Wikipedia iswiki https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a MediaWiki 1.39.0-wmf.25 first-letter Miðill Kerfissíða Spjall Notandi Notandaspjall Wikipedia Wikipediaspjall Mynd Myndaspjall Melding Meldingarspjall Snið Sniðaspjall Hjálp Hjálparspjall Flokkur Flokkaspjall Gátt Gáttaspjall TimedText TimedText talk Module Module talk Smától Smátólaspjall Smátóla skilgreining Smátóla skilgreiningarspjall Ítalía 0 3875 1765517 1756550 2022-08-20T20:11:05Z Akigka 183 /* Efnahagslíf */ wikitext text/x-wiki {{Land | nafn = Lýðveldið Ítalía | nafn_á_frummáli = Repubblica italiana | nafn_í_eignarfalli = Ítalíu | fáni = Flag of Italy.svg | skjaldarmerki = Emblem_of_Italy.svg | staðsetningarkort = EU-Italy_(orthographic_projection).svg | tungumál = [[Ítalska]] | höfuðborg = [[Róm]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Ítalíu|Forseti]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Ítalíu|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga1 = [[Sergio Mattarella]] | nafn_leiðtoga2 = [[Mario Draghi]] | staða = Stofnun | atburður1 = [[Sameining Ítalíu|Sameining]] | dagsetning1 = 17. mars 1861 | atburður2 = [[Lýðveldi]]sstofnun | dagsetning2 = 1. janúar 1948 | ESBaðild = 25. mars 1957 | stærðarsæti = 71 | flatarmál = 301.340 | hlutfall_vatns = 1,24 | mannfjöldaár = 2020 | mannfjöldasæti = 23 | fólksfjöldi = 60.317.116 | íbúar_á_ferkílómetra = 201,3 | VLF_ár = 2021 | VLF = 2.106 | VLF_sæti = 13 | VLF_á_mann = 43.376 | VLF_á_mann_sæti = 29 | VÞL = {{hækkun}} 0.892 | VÞL_sæti = 29 | VÞL_ár = 2019 | gjaldmiðill = [[Evra|Evra (€)]] | tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]]) | þjóðsöngur = [[Il Canto degli Italiani]] | tld = it | símakóði = 39 }} '''Ítalía''' ([[ítalska]]: ''Italia''), opinbert heiti '''Ítalska lýðveldið''' (''Repubblica Italiana''), er [[land]] í [[Suður-Evrópa|Suður-Evrópu]]. Landið liggur aðallega á [[Appenínaskagi|Appenínaskaga]] sem gengur til suðausturs út í [[Miðjarðarhaf]]ið og minnir í lögun dálítið á [[stígvél]]. Að norðan nær landið allt upp í [[Alpafjöll]]. Lönd sem liggja að Ítalíu eru [[Frakkland]], [[Sviss]], [[Austurríki]] og [[Slóvenía]]. Einnig umlykur Ítalía tvö sjálfstæð ríki, [[San Marínó]] (sem er nálægt austurströndinni og [[Rímíní]]) og [[Vatíkanið]] eða Páfagarð, sem er hluti af [[Róm]]. [[Campione d'Italia]] er útlenda Ítalíu í Sviss. Róm er [[höfuðborg]]in og stærsta borg landsins. Íbúar Ítalíu eru um 60 milljónir og landið er þriðja fjölmennasta aðildarríki [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]]. Mikill fjöldi þjóða og menningarsamfélaga hafa staðið á Ítalíu frá fornu fari. Ýmsar [[fornþjóðir Ítalíu|fornþjóðir]] bjuggu þar sem í dag er Ítalía, og einn hópur þeirra þróaði [[ítalísk mál]]. Frá upphafi [[klassísk fornöld|klassískrar fornaldar]] stofnuðu [[Föníkumenn]] og [[Grikkir]] nýlendur við strendur og á eyjum í kringum Ítalíu.<ref name="WaldmanMason2006">{{cite book |author1=Carl Waldman |author2=Catherine Mason |title=Encyclopedia of European Peoples |url=https://books.google.com/books?id=kfv6HKXErqAC |access-date=23 February 2013 |year=2006 |publisher=Infobase Publishing |isbn=978-1-4381-2918-1 |page=586}}</ref> [[Grikkland hið forna|Forn-Grikkir]] stofnuðu það sam kallað var [[Magna Graecia]] á Suður-Ítalíu. Á sama tíma stóðu ríki [[Etrúrar|Etrúra]] og [[Keltar|Kelta]] á Mið- og Norður-Ítalíu. Ítalískur ættbálkur sem nefndist [[Latínar]] lögðu smám saman undir sig stærra landsvæði um miðjan skagann í kringum borgina Róm. [[Rómaveldi]] lagði síðan undir sig allan skagann og eyjarnar og stóran hluta Evrópu, Mið-Austurlanda og Norður-Afríku næstu aldirnar. Rómaveldi kom á [[Rómarfriður|Rómarfriði]] og breiddi út [[Rómarréttur|Rómarrétt]], rómverskar hefðir, tækni, trúarbrögð, byggingarlist, myndlist og bókmenntir.<ref>{{cite book |url=https://archive.org/details/hannibalswarmili00laze|url-access=registration |page=[https://archive.org/details/hannibalswarmili00laze/page/29 29] |quote=Italy homeland of the Romans. |title=Hannibal's War: A Military History of the Second Punic War |first=John Francis |last=Lazenby |date=4 February 1998 |publisher=University of Oklahoma Press |via=Internet Archive |isbn=978-0-8061-3004-0}}</ref><ref>{{cite book |url=https://books.google.com/books?id=ItsTDAAAQBAJ&q=italy+metropole+roman+empire&pg=PA45 |title=Contours of the World Economy 1-2030 AD: Essays in Macro-Economic History |first=Angus |last=Maddison |date=20 September 2007 |publisher=OUP Oxford |via=Google Books |isbn=978-0-19-922721-1}}</ref> Rómaveldi klofnaði í [[Vestrómverska keisaradæmið]], þar sem latína var töluð, og [[Austrómverska keisaradæmið]], þar sem gríska var töluð. Vestrómverska keisaradæmið féll vegna innrása þjóða úr norðri á [[Þjóðflutningatímabilið|Þjóðflutningatímabilinu]] á [[Ármiðaldir|ármiðöldum]]. Á [[síðmiðaldir|síðmiðöldum]] blómstruðu borgríki um alla Ítalíu vegna fjármálastarfsemi, verslunar og sjóflutninga á Miðjarðarhafi.<ref name="auto">{{cite web |last=Sée |first=Henri |title=Modern Capitalism Its Origin and Evolution |url=http://www.efm.bris.ac.uk/het/see/ModernCapitalism.pdf |work=University of Rennes |publisher=Batoche Books |access-date=29 August 2013|url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20131007010542/http://www.efm.bris.ac.uk/het/see/ModernCapitalism.pdf |archive-date=7 October 2013}}</ref> Þessi litlu ríki auðguðust sem milliliðir í verslun við Asíu og nutu oft mikils frjálsræðis, þótt þau heyrðu að nafninu til undir stærri ríki.<ref name=natgeo>{{cite book |last1=Jepson |first1=Tim |title=National Geographic Traveler: Italy |date=2012 |publisher=National Geographic Books |url={{Google books|f2jihJ0bq4EC |page=PA28 |keywords=trade%20routes%20italy%20new world |text= |plainurl=yes}}|isbn=978-1-4262-0861-4}}</ref> [[Endurreisnin]] hófst á Ítalíu og breiddist þaðan til annarra hluta Evrópu. Á endurreisnartímanum fór áhugi vaxandi á [[húmanismi|húmanisma]], [[landafundatímabilið|landkönnun]], [[vísindabyltingin|raunvísindum]] og [[endurreisnarlist|myndlist]]. Á þeim tíma blómstraði ítölsk menning, en efnahagslegt mikilvægi svæðisins minnkaði þegar nýjar siglingaleiðir til Asíu voru uppgötvaðar.<ref name=bouchard>{{cite book |last1=Bouchard |first1=Norma |last2=Ferme |first2=Valerio |title=Italy and the Mediterranean: Words, Sounds, and Images of the Post-Cold War Era |date=2013 |publisher=Palgrave Macmillan |url={{Google books|_XwhAQAAQBAJ |page=PT30 |keywords=new%20world%20trade italy |text= |plainurl=yes}}|access-date=17 December 2015|isbn=978-1-137-34346-8}}</ref> [[Ítalíustríðin]] á 15. og 16. öld leiddu til þess að Ítalía skiptist í mörg örríki sem heyrðu undir erlendar konungsættir og nutu minna sjálfstæðis en áður. Í kjölfar [[franska byltingin|frönsku byltingarinnar]] og [[Napóleonsstyrjaldirnar|Napóleonsstyrjaldanna]] í upphafi 19. aldar hófst barátta fyrir [[sameining Ítalíu|sameiningu Ítalíu]] í eitt [[þjóðríki]]. Eftir sjálfstæðisbaráttu var [[konungsríkið Ítalía]] formlega stofnað árið 1861.<ref>{{cite web |url=http://library.thinkquest.org/TQ0312582/unification.html |title=Unification of Italy |publisher=Library.thinkquest.org |date=4 April 2003 |access-date=19 November 2009 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090307050237/http://library.thinkquest.org/TQ0312582/unification.html |archive-date=7 March 2009}}</ref> Iðnvæðing Norður-Ítalíu hófst í stórum stíl eftir sameininguna og undir lok aldarinnar gerðist Ítalía [[nýlenduveldi Ítalíu|nýlenduveldi]].<ref name="allempires.com">{{cite web |url=http://www.allempires.com/article/index.php?q=italian_colonial |title=The Italian Colonial Empire |publisher=All Empires |access-date=17 June 2012 |quote=At its peak, just before WWII, the Italian Empire comprehended the territories of present time Italy, Albania, Rhodes, Dodecanese, Libya, Ethiopia, Eritrea, the majority of Somalia and the little concession of Tientsin in China |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120224012449/http://www.allempires.com/article/index.php?q=italian_colonial |archive-date=24 February 2012}}</ref> Norður-Ítalía nútímavæddist hratt meðan Suður-Ítalía glímdi við fátækt og vanþróaðan landbúnað á stórjarðeignum. Á þessum tíma fluttust stórir hópar Ítala til Ameríku í leit að tækifærum.<ref>{{cite web |author=Jon Rynn |url=http://globalmakeover.com/sites/economicreconstruction.com/static/JonRynn/FirstChapterDissertation.pdf |title=WHAT IS A GREAT POWER? |access-date=15 March 2017 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20170428053310/http://globalmakeover.com/sites/economicreconstruction.com/static/JonRynn/FirstChapterDissertation.pdf |archive-date=28 April 2017 |website=economicreconstruction.com}}</ref> Ítalía var í liði með [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöld)|bandamönnum]] í [[fyrri heimsstyrjöld]], en vonbrigði með niðurstöður stríðsins og ótti við byltingu verkafólks leiddu til valdatöku [[ítalski fasistaflokkurinn|fasista]] árið 1922. Ítalía gerðist síðan bandamaður [[Þýskaland]]s [[nasismi|nasista]] og eitt af [[öxulveldin|öxulveldunum]] í [[síðari heimsstyrjöld]]. Eftir ósigur fasista og hernám Ítalíu var konungdæmið afnumið og [[lýðveldi]] stofnað. Eftir erfiðleika í kjölfar stríðsins hófst [[ítalska efnahagsundrið]] með miklum vexti iðnframleiðslu á 6. áratug 20. aldar.<ref name=qq>{{cite web |url=http://www.imf.org/external/pubs/ft/weo/2016/01/pdf/text.pdf |title=IMF Advanced Economies List. World Economic Outlook, April 2016, p. 148|url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20160421023851/http://www.imf.org/external/pubs/ft/weo/2016/01/pdf/text.pdf |archive-date=21 April 2016}}</ref> Ítalía er háþróað iðnríki sem er með [[Lönd eftir landsframleiðslu (nafnvirði)|9. stærsta hagkerfi heims að nafnvirði]], áttunda mesta [[þjóðarauður|þjóðarauð]] heims og þriðja stærsta [[gullforði|gullforða]] heims. Landið situr hátt á listum yfir lönd eftir lífslíkum, lífsgæðum,<ref name="economist.com">[https://www.economist.com/media/pdf/QUALITY_OF_LIFE.pdf The Economist Intelligence Unit's quality-of-life index] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120802135752/http://www.economist.com/media/pdf/QUALITY_OF_LIFE.pdf |date=2 August 2012 }}, Economist, 2005</ref> gæðum heilbrigðisþjónustu<ref>{{cite web |url=http://www.photius.com/rankings/healthranks.html |title=The World Health Organization's ranking of the world's health systems |publisher=Photius.com |access-date=7 September 2015}}</ref> og menntun. Landið er stórveldi í sínum heimshluta<ref>Gabriele Abbondanza, ''Italy as a Regional Power: the African Context from National Unification to the Present Day'' (Rome: Aracne, 2016)</ref><ref>"''[[Operation Alba]] may be considered one of the most important instances in which Italy has acted as a regional power, taking the lead in executing a technically and politically coherent and determined strategy.''" See Federiga Bindi, ''Italy and the European Union'' (Washington, D.C.: Brookings Institution Press, 2011), p. 171.</ref> og hefur mikil áhrif á heimsvísu<ref name="Canada Among Nations">{{cite book |title=Canada Among Nations, 2004: Setting Priorities Straight |date=17 January 2005 |publisher=McGill-Queen's Press – MQUP |isbn=978-0-7735-2836-9 |page=85 |url={{Google books|nTKBdY5HBeUC |page= |keywords=Canada%20Among%20Nations%2C%202004%3A%20Setting%20Priorities Straight |text= |plainurl=yes}}|access-date=13 June 2016}} ("''The United States is the sole world's superpower. France, Italy, Germany and the United Kingdom are great powers''")</ref><ref name="Milena Sterio">{{cite book |last1=Sterio |first1=Milena |title=The right to self-determination under international law : "selfistans", secession and the rule of the great powers |date=2013 |publisher=Routledge |location=Milton Park, Abingdon, Oxon |isbn=978-0-415-66818-7 |page=xii (preface) |url=https://books.google.com/books?id=-QuI6n_OVMYC&q=The%20Right%20to%20Self-determination%20Under%20International%20Law%3A%20%22selfistans%22%2C%20Secession%20and%20the%20Rule%20of%20the%20Great%20Powers |access-date=13 June 2016}} ("''The great powers are super-sovereign states: an exclusive club of the most powerful states economically, militarily, politically and strategically. These states include veto-wielding members of the United Nations Security Council (United States, United Kingdom, France, China, and Russia), as well as economic powerhouses such as Germany, Italy and Japan.''")</ref> í efnahagslegu, hernaðarlegu, menningarlegu og stjórnmálalegu tilliti. Ítalía er einn af stofnaðilum [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]] og fjölda annarra alþjóðastofnana, eins og [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]], [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalagsins]], [[OECD]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[Alþjóðaviðskiptastofnunin]]ni, [[G7]] og [[G20]], [[Miðjarðarhafsbandalagið|Miðjarðarhafsbandalaginu]], [[Latínubandalagið|Latínubandalaginu]], [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]], [[Schengen-bandalagið|Schengen-bandalaginu]] og fleirum. Ítölsk vísindi og menning, tíska og listir, matargerð og íþróttir, lögfræði, fjármálastarfsemi og verslun, hafa lengi haft mikil áhrif um allan heim.<ref>{{cite web |url=http://www.crvp.org/book/Series04/IV-5/chapter_vi.htm |title=The essence of Italian culture and the challenge of the global age |author=Michael Barone |date=2 September 2010 |publisher=Council for Research in Values and philosophy |access-date=22 September 2012 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120922063927/http://www.crvp.org/book/Series04/IV-5/chapter_vi.htm |archive-date=22 September 2012}}</ref> Ítalía er fimmta mest heimsótta ferðamannaland heims og á flesta staði á [[Heimsminjaskrá UNESCO]] (58). == Saga == {{aðalgrein|Saga Ítalíu}} Á Ítalíu hafa komið upp mörg [[menningarsamfélag|menningarsamfélög]] frá því í [[fornöld]] en hugmyndin um Ítalíu sem [[ríki]] varð þó ekki til fyrr en með [[sameining Ítalíu|sameiningu Ítalíu]] (''risorgimento'') um miðja [[19. öldin|19. öld]]. Þrátt fyrir það er alvanalegt, þegar talað er um sögu Ítalíu, að fjalla um hluti eins og sögu [[Stór-Grikkland]]s (''[[Magna Graecia]]''), sögu [[Rómaveldi]]s, [[miðaldir]], þegar [[Býsans]], [[Frankaveldi]] og fleiri tókust á um yfirráð á skaganum, sögu [[borgríki|borgríkjanna]] á Norður-Ítalíu og [[ítalska endurreisnin|ítölsku endurreisnina]]. ===Sameining Ítalíu === Nútímaríkið Ítalía varð til [[17. mars]] [[1861]] þegar meirihluti borgríkjanna á Ítalíuskaganum sameinaðist í eitt [[konungsríki]] undir stjórn [[konungur|konungs]] af [[Savoja-ættin]]ni, [[Viktor Emmanúel 2.|Viktors Emmanúels 2.]], eftir yfir þrjátíu ára baráttu. Fyrst um sinn stóðu [[Róm]] og nærliggjandi héruð utan við ríkið þar sem þau töldust hluti [[Páfaríkið|Páfaríkisins]] (''Patrimonium Petri'') en [[20. september]] [[1870]] var Rómaborg hertekin eftir stutt átök og gerð að [[höfuðborg]]. Afleiðing þessa varð sú að [[páfi]]nn neitaði að viðurkenna Ítalíu sem ríki fram að [[Lateransamningarnir|Lateransamningunum]] [[1929]]. === Fyrri heimsstyrjöld og fasisminn === Ítalía barðist með [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|bandamönnum]] gegn [[Þýskaland|Þjóðverjum]] og [[Austurríki]]smönnum í [[fyrri heimsstyrjöldin]]ni. Samkvæmt [[Versalasamningurinn|Versalasamningnum]] fengu Ítalir þó ekki landsvæðið [[Fiume]] (''Rijeka''), sem tilheyrir [[Króatía|Króatíu]] í dag, sem þeir gerðu tilkall til. Vonbrigði og erfiðleikar millistríðsáranna, auk ótta við mögulega [[bylting]]u [[bolsévismi|bolsévika]], leiddu til fæðingar [[fasismi|fasismans]] og valdatöku [[Benito Mussolini]]s eftir [[Rómargangan|Rómargönguna]] [[1922]]. Mussolini varð [[einræði]]sherra [[1925]] og ríkti sem slíkur til [[1943]]. Á tímum fasismans stundaði Ítalía árásargjarna [[heimsvaldastefna|heimsvaldastefnu]] gagnvart [[Albanía|Albaníu]], [[Líbýa|Líbýu]], [[Eþíópía|Eþíópíu]] og [[Sómalía|Sómalíu]] og studdi [[falangistar|falangista]] í [[Spænska borgarastyrjöldin|Spænsku borgarastyrjöldinni]]. Ítalía gerði bandalag við [[Þýskaland]] [[Adolf Hitler|Hitlers]] ([[Stálbandalagið]]) og varð eitt af [[Öxulveldin|Öxulveldunum]] í [[síðari heimsstyrjöldin]]ni. Eftir fullnaðarsigur [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|bandamanna]] í styrjöldinni var ný [[stjórnarskrá]] samin og lýst yfir stofnun [[lýðveldi]]s árið [[1948]]. === Lýðveldisstofnunin === Margir [[stjórnmál]]amenn sem höfðu haft embætti í fasistastjórinni gengu í endurnýjun lífdaga í nýstofnuðum miðjuflokki, [[Kristilegi demókrataflokkurinn (Ítalía)|Kristilega demókrataflokknum]] sem fór síðan óslitið með völd til [[1993]]. Ítalía varð félagi í [[NATO]] árið [[1949]] og gerðist aðili að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] [[1955]]. Mikill vöxtur var í [[efnahagslíf]]inu frá [[1958]] til [[1963]] og Ítalía var ekki lengur með fátækustu þjóðum [[Evrópa|Evrópu]] (''[[Ítalska efnahagsundrið]]''). Á [[1971-1980|8. áratugnum]] bar mikið á misskiptingu auðs og [[hryðjuverk]]um af hálfu [[vinstristefna|vinstri-]] og [[hægristefna|hægrisinnaðra]] öfgahópa (''[[Blýárin]]''). Einnig bar mikið á misvægi milli Suður-Ítalíu, þar sem efnahagslífið var bundið við [[landbúnaður|landbúnað]], stöðnun ríkti og [[skipulögð glæpastarfsemi]] blómstraði, og hinnar iðnvæddu og ríku Norður-Ítalíu, þar sem efnahagslífið byggði á [[framleiðsluiðnaður|framleiðsluiðnaði]]. === „Annað lýðveldið“ === Árið [[1992]]<nowiki/>–<nowiki/>[[1993|93]] fór fram víðtæk rannsókn á [[spilling]]u í ítölskum stjórnmálum (''[[Mani pulite]]'') sem batt endi á valdatíma Kristilegra demókrata. Þetta gerðist á sama tíma og Ítalir tókust á við efnahagslegar og stjórnarfarslegar umbætur sem voru undanfari þátttöku í [[Efnahags- og myntbandalag Evrópu|Efnahags- og myntbandalagi Evrópu]]. Spillingarrannsóknin skapaði stjórnmálakreppu sem ruddi brautina fyrir stjórnmálaferil fyrrverandi [[forsætisráðherra Ítalíu]], [[Silvio Berlusconi|Silvios Berlusconis]], og myndun nokkurs konar „[[tvíflokkakerfi]]s“ þar sem tvö stór kosningabandalög, hvort um sig myndað úr einum stórum miðjuflokki og smærri flokkum á vinstri og hægri væng stjórnmálanna, takast á í kosningum. == Landfræði == [[Mynd:Etna eruption seen from the International Space Station.jpg|thumb|right|Mynd tekin úr [[alþjóðlega geimstöðin|alþjóðlegu geimstöðinni]] af eldgosi í Etnu árið [[2002]].]] Ítalía er að stærstum hluta langur [[skagi]] ([[Appennínaskagi]]) sem gengur langt út í [[Miðjarðarhaf]]ið, auk tveggja stórra [[eyja]]; [[Sikiley]]jar og [[Sardinía|Sardiníu]]. Skaginn og eyjarnar afmarka hafsvæði eins og [[Adríahaf]] austan við skagann, [[Jónahaf]] í suðaustri, [[Tyrrenahaf]] í vestri og [[Lígúríuhaf]] í norðvestri. Norðurlandamæri Ítalíu eru í [[Alpafjöll]]unum, en frá þeim liggja [[Appennínafjöll]]in eftir endilöngum skaganum. Hæsti tindur Ítalíu er [[Mont Blanc]] (4.810 [[metri|m]]) en hæsti tindur Appennínafjallanna er [[Gran Sasso]] (2.912 m). [[Ítölsku vötnin]] eru stór stöðuvötn við rætur Alpana sem ísaldarjökullinn skapaði. Stærsta samfellda undirlendi Ítalíu er [[Pódalur]]inn þar sem áin [[Pó]] rennur ásamt [[þverá]]m sínum úr Alpafjöllunum, Appennínafjöllunum og [[Dólómítarnir|Dólómítunum]] 652 [[kílómetri|km]] leið út í Adríahaf. Önnur þekkt fljót á Ítalíu eru [[Arnó]], [[Adige]] og [[Tíberfljót]]. Á Ítalíu eru nokkur virkustu [[eldfjall|eldfjöll]] [[Evrópa|Evrópu]] eins og [[Etna]], [[Vesúvíus]] og [[Strombólí]]. [[Jarðskjálfti|Jarðskjálftar]] eru ekki óalgengir og þó nokkur [[jarðhiti]] er á mörgum stöðum. [[Þjóðgarðar á Ítalíu]] eru 25 talsins. ===Dýralíf=== Á Ítalíu finnast yfir 100 tegundir spendýra (þar með talin sjávarspendýr). Af einlendum tegundum eru tvær tegundir snjáldurmúsa (Soricidae), ein tegund leðurblaka (Chiroptera) og ein tegund stúfmúsa (Arvicolinae, e. vole). [[Korsíkukrónhjörtur]] (Cervus elaphus corsicanus) finnst á Sardiníu, Í [[Appennínafjöll]]um finnast villisvín (Sus scrofa) og fjallagemsan (Rupicapra pyrenaica ornata), í ítölsku Ölpunum finnst [[alpasteingeit]] í allt að 4.600 metra hæð. Rándýr eru meðal annars [[gaupa]] (lynx lynx), [[úlfur]] (canis lupus) og [[skógarbjörn]] (ursus arctos). Yfir 500 fuglar verpa á Ítalíu eða eru flækingar. Storkar, spætur, finkur og gaukar eru meðal algengra tegunda. rósastari (Sturnus roseus) er algengur á ökrum. Ránfuglar eins og gammar og ernir eru á staðbundnu svæði í landinu: T.d. [[Bonelli-örninn]] (aquila fasciata) og [[egypskur hrægammur]] (neophron percnopterus). <ref>[https://www.visindavefur.is/svar.php?id=58975 Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Ítalíu er?]Vísindavefurinn, skoðað 1. mars, 2021</ref> == Stjórnmál == [[Mynd:Parlament_italien.JPG|thumb|right|Ítalska þinghúsið, [[Montecitorio]], í [[Róm]].]] [[Mynd:8125 - Roma - Piazza Colonna - Foto Giovanni Dall'Orto, 29-Mar-2008.jpg|thumb|right|[[Palazzo Chigi]] er stjórnarhöllin í [[Róm]].]] Ítalía er [[lýðveldi]] með [[fulltrúalýðræði]] og [[þingræði]] eftir að ákveðið var að leggja [[konungur Ítalíu|ítalska konungdæmið]] niður í [[þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslu]] [[2. júní]] [[1946]]. [[Stjórnarskrá Ítalíu]] sem kveður á um stjórnskipan lýðveldisins gekk í gildi [[1. janúar]] [[1948]]. [[Forseti Ítalíu]] er [[þjóðhöfðingi]] landsins og er kjörinn af sameinuðu þingi til sjö ára í senn. Forsetinn má ekki sitja lengur en eitt kjörtímabil og ekki verða forseti í annað sinn. Forsetinn er einingartákn þjóðarinnar og á að tryggja að stjórnarskrá sé fylgt þegar hann undirritar lög frá þinginu. Forsetanum ber einnig að bera undir þingið lagafrumvörp sem fengið hafa tiltekinn fjölda undirskrifta almennings, en með þeim hætti geta almennir borgarar knúið fram að lagafrumvörp séu tekin fyrir á þinginu. [[Ítalska þingið]] skiptist í tvær deildir: fulltrúadeild, þar sem 630 fulltrúar sitja og öldungadeild þar sem sitja 315 kjörnir fulltrúar auk öldungadeildarþingmanna sem skipaðir eru ævilangt. Kjördæmin eru 26 talsins, og skipting þeirra er nokkurn veginn eftir héruðum. [[Langbarðaland]] greinist þó í þrjú kjördæmi, [[Fjallaland]], [[Venetó]] og [[Latíum]] og [[Kampanía]] og [[Sikiley]] skiptast í tvö. Þessi héruð kjósa 618 þingmenn til fulltrúadeildarinnar, 12 þingmenn til viðbótar kjósa ítalskir ríkisborgarar sem búa erlendis. Til öldungadeildarinnar er kosið eftir sambærilegum kjördæmum, þar sem sitja 315 kjörnir fulltrúar þar af sex fyrir ítalska ríkisborgara sem búa erlendis. Auk þeirra sitja öldungadeildarþingmenn sem forsetinn skipar til lífstíðar og geta þeir verið fimm talsins auk fyrrum forseta lýðveldisins. Hvert löggjafarþing getur setið hámark fimm ár en eftir það er boðað til þingkosninga. [[Ríkisstjórn Ítalíu]] fer með [[framkvæmdavald]]ið og skiptist í þrennt: [[forsætisráðherra Ítalíu]], ráðherra og ríkisstjórnina sjálfa sem er fundur eða ráð fyrrnefndra stofnana. [[Dómsvald]]ið er á mörgum dómstigum en æðst þeirra er [[stjórnlagadómstóll Ítalíu]] sem dæmir um það hvort lög standist stjórnarskrána. Æðstaráð dómsvaldsins er æðsta vald í málefnum dómsvaldsins og sér um skipan dómara. Ráðið skipa að 1/3 dómarar sem þingið tilnefnir, en að 2/3 dómarar stofnanir dómsvaldsins kjósa. Þannig er reynt að tryggja sem mest sjálfstæði dómsvaldsins, bæði gagnvart framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu. === Stjórnsýslueiningar === {{aðalgrein|Héruð Ítalíu}} [[Mynd:It-map-is.png|right|]] Ítalía skiptist í tuttugu héruð (''regioni'') sem hvert hefur sinn [[höfuðstaður|höfuðstað]]. Fimm héraðanna ([[Friúlí]], [[Sardinía]], [[Sikiley]], [[Trentínó]] og [[Ágústudalur]]) hafa takmarkaða sjálfsstjórn sökum menningarlegrar sérstöðu. Héruðin skiptast í nokkrar [[ítalskar sýslur|sýslur]] (''province'') sem aftur skiptast í mörg [[ítölsk sveitarfélög|sveitarfélög]] (''comuni'') sem eru 7.904 talsins.