóla Wenzhou''', sem heyrir undir héraðsstjórn Zhejiang. Háskólinn er staðsettur í „Háskólabænum“ við rætur Daluo hæðanna 20 km suðaustur af miðborg Wenzhou.<ref>{{Citation|title=University Town (Chashan)|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=University_Town_(Chashan)&oldid=1053448001|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
[[Mynd:China2011_Zhejiang_YandangShan.jpg|alt=Bergmyndun í norðanverðum Yandang fjöllunum, strandfjallgarðs sem nær yfir stóran hluta héraðsins Wenzhou.|thumb|<small>Bergmyndun í norðanverðum '''Yandang fjöllunum''', strandfjallgarðs sem nær yfir stóran hluta Wenzhou.<ref>{{Citation|title=Yandang Mountains|date=2021-09-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yandang_Mountains&oldid=1042628065|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Dayu_Bay_-_Yandun_Shan_-_P1210613.JPG|alt=Strönd við Dayu flóa í Cangnan sýslu Wenzhou.|thumb|<small>'''Strönd við Dayu flóa''' í Cangnan sýslu Wenzhou.</small>]]
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|450px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Efnahagur og atvinnulíf ==
[[Mynd:WM Motor Wenzhou Plant.jpg|alt= Iðngarður fyrir framleiðslu nýorkubíla á Oujiangkou iðnaðarsvæðinu í Wenzhou borg. Garðurinn er byggður af WM Motor, kínversku bílafyrirtæki sem hannar og framleiðir rafbíla.|hægri|thumb|<small>Iðngarður fyrir framleiðslu nýorkubíla á Oujiangkou iðnaðarsvæðinu í Wenzhou borg. Garðurinn er byggður af '''WM Motor''', kínversku bílafyrirtæki sem hannar og framleiðir rafbíla.</small>]]
[[Mynd:Wenzhou Sport center.jpg|alt=Aðalleikvangur Wenzhou fjölnota leikvangs í Wenzhou, að mestu fyrir fótbolta. Byggður 1996 og getur tekið 20.000 gesti.|thumb|<small>'''Aðalleikvangur Wenzhou, '''fjölnota leikvangs, að mestu fyrir fótbolta. Byggður 1996 fyrir 20.000 gesti.<ref>{{Citation|title=Wenzhou Sports Centre|date=2022-05-28|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_Sports_Centre&oldid=1090224735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wenzhou Theatre 2016.5.6.jpg|alt=Borgarleikhús Wenzhou í Lucheng hverfi er með 1.500 sæta leikhús, 640 sæta tónleikasal, auk 200 sæta fjölnota leikhúss.|thumb|<small>'''Borgarleikhús Wenzhou''' í Lucheng hverfi er 1.500 sæta leikhús, 640 sæta tónleikasalur og 200 sæta fjölnota leikhús.</small>]]
[[Mynd:Image_Ruian_City.jpg|alt=Frá Rui'an, einni undirborga Wenzhou.|thumb|<small>'''Frá Rui'an''', einni undirborga Wenzhou.</small>]]
Wenzhou iðar af athafnalífi og er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg [[Zhejiang]] og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins. Þegar Kína steig fyrstu skref til efnahagsumbóta og aukins athafnafrelsis árið 1978, varð stofnun einstaklings- og einkafyrirtækja sem og hluthafasamvinnufélaga fljótt einkennandi fyrir athafnalíf Wenzhou. Borgin varð brautryðjandi í að hagnýta markaðskerfi til að þróa samfélagið og athafnalíf. Á svipuðum tíma tóku borgaryfirvöld forystu um endurbætur á fjármálakerfi og skipulagsbreytingar.<small><ref name=":7">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Efnahagsvöxtur borgarinnar hefur verið gríðarlegur. Frá árinu 1978 til 2016 hefur landsframleiðsla Wenzhou aukist úr 1,3 milljörðum RMB í 505 milljarða RMB. Tekjur borgarinnar jukust úr 0,1 milljarð RMB í 72 milljarða RMB. Meðalráðstöfunartekjur borgarbúa Wenzhou fóru úr 423 RMB árið 1981 í 47.785 RMB árið 2016. Þær eru nú með þeim hæstu í Kína.<small><ref name=":7" /></small>
Borgaryfirvöld segja á eigin kynningarvef að viðskiptavitund og viðskiptamenning liggi að baki þessum mikla hagvexti, sem og landfræðileg einangrun borgarinnar: <blockquote>„Vegna bæði menningarlegrar og landfræðilegrar fjarlægðar Wenzhou og skorts á náttúruauðlindum (landi, jarðefnum o.s.frv.), hefur kínverska miðstjórnin skilið íbúa Wenzhou eftir tiltölulega sjálfráða. Fjarri miðju hins pólitíska og efnahagslega sviðs er fólkið sjálfstæðara, sjálfbjarga og almennt viðskiptamiðaðra. ... Þess vegna, þegar Kína skipti úr áætlunarhagkerfi yfir í svokallað kapítalískt hagkerfi með kínverskum (sósíalískum) einkennum seint á níunda áratugnum, aðlöguðust borgarbúar vel að hinu nýja kerfi og nýttu sér það.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small></blockquote>Þessi þróun til markaðshagkerfis skóp eitt virkasta og þróaðasta einkahagkerfi Kína að sögn borgaryfirvalda. „Í því ferli að þróa hagkerfið hefur fólkið lifað af mótlæti, með lítilli jákvæðri aðstoð frá stjórnvöldum.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á fyrstu dögum efnahagsumbótanna tóku athafnamenn borgarinnar forystu á landsvísu í að þróa hrávöruhagkerfi, heimilisiðnað og framleiðslu fyrir sérhæfða markaði.<small><ref name=":7" /></small> Upp úr 1990 varð framleiðsla á smærri rafmagnstækjum ein helsta atvinnugrein Wenzhou. Þar stofnuðu sum einkafyrirtækjanna til sameiginlegra verkefna með ýmsum þekktum alþjóðafyrirtækjum.<small><ref name=":7" /></small>
Árið 1992 var ''Viðskipta- og tækniþróunargarði Wenzhou'' komið á fót nálægt alþjóðaflugvellinum og aðalhöfn borgarinnar. Iðngarðurinn var eitt af 32 fríverslunar- og tækniþróunarsvæðum sem kínversk stjórnvöld komu á fót á árunum 1984 - 1993.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.china.org.cn/english/SPORT-c/76751.htm|titill=A Brief Introduction of National Economic and Technological Development Zones in China|höfundur=China Internet Information Center|útgefandi=China Internet Information Center- published under the auspices of the State Council Information Office and the China International Publishing Group (CIPG) in Beijing.|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Innan garðsins hefur byggst upp umfagsmikil framleiðsla rafbúnaðar og rafeindaupplýsinga, framleiðsla ýmissa byggingarefna og vefnaðarvara. Iðngarðurinn nær yfir 140 ferkílómetra og er í dag samþættur þremur öðrum aðliggjandi iðnaðargörðum. Íbúar garðsins eru meira en 230.000. Í honum hafa um 3.000 fyrirtæki aðsetur á sviði ólíkra atvinnugreina, þar á meðal hágæða framleiðslu ýmiskonar, smíði rafmagnsvéla, rafræn viðskipti og vörustjórnun.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652935.htm|titill=Wenzhou Economic and Technological Development Zone|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=19. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2021 voru 6.708 stærri iðnaðarfyrirtæki í Wenzhou.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/22/art_1231273_57848862.html|titill=Economy|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgaryfirvöld hafa lagt áhersla á að styðja við atvinnulífið með byggja upp fleiri iðngarða, ýmsa atvinnuklasa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og mörg nýsköpunarsetur. Í dag eru slíkir 17 iðnaðargarðar í Wenzhou.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sem dæmi um þá er ''Vísinda- og tæknifrumkvöðlamiðstöðin í Yueqing'' sem komið var á fót 2013; ''Frumkvöðlasetur sjávarútvegsklasa Yueqing borgar'' („Yueqing Bay Marine Economy Industrial Incubation Park“) var sett á legg 2018;<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> ''Hátækniiðnþróunarsvæði Wenzhou'' nær yfir 28 ferkílómetra landsvæði og hýsir yfir 2.000 fyrirtæki sem leggja áherslu á leysitækni, ljósorku, hálfleiðaralýsingu og ljósfjarskipti.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652931.htm|title=Wenzhou National High-tech Industrial Development Zone|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sérstakt „erfðalækninga-svæði“ borgarinnar („China Gene Medicine Valley“) hýsir 125 líflyfjafyrirtæki í mikilli uppbyggingu.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2022-03/08/c_725457.htm|title=China Gene Medicine Valley|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Með iðngörðum og klasastarfssemi verður sérhæfing atvinnufyrirtækja mikil. Sem dæmi er Wenzhou leiðandi á heimsvísu í framleiðslu kveikjara með yfir 500 slík fyrirtæki í borginni. Annað dæmi er ''Plastvefnaðarklasi Wenzhou'' sem samanstendur af 1.600 fyrirtækjum með um 42.000 starfsmenn. Alls eru 27 sértækar framleiðslustöðvar í borginni.<small><ref name=":7" /></small>
Í Wenzhou eru um 240.000 smáfyrirtæki á sviði verslunar- og iðnaðar í einstaklingseign og önnur 130.000 einkafyrirtæki, þar af 180 stórfyrirtæki, fjögur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja Kína og 36 þeirra meðal 500 stærstu einkafyrirtækja Kína. Forystu athafnamanna borgarinnar má sjá víða: Þar hóf ''Juneyao Airlines'' flug árið 1991 sem fyrsta einkarekna flugfélag Kína og ''Jinhua -Wenzhou járnbrautin'' var árið 1992 fyrsta járnbrautarverkefnið í Alþýðulýðveldinu byggt með einkafjármagni.<small><ref name=":7" /></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Wenzhou_longwan_airport.jpg|alt=Farþegamiðstöð Wenzhou Longwan flugvallarins.Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi.|thumb|<small>'''Farþegamiðstöð Wenzhou Longwan flugvallarins'''.Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi.</small>]]
[[Mynd:WZMTR_S1_Train_with_CRH380B.jpg|alt=Lest á S1 línunni. S1 og S2 lestarlínurnar tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir. Áform eru uppi um sex línur, alls 362 kílómetrar að lengd.|thumb|<small>'''Lest á S1 línunni.''' S1 og S2 lestarlínurnar tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir. Áform eru uppi um sex línur, alls 362 km. að lengd.</small>]]
[[Mynd:Railway_Bridge_on_Fenghua_River.JPG|alt=Ningbo–Taizhou–Wenzhou háhraðalestin er nefnd eftir aðalborgunum þremur á leiðinni, sem er 282 kílómetrar að lengd og er hluti af háhraðalestarkerfi suðausturstrandar Kína. Hámarkshraði er 250 kílómetrar á klukkustund.|thumb|<small>'''Ningbo–Taizhou–Wenzhou háhraðalestin,''' nefnd eftir aðalborgunum á leiðinni sem er 282 km. og er hluti af [[Háhraðalest|háhraðalestarkerfi]] suðausturstrandar Kína. Hámarkshraði er 250 km. á klst.<ref>{{Citation|title=Ningbo–Taizhou–Wenzhou railway|date=2021-10-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ningbo%E2%80%93Taizhou%E2%80%93Wenzhou_railway&oldid=1048642153|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:99-019_at_Jiefangjiekou_(20170130143419).jpg|alt=Borgarlínukerfi Wenzhou (BRT), hraðflutningakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Nú eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.|thumb|<small>'''[[Borgarlína|Borgarlínukerfi]] Wenzhou (BRT)''' hraðflutningakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Nú eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.</small>]]
=== Flug ===
[[Wenzhou Longwan alþjóðaflugvöllurinn|Alþjóðaflugvöllur Wenzhou Longwan]] (IATA: WNZ) er meginflughöfn Wenzhou borgar. Hann einn af stærri flugvöllum í Austur-Kína. Flugvöllurinn er staðsettur um 21 kílómetra frá miðborg Wenzhou í Longwan hverfi sem gefur honum nafn. Hann þjónar Wenzhou og öðrum nærliggjandi borgum eins og Taizhou, Lishui og Ningde.
Vöxtur flugvallarins hefur verið mikill. Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi. Árið 2018 bauð flugvöllurinn tengingar til 104 innlendra borga og 29 alþjóðlegra borga og svæða. Mörg farþegaflugfélög og farmflugfélög starfa á vellinum.
Flugvöllurinn hefur tvær flugstöðvar, T1 fyrir millilandaflug og T2 fyrir innanlandsflug. Vegna mikillar fjölgunar farþega er völlurinn og tengdir samgönguinnviðir í miklu stækkunarferli sem á að ljúka árið 2030. Byggja á aðra flugbraut, þriðju flugstöðina (T3), og nýja vörugeymslu. Árið 2030 geta 30 milljón flugfarþegar farið um flugvöllinn á ári.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou Longwan alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-08-05|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_Longwan_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1763839|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Flughöfnin er tengd miðborginni með lestum og snarlestum tengja flughöfnina. Að auki tengja strætisvagnar og gott vegakerfi flughöfnina við borgina og nærliggjandi svæði.
Samkvæmt áætlun stjórnvalda um þróun flugs í Wenzhou er fyrirhugað að borgin byggi á næstu árum sjö almenna flugvelli í Lucheng hverfi, Yueqing, sem og sýslum Wencheng, Cangnan, Taishun, Yongjia og Pingyang.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-12/03/c_687771.htm|titill=Mountainous county in Wenzhou building general airport|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government.|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government.|mánuður=3. desember|ár=2021|mánuðurskoðað=4. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir ===
Wenzhou-höfn er við 350 kílómetra strandlengju á Suðaustur-Kína, á óshólmasvæði [[Jangtse|Jangtse fljóts]]. Hún er ein af 25 helstu strandhöfnum Kína. Höfnin er hafnarsamlag sjö hafnarsvæða: Zhuangyuan'ao höfn; hafnarsvæði Yueqing flóa; Xiaomendao höfn; Oujiang höfn; Ruian höfn; Pingyang höfn og hafnarsvæði Cangnan.<small><ref>{{Citation|title=温州交通|date=2022-06-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72182385|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Auk tenginga til innanlandshafna eru siglingar frá Wenzhou höfn til meira en 10 landa, [[Japan]], [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]], [[Kúveit]], [[Rússland|Rússlandi]], [[Singapúr]], [[Hong Kong]], og [[Taívan]]. Stjórnvöld hafa uppi mikil áform um frekari uppbyggingu hafna borgarinnar. Stórefla á farmflutningsgetu í allt að 30 milljónir tonna á ári.<small><ref>{{Citation|title=温州交通|date=2022-06-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72182385|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
=== Lestir ===
Vegna landfræðilegrar aðstæðna er uppbygging járnbrauta í Wenzhou og tengingar við aðrar borgir kostnaðarsöm og takmörkunum háð. Fyrsta járnbraut Wenzhou, ''Jinhua–Wenzhou járnbrautin'', opnaði árið 1998. Járnbrautin, sem liggur frá Wenzhou járnbrautarstöðinni norðvestur til Jinhua, er alls 251 kílómetrar, með 135 brýr og 96 jarðgöng sem eru 35 kílómetra að lengd.<small><ref name=":11">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Árið 2009 opnuðu tvær háhraðalestartengingar í Wenzhou. Annars vegar ''Ningbo–Taizhou–Wenzhou járnbrautin'' sem liggur norður til [[Hangzhou]] og hins vegar ''Wenzhou–Fuzhou járnbrautin ''sem liggur suður til [[Xiamen]]. Báðar lestarlínurnar ná allt að 200 km/klst og hafa verulega stytt ferðatíma til nágrannaborga. Árið 2015 var síðan ''Jinhua–Wenzhou háhraðalestin'' tekin í notkun.<small><ref name=":11" /></small>
=== Borgarlestir ===
Borgarlestarkerfi Wenzhou er blandað lestakerfi við úthverfi borgarinnar með nokkrum neðanjarðarstöðvum. Áform eru uppi um sex línur, samtals 362 kílómetra að lengd.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou rail transit|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_rail_transit&oldid=1100113290|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Sú fyrsta ('''S1''') liggur milli austur-vestur úthverfa borgarinnar. Hún tengir Oujiangkou, miðborgina, Longwan, alþjóðaflugvöllinn og Lingkun. Heildarlengd S1 er 77 kílómetrar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2019/12/9/art_1231296_40902700.html|titill=Wenzhou Rail Transit Line S1|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=12. september|ár=2019|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市域铁路S1线|date=2022-05-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%93%81%E8%B7%AFS1%E7%BA%BF&oldid=71607562|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Framkvæmdum við '''S2 '''línan á að ljúka árið 2023. Hún er hraðflutningslína í úthverfi borgarinnar, 63 kílómetrar að lengd. Hún tengist alþjóðaflugvelli borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Line S2 (Wenzhou Rail Transit)|date=2022-04-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_S2_(Wenzhou_Rail_Transit)&oldid=1083414345|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref> <ref>{{Citation|title=温州市域铁路S2线|date=2022-07-07|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%93%81%E8%B7%AFS2%E7%BA%BF&oldid=72541613|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small> '''S3''' línan mun síðan liggja frá aðalestarstöð borgarinnar til Rui'an borgar, til Lingxi, Pingyang sýslu, Cangnan sýslu, og til Longgang borgar. Framkvæmdir hófust í apríl 2020. Uppkomin verður hún alls 97 kílómetrar að lengd, að hluta á upphækkuðum brúm en einnig neðanjarðar.<small><ref>{{Citation|title=溫州市域鐵路S3線|date=2022-01-11|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%BA%AB%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%90%B5%E8%B7%AFS3%E7%B7%9A&oldid=69594096|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Járnbrautalínur, S1, S2, og S3 liggja um strandsvæði Wenzhou borgar. Að auki er áætlað að byggja þrjár þéttbýlislínur (léttlestir og neðanjarðarlestir), M1, M2 og M3.
