Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.39.0-wmf.25
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
Smától
Smátólaspjall
Smátóla skilgreining
Smátóla skilgreiningarspjall
19. ágúst
0
2606
1765322
1726846
2022-08-19T10:55:40Z
Akigka
183
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|ágúst}}
'''19. ágúst''' er 231. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (232. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 134 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[14]] - [[Tíberíus]] tók við völdum sem Rómarkeisari eftir lát Ágústusar.
* [[1305]] - [[Loðvík 10.]] Frakkakonungur gekk að eiga [[Klementía af Ungverjalandi|Klementíu af Ungverjalandi]].
* [[1399]] - [[Ríkharður 2. Englandskonungur]] gafst upp fyrir [[Hinrik 4. Englandskonungur|Hinriki Bolingbroke]] og afsalaði sér krúnunni.
* [[1493]] - [[Maximilían 1. keisari|Maximilían]] varð keisari hins Heilaga rómverska ríki.
* [[1561]] - [[María Skotadrottning]] sneri heim frá Frakklandi, þar sem hún hafði alist upp.
* [[1572]] - [[Hinrik 4. Frakkakonungur|Hinrik 3.]] af Navarra giftist [[Margrét af Valois|Margréti af Valois]], systur Karls 9. Frakkakonungs.
* [[1745]] - Uppreisn [[Jakobítar|Jakobíta]] hófst í Skotlandi.
* [[1809]] - [[Jörundur hundadagakonungur]] afsalaði sér völdum á Íslandi.
* [[1871]] - Alþingismenn stofnuðu [[Hið íslenska þjóðvinafélag]] til þess að efla meðvitund Íslendinga um þjóðerni sitt.
* [[1919]] - [[Afganistan]] varð sjálfstætt ríki.
* [[1939]] - [[Blindrafélagið]] var stofnað á Íslandi.
* [[1949]] - Kvikmyndafyrirtækið [[Edda-Film (1949)|Edda-Film]] var stofnað í Reykjavík.
* [[1956]] - Á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum í Hjaltadal]] var haldin hátíð í minningu þess að 850 ár voru liðin frá stofnun biskupsstóls þar.
* [[1959]] - Fyrstu símsendu myndirnar í íslensku dagblaði birtust í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' og voru þær frá landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn daginn áður. Leiknum lauk með jafntefli.
* [[1963]] - Sæsímastrengurinn [[Icecan]] var tekinn í notkun.
* [[1964]] - Kvikmynd Bítlanna, ''[[A hard days night]]'', var frumsýnd í Tónabíói á Íslandi og sló öll fyrri sýningarmet.
* [[1971]] - Herforingjabylting í Bólivíu kom [[Hugo Banzer]] til valda.
* [[1980]] - Yfir 300 manns létust þegar kviknaði í [[Saudia flug 163|Saudia flugi 163]] í [[Riyadh]].
* [[1981]] - [[Sidraflóaatvikið 1981]]: Tvær líbískar orrustuþotur voru skotnar niður af bandarískum orrustuþotum yfir Sidraflóa.
* [[1987]] - [[Hungerford-fjöldamorðin]]: [[Michael Ryan]] skaut 16 manns til bana í Bretlandi.
* [[1987]] - Konur gátu í fyrsta sinn fengið [[sokkabandsorðan|sokkabandsorðuna]] í Bretlandi.
* [[1989]] - Friðarsamkoman [[Samevrópska lautarferðin]] var haldin á landamærum Austurríkis og Ungverjalands.
* [[1989]] - Kólumbíska lögreglan hóf handtökur 11.000 grunaða eiturlyfjasala vegna morða á háttsettum embættismönnum og forsetaframbjóðanda.
* [[1990]] - [[Leonard Bernstein]] stjórnaði sínum síðustu tónleikum með [[Sinfóníuhljómsveit Boston]].
* [[1991]] - [[Ágústvaldaránið]] í Sovétríkjunum: Átta sovéskir embættismenn og herforingjar rændu [[Mikhaíl Gorbatsjev]]. [[Boris Jeltsín]] hélt fræga ræðu ofan af skriðdreka við þinghúsið í Moskvu.
* [[1993]] - Veiðar íslenskra togara hófust í [[Smugan (hafsvæði)|Smugunni]] svonefndu, sem er hafsvæði á milli fiskveiðilögsagna Noregs og Rússlands. Áður höfðu Færeyingar veitt þar undir hentifána.
* [[1993]] - [[Shimon Peres]], utanríkisráðherra Ísraels, kom í opinbera heimsókn til Íslands.
* [[1996]] - [[Netscape Navigator]] 3.0 kom út. Þetta var fyrsti vafrinn með innbyggðan [[JavaScript]]-túlk.
* [[1999]] - Tugþúsundir mótmælenda í [[Belgrad]] kröfðust þess að [[Slobodan Milošević]] segði af sér sem forseti Júgóslavíu.
<onlyinclude>
* [[2002]] - [[Téténía|Téténskir]] skæruliðar skutu niður rússneska þyrlu við [[Kankala]]. 118 hermenn létust.
* [[2003]] - [[Bílasprengja]] sprakk í hverfi [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] í [[Bagdad]] með þeim afleiðingum að 22 létust, þar á meðal sérstakur sendimaður Sþ í Írak, [[Sergio Vieira de Mello]].
* [[2003]] - 23 létust og 100 særðust þegar sjálfsmorðssprengjumaður á vegum [[Hamas]] gerði árás á strætisvagn í [[Jerúsalem]].
* [[2008]] - [[Rauðhumla]] sást í fyrsta sinn á Íslandi.
* [[2010]] - Síðustu bandarísku bardagasveitirnar yfirgáfu [[Írak]] en um 50.000 hermenn voru áfram í landinu.
* [[2020]] – Malíski herinn framdi valdarán gegn forsetanum [[Ibrahim Boubacar Keïta]].</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[232]] - [[Probus]], Rómarkeisari (d. [[282]]).
* [[1596]] - [[Elísabet Stuart]], dóttir [[Jakob 1. Englandskonungur|Jakobs 1. Englandskonungs]], síðar kjörfurstaynja í Pfals og drottning Bæheims (d. [[1662]]).
* [[1631]] - [[John Dryden]], enskur rithöfundur (d. [[1700]]).
* [[1689]] - [[Samuel Richardson]], enskur rithöfundur (d. [[1761]]).
* [[1741]] - [[Árni Þórarinsson (biskup)|Árni Þórarinsson]], Hólabiskup (d. [[1787]]).
* [[1750]] - [[Johann Galletti]], þýskur sagnfræðingur (d. [[1828]]).
* [[1826]] - [[Helgi Hálfdanarson (sálmaskáld)|Helgi Hálfdanarson]], sálmaskáld (d. [[1894]]).
* [[1844]] - [[Kristian Kaalund]], danskur textafræðingur (d. [[1919]]).
* [[1871]] - [[Orville Wright]], flugvélasmiður (d. [[1948]]).
* [[1883]] - [[Axel Pehrsson-Bramstorp]], sænskur stjórnmálamaður (d. [[1954]]).
* [[1893]] - [[Inge Krokann]], norskur rithöfundur (d. [[1962]]).
* [[1896]] - [[Sigurður Jónasson]], íslenskur stjórnmála- og athafnamaður (d. [[1965]]).
* [[1900]] - [[Gilbert Ryle]], breskur heimspekingur (d. [[1976]]).
* [[1902]] - [[Ogden Nash]], bandarískt ljóðskáld (d. [[1971]]).
* [[1921]] - [[Eugene Wesley Roddenberry]], bandarískur handritshöfundur (d. [[1991]]).
* [[1942]] - [[Fred Thompson]], bandarískur stjórnmálamaður (d. [[2015]]).
* [[1943]] - [[Þór Whitehead]], íslenskur sagnfræðingur.
* [[1946]] - [[Bill Clinton]], 42. forseti Bandaríkjanna.
* [[1951]] - [[Árni Pétur Guðjónsson]], íslenskur leikari.
* [[1951]] - [[Jean-Luc Mélenchon]], franskur stjórnmálamaður.
* [[1952]] - [[Kristinn H. Gunnarsson]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[1965]] - [[Kyra Sedgwick]], bandarísk leikkona.
* [[1969]] - [[Matthew Perry]], kanadískur leikari.
* [[1971]] - [[Steinar Þór Guðgeirsson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[1973]] - [[Andrea Ferro]], ítalskur söngvari.
* [[1975]] - [[Francisco Fernández]], síleskur knattspyrnumaður.
* [[1989]] - [[Sara Nuru]], þýsk fyrirsæta.
* [[2001]] - [[Guðjón Ernir Hrafnkelsson]], íslenskur knattspyrnumaður.
== Dáin ==
* [[14]] - [[Ágústus]], Rómarkeisari (f. [[63 f.Kr.]]).
* [[440]] - [[Sixtus 3.]] páfi.
* [[498]] - [[Anastasíus 2.]] páfi.
* [[1186]] - [[Geoffrey 2. hertogi af Bretagne]] (f. [[1158]]).
* [[1506]] - [[Alexander Jagiellon]] Póllandskonungur (f. [[1461]]).
* [[1580]] - [[Andrea Palladio]], ítalskur arkitekt (f. [[1508]]).
* [[1662]] - [[Blaise Pascal]], franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og heimspekingur (f. [[1623]]).
* [[1891]] - [[Gestur Pálsson]], íslenskur rithöfundur (f. [[1852]]).
* [[1925]] - [[Sigurður Kristófer Pétursson]], íslenskur fræðimaður (f. [[1882]]).
* [[1936]] - [[Federico García Lorca]], spænskt skáld (f. [[1898]]).
* [[1954]] - [[Alcide De Gasperi]], ítalskur stjórnmálamaður (f. [[1881]]).
* [[1967]] - [[Hugo Gernsback]], bandarískur útgefandi (f. [[1884]]).
* [[1977]] - [[Groucho Marx]], bandarískur leikari (f. [[1890]]).
* [[1994]] - [[Linus Pauling]], bandarískur efnafræðingur (f. [[1901]]).
* [[2008]] - [[Levy Mwanawasa]], forseti Sambiu (f. [[1948]]).
* [[2012]] - [[Tony Scott]], breskur kvikmyndaleikstjóri (f. [[1944]]).
* [[2021]] - [[Raoul Cauvin]], belgískur myndasöguhöfundur (f. [[1938]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Ágúst]]
c40rxb4dhydc2lm88kg0odeyr5ikib0
Austurríki
0
4252
1765245
1764352
2022-08-18T16:08:29Z
Gamerpeter
87054
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Austurríki
| nafn_á_frummáli = Petoria
| nafn_í_eignarfalli = Austurríkis
| fáni = Petoria flag.png
| skjaldarmerki = Peter Griffin.png
| staðsetningarkort = EU-Austria.svg
| tungumál = [[þýska]]
| höfuðborg = Peter house
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Austurríkis|Forseti]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Alexander Van der Bellen]]
| titill_leiðtoga2 = [[Kanslari Austurríkis|Kanslari]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Karl Nehammer]]
| ESBaðild = 1. janúar 1995
| stærðarsæti = 113
| flatarmál = 83.879
| hlutfall_vatns = 0,84
| mannfjöldaár = 2020
| mannfjöldasæti = 97
| fólksfjöldi = 8.935.112
| íbúar_á_ferkílómetra = 106
| staða = [[Sjálfstæði]]
| atburður1 = Ríkisstofnun
| dagsetning1 = [[27. júlí]] [[1955]]
| VLF_ár = 2018
| VLF = 461,432
| VLF_sæti = 42
| VLF_á_mann = 51.936
| VLF_á_mann_sæti = 15
| VÞL = {{hækkun}} 0.922
| VÞL_sæti = 18
| VÞL_ár = 2019
| gjaldmiðill = [[Evra]]
| tímabelti = [[UTC]]+1
| þjóðsöngur = Peter Peter Griffin
| tld = at
| símakóði = 43
}}
'''Austurríki''' ([[þýska]]: ''Österreich'') er [[landlukt]] land í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]] í [[Austur-Alpar|Austur-Ölpunum]]. Hálendi [[Alparnir|Alpafjallanna]] einkennir landslag Austurríkis en í norðri og suðri eru [[Bæheimsskógur]] og [[Pannóníska sléttan]]. Landið er [[sambandslýðveldi]] níu sambandsríkja. Höfuðborg þess er [[Vín (Austurríki)|Vín]]. Austurríki á landamæri að [[Þýskaland]]i í norðvestri, [[Tékkland]]i í norðri, [[Slóvakía|Slóvakíu]] í norðaustri, [[Ungverjaland]]i í austri, [[Slóvenía|Slóveníu]] og [[Ítalía|Ítalíu]] í suðri, og [[Sviss]] og [[Liechtenstein]] í vestri. Landið er tæplega 84 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar búa um 9 milljónir.<ref>{{Cite journal |last=Hanes |first=D.M. |date=1994-09-01 |title=Studies of granular flow down an inclined chute. Quarterly technical progress report: Year four, Quarter two, 13 March--12 June 1994 |doi=10.2172/10182964 |url=http://dx.doi.org/10.2172/10182964}}</ref>
Landið varð til undir lok fyrsta árþúsundsins úr landsvæðunum [[Pannóníumörk]] og [[Ungverska mörk|Ungversku mörk]] innan [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkisins]]. Upphaflega var landið [[markgreifi|markgreifadæmi]] sem heyrði undir [[Bæjaraland]]. Árið 1156 var landið gert að [[hertogadæmið Austurríki|hertogadæmi]] og árið 1453 að [[erkihertogadæmið Austurríki|erkihertogadæmi]]. Á 16. öld varð Vínarborg höfuðborg keisaradæmisins og Austurríki varð þannig heimaland [[Habsborgarar|Habsborgara]] (sem upprunalega voru frá Sviss). Eftir [[upplausn Heilaga rómverska ríkisins]] 1806 gerðist Austurríki sjálft [[Austurríska keisaradæmið|keisaradæmi]]. Þetta ríki varð stórveldi í Evrópu og leiðandi innan [[Þýska sambandið|Þýska sambandsins]]. Eftir ósigur í [[Stríð Prússlands og Austurríkis|stríði Prússlands og Austurríkis]] 1866 var sambandið leyst upp og [[Austurríki-Ungverjaland]] varð til.
Eftir [[morðið á Franz Ferdinand]] erkihertoga árið 1914, lýsti [[Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari|Frans Jósef]] keisari [[Serbía|Serbíu]] stríði á hendur sem þróaðist síðan út í [[fyrri heimsstyrjöld]]. Ósigur keisaradæmisins og upplausn í kjölfarið varð til þess að Austurríki varð [[lýðveldi]] árið 1919. Á [[millistríðsárin|millistríðsárunum]] fór andstaða við þingræði vaxandi og lyktaði með valdatöku [[fasismi|fasista]] undir stjórn [[Engelbert Dollfuss]] 1934. Ári áður en [[síðari heimsstyrjöld]] braust út var landið [[innlimun Austurríkis|innlimað]] í [[Þriðja ríkið]]. Eftir [[frelsun Austurríkis]] 1945 tók við langt hernámstímabil [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|bandamanna]]. Landið fékk aftur sjálfstæði árið 1955.
Austurríki býr við [[þingræði]] og [[fulltrúalýðræði]] með [[forseti Austurríkis|forseta]] sem kosinn er í almennum kosningum og [[kanslari Austurríkis|kanslara]] sem stjórnarleiðtoga. Helstu borgir landsins fyrir utan Vín eru [[Graz]], [[Linz]], [[Salzburg]] og [[Innsbruck]]. Austurríki hefur lengi verið [[Lönd eftir landsframleiðslu á mann (nafnvirði)|eitt af ríkustu löndum heims]] miðað við landsframleiðslu á mann og var í 18. sæti [[vísitala um þróun lífsgæða|lífsgæðavísitölunnar]] árið 2019.
Austurríki hefur verið aðili að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] frá 1955 og [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] frá 1995. [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]] og [[Samtök olíuframleiðsluríkja]] eru með höfuðstöðvar í Vín. Austurríki er stofnaðili að [[Efnahags- og framfarastofnunin]]ni og [[Interpol]]. Landið undirritaði [[Schengen-samkomulagið]] 1995 og tók upp [[evra|evruna]] 1999.
== Heiti ==
Austurríki hefur í gegnum aldirnar verið nefnt nokkrum nöfnum. Allt til 8. aldar hét það ''Marchia Orientalis'', þ.e. Austurmörk (''Ostmark'').<ref>''Online Etymological Dictionary,'' "[http://www.etymonline.com/index.php?search=Austria&searchmode=none Austria]"</ref> Landið var í austur frá hinu forna Frankaríki [[Karlamagnús]]ar. Orðið „mörk“ var gjarnan notað yfir landsvæði á jaðri ríkis (sbr. Mark Brandenburg, [[Danmörk]] og svo framvegis).
Í í skjali [[Ottó 2. keisari|Ottós 2. keisara]] frá [[976]] nefnir hann héraðið ''Ostarichi'', sem bókstaflega merkir „ríkið í austri“ (Austurríki), enda var það í austur frá þýska ríkinu.<ref name="University of Klagenfurt">{{cite web|url=http://wwwg.uni-klu.ac.at/spw/oenf/name2.htm|title=University of Klagenfurt|access-date=2 October 2009|archive-url=https://web.archive.org/web/20110513121957/http://wwwg.uni-klu.ac.at/spw/oenf/name2.htm|archive-date=13 May 2011|url-status=live|df=dmy-all}}</ref><ref>{{cite book| editor1-last=Bischof| editor1-first=Günter| editor-link=Günter Bischof| editor2-last=Pelinka| editor2-first=Anton| editor2-link=Anton Pelinka| title=Austrian Historical Memory and National Identity| publisher=Transaction Publishers| place=New Brunswick| date=1997| isbn=978-1-56000-902-3| url=https://books.google.com/books?id=tfhADwAAQBAJ&pg=PT34| pages=20–21| access-date=14 June 2018| archive-url=https://web.archive.org/web/20180614144308/https://books.google.de/books?id=tfhADwAAQBAJ&pg=PT34&lpg=PA92#v=onepage| archive-date=14 June 2018| url-status=live| df=dmy-all}}</ref> Þetta er heitið sem festist í norðurgermönskum málum (til dæmis [[Íslenska|íslensku]] og [[Danska|dönsku]]). Þaðan kemur einnig franska heitið en í bjagaðri mynd (''Autriche''). Úr ''Ostarichi'' varð til þýska heitið ''Österreich'', enda hefur það sömu merkingu.
Á [[Latína|latínu]] fékk landið nafnið ''Austria'' frá 12. öld, en latína var diplómata- og fræðimál Evrópu allt til [[Siðaskiptin|siðaskipta]]. Ýmis mál hafa tekið upp þetta heiti, svo sem [[enska]], [[ítalska]], [[spænska]] og [[gríska]].
Nokkur önnur heiti hafa verið notuð en þau voru öll skammlíf. Þar má nefna ''Ostland'' (Austurland), ''Osterland'' og fleiri.
== Saga Austurríkis ==
=== Landnám ===
Til forna lögðu Rómverjar undir sig langmestan hluta Austurríkis. Aðeins nyrsti hlutinn, norðan Dónár, tilheyrði [[Germanir|Germönum]]. Við endalok Rómaveldis óðu Vestgotar, Austgotar og Alemannar yfir landið en enginn þessara þjóðflokka settist þar að. Á sjöttu öld fluttu Bæverjar til landsins úr norðri en Alemannar settust að vestast í Vorarlberg. Eftir það fluttu [[Slavar]] einnig í einhverjum mæli til landsins úr austri. Árið 600 stofnuðu Slavar fyrsta sjálfstæða slavaríkið í Evrópu ([[Karantanía]]) en það náði inn í suðurhluta núverandi Austurríkis ([[Kärnten]] og [[Steiermark]]). Þetta ríki liðaðist sundur á 8. öld og varð loks hluti hins mikla Frankaríkis. Á tímum [[Karlamagnús]]ar hófst landnám Germana á þessum slóðum, en Ungverjar eyðilögðu það jafnharðan. Eftir að [[Ottó I (HRR)|Ottó I]] keisari vann lokasigur á Ungverjum árið [[955]], hófst nýtt landnám Bæverja sem komu nú frá [[Bæjaraland]]i í vestri. Árið [[976]] hlaut Leopold frá Bæjaralandi, af ættinni Babenberg, allt svæðið að léni frá [[Ottó III (HRR)|Ottó III]] keisara. Það var þá kallað Ostarichi, sem seinna breyttist í Österreich. Austurríki féll því undir stjórn Bæjaralands en bæði löndin voru greifadæmi í hinu heilaga rómverska keisaradæmi.
=== Uppgangur Habsborgara ===
Á tímum Babenberg-ættarinnar var landið rutt og þar myndaðist heildstætt samfélag. Babenberg-ættin réð einnig Bæjaralandi og voru bæði greifadæmin undir sömu stjórn. En [[1156]] aðskildi [[Friðrik Barbarossa]] keisari bæði löndin og breytti Austurríki í hertogadæmi. Með þessum gjörningi hófst saga Austurríkis sem eigið landsvæði innan hins [[heilaga rómverska ríkið|heilaga rómverska keisaradæmis]], enda var það þá laustengt sambandsveldi margra hertogadæma. Fyrsti hertoginn hét [[Hinrik Jasormimgott|Hinrik]], með viðurnefnið Jasormimgott. Hann gerði borgina Vín að aðsetri sínu, en síðan þá hefur Vín verið höfuðstaður Austurríkis. Á tíma Hinriks hertoga varð Steiermark hluti af Austurríki en einnig landsvæði sem í dag eru hluti af Slóveníu. Þegar Friðrik II hertogi féll í orrustu [[1246]], dó Babenberg-ættin út. Þá hófst valdabarátta um héraðið, sem var nokkurn veginn stjórnlaust næsta áratuginn. Ottókar II, konungur [[Bæheimur|Bæheims]], náði völdum [[1256]] en hann féll í orrustu [[1278]] gegn [[Rúdolf I (HRR)|Rúdolf af Habsborg]]. Þar með náði Habsborgarættin völdum í Austurríki sem ríkjandi hertogar og héldu þeim í 640 ár, allt til 1918.
=== Erkihertogadæmið ===
Árið [[1335]] féll Kärnten í hendur Habsborgara og [[1363]] Týról. Þar með var Austurríki orðið að stóru hertogadæmi og náði vel út yfir núverandi landmæri. Þetta þótti þá vera allstórt svæði og [[1379]] var hertogadæminu skipt upp í þrjá hluta.
* Neðra-Austurríki (Ober – og Niederösterreich)
* Innra-Austurríki (Steiermark, Kärnten, Krain, Istría og Tríest)
* Austurríki nær (Týról og Vorarlberg, ásamt löndum í Elsass og Württemberg)
Þetta leiddi til mikilla erja á allri [[15. öldin]]ni, enda voru erfingjarnir margir og löndin góð. Austurríki sameinaðist ekki aftur fyrr en [[1493]] er Friðrik V. hertogi erfði alla hlutana. Friðrik var kjörinn keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis á miðri 15. öld. Nokkrir hertogar Habsborgara höfðu áður verið kjörnir konungar og keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmiss en með Friðrik, sem kallaðist [[Friðrik III (HRR)|Friðrik III]], myndaðist nær óbrotin lína Habsborgara sem konungar og keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmis, allt til upplausnar þess [[1806]]. Friðrik hóf Austurríki upp sem erkihertogadæmi innan ríkisins strax árið eftir kjör sitt sem konungur. Þannig stóð erkihertogadæmið Austurríki jafnfætis við kjörfurstadæmin, með þeirri undantekningu að erkihertoginn hafði ekki kjörgengi í konungskjöri. Sem erkihertogadæmi varð Austurríki hins vegar sjálfstætt ríki í ríkinu.
=== Stórveldi ===
[[1477]] kvæntist hertoginn [[Maximilian I (HRR)|Maximilian]] Maríu frá [[Búrgund]]. Maximilian varð síðan keisari [[1493]] og erfði Habsborg því Búrgúnd. Eftir að sonur hans, Filippus, kvæntist Jóhönnu af Kastilíu og Aragon, [[1496]], eignaðist Habsborgarveldið [[Spánn|Spán]] og þar með nýju löndin í [[Ameríka|Ameríku]] en einnig Napólíríkið, [[Sikiley]] og [[Sardinía|Sardiníu]]. Þegar [[Karl V (HRR)|Karl V]]. varð keisari [[1519]] stóð Habsborg á hátindi veldis síns. Austurríki var hluti af stórveldi. Karl V. hafði þó ekki mikinn áhuga á að hafa ríkið áfram á einni hendi. Strax [[1521]] skildi hann Austurríki frá og gaf það bróður sínum, Ferdinand I. Síðar gaf hann syni sínum Spán (ásamt [[Niðurlönd]]um og Ameríku). [[1526]] töpuðu Ungverjar orrustu við Ósmanna (Tyrki) og erfði Ferdinand þá Ungverjaland og Bæheim, ásamt Mæri, Sílesíu og Lausitz. Hins vegar varð Ferdinand í staðinn að fást við Tyrki. Árið 1538 var konungsríkinu Ungverjalandi skipt í þrennt:
* Meginhluti landsins hélst undir krúnu Austurríkis
* Austurhluti landsins féll í hendur Tyrkjum
* Siebenbürgen ([[Rúmenía|í Rúmeníu]]) stjórnuðu ungverskir aðalsmenn, utan áhrifasvæðis Austurríkis
Árið [[1556]] sagði Karl V. af sér og settist í helgan stein. Þar með skiptist Habsborg í tvær nýjar ættir, spænsku ættin og austurrísku ættina. Allir keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmis eftir þetta voru af austurrísku ættinni.
=== Siðaskipti og Tyrkjaógnin ===
[[Mynd:Siege of Vienna 1529 by Pieter Snayers.jpeg|thumb|Tyrkir sitja um Vín 1529]]
Þegar [[siðaskiptin]] hófust snemma á [[16. öldin|16. öld]] fór nýja trúin eins og eldur í sinu um gjörvallt Austurríki. Aðallinn og keisarinn viðhéldu kaþólskunni en ekki kom til átaka eða uppþota í ríkinu. Ef til vill átti óttinn við Tyrki einhvern þátt í því að þjappa íbúum Austurríkis saman. [[1529]] voru Tyrkir komnir að borgarmörkum Vínar.
Þann [[27. september]] hófu þeir umsátur um borgina undir forystu soldánsins [[Súlíman I]]. Íbúar Vínar voru skelfingu lostnir. Margir íbúar Vínar flúðu en á hinn bóginn tókst nokkur þúsund hermönnum hins heilaga rómverska keisaradæmis og Spánar að komast til borgarinnar áður en umsáturshringurinn lokaðist. Tyrkir voru hins vegar með nær 250 þúsund manna lið. Eftir nokkra bardaga ákvað Súlíman að hætta umsátrinu sökum versnandi veðurs en vetur var í nánd og birgðaflutningar erfiðir. Þann [[14. október]] hurfu Tyrkir úr landi. Þeir birtust aftur [[1532]] en þá hafði Karli V. tekist að safna miklu liði. Súlíman réðist því ekki á Vín, heldur rændi og ruplaði í Steiermark og hvarf á braut á ný.
Árið [[1600]] hóf [[kaþólska kirkjan]] gagnsiðbótina í Austurríki, heldur seinna en víða annars staðar í þýska ríkinu. Gagnsiðbótin var hins vegar mjög grimmileg og árangurinn eftir því. Á skömmum tíma tókst að snúa meirihluta íbúa Austurríkis til kaþólsku á ný. Þar af leiðandi tók landið þátt í [[30 ára stríðið|30 ára stríðinu]] og barðist með Bæjurum gegn siðaskiptamönnum og gegn [[Svíþjóð|Svíum]].
=== Síðara umsátur Tyrkja ===
[[Mynd:TB Ausfall.jpg|thumb|Orrustan um Vín]]
[[1683]] birtust Tyrkir aftur við borgardyr Vínar. Að þessu sinni undir forystu stórvesírsins [[Kara Mústafa]]. [[14. júlí]] var umsáturshringur lagður um borgina. Meðan Vín var þannig einangruð frá umheiminum, lögðu Tyrkir nágrenni borgarinnar í rúst, sem og Neðra-Austurríki. Mörgum borgum var eytt og íbúar þeirra stráfelldir. Þrátt fyrir ákafar árásir á Vín náðu Tyrkir ekki að komast inn fyrir borgarmúrana. Í [[ágúst]] hafði [[Leopold I (HRR)|Leopold I]]. keisari safnað nægu liði til að þramma til Vínar. Með í för voru hermenn frá Bæjaralandi, Frankalandi, Saxlandi, Sváfalandi og [[Feneyjar|Feneyjum]]. Einnig mætti pólskur her til Vínar. Sobieski konungur var aðalherstjórnandi kristna hersins.
Þann [[12. september]] hófst stórorrusta við Tyrki í Kahlenberg við Vín. Meðan sú orrusta stóð yfir gerði herinn í Vínarborg útrás og réðst á Tyrki. Eftir tólf tíma bardaga létu Tyrkir undan síga og flúðu af vettvangi. Vín var þannig bjargað, en reyndar er talið að þessi sigur á Tyrkjum hafi bjargað Austurríki öllu. Í kjölfarið voru háðar tvær styrjaldir við Tyrki á [[Balkanskagi|Balkanskaga]]. Hin fyrri fór fram [[1683]]-[[1699]] en í henni var Evgen prins af Savoy mjög sigursæll. Austurríki vann þá lönd á Balkanskaga þar sem í dag eru hlutar Slóveníu og [[Króatía|Króatíu]].
=== Spænska og austurríska erfðastríðin ===
[[Mynd:Maria Theresia10.jpg|thumb|María Teresa. Málverk eftir Martin van Meytens.]]
Árið [[1701]] hófst [[spænska erfðastríðið]]. Ýmsir gerðu tilkall til spænsku krúnunnar við andlát [[Karl 2. Spánarkonungur|Karls II]]. konungs, en hann var síðasti erfingi spænsku Habsborgaranna. [[Jósef I (HRR)|Jósef I.]] keisari gerði tilkall til krúnunnar fyrir hönd Austurríkis, en eftir mikla bardaga hlaut Filippus V. frá Frakklandi hnossið. Stríðinu lauk með friðarsáttmálanum í [[Utrecht]] [[1713]]. Eftir fleiri Tyrkjastríð [[1714]]-[[1718|18]] lagði Austurríki undir sig landsvæði í norðurhluta [[Bosnía og Hersegóvína|Bosníu]] og [[Serbía|Serbíu]] og nokkur fleiri.
Habsborgaraveldið náði því mestri útbreiðslu sinni eftir að Spánn var skilinn frá. Árið [[1711]] tók [[Karl VI (HRR)|Karl VI.]] við sem keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis. Honum var strax ljóst að hann yrði síðasti Habsborgarinn í karllegg og hafði áhyggjur af framtíð Austurríkis og hins heilaga rómverska keisaradæmis. Því bjó hann til nýja [[stjórnarskrá]] fyrir keisaradæmið, en í henni kvað svo á að keisaraembættið mætti erfast til dætra í Austurríki. Karl lést [[1740]]. Sökum þess að engin önnur lönd innan hins heilaga rómverska keisaradæmis, né heldur kjörfurstarnir, viðurkenndu stjórnarskrá Karls VI um erfðir kvenna, braust út stríð um krúnu Austurríkis og hins heilaga rómverska keisaradæmis.
[[Friðrik 2. Prússakonungur|Friðrik mikli]] Prússakonungur réðst inn í Sílesíu og hertók landsvæðið. Hann gerði bandalag við kjörfurstann af Bæjaralandi, sem í kjölfarið var kjörinn keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis sem [[Karl VII (HRR)|Karl VII]]. Prússar, Bæjarar og Frakkar börðust gegn Austurríki en Englendingar og Hollendingar veittu Austurríkismönnum mikinn stuðning. Karl VII. lést [[1745]] og þá var leiðin greið fyrir elstu dóttur Karls VI., [[María Teresa|Maríu Teresu]]. Hún var krýnd sem erkihertogaynja af Habsborg og drottning Ungverjalands, en eiginmaður hennar, [[Frans I (HRR)|Frans I]]., var krýndur sem keisari ríkisins. Enn var þó barist í stríðinu til [[1748]]. [[Sjö ára stríðið]] [[1756]]-[[1763|63]] breytti engu um Sílesíu eða önnur landamæri Austurríkis.
=== Evrópumál ===
Jósef II. tók við af móður sinni sem erkihertogi af Austurríki 1780. Hann var mjög framfarasinnaður og vildi allt fyrir fólkið gera. [[1785]] stakk hann upp á því að fá að skipta á austurrísku Niðurlöndum (þ.e. [[Belgía|Belgíu]]) fyrir Bæjaraland, þannig að Bæjaraland og Austurríki myndu sameinast í eitt ríki, en hið heilaga rómverska keisaradæmi hlyti Niðurlönd. Kjörfurstarnir höfnuðu hins vegar tillögunni. Á hinn bóginn tók Jósef þátt í skiptingu [[Pólland]]s [[1772]], [[1793]] og [[1795]] (ásamt [[Prússland]]i og [[Rússland]]i). Þar fékk Austurríki stóran hluta landsins, allt norður til [[Varsjá]]r en Pólland þurrkaðist út af landakortinu. [[Franska byltingin]] skók Evrópu [[1789]]. Strax árið [[1794]] hertók franskur byltingarher Niðurlönd Habsborgara (þ.e. Belgíu).
=== Napoleonsstríðin ===
Austurríki tók þátt í bandalaginu gegn [[Napoleon Bonaparte|Napóleon]] þegar árið [[1799]] til að stemma stigu við yfirgangi [[Frakkland]]s. Þrátt fyrir það stóðu Austurríkismenn einir gegn Napóleon í orrustunni við Marengo og við Hohenlinden árið [[1800]] og biður ósigur í bæði skiptin. Við það unnu Frakkar lönd við Rínarfljót. Eftir sigur Frakka í þríkeisaraorrustunni miklu við [[Leipzig]] [[1805]] komust þeir til Vínarborgar og tóku borgina. Við það tækifæri missti Austurríki lönd sín á [[Ítalía|Ítalíu]] (til dæmis Feneyjar). Frakkar yfirgáfu borgina hins vegar skjótt aftur. Þegar hið heilaga rómverska keisaradæmi var lagt niður [[1806]] eftir þrýsting frá Napoleon, var Frans II. ríkjandi keisari. Strax á sama ári lýsti hann yfir stofnun keisaradæmis í Austurríki. Segja má að þetta hafi verið stofndagur Austurríkis sem óháðs og frjáls ríkis, þrátt fyrir að nær allir keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmis hafi verið af ætt Habsborgara og oftast setið í Vín síðan á 15. öld. Nýja keisaradæmið stóð til 1918.
Aftur var myndað bandalag gegn Napóleon. Austurríki tók hins vegar ekki þátt í neinum orrustum fyrr en [[1809]]. Á því ári biðu þeir ósigur fyrir Napóleon í orrustunum við Abensberg, Eggmühl og [[Regensburg]]. Austurríski herinn flúði til Bæheims og Napóleon þrammaði til Vínar. Frakkar skutu á borgina og hertóku hana í einni svipan í [[maí]]. Við svo búið sneri austurríski herinn aftur frá Bæheimi. Í orrustunni við Aspern (nálægt Vín) sigruðu Austurríkismenn og hröktu Frakka burt úr landinu á næstu mánuðum. Þetta var fyrsti stóri ósigur Napóleons á ferli sínum. Fyrir vikið hélt Austurríki sjálfstæði sínu. [[1813]] dró til þjóðarorrustunnar miklu við Leipzig. Þar mættust Frakkar og Bandamenn (Austurríki, Prússland, Rússland og Svíþjóð). Orrustan stóð yfir í þrjá heila daga og lauk með ósigri Napóleons. Þetta var síðasta orrusta Austurríkismanna gegn honum. Þeir komu ekki við sögu við lokaósigur Napóleons í [[Orrustan við Waterloo|orrustunni við Waterloo]].
=== Vínarfundurinn ===
[[Mynd:Prince Metternich by Lawrence.jpeg|thumb|Metternich fursti]]
Eftir fall Napóleons var nauðsynlegt að skipa ríkjum og landamærum í Evrópu upp á nýtt. Haldin var viðamikil ráðstefna í Vín að boði Frans I. keisara, en fundarstjóri var utanríkisráðherra landsins, [[Metternich fursti]]. Ráðstefnan hófst [[18. september]] [[1814]] og kallast [[Vínarfundurinn]] (þ. ''Wiener Kongress''). Allir helstu leiðtogar í Evrópu sóttu ráðstefnuna, sér í lagi frá Rússlandi, Bretlandi, Austurríki, Prússlandi, Frakklandi, Kirkjuríkinu og mörgum öðrum smærri ríkjum. Vín var næsta árið pólitísk þungamiðja Evrópu. Viðræður og samningar gengu hægt. Á vormánuðum [[1815]] strauk Napóleon úr útlegð frá Elbu og safnaði liði á ný. Komst þá skriður á samninga og lauk ráðstefnunni [[9. júní]]. Aðeins níu dögum síðar, [[18. júní]], var Napóleon sigraður á ný í stórorrustunni við Waterloo. Fyrir Austurríki hafði ráðstefnan mikil áhrif. Landið missti Niðurlönd og eignir við ofanvert Rínarfljót. Á hinn bóginn fékk Austurríki að halda Galisíu (suðurhluti Póllands). Landið fékk auk þess Illyríu og Salzburg. Austurríki varð eftir sem áður stórveldi í Evrópu. Eitt það síðasta sem Vínarfundurinn gerði var að stofna [[þýska sambandið]] úr leifum þýskra furstadæma, hertogadæma og konungsríkja. Austurríki varð leiðandi afl í þessu nýja ríkinu en stóð samt fyrir utan það sem eigið keisaraveldi. Austurríki stóð til að mynda utan við tollabandalag nýja ríkisins. [[Bismarck]] leysti þetta þýska samband upp árið [[1866]].
=== Byltingar ===
Samhliða aukinni [[iðnvæðing]]u og fjölgun í röðum nýrrar verkamannastéttar jukust stjórnmálaleg átök í Austurríki. Þetta var einnig tími [[þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]]. Um miðja [[19. öldin]]a voru mótmælin í hámarki en sökum þess að Austurríki var fjölþjóðaríki, náðu mótmælendur ekki að skipuleggja sig eins vel og víða annars staðar. Á byltingarárinu [[1848]] kom til víðtækra mótmælaaðgerða, en þær voru allar barðar niður. Á hinn bóginn sá keisari að friða þurfti lýðinn. Því var Metternich fursti rekinn úr embætti, enda var hann mjög íhaldssamur á gamla kerfið og mikill harðlínumaður.
Þann [[22. júlí]] fundaði fyrsta austurríska þingið í nútíma-formi í Vín. Ekkert þinghús var til staðar og því var fundað í reiðskóla til að byrja með. Þótt tekist hefði að friða íbúa móðurlandsins í bili, braust út bylting í öðrum hlutum ríkisins. Á Norður-Ítalíu barði herinn niður byltingu. Í Ungverjalandi var vilji til að losna frá Austurríki og dreginn saman mikill her. Austurríski herinn neitaði hins vegar að fara austur og því lýstu Ungverjar sig úr sambandi við keisarann. Íbúar Vínar studdu yfirmenn hersins og gerð var aðför að keisara og ríkisstjórn, sem yfirgáfu borgina og flúðu til borgarinnar Olomouc í Mæri (Tékklandi). Þar sagði [[Ferdinand 1. Austurríkiskeisari|Ferdinand I. keisari]] af sér en frændi hans, [[Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari|Frans Jósef]], tók við sem nýr keisari. Keisarasinnar söfnuðu liði og hófu gagnbyltingu. [[1. nóvember]] hertóku þeir Vín í miklum bardögum þar sem 2000 manns týndu lífi. 24 leiðtogar byltingarmanna voru teknir af lífi. Þar með var endir bundinn á byltinguna. Aðeins með aðstoð Rússa tókst að vinna Ungverjaland á ný. Eftir þetta tók Frans Jósef I. keisari sér nánast einræðisvald.
=== Ítalía og þýska stríðið ===
Árið [[1859]] hófu Ítalir, undir forystu [[Giuseppe Garibaldi|Garibaldi]]s, að sameina sjálfstæð lönd og greifadæmi á Ítalíuskaga. Þeir sigruðu Austurríki í orrustunni við Solferino og Magenta. Við tapið missti Austurríki nokkur lönd, svo sem [[Langbarðaland]]. Ítalía varð svo sjáfstætt konungsríki [[1861]]. Einnig varð mikill órói í þýska sambandinu. Austurríki var ávallt leiðandi afl í því, þar til Bismarck komst til valda í Prússlandi. Þegar Bismarck hertók [[Slésvík-Holtsetaland|Slésvík og Holtsetaland]], deildi hann yfirráðum þessara héraða með Austurríki. Prússland réði yfir Slésvík en Austurríki yfir Holtsetalandi. Þegar Bismarck síðan hertók Holtsetaland [[1866]] sagði Austurríki Prússlandi [[Stríð Prússa og Austurríkismanna|stríð á hendur]]. [[3. júlí]] það ár var barist við Königgrätz í Bæheimi. Við hlið Austurríkis börðust Saxar, Bæjarar og nokkur önnur þýsk héruð, sem einnig vildu stöðva framgang Prússlands. Prússar sigruðu hins vegar í orrustunni og urðu leiðandi afl í Þýskalandi. Þýska sambandið var lagt niður. Aðeins fimm árum síðar varð Prússland keisaraveldi og hafði þá sameinað mestan hluta Þýskalands. Austurríki var ekki með í því keisaraveldi. Þar með hafði Austurríki misst bæði lönd, völd og virðingu, þrátt fyrir að vera enn eigið keisararíki. Frans Jósef I. var niðurlægður. Ári síðar stofnaði hann austurríska-ungverska sambandsríkið og var krýndur konungur Ungverjalands [[8. júní]] [[1867]]. Eftir það var Ungverjaland ekki lengur hluti af keisaradæminu. Hins vegar tilheyrðu Bæheimur, Mæri, Galisía, vesturhluti Rúmeníu, Slóvenía og Króatía keisaradæminu.
=== Serbíukrísan ===
[[Mynd:Gavrilo Princip assassinates Franz Ferdinand.jpg|thumb|Morðið á krónprinsinum Frans Ferdinand og eiginkonu hans]]
[[1878]] hertók Austurríki alla Bosníu og Hersegóvínu, en þau lönd höfðu tilheyrt Tyrkjum. [[1908]] voru þau innlimuð Austurríki. Meðan Frans Jósef keisari reyndi að meðhöndla þegna sína hvarvetna í ríkinu á grundvelli jafnréttis, leyndi ríkisarfinn, Frans Ferdinand, ekki skoðunum sínum um að Slavar og Ungverjar væru annars flokks þegnar. [[1914]] heimsóttu hann og eiginkona hans borgina [[Sarajevó]] í Bosníu. Mörgum þjóðernissinnum þar í borg, sem vildu sameina Suður-Slava í eitt ríki, fannst heimsókn þessi ögrun og þegar Frans Ferdinand og kona hans óku gegnum Sarajevó þann [[28. júní]] skaut Gavrilo Princip, serbneskur þjóðernissinni, þau til bana Austurríkismenn urðu æfir. Stjórnin kenndi ríkisstjórn Serbíu um verknaðinn. [[23. júlí]] setti Austurríki stjórn Serbíu úrslitakosti sem þeir síðarnefndu gátu ekki uppfyllt að öllu leyti. Eftir að keisari Þýskalands hafði staðfest stuðning við Austurríki, lýsti Austurríki stríði á hendur Serbum [[28. júlí]]. Þar með hófst [[heimstyrjöldin fyrri|heimsstyrjöldin fyrri]].
=== Heimstyrjöld ===
[[Mynd:Erzherzog Thronfolger Karl Franz Josef.jpg|thumb|[[Karl 1. Austurríkiskeisari|Karl I]] var síðasti keisari Austurríkis]]
Austurríki reið ekki feitum hesti frá hernaði sínum í styrjöldinni. Þeir börðust aðallega í Galisíu (núverandi Póllandi), við landamærin að Ítalíu og á Balkanskaga. Rússar náðu að hrekja Austurríkismenn og Þjóðverja burt úr Galisíu. Á Balkanskaga voru Serbar mjög aðgangsharðir og hröktu Austurríkismenn burt. Það var einungis á landamærum Ítalíu sem Austurríkismönnum tókst að halda stöðu sinni. Árið [[1916]] lést Frans Jósef I. keisari og við tók [[Karl 1. Austurríkiskeisari|Karl I]]. Hann kallaði saman ríkisráðið, sem tjáði honum hugmyndir sínar um framtíð Austurríkis. Ungverjaland og Balkanskagi voru ekki hluti af þeim hugmyndum og því ljóst fyrir stríðslok að Austurríki myndi brátt líða undir lok sem fjölþjóðaríki. Karl hvatti því hinar ýmsu þjóðir ríkisins til að mynda eigin stjórn, sem myndi lúta stjórninni í Vín. Þjóðirnar settu sér sínar eigin stjórnir, en hugðust hins vegar lýsa yfir sjálfstæði. Í stríðslok lágu Þýskaland og Austurríki efnahagslega í rústum. Því tók þjóðarráð Austurríkis til bragðs að mynda nýja stjórn, í [[október]] [[1918]], án aðkomu Karls I. keisara. [[11. nóvember]] leysti Karl því keisara- og konungdæmið Austurríki-Ungverjaland upp og [[12. nóvember]] var lýðveldið Austurríki formlega stofnað. Karl sagði hins vegar ekki af sér sem keisari. Því voru honum gefin þau tilmæli að segja af sér eða yfirgefa landið ella. Í [[mars]] [[1919]] yfirgaf Karl landið og í [[apríl]] voru gömlu Habsborgarlögin numin úr gildi. Í uppgjöri stríðsins missti Austurríki öll sín slavnesku landsvæði. Galisía varð að hluta Póllands. Bæheimur og Mæri að vesturhluta Tékkóslóvakíu. Slóvenía, Illyría og Bosnía og Hersegóvína urðu að vesturhluta [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Suðurhluta Týról hertók Ítalía. Ungverjaland varð sjálfstætt ríki. Þar með varð Austurríki minna en það er í dag (Burgenland var enn hluti Ungverjalands) og hafði aldrei verið minna í sögu Habsborgarveldisins.
=== Fyrsta lýðveldið ===
Við stofnun lýðveldisins trúðu fáir á bjarta framtíð landsins. Margir lærðir menn töldu að móðurlandið eitt sér væri of lítið til að brauðfæða íbúana. Auk þess var landið efnahagslega í rúst. Upp kom sú hugmynd að Austurríki sameinaðist [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldinu]] en [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|Bandamenn]] lögðu blátt bann við öllu slíku. [[Salzburg]] sótti formlega um inngöngu í Þýskaland, óháð stjórninni í Vín, en Weimar-lýðveldið hafnaði því. Vorarlberg sótti um inngöngu í Sviss og við atkvæðagreiðslu vildu 80% íbúanna verða að kantónu í Sviss. Bæði Svisslendingar og Bandamenn höfnuðu því hins vegar. Í syðstu sýslum Kärnten greiddu íbúarnir einnig atkvæði um sameiningu við Slóveníu (og/eða Júgóslavíu), en niðurstaðan var sú að vera áfram í Austurríki. [[1921]] var ákveðið að stofna nýtt ríki í vestasta hluta Ungverjalands. Við atkvæðagreiðslu vildi mikill meirihluti íbúanna hins vegar sameiningu við Austurríki og því varð svo. Svæðið hlaut heitið Burgenland og er fámennasta sambandsland Austurríkis.
Til að rétta af fjárhag landsins var gamla krónan lögð niður árið [[1924]] og tekinn upp skildingur (Schilling). Sú litla efnahagsuppsveifla sem orðið hafði varð þó að engu [[1929]] þegar [[kreppan mikla|heimskreppan]] skall á. Austurríki lifði á lánum. Til að mynda lánaði [[Þjóðabandalagið]] landinu 300 milljónir skildinga gegn því að landið sameinaðist ekki Weimar-lýðveldinu næstu 20 árin. [[1933]] var þriðjungur Austurríkismanna atvinnulaus. [[1932]] komst kristilegi sósíalistinn [[Engelbert Dollfuss]] til valda sem kanslari lýðveldisins. Hann varð fyrir áhrifum af fasískum fyrirmyndum á Ítalíu og varð nánast einvaldur. Þann [[4. mars]] leysti hann upp þingið, [[7. mars]] var tekin upp [[ritskoðun]] og bann við hópamyndun sett á í landinu. [[10. maí]] voru allar kosningar afnumdar og í framhaldi af því allir stjórnmálaflokkar bannaðir. Í [[febrúar]] gerðu íbúar landsins allsherjaruppreisn, þar sem sýnt þótti að Dollfuss kanslari myndi ekki slaka á klónni. Uppreisnin var hins vegar barin niður af mikilli hörku. [[1934]] var gerð önnur tilraun til byltingar. Í henni varð Dollfuss fyrir skoti og lést af sárum sínum [[25. júlí]].
=== Innlimunin ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 146-1972-028-14, Anschluss Österreich.jpg|thumb|Hitler (í fremsta bílnum) lætur hylla sig í Vín 15. mars 1938]]
Eftirmaður hans, [[Kurt Schuschnigg]], átti við ramman reip að draga. Mikil óánægja var í Austurríki og þurfti Schuschnigg á aðstoð frá [[Benito Mussolini|Mussolini]] og síðar frá Þýskalandi Hitlers að halda. [[Hitler]], sem var sjálfur fæddur í Austurríki, vann að því bak við tjöldin að sameina ríkin, þrátt fyrir bann Þjóðabandalagsins. Schuschnigg kanslari reyndi að forðast slíkar tilraunir og tilkynnti óvænta þjóðarakvæðagreiðslu um frjálst og óháð Austurríki. Atkvæðagreiðslan átti að fara fram [[13. mars]] [[1938]]. [[11. mars]] þrýsti Hitler með hótunum á Miklas forseta að leysa Schuschnigg frá embætti og skipa nasistann [[Arthur Seyss-Inquart]] nýjan kanslara. Strax daginn eftir þrammaði þýski herinn inn fyrir landamæri Austurríkis og hertók allar höfuðborgir sambandslandanna. Þann dag tilkynnti Hitler að Þýskaland og Austurríki hefðu sameinast. Ríkisstjórnin var leyst upp. Hitler var nýi valdhafinn í Austurríki og sótti hann Vín heim [[15. mars]] til að láta hylla sig. Samtímis þessu var þegar byrjað að ofsækja gyðinga hvarvetna í landinu og flytja burt. [[Heimstyrjöldin síðari|Heimsstyrjöldin síðari]] hófst í [[nóvember]] [[1939]]. Hundruð þúsunda Austurríkismanna voru kallaðir í þýska herinn og urðu þeir að berjast með nasistum. Fyrstu loftárásir á landið voru þó ekki fyrr en í ágúst [[1943]], sökum fjarlægðar frá flugvöllum bandamanna. [[Sovétríkin|Sovétmenn]] komust til Vínar og eftir harða bardaga við nasista féll borgin [[23. apríl]] [[1945]]. Þar með lauk landið þátttöku sinni í stríðinu. Aðrir bandamenn hernámu Austurríki ekki fyrr en í maíbyrjun.
=== Hernám og annað lýðveldið ===
Eftir stríð skiptu bandamenn Austurríki upp í fjögur hernámssvæði, eins og gert var með Þýskaland.
* Frakkland: Vorarlberg og vesturhluti Týról
* Bretland: Austurhluti Týról, Kärnten og Steiermark
* Bandaríkin: Salzburg og suðurhluti Efra-Austurríkis
* Sovétríkin: Norðurhluti Efra-Austurríkis, Neðra-Austurríki og Burgenland
[[Mynd:Austria 1945-55.png|thumb|Austurríki skipt upp í fjögur hernámssvæði]]
Vín var skipt í fjögur svæði, rétt eins og [[Berlín]]. Miðborgin var undir stjórn allra fjögurra herja bandamanna. Aldrei kom til greina að sameina Þýskaland og Austurríki, enda bæði bandamenn og Austurríkismenn ákveðið á móti öllu slíku. Hernámið stóð yfir í tíu ár. [[15. maí]] [[1955]] hlaut Austurríki sjálfstæði sitt á ný og yfirgáfu þá allir erlendir hermenn landið. Austurríki varð að lýðveldi á ný. Á sama ári lýsti landið yfir hlutleysi. Í framhaldi af því varð mikill efnahagsuppgangur í landinu. Það gekk í [[Sameinuðu þjóðirnar]] í desember 1955 og í [[Evrópuráðið]] [[1956]]. Margir flóttamenn flúðu til Austurríkis frá Ungverjalandi eftir misheppnaða [[Uppreisnin í Ungverjalandi|byltingu þar 1956]] og frá Tékklandi eftir [[vorið í Prag]] [[1968]]. Þegar [[járntjaldið]] féll [[1990]] opnuðust landamæri landsins til Tékklands, Ungverjalands og Slóveníu. Austurríki var því ekki lengur á jaðarsvæði í Evrópu. Meðan stríðið í Júgóslavíu stóð yfir tók Austurríki við fjölda flóttamanna. Austurríki gekk í [[Evrópusambandið]] [[1995]], en áður hafði það verið stofnmeðlimur að [[EFTA]] [[1960]]. Þann [[1. janúar]] [[2002]] tók evran gildi þar í landi.
== Landafræði ==
Austurríki er 83.879 km<sup>2</sup> að stærð og er því meðalstórt ríki í Evrópu. Það á land að átta öðrum ríkjum: 784 km að [[Þýskaland]]i sem liggja að hluta um [[Bodenvatn]], 430 km að [[Ítalía|Ítalíu]], 366 km að [[Ungverjaland]]i sem liggja að hluta um [[Neusiedler See]], 362 km að [[Tékkland]]i, 330 km að [[Slóvenía|Slóveníu]], 164 km að [[Sviss]], 91 km að [[Slóvakía|Slóvakíu]] og 35 km að [[Liechtenstein]].
[[Mynd:Austria satellite Grosslandschaften markerstyle.png|thumb|Alpafjöll og Bæheimsskógur eru dökk á myndinni. Á milli sér í [[Dónárdalur|Dónárdalinn]] mikla og Vínarundirlendið í austri.]]
Gróflega má skipta Austurríki í fimm landfræðilega hluta: [[Alpafjöll]] þekja rúmlega 60% landsins, frá vesturlandamærunum og nær alla leið austur til Vínarborgar. [[Bæheimsskógur]] og hæðalandið norðan þeirra liggur að [[Bæheimur|Bæheimi]] í [[Tékkland]]i. [[Dónárdalurinn mikli]] nær frá Salzburg og austur eftir landinu. Í austri er [[Vínarundirlendið]] og [[Pannóníska sléttan]] í suðaustri liggur að Ungverjalandi og Slóveníu. Auk Alpafjalla er [[Dóná]] mjög áberandi í landslagi Austurríkis en fljótið rennur í gegnum landið norðanvert frá vestri til austurs
[[Mynd:Grossglockner from SW.jpg|thumb|Grossglockner er hæsti tindur Austurríkis.]]
Austurríki er mikið fjallaland. Tveir fjallgarðar eru í landinu. Sá stærri er [[Alpafjöll]] en þau liggja nánast eftir endilöngu landinu frá vestri til austurs og ná nærri því til Vínar. Í þeim eru öll hæstu fjöll landsins. Ölpunum í Austurríki er skipt í marga minni fjallgarða. Minni fjallgarðurinn er [[Bæheimsskógur]] í norðurhluta landsins, við landamærin að Tékklandi. Hæstu fjöll Austurríkis eru [[Grossglockner]] (3.798 m) og [[Kleinglockner]] (3.770 m) í [[Hohe Tauern]]-fjallgarðinum, [[Wildspitze]] (3.772 m) og [[Weisskugel]] (3.739 m) í [[Ötztal-Alparnir|Ötztal-Ölpunum]].
Í Austurríki eru tvö lítil svæði, [[Kleinwalsertal]] í [[Vorarlberg]] og [[Jungholz]] í [[Týról]], sem ekki verður með góðu móti komist til frá Austurríki vegna hárra fjalla. Þótt bæði svæðin tilheyri Austurríki eru þau eingöngu aðgengileg frá Þýskalandi.
[[Mynd:Autriche hydro-de.svg|thumb|Fjólublátt = Vatnasvið Dónár. Appelsínugult = Vatnasvið Rínar. Grænt = Vatnasvið Saxelfar.]]
Langstærsti hluti Austurríkis tengist vatnasviði [[Dóná]]r (um 95%). Vestast í Vorarlberg renna nokkrar ár í [[Rín]]. Allra nyrst, við tékknesku landamærin, renna tvær litlar ár til norðurs og tengjast vatnasviði [[Saxelfur|Saxelfar]]. Stærstu ár Austurríkis fyrir utan Dóná miðað við lengd innanlands eru [[Inn]], [[Mur]], [[Enns]], [[Salzach]], [[Gurk]], [[Traun (fljót)|Traun]] og [[Drau]], sem allar eru á vatnasviði Dónár.
Mikið er af vötnum í Austurríki. Tvö þeirra mynda landamæri við önnur ríki: Neusiedler See við Ungverjaland, og Bodenvatn við Þýskaland og Sviss. Önnur stærstu stöðuvötn í Austurríki eru [[Attersee]], [[Traunsee]] og [[Wörthersee]]. Stærsta uppistöðulón Austurríkis heitir [[Stauraum Altenwörth]] og er aðeins 11 km<sup>2</sup> að stærð. Það er í Dóná rétt vestan við Vín.
== Stjórnmál ==
Austurríki er sambandslýðveldi níu sambandsríkja. [[Austurríska þingið]] er í tveimur deildum, þjóðarráðinu (Nationalrat) og sambandsráðinu (Bundesrat). Hið fyrrnefnda mynda 183 þingmenn sem kosnir eru í almennum kosningum. Kjörtímabilið er fimm ár. Í sambandsráðinu eru fulltrúar sambandsríkjanna, sem einnig eru þingmenn í hverju sambandsríki fyrir sig. Æðsti yfirmaður þingsins er [[kanslari]]nn, sem [[forseti Austurríkis|forseti landsins]] velur. Kjörtímabil forsetans er sex ár. Forsetinn tilnefnir alla ráðherra en það er kanslarinn sem endanlega velur þá. Hvert sambandsland er með eigið þing (Landtag). Á hverju þingi eru sextán þingmenn sem kosnir eru í almennum kosningum og velja þeir ráðherrana í hverju sambandslandi fyrir sig.
=== Her ===
Í Austurríki er herskylda fyrir alla karlmenn og stendur hún yfir í sex mánuði. Í hernum eru að staðaldri 35 þúsund manns en 25 þúsund til viðbótar eru tiltækir. Konur eru ekki herskyldar en engu að síður velkomar. Markmið hersins er að tryggja varnir ríkisins en einnig að aðstoða við hjálparstarf ef náttúruhamfarir valda skaða eða neyðaraðstæður koma upp. Eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk hefur Austurríki ekki tekið þátt í neinum hernaðarátökum. Þó hefur landið sent hermenn til starfa erlendis síðan [[1960]]. Í öllum slíkum tilvikum er um litlar herdeildir að ræða. Stærsta verkefni austurríska hersins var KFOR-verkefnið í [[Kosóvó]] [[1999]] en 436 manns voru sendir þangað.
=== Sambandslönd ===
[[Mynd:Austria,_administrative_divisions_-_de.svg|thumb|right|Sambandslönd Austurríkis.]]
Austurríki er skipt í níu sambandslönd (Bundesland):
{| class="wikitable sortable"
!bgcolor="silver"|Sambandsland
!bgcolor="silver"|Höfuðstaður
!bgcolor="silver"|Flatarmál (km²)
!bgcolor="silver"|Mannfjöldi
|-
|[[Burgenland]]
|[[Eisenstadt]]
|align="right"|3.961,80
|align="right"|284.897
|-
|[[Efra Austurríki]]
|[[Linz]]
|align="right"|11.979,91
|align="right"|1.412.640
|-
|[[Kärnten]]
|[[Klagenfurt]]
|align="right"|9.538,01
|align="right"|558.271
|-
|[[Neðra Austurríki]]
|[[Sankt Pölten]]
|align="right"|19.186,26
|align="right"|611.981
|-
|[[Salzburg (fylki)|Salzburg]]
|[[Salzburg]]
|align="right"|7.156,03
|align="right"|531.721
|-
|[[Steiermark]]
|[[Graz]]
|align="right"|16.401,04
|align="right"|1.210.614
|-
|[[Tirol]]
|[[Innsbruck]]
|align="right"|12.640,17
|align="right"|710.048
|-
|[[Vorarlberg]]
|[[Bregenz]]
|align="right"|2.601,12
|align="right"|372.001
|-
|[[Vín (Austurríki)|Vín]]
|[[Vín (Austurríki)|Vín]]
|align="right"|414,65
|align="right"|1.712.142
|}
== Efnahagslíf ==
=== Gjaldmiðill ===
Gjaldmiðill Austurríkis er [[evran|evra]]. Á árunum 1925-1938 og aftur 1945-1998 hét gjaldmiðillinn skildingur (Schilling). Í einum Schilling voru 100 Groschen. Á árunum 1938-1945 var landið hluti af Þýskalandi og var þýska ríkismarkið þá gjaldmiðill. Skildingurinn átti uppruna sinn í ríki Karlamagnúsar en ýmis lönd hafa notað gjaldmiðil með þessu nafni í gegnum aldirnar, svo sem [[England]] (shilling), Þýskaland og Danmörk (Skilling). Árið 1999 tók Austurríki upp evruna, en skildingurinn var í notkun til [[28. febrúar]] [[2002]].
== Íbúar ==
Í Austurríki búa um 8,8 milljónir manna á tæplega 84 þúsund km<sup>2</sup> svæði. Íbúaþéttleiki landsins er því 100 íbúar á km<sup>2</sup>. Mikil fjölgun fólks var merkjanleg á tímum [[Iðnbyltingin|iðnbyltingarinnar]], þrátt fyrir talsverðar [[Ameríkuferðir]] en íbúum fækkaði hratt meðan heimsstyrjaldirnar tvær á [[20. öldin|20. öld]] stóðu yfir. Eftir stríð hefur Austurríkismönnum fjölgað hægt og er fjölgunin í dag ekki nema um 30 þúsund á ári. Fjölgunin er til komin vegna innflutnings erlendra borgara, þar sem fæðingar- og dánartíðni í landinu stenst nokkurn veginn á. Flestir þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir eru frá löndum fyrrverandi [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Útlendingar í Austurríki eru rúmlega 800 þúsund talsins, þ.e. tæp 10% af íbúafjölda landsins. Í Vín er hlutfallið 20%.
=== Borgir ===
Vín er langstærsta borg landsins með tæplega 1,7 milljónir íbúa. Stórborgarsvæðið er með 2,4 milljón íbúa sem er rúmlega fjórðungur allra íbúa Austurríkis. Stærstu borgir landsins eru:
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Borg !! Íbúar !! Sambandsland
|-
| 1 || [[Vín]] || 1.687.271 || Vín
|-
| 2 || [[Graz]] || 253.994 || Steiermark
|-
| 3 || [[Linz]] || 189.122 || Efra Austurríki
|-
| 4 || [[Salzburg]] || 147.732 || Salzburg
|-
| 5 || [[Innsbruck]] || 118.035 || Tírol
|-
| 6 || [[Klagenfurt]] || 93.478 || Kärnten
|-
| 7 || [[Villach]] || 58.949 || Kärnten
|-
| 8 || [[Wels]] || 58.542 || Efra Austurríki
|-
| 9 || [[St. Pölten]] || 51.548 || Neðra Austurríki
|-
| 10 || [[Dornbirn]] || 44.867|| Vorarlberg
|-
| 11 || [[Wiener Neustadt]] || 40.564 || Neðra Austurríki
|-
| 12 || [[Steyr]] || 38.402 || Efra Austurríki
|-
| 13 || [[Feldkirch]] || 30.673 || Vorarlberg
|-
| 14 || [[Bregenz]] || 27.309 || Vorarlberg
|}
=== Tungumál ===
[[Mynd:Oberwart - Felsőőr.JPG|thumb|Við ungversku landamærin eru bæjarheitin rituð á tveimur málum]]
Í Austurríki er [[þýska]] [[opinbert tungumál]]. Hér er hins vegar um suðurþýska mállýsku að ræða þannig að framburður og orðaforði eru ekki að öllu leyti eins og í háþýsku. Austurríska mállýskan líkist helst bæversku en hefur þó breyst meira. Við inngöngu Austurríkis í Evrópusambandið var samið um að landið fengi að halda sínum sérstaka orðaforða. Önnur viðurkennd tungumál í Austurríki eru [[ungverska]], [[slóvenska]], burgenlandkróatíska, [[tékkneska]], [[slóvakíska]] og rómaní ([[sígaunar]]).
=== Trú ===
Tæplega 75% Austurríkismanna eru kaþólskir. Aðeins 4,6% tilheyra evangelískum kirkjum. Um 340 þúsund manns eru [[Múhameðstrú]]ar en það eru 4,3% landsmanna. [[Gyðingar]] eru 8-10 þúsund. Langflestir þeirra búa í Vín. Tíu þúsund manns eru [[Búddismi|búddistar]]. Þeir sem ekki tilheyra neinum trúflokki eru 12% af íbúum landsins.
== Menning ==
=== Tónlist ===
[[Mynd:Wolfgang-amadeus-mozart 1.jpg|thumb|Mozart var eitt þekktasta tónskáld Austurríkis]]
Margir af þekktustu tónskáldum og tónlistarmönnum klassíska tímans komu frá Austurríki. Þeirra helstu eru [[Wolfgang Amadeus Mozart]], [[Joseph Haydn]], [[Franz Schubert]], [[Anton Bruckner]] og [[Franz Liszt]], sem var Ungverji sem fæddist í Burgenland. Auk þeirra fluttu ýmsir aðrir til Vínar til að starfa þar, svo sem [[Ludwig van Beethoven]] (fæddist í [[Bonn]]).
Sérstakur undirflokkur klassískrar tónlistar nefnast [[Vínarvals]]ar og eru þeir heimsþekktir. Helstu valsatónskáldin eru [[Johann Strauss II|Johann Strauss]] (bæði faðir og sonur) og [[Josef Lanner]]. Fjölmörg óperutónskáld eru frá Austurríki. Þeirra helstu eru [[Karl Millöcker]], [[Nico Dostal]], [[Franz Suppé]], [[Franz Lehár]] og [[Ralph Benatzky]]. Fáar þekktar hljómsveitir nútímatónlistar eru frá Austurríki. Einn helsti dægurlagasöngvari landsins er [[Udo Jürgens]], sem sigraði í [[Eurovision]] [[1966]].
=== Aðrir listamenn ===
Þekktir austurrískir rithöfundar eru [[Franz Grillparzer]] (oft nefndur þjóðskáld Austurríkis), [[Franz Kafka]], [[Bertha von Suttner]] (fyrsta konan til að hljóta [[friðarverðlaun Nóbels]]), [[Rainer Maria Rilke]], [[Egon Erwin Kisch]], [[Johannes Mario Simmel]] og [[Elfriede Jelinek]] (Nóbelsverðlaun).
Þekktir leikarar og leikkonur frá Austurríki eru meðal annars [[Romy Schneider]], [[Curd Jürgens]], [[Maximilian Schell]], [[Klaus Maria Brandauer]] og [[Arnold Schwarzenegger]].
=== Vísindi ===
Þrír Austurríkismenn hafa hlotið Nóbelsverðlaunin í efnafræði, fjórir í eðlisfræði og sex í læknisfræði. Þeirra þekktastir eru kjarneðlisfræðingurinn Wolfgang Pauli og atferlisfræðingurinn Konrad Lorenz. Einn þekktasti sálfræðingur heims var Austurríkismaðurinn [[Sigmund Freud]].
=== Íþróttir ===
[[Mynd:Lauda Frankfurt 1996.JPG|thumb|Niki Lauda er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1]]
Þjóðaríþrótt Austurríkismanna eru [[skíðaíþróttir]] (Alpagreinar). Skíðamenn eins og [[Toni Sailer]], [[Franz Klammer]] og [[Hermann Maier]] eru margfaldir heimsbikar- og Ólympíumeistarar. Innsbruck er Ólympíuborg, en þar hafa vetrarleikarnir verið haldnir tvisvar ([[1964]] og [[1976]]).
Í [[ruðningur|ruðningi]] þykir austurríska deildin meðal þeirra bestu í heimi.
Í [[Handbolti|handbolta]] hefur kvennaliðið Hypo Niederösterreich átta sinnum unnið Evrópudeildina.
Í [[Formúla 1|Formúlu 1]] hafa þrír Austurríkismenn getið sér gott orð: [[Niki Lauda]] (þrefaldur heimsmeistari), [[Jochen Rindt]] og [[Gerhard Berger]].
=== Helgidagar ===
Auk neðangreindra helgidaga eru til nokkrir í viðbót sem eingöngu gilda í einu eða tveimur sambandslöndum.
{| class="wikitable"
|-
! Dags. !! Helgidagur !! Ath.
|-
| [[1. janúar]] || Nýársdagur ||
|-
| [[6. janúar]] || Vitringarnir þrír ||
|-
| [[19. mars]] || Dagur heilags Jósefs || Aðeins í fjórum sambandslöndum
|-
| Breytilegt || [[Föstudagurinn langi]] || Ekki fyrir kaþólsku kirkjuna
|-
| Breytilegt || [[Páskar]] || Tveir dagar
|-
| [[1. maí]] || Verkalýðsdagurinn ||
|-
| Breytilegt || [[Uppstigningardagur]] ||
|-
| Breytilegt || [[Hvítasunna]] || Tveir dagar
|-
| Breytilegt || Fronleichnam ||
|-
| [[15. ágúst]] || Himnaför Maríu ||
|-
| [[26. október]] || Þjóðhátíðardagur ||
|-
| [[1. nóvember]] || Allraheilagramessa ||
|-
| [[8. desember]] || Getnaður Maríu ||
|-
| [[24. desember]] || Aðfangadagur ||
|-
| [[25. desember]] || [[Jól]]adagur ||
|-
| [[26. desember]] || Dagur heilags Stefáns ||
|-
| [[31. desember]] || Gamlársdagur ||
|}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Österreich|mánuðurskoðað=24. nóvember|árskoðað=2011}}
== Tenglar ==
* [https://www.oesterreich.gv.at/ Þjónustusíða austurríska ríkisins]
* [https://www.austria.info/en Ferðamálaráð Austurríkis]
* [http://www.britannica.com/EBchecked/topic/44183/Austria Austria] í ''[[Encyclopædia Britannica]]''
{{Wiktionary|Austurríki}}
{{Sambandslönd Austurríkis}}
{{Evrópa}}
{{Evrópusambandið}}
{{Evrópuráðið}}
{{Efnahags- og framfarastofnunin}}
[[Flokkur:Austurríki]]
[[Flokkur:Landlukt lönd]]
mgxrojttacta6javv2e8hko1fpfpcl8
1765263
1765245
2022-08-18T19:18:09Z
Akigka
183
Tók aftur breytingar [[Special:Contributions/Gamerpeter|Gamerpeter]] ([[User talk:Gamerpeter|spjall]]), breytt til síðustu útgáfu [[User:Akigka|Akigka]]
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Austurríki
| nafn_á_frummáli = Republik Österreich
| nafn_í_eignarfalli = Austurríkis
| fáni = Flag of Austria.svg
| skjaldarmerki = Austria Bundesadler.svg
| staðsetningarkort = EU-Austria.svg
| tungumál = [[þýska]]
| höfuðborg = [[Vín (borg)|Vín]]
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Austurríkis|Forseti]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Alexander Van der Bellen]]
| titill_leiðtoga2 = [[Kanslari Austurríkis|Kanslari]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Karl Nehammer]]
| ESBaðild = 1. janúar 1995
| stærðarsæti = 113
| flatarmál = 83.879
| hlutfall_vatns = 0,84
| mannfjöldaár = 2020
| mannfjöldasæti = 97
| fólksfjöldi = 8.935.112
| íbúar_á_ferkílómetra = 106
| staða = [[Sjálfstæði]]
| atburður1 = Ríkisstofnun
| dagsetning1 = [[27. júlí]] [[1955]]
| VLF_ár = 2018
| VLF = 461,432
| VLF_sæti = 42
| VLF_á_mann = 51.936
| VLF_á_mann_sæti = 15
| VÞL = {{hækkun}} 0.922
| VÞL_sæti = 18
| VÞL_ár = 2019
| gjaldmiðill = [[Evra]]
| tímabelti = [[UTC]]+1
| þjóðsöngur = [[Land der Berge, Land am Strome]]
| tld = at
| símakóði = 43
}}
'''Austurríki''' ([[þýska]]: ''Österreich'') er [[landlukt]] land í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]] í [[Austur-Alpar|Austur-Ölpunum]]. Hálendi [[Alparnir|Alpafjallanna]] einkennir landslag Austurríkis en í norðri og suðri eru [[Bæheimsskógur]] og [[Pannóníska sléttan]]. Landið er [[sambandslýðveldi]] níu sambandsríkja. Höfuðborg þess er [[Vín (Austurríki)|Vín]]. Austurríki á landamæri að [[Þýskaland]]i í norðvestri, [[Tékkland]]i í norðri, [[Slóvakía|Slóvakíu]] í norðaustri, [[Ungverjaland]]i í austri, [[Slóvenía|Slóveníu]] og [[Ítalía|Ítalíu]] í suðri, og [[Sviss]] og [[Liechtenstein]] í vestri. Landið er tæplega 84 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar búa um 9 milljónir.<ref>{{Cite journal |last=Hanes |first=D.M. |date=1994-09-01 |title=Studies of granular flow down an inclined chute. Quarterly technical progress report: Year four, Quarter two, 13 March--12 June 1994 |doi=10.2172/10182964 |url=http://dx.doi.org/10.2172/10182964}}</ref>
Landið varð til undir lok fyrsta árþúsundsins úr landsvæðunum [[Pannóníumörk]] og [[Ungverska mörk|Ungversku mörk]] innan [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkisins]]. Upphaflega var landið [[markgreifi|markgreifadæmi]] sem heyrði undir [[Bæjaraland]]. Árið 1156 var landið gert að [[hertogadæmið Austurríki|hertogadæmi]] og árið 1453 að [[erkihertogadæmið Austurríki|erkihertogadæmi]]. Á 16. öld varð Vínarborg höfuðborg keisaradæmisins og Austurríki varð þannig heimaland [[Habsborgarar|Habsborgara]] (sem upprunalega voru frá Sviss). Eftir [[upplausn Heilaga rómverska ríkisins]] 1806 gerðist Austurríki sjálft [[Austurríska keisaradæmið|keisaradæmi]]. Þetta ríki varð stórveldi í Evrópu og leiðandi innan [[Þýska sambandið|Þýska sambandsins]]. Eftir ósigur í [[Stríð Prússlands og Austurríkis|stríði Prússlands og Austurríkis]] 1866 var sambandið leyst upp og [[Austurríki-Ungverjaland]] varð til.
Eftir [[morðið á Franz Ferdinand]] erkihertoga árið 1914, lýsti [[Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari|Frans Jósef]] keisari [[Serbía|Serbíu]] stríði á hendur sem þróaðist síðan út í [[fyrri heimsstyrjöld]]. Ósigur keisaradæmisins og upplausn í kjölfarið varð til þess að Austurríki varð [[lýðveldi]] árið 1919. Á [[millistríðsárin|millistríðsárunum]] fór andstaða við þingræði vaxandi og lyktaði með valdatöku [[fasismi|fasista]] undir stjórn [[Engelbert Dollfuss]] 1934. Ári áður en [[síðari heimsstyrjöld]] braust út var landið [[innlimun Austurríkis|innlimað]] í [[Þriðja ríkið]]. Eftir [[frelsun Austurríkis]] 1945 tók við langt hernámstímabil [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|bandamanna]]. Landið fékk aftur sjálfstæði árið 1955.
Austurríki býr við [[þingræði]] og [[fulltrúalýðræði]] með [[forseti Austurríkis|forseta]] sem kosinn er í almennum kosningum og [[kanslari Austurríkis|kanslara]] sem stjórnarleiðtoga. Helstu borgir landsins fyrir utan Vín eru [[Graz]], [[Linz]], [[Salzburg]] og [[Innsbruck]]. Austurríki hefur lengi verið [[Lönd eftir landsframleiðslu á mann (nafnvirði)|eitt af ríkustu löndum heims]] miðað við landsframleiðslu á mann og var í 18. sæti [[vísitala um þróun lífsgæða|lífsgæðavísitölunnar]] árið 2019.
Austurríki hefur verið aðili að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] frá 1955 og [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] frá 1995. [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]] og [[Samtök olíuframleiðsluríkja]] eru með höfuðstöðvar í Vín. Austurríki er stofnaðili að [[Efnahags- og framfarastofnunin]]ni og [[Interpol]]. Landið undirritaði [[Schengen-samkomulagið]] 1995 og tók upp [[evra|evruna]] 1999.
== Heiti ==
Austurríki hefur í gegnum aldirnar verið nefnt nokkrum nöfnum. Allt til 8. aldar hét það ''Marchia Orientalis'', þ.e. Austurmörk (''Ostmark'').<ref>''Online Etymological Dictionary,'' "[http://www.etymonline.com/index.php?search=Austria&searchmode=none Austria]"</ref> Landið var í austur frá hinu forna Frankaríki [[Karlamagnús]]ar. Orðið „mörk“ var gjarnan notað yfir landsvæði á jaðri ríkis (sbr. Mark Brandenburg, [[Danmörk]] og svo framvegis).
Í í skjali [[Ottó 2. keisari|Ottós 2. keisara]] frá [[976]] nefnir hann héraðið ''Ostarichi'', sem bókstaflega merkir „ríkið í austri“ (Austurríki), enda var það í austur frá þýska ríkinu.<ref name="University of Klagenfurt">{{cite web|url=http://wwwg.uni-klu.ac.at/spw/oenf/name2.htm|title=University of Klagenfurt|access-date=2 October 2009|archive-url=https://web.archive.org/web/20110513121957/http://wwwg.uni-klu.ac.at/spw/oenf/name2.htm|archive-date=13 May 2011|url-status=live|df=dmy-all}}</ref><ref>{{cite book| editor1-last=Bischof| editor1-first=Günter| editor-link=Günter Bischof| editor2-last=Pelinka| editor2-first=Anton| editor2-link=Anton Pelinka| title=Austrian Historical Memory and National Identity| publisher=Transaction Publishers| place=New Brunswick| date=1997| isbn=978-1-56000-902-3| url=https://books.google.com/books?id=tfhADwAAQBAJ&pg=PT34| pages=20–21| access-date=14 June 2018| archive-url=https://web.archive.org/web/20180614144308/https://books.google.de/books?id=tfhADwAAQBAJ&pg=PT34&lpg=PA92#v=onepage| archive-date=14 June 2018| url-status=live| df=dmy-all}}</ref> Þetta er heitið sem festist í norðurgermönskum málum (til dæmis [[Íslenska|íslensku]] og [[Danska|dönsku]]). Þaðan kemur einnig franska heitið en í bjagaðri mynd (''Autriche''). Úr ''Ostarichi'' varð til þýska heitið ''Österreich'', enda hefur það sömu merkingu.
Á [[Latína|latínu]] fékk landið nafnið ''Austria'' frá 12. öld, en latína var diplómata- og fræðimál Evrópu allt til [[Siðaskiptin|siðaskipta]]. Ýmis mál hafa tekið upp þetta heiti, svo sem [[enska]], [[ítalska]], [[spænska]] og [[gríska]].
Nokkur önnur heiti hafa verið notuð en þau voru öll skammlíf. Þar má nefna ''Ostland'' (Austurland), ''Osterland'' og fleiri.
== Saga Austurríkis ==
=== Landnám ===
Til forna lögðu Rómverjar undir sig langmestan hluta Austurríkis. Aðeins nyrsti hlutinn, norðan Dónár, tilheyrði [[Germanir|Germönum]]. Við endalok Rómaveldis óðu Vestgotar, Austgotar og Alemannar yfir landið en enginn þessara þjóðflokka settist þar að. Á sjöttu öld fluttu Bæverjar til landsins úr norðri en Alemannar settust að vestast í Vorarlberg. Eftir það fluttu [[Slavar]] einnig í einhverjum mæli til landsins úr austri. Árið 600 stofnuðu Slavar fyrsta sjálfstæða slavaríkið í Evrópu ([[Karantanía]]) en það náði inn í suðurhluta núverandi Austurríkis ([[Kärnten]] og [[Steiermark]]). Þetta ríki liðaðist sundur á 8. öld og varð loks hluti hins mikla Frankaríkis. Á tímum [[Karlamagnús]]ar hófst landnám Germana á þessum slóðum, en Ungverjar eyðilögðu það jafnharðan. Eftir að [[Ottó I (HRR)|Ottó I]] keisari vann lokasigur á Ungverjum árið [[955]], hófst nýtt landnám Bæverja sem komu nú frá [[Bæjaraland]]i í vestri. Árið [[976]] hlaut Leopold frá Bæjaralandi, af ættinni Babenberg, allt svæðið að léni frá [[Ottó III (HRR)|Ottó III]] keisara. Það var þá kallað Ostarichi, sem seinna breyttist í Österreich. Austurríki féll því undir stjórn Bæjaralands en bæði löndin voru greifadæmi í hinu heilaga rómverska keisaradæmi.
=== Uppgangur Habsborgara ===
Á tímum Babenberg-ættarinnar var landið rutt og þar myndaðist heildstætt samfélag. Babenberg-ættin réð einnig Bæjaralandi og voru bæði greifadæmin undir sömu stjórn. En [[1156]] aðskildi [[Friðrik Barbarossa]] keisari bæði löndin og breytti Austurríki í hertogadæmi. Með þessum gjörningi hófst saga Austurríkis sem eigið landsvæði innan hins [[heilaga rómverska ríkið|heilaga rómverska keisaradæmis]], enda var það þá laustengt sambandsveldi margra hertogadæma. Fyrsti hertoginn hét [[Hinrik Jasormimgott|Hinrik]], með viðurnefnið Jasormimgott. Hann gerði borgina Vín að aðsetri sínu, en síðan þá hefur Vín verið höfuðstaður Austurríkis. Á tíma Hinriks hertoga varð Steiermark hluti af Austurríki en einnig landsvæði sem í dag eru hluti af Slóveníu. Þegar Friðrik II hertogi féll í orrustu [[1246]], dó Babenberg-ættin út. Þá hófst valdabarátta um héraðið, sem var nokkurn veginn stjórnlaust næsta áratuginn. Ottókar II, konungur [[Bæheimur|Bæheims]], náði völdum [[1256]] en hann féll í orrustu [[1278]] gegn [[Rúdolf I (HRR)|Rúdolf af Habsborg]]. Þar með náði Habsborgarættin völdum í Austurríki sem ríkjandi hertogar og héldu þeim í 640 ár, allt til 1918.
=== Erkihertogadæmið ===
Árið [[1335]] féll Kärnten í hendur Habsborgara og [[1363]] Týról. Þar með var Austurríki orðið að stóru hertogadæmi og náði vel út yfir núverandi landmæri. Þetta þótti þá vera allstórt svæði og [[1379]] var hertogadæminu skipt upp í þrjá hluta.
* Neðra-Austurríki (Ober – og Niederösterreich)
* Innra-Austurríki (Steiermark, Kärnten, Krain, Istría og Tríest)
* Austurríki nær (Týról og Vorarlberg, ásamt löndum í Elsass og Württemberg)
Þetta leiddi til mikilla erja á allri [[15. öldin]]ni, enda voru erfingjarnir margir og löndin góð. Austurríki sameinaðist ekki aftur fyrr en [[1493]] er Friðrik V. hertogi erfði alla hlutana. Friðrik var kjörinn keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis á miðri 15. öld. Nokkrir hertogar Habsborgara höfðu áður verið kjörnir konungar og keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmiss en með Friðrik, sem kallaðist [[Friðrik III (HRR)|Friðrik III]], myndaðist nær óbrotin lína Habsborgara sem konungar og keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmis, allt til upplausnar þess [[1806]]. Friðrik hóf Austurríki upp sem erkihertogadæmi innan ríkisins strax árið eftir kjör sitt sem konungur. Þannig stóð erkihertogadæmið Austurríki jafnfætis við kjörfurstadæmin, með þeirri undantekningu að erkihertoginn hafði ekki kjörgengi í konungskjöri. Sem erkihertogadæmi varð Austurríki hins vegar sjálfstætt ríki í ríkinu.
=== Stórveldi ===
[[1477]] kvæntist hertoginn [[Maximilian I (HRR)|Maximilian]] Maríu frá [[Búrgund]]. Maximilian varð síðan keisari [[1493]] og erfði Habsborg því Búrgúnd. Eftir að sonur hans, Filippus, kvæntist Jóhönnu af Kastilíu og Aragon, [[1496]], eignaðist Habsborgarveldið [[Spánn|Spán]] og þar með nýju löndin í [[Ameríka|Ameríku]] en einnig Napólíríkið, [[Sikiley]] og [[Sardinía|Sardiníu]]. Þegar [[Karl V (HRR)|Karl V]]. varð keisari [[1519]] stóð Habsborg á hátindi veldis síns. Austurríki var hluti af stórveldi. Karl V. hafði þó ekki mikinn áhuga á að hafa ríkið áfram á einni hendi. Strax [[1521]] skildi hann Austurríki frá og gaf það bróður sínum, Ferdinand I. Síðar gaf hann syni sínum Spán (ásamt [[Niðurlönd]]um og Ameríku). [[1526]] töpuðu Ungverjar orrustu við Ósmanna (Tyrki) og erfði Ferdinand þá Ungverjaland og Bæheim, ásamt Mæri, Sílesíu og Lausitz. Hins vegar varð Ferdinand í staðinn að fást við Tyrki. Árið 1538 var konungsríkinu Ungverjalandi skipt í þrennt:
* Meginhluti landsins hélst undir krúnu Austurríkis
* Austurhluti landsins féll í hendur Tyrkjum
* Siebenbürgen ([[Rúmenía|í Rúmeníu]]) stjórnuðu ungverskir aðalsmenn, utan áhrifasvæðis Austurríkis
Árið [[1556]] sagði Karl V. af sér og settist í helgan stein. Þar með skiptist Habsborg í tvær nýjar ættir, spænsku ættin og austurrísku ættina. Allir keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmis eftir þetta voru af austurrísku ættinni.
=== Siðaskipti og Tyrkjaógnin ===
[[Mynd:Siege of Vienna 1529 by Pieter Snayers.jpeg|thumb|Tyrkir sitja um Vín 1529]]
Þegar [[siðaskiptin]] hófust snemma á [[16. öldin|16. öld]] fór nýja trúin eins og eldur í sinu um gjörvallt Austurríki. Aðallinn og keisarinn viðhéldu kaþólskunni en ekki kom til átaka eða uppþota í ríkinu. Ef til vill átti óttinn við Tyrki einhvern þátt í því að þjappa íbúum Austurríkis saman. [[1529]] voru Tyrkir komnir að borgarmörkum Vínar.
Þann [[27. september]] hófu þeir umsátur um borgina undir forystu soldánsins [[Súlíman I]]. Íbúar Vínar voru skelfingu lostnir. Margir íbúar Vínar flúðu en á hinn bóginn tókst nokkur þúsund hermönnum hins heilaga rómverska keisaradæmis og Spánar að komast til borgarinnar áður en umsáturshringurinn lokaðist. Tyrkir voru hins vegar með nær 250 þúsund manna lið. Eftir nokkra bardaga ákvað Súlíman að hætta umsátrinu sökum versnandi veðurs en vetur var í nánd og birgðaflutningar erfiðir. Þann [[14. október]] hurfu Tyrkir úr landi. Þeir birtust aftur [[1532]] en þá hafði Karli V. tekist að safna miklu liði. Súlíman réðist því ekki á Vín, heldur rændi og ruplaði í Steiermark og hvarf á braut á ný.
Árið [[1600]] hóf [[kaþólska kirkjan]] gagnsiðbótina í Austurríki, heldur seinna en víða annars staðar í þýska ríkinu. Gagnsiðbótin var hins vegar mjög grimmileg og árangurinn eftir því. Á skömmum tíma tókst að snúa meirihluta íbúa Austurríkis til kaþólsku á ný. Þar af leiðandi tók landið þátt í [[30 ára stríðið|30 ára stríðinu]] og barðist með Bæjurum gegn siðaskiptamönnum og gegn [[Svíþjóð|Svíum]].
=== Síðara umsátur Tyrkja ===
[[Mynd:TB Ausfall.jpg|thumb|Orrustan um Vín]]
[[1683]] birtust Tyrkir aftur við borgardyr Vínar. Að þessu sinni undir forystu stórvesírsins [[Kara Mústafa]]. [[14. júlí]] var umsáturshringur lagður um borgina. Meðan Vín var þannig einangruð frá umheiminum, lögðu Tyrkir nágrenni borgarinnar í rúst, sem og Neðra-Austurríki. Mörgum borgum var eytt og íbúar þeirra stráfelldir. Þrátt fyrir ákafar árásir á Vín náðu Tyrkir ekki að komast inn fyrir borgarmúrana. Í [[ágúst]] hafði [[Leopold I (HRR)|Leopold I]]. keisari safnað nægu liði til að þramma til Vínar. Með í för voru hermenn frá Bæjaralandi, Frankalandi, Saxlandi, Sváfalandi og [[Feneyjar|Feneyjum]]. Einnig mætti pólskur her til Vínar. Sobieski konungur var aðalherstjórnandi kristna hersins.
Þann [[12. september]] hófst stórorrusta við Tyrki í Kahlenberg við Vín. Meðan sú orrusta stóð yfir gerði herinn í Vínarborg útrás og réðst á Tyrki. Eftir tólf tíma bardaga létu Tyrkir undan síga og flúðu af vettvangi. Vín var þannig bjargað, en reyndar er talið að þessi sigur á Tyrkjum hafi bjargað Austurríki öllu. Í kjölfarið voru háðar tvær styrjaldir við Tyrki á [[Balkanskagi|Balkanskaga]]. Hin fyrri fór fram [[1683]]-[[1699]] en í henni var Evgen prins af Savoy mjög sigursæll. Austurríki vann þá lönd á Balkanskaga þar sem í dag eru hlutar Slóveníu og [[Króatía|Króatíu]].
=== Spænska og austurríska erfðastríðin ===
[[Mynd:Maria Theresia10.jpg|thumb|María Teresa. Málverk eftir Martin van Meytens.]]
Árið [[1701]] hófst [[spænska erfðastríðið]]. Ýmsir gerðu tilkall til spænsku krúnunnar við andlát [[Karl 2. Spánarkonungur|Karls II]]. konungs, en hann var síðasti erfingi spænsku Habsborgaranna. [[Jósef I (HRR)|Jósef I.]] keisari gerði tilkall til krúnunnar fyrir hönd Austurríkis, en eftir mikla bardaga hlaut Filippus V. frá Frakklandi hnossið. Stríðinu lauk með friðarsáttmálanum í [[Utrecht]] [[1713]]. Eftir fleiri Tyrkjastríð [[1714]]-[[1718|18]] lagði Austurríki undir sig landsvæði í norðurhluta [[Bosnía og Hersegóvína|Bosníu]] og [[Serbía|Serbíu]] og nokkur fleiri.
Habsborgaraveldið náði því mestri útbreiðslu sinni eftir að Spánn var skilinn frá. Árið [[1711]] tók [[Karl VI (HRR)|Karl VI.]] við sem keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis. Honum var strax ljóst að hann yrði síðasti Habsborgarinn í karllegg og hafði áhyggjur af framtíð Austurríkis og hins heilaga rómverska keisaradæmis. Því bjó hann til nýja [[stjórnarskrá]] fyrir keisaradæmið, en í henni kvað svo á að keisaraembættið mætti erfast til dætra í Austurríki. Karl lést [[1740]]. Sökum þess að engin önnur lönd innan hins heilaga rómverska keisaradæmis, né heldur kjörfurstarnir, viðurkenndu stjórnarskrá Karls VI um erfðir kvenna, braust út stríð um krúnu Austurríkis og hins heilaga rómverska keisaradæmis.
[[Friðrik 2. Prússakonungur|Friðrik mikli]] Prússakonungur réðst inn í Sílesíu og hertók landsvæðið. Hann gerði bandalag við kjörfurstann af Bæjaralandi, sem í kjölfarið var kjörinn keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis sem [[Karl VII (HRR)|Karl VII]]. Prússar, Bæjarar og Frakkar börðust gegn Austurríki en Englendingar og Hollendingar veittu Austurríkismönnum mikinn stuðning. Karl VII. lést [[1745]] og þá var leiðin greið fyrir elstu dóttur Karls VI., [[María Teresa|Maríu Teresu]]. Hún var krýnd sem erkihertogaynja af Habsborg og drottning Ungverjalands, en eiginmaður hennar, [[Frans I (HRR)|Frans I]]., var krýndur sem keisari ríkisins. Enn var þó barist í stríðinu til [[1748]]. [[Sjö ára stríðið]] [[1756]]-[[1763|63]] breytti engu um Sílesíu eða önnur landamæri Austurríkis.
=== Evrópumál ===
Jósef II. tók við af móður sinni sem erkihertogi af Austurríki 1780. Hann var mjög framfarasinnaður og vildi allt fyrir fólkið gera. [[1785]] stakk hann upp á því að fá að skipta á austurrísku Niðurlöndum (þ.e. [[Belgía|Belgíu]]) fyrir Bæjaraland, þannig að Bæjaraland og Austurríki myndu sameinast í eitt ríki, en hið heilaga rómverska keisaradæmi hlyti Niðurlönd. Kjörfurstarnir höfnuðu hins vegar tillögunni. Á hinn bóginn tók Jósef þátt í skiptingu [[Pólland]]s [[1772]], [[1793]] og [[1795]] (ásamt [[Prússland]]i og [[Rússland]]i). Þar fékk Austurríki stóran hluta landsins, allt norður til [[Varsjá]]r en Pólland þurrkaðist út af landakortinu. [[Franska byltingin]] skók Evrópu [[1789]]. Strax árið [[1794]] hertók franskur byltingarher Niðurlönd Habsborgara (þ.e. Belgíu).
=== Napoleonsstríðin ===
Austurríki tók þátt í bandalaginu gegn [[Napoleon Bonaparte|Napóleon]] þegar árið [[1799]] til að stemma stigu við yfirgangi [[Frakkland]]s. Þrátt fyrir það stóðu Austurríkismenn einir gegn Napóleon í orrustunni við Marengo og við Hohenlinden árið [[1800]] og biður ósigur í bæði skiptin. Við það unnu Frakkar lönd við Rínarfljót. Eftir sigur Frakka í þríkeisaraorrustunni miklu við [[Leipzig]] [[1805]] komust þeir til Vínarborgar og tóku borgina. Við það tækifæri missti Austurríki lönd sín á [[Ítalía|Ítalíu]] (til dæmis Feneyjar). Frakkar yfirgáfu borgina hins vegar skjótt aftur. Þegar hið heilaga rómverska keisaradæmi var lagt niður [[1806]] eftir þrýsting frá Napoleon, var Frans II. ríkjandi keisari. Strax á sama ári lýsti hann yfir stofnun keisaradæmis í Austurríki. Segja má að þetta hafi verið stofndagur Austurríkis sem óháðs og frjáls ríkis, þrátt fyrir að nær allir keisarar hins heilaga rómverska keisaradæmis hafi verið af ætt Habsborgara og oftast setið í Vín síðan á 15. öld. Nýja keisaradæmið stóð til 1918.
Aftur var myndað bandalag gegn Napóleon. Austurríki tók hins vegar ekki þátt í neinum orrustum fyrr en [[1809]]. Á því ári biðu þeir ósigur fyrir Napóleon í orrustunum við Abensberg, Eggmühl og [[Regensburg]]. Austurríski herinn flúði til Bæheims og Napóleon þrammaði til Vínar. Frakkar skutu á borgina og hertóku hana í einni svipan í [[maí]]. Við svo búið sneri austurríski herinn aftur frá Bæheimi. Í orrustunni við Aspern (nálægt Vín) sigruðu Austurríkismenn og hröktu Frakka burt úr landinu á næstu mánuðum. Þetta var fyrsti stóri ósigur Napóleons á ferli sínum. Fyrir vikið hélt Austurríki sjálfstæði sínu. [[1813]] dró til þjóðarorrustunnar miklu við Leipzig. Þar mættust Frakkar og Bandamenn (Austurríki, Prússland, Rússland og Svíþjóð). Orrustan stóð yfir í þrjá heila daga og lauk með ósigri Napóleons. Þetta var síðasta orrusta Austurríkismanna gegn honum. Þeir komu ekki við sögu við lokaósigur Napóleons í [[Orrustan við Waterloo|orrustunni við Waterloo]].
=== Vínarfundurinn ===
[[Mynd:Prince Metternich by Lawrence.jpeg|thumb|Metternich fursti]]
Eftir fall Napóleons var nauðsynlegt að skipa ríkjum og landamærum í Evrópu upp á nýtt. Haldin var viðamikil ráðstefna í Vín að boði Frans I. keisara, en fundarstjóri var utanríkisráðherra landsins, [[Metternich fursti]]. Ráðstefnan hófst [[18. september]] [[1814]] og kallast [[Vínarfundurinn]] (þ. ''Wiener Kongress''). Allir helstu leiðtogar í Evrópu sóttu ráðstefnuna, sér í lagi frá Rússlandi, Bretlandi, Austurríki, Prússlandi, Frakklandi, Kirkjuríkinu og mörgum öðrum smærri ríkjum. Vín var næsta árið pólitísk þungamiðja Evrópu. Viðræður og samningar gengu hægt. Á vormánuðum [[1815]] strauk Napóleon úr útlegð frá Elbu og safnaði liði á ný. Komst þá skriður á samninga og lauk ráðstefnunni [[9. júní]]. Aðeins níu dögum síðar, [[18. júní]], var Napóleon sigraður á ný í stórorrustunni við Waterloo. Fyrir Austurríki hafði ráðstefnan mikil áhrif. Landið missti Niðurlönd og eignir við ofanvert Rínarfljót. Á hinn bóginn fékk Austurríki að halda Galisíu (suðurhluti Póllands). Landið fékk auk þess Illyríu og Salzburg. Austurríki varð eftir sem áður stórveldi í Evrópu. Eitt það síðasta sem Vínarfundurinn gerði var að stofna [[þýska sambandið]] úr leifum þýskra furstadæma, hertogadæma og konungsríkja. Austurríki varð leiðandi afl í þessu nýja ríkinu en stóð samt fyrir utan það sem eigið keisaraveldi. Austurríki stóð til að mynda utan við tollabandalag nýja ríkisins. [[Bismarck]] leysti þetta þýska samband upp árið [[1866]].
=== Byltingar ===
Samhliða aukinni [[iðnvæðing]]u og fjölgun í röðum nýrrar verkamannastéttar jukust stjórnmálaleg átök í Austurríki. Þetta var einnig tími [[þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]]. Um miðja [[19. öldin]]a voru mótmælin í hámarki en sökum þess að Austurríki var fjölþjóðaríki, náðu mótmælendur ekki að skipuleggja sig eins vel og víða annars staðar. Á byltingarárinu [[1848]] kom til víðtækra mótmælaaðgerða, en þær voru allar barðar niður. Á hinn bóginn sá keisari að friða þurfti lýðinn. Því var Metternich fursti rekinn úr embætti, enda var hann mjög íhaldssamur á gamla kerfið og mikill harðlínumaður.
Þann [[22. júlí]] fundaði fyrsta austurríska þingið í nútíma-formi í Vín. Ekkert þinghús var til staðar og því var fundað í reiðskóla til að byrja með. Þótt tekist hefði að friða íbúa móðurlandsins í bili, braust út bylting í öðrum hlutum ríkisins. Á Norður-Ítalíu barði herinn niður byltingu. Í Ungverjalandi var vilji til að losna frá Austurríki og dreginn saman mikill her. Austurríski herinn neitaði hins vegar að fara austur og því lýstu Ungverjar sig úr sambandi við keisarann. Íbúar Vínar studdu yfirmenn hersins og gerð var aðför að keisara og ríkisstjórn, sem yfirgáfu borgina og flúðu til borgarinnar Olomouc í Mæri (Tékklandi). Þar sagði [[Ferdinand 1. Austurríkiskeisari|Ferdinand I. keisari]] af sér en frændi hans, [[Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari|Frans Jósef]], tók við sem nýr keisari. Keisarasinnar söfnuðu liði og hófu gagnbyltingu. [[1. nóvember]] hertóku þeir Vín í miklum bardögum þar sem 2000 manns týndu lífi. 24 leiðtogar byltingarmanna voru teknir af lífi. Þar með var endir bundinn á byltinguna. Aðeins með aðstoð Rússa tókst að vinna Ungverjaland á ný. Eftir þetta tók Frans Jósef I. keisari sér nánast einræðisvald.
=== Ítalía og þýska stríðið ===
Árið [[1859]] hófu Ítalir, undir forystu [[Giuseppe Garibaldi|Garibaldi]]s, að sameina sjálfstæð lönd og greifadæmi á Ítalíuskaga. Þeir sigruðu Austurríki í orrustunni við Solferino og Magenta. Við tapið missti Austurríki nokkur lönd, svo sem [[Langbarðaland]]. Ítalía varð svo sjáfstætt konungsríki [[1861]]. Einnig varð mikill órói í þýska sambandinu. Austurríki var ávallt leiðandi afl í því, þar til Bismarck komst til valda í Prússlandi. Þegar Bismarck hertók [[Slésvík-Holtsetaland|Slésvík og Holtsetaland]], deildi hann yfirráðum þessara héraða með Austurríki. Prússland réði yfir Slésvík en Austurríki yfir Holtsetalandi. Þegar Bismarck síðan hertók Holtsetaland [[1866]] sagði Austurríki Prússlandi [[Stríð Prússa og Austurríkismanna|stríð á hendur]]. [[3. júlí]] það ár var barist við Königgrätz í Bæheimi. Við hlið Austurríkis börðust Saxar, Bæjarar og nokkur önnur þýsk héruð, sem einnig vildu stöðva framgang Prússlands. Prússar sigruðu hins vegar í orrustunni og urðu leiðandi afl í Þýskalandi. Þýska sambandið var lagt niður. Aðeins fimm árum síðar varð Prússland keisaraveldi og hafði þá sameinað mestan hluta Þýskalands. Austurríki var ekki með í því keisaraveldi. Þar með hafði Austurríki misst bæði lönd, völd og virðingu, þrátt fyrir að vera enn eigið keisararíki. Frans Jósef I. var niðurlægður. Ári síðar stofnaði hann austurríska-ungverska sambandsríkið og var krýndur konungur Ungverjalands [[8. júní]] [[1867]]. Eftir það var Ungverjaland ekki lengur hluti af keisaradæminu. Hins vegar tilheyrðu Bæheimur, Mæri, Galisía, vesturhluti Rúmeníu, Slóvenía og Króatía keisaradæminu.
=== Serbíukrísan ===
[[Mynd:Gavrilo Princip assassinates Franz Ferdinand.jpg|thumb|Morðið á krónprinsinum Frans Ferdinand og eiginkonu hans]]
[[1878]] hertók Austurríki alla Bosníu og Hersegóvínu, en þau lönd höfðu tilheyrt Tyrkjum. [[1908]] voru þau innlimuð Austurríki. Meðan Frans Jósef keisari reyndi að meðhöndla þegna sína hvarvetna í ríkinu á grundvelli jafnréttis, leyndi ríkisarfinn, Frans Ferdinand, ekki skoðunum sínum um að Slavar og Ungverjar væru annars flokks þegnar. [[1914]] heimsóttu hann og eiginkona hans borgina [[Sarajevó]] í Bosníu. Mörgum þjóðernissinnum þar í borg, sem vildu sameina Suður-Slava í eitt ríki, fannst heimsókn þessi ögrun og þegar Frans Ferdinand og kona hans óku gegnum Sarajevó þann [[28. júní]] skaut Gavrilo Princip, serbneskur þjóðernissinni, þau til bana Austurríkismenn urðu æfir. Stjórnin kenndi ríkisstjórn Serbíu um verknaðinn. [[23. júlí]] setti Austurríki stjórn Serbíu úrslitakosti sem þeir síðarnefndu gátu ekki uppfyllt að öllu leyti. Eftir að keisari Þýskalands hafði staðfest stuðning við Austurríki, lýsti Austurríki stríði á hendur Serbum [[28. júlí]]. Þar með hófst [[heimstyrjöldin fyrri|heimsstyrjöldin fyrri]].
=== Heimstyrjöld ===
[[Mynd:Erzherzog Thronfolger Karl Franz Josef.jpg|thumb|[[Karl 1. Austurríkiskeisari|Karl I]] var síðasti keisari Austurríkis]]
Austurríki reið ekki feitum hesti frá hernaði sínum í styrjöldinni. Þeir börðust aðallega í Galisíu (núverandi Póllandi), við landamærin að Ítalíu og á Balkanskaga. Rússar náðu að hrekja Austurríkismenn og Þjóðverja burt úr Galisíu. Á Balkanskaga voru Serbar mjög aðgangsharðir og hröktu Austurríkismenn burt. Það var einungis á landamærum Ítalíu sem Austurríkismönnum tókst að halda stöðu sinni. Árið [[1916]] lést Frans Jósef I. keisari og við tók [[Karl 1. Austurríkiskeisari|Karl I]]. Hann kallaði saman ríkisráðið, sem tjáði honum hugmyndir sínar um framtíð Austurríkis. Ungverjaland og Balkanskagi voru ekki hluti af þeim hugmyndum og því ljóst fyrir stríðslok að Austurríki myndi brátt líða undir lok sem fjölþjóðaríki. Karl hvatti því hinar ýmsu þjóðir ríkisins til að mynda eigin stjórn, sem myndi lúta stjórninni í Vín. Þjóðirnar settu sér sínar eigin stjórnir, en hugðust hins vegar lýsa yfir sjálfstæði. Í stríðslok lágu Þýskaland og Austurríki efnahagslega í rústum. Því tók þjóðarráð Austurríkis til bragðs að mynda nýja stjórn, í [[október]] [[1918]], án aðkomu Karls I. keisara. [[11. nóvember]] leysti Karl því keisara- og konungdæmið Austurríki-Ungverjaland upp og [[12. nóvember]] var lýðveldið Austurríki formlega stofnað. Karl sagði hins vegar ekki af sér sem keisari. Því voru honum gefin þau tilmæli að segja af sér eða yfirgefa landið ella. Í [[mars]] [[1919]] yfirgaf Karl landið og í [[apríl]] voru gömlu Habsborgarlögin numin úr gildi. Í uppgjöri stríðsins missti Austurríki öll sín slavnesku landsvæði. Galisía varð að hluta Póllands. Bæheimur og Mæri að vesturhluta Tékkóslóvakíu. Slóvenía, Illyría og Bosnía og Hersegóvína urðu að vesturhluta [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Suðurhluta Týról hertók Ítalía. Ungverjaland varð sjálfstætt ríki. Þar með varð Austurríki minna en það er í dag (Burgenland var enn hluti Ungverjalands) og hafði aldrei verið minna í sögu Habsborgarveldisins.
=== Fyrsta lýðveldið ===
Við stofnun lýðveldisins trúðu fáir á bjarta framtíð landsins. Margir lærðir menn töldu að móðurlandið eitt sér væri of lítið til að brauðfæða íbúana. Auk þess var landið efnahagslega í rúst. Upp kom sú hugmynd að Austurríki sameinaðist [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldinu]] en [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|Bandamenn]] lögðu blátt bann við öllu slíku. [[Salzburg]] sótti formlega um inngöngu í Þýskaland, óháð stjórninni í Vín, en Weimar-lýðveldið hafnaði því. Vorarlberg sótti um inngöngu í Sviss og við atkvæðagreiðslu vildu 80% íbúanna verða að kantónu í Sviss. Bæði Svisslendingar og Bandamenn höfnuðu því hins vegar. Í syðstu sýslum Kärnten greiddu íbúarnir einnig atkvæði um sameiningu við Slóveníu (og/eða Júgóslavíu), en niðurstaðan var sú að vera áfram í Austurríki. [[1921]] var ákveðið að stofna nýtt ríki í vestasta hluta Ungverjalands. Við atkvæðagreiðslu vildi mikill meirihluti íbúanna hins vegar sameiningu við Austurríki og því varð svo. Svæðið hlaut heitið Burgenland og er fámennasta sambandsland Austurríkis.
Til að rétta af fjárhag landsins var gamla krónan lögð niður árið [[1924]] og tekinn upp skildingur (Schilling). Sú litla efnahagsuppsveifla sem orðið hafði varð þó að engu [[1929]] þegar [[kreppan mikla|heimskreppan]] skall á. Austurríki lifði á lánum. Til að mynda lánaði [[Þjóðabandalagið]] landinu 300 milljónir skildinga gegn því að landið sameinaðist ekki Weimar-lýðveldinu næstu 20 árin. [[1933]] var þriðjungur Austurríkismanna atvinnulaus. [[1932]] komst kristilegi sósíalistinn [[Engelbert Dollfuss]] til valda sem kanslari lýðveldisins. Hann varð fyrir áhrifum af fasískum fyrirmyndum á Ítalíu og varð nánast einvaldur. Þann [[4. mars]] leysti hann upp þingið, [[7. mars]] var tekin upp [[ritskoðun]] og bann við hópamyndun sett á í landinu. [[10. maí]] voru allar kosningar afnumdar og í framhaldi af því allir stjórnmálaflokkar bannaðir. Í [[febrúar]] gerðu íbúar landsins allsherjaruppreisn, þar sem sýnt þótti að Dollfuss kanslari myndi ekki slaka á klónni. Uppreisnin var hins vegar barin niður af mikilli hörku. [[1934]] var gerð önnur tilraun til byltingar. Í henni varð Dollfuss fyrir skoti og lést af sárum sínum [[25. júlí]].
=== Innlimunin ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 146-1972-028-14, Anschluss Österreich.jpg|thumb|Hitler (í fremsta bílnum) lætur hylla sig í Vín 15. mars 1938]]
Eftirmaður hans, [[Kurt Schuschnigg]], átti við ramman reip að draga. Mikil óánægja var í Austurríki og þurfti Schuschnigg á aðstoð frá [[Benito Mussolini|Mussolini]] og síðar frá Þýskalandi Hitlers að halda. [[Hitler]], sem var sjálfur fæddur í Austurríki, vann að því bak við tjöldin að sameina ríkin, þrátt fyrir bann Þjóðabandalagsins. Schuschnigg kanslari reyndi að forðast slíkar tilraunir og tilkynnti óvænta þjóðarakvæðagreiðslu um frjálst og óháð Austurríki. Atkvæðagreiðslan átti að fara fram [[13. mars]] [[1938]]. [[11. mars]] þrýsti Hitler með hótunum á Miklas forseta að leysa Schuschnigg frá embætti og skipa nasistann [[Arthur Seyss-Inquart]] nýjan kanslara. Strax daginn eftir þrammaði þýski herinn inn fyrir landamæri Austurríkis og hertók allar höfuðborgir sambandslandanna. Þann dag tilkynnti Hitler að Þýskaland og Austurríki hefðu sameinast. Ríkisstjórnin var leyst upp. Hitler var nýi valdhafinn í Austurríki og sótti hann Vín heim [[15. mars]] til að láta hylla sig. Samtímis þessu var þegar byrjað að ofsækja gyðinga hvarvetna í landinu og flytja burt. [[Heimstyrjöldin síðari|Heimsstyrjöldin síðari]] hófst í [[nóvember]] [[1939]]. Hundruð þúsunda Austurríkismanna voru kallaðir í þýska herinn og urðu þeir að berjast með nasistum. Fyrstu loftárásir á landið voru þó ekki fyrr en í ágúst [[1943]], sökum fjarlægðar frá flugvöllum bandamanna. [[Sovétríkin|Sovétmenn]] komust til Vínar og eftir harða bardaga við nasista féll borgin [[23. apríl]] [[1945]]. Þar með lauk landið þátttöku sinni í stríðinu. Aðrir bandamenn hernámu Austurríki ekki fyrr en í maíbyrjun.
=== Hernám og annað lýðveldið ===
Eftir stríð skiptu bandamenn Austurríki upp í fjögur hernámssvæði, eins og gert var með Þýskaland.