<ref name="tuttitalia">{{cite news|title=Regioni italiane|url=http://www.tuttitalia.it/regioni/|access-date=30 April 2022|language=it}}</ref> === Héruð === {| class="wikitable" |- ! Hérað !! Nafn á ítölsku !! Höfuðstaður |- | [[Mynd:Flag of Valle d'Aosta.svg|20px|]] [[Ágústudalur]] || ''[[Valle d'Aosta]]'' || [[Aosta]] |- | [[Mynd:Flag of Piedmont.svg|20px|]] [[Fjallaland]] || ''[[Piemonte]]'' || [[Tórínó]] |- | [[Mynd:Flag of Lombardy.svg|20px|]] [[Langbarðaland]] || ''[[Lombardia]]'' || [[Mílanó]] |- | [[Mynd:Flag of Trentino-South Tyrol.svg|20px|]] [[Trentínó-Suður-Týról]] || ''[[Trentino-Alto Adige]]'' || [[Trento]] og [[Bolzano]] |- | [[Mynd:Flag of Veneto.svg|20px|]] [[Venetó]] || ''[[Veneto]]'' || [[Feneyjar]] |- | [[Mynd:Flag of Friuli-Venezia Giulia.svg|20px|]] [[Friúlí]] || ''[[Friuli-Venezia Giulia]]'' || [[Trieste]] |- | [[Mynd:Flag_of_Liguria.svg|20px| ]] [[Lígúría]] || ''[[Liguria]]'' || [[Genúa]] |- | [[Mynd:Flag_of_Emilia-Romagna.svg|20px| ]] [[Emilía-Rómanja]] || ''[[Emilia-Romagna]]'' || [[Bologna]] |- | [[Mynd:Flag_of_Tuscany.svg|20px| ]] [[Toskana]] || ''[[Toscana]]'' || [[Flórens]] |- | [[Mynd:Flag of Marche.svg|20px|]] [[Marke]] || ''[[Marche]]'' || [[Ankóna]] |- | [[Mynd:Flag of Umbria.svg|20px|]] [[Úmbría]] || ''[[Umbria]]'' || [[Perugia]] |- | [[Mynd:Lazio Flag.svg|20px|]] [[Latíum]] || ''[[Lazio]]'' || [[Róm]] |- | [[Mynd:Flag of Abruzzo.svg|20px|]] [[Abrútsi]] || ''[[Abruzzo]]'' || [[Aquila]] |- | [[Mynd:Flag of Campania.svg|20px| ]] [[Kampanía]] || ''[[Campania]]'' || [[Napólí]] |- | [[Mynd:Flag of Molise.svg|20px|]] [[Mólíse]] || ''[[Molise]]'' || [[Campobasso]] |- | [[Mynd:Flag_of_Basilicata.svg|20px| ]] [[Basilíkata]] || ''[[Basilicata]]'' || [[Potenza]] |- | [[Mynd:Flag of Apulia.svg|20px| ]] [[Apúlía]] || ''[[Puglia]]'' || [[Barí]] |- | [[Mynd:Flag of Calabria.svg|20px|]] [[Kalabría]] || ''[[Calabria]]'' || [[Catanzaro]] |- | [[Mynd:Flag of Sicily.svg|20px|]] [[Sikiley]] || ''[[Sicilia]]'' || [[Palermó]] |- | [[Mynd:Flag of Sardinia.svg|20px|]] [[Sardinía]] || ''[[Sardegna]]'' || [[Cagliari]] |} == Efnahagslíf == [[Mynd:Palazzo mezzanotte Milan Stock Exchange.jpg|thumb|right|Kauphöllin í Mílanó.]] [[Mynd:20110722 Venice Santa Maria della Salute 4459.jpg|thumb|right|Ferðamenn í Feneyjum.]] Ítalía er eitt af [[sjö helstu iðnríki heims|sjö helstu iðnríkjum heims]] og [[Lönd eftir landsframleiðslu (nafnvirði)|níunda stærsta hagkerfi heims]] á eftir [[BNA|Bandaríkjunum]], [[Alþýðulýðveldið Kína|Kína]], [[Japan]], [[Þýskaland]]i, [[Indland]]i, [[Bretland]]i, [[Frakkland]]i og [[Kanada]]. Samkvæmt [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]] er Ítalía sjötti stærsti útflytjandi heims á framleiðsluvörum. Langstærstur hluti fyrirtækja á Ítalíu eru lítil eða mjög lítil fyrirtæki. Ítölsk stórfyrirtæki eru yfirleitt í eigu fjölskyldna stofnendanna eða erlendra fjárfesta. Hugmyndin um [[almenningshlutafélag]] í dreifðri eign hefur ekki notið fylgis á Ítalíu og ítalskir sparifjáreigendur þykja yfirleitt íhaldssamir. Sterk skil eru á milli Norður- og Suður-Ítalíu hvað efnahagslíf varðar. Mestöll [[iðnvæðing]] á Ítalíu frá því á 19. öld fór fram í norðurhlutanum og þar eru langflest framleiðslufyrirtækin með starfsemi sína. [[Mílanó]] er þannig réttnefnd efnahagsleg höfuðborg Ítalíu og þar er [[ítalska verðbréfaþingið]]. Efnahagslíf suðurhlutans byggðist aftur á móti á [[landbúnaður|landbúnaði]] og þar er enn í dag meira [[atvinnuleysi]] og vanþróaðra efnahagslíf þrátt fyrir margar tilraunir til að efla atvinnulíf með ýmsum aðgerðum, meðal annars með ríkisreknum iðnfyrirtækjum. Skilin á milli hins ríka norðurhluta og vanþróaða suðurhluta hafa þó haft tilhneigingu til þess að færast suður á bóginn með árunum. Auk framleiðsluiðnaðar er [[ferðaþjónusta]] mikilvæg atvinnugrein á Ítalíu sem er í fjórða sæti (á eftir [[Frakkland]]i, [[Spánn|Spáni]] og [[BNA|Bandaríkjunum]]) hvað varðar fjölda heimsókna erlendra ferðamanna á ári (yfir 39 milljónir). Ítalía flytur inn langstærstan hluta alls [[hráefni]]s og 75% þeirrar [[orka|orku]] sem nýtt eru í landinu. Frá upphafi [[1991-2000|10. áratugar]] [[20. öldin|20. aldar]] hefur ítalska ríkið reynt að halda jafnvægi í ríkisfjármálum í tengslum við aðildina að [[Evrópubandalagið|Evrópubandalaginu]] og með því hefur tekist að halda [[verðbólga|verðbólgu]] og [[vextir|vöxtum]] niðri. Ítalíu tókst þannig að uppfylla öll skilyrðin fyrir aðild að [[myntbandalag Evrópu|myntbandalagi Evrópu]] og tók upp [[evra|evru]] í stað [[ítölsk líra|lírunnar]] árið [[1999]]. Ýmis vandamál plaga þó ríkisfjármálin, svo sem mikil og landlæg [[skattsvik]] og skuldir ríkisins sem námu 107,4% af [[landsframleiðsla|landsframleiðslu]] árið [[2006]]. == Íbúar == Íbúar Ítalíu eru um 60 milljónir og landið er það þriðja fjölmennasta innan Evrópusambandsins, á eftir Þýskalandi og Frakklandi. Íbúar á ferkílómetra eru 196,17, sem er yfir meðaltali Evrópusambandsins.<ref>{{Cite web|url=https://europa.eu/european-union/about-eu/figures/living_it|title=Superficie e popolazione dati Eurostat|access-date=28. janúar 2021}}</ref> Dreifing íbúa er mjög ójöfn. Þéttbýlustu svæðin eru í [[Pódalur|Pódalnum]] (þar sem um helmingur mannfjöldans býr) og á stórborgarsvæðum í kringum [[Róm]] og [[Napólí]]. Stór svæði í [[Alpafjöll]]um, í hálendi í [[Appennínafjöll]]um, á hásléttum [[Basilíkata]] og eyjunum [[Sardinía|Sardiníu]] og [[Sikiley]], eru mjög dreifbýl eða óbyggð. Seint á 19. öld og í byrjun 20. aldar fluttist fólk í stórum stíl frá Ítalíu til annarra landa, sérstaklega til [[Ameríka|Ameríku]] ([[Bandaríkin|Bandaríkjanna]], [[Brasilía|Brasilíu]], [[Argentína|Argentínu]] og [[Úrúgvæ]]) og Mið- og Norður-Evrópu (sérstaklega til [[Þýskaland]]s). Áætlað er að 750.000 manns hafi flust þaðan árlega frá 1898 til 1914.<ref>{{cite web |url=http://library.thinkquest.org/26786/en/articles/view.php3?arKey=4&paKey=7&loKey=0&evKey=&toKey=&torKey=&tolKey= |title=Causes of the Italian mass emigration |publisher=ThinkQuest Library |date=15 August 1999 |archive-url=https://web.archive.org/web/20090701010600/http://library.thinkquest.org/26786/en/articles/view.php3?arKey=4&paKey=7&loKey=0&evKey=&toKey=&torKey=&tolKey= |archive-date=1 July 2009 |access-date=11 August 2014}}</ref> Talið er að um 60 milljónir manna af ítölskum uppruna búi utan Ítalíu, en um 4,2 milljónir með ítalskan ríkisborgararétt búa erlendis.<ref>{{cite web|http://www.famigliacristiana.it/articolo/l-italia-ricomincia-ad-emigrare.aspx|title=Migrantes: gli italiani se ne vanno|access-date=3. júlí 2013}}</ref> Á 20. öld urðu síðan miklir fólksflutningar innanlands frá suðri til norðurs. Þetta stafaði af hröðum vexti iðnaðar á Norður-Ítalíu á tímum [[ítalska efnahagsundrið|ítalska efnahagsundursins]] eftir miðja 20. öld. Til 1970 var fæðingartíðni fremur há á Ítalíu, en hnignaði hratt eftir það og er nú aðeins 1,34 barn að meðaltali á hverja konu. Þjóðin hefur elst hratt síðustu áratugi. Lífslíkur eru 85,1 ár hjá konum og 80,6 ár hjá körlum. Árið 2010 voru einn af fimm Ítölum yfir 65 ára aldri og miðaldur var 46,5 ár, sem gerir Ítala að fimmtu elstu þjóð heims.<ref>{{cite web |url=http://epp.eurostat.ec.europa.eu/cache/ITY_OFFPUB/KS-SF-08-072/EN/KS-SF-08-072-EN.PDF |title=Ageing characterises the demographic perspectives of the European societies – Issue number 72/2008 |author=EUROSTAT |access-date=28 April 2009 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090102184227/http://epp.eurostat.ec.europa.eu/cache/ITY_OFFPUB/KS-SF-08-072/EN/KS-SF-08-072-EN.PDF |archive-date=2 January 2009 |author-link=EUROSTAT}}</ref> Fólksfjöldi og fæðingartíðni á Ítalíu væru enn lægri en raunin er ef ekki væri fyrir innflytjendur. Aðflutningur fólks erlendis frá hefur farið vaxandi frá 10. áratug 20. aldar. Í lok árs 2020 voru íbúar af erlendum uppruna rúmlega 5 milljónir, eða 8,46% íbúa.<ref>{{cite web|url=http://dati.istat.it/|title=Cittadini Stranieri. Popolazione residente e bilancio demografico al 31 dicembre 2020 (dati provvisori)|access-date=30-7-2021}}</ref> Stærstu hóparnir koma frá [[Rúmenía|Rúmeníu]] (1,1 milljón), [[Albanía|Albaníu]] (um 400 þúsund) og [[Marokkó]] (um 400 þúsund).<ref name=RapISTAT17>{{cite web|url=http://dati.istat.it/|title=Stranieri residenti al 31 dicembre|access-date=30-7-2021}}</ref> Að auki búa um 400.000 erlendir ríkisborgarar í landinu tímabundið, samkvæmt skýrslu frá 2015.<ref>{{cite web|url=http://www.repubblica.it/solidarieta/immigrazione/2015/12/02/news/rapporto_ismu-128656311|title=Immigrati, c'è un popolo di invisibili in Italia e sono più di 400 mila|access-date=23. júní 2016|website=la Repubblica}}</ref> === Tungumál === [[File:Linguistic map of Italy.png|thumb|right|Kort sem sýnir staðbundin tungumál á Ítalíu og Korsíku.]] Opinbert tungumál Ítalíu er [[ítalska]], eins og kemur fram í lögum nr. 482/1999<ref name="lang">{{cite web |title=Legge 15 Dicembre 1999, n. 482 "Norme in materia di tutela delle minoranze linguistiche storiche" pubblicata nella Gazzetta Ufficiale n. 297 del 20 dicembre 1999 |url=http://www.camera.it/parlam/leggi/99482l.htm |publisher=[[Ítalska þingið]] |access-date=2. desember 2014|url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20150512051856/http://www.camera.it/parlam/leggi/99482l.htm |archive-date=12 May 2015}}</ref> og stöðulögum Trentínó-Suður-Týról,<ref>Statuto Speciale per il Trentino-Alto Adige, Art. 99</ref> sem eru hluti af [[stjórnskipunarréttur|stjórnskipunarrétti]] í landinu. Um allan heim er talið að 64 milljónir eigi ítölsku að móðurmáli<ref>[https://www.ethnologue.com/language/ita Italian language] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150730230004/http://www.ethnologue.com/language/ita |date=30 July 2015 }} Ethnologue.com</ref><ref name="europa2006">{{cite web |url=http://ec.europa.eu/public_opinion/archives/ebs/ebs_243_sum_en.pdf |title=Eurobarometer – Europeans and their languages |format=485&nbsp;KB |date=February 2006|url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110430202903/http://ec.europa.eu/public_opinion/archives/ebs/ebs_243_sum_en.pdf |archive-date=30 April 2011}}</ref><ref>[[Nationalencyklopedin]] "Världens 100 största språk 2007" The World's 100 Largest Languages in 2007</ref> og 21 milljón í viðbót talar ítölsku sem annað mál.<ref name="Italian language">[http://www2.le.ac.uk/departments/modern-languages/lal/languages%20at%20lal/italian Italian language] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140502004444/http://www2.le.ac.uk/departments/modern-languages/lal/languages%20at%20lal/italian |date=2 May 2014 }} University of Leicester</ref> Ítalska er oft töluð með staðbundnum framburði, sem er ekki það sama og [[ítalskar mállýskur]] eða minnihlutamál.<ref>{{cite web |url=http://www.unesco.org/languages-atlas/index.php |title=UNESCO Atlas of the World's Languages in danger |website=www.unesco.org |language=en|access-date=2 January 2018|url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20161218184822/http://www.unesco.org/languages-atlas/index.php |archive-date=18 December 2016}}</ref><ref>{{cite encyclopedia |url=http://www.britannica.com/EBchecked/topic/297241/Italian-language |title=Italian language |encyclopedia=Encyclopædia Britannica |date=3 November 2008 |access-date=19 November 2009 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20091129081859/http://www.britannica.com/EBchecked/topic/297241/Italian-language |archive-date=29 November 2009}}</ref> Með stofnun skólakerfis á landsvísu dró úr breytileika tungumála sem töluð eru í landinu á 20. öld. Stöðlun ítölskunnar jókst enn frekar á 6. og 7. áratugnum þegar ríkis[[fjölmiðill|fjölmiðlar]] tóku upp staðlaðan framburð. Söguleg [[minnihlutamál]] sem eru formlega viðurkennd eru [[albanska]], [[katalónska]], [[þýska]], [[gríska]], [[slóvenska]], [[króatíska]], [[franska]], [[próvensalska]], [[fríúlíska]], [[ladínska]], [[okkitíska]] og [[sardiníska]].<ref name="lang" /> Fjögur þessara mála eru auk þess opinber mál, til hliðar við ítölsku, í tilteknum héruðum: franska í [[Ágústudalur|Ágústudal]],<ref>L.cost. 26 febbraio 1948, n. 4, Statuto speciale per la Valle d'Aosta</ref> þýska í [[Suður-Týról]], ladínska í sumum hlutum sömu héraða og hluta [[Trentínó]],<ref>L.cost. 26 febbraio 1948, n. 5, Statuto speciale per il Trentino-Alto Adige</ref> og slóvenska í [[Tríeste]], [[Gorizia]] og [[Údíne]].<ref>L. cost. 31 gennaio 1963, n. 1, Statuto speciale della Regione Friuli Venezia Giulia</ref> Mörg önnur tungumál eru töluð í landinu en njóta ekki formlegrar viðurkenningar.<ref>Maurizio Tani, ''Hvaða tungumál tala Ítalir?'', ''Málfríður. Tímaritið samtaka tungumálakennara á Íslandi'', 2 (2012), bls. 16-18 og http://malfridur.ismennt.is/vor2012/vol-28-01-16-18_mt.htm {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160304220825/http://malfridur.ismennt.is/vor2012/vol-28-01-16-18_mt.htm |date=2016-03-04 }}</ref> Líkt og Frakkland hefur Ítalía undirritað [[Evrópusáttmáli um svæðisbundin tungumál og tungumál minnihlutahópa|Evrópusáttmála um svæðisbundin tungumál og tungumál minnihlutahópa]], en ekki fullgilt hann.<ref>{{cite web |url=https://rm.coe.int/European-centre-for-minority-issues-vol-1-/1680737191 |title=Ready for Ratification |publisher=European Centre for Minority Issues|url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20180103133317/https://rm.coe.int/European-centre-for-minority-issues-vol-1-/1680737191 |archive-date=3. janúar 2018}}</ref> Vegna aðflutnings fólks frá öðrum löndum eru stórir hópar búsettir á Ítalíu sem eiga sér önnur móðurmál en ítölsku eða staðbundnu málin. Samkvæmt [[Tölfræðistofnun Ítalíu]] er [[rúmenska]] algengasta móðurmálið meðal fólks af erlendum uppruna á Ítalíu: Nær 800.000 manns tala rúmensku sem fyrsta mál (21,9% af erlendum íbúum 6 ára og eldri). Önnur algeng fyrstu mál eru [[arabíska]] (töluð af um 475.000 manns eða 13,1% af erlendum íbúum), [[albanska]] (380.000 íbúar) og [[spænska]] (255.000 íbúar).<ref>{{cite web |url=http://www.istat.it/en/archive/129304 |title=Linguistic diversity among foreign citizens in Italy |publisher=[[Tölfræðistofnun Ítalíu]] |access-date=27. júlí 2014|url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20140730134706/http://www.istat.it/en/archive/129304 |archive-date=30. júlí 2014 |date=24. júlí 2014}}</ref> === Trúarbrögð === [[Mynd:Tempio_Israelitico.JPG|thumb|right|[[Samkomuhúsið mikla í Flórens]] var reist um miðja 19. öld.]] Árið 2017 sögðust 74,4% Ítala aðhyllast [[rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólska trú]].<ref>{{Cite news |url=http://www.acli.it/wp-content/uploads/2017/11/Cattolici-e-politica-analisi-Ipsos-novembre-2017.pdf |title=I cattolici tra presenza nel sociale e nuove domande alla politica – novembre 2017 |publisher=Ipsos MORI |date=17 November 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20180124122738/http://www.acli.it/wp-content/uploads/2017/11/Cattolici-e-politica-analisi-Ipsos-novembre-2017.pdf|archive-date=24 January 2018}}</ref> Árið 1985 var hætt að skilgreina kaþólska trú sem [[ríkistrú]] á Ítalíu.<ref>{{cite news |title=Catholicism No Longer Italy's State Religion |url=http://articles.sun-sentinel.com/1985-06-04/news/8501220260_1_italian-state-new-agreement-church |access-date=7 September 2013 |newspaper=[[Sun Sentinel]] |date=4 June 1985|url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20131020143004/http://articles.sun-sentinel.com/1985-06-04/news/8501220260_1_italian-state-new-agreement-church |archive-date=20 October 2013}}</ref> Ítalar eru fimmta fjölmennasta kaþólska þjóð heims og fjölmennasta kaþólska þjóð Evrópu.<ref>{{cite web|title=The Global Catholic Population|url=https://www.pewforum.org/2013/02/13/the-global-catholic-population/|website=Pew Research Center's Religion & Public Life Project|date=13 February 2013 }}</ref> [[Páfastóll]], biskupsdæmi Rómar, er stjórnsýslumiðstöð [[Kaþólska kirkjan|kaþólsku kirkjunnar]]. Það er viðurkennt af öðrum ríkjum sem [[fullveldi|fullvalda]] aðili að alþjóðarétti og þjóðhöfðingi þess er [[páfi]]nn, sem auk þess er [[biskup Rómar]].<ref>{{cite web |url=http://www.fco.gov.uk/en/travel-and-living-abroad/travel-advice-by-country/country-profile/europe/holy-see/ |title=Archived copy |access-date=5 February 2016 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20101231084624/http://www.fco.gov.uk/en/travel-and-living-abroad/travel-advice-by-country/country-profile/europe/holy-see/ |archive-date=31 December 2010}}</ref> [[Vatíkanið]] er borgríki innan landamæra Ítalíu, en Páfadómur eða Páfastóll vísar til stjórnsýsluumdæmis páfa.<ref>{{Cite web|url=https://www.worldatlas.com/articles/what-is-the-difference-between-vatican-city-and-the-holy-see.html|title = What is the Difference Between the Vatican City and the Holy See?|date = 5 January 2021}}</ref> Vatíkanið var stofnað árið 1929 þegar samningar náðust milli Ítalíu og páfa. Árið 2011 var talið að aðrir kristnir söfnuðir á Ítalíu teldu 1,5 milljón í rétttrúnaðarkirkjunni (2,5% íbúa<ref>{{cite book |last1=Leustean |first1=Lucian N. |title=Eastern Christianity and Politics in the Twenty-First Century |date=2014 |publisher=Routledge |isbn=978-0-415-68490-3 |page=723}}</ref>), 500.000 í [[hvítasunnukirkja|hvítasunnukirkjum]] og [[evangelísk kirkja|evangelískum kirkjum]] (þar af 400.000 meðlimir í samtökunum [[Assemblies of God]]), 251.192 [[vottar Jehóva]],<ref>2017 Ársskýrsla Votta Jehóva</ref> 30.000 [[valdensar]],<ref>{{cite web |url=http://www.chiesavaldese.org/pages/storia/dove_viviamo.php |archive-url=https://web.archive.org/web/20060211233818/http://www.chiesavaldese.org/pages/storia/dove_viviamo.php |url-status=dead |archive-date=11 February 2006 |title=Chiesa Evangelica Valdese – Unione delle chiese Metodiste e Valdesi (Waldensian Evangelical Church – Union of Waldensian and Methodist churches) |language=it |publisher=Chiesa Evangelica Valdese – Unione delle chiese Metodiste e Valdesi (Waldensian Evangelical Church – Union of Waldensian and Methodist churches) |access-date=30 May 2011}}</ref> 25.000 [[sjöunda dags aðventistar]], 26.925 í [[Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu|kirkju hinna síðari daga heilögu]], 15.000 [[baptistar]] (auk 5.000 fríbaptista), 7.000 [[lúterstrú]]ar og 4.000 [[meþódistar]].<ref>{{cite web |url=http://www.oikoumene.org/en/member-churches/regions/europe/italy/evangelical-methodist-church-in-italy.html |title=World Council of Churches – Evangelical Methodist Church in Italy |publisher=World Council of Churches |access-date=30 October 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20080709033652/http://www.oikoumene.org/en/member-churches/regions/europe/italy/evangelical-methodist-church-in-italy.html |archive-date=9 July 2008}}</ref> Ein af elstu minnihlutatrúarbrögðum Ítalíu er [[gyðingdómur]]. [[Ítalskir gyðingar]] hafa búið í landinu frá dögum [[Rómaveldi]]s. Ítalía hefur í gegnum tíðina oft tekið við gyðingum sem voru hraktir frá öðrum löndum, sérstaklega Spáni. Um 20% ítalskra gyðinga týndu lífinu í [[Helförin]]ni.<ref name=isbn0553343025>{{cite book |author=Dawidowicz, Lucy S. |title=The war against the Jews, 1933–1945 |publisher=Bantam Books |location=New York |year=1986 |isbn=978-0-553-34302-1}} p. 403</ref> Vegna þessa og brottflutnings eftir síðari heimsstyrjöld eru gyðingar á Ítalíu nú aðeins um 28.400.<ref>{{cite web |title=The Jewish Community of Italy (Unione delle Comunita Ebraiche Italiane) |url=http://www.eurojewcong.org/communities/italy.html|archive-url=https://web.archive.org/web/20130313095857/http://www.eurojewcong.org/communities/italy.html|url-status=dead|archive-date=13 March 2013 |publisher=The European Jewish Congress |access-date=25 August 2014}}</ref> Mikill aðflutningur fólks á síðustu tveimur áratugum hefur leitt til aukningar í trúfélögum sem ekki eru kristin. Á Ítalíu búa 120.000 [[hindúatrú|hindúar]] frá Suður-Asíu,<ref>{{cite web|url=https://eurispes.eu/news/eurispes-risultati-del-primo-rapporto-di-ricerca-su-linduismo-in-italia/|title=Eurispes, risultati del primo Rapporto di ricerca su "L'Induismo in Italia"|access-date=31 December 2021|language=it}}</ref> 70.000 [[síkar]] með 22 síkahof um allt land.<ref>{{cite web |url=http://www.nriinternet.com/EUROPE/ITALY/2004/111604Gurdwara.htm |title=NRI Sikhs in Italy |publisher=Nriinternet.com |date=15 November 2004 |access-date=30 October 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110207031755/http://nriinternet.com/EUROPE/ITALY/2004/111604Gurdwara.htm |archive-date=7 February 2011}}</ref> Til að standa vörð um trúfrelsi veitir ítalska ríkið 0,8% af tekjuskatti til viðurkenndra trúfélaga. Á skattframtalinu er hægt að velja að framlagið renni til kristinna trúfélaga, gyðinga, búddista og hindúa. Íslam stendur utan við þetta þar sem ekkert trúfélag múslima hefur gert samkomulag við ítalska ríkið.<ref>{{cite web |url=http://www.adnkronos.com/AKI/English/Religion/?id=3.1.880028077 |title=Italy: Islam denied income tax revenue – Adnkronos Religion |publisher=Adnkronos.com |date=7 April 2003 |access-date=2 June 2013 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20130620070907/http://www.adnkronos.com/AKI/English/Religion/?id=3.1.880028077 |archive-date=20 June 2013}}</ref> Skattgreiðendur sem vilja ekki styrkja trúfélög geta ákveðið að framlag þeirra renni til velferðarmála.<ref>[http://documenti.camera.it/Leg16/dossier/Testi/BI0350.htm#_Toc278992388 Camera dei deputati Dossier BI0350] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130927211619/http://documenti.camera.it/Leg16/dossier/Testi/BI0350.htm |date=27 September 2013 }}. Documenti.camera.it (10. mars 1998). Sótt 12. júlí 2013.</ref> == Menning == [[Mynd:Forum Romanum through Arch of Septimius Severus Forum Romanum Rome.jpg|thumb|right|Rústir [[Forum Romanum]] í Róm.]] Allt frá tímum [[Etrúrar|Etrúra]] og [[Rómaveldi]]s hefur framlag Ítalíu til heimsmenningarinnar verið gríðarlegt. Mikilvægi ítalskrar menningar hefur meðal annars stafað af því að þar var miðpunktur Rómaveldis, þar hefur [[páfi]]nn, höfuð hins [[rómversk-kaþólska]] heims, haft aðsetur lengst af og þar kom [[endurreisnin]] upp, sem markaði þáttaskil milli [[miðaldir|miðalda]] og [[nýöld|nýaldar]]. Ítalía er það land sem geymir flestar heimsminjar á [[Heimsminjaskrá UNESCO]] (41). Á tímum Rómaveldis var [[latína]] opinbert tungumál, en á Ítalíuskaganum voru töluð mörg tungumál; rómönsk, púnversk, etrúsk og gallversk. [[Ítalska]] þróaðist út frá ýmsum latneskum mállýskum á miðöldum. Elstu merki um hana er að finna í textum frá [[10. öldin|10. öld]] en hún var fyrst viðurkennd sem bókmenntamál með verkum rithöfunda á borð við [[Dante Alighieri]], [[Giovanni Boccaccio]] og [[Francesco Petrarca]] á [[13. öldin|13.]] og [[14. öldin|14. öld]]. === Bókmenntir === [[Mynd:Pinocchio.jpg|thumb|right|''Gosi'' er ein af þekktustu og mest þýddu skáldsögum sem samdar hafa verið á ítölsku.]] [[Latínubókmenntir]] urðu til á Ítalíu með leikritun á [[latína|latínu]] á 3. öld f.Kr.<ref>Duckworth, George Eckel. [https://books.google.com/books?id=BuLEo5U9sb0C&pg=PA3&dq#v=onepage&q&f=false ''The nature of Roman comedy: a study in popular entertainment.''] University of Oklahoma Press, 1994. p. 3. Web. 15 October 2011.</ref> Rómversk sagnaritun, heimspeki, ljóðlist, leikritun, ræðulist og sagnalist, hefur lengi haft mikil áhrif á [[bókmenntasaga|bókmenntasögu]] heimsins með verkum eftir [[Pliníus eldri]], [[Pliníus yngri]], [[Virgill|Virgil]], [[Hóratíus]], [[Propertíus]], [[Óvidíus]] og [[Livíus]], svo örfá dæmi séu tekin. Notkun [[ítalska|ítölsku]] hófst þegar skáld tóku að yrkja á alþýðumáli í stað latínu á 13. öld. Meðal þeirra fyrstu voru [[Frans frá Assisí]]<ref>{{Cite book | chapter=2 – Poetry. Francis of Assisi (pp. 5ff.) | chapter-url={{Google books|3uq0bObScHMC|page=PA5|keywords=|text=|plainurl=yes}} | title=The Cambridge History of Italian Literature | url={{Google books|3uq0bObScHMC|page=|keywords=|text=|plainurl=yes}} | editor1-first=Peter | editor1-last=Brand | editor2-first=Lino | editor2-last=Pertile | editor2-link=Lino Pertile | year=1999 | publisher=Cambridge University Press | isbn=978-0-521-66622-0 | access-date=31 December 2015 | url-status=live | archive-url=https://web.archive.org/web/20160610172548/https://books.google.com/books?id=3uq0bObScHMC&printsec=frontcover | archive-date=10 June 2016 | df=dmy-all }}</ref> og [[Giacomo da Lentini]] sem er talinn hafa fundið upp [[sonnetta|sonnettuna]].