=== Borgarlínur ===
Borgarlínukerfi Wenzhou (BRT), hraðflutningakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Í dag eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.<small><ref>{{Citation|title=温州快速公交|date=2022-01-10|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%BF%AB%E9%80%9F%E5%85%AC%E4%BA%A4&oldid=69584025|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Frekari uppbygging þriðju línunnar er fyrirhuguð.
=== Strætavagnar ===
Wenzhou borg hefur fjölda strætisvagnastöðva sem þjóna ýmsum stöðum innan borgarinnar og nærliggjandi svæðum og borgum. Almenningsvagnakerfi borgarinnar taldi árið 2013 alls 1.537 rútur á 88 leiðum. Flestir strætisvagnarnir eru með sjálfvirku fargjaldakerfi.<ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/3/30/art_1231296_2332695.html|titill=Bus|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=30. mars|ár=2013|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref>
=== Ferjur ===
Ferjur þjóna áfangastöðum upp og niður með Ou-fljóti og til úthverfa Oubei. Sérstök ferja þjónar ferðamannaeyjunni Jiangxin í Ou-fljóti.<small><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Wenzhou#Get_around|title=Wenzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Borgin er einnig að byggja upp vatnsrútukerfi. Fyrsta vatnsrútulína opnaði árið 2013, þar sem siglt er frá Xiaonanmen til Nantang.
=== Reiðhjólaleiga ===
Almenningsreiðhjólakerfi Wenzhou er hjólaleiga þar sem þúsundir almenningshjóla í boði ókeypis í takmarkaðan tíma.<small><ref>{{Cite web|url=http://news.66wz.com/system/2012/08/13/103308919.shtml|title=鹿城5000辆公共自行车开始定制 9月出街(图)_独家报道_温州网|website=news.66wz.com|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
== Trúarbrögð ==
[[Mynd:Temple of the Filial Blessing in Ouhai, Wenzhou, Zhejiang, China (2).jpg|alt=Musteri fjölskyldublessunar í Ouhai hverfi, Wenzhou, er staður fyrir tilbeiðslu forfeðranna.|hægri|thumb|<small>'''„Musteri fjölskyldublessunar“''' í Ouhai hverfi Wenzhou, er staður fyrir tilbeiðslu forfeðranna.</small>]]
[[Mynd:Lords Prayer in Chinese.jpg|alt=„Faðirvorið“, þekktasta Kristna bænin, hér á Kínversku.|hægri|thumb| <small>„[[Faðirvorið]]“, þekktasta [[Kristni|Kristna]] bænin, hér á [[Kínverska|Kínversku]].</small>]]
[[Mynd:Saint_Paul's_Cathedral_in_Wenzhou_12_2018-10.jpg|alt=Dómkirkja Páls postula í Wenzhou er aðsetur kaþólska biskupsstólsins í borginni.|hægri|thumb| <small>'''Dómkirkja Páls postula''' í Wenzhou er aðsetur kaþólska biskupsstólsins í borginni.<ref>{{Citation|title=St. Paul's Cathedral, Wenzhou|date=2022-08-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=St._Paul%27s_Cathedral,_Wenzhou&oldid=1102528728|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
=== Almennt ===
Eins og víðast hvar í Alþýðulýðveldinu Kína er meirihluti íbúa Wenzhou trúlaus.<small><ref name=":8">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Í samanburði við önnur strandsvæði í Kína virðast borgarbúar þó meira áhugasamir um trúarmál. Ýmis trúarbrögð eru þannig ríkjandi í borginni. Til að mynda er forfeðradýrkun vinsæl í Wenzhou og byggð hafa verið forfeðrahof á ýmsum stöðum.<small><ref name=":9">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small> Þjóðtrú virðist þannig sterk og [[búddismi]] og [[Daoismi|taóismi]] eru iðkaðir víða í borginni. Þá eru margir fylgjendur kristninnar [[Mótmælendatrú|mótmælendatrúar]] sem og [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólskara]] trúar.<small><ref name=":10">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>
Fyrir valdatöku [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] í Kína árið 1949 voru Wenzhou skráðir 2.000 tilbeiðslustaðir og 4.500 prestar, prestar og munkar. Ríkið útnefndi borgina opinberlega sem „trúleysissvæði“ árið 1958 og í [[Menningarbyltingin|menningarbyltingunni]] (1966–1976) var trúarbyggingum ýmist lokað eða þeim breytt til annarra nota. Á níunda áratugnum lifnuðu trúarbrögð hratt við og í dag eru fleiri tilbeiðslustaðir skráðir en áður.<small><ref name=":10" /></small>
Á vef borgarinnar er sagt frá því að síðla árs 2000 og til ársins 2002 hafi stjórnvöld ráðist í átak í að loka kirkjum, musterum og hofum og þau jafnvel eyðilögð. Það hafði áhrif á kristna, búddista og taóista.<small><ref name=":8" /></small> Þrátt fyrir þetta var borgin með árið 2015 með 8.569 musteri byggð á þjóðtrúar og 3.961 skráða tilbeiðslustaði búddisma, taóisma, íslam, kaþólskrar trúar og mótmælendatrúar.<small><ref name=":10" /></small>
=== Búddismi ===
Búddismi á sér langa sögu í borginni og marga fylgjendur. Búddahof eru víða um borgina og í dreifbýli. Mikill fjöldi trúaðra heimsækir musterin til að brenna reykelsi og tilbiðja Búdda. Meðal þekktustu mustera borgarinnar eru Jiangxin-hofið, Miaoguo-hofið, og Taiping-hofið.<small><ref name=":9" /></small>
=== Taóismi ===
Taóistahof eru á víða við fjallsrætur í borginni. Þrátt fyrir að hefðbundinn taóismi sé ekki útbreiddur, brenna áhangendur þeirra enn reykelsi af mikilli trúmennsku og viðhalda þjóðlegum hefðum og spádómum.<small><ref name=":9" /></small>
=== Kristni ===
Wenzhou borg hefur verið kölluð „Jerúsalem Kína“. Í dag er borgin talin mikilvæg miðstöð kristni í Kína.<small><ref name=":10" /></small> Breskir trúboðar boðuðu mótmælendatrú í Wenzhou á 19. öld. Árið 1949 er talið að meira en 115,000 borgarbúa hafi verið mótmælendatrúar, sem voru um tíundi hluti allra áhangenda mótmælendatrúar í Kína.<small><ref name=":10" /></small> Í dag er fylgjendur mótmælendatrúar fjölmennur hópur og mjög virkur í borginni. Opinberar tölur segja þá vera 15% af heildarfjölda íbúa, eða meira en 1 milljón talsins.<small><ref name=":9" /></small> Kirkjur og samkomustaðir eru margir og krossar víða í þéttbýli og dreifbýli. Mörg þorp innan borgarinnar hafa fleiri en eina kirkju. Meðal þekktra mótmælendakirkja eru: Wenzhou Chengxi kirkjan, Garden Lane kirkjan, Yongguang kirkjan, Jiangjunqiao kirkjan og Wuqiao kirkjan.
Alls er áætlað að um 100.000 borgarbúar séu kaþólskrar trúar.<small><ref name=":9" /></small>
Borgaryfirvöld segja að ör vöxtur hafi orðið í kristnum samfélögum, allt að 15 -20% íbúanna séu kristnir. Staðbundnar fjölskyldukirkjur segja allt að 30% borgarbúa kristna. Vegna starfa erlendra fyrirtækja í borginni bjóða sumar kirkjur upp á þjónustu og biblíunám á ensku.<small><ref name=":8" /></small>
Á síðustu árum hefur ríkisvaldið reynt að hamla vexti og starfssemi kristinnar trúar í borginni. Kirkjum hefur verið lokað, þær jafnaðar við jörðu, krossar fjarlægðir, og prestar og kristnir fylgjendur handteknir.<small><ref name=":10" /></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:杀狗记211747.jpg|alt=Wenzhou var fæðingarstaður „nanxi“, kínversks óperuforms á 12. öld. „Ou Opera“, eitt kínverskt óperuform, er vinsælt í Wenzhou og nærliggjandi svæðum. Nafnið er dregið af Ou-fljóti borgarinnar.|thumb|<small>Wenzhou var fæðingarstaður „nanxi“, kínversks óperuforms á 12. öld. '''„Ou Opera“''', er þekkt kínverskt óperuform, vinsælt í Wenzhou og nærliggjandi svæðum. Nafnið er dregið af Ou-fljóti borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Ou opera|date=2021-06-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ou_opera&oldid=1026229477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikiferða um Wenzhou''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* Enskur kynningarvefur [http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/index.html Zhejiang héraðs '''um Wenzhou borg''']. Myndrænar upplýsingar um borgina, fréttir, skipulag o.fl.
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
jwyqcc096wo1juw9md0xyzlr2io41av
1764293
1764292
2022-08-09T17:22:42Z
Dagvidur
4656
Bætti við korti
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wenzhou-city-in-Zhejiang-China.jpg|alt=Árið 2020 bjuggu í þessari hafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í þessari hafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[File:Wenzhou-location-MAP-in-Zhejiang-Province-in-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Wenzhou borgar í Zhejiang héraði í Kína.|Staðsetning Wenzhou borgar í Zhejiang héraði í Kína.]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt=Kort er sýnir staðsetningu Wenzhou borgar (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Borgarsýn Wenzhou,|thumb|<small>Horft yfir Wenzhou borg.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
[[Mynd:Yandang Mountain.jpg|alt=„Yandang fjöll“ málað (pappír 31,5 x 731 cm) af Qian Weicheng, eins af fremsta landslagsmálara Tjingveldisins á átjándu öld. Yandang-fjöll eru strandfjallgarður við Wenzhou.|thumb|<small>'''„Yandang fjöll“''' málað (pappír 31,5 x 731 cm) af Qian Weicheng, eins af fremsta landslagsmálara Tjingveldisins. Yandang-fjöll eru strandfjallgarður við Wenzhou.<ref>{{Citation|title=Qian Weicheng|date=2021-09-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Qian_Weicheng&oldid=1044456457|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd:Jiangxin_Temple_07_2018-10.jpg|alt=„Skáli hinna himnesku konunga“ í Jiangxin hofinu, búddista musteri á Jiangxin eyju, í Lucheng hverfi, Wenzhou. Upphaflega byggt 866, á tíma Yizong keisara Tangveldisins (618–907). Hinir fjórir himnesku konungarnir eru búddiskir guðir, sem hver um sig vaka yfir einni höfuðátta heimsins.|thumb|<small>'''„Skáli hinna himnesku konunga“''' í Jiangxin hofinu, búddista musteri á Jiangxin eyju, í Lucheng hverfi, Wenzhou. Upphaflega byggt árið 866, á tíma Yizong keisara [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907). Hinir fjórir himnesku konungarnir eru [[Búddismi|búddiskir]] guðir, sem hver um sig vaka yfir einni höfuðátta heimsins.<ref>{{Citation|title=Jiangxin Temple|date=2022-05-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangxin_Temple&oldid=1085769508|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
[[Mynd:Zhongshan Park 20160813.jpg|alt=Aðalinngangur Wen Zhou Zhongshan almenningsgarðsins í miðborg Wenzhou. Hann er til heiðurs Sun Yat-sen, sem margir segja „faðir nútíma Kína“. Meira en 40 slíkir Zhongshan garðar eru í Kína og nokkrir erlendis.|thumb|<small>'''Aðalinngangur Wen Zhou Zhongshan''' almenningsgarðsins í miðborg Wenzhou. Hann er til heiðurs [[Sun Yat-sen]], sem margir segja „faðir nútíma Kína“. Meira en 40 slíkir Zhongshan garðar eru í Kína og nokkrir erlendis.<ref>{{Citation|title=中山公園|date=2022-07-26|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%B1%B1%E5%85%AC%E5%9C%92&oldid=72903680|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu velkomna. Afleiðingin varð mikill hagvöxtur í borginni.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
[[Mynd:Shopping_street_in_Wenzhou.jpg|alt=Wuma stræti í Lucheng hverfi, miðborg Wenzhou, er aðalverslunargata borgarinnar.|thumb|<small>'''Wuma stræti, aðalverslunargata''' borgarinnar er Lucheng hverfi, miðborg Wenzhou.<ref>{{Citation|title=五马街|date=2021-12-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%94%E9%A9%AC%E8%A1%97&oldid=69270730|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Lingxi Lake at Cangnan New District.jpg|alt=Við Lingxi vatn í Cangnan sýslu.|thumb|<small>'''Við Lingxi vatn''' í Cangnan sýslu.</small>]]
[[Mynd:WMC_The_Library.JPG|alt=Bókasafn Læknaháskóla Wenzhou, sem heyrir undir héraðsstjórn Zhejiang. Háskólinn er staðsettur í „Háskólabænum“ við rætur Daluo hæðanna 20 km suðaustur af miðborg Wenzhou.|thumb|<small>'''Bókasafn Læknaháskóla Wenzhou''', sem heyrir undir héraðsstjórn Zhejiang. Háskólinn er staðsettur í „Háskólabænum“ við rætur Daluo hæðanna 20 km suðaustur af miðborg Wenzhou.<ref>{{Citation|title=University Town (Chashan)|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=University_Town_(Chashan)&oldid=1053448001|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
[[Mynd:China2011_Zhejiang_YandangShan.jpg|alt=Bergmyndun í norðanverðum Yandang fjöllunum, strandfjallgarðs sem nær yfir stóran hluta héraðsins Wenzhou.|thumb|<small>Bergmyndun í norðanverðum '''Yandang fjöllunum''', strandfjallgarðs sem nær yfir stóran hluta Wenzhou.<ref>{{Citation|title=Yandang Mountains|date=2021-09-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yandang_Mountains&oldid=1042628065|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Dayu_Bay_-_Yandun_Shan_-_P1210613.JPG|alt=Strönd við Dayu flóa í Cangnan sýslu Wenzhou.|thumb|<small>'''Strönd við Dayu flóa''' í Cangnan sýslu Wenzhou.</small>]]
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|450px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Efnahagur og atvinnulíf ==
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:WM Motor Wenzhou Plant.jpg|alt= Iðngarður fyrir framleiðslu nýorkubíla á Oujiangkou iðnaðarsvæðinu í Wenzhou borg. Garðurinn er byggður af WM Motor, kínversku bílafyrirtæki sem hannar og framleiðir rafbíla.|hægri|thumb|<small>Iðngarður fyrir framleiðslu nýorkubíla á Oujiangkou iðnaðarsvæðinu í Wenzhou borg. Garðurinn er byggður af '''WM Motor''', kínversku bílafyrirtæki sem hannar og framleiðir rafbíla.</small>]]
[[Mynd:Wenzhou Sport center.jpg|alt=Aðalleikvangur Wenzhou fjölnota leikvangs í Wenzhou, að mestu fyrir fótbolta. Byggður 1996 og getur tekið 20.000 gesti.|thumb|<small>'''Aðalleikvangur Wenzhou, '''fjölnota leikvangs, að mestu fyrir fótbolta. Byggður 1996 fyrir 20.000 gesti.<ref>{{Citation|title=Wenzhou Sports Centre|date=2022-05-28|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_Sports_Centre&oldid=1090224735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wenzhou Theatre 2016.5.6.jpg|alt=Borgarleikhús Wenzhou í Lucheng hverfi er með 1.500 sæta leikhús, 640 sæta tónleikasal, auk 200 sæta fjölnota leikhúss.|thumb|<small>'''Borgarleikhús Wenzhou''' í Lucheng hverfi er 1.500 sæta leikhús, 640 sæta tónleikasalur og 200 sæta fjölnota leikhús.</small>]]
[[Mynd:Image_Ruian_City.jpg|alt=Frá Rui'an, einni undirborga Wenzhou.|thumb|<small>'''Frá Rui'an''', einni undirborga Wenzhou.</small>]]
Wenzhou iðar af athafnalífi og er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg [[Zhejiang]] og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins. Þegar Kína steig fyrstu skref til efnahagsumbóta og aukins athafnafrelsis árið 1978, varð stofnun einstaklings- og einkafyrirtækja sem og hluthafasamvinnufélaga fljótt einkennandi fyrir athafnalíf Wenzhou. Borgin varð brautryðjandi í að hagnýta markaðskerfi til að þróa samfélagið og athafnalíf. Á svipuðum tíma tóku borgaryfirvöld forystu um endurbætur á fjármálakerfi og skipulagsbreytingar.<small><ref name=":7">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Efnahagsvöxtur borgarinnar hefur verið gríðarlegur. Frá árinu 1978 til 2016 hefur landsframleiðsla Wenzhou aukist úr 1,3 milljörðum RMB í 505 milljarða RMB. Tekjur borgarinnar jukust úr 0,1 milljarð RMB í 72 milljarða RMB. Meðalráðstöfunartekjur borgarbúa Wenzhou fóru úr 423 RMB árið 1981 í 47.785 RMB árið 2016. Þær eru nú með þeim hæstu í Kína.<small><ref name=":7" /></small>