* Frakkland: Vorarlberg og vesturhluti Týról
* Bretland: Austurhluti Týról, Kärnten og Steiermark
* Bandaríkin: Salzburg og suðurhluti Efra-Austurríkis
* Sovétríkin: Norðurhluti Efra-Austurríkis, Neðra-Austurríki og Burgenland
[[Mynd:Austria 1945-55.png|thumb|Austurríki skipt upp í fjögur hernámssvæði]]
Vín var skipt í fjögur svæði, rétt eins og [[Berlín]]. Miðborgin var undir stjórn allra fjögurra herja bandamanna. Aldrei kom til greina að sameina Þýskaland og Austurríki, enda bæði bandamenn og Austurríkismenn ákveðið á móti öllu slíku. Hernámið stóð yfir í tíu ár. [[15. maí]] [[1955]] hlaut Austurríki sjálfstæði sitt á ný og yfirgáfu þá allir erlendir hermenn landið. Austurríki varð að lýðveldi á ný. Á sama ári lýsti landið yfir hlutleysi. Í framhaldi af því varð mikill efnahagsuppgangur í landinu. Það gekk í [[Sameinuðu þjóðirnar]] í desember 1955 og í [[Evrópuráðið]] [[1956]]. Margir flóttamenn flúðu til Austurríkis frá Ungverjalandi eftir misheppnaða [[Uppreisnin í Ungverjalandi|byltingu þar 1956]] og frá Tékklandi eftir [[vorið í Prag]] [[1968]]. Þegar [[járntjaldið]] féll [[1990]] opnuðust landamæri landsins til Tékklands, Ungverjalands og Slóveníu. Austurríki var því ekki lengur á jaðarsvæði í Evrópu. Meðan stríðið í Júgóslavíu stóð yfir tók Austurríki við fjölda flóttamanna. Austurríki gekk í [[Evrópusambandið]] [[1995]], en áður hafði það verið stofnmeðlimur að [[EFTA]] [[1960]]. Þann [[1. janúar]] [[2002]] tók evran gildi þar í landi.
== Landafræði ==
Austurríki er 83.879 km<sup>2</sup> að stærð og er því meðalstórt ríki í Evrópu. Það á land að átta öðrum ríkjum: 784 km að [[Þýskaland]]i sem liggja að hluta um [[Bodenvatn]], 430 km að [[Ítalía|Ítalíu]], 366 km að [[Ungverjaland]]i sem liggja að hluta um [[Neusiedler See]], 362 km að [[Tékkland]]i, 330 km að [[Slóvenía|Slóveníu]], 164 km að [[Sviss]], 91 km að [[Slóvakía|Slóvakíu]] og 35 km að [[Liechtenstein]].
[[Mynd:Austria satellite Grosslandschaften markerstyle.png|thumb|Alpafjöll og Bæheimsskógur eru dökk á myndinni. Á milli sér í [[Dónárdalur|Dónárdalinn]] mikla og Vínarundirlendið í austri.]]
Gróflega má skipta Austurríki í fimm landfræðilega hluta: [[Alpafjöll]] þekja rúmlega 60% landsins, frá vesturlandamærunum og nær alla leið austur til Vínarborgar. [[Bæheimsskógur]] og hæðalandið norðan þeirra liggur að [[Bæheimur|Bæheimi]] í [[Tékkland]]i. [[Dónárdalurinn mikli]] nær frá Salzburg og austur eftir landinu. Í austri er [[Vínarundirlendið]] og [[Pannóníska sléttan]] í suðaustri liggur að Ungverjalandi og Slóveníu. Auk Alpafjalla er [[Dóná]] mjög áberandi í landslagi Austurríkis en fljótið rennur í gegnum landið norðanvert frá vestri til austurs
[[Mynd:Grossglockner from SW.jpg|thumb|Grossglockner er hæsti tindur Austurríkis.]]
Austurríki er mikið fjallaland. Tveir fjallgarðar eru í landinu. Sá stærri er [[Alpafjöll]] en þau liggja nánast eftir endilöngu landinu frá vestri til austurs og ná nærri því til Vínar. Í þeim eru öll hæstu fjöll landsins. Ölpunum í Austurríki er skipt í marga minni fjallgarða. Minni fjallgarðurinn er [[Bæheimsskógur]] í norðurhluta landsins, við landamærin að Tékklandi. Hæstu fjöll Austurríkis eru [[Grossglockner]] (3.798 m) og [[Kleinglockner]] (3.770 m) í [[Hohe Tauern]]-fjallgarðinum, [[Wildspitze]] (3.772 m) og [[Weisskugel]] (3.739 m) í [[Ötztal-Alparnir|Ötztal-Ölpunum]].
Í Austurríki eru tvö lítil svæði, [[Kleinwalsertal]] í [[Vorarlberg]] og [[Jungholz]] í [[Týról]], sem ekki verður með góðu móti komist til frá Austurríki vegna hárra fjalla. Þótt bæði svæðin tilheyri Austurríki eru þau eingöngu aðgengileg frá Þýskalandi.
[[Mynd:Autriche hydro-de.svg|thumb|Fjólublátt = Vatnasvið Dónár. Appelsínugult = Vatnasvið Rínar. Grænt = Vatnasvið Saxelfar.]]
Langstærsti hluti Austurríkis tengist vatnasviði [[Dóná]]r (um 95%). Vestast í Vorarlberg renna nokkrar ár í [[Rín]]. Allra nyrst, við tékknesku landamærin, renna tvær litlar ár til norðurs og tengjast vatnasviði [[Saxelfur|Saxelfar]]. Stærstu ár Austurríkis fyrir utan Dóná miðað við lengd innanlands eru [[Inn]], [[Mur]], [[Enns]], [[Salzach]], [[Gurk]], [[Traun (fljót)|Traun]] og [[Drau]], sem allar eru á vatnasviði Dónár.
Mikið er af vötnum í Austurríki. Tvö þeirra mynda landamæri við önnur ríki: Neusiedler See við Ungverjaland, og Bodenvatn við Þýskaland og Sviss. Önnur stærstu stöðuvötn í Austurríki eru [[Attersee]], [[Traunsee]] og [[Wörthersee]]. Stærsta uppistöðulón Austurríkis heitir [[Stauraum Altenwörth]] og er aðeins 11 km<sup>2</sup> að stærð. Það er í Dóná rétt vestan við Vín.
== Stjórnmál ==
Austurríki er sambandslýðveldi níu sambandsríkja. [[Austurríska þingið]] er í tveimur deildum, þjóðarráðinu (Nationalrat) og sambandsráðinu (Bundesrat). Hið fyrrnefnda mynda 183 þingmenn sem kosnir eru í almennum kosningum. Kjörtímabilið er fimm ár. Í sambandsráðinu eru fulltrúar sambandsríkjanna, sem einnig eru þingmenn í hverju sambandsríki fyrir sig. Æðsti yfirmaður þingsins er [[kanslari]]nn, sem [[forseti Austurríkis|forseti landsins]] velur. Kjörtímabil forsetans er sex ár. Forsetinn tilnefnir alla ráðherra en það er kanslarinn sem endanlega velur þá. Hvert sambandsland er með eigið þing (Landtag). Á hverju þingi eru sextán þingmenn sem kosnir eru í almennum kosningum og velja þeir ráðherrana í hverju sambandslandi fyrir sig.
=== Her ===
Í Austurríki er herskylda fyrir alla karlmenn og stendur hún yfir í sex mánuði. Í hernum eru að staðaldri 35 þúsund manns en 25 þúsund til viðbótar eru tiltækir. Konur eru ekki herskyldar en engu að síður velkomar. Markmið hersins er að tryggja varnir ríkisins en einnig að aðstoða við hjálparstarf ef náttúruhamfarir valda skaða eða neyðaraðstæður koma upp. Eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk hefur Austurríki ekki tekið þátt í neinum hernaðarátökum. Þó hefur landið sent hermenn til starfa erlendis síðan [[1960]]. Í öllum slíkum tilvikum er um litlar herdeildir að ræða. Stærsta verkefni austurríska hersins var KFOR-verkefnið í [[Kosóvó]] [[1999]] en 436 manns voru sendir þangað.
=== Sambandslönd ===
[[Mynd:Austria,_administrative_divisions_-_de.svg|thumb|right|Sambandslönd Austurríkis.]]
Austurríki er skipt í níu sambandslönd (Bundesland):
{| class="wikitable sortable"
!bgcolor="silver"|Sambandsland
!bgcolor="silver"|Höfuðstaður
!bgcolor="silver"|Flatarmál (km²)
!bgcolor="silver"|Mannfjöldi
|-
|[[Burgenland]]
|[[Eisenstadt]]
|align="right"|3.961,80
|align="right"|284.897
|-
|[[Efra Austurríki]]
|[[Linz]]
|align="right"|11.979,91
|align="right"|1.412.640
|-
|[[Kärnten]]
|[[Klagenfurt]]
|align="right"|9.538,01
|align="right"|558.271
|-
|[[Neðra Austurríki]]
|[[Sankt Pölten]]
|align="right"|19.186,26
|align="right"|611.981
|-
|[[Salzburg (fylki)|Salzburg]]
|[[Salzburg]]
|align="right"|7.156,03
|align="right"|531.721
|-
|[[Steiermark]]
|[[Graz]]
|align="right"|16.401,04
|align="right"|1.210.614
|-
|[[Tirol]]
|[[Innsbruck]]
|align="right"|12.640,17
|align="right"|710.048
|-
|[[Vorarlberg]]
|[[Bregenz]]
|align="right"|2.601,12
|align="right"|372.001
|-
|[[Vín (Austurríki)|Vín]]
|[[Vín (Austurríki)|Vín]]
|align="right"|414,65
|align="right"|1.712.142
|}
== Efnahagslíf ==
=== Gjaldmiðill ===
Gjaldmiðill Austurríkis er [[evran|evra]]. Á árunum 1925-1938 og aftur 1945-1998 hét gjaldmiðillinn skildingur (Schilling). Í einum Schilling voru 100 Groschen. Á árunum 1938-1945 var landið hluti af Þýskalandi og var þýska ríkismarkið þá gjaldmiðill. Skildingurinn átti uppruna sinn í ríki Karlamagnúsar en ýmis lönd hafa notað gjaldmiðil með þessu nafni í gegnum aldirnar, svo sem [[England]] (shilling), Þýskaland og Danmörk (Skilling). Árið 1999 tók Austurríki upp evruna, en skildingurinn var í notkun til [[28. febrúar]] [[2002]].
== Íbúar ==
Í Austurríki búa um 8,8 milljónir manna á tæplega 84 þúsund km<sup>2</sup> svæði. Íbúaþéttleiki landsins er því 100 íbúar á km<sup>2</sup>. Mikil fjölgun fólks var merkjanleg á tímum [[Iðnbyltingin|iðnbyltingarinnar]], þrátt fyrir talsverðar [[Ameríkuferðir]] en íbúum fækkaði hratt meðan heimsstyrjaldirnar tvær á [[20. öldin|20. öld]] stóðu yfir. Eftir stríð hefur Austurríkismönnum fjölgað hægt og er fjölgunin í dag ekki nema um 30 þúsund á ári. Fjölgunin er til komin vegna innflutnings erlendra borgara, þar sem fæðingar- og dánartíðni í landinu stenst nokkurn veginn á. Flestir þeirra sem eru af erlendu bergi brotnir eru frá löndum fyrrverandi [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Útlendingar í Austurríki eru rúmlega 800 þúsund talsins, þ.e. tæp 10% af íbúafjölda landsins. Í Vín er hlutfallið 20%.
=== Borgir ===
Vín er langstærsta borg landsins með tæplega 1,7 milljónir íbúa. Stórborgarsvæðið er með 2,4 milljón íbúa sem er rúmlega fjórðungur allra íbúa Austurríkis. Stærstu borgir landsins eru:
{| class="wikitable"
|-
! Röð !! Borg !! Íbúar !! Sambandsland
|-
| 1 || [[Vín]] || 1.687.271 || Vín
|-
| 2 || [[Graz]] || 253.994 || Steiermark
|-
| 3 || [[Linz]] || 189.122 || Efra Austurríki
|-
| 4 || [[Salzburg]] || 147.732 || Salzburg
|-
| 5 || [[Innsbruck]] || 118.035 || Tírol
|-
| 6 || [[Klagenfurt]] || 93.478 || Kärnten
|-
| 7 || [[Villach]] || 58.949 || Kärnten
|-
| 8 || [[Wels]] || 58.542 || Efra Austurríki
|-
| 9 || [[St. Pölten]] || 51.548 || Neðra Austurríki
|-
| 10 || [[Dornbirn]] || 44.867|| Vorarlberg
|-
| 11 || [[Wiener Neustadt]] || 40.564 || Neðra Austurríki
|-
| 12 || [[Steyr]] || 38.402 || Efra Austurríki
|-
| 13 || [[Feldkirch]] || 30.673 || Vorarlberg
|-
| 14 || [[Bregenz]] || 27.309 || Vorarlberg
|}
=== Tungumál ===
[[Mynd:Oberwart - Felsőőr.JPG|thumb|Við ungversku landamærin eru bæjarheitin rituð á tveimur málum]]
Í Austurríki er [[þýska]] [[opinbert tungumál]]. Hér er hins vegar um suðurþýska mállýsku að ræða þannig að framburður og orðaforði eru ekki að öllu leyti eins og í háþýsku. Austurríska mállýskan líkist helst bæversku en hefur þó breyst meira. Við inngöngu Austurríkis í Evrópusambandið var samið um að landið fengi að halda sínum sérstaka orðaforða. Önnur viðurkennd tungumál í Austurríki eru [[ungverska]], [[slóvenska]], burgenlandkróatíska, [[tékkneska]], [[slóvakíska]] og rómaní ([[sígaunar]]).
=== Trú ===
Tæplega 75% Austurríkismanna eru kaþólskir. Aðeins 4,6% tilheyra evangelískum kirkjum. Um 340 þúsund manns eru [[Múhameðstrú]]ar en það eru 4,3% landsmanna. [[Gyðingar]] eru 8-10 þúsund. Langflestir þeirra búa í Vín. Tíu þúsund manns eru [[Búddismi|búddistar]]. Þeir sem ekki tilheyra neinum trúflokki eru 12% af íbúum landsins.
== Menning ==
=== Tónlist ===
[[Mynd:Wolfgang-amadeus-mozart 1.jpg|thumb|Mozart var eitt þekktasta tónskáld Austurríkis]]
Margir af þekktustu tónskáldum og tónlistarmönnum klassíska tímans komu frá Austurríki. Þeirra helstu eru [[Wolfgang Amadeus Mozart]], [[Joseph Haydn]], [[Franz Schubert]], [[Anton Bruckner]] og [[Franz Liszt]], sem var Ungverji sem fæddist í Burgenland. Auk þeirra fluttu ýmsir aðrir til Vínar til að starfa þar, svo sem [[Ludwig van Beethoven]] (fæddist í [[Bonn]]).
Sérstakur undirflokkur klassískrar tónlistar nefnast [[Vínarvals]]ar og eru þeir heimsþekktir. Helstu valsatónskáldin eru [[Johann Strauss II|Johann Strauss]] (bæði faðir og sonur) og [[Josef Lanner]]. Fjölmörg óperutónskáld eru frá Austurríki. Þeirra helstu eru [[Karl Millöcker]], [[Nico Dostal]], [[Franz Suppé]], [[Franz Lehár]] og [[Ralph Benatzky]]. Fáar þekktar hljómsveitir nútímatónlistar eru frá Austurríki. Einn helsti dægurlagasöngvari landsins er [[Udo Jürgens]], sem sigraði í [[Eurovision]] [[1966]].
=== Aðrir listamenn ===
Þekktir austurrískir rithöfundar eru [[Franz Grillparzer]] (oft nefndur þjóðskáld Austurríkis), [[Franz Kafka]], [[Bertha von Suttner]] (fyrsta konan til að hljóta [[friðarverðlaun Nóbels]]), [[Rainer Maria Rilke]], [[Egon Erwin Kisch]], [[Johannes Mario Simmel]] og [[Elfriede Jelinek]] (Nóbelsverðlaun).
Þekktir leikarar og leikkonur frá Austurríki eru meðal annars [[Romy Schneider]], [[Curd Jürgens]], [[Maximilian Schell]], [[Klaus Maria Brandauer]] og [[Arnold Schwarzenegger]].
=== Vísindi ===
Þrír Austurríkismenn hafa hlotið Nóbelsverðlaunin í efnafræði, fjórir í eðlisfræði og sex í læknisfræði. Þeirra þekktastir eru kjarneðlisfræðingurinn Wolfgang Pauli og atferlisfræðingurinn Konrad Lorenz. Einn þekktasti sálfræðingur heims var Austurríkismaðurinn [[Sigmund Freud]].
=== Íþróttir ===
[[Mynd:Lauda Frankfurt 1996.JPG|thumb|Niki Lauda er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1]]
Þjóðaríþrótt Austurríkismanna eru [[skíðaíþróttir]] (Alpagreinar). Skíðamenn eins og [[Toni Sailer]], [[Franz Klammer]] og [[Hermann Maier]] eru margfaldir heimsbikar- og Ólympíumeistarar. Innsbruck er Ólympíuborg, en þar hafa vetrarleikarnir verið haldnir tvisvar ([[1964]] og [[1976]]).
Í [[ruðningur|ruðningi]] þykir austurríska deildin meðal þeirra bestu í heimi.
Í [[Handbolti|handbolta]] hefur kvennaliðið Hypo Niederösterreich átta sinnum unnið Evrópudeildina.
Í [[Formúla 1|Formúlu 1]] hafa þrír Austurríkismenn getið sér gott orð: [[Niki Lauda]] (þrefaldur heimsmeistari), [[Jochen Rindt]] og [[Gerhard Berger]].
=== Helgidagar ===
Auk neðangreindra helgidaga eru til nokkrir í viðbót sem eingöngu gilda í einu eða tveimur sambandslöndum.
{| class="wikitable"
|-
! Dags. !! Helgidagur !! Ath.
|-
| [[1. janúar]] || Nýársdagur ||
|-
| [[6. janúar]] || Vitringarnir þrír ||
|-
| [[19. mars]] || Dagur heilags Jósefs || Aðeins í fjórum sambandslöndum
|-
| Breytilegt || [[Föstudagurinn langi]] || Ekki fyrir kaþólsku kirkjuna
|-
| Breytilegt || [[Páskar]] || Tveir dagar
|-
| [[1. maí]] || Verkalýðsdagurinn ||
|-
| Breytilegt || [[Uppstigningardagur]] ||
|-
| Breytilegt || [[Hvítasunna]] || Tveir dagar
|-
| Breytilegt || Fronleichnam ||
|-
| [[15. ágúst]] || Himnaför Maríu ||
|-
| [[26. október]] || Þjóðhátíðardagur ||
|-
| [[1. nóvember]] || Allraheilagramessa ||
|-
| [[8. desember]] || Getnaður Maríu ||
|-
| [[24. desember]] || Aðfangadagur ||
|-
| [[25. desember]] || [[Jól]]adagur ||
|-
| [[26. desember]] || Dagur heilags Stefáns ||
|-
| [[31. desember]] || Gamlársdagur ||
|}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Österreich|mánuðurskoðað=24. nóvember|árskoðað=2011}}
== Tenglar ==
* [https://www.oesterreich.gv.at/ Þjónustusíða austurríska ríkisins]
* [https://www.austria.info/en Ferðamálaráð Austurríkis]
* [http://www.britannica.com/EBchecked/topic/44183/Austria Austria] í ''[[Encyclopædia Britannica]]''
{{Wiktionary|Austurríki}}
{{Sambandslönd Austurríkis}}
{{Evrópa}}
{{Evrópusambandið}}
{{Evrópuráðið}}
{{Efnahags- og framfarastofnunin}}
[[Flokkur:Austurríki]]
[[Flokkur:Landlukt lönd]]
ip78uifxstyciemnkb8lesput6q8u8n
Liðdýr
0
20819
1765323
1580673
2022-08-19T11:01:34Z
Akigka
183
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Liðdýr
| image = Black_scorpion.jpg
| image_width = 250px
| image_caption = [[Svartur sporðdreki]] (''Androctonus crassicauda'')
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = '''''Arthropoda'''''
| phylum_authority = [[Pierre André Latreille|Latreille]] (1829)
| subdivision_ranks = Undirfylkingar og flokkar
| subdivision =
* '''Undirfylking ''[[Trilobitomorpha]]'' '''
** † [[Þríbroti|Þríbrotar]] (''[[Trilobita]]'')
* '''Undirfylking [[Klóskeri|Klóskerar]] (''[[Chelicerata]]'')'''
** [[Áttfætla|Áttfætlur]] (''[[Arachnida]]'')
** [[Hálfmunnur|Hálfmunnar]] (''[[Merostomata]]'')
** [[Sækóngulær]] (''[[Pycnogonida]]'')
* '''Undirfylking [[Fjölfætlur]] (''[[Myriapoda]]'')'''
** [[Margfætlur]] (''[[Chilopoda]]'')
** [[Þúsundfætla|Þúsundfætlur]] (''[[Diplopoda]]'')
** [[Fáfætla|Fáfætlur]] (''[[Pauropoda]]'')
** [[Frumfætla|Frumfætlur]] (''[[Symphyla]]'')
* '''Undirfylking [[Sexfætla|Sexfætlur]] (''[[Hexapoda]]'')'''
** [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
** Ættbálkur: [[Tvískottur]] (''[[Diplura]]'')
** Ættbálkur: [[Stökkmor]] (''[[Collembola]]'')
** Ættbálkur: [[Frumskotta|Frumskottur]] (''[[Protura]]'')
* '''Undirfylking [[Krabbadýr]] (''[[Crustacea]]'')'''
** ''[[Remipedia]]''
** ''[[Cephalocarida]]''
** [[Tálknfótur|Tálknfótar]] (''[[Branchiopoda]]'')
** [[Skelkrabbi|Skelkrabbar]] (''[[Ostracoda]]'')
** ''[[Mystacocarida]]''
** [[Krabbafló|Krabbaflær]] (''[[Copepoda]]'')
** [[Fiskilús|Fiskilýs]] (''[[Branchiura]]'')
** [[Skelskúfar]] (''[[Cirripedia]]'')
** ''[[Tantulocarida]]''
** [[Stórkrabbi|Stórkrabbar]] (''[[Malacostraca]]'')
}}
<onlyinclude>
'''Liðdýr''' ([[fræðiheiti]]: ''Arthropoda'') eru stærsta [[fylking (flokkunarfræði)|fylking]] [[dýr]]a. Til liðdýra teljast meðal annars [[skordýr]], [[krabbadýr]], [[áttfætlur]] og svipuð dýr sem einkennast af því að vera með liðskiptan líkama og [[ytri stoðgrind]] úr [[kítín]]i.
</onlyinclude>
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Liðdýr| ]]
mwc1xstbv8vw1pr45ydszu4ituufq9a
Hirohito
0
23341
1765264
1688825
2022-08-18T19:25:20Z
CommonsDelinker
1159
Skipti út Hirohito_wartime.jpg fyrir [[Mynd:Emperor_Shōwa_official_portrait_1_(cropped2).jpg]] (eftir [[commons:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:FR|File renamed]]: [[:c:COM:FR#FR4|Criterion 4]] (harmonizing names of file set)
wikitext
text/x-wiki
{{konungur
| titill = [[Keisari Japans]]
| ætt = [[Japanska keisaraættin]]
| skjaldarmerki = Imperial Seal of Japan.svg
| nafn = Shōwa<br>昭和天皇
| mynd = Emperor Shōwa official portrait 1 (cropped2).jpg
| skírnarnafn = Hirohito
| fæðingardagur = [[29. apríl]] [[1901]]
| fæðingarstaður = Tōgū-höll, Aoyama, Tókýó, Japan
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1989|1|7|1901|4|29}}
| dánarstaður = Fukiage-höll, Japan
| grafinn = Musashi-grafreitur, Hachiōji, Tókýó, Japan
| ríkisár = [[25. desember]] [[1926]] – [[7. janúar]] [[1989]]
| undirskrift = Showa shomei.svg
| faðir = [[Taishō keisari]]
| móðir = [[Teimei keisaraynja]]
| maki = [[Kōjun keisaraynja|Kōjun]]
| titill_maka = Keisaraynja
| börn = Shigeko Higashikuni, Sachiko, Kazuko Takatsukasa, Atsuko Ikeda, [[Akihito]], Masahito, Takako Shimazu
}}
[[Mynd:Emperor Showa.jpg|thumb|right|Showa keisari]]
{{nihongo|'''Shōwa keisari'''|昭和天皇|Shōwa Tennō}} ([[29. apríl]] [[1901]] – [[7. janúar]] [[1989]]) var 124. keisari [[Japan]]s, en hann ríkti frá [[25. desember]] [[1926]] þar til hann lést árið [[1989]]. Hann er sá keisari sem lengst hefur setið, eða rúm 62 ár. Valdatímabil hans var nefnt tímabil hins upplýsta friðar (japanska:昭和時代, Shōwa-jidai). Hann varð formlega krónprins [[2. nóvember]] [[1916]] og [[1922]] var hann sá fyrsti úr þeirri stétt til að ferðast út fyrir Japan þegar hann fór um [[England]], [[Holland]], [[Belgía|Belgíu]], [[Frakkland]] [[Ítalía|Ítalíu]] og [[Vatíkanið]] í hálfsárs ferð sinni um Evrópu. Á vesturlöndum er hann betur þekktur undir nafninu '''Hirohito'''.
Sonur hans er [[Akihito]], fyrrum keisari Japans.
== Fjölskylda ==
Hirohito kvæntist fjarskyldri frænku sinni, Nagako prinsessu, sem seinna varð [[Kōjun keisaraynja]] [[26. janúar]] [[1924]]. Þau eignuðust sjö börn.
* Teru Prinsessu (Teru no miya Shigeko), f. [[9. desember]] [[1925]], d. [[23. júlí]] [[1961]].
* Taka Prinsessu (Taka no miya Kazuko), f. [[30. september]] [[1929]], d. [[26. maí]] [[1989]].
* Yori Prinsessu (Yori no miya Atsuko), f. [[7. mars]] [[1931]].
* Krónprinsinn [[Akihito]] (síðar keisari Japans), f. [[23. desember]] [[1933]].
* Hitachi prins (Hitachi no miya Masahito), f. [[28. nóvember]] [[1935]].
* Suga prinsessu (Suga no miya Takako), f. [[2. mars]] [[1939]].
Hann var krýndur 10. nóvember 1928 í [[Kýótó]]. Hirohito var fyrsti keisari Japans í nokkur hundruð ár sem átti móður sem var opinberlega gift keisaranum.
== Fyrstu árin ==
Fyrstu ár Hirohitos á valdastóli einkenndust af auknum hernaðarlegum áhrifum í ríkisstjórn landsins. Stjórnir hins keisaralega flota og hins keisaralega hers höfðu frá árinu [[1900]] haft neitunarvald um myndanir ríkisstjórna.
[[Inukai Tsuyoshi]] forsætisráðherra var ráðinn af dögum [[1932]] og var með því banatilræði endir bundinn á raunveruleg borgaraleg yfirráð yfir hernum. Herinn reyndi valdarán árið 1936 í kjölfar skerts stuðnings við herskáan hóp þingmanna í þingkosningum. Nokkrir háttsettir opinberir sem og hernaðarlegir yfirmenn voru ráðnir af dögum í valdaránstilrauninni, sem Showa keisari batt enda á.
Engu að síður voru mestöll pólitísk völd í Japan frá [[1930]] í höndum herskárrar klíku sem rak stefnu sem dró Japan út í stríðsrekstur; [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna Kína-Japansstríðið]] og [[seinni heimsstyrjöldin]]a.
== Seinni heimsstyrjöldin ==
Að loknu stríði hefur Showa keisari ýmist verið talinn hinn illi hugsuður sem skipulagði hvert ódæðið á fætur öðru í seinni heimsstyrjöldinni eða valdalaust sameiningartákn. Japan dróst inn í seinni heimstyrjöldina eftir að hafa unnið að landvinningum á meginlandi [[Kína]] í [[Seinna stríð Kína og Japans|seinna Kína-Japansstríðinu]] frá 7. júlí 1937 í kjölfar innrásarinnar í Mansjúríu [[1931]].
Þann [[4. september]] [[1941]] krafðist keisaradæmið í skjóli sjálfsvarnar að fá að halda landvinningum sínum í Kína áfram og að breskur og bandarískur herafli á svæðinu yrði ekki aukinn. Jafnframt kröfðust Japanir samvinnu við vesturlönd til að afla keisaradæminu þess sem það þarfnaðist, ellegar myndi keisaradæmið ljúka undirbúningi sínum fyrir stríðsrekstur gegn Bandaríkjunum, Bretlandi og Hollandi. Ef ekkert svar bærist fyrir [[10. október]] yrði keisaradæmið illvígt í garð Bandaríkjanna og Bretlands.
Sagnfræðinga greinir á um hvort hin opinberlega söguskýring eigi við rök að styðjast. Opinberlega er því haldið fram að Showa keisara hafi [[5. september]] ekki hugnast að undirbúa stríðsrekstur fyrst og huga svo að diplómatískri lausn deilumála og gaf það í skyn að hann myndi brjóta aldagamla hefð með því að spyrja yfirmenn hers og flota beint á keisarlegum fundi daginn eftir. Konoe forsætisráðherra taldi Showa á að ræða málið frekar í einkasamtölum. Osami Nagano, fyrrverandi flotaráðherra, sagði síðar „Ég hef aldrei séð keisarann haga sér á þann hátt í aðra tíð, roðna í framan og hækka róminn.“ Engu að síður var vígvæðingu framhaldið. Showa keisari lagði áherslu á mikilvægi friðsamlegrar lausnar. Nokkrum vikum síðar höfðu ráðherrarnir í ríkisstjórninni sett hinn herskáa [[Hideki Tojo]] í embætti forsætisráðherra. Showa keisari setti hann formlega í embætti en raunverulegur keisaralegur stuðningur við Tojo er dreginn í efa.
Þann [[7. desember]] [[Árásin á Perluhöfn|réðust Japanir á]] [[Perluhöfn]] og innrásin í Suðaustur-Asíu hófst. Ekki var aftur snúið.
Hver svo sem raunverulegur þáttur keisarans var í aðdraganda stríðsrekstrarins sýndi Showa stríðsrekstrinum áhuga, enda var öll þjóðin með hugann við átökin. Keisarinn reyndi líkt og [[Georg 6. Bretlandskonungur|Georg VI. konugur Bretlands]] að blása mönnum kjark í brjóst. Upphaflega voru allar fréttir góðar fréttir en þegar lukkan fór að snúast síðla árið [[1942]] og snemma [[1943]] minnkaði samhengi milli frétta sem bárust til keisarahallarinnar og raunveruleikans.
Eftir að Japanir töpuðu Filippseynni Leyte í lok árs 1944 hóf Showa keisari röð einkafunda með háttsettum opinberum embættismönnum í byrjun árs 1945. Að Konoe, fyrrverandi forsætisráðherra, slepptum sem óttaðist kommúníska byltingu meira en ósigur í stríðinu ráðlögðu allir áframhaldandi stríðsrekstur. Showa keisari áleit frið nauðsynlegan, en mikilvægt væri að japanski herinn ynni einhvers staðar mikilvægan sigur sem bætt gæti samningsstöðu Japans. Í apríl 1945 tilkynntu sovésk stjórnvöld að þau myndu ekki endurnýja hlutleysissamkomulag sitt við Japan. Í júní 1945, eftir lok styrjaldarinnar í Evrópu, fundaði ríkisstjórnin til að endurskoða hernaðaráætlunina. Í raun var niðurstaðan enn ákveðnari stefna í því að berjast til síðasta manns. Skjal með samantekt á vonlausri stöðu japanska hersins var útbúið og dreift meðal friðsamlegri ráðherra í ríkisstjórninni. Um miðjan júní sættist ríkisstjórnin á að óska eftir því við Sovétmenn að þeir yrðu málamiðlarar. Þann [[22. júní]] 1945 rauf Showa keisari hefðina, að keisarinn talaði ekki við ráðherrana, á ný og sagði: „Ég óska þess að raunveruleg áætlun um lok stríðsins, án tillits til núverandi stefnu, verði unnin með hraði, og því fylgt eftir að koma þeim í verk.“ Friðarviðræður við bandamenn reindust ómögulegar þar sem að undir lok [[seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] kröfðust [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|Bandamenn]] [[skilyrðislaus uppgjöf|skilyrðislausrar uppgjafar]] af hálfu Japana og japanska ríkisstjórnin setti eitt skilyrði fyrir uppgjöf, að staða keisarans yrði tryggð.
== Eftir stríð ==
[[File:Photograph of The Reagans and Japanese Emperor Hirohito, Tokyo, Japan - NARA - 198544.jpg|thumb|right|Showa keisari ásamt [[Ronald Reagan]] Bandaríkjaforseta árið 1983.]]
Eftir að [[Kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki|kjarnorkusprengjurnar féllu]] á Hiroshima og Nagasaki, ávarpaði Showa keisari japönsku þjóðina í útvarpssendingu [[15. ágúst]] 1945 (japanska:玉音放送 gyokuno-hoso) og tilkynnti [[skilyrðislaus uppgjöf|skilyrðislausa uppgjöf]] Japans, þar með vék hann frá fyrri hugmyndum ríkisstjórnarinnar um að vernda stöðu hans. Ávarpið var ekki sent út beint heldur var upptaka spiluð. Þetta var í fyrsta skipti sem almenningur heyrði rödd hans hátignar.<ref name=fálkinn>{{Vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4365108|titill=Japan eftir stríðið|útgefandi=''[[Fálkinn]]''|mánuður=28. nóvember|ár=1947|mánuðurskoðað=15. apríl|árskoðað=2018}}</ref>
[[Harry S. Truman]] reyndi meðal annarra að fá Showa keisara leiddann fyrir dómstól vegna stríðsglæpa. [[Douglas MacArthur]] krafðist þess á hinn bóginn að Showa keisari sæti áfram á táknrænan hátt. Showa keisari var ekki ákærður og sat áfram en þurfti að hafna því að vera afkomandi Sólargyðjunar með guðlegan mátt og lýsti hann því yfir mannlegu eðli sínu. MacArthur taldi Showa keisara gagnast Bandamönnum við að fá Japani til að sætta sig við hernámið.
Eftir stríðið vann hann þau verk sem þjóðhöfðingi þarf að vinna, ferðaðist til annarra ríkja til að endurreisa og treysta stjórnmálatengsl. Hann var áhugasamur um sjávarlíffræði.<ref name=fálkinn/>
Hann varð fyrsti japanski keisarinn til að gangast undir skurðaðgerð [[22. september]] [[1987]]. Í ljós kom að hann var með krabbamein, sem samkvæmt hefð var haldið leyndu fyrir keisaranum. [[19. september]] [[1988]] þjáðist hann af blæðingu og heilsu hans hrakaði eftir það. Klukkan 6:33 að morgni [[7. janúar]] [[1989]] lést Showa keisari. Klukkan 7:55 tilkynnti Shoichi Fujimori yfirmaður japönsku keisarahallar skrifstofunnar opinberlega um andlát keisarans. Þá greindi hann og í fyrsta skipti frá veikindum Showa keisara. Þann [[24. febrúar]] fór útför hans fram að [[Sjintóismi|shinto-sið]] og var hann grafinn í Hachioji í [[Tókýó]].
[[Akihito]] tók við krúnunni og Heisei-tímabilið hófst.
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3301672 ''Guðinn sem varð forstjóri Japans hf''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1981]
{{fd|1901|1989}}
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Keisari Japans]] |
frá = [[25. desember]] [[1926]]|
til = [[7. janúar]] [[1989]]|
fyrir = [[Taishō keisari|Taishō]] |
eftir = [[Akihito]] |
}}
{{Töfluendir}}
[[Flokkur:Japanskeisarar]]
[[Flokkur:Stjórnmálaleiðtogar í seinni heimsstyrjöldinni]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
3haoud9n2nx5abpkiz24w6ca5nun4t4
Krabbadýr
0
25571
1765325
1678954
2022-08-19T11:09:51Z
Akigka
183
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Krabbadýr
| image = Pagurus_bernhardus.jpg
| image_caption = [[Kuðungakrabbi]] (''Pagurus bernhardus'')
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''Arthropoda'')
| subphylum = '''Crustacea'''
| subphylum_authority = [[Brünnich]], [[1772]]
| subdivision_ranks = [[Flokkur (flokkunarfræði)|Flokkar]] & [[Undirflokkur (flokkunarfræði)|Undirflokkar]]
| subdivision =
* Flokkur: [[Tálknfótar]] (''[[Branchiopoda]]'')
** Undirflokkur: [[Spaðfætlur]] (''[[Phyllopoda]]'')
** Undirflokkur: ''[[Sarsostraca]]''
* Flokkur: ''[[Remipedia]]''
* Flokkur: [[Skeifurækjur]] (''[[Cephalocarida]]'')
* Flokkur: [[Árfætlur]] (''[[Maxillopoda]]'')
** Undirflokkur: ''[[Thecostraca]]''
** Undirflokkur: ''[[Tantulocarida]]''
** Undirflokkur: [[Fiskilýs]] (''[[Branchiura]]'')
** Undirflokkur: [[Tunguormar]] (''[[Pentastomida]]'')
** Undirflokkur: ''[[Mystacocarida]]''
** Undirflokkur: [[Krabbaflær]] (''[[Copepoda]]'')
* Flokkur: [[Skelkrabbar]] (''[[Ostracoda]]'')
** Undirflokkur: ''[[Myodocopa]]''
** Undirflokkur: ''[[Podocopa]]''
* Flokkur: [[Stórkrabbar]] (''[[Malacostraca]]'')
** Undirflokkur: ''[[Phyllocarida]]''
** Undirflokkur: ''[[Hoplocarida]]''
** Undirflokkur: ''[[Eumalacostraca]]''
}}
'''Krabbadýr''' ([[fræðiheiti]]: ''Crustacea'') eru stór [[undirfylking (flokkunarfræði)|undirfylking]] [[liðdýr]]a sem telur um 55.000 tegundir; þar á meðal [[krabbi|krabba]], [[humar|humra]], [[rækja|rækjur]], [[marfló|marflær]] og [[hrúðurkarl]]a. Krabbadýr finnast ýmist í vatni eða sjó en nokkrar tegundir lifa eingöngu á þurru landi.
{{Wikiorðabók|krabbadýr}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Krabbadýr| ]]
rlh84wkpa7h8itly7mm4bgoakwj4nuh
Tony Hillerman
0
25927
1765344
1433082
2022-08-19T11:57:02Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Tony Hillerman''' (f. [[27. maí]] [[1925]]; d. 26. október [[2008]]) var [[BNA|bandarískur]] rithöfundur sem skrifaði [[glæpasaga|glæpasögur]]. Hann barðist í [[síðari heimsstyrjöldin]]ni og fékk orðu fyrir frammistöðu sína þar. Eftir stríðið hóf hann störf sem [[blaðamaður]] og kenndi síðan [[blaðamennska|blaðamennsku]] við [[University of New Mexico]]. Fyrsta bók hans, ''The Blessing Way'', kom út [[1970]].
Þrjár af bókum Tony Hillerman hafa komið út á [[íslenska|íslensku]]: ''Haugbrjótar'' (''A Thief of Time'') [[1990]], ''Flugan á veggnum'' (''The Fly on the Wall'') [[1990]] og ''Talandi guð'' (''Talking God'') [[1992]].
{{Stubbur|bókmenntir}}
{{fde|1925|2008|Hillerman, Tony}}
[[Flokkur:Bandarískir rithöfundar|Hillerman, Tony]]
tf6o7n1ejgrzni6fkfqv7z26srugz7e
Þórarinn Tyrfingsson
0
27547
1765343
1728810
2022-08-19T11:55:55Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Þórarinn Tyrfingsson''' (fæddur 1947) var formaður [[Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann|''Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann'']] (SÁÁ) frá 1988 til 2011 og var yfirlæknir allra meðferðarstofnanna sem samtökin ráku frá 1984 til 2017, á [[Vogur (meðferðarheimili)|Vogi]].
== Tenglar ==
* [http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=15768 ''SÁÁ: Þórarinn Tyrfingsson formaður''; grein af Mbl.is 1988]
{{Stubbur|æviágrip}}
{{f|1947}}
[[Flokkur:Íslenskir læknar]]
[[Flokkur:Handhafar riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu]]
1op71xbhnulk1up717ypqo3bo4kgyd5
Gregory Nagy
0
27719
1765340
1375070
2022-08-19T11:52:05Z
Dagvidur
4656
Bætti við fæðingarstað og fæðingarári
wikitext
text/x-wiki
'''Gregory Nagy''' (borið fram /nɑʒ/) er [[prófessor]] í [[fornfræði]] við [[Harvard-háskóli|Harvard-háskóla]] fæddur Búdapest, Ungverjalandi 22. október 1942. Nagy er sérfræðingur um [[Hómer]] og forngrískan kveðskap. Nagy er þekktur fyrir að víkka út kenningu [[Milman Parry|Milmans Parry]] og [[Albert Lord|Alberts Lord]] um munnlegan kveðskap ''[[Ilíonskviða|Ilíonskviðu]]'' og ''[[Ódysseifskviða|Ódysseifskviðu]]''. Hann er núverandi framkvæmdastjóri [[Center for Hellenic Studies]], skóla sem Harvard rekur í [[Washington DC]]. Hann er Francis Jones prófessor í forngrískum bókmenntum og prófessor í almennri bókmenntafræði við Harvard.
[[Blaise Nagy]], bróðir Gregorys, er einnig prófessor í [[fornfræði]] og kennir við [[College of the Holy Cross]] í [[Worcester]] í [[Massachusetts]].
== Helstu rit ==
* Nagy, Gregory, ''Homer's Text And Language'' (2004)
* Nagy, Gregory, ''Homeric Responses'' (2004)
* Nagy, Gregory, ''Plato's Rhapsody and Homer's Music : The Poetics of the Panathenaic Festival in Classical Athens'' (2002)
* Nagy, Gregory, ''Comparative Studies in Greek and Indic Meter'' (2001)
* Nagy, Gregory, ''Poetry as Performance: Homer and Beyond'' (1996)
* Nagy, Gregory, ''Homeric Questions'' (1996)
* Nagy, Gregory, ''Pindar's Homer: The Lyric Possession of an Epic Past'' (1994)
* Nagy, Gregory, ''Greek Mythology and Poetics'' (1992)
* Nagy, Gregory, ''The Best of the Achaeans: Concepts of the Hero in Archaic Greek Poetry'' (1979)
== Heimildir ==
* {{wpheimild | tungumál = en | titill = Gregory Nagy | mánuðurskoðað = 22. maí | árskoðað = 2006}}
* [http://www.fas.harvard.edu/~classics/people/nagy.html Nagy's website at the Harvard Department of the Classics]
{{Stubbur|fornfræði}}
[[Flokkur:Fornfræðingar]]
4kefddvxrnzzghl384oc991ecfcc4sx
Orrustan um Stalíngrad
0
28002
1765239
1757194
2022-08-18T13:31:36Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Stríðsátök
| conflict = Orrustan um Stalíngrad
| place = [[Volgograd|Stalíngrad]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| combatant1 = * [[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Þriðja ríkið|Þýskaland]]
* {{ROU}} [[Rúmenía]]
* [[File:Flag of Italy (1861-1946) crowned.svg|20px]] [[Ítalía]]
* [[File:Flag of Hungary (1915-1918, 1919-1946).svg|20px]] [[Ungverjaland]]
* [[File:Flag of Independent State of Croatia.svg|20px]] [[Króatía]]
| combatant2 = {{SOV1980}} [[Sovétríkin]]
| image = Soviet_marines-in_the_battle_of_stalingrad_volga_banks.jpg
| image_size = 250px
| caption = {{small|Sovéskir fótgönguliðar á bökkum Volgu,}}
| partof = [[seinni heimsstyrjöldin]]ni
| date = [[23. ágúst]] [[1942]] – [[2. febrúar]] [[1943]] (5 mánuðir, 1 vikur og 3 dagar)
| commander1 = {{small|
* [[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Adolf Hitler]]
* [[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Friedrich Paulus]]
* [[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Walter Heitz]]
* [[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Erich von Manstein]]
* [[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Wolfram Freiherr von Richthofen|W.F. von Richthofen]]
* {{ROU}} [[Petre Dumitrescu]]
* {{ROU}} [[Constantin Constantinescu-Claps|C. Constantinescu]]
* [[File:Flag of Italy (1861-1946) crowned.svg|20px]] [[Italo Gariboldi]]
* [[File:Flag of Hungary (1915-1918, 1919-1946).svg|20px]] [[Gusztáv Jány]]}}
| commander2 = {{small|
* {{SOV1980}} [[Jósef Stalín]]
* {{SOV1980}} [[Georgíj Zhúkov]]
* {{SOV1980}} [[Níkolaj Voronov]]
* {{SOV1980}} [[Aleksandr Vasílevskíj|A.M. Vasílevskíj]]
* {{SOV1980}} [[Andrej Jerjomenko]]
* {{SOV1980}} [[Konstantín Rokossovskíj|K.K. Rokossovskíj]]
* {{SOV1980}} [[Níkolaj Fjodorovítsj Vatutin|Níkolaj Vatútín]]
* {{SOV1980}} [[Vasílíj Tsjújkov]]
* {{SOV1980}} [[Semjon Tímosjenko]]
* {{SOV1980}} [[Rodíon Malínovskíj]]}}
| result = Sigur Sovétríkjanna. Innrás Öxulveldanna hrundið og herir þeirra reknir frá Kákasus.
| strength1 ={{small|'''Í byrjun:
* 270.000 fótgönguliðar
* 3.000 fallbyssur
* 500 skriðfrekar
* 600 flugvélar, 1.600 í mið-september<ref name=bergström>{{cite book |ref={{harvid|Bergström|2006}}
|last1=Bergström |first1=Christer |last2=Dikov |first2=Andrey |last3=Antipov |first3=Vladimir|last-author-amp=yes |title=Black Cross Red Star: Air War Over the Eastern Front: Everything For Stalingrad |volume=III |year=2006 |publisher=Eagle Editions |isbn=978-0-9761034-4-8}}</ref>
'''Í gagnárás Sovétmanna:'''
* Um 1.040.000 menn
* 400.000+ Þjóðverjar
* 220.000 Ítalir
* 200.000 Ungverjar
* 143.296 Rúmenar
* 40.000 sovéskir liðhlaupar
* 10.250 fallbyssur
* 500 skriðdrekar (140 rúmenskir)
* 732 (402 virkar) flugvélar<ref name=hayward>{{cite book |ref={{harvid|Hayward|1998}}
|last=Hayward |first=J. |authorlink=Joel Hayward |year=1998 |title=Stopped at Stalingrad: The Luftwaffe and Hitler's Defeat in the East 1942–1943 |location=Lawrence, KS |publisher=University Press of Kansas |isbn=978-0-7006-0876-8|title-link=Stopped at Stalingrad }}</ref>}}
| strength2 = {{small|'''Í byrjun:'''
* 187.000 fótönguliðar
* 2.200 fallbyssur
* 400 skriðdrekar
* 300 flugvélar<ref name=bergström/>
'''Í gagnárás Sovétmanna:'''
* 1.143.000 menn<ref name=glantz>Glantz, David M. & House, Jonathan (1995), ''When Titans Clashed: How the Red Army Stopped Hitler'', Lawrence, Kansas: University Press of Kansas, {{ISBN|0-7006-0899-0}}.</ref>
* 13.451 fallbyssur
* 894 skriðdrekar<ref name=glantz/>
* 1.115 flugvélar<ref name=hayward/>}}
| casualties1 = {{small|'''Alls: 647.300–868.374'''<ref>Великая Отечественная война 1941–1945 годов. В 12 т. — М.: «Кучково поле», 2012. — Т. 3. Битвы и сражения, изменившие ход войны. — С. 421. — 863 с. — ISBN 978-5-9950-0269-7.</ref>
* Þýskaland: 300.000+–400.000
* Ítalía: 114.000–114.520
* Rúmenía: 109.000–158.854
* Ungverjaland: 105.000–143.000
* Sovétmenn: 19.300–52.000}}
| casualties2 = {{small|'''Alls: 1.129.619'''<br>'''478.741 drepnir eða týndir'''<br>'''650.878 særðir eða veikir'''<ref name="autogenerated1">[http://www.hrono.info/sobyt/1900sob/1942stal.html Сталинградская битва]. Skoðað 5. nóvember 2019.</ref>}}
}}
'''Orrustan um Stalíngrad''' (nú [[Volgograd]]) var ein sú mannskæðasta og um leið ein mikilvægasta orrusta í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni, milli [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] annars vegar og [[Þýskaland|Þjóðverja]] og nokkurra bandamanna þeirra hins vegar. Orrustan hófst með umsátri þýska hersins um borgina Stalíngrad í Suður-Rússlandi [[17. júlí]] [[1942]]. Í kjölfar umsátursins hófust blóðugir bardagar um hluta borgarinnar sem Sovétmenn vörðu frækilega. Orrustunni lauk með árangursríku aðgerðinni Úranus sem fól í sér að [[Rauði herinn]] umkringdi sjötta her Þjóðverja sem hafði náð stærstum hluta Stalíngrads. Þjóðverjar gáfust upp [[2. febrúar]] [[1943]]. Mannfall var gríðarlegt og er áætlað um tvær milljónir manna hafi látist, sem gerir orrustuna eina blóðugustu í sögunni. Hún gjörbylti gangi styrjaldarinnar en her [[Þriðja ríkið|Þriðja ríkisins]] varð fyrir svo miklum skakkaföllum að hann náði aldrei aftur fyrri styrk. Sigur Sovétmanna, sem einnig urðu fyrir miklu tjóni, breytti gangi stríðsins og tókst þeim smám saman að frelsa hernumin svæði í Sovétríkjunum og síðar að gjörsigra her Þriðja ríkisins vorið 1945. <ref>''Encyclopædia Britannica''.</ref><ref>Heiferman, Ronald. bls. 202-203.</ref>
== Upphaf umsátursins ==
17. júlí 1942 er talað um að orrustan um Stalíngrad hafi hafist en þann [[23. ágúst]] komust hersveitir sjötta hers Þjóðverja fyrst að úthverfum hinnar miklu iðnaðarborgar við bakka Volgu. Með því hófst hið blóðuga umsátur um Stalíngrad sem átti eftir að verða vendipunktur í seinni heimsstyrjöldinni. Þremur dögum áður hafði opinber tilkynning verið gefin út í Þýskalandi um að Stalíngrad væri hernaðarlegt takmark þýska innrásarhersins í Rússlandi. Hertaka Stalíngrads var fyrst eingöngu hluti af áætlun um að ná olíulindum Sovétmanna í Kákasus og með því næðu Þjóðverjar að loka á samgöngur til Suður-Rússlands. Í Stalíngrad fór fram mikil framleiðsla á hergögnum, dráttarvélum og [[T-34]] skriðdrekum Sovétmanna. Hins vegar varð fljótlega megin orsök að svo hart var barist um borgina að hún bar nafn leiðtoga Sovétríkjanna. Hitler var uppfullur af gremju og hatri eftir að hafa mistekist að ná Moskvu veturinn áður og vildi sanna yfirburði Þýskalands með því að hertaka borgina sem táknrænan yfirburð. Þjóðverjar bjuggust við því að borgin myndi falla á nokkrum dögum en Stalín var ekki á því að tapa borginni sem bar nafn hans og gerði allt til að tapa henni ekki og með því varð meiri áhersla lögð á að ná Stalíngrad en olíulindunum í Kákasus sem voru þó hernaðarlega mikilvægari.<ref>Bevor, Anthony. bls. 33, 101-102.</ref><ref>Heiferman, Ronald. bls. 199.</ref><ref>''Encyclopædia Britannica''.</ref>
== Götubardagar ==
Í upphafi umsátursins lét þýski flugherinn rigna sprengjum yfir borgina sem olli eyðileggingu og dauða. Áhrif loftárásarinnar urðu hins vegar öfug miðað við hvað Þjóðverjar bjuggust við. Sovétmenn urðu fokvondir og fylltust gífurlegu baráttuþreki. [[Vasily Chuikov]], hershöfðingi varnarhersins, lagði allt í sölurnar til að verja Stalíngrad. Chuikov fyrirskipaði að allir í borginni ættu að víggirða hverja einustu götu og til þess voru rústir hrundra húsa notaðar ásamt öðru tiltæku. Hermennirnir áttu að berjast hart um hvert einasta hús í borginni, ekki gefa neitt eftir fyrr en í fulla hnefana. Með loftárásunum voru Þjóðverjar búnir að gera besta mögulega vígvöll fyrir Sovétmenn til að verja borgina.<ref>Heiferman, Ronald. bls. 202-203.</ref><ref>Bevor, Anthony. bls. 33, 101-102.</ref>
Þýski herinn gat lítið nýtt sína tæknilegu yfirburði í götubardögunum en hertæknin sem þurfti að beita stríddi gegn öllu sem þýsku hermennirnir höfðu lært í hernaðarlist. Lítið var um stóra bardaga heldur endalausar skærur að hálfu Sovétmanna. Sex til átta manna árásarhópar voru settir saman og komu þeir sér upp ýmsum vopnum sem gátu drepið hljóðlaust svo sem hnífum og tálguðum skóflum. Sovétmenn voru sérlega góðir í því að fela sig og þurftu Þjóðverjar sífellt að vera viðbúnir umsátri hvort sem það var dagur eða nótt. Árásarhópar réðust mjög oft til atlögu á nóttunni svo það var lítið um svefn hjá Þjóðverjunum sem minnkaði baráttuþrek þeirra. Sovéski flugherinn gerði sitt besta til að halda Þjóðverjunum vakandi með stöðugum loftárásum á næturna en svona sluppu óreyndu rússnesku flugmennirnir við að berjast við reynda flugmenn Þjóðverja. Með óhugnalegu návígi og stöðugum næturárásum brutu Sovétmenn niður allan baráttuanda Þjóðverja.<ref>Bevor, Anthony. bls. 120-123.</ref><ref>Heiferman, Ronald. bls. 199.</ref>
== Hetjur Stalíngrads ==
Til þess að bæta „móralinn“ í Rauða hernum var hafið upp á ýmsum mönnum sem höfðu sýnt mikið hugrekki eða hæfileika í orrustunni og þeir notaðir til að hvetja aðra í hernum til að gera hið sama. Flestar hetjurnar voru [[Leyniskytta|leyniskyttur]] Rauða hersins og auglýstu stjórnvöld hve marga fasista hver skytta hafði drepið. Frægasta leyniskyttan var [[Vasily Zaitsev]] og tókst honum að drepa 149 Þjóðverja. Zaitsev var settur yfir þjálfun ungra leyniskyttna og nemendur hans voru kallaðir zaichata eða unghérar en Zaitsev þýðir héri. Hin hljóðláta leyniskytta Zikan drap hins vegar flesta Þjóðverja en hann drap 224. Hetjurnar voru hins vegar ekki bara leyniskyttur en Manenkov var þekktur fyrir skot sín með skriðdrekariffli en í einum bardaganum náði hann að eyðileggja sex skriðdreka. Vinogradov var einnig þekktur sem besti handsprengjuvarparinn og sagður einn besti „Fritzaveiðarinn“.<ref>Bevor, Anthony. bls. 163-166.</ref>
== Þjóðverjar blekktir ==
Þótt varðlið Sovétmanna hefði varist vel gátu þeir ekki haldið aftur af Þjóðverjunum og neyddust alltaf til að hörfa lengra inn í borgina, nær bökkum Volgu. Sovétmenn áttu orðið erfitt með að fá hergögn og liðsauka vegna þess að allir flutningar fóru um Volgu. Flutningarnir fóru fram á ýmsum bátum og prömmum sem sigldu frá austurbakkanum en Þjóðverjar gerðu sitt besta til að sökkva sem flestum bátum Sovétmanna með loft- og stórskotaárásum. Þegar veturinn harðnaði byrjaði Volga að frjósa sem gerði flutninga enn erfiðari yfir ánna. Þjóðverjarnir áttuðu sig á þessu og héldu að þeim væri að takast að sigra varnarliðið. En sama hversu slæmt ástandið leit út héldu [[Georgíj Zhúkov|Zhúkov hershöðingi]] og menn hans sig við einkunnarorð varnarliðsins „Fyrir varnarlið Stalíngrad er ekkert land handan Volgu“.<ref>Bevor, Anthony. bls. 110, 175.</ref>
Ekki var þó öll von Rússa úti því yfirmaður herráðs Rauða hersins, [[Georgíj Zhúkov]], skipulagði aðgerð Úranus sem átti eftir að umturna gangi stríðsins. Zhúkov lét safna gífurlega stórum her með mikilli leynd. Hann sendi herinn síðan að frekar rólegum stöðum við víglínuna til að þjálfa hann en þetta villti um fyrir þýsku leyniþjónustunni. Aðgerð Úranus fól í sér að umkringja innrásarher Þjóðverja í Stalíngrad og ná Stalíngrad aftur. Zhúkov og hershöfðingjar hans skipulögðu árásina í þaula. Þeir létu alla óbreytta borgara flytja í burtu sem voru innan við 24 kílómetra frá víglínunni svo herinn gæti notað hús þeirra til að fela sig á leið sinni í átt að víglínunni. Leyndin var svo mikil við herflutningana að þeir færðu sig aðeins á milli staða á nóttunni. Á meðan voru aðrar herdeildir annars staðar við víglínuna en þar sem Úranus aðgerðin átti að fara fram að þykjast gera sig klára fyrir sókn til að villa um fyrir Þjóðverjum. Þann [[19. nóvember]] var búið að safna saman rúmlega milljón manns við þrjár víglínur við Stalíngrad. 7:20 að rússneskum tíma hlóðu hermennirnir á sprengjuvörpu-stöðvunum og stórskotaliðið vopn sín og fljótlega skalf jörðin undan kraftinum í stórskotaliðinu sem hóf skotárás sína á Þjóðverja.<ref>Bevor, Anthony. bls. 178-195.</ref>
Sovéskir hermenn sem voru annars staðar á víglínunni höfðu ekki hugmynd um hvað var að gerast því tekist hafði að halda aðgerðinni Úranus leynilegri. Ráðist var á víglínurnar norðan og sunnan megin við Stalíngrad. Bandamenn Þjóðverja, [[Rúmenía|Rúmenar]], vörðust frækilega við víglínurnar en áttu ekki möguleika gegn þessari stórsókn og mættust herir Rússanna þann 22. nóvember og voru þar með búnir að umkringja Stalíngrad. Sovétmenn þjörmuðu síðan smátt og smátt að Þjóðverjunum og neyddu þá til að hörfa í átt að Stalíngrad. [[Friedrich Paulus]] var hershöfðingi yfir sjötta her Þjóðverja í Stalíngrad. Hann fékk þær skipanir frá Hitler að halda borginni, ekki reyna að brjótast út úr hring Sovétmenna og berjast til síðasta manns. Eina leið Þjóðverja til að fá birgðir var flugleiðina en aldrei náðist að flytja nægar birgðir svo herinn var að svelta og ekki hjálpaði að veturinn harðnaði með gífurlegu frosti. Þann [[8. janúar]] var Paulusi boðið að gefast upp en hann harðneitaði og þann [[24. janúar]] var honum aftur boðið að gefast upp en þá bannaði Hitler alla uppgjöf en Paulus hafði beðið Hitler um að fá að bjarga lífi hermanna sinna. [[31. janúar]] [[1943]] gafst Paulus upp gegn skipunum Hitlers ásamt 24 öðrum hershöfðingjum og [[2. febrúar]] gafst allur herinn upp. Eingöngu voru 91.000 hermenn eftir lifandi af sjötta hernum en upphaflega voru um 330.000 menn í honum. Stór hluti uppgjafarhermannanna létust í haldi Sovétmanna en þeir hugsuðu lítið um fangana fyrst um sinn og píndu þá eins mikið og þeir gátu uppfullir af hatri gagnvart framferði Þjóðverja gegn Sovétmönnum í innrás sinni.<ref>Bevor, Anthony. bls. 207.</ref><ref>''Encyclopædia Britannica''.</ref><ref>Heiferman, Ronald. bls. 200-202.</ref>
== Áhrif orrustunnar ==
Sigur Sovétmanna í orrustunni um Stalíngrad markaði upphaf hruns Þjóðverja en sjötti herinn hafði verið einn kröftugasti her sem Þjóverjar höfðu safnað. Framleiðsla Sovétmanna og Bandaríkjamanna á vígbúnaði varð margfalt meiri en framleiðsla Þjóðverja svo að þeir áttu aldrei séns á að ná aftur fyrri styrk. Talið er að yfir 800.000 hermenn frá Öxulveldunum hafi týnt lífi sínu í kringum orrustuna en á móti er talið að Rauði herinn hafi tapað um 1.100.000 hermönnum og 40.000 óbreyttir borgarar látist. 1945 var Stalíngrad tilnefnd sem Hetjuborg Sovétríkjanna fyrir vörnina á móðurlandinu. 40 árum eftir orrustuna lést Chuikov hershöfðingi sem hafði stjórnað vörnum Stalíngrads og síðar leitt Rauða herinn í vel heppnaðri innrás í Berlín.<ref>Heiferman, Ronald. bls. 202-203.</ref><ref>''Encyclopædia Britannica''.</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Heimildir ==
* „Battle of Stalingrad“. ''Encyclopædia Britannica''. http://www.britannica.com/EBchecked/topic/562720/Battle-of-Stalingrad (skoðað 24. Janúar 2011).
* Bevor, Anthony. ''Stalíngrad''. Elína Guðmundsdóttir (þýð.). Reykjavík: Bókaútgáfan Hólar, 2007.
* Heiferman, Ronald. ''Seinni heimsstyrjöldin''. Þorsteinn Thorarensen (þýð.). Reykjavík: Fjölvaútgáfan, 1979.
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3302948 ''85 þúsund þýskir stríðsfangar komust aldrei heim''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1983]
{{Seinni heimsstyrjöldin}}
[[Flokkur:Orrustur í seinni heimsstyrjöldinni]]
crgsqgudmxz9fxbm8ixvos3j4dai7vk
1765240
1765239
2022-08-18T13:34:06Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Stríðsátök
| conflict = Orrustan um Stalíngrad
| place = [[Volgograd|Stalíngrad]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| combatant1 = * [[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Þriðja ríkið|Þýskaland]]
* {{ROU}} [[Rúmenía]]
* [[File:Flag of Italy (1861-1946) crowned.svg|20px]] [[Ítalía]]
* [[File:Flag of Hungary (1915-1918, 1919-1946).svg|20px]] [[Ungverjaland]]
* [[File:Flag of Independent State of Croatia.svg|20px]] [[Króatía]]
| combatant2 = {{SOV1980}} [[Sovétríkin]]
| image = Soviet_marines-in_the_battle_of_stalingrad_volga_banks.jpg
| image_size = 250px
| caption = {{small|Sovéskir fótgönguliðar á bökkum Volgu,}}
| partof = [[seinni heimsstyrjöldin]]ni
| date = [[23. ágúst]] [[1942]] – [[2. febrúar]] [[1943]] (5 mánuðir, 1 vikur og 3 dagar)
| commander1 = {{small|
* [[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Adolf Hitler]]
* [[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Friedrich Paulus]]
* [[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Walter Heitz]]
* [[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Erich von Manstein]]
* [[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Wolfram Freiherr von Richthofen|W.F. von Richthofen]]
* {{ROU}} [[Petre Dumitrescu]]
* {{ROU}} [[Constantin Constantinescu-Claps|C. Constantinescu]]
* [[File:Flag of Italy (1861-1946) crowned.svg|20px]] [[Italo Gariboldi]]
* [[File:Flag of Hungary (1915-1918, 1919-1946).svg|20px]] [[Gusztáv Jány]]}}
| commander2 = {{small|
* {{SOV1980}} [[Jósef Stalín]]
* {{SOV1980}} [[Georgíj Zhúkov]]
* {{SOV1980}} [[Níkolaj Voronov]]
* {{SOV1980}} [[Aleksandr Vasílevskíj|A.M. Vasílevskíj]]
* {{SOV1980}} [[Andrej Jerjomenko]]
* {{SOV1980}} [[Konstantín Rokossovskíj|K.K. Rokossovskíj]]
* {{SOV1980}} [[Níkolaj Fjodorovítsj Vatutin|Níkolaj Vatútín]]
* {{SOV1980}} [[Vasílíj Tsjújkov]]
* {{SOV1980}} [[Semjon Tímoshenko]]
* {{SOV1980}} [[Rodíon Malínovskíj]]}}
| result = Sigur Sovétríkjanna. Innrás Öxulveldanna hrundið og herir þeirra reknir frá Kákasus.
| strength1 ={{small|'''Í byrjun:
* 270.000 fótgönguliðar
* 3.000 fallbyssur
* 500 skriðfrekar
* 600 flugvélar, 1.600 í mið-september<ref name=bergström>{{cite book |ref={{harvid|Bergström|2006}}
|last1=Bergström |first1=Christer |last2=Dikov |first2=Andrey |last3=Antipov |first3=Vladimir|last-author-amp=yes |title=Black Cross Red Star: Air War Over the Eastern Front: Everything For Stalingrad |volume=III |year=2006 |publisher=Eagle Editions |isbn=978-0-9761034-4-8}}</ref>
'''Í gagnárás Sovétmanna:'''
* Um 1.040.000 menn
* 400.000+ Þjóðverjar
* 220.000 Ítalir
* 200.000 Ungverjar
* 143.296 Rúmenar
* 40.000 sovéskir liðhlaupar
* 10.250 fallbyssur
* 500 skriðdrekar (140 rúmenskir)
* 732 (402 virkar) flugvélar<ref name=hayward>{{cite book |ref={{harvid|Hayward|1998}}
|last=Hayward |first=J. |authorlink=Joel Hayward |year=1998 |title=Stopped at Stalingrad: The Luftwaffe and Hitler's Defeat in the East 1942–1943 |location=Lawrence, KS |publisher=University Press of Kansas |isbn=978-0-7006-0876-8|title-link=Stopped at Stalingrad }}</ref>}}
| strength2 = {{small|'''Í byrjun:'''
* 187.000 fótönguliðar
* 2.200 fallbyssur
* 400 skriðdrekar
* 300 flugvélar<ref name=bergström/>
'''Í gagnárás Sovétmanna:'''
* 1.143.000 menn<ref name=glantz>Glantz, David M. & House, Jonathan (1995), ''When Titans Clashed: How the Red Army Stopped Hitler'', Lawrence, Kansas: University Press of Kansas, {{ISBN|0-7006-0899-0}}.</ref>
* 13.451 fallbyssur
* 894 skriðdrekar<ref name=glantz/>
* 1.115 flugvélar<ref name=hayward/>}}
| casualties1 = {{small|'''Alls: 647.300–868.374'''<ref>Великая Отечественная война 1941–1945 годов. В 12 т. — М.: «Кучково поле», 2012. — Т. 3. Битвы и сражения, изменившие ход войны. — С. 421. — 863 с. — ISBN 978-5-9950-0269-7.</ref>
* Þýskaland: 300.000+–400.000
* Ítalía: 114.000–114.520
* Rúmenía: 109.000–158.854
* Ungverjaland: 105.000–143.000
* Sovétmenn: 19.300–52.000}}
| casualties2 = {{small|'''Alls: 1.129.619'''<br>'''478.741 drepnir eða týndir'''<br>'''650.878 særðir eða veikir'''<ref name="autogenerated1">[http://www.hrono.info/sobyt/1900sob/1942stal.html Сталинградская битва]. Skoðað 5. nóvember 2019.</ref>}}
}}
'''Orrustan um Stalíngrad''' (nú [[Volgograd]]) var ein sú mannskæðasta og um leið ein mikilvægasta orrusta í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni, milli [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] annars vegar og [[Þýskaland|Þjóðverja]] og nokkurra bandamanna þeirra hins vegar. Orrustan hófst með umsátri þýska hersins um borgina Stalíngrad í Suður-Rússlandi [[17. júlí]] [[1942]]. Í kjölfar umsátursins hófust blóðugir bardagar um hluta borgarinnar sem Sovétmenn vörðu frækilega. Orrustunni lauk með árangursríku aðgerðinni Úranus sem fól í sér að [[Rauði herinn]] umkringdi sjötta her Þjóðverja sem hafði náð stærstum hluta Stalíngrads. Þjóðverjar gáfust upp [[2. febrúar]] [[1943]]. Mannfall var gríðarlegt og er áætlað um tvær milljónir manna hafi látist, sem gerir orrustuna eina blóðugustu í sögunni. Hún gjörbylti gangi styrjaldarinnar en her [[Þriðja ríkið|Þriðja ríkisins]] varð fyrir svo miklum skakkaföllum að hann náði aldrei aftur fyrri styrk. Sigur Sovétmanna, sem einnig urðu fyrir miklu tjóni, breytti gangi stríðsins og tókst þeim smám saman að frelsa hernumin svæði í Sovétríkjunum og síðar að gjörsigra her Þriðja ríkisins vorið 1945. <ref>''Encyclopædia Britannica''.</ref><ref>Heiferman, Ronald. bls. 202-203.</ref>
== Upphaf umsátursins ==
17. júlí 1942 er talað um að orrustan um Stalíngrad hafi hafist en þann [[23. ágúst]] komust hersveitir sjötta hers Þjóðverja fyrst að úthverfum hinnar miklu iðnaðarborgar við bakka Volgu. Með því hófst hið blóðuga umsátur um Stalíngrad sem átti eftir að verða vendipunktur í seinni heimsstyrjöldinni. Þremur dögum áður hafði opinber tilkynning verið gefin út í Þýskalandi um að Stalíngrad væri hernaðarlegt takmark þýska innrásarhersins í Rússlandi. Hertaka Stalíngrads var fyrst eingöngu hluti af áætlun um að ná olíulindum Sovétmanna í Kákasus og með því næðu Þjóðverjar að loka á samgöngur til Suður-Rússlands. Í Stalíngrad fór fram mikil framleiðsla á hergögnum, dráttarvélum og [[T-34]] skriðdrekum Sovétmanna. Hins vegar varð fljótlega megin orsök að svo hart var barist um borgina að hún bar nafn leiðtoga Sovétríkjanna. Hitler var uppfullur af gremju og hatri eftir að hafa mistekist að ná Moskvu veturinn áður og vildi sanna yfirburði Þýskalands með því að hertaka borgina sem táknrænan yfirburð. Þjóðverjar bjuggust við því að borgin myndi falla á nokkrum dögum en Stalín var ekki á því að tapa borginni sem bar nafn hans og gerði allt til að tapa henni ekki og með því varð meiri áhersla lögð á að ná Stalíngrad en olíulindunum í Kákasus sem voru þó hernaðarlega mikilvægari.<ref>Bevor, Anthony. bls. 33, 101-102.</ref><ref>Heiferman, Ronald. bls. 199.</ref><ref>''Encyclopædia Britannica''.</ref>
== Götubardagar ==
Í upphafi umsátursins lét þýski flugherinn rigna sprengjum yfir borgina sem olli eyðileggingu og dauða. Áhrif loftárásarinnar urðu hins vegar öfug miðað við hvað Þjóðverjar bjuggust við. Sovétmenn urðu fokvondir og fylltust gífurlegu baráttuþreki. [[Vasily Chuikov]], hershöfðingi varnarhersins, lagði allt í sölurnar til að verja Stalíngrad. Chuikov fyrirskipaði að allir í borginni ættu að víggirða hverja einustu götu og til þess voru rústir hrundra húsa notaðar ásamt öðru tiltæku. Hermennirnir áttu að berjast hart um hvert einasta hús í borginni, ekki gefa neitt eftir fyrr en í fulla hnefana. Með loftárásunum voru Þjóðverjar búnir að gera besta mögulega vígvöll fyrir Sovétmenn til að verja borgina.<ref>Heiferman, Ronald. bls. 202-203.</ref><ref>Bevor, Anthony. bls. 33, 101-102.</ref>
Þýski herinn gat lítið nýtt sína tæknilegu yfirburði í götubardögunum en hertæknin sem þurfti að beita stríddi gegn öllu sem þýsku hermennirnir höfðu lært í hernaðarlist. Lítið var um stóra bardaga heldur endalausar skærur að hálfu Sovétmanna. Sex til átta manna árásarhópar voru settir saman og komu þeir sér upp ýmsum vopnum sem gátu drepið hljóðlaust svo sem hnífum og tálguðum skóflum. Sovétmenn voru sérlega góðir í því að fela sig og þurftu Þjóðverjar sífellt að vera viðbúnir umsátri hvort sem það var dagur eða nótt. Árásarhópar réðust mjög oft til atlögu á nóttunni svo það var lítið um svefn hjá Þjóðverjunum sem minnkaði baráttuþrek þeirra. Sovéski flugherinn gerði sitt besta til að halda Þjóðverjunum vakandi með stöðugum loftárásum á næturna en svona sluppu óreyndu rússnesku flugmennirnir við að berjast við reynda flugmenn Þjóðverja. Með óhugnalegu návígi og stöðugum næturárásum brutu Sovétmenn niður allan baráttuanda Þjóðverja.<ref>Bevor, Anthony. bls. 120-123.</ref><ref>Heiferman, Ronald. bls. 199.</ref>
== Hetjur Stalíngrads ==
Til þess að bæta „móralinn“ í Rauða hernum var hafið upp á ýmsum mönnum sem höfðu sýnt mikið hugrekki eða hæfileika í orrustunni og þeir notaðir til að hvetja aðra í hernum til að gera hið sama. Flestar hetjurnar voru [[Leyniskytta|leyniskyttur]] Rauða hersins og auglýstu stjórnvöld hve marga fasista hver skytta hafði drepið. Frægasta leyniskyttan var [[Vasily Zaitsev]] og tókst honum að drepa 149 Þjóðverja. Zaitsev var settur yfir þjálfun ungra leyniskyttna og nemendur hans voru kallaðir zaichata eða unghérar en Zaitsev þýðir héri. Hin hljóðláta leyniskytta Zikan drap hins vegar flesta Þjóðverja en hann drap 224. Hetjurnar voru hins vegar ekki bara leyniskyttur en Manenkov var þekktur fyrir skot sín með skriðdrekariffli en í einum bardaganum náði hann að eyðileggja sex skriðdreka. Vinogradov var einnig þekktur sem besti handsprengjuvarparinn og sagður einn besti „Fritzaveiðarinn“.<ref>Bevor, Anthony. bls. 163-166.</ref>
== Þjóðverjar blekktir ==
Þótt varðlið Sovétmanna hefði varist vel gátu þeir ekki haldið aftur af Þjóðverjunum og neyddust alltaf til að hörfa lengra inn í borgina, nær bökkum Volgu. Sovétmenn áttu orðið erfitt með að fá hergögn og liðsauka vegna þess að allir flutningar fóru um Volgu. Flutningarnir fóru fram á ýmsum bátum og prömmum sem sigldu frá austurbakkanum en Þjóðverjar gerðu sitt besta til að sökkva sem flestum bátum Sovétmanna með loft- og stórskotaárásum. Þegar veturinn harðnaði byrjaði Volga að frjósa sem gerði flutninga enn erfiðari yfir ánna. Þjóðverjarnir áttuðu sig á þessu og héldu að þeim væri að takast að sigra varnarliðið. En sama hversu slæmt ástandið leit út héldu [[Georgíj Zhúkov|Zhúkov hershöðingi]] og menn hans sig við einkunnarorð varnarliðsins „Fyrir varnarlið Stalíngrad er ekkert land handan Volgu“.<ref>Bevor, Anthony. bls. 110, 175.</ref>
Ekki var þó öll von Rússa úti því yfirmaður herráðs Rauða hersins, [[Georgíj Zhúkov]], skipulagði aðgerð Úranus sem átti eftir að umturna gangi stríðsins. Zhúkov lét safna gífurlega stórum her með mikilli leynd. Hann sendi herinn síðan að frekar rólegum stöðum við víglínuna til að þjálfa hann en þetta villti um fyrir þýsku leyniþjónustunni. Aðgerð Úranus fól í sér að umkringja innrásarher Þjóðverja í Stalíngrad og ná Stalíngrad aftur. Zhúkov og hershöfðingjar hans skipulögðu árásina í þaula. Þeir létu alla óbreytta borgara flytja í burtu sem voru innan við 24 kílómetra frá víglínunni svo herinn gæti notað hús þeirra til að fela sig á leið sinni í átt að víglínunni. Leyndin var svo mikil við herflutningana að þeir færðu sig aðeins á milli staða á nóttunni. Á meðan voru aðrar herdeildir annars staðar við víglínuna en þar sem Úranus aðgerðin átti að fara fram að þykjast gera sig klára fyrir sókn til að villa um fyrir Þjóðverjum. Þann [[19. nóvember]] var búið að safna saman rúmlega milljón manns við þrjár víglínur við Stalíngrad. 7:20 að rússneskum tíma hlóðu hermennirnir á sprengjuvörpu-stöðvunum og stórskotaliðið vopn sín og fljótlega skalf jörðin undan kraftinum í stórskotaliðinu sem hóf skotárás sína á Þjóðverja.<ref>Bevor, Anthony. bls. 178-195.</ref>
Sovéskir hermenn sem voru annars staðar á víglínunni höfðu ekki hugmynd um hvað var að gerast því tekist hafði að halda aðgerðinni Úranus leynilegri. Ráðist var á víglínurnar norðan og sunnan megin við Stalíngrad. Bandamenn Þjóðverja, [[Rúmenía|Rúmenar]], vörðust frækilega við víglínurnar en áttu ekki möguleika gegn þessari stórsókn og mættust herir Rússanna þann 22. nóvember og voru þar með búnir að umkringja Stalíngrad. Sovétmenn þjörmuðu síðan smátt og smátt að Þjóðverjunum og neyddu þá til að hörfa í átt að Stalíngrad. [[Friedrich Paulus]] var hershöfðingi yfir sjötta her Þjóðverja í Stalíngrad. Hann fékk þær skipanir frá Hitler að halda borginni, ekki reyna að brjótast út úr hring Sovétmenna og berjast til síðasta manns. Eina leið Þjóðverja til að fá birgðir var flugleiðina en aldrei náðist að flytja nægar birgðir svo herinn var að svelta og ekki hjálpaði að veturinn harðnaði með gífurlegu frosti. Þann [[8. janúar]] var Paulusi boðið að gefast upp en hann harðneitaði og þann [[24. janúar]] var honum aftur boðið að gefast upp en þá bannaði Hitler alla uppgjöf en Paulus hafði beðið Hitler um að fá að bjarga lífi hermanna sinna. [[31. janúar]] [[1943]] gafst Paulus upp gegn skipunum Hitlers ásamt 24 öðrum hershöfðingjum og [[2. febrúar]] gafst allur herinn upp. Eingöngu voru 91.000 hermenn eftir lifandi af sjötta hernum en upphaflega voru um 330.000 menn í honum. Stór hluti uppgjafarhermannanna létust í haldi Sovétmanna en þeir hugsuðu lítið um fangana fyrst um sinn og píndu þá eins mikið og þeir gátu uppfullir af hatri gagnvart framferði Þjóðverja gegn Sovétmönnum í innrás sinni.<ref>Bevor, Anthony. bls. 207.</ref><ref>''Encyclopædia Britannica''.</ref><ref>Heiferman, Ronald. bls. 200-202.</ref>
== Áhrif orrustunnar ==
Sigur Sovétmanna í orrustunni um Stalíngrad markaði upphaf hruns Þjóðverja en sjötti herinn hafði verið einn kröftugasti her sem Þjóverjar höfðu safnað. Framleiðsla Sovétmanna og Bandaríkjamanna á vígbúnaði varð margfalt meiri en framleiðsla Þjóðverja svo að þeir áttu aldrei séns á að ná aftur fyrri styrk. Talið er að yfir 800.000 hermenn frá Öxulveldunum hafi týnt lífi sínu í kringum orrustuna en á móti er talið að Rauði herinn hafi tapað um 1.100.000 hermönnum og 40.000 óbreyttir borgarar látist. 1945 var Stalíngrad tilnefnd sem Hetjuborg Sovétríkjanna fyrir vörnina á móðurlandinu. 40 árum eftir orrustuna lést Chuikov hershöfðingi sem hafði stjórnað vörnum Stalíngrads og síðar leitt Rauða herinn í vel heppnaðri innrás í Berlín.<ref>Heiferman, Ronald. bls. 202-203.</ref><ref>''Encyclopædia Britannica''.</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Heimildir ==
* „Battle of Stalingrad“. ''Encyclopædia Britannica''. http://www.britannica.com/EBchecked/topic/562720/Battle-of-Stalingrad (skoðað 24. Janúar 2011).
* Bevor, Anthony. ''Stalíngrad''. Elína Guðmundsdóttir (þýð.). Reykjavík: Bókaútgáfan Hólar, 2007.
* Heiferman, Ronald. ''Seinni heimsstyrjöldin''. Þorsteinn Thorarensen (þýð.). Reykjavík: Fjölvaútgáfan, 1979.
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3302948 ''85 þúsund þýskir stríðsfangar komust aldrei heim''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1983]
{{Seinni heimsstyrjöldin}}
[[Flokkur:Orrustur í seinni heimsstyrjöldinni]]
tlo2pt1kaetejlj46y8brqghs43slzj
Flokkur:Wikipedia:Gæðagreinar
14
29332
1765310
1402287
2022-08-19T01:00:30Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Skilaboð|mynd=[[Mynd:Bra alt.svg|50px]]|texti=Þessi flokkur inniheldur [[Wikipedia:Gæðagrein|gæðagreinar]] (sjá jafnframt lista [[Wikipedia:Gæðagreinar|hér]]). Hann ætti ekki að innihalda aðrar síður en gæðagreinar.}}
__HIDDENCAT__
[[Flokkur:Wikipedia:Samvinnuverkefni|Gæðagreinar]]
40njtt7xf9at5plfwsqgzzgd0iuido2
Frumverur
0
35303
1765328
1691854
2022-08-19T11:36:35Z
Akigka
183
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Frumverur
| image = Paramecium.jpg
| image_width = 250px
| image_caption = ''[[Paramecium|Paramecium aurelia]]'' er [[bifdýr]].
| domain = [[Heilkjörnungar]] (''Eukaryota'')
| regnum = '''''Protista'''''
| regnum_authority = [[Ernst Haeckel|Haeckel]], [[1866]]
| subdivision_ranks = Dæmigerðar fylkingar
| subdivision = <div>
* '''[[Litverur]] (''[[Chromista]]'')'''
** [[Missvipuþörungar]] (''[[Heterokontophyta]]'')
** [[Haftþörungar]] (''[[Haptophyta]]'')
** [[Dulsvipungar]] (''[[Cryptophyta]]'')
* '''''[[Alveolata]]'''''
** [[Svipuþörungar]] (''[[Dinoflagellata]]'')
** [[Gródýr]] (''[[Apicomplexa]]'')
** [[Bifdýr]] (''[[Ciliophora]]'')
* '''''[[Excavata]]'''''
** ''[[Euglenozoa]]''
** ''[[Percolozoa]]''
** ''[[Metamonada]]''
* '''''[[Rhizaria]]'''''
** [[Geislungar]] (''[[Radiolaria]]'')
** [[Götungar]] (''[[Foraminifera]]'')
** ''[[Cercozoa]]''
* '''''[[Archaeplastida]]'' (að hluta)'''
** [[Rauðþörungar]] (''[[Rhodophyta]]'')
** ''[[Glaucophyta]]''
* ''[[Amoebozoa]]''
* ''[[Choanozoa]]''
* Margar aðrar; flokkun er breytileg</div>
}}
'''Frumverur''' ([[fræðiheiti]]: ''Protista'' eða ''Protoctista'') eru fjölbreyttur hópur [[lífvera]] sem inniheldur þá [[heilkjörnungar|heilkjörnunga]] sem ekki eru [[dýr]], [[jurt]]ir eða [[sveppir]]. Frumverur eru af samsíða þróunarlínum en ekki einstofna (ekki náttúrulegur flokkur) og eiga ekki mikið sameiginlegt utan að vera einfaldar að byggingu ([[einfrumungur|einfruma]] eða [[fjölfrumungur|fjölfruma]] án sérhæfðra [[vefur (líffræði)|vefja]]). Frumveruríkið telur þannig lífverur sem ekki er hægt að setja í aðra flokka.
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Frumverur| ]]
hln412al2tpg4md0k5f1rln1azrabji
Border collie
0
36536
1765276
1376993
2022-08-18T20:04:31Z
194.105.229.159
/* Notkun */
wikitext
text/x-wiki
{{Hundategund
|nafn=Border collie
|mynd=Border_Collie_600.jpg
|myndatexti=Border collie
|nafn2=Merkjakoli
|tegund=Fjárhundur
|uppruni=[[Bretland]] og [[Skotland]]
|FCI=Hópur 1, k. 1
|AKC=Herding
|CKC=Ekkert
|KC=Pastoral
|UKC=Herding Dog
|notkun=[[Brúkunarhundur]]
|ár-ár=12-14
|stærð=Meðalstór (45-55 cm)
|kg-kg=15-20
|hentar=Virkum, bændum
}}
'''Border collie''' eða '''merkjakoli''' er [[Hundategund|afbrigði]] af [[Hundur|hundi]] sem hefur verið ræktað sem [[fjárhundur]] og á uppruna sinn að rekja til [[England]]s og [[Skotland]]s. Þeir eru af mörgum taldir meðal greindustu og duglegustu hunda.
== Aldur og uppruni ==
Tegundin rekur ættir sínar til [[Stóra-Bretland]]s en aldur hans er ekki þekktur að vissu. Bændur í Chevíót- og Galloway ræktuðu hann til að kalla fram bestu smalahæfileika og greind sem völ var á á þeim tíma. Hann komst ekki á skrá hjá Breska hundaræktarsambandinu fyrr en [[1976]].
Mikil eftirspurn var eftir góðum, hreinræktuðum merkjakolum í [[Ástralía|Ástralíu]] og [[Nýja-Sjáland]]i en þar er mikil sauðfjárrækt stunduð og þurftu bændur góða smalahunda. Þetta átti einnig við [[Ísland]] en kolinn vildi blandast íslenskum heimilishundum og misstu einstaklingarnir þannig sérstöðu sína hvað smalagreind varðaði.
== Útlit og bygging ==
[[Mynd:Border collie (dog).jpg|thumb|left|Border collie]]
Rakkar verða um 53 cm en tíkurnar minni. Þeir eru meðalstórir og léttbyggðir, búkurinn langur og spengilegur. Höfuðið er langdregið og eyrun standa að hluta. Algengasti litur Border Collie er svartur og hvítur, en þeir geta verið margskonar á litinn, svosem brúnir og hvítir, bláir og hvítir og yrjóttir (Merle).
Þeir eru gjarnan blesóttir með hvítan kraga, sokka og síðóttir.
Sum ræktunarfélög gera engin skilyrði til litar og útlits heldur bara geðslags, smalaeiginleika og heilbrigði. Þannig á merkjakoli að vera heilbrigður og vakandi fram undir 10 ára aldur, jafnvel lengur.
== Notkun ==
Merkjakoli er mest notaður til að smala sauðfé og nýtist vel til þess arna vegna hraða og snerpu í hreyfingum. Hann sækist eftir því að halda fé í hóp og rekur það gjarnan í átt að húsbónda sínum. Hann hefur einnig sannað sig sem [[fíkniefnahundur]], [[snjóflóðahundur]], rekja spor (tracking) og [[aðstoðarhundur]] fyrir til dæmis fatlaða eða hreyfihamlaða.
Merkjakoli nýtist til ýmissa leikja, svo sem [[flyball]], [[hlýðni]] og hindrunarkeppni (e. ''agility'').
[[Flokkur:Hundategundir]]
[[Flokkur:Fjárhundar]]
17fknon7md8wc1mrf1m8puwk84th8nh
Borís Jeltsín
0
36736
1765268
1763244
2022-08-18T19:52:30Z
TKSnaevarr
53243
/* Stríðin í Téténíu */
wikitext
text/x-wiki
{{Forseti
| nafn = Borís Jeltsín<br>{{small|Борис Ельцин}}
| mynd = Борис Николаевич Ельцин-1 (cropped) (cropped).jpg
| titill = [[Forseti Rússlands]]
| stjórnartíð_start = [[10. júlí]] [[1991]]
| stjórnartíð_end = [[31. desember]] [[1999]]
| eftirmaður = [[Vladímír Pútín]]
| vara_forseti = [[Aleksandr Rútskoj]] (1991–1993)
| forsætisráðherra = {{Collapsible list|title = Listi|1=[[Ívan Sílajev]]<br />[[Oleg Lobov]] (starfandi)<br />[[Jegor Gajdar]] (starfandi)<br />[[Víktor Tsjernomyrdín]]<br />[[Sergej Kíríjenko]]<br />[[Víktor Tsjernomyrdín]] (starfandi)<br />[[Jevgeníj Prímakov]]<br />[[Sergej Stepashín]]<br />[[Vladímír Pútín]]}}
| fæðingarnafn = Boris Nikolajevitsj Jeltsín
| fæddur = [[1. febrúar]] [[1931]]
| fæðingarstaður = [[Bútka]], [[Sverdlovskfylki|Sverdlovsk]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| dánardagur = {{Dauðadagur og aldur|2007|4|23|1931|2|1}}
| dánarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Rússland]]i
| orsök_dauða = [[Hjartaáfall]]
| þekktur_fyrir = Fyrsti forseti [[Rússland]]s eftir fall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]
| starf = Forseti
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn (eftir 1991)<br>[[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]] (1961–1990)
| trú = [[Rússneska rétttrúnaðarkirkjan]]
| maki = Naina Jeltsína (g. 1956)
| börn = 2
| þjóderni = [[Rússland|Rússneskur]]
| undirskrift = Yeltsin signature.svg
}}
'''Borís Níkolajevítsj Jeltsín''' ([[rússneska]]: ''Борис Николаевич Ельцин'') (1. febrúar 1931 – 23. apríl 2007) var fyrsti [[forseti Rússlands]] frá 1991 til 1999. Hann átti þátt í að leiða mótmæli gegn [[sovéska valdaránstilraunin 1991|valdaránstilraun]] harðlínumanna gegn [[Míkhaíl Gorbatsjov]] 18. ágúst 1991 sem leiddi til falls [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Í forsetatíð hans var reynt að koma á nauðsynlegum efnahagsumbótum og innleitt [[markaðshagkerfi]] sem leiddi til [[óðaverðbólga|óðaverðbólgu]]. Jeltsín og nánir samstarfsmenn hans voru auk þess ásakaðir fyrir víðtæka [[spilling]]u. Á þeim tíma náðu [[Fáveldi|ólígarkarnir]] öllum völdum í viðskiptalífi landsins. Árið 1999 gerði hann [[Vladímír Pútín]] að [[Forsætisráðherra Rússlands|forsætisráðherra]] og lýsti því yfir að hann vildi að Pútín yrði eftirmaður sinn. Þann 31. desember sagði hann svo af sér og Pútín tók við embættinu fram að forsetakosningum 26. mars 2000 þar sem hann sigraði í fyrstu umferð. Hann lést 23. apríl 2007, 76 ára að aldri.
==Æska==
Borís Jeltsín fæddist þann 1. febrúar árið 1931 í þorpinu [[Bútka]] skammt frá [[Jekaterínbúrg|Sverdlovsk]] í [[Úralfjöll]]um. Foreldrar hans voru smábændur og Borís var eitt þriggja barna þeirra. Þegar [[kýr]] fjölskyldunnar dó árið 1935 flutti fjölskyldan til [[Perm (borg)|Perm]] þar sem faðir Borísar fékk vinnu sem byggingaverkamaður. Þau bjuggu þar í sameignarskála og urðu að sofa á gólfinu. Jeltsín ólst upp við fátæklegar aðstæður í Perm og hlaut litla en haldgóða grunnmenntun. Á unga aldri missti Jeltsín tvo fingur þegar hann reyndi að taka í sundur [[Handsprengja|handsprengju]] sem hann hafði stolið ásamt tveimur vinum sínum.<ref name=uppleið>{{Tímarit.is|1730476|Jeltsín á uppleið|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðmundur Halldórsson|blaðsíða=14-15|útgáfudagsetning=7. október 1990}}</ref>
==Stjórnmálaferill í Sovétríkjunum==
Jeltsín lauk námi í Úral-tækniskólanum og vann síðan sem byggingarverkfræðingur í fjórtán ár, þar til hann var beðinn um að taka sæti í héraðsstjórn [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|Kommúnistaflokksins]] í [[Sverdlovskfylki]]. Jeltsín þótti dugnaðarmikill í því starfi og því bauð sovéski leiðtoginn [[Leoníd Brezhnev]] honum starf flokksritara á Sverdlovsk-svæðinu.<ref>{{Tímarit.is|2588099|Maðurinn sem lagði heimsveldi að fótum sér|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=12-13|útgáfudagsetning=24. ágúst 1991}}</ref> Hann var á þessum tíma tryggur sovéska stjórnkerfinu og hreyfði ekki við mótbárum þegar hann fékk árið 1977 skipun um að láta rífa húsið þar sem [[Nikulás 2.]] keisari og fjölskylda hans höfðu verið tekin af lífi.<ref name=uppleið/>
Frá árinu 1981 átti Jeltsín sæti í miðstjórn kommúnistaflokksins og hafði þar umsjá með stjórn byggingarmála.<ref name=fall>{{Tímarit.is|1668774|Fall Yeltsins|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðmundur Halldórsson|blaðsíða=20-21|útgáfudagsetning=22. nóvember 1987}}</ref> Á meðan Jeltsín var flokksritari í Sverdlovsk kynntist hann og vingaðist við [[Míkhaíl Gorbatsjov]], sem varð leiðtogi Sovétríkjanna árið 1985. Gorbatsjov gerði Jeltsín að leiðtoga kommúnistaflokksins í [[Moskva|Moskvu]] og veitti honum jafnframt sæti aukafulltrúa í framkvæmdastjórn flokksins. Í þessari stöðu hafði Jeltsín aðgang að æðstu valdaklíkum Sovétríkjanna og naut allra tilheyrandi fríðinda. Að eigin sögn vandi hann sig aldrei við þann lífstíl og fór á þessum tíma að efast um kommúníska stjórnarstefnu.<ref name=uppleið/>
Sem leiðtogi kommúnistaflokksins í Moskvu ræktaði Jeltsín ímynd sína sem „maður fólksins“ með því að notast við almenningssamgöngur og fara sjálfur til að versla í matvöruverslunum. Hann gagnrýndi forvera sinn, [[Víktor Gríshín]], fyrir óstjórn í borginni og lét árið 1986 reka meirihluta borgarráðsfulltrúa og embættismanna sem tengdust Gríshín. Jeltsín náði miklum vinsældum meðal Moskvubúa með því að gagnrýna forréttindi flokkselítunnar og lélega almenningsþjónustu og með átökum sínum gegn spillingu, áfengis- og fíkniefnaneyslu.<ref name=fall/>
Í stjórn kommúnistaflokksins varð Jeltsín einn sýnilegasti stuðningsmaður umbótastefnu Gorbatsjovs (''[[glasnost]]'' og ''[[perestrojka]]''). Jeltsín var hins vegar enn róttækari umbótasinni en Gorbatsjov og fannst breytingarnar í frjálslyndisátt ganga bæði of skammt og of hægt. Vegna þessarar róttækni Jeltsíns komst hann upp á kant við íhaldssamari meðlimi í stjórn flokksins, sér í lagi aðstoðarritarann [[Jegor Lígatsjov]]. Á fundi framkvæmdastjórnarinnar þann 21. október sauð upp úr þegar Jeltsín flutti eldræðu þar sem hann gagnrýndi Lígatsjov og bandamenn hans fyrir að standa í vegi umbótanna og beindi jafnframt gagnrýni að Gorbatsjov. Lígatsjov svaraði Jeltsín fullum hálsi og Gorbatsjov tók jafnframt afstöðu gegn Jeltsín, sem hann sakaði um að hafa sett persónulegan metnað ofar flokkshagsmunum. Jeltsín sagði í kjölfarið upp sæti sínu í framkvæmdastjórninni.<ref name=fall/>
Eftir að Jeltsín hrökklaðist úr flokksforystunni hlaut hann starf í byggingarráðuneytinu og var almennt talin pólitískt dauður. Þegar fyrstu frjálsu þingkosningar Sovétríkjanna voru haldnar árið 1989 gaf Jeltsín hins vegar kost á sér til þingsætis í Moskvukjördæmi og vann sigur á móti frambjóðanda Kommúnistaflokksins með 89% atkvæða. Jeltsín varð í kjölfarið leiðtogi þingflokks stjórnarandstæðinga og myndaði bandalag við aðra umbótasinna á borð við [[Andrej Sakharov]], [[Anatolíj Sobtsjak]] og [[Gavríll Popov]].<ref name=uppleið/>
Jeltsín sagði sig úr kommúnistaflokknum í júlí árið 1990 og var kjörinn forseti æðstaráðs [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldisins]] í júní.<ref>{{Tímarit.is|3338723|Dýrlingur eða lýðskrumari?|blað=[[Alþýðublaðið]]|blaðsíða=8-9|útgáfudagsetning=2. júní 1990}}</ref> Hann lýsti í kjölfarið yfir [[fullveldi]] Rússlands undan Sovétríkjunum þann 12. júní.<ref>{{Vefheimild|titill=Fulltrúaþingið í Rússlandi lýsir yfir fullveldi|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/51825/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=1990|mánuður=13. júní}}</ref> Með upphefð Jeltsíns var verulega grafið undan valdagrundvelli Gorbatsjovs, sem hafði þá gerst [[forseti Sovétríkjanna]].<ref>{{Tímarit.is|1723530|Upphefð Borís Jeltsíns eykur óvissu um framtíð Gorbatsjovs|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=24|útgáfudagsetning=30. maí 1990}}</ref>
==Forseti Rússlands (1991–1999)==
[[Mynd:Boris Yeltsin 22 August 1991-1.jpg|thumb|left|Borís Jeltsín þann 22. ágúst 1991.]]
Eftir að rússneska sovétlýðveldið lýsti yfir fullveldi var stefnt að kosningum til nýs embætti [[Forseti Rússlands|forseta Rússlands]]. Stofnun embættisins var liður í samkomulagi um aukna sjálfsstjórn lýðveldanna sem enn voru hluti af Sovétríkjunum. Þegar forsetakosningarnar voru haldnar í júní 1991 vann Jeltsín afgerandi sigur og varð þannig fyrsti þjóðkjörni þjóðhöfðingi Rússlands.<ref>{{Tímarit.is|1745560|Ný bylting í Rússlandi?|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðmundur Halldórsson|blaðsíða=14-15|útgáfudagsetning=16. júní 1991}}</ref>
===Fall Sovétríkjanna===
Á dögunum 19. til 21. ágúst árið 1991 reyndu harðlínumenn innan Kommúnistaflokksins að [[Sovéska valdaránstilraunin 1991|fremja valdarán]] gegn Gorbatsjov, sem var settur í stofufangelsi í sumarhúsi sínu á [[Krímskagi|Krímskaga]]. Aðgerðir valdaránsmannanna voru hins vegar illa skipulagðar og ósamhæfðar. Í Moskvu fylkti Jeltsín almenningi að baki sér til að mótmæla valdaráninu. Mótmælendur fjölmenntu að [[Hvíta húsið (Moskva)|Hvíta húsinu]] í Moskvu, þar sem rússneska þingið hafði aðsetur, og Jeltsín klifraði þar upp á [[Skriðdreki|skriðdreka]] og flutti fræga ræðu fyrir Moskvubúa. Valdamiklir herforingjar, þar á meðal [[Aleksandr Lebed]], hetja úr [[Stríð Sovétmanna í Afganistan|stríðinu í Afganistan]], lýstu yfir stuðningi við Jeltsín frekar en valdaránsmennina eða Gorbatsjov. Að lokum fór valdaránið út um þúfur en Gorbatsjov var rúinn pólitískum völdum og Jeltsín stóð eftir óskoraður sem eiginlegur leiðtogi Rússa.<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|22451|Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?}}</ref>
Þann 8. desember 1991 fundaði Jeltsín með [[Leoníd Kravtsjúk]], forseta [[Úkraína|Úkraínu]], og [[Stanislav Sjúskevitsj]], leiðtoga [[Hvíta-Rússland]]s, í [[Minsk]], og gaf með þeim út yfirlýsingu um að Sovétríkin væru ekki lengur til. Þeirra í stað yrði stofnað [[Samveldi sjálfstæðra ríkja]], sem yrði laustengt efnahagsbandalag.<ref>{{Tímarit.is|4066454|Sovétríkin horfin út af landakortinu|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=8-9|útgáfudagsetning=10. desember 1991}}</ref> Á jóladag 1991 sagði Gorbatsjov svo loks formlega af sér sem leiðtogi Sovétríkjanna og sovéski fáninn var dreginn niður af húni við [[Kreml (Moskva)|Kreml]] í síðasta sinn. Jeltsín var þaðan af forseti rússneska sambandslýðveldisins.<ref name=vísindavefur/>
===Efnahagsstefna===
Á stjórnartíð sinni réðst Jeltsín í róttækar efnahagsumbætur sem fólu í sér stórfellda [[einkavæðing]]u, [[afreglun]] og [[gjaldfelling]]u. Þessar stefnur höfðu ekki tilætluð áhrif og stuðluðu þess í stað að útbreiddu atvinnuleysi og óstjórnlegri verðbólgu. Efnahagur Rússlands skrapp næstum saman um helming frá 1991 til 1999 en fámennur hópur [[Fáveldi|olígarka]] komst hins vegar til áhrifa og hagnaðist á breytingunum.<ref>{{Vefheimild|titill=Maðurinn sem setti Sovétríkin á sorphaug sögunnar|url=https://www.vb.is/frettir/maurinn-sem-setti-sovetrikin-a-sorphaug-sogunnar/28939/|útgefandi=''[[Viðskiptablaðið]]''|ár=2007|mánuður=24. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=29. mars}}</ref> Jeltsín glataði vinsældum sínum þegar leið á forsetatíð hans vegna efnahagsóstjórnarinnar og margir Rússar misstu trú á frjálslynda lýðræðinu sem þeir höfðu bundið vonir við undir lok Sovéttímans.<ref>{{cite book|author=[[Eiríkur Bergmann]]|title=Þjóðarávarpið: Popúlísk þjóðernishyggja í hálfa öld|year=2021|page=167-168|publisher=[[JPV|JPV útgáfa]]|location=[[Reykjavík]]|isbn=978-9935-29-078-6}}</ref>
===Deilur við þingið og stjórnarkreppan 1993===
Jeltsín stofnaði aldrei sérstakan stjórnmálaflokk í kringum stefnumál sín. Þetta stuðlaði að því að hann hafði ekki stuðning vísan á rússneska þinginu (dúmunni) og lenti brátt í deilum við þingmenn, sem margir höfðu áður átt aðild að kommúnistaflokknum. Upphafsár Jeltsíns á forsetastól eftir fall Sovétríkjanna einkenndust af baráttu hans til að marka skýrari skil milli verksviða framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins og auka þannig eigin völd á kostnað þingsins. Jeltsín vildi halda þjóðaratvæðagreiðslu til að færa tiltekin völd frá þingi til forseta en þingforsetinn [[Rúslan Khasbúlatov]] neitaði að fara að ósk hans.<ref>{{Tímarit.is|1781868|Lífróður Jeltsíns|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Steingrímur Sigurgeirsson|blaðsíða=14|útgáfudagsetning=14. mars 1993}}</ref> Deilur þeirra leiddu til stjórnarkreppu í september 1993 þegar Jeltsín beitti forsetatilskipun til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Khasbúlatov og bandamenn hans töldu Jeltsín brjóta gegn [[Stjórnarskrá Rússlands|stjórnarskrá landsins]] með þessum gerningi og hvöttu Rússa til að mótmæla forsetanum. Samkvæmt stjórnarskránni átti forsetinn að segja af sér samhliða þingrofi og varaforsetinn, sem þá var [[Aleksandr Rútskoj]], átti að taka við forsetaembætti til bráðabirgða fram að kosningum, en Jeltsín fór ekki eftir þessu.<ref>{{Tímarit.is|1792463|Herinn heitir hlutleysi en Clinton styður Jeltsín|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=1; 20|útgáfudagsetning=22. september 1993}}</ref>
[[Mynd:President Bill Clinton and President Boris Yeltsin of Russia during the Hyde Park meeting press conference (01).jpg|thumb|right|Jeltsín á góðri stundu með [[Bill Clinton]] Bandaríkjaforseta í [[Washington, D.C.|Washington]].]]
Þingið neitaði að hætta störfum eftir að Jeltsín rauf þing með þessum hætti. Þess í stað lýsti það yfir vantrausti gegn Jeltsín og sór Rútskoj í embætti sem starfandi forseta rússneska sambandslýðveldisins en Jeltsín brást við með því að senda hermenn til að leysa upp þingið með valdi. Þetta leiddi til tíu daga átaka í Moskvu í september og október 1993.<ref>{{Tímarit.is|4073655|Aðdragandi átakanna við Hvíta húsið|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=11|útgáfudagsetning=5. október 1993|höfundur=Dagur Þorleifsson}}</ref><ref>{{Tímarit.is|4073613|„Valdaráðuneytin“ og hermenn á bandi Jeltsíns|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=8|útgáfudagsetning=9. október 1993|höfundur=Dagur Þorleifsson}}</ref><ref>{{Tímarit.is|1792542|Valdabarátta Jeltsíns Rússlandsforseta og þingsins|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=24-25|útgáfudagsetning=23. september 1993}}</ref> Eftir að þingið hafði verið leyst upp á þennan hátt hélt Jeltsín þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sínar í desember 1993 og voru þær naumlega samþykktar.<ref>{{Tímarit.is|3637994|„Lýðræðislegt“ valdarán Jeltsíns|blað=[[Vikublaðið]]|blaðsíða=6|útgáfudagsetning=17. desember 1993|höfundur=Bjarni Guðbjörnsson}}</ref> Með stjórnarskrárbreytingunum jukust völd forsetaembættisins verulega, en stuðningsmenn Jeltsíns og umbóta hans hlutu hins vegar ekki gott gengi í þingkosningum sem haldnar voru samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni.<ref>{{Tímarit.is|4074356|Vopnin snerust í höndum Jeltsíns|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=5|útgáfudagsetning=14. desember 1993}}</ref>
===Stríðin í Téténíu===
Í desember 1994 sendi Jeltsín hermenn inn í [[Téténía|Téténíu]] til að endurheimta þar rússnesk yfirráð og hóf þannig [[fyrra Téténíustríðið]], sem einnig hefur verið kallað „stríð Jeltsíns.“ Á sovéttímanum hafði Téténía verið sjálfsstjórnarsvæði innan [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldisins]], en við hrun Sovétríkjanna höfðu Téténar lýst yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. Stjórn Jeltsíns viðurkenndi ekki sjálfstæði Téténíu og sagðist nú vilja „skakka leikinn“ vegna fjölmargra skæra og mannrána á svæðinu.<ref name=vísindavefurinn2>{{Vísindavefurinn|4531|Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?}}</ref>
Jeltsín og stjórn hans bjuggust við því að auðvelt yrði að vinna sigur á téténsku sjálfstæðissinnunum og að sigurinn myndi vonandi auka vinsældir Jeltsíns heima fyrir. Téténar veittu hins vegar harða mótspyrnu og fylktu sér að baki téténska forsetanum [[Dzhokhar Dúdajev]] í baráttu fyrir vörn föðurlandsins. Rússneski herinn réðist inn í téténsku höfuðborgina [[Grozníj]] á gamlársdag 1994 og varpaði fjölda sprengja á hana. Eftir tveggja mánaða bardaga neyddust téténskar hersveitir til að hörfa frá Grozníj í lok febrúar 1995, en þá hafði borgin orðið fyrir verulegum skemmdum auk þess sem bæði þúsundir rússneskra hermanna og almennra téténskra borgara höfðu látið lífið.<ref name=vera>{{Vefheimild|titill=Í ljósi sögunnar - Téténía|url=https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/72tl1u|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=7. apríl|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref>
Þrátt fyrir hernám Grosní héldu Téténar áfram mótspyrnu gegn rússneska hernum á næstu árum. Rússar héldu áfram sprengjuherferðum gegn téténsku landsbyggðinni og drápu fjölda óbreyttra borgara. Þann 7. apríl 1995 lögðu rússneskir hermenn þorpið [[Samashkí]] í rúst og drápu um 300 manns, meðal annars með eldvörpum.<ref name=vera/> Mannfallið í Téténíu og fréttir af grimmd rússneska hersins höfðu neikvæð áhrif á vinsældir Jeltsíns heima fyrir og spilltu fyrirætlunum hans um nánari sambönd við vestrænar stofnanir eins og [[Atlantshafsbandalagið]] og [[Evrópuráðið]].<ref>{{Tímarit.is|4079421|Rússar egna gildrur fyrir fjallabúa|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=7|útgáfudagsetning=7. febrúar 1995}}</ref>
Fyrra Téténíustríðinu lauk árið 1996 þegar [[Aleksandr Lebed]], öryggismálastjóri Jeltsíns, samdi um frið við Téténa með friðarskilmálum sem gáfu Téténíu sjálfstæði að flestu leyti nema að nafninu til.<ref name=vísindavefurinn2/>
[[Seinna Téténíustríðið]] hófst árið 1999, á síðasta ári Jeltsíns í forsetaembætti. Rússar lýstu friðarsamningana frá 1996 ógilda eftir að skæruliðasveitir undir stjórn [[Shamíl Basajev|Shamíls Basajev]] og [[Ibn al-Khattib]] gerðu árásir á rússneska sjálfsstjórnarlýðveldið [[Dagestan]] og komu nokkrum þorpum þar undir [[Wahhabismi|wahabíska]] stjórn. Til að réttlæta stríðið var einnig vísað til hryðjuverkaárása sem gerðar höfðu verið á íbúðablokkir í [[Moskva|Moskvu]] og [[Volgodonsk]] sem Rússar sögðu téténska íslamista bera ábyrgð á. Hernaðurinn í Téténíu var enn yfirstandandi þegar Jeltsín lét af forsetaembætti í lok ársins 1999.<ref name=vísindavefurinn2/>
===Forsetakosningarnar 1996===
[[Mynd:Boris Yeltsin 4 April 1996.jpg|thumb|right|Jeltsín á kosningafundi árið 1996.]]