<ref>Ernest Hatch Wilkins, ''The invention of the sonnet, and other studies in Italian literature'' (Rome: Edizioni di Storia e letteratura, 1959), 11–39</ref> Annað frægt ítölskuskáld var húmanistinn [[Francesco Petrarca]] sem orti sonnettur á ítölsku, en skrifaði annars flest sín helstu verk á latínu. Á [[ítalska endurreisnin|endurreisnartímanum]] orti [[Dante Alighieri]] ''[[Hinn guðdómlegi gleðileikur|Hinn guðdómlega gleðileik]]'' á ítölsku og sýndi þar með fram á að hægt væri að nota málið í löngu söguljóði um alvarleg efni. Hann festi þannig ítölskuna í sessi sem [[bókmenntamál]], auk þess að finna upp [[þríhenda|þríhenduna]]. Annar rithöfundur á 14. öld, [[Giovanni Boccaccio]], náði miklum vinsældum með sagnasafninu ''[[Tídægra|Tídægru]]''. [[Niccolò Machiavelli]] ritaði ''[[Furstinn|Furstann]]'' á 16. öld og skömmu síðar orti [[Ludovico Ariosto]] riddarakvæðið ''Orlando furioso''. [[Torquato Tasso]] orti sagnakvæðið ''Gerusalemme liberata'' um átök milli kristinna manna og múslima, seint á 16. öld. Sagnasöfn eftir [[Giovanni Straparola]] og [[Giambattista Basile]] urðu þekktustu [[ævintýri|ævintýrasöfn]] Evrópu í upphafi nýaldar. Aðrir þekktir ítalskir höfundar á 17. og 18. öld voru skáldið [[Giambattista Marino]], vísindamaðurinn [[Galileo Galilei]], heimspekingurinn [[Tommaso Campanella]], líbrettistinn [[Metastasio]] og leikskáldið [[Carlo Goldoni]]. Rómantíska stefnan náði vinsældum á Ítalíu í upphafi 19. aldar og fór saman við baráttuna fyrir [[sameining Ítalíu|sameiningu Ítalíu]] með verkum [[Vittorio Alfieri]], [[Ugo Foscolo]] og [[Giacomo Leopardi]]. Sögulega skáldsagan ''I promessi sposi'' eftir [[Alessandro Manzoni]] hefur verið nefnd sem frægasta ítalska skáldsagan, en hún er almennt lesin í skólum.<ref name="Archibald Colquhoun 1954">Archibald Colquhoun. ''Manzoni and his Times.'' J.M. Dent & Sons, London, 1954.</ref> Seint á 19. öld kom [[raunsæið]] inn í ítalskar bókmenntir í formi [[verismi|verisma]], en helstu forvígismenn hans voru [[Giovanni Verga]] og [[Luigi Capuana]]. [[Emilio Salgari]] gaf út röð vinsælla ævintýrabóka um indverska sjóræningjann [[Sandokan]] undir lok 19. aldar. Á sama tíma samdi [[Carlo Collodi]] hina frægu sögu ''[[Gosi|Gosa]]'' (''Pinocchio''), sem er ein af mest þýddu barnabókum heims.<ref name=Gasparini>Giovanni Gasparini. ''La corsa di Pinocchio''. Milano, Vita e Pensiero, 1997. p. 117. {{ISBN|88-343-4889-3}}</ref> Um aldamótin 1900 var [[symbólismi]] vinsæl stefna með verkum [[Gabriele d'Annunzio]] og um 1911 kom listastefnan [[fútúrismi]] fram á Ítalíu, með skrifum [[Filippo Tommaso Marinetti]], og hafði mikil áhrif á ítalska myndlist og ljóðlist. Meðal þekktustu höfunda Ítalíu á 20. öld eru nóbelshöfundarnir [[Giosuè Carducci]], [[Grazia Deledda]], [[Luigi Pirandello]], [[Salvatore Quasimodo]], [[Eugenio Montale]] og [[Dario Fo]]; en auk þeirra má nefna [[Italo Calvino]], [[Giuseppe Ungaretti]], [[Carlo Levi]], [[Alberto Moravia]], [[Elsa Morante]], [[Giuseppe Tomasi di Lampedusa]], [[Natalia Ginzburg]], [[Pier Paolo Pasolini]], [[Umberto Eco]] og [[Oriana Fallaci]]. Meðal vinsælla höfunda á 21. öld má nefna [[Roberto Saviano]], [[Elena Ferrante]] og [[Valerio Massimo Manfredi]]. ==Tilvísanir== {{reflist}} {{Héruð Ítalíu}} {{Evrópa}} {{Evrópusambandið}} {{Evrópuráðið}} {{Atlantshafsbandalagið}} {{Efnahags- og framfarastofnunin}} {{G-20}} {{Gæðagrein}} [[Flokkur:Ítalía| ]] ijgjjctau8xgpwcd5o4hyopira1m43c Eistland 0 4360 1765487 1740717 2022-08-20T14:29:17Z Íslenski Frjálsi Vefurinn 84453 wikitext text/x-wiki {{Land| nafn = Lýðveldið Eistland| nafn_á_frummáli=Eesti Vabariik| nafn_í_eignarfalli=Eistlands| fáni=Flag of Estonia.svg| skjaldarmerki=Estonia coatofarms.png| staðsetningarkort=EU-Estonia.svg| þjóðsöngur=[[Mu isamaa, mu õnn ja rõõm]] | tungumál=[[eistneska]]| höfuðborg=[[Tallinn]]| stjórnarfar=[[Þingræði]]| titill_leiðtoga1=[[Forseti Eistlands|Forseti]]| titill_leiðtoga2=[[Forsætisráðherra Eistlands|Forsætisráðherra]]| nafn_leiðtoga1=[[Alar Karis]]| nafn_leiðtoga2=[[Kaja Kallas]]| stærðarsæti=132| flatarmál=45.227| hlutfall_vatns=4,45%| fólksfjöldi=1.315.819 | mannfjöldaár=2014| mannfjöldasæti=154| íbúar_á_ferkílómetra=29| VLF_ár=2015| VLF=36,947| VLF_sæti=109| VLF_á_mann=27.729| VLF_á_mann_sæti=41| VÞL = 0.840 | VÞL_ár = 2013 | VÞL_sæti = 33 | staða=[[Sjálfstæði]]| staða_athugasemd = frá [[Þýskaland]]i, [[Rússland]]i og [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]| atburður1=Yfirlýst| atburður2 = Viðurkennt | atburður3 = Hertekið af SSSR | atburður4 = Enduryfirlýst| dagsetning1=[[24. febrúar]] [[1918]]| dagsetning2 = [[2. febrúar]] [[1920]]| dagsetning3 = [[16. júní]] [[1940]]| dagsetning4 = [[20. ágúst]] [[1991]]| gjaldmiðill=[[evra]] €| tímabelti=[[EET]] ([[UTC]]+2) (sumartími: EEST (UTC+3))| tld=ee| símakóði=372| }} [[Mynd:Drone video of Estonia 2021.webm|thumb|Eistland 2021]] '''Eistland''', '''Lýðveldið Eistland''' eða '''Eesti Vabariik''' ([[eistneska]]: ''Eesti'') er land í [[Norður-Evrópa|Norður-Evrópu]] við [[Eystrasalt]] og [[Kirjálabotn]]. Það á landamæri að [[Rússland]]i í austri og [[Lettland]]i í suðri en norðan við Kirjálabotn er [[Finnland]]. Það er eitt [[Eystrasaltslöndin|Eystrasaltslandanna]], en hin eru [[Lettland]] og [[Litháen]] Í Eistlandi er þingræði. Landinu er skipt í fimmtán sýslur, þar sem höfuðborgin og stærsta borgin er Tallinn. Í Eistlandi búa 1,3 milljónir manna. Landið er eitt hið fámennasta innan [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]], [[NATO]] og [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðisins]]. Opinbera tungumálið, eistneska, er [[Finnsk-úgrísk tungumál|finnsk-úgrískt tungumál]] sem er náskylt [[finnska|finnsku]] og [[samíska|samísku]]. Landið er iðnríki með öflugt hagkerfi. Það er aðili að [[OECD]]. Það er ofarlega á [[Listi yfir lönd eftir vísitölu um þróun lífsgæða|lista yfir lönd eftir vísitölu um þróun lífsgæða]] og efnahagslegt frelsi, lýðfrelsi, menntun og frelsi fjölmiðla mælist þar hátt (í þriðja sæti árið 2012). == Saga == Eistland hefur verið byggt [[Finnsk–úgrískur|finnsk-úgrískum]] þjóðflokkum síðan á [[Forsögulegir tímar|forsögulegum tíma]]. [[Kristni]] kom í landið með [[Þýskaland|þýskum]] riddurum og [[Danmörk|Dönum]] sem höfðu lagt það undir sig [[1227]]. Erlend ríki sem stjórnað hafa Eistlandi í gegnum söguna eru [[Danmörk]], [[Svíþjóð]], [[Pólland]] og [[Rússland]]/Sovétríkin. Eftir hrun [[Rússneska keisaradæmið|Rússneska keisaradæmisins]] vegna [[Októberbyltingin|Októberbyltingarinnar]] lýsti Eistland yfir sjálfstæði sínu þann [[24. febrúar]] [[1918]]. [[Sovétríkin]] innlimuðu svo landið með valdi í [[júní]] [[1940]] og var það eitt af lýðveldum Sovétríkjanna til [[20. ágúst]] [[1991]] er þau liðu undir lok og Eistland lýsti yfir sjálfstæði sínu á ný. Þjóðhátíðardagur Eistlendinga er 24. febrúar. Rússneskur [[her]] var í landinu allt til [[1994]] en síðan þá hefur Eistland nýtt sér nýfengið frelsi til að mynda efnahagsleg og stjórnmálaleg tengsl við vestræn ríki. Eistland fékk inngöngu í [[Atlantshafsbandalagið]] og [[Evrópusambandið]] árið [[2004]]. == Stjórnmál == Eistland er [[stjórnarskrá]]rbundið [[lýðræði]]sríki. Þingið kýs [[Forseti|forseta]] landsins á 5 [[ár]]a fresti. [[Ríkisstjórn]]in er handhafi [[framkvæmdavald]]sins og hana mynda [[forsætisráðherra]] og 14 aðrir [[ráðherra|ráðherrar]] sem forsetinn setur í embætti eftir að þingið hefur samþykkt þá. [[Löggjafarvald]] liggur hjá þinginu sem starfar í einni deild og er kallað ''Riigikogu''. Þingmenn eru 101 og kjörtímabil þingsins er 4 ár. Hæstiréttur landsins er handhafi [[dómsvald]]s og eru [[Dómari|dómarar]] 17. Þingið velur forseta hæstaréttar og í kjölfarið skipar forseti hann í embættið ævilangt. == Sýsluskipan == [[Mynd:Eesti maakonnad 2006.svg|thumb|right|400px|Sýsluskipan í Eistlandi]] Eistlandi er skipt í fimmtán [[Sýsla|sýslur]]: * [[Harju-sýsla]] * [[Hiiu-sýsla]] * [[Ida-Viru-sýsla]] * [[Jõgeva-sýsla]] * [[Järva-sýsla]] * [[Lääne-sýsla]] * [[Lääne-Viru-sýsla]] * [[Põlva-sýsla]] * [[Pärnu-sýsla]] * [[Rapla-sýsla]] * [[Saare-sýsla]] * [[Tartu-sýsla]] * [[Valga-sýsla]] * [[Viljandi-sýsla]] * [[Võru-sýsla]] {{Evrópa}} {{Evrópusambandið}} {{Evrópuráðið}} {{Atlantshafsbandalagið}} [[Flokkur:Eistland| ]] 7vg6hoxfwxj0vkniq81f7uvbrzz7s7z Slóvenía 0 5167 1765499 1765414 2022-08-20T18:53:46Z Akigka 183 /* Sveitarfélög */ wikitext text/x-wiki {{Land | nafn = Lýðveldið Slóvenía | nafn_á_frummáli = Republika Slovenija | nafn_í_eignarfalli = Slóveníu | fáni = Flag of Slovenia.svg | skjaldarmerki = Coat of Arms of Slovenia.svg | staðsetningarkort = EU-Slovenia.svg | tungumál = [[slóvenska]] | höfuðborg = [[Ljúbljana]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Slóveníu|Forseti]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga1 = [[Borut Pahor]] | nafn_leiðtoga2 = [[Robert Golob]] | ESBaðild = 1. maí 2004 | stærðarsæti = 151 | flatarmál = 20.271 | hlutfall_vatns = 0,7 | mannfjöldaár = 2021 | mannfjöldasæti = 147 | fólksfjöldi = 2.108.977 | íbúar_á_ferkílómetra = 266,8 | staða = [[Sjálfstæði]] | staða_athugasemd = frá [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] | atburður1 = Yfirlýst | dagsetning1 = [[25. júní]] [[1991]] | VLF_ár = 2020 | VLF = 83 | VLF_sæti = 93 | VLF_á_mann = 40.343 | VLF_á_mann_sæti = 35 | VÞL = {{hækkun}} 0.917 | VÞL_sæti = 22 | VÞL_ár = 2019 | gjaldmiðill = [[Evra]] | tímabelti = [[UTC]]+1 | þjóðsöngur = [[Zdravljica]] | tld = si | símakóði = +386 }} '''Slóvenía''' ([[slóvenska]]: ''Slovenija''), formlega '''Lýðveldið Slóvenía''' (''Republika Slovenija''), er land í sunnanverðri [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]<ref name="cultures">{{cite book |url= http://zgs.zrc-sazu.si/Portals/8/Slo_Geo_Over/23.pdf |title= Gateway to Western, Central, and Southeastern Europe |first= Andrej |last= Černe |page= 127 |series= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X}}</ref>, við rætur [[Alparnir|Alpafjalla]]. Slóvenía á landamæri að [[Ítalía|Ítalíu]] í vestri, [[Austurríki]] í norðri, [[Ungverjaland]]i í norðaustri og [[Króatía|Króatíu]] í suðri. Landið á einnig strönd að [[Adríahaf]]i í suðvestri.<ref name="Encyclopedia Britannica 2021">{{cite web | title=Slovenia – History, Geography, & People | website=Encyclopedia Britannica | date=5 June 2021 | url=https://www.britannica.com/place/Slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Slóvenía er að mestu fjalllent og skógi vaxið.<ref name="perko2008">{{cite journal |url= http://www.theslovenian.com/articles/2008/perko.pdf |title= Slovenia at the Junction of Major European Geographical Units |first= Drago |last= Perko |year= 2008 |newspaper= The Slovenian |publisher= Vse Slovenski Kulturni Odbor [The All Slovenian Cultural Committee] |place= Toronto}}</ref> Það er 2.017 ferkílómetrar að stærð með rúmlega 2 milljónir íbúa.<ref name="InfoPlease 2017">{{cite web | title=Slovenia | website=InfoPlease | date=3 February 2017 | url=https://www.infoplease.com/world/countries/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> [[Slóvenar]] eru yfir 80% íbúa landsins.<ref>{{Cite web|url=https://eacea.ec.europa.eu/national-policies/eurydice/content/population-demographic-situation-languages-and-religions-77_en|title = Population: Demographic situation, languages and religions|date = 10 October 2017}}</ref> Opinbert tungumál landsins er [[slóvenska]], sem er [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskt mál]].<ref name="Encyclopedia Britannica">{{cite web | title=Slovene language | website=Encyclopedia Britannica | url=https://www.britannica.com/topic/Slovene-language | access-date=16 June 2021}}</ref> Ríkjandi loftslag í Slóveníu er [[meginlandsloftslag]],<ref name="Fallon2007">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=Pb_eXmEyPvwC&pg=PA40 |title= Slovenia |chapter= Environment |first= Steve |last= Fallon |publisher= Lonely Planet |year= 2007 |edition= 5 |isbn= 978-1-74104-480-5 |page= 40}}</ref> fyrir utan [[Littoral (Slóveníu)|Littoral]]-héraðið og [[Júlísku Alparnir|Júlísku Alpana]]. [[Miðjarðarhafsloftslag]] nær að norðurendum [[Dínarísku Alparnir|Dínarísku Alpanna]] sem liggja í norðvestur-suðaustur eftir landinu. Í Júlísku Ölpunum í norðaustri er [[Alpaloftslag]] ríkjandi.<ref>{{cite book |chapter-url= http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |first= Darko |last= Ogrin |chapter= Modern Climate Change in Slovenia |page= 45 |title= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X |url-status=dead |archive-url= https://web.archive.org/web/20130717233733/http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |archive-date= 17 July 2013 |df= dmy-all }}</ref> Við [[Pannóníusléttan|Pannóníusléttuna]] í norðaustri er meginlandsloftslagið meira áberandi. Höfuðborgin og stærsta borg Slóveníu er [[Ljúbljana]]. Hún er staðsett nærri miðju landsins.<ref name="Mestna občina Ljubljana 2017">{{cite web | title=About Ljubljana | website=Mestna občina Ljubljana | date=3 July 2017 | url=https://www.ljubljana.si/en/about-ljubljana/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Sögulega hefur Slóvenía verið á mörkum [[slavnesk mál|slavnesku]], [[germönsk mál|germönsku]] og [[rómönsk mál|rómönsku]] málsvæðanna.<ref name="cultures"/> Landið var hluti af mörgum ólíkum ríkjum: [[Rómaveldi]], [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]], [[Karlungaveldið|Karlungaveldinu]], [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkinu]], [[Konungsríkið Ungverjaland|Konungsríkinu Ungverjalandi]], [[Lýðveldið Feneyjar|Lýðveldinu Feneyjum]], [[Illyrísku héruðin|Illyrísku héruðum]] í [[Fyrsta franska keisaradæmið|Fyrsta franska keisaradæminu]], [[Austurríska keisaradæmið|Austurríska keisaradæminu]] og loks [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurríki-Ungverjalandi]] til [[1918]].<ref name="Encyclopedia Britannica 2021"/> Í október 1918 tóku Slóvenar þátt í að stofna [[Konungsdæmi Serba, Króata og Slóvena]]<ref name="Trgovčević 2016">{{cite web | last=Trgovčević | first=Ljubinka | title=Yugoslavia | website=International Encyclopedia of the First World War (WW1) | date=18 July 2016 | url=https://encyclopedia.1914-1918-online.net/article/yugoslavia | access-date=18 June 2021}}</ref> og í desember 1918 varð landið ásamt [[Konungsríkið Serbía|Konungsríkinu Serbíu]], hluti af [[Konungsríkið Júgóslavía|Konungsríkinu Júgóslavíu]].<ref name="I feel Slovenia 2020">{{cite web | title=History and culture | website=I feel Slovenia | date=4 March 2020 | url=https://www.slovenia.info/en/plan-your-trip/facts-about-slovenia/history-and-culture | access-date=16 June 2021}}</ref> Í [[síðari heimsstyrjöld]] hernámu [[Þriðja ríkið]], [[Ítalía]] og [[Ungverjaland]] Slóveníu, en lítið landsvæði fór til [[Króatía|Króatíu]] sem nasistar höfðu gert að [[leppríki]].<ref name="sečen2005">{{cite news |url= http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |title= Mejo so zavarovali z žico in postavili mine |language=sl |trans-title= They Protected the Border with Wire and Set up Mines |newspaper= Dnevnik.si |first= Ernest |last= Sečen |date= 16 April 2005 |access-date= 13 April 2012 |archive-url= https://web.archive.org/web/20150321045008/http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |archive-date= 21 March 2015 |url-status= dead }}</ref> Árið 1945 varð landið hluti af [[Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Eftir stríð varð Júgóslavía fyrst hluti af [[Austurblokkin]]ni, en [[ágreiningur Títós og Stalíns]] 1948 varð til þess að landið stóð utan við [[Varsjárbandalagið]] og árið 1961 varð það einn af stofnendum [[Bandalag hlutlausra ríkja|Bandalags hlutlausra ríkja]].<ref>{{cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/event/alignment-to-non-alignment-yugoslavia-discovers-the-third-world|title=From Alignment to Non-Alignment: Yugoslavia Discovers the Third World|work=Wilson Center|date=5 June 2019|access-date=9 April 2021}}</ref> Í júní 1991 varð Slóvenía fyrst aðildarríkja Júgóslavíu til að [[tíu daga stríðið|kljúfa sig frá sambandsríkinu]] og lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.<ref name="Škrk1999">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=AhwHHtwbhioC&pg=PA5 |title= Succession of States |editor-first= Mojmir |editor-last= Mrak |chapter= Recognition of States and Its (Non-)Implication on State Succession: The Case of Successor States to the Former Yugoslavia |page= 5 |first= Mirjam |last= Škrk |publisher= Martinus Nijhoff Publishers |year= 1999|isbn= 9789041111456 }}</ref> Slóvenía er [[þróað land]] og [[hátekjuland]] sem situr hátt á [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]].<ref name="The Heritage Foundation 2021">{{cite web | title=Slovenia Economy: Population, GDP, Inflation, Business, Trade, FDI, Corruption | website=The Heritage Foundation | date=24 January 2021 | url=https://www.heritage.org/index/country/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Samkvæmt [[Gini-vísitalan|Gini-vísitölunni]] er [[tekjujöfnuður]] þar með því mesta sem gerist í heiminum.<ref>{{Cite web|title=Gini index (World Bank estimate) {{!}} Data|url=https://data.worldbank.org/indicator/SI.POV.GINI?end=2019&most_recent_value_desc=false&start=2019&view=bar|access-date=21 July 2021|website=data.worldbank.org}}</ref> Slóvenía á aðild að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] (frá [[1. maí]] [[2004]]), [[evrusvæðið|Evrusvæðinu]] og [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[OECD]], [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] og [[NATO]].<ref name="Portal GOV.SI">{{cite web | title=International organisations and international law | website=Portal GOV.SI | url=https://www.gov.si/en/policies/foreign-affairs/international-organisations-and-international-law/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Landið hefur áheyrnarstöðu í [[La Francophonie]]. == Heiti == Slóvenía merkir „land [[Slóvenar|Slóvena]]“ á [[slóvenska|slóvensku]] og öðrum [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskum málum]]. Nafnið er skylt heitunum [[Slavónía]], [[Slóvakía]] og [[Slavar]]. Uppruni orðsins Slavar er óviss, en er oftast rakinn til orðsins ''slovo'' „orð“, í merkingunni „fólk sem talar sama mál“. Heiti ríkisins Slóveníu kom upprunalega frá [[Þjóðfrelsisnefnd Slóvena]] 19. febrúar 1944. Nefndin kallaði ríkið „Sambandsríkið Slóveníu“ (''Federalna Slovenija''), sem var eitt fylki innan sambandsríkisins [[Júgóslavia|Júgóslavíu]]. Þann 20. febrúar var ríkið nefnt „Alþýðulýðveldið Slóvenía“ (''Ljudska republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/? |title=Mesto kot upravnoteritorialna enota 1945–1955 |language=sl, en |trans-title=A Town as an Administrative–Territorial Unit |first=Janez |last=Kopač |year=2007 |volume=30 |issue=2 |publisher=Arhivsko društvo Slovenije |id={{COBISS|ID=914293}} |page=83 |journal=Arhivi |issn=0351-2835 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180831002448/http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/ |archive-date=31 August 2018 |url-status=dead }}</ref> Það nafn stóð til 9. apríl 1963 þegar því var breytt í „Sósíalíska lýðveldið Slóvenía“ (''Socialistična republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |title=Ustava Socialistične republike Slovenije z dne 9. aprila 1963 |language=sl |trans-title=The Constitution of the Socialist Republic of Slovenia from 9 April 1963 |first=Janez |last=Kopač |journal=Arhivi |year=2001 |volume=XXIV |issue=1 |page=1 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160303232837/http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |archive-date=3 March 2016 |url-status=dead }}</ref> Þann 8. mars 1990 var „sósíalíska“ tekið burt úr nafni ríkisins sem þá hét „Lýðveldið Slóvenía“. Lýðveldið var hluti af Sósíalíska sambandslýðveldinu Júgóslavíu til 25. júní 1991. == Saga == [[Slavar|Slavneskir]] forfeður nútíma Slóvena settust að á þessu svæði á [[6. öld]]. Slavneska hertogadæmið [[Karantanía]] var stofnað á [[7. öld]]. Árið 745 glataði Karantanía sjálfstæði sínu og var að mestu innlimuð inn í [[Frankneska keisaradæmið]]. Margir Slavar tóku þá upp [[kristni|kristna trú]]. [[Freising-handritin]], elstu varðveittu slóvensku skjölin og fyrstu skjölin á slóvensku sem rituð voru í [[latneskt letur|latnesku letri]] voru rituð um árið 1000. Á [[14. öld]] urðu flest héröð Slóveníu að eign [[Habsborgarar|Habsborg]]arættarinnar, sem síðar varð að [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurrísk-Ungverska keisaradæminu]]. Slóvenar bjuggu þá í flestum héröðum [[Carniola]], [[Gorizia]] og [[Gradisca]], og hlutum héraðanna [[Istria]], [[Carintia]] og [[Styria]]. Árið [[1848]] varð til sterk hreyfing innan [[Austurríki]]s sem barðist fyrir sameinuðu Slóvensku konungsveldi (''Zedinjena Slovenija'') undir stjórn keisaradæmisins, jöfnum rétti [[slóvenska|slóvenska málsins]] á opinberum vettvangi, og var andvíg sameiningu [[Habsborgaraveldið|Habsborgaraveldisins]] við [[þýska ríkjasambandið]]. Hreyfingunni tókst ekki áætlunarverk sitt, en þetta voru baráttumál Slóvena fram að [[fyrri heimsstyrjöld]]. Fall Austurrísk-Ungverska keisaradæmisins árið 1918 varð til þess að Slóvenar stofnuðu ríki Slóvena, Króata og Serba, sem varð síðar að [[Konungsveldi Serba, Króata og Slóvena]]. Það var svo endurnefnt aftur árið 1929 sem [[Konungsveldið Júgóslavía]]. Eftir að [[Júgóslavía]] var endurstofnuð eftir [[síðari heimsstyrjöld]] varð Slóvenía hluti af henni. Slóvenía og Króatía voru fyrstu sambandsríki Júgóslavíu til að lýsa yfir sjálfstæði þann [[25. júní]] [[1991]], [[Tíu daga stríðið]] fylgdi í kjölfarið þangað til samið var um vopnahlé og júgóslavneski herinn var dreginn til baka. Landið slapp því við þau stríðsátök sem léku aðra hluta Júgóslavíu grátt á tíunda áratugnum. Slóvenía gekk í [[NATO|Atlantshafsbandalagið]] þann [[29. mars]] [[2004]] og svo [[Evrópusambandið]] þann [[1. maí]] [[2004]]. == Stjórnmál == [[Mynd:Presidential_Palace._Ljubljana.jpg|thumb|right|Forsetahöllin og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Ljúbljana.]] Slóvenía er [[fjölflokkakerfi|fjölflokka]] [[þingræði]]. [[Þjóðhöfðingi]] Slóveníu er [[forseti Slóveníu|forseti landsins]] sem er kjörinn í lýðræðislegum kosningum á fimm ára fresti og gegnir mikilvægu hlutverki sem sameiningartákn.<ref name="Furtlehner">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=uQafEg3TQJUC&pg=PA126 |title=Compliance in the Enlarged European Union: Living Rights Or Dead Letters? |editor1-first=Gerda |editor1-last=Falkner |editor2-first=Oliver |editor2-last=Treib |editor3-first=Elizabeth |editor3-last=Holzleithner |publisher=Ashgate Publishing, Ltd |year=2008 |isbn=978-0-7546-7509-9 |pages=126–127 |chapter=Slovenia |first=Petra |last=Furtlehner}}</ref> Forsetinn er jafnframt æðsti maður [[Slóveníuher|hers Slóveníu]].<ref>{{cite encyclopedia |url=https://books.google.com/books?id=M3A-xgf1yM4C&pg=PA832 |encyclopedia=Encyclopedia of World Constitutions |editor-first=Gerhard |editor-last=Robbers |article=Slovenia |first=Lovro |last=Šturm |title=The President of the Republic |year=2006 |publisher=Infobase Publishing |isbn=978-0-8160-6078-8 |page=832}}</ref> [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] fer fyrir framkvæmdarvaldinu ásamt stjórnarráði ráðherra, sem kjörnir eru af þinginu.<ref name="Borak2004">{{cite book |chapter-url=https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak |chapter-url-access=registration |title=Slovenia: From Yugoslavia to the European Union |publisher=World Bank Publications |editor1-first=Mojmir |editor1-last=Mrak |editor2-first=Matija |editor2-last=Rojec |editor3-first=Carlos |editor3-last=Silva-Jáuregui |year=2004 |series=World Bank Publications |isbn=978-0-8213-5718-7 |chapter=Institutional Setting for the New Independent State |first1=Neven |last1=Borak |first2=Bistra |last2=Borak |page=[https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak/page/58 58]}}</ref> Slóvenska þingið er [[tvískipt þing|tvískipt]]. Það samanstendur af þjóðþinginu (''Državni zbor'') og þjóðarráðinu (''Državni svet''). Þjóðþingið samanstendur af 90 sætum. 88 sæti eru skipuð fulltrúum sem eru kjörnir með [[hlutfallskosning]]u. Tvö sæti eru frátekin fyrir innfæddu ungversku og ítölsku minnihlutahópana.<ref name="Prunk2007">{{cite book |url=https://books.google.com/books?id=dzAWAQAAMAAJ |title=Facts about Slovenia |first1=Janko |last1=Prunk |first2=Jernej |last2=Pikalo |first3=Marko |last3=Milosavljevič |year=2007 |publisher=Government Communication Office, Government of the Republic of Slovenia |isbn=978-961-6435-45-1 |page=23}}</ref> Þjóðarráðið hefur 40 sæti, sem samanstendur af fulltrúum hagsmunahópa á sviði velferðar, hagkerfis, fagmanna og sérhópa. Þingkosningar eru á fjögurra ára fresti, en þjóðarráðskosningar eru haldnar með óbeinum hætti á fimm ára fresti. === Stjórnsýslueiningar === Einu formlegu stjórnsýslueiningar landsins eru sveitarfélögin sem eru 212 talsins. Fyrir hverju sveitarfélagi fer sveitarstjóri (''župan'') sem er kosinn til fjögurra ára í senn, og sveitarstjórnir (''občinski svet''). Í flestum sveitarfélögum er bæjarráðið kosið með hlutfallskosningu, en í nokkrum minni sveitarfélögum er notast við [[meirihlutakosning]]u. Sveitarstjórinn skipar formann bæjarráðs.