Borgaryfirvöld segja á eigin kynningarvef að viðskiptavitund og viðskiptamenning liggi að baki þessum mikla hagvexti, sem og landfræðileg einangrun borgarinnar: <blockquote>„Vegna bæði menningarlegrar og landfræðilegrar fjarlægðar Wenzhou og skorts á náttúruauðlindum (landi, jarðefnum o.s.frv.), hefur kínverska miðstjórnin skilið íbúa Wenzhou eftir tiltölulega sjálfráða. Fjarri miðju hins pólitíska og efnahagslega sviðs er fólkið sjálfstæðara, sjálfbjarga og almennt viðskiptamiðaðra. ... Þess vegna, þegar Kína skipti úr áætlunarhagkerfi yfir í svokallað kapítalískt hagkerfi með kínverskum (sósíalískum) einkennum seint á níunda áratugnum, aðlöguðust borgarbúar vel að hinu nýja kerfi og nýttu sér það.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small></blockquote>Þessi þróun til markaðshagkerfis skóp eitt virkasta og þróaðasta einkahagkerfi Kína að sögn borgaryfirvalda. „Í því ferli að þróa hagkerfið hefur fólkið lifað af mótlæti, með lítilli jákvæðri aðstoð frá stjórnvöldum.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á fyrstu dögum efnahagsumbótanna tóku athafnamenn borgarinnar forystu á landsvísu í að þróa hrávöruhagkerfi, heimilisiðnað og framleiðslu fyrir sérhæfða markaði.<small><ref name=":7" /></small> Upp úr 1990 varð framleiðsla á smærri rafmagnstækjum ein helsta atvinnugrein Wenzhou. Þar stofnuðu sum einkafyrirtækjanna til sameiginlegra verkefna með ýmsum þekktum alþjóðafyrirtækjum.<small><ref name=":7" /></small>
Árið 1992 var ''Viðskipta- og tækniþróunargarði Wenzhou'' komið á fót nálægt alþjóðaflugvellinum og aðalhöfn borgarinnar. Iðngarðurinn var eitt af 32 fríverslunar- og tækniþróunarsvæðum sem kínversk stjórnvöld komu á fót á árunum 1984 - 1993.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.china.org.cn/english/SPORT-c/76751.htm|titill=A Brief Introduction of National Economic and Technological Development Zones in China|höfundur=China Internet Information Center|útgefandi=China Internet Information Center- published under the auspices of the State Council Information Office and the China International Publishing Group (CIPG) in Beijing.|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Innan garðsins hefur byggst upp umfagsmikil framleiðsla rafbúnaðar og rafeindaupplýsinga, framleiðsla ýmissa byggingarefna og vefnaðarvara. Iðngarðurinn nær yfir 140 ferkílómetra og er í dag samþættur þremur öðrum aðliggjandi iðnaðargörðum. Íbúar garðsins eru meira en 230.000. Í honum hafa um 3.000 fyrirtæki aðsetur á sviði ólíkra atvinnugreina, þar á meðal hágæða framleiðslu ýmiskonar, smíði rafmagnsvéla, rafræn viðskipti og vörustjórnun.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652935.htm|titill=Wenzhou Economic and Technological Development Zone|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=19. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2021 voru 6.708 stærri iðnaðarfyrirtæki í Wenzhou.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/22/art_1231273_57848862.html|titill=Economy|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgaryfirvöld hafa lagt áhersla á að styðja við atvinnulífið með byggja upp fleiri iðngarða, ýmsa atvinnuklasa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og mörg nýsköpunarsetur. Í dag eru slíkir 17 iðnaðargarðar í Wenzhou.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sem dæmi um þá er ''Vísinda- og tæknifrumkvöðlamiðstöðin í Yueqing'' sem komið var á fót 2013; ''Frumkvöðlasetur sjávarútvegsklasa Yueqing borgar'' („Yueqing Bay Marine Economy Industrial Incubation Park“) var sett á legg 2018;<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> ''Hátækniiðnþróunarsvæði Wenzhou'' nær yfir 28 ferkílómetra landsvæði og hýsir yfir 2.000 fyrirtæki sem leggja áherslu á leysitækni, ljósorku, hálfleiðaralýsingu og ljósfjarskipti.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652931.htm|title=Wenzhou National High-tech Industrial Development Zone|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sérstakt „erfðalækninga-svæði“ borgarinnar („China Gene Medicine Valley“) hýsir 125 líflyfjafyrirtæki í mikilli uppbyggingu.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2022-03/08/c_725457.htm|title=China Gene Medicine Valley|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Með iðngörðum og klasastarfssemi verður sérhæfing atvinnufyrirtækja mikil. Sem dæmi er Wenzhou leiðandi á heimsvísu í framleiðslu kveikjara með yfir 500 slík fyrirtæki í borginni. Annað dæmi er ''Plastvefnaðarklasi Wenzhou'' sem samanstendur af 1.600 fyrirtækjum með um 42.000 starfsmenn. Alls eru 27 sértækar framleiðslustöðvar í borginni.<small><ref name=":7" /></small>
Í Wenzhou eru um 240.000 smáfyrirtæki á sviði verslunar- og iðnaðar í einstaklingseign og önnur 130.000 einkafyrirtæki, þar af 180 stórfyrirtæki, fjögur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja Kína og 36 þeirra meðal 500 stærstu einkafyrirtækja Kína. Forystu athafnamanna borgarinnar má sjá víða: Þar hóf ''Juneyao Airlines'' flug árið 1991 sem fyrsta einkarekna flugfélag Kína og ''Jinhua -Wenzhou járnbrautin'' var árið 1992 fyrsta járnbrautarverkefnið í Alþýðulýðveldinu byggt með einkafjármagni.<small><ref name=":7" /></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Wenzhou_longwan_airport.jpg|alt=Farþegamiðstöð Wenzhou Longwan flugvallarins.Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi.|thumb|<small>'''Farþegamiðstöð Wenzhou Longwan flugvallarins'''.Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi.</small>]]
[[Mynd:WZMTR_S1_Train_with_CRH380B.jpg|alt=Lest á S1 línunni. S1 og S2 lestarlínurnar tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir. Áform eru uppi um sex línur, alls 362 kílómetrar að lengd.|thumb|<small>'''Lest á S1 línunni.''' S1 og S2 lestarlínurnar tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir. Áform eru uppi um sex línur, alls 362 km. að lengd.</small>]]
[[Mynd:Railway_Bridge_on_Fenghua_River.JPG|alt=Ningbo–Taizhou–Wenzhou háhraðalestin er nefnd eftir aðalborgunum þremur á leiðinni, sem er 282 kílómetrar að lengd og er hluti af háhraðalestarkerfi suðausturstrandar Kína. Hámarkshraði er 250 kílómetrar á klukkustund.|thumb|<small>'''Ningbo–Taizhou–Wenzhou háhraðalestin,''' nefnd eftir aðalborgunum á leiðinni sem er 282 km. og er hluti af [[Háhraðalest|háhraðalestarkerfi]] suðausturstrandar Kína. Hámarkshraði er 250 km. á klst.<ref>{{Citation|title=Ningbo–Taizhou–Wenzhou railway|date=2021-10-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ningbo%E2%80%93Taizhou%E2%80%93Wenzhou_railway&oldid=1048642153|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:99-019_at_Jiefangjiekou_(20170130143419).jpg|alt=Borgarlínukerfi Wenzhou (BRT), hraðflutningakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Nú eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.|thumb|<small>'''[[Borgarlína|Borgarlínukerfi]] Wenzhou (BRT)''' hraðflutningakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Nú eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.</small>]]
=== Flug ===
[[Wenzhou Longwan alþjóðaflugvöllurinn|Alþjóðaflugvöllur Wenzhou Longwan]] (IATA: WNZ) er meginflughöfn Wenzhou borgar. Hann einn af stærri flugvöllum í Austur-Kína. Flugvöllurinn er staðsettur um 21 kílómetra frá miðborg Wenzhou í Longwan hverfi sem gefur honum nafn. Hann þjónar Wenzhou og öðrum nærliggjandi borgum eins og Taizhou, Lishui og Ningde.
Vöxtur flugvallarins hefur verið mikill. Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi. Árið 2018 bauð flugvöllurinn tengingar til 104 innlendra borga og 29 alþjóðlegra borga og svæða. Mörg farþegaflugfélög og farmflugfélög starfa á vellinum.
Flugvöllurinn hefur tvær flugstöðvar, T1 fyrir millilandaflug og T2 fyrir innanlandsflug. Vegna mikillar fjölgunar farþega er völlurinn og tengdir samgönguinnviðir í miklu stækkunarferli sem á að ljúka árið 2030. Byggja á aðra flugbraut, þriðju flugstöðina (T3), og nýja vörugeymslu. Árið 2030 geta 30 milljón flugfarþegar farið um flugvöllinn á ári.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou Longwan alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-08-05|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_Longwan_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1763839|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Flughöfnin er tengd miðborginni með lestum og snarlestum tengja flughöfnina. Að auki tengja strætisvagnar og gott vegakerfi flughöfnina við borgina og nærliggjandi svæði.
Samkvæmt áætlun stjórnvalda um þróun flugs í Wenzhou er fyrirhugað að borgin byggi á næstu árum sjö almenna flugvelli í Lucheng hverfi, Yueqing, sem og sýslum Wencheng, Cangnan, Taishun, Yongjia og Pingyang.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-12/03/c_687771.htm|titill=Mountainous county in Wenzhou building general airport|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government.|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government.|mánuður=3. desember|ár=2021|mánuðurskoðað=4. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir ===
Wenzhou-höfn er við 350 kílómetra strandlengju á Suðaustur-Kína, á óshólmasvæði [[Jangtse|Jangtse fljóts]]. Hún er ein af 25 helstu strandhöfnum Kína. Höfnin er hafnarsamlag sjö hafnarsvæða: Zhuangyuan'ao höfn; hafnarsvæði Yueqing flóa; Xiaomendao höfn; Oujiang höfn; Ruian höfn; Pingyang höfn og hafnarsvæði Cangnan.<small><ref>{{Citation|title=温州交通|date=2022-06-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72182385|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Auk tenginga til innanlandshafna eru siglingar frá Wenzhou höfn til meira en 10 landa, [[Japan]], [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]], [[Kúveit]], [[Rússland|Rússlandi]], [[Singapúr]], [[Hong Kong]], og [[Taívan]]. Stjórnvöld hafa uppi mikil áform um frekari uppbyggingu hafna borgarinnar. Stórefla á farmflutningsgetu í allt að 30 milljónir tonna á ári.<small><ref>{{Citation|title=温州交通|date=2022-06-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72182385|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
=== Lestir ===
Vegna landfræðilegrar aðstæðna er uppbygging járnbrauta í Wenzhou og tengingar við aðrar borgir kostnaðarsöm og takmörkunum háð. Fyrsta járnbraut Wenzhou, ''Jinhua–Wenzhou járnbrautin'', opnaði árið 1998. Járnbrautin, sem liggur frá Wenzhou járnbrautarstöðinni norðvestur til Jinhua, er alls 251 kílómetrar, með 135 brýr og 96 jarðgöng sem eru 35 kílómetra að lengd.<small><ref name=":11">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Árið 2009 opnuðu tvær háhraðalestartengingar í Wenzhou. Annars vegar ''Ningbo–Taizhou–Wenzhou járnbrautin'' sem liggur norður til [[Hangzhou]] og hins vegar ''Wenzhou–Fuzhou járnbrautin ''sem liggur suður til [[Xiamen]]. Báðar lestarlínurnar ná allt að 200 km/klst og hafa verulega stytt ferðatíma til nágrannaborga. Árið 2015 var síðan ''Jinhua–Wenzhou háhraðalestin'' tekin í notkun.<small><ref name=":11" /></small>
=== Borgarlestir ===
Borgarlestarkerfi Wenzhou er blandað lestakerfi við úthverfi borgarinnar með nokkrum neðanjarðarstöðvum. Áform eru uppi um sex línur, samtals 362 kílómetra að lengd.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou rail transit|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_rail_transit&oldid=1100113290|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Sú fyrsta ('''S1''') liggur milli austur-vestur úthverfa borgarinnar. Hún tengir Oujiangkou, miðborgina, Longwan, alþjóðaflugvöllinn og Lingkun. Heildarlengd S1 er 77 kílómetrar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2019/12/9/art_1231296_40902700.html|titill=Wenzhou Rail Transit Line S1|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=12. september|ár=2019|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市域铁路S1线|date=2022-05-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%93%81%E8%B7%AFS1%E7%BA%BF&oldid=71607562|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Framkvæmdum við '''S2 '''línan á að ljúka árið 2023. Hún er hraðflutningslína í úthverfi borgarinnar, 63 kílómetrar að lengd. Hún tengist alþjóðaflugvelli borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Line S2 (Wenzhou Rail Transit)|date=2022-04-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_S2_(Wenzhou_Rail_Transit)&oldid=1083414345|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref> <ref>{{Citation|title=温州市域铁路S2线|date=2022-07-07|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%93%81%E8%B7%AFS2%E7%BA%BF&oldid=72541613|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small> '''S3''' línan mun síðan liggja frá aðalestarstöð borgarinnar til Rui'an borgar, til Lingxi, Pingyang sýslu, Cangnan sýslu, og til Longgang borgar. Framkvæmdir hófust í apríl 2020. Uppkomin verður hún alls 97 kílómetrar að lengd, að hluta á upphækkuðum brúm en einnig neðanjarðar.<small><ref>{{Citation|title=溫州市域鐵路S3線|date=2022-01-11|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%BA%AB%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%90%B5%E8%B7%AFS3%E7%B7%9A&oldid=69594096|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Járnbrautalínur, S1, S2, og S3 liggja um strandsvæði Wenzhou borgar. Að auki er áætlað að byggja þrjár þéttbýlislínur (léttlestir og neðanjarðarlestir), M1, M2 og M3.
=== Borgarlínur ===
Borgarlínukerfi Wenzhou (BRT), hraðflutningakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Í dag eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.<small><ref>{{Citation|title=温州快速公交|date=2022-01-10|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%BF%AB%E9%80%9F%E5%85%AC%E4%BA%A4&oldid=69584025|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Frekari uppbygging þriðju línunnar er fyrirhuguð.
=== Strætavagnar ===
Wenzhou borg hefur fjölda strætisvagnastöðva sem þjóna ýmsum stöðum innan borgarinnar og nærliggjandi svæðum og borgum. Almenningsvagnakerfi borgarinnar taldi árið 2013 alls 1.537 rútur á 88 leiðum. Flestir strætisvagnarnir eru með sjálfvirku fargjaldakerfi.<ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/3/30/art_1231296_2332695.html|titill=Bus|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=30. mars|ár=2013|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref>
=== Ferjur ===
Ferjur þjóna áfangastöðum upp og niður með Ou-fljóti og til úthverfa Oubei. Sérstök ferja þjónar ferðamannaeyjunni Jiangxin í Ou-fljóti.<small><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Wenzhou#Get_around|title=Wenzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Borgin er einnig að byggja upp vatnsrútukerfi. Fyrsta vatnsrútulína opnaði árið 2013, þar sem siglt er frá Xiaonanmen til Nantang.