Jeltsín bauð sig fram til endurkjörs í fyrstu forsetakosningum Rússlands frá falli Sovétríkjanna árið 1996. Helsti andstæðingur hans í kosningunum var [[Gennadíj Zjúganov]], frambjóðandi [[Kommúnistaflokkur rússneska sambandsríkisins|Kommúnistaflokks rússneska sambandsríkisins]], sem gagnrýndi Jeltsín án afláts fyrir hlutverk hans í hruni Sovétríkjanna og fyrir misheppnaðar efnahagsumbætur hans.<ref>{{Tímarit.is|2939561|Boðar ný Sovétríki undir hamar og sigð|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=44|útgáfudagsetning=20. apríl 1996}}</ref> Jeltsín var þegar rúinn vinsældum árið 1996 og því voru kosningarnar taldar tvísýnar og Zjúganov mældist lengi með forskot á forsetann í skoðanakönnunum. [[Bandaríkin]] og hin [[Vesturlönd|Vesturveldin]] studdu endurkjör Jeltsíns opinskátt þar sem þau vildu ekki að kommúnistar kæmust aftur til valda í Rússlandi.<ref>{{Tímarit.is|6968225|Ekki um eiginlega kosningabaráttu að ræða í Rússlandi|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=18|útgáfudagsetning=16. mars 2018|höfundur=Anna Lilja Þórisdóttir}}</ref>
Þrátt fyrir óvinsældir Jeltsíns bætti hann stöðu sína gagnvart Zjúganov nokkuð í aðdraganda kosninganna.<ref>{{Tímarit.is|1856041|Harmar samstöðuskort lýðræðisafla|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=16|útgáfudagsetning=15. júní 1996}}</ref> Í kosningunum þann 16. júní 1996 fékk Jeltsín 35% atkvæða en Zjúganov 32%. Þar sem enginn hlaut meirihluta atkvæða varð að kalla til annarrar kosningaumferðar í fyrsta og eina skipti í sögu Rússlands.<ref>{{Tímarit.is|1857315|Þátttaka talin ráða úrslitum|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=15|útgáfudagsetning=3. júlí 1996|höfundur=Ásgeir Sverrisson}}</ref> Í seinni kosningaumferðinni þann 3. júlí sigraði Jeltsín Zjúganov með um þrettán prósenta mun. Jeltsín naut aðstoðar bandarískra kosningaráðgjafa úr kosningateymi [[Bill Clinton|Bills Clinton]] Bandaríkjaforseta í baráttu sinni fyrir endurkjöri. Þeir beindu athygli kjósenda frá Jeltsín sjálfum og lögðu áherslu á að hann væri sá eini sem gæti komið í veg fyrir afturhvarf til kommúnisma.<ref>{{Tímarit.is|1857848|Bandarískir ráðgjafar lykilmenn í kosningabaráttu Jeltsíns|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=23|útgáfudagsetning=11. júlí 1996}}</ref>
Deilt hefur verið um hvort Jeltsín hafi haft rangt við í forsetakosningunum. Árið 2012 sagði [[Dmítríj Medvedev]], þáverandi forseti Rússlands, á fundi með fulltrúum rússnesku stjórnarandstöðunnar, um kosningarnar 1996: „Það leikur varla nokkur vafi á því hver vann kosningarnar. Það var ekki Borís Níkolajevítsj Jeltsín.“<ref>{{Vefheimild|titill=Rewriting Russian History: Did Boris Yeltsin Steal the 1996 Presidential Election?|url=http://content.time.com/time/world/article/0,8599,2107565,00.html|útgefandi=''[[Time]]''|ár=2012|mánuður=24. febrúar|tungumál=enska|höfundur=Simon Shuster|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref>
===Upphefð Pútíns og afsögn Jeltsíns===
Jeltsín var orðinn afar óvinsæll stjórnandi á síðustu árum sínum í embætti. Rússar kenndu honum um spillingu, slæmt efnahagsástand og áframhaldandi ófrið í Téténíu, auk þess sem almenn tilfinning var um að Rússland hefði glatað stórveldisstöðu sinni á alþjóðasenunni með falli Sovétríkjanna. Árið 1998 reið [[Fjármálakreppan í Rússlandi 1998|efnahagskreppa yfir Rússland]] sem leiddi til greiðslufalls á ríkisskuldum landsins og olli verulegum hræringum á alþjóðamörkuðum.<ref>{{Vefheimild|titill=Áhyggjur af greiðslugetu Rússlands|url=https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2008/10/24/ahyggjur_af_greidslugetu_russlands/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2008|mánuður=24. október|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=1. apríl}}</ref>
Þar sem útséð þótti að Jeltsín myndi ekki gegna þriðja kjörtímabili sem forseti fóru bandamenn hans að svipast eftir sigurvænlegum frambjóðanda sem gæti tekið við af honum og hlíft valdaklíkunni við spillingarákærum.<ref>{{Vefheimild|titill=Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|url=https://www.visir.is/g/20222235430d/ur-leynithjonustunni-i-forsetahollina|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=16. mars}}</ref> Sagt er að ólígarkinn [[Borís Berezovskíj]] hafi fyrstur stungið upp á [[Vladímír Pútín]], sem þá var forstjóri leyniþjónustunnar [[FSB]], sem rétta manninum í starfið.<ref>{{Vísindavefurinn|28941|Hvað getið þið sagt mér um Vladimír Pútín?}}</ref>
Jeltsín útnefndi Pútín nýjan forsætisráðherra í ágúst árið 1999 og lýsti því jafnframt yfir að hann vildi að Pútín yrði eftirmaður sinn á forsetastól.<ref>{{Tímarit.is|2988013|Krónprinsinn Vladímír Pútín |útgáfudagsetning=10. ágúst 1999|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=8}}</ref> Seinna Téténíustríðið hófst á svipuðum tíma og Pútín varð forsætisráðherra og hann náði fljótt vinsældum meðal Rússa með óbilgirni sinni gagnvart Téténum. Á gamlársdag 1999 sagði Jeltsín óvænt af sér sem forseti og Pútín varð þannig starfandi forseti Rússlands fram að kosningum. Eitt af því fyrsta sem Pútín gerði í forsetaembætti var að veita Jeltsín og bandamönnum hans sakaruppgjöf til að vernda þá gegn hugsanlegri lögsókn.<ref>{{Tímarit.is|3710738|Rússland, Rússland|útgáfudagsetning=18. desember 2003|blað=[[Fréttablaðið]]|blaðsíða=22|höfundur=[[Þorvaldur Gylfason]]}}</ref>
==Dauði==
Borís Jeltsín lést úr hjartaslagi á sjúkrahúsi í Moskvu þann 23. apríl 2007, þá 76 ára gamall. Vladímír Pútín lýsti yfir þjóðarsorg á útfarardegi Jeltsíns tveimur dögum síðar.<ref>{{Tímarit.is|4159479|Bera Boris Jeltsín vel söguna|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Steinþór Guðbjartsson|blaðsíða=14|útgáfudagsetning=24. apríl 2007}}</ref>
==Áfengisvandi Jeltsíns==
Jeltsín var alræmdur fyrir [[Alkóhólismi|óhóflegan drykkjuskap]] og fyrir að birtast oft ölvaður við opinberar athafnir. Í endurminningum sínum frá árinu 1997 minntist lífvörður Jeltsíns, [[Aleksandr Korzhakov]], þess meðal annars að Jeltsín hefði drukkið sig fullan í heimsókn hjá [[Bill Clinton]] Bandaríkjaforseta í [[Washington, D.C.|Washington]] í september 1994.<ref>{{Tímarit.is|1885075|Lífvörður Jeltsíns leysir frá skjóðunni|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=6|útgáfudagsetning=17. ágúst 1997}}</ref> Ómögulegt hafi verið að halda víni frá Jeltsín þrátt fyrir að hann ætti við alvarlega hjartagalla að stríða. Á leiðinni heim til Rússlands var áætlað að Jeltsín hefði viðkomu á [[Írska lýðveldið|Írlandi]] til að funda með [[Albert Reynolds]] forsætisráðherra. Í fluginu olli ofdrykkjan því hins vegar að Jeltsín féll í dá vegna [[hjartaslag]]s. Því varð Reynolds að bíða í fjörutíu mínútur á meðan flugvél Jeltsíns hringsólaði yfir Shannon-flugvelli svo hægt væri að gefa Jeltsín lyf og öndunarhjálp. Þegar Jeltsín náði meðvitund krafðist hann þess að fá samt að hitta Reynolds en fylgdarlið hans neitaði að hleypa honum úr vélinni og sendi hans í stað aðstoðarforsætisráðherrann [[Oleg Soskovets]].<ref>{{Tímarit.is|2958064|Þjónninn hafði varla undan að fylla glasið|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=27|útgáfudagsetning=16. ágúst 1997}}</ref>
Bill Clinton sagði síðar frá því að þegar Jeltsín kom í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna árið 1995 hafi leyniþjónustumenn komið að Jeltsín blindfullum og á nærbuxunum fyrir utan bústað sinn í [[Hvíta húsið|Hvíta húsinu]], þar sem hann var að reyna að ná leigubíl svo hann gæti fengið sér pizzu.<ref>{{Vefheimild|titill=Jeltsín, Reagan og Michael Douglas á HM|url=https://kjarninn.is/greinasafn/jeltsin-reagan-og-michael-douglas-a-hm/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|ár=2014|mánuður=6. júlí|höfundur=Þórður Snær Júlíusson|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forseti Rússlands]]
| frá = [[10. júlí]] [[1991]]
| til = [[31. desember]] [[1999]]
| fyrir = Fyrstur í embætti
| eftir = [[Vladímír Pútín]]
}}
{{Töfluendir}}
{{fde|1931|2007|Jeltsín, Borís}}
{{DEFAULTSORT:Jeltsín, Borís}}
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
[[Flokkur:Forsetar Rússlands]]
[[Flokkur:Sovéskir stjórnmálamenn]]
92ff7p0xlaw1gmh1am3b18n8rh6k76z
1765283
1765268
2022-08-18T20:52:02Z
TKSnaevarr
53243
/* Stríðin í Téténíu */
wikitext
text/x-wiki
{{Forseti
| nafn = Borís Jeltsín<br>{{small|Борис Ельцин}}
| mynd = Борис Николаевич Ельцин-1 (cropped) (cropped).jpg
| titill = [[Forseti Rússlands]]
| stjórnartíð_start = [[10. júlí]] [[1991]]
| stjórnartíð_end = [[31. desember]] [[1999]]
| eftirmaður = [[Vladímír Pútín]]
| vara_forseti = [[Aleksandr Rútskoj]] (1991–1993)
| forsætisráðherra = {{Collapsible list|title = Listi|1=[[Ívan Sílajev]]<br />[[Oleg Lobov]] (starfandi)<br />[[Jegor Gajdar]] (starfandi)<br />[[Víktor Tsjernomyrdín]]<br />[[Sergej Kíríjenko]]<br />[[Víktor Tsjernomyrdín]] (starfandi)<br />[[Jevgeníj Prímakov]]<br />[[Sergej Stepashín]]<br />[[Vladímír Pútín]]}}
| fæðingarnafn = Boris Nikolajevitsj Jeltsín
| fæddur = [[1. febrúar]] [[1931]]
| fæðingarstaður = [[Bútka]], [[Sverdlovskfylki|Sverdlovsk]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| dánardagur = {{Dauðadagur og aldur|2007|4|23|1931|2|1}}
| dánarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Rússland]]i
| orsök_dauða = [[Hjartaáfall]]
| þekktur_fyrir = Fyrsti forseti [[Rússland]]s eftir fall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]
| starf = Forseti
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn (eftir 1991)<br>[[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]] (1961–1990)
| trú = [[Rússneska rétttrúnaðarkirkjan]]
| maki = Naina Jeltsína (g. 1956)
| börn = 2
| þjóderni = [[Rússland|Rússneskur]]
| undirskrift = Yeltsin signature.svg
}}
'''Borís Níkolajevítsj Jeltsín''' ([[rússneska]]: ''Борис Николаевич Ельцин'') (1. febrúar 1931 – 23. apríl 2007) var fyrsti [[forseti Rússlands]] frá 1991 til 1999. Hann átti þátt í að leiða mótmæli gegn [[sovéska valdaránstilraunin 1991|valdaránstilraun]] harðlínumanna gegn [[Míkhaíl Gorbatsjov]] 18. ágúst 1991 sem leiddi til falls [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Í forsetatíð hans var reynt að koma á nauðsynlegum efnahagsumbótum og innleitt [[markaðshagkerfi]] sem leiddi til [[óðaverðbólga|óðaverðbólgu]]. Jeltsín og nánir samstarfsmenn hans voru auk þess ásakaðir fyrir víðtæka [[spilling]]u. Á þeim tíma náðu [[Fáveldi|ólígarkarnir]] öllum völdum í viðskiptalífi landsins. Árið 1999 gerði hann [[Vladímír Pútín]] að [[Forsætisráðherra Rússlands|forsætisráðherra]] og lýsti því yfir að hann vildi að Pútín yrði eftirmaður sinn. Þann 31. desember sagði hann svo af sér og Pútín tók við embættinu fram að forsetakosningum 26. mars 2000 þar sem hann sigraði í fyrstu umferð. Hann lést 23. apríl 2007, 76 ára að aldri.
==Æska==
Borís Jeltsín fæddist þann 1. febrúar árið 1931 í þorpinu [[Bútka]] skammt frá [[Jekaterínbúrg|Sverdlovsk]] í [[Úralfjöll]]um. Foreldrar hans voru smábændur og Borís var eitt þriggja barna þeirra. Þegar [[kýr]] fjölskyldunnar dó árið 1935 flutti fjölskyldan til [[Perm (borg)|Perm]] þar sem faðir Borísar fékk vinnu sem byggingaverkamaður. Þau bjuggu þar í sameignarskála og urðu að sofa á gólfinu. Jeltsín ólst upp við fátæklegar aðstæður í Perm og hlaut litla en haldgóða grunnmenntun. Á unga aldri missti Jeltsín tvo fingur þegar hann reyndi að taka í sundur [[Handsprengja|handsprengju]] sem hann hafði stolið ásamt tveimur vinum sínum.<ref name=uppleið>{{Tímarit.is|1730476|Jeltsín á uppleið|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðmundur Halldórsson|blaðsíða=14-15|útgáfudagsetning=7. október 1990}}</ref>
==Stjórnmálaferill í Sovétríkjunum==
Jeltsín lauk námi í Úral-tækniskólanum og vann síðan sem byggingarverkfræðingur í fjórtán ár, þar til hann var beðinn um að taka sæti í héraðsstjórn [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|Kommúnistaflokksins]] í [[Sverdlovskfylki]]. Jeltsín þótti dugnaðarmikill í því starfi og því bauð sovéski leiðtoginn [[Leoníd Brezhnev]] honum starf flokksritara á Sverdlovsk-svæðinu.<ref>{{Tímarit.is|2588099|Maðurinn sem lagði heimsveldi að fótum sér|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=12-13|útgáfudagsetning=24. ágúst 1991}}</ref> Hann var á þessum tíma tryggur sovéska stjórnkerfinu og hreyfði ekki við mótbárum þegar hann fékk árið 1977 skipun um að láta rífa húsið þar sem [[Nikulás 2.]] keisari og fjölskylda hans höfðu verið tekin af lífi.<ref name=uppleið/>
Frá árinu 1981 átti Jeltsín sæti í miðstjórn kommúnistaflokksins og hafði þar umsjá með stjórn byggingarmála.<ref name=fall>{{Tímarit.is|1668774|Fall Yeltsins|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðmundur Halldórsson|blaðsíða=20-21|útgáfudagsetning=22. nóvember 1987}}</ref> Á meðan Jeltsín var flokksritari í Sverdlovsk kynntist hann og vingaðist við [[Míkhaíl Gorbatsjov]], sem varð leiðtogi Sovétríkjanna árið 1985. Gorbatsjov gerði Jeltsín að leiðtoga kommúnistaflokksins í [[Moskva|Moskvu]] og veitti honum jafnframt sæti aukafulltrúa í framkvæmdastjórn flokksins. Í þessari stöðu hafði Jeltsín aðgang að æðstu valdaklíkum Sovétríkjanna og naut allra tilheyrandi fríðinda. Að eigin sögn vandi hann sig aldrei við þann lífstíl og fór á þessum tíma að efast um kommúníska stjórnarstefnu.<ref name=uppleið/>
Sem leiðtogi kommúnistaflokksins í Moskvu ræktaði Jeltsín ímynd sína sem „maður fólksins“ með því að notast við almenningssamgöngur og fara sjálfur til að versla í matvöruverslunum. Hann gagnrýndi forvera sinn, [[Víktor Gríshín]], fyrir óstjórn í borginni og lét árið 1986 reka meirihluta borgarráðsfulltrúa og embættismanna sem tengdust Gríshín. Jeltsín náði miklum vinsældum meðal Moskvubúa með því að gagnrýna forréttindi flokkselítunnar og lélega almenningsþjónustu og með átökum sínum gegn spillingu, áfengis- og fíkniefnaneyslu.<ref name=fall/>
Í stjórn kommúnistaflokksins varð Jeltsín einn sýnilegasti stuðningsmaður umbótastefnu Gorbatsjovs (''[[glasnost]]'' og ''[[perestrojka]]''). Jeltsín var hins vegar enn róttækari umbótasinni en Gorbatsjov og fannst breytingarnar í frjálslyndisátt ganga bæði of skammt og of hægt. Vegna þessarar róttækni Jeltsíns komst hann upp á kant við íhaldssamari meðlimi í stjórn flokksins, sér í lagi aðstoðarritarann [[Jegor Lígatsjov]]. Á fundi framkvæmdastjórnarinnar þann 21. október sauð upp úr þegar Jeltsín flutti eldræðu þar sem hann gagnrýndi Lígatsjov og bandamenn hans fyrir að standa í vegi umbótanna og beindi jafnframt gagnrýni að Gorbatsjov. Lígatsjov svaraði Jeltsín fullum hálsi og Gorbatsjov tók jafnframt afstöðu gegn Jeltsín, sem hann sakaði um að hafa sett persónulegan metnað ofar flokkshagsmunum. Jeltsín sagði í kjölfarið upp sæti sínu í framkvæmdastjórninni.<ref name=fall/>
Eftir að Jeltsín hrökklaðist úr flokksforystunni hlaut hann starf í byggingarráðuneytinu og var almennt talin pólitískt dauður. Þegar fyrstu frjálsu þingkosningar Sovétríkjanna voru haldnar árið 1989 gaf Jeltsín hins vegar kost á sér til þingsætis í Moskvukjördæmi og vann sigur á móti frambjóðanda Kommúnistaflokksins með 89% atkvæða. Jeltsín varð í kjölfarið leiðtogi þingflokks stjórnarandstæðinga og myndaði bandalag við aðra umbótasinna á borð við [[Andrej Sakharov]], [[Anatolíj Sobtsjak]] og [[Gavríll Popov]].<ref name=uppleið/>
Jeltsín sagði sig úr kommúnistaflokknum í júlí árið 1990 og var kjörinn forseti æðstaráðs [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldisins]] í júní.<ref>{{Tímarit.is|3338723|Dýrlingur eða lýðskrumari?|blað=[[Alþýðublaðið]]|blaðsíða=8-9|útgáfudagsetning=2. júní 1990}}</ref> Hann lýsti í kjölfarið yfir [[fullveldi]] Rússlands undan Sovétríkjunum þann 12. júní.<ref>{{Vefheimild|titill=Fulltrúaþingið í Rússlandi lýsir yfir fullveldi|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/51825/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=1990|mánuður=13. júní}}</ref> Með upphefð Jeltsíns var verulega grafið undan valdagrundvelli Gorbatsjovs, sem hafði þá gerst [[forseti Sovétríkjanna]].<ref>{{Tímarit.is|1723530|Upphefð Borís Jeltsíns eykur óvissu um framtíð Gorbatsjovs|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=24|útgáfudagsetning=30. maí 1990}}</ref>
==Forseti Rússlands (1991–1999)==
[[Mynd:Boris Yeltsin 22 August 1991-1.jpg|thumb|left|Borís Jeltsín þann 22. ágúst 1991.]]
Eftir að rússneska sovétlýðveldið lýsti yfir fullveldi var stefnt að kosningum til nýs embætti [[Forseti Rússlands|forseta Rússlands]]. Stofnun embættisins var liður í samkomulagi um aukna sjálfsstjórn lýðveldanna sem enn voru hluti af Sovétríkjunum. Þegar forsetakosningarnar voru haldnar í júní 1991 vann Jeltsín afgerandi sigur og varð þannig fyrsti þjóðkjörni þjóðhöfðingi Rússlands.<ref>{{Tímarit.is|1745560|Ný bylting í Rússlandi?|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðmundur Halldórsson|blaðsíða=14-15|útgáfudagsetning=16. júní 1991}}</ref>
===Fall Sovétríkjanna===
Á dögunum 19. til 21. ágúst árið 1991 reyndu harðlínumenn innan Kommúnistaflokksins að [[Sovéska valdaránstilraunin 1991|fremja valdarán]] gegn Gorbatsjov, sem var settur í stofufangelsi í sumarhúsi sínu á [[Krímskagi|Krímskaga]]. Aðgerðir valdaránsmannanna voru hins vegar illa skipulagðar og ósamhæfðar. Í Moskvu fylkti Jeltsín almenningi að baki sér til að mótmæla valdaráninu. Mótmælendur fjölmenntu að [[Hvíta húsið (Moskva)|Hvíta húsinu]] í Moskvu, þar sem rússneska þingið hafði aðsetur, og Jeltsín klifraði þar upp á [[Skriðdreki|skriðdreka]] og flutti fræga ræðu fyrir Moskvubúa. Valdamiklir herforingjar, þar á meðal [[Aleksandr Lebed]], hetja úr [[Stríð Sovétmanna í Afganistan|stríðinu í Afganistan]], lýstu yfir stuðningi við Jeltsín frekar en valdaránsmennina eða Gorbatsjov. Að lokum fór valdaránið út um þúfur en Gorbatsjov var rúinn pólitískum völdum og Jeltsín stóð eftir óskoraður sem eiginlegur leiðtogi Rússa.<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|22451|Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?}}</ref>
Þann 8. desember 1991 fundaði Jeltsín með [[Leoníd Kravtsjúk]], forseta [[Úkraína|Úkraínu]], og [[Stanislav Sjúskevitsj]], leiðtoga [[Hvíta-Rússland]]s, í [[Minsk]], og gaf með þeim út yfirlýsingu um að Sovétríkin væru ekki lengur til. Þeirra í stað yrði stofnað [[Samveldi sjálfstæðra ríkja]], sem yrði laustengt efnahagsbandalag.<ref>{{Tímarit.is|4066454|Sovétríkin horfin út af landakortinu|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=8-9|útgáfudagsetning=10. desember 1991}}</ref> Á jóladag 1991 sagði Gorbatsjov svo loks formlega af sér sem leiðtogi Sovétríkjanna og sovéski fáninn var dreginn niður af húni við [[Kreml (Moskva)|Kreml]] í síðasta sinn. Jeltsín var þaðan af forseti rússneska sambandslýðveldisins.<ref name=vísindavefur/>
===Efnahagsstefna===
Á stjórnartíð sinni réðst Jeltsín í róttækar efnahagsumbætur sem fólu í sér stórfellda [[einkavæðing]]u, [[afreglun]] og [[gjaldfelling]]u. Þessar stefnur höfðu ekki tilætluð áhrif og stuðluðu þess í stað að útbreiddu atvinnuleysi og óstjórnlegri verðbólgu. Efnahagur Rússlands skrapp næstum saman um helming frá 1991 til 1999 en fámennur hópur [[Fáveldi|olígarka]] komst hins vegar til áhrifa og hagnaðist á breytingunum.<ref>{{Vefheimild|titill=Maðurinn sem setti Sovétríkin á sorphaug sögunnar|url=https://www.vb.is/frettir/maurinn-sem-setti-sovetrikin-a-sorphaug-sogunnar/28939/|útgefandi=''[[Viðskiptablaðið]]''|ár=2007|mánuður=24. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=29. mars}}</ref> Jeltsín glataði vinsældum sínum þegar leið á forsetatíð hans vegna efnahagsóstjórnarinnar og margir Rússar misstu trú á frjálslynda lýðræðinu sem þeir höfðu bundið vonir við undir lok Sovéttímans.<ref>{{cite book|author=[[Eiríkur Bergmann]]|title=Þjóðarávarpið: Popúlísk þjóðernishyggja í hálfa öld|year=2021|page=167-168|publisher=[[JPV|JPV útgáfa]]|location=[[Reykjavík]]|isbn=978-9935-29-078-6}}</ref>
===Deilur við þingið og stjórnarkreppan 1993===
Jeltsín stofnaði aldrei sérstakan stjórnmálaflokk í kringum stefnumál sín. Þetta stuðlaði að því að hann hafði ekki stuðning vísan á rússneska þinginu (dúmunni) og lenti brátt í deilum við þingmenn, sem margir höfðu áður átt aðild að kommúnistaflokknum. Upphafsár Jeltsíns á forsetastól eftir fall Sovétríkjanna einkenndust af baráttu hans til að marka skýrari skil milli verksviða framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins og auka þannig eigin völd á kostnað þingsins. Jeltsín vildi halda þjóðaratvæðagreiðslu til að færa tiltekin völd frá þingi til forseta en þingforsetinn [[Rúslan Khasbúlatov]] neitaði að fara að ósk hans.<ref>{{Tímarit.is|1781868|Lífróður Jeltsíns|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Steingrímur Sigurgeirsson|blaðsíða=14|útgáfudagsetning=14. mars 1993}}</ref> Deilur þeirra leiddu til stjórnarkreppu í september 1993 þegar Jeltsín beitti forsetatilskipun til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Khasbúlatov og bandamenn hans töldu Jeltsín brjóta gegn [[Stjórnarskrá Rússlands|stjórnarskrá landsins]] með þessum gerningi og hvöttu Rússa til að mótmæla forsetanum. Samkvæmt stjórnarskránni átti forsetinn að segja af sér samhliða þingrofi og varaforsetinn, sem þá var [[Aleksandr Rútskoj]], átti að taka við forsetaembætti til bráðabirgða fram að kosningum, en Jeltsín fór ekki eftir þessu.<ref>{{Tímarit.is|1792463|Herinn heitir hlutleysi en Clinton styður Jeltsín|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=1; 20|útgáfudagsetning=22. september 1993}}</ref>
[[Mynd:President Bill Clinton and President Boris Yeltsin of Russia during the Hyde Park meeting press conference (01).jpg|thumb|right|Jeltsín á góðri stundu með [[Bill Clinton]] Bandaríkjaforseta í [[Washington, D.C.|Washington]].]]
Þingið neitaði að hætta störfum eftir að Jeltsín rauf þing með þessum hætti. Þess í stað lýsti það yfir vantrausti gegn Jeltsín og sór Rútskoj í embætti sem starfandi forseta rússneska sambandslýðveldisins en Jeltsín brást við með því að senda hermenn til að leysa upp þingið með valdi. Þetta leiddi til tíu daga átaka í Moskvu í september og október 1993.<ref>{{Tímarit.is|4073655|Aðdragandi átakanna við Hvíta húsið|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=11|útgáfudagsetning=5. október 1993|höfundur=Dagur Þorleifsson}}</ref><ref>{{Tímarit.is|4073613|„Valdaráðuneytin“ og hermenn á bandi Jeltsíns|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=8|útgáfudagsetning=9. október 1993|höfundur=Dagur Þorleifsson}}</ref><ref>{{Tímarit.is|1792542|Valdabarátta Jeltsíns Rússlandsforseta og þingsins|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=24-25|útgáfudagsetning=23. september 1993}}</ref> Eftir að þingið hafði verið leyst upp á þennan hátt hélt Jeltsín þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sínar í desember 1993 og voru þær naumlega samþykktar.<ref>{{Tímarit.is|3637994|„Lýðræðislegt“ valdarán Jeltsíns|blað=[[Vikublaðið]]|blaðsíða=6|útgáfudagsetning=17. desember 1993|höfundur=Bjarni Guðbjörnsson}}</ref> Með stjórnarskrárbreytingunum jukust völd forsetaembættisins verulega, en stuðningsmenn Jeltsíns og umbóta hans hlutu hins vegar ekki gott gengi í þingkosningum sem haldnar voru samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni.<ref>{{Tímarit.is|4074356|Vopnin snerust í höndum Jeltsíns|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=5|útgáfudagsetning=14. desember 1993}}</ref>
===Stríðin í Téténíu===
Í desember 1994 sendi Jeltsín hermenn inn í [[Téténía|Téténíu]] til að endurheimta þar rússnesk yfirráð og hóf þannig [[fyrra Téténíustríðið]], sem einnig hefur verið kallað „stríð Jeltsíns.“ Á sovéttímanum hafði Téténía verið sjálfsstjórnarsvæði innan [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldisins]], en við hrun Sovétríkjanna höfðu Téténar lýst yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. Stjórn Jeltsíns viðurkenndi ekki sjálfstæði Téténíu og sagðist nú vilja „skakka leikinn“ vegna fjölmargra skæra og mannrána á svæðinu.<ref name=vísindavefurinn2>{{Vísindavefurinn|4531|Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?}}</ref>
Jeltsín og stjórn hans bjuggust við því að auðvelt yrði að vinna sigur á téténsku sjálfstæðissinnunum og að sigurinn myndi vonandi auka vinsældir Jeltsíns heima fyrir. Téténar veittu hins vegar harða mótspyrnu og fylktu sér að baki téténska forsetanum [[Dzhokhar Dúdajev]] í baráttu fyrir vörn föðurlandsins. Rússneski herinn réðist inn í téténsku höfuðborgina [[Grozníj]] á gamlársdag 1994 og varpaði fjölda sprengja á hana. Eftir tveggja mánaða bardaga neyddust téténskar hersveitir til að hörfa frá Grozníj í lok febrúar 1995, en þá hafði borgin orðið fyrir verulegum skemmdum auk þess sem bæði þúsundir rússneskra hermanna og almennra téténskra borgara höfðu látið lífið.<ref name=vera>{{Vefheimild|titill=Í ljósi sögunnar - Téténía|url=https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/72tl1u|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=7. apríl|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref>
Þrátt fyrir hernám Grozníj héldu Téténar áfram mótspyrnu gegn rússneska hernum á næstu árum. Rússar héldu áfram sprengjuherferðum gegn téténsku landsbyggðinni og drápu fjölda óbreyttra borgara. Þann 7. apríl 1995 lögðu rússneskir hermenn þorpið [[Samashkí]] í rúst og drápu um 300 manns, meðal annars með eldvörpum.<ref name=vera/> Mannfallið í Téténíu og fréttir af grimmd rússneska hersins höfðu neikvæð áhrif á vinsældir Jeltsíns heima fyrir og spilltu fyrirætlunum hans um nánari sambönd við vestrænar stofnanir eins og [[Atlantshafsbandalagið]] og [[Evrópuráðið]].<ref>{{Tímarit.is|4079421|Rússar egna gildrur fyrir fjallabúa|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=7|útgáfudagsetning=7. febrúar 1995}}</ref>
Fyrra Téténíustríðinu lauk árið 1996 þegar [[Aleksandr Lebed]], öryggismálastjóri Jeltsíns, samdi um frið við Téténa með friðarskilmálum sem gáfu Téténíu sjálfstæði að flestu leyti nema að nafninu til.<ref name=vísindavefurinn2/>
[[Seinna Téténíustríðið]] hófst árið 1999, á síðasta ári Jeltsíns í forsetaembætti. Rússar lýstu friðarsamningana frá 1996 ógilda eftir að skæruliðasveitir undir stjórn [[Shamíl Basajev|Shamíls Basajev]] og [[Ibn al-Khattib]] gerðu árásir á rússneska sjálfsstjórnarlýðveldið [[Dagestan]] og komu nokkrum þorpum þar undir [[Wahhabismi|wahabíska]] stjórn. Til að réttlæta stríðið var einnig vísað til hryðjuverkaárása sem gerðar höfðu verið á íbúðablokkir í [[Moskva|Moskvu]] og [[Volgodonsk]] sem Rússar sögðu téténska íslamista bera ábyrgð á. Hernaðurinn í Téténíu var enn yfirstandandi þegar Jeltsín lét af forsetaembætti í lok ársins 1999.<ref name=vísindavefurinn2/>
===Forsetakosningarnar 1996===
[[Mynd:Boris Yeltsin 4 April 1996.jpg|thumb|right|Jeltsín á kosningafundi árið 1996.]]
Jeltsín bauð sig fram til endurkjörs í fyrstu forsetakosningum Rússlands frá falli Sovétríkjanna árið 1996. Helsti andstæðingur hans í kosningunum var [[Gennadíj Zjúganov]], frambjóðandi [[Kommúnistaflokkur rússneska sambandsríkisins|Kommúnistaflokks rússneska sambandsríkisins]], sem gagnrýndi Jeltsín án afláts fyrir hlutverk hans í hruni Sovétríkjanna og fyrir misheppnaðar efnahagsumbætur hans.<ref>{{Tímarit.is|2939561|Boðar ný Sovétríki undir hamar og sigð|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=44|útgáfudagsetning=20. apríl 1996}}</ref> Jeltsín var þegar rúinn vinsældum árið 1996 og því voru kosningarnar taldar tvísýnar og Zjúganov mældist lengi með forskot á forsetann í skoðanakönnunum. [[Bandaríkin]] og hin [[Vesturlönd|Vesturveldin]] studdu endurkjör Jeltsíns opinskátt þar sem þau vildu ekki að kommúnistar kæmust aftur til valda í Rússlandi.<ref>{{Tímarit.is|6968225|Ekki um eiginlega kosningabaráttu að ræða í Rússlandi|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=18|útgáfudagsetning=16. mars 2018|höfundur=Anna Lilja Þórisdóttir}}</ref>
Þrátt fyrir óvinsældir Jeltsíns bætti hann stöðu sína gagnvart Zjúganov nokkuð í aðdraganda kosninganna.<ref>{{Tímarit.is|1856041|Harmar samstöðuskort lýðræðisafla|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=16|útgáfudagsetning=15. júní 1996}}</ref> Í kosningunum þann 16. júní 1996 fékk Jeltsín 35% atkvæða en Zjúganov 32%. Þar sem enginn hlaut meirihluta atkvæða varð að kalla til annarrar kosningaumferðar í fyrsta og eina skipti í sögu Rússlands.<ref>{{Tímarit.is|1857315|Þátttaka talin ráða úrslitum|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=15|útgáfudagsetning=3. júlí 1996|höfundur=Ásgeir Sverrisson}}</ref> Í seinni kosningaumferðinni þann 3. júlí sigraði Jeltsín Zjúganov með um þrettán prósenta mun. Jeltsín naut aðstoðar bandarískra kosningaráðgjafa úr kosningateymi [[Bill Clinton|Bills Clinton]] Bandaríkjaforseta í baráttu sinni fyrir endurkjöri. Þeir beindu athygli kjósenda frá Jeltsín sjálfum og lögðu áherslu á að hann væri sá eini sem gæti komið í veg fyrir afturhvarf til kommúnisma.<ref>{{Tímarit.is|1857848|Bandarískir ráðgjafar lykilmenn í kosningabaráttu Jeltsíns|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=23|útgáfudagsetning=11. júlí 1996}}</ref>
Deilt hefur verið um hvort Jeltsín hafi haft rangt við í forsetakosningunum. Árið 2012 sagði [[Dmítríj Medvedev]], þáverandi forseti Rússlands, á fundi með fulltrúum rússnesku stjórnarandstöðunnar, um kosningarnar 1996: „Það leikur varla nokkur vafi á því hver vann kosningarnar. Það var ekki Borís Níkolajevítsj Jeltsín.“<ref>{{Vefheimild|titill=Rewriting Russian History: Did Boris Yeltsin Steal the 1996 Presidential Election?|url=http://content.time.com/time/world/article/0,8599,2107565,00.html|útgefandi=''[[Time]]''|ár=2012|mánuður=24. febrúar|tungumál=enska|höfundur=Simon Shuster|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref>
===Upphefð Pútíns og afsögn Jeltsíns===
Jeltsín var orðinn afar óvinsæll stjórnandi á síðustu árum sínum í embætti. Rússar kenndu honum um spillingu, slæmt efnahagsástand og áframhaldandi ófrið í Téténíu, auk þess sem almenn tilfinning var um að Rússland hefði glatað stórveldisstöðu sinni á alþjóðasenunni með falli Sovétríkjanna. Árið 1998 reið [[Fjármálakreppan í Rússlandi 1998|efnahagskreppa yfir Rússland]] sem leiddi til greiðslufalls á ríkisskuldum landsins og olli verulegum hræringum á alþjóðamörkuðum.<ref>{{Vefheimild|titill=Áhyggjur af greiðslugetu Rússlands|url=https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2008/10/24/ahyggjur_af_greidslugetu_russlands/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2008|mánuður=24. október|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=1. apríl}}</ref>
Þar sem útséð þótti að Jeltsín myndi ekki gegna þriðja kjörtímabili sem forseti fóru bandamenn hans að svipast eftir sigurvænlegum frambjóðanda sem gæti tekið við af honum og hlíft valdaklíkunni við spillingarákærum.<ref>{{Vefheimild|titill=Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|url=https://www.visir.is/g/20222235430d/ur-leynithjonustunni-i-forsetahollina|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=16. mars}}</ref> Sagt er að ólígarkinn [[Borís Berezovskíj]] hafi fyrstur stungið upp á [[Vladímír Pútín]], sem þá var forstjóri leyniþjónustunnar [[FSB]], sem rétta manninum í starfið.<ref>{{Vísindavefurinn|28941|Hvað getið þið sagt mér um Vladimír Pútín?}}</ref>
Jeltsín útnefndi Pútín nýjan forsætisráðherra í ágúst árið 1999 og lýsti því jafnframt yfir að hann vildi að Pútín yrði eftirmaður sinn á forsetastól.<ref>{{Tímarit.is|2988013|Krónprinsinn Vladímír Pútín |útgáfudagsetning=10. ágúst 1999|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=8}}</ref> Seinna Téténíustríðið hófst á svipuðum tíma og Pútín varð forsætisráðherra og hann náði fljótt vinsældum meðal Rússa með óbilgirni sinni gagnvart Téténum. Á gamlársdag 1999 sagði Jeltsín óvænt af sér sem forseti og Pútín varð þannig starfandi forseti Rússlands fram að kosningum. Eitt af því fyrsta sem Pútín gerði í forsetaembætti var að veita Jeltsín og bandamönnum hans sakaruppgjöf til að vernda þá gegn hugsanlegri lögsókn.<ref>{{Tímarit.is|3710738|Rússland, Rússland|útgáfudagsetning=18. desember 2003|blað=[[Fréttablaðið]]|blaðsíða=22|höfundur=[[Þorvaldur Gylfason]]}}</ref>
==Dauði==
Borís Jeltsín lést úr hjartaslagi á sjúkrahúsi í Moskvu þann 23. apríl 2007, þá 76 ára gamall. Vladímír Pútín lýsti yfir þjóðarsorg á útfarardegi Jeltsíns tveimur dögum síðar.<ref>{{Tímarit.is|4159479|Bera Boris Jeltsín vel söguna|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Steinþór Guðbjartsson|blaðsíða=14|útgáfudagsetning=24. apríl 2007}}</ref>
==Áfengisvandi Jeltsíns==
Jeltsín var alræmdur fyrir [[Alkóhólismi|óhóflegan drykkjuskap]] og fyrir að birtast oft ölvaður við opinberar athafnir. Í endurminningum sínum frá árinu 1997 minntist lífvörður Jeltsíns, [[Aleksandr Korzhakov]], þess meðal annars að Jeltsín hefði drukkið sig fullan í heimsókn hjá [[Bill Clinton]] Bandaríkjaforseta í [[Washington, D.C.|Washington]] í september 1994.<ref>{{Tímarit.is|1885075|Lífvörður Jeltsíns leysir frá skjóðunni|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=6|útgáfudagsetning=17. ágúst 1997}}</ref> Ómögulegt hafi verið að halda víni frá Jeltsín þrátt fyrir að hann ætti við alvarlega hjartagalla að stríða. Á leiðinni heim til Rússlands var áætlað að Jeltsín hefði viðkomu á [[Írska lýðveldið|Írlandi]] til að funda með [[Albert Reynolds]] forsætisráðherra. Í fluginu olli ofdrykkjan því hins vegar að Jeltsín féll í dá vegna [[hjartaslag]]s. Því varð Reynolds að bíða í fjörutíu mínútur á meðan flugvél Jeltsíns hringsólaði yfir Shannon-flugvelli svo hægt væri að gefa Jeltsín lyf og öndunarhjálp. Þegar Jeltsín náði meðvitund krafðist hann þess að fá samt að hitta Reynolds en fylgdarlið hans neitaði að hleypa honum úr vélinni og sendi hans í stað aðstoðarforsætisráðherrann [[Oleg Soskovets]].<ref>{{Tímarit.is|2958064|Þjónninn hafði varla undan að fylla glasið|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=27|útgáfudagsetning=16. ágúst 1997}}</ref>
Bill Clinton sagði síðar frá því að þegar Jeltsín kom í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna árið 1995 hafi leyniþjónustumenn komið að Jeltsín blindfullum og á nærbuxunum fyrir utan bústað sinn í [[Hvíta húsið|Hvíta húsinu]], þar sem hann var að reyna að ná leigubíl svo hann gæti fengið sér pizzu.<ref>{{Vefheimild|titill=Jeltsín, Reagan og Michael Douglas á HM|url=https://kjarninn.is/greinasafn/jeltsin-reagan-og-michael-douglas-a-hm/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|ár=2014|mánuður=6. júlí|höfundur=Þórður Snær Júlíusson|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forseti Rússlands]]
| frá = [[10. júlí]] [[1991]]
| til = [[31. desember]] [[1999]]
| fyrir = Fyrstur í embætti
| eftir = [[Vladímír Pútín]]
}}
{{Töfluendir}}
{{fde|1931|2007|Jeltsín, Borís}}
{{DEFAULTSORT:Jeltsín, Borís}}
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
[[Flokkur:Forsetar Rússlands]]
[[Flokkur:Sovéskir stjórnmálamenn]]
f4l3trrolqt9f9h3jlwbpg4cmdxlkkp
Ingvar Gíslason
0
42586
1765312
1645033
2022-08-19T07:52:27Z
Svavar Kjarrval
98
Andlát 17. ágúst 2022, sbr. https://www.visir.is/g/20222299656d/ingvar-gisla-son-er-latinn
wikitext
text/x-wiki
'''Ingvar Gíslason''' (f. 28. mars 1926, d. 17. ágúst 2022) var [[Alþingismaður]] fyrir [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] á árunum [[1961]] til [[1987]]. Hann starfaði sem [[Menntamálaráðherrar á Íslandi|Menntamálaráðherra]] í [[Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens]] og var formaður þingflokks Framsóknarflokksins [[1979]] til [[1980]].
== Sjá nánar ==
* [[Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens]]
* [[Framsóknarflokkurinn]]
{{Stubbur|æviágrip}}
{{f|1926}}
{{d|2022}}
{{Ráðuneyti Gunnars Thoroddsens}}
[[Flokkur:Íslenskir stjórnmálamenn]]
[[Flokkur:Menntamálaráðherrar Íslands]]
[[Flokkur:Þingmenn Framsóknarflokksins]]
[[Flokkur:Fyrrum Alþingismenn]]
dsxdutb6dwu00u910notsri148spih4
1. deild karla í knattspyrnu 1976
0
44242
1765345
1379255
2022-08-19T11:58:01Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
Árið 1976 var Íslandsmótið í knattspyrnu haldið í 65. skipti. [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]] vann sinn 15. titil. níu lið tóku þátt; [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Íþróttabandalag Akureyrar|ÍBA]], [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]] og [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingur]]. Þetta ár var deildin stækkuð í 10 lið og hélt þeirri stærð til ársins [[Landsbankadeild karla 2007|2007]]. Liðið sem lenti í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar spilaði leik gegn liðinu sem lenti í 2. sæti í 2. deild um það hvort liðið spilaði í úrvalsdeild á næsta ári.
== Loka staða deildarinnar ==
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=130|Athugasemd
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Valur.png|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]||16||10||5||1||45||14||+31||'''25'''
| align="center" rowspan="1"| [[Meistaradeild Evrópu]]
|-
|2||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]||16||10||4||2||30||16||+14||'''24'''
| align="center" rowspan="2"| [[Evrópubikarinn]]
|-
|3||[[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]]||[[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]]||16||8||5||3||27||19||+8||'''21'''
|-
|4||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingur]]||16||8||2||6||22||21||+1||'''18'''
|-
|5||[[Mynd:Breidablik.png|20px]]||[[Breiðablik UBK|Breiðablik]]||16||8||2||6||21||22||-1||'''18'''
|-
|6||[[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]]||[[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]||16||6||3||7||22||23||-1||'''15'''
|-
|7||[[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]]||[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]]||16||3||5||8||20||23||-3||'''11'''
|-
|8||[[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]]||[[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]]||16||2||4||10||11||31||-20||'''8'''
|-
|-style="background:#F34723;"
|9||[[Mynd:Þróttur R..png|20px]]||[[Þróttur]]||16||1||2||13||10||39||-29||'''5'''
|-
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
Liðið sem lennti í neðsta sæti Úrvalsdeildarinnar spilaði leik gegn liðinu sem lenti í 2. sæti í 2. deild um það hvort liðið spilaði í Úrvalsdeild á næsta ári. Það voru [[Þór Akureyri|Þór]] úr 2. deild og [[Þróttur]] sem spiluðu um það sæti.
[[Mynd:Þór.png|20px]] [[Þór Akureyri|Þór]] 2 - 0 [[Þróttur]] [[Mynd:Þróttur R..png|20px]]
=== Töfluyfirlit ===
{{Töfluyfirlit í knattspyrnuleikjum op |lið=
|[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]]|[[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]]|[[Mynd:Breidablik.png|20px]]|[[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]]|[[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]]|[[Mynd:Valur.png|20px]]|[[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]]|[[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]]|[[Mynd:Þróttur R..png|20px]]}}
{{Töfluyfirlit í knattspyrnuleikjum |[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]|XXX|2-1|3-0|2-1|1-1|1-1|1-2|3-2|1-0}}
{{Töfluyfirlit í knattspyrnuleikjum |[[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]]|1-2|XXX|0-1|0-0|0-2|0-5|0-0|1-2|1-2}}
{{Töfluyfirlit í knattspyrnuleikjum |[[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik UBK|Breiðablik]]|0-1|3-1|XXX|3-1|0-0|2-4|0-3|3-1|3-2}}
{{Töfluyfirlit í knattspyrnuleikjum |[[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Keflavik ÍF|Keflavík]]|0-1|6-1|1-2|XXX|1-0|1-0|2-2|1-1|2-1}}
{{Töfluyfirlit í knattspyrnuleikjum |[[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]]|3-4|0-1|0-1|1-2|XXX|1-1|1-3|1-2|4-1}}
{{Töfluyfirlit í knattspyrnuleikjum |[[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]|1-1|5-1|1-1|2-0|2-2|XXX|6-1|3-0|2-0}}
{{Töfluyfirlit í knattspyrnuleikjum |[[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]]|1-1|1-1|2-0|4-1|2-1|1-3|XXX|0-1|1-0}}
{{Töfluyfirlit í knattspyrnuleikjum |[[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingur]]|2-0|0-0|1-0|2-1|1-2|2-3|0-3|XXX|3-0}}
{{Töfluyfirlit í knattspyrnuleikjum |[[Mynd:Þróttur R..png|20px]] [[Þróttur]]|0-6|0-2|1-2|1-2|1-1|0-6|1-1|0-2|XXX}}
|}
{{Töfluyfirlit í knattspyrnuleikjum lok}}
== Markahæstu menn ==
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=130|Leikmaður
|-
|16||[[Mynd:Valur.png|20px]]||Ingi Björn Albertsson
|-
|11||[[Mynd:Valur.png|20px]]||[[Hermann Gunnarsson]]
|-
|11||[[Mynd:Valur.png|20px]]||Guðmundur Þorbjörnsson
|-
|10||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]]||Kristinn Jörundsson
|-
|9||[[Mynd:Breidablik.png|20px]]||Hinrik Þórhallsson
|-
|}
Skoruð voru 208 mörk, eða 2,889 mörk að meðaltali í leik.
== Félagabreytingar ==
=== Félagabreytingar í upphafi tímabils ===
==== Upp í Úrvalsdeild karla ====
* [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik UBK|Breiðablik]]
* [[Mynd:Þróttur R..png|20px]] [[Þróttur]]
==== Niður í 2. deild karla ====
* [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]]
=== Félagabreytingar í lok tímabils ===
==== Upp í Úrvalsdeild karla ====
* [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]]
* [[Mynd:Þór.png|20px]] [[Þór Akureyri|Þór]]
==== Niður í 2. deild karla ====
* [[Mynd:Þróttur R..png|20px]] [[Þróttur]]
== Úrslit [[VISA-bikar karla|deildarbikarsins]] ==
[[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]] 3 - 0 [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]] [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]]
{| class="wikitable" style="text-align: center; mArgin: 0 auto;"
|-
!Sigurvegari úrvalsdeildar 1976
|-
|-
|[[Mynd:Valur.png|100px|Valur]]<br />'''[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]'''<br />'''15. Titill'''
|}
{{röð
| listi = [[Landsbankadeild karla|Úrvalsdeild]]
| fyrir = [[Úrvalsdeild karla 1975]]
| eftir = [[Úrvalsdeild karla 1977]]
}}
{{Leiktímabil í knattspyrnu karla}}
== Heimild ==
* http://www.rsssf.com/tablesi/ijshist.html
* http://www.rsssf.com/tablesi/ijstops.html
[[Flokkur:Úrvalsdeildir karla í knattspyrnu á Íslandi]]
12q6dzqz71ww887xahky7j1kfiu7492
Al-Kaída
0
53799
1765255
1763466
2022-08-18T17:19:13Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
'''Al-Kaída''' ([[arabíska]]: ''al-Qaeda'', القاعدة, á íslensku: „''bækistöðin''“ eða „grunnurinn“) eru íslömsk hryðjuverkasamtök súnní-múslima, sem voru stofnuð af sádi-arabanum [[Osama bin Laden]] (f.1957 - d.2011) í [[Afganistan]] árið 1988. Yfirlýst markmið samtakanna er að koma á fót „ríki múslima“ eða „íslömsku ríki“ um allan heim.
Samtökin báru ábyrgð á [[hryðjuverkin 11. september 2001|hryðjuverkunum 11. september 2001]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Hryðjuverkin 7. júlí 2005|hryðjuverkunum 7. júlí 2005]] á [[Bretland]]i.
Al-Kaída rekur stórt net hryðjuverkahópa og útvegar fjármagn, mannafla, flutninga, þjálfun o.fl. fyrir hryðjuverkamenn múslima um allan heim. Árið 1998 gaf Osama bin Laden út stríðsyfirlýsingu gegn Bandaríkjunum og Vesturlöndum þar sem segir að það sé skylda allra múslima að drepa bandaríska þegna, hermenn og almenna borgara og bandamenn þeirra.
Fimm múslimar sem voru ákærðir fyrir að aðstoða við árásir Al-Kaída á New York þann 11. september 2001 svöruðu ákærum með því að segjast vinna samkvæmt boði Allah og vitnuðu í 9. kafla Kóranins þar sem segir að múslimar skuli drepa „heiðingjana“ og „vantrúaða“ hvar sem til þeirra náist.<ref>Robert Spencer, ''Latest Jihad Plot Shows Need to Know Koran'', Human Events, 24.9.2009,</ref>
Osama bin Laden var felldur í [[Pakistan]] árið 2011 af bandaríska hernum. Hann hafði þá verið búsettur í stóru einbýlishúsi nærri herstöð pakistanska hersins í mörg ár, ásamt konum sínum og börnum.
Eftir dauða Osama bin Laden varð nýr leiðtogi Al-Kaída [[Ayman al-Zawahiri]]. Al-Zawahiri var augnlæknir og einn af stofnendum egypska hryðjuverkahópsins ''[[Islamic Jihad]]'' og var andlegur leiðtogi Al-Kaída í valdatíð Osama bin Laden. Sumir telja að Al-Zawahiri hafi verið helsti skipuleggjandi hryðjuverkanna á Bandaríkin 11. september árið 2001. Al-Zawahiri hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir sinn þátt í sprengjuárás á bandarískt sendiráð í Afríku árið 1998 og var dæmdur til dauða í Egyptalandi fyrir þátttöku sína í ''Islamic Jihad'' þar í landi. Al-Zawahiri var drepinn af bandaríska hernum í Afganistan árið 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=Bandaríkjamenn felldu leiðtoga al-Kaída|url=https://www.ruv.is/frett/2022/08/01/bandarikjamenn-felldu-leidtoga-al-kaida|útgefandi=RÚV|ár=2022|mánuður=1. ágúst|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=1. ágúst|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist|1}}
==Heimildir==
* “''The Noble Qur’an''”, Kóran-texti á vefsíðu quran.com, á ensku og arabísku. Enski textinn er fenginn úr “Sahih International” þýðingunni.
* J. Millard Burr, Robert O. Collins, "''Alms for Jihad, Charity and Terrorism in the Islamic World''", Cambridge University Press, Cambridge, 2006.
* Daniel Byman, "''Al Qaeda, The Islamic State, and the global Jihadist Movement, What everyone needs to know''", Oxford University Press, 2015.
{{stubbur}}
{{s|1988}}
[[Flokkur:Al-Kaída| ]]
[[Flokkur:Hryðjuverkasamtök]]
[[Flokkur:Jihad]]
oi1zp5tlgkzrunpvuxeyh2zjev164w6
1765256
1765255
2022-08-18T17:28:17Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Félagasamtök
|nafn =Al-Kaída<br>القاعدة
|bakgrunnslitur =
|mynd =Flag of Jihad.svg
|myndaheiti ={{small|Fáni [[jihad]]sins, sem ýmsar deildir Al-Kaída notast við.}}
|skammstöfun=
|einkennisorð=
|undanfari=
|framhald=
|stofnun= {{start date and age|1988}}
|gerð=
|staða=
|markmið=
|höfuðstöðvar=
|staðsetning=Á heimsvísu, stjórnar landsvæði í [[Malí]], [[Sómalía|Sómalíu]] og [[Jemen]].
|markaðsvæði=
|meðlimir=
|tungumál=
|leader_title = Leiðtogi
|leader_name = [[Osama bin Laden]] {{KIA}} (1988–2011)<br>[[Ayman al-Zawahiri]] {{KIA}} (2011–2022)
|hugmyndafræði=Íslömsk einingarstefna, [[wahhabismi]],
|lykilmenn=
|móðurfélag=
|fjöldi starfsfólks=
|fjöldi sjálfboðaliða=
|vefsíða=
}}
'''Al-Kaída''' ([[arabíska]]: ''al-Qaeda'', القاعدة, á íslensku: „''bækistöðin''“ eða „grunnurinn“) eru íslömsk hryðjuverkasamtök súnní-múslima, sem voru stofnuð af sádi-arabanum [[Osama bin Laden]] (f.1957 - d.2011) í [[Afganistan]] árið 1988. Yfirlýst markmið samtakanna er að koma á fót „ríki múslima“ eða „íslömsku ríki“ um allan heim.
Samtökin báru ábyrgð á [[hryðjuverkin 11. september 2001|hryðjuverkunum 11. september 2001]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Hryðjuverkin 7. júlí 2005|hryðjuverkunum 7. júlí 2005]] á [[Bretland]]i.
Al-Kaída rekur stórt net hryðjuverkahópa og útvegar fjármagn, mannafla, flutninga, þjálfun o.fl. fyrir hryðjuverkamenn múslima um allan heim. Árið 1998 gaf Osama bin Laden út stríðsyfirlýsingu gegn Bandaríkjunum og Vesturlöndum þar sem segir að það sé skylda allra múslima að drepa bandaríska þegna, hermenn og almenna borgara og bandamenn þeirra.
Fimm múslimar sem voru ákærðir fyrir að aðstoða við árásir Al-Kaída á New York þann 11. september 2001 svöruðu ákærum með því að segjast vinna samkvæmt boði Allah og vitnuðu í 9. kafla Kóranins þar sem segir að múslimar skuli drepa „heiðingjana“ og „vantrúaða“ hvar sem til þeirra náist.<ref>Robert Spencer, ''Latest Jihad Plot Shows Need to Know Koran'', Human Events, 24.9.2009,</ref>
Osama bin Laden var felldur í [[Pakistan]] árið 2011 af bandaríska hernum. Hann hafði þá verið búsettur í stóru einbýlishúsi nærri herstöð pakistanska hersins í mörg ár, ásamt konum sínum og börnum.
Eftir dauða Osama bin Laden varð nýr leiðtogi Al-Kaída [[Ayman al-Zawahiri]]. Al-Zawahiri var augnlæknir og einn af stofnendum egypska hryðjuverkahópsins ''[[Islamic Jihad]]'' og var andlegur leiðtogi Al-Kaída í valdatíð Osama bin Laden. Sumir telja að Al-Zawahiri hafi verið helsti skipuleggjandi hryðjuverkanna á Bandaríkin 11. september árið 2001. Al-Zawahiri hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir sinn þátt í sprengjuárás á bandarískt sendiráð í Afríku árið 1998 og var dæmdur til dauða í Egyptalandi fyrir þátttöku sína í ''Islamic Jihad'' þar í landi. Al-Zawahiri var drepinn af bandaríska hernum í Afganistan árið 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=Bandaríkjamenn felldu leiðtoga al-Kaída|url=https://www.ruv.is/frett/2022/08/01/bandarikjamenn-felldu-leidtoga-al-kaida|útgefandi=RÚV|ár=2022|mánuður=1. ágúst|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=1. ágúst|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist|1}}
==Heimildir==
* “''The Noble Qur’an''”, Kóran-texti á vefsíðu quran.com, á ensku og arabísku. Enski textinn er fenginn úr “Sahih International” þýðingunni.
* J. Millard Burr, Robert O. Collins, "''Alms for Jihad, Charity and Terrorism in the Islamic World''", Cambridge University Press, Cambridge, 2006.
* Daniel Byman, "''Al Qaeda, The Islamic State, and the global Jihadist Movement, What everyone needs to know''", Oxford University Press, 2015.
{{stubbur}}
{{s|1988}}
[[Flokkur:Al-Kaída| ]]
[[Flokkur:Hryðjuverkasamtök]]
[[Flokkur:Jihad]]
jlwt2qwohl43o4lpud1c9d2o8kvt7is
Sevilla
0
56128
1765286
1668520
2022-08-18T22:04:00Z
Slubbislen
42140
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Collagesevilla.jpg|thumb|Sevilla.]]
[[Mynd:Calatrava Puente del Alamillo Seville.jpg|thumb|250px|[[Puente del Alamillo|Alamillo-brúin]] yfir [[Guadalquivir]].]]
[[Mynd:Distritos Sevilla.svg|thumb|Hverfi Sevilla.]]
'''Sevilla''' er borg á [[Spánn|Spáni]] og er fjórða stærsta borg landsins. Sevilla er miðstöð menningar, lista og fjársýslu á Suður-Spáni. Hún er höfuðborg [[Andalúsía|Andalúsíu]] og [[Sevilla (hérað)|Sevilla-héraðs]]. Borgin liggur á sléttu við ána [[Guadalquivir]]. Íbúar borgarinnar voru 704.414 árið 2011 en á stórborgarsvæðinu býr rúmlega 1,5 milljón. Á spænsku eru íbúar borgarinnar kallaðir ''sevillanos'' (kk) eða ''sevillanas'' (kvk). Sumrin eru heit í borginni og fer hiti oft yfir 35 gráður. Meðalhiti í júlí og ágúst er um 28 gráður.
Í miðborg Sevilla eru þrír staðir á minjaskrá [[UNESCO]]: [[Alcázar-höllin]], [[Dómkirkja Sevilla|dómkirkjan]] og skjalasafn Vestur-Indía. Höfn er í borginni á ánni Guadalquivir og er það eina höfnin sem er á fljóti á Spáni. Höfnin var mikilvæg á nýlendutíma Spánverja og hafði um tíma einokun á vörum frá nýlendum. Í dómkirkjunni er að finna gröf landkönnuðarins Kristófers Kólumbusar.
Knattspyrnulið borgarinnar eru [[Real Betis]] og [[Sevilla F.C.]].
==Tenglar==
* [https://timarit.is/page/4724799?iabr=on#page/n38/mode/1up/search/sigurður%20s%C3%ADvertsen Klukkurnar í Sevilla;] Magnús Jónsson, Kirkjuritið janúar 1935, bls. 27–37.
[[Flokkur:Borgir í Andalúsíu]]
plsx8p44fmq9zqw35tm92cg29p7msh9
Heims um ból
0
56192
1765316
1706741
2022-08-19T09:10:31Z
78.29.113.20
addition
wikitext
text/x-wiki
'''Heims um ból''' er frumortur jólasálmur eftir [[Sveinbjörn Egilsson]]. ''Heims um ból'' er þó oftast sunginn við sama lag og hið fræga jólakvæði ''Stille Nacht! Heilige Nacht!'' og því hefur sá misskilningur komið upp að ''Heims um ból'' sé [[þýðing]], en svo er ekki. Hinn upprunalegi ''Stille Nacht'' er eftir séra [[Joseph Mohr]] og lagið eftir organistann [[Franz Gruber]] og var hvortveggja samið árið [[1818]]. [[Matthías Jochumsson]] þýddi sálminn á [[Íslenska|íslensku]] og heitir þýðing hans: ''Hljóða nótt, heilaga nótt''. En kvæði Sveinbjörns er þó lang oftast sungið við lag Franz Gruber eins og áður sagði.
== Heims um ból ==
:Heims um ból, helg eru jól,
:signuð mær son Guðs ól,
:frelsun mannanna, frelsisins lind,
:frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind
:<nowiki>:/: meinvill í myrkrunum lá. :/:</nowiki>
:Heimi í hátíð er ný,
:himneskt ljós lýsir ský,
:liggur í jötunni lávarður heims,
:lifandi brunnur hins andlega seims,
:<nowiki>:/: konungur lífs vors og ljóss. :/:</nowiki>
:Heyra má himnum í frá
:englasöng: Allelújá.
:Friður á jörðu því faðirinn er
:fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér
:<nowiki>:/: samastað syninum hjá. :/:</nowiki>
== Tenglar ==
* [http://www.timarit.is/?issueID=417405&pageSelected=6&lang=0 „Hvernig jólasálmurinn „Heims um ból“ varð til“, ''Lesbók Morgunblaðsins'' 1943]
* [http://www.timarit.is/?issueID=419015&pageSelected=4&lang=0 „Um uppruna nokkurra sígildra jólasálma“, ''Lesbók Morgunblaðsins'' 1964]
* {{Vísindavefurinn|4676|Hvað merkja orðin 'Heims um ból'?}}
* {{Vísindavefurinn|5706|Hvað þýðir 'meinvill' í sálminum Heims um ból?}}
* {{Vísindavefurinn|6423|Hvað þýðir 'tilreiðir sér' í sálminum Heims um ból?}}
* [https://www.youtube.com/watch?v=6zUIrKa1lkA Jólagestir Björgvins - Heims um ból (2017)]
* [https://www.youtube.com/watch?v=LSMcOLs9tsE&list=OLAK5uy_n1sOvq1nlN_giCR8qnoCQ_gLsCFe3oR5w&index=86 100 íslensk jólalög Kristján Jóhannsson - Heims um ból (2006)]
* [https://www.youtube.com/watch?v=U_uzsb5Txd0 Jóhanna Guðrún - Heims um ból (2002)]
* [https://www.youtube.com/watch?v=uKFda4u0Lrg Jóhanna Guðrún - Heims um ból (2016)]
* [https://www.youtube.com/watch?v=MYLTneKMwVU Jóhanna Guðrún - Heims um ból (2011)]
* [https://www.youtube.com/watch?v=DjqUESIFn-M Mótettukórinn og Kristján Jóhannsson - Heims um ból (1997)]
* [https://www.youtube.com/watch?v=tzSDvQeWGr0 Þór Breiðfjörð - Heims um ból (2015)]
* [https://www.youtube.com/watch?v=pkGBJZNtwt4 Hera Björk - Heims um ból (2017)]
* [https://www.youtube.com/watch?v=Y94FKVU6Vnc&list=OLAK5uy_n1sOvq1nlN_giCR8qnoCQ_gLsCFe3oR5w&index=53 100 íslensk jólalög - Jólaklukkur (2006)]
{{Stubbur|Bókmenntir}}
[[Flokkur:Ljóð]]
b3oi6mq7c8o8wy5uf993z01yzyju7wq
1765320
1765316
2022-08-19T10:28:26Z
Berserkur
10188
Tók aftur breytingar [[Special:Contributions/78.29.113.20|78.29.113.20]] ([[User talk:78.29.113.20|spjall]]), breytt til síðustu útgáfu [[User:Manneskja|Manneskja]]
wikitext
text/x-wiki
'''Heims um ból''' er frumortur jólasálmur eftir [[Sveinbjörn Egilsson]]. ''Heims um ból'' er þó oftast sunginn við sama lag og hið fræga jólakvæði ''Stille Nacht! Heilige Nacht!'' og því hefur sá misskilningur komið upp að ''Heims um ból'' sé [[þýðing]], en svo er ekki. Hinn upprunalegi ''Stille Nacht'' er eftir séra [[Joseph Mohr]] og lagið eftir organistann [[Franz Gruber]] og var hvortveggja samið árið [[1818]]. [[Matthías Jochumsson]] þýddi sálminn á [[Íslenska|íslensku]] og heitir þýðing hans: ''Hljóða nótt, heilaga nótt''. En kvæði Sveinbjörns er þó lang oftast sungið við lag Franz Gruber eins og áður sagði.
== Heims um ból ==
:Heims um ból, helg eru jól,
:signuð mær son Guðs ól,
:frelsun mannanna, frelsisins lind,
:frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind
:<nowiki>:/: meinvill í myrkrunum lá. :/:</nowiki>
:Heimi í hátíð er ný,
:himneskt ljós lýsir ský,
:liggur í jötunni lávarður heims,
:lifandi brunnur hins andlega seims,
:<nowiki>:/: konungur lífs vors og ljóss. :/:</nowiki>
:Heyra má himnum í frá
:englasöng: Allelújá.
:Friður á jörðu því faðirinn er
:fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér
:<nowiki>:/: samastað syninum hjá. :/:</nowiki>
== Tenglar ==
* [http://www.timarit.is/?issueID=417405&pageSelected=6&lang=0 „Hvernig jólasálmurinn „Heims um ból“ varð til“, ''Lesbók Morgunblaðsins'' 1943]
* [http://www.timarit.is/?issueID=419015&pageSelected=4&lang=0 „Um uppruna nokkurra sígildra jólasálma“, ''Lesbók Morgunblaðsins'' 1964]
* {{Vísindavefurinn|4676|Hvað merkja orðin 'Heims um ból'?}}
* {{Vísindavefurinn|5706|Hvað þýðir 'meinvill' í sálminum Heims um ból?}}
* {{Vísindavefurinn|6423|Hvað þýðir 'tilreiðir sér' í sálminum Heims um ból?}}
{{Stubbur|Bókmenntir}}
[[Flokkur:Ljóð]]
5638iddtfbuufyr2m8n6fz0m0xk9uin
Gaius Sempronius Gracchus
0
56853
1765247
1524650
2022-08-18T16:21:59Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Eugene Guillaume - the Gracchi.jpg|thumb|350px|Gracchusarbræður, brjóstmynd frá 19. öld.]]
'''Gaius Sempronius Gracchus''' ([[latína]]: <small>CAIVS·SEMPRONIVS·TIBERII·FILIVS·PVBLII·NEPOS·GRACCVS</small>) ([[153 f.Kr.]] – [[121 f.Kr.]]) var [[Rómaveldi|rómverskur]] stjórnmálamaður. Hann var yngri bróðir stjórnmálamannsins [[Tiberius Sempronius Gracchus|Tiberiusar Gracchusar]]. Líkt og bróðir hans reyndi Gaius Gracchus að koma til leiðar ýmsum félagslegum umbótum í óþökk yfirstéttarinnar og leiddi það að endingu til dauða hans.
Gaius Gracchus var sonur Tiberiusar Gracchusar eldri og Corneliu Africana, en hún var dóttir [[Scipio Africanus|Scipios Africanusar]]. Gaius var níu árum yngri en bróðir sinn, Tiberius, og tók sín fyrstu skref í stjórnmálalífi [[Róm]]aborgar þegar hann aðstoðaði bróður sinn við umbætur í jarðamálum. Eftir morðið á Tiberiusi varð Gaius kvestor á [[Sardinía|Sardiníu]] um tíma. Árið 123 f.Kr. var hann kjörinn Alþýðuforingi (''Tribunus plebis'') fyrir árið 122 f.Kr. Þær þjóðfélagsumbætur sem Gaius réðst í voru umfangsmeiri en þær sem bróðir hans hafði staðið fyrir og oft var þeim beint að þeim sem stóðu fyrir morðinu á Tiberiusi. Meðal annars lét Gaius setja lög sem gerðu fólki kleyft að lögsækja embættismenn sem höfðu sent menn í útlegð, en margir af stuðningsmönnum Tiberiusar höfðu verið sendir í útlegð. Einnig hélt hann áfram umbótum Tiberiusar í jarðamálum. Árið 122 f.Kr. var Gaius aftur kosinn Alþýðuforingi, fyrir árið 121 f.Kr., þó svo að hann hafi ekki verið í framboði og ekki sóst eftir embættinu. Öldungaráðið óttaðist völd og vinsældir Gaiusar ekki síður en það hafði óttast bróður hans. Öldungaráðsmenn og fylgismenn þeirra og reyndu því að grafa undan trausti almennings á Gaiusi og reyndu einnig að bæta eign ímynd með því að setja lög sem komu almenningi vel. Að lokum kom til átaka milli fylkingar Gaiusar og fylkingar öldungaráðsins, á Forum Romanum. Gaius flúði átökin og framdi sjálfsmorð stuttu síðar.
== Tengill ==
* {{Vísindavefurinn|6901|Hvað unnu Gracchusarbræður sér helst til frægðar?}}
{{stubbur|fornfræði|sagnfræði}}
{{fde|153 f.Kr.|121 f.Kr.|Sempronius Gracchus, Gaius}}
[[Flokkur:Dauðsföll af völdum sjálfsmorða]]
[[Flokkur:Rómverskir stjórnmálamenn|Sempronius Gracchus, Gaius]]
hd5v8yauur2pur9cssmvmjyb2k3b8xf
Nice
0
62890
1765284
1763655
2022-08-18T21:51:54Z
Slubbislen
42140
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Galerie Nice.jpg|thumb|Nice.]]
[[Mynd:Harbour_of_Nice_(FR-06000).jpg|thumb|right|250px|Höfnin í Nice.]]
'''Nice''' (borið fram „nís“) er borg í Suður-[[Frakkland]]i við [[Miðjarðarhafið]], milli [[Marseille]] í Frakklandi og [[Genóa]] á [[Ítalía|Ítalíu]]. Borgin er fimmta stærsta borg Frakklands með rúmlega 340 þúsund íbúa innan borgarmarkanna ([[2017]]) en tæp 1,4 milljón manns búa á stórborgarsvæðinu. Nice er vinsæll sumarleyfisstaður jafnt Frakka sem erlendra ferðamanna. Hershöfðinginn og stjórnmálamaðurinn Garibaldi, stundum kallaður landsfaðir Ítalíu, fæddist í Nice.
Nafnið kemur frá hinu gríska ''níkaíos'', sem merkir sigursæll.<ref>{{Cite web|url=https://www.etymonline.com/word/nice|title=nice {{!}} Origin and meaning of nice by Online Etymology Dictionary|website=www.etymonline.com|language=en|access-date=2021-01-23}}</ref>
== Menntun ==
* [[EDHEC Business School]]
* EPITECH
* ISEFAC Bachelor
==Íþróttir==
[[OGC Nice]] er knattspyrnulið borgarinnar.
[[Flokkur:Borgir í Frakklandi]]
[[Flokkur:Provence-Alpes-Côte d'Azur]]
[[Flokkur:Hafnarborgir]]
g87npqjrgnz007gwm8buthx3rtlcjsn
1765285
1765284
2022-08-18T21:54:52Z
Slubbislen
42140
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Galerie Nice.jpg|thumb|Nice.]]
[[Mynd:Harbour_of_Nice_(FR-06000).jpg|thumb|right|250px|Höfnin í Nice.]]
'''Nice''' (borið fram „nís“) eða '''Nizza''' er borg í Suður-[[Frakkland]]i við [[Miðjarðarhafið]], milli [[Marseille]] í Frakklandi og [[Genóa]] á [[Ítalía|Ítalíu]]. Borgin er fimmta stærsta borg Frakklands með rúmlega 340 þúsund íbúa innan borgarmarkanna ([[2017]]) en tæp 1,4 milljón manns búa á stórborgarsvæðinu. Nice er vinsæll sumarleyfisstaður jafnt Frakka sem erlendra ferðamanna. Hershöfðinginn og stjórnmálamaðurinn Garibaldi, stundum kallaður landsfaðir Ítalíu, fæddist í Nice.
Nafnið kemur frá hinu gríska ''níkaíos'', sem merkir sigursæll.<ref>{{Cite web|url=https://www.etymonline.com/word/nice|title=nice {{!}} Origin and meaning of nice by Online Etymology Dictionary|website=www.etymonline.com|language=en|access-date=2021-01-23}}</ref>
== Menntun ==
* [[EDHEC Business School]]
* EPITECH
* ISEFAC Bachelor
==Íþróttir==
[[OGC Nice]] er knattspyrnulið borgarinnar.
[[Flokkur:Borgir í Frakklandi]]
[[Flokkur:Provence-Alpes-Côte d'Azur]]
[[Flokkur:Hafnarborgir]]
1sxt65b9ecv48da978qajm0l1a67f0q
1765287
1765285
2022-08-18T22:04:43Z
Berserkur
10188
Tek aftur breytingu 1765285 frá [[Special:Contributions/Slubbislen|Slubbislen]] ([[User talk:Slubbislen|spjall]])
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Galerie Nice.jpg|thumb|Nice.]]
[[Mynd:Harbour_of_Nice_(FR-06000).jpg|thumb|right|250px|Höfnin í Nice.]]
'''Nice''' (borið fram „nís“) er borg í Suður-[[Frakkland]]i við [[Miðjarðarhafið]], milli [[Marseille]] í Frakklandi og [[Genóa]] á [[Ítalía|Ítalíu]]. Borgin er fimmta stærsta borg Frakklands með rúmlega 340 þúsund íbúa innan borgarmarkanna ([[2017]]) en tæp 1,4 milljón manns búa á stórborgarsvæðinu. Nice er vinsæll sumarleyfisstaður jafnt Frakka sem erlendra ferðamanna. Hershöfðinginn og stjórnmálamaðurinn Garibaldi, stundum kallaður landsfaðir Ítalíu, fæddist í Nice.
Nafnið kemur frá hinu gríska ''níkaíos'', sem merkir sigursæll.<ref>{{Cite web|url=https://www.etymonline.com/word/nice|title=nice {{!}} Origin and meaning of nice by Online Etymology Dictionary|website=www.etymonline.com|language=en|access-date=2021-01-23}}</ref>
== Menntun ==
* [[EDHEC Business School]]
* EPITECH
* ISEFAC Bachelor
==Íþróttir==
[[OGC Nice]] er knattspyrnulið borgarinnar.
[[Flokkur:Borgir í Frakklandi]]
[[Flokkur:Provence-Alpes-Côte d'Azur]]
[[Flokkur:Hafnarborgir]]
g87npqjrgnz007gwm8buthx3rtlcjsn
1765313
1765287
2022-08-19T08:28:47Z
82.221.53.156
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Galerie Nice.jpg|thumb|Nice.]]
[[Mynd:Harbour_of_Nice_(FR-06000).jpg|thumb|right|250px|Höfnin í Nice.]]
'''Nice''' (borið fram „nís“) er borg í Suður-[[Frakkland]]i við [[Miðjarðarhafið]], milli [[Marseille]] í Frakklandi og [[Genóa]] á [[Ítalía|Ítalíu]]. Borgin er fimmta stærsta borg Frakklands með rúmlega 340 þúsund íbúa innan borgarmarkanna ([[2017]]) en tæp 1,4 milljón manns búa á stórborgarsvæðinu. Nice er vinsæll sumarleyfisstaður jafnt Frakka sem erlendra ferðamanna. Hershöfðinginn og stjórnmálamaðurinn [[Garibaldi]], stundum kallaður landsfaðir Ítalíu, fæddist í Nice.
Nafnið kemur frá hinu gríska ''níkaíos'', sem merkir sigursæll.<ref>{{Cite web|url=https://www.etymonline.com/word/nice|title=nice {{!}} Origin and meaning of nice by Online Etymology Dictionary|website=www.etymonline.com|language=en|access-date=2021-01-23}}</ref>
== Menntun ==
* [[EDHEC Business School]]
* EPITECH
* ISEFAC Bachelor
==Íþróttir==
[[OGC Nice]] er knattspyrnulið borgarinnar.
[[Flokkur:Borgir í Frakklandi]]
[[Flokkur:Provence-Alpes-Côte d'Azur]]
[[Flokkur:Hafnarborgir]]
o70p61of8rwxv10d2gfkjczlescpxmg
1765314
1765313
2022-08-19T08:29:13Z
82.221.53.156
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Galerie Nice.jpg|thumb|Nice.]]
[[Mynd:Harbour_of_Nice_(FR-06000).jpg|thumb|right|250px|Höfnin í Nice.]]
'''Nice''' (borið fram „nís“) er borg í Suður-[[Frakkland]]i við [[Miðjarðarhafið]], milli [[Marseille]] í Frakklandi og [[Genóa]] á [[Ítalía|Ítalíu]]. Borgin er fimmta stærsta borg Frakklands með rúmlega 340 þúsund íbúa innan borgarmarkanna ([[2017]]) en tæp 1,4 milljón manns búa á stórborgarsvæðinu. Nice er vinsæll sumarleyfisstaður jafnt Frakka sem erlendra ferðamanna. Hershöfðinginn og stjórnmálamaðurinn [[Guiseppe Garibaldi|Garibaldi]], stundum kallaður landsfaðir Ítalíu, fæddist í Nice.
Nafnið kemur frá hinu gríska ''níkaíos'', sem merkir sigursæll.<ref>{{Cite web|url=https://www.etymonline.com/word/nice|title=nice {{!}} Origin and meaning of nice by Online Etymology Dictionary|website=www.etymonline.com|language=en|access-date=2021-01-23}}</ref>
== Menntun ==
* [[EDHEC Business School]]
* EPITECH
* ISEFAC Bachelor
==Íþróttir==
[[OGC Nice]] er knattspyrnulið borgarinnar.
[[Flokkur:Borgir í Frakklandi]]
[[Flokkur:Provence-Alpes-Côte d'Azur]]
[[Flokkur:Hafnarborgir]]
70xxxst9sn1fv2yv3pqszptrqexdelh
1765315
1765314
2022-08-19T08:30:26Z
82.221.53.156
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Galerie Nice.jpg|thumb|Nice.]]
[[Mynd:Harbour_of_Nice_(FR-06000).jpg|thumb|right|250px|Höfnin í Nice.]]
'''Nice''' (borið fram „nís“) er borg í Suður-[[Frakkland]]i við [[Miðjarðarhafið]], milli [[Marseille]] í Frakklandi og [[Genóa]] á [[Ítalía|Ítalíu]]. Borgin er fimmta stærsta borg Frakklands með rúmlega 340 þúsund íbúa innan borgarmarkanna ([[2017]]) en tæp 1,4 milljón manns búa á stórborgarsvæðinu. Nice er vinsæll sumarleyfisstaður jafnt Frakka sem erlendra ferðamanna. Hershöfðinginn og stjórnmálamaðurinn [[Giuseppe Garibaldi|Garibaldi]], stundum kallaður landsfaðir Ítalíu, fæddist í Nice.
Nafnið kemur frá hinu gríska ''níkaíos'', sem merkir sigursæll.<ref>{{Cite web|url=https://www.etymonline.com/word/nice|title=nice {{!}} Origin and meaning of nice by Online Etymology Dictionary|website=www.etymonline.com|language=en|access-date=2021-01-23}}</ref>
== Menntun ==
* [[EDHEC Business School]]
* EPITECH
* ISEFAC Bachelor
==Íþróttir==
[[OGC Nice]] er knattspyrnulið borgarinnar.
[[Flokkur:Borgir í Frakklandi]]
[[Flokkur:Provence-Alpes-Côte d'Azur]]
[[Flokkur:Hafnarborgir]]
sjrzsyw4gdx735o31w6f2de33mv6kke
Hjartartré
0
65698
1765330
1395006
2022-08-19T11:41:09Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Katsura
| image = Cercidiphyllum japonicum.jpg
| image_width = 250px
| image_caption = Hjartartré (''C. japonicum'') tré og lauf
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Saxifragales]]
| familia = '''Cercidiphyllaceae'''
| genus = '''''Cercidiphyllum'''''
| genus_authority = [[Philipp Franz von Siebold|Siebold]] & [[Joseph Gerhard Zuccarini|Zucc.]]
| species = '''''C. japonicum'''''<br/>'''''C. magnificum'''''
| range_map = Distribution.cercidiphyllum.japonicum.png
| range_map_width = 250px
| range_map_caption = Náttúruleg útbreiðsla á ''C. japonicum''
}}
'''Hjartartré''' ([[fræðiheiti]] ''Cercidiphyllum japonicum'') er tré af ættinni '''Cercidiphyllaceae''' sem upprunalega kemur frá [[Japan]], [[Kórea|Kóreu]] og [[Kína]].
Hjartartré getur orðið 45 metrar að hæð og er ein af stærstu harðviðartegundum í [[Asía|Asíu]]. Það er ræktað sem skrauttré í görðum vegna útlits og fallegra rauðra haustlita. Reynsla á Íslandi er takmörkuð en tréð getur kalið.
==Tengill==
*[http://www.lystigardur.akureyri.is/default.aspx?modID=16&fl=2&pId=5579 Lystigarður Akureyrar - Hjartartré]
<gallery>
Mynd:Katsura Tree Cercidiphyllum japonicum Trunk Bark 2000px.jpg|Börkur hjartartrés
Mynd:Great katsura of wachi01s3000.jpg| Stóra Katsuratréð Wachi"
Mynd:Hjartartré 1.jpg|Hjartartré í Grasagarði Reykjavíkur
</gallery>
[[flokkur:Laufré]]
{{commons|Cercidiphyllum japonicum|Hjartartré}}
{{stubbur|líffræði}}
c02hsxflq35zf518y75hvbo5k1g259y
1765331
1765330
2022-08-19T11:41:32Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Katsura
| image = Cercidiphyllum japonicum.jpg
| image_width = 250px
| image_caption = Hjartartré (''C. japonicum'') tré og lauf
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Saxifragales]]
| familia = '''Cercidiphyllaceae'''
| genus = '''''Cercidiphyllum'''''
| genus_authority = [[Philipp Franz von Siebold|Siebold]] & [[Joseph Gerhard Zuccarini|Zucc.]]
| species = '''''C. japonicum'''''<br/>'''''C. magnificum'''''
| range_map = Distribution.cercidiphyllum.japonicum.png
| range_map_width = 250px
| range_map_caption = Náttúruleg útbreiðsla á ''C. japonicum''
}}
'''Hjartartré''' ([[fræðiheiti]] ''Cercidiphyllum japonicum'') er tré af ættinni '''Cercidiphyllaceae''' sem upprunalega kemur frá [[Japan]], [[Kórea|Kóreu]] og [[Kína]].
Hjartartré getur orðið 45 metrar að hæð og er ein af stærstu harðviðartegundum í [[Asía|Asíu]]. Það er ræktað sem skrauttré í görðum vegna útlits og fallegra rauðra haustlita. Reynsla á Íslandi er takmörkuð en tréð getur kalið.
==Tengill==
*[http://www.lystigardur.akureyri.is/default.aspx?modID=16&fl=2&pId=5579 Lystigarður Akureyrar - Hjartartré]
<gallery>
Mynd:Katsura Tree Cercidiphyllum japonicum Trunk Bark 2000px.jpg|Börkur hjartartrés
Mynd:Great katsura of wachi01s3000.jpg| Stóra Katsuratréð Wachi"
Mynd:Hjartartré 1.jpg|Hjartartré í Grasagarði Reykjavíkur
</gallery>
[[flokkur:Lauftré]]
{{commons|Cercidiphyllum japonicum|Hjartartré}}
{{stubbur|líffræði}}
cbrtkbhv7m3cb2mrqy8ukarhpmx7g3n
Vogunarsjóður
0
70025
1765332
1439534
2022-08-19T11:43:49Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Vogunarsjóður''' er oftast haft um [[sjóður|sjóð]] sem notar lántöku eða svokallaða [[Skortstaða|skortstöðu]] í tilteknum eignum til að afla fjár til kaupa á öðrum eignum. Vogunarsjóðir eru lokaðir fjárfestingarsjóðir sem, ólíkt hinum hefðbundnu [[Verðbréfasjóður|verðbréfasjóðum]], hafa heimildir til að beita margvíslegum fjárfestingaraðferðum við að ná hámarksávöxtun að teknu tilliti til áhættunnar sem sjóðsfélagar eru tilbúnir að taka.
Þann [[23. mars]] [[2008]] var grein í [[England|breska]] blaðinu [[SundayTelegraph]], sem sagði frá því, að íslensk stjórnvöld gerðu allt til að koma í veg fyrir hrun efnahagslífsins, og héldu því fram að Ísland hefði orðið illa fyrir barðinu á [[Lausafé|lausafjárkreppunni]], sem þá var að koma í ljós, og haft eftir ónafngreindum sérfræðingi að landið væri meðhöndlað eins og það væri ''eitraður vogunarsjóður''. <ref>[http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/03/23/eitradur_vogunarsjodur/ Mbl.is]</ref>
== Tilvísanir ==
<references/>
== Tenglar ==
* [http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=47949 ''Hvað er vogunarsjóður?''; af Vísindavefnum]
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051105021400/www.kaupthing.is/?PageID=785 ''Hvað er vogunarsjóður?''; af Kauphting.is]
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20080604132702/www.visir.is/article/20080604/VIDSKIPTI0805/594198899/-1/VIDSKIPTI08 ''Orðskýring: Vogunarsjóður''; af Vísi.is]
{{Stubbur}}
[[Flokkur:Fjármál]]
1hth4ryfazlp0l12mlmojngiq4azbkq
1765333
1765332
2022-08-19T11:44:15Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Vogunarsjóður''' er oftast haft um [[sjóður|sjóð]] sem notar lántöku eða svokallaða [[Skortstaða|skortstöðu]] í tilteknum eignum til að afla fjár til kaupa á öðrum eignum. Vogunarsjóðir eru lokaðir fjárfestingarsjóðir sem, ólíkt hinum hefðbundnu [[Verðbréfasjóður|verðbréfasjóðum]], hafa heimildir til að beita margvíslegum fjárfestingaraðferðum við að ná hámarksávöxtun að teknu tilliti til áhættunnar sem sjóðsfélagar eru tilbúnir að taka.
Þann [[23. mars]] [[2008]] var grein í [[England|breska]] blaðinu [[Sunday Telegraph]], sem sagði frá því, að íslensk stjórnvöld gerðu allt til að koma í veg fyrir hrun efnahagslífsins, og héldu því fram að Ísland hefði orðið illa fyrir barðinu á [[Lausafé|lausafjárkreppunni]], sem þá var að koma í ljós, og haft eftir ónafngreindum sérfræðingi að landið væri meðhöndlað eins og það væri ''eitraður vogunarsjóður''. <ref>[http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/03/23/eitradur_vogunarsjodur/ Mbl.is]</ref>
== Tilvísanir ==
<references/>
== Tenglar ==
* [http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=47949 ''Hvað er vogunarsjóður?''; af Vísindavefnum]
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051105021400/www.kaupthing.is/?PageID=785 ''Hvað er vogunarsjóður?''; af Kauphting.is]
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20080604132702/www.visir.is/article/20080604/VIDSKIPTI0805/594198899/-1/VIDSKIPTI08 ''Orðskýring: Vogunarsjóður''; af Vísi.is]
{{Stubbur}}
[[Flokkur:Fjármál]]
8ssmuz6yae88wbzgxiqb6jca94jxx58
TED (ráðstefna)
0
76162
1765341
1386103
2022-08-19T11:53:07Z
Berserkur
10188
flokkun
wikitext
text/x-wiki
'''TED''' ([[enska]]: ''Technology, Entertainment, Design'' — [[íslenska]]: ''Tækni, skemmtun, hönnun'') er árleg [[ráðstefna]] sem hefur skilgreint ætlunarverk sitt sem svo að það sé að „dreifa hugmyndum sem eiga það skilið að heyrast.“ [[Fyrirlestur|Fyrirlestrarnir]] eru allir frekar stuttir, og spanna efni eins og til dæmis [[vísindi]], [[list]]ir, [[hönnun]] og [[stjórnmál]], [[menntun]] og [[menning]], [[viðskipti]], hnattræn málefni, [[tækni]] og þróun og skemmtanir. Þau sem talað hafa á þessum ráðstefnum er til dæmis: [[Al Gore]] og [[Bill Clinton]], [[Sylvia Earle]] og [[Dave Eggers]], [[Murray Gell-Mann]] og [[Bill Gates]].
Á [[Heimasíða|heimasíðu]] TED er hægt að nálgast fyrirlestrana, og er það gert til að hugmyndirnar fari sem víðast.
== Tenglar ==
* [http://www.ted.com/ Heimasíða TED]
{{Stubbur}}
{{s|1984}}
[[Flokkur:Menntun]]
[[Flokkur:Ráðstefnur]]
r834kf19bwsfco4rg8gz92dmkeptt5w
Spjall:Nice
1
82471
1765291
909313
2022-08-18T22:25:41Z
Slubbislen
42140
wikitext
text/x-wiki
Hello,
Do you think it would be of some interest for visitors of this article to add (and translate!) this info:
== External link ==
* (Occitan, English, and French) [http://mtcn.free.fr/ Musical traditions from Nice, and lyrics of numerous traditional songs].
[[Notandi:Mtcn|Mtcn]] 30. nóvember 2009 kl. 21:17 (UTC)
== Regional anthem ==
The regional anthem of the city of Nice may be found at this adress:
[http://mtcn.free.fr/lyrics/nissa-la-bella.php?lng=en ''Nissa la bella''] (sometimes written [http://mtcn.free.fr/lyrics/nissa-la-bella.php?lng=en ''Niça la bèla'']), with lyrics, MIDI file, and score. This anthem was composed by François-Dominique Rondelly, also known as [http://fr.wikipedia.org/wiki/Menica_Rondelly ''Menica Rondelly''].
Greetings
[[Notandi:Nissart|Nissart]] 11. ágúst 2010 kl. 22:12 (UTC)
Nissa?
Eru allir búnir að gleyma því að Nice var lengi kölluð Nissa á ylhýra? Svipað og Rúðuborg (Rouen) og Signa (Seine). --[[Notandi:Slubbislen|Slubbislen]] ([[Notandaspjall:Slubbislen|spjall]]) 18. ágúst 2022 kl. 22:25 (UTC)
r0a0eu0lijp8cagaxw7ptxqplujq08y
1765292
1765291
2022-08-18T22:26:26Z
Slubbislen
42140
/* Regional anthem */
wikitext
text/x-wiki
Hello,
Do you think it would be of some interest for visitors of this article to add (and translate!) this info:
== External link ==
* (Occitan, English, and French) [http://mtcn.free.fr/ Musical traditions from Nice, and lyrics of numerous traditional songs].
[[Notandi:Mtcn|Mtcn]] 30. nóvember 2009 kl. 21:17 (UTC)
== Regional anthem ==
The regional anthem of the city of Nice may be found at this adress:
[http://mtcn.free.fr/lyrics/nissa-la-bella.php?lng=en ''Nissa la bella''] (sometimes written [http://mtcn.free.fr/lyrics/nissa-la-bella.php?lng=en ''Niça la bèla'']), with lyrics, MIDI file, and score. This anthem was composed by François-Dominique Rondelly, also known as [http://fr.wikipedia.org/wiki/Menica_Rondelly ''Menica Rondelly''].
Greetings
[[Notandi:Nissart|Nissart]] 11. ágúst 2010 kl. 22:12 (UTC)
== Nissa? ==
Eru allir búnir að gleyma því að Nice var lengi kölluð Nissa á ylhýra? Svipað og Rúðuborg (Rouen) og Signa (Seine). --[[Notandi:Slubbislen|Slubbislen]] ([[Notandaspjall:Slubbislen|spjall]]) 18. ágúst 2022 kl. 22:25 (UTC)
k9ej48m5krtepiwsfhtxvxmaikbe7id
1765293
1765292
2022-08-18T22:37:18Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
Hello,
Do you think it would be of some interest for visitors of this article to add (and translate!) this info:
== External link ==
* (Occitan, English, and French) [http://mtcn.free.fr/ Musical traditions from Nice, and lyrics of numerous traditional songs].
[[Notandi:Mtcn|Mtcn]] 30. nóvember 2009 kl. 21:17 (UTC)
== Regional anthem ==
The regional anthem of the city of Nice may be found at this adress:
[http://mtcn.free.fr/lyrics/nissa-la-bella.php?lng=en ''Nissa la bella''] (sometimes written [http://mtcn.free.fr/lyrics/nissa-la-bella.php?lng=en ''Niça la bèla'']), with lyrics, MIDI file, and score. This anthem was composed by François-Dominique Rondelly, also known as [http://fr.wikipedia.org/wiki/Menica_Rondelly ''Menica Rondelly''].
Greetings
[[Notandi:Nissart|Nissart]] 11. ágúst 2010 kl. 22:12 (UTC)
== Nissa? ==
Eru allir búnir að gleyma því að Nice var lengi kölluð Nissa á ylhýra? Svipað og Rúðuborg (Rouen) og Signa (Seine). --[[Notandi:Slubbislen|Slubbislen]] ([[Notandaspjall:Slubbislen|spjall]]) 18. ágúst 2022 kl. 22:25 (UTC)
:: Þú skrifaðir Nizza sem er ítalska og hefði mátt nefna það. Hvað varðar íslensku, þá er það nú aldrei ritað svo t.d. ég sjái, Nissa. En það má alveg nefna ítölsku, ítölsku, franskar mállýskur í sviga.
--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 18. ágúst 2022 kl. 22:37 (UTC)
0uryzuylkjzj2vnrcisug11ftir824h
1765296
1765293
2022-08-18T23:10:06Z
Slubbislen
42140
/* Nissa? */ Svar
wikitext
text/x-wiki
Hello,
Do you think it would be of some interest for visitors of this article to add (and translate!) this info:
== External link ==
* (Occitan, English, and French) [http://mtcn.free.fr/ Musical traditions from Nice, and lyrics of numerous traditional songs].
[[Notandi:Mtcn|Mtcn]] 30. nóvember 2009 kl. 21:17 (UTC)
== Regional anthem ==
The regional anthem of the city of Nice may be found at this adress:
[http://mtcn.free.fr/lyrics/nissa-la-bella.php?lng=en ''Nissa la bella''] (sometimes written [http://mtcn.free.fr/lyrics/nissa-la-bella.php?lng=en ''Niça la bèla'']), with lyrics, MIDI file, and score. This anthem was composed by François-Dominique Rondelly, also known as [http://fr.wikipedia.org/wiki/Menica_Rondelly ''Menica Rondelly''].
Greetings
[[Notandi:Nissart|Nissart]] 11. ágúst 2010 kl. 22:12 (UTC)
== Nissa? ==
Eru allir búnir að gleyma því að Nice var lengi kölluð Nissa á ylhýra? Svipað og Rúðuborg (Rouen) og Signa (Seine). --[[Notandi:Slubbislen|Slubbislen]] ([[Notandaspjall:Slubbislen|spjall]]) 18. ágúst 2022 kl. 22:25 (UTC)
:: Þú skrifaðir Nizza sem er ítalska og hefði mátt nefna það. Hvað varðar íslensku, þá er það nú aldrei ritað svo t.d. ég sjái, Nissa. En það má alveg nefna ítölsku, ítölsku, franskar mállýskur í sviga.
--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 18. ágúst 2022 kl. 22:37 (UTC)
:Já Nizza átti að vera Nissa, eins og borgin er t.d. kölluð í ágætri landabók Bjöllunnar um Frakkland í þýðingu Friðriks Páls Jónssonar. [[Notandi:Slubbislen|Slubbislen]] ([[Notandaspjall:Slubbislen|spjall]]) 18. ágúst 2022 kl. 23:10 (UTC)
ca9mwucvswng5wwerlnoanepgcbqosb
Iðnverkamaðurinn og samyrkjukonan
0
96555
1765267
1751706
2022-08-18T19:50:16Z
CommonsDelinker
1159
Skipti út Paris-1937Expo.jpg fyrir [[Mynd:Exposition_Internationale_des_Arts_et_Techniques_dans_la_Vie_Moderne_(Paris-1937).jpg]] (eftir [[commons:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:FR|File renamed]]: [[:c:COM:FR#FR2|Criterion
wikitext
text/x-wiki
{{Hnit|55|49|42|N|37|38|44|E|region:RU-MOW_type:landmark|display=title}}
[[Mynd:Ouvrier kolkhosienne 2.jpg|thumb|342x342dp|Styttan af iðnverkamanninum og samyrkjukonunni]]
'''Líkneski iðnverkamannsins og samyrkjukonunnar''' ([[rússneska]]:'' Рабо́чий и колхо́зница Rabochiy i kolkhoznitsa'') er 24,5 metra hár skúlptúr úr ryðfríu stáli sem listakonan [[Vera Mukhina]] hannaði fyrir [[Heimssýningin í París 1937|Heimssýninguna í París árið 1937]] og var síðan flutt til Moskvu. Verkið þykir afar gott dæmi um sósíalískan raunsæisstíl, sem og Art Deco stíl. Verkamaðurinn heldur á lofti hamri og samyrkjukonan á sigð til að mynda tákn [[Sovétríkin| Sovétríkjanna]]. Verkið stendur á 34,5 metra háum stalli. Það vegur um 185 tonn.
== Saga ==
[[Mynd:Exposition Internationale des Arts et Techniques dans la Vie Moderne (Paris-1937).jpg|thumb|left|250px|Frá Heimssýningunni í París. — Til vinstri sést sýningarhöll Þýskalands Þriðja ríkisins, til hægri er Sovéthöllin.]]
Verkið var upphaflega skapað til að kóróna sýningarskála Sovétríkjanna á Heimssýningunni 1937 í París. Skipuleggjendur sýningarinnar höfðu still á móti hvor öðrum sýningarskála Sovétríkjanna og skála Þýskalands Þriðja ríkisins.
„Þegar komið er inn á sýningarsvæðið ... og gengið niður hin breiðu þrep, blasa við auganu litir og fánar allra helstu landa heimsins. Og til hliðar í þessari fögru hringsjá rísa sýningarhallir Sovét-lýðveldanna og Þýskalands hvor gegnt annarri. [...] Sovét-höllin með himingnæft líneski iðnaðarverkamannsins og samyrkjukonunnar sem tákn um frelsun mannkynsins og jafnrétti kynjanna.“
Listakonan Mukhina var innblásin af rannsókn hennar á hinum forngrísku klassísk Harmodius og Aristogeiton, Sigri Samothrace og La Marseillaise, sem og skúlptúrmyndum François Rude á Sigurboganum í París. Hún vildi með gerð listaverksins færa hið sósíalíska raunsæi til hjarta Parísar. Táknmynd tveggja einstaklinga sem birtast frá austri til vesturs, líkt og sýningarskáli Sovéthallarinnar fór heldur ekki framhjá áhorfendum.
Þó svo að Mukhina hafi sagt skúlptúr henni vera órjúfanlegan hluta af uppbygging sýningarskálans, var verkið síðar flutt til sýningar í Moskvu. Listakonan var sæmd Stalín-orðu fyrir verkið árið 1941.
Árið 2003 var verkið fjarlægt til viðgerða en það verk tafðist vegna fjárhagsörðugleika. Það skilaði loks á fyrri stað árið 2009. Það er nú komið á nýjan sýningarskála sem er talsvert hærri en sá upprunalegi eða um 34,5 metrar.
Listaverkið hlaut mikla kynningu í Sovétríkjunum þar sem það var valið 1947 til að þjóna sem vörumerki fyrir hið opinbera kvikmyndaver Mosfilm.
== Heimildir ==
[[Mynd:Stamp of USSR 2100.jpg|thumb|right|200px|Frímerki sem sýnir styttuna af iðnverkamanninum og samyrkjukonunni]]
* {{Wpheimild|tungumál = en|titill = Worker and Kolkhoz Woman|mánuðurskoðað = 4. mars |árskoðað = 2011}}
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2733843 „Heimssýningin i París“]: Blaðagrein sem birtist í Þjóðviljanum, föstudaginn 2. júlí 1937, bls. 2.
{{commonscat|Worker and Kolkhoz Woman}}
[[Flokkur:Moskva]]
lc75tp6fid6jt6w4vzi7ljdlizd9ec3
Panathinaikos
0
104645
1765335
1760091
2022-08-19T11:47:22Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Panathinaikos''' eða '''Panathinaikos Athlitikos Omilos''' er [[Grikkland|grískt]] knattspyrnufélag frá [[Aþena|Aþenu]]. Félagið er það næstsigursælasta í grísku knattspyrnunni og hefur náð bestum árangri grískra félagsliða á alþjóðavettvangi.
== Saga ==
Panathinaikos var stofnað árið [[1908]] þegar hópur [[knattspyrna|knattspyrnumanna]] gekk úr íþróttafélaginu Panellinios G.S., einu elsta íþróttafélagi Grikklands, til að mótmæla þeirri ákvörðun þess að leggja niður knattspyrnuæfingar.
Hið nýja félag skipti nokkrum sinnum um nafn, en tók upp heitið Panathinaikos árið 1924. Áður hafði það tekið upp merki sitt, mynd af grænum þriggja laufa smára, fyrir tilstuðlan [[England|ensks]] þjálfara sem kom félaginu í fremstu röð á öðrum áratugnum.
Keppni um Grikklandsmeistaratitilinn hófst árið [[1927]]. Panathinkaikos fór með sigur af hólmi árið [[1930]], en síðan ekki aftur fyrr en árið 1960. Þá rann upp gullöld félagsins sem varð átta sinnum Grikklandsmeistari á árunum 1960-72. Undir lok þessa tímabils var liðið undir stjórn hinnar kunnu [[Ungverjaland|ungversku]] knattspyrnukempu [[Ferenc Puskás]], en undir hans stjórn komst Panathinaikos alla leið í úrslit Evrópukeppni meistaraliða, þar sem það tapaði 2:0 gegn [[Ajax Amsterdam|Ajax]] á [[Wembley Stadium (1924)|Wembley]].
Á seinni hluta níunda áratugarins hófst nýtt blómaskeið hjá Panathinaikos. Liðið varð fjórum sinnum grískur meistari frá 1990 til 1996. Síðastnefnda árið komst liðið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, en tapaði fyrir Ajax.
Panathinaikos varð síðast grískur meistari árið 2010. Það var tuttugasti meistaratitill liðsins, Erkifjendur liðsins, Olympiacos, geta þó státað af nærri tvöfalt fleiri titlum.
== Tengsl við Ísland ==
Panathinaikos mætti [[Knattspyrnufélagið Fram|Frömurum]] í fyrstu umferð [[Meistaradeild Evrópu|Evrópukeppni meistaraliða]] árið [[1991]], eftir tvö jafntefli.
Íslenski landsliðsmaðurinn [[Helgi Sigurðsson]] lék með Panathinaikos á árunum [[1999]]-[[2001]]. Hann lék 32 leiki með aðalliðinu og skoraði í þeim tíu mörk.
[[Hörður Björgvin Magnússon]] gerði samning við félagið sumarið 2022.
[[Flokkur:Íþróttafélög frá Aþenu]]
[[Flokkur:Grísk knattspyrnufélög]]
basjth0evm46b3nu6hgs3uqrkiim4c4
Innrásin í Pólland
0
106598
1765241
1751229
2022-08-18T13:36:22Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Stríðsátök
| conflict = Innrásin í Pólland
| place = [[Pólland]]
| combatant1 = [[File:Flag of Poland (1928–1980).svg|20px]] [[Pólland|Lýðveldið Pólland]]
* [[File:Flag of the Czech Republic.svg|20px]] [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvaska hersveitin (1939)]]
| combatant2 = [[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Þriðja ríkið|Þýskaland]]
* [[File:Flag of Slovakia (1939–1945).svg|20px]] [[Slóvakía|Slóvakía]]
* [[File:Flag of the Free City of Danzig.svg|20px]] [[Gdańsk|Frí borgin Danzig/Gdańsk]]
[[File:Flag of the Soviet Union (1924–1955).svg|20px]] [[Sovétríkin|Sovétríkin]] {{small|(Frá 17. september)}}
[[File:Organization of Ukrainian Nationalists-M.svg|20px]] [[Skipulag Úkraínskra Þjóðernissinna|OUN]] {{small|(Frá 12. september til október)}}
| image = Battle of Poland.png
| image_size = 300px
| caption = {{small|Innrásin í Pólland}}
| partof = [[seinni heimsstyrjöldin]]ni
| date = 1. september til 6. október {{small|(36 dagar)}}
| commander1 = *{{small|[[File:Flag of Poland (1928–1980).svg|20px]] [[Edward Śmigły-Rydz]]
* [[File:Flag of Poland (1928–1980).svg|20px]] [[Wacław Stachiewicz]]}}
| commander2 = *{{small|[[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Walther von Brauchitsch]]
* [[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Fedor von Bock]]
* [[File:Flag of Germany (1935–1945).svg|20px]] [[Gerd von Rundstedt]]
* [[File:Flag of Slovakia (1939–1945).svg|20px]] [[Ferdinand Čatloš]]
* [[File:Flag of the Soviet Union (1924–1955).svg|20px]] [[Semjon Tímoshenko]]}}
| result = Sigur Þýskalands og Sovétríkjanna. {{small|Pólland skipt milli Þýskalands og Sovétríkjanna og Pólska ríkisstjórnin fer í útlegð.}}
| strength1 = {{small|Pólland: 950.000-1.000.000}}
| strength2 = {{small|Þýskaland: ~1.800.000
* Slóvakía: 50.000
Sovétríkin: 617.588}}
}}
'''Innrásin í Pólland''', einnig þekkt sem '''September-herferðin''', var innrás [[Slóvakía|Slóvaka]], [[Þýskaland|Þjóðverja]] og [[Sovétríkin|Sovétmanna]] inn í [[Pólland]]. Innrás Þjóðverja hófst [[1. september]] [[1939]] og hefur sá dagur verið kallaður upphafsdagur [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]]. Þótt Slóvakar séu taldir með í þessari upptalningu voru þeir í raun þýskt leppríki og forseti þeirra, [[Jozef Tiso]], var handbendi Þjóðverja. Því þurftu Pólverjar líka að verjast við suðurlandamærin.<ref>Ólafur Hansson 1945: 36</ref> Tveimur dögum síðar, 3. september, lýstu [[Bretland|Bretar]] og [[Frakkland|Frakkar]] yfir stríði við Þjóðverja þar sem þeir höfðu þann [[25. ágúst]] sama ár gert bandalagssamning við Pólverja. Þessi stríðsyfirlýsing hafði þó lítil áhrif þar sem hvorki Frakkar né Bretar létu sjá sig. Rúmum mánuði seinna, þann 6. október, höfðu innrásarþjóðirnar gjörsigrað Pólland.
Viku áður en innrásin hófst höfðu Þjóðverjar og Sovétmenn skrifað undir samning þar sem talað var um engan ófrið milli þessara landa. Samningurinn kallaðist [[Molotov-Ribbentrop-sáttmálinn]], nefndur eftir utanríkisráðherrum þjóðanna. Í þessum samningi voru leynilegar klásúlur um skiptingu allrar Austur-Evrópu milli þessara ríkja. Þegar Rauði herinn réðist inn í Pólland úr austri þann 17. september var það í samræmi við samninginn.<ref>Berndl, Dr. Klaus 2008: 510</ref> Þjóðverjar voru þá komnir í þægilega stöðu og fljótlega náðu herirnir saman í miðju Póllandi.<ref>Ólafur Hansson 1945: 39</ref>
Síðan var hafist handa við að skipta landinu upp milli Sovétmanna og Þjóðverja. Fyrst kom bráðabirgðaskipting en þann 30. september undirrituðu utanríkisráðherrar landanna, [[Vjatsjeslav Molotov|Molotov]] og [[Joachim von Ribbentrop|Ribbentrop]] samning í Moskvu um línuna. Þá hafði landsvæði Þjóðverja stækkað mikið miðað við fyrri áætlanir. Þann 6. október hélt svo Hitler ræðu í þýska þinginu þar sem hann lýsti yfir algjörum sigri Þjóðverja í Póllandsinnrásinni.<ref>Ólafur Hansson 1945: 38-39</ref>
== Forsaga ==
Eftir að þýski Nasistaflokkurinn komst til valda árið [[1933]] hóf [[Adolf Hitler|Hitler]] uppbyggingu Þýskalands. Hann virti að vettugi ákvæði [[Versalasamningurinn|Versalasamningsins]] um stríðsskaðabætur og hætti að borga. Þess í stað notaði hann peningana í að byggja upp herafla og skapa þar með atvinnu. Hann bannaði alla stjórnmálaflokka og gerði sjálfan sig að einræðisherra. Hitler aðhylltist Stóra-Þýskalandsstefnuna og hann byrjaði strax árið 1935 að innlima héruð sem Þýskaland tapaði í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]]. [[Saar-hérað]]ið var innlimað 1935 og [[Rínarlöndin]] ári seinna. Árið 1938 sendi Hitler svo skriðdreka til [[Vínarborg|Vínar]] og ætlaði að fá Austurríkismenn í lið með sér. Hann hótaði svo að taka [[Súdetahéruð]]in af [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]]. Til þess að halda friðinn var skrifað undir [[Münchenarsamningurinn|Münchenarsamninginn]] í september 1938, sem viðurkenndi rétt Þjóðverja til Súdetahéraðanna. Bretar höfðu á þessum tíma aðhyllst þá stefnu að semja við Þjóðverja til að sleppa við átök og Münchenarsamningurinn var fullkomlega í samræmi við það. Fyrri heimsstyrjöldin var enn fersk í minni Breta og þeir vildu sleppa við annað stríð í lengstu lög. Aðeins nokkrum mánuðum seinna, í september 1938, réðust Þjóðverjar inn í alla Tékkóslóvakíu og virtu þar með Münchenarsamninginn að vettugi. Svo hófu þeir að ógna Póllandi.<ref>Ganeri, Anita o.fl. 1998: 198-199</ref>
== Stríðið ==
[[Mynd:Second World War Europe.png|thumb|left|Evrópa við byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar]]
[[Mynd:The Nazi-soviet Invasion of Poland, 1939 HU106374.jpg|thumb|Þýska herskipið SMS "Schleswig-Holstein" að hjálpa Þjóðverjum í orustunni um Westerplatte]]
[[File:German Heinkel He 111 bombing Warsaw 1939.jpg|thumb|[[Varsjá]] - 1939]]
[[File:Polish victim of German Luftwaffe action 1939-colored.jpg|thumb|]]
Þjóðverjar notuðust við hernaðaraðferð sem kallast [[leifturstríð]]. Hún byggist á því að koma óvinahernum að óvörum með snöggu áhlaupi [[Skriðdreki|skriðdreka]] og reyna að koma þeim í gegnum varnarlínu andstæðinganna. Þegar því er lokið koma [[sprengjuflugvél]]ar og gera árás úr lofti. Að lokum fylgir [[fótgöngulið]] á eftir skriðdrekunum og fullkomnar innrásina.<ref>Ganeri, Anita o.fl. 1998: 202</ref> Þó að frá fornu fari hafi Pólverjar verið taldir mjög góðir hermenn átti riddarahermennska þeirra ekki roð í járnskriðdreka og sprengjuflugvélar Þjóðverja.<ref>Ólafur Hansson 1945: 36</ref>
Á einungis tveimur dögum sprengdu Þjóðverjar sig í gegnum „pólska hliðið“ til að loka á aðgengi Pólverja að sjó og algjör ringulreið greip um sig í pólska hernum sem og hjá pólskum almenningi. Á fyrsta degi innrásarinnar einbeittu Þjóðverjar sér að því að gera flugflota Pólverja óvirkan, þó að hann hafi ekki verið stór, einungis um 400 flugvélar á meðan Þjóðverjar ruddust inn með næstum 2000 flugvélar.<ref>The Poles on the Front lines of WWII 2005</ref><ref>Jordan og Wiest 2004: 24</ref> Þeir sprengdu því marga [[Flugvöllur|flugvelli]] og flugvélar áður en þær komust í loftið. Með þessu voru Þjóðverjar orðnir einvaldar í háloftunum strax á fyrsta degi. Þegar kom að því að fá liðsauka frá Bretum í formi flugvéla gekk það ekki sökum þess að flugvellirnir voru svo illa farnir að ekki var hægt að lenda á mörgum þeirra. Einnig þýddi það að vélarnar þurftu að fljúga yfir Þýskaland. Í framhaldi af þessu beindu Þjóðverjar sjónum sínum að samgöngukerfi Pólverja. Þeir sprengdu [[Brú|brýr]] og [[járnbrautarkerfi]]. Þá gerðu þeir einstaka loftárás á íbúðahverfi til að valda ringulreið og hræðslu hjá óbreyttum borgurum.<ref>Ólafur Hansson 1945: 37</ref> Eftir einungis um viku var allt varnarskipulag Pólverja fallið um sjálft sig og þeir lögðu á flótta. Sumir herflokkar börðust þó eins og ljón og sýndu hetjulega dirfsku. Við hafnarborgina [[Danzig]] vörðust Pólverjar árásum [[herskip]]a, [[flugvél]]a, [[stórskotalið]]s og fótgönguliðs hetjulega í heila viku. Þann [[8. september]] voru Þjóðverjar komnir að höfuðborginni [[Varsjá]]. Allir íbúar Varsjár einsettu sér þá að verja borgina. Konur og börn gripu til vopna til að verja sig. Í þrjár vikur var pattstaða í kringum Varsjá. Enginn hjálp barst frá Bretum né Frökkum og allir ráðamenn Pólverja flúnir.<ref>Ólafur Hansson 1945: 38</ref>
Stuttu eftir að Sovétmenn höfðu ráðist inn í Pólland lýstu þeir því yfir að Pólland væri í raun ekki til lengur. Á svipuðum tíma náðu herir Sovétmanna og Þjóðverja saman í miðju Póllandi. Ráðamenn Sovétmanna og Þjóðverja fóru strax að ráðgera hvernig ætti að skipta Póllandi þó að setuliðið í Varsjá væri ekki búið að gefast upp. [[Úkraína]] og [[Hvíta-Rússland]] féllu undir Sovétmenn en Þjóðverjar fengu stór svæði í Norður- og Vestur-Póllandi. Rússar gáfu þó [[Litháen|Litháum]] eftir sína gömlu höfuðborg [[Vilníus]]. Þann 27. september féll svo setuliðið í Varsjá og algjör sigur Þjóðverja og Sovétmanna staðreynd.<ref>Ólafur Hansson 1945:39</ref>
== Tækniframfarir ==
Mánuðina áður en Þjóðverjar réðust inní Pólland höfðu þeir eytt gífurlegum fjármunum í uppbyggingu hersins. Það sýndi sig í innrásinni í Pólland. Pólverjar höfðu búist við því að stríðið færi fram á svipuðum grundvelli og fyrri heimsstyrjöldin. Því fór fjarri, vegna þess að Þjóðverjar beittu nú skriðdrekahernaði og sérstaklega flughernaði í mun meiri mæli en í fyrri heimsstyrjöldinni. Þegar þeir hófu innrásina í Pólland tóku þeir í notkun nýja gerð flugvéla, steypiflugvélar af gerðinni [[Messerschmitt]], sem voru notaðar til árása á hersveitir, bílalestir og virki. Þær flugu venjulega hátt en steyptu sér svo niður og vörpuðu sprengjum á skotmarkið. Þetta höfðu Pólverjar ekki séð áður. Þeir áttu einungis 400 flugvélar og ekki nærri eins góðar og Þjóðverjar. Þeir réðust gegn þeim á gamla mátann, á hestum. Þess má nærri geta að þeir voru stráfelldir af skriðdrekum og fótgönguliði í öllum tilvikum nema í skógum og mýrlendi. Þar hafði hesturinn enn yfirhöndina.<ref>Ólafur Hansson 1945: 36</ref>
Þjóðverjar réðust inn í Pólland með tæplega 2000 flugvélar, 2500 skriðdreka, hálfa aðra milljón hermanna og níu þúsund byssur. Pólverjar höfðu 400 flugvélar sem komu að nánast engum notum, 500 skriðdreka, eina milljón hermanna og 2800 byssur. Tæknilega séð var þetta því ójafn leikur. Sovétmenn komu svo síðar með 4700 skriðdreka, 3200 flugvélar og 620 þúsund hermenn.<ref>The Poles in the front lines of WWII 2005</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Heimildir ==
* Berndl, Hattstein, Knebel og Udelhoven: 2008. ''Saga mannsins frá örófi fram á þennan dag''. Skuggi – forlag, Reykjavík.