<ref name="www2.gov.si">{{cite web|url=http://www2.gov.si/zak/Zak_vel.nsf/0/660b7ab7cbd45736c125662d0037c142?OpenDocument |title=Sprejet zakon |publisher=.gov.si |date=13 July 2000 |access-date=2 June 2012}}</ref> ==== Söguleg skipting ==== [[Mynd:Slo regions marked3.jpg|thumb|right|250px|Slóvenía er skipt, samkvæmt hefð, í átta svæði.]] Eins og gefið er upp í ''Enciklopedija Slovenije'' (Alfræðirit Slóveníu) eru hefðbundin landsvæði Slóveníu byggð á gamalli skiptingu Slóveníu í fjögur krúnulönd Habsborgara (Carniola, Carinthia, Styria og Littoral), og svæði þeirra eru: * [[Efri-Carniola]] (''Gorenjska'') (Merkt á kortinu sem U.C.) * [[Styria]] (''Štajerska'') (S) * [[Transmuraland]] (''Prekmurje'') (T) * [[Carinthia]] (''Koroška'') (C) * [[Innri-Carniola]] (''Notranjska'') (I.C.) * [[Neðri-Carniola]] (''Dolenjska'') (L.C.) * [[Goriška]] (G) * [[Slóvenska Istría]] (''Slovenska Istra'') (L) Síðustu tvö svæðin eru yfirleitt talin saman sem strandsvæðið (''Littoral'' eða ''Primorska''). Hvíta-Carniola (''Bela krajina''), sem er hluti Neðri-Carniolu, er yfirleitt talið sem hluti sérstaks svæðis. ==== Tölfræðileg skipting ==== [[Mynd:Slovenia Regions.png|thumb|right|400px|Slóveníu skipt í tólf svæði .]] Slóveníu er, frá og með [[maí]] [[2005]] skipt í tólf svæði vegna lagalegra og tölfræðilegra álitaefna. {| style="background:transparent;" |- valign="top" | <!--column 1--> {| style="background:transparent;" | 1 || {{kortaskýring|#C4FFC4|'''Gorenjska'''}} </tr> | 2 || {{kortaskýring|#B9B9FF|'''Goriška'''}} </tr> | 3 || {{kortaskýring|#FFC5C5|'''Jugovzhodna Slovenija'''}} </tr> | 4 || {{kortaskýring|#FFC8FF|'''Koroška'''}} </tr> | 5 || {{kortaskýring|#FFFFC9|'''Notranjsko-kraška'''}} </tr> | 6 || {{kortaskýring|#BDFFFF|'''[[Obalno-kraška]]'''}} </tr> |} | <!--column 2--> {| style="background:transparent;" |align="right"| 7 || {{kortaskýring|#D1A4A4|'''Osrednjeslovenska'''}} </tr> |align="right"| 8 || {{kortaskýring|#AED6AE|'''Podravska'''}} </tr> |align="right"| 9 || {{kortaskýring|#C5C5E2|'''Pomurska'''}} </tr> | 10 || {{kortaskýring|#DBB6DB|'''Savinjska'''}} </tr> | 11 || {{kortaskýring|#DFDFBF|'''Spodnjeposavska'''}} </tr> | 12 || {{kortaskýring|#B3D9D9|'''Zasavska'''}} |} |} Verið er að undirbúa nýja skiptingu landsins í á bilinu 12-14 svæði. Þó getur hugsast að þessi tólf svæði haldi sér. Eftir á að opinbera tillögur þess efnis. Að því loknu verður málið rætt á þingi. == Landsvæði == === Náttúruleg skipting === [[Mynd:Triglav.jpg|thumb|250px|[[Triglav]], hæsta fjall Slóveníu (2,864 m).]] Fyrstu landfræðilegu svæðisskiptingar Slóveníu voru gerð af landfræðingunum [[Anton Melik]] (1935-1936) og [[Svetozar Ilešič]] (1968). Nýrri svæðisskipting sem [[Ivan Gams]] lagði til skiptir Slóveníu upp í eftirfarandi yfirsvæði: * [[Alparnir]] (visokogorske Alpe) * Foralpahæðir (predalpsko hribovje) * [[Ljubljana dalurinn]] (Ljubljanska kotlina) * Undirmiðjarðarhafs-Slóvenía (submediteranska - primorska Slovenija) * [[Dínörsku Alparnir|Dínaríska]] [[Karst]] innri Slóveníu (dinarski kras notranje Slovenije) * Undirpannoníska Slóvenía (subpanononska Slovenija) Samkvæmt nýrri náttúrulegum landfræðilegum skiptingum samanstendur landið af fjórum yfirsvæðum. Þau eru Alpasvæðið, [[Miðjarðarhaf|Miðjarðarhafssvæðið]], Dínarska svæðið og Pannoníska svæðið. Yfirsvæðin eru skilgreind út frá landhæð og loftslag (meginlandsloftslag, alpaloftsslag og miðjarðarhafsloftslag). Þau eru mjög samofin. Yfirsvæðunum er svo skipt í mörg og fjölbreytt undirsvæði. Ríkjandi þáttur í skilgreiningu þeirra er jarðfræðileg samsetning og landhæð. == Landafræði == Sagt er að fjögur svæði mætist í Slóveníu: [[Alpafjöllin]], [[Dinarísku alparnir]], [[Pannónía|Pannóníska sléttan]] og [[Miðjarðarhafið]]. Hæsta fjall Slóveníu heitir [[Triglav]] (2,864 m). Meðalhæð yfir sjávarmáli er 557 m. Slóvenía er þriðja mest skógi vaxna land Evrópu, á eftir [[Finnland]]i og [[Svíþjóð]]. Rúmlega helmingur landsis (11.691 km²) er þakinn [[skógur|skógi]], hluti þeirra er ævaforn, stærst þeirra svæða [[Kočevje]]. Graslendi þekur 5.593 km², 2.471 km² teljast til garða og engja. Loks eru 363 km² undirlagðir [[aldingarður|aldingörðum]] og 216 km² af [[vínekra|vínekrum]]. Strandlengja Slóveníu er 47 km. Loftslagið er [[Miðjarðarhafsloftslag]] við strendurnar, alpaloftslag við fjöllin og [[meginlandsloftslag]] í austurhluta landsins. Meðalhitastig er -2&nbsp;°C í Janúar og 21&nbsp;°C í Júlí. Meðal[[regnfall]] er 1.000 mm við strendurnar en svo 3.500 mm í Ölpunum, 800 mm í suðvestri og 1.400 mm á miðju landi. == Efnahagur == Slóvenía er hátekjuland ($23,250 árið 2006), með hæstu [[verg landsframleiðsla|vergu landsframleiðslu]] af þem löndum sem nýlega gengu inn í ESB eða um 90% af meðaltali innan Evrópu. [[Verðbólga]] hefur minnkað mikið undanfarið og er nú um meðaltal innan Evrópu. [[Hagvöxtur]] hefur verið mikill síðustu ár (5.2% fyrstu 9 mánuði 2006, 4.0% árið 2005, 4.4% árið 2004, áætlaður 4.8% 2007), eftir að hafa verið aðeins 2.7% 2003 áður en landið gekk inn í ESB. Frá síðustu aldamótum hafa bankar, símafyrirtæki og opinber þjónustufyrirtæki verið einkavædd. Höft á erlenda fjárfestingu hafa verið afnumin og gert er ráð fyrir að áhugi á erlendri fjárfestingu muni aukast næstu ár. == Íbúar == [[File:Population density in Slovenia.png|350px|thumb|Íbúaþéttleiki í Slóveníu eftir [[sveitarfélög Slóveníu|sveitarfélögum]] sem sýnir greinilega þéttbýlustu landsvæðin Ljúbljana og Kranj (miðju), Maribor (norðaustri) og Slóvensku Istríu (suðvestri).]] Íbúar Slóveníu eru um 2 milljónir talsins. Þéttleiki byggðar er 101 íbúar á ferkílómetra sem er með því minnsta sem gerist innan Evrópu (samanborið við til dæmis 402 í Hollandi og 195 á Ítalíu). Tölfræðihéraðið Karníóla-Karst er dreifbýlast en Mið-Slóvenía þéttbýlust. <ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |title=30.9 Gostota naseljenosti 1.7 – Population Density, 1 July |publisher=Stat.si |access-date=25 November 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130826070232/http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |archive-date=26 August 2013 |url-status=dead }}</ref> Slóvenía er á meðal þeirra Evrópulanda þar sem þjóðin eldist hvað örast, sem stafar af lágri fæðingartíðni og auknum lífslíkum.<ref>{{cite news |url=http://www.delo.si/zgodbe/delo2020/demografski-preobrat-tiha-revolucija-med-nami.html |title=Demografski preobrat: tiha revolucija med nami |language=sl |date=20 June 2011 |first=Milena |last=Zupanič |newspaper=Delo.si |publisher=Delo, d. d. |issn=1854-6544}}</ref> Næstum allir íbúar Slóveníu yfir 64 ára aldri eru komnir á eftirlaun, bæði karlar og konur.<ref name="Hoff2011">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=vmAQ_cwR14oC&pg=PA118 |title=Population Ageing in Central and Eastern Europe: Societal and Policy Implications |chapter=Population Ageing in Slovenia and Social Support Networks of Older People |pages=118–119 |editor-first=Andreas |editor-last=Hoff |first1=Valentina |last1=Hlebec |first2=Milivoja |last2=Šircelj |publisher=Ashgate Publishing, Ltd. |date=September 2011 |isbn=978-0-7546-7828-1}}</ref> Hópur vinnandi fólks fer því minnkandi þrátt fyrir aðflutning.<ref>{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=OgBaG-NB9hMC&pg=PA34 |title=Slovenia |chapter=Strong Growth but an Ageing Workforce |page=34 |publisher=OECD Publishing |date=July 2009 |isbn=978-92-64-06894-0}}</ref> Tillaga um að hækka eftirlaunaaldurinn úr því sem nú er (57 ár fyrir konur og 58 ár fyrir karla) var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2011.<ref name="CNBC2012-01-23">{{cite news |url=https://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |title=Countries with Aging Populations |work=CNBC |date=23 January 2012 |first=Rajeshni |last=Naidu-Ghelani |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20130223035533/http://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |archive-date=23 February 2013}}</ref> Töluverður munur er á lífslíkum karla (78,2 ár) og kvenna (84 ár).<ref>{{Cite web|url=http://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|title=Health status – Life expectancy at birth – OECD Data|website=theOECD|access-date=23 September 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190811172303/https://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|archive-date=11 August 2019|url-status=dead}}</ref> [[Fæðingartíðni]] árið 2014 var metin á 1,33 börn á konu, sem er nokkuð undir jafnvægishlutfallinu 2,1.<ref>{{cite web| url = https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovenia/| title = The World Factbook}}</ref> Meirihluti barna (58,6% árið 2016) fæðist utan hjónabands.<ref>{{cite web|url=http://www.stat.si/StatWeb/en/News/Index/6768|title=Births, Slovenia, 2016|website=Stat.si|access-date=3 August 2017}}</ref> Árið 2009 var [[Listi yfir lönd eftir tíðni sjálfsmorða|tíðni sjálfsmorða]] í Slóveníu 22 á 100.000 íbúa á ári, sem er með því mesta sem gerist í Evrópu.<ref name="stat2009suicide">{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |title=World Suicide Prevention Day 2010 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia |date=8 September 2010 |access-date=14 September 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20101113165716/http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |archive-date=13 November 2010 |url-status=dead }}</ref> Frá 2000 til 2010 hafði þessi tíðni samt lækkað um 30%. Töluverður munur er á kynjum og landsvæðum.<ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=4162 |title=World Suicide Prevention Day 2011 |date=8 September 2011 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia}}</ref> == Menning == [[Mynd:Kozolec_Velika_Strmica.jpg|thumb|right|Heyþurrkhjallur í Slóveníu.]] Meðal þekktustu fulltrúa slóvenskrar menningar á heimsvísu eru hljómsveitin [[Laibach]] og heimspekingurinn [[Slavoj Žižek]]. Varðveittar sögulegar byggingar í Slóveníu eru meðal annars 2.500 kirkjur, 1.000 kastalar, rústir og herragarðar, býli og sérstakar byggingar til heyþurrkunar sem nefnast ''kozolci''.<ref>{{Cite book|last1=Planet|first1=Lonely|url=https://books.google.com/books?id=R4RADAAAQBAJ&pg=PT498|title=Lonely Planet Slovenia|last2=Bain|first2=Carolyn|last3=Fallon|first3=Steve|date=1 May 2016|publisher=Lonely Planet|isbn=978-1-76034-148-0|pages=498|language=en}}</ref> Fjórir staðir í Slóveníu eru á [[heimsminjaskrá UNESCO]]. [[Škocjan-hellar]] og [[karst]]landslagið þar í kring eru verndað svæði.<ref>{{Cite web|title=Škocjan Caves mark 30th anniversary of UNESCO listing|url=http://www.sloveniatimes.com/skocjan-caves-mark-30th-anniversary-of-unesco-listing|website=The Slovenia Times|date=26 November 2016|access-date=21 May 2020}}</ref> Gömlu skógarnir í kringum [[Goteniški Snežnik]] og [[Kočevski Rog]] í suðausturhluta landsins eru líka friðaðir. [[Idrija-kvikasilfursnámurnar]] eru á listanum og líka forsögulegu [[stauraþorp]]in í [[Ljúbljanamerski]].<ref>{{cite journal |last1=Budja |first1=Mihael |last2=Mlekuz |first2=Dimitrij |s2cid=140165952 |title=Lake or Floodplain? Mid-Holocene Settlement Patterns and the Landscape Dynamic of the Izica Floodplain (Ljubljana Marsh, Slovenia) |journal=The Holocene |date=2010 |volume=20 |issue=8 |page=1269 |doi=10.1177/0959683610371998|bibcode=2010Holoc..20.1269B }}</ref> Einn mest ljósmyndaði staður landsins eru byggingarnar á [[Bledeyja|Bledeyju]]. Kastalinn er safn og veitingastaður. Í nágrenni [[Postonja]] er [[Predjamakastali]] hálffalinn í helli. Á söfnum í Ljúbljana og annars staðar má sjá einstakar minjar eins og [[Divje Babe-flautan|Divje Babe-flautuna]] og [[hjólið frá Ljúbljanamerski]] sem er talið elsta varðveitta [[hjól]] heims. Í Ljúbljana er að finna arkitektúr frá tímum [[barokk]]sins og [[Art Nouveau]] auk samtímabyggingarlistar. Nýstárlegar gönguleiðir og brýr í Ljúbljana eftir slóvenska arkitektinn [[Jože Plečnik]] eru eitt af því eftirtektarverðasta við borgina. == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * [http://www.slovenia.si/ Slovenia.si Opinber vefgátt] * [http://www.vlada.si/en/ Vefur ríkisstjórnar Slóveníu] * [http://www.sloveniatimes.com Slovenia Times: slóvenskt dagblað á ensku] {{Evrópa}} {{Evrópusambandið}} {{Evrópuráðið}} {{Efnahags- og framfarastofnunin}} [[Flokkur:Slóvenía| ]] g1at6mhbfnz1yhl5zhh75yb4nif1rag 1765500 1765499 2022-08-20T18:54:58Z Akigka 183 /* Stjórnsýslueiningar */ wikitext text/x-wiki {{Land | nafn = Lýðveldið Slóvenía | nafn_á_frummáli = Republika Slovenija | nafn_í_eignarfalli = Slóveníu | fáni = Flag of Slovenia.svg | skjaldarmerki = Coat of Arms of Slovenia.svg | staðsetningarkort = EU-Slovenia.svg | tungumál = [[slóvenska]] | höfuðborg = [[Ljúbljana]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Slóveníu|Forseti]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga1 = [[Borut Pahor]] | nafn_leiðtoga2 = [[Robert Golob]] | ESBaðild = 1. maí 2004 | stærðarsæti = 151 | flatarmál = 20.271 | hlutfall_vatns = 0,7 | mannfjöldaár = 2021 | mannfjöldasæti = 147 | fólksfjöldi = 2.108.977 | íbúar_á_ferkílómetra = 266,8 | staða = [[Sjálfstæði]] | staða_athugasemd = frá [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] | atburður1 = Yfirlýst | dagsetning1 = [[25. júní]] [[1991]] | VLF_ár = 2020 | VLF = 83 | VLF_sæti = 93 | VLF_á_mann = 40.343 | VLF_á_mann_sæti = 35 | VÞL = {{hækkun}} 0.917 | VÞL_sæti = 22 | VÞL_ár = 2019 | gjaldmiðill = [[Evra]] | tímabelti = [[UTC]]+1 | þjóðsöngur = [[Zdravljica]] | tld = si | símakóði = +386 }} '''Slóvenía''' ([[slóvenska]]: ''Slovenija''), formlega '''Lýðveldið Slóvenía''' (''Republika Slovenija''), er land í sunnanverðri [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]<ref name="cultures">{{cite book |url= http://zgs.zrc-sazu.si/Portals/8/Slo_Geo_Over/23.pdf |title= Gateway to Western, Central, and Southeastern Europe |first= Andrej |last= Černe |page= 127 |series= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X}}</ref>, við rætur [[Alparnir|Alpafjalla]]. Slóvenía á landamæri að [[Ítalía|Ítalíu]] í vestri, [[Austurríki]] í norðri, [[Ungverjaland]]i í norðaustri og [[Króatía|Króatíu]] í suðri. Landið á einnig strönd að [[Adríahaf]]i í suðvestri.<ref name="Encyclopedia Britannica 2021">{{cite web | title=Slovenia – History, Geography, & People | website=Encyclopedia Britannica | date=5 June 2021 | url=https://www.britannica.com/place/Slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Slóvenía er að mestu fjalllent og skógi vaxið.<ref name="perko2008">{{cite journal |url= http://www.theslovenian.com/articles/2008/perko.pdf |title= Slovenia at the Junction of Major European Geographical Units |first= Drago |last= Perko |year= 2008 |newspaper= The Slovenian |publisher= Vse Slovenski Kulturni Odbor [The All Slovenian Cultural Committee] |place= Toronto}}</ref> Það er 2.017 ferkílómetrar að stærð með rúmlega 2 milljónir íbúa.<ref name="InfoPlease 2017">{{cite web | title=Slovenia | website=InfoPlease | date=3 February 2017 | url=https://www.infoplease.com/world/countries/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> [[Slóvenar]] eru yfir 80% íbúa landsins.<ref>{{Cite web|url=https://eacea.ec.europa.eu/national-policies/eurydice/content/population-demographic-situation-languages-and-religions-77_en|title = Population: Demographic situation, languages and religions|date = 10 October 2017}}</ref> Opinbert tungumál landsins er [[slóvenska]], sem er [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskt mál]].<ref name="Encyclopedia Britannica">{{cite web | title=Slovene language | website=Encyclopedia Britannica | url=https://www.britannica.com/topic/Slovene-language | access-date=16 June 2021}}</ref> Ríkjandi loftslag í Slóveníu er [[meginlandsloftslag]],<ref name="Fallon2007">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=Pb_eXmEyPvwC&pg=PA40 |title= Slovenia |chapter= Environment |first= Steve |last= Fallon |publisher= Lonely Planet |year= 2007 |edition= 5 |isbn= 978-1-74104-480-5 |page= 40}}</ref> fyrir utan [[Littoral (Slóveníu)|Littoral]]-héraðið og [[Júlísku Alparnir|Júlísku Alpana]]. [[Miðjarðarhafsloftslag]] nær að norðurendum [[Dínarísku Alparnir|Dínarísku Alpanna]] sem liggja í norðvestur-suðaustur eftir landinu. Í Júlísku Ölpunum í norðaustri er [[Alpaloftslag]] ríkjandi.<ref>{{cite book |chapter-url= http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |first= Darko |last= Ogrin |chapter= Modern Climate Change in Slovenia |page= 45 |title= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X |url-status=dead |archive-url= https://web.archive.org/web/20130717233733/http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |archive-date= 17 July 2013 |df= dmy-all }}</ref> Við [[Pannóníusléttan|Pannóníusléttuna]] í norðaustri er meginlandsloftslagið meira áberandi. Höfuðborgin og stærsta borg Slóveníu er [[Ljúbljana]]. Hún er staðsett nærri miðju landsins.<ref name="Mestna občina Ljubljana 2017">{{cite web | title=About Ljubljana | website=Mestna občina Ljubljana | date=3 July 2017 | url=https://www.ljubljana.si/en/about-ljubljana/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Sögulega hefur Slóvenía verið á mörkum [[slavnesk mál|slavnesku]], [[germönsk mál|germönsku]] og [[rómönsk mál|rómönsku]] málsvæðanna.<ref name="cultures"/> Landið var hluti af mörgum ólíkum ríkjum: [[Rómaveldi]], [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]], [[Karlungaveldið|Karlungaveldinu]], [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkinu]], [[Konungsríkið Ungverjaland|Konungsríkinu Ungverjalandi]], [[Lýðveldið Feneyjar|Lýðveldinu Feneyjum]], [[Illyrísku héruðin|Illyrísku héruðum]] í [[Fyrsta franska keisaradæmið|Fyrsta franska keisaradæminu]], [[Austurríska keisaradæmið|Austurríska keisaradæminu]] og loks [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurríki-Ungverjalandi]] til [[1918]].<ref name="Encyclopedia Britannica 2021"/> Í október 1918 tóku Slóvenar þátt í að stofna [[Konungsdæmi Serba, Króata og Slóvena]]<ref name="Trgovčević 2016">{{cite web | last=Trgovčević | first=Ljubinka | title=Yugoslavia | website=International Encyclopedia of the First World War (WW1) | date=18 July 2016 | url=https://encyclopedia.1914-1918-online.net/article/yugoslavia | access-date=18 June 2021}}</ref> og í desember 1918 varð landið ásamt [[Konungsríkið Serbía|Konungsríkinu Serbíu]], hluti af [[Konungsríkið Júgóslavía|Konungsríkinu Júgóslavíu]].<ref name="I feel Slovenia 2020">{{cite web | title=History and culture | website=I feel Slovenia | date=4 March 2020 | url=https://www.slovenia.info/en/plan-your-trip/facts-about-slovenia/history-and-culture | access-date=16 June 2021}}</ref> Í [[síðari heimsstyrjöld]] hernámu [[Þriðja ríkið]], [[Ítalía]] og [[Ungverjaland]] Slóveníu, en lítið landsvæði fór til [[Króatía|Króatíu]] sem nasistar höfðu gert að [[leppríki]].<ref name="sečen2005">{{cite news |url= http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |title= Mejo so zavarovali z žico in postavili mine |language=sl |trans-title= They Protected the Border with Wire and Set up Mines |newspaper= Dnevnik.si |first= Ernest |last= Sečen |date= 16 April 2005 |access-date= 13 April 2012 |archive-url= https://web.archive.org/web/20150321045008/http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |archive-date= 21 March 2015 |url-status= dead }}</ref> Árið 1945 varð landið hluti af [[Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Eftir stríð varð Júgóslavía fyrst hluti af [[Austurblokkin]]ni, en [[ágreiningur Títós og Stalíns]] 1948 varð til þess að landið stóð utan við [[Varsjárbandalagið]] og árið 1961 varð það einn af stofnendum [[Bandalag hlutlausra ríkja|Bandalags hlutlausra ríkja]].<ref>{{cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/event/alignment-to-non-alignment-yugoslavia-discovers-the-third-world|title=From Alignment to Non-Alignment: Yugoslavia Discovers the Third World|work=Wilson Center|date=5 June 2019|access-date=9 April 2021}}</ref> Í júní 1991 varð Slóvenía fyrst aðildarríkja Júgóslavíu til að [[tíu daga stríðið|kljúfa sig frá sambandsríkinu]] og lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.<ref name="Škrk1999">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=AhwHHtwbhioC&pg=PA5 |title= Succession of States |editor-first= Mojmir |editor-last= Mrak |chapter= Recognition of States and Its (Non-)Implication on State Succession: The Case of Successor States to the Former Yugoslavia |page= 5 |first= Mirjam |last= Škrk |publisher= Martinus Nijhoff Publishers |year= 1999|isbn= 9789041111456 }}</ref> Slóvenía er [[þróað land]] og [[hátekjuland]] sem situr hátt á [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]].<ref name="The Heritage Foundation 2021">{{cite web | title=Slovenia Economy: Population, GDP, Inflation, Business, Trade, FDI, Corruption | website=The Heritage Foundation | date=24 January 2021 | url=https://www.heritage.org/index/country/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Samkvæmt [[Gini-vísitalan|Gini-vísitölunni]] er [[tekjujöfnuður]] þar með því mesta sem gerist í heiminum.<ref>{{Cite web|title=Gini index (World Bank estimate) {{!}} Data|url=https://data.worldbank.org/indicator/SI.POV.GINI?end=2019&most_recent_value_desc=false&start=2019&view=bar|access-date=21 July 2021|website=data.worldbank.org}}</ref> Slóvenía á aðild að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] (frá [[1. maí]] [[2004]]), [[evrusvæðið|Evrusvæðinu]] og [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[OECD]], [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] og [[NATO]].<ref name="Portal GOV.SI">{{cite web | title=International organisations and international law | website=Portal GOV.SI | url=https://www.gov.si/en/policies/foreign-affairs/international-organisations-and-international-law/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Landið hefur áheyrnarstöðu í [[La Francophonie]]. == Heiti == Slóvenía merkir „land [[Slóvenar|Slóvena]]“ á [[slóvenska|slóvensku]] og öðrum [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskum málum]]. Nafnið er skylt heitunum [[Slavónía]], [[Slóvakía]] og [[Slavar]]. Uppruni orðsins Slavar er óviss, en er oftast rakinn til orðsins ''slovo'' „orð“, í merkingunni „fólk sem talar sama mál“. Heiti ríkisins Slóveníu kom upprunalega frá [[Þjóðfrelsisnefnd Slóvena]] 19. febrúar 1944. Nefndin kallaði ríkið „Sambandsríkið Slóveníu“ (''Federalna Slovenija''), sem var eitt fylki innan sambandsríkisins [[Júgóslavia|Júgóslavíu]]. Þann 20. febrúar var ríkið nefnt „Alþýðulýðveldið Slóvenía“ (''Ljudska republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/? |title=Mesto kot upravnoteritorialna enota 1945–1955 |language=sl, en |trans-title=A Town as an Administrative–Territorial Unit |first=Janez |last=Kopač |year=2007 |volume=30 |issue=2 |publisher=Arhivsko društvo Slovenije |id={{COBISS|ID=914293}} |page=83 |journal=Arhivi |issn=0351-2835 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180831002448/http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/ |archive-date=31 August 2018 |url-status=dead }}</ref> Það nafn stóð til 9. apríl 1963 þegar því var breytt í „Sósíalíska lýðveldið Slóvenía“ (''Socialistična republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |title=Ustava Socialistične republike Slovenije z dne 9. aprila 1963 |language=sl |trans-title=The Constitution of the Socialist Republic of Slovenia from 9 April 1963 |first=Janez |last=Kopač |journal=Arhivi |year=2001 |volume=XXIV |issue=1 |page=1 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160303232837/http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |archive-date=3 March 2016 |url-status=dead }}</ref> Þann 8. mars 1990 var „sósíalíska“ tekið burt úr nafni ríkisins sem þá hét „Lýðveldið Slóvenía“. Lýðveldið var hluti af Sósíalíska sambandslýðveldinu Júgóslavíu til 25. júní 1991. == Saga == [[Slavar|Slavneskir]] forfeður nútíma Slóvena settust að á þessu svæði á [[6. öld]]. Slavneska hertogadæmið [[Karantanía]] var stofnað á [[7. öld]]. Árið 745 glataði Karantanía sjálfstæði sínu og var að mestu innlimuð inn í [[Frankneska keisaradæmið]]. Margir Slavar tóku þá upp [[kristni|kristna trú]]. [[Freising-handritin]], elstu varðveittu slóvensku skjölin og fyrstu skjölin á slóvensku sem rituð voru í [[latneskt letur|latnesku letri]] voru rituð um árið 1000. Á [[14. öld]] urðu flest héröð Slóveníu að eign [[Habsborgarar|Habsborg]]arættarinnar, sem síðar varð að [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurrísk-Ungverska keisaradæminu]]. Slóvenar bjuggu þá í flestum héröðum [[Carniola]], [[Gorizia]] og [[Gradisca]], og hlutum héraðanna [[Istria]], [[Carintia]] og [[Styria]]. Árið [[1848]] varð til sterk hreyfing innan [[Austurríki]]s sem barðist fyrir sameinuðu Slóvensku konungsveldi (''Zedinjena Slovenija'') undir stjórn keisaradæmisins, jöfnum rétti [[slóvenska|slóvenska málsins]] á opinberum vettvangi, og var andvíg sameiningu [[Habsborgaraveldið|Habsborgaraveldisins]] við [[þýska ríkjasambandið]]. Hreyfingunni tókst ekki áætlunarverk sitt, en þetta voru baráttumál Slóvena fram að [[fyrri heimsstyrjöld]]. Fall Austurrísk-Ungverska keisaradæmisins árið 1918 varð til þess að Slóvenar stofnuðu ríki Slóvena, Króata og Serba, sem varð síðar að [[Konungsveldi Serba, Króata og Slóvena]]. Það var svo endurnefnt aftur árið 1929 sem [[Konungsveldið Júgóslavía]]. Eftir að [[Júgóslavía]] var endurstofnuð eftir [[síðari heimsstyrjöld]] varð Slóvenía hluti af henni. Slóvenía og Króatía voru fyrstu sambandsríki Júgóslavíu til að lýsa yfir sjálfstæði þann [[25. júní]] [[1991]], [[Tíu daga stríðið]] fylgdi í kjölfarið þangað til samið var um vopnahlé og júgóslavneski herinn var dreginn til baka. Landið slapp því við þau stríðsátök sem léku aðra hluta Júgóslavíu grátt á tíunda áratugnum. Slóvenía gekk í [[NATO|Atlantshafsbandalagið]] þann [[29. mars]] [[2004]] og svo [[Evrópusambandið]] þann [[1. maí]] [[2004]]. == Stjórnmál == [[Mynd:Presidential_Palace._Ljubljana.jpg|thumb|right|Forsetahöllin og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Ljúbljana.]] Slóvenía er [[fjölflokkakerfi|fjölflokka]] [[þingræði]]. [[Þjóðhöfðingi]] Slóveníu er [[forseti Slóveníu|forseti landsins]] sem er kjörinn í lýðræðislegum kosningum á fimm ára fresti og gegnir mikilvægu hlutverki sem sameiningartákn.