=== Reiðhjólaleiga ===
Almenningsreiðhjólakerfi Wenzhou er hjólaleiga þar sem þúsundir almenningshjóla í boði ókeypis í takmarkaðan tíma.<small><ref>{{Cite web|url=http://news.66wz.com/system/2012/08/13/103308919.shtml|title=鹿城5000辆公共自行车开始定制 9月出街(图)_独家报道_温州网|website=news.66wz.com|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
== Trúarbrögð ==
[[Mynd:Temple of the Filial Blessing in Ouhai, Wenzhou, Zhejiang, China (2).jpg|alt=Musteri fjölskyldublessunar í Ouhai hverfi, Wenzhou, er staður fyrir tilbeiðslu forfeðranna.|hægri|thumb|<small>'''„Musteri fjölskyldublessunar“''' í Ouhai hverfi Wenzhou, er staður fyrir tilbeiðslu forfeðranna.</small>]]
[[Mynd:Lords Prayer in Chinese.jpg|alt=„Faðirvorið“, þekktasta Kristna bænin, hér á Kínversku.|hægri|thumb| <small>„[[Faðirvorið]]“, þekktasta [[Kristni|Kristna]] bænin, hér á [[Kínverska|Kínversku]].</small>]]
[[Mynd:Saint_Paul's_Cathedral_in_Wenzhou_12_2018-10.jpg|alt=Dómkirkja Páls postula í Wenzhou er aðsetur kaþólska biskupsstólsins í borginni.|hægri|thumb| <small>'''Dómkirkja Páls postula''' í Wenzhou er aðsetur kaþólska biskupsstólsins í borginni.<ref>{{Citation|title=St. Paul's Cathedral, Wenzhou|date=2022-08-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=St._Paul%27s_Cathedral,_Wenzhou&oldid=1102528728|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
=== Almennt ===
Eins og víðast hvar í Alþýðulýðveldinu Kína er meirihluti íbúa Wenzhou trúlaus.<small><ref name=":8">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Í samanburði við önnur strandsvæði í Kína virðast borgarbúar þó meira áhugasamir um trúarmál. Ýmis trúarbrögð eru þannig ríkjandi í borginni. Til að mynda er forfeðradýrkun vinsæl í Wenzhou og byggð hafa verið forfeðrahof á ýmsum stöðum.<small><ref name=":9">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small> Þjóðtrú virðist þannig sterk og [[búddismi]] og [[Daoismi|taóismi]] eru iðkaðir víða í borginni. Þá eru margir fylgjendur kristninnar [[Mótmælendatrú|mótmælendatrúar]] sem og [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólskara]] trúar.<small><ref name=":10">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>
Fyrir valdatöku [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] í Kína árið 1949 voru Wenzhou skráðir 2.000 tilbeiðslustaðir og 4.500 prestar, prestar og munkar. Ríkið útnefndi borgina opinberlega sem „trúleysissvæði“ árið 1958 og í [[Menningarbyltingin|menningarbyltingunni]] (1966–1976) var trúarbyggingum ýmist lokað eða þeim breytt til annarra nota. Á níunda áratugnum lifnuðu trúarbrögð hratt við og í dag eru fleiri tilbeiðslustaðir skráðir en áður.<small><ref name=":10" /></small>
Á vef borgarinnar er sagt frá því að síðla árs 2000 og til ársins 2002 hafi stjórnvöld ráðist í átak í að loka kirkjum, musterum og hofum og þau jafnvel eyðilögð. Það hafði áhrif á kristna, búddista og taóista.<small><ref name=":8" /></small> Þrátt fyrir þetta var borgin með árið 2015 með 8.569 musteri byggð á þjóðtrúar og 3.961 skráða tilbeiðslustaði búddisma, taóisma, íslam, kaþólskrar trúar og mótmælendatrúar.<small><ref name=":10" /></small>
=== Búddismi ===
Búddismi á sér langa sögu í borginni og marga fylgjendur. Búddahof eru víða um borgina og í dreifbýli. Mikill fjöldi trúaðra heimsækir musterin til að brenna reykelsi og tilbiðja Búdda. Meðal þekktustu mustera borgarinnar eru Jiangxin-hofið, Miaoguo-hofið, og Taiping-hofið.<small><ref name=":9" /></small>
=== Taóismi ===
Taóistahof eru á víða við fjallsrætur í borginni. Þrátt fyrir að hefðbundinn taóismi sé ekki útbreiddur, brenna áhangendur þeirra enn reykelsi af mikilli trúmennsku og viðhalda þjóðlegum hefðum og spádómum.<small><ref name=":9" /></small>
=== Kristni ===
Wenzhou borg hefur verið kölluð „Jerúsalem Kína“. Í dag er borgin talin mikilvæg miðstöð kristni í Kína.<small><ref name=":10" /></small> Breskir trúboðar boðuðu mótmælendatrú í Wenzhou á 19. öld. Árið 1949 er talið að meira en 115,000 borgarbúa hafi verið mótmælendatrúar, sem voru um tíundi hluti allra áhangenda mótmælendatrúar í Kína.<small><ref name=":10" /></small> Í dag er fylgjendur mótmælendatrúar fjölmennur hópur og mjög virkur í borginni. Opinberar tölur segja þá vera 15% af heildarfjölda íbúa, eða meira en 1 milljón talsins.<small><ref name=":9" /></small> Kirkjur og samkomustaðir eru margir og krossar víða í þéttbýli og dreifbýli. Mörg þorp innan borgarinnar hafa fleiri en eina kirkju. Meðal þekktra mótmælendakirkja eru: Wenzhou Chengxi kirkjan, Garden Lane kirkjan, Yongguang kirkjan, Jiangjunqiao kirkjan og Wuqiao kirkjan.
Alls er áætlað að um 100.000 borgarbúar séu kaþólskrar trúar.<small><ref name=":9" /></small>
Borgaryfirvöld segja að ör vöxtur hafi orðið í kristnum samfélögum, allt að 15 -20% íbúanna séu kristnir. Staðbundnar fjölskyldukirkjur segja allt að 30% borgarbúa kristna. Vegna starfa erlendra fyrirtækja í borginni bjóða sumar kirkjur upp á þjónustu og biblíunám á ensku.<small><ref name=":8" /></small>
Á síðustu árum hefur ríkisvaldið reynt að hamla vexti og starfssemi kristinnar trúar í borginni. Kirkjum hefur verið lokað, þær jafnaðar við jörðu, krossar fjarlægðir, og prestar og kristnir fylgjendur handteknir.<small><ref name=":10" /></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:杀狗记211747.jpg|alt=Wenzhou var fæðingarstaður „nanxi“, kínversks óperuforms á 12. öld. „Ou Opera“, eitt kínverskt óperuform, er vinsælt í Wenzhou og nærliggjandi svæðum. Nafnið er dregið af Ou-fljóti borgarinnar.|thumb|<small>Wenzhou var fæðingarstaður „nanxi“, kínversks óperuforms á 12. öld. '''„Ou Opera“''', er þekkt kínverskt óperuform, vinsælt í Wenzhou og nærliggjandi svæðum. Nafnið er dregið af Ou-fljóti borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Ou opera|date=2021-06-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ou_opera&oldid=1026229477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikiferða um Wenzhou''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* Enskur kynningarvefur [http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/index.html Zhejiang héraðs '''um Wenzhou borg''']. Myndrænar upplýsingar um borgina, fréttir, skipulag o.fl.
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
t58v29opm53ru1dfrnuj5kc3mmp4jui
1764294
1764293
2022-08-09T17:25:35Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wenzhou-city-in-Zhejiang-China.jpg|alt=Árið 2020 bjuggu í þessari hafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í þessari hafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[File:Wenzhou-location-MAP-in-Zhejiang-Province-in-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Wenzhou borgar í Zhejiang héraði í Kína.|Staðsetning Wenzhou borgar í Zhejiang héraði í Kína.]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt=Kort er sýnir staðsetningu Wenzhou borgar (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Borgarsýn Wenzhou,|thumb|Horft yfir Wenzhou borg.]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
[[Mynd:Yandang Mountain.jpg|alt=„Yandang fjöll“ málað (pappír 31,5 x 731 cm) af Qian Weicheng, eins af fremsta landslagsmálara Tjingveldisins á átjándu öld. Yandang-fjöll eru strandfjallgarður við Wenzhou.|thumb|'''„Yandang fjöll“''' málað (pappír 31,5 x 731 cm) af Qian Weicheng, eins af fremsta landslagsmálara Tjingveldisins. Yandang-fjöll eru strandfjallgarður við Wenzhou.<small><ref>{{Citation|title=Qian Weicheng|date=2021-09-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Qian_Weicheng&oldid=1044456457|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd:Jiangxin_Temple_07_2018-10.jpg|alt=„Skáli hinna himnesku konunga“ í Jiangxin hofinu, búddista musteri á Jiangxin eyju, í Lucheng hverfi, Wenzhou. Upphaflega byggt 866, á tíma Yizong keisara Tangveldisins (618–907). Hinir fjórir himnesku konungarnir eru búddiskir guðir, sem hver um sig vaka yfir einni höfuðátta heimsins.|thumb|'''„Skáli hinna himnesku konunga“''' í Jiangxin hofinu, búddista musteri á Jiangxin eyju, í Lucheng hverfi, Wenzhou. Upphaflega byggt árið 866, á tíma Yizong keisara [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907). Hinir fjórir himnesku konungarnir eru [[Búddismi|búddiskir]] guðir, sem hver um sig vaka yfir einni höfuðátta heimsins.<small><ref>{{Citation|title=Jiangxin Temple|date=2022-05-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangxin_Temple&oldid=1085769508|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
[[Mynd:Zhongshan Park 20160813.jpg|alt=Aðalinngangur Wen Zhou Zhongshan almenningsgarðsins í miðborg Wenzhou. Hann er til heiðurs Sun Yat-sen, sem margir segja „faðir nútíma Kína“. Meira en 40 slíkir Zhongshan garðar eru í Kína og nokkrir erlendis.|thumb|'''Aðalinngangur Wen Zhou Zhongshan''' almenningsgarðsins í miðborg Wenzhou. Hann er til heiðurs [[Sun Yat-sen]], sem margir segja „faðir nútíma Kína“. Meira en 40 slíkir Zhongshan garðar eru í Kína og nokkrir erlendis.<small><ref>{{Citation|title=中山公園|date=2022-07-26|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%B1%B1%E5%85%AC%E5%9C%92&oldid=72903680|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu velkomna. Afleiðingin varð mikill hagvöxtur í borginni.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
[[Mynd:Shopping_street_in_Wenzhou.jpg|alt=Wuma stræti í Lucheng hverfi, miðborg Wenzhou, er aðalverslunargata borgarinnar.|thumb|'''Wuma stræti, aðalverslunargata''' borgarinnar er Lucheng hverfi, miðborg Wenzhou.<small><ref>{{Citation|title=五马街|date=2021-12-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%94%E9%A9%AC%E8%A1%97&oldid=69270730|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Lingxi Lake at Cangnan New District.jpg|alt=Við Lingxi vatn í Cangnan sýslu.|thumb|'''Við Lingxi vatn''' í Cangnan sýslu.]]
[[Mynd:WMC_The_Library.JPG|alt=Bókasafn Læknaháskóla Wenzhou, sem heyrir undir héraðsstjórn Zhejiang. Háskólinn er staðsettur í „Háskólabænum“ við rætur Daluo hæðanna 20 km suðaustur af miðborg Wenzhou.|thumb|'''Bókasafn Læknaháskóla Wenzhou''', sem heyrir undir héraðsstjórn Zhejiang. Háskólinn er staðsettur í „Háskólabænum“ við rætur Daluo hæðanna 20 km suðaustur af miðborg Wenzhou.<small><ref>{{Citation|title=University Town (Chashan)|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=University_Town_(Chashan)&oldid=1053448001|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
[[Mynd:China2011_Zhejiang_YandangShan.jpg|alt=Bergmyndun í norðanverðum Yandang fjöllunum, strandfjallgarðs sem nær yfir stóran hluta héraðsins Wenzhou.|thumb|Bergmyndun í norðanverðum '''Yandang fjöllunum''', strandfjallgarðs sem nær yfir stóran hluta Wenzhou.<small><ref>{{Citation|title=Yandang Mountains|date=2021-09-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yandang_Mountains&oldid=1042628065|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Dayu_Bay_-_Yandun_Shan_-_P1210613.JPG|alt=Strönd við Dayu flóa í Cangnan sýslu Wenzhou.|thumb|'''Strönd við Dayu flóa''' í Cangnan sýslu Wenzhou.]]
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|450px| Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Efnahagur og atvinnulíf ==
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.]]
[[Mynd:WM Motor Wenzhou Plant.jpg|alt= Iðngarður fyrir framleiðslu nýorkubíla á Oujiangkou iðnaðarsvæðinu í Wenzhou borg. Garðurinn er byggður af WM Motor, kínversku bílafyrirtæki sem hannar og framleiðir rafbíla.|hægri|thumb|Iðngarður fyrir framleiðslu nýorkubíla á Oujiangkou iðnaðarsvæðinu í Wenzhou borg. Garðurinn er byggður af '''WM Motor''', kínversku bílafyrirtæki sem hannar og framleiðir rafbíla.]]
[[Mynd:Wenzhou Sport center.jpg|alt=Aðalleikvangur Wenzhou fjölnota leikvangs í Wenzhou, að mestu fyrir fótbolta. Byggður 1996 og getur tekið 20.000 gesti.|thumb|'''Aðalleikvangur Wenzhou, '''fjölnota leikvangs, að mestu fyrir fótbolta. Byggður 1996 fyrir 20.000 gesti.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou Sports Centre|date=2022-05-28|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_Sports_Centre&oldid=1090224735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wenzhou Theatre 2016.5.6.jpg|alt=Borgarleikhús Wenzhou í Lucheng hverfi er með 1.500 sæta leikhús, 640 sæta tónleikasal, auk 200 sæta fjölnota leikhúss.|thumb|'''Borgarleikhús Wenzhou''' í Lucheng hverfi er 1.500 sæta leikhús, 640 sæta tónleikasalur og 200 sæta fjölnota leikhús.]]
[[Mynd:Image_Ruian_City.jpg|alt=Frá Rui'an, einni undirborga Wenzhou.|thumb|'''Frá Rui'an''', einni undirborga Wenzhou.]]