* Ganeri, Williams og Martell. 1998. ''Saga veraldar við upphaf nýrrar aldar''. Dempsey Parr, Bristol.
* Jordan, David og Andrew Wiest. 2004. ''Atlas of World War II. Silverdale Books'', Leicester.
* Ólafur Hansson. 1945. ''Heimsstyrjöldin 1939-1945''. Bókaútgáfa Menningarsjóðs Reykjavíkur, Reykjavík.
* The Poles on the front lines of the World War II. 2005. The 1939 campaign. Sótt 20. mars af http://www.ww2.pl/The,1939,Campaign,22.html#more_photos {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20131211211729/http://www.ww2.pl/The%2C1939%2CCampaign%2C22.html#more_photos |date=2013-12-11 }}
{{Seinni heimsstyrjöldin}}
[[Flokkur:1939]]
[[Flokkur:Innrásir]]
[[Flokkur:Saga Póllands]]
[[Flokkur:Orrustur í seinni heimsstyrjöldinni]]
mw0b85oishjn1p08vep4flnpnxhu8bw
Eden Hazard
0
113224
1765318
1689125
2022-08-19T10:24:19Z
27.72.63.98
/* Tilvísanir */ Uppfærsla á stöðu Eden Hazard
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnumaður
|mynd= [[File:DK-Chel15 (8).jpg|250px]]
|nafn= Eden Hazard
|fullt nafn= Eden Michael Hazard
|fæðingardagur={{Fæðingardagur og aldur|1991|1|7}}
|fæðingarbær=[[La Louvière]]
|fæðingarland=Belgía
|hæð= 1,73m
|staða= Vængmaður, Sóknarmaður
|núverandi lið= [[Real Madrid]]
|númer= 10
|ár í yngri flokkum=1995-2002<br>2003-2005<br>2005-2007
|yngriflokkalið= [[Royal Stade Brainois]]<br> [[Tubize]]<br> [[Lille OSC]]
|ár=2007-2012<br>2012-2019<br>2019-
|lið=[[Lille OSC]]<br> [[Chelsea FC]]<br>[[Real Madrid]]
|leikir (mörk)=147 (36) <br> 245 (85) <br> 17 (2)
|landsliðsár=2006<br>2006<br>2006-2008<br>2007-2009<br>2008-
|landslið=Belgía U15<br> Belgía U16<br>Belgía U17<br>Belgía U19<br>[[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]
|landsliðsleikir (mörk)=5 (1)<br>4 (2)<br>17 (2)<br>11 (6)<br> 106 (32)
}}
[[Mynd:Hazard vs Norwich (crop).jpg|thumb|200px|Eden Hazard]]
'''Eden Hazard''' (fæddur [[7. janúar]] [[1991]]) er [[Belgía|belgískur]] [[knattspyrna|knattspyrnumaður]] sem spilar með [[Real Madrid]] og Belgíska landsliðinu í knattspyrnu. Hann er fjölhæfur leikmaður, sem getur spilað sem leikstjórnandi á miðjunni, sem og á báðum vængjum vallarins. Hann var í bronsliði Belga á [[HM 2018]] og átti stóran þátt í árangri liðsins.
Hazard var seldur frá [[Frakkland|franska]] félaginu [[Lille OSC]] til Chelsea árið 2012. Hann Hazard vann úrvalsdeildina tvisvar sinnum, evrópukeppnina tvisvar, enska bikarinn og deildabikarinn. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar 2014-15. <ref>[https://www.fotbolti.net/news/07-06-2019/hazard-staersta-og-erfidasta-akvordun-ferilsins Hazard: Stærsta og erfiðasta ákvörðun ferilsins] Fótbolti.net, skoðað 7. júní, 2019.</ref>
Hann var með Chelsea til 2019 en fór þá til [[Real Madrid]]. Það var draumur hans sem drengur að spila með Real. <ref>[https://www.bbc.com/sport/football/45791623 Eden Hazard torn between Chelsea deal and 'dream' Real Madrid move] BBC, skoðað 8. okt. 2018.</ref> Þrátt fyrir að hafa unnið spænska titilinn með Real 2020 var tímabil Hazards litað af meiðslum og í þeim leikjum sem hann spilaði náði hann ekki að skapa mörk líkt og hjá Chelsea.
Yngri bræður Edens, Kylian og Thorgan, spila einnig knattspyrnu í efstu deildum Evrópu.
Á 2022 tímabilinu er Hazard mjög staðráðinn í að endurheimta form sitt og stöðu sem stórstjarna eftir að hafa misst sig af meiðslum.<ref>{{Cite web|url=https://ilike.vn/eden-hazard-tu-noi-dau-ke-hoach-c-toi-su-tro-lai-cua-so-9-ao-t7gyrE.html|title=Eden Hazard: Từ nỗi đau kế hoạch C tới sự trở lại của 'số 9 ảo'|website=ilike.vn|access-date=2022-08-19}}</ref>
{{fe|1991|Hazard, Eden}}
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Belgískir knattspyrnumenn|Hazard, Eden]]
84or7t6qvu0rhpw2jn08w2ylcyuyhlo
1765319
1765318
2022-08-19T10:26:38Z
Berserkur
10188
Tók aftur breytingar [[Special:Contributions/27.72.63.98|27.72.63.98]] ([[User talk:27.72.63.98|spjall]]), breytt til síðustu útgáfu [[User:Berserkur|Berserkur]]
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnumaður
|mynd= [[File:DK-Chel15 (8).jpg|250px]]
|nafn= Eden Hazard
|fullt nafn= Eden Michael Hazard
|fæðingardagur={{Fæðingardagur og aldur|1991|1|7}}
|fæðingarbær=[[La Louvière]]
|fæðingarland=Belgía
|hæð= 1,73m
|staða= Vængmaður, Sóknarmaður
|núverandi lið= [[Real Madrid]]
|númer= 10
|ár í yngri flokkum=1995-2002<br>2003-2005<br>2005-2007
|yngriflokkalið= [[Royal Stade Brainois]]<br> [[Tubize]]<br> [[Lille OSC]]
|ár=2007-2012<br>2012-2019<br>2019-
|lið=[[Lille OSC]]<br> [[Chelsea FC]]<br>[[Real Madrid]]
|leikir (mörk)=147 (36) <br> 245 (85) <br> 17 (2)
|landsliðsár=2006<br>2006<br>2006-2008<br>2007-2009<br>2008-
|landslið=Belgía U15<br> Belgía U16<br>Belgía U17<br>Belgía U19<br>[[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]
|landsliðsleikir (mörk)=5 (1)<br>4 (2)<br>17 (2)<br>11 (6)<br> 106 (32)
}}
[[Mynd:Hazard vs Norwich (crop).jpg|thumb|200px|Eden Hazard]]
'''Eden Hazard''' (fæddur [[7. janúar]] [[1991]]) er [[Belgía|belgískur]] [[knattspyrna|knattspyrnumaður]] sem spilar með [[Real Madrid]] og Belgíska landsliðinu í knattspyrnu. Hann er fjölhæfur leikmaður, sem getur spilað sem leikstjórnandi á miðjunni, sem og á báðum vængjum vallarins. Hann var í bronsliði Belga á [[HM 2018]] og átti stóran þátt í árangri liðsins.
Hazard var seldur frá [[Frakkland|franska]] félaginu [[Lille OSC]] til Chelsea árið 2012. Hann Hazard vann úrvalsdeildina tvisvar sinnum, evrópukeppnina tvisvar, enska bikarinn og deildabikarinn. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar 2014-15. <ref>[https://www.fotbolti.net/news/07-06-2019/hazard-staersta-og-erfidasta-akvordun-ferilsins Hazard: Stærsta og erfiðasta ákvörðun ferilsins] Fótbolti.net, skoðað 7. júní, 2019.</ref>
Hann var með Chelsea til 2019 en fór þá til [[Real Madrid]]. Það var draumur hans sem drengur að spila með Real. <ref>[https://www.bbc.com/sport/football/45791623 Eden Hazard torn between Chelsea deal and 'dream' Real Madrid move] BBC, skoðað 8. okt. 2018.</ref> Þrátt fyrir að hafa unnið spænska titilinn með Real 2020 var tímabil Hazards litað af meiðslum og í þeim leikjum sem hann spilaði náði hann ekki að skapa mörk líkt og hjá Chelsea.
Yngri bræður Edens, Kylian og Thorgan, spila einnig knattspyrnu í efstu deildum Evrópu.
{{fe|1991|Hazard, Eden}}
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Belgískir knattspyrnumenn|Hazard, Eden]]
7wixifepclnvw74cjxdvrc7g5psebdf
Nútíma ryþmablús
0
115124
1765346
1762957
2022-08-19T11:58:48Z
Berserkur
10188
/* Tengt efni */
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarstefna
| nafn = Nútíma Ryþmablús
| bakgrunns-litur = darkblue
| litur = white
| uppruni = 9. áratugurinn í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]; [[New York]], [[Los Angeles]], [[Atlanta]]
| hljóðfæri = [[Hljóðgervill]], [[Trommuheili]], [[Söngur]], [[Hljómborð]], [[Rapp]]
| tengdar-stefnur = [[Hipp-hopp]] – [[Sálartónlist]] - [[Ný-pörupilta sveifla]]
}}
Nútíma ryþmablús er tónlistarstefna sem teygir anga sína víða. Hún sameinar einkenni ryþmablús, popp tónlistar, hipp hopp,
raftónlistar, sálartónlistar og fönk. Flytjendur hennar eru mestmegnis Afrísk-Amerískir tónlistarmenn.
Upphaflega var talað um ryþmablús sem tónlistarstefnu svartra manna í Bandaríkjunum á 5. og 6. áratugnum þegar taktfastari
tónlist byggð á jazz og blús var við lýði. Þrátt fyrir það þekkist nútíma ryþmablús aðallega sem ryþmablús eða einfaldlega
undir skammstöfuninni R&B.
==Saga stefnunnar==
Um það leiti sem stjarna diskó tónlistarinnar tók að dofna við upphaf 9. áratugarins tók tók að myndast popp tónlist undir
áhrifum frá fönk- og sálartónlist og úr varð ryþmablús eins og hann þekkist í dag. Með breytingum í vinsælli tónlist
(e. mainstream) fylgdi ný kynslóð tónlistarhöfunda. Hinir nýju höfundar vinsælu tónlistarinnar hófu að notast við hljóðgervla
og trommuheila við gerð tónlistar hinna Afrísk-Amerísku tónlistarmanna. Með nýjum rafknúnum hljóðfærum fóru framleiðendur tónlistarinnar að vinna hana meira og úr varð tónlistarstefna sem innihélt mjúkan söng, takt og laglínu.
===9. áratugurinn===
Með mikilli framför í tækni við upphaf 9. áratugarins og innkomu hljóðgervla, trommuheila og annarra nýjunga var vegur nútíma
ryþmablússins ruddur. Nýjungunum fylgdi taktfastur stíll og melódíur, en þessi nýi stíll hafði mikil áhrif á tónlistarstefnur, en þó ekki aðeins það. Ryþmablúsinn gerði Afrísk-Amerískum Bandaríkjamönnum kleift að syngja um reynslu sína og tilfinningar sínar með eigin orðum. Einn fyrsti svarti tónlistarmaðurinn til að færa sig yfir í hina nýju og vinsælu tónlistarstefnu eftir fall diskósins var Michael Jackson. Árið 1982 kom út platan hans, Thriller, en með henni voru í raun leifar diskósins jarðaðar. Sú plata varð og er enn í dag mest selda plata allra tíma. Aðrir vinsælir ryþmablús tónlistarmenn áratugarins voru meðal annarra Marvin Gaye, Janet Jackson og Whitney Houston.
Árið 1986 kom út platan Control með Janet Jackson. Tónlist plötunnar var samin af Janet Jackson ásamt tvímenningunum Jimmy Jam og Terry Lewis, en samstarfið varð til þess að út kom nokkurskonar bræðingur af ryþmískum einkennum fönksins og diskósins með íburðarmiklum hljóðgervils- og trommuheila tónum. Platan var svo vinsæl að ekki var lengur talað um Janet sem litlu systur Michael, heldur var hann stóri bróðir hennar. Velgengni Control hafði mikil áhrif á tónlist næstu ára og hélt Janet Jackson ótrauð áfram sem ein af frumkvöðlum tónlistarsenunnar. Sama ár og Control kom út hóf maður að nafni Teddy Riley að semja ryþmablús tónlist með áhrifum frá hipp hoppinu. Þessi nýja blanda fékk síðar heitið Ný-pörupilta sveifla (e. New jack swing) en hún naut gríðarlegra vinsælda frá lokum 9. áratugarins og fram á þann 10.
===10. áratugurinn===
Við upphaf 10. áratugarins hélt tónlistarstefnan áfram að þróast og mikið bar á söngkonum eins og Whitney Houston og Mariah Carey sem studdust við söngtækni gospel söngs. Áhrif gospelsöngsins birtust í því að söngvarar stöldruðu lengur á ákveðnum stöfum setninga í texta laga sinna en flökkuðu milli tóna. Þessi tækni heitir tónaflétta (e. melisma) en undir lok 9. áratugarins og við upphaf þess 10. jókst beitin þessara svokölluðu tónaflétta mjög og er í raun enn þann dag í dag gríðarlega einkennandi fyrir ryþmablús tónlist. Fyrrnefnd Mariah Carey var hóf feril sinn árið 1989, en varð á 10. áratugnum ein vinsælasta söngkona ryþmablús senunnar. Michael Jackson gaf út plötuna Dangerous árið 1991 en hún var undir áhrifum ný-pörupilta sveiflunnar sem orðið hafði vinsæl undir lok 9. áratugarins. Sú plata seldist í 30 milljónum eintaka og varð með því mest selda plata áratugarins og ein mest selda plata allra tíma. Við upphaf áratugarins komu Boyz II Men á ný með áhrif sálar tónlistar inn í ryþmablús senuna. Með auknum vinsældum og mikilli þróun stefnunnar fór að berast hljóð úr öðrum áttum í tónlistina. Hljóð ný-pörupilta sveiflunnar fór að dofna en í stað þess fóru flytjendur að auka á harðari trommutakta undir áhrifum austurstrandar hipp hoppinu. Sean Combs (einnig þekktur sem Puff Daddy, P. Diddy eða Diddy) hafði á orði að þessi nýi undirflokkur ryþmablúsins skyldi bera nafnið Sálar hipp hopp. Fyrir miðjan áratuginn var ryþmablúsinn orðin ein vinsælasta tónlistarstefnan og héldu flytjendur á borð við Mariah Carey, Janet Jackson og Boyz II Men að auka á vinsældir stefnunnar. Boyz II Men og Carey sameinuðu krafta sína og sömdu hvern ryþmablús slagarann á fætur öðrum og komu þó nokkrum þeirra í fyrsta sæti Billboard listans í bandaríkjunum. Meðal laga sem urðu til við samstarfið má nefna lagið Fantasy og One sweet day, en það síðar nefnda sat í 16 vikur í fyrsta sæti listans og setti með því met sem enn hefur ekki verið slegið. Lagið var valið vinsælasta lag áratugarins af Billboard tímaritinu en einnig valdi tímaritið Carey og Janet Jackson tvo vinsælustu flytjendur áratugarins. Þegar áratuginn tók að líða undir lok höfðu áhrif sálar tónlistar aukist í sálar hipp hoppinu og varð línan milli ryþmablússins og hipp hoppsins varð mjög óskýr þegar flytjendur á borð við Lauryn Hill og Missy Elliott hófu að gefa út tónlist af báðum stefnum.
===1. áratugur 21. aldarinnar===
Á nýjum áratugi og nýrri öld fagnaði ryþmablúsinn áframhaldandi vinsældum samhliða vinsældum flytjenda á borð við Beyoncé, Mariah Carey, Jennifer Lopez, Mary J. Blige og Usher en öll áttu þau það sameiginlegt að hafa byrjað feril sinn á tíunda áratugnum en nutu áframhaldandi vinsælda á nýrri öld. Vinsældur Beyoncé jukust þó á nýjum áratug, en á níundaáratugnum hafði hún gert garðinn frægan með stúlknasveitinni Destiny's Child. Hún var árið 2011 heiðruð af Billboard tímaritinu þegar þeir veittu henni tímamótaverðlaun sín til viðurkenningar um velgengni og áhrif innan tónlistarsenunnar. Einnig var hún valin vinsælasta söngkona áratugarins af Billboard tímaritinu og hefur hún selt um 75 milljónir plata um allan heim og er þar af leiðandi einn söluhæsti flytjandi allra tíma. Destiny's Child með Beyoncé innanborðs tókst einnig að verða árangursríkasta ryþmablús-stúlknasveit allra tíma en þær gáfu meðal annars út slagarana Survivor og Say my name. Þrátt fyrir miklar vinsældir hinna reynslu meiri, komu nýir flytjendur fram á sjónarsviðið en til að mynda má nefna að Chris Brown, Rihanna og Ne-Yo voru öll á meðal árangursríkustu flytjenda áratugarins ásamt reynsluríku flytjendunum Usher, Beyoncé, Alicia Keys og Mariah Carey. Við upphaf 1. áratugarins var tónlistarstefnan undir miklum áhrifum frá hipp hoppinu og fór í auknu mæli að bera á einstaka flytjendum í stað drengja- og stúlkna banda þegar leið á áratuginn. Slíkum yfirburðum bjó ryþmablúsinn yfir á markaðnum á áratugnum að öll 12 lögin sem toppuðu vinsældarlista Billboard voru sungin af afrísk-amerískum flytjendum og en þeir flytjendur stóðu fyrir ríflega 80% laganna sem náðu fyrsta sæti á ryþmablús lista Billboard tímaritsins. Undir lok áratugarins var ryþmablúsinn farinn að blandast poppinu í auknu mæli og ræður sú stefna meira og minna ríkjum innan ryþmablússins enn þann dag í dag.
==Tengt efni==
*[[Hipphopp]]
*[[Austurstrandar Hip Hop]]
*[[Sálartónlist]]
*[[Ryþmablús]]
==Heimildir==
http://www.rollingstone.com/music/albumreviews/control-19860424
http://www.rollingstone.com/music/lists/100-best-albums-of-the-eighties-20110418/janet-jackson-control-20110322 {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130530044933/http://www.rollingstone.com/music/lists/100-best-albums-of-the-eighties-20110418/janet-jackson-control-20110322 |date=2013-05-30 }}
http://articles.chicagotribune.com/2008-08-10/news/0808080318_1_new-edition-new-jack-city-swing{{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120507154347/http://articles.chicagotribune.com/2008-08-10/news/0808080318_1_new-edition-new-jack-city-swing |date=2012-05-07 }}
http://www.billboard.com/articles/chartbeat/473911/dec-2-1995-mariah-carey-boyz-ii-men-begin-historic-hot-100-reign
https://archive.is/20130216132022/www.newyorker.com/arts/critics/musical/2008/10/06/081006crmu_music_frerejones
http://blogs.villagevoice.com/music/2012/07/sales_slump_usher_chris_brown.php?page=2 {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120720033330/http://blogs.villagevoice.com/music/2012/07/sales_slump_usher_chris_brown.php?page=2 |date=2012-07-20 }}
http://www.billboard.com/articles/news/471535/beyonce-accepts-billboard-millennium-award-delivers-show-stopping-performance
http://www.billboard.com/articles/news/266420/artists-of-the-decade
http://www.riaa.com/newsitem.php?id=C91C40E1-A65A-0F81-EBB3-8FE3B7C0ECEA{{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120119161807/http://www.riaa.com/newsitem.php?id=C91C40E1-A65A-0F81-EBB3-8FE3B7C0ECEA |date=2012-01-19 }}
http://www.newstatesman.com/global-issues/2009/09/world-fashion-gay-india-church
Richard J. Ripani (2006). The New Blue Music: Changes in Rhythm & Blues, 1950–1999. Bls. 130–155, 186–188.
syjj0r03hpdzcqkr3axj9mpio7yb5v3
Sölvahnútur
0
116895
1765251
1727596
2022-08-18T16:48:41Z
89.17.133.15
Tegundin heitir sölvahrútur en ekki -hnútur. Það þarf einnig að breyta megintitli síðunnar.
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = ''Ligia oceanica''
| image = Ligia_oceanica_Flickr.jpg
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''Arthropoda'')
| subphylum = [[Krabbadýr]] (''Crustacea'')
| classis = [[Stórkrabbar]] (''Malacostraca'')
| subclassis = [[Eumalacostraca]]
| superordo = [[Peracarida]]
| ordo = [[Jafnfætlur]] (''Isopoda'')
| familia = [[Ligiidae]]
| genus = ''[[Ligia]]''
| species = '''''L. oceanica'''''
| binomial = ''Ligia oceanica''
| binomial_authority = ([[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[12th edition of Systema Naturae|1767]])
| synonyms_ref = <ref name="Schmalfuss">{{cite journal |url=http://www.oniscidea-catalog.naturkundemuseum-bw.de/Cat_terr_isop.pdf |title=World catalog of terrestrial isopods (Isopoda: Oniscidea) — revised and updated version |author=Helmut Schmalfuss |year=2003 |journal=[[Stuttgarter Beiträge zur Naturkunde]], Serie A |volume=654 |pages=341 pp |access-date=2013-06-27 |archive-date=2009-02-24 |archive-url=https://wayback.archive-it.org/all/20090224212510/http://www.oniscidea-catalog.naturkundemuseum-bw.de/Cat_terr_isop.pdf |dead-url=yes }}</ref>
| synonyms =
*''Oniscus oceanicus'' <small>Linnaeus, 1767</small>
*''Ligia belgica'' <small>Ritzema Bos, 1874</small>
*''Ligia granulata'' <small>Frey & Leuckart, 1847</small>
*''Ligia oniscoides'' <small>Brébisson, 1825</small>
*''Ligia scopulorum'' <small>Leach, 1814</small>
*''Ligydia oceanica'' <small>(Linnaeus, 1767)</small>
*''Oniscus assimilis'' <small>Linnaeus, 1767</small>
}}
'''Sölvahrútur''' ([[fræðiheiti]]: ''Ligia oceanica)'' er [[krabbadýr]] af ættbálki [[jafnfætlur|jafnfætla]]. Hann er háður sjó og finnst efst í [[Klapparfjara|klapparfjörum]] og á klettum og [[Sjávarfitjar|sjávarfitjum]] þar sem seltuáhrifa gætir. Hann finnst oft ofan við mörk [[stórstraumsflóð]]s. Sölvahrútur heldur sig í fylgsnum á daginn og fer á stjá á nóttunni í fæðuleit. Hann étur ýmis konar þörunga og getur orðið þriggja ára en á afkvæmi aðeins einu sinni og þá á síðasta ári æviskeiðsins. Hann getur orðið meira en 3 sm að lengd.
== Útbreiðsla við Ísland ==
Sölvahnútur finnst á Íslandi á svæði við [[Reykjanes]] frá [[Reykjanesviti|Reykjanesvita]] norður að [[Reykjanesvirkjun]]. Hann var áður algengur á [[Heimaey]] en hefur ekki orðið vart þar síðan [[1920]]. Sölvahnútur er á mörkum þess að vera landdýr eða sjávardýr.
== Heimildir ==
* [http://www.ni.is/poddur/nattura/poddur/nr/13861 Sölvahrútur - Ligia oceanica (Linnaeus, 1767)]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://www.ferlir.is/?id=8493 Sölvahnútur]
{{stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Jafnfætlur]]
lv2xjn2xta6y8bh8celiecgyjk02ho1
1765252
1765251
2022-08-18T16:50:08Z
89.17.133.15
Sölvahrútur, ekki-hnútur.
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = ''Ligia oceanica''
| image = Ligia_oceanica_Flickr.jpg
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''Arthropoda'')
| subphylum = [[Krabbadýr]] (''Crustacea'')
| classis = [[Stórkrabbar]] (''Malacostraca'')
| subclassis = [[Eumalacostraca]]
| superordo = [[Peracarida]]
| ordo = [[Jafnfætlur]] (''Isopoda'')
| familia = [[Ligiidae]]
| genus = ''[[Ligia]]''
| species = '''''L. oceanica'''''
| binomial = ''Ligia oceanica''
| binomial_authority = ([[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[12th edition of Systema Naturae|1767]])
| synonyms_ref = <ref name="Schmalfuss">{{cite journal |url=http://www.oniscidea-catalog.naturkundemuseum-bw.de/Cat_terr_isop.pdf |title=World catalog of terrestrial isopods (Isopoda: Oniscidea) — revised and updated version |author=Helmut Schmalfuss |year=2003 |journal=[[Stuttgarter Beiträge zur Naturkunde]], Serie A |volume=654 |pages=341 pp |access-date=2013-06-27 |archive-date=2009-02-24 |archive-url=https://wayback.archive-it.org/all/20090224212510/http://www.oniscidea-catalog.naturkundemuseum-bw.de/Cat_terr_isop.pdf |dead-url=yes }}</ref>
| synonyms =
*''Oniscus oceanicus'' <small>Linnaeus, 1767</small>
*''Ligia belgica'' <small>Ritzema Bos, 1874</small>
*''Ligia granulata'' <small>Frey & Leuckart, 1847</small>
*''Ligia oniscoides'' <small>Brébisson, 1825</small>
*''Ligia scopulorum'' <small>Leach, 1814</small>
*''Ligydia oceanica'' <small>(Linnaeus, 1767)</small>
*''Oniscus assimilis'' <small>Linnaeus, 1767</small>
}}
'''Sölvahrútur''' ([[fræðiheiti]]: ''Ligia oceanica)'' er [[krabbadýr]] af ættbálki [[jafnfætlur|jafnfætla]]. Hann er háður sjó og finnst efst í [[Klapparfjara|klapparfjörum]] og á klettum og [[Sjávarfitjar|sjávarfitjum]] þar sem seltuáhrifa gætir. Hann finnst oft ofan við mörk [[stórstraumsflóð]]s. Sölvahrútur heldur sig í fylgsnum á daginn og fer á stjá á nóttunni í fæðuleit. Hann étur ýmis konar þörunga og getur orðið þriggja ára en á afkvæmi aðeins einu sinni og þá á síðasta ári æviskeiðsins. Hann getur orðið meira en 3 sm að lengd.
== Útbreiðsla við Ísland ==
Sölvahrútur finnst á Íslandi á svæði við [[Reykjanes]] frá [[Reykjanesviti|Reykjanesvita]] norður að [[Reykjanesvirkjun]]. Hann var áður algengur á [[Heimaey]] en hefur ekki orðið vart þar síðan [[1920]]. Sölvahrútur er á mörkum þess að vera landdýr eða sjávardýr.
== Heimildir ==
* [http://www.ni.is/poddur/nattura/poddur/nr/13861 Sölvahrútur - Ligia oceanica (Linnaeus, 1767)]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://www.ferlir.is/?id=8493 Sölvahnútur]
{{stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Jafnfætlur]]
4e5lwhq7t0z49ix3nqd3y821nzotbdh
Götungar
0
117278
1765329
1674050
2022-08-19T11:38:05Z
Akigka
183
wikitext
text/x-wiki
{{taxobox
| image = Globigerina.svg
| image_caption = ''[[Globigerina bulloides]]'' er algeng götungategund við Ísland og hefur verið notuð í rannsóknir á loftslagsbreytingum.
| domain = [[Heilkjörnungar]] (''Eukaryota'')
| phylum = [[Retaria]]
| subphylum = '''Götungar''' (Foraminifera)
| subphylum_authority = [[Alcide d'Orbigny|d'Orbigny]], 1826
| subdivision_ranks = Ættbálkar götunga
| subdivision =
[[Allogromiida]]<br>
[[Carterina|Carterinida]]<br>
[[Fusulinida]] — ''útdauð''<br>
[[Globigerinida]]<br>
[[Involutinida]] — ''útdauð''<br>
[[Lagenida]]<br>
[[Miliolida]]<br>
[[Robertinida]]<br>
[[Rotaliida]]<br>
[[Silicoloculinida]]<br>
[[Spirillinida]]<br>
[[Textulariida]]<br>
''incertae sedis''<br>
[[Xenophyophore]]a<br>
''[[Reticulomyxa]]''
}}
'''Götungar''' ([[fræðiheiti]]: ''Foraminifera'') eru einfrumungar sem tilheyra [[frumdýr]]um. Margar götungategundir eru viðkvæmar fyrir umhverfisbreytingum og rannsóknir á götungum eru gagnlegar til þess að meta umhverfisaðstæður í sjó. Götungar lifa flestir í sjó. Þeir hafa verið þekktir allt frá [[fornlífsöld]] en hafa verið sérstaklega algengir allt frá [[Krítartímabilið|krítartímabilinu]].
==Heimild==
* [https://timarit.is/page/4272888?iabr=on Lovísa Ásbjörnsdóttir,Um götunga, Náttúrufræðingurinn - 4. Tölublað (01.10.1990)]
{{stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Götungar]]
mgc14aepqmv4b8a3fi3cbzdmequ241n
Tatjana Samojlova
0
122548
1765235
1762484
2022-08-18T11:59:23Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
'''Tatjana Jevgenjevna Samojlova''' (fædd [[4. maí]] [[1934]] í [[Sankti Pétursborg|Leníngrad]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]; dáin [[4. maí]] [[2014]] í [[Moskva|Moskvu]], [[Rússland]]i) var rússnesk leikkona.
== Kvikmyndir ==
* ''[[Trönurnar fljuga]]'' (rús. Letyat zhuravli) (1957)
* ''[[The Unsent Letter]]'' (1959)
* ''[[Vingt Mille Lieues sur la Terre]]'' (1960)
* ''[[Alba Regia]]'' (1961)
* ''[[Anna Karenina (kvikmynd)|Anna Karenina]]'' (1967)
* ''[[Loin de Sunset Boulevard]]'' (2005)
== Tenglar ==
* {{imdb|name/nm0759967}}
{{stubbur|æviágrip|kvikmynd}}
[[Flokkur:Rússneskir leikarar|Samojlova, Tatiana]]
{{fde|1934|2014|Samojlova, Tatiana}}
5enswyzk0002rsdgmy1h5n4bmb52lme
Georgíj Zhúkov
0
122870
1765238
1750768
2022-08-18T13:28:34Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:RIAN archive 2410 Marshal Zhukov speaking.jpg|thumb|right|Georgy Zhukov]]
'''Georgíj Konstantínovítsj Zhúkov''' ([[1. desember]] [[1896]] – [[18. júní]] [[1974]]) var [[Sovétríkin|sovéskur]] hershöfðingi. Zhúkov var einn mikilvægasti hershöfðingi Sovétmanna í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni og tók hann þátt í mörgum af helstu orrustunum á austurvígstöðvunum; meðal annars [[Orrustan um Stalíngrad|orrustunni um Stalíngrad]], [[Orrustan um Leníngrad|orrustunni um Leníngrad]], [[Orrustan við Kursk|orrustunni við Kursk]] og aðal þátt allra [[Orrustan um Berlín|orrustunni um Berlín]] sem Sovétmenn yfirtóku.
Í ágúst 1942 var Zhúkov sendur til [[Volgograd|Stalíngrad]] til að stjórna vörn Sovétmanna gegn Þjóðverjum. Í Stalíngrad skipulagði Zhúkov Úranus-aðgerðina sem hrint var í framkvæmd í nóvember 1942. Aðgerðin fól það í sér að sjötti her Þjóðverja, undir stjórn [[Friedrich Paulus|Friedrichs Paulus]] var umkringdur í Stalíngrad, sem leiddi til þess að sjötti herinn gafst upp í febrúar 1943 og Sovétmenn unnu borgina á sitt vald.
Zhúkov átti einnig þátt í að brjóta á bak aftur umsátrið um Leníngrad og hann var yfirmaður herafla Sovétmanna í orrustunni við Kursk árið 1943, þar sem Sovétmenn stöðvuðu síðustu sókn Þjóðverja á austurvígstöðvunum. Zhúkov tók þátt í sókn Sovétmanna til vesturs allt til stríðsloka og var hann viðstaddur [[Stríðslok í Evrópu|uppgjöf Þjóðverja]] í [[Berlín]] í maí 1945.
Eftir stríðið var Zhúkov ráðherra varnarmála um tíma, undir stjórn [[Níkíta Khrústsjov]], en féll svo í ónáð og var þvingaður til að setjast í helgan stein.
{{stubbur|æviágrip}}
{{DEFAULTSORT:Zhukov, Georgy}}
[[Flokkur:Sovéskir hershöfðingjar]]
[[Flokkur:Herforingjar í seinni heimsstyrjöldinni]]
{{fde|1896|1974|Zhukov, Georgy}}
i0h3z94vau6molokgrpr7ebzhqcs8jr
Bílsprengja
0
130727
1765326
1510686
2022-08-19T11:12:53Z
Akigka
183
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Car_bombing,_Baghdad.jpg|thumb|right|Ummerki eftir bílsprengju í Bagdad, Írak]]
'''Bílsprengja''' er heimatilbúin [[sprengja]] sem komið er fyrir í [[bíll|bíl]] eða öðru farartæki og sprengd. Bílsprengjur eru notaðar við [[morð]], [[hryðjuverk]] og í [[skæruhernaður|skæruhernaði]] til að drepa farþega í bílnum, fólk í nágrenni bílsins eða til að valda skemmdum á byggingum. Hægt er að fela mikið magn af sprengiefni í bílum og koma fyrir án þess að það veki grunsemdir. Bílsprengjur eru sprengdar með ýmsum hætti, til dæmis þegar hurðin er opnuð, bíllinn settur í gang, stigið á eða af bensíngjöf eða bremsu, eða einfaldlega með kveikiþræði eða tímastilltri hvellhettu. Eldsneyti í eldsneytistanki bílsins getur aukið við sprengikraft sprengjunnar sjálfrar.
{{stubbur}}
[[Flokkur:Sprengjur]]
[[Flokkur:Bílar]]
eh14rawgohmbyw6rbfok2fjgtb7z3jp
Ayman al-Zawahiri
0
134748
1765244
1763454
2022-08-18T14:26:08Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Ayman al-Zawahiri portrait.JPG|thumb|right|Ayman Mohammed Rabie al-Zawahiri í nóvember árið 2001.]]
'''Ayman Mohammed Rabie al-Zawahiri''' (19 júní 1951<ref name="FBI Most Wanted Terrorists">{{cite web|title=Ayman al-Zawahiri|url=https://www.fbi.gov/wanted/wanted_terrorists/ayman-al-zawahiri/view|website=FBI Most Wanted Terrorists}}</ref> – 31. júlí 2022) var egypskur hryðjuverkamaður sem leiddi hryðjuverkasamtökin [[al-Kaída]] frá 2011 til 2022. Hann var ennfremur fyrrverandi leiðtogi og meðlimur annara íslamskra hryðjuverkasamtaka sem hafa gert árásir í Norður-Ameríku, Asíu, Afríku og miðausturlöndum.
Árið 2012 ákallaði hann múslima að ræna vestrænum ferðalöngum í löndum múslima.<ref>{{cite news| url=http://edition.cnn.com/2012/10/27/world/asia/al-qaeda-kidnap-threat/ | work=CNN | title=Al Qaeda leader calls for kidnapping of Westerners - CNN.com | date=29. október 2012}}</ref> Frá [[Árásin á Tvíburaturnana|árásunum á tvíburaturnana]] bauð Bandaríkjastjórn 25 milljón Bandaríkjadala í verðlaunafé fyrir ábendingar sem gætu leitt til handtöku hans.<ref>{{cite web|url=http://edition.cnn.com/CNN/Programs/people/shows/zawahiri/profile.html|title=CNN Programs – People in the News|publisher=|accessdate=19. maí 2018}}</ref>
Zawahiri tók við forystu al-Kaída eftir að [[Osama bin Laden]] var drepinn í hernaðaraðgerð Bandaríkjamanna árið 2011. Hann var leiðtogi samtakanna í ellefu ár, þar til hann var einnig drepinn í atlögu bandarískra hermanna í Afganistan þann 31. júlí 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=Bandaríkjamenn felldu leiðtoga al-Kaída|url=https://www.ruv.is/frett/2022/08/01/bandarikjamenn-felldu-leidtoga-al-kaida|útgefandi=RÚV|ár=2022|mánuður=1. ágúst|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=1. ágúst|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Zawahiri, Ayman al-}}
{{fd|1951|2022}}
[[Flokkur:Egypskir hryðjuverkamenn]]
cgi6x16xg97vd1a7p5ls3yaxus5hjou
Mannabeinavatn
0
138186
1765339
1560505
2022-08-19T11:50:50Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Mannabeinavatn''' er [[stöðuvatn]] í [[Austur-Húnavatnssýsla|Austur-Húnavatnssýslu]], suður af [[Blöndulón]]i og norð-austur af [[Arnarbælistjörn]]. Mannabeinavatn kemur fyrir í [[Þjóðsögur Jóns Árnasonar|þjóðsögum Jóns Árnasonar]]:
:''Upp á heiðunum fram og vestur frá Skagafirði liggja hinar svonefndu Ásgeirstungur. Í tungum þessum er vatn eitt æði stórt sem heitir Mannabeinavatn. Sagan segir að eitt haust hafi Skagfirðingar farið í göngur á þessar heiðar og tjölduðu að kvöldi dags í flá þeirri sem nú er vatnið; því þá var þar mosaflá, en ekki vatn. Þeir voru ölvaðir mjög og höfðu illt orðbragð og gjörðu gys að guði og öllum guðlegum hlutum, nema einn maður frá Mælifelli í Skagafirði, og er svo mælt að presturinn á Mælifelli, húsbóndi hans, hafi tekið honum vara fyrir kvöldi þessu og beðið hann að vera þá stilltan og gætinn í orðum. Þegar hann heyrði nú þetta illa orðbragð félaga sinna fer honum ei að lítast á, tók hest sinn og reið heim að Mælifelli.Skammt frá flánni rann kvísl er hét Strangakvísl; hún er jökulvatn. Um nóttina kom jökulflóð í hana svo hún flóði upp í flána sem þeir lágu í Skagfirðingar og fyllti hana að mestu. Fórust þar mennirnir allir í tjaldinu. Myndaðist þar þá vatn og fundust síðar við það mannabein og því er það Mannabeinavatn kallað''.
{{Stubbur}}
[[Flokkur:Stöðuvötn á Íslandi]]
[[Flokkur:Austur-Húnavatnssýsla]]
e9mqxwju4i2fqzfnxna4gxexu7opc3w
Lavrentíj Bería
0
144501
1765262
1750772
2022-08-18T19:13:09Z
TKSnaevarr
53243
/* Dauði Stalíns og fall Bería */
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Lavrentíj Bería<br>{{small|Лавре́нтий Бе́рия}}<br>{{small|ლავრენტი ბერია}}
| búseta =
| mynd =Lavrentiy-beria.jpg
| myndastærð = 250px
| myndatexti1 =
| titill= Varaforsætisráðherra Sovétríkjanna
| stjórnartíð_start = [[5. mars]] [[1953]]
| stjórnartíð_end = [[26. júní]] [[1953]]
| titill2= Innanríkisráðherra Sovétríkjanna
| stjórnartíð_start2 = [[25. nóvember]] [[1938]]
| stjórnartíð_end2 = [[29. desember]] [[1945]]
| stjórnartíð_start3 = [[5. mars]] [[1953]]
| stjórnartíð_end3 = [[26. júní]] [[1953]]
| fæðingarnafn =
| fæddur = [[29. mars]] [[1899]]
| fæðingarstaður = [[Merkheuli]], [[Georgía|Georgíu]], [[Rússland]]i
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1953|12|23|1899|3|29}}
| dánarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| orsök_dauða =
| þekktur_fyrir =
| starf = Stjórnmálamaður, leynilögreglumaður
| stjórnmálaflokkur = [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]]
| laun =
| trúarbrögð =
| maki = Nina Gegetsjkori
| börn =
| foreldrar =
| heimasíða =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
| undirskrift = Lavrentiy Beria Signature.svg
}}
'''Lavrentíj Pavlovítsj Bería''' ('''Лавре́нтий Па́влович Бе́рия''' á kyrillísku letri; '''ლავრენტი პავლეს ძე ბერია''' á georgísku) (29. mars 1899 – 23. desember 1953) var [[Sovétríkin|sovéskur]] stjórnmálamaður, her[[marskálkur]] Sovétríkjanna og lengi formaður leyniþjónustunnar [[NKVD]] í stjórnartíð [[Jósef Stalín|Jósefs Stalín]]. Hann var útnefndur varaforsætisráðherra árið 1941 og gekk til liðs við miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins árið 1946.
Af öllum leynilögreglustjórum Stalíns sat Bería lengst í embætti og naut mestra áhrifa, sérstaklega í og eftir [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldina]]. Hann stýrði miklum hluta sovéska ríkisins og var í reynd marskálkur Sovétríkjanna sem fór fyrir herdeildum NKVD og njósnaaðgerðum á austurvígstöðvunum í stríðinu. Bería skipulagði einnig byggingu fjölda nýrra [[Gúlag]]-vinnubúða og stýrði sérstökum fangabúðum fyrir vísindamenn og vélvirkja.
==Æviágrip==
Bería var [[Georgía|Georgíumaður]] líkt og Stalín. Hann fæddist í þorpinu Merkheili nálægt Sukhum, sem er vinsæll baðstaður við [[Svartahaf]].<ref name=upprættur>{{Cite web|title=Meistari lögregluríkisins fallinn |date=11. júlí 1953|accessdate=6. júní 2018|publisher=''[[Morgunblaðið]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1290071}}</ref> Hann gekk í kommúnistaflokkinn í [[Bakú]] árið 1917, nokkrum mánuðum fyrir [[Rússneska byltingin 1917|rússnesku byltinguna]].<ref name=upprættur/><ref name=þjóðsvik/> Eftir byltinguna varð Bería foringi í öryggislögreglu Bolsévika í Bakú.<ref name=upprættur/> Hann gekk síðan til liðs við öryggislögregluna [[Tsékka]] og fór fyrir fjöldaaftökum á [[Mensévikar|mensévikum]] árið 1922.<ref name=upprættur/> Sama ár gerðist hann lögreglustjóri í Georgíu.
Árið 1932 varð Bería aðalritari kommúnistadeildar [[Kákasus]].<ref name=upprættur/> Hann fór um þetta að venja komur sínar til Moskvu og rækta sambönd sín við helstu ráðamenn Sovétríkjanna. Hann var útnefndur í æðsta ráð Sovétríkjanna árið 1937 og varð góðvinur Jósefs Stalín sjálfs.<ref name=upprættur/>
[[Hreinsanirnar miklu]] stóðu sem hæst á þessum tíma en þegar valdhöfum varð ljóst að of langt hefði verið gengið í pólitískum ofsóknum rússnesku leyniþjónustunnar var Bería skipaður innanríkisráðherra og settur yfir leynilögregluna í stað [[Níkolaj Jeshov]], sem var í kjölfarið tekinn af lífi. Eftir að Bería var skipaður í embætti var dregið úr hreinsununum.<ref name=upprættur/>
Sem yfirforingi rússnesku leynilögreglunnar var það starf Bería að handtaka og fjarlægja andófsmenn og aðra sem valdsmenn Sovétríkjanna höfðu horn í síðu við. Hann hafði einnig umsjón yfir [[Gúlag]]-þrælabúðum og lét þrælka bæði pólitíska fanga og þýska og japanska stríðsfanga.
Bería sótti [[Jaltaráðstefnan|Jaltaráðstefnuna]] ásamt Stalín, sem kynnti hann fyrir [[Franklin D. Roosevelt]] Bandaríkjaforseta sem „okkar [[Heinrich Himmler|Himmler]]“.<ref>{{cite book |last= Montefiore |first= Simon Sebag |title= Stalin: Court of the Red Tsar |publisher= [[Random House]] |year= 2005 |page=483}}</ref> Eftir stríðið skipulagði Bería yfirtöku kommúnista á ríkisstofnunum Mið- og Austur-Evrópu og kvað í kútinn andspyrnu á nýjum yfirráðasvæðum Sovétmanna. Bería var einnig valinn til að hafa umsjón yfir sovésku kjarnorkuáætluninni. Sovétmönnum tókst að hanna eigin kjarnavopn á aðeins fimm árum, einkum með njósnum um vesturveldin.
===Dauði Stalíns og fall Bería===
Þegar Stalín fékk hjartaáfall í mars árið 1953 var Bería fljótur að láta alla heyra hvað honum fannst í raun um húsbónda sinn. Er hann stóð við dánarbeði Stalíns úthellti hann sér yfir foringjann og fór öllum illum orðum um hann. Þegar Stalín rumskaði í eitt augnablik flýtti Bería sér að falla á kné og kyssa hönd hans en þegar Stalín féll aftur í dá stóð Bería upp og hrækti á gólfið.<ref>Simon Sebag-Montefiore (2005). ''Stalin: Court of the Red Tsar''. Random House, bls. 571.</ref> Eftir að Stalín lést þann 5. mars gortaði Bería sig af því að hafa drepið hann.<ref>Vladimri Fedorovski, ''Le fantôme de Staline'', Rocher, 2007.</ref> Þetta hefur leitt til orðróma um að Bería hafi eitrað fyrir Stalín<ref>Françoise Thom, ''Beria : Le Janus du Kremlin'', Cerf, 2013, bls. 924.</ref> eða vísvitandi neitað honum um nauðsynlega læknishjálp, en þetta hefur aldrei verið staðfest.
Bería var útnefndur varaforsætisráðherra Sovétríkjanna eftir dauða Stalíns. Hann myndaði í stuttan tíma þremenningabandalag (''troika'') sem réð yfir Sovétríkjunum ásamt [[Georgíj Malenkov]] og [[Vjatsjeslav Molotov]]. Seinna sama ár framdi [[Níkíta Khrústsjov]] valdarán með aðstoð herafla [[Georgíj Zhúkov]] marskálks og lét handtaka Bería fyrir [[landráð]].<ref name=þjóðsvik>{{Cite web|title=Bería sviptur embætti, stefnt fyrir æðsta dómstól og sakaður um þjóðsvik |date=11. júlí 1953|accessdate=6. júní 2018|publisher=''[[Tíminn]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1018567}}</ref> Hermenn Zhúkovs neyddu liðsmenn NKVD til hlýðni og þann 23. desember 1953 var Bería tekinn af lífi.<ref>{{cite web|url=http://www.newsru.com/russia/24jun2010/beria.html|title=Лаврентия Берию в 1953 году расстрелял лично советский маршал|publisher=}}</ref>
==Kynferðisafbrot==
Við réttarhöld Bería árið 1953 var upplýst að Bería hefði gerst sekur um fjölda [[Nauðgun|nauðgana]] á embættistíð sinni.<ref>Donald Rayfield. [https://books.google.com/books?id=Yi3ow3TU8-4C&pg=RA10-PT11&dq=beria+sexual&lr=&as_brr=3&ei=mkopS5LNBJ-CygSjv5yXCw&cd=11#v=onepage&q=beria%20sexual&f=false Stalin and His Hangmen: The Tyrant and Those Who Killed for Him.] [[Random House]], 2005; bls. 466–467</ref><ref name="SM506">Montefiore, bls. 506</ref> Bería hafði nýtt sér stöðu sína sem foringi leyniþjónustunnar til að þvinga konur til kynmaka við sig. Hann hafði m.a. oft keyrt um götur Moskvu á glæsibíl sínum og valið konur af götunum sem voru síðan handteknar og fluttar á setur hans<ref>Thaddeus Wittlin, ''Beria chef de la police secrète'', Paris: Nouveau Monde éditions, 2014.</ref> (sem í dag er sendiráð [[Túnis]] í Moskvu). Þar var Bería vanur að nauðga þeim á skrifstofu sinni og gefa þeim síðan blómvönd þegar þær fóru. Ef þær þáðu blómvöndinn var því tekið sem viðurkenningu á að kynlífið hefði farið fram með samþykki þeirra; ef þær afþökkuðu voru þær handteknar. Bería þvingaði konur einnig til kynmaka með því að lofa að frelsa ættingja þeirra úr [[Gúlag]]inu, þótt ættingjar þeirra væru í sumum tilvikum þegar látnir.
Meðlimir sovésku ríkisstjórnarinnar vissu af kynferðisbrotum Bería en létu sér fátt um finnast. Sagt er að Stalín hafi eitt sinn frétt af því að dóttir sín væri ein með Bería og hafi strax hringt í hana og sagt henni að hafa sig burt hið snarasta.
==Tilvísanir==
<references/>
{{fde|1899|1953|Beria, Lavrentij}}
[[Flokkur:Georgískir stjórnmálamenn]]
[[Flokkur:Sovéskir stjórnmálamenn]]
[[Flokkur:Starfsmenn NKVD]]
{{DEFAULTSORT:Beria, Lavrentij}}
3bp1wl1xeka96n3qj3u3qa9hor5bkwy
Wikipedia:Í fréttum...
4
154362
1765243
1764624
2022-08-18T14:24:43Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[File:Meradalir 2022-08-04.jpg|200px|right||alt=Eldgosið við Meradali 2022|link=Eldgosið við Meradali 2022]]
* [[12. ágúst]]: Rithöfundurinn '''[[Salman Rushdie]]''' er stunginn í hálsinn þegar hann flytur fyrirlestur í [[New York]].
* [[10. ágúst]]: '''[[Drífa Snædal]]''' segir af sér sem forseti [[Alþýðusamband Íslands|Alþýðusambandsins]].
* [[3. ágúst]]: '''[[Eldgosið við Meradali 2022|Eldgos]]''' (''sjá mynd'') hefst við '''[[Meradalir|Meradali]]''' austan við [[Fagradalsfjall]] um miðjan dag þegar 300 metra sprunga opnast.
* [[23. júlí]]: [[Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin]] lýsir yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs '''[[Apabóla|apabólu]]'''.
* [[21. júlí]]: '''[[Droupadi Murmu]]''' er kjörin forseti Indlands.
'''Yfirstandandi:''' [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]] • [[Eldgosið við Meradali 2022|Eldgosið við Meradali]] • [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|Innrás Rússa í Úkraínu]] • [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|Kórónaveirufaraldurinn]] • [[Sýrlenska borgarastyrjöldin]] • [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]
<br>
'''Nýleg andlát''': [[Þuríður Pálsdóttir]] (12. ágúst) • [[Anne Heche]] (12. ágúst) • [[Eiríkur Guðmundsson (útvarpsmaður og rithöfundur)|Eiríkur Guðmundsson]] (8. ágúst) • [[Olivia Newton-John]] (8. ágúst) • [[Ayman al-Zawahiri]] (31. júlí) • [[Bill Russell]] (31. júlí) • [[David Trimble]] (25. júlí)
luzdtg0dkbk4ts8qrvb4w9y5lsoc69b
1765321
1765243
2022-08-19T10:30:06Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[File:Meradalir 2022-08-04.jpg|200px|right||alt=Eldgosið við Meradali 2022|link=Eldgosið við Meradali 2022]]
* [[12. ágúst]]: Rithöfundurinn '''[[Salman Rushdie]]''' er stunginn í hálsinn þegar hann flytur fyrirlestur í [[New York]].
* [[10. ágúst]]: '''[[Drífa Snædal]]''' segir af sér sem forseti [[Alþýðusamband Íslands|Alþýðusambandsins]].
* [[3. ágúst]]: '''[[Eldgosið við Meradali 2022|Eldgos]]''' (''sjá mynd'') hefst við '''[[Meradalir|Meradali]]''' austan við [[Fagradalsfjall]] um miðjan dag þegar 300 metra sprunga opnast.
* [[23. júlí]]: [[Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin]] lýsir yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs '''[[Apabóla|apabólu]]'''.
* [[21. júlí]]: '''[[Droupadi Murmu]]''' er kjörin forseti Indlands.
'''Yfirstandandi:''' [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]] • [[Eldgosið við Meradali 2022|Eldgosið við Meradali]] • [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|Innrás Rússa í Úkraínu]] • [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|Kórónaveirufaraldurinn]] • [[Sýrlenska borgarastyrjöldin]] • [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]
<br>
'''Nýleg andlát''':
[[Ingvar Gíslason]] (17. ágúst) •
[[Þuríður Pálsdóttir]] (12. ágúst) • [[Anne Heche]] (12. ágúst) • [[Eiríkur Guðmundsson (útvarpsmaður og rithöfundur)|Eiríkur Guðmundsson]] (8. ágúst) • [[Olivia Newton-John]] (8. ágúst) • [[Ayman al-Zawahiri]] (31. júlí) • [[Bill Russell]] (31. júlí) • [[David Trimble]] (25. júlí)
2hlf31xj92inqh2j556j8x2t76gdf11
1. FC Magdeburg
0
159041
1765334
1755077
2022-08-19T11:45:50Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = 1. Fußballclub Magdeburg e. V.
| Mynd =
| Gælunafn = ''FCM, Der Club (Félagið)''
| Stytt nafn =
| Stofnað = 21.desember 1965
| Leikvöllur = MDCC-Arena, [[Magdeburg]]
| Stærð = 30.098
| Stjórnarformaður = {{DEU}} Peter Fechner
| Knattspyrnustjóri = {{DEU}} [[Christian Titz]]
| Deild = 2. Bundesliga
| Tímabil = 2021/22
| Staðsetning = 1. sæti (3. Liga)
| pattern_la1 = _magdeburg1920h
| pattern_b1 = _magdeburg2021h
| pattern_ra1 = _magdeburg1920h
| pattern_sh1 =
| pattern_so1 =
| leftarm1 = 0000FF
| body1 = 0000FF
| rightarm1 = 0000FF
| shorts1 = FFFFFF
| socks1 = FFFFFF
| pattern_la2 = _magdeburg2021a
| pattern_b2 = _magdeburg2021a
| pattern_ra2 = _magdeburg2021a
| pattern_sh2 =
| pattern_so2 =
| leftarm2 = 000000
| body2 = 000000
| rightarm2 = 000000
| shorts2 = 000000
| socks2 = 000000
| pattern_la3 =
| pattern_b3 =
| pattern_ra3 =
| pattern_sh3 =
| pattern_so3 =
| leftarm3 =
| body3 =
| rightarm3 =
| shorts3 =
| socks3 =
}}
'''1. FC Magdeburg''', er [[Þýskaland|þýskt]] [[Knattspyrna|knattspyrnufélag]] staðsett í [[Magdeburg]]. Félagið er frekar ungt, stofnað 1965. Magdenburg spilaði í Austur-Þýsku deildinni, fyrir sameiningu [[Þýskaland|Þýskalands]]. Það sigraði Austur-Þýsku Úrvalsdeildina (''DDR Oberliga'') þrisvar og Austur-Þýsku Bikarkeppnina (''FDGB Pokal'') sjö sinnum, það var einnig eina félag [[Austur-Þýskaland|Austur-Þýskalands]] sem tókst að sigra [[Evrópukeppni bikarhafa]], árið 1974, eftir frækinn sigur á [[AC Milan]] í úrslitaleik 2-0. Eftir sameiningu [[Þýskaland|Þýskalands]] hefur gengið erfiðlega hjá félaginu og í dag spila þeir í 3. Liga. Árið 1978 sigraði það [[Valur|Val]] í evrópukeppni félagsliða.
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-1983-0604-014, FDGB-Pokal, Endspiel 1. FC Magdeburg, Mannschaftsfoto.jpg|thumb|200px|Leikmenn 1. FC Magdenburg fagna sjöunda titlinum í Astur-Þýsku bikarkeppninni árið 1983.]]
==Titlar==
===Evrópa===
*'''[[Evrópukeppni bikarhafa]]'''
** 1974
===Innanlands===
*'''Austur-Þýska úrvalsdeildin'''
** '''Meistarar:''' 1971-72, 1973-74, 1974-75
** ''2.Sæti:'' 1976–77, 1977–78
*'''Austur-Þýska bikarkeppnin'''
**'''Meistarar:''' 1963–64, 1964–65, 1968–69, 1972–73, 1977–78, 1978–79,1982–83
== Þekktir leikmenn ==
* Joachim Streich
* Martin Hoffmann
* Jürgen Sparwasser
* [[Uwe Rösler]]
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-N1108-304, Fußball-Europapokalspiel, Magdeburg - München.jpg|thumb|350px|right|Evrókpukeppni félagsliða, seinni leikur Bayern München og Magdenburg 6. nóvember árið 1974]]
==Þjálfarar==
{|
|-
| valign="top" |
*[[Johannes Manthey]], 1951–1955
*[[Heinz Joerk]], 1955–1957
*[[Johannes Manthey]], 1957–1958
*[[Fritz Wittenbecher]], 1958–1962
*[[Ernst Kümmel]], 1962–1966
*[[Günter Weitkuhn]], 1966
*[[Heinz Krügel]], 1966–1976
*[[Günter Konzack]]
*[[Klaus Urbanczyk]], 1976–1982
*[[Claus Kreul]], 1982–1985
*[[Joachim Streich]], 1985–1990
*[[Siegmund Mewes]], 1990–1991
*[[Joachim Streich]], 1991–1992
*[[Wolfgang Grobe]], 1992
*[[Jürgen Pommerenke]], 1992–1993
*[[Frank Engel]], 1993–1994
*[[Martin Hoffmann]], 1994–1996
*[[Karl Herdle]], 1996
*[[Hans-Dieter Schmidt]], 1996–1999
*[[Jürgen Görlitz]], 1999–2000
| valign="top" |
*[[Eberhard Vogel]], 2000–2001
*[[Joachim Steffens]], 2001–2002
*Martin Hoffmann, 2002–2003
*[[Dirk Heyne]], 2003–2007
*[[Paul Linz]], 2007–2009
*[[Steffen Baumgart]], 2009–2010
*Carsten Müller (í stutta stund), 2010
*[[Ruud Kaiser]], 2010–2011
*[[Wolfgang Sandhowe]], 2011
*[[Ronny Thielemann]], 2011–2012
*Detlef Ullrich, 2012
*Carsten Müller (í stutta stund), 2012
*Andreas Petersen, 2012–2014
*[[Jens Härtel]], 2014–2018
*[[Michael Oenning]], 2018–2019
*[[Stefan Krämer]], 2019
*[[Claus-Dieter Wollitz]], 2019–2020
*[[Thomas Hoßmang]], 2020–2021
*[[Christian Titz]], 2021–
|}
== Tengill ==
* [https:/https://1.fc-magdeburg.de/start/ Heimasíða félagsins]
[[Flokkur:Þýsk knattspyrnufélög]]
[[Flokkur:Magdeburg]]
[[Flokkur:stofnað 1965]]
7r33caimzap7w8k33plbpc1q4vq3d7t
Listi yfir íslenskar söngkonur
0
160814
1765260
1765217
2022-08-18T18:47:15Z
Siggason
12601
Kristín Anna Valtýsdóttir og Margrét Rán Magnúsdóttir
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera}}Eftirfarandi er '''listi yfir íslenskar söngkonur'''. Listinn er ekki tæmandi.
{| class="wikitable sortable"
|+
!Nafn
!Fæðingarár
!Dánarár
!Grein
|-
|Agnes Björt Andradóttir
|
|
|
|-
|Andrea Gylfadóttir
|
|
|
|-
|Anna Mjöll Ólafsdóttir
|
|
|
|-
|[[Anna Pálína Árnadóttir]]
|1963
|2004
|
|-
|[[Ágústa Eva Erlendsdóttir]]
|1982
|
|
|-
|[[Bergþóra Árnadóttir]]
|1948
|2007
|
|-
|[[Birgitta Haukdal]]
|1979
|
|
|-
|[[Björk Guðmundsdóttir]]
|1965
|
|
|-
|[[Bríet Ísis]]
|1999
|
|
|-
|[[Dísella Lárusdóttir]]
|1977
|
|
|-
|[[Elísabet Ólafsdóttir]]
|1977
|
|
|-
|[[Ellen Kristjánsdóttir]]
|1959
|
|
|-
|[[Elly Vilhjálms]]
|1935
|1995
|
|-
|Elsa Waage
|1959
|
|Óperusöngur (kontraltó)
|-
|[[Emilíana Torrini]]
|1977
|
|
|-
|[[Engel Lund]]
|1900
|1996
|
|-
|Erla Þorsteinsdóttir
|
|
|
|-
|[[Eva Ásrún Albertsdóttir]]
|1959
|
|
|-
|[[Glowie]]
|1997
|
|
|-
|[[Guðrún Á. Símonar]]
|1924
|1988
|
|-
|[[Guðrún Gunnarsdóttir]]
|1963
|
|
|-
|[[GDRN|Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir (GDRN)]]
|1996
|
|
|-
|[[Hafdís Bjarnadóttir]]
|
|
|
|-
|[[Hafdís Huld Þrastardóttir]]
|1979
|
|
|-
|[[Halla Margrét Árnadóttir]]
|1964
|
|
|-
|[[Hallbjörg Bjarnadóttir]]
|1915
|1997
|
|-
|[[Hallveig Rúnarsdóttir]]
|
|
|Óperusöngur (sópran)
|-
|Hanna Dóra Sturludóttir
|1968
|
|Óperusöngur (mezzó sópran)
|-
|[[Helena Eyjólfsdóttir]]
|1942
|
|
|-
|[[Helga Möller]]
|1957
|
|
|-
|[[Hera Björk Þórhallsdóttir]]
|1972
|
|
|-
|[[Hera Hjartardóttir]]
|1983
|
|
|-
|[[Hildur Guðnadóttir]]
|1982
|
|
|-
|Hulda Kristín Kolbrúnardóttir
|
|
|
|-
|[[Ingibjörg Þorbergs]]
|1927
|2019
|
|-
|Jóhanna Vigdís Arnardóttir (Hansa)
|
|
|
|-
|[[Karólína Eiríksdóttir]]
|1951
|
|
|-
|[[Katla María]]
|1969
|
|
|-
|Katrína Mogensen
|
|
|
|-
|[[Kristín Anna Valtýsdóttir]]
|
|
|
|-
|[[Kristín Á. Ólafsdóttir]]
|1949
|
|
|-
|[[Kristjana Stefánsdóttir]]
|1968
|
|
|-
|[[Lay Low]]
|1982
|
|
|-
|[[Margrét Rán Magnúsdóttir]]
|
|
|
|-
|[[María Markan]]
|1905
|1995
|
|-
|[[María Ólafsdóttir]]
|1993
|
|
|-
|[[Ragnheiður Gröndal]]
|1984
|
|
|-
|[[Ragnhildur Gísladóttir]]
|1956
|
|
|-
|[[Regína Ósk Óskarsdóttir]]
|1977
|
|
|-
|[[Sigga Beinteins]]
|1962
|
|
|-
|Sigríður Ella Magnúsdóttir
|
|
|Óperusöngur (mezzó sópran)
|-
|[[Sigríður Thorlacius]]
|1982
|
|
|-
|[[Sigrún Eva Ármannsdóttir (söngkona)]]
|1968
|
|
|-
|[[Sigrún Hjálmtýsdóttir]]
|1955
|
|
|-
|Soffía Karlsdóttir
|
|
|
|-
|[[Svala Björgvinsdóttir]]
|1977
|
|
|-
|Vigdís Hafliðadóttir
|
|
|
|-
|[[Þóra Einarsdóttir]]
|
|
|Óperusöngur (sópran)
|-
|Þórunn Antonía Magnúsdóttir
|
|
|
|-
|[[Þuríður Pálsdóttir]]
|1927
|2022
|Óperusöngur
|-
|[[Þuríður Sigurðardóttir]]
|1949
|
|
|}
{{stubbur|tónlist}}
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi]]
[[Flokkur:Íslenskar söngkonur]]
[[Flokkur:Listar yfir Íslendinga|Tónlistarmenn]]
[[Flokkur:Listar um tónlist|Íslenskir tónlistarmenn]]
f9lryeceac907wcd0vxoy44r4l27z72
1765279
1765260
2022-08-18T20:28:01Z
Siggason
12601
Bætti við hinum ýmsu söngkonum og ártölum
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera}}Eftirfarandi er '''listi yfir íslenskar söngkonur'''. Listinn er ekki tæmandi.
{| class="wikitable sortable"
|+
!Nafn
!Fæðingarár
!Dánarár
!Grein
|-
|Agnes Björt Clausen
|1991
|
|
|-
|Andrea Gylfadóttir
|1962
|
|
|-
|Anna Mjöll Ólafsdóttir
|1970
|
|
|-
|[[Anna Pálína Árnadóttir]]
|1963
|2004
|
|-
|[[Ágústa Eva Erlendsdóttir]]
|1982
|
|
|-
|[[Bergþóra Árnadóttir]]
|1948
|2007
|
|-
|[[Birgitta Haukdal]]
|1979
|
|
|-
|[[Björk Guðmundsdóttir]]
|1965
|
|
|-
|[[Bríet Ísis]]
|1999
|
|
|-
|Brynhildur Karlsdóttir
|1994
|
|
|-
|[[Dísella Lárusdóttir]]
|1977
|
|
|-
|[[Elísabet Ólafsdóttir]]
|1977
|
|
|-
|[[Ellen Kristjánsdóttir]]
|1959
|
|
|-
|[[Elly Vilhjálms]]
|1935
|1995
|
|-
|Elsa Waage
|1959
|
|Óperusöngur (kontraltó)
|-
|[[Emilíana Torrini]]
|1977
|
|
|-
|[[Engel Lund]]
|1900
|1996
|
|-
|Erla Þorsteinsdóttir
|1933
|
|
|-
|[[Eva Ásrún Albertsdóttir]]
|1959
|
|
|-
|[[Greta Salóme Stefánsdóttir]]
|1986
|
|
|-
|[[Guðrún Á. Símonar]]
|1924
|1988
|
|-
|[[Guðrún Gunnarsdóttir]]
|1963
|
|
|-
|[[GDRN|Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir (GDRN)]]
|1996
|
|
|-
|Guja Sandholt
|1981
|
|
|-
|[[Hafdís Bjarnadóttir]]
|
|
|
|-
|[[Hafdís Huld Þrastardóttir]]
|1979
|
|
|-
|[[Halla Margrét Árnadóttir]]
|1964
|
|
|-
|[[Hallbjörg Bjarnadóttir]]
|1915
|1997
|
|-
|[[Hallveig Rúnarsdóttir]]
|1974
|
|Óperusöngur (sópran)
|-
|Hanna Dóra Sturludóttir
|1968
|
|Óperusöngur (mezzó sópran)
|-
|[[Helena Eyjólfsdóttir]]
|1942
|
|
|-
|[[Helga Möller]]
|1957
|
|
|-
|[[Hera Björk Þórhallsdóttir]]
|1972
|
|
|-
|[[Hera Hjartardóttir]]
|1983
|
|
|-
|[[Hildur Guðnadóttir]]
|1982
|
|
|-
|Hulda Kristín Kolbrúnardóttir
|1997
|
|
|-
|[[Ingibjörg Stefánsdóttir]]
|1972
|
|
|-
|[[Ingibjörg Þorbergs]]
|1927
|2019
|
|-
|Jófríður Ákadóttir (JFDR)
|1994
|
|
|-
|[[Jóhanna Guðrún Jónsdóttir]]
|1990
|
|
|-
|Jóhanna Vigdís Arnardóttir (Hansa)
|1968
|
|
|-
|[[Karólína Eiríksdóttir]]
|1951
|
|
|-
|[[Katla María]]
|1969
|
|
|-
|Katrína Mogensen
|1989
|
|
|-
|[[Klara Ósk Elíasdóttir]]
|1985
|
|
|-
|[[Kristín Anna Valtýsdóttir]]
|1982
|
|
|-
|[[Kristín Á. Ólafsdóttir]]
|1949
|
|
|-
|[[Kristjana Arngrímsdóttir]]
|1961
|
|
|-
|[[Kristjana Stefánsdóttir]]
|1968
|
|
|-
|[[Lay Low]]
|1982
|
|
|-
|[[Margrét Rán Magnúsdóttir]]
|1992
|
|
|-
|[[María Markan]]
|1905
|1995
|
|-
|[[María Ólafsdóttir]]
|1993
|
|
|-
|[[Nanna Bryndís Hilmarsdóttir]]
|1989
|
|
|-
|[[Ragnheiður Gröndal]]
|1984
|
|
|-
|[[Ragnhildur Gísladóttir]]
|1956
|
|
|-
|[[Regína Ósk Óskarsdóttir]]
|1977
|
|
|-
|[[Salka Sól Eyfeld]]
|1988
|
|
|-
|Sara Pétursdóttir ([[Glowie]])
|1997
|
|
|-
|[[Selma Björnsdóttir]]
|1974
|
|
|-
|[[Sigga Beinteins]]
|1962
|
|
|-
|Sigríður Ella Magnúsdóttir
|1944
|
|Óperusöngur (mezzó sópran)
|-
|Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
|1978
|
|
|-
|[[Sigríður Thorlacius]]
|1982
|
|
|-
|[[Sigrún Eva Ármannsdóttir (söngkona)]]
|1968
|
|
|-
|[[Sigrún Hjálmtýsdóttir]]
|1955
|
|
|-
|Soffía Kristín Karlsdóttir
|1928
|2020
|
|-
|[[Svala Björgvinsdóttir]]
|1977
|
|
|-
|Valgerður Guðrún Guðnadóttir
|1976
|
|
|-
|Vigdís Hafliðadóttir
|1994
|
|
|-
|[[Þóra Einarsdóttir]]
|1971
|
|Óperusöngur (sópran)
|-
|Þórunn Magnúsdóttir
|1983
|
|
|-
|[[Þuríður Pálsdóttir]]
|1927
|2022
|Óperusöngur
|-
|[[Þuríður Sigurðardóttir]]
|1949
|
|
|}
{{stubbur|tónlist}}
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi]]
[[Flokkur:Íslenskar söngkonur]]
[[Flokkur:Listar yfir Íslendinga|Tónlistarmenn]]
[[Flokkur:Listar um tónlist|Íslenskir tónlistarmenn]]
9q7uk1wrpkc8mzka6twekuqxzq7dnqg
1765281
1765279
2022-08-18T20:35:08Z
Siggason
12601
Smá viðbætur
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera}}Eftirfarandi er '''listi yfir íslenskar söngkonur'''. Listinn er ekki tæmandi.
{| class="wikitable sortable"
|+
!Nafn
!Fæðingarár
!Dánarár
!Grein
|-
|Agnes Björt Clausen
|1991
|
|
|-
|Andrea Gylfadóttir
|1962
|
|
|-
|Anna Mjöll Ólafsdóttir
|1970
|
|
|-
|[[Anna Pálína Árnadóttir]]
|1963
|2004
|
|-
|[[Ágústa Eva Erlendsdóttir]]
|1982
|
|
|-
|[[Bergþóra Árnadóttir]]
|1948
|2007
|
|-
|[[Birgitta Haukdal]]
|1979
|
|
|-
|[[Björk Guðmundsdóttir]]
|1965
|
|
|-
|[[Bríet Ísis]]
|1999
|
|
|-
|Brynhildur Karlsdóttir
|1994
|
|
|-
|[[Dísella Lárusdóttir]]
|1977
|
|
|-
|[[Elísabet Ólafsdóttir]]
|1977
|
|
|-
|[[Ellen Kristjánsdóttir]]
|1959
|
|
|-
|[[Elly Vilhjálms]]
|1935
|1995
|
|-
|Elsa Waage
|1959
|
|Óperusöngur (kontraltó)
|-
|[[Emilíana Torrini]]
|1977
|
|
|-
|[[Engel Lund]]
|1900
|1996
|
|-
|Erla Þorsteinsdóttir
|1933
|
|
|-
|[[Eva Ásrún Albertsdóttir]]
|1959
|
|
|-
|[[Greta Salóme Stefánsdóttir]]
|1986
|
|
|-
|[[Guðrún Á. Símonar]]
|1924
|1988
|
|-
|[[Guðrún Gunnarsdóttir]]
|1963
|
|
|-
|[[GDRN|Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir (GDRN)]]
|1996
|
|
|-
|Guja Sandholt
|1981
|
|
|-
|[[Hafdís Bjarnadóttir]]
|
|
|
|-
|[[Hafdís Huld Þrastardóttir]]
|1979
|
|
|-
|[[Halla Margrét Árnadóttir]]
|1964
|
|
|-
|[[Hallbjörg Bjarnadóttir]]
|1915
|1997
|
|-
|[[Hallveig Rúnarsdóttir]]
|1974
|
|Óperusöngur (sópran)
|-
|Hanna Dóra Sturludóttir
|1968
|
|Óperusöngur (mezzó sópran)
|-
|[[Helena Eyjólfsdóttir]]
|1942
|
|
|-
|[[Helga Möller]]
|1957
|
|
|-
|Helga Rós Indriðadóttir
|1969
|
|Óperusöngur
|-
|[[Hera Björk Þórhallsdóttir]]
|1972
|
|
|-
|[[Hera Hjartardóttir]]
|1983
|
|
|-
|Hildigunnur Einarsdóttir
|
|
|
|-
|[[Hildur Guðnadóttir]]
|1982
|
|
|-
|Hulda Kristín Kolbrúnardóttir
|1997
|
|
|-
|[[Ingibjörg Stefánsdóttir]]
|1972
|
|
|-
|[[Ingibjörg Þorbergs]]
|1927
|2019
|
|-
|Jófríður Ákadóttir (JFDR)
|1994
|
|
|-
|[[Jóhanna Guðrún Jónsdóttir]]
|1990
|
|
|-
|Jóhanna Vigdís Arnardóttir (Hansa)
|1968
|
|
|-
|[[Karólína Eiríksdóttir]]
|1951
|
|
|-
|[[Katla María]]
|1969
|
|
|-
|Katrína Mogensen
|1989
|
|
|-
|[[Klara Ósk Elíasdóttir]]
|1985
|
|
|-
|[[Kristín Anna Valtýsdóttir]]
|1982
|
|
|-
|[[Kristín Á. Ólafsdóttir]]
|1949
|
|
|-
|[[Kristjana Arngrímsdóttir]]
|1961
|
|
|-
|[[Kristjana Stefánsdóttir]]
|1968
|
|
|-
|[[Lay Low]]
|1982
|
|
|-
|[[Margrét Rán Magnúsdóttir]]
|1992
|
|
|-
|[[María Markan]]
|1905
|1995
|
|-
|[[María Ólafsdóttir]]
|1993
|
|
|-
|[[Nanna Bryndís Hilmarsdóttir]]
|1989
|
|
|-
|[[Ragnheiður Gröndal]]
|1984
|
|
|-
|[[Ragnhildur Gísladóttir]]
|1956
|
|
|-
|[[Regína Ósk Óskarsdóttir]]
|1977
|
|
|-
|[[Salka Sól Eyfeld]]
|1988
|
|
|-
|Sara Pétursdóttir ([[Glowie]])
|1997
|
|
|-
|[[Selma Björnsdóttir]]
|1974
|
|
|-
|[[Sigga Beinteins]]
|1962
|
|
|-
|Sigríður Ella Magnúsdóttir
|1944
|
|Óperusöngur (mezzó sópran)
|-
|Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
|1978
|
|
|-
|[[Sigríður Thorlacius]]
|1982
|
|
|-
|[[Sigrún Eva Ármannsdóttir (söngkona)]]
|1968
|
|
|-
|[[Sigrún Hjálmtýsdóttir]]
|1955
|
|
|-
|Soffía Kristín Karlsdóttir
|1928
|2020
|
|-
|[[Svala Björgvinsdóttir]]
|1977
|
|
|-
|Valgerður Guðrún Guðnadóttir
|1976
|
|
|-
|Vigdís Hafliðadóttir
|1994
|
|
|-
|[[Þóra Einarsdóttir]]
|1971
|
|Óperusöngur (sópran)
|-
|Þórunn Magnúsdóttir
|1983
|
|
|-
|[[Þuríður Pálsdóttir]]
|1927
|2022
|Óperusöngur
|-
|[[Þuríður Sigurðardóttir]]
|1949
|
|
|}
{{stubbur|tónlist}}
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi]]
[[Flokkur:Íslenskar söngkonur]]
[[Flokkur:Listar yfir Íslendinga|Tónlistarmenn]]
[[Flokkur:Listar um tónlist|Íslenskir tónlistarmenn]]
obaxjaby9somf206jrk37m0qng2x0wy
AEK Aþena
0
160977
1765337
1720028
2022-08-19T11:48:30Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Αθλητική Ένωσις Κωνσταντινουπόλεως Athlitikí Énosis Konstantinoupόleos
(Íþróttasambandið frá Konstantínópel)
| Mynd = [[Mynd:600px Giallo con aquila bicefala nera.svg|275px]]
| Gælunafn = Énosis (Sambandið)
Kitrinómavri (Þeir gulu og svörtu)
| Stytt nafn = AEK
| Stofnað = 1924
| Leikvöllur = [[Ólympíuleikvangurinn í Aþenu]]<br />[[Aþena]]
| Stærð = 69.618 sæti
| Stjórnarformaður = {{GRC}} [[Evangelos Aslanidis]]
| Knattspyrnustjóri ={{ESP}} [[Manuel Jiménez Jiménez]]
| Deild = '''Gríska úrvalsdeildin'''
| Tímabil = 2020-21
| Staðsetning = 4. sæti
| pattern_la1 = _aek2021h
| pattern_b1 = _aek2021h
| pattern_ra1 = _aek2021h
| pattern_sh1 = _aek1819a
| pattern_so1 = _aek1819a
| leftarm1 = FFD700
| body1 = 000000
| rightarm1 = FFD700
| shorts1 = FFDE00
| socks1 = FFDE00
| pattern_la2 = _aek2021a
| pattern_b2 = _aek2021a
| pattern_ra2 = _aek2021a
| pattern_sh2 = _aek1819h
| pattern_so2 = _aek2021h
| leftarm2 = 000000
| body2 = 000000
| rightarm2 = 000000
| shorts2 = 000000
| socks2 = 000000
| pattern_la3 = _aek2021t
| pattern_b3 = _aek2021t
| pattern_ra3 = _aek2021t
| pattern_sh3 =
| pattern_so3 = _aek2021t
| leftarm3 = EEEEDD
| body3 = EEEEDD
| rightarm3 = EEEEDD
| shorts3 = 888888
| socks3 = 888888
}}
'''AEK Aþena''' er [[Grikkland|grískt]] knattspyrnulið frá [[Aþena|Aþenu]]. Félagið var stofnað áið 1924 í Aþenu af fólki sem hafði flutt frá [[Istanbúl]] þá [[Konstantínópel]], stuttu eftir grísk/tyrkneska stríðið, sem í Grikkalandi er nefnt "Η μεγάλη καταστροφή", sem þýðir "stóra katastrófan". AEK Aþena er það félag í Grikklandi, sem hefur unnið flesta meistaratitla, þeir hafa unnið 12 meistaratitla og 15 bikarmeistaratitla. Litir félagsins eru gult og svart. [[Eiður Smári Guðjohnsen]] og [[Arnar Grétarsson (knattspyrnumaður)|Arnar Grétarsson]] léku með liðinu um tíma. Arnar var einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu um tíma.
==Titlar==
;Innanlandstitlar<ref>{{cite web|url=http://www.aekfc.gr/index.asp?a_id=3011|title=Honours|publisher=AEK F.C.|accessdate=2010-01-11|archive-date=2014-09-04|archive-url=https://web.archive.org/web/20140904120220/http://www.aekfc.gr/index.asp?a_id=3011|dead-url=yes}}</ref>
*'''Gríska úrvalsdeildin: '''12'''
:: 1939, 1940, 1963, [[Alpha Ethniki 1967-68|1968]], [[Alpha Ethniki 1970-71|1971]], [[Alpha Ethniki 1977-78|1978]], [[Alpha Ethniki 1978-79|1979]], [[Super League Greece#Champions|1989]], [[Alpha Ethniki 1991-92|1992]], [[Alpha Ethniki 1992-93|1993]], [[Alpha Ethniki 1993-94|1994]], [[Alpha Ethniki 2017-18|2018]]
*''' Gríska bikarkeppnin: '''15'''
:: [[Greek Cup 1931-32|1932]], [[Greek Cup 1938-39|1939]], [[Greek Cup 1948-49|1949]], [[Greek Cup 1949-50|1950]], [[Greek Cup 1955-56|1956]], [[Greek Cup 1963-64|1964]], [[Greek Cup 1965-66|1966]], [[Greek Cup 1977-78|1978]], [[Greek Cup 1982-83|1983]], [[Greek Cup 1995-96|1996]], [[Greek Cup 1996-97|1997]], [[Greek Cup 1999-2000|2000]], [[Greek Cup 2001-02|2002]], [[Greek Cup 2010-11|2011]], [[Greek Cup 2015-16|2016]]
*'''Gríski Ofurbikarinn: '''3'''
:: 1971, 1989, 1996
*'''Gríski deildarbirkarinn: '''1'''
:: 1990
;Alþjóðlegar keppnir:
*Úrslit í Balkans Cup (1) : [[1966–67 Balkans Cup|1967]]
*Undanúrslit í [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópukeppni félagsliða]] (1) : [[1976–77 UEFA Cup|1977]]
*Fjórðungsúrslit í [[Evrópukeppni bikarhafa]] (2) : [[1996–97 UEFA Cup Winners' Cup|1997]], [[1997–98 UEFA Cup Winners' Cup|1998]]
== Þekktir leikmenn ==
* {{GRC}} [[Angelos Basinas]], [[Traianos Dellas]], [[Theodoros Zagorakis]], [[Demis Nikolaidis]], [[Michalis Kapsis]], [[Sotiris Kyrgiakos]], [[Sokratis Papastathopoulos]], [[Kostas Katsouranis]], [[Vasilis Tsiartas]], [[Toni Savevski]], [[Thomas Mavros]], [[Mimis Papaiouanou]]
* {{PRT}} [[Bruno Alves]]
* {{BRA}} [[Paolo Assuncao]], [[Rivaldo]]
* {{ESP}} [[Juanfran]]
* {{ARG}} [[Ignacio Scocco]]
* {{PRY}} [[Carlos Gamara]]
* {{ISL}} [[Arnar Grétarsson]], [[Eiður Smári Guðjohnsen]]
* {{FIN}} [[Perparim Hetemaj]]
* {{USA}} [[Frank Klopas]]
* {{CYP}} [[Simos Krassas]], [[Giorgos Savvidis]], [[Giorgos Tofas]], [[Ioannis Okkas]], [[Panikos Krystallis]]
* {{NLD}} [[Michel Kreek]]
[[Flokkur:Íþróttafélög frá Aþenu]]
[[Flokkur:Grísk knattspyrnufélög]]
[[Flokkur:stofnað 1924]]
ragcyw3ia8l4bfp7m1hm4blw6nhymx4
Eldgosið við Fagradalsfjall 2021
0
162639
1765290
1764711
2022-08-18T22:11:36Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
'''Eldgos við [[Fagradalsfjall (Reykjanesskagi)|Fagradalsfjall]]''' hófst þann [[19. mars]] [[2021]] kl. 20:45 í kjölfar [[Skjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021|jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur]]. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá [[Keilir|Keili]] að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í [[Geldingadalir|Geldingadölum]] við austanvert Fagradalsfjall nærri [[Stóri-Hrútur|Stóra-Hrúti]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/19/eldgos-hafid-vid-fagradalsfjall|titill=Eldgos hafið við Fagradalsfjall|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=19. mars|árskoðað=2021|mánuður=19. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Eldgosið hefur einnig verið kallað '''Geldingadalagos''' eða '''Geldingadalsgos''' (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið var flokkað sem [[dyngjugos]] en slík gos eru fátíð. Kvikan var frumstæð og kom úr 17-20 kílómetra dýpi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212088614d/frumstaedasta-kvika-sem-komid-hefur-upp-i-7000-ar|titill=Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=23. mars|árskoðað=2021|mánuður=23. mars|ár=2021|höfundur=Sunna Kristín Hilmarsdóttir}}</ref> Tegund hraunsins er [[helluhraun]] og [[apalhraun]]. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda skoðuðu gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/05/11/odruvisi-gos-en-vid-erum-von-ad-sja|titill=„Öðruvísi gos en við erum vön að sjá“|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2021|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=11. maí}}</ref> Nýr fasi hófst í gosinu snemma í júlí 2021 þegar órói lækkaði eða hætti skyndilega og hófst svo að nýju hægt og bítandi. Hraunið flæddi upp úr gígnum í reglubundnum takti með pásum í nokkra mánuði þar til það hætti.<ref>{{Cite web|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nyr-fasi-hafinn-i-gosinu/|title=Nýr fasi hafinn í gosinu|website=www.frettabladid.is|language=is|access-date=2021-12-28|author=Ingunn Lára Kristjánsdóttir|date=2021-07-05}}</ref>
Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] þegar [[Reykjaneseldar]] geisuðu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sidasta-gostimabil-a-reykjanesskaga-vardi-i-naer-300-ar|titill=Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=20. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=20. mars|árskoðað=2021|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann [[Beinavörðuhraun]].
Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/10/16/fjorda_lengsta_eldgos_20_og_21_aldar/|titill=Fjórða lengsta eldgos 20. og 21. aldar|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=22. október|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=16. október}}</ref> Settar voru upp vefmyndavélar af helstu miðlum og gat fólk fylgst með gosinu allan sólarhringinn.
==Þróun==
Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo [[Páll Einarsson (jarðfræðingur)|Páll Einarsson]] sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá [[Þjóðvegur 427|Suðurstrandarvegi]]. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við [[Eldgosið á Fimmvörðuhálsi 2010|Fimmvörðuhálsgosið]].<ref>{{vefheimild |titill=Páll segir gosið ræfilslegt |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/pall-segir-gosid-raefilslegt |ritverk=RÚV |tungumál=is}}</ref> Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.<ref>{{vefheimild |titill=Suðurstrandarvegi lokað í kvöld og nótt |url=http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/sudurstrandarvegi-lokad-i-kvold-og-nott |ritverk=Vegagerðin |tungumál=is}}</ref> Mengunarviðvörun var send til [[Árnessýsla|Árnessýslu]] þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.<ref>{{vefheimild |titill=Sögulegt gos á Reykjanesskaga - þetta gerðist í kvöld |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sogulegt-gos-a-reykjanesskaga-thetta-gerdist-i-kvold |ritverk=RÚV |tungumál=is}}</ref>
Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni <ref>[https://www.visir.is/g/20212087674d/a-gongu-i-niu-klukkustundir-an-thess-ad-komast-ad-gosinu-strakurinn-minn-var-ordinn-virkilega-hraeddur-og-var-ad-ormagnast- Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“] Vísir.is, skoðað 21. mars 2021</ref> og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. Þann 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/loka-svaedinu-naest-gossprungunni Loka svæðinu næst gossprungunni] Rúv, skoðað 21. mars 2021</ref> Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.
Fólk gekk frá [[Svartsengi]] þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttri<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/22/stika-gonguleid-ad-gosinu-i-dag |titill=Stika gönguleið að gosinu í dag|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2021|höfundur=Valgerður Árnadóttir|höfundur2=Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir|ár=2021|mánuður=22. mars}}</ref>
*21. mars: Hraunið var metið 0,15 ferkílómetrar ([[Magnús Tumi Guðmundsson]]).<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/telur-hraunid-thekja-um-015-ferkilometra|titill=Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra|útgefandi=RÚV|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. mars|höfundur=Ævar Örn Jósepsson|ár=2021|mánuður=21. mars}}</ref>
*22. mars: Almannavarnir lokuðu svæðinu við eldgosið vegna gasmengunar.
*24. mars: Tveir aðalgígar gjósa og eru samvaxnir. Hraunið fyllir nánast dalinn. Ferðamenn flykkjast á staðinn.
*26. mars: Allt að tíu milljónir króna framlag var ákveðið af ríkinu til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/26/tiu-milljonum-varid-til-ad-baeta-adstodu-gesta-vid-gosid|titill=Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu við gosið|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=26. mars|árskoðað=2021|ár=}}</ref>
*27. mars: Lokað var eftir hádegi vegna versnandi veðurs. Fylgst var með ferðamönnum með tilliti til sóttkvíarbrota.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/27/loka-klukkan-eitt-og-fylgjast-med-erlendum-ferdamonnum Loka kl. 13 og fylgjast með erlendum ferðamönnum]RÚV, skoðað 27. mars 2021</ref>
*28. mars: Hraunið þekur Geldingadalina. Vegagerðin býr til bílastæði þar sem gönguleiðin við Suðurstrandarveg byrjar.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/28/hraunid-buid-ad-fylla-dalsbotninn Hraunið búið að fylla dalsbotninn] Rúv, skoðað 28. mars 2021.</ref>
*31. mars: Flúormengun mælist í regnvatni við eldstöðvarnar <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/toluverd-fluormengun-i-regnvatni-vid-gosstodvarnar Töluverð flúormengun í regnvatni við gosstöðvarnar] Rúv, skoðað 3. mars, 2021</ref> . Ákveðið var að hafa opið frá 6-18 og rýma kl. 22 á svæðinu um páskana.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/gossvaedid-opid-6-18-og-rymt-klukkan-22 Gossvæðið rýmt 6-18 og ýmt kl 22] Rúv, skoðað 31. mars 2021.</ref>. Þekja hraunsins er um 0,3 ferkílómetrar.
*2. apríl: Vart varð við fyrstu gjósku gossins eða ljósleitan [[vikur]]. [[Nornahár]] fannst einnig.
*5. apríl: Nýjar sprungur opnuðust, 100-200 metrar að lengd, hálfum kílómetra norðaustan við gígana sem fyrir voru. Hraunelfur tók að renna niður í [[Meradalir|Meradali]]. Yfir 500 manns voru á gosstöðvunum og var svæðið rýmt. Virkni gíganna í Geldingadölum minnkaði og var talið að nýju sprungurnar væru hluti af sama kvikuinnskoti. <ref>https://www.ruv.is/frett/2021/04/05/ny-sprunga-opnadist-ryma-gossvaedid Ný sprunga opnaðist, rýma gossvæðið] Rúv.is, skoðað 5. apríl 2021.</ref>
*7. apríl: Ný sprunga, um 150 metra löng, opnast á milli hinna tveggja og rennur hraun í Geldingadali.<ref>[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/07/tvofalt_meiri_kvika_vellur_upp/ Tvöfalt meiri kvika vellur upp] Mbl.is, skoðað 7. apríl, 2021.</ref>
*8. apríl: Flatarmál hrauns er 0,62 ferkílómetrar samkvæmt Jarðvísindastofnun og hefur hraunflæði aukist með nýjum gígum.
*10. apríl: Fjórða sprungan opnaðist milli tveggja nýjustu. Svæði var afmarkað sem hættusvæði á gosstöðvunum þar sem líklegast er að sprungur opnist. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/ny-sprunga-opnadist-i-geldingadolum-i-nott Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt] Rúv.is, skoðað 10. apríl 2021</ref>
*13. apríl: Enn fleiri sprungur eða gígar opnast og rennur hraunið í suðurátt frá þeim. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/13/telja-fjora-nyja-giga-hafa-opnast Telja fjóra nýja gíga hafa opnast] Rúv.is, skoðað 13. apríl 2021.</ref>
*16. apríl: Hraun tekur að renna austur úr Geldingadölum <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/hraun-tekid-ad-renna-ur-geldingadolum-i-austur Hraun tekið að renna úr Geldingadölum í austur] Rúv, skoðað 16. apríl 2021.</ref>. Um fjórðungur landsmanna hefur gert sér ferð að gosinu, um 90 þúsund manns.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/ahugi-islendinga-a-eldgosinu-ekkert-ad-minnka Áhuginn á eldgosinu ekkert að minnka] Rúv, skoðað 16. apríl, 2021</ref>
*19. apríl: Nyrsti gígurinn sem var öflugur rétt eftir páska er kulnaður. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/19/haett-ad-gjosa-ur-nyrsta-gignum Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum] Rúv. Skoðað 19/4 2021</ref> Hraunið þekur alls tæpa 0,9 ferkílómetra.
*27. apríl: Flatarmál hrauns er 1,13 ferkílómetrar. Virkni mest í syðsta gígnum þar sem strókarnir ná allt að 50 metrum. Virkni í elstu samliggjandi gígunum nær engin.
*4. maí: Virknin í þessum eina gíg gengur með hléum og er kröftug inn á milli. Hraun hefur þeyst meira en 200 metra í loft. Rignt hefur gjósku og eru hættur á hraunbombum. Hættusvæði var endurskilgreint.
*10. maí: Lokað var fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna [[gróðureldar|gróðurelda]] og óhagstæðrar vindáttar. Hæstu strókar hafa náð um 460 metra sem er hærra en [[Empire State]]-byggingin.
*11 maí: Hraunrennsli er tvöfalt öflugra en það hefur alla jafnan verið. Flatarmál er 1,8 ferkílómetrar (á við [[Elliðavatn]]) og hefur hraun fyllt Syðri-Meradal ( þó kallaður ''Nafnlausi dalurinn'' af sumum) suðaustur af gígnum.
*14. maí: Hafist var handa að reisa varnargarða norður af [[Nátthagi (dalur)|Nátthaga]] til að hindra flæði hrauns niður dal í átt að Suðurstrandarvegi.
*22. maí: Hraunið fór yfir eystri varnargarðanna og tók að flæða niður að Nátthaga.
*1. júní: Hrauntungur ógna útsýnishólnum sem er nálægt gígnum og vestari varnargarðinum.
*4. júní: Hraunrennsli lokar fyrir ''Gónhól'' og vestari varnargarðar rofna. Stærð hraunsins er nær 3 ferkílómetrar.
*10. júní: Virkni gossins hefur breyst. Í stað reglulegra gosstróka fossar stöðugt úr gígnum.
*13. júní: Hrauntaumur rennur frá Geldingadölum og niður í Nátthaga og rýfur þar með gönguleið A.
*18. júní: Hraun fyllir Nátthaga og nálgast haft suðvestan við hann. Hraunið nálgast Suðurstrandarveg. Ákveðið er að byggja ekki varnargarða til að vernda veginn. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/06/18/ekki-reynt-ad-stodva-hraunrennsli-yfir-sudurstrandarveg Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg] Rúv, skoðað 18. júní 2018</ref>
*26. júní: Varnargarður er byggður við suðvesturenda Nátthaga. Bandarískur ferðamaður týndist við gosstöðvarnar og sást síðast norður af Stóra Hrúti. Hann fannst meira en sólarhring seinna og hafði slasast og týnst. Gönguleið C meðfram Langahrygg er orðin aðalleiðin til að sjá gíginn.
*7. júlí: Í byrjun júlí minnkaði virkni í gígnum og tók hann löng hlé. 7. júlí hafði verið hlé í nær 2 sólarhringa en loks sást í glóð í gígnum þó kvika ylli ekki upp úr honum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/08/sveiflur-i-gosvirkni-en-stodugt-hraunflaedi-ur-gignum Sveiflur í gosvirkni...]Rúv, skoðað 7/7 2021</ref>
*23. júlí: Gosið hefur runnið í Meradali síðustu 3 vikur. Hraunflæði hefur minnkað og telur Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur að gosið sé að fjara út á næstu vikum eða 2 mánuðum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/23/frambod-kviku-ad-minnka-og-liklegt-ad-gosid-fjari-ut Framboð kviku að minnka og líklepa að gosið fjari út]Rúv, sótt 23/7 2021</ref> Hraunið þekur 4 ferkílómetra.
*16. ágúst: Nýr gígur opnast tímabundið við hliðina á aðalgígnum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/08/17/nyr-gigur-a-fagradalsfjalli Nýr gígur á Fagradalsfjalli]Rúv, sótt 17/8</ref>
*5. september: Rýkur úr gígnum en sést ekki í kviku. Gosið er í næstlengsta hléi frá upphafi.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/09/05/eldgosid-ad-taka-ser-naest-lengsta-fri-fra-upphafi Eldgosið að taka sér lengsta frí frá upphafi] Rúv, sótt 5/9 2021</ref>
*11. september: Gosið heldur áfram en gosrás gígsins hafði verið stífluð. Hraun flæðir utan í gígnum eða í göngum.
*15. september: Hraun tekur að flæða niður í Nátthaga úr mismunandi áttum úr hrauntjörn í Geldingadölum þar sem er yfirflæði. Svæðið á gönguleið A var rýmt og lokað tímabundið. <ref>[https://www.visir.is/g/20212156296d/ryma-svaedid-eftir-ad-hraun-straumur-for-o-vaent-ad-renna-a-miklum-hrada-i-natt-haga Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga] Vísir, sótt 15/9 2021.</ref> Eldgosið er 6 mánaða og er gígurinn orðinn 334 metra hár.
*14. október: Ekki hefur gosið í rúman mánuð eða frá 18. september. Rýkur þó úr gígnum. Flatarmál hrauns er tæpir 5 ferkílómetrar.
*18. desember: Gosinu er formlega lokið, 3 mánuðum eftir síðasta hraunflæði. Enn er þó vart við þenslu og kvikusöfnun neðanjarðar. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/12/18/gosinu-lokid-en-afram-kvikusofnun-vid-fagradalsfjall Gosinu lokið en áfram kvikusöfnun við Fagradalsfjall] Rúv, skoðað 18/12 2021</ref>
==Eldgos við Meradali 2022==
{{aðalgrein|Eldgosið við Meradali 2022}}
Tæpu ári eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk opnaðist sprunga við norðanverða Meradali við hraunjaðar gossins 2021.
==Myndagallerí==
<gallery>
Mynd:Fagradalsfjall volcanic eruption (2021).png|Þegar gossprungan opnaðist 19. mars.
Mynd:Geldingadalagos.jpg|Gosið 24. mars.
Mynd:Geldingadalagos2.jpg|Ferðamenn virða fyrir sér gosið.
Mynd:Geldingadalir3.jpg|Gosið 29. mars. Gígbarmar að vestan hafa hrunið.
Mynd:Geldingadalur.webm|30. mars
Mynd:Neue Eruptionsspalten und Lavafluss, Island, 5. April 2021.jpg|Hraunelfur 5. apríl.
Mynd:Eruption from Reykjavík 2021.jpg|Gosið frá Ægisíðu 8. maí.
Mynd:Lava river.jpg|Hraunelfur rennur suður eftir að eystri varnargarðar brustu
Mynd:Secretary Blinken Passes the Fagradalsfjall Volcano (51189202405).jpg| 17. maí. Mynd frá föruneyti [[Antony Blinken]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mynd:Natthagi.jpg|Hraunið við Nátthaga í lok maí.
Mynd:Geldingadalir.may.jpg|Gígurinn 24. maí.
Mynd:Iceland's Fagradalsfjall volcano.png|Hraunár 16. júlí.
Mynd:Stóri Hrútur.jpg|Varnargarðarnir vestri. Lítil spýja hefur komist yfir. [[Stóri-Hrútur]] í bakgrunni og þyrlur þar efst.
Mynd:Gd 911.webm|Hrauntjörn í Geldingadölum 12. september 2021
Mynd:Fagradalsfjall oli 2021177.jpg|Loftmyndir frá [[NASA]].
Mynd:Close up Geldingadalir vulkaan krater Ijsland.jpg|Gígurinn í júní 2022.
</gallery>
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|82586|Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?}}
==Tilvísanir==
<references/>
== Tengt efni ==
*[[Eldgosaannáll Íslands]]
*[[Geldingadalir]]
*[[Meradalir]]
==Tenglar==
*[http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum Jarðvísindastofnun - Eldgos í Geldingadölum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210407210733/http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum |date=2021-04-07 }}
*[https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/beint-vefstreymi-fra-eldstodvunum Beint vefstreymi Rúv af eldgosinu]
*[https://www.openstreetmap.org/node/8539528378 Staðsetning á korti] (Nokkuð ónákvæm í bili)
*[http://www.viewsoftheworld.net/?p=5783 Views Of The World - Where the lava flows: Volcano update from Iceland]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:2021]]
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
jimxt4vezx31u5q4h2w3ulz8h0uqxxf
1765294
1765290
2022-08-18T22:51:45Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
'''Eldgos við [[Fagradalsfjall (Reykjanesskagi)|Fagradalsfjall]]''' hófst þann [[19. mars]] [[2021]] kl. 20:45 í kjölfar [[Skjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021|jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur]]. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá [[Keilir|Keili]] að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í [[Geldingadalir|Geldingadölum]] við austanvert Fagradalsfjall nærri [[Stóri-Hrútur|Stóra-Hrúti]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/19/eldgos-hafid-vid-fagradalsfjall|titill=Eldgos hafið við Fagradalsfjall|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=19. mars|árskoðað=2021|mánuður=19. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Eldgosið hefur einnig verið kallað '''Geldingadalagos''' eða '''Geldingadalsgos''' (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið var flokkað sem [[dyngjugos]] en slík gos eru fátíð. Kvikan var frumstæð og kom úr 17-20 kílómetra dýpi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212088614d/frumstaedasta-kvika-sem-komid-hefur-upp-i-7000-ar|titill=Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=23. mars|árskoðað=2021|mánuður=23. mars|ár=2021|höfundur=Sunna Kristín Hilmarsdóttir}}</ref> Tegund hraunsins er [[helluhraun]] og [[apalhraun]]. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda skoðuðu gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/05/11/odruvisi-gos-en-vid-erum-von-ad-sja|titill=„Öðruvísi gos en við erum vön að sjá“|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2021|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=11. maí}}</ref> Nýr fasi hófst í gosinu snemma í júlí 2021 þegar órói lækkaði eða hætti skyndilega og hófst svo að nýju hægt og bítandi. Hraunið flæddi upp úr gígnum í reglubundnum takti með pásum í nokkra mánuði þar til það hætti.<ref>{{Cite web|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nyr-fasi-hafinn-i-gosinu/|title=Nýr fasi hafinn í gosinu|website=www.frettabladid.is|language=is|access-date=2021-12-28|author=Ingunn Lára Kristjánsdóttir|date=2021-07-05}}</ref>
Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] þegar [[Reykjaneseldar]] geisuðu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sidasta-gostimabil-a-reykjanesskaga-vardi-i-naer-300-ar|titill=Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=20. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=20. mars|árskoðað=2021|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann [[Beinavörðuhraun]].
Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/10/16/fjorda_lengsta_eldgos_20_og_21_aldar/|titill=Fjórða lengsta eldgos 20. og 21. aldar|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=22. október|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=16. október}}</ref> Settar voru upp vefmyndavélar af helstu miðlum og gat fólk fylgst með gosinu allan sólarhringinn.
==Þróun==
Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo [[Páll Einarsson (jarðfræðingur)|Páll Einarsson]] sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá [[Þjóðvegur 427|Suðurstrandarvegi]]. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við [[Eldgosið á Fimmvörðuhálsi 2010|Fimmvörðuhálsgosið]].<ref>{{vefheimild |titill=Páll segir gosið ræfilslegt |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/pall-segir-gosid-raefilslegt |ritverk=RÚV |tungumál=is}}</ref> Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.<ref>{{vefheimild |titill=Suðurstrandarvegi lokað í kvöld og nótt |url=http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/sudurstrandarvegi-lokad-i-kvold-og-nott |ritverk=Vegagerðin |tungumál=is}}</ref> Mengunarviðvörun var send til [[Árnessýsla|Árnessýslu]] þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.<ref>{{vefheimild |titill=Sögulegt gos á Reykjanesskaga - þetta gerðist í kvöld |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sogulegt-gos-a-reykjanesskaga-thetta-gerdist-i-kvold |ritverk=RÚV |tungumál=is}}</ref>
Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni <ref>[https://www.visir.is/g/20212087674d/a-gongu-i-niu-klukkustundir-an-thess-ad-komast-ad-gosinu-strakurinn-minn-var-ordinn-virkilega-hraeddur-og-var-ad-ormagnast- Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“] Vísir.is, skoðað 21. mars 2021</ref> og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. Þann 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/loka-svaedinu-naest-gossprungunni Loka svæðinu næst gossprungunni] Rúv, skoðað 21. mars 2021</ref> Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.
Fólk gekk frá [[Svartsengi]] þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttra.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/22/stika-gonguleid-ad-gosinu-i-dag |titill=Stika gönguleið að gosinu í dag|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2021|höfundur=Valgerður Árnadóttir|höfundur2=Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir|ár=2021|mánuður=22. mars}}</ref>
*21. mars: Hraunið var metið 0,15 ferkílómetrar ([[Magnús Tumi Guðmundsson]]).<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/telur-hraunid-thekja-um-015-ferkilometra|titill=Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra|útgefandi=RÚV|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. mars|höfundur=Ævar Örn Jósepsson|ár=2021|mánuður=21. mars}}</ref>
*22. mars: Almannavarnir lokuðu svæðinu við eldgosið vegna gasmengunar.
*24. mars: Tveir aðalgígar gjósa og eru samvaxnir. Hraunið fyllir nánast dalinn. Ferðamenn flykkjast á staðinn.
*26. mars: Allt að tíu milljónir króna framlag var ákveðið af ríkinu til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/26/tiu-milljonum-varid-til-ad-baeta-adstodu-gesta-vid-gosid|titill=Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu við gosið|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=26. mars|árskoðað=2021|ár=2021|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
*27. mars: Lokað var eftir hádegi vegna versnandi veðurs. Fylgst var með ferðamönnum með tilliti til sóttkvíarbrota.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/27/loka-klukkan-eitt-og-fylgjast-med-erlendum-ferdamonnum|titill=Loka kl. 13 og fylgjast með erlendum ferðamönnum|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=27. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Guðmundsson|ár=2021|mánuður=27. mars}}</ref>
*28. mars: Hraunið þekur Geldingadalina. Vegagerðin býr til bílastæði þar sem gönguleiðin við Suðurstrandarveg byrjar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/28/hraunid-buid-ad-fylla-dalsbotninn|titill=Hraunið búið að fylla dalsbotninn|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=28. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=28. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Bjarnason}}</ref>
*31. mars: Flúormengun mælist í regnvatni við eldstöðvarnar <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/toluverd-fluormengun-i-regnvatni-vid-gosstodvarnar Töluverð flúormengun í regnvatni við gosstöðvarnar] Rúv, skoðað 3. mars, 2021</ref> . Ákveðið var að hafa opið frá 6-18 og rýma kl. 22 á svæðinu um páskana.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/gossvaedid-opid-6-18-og-rymt-klukkan-22 Gossvæðið rýmt 6-18 og ýmt kl 22] Rúv, skoðað 31. mars 2021.</ref>. Þekja hraunsins er um 0,3 ferkílómetrar.
*2. apríl: Vart varð við fyrstu gjósku gossins eða ljósleitan [[vikur]]. [[Nornahár]] fannst einnig.
*5. apríl: Nýjar sprungur opnuðust, 100-200 metrar að lengd, hálfum kílómetra norðaustan við gígana sem fyrir voru. Hraunelfur tók að renna niður í [[Meradalir|Meradali]]. Yfir 500 manns voru á gosstöðvunum og var svæðið rýmt. Virkni gíganna í Geldingadölum minnkaði og var talið að nýju sprungurnar væru hluti af sama kvikuinnskoti. <ref>https://www.ruv.is/frett/2021/04/05/ny-sprunga-opnadist-ryma-gossvaedid Ný sprunga opnaðist, rýma gossvæðið] Rúv.is, skoðað 5. apríl 2021.</ref>
*7. apríl: Ný sprunga, um 150 metra löng, opnast á milli hinna tveggja og rennur hraun í Geldingadali.<ref>[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/07/tvofalt_meiri_kvika_vellur_upp/ Tvöfalt meiri kvika vellur upp] Mbl.is, skoðað 7. apríl, 2021.</ref>
*8. apríl: Flatarmál hrauns er 0,62 ferkílómetrar samkvæmt Jarðvísindastofnun og hefur hraunflæði aukist með nýjum gígum.
*10. apríl: Fjórða sprungan opnaðist milli tveggja nýjustu. Svæði var afmarkað sem hættusvæði á gosstöðvunum þar sem líklegast er að sprungur opnist. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/ny-sprunga-opnadist-i-geldingadolum-i-nott Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt] Rúv.is, skoðað 10. apríl 2021</ref>
*13. apríl: Enn fleiri sprungur eða gígar opnast og rennur hraunið í suðurátt frá þeim. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/13/telja-fjora-nyja-giga-hafa-opnast Telja fjóra nýja gíga hafa opnast] Rúv.is, skoðað 13. apríl 2021.</ref>
*16. apríl: Hraun tekur að renna austur úr Geldingadölum <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/hraun-tekid-ad-renna-ur-geldingadolum-i-austur Hraun tekið að renna úr Geldingadölum í austur] Rúv, skoðað 16. apríl 2021.</ref>. Um fjórðungur landsmanna hefur gert sér ferð að gosinu, um 90 þúsund manns.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/ahugi-islendinga-a-eldgosinu-ekkert-ad-minnka Áhuginn á eldgosinu ekkert að minnka] Rúv, skoðað 16. apríl, 2021</ref>
*19. apríl: Nyrsti gígurinn sem var öflugur rétt eftir páska er kulnaður. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/19/haett-ad-gjosa-ur-nyrsta-gignum Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum] Rúv. Skoðað 19/4 2021</ref> Hraunið þekur alls tæpa 0,9 ferkílómetra.
*27. apríl: Flatarmál hrauns er 1,13 ferkílómetrar. Virkni mest í syðsta gígnum þar sem strókarnir ná allt að 50 metrum. Virkni í elstu samliggjandi gígunum nær engin.
*4. maí: Virknin í þessum eina gíg gengur með hléum og er kröftug inn á milli. Hraun hefur þeyst meira en 200 metra í loft. Rignt hefur gjósku og eru hættur á hraunbombum. Hættusvæði var endurskilgreint.
*10. maí: Lokað var fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna [[gróðureldar|gróðurelda]] og óhagstæðrar vindáttar. Hæstu strókar hafa náð um 460 metra sem er hærra en [[Empire State]]-byggingin.
*11 maí: Hraunrennsli er tvöfalt öflugra en það hefur alla jafnan verið. Flatarmál er 1,8 ferkílómetrar (á við [[Elliðavatn]]) og hefur hraun fyllt Syðri-Meradal ( þó kallaður ''Nafnlausi dalurinn'' af sumum) suðaustur af gígnum.
*14. maí: Hafist var handa að reisa varnargarða norður af [[Nátthagi (dalur)|Nátthaga]] til að hindra flæði hrauns niður dal í átt að Suðurstrandarvegi.
*22. maí: Hraunið fór yfir eystri varnargarðanna og tók að flæða niður að Nátthaga.
*1. júní: Hrauntungur ógna útsýnishólnum sem er nálægt gígnum og vestari varnargarðinum.
*4. júní: Hraunrennsli lokar fyrir ''Gónhól'' og vestari varnargarðar rofna. Stærð hraunsins er nær 3 ferkílómetrar.
*10. júní: Virkni gossins hefur breyst. Í stað reglulegra gosstróka fossar stöðugt úr gígnum.
*13. júní: Hrauntaumur rennur frá Geldingadölum og niður í Nátthaga og rýfur þar með gönguleið A.