<ref name="Furtlehner">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=uQafEg3TQJUC&pg=PA126 |title=Compliance in the Enlarged European Union: Living Rights Or Dead Letters? |editor1-first=Gerda |editor1-last=Falkner |editor2-first=Oliver |editor2-last=Treib |editor3-first=Elizabeth |editor3-last=Holzleithner |publisher=Ashgate Publishing, Ltd |year=2008 |isbn=978-0-7546-7509-9 |pages=126–127 |chapter=Slovenia |first=Petra |last=Furtlehner}}</ref> Forsetinn er jafnframt æðsti maður [[Slóveníuher|hers Slóveníu]].<ref>{{cite encyclopedia |url=https://books.google.com/books?id=M3A-xgf1yM4C&pg=PA832 |encyclopedia=Encyclopedia of World Constitutions |editor-first=Gerhard |editor-last=Robbers |article=Slovenia |first=Lovro |last=Šturm |title=The President of the Republic |year=2006 |publisher=Infobase Publishing |isbn=978-0-8160-6078-8 |page=832}}</ref> [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] fer fyrir framkvæmdarvaldinu ásamt stjórnarráði ráðherra, sem kjörnir eru af þinginu.<ref name="Borak2004">{{cite book |chapter-url=https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak |chapter-url-access=registration |title=Slovenia: From Yugoslavia to the European Union |publisher=World Bank Publications |editor1-first=Mojmir |editor1-last=Mrak |editor2-first=Matija |editor2-last=Rojec |editor3-first=Carlos |editor3-last=Silva-Jáuregui |year=2004 |series=World Bank Publications |isbn=978-0-8213-5718-7 |chapter=Institutional Setting for the New Independent State |first1=Neven |last1=Borak |first2=Bistra |last2=Borak |page=[https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak/page/58 58]}}</ref> Slóvenska þingið er [[tvískipt þing|tvískipt]]. Það samanstendur af þjóðþinginu (''Državni zbor'') og þjóðarráðinu (''Državni svet''). Þjóðþingið samanstendur af 90 sætum. 88 sæti eru skipuð fulltrúum sem eru kjörnir með [[hlutfallskosning]]u. Tvö sæti eru frátekin fyrir innfæddu ungversku og ítölsku minnihlutahópana.<ref name="Prunk2007">{{cite book |url=https://books.google.com/books?id=dzAWAQAAMAAJ |title=Facts about Slovenia |first1=Janko |last1=Prunk |first2=Jernej |last2=Pikalo |first3=Marko |last3=Milosavljevič |year=2007 |publisher=Government Communication Office, Government of the Republic of Slovenia |isbn=978-961-6435-45-1 |page=23}}</ref> Þjóðarráðið hefur 40 sæti, sem samanstendur af fulltrúum hagsmunahópa á sviði velferðar, hagkerfis, fagmanna og sérhópa. Þingkosningar eru á fjögurra ára fresti, en þjóðarráðskosningar eru haldnar með óbeinum hætti á fimm ára fresti. === Stjórnsýslueiningar === Einu formlegu stjórnsýslueiningar landsins eru sveitarfélögin (''občine'') sem eru 212 talsins. Fyrir hverju sveitarfélagi fer sveitarstjóri (''župan'') sem er kosinn til fjögurra ára í senn, og sveitarstjórnir (''občinski svet''). Í flestum sveitarfélögum er bæjarráðið kosið með hlutfallskosningu, en í nokkrum minni sveitarfélögum er notast við [[meirihlutakosning]]u. Sveitarstjórinn skipar formann bæjarráðs.<ref name="www2.gov.si">{{cite web|url=http://www2.gov.si/zak/Zak_vel.nsf/0/660b7ab7cbd45736c125662d0037c142?OpenDocument |title=Sprejet zakon |publisher=.gov.si |date=13 July 2000 |access-date=2 June 2012}}</ref> [[Celje]], [[Koper]], [[Kranj]], [[Ljubljana]], [[Maribor]], [[Murska Sobota]], [[Nova Gorica]], [[Novo Mesto]], [[Ptuj]], [[Slovenj Gradec]] og [[Velenje]] teljast til bæjarfélaga (þéttbýlis). ==== Söguleg skipting ==== [[Mynd:Slo regions marked3.jpg|thumb|right|250px|Slóvenía er skipt, samkvæmt hefð, í átta svæði.]] Eins og gefið er upp í ''Enciklopedija Slovenije'' (Alfræðirit Slóveníu) eru hefðbundin landsvæði Slóveníu byggð á gamalli skiptingu Slóveníu í fjögur krúnulönd Habsborgara (Carniola, Carinthia, Styria og Littoral), og svæði þeirra eru: * [[Efri-Carniola]] (''Gorenjska'') (Merkt á kortinu sem U.C.) * [[Styria]] (''Štajerska'') (S) * [[Transmuraland]] (''Prekmurje'') (T) * [[Carinthia]] (''Koroška'') (C) * [[Innri-Carniola]] (''Notranjska'') (I.C.) * [[Neðri-Carniola]] (''Dolenjska'') (L.C.) * [[Goriška]] (G) * [[Slóvenska Istría]] (''Slovenska Istra'') (L) Síðustu tvö svæðin eru yfirleitt talin saman sem strandsvæðið (''Littoral'' eða ''Primorska''). Hvíta-Carniola (''Bela krajina''), sem er hluti Neðri-Carniolu, er yfirleitt talið sem hluti sérstaks svæðis. ==== Tölfræðileg skipting ==== [[Mynd:Slovenia Regions.png|thumb|right|400px|Slóveníu skipt í tólf svæði .]] Slóveníu er, frá og með [[maí]] [[2005]] skipt í tólf svæði vegna lagalegra og tölfræðilegra álitaefna. {| style="background:transparent;" |- valign="top" | <!--column 1--> {| style="background:transparent;" | 1 || {{kortaskýring|#C4FFC4|'''Gorenjska'''}} </tr> | 2 || {{kortaskýring|#B9B9FF|'''Goriška'''}} </tr> | 3 || {{kortaskýring|#FFC5C5|'''Jugovzhodna Slovenija'''}} </tr> | 4 || {{kortaskýring|#FFC8FF|'''Koroška'''}} </tr> | 5 || {{kortaskýring|#FFFFC9|'''Notranjsko-kraška'''}} </tr> | 6 || {{kortaskýring|#BDFFFF|'''[[Obalno-kraška]]'''}} </tr> |} | <!--column 2--> {| style="background:transparent;" |align="right"| 7 || {{kortaskýring|#D1A4A4|'''Osrednjeslovenska'''}} </tr> |align="right"| 8 || {{kortaskýring|#AED6AE|'''Podravska'''}} </tr> |align="right"| 9 || {{kortaskýring|#C5C5E2|'''Pomurska'''}} </tr> | 10 || {{kortaskýring|#DBB6DB|'''Savinjska'''}} </tr> | 11 || {{kortaskýring|#DFDFBF|'''Spodnjeposavska'''}} </tr> | 12 || {{kortaskýring|#B3D9D9|'''Zasavska'''}} |} |} Verið er að undirbúa nýja skiptingu landsins í á bilinu 12-14 svæði. Þó getur hugsast að þessi tólf svæði haldi sér. Eftir á að opinbera tillögur þess efnis. Að því loknu verður málið rætt á þingi. == Landsvæði == === Náttúruleg skipting === [[Mynd:Triglav.jpg|thumb|250px|[[Triglav]], hæsta fjall Slóveníu (2,864 m).]] Fyrstu landfræðilegu svæðisskiptingar Slóveníu voru gerð af landfræðingunum [[Anton Melik]] (1935-1936) og [[Svetozar Ilešič]] (1968). Nýrri svæðisskipting sem [[Ivan Gams]] lagði til skiptir Slóveníu upp í eftirfarandi yfirsvæði: * [[Alparnir]] (visokogorske Alpe) * Foralpahæðir (predalpsko hribovje) * [[Ljubljana dalurinn]] (Ljubljanska kotlina) * Undirmiðjarðarhafs-Slóvenía (submediteranska - primorska Slovenija) * [[Dínörsku Alparnir|Dínaríska]] [[Karst]] innri Slóveníu (dinarski kras notranje Slovenije) * Undirpannoníska Slóvenía (subpanononska Slovenija) Samkvæmt nýrri náttúrulegum landfræðilegum skiptingum samanstendur landið af fjórum yfirsvæðum. Þau eru Alpasvæðið, [[Miðjarðarhaf|Miðjarðarhafssvæðið]], Dínarska svæðið og Pannoníska svæðið. Yfirsvæðin eru skilgreind út frá landhæð og loftslag (meginlandsloftslag, alpaloftsslag og miðjarðarhafsloftslag). Þau eru mjög samofin. Yfirsvæðunum er svo skipt í mörg og fjölbreytt undirsvæði. Ríkjandi þáttur í skilgreiningu þeirra er jarðfræðileg samsetning og landhæð. == Landafræði == Sagt er að fjögur svæði mætist í Slóveníu: [[Alpafjöllin]], [[Dinarísku alparnir]], [[Pannónía|Pannóníska sléttan]] og [[Miðjarðarhafið]]. Hæsta fjall Slóveníu heitir [[Triglav]] (2,864 m). Meðalhæð yfir sjávarmáli er 557 m. Slóvenía er þriðja mest skógi vaxna land Evrópu, á eftir [[Finnland]]i og [[Svíþjóð]]. Rúmlega helmingur landsis (11.691 km²) er þakinn [[skógur|skógi]], hluti þeirra er ævaforn, stærst þeirra svæða [[Kočevje]]. Graslendi þekur 5.593 km², 2.471 km² teljast til garða og engja. Loks eru 363 km² undirlagðir [[aldingarður|aldingörðum]] og 216 km² af [[vínekra|vínekrum]]. Strandlengja Slóveníu er 47 km. Loftslagið er [[Miðjarðarhafsloftslag]] við strendurnar, alpaloftslag við fjöllin og [[meginlandsloftslag]] í austurhluta landsins. Meðalhitastig er -2&nbsp;°C í Janúar og 21&nbsp;°C í Júlí. Meðal[[regnfall]] er 1.000 mm við strendurnar en svo 3.500 mm í Ölpunum, 800 mm í suðvestri og 1.400 mm á miðju landi. == Efnahagur == Slóvenía er hátekjuland ($23,250 árið 2006), með hæstu [[verg landsframleiðsla|vergu landsframleiðslu]] af þem löndum sem nýlega gengu inn í ESB eða um 90% af meðaltali innan Evrópu. [[Verðbólga]] hefur minnkað mikið undanfarið og er nú um meðaltal innan Evrópu. [[Hagvöxtur]] hefur verið mikill síðustu ár (5.2% fyrstu 9 mánuði 2006, 4.0% árið 2005, 4.4% árið 2004, áætlaður 4.8% 2007), eftir að hafa verið aðeins 2.7% 2003 áður en landið gekk inn í ESB. Frá síðustu aldamótum hafa bankar, símafyrirtæki og opinber þjónustufyrirtæki verið einkavædd. Höft á erlenda fjárfestingu hafa verið afnumin og gert er ráð fyrir að áhugi á erlendri fjárfestingu muni aukast næstu ár. == Íbúar == [[File:Population density in Slovenia.png|350px|thumb|Íbúaþéttleiki í Slóveníu eftir [[sveitarfélög Slóveníu|sveitarfélögum]] sem sýnir greinilega þéttbýlustu landsvæðin Ljúbljana og Kranj (miðju), Maribor (norðaustri) og Slóvensku Istríu (suðvestri).]] Íbúar Slóveníu eru um 2 milljónir talsins. Þéttleiki byggðar er 101 íbúar á ferkílómetra sem er með því minnsta sem gerist innan Evrópu (samanborið við til dæmis 402 í Hollandi og 195 á Ítalíu). Tölfræðihéraðið Karníóla-Karst er dreifbýlast en Mið-Slóvenía þéttbýlust. <ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |title=30.9 Gostota naseljenosti 1.7 – Population Density, 1 July |publisher=Stat.si |access-date=25 November 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130826070232/http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |archive-date=26 August 2013 |url-status=dead }}</ref> Slóvenía er á meðal þeirra Evrópulanda þar sem þjóðin eldist hvað örast, sem stafar af lágri fæðingartíðni og auknum lífslíkum.<ref>{{cite news |url=http://www.delo.si/zgodbe/delo2020/demografski-preobrat-tiha-revolucija-med-nami.html |title=Demografski preobrat: tiha revolucija med nami |language=sl |date=20 June 2011 |first=Milena |last=Zupanič |newspaper=Delo.si |publisher=Delo, d. d. |issn=1854-6544}}</ref> Næstum allir íbúar Slóveníu yfir 64 ára aldri eru komnir á eftirlaun, bæði karlar og konur.<ref name="Hoff2011">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=vmAQ_cwR14oC&pg=PA118 |title=Population Ageing in Central and Eastern Europe: Societal and Policy Implications |chapter=Population Ageing in Slovenia and Social Support Networks of Older People |pages=118–119 |editor-first=Andreas |editor-last=Hoff |first1=Valentina |last1=Hlebec |first2=Milivoja |last2=Šircelj |publisher=Ashgate Publishing, Ltd. |date=September 2011 |isbn=978-0-7546-7828-1}}</ref> Hópur vinnandi fólks fer því minnkandi þrátt fyrir aðflutning.<ref>{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=OgBaG-NB9hMC&pg=PA34 |title=Slovenia |chapter=Strong Growth but an Ageing Workforce |page=34 |publisher=OECD Publishing |date=July 2009 |isbn=978-92-64-06894-0}}</ref> Tillaga um að hækka eftirlaunaaldurinn úr því sem nú er (57 ár fyrir konur og 58 ár fyrir karla) var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2011.<ref name="CNBC2012-01-23">{{cite news |url=https://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |title=Countries with Aging Populations |work=CNBC |date=23 January 2012 |first=Rajeshni |last=Naidu-Ghelani |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20130223035533/http://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |archive-date=23 February 2013}}</ref> Töluverður munur er á lífslíkum karla (78,2 ár) og kvenna (84 ár).<ref>{{Cite web|url=http://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|title=Health status – Life expectancy at birth – OECD Data|website=theOECD|access-date=23 September 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190811172303/https://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|archive-date=11 August 2019|url-status=dead}}</ref> [[Fæðingartíðni]] árið 2014 var metin á 1,33 börn á konu, sem er nokkuð undir jafnvægishlutfallinu 2,1.<ref>{{cite web| url = https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovenia/| title = The World Factbook}}</ref> Meirihluti barna (58,6% árið 2016) fæðist utan hjónabands.<ref>{{cite web|url=http://www.stat.si/StatWeb/en/News/Index/6768|title=Births, Slovenia, 2016|website=Stat.si|access-date=3 August 2017}}</ref> Árið 2009 var [[Listi yfir lönd eftir tíðni sjálfsmorða|tíðni sjálfsmorða]] í Slóveníu 22 á 100.000 íbúa á ári, sem er með því mesta sem gerist í Evrópu.<ref name="stat2009suicide">{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |title=World Suicide Prevention Day 2010 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia |date=8 September 2010 |access-date=14 September 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20101113165716/http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |archive-date=13 November 2010 |url-status=dead }}</ref> Frá 2000 til 2010 hafði þessi tíðni samt lækkað um 30%. Töluverður munur er á kynjum og landsvæðum.<ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=4162 |title=World Suicide Prevention Day 2011 |date=8 September 2011 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia}}</ref> == Menning == [[Mynd:Kozolec_Velika_Strmica.jpg|thumb|right|Heyþurrkhjallur í Slóveníu.]] Meðal þekktustu fulltrúa slóvenskrar menningar á heimsvísu eru hljómsveitin [[Laibach]] og heimspekingurinn [[Slavoj Žižek]]. Varðveittar sögulegar byggingar í Slóveníu eru meðal annars 2.500 kirkjur, 1.000 kastalar, rústir og herragarðar, býli og sérstakar byggingar til heyþurrkunar sem nefnast ''kozolci''.<ref>{{Cite book|last1=Planet|first1=Lonely|url=https://books.google.com/books?id=R4RADAAAQBAJ&pg=PT498|title=Lonely Planet Slovenia|last2=Bain|first2=Carolyn|last3=Fallon|first3=Steve|date=1 May 2016|publisher=Lonely Planet|isbn=978-1-76034-148-0|pages=498|language=en}}</ref> Fjórir staðir í Slóveníu eru á [[heimsminjaskrá UNESCO]]. [[Škocjan-hellar]] og [[karst]]landslagið þar í kring eru verndað svæði.<ref>{{Cite web|title=Škocjan Caves mark 30th anniversary of UNESCO listing|url=http://www.sloveniatimes.com/skocjan-caves-mark-30th-anniversary-of-unesco-listing|website=The Slovenia Times|date=26 November 2016|access-date=21 May 2020}}</ref> Gömlu skógarnir í kringum [[Goteniški Snežnik]] og [[Kočevski Rog]] í suðausturhluta landsins eru líka friðaðir. [[Idrija-kvikasilfursnámurnar]] eru á listanum og líka forsögulegu [[stauraþorp]]in í [[Ljúbljanamerski]].<ref>{{cite journal |last1=Budja |first1=Mihael |last2=Mlekuz |first2=Dimitrij |s2cid=140165952 |title=Lake or Floodplain? Mid-Holocene Settlement Patterns and the Landscape Dynamic of the Izica Floodplain (Ljubljana Marsh, Slovenia) |journal=The Holocene |date=2010 |volume=20 |issue=8 |page=1269 |doi=10.1177/0959683610371998|bibcode=2010Holoc..20.1269B }}</ref> Einn mest ljósmyndaði staður landsins eru byggingarnar á [[Bledeyja|Bledeyju]]. Kastalinn er safn og veitingastaður. Í nágrenni [[Postonja]] er [[Predjamakastali]] hálffalinn í helli. Á söfnum í Ljúbljana og annars staðar má sjá einstakar minjar eins og [[Divje Babe-flautan|Divje Babe-flautuna]] og [[hjólið frá Ljúbljanamerski]] sem er talið elsta varðveitta [[hjól]] heims. Í Ljúbljana er að finna arkitektúr frá tímum [[barokk]]sins og [[Art Nouveau]] auk samtímabyggingarlistar. Nýstárlegar gönguleiðir og brýr í Ljúbljana eftir slóvenska arkitektinn [[Jože Plečnik]] eru eitt af því eftirtektarverðasta við borgina. == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * [http://www.slovenia.si/ Slovenia.si Opinber vefgátt] * [http://www.vlada.si/en/ Vefur ríkisstjórnar Slóveníu] * [http://www.sloveniatimes.com Slovenia Times: slóvenskt dagblað á ensku] {{Evrópa}} {{Evrópusambandið}} {{Evrópuráðið}} {{Efnahags- og framfarastofnunin}} [[Flokkur:Slóvenía| ]] 1em32zkw4bihkexqskgmjnyg9n6mx26 1765501 1765500 2022-08-20T18:56:17Z Akigka 183 /* Landsvæði */ wikitext text/x-wiki {{Land | nafn = Lýðveldið Slóvenía | nafn_á_frummáli = Republika Slovenija | nafn_í_eignarfalli = Slóveníu | fáni = Flag of Slovenia.svg | skjaldarmerki = Coat of Arms of Slovenia.svg | staðsetningarkort = EU-Slovenia.svg | tungumál = [[slóvenska]] | höfuðborg = [[Ljúbljana]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Slóveníu|Forseti]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga1 = [[Borut Pahor]] | nafn_leiðtoga2 = [[Robert Golob]] | ESBaðild = 1. maí 2004 | stærðarsæti = 151 | flatarmál = 20.271 | hlutfall_vatns = 0,7 | mannfjöldaár = 2021 | mannfjöldasæti = 147 | fólksfjöldi = 2.108.977 | íbúar_á_ferkílómetra = 266,8 | staða = [[Sjálfstæði]] | staða_athugasemd = frá [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] | atburður1 = Yfirlýst | dagsetning1 = [[25. júní]] [[1991]] | VLF_ár = 2020 | VLF = 83 | VLF_sæti = 93 | VLF_á_mann = 40.343 | VLF_á_mann_sæti = 35 | VÞL = {{hækkun}} 0.917 | VÞL_sæti = 22 | VÞL_ár = 2019 | gjaldmiðill = [[Evra]] | tímabelti = [[UTC]]+1 | þjóðsöngur = [[Zdravljica]] | tld = si | símakóði = +386 }} '''Slóvenía''' ([[slóvenska]]: ''Slovenija''), formlega '''Lýðveldið Slóvenía''' (''Republika Slovenija''), er land í sunnanverðri [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]<ref name="cultures">{{cite book |url= http://zgs.zrc-sazu.si/Portals/8/Slo_Geo_Over/23.pdf |title= Gateway to Western, Central, and Southeastern Europe |first= Andrej |last= Černe |page= 127 |series= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X}}</ref>, við rætur [[Alparnir|Alpafjalla]]. Slóvenía á landamæri að [[Ítalía|Ítalíu]] í vestri, [[Austurríki]] í norðri, [[Ungverjaland]]i í norðaustri og [[Króatía|Króatíu]] í suðri. Landið á einnig strönd að [[Adríahaf]]i í suðvestri.<ref name="Encyclopedia Britannica 2021">{{cite web | title=Slovenia – History, Geography, & People | website=Encyclopedia Britannica | date=5 June 2021 | url=https://www.britannica.com/place/Slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Slóvenía er að mestu fjalllent og skógi vaxið.<ref name="perko2008">{{cite journal |url= http://www.theslovenian.com/articles/2008/perko.pdf |title= Slovenia at the Junction of Major European Geographical Units |first= Drago |last= Perko |year= 2008 |newspaper= The Slovenian |publisher= Vse Slovenski Kulturni Odbor [The All Slovenian Cultural Committee] |place= Toronto}}</ref> Það er 2.017 ferkílómetrar að stærð með rúmlega 2 milljónir íbúa.<ref name="InfoPlease 2017">{{cite web | title=Slovenia | website=InfoPlease | date=3 February 2017 | url=https://www.infoplease.com/world/countries/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> [[Slóvenar]] eru yfir 80% íbúa landsins.<ref>{{Cite web|url=https://eacea.ec.europa.eu/national-policies/eurydice/content/population-demographic-situation-languages-and-religions-77_en|title = Population: Demographic situation, languages and religions|date = 10 October 2017}}</ref> Opinbert tungumál landsins er [[slóvenska]], sem er [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskt mál]].<ref name="Encyclopedia Britannica">{{cite web | title=Slovene language | website=Encyclopedia Britannica | url=https://www.britannica.com/topic/Slovene-language | access-date=16 June 2021}}</ref> Ríkjandi loftslag í Slóveníu er [[meginlandsloftslag]],<ref name="Fallon2007">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=Pb_eXmEyPvwC&pg=PA40 |title= Slovenia |chapter= Environment |first= Steve |last= Fallon |publisher= Lonely Planet |year= 2007 |edition= 5 |isbn= 978-1-74104-480-5 |page= 40}}</ref> fyrir utan [[Littoral (Slóveníu)|Littoral]]-héraðið og [[Júlísku Alparnir|Júlísku Alpana]]. [[Miðjarðarhafsloftslag]] nær að norðurendum [[Dínarísku Alparnir|Dínarísku Alpanna]] sem liggja í norðvestur-suðaustur eftir landinu. Í Júlísku Ölpunum í norðaustri er [[Alpaloftslag]] ríkjandi.<ref>{{cite book |chapter-url= http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |first= Darko |last= Ogrin |chapter= Modern Climate Change in Slovenia |page= 45 |title= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X |url-status=dead |archive-url= https://web.archive.org/web/20130717233733/http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |archive-date= 17 July 2013 |df= dmy-all }}</ref> Við [[Pannóníusléttan|Pannóníusléttuna]] í norðaustri er meginlandsloftslagið meira áberandi. Höfuðborgin og stærsta borg Slóveníu er [[Ljúbljana]]. Hún er staðsett nærri miðju landsins.<ref name="Mestna občina Ljubljana 2017">{{cite web | title=About Ljubljana | website=Mestna občina Ljubljana | date=3 July 2017 | url=https://www.ljubljana.si/en/about-ljubljana/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Sögulega hefur Slóvenía verið á mörkum [[slavnesk mál|slavnesku]], [[germönsk mál|germönsku]] og [[rómönsk mál|rómönsku]] málsvæðanna.<ref name="cultures"/> Landið var hluti af mörgum ólíkum ríkjum: [[Rómaveldi]], [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]], [[Karlungaveldið|Karlungaveldinu]], [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkinu]], [[Konungsríkið Ungverjaland|Konungsríkinu Ungverjalandi]], [[Lýðveldið Feneyjar|Lýðveldinu Feneyjum]], [[Illyrísku héruðin|Illyrísku héruðum]] í [[Fyrsta franska keisaradæmið|Fyrsta franska keisaradæminu]], [[Austurríska keisaradæmið|Austurríska keisaradæminu]] og loks [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurríki-Ungverjalandi]] til [[1918]].<ref name="Encyclopedia Britannica 2021"/> Í október 1918 tóku Slóvenar þátt í að stofna [[Konungsdæmi Serba, Króata og Slóvena]]<ref name="Trgovčević 2016">{{cite web | last=Trgovčević | first=Ljubinka | title=Yugoslavia | website=International Encyclopedia of the First World War (WW1) | date=18 July 2016 | url=https://encyclopedia.1914-1918-online.net/article/yugoslavia | access-date=18 June 2021}}</ref> og í desember 1918 varð landið ásamt [[Konungsríkið Serbía|Konungsríkinu Serbíu]], hluti af [[Konungsríkið Júgóslavía|Konungsríkinu Júgóslavíu]].<ref name="I feel Slovenia 2020">{{cite web | title=History and culture | website=I feel Slovenia | date=4 March 2020 | url=https://www.slovenia.info/en/plan-your-trip/facts-about-slovenia/history-and-culture | access-date=16 June 2021}}</ref> Í [[síðari heimsstyrjöld]] hernámu [[Þriðja ríkið]], [[Ítalía]] og [[Ungverjaland]] Slóveníu, en lítið landsvæði fór til [[Króatía|Króatíu]] sem nasistar höfðu gert að [[leppríki]].<ref name="sečen2005">{{cite news |url= http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |title= Mejo so zavarovali z žico in postavili mine |language=sl |trans-title= They Protected the Border with Wire and Set up Mines |newspaper= Dnevnik.si |first= Ernest |last= Sečen |date= 16 April 2005 |access-date= 13 April 2012 |archive-url= https://web.archive.org/web/20150321045008/http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |archive-date= 21 March 2015 |url-status= dead }}</ref> Árið 1945 varð landið hluti af [[Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Eftir stríð varð Júgóslavía fyrst hluti af [[Austurblokkin]]ni, en [[ágreiningur Títós og Stalíns]] 1948 varð til þess að landið stóð utan við [[Varsjárbandalagið]] og árið 1961 varð það einn af stofnendum [[Bandalag hlutlausra ríkja|Bandalags hlutlausra ríkja]].