Wenzhou iðar af athafnalífi og er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg [[Zhejiang]] og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins. Þegar Kína steig fyrstu skref til efnahagsumbóta og aukins athafnafrelsis árið 1978, varð stofnun einstaklings- og einkafyrirtækja sem og hluthafasamvinnufélaga fljótt einkennandi fyrir athafnalíf Wenzhou. Borgin varð brautryðjandi í að hagnýta markaðskerfi til að þróa samfélagið og athafnalíf. Á svipuðum tíma tóku borgaryfirvöld forystu um endurbætur á fjármálakerfi og skipulagsbreytingar.<small><ref name=":7">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Efnahagsvöxtur borgarinnar hefur verið gríðarlegur. Frá árinu 1978 til 2016 hefur landsframleiðsla Wenzhou aukist úr 1,3 milljörðum RMB í 505 milljarða RMB. Tekjur borgarinnar jukust úr 0,1 milljarð RMB í 72 milljarða RMB. Meðalráðstöfunartekjur borgarbúa Wenzhou fóru úr 423 RMB árið 1981 í 47.785 RMB árið 2016. Þær eru nú með þeim hæstu í Kína.<small><ref name=":7" /></small>
Borgaryfirvöld segja á eigin kynningarvef að viðskiptavitund og viðskiptamenning liggi að baki þessum mikla hagvexti, sem og landfræðileg einangrun borgarinnar: <blockquote>„Vegna bæði menningarlegrar og landfræðilegrar fjarlægðar Wenzhou og skorts á náttúruauðlindum (landi, jarðefnum o.s.frv.), hefur kínverska miðstjórnin skilið íbúa Wenzhou eftir tiltölulega sjálfráða. Fjarri miðju hins pólitíska og efnahagslega sviðs er fólkið sjálfstæðara, sjálfbjarga og almennt viðskiptamiðaðra. ... Þess vegna, þegar Kína skipti úr áætlunarhagkerfi yfir í svokallað kapítalískt hagkerfi með kínverskum (sósíalískum) einkennum seint á níunda áratugnum, aðlöguðust borgarbúar vel að hinu nýja kerfi og nýttu sér það.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small></blockquote>Þessi þróun til markaðshagkerfis skóp eitt virkasta og þróaðasta einkahagkerfi Kína að sögn borgaryfirvalda. „Í því ferli að þróa hagkerfið hefur fólkið lifað af mótlæti, með lítilli jákvæðri aðstoð frá stjórnvöldum.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á fyrstu dögum efnahagsumbótanna tóku athafnamenn borgarinnar forystu á landsvísu í að þróa hrávöruhagkerfi, heimilisiðnað og framleiðslu fyrir sérhæfða markaði.<small><ref name=":7" /></small> Upp úr 1990 varð framleiðsla á smærri rafmagnstækjum ein helsta atvinnugrein Wenzhou. Þar stofnuðu sum einkafyrirtækjanna til sameiginlegra verkefna með ýmsum þekktum alþjóðafyrirtækjum.<small><ref name=":7" /></small>
Árið 1992 var ''Viðskipta- og tækniþróunargarði Wenzhou'' komið á fót nálægt alþjóðaflugvellinum og aðalhöfn borgarinnar. Iðngarðurinn var eitt af 32 fríverslunar- og tækniþróunarsvæðum sem kínversk stjórnvöld komu á fót á árunum 1984 - 1993.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.china.org.cn/english/SPORT-c/76751.htm|titill=A Brief Introduction of National Economic and Technological Development Zones in China|höfundur=China Internet Information Center|útgefandi=China Internet Information Center- published under the auspices of the State Council Information Office and the China International Publishing Group (CIPG) in Beijing.|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Innan garðsins hefur byggst upp umfagsmikil framleiðsla rafbúnaðar og rafeindaupplýsinga, framleiðsla ýmissa byggingarefna og vefnaðarvara. Iðngarðurinn nær yfir 140 ferkílómetra og er í dag samþættur þremur öðrum aðliggjandi iðnaðargörðum. Íbúar garðsins eru meira en 230.000. Í honum hafa um 3.000 fyrirtæki aðsetur á sviði ólíkra atvinnugreina, þar á meðal hágæða framleiðslu ýmiskonar, smíði rafmagnsvéla, rafræn viðskipti og vörustjórnun.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652935.htm|titill=Wenzhou Economic and Technological Development Zone|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=19. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2021 voru 6.708 stærri iðnaðarfyrirtæki í Wenzhou.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/22/art_1231273_57848862.html|titill=Economy|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgaryfirvöld hafa lagt áhersla á að styðja við atvinnulífið með byggja upp fleiri iðngarða, ýmsa atvinnuklasa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og mörg nýsköpunarsetur. Í dag eru slíkir 17 iðnaðargarðar í Wenzhou.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sem dæmi um þá er ''Vísinda- og tæknifrumkvöðlamiðstöðin í Yueqing'' sem komið var á fót 2013; ''Frumkvöðlasetur sjávarútvegsklasa Yueqing borgar'' („Yueqing Bay Marine Economy Industrial Incubation Park“) var sett á legg 2018;<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> ''Hátækniiðnþróunarsvæði Wenzhou'' nær yfir 28 ferkílómetra landsvæði og hýsir yfir 2.000 fyrirtæki sem leggja áherslu á leysitækni, ljósorku, hálfleiðaralýsingu og ljósfjarskipti.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652931.htm|title=Wenzhou National High-tech Industrial Development Zone|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sérstakt „erfðalækninga-svæði“ borgarinnar („China Gene Medicine Valley“) hýsir 125 líflyfjafyrirtæki í mikilli uppbyggingu.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2022-03/08/c_725457.htm|title=China Gene Medicine Valley|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Með iðngörðum og klasastarfssemi verður sérhæfing atvinnufyrirtækja mikil. Sem dæmi er Wenzhou leiðandi á heimsvísu í framleiðslu kveikjara með yfir 500 slík fyrirtæki í borginni. Annað dæmi er ''Plastvefnaðarklasi Wenzhou'' sem samanstendur af 1.600 fyrirtækjum með um 42.000 starfsmenn. Alls eru 27 sértækar framleiðslustöðvar í borginni.<small><ref name=":7" /></small>
Í Wenzhou eru um 240.000 smáfyrirtæki á sviði verslunar- og iðnaðar í einstaklingseign og önnur 130.000 einkafyrirtæki, þar af 180 stórfyrirtæki, fjögur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja Kína og 36 þeirra meðal 500 stærstu einkafyrirtækja Kína. Forystu athafnamanna borgarinnar má sjá víða: Þar hóf ''Juneyao Airlines'' flug árið 1991 sem fyrsta einkarekna flugfélag Kína og ''Jinhua -Wenzhou járnbrautin'' var árið 1992 fyrsta járnbrautarverkefnið í Alþýðulýðveldinu byggt með einkafjármagni.<small><ref name=":7" /></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Wenzhou_longwan_airport.jpg|alt=Farþegamiðstöð Wenzhou Longwan flugvallarins.Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi.|thumb|'''Farþegamiðstöð Wenzhou Longwan flugvallarins'''.Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi.]]
[[Mynd:WZMTR_S1_Train_with_CRH380B.jpg|alt=Lest á S1 línunni. S1 og S2 lestarlínurnar tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir. Áform eru uppi um sex línur, alls 362 kílómetrar að lengd.|thumb|'''Lest á S1 línunni.''' S1 og S2 lestarlínurnar tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir. Áform eru uppi um sex línur, alls 362 km. að lengd.]]
[[Mynd:Railway_Bridge_on_Fenghua_River.JPG|alt=Ningbo–Taizhou–Wenzhou háhraðalestin er nefnd eftir aðalborgunum þremur á leiðinni, sem er 282 kílómetrar að lengd og er hluti af háhraðalestarkerfi suðausturstrandar Kína. Hámarkshraði er 250 kílómetrar á klukkustund.|thumb|'''Ningbo–Taizhou–Wenzhou háhraðalestin,''' nefnd eftir aðalborgunum á leiðinni sem er 282 km. og er hluti af [[Háhraðalest|háhraðalestarkerfi]] suðausturstrandar Kína. Hámarkshraði er 250 km. á klst.<small><ref>{{Citation|title=Ningbo–Taizhou–Wenzhou railway|date=2021-10-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ningbo%E2%80%93Taizhou%E2%80%93Wenzhou_railway&oldid=1048642153|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:99-019_at_Jiefangjiekou_(20170130143419).jpg|alt=Borgarlínukerfi Wenzhou (BRT), hraðflutningakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Nú eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.|thumb|'''[[Borgarlína|Borgarlínukerfi]] Wenzhou (BRT)''' hraðflutningakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Nú eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.]]
=== Flug ===
[[Wenzhou Longwan alþjóðaflugvöllurinn|Alþjóðaflugvöllur Wenzhou Longwan]] (IATA: WNZ) er meginflughöfn Wenzhou borgar. Hann einn af stærri flugvöllum í Austur-Kína. Flugvöllurinn er staðsettur um 21 kílómetra frá miðborg Wenzhou í Longwan hverfi sem gefur honum nafn. Hann þjónar Wenzhou og öðrum nærliggjandi borgum eins og Taizhou, Lishui og Ningde.
Vöxtur flugvallarins hefur verið mikill. Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi. Árið 2018 bauð flugvöllurinn tengingar til 104 innlendra borga og 29 alþjóðlegra borga og svæða. Mörg farþegaflugfélög og farmflugfélög starfa á vellinum.
Flugvöllurinn hefur tvær flugstöðvar, T1 fyrir millilandaflug og T2 fyrir innanlandsflug. Vegna mikillar fjölgunar farþega er völlurinn og tengdir samgönguinnviðir í miklu stækkunarferli sem á að ljúka árið 2030. Byggja á aðra flugbraut, þriðju flugstöðina (T3), og nýja vörugeymslu. Árið 2030 geta 30 milljón flugfarþegar farið um flugvöllinn á ári.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou Longwan alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-08-05|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_Longwan_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1763839|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Flughöfnin er tengd miðborginni með lestum og snarlestum tengja flughöfnina. Að auki tengja strætisvagnar og gott vegakerfi flughöfnina við borgina og nærliggjandi svæði.
Samkvæmt áætlun stjórnvalda um þróun flugs í Wenzhou er fyrirhugað að borgin byggi á næstu árum sjö almenna flugvelli í Lucheng hverfi, Yueqing, sem og sýslum Wencheng, Cangnan, Taishun, Yongjia og Pingyang.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-12/03/c_687771.htm|titill=Mountainous county in Wenzhou building general airport|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government.|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government.|mánuður=3. desember|ár=2021|mánuðurskoðað=4. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir ===
Wenzhou-höfn er við 350 kílómetra strandlengju á Suðaustur-Kína, á óshólmasvæði [[Jangtse|Jangtse fljóts]]. Hún er ein af 25 helstu strandhöfnum Kína. Höfnin er hafnarsamlag sjö hafnarsvæða: Zhuangyuan'ao höfn; hafnarsvæði Yueqing flóa; Xiaomendao höfn; Oujiang höfn; Ruian höfn; Pingyang höfn og hafnarsvæði Cangnan.<small><ref>{{Citation|title=温州交通|date=2022-06-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72182385|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Auk tenginga til innanlandshafna eru siglingar frá Wenzhou höfn til meira en 10 landa, [[Japan]], [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]], [[Kúveit]], [[Rússland|Rússlandi]], [[Singapúr]], [[Hong Kong]], og [[Taívan]]. Stjórnvöld hafa uppi mikil áform um frekari uppbyggingu hafna borgarinnar. Stórefla á farmflutningsgetu í allt að 30 milljónir tonna á ári.<small><ref>{{Citation|title=温州交通|date=2022-06-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72182385|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
=== Lestir ===
Vegna landfræðilegrar aðstæðna er uppbygging járnbrauta í Wenzhou og tengingar við aðrar borgir kostnaðarsöm og takmörkunum háð. Fyrsta járnbraut Wenzhou, ''Jinhua–Wenzhou járnbrautin'', opnaði árið 1998. Járnbrautin, sem liggur frá Wenzhou járnbrautarstöðinni norðvestur til Jinhua, er alls 251 kílómetrar, með 135 brýr og 96 jarðgöng sem eru 35 kílómetra að lengd.<small><ref name=":11">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Árið 2009 opnuðu tvær háhraðalestartengingar í Wenzhou. Annars vegar ''Ningbo–Taizhou–Wenzhou járnbrautin'' sem liggur norður til [[Hangzhou]] og hins vegar ''Wenzhou–Fuzhou járnbrautin ''sem liggur suður til [[Xiamen]]. Báðar lestarlínurnar ná allt að 200 km/klst og hafa verulega stytt ferðatíma til nágrannaborga. Árið 2015 var síðan ''Jinhua–Wenzhou háhraðalestin'' tekin í notkun.<small><ref name=":11" /></small>
=== Borgarlestir ===
Borgarlestarkerfi Wenzhou er blandað lestakerfi við úthverfi borgarinnar með nokkrum neðanjarðarstöðvum. Áform eru uppi um sex línur, samtals 362 kílómetra að lengd.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou rail transit|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_rail_transit&oldid=1100113290|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Sú fyrsta ('''S1''') liggur milli austur-vestur úthverfa borgarinnar. Hún tengir Oujiangkou, miðborgina, Longwan, alþjóðaflugvöllinn og Lingkun. Heildarlengd S1 er 77 kílómetrar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2019/12/9/art_1231296_40902700.html|titill=Wenzhou Rail Transit Line S1|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=12. september|ár=2019|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市域铁路S1线|date=2022-05-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%93%81%E8%B7%AFS1%E7%BA%BF&oldid=71607562|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Framkvæmdum við '''S2 '''línan á að ljúka árið 2023. Hún er hraðflutningslína í úthverfi borgarinnar, 63 kílómetrar að lengd. Hún tengist alþjóðaflugvelli borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Line S2 (Wenzhou Rail Transit)|date=2022-04-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_S2_(Wenzhou_Rail_Transit)&oldid=1083414345|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref> <ref>{{Citation|title=温州市域铁路S2线|date=2022-07-07|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%93%81%E8%B7%AFS2%E7%BA%BF&oldid=72541613|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small> '''S3''' línan mun síðan liggja frá aðalestarstöð borgarinnar til Rui'an borgar, til Lingxi, Pingyang sýslu, Cangnan sýslu, og til Longgang borgar. Framkvæmdir hófust í apríl 2020. Uppkomin verður hún alls 97 kílómetrar að lengd, að hluta á upphækkuðum brúm en einnig neðanjarðar.<small><ref>{{Citation|title=溫州市域鐵路S3線|date=2022-01-11|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%BA%AB%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%90%B5%E8%B7%AFS3%E7%B7%9A&oldid=69594096|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Járnbrautalínur, S1, S2, og S3 liggja um strandsvæði Wenzhou borgar. Að auki er áætlað að byggja þrjár þéttbýlislínur (léttlestir og neðanjarðarlestir), M1, M2 og M3.
=== Borgarlínur ===
Borgarlínukerfi Wenzhou (BRT), hraðflutningakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Í dag eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.<small><ref>{{Citation|title=温州快速公交|date=2022-01-10|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%BF%AB%E9%80%9F%E5%85%AC%E4%BA%A4&oldid=69584025|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Frekari uppbygging þriðju línunnar er fyrirhuguð.
=== Strætavagnar ===
Wenzhou borg hefur fjölda strætisvagnastöðva sem þjóna ýmsum stöðum innan borgarinnar og nærliggjandi svæðum og borgum. Almenningsvagnakerfi borgarinnar taldi árið 2013 alls 1.537 rútur á 88 leiðum. Flestir strætisvagnarnir eru með sjálfvirku fargjaldakerfi.<ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/3/30/art_1231296_2332695.html|titill=Bus|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=30. mars|ár=2013|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref>
=== Ferjur ===
Ferjur þjóna áfangastöðum upp og niður með Ou-fljóti og til úthverfa Oubei. Sérstök ferja þjónar ferðamannaeyjunni Jiangxin í Ou-fljóti.<small><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Wenzhou#Get_around|title=Wenzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Borgin er einnig að byggja upp vatnsrútukerfi. Fyrsta vatnsrútulína opnaði árið 2013, þar sem siglt er frá Xiaonanmen til Nantang.
=== Reiðhjólaleiga ===
Almenningsreiðhjólakerfi Wenzhou er hjólaleiga þar sem þúsundir almenningshjóla í boði ókeypis í takmarkaðan tíma.<small><ref>{{Cite web|url=http://news.66wz.com/system/2012/08/13/103308919.shtml|title=鹿城5000辆公共自行车开始定制 9月出街(图)_独家报道_温州网|website=news.66wz.com|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
== Trúarbrögð ==
[[Mynd:Temple of the Filial Blessing in Ouhai, Wenzhou, Zhejiang, China (2).jpg|alt=Musteri fjölskyldublessunar í Ouhai hverfi, Wenzhou, er staður fyrir tilbeiðslu forfeðranna.|hægri|thumb|'''„Musteri fjölskyldublessunar“''' í Ouhai hverfi Wenzhou, er staður fyrir tilbeiðslu forfeðranna.]]
[[Mynd:Lords Prayer in Chinese.jpg|alt=„Faðirvorið“, þekktasta Kristna bænin, hér á Kínversku.|hægri|thumb| „[[Faðirvorið]]“, þekktasta [[Kristni|Kristna]] bænin, hér á [[Kínverska|Kínversku]].]]
[[Mynd:Saint_Paul's_Cathedral_in_Wenzhou_12_2018-10.jpg|alt=Dómkirkja Páls postula í Wenzhou er aðsetur kaþólska biskupsstólsins í borginni.|hægri|thumb| '''Dómkirkja Páls postula''' í Wenzhou er aðsetur kaþólska biskupsstólsins í borginni.<small><ref>{{Citation|title=St. Paul's Cathedral, Wenzhou|date=2022-08-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=St._Paul%27s_Cathedral,_Wenzhou&oldid=1102528728|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
=== Almennt ===
Eins og víðast hvar í Alþýðulýðveldinu Kína er meirihluti íbúa Wenzhou trúlaus.<small><ref name=":8">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Í samanburði við önnur strandsvæði í Kína virðast borgarbúar þó meira áhugasamir um trúarmál. Ýmis trúarbrögð eru þannig ríkjandi í borginni. Til að mynda er forfeðradýrkun vinsæl í Wenzhou og byggð hafa verið forfeðrahof á ýmsum stöðum.<small><ref name=":9">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small> Þjóðtrú virðist þannig sterk og [[búddismi]] og [[Daoismi|taóismi]] eru iðkaðir víða í borginni. Þá eru margir fylgjendur kristninnar [[Mótmælendatrú|mótmælendatrúar]] sem og [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólskara]] trúar.<small><ref name=":10">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>
Fyrir valdatöku [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] í Kína árið 1949 voru Wenzhou skráðir 2.000 tilbeiðslustaðir og 4.500 prestar, prestar og munkar. Ríkið útnefndi borgina opinberlega sem „trúleysissvæði“ árið 1958 og í [[Menningarbyltingin|menningarbyltingunni]] (1966–1976) var trúarbyggingum ýmist lokað eða þeim breytt til annarra nota. Á níunda áratugnum lifnuðu trúarbrögð hratt við og í dag eru fleiri tilbeiðslustaðir skráðir en áður.<small><ref name=":10" /></small>
Á vef borgarinnar er sagt frá því að síðla árs 2000 og til ársins 2002 hafi stjórnvöld ráðist í átak í að loka kirkjum, musterum og hofum og þau jafnvel eyðilögð. Það hafði áhrif á kristna, búddista og taóista.<small><ref name=":8" /></small> Þrátt fyrir þetta var borgin með árið 2015 með 8.569 musteri byggð á þjóðtrúar og 3.961 skráða tilbeiðslustaði búddisma, taóisma, íslam, kaþólskrar trúar og mótmælendatrúar.<small><ref name=":10" /></small>
=== Búddismi ===
Búddismi á sér langa sögu í borginni og marga fylgjendur. Búddahof eru víða um borgina og í dreifbýli. Mikill fjöldi trúaðra heimsækir musterin til að brenna reykelsi og tilbiðja Búdda. Meðal þekktustu mustera borgarinnar eru Jiangxin-hofið, Miaoguo-hofið, og Taiping-hofið.<small><ref name=":9" /></small>
=== Taóismi ===
Taóistahof eru á víða við fjallsrætur í borginni. Þrátt fyrir að hefðbundinn taóismi sé ekki útbreiddur, brenna áhangendur þeirra enn reykelsi af mikilli trúmennsku og viðhalda þjóðlegum hefðum og spádómum.<small><ref name=":9" /></small>
=== Kristni ===
Wenzhou borg hefur verið kölluð „Jerúsalem Kína“. Í dag er borgin talin mikilvæg miðstöð kristni í Kína.<small><ref name=":10" /></small> Breskir trúboðar boðuðu mótmælendatrú í Wenzhou á 19. öld. Árið 1949 er talið að meira en 115,000 borgarbúa hafi verið mótmælendatrúar, sem voru um tíundi hluti allra áhangenda mótmælendatrúar í Kína.<small><ref name=":10" /></small> Í dag er fylgjendur mótmælendatrúar fjölmennur hópur og mjög virkur í borginni. Opinberar tölur segja þá vera 15% af heildarfjölda íbúa, eða meira en 1 milljón talsins.<small><ref name=":9" /></small> Kirkjur og samkomustaðir eru margir og krossar víða í þéttbýli og dreifbýli. Mörg þorp innan borgarinnar hafa fleiri en eina kirkju. Meðal þekktra mótmælendakirkja eru: Wenzhou Chengxi kirkjan, Garden Lane kirkjan, Yongguang kirkjan, Jiangjunqiao kirkjan og Wuqiao kirkjan.