*18. júní: Hraun fyllir Nátthaga og nálgast haft suðvestan við hann. Hraunið nálgast Suðurstrandarveg. Ákveðið er að byggja ekki varnargarða til að vernda veginn. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/06/18/ekki-reynt-ad-stodva-hraunrennsli-yfir-sudurstrandarveg Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg] Rúv, skoðað 18. júní 2018</ref>
*26. júní: Varnargarður er byggður við suðvesturenda Nátthaga. Bandarískur ferðamaður týndist við gosstöðvarnar og sást síðast norður af Stóra Hrúti. Hann fannst meira en sólarhring seinna og hafði slasast og týnst. Gönguleið C meðfram Langahrygg er orðin aðalleiðin til að sjá gíginn.
*7. júlí: Í byrjun júlí minnkaði virkni í gígnum og tók hann löng hlé. 7. júlí hafði verið hlé í nær 2 sólarhringa en loks sást í glóð í gígnum þó kvika ylli ekki upp úr honum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/08/sveiflur-i-gosvirkni-en-stodugt-hraunflaedi-ur-gignum Sveiflur í gosvirkni...]Rúv, skoðað 7/7 2021</ref>
*23. júlí: Gosið hefur runnið í Meradali síðustu 3 vikur. Hraunflæði hefur minnkað og telur Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur að gosið sé að fjara út á næstu vikum eða 2 mánuðum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/23/frambod-kviku-ad-minnka-og-liklegt-ad-gosid-fjari-ut Framboð kviku að minnka og líklepa að gosið fjari út]Rúv, sótt 23/7 2021</ref> Hraunið þekur 4 ferkílómetra.
*16. ágúst: Nýr gígur opnast tímabundið við hliðina á aðalgígnum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/08/17/nyr-gigur-a-fagradalsfjalli Nýr gígur á Fagradalsfjalli]Rúv, sótt 17/8</ref>
*5. september: Rýkur úr gígnum en sést ekki í kviku. Gosið er í næstlengsta hléi frá upphafi.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/09/05/eldgosid-ad-taka-ser-naest-lengsta-fri-fra-upphafi Eldgosið að taka sér lengsta frí frá upphafi] Rúv, sótt 5/9 2021</ref>
*11. september: Gosið heldur áfram en gosrás gígsins hafði verið stífluð. Hraun flæðir utan í gígnum eða í göngum.
*15. september: Hraun tekur að flæða niður í Nátthaga úr mismunandi áttum úr hrauntjörn í Geldingadölum þar sem er yfirflæði. Svæðið á gönguleið A var rýmt og lokað tímabundið. <ref>[https://www.visir.is/g/20212156296d/ryma-svaedid-eftir-ad-hraun-straumur-for-o-vaent-ad-renna-a-miklum-hrada-i-natt-haga Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga] Vísir, sótt 15/9 2021.</ref> Eldgosið er 6 mánaða og er gígurinn orðinn 334 metra hár.
*14. október: Ekki hefur gosið í rúman mánuð eða frá 18. september. Rýkur þó úr gígnum. Flatarmál hrauns er tæpir 5 ferkílómetrar.
*18. desember: Gosinu er formlega lokið, 3 mánuðum eftir síðasta hraunflæði. Enn er þó vart við þenslu og kvikusöfnun neðanjarðar. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/12/18/gosinu-lokid-en-afram-kvikusofnun-vid-fagradalsfjall Gosinu lokið en áfram kvikusöfnun við Fagradalsfjall] Rúv, skoðað 18/12 2021</ref>
==Eldgos við Meradali 2022==
{{aðalgrein|Eldgosið við Meradali 2022}}
Tæpu ári eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk opnaðist sprunga við norðanverða Meradali við hraunjaðar gossins 2021.
==Myndagallerí==
<gallery>
Mynd:Fagradalsfjall volcanic eruption (2021).png|Þegar gossprungan opnaðist 19. mars.
Mynd:Geldingadalagos.jpg|Gosið 24. mars.
Mynd:Geldingadalagos2.jpg|Ferðamenn virða fyrir sér gosið.
Mynd:Geldingadalir3.jpg|Gosið 29. mars. Gígbarmar að vestan hafa hrunið.
Mynd:Geldingadalur.webm|30. mars
Mynd:Neue Eruptionsspalten und Lavafluss, Island, 5. April 2021.jpg|Hraunelfur 5. apríl.
Mynd:Eruption from Reykjavík 2021.jpg|Gosið frá Ægisíðu 8. maí.
Mynd:Lava river.jpg|Hraunelfur rennur suður eftir að eystri varnargarðar brustu
Mynd:Secretary Blinken Passes the Fagradalsfjall Volcano (51189202405).jpg| 17. maí. Mynd frá föruneyti [[Antony Blinken]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mynd:Natthagi.jpg|Hraunið við Nátthaga í lok maí.
Mynd:Geldingadalir.may.jpg|Gígurinn 24. maí.
Mynd:Iceland's Fagradalsfjall volcano.png|Hraunár 16. júlí.
Mynd:Stóri Hrútur.jpg|Varnargarðarnir vestri. Lítil spýja hefur komist yfir. [[Stóri-Hrútur]] í bakgrunni og þyrlur þar efst.
Mynd:Gd 911.webm|Hrauntjörn í Geldingadölum 12. september 2021
Mynd:Fagradalsfjall oli 2021177.jpg|Loftmyndir frá [[NASA]].
Mynd:Close up Geldingadalir vulkaan krater Ijsland.jpg|Gígurinn í júní 2022.
</gallery>
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|82586|Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?}}
==Tilvísanir==
<references/>
== Tengt efni ==
*[[Eldgosaannáll Íslands]]
*[[Geldingadalir]]
*[[Meradalir]]
==Tenglar==
*[http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum Jarðvísindastofnun - Eldgos í Geldingadölum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210407210733/http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum |date=2021-04-07 }}
*[https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/beint-vefstreymi-fra-eldstodvunum Beint vefstreymi Rúv af eldgosinu]
*[https://www.openstreetmap.org/node/8539528378 Staðsetning á korti] (Nokkuð ónákvæm í bili)
*[http://www.viewsoftheworld.net/?p=5783 Views Of The World - Where the lava flows: Volcano update from Iceland]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:2021]]
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
1s13eryv5vq3vhtr0aestuyju7ea9rg
1765295
1765294
2022-08-18T23:09:41Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
'''Eldgos við [[Fagradalsfjall (Reykjanesskagi)|Fagradalsfjall]]''' hófst þann [[19. mars]] [[2021]] kl. 20:45 í kjölfar [[Skjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021|jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur]]. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá [[Keilir|Keili]] að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í [[Geldingadalir|Geldingadölum]] við austanvert Fagradalsfjall nærri [[Stóri-Hrútur|Stóra-Hrúti]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/19/eldgos-hafid-vid-fagradalsfjall|titill=Eldgos hafið við Fagradalsfjall|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=19. mars|árskoðað=2021|mánuður=19. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Eldgosið hefur einnig verið kallað '''Geldingadalagos''' eða '''Geldingadalsgos''' (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið var flokkað sem [[dyngjugos]] en slík gos eru fátíð. Kvikan var frumstæð og kom úr 17-20 kílómetra dýpi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212088614d/frumstaedasta-kvika-sem-komid-hefur-upp-i-7000-ar|titill=Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=23. mars|árskoðað=2021|mánuður=23. mars|ár=2021|höfundur=Sunna Kristín Hilmarsdóttir}}</ref> Tegund hraunsins er [[helluhraun]] og [[apalhraun]]. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda skoðuðu gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/05/11/odruvisi-gos-en-vid-erum-von-ad-sja|titill=„Öðruvísi gos en við erum vön að sjá“|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2021|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=11. maí}}</ref> Nýr fasi hófst í gosinu snemma í júlí 2021 þegar órói lækkaði eða hætti skyndilega og hófst svo að nýju hægt og bítandi. Hraunið flæddi upp úr gígnum í reglubundnum takti með pásum í nokkra mánuði þar til það hætti.<ref>{{Cite web|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nyr-fasi-hafinn-i-gosinu/|title=Nýr fasi hafinn í gosinu|website=www.frettabladid.is|language=is|access-date=2021-12-28|author=Ingunn Lára Kristjánsdóttir|date=2021-07-05}}</ref>
Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] þegar [[Reykjaneseldar]] geisuðu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sidasta-gostimabil-a-reykjanesskaga-vardi-i-naer-300-ar|titill=Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=20. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=20. mars|árskoðað=2021|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann [[Beinavörðuhraun]].
Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/10/16/fjorda_lengsta_eldgos_20_og_21_aldar/|titill=Fjórða lengsta eldgos 20. og 21. aldar|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=22. október|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=16. október}}</ref> Settar voru upp vefmyndavélar af helstu miðlum og gat fólk fylgst með gosinu allan sólarhringinn.
==Þróun==
Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo [[Páll Einarsson (jarðfræðingur)|Páll Einarsson]] sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá [[Þjóðvegur 427|Suðurstrandarvegi]]. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við [[Eldgosið á Fimmvörðuhálsi 2010|Fimmvörðuhálsgosið]].<ref>{{vefheimild |titill=Páll segir gosið ræfilslegt |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/pall-segir-gosid-raefilslegt|útgefandi=[[RÚV]]|tungumál=is|höfundur=Róbert Jóhannsson|mánuður=20. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.<ref>{{vefheimild |titill=Suðurstrandarvegi lokað í kvöld og nótt |url=http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/sudurstrandarvegi-lokad-i-kvold-og-nott |útgefandi=[[Vegagerðin]] |tungumál=is|mánuður=18. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Mengunarviðvörun var send til [[Árnessýsla|Árnessýslu]] þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.<ref>{{vefheimild |titill=Sögulegt gos á Reykjanesskaga - þetta gerðist í kvöld |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sogulegt-gos-a-reykjanesskaga-thetta-gerdist-i-kvold |útgefandi=[[RÚV]] |tungumál=is|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=20. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref>
Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212087674d/a-gongu-i-niu-klukkustundir-an-thess-ad-komast-ad-gosinu-strakurinn-minn-var-ordinn-virkilega-hraeddur-og-var-ad-ormagnast|höfundur=Elín Margrét Böðvarsdóttir|titill=Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðil)|Vísir]]''|mánuður=21. mars|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2021|ár=2021}}</ref> og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. Þann 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/loka-svaedinu-naest-gossprungunni|titill=Loka svæðinu næst gossprungunni|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað 21. mars 2021}}</ref> Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.
Fólk gekk frá [[Svartsengi]] þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttra.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/22/stika-gonguleid-ad-gosinu-i-dag |titill=Stika gönguleið að gosinu í dag|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2021|höfundur=Valgerður Árnadóttir|höfundur2=Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir|ár=2021|mánuður=22. mars}}</ref>
*21. mars: Hraunið var metið 0,15 ferkílómetrar ([[Magnús Tumi Guðmundsson]]).<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/telur-hraunid-thekja-um-015-ferkilometra|titill=Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra|útgefandi=RÚV|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. mars|höfundur=Ævar Örn Jósepsson|ár=2021|mánuður=21. mars}}</ref>
*22. mars: Almannavarnir lokuðu svæðinu við eldgosið vegna gasmengunar.
*24. mars: Tveir aðalgígar gjósa og eru samvaxnir. Hraunið fyllir nánast dalinn. Ferðamenn flykkjast á staðinn.
*26. mars: Allt að tíu milljónir króna framlag var ákveðið af ríkinu til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/26/tiu-milljonum-varid-til-ad-baeta-adstodu-gesta-vid-gosid|titill=Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu við gosið|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=26. mars|árskoðað=2021|ár=2021|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
*27. mars: Lokað var eftir hádegi vegna versnandi veðurs. Fylgst var með ferðamönnum með tilliti til sóttkvíarbrota.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/27/loka-klukkan-eitt-og-fylgjast-med-erlendum-ferdamonnum|titill=Loka kl. 13 og fylgjast með erlendum ferðamönnum|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=27. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Guðmundsson|ár=2021|mánuður=27. mars}}</ref>
*28. mars: Hraunið þekur Geldingadalina. Vegagerðin býr til bílastæði þar sem gönguleiðin við Suðurstrandarveg byrjar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/28/hraunid-buid-ad-fylla-dalsbotninn|titill=Hraunið búið að fylla dalsbotninn|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=28. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=28. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Bjarnason}}</ref>
*31. mars: Flúormengun mælist í regnvatni við eldstöðvarnar <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/toluverd-fluormengun-i-regnvatni-vid-gosstodvarnar Töluverð flúormengun í regnvatni við gosstöðvarnar] Rúv, skoðað 3. mars, 2021</ref> . Ákveðið var að hafa opið frá 6-18 og rýma kl. 22 á svæðinu um páskana.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/gossvaedid-opid-6-18-og-rymt-klukkan-22 Gossvæðið rýmt 6-18 og ýmt kl 22] Rúv, skoðað 31. mars 2021.</ref>. Þekja hraunsins er um 0,3 ferkílómetrar.
*2. apríl: Vart varð við fyrstu gjósku gossins eða ljósleitan [[vikur]]. [[Nornahár]] fannst einnig.
*5. apríl: Nýjar sprungur opnuðust, 100-200 metrar að lengd, hálfum kílómetra norðaustan við gígana sem fyrir voru. Hraunelfur tók að renna niður í [[Meradalir|Meradali]]. Yfir 500 manns voru á gosstöðvunum og var svæðið rýmt. Virkni gíganna í Geldingadölum minnkaði og var talið að nýju sprungurnar væru hluti af sama kvikuinnskoti. <ref>https://www.ruv.is/frett/2021/04/05/ny-sprunga-opnadist-ryma-gossvaedid Ný sprunga opnaðist, rýma gossvæðið] Rúv.is, skoðað 5. apríl 2021.</ref>
*7. apríl: Ný sprunga, um 150 metra löng, opnast á milli hinna tveggja og rennur hraun í Geldingadali.<ref>[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/07/tvofalt_meiri_kvika_vellur_upp/ Tvöfalt meiri kvika vellur upp] Mbl.is, skoðað 7. apríl, 2021.</ref>
*8. apríl: Flatarmál hrauns er 0,62 ferkílómetrar samkvæmt Jarðvísindastofnun og hefur hraunflæði aukist með nýjum gígum.
*10. apríl: Fjórða sprungan opnaðist milli tveggja nýjustu. Svæði var afmarkað sem hættusvæði á gosstöðvunum þar sem líklegast er að sprungur opnist. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/ny-sprunga-opnadist-i-geldingadolum-i-nott Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt] Rúv.is, skoðað 10. apríl 2021</ref>
*13. apríl: Enn fleiri sprungur eða gígar opnast og rennur hraunið í suðurátt frá þeim. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/13/telja-fjora-nyja-giga-hafa-opnast Telja fjóra nýja gíga hafa opnast] Rúv.is, skoðað 13. apríl 2021.</ref>
*16. apríl: Hraun tekur að renna austur úr Geldingadölum <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/hraun-tekid-ad-renna-ur-geldingadolum-i-austur Hraun tekið að renna úr Geldingadölum í austur] Rúv, skoðað 16. apríl 2021.</ref>. Um fjórðungur landsmanna hefur gert sér ferð að gosinu, um 90 þúsund manns.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/ahugi-islendinga-a-eldgosinu-ekkert-ad-minnka Áhuginn á eldgosinu ekkert að minnka] Rúv, skoðað 16. apríl, 2021</ref>
*19. apríl: Nyrsti gígurinn sem var öflugur rétt eftir páska er kulnaður. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/19/haett-ad-gjosa-ur-nyrsta-gignum Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum] Rúv. Skoðað 19/4 2021</ref> Hraunið þekur alls tæpa 0,9 ferkílómetra.
*27. apríl: Flatarmál hrauns er 1,13 ferkílómetrar. Virkni mest í syðsta gígnum þar sem strókarnir ná allt að 50 metrum. Virkni í elstu samliggjandi gígunum nær engin.
*4. maí: Virknin í þessum eina gíg gengur með hléum og er kröftug inn á milli. Hraun hefur þeyst meira en 200 metra í loft. Rignt hefur gjósku og eru hættur á hraunbombum. Hættusvæði var endurskilgreint.
*10. maí: Lokað var fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna [[gróðureldar|gróðurelda]] og óhagstæðrar vindáttar. Hæstu strókar hafa náð um 460 metra sem er hærra en [[Empire State]]-byggingin.
*11 maí: Hraunrennsli er tvöfalt öflugra en það hefur alla jafnan verið. Flatarmál er 1,8 ferkílómetrar (á við [[Elliðavatn]]) og hefur hraun fyllt Syðri-Meradal ( þó kallaður ''Nafnlausi dalurinn'' af sumum) suðaustur af gígnum.
*14. maí: Hafist var handa að reisa varnargarða norður af [[Nátthagi (dalur)|Nátthaga]] til að hindra flæði hrauns niður dal í átt að Suðurstrandarvegi.
*22. maí: Hraunið fór yfir eystri varnargarðanna og tók að flæða niður að Nátthaga.
*1. júní: Hrauntungur ógna útsýnishólnum sem er nálægt gígnum og vestari varnargarðinum.
*4. júní: Hraunrennsli lokar fyrir ''Gónhól'' og vestari varnargarðar rofna. Stærð hraunsins er nær 3 ferkílómetrar.
*10. júní: Virkni gossins hefur breyst. Í stað reglulegra gosstróka fossar stöðugt úr gígnum.
*13. júní: Hrauntaumur rennur frá Geldingadölum og niður í Nátthaga og rýfur þar með gönguleið A.
*18. júní: Hraun fyllir Nátthaga og nálgast haft suðvestan við hann. Hraunið nálgast Suðurstrandarveg. Ákveðið er að byggja ekki varnargarða til að vernda veginn. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/06/18/ekki-reynt-ad-stodva-hraunrennsli-yfir-sudurstrandarveg Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg] Rúv, skoðað 18. júní 2018</ref>
*26. júní: Varnargarður er byggður við suðvesturenda Nátthaga. Bandarískur ferðamaður týndist við gosstöðvarnar og sást síðast norður af Stóra Hrúti. Hann fannst meira en sólarhring seinna og hafði slasast og týnst. Gönguleið C meðfram Langahrygg er orðin aðalleiðin til að sjá gíginn.
*7. júlí: Í byrjun júlí minnkaði virkni í gígnum og tók hann löng hlé. 7. júlí hafði verið hlé í nær 2 sólarhringa en loks sást í glóð í gígnum þó kvika ylli ekki upp úr honum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/08/sveiflur-i-gosvirkni-en-stodugt-hraunflaedi-ur-gignum Sveiflur í gosvirkni...]Rúv, skoðað 7/7 2021</ref>
*23. júlí: Gosið hefur runnið í Meradali síðustu 3 vikur. Hraunflæði hefur minnkað og telur Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur að gosið sé að fjara út á næstu vikum eða 2 mánuðum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/23/frambod-kviku-ad-minnka-og-liklegt-ad-gosid-fjari-ut Framboð kviku að minnka og líklepa að gosið fjari út]Rúv, sótt 23/7 2021</ref> Hraunið þekur 4 ferkílómetra.
*16. ágúst: Nýr gígur opnast tímabundið við hliðina á aðalgígnum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/08/17/nyr-gigur-a-fagradalsfjalli Nýr gígur á Fagradalsfjalli]Rúv, sótt 17/8</ref>
*5. september: Rýkur úr gígnum en sést ekki í kviku. Gosið er í næstlengsta hléi frá upphafi.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/09/05/eldgosid-ad-taka-ser-naest-lengsta-fri-fra-upphafi Eldgosið að taka sér lengsta frí frá upphafi] Rúv, sótt 5/9 2021</ref>
*11. september: Gosið heldur áfram en gosrás gígsins hafði verið stífluð. Hraun flæðir utan í gígnum eða í göngum.
*15. september: Hraun tekur að flæða niður í Nátthaga úr mismunandi áttum úr hrauntjörn í Geldingadölum þar sem er yfirflæði. Svæðið á gönguleið A var rýmt og lokað tímabundið. <ref>[https://www.visir.is/g/20212156296d/ryma-svaedid-eftir-ad-hraun-straumur-for-o-vaent-ad-renna-a-miklum-hrada-i-natt-haga Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga] Vísir, sótt 15/9 2021.</ref> Eldgosið er 6 mánaða og er gígurinn orðinn 334 metra hár.
*14. október: Ekki hefur gosið í rúman mánuð eða frá 18. september. Rýkur þó úr gígnum. Flatarmál hrauns er tæpir 5 ferkílómetrar.
*18. desember: Gosinu er formlega lokið, 3 mánuðum eftir síðasta hraunflæði. Enn er þó vart við þenslu og kvikusöfnun neðanjarðar. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/12/18/gosinu-lokid-en-afram-kvikusofnun-vid-fagradalsfjall Gosinu lokið en áfram kvikusöfnun við Fagradalsfjall] Rúv, skoðað 18/12 2021</ref>
==Eldgos við Meradali 2022==
{{aðalgrein|Eldgosið við Meradali 2022}}
Tæpu ári eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk opnaðist sprunga við norðanverða Meradali við hraunjaðar gossins 2021.
==Myndagallerí==
<gallery>
Mynd:Fagradalsfjall volcanic eruption (2021).png|Þegar gossprungan opnaðist 19. mars.
Mynd:Geldingadalagos.jpg|Gosið 24. mars.
Mynd:Geldingadalagos2.jpg|Ferðamenn virða fyrir sér gosið.
Mynd:Geldingadalir3.jpg|Gosið 29. mars. Gígbarmar að vestan hafa hrunið.
Mynd:Geldingadalur.webm|30. mars
Mynd:Neue Eruptionsspalten und Lavafluss, Island, 5. April 2021.jpg|Hraunelfur 5. apríl.
Mynd:Eruption from Reykjavík 2021.jpg|Gosið frá Ægisíðu 8. maí.
Mynd:Lava river.jpg|Hraunelfur rennur suður eftir að eystri varnargarðar brustu
Mynd:Secretary Blinken Passes the Fagradalsfjall Volcano (51189202405).jpg| 17. maí. Mynd frá föruneyti [[Antony Blinken]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mynd:Natthagi.jpg|Hraunið við Nátthaga í lok maí.
Mynd:Geldingadalir.may.jpg|Gígurinn 24. maí.
Mynd:Iceland's Fagradalsfjall volcano.png|Hraunár 16. júlí.
Mynd:Stóri Hrútur.jpg|Varnargarðarnir vestri. Lítil spýja hefur komist yfir. [[Stóri-Hrútur]] í bakgrunni og þyrlur þar efst.
Mynd:Gd 911.webm|Hrauntjörn í Geldingadölum 12. september 2021
Mynd:Fagradalsfjall oli 2021177.jpg|Loftmyndir frá [[NASA]].
Mynd:Close up Geldingadalir vulkaan krater Ijsland.jpg|Gígurinn í júní 2022.
</gallery>
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|82586|Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?}}
==Tilvísanir==
<references/>
== Tengt efni ==
*[[Eldgosaannáll Íslands]]
*[[Geldingadalir]]
*[[Meradalir]]
==Tenglar==
*[http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum Jarðvísindastofnun - Eldgos í Geldingadölum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210407210733/http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum |date=2021-04-07 }}
*[https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/beint-vefstreymi-fra-eldstodvunum Beint vefstreymi Rúv af eldgosinu]
*[https://www.openstreetmap.org/node/8539528378 Staðsetning á korti] (Nokkuð ónákvæm í bili)
*[http://www.viewsoftheworld.net/?p=5783 Views Of The World - Where the lava flows: Volcano update from Iceland]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:2021]]
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
odmb2w37yazxmdd4n4t4pnbiamrwaqx
1765298
1765295
2022-08-18T23:17:53Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
'''Eldgos við [[Fagradalsfjall (Reykjanesskagi)|Fagradalsfjall]]''' hófst þann [[19. mars]] [[2021]] kl. 20:45 í kjölfar [[Skjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021|jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur]]. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá [[Keilir|Keili]] að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í [[Geldingadalir|Geldingadölum]] við austanvert Fagradalsfjall nærri [[Stóri-Hrútur|Stóra-Hrúti]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/19/eldgos-hafid-vid-fagradalsfjall|titill=Eldgos hafið við Fagradalsfjall|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=19. mars|árskoðað=2021|mánuður=19. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Eldgosið hefur einnig verið kallað '''Geldingadalagos''' eða '''Geldingadalsgos''' (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið var flokkað sem [[dyngjugos]] en slík gos eru fátíð. Kvikan var frumstæð og kom úr 17-20 kílómetra dýpi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212088614d/frumstaedasta-kvika-sem-komid-hefur-upp-i-7000-ar|titill=Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=23. mars|árskoðað=2021|mánuður=23. mars|ár=2021|höfundur=Sunna Kristín Hilmarsdóttir}}</ref> Tegund hraunsins er [[helluhraun]] og [[apalhraun]]. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda skoðuðu gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/05/11/odruvisi-gos-en-vid-erum-von-ad-sja|titill=„Öðruvísi gos en við erum vön að sjá“|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2021|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=11. maí}}</ref> Nýr fasi hófst í gosinu snemma í júlí 2021 þegar órói lækkaði eða hætti skyndilega og hófst svo að nýju hægt og bítandi. Hraunið flæddi upp úr gígnum í reglubundnum takti með pásum í nokkra mánuði þar til það hætti.<ref>{{Cite web|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nyr-fasi-hafinn-i-gosinu/|title=Nýr fasi hafinn í gosinu|website=www.frettabladid.is|language=is|access-date=2021-12-28|author=Ingunn Lára Kristjánsdóttir|date=2021-07-05}}</ref>
Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] þegar [[Reykjaneseldar]] geisuðu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sidasta-gostimabil-a-reykjanesskaga-vardi-i-naer-300-ar|titill=Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=20. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=20. mars|árskoðað=2021|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann [[Beinavörðuhraun]].
Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/10/16/fjorda_lengsta_eldgos_20_og_21_aldar/|titill=Fjórða lengsta eldgos 20. og 21. aldar|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=22. október|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=16. október}}</ref> Settar voru upp vefmyndavélar af helstu miðlum og gat fólk fylgst með gosinu allan sólarhringinn.
==Þróun==
Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo [[Páll Einarsson (jarðfræðingur)|Páll Einarsson]] sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá [[Þjóðvegur 427|Suðurstrandarvegi]]. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við [[Eldgosið á Fimmvörðuhálsi 2010|Fimmvörðuhálsgosið]].<ref>{{vefheimild |titill=Páll segir gosið ræfilslegt |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/pall-segir-gosid-raefilslegt|útgefandi=[[RÚV]]|tungumál=is|höfundur=Róbert Jóhannsson|mánuður=20. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.<ref>{{vefheimild |titill=Suðurstrandarvegi lokað í kvöld og nótt |url=http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/sudurstrandarvegi-lokad-i-kvold-og-nott |útgefandi=[[Vegagerðin]] |tungumál=is|mánuður=18. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Mengunarviðvörun var send til [[Árnessýsla|Árnessýslu]] þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.<ref>{{vefheimild |titill=Sögulegt gos á Reykjanesskaga - þetta gerðist í kvöld |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sogulegt-gos-a-reykjanesskaga-thetta-gerdist-i-kvold |útgefandi=[[RÚV]] |tungumál=is|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=20. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref>
Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212087674d/a-gongu-i-niu-klukkustundir-an-thess-ad-komast-ad-gosinu-strakurinn-minn-var-ordinn-virkilega-hraeddur-og-var-ad-ormagnast|höfundur=Elín Margrét Böðvarsdóttir|titill=Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðil)|Vísir]]''|mánuður=21. mars|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2021|ár=2021}}</ref> og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. Þann 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/loka-svaedinu-naest-gossprungunni|titill=Loka svæðinu næst gossprungunni|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað 21. mars 2021}}</ref> Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.
Fólk gekk frá [[Svartsengi]] þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttra.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/22/stika-gonguleid-ad-gosinu-i-dag |titill=Stika gönguleið að gosinu í dag|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2021|höfundur=Valgerður Árnadóttir|höfundur2=Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir|ár=2021|mánuður=22. mars}}</ref>
*21. mars: Hraunið var metið 0,15 ferkílómetrar ([[Magnús Tumi Guðmundsson]]).<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/telur-hraunid-thekja-um-015-ferkilometra|titill=Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra|útgefandi=RÚV|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. mars|höfundur=Ævar Örn Jósepsson|ár=2021|mánuður=21. mars}}</ref>
*22. mars: Almannavarnir lokuðu svæðinu við eldgosið vegna gasmengunar.
*24. mars: Tveir aðalgígar gjósa og eru samvaxnir. Hraunið fyllir nánast dalinn. Ferðamenn flykkjast á staðinn.
*26. mars: Allt að tíu milljónir króna framlag var ákveðið af ríkinu til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/26/tiu-milljonum-varid-til-ad-baeta-adstodu-gesta-vid-gosid|titill=Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu við gosið|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=26. mars|árskoðað=2021|ár=2021|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
*27. mars: Lokað var eftir hádegi vegna versnandi veðurs. Fylgst var með ferðamönnum með tilliti til sóttkvíarbrota.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/27/loka-klukkan-eitt-og-fylgjast-med-erlendum-ferdamonnum|titill=Loka kl. 13 og fylgjast með erlendum ferðamönnum|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=27. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Guðmundsson|ár=2021|mánuður=27. mars}}</ref>
*28. mars: Hraunið þekur Geldingadalina. Vegagerðin býr til bílastæði þar sem gönguleiðin við Suðurstrandarveg byrjar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/28/hraunid-buid-ad-fylla-dalsbotninn|titill=Hraunið búið að fylla dalsbotninn|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=28. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=28. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Bjarnason}}</ref>
*31. mars: Flúormengun mælist í regnvatni við eldstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Sunna Valgerðardóttir|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/toluverd-fluormengun-i-regnvatni-vid-gosstodvarnar|titill=Töluverð flúormengun í regnvatni við gosstöðvarnar|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|ár=2021|mánuður=31. mars}}</ref> Ákveðið var að hafa opið frá 6-18 og rýma kl. 22 á svæðinu um páskana.<ref>{{Vefheimild|https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/gossvaedid-opid-6-18-og-rymt-klukkan-22|titill=Gossvæðið opið 6-18 og rýmt kl 22|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|árskoðað=2021|mánuður=31. mars|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhanssdóttir}}</ref> Þekja hraunsins var um 0,3 ferkílómetrar.
*2. apríl: Vart varð við fyrstu gjósku gossins eða ljósleitan [[vikur]]. [[Nornahár]] fannst einnig.
*5. apríl: Nýjar sprungur opnuðust, 100-200 metrar að lengd, hálfum kílómetra norðaustan við gígana sem fyrir voru. Hraunelfur tók að renna niður í [[Meradalir|Meradali]]. Yfir 500 manns voru á gosstöðvunum og var svæðið rýmt. Virkni gíganna í Geldingadölum minnkaði og var talið að nýju sprungurnar væru hluti af sama kvikuinnskoti.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/05/ny-sprunga-opnadist-ryma-gossvaedid|titill=Ný sprunga opnaðist – Rýma gossvæðið|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=5. apríl|árskoðað=2021|mánuður=5. apríl|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhannssdóttir}}</ref>
*7. apríl: Ný sprunga, um 150 metra löng, opnast á milli hinna tveggja og rennur hraun í Geldingadali.<ref>[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/07/tvofalt_meiri_kvika_vellur_upp/ Tvöfalt meiri kvika vellur upp] Mbl.is, skoðað 7. apríl, 2021.</ref>
*8. apríl: Flatarmál hrauns er 0,62 ferkílómetrar samkvæmt Jarðvísindastofnun og hefur hraunflæði aukist með nýjum gígum.
*10. apríl: Fjórða sprungan opnaðist milli tveggja nýjustu. Svæði var afmarkað sem hættusvæði á gosstöðvunum þar sem líklegast er að sprungur opnist. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/ny-sprunga-opnadist-i-geldingadolum-i-nott Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt] Rúv.is, skoðað 10. apríl 2021</ref>
*13. apríl: Enn fleiri sprungur eða gígar opnast og rennur hraunið í suðurátt frá þeim. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/13/telja-fjora-nyja-giga-hafa-opnast Telja fjóra nýja gíga hafa opnast] Rúv.is, skoðað 13. apríl 2021.</ref>
*16. apríl: Hraun tekur að renna austur úr Geldingadölum <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/hraun-tekid-ad-renna-ur-geldingadolum-i-austur Hraun tekið að renna úr Geldingadölum í austur] Rúv, skoðað 16. apríl 2021.</ref>. Um fjórðungur landsmanna hefur gert sér ferð að gosinu, um 90 þúsund manns.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/ahugi-islendinga-a-eldgosinu-ekkert-ad-minnka Áhuginn á eldgosinu ekkert að minnka] Rúv, skoðað 16. apríl, 2021</ref>
*19. apríl: Nyrsti gígurinn sem var öflugur rétt eftir páska er kulnaður. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/19/haett-ad-gjosa-ur-nyrsta-gignum Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum] Rúv. Skoðað 19/4 2021</ref> Hraunið þekur alls tæpa 0,9 ferkílómetra.
*27. apríl: Flatarmál hrauns er 1,13 ferkílómetrar. Virkni mest í syðsta gígnum þar sem strókarnir ná allt að 50 metrum. Virkni í elstu samliggjandi gígunum nær engin.
*4. maí: Virknin í þessum eina gíg gengur með hléum og er kröftug inn á milli. Hraun hefur þeyst meira en 200 metra í loft. Rignt hefur gjósku og eru hættur á hraunbombum. Hættusvæði var endurskilgreint.
*10. maí: Lokað var fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna [[gróðureldar|gróðurelda]] og óhagstæðrar vindáttar. Hæstu strókar hafa náð um 460 metra sem er hærra en [[Empire State]]-byggingin.
*11 maí: Hraunrennsli er tvöfalt öflugra en það hefur alla jafnan verið. Flatarmál er 1,8 ferkílómetrar (á við [[Elliðavatn]]) og hefur hraun fyllt Syðri-Meradal ( þó kallaður ''Nafnlausi dalurinn'' af sumum) suðaustur af gígnum.
*14. maí: Hafist var handa að reisa varnargarða norður af [[Nátthagi (dalur)|Nátthaga]] til að hindra flæði hrauns niður dal í átt að Suðurstrandarvegi.
*22. maí: Hraunið fór yfir eystri varnargarðanna og tók að flæða niður að Nátthaga.
*1. júní: Hrauntungur ógna útsýnishólnum sem er nálægt gígnum og vestari varnargarðinum.
*4. júní: Hraunrennsli lokar fyrir ''Gónhól'' og vestari varnargarðar rofna. Stærð hraunsins er nær 3 ferkílómetrar.
*10. júní: Virkni gossins hefur breyst. Í stað reglulegra gosstróka fossar stöðugt úr gígnum.
*13. júní: Hrauntaumur rennur frá Geldingadölum og niður í Nátthaga og rýfur þar með gönguleið A.
*18. júní: Hraun fyllir Nátthaga og nálgast haft suðvestan við hann. Hraunið nálgast Suðurstrandarveg. Ákveðið er að byggja ekki varnargarða til að vernda veginn. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/06/18/ekki-reynt-ad-stodva-hraunrennsli-yfir-sudurstrandarveg Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg] Rúv, skoðað 18. júní 2018</ref>
*26. júní: Varnargarður er byggður við suðvesturenda Nátthaga. Bandarískur ferðamaður týndist við gosstöðvarnar og sást síðast norður af Stóra Hrúti. Hann fannst meira en sólarhring seinna og hafði slasast og týnst. Gönguleið C meðfram Langahrygg er orðin aðalleiðin til að sjá gíginn.
*7. júlí: Í byrjun júlí minnkaði virkni í gígnum og tók hann löng hlé. 7. júlí hafði verið hlé í nær 2 sólarhringa en loks sást í glóð í gígnum þó kvika ylli ekki upp úr honum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/08/sveiflur-i-gosvirkni-en-stodugt-hraunflaedi-ur-gignum Sveiflur í gosvirkni...]Rúv, skoðað 7/7 2021</ref>
*23. júlí: Gosið hefur runnið í Meradali síðustu 3 vikur. Hraunflæði hefur minnkað og telur Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur að gosið sé að fjara út á næstu vikum eða 2 mánuðum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/23/frambod-kviku-ad-minnka-og-liklegt-ad-gosid-fjari-ut Framboð kviku að minnka og líklepa að gosið fjari út]Rúv, sótt 23/7 2021</ref> Hraunið þekur 4 ferkílómetra.
*16. ágúst: Nýr gígur opnast tímabundið við hliðina á aðalgígnum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/08/17/nyr-gigur-a-fagradalsfjalli Nýr gígur á Fagradalsfjalli]Rúv, sótt 17/8</ref>
*5. september: Rýkur úr gígnum en sést ekki í kviku. Gosið er í næstlengsta hléi frá upphafi.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/09/05/eldgosid-ad-taka-ser-naest-lengsta-fri-fra-upphafi Eldgosið að taka sér lengsta frí frá upphafi] Rúv, sótt 5/9 2021</ref>
*11. september: Gosið heldur áfram en gosrás gígsins hafði verið stífluð. Hraun flæðir utan í gígnum eða í göngum.
*15. september: Hraun tekur að flæða niður í Nátthaga úr mismunandi áttum úr hrauntjörn í Geldingadölum þar sem er yfirflæði. Svæðið á gönguleið A var rýmt og lokað tímabundið. <ref>[https://www.visir.is/g/20212156296d/ryma-svaedid-eftir-ad-hraun-straumur-for-o-vaent-ad-renna-a-miklum-hrada-i-natt-haga Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga] Vísir, sótt 15/9 2021.</ref> Eldgosið er 6 mánaða og er gígurinn orðinn 334 metra hár.
*14. október: Ekki hefur gosið í rúman mánuð eða frá 18. september. Rýkur þó úr gígnum. Flatarmál hrauns er tæpir 5 ferkílómetrar.
*18. desember: Gosinu er formlega lokið, 3 mánuðum eftir síðasta hraunflæði. Enn er þó vart við þenslu og kvikusöfnun neðanjarðar. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/12/18/gosinu-lokid-en-afram-kvikusofnun-vid-fagradalsfjall Gosinu lokið en áfram kvikusöfnun við Fagradalsfjall] Rúv, skoðað 18/12 2021</ref>
==Eldgos við Meradali 2022==
{{aðalgrein|Eldgosið við Meradali 2022}}
Tæpu ári eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk opnaðist sprunga við norðanverða Meradali við hraunjaðar gossins 2021.
==Myndagallerí==
<gallery>
Mynd:Fagradalsfjall volcanic eruption (2021).png|Þegar gossprungan opnaðist 19. mars.
Mynd:Geldingadalagos.jpg|Gosið 24. mars.
Mynd:Geldingadalagos2.jpg|Ferðamenn virða fyrir sér gosið.
Mynd:Geldingadalir3.jpg|Gosið 29. mars. Gígbarmar að vestan hafa hrunið.
Mynd:Geldingadalur.webm|30. mars
Mynd:Neue Eruptionsspalten und Lavafluss, Island, 5. April 2021.jpg|Hraunelfur 5. apríl.
Mynd:Eruption from Reykjavík 2021.jpg|Gosið frá Ægisíðu 8. maí.
Mynd:Lava river.jpg|Hraunelfur rennur suður eftir að eystri varnargarðar brustu
Mynd:Secretary Blinken Passes the Fagradalsfjall Volcano (51189202405).jpg| 17. maí. Mynd frá föruneyti [[Antony Blinken]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mynd:Natthagi.jpg|Hraunið við Nátthaga í lok maí.
Mynd:Geldingadalir.may.jpg|Gígurinn 24. maí.
Mynd:Iceland's Fagradalsfjall volcano.png|Hraunár 16. júlí.
Mynd:Stóri Hrútur.jpg|Varnargarðarnir vestri. Lítil spýja hefur komist yfir. [[Stóri-Hrútur]] í bakgrunni og þyrlur þar efst.
Mynd:Gd 911.webm|Hrauntjörn í Geldingadölum 12. september 2021
Mynd:Fagradalsfjall oli 2021177.jpg|Loftmyndir frá [[NASA]].
Mynd:Close up Geldingadalir vulkaan krater Ijsland.jpg|Gígurinn í júní 2022.
</gallery>
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|82586|Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?}}
==Tilvísanir==
<references/>
== Tengt efni ==
*[[Eldgosaannáll Íslands]]
*[[Geldingadalir]]
*[[Meradalir]]
==Tenglar==
*[http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum Jarðvísindastofnun - Eldgos í Geldingadölum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210407210733/http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum |date=2021-04-07 }}
*[https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/beint-vefstreymi-fra-eldstodvunum Beint vefstreymi Rúv af eldgosinu]
*[https://www.openstreetmap.org/node/8539528378 Staðsetning á korti] (Nokkuð ónákvæm í bili)
*[http://www.viewsoftheworld.net/?p=5783 Views Of The World - Where the lava flows: Volcano update from Iceland]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:2021]]
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
frxqyx9d0srsc0ph3nbesomvsbp93zf
1765299
1765298
2022-08-18T23:26:29Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
'''Eldgos við [[Fagradalsfjall (Reykjanesskagi)|Fagradalsfjall]]''' hófst þann [[19. mars]] [[2021]] kl. 20:45 í kjölfar [[Skjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021|jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur]]. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá [[Keilir|Keili]] að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í [[Geldingadalir|Geldingadölum]] við austanvert Fagradalsfjall nærri [[Stóri-Hrútur|Stóra-Hrúti]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/19/eldgos-hafid-vid-fagradalsfjall|titill=Eldgos hafið við Fagradalsfjall|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=19. mars|árskoðað=2021|mánuður=19. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Eldgosið hefur einnig verið kallað '''Geldingadalagos''' eða '''Geldingadalsgos''' (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið var flokkað sem [[dyngjugos]] en slík gos eru fátíð. Kvikan var frumstæð og kom úr 17-20 kílómetra dýpi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212088614d/frumstaedasta-kvika-sem-komid-hefur-upp-i-7000-ar|titill=Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=23. mars|árskoðað=2021|mánuður=23. mars|ár=2021|höfundur=Sunna Kristín Hilmarsdóttir}}</ref> Tegund hraunsins er [[helluhraun]] og [[apalhraun]]. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda skoðuðu gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/05/11/odruvisi-gos-en-vid-erum-von-ad-sja|titill=„Öðruvísi gos en við erum vön að sjá“|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2021|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=11. maí}}</ref> Nýr fasi hófst í gosinu snemma í júlí 2021 þegar órói lækkaði eða hætti skyndilega og hófst svo að nýju hægt og bítandi. Hraunið flæddi upp úr gígnum í reglubundnum takti með pásum í nokkra mánuði þar til það hætti.<ref>{{Cite web|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nyr-fasi-hafinn-i-gosinu/|title=Nýr fasi hafinn í gosinu|website=www.frettabladid.is|language=is|access-date=2021-12-28|author=Ingunn Lára Kristjánsdóttir|date=2021-07-05}}</ref>
Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] þegar [[Reykjaneseldar]] geisuðu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sidasta-gostimabil-a-reykjanesskaga-vardi-i-naer-300-ar|titill=Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=20. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=20. mars|árskoðað=2021|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann [[Beinavörðuhraun]].
Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/10/16/fjorda_lengsta_eldgos_20_og_21_aldar/|titill=Fjórða lengsta eldgos 20. og 21. aldar|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=22. október|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=16. október}}</ref> Settar voru upp vefmyndavélar af helstu miðlum og gat fólk fylgst með gosinu allan sólarhringinn.
==Þróun==
Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo [[Páll Einarsson (jarðfræðingur)|Páll Einarsson]] sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá [[Þjóðvegur 427|Suðurstrandarvegi]]. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við [[Eldgosið á Fimmvörðuhálsi 2010|Fimmvörðuhálsgosið]].<ref>{{vefheimild |titill=Páll segir gosið ræfilslegt |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/pall-segir-gosid-raefilslegt|útgefandi=[[RÚV]]|tungumál=is|höfundur=Róbert Jóhannsson|mánuður=20. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.<ref>{{vefheimild |titill=Suðurstrandarvegi lokað í kvöld og nótt |url=http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/sudurstrandarvegi-lokad-i-kvold-og-nott |útgefandi=[[Vegagerðin]] |tungumál=is|mánuður=18. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Mengunarviðvörun var send til [[Árnessýsla|Árnessýslu]] þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.<ref>{{vefheimild |titill=Sögulegt gos á Reykjanesskaga - þetta gerðist í kvöld |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sogulegt-gos-a-reykjanesskaga-thetta-gerdist-i-kvold |útgefandi=[[RÚV]] |tungumál=is|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=20. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref>
Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212087674d/a-gongu-i-niu-klukkustundir-an-thess-ad-komast-ad-gosinu-strakurinn-minn-var-ordinn-virkilega-hraeddur-og-var-ad-ormagnast|höfundur=Elín Margrét Böðvarsdóttir|titill=Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðil)|Vísir]]''|mánuður=21. mars|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2021|ár=2021}}</ref> og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. Þann 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/loka-svaedinu-naest-gossprungunni|titill=Loka svæðinu næst gossprungunni|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað 21. mars 2021}}</ref> Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.
Fólk gekk frá [[Svartsengi]] þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttra.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/22/stika-gonguleid-ad-gosinu-i-dag |titill=Stika gönguleið að gosinu í dag|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2021|höfundur=Valgerður Árnadóttir|höfundur2=Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir|ár=2021|mánuður=22. mars}}</ref>
*21. mars: Hraunið var metið 0,15 ferkílómetrar ([[Magnús Tumi Guðmundsson]]).<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/telur-hraunid-thekja-um-015-ferkilometra|titill=Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra|útgefandi=RÚV|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. mars|höfundur=Ævar Örn Jósepsson|ár=2021|mánuður=21. mars}}</ref>
*22. mars: Almannavarnir lokuðu svæðinu við eldgosið vegna gasmengunar.
*24. mars: Tveir aðalgígar gjósa og eru samvaxnir. Hraunið fyllir nánast dalinn. Ferðamenn flykkjast á staðinn.
*26. mars: Allt að tíu milljónir króna framlag var ákveðið af ríkinu til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/26/tiu-milljonum-varid-til-ad-baeta-adstodu-gesta-vid-gosid|titill=Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu við gosið|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=26. mars|árskoðað=2021|ár=2021|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
*27. mars: Lokað var eftir hádegi vegna versnandi veðurs. Fylgst var með ferðamönnum með tilliti til sóttkvíarbrota.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/27/loka-klukkan-eitt-og-fylgjast-med-erlendum-ferdamonnum|titill=Loka kl. 13 og fylgjast með erlendum ferðamönnum|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=27. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Guðmundsson|ár=2021|mánuður=27. mars}}</ref>
*28. mars: Hraunið þekur Geldingadalina. Vegagerðin býr til bílastæði þar sem gönguleiðin við Suðurstrandarveg byrjar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/28/hraunid-buid-ad-fylla-dalsbotninn|titill=Hraunið búið að fylla dalsbotninn|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=28. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=28. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Bjarnason}}</ref>
*31. mars: Flúormengun mælist í regnvatni við eldstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Sunna Valgerðardóttir|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/toluverd-fluormengun-i-regnvatni-vid-gosstodvarnar|titill=Töluverð flúormengun í regnvatni við gosstöðvarnar|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|ár=2021|mánuður=31. mars}}</ref> Ákveðið var að hafa opið frá 6-18 og rýma kl. 22 á svæðinu um páskana.<ref>{{Vefheimild|https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/gossvaedid-opid-6-18-og-rymt-klukkan-22|titill=Gossvæðið opið 6-18 og rýmt kl 22|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|árskoðað=2021|mánuður=31. mars|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhanssdóttir}}</ref> Þekja hraunsins var um 0,3 ferkílómetrar.
*2. apríl: Vart varð við fyrstu gjósku gossins eða ljósleitan [[vikur]]. [[Nornahár]] fannst einnig.
*5. apríl: Nýjar sprungur opnuðust, 100-200 metrar að lengd, hálfum kílómetra norðaustan við gígana sem fyrir voru. Hraunelfur tók að renna niður í [[Meradalir|Meradali]]. Yfir 500 manns voru á gosstöðvunum og var svæðið rýmt. Virkni gíganna í Geldingadölum minnkaði og var talið að nýju sprungurnar væru hluti af sama kvikuinnskoti.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/05/ny-sprunga-opnadist-ryma-gossvaedid|titill=Ný sprunga opnaðist – Rýma gossvæðið|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=5. apríl|árskoðað=2021|mánuður=5. apríl|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhannssdóttir}}</ref>
*7. apríl: Ný sprunga, um 150 metra löng, opnast á milli hinna tveggja og rennur hraun í Geldingadali.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/07/tvofalt_meiri_kvika_vellur_upp/|titill=Tvöfalt meiri kvika vellur upp|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=7. apríl|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=7. apríl}}</ref>
*8. apríl: Flatarmál hrauns er 0,62 ferkílómetrar samkvæmt Jarðvísindastofnun og hefur hraunflæði aukist með nýjum gígum.
*10. apríl: Fjórða sprungan opnaðist milli tveggja nýjustu. Svæði var afmarkað sem hættusvæði á gosstöðvunum þar sem líklegast er að sprungur opnist. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/ny-sprunga-opnadist-i-geldingadolum-i-nott Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt] Rúv.is, skoðað 10. apríl 2021</ref>
*13. apríl: Enn fleiri sprungur eða gígar opnast og rennur hraunið í suðurátt frá þeim. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/13/telja-fjora-nyja-giga-hafa-opnast Telja fjóra nýja gíga hafa opnast] Rúv.is, skoðað 13. apríl 2021.</ref>
*16. apríl: Hraun tekur að renna austur úr Geldingadölum <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/hraun-tekid-ad-renna-ur-geldingadolum-i-austur Hraun tekið að renna úr Geldingadölum í austur] Rúv, skoðað 16. apríl 2021.</ref>. Um fjórðungur landsmanna hefur gert sér ferð að gosinu, um 90 þúsund manns.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/ahugi-islendinga-a-eldgosinu-ekkert-ad-minnka Áhuginn á eldgosinu ekkert að minnka] Rúv, skoðað 16. apríl, 2021</ref>
*19. apríl: Nyrsti gígurinn sem var öflugur rétt eftir páska er kulnaður. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/19/haett-ad-gjosa-ur-nyrsta-gignum Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum] Rúv. Skoðað 19/4 2021</ref> Hraunið þekur alls tæpa 0,9 ferkílómetra.
*27. apríl: Flatarmál hrauns er 1,13 ferkílómetrar. Virkni mest í syðsta gígnum þar sem strókarnir ná allt að 50 metrum. Virkni í elstu samliggjandi gígunum nær engin.
*4. maí: Virknin í þessum eina gíg gengur með hléum og er kröftug inn á milli. Hraun hefur þeyst meira en 200 metra í loft. Rignt hefur gjósku og eru hættur á hraunbombum. Hættusvæði var endurskilgreint.
*10. maí: Lokað var fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna [[gróðureldar|gróðurelda]] og óhagstæðrar vindáttar. Hæstu strókar hafa náð um 460 metra sem er hærra en [[Empire State]]-byggingin.
*11 maí: Hraunrennsli er tvöfalt öflugra en það hefur alla jafnan verið. Flatarmál er 1,8 ferkílómetrar (á við [[Elliðavatn]]) og hefur hraun fyllt Syðri-Meradal ( þó kallaður ''Nafnlausi dalurinn'' af sumum) suðaustur af gígnum.
*14. maí: Hafist var handa að reisa varnargarða norður af [[Nátthagi (dalur)|Nátthaga]] til að hindra flæði hrauns niður dal í átt að Suðurstrandarvegi.
*22. maí: Hraunið fór yfir eystri varnargarðanna og tók að flæða niður að Nátthaga.
*1. júní: Hrauntungur ógna útsýnishólnum sem er nálægt gígnum og vestari varnargarðinum.
*4. júní: Hraunrennsli lokar fyrir ''Gónhól'' og vestari varnargarðar rofna. Stærð hraunsins er nær 3 ferkílómetrar.
*10. júní: Virkni gossins hefur breyst. Í stað reglulegra gosstróka fossar stöðugt úr gígnum.
*13. júní: Hrauntaumur rennur frá Geldingadölum og niður í Nátthaga og rýfur þar með gönguleið A.
*18. júní: Hraun fyllir Nátthaga og nálgast haft suðvestan við hann. Hraunið nálgast Suðurstrandarveg. Ákveðið er að byggja ekki varnargarða til að vernda veginn. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/06/18/ekki-reynt-ad-stodva-hraunrennsli-yfir-sudurstrandarveg Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg] Rúv, skoðað 18. júní 2018</ref>
*26. júní: Varnargarður er byggður við suðvesturenda Nátthaga. Bandarískur ferðamaður týndist við gosstöðvarnar og sást síðast norður af Stóra Hrúti. Hann fannst meira en sólarhring seinna og hafði slasast og týnst. Gönguleið C meðfram Langahrygg er orðin aðalleiðin til að sjá gíginn.
*7. júlí: Í byrjun júlí minnkaði virkni í gígnum og tók hann löng hlé. 7. júlí hafði verið hlé í nær 2 sólarhringa en loks sást í glóð í gígnum þó kvika ylli ekki upp úr honum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/08/sveiflur-i-gosvirkni-en-stodugt-hraunflaedi-ur-gignum Sveiflur í gosvirkni...]Rúv, skoðað 7/7 2021</ref>
*23. júlí: Gosið hefur runnið í Meradali síðustu 3 vikur. Hraunflæði hefur minnkað og telur Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur að gosið sé að fjara út á næstu vikum eða 2 mánuðum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/23/frambod-kviku-ad-minnka-og-liklegt-ad-gosid-fjari-ut Framboð kviku að minnka og líklepa að gosið fjari út]Rúv, sótt 23/7 2021</ref> Hraunið þekur 4 ferkílómetra.
*16. ágúst: Nýr gígur opnast tímabundið við hliðina á aðalgígnum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/08/17/nyr-gigur-a-fagradalsfjalli Nýr gígur á Fagradalsfjalli]Rúv, sótt 17/8</ref>
*5. september: Rýkur úr gígnum en sést ekki í kviku. Gosið er í næstlengsta hléi frá upphafi.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/09/05/eldgosid-ad-taka-ser-naest-lengsta-fri-fra-upphafi Eldgosið að taka sér lengsta frí frá upphafi] Rúv, sótt 5/9 2021</ref>
*11. september: Gosið heldur áfram en gosrás gígsins hafði verið stífluð. Hraun flæðir utan í gígnum eða í göngum.
*15. september: Hraun tekur að flæða niður í Nátthaga úr mismunandi áttum úr hrauntjörn í Geldingadölum þar sem er yfirflæði. Svæðið á gönguleið A var rýmt og lokað tímabundið. <ref>[https://www.visir.is/g/20212156296d/ryma-svaedid-eftir-ad-hraun-straumur-for-o-vaent-ad-renna-a-miklum-hrada-i-natt-haga Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga] Vísir, sótt 15/9 2021.</ref> Eldgosið er 6 mánaða og er gígurinn orðinn 334 metra hár.
*14. október: Ekki hefur gosið í rúman mánuð eða frá 18. september. Rýkur þó úr gígnum. Flatarmál hrauns er tæpir 5 ferkílómetrar.
*18. desember: Gosinu er formlega lokið, 3 mánuðum eftir síðasta hraunflæði. Enn er þó vart við þenslu og kvikusöfnun neðanjarðar. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/12/18/gosinu-lokid-en-afram-kvikusofnun-vid-fagradalsfjall Gosinu lokið en áfram kvikusöfnun við Fagradalsfjall] Rúv, skoðað 18/12 2021</ref>
==Eldgos við Meradali 2022==
{{aðalgrein|Eldgosið við Meradali 2022}}
Tæpu ári eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk opnaðist sprunga við norðanverða Meradali við hraunjaðar gossins 2021.
==Myndagallerí==
<gallery>
Mynd:Fagradalsfjall volcanic eruption (2021).png|Þegar gossprungan opnaðist 19. mars.
Mynd:Geldingadalagos.jpg|Gosið 24. mars.
Mynd:Geldingadalagos2.jpg|Ferðamenn virða fyrir sér gosið.
Mynd:Geldingadalir3.jpg|Gosið 29. mars. Gígbarmar að vestan hafa hrunið.
Mynd:Geldingadalur.webm|30. mars
Mynd:Neue Eruptionsspalten und Lavafluss, Island, 5. April 2021.jpg|Hraunelfur 5. apríl.
Mynd:Eruption from Reykjavík 2021.jpg|Gosið frá Ægisíðu 8. maí.
Mynd:Lava river.jpg|Hraunelfur rennur suður eftir að eystri varnargarðar brustu
Mynd:Secretary Blinken Passes the Fagradalsfjall Volcano (51189202405).jpg| 17. maí. Mynd frá föruneyti [[Antony Blinken]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mynd:Natthagi.jpg|Hraunið við Nátthaga í lok maí.
Mynd:Geldingadalir.may.jpg|Gígurinn 24. maí.
Mynd:Iceland's Fagradalsfjall volcano.png|Hraunár 16. júlí.
Mynd:Stóri Hrútur.jpg|Varnargarðarnir vestri. Lítil spýja hefur komist yfir. [[Stóri-Hrútur]] í bakgrunni og þyrlur þar efst.
Mynd:Gd 911.webm|Hrauntjörn í Geldingadölum 12. september 2021
Mynd:Fagradalsfjall oli 2021177.jpg|Loftmyndir frá [[NASA]].
Mynd:Close up Geldingadalir vulkaan krater Ijsland.jpg|Gígurinn í júní 2022.
</gallery>
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|82586|Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?}}
==Tilvísanir==
<references/>
== Tengt efni ==
*[[Eldgosaannáll Íslands]]
*[[Geldingadalir]]
*[[Meradalir]]
==Tenglar==
*[http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum Jarðvísindastofnun - Eldgos í Geldingadölum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210407210733/http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum |date=2021-04-07 }}
*[https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/beint-vefstreymi-fra-eldstodvunum Beint vefstreymi Rúv af eldgosinu]
*[https://www.openstreetmap.org/node/8539528378 Staðsetning á korti] (Nokkuð ónákvæm í bili)
*[http://www.viewsoftheworld.net/?p=5783 Views Of The World - Where the lava flows: Volcano update from Iceland]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:2021]]
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
tnh56cha0x43545l7zm6zgvgy2dfgxv
1765300
1765299
2022-08-19T00:03:02Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
'''Eldgos við [[Fagradalsfjall (Reykjanesskagi)|Fagradalsfjall]]''' hófst þann [[19. mars]] [[2021]] kl. 20:45 í kjölfar [[Skjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021|jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur]]. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá [[Keilir|Keili]] að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í [[Geldingadalir|Geldingadölum]] við austanvert Fagradalsfjall nærri [[Stóri-Hrútur|Stóra-Hrúti]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/19/eldgos-hafid-vid-fagradalsfjall|titill=Eldgos hafið við Fagradalsfjall|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=19. mars|árskoðað=2021|mánuður=19. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Eldgosið hefur einnig verið kallað '''Geldingadalagos''' eða '''Geldingadalsgos''' (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið var flokkað sem [[dyngjugos]] en slík gos eru fátíð. Kvikan var frumstæð og kom úr 17-20 kílómetra dýpi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212088614d/frumstaedasta-kvika-sem-komid-hefur-upp-i-7000-ar|titill=Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=23. mars|árskoðað=2021|mánuður=23. mars|ár=2021|höfundur=Sunna Kristín Hilmarsdóttir}}</ref> Tegund hraunsins er [[helluhraun]] og [[apalhraun]]. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda skoðuðu gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/05/11/odruvisi-gos-en-vid-erum-von-ad-sja|titill=„Öðruvísi gos en við erum vön að sjá“|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2021|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=11. maí}}</ref> Nýr fasi hófst í gosinu snemma í júlí 2021 þegar órói lækkaði eða hætti skyndilega og hófst svo að nýju hægt og bítandi. Hraunið flæddi upp úr gígnum í reglubundnum takti með pásum í nokkra mánuði þar til það hætti.<ref>{{Cite web|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nyr-fasi-hafinn-i-gosinu/|title=Nýr fasi hafinn í gosinu|website=www.frettabladid.is|language=is|access-date=2021-12-28|author=Ingunn Lára Kristjánsdóttir|date=2021-07-05}}</ref>
Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] þegar [[Reykjaneseldar]] geisuðu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sidasta-gostimabil-a-reykjanesskaga-vardi-i-naer-300-ar|titill=Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=20. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=20. mars|árskoðað=2021|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann [[Beinavörðuhraun]].
Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/10/16/fjorda_lengsta_eldgos_20_og_21_aldar/|titill=Fjórða lengsta eldgos 20. og 21. aldar|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=22. október|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=16. október}}</ref> Settar voru upp vefmyndavélar af helstu miðlum og gat fólk fylgst með gosinu allan sólarhringinn.
==Þróun==
Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo [[Páll Einarsson (jarðfræðingur)|Páll Einarsson]] sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá [[Þjóðvegur 427|Suðurstrandarvegi]]. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við [[Eldgosið á Fimmvörðuhálsi 2010|Fimmvörðuhálsgosið]].<ref>{{vefheimild |titill=Páll segir gosið ræfilslegt |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/pall-segir-gosid-raefilslegt|útgefandi=[[RÚV]]|tungumál=is|höfundur=Róbert Jóhannsson|mánuður=20. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.<ref>{{vefheimild |titill=Suðurstrandarvegi lokað í kvöld og nótt |url=http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/sudurstrandarvegi-lokad-i-kvold-og-nott |útgefandi=[[Vegagerðin]] |tungumál=is|mánuður=18. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Mengunarviðvörun var send til [[Árnessýsla|Árnessýslu]] þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.<ref>{{vefheimild |titill=Sögulegt gos á Reykjanesskaga - þetta gerðist í kvöld |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sogulegt-gos-a-reykjanesskaga-thetta-gerdist-i-kvold |útgefandi=[[RÚV]] |tungumál=is|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=20. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref>
Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212087674d/a-gongu-i-niu-klukkustundir-an-thess-ad-komast-ad-gosinu-strakurinn-minn-var-ordinn-virkilega-hraeddur-og-var-ad-ormagnast|höfundur=Elín Margrét Böðvarsdóttir|titill=Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðil)|Vísir]]''|mánuður=21. mars|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2021|ár=2021}}</ref> og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. Þann 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/loka-svaedinu-naest-gossprungunni|titill=Loka svæðinu næst gossprungunni|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað 21. mars 2021}}</ref> Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.
Fólk gekk frá [[Svartsengi]] þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttra.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/22/stika-gonguleid-ad-gosinu-i-dag |titill=Stika gönguleið að gosinu í dag|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2021|höfundur=Valgerður Árnadóttir|höfundur2=Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir|ár=2021|mánuður=22. mars}}</ref>
*21. mars: Hraunið var metið 0,15 ferkílómetrar ([[Magnús Tumi Guðmundsson]]).<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/telur-hraunid-thekja-um-015-ferkilometra|titill=Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra|útgefandi=RÚV|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. mars|höfundur=Ævar Örn Jósepsson|ár=2021|mánuður=21. mars}}</ref>
*22. mars: Almannavarnir lokuðu svæðinu við eldgosið vegna gasmengunar.
*24. mars: Tveir aðalgígar gjósa og eru samvaxnir. Hraunið fyllir nánast dalinn. Ferðamenn flykkjast á staðinn.
*26. mars: Allt að tíu milljónir króna framlag var ákveðið af ríkinu til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/26/tiu-milljonum-varid-til-ad-baeta-adstodu-gesta-vid-gosid|titill=Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu við gosið|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=26. mars|árskoðað=2021|ár=2021|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
*27. mars: Lokað var eftir hádegi vegna versnandi veðurs. Fylgst var með ferðamönnum með tilliti til sóttkvíarbrota.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/27/loka-klukkan-eitt-og-fylgjast-med-erlendum-ferdamonnum|titill=Loka kl. 13 og fylgjast með erlendum ferðamönnum|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=27. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Guðmundsson|ár=2021|mánuður=27. mars}}</ref>
*28. mars: Hraunið þekur Geldingadalina. Vegagerðin býr til bílastæði þar sem gönguleiðin við Suðurstrandarveg byrjar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/28/hraunid-buid-ad-fylla-dalsbotninn|titill=Hraunið búið að fylla dalsbotninn|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=28. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=28. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Bjarnason}}</ref>
*31. mars: Flúormengun mælist í regnvatni við eldstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Sunna Valgerðardóttir|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/toluverd-fluormengun-i-regnvatni-vid-gosstodvarnar|titill=Töluverð flúormengun í regnvatni við gosstöðvarnar|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|ár=2021|mánuður=31. mars}}</ref> Ákveðið var að hafa opið frá 6-18 og rýma kl. 22 á svæðinu um páskana.<ref>{{Vefheimild|https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/gossvaedid-opid-6-18-og-rymt-klukkan-22|titill=Gossvæðið opið 6-18 og rýmt kl 22|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|árskoðað=2021|mánuður=31. mars|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhanssdóttir}}</ref> Þekja hraunsins var um 0,3 ferkílómetrar.
*2. apríl: Vart varð við fyrstu gjósku gossins eða ljósleitan [[vikur]]. [[Nornahár]] fannst einnig.
*5. apríl: Nýjar sprungur opnuðust, 100-200 metrar að lengd, hálfum kílómetra norðaustan við gígana sem fyrir voru. Hraunelfur tók að renna niður í [[Meradalir|Meradali]]. Yfir 500 manns voru á gosstöðvunum og var svæðið rýmt. Virkni gíganna í Geldingadölum minnkaði og var talið að nýju sprungurnar væru hluti af sama kvikuinnskoti.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/05/ny-sprunga-opnadist-ryma-gossvaedid|titill=Ný sprunga opnaðist – Rýma gossvæðið|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=5. apríl|árskoðað=2021|mánuður=5. apríl|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhannssdóttir}}</ref>
*7. apríl: Ný sprunga, um 150 metra löng, opnast á milli hinna tveggja og rennur hraun í Geldingadali.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/07/tvofalt_meiri_kvika_vellur_upp/|titill=Tvöfalt meiri kvika vellur upp|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=7. apríl|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=7. apríl}}</ref>
*8. apríl: Flatarmál hrauns er 0,62 ferkílómetrar samkvæmt Jarðvísindastofnun og hefur hraunflæði aukist með nýjum gígum.
*10. apríl: Fjórða sprungan opnaðist milli tveggja nýjustu. Svæði var afmarkað sem hættusvæði á gosstöðvunum þar sem líklegast er að sprungur opnist.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/ny-sprunga-opnadist-i-geldingadolum-i-nott|titill=Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=10. apríl|árskoðað=2021|mánuður=10. apríl|ár=2021|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref>
*13. apríl: Enn fleiri sprungur eða gígar opnast og rennur hraunið í suðurátt frá þeim.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/13/telja-fjora-nyja-giga-hafa-opnast|titill=Telja fjóra nýja gíga hafa opnast|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=13. apríl|árskoðað=2021|mánuður=13. apríl|höfundur=Ingvar Þór Björnsson}}</ref>
*16. apríl: Hraun tekur að renna austur úr Geldingadölum<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/hraun-tekid-ad-renna-ur-geldingadolum-i-austur|titill=Hraun tekið að renna úr Geldingadölum í austur|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=16. apríl|ár=2021}}</ref> Um fjórðungur landsmanna gerði sér ferð að gosinu, um 90 þúsund manns.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/ahugi-islendinga-a-eldgosinu-ekkert-ad-minnka|titill=Áhuginn á eldgosinu ekkert að minnka|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=16. apríl|árskoðað=2021|mánuður=16. apríl|ár=2021|höfundur=Magnús Geir Eyjólfsson}}</ref>
*19. apríl: Nyrsti gígurinn sem var öflugur rétt eftir páska er kulnaður. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/19/haett-ad-gjosa-ur-nyrsta-gignum Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum] Rúv. Skoðað 19/4 2021</ref> Hraunið þekur alls tæpa 0,9 ferkílómetra.
*27. apríl: Flatarmál hrauns er 1,13 ferkílómetrar. Virkni mest í syðsta gígnum þar sem strókarnir ná allt að 50 metrum. Virkni í elstu samliggjandi gígunum nær engin.
*4. maí: Virknin í þessum eina gíg gengur með hléum og er kröftug inn á milli. Hraun hefur þeyst meira en 200 metra í loft. Rignt hefur gjósku og eru hættur á hraunbombum. Hættusvæði var endurskilgreint.
*10. maí: Lokað var fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna [[gróðureldar|gróðurelda]] og óhagstæðrar vindáttar. Hæstu strókar hafa náð um 460 metra sem er hærra en [[Empire State]]-byggingin.
*11 maí: Hraunrennsli er tvöfalt öflugra en það hefur alla jafnan verið. Flatarmál er 1,8 ferkílómetrar (á við [[Elliðavatn]]) og hefur hraun fyllt Syðri-Meradal ( þó kallaður ''Nafnlausi dalurinn'' af sumum) suðaustur af gígnum.
*14. maí: Hafist var handa að reisa varnargarða norður af [[Nátthagi (dalur)|Nátthaga]] til að hindra flæði hrauns niður dal í átt að Suðurstrandarvegi.
*22. maí: Hraunið fór yfir eystri varnargarðanna og tók að flæða niður að Nátthaga.
*1. júní: Hrauntungur ógna útsýnishólnum sem er nálægt gígnum og vestari varnargarðinum.
*4. júní: Hraunrennsli lokar fyrir ''Gónhól'' og vestari varnargarðar rofna. Stærð hraunsins er nær 3 ferkílómetrar.
*10. júní: Virkni gossins hefur breyst. Í stað reglulegra gosstróka fossar stöðugt úr gígnum.
*13. júní: Hrauntaumur rennur frá Geldingadölum og niður í Nátthaga og rýfur þar með gönguleið A.
*18. júní: Hraun fyllir Nátthaga og nálgast haft suðvestan við hann. Hraunið nálgast Suðurstrandarveg. Ákveðið er að byggja ekki varnargarða til að vernda veginn.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/06/18/ekki-reynt-ad-stodva-hraunrennsli-yfir-sudurstrandarveg Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg] Rúv, skoðað 18. júní 2018</ref>
*26. júní: Varnargarður er byggður við suðvesturenda Nátthaga. Bandarískur ferðamaður týndist við gosstöðvarnar og sást síðast norður af Stóra Hrúti. Hann fannst meira en sólarhring seinna og hafði slasast og týnst. Gönguleið C meðfram Langahrygg er orðin aðalleiðin til að sjá gíginn.
*7. júlí: Í byrjun júlí minnkaði virkni í gígnum og tók hann löng hlé. 7. júlí hafði verið hlé í nær 2 sólarhringa en loks sást í glóð í gígnum þó kvika ylli ekki upp úr honum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/08/sveiflur-i-gosvirkni-en-stodugt-hraunflaedi-ur-gignum Sveiflur í gosvirkni...]Rúv, skoðað 7/7 2021</ref>
*23. júlí: Gosið hefur runnið í Meradali síðustu 3 vikur. Hraunflæði hefur minnkað og telur Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur að gosið sé að fjara út á næstu vikum eða 2 mánuðum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/23/frambod-kviku-ad-minnka-og-liklegt-ad-gosid-fjari-ut Framboð kviku að minnka og líklepa að gosið fjari út]Rúv, sótt 23/7 2021</ref> Hraunið þekur 4 ferkílómetra.
*16. ágúst: Nýr gígur opnast tímabundið við hliðina á aðalgígnum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/08/17/nyr-gigur-a-fagradalsfjalli Nýr gígur á Fagradalsfjalli]Rúv, sótt 17/8</ref>
*5. september: Rýkur úr gígnum en sést ekki í kviku. Gosið er í næstlengsta hléi frá upphafi.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/09/05/eldgosid-ad-taka-ser-naest-lengsta-fri-fra-upphafi Eldgosið að taka sér lengsta frí frá upphafi] Rúv, sótt 5/9 2021</ref>
*11. september: Gosið heldur áfram en gosrás gígsins hafði verið stífluð. Hraun flæðir utan í gígnum eða í göngum.
*15. september: Hraun tekur að flæða niður í Nátthaga úr mismunandi áttum úr hrauntjörn í Geldingadölum þar sem er yfirflæði. Svæðið á gönguleið A var rýmt og lokað tímabundið. <ref>[https://www.visir.is/g/20212156296d/ryma-svaedid-eftir-ad-hraun-straumur-for-o-vaent-ad-renna-a-miklum-hrada-i-natt-haga Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga] Vísir, sótt 15/9 2021.</ref> Eldgosið er 6 mánaða og er gígurinn orðinn 334 metra hár.
*14. október: Ekki hefur gosið í rúman mánuð eða frá 18. september. Rýkur þó úr gígnum. Flatarmál hrauns er tæpir 5 ferkílómetrar.
*18. desember: Gosinu er formlega lokið, 3 mánuðum eftir síðasta hraunflæði. Enn er þó vart við þenslu og kvikusöfnun neðanjarðar.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/12/18/gosinu-lokid-en-afram-kvikusofnun-vid-fagradalsfjall Gosinu lokið en áfram kvikusöfnun við Fagradalsfjall] Rúv, skoðað 18/12 2021</ref>
==Eldgos við Meradali 2022==
{{aðalgrein|Eldgosið við Meradali 2022}}
Tæpu ári eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk opnaðist sprunga við norðanverða Meradali við hraunjaðar gossins 2021.
==Myndagallerí==
<gallery>
Mynd:Fagradalsfjall volcanic eruption (2021).png|Þegar gossprungan opnaðist 19. mars.
Mynd:Geldingadalagos.jpg|Gosið 24. mars.
Mynd:Geldingadalagos2.jpg|Ferðamenn virða fyrir sér gosið.
Mynd:Geldingadalir3.jpg|Gosið 29. mars. Gígbarmar að vestan hafa hrunið.
Mynd:Geldingadalur.webm|30. mars
Mynd:Neue Eruptionsspalten und Lavafluss, Island, 5. April 2021.jpg|Hraunelfur 5. apríl.
Mynd:Eruption from Reykjavík 2021.jpg|Gosið frá Ægisíðu 8. maí.
Mynd:Lava river.jpg|Hraunelfur rennur suður eftir að eystri varnargarðar brustu
Mynd:Secretary Blinken Passes the Fagradalsfjall Volcano (51189202405).jpg| 17. maí. Mynd frá föruneyti [[Antony Blinken]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mynd:Natthagi.jpg|Hraunið við Nátthaga í lok maí.
Mynd:Geldingadalir.may.jpg|Gígurinn 24. maí.
Mynd:Iceland's Fagradalsfjall volcano.png|Hraunár 16. júlí.
Mynd:Stóri Hrútur.jpg|Varnargarðarnir vestri. Lítil spýja hefur komist yfir. [[Stóri-Hrútur]] í bakgrunni og þyrlur þar efst.
Mynd:Gd 911.webm|Hrauntjörn í Geldingadölum 12. september 2021
Mynd:Fagradalsfjall oli 2021177.jpg|Loftmyndir frá [[NASA]].
Mynd:Close up Geldingadalir vulkaan krater Ijsland.jpg|Gígurinn í júní 2022.
</gallery>
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|82586|Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?}}
==Tilvísanir==
<references/>
== Tengt efni ==
*[[Eldgosaannáll Íslands]]
*[[Geldingadalir]]
*[[Meradalir]]
==Tenglar==
*[http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum Jarðvísindastofnun - Eldgos í Geldingadölum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210407210733/http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum |date=2021-04-07 }}
*[https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/beint-vefstreymi-fra-eldstodvunum Beint vefstreymi Rúv af eldgosinu]
*[https://www.openstreetmap.org/node/8539528378 Staðsetning á korti] (Nokkuð ónákvæm í bili)
*[http://www.viewsoftheworld.net/?p=5783 Views Of The World - Where the lava flows: Volcano update from Iceland]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:2021]]
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
0mis2lzvu5ug9wi40kqvpkrfd3m1kea
1765301
1765300
2022-08-19T00:17:05Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
'''Eldgos við [[Fagradalsfjall (Reykjanesskagi)|Fagradalsfjall]]''' hófst þann [[19. mars]] [[2021]] kl. 20:45 í kjölfar [[Skjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021|jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur]]. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá [[Keilir|Keili]] að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í [[Geldingadalir|Geldingadölum]] við austanvert Fagradalsfjall nærri [[Stóri-Hrútur|Stóra-Hrúti]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/19/eldgos-hafid-vid-fagradalsfjall|titill=Eldgos hafið við Fagradalsfjall|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=19. mars|árskoðað=2021|mánuður=19. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Eldgosið hefur einnig verið kallað '''Geldingadalagos''' eða '''Geldingadalsgos''' (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið var flokkað sem [[dyngjugos]] en slík gos eru fátíð. Kvikan var frumstæð og kom úr 17-20 kílómetra dýpi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212088614d/frumstaedasta-kvika-sem-komid-hefur-upp-i-7000-ar|titill=Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=23. mars|árskoðað=2021|mánuður=23. mars|ár=2021|höfundur=Sunna Kristín Hilmarsdóttir}}</ref> Tegund hraunsins er [[helluhraun]] og [[apalhraun]]. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda skoðuðu gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/05/11/odruvisi-gos-en-vid-erum-von-ad-sja|titill=„Öðruvísi gos en við erum vön að sjá“|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2021|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=11. maí}}</ref> Nýr fasi hófst í gosinu snemma í júlí 2021 þegar órói lækkaði eða hætti skyndilega og hófst svo að nýju hægt og bítandi. Hraunið flæddi upp úr gígnum í reglubundnum takti með pásum í nokkra mánuði þar til það hætti.<ref>{{Cite web|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nyr-fasi-hafinn-i-gosinu/|title=Nýr fasi hafinn í gosinu|website=www.frettabladid.is|language=is|access-date=2021-12-28|author=Ingunn Lára Kristjánsdóttir|date=2021-07-05}}</ref>
Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] þegar [[Reykjaneseldar]] geisuðu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sidasta-gostimabil-a-reykjanesskaga-vardi-i-naer-300-ar|titill=Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=20. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=20. mars|árskoðað=2021|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann [[Beinavörðuhraun]].
Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/10/16/fjorda_lengsta_eldgos_20_og_21_aldar/|titill=Fjórða lengsta eldgos 20. og 21. aldar|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=22. október|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=16. október}}</ref> Settar voru upp vefmyndavélar af helstu miðlum og gat fólk fylgst með gosinu allan sólarhringinn.
==Þróun==
Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo [[Páll Einarsson (jarðfræðingur)|Páll Einarsson]] sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá [[Þjóðvegur 427|Suðurstrandarvegi]]. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við [[Eldgosið á Fimmvörðuhálsi 2010|Fimmvörðuhálsgosið]].<ref>{{vefheimild |titill=Páll segir gosið ræfilslegt |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/pall-segir-gosid-raefilslegt|útgefandi=[[RÚV]]|tungumál=is|höfundur=Róbert Jóhannsson|mánuður=20. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.<ref>{{vefheimild |titill=Suðurstrandarvegi lokað í kvöld og nótt |url=http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/sudurstrandarvegi-lokad-i-kvold-og-nott |útgefandi=[[Vegagerðin]] |tungumál=is|mánuður=18. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Mengunarviðvörun var send til [[Árnessýsla|Árnessýslu]] þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.<ref>{{vefheimild |titill=Sögulegt gos á Reykjanesskaga - þetta gerðist í kvöld |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sogulegt-gos-a-reykjanesskaga-thetta-gerdist-i-kvold |útgefandi=[[RÚV]] |tungumál=is|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=20. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref>
Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212087674d/a-gongu-i-niu-klukkustundir-an-thess-ad-komast-ad-gosinu-strakurinn-minn-var-ordinn-virkilega-hraeddur-og-var-ad-ormagnast|höfundur=Elín Margrét Böðvarsdóttir|titill=Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðil)|Vísir]]''|mánuður=21. mars|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2021|ár=2021}}</ref> og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. Þann 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/loka-svaedinu-naest-gossprungunni|titill=Loka svæðinu næst gossprungunni|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað 21. mars 2021}}</ref> Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.
Fólk gekk frá [[Svartsengi]] þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttra.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/22/stika-gonguleid-ad-gosinu-i-dag |titill=Stika gönguleið að gosinu í dag|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2021|höfundur=Valgerður Árnadóttir|höfundur2=Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir|ár=2021|mánuður=22. mars}}</ref>
*21. mars: Hraunið var metið 0,15 ferkílómetrar ([[Magnús Tumi Guðmundsson]]).<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/telur-hraunid-thekja-um-015-ferkilometra|titill=Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra|útgefandi=RÚV|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. mars|höfundur=Ævar Örn Jósepsson|ár=2021|mánuður=21. mars}}</ref>
*22. mars: Almannavarnir lokuðu svæðinu við eldgosið vegna gasmengunar.
*24. mars: Tveir aðalgígar gjósa og eru samvaxnir. Hraunið fyllir nánast dalinn. Ferðamenn flykkjast á staðinn.
*26. mars: Allt að tíu milljónir króna framlag var ákveðið af ríkinu til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/26/tiu-milljonum-varid-til-ad-baeta-adstodu-gesta-vid-gosid|titill=Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu við gosið|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=26. mars|árskoðað=2021|ár=2021|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
*27. mars: Lokað var eftir hádegi vegna versnandi veðurs. Fylgst var með ferðamönnum með tilliti til sóttkvíarbrota.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/27/loka-klukkan-eitt-og-fylgjast-med-erlendum-ferdamonnum|titill=Loka kl. 13 og fylgjast með erlendum ferðamönnum|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=27. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Guðmundsson|ár=2021|mánuður=27. mars}}</ref>
*28. mars: Hraunið þekur Geldingadalina. Vegagerðin býr til bílastæði þar sem gönguleiðin við Suðurstrandarveg byrjar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/28/hraunid-buid-ad-fylla-dalsbotninn|titill=Hraunið búið að fylla dalsbotninn|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=28. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=28. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Bjarnason}}</ref>
*31. mars: Flúormengun mælist í regnvatni við eldstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Sunna Valgerðardóttir|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/toluverd-fluormengun-i-regnvatni-vid-gosstodvarnar|titill=Töluverð flúormengun í regnvatni við gosstöðvarnar|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|ár=2021|mánuður=31. mars}}</ref> Ákveðið var að hafa opið frá 6-18 og rýma kl. 22 á svæðinu um páskana.<ref>{{Vefheimild|https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/gossvaedid-opid-6-18-og-rymt-klukkan-22|titill=Gossvæðið opið 6-18 og rýmt kl 22|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|árskoðað=2021|mánuður=31. mars|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhanssdóttir}}</ref> Þekja hraunsins var um 0,3 ferkílómetrar.
*2. apríl: Vart varð við fyrstu gjósku gossins eða ljósleitan [[vikur]]. [[Nornahár]] fannst einnig.
*5. apríl: Nýjar sprungur opnuðust, 100-200 metrar að lengd, hálfum kílómetra norðaustan við gígana sem fyrir voru. Hraunelfur tók að renna niður í [[Meradalir|Meradali]]. Yfir 500 manns voru á gosstöðvunum og var svæðið rýmt. Virkni gíganna í Geldingadölum minnkaði og var talið að nýju sprungurnar væru hluti af sama kvikuinnskoti.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/05/ny-sprunga-opnadist-ryma-gossvaedid|titill=Ný sprunga opnaðist – Rýma gossvæðið|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=5. apríl|árskoðað=2021|mánuður=5. apríl|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhannssdóttir}}</ref>
*7. apríl: Ný sprunga, um 150 metra löng, opnast á milli hinna tveggja og rennur hraun í Geldingadali.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/07/tvofalt_meiri_kvika_vellur_upp/|titill=Tvöfalt meiri kvika vellur upp|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=7. apríl|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=7. apríl}}</ref>
*8. apríl: Flatarmál hrauns er 0,62 ferkílómetrar samkvæmt Jarðvísindastofnun og hefur hraunflæði aukist með nýjum gígum.
*10. apríl: Fjórða sprungan opnaðist milli tveggja nýjustu. Svæði var afmarkað sem hættusvæði á gosstöðvunum þar sem líklegast er að sprungur opnist.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/ny-sprunga-opnadist-i-geldingadolum-i-nott|titill=Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=10. apríl|árskoðað=2021|mánuður=10. apríl|ár=2021|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref>
*13. apríl: Enn fleiri sprungur eða gígar opnast og rennur hraunið í suðurátt frá þeim.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/13/telja-fjora-nyja-giga-hafa-opnast|titill=Telja fjóra nýja gíga hafa opnast|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=13. apríl|árskoðað=2021|mánuður=13. apríl|höfundur=Ingvar Þór Björnsson}}</ref>
*16. apríl: Hraun tekur að renna austur úr Geldingadölum<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/hraun-tekid-ad-renna-ur-geldingadolum-i-austur|titill=Hraun tekið að renna úr Geldingadölum í austur|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=16. apríl|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Um fjórðungur landsmanna gerði sér ferð að gosinu, um 90 þúsund manns.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/ahugi-islendinga-a-eldgosinu-ekkert-ad-minnka|titill=Áhuginn á eldgosinu ekkert að minnka|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=16. apríl|árskoðað=2021|mánuður=16. apríl|ár=2021|höfundur=Magnús Geir Eyjólfsson}}</ref>
*19. apríl: Nyrsti gígurinn sem var öflugur rétt eftir páska er kulnaður.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/19/haett-ad-gjosa-ur-nyrsta-gignum|titill=Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=19. apríl|árskoðað=2021|mánuður=19. apríl|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Hraunið þekur alls tæpa 0,9 ferkílómetra.
*27. apríl: Flatarmál hrauns er 1,13 ferkílómetrar. Virkni mest í syðsta gígnum þar sem strókarnir ná allt að 50 metrum. Virkni í elstu samliggjandi gígunum nær engin.
*4. maí: Virknin í þessum eina gíg gengur með hléum og er kröftug inn á milli. Hraun hefur þeyst meira en 200 metra í loft. Rignt hefur gjósku og eru hættur á hraunbombum. Hættusvæði var endurskilgreint.
*10. maí: Lokað var fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna [[gróðureldar|gróðurelda]] og óhagstæðrar vindáttar. Hæstu strókar hafa náð um 460 metra sem er hærra en [[Empire State]]-byggingin.
*11 maí: Hraunrennsli er tvöfalt öflugra en það hefur alla jafnan verið. Flatarmál er 1,8 ferkílómetrar (á við [[Elliðavatn]]) og hefur hraun fyllt Syðri-Meradal ( þó kallaður ''Nafnlausi dalurinn'' af sumum) suðaustur af gígnum.
*14. maí: Hafist var handa að reisa varnargarða norður af [[Nátthagi (dalur)|Nátthaga]] til að hindra flæði hrauns niður dal í átt að Suðurstrandarvegi.
*22. maí: Hraunið fór yfir eystri varnargarðanna og tók að flæða niður að Nátthaga.
*1. júní: Hrauntungur ógna útsýnishólnum sem er nálægt gígnum og vestari varnargarðinum.
*4. júní: Hraunrennsli lokar fyrir ''Gónhól'' og vestari varnargarðar rofna. Stærð hraunsins er nær 3 ferkílómetrar.
*10. júní: Virkni gossins hefur breyst. Í stað reglulegra gosstróka fossar stöðugt úr gígnum.
*13. júní: Hrauntaumur rennur frá Geldingadölum og niður í Nátthaga og rýfur þar með gönguleið A.
*18. júní: Hraun fyllir Nátthaga og nálgast haft suðvestan við hann. Hraunið nálgast Suðurstrandarveg. Ákveðið er að byggja ekki varnargarða til að vernda veginn.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/06/18/ekki-reynt-ad-stodva-hraunrennsli-yfir-sudurstrandarveg Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg] Rúv, skoðað 18. júní 2018</ref>
*26. júní: Varnargarður er byggður við suðvesturenda Nátthaga. Bandarískur ferðamaður týndist við gosstöðvarnar og sást síðast norður af Stóra Hrúti. Hann fannst meira en sólarhring seinna og hafði slasast og týnst. Gönguleið C meðfram Langahrygg er orðin aðalleiðin til að sjá gíginn.
*7. júlí: Í byrjun júlí minnkaði virkni í gígnum og tók hann löng hlé. 7. júlí hafði verið hlé í nær 2 sólarhringa en loks sást í glóð í gígnum þó kvika ylli ekki upp úr honum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/08/sveiflur-i-gosvirkni-en-stodugt-hraunflaedi-ur-gignum Sveiflur í gosvirkni...]Rúv, skoðað 7/7 2021</ref>
*23. júlí: Gosið hefur runnið í Meradali síðustu 3 vikur. Hraunflæði hefur minnkað og telur Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur að gosið sé að fjara út á næstu vikum eða 2 mánuðum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/23/frambod-kviku-ad-minnka-og-liklegt-ad-gosid-fjari-ut Framboð kviku að minnka og líklepa að gosið fjari út]Rúv, sótt 23/7 2021</ref> Hraunið þekur 4 ferkílómetra.
*16. ágúst: Nýr gígur opnast tímabundið við hliðina á aðalgígnum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/08/17/nyr-gigur-a-fagradalsfjalli Nýr gígur á Fagradalsfjalli]Rúv, sótt 17/8</ref>
*5. september: Rýkur úr gígnum en sést ekki í kviku. Gosið er í næstlengsta hléi frá upphafi.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/09/05/eldgosid-ad-taka-ser-naest-lengsta-fri-fra-upphafi Eldgosið að taka sér lengsta frí frá upphafi] Rúv, sótt 5/9 2021</ref>
*11. september: Gosið heldur áfram en gosrás gígsins hafði verið stífluð. Hraun flæðir utan í gígnum eða í göngum.
*15. september: Hraun tekur að flæða niður í Nátthaga úr mismunandi áttum úr hrauntjörn í Geldingadölum þar sem er yfirflæði. Svæðið á gönguleið A var rýmt og lokað tímabundið. <ref>[https://www.visir.is/g/20212156296d/ryma-svaedid-eftir-ad-hraun-straumur-for-o-vaent-ad-renna-a-miklum-hrada-i-natt-haga Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga] Vísir, sótt 15/9 2021.</ref> Eldgosið er 6 mánaða og er gígurinn orðinn 334 metra hár.
*14. október: Ekki hefur gosið í rúman mánuð eða frá 18. september. Rýkur þó úr gígnum. Flatarmál hrauns er tæpir 5 ferkílómetrar.
*18. desember: Gosinu er formlega lokið, 3 mánuðum eftir síðasta hraunflæði. Enn er þó vart við þenslu og kvikusöfnun neðanjarðar.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/12/18/gosinu-lokid-en-afram-kvikusofnun-vid-fagradalsfjall Gosinu lokið en áfram kvikusöfnun við Fagradalsfjall] Rúv, skoðað 18/12 2021</ref>
==Eldgos við Meradali 2022==
{{aðalgrein|Eldgosið við Meradali 2022}}
Tæpu ári eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk opnaðist sprunga við norðanverða Meradali við hraunjaðar gossins 2021.
==Myndagallerí==
<gallery>
Mynd:Fagradalsfjall volcanic eruption (2021).png|Þegar gossprungan opnaðist 19. mars.
Mynd:Geldingadalagos.jpg|Gosið 24. mars.
Mynd:Geldingadalagos2.jpg|Ferðamenn virða fyrir sér gosið.
Mynd:Geldingadalir3.jpg|Gosið 29. mars. Gígbarmar að vestan hafa hrunið.
Mynd:Geldingadalur.webm|30. mars
Mynd:Neue Eruptionsspalten und Lavafluss, Island, 5. April 2021.jpg|Hraunelfur 5. apríl.
Mynd:Eruption from Reykjavík 2021.jpg|Gosið frá Ægisíðu 8. maí.
Mynd:Lava river.jpg|Hraunelfur rennur suður eftir að eystri varnargarðar brustu
Mynd:Secretary Blinken Passes the Fagradalsfjall Volcano (51189202405).jpg| 17. maí. Mynd frá föruneyti [[Antony Blinken]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mynd:Natthagi.jpg|Hraunið við Nátthaga í lok maí.
Mynd:Geldingadalir.may.jpg|Gígurinn 24. maí.
Mynd:Iceland's Fagradalsfjall volcano.png|Hraunár 16. júlí.
Mynd:Stóri Hrútur.jpg|Varnargarðarnir vestri. Lítil spýja hefur komist yfir. [[Stóri-Hrútur]] í bakgrunni og þyrlur þar efst.
Mynd:Gd 911.webm|Hrauntjörn í Geldingadölum 12. september 2021
Mynd:Fagradalsfjall oli 2021177.jpg|Loftmyndir frá [[NASA]].
Mynd:Close up Geldingadalir vulkaan krater Ijsland.jpg|Gígurinn í júní 2022.
</gallery>
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|82586|Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?}}
==Tilvísanir==
<references/>
== Tengt efni ==
*[[Eldgosaannáll Íslands]]
*[[Geldingadalir]]
*[[Meradalir]]
==Tenglar==
*[http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum Jarðvísindastofnun - Eldgos í Geldingadölum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210407210733/http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum |date=2021-04-07 }}
*[https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/beint-vefstreymi-fra-eldstodvunum Beint vefstreymi Rúv af eldgosinu]
*[https://www.openstreetmap.org/node/8539528378 Staðsetning á korti] (Nokkuð ónákvæm í bili)
*[http://www.viewsoftheworld.net/?p=5783 Views Of The World - Where the lava flows: Volcano update from Iceland]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:2021]]
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
16wolrmebh59dvkkgk71rw1zwwsdmkq
1765302
1765301
2022-08-19T00:32:23Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
'''Eldgos við [[Fagradalsfjall (Reykjanesskagi)|Fagradalsfjall]]''' hófst þann [[19. mars]] [[2021]] kl. 20:45 í kjölfar [[Skjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021|jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur]]. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá [[Keilir|Keili]] að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í [[Geldingadalir|Geldingadölum]] við austanvert Fagradalsfjall nærri [[Stóri-Hrútur|Stóra-Hrúti]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/19/eldgos-hafid-vid-fagradalsfjall|titill=Eldgos hafið við Fagradalsfjall|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=19. mars|árskoðað=2021|mánuður=19. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Eldgosið hefur einnig verið kallað '''Geldingadalagos''' eða '''Geldingadalsgos''' (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið var flokkað sem [[dyngjugos]] en slík gos eru fátíð. Kvikan var frumstæð og kom úr 17-20 kílómetra dýpi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212088614d/frumstaedasta-kvika-sem-komid-hefur-upp-i-7000-ar|titill=Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=23. mars|árskoðað=2021|mánuður=23. mars|ár=2021|höfundur=Sunna Kristín Hilmarsdóttir}}</ref> Tegund hraunsins er [[helluhraun]] og [[apalhraun]]. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda skoðuðu gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/05/11/odruvisi-gos-en-vid-erum-von-ad-sja|titill=„Öðruvísi gos en við erum vön að sjá“|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2021|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=11. maí}}</ref> Nýr fasi hófst í gosinu snemma í júlí 2021 þegar órói lækkaði eða hætti skyndilega og hófst svo að nýju hægt og bítandi. Hraunið flæddi upp úr gígnum í reglubundnum takti með pásum í nokkra mánuði þar til það hætti.<ref>{{Cite web|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nyr-fasi-hafinn-i-gosinu/|title=Nýr fasi hafinn í gosinu|website=www.frettabladid.is|language=is|access-date=2021-12-28|author=Ingunn Lára Kristjánsdóttir|date=2021-07-05}}</ref>
Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] þegar [[Reykjaneseldar]] geisuðu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sidasta-gostimabil-a-reykjanesskaga-vardi-i-naer-300-ar|titill=Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=20. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=20. mars|árskoðað=2021|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann [[Beinavörðuhraun]].
Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/10/16/fjorda_lengsta_eldgos_20_og_21_aldar/|titill=Fjórða lengsta eldgos 20. og 21. aldar|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=22. október|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=16. október}}</ref> Settar voru upp vefmyndavélar af helstu miðlum og gat fólk fylgst með gosinu allan sólarhringinn.
==Þróun==
Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo [[Páll Einarsson (jarðfræðingur)|Páll Einarsson]] sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá [[Þjóðvegur 427|Suðurstrandarvegi]]. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við [[Eldgosið á Fimmvörðuhálsi 2010|Fimmvörðuhálsgosið]].<ref>{{vefheimild |titill=Páll segir gosið ræfilslegt |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/pall-segir-gosid-raefilslegt|útgefandi=[[RÚV]]|tungumál=is|höfundur=Róbert Jóhannsson|mánuður=20. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.<ref>{{vefheimild |titill=Suðurstrandarvegi lokað í kvöld og nótt |url=http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/sudurstrandarvegi-lokad-i-kvold-og-nott |útgefandi=[[Vegagerðin]] |tungumál=is|mánuður=18. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Mengunarviðvörun var send til [[Árnessýsla|Árnessýslu]] þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.<ref>{{vefheimild |titill=Sögulegt gos á Reykjanesskaga - þetta gerðist í kvöld |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sogulegt-gos-a-reykjanesskaga-thetta-gerdist-i-kvold |útgefandi=[[RÚV]] |tungumál=is|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=20. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref>
Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212087674d/a-gongu-i-niu-klukkustundir-an-thess-ad-komast-ad-gosinu-strakurinn-minn-var-ordinn-virkilega-hraeddur-og-var-ad-ormagnast|höfundur=Elín Margrét Böðvarsdóttir|titill=Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðil)|Vísir]]''|mánuður=21. mars|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2021|ár=2021}}</ref> og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. Þann 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/loka-svaedinu-naest-gossprungunni|titill=Loka svæðinu næst gossprungunni|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2021|mánuður=21. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.
Fólk gekk frá [[Svartsengi]] þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttra.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/22/stika-gonguleid-ad-gosinu-i-dag |titill=Stika gönguleið að gosinu í dag|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2021|höfundur=Valgerður Árnadóttir|höfundur2=Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir|ár=2021|mánuður=22. mars}}</ref>
*21. mars: Hraunið var metið 0,15 ferkílómetrar ([[Magnús Tumi Guðmundsson]]).<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/telur-hraunid-thekja-um-015-ferkilometra|titill=Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra|útgefandi=RÚV|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. mars|höfundur=Ævar Örn Jósepsson|ár=2021|mánuður=21. mars}}</ref>
*22. mars: Almannavarnir lokuðu svæðinu við eldgosið vegna gasmengunar.
*24. mars: Tveir aðalgígar gjósa og eru samvaxnir. Hraunið fyllir nánast dalinn. Ferðamenn flykkjast á staðinn.
*26. mars: Allt að tíu milljónir króna framlag var ákveðið af ríkinu til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/26/tiu-milljonum-varid-til-ad-baeta-adstodu-gesta-vid-gosid|titill=Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu við gosið|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=26. mars|árskoðað=2021|ár=2021|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
*27. mars: Lokað var eftir hádegi vegna versnandi veðurs. Fylgst var með ferðamönnum með tilliti til sóttkvíarbrota.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/27/loka-klukkan-eitt-og-fylgjast-med-erlendum-ferdamonnum|titill=Loka kl. 13 og fylgjast með erlendum ferðamönnum|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=27. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Guðmundsson|ár=2021|mánuður=27. mars}}</ref>
*28. mars: Hraunið þekur Geldingadalina. Vegagerðin býr til bílastæði þar sem gönguleiðin við Suðurstrandarveg byrjar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/28/hraunid-buid-ad-fylla-dalsbotninn|titill=Hraunið búið að fylla dalsbotninn|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=28. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=28. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Bjarnason}}</ref>
*31. mars: Flúormengun mælist í regnvatni við eldstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Sunna Valgerðardóttir|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/toluverd-fluormengun-i-regnvatni-vid-gosstodvarnar|titill=Töluverð flúormengun í regnvatni við gosstöðvarnar|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|ár=2021|mánuður=31. mars}}</ref> Ákveðið var að hafa opið frá 6-18 og rýma kl. 22 á svæðinu um páskana.<ref>{{Vefheimild|https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/gossvaedid-opid-6-18-og-rymt-klukkan-22|titill=Gossvæðið opið 6-18 og rýmt kl 22|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|árskoðað=2021|mánuður=31. mars|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhanssdóttir}}</ref> Þekja hraunsins var um 0,3 ferkílómetrar.
*2. apríl: Vart varð við fyrstu gjósku gossins eða ljósleitan [[vikur]]. [[Nornahár]] fannst einnig.
*5. apríl: Nýjar sprungur opnuðust, 100-200 metrar að lengd, hálfum kílómetra norðaustan við gígana sem fyrir voru. Hraunelfur tók að renna niður í [[Meradalir|Meradali]]. Yfir 500 manns voru á gosstöðvunum og var svæðið rýmt. Virkni gíganna í Geldingadölum minnkaði og var talið að nýju sprungurnar væru hluti af sama kvikuinnskoti.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/05/ny-sprunga-opnadist-ryma-gossvaedid|titill=Ný sprunga opnaðist – Rýma gossvæðið|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=5. apríl|árskoðað=2021|mánuður=5. apríl|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhannssdóttir}}</ref>
*7. apríl: Ný sprunga, um 150 metra löng, opnast á milli hinna tveggja og rennur hraun í Geldingadali.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/07/tvofalt_meiri_kvika_vellur_upp/|titill=Tvöfalt meiri kvika vellur upp|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=7. apríl|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=7. apríl}}</ref>
*8. apríl: Flatarmál hrauns er 0,62 ferkílómetrar samkvæmt Jarðvísindastofnun og hefur hraunflæði aukist með nýjum gígum.
*10. apríl: Fjórða sprungan opnaðist milli tveggja nýjustu. Svæði var afmarkað sem hættusvæði á gosstöðvunum þar sem líklegast er að sprungur opnist.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/ny-sprunga-opnadist-i-geldingadolum-i-nott|titill=Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=10. apríl|árskoðað=2021|mánuður=10. apríl|ár=2021|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref>
*13. apríl: Enn fleiri sprungur eða gígar opnast og rennur hraunið í suðurátt frá þeim.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/13/telja-fjora-nyja-giga-hafa-opnast|titill=Telja fjóra nýja gíga hafa opnast|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=13. apríl|árskoðað=2021|mánuður=13. apríl|höfundur=Ingvar Þór Björnsson}}</ref>
*16. apríl: Hraun tekur að renna austur úr Geldingadölum<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/hraun-tekid-ad-renna-ur-geldingadolum-i-austur|titill=Hraun tekið að renna úr Geldingadölum í austur|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=16. apríl|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Um fjórðungur landsmanna gerði sér ferð að gosinu, um 90 þúsund manns.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/ahugi-islendinga-a-eldgosinu-ekkert-ad-minnka|titill=Áhuginn á eldgosinu ekkert að minnka|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=16. apríl|árskoðað=2021|mánuður=16. apríl|ár=2021|höfundur=Magnús Geir Eyjólfsson}}</ref>
*19. apríl: Nyrsti gígurinn sem var öflugur rétt eftir páska er kulnaður.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/19/haett-ad-gjosa-ur-nyrsta-gignum|titill=Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=19. apríl|árskoðað=2021|mánuður=19. apríl|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Hraunið þekur alls tæpa 0,9 ferkílómetra.
*27. apríl: Flatarmál hrauns er 1,13 ferkílómetrar. Virkni mest í syðsta gígnum þar sem strókarnir ná allt að 50 metrum. Virkni í elstu samliggjandi gígunum nær engin.
*4. maí: Virknin í þessum eina gíg gengur með hléum og er kröftug inn á milli. Hraun hefur þeyst meira en 200 metra í loft. Rignt hefur gjósku og eru hættur á hraunbombum. Hættusvæði var endurskilgreint.
*10. maí: Lokað var fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna [[gróðureldar|gróðurelda]] og óhagstæðrar vindáttar. Hæstu strókar hafa náð um 460 metra sem er hærra en [[Empire State]]-byggingin.
*11 maí: Hraunrennsli er tvöfalt öflugra en það hefur alla jafnan verið. Flatarmál er 1,8 ferkílómetrar (á við [[Elliðavatn]]) og hefur hraun fyllt Syðri-Meradal ( þó kallaður ''Nafnlausi dalurinn'' af sumum) suðaustur af gígnum.
*14. maí: Hafist var handa að reisa varnargarða norður af [[Nátthagi (dalur)|Nátthaga]] til að hindra flæði hrauns niður dal í átt að Suðurstrandarvegi.
*22. maí: Hraunið fór yfir eystri varnargarðanna og tók að flæða niður að Nátthaga.
*1. júní: Hrauntungur ógna útsýnishólnum sem er nálægt gígnum og vestari varnargarðinum.
*4. júní: Hraunrennsli lokar fyrir ''Gónhól'' og vestari varnargarðar rofna. Stærð hraunsins er nær 3 ferkílómetrar.
*10. júní: Virkni gossins hefur breyst. Í stað reglulegra gosstróka fossar stöðugt úr gígnum.
*13. júní: Hrauntaumur rennur frá Geldingadölum og niður í Nátthaga og rýfur þar með gönguleið A.
*18. júní: Hraun fyllir Nátthaga og nálgast haft suðvestan við hann. Hraunið nálgast Suðurstrandarveg. Ákveðið er að byggja ekki varnargarða til að vernda veginn.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/06/18/ekki-reynt-ad-stodva-hraunrennsli-yfir-sudurstrandarveg|titill=Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=18. júní|árskoðað=2021|mánuður=18. júní|ár=2021|höfundur=Kristín Sigurðardóttir}}</ref>
*26. júní: Varnargarður er byggður við suðvesturenda Nátthaga. Bandarískur ferðamaður týndist við gosstöðvarnar og sást síðast norður af Stóra Hrúti. Hann fannst meira en sólarhring seinna og hafði slasast og týnst. Gönguleið C meðfram Langahrygg er orðin aðalleiðin til að sjá gíginn.
*7. júlí: Í byrjun júlí minnkaði virkni í gígnum og tók hann löng hlé. 7. júlí hafði verið hlé í nær 2 sólarhringa en loks sást í glóð í gígnum þó kvika ylli ekki upp úr honum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/07/08/sveiflur-i-gosvirkni-en-stodugt-hraunflaedi-ur-gignum|titill=Sveiflur í gosvirkni en stöðugt hraunflæði úr gígnum|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=8. júlí|árskoðað=2021|mánuður=8. júlí|ár=2021|höfundur=Andri Yrkill Valsson|höfundur2=Höskuldur Kári Schram}}</ref>
*23. júlí: Gosið hefur runnið í Meradali síðustu 3 vikur. Hraunflæði hefur minnkað og telur Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur að gosið sé að fjara út á næstu vikum eða 2 mánuðum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/07/23/frambod-kviku-ad-minnka-og-liklegt-ad-gosid-fjari-ut|titill=Framboð kviku að minnka og líklegt að gosið fjari út|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=23. júlí|árskoðað=2021|mánuður=23. ágúst|ár=2021|höfundur=Andri Magnús Eysteinsson}}</ref> Hraunið þekur 4 ferkílómetra.
*16. ágúst: Nýr gígur opnast tímabundið við hliðina á aðalgígnum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/08/17/nyr-gigur-a-fagradalsfjalli Nýr gígur á Fagradalsfjalli]Rúv, sótt 17/8</ref>
*5. september: Rýkur úr gígnum en sést ekki í kviku. Gosið er í næstlengsta hléi frá upphafi.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/09/05/eldgosid-ad-taka-ser-naest-lengsta-fri-fra-upphafi Eldgosið að taka sér lengsta frí frá upphafi] Rúv, sótt 5/9 2021</ref>
*11. september: Gosið heldur áfram en gosrás gígsins hafði verið stífluð. Hraun flæðir utan í gígnum eða í göngum.
*15. september: Hraun tekur að flæða niður í Nátthaga úr mismunandi áttum úr hrauntjörn í Geldingadölum þar sem er yfirflæði. Svæðið á gönguleið A var rýmt og lokað tímabundið. <ref>[https://www.visir.is/g/20212156296d/ryma-svaedid-eftir-ad-hraun-straumur-for-o-vaent-ad-renna-a-miklum-hrada-i-natt-haga Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga] Vísir, sótt 15/9 2021.</ref> Eldgosið er 6 mánaða og er gígurinn orðinn 334 metra hár.
*14. október: Ekki hefur gosið í rúman mánuð eða frá 18. september. Rýkur þó úr gígnum. Flatarmál hrauns er tæpir 5 ferkílómetrar.
*18. desember: Gosinu er formlega lokið, 3 mánuðum eftir síðasta hraunflæði. Enn er þó vart við þenslu og kvikusöfnun neðanjarðar.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/12/18/gosinu-lokid-en-afram-kvikusofnun-vid-fagradalsfjall Gosinu lokið en áfram kvikusöfnun við Fagradalsfjall] Rúv, skoðað 18/12 2021</ref>
==Eldgos við Meradali 2022==
{{aðalgrein|Eldgosið við Meradali 2022}}
Tæpu ári eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk opnaðist sprunga við norðanverða Meradali við hraunjaðar gossins 2021.
==Myndagallerí==
<gallery>
Mynd:Fagradalsfjall volcanic eruption (2021).png|Þegar gossprungan opnaðist 19. mars.
Mynd:Geldingadalagos.jpg|Gosið 24. mars.
Mynd:Geldingadalagos2.jpg|Ferðamenn virða fyrir sér gosið.
Mynd:Geldingadalir3.jpg|Gosið 29. mars. Gígbarmar að vestan hafa hrunið.
Mynd:Geldingadalur.webm|30. mars
Mynd:Neue Eruptionsspalten und Lavafluss, Island, 5. April 2021.jpg|Hraunelfur 5. apríl.
Mynd:Eruption from Reykjavík 2021.jpg|Gosið frá Ægisíðu 8. maí.
Mynd:Lava river.jpg|Hraunelfur rennur suður eftir að eystri varnargarðar brustu
Mynd:Secretary Blinken Passes the Fagradalsfjall Volcano (51189202405).jpg| 17. maí. Mynd frá föruneyti [[Antony Blinken]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mynd:Natthagi.jpg|Hraunið við Nátthaga í lok maí.
Mynd:Geldingadalir.may.jpg|Gígurinn 24. maí.
Mynd:Iceland's Fagradalsfjall volcano.png|Hraunár 16. júlí.
Mynd:Stóri Hrútur.jpg|Varnargarðarnir vestri. Lítil spýja hefur komist yfir. [[Stóri-Hrútur]] í bakgrunni og þyrlur þar efst.
Mynd:Gd 911.webm|Hrauntjörn í Geldingadölum 12. september 2021
Mynd:Fagradalsfjall oli 2021177.jpg|Loftmyndir frá [[NASA]].
Mynd:Close up Geldingadalir vulkaan krater Ijsland.jpg|Gígurinn í júní 2022.
</gallery>
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|82586|Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?}}
==Tilvísanir==
<references/>
== Tengt efni ==
*[[Eldgosaannáll Íslands]]
*[[Geldingadalir]]
*[[Meradalir]]
==Tenglar==
*[http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum Jarðvísindastofnun - Eldgos í Geldingadölum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210407210733/http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum |date=2021-04-07 }}
*[https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/beint-vefstreymi-fra-eldstodvunum Beint vefstreymi Rúv af eldgosinu]
*[https://www.openstreetmap.org/node/8539528378 Staðsetning á korti] (Nokkuð ónákvæm í bili)
*[http://www.viewsoftheworld.net/?p=5783 Views Of The World - Where the lava flows: Volcano update from Iceland]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:2021]]
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
ep5n1mtt7t9651ype4xl4ofrv8xmkv4
1765303
1765302
2022-08-19T00:47:01Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
'''Eldgos við [[Fagradalsfjall (Reykjanesskagi)|Fagradalsfjall]]''' hófst þann [[19. mars]] [[2021]] kl. 20:45 í kjölfar [[Skjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021|jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur]]. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá [[Keilir|Keili]] að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í [[Geldingadalir|Geldingadölum]] við austanvert Fagradalsfjall nærri [[Stóri-Hrútur|Stóra-Hrúti]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/19/eldgos-hafid-vid-fagradalsfjall|titill=Eldgos hafið við Fagradalsfjall|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=19. mars|árskoðað=2021|mánuður=19. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Eldgosið hefur einnig verið kallað '''Geldingadalagos''' eða '''Geldingadalsgos''' (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið var flokkað sem [[dyngjugos]] en slík gos eru fátíð. Kvikan var frumstæð og kom úr 17-20 kílómetra dýpi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212088614d/frumstaedasta-kvika-sem-komid-hefur-upp-i-7000-ar|titill=Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=23. mars|árskoðað=2021|mánuður=23. mars|ár=2021|höfundur=Sunna Kristín Hilmarsdóttir}}</ref> Tegund hraunsins er [[helluhraun]] og [[apalhraun]]. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda skoðuðu gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/05/11/odruvisi-gos-en-vid-erum-von-ad-sja|titill=„Öðruvísi gos en við erum vön að sjá“|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2021|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=11. maí}}</ref> Nýr fasi hófst í gosinu snemma í júlí 2021 þegar órói lækkaði eða hætti skyndilega og hófst svo að nýju hægt og bítandi. Hraunið flæddi upp úr gígnum í reglubundnum takti með pásum í nokkra mánuði þar til það hætti.<ref>{{Cite web|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nyr-fasi-hafinn-i-gosinu/|title=Nýr fasi hafinn í gosinu|website=www.frettabladid.is|language=is|access-date=2021-12-28|author=Ingunn Lára Kristjánsdóttir|date=2021-07-05}}</ref>
Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] þegar [[Reykjaneseldar]] geisuðu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sidasta-gostimabil-a-reykjanesskaga-vardi-i-naer-300-ar|titill=Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=20. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=20. mars|árskoðað=2021|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann [[Beinavörðuhraun]].
Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/10/16/fjorda_lengsta_eldgos_20_og_21_aldar/|titill=Fjórða lengsta eldgos 20. og 21. aldar|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=22. október|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=16. október}}</ref> Settar voru upp vefmyndavélar af helstu miðlum og gat fólk fylgst með gosinu allan sólarhringinn.
==Þróun==
Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo [[Páll Einarsson (jarðfræðingur)|Páll Einarsson]] sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá [[Þjóðvegur 427|Suðurstrandarvegi]]. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við [[Eldgosið á Fimmvörðuhálsi 2010|Fimmvörðuhálsgosið]].<ref>{{vefheimild |titill=Páll segir gosið ræfilslegt |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/pall-segir-gosid-raefilslegt|útgefandi=[[RÚV]]|tungumál=is|höfundur=Róbert Jóhannsson|mánuður=20. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.<ref>{{vefheimild |titill=Suðurstrandarvegi lokað í kvöld og nótt |url=http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/sudurstrandarvegi-lokad-i-kvold-og-nott |útgefandi=[[Vegagerðin]] |tungumál=is|mánuður=18. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Mengunarviðvörun var send til [[Árnessýsla|Árnessýslu]] þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.<ref>{{vefheimild |titill=Sögulegt gos á Reykjanesskaga - þetta gerðist í kvöld |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sogulegt-gos-a-reykjanesskaga-thetta-gerdist-i-kvold |útgefandi=[[RÚV]] |tungumál=is|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=20. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref>
Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212087674d/a-gongu-i-niu-klukkustundir-an-thess-ad-komast-ad-gosinu-strakurinn-minn-var-ordinn-virkilega-hraeddur-og-var-ad-ormagnast|höfundur=Elín Margrét Böðvarsdóttir|titill=Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðil)|Vísir]]''|mánuður=21. mars|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2021|ár=2021}}</ref> og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. Þann 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/loka-svaedinu-naest-gossprungunni|titill=Loka svæðinu næst gossprungunni|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2021|mánuður=21. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.
Fólk gekk frá [[Svartsengi]] þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttra.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/22/stika-gonguleid-ad-gosinu-i-dag |titill=Stika gönguleið að gosinu í dag|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2021|höfundur=Valgerður Árnadóttir|höfundur2=Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir|ár=2021|mánuður=22. mars}}</ref>
*21. mars: Hraunið var metið 0,15 ferkílómetrar ([[Magnús Tumi Guðmundsson]]).<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/telur-hraunid-thekja-um-015-ferkilometra|titill=Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra|útgefandi=RÚV|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. mars|höfundur=Ævar Örn Jósepsson|ár=2021|mánuður=21. mars}}</ref>
*22. mars: Almannavarnir lokuðu svæðinu við eldgosið vegna gasmengunar.
*24. mars: Tveir aðalgígar gjósa og eru samvaxnir. Hraunið fyllir nánast dalinn. Ferðamenn flykkjast á staðinn.
*26. mars: Allt að tíu milljónir króna framlag var ákveðið af ríkinu til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/26/tiu-milljonum-varid-til-ad-baeta-adstodu-gesta-vid-gosid|titill=Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu við gosið|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=26. mars|árskoðað=2021|ár=2021|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
*27. mars: Lokað var eftir hádegi vegna versnandi veðurs. Fylgst var með ferðamönnum með tilliti til sóttkvíarbrota.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/27/loka-klukkan-eitt-og-fylgjast-med-erlendum-ferdamonnum|titill=Loka kl. 13 og fylgjast með erlendum ferðamönnum|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=27. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Guðmundsson|ár=2021|mánuður=27. mars}}</ref>
*28. mars: Hraunið þekur Geldingadalina. Vegagerðin býr til bílastæði þar sem gönguleiðin við Suðurstrandarveg byrjar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/28/hraunid-buid-ad-fylla-dalsbotninn|titill=Hraunið búið að fylla dalsbotninn|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=28. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=28. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Bjarnason}}</ref>
*31. mars: Flúormengun mælist í regnvatni við eldstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Sunna Valgerðardóttir|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/toluverd-fluormengun-i-regnvatni-vid-gosstodvarnar|titill=Töluverð flúormengun í regnvatni við gosstöðvarnar|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|ár=2021|mánuður=31. mars}}</ref> Ákveðið var að hafa opið frá 6-18 og rýma kl. 22 á svæðinu um páskana.<ref>{{Vefheimild|https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/gossvaedid-opid-6-18-og-rymt-klukkan-22|titill=Gossvæðið opið 6-18 og rýmt kl 22|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|árskoðað=2021|mánuður=31. mars|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhanssdóttir}}</ref> Þekja hraunsins var um 0,3 ferkílómetrar.
*2. apríl: Vart varð við fyrstu gjósku gossins eða ljósleitan [[vikur]]. [[Nornahár]] fannst einnig.
*5. apríl: Nýjar sprungur opnuðust, 100-200 metrar að lengd, hálfum kílómetra norðaustan við gígana sem fyrir voru. Hraunelfur tók að renna niður í [[Meradalir|Meradali]]. Yfir 500 manns voru á gosstöðvunum og var svæðið rýmt. Virkni gíganna í Geldingadölum minnkaði og var talið að nýju sprungurnar væru hluti af sama kvikuinnskoti.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/05/ny-sprunga-opnadist-ryma-gossvaedid|titill=Ný sprunga opnaðist – Rýma gossvæðið|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=5. apríl|árskoðað=2021|mánuður=5. apríl|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhannssdóttir}}</ref>
*7. apríl: Ný sprunga, um 150 metra löng, opnast á milli hinna tveggja og rennur hraun í Geldingadali.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/07/tvofalt_meiri_kvika_vellur_upp/|titill=Tvöfalt meiri kvika vellur upp|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=7. apríl|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=7. apríl}}</ref>
*8. apríl: Flatarmál hrauns er 0,62 ferkílómetrar samkvæmt Jarðvísindastofnun og hefur hraunflæði aukist með nýjum gígum.
*10. apríl: Fjórða sprungan opnaðist milli tveggja nýjustu. Svæði var afmarkað sem hættusvæði á gosstöðvunum þar sem líklegast er að sprungur opnist.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/ny-sprunga-opnadist-i-geldingadolum-i-nott|titill=Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=10. apríl|árskoðað=2021|mánuður=10. apríl|ár=2021|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref>
*13. apríl: Enn fleiri sprungur eða gígar opnast og rennur hraunið í suðurátt frá þeim.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/13/telja-fjora-nyja-giga-hafa-opnast|titill=Telja fjóra nýja gíga hafa opnast|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=13. apríl|árskoðað=2021|mánuður=13. apríl|höfundur=Ingvar Þór Björnsson}}</ref>
*16. apríl: Hraun tekur að renna austur úr Geldingadölum<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/hraun-tekid-ad-renna-ur-geldingadolum-i-austur|titill=Hraun tekið að renna úr Geldingadölum í austur|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=16. apríl|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Um fjórðungur landsmanna gerði sér ferð að gosinu, um 90 þúsund manns.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/ahugi-islendinga-a-eldgosinu-ekkert-ad-minnka|titill=Áhuginn á eldgosinu ekkert að minnka|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=16. apríl|árskoðað=2021|mánuður=16. apríl|ár=2021|höfundur=Magnús Geir Eyjólfsson}}</ref>
*19. apríl: Nyrsti gígurinn sem var öflugur rétt eftir páska er kulnaður.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/19/haett-ad-gjosa-ur-nyrsta-gignum|titill=Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=19. apríl|árskoðað=2021|mánuður=19. apríl|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Hraunið þekur alls tæpa 0,9 ferkílómetra.
*27. apríl: Flatarmál hrauns er 1,13 ferkílómetrar. Virkni mest í syðsta gígnum þar sem strókarnir ná allt að 50 metrum. Virkni í elstu samliggjandi gígunum nær engin.
*4. maí: Virknin í þessum eina gíg gengur með hléum og er kröftug inn á milli. Hraun hefur þeyst meira en 200 metra í loft. Rignt hefur gjósku og eru hættur á hraunbombum. Hættusvæði var endurskilgreint.
*10. maí: Lokað var fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna [[gróðureldar|gróðurelda]] og óhagstæðrar vindáttar. Hæstu strókar hafa náð um 460 metra sem er hærra en [[Empire State]]-byggingin.
*11 maí: Hraunrennsli er tvöfalt öflugra en það hefur alla jafnan verið. Flatarmál er 1,8 ferkílómetrar (á við [[Elliðavatn]]) og hefur hraun fyllt Syðri-Meradal ( þó kallaður ''Nafnlausi dalurinn'' af sumum) suðaustur af gígnum.
*14. maí: Hafist var handa að reisa varnargarða norður af [[Nátthagi (dalur)|Nátthaga]] til að hindra flæði hrauns niður dal í átt að Suðurstrandarvegi.
*22. maí: Hraunið fór yfir eystri varnargarðanna og tók að flæða niður að Nátthaga.
*1. júní: Hrauntungur ógna útsýnishólnum sem er nálægt gígnum og vestari varnargarðinum.
*4. júní: Hraunrennsli lokar fyrir ''Gónhól'' og vestari varnargarðar rofna. Stærð hraunsins er nær 3 ferkílómetrar.
*10. júní: Virkni gossins hefur breyst. Í stað reglulegra gosstróka fossar stöðugt úr gígnum.
*13. júní: Hrauntaumur rennur frá Geldingadölum og niður í Nátthaga og rýfur þar með gönguleið A.
*18. júní: Hraun fyllir Nátthaga og nálgast haft suðvestan við hann. Hraunið nálgast Suðurstrandarveg. Ákveðið er að byggja ekki varnargarða til að vernda veginn.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/06/18/ekki-reynt-ad-stodva-hraunrennsli-yfir-sudurstrandarveg|titill=Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=18. júní|árskoðað=2021|mánuður=18. júní|ár=2021|höfundur=Kristín Sigurðardóttir}}</ref>
*26. júní: Varnargarður er byggður við suðvesturenda Nátthaga. Bandarískur ferðamaður týndist við gosstöðvarnar og sást síðast norður af Stóra Hrúti. Hann fannst meira en sólarhring seinna og hafði slasast og týnst. Gönguleið C meðfram Langahrygg er orðin aðalleiðin til að sjá gíginn.
*7. júlí: Í byrjun júlí minnkaði virkni í gígnum og tók hann löng hlé. 7. júlí hafði verið hlé í nær 2 sólarhringa en loks sást í glóð í gígnum þó kvika ylli ekki upp úr honum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/07/08/sveiflur-i-gosvirkni-en-stodugt-hraunflaedi-ur-gignum|titill=Sveiflur í gosvirkni en stöðugt hraunflæði úr gígnum|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=8. júlí|árskoðað=2021|mánuður=8. júlí|ár=2021|höfundur=Andri Yrkill Valsson|höfundur2=Höskuldur Kári Schram}}</ref>
*23. júlí: Gosið hefur runnið í Meradali síðustu 3 vikur. Hraunflæði hefur minnkað og telur Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur að gosið sé að fjara út á næstu vikum eða 2 mánuðum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/07/23/frambod-kviku-ad-minnka-og-liklegt-ad-gosid-fjari-ut|titill=Framboð kviku að minnka og líklegt að gosið fjari út|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=23. júlí|árskoðað=2021|mánuður=23. ágúst|ár=2021|höfundur=Andri Magnús Eysteinsson}}</ref> Hraunið þekur 4 ferkílómetra.
*16. ágúst: Nýr gígur opnast tímabundið við hliðina á aðalgígnum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/08/17/nyr-gigur-a-fagradalsfjalli|titill=Nýr gígur á Fagradalsfjalli|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=17. ágúst|árskoðað=2021|mánuður=17. ágúst|ár=2021|höfundur=Kristín Sigurðardóttir}}</ref>
*5. september: Rýkur úr gígnum en sést ekki í kviku. Gosið er í næstlengsta hléi frá upphafi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/09/05/eldgosid-ad-taka-ser-naest-lengsta-fri-fra-upphafi|titill=Eldgosið að taka sér lengsta frí frá upphafi|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=5. september|árskoðað=2021|mánuður=5. september|höfundur=Sunna Valgerðardóttir}}</ref>
*11. september: Gosið heldur áfram en gosrás gígsins hafði verið stífluð. Hraun flæðir utan í gígnum eða í göngum.
*15. september: Hraun tekur að flæða niður í Nátthaga úr mismunandi áttum úr hrauntjörn í Geldingadölum þar sem er yfirflæði. Svæðið á gönguleið A var rýmt og lokað tímabundið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212156296d/ryma-svaedid-eftir-ad-hraun-straumur-for-o-vaent-ad-renna-a-miklum-hrada-i-natt-haga|titill=Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=15. september|ár=2021|mánuður=15. september|ár=2021|höfundur=Atli Ísleifsson|höfundur2=Birgir Olgeirsson}}</ref> Eldgosið er 6 mánaða og er gígurinn orðinn 334 metra hár.
*14. október: Ekki hefur gosið í rúman mánuð eða frá 18. september. Rýkur þó úr gígnum. Flatarmál hrauns er tæpir 5 ferkílómetrar.
*18. desember: Gosinu er formlega lokið, 3 mánuðum eftir síðasta hraunflæði. Enn er þó vart við þenslu og kvikusöfnun neðanjarðar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/18/gosinu-lokid-en-afram-kvikusofnun-vid-fagradalsfjall|titill=Gosinu lokið en áfram kvikusöfnun við Fagradalsfjall|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=18. desember|árskoðað=2021|mánuður=18. desember|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref>
==Eldgos við Meradali 2022==
{{aðalgrein|Eldgosið við Meradali 2022}}
Tæpu ári eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk opnaðist sprunga við norðanverða Meradali við hraunjaðar gossins 2021.
==Myndagallerí==
<gallery>
Mynd:Fagradalsfjall volcanic eruption (2021).png|Þegar gossprungan opnaðist 19. mars.
Mynd:Geldingadalagos.jpg|Gosið 24. mars.
Mynd:Geldingadalagos2.jpg|Ferðamenn virða fyrir sér gosið.
Mynd:Geldingadalir3.jpg|Gosið 29. mars. Gígbarmar að vestan hafa hrunið.
Mynd:Geldingadalur.webm|30. mars
Mynd:Neue Eruptionsspalten und Lavafluss, Island, 5. April 2021.jpg|Hraunelfur 5. apríl.
Mynd:Eruption from Reykjavík 2021.jpg|Gosið frá Ægisíðu 8. maí.
Mynd:Lava river.jpg|Hraunelfur rennur suður eftir að eystri varnargarðar brustu
Mynd:Secretary Blinken Passes the Fagradalsfjall Volcano (51189202405).jpg| 17. maí. Mynd frá föruneyti [[Antony Blinken]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mynd:Natthagi.jpg|Hraunið við Nátthaga í lok maí.
Mynd:Geldingadalir.may.jpg|Gígurinn 24. maí.
Mynd:Iceland's Fagradalsfjall volcano.png|Hraunár 16. júlí.
Mynd:Stóri Hrútur.jpg|Varnargarðarnir vestri. Lítil spýja hefur komist yfir. [[Stóri-Hrútur]] í bakgrunni og þyrlur þar efst.
Mynd:Gd 911.webm|Hrauntjörn í Geldingadölum 12. september 2021
Mynd:Fagradalsfjall oli 2021177.jpg|Loftmyndir frá [[NASA]].
Mynd:Close up Geldingadalir vulkaan krater Ijsland.jpg|Gígurinn í júní 2022.
</gallery>
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|82586|Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?}}
==Tilvísanir==
<references/>
== Tengt efni ==
*[[Eldgosaannáll Íslands]]
*[[Geldingadalir]]
*[[Meradalir]]
==Tenglar==
*[http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum Jarðvísindastofnun - Eldgos í Geldingadölum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210407210733/http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum |date=2021-04-07 }}
*[https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/beint-vefstreymi-fra-eldstodvunum Beint vefstreymi Rúv af eldgosinu]
*[https://www.openstreetmap.org/node/8539528378 Staðsetning á korti] (Nokkuð ónákvæm í bili)
*[http://www.viewsoftheworld.net/?p=5783 Views Of The World - Where the lava flows: Volcano update from Iceland]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:2021]]
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
0f3qojhtxvoopvg0mxd2h5sk3wwzjtl
1765304
1765303
2022-08-19T00:48:30Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Geldingadalagos.jpg|thumb|right|Eldgosið þann 24. mars 2021.]]
'''Eldgos við [[Fagradalsfjall (Reykjanesskagi)|Fagradalsfjall]]''' hófst þann [[19. mars]] [[2021]] kl. 20:45 í kjölfar [[Skjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021|jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur]]. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá [[Keilir|Keili]] að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í [[Geldingadalir|Geldingadölum]] við austanvert Fagradalsfjall nærri [[Stóri-Hrútur|Stóra-Hrúti]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/19/eldgos-hafid-vid-fagradalsfjall|titill=Eldgos hafið við Fagradalsfjall|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=19. mars|árskoðað=2021|mánuður=19. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Eldgosið hefur einnig verið kallað '''Geldingadalagos''' eða '''Geldingadalsgos''' (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið var flokkað sem [[dyngjugos]] en slík gos eru fátíð. Kvikan var frumstæð og kom úr 17-20 kílómetra dýpi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212088614d/frumstaedasta-kvika-sem-komid-hefur-upp-i-7000-ar|titill=Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=23. mars|árskoðað=2021|mánuður=23. mars|ár=2021|höfundur=Sunna Kristín Hilmarsdóttir}}</ref> Tegund hraunsins er [[helluhraun]] og [[apalhraun]]. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda skoðuðu gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/05/11/odruvisi-gos-en-vid-erum-von-ad-sja|titill=„Öðruvísi gos en við erum vön að sjá“|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2021|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=11. maí}}</ref> Nýr fasi hófst í gosinu snemma í júlí 2021 þegar órói lækkaði eða hætti skyndilega og hófst svo að nýju hægt og bítandi. Hraunið flæddi upp úr gígnum í reglubundnum takti með pásum í nokkra mánuði þar til það hætti.<ref>{{Cite web|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nyr-fasi-hafinn-i-gosinu/|title=Nýr fasi hafinn í gosinu|website=www.frettabladid.is|language=is|access-date=2021-12-28|author=Ingunn Lára Kristjánsdóttir|date=2021-07-05}}</ref>
Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] þegar [[Reykjaneseldar]] geisuðu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sidasta-gostimabil-a-reykjanesskaga-vardi-i-naer-300-ar|titill=Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=20. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=20. mars|árskoðað=2021|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann [[Beinavörðuhraun]].
Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/10/16/fjorda_lengsta_eldgos_20_og_21_aldar/|titill=Fjórða lengsta eldgos 20. og 21. aldar|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=22. október|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=16. október}}</ref> Settar voru upp vefmyndavélar af helstu miðlum og gat fólk fylgst með gosinu allan sólarhringinn.
==Þróun==
Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo [[Páll Einarsson (jarðfræðingur)|Páll Einarsson]] sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá [[Þjóðvegur 427|Suðurstrandarvegi]]. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við [[Eldgosið á Fimmvörðuhálsi 2010|Fimmvörðuhálsgosið]].<ref>{{vefheimild |titill=Páll segir gosið ræfilslegt |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/pall-segir-gosid-raefilslegt|útgefandi=[[RÚV]]|tungumál=is|höfundur=Róbert Jóhannsson|mánuður=20. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.<ref>{{vefheimild |titill=Suðurstrandarvegi lokað í kvöld og nótt |url=http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/sudurstrandarvegi-lokad-i-kvold-og-nott |útgefandi=[[Vegagerðin]] |tungumál=is|mánuður=18. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Mengunarviðvörun var send til [[Árnessýsla|Árnessýslu]] þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.<ref>{{vefheimild |titill=Sögulegt gos á Reykjanesskaga - þetta gerðist í kvöld |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sogulegt-gos-a-reykjanesskaga-thetta-gerdist-i-kvold |útgefandi=[[RÚV]] |tungumál=is|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=20. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref>
Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212087674d/a-gongu-i-niu-klukkustundir-an-thess-ad-komast-ad-gosinu-strakurinn-minn-var-ordinn-virkilega-hraeddur-og-var-ad-ormagnast|höfundur=Elín Margrét Böðvarsdóttir|titill=Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðil)|Vísir]]''|mánuður=21. mars|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2021|ár=2021}}</ref> og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. Þann 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/loka-svaedinu-naest-gossprungunni|titill=Loka svæðinu næst gossprungunni|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2021|mánuður=21. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.
Fólk gekk frá [[Svartsengi]] þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttra.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/22/stika-gonguleid-ad-gosinu-i-dag |titill=Stika gönguleið að gosinu í dag|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2021|höfundur=Valgerður Árnadóttir|höfundur2=Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir|ár=2021|mánuður=22. mars}}</ref>
*21. mars: Hraunið var metið 0,15 ferkílómetrar ([[Magnús Tumi Guðmundsson]]).<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/telur-hraunid-thekja-um-015-ferkilometra|titill=Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra|útgefandi=RÚV|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. mars|höfundur=Ævar Örn Jósepsson|ár=2021|mánuður=21. mars}}</ref>
*22. mars: Almannavarnir lokuðu svæðinu við eldgosið vegna gasmengunar.
*24. mars: Tveir aðalgígar gjósa og eru samvaxnir. Hraunið fyllir nánast dalinn. Ferðamenn flykkjast á staðinn.
*26. mars: Allt að tíu milljónir króna framlag var ákveðið af ríkinu til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/26/tiu-milljonum-varid-til-ad-baeta-adstodu-gesta-vid-gosid|titill=Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu við gosið|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=26. mars|árskoðað=2021|ár=2021|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
*27. mars: Lokað var eftir hádegi vegna versnandi veðurs. Fylgst var með ferðamönnum með tilliti til sóttkvíarbrota.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/27/loka-klukkan-eitt-og-fylgjast-med-erlendum-ferdamonnum|titill=Loka kl. 13 og fylgjast með erlendum ferðamönnum|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=27. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Guðmundsson|ár=2021|mánuður=27. mars}}</ref>
*28. mars: Hraunið þekur Geldingadalina. Vegagerðin býr til bílastæði þar sem gönguleiðin við Suðurstrandarveg byrjar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/28/hraunid-buid-ad-fylla-dalsbotninn|titill=Hraunið búið að fylla dalsbotninn|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=28. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=28. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Bjarnason}}</ref>
*31. mars: Flúormengun mælist í regnvatni við eldstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Sunna Valgerðardóttir|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/toluverd-fluormengun-i-regnvatni-vid-gosstodvarnar|titill=Töluverð flúormengun í regnvatni við gosstöðvarnar|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|ár=2021|mánuður=31. mars}}</ref> Ákveðið var að hafa opið frá 6-18 og rýma kl. 22 á svæðinu um páskana.<ref>{{Vefheimild|https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/gossvaedid-opid-6-18-og-rymt-klukkan-22|titill=Gossvæðið opið 6-18 og rýmt kl 22|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|árskoðað=2021|mánuður=31. mars|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhanssdóttir}}</ref> Þekja hraunsins var um 0,3 ferkílómetrar.
*2. apríl: Vart varð við fyrstu gjósku gossins eða ljósleitan [[vikur]]. [[Nornahár]] fannst einnig.
*5. apríl: Nýjar sprungur opnuðust, 100-200 metrar að lengd, hálfum kílómetra norðaustan við gígana sem fyrir voru. Hraunelfur tók að renna niður í [[Meradalir|Meradali]]. Yfir 500 manns voru á gosstöðvunum og var svæðið rýmt. Virkni gíganna í Geldingadölum minnkaði og var talið að nýju sprungurnar væru hluti af sama kvikuinnskoti.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/05/ny-sprunga-opnadist-ryma-gossvaedid|titill=Ný sprunga opnaðist – Rýma gossvæðið|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=5. apríl|árskoðað=2021|mánuður=5. apríl|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhannssdóttir}}</ref>
*7. apríl: Ný sprunga, um 150 metra löng, opnast á milli hinna tveggja og rennur hraun í Geldingadali.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/07/tvofalt_meiri_kvika_vellur_upp/|titill=Tvöfalt meiri kvika vellur upp|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=7. apríl|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=7. apríl}}</ref>
*8. apríl: Flatarmál hrauns er 0,62 ferkílómetrar samkvæmt Jarðvísindastofnun og hefur hraunflæði aukist með nýjum gígum.
*10. apríl: Fjórða sprungan opnaðist milli tveggja nýjustu. Svæði var afmarkað sem hættusvæði á gosstöðvunum þar sem líklegast er að sprungur opnist.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/ny-sprunga-opnadist-i-geldingadolum-i-nott|titill=Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=10. apríl|árskoðað=2021|mánuður=10. apríl|ár=2021|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref>
*13. apríl: Enn fleiri sprungur eða gígar opnast og rennur hraunið í suðurátt frá þeim.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/13/telja-fjora-nyja-giga-hafa-opnast|titill=Telja fjóra nýja gíga hafa opnast|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=13. apríl|árskoðað=2021|mánuður=13. apríl|höfundur=Ingvar Þór Björnsson}}</ref>
*16. apríl: Hraun tekur að renna austur úr Geldingadölum<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/hraun-tekid-ad-renna-ur-geldingadolum-i-austur|titill=Hraun tekið að renna úr Geldingadölum í austur|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=16. apríl|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Um fjórðungur landsmanna gerði sér ferð að gosinu, um 90 þúsund manns.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/ahugi-islendinga-a-eldgosinu-ekkert-ad-minnka|titill=Áhuginn á eldgosinu ekkert að minnka|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=16. apríl|árskoðað=2021|mánuður=16. apríl|ár=2021|höfundur=Magnús Geir Eyjólfsson}}</ref>
*19. apríl: Nyrsti gígurinn sem var öflugur rétt eftir páska er kulnaður.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/19/haett-ad-gjosa-ur-nyrsta-gignum|titill=Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=19. apríl|árskoðað=2021|mánuður=19. apríl|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Hraunið þekur alls tæpa 0,9 ferkílómetra.
*27. apríl: Flatarmál hrauns er 1,13 ferkílómetrar. Virkni mest í syðsta gígnum þar sem strókarnir ná allt að 50 metrum. Virkni í elstu samliggjandi gígunum nær engin.
*4. maí: Virknin í þessum eina gíg gengur með hléum og er kröftug inn á milli. Hraun hefur þeyst meira en 200 metra í loft. Rignt hefur gjósku og eru hættur á hraunbombum. Hættusvæði var endurskilgreint.
*10. maí: Lokað var fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna [[gróðureldar|gróðurelda]] og óhagstæðrar vindáttar. Hæstu strókar hafa náð um 460 metra sem er hærra en [[Empire State]]-byggingin.
*11 maí: Hraunrennsli er tvöfalt öflugra en það hefur alla jafnan verið. Flatarmál er 1,8 ferkílómetrar (á við [[Elliðavatn]]) og hefur hraun fyllt Syðri-Meradal ( þó kallaður ''Nafnlausi dalurinn'' af sumum) suðaustur af gígnum.
*14. maí: Hafist var handa að reisa varnargarða norður af [[Nátthagi (dalur)|Nátthaga]] til að hindra flæði hrauns niður dal í átt að Suðurstrandarvegi.
*22. maí: Hraunið fór yfir eystri varnargarðanna og tók að flæða niður að Nátthaga.
*1. júní: Hrauntungur ógna útsýnishólnum sem er nálægt gígnum og vestari varnargarðinum.
*4. júní: Hraunrennsli lokar fyrir ''Gónhól'' og vestari varnargarðar rofna. Stærð hraunsins er nær 3 ferkílómetrar.
*10. júní: Virkni gossins hefur breyst. Í stað reglulegra gosstróka fossar stöðugt úr gígnum.
*13. júní: Hrauntaumur rennur frá Geldingadölum og niður í Nátthaga og rýfur þar með gönguleið A.
*18. júní: Hraun fyllir Nátthaga og nálgast haft suðvestan við hann. Hraunið nálgast Suðurstrandarveg. Ákveðið er að byggja ekki varnargarða til að vernda veginn.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/06/18/ekki-reynt-ad-stodva-hraunrennsli-yfir-sudurstrandarveg|titill=Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=18. júní|árskoðað=2021|mánuður=18. júní|ár=2021|höfundur=Kristín Sigurðardóttir}}</ref>
*26. júní: Varnargarður er byggður við suðvesturenda Nátthaga. Bandarískur ferðamaður týndist við gosstöðvarnar og sást síðast norður af Stóra Hrúti. Hann fannst meira en sólarhring seinna og hafði slasast og týnst. Gönguleið C meðfram Langahrygg er orðin aðalleiðin til að sjá gíginn.
*7. júlí: Í byrjun júlí minnkaði virkni í gígnum og tók hann löng hlé. 7. júlí hafði verið hlé í nær 2 sólarhringa en loks sást í glóð í gígnum þó kvika ylli ekki upp úr honum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/07/08/sveiflur-i-gosvirkni-en-stodugt-hraunflaedi-ur-gignum|titill=Sveiflur í gosvirkni en stöðugt hraunflæði úr gígnum|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=8. júlí|árskoðað=2021|mánuður=8. júlí|ár=2021|höfundur=Andri Yrkill Valsson|höfundur2=Höskuldur Kári Schram}}</ref>
*23. júlí: Gosið hefur runnið í Meradali síðustu 3 vikur. Hraunflæði hefur minnkað og telur Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur að gosið sé að fjara út á næstu vikum eða 2 mánuðum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/07/23/frambod-kviku-ad-minnka-og-liklegt-ad-gosid-fjari-ut|titill=Framboð kviku að minnka og líklegt að gosið fjari út|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=23. júlí|árskoðað=2021|mánuður=23. ágúst|ár=2021|höfundur=Andri Magnús Eysteinsson}}</ref> Hraunið þekur 4 ferkílómetra.
*16. ágúst: Nýr gígur opnast tímabundið við hliðina á aðalgígnum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/08/17/nyr-gigur-a-fagradalsfjalli|titill=Nýr gígur á Fagradalsfjalli|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=17. ágúst|árskoðað=2021|mánuður=17. ágúst|ár=2021|höfundur=Kristín Sigurðardóttir}}</ref>
*5. september: Rýkur úr gígnum en sést ekki í kviku. Gosið er í næstlengsta hléi frá upphafi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/09/05/eldgosid-ad-taka-ser-naest-lengsta-fri-fra-upphafi|titill=Eldgosið að taka sér lengsta frí frá upphafi|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=5. september|árskoðað=2021|mánuður=5. september|höfundur=Sunna Valgerðardóttir}}</ref>
*11. september: Gosið heldur áfram en gosrás gígsins hafði verið stífluð. Hraun flæðir utan í gígnum eða í göngum.
*15. september: Hraun tekur að flæða niður í Nátthaga úr mismunandi áttum úr hrauntjörn í Geldingadölum þar sem er yfirflæði. Svæðið á gönguleið A var rýmt og lokað tímabundið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212156296d/ryma-svaedid-eftir-ad-hraun-straumur-for-o-vaent-ad-renna-a-miklum-hrada-i-natt-haga|titill=Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=15. september|ár=2021|mánuður=15. september|ár=2021|höfundur=Atli Ísleifsson|höfundur2=Birgir Olgeirsson}}</ref> Eldgosið er 6 mánaða og er gígurinn orðinn 334 metra hár.
*14. október: Ekki hefur gosið í rúman mánuð eða frá 18. september. Rýkur þó úr gígnum. Flatarmál hrauns er tæpir 5 ferkílómetrar.
*18. desember: Gosinu er formlega lokið, 3 mánuðum eftir síðasta hraunflæði. Enn er þó vart við þenslu og kvikusöfnun neðanjarðar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/18/gosinu-lokid-en-afram-kvikusofnun-vid-fagradalsfjall|titill=Gosinu lokið en áfram kvikusöfnun við Fagradalsfjall|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=18. desember|árskoðað=2021|mánuður=18. desember|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref>
==Eldgos við Meradali 2022==
{{aðalgrein|Eldgosið við Meradali 2022}}
Tæpu ári eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk opnaðist sprunga við norðanverða Meradali við hraunjaðar gossins 2021.
==Myndagallerí==
<gallery>
Mynd:Fagradalsfjall volcanic eruption (2021).png|Þegar gossprungan opnaðist 19. mars.
Mynd:Geldingadalagos.jpg|Gosið 24. mars.
Mynd:Geldingadalagos2.jpg|Ferðamenn virða fyrir sér gosið.
Mynd:Geldingadalir3.jpg|Gosið 29. mars. Gígbarmar að vestan hafa hrunið.
Mynd:Geldingadalur.webm|30. mars
Mynd:Neue Eruptionsspalten und Lavafluss, Island, 5. April 2021.jpg|Hraunelfur 5. apríl.
Mynd:Eruption from Reykjavík 2021.jpg|Gosið frá Ægisíðu 8. maí.
Mynd:Lava river.jpg|Hraunelfur rennur suður eftir að eystri varnargarðar brustu
Mynd:Secretary Blinken Passes the Fagradalsfjall Volcano (51189202405).jpg| 17. maí. Mynd frá föruneyti [[Antony Blinken]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mynd:Natthagi.jpg|Hraunið við Nátthaga í lok maí.
Mynd:Geldingadalir.may.jpg|Gígurinn 24. maí.
Mynd:Iceland's Fagradalsfjall volcano.png|Hraunár 16. júlí.
Mynd:Stóri Hrútur.jpg|Varnargarðarnir vestri. Lítil spýja hefur komist yfir. [[Stóri-Hrútur]] í bakgrunni og þyrlur þar efst.
Mynd:Gd 911.webm|Hrauntjörn í Geldingadölum 12. september 2021
Mynd:Fagradalsfjall oli 2021177.jpg|Loftmyndir frá [[NASA]].
Mynd:Close up Geldingadalir vulkaan krater Ijsland.jpg|Gígurinn í júní 2022.
</gallery>
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|82586|Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?}}
==Tilvísanir==
<references/>
== Tengt efni ==
*[[Eldgosaannáll Íslands]]
*[[Geldingadalir]]
*[[Meradalir]]
==Tenglar==
*[http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum Jarðvísindastofnun - Eldgos í Geldingadölum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210407210733/http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum |date=2021-04-07 }}
*[https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/beint-vefstreymi-fra-eldstodvunum Beint vefstreymi Rúv af eldgosinu]
*[https://www.openstreetmap.org/node/8539528378 Staðsetning á korti] (Nokkuð ónákvæm í bili)
*[http://www.viewsoftheworld.net/?p=5783 Views Of The World - Where the lava flows: Volcano update from Iceland]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:2021]]
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
7m6kwlafaziox7srsnsq04eb81ldv5o
1765306
1765304
2022-08-19T00:50:13Z
TKSnaevarr
53243
/* Tenglar */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Geldingadalagos.jpg|thumb|right|Eldgosið þann 24. mars 2021.]]
'''Eldgos við [[Fagradalsfjall (Reykjanesskagi)|Fagradalsfjall]]''' hófst þann [[19. mars]] [[2021]] kl. 20:45 í kjölfar [[Skjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021|jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur]]. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá [[Keilir|Keili]] að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í [[Geldingadalir|Geldingadölum]] við austanvert Fagradalsfjall nærri [[Stóri-Hrútur|Stóra-Hrúti]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/19/eldgos-hafid-vid-fagradalsfjall|titill=Eldgos hafið við Fagradalsfjall|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=19. mars|árskoðað=2021|mánuður=19. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Eldgosið hefur einnig verið kallað '''Geldingadalagos''' eða '''Geldingadalsgos''' (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið var flokkað sem [[dyngjugos]] en slík gos eru fátíð. Kvikan var frumstæð og kom úr 17-20 kílómetra dýpi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212088614d/frumstaedasta-kvika-sem-komid-hefur-upp-i-7000-ar|titill=Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=23. mars|árskoðað=2021|mánuður=23. mars|ár=2021|höfundur=Sunna Kristín Hilmarsdóttir}}</ref> Tegund hraunsins er [[helluhraun]] og [[apalhraun]]. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda skoðuðu gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/05/11/odruvisi-gos-en-vid-erum-von-ad-sja|titill=„Öðruvísi gos en við erum vön að sjá“|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2021|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=11. maí}}</ref> Nýr fasi hófst í gosinu snemma í júlí 2021 þegar órói lækkaði eða hætti skyndilega og hófst svo að nýju hægt og bítandi. Hraunið flæddi upp úr gígnum í reglubundnum takti með pásum í nokkra mánuði þar til það hætti.<ref>{{Cite web|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nyr-fasi-hafinn-i-gosinu/|title=Nýr fasi hafinn í gosinu|website=www.frettabladid.is|language=is|access-date=2021-12-28|author=Ingunn Lára Kristjánsdóttir|date=2021-07-05}}</ref>
Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] þegar [[Reykjaneseldar]] geisuðu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sidasta-gostimabil-a-reykjanesskaga-vardi-i-naer-300-ar|titill=Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=20. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=20. mars|árskoðað=2021|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann [[Beinavörðuhraun]].
Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/10/16/fjorda_lengsta_eldgos_20_og_21_aldar/|titill=Fjórða lengsta eldgos 20. og 21. aldar|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=22. október|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=16. október}}</ref> Settar voru upp vefmyndavélar af helstu miðlum og gat fólk fylgst með gosinu allan sólarhringinn.
==Þróun==
Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo [[Páll Einarsson (jarðfræðingur)|Páll Einarsson]] sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá [[Þjóðvegur 427|Suðurstrandarvegi]]. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við [[Eldgosið á Fimmvörðuhálsi 2010|Fimmvörðuhálsgosið]].<ref>{{vefheimild |titill=Páll segir gosið ræfilslegt |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/pall-segir-gosid-raefilslegt|útgefandi=[[RÚV]]|tungumál=is|höfundur=Róbert Jóhannsson|mánuður=20. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.<ref>{{vefheimild |titill=Suðurstrandarvegi lokað í kvöld og nótt |url=http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/sudurstrandarvegi-lokad-i-kvold-og-nott |útgefandi=[[Vegagerðin]] |tungumál=is|mánuður=18. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Mengunarviðvörun var send til [[Árnessýsla|Árnessýslu]] þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.<ref>{{vefheimild |titill=Sögulegt gos á Reykjanesskaga - þetta gerðist í kvöld |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sogulegt-gos-a-reykjanesskaga-thetta-gerdist-i-kvold |útgefandi=[[RÚV]] |tungumál=is|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=20. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref>
Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212087674d/a-gongu-i-niu-klukkustundir-an-thess-ad-komast-ad-gosinu-strakurinn-minn-var-ordinn-virkilega-hraeddur-og-var-ad-ormagnast|höfundur=Elín Margrét Böðvarsdóttir|titill=Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðil)|Vísir]]''|mánuður=21. mars|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2021|ár=2021}}</ref> og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. Þann 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/loka-svaedinu-naest-gossprungunni|titill=Loka svæðinu næst gossprungunni|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2021|mánuður=21. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.
Fólk gekk frá [[Svartsengi]] þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttra.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/22/stika-gonguleid-ad-gosinu-i-dag |titill=Stika gönguleið að gosinu í dag|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2021|höfundur=Valgerður Árnadóttir|höfundur2=Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir|ár=2021|mánuður=22. mars}}</ref>
*21. mars: Hraunið var metið 0,15 ferkílómetrar ([[Magnús Tumi Guðmundsson]]).<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/telur-hraunid-thekja-um-015-ferkilometra|titill=Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra|útgefandi=RÚV|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. mars|höfundur=Ævar Örn Jósepsson|ár=2021|mánuður=21. mars}}</ref>
*22. mars: Almannavarnir lokuðu svæðinu við eldgosið vegna gasmengunar.
*24. mars: Tveir aðalgígar gjósa og eru samvaxnir. Hraunið fyllir nánast dalinn. Ferðamenn flykkjast á staðinn.
*26. mars: Allt að tíu milljónir króna framlag var ákveðið af ríkinu til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/26/tiu-milljonum-varid-til-ad-baeta-adstodu-gesta-vid-gosid|titill=Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu við gosið|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=26. mars|árskoðað=2021|ár=2021|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
*27. mars: Lokað var eftir hádegi vegna versnandi veðurs. Fylgst var með ferðamönnum með tilliti til sóttkvíarbrota.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/27/loka-klukkan-eitt-og-fylgjast-med-erlendum-ferdamonnum|titill=Loka kl. 13 og fylgjast með erlendum ferðamönnum|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=27. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Guðmundsson|ár=2021|mánuður=27. mars}}</ref>
*28. mars: Hraunið þekur Geldingadalina. Vegagerðin býr til bílastæði þar sem gönguleiðin við Suðurstrandarveg byrjar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/28/hraunid-buid-ad-fylla-dalsbotninn|titill=Hraunið búið að fylla dalsbotninn|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=28. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=28. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Bjarnason}}</ref>
*31. mars: Flúormengun mælist í regnvatni við eldstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Sunna Valgerðardóttir|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/toluverd-fluormengun-i-regnvatni-vid-gosstodvarnar|titill=Töluverð flúormengun í regnvatni við gosstöðvarnar|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|ár=2021|mánuður=31. mars}}</ref> Ákveðið var að hafa opið frá 6-18 og rýma kl. 22 á svæðinu um páskana.<ref>{{Vefheimild|https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/gossvaedid-opid-6-18-og-rymt-klukkan-22|titill=Gossvæðið opið 6-18 og rýmt kl 22|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|árskoðað=2021|mánuður=31. mars|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhanssdóttir}}</ref> Þekja hraunsins var um 0,3 ferkílómetrar.
*2. apríl: Vart varð við fyrstu gjósku gossins eða ljósleitan [[vikur]]. [[Nornahár]] fannst einnig.
*5. apríl: Nýjar sprungur opnuðust, 100-200 metrar að lengd, hálfum kílómetra norðaustan við gígana sem fyrir voru. Hraunelfur tók að renna niður í [[Meradalir|Meradali]]. Yfir 500 manns voru á gosstöðvunum og var svæðið rýmt. Virkni gíganna í Geldingadölum minnkaði og var talið að nýju sprungurnar væru hluti af sama kvikuinnskoti.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/05/ny-sprunga-opnadist-ryma-gossvaedid|titill=Ný sprunga opnaðist – Rýma gossvæðið|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=5. apríl|árskoðað=2021|mánuður=5. apríl|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhannssdóttir}}</ref>
*7. apríl: Ný sprunga, um 150 metra löng, opnast á milli hinna tveggja og rennur hraun í Geldingadali.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/07/tvofalt_meiri_kvika_vellur_upp/|titill=Tvöfalt meiri kvika vellur upp|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=7. apríl|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=7. apríl}}</ref>
*8. apríl: Flatarmál hrauns er 0,62 ferkílómetrar samkvæmt Jarðvísindastofnun og hefur hraunflæði aukist með nýjum gígum.
*10. apríl: Fjórða sprungan opnaðist milli tveggja nýjustu. Svæði var afmarkað sem hættusvæði á gosstöðvunum þar sem líklegast er að sprungur opnist.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/ny-sprunga-opnadist-i-geldingadolum-i-nott|titill=Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=10. apríl|árskoðað=2021|mánuður=10. apríl|ár=2021|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref>
*13. apríl: Enn fleiri sprungur eða gígar opnast og rennur hraunið í suðurátt frá þeim.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/13/telja-fjora-nyja-giga-hafa-opnast|titill=Telja fjóra nýja gíga hafa opnast|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=13. apríl|árskoðað=2021|mánuður=13. apríl|höfundur=Ingvar Þór Björnsson}}</ref>
*16. apríl: Hraun tekur að renna austur úr Geldingadölum<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/hraun-tekid-ad-renna-ur-geldingadolum-i-austur|titill=Hraun tekið að renna úr Geldingadölum í austur|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=16. apríl|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Um fjórðungur landsmanna gerði sér ferð að gosinu, um 90 þúsund manns.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/ahugi-islendinga-a-eldgosinu-ekkert-ad-minnka|titill=Áhuginn á eldgosinu ekkert að minnka|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=16. apríl|árskoðað=2021|mánuður=16. apríl|ár=2021|höfundur=Magnús Geir Eyjólfsson}}</ref>
*19. apríl: Nyrsti gígurinn sem var öflugur rétt eftir páska er kulnaður.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/19/haett-ad-gjosa-ur-nyrsta-gignum|titill=Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=19. apríl|árskoðað=2021|mánuður=19. apríl|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Hraunið þekur alls tæpa 0,9 ferkílómetra.
*27. apríl: Flatarmál hrauns er 1,13 ferkílómetrar. Virkni mest í syðsta gígnum þar sem strókarnir ná allt að 50 metrum. Virkni í elstu samliggjandi gígunum nær engin.
*4. maí: Virknin í þessum eina gíg gengur með hléum og er kröftug inn á milli. Hraun hefur þeyst meira en 200 metra í loft. Rignt hefur gjósku og eru hættur á hraunbombum. Hættusvæði var endurskilgreint.
*10. maí: Lokað var fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna [[gróðureldar|gróðurelda]] og óhagstæðrar vindáttar. Hæstu strókar hafa náð um 460 metra sem er hærra en [[Empire State]]-byggingin.
*11 maí: Hraunrennsli er tvöfalt öflugra en það hefur alla jafnan verið. Flatarmál er 1,8 ferkílómetrar (á við [[Elliðavatn]]) og hefur hraun fyllt Syðri-Meradal ( þó kallaður ''Nafnlausi dalurinn'' af sumum) suðaustur af gígnum.
*14. maí: Hafist var handa að reisa varnargarða norður af [[Nátthagi (dalur)|Nátthaga]] til að hindra flæði hrauns niður dal í átt að Suðurstrandarvegi.
*22. maí: Hraunið fór yfir eystri varnargarðanna og tók að flæða niður að Nátthaga.
*1. júní: Hrauntungur ógna útsýnishólnum sem er nálægt gígnum og vestari varnargarðinum.
*4. júní: Hraunrennsli lokar fyrir ''Gónhól'' og vestari varnargarðar rofna. Stærð hraunsins er nær 3 ferkílómetrar.
*10. júní: Virkni gossins hefur breyst. Í stað reglulegra gosstróka fossar stöðugt úr gígnum.
*13. júní: Hrauntaumur rennur frá Geldingadölum og niður í Nátthaga og rýfur þar með gönguleið A.
*18. júní: Hraun fyllir Nátthaga og nálgast haft suðvestan við hann. Hraunið nálgast Suðurstrandarveg. Ákveðið er að byggja ekki varnargarða til að vernda veginn.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/06/18/ekki-reynt-ad-stodva-hraunrennsli-yfir-sudurstrandarveg|titill=Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=18. júní|árskoðað=2021|mánuður=18. júní|ár=2021|höfundur=Kristín Sigurðardóttir}}</ref>
*26. júní: Varnargarður er byggður við suðvesturenda Nátthaga. Bandarískur ferðamaður týndist við gosstöðvarnar og sást síðast norður af Stóra Hrúti. Hann fannst meira en sólarhring seinna og hafði slasast og týnst. Gönguleið C meðfram Langahrygg er orðin aðalleiðin til að sjá gíginn.
*7. júlí: Í byrjun júlí minnkaði virkni í gígnum og tók hann löng hlé. 7. júlí hafði verið hlé í nær 2 sólarhringa en loks sást í glóð í gígnum þó kvika ylli ekki upp úr honum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/07/08/sveiflur-i-gosvirkni-en-stodugt-hraunflaedi-ur-gignum|titill=Sveiflur í gosvirkni en stöðugt hraunflæði úr gígnum|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=8. júlí|árskoðað=2021|mánuður=8. júlí|ár=2021|höfundur=Andri Yrkill Valsson|höfundur2=Höskuldur Kári Schram}}</ref>
*23. júlí: Gosið hefur runnið í Meradali síðustu 3 vikur. Hraunflæði hefur minnkað og telur Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur að gosið sé að fjara út á næstu vikum eða 2 mánuðum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/07/23/frambod-kviku-ad-minnka-og-liklegt-ad-gosid-fjari-ut|titill=Framboð kviku að minnka og líklegt að gosið fjari út|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=23. júlí|árskoðað=2021|mánuður=23. ágúst|ár=2021|höfundur=Andri Magnús Eysteinsson}}</ref> Hraunið þekur 4 ferkílómetra.
*16. ágúst: Nýr gígur opnast tímabundið við hliðina á aðalgígnum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/08/17/nyr-gigur-a-fagradalsfjalli|titill=Nýr gígur á Fagradalsfjalli|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=17. ágúst|árskoðað=2021|mánuður=17. ágúst|ár=2021|höfundur=Kristín Sigurðardóttir}}</ref>
*5. september: Rýkur úr gígnum en sést ekki í kviku. Gosið er í næstlengsta hléi frá upphafi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/09/05/eldgosid-ad-taka-ser-naest-lengsta-fri-fra-upphafi|titill=Eldgosið að taka sér lengsta frí frá upphafi|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=5. september|árskoðað=2021|mánuður=5. september|höfundur=Sunna Valgerðardóttir}}</ref>
*11. september: Gosið heldur áfram en gosrás gígsins hafði verið stífluð. Hraun flæðir utan í gígnum eða í göngum.
*15. september: Hraun tekur að flæða niður í Nátthaga úr mismunandi áttum úr hrauntjörn í Geldingadölum þar sem er yfirflæði. Svæðið á gönguleið A var rýmt og lokað tímabundið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212156296d/ryma-svaedid-eftir-ad-hraun-straumur-for-o-vaent-ad-renna-a-miklum-hrada-i-natt-haga|titill=Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=15. september|ár=2021|mánuður=15. september|ár=2021|höfundur=Atli Ísleifsson|höfundur2=Birgir Olgeirsson}}</ref> Eldgosið er 6 mánaða og er gígurinn orðinn 334 metra hár.
*14. október: Ekki hefur gosið í rúman mánuð eða frá 18. september. Rýkur þó úr gígnum. Flatarmál hrauns er tæpir 5 ferkílómetrar.
*18. desember: Gosinu er formlega lokið, 3 mánuðum eftir síðasta hraunflæði. Enn er þó vart við þenslu og kvikusöfnun neðanjarðar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/18/gosinu-lokid-en-afram-kvikusofnun-vid-fagradalsfjall|titill=Gosinu lokið en áfram kvikusöfnun við Fagradalsfjall|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=18. desember|árskoðað=2021|mánuður=18. desember|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref>
==Eldgos við Meradali 2022==
{{aðalgrein|Eldgosið við Meradali 2022}}
Tæpu ári eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk opnaðist sprunga við norðanverða Meradali við hraunjaðar gossins 2021.
==Myndagallerí==
<gallery>
Mynd:Fagradalsfjall volcanic eruption (2021).png|Þegar gossprungan opnaðist 19. mars.
Mynd:Geldingadalagos.jpg|Gosið 24. mars.
Mynd:Geldingadalagos2.jpg|Ferðamenn virða fyrir sér gosið.
Mynd:Geldingadalir3.jpg|Gosið 29. mars. Gígbarmar að vestan hafa hrunið.
Mynd:Geldingadalur.webm|30. mars
Mynd:Neue Eruptionsspalten und Lavafluss, Island, 5. April 2021.jpg|Hraunelfur 5. apríl.
Mynd:Eruption from Reykjavík 2021.jpg|Gosið frá Ægisíðu 8. maí.
Mynd:Lava river.jpg|Hraunelfur rennur suður eftir að eystri varnargarðar brustu
Mynd:Secretary Blinken Passes the Fagradalsfjall Volcano (51189202405).jpg| 17. maí. Mynd frá föruneyti [[Antony Blinken]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mynd:Natthagi.jpg|Hraunið við Nátthaga í lok maí.
Mynd:Geldingadalir.may.jpg|Gígurinn 24. maí.
Mynd:Iceland's Fagradalsfjall volcano.png|Hraunár 16. júlí.
Mynd:Stóri Hrútur.jpg|Varnargarðarnir vestri. Lítil spýja hefur komist yfir. [[Stóri-Hrútur]] í bakgrunni og þyrlur þar efst.
Mynd:Gd 911.webm|Hrauntjörn í Geldingadölum 12. september 2021
Mynd:Fagradalsfjall oli 2021177.jpg|Loftmyndir frá [[NASA]].
Mynd:Close up Geldingadalir vulkaan krater Ijsland.jpg|Gígurinn í júní 2022.
</gallery>
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|82586|Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?}}
==Tilvísanir==
<references/>
== Tengt efni ==
*[[Eldgosaannáll Íslands]]
*[[Geldingadalir]]
*[[Meradalir]]
==Tenglar==
*[http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum Jarðvísindastofnun - Eldgos í Geldingadölum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210407210733/http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum |date=2021-04-07 }}
*[https://www.openstreetmap.org/node/8539528378 Staðsetning á korti] (Nokkuð ónákvæm í bili)
*[http://www.viewsoftheworld.net/?p=5783 Views Of The World - Where the lava flows: Volcano update from Iceland]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:2021]]
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
58cvikb3mc88b0txawq4b8qkyo2gbue
1765308
1765306
2022-08-19T00:54:37Z
TKSnaevarr
53243
Var samþykkt sem gæðagrein með fjórum atkvæðum.
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Geldingadalagos.jpg|thumb|right|Eldgosið þann 24. mars 2021.]]
'''Eldgos við [[Fagradalsfjall (Reykjanesskagi)|Fagradalsfjall]]''' hófst þann [[19. mars]] [[2021]] kl. 20:45 í kjölfar [[Skjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021|jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur]]. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá [[Keilir|Keili]] að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í [[Geldingadalir|Geldingadölum]] við austanvert Fagradalsfjall nærri [[Stóri-Hrútur|Stóra-Hrúti]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/19/eldgos-hafid-vid-fagradalsfjall|titill=Eldgos hafið við Fagradalsfjall|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=19. mars|árskoðað=2021|mánuður=19. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Eldgosið hefur einnig verið kallað '''Geldingadalagos''' eða '''Geldingadalsgos''' (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið var flokkað sem [[dyngjugos]] en slík gos eru fátíð. Kvikan var frumstæð og kom úr 17-20 kílómetra dýpi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212088614d/frumstaedasta-kvika-sem-komid-hefur-upp-i-7000-ar|titill=Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=23. mars|árskoðað=2021|mánuður=23. mars|ár=2021|höfundur=Sunna Kristín Hilmarsdóttir}}</ref> Tegund hraunsins er [[helluhraun]] og [[apalhraun]]. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda skoðuðu gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/05/11/odruvisi-gos-en-vid-erum-von-ad-sja|titill=„Öðruvísi gos en við erum vön að sjá“|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2021|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=11. maí}}</ref> Nýr fasi hófst í gosinu snemma í júlí 2021 þegar órói lækkaði eða hætti skyndilega og hófst svo að nýju hægt og bítandi. Hraunið flæddi upp úr gígnum í reglubundnum takti með pásum í nokkra mánuði þar til það hætti.<ref>{{Cite web|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nyr-fasi-hafinn-i-gosinu/|title=Nýr fasi hafinn í gosinu|website=www.frettabladid.is|language=is|access-date=2021-12-28|author=Ingunn Lára Kristjánsdóttir|date=2021-07-05}}</ref>
Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] þegar [[Reykjaneseldar]] geisuðu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sidasta-gostimabil-a-reykjanesskaga-vardi-i-naer-300-ar|titill=Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=20. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=20. mars|árskoðað=2021|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann [[Beinavörðuhraun]].
Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/10/16/fjorda_lengsta_eldgos_20_og_21_aldar/|titill=Fjórða lengsta eldgos 20. og 21. aldar|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=22. október|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=16. október}}</ref> Settar voru upp vefmyndavélar af helstu miðlum og gat fólk fylgst með gosinu allan sólarhringinn.
==Þróun==
Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo [[Páll Einarsson (jarðfræðingur)|Páll Einarsson]] sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá [[Þjóðvegur 427|Suðurstrandarvegi]]. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við [[Eldgosið á Fimmvörðuhálsi 2010|Fimmvörðuhálsgosið]].<ref>{{vefheimild |titill=Páll segir gosið ræfilslegt |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/pall-segir-gosid-raefilslegt|útgefandi=[[RÚV]]|tungumál=is|höfundur=Róbert Jóhannsson|mánuður=20. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.<ref>{{vefheimild |titill=Suðurstrandarvegi lokað í kvöld og nótt |url=http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/sudurstrandarvegi-lokad-i-kvold-og-nott |útgefandi=[[Vegagerðin]] |tungumál=is|mánuður=18. mars|ár=2021|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref> Mengunarviðvörun var send til [[Árnessýsla|Árnessýslu]] þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.<ref>{{vefheimild |titill=Sögulegt gos á Reykjanesskaga - þetta gerðist í kvöld |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sogulegt-gos-a-reykjanesskaga-thetta-gerdist-i-kvold |útgefandi=[[RÚV]] |tungumál=is|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=20. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. ágúst}}</ref>
Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212087674d/a-gongu-i-niu-klukkustundir-an-thess-ad-komast-ad-gosinu-strakurinn-minn-var-ordinn-virkilega-hraeddur-og-var-ad-ormagnast|höfundur=Elín Margrét Böðvarsdóttir|titill=Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðil)|Vísir]]''|mánuður=21. mars|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2021|ár=2021}}</ref> og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. Þann 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/loka-svaedinu-naest-gossprungunni|titill=Loka svæðinu næst gossprungunni|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=21. mars|árskoðað=2021|mánuður=21. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.
Fólk gekk frá [[Svartsengi]] þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttra.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/22/stika-gonguleid-ad-gosinu-i-dag |titill=Stika gönguleið að gosinu í dag|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2021|höfundur=Valgerður Árnadóttir|höfundur2=Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir|ár=2021|mánuður=22. mars}}</ref>
*21. mars: Hraunið var metið 0,15 ferkílómetrar ([[Magnús Tumi Guðmundsson]]).<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/telur-hraunid-thekja-um-015-ferkilometra|titill=Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra|útgefandi=RÚV|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. mars|höfundur=Ævar Örn Jósepsson|ár=2021|mánuður=21. mars}}</ref>
*22. mars: Almannavarnir lokuðu svæðinu við eldgosið vegna gasmengunar.
*24. mars: Tveir aðalgígar gjósa og eru samvaxnir. Hraunið fyllir nánast dalinn. Ferðamenn flykkjast á staðinn.
*26. mars: Allt að tíu milljónir króna framlag var ákveðið af ríkinu til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/26/tiu-milljonum-varid-til-ad-baeta-adstodu-gesta-vid-gosid|titill=Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu við gosið|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=26. mars|árskoðað=2021|ár=2021|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
*27. mars: Lokað var eftir hádegi vegna versnandi veðurs. Fylgst var með ferðamönnum með tilliti til sóttkvíarbrota.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/27/loka-klukkan-eitt-og-fylgjast-med-erlendum-ferdamonnum|titill=Loka kl. 13 og fylgjast með erlendum ferðamönnum|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=27. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Guðmundsson|ár=2021|mánuður=27. mars}}</ref>
*28. mars: Hraunið þekur Geldingadalina. Vegagerðin býr til bílastæði þar sem gönguleiðin við Suðurstrandarveg byrjar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/28/hraunid-buid-ad-fylla-dalsbotninn|titill=Hraunið búið að fylla dalsbotninn|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=28. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=28. mars|árskoðað=2021|höfundur=Brynjólfur Þór Bjarnason}}</ref>
*31. mars: Flúormengun mælist í regnvatni við eldstöðvarnar.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Sunna Valgerðardóttir|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/toluverd-fluormengun-i-regnvatni-vid-gosstodvarnar|titill=Töluverð flúormengun í regnvatni við gosstöðvarnar|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|ár=2021|mánuður=31. mars}}</ref> Ákveðið var að hafa opið frá 6-18 og rýma kl. 22 á svæðinu um páskana.<ref>{{Vefheimild|https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/gossvaedid-opid-6-18-og-rymt-klukkan-22|titill=Gossvæðið opið 6-18 og rýmt kl 22|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=31. mars|árskoðað=2021|mánuður=31. mars|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhanssdóttir}}</ref> Þekja hraunsins var um 0,3 ferkílómetrar.
*2. apríl: Vart varð við fyrstu gjósku gossins eða ljósleitan [[vikur]]. [[Nornahár]] fannst einnig.
*5. apríl: Nýjar sprungur opnuðust, 100-200 metrar að lengd, hálfum kílómetra norðaustan við gígana sem fyrir voru. Hraunelfur tók að renna niður í [[Meradalir|Meradali]]. Yfir 500 manns voru á gosstöðvunum og var svæðið rýmt. Virkni gíganna í Geldingadölum minnkaði og var talið að nýju sprungurnar væru hluti af sama kvikuinnskoti.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/05/ny-sprunga-opnadist-ryma-gossvaedid|titill=Ný sprunga opnaðist – Rýma gossvæðið|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=5. apríl|árskoðað=2021|mánuður=5. apríl|ár=2021|höfundur=Hildur Margrét Jóhannssdóttir}}</ref>
*7. apríl: Ný sprunga, um 150 metra löng, opnast á milli hinna tveggja og rennur hraun í Geldingadali.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/07/tvofalt_meiri_kvika_vellur_upp/|titill=Tvöfalt meiri kvika vellur upp|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=7. apríl|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=7. apríl}}</ref>
*8. apríl: Flatarmál hrauns er 0,62 ferkílómetrar samkvæmt Jarðvísindastofnun og hefur hraunflæði aukist með nýjum gígum.
*10. apríl: Fjórða sprungan opnaðist milli tveggja nýjustu. Svæði var afmarkað sem hættusvæði á gosstöðvunum þar sem líklegast er að sprungur opnist.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/ny-sprunga-opnadist-i-geldingadolum-i-nott|titill=Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=10. apríl|árskoðað=2021|mánuður=10. apríl|ár=2021|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref>
*13. apríl: Enn fleiri sprungur eða gígar opnast og rennur hraunið í suðurátt frá þeim.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/13/telja-fjora-nyja-giga-hafa-opnast|titill=Telja fjóra nýja gíga hafa opnast|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=13. apríl|árskoðað=2021|mánuður=13. apríl|höfundur=Ingvar Þór Björnsson}}</ref>
*16. apríl: Hraun tekur að renna austur úr Geldingadölum<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/hraun-tekid-ad-renna-ur-geldingadolum-i-austur|titill=Hraun tekið að renna úr Geldingadölum í austur|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=16. apríl|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Um fjórðungur landsmanna gerði sér ferð að gosinu, um 90 þúsund manns.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/ahugi-islendinga-a-eldgosinu-ekkert-ad-minnka|titill=Áhuginn á eldgosinu ekkert að minnka|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=16. apríl|árskoðað=2021|mánuður=16. apríl|ár=2021|höfundur=Magnús Geir Eyjólfsson}}</ref>
*19. apríl: Nyrsti gígurinn sem var öflugur rétt eftir páska er kulnaður.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/19/haett-ad-gjosa-ur-nyrsta-gignum|titill=Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=19. apríl|árskoðað=2021|mánuður=19. apríl|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Hraunið þekur alls tæpa 0,9 ferkílómetra.
*27. apríl: Flatarmál hrauns er 1,13 ferkílómetrar. Virkni mest í syðsta gígnum þar sem strókarnir ná allt að 50 metrum. Virkni í elstu samliggjandi gígunum nær engin.
*4. maí: Virknin í þessum eina gíg gengur með hléum og er kröftug inn á milli. Hraun hefur þeyst meira en 200 metra í loft. Rignt hefur gjósku og eru hættur á hraunbombum. Hættusvæði var endurskilgreint.
*10. maí: Lokað var fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna [[gróðureldar|gróðurelda]] og óhagstæðrar vindáttar. Hæstu strókar hafa náð um 460 metra sem er hærra en [[Empire State]]-byggingin.
*11 maí: Hraunrennsli er tvöfalt öflugra en það hefur alla jafnan verið. Flatarmál er 1,8 ferkílómetrar (á við [[Elliðavatn]]) og hefur hraun fyllt Syðri-Meradal ( þó kallaður ''Nafnlausi dalurinn'' af sumum) suðaustur af gígnum.
*14. maí: Hafist var handa að reisa varnargarða norður af [[Nátthagi (dalur)|Nátthaga]] til að hindra flæði hrauns niður dal í átt að Suðurstrandarvegi.
*22. maí: Hraunið fór yfir eystri varnargarðanna og tók að flæða niður að Nátthaga.
*1. júní: Hrauntungur ógna útsýnishólnum sem er nálægt gígnum og vestari varnargarðinum.
*4. júní: Hraunrennsli lokar fyrir ''Gónhól'' og vestari varnargarðar rofna. Stærð hraunsins er nær 3 ferkílómetrar.
*10. júní: Virkni gossins hefur breyst. Í stað reglulegra gosstróka fossar stöðugt úr gígnum.
*13. júní: Hrauntaumur rennur frá Geldingadölum og niður í Nátthaga og rýfur þar með gönguleið A.
*18. júní: Hraun fyllir Nátthaga og nálgast haft suðvestan við hann. Hraunið nálgast Suðurstrandarveg. Ákveðið er að byggja ekki varnargarða til að vernda veginn.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/06/18/ekki-reynt-ad-stodva-hraunrennsli-yfir-sudurstrandarveg|titill=Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=18. júní|árskoðað=2021|mánuður=18. júní|ár=2021|höfundur=Kristín Sigurðardóttir}}</ref>
*26. júní: Varnargarður er byggður við suðvesturenda Nátthaga. Bandarískur ferðamaður týndist við gosstöðvarnar og sást síðast norður af Stóra Hrúti. Hann fannst meira en sólarhring seinna og hafði slasast og týnst. Gönguleið C meðfram Langahrygg er orðin aðalleiðin til að sjá gíginn.
*7. júlí: Í byrjun júlí minnkaði virkni í gígnum og tók hann löng hlé. 7. júlí hafði verið hlé í nær 2 sólarhringa en loks sást í glóð í gígnum þó kvika ylli ekki upp úr honum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/07/08/sveiflur-i-gosvirkni-en-stodugt-hraunflaedi-ur-gignum|titill=Sveiflur í gosvirkni en stöðugt hraunflæði úr gígnum|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=8. júlí|árskoðað=2021|mánuður=8. júlí|ár=2021|höfundur=Andri Yrkill Valsson|höfundur2=Höskuldur Kári Schram}}</ref>
*23. júlí: Gosið hefur runnið í Meradali síðustu 3 vikur. Hraunflæði hefur minnkað og telur Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur að gosið sé að fjara út á næstu vikum eða 2 mánuðum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/07/23/frambod-kviku-ad-minnka-og-liklegt-ad-gosid-fjari-ut|titill=Framboð kviku að minnka og líklegt að gosið fjari út|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=23. júlí|árskoðað=2021|mánuður=23. ágúst|ár=2021|höfundur=Andri Magnús Eysteinsson}}</ref> Hraunið þekur 4 ferkílómetra.
*16. ágúst: Nýr gígur opnast tímabundið við hliðina á aðalgígnum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/08/17/nyr-gigur-a-fagradalsfjalli|titill=Nýr gígur á Fagradalsfjalli|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=17. ágúst|árskoðað=2021|mánuður=17. ágúst|ár=2021|höfundur=Kristín Sigurðardóttir}}</ref>
*5. september: Rýkur úr gígnum en sést ekki í kviku. Gosið er í næstlengsta hléi frá upphafi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/09/05/eldgosid-ad-taka-ser-naest-lengsta-fri-fra-upphafi|titill=Eldgosið að taka sér lengsta frí frá upphafi|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=5. september|árskoðað=2021|mánuður=5. september|höfundur=Sunna Valgerðardóttir}}</ref>
*11. september: Gosið heldur áfram en gosrás gígsins hafði verið stífluð. Hraun flæðir utan í gígnum eða í göngum.
*15. september: Hraun tekur að flæða niður í Nátthaga úr mismunandi áttum úr hrauntjörn í Geldingadölum þar sem er yfirflæði. Svæðið á gönguleið A var rýmt og lokað tímabundið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212156296d/ryma-svaedid-eftir-ad-hraun-straumur-for-o-vaent-ad-renna-a-miklum-hrada-i-natt-haga|titill=Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=15. september|ár=2021|mánuður=15. september|ár=2021|höfundur=Atli Ísleifsson|höfundur2=Birgir Olgeirsson}}</ref> Eldgosið er 6 mánaða og er gígurinn orðinn 334 metra hár.
*14. október: Ekki hefur gosið í rúman mánuð eða frá 18. september. Rýkur þó úr gígnum. Flatarmál hrauns er tæpir 5 ferkílómetrar.
*18. desember: Gosinu er formlega lokið, 3 mánuðum eftir síðasta hraunflæði. Enn er þó vart við þenslu og kvikusöfnun neðanjarðar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/18/gosinu-lokid-en-afram-kvikusofnun-vid-fagradalsfjall|titill=Gosinu lokið en áfram kvikusöfnun við Fagradalsfjall|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=18. desember|árskoðað=2021|mánuður=18. desember|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref>
==Eldgos við Meradali 2022==
{{aðalgrein|Eldgosið við Meradali 2022}}
Tæpu ári eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk opnaðist sprunga við norðanverða Meradali við hraunjaðar gossins 2021.
==Myndagallerí==
<gallery>
Mynd:Fagradalsfjall volcanic eruption (2021).png|Þegar gossprungan opnaðist 19. mars.
Mynd:Geldingadalagos.jpg|Gosið 24. mars.
Mynd:Geldingadalagos2.jpg|Ferðamenn virða fyrir sér gosið.
Mynd:Geldingadalir3.jpg|Gosið 29. mars. Gígbarmar að vestan hafa hrunið.
Mynd:Geldingadalur.webm|30. mars
Mynd:Neue Eruptionsspalten und Lavafluss, Island, 5. April 2021.jpg|Hraunelfur 5. apríl.
Mynd:Eruption from Reykjavík 2021.jpg|Gosið frá Ægisíðu 8. maí.
Mynd:Lava river.jpg|Hraunelfur rennur suður eftir að eystri varnargarðar brustu
Mynd:Secretary Blinken Passes the Fagradalsfjall Volcano (51189202405).jpg| 17. maí. Mynd frá föruneyti [[Antony Blinken]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mynd:Natthagi.jpg|Hraunið við Nátthaga í lok maí.
Mynd:Geldingadalir.may.jpg|Gígurinn 24. maí.
Mynd:Iceland's Fagradalsfjall volcano.png|Hraunár 16. júlí.
Mynd:Stóri Hrútur.jpg|Varnargarðarnir vestri. Lítil spýja hefur komist yfir. [[Stóri-Hrútur]] í bakgrunni og þyrlur þar efst.
Mynd:Gd 911.webm|Hrauntjörn í Geldingadölum 12. september 2021
Mynd:Fagradalsfjall oli 2021177.jpg|Loftmyndir frá [[NASA]].
Mynd:Close up Geldingadalir vulkaan krater Ijsland.jpg|Gígurinn í júní 2022.
</gallery>
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|82586|Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?}}
==Tilvísanir==
<references/>
== Tengt efni ==
*[[Eldgosaannáll Íslands]]
*[[Geldingadalir]]
*[[Meradalir]]
==Tenglar==
*[http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum Jarðvísindastofnun - Eldgos í Geldingadölum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210407210733/http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum |date=2021-04-07 }}
*[https://www.openstreetmap.org/node/8539528378 Staðsetning á korti] (Nokkuð ónákvæm í bili)
*[http://www.viewsoftheworld.net/?p=5783 Views Of The World - Where the lava flows: Volcano update from Iceland]
{{Gæðagrein}}
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:2021]]
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
93iyedk6s2lwds49rmkz66hv8e2dnp5
Podocarpus pallidus
0
163346
1765297
1717266
2022-08-18T23:12:05Z
Oronsay
72015
added image
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image = Podocarpus pallidus N.E.Gray (AM AK347209).jpg
| status = VU
| status_system = IUCN3.1
| status_ref = <ref name=iucn>Conifer Specialist Group 1998. [http://www.iucnredlist.org/details/34092/all Podocarpus pallidus]. [http://www.iucnredlist.org 2006 IUCN Red List of Threatened Species. ] Downloaded on 10 July 2007.</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] (''Pinales'')
| familia = [[Gagnviðarætt]] (''Podocarpaceae'')
| genus = ''[[Podocarpus]]''
| species = '''''P. pallidus'''''
| binomial = ''Podocarpus pallidus''
| binomial_authority = [[Netta Elizabeth Gray|N.E. Gray]]<ref name = "C132">N.E. Gray, 1959 ''In: Bishop Mus. Bull. 220: 46.''</ref>
| synonyms_ref =
| synonyms =
}}
'''''Podocarpus pallidus'''''<ref name = "COL">{{cite web |url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376872|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014}}</ref> er sígrænt tré frá eynni [[Tonga]] í suður Kyrrahafi.<ref name = "source">[https://www.conifers.org/po/Podocarpus_pallidus.php Podocarpus pallidus] in ''Gymnosperm Database''. Christopher J. Earle </ref><ref>{{Cite web|url=https://conifersociety.org/conifers/podocarpus-pallidus/|title=Podocarpus pallidus {{!}} Conifer Species|website=American Conifer Society|language=en|access-date=2021-04-18}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{Commonscat|Podocarpus pallidus}}
{{Wikilífverur|Podocarpus pallidus}}
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Gagnviðarætt]]
7rk41korn5p7hb2dv2ypt9rer4ch9q4
Innrás Rússa í Úkraínu 2022
0
166852
1765259
1764941
2022-08-18T18:44:13Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{líðandi stund}}
{{stríðsátök
|conflict=Innrás Rússa í Úkraínu 2022
|partof=[[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríði Rússlands og Úkraínu]]
|image=2022 Russian invasion of Ukraine.svg
|image_size=250px
|caption= Árásir á Úkraínu
|place=[[Úkraína]]
|date=[[24. febrúar]] [[2022]] –
|combatant1={{RUS}} [[Rússland]]<br>[[File:Flag of Donetsk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Donetsk]]<br>[[File:Flag of the Luhansk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Luhansk]]<br>'''Stuðningur:'''<br>{{BLR}} [[Hvíta-Rússland]]
|combatant2={{UKR}} [[Úkraína]]
|commander1= {{RUS}} [[Vladímír Pútín]]<br>{{RUS}} [[Míkhaíl Míshústín]]<br>{{RUS}} [[Sergej Shojgú]]<br>{{RUS}} [[Sergej Lavrov]]<br>{{RUS}} [[Aleksandr Dvorníkov]]<br>{{RUS}} [[Ramzan Kadyrov]]<br>{{BLR}} [[Alexander Lúkasjenkó]]
|commander2= {{UKR}} [[Volodymyr Zelenskyj]]<br>{{UKR}} [[Denys Sjmyhal]]<br>{{UKR}} [[Vítalíj Klitsjkó]]<br>{{UKR}} [[Dmítró Kúleba]]<br>{{UKR}} [[Írýna Vereshjúk]]<br>{{UKR}} [[Oleksíj Rezníkov]]
|strength1={{Collapsible list|title=Sjá lista|'''{{RUS}} Rússland:'''
* 900.000 (fastaher)
* 554.000 (hernaðarhreyfingar)
* 2.000.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021">{{cite book |title=The military balance 2021 |date=2021 |publisher=[[International Institute for Strategic Studies]] |location=Abingdon, Oxon |isbn=978-1032012278}}</ref>
* Þ. á m. 175.000<ref>{{cite news|url=https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |author-last1=Julian E. |author-first1=Barnes |author-last2=Michael |author-first2=Crowley |author-last3=Eric |author-first3=Schmitt |title=Russia Positioning Helicopters, in Possible Sign of Ukraine Plans|date=10 January 2022|website=[[The New York Times]] |access-date=20 January 2022 |archive-date=22 January 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220122100818/https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |url-status=live |url-access=subscription |language=en |quote=American officials had expected additional Russian troops to stream toward the Ukrainian border in December and early January, building toward a force of 175,000.}}</ref>–190.000<ref>{{cite news|author-last=Bengali |author-first=Shashank |date=18 February 2022|title=The U.S. says Russia's troop buildup could be as high as 190,000 in and near Ukraine. |language=en-US |work=The New York Times |url=https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news|access-date=18 February 2022 |url-access=subscription |archive-date=18 February 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220218063637/https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news |url-status=live}}</ref> við úkraínsku landamærin}}
|strength2={{Collapsible list|title=Sjá lista|
* '''{{UKR}} Úkraína:'''
* 209.000 (fastaher)
* 102.000 (hernaðarhreyfingar)
* 900.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021" />}}
|casualties1={{small|Alls um 20.000+ drepnir (skv. BNA)<br>44.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br>Um 1.300 drepnir (skv. Rússum)}}
|casualties2={{small|Alls um 2.000–4.000 (skv. BNA)<br> 10.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br> 23.000 skv. Rússum}}
| casualties3='''Almennir borgarar drepnir: Um 12.000–28.000 (skv. Úkraínu)
}}
Þann 24. febrúar 2022 gerðu [[Rússland|Rússar]] '''innrás í [[Úkraína|Úkraínu]]'''. Innrásin er hluti af [[Stríð Rússlands og Úkraínu|hernaðardeilum á milli ríkjanna]] sem hafa staðið yfir frá árinu 2014. Stríðið skapaði milljóna manna flóttamannastraum sem var sá mesti frá [[seinni heimsstyrjöld]].
==Aðdragandi==
{{aðalgrein|Evrómajdan|Úkraínska byltingin 2014|Krímskagakreppan 2014}}
Átök Rússlands og Úkraínu má rekja aftur til ársins 2014, til [[Evrómajdan]]-mótmælanna og [[Úkraínska byltingin 2014|úkraínsku byltingarinnar]] þar sem forsetanum [[Víktor Janúkovytsj]] var steypt af stóli. Janúkovytsj hafði verið náinn bandamaður ríkisstjórnar Rússlands og [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] Rússlandsforseta, og hafði í aðdraganda mótmælanna hætt við fyrirhugað samkomulag um nánara samband Úkraínu við [[Evrópusambandið]].<ref>{{Vefheimild|titill=Enn mótmælt í Kænugarði|url=https://www.ruv.is/frett/enn-motmaelt-i-kaenugardi-0|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2013|mánuður=13. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref>
Eftir að Janúkovytsj var steypt af stóli sendu Rússar herlið á [[Krímskagi|Krímskaga]] og héldu þar atkvæðagreiðslu sem leiddi til þess að Krímskagi var formlega innlimaður inn í rússneska sambandsríkið.<ref>{{Vefheimild |titill=Krímskagi formlega orðinn hluti af Rússlandi |mánuður=21. mars|ár=2014|mánuðurskoðað=24. febrúar|árskoðað=2022|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=http://www.visir.is/g/2014140329782}}</ref> Árið 2014 hófust jafnframt uppreisnir í austurhluta Úkraínu, þar sem meirihluti íbúa er [[Rússneska|rússneskumælandi]].<ref>{{Tímarit.is|6161282|Fasistar og hryðjuverkamenn|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðsteinn Bjarnason|útgáfudagsetning=30. ágúst 2014|blaðsíða=28}}</ref> Aðskilnaðarsinnarnir í austurhluta Úkraínu lýstu yfir stofnun sjálfstæðra „alþýðulýðvelda“ í [[Donetsk]] og [[Luhansk]]. Rússar veittu aðskilnaðarsinnunum aðstoð en stjórnvöld í Rússlandi neituðu því jafnan að um væri að ræða rússneska stjórnarhermenn.<ref>{{Tímarit.is|6916370|Hyggjast stofna Litla Rússland|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=1. ágúst 2017|blaðsíða=17}}</ref><ref>{{Tímarit.is|6334764|Efast um að friður komist á|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=13. febrúar 2015|blaðsíða=24}}</ref>
==Innrásin==
[[Mynd:Житловий будинок на вул. Лобановського, 6-А після обстрілу.jpg|thumb|left|Þann 26. febrúar hæfði rússnesk eldflaug blokk í Kænugarði.]]
Undir lok ársins 2021 og í byrjun ársins 2022 söfnuðu Rússar tæplega 200.000 manna herliði við landamæri Úkraínu, sem vakti ótta í Úkraínu og á Vesturlöndum um að Pútín hygðist fyrirskipa innrás í landið.<ref>{{Vefheimild|titill=Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/04/ottinn-vid-innras-russa-i-ukrainu-magnast-enn|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson|ár=2021|mánuður=4. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Rússnesk stjórnvöld þvertóku ítrekað fyrir að innrás væri yfirvofandi en ráðamenn þar lögðu jafnframt fram kröfur um að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] um alla framtíð og að bandalagið fjarlægði alla hermenn og öll vopn sín úr [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]].<ref>{{Vefheimild|titill=Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222224189d/segja-russa-naer-thvi-ad-gera-innras-i-ukrainu|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Samúel Karl Ólason|ár=2022|mánuður=17. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
===Febrúar===
Þann 21. febrúar viðurkenndi Pútín sjálfstæði [[Alþýðulýðveldið Donetsk|Alþýðulýðveldanna Donetsk]] og [[Alþýðuýðveldið Luhansk|Luhansk]], héraða rússneskumælandi aðskilnaðarsinna sem höfðu klofið sig frá Úkraínu árið 2014 með stuðningi Rússa.<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín viðurkennir sjálfstæði Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/putin-vidurkennir-sjalfstaedi-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=22. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Pútín sendi í kjölfarið rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að gegna „friðargæslu“ í Donetsk og Luhansk.<ref>{{Vefheimild|titill=Hefur þegar skipað hernum inn í Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/hefur-thegar-skipad-hernum-inn-i-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Í ræðu sem Pútín hélt við viðurkenningu sína á sjálfstæði héraðanna efaðist hann um sögulegar forsendur fyrir Úkraínu sem sjálfstæðu ríki og sakaði stjórnvöld þar um að fremja þjóðarmorð.<ref>{{Vefheimild|titill=Eldræða Pútíns réttlætir innrás
Rússa í Úkraínu - herlið sent af stað|url=https://stundin.is/grein/14821/eldmessa-putins-rettlaetir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Stundin]]''|höfundur=Jón Trausti Reynisson|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
Morguninn 24. febrúar 2022 hófu Rússar allsherjarinnrás í Úkraínu. Innrásin fór fram bæði frá héruðunum í austurhluta landsins, frá Krímskaga og frá [[Hvíta-Rússland]]i með stuðningi stjórnar [[Alexander Lúkasjenkó|Alexanders Lúkasjenkó]].<ref>{{Vefheimild|titill=Bein lýsing - Innrás í Úkraínu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/bein-lysinginnras-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222226904d/sprengjum-rignir-yfir-kaenugard|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar|höfundur=
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason}}</ref>
Rússneski herinn gerði árás á olíubirgðastöð suður af Kýiv.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/oliubirgdastod-og-oliuleidsla-standa-i-ljosum-logum|titill=Olíubirgðastöð og olíuleiðsla standa í ljósum logum|útgefandi=[[RÚV]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|mánuður=27. febrúar|ár=2022|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
Í yfirlýsingu sinni um innrásina sagði Pútín markmið hennar vera að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá [[Nasismi|nasisma]]“ úr stjórn ríkisins.<ref>{{Vefheimild|titill=Markmiðið að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá nasismann“|url=https://www.visir.is/g/20222226950d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Atli Ísleifsson|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hugmyndin um að Úkraínu sé stýrt af [[Nýnasismi|nýnasistum]] hefur verið áberandi í rússneskum áróðri til réttlætingar innrásinni. Hún styðst sumpart við starfsemi nýnasískra öfgaþjóðernishreyfinga á borð við [[Azovsveitin]]a, sem hefur stöðu undirliðs í úkraínska þjóðvarðliðinu og hefur barist í [[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríðinu í austurhluta Úkraínu]] frá 2014.<ref>{{Vefheimild|titill=Öfgahægrivandinn ekki meiri í Úkraínu en í nágrannaríkjunum|url=https://kjarninn.is/skyring/ofgahaegrivandinn-ekki-meiri-i-ukrainu-en-i-nagrannarikjunum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Arnar Þór Ingólfsson |ár=2022|mánuður=6. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hreyfingin situr hins vegar ekki í ríkisstjórn Úkraínu og framboð tengt henni fékk enga kjörna fulltrúa í síðustu þingkosningum landsins. Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir ásakanir Pútíns um nasisma og hafa bent á að forseti landsins, [[Volodymyr Zelenskyj]], sé sjálfur [[Gyðingar|Gyðingur]] og hafi misst ættingja í [[Helförin]]ni.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar og Úkraínumenn skiptast á nasistaásökunum|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-og-ukrainumenn-skiptast-a-nasistaasokunum/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr |ár=2022|mánuður=26. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref>
Rússnesk stjórnvöld hafna því að um innrás sé að ræða og kalla átökin í Úkraínu ávallt „sérstaka hernaðaraðgerð.“<ref>{{Vefheimild|titill=Sprengjuárásir hafnar í Úkraínu|url=https://kjarninn.is/frettir/sprengjuarasir-hafnar-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Sunna Ósk Logadóttir|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref> Umfjöllun um innrásina hefur verið stranglega ritskoðuð innan Rússlands og þungar refsingar hafa verið lagðar við því að nota hugtökin stríð eða innrás um atburðina.<ref>{{Vefheimild|titill=Andóf í Rússlandi undir ægivaldi Pútíns|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/andof-i-russlandi-undir-aegivaldi-putins|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Anna Kristín Jónsdóttir|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Rússar loka á erlenda fjölmiðla|url=https://www.visir.is/g/20222230648d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|meðhöfundur=Samúel Karl Ólason |ár=2022|mánuður=4. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref>
===Mars===
[[Mynd:Russian bombardment on the outskirts of Kharkiv.jpg|thumb|right|Sprengjum er varpað á útjaðra [[Karkív]] þann 1. mars.]]
Rússar sátu um [[Karkív]], aðra stærstu borg landsins en mættu harðri mótstöðu. Ráðist var m.a. á ráðhúsið, hersjúkrahús og skóla.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/02/russneskir-fallhlifarhermenn-lentir-i-kharkiv|titill=Rússneskir fallhlífarhermenn lentir í Kharkiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|ár=2022|mánuður=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Harðar árásir voru á borgir í suðri, [[Kherson]] og [[Mariupol]], með eldflaugum og stórskotaliði.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222229781d/versti-dagur-stridsins-hingad-til|titill=Versti dagur stríðsins hingað til|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=2. mars|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir}}</ref> Í Kýiv var fjarskiptaturn sprengdur.<ref>{{Vefheimild|titill=
Sjónvarpsturninn sprengdur og útsendingar rofnar|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/01/sjonvarpsturninn_sprengdur_og_utsendingar_rofnar/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref>
Kherson féll í hendur rússneskra hermanna þann 3. mars, á áttunda degi innrásarinnar, og var þá fyrsta úkraínska stórborgin sem var hernumin.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/russar-hafa-hertekid-ukrainsku-hafnarborgina-kherson|titill=Rússar hafa hertekið úkraínsku hafnarborgina Kherson|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=3. mars|árskoðað=2022|mánuður=3. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
Flóttafólk streymdi til Evrópulanda frá Úkraínu, aðallega Póllands, voru þeir orðnir tæpar 2 milljónir 8. mars.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/08/yfir-1700000-hafa-fluid-ukrainu|titill=Yfir 1.700.000 hafa flúið Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=8. mars|árskoðað=2022|mánuður=8. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
Þann 11. mars voru gerðar loftárásir í borgum í norðvestri; [[Lútsk]] og [[Ívanó-Frankívsk]]. Einnig í [[Dnípró]] í miðhlutanum. Loftárás var gerð 13. mars á herflugvöll nærri [[Lviv]] við pólsku landamærin þar sem tugir létust. Úkraínumenn hófu gagnsókn á ýmsum stöðum t.d. vestur af Kýiv og tóku landsvæði aftur.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60847188 Ukraine war: Ukrainian fightback gains ground west of Kyiv] BBC, sótt 24. mars 2022</ref> Loftárás var gerð á rússneskt herskip við Berdjansk við Azovhaf.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60859337 Russian warship destroyed in occupied port of Berdyansk, says Ukraine] BBC skoðað 24. mars 2022</ref>
Mariupol var eyðilögð að mestu og flestir íbúanna flúðu. Rússar gerðu m.a. árás á leikhús þar sem borgarar höfðu flúið. Um 300 létust.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/25/ottast-ad-300-hafi-latist-i-aras-a-leikhus-i-mariupol|titill=Óttast að 300 hafi látist í árás á leikhús í Mariupol|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=25. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=25. mars|árskoðað=2022|höfundur=Bogi Ágústsson}}</ref> Flestir íbúanna höfðu flúið í lok mars og um 5.000 látist. 29. mars var gerð loftárás á stjórnarbyggingu í borginni [[Mykolaiv]] í suðri. Daginn eftir voru gerðar árásir á [[Tsjernihív]] í norðri.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-60925713 War in Ukraine: Russia launches new attacks after peace promise] BBC, sótt 30. mars 2022.</ref>
Undir lok marsmánaðar hófu rússneskar hersveitir undir stjórn hershöfðingjans [[Alexander Tsjaíjkó|Alexanders Tsjaíjkó]] að hörfa frá Kænugarði, sem hafði verið umsetinn frá því stuttu eftir að innrásin hófst.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-horfa-til-baka-til-ad-reyna-aftur-sidar-ad-umkringja-kaenugard/|titill=Rússar hörfa til baka til að umkringja Kænugarð síðar|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=29. mars|ár=2022|höfundur=Ari Brynjólfsson}}</ref> Þrátt fyrir að hafa ekki náð að hertaka höfuðborgina sögðust Rússar hafa náð upphaflegum markmiðum sínum og að þeir myndu nú einbeita sér að frelsun [[Donbas]]-héraðanna í austurhluta Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar segjast ætla að draga úr árásum við Kyiv
|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/29/russar-segjast-aetla-ad-draga-ur-arasum-vid-kyiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=30. mars|ár=2022|höfundur=Ólöf Rún Erlendsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222240094d|titill=Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=25. mars|ár=2022|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Vegna undanhalds Rússa endurheimtu Úkraínumenn mikið landsvæði í kringum Kænugarð, allt að 35 kílómetra austan við borgina.<ref>{{Vefheimild|titill=
Úkraínumenn spyrna til baka|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/25/ukrainumenn_spyrna_til_baka/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=25. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. mars}}</ref> Meðal annars endurheimtu úkraínskir hermenn bæinn [[Irpín]] þann 28. mars.<ref>{{Vefheimild|titill=
Úkraínski herinn endurheimtir Irpin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/ukrainski-herinn-endurheimtir-irpin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. apríl|höfundur=
Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref>
===Apríl===
Árás var gerð á hafnarborgina [[Ódesa]] í suðvesturhlutanum.
Eftir að Rússar hörfuðu frá úthverfum Kænugarðs tilkynnti úkraínski ríkissaksóknarinn [[Irína Venediktóva]] að lík 410 almennra borgara hefðu fundist á svæðunum sem Rússar höfðu haft umráð yfir. Einnig tilkynntu Úkraínumenn að 280 lík hefðu fundist í fjöldagröfum í borginni [[Bútsja]], sem Rússar höfðu hernumið en svo hörfað frá.<ref>{{Vefheimild|titill=
„410 lík finnast á víð og dreif við Kænugarð|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/410_lik_finnast_a_vid_og_dreif_vid_kaenugard/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref> Úkraínumenn sökuðu Rússa um að standa fyrir úthugsuðum fjöldamorðum á almennum borgurum á meðan þeir réðu yfir borginni en Rússar höfnuðu ásökununum.<ref>{{Vefheimild|titill=
„Úthugsuð fjöldamorð“
|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/uthugsud_fjoldamord/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref>
Rússar hófu sókn í austurhéruðunum eða [[Donbas]] og gerðu þar loftárásir eftir að hafa hörfað úr svæðum í norðri. Fólksflótti varð úr austurhéruðunum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/arasir-hardna-i-austurherudum-ukrainu Árásir harðna í austurhéruðum Úkraínu] RÚV, sótt 6. apríl 2022.</ref> Loftárás var gerð á almenna borgara á lestarstöð í borginni [[Kramatorsk]]. Tugir létust.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/08/tugir-letust-i-loftaras-a-jarnbrautarstod-i-donetsk Tugir létust í loftárás á járnbrautarstöð í Donetsk] RÚV, sótt 8. apríl 2022.</ref>
[[Ursula von der Leyen]] forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kom til fundar við Zelenskyj í Kænugarði. Hún lofaði skjótri afgreiðslu ef Úkraína sækti um aðild að Evrópusambandinu og aukinni fjárhagsaðstoð við landið.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/09/ukraina-a-heima-i-evropufjolskyldunni Úkraína á heima í Evrópufjölskyldunni], RÚV, sótt 9. apríl 2022</ref>
[[Mynd:Russian cruiser Moskva.jpg|thumb|left|Rússneska beitiskipinu ''Moskvu'' var sökkt á Svartahafi af úkraínskum loftskeytum þann 14. apríl.]]
Þann 14. apríl gerði Úkraínuher loftárás á þriðja stærsta skip rússneska flotans, [[beitiskip]]ið ''Moskvu'', á Svartahafi.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61103927 Russian warship Moskva: What do we know?] BBC sótt 14. apríl 2022</ref> Staðfest var síðar sama dag að skipinu hefði verið sökkt.<ref>{{Vefheimild|titill=
Flaggskip Rússa í Svartahafi sokkið|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/14/flaggskip_russa_i_svartahafi_sokkid/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=14. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=14. mars}}</ref> Rússar sögðu að kviknað hafi í vopnageymslu skipsins og minntust ekki á loftárás.
Rússar hófu nýja stórsókn í austurhéruðum Úkraínu þann 19. apríl.<ref>{{Vefheimild|titill=Stórsókn Rússa í Donbas hafin|url=https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2022/04/18/storsokn_russa_i_donbas_hafin/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=19. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref>
Maríupol var umkringd af Rússum fyrir utan Azovstal-járnvinnsluverið þar sem úkraínskir hermenn og borgarar héldu til.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61175675 Mariupol steelworks: 'Block it so a fly can't pass,' Putin orders], BBC, sótt 23. apríl 2022</ref> Árásir á lestarstöðvar 25. apríl í vestur-Úkraínu var liður í því að stöðva vopnaflutninga til landsins að sögn Rússa.
26. apríl bárust fregnir af sprengingum í héraðinu [[Transnistría]] sem er innan [[Moldóva|Moldóvu]]. Leiðtogi rússneska þjóðarbrotsins þar sagði að Úkraínumenn hefðu staðið fyrir þeim en Úkraínumenn sögðu þetta vera átyllu fyrir árás í héraðið.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/27/asakanir-ganga-a-vixl-vegna-sprenginga-i-moldovu Ásakanir ganga á víxl vegna sprenginga í Moldóvu], RÚV, sótt 27. apríl</ref>
[[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór til fundar í Moskvu og Kænugarði til friðarumleitanna og ræddi við Pútín og Zelenskyj. Á meðan Guterres var í Kænugarði voru loftárásir gerðar á borgina.
===Maí===
Byrjað var að hleypa borgurum frá Azovstal-verksmiðjunni en samningar um björgun hafa reynst erfiðir. Þann 7. maí bárust fregnir um að öllum almennum borgurum verið bjargað úr verksmiðjunni.<ref>{{Vefheimild|titill=Allir almennir borgarar farnir frá Azovstal verksmiðjunni|url=https://www.frettabladid.is/frettir/allir-almennir-borgarar-farnir-fra-azovstal-verksmidjunni/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Sigurjón Björn Torfason|ár=2022|mánuður=7. maí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. maí}}</ref>
Bardagar héldu áfram í Donbas og var skóli þar sem 90 héldu til sprengdur í bænum Bilohorivka með þeim afleiðingum að 60 létust<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61369229 Ukraine war: 60 people killed after bomb hits school, Zelensky says] BBC, sótt 9. maí 2022</ref>. Einnig voru gerðar loftárásir á Odesa meðal annars á íbúðablokkir og hótel.
Pútín hélt ræðu í Moskvu á sigurdeginum 9. maí þar sem minnst var sigurs á Nasistum í [[seinni heimsstyrjöld]]. Þar gagnrýndi hann Nató og Bandaríkin fyrir að stofna Rússlandi í hættu og réttlæti árásina á Úkraínu. Líkti hann enn fremur átökunum við seinni heimsstyrjöldina.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61380727 Ukraine War: Putin gives few clues in Victory Day speech] BBC, sótt 9. maí 2022</ref>
Úkraínumenn sögðust hafa hrakið Rússa frá Karkív, annarri stærstu borginni, 11. maí.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61378196 Russia pushed back from Kharkiv], BBC, sótt 12. maí 2022</ref>
Rússar lýstu yfir sigri í Maríupol þegar síðustu úkraínsku hermennirnir voru handsamaðir í Azovstal-járnverinu. Árásir voru gerðar á vestræna vopnasendingu vestur af Kænugarði að sögn Rússa.
25. maí voru Rússar komnir nálægt borginni [[Sjevjerodonetsk]] í vestur-Luhansk og gerðu harðar árásir á hana.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/05/25/barist-vid-borgarmork-severodonetsk Barist við borgarmörk í Severodonetsk] RÚV, sótt 25. maí 2022</ref>
===Júní===
Miðpunktur bardaga var í kringum Sjevjerodonetsk í byrjun júní og sögðust Úkraínumenn hafa hrakið Rússa frá borginni. Rússar voru með sókn í átt að annarri borg í Donbas, Slovjansk. Loftárásir voru gerðar á austur-Kænugarð, í fyrsta sinn síðan í apríl, og sögðust Rússar hafa gert árás á skriðdrekasendingu frá Vesturlöndum.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61695244 Ukraine: Explosions shake Kyiv while battles rage in east] BBC, sótt 6. júní 2022</ref>
Um miðjan júní höfðu Rússar náð yfirráðum yfir 80% af Sjevjerodonetsk og eyðilagt brýr sem voru flóttaleiðir úr borginni.<ref>[https://apnews.com/article/russia-ukraine-business-government-and-politics-01f6d1c027ce68791667ffaafb61e30c] AP, sótt 19. júní 2022</ref>
Í lok mánaðarins var úkraínskum hermönnum skipað að yfirgefa borgina.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-61920708 Severodonetsk: Ukrainian forces told to retreat from key eastern city] BBC NEWS, sótt 24. júní 2022</ref>
Þann 27. júní gerðu Rússar loftskeytaárás á verslunarmiðstöð í borginni [[Krementsjúk]] í miðhluta landsins þar sem nálægt 1000 manns voru. 20 manns létust og tugir særðust. Rússar sögðust hafa gert árás á vopnageymslu við hliðina á verslunarmiðstöðinni.
Íbúum í nálægri borg, [[Lysytsjansk]], var gert að flýja hana.<ref>[https://edition.cnn.com/europe/live-news/russia-ukraine-war-news-06-27-22/h_1ccdc77f65fccf9560551846ef07d664 Civilians in Lysychansk urged to evacuate as Russian forces close in] CNN, sótt 27. júní 2022</ref> Síðustu dagana í júní voru gerðar miklar loftárásir á borgina.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/innikroud-i-lysytsjansk-vegna-linnulausra-loftarasa Innikróuð í Lysytsjansk vegna linnulausra loftárása] RÚV, sótt 30. júní 2022</ref>
30. júní lýstu Úkraínumenn yfir að þeir hefðu náð Snákaeyju í Svartahafi af Rússum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/russneski-herinn-yfirgefur-snakaeyju Rússneski herinn yfirgefur Snákaeyju] Rúv, sótt 30. júní 2022</ref>
===Júlí===
Þann 1. júlí var gerð loftárás á íbúðabyggð og tómstundasvæði í Odesa þar sem um 20 manns létust. Rússar hófu að flytja korn sem þeir sölsuðu undir sig frá herteknum svæðum, þ.e. höfninni í Berdyansk.
Rússar sögðust hafa náð Lysytsjansk 3. júlí en Úkraínumenn neituðu því fyrst. Síðar sagði talsmaður úkraínska hersins að herinn hefði hörfað.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62030051 BBC News - Ukraine confirms Russia captured eastern city Lysychansk] BBC, sótt 3. júlí 2022</ref>
Þrír létust í sprengingum í rússnesku borginni Belgorod nálægt landamærum Úkraínu. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert árásina.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62025541 BBC News - Ukraine blamed by Russia for deadly blast in border city of Belgorod] BBC, sótt 3. júlí 2022</ref>
Borgirnar [[Slovjansk]] og [[Kramatorsk]] voru þær einu af stærri borgum í Donetsk sem voru í höndum Úkraínumanna eftir 3. júlí. Rússar gerðu árásir á smærri þéttbýlisstaði, 35 létust í loftárás á fjölbýlishúsi í Tsjasív Jar 9. júlí. Iryna Veresjtjuk, aðstoðarráðherra, hvatti íbúa vestur af Donbas í borgunum [[Kherson]] og [[Zaporízjzja]] til forða sér.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/07/10/15-forust-i-flugskeytaaras-a-fjolbylishus 15 fórust í flugskeytaárás á fjölbýlishús], RÚV, sótt 10. júlí 2022</ref> Úkraínumenn gerðu loftárás 12. júlí á vöruhús austur af Kherson, í borginni Nova Kakhovka, þar sem þeir sögðu Rússa geyma skotfæri.<ref>https://www.bbc.com/news/world-europe-62132441 Ukraine claims arms depot attack in occupied Kherson with Himars rockets], BBC, skoðað 12. júlí 2022</ref>
Loftskeytaárásir á borgina [[Vínnytsja]] í vesturhluta landsins voru gerðar um miðjan júlí þar sem tugir létust.
Þrátt fyrir að hafa gert samning um kornútflutning við Úkraínu í lok júlí gerðu Rússar árásir á höfnina í Odesa þar sem útflutningur fór fram.<ref>
[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62276392 BBC News - Ukraine war: Explosions rock Ukrainian port hours after grain deal] BBC, sótt 23. júlí 2022</ref>
Rússar og Úkraínumenn kenndu hvor öðrum um þegar árás var gerð á fangelsi í vestur-Donetsk þar sem um 50 úkraínskir stríðsfangar féllu.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-62356211 Ukraine war: UN and Red Cross should investigate prison deaths, says Ukraine], BBC, sótt 30. júní 2022</ref>
Úkraínumenn hófu gagnsókn að borginni Kherson í suðri.<ref>[https://www.visir.is/g/20222289995d/ukrainski-herinn-saekir-fram-i-hernuminni-borg Úkraínski herinn sækir fram í hernuminni borg], Vísir, sótt 24. júlí 2022</ref>
===Ágúst===
Árás var gerð í byrjun ágúst við kjarnorkuver nálægt borginni [[Zaporízjzja]]. Rússar réðu yfir verinu en héldu úkraínskum starfsmönnum þar. Báðir aðilar kenndu hvor öðrum um árásina og sögðu Úkraínumenn Rússa nýta sér verið sem herstöð.
Árás var gerð á herflugvöll á [[Krímskagi|Krímskaga]] þar sem Rússar geymdu orrustuþotur. Rússar sögðu ekkert hafa skemmst þrátt fyrir að gervihnattamyndir sýndu annað. Úkraínumenn lýstu ekki yfir ábyrgð á árásinni.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62517367 BBC News - Ukraine war: Crimea blasts significantly hit Russian navy] BBC. Sótt 12/8 2022</ref>
==Friðarumleitanir==
Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna hafa rætt mögulegt vopnahlé eða friðarsamninga með hléum frá 27. febrúar. Fyrsti fundur sendinefndanna fór fram nærri landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands við [[Pripjat]].<ref>{{Vefheimild|titill=Fallast á viðræður við hvítrússnesku landamærin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fallast-a-vidraedur-vid-hvitrussnesku-landamaerin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=27. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr}}</ref> Í mars funduðu sendinefndir ríkjanna í [[Istanbúl]] í [[Tyrkland]]i. Úkraínumenn hafa sagst viljugir til að ganga að sumum kröfum Rússa eins og að gerast ekki aðilar að Atlantshafsbandalaginu og að Úkraína verði hlutlaust ríki með tilliti til öryggissjónarmiða.<ref>{{Vefheimild|titill=„Raunsærri“ friðarviðræður milli Úkraínu og Rússlands|url=https://www.frettabladid.is/frettir/raunsaerri-fridarvidraedur-milli-ukrainu-og-russlands/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Urður Ýrr Brynjólfsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Friðarviðræður hefjast á ný: Segir Úkraínu til í hlutleysi|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fridarvidraedur-hefjast-a-ny-segir-ukrainu-til-i-hlutleysi/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson}}</ref> Úkraínumenn hafa hins vegar hafnað því að gefa eftir landsvæði innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra sinna sem Rússar eða alþýðulýðveldin í Donbas gera tilkall til.<ref>{{Vefheimild|titill=Gefur ekki eftir metra af landi|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/31/gefur_ekki_eftir_metra_af_landi/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=31. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl}}</ref>
==Viðbrögð==
[[Mynd:We Stand with Ukraine 2022 Helsinki - Finland (51906116955).jpg|thumb|right|Mótmæli gegn innrásinni í [[Helsinki]].]]
[[Mynd:Z symbol flash mob at Platinum Arena in Khabarovsk.jpg|thumb|right|Meðlimir í ungliðahreyfingu [[Sameinað Rússland|Sameinaðs Rússlands]] í [[Kabarovsk]] stilla sér upp í Z til að lýsa yfir stuðningi við innrásina.]]
===Fordæmingar og efnahagsrefsingar===
Evrópusambandið tilkynnti að það myndi setja á hörðustu efnahagslegu refsingar í sögu sambandsins. Úrslitaleikur [[Meistaradeild Evrópu|Meistaradeildar Evrópu]] var færður frá [[Sankti Pétursborg]], [[Formúla 1]] frá [[Sotsjí]] og Rússum meinuð þátttaka í íþróttakeppnum og í söngvakeppninni [[Eurovision]]. Flugfélaginu [[Aeroflot]] var bannað að fljúga til Bretlands og önnur Evrópulönd fylgdu í kjölfarið og bönnuðu Rússum að fljúga um evrópska lofthelgi. Eignir og bankareikningar rússneskra auðkýfinga voru fryst. Rússneskum bönkum var meinað af ESB, Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum að notast við [[SWIFT]]-millifærslukerfið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.bbc.com/news/world-60542433|titill=West to cut some Russian banks off from Swift|útgefandi=[[BBC]]|mánuðurskoðað=27. febrúar|árskoðað=2022|ár=2022|tungumál=enska}}</ref> [[Visa]] og [[Mastercard]] hættu starfsemi í Rússlandi og mörg fjölþjóðafyrirtæki eins og [[IKEA]] og [[Samsung]].
Rússlandi var vikið úr [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] vegna innrásarinnar þann 25. febrúar 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=
Þórdís Kolbrún fagnar brottvikningu Rússa úr Evrópuráðinu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russlandi-vikid-ur-evropuradinu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=25. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur=
Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref> Þann 2. mars samþykkti [[allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna]] á sérstökum neyðarfundi ályktun þar sem innrás Rússa í Úkraínu var „hörmuð“ og stríðsaðilar hvattir til að leggja niður vopnin. [[Kína]] og [[Indland]] sátu hjá og Rússland, [[Hvíta-Rússland]], [[Eritrea]], [[Norður-Kórea]] og [[Sýrland]] greiddu atkvæði á móti. [[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir að innrásin væri brot á [[Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna|stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=
Allsherjarþingið gagnrýnir innrás Rússa í Úkraínu|url=https://unric.org/is/allsherjarthingid-gagnrynir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|vefsíða=unric.org}}</ref> Þann 7. apríl var Rússland jafnframt rekið úr [[Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna|mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=Rússland rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/07/russland_rekid_ur_mannrettindaradi_sameinudu_thjoda/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=7. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. apríl}}</ref>
Fjöldi sendiráðsstarfsmanna hefur verið rekinn úr Evrópulöndum.
===Mótmæli===
Mótmæli voru víða um heim og við sendiráðsbústað Rússlands við [[Túngata|Túngötu]] þann 24. febrúar, næstu daga og reglulega eftir það.<ref>{{Vefheimild|titill=
Mótmæltu „ofbeldi og yfirgangi“ við rússneska sendiráðið|url=https://stundin.is/grein/14857/motmaeltu-vid-sendirad-russlands/|útgefandi=''[[Stundin]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur=Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson|höfundur2=Jón Trausti Reynisson}}</ref>
Í ágúst var [[Kænugarðstorg]] nálægt rússneska sendiráðinu formlega nefnt af borgarstjóra Reykjavíkur.
===Flóttamenn og mannúðaraðstoð===
Nálægt 10 milljónir hafa farið yfir landamærin frá Úkraínu frá því að innrásin hófst, flestir til [[Pólland]]s. Um 6,7 milljónir hafa sótt um flóttamannastöðu í Evrópu.<ref>[http://data2.unhcr.org/en/situations/ukraine Ukraine refugee situation] Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna </ref> Einnig hafa yfir 8 milljónir flúið innan Úkraínu. Flóttafólkið var mestmegnis konur og börn en 18–60 ára karlmenn voru skyldugir til að vera eftir í landinu því til varnar.
Við landamæri Pólland, Rúmeníu, Ungverjalands, Slóvakíu og Moldóvu var flóttamannastraumur. Evrópusambandið sagðist ætla að taka á móti flóttamönnum næstu 3 ár án þess að þeir þyrftu að sækja um vernd.
Á Íslandi höfðu rúm 1.200 sótt um vernd í júní 2022.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/22/aldrei-fleira-flottafolk-komid-til-landsins Aldrei fleira flóttafólk til landsins] ruv.is, sótt 23. júní 2022.</ref>
===Hernaðarstuðningur===
Evrópusambandið fjármagnar kaup á vopnum og flutning þeirra til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/esb-fjarmagnar-vopnaflutning-til-ukrainu|titill=ESB fjármagnar vopnaflutning til Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=27. febrúar|höfundur=Alexander Kristjánsson}}</ref>
Bandaríkin hafa einnig séð Úkraínu fyrir vopnum, jafnvel 2 mánuðum fyrir stríðið.<ref>[https://www.reuters.com/world/us/biden-authorizes-200-mln-new-weapons-military-training-ukraine-2022-03-12/ US rushing $200 in weapons for Ukraines defense] Reuters, 16. mars 2022</ref>
NATÓ ákvað að auka viðbúnað sinn í Austur-Evrópu og senda þangað 40.000 hermenn.