<ref>{{cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/event/alignment-to-non-alignment-yugoslavia-discovers-the-third-world|title=From Alignment to Non-Alignment: Yugoslavia Discovers the Third World|work=Wilson Center|date=5 June 2019|access-date=9 April 2021}}</ref> Í júní 1991 varð Slóvenía fyrst aðildarríkja Júgóslavíu til að [[tíu daga stríðið|kljúfa sig frá sambandsríkinu]] og lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.<ref name="Škrk1999">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=AhwHHtwbhioC&pg=PA5 |title= Succession of States |editor-first= Mojmir |editor-last= Mrak |chapter= Recognition of States and Its (Non-)Implication on State Succession: The Case of Successor States to the Former Yugoslavia |page= 5 |first= Mirjam |last= Škrk |publisher= Martinus Nijhoff Publishers |year= 1999|isbn= 9789041111456 }}</ref> Slóvenía er [[þróað land]] og [[hátekjuland]] sem situr hátt á [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]].<ref name="The Heritage Foundation 2021">{{cite web | title=Slovenia Economy: Population, GDP, Inflation, Business, Trade, FDI, Corruption | website=The Heritage Foundation | date=24 January 2021 | url=https://www.heritage.org/index/country/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Samkvæmt [[Gini-vísitalan|Gini-vísitölunni]] er [[tekjujöfnuður]] þar með því mesta sem gerist í heiminum.<ref>{{Cite web|title=Gini index (World Bank estimate) {{!}} Data|url=https://data.worldbank.org/indicator/SI.POV.GINI?end=2019&most_recent_value_desc=false&start=2019&view=bar|access-date=21 July 2021|website=data.worldbank.org}}</ref> Slóvenía á aðild að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] (frá [[1. maí]] [[2004]]), [[evrusvæðið|Evrusvæðinu]] og [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[OECD]], [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] og [[NATO]].<ref name="Portal GOV.SI">{{cite web | title=International organisations and international law | website=Portal GOV.SI | url=https://www.gov.si/en/policies/foreign-affairs/international-organisations-and-international-law/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Landið hefur áheyrnarstöðu í [[La Francophonie]]. == Heiti == Slóvenía merkir „land [[Slóvenar|Slóvena]]“ á [[slóvenska|slóvensku]] og öðrum [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskum málum]]. Nafnið er skylt heitunum [[Slavónía]], [[Slóvakía]] og [[Slavar]]. Uppruni orðsins Slavar er óviss, en er oftast rakinn til orðsins ''slovo'' „orð“, í merkingunni „fólk sem talar sama mál“. Heiti ríkisins Slóveníu kom upprunalega frá [[Þjóðfrelsisnefnd Slóvena]] 19. febrúar 1944. Nefndin kallaði ríkið „Sambandsríkið Slóveníu“ (''Federalna Slovenija''), sem var eitt fylki innan sambandsríkisins [[Júgóslavia|Júgóslavíu]]. Þann 20. febrúar var ríkið nefnt „Alþýðulýðveldið Slóvenía“ (''Ljudska republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/? |title=Mesto kot upravnoteritorialna enota 1945–1955 |language=sl, en |trans-title=A Town as an Administrative–Territorial Unit |first=Janez |last=Kopač |year=2007 |volume=30 |issue=2 |publisher=Arhivsko društvo Slovenije |id={{COBISS|ID=914293}} |page=83 |journal=Arhivi |issn=0351-2835 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180831002448/http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/ |archive-date=31 August 2018 |url-status=dead }}</ref> Það nafn stóð til 9. apríl 1963 þegar því var breytt í „Sósíalíska lýðveldið Slóvenía“ (''Socialistična republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |title=Ustava Socialistične republike Slovenije z dne 9. aprila 1963 |language=sl |trans-title=The Constitution of the Socialist Republic of Slovenia from 9 April 1963 |first=Janez |last=Kopač |journal=Arhivi |year=2001 |volume=XXIV |issue=1 |page=1 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160303232837/http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |archive-date=3 March 2016 |url-status=dead }}</ref> Þann 8. mars 1990 var „sósíalíska“ tekið burt úr nafni ríkisins sem þá hét „Lýðveldið Slóvenía“. Lýðveldið var hluti af Sósíalíska sambandslýðveldinu Júgóslavíu til 25. júní 1991. == Saga == [[Slavar|Slavneskir]] forfeður nútíma Slóvena settust að á þessu svæði á [[6. öld]]. Slavneska hertogadæmið [[Karantanía]] var stofnað á [[7. öld]]. Árið 745 glataði Karantanía sjálfstæði sínu og var að mestu innlimuð inn í [[Frankneska keisaradæmið]]. Margir Slavar tóku þá upp [[kristni|kristna trú]]. [[Freising-handritin]], elstu varðveittu slóvensku skjölin og fyrstu skjölin á slóvensku sem rituð voru í [[latneskt letur|latnesku letri]] voru rituð um árið 1000. Á [[14. öld]] urðu flest héröð Slóveníu að eign [[Habsborgarar|Habsborg]]arættarinnar, sem síðar varð að [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurrísk-Ungverska keisaradæminu]]. Slóvenar bjuggu þá í flestum héröðum [[Carniola]], [[Gorizia]] og [[Gradisca]], og hlutum héraðanna [[Istria]], [[Carintia]] og [[Styria]]. Árið [[1848]] varð til sterk hreyfing innan [[Austurríki]]s sem barðist fyrir sameinuðu Slóvensku konungsveldi (''Zedinjena Slovenija'') undir stjórn keisaradæmisins, jöfnum rétti [[slóvenska|slóvenska málsins]] á opinberum vettvangi, og var andvíg sameiningu [[Habsborgaraveldið|Habsborgaraveldisins]] við [[þýska ríkjasambandið]]. Hreyfingunni tókst ekki áætlunarverk sitt, en þetta voru baráttumál Slóvena fram að [[fyrri heimsstyrjöld]]. Fall Austurrísk-Ungverska keisaradæmisins árið 1918 varð til þess að Slóvenar stofnuðu ríki Slóvena, Króata og Serba, sem varð síðar að [[Konungsveldi Serba, Króata og Slóvena]]. Það var svo endurnefnt aftur árið 1929 sem [[Konungsveldið Júgóslavía]]. Eftir að [[Júgóslavía]] var endurstofnuð eftir [[síðari heimsstyrjöld]] varð Slóvenía hluti af henni. Slóvenía og Króatía voru fyrstu sambandsríki Júgóslavíu til að lýsa yfir sjálfstæði þann [[25. júní]] [[1991]], [[Tíu daga stríðið]] fylgdi í kjölfarið þangað til samið var um vopnahlé og júgóslavneski herinn var dreginn til baka. Landið slapp því við þau stríðsátök sem léku aðra hluta Júgóslavíu grátt á tíunda áratugnum. Slóvenía gekk í [[NATO|Atlantshafsbandalagið]] þann [[29. mars]] [[2004]] og svo [[Evrópusambandið]] þann [[1. maí]] [[2004]]. == Stjórnmál == [[Mynd:Presidential_Palace._Ljubljana.jpg|thumb|right|Forsetahöllin og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Ljúbljana.]] Slóvenía er [[fjölflokkakerfi|fjölflokka]] [[þingræði]]. [[Þjóðhöfðingi]] Slóveníu er [[forseti Slóveníu|forseti landsins]] sem er kjörinn í lýðræðislegum kosningum á fimm ára fresti og gegnir mikilvægu hlutverki sem sameiningartákn.<ref name="Furtlehner">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=uQafEg3TQJUC&pg=PA126 |title=Compliance in the Enlarged European Union: Living Rights Or Dead Letters? |editor1-first=Gerda |editor1-last=Falkner |editor2-first=Oliver |editor2-last=Treib |editor3-first=Elizabeth |editor3-last=Holzleithner |publisher=Ashgate Publishing, Ltd |year=2008 |isbn=978-0-7546-7509-9 |pages=126–127 |chapter=Slovenia |first=Petra |last=Furtlehner}}</ref> Forsetinn er jafnframt æðsti maður [[Slóveníuher|hers Slóveníu]].<ref>{{cite encyclopedia |url=https://books.google.com/books?id=M3A-xgf1yM4C&pg=PA832 |encyclopedia=Encyclopedia of World Constitutions |editor-first=Gerhard |editor-last=Robbers |article=Slovenia |first=Lovro |last=Šturm |title=The President of the Republic |year=2006 |publisher=Infobase Publishing |isbn=978-0-8160-6078-8 |page=832}}</ref> [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] fer fyrir framkvæmdarvaldinu ásamt stjórnarráði ráðherra, sem kjörnir eru af þinginu.<ref name="Borak2004">{{cite book |chapter-url=https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak |chapter-url-access=registration |title=Slovenia: From Yugoslavia to the European Union |publisher=World Bank Publications |editor1-first=Mojmir |editor1-last=Mrak |editor2-first=Matija |editor2-last=Rojec |editor3-first=Carlos |editor3-last=Silva-Jáuregui |year=2004 |series=World Bank Publications |isbn=978-0-8213-5718-7 |chapter=Institutional Setting for the New Independent State |first1=Neven |last1=Borak |first2=Bistra |last2=Borak |page=[https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak/page/58 58]}}</ref> Slóvenska þingið er [[tvískipt þing|tvískipt]]. Það samanstendur af þjóðþinginu (''Državni zbor'') og þjóðarráðinu (''Državni svet''). Þjóðþingið samanstendur af 90 sætum. 88 sæti eru skipuð fulltrúum sem eru kjörnir með [[hlutfallskosning]]u. Tvö sæti eru frátekin fyrir innfæddu ungversku og ítölsku minnihlutahópana.<ref name="Prunk2007">{{cite book |url=https://books.google.com/books?id=dzAWAQAAMAAJ |title=Facts about Slovenia |first1=Janko |last1=Prunk |first2=Jernej |last2=Pikalo |first3=Marko |last3=Milosavljevič |year=2007 |publisher=Government Communication Office, Government of the Republic of Slovenia |isbn=978-961-6435-45-1 |page=23}}</ref> Þjóðarráðið hefur 40 sæti, sem samanstendur af fulltrúum hagsmunahópa á sviði velferðar, hagkerfis, fagmanna og sérhópa. Þingkosningar eru á fjögurra ára fresti, en þjóðarráðskosningar eru haldnar með óbeinum hætti á fimm ára fresti. === Stjórnsýslueiningar === Einu formlegu stjórnsýslueiningar landsins eru sveitarfélögin (''občine'') sem eru 212 talsins. Fyrir hverju sveitarfélagi fer sveitarstjóri (''župan'') sem er kosinn til fjögurra ára í senn, og sveitarstjórnir (''občinski svet''). Í flestum sveitarfélögum er bæjarráðið kosið með hlutfallskosningu, en í nokkrum minni sveitarfélögum er notast við [[meirihlutakosning]]u. Sveitarstjórinn skipar formann bæjarráðs.<ref name="www2.gov.si">{{cite web|url=http://www2.gov.si/zak/Zak_vel.nsf/0/660b7ab7cbd45736c125662d0037c142?OpenDocument |title=Sprejet zakon |publisher=.gov.si |date=13 July 2000 |access-date=2 June 2012}}</ref> [[Celje]], [[Koper]], [[Kranj]], [[Ljubljana]], [[Maribor]], [[Murska Sobota]], [[Nova Gorica]], [[Novo Mesto]], [[Ptuj]], [[Slovenj Gradec]] og [[Velenje]] teljast til bæjarfélaga (þéttbýlis). ==== Söguleg skipting ==== [[Mynd:Slo regions marked3.jpg|thumb|right|250px|Slóvenía er skipt, samkvæmt hefð, í átta svæði.]] Eins og gefið er upp í ''Enciklopedija Slovenije'' (Alfræðirit Slóveníu) eru hefðbundin landsvæði Slóveníu byggð á gamalli skiptingu Slóveníu í fjögur krúnulönd Habsborgara (Carniola, Carinthia, Styria og Littoral), og svæði þeirra eru: * [[Efri-Carniola]] (''Gorenjska'') (Merkt á kortinu sem U.C.) * [[Styria]] (''Štajerska'') (S) * [[Transmuraland]] (''Prekmurje'') (T) * [[Carinthia]] (''Koroška'') (C) * [[Innri-Carniola]] (''Notranjska'') (I.C.) * [[Neðri-Carniola]] (''Dolenjska'') (L.C.) * [[Goriška]] (G) * [[Slóvenska Istría]] (''Slovenska Istra'') (L) Síðustu tvö svæðin eru yfirleitt talin saman sem strandsvæðið (''Littoral'' eða ''Primorska''). Hvíta-Carniola (''Bela krajina''), sem er hluti Neðri-Carniolu, er yfirleitt talið sem hluti sérstaks svæðis. ==== Tölfræðileg skipting ==== [[Mynd:Slovenia Regions.png|thumb|right|400px|Slóveníu skipt í tólf svæði .]] Slóveníu er, frá og með [[maí]] [[2005]] skipt í tólf svæði vegna lagalegra og tölfræðilegra álitaefna. {| style="background:transparent;" |- valign="top" | <!--column 1--> {| style="background:transparent;" | 1 || {{kortaskýring|#C4FFC4|'''Gorenjska'''}} </tr> | 2 || {{kortaskýring|#B9B9FF|'''Goriška'''}} </tr> | 3 || {{kortaskýring|#FFC5C5|'''Jugovzhodna Slovenija'''}} </tr> | 4 || {{kortaskýring|#FFC8FF|'''Koroška'''}} </tr> | 5 || {{kortaskýring|#FFFFC9|'''Notranjsko-kraška'''}} </tr> | 6 || {{kortaskýring|#BDFFFF|'''[[Obalno-kraška]]'''}} </tr> |} | <!--column 2--> {| style="background:transparent;" |align="right"| 7 || {{kortaskýring|#D1A4A4|'''Osrednjeslovenska'''}} </tr> |align="right"| 8 || {{kortaskýring|#AED6AE|'''Podravska'''}} </tr> |align="right"| 9 || {{kortaskýring|#C5C5E2|'''Pomurska'''}} </tr> | 10 || {{kortaskýring|#DBB6DB|'''Savinjska'''}} </tr> | 11 || {{kortaskýring|#DFDFBF|'''Spodnjeposavska'''}} </tr> | 12 || {{kortaskýring|#B3D9D9|'''Zasavska'''}} |} |} Verið er að undirbúa nýja skiptingu landsins í á bilinu 12-14 svæði. Þó getur hugsast að þessi tólf svæði haldi sér. Eftir á að opinbera tillögur þess efnis. Að því loknu verður málið rætt á þingi. == Landafræði == Sagt er að fjögur svæði mætist í Slóveníu: [[Alpafjöllin]], [[Dinarísku alparnir]], [[Pannónía|Pannóníska sléttan]] og [[Miðjarðarhafið]]. Hæsta fjall Slóveníu heitir [[Triglav]] (2,864 m). Meðalhæð yfir sjávarmáli er 557 m. Slóvenía er þriðja mest skógi vaxna land Evrópu, á eftir [[Finnland]]i og [[Svíþjóð]]. Rúmlega helmingur landsis (11.691 km²) er þakinn [[skógur|skógi]], hluti þeirra er ævaforn, stærst þeirra svæða [[Kočevje]]. Graslendi þekur 5.593 km², 2.471 km² teljast til garða og engja. Loks eru 363 km² undirlagðir [[aldingarður|aldingörðum]] og 216 km² af [[vínekra|vínekrum]]. Strandlengja Slóveníu er 47 km. Loftslagið er [[Miðjarðarhafsloftslag]] við strendurnar, alpaloftslag við fjöllin og [[meginlandsloftslag]] í austurhluta landsins. Meðalhitastig er -2&nbsp;°C í Janúar og 21&nbsp;°C í Júlí. Meðal[[regnfall]] er 1.000 mm við strendurnar en svo 3.500 mm í Ölpunum, 800 mm í suðvestri og 1.400 mm á miðju landi. == Efnahagur == Slóvenía er hátekjuland ($23,250 árið 2006), með hæstu [[verg landsframleiðsla|vergu landsframleiðslu]] af þem löndum sem nýlega gengu inn í ESB eða um 90% af meðaltali innan Evrópu. [[Verðbólga]] hefur minnkað mikið undanfarið og er nú um meðaltal innan Evrópu. [[Hagvöxtur]] hefur verið mikill síðustu ár (5.2% fyrstu 9 mánuði 2006, 4.0% árið 2005, 4.4% árið 2004, áætlaður 4.8% 2007), eftir að hafa verið aðeins 2.7% 2003 áður en landið gekk inn í ESB. Frá síðustu aldamótum hafa bankar, símafyrirtæki og opinber þjónustufyrirtæki verið einkavædd. Höft á erlenda fjárfestingu hafa verið afnumin og gert er ráð fyrir að áhugi á erlendri fjárfestingu muni aukast næstu ár. == Íbúar == [[File:Population density in Slovenia.png|350px|thumb|Íbúaþéttleiki í Slóveníu eftir [[sveitarfélög Slóveníu|sveitarfélögum]] sem sýnir greinilega þéttbýlustu landsvæðin Ljúbljana og Kranj (miðju), Maribor (norðaustri) og Slóvensku Istríu (suðvestri).]] Íbúar Slóveníu eru um 2 milljónir talsins. Þéttleiki byggðar er 101 íbúar á ferkílómetra sem er með því minnsta sem gerist innan Evrópu (samanborið við til dæmis 402 í Hollandi og 195 á Ítalíu). Tölfræðihéraðið Karníóla-Karst er dreifbýlast en Mið-Slóvenía þéttbýlust. <ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |title=30.9 Gostota naseljenosti 1.7 – Population Density, 1 July |publisher=Stat.si |access-date=25 November 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130826070232/http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |archive-date=26 August 2013 |url-status=dead }}</ref> Slóvenía er á meðal þeirra Evrópulanda þar sem þjóðin eldist hvað örast, sem stafar af lágri fæðingartíðni og auknum lífslíkum.<ref>{{cite news |url=http://www.delo.si/zgodbe/delo2020/demografski-preobrat-tiha-revolucija-med-nami.html |title=Demografski preobrat: tiha revolucija med nami |language=sl |date=20 June 2011 |first=Milena |last=Zupanič |newspaper=Delo.si |publisher=Delo, d. d. |issn=1854-6544}}</ref> Næstum allir íbúar Slóveníu yfir 64 ára aldri eru komnir á eftirlaun, bæði karlar og konur.<ref name="Hoff2011">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=vmAQ_cwR14oC&pg=PA118 |title=Population Ageing in Central and Eastern Europe: Societal and Policy Implications |chapter=Population Ageing in Slovenia and Social Support Networks of Older People |pages=118–119 |editor-first=Andreas |editor-last=Hoff |first1=Valentina |last1=Hlebec |first2=Milivoja |last2=Šircelj |publisher=Ashgate Publishing, Ltd. |date=September 2011 |isbn=978-0-7546-7828-1}}</ref> Hópur vinnandi fólks fer því minnkandi þrátt fyrir aðflutning.<ref>{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=OgBaG-NB9hMC&pg=PA34 |title=Slovenia |chapter=Strong Growth but an Ageing Workforce |page=34 |publisher=OECD Publishing |date=July 2009 |isbn=978-92-64-06894-0}}</ref> Tillaga um að hækka eftirlaunaaldurinn úr því sem nú er (57 ár fyrir konur og 58 ár fyrir karla) var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2011.<ref name="CNBC2012-01-23">{{cite news |url=https://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |title=Countries with Aging Populations |work=CNBC |date=23 January 2012 |first=Rajeshni |last=Naidu-Ghelani |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20130223035533/http://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |archive-date=23 February 2013}}</ref> Töluverður munur er á lífslíkum karla (78,2 ár) og kvenna (84 ár).<ref>{{Cite web|url=http://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|title=Health status – Life expectancy at birth – OECD Data|website=theOECD|access-date=23 September 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190811172303/https://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|archive-date=11 August 2019|url-status=dead}}</ref> [[Fæðingartíðni]] árið 2014 var metin á 1,33 börn á konu, sem er nokkuð undir jafnvægishlutfallinu 2,1.<ref>{{cite web| url = https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovenia/| title = The World Factbook}}</ref> Meirihluti barna (58,6% árið 2016) fæðist utan hjónabands.<ref>{{cite web|url=http://www.stat.si/StatWeb/en/News/Index/6768|title=Births, Slovenia, 2016|website=Stat.si|access-date=3 August 2017}}</ref> Árið 2009 var [[Listi yfir lönd eftir tíðni sjálfsmorða|tíðni sjálfsmorða]] í Slóveníu 22 á 100.000 íbúa á ári, sem er með því mesta sem gerist í Evrópu.<ref name="stat2009suicide">{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |title=World Suicide Prevention Day 2010 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia |date=8 September 2010 |access-date=14 September 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20101113165716/http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |archive-date=13 November 2010 |url-status=dead }}</ref> Frá 2000 til 2010 hafði þessi tíðni samt lækkað um 30%. Töluverður munur er á kynjum og landsvæðum.<ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=4162 |title=World Suicide Prevention Day 2011 |date=8 September 2011 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia}}</ref> == Menning == [[Mynd:Kozolec_Velika_Strmica.jpg|thumb|right|Heyþurrkhjallur í Slóveníu.]] Meðal þekktustu fulltrúa slóvenskrar menningar á heimsvísu eru hljómsveitin [[Laibach]] og heimspekingurinn [[Slavoj Žižek]]. Varðveittar sögulegar byggingar í Slóveníu eru meðal annars 2.500 kirkjur, 1.000 kastalar, rústir og herragarðar, býli og sérstakar byggingar til heyþurrkunar sem nefnast ''kozolci''.<ref>{{Cite book|last1=Planet|first1=Lonely|url=https://books.google.com/books?id=R4RADAAAQBAJ&pg=PT498|title=Lonely Planet Slovenia|last2=Bain|first2=Carolyn|last3=Fallon|first3=Steve|date=1 May 2016|publisher=Lonely Planet|isbn=978-1-76034-148-0|pages=498|language=en}}</ref> Fjórir staðir í Slóveníu eru á [[heimsminjaskrá UNESCO]]. [[Škocjan-hellar]] og [[karst]]landslagið þar í kring eru verndað svæði.<ref>{{Cite web|title=Škocjan Caves mark 30th anniversary of UNESCO listing|url=http://www.sloveniatimes.com/skocjan-caves-mark-30th-anniversary-of-unesco-listing|website=The Slovenia Times|date=26 November 2016|access-date=21 May 2020}}</ref> Gömlu skógarnir í kringum [[Goteniški Snežnik]] og [[Kočevski Rog]] í suðausturhluta landsins eru líka friðaðir. [[Idrija-kvikasilfursnámurnar]] eru á listanum og líka forsögulegu [[stauraþorp]]in í [[Ljúbljanamerski]].<ref>{{cite journal |last1=Budja |first1=Mihael |last2=Mlekuz |first2=Dimitrij |s2cid=140165952 |title=Lake or Floodplain? Mid-Holocene Settlement Patterns and the Landscape Dynamic of the Izica Floodplain (Ljubljana Marsh, Slovenia) |journal=The Holocene |date=2010 |volume=20 |issue=8 |page=1269 |doi=10.1177/0959683610371998|bibcode=2010Holoc..20.1269B }}</ref> Einn mest ljósmyndaði staður landsins eru byggingarnar á [[Bledeyja|Bledeyju]]. Kastalinn er safn og veitingastaður. Í nágrenni [[Postonja]] er [[Predjamakastali]] hálffalinn í helli. Á söfnum í Ljúbljana og annars staðar má sjá einstakar minjar eins og [[Divje Babe-flautan|Divje Babe-flautuna]] og [[hjólið frá Ljúbljanamerski]] sem er talið elsta varðveitta [[hjól]] heims. Í Ljúbljana er að finna arkitektúr frá tímum [[barokk]]sins og [[Art Nouveau]] auk samtímabyggingarlistar. Nýstárlegar gönguleiðir og brýr í Ljúbljana eftir slóvenska arkitektinn [[Jože Plečnik]] eru eitt af því eftirtektarverðasta við borgina. == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * [http://www.slovenia.si/ Slovenia.si Opinber vefgátt] * [http://www.vlada.si/en/ Vefur ríkisstjórnar Slóveníu] * [http://www.sloveniatimes.com Slovenia Times: slóvenskt dagblað á ensku] {{Evrópa}} {{Evrópusambandið}} {{Evrópuráðið}} {{Efnahags- og framfarastofnunin}} [[Flokkur:Slóvenía| ]] cgafcadp71mvbck8xw33lemyudntb7h 1765502 1765501 2022-08-20T19:00:57Z Akigka 183 /* Landafræði */ wikitext text/x-wiki {{Land | nafn = Lýðveldið Slóvenía | nafn_á_frummáli = Republika Slovenija | nafn_í_eignarfalli = Slóveníu | fáni = Flag of Slovenia.svg | skjaldarmerki = Coat of Arms of Slovenia.svg | staðsetningarkort = EU-Slovenia.svg | tungumál = [[slóvenska]] | höfuðborg = [[Ljúbljana]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Slóveníu|Forseti]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga1 = [[Borut Pahor]] | nafn_leiðtoga2 = [[Robert Golob]] | ESBaðild = 1. maí 2004 | stærðarsæti = 151 | flatarmál = 20.271 | hlutfall_vatns = 0,7 | mannfjöldaár = 2021 | mannfjöldasæti = 147 | fólksfjöldi = 2.108.977 | íbúar_á_ferkílómetra = 266,8 | staða = [[Sjálfstæði]] | staða_athugasemd = frá [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] | atburður1 = Yfirlýst | dagsetning1 = [[25. júní]] [[1991]] | VLF_ár = 2020 | VLF = 83 | VLF_sæti = 93 | VLF_á_mann = 40.343 | VLF_á_mann_sæti = 35 | VÞL = {{hækkun}} 0.917 | VÞL_sæti = 22 | VÞL_ár = 2019 | gjaldmiðill = [[Evra]] | tímabelti = [[UTC]]+1 | þjóðsöngur = [[Zdravljica]] | tld = si | símakóði = +386 }} '''Slóvenía''' ([[slóvenska]]: ''Slovenija''), formlega '''Lýðveldið Slóvenía''' (''Republika Slovenija''), er land í sunnanverðri [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]<ref name="cultures">{{cite book |url= http://zgs.zrc-sazu.si/Portals/8/Slo_Geo_Over/23.pdf |title= Gateway to Western, Central, and Southeastern Europe |first= Andrej |last= Černe |page= 127 |series= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X}}</ref>, við rætur [[Alparnir|Alpafjalla]]. Slóvenía á landamæri að [[Ítalía|Ítalíu]] í vestri, [[Austurríki]] í norðri, [[Ungverjaland]]i í norðaustri og [[Króatía|Króatíu]] í suðri. Landið á einnig strönd að [[Adríahaf]]i í suðvestri.<ref name="Encyclopedia Britannica 2021">{{cite web | title=Slovenia – History, Geography, & People | website=Encyclopedia Britannica | date=5 June 2021 | url=https://www.britannica.com/place/Slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Slóvenía er að mestu fjalllent og skógi vaxið.<ref name="perko2008">{{cite journal |url= http://www.theslovenian.com/articles/2008/perko.pdf |title= Slovenia at the Junction of Major European Geographical Units |first= Drago |last= Perko |year= 2008 |newspaper= The Slovenian |publisher= Vse Slovenski Kulturni Odbor [The All Slovenian Cultural Committee] |place= Toronto}}</ref> Það er 2.017 ferkílómetrar að stærð með rúmlega 2 milljónir íbúa.<ref name="InfoPlease 2017">{{cite web | title=Slovenia | website=InfoPlease | date=3 February 2017 | url=https://www.infoplease.com/world/countries/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> [[Slóvenar]] eru yfir 80% íbúa landsins.<ref>{{Cite web|url=https://eacea.ec.europa.eu/national-policies/eurydice/content/population-demographic-situation-languages-and-religions-77_en|title = Population: Demographic situation, languages and religions|date = 10 October 2017}}</ref> Opinbert tungumál landsins er [[slóvenska]], sem er [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskt mál]].<ref name="Encyclopedia Britannica">{{cite web | title=Slovene language | website=Encyclopedia Britannica | url=https://www.britannica.com/topic/Slovene-language | access-date=16 June 2021}}</ref> Ríkjandi loftslag í Slóveníu er [[meginlandsloftslag]],<ref name="Fallon2007">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=Pb_eXmEyPvwC&pg=PA40 |title= Slovenia |chapter= Environment |first= Steve |last= Fallon |publisher= Lonely Planet |year= 2007 |edition= 5 |isbn= 978-1-74104-480-5 |page= 40}}</ref> fyrir utan [[Littoral (Slóveníu)|Littoral]]-héraðið og [[Júlísku Alparnir|Júlísku Alpana]]. [[Miðjarðarhafsloftslag]] nær að norðurendum [[Dínarísku Alparnir|Dínarísku Alpanna]] sem liggja í norðvestur-suðaustur eftir landinu. Í Júlísku Ölpunum í norðaustri er [[Alpaloftslag]] ríkjandi.