Alls er áætlað að um 100.000 borgarbúar séu kaþólskrar trúar.<small><ref name=":9" /></small>
Borgaryfirvöld segja að ör vöxtur hafi orðið í kristnum samfélögum, allt að 15 -20% íbúanna séu kristnir. Staðbundnar fjölskyldukirkjur segja allt að 30% borgarbúa kristna. Vegna starfa erlendra fyrirtækja í borginni bjóða sumar kirkjur upp á þjónustu og biblíunám á ensku.<small><ref name=":8" /></small>
Á síðustu árum hefur ríkisvaldið reynt að hamla vexti og starfssemi kristinnar trúar í borginni. Kirkjum hefur verið lokað, þær jafnaðar við jörðu, krossar fjarlægðir, og prestar og kristnir fylgjendur handteknir.<small><ref name=":10" /></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:杀狗记211747.jpg|alt=Wenzhou var fæðingarstaður „nanxi“, kínversks óperuforms á 12. öld. „Ou Opera“, eitt kínverskt óperuform, er vinsælt í Wenzhou og nærliggjandi svæðum. Nafnið er dregið af Ou-fljóti borgarinnar.|thumb|Wenzhou var fæðingarstaður „nanxi“, kínversks óperuforms á 12. öld. '''„Ou Opera“''', er þekkt kínverskt óperuform, vinsælt í Wenzhou og nærliggjandi svæðum. Nafnið er dregið af Ou-fljóti borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Ou opera|date=2021-06-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ou_opera&oldid=1026229477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikiferða um Wenzhou''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* Enskur kynningarvefur [http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/index.html Zhejiang héraðs '''um Wenzhou borg''']. Myndrænar upplýsingar um borgina, fréttir, skipulag o.fl.
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
ljot0gv4z9dofsn3ir9bq7zm3lv167p
1764295
1764294
2022-08-09T17:26:17Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wenzhou-city-in-Zhejiang-China.jpg|alt=Árið 2020 bjuggu í þessari hafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í þessari hafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[File:Wenzhou-location-MAP-in-Zhejiang-Province-in-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Wenzhou borgar í Zhejiang héraði í Kína.|Staðsetning Wenzhou borgar í Zhejiang héraði í Kína.]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt=Kort er sýnir staðsetningu Wenzhou borgar (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Borgarsýn Wenzhou,|thumb|Horft yfir Wenzhou borg.]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
[[Mynd:Yandang Mountain.jpg|alt=„Yandang fjöll“ málað (pappír 31,5 x 731 cm) af Qian Weicheng, eins af fremsta landslagsmálara Tjingveldisins á átjándu öld. Yandang-fjöll eru strandfjallgarður við Wenzhou.|thumb|'''„Yandang fjöll“''' málað (pappír 31,5 x 731 cm) af Qian Weicheng, eins af fremsta landslagsmálara Tjingveldisins. Yandang-fjöll eru strandfjallgarður við Wenzhou.<small><ref>{{Citation|title=Qian Weicheng|date=2021-09-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Qian_Weicheng&oldid=1044456457|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd:Jiangxin_Temple_07_2018-10.jpg|alt=„Skáli hinna himnesku konunga“ í Jiangxin hofinu, búddista musteri á Jiangxin eyju, í Lucheng hverfi, Wenzhou. Upphaflega byggt 866, á tíma Yizong keisara Tangveldisins (618–907). Hinir fjórir himnesku konungarnir eru búddiskir guðir, sem hver um sig vaka yfir einni höfuðátta heimsins.|thumb|'''„Skáli hinna himnesku konunga“''' í Jiangxin hofinu, búddista musteri á Jiangxin eyju, í Lucheng hverfi, Wenzhou. Upphaflega byggt árið 866, á tíma Yizong keisara [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907). Hinir fjórir himnesku konungarnir eru [[Búddismi|búddiskir]] guðir, sem hver um sig vaka yfir einni höfuðátta heimsins.<small><ref>{{Citation|title=Jiangxin Temple|date=2022-05-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangxin_Temple&oldid=1085769508|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
[[Mynd:Zhongshan Park 20160813.jpg|alt=Aðalinngangur Wen Zhou Zhongshan almenningsgarðsins í miðborg Wenzhou. Hann er til heiðurs Sun Yat-sen, sem margir segja „faðir nútíma Kína“. Meira en 40 slíkir Zhongshan garðar eru í Kína og nokkrir erlendis.|thumb|'''Aðalinngangur Wen Zhou Zhongshan''' almenningsgarðsins í miðborg Wenzhou. Hann er til heiðurs [[Sun Yat-sen]], sem margir segja „faðir nútíma Kína“. Meira en 40 slíkir Zhongshan garðar eru í Kína og nokkrir erlendis.<small><ref>{{Citation|title=中山公園|date=2022-07-26|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%B1%B1%E5%85%AC%E5%9C%92&oldid=72903680|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu velkomna. Afleiðingin varð mikill hagvöxtur í borginni.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
[[Mynd:Shopping_street_in_Wenzhou.jpg|alt=Wuma stræti í Lucheng hverfi, miðborg Wenzhou, er aðalverslunargata borgarinnar.|thumb|'''Wuma stræti, aðalverslunargata''' borgarinnar er Lucheng hverfi, miðborg Wenzhou.<small><ref>{{Citation|title=五马街|date=2021-12-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%94%E9%A9%AC%E8%A1%97&oldid=69270730|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Lingxi Lake at Cangnan New District.jpg|alt=Við Lingxi vatn í Cangnan sýslu.|thumb|'''Við Lingxi vatn''' í Cangnan sýslu.]]
[[Mynd:WMC_The_Library.JPG|alt=Bókasafn Læknaháskóla Wenzhou, sem heyrir undir héraðsstjórn Zhejiang. Háskólinn er staðsettur í „Háskólabænum“ við rætur Daluo hæðanna 20 km suðaustur af miðborg Wenzhou.|thumb|'''Bókasafn Læknaháskóla Wenzhou''', sem heyrir undir héraðsstjórn Zhejiang. Háskólinn er staðsettur í „Háskólabænum“ við rætur Daluo hæðanna 20 km suðaustur af miðborg Wenzhou.<small><ref>{{Citation|title=University Town (Chashan)|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=University_Town_(Chashan)&oldid=1053448001|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
[[Mynd:China2011_Zhejiang_YandangShan.jpg|alt=Bergmyndun í norðanverðum Yandang fjöllunum, strandfjallgarðs sem nær yfir stóran hluta héraðsins Wenzhou.|thumb|Bergmyndun í norðanverðum '''Yandang fjöllunum''', strandfjallgarðs sem nær yfir stóran hluta Wenzhou.<small><ref>{{Citation|title=Yandang Mountains|date=2021-09-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yandang_Mountains&oldid=1042628065|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Dayu_Bay_-_Yandun_Shan_-_P1210613.JPG|alt=Strönd við Dayu flóa í Cangnan sýslu Wenzhou.|thumb|'''Strönd við Dayu flóa''' í Cangnan sýslu Wenzhou.]]
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|450px| Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Efnahagur og atvinnulíf ==
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.]]
[[Mynd:WM Motor Wenzhou Plant.jpg|alt= Iðngarður fyrir framleiðslu nýorkubíla á Oujiangkou iðnaðarsvæðinu í Wenzhou borg. Garðurinn er byggður af WM Motor, kínversku bílafyrirtæki sem hannar og framleiðir rafbíla.|hægri|thumb|Iðngarður fyrir framleiðslu nýorkubíla á Oujiangkou iðnaðarsvæðinu í Wenzhou borg. Garðurinn er byggður af '''WM Motor''', kínversku bílafyrirtæki sem hannar og framleiðir rafbíla.]]
[[Mynd:Wenzhou Sport center.jpg|alt=Aðalleikvangur Wenzhou fjölnota leikvangs í Wenzhou, að mestu fyrir fótbolta. Byggður 1996 og getur tekið 20.000 gesti.|thumb|'''Aðalleikvangur Wenzhou, '''fjölnota leikvangs, að mestu fyrir fótbolta. Byggður 1996 fyrir 20.000 gesti.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou Sports Centre|date=2022-05-28|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_Sports_Centre&oldid=1090224735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wenzhou Theatre 2016.5.6.jpg|alt=Borgarleikhús Wenzhou í Lucheng hverfi er með 1.500 sæta leikhús, 640 sæta tónleikasal, auk 200 sæta fjölnota leikhúss.|thumb|'''Borgarleikhús Wenzhou''' í Lucheng hverfi er 1.500 sæta leikhús, 640 sæta tónleikasalur og 200 sæta fjölnota leikhús.]]
[[Mynd:Image_Ruian_City.jpg|alt=Frá Rui'an, einni undirborga Wenzhou.|thumb|'''Frá Rui'an''', einni undirborga Wenzhou.]]
Wenzhou iðar af athafnalífi og er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg [[Zhejiang]] og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins. Þegar Kína steig fyrstu skref til efnahagsumbóta og aukins athafnafrelsis árið 1978, varð stofnun einstaklings- og einkafyrirtækja sem og hluthafasamvinnufélaga fljótt einkennandi fyrir athafnalíf Wenzhou. Borgin varð brautryðjandi í að hagnýta markaðskerfi til að þróa samfélagið og athafnalíf. Á svipuðum tíma tóku borgaryfirvöld forystu um endurbætur á fjármálakerfi og skipulagsbreytingar.<small><ref name=":7">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Efnahagsvöxtur borgarinnar hefur verið gríðarlegur. Frá árinu 1978 til 2016 hefur landsframleiðsla Wenzhou aukist úr 1,3 milljörðum RMB í 505 milljarða RMB. Tekjur borgarinnar jukust úr 0,1 milljarð RMB í 72 milljarða RMB. Meðalráðstöfunartekjur borgarbúa Wenzhou fóru úr 423 RMB árið 1981 í 47.785 RMB árið 2016. Þær eru nú með þeim hæstu í Kína.<small><ref name=":7" /></small>
Borgaryfirvöld segja á eigin kynningarvef að viðskiptavitund og viðskiptamenning liggi að baki þessum mikla hagvexti, sem og landfræðileg einangrun borgarinnar: <blockquote>„Vegna bæði menningarlegrar og landfræðilegrar fjarlægðar Wenzhou og skorts á náttúruauðlindum (landi, jarðefnum o.s.frv.), hefur kínverska miðstjórnin skilið íbúa Wenzhou eftir tiltölulega sjálfráða. Fjarri miðju hins pólitíska og efnahagslega sviðs er fólkið sjálfstæðara, sjálfbjarga og almennt viðskiptamiðaðra. ... Þess vegna, þegar Kína skipti úr áætlunarhagkerfi yfir í svokallað kapítalískt hagkerfi með kínverskum (sósíalískum) einkennum seint á níunda áratugnum, aðlöguðust borgarbúar vel að hinu nýja kerfi og nýttu sér það.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small></blockquote>Þessi þróun til markaðshagkerfis skóp eitt virkasta og þróaðasta einkahagkerfi Kína að sögn borgaryfirvalda. „Í því ferli að þróa hagkerfið hefur fólkið lifað af mótlæti, með lítilli jákvæðri aðstoð frá stjórnvöldum.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á fyrstu dögum efnahagsumbótanna tóku athafnamenn borgarinnar forystu á landsvísu í að þróa hrávöruhagkerfi, heimilisiðnað og framleiðslu fyrir sérhæfða markaði.<small><ref name=":7" /></small> Upp úr 1990 varð framleiðsla á smærri rafmagnstækjum ein helsta atvinnugrein Wenzhou. Þar stofnuðu sum einkafyrirtækjanna til sameiginlegra verkefna með ýmsum þekktum alþjóðafyrirtækjum.<small><ref name=":7" /></small>
Árið 1992 var ''Viðskipta- og tækniþróunargarði Wenzhou'' komið á fót nálægt alþjóðaflugvellinum og aðalhöfn borgarinnar. Iðngarðurinn var eitt af 32 fríverslunar- og tækniþróunarsvæðum sem kínversk stjórnvöld komu á fót á árunum 1984 - 1993.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.china.org.cn/english/SPORT-c/76751.htm|titill=A Brief Introduction of National Economic and Technological Development Zones in China|höfundur=China Internet Information Center|útgefandi=China Internet Information Center- published under the auspices of the State Council Information Office and the China International Publishing Group (CIPG) in Beijing.|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Innan garðsins hefur byggst upp umfagsmikil framleiðsla rafbúnaðar og rafeindaupplýsinga, framleiðsla ýmissa byggingarefna og vefnaðarvara. Iðngarðurinn nær yfir 140 ferkílómetra og er í dag samþættur þremur öðrum aðliggjandi iðnaðargörðum. Íbúar garðsins eru meira en 230.000. Í honum hafa um 3.000 fyrirtæki aðsetur á sviði ólíkra atvinnugreina, þar á meðal hágæða framleiðslu ýmiskonar, smíði rafmagnsvéla, rafræn viðskipti og vörustjórnun.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652935.htm|titill=Wenzhou Economic and Technological Development Zone|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=19. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2021 voru 6.708 stærri iðnaðarfyrirtæki í Wenzhou.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/22/art_1231273_57848862.html|titill=Economy|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgaryfirvöld hafa lagt áhersla á að styðja við atvinnulífið með byggja upp fleiri iðngarða, ýmsa atvinnuklasa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og mörg nýsköpunarsetur. Í dag eru slíkir 17 iðnaðargarðar í Wenzhou.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sem dæmi um þá er ''Vísinda- og tæknifrumkvöðlamiðstöðin í Yueqing'' sem komið var á fót 2013; ''Frumkvöðlasetur sjávarútvegsklasa Yueqing borgar'' („Yueqing Bay Marine Economy Industrial Incubation Park“) var sett á legg 2018;<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> ''Hátækniiðnþróunarsvæði Wenzhou'' nær yfir 28 ferkílómetra landsvæði og hýsir yfir 2.000 fyrirtæki sem leggja áherslu á leysitækni, ljósorku, hálfleiðaralýsingu og ljósfjarskipti.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652931.htm|title=Wenzhou National High-tech Industrial Development Zone|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sérstakt „erfðalækninga-svæði“ borgarinnar („China Gene Medicine Valley“) hýsir 125 líflyfjafyrirtæki í mikilli uppbyggingu.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2022-03/08/c_725457.htm|title=China Gene Medicine Valley|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Með iðngörðum og klasastarfssemi verður sérhæfing atvinnufyrirtækja mikil. Sem dæmi er Wenzhou leiðandi á heimsvísu í framleiðslu kveikjara með yfir 500 slík fyrirtæki í borginni. Annað dæmi er ''Plastvefnaðarklasi Wenzhou'' sem samanstendur af 1.600 fyrirtækjum með um 42.000 starfsmenn. Alls eru 27 sértækar framleiðslustöðvar í borginni.<small><ref name=":7" /></small>
Í Wenzhou eru um 240.000 smáfyrirtæki á sviði verslunar- og iðnaðar í einstaklingseign og önnur 130.000 einkafyrirtæki, þar af 180 stórfyrirtæki, fjögur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja Kína og 36 þeirra meðal 500 stærstu einkafyrirtækja Kína. Forystu athafnamanna borgarinnar má sjá víða: Þar hóf ''Juneyao Airlines'' flug árið 1991 sem fyrsta einkarekna flugfélag Kína og ''Jinhua -Wenzhou járnbrautin'' var árið 1992 fyrsta járnbrautarverkefnið í Alþýðulýðveldinu byggt með einkafjármagni.<small><ref name=":7" /></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Wenzhou_longwan_airport.jpg|alt=Farþegamiðstöð Wenzhou Longwan flugvallarins.Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi.|thumb|'''Farþegamiðstöð Wenzhou Longwan flugvallarins'''.Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi.]]