Í byrjun apríl sendi [[Tékkland]] skriðdreka til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fyrsta-nato-rikid-sendir-skriddreka-til-ukrainu/|titill=Fyrsta NATÓ-ríkið sendir skriðdreka til Úkraínu|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson|ár=2022|mánuður=6. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=6. apríl}}</ref>
===Stuðningur við innrásina===
Á vikunum eftir að innrásin hófst varð bókstafurinn [[Z]] stuðningstákn við innrásina og við Vladímír Pútín. Ástæðan er sú að stafurinn var ritaður á marga af skriðdrekum og herbílum Rússa í Úkraínu sem myndir náðust af í aðdraganda innrásarinnar. Uppruni þessarar notkunar Z, sem ekki er til í [[Kýrillískt stafróf|kyrillíska stafrófinu]], er óljós, en stafurinn hefur verið notaður til að merkja rússnesk herfarartæki ásamt öðrum bókstöfum eins og O, X, A og V. Herbílar og skriðdrekar sem merktir eru með Z tilheyra eystri herdeild rússneska hersins.<ref>{{Vefheimild|titill=Hvernig „Z“ varð að yfirlýstu stuðningstákni við innrásina í Úkraínu|url=https://kjarninn.is/skyring/hvernig-z-vard-ad-yfirlystu-studningstakni-vid-innrasina-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Erla María Markúsdóttir|ár=2022|mánuður=15. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Rússneska varnarmálaráðuneytið segir bókstafinn standa fyrir „za pobedu“ (til sigurs), „za mir“ (fyrir frið), „za nashikh“ (fyrir þjóð okkar) og fleira.<ref>{{Vefheimild|titill=Áróðursbókstafnum Z dreift til stuðnings Úkraínustríðinu|url=https://vardberg.is/frettir/arodursbokstafnum-z-dreift-til-studnings-ukrainustridinu/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2022|mánuður=8. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref>
==Tilvísanir==
<references responsive="" />
[[Flokkur:Innrásir]]
[[Flokkur:Stríð Rússlands og Úkraínu]]
[[Flokkur:2022]]
[[Flokkur:Saga Rússlands]]
[[Flokkur:Saga Úkraínu]]
[[Flokkur:Stríð á 21. öld]]
1p97fzfpshmah8zwfr8qha8bph6jhy2
Fyrra Téténíustríðið
0
167423
1765270
1762928
2022-08-18T19:54:30Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{stríðsátök
| conflict = Fyrra Téténíustríðið
|image=Evstafiev-helicopter-shot-down.jpg
|image_size=250px
|caption= Rússnesk herþyrla skotin niður af téténskum hermönnum nálægt höfuðborginni [[Grozníj]] árið 1994.
|place=[[Téténía]] og í hlutum [[Ingúsetía|Ingúsetíu]], [[Stavropolfylki]] og [[Dagestan]] í [[Rússland]]i
|date=[[11. desember]] [[1994]] – [[31. ágúst]] [[1996]] (1 ár, 8 mánuðir, 2 vikur og 6 dagar)
|result=Téténskur sigur. Téténía viðheldur sjálfstæði í reynd með undirritun Moskvusáttmálans 1997.
|combatant1=[[File:Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg|20px]] [[Téténska lýðveldið Itkería]]
|combatant2={{RUS}} [[Rússland]]
|commander1= [[File:Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg|20px]] [[Dzhokhar Dúdajev]] {{KIA}}<br>[[File:Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg|20px]] [[Zelmikhan Jandarbíjev]]<br>[[File:Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg|20px]] [[Aslan Maskhadov]]
|commander2= {{RUS}} [[Borís Jeltsín]]
|strength1=[[File:Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg|20px]] Um 6.000 (talning Téténa)<br>'''Rússnesk talning:''' 13.500–15.000 (1994)<ref>[https://o001oo.ru/index.php?showtopic=47389 (rússneska) ВС ЧР Ичкерия. 1994—2000 гг.]</ref>
|strength2={{RUS}} 23.800 (1994)<ref>{{cite book |editor1-last=Кривошеев |editor1-first=Г. Ф. |title=Россия и СССР в войнах XX века. Потери вооруженных сил |url=https://archive.org/details/isbn_5224015154 |date=2001 |publisher=Олма-Пресс |isbn=5-224-01515-4 |page=[https://archive.org/details/isbn_5224015154/page/n292 581]|lang=ru}}</ref> <br /> {{RUS}} 70.500 (1995)<ref>{{cite book |editor1-last=Кривошеев |editor1-first=Г. Ф. |title=Россия и СССР в войнах XX века. Потери вооруженных сил |url=https://archive.org/details/isbn_5224015154 |date=2001 |publisher=Олма-Пресс |isbn=5-224-01515-4 |page=[https://archive.org/details/isbn_5224015154/page/n293 582]|lang=ru}}</ref>
|casualties1=[[File:Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg|20px]] 3.654–17.391 drepnir eða horfnir
|casualties2={{RUS}} 5.732 hermenn drepnir eða horfnir (samkvæmt Rússum)<br />{{RUS}} 17.892<ref name="The War in Chechnya">{{cite web|title=The War in Chechnya |website=MN-Files |publisher=Mosnews.com |date=2007-02-07 |url=http://mosnews.com/mn-files/chechnya.shtml |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20080302042452/http://mosnews.com/mn-files/chechnya.shtml |archive-date=2. mars 2008 }}</ref>–52.000<ref name="Saradzhyan">{{cite news | last =Saradzhyan | first =Simon | title =Army Learned Few Lessons From Chechnya| newspaper =Moscow Times | date =2005-03-09 | url =http://www.worldpress.org/Europe/2043.cfm }}</ref> særðir <br />'''Aðrar talningar:'''<br />14.000 hermenn drepnir eða særðir (samkvæmt mati Nefndar mæðra rússneskra hermanna) <br /> 1.906<ref name="The War in Chechnya"/>–3.000<ref name="Saradzhyan"/> horfnir
| casualties3=30.000–40.000 óbreyttir borgarar drepnir (samkvæmt rússneskum gögnum)<ref name=chechenlosses>{{cite web|last1=Cherkasov|first1=Alexander|title=Book of Numbers, Book of Losses, Book of the Final Judgment|url=http://www.polit.ru/article/2004/02/19/kniga_chisel/|website=Polit.ru|access-date=2 January 2016}}</ref><br /> 80.000 óbreyttir borgarar drepnir (samkvæmt talningum mannréttindahópa)<ref name="civdeath">{{cite web |url=https://www.nytimes.com/1996/09/04/world/chechnya-toll-is-far-higher-80000-dead-lebed-asserts.html |archive-url=https://web.archive.org/web/20021228053504/http://www.hrvc.net/htmls/references.htm |url-status=dead |archive-date=2002-12-28 |title=Human Rights Violations in Chechnya |website=[[The New York Times]] |access-date=2013-11-23 }}</ref> <br />Minnst 161 óbreyttir borgarar drepnir utan Téténíu<ref>120 í Budjonnovsk og 41 í gíslatöku í Pervomajskoe</ref><br />500.000+ óbreyttir borgarar hraktir á vergang<ref name="first">[http://www.globalsecurity.org/military/world/war/chechnya1.htm First Chechnya War – 1994–1996] GlobalSecurity.org</ref>
}}
'''Fyrra Téténíustríðið''' var styrjöld sem [[Rússland|Rússar]] háðu gegn aðskilnaðarsinnum í [[Téténía|Téténíu]] frá 1994 til 1996. Téténar höfðu lýst yfir stofnun [[Téténska lýðveldið Itkería|sjálfstæðs lýðveldis]] eftir [[fall Sovétríkjanna]] árið 1991 en Rússar skilgreindu Téténíu sem sjálfsstjórnarlýðveldi innan rússneska sambandsríkisins. Stríðinu lauk árið 1996 með friðarsáttmálum þar sem Rússar viðurkenndu sjálfsákvörðunarrétt Téténa í flestum málum. Friðurinn varði þó ekki lengi því [[seinna Téténíustríðið]] hófst árið 1999 og lauk með rússneskum sigri árið 2000.
==Forsaga==
Rússar byrjuðu að brjótast til áhrifa í [[Kákasus]] á 18. öld, á valdatíð [[Pétur mikli|Péturs mikla]]. Téténar undir forystu [[Imam Shamil|Imams Shamil]] héldu uppi harðri baráttu gegn rússneskum yfirráðum frá 1834 til 1859 en neyddust síðan til að semja um frið. Þrátt fyrir að Kákasussvæðið hefði verið friðþægt að nafninu til héldu Téténar áfram skærum og mannránum til ársins 1918.<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|4531|Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?}}</ref>
Eftir fall [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmisins]] í [[Rússneska byltingin 1917|rússnesku byltingunni]] árið 1917 stofnuðu Téténar [[Fjallalýðveldið Norður-Kákasus|norðurkákasíska fjallalýðveldið]]. Eftir [[Rússneska borgarastyrjöldin|rússnesku borgarastyrjöldina]] var fjallalýðveldið limað inn í [[Sovétríkin]] og varð þar hluti af [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldinu]]. Árið 1936 var Téténía sameinuð [[Ingúsetía|Ingúsetíu]] og varð að sjálfsstjórnarlýðveldi innan Rússlands undir nafninu [[Téténía-Ingúsetía]].<ref name=vísindavefur/>
Þann 27. október 1991, stuttu fyrir [[upplausn Sovétríkjanna]], var [[Dzhokhar Dúdajev]], fyrrum herforingi í kjarnorkuherafla [[Rauði herinn|Rauða hersins]], kjörinn forseti Téténíu. [[Sovétlýðveldi|Lýðveldi Sovétríkjanna]] höfðu hvert að öðru lýst yfir sjálfstæði á grundvelli stjórnarskrár Sovétsambandsins. Þar sem sjálfstjórnarsvæði höfðu svipaðan rétt samkvæmt lögum frá árinu 1990 lýsti Dúdajev yfir sjálfstæði Téténíu þann 1. nóvember 1991. Ingúsar kusu hins vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu að vera áfram innan Rússlands.<ref name=vísindavefur/>
==Gangur stríðsins==
Ríkisstjórn [[Borís Jeltsín|Borísar Jeltsín]] í Rússlandi viðurkenndi aldrei sjálfstæði Téténíu. Í desember árið 1994 sendi Jeltsín herlið til téténsku höfuðborgarinnar [[Grozníj]] til að „skakka leikinn“ og færa Téténíu aftur undir rússnesk yfirráð.<ref name=vísindavefur/>
Rússar bjuggust við því að vinna skjótan og auðveldan sigur á móti Téténum og vonuðust til þess að stríðið myndi auka vinsældir Jeltsíns, sem var á þessum tíma orðinn óvinsæll vegna slæms efnahagsástands. Raunin reyndist hins vegar allt önnur. Téténar litu á stríðið sem varnarstríð í þágu föðurlandsins og veittu Rússum harða mótspyrnu. Rússar höfðu aftur á móti flestir lítinn áhuga á stríðinu og sáu ekki ástæðu fyrir því að senda hermenn til að deyja í útnára eins og Téténíu.<ref name=vera>{{Vefheimild|titill=Í ljósi sögunnar - Téténía|url=https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/72tl1u|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=7. apríl|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref>
Rússneski herinn réðist inn í Grozníj á gamlársdag 1994 og varpaði fjölda sprengja á borgina. Eftir tveggja mánaða bardaga neyddust téténskar hersveitir til að hörfa frá Grozníj í lok febrúar 1995, en þá hafði borgin orðið fyrir verulegum skemmdum auk þess sem bæði þúsundir rússneskra hermanna og almennra téténskra borgara höfðu látið lífið.<ref name=vera/>
Þrátt fyrir hernám Grozníj héldu Téténar áfram mótspyrnu gegn rússneska hernum á næstu árum. Rússar héldu áfram sprengjuherferðum gegn téténsku landsbyggðinni og drápu fjölda óbreyttra borgara. Þann 7. apríl 1995 lögðu rússneskir hermenn þorpið [[Samashkí]] í rúst og drápu um 300 manns, meðal annars með eldvörpum.<ref name=vera/> Mannfallið í Téténíu og fréttir af grimmd rússneska hersins höfðu neikvæð áhrif á vinsældir Jeltsíns heima fyrir og spilltu fyrirætlunum hans um nánari sambönd við vestrænar stofnanir eins og [[Atlantshafsbandalagið]] og [[Evrópuráðið]].<ref>{{Tímarit.is|4079421|Rússar egna gildrur fyrir fjallabúa|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=7|útgáfudagsetning=7. febrúar 1995}}</ref> Stríðið varð það óvinsælt hjá rússneskri alþýðu að Jeltsín gerði það að kosningaloforði í forsetakosningum Rússlands árið 1996 að semja um frið í Téténíu.<ref>{{Tímarit.is|2943803|Samninga um Tsjetsjeníu|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=14|útgáfudagsetning=28. ágúst 1996|höfundur=[[Elías Snæland Jónsson]]}}</ref>
Dzhokhar Dúdajev var ráðinn af dögum í loftskeytaárás rússneska hersins þann 21. apríl 1996 en Téténar hétu því að halda baráttunni áfram.<ref>{{Tímarit.is|3347456|Merkið stendur þó foringinn falli|blað=[[Alþýðublaðið]]|blaðsíða=1|útgáfudagsetning=24. apríl 1996|höfundur=[[Arnór Hannibalsson]]}}</ref> Nýr leiðtogi Téténa til bráðabirgða varð [[Zelmikhan Jandarbíjev]].<ref>{{Tímarit.is|1852591|Myrti rússneski herinn Dúdajev í hefndarskyni?|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=18|útgáfudagsetning=25. apríl 1996}}</ref>
Í ágúst 1996 hófu Rússar, undir umsjá [[Alexander Lebed|Alexanders Lebed]] öryggismálastjóra, viðræður við Téténa um vopnahlé.<ref>{{Tímarit.is|2944003|Lebed lætur sverfa til stáls í Kreml|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=18|útgáfudagsetning=17. ágúst 1996|höfundur=Magnús Torfi Ólafsson}}</ref> Lebed tókst að semja um vopnahlésskilmála í ágústlok sem fólu í sér að Téténía og Rússland útilokuðu fleiri valdbeitingu, en ekkert var formlega útkljáð um sjálfstæði Téténíu. Í maí 1997 fundaði Jeltsín með [[Aslan Maskhadov]], nýjum forseta Téténíu, í [[Kreml (Moskva)|Kreml]] og undirritaði með honum formlega friðarsamninga.<ref>{{Tímarit.is|2944003|Jeltsín og Maskhadov undirrita friðarsamning|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=25|útgáfudagsetning=13. maí 1997}}</ref> Lok fyrra Téténíustríðsins eru miðuð við þessa friðarskilmála en friður varði ekki lengi í Téténíu og Rússar hófu [[Seinna Téténíustríðið|aðra styrjöld]] um landsvæðið aðeins um þremur árum síðar.<ref name=vísindavefur/>
==Tilvísanir==
<references/>
[[Flokkur:Saga Rússlands]]
[[Flokkur:Stríð á 20. öld]]
[[Flokkur:Téténía]]
14txp5jhnenedmw88s1tcroksa7w1uh
Seinna Téténíustríðið
0
167475
1765272
1762950
2022-08-18T19:55:20Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{stríðsátök
| conflict = Seinna Téténíustríðið
|image=После боя. БТР, подбитый боевиками.jpg
|image_size=250px
|caption= Ónýtur rússneskur brynbíll í Téténíu árið 2000.
|place=[[Norður-Kákasus]], aðallega í [[Téténía|Téténíu]]
|date='''Virk átök''':<br>7. ágúst 1999 – 30. apríl 2000<ref>{{Google books|id=yNEQzL-liisC&pg=RA16-PA4&lpg=RA16-PA4&dq=announced+that+the+military+phase+of+the+&redir_esc=y#v=onepage&q&f=false|page=4|title=Documents Working Papers}}</ref><br />(8 mánuðir og 24 dagar)<br>'''Uppreisnarástand''':<br>1. maí 2000 – 16. apríl 2009<ref name="bbc-endwar">{{Cite news|url=http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/europe/8001495.stm|title=Russia 'ends Chechnya operation'|date=16 April 2009|access-date=14 April 2009|work=BBC News}}</ref><br>(8 ár, 10 mánuðir og 15 dagar)
|result=Rússneskur sigur. Téténía endurinnlimuð í Rússland.
|combatant1=[[File:Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg|20px]] [[Téténska lýðveldið Itkería]] (1999–2007)<br>[[File:Flag of Caucasian Emirate.svg|20px]] [[Emírdæmið Kákasus]] (2007–2009)
|combatant2={{RUS}} [[Rússland]]<br>[[File:Flag of the Chechen Republic.svg|20px]] [[Téténía|Sjálfstjórnarlýðveldið Téténía]]
|commander1= [[File:Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg|20px]] [[Aslan Maskhadov]] {{KIA}}<br>[[File:Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg|20px]] [[Zelmikhan Jandarbíjev]] {{KIA}}<br>[[File:Flag of the Islamic Jamaat of Ichkeria.svg|20px]] [[Shamil Basajev]] {{KIA}}<br>[[File:Flag of Jihad.svg|20px]] [[Ibn al-Khattib]] {{KIA}}
|commander2= {{RUS}} [[Vladímír Pútín]]<br>{{RUS}} [[Borís Jeltsín]] {{small|(til 31. desember 1999)}}<br>[[File:Flag of the Chechen Republic.svg|20px]] [[Akhmad Kadyrov]] {{KIA}}<br>[[File:Flag of the Chechen Republic.svg|20px]] [[Ramzan Kadyrov]]
|strength1=~22.000<ref>[http://old.cry.ru/text.shtml?199911/19991104131700.inc Федеральным силам в Чечне противостоят 22 тыс. боевиков] Varnarmálaráðuneyti Rússlands {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070927183744/http://old.cry.ru/text.shtml?199911%2F19991104131700.inc |date=27 September 2007 }}</ref>–30.000<ref>{{Google books|id=hd3FAAAAQBAJ|page=237|title=War Veterans in Postwar Situations: Chechnya, Serbia, Turkey, Peru, and Côte D'Ivoire}} Nathalie Duclos, 2012, {{ISBN|978-1-137-10974-3}}, page 237</ref><br />(árið 1999)
|strength2=80.000 (árið 1999)<ref>{{cite book |editor1-last=Кривошеев |editor1-first=Г. Ф. |title=Россия и СССР в войнах XX века. Потери вооруженных сил |url=https://archive.org/details/isbn_5224015154 |date=2001 |publisher=Олма-Пресс |isbn=5-224-01515-4 |page=[https://archive.org/details/isbn_5224015154/page/n297 593] |lang=ru}}</ref>
|casualties1=14.113 hermenn drepnir (1999–2002)<ref>{{cite web|url=http://www.strategypage.com/qnd/russia/articles/20021225.aspx |title=Russia: December 25, 2002 |publisher=Strategypage.com |access-date=17 October 2011}}</ref><br />2.186 hermenn drepnir (2003–2009)<ref>{{cite web|url=http://en.rian.ru/russia/20091007/156385557.html|title=Russia put 750 militants out of action in 2009 – Interior Ministry | Russia | RIA Novosti|publisher=En.rian.ru|date=1 October 2009|access-date=17 October 2011}}</ref><br />'''Alls drepnir: 16.299'''
|casualties2=3.726 hermenn drepnir,<ref>3.688 drepnir í Téténíu (1999–2007),[http://www.wps.ru/en/pp/military/2008/02/01.html] 28 drepnir í Téténíu (2008),[https://web.archive.org/web/20110711091133/http://georgiandaily.com/index.php?option=com_content&task=view&id=7859&Itemid=65] 10 drepnir í Dagestan (2005),[http://www.islamweb.net/ver2/archive/article.php?lang=E&id=92365] alls 3.726 drepnir skv. opinberum talningum</ref><br/>2.364–2.572 hermenn innanríkisráðuneytisins drepnir,<ref>1.614–1.822 drepnir í Téténíu (1999–2002),[http://www.da.mod.uk/colleges/arag/.../06(05)mas.pdf]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}[https://web.archive.org/web/20131005011346/http://russialist.org/7067-8.php] 279 drepnir í Téténíu (2004–2005),[https://srbpodcast.org/2006/08/30/interior-ministry-releases-casualties-in-chechnya/] 200 drepnir í Dagestan (2002–2006),[https://www.globalsecurity.org/military/library/news/2006/08/mil-060820-rianovosti01.htm] 45 drepnir í Téténíu og Dagestan (2007),[https://web.archive.org/web/20070626105733/http://en.rian.ru/russia/20070621/67579434.html] 226 drepnir í Norður-Kákasus (2008),[https://web.archive.org/web/20131004230126/http://georgiandaily.com/index.php?option=com_content&task=view&id=9349&Itemid=6] alls 2.364–2.572 lýstir dánir.</ref><br>1.072 téténskir lögregluþjónar drepnir,<ref>{{cite web|url=https://groups.yahoo.com/group/chechnya-sl/message/53850|title=More than 1,000 Chechen police died in anti-terrorist operations – Chechen Interior Ministry|publisher=Groups.yahoo.com|access-date=17 October 2011}}</ref><ref>{{cite web|author=WPS observer|url=http://www.wps.ru/en/pp/military/2008/02/01.html|title=On losses in Russian army|publisher=Wps.ru|access-date=17 October 2011}}</ref><br>106 útsendarar FSB og GRU drepnir<ref>{{cite web|url=http://www.historyguy.com/chechen_war_two.html|title=The Second Chechen War|work=historyguy.com|access-date=20 May 2015}}</ref><br />'''Alls drepnir: 7.268–7.476'''<ref group="ath">Nefnd mæðra rússneskra hermanna telur eiginlegt dauðsfall hermanna hærra en opinberar tölur gefa til kynna og segja alls 14.000 rússneska hermenn hafa fallið í valinn frá 1999 til 2005.</ref>
| casualties3 = '''Óbreyttir borgarar drepnir''':<br />Miðað er við allt að '''25.000''' dauðsföll og allt að '''5.000''' mannshvörf í Téténíu (skv. talningum [[Amnesty International|AI]])<ref>''[https://www.amnesty.org/en/documents/eur46/015/2007/en/ What justice for Chechnya's disappeared?] .'' AI Index: EUR 46/015/2007, 23 May 2007</ref><br />Dauðsföll alls:<br />'''~80.000''' í Téténíu (mat [[Society for Threatened Peoples|GfbV]]),<ref>Sarah Reinke: ''Schleichender Völkermord in Tschetschenien. Verschwindenlassen – ethnische Verfolgung in Russland – Scheitern der internationalen Politik.'' Gesellschaft für bedrohte Völker, 2005, page 8 ([http://www.gfbv.de/show_file.php?type=report&property=download&id=15 PDF] {{webarchive |url=https://web.archive.org/web/20140812015310/http://www.gfbv.de/show_file.php?type=report&property=download&id=15 |date=12 August 2014 }})</ref><br />Fleiri í nágrannahéruðum,<br />'''40.000–45.000''' óbreyttir borgarar drepnir (Kramer),<ref>Mark Kramer: "Guerrilla Warfare, Counterinsurgency and Terrorism in the North Caucasus: The Military
Dimension of the Russian-Chechen Conflict", Europe-Asia Studies, Vol. 57, No. 2 (March 2005), bls.210.</ref> <br />Rúmlega '''600''' drepin í árásum innan Rússlands.<br />'''Dauðsföll hermanna og borgara alls: ~50.000–80.000'''
| notes = <references group="ath"/>
}}
'''Seinna Téténíustríðið''' var stríð sem [[Rússland|Rússar]] háðu gegn aðskilnaðarsinnum í [[Téténía|Téténíu]] frá 1999 til 2000. Eiginlegum stríðsátökum lauk með sigri Rússa árið 2000 en uppreisnarhópar héldu áfram hernaði gegn rússneskum yfirráðum þar til hernaðaraðgerðum lauk árið 2009.
Stríðið hófst samhliða valdatöku [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] í Rússlandi og er því stundum kallað „stríð Pútíns“ til að greina það frá [[Fyrra Téténíustríðið|fyrra Téténíustríðinu]], sem er þá kallað „stríð [[Borís Jeltsín|Jeltsíns]].“ Stríðið setti svip sinn á fyrstu valdaár Pútíns og framganga hans í því átti þátt í að auka vinsældir hans og treysta stöðu hans sem leiðtoga Rússlands.
Stríðinu lauk með sigri Rússa gegn aðskilnaðarsinnum. Rússar gerðu feðgana [[Akhmad Kadyrov|Akhmad]] og [[Ramzan Kadyrov]], sem höfðu áður barist fyrir sjálfstæði Téténíu, að umboðsstjórnendum sínum í Téténíu. Þrátt fyrir að Téténía hafi formlega verið limuð inn í Rússland á ný við lok stríðsins hefur Ramzan Kadyrov síðan þá í auknum mæli gert Téténíu að einræðisstjórn sem fylgir rússneskum lögum aðeins að takmörkuðu leyti.<ref name=stalín>{{Tímarit.is|6377756|Kadyrov er hinn tsjetsjenski Stalín|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|höfundur=Björn Teitsson|útgáfudagsetning=10. október 2010|blaðsíða=20}}</ref>
==Aðdragandi==
[[Fyrra Téténíustríðið|Fyrra Téténíustríðinu]] hafði lokið árið 1996 og næsta ár höfðu Téténar og Rússar skrifað undir friðarsáttmála þar sem [[Téténska lýðveldið Itkería]] fékk sjálfstæði að flestu leyti. Hins vegar var áfram mikill ófriður í Téténíu og á [[Kákasus]]svæðinu. Sjálfstæðisbarátta Téténa hafði lengst af grundvallast á [[Veraldarhyggja|veraldlegri]] [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] en með eyðileggingu fyrra Téténíustríðsins náðu vígahópar stríðsherra sem aðhylltust [[Íslamismi|íslamisma]] og [[Wahhabismi|wahhabisma]] fótfestu á svæðinu og höfðu það að yfirlýstu markmiði að reka Rússa alfarið frá héruðum Kákasus og stofna ríki byggt á [[sjaríalög]]um.<ref>{{Tímarit.is|1946207|Múslimar í Kákasushéruðum í stríði við Rússa|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=23. september 1999|blaðsíða=32}}</ref><ref name=vísindavefur/>
Aðsópsmestir meðal þessara stríðsherra voru [[Shamil Basajev]] og [[Ibn al-Khattab]], sem stóðu ásamt hersveitum sínum fyrir gíslatökum og hryðjuverkum í nágrannahéruðum Téténíu. [[Aslan Maskhadov]], forseti Téténska lýðveldisins Itkeríu, lét starfsemi þessara hópa innan Téténíu að mestu óafskipta og gerði Basajev að forsætisráðherra í stjórn sinni í nokkra mánuði árið 1998 til að vinna sér hylli stuðningsmanna hans.<ref name=vera2/> Árið 1999 var tala gísla komin upp í 2.000 manns. Sama ár gerðu skæruliðasveitir undir stjórn Basajevs (sem Maskhadov hafði þá rekið úr stjórn sinni) og al-Khattabs innrás frá Téténíu inn í rússneska sjálfsstjórnarsvæðið [[Dagestan]], þar sem wahhabistar höfðu lögt nokkur þorp undir sig.<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|4531|Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?}}</ref>
Í ágúst 1999 sendu yfirvöld í [[Kreml (Moskva)|Kreml]] hermenn til Dagestans til að hrekja á bak aftur innrás Basajevs og al-Khattab. Innrásarmennirnir voru hraktir burt á skömmum tíma, enda höfðu þeir litlu fylgi að fagna meðal Dagestana.<ref name=vera2/>
===Sprengjuárásirnar í Moskvu og Volgodonsk===
Í september 1999 voru gerðar sprengjuárásir á íbúðablokkir í [[Moskva|Moskvu]] og í [[Volgodonsk]] sem Rússar sögðu téténska [[Íslamismi|íslamista]] standa fyrir, þótt það hafi ekki verið sannað með óyggjandi hætti.<ref name=vera>{{Vefheimild|titill=Í ljósi sögunnar - Téténía|url=https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/72tl1u|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=7. apríl|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref> Rannsóknir leiddu í ljós að árásirnar voru gerðar með sprengiefninu [[RDX]], sem þarf sérfræðikunnáttu til að beita rétt.<ref name=vera2/> Kenningar hafa verið settar fram um að rússneska leyniþjónustan [[Alríkislögregla Rússneska Sambandsríkisins|FSB]] hafi staðið fyrir sprengjuárásunum til að skapa tylliástæðu fyrir frekari hernaði gegn Téténíu. Til stuðnings þessarar kenningar hefur verið bent á að tveir starfsmenn FSB hafi sést koma sprengiefni með dufti sem líktist RDX fyrir í kjallara íbúðablokkar í [[Rjasan]]. Þeir voru handteknir en lögreglu svo skipað að láta þá lausa. Formaður FSB, [[Vladímír Pútín]], hafði á þessum tíma nýlega verið skipaður [[forsætisráðherra Rússlands]]. Hann tók við embætti þann 15. ágúst 1999, á sama tíma og seinna Téténíustríðið var að hefjast.<ref>{{Vefheimild|titill=Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|url=https://www.visir.is/g/20222235430d/ur-leynithjonustunni-i-forsetahollina|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=16. mars}}</ref>
Einn þeirra sem hélt því fram að FSB og Pútín hefðu sviðsett sprengjuárásirnar til að leggja grunninn að endurnýjuðum hernaði í Téténíu var FSB-liðinn [[Aleksandr Lítvínenko]], sem flúði í útlegð til Bretlands árið 2000. Lítvínenko lést árið 2006 eftir að eitrað var fyrir honum með [[Geislavirkni|geislavirka]] efninu Pólon-210.<ref>{{Vefheimild|titill=WSJ; Herða verður refsiaðgerðir gegn Pútín vegna morðsins á Litvinenko|url=https://vardberg.is/frettir/wsj-herda-verdur-refsiadgerdir-gegn-putin-vegna-mordsins-a-litvinenko/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2016|mánuður=22. janúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. mars}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko|url=https://www.visir.is/g/20212158912d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=21. september|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. mars|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref>
==Gangur stríðsins==
[[Mynd:Mass grave in Chechnya.jpg|thumb|left|Fjöldagrafir í Téténíu í febrúar 2000.]]
Þann 28. september 1999 lýstu Rússar friðarsamningana frá árinu 1996 ógilda og hófu stríð gegn íslamistum í Téténíu. Rússneskir hermenn héldu inn í Téténíu úr norðri og vestri og herflugvélar hófu að varpa sprengjum á téténsku höfuðborgina [[Grozníj]].<ref name=vera2>{{Vefheimild|titill=Dularfullar sprengingar urðu tilefni innrásar|url=https://www.ruv.is/frett/dularfullar-sprengingar-urdu-tilefni-innrasar|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=21. apríl|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. apríl}}</ref>
Ólíkt fyrra Téténíustríðinu, sem hafði verið afspyrnu óvinsælt stríð, naut innrásin mikils stuðnings hjá rússneskri alþýðu, enda var nú hefndarhugur í mörgum fyrir hryðjuverkaárásirnar í Moskvu og Volgodonsk. Vladímír Pútín, sem varð helsti forsvarsmaður innrásarinnar og vígreifastur í garð Téténa, varð því gríðarlega vinsæll leiðtogi á skömmum tíma. Pútín varð síðan óvænt [[forseti Rússlands]] þegar [[Borís Jeltsín]] sagði af sér á gamlársdag árið 1999.<ref name=vera2/>
Í febrúar árið 2000 hafði Grozníj nánast alfarið verið lögð í rúst vegna sprengjuárása Rússa. Um 400.000 manns höfðu búið þar fyrir stríðið en aðeins um 40.000 voru eftir þegar síðustu téténsku skæruliðarnir hörfuðu frá borginni í lok janúar árið 2000, aðallega konur og eldra fólk. Eftir að Rússar náðu borginni sökuðu samtök á borð við [[Mannréttindavaktin]]a þá um að halda hundruðum saklausra borgara í fangabúðum þar sem þeir voru pyntaðir og konum nauðgað. Íbúar sem enn dvöldu í borginni sökuðu rússneska hermenn um að fara ránshendi um eigur þeirra, skjóta af handahófi inn í kjallara og ræna ungum konum.<ref>{{Vefheimild|titill=Tilgangslaus eyðilegging?|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/519846/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=20. febrúar|ár=2000|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref>
Eftir að innrásin í Téténíu hófst ákvað [[Akhmad Kadyrov]], æðsti [[múfti]] (múslimaklerkur) Téténska lýðveldisins Itkeríu, að ganga til liðs við Rússa. Kadyrov hafði barist gegn Rússum í fyrra Téténíustríðinu en neitaði í þetta sinn að styðja stjórn Aslans Maskhadov forseta þar sem hann vildi ekki þurfa að berjast við hlið bókstafstrúarmanna á borð við Ibn al-Khattab. Kadyrov, sem var stríðsherra sem réði yfir eigin hersveitum, leyfði Rússum að koma sér fyrir í borginni [[Gudermes]] á meðan þeir þjörmuðu að Grozníj.<ref name=vera2/> Að launum fyrir hollustu sína við stjórnvöld í Kreml var Kadyrov gerður að umboðsstjórnanda Rússa í Téténíu eftir að rússneski herinn hafði náð valdi á héraðinu um mitt árið 2000.<ref name=stalín/>
==Eftirmálar==
[[Mynd:Vladimir Putin 18 January 2001-3.jpg|thumb|right|[[Vladímír Pútín]] (til vinstri) fundar með [[Akhmad Kadyrov]], sem gekk í lið með Rússum og gerðist umboðsstjórnandi þeirra í Téténíu.]]
[[Mynd:Beslan school no 1 victim photos.jpg|thumb|right|Myndir af fórnarlömbum gíslatökunnar í Beslan árið 2004.]]
Rússar höfðu kollvarpað stjórn Téténska lýðveldisins Ítkeríu og náð formlegri stjórn á héraðinu á fyrri hluta ársins 2000. Téténar héldu þó áfram skæruhernaði og vopnaðri andspyrnu gegn rússneskum yfirráðum í mörg ár til viðbótar. Andspyrna téténsku skæruliðanna einkenndist oft af gíslatökum og hryðjuverkaárásum gegn óbreyttum borgurum. Eitt alræmdasta atvikið í þessum kafla Téténíustríðsins varð þann 23. október 2002 þegar 40 téténskir skæruliðar réðust inn [[Dubrovka-leikhúsið]] í Moskvu á meðan verið var að sýna söngleik og [[Gíslatakan í Dubrovka-leikhúsinu|héldu fullum sal áhorfenda í gíslingu]]. Gíslatökumennirnir kröfðust þess að Rússar hefðu sig burt frá Téténíu innan viku, ella yrði leikhúsið sprengt í loft upp. Rússneskar sérsveitir leystu úr gíslatökunni eftir þrjá daga með því að dæla svefngasi inn í leikhúsið og frelsuðu svo gíslana á meðan téténsku skæruliðarnir lágu meðvitundarlausir. Hins vegar létust um 130 gíslar eftir að hafa andað að sér gasinu.<ref>{{Vefheimild|titill=Spurningum enn ósvarað 15 árum eftir gíslatöku|url=https://www.ruv.is/frett/spurningum-enn-osvarad-15-arum-eftir-gislatoku|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=27. október|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. apríl}}</ref>
Annar hildarleikur varð í september árið 2004 þegar téténskir uppreisnarmenn sem fylgdu Shamil Basajev að málum réðust inn í grunnskóla í borginni [[Beslan]] í [[Norður-Ossetía|Norður-Ossetíu]] og [[Gíslatakan í Beslan|tóku alla sem þar voru í gíslingu]]. Alls létust að minnsta kosti 339 manns, þar af um helmingurinn börn, þegar rússneskar sérsveitir réðust inn í skólann til að binda enda á gíslatökuna.<ref>{{Vefheimild|titill=Ár frá gíslatökunni í Beslan|url=https://www.visir.is/g/2005239793d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=1. september|ár=2005|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Basajev lýsir ábyrgð á gíslatöku í Beslan|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2004/09/17/basajev_lysir_abyrgd_a_gislatoku_i_beslan/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=17. september|ár=2004|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022}}</ref>
Eftir [[hryðjuverkin 11. september 2001]] í [[New York-borg|New York]] var stríð Rússa í Téténíu í auknum mæli samsamað [[Stríðið gegn hryðjuverkum|stríðinu gegn hryðjuverkum]] sem Bandaríkjamenn höfðu lýst yfir.<ref>{{Vefheimild|titill=Beslan breytir engu!|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/818219/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=13. september|ár=2004|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022|höfundur=Gunnar Hólmsteinn Ársælsson}}</ref>
Akhmad Kadyrov, sem þá var orðinn forseti sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu innan Rússlands, var myrtur árið 2004 á hersýningu í Grozníj.<ref>{{Vefheimild|titill=Forseti Tétsníu myrtur|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/797164/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=10. maí|ár=2004|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref> Í kjölfarið voru Rússar fljótir að upphefja son Akhmads, [[Ramzan Kadyrov]], sem nýjan umboðsstjórnanda sinn í Téténíu. Með stuðningi Pútíns var Ramzan Kadyrov skipaður aðstoðarforsætisráðherra Téténíu strax eftir morðið. Hann varð síðan forsætisráðherra Téténíu ári síðar, aðeins 29 ára gamall.<ref name=stalín/> Kadyrov var formlega skipaður forseti Téténíu árið 2007, stuttu eftir að hann varð þrjátíu ára gamall. Pútín veitti Kadyrov umboð til að „hreinsa til“ í Téténíu og fleytti til hans gríðarlegum fjármunum svo hann gæti barið niður aðskilnaðarsinna sem enn börðust gegn rússnesku stjórninni.<ref name=stríðsherra>{{Vefheimild|titill=Stríðsherra með sérstakt dálæti á samfélagsmiðlum|url=https://kjarninn.is/skyring/2016-03-20-stridsherra-med-serstakt-dalaeti-samfelagsmidlum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Ómar Þorgeirsson|mánuður=20. mars|ár=2016|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref>
Aslan Maskhadov var drepinn af rússneskum hermönnum í mars árið 2005. Hann var þá síðasti leiðtogi Téténa sem vildi ná fram samningum við Rússa til að ljúka stríðinu. Maskhadov hafnaði því að hann hefði haft neitt með gíslatökurnar í Moskvu eða Beslan að gera.<ref>{{Vefheimild|titill=Greiddu stórfé fyrir upplýsingar|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1006974/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=16. mars|ár=2005|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022}}</ref> Shamil Basajev var drepinn í næturáhlaupi rússneskra hermanna á skæruliðahóp hans í [[Ingúsetía|Ingúsetíu]] í júlí 2006.<ref>{{Vefheimild|titill=Basajev deyr í næturárás|url=https://www.visir.is/g/2020111528d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=11. júlí|ár=2006|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022}}</ref>
Rússar lýstu formlega yfir endalokum hernaðaraðgerða sinna í Téténíu þann 16. apríl árið 2009.<ref>{{Vefheimild|titill=Kadyrov fagnar sigri Rússa í Tétsníu|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2009/04/16/kadyrov_fagnar_sigri_russa_i_tetsniu/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=16. apríl|ár=2009|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
[[Flokkur:Saga Rússlands]]
[[Flokkur:Stríð á 20. öld]]
[[Flokkur:Stríð á 21. öld]]
[[Flokkur:Téténía]]
a0d7jnl4308vy01nzkhp706siufdpu5
1765274
1765272
2022-08-18T19:56:00Z
TKSnaevarr
53243
/* Sprengjuárásirnar í Moskvu og Volgodonsk */
wikitext
text/x-wiki
{{stríðsátök
| conflict = Seinna Téténíustríðið
|image=После боя. БТР, подбитый боевиками.jpg
|image_size=250px
|caption= Ónýtur rússneskur brynbíll í Téténíu árið 2000.
|place=[[Norður-Kákasus]], aðallega í [[Téténía|Téténíu]]
|date='''Virk átök''':<br>7. ágúst 1999 – 30. apríl 2000<ref>{{Google books|id=yNEQzL-liisC&pg=RA16-PA4&lpg=RA16-PA4&dq=announced+that+the+military+phase+of+the+&redir_esc=y#v=onepage&q&f=false|page=4|title=Documents Working Papers}}</ref><br />(8 mánuðir og 24 dagar)<br>'''Uppreisnarástand''':<br>1. maí 2000 – 16. apríl 2009<ref name="bbc-endwar">{{Cite news|url=http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/europe/8001495.stm|title=Russia 'ends Chechnya operation'|date=16 April 2009|access-date=14 April 2009|work=BBC News}}</ref><br>(8 ár, 10 mánuðir og 15 dagar)
|result=Rússneskur sigur. Téténía endurinnlimuð í Rússland.
|combatant1=[[File:Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg|20px]] [[Téténska lýðveldið Itkería]] (1999–2007)<br>[[File:Flag of Caucasian Emirate.svg|20px]] [[Emírdæmið Kákasus]] (2007–2009)
|combatant2={{RUS}} [[Rússland]]<br>[[File:Flag of the Chechen Republic.svg|20px]] [[Téténía|Sjálfstjórnarlýðveldið Téténía]]
|commander1= [[File:Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg|20px]] [[Aslan Maskhadov]] {{KIA}}<br>[[File:Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg|20px]] [[Zelmikhan Jandarbíjev]] {{KIA}}<br>[[File:Flag of the Islamic Jamaat of Ichkeria.svg|20px]] [[Shamil Basajev]] {{KIA}}<br>[[File:Flag of Jihad.svg|20px]] [[Ibn al-Khattib]] {{KIA}}
|commander2= {{RUS}} [[Vladímír Pútín]]<br>{{RUS}} [[Borís Jeltsín]] {{small|(til 31. desember 1999)}}<br>[[File:Flag of the Chechen Republic.svg|20px]] [[Akhmad Kadyrov]] {{KIA}}<br>[[File:Flag of the Chechen Republic.svg|20px]] [[Ramzan Kadyrov]]
|strength1=~22.000<ref>[http://old.cry.ru/text.shtml?199911/19991104131700.inc Федеральным силам в Чечне противостоят 22 тыс. боевиков] Varnarmálaráðuneyti Rússlands {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070927183744/http://old.cry.ru/text.shtml?199911%2F19991104131700.inc |date=27 September 2007 }}</ref>–30.000<ref>{{Google books|id=hd3FAAAAQBAJ|page=237|title=War Veterans in Postwar Situations: Chechnya, Serbia, Turkey, Peru, and Côte D'Ivoire}} Nathalie Duclos, 2012, {{ISBN|978-1-137-10974-3}}, page 237</ref><br />(árið 1999)
|strength2=80.000 (árið 1999)<ref>{{cite book |editor1-last=Кривошеев |editor1-first=Г. Ф. |title=Россия и СССР в войнах XX века. Потери вооруженных сил |url=https://archive.org/details/isbn_5224015154 |date=2001 |publisher=Олма-Пресс |isbn=5-224-01515-4 |page=[https://archive.org/details/isbn_5224015154/page/n297 593] |lang=ru}}</ref>
|casualties1=14.113 hermenn drepnir (1999–2002)<ref>{{cite web|url=http://www.strategypage.com/qnd/russia/articles/20021225.aspx |title=Russia: December 25, 2002 |publisher=Strategypage.com |access-date=17 October 2011}}</ref><br />2.186 hermenn drepnir (2003–2009)<ref>{{cite web|url=http://en.rian.ru/russia/20091007/156385557.html|title=Russia put 750 militants out of action in 2009 – Interior Ministry | Russia | RIA Novosti|publisher=En.rian.ru|date=1 October 2009|access-date=17 October 2011}}</ref><br />'''Alls drepnir: 16.299'''
|casualties2=3.726 hermenn drepnir,<ref>3.688 drepnir í Téténíu (1999–2007),[http://www.wps.ru/en/pp/military/2008/02/01.html] 28 drepnir í Téténíu (2008),[https://web.archive.org/web/20110711091133/http://georgiandaily.com/index.php?option=com_content&task=view&id=7859&Itemid=65] 10 drepnir í Dagestan (2005),[http://www.islamweb.net/ver2/archive/article.php?lang=E&id=92365] alls 3.726 drepnir skv. opinberum talningum</ref><br/>2.364–2.572 hermenn innanríkisráðuneytisins drepnir,<ref>1.614–1.822 drepnir í Téténíu (1999–2002),[http://www.da.mod.uk/colleges/arag/.../06(05)mas.pdf]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}[https://web.archive.org/web/20131005011346/http://russialist.org/7067-8.php] 279 drepnir í Téténíu (2004–2005),[https://srbpodcast.org/2006/08/30/interior-ministry-releases-casualties-in-chechnya/] 200 drepnir í Dagestan (2002–2006),[https://www.globalsecurity.org/military/library/news/2006/08/mil-060820-rianovosti01.htm] 45 drepnir í Téténíu og Dagestan (2007),[https://web.archive.org/web/20070626105733/http://en.rian.ru/russia/20070621/67579434.html] 226 drepnir í Norður-Kákasus (2008),[https://web.archive.org/web/20131004230126/http://georgiandaily.com/index.php?option=com_content&task=view&id=9349&Itemid=6] alls 2.364–2.572 lýstir dánir.</ref><br>1.072 téténskir lögregluþjónar drepnir,<ref>{{cite web|url=https://groups.yahoo.com/group/chechnya-sl/message/53850|title=More than 1,000 Chechen police died in anti-terrorist operations – Chechen Interior Ministry|publisher=Groups.yahoo.com|access-date=17 October 2011}}</ref><ref>{{cite web|author=WPS observer|url=http://www.wps.ru/en/pp/military/2008/02/01.html|title=On losses in Russian army|publisher=Wps.ru|access-date=17 October 2011}}</ref><br>106 útsendarar FSB og GRU drepnir<ref>{{cite web|url=http://www.historyguy.com/chechen_war_two.html|title=The Second Chechen War|work=historyguy.com|access-date=20 May 2015}}</ref><br />'''Alls drepnir: 7.268–7.476'''<ref group="ath">Nefnd mæðra rússneskra hermanna telur eiginlegt dauðsfall hermanna hærra en opinberar tölur gefa til kynna og segja alls 14.000 rússneska hermenn hafa fallið í valinn frá 1999 til 2005.</ref>
| casualties3 = '''Óbreyttir borgarar drepnir''':<br />Miðað er við allt að '''25.000''' dauðsföll og allt að '''5.000''' mannshvörf í Téténíu (skv. talningum [[Amnesty International|AI]])<ref>''[https://www.amnesty.org/en/documents/eur46/015/2007/en/ What justice for Chechnya's disappeared?] .'' AI Index: EUR 46/015/2007, 23 May 2007</ref><br />Dauðsföll alls:<br />'''~80.000''' í Téténíu (mat [[Society for Threatened Peoples|GfbV]]),<ref>Sarah Reinke: ''Schleichender Völkermord in Tschetschenien. Verschwindenlassen – ethnische Verfolgung in Russland – Scheitern der internationalen Politik.'' Gesellschaft für bedrohte Völker, 2005, page 8 ([http://www.gfbv.de/show_file.php?type=report&property=download&id=15 PDF] {{webarchive |url=https://web.archive.org/web/20140812015310/http://www.gfbv.de/show_file.php?type=report&property=download&id=15 |date=12 August 2014 }})</ref><br />Fleiri í nágrannahéruðum,<br />'''40.000–45.000''' óbreyttir borgarar drepnir (Kramer),<ref>Mark Kramer: "Guerrilla Warfare, Counterinsurgency and Terrorism in the North Caucasus: The Military
Dimension of the Russian-Chechen Conflict", Europe-Asia Studies, Vol. 57, No. 2 (March 2005), bls.210.</ref> <br />Rúmlega '''600''' drepin í árásum innan Rússlands.<br />'''Dauðsföll hermanna og borgara alls: ~50.000–80.000'''
| notes = <references group="ath"/>
}}
'''Seinna Téténíustríðið''' var stríð sem [[Rússland|Rússar]] háðu gegn aðskilnaðarsinnum í [[Téténía|Téténíu]] frá 1999 til 2000. Eiginlegum stríðsátökum lauk með sigri Rússa árið 2000 en uppreisnarhópar héldu áfram hernaði gegn rússneskum yfirráðum þar til hernaðaraðgerðum lauk árið 2009.
Stríðið hófst samhliða valdatöku [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] í Rússlandi og er því stundum kallað „stríð Pútíns“ til að greina það frá [[Fyrra Téténíustríðið|fyrra Téténíustríðinu]], sem er þá kallað „stríð [[Borís Jeltsín|Jeltsíns]].“ Stríðið setti svip sinn á fyrstu valdaár Pútíns og framganga hans í því átti þátt í að auka vinsældir hans og treysta stöðu hans sem leiðtoga Rússlands.
Stríðinu lauk með sigri Rússa gegn aðskilnaðarsinnum. Rússar gerðu feðgana [[Akhmad Kadyrov|Akhmad]] og [[Ramzan Kadyrov]], sem höfðu áður barist fyrir sjálfstæði Téténíu, að umboðsstjórnendum sínum í Téténíu. Þrátt fyrir að Téténía hafi formlega verið limuð inn í Rússland á ný við lok stríðsins hefur Ramzan Kadyrov síðan þá í auknum mæli gert Téténíu að einræðisstjórn sem fylgir rússneskum lögum aðeins að takmörkuðu leyti.<ref name=stalín>{{Tímarit.is|6377756|Kadyrov er hinn tsjetsjenski Stalín|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|höfundur=Björn Teitsson|útgáfudagsetning=10. október 2010|blaðsíða=20}}</ref>
==Aðdragandi==
[[Fyrra Téténíustríðið|Fyrra Téténíustríðinu]] hafði lokið árið 1996 og næsta ár höfðu Téténar og Rússar skrifað undir friðarsáttmála þar sem [[Téténska lýðveldið Itkería]] fékk sjálfstæði að flestu leyti. Hins vegar var áfram mikill ófriður í Téténíu og á [[Kákasus]]svæðinu. Sjálfstæðisbarátta Téténa hafði lengst af grundvallast á [[Veraldarhyggja|veraldlegri]] [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] en með eyðileggingu fyrra Téténíustríðsins náðu vígahópar stríðsherra sem aðhylltust [[Íslamismi|íslamisma]] og [[Wahhabismi|wahhabisma]] fótfestu á svæðinu og höfðu það að yfirlýstu markmiði að reka Rússa alfarið frá héruðum Kákasus og stofna ríki byggt á [[sjaríalög]]um.<ref>{{Tímarit.is|1946207|Múslimar í Kákasushéruðum í stríði við Rússa|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=23. september 1999|blaðsíða=32}}</ref><ref name=vísindavefur/>
Aðsópsmestir meðal þessara stríðsherra voru [[Shamil Basajev]] og [[Ibn al-Khattab]], sem stóðu ásamt hersveitum sínum fyrir gíslatökum og hryðjuverkum í nágrannahéruðum Téténíu. [[Aslan Maskhadov]], forseti Téténska lýðveldisins Itkeríu, lét starfsemi þessara hópa innan Téténíu að mestu óafskipta og gerði Basajev að forsætisráðherra í stjórn sinni í nokkra mánuði árið 1998 til að vinna sér hylli stuðningsmanna hans.<ref name=vera2/> Árið 1999 var tala gísla komin upp í 2.000 manns. Sama ár gerðu skæruliðasveitir undir stjórn Basajevs (sem Maskhadov hafði þá rekið úr stjórn sinni) og al-Khattabs innrás frá Téténíu inn í rússneska sjálfsstjórnarsvæðið [[Dagestan]], þar sem wahhabistar höfðu lögt nokkur þorp undir sig.<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|4531|Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?}}</ref>
Í ágúst 1999 sendu yfirvöld í [[Kreml (Moskva)|Kreml]] hermenn til Dagestans til að hrekja á bak aftur innrás Basajevs og al-Khattab. Innrásarmennirnir voru hraktir burt á skömmum tíma, enda höfðu þeir litlu fylgi að fagna meðal Dagestana.<ref name=vera2/>
===Sprengjuárásirnar í Moskvu og Volgodonsk===
Í september 1999 voru gerðar sprengjuárásir á íbúðablokkir í [[Moskva|Moskvu]] og í [[Volgodonsk]] sem Rússar sögðu téténska [[Íslamismi|íslamista]] standa fyrir, þótt það hafi ekki verið sannað með óyggjandi hætti.<ref name=vera>{{Vefheimild|titill=Í ljósi sögunnar - Téténía|url=https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/72tl1u|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=7. apríl|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref> Rannsóknir leiddu í ljós að árásirnar voru gerðar með sprengiefninu [[RDX]], sem þarf sérfræðikunnáttu til að beita rétt.<ref name=vera2/> Kenningar hafa verið settar fram um að rússneska leyniþjónustan [[Alríkislögregla Rússneska Sambandsríkisins|FSB]] hafi staðið fyrir sprengjuárásunum til að skapa tylliástæðu fyrir frekari hernaði gegn Téténíu. Til stuðnings þessarar kenningar hefur verið bent á að tveir starfsmenn FSB hafi sést koma sprengiefni með dufti sem líktist RDX fyrir í kjallara íbúðablokkar í [[Rjazan]]. Þeir voru handteknir en lögreglu svo skipað að láta þá lausa. Formaður FSB, [[Vladímír Pútín]], hafði á þessum tíma nýlega verið skipaður [[forsætisráðherra Rússlands]]. Hann tók við embætti þann 15. ágúst 1999, á sama tíma og seinna Téténíustríðið var að hefjast.<ref>{{Vefheimild|titill=Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|url=https://www.visir.is/g/20222235430d/ur-leynithjonustunni-i-forsetahollina|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=16. mars}}</ref>
Einn þeirra sem hélt því fram að FSB og Pútín hefðu sviðsett sprengjuárásirnar til að leggja grunninn að endurnýjuðum hernaði í Téténíu var FSB-liðinn [[Aleksandr Lítvínenko]], sem flúði í útlegð til Bretlands árið 2000. Lítvínenko lést árið 2006 eftir að eitrað var fyrir honum með [[Geislavirkni|geislavirka]] efninu Pólon-210.<ref>{{Vefheimild|titill=WSJ; Herða verður refsiaðgerðir gegn Pútín vegna morðsins á Litvinenko|url=https://vardberg.is/frettir/wsj-herda-verdur-refsiadgerdir-gegn-putin-vegna-mordsins-a-litvinenko/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2016|mánuður=22. janúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. mars}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko|url=https://www.visir.is/g/20212158912d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=21. september|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. mars|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref>
==Gangur stríðsins==
[[Mynd:Mass grave in Chechnya.jpg|thumb|left|Fjöldagrafir í Téténíu í febrúar 2000.]]
Þann 28. september 1999 lýstu Rússar friðarsamningana frá árinu 1996 ógilda og hófu stríð gegn íslamistum í Téténíu. Rússneskir hermenn héldu inn í Téténíu úr norðri og vestri og herflugvélar hófu að varpa sprengjum á téténsku höfuðborgina [[Grozníj]].<ref name=vera2>{{Vefheimild|titill=Dularfullar sprengingar urðu tilefni innrásar|url=https://www.ruv.is/frett/dularfullar-sprengingar-urdu-tilefni-innrasar|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=21. apríl|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. apríl}}</ref>
Ólíkt fyrra Téténíustríðinu, sem hafði verið afspyrnu óvinsælt stríð, naut innrásin mikils stuðnings hjá rússneskri alþýðu, enda var nú hefndarhugur í mörgum fyrir hryðjuverkaárásirnar í Moskvu og Volgodonsk. Vladímír Pútín, sem varð helsti forsvarsmaður innrásarinnar og vígreifastur í garð Téténa, varð því gríðarlega vinsæll leiðtogi á skömmum tíma. Pútín varð síðan óvænt [[forseti Rússlands]] þegar [[Borís Jeltsín]] sagði af sér á gamlársdag árið 1999.<ref name=vera2/>
Í febrúar árið 2000 hafði Grozníj nánast alfarið verið lögð í rúst vegna sprengjuárása Rússa. Um 400.000 manns höfðu búið þar fyrir stríðið en aðeins um 40.000 voru eftir þegar síðustu téténsku skæruliðarnir hörfuðu frá borginni í lok janúar árið 2000, aðallega konur og eldra fólk. Eftir að Rússar náðu borginni sökuðu samtök á borð við [[Mannréttindavaktin]]a þá um að halda hundruðum saklausra borgara í fangabúðum þar sem þeir voru pyntaðir og konum nauðgað. Íbúar sem enn dvöldu í borginni sökuðu rússneska hermenn um að fara ránshendi um eigur þeirra, skjóta af handahófi inn í kjallara og ræna ungum konum.<ref>{{Vefheimild|titill=Tilgangslaus eyðilegging?|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/519846/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=20. febrúar|ár=2000|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref>
Eftir að innrásin í Téténíu hófst ákvað [[Akhmad Kadyrov]], æðsti [[múfti]] (múslimaklerkur) Téténska lýðveldisins Itkeríu, að ganga til liðs við Rússa. Kadyrov hafði barist gegn Rússum í fyrra Téténíustríðinu en neitaði í þetta sinn að styðja stjórn Aslans Maskhadov forseta þar sem hann vildi ekki þurfa að berjast við hlið bókstafstrúarmanna á borð við Ibn al-Khattab. Kadyrov, sem var stríðsherra sem réði yfir eigin hersveitum, leyfði Rússum að koma sér fyrir í borginni [[Gudermes]] á meðan þeir þjörmuðu að Grozníj.<ref name=vera2/> Að launum fyrir hollustu sína við stjórnvöld í Kreml var Kadyrov gerður að umboðsstjórnanda Rússa í Téténíu eftir að rússneski herinn hafði náð valdi á héraðinu um mitt árið 2000.<ref name=stalín/>
==Eftirmálar==
[[Mynd:Vladimir Putin 18 January 2001-3.jpg|thumb|right|[[Vladímír Pútín]] (til vinstri) fundar með [[Akhmad Kadyrov]], sem gekk í lið með Rússum og gerðist umboðsstjórnandi þeirra í Téténíu.]]
[[Mynd:Beslan school no 1 victim photos.jpg|thumb|right|Myndir af fórnarlömbum gíslatökunnar í Beslan árið 2004.]]
Rússar höfðu kollvarpað stjórn Téténska lýðveldisins Ítkeríu og náð formlegri stjórn á héraðinu á fyrri hluta ársins 2000. Téténar héldu þó áfram skæruhernaði og vopnaðri andspyrnu gegn rússneskum yfirráðum í mörg ár til viðbótar. Andspyrna téténsku skæruliðanna einkenndist oft af gíslatökum og hryðjuverkaárásum gegn óbreyttum borgurum. Eitt alræmdasta atvikið í þessum kafla Téténíustríðsins varð þann 23. október 2002 þegar 40 téténskir skæruliðar réðust inn [[Dubrovka-leikhúsið]] í Moskvu á meðan verið var að sýna söngleik og [[Gíslatakan í Dubrovka-leikhúsinu|héldu fullum sal áhorfenda í gíslingu]]. Gíslatökumennirnir kröfðust þess að Rússar hefðu sig burt frá Téténíu innan viku, ella yrði leikhúsið sprengt í loft upp. Rússneskar sérsveitir leystu úr gíslatökunni eftir þrjá daga með því að dæla svefngasi inn í leikhúsið og frelsuðu svo gíslana á meðan téténsku skæruliðarnir lágu meðvitundarlausir. Hins vegar létust um 130 gíslar eftir að hafa andað að sér gasinu.<ref>{{Vefheimild|titill=Spurningum enn ósvarað 15 árum eftir gíslatöku|url=https://www.ruv.is/frett/spurningum-enn-osvarad-15-arum-eftir-gislatoku|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=27. október|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. apríl}}</ref>
Annar hildarleikur varð í september árið 2004 þegar téténskir uppreisnarmenn sem fylgdu Shamil Basajev að málum réðust inn í grunnskóla í borginni [[Beslan]] í [[Norður-Ossetía|Norður-Ossetíu]] og [[Gíslatakan í Beslan|tóku alla sem þar voru í gíslingu]]. Alls létust að minnsta kosti 339 manns, þar af um helmingurinn börn, þegar rússneskar sérsveitir réðust inn í skólann til að binda enda á gíslatökuna.<ref>{{Vefheimild|titill=Ár frá gíslatökunni í Beslan|url=https://www.visir.is/g/2005239793d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=1. september|ár=2005|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Basajev lýsir ábyrgð á gíslatöku í Beslan|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2004/09/17/basajev_lysir_abyrgd_a_gislatoku_i_beslan/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=17. september|ár=2004|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022}}</ref>
Eftir [[hryðjuverkin 11. september 2001]] í [[New York-borg|New York]] var stríð Rússa í Téténíu í auknum mæli samsamað [[Stríðið gegn hryðjuverkum|stríðinu gegn hryðjuverkum]] sem Bandaríkjamenn höfðu lýst yfir.<ref>{{Vefheimild|titill=Beslan breytir engu!|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/818219/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=13. september|ár=2004|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022|höfundur=Gunnar Hólmsteinn Ársælsson}}</ref>
Akhmad Kadyrov, sem þá var orðinn forseti sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu innan Rússlands, var myrtur árið 2004 á hersýningu í Grozníj.<ref>{{Vefheimild|titill=Forseti Tétsníu myrtur|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/797164/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=10. maí|ár=2004|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref> Í kjölfarið voru Rússar fljótir að upphefja son Akhmads, [[Ramzan Kadyrov]], sem nýjan umboðsstjórnanda sinn í Téténíu. Með stuðningi Pútíns var Ramzan Kadyrov skipaður aðstoðarforsætisráðherra Téténíu strax eftir morðið. Hann varð síðan forsætisráðherra Téténíu ári síðar, aðeins 29 ára gamall.<ref name=stalín/> Kadyrov var formlega skipaður forseti Téténíu árið 2007, stuttu eftir að hann varð þrjátíu ára gamall. Pútín veitti Kadyrov umboð til að „hreinsa til“ í Téténíu og fleytti til hans gríðarlegum fjármunum svo hann gæti barið niður aðskilnaðarsinna sem enn börðust gegn rússnesku stjórninni.<ref name=stríðsherra>{{Vefheimild|titill=Stríðsherra með sérstakt dálæti á samfélagsmiðlum|url=https://kjarninn.is/skyring/2016-03-20-stridsherra-med-serstakt-dalaeti-samfelagsmidlum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Ómar Þorgeirsson|mánuður=20. mars|ár=2016|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref>
Aslan Maskhadov var drepinn af rússneskum hermönnum í mars árið 2005. Hann var þá síðasti leiðtogi Téténa sem vildi ná fram samningum við Rússa til að ljúka stríðinu. Maskhadov hafnaði því að hann hefði haft neitt með gíslatökurnar í Moskvu eða Beslan að gera.<ref>{{Vefheimild|titill=Greiddu stórfé fyrir upplýsingar|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1006974/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=16. mars|ár=2005|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022}}</ref> Shamil Basajev var drepinn í næturáhlaupi rússneskra hermanna á skæruliðahóp hans í [[Ingúsetía|Ingúsetíu]] í júlí 2006.<ref>{{Vefheimild|titill=Basajev deyr í næturárás|url=https://www.visir.is/g/2020111528d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=11. júlí|ár=2006|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022}}</ref>
Rússar lýstu formlega yfir endalokum hernaðaraðgerða sinna í Téténíu þann 16. apríl árið 2009.<ref>{{Vefheimild|titill=Kadyrov fagnar sigri Rússa í Tétsníu|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2009/04/16/kadyrov_fagnar_sigri_russa_i_tetsniu/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=16. apríl|ár=2009|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
[[Flokkur:Saga Rússlands]]
[[Flokkur:Stríð á 20. öld]]
[[Flokkur:Stríð á 21. öld]]
[[Flokkur:Téténía]]
8d7uhs706uwtbm3002k39vvw5p9o9za
1765275
1765274
2022-08-18T19:57:31Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{stríðsátök
| conflict = Seinna Téténíustríðið
|image=После боя. БТР, подбитый боевиками.jpg
|image_size=250px
|caption= Ónýtur rússneskur brynbíll í Téténíu árið 2000.
|place=[[Norður-Kákasus]], aðallega í [[Téténía|Téténíu]]
|date='''Virk átök''':<br>7. ágúst 1999 – 30. apríl 2000<ref>{{Google books|id=yNEQzL-liisC&pg=RA16-PA4&lpg=RA16-PA4&dq=announced+that+the+military+phase+of+the+&redir_esc=y#v=onepage&q&f=false|page=4|title=Documents Working Papers}}</ref><br />(8 mánuðir og 24 dagar)<br>'''Uppreisnarástand''':<br>1. maí 2000 – 16. apríl 2009<ref name="bbc-endwar">{{Cite news|url=http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/europe/8001495.stm|title=Russia 'ends Chechnya operation'|date=16 April 2009|access-date=14 April 2009|work=BBC News}}</ref><br>(8 ár, 10 mánuðir og 15 dagar)
|result=Rússneskur sigur. Téténía endurinnlimuð í Rússland.
|combatant1=[[File:Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg|20px]] [[Téténska lýðveldið Itkería]] (1999–2007)<br>[[File:Flag of Caucasian Emirate.svg|20px]] [[Emírdæmið Kákasus]] (2007–2009)
|combatant2={{RUS}} [[Rússland]]<br>[[File:Flag of the Chechen Republic.svg|20px]] [[Téténía|Sjálfstjórnarlýðveldið Téténía]]
|commander1= [[File:Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg|20px]] [[Aslan Maskhadov]] {{KIA}}<br>[[File:Flag of Chechen Republic of Ichkeria.svg|20px]] [[Zelmikhan Jandarbíjev]] {{KIA}}<br>[[File:Flag of the Islamic Jamaat of Ichkeria.svg|20px]] [[Shamíl Basajev]] {{KIA}}<br>[[File:Flag of Jihad.svg|20px]] [[Ibn al-Khattib]] {{KIA}}
|commander2= {{RUS}} [[Vladímír Pútín]]<br>{{RUS}} [[Borís Jeltsín]] {{small|(til 31. desember 1999)}}<br>[[File:Flag of the Chechen Republic.svg|20px]] [[Akhmad Kadyrov]] {{KIA}}<br>[[File:Flag of the Chechen Republic.svg|20px]] [[Ramzan Kadyrov]]
|strength1=~22.000<ref>[http://old.cry.ru/text.shtml?199911/19991104131700.inc Федеральным силам в Чечне противостоят 22 тыс. боевиков] Varnarmálaráðuneyti Rússlands {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070927183744/http://old.cry.ru/text.shtml?199911%2F19991104131700.inc |date=27 September 2007 }}</ref>–30.000<ref>{{Google books|id=hd3FAAAAQBAJ|page=237|title=War Veterans in Postwar Situations: Chechnya, Serbia, Turkey, Peru, and Côte D'Ivoire}} Nathalie Duclos, 2012, {{ISBN|978-1-137-10974-3}}, page 237</ref><br />(árið 1999)
|strength2=80.000 (árið 1999)<ref>{{cite book |editor1-last=Кривошеев |editor1-first=Г. Ф. |title=Россия и СССР в войнах XX века. Потери вооруженных сил |url=https://archive.org/details/isbn_5224015154 |date=2001 |publisher=Олма-Пресс |isbn=5-224-01515-4 |page=[https://archive.org/details/isbn_5224015154/page/n297 593] |lang=ru}}</ref>
|casualties1=14.113 hermenn drepnir (1999–2002)<ref>{{cite web|url=http://www.strategypage.com/qnd/russia/articles/20021225.aspx |title=Russia: December 25, 2002 |publisher=Strategypage.com |access-date=17 October 2011}}</ref><br />2.186 hermenn drepnir (2003–2009)<ref>{{cite web|url=http://en.rian.ru/russia/20091007/156385557.html|title=Russia put 750 militants out of action in 2009 – Interior Ministry | Russia | RIA Novosti|publisher=En.rian.ru|date=1 October 2009|access-date=17 October 2011}}</ref><br />'''Alls drepnir: 16.299'''
|casualties2=3.726 hermenn drepnir,<ref>3.688 drepnir í Téténíu (1999–2007),[http://www.wps.ru/en/pp/military/2008/02/01.html] 28 drepnir í Téténíu (2008),[https://web.archive.org/web/20110711091133/http://georgiandaily.com/index.php?option=com_content&task=view&id=7859&Itemid=65] 10 drepnir í Dagestan (2005),[http://www.islamweb.net/ver2/archive/article.php?lang=E&id=92365] alls 3.726 drepnir skv. opinberum talningum</ref><br/>2.364–2.572 hermenn innanríkisráðuneytisins drepnir,<ref>1.614–1.822 drepnir í Téténíu (1999–2002),[http://www.da.mod.uk/colleges/arag/.../06(05)mas.pdf]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}[https://web.archive.org/web/20131005011346/http://russialist.org/7067-8.php] 279 drepnir í Téténíu (2004–2005),[https://srbpodcast.org/2006/08/30/interior-ministry-releases-casualties-in-chechnya/] 200 drepnir í Dagestan (2002–2006),[https://www.globalsecurity.org/military/library/news/2006/08/mil-060820-rianovosti01.htm] 45 drepnir í Téténíu og Dagestan (2007),[https://web.archive.org/web/20070626105733/http://en.rian.ru/russia/20070621/67579434.html] 226 drepnir í Norður-Kákasus (2008),[https://web.archive.org/web/20131004230126/http://georgiandaily.com/index.php?option=com_content&task=view&id=9349&Itemid=6] alls 2.364–2.572 lýstir dánir.</ref><br>1.072 téténskir lögregluþjónar drepnir,<ref>{{cite web|url=https://groups.yahoo.com/group/chechnya-sl/message/53850|title=More than 1,000 Chechen police died in anti-terrorist operations – Chechen Interior Ministry|publisher=Groups.yahoo.com|access-date=17 October 2011}}</ref><ref>{{cite web|author=WPS observer|url=http://www.wps.ru/en/pp/military/2008/02/01.html|title=On losses in Russian army|publisher=Wps.ru|access-date=17 October 2011}}</ref><br>106 útsendarar FSB og GRU drepnir<ref>{{cite web|url=http://www.historyguy.com/chechen_war_two.html|title=The Second Chechen War|work=historyguy.com|access-date=20 May 2015}}</ref><br />'''Alls drepnir: 7.268–7.476'''<ref group="ath">Nefnd mæðra rússneskra hermanna telur eiginlegt dauðsfall hermanna hærra en opinberar tölur gefa til kynna og segja alls 14.000 rússneska hermenn hafa fallið í valinn frá 1999 til 2005.</ref>
| casualties3 = '''Óbreyttir borgarar drepnir''':<br />Miðað er við allt að '''25.000''' dauðsföll og allt að '''5.000''' mannshvörf í Téténíu (skv. talningum [[Amnesty International|AI]])<ref>''[https://www.amnesty.org/en/documents/eur46/015/2007/en/ What justice for Chechnya's disappeared?] .'' AI Index: EUR 46/015/2007, 23 May 2007</ref><br />Dauðsföll alls:<br />'''~80.000''' í Téténíu (mat [[Society for Threatened Peoples|GfbV]]),<ref>Sarah Reinke: ''Schleichender Völkermord in Tschetschenien. Verschwindenlassen – ethnische Verfolgung in Russland – Scheitern der internationalen Politik.'' Gesellschaft für bedrohte Völker, 2005, page 8 ([http://www.gfbv.de/show_file.php?type=report&property=download&id=15 PDF] {{webarchive |url=https://web.archive.org/web/20140812015310/http://www.gfbv.de/show_file.php?type=report&property=download&id=15 |date=12 August 2014 }})</ref><br />Fleiri í nágrannahéruðum,<br />'''40.000–45.000''' óbreyttir borgarar drepnir (Kramer),<ref>Mark Kramer: "Guerrilla Warfare, Counterinsurgency and Terrorism in the North Caucasus: The Military
Dimension of the Russian-Chechen Conflict", Europe-Asia Studies, Vol. 57, No. 2 (March 2005), bls.210.</ref> <br />Rúmlega '''600''' drepin í árásum innan Rússlands.<br />'''Dauðsföll hermanna og borgara alls: ~50.000–80.000'''
| notes = <references group="ath"/>
}}
'''Seinna Téténíustríðið''' var stríð sem [[Rússland|Rússar]] háðu gegn aðskilnaðarsinnum í [[Téténía|Téténíu]] frá 1999 til 2000. Eiginlegum stríðsátökum lauk með sigri Rússa árið 2000 en uppreisnarhópar héldu áfram hernaði gegn rússneskum yfirráðum þar til hernaðaraðgerðum lauk árið 2009.
Stríðið hófst samhliða valdatöku [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] í Rússlandi og er því stundum kallað „stríð Pútíns“ til að greina það frá [[Fyrra Téténíustríðið|fyrra Téténíustríðinu]], sem er þá kallað „stríð [[Borís Jeltsín|Jeltsíns]].“ Stríðið setti svip sinn á fyrstu valdaár Pútíns og framganga hans í því átti þátt í að auka vinsældir hans og treysta stöðu hans sem leiðtoga Rússlands.
Stríðinu lauk með sigri Rússa gegn aðskilnaðarsinnum. Rússar gerðu feðgana [[Akhmad Kadyrov|Akhmad]] og [[Ramzan Kadyrov]], sem höfðu áður barist fyrir sjálfstæði Téténíu, að umboðsstjórnendum sínum í Téténíu. Þrátt fyrir að Téténía hafi formlega verið limuð inn í Rússland á ný við lok stríðsins hefur Ramzan Kadyrov síðan þá í auknum mæli gert Téténíu að einræðisstjórn sem fylgir rússneskum lögum aðeins að takmörkuðu leyti.<ref name=stalín>{{Tímarit.is|6377756|Kadyrov er hinn tsjetsjenski Stalín|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|höfundur=Björn Teitsson|útgáfudagsetning=10. október 2010|blaðsíða=20}}</ref>
==Aðdragandi==
[[Fyrra Téténíustríðið|Fyrra Téténíustríðinu]] hafði lokið árið 1996 og næsta ár höfðu Téténar og Rússar skrifað undir friðarsáttmála þar sem [[Téténska lýðveldið Itkería]] fékk sjálfstæði að flestu leyti. Hins vegar var áfram mikill ófriður í Téténíu og á [[Kákasus]]svæðinu. Sjálfstæðisbarátta Téténa hafði lengst af grundvallast á [[Veraldarhyggja|veraldlegri]] [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] en með eyðileggingu fyrra Téténíustríðsins náðu vígahópar stríðsherra sem aðhylltust [[Íslamismi|íslamisma]] og [[Wahhabismi|wahhabisma]] fótfestu á svæðinu og höfðu það að yfirlýstu markmiði að reka Rússa alfarið frá héruðum Kákasus og stofna ríki byggt á [[sjaríalög]]um.<ref>{{Tímarit.is|1946207|Múslimar í Kákasushéruðum í stríði við Rússa|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=23. september 1999|blaðsíða=32}}</ref><ref name=vísindavefur/>
Aðsópsmestir meðal þessara stríðsherra voru [[Shamíl Basajev]] og [[Ibn al-Khattab]], sem stóðu ásamt hersveitum sínum fyrir gíslatökum og hryðjuverkum í nágrannahéruðum Téténíu. [[Aslan Maskhadov]], forseti Téténska lýðveldisins Itkeríu, lét starfsemi þessara hópa innan Téténíu að mestu óafskipta og gerði Basajev að forsætisráðherra í stjórn sinni í nokkra mánuði árið 1998 til að vinna sér hylli stuðningsmanna hans.<ref name=vera2/> Árið 1999 var tala gísla komin upp í 2.000 manns. Sama ár gerðu skæruliðasveitir undir stjórn Basajevs (sem Maskhadov hafði þá rekið úr stjórn sinni) og al-Khattabs innrás frá Téténíu inn í rússneska sjálfsstjórnarsvæðið [[Dagestan]], þar sem wahhabistar höfðu lögt nokkur þorp undir sig.<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|4531|Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?}}</ref>
Í ágúst 1999 sendu yfirvöld í [[Kreml (Moskva)|Kreml]] hermenn til Dagestans til að hrekja á bak aftur innrás Basajevs og al-Khattab. Innrásarmennirnir voru hraktir burt á skömmum tíma, enda höfðu þeir litlu fylgi að fagna meðal Dagestana.<ref name=vera2/>
===Sprengjuárásirnar í Moskvu og Volgodonsk===
Í september 1999 voru gerðar sprengjuárásir á íbúðablokkir í [[Moskva|Moskvu]] og í [[Volgodonsk]] sem Rússar sögðu téténska [[Íslamismi|íslamista]] standa fyrir, þótt það hafi ekki verið sannað með óyggjandi hætti.<ref name=vera>{{Vefheimild|titill=Í ljósi sögunnar - Téténía|url=https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/72tl1u|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=7. apríl|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=31. mars}}</ref> Rannsóknir leiddu í ljós að árásirnar voru gerðar með sprengiefninu [[RDX]], sem þarf sérfræðikunnáttu til að beita rétt.<ref name=vera2/> Kenningar hafa verið settar fram um að rússneska leyniþjónustan [[Alríkislögregla Rússneska Sambandsríkisins|FSB]] hafi staðið fyrir sprengjuárásunum til að skapa tylliástæðu fyrir frekari hernaði gegn Téténíu. Til stuðnings þessarar kenningar hefur verið bent á að tveir starfsmenn FSB hafi sést koma sprengiefni með dufti sem líktist RDX fyrir í kjallara íbúðablokkar í [[Rjazan]]. Þeir voru handteknir en lögreglu svo skipað að láta þá lausa. Formaður FSB, [[Vladímír Pútín]], hafði á þessum tíma nýlega verið skipaður [[forsætisráðherra Rússlands]]. Hann tók við embætti þann 15. ágúst 1999, á sama tíma og seinna Téténíustríðið var að hefjast.<ref>{{Vefheimild|titill=Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|url=https://www.visir.is/g/20222235430d/ur-leynithjonustunni-i-forsetahollina|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=16. mars}}</ref>
Einn þeirra sem hélt því fram að FSB og Pútín hefðu sviðsett sprengjuárásirnar til að leggja grunninn að endurnýjuðum hernaði í Téténíu var FSB-liðinn [[Aleksandr Lítvínenko]], sem flúði í útlegð til Bretlands árið 2000. Lítvínenko lést árið 2006 eftir að eitrað var fyrir honum með [[Geislavirkni|geislavirka]] efninu Pólon-210.<ref>{{Vefheimild|titill=WSJ; Herða verður refsiaðgerðir gegn Pútín vegna morðsins á Litvinenko|url=https://vardberg.is/frettir/wsj-herda-verdur-refsiadgerdir-gegn-putin-vegna-mordsins-a-litvinenko/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2016|mánuður=22. janúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. mars}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko|url=https://www.visir.is/g/20212158912d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=21. september|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. mars|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref>
==Gangur stríðsins==
[[Mynd:Mass grave in Chechnya.jpg|thumb|left|Fjöldagrafir í Téténíu í febrúar 2000.]]
Þann 28. september 1999 lýstu Rússar friðarsamningana frá árinu 1996 ógilda og hófu stríð gegn íslamistum í Téténíu. Rússneskir hermenn héldu inn í Téténíu úr norðri og vestri og herflugvélar hófu að varpa sprengjum á téténsku höfuðborgina [[Grozníj]].<ref name=vera2>{{Vefheimild|titill=Dularfullar sprengingar urðu tilefni innrásar|url=https://www.ruv.is/frett/dularfullar-sprengingar-urdu-tilefni-innrasar|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=21. apríl|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. apríl}}</ref>
Ólíkt fyrra Téténíustríðinu, sem hafði verið afspyrnu óvinsælt stríð, naut innrásin mikils stuðnings hjá rússneskri alþýðu, enda var nú hefndarhugur í mörgum fyrir hryðjuverkaárásirnar í Moskvu og Volgodonsk. Vladímír Pútín, sem varð helsti forsvarsmaður innrásarinnar og vígreifastur í garð Téténa, varð því gríðarlega vinsæll leiðtogi á skömmum tíma. Pútín varð síðan óvænt [[forseti Rússlands]] þegar [[Borís Jeltsín]] sagði af sér á gamlársdag árið 1999.<ref name=vera2/>
Í febrúar árið 2000 hafði Grozníj nánast alfarið verið lögð í rúst vegna sprengjuárása Rússa. Um 400.000 manns höfðu búið þar fyrir stríðið en aðeins um 40.000 voru eftir þegar síðustu téténsku skæruliðarnir hörfuðu frá borginni í lok janúar árið 2000, aðallega konur og eldra fólk. Eftir að Rússar náðu borginni sökuðu samtök á borð við [[Mannréttindavaktin]]a þá um að halda hundruðum saklausra borgara í fangabúðum þar sem þeir voru pyntaðir og konum nauðgað. Íbúar sem enn dvöldu í borginni sökuðu rússneska hermenn um að fara ránshendi um eigur þeirra, skjóta af handahófi inn í kjallara og ræna ungum konum.<ref>{{Vefheimild|titill=Tilgangslaus eyðilegging?|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/519846/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=20. febrúar|ár=2000|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref>
Eftir að innrásin í Téténíu hófst ákvað [[Akhmad Kadyrov]], æðsti [[múfti]] (múslimaklerkur) Téténska lýðveldisins Itkeríu, að ganga til liðs við Rússa. Kadyrov hafði barist gegn Rússum í fyrra Téténíustríðinu en neitaði í þetta sinn að styðja stjórn Aslans Maskhadov forseta þar sem hann vildi ekki þurfa að berjast við hlið bókstafstrúarmanna á borð við Ibn al-Khattab. Kadyrov, sem var stríðsherra sem réði yfir eigin hersveitum, leyfði Rússum að koma sér fyrir í borginni [[Gudermes]] á meðan þeir þjörmuðu að Grozníj.<ref name=vera2/> Að launum fyrir hollustu sína við stjórnvöld í Kreml var Kadyrov gerður að umboðsstjórnanda Rússa í Téténíu eftir að rússneski herinn hafði náð valdi á héraðinu um mitt árið 2000.<ref name=stalín/>
==Eftirmálar==
[[Mynd:Vladimir Putin 18 January 2001-3.jpg|thumb|right|[[Vladímír Pútín]] (til vinstri) fundar með [[Akhmad Kadyrov]], sem gekk í lið með Rússum og gerðist umboðsstjórnandi þeirra í Téténíu.]]
[[Mynd:Beslan school no 1 victim photos.jpg|thumb|right|Myndir af fórnarlömbum gíslatökunnar í Beslan árið 2004.]]
Rússar höfðu kollvarpað stjórn Téténska lýðveldisins Ítkeríu og náð formlegri stjórn á héraðinu á fyrri hluta ársins 2000. Téténar héldu þó áfram skæruhernaði og vopnaðri andspyrnu gegn rússneskum yfirráðum í mörg ár til viðbótar. Andspyrna téténsku skæruliðanna einkenndist oft af gíslatökum og hryðjuverkaárásum gegn óbreyttum borgurum. Eitt alræmdasta atvikið í þessum kafla Téténíustríðsins varð þann 23. október 2002 þegar 40 téténskir skæruliðar réðust inn [[Dubrovka-leikhúsið]] í Moskvu á meðan verið var að sýna söngleik og [[Gíslatakan í Dubrovka-leikhúsinu|héldu fullum sal áhorfenda í gíslingu]]. Gíslatökumennirnir kröfðust þess að Rússar hefðu sig burt frá Téténíu innan viku, ella yrði leikhúsið sprengt í loft upp. Rússneskar sérsveitir leystu úr gíslatökunni eftir þrjá daga með því að dæla svefngasi inn í leikhúsið og frelsuðu svo gíslana á meðan téténsku skæruliðarnir lágu meðvitundarlausir. Hins vegar létust um 130 gíslar eftir að hafa andað að sér gasinu.<ref>{{Vefheimild|titill=Spurningum enn ósvarað 15 árum eftir gíslatöku|url=https://www.ruv.is/frett/spurningum-enn-osvarad-15-arum-eftir-gislatoku|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=27. október|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. apríl}}</ref>
Annar hildarleikur varð í september árið 2004 þegar téténskir uppreisnarmenn sem fylgdu Shamíl Basajev að málum réðust inn í grunnskóla í borginni [[Beslan]] í [[Norður-Ossetía|Norður-Ossetíu]] og [[Gíslatakan í Beslan|tóku alla sem þar voru í gíslingu]]. Alls létust að minnsta kosti 339 manns, þar af um helmingurinn börn, þegar rússneskar sérsveitir réðust inn í skólann til að binda enda á gíslatökuna.<ref>{{Vefheimild|titill=Ár frá gíslatökunni í Beslan|url=https://www.visir.is/g/2005239793d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=1. september|ár=2005|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Basajev lýsir ábyrgð á gíslatöku í Beslan|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2004/09/17/basajev_lysir_abyrgd_a_gislatoku_i_beslan/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=17. september|ár=2004|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022}}</ref>
Eftir [[hryðjuverkin 11. september 2001]] í [[New York-borg|New York]] var stríð Rússa í Téténíu í auknum mæli samsamað [[Stríðið gegn hryðjuverkum|stríðinu gegn hryðjuverkum]] sem Bandaríkjamenn höfðu lýst yfir.<ref>{{Vefheimild|titill=Beslan breytir engu!|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/818219/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=13. september|ár=2004|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022|höfundur=Gunnar Hólmsteinn Ársælsson}}</ref>
Akhmad Kadyrov, sem þá var orðinn forseti sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu innan Rússlands, var myrtur árið 2004 á hersýningu í Grozníj.<ref>{{Vefheimild|titill=Forseti Tétsníu myrtur|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/797164/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=10. maí|ár=2004|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref> Í kjölfarið voru Rússar fljótir að upphefja son Akhmads, [[Ramzan Kadyrov]], sem nýjan umboðsstjórnanda sinn í Téténíu. Með stuðningi Pútíns var Ramzan Kadyrov skipaður aðstoðarforsætisráðherra Téténíu strax eftir morðið. Hann varð síðan forsætisráðherra Téténíu ári síðar, aðeins 29 ára gamall.<ref name=stalín/> Kadyrov var formlega skipaður forseti Téténíu árið 2007, stuttu eftir að hann varð þrjátíu ára gamall. Pútín veitti Kadyrov umboð til að „hreinsa til“ í Téténíu og fleytti til hans gríðarlegum fjármunum svo hann gæti barið niður aðskilnaðarsinna sem enn börðust gegn rússnesku stjórninni.<ref name=stríðsherra>{{Vefheimild|titill=Stríðsherra með sérstakt dálæti á samfélagsmiðlum|url=https://kjarninn.is/skyring/2016-03-20-stridsherra-med-serstakt-dalaeti-samfelagsmidlum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Ómar Þorgeirsson|mánuður=20. mars|ár=2016|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref>
Aslan Maskhadov var drepinn af rússneskum hermönnum í mars árið 2005. Hann var þá síðasti leiðtogi Téténa sem vildi ná fram samningum við Rússa til að ljúka stríðinu. Maskhadov hafnaði því að hann hefði haft neitt með gíslatökurnar í Moskvu eða Beslan að gera.<ref>{{Vefheimild|titill=Greiddu stórfé fyrir upplýsingar|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1006974/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=16. mars|ár=2005|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022}}</ref> Shamíl Basajev var drepinn í næturáhlaupi rússneskra hermanna á skæruliðahóp hans í [[Ingúsetía|Ingúsetíu]] í júlí 2006.<ref>{{Vefheimild|titill=Basajev deyr í næturárás|url=https://www.visir.is/g/2020111528d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=11. júlí|ár=2006|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022}}</ref>
Rússar lýstu formlega yfir endalokum hernaðaraðgerða sinna í Téténíu þann 16. apríl árið 2009.<ref>{{Vefheimild|titill=Kadyrov fagnar sigri Rússa í Tétsníu|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2009/04/16/kadyrov_fagnar_sigri_russa_i_tetsniu/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=16. apríl|ár=2009|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
[[Flokkur:Saga Rússlands]]
[[Flokkur:Stríð á 20. öld]]
[[Flokkur:Stríð á 21. öld]]
[[Flokkur:Téténía]]
rxzjco86kof13roo8dmp8h8rg1fi0zk
Grýlukvæði
0
168349
1765336
1763267
2022-08-19T11:48:19Z
31.209.211.178
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Grýlukvæði-Grýla2022.png|alt=Grýla eltir börn|thumb|Grýla eltir börn. Teikning efttir [[Tryggvi Magnússon|Tryggva Magnússon]] (1900-1960). Teikningin birtist í kvæðabók [[Jóhannes úr Kötlum|Jóhannesar úr Kötlum]], ''[[Jólin koma]]'', árið 1932.|330x330dp]]
'''Grýlukvæði''' eru kvæði undir flokki [[Barnagæla|barnagælna]] sem þó voru notuð til þess að hrella og/eða aga börn fyrr á öldum. Grýlukvæðin gátu þó einnig vafalaust haft ákveðið skemmtanagildi fyrir börn og jafnvel haft ákveðið uppeldisgildi áður fyrr.<ref>{{Bókaheimild|titill=Ljóðmál|útgefandi=Stofnun Árna Magnússonar, Reykjavík|höfundur=Jón Samsonarson|ár=2002|bls=119}}</ref> Í kvæðunum er jólavætturin [[Grýla]] fyrirferðamest allra persóna ásamt [[Leppalúði|Leppalúða]], eiginmanni hennar, og [[Jólasveinarnir|jólasveinunum]].
== Aldur Grýlukvæða ==
Elstu kvæði þar sem Grýla ber á góma eru í íslenskum skinnhandritum frá 13. öld og má helst nefna nafnaþulu í [[Snorra-Edda|Eddu Snorra Sturlusonar]] en þar bregður Grýlunafnið fyrir sem eitt af tröllkvennaheitum.<ref>{{Bókaheimild|titill=Ljóðmál|höfundur=Jón Samsonarson|ár=2002|bls=120|útgefandi=Stofnun Árna Magnússonar}}</ref> Þá má nefna Grýluvísu sem sem varðveitt er í [[Sturlunga saga|Íslendingasögu]] [[Sturla Þórðarson|Sturlu Þórðarsonar]] en þá vísu kvað [[Oddaverjar|Oddaverjinn]] [[Loftur Pálsson]] rétt fyrir [[Breiðabólstaðarbardagi|Breiðabólstaðarbardaga]] í [[Fljótshlíð]] gagnvart [[Björn Þorvaldsson|Birni Þorvaldssyni]], (hálfbróður [[Gissur Þorvaldsson|Gissurar jarls]]) árið 1221. Vísa Lofts hljóðar svo:
::Hér fer Grýla í garð ofan
::og hefr á sér
::hala fimmtán.
== Dæmi um Grýlukvæði ==
[[Mynd:Grylukvædi Eftir Stefán Ólafsson.ogg|thumb|Grýlukvæði eftir [[Stefán Ólafsson (f. 1619)|séra Stefán Ólafsson frá Vallanesi]] (1609-1688). Sigríður Stefánsdóttir (1888-1978) frá Ólafsgerði í [[Kelduhverfi]] syngur.]]
'''Grýlukvæði eftir óþekkta höfunda ([[Íslensk þjóðkvæði]])'''
* [[Grýla á sér lítinn bát]]
* [[Grýla er að sönnu gömul herkerling]]
* [[Grýla kallar á börnin sín]]
* [[Grýla kemur og gægist um hól]]
* [[Grýla reið fyrir ofan garð]]
* [[Grýla reið með garði]]
* [[Hér er komin Grýla]]
* [[Hér fer Grýla í garð ofan]]
* [[Það á að gefa börnum brauð]]
'''Grýlukvæði eftir þekkta höfunda'''
*[[Ekki linnir ferðunum um Fljótsdalinn enn]] ([[Stefán Ólafsson (f. 1619)|Stefán frá Vallanesi]])
*[[Grýla heitir grettin mær]]
* [[Grýla hét tröllkerling leið og ljót]] ([[Jóhannes úr Kötlum]])
* [[Hér er komin hún Grýla]] ([[Eggert Ólafsson]])
* [[Hlustið þið til hýr börn]] ([[Bjarni Gissurarson]])
* [[Kom ég út og kerling leit ófrýna]] ([[Hallgrímur Jónsson Thorlacius]])
== Tengt efni ==
* [[Barnagæla|Barnagælur]]
* [[Þula|Þulur]]
== Heimildir ==
kl2f2y8bv4kkhg84hp587fynfpd65ky
Hringfarinn
0
168833
1765253
1764260
2022-08-18T16:51:44Z
Hringfarinn
86608
Lagaði og leiðrétti nokkrar villur
wikitext
text/x-wiki
'''Kristján Gíslason''' einnig þekktur sem '''Hringfarinn''' ( f. 1956) er íslenskur [[kerfisfræði]]ngur og ævintýramaður sem hefur ferðast um heiminn á mótórhjóli sínu. Hann varð fyrstur Íslendinga til að ferðast einn um heiminn á [[mótorhjól]]i. Tvær bækur hafa verið gefnar út um ferðir hans og 10 heimildarþættir sem sýndir hafa verið á RÚV.
==Störf og fjölskylda==
Kristján er menntaður kerfisfræðingur. Hann vann fyrir SÍS (Samband íslenskra samvinnufélaga) 1978-1985, rak sitt eigið fyrirtæki, Radíómiðun 1985-2013, en fyrirtækið seldi einkum siglinga- og fiskipleitartæki og ýmiss konar fjarskiptatæki. Kristján hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja í gegnum árin og 2008-2012 var hann formaður skiptinemasamtakanna AFS á Íslandi.
Kristján er kvæntur Ásdísi Rósu Baldursdóttur (f. 1956), fv. kennara við Verzlunarskóla Íslands. Þau eiga þrjá syni: Gísla (f. 1981), Baldur (f. 1983) og Árna (f. 1989) og 5 barnabörn. Ásdís hefur hin síðari ár oft fylgt Kristjáni á mótorhjólaferðum hans og þá hefur Baldur nokkrum sinnum slegist með í för með föður sínum hluta af ferðunum. Hringfarinn hefur gefið út tvær bækur um ævintýraleg ferðalög sín. Þetta eru ríkulega myndskreyttar ferðasögur og rennur öll innkoma (100%) vegna sölu þeirra til góðgerðarmála. Þá hefur Kristján haldið fjölmarga fyrirlestra um ferðirnar og sagt sögu sína í hlaðvarpsþáttum Snorra Björnssonar (sjá: Tenglar).
==Ferðalög==
Kristján ákvað að hlýða hvatningarorðum föður síns um að hætta aldrei að þora og lagði upp í hnattferð á mótórhjóli sínu árið 2014. Upphaflega var ætlunin að fara með öðrum mótorhjólamanni í leiðangurinn en sá hætti við og fór því Kristján einn og varði ferðalagið í 10 mánuði í stað þriggja. Hann hjólaði rétt um 48.000 kílómetra í gegnum 35 lönd í fimm heimsálfum. Hann fór síðar ásamt eiginkonu sinni í leiðangra um Bandaríkin, Ástralíu, Nýja-Sjáland og ýmis lönd í Evrópu. Hann fór svo einn í leiðangur um Rússland, Hvíta-Rússland og 13 ríki Afríku.
'''2014-2015:'''
Ísland, Færeyjar, Danmörk, Þýskaland, Tékkland, Slóvakía, Austurríki, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría, Tyrkland, Íran, Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF), Óman, Indland, Nepal, Myanmar, Taíland, Malasía, Singapúr, Indónesía, Ástralía, Chile, Argentína, Perú, Ekvador, Kólumbía, Panama, Kosta Ríka, Níkaragva, Hondúras, El Salvador, Gvatemala, Mexíkó, USA.
'''2016:'''
Ísland, Spánn.
'''2017:'''
Ástralía, Nýja-Sjáland og Marokkó.
'''2018:'''
Bandaríkin: frá Washington DC til San Francisco. Ísland, Færeyjar, Danmörk, Þýskaland, Pólland, Eistland, Lettland, Litháen, Rússland, Hvíta-Rússland, Slóvakía, Austurríki, Ungverjaland, Slóvenía, Króatía, Svartfjallaland, Albanía.
'''2019:'''
Grikkland, Ísrael, Jórdanía, Egyptaland, Súdan, Eþíópía, Kenía, Úganda, Rúanda, Kongó, Tansanía, Malaví, Zambía, Zimbabve, Botsvana, Lesótó, Suður-Afríka.
===Bækur===
'''2018'''
''Hringfarinn, einn á hjóli í hnattferð/Sliding Through – Around the World on a Motorbike, Alone''. 190 síðna bók, hundruðir mynda og 66 sögur.
'''2021'''
''Andlit Afríku – Hringfarinn – Einn á ferð um Afríku (Faces of Africa, Hringfarinn - Alone on a Motorbike in Africa)'' 185 blaðsíðna ljósmyndabók, 23 sögur og QR-kóðar inn á 33 stutt myndbönd úr ferðinni.
===Heimildamyndir===
'''2019'''
''Hringfarinn – í kringum hnöttinn á mótorhjóli''. 3 klst. Sýnt á RÚV 2019.
1. Hringfarinn – Indland.
2. Hringfarinn – Indland – Indónesía.
3. Hringfarinn – Ástralía – Ísland.
'''2020'''
''Hringfarinn ''. 2 klst. Sýnt á RÚV 2019.
4. Hringfarinn – Gegnum USA.
5. Hringfarinn – Rússland. Til Moskvu.
'''2022'''
''Hringfarinn ''. 5 klst. Sýnt á RÚV 2019.
6. Hringfarinn – Grikkland
7. Hringfarinn – Króatía, Ísrael, Jórdanía.
8. Hringfarinn – Egyptaland – Súdan.
9. Hringfarinn – Eþíópía – Kenía
10. Hringfarinn – Malaví - Suður-Afríka.
==Tenglar==
*www.hringfarinn.is
*www.slidingthrough.com
*<nowiki>https://www.hi.is/frettir/broskallar_vinna_med_hringfaranum_ad_thvi_ad_fjolga_haskolanemum_i_afriku</nowiki>
*<nowiki>https://k100.mbl.is/frettir/2019/07/29/kristjan_festist_i_sudan_og_komst_ekki_ur_landinu/</nowiki>
*<nowiki>https://www.blik.is/single-post/2020/03/02/einn-58-%C3%A1ra-%C3%A1-hj%C3%B3li-umhverfis-hn%C3%B6ttinn-hringfarinn-vi%C3%B0bur%C3%B0ur-hj%C3%A1-origo-19mars-2020</nowiki>
*<nowiki>https://www.visir.is/g/20212195088d</nowiki>
*<nowiki>https://lifdununa.is/grein/med-motorhjoladellu-a-midjum-aldri/</nowiki>
*<nowiki>https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/10/28/enginn_vill_58_ara_skiptinema/</nowiki>
*<nowiki>https://www.visir.is/g/20181543572d</nowiki>
*<nowiki>https://www.ruv.is/frett/2021/10/15/eg-kom-heim-breyttur-madur</nowiki>
*<nowiki>https://lifdununa.is/grein/ad-ferdast-til-ad-fraedast-en-ekki-fordaema/</nowiki>
{{f|1956}}
[[Flokkur:Íslenskir ævintýramenn]]
pn67y6yd024wequki5gh1a9m2bvi1oa
1765254
1765253
2022-08-18T16:54:16Z
Hringfarinn
86608
stytti
wikitext
text/x-wiki
'''Kristján Gíslason''' einnig þekktur sem '''Hringfarinn''' ( f. 1956) er íslenskur [[kerfisfræði]]ngur og ævintýramaður sem hefur ferðast um heiminn á mótórhjóli sínu. Hann varð fyrstur Íslendinga til að ferðast einn um heiminn á [[mótorhjól]]i. Tvær bækur hafa verið gefnar út um ferðir hans og 10 heimildarþættir sem sýndir voru á RÚV.
==Störf og fjölskylda==
Kristján er menntaður kerfisfræðingur. Hann vann fyrir SÍS (Samband íslenskra samvinnufélaga) 1978-1985, rak sitt eigið fyrirtæki, Radíómiðun 1985-2013, en fyrirtækið seldi einkum siglinga- og fiskipleitartæki og ýmiss konar fjarskiptatæki. Kristján hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja í gegnum árin og 2008-2012 var hann formaður skiptinemasamtakanna AFS á Íslandi.
Kristján er kvæntur Ásdísi Rósu Baldursdóttur (f. 1956), fv. kennara við Verzlunarskóla Íslands. Þau eiga þrjá syni: Gísla (f. 1981), Baldur (f. 1983) og Árna (f. 1989) og 5 barnabörn. Ásdís hefur hin síðari ár oft fylgt Kristjáni á mótorhjólaferðum hans og þá hefur Baldur nokkrum sinnum slegist með í för með föður sínum hluta af ferðunum. Hringfarinn hefur gefið út tvær bækur um ævintýraleg ferðalög sín. Þetta eru ríkulega myndskreyttar ferðasögur og rennur öll innkoma (100%) vegna sölu þeirra til góðgerðarmála. Þá hefur Kristján haldið fjölmarga fyrirlestra um ferðirnar og sagt sögu sína í hlaðvarpsþáttum Snorra Björnssonar (sjá: Tenglar).
==Ferðalög==
Kristján ákvað að hlýða hvatningarorðum föður síns um að hætta aldrei að þora og lagði upp í hnattferð á mótórhjóli sínu árið 2014. Upphaflega var ætlunin að fara með öðrum mótorhjólamanni í leiðangurinn en sá hætti við og fór því Kristján einn og varði ferðalagið í 10 mánuði í stað þriggja. Hann hjólaði rétt um 48.000 kílómetra í gegnum 35 lönd í fimm heimsálfum. Hann fór síðar ásamt eiginkonu sinni í leiðangra um Bandaríkin, Ástralíu, Nýja-Sjáland og ýmis lönd í Evrópu. Hann fór svo einn í leiðangur um Rússland, Hvíta-Rússland og 13 ríki Afríku.
'''2014-2015:'''
Ísland, Færeyjar, Danmörk, Þýskaland, Tékkland, Slóvakía, Austurríki, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría, Tyrkland, Íran, Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF), Óman, Indland, Nepal, Myanmar, Taíland, Malasía, Singapúr, Indónesía, Ástralía, Chile, Argentína, Perú, Ekvador, Kólumbía, Panama, Kosta Ríka, Níkaragva, Hondúras, El Salvador, Gvatemala, Mexíkó, USA.
'''2016:'''
Ísland, Spánn.
'''2017:'''
Ástralía, Nýja-Sjáland og Marokkó.
'''2018:'''
Bandaríkin: frá Washington DC til San Francisco. Ísland, Færeyjar, Danmörk, Þýskaland, Pólland, Eistland, Lettland, Litháen, Rússland, Hvíta-Rússland, Slóvakía, Austurríki, Ungverjaland, Slóvenía, Króatía, Svartfjallaland, Albanía.
'''2019:'''
Grikkland, Ísrael, Jórdanía, Egyptaland, Súdan, Eþíópía, Kenía, Úganda, Rúanda, Kongó, Tansanía, Malaví, Zambía, Zimbabve, Botsvana, Lesótó, Suður-Afríka.
===Bækur===
'''2018'''
''Hringfarinn, einn á hjóli í hnattferð/Sliding Through – Around the World on a Motorbike, Alone''. 190 síðna bók, hundruðir mynda og 66 sögur.
'''2021'''
''Andlit Afríku – Hringfarinn – Einn á ferð um Afríku (Faces of Africa, Hringfarinn - Alone on a Motorbike in Africa)'' 185 blaðsíðna ljósmyndabók, 23 sögur og QR-kóðar inn á 33 stutt myndbönd úr ferðinni.
===Heimildamyndir===
'''2019'''
''Hringfarinn – í kringum hnöttinn á mótorhjóli''. 3 klst. Sýnt á RÚV 2019.
1. Hringfarinn – Indland.
2. Hringfarinn – Indland – Indónesía.
3. Hringfarinn – Ástralía – Ísland.
'''2020'''
''Hringfarinn ''. 2 klst. Sýnt á RÚV 2019.
4. Hringfarinn – Gegnum USA.
5. Hringfarinn – Rússland. Til Moskvu.
'''2022'''
''Hringfarinn ''. 5 klst. Sýnt á RÚV 2019.
6. Hringfarinn – Grikkland
7. Hringfarinn – Króatía, Ísrael, Jórdanía.
8. Hringfarinn – Egyptaland – Súdan.
9. Hringfarinn – Eþíópía – Kenía
10. Hringfarinn – Malaví - Suður-Afríka.
==Tenglar==
*www.hringfarinn.is
*www.slidingthrough.com
*<nowiki>https://www.hi.is/frettir/broskallar_vinna_med_hringfaranum_ad_thvi_ad_fjolga_haskolanemum_i_afriku</nowiki>
*<nowiki>https://k100.mbl.is/frettir/2019/07/29/kristjan_festist_i_sudan_og_komst_ekki_ur_landinu/</nowiki>
*<nowiki>https://www.blik.is/single-post/2020/03/02/einn-58-%C3%A1ra-%C3%A1-hj%C3%B3li-umhverfis-hn%C3%B6ttinn-hringfarinn-vi%C3%B0bur%C3%B0ur-hj%C3%A1-origo-19mars-2020</nowiki>
*<nowiki>https://www.visir.is/g/20212195088d</nowiki>
*<nowiki>https://lifdununa.is/grein/med-motorhjoladellu-a-midjum-aldri/</nowiki>
*<nowiki>https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/10/28/enginn_vill_58_ara_skiptinema/</nowiki>
*<nowiki>https://www.visir.is/g/20181543572d</nowiki>
*<nowiki>https://www.ruv.is/frett/2021/10/15/eg-kom-heim-breyttur-madur</nowiki>
*<nowiki>https://lifdununa.is/grein/ad-ferdast-til-ad-fraedast-en-ekki-fordaema/</nowiki>
{{f|1956}}
[[Flokkur:Íslenskir ævintýramenn]]
ft2ijl0kgh8fftkayviva4xiua5w2yp
Tangshan
0
168980
1765261
1765156
2022-08-18T19:04:38Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Skyline_of_Tangshan_2019.jpg|alt='''Skýjakljúfa Tangshan borgar''' í Hebei-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,7 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Skýjakljúfa Tangshan borgar''' í Hebei-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,7 milljónir manna.]]
[[Mynd:Tangshan-location-MAP-in-Hebei-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Tangshan borgar í Hebei héraði í Kína. |upright|thumb|Staðsetning Tangshan borgar í Hebei héraði í Kína.]]
[[File:Location_of_Tangshan_Prefecture_within_Hebei_(China).png|thumb |upright|alt=Staðsetning Tangshan borgar (gulmerkt) í Hebei héraði.| '''Staðsetning Tangshan''' borgar ''(gulmerkt)'' í Hebei héraði.]]
'''Tangshan''' ''([[kínverska]]:唐山; [[Pinyin|rómönskun:]] Tángshān;'' er stórborg í austurhluta [[Hebei|Hebei-héraðs]] í norðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Tangshan er staðsett á miðsvæði svokallaðs Bóhaí efnhagssvæðis, en það er þéttbýls- iðnaðar- og viðskiptasvæðið í kringum borghéraðið Tianjin.
Mikið af uppbyggingu borgarinnar er iðnvæðingu að þakka, sem hófst árið 1870, þegar vinnsla kola hófst á svæðinu. Kínverjar tala gjarnan um að í borgin sé „vagga kínverskrar iðnvæðingar“. Í borginni vori fyrstu stöðluðu járnbrautirnar lagðar í Kína, fyrstu járnbrautarverksmiðjunum komið á fót, og fyrstu sementsverksmiðju landsins. Í dag er Tangshan miðstöð stál-, orku-, efna- og keramikframleiðslu.
Héraðsborgin Tangshan nær yfir alls 13.472 ferkílómetra land, og hefur lögsögu yfir 7 hverfum, 4 sýslum og þremur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Tangshan um 7,7 milljónir manna.
== Saga ==
[[Mynd:Eastern_Qing_Tombs.jpg|alt=Austur-Tjing grafhýsi Tjingveldisins eru í Zunhua undirborg Tangshan, um 125 km norðaustur af Peking. Grafhýsin eru þau stærstu og best varðveittu í Kína. Þar hvíla fimm keisarar, 15 keisaraynjur, 136 hjákonur keisara, þrír prinsar og tvær prinsessur. |upright|thumb|'''Austur-Tjing-grafhýsi''' Tjingveldisins eru í Zunhua undirborg Tangshan, um 125 km norðaustur af Peking. Þau eru stærstu og best varðveittu grafhýsi Kína. Þar hvíla fimm keisarar, 15 keisaraynjur, 136 hjákonur keisara, þrír prinsar og tvær prinsessur.<small><ref>{{Citation|title=Eastern Qing tombs|date=2022-06-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Eastern_Qing_tombs&oldid=1093394823|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-14}}</ref><ref>{{Citation|title=清东陵|date=2022-05-29|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%85%E4%B8%9C%E9%99%B5&oldid=71882482|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-14}}</ref></small>]]
[[Mynd:Cao-Xueqin-Garden-Fengrun-district-Tangshan-Hebei-China.jpg|alt=Frá Cao Xueqin garðinum í Fengrun hverfi borgarinnar. Garðurinn er kenndur við rithöfundinn Cao Xueqin (1710—1765) sem fæddist í Fengrun. |upright|thumb|Frá '''Cao Xueqin garðinum''' í Fengrun hverfinu. Garðurinn er nefndur eftir rithöfundinum Cao Xueqin (1710—1765) sem fæddist í Fengrun.]]
[[Mynd:Tangshan Mine, Kaiping.jpg|alt=Kolanámurnar í Kaiping um 1912. |upright|thumb|'''Kolanámurnar''' í Kaiping um 1912.]]
[[Mynd:HP1001_steam_locomotive_in_Tangshan.jpg|alt=Starfsmenn CRRC Tangshan Co., sem framleiddi járnbrautarlestir í Fengrun í Tangshan, á hópmynd 1958. |upright|thumb|Starfsmenn CRRC Tangshan Co., sem framleiddi járnbrautarlestir í Fengrun, Tangshan, á hópmynd árið 1958.<small><ref>{{Citation|title=中车唐山机车车辆|date=2022-05-26|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E8%BD%A6%E5%94%90%E5%B1%B1%E6%9C%BA%E8%BD%A6%E8%BD%A6%E8%BE%86&oldid=71827559|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-14}}</ref></small>]]
[[Mynd:1976_Tangshan.png|alt=Þann 28. júlí 1976 lagðist borgin algerlega í rúst eftir risastóran jarðskjálfta af stærðinni 7,8. Talið er að 300.000 manns hafi látið lífið í skjálftunum. |upright|thumb|Þann 28. júlí 1976 lagðist Tangshan algerlega í rúst í risastórum jarðskjálfta af stærðinni 7,8. Talið er að 300.000 manns hafi látið lífið í skjálftunum.<small><ref>{{Citation|title=1976 Tangshan earthquake|date=2022-08-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1976_Tangshan_earthquake&oldid=1103628423|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-14}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/3873046?iabr=on|titill=Jarðskjálftarnir í Kína|höfundur=Tíminn - 171. Tölublað|útgefandi=Tíminn|mánuður=5. ágúst|ár=1976|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/4305033?iabr=on|titill=Jarðskjálftarnir í Kína: Sigur yfir náttúrunni|höfundur=STÉTTABARÁTTAN|útgefandi=STÉTTABARÁTTAN|mánuður=16. september|ár=1976|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
[[Mynd:唐山抗震纪念碑北侧竖.jpg|alt=Tangshan jarðskjálftaminnisvarðinn, reistur til minningar um jarðskjálftann 28. júlí 1976 og þeirrar aðstoðar er borgarbúar nutu í kjölfarið. |upright|thumb|'''Tangshan jarðskjálftaminnisvarðinn''' var reistur til að minnast jarðskjálftans 28. júlí 1976 og þeirrar aðstoðar er borgarbúar nutu í kjölfarið.]]
=== Fornsaga ===
Sögu mannvista í Tangshan er hægt er að rekja aftur til 4.000 ára. Svæðið var á yfirráðasvæði Guzhu konungsríkisins (1600 f.Kr.) á tíma Shangveldisins og varð síðar hluti af ríkinu Yan, einu sjö stríðsríkjanna (403 - 221 f.Kr.). Á tímum [[Hanveldið|Hanveldisins]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) varð svæðið hluti af hinu forna Youzhou-héraði.
=== Keisaratímar ===
Tangshan var þorp á tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (619–907) og þróaði landbúnað, olíunýtingu og keramikframleiðslu á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Tangshan|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tangshan&oldid=1100084379|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-14}}</ref></small> <small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Tangshan|titill=Britannica: Tangshan|höfundur=The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=27. apríl|ár=2010|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á tímum Tjingveldisins (1644–1912) var þorpið undir lögsögu Zhili-héraðs og Zunhua-ríkis.
Þorpið Tangshan var staðsett á svæði þar sem margar litlar [[Kolefni|kolagryfjur]] höfðu verið unnar síðan á 16. öld. Árið 1876 lagði [[Guangzhou|Kantónskur]] forvígismaður iðnvæðingar að vestrænum sið það til við landstjórnina að komið yrði á fót kolaiðnaði þar. Það gekk eftir og námugröftur hófst árið 1879 í Kaiping (nú hverfi í Tangshan). Kolin voru flutt 11 kílómetra með [[Sporvagn|sporvagni]] til Xugezhuang (nú Fengnan), þaðan sem þau voru flutt með [[Skipaskurður|skipaskurði]] til Ninghe (Lutai) á Jiyun fljóti og þaðan í birgðastöð nálægt [[Tianjin]] borg.<small><ref name=":0" /></small>
Þrátt fyrir opinbera andstöðu við þróun járnbrauta, var sporvagninum breytt
árið 1882 í fyrstu almennilega járnbraut Kína. Járnbrautin var framlengd til Ninghe árið 1887 og síðan árið 1888 til Tanggu, úthafnar Tianjin. Nýjar kolanámur voru opnaðar í Linxi, 24 kílómetra norðaustur af Tangshan, og þær tengdar með járnbrautum til Tianjin. Kaiping námufélagið stofnaði til eigin siglinga með kol til norðurhafna kínverska flotans og til [[Sjanghæ]]. Á árunum 1891–94 var Tianjin borg tengd járnbrautum við Shanhaiguan, á ströndinni norðaustur af Tangshan; fyrirtækið þróaði einnig eigin hafnaraðstöðu eftir 1899, með járnbrautartengingu við íslausa höfn Qinhuangdao.
[[Boxarauppreisnin]] 1900 leiddi til hernáms rússneskra hermanna í Tangshan, en Qinhuangdao var hernumin af bandamönnum, og því stöðvaðist vinna við höfnina og járnbrautartengingar. Fyrirtækið í fjárhagserfiðleikum, féll þá undir breska stjórn. Kolaframleiðsla hófst á ný og lokið var við gerð nýrrar hafnar og járnbrautartengingar. Árið 1903 var nánast allt kol flutt út um Qinhuangdao.<small><ref name=":0" /></small>
=== Lýðveldistímar ===
Yuan Shikai, ríkisstjóri Zhili, reyndi ítrekað en árangurslaust að ná yfirráðum yfir námufyrirtækinu. Hann stofnaði síðan kínverskt fyrirtæki, Luanzhou Mining Company, sem opnaði námur á sama svæði og fór í verðstríði við Kaiping-kolanámufyrirtækið en lenti fljótt í fjárhagsvandræðum. Árið 1929 var nafni Zhili-héraðs breytt í [[Hebei]]-hérað. Árið 1934 voru fyrirtækin sameinuð í Námufélagið Kailuan. Þar voru yfirráð Breta tryggð yfir allri námuvinnslunni og henni var haldið áfram — jafnvel eftir [[Japanska keisaradæmið|hernám Japana]] 1937 — þar til stríð braust út milli Japans og Vesturveldanna 1941. Fyrirtækið komst aftur í bresk yfirráð 1945, en árið 1948 var svæðið hertekið af kínverskum kommúnistum, sem ráku Breta úr landi árið 1952. Samkvæmt fyrstu fimm ára áætlun [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] (1953–57) var framleiðslan endurnýjuð með tækniaðstoð frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
Annar iðnaður var líka byggður upp í Tangshan. Þar á meðal var árið 1907 byggð stór [[Sement|sementsverksmiðja]] - Jixin verksmiðjan, ein sú fyrsta í Kína.