<ref>{{cite book |chapter-url= http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |first= Darko |last= Ogrin |chapter= Modern Climate Change in Slovenia |page= 45 |title= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X |url-status=dead |archive-url= https://web.archive.org/web/20130717233733/http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |archive-date= 17 July 2013 |df= dmy-all }}</ref> Við [[Pannóníusléttan|Pannóníusléttuna]] í norðaustri er meginlandsloftslagið meira áberandi. Höfuðborgin og stærsta borg Slóveníu er [[Ljúbljana]]. Hún er staðsett nærri miðju landsins.<ref name="Mestna občina Ljubljana 2017">{{cite web | title=About Ljubljana | website=Mestna občina Ljubljana | date=3 July 2017 | url=https://www.ljubljana.si/en/about-ljubljana/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Sögulega hefur Slóvenía verið á mörkum [[slavnesk mál|slavnesku]], [[germönsk mál|germönsku]] og [[rómönsk mál|rómönsku]] málsvæðanna.<ref name="cultures"/> Landið var hluti af mörgum ólíkum ríkjum: [[Rómaveldi]], [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]], [[Karlungaveldið|Karlungaveldinu]], [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkinu]], [[Konungsríkið Ungverjaland|Konungsríkinu Ungverjalandi]], [[Lýðveldið Feneyjar|Lýðveldinu Feneyjum]], [[Illyrísku héruðin|Illyrísku héruðum]] í [[Fyrsta franska keisaradæmið|Fyrsta franska keisaradæminu]], [[Austurríska keisaradæmið|Austurríska keisaradæminu]] og loks [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurríki-Ungverjalandi]] til [[1918]].<ref name="Encyclopedia Britannica 2021"/> Í október 1918 tóku Slóvenar þátt í að stofna [[Konungsdæmi Serba, Króata og Slóvena]]<ref name="Trgovčević 2016">{{cite web | last=Trgovčević | first=Ljubinka | title=Yugoslavia | website=International Encyclopedia of the First World War (WW1) | date=18 July 2016 | url=https://encyclopedia.1914-1918-online.net/article/yugoslavia | access-date=18 June 2021}}</ref> og í desember 1918 varð landið ásamt [[Konungsríkið Serbía|Konungsríkinu Serbíu]], hluti af [[Konungsríkið Júgóslavía|Konungsríkinu Júgóslavíu]].<ref name="I feel Slovenia 2020">{{cite web | title=History and culture | website=I feel Slovenia | date=4 March 2020 | url=https://www.slovenia.info/en/plan-your-trip/facts-about-slovenia/history-and-culture | access-date=16 June 2021}}</ref> Í [[síðari heimsstyrjöld]] hernámu [[Þriðja ríkið]], [[Ítalía]] og [[Ungverjaland]] Slóveníu, en lítið landsvæði fór til [[Króatía|Króatíu]] sem nasistar höfðu gert að [[leppríki]].<ref name="sečen2005">{{cite news |url= http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |title= Mejo so zavarovali z žico in postavili mine |language=sl |trans-title= They Protected the Border with Wire and Set up Mines |newspaper= Dnevnik.si |first= Ernest |last= Sečen |date= 16 April 2005 |access-date= 13 April 2012 |archive-url= https://web.archive.org/web/20150321045008/http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |archive-date= 21 March 2015 |url-status= dead }}</ref> Árið 1945 varð landið hluti af [[Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Eftir stríð varð Júgóslavía fyrst hluti af [[Austurblokkin]]ni, en [[ágreiningur Títós og Stalíns]] 1948 varð til þess að landið stóð utan við [[Varsjárbandalagið]] og árið 1961 varð það einn af stofnendum [[Bandalag hlutlausra ríkja|Bandalags hlutlausra ríkja]].<ref>{{cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/event/alignment-to-non-alignment-yugoslavia-discovers-the-third-world|title=From Alignment to Non-Alignment: Yugoslavia Discovers the Third World|work=Wilson Center|date=5 June 2019|access-date=9 April 2021}}</ref> Í júní 1991 varð Slóvenía fyrst aðildarríkja Júgóslavíu til að [[tíu daga stríðið|kljúfa sig frá sambandsríkinu]] og lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.<ref name="Škrk1999">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=AhwHHtwbhioC&pg=PA5 |title= Succession of States |editor-first= Mojmir |editor-last= Mrak |chapter= Recognition of States and Its (Non-)Implication on State Succession: The Case of Successor States to the Former Yugoslavia |page= 5 |first= Mirjam |last= Škrk |publisher= Martinus Nijhoff Publishers |year= 1999|isbn= 9789041111456 }}</ref> Slóvenía er [[þróað land]] og [[hátekjuland]] sem situr hátt á [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]].<ref name="The Heritage Foundation 2021">{{cite web | title=Slovenia Economy: Population, GDP, Inflation, Business, Trade, FDI, Corruption | website=The Heritage Foundation | date=24 January 2021 | url=https://www.heritage.org/index/country/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Samkvæmt [[Gini-vísitalan|Gini-vísitölunni]] er [[tekjujöfnuður]] þar með því mesta sem gerist í heiminum.<ref>{{Cite web|title=Gini index (World Bank estimate) {{!}} Data|url=https://data.worldbank.org/indicator/SI.POV.GINI?end=2019&most_recent_value_desc=false&start=2019&view=bar|access-date=21 July 2021|website=data.worldbank.org}}</ref> Slóvenía á aðild að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] (frá [[1. maí]] [[2004]]), [[evrusvæðið|Evrusvæðinu]] og [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[OECD]], [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] og [[NATO]].<ref name="Portal GOV.SI">{{cite web | title=International organisations and international law | website=Portal GOV.SI | url=https://www.gov.si/en/policies/foreign-affairs/international-organisations-and-international-law/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Landið hefur áheyrnarstöðu í [[La Francophonie]]. == Heiti == Slóvenía merkir „land [[Slóvenar|Slóvena]]“ á [[slóvenska|slóvensku]] og öðrum [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskum málum]]. Nafnið er skylt heitunum [[Slavónía]], [[Slóvakía]] og [[Slavar]]. Uppruni orðsins Slavar er óviss, en er oftast rakinn til orðsins ''slovo'' „orð“, í merkingunni „fólk sem talar sama mál“. Heiti ríkisins Slóveníu kom upprunalega frá [[Þjóðfrelsisnefnd Slóvena]] 19. febrúar 1944. Nefndin kallaði ríkið „Sambandsríkið Slóveníu“ (''Federalna Slovenija''), sem var eitt fylki innan sambandsríkisins [[Júgóslavia|Júgóslavíu]]. Þann 20. febrúar var ríkið nefnt „Alþýðulýðveldið Slóvenía“ (''Ljudska republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/? |title=Mesto kot upravnoteritorialna enota 1945–1955 |language=sl, en |trans-title=A Town as an Administrative–Territorial Unit |first=Janez |last=Kopač |year=2007 |volume=30 |issue=2 |publisher=Arhivsko društvo Slovenije |id={{COBISS|ID=914293}} |page=83 |journal=Arhivi |issn=0351-2835 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180831002448/http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/ |archive-date=31 August 2018 |url-status=dead }}</ref> Það nafn stóð til 9. apríl 1963 þegar því var breytt í „Sósíalíska lýðveldið Slóvenía“ (''Socialistična republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |title=Ustava Socialistične republike Slovenije z dne 9. aprila 1963 |language=sl |trans-title=The Constitution of the Socialist Republic of Slovenia from 9 April 1963 |first=Janez |last=Kopač |journal=Arhivi |year=2001 |volume=XXIV |issue=1 |page=1 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160303232837/http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |archive-date=3 March 2016 |url-status=dead }}</ref> Þann 8. mars 1990 var „sósíalíska“ tekið burt úr nafni ríkisins sem þá hét „Lýðveldið Slóvenía“. Lýðveldið var hluti af Sósíalíska sambandslýðveldinu Júgóslavíu til 25. júní 1991. == Saga == [[Slavar|Slavneskir]] forfeður nútíma Slóvena settust að á þessu svæði á [[6. öld]]. Slavneska hertogadæmið [[Karantanía]] var stofnað á [[7. öld]]. Árið 745 glataði Karantanía sjálfstæði sínu og var að mestu innlimuð inn í [[Frankneska keisaradæmið]]. Margir Slavar tóku þá upp [[kristni|kristna trú]]. [[Freising-handritin]], elstu varðveittu slóvensku skjölin og fyrstu skjölin á slóvensku sem rituð voru í [[latneskt letur|latnesku letri]] voru rituð um árið 1000. Á [[14. öld]] urðu flest héröð Slóveníu að eign [[Habsborgarar|Habsborg]]arættarinnar, sem síðar varð að [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurrísk-Ungverska keisaradæminu]]. Slóvenar bjuggu þá í flestum héröðum [[Carniola]], [[Gorizia]] og [[Gradisca]], og hlutum héraðanna [[Istria]], [[Carintia]] og [[Styria]]. Árið [[1848]] varð til sterk hreyfing innan [[Austurríki]]s sem barðist fyrir sameinuðu Slóvensku konungsveldi (''Zedinjena Slovenija'') undir stjórn keisaradæmisins, jöfnum rétti [[slóvenska|slóvenska málsins]] á opinberum vettvangi, og var andvíg sameiningu [[Habsborgaraveldið|Habsborgaraveldisins]] við [[þýska ríkjasambandið]]. Hreyfingunni tókst ekki áætlunarverk sitt, en þetta voru baráttumál Slóvena fram að [[fyrri heimsstyrjöld]]. Fall Austurrísk-Ungverska keisaradæmisins árið 1918 varð til þess að Slóvenar stofnuðu ríki Slóvena, Króata og Serba, sem varð síðar að [[Konungsveldi Serba, Króata og Slóvena]]. Það var svo endurnefnt aftur árið 1929 sem [[Konungsveldið Júgóslavía]]. Eftir að [[Júgóslavía]] var endurstofnuð eftir [[síðari heimsstyrjöld]] varð Slóvenía hluti af henni. Slóvenía og Króatía voru fyrstu sambandsríki Júgóslavíu til að lýsa yfir sjálfstæði þann [[25. júní]] [[1991]], [[Tíu daga stríðið]] fylgdi í kjölfarið þangað til samið var um vopnahlé og júgóslavneski herinn var dreginn til baka. Landið slapp því við þau stríðsátök sem léku aðra hluta Júgóslavíu grátt á tíunda áratugnum. Slóvenía gekk í [[NATO|Atlantshafsbandalagið]] þann [[29. mars]] [[2004]] og svo [[Evrópusambandið]] þann [[1. maí]] [[2004]]. == Stjórnmál == [[Mynd:Presidential_Palace._Ljubljana.jpg|thumb|right|Forsetahöllin og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Ljúbljana.]] Slóvenía er [[fjölflokkakerfi|fjölflokka]] [[þingræði]]. [[Þjóðhöfðingi]] Slóveníu er [[forseti Slóveníu|forseti landsins]] sem er kjörinn í lýðræðislegum kosningum á fimm ára fresti og gegnir mikilvægu hlutverki sem sameiningartákn.<ref name="Furtlehner">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=uQafEg3TQJUC&pg=PA126 |title=Compliance in the Enlarged European Union: Living Rights Or Dead Letters? |editor1-first=Gerda |editor1-last=Falkner |editor2-first=Oliver |editor2-last=Treib |editor3-first=Elizabeth |editor3-last=Holzleithner |publisher=Ashgate Publishing, Ltd |year=2008 |isbn=978-0-7546-7509-9 |pages=126–127 |chapter=Slovenia |first=Petra |last=Furtlehner}}</ref> Forsetinn er jafnframt æðsti maður [[Slóveníuher|hers Slóveníu]].<ref>{{cite encyclopedia |url=https://books.google.com/books?id=M3A-xgf1yM4C&pg=PA832 |encyclopedia=Encyclopedia of World Constitutions |editor-first=Gerhard |editor-last=Robbers |article=Slovenia |first=Lovro |last=Šturm |title=The President of the Republic |year=2006 |publisher=Infobase Publishing |isbn=978-0-8160-6078-8 |page=832}}</ref> [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] fer fyrir framkvæmdarvaldinu ásamt stjórnarráði ráðherra, sem kjörnir eru af þinginu.<ref name="Borak2004">{{cite book |chapter-url=https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak |chapter-url-access=registration |title=Slovenia: From Yugoslavia to the European Union |publisher=World Bank Publications |editor1-first=Mojmir |editor1-last=Mrak |editor2-first=Matija |editor2-last=Rojec |editor3-first=Carlos |editor3-last=Silva-Jáuregui |year=2004 |series=World Bank Publications |isbn=978-0-8213-5718-7 |chapter=Institutional Setting for the New Independent State |first1=Neven |last1=Borak |first2=Bistra |last2=Borak |page=[https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak/page/58 58]}}</ref> Slóvenska þingið er [[tvískipt þing|tvískipt]]. Það samanstendur af þjóðþinginu (''Državni zbor'') og þjóðarráðinu (''Državni svet''). Þjóðþingið samanstendur af 90 sætum. 88 sæti eru skipuð fulltrúum sem eru kjörnir með [[hlutfallskosning]]u. Tvö sæti eru frátekin fyrir innfæddu ungversku og ítölsku minnihlutahópana.<ref name="Prunk2007">{{cite book |url=https://books.google.com/books?id=dzAWAQAAMAAJ |title=Facts about Slovenia |first1=Janko |last1=Prunk |first2=Jernej |last2=Pikalo |first3=Marko |last3=Milosavljevič |year=2007 |publisher=Government Communication Office, Government of the Republic of Slovenia |isbn=978-961-6435-45-1 |page=23}}</ref> Þjóðarráðið hefur 40 sæti, sem samanstendur af fulltrúum hagsmunahópa á sviði velferðar, hagkerfis, fagmanna og sérhópa. Þingkosningar eru á fjögurra ára fresti, en þjóðarráðskosningar eru haldnar með óbeinum hætti á fimm ára fresti. === Stjórnsýslueiningar === Einu formlegu stjórnsýslueiningar landsins eru sveitarfélögin (''občine'') sem eru 212 talsins. Fyrir hverju sveitarfélagi fer sveitarstjóri (''župan'') sem er kosinn til fjögurra ára í senn, og sveitarstjórnir (''občinski svet''). Í flestum sveitarfélögum er bæjarráðið kosið með hlutfallskosningu, en í nokkrum minni sveitarfélögum er notast við [[meirihlutakosning]]u. Sveitarstjórinn skipar formann bæjarráðs.<ref name="www2.gov.si">{{cite web|url=http://www2.gov.si/zak/Zak_vel.nsf/0/660b7ab7cbd45736c125662d0037c142?OpenDocument |title=Sprejet zakon |publisher=.gov.si |date=13 July 2000 |access-date=2 June 2012}}</ref> [[Celje]], [[Koper]], [[Kranj]], [[Ljubljana]], [[Maribor]], [[Murska Sobota]], [[Nova Gorica]], [[Novo Mesto]], [[Ptuj]], [[Slovenj Gradec]] og [[Velenje]] teljast til bæjarfélaga (þéttbýlis). ==== Söguleg skipting ==== [[Mynd:Slo regions marked3.jpg|thumb|right|250px|Slóvenía er skipt, samkvæmt hefð, í átta svæði.]] Eins og gefið er upp í ''Enciklopedija Slovenije'' (Alfræðirit Slóveníu) eru hefðbundin landsvæði Slóveníu byggð á gamalli skiptingu Slóveníu í fjögur krúnulönd Habsborgara (Carniola, Carinthia, Styria og Littoral), og svæði þeirra eru: * [[Efri-Carniola]] (''Gorenjska'') (Merkt á kortinu sem U.C.) * [[Styria]] (''Štajerska'') (S) * [[Transmuraland]] (''Prekmurje'') (T) * [[Carinthia]] (''Koroška'') (C) * [[Innri-Carniola]] (''Notranjska'') (I.C.) * [[Neðri-Carniola]] (''Dolenjska'') (L.C.) * [[Goriška]] (G) * [[Slóvenska Istría]] (''Slovenska Istra'') (L) Síðustu tvö svæðin eru yfirleitt talin saman sem strandsvæðið (''Littoral'' eða ''Primorska''). Hvíta-Carniola (''Bela krajina''), sem er hluti Neðri-Carniolu, er yfirleitt talið sem hluti sérstaks svæðis. ==== Tölfræðileg skipting ==== [[Mynd:Slovenia Regions.png|thumb|right|400px|Slóveníu skipt í tólf svæði .]] Slóveníu er, frá og með [[maí]] [[2005]] skipt í tólf svæði vegna lagalegra og tölfræðilegra álitaefna. {| style="background:transparent;" |- valign="top" | <!--column 1--> {| style="background:transparent;" | 1 || {{kortaskýring|#C4FFC4|'''Gorenjska'''}} </tr> | 2 || {{kortaskýring|#B9B9FF|'''Goriška'''}} </tr> | 3 || {{kortaskýring|#FFC5C5|'''Jugovzhodna Slovenija'''}} </tr> | 4 || {{kortaskýring|#FFC8FF|'''Koroška'''}} </tr> | 5 || {{kortaskýring|#FFFFC9|'''Notranjsko-kraška'''}} </tr> | 6 || {{kortaskýring|#BDFFFF|'''[[Obalno-kraška]]'''}} </tr> |} | <!--column 2--> {| style="background:transparent;" |align="right"| 7 || {{kortaskýring|#D1A4A4|'''Osrednjeslovenska'''}} </tr> |align="right"| 8 || {{kortaskýring|#AED6AE|'''Podravska'''}} </tr> |align="right"| 9 || {{kortaskýring|#C5C5E2|'''Pomurska'''}} </tr> | 10 || {{kortaskýring|#DBB6DB|'''Savinjska'''}} </tr> | 11 || {{kortaskýring|#DFDFBF|'''Spodnjeposavska'''}} </tr> | 12 || {{kortaskýring|#B3D9D9|'''Zasavska'''}} |} |} Verið er að undirbúa nýja skiptingu landsins í á bilinu 12-14 svæði. Þó getur hugsast að þessi tólf svæði haldi sér. Eftir á að opinbera tillögur þess efnis. Að því loknu verður málið rætt á þingi. == Landfræði == Sagt er að fjögur svæði mætist í Slóveníu: [[Alpafjöllin]], [[Dinarísku alparnir]], [[Pannónía|Pannóníska sléttan]] og [[Miðjarðarhafið]]. Hæsta fjall Slóveníu heitir [[Triglav]] (2,864 m). Meðalhæð yfir sjávarmáli er 557 m. Slóvenía er þriðja mest skógi vaxna land Evrópu, á eftir [[Finnland]]i og [[Svíþjóð]]. Rúmlega helmingur landsis (11.691 km²) er þakinn [[skógur|skógi]], hluti þeirra er ævaforn, stærst þeirra svæða [[Kočevje]]. Graslendi þekur 5.593 km², 2.471 km² teljast til garða og engja. Loks eru 363 km² undirlagðir [[aldingarður|aldingörðum]] og 216 km² af [[vínekra|vínekrum]]. Strandlengja Slóveníu er 47 km. Loftslagið er [[Miðjarðarhafsloftslag]] við strendurnar, alpaloftslag við fjöllin og [[meginlandsloftslag]] í austurhluta landsins. Meðalhitastig er -2&nbsp;°C í Janúar og 21&nbsp;°C í Júlí. Meðal[[regnfall]] er 1.000 mm við strendurnar en svo 3.500 mm í Ölpunum, 800 mm í suðvestri og 1.400 mm á miðju landi. [[Mynd:Triglav.jpg|thumb|250px|[[Triglav]] er hæsta fjall Slóveníu (2,864 m).]] Fyrstu landfræðilegu svæðisskiptingar Slóveníu voru þróaðar af landfræðingunum [[Anton Melik]] (1935-1936) og [[Svetozar Ilešič]] (1968). Nýrri svæðisskipting sem [[Ivan Gams]] lagði til skiptir Slóveníu upp í eftirfarandi yfirsvæði: * [[Alparnir]] (''visokogorske Alpe'') * Hæðir við rætur Alpanna (''predalpsko hribovje'') * [[Ljúbljanadalurinn]] (''Ljubljanska kotlina'') * Miðjarðarhafsundirlendi Slóveníu (''submediteranska - primorska Slovenija'') * [[Dínarísku Alparnir|Dínaríska]] [[karst]]landslagið í Innri-Slóveníu (''dinarski kras notranje Slovenije'') * Pannóníuundirlendi Slóveníu (''subpanononska Slovenija'') Samkvæmt nýrri landfræðilegum skiptingum skiptist landið í fjögur yfirsvæði. Þau eru Alpasvæðið, Miðjarðarhafssvæðið, Dínaríska svæðið og Pannoníska svæðið. Svæðin eru skilgreind út frá hæð og loftslagi (meginlandsloftslag, alpaloftsslag og miðjarðarhafsloftslag), en ekki eru glögg skil á milli þeirra. Þessum yfirsvæðum er svo skipt í mörg og fjölbreytt undirsvæði. Ríkjandi þáttur í skilgreiningu þeirra er jarðfræðileg samsetning og hæð landsins. == Efnahagur == Slóvenía er hátekjuland ($23,250 árið 2006), með hæstu [[verg landsframleiðsla|vergu landsframleiðslu]] af þem löndum sem nýlega gengu inn í ESB eða um 90% af meðaltali innan Evrópu. [[Verðbólga]] hefur minnkað mikið undanfarið og er nú um meðaltal innan Evrópu. [[Hagvöxtur]] hefur verið mikill síðustu ár (5.2% fyrstu 9 mánuði 2006, 4.0% árið 2005, 4.4% árið 2004, áætlaður 4.8% 2007), eftir að hafa verið aðeins 2.7% 2003 áður en landið gekk inn í ESB. Frá síðustu aldamótum hafa bankar, símafyrirtæki og opinber þjónustufyrirtæki verið einkavædd. Höft á erlenda fjárfestingu hafa verið afnumin og gert er ráð fyrir að áhugi á erlendri fjárfestingu muni aukast næstu ár. == Íbúar == [[File:Population density in Slovenia.png|350px|thumb|Íbúaþéttleiki í Slóveníu eftir [[sveitarfélög Slóveníu|sveitarfélögum]] sem sýnir greinilega þéttbýlustu landsvæðin Ljúbljana og Kranj (miðju), Maribor (norðaustri) og Slóvensku Istríu (suðvestri).]] Íbúar Slóveníu eru um 2 milljónir talsins. Þéttleiki byggðar er 101 íbúar á ferkílómetra sem er með því minnsta sem gerist innan Evrópu (samanborið við til dæmis 402 í Hollandi og 195 á Ítalíu). Tölfræðihéraðið Karníóla-Karst er dreifbýlast en Mið-Slóvenía þéttbýlust. <ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |title=30.9 Gostota naseljenosti 1.7 – Population Density, 1 July |publisher=Stat.si |access-date=25 November 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130826070232/http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |archive-date=26 August 2013 |url-status=dead }}</ref> Slóvenía er á meðal þeirra Evrópulanda þar sem þjóðin eldist hvað örast, sem stafar af lágri fæðingartíðni og auknum lífslíkum.<ref>{{cite news |url=http://www.delo.si/zgodbe/delo2020/demografski-preobrat-tiha-revolucija-med-nami.html |title=Demografski preobrat: tiha revolucija med nami |language=sl |date=20 June 2011 |first=Milena |last=Zupanič |newspaper=Delo.si |publisher=Delo, d. d. |issn=1854-6544}}</ref> Næstum allir íbúar Slóveníu yfir 64 ára aldri eru komnir á eftirlaun, bæði karlar og konur.<ref name="Hoff2011">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=vmAQ_cwR14oC&pg=PA118 |title=Population Ageing in Central and Eastern Europe: Societal and Policy Implications |chapter=Population Ageing in Slovenia and Social Support Networks of Older People |pages=118–119 |editor-first=Andreas |editor-last=Hoff |first1=Valentina |last1=Hlebec |first2=Milivoja |last2=Šircelj |publisher=Ashgate Publishing, Ltd. |date=September 2011 |isbn=978-0-7546-7828-1}}</ref> Hópur vinnandi fólks fer því minnkandi þrátt fyrir aðflutning.<ref>{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=OgBaG-NB9hMC&pg=PA34 |title=Slovenia |chapter=Strong Growth but an Ageing Workforce |page=34 |publisher=OECD Publishing |date=July 2009 |isbn=978-92-64-06894-0}}</ref> Tillaga um að hækka eftirlaunaaldurinn úr því sem nú er (57 ár fyrir konur og 58 ár fyrir karla) var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2011.<ref name="CNBC2012-01-23">{{cite news |url=https://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |title=Countries with Aging Populations |work=CNBC |date=23 January 2012 |first=Rajeshni |last=Naidu-Ghelani |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20130223035533/http://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |archive-date=23 February 2013}}</ref> Töluverður munur er á lífslíkum karla (78,2 ár) og kvenna (84 ár).<ref>{{Cite web|url=http://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|title=Health status – Life expectancy at birth – OECD Data|website=theOECD|access-date=23 September 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190811172303/https://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|archive-date=11 August 2019|url-status=dead}}</ref> [[Fæðingartíðni]] árið 2014 var metin á 1,33 börn á konu, sem er nokkuð undir jafnvægishlutfallinu 2,1.<ref>{{cite web| url = https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovenia/| title = The World Factbook}}</ref> Meirihluti barna (58,6% árið 2016) fæðist utan hjónabands.<ref>{{cite web|url=http://www.stat.si/StatWeb/en/News/Index/6768|title=Births, Slovenia, 2016|website=Stat.si|access-date=3 August 2017}}</ref> Árið 2009 var [[Listi yfir lönd eftir tíðni sjálfsmorða|tíðni sjálfsmorða]] í Slóveníu 22 á 100.000 íbúa á ári, sem er með því mesta sem gerist í Evrópu.<ref name="stat2009suicide">{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |title=World Suicide Prevention Day 2010 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia |date=8 September 2010 |access-date=14 September 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20101113165716/http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |archive-date=13 November 2010 |url-status=dead }}</ref> Frá 2000 til 2010 hafði þessi tíðni samt lækkað um 30%. Töluverður munur er á kynjum og landsvæðum.<ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=4162 |title=World Suicide Prevention Day 2011 |date=8 September 2011 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia}}</ref> == Menning == [[Mynd:Kozolec_Velika_Strmica.jpg|thumb|right|Heyþurrkhjallur í Slóveníu.]] Meðal þekktustu fulltrúa slóvenskrar menningar á heimsvísu eru hljómsveitin [[Laibach]] og heimspekingurinn [[Slavoj Žižek]]. Varðveittar sögulegar byggingar í Slóveníu eru meðal annars 2.500 kirkjur, 1.000 kastalar, rústir og herragarðar, býli og sérstakar byggingar til heyþurrkunar sem nefnast ''kozolci''.<ref>{{Cite book|last1=Planet|first1=Lonely|url=https://books.google.com/books?id=R4RADAAAQBAJ&pg=PT498|title=Lonely Planet Slovenia|last2=Bain|first2=Carolyn|last3=Fallon|first3=Steve|date=1 May 2016|publisher=Lonely Planet|isbn=978-1-76034-148-0|pages=498|language=en}}</ref> Fjórir staðir í Slóveníu eru á [[heimsminjaskrá UNESCO]]. [[Škocjan-hellar]] og [[karst]]landslagið þar í kring eru verndað svæði.<ref>{{Cite web|title=Škocjan Caves mark 30th anniversary of UNESCO listing|url=http://www.sloveniatimes.com/skocjan-caves-mark-30th-anniversary-of-unesco-listing|website=The Slovenia Times|date=26 November 2016|access-date=21 May 2020}}</ref> Gömlu skógarnir í kringum [[Goteniški Snežnik]] og [[Kočevski Rog]] í suðausturhluta landsins eru líka friðaðir. [[Idrija-kvikasilfursnámurnar]] eru á listanum og líka forsögulegu [[stauraþorp]]in í [[Ljúbljanamerski]].