[[Mynd:WZMTR_S1_Train_with_CRH380B.jpg|alt=Lest á S1 línunni. S1 og S2 lestarlínurnar tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir. Áform eru uppi um sex línur, alls 362 kílómetrar að lengd.|thumb|'''Lest á S1 línunni.''' S1 og S2 lestarlínurnar tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir. Áform eru uppi um sex línur, alls 362 km. að lengd.]]
[[Mynd:Railway_Bridge_on_Fenghua_River.JPG|alt=Ningbo–Taizhou–Wenzhou háhraðalestin er nefnd eftir aðalborgunum þremur á leiðinni, sem er 282 kílómetrar að lengd og er hluti af háhraðalestarkerfi suðausturstrandar Kína. Hámarkshraði er 250 kílómetrar á klukkustund.|thumb|'''Ningbo–Taizhou–Wenzhou háhraðalestin,''' nefnd eftir aðalborgunum á leiðinni sem er 282 km. og er hluti af [[Háhraðalest|háhraðalestarkerfi]] suðausturstrandar Kína. Hámarkshraði er 250 km. á klst.<small><ref>{{Citation|title=Ningbo–Taizhou–Wenzhou railway|date=2021-10-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ningbo%E2%80%93Taizhou%E2%80%93Wenzhou_railway&oldid=1048642153|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:99-019_at_Jiefangjiekou_(20170130143419).jpg|alt=Borgarlínukerfi Wenzhou (BRT), hraðflutningakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Nú eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.|thumb|'''[[Borgarlína|Borgarlínukerfi]] Wenzhou (BRT)''' hraðflutningakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Nú eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.]]
=== Flug ===
[[Wenzhou Longwan alþjóðaflugvöllurinn|Alþjóðaflugvöllur Wenzhou Longwan]] (IATA: WNZ) er meginflughöfn Wenzhou borgar. Hann einn af stærri flugvöllum í Austur-Kína. Flugvöllurinn er staðsettur um 21 kílómetra frá miðborg Wenzhou í Longwan hverfi sem gefur honum nafn. Hann þjónar Wenzhou og öðrum nærliggjandi borgum eins og Taizhou, Lishui og Ningde.
Vöxtur flugvallarins hefur verið mikill. Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi. Árið 2018 bauð flugvöllurinn tengingar til 104 innlendra borga og 29 alþjóðlegra borga og svæða. Mörg farþegaflugfélög og farmflugfélög starfa á vellinum.
Flugvöllurinn hefur tvær flugstöðvar, T1 fyrir millilandaflug og T2 fyrir innanlandsflug. Vegna mikillar fjölgunar farþega er völlurinn og tengdir samgönguinnviðir í miklu stækkunarferli sem á að ljúka árið 2030. Byggja á aðra flugbraut, þriðju flugstöðina (T3), og nýja vörugeymslu. Árið 2030 geta 30 milljón flugfarþegar farið um flugvöllinn á ári.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou Longwan alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-08-05|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_Longwan_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1763839|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Flughöfnin er tengd miðborginni með lestum og snarlestum tengja flughöfnina. Að auki tengja strætisvagnar og gott vegakerfi flughöfnina við borgina og nærliggjandi svæði.
Samkvæmt áætlun stjórnvalda um þróun flugs í Wenzhou er fyrirhugað að borgin byggi á næstu árum sjö almenna flugvelli í Lucheng hverfi, Yueqing, sem og sýslum Wencheng, Cangnan, Taishun, Yongjia og Pingyang.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-12/03/c_687771.htm|titill=Mountainous county in Wenzhou building general airport|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government.|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government.|mánuður=3. desember|ár=2021|mánuðurskoðað=4. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir ===
Wenzhou-höfn er við 350 kílómetra strandlengju á Suðaustur-Kína, á óshólmasvæði [[Jangtse|Jangtse fljóts]]. Hún er ein af 25 helstu strandhöfnum Kína. Höfnin er hafnarsamlag sjö hafnarsvæða: Zhuangyuan'ao höfn; hafnarsvæði Yueqing flóa; Xiaomendao höfn; Oujiang höfn; Ruian höfn; Pingyang höfn og hafnarsvæði Cangnan.<small><ref>{{Citation|title=温州交通|date=2022-06-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72182385|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Auk tenginga til innanlandshafna eru siglingar frá Wenzhou höfn til meira en 10 landa, [[Japan]], [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]], [[Kúveit]], [[Rússland|Rússlandi]], [[Singapúr]], [[Hong Kong]], og [[Taívan]]. Stjórnvöld hafa uppi mikil áform um frekari uppbyggingu hafna borgarinnar. Stórefla á farmflutningsgetu í allt að 30 milljónir tonna á ári.<small><ref>{{Citation|title=温州交通|date=2022-06-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72182385|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
=== Lestir ===
Vegna landfræðilegrar aðstæðna er uppbygging járnbrauta í Wenzhou og tengingar við aðrar borgir kostnaðarsöm og takmörkunum háð. Fyrsta járnbraut Wenzhou, ''Jinhua–Wenzhou járnbrautin'', opnaði árið 1998. Járnbrautin, sem liggur frá Wenzhou járnbrautarstöðinni norðvestur til Jinhua, er alls 251 kílómetrar, með 135 brýr og 96 jarðgöng sem eru 35 kílómetra að lengd.<small><ref name=":11">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Árið 2009 opnuðu tvær háhraðalestartengingar í Wenzhou. Annars vegar ''Ningbo–Taizhou–Wenzhou járnbrautin'' sem liggur norður til [[Hangzhou]] og hins vegar ''Wenzhou–Fuzhou járnbrautin ''sem liggur suður til [[Xiamen]]. Báðar lestarlínurnar ná allt að 200 km/klst og hafa verulega stytt ferðatíma til nágrannaborga. Árið 2015 var síðan ''Jinhua–Wenzhou háhraðalestin'' tekin í notkun.<small><ref name=":11" /></small>
=== Borgarlestir ===
Borgarlestarkerfi Wenzhou er blandað lestakerfi við úthverfi borgarinnar með nokkrum neðanjarðarstöðvum. Áform eru uppi um sex línur, samtals 362 kílómetra að lengd.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou rail transit|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_rail_transit&oldid=1100113290|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Sú fyrsta ('''S1''') liggur milli austur-vestur úthverfa borgarinnar. Hún tengir Oujiangkou, miðborgina, Longwan, alþjóðaflugvöllinn og Lingkun. Heildarlengd S1 er 77 kílómetrar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2019/12/9/art_1231296_40902700.html|titill=Wenzhou Rail Transit Line S1|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=12. september|ár=2019|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市域铁路S1线|date=2022-05-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%93%81%E8%B7%AFS1%E7%BA%BF&oldid=71607562|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Framkvæmdum við '''S2 '''línan á að ljúka árið 2023. Hún er hraðflutningslína í úthverfi borgarinnar, 63 kílómetrar að lengd. Hún tengist alþjóðaflugvelli borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Line S2 (Wenzhou Rail Transit)|date=2022-04-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_S2_(Wenzhou_Rail_Transit)&oldid=1083414345|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref> <ref>{{Citation|title=温州市域铁路S2线|date=2022-07-07|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%93%81%E8%B7%AFS2%E7%BA%BF&oldid=72541613|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small> '''S3''' línan mun síðan liggja frá aðalestarstöð borgarinnar til Rui'an borgar, til Lingxi, Pingyang sýslu, Cangnan sýslu, og til Longgang borgar. Framkvæmdir hófust í apríl 2020. Uppkomin verður hún alls 97 kílómetrar að lengd, að hluta á upphækkuðum brúm en einnig neðanjarðar.<small><ref>{{Citation|title=溫州市域鐵路S3線|date=2022-01-11|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%BA%AB%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%90%B5%E8%B7%AFS3%E7%B7%9A&oldid=69594096|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Járnbrautalínur, S1, S2, og S3 liggja um strandsvæði Wenzhou borgar. Að auki er áætlað að byggja þrjár þéttbýlislínur (léttlestir og neðanjarðarlestir), M1, M2 og M3.
=== Borgarlínur ===
Borgarlínukerfi Wenzhou (BRT), hraðflutningakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Í dag eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.<small><ref>{{Citation|title=温州快速公交|date=2022-01-10|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%BF%AB%E9%80%9F%E5%85%AC%E4%BA%A4&oldid=69584025|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Frekari uppbygging þriðju línunnar er fyrirhuguð.
=== Strætavagnar ===
Wenzhou borg hefur fjölda strætisvagnastöðva sem þjóna ýmsum stöðum innan borgarinnar og nærliggjandi svæðum og borgum. Almenningsvagnakerfi borgarinnar taldi árið 2013 alls 1.537 rútur á 88 leiðum. Flestir strætisvagnarnir eru með sjálfvirku fargjaldakerfi.<ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/3/30/art_1231296_2332695.html|titill=Bus|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=30. mars|ár=2013|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref>
=== Ferjur ===
Ferjur þjóna áfangastöðum upp og niður með Ou-fljóti og til úthverfa Oubei. Sérstök ferja þjónar ferðamannaeyjunni Jiangxin í Ou-fljóti.<small><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Wenzhou#Get_around|title=Wenzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Borgin er einnig að byggja upp vatnsrútukerfi. Fyrsta vatnsrútulína opnaði árið 2013, þar sem siglt er frá Xiaonanmen til Nantang.
=== Reiðhjólaleiga ===
Almenningsreiðhjólakerfi Wenzhou er hjólaleiga þar sem þúsundir almenningshjóla í boði ókeypis í takmarkaðan tíma.<small><ref>{{Cite web|url=http://news.66wz.com/system/2012/08/13/103308919.shtml|title=鹿城5000辆公共自行车开始定制 9月出街(图)_独家报道_温州网|website=news.66wz.com|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
== Trúarbrögð ==
[[Mynd:Temple of the Filial Blessing in Ouhai, Wenzhou, Zhejiang, China (2).jpg|alt=Musteri fjölskyldublessunar í Ouhai hverfi, Wenzhou, er staður fyrir tilbeiðslu forfeðranna.|hægri|thumb|'''„Musteri fjölskyldublessunar“''' í Ouhai hverfi Wenzhou, er staður fyrir tilbeiðslu forfeðranna.]]
[[Mynd:Lords Prayer in Chinese.jpg|alt=„Faðirvorið“, þekktasta Kristna bænin, hér á Kínversku.|hægri|thumb| „[[Faðirvorið]]“, þekktasta [[Kristni|Kristna]] bænin, hér á [[Kínverska|Kínversku]].]]
[[Mynd:Saint_Paul's_Cathedral_in_Wenzhou_12_2018-10.jpg|alt=Dómkirkja Páls postula í Wenzhou er aðsetur kaþólska biskupsstólsins í borginni.|hægri|thumb| '''Dómkirkja Páls postula''' í Wenzhou er aðsetur kaþólska biskupsstólsins í borginni.<small><ref>{{Citation|title=St. Paul's Cathedral, Wenzhou|date=2022-08-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=St._Paul%27s_Cathedral,_Wenzhou&oldid=1102528728|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
=== Almennt ===
Eins og víðast hvar í Alþýðulýðveldinu Kína er meirihluti íbúa Wenzhou trúlaus.<small><ref name=":8">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Í samanburði við önnur strandsvæði í Kína virðast borgarbúar þó meira áhugasamir um trúarmál. Ýmis trúarbrögð eru þannig ríkjandi í borginni. Til að mynda er forfeðradýrkun vinsæl í Wenzhou og byggð hafa verið forfeðrahof á ýmsum stöðum.<small><ref name=":9">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small> Þjóðtrú virðist þannig sterk og [[búddismi]] og [[Daoismi|taóismi]] eru iðkaðir víða í borginni. Þá eru margir fylgjendur kristninnar [[Mótmælendatrú|mótmælendatrúar]] sem og [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólskara]] trúar.<small><ref name=":10">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>
Fyrir valdatöku [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] í Kína árið 1949 voru Wenzhou skráðir 2.000 tilbeiðslustaðir og 4.500 prestar, prestar og munkar. Ríkið útnefndi borgina opinberlega sem „trúleysissvæði“ árið 1958 og í [[Menningarbyltingin|menningarbyltingunni]] (1966–1976) var trúarbyggingum ýmist lokað eða þeim breytt til annarra nota. Á níunda áratugnum lifnuðu trúarbrögð hratt við og í dag eru fleiri tilbeiðslustaðir skráðir en áður.<small><ref name=":10" /></small>
Á vef borgarinnar er sagt frá því að síðla árs 2000 og til ársins 2002 hafi stjórnvöld ráðist í átak í að loka kirkjum, musterum og hofum og þau jafnvel eyðilögð. Það hafði áhrif á kristna, búddista og taóista.<small><ref name=":8" /></small> Þrátt fyrir þetta var borgin með árið 2015 með 8.569 musteri byggð á þjóðtrúar og 3.961 skráða tilbeiðslustaði búddisma, taóisma, íslam, kaþólskrar trúar og mótmælendatrúar.<small><ref name=":10" /></small>
=== Búddismi ===
Búddismi á sér langa sögu í borginni og marga fylgjendur. Búddahof eru víða um borgina og í dreifbýli. Mikill fjöldi trúaðra heimsækir musterin til að brenna reykelsi og tilbiðja Búdda. Meðal þekktustu mustera borgarinnar eru Jiangxin-hofið, Miaoguo-hofið, og Taiping-hofið.<small><ref name=":9" /></small>
=== Taóismi ===
Taóistahof eru á víða við fjallsrætur í borginni. Þrátt fyrir að hefðbundinn taóismi sé ekki útbreiddur, brenna áhangendur þeirra enn reykelsi af mikilli trúmennsku og viðhalda þjóðlegum hefðum og spádómum.<small><ref name=":9" /></small>
=== Kristni ===
Wenzhou borg hefur verið kölluð „Jerúsalem Kína“. Í dag er borgin talin mikilvæg miðstöð kristni í Kína.<small><ref name=":10" /></small> Breskir trúboðar boðuðu mótmælendatrú í Wenzhou á 19. öld. Árið 1949 er talið að meira en 115,000 borgarbúa hafi verið mótmælendatrúar, sem voru um tíundi hluti allra áhangenda mótmælendatrúar í Kína.<small><ref name=":10" /></small> Í dag er fylgjendur mótmælendatrúar fjölmennur hópur og mjög virkur í borginni. Opinberar tölur segja þá vera 15% af heildarfjölda íbúa, eða meira en 1 milljón talsins.<small><ref name=":9" /></small> Kirkjur og samkomustaðir eru margir og krossar víða í þéttbýli og dreifbýli. Mörg þorp innan borgarinnar hafa fleiri en eina kirkju. Meðal þekktra mótmælendakirkja eru: Wenzhou Chengxi kirkjan, Garden Lane kirkjan, Yongguang kirkjan, Jiangjunqiao kirkjan og Wuqiao kirkjan.
Alls er áætlað að um 100.000 borgarbúar séu kaþólskrar trúar.<small><ref name=":9" /></small>
Borgaryfirvöld segja að ör vöxtur hafi orðið í kristnum samfélögum, allt að 15 -20% íbúanna séu kristnir. Staðbundnar fjölskyldukirkjur segja allt að 30% borgarbúa kristna. Vegna starfa erlendra fyrirtækja í borginni bjóða sumar kirkjur upp á þjónustu og biblíunám á ensku.<small><ref name=":8" /></small>
Á síðustu árum hefur ríkisvaldið reynt að hamla vexti og starfssemi kristinnar trúar í borginni. Kirkjum hefur verið lokað, þær jafnaðar við jörðu, krossar fjarlægðir, og prestar og kristnir fylgjendur handteknir.<small><ref name=":10" /></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:杀狗记211747.jpg|alt=Wenzhou var fæðingarstaður „nanxi“, kínversks óperuforms á 12. öld. „Ou Opera“, eitt kínverskt óperuform, er vinsælt í Wenzhou og nærliggjandi svæðum. Nafnið er dregið af Ou-fljóti borgarinnar.|thumb|Wenzhou var fæðingarstaður „nanxi“, kínversks óperuforms á 12. öld. '''„Ou Opera“''', er þekkt kínverskt óperuform, vinsælt í Wenzhou og nærliggjandi svæðum. Nafnið er dregið af Ou-fljóti borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Ou opera|date=2021-06-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ou_opera&oldid=1026229477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikiferða um Wenzhou''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* Enskur kynningarvefur [http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/index.html Zhejiang héraðs '''um Wenzhou borg''']. Myndrænar upplýsingar um borgina, fréttir, skipulag o.fl.