Árið 1939 var ákveðið að stofna sveitafélagið Tangshan og kommúnistar gerðu hana formlega að borg árið 1946.
=== Alþýðulýðveldið ===
Frá árinu 1949 hefur Tangshan vaxið úr því að vera að mestu kolaframleiðsluborg, í fjölbreytta iðnaðarborg í Hebei héraði. Í henni eru framleiddar ýmsar stálvörur og vélvædd kolavinnsla hefur aukið verulega árlega framleiðslu. Varmaorkuver svæðisins eru meðal þeirra stærstu í Kína. Auk þess að framleiða sement er Tangshan einnig þekkt fyrir salt-, keramik-, efna-, véla- og textíliðnað.
Til viðbótar við mikilvægar lestartengingar er borgin nú tengd hraðbrautum við [[Peking]], [[Tianjin]], [[Shenyang]] og við Jingtang, nýja höfn suðaustur af Tangshan við [[Bóhaíhaf]] sem er undir stjórn borgarinnar.
=== Jarðskjálftinn 1976 ===
Þann [[28. júlí]] [[1976]] lagðist borgin í rúst eftir risastóran [[Jarðskjálfti|jarðskjálfta]] af stærðinni 7,8 (7,5 samkvæmt opinberum skýrslum). Sterkir eftirskjálftar héldu áfram í marga daga. Næstum allar byggingar voru eyðilagðar og námur skemmdust. Opinber tala látinna er 243.000, og 165.000 slasaðir. Vísindamenn telja nú að minnsta kosti hafi 300.000 manns látið lífið í skjálftunum, sem gerir jarðskjálftann einn mest eyðileggjandi í nútímasögunni.<small><ref>{{Citation|title=1976 Tangshan earthquake|date=2022-08-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1976_Tangshan_earthquake&oldid=1103628423|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-14}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1476347?iabr=on|titill=„Talið er að tugir eða hundruð þúsunda hafi farizt í Kína“|höfundur=Morgunblaðið- 165. tölublað|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1976|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Nokkrir aðrir jarðskjálftar riðu yfir borgina seint á áttunda áratugnum og snemma á níunda áratugnum og nýjar jarðskjálftaþolnar byggingar voru hannaðar. Risastórar nýjar íbúðasamstæður hýstu 80.000 fjölskyldur í lok árs 1980. Landsvæði á misgengislínum var gert að görðum.
Jarðskjálftinn olli mjög alvarlegu tjóni á atvinnu-og framleiðslutækjum. Talið er að um 70-80% iðnaðarbygginga hafi fallið, framleiðslu- og flutningsbúnaður skemmdist mikið og öll fyrirtæki stöðvuðu framleiðslu.<small><ref>{{Citation|title=唐山市|date=2022-08-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%94%90%E5%B1%B1%E5%B8%82&oldid=73050652|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-14}}</ref></small> Þrátt fyrir að margar atvinnugreinar hafi byrjað aftur innan eins eða tveggja ára, var það ekki fyrr en á níunda áratugnum sem heildarframleiðslan náði aftur stigi fyrir 1976.<small><ref name=":0" /></small>
== Landafræði ==
[[Mynd:Xifengkou-Great-Wall-Qianxi-Tangshan-China.jpg|alt=Hinn mikli Kínamúr liggur í gegnum Qianxi sýslu Tangshan borgar. |upright|thumb|'''Hinn mikli [[Kínamúrinn|Kínamúr]]''' liggur í gegnum '''Qianxi sýslu''' Tangshan borgar.]]
Tangshan er í austurhluta Hebei héraðs og á norðausturhluta Norður-Kína sléttunnar. Borgin hefur Yan-fjöll í norðri, og [[Bóhaíhaf]] í suðri, sem er flói innst í [[Gulahaf|Gulahafi]], hafnarborgina Qinhuangdao í austri yfir Luan-fljót og borghéraðið [[Tianjin]] í vestri.
Tangshan er miðsvæðis á svokölluðu Bóhaí efnhagssvæði, en það er þéttbýls- iðnaðar- og viðskiptasvæðið í kringum borghéraðið [[Tianjin]]. Tangshan þjónar þar umferðinni til norðausturs og tengist þar norður- og norðaustursvæði Kína. Stærsta fljótið í héraðinu er Luan fljót.
Tangshan borg nær yfir 14.341 ferkílómetra svæði. Í miðri borginni eru Dacheng hæðir. Þær hétu áður Tangshan hæðir (eftir Tangveldinu) og gáfu borginni nafn.<small><ref>{{Citation|title=Dacheng Hill|date=2022-03-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Dacheng_Hill&oldid=1074716387|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-14}}</ref></small>
== Náttúruauðlindir ==
Tangshan er rík af jarðefnaauðlindum: kolum, járni, gulli, kalksteini, dólómíti, olíu, og jarðgasi. Kolaforðinn liggur aðallega Guye, Kaiping, Fengnan, Lunan, Lubei, og Yutian.Járngrýti er aðallega í Qianxi, Qian'an, Zunhua, og Luanzhou. Borgin telst til eins af sjö helstu járnvinnslusvæðum Kína. Gullnámur eru í Qianxi-sýslu.<small><ref name=":2">{{Citation|title=唐山市|date=2022-08-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%94%90%E5%B1%B1%E5%B8%82&oldid=73050652|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-14}}</ref></small>
Strandlengja Tangshan er um 230 kílómetra löng og strandsvæðin rík af sjávarauðlindum eins og sjávarútvegi, saltiðnaði, olíu og gasi.<small><ref name=":2" /></small>
Skógarþekja borgarinnar náði árið 2017 um 37%. Í borginni eru 7 þjóðar- og héraðsskógar. Vatnsauðlindir borgarinnar eru einnig tiltölulega miklar.<small><ref name=":2" /></small>
== Lýðfræði ==
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Tangshan 2.551.948 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.717.983.<small><ref>{{Citation|title=Borgir Kína eftir fólksfjölda|date=2022-08-15|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Borgir_K%C3%ADna_eftir_f%C3%B3lksfj%C3%B6lda&oldid=1764903|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-08-16}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:唐山光明路惠康街北向正泰里惠民园社区.jpg|alt=Íbúðabyggingar í Lunan hverfi Tangshan borgar. |upright|thumb|Íbúðabyggingar í Lunan hverfi Tangshan.]]
Tangshan borg hefur hefur alls 14 stjórnsýsludeildir undir lögsögu sinni: 7 hverfi, 4 sýslur og 3 sýsluborgir.
Borgarhverfin eru: Lunan, Lubei, Guye, Kaiping, Fengnan, Fengrun, og Caofeidian-hverfi.
Fjórar sýslur undir lögsögu borgarinnar eru: Luannan, Leting, Qianxi, og Yutian sýsla.
Þrjá undirborgir Tangshan eru: Zunhua borg, Qian'an borg, og Luanzhou borg.
Að auki heyra undir stjórnsýslu borgarinnar sex iðnþróunar- og fríverslunarsvæði: ''Tangshan hátækniþróunarsvæðið'' (stofnað árið 1992); ''Hafnarþróunarsvæði Hebei Tangshan'' (1993); ''Hebei Tangshan Lutai efnahagsþróunarsvæðið'' (2003); ''Tangshan Hangu stjórnunarumdæmi'' (sérstakt stjórnsýsluumdæmi á sýslustigi stofnað árið 2003); ''„Alþjóðlega ferðamannaeyja Tangshan“'' (2011); og ''„Sýningarsvæði samvinnuþróunar Peking-Hebei Caofeidian“'' (2020).
[[Mynd:Administrative-divisions-Tangshan-City-Hebei-China-(Icelandic).jpg|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Tangshan-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Tangshan<small><ref>{{Citation|title=唐山市|date=2022-08-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%94%90%E5%B1%B1%E5%B8%82&oldid=73050652|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-14}}</ref></small>
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg: Hverfi</small>'''
|-
|<small>Lunan hverfi</small>
|<small>路南区</small>
| align="right" |<small>334.204</small>
| align="right" |<small>61</small>
|-
|<small>Lubei hverfi</small>
|<small>路北区</small>
| align="right" |<small>914.396</small>
| align="right" |<small>124</small>
|-
|<small>Guye hverfi</small>
|<small>古冶区</small>
| align="right" |<small>317.932</small>
| align="right" |<small>248</small>
|-
|<small>Kaiping hverfi</small>
|<small>开平区</small>
| align="right" |<small>279.432</small>
| align="right" |<small>238</small>
|-
|<small>Fengnan hverfi</small>
|<small>丰南区</small>
| align="right" |<small>648.640</small>
| align="right" |<small>1,592</small>
|-
|<small>Fengrun hverfi</small>
|<small>丰润区</small>
| align="right" |<small>840.934</small>
| align="right" |<small>1,310</small>
|-
|<small>Caofeidian hverfi</small>
|<small>曹妃甸区</small>
| align="right" |<small>352.069</small>
| align="right" |<small>1,281</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
|<small>Luannan sýsla</small>
|<small>滦南县</small>
| align="right" | <small>508.538</small>
| align="right" | <small>1.483</small>
|-
|<small>Laoting sýsla</small>
| align="right" | <small>乐亭县</small>
| align="right" | <small>487.416</small>
| align="right" | <small>1.607</small>
|-
|<small>Qianxi sýsla</small>
|<small>迁西县</small>
| align="right" | <small>365.615</small>
| align="right" | <small>1.461</small>
|-
|<small>Yutian sýsla</small>
|<small>玉田县</small>
| align="right" |<small>664.906</small>
| align="right" |<small>1.170</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| <small>Zunhua borg</small>
| <small>遵化市</small>
| align=right| <small>707.047</small>
| align=right| <small>1.521</small>
|-
|<small>Qian'an borg</small>
|<small>迁安市</small>
| align="right" |<small>776.752</small>
| align="right" |<small>1.208</small>
|-
|<small>Luanzhou</small>
|<small>滦州市</small>
| align="right" |<small>520.102</small>
| align="right" |<small>999</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>7.717.983</small>'''
| align="right" |'''<small>14.341</small>'''
|}
== Veðurfar ==
[[File:Haze_over_China_25-06-2009.jpg|thumb |upright|alt=Mengun Norðaustur-Kína séð úr geimnum árið 2009. Þykk móða blæs undan austurströnd Kína, yfir Bóhaíflóa og Gulahaf.|'''Mengun Norðaustur-Kína''' séð úr geimnum. Árið 2009 blés þykk móða undan austurströnd Kína, yfir [[Bóhaíhaf|Bóhaíflóa]] og [[Gulahaf]].]]
=== Almennt ===
Tangshan hefur rakt meginlandsloftslag undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með köldum og mjög þurrum vetrum og heitum rigningarsumrum. Vor og haust eru stutt með nokkurri úrkomu. Mánaðarlegur sólarhringsmeðalhiti í janúar er -5,1 °C og 25,7 °C í júlí og ársmeðaltalið er 11,5 °C. Nærri 60% af 610 millimetra ársúrkomu fellur í júlí og ágúst. Frostlaust tímabil varir í 180–190 daga og svæðið fær 2.600–2.900 sólskinsstundir árlega.<small><ref name=":1">{{Vefheimild|url=http://www.weather.com.cn/cityintro/101090501.shtml? |titill=唐山城市介 - Veður í Tangshan|höfundur=Kínverska veðurstofan|útgefandi=Kínverska veðurstofan - Public Meteorological Service Center of China Meteorological Administration|ár=2022|mánuðurskoðað=14. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Það þykir gott að heimsækja Tangshan á sumrin og haustin. Á sumrin er sjór lygn, og á haustin er svalt og notalegt veður. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/hebei/tangshan/ |titill= Tangshan Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=15. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Tangshan borg á árunum 1971–2000</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>0,9</small>
|<small>4,1</small>
|<small>10,7</small>
|<small>19,6</small>
|<small>25,2</small>
|<small>29,1</small>
|<small>30,2</small>
|<small>29,4</small>
|<small>25,9</small>
|<small>19,1</small>
|<small>9,8</small>
|<small>3,0</small>
|<small>17,3</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>4,3</small>
|<small>4,4</small>
|<small>9,6</small>
|<small>21,3</small>
|<small>42,7</small>
|<small>86,6</small>
|<small>192,8</small>
|<small>162,5</small>
|<small>48,2</small>
|<small>23,5</small>
|<small>9,9</small>
|<small>4,4</small>
|<small>610,3</small>
|-
| colspan="14" |<small>''Heimild: Kínverska veðurstofan.<ref name=":1" />''</small>
|}
=== Loftmengun ===
Aukin loftmengun vegna iðnvæðingar, sem hefur valdið víðtækum og alvarlegum umhverfisvandamálum í Kína.
Borgir Hebei héraðs eru taldar meðal menguðustu borga í landinu. Þar er kola- og iðnaðarborgin Tangshan engin undantekning og er talin meðal 10 mest menguðu borga Kína.<small><ref>{{Citation|title=Tangshan|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tangshan&oldid=1100084379|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-14}}</ref><ref>{{Citation|title=Pollution in China|date=2022-07-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pollution_in_China&oldid=1101617141|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-14}}</ref></small>
== Efnahagur og atvinnulíf ==
[[File:CRRC_headquarters_(20220419135919).jpg|thumb |upright|alt=Höfuðstöðvar CRRC fyrirtæksins í Tangshan. Um 170.000 starfsmenn þess framleiða járnbrautir, neðanjarðarlestir og íhluti. CRRC er stærsti framleiðandi járnbrautabúnaðar í heiminum.|'''Höfuðstöðvar CRRC''' fyrirtækisins í Tangshan. Um 170.000 starfsmenn þess framleiða járnbrautir, neðanjarðarlestir og íhluti. CRRC er stærsti framleiðandi járnbrautarbúnaðar í heiminum.<small><ref>{{Citation|title=CRRC|date=2022-06-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=CRRC&oldid=1091969334|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-14}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.crrcgc.cc/tsen|titill=CRRC TANGSHAN Co., LTD.: Products & Services|höfundur=CRRC TANGSHAN Co., LTD.|útgefandi=CRRC TANGSHAN Co., LTD.|ár=2022|mánuðurskoðað=17. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
[[File:CaofeidianPort1.jpg|thumb |upright|alt=Umskipun málmgrýtis í Tangshan höfninni í Caofeidian hverfi. Hverfið byggir á landfyllingu í Bohai-flóa. Þessi stóra höfn fyrir kol og málmgrýti, er ein helsta höfn Norður-Kína.| '''Umskipun málmgrýtis í Tangshan höfninni''' í Caofeidian hverfi. Hverfið byggir á landfyllingu í Bohai-flóa. Þessi stóra höfn fyrir kol og málmgrýti, er ein helsta höfn Norður-Kína.]]
Tangshan er mikil iðnaðarborg með meira en 100 ára sögu og er talin ein fæðingarborga nútímaiðnaðar í Kína.<small><ref>{{Citation|title=Tangshan|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tangshan&oldid=1100084379|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-14}}</ref></small>
Kailuan kolanáman er enn nýtt og er sú kolanáma sem hefur mesta framleiðslu kokskola í Kína.<small><ref name=":3">{{Citation|title=唐山市|date=2022-08-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%94%90%E5%B1%B1%E5%B8%82&oldid=73050652|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-14}}</ref></small>
Iðnaðarframleiðsla Tangshan borgar er marþætt: járn- og stálframleiðsla, framleiðsla byggingarefnis og keramik, vélasmíði, o.s.frv. Borgin mikilvæg orku- og hráefnisstöð í Kína.
Tangshan er talin vera „postulínshöfuðborg Norður-Kína“ og stærsta framleiðslustöð Kína fyrir hreinlætis- og iðnaðarpostulín.<small><ref name=":3" /></small>
Með þróun og byggingu Tangshan hafnar og Caofeidian hverfis sem byggir á landfyllingu í Bohai-flóa, hafa framleiðslutæki færst nær ströndinni.<small><ref>{{Citation|title=Caofeidian|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Caofeidian&oldid=1098096801|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-14}}</ref></small> Þessi stóra höfn fyrir kol- og málmgrýti, er ein helsta höfn Norður-Kína.
Undanfarinn áratug hafa yfirvöld hvatt til nýsköpunar og endurnýjunar atvinnufyrirtækja með áherslu á hátækni, upplýsingatækni, endurnýjanlega orkugjafa og líftækni. Fyrirtæki borgarinnar eiga nú tugi vel þekktra vörumerkja í Kína eins og Huida, Lanbei og Sanyou.
Atvinnuuppbygging hefur að mestu verið beint inn á sérstök iðnþróunarsvæði og fríverslunarsvæði borgarinnar. Þrjú þeirra eru talin til þjóðarþróunarsvæða Kína: Tangshan Caofeidian efnahags- og tækniþróunarsvæðið; Tangshan hátækniþróunarsvæðið; og „Caofeidian alhliða tollasvæðið“ sem er fríverslunarsvæði fyrir þjónustu og iðnað.<small><ref name=":3" /></small>
Að auki eru ýmis önnur iðnþróunar- og fríverslunarsvæði innan borgarinnar: Hafnarþróunarsvæði Hebei Tangshan; Hebei Tangshan Lutai efnahagsþróunarsvæðið; „Sýningarsvæði samvinnuþróunar Peking-Hebei Caofeidian“ o.s.frv.
==Samgöngur==
[[Mynd:Rocket-China-smB.jpg |thumb|upright|alt=Gufueimreið „kínverska eldflaugarinnar“ árið 1881. Tangshan- Xugezhuang járnbrautin, var léttlest sem tengdi Kaiping kolanámurnar og Xugezhuang í Fengrun hverfi, næstum 9 kílómetra leið.|'''Gufueimreið „kínverska eldflaugarinnar“''' árið 1881. Tangshan- Xugezhuang járnbrautin, var léttlest sem tengdi Kaiping kolanámurnar og Xugezhuang í Fengrun hverfi, næstum 9 kílómetra leið.]]
[[Mynd:Tangshan_Railway_Station_(20160414090817).jpg|thumb|upright|alt= Aðallestarstöð Tangshan borgar í Lubei hverfi, upphaflega byggð 1881.| '''Aðallestarstöð Tangshan''' í Lubei hverfi, upphaflega byggð 1881.<small><ref>{{Citation|title=唐山站|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%94%90%E5%B1%B1%E7%AB%99&oldid=72323166|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-17}}</ref></small>]]
[[Mynd:China_Expwy_G1_sign_no_name.svg|thumb|upright|alt=Í norðurhluta Tangshan liggur þjóðvegur G1 sem er hraðbraut milli Peking og Harbin í Heilongjiang héraði.|Í norðurhluta Tangshan liggur '''þjóðvegur G1''' sem er hraðbraut milli Peking og Harbin í Heilongjiang héraði.<small><ref>{{Citation|title=G1 Beijing–Harbin Expressway|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G1_Beijing%E2%80%93Harbin_Expressway&oldid=1104337297|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-17}}</ref></small>]]
[[Mynd:CRH380A_EMU_at_Platform_10_of_Tianjin_Railway_Station.jpg|thumb|upright|alt=Jinqin háhraðalestin (CRH380A EMU) sem fer á 350km/klst. á milli Tianjin borghéraðs og Qinhuangdao borgar í Hebei héraði, liggur um Tangshan borg. Hraðast fer lestin 416.6 km/klst.| '''Jinqin háhraðalestin''' (CRH380A EMU) sem fer á 350km/klst. á milli Tianjin borghéraðs og Qinhuangdao borgar í Hebei héraði, liggur um Tangshan borg. Hraðast fer lestin 416.6 km/klst.<small><ref>{{Citation|title=津秦高速铁路|date=2022-01-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php title=%E6%B4%A5%E7%A7%A6%E9%AB%98%E9%80%9F%E9%93%81%E8%B7%AF&oldid=69754739|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-17}}</ref><ref>{{Citation|title=China Railway High-speed|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=China_Railway_High-speed&oldid=1098098311|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-17}}</ref></small>]]
Tangshan borg liggur við aðalumferðaræðar Norður-Kína til Norðaustur-Kína og er þar alhliða samgöngumiðstöð. Net járnbrauta og hraðbrauta liggur í allar áttir.
===Þjóðvegir===
Tangshan er mjög vel tengd samgöngum með stórum hraðbrautum Kína sem og hraðbrautum innan Hebei héraðs. Þjóðvegir Kína tengdir borginni eru nokkrir: ''Þjóðvegur #102'', liggur um suðurhluta Fengrun hverfi; ''Þjóðvegur #112'' er hringvegur sem umlykur höfuðborgina Peking og liggur að þéttbýli Tangshan; ''Þjóðvegur #205'', liggur meðfram austur- og suðurhluta borgarinnar; ''„G1 hraðbrautin“'' sem er á milli borganna Peking og Harbin, liggur í norðurhluta borgarinnar; ''„G25 hraðbrautin“'' á milli Changchun og Shenzhen í suðri, er í vesturhlutanum.<small><ref>{{Citation|title=Tangshan|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tangshan&oldid=1100084379|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-17}}</ref></small>
Árið 2017 hafði Tangshan 18.000 kílómetra af vegum, þar af 16.000 í dreifbýli. Vegir borgarinnar þjónuðu 410 milljónum tonna vöruflutninga og höfn borgarinnar um 570 milljónum tonna.<small><ref>{{Citation|title=Tangshan|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tangshan&oldid=1100084379|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-17}}</ref></small>
===Lestarsamgöngur===
Saga járnbrauta í Kína er mjög tengd Tangshan borg. Árið 1881 byggði Kaiping námufélagið fyrir eigin kolaflutninga, fyrstu stöðluðu járnbraut landsins. Þessi járnbraut var síðar lengd til vesturs til Tianjin og Peking, og austur til Shanhaiguan borgar.
Járnbrautirnar sem fara um Tangshan eru meðal annarra: ''Peking-Kasakstan lestin; ''Jinshan ''lestin''; ''Daqin lestin''; ''Tianjin-Qinhuangdao háhraðalestin''; ''Jingtang milliborgalestin''; ''Zhangtang lestin'', ''Qiancao lestin og ''Tangcao lestin''.
Lestarstöðvarnar eru margar. ''Aðallestarstöð Tangshan'', sem er í vesturhluta borgarinnar; ''Norðurlestarstöð Tangshan'', sem er í Fengrun hverfi; og ''Suðurlestarstöð Tangshan'' er í Lunan hverfi.
===Hafnir===
Strandlengja Tangshan við [[Bóhaíhaf]] er um 230 kílómetra löng. Tangshan höfn er hafnarsamlag þriggja hafnarsvæða sem nýlega hafa verið byggð upp: ''Jingtang hafnarsvæðið'' opnaði árið 1992; ''Caofeidian höfnin'' opnaði fyrir siglingar árið 2005; og bygging ''Fengnan svæðisins'' hófst 2016. Saman eru þær mikilvægar svæðishafnir norðurhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=唐山市|date=2022-08-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%94%90%E5%B1%B1%E5%B8%82&oldid=73050652|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-17}}</ref></small>
Alls hefur Tangshan höfn 126 bryggjur fyrir ýmsa flutninga: málmgrýti, kol, gas, hráolíu, gáma o.s.frv. Frá höfninni er siglt til meira en 150 hafna 70 ríkja og svæða.<small><ref>{{Citation|title=唐山市|date=2022-08-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%94%90%E5%B1%B1%E5%B8%82&oldid=73050652|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-17}}</ref></small> Saman eru Tangshan hafnir níunda stærstu hafnir Kína. Í farmflutningum er hafnarsamlagið það þriðja stærsta í Kína.<small><ref>{{Citation|title=Port of Jingtang|date=2021-01-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Port_of_Jingtang&oldid=998278747|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-17}}</ref></small>
=== Almenningssamgöngur ===
Tangshan borg hefur öflugt almannasamgöngukerfi. Í árslok 2019 þjónuðu 1.944 strætisvagnar borginni (þar af 541 rafmagnsvagnar) og 1403 strætisvagnar sem nýttu umhverfisvæna orkugjafa, alls 141 strætisvagnalínum.<small><ref>{{Citation|title=唐山市|date=2022-08-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%94%90%E5%B1%B1%E5%B8%82&oldid=73050652|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-17}}</ref></small>
===Flugsamgöngur===
Í borginni er ein flughöfn, Tangshan Sannvhe flugvöllurinn, sem er staðsettur í Fengrun hverfinu, í 20 kílómetra fjarlægð frá miðborginni. Þessi innanlandsflugvöllur sem nýttur er fyrir bæði hernaðarlegt og borgaralegt flug, opnaði árið 2010. Boðið er upp á flug til 14 borga Kína. Um flugvöllinn fóru árið 2021 um 400.000 farþegar.<small><ref>{{Citation|title=唐山三女河机场|date=2022-04-05|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%94%90%E5%B1%B1%E4%B8%89%E5%A5%B3%E6%B2%B3%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=71006258|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-17}}</ref></small>
Flugvöllurinn er einn fjögurra farþegaflugvalla sem starfræktir eru í Hebei héraði. Að auki eru fluvellir í [[Shijiazhuang]], Handan og Qinhuangdao.<small><ref>{{Citation|title=Tangshan Sannühe Airport|date=2022-06-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tangshan_Sann%C3%BChe_Airport&oldid=1093394354|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-17}}</ref><ref>{{Citation|title=唐山三女河机场|date=2022-04-05|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%94%90%E5%B1%B1%E4%B8%89%E5%A5%B3%E6%B2%B3%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=71006258|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-17}}</ref></small>
Að auki eru í tæplega tveggja tíma akstri frá Tangshan borg nokkrir af stærstu flugvöllum Kína: [[Tianjin Binhai alþjóðaflugvöllurinn|Tianjin Binhai alþjóðaflugvöllur]]; [[Beijing Capital alþjóðaflugvöllurinn|Beijing Capital alþjóðaflugvöllur]]; og [[Beijing Daxing alþjóðaflugvöllurinn|Beijing Daxing alþjóðaflugvöllur]].
== Tengt efni ==
[[Mynd:Taohuaan,_Pingju.jpg|alt=Pingju óperan, ein af fimm svæðisbundnum kínverskum óperuformum, er upprunnin í Tangshan. Hún er þekkt fyrir ástríðu og rómantíska söguþræði. |upright|thumb|'''Pingju óperan''', ein af fimm svæðisbundnum kínverskum óperuformum, er upprunnin í Tangshan. Hún er þekkt fyrir ástríðu og rómantíska söguþræði.<small><ref>{{Citation|title=Ping opera|date=2022-06-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ping_opera&oldid=1093538484|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-14}}</ref></small>]]
* [http://www.tangshan.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Tangshan'''] Almennar upplýsingar á kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Tangshan '''Tangshan'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/hebei/tangshan/ Travel China Guide: '''Tangshan'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Hebei]] í norðurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Tangshan|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Tangshan|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=27. apríl|ár=2010|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
9p313pgedhch43q6lxzsvgyj8kolkwy
Liz Truss
0
168994
1765327
1764915
2022-08-19T11:20:15Z
TKSnaevarr
53243
/* Æviágrip */
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| forskeyti =
| nafn = Liz Truss
| mynd = Liz Truss Official Portrait.jpg
| titill= Utanríkisráðherra Bretlands
| stjórnartíð_start = [[15. september]] [[2021]]
| stjórnartíð_end =
| forsætisráðherra = [[Boris Johnson]]
| forveri = [[Dominic Raab]]
| myndatexti1 = {{small|Liz Truss árið 2022.}}
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1975|7|26}}
| fæðingarstaður = [[Oxford]], [[England]]i
| þjóderni = [[Bretland|Bresk]]
| maki = Hugh O'Leary (g. 2000)
| stjórnmálaflokkur = [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokkurinn]]
| börn = 2
| háskóli = [[Oxford-háskóli]]
}}
'''Mary Elizabeth Truss''' (f. 26. júlí 1975) er [[Bretland|bresk]] stjórnmálakona úr [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokknum]] og núverandi utanríkisráðherra Bretlands.<ref name=":0">{{Vefheimild|titill=‘Ambition greater than ability’: Liz Truss’s rise from teen Lib Dem to would-be PM|url=https://www.theguardian.com/politics/2022/jul/30/liz-truss-profile-ambition-charm-thick-skin-thatcher|útgefandi=''[[The Guardian]]''|ár=2022|mánuður=30. júlí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=15. ágúst|tungumál=en}}</ref> Hún hefur verið utanríkisráðherra frá árinu 2021 og jafnframt kvenna- og jafnréttismálaráðherra frá árinu 2019. Hún hefur setið á neðri deild [[Breska þingið|breska þingsins]] fyrir kjördæmið Suðvestur-Norfolk frá árinu 2010.<ref name=":1">{{Vefheimild|titill=The Rt Hon Elizabeth Truss MP|url=https://www.gov.uk/government/people/elizabeth-truss|útgefandi=GOV.UK|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=15. ágúst|tungumál=en}}</ref>
==Æviágrip==
Liz Truss er fædd í [[Oxford]] og hefur sagt um foreldra sína að þau hafi hallast til vinstri í stjórnmálum.<ref name=":2">{{Vefheimild|titill=Liz Truss: Fast-track career of foreign secretary|url=https://www.bbc.com/news/uk-politics-58575895|útgefandi=[[BBC News]]|ár=2022|mánuður=25. júlí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=15. ágúst|tungumál=en}}</ref> Faðir hennar var prófessor í fræðilegri stærðfræði við [[Háskólinn í Leeds|Háskólann í Leeds]].<ref name=":0" /> Móðir hennar var hjúkrunarfræðingur og tók þátt í baráttu fyrir afkjarnavopnun.<ref name=":2" /> Þegar Truss var fjögurra ára gömul flutti fjölskylda hennar til [[Paisley]] í [[Skotland]]i og síðar til [[Leeds]].<ref name=":2" />
Truss nam heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði við [[Merton College|Merton-skóla]] í [[Oxford-háskóli|Oxford-háskóla]].<ref name=":0" /><ref name=":2" /> Á námsárum sínum var Truss virk í stúdentapólitík fyrir [[Frjálslyndir demókratar|Frjálslynda demókrata]] og talaði meðal annars fyrir því að konungdæmið yrði lagt niður. Truss skipti um flokk og gekk í [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokkinn]] áður en hún lauk námi.<ref name=":0" />
Að loknu námi vann Truss fyrir [[Shell]] og fyrir fjarskiptafyrirtækið [[Cable & Wireless]]. Hún gaf kost á sér í [[Þingkosningar í Bretlandi 2001|þingkosningum Bretlands árið 2001]] í kjördæminu Hemsworth í [[Vestur-Jórvíkurskíri]] en náði ekki kjöri. Hún bauð sig aftur fram í [[Þingkosningar í Bretlandi 2005|þingkosningum ársins 2005]], í þetta sinn í kjördæminu Calder Valley, einnig í Vestur-Jórvíkurskíri, en tapaði aftur. Í [[Þingkosningar í Bretlandi 2010|þingkosningum ársins 2010]] náði hún loks kjöri í kjördæminu Suðvestur-Norfolk, sem var eitt af öruggum sætum Íhaldsflokksins. Hún fékk rúmlega 13.000 atkvæði.<ref name=":0" />
Truss hlaut sæti í ríkisstjórn Bretlands í fyrsta skipti í september árið 2012.<ref name=":0" /> Í [[Þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild Bretlands að ESB 2016|þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild Bretlands að ESB 2016]] studdi Truss áframhaldandi veru Bretlands í [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]].<ref name=":2" /> Eftir að Bretar kusu að [[Útganga Breta úr Evrópusambandinu|ganga úr ESB]] hefur hún hins vegar lagt áherslu á jákvæð tækifæri sem fylgi útgöngunni.<ref name=":0" /> Þegar [[Theresa May]] sagði af sér sem forsætisráðherra og flokksleiðtogi Íhaldsflokksins árið 2019 var Truss meðal þeirra fyrstu sem studdu framboð [[Boris Johnson|Borisar Johnsons]] til flokksleiðtoga.<ref name=":0" /> Þegar Boris Johnson tók við sem forsætisráðherra varð Truss utanríkisráðherra í stjórn hans þann 15. september 2019.<ref name=":1" />
Þegar Boris Johnson tilkynnti afsögn sína í júlí 2022 tilkynnti Truss að hún myndu gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins.<ref>{{Vefheimild|titill=Liz Truss staðfestir framboð sitt|url=https://www.visir.is/g/20222285311d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=10. júlí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. ágúst|höfundur=Bjarki Sigurðsson}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Liz Truss ætlar í formannsslaginn|url=https://www.ruv.is/frett/2022/07/11/liz-truss-aetlar-i-formannsslaginn|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2022|mánuður=11. júlí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. ágúst|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Í ágúst 2022 var hún ein tveggja frambjóðenda, ásamt fyrrum fjármálaráðherranum [[Rishi Sunak]], sem eftir stóðu í kjörinu. Kosningar milli þeirra fara fram þann 5. september.<ref>{{Vefheimild|titill=How Liz Truss went from also-ran to frontrunner in Tory leadership race|url=https://www.ft.com/content/54ad37e8-addc-40cd-99e3-4969c2482546|útgefandi=''[[Financial Times]]''|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=15. ágúst}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Truss, Liz}}
{{f|1975}}
[[Flokkur:Stjórnmálamenn í breska Íhaldsflokknum]]
[[Flokkur:Utanríkisráðherrar Bretlands]]
gmrktw3w1c15gkwfxvy5ljcp0ba41bz
Costa del Sol
0
169015
1765258
1765125
2022-08-18T18:26:00Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Costadelsolmap.jpg|thumb|Kort.]]
[[Mynd:Litoral entre Marbella y Fuengirola - 50003391192.jpg|thumb|Milli Marbella og Fuengirola .]]
'''Costa del Sol''' er um 150 km strandsvæði í [[Andalúsía|Andalúsíu]] á Suður-Spáni. Er heitið yfirleitt notað sem samheiti yfir strandlengjuna frá [[Cádiz]] í vestri (nærri [[Gíbraltar]]) og til Nerja í austri, þ.e. í héraðinu Malaga, og tekur þannig m.a. til bæjanna [[Torremolinos]], [[Benalmadena]], [[Fuengirola]] og [[Marbella]] auk borgarinnar [[Malaga]]. Hefur svæðið um áratugaskeið verið mjög vinsæll áfangastaður ferðamanna. Hraðbrautin A7 fer um svæðið og næsti flugvöllur er Malaga-Costa del Sol flugvöllurinn.
[[Flokkur:Andalúsía]]
le2hd35ubaavyw07akfubacauyrtz2b
Spjall:Ragnheiður Brynjólfsdóttir
1
169053
1765236
1765230
2022-08-18T12:59:25Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
== Markverðugleiki? ==
Er nógu markvert að vera barn biskups og hafa skoðun á skírlífi? [[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 18. ágúst 2022 kl. 11:03 (UTC)
:Best fyrir þig að lesa grein Guðmundar Kamban, þá áttarðu þig á því að þetta var stórmál. Guðmundur Kamban skrifaði bókina Skálholt um þetta efni, Torfhildur Hólm skrifaði fyrstu sagnfræðilegu skáldsögu Íslandssögunnar (Brynjólfur Sveinsson biskup) um þetta mál. Samin hefur verið ópera um efnið og svo framvegis. Skil ekki þessi orð: hafa skoðun á skírlifi? Það lifðu ekki allir gegnum aldirnar með frjálslyndum skoðunum dagsins í dag. @ [[Kerfissíða:Framlög/2A01:6F02:317:6E1:20AF:A52F:888E:7200|2A01:6F02:317:6E1:20AF:A52F:888E:7200]] 18. ágúst 2022 kl. 11:34 (UTC)
:: Takk fyrir svarið. En já, hugsaði hvort sú skoðun ein gerði grein markverða hjá persónu. En fyrst þetta var stórmál, þá dugir það.--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 18. ágúst 2022 kl. 12:59 (UTC)
r5b12dyufl8s0b7d2hmwetj0v9grwq1
Jurmala
0
169054
1765237
2022-08-18T13:26:13Z
82.221.53.156
Ný síða: '''Jurmala''' er borg í [[Lettland|Lettlandi]] við strönd [[Eystrasalt|Eystrasalts]], um 25 kílómetra frá höfuðborginni [[Riga]]. Íbúafjöldinn er tæplega 50 þúsund manns og er borgin sú fimmta stærsta í Lettlandi. Borgin státar af yfir 30 kílómetra sandströnd og er vinsæll sumarleyfisstaður. Á tímum Sovétríkjanna var Jurmala eftirsótt sumarparadís hjá ýmsum háttsettum leiðtogum kommúnistaflokksins, eins og [[Leoníd Brezhnev]] og Níkíta Khr...
wikitext
text/x-wiki
'''Jurmala''' er borg í [[Lettland|Lettlandi]] við strönd [[Eystrasalt|Eystrasalts]], um 25 kílómetra frá höfuðborginni [[Riga]]. Íbúafjöldinn er tæplega 50 þúsund manns og er borgin sú fimmta stærsta í Lettlandi. Borgin státar af yfir 30 kílómetra sandströnd og er vinsæll sumarleyfisstaður. Á tímum Sovétríkjanna var Jurmala eftirsótt sumarparadís hjá ýmsum háttsettum leiðtogum kommúnistaflokksins, eins og [[Leoníd Brezhnev]] og [[Níkíta Khrústsjov]].
ecwlqvc4a5k672c57qv8purvp0n13vs
1765242
1765237
2022-08-18T13:37:02Z
82.221.53.156
wikitext
text/x-wiki
'''Jurmala''' er borg í [[Lettland|Lettlandi]] við strönd [[Eystrasalt|Eystrasalts]], um 25 kílómetra frá höfuðborginni [[Riga]]. Íbúafjöldinn er tæplega 50 þúsund manns og er borgin sú fimmta stærsta í Lettlandi. Borgin státar af yfir 30 kílómetra hvítri sandströnd og er vinsæll sumarleyfisstaður. Á tímum Sovétríkjanna var Jurmala eftirsótt sumarparadís hjá ýmsum háttsettum leiðtogum kommúnistaflokksins, eins og [[Leoníd Brezhnev]] og [[Níkíta Khrústsjov]].
cio6uwtfghk2mn64o5nxpedz03ba7j9
1765249
1765242
2022-08-18T16:33:46Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Jurmala''' er borg í [[Lettland|Lettlandi]] við strönd [[Eystrasalt|Eystrasalts]], um 25 kílómetra frá höfuðborginni [[Riga]]. Íbúafjöldinn er tæplega 50 þúsund manns og er borgin sú fimmta stærsta í Lettlandi. Borgin státar af yfir 30 kílómetra hvítri sandströnd og er vinsæll sumarleyfisstaður. Á tímum Sovétríkjanna var Jurmala eftirsótt sumarparadís hjá ýmsum háttsettum leiðtogum kommúnistaflokksins, eins og [[Leoníd Brezhnev]] og [[Níkíta Khrústsjov]].
[[Flokkur:Borgir í Lettlandi]]
2e75u8d4m4mf9gez93rdw17ql44vzcs
Tvíburi
0
169055
1765246
2022-08-18T16:20:11Z
Undurhundur
70157
Ný síða: '''Tvíburar''' kallast tvö afkvæmi sem koma úr sömu [[Meðganga|meðgöngu]]. Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. Eineggja tvíburar verða til þegar eitt [[Eggfruma|egg]] og ein [[Sæðisfruma|sáðfruma]] myna [[Okfruma|okfrumu]] sem skiptir sér og býr til tvö [[fóstur]]. Eineggja tvíburar deila því sama [[erfðaefni]], eru alltaf af sama kyni og því mjög líkir. Tvíeggja tvíburar, sem eru mun algengari en eineggja, verða til úr tveimur eggjum og...
wikitext
text/x-wiki
'''Tvíburar''' kallast tvö afkvæmi sem koma úr sömu [[Meðganga|meðgöngu]]. Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. Eineggja tvíburar verða til þegar eitt [[Eggfruma|egg]] og ein [[Sæðisfruma|sáðfruma]] myna [[Okfruma|okfrumu]] sem skiptir sér og býr til tvö [[fóstur]]. Eineggja tvíburar deila því sama [[erfðaefni]], eru alltaf af sama kyni og því mjög líkir. Tvíeggja tvíburar, sem eru mun algengari en eineggja, verða til úr tveimur eggjum og tveimur sáðfrumum og eru því ekki líkari erfðafræðilega en venjuleg systkini. Tvíeggja tvíburar geta verið af sama eða sitthvoru kyninu. Í sjaldgæfum tilfellum eiga tvíeggja tvíburar sömu móður en sitthvorn föðurinn.
Þegar eitt fóstur þroskast í móðurkviði er það kallað einburi.
Það að eignast tvíeggja tvíbura er arfgengt, enda tvíeggja tvíburar algengari í sumum fjölskyldum. Eineggja tvíburar virðast aftur á móti vera háðir tilviljunum og hefur tíðni eineggja tvíburafæðinga haldist eins í heiminum, á meðan tíðni tvíeggja tvíburafæðinga hefur aukist með tilkomu frjósemisaðgerða. Annað sem eykur líkur á tvíeggja tvíburum er: aldur móður, fjöldi fyrri fæðinga, hæð móður og næring. <ref>{{Cite web|url=http://www.visindavefur.is/svar.php?id=3570|title=Er arfgengt að eignast tvíbura?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2022-08-18}}</ref>
Tvíburameðganga kemur oftast í ljós við ómskoðun. Mæðrum eru boðnar fleiri skoðanir á tvíburameðgöngu, en fer fjöldi þeirra eftir því hvort fylgjurnar eru ein eða tvær og svo hvort fósturbelgirnir eru einn eða tveir. Ef fylgjurnar eru tvær er oftast um tvíeggja tvíbura að ræða, þó í 30% tilfella séu það eineggja tvíburar. Ef fylgjurnar eru tvær, eru fósturbelgirnir einnig tveir. Slík meðganga er áhættuminnsta tvíburameðgangan. Ef aðeins ein fylgja er til staðar fyrir tvö fóstur er alltaf um eineggja tvíbura að ræða. Oftast eru fóstrin í sínum fósturbelgnum hvor, en í einstaka tilfellum deila fóstrin einum belg. Slík meðganga er hááhættu meðganga þar sem naflastrengirnir eiga það til að flækjast saman og loka fyrir blóðflæði til fóstranna.
Á Íslandi er meðallengd tvíburameðgöngu 36 vikur. Flestir tvíburar fæðast heilbrigðir og flestar tvíburamæður eru heilbrigðar alla meðgönguna, en þó er aukin áhætta á fyrirburafæðingum og ýmsum meðgöngukvillum, svo sem [[meðgöngueitrun]] og e.t.v. [[meðgöngusykursýki]] þegar gengið er með tvíbura. <ref>{{Cite web|url=https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/medganga/tviburamedganga-fosturthroski/|title=Tvíburameðganga - fósturþroski|website=Heilsuvera|language=is-is|access-date=2022-08-18}}</ref>
qyfs16fngcs7nu7hrp3paq6ttx7clwr
1765248
1765246
2022-08-18T16:24:47Z
Undurhundur
70157
wikitext
text/x-wiki
'''Tvíburar''' kallast tvö afkvæmi sem koma úr sömu [[Meðganga|meðgöngu]]. Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. Eineggja tvíburar verða til þegar eitt [[Eggfruma|egg]] og ein [[Sæðisfruma|sáðfruma]] myna [[Okfruma|okfrumu]] sem skiptir sér og býr til tvö [[fóstur]]. Eineggja tvíburar deila því sama [[erfðaefni]], eru alltaf af sama kyni og því mjög líkir. Tvíeggja tvíburar, sem eru mun algengari en eineggja, verða til úr tveimur eggjum og tveimur sáðfrumum og eru því ekki líkari erfðafræðilega en venjuleg systkini. Tvíeggja tvíburar geta verið af sama eða sitthvoru kyninu. Í sjaldgæfum tilfellum eiga tvíeggja tvíburar sömu móður en sitthvorn föðurinn.
Þegar eitt fóstur þroskast í móðurkviði er það kallað einburi.
Það að eignast tvíeggja tvíbura er arfgengt, enda tvíeggja tvíburar algengari í sumum fjölskyldum. Eineggja tvíburar virðast aftur á móti vera háðir tilviljunum og hefur tíðni eineggja tvíburafæðinga haldist eins í heiminum, á meðan tíðni tvíeggja tvíburafæðinga hefur aukist með tilkomu frjósemisaðgerða. Annað sem eykur líkur á tvíeggja tvíburum er: aldur móður, fjöldi fyrri fæðinga, hæð móður og næring. <ref>{{Cite web|url=http://www.visindavefur.is/svar.php?id=3570|title=Er arfgengt að eignast tvíbura?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2022-08-18}}</ref>
Tvíburameðganga kemur oftast í ljós við ómskoðun. Mæðrum eru boðnar fleiri skoðanir á tvíburameðgöngu, en fer fjöldi þeirra eftir því hvort fylgjurnar eru ein eða tvær og svo hvort fósturbelgirnir eru einn eða tveir. Ef fylgjurnar eru tvær er oftast um tvíeggja tvíbura að ræða, þó í 30% tilfella séu það eineggja tvíburar. Ef fylgjurnar eru tvær, eru fósturbelgirnir einnig tveir. Slík meðganga er áhættuminnsta tvíburameðgangan. Ef aðeins ein fylgja er til staðar fyrir tvö fóstur er alltaf um eineggja tvíbura að ræða. Oftast eru fóstrin í sínum fósturbelgnum hvor, en í einstaka tilfellum deila fóstrin einum belg. Slík meðganga er hááhættu meðganga þar sem naflastrengirnir eiga það til að flækjast saman og loka fyrir blóðflæði til fóstranna.
Á Íslandi er meðallengd tvíburameðgöngu 36 vikur. Flestir tvíburar fæðast heilbrigðir og flestar tvíburamæður eru heilbrigðar alla meðgönguna, en þó er aukin áhætta á fyrirburafæðingum og ýmsum meðgöngukvillum, svo sem [[meðgöngueitrun]] og e.t.v. [[meðgöngusykursýki]] þegar gengið er með tvíbura. <ref>{{Cite web|url=https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/medganga/tviburamedganga-fosturthroski/|title=Tvíburameðganga - fósturþroski|website=Heilsuvera|language=is-is|access-date=2022-08-18}}</ref>
<references />
[[Flokkur:Æviskeið manna]]
[[Flokkur:Maðurinn]]
[[Flokkur:Börn]]
1ksiyeq19sgh6jn5c1e8v2t06xxsfsu
1765250
1765248
2022-08-18T16:38:56Z
Undurhundur
70157
wikitext
text/x-wiki
'''Tvíburar''' kallast tvö afkvæmi sem koma úr sömu [[Meðganga|meðgöngu]]. Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. Eineggja tvíburar verða til þegar eitt [[Eggfruma|egg]] og ein [[Sæðisfruma|sáðfruma]] myna [[Okfruma|okfrumu]] sem skiptir sér og býr til tvö [[fóstur]]. Eineggja tvíburar deila því sama [[erfðaefni]], eru alltaf af sama kyni og því mjög líkir. Tvíeggja tvíburar, sem eru mun algengari en eineggja, verða til úr tveimur eggjum og tveimur sáðfrumum og eru því ekki líkari erfðafræðilega en venjuleg systkini. Tvíeggja tvíburar geta verið af sama eða sitthvoru kyninu. Í sjaldgæfum tilfellum eiga tvíeggja tvíburar sömu móður en sitthvorn föðurinn.
Þegar eitt fóstur þroskast í móðurkviði er það kallað einburi.
Það að eignast tvíeggja tvíbura er arfgengt, enda tvíeggja tvíburar algengari í sumum fjölskyldum. Eineggja tvíburar virðast aftur á móti vera háðir tilviljunum og hefur tíðni eineggja tvíburafæðinga haldist eins í heiminum, á meðan tíðni tvíeggja tvíburafæðinga hefur aukist með tilkomu frjósemisaðgerða. Annað sem eykur líkur á tvíeggja tvíburum er: aldur móður, fjöldi fyrri fæðinga, hæð móður og næring. <ref>{{Cite web|url=http://www.visindavefur.is/svar.php?id=3570|title=Er arfgengt að eignast tvíbura?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2022-08-18}}</ref>
Tvíburameðganga kemur oftast í ljós við ómskoðun. Mæðrum eru boðnar fleiri skoðanir á tvíburameðgöngu, en fer fjöldi þeirra eftir því hvort [[Legkaka|fylgjurnar]] eru ein eða tvær og svo hvort [[Fósturbelgur|fósturbelgirnir]] eru einn eða tveir. Ef fylgjurnar eru tvær er oftast um tvíeggja tvíbura að ræða, þó í 30% tilfella séu það eineggja tvíburar. Ef fylgjurnar eru tvær, eru fósturbelgirnir einnig tveir. Slík meðganga er áhættuminnsta tvíburameðgangan. Ef aðeins ein fylgja er til staðar fyrir tvö fóstur er alltaf um eineggja tvíbura að ræða. Oftast eru fóstrin í sínum fósturbelgnum hvor, en í einstaka tilfellum deila fóstrin einum belg. Slík meðganga er hááhættu meðganga þar sem naflastrengirnir eiga það til að flækjast saman og loka fyrir blóðflæði til fóstranna.
Á Íslandi er meðallengd tvíburameðgöngu 36 vikur.<ref name=":0" /> Flestir tvíburar fæðast heilbrigðir og flestar tvíburamæður eru heilbrigðar alla meðgönguna, en þó er aukin áhætta á fyrirburafæðingum og ýmsum meðgöngukvillum, svo sem [[meðgöngueitrun]] og e.t.v. [[meðgöngusykursýki]] þegar gengið er með tvíbura. <ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/medganga/tviburamedganga-fosturthroski/|title=Tvíburameðganga - fósturþroski|website=Heilsuvera|language=is-is|access-date=2022-08-18}}</ref> Hjá eineggja tvíburum sem deila fylgju getur komið upp blóðflæðisjúkdómur sem kallast [[tvíbura-tvíbura blóðrennslissjúkdómur]] (e. Twin-Twin Transfusion Syndrome, TTTS). Einnig getur vaxtarmisræmi orðið vegna galla í fylgju og fleira.
<references />
[[Flokkur:Æviskeið manna]]
[[Flokkur:Maðurinn]]
[[Flokkur:Börn]]
nvhmo1eq1vz2nvz2wgh4oyq2qzygtqp
Tvíburar
0
169056
1765257
2022-08-18T18:11:55Z
Berserkur
10188
Tilvísun á [[Tvíburi]]
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Tvíburi]]
e593sslnwqpofldxsfwggqf3c2nzdho
Tai vatn
0
169057
1765265
2022-08-18T19:44:24Z
Dagvidur
4656
Stofna síðu um Tai vatn, sem er stórt stöðuvatn á Jangtse óshólmasvæðinu og eitt stærsta ferskvatnsvatn í austurhluta Kína.
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lake_Tai_Beauty.jpg|alt=Tai-vatnið á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.|hægri|thumb|450x450dp|'''Tai-vatnið''' á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.]]
[[Mynd:LakeTaiThreeKingdoms.jpg|alt=Frá Tai vatni. Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetra og meðaldýpt um 2 metra.|thumb|'''Frá Tai vatni.''' Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.]]
[[Mynd:Lake_Tai,_China_ESA21456724.jpeg|alt=Loftmynd af Tai vatni sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.|thumb|'''Loftmynd af Tai vatni''' sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.]]
'''Tai vatn''' eða '''Taihu '''(kínverska: 太湖; [[rómönskun]]: Tài Hú), er stórt stöðuvatn í Jangtse óshólmasvæðinu í og eitt stærsta ferskvatnsvatn í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Vatnið liggur í [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] og verulegur hluti af suðurströnd þess myndar landamæri þess að [[Zhejiang|Zhejiang héraði]].
== Myndun vatnsins ==
Vatnið er nokkurn veginn hálfmánalaga og er um 70 kílómetra frá norðri til suðurs og 59 kílómetra frá austri til vesturs. Heildaryfirborð þess er um 2.250 ferkílómetra og meðaldýpt um 2 metra.
Vatnið liggur á flatri sléttu og tengist vatnaleiða sem renna í það frá vestri en sem falla síðan austanmegin til [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafs]], um árnar Wusong, Liu, Huangpu og fleiri ár. Ein þessarar áa er „Suzhou lækur“, sem kennd við borgina [[Suzhou]] og rennur meðal annars í gegnum miðborg [[Sjanghæ]].
== Saga ==
Auk þessara náttúrulegu vatnaleiða er flókið mynstur skurða og áveiturása sem tengjast vatninu. Vatnið er þannig tengt hinum sögufræga [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Nærliggjandi svæði hafa verið byggð frá 1. öld f.Kr., en manngert áveitukerfi vatnsins er að mestu frá 7. öld e.Kr. og síðar. Ráðist var í miklar endurbætur á frárennsli frá vatninu á milli 10. og 13. aldar; gripið var til stórfelldra flóðavarnaaðgerða á 11. öld og og aftur á 15. öld.
Á síðari tímum hafa endurbætur haldið áfram. Með gerð frárennslisskurða og bygging varnargarða hefur skapast sífellt flóknara áveitumynstur.
Norðaustanmegin afmarkað vatnið af upplendi— hæðahrygg sem einnig skarast út í vatninu sem eyjar, sem margar hverjar hafa tengst fjöruborðinu vegna aurburðar. Í vatninu eru um 90 eyjar, allt frá nokkrum fermetrum upp í nokkra ferkílómetra að stærð.
Tai-vatn hefur í gegnum tíðina verið talið staður mikillar náttúrufegurðar og svæðið, sérstaklega í austri nálægt Suzhou borg og í norðri í kringum Wuxi borg, laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.
Sumar eyjanna í austurhluta vatnsins eru jafnan frægar trúarstaðir daóista og búddista og á þeim búa nokkur þúsund manns, ala ávexti og veiða í vatninu.
== Mengun ==
Tai vatn er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, á eftir vörtunum Poyang og Dongting. Undanfarin ár hefur vatnið verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða. Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið því að eitraðir þörungar mynduðust á yfirborði vatnsins. Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins. Mörgum verksmiðjum hefur verið lokað og reglur um meðferð vatns orðið strangari til að bæta vatnsgæðin.
== Tengt efni ==
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/attraction/jiangsu/wuxi/taihu_lake.htm Travel China Guide: '''Tai vatn'''] Knappar upplýsingar um vatnið, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [[wikivoyage:Lake_Tai#Q140712|Wikivoyage]] um vatnið fyrir ferðamenn, áhugaverða staði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Lake Tai|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=13. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
maoos9ibdyv44mjh0z9wg096jusq4r7
1765266
1765265
2022-08-18T19:46:25Z
Dagvidur
4656
Laga málfar
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lake_Tai_Beauty.jpg|alt=Tai-vatnið á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.|hægri|thumb|450x450dp|'''Tai-vatnið''' á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.]]
[[Mynd:LakeTaiThreeKingdoms.jpg|alt=Frá Tai vatni. Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetra og meðaldýpt um 2 metra.|thumb|'''Frá Tai vatni.''' Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.]]
[[Mynd:Lake_Tai,_China_ESA21456724.jpeg|alt=Loftmynd af Tai vatni sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.|thumb|'''Loftmynd af Tai vatni''' sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.]]
'''Tai vatn''' eða '''Taihu '''''([[kínverska]]: 太湖; [[rómönskun]]: Tài Hú)'', er stórt stöðuvatn á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu og eitt stærsta [[Ferskvatn|ferskvatnsvatn]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Vatnið liggur í [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] og verulegur hluti af suðurströnd þess myndar landamæri að [[Zhejiang|Zhejiang héraði]].
== Myndun vatnsins ==
Vatnið er nokkurn veginn hálfmánalaga og er um 70 kílómetra frá norðri til suðurs og 59 kílómetra frá austri til vesturs. Heildaryfirborð þess er um 2.250 ferkílómetra og meðaldýpt um 2 metra.
Vatnið liggur á flatri sléttu og tengist vatnaleiða sem renna í það frá vestri en sem falla síðan austanmegin til [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafs]], um árnar Wusong, Liu, Huangpu og fleiri ár. Ein þessarar áa er „Suzhou lækur“, sem kennd við borgina [[Suzhou]] og rennur meðal annars í gegnum miðborg [[Sjanghæ]].
== Saga ==
Auk þessara náttúrulegu vatnaleiða er flókið mynstur skurða og áveiturása sem tengjast vatninu. Vatnið er þannig tengt hinum sögufræga [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Nærliggjandi svæði hafa verið byggð frá 1. öld f.Kr., en manngert áveitukerfi vatnsins er að mestu frá 7. öld e.Kr. og síðar. Ráðist var í miklar endurbætur á frárennsli frá vatninu á milli 10. og 13. aldar; gripið var til stórfelldra flóðavarnaaðgerða á 11. öld og og aftur á 15. öld.
Á síðari tímum hafa endurbætur haldið áfram. Með gerð frárennslisskurða og bygging varnargarða hefur skapast sífellt flóknara áveitumynstur.
Norðaustanmegin afmarkað vatnið af upplendi— hæðahrygg sem einnig skarast út í vatninu sem eyjar, sem margar hverjar hafa tengst fjöruborðinu vegna aurburðar. Í vatninu eru um 90 eyjar, allt frá nokkrum fermetrum upp í nokkra ferkílómetra að stærð.
Tai-vatn hefur í gegnum tíðina verið talið staður mikillar náttúrufegurðar og svæðið, sérstaklega í austri nálægt Suzhou borg og í norðri í kringum Wuxi borg, laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.
Sumar eyjanna í austurhluta vatnsins eru jafnan frægar trúarstaðir daóista og búddista og á þeim búa nokkur þúsund manns, ala ávexti og veiða í vatninu.
== Mengun ==
Tai vatn er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, á eftir vörtunum Poyang og Dongting. Undanfarin ár hefur vatnið verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða. Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið því að eitraðir þörungar mynduðust á yfirborði vatnsins. Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins. Mörgum verksmiðjum hefur verið lokað og reglur um meðferð vatns orðið strangari til að bæta vatnsgæðin.
== Tengt efni ==
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/attraction/jiangsu/wuxi/taihu_lake.htm Travel China Guide: '''Tai vatn'''] Knappar upplýsingar um vatnið, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [[wikivoyage:Lake_Tai#Q140712|Wikivoyage]] um vatnið fyrir ferðamenn, áhugaverða staði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Lake Tai|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=13. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
f829d4ld4yk0l1hqhn8xce445qhyhjx
1765269
1765266
2022-08-18T19:52:41Z
Dagvidur
4656
Laga málfar og stafsetningu
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lake_Tai_Beauty.jpg|alt=Tai-vatnið á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.|hægri|thumb|450x450dp|'''Tai-vatnið''' á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.]]
[[Mynd:LakeTaiThreeKingdoms.jpg|alt=Frá Tai vatni. Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetra og meðaldýpt um 2 metra.|thumb|'''Frá Tai vatni.''' Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.]]
[[Mynd:Lake_Tai,_China_ESA21456724.jpeg|alt=Loftmynd af Tai vatni sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.|thumb|'''Loftmynd af Tai vatni''' sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.]]
'''Tai vatn''' eða '''Taihu '''''([[kínverska]]: 太湖; [[rómönskun]]: Tài Hú)'', er stórt stöðuvatn á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu og eitt stærsta [[Ferskvatn|ferskvatnsvatn]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Vatnið liggur í [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] og verulegur hluti af suðurströnd þess myndar landamæri að [[Zhejiang|Zhejiang héraði]].
== Myndun vatnsins ==
Vatnið er nokkurn veginn hálfmánalaga og er um 70 kílómetra frá norðri til suðurs og 59 kílómetra frá austri til vesturs. Heildaryfirborð þess er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.
Vatnið liggur á flatri sléttu og tengist vatnsföllum sem renna í það frá vestri, sem falla síðan austanmegin til [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafs]], um árnar Wusong, Liu, Huangpu og fleiri ár. Ein þessarar áa er „Suzhou lækur“, sem kennd við borgina [[Suzhou]] og rennur meðal annars í gegnum miðborg [[Sjanghæ]].
== Saga ==
Auk þessara náttúrulegu vatnaleiða tengist vatninu flókið mynstur skurða og áveiturása. Vatnið er tengt hinum sögufræga [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Nærliggjandi svæði hafa verið byggð frá 1. öld f.Kr., en manngert áveitukerfi vatnsins er að mestu frá 7. öld e.Kr. og síðar. Ráðist var í miklar endurbætur á frárennsli frá vatninu á milli 10. og 13. aldar; gripið var til stórfelldra flóðavarnaaðgerða á 11. öld og og aftur á 15. öld.
Á síðari tímum hafa endurbætur haldið áfram. Með gerð frárennslisskurða og bygging varnargarða hefur skapast sífellt flóknara áveitumynstur.
Norðaustanmegin afmarkað vatnið af upplendi— hæðahrygg sem einnig skarast út í vatninu sem eyjar, sem margar hverjar hafa tengst fjöruborðinu vegna aurburðar. Eyjarnar eru um 90 talsins, allt frá nokkrum fermetrum upp í nokkra ferkílómetra að stærð.
Tai-vatn hefur í gegnum tíðina verið talið staður mikillar náttúrufegurðar og svæðið, sérstaklega í austri nálægt [[Suzhou]] borg og í norðri í kringum [[Wuxi]] borg, laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.
Sumar eyjanna í austurhluta vatnsins eru jafnan frægar trúarstaðir [[Daoismi|daóista]] og [[Búddismi|búddista]] og á þeim búa nokkur þúsund manns, rækta ávexti og veiða í vatninu.
== Mengun ==
Tai vatn er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, á eftir vörtunum Poyang og Dongting. Undanfarin ár hefur vatnið verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða. Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið því að eitraðir þörungar mynduðust á yfirborði vatnsins. Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins. Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um meðferð vatns hertar til að bæta vatnsgæði.
== Tengt efni ==
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/attraction/jiangsu/wuxi/taihu_lake.htm '''Travel China Guide''': '''Tai vatn'''] Knappar upplýsingar um vatnið, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [[wikivoyage:Lake_Tai#Q140712|'''Wikivoyage''']] um vatnið fyrir ferðamenn, áhugaverða staði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Lake Tai|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=13. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
ltm2o2gwihmktneicwgaotac621nv47
1765273
1765269
2022-08-18T19:55:59Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lake_Tai_Beauty.jpg|alt=Tai-vatnið á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.|hægri|thumb|450x450dp|'''Tai-vatnið''' á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.]]
[[Mynd:LakeTaiThreeKingdoms.jpg|alt=Frá Tai vatni. Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetra og meðaldýpt um 2 metra.|upright|thumb|'''Frá Tai vatni.''' Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.]]
[[Mynd:Lake_Tai,_China_ESA21456724.jpeg|alt=Loftmynd af Tai vatni sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.|upright|thumb|'''Loftmynd af Tai vatni''' sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.]]
'''Tai vatn''' eða '''Taihu '''''([[kínverska]]: 太湖; [[rómönskun]]: Tài Hú)'', er stórt stöðuvatn á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu og eitt stærsta [[Ferskvatn|ferskvatnsvatn]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Vatnið liggur í [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] og verulegur hluti af suðurströnd þess myndar landamæri að [[Zhejiang|Zhejiang héraði]].
== Myndun vatnsins ==
Vatnið er nokkurn veginn hálfmánalaga og er um 70 kílómetra frá norðri til suðurs og 59 kílómetra frá austri til vesturs. Heildaryfirborð þess er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.
Vatnið liggur á flatri sléttu og tengist vatnsföllum sem renna í það frá vestri, sem falla síðan austanmegin til [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafs]], um árnar Wusong, Liu, Huangpu og fleiri ár. Ein þessarar áa er „Suzhou lækur“, sem kennd við borgina [[Suzhou]] og rennur meðal annars í gegnum miðborg [[Sjanghæ]].
== Saga ==
Auk þessara náttúrulegu vatnaleiða tengist vatninu flókið mynstur skurða og áveiturása. Vatnið er tengt hinum sögufræga [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Nærliggjandi svæði hafa verið byggð frá 1. öld f.Kr., en manngert áveitukerfi vatnsins er að mestu frá 7. öld e.Kr. og síðar. Ráðist var í miklar endurbætur á frárennsli frá vatninu á milli 10. og 13. aldar; gripið var til stórfelldra flóðavarnaaðgerða á 11. öld og og aftur á 15. öld.
Á síðari tímum hafa endurbætur haldið áfram. Með gerð frárennslisskurða og bygging varnargarða hefur skapast sífellt flóknara áveitumynstur.
Norðaustanmegin afmarkað vatnið af upplendi— hæðahrygg sem einnig skarast út í vatninu sem eyjar, sem margar hverjar hafa tengst fjöruborðinu vegna aurburðar. Eyjarnar eru um 90 talsins, allt frá nokkrum fermetrum upp í nokkra ferkílómetra að stærð.
Tai-vatn hefur í gegnum tíðina verið talið staður mikillar náttúrufegurðar og svæðið, sérstaklega í austri nálægt [[Suzhou]] borg og í norðri í kringum [[Wuxi]] borg, laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.
Sumar eyjanna í austurhluta vatnsins eru jafnan frægar trúarstaðir [[Daoismi|daóista]] og [[Búddismi|búddista]] og á þeim búa nokkur þúsund manns, rækta ávexti og veiða í vatninu.
== Mengun ==
Tai vatn er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, á eftir vörtunum Poyang og Dongting. Undanfarin ár hefur vatnið verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða. Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið því að eitraðir þörungar mynduðust á yfirborði vatnsins. Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins. Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um meðferð vatns hertar til að bæta vatnsgæði.
== Tengt efni ==
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/attraction/jiangsu/wuxi/taihu_lake.htm '''Travel China Guide''': '''Tai vatn'''] Knappar upplýsingar um vatnið, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [[wikivoyage:Lake_Tai#Q140712|'''Wikivoyage''']] um vatnið fyrir ferðamenn, áhugaverða staði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Lake Tai|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=13. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
5dnzqlp0b9wwosh905rwbvlcj08uqrn
1765277
1765273
2022-08-18T20:12:08Z
Dagvidur
4656
Bætti við heimildum
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lake_Tai_Beauty.jpg|alt=Tai-vatnið á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.|hægri|thumb|450x450dp|'''Tai-vatnið''' á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.]]
[[Mynd:LakeTaiThreeKingdoms.jpg|alt=Frá Tai vatni. Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetra og meðaldýpt um 2 metra.|upright|thumb|'''Frá Tai vatni.''' Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.]]
[[Mynd:Lake_Tai,_China_ESA21456724.jpeg|alt=Loftmynd af Tai vatni sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.|upright|thumb|'''Loftmynd af Tai vatni''' sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.]]
'''Tai vatn''' eða '''Taihu '''''([[kínverska]]: 太湖; [[rómönskun]]: Tài Hú)'', er stórt stöðuvatn á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu og eitt stærsta [[Ferskvatn|ferskvatnsvatn]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Vatnið liggur í [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] og verulegur hluti af suðurströnd þess myndar landamæri að [[Zhejiang|Zhejiang héraði]].
== Myndun vatnsins ==
Vatnið er nokkurn veginn hálfmánalaga og er um 70 kílómetra frá norðri til suðurs og 59 kílómetra frá austri til vesturs. Heildaryfirborð þess er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.
Vatnið liggur á flatri sléttu og tengist vatnsföllum sem renna í það frá vestri, sem falla síðan austanmegin til [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafs]], um árnar Wusong, Liu, Huangpu og fleiri ár. Ein þessarar áa er „Suzhou lækur“, sem kennd við borgina [[Suzhou]] og rennur meðal annars í gegnum miðborg [[Sjanghæ]].
== Saga ==
Auk þessara náttúrulegu vatnaleiða tengist vatninu flókið mynstur skurða og áveiturása. Vatnið er tengt hinum sögufræga [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Nærliggjandi svæði hafa verið byggð frá 1. öld f.Kr., en manngert áveitukerfi vatnsins er að mestu frá 7. öld e.Kr. og síðar. Ráðist var í miklar endurbætur á frárennsli frá vatninu á milli 10. og 13. aldar; gripið var til stórfelldra flóðavarnaaðgerða á 11. öld og og aftur á 15. öld.
Á síðari tímum hafa endurbætur haldið áfram. Með gerð frárennslisskurða og bygging varnargarða hefur skapast sífellt flóknara áveitumynstur.
Norðaustanmegin afmarkað vatnið af upplendi— hæðahrygg sem einnig skarast út í vatninu sem eyjar, sem margar hverjar hafa tengst fjöruborðinu vegna aurburðar. Eyjarnar eru um 90 talsins, allt frá nokkrum fermetrum upp í nokkra ferkílómetra að stærð.
Tai-vatn hefur í gegnum tíðina verið talið staður mikillar náttúrufegurðar og svæðið, sérstaklega í austri nálægt [[Suzhou]] borg og í norðri í kringum [[Wuxi]] borg, laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.
Sumar eyjanna í austurhluta vatnsins eru jafnan frægar trúarstaðir [[Daoismi|daóista]] og [[Búddismi|búddista]] og á þeim búa nokkur þúsund manns, rækta ávexti og veiða í vatninu.
== Mengun ==
Tai vatn er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, á eftir vörtunum Poyang og Dongting. Undanfarin ár hefur vatnið verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið því að eitraðir þörungar mynduðust á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um meðferð vatns hertar til að bæta vatnsgæði og ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/attraction/jiangsu/wuxi/taihu_lake.htm '''Travel China Guide''': '''Tai vatn'''] Knappar upplýsingar um vatnið, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [[wikivoyage:Lake_Tai#Q140712|'''Wikivoyage''']] um vatnið fyrir ferðamenn, áhugaverða staði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Lake Tai|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=13. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
enm8xc2pr1nu4wgzdz6yqw3ssodpmjl
1765278
1765277
2022-08-18T20:12:58Z
Dagvidur
4656
/* Saga */ Bætti við heimild
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lake_Tai_Beauty.jpg|alt=Tai-vatnið á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.|hægri|thumb|450x450dp|'''Tai-vatnið''' á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.]]
[[Mynd:LakeTaiThreeKingdoms.jpg|alt=Frá Tai vatni. Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetra og meðaldýpt um 2 metra.|upright|thumb|'''Frá Tai vatni.''' Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.]]
[[Mynd:Lake_Tai,_China_ESA21456724.jpeg|alt=Loftmynd af Tai vatni sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.|upright|thumb|'''Loftmynd af Tai vatni''' sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.]]
'''Tai vatn''' eða '''Taihu '''''([[kínverska]]: 太湖; [[rómönskun]]: Tài Hú)'', er stórt stöðuvatn á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu og eitt stærsta [[Ferskvatn|ferskvatnsvatn]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Vatnið liggur í [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] og verulegur hluti af suðurströnd þess myndar landamæri að [[Zhejiang|Zhejiang héraði]].
== Myndun vatnsins ==
Vatnið er nokkurn veginn hálfmánalaga og er um 70 kílómetra frá norðri til suðurs og 59 kílómetra frá austri til vesturs. Heildaryfirborð þess er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.
Vatnið liggur á flatri sléttu og tengist vatnsföllum sem renna í það frá vestri, sem falla síðan austanmegin til [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafs]], um árnar Wusong, Liu, Huangpu og fleiri ár. Ein þessarar áa er „Suzhou lækur“, sem kennd við borgina [[Suzhou]] og rennur meðal annars í gegnum miðborg [[Sjanghæ]].
== Saga ==
Auk þessara náttúrulegu vatnaleiða tengist vatninu flókið mynstur skurða og áveiturása. Vatnið er tengt hinum sögufræga [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Nærliggjandi svæði hafa verið byggð frá 1. öld f.Kr., en manngert áveitukerfi vatnsins er að mestu frá 7. öld e.Kr. og síðar. Ráðist var í miklar endurbætur á frárennsli frá vatninu á milli 10. og 13. aldar; gripið var til stórfelldra flóðavarnaaðgerða á 11. öld og og aftur á 15. öld.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|title=Lake Tai {{!}} lake, China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Á síðari tímum hafa endurbætur haldið áfram. Með gerð frárennslisskurða og bygging varnargarða hefur skapast sífellt flóknara áveitumynstur.
Norðaustanmegin afmarkað vatnið af upplendi— hæðahrygg sem einnig skarast út í vatninu sem eyjar, sem margar hverjar hafa tengst fjöruborðinu vegna aurburðar. Eyjarnar eru um 90 talsins, allt frá nokkrum fermetrum upp í nokkra ferkílómetra að stærð.
Tai-vatn hefur í gegnum tíðina verið talið staður mikillar náttúrufegurðar og svæðið, sérstaklega í austri nálægt [[Suzhou]] borg og í norðri í kringum [[Wuxi]] borg, laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.
Sumar eyjanna í austurhluta vatnsins eru jafnan frægar trúarstaðir [[Daoismi|daóista]] og [[Búddismi|búddista]] og á þeim búa nokkur þúsund manns, rækta ávexti og veiða í vatninu.
== Mengun ==
Tai vatn er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, á eftir vörtunum Poyang og Dongting. Undanfarin ár hefur vatnið verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið því að eitraðir þörungar mynduðust á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um meðferð vatns hertar til að bæta vatnsgæði og ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/attraction/jiangsu/wuxi/taihu_lake.htm '''Travel China Guide''': '''Tai vatn'''] Knappar upplýsingar um vatnið, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [[wikivoyage:Lake_Tai#Q140712|'''Wikivoyage''']] um vatnið fyrir ferðamenn, áhugaverða staði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Lake Tai|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=13. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
icin4vtkwkuoqdzsgs09juihfsrubrm
1765280
1765278
2022-08-18T20:33:34Z
Dagvidur
4656
/* Myndun vatnsins */ Bætti við heimildum
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lake_Tai_Beauty.jpg|alt=Tai-vatnið á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.|hægri|thumb|450x450dp|'''Tai-vatnið''' á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.]]
[[Mynd:LakeTaiThreeKingdoms.jpg|alt=Frá Tai vatni. Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetra og meðaldýpt um 2 metra.|upright|thumb|'''Frá Tai vatni.''' Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.]]
[[Mynd:Lake_Tai,_China_ESA21456724.jpeg|alt=Loftmynd af Tai vatni sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.|upright|thumb|'''Loftmynd af Tai vatni''' sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.]]
'''Tai vatn''' eða '''Taihu '''''([[kínverska]]: 太湖; [[rómönskun]]: Tài Hú)'', er stórt stöðuvatn á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu og eitt stærsta [[Ferskvatn|ferskvatnsvatn]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Vatnið liggur í [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] og verulegur hluti af suðurströnd þess myndar landamæri að [[Zhejiang|Zhejiang héraði]].
== Myndun vatnsins ==
Vatnið er nokkurn veginn hálfmánalaga og er um 70 kílómetra frá norðri til suðurs og 59 kílómetra frá austri til vesturs. Heildaryfirborð þess er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.
Vatnið liggur á flatri sléttu og tengist vatnsföllum sem renna í það frá vestri, sem falla síðan austanmegin til [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafs]], um árnar Wusong, Liu, Huangpu og fleiri ár. Ein þessarar áa er „Suzhou lækur“, sem kennd við borgina [[Suzhou]] og rennur meðal annars í gegnum miðborg [[Sjanghæ]].<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Creek|date=2022-07-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Creek&oldid=1099858265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
== Saga ==
Auk þessara náttúrulegu vatnaleiða tengist vatninu flókið mynstur skurða og áveiturása. Vatnið er tengt hinum sögufræga [[Mikliskurður|Miklaskurði]] og þess hluta er tengir borgirnar [[Peking]] og [[Hangzhou]].<small><ref>{{Citation|title=太湖|date=2022-06-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%AA%E6%B9%96&oldid=72307292|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Nærliggjandi svæði hafa verið byggð frá 1. öld f.Kr., en manngert áveitukerfi vatnsins er að mestu frá 7. öld e.Kr. og síðar. Ráðist var í miklar endurbætur á frárennsli frá vatninu á milli 10. og 13. aldar; gripið var til stórfelldra flóðavarnaaðgerða á 11. öld og og aftur á 15. öld.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|title=Lake Tai {{!}} lake, China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Á síðari tímum hafa endurbætur haldið áfram. Með gerð frárennslisskurða og bygging varnargarða hefur skapast sífellt flóknara áveitumynstur. Nú er unnið að því að beina hluta Jangtse fljóts til Tai vatns til að draga úr rýrnun vatnsins og auka flæði þess og hreinsunargetu.<small><ref>{{Citation|title=引江济太工程|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BC%95%E6%B1%9F%E6%B5%8E%E5%A4%AA%E5%B7%A5%E7%A8%8B&oldid=69944021|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Norðaustanmegin afmarkað vatnið af upplendi— hæðahrygg sem einnig skarast út í vatninu sem eyjar, sem margar hverjar hafa tengst fjöruborðinu vegna aurburðar. Eyjarnar eru um 90 talsins, allt frá nokkrum fermetrum upp í nokkra ferkílómetra að stærð.
Tai-vatn hefur í gegnum tíðina verið talið staður mikillar náttúrufegurðar og svæðið, sérstaklega í austri nálægt [[Suzhou]] borg og í norðri í kringum [[Wuxi]] borg, laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.
Sumar eyjanna í austurhluta vatnsins eru jafnan frægar trúarstaðir [[Daoismi|daóista]] og [[Búddismi|búddista]] og á þeim búa nokkur þúsund manns, rækta ávexti og veiða í vatninu.
== Mengun ==
Tai vatn er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, á eftir vörtunum Poyang og Dongting. Undanfarin ár hefur vatnið verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið því að eitraðir [[blágerlar]] eða þörungar mynduðust á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um meðferð vatns hertar til að bæta vatnsgæði og ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/attraction/jiangsu/wuxi/taihu_lake.htm '''Travel China Guide''': '''Tai vatn'''] Knappar upplýsingar um vatnið, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [[wikivoyage:Lake_Tai#Q140712|'''Wikivoyage''']] um vatnið fyrir ferðamenn, áhugaverða staði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Lake Tai|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=13. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
op5him8t47tdotsbcnrw1qxxwhti79g
1765282
1765280
2022-08-18T20:43:28Z
Dagvidur
4656
/* Saga */ Bætti við heimild
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lake_Tai_Beauty.jpg|alt=Tai-vatnið á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.|hægri|thumb|450x450dp|'''Tai-vatnið''' á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.]]
[[Mynd:LakeTaiThreeKingdoms.jpg|alt=Frá Tai vatni. Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetra og meðaldýpt um 2 metra.|upright|thumb|'''Frá Tai vatni.''' Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.]]
[[Mynd:Lake_Tai,_China_ESA21456724.jpeg|alt=Loftmynd af Tai vatni sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.|upright|thumb|'''Loftmynd af Tai vatni''' sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.]]
'''Tai vatn''' eða '''Taihu '''''([[kínverska]]: 太湖; [[rómönskun]]: Tài Hú)'', er stórt stöðuvatn á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu og eitt stærsta [[Ferskvatn|ferskvatnsvatn]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Vatnið liggur í [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] og verulegur hluti af suðurströnd þess myndar landamæri að [[Zhejiang|Zhejiang héraði]].
== Myndun vatnsins ==
Vatnið er nokkurn veginn hálfmánalaga og er um 70 kílómetra frá norðri til suðurs og 59 kílómetra frá austri til vesturs. Heildaryfirborð þess er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.
Vatnið liggur á flatri sléttu og tengist vatnsföllum sem renna í það frá vestri, sem falla síðan austanmegin til [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafs]], um árnar Wusong, Liu, Huangpu og fleiri ár. Ein þessarar áa er „Suzhou lækur“, sem kennd við borgina [[Suzhou]] og rennur meðal annars í gegnum miðborg [[Sjanghæ]].<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Creek|date=2022-07-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Creek&oldid=1099858265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
== Saga ==
Auk þessara náttúrulegu vatnaleiða tengist vatninu flókið mynstur skurða og áveiturása. Vatnið er tengt hinum sögufræga [[Mikliskurður|Miklaskurði]] og þess hluta er tengir borgirnar [[Peking]] og [[Hangzhou]].<small><ref>{{Citation|title=太湖|date=2022-06-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%AA%E6%B9%96&oldid=72307292|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Nærliggjandi svæði hafa verið byggð frá 1. öld f.Kr., en manngert áveitukerfi vatnsins er að mestu frá 7. öld e.Kr. og síðar. Ráðist var í miklar endurbætur á frárennsli frá vatninu á milli 10. og 13. aldar; gripið var til stórfelldra flóðavarnaaðgerða á 11. öld og og aftur á 15. öld.<small><ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|title=Lake Tai {{!}} lake, China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Á síðari tímum hafa endurbætur haldið áfram. Með gerð frárennslisskurða og bygging varnargarða hefur skapast sífellt flóknara áveitumynstur. Nú er unnið að því að beina hluta Jangtse fljóts til Tai vatns til að draga úr rýrnun vatnsins og auka flæði þess og hreinsunargetu.<small><ref>{{Citation|title=引江济太工程|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BC%95%E6%B1%9F%E6%B5%8E%E5%A4%AA%E5%B7%A5%E7%A8%8B&oldid=69944021|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Norðaustanmegin afmarkast vatnið af upplendi - hæðahrygg sem einnig skarast út í vatninu sem eyjar, sem margar hverjar hafa tengst fjöruborðinu vegna aurburðar. Eyjarnar eru um 90 talsins, allt frá nokkrum fermetrum upp í nokkra ferkílómetra að stærð.<small><ref name=":0" /></small>
Tai-vatn hefur í gegnum tíðina verið talið staður mikillar náttúrufegurðar og svæðið, sérstaklega í austri nálægt [[Suzhou]] borg og í norðri í kringum [[Wuxi]] borg, laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.
Sumar eyjanna í austurhluta vatnsins eru jafnan frægar trúarstaðir [[Daoismi|daóista]] og [[Búddismi|búddista]] og á þeim búa nokkur þúsund manns, rækta ávexti og veiða í vatninu.
== Mengun ==
Tai vatn er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, á eftir vörtunum Poyang og Dongting. Undanfarin ár hefur vatnið verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið því að eitraðir [[blágerlar]] eða þörungar mynduðust á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um meðferð vatns hertar til að bæta vatnsgæði og ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/attraction/jiangsu/wuxi/taihu_lake.htm '''Travel China Guide''': '''Tai vatn'''] Knappar upplýsingar um vatnið, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [[wikivoyage:Lake_Tai#Q140712|'''Wikivoyage''']] um vatnið fyrir ferðamenn, áhugaverða staði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Lake Tai|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=13. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
rt75horbgmeo849tqu6kmvwl6s6rw4u
1765288
1765282
2022-08-18T22:06:13Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lake_Tai_Beauty.jpg|alt=Tai-vatnið á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.|hægri|thumb|450x450dp|'''Tai-vatnið''' á Jangtse óshólmasvæðinu er talið staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.]]
[[Mynd:LakeTaiThreeKingdoms.jpg|alt=Frá Tai vatni. Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetra og meðaldýpt um 2 metra.|upright|thumb|'''Frá Tai vatni.''' Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.]]
[[Mynd:Lake_Tai,_China_ESA21456724.jpeg|alt=Loftmynd af Tai vatni sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.|upright|thumb|'''Loftmynd af Tai vatni''' sem liggur að miklu á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.]]
'''Tai vatn''' eða '''Taihu '''''([[kínverska]]: 太湖; [[rómönskun]]: Tài Hú)'', er stórt stöðuvatn á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu og eitt stærsta [[Ferskvatn|ferskvatnsvatn]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Vatnið liggur í [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] og verulegur hluti af suðurströnd þess myndar landamæri að [[Zhejiang|Zhejiang héraði]].
== Myndun vatnsins ==
Vatnið er nokkurn veginn hálfmánalaga og er um 70 kílómetra frá norðri til suðurs og 59 kílómetra frá austri til vesturs. Heildaryfirborð þess er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.
Vatnið liggur á flatri sléttu og tengist vatnsföllum sem renna í það frá vestri, sem falla síðan austanmegin til [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafs]], um árnar Wusong, Liu, Huangpu og fleiri ár. Ein þessarar áa er „Suzhou lækur“, sem kennd við borgina [[Suzhou]] og rennur meðal annars í gegnum miðborg [[Sjanghæ]].<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Creek|date=2022-07-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Creek&oldid=1099858265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
== Saga ==
Auk þessara náttúrulegu vatnaleiða tengist vatninu flókið mynstur skurða og áveiturása. Vatnið er tengt hinum sögufræga [[Mikliskurður|Miklaskurði]] og þess hluta er tengir borgirnar [[Peking]] og [[Hangzhou]].<small><ref>{{Citation|title=太湖|date=2022-06-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%AA%E6%B9%96&oldid=72307292|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Nærliggjandi svæði hafa verið byggð frá 1. öld f.Kr., en manngert áveitukerfi vatnsins er að mestu frá 7. öld e.Kr. og síðar. Ráðist var í miklar endurbætur á frárennsli frá vatninu á milli 10. og 13. aldar; gripið var til stórfelldra flóðavarnaaðgerða á 11. öld og og aftur á 15. öld.<small><ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|title=Lake Tai {{!}} lake, China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Á síðari tímum hafa endurbætur haldið áfram. Með gerð frárennslisskurða og bygging varnargarða hefur skapast sífellt flóknara áveitumynstur. Nú er unnið að því að beina hluta Jangtse fljóts til Tai vatns til að draga úr rýrnun vatnsins og auka flæði þess og hreinsunargetu.<small><ref>{{Citation|title=引江济太工程|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BC%95%E6%B1%9F%E6%B5%8E%E5%A4%AA%E5%B7%A5%E7%A8%8B&oldid=69944021|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Norðaustanmegin afmarkast vatnið af upplendi - hæðahrygg sem einnig skarast út í vatninu sem eyjar, sem margar hverjar hafa tengst fjöruborðinu vegna aurburðar. Eyjarnar eru um 90 talsins, allt frá nokkrum fermetrum upp í nokkra ferkílómetra að stærð.<small><ref name=":0" /></small>
Tai-vatn hefur í gegnum tíðina verið talið staður mikillar náttúrufegurðar og svæðið, sérstaklega í austri nálægt [[Suzhou]] borg og í norðri í kringum [[Wuxi]] borg, laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.
Sumar eyjanna í austurhluta vatnsins eru jafnan frægar trúarstaðir [[Daoismi|daóista]] og [[Búddismi|búddista]] og á þeim búa nokkur þúsund manns, rækta ávexti og veiða í vatninu.
== Mengun ==
Tai vatn er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, á eftir vörtunum Poyang og Dongting. Undanfarin ár hefur vatnið verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið því að eitraðir [[blágerlar]] eða þörungar mynduðust á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um meðferð vatns hertar til að bæta vatnsgæði og ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/attraction/jiangsu/wuxi/taihu_lake.htm '''Travel China Guide''': '''Tai vatn'''] Knappar upplýsingar um vatnið, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [[wikivoyage:Lake_Tai#Q140712|'''Wikivoyage''']] um vatnið fyrir ferðamenn, áhugaverða staði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Lake Tai|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=13. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Stöðuvötn í Kína]]
cahlhcikn0letuhbyt1a3po0853v13f
1765305
1765288
2022-08-19T00:49:37Z
Dagvidur
4656
Lagaði innsláttarvillu, Lagaði málfræði
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lake_Tai_Beauty.jpg|alt=Tai-vatnið á Jangtse óshólmasvæðinu er staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.|hægri|thumb|450x450dp|'''Tai-vatnið''' á Jangtse óshólmasvæðinu er staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.]]
[[Mynd:LakeTaiThreeKingdoms.jpg|alt=Frá Tai vatni. Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt þess er um 2 metrar.|upright|thumb|'''Frá Tai vatni.''' Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt þess er um 2 metrar.]]
[[Mynd:Lake_Tai,_China_ESA21456724.jpeg|alt=Loftmynd af Tai vatni. Það liggur á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.|upright|thumb|'''Loftmynd af Tai vatni'''. Það liggur á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.]]
'''Tai vatn''' eða '''Taihu '''''([[kínverska]]: 太湖; [[rómönskun]]: Tài Hú)'', er stórt stöðuvatn á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu og eitt stærsta [[Ferskvatn|ferskvatnsvatn]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Vatnið liggur í [[Jiangsu|Jiangsu-héraði]] og verulegur hluti af suðurströnd þess myndar landamæri að [[Zhejiang|Zhejiang héraði]].
== Myndun vatnsins ==
Vatnið er nokkurn veginn hálfmánalaga og er um 70 kílómetra frá norðri til suðurs og 59 kílómetra frá austri til vesturs. Heildaryfirborð þess er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt um 2 metra.
Vatnið liggur á flatri sléttu og tengist vatnsföllum sem renna í það frá vestri, sem falla síðan austanmegin til [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafs]], um árnar Wusong, Liu, Huangpu og fleiri ár. Ein þessarar áa er „Suzhou lækur“, sem kennd við borgina [[Suzhou]] og rennur meðal annars í gegnum miðborg [[Sjanghæ]].<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Creek|date=2022-07-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Creek&oldid=1099858265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
== Saga ==
Auk þessara náttúrulegu vatnaleiða tengist vatninu flókið mynstur skurða og áveiturása. Vatnið er tengt hinum sögufræga [[Mikliskurður|Miklaskurði]] og þess hluta er tengir borgirnar [[Peking]] og [[Hangzhou]].<small><ref>{{Citation|title=太湖|date=2022-06-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%AA%E6%B9%96&oldid=72307292|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Nærliggjandi svæði hafa verið byggð frá 1. öld f.Kr., en manngert áveitukerfi vatnsins er að mestu frá 7. öld e.Kr. og síðar. Ráðist var í miklar endurbætur á frárennsli frá vatninu á milli 10. og 13. aldar; gripið var til stórfelldra flóðavarnaaðgerða á 11. öld og og aftur á 15. öld.<small><ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|title=Lake Tai {{!}} lake, China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Á síðari tímum hafa endurbætur haldið áfram. Með gerð frárennslisskurða og bygging varnargarða hefur skapast sífellt flóknara áveitumynstur. Nú er unnið að því að beina hluta Jangtse fljóts til Tai vatns til að draga úr rýrnun vatnsins og auka flæði þess og hreinsunargetu.<small><ref>{{Citation|title=引江济太工程|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BC%95%E6%B1%9F%E6%B5%8E%E5%A4%AA%E5%B7%A5%E7%A8%8B&oldid=69944021|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Norðaustanmegin afmarkast vatnið af upplendi - hæðahrygg sem einnig skarast út í vatninu sem eyjar, sem margar hverjar hafa tengst fjöruborðinu vegna aurburðar. Eyjarnar eru um 90 talsins, allt frá nokkrum fermetrum upp í nokkra ferkílómetra að stærð.<small><ref name=":0" /></small>
Tai-vatn hefur í gegnum tíðina verið talið staður mikillar náttúrufegurðar og svæðið, sérstaklega í austri nálægt [[Suzhou]] borg og í norðri í kringum [[Wuxi]] borg, laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.
Sumar eyjanna í austurhluta vatnsins eru jafnan frægar trúarstaðir [[Daoismi|daóista]] og [[Búddismi|búddista]] og á þeim búa nokkur þúsund manns, rækta ávexti og veiða í vatninu.
== Mengun ==
Tai vatn er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, á eftir vörtunum Poyang og Dongting. Undanfarin ár hefur vatnið verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið því að eitraðir [[blágerlar]] eða þörungar mynduðust á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um meðferð vatns hertar til að bæta vatnsgæði og ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/attraction/jiangsu/wuxi/taihu_lake.htm '''Travel China Guide''': '''Tai vatn'''] Knappar upplýsingar um vatnið, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [[wikivoyage:Lake_Tai#Q140712|'''Wikivoyage''']] um vatnið fyrir ferðamenn, áhugaverða staði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Lake Tai|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=13. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Stöðuvötn í Kína]]
8a5jroxvbr7ytz1en6eqexznuuwwn6u
1765307
1765305
2022-08-19T00:51:16Z
Dagvidur
4656
/* Myndun vatnsins */ Lagaði innsláttarvillu, Lagaði málfræði
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lake_Tai_Beauty.jpg|alt=Tai-vatnið á Jangtse óshólmasvæðinu er staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.|hægri|thumb|450x450dp|'''Tai-vatnið''' á Jangtse óshólmasvæðinu er staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.]]
[[Mynd:LakeTaiThreeKingdoms.jpg|alt=Frá Tai vatni. Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt þess er um 2 metrar.|upright|thumb|'''Frá Tai vatni.''' Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt þess er um 2 metrar.]]
[[Mynd:Lake_Tai,_China_ESA21456724.jpeg|alt=Loftmynd af Tai vatni. Það liggur á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.|upright|thumb|'''Loftmynd af Tai vatni'''. Það liggur á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.]]
'''Tai vatn''' eða '''Taihu '''''([[kínverska]]: 太湖; [[rómönskun]]: Tài Hú)'', er stórt stöðuvatn á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu og eitt stærsta [[Ferskvatn|ferskvatnsvatn]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Vatnið liggur í [[Jiangsu|Jiangsu-héraði]] og verulegur hluti af suðurströnd þess myndar landamæri að [[Zhejiang|Zhejiang héraði]].
== Myndun vatnsins ==
Vatnið er nokkurn veginn hálfmánalaga og er um 70 kílómetra frá norðri til suðurs og 59 kílómetra frá austri til vesturs. Heildaryfirborð þess er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt er um tveir metrar.
Vatnið liggur á flatri sléttu og tengist vatnsföllum sem renna í það frá vestri, sem falla síðan austanmegin til [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafs]], um árnar Wusong, Liu, Huangpu og fleiri ár. Ein þessarar áa er „Suzhou lækur“, sem kenndur er við borgina [[Suzhou]] og rennur meðal annars í gegnum miðborg [[Sjanghæ]].<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Creek|date=2022-07-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Creek&oldid=1099858265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
== Saga ==
Auk þessara náttúrulegu vatnaleiða tengist vatninu flókið mynstur skurða og áveiturása. Vatnið er tengt hinum sögufræga [[Mikliskurður|Miklaskurði]] og þess hluta er tengir borgirnar [[Peking]] og [[Hangzhou]].<small><ref>{{Citation|title=太湖|date=2022-06-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%AA%E6%B9%96&oldid=72307292|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Nærliggjandi svæði hafa verið byggð frá 1. öld f.Kr., en manngert áveitukerfi vatnsins er að mestu frá 7. öld e.Kr. og síðar. Ráðist var í miklar endurbætur á frárennsli frá vatninu á milli 10. og 13. aldar; gripið var til stórfelldra flóðavarnaaðgerða á 11. öld og og aftur á 15. öld.<small><ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|title=Lake Tai {{!}} lake, China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Á síðari tímum hafa endurbætur haldið áfram. Með gerð frárennslisskurða og bygging varnargarða hefur skapast sífellt flóknara áveitumynstur. Nú er unnið að því að beina hluta Jangtse fljóts til Tai vatns til að draga úr rýrnun vatnsins og auka flæði þess og hreinsunargetu.<small><ref>{{Citation|title=引江济太工程|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BC%95%E6%B1%9F%E6%B5%8E%E5%A4%AA%E5%B7%A5%E7%A8%8B&oldid=69944021|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Norðaustanmegin afmarkast vatnið af upplendi - hæðahrygg sem einnig skarast út í vatninu sem eyjar, sem margar hverjar hafa tengst fjöruborðinu vegna aurburðar. Eyjarnar eru um 90 talsins, allt frá nokkrum fermetrum upp í nokkra ferkílómetra að stærð.<small><ref name=":0" /></small>
Tai-vatn hefur í gegnum tíðina verið talið staður mikillar náttúrufegurðar og svæðið, sérstaklega í austri nálægt [[Suzhou]] borg og í norðri í kringum [[Wuxi]] borg, laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.
Sumar eyjanna í austurhluta vatnsins eru jafnan frægar trúarstaðir [[Daoismi|daóista]] og [[Búddismi|búddista]] og á þeim búa nokkur þúsund manns, rækta ávexti og veiða í vatninu.
== Mengun ==
Tai vatn er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, á eftir vörtunum Poyang og Dongting. Undanfarin ár hefur vatnið verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið því að eitraðir [[blágerlar]] eða þörungar mynduðust á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um meðferð vatns hertar til að bæta vatnsgæði og ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/attraction/jiangsu/wuxi/taihu_lake.htm '''Travel China Guide''': '''Tai vatn'''] Knappar upplýsingar um vatnið, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [[wikivoyage:Lake_Tai#Q140712|'''Wikivoyage''']] um vatnið fyrir ferðamenn, áhugaverða staði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Lake Tai|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=13. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Stöðuvötn í Kína]]
06n2o4ztik3mw05lfuux1vwd16jw9s3
1765309
1765307
2022-08-19T00:56:49Z
Dagvidur
4656
/* Saga */ Lagaði innsláttarvillu, Lagaði málfræði
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lake_Tai_Beauty.jpg|alt=Tai-vatnið á Jangtse óshólmasvæðinu er staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.|hægri|thumb|450x450dp|'''Tai-vatnið''' á Jangtse óshólmasvæðinu er staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.]]
[[Mynd:LakeTaiThreeKingdoms.jpg|alt=Frá Tai vatni. Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt þess er um 2 metrar.|upright|thumb|'''Frá Tai vatni.''' Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt þess er um 2 metrar.]]
[[Mynd:Lake_Tai,_China_ESA21456724.jpeg|alt=Loftmynd af Tai vatni. Það liggur á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.|upright|thumb|'''Loftmynd af Tai vatni'''. Það liggur á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.]]
'''Tai vatn''' eða '''Taihu '''''([[kínverska]]: 太湖; [[rómönskun]]: Tài Hú)'', er stórt stöðuvatn á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu og eitt stærsta [[Ferskvatn|ferskvatnsvatn]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Vatnið liggur í [[Jiangsu|Jiangsu-héraði]] og verulegur hluti af suðurströnd þess myndar landamæri að [[Zhejiang|Zhejiang héraði]].
== Myndun vatnsins ==
Vatnið er nokkurn veginn hálfmánalaga og er um 70 kílómetra frá norðri til suðurs og 59 kílómetra frá austri til vesturs. Heildaryfirborð þess er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt er um tveir metrar.
Vatnið liggur á flatri sléttu og tengist vatnsföllum sem renna í það frá vestri, sem falla síðan austanmegin til [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafs]], um árnar Wusong, Liu, Huangpu og fleiri ár. Ein þessarar áa er „Suzhou lækur“, sem kenndur er við borgina [[Suzhou]] og rennur meðal annars í gegnum miðborg [[Sjanghæ]].<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Creek|date=2022-07-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Creek&oldid=1099858265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
== Saga ==
Auk þessara náttúrulegu vatnaleiða tengist vatninu flókið mynstur skurða og áveiturása. Vatnið er tengt hinum sögufræga [[Mikliskurður|Miklaskurði]] og þess hluta hans er tengir borgirnar [[Peking]] og [[Hangzhou]].<small><ref>{{Citation|title=太湖|date=2022-06-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%AA%E6%B9%96&oldid=72307292|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Nærliggjandi svæði hafa verið byggð frá 1. öld f.Kr., en manngert áveitukerfi vatnsins er að mestu frá 7. öld e.Kr. og síðar. Ráðist var í miklar endurbætur á frárennsli vatnsins á milli 10. og 13. aldar; gripið var til stórfelldra flóðavarnaaðgerða á 11. öld og og aftur á 15. öld.<small><ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|title=Lake Tai {{!}} lake, China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Á síðari tímum hafa endurbætur haldið áfram. Gerð frárennslisskurða og varnargarða hefur skapað flókið áveitumynstur. Nú er unnið að því að beina hluta Jangtse fljóts til Tai vatns til að draga úr rýrnun þess og auka flæði og hreinsunargetu þess.<small><ref>{{Citation|title=引江济太工程|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BC%95%E6%B1%9F%E6%B5%8E%E5%A4%AA%E5%B7%A5%E7%A8%8B&oldid=69944021|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Norðaustanmegin afmarkast vatnið af upplendi - hæðahrygg sem einnig skarast út í vatnið sem eyjar, sem margar hverjar hafa tengst fjöruborðinu vegna aurburðar. Eyjarnar eru um 90 talsins, allt frá nokkrum fermetrum upp í nokkra ferkílómetra að stærð.<small><ref name=":0" /></small>
Tai-vatn hefur í gegnum tíðina verið talið staður mikillar náttúrufegurðar. Svæðið, sérstaklega í austri nálægt [[Suzhou]] borg og í norðri í kringum [[Wuxi]] borg, laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.
Nokkrar eyjanna í austurhluta vatnsins eru frægir trúarstaðir [[Daoismi|daóista]] og [[Búddismi|búddista]] og á þeim búa nokkur þúsund manns, sem rækta ávexti og veiða í vatninu.
== Mengun ==
Tai vatn er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, á eftir vörtunum Poyang og Dongting. Undanfarin ár hefur vatnið verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið því að eitraðir [[blágerlar]] eða þörungar mynduðust á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um meðferð vatns hertar til að bæta vatnsgæði og ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/attraction/jiangsu/wuxi/taihu_lake.htm '''Travel China Guide''': '''Tai vatn'''] Knappar upplýsingar um vatnið, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [[wikivoyage:Lake_Tai#Q140712|'''Wikivoyage''']] um vatnið fyrir ferðamenn, áhugaverða staði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Lake Tai|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=13. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Stöðuvötn í Kína]]
febupjwqg1cz5wrlv7w4tokratsw2lc
1765311
1765309
2022-08-19T01:01:19Z
Dagvidur
4656
/* Mengun */ Lagaði innsláttarvillu, Lagaði málfræði
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lake_Tai_Beauty.jpg|alt=Tai-vatnið á Jangtse óshólmasvæðinu er staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.|hægri|thumb|450x450dp|'''Tai-vatnið''' á Jangtse óshólmasvæðinu er staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.]]
[[Mynd:LakeTaiThreeKingdoms.jpg|alt=Frá Tai vatni. Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt þess er um 2 metrar.|upright|thumb|'''Frá Tai vatni.''' Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt þess er um 2 metrar.]]
[[Mynd:Lake_Tai,_China_ESA21456724.jpeg|alt=Loftmynd af Tai vatni. Það liggur á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.|upright|thumb|'''Loftmynd af Tai vatni'''. Það liggur á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.]]
'''Tai vatn''' eða '''Taihu '''''([[kínverska]]: 太湖; [[rómönskun]]: Tài Hú)'', er stórt stöðuvatn á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu og eitt stærsta [[Ferskvatn|ferskvatnsvatn]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Vatnið liggur í [[Jiangsu|Jiangsu-héraði]] og verulegur hluti af suðurströnd þess myndar landamæri að [[Zhejiang|Zhejiang héraði]].
== Myndun vatnsins ==
Vatnið er nokkurn veginn hálfmánalaga og er um 70 kílómetra frá norðri til suðurs og 59 kílómetra frá austri til vesturs. Heildaryfirborð þess er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt er um tveir metrar.
Vatnið liggur á flatri sléttu og tengist vatnsföllum sem renna í það frá vestri, sem falla síðan austanmegin til [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafs]], um árnar Wusong, Liu, Huangpu og fleiri ár. Ein þessarar áa er „Suzhou lækur“, sem kenndur er við borgina [[Suzhou]] og rennur meðal annars í gegnum miðborg [[Sjanghæ]].<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Creek|date=2022-07-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Creek&oldid=1099858265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
== Saga ==
Auk þessara náttúrulegu vatnaleiða tengist vatninu flókið mynstur skurða og áveiturása. Vatnið er tengt hinum sögufræga [[Mikliskurður|Miklaskurði]] og þess hluta hans er tengir borgirnar [[Peking]] og [[Hangzhou]].<small><ref>{{Citation|title=太湖|date=2022-06-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%AA%E6%B9%96&oldid=72307292|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Nærliggjandi svæði hafa verið byggð frá 1. öld f.Kr., en manngert áveitukerfi vatnsins er að mestu frá 7. öld e.Kr. og síðar. Ráðist var í miklar endurbætur á frárennsli vatnsins á milli 10. og 13. aldar; gripið var til stórfelldra flóðavarnaaðgerða á 11. öld og og aftur á 15. öld.<small><ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|title=Lake Tai {{!}} lake, China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Á síðari tímum hafa endurbætur haldið áfram. Gerð frárennslisskurða og varnargarða hefur skapað flókið áveitumynstur. Nú er unnið að því að beina hluta Jangtse fljóts til Tai vatns til að draga úr rýrnun þess og auka flæði og hreinsunargetu þess.<small><ref>{{Citation|title=引江济太工程|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BC%95%E6%B1%9F%E6%B5%8E%E5%A4%AA%E5%B7%A5%E7%A8%8B&oldid=69944021|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Norðaustanmegin afmarkast vatnið af upplendi - hæðahrygg sem einnig skarast út í vatnið sem eyjar, sem margar hverjar hafa tengst fjöruborðinu vegna aurburðar. Eyjarnar eru um 90 talsins, allt frá nokkrum fermetrum upp í nokkra ferkílómetra að stærð.<small><ref name=":0" /></small>
Tai-vatn hefur í gegnum tíðina verið talið staður mikillar náttúrufegurðar. Svæðið, sérstaklega í austri nálægt [[Suzhou]] borg og í norðri í kringum [[Wuxi]] borg, laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.
Nokkrar eyjanna í austurhluta vatnsins eru frægir trúarstaðir [[Daoismi|daóista]] og [[Búddismi|búddista]] og á þeim búa nokkur þúsund manns, sem rækta ávexti og veiða í vatninu.
== Mengun ==
Tai vatn er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, á eftir Poyang og Dongting vötnum. Undanfarin ár hefur vatnið verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/attraction/jiangsu/wuxi/taihu_lake.htm '''Travel China Guide''': '''Tai vatn'''] Knappar upplýsingar um vatnið, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [[wikivoyage:Lake_Tai#Q140712|'''Wikivoyage''']] um vatnið fyrir ferðamenn, áhugaverða staði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Lake Tai|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=13. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Stöðuvötn í Kína]]
6fqrtzb6o1holbi02xqt4uqc9v2ybaq
1765317
1765311
2022-08-19T10:05:05Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Lake_Tai_Beauty.jpg|alt=Tai-vatnið á Jangtse óshólmasvæðinu er staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.|hægri|thumb|450x450dp|'''Tai-vatnið''' á Jangtse óshólmasvæðinu er staður mikillar náttúrufegurðar í Kína. Það laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári. Megnun ógnar vatninu.]]
[[Mynd:LakeTaiThreeKingdoms.jpg|alt=Frá Tai vatni. Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt þess er um 2 metrar.|upright|thumb|'''Frá Tai vatni.''' Yfirborð stöðuvatnsins er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt þess er um 2 metrar.]]
[[Mynd:Lake_Tai,_China_ESA21456724.jpeg|alt=Loftmynd af Tai vatni. Það liggur á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.|upright|thumb|'''Loftmynd af Tai vatni'''. Það liggur á mörkum afar þéttbýlla héraða Jiangsu og Zhejiang.]]
'''Tai vatn''' eða '''Taihu '''''([[kínverska]]: 太湖; [[rómönskun]]: Tài Hú)'', er stórt stöðuvatn á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu og eitt stærsta [[Ferskvatn|ferskvatnsvatn]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Vatnið liggur í [[Jiangsu|Jiangsu-héraði]] og verulegur hluti af suðurströnd þess myndar landamæri að [[Zhejiang|Zhejiang héraði]].
== Myndun vatnsins ==
Vatnið er nokkurn veginn hálfmánalaga og er um 70 kílómetra frá norðri til suðurs og 59 kílómetra frá austri til vesturs. Heildaryfirborð þess er um 2.250 ferkílómetrar og meðaldýpt er um tveir metrar.
Vatnið liggur á flatri sléttu og tengist vatnsföllum sem renna í það frá vestri, sem falla síðan austanmegin til [[Austur-Kínahaf|Austur-Kínahafs]], um árnar Wusong, Liu, Huangpu og fleiri ár. Ein þessarar áa er „Suzhou lækur“, sem kenndur er við borgina [[Suzhou]] og rennur meðal annars í gegnum miðborg [[Sjanghæ]].<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Creek|date=2022-07-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Creek&oldid=1099858265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
== Saga ==
Auk þessara náttúrulegu vatnaleiða tengist vatninu flókið mynstur skurða og áveiturása. Vatnið er tengt hinum sögufræga [[Mikliskurður|Miklaskurði]] og þess hluta hans er tengir borgirnar [[Peking]] og [[Hangzhou]].<small><ref>{{Citation|title=太湖|date=2022-06-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%AA%E6%B9%96&oldid=72307292|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Nærliggjandi svæði hafa verið byggð frá 1. öld f.Kr., en manngert áveitukerfi vatnsins er að mestu frá 7. öld e.Kr. og síðar. Ráðist var í miklar endurbætur á frárennsli vatnsins á milli 10. og 13. aldar; gripið var til stórfelldra flóðavarnaaðgerða á 11. öld og og aftur á 15. öld.<small><ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|title=Lake Tai {{!}} lake, China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Á síðari tímum hafa endurbætur haldið áfram. Gerð frárennslisskurða og varnargarða hefur skapað flókið áveitumynstur. Nú er unnið að því að beina hluta Jangtse fljóts til Tai vatns til að draga úr rýrnun þess og auka flæði og hreinsunargetu þess.<small><ref>{{Citation|title=引江济太工程|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BC%95%E6%B1%9F%E6%B5%8E%E5%A4%AA%E5%B7%A5%E7%A8%8B&oldid=69944021|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref></small>
Norðaustanmegin afmarkast vatnið af upplendi - hæðahrygg sem einnig skarast út í vatnið sem eyjar, sem margar hverjar hafa tengst fjöruborðinu vegna aurburðar. Eyjarnar eru um 90 talsins, allt frá nokkrum fermetrum upp í nokkra ferkílómetra að stærð.<small><ref name=":0" /></small>
Tai-vatn hefur í gegnum tíðina verið talið staður mikillar náttúrufegurðar. Svæðið, sérstaklega í austri nálægt [[Suzhou]] borg og í norðri í kringum [[Wuxi]] borg, laðar að sér marga ferðamenn á hverju ári.
Nokkrar eyjanna í austurhluta vatnsins eru frægir trúarstaðir [[Daoismi|daóista]] og [[Búddismi|búddista]] og á þeim búa nokkur þúsund manns, sem rækta ávexti og veiða í vatninu.
== Mengun ==
Tai vatn er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, á eftir Poyang og Dongting vötnum. Undanfarin ár hefur vatnið verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/attraction/jiangsu/wuxi/taihu_lake.htm '''Travel China Guide''': '''Tai vatn'''] Knappar upplýsingar um vatnið, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [[wikivoyage:Lake_Tai#Q140712|'''Wikivoyage''']] um vatnið fyrir ferðamenn, áhugaverða staði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Lake Tai|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Lake-Tai|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=13. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Stöðuvötn í Kína]]
d6v6jzxroa5ccvuunuehu02mi1ucglv
Taihu
0
169058
1765271
2022-08-18T19:54:52Z
Dagvidur
4656
Stofna tilvísunarsíðu
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Tai vatn]]
ehuyqffu3rbkxn9vox3ay2bt4erqlhr
Flokkur:Stöðuvötn í Kína
14
169059
1765289
2022-08-18T22:06:56Z
Berserkur
10188
Ný síða: [[Flokkur:Landafræði Kína]] [[Flokkur:Stöðuvötn eftir löndum]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Landafræði Kína]]
[[Flokkur:Stöðuvötn eftir löndum]]
53vs0ym0zj1duq64giyy5cf18tub6wk
Copepoda
0
169060
1765324
2022-08-19T11:02:36Z
Akigka
183
Tilvísun á [[Krabbaflær]]
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Krabbaflær]]
e8vl91kc39ce7q0ihzcexsif95io6ez
Flokkur:Íþróttafélög frá Aþenu
14
169061
1765338
2022-08-19T11:48:41Z
Berserkur
10188
Ný síða: [[Flokkur:Aþena]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Aþena]]
o0otq7tghz9srfy24rygs5l95dbs3ec
Flokkur:Tré á Nýja-Sjálandi
14
169062
1765342
2022-08-19T11:55:07Z
Berserkur
10188
Ný síða: [[Flokkur:Nýja-Sjáland]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Nýja-Sjáland]]
dno6b0orwkn68jqbl3281jzp06ksjw3