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
822dh6970a7eaqgwawcwajt6n8ois40
Eiríkur Guðmundsson
0
168882
1764243
2022-08-09T13:01:25Z
Berserkur
10188
Berserkur færði [[Eiríkur Guðmundsson]] á [[Eiríkur Guðmundsson (leikari)]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Eiríkur Guðmundsson (leikari)]]
9u6udxi15f637f0rkwxrjen8zoysvvf
1764247
1764243
2022-08-09T13:04:49Z
Berserkur
10188
Fjarlægði endurbeiningu á [[Eiríkur Guðmundsson (leikari)]]
wikitext
text/x-wiki
'''Eiríkur Guðmundsson''' getur átt við:
*[[Eiríkur Guðmundsson (útvarpsmaður og rithöfundur)|Eiríkur Guðmundsson]], útvarpsmaður og rithöfundur.
*[[Eiríkur Guðmundsson (leikari)|Eiríkur Guðmundsson]], leikara.
*[[Eiríkur Guðmundsson (hirðstjóri)|Eiríkur Guðmundsson]], hirðstjóri á 14. öld.
[[Flokkur:Aðgreiningarsíður]]
ppdpbgvcwgzvrsrviwdhizkyfu8n18k
1764255
1764247
2022-08-09T13:34:55Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Eiríkur Guðmundsson''' getur átt við:
*[[Eiríkur Guðmundsson (útvarpsmaður og rithöfundur)|Eiríkur Guðmundsson]], útvarpsmaður og rithöfundur.
*[[Eiríkur Guðmundsson (leikari)|Eiríkur Guðmundsson]], leikari.
*[[Eiríkur Guðmundsson (hirðstjóri)|Eiríkur Guðmundsson]], hirðstjóri á 14. öld.
[[Flokkur:Aðgreiningarsíður]]
sss596t5ic3526kijyyp1wt1155byol
Spjall:Eiríkur Guðmundsson
1
168883
1764245
2022-08-09T13:01:25Z
Berserkur
10188
Berserkur færði [[Spjall:Eiríkur Guðmundsson]] á [[Spjall:Eiríkur Guðmundsson (leikari)]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Spjall:Eiríkur Guðmundsson (leikari)]]
g3ag1wfdjb5dwaoscghjpe42jlvmivb
Eiríkur Guðmundsson (útvarpsmaður og rithöfundur)
0
168884
1764251
2022-08-09T13:18:38Z
Berserkur
10188
Ný síða: '''Eiríkur Guðmundsson''' (fæddur [[28. september]] [[1969]] í [[Bolungarvík]]), látinn 8. ágúst 2022) var útvarpsmaður og rithöfundur. Hann lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla. Eiríkur starfaði lengi sem þáttastjórnandi á [[Rás 1]] og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni. Einnig skrifaði hann ritdóma og pistla um bókmen...
wikitext
text/x-wiki
'''Eiríkur Guðmundsson''' (fæddur [[28. september]] [[1969]] í [[Bolungarvík]]), látinn 8. ágúst 2022) var útvarpsmaður og rithöfundur.
Hann lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla. Eiríkur starfaði lengi sem þáttastjórnandi á [[Rás 1]] og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni. Einnig skrifaði hann ritdóma og pistla um bókmenntir og menningu. <ref>[https://www.visir.is/g/20222295483d/eirikur-gudmundsson-latinn Eiríkur Guðmundsson látinn] Vísir, sótt 9/8 2022</ref> Hann gaf út nokkrar bækur og var skáldsagan ''1983'' tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013.
==Bækur==
*''39 þrep til glötunar'' (2004)
*''Undir himninum'' (2006)
*''Nóttin samin í svefni og vöku'' Um skáldskap Steins Steinarrs (2008)
*''1983'' (2013)
*''Ritgerð mín um sársaukann'' (2018)
==Tilvísanir==
{{fd|1969|2022}}
[[Flokkur:Íslenskir rithöfundar]]
[[Flokkur:Íslenskir útvarpsmenn]]
4sw8y43gm1qgr2l14ep3simn0rsflzk
1764254
1764251
2022-08-09T13:21:42Z
Arnorbogason
581
Tók út auka sviga.
wikitext
text/x-wiki
'''Eiríkur Guðmundsson''' (fæddur [[28. september]] [[1969]] í [[Bolungarvík]], látinn 8. ágúst 2022) var útvarpsmaður og rithöfundur.
Hann lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla. Eiríkur starfaði lengi sem þáttastjórnandi á [[Rás 1]] og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni. Einnig skrifaði hann ritdóma og pistla um bókmenntir og menningu. <ref>[https://www.visir.is/g/20222295483d/eirikur-gudmundsson-latinn Eiríkur Guðmundsson látinn] Vísir, sótt 9/8 2022</ref> Hann gaf út nokkrar bækur og var skáldsagan ''1983'' tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013.
==Bækur==
*''39 þrep til glötunar'' (2004)
*''Undir himninum'' (2006)
*''Nóttin samin í svefni og vöku'' Um skáldskap Steins Steinarrs (2008)
*''1983'' (2013)
*''Ritgerð mín um sársaukann'' (2018)
==Tilvísanir==
{{fd|1969|2022}}
[[Flokkur:Íslenskir rithöfundar]]
[[Flokkur:Íslenskir útvarpsmenn]]
lfd106er7gszhufet6gfzu2cisalusw
Ólafur Þ. Harðarson
0
168885
1764257
2022-08-09T14:06:54Z
Siggason
12601
Ný síða: {{Persóna | nafn = Ólafur Þ. Harðarson | búseta = [[Reykjavík]], [[Ísland]] | mynd = Olafur Th. Hardarson panelmedlem vid lanseringen av Gunnar Wetterbergs bok om en nordisk forbundsstat.jpg | myndastærð = 200px | myndatexti = Ólafur árið 2010 | alt = | fæðingarnafn = Ólafur Þórður Harðarson | fæðingardagur = {{Fæðingardagur og aldur|1951|12|12}} | fæðingarstaður = [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]], ...
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Ólafur Þ. Harðarson
| búseta = [[Reykjavík]], [[Ísland]]
| mynd = Olafur Th. Hardarson panelmedlem vid lanseringen av Gunnar Wetterbergs bok om en nordisk forbundsstat.jpg
| myndastærð = 200px
| myndatexti = Ólafur árið 2010
| alt =
| fæðingarnafn = Ólafur Þórður Harðarson
| fæðingardagur = {{Fæðingardagur og aldur|1951|12|12}}
| fæðingarstaður = [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]], [[Ísland]]
| dauðadagur =
| dauðastaður =
| orsök_dauða =
| virkur =
| þekktur_fyrir =
| þekkt_fyrir =
| þjóðerni = Íslenskur
| starf = Kennari
| titill = Prófessor emeritus
| verðlaun =
| laun =
| trú =
| maki =
| börn = 2
| foreldrar =
| háskóli = Háskóli Íslands
| stjórnmálaflokkur =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
| tilvitnun =
| undirskrift =
| heimasíða =
| kyn = kk
}}
'''Ólafur Þ. Harðarson''' (f. 12. desember 1951) er íslenskur stjórnmálafræðingur og [[prófessor]] emeritus við [[stjórnmálafræði]]deild [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]].
== Tenglar ==
* [https://www.hi.is/starfsfolk/othh Ólafur á vef Háskóla Íslands]
* [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=76108 Ólafur á Vísindavefnum]
{{stubbur}}
{{f|1951}}
[[Flokkur:Íslenskir stjórnmálafræðingar]]
[[Flokkur:Prófessorar við Háskóla Íslands]]
5s6yi8kz1upxx2i8nfx7zfmbezhci3o
1764306
1764257
2022-08-09T18:51:53Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Ólafur Þ. Harðarson
| búseta = [[Reykjavík]], [[Ísland]]
| mynd = Olafur Th. Hardarson panelmedlem vid lanseringen av Gunnar Wetterbergs bok om en nordisk forbundsstat.jpg
| myndastærð = 200px
| myndatexti = Ólafur árið 2010
| alt =
| fæðingarnafn = Ólafur Þórður Harðarson
| fæðingardagur = {{Fæðingardagur og aldur|1951|12|12}}
| fæðingarstaður = [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]], [[Ísland]]
| dauðadagur =
| dauðastaður =
| orsök_dauða =
| virkur =
| þekktur_fyrir =
| þekkt_fyrir =
| þjóðerni = Íslenskur
| starf = Kennari
| titill = Prófessor emeritus
| verðlaun =
| laun =
| trú =
| maki =
| börn = 2
| foreldrar =
| háskóli = Háskóli Íslands
| stjórnmálaflokkur =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
| tilvitnun =
| undirskrift =
| heimasíða =
| kyn = kk
}}
'''Ólafur Þórður Harðarson''' (f. 12. desember 1951) er íslenskur stjórnmálafræðingur og [[prófessor]] emeritus við [[stjórnmálafræði]]deild [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]].
== Tenglar ==
* [https://www.hi.is/starfsfolk/othh Ólafur á vef Háskóla Íslands]
* [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=76108 Ólafur á Vísindavefnum]
{{stubbur}}
{{f|1951}}
[[Flokkur:Íslenskir stjórnmálafræðingar]]
[[Flokkur:Prófessorar við Háskóla Íslands]]
g4vvmqq2m88qjtnbxgidxovc0gj6pp7
Sevastópol
0
168886
1764313
2022-08-10T00:15:39Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Sevastópol]] á [[Sevastopol]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Sevastopol]]
012m2fse3dmyeq2qxom9tahbjnevf9l
Zjytómýr
0
168887
1764315
2022-08-10T00:16:50Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Zjytómýr]] á [[Zjytomyr]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Zjytomyr]]
hi9118blinbz8m4o5i1o82d6ywiintr
Pripjat
0
168888
1764319
2022-08-10T00:25:06Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Pripjat]] á [[Prypjat]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Prypjat]]
2aqbru20dt0uerqwsyzf0x1yn3fv7ct
Zaporízjska oblast
0
168889
1764324
2022-08-10T00:46:11Z
TKSnaevarr
53243
Tilvísun á [[Zaporízjzja-fylki]]
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Zaporízjzja-fylki]]
52g4mp0t440r0uotgxuajyurr63s3bp
Súmska Oblast
0
168890
1764327
2022-08-10T00:59:08Z
TKSnaevarr
53243
Tilvísun á [[Súmska oblast]]
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Súmska oblast]]
0kojk6o9wth8lrmwzo6eno9uc1zf41k
Donetskfylki
0
168891
1764328
2022-08-10T00:59:53Z
TKSnaevarr
53243
Tilvísun á [[Donetska Oblast]]
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Donetska Oblast]]
ncnmk7tmx36ic5tc9s0j9tob2oc9z29
Hellasvölungur
0
168892
1764338
2022-08-10T08:01:13Z
Ociter
81357
Ný síða: '''Hellasvölungur''' (Collocalia fuciphaga / Aerodramus fuciphagus) er lítill fugl af ætt svölunga með heimkynni í Indónesíu. Fuglinn er fær um að meta umhverfi sitt út frá bergmáli hljóða sem hann gefur sjálfur frá sér (líkt og sumar leðurblökur) og er að þessu leyti nær sérstæður í fuglaríkinu. Hreiður gerir hann sér úr munnvatni og er það vinsælt til matar einkum í Kína. [[File:AerodramusFuciphagusDistribution.png|thumb]] File:Apodid...
wikitext
text/x-wiki
'''Hellasvölungur''' (Collocalia fuciphaga / Aerodramus fuciphagus) er lítill fugl af ætt svölunga með heimkynni í Indónesíu.
Fuglinn er fær um að meta umhverfi sitt út frá bergmáli hljóða sem hann gefur sjálfur frá sér (líkt og sumar leðurblökur) og er að þessu leyti nær sérstæður í fuglaríkinu.
Hreiður gerir hann sér úr munnvatni og er það vinsælt til matar einkum í Kína.
[[File:AerodramusFuciphagusDistribution.png|thumb]]
[[File:Apodidae_-_Aerodramus_fuciphagus_(Edible-nest_swiftlet).JPG|thumb]]
1w2jirokfgu43wl1q23edvb6ebngtbd
1764339
1764338
2022-08-10T08:01:41Z
Ociter
81357
wikitext
text/x-wiki
'''Hellasvölungur''' (Collocalia fuciphaga / Aerodramus fuciphagus) er lítill fugl af ætt [[svölungar|svölunga]] með heimkynni í Indónesíu.
Fuglinn er fær um að meta umhverfi sitt út frá bergmáli hljóða sem hann gefur sjálfur frá sér (líkt og sumar leðurblökur) og er að þessu leyti nær sérstæður í fuglaríkinu.
Hreiður gerir hann sér úr munnvatni og er það vinsælt til matar einkum í Kína.
[[File:AerodramusFuciphagusDistribution.png|thumb]]
[[File:Apodidae_-_Aerodramus_fuciphagus_(Edible-nest_swiftlet).JPG|thumb]]
t64mn6ttww8izphshgyopmpsudnnl94
1764346
1764339
2022-08-10T10:51:52Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Hellasvölungur''' (Collocalia fuciphaga / Aerodramus fuciphagus) er lítill fugl af ætt [[svölungar|svölunga]] með heimkynni í Indónesíu.
Fuglinn er fær um að meta umhverfi sitt út frá bergmáli hljóða sem hann gefur sjálfur frá sér (líkt og sumar leðurblökur) og er að þessu leyti nær sérstæður í fuglaríkinu.
Hreiður gerir hann sér úr munnvatni og er það vinsælt til matar einkum í Kína.
[[File:AerodramusFuciphagusDistribution.png|thumb]]
[[File:Apodidae_-_Aerodramus_fuciphagus_(Edible-nest_swiftlet).JPG|thumb]]
[[Flokkur:Svölungaætt]]
l2nxg9r737hv0x5f12osbmuaeyhr7x9
Flokkur:Svölungaætt
14
168893
1764347
2022-08-10T10:52:11Z
Berserkur
10188
Ný síða: [[Flokkur:Þytfuglar]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Þytfuglar]]
ab1y6h30kjxl1li8iy7blpkld7ukgg3
Austurríkiskeisari
0
168894
1764350
2022-08-10T11:14:51Z
Akigka
183
Ný síða: [[Mynd:Emperor_karl_of_austria-hungary_1917.png|thumb|right|Karl 1. var síðasti Austurríkiskeisarinn.]] '''Austurríkiskeisari''' var [[keisari]] [[Austurríska keisaradæmið|Austurríska keisaradæmisins]] og síðar [[Austurrísk-ungverska keisaradæmið|Austurrísk-ungverska keisaradæmisins]] frá 1804 til 1918. Titillinn var búinn til af [[Frans 2. keisari|Frans 2.]] keisara [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkisins]], rétt áður en það var leyst up...
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Emperor_karl_of_austria-hungary_1917.png|thumb|right|Karl 1. var síðasti Austurríkiskeisarinn.]]
'''Austurríkiskeisari''' var [[keisari]] [[Austurríska keisaradæmið|Austurríska keisaradæmisins]] og síðar [[Austurrísk-ungverska keisaradæmið|Austurrísk-ungverska keisaradæmisins]] frá 1804 til 1918. Titillinn var búinn til af [[Frans 2. keisari|Frans 2.]] keisara [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkisins]], rétt áður en það var leyst upp. Frans varð eftir það Frans 1. Austurríkiskeisari. Titillinn gekk í arf innan [[Habsburg-Lorraine-ætt]]ar þar til [[Karl 1. Austurríkiskeisari]] sagði af sér 1918.
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Keisari !! Tímabil !! Ath.
|-
| 1 || [[Frans 1. (Austurríki)|Frans I]] || 1804-1835 ||Var síðasti keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis
|-
| 2 || [[Ferdinand 1. (Austurríki)|Ferdinand I]] || 1835-1848 || Sonur Frans I og Maríu Teresíu
|-
| 3 || [[Frans Jósef 1. (Austurríki)|Frans Jósef I]] || 1848-1916 || Bróðursonur Ferdinands I
|-
| 4 || [[Karl 1. (Austurríki)|Karl I]] || 1916-1918 || Frændi ofangreindra keisara
|}
[[Flokkur:Austurríkiskeisarar| ]]
{{sa|1804|1918}}
fkmvhfm0hw7f3kkzud55ym6t4vmmdnm