<ref>{{cite journal |last1=Budja |first1=Mihael |last2=Mlekuz |first2=Dimitrij |s2cid=140165952 |title=Lake or Floodplain? Mid-Holocene Settlement Patterns and the Landscape Dynamic of the Izica Floodplain (Ljubljana Marsh, Slovenia) |journal=The Holocene |date=2010 |volume=20 |issue=8 |page=1269 |doi=10.1177/0959683610371998|bibcode=2010Holoc..20.1269B }}</ref> Einn mest ljósmyndaði staður landsins eru byggingarnar á [[Bledeyja|Bledeyju]]. Kastalinn er safn og veitingastaður. Í nágrenni [[Postonja]] er [[Predjamakastali]] hálffalinn í helli. Á söfnum í Ljúbljana og annars staðar má sjá einstakar minjar eins og [[Divje Babe-flautan|Divje Babe-flautuna]] og [[hjólið frá Ljúbljanamerski]] sem er talið elsta varðveitta [[hjól]] heims. Í Ljúbljana er að finna arkitektúr frá tímum [[barokk]]sins og [[Art Nouveau]] auk samtímabyggingarlistar. Nýstárlegar gönguleiðir og brýr í Ljúbljana eftir slóvenska arkitektinn [[Jože Plečnik]] eru eitt af því eftirtektarverðasta við borgina. == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * [http://www.slovenia.si/ Slovenia.si Opinber vefgátt] * [http://www.vlada.si/en/ Vefur ríkisstjórnar Slóveníu] * [http://www.sloveniatimes.com Slovenia Times: slóvenskt dagblað á ensku] {{Evrópa}} {{Evrópusambandið}} {{Evrópuráðið}} {{Efnahags- og framfarastofnunin}} [[Flokkur:Slóvenía| ]] pd1yszejld7170zwowbnx3jhgm2erro 1765503 1765502 2022-08-20T19:01:47Z Akigka 183 /* Landfræði */ wikitext text/x-wiki {{Land | nafn = Lýðveldið Slóvenía | nafn_á_frummáli = Republika Slovenija | nafn_í_eignarfalli = Slóveníu | fáni = Flag of Slovenia.svg | skjaldarmerki = Coat of Arms of Slovenia.svg | staðsetningarkort = EU-Slovenia.svg | tungumál = [[slóvenska]] | höfuðborg = [[Ljúbljana]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Slóveníu|Forseti]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga1 = [[Borut Pahor]] | nafn_leiðtoga2 = [[Robert Golob]] | ESBaðild = 1. maí 2004 | stærðarsæti = 151 | flatarmál = 20.271 | hlutfall_vatns = 0,7 | mannfjöldaár = 2021 | mannfjöldasæti = 147 | fólksfjöldi = 2.108.977 | íbúar_á_ferkílómetra = 266,8 | staða = [[Sjálfstæði]] | staða_athugasemd = frá [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] | atburður1 = Yfirlýst | dagsetning1 = [[25. júní]] [[1991]] | VLF_ár = 2020 | VLF = 83 | VLF_sæti = 93 | VLF_á_mann = 40.343 | VLF_á_mann_sæti = 35 | VÞL = {{hækkun}} 0.917 | VÞL_sæti = 22 | VÞL_ár = 2019 | gjaldmiðill = [[Evra]] | tímabelti = [[UTC]]+1 | þjóðsöngur = [[Zdravljica]] | tld = si | símakóði = +386 }} '''Slóvenía''' ([[slóvenska]]: ''Slovenija''), formlega '''Lýðveldið Slóvenía''' (''Republika Slovenija''), er land í sunnanverðri [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]<ref name="cultures">{{cite book |url= http://zgs.zrc-sazu.si/Portals/8/Slo_Geo_Over/23.pdf |title= Gateway to Western, Central, and Southeastern Europe |first= Andrej |last= Černe |page= 127 |series= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X}}</ref>, við rætur [[Alparnir|Alpafjalla]]. Slóvenía á landamæri að [[Ítalía|Ítalíu]] í vestri, [[Austurríki]] í norðri, [[Ungverjaland]]i í norðaustri og [[Króatía|Króatíu]] í suðri. Landið á einnig strönd að [[Adríahaf]]i í suðvestri.<ref name="Encyclopedia Britannica 2021">{{cite web | title=Slovenia – History, Geography, & People | website=Encyclopedia Britannica | date=5 June 2021 | url=https://www.britannica.com/place/Slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Slóvenía er að mestu fjalllent og skógi vaxið.<ref name="perko2008">{{cite journal |url= http://www.theslovenian.com/articles/2008/perko.pdf |title= Slovenia at the Junction of Major European Geographical Units |first= Drago |last= Perko |year= 2008 |newspaper= The Slovenian |publisher= Vse Slovenski Kulturni Odbor [The All Slovenian Cultural Committee] |place= Toronto}}</ref> Það er 2.017 ferkílómetrar að stærð með rúmlega 2 milljónir íbúa.<ref name="InfoPlease 2017">{{cite web | title=Slovenia | website=InfoPlease | date=3 February 2017 | url=https://www.infoplease.com/world/countries/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> [[Slóvenar]] eru yfir 80% íbúa landsins.<ref>{{Cite web|url=https://eacea.ec.europa.eu/national-policies/eurydice/content/population-demographic-situation-languages-and-religions-77_en|title = Population: Demographic situation, languages and religions|date = 10 October 2017}}</ref> Opinbert tungumál landsins er [[slóvenska]], sem er [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskt mál]].<ref name="Encyclopedia Britannica">{{cite web | title=Slovene language | website=Encyclopedia Britannica | url=https://www.britannica.com/topic/Slovene-language | access-date=16 June 2021}}</ref> Ríkjandi loftslag í Slóveníu er [[meginlandsloftslag]],<ref name="Fallon2007">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=Pb_eXmEyPvwC&pg=PA40 |title= Slovenia |chapter= Environment |first= Steve |last= Fallon |publisher= Lonely Planet |year= 2007 |edition= 5 |isbn= 978-1-74104-480-5 |page= 40}}</ref> fyrir utan [[Littoral (Slóveníu)|Littoral]]-héraðið og [[Júlísku Alparnir|Júlísku Alpana]]. [[Miðjarðarhafsloftslag]] nær að norðurendum [[Dínarísku Alparnir|Dínarísku Alpanna]] sem liggja í norðvestur-suðaustur eftir landinu. Í Júlísku Ölpunum í norðaustri er [[Alpaloftslag]] ríkjandi.<ref>{{cite book |chapter-url= http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |first= Darko |last= Ogrin |chapter= Modern Climate Change in Slovenia |page= 45 |title= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X |url-status=dead |archive-url= https://web.archive.org/web/20130717233733/http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |archive-date= 17 July 2013 |df= dmy-all }}</ref> Við [[Pannóníusléttan|Pannóníusléttuna]] í norðaustri er meginlandsloftslagið meira áberandi. Höfuðborgin og stærsta borg Slóveníu er [[Ljúbljana]]. Hún er staðsett nærri miðju landsins.<ref name="Mestna občina Ljubljana 2017">{{cite web | title=About Ljubljana | website=Mestna občina Ljubljana | date=3 July 2017 | url=https://www.ljubljana.si/en/about-ljubljana/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Sögulega hefur Slóvenía verið á mörkum [[slavnesk mál|slavnesku]], [[germönsk mál|germönsku]] og [[rómönsk mál|rómönsku]] málsvæðanna.<ref name="cultures"/> Landið var hluti af mörgum ólíkum ríkjum: [[Rómaveldi]], [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]], [[Karlungaveldið|Karlungaveldinu]], [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkinu]], [[Konungsríkið Ungverjaland|Konungsríkinu Ungverjalandi]], [[Lýðveldið Feneyjar|Lýðveldinu Feneyjum]], [[Illyrísku héruðin|Illyrísku héruðum]] í [[Fyrsta franska keisaradæmið|Fyrsta franska keisaradæminu]], [[Austurríska keisaradæmið|Austurríska keisaradæminu]] og loks [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurríki-Ungverjalandi]] til [[1918]].<ref name="Encyclopedia Britannica 2021"/> Í október 1918 tóku Slóvenar þátt í að stofna [[Konungsdæmi Serba, Króata og Slóvena]]<ref name="Trgovčević 2016">{{cite web | last=Trgovčević | first=Ljubinka | title=Yugoslavia | website=International Encyclopedia of the First World War (WW1) | date=18 July 2016 | url=https://encyclopedia.1914-1918-online.net/article/yugoslavia | access-date=18 June 2021}}</ref> og í desember 1918 varð landið ásamt [[Konungsríkið Serbía|Konungsríkinu Serbíu]], hluti af [[Konungsríkið Júgóslavía|Konungsríkinu Júgóslavíu]].<ref name="I feel Slovenia 2020">{{cite web | title=History and culture | website=I feel Slovenia | date=4 March 2020 | url=https://www.slovenia.info/en/plan-your-trip/facts-about-slovenia/history-and-culture | access-date=16 June 2021}}</ref> Í [[síðari heimsstyrjöld]] hernámu [[Þriðja ríkið]], [[Ítalía]] og [[Ungverjaland]] Slóveníu, en lítið landsvæði fór til [[Króatía|Króatíu]] sem nasistar höfðu gert að [[leppríki]].<ref name="sečen2005">{{cite news |url= http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |title= Mejo so zavarovali z žico in postavili mine |language=sl |trans-title= They Protected the Border with Wire and Set up Mines |newspaper= Dnevnik.si |first= Ernest |last= Sečen |date= 16 April 2005 |access-date= 13 April 2012 |archive-url= https://web.archive.org/web/20150321045008/http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |archive-date= 21 March 2015 |url-status= dead }}</ref> Árið 1945 varð landið hluti af [[Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Eftir stríð varð Júgóslavía fyrst hluti af [[Austurblokkin]]ni, en [[ágreiningur Títós og Stalíns]] 1948 varð til þess að landið stóð utan við [[Varsjárbandalagið]] og árið 1961 varð það einn af stofnendum [[Bandalag hlutlausra ríkja|Bandalags hlutlausra ríkja]].<ref>{{cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/event/alignment-to-non-alignment-yugoslavia-discovers-the-third-world|title=From Alignment to Non-Alignment: Yugoslavia Discovers the Third World|work=Wilson Center|date=5 June 2019|access-date=9 April 2021}}</ref> Í júní 1991 varð Slóvenía fyrst aðildarríkja Júgóslavíu til að [[tíu daga stríðið|kljúfa sig frá sambandsríkinu]] og lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.<ref name="Škrk1999">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=AhwHHtwbhioC&pg=PA5 |title= Succession of States |editor-first= Mojmir |editor-last= Mrak |chapter= Recognition of States and Its (Non-)Implication on State Succession: The Case of Successor States to the Former Yugoslavia |page= 5 |first= Mirjam |last= Škrk |publisher= Martinus Nijhoff Publishers |year= 1999|isbn= 9789041111456 }}</ref> Slóvenía er [[þróað land]] og [[hátekjuland]] sem situr hátt á [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]].<ref name="The Heritage Foundation 2021">{{cite web | title=Slovenia Economy: Population, GDP, Inflation, Business, Trade, FDI, Corruption | website=The Heritage Foundation | date=24 January 2021 | url=https://www.heritage.org/index/country/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Samkvæmt [[Gini-vísitalan|Gini-vísitölunni]] er [[tekjujöfnuður]] þar með því mesta sem gerist í heiminum.<ref>{{Cite web|title=Gini index (World Bank estimate) {{!}} Data|url=https://data.worldbank.org/indicator/SI.POV.GINI?end=2019&most_recent_value_desc=false&start=2019&view=bar|access-date=21 July 2021|website=data.worldbank.org}}</ref> Slóvenía á aðild að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] (frá [[1. maí]] [[2004]]), [[evrusvæðið|Evrusvæðinu]] og [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[OECD]], [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] og [[NATO]].<ref name="Portal GOV.SI">{{cite web | title=International organisations and international law | website=Portal GOV.SI | url=https://www.gov.si/en/policies/foreign-affairs/international-organisations-and-international-law/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Landið hefur áheyrnarstöðu í [[La Francophonie]]. == Heiti == Slóvenía merkir „land [[Slóvenar|Slóvena]]“ á [[slóvenska|slóvensku]] og öðrum [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskum málum]]. Nafnið er skylt heitunum [[Slavónía]], [[Slóvakía]] og [[Slavar]]. Uppruni orðsins Slavar er óviss, en er oftast rakinn til orðsins ''slovo'' „orð“, í merkingunni „fólk sem talar sama mál“. Heiti ríkisins Slóveníu kom upprunalega frá [[Þjóðfrelsisnefnd Slóvena]] 19. febrúar 1944. Nefndin kallaði ríkið „Sambandsríkið Slóveníu“ (''Federalna Slovenija''), sem var eitt fylki innan sambandsríkisins [[Júgóslavia|Júgóslavíu]]. Þann 20. febrúar var ríkið nefnt „Alþýðulýðveldið Slóvenía“ (''Ljudska republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/? |title=Mesto kot upravnoteritorialna enota 1945–1955 |language=sl, en |trans-title=A Town as an Administrative–Territorial Unit |first=Janez |last=Kopač |year=2007 |volume=30 |issue=2 |publisher=Arhivsko društvo Slovenije |id={{COBISS|ID=914293}} |page=83 |journal=Arhivi |issn=0351-2835 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180831002448/http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/ |archive-date=31 August 2018 |url-status=dead }}</ref> Það nafn stóð til 9. apríl 1963 þegar því var breytt í „Sósíalíska lýðveldið Slóvenía“ (''Socialistična republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |title=Ustava Socialistične republike Slovenije z dne 9. aprila 1963 |language=sl |trans-title=The Constitution of the Socialist Republic of Slovenia from 9 April 1963 |first=Janez |last=Kopač |journal=Arhivi |year=2001 |volume=XXIV |issue=1 |page=1 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160303232837/http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |archive-date=3 March 2016 |url-status=dead }}</ref> Þann 8. mars 1990 var „sósíalíska“ tekið burt úr nafni ríkisins sem þá hét „Lýðveldið Slóvenía“. Lýðveldið var hluti af Sósíalíska sambandslýðveldinu Júgóslavíu til 25. júní 1991. == Saga == [[Slavar|Slavneskir]] forfeður nútíma Slóvena settust að á þessu svæði á [[6. öld]]. Slavneska hertogadæmið [[Karantanía]] var stofnað á [[7. öld]]. Árið 745 glataði Karantanía sjálfstæði sínu og var að mestu innlimuð inn í [[Frankneska keisaradæmið]]. Margir Slavar tóku þá upp [[kristni|kristna trú]]. [[Freising-handritin]], elstu varðveittu slóvensku skjölin og fyrstu skjölin á slóvensku sem rituð voru í [[latneskt letur|latnesku letri]] voru rituð um árið 1000. Á [[14. öld]] urðu flest héröð Slóveníu að eign [[Habsborgarar|Habsborg]]arættarinnar, sem síðar varð að [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurrísk-Ungverska keisaradæminu]]. Slóvenar bjuggu þá í flestum héröðum [[Carniola]], [[Gorizia]] og [[Gradisca]], og hlutum héraðanna [[Istria]], [[Carintia]] og [[Styria]]. Árið [[1848]] varð til sterk hreyfing innan [[Austurríki]]s sem barðist fyrir sameinuðu Slóvensku konungsveldi (''Zedinjena Slovenija'') undir stjórn keisaradæmisins, jöfnum rétti [[slóvenska|slóvenska málsins]] á opinberum vettvangi, og var andvíg sameiningu [[Habsborgaraveldið|Habsborgaraveldisins]] við [[þýska ríkjasambandið]]. Hreyfingunni tókst ekki áætlunarverk sitt, en þetta voru baráttumál Slóvena fram að [[fyrri heimsstyrjöld]]. Fall Austurrísk-Ungverska keisaradæmisins árið 1918 varð til þess að Slóvenar stofnuðu ríki Slóvena, Króata og Serba, sem varð síðar að [[Konungsveldi Serba, Króata og Slóvena]]. Það var svo endurnefnt aftur árið 1929 sem [[Konungsveldið Júgóslavía]]. Eftir að [[Júgóslavía]] var endurstofnuð eftir [[síðari heimsstyrjöld]] varð Slóvenía hluti af henni. Slóvenía og Króatía voru fyrstu sambandsríki Júgóslavíu til að lýsa yfir sjálfstæði þann [[25. júní]] [[1991]], [[Tíu daga stríðið]] fylgdi í kjölfarið þangað til samið var um vopnahlé og júgóslavneski herinn var dreginn til baka. Landið slapp því við þau stríðsátök sem léku aðra hluta Júgóslavíu grátt á tíunda áratugnum. Slóvenía gekk í [[NATO|Atlantshafsbandalagið]] þann [[29. mars]] [[2004]] og svo [[Evrópusambandið]] þann [[1. maí]] [[2004]]. == Stjórnmál == [[Mynd:Presidential_Palace._Ljubljana.jpg|thumb|right|Forsetahöllin og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Ljúbljana.]] Slóvenía er [[fjölflokkakerfi|fjölflokka]] [[þingræði]]. [[Þjóðhöfðingi]] Slóveníu er [[forseti Slóveníu|forseti landsins]] sem er kjörinn í lýðræðislegum kosningum á fimm ára fresti og gegnir mikilvægu hlutverki sem sameiningartákn.<ref name="Furtlehner">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=uQafEg3TQJUC&pg=PA126 |title=Compliance in the Enlarged European Union: Living Rights Or Dead Letters? |editor1-first=Gerda |editor1-last=Falkner |editor2-first=Oliver |editor2-last=Treib |editor3-first=Elizabeth |editor3-last=Holzleithner |publisher=Ashgate Publishing, Ltd |year=2008 |isbn=978-0-7546-7509-9 |pages=126–127 |chapter=Slovenia |first=Petra |last=Furtlehner}}</ref> Forsetinn er jafnframt æðsti maður [[Slóveníuher|hers Slóveníu]].<ref>{{cite encyclopedia |url=https://books.google.com/books?id=M3A-xgf1yM4C&pg=PA832 |encyclopedia=Encyclopedia of World Constitutions |editor-first=Gerhard |editor-last=Robbers |article=Slovenia |first=Lovro |last=Šturm |title=The President of the Republic |year=2006 |publisher=Infobase Publishing |isbn=978-0-8160-6078-8 |page=832}}</ref> [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] fer fyrir framkvæmdarvaldinu ásamt stjórnarráði ráðherra, sem kjörnir eru af þinginu.<ref name="Borak2004">{{cite book |chapter-url=https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak |chapter-url-access=registration |title=Slovenia: From Yugoslavia to the European Union |publisher=World Bank Publications |editor1-first=Mojmir |editor1-last=Mrak |editor2-first=Matija |editor2-last=Rojec |editor3-first=Carlos |editor3-last=Silva-Jáuregui |year=2004 |series=World Bank Publications |isbn=978-0-8213-5718-7 |chapter=Institutional Setting for the New Independent State |first1=Neven |last1=Borak |first2=Bistra |last2=Borak |page=[https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak/page/58 58]}}</ref> Slóvenska þingið er [[tvískipt þing|tvískipt]]. Það samanstendur af þjóðþinginu (''Državni zbor'') og þjóðarráðinu (''Državni svet''). Þjóðþingið samanstendur af 90 sætum. 88 sæti eru skipuð fulltrúum sem eru kjörnir með [[hlutfallskosning]]u. Tvö sæti eru frátekin fyrir innfæddu ungversku og ítölsku minnihlutahópana.<ref name="Prunk2007">{{cite book |url=https://books.google.com/books?id=dzAWAQAAMAAJ |title=Facts about Slovenia |first1=Janko |last1=Prunk |first2=Jernej |last2=Pikalo |first3=Marko |last3=Milosavljevič |year=2007 |publisher=Government Communication Office, Government of the Republic of Slovenia |isbn=978-961-6435-45-1 |page=23}}</ref> Þjóðarráðið hefur 40 sæti, sem samanstendur af fulltrúum hagsmunahópa á sviði velferðar, hagkerfis, fagmanna og sérhópa. Þingkosningar eru á fjögurra ára fresti, en þjóðarráðskosningar eru haldnar með óbeinum hætti á fimm ára fresti. === Stjórnsýslueiningar === Einu formlegu stjórnsýslueiningar landsins eru sveitarfélögin (''občine'') sem eru 212 talsins. Fyrir hverju sveitarfélagi fer sveitarstjóri (''župan'') sem er kosinn til fjögurra ára í senn, og sveitarstjórnir (''občinski svet''). Í flestum sveitarfélögum er bæjarráðið kosið með hlutfallskosningu, en í nokkrum minni sveitarfélögum er notast við [[meirihlutakosning]]u. Sveitarstjórinn skipar formann bæjarráðs.<ref name="www2.gov.si">{{cite web|url=http://www2.gov.si/zak/Zak_vel.nsf/0/660b7ab7cbd45736c125662d0037c142?OpenDocument |title=Sprejet zakon |publisher=.gov.si |date=13 July 2000 |access-date=2 June 2012}}</ref> [[Celje]], [[Koper]], [[Kranj]], [[Ljubljana]], [[Maribor]], [[Murska Sobota]], [[Nova Gorica]], [[Novo Mesto]], [[Ptuj]], [[Slovenj Gradec]] og [[Velenje]] teljast til bæjarfélaga (þéttbýlis). ==== Söguleg skipting ==== [[Mynd:Slo regions marked3.jpg|thumb|right|250px|Slóvenía er skipt, samkvæmt hefð, í átta svæði.]] Eins og gefið er upp í ''Enciklopedija Slovenije'' (Alfræðirit Slóveníu) eru hefðbundin landsvæði Slóveníu byggð á gamalli skiptingu Slóveníu í fjögur krúnulönd Habsborgara (Carniola, Carinthia, Styria og Littoral), og svæði þeirra eru: * [[Efri-Carniola]] (''Gorenjska'') (Merkt á kortinu sem U.C.) * [[Styria]] (''Štajerska'') (S) * [[Transmuraland]] (''Prekmurje'') (T) * [[Carinthia]] (''Koroška'') (C) * [[Innri-Carniola]] (''Notranjska'') (I.C.) * [[Neðri-Carniola]] (''Dolenjska'') (L.C.) * [[Goriška]] (G) * [[Slóvenska Istría]] (''Slovenska Istra'') (L) Síðustu tvö svæðin eru yfirleitt talin saman sem strandsvæðið (''Littoral'' eða ''Primorska''). Hvíta-Carniola (''Bela krajina''), sem er hluti Neðri-Carniolu, er yfirleitt talið sem hluti sérstaks svæðis. ==== Tölfræðileg skipting ==== [[Mynd:Slovenia Regions.png|thumb|right|400px|Slóveníu skipt í tólf svæði .]] Slóveníu er, frá og með [[maí]] [[2005]] skipt í tólf svæði vegna lagalegra og tölfræðilegra álitaefna. {| style="background:transparent;" |- valign="top" | <!--column 1--> {| style="background:transparent;" | 1 || {{kortaskýring|#C4FFC4|'''Gorenjska'''}} </tr> | 2 || {{kortaskýring|#B9B9FF|'''Goriška'''}} </tr> | 3 || {{kortaskýring|#FFC5C5|'''Jugovzhodna Slovenija'''}} </tr> | 4 || {{kortaskýring|#FFC8FF|'''Koroška'''}} </tr> | 5 || {{kortaskýring|#FFFFC9|'''Notranjsko-kraška'''}} </tr> | 6 || {{kortaskýring|#BDFFFF|'''[[Obalno-kraška]]'''}} </tr> |} | <!--column 2--> {| style="background:transparent;" |align="right"| 7 || {{kortaskýring|#D1A4A4|'''Osrednjeslovenska'''}} </tr> |align="right"| 8 || {{kortaskýring|#AED6AE|'''Podravska'''}} </tr> |align="right"| 9 || {{kortaskýring|#C5C5E2|'''Pomurska'''}} </tr> | 10 || {{kortaskýring|#DBB6DB|'''Savinjska'''}} </tr> | 11 || {{kortaskýring|#DFDFBF|'''Spodnjeposavska'''}} </tr> | 12 || {{kortaskýring|#B3D9D9|'''Zasavska'''}} |} |} Verið er að undirbúa nýja skiptingu landsins í á bilinu 12-14 svæði. Þó getur hugsast að þessi tólf svæði haldi sér. Eftir á að opinbera tillögur þess efnis. Að því loknu verður málið rætt á þingi. == Landfræði == [[Mynd:Triglav.jpg|thumb|250px|[[Triglav]] er hæsta fjall Slóveníu (2,864 m).]] Sagt er að fjögur svæði mætist í Slóveníu: [[Alpafjöllin]], [[Dinarísku alparnir]], [[Pannónía|Pannóníska sléttan]] og [[Miðjarðarhafið]]. Hæsta fjall Slóveníu heitir [[Triglav]] (2,864 m). Meðalhæð yfir sjávarmáli er 557 m. Slóvenía er þriðja mest skógi vaxna land Evrópu, á eftir [[Finnland]]i og [[Svíþjóð]]. Rúmlega helmingur landsis (11.691 km²) er þakinn [[skógur|skógi]], hluti þeirra er ævaforn, stærst þeirra svæða [[Kočevje]]. Graslendi þekur 5.593 km², 2.471 km² teljast til garða og engja. Loks eru 363 km² undirlagðir [[aldingarður|aldingörðum]] og 216 km² af [[vínekra|vínekrum]]. Strandlengja Slóveníu er 47 km. Loftslagið er [[Miðjarðarhafsloftslag]] við strendurnar, alpaloftslag við fjöllin og [[meginlandsloftslag]] í austurhluta landsins. Meðalhitastig er -2&nbsp;°C í Janúar og 21&nbsp;°C í Júlí. Meðal[[regnfall]] er 1.000 mm við strendurnar en svo 3.500 mm í Ölpunum, 800 mm í suðvestri og 1.400 mm á miðju landi. Fyrstu landfræðilegu svæðisskiptingar Slóveníu voru þróaðar af landfræðingunum [[Anton Melik]] (1935-1936) og [[Svetozar Ilešič]] (1968). Nýrri svæðisskipting sem [[Ivan Gams]] lagði til skiptir Slóveníu upp í eftirfarandi yfirsvæði: * [[Alparnir]] (''visokogorske Alpe'') * Hæðir við rætur Alpanna (''predalpsko hribovje'') * [[Ljúbljanadalurinn]] (''Ljubljanska kotlina'') * Miðjarðarhafsundirlendi Slóveníu (''submediteranska - primorska Slovenija'') * [[Dínarísku Alparnir|Dínaríska]] [[karst]]landslagið í Innri-Slóveníu (''dinarski kras notranje Slovenije'') * Pannóníuundirlendi Slóveníu (''subpanononska Slovenija'') Samkvæmt nýrri landfræðilegum skiptingum skiptist landið í fjögur yfirsvæði. Þau eru Alpasvæðið, Miðjarðarhafssvæðið, Dínaríska svæðið og Pannoníska svæðið. Svæðin eru skilgreind út frá hæð og loftslagi (meginlandsloftslag, alpaloftsslag og miðjarðarhafsloftslag), en ekki eru glögg skil á milli þeirra. Þessum yfirsvæðum er svo skipt í mörg og fjölbreytt undirsvæði. Ríkjandi þáttur í skilgreiningu þeirra er jarðfræðileg samsetning og hæð landsins. == Efnahagur == Slóvenía er hátekjuland ($23,250 árið 2006), með hæstu [[verg landsframleiðsla|vergu landsframleiðslu]] af þem löndum sem nýlega gengu inn í ESB eða um 90% af meðaltali innan Evrópu. [[Verðbólga]] hefur minnkað mikið undanfarið og er nú um meðaltal innan Evrópu. [[Hagvöxtur]] hefur verið mikill síðustu ár (5.2% fyrstu 9 mánuði 2006, 4.0% árið 2005, 4.4% árið 2004, áætlaður 4.8% 2007), eftir að hafa verið aðeins 2.7% 2003 áður en landið gekk inn í ESB. Frá síðustu aldamótum hafa bankar, símafyrirtæki og opinber þjónustufyrirtæki verið einkavædd. Höft á erlenda fjárfestingu hafa verið afnumin og gert er ráð fyrir að áhugi á erlendri fjárfestingu muni aukast næstu ár. == Íbúar == [[File:Population density in Slovenia.png|350px|thumb|Íbúaþéttleiki í Slóveníu eftir [[sveitarfélög Slóveníu|sveitarfélögum]] sem sýnir greinilega þéttbýlustu landsvæðin Ljúbljana og Kranj (miðju), Maribor (norðaustri) og Slóvensku Istríu (suðvestri).]] Íbúar Slóveníu eru um 2 milljónir talsins. Þéttleiki byggðar er 101 íbúar á ferkílómetra sem er með því minnsta sem gerist innan Evrópu (samanborið við til dæmis 402 í Hollandi og 195 á Ítalíu). Tölfræðihéraðið Karníóla-Karst er dreifbýlast en Mið-Slóvenía þéttbýlust. <ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |title=30.9 Gostota naseljenosti 1.7 – Population Density, 1 July |publisher=Stat.si |access-date=25 November 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130826070232/http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |archive-date=26 August 2013 |url-status=dead }}</ref> Slóvenía er á meðal þeirra Evrópulanda þar sem þjóðin eldist hvað örast, sem stafar af lágri fæðingartíðni og auknum lífslíkum.<ref>{{cite news |url=http://www.delo.si/zgodbe/delo2020/demografski-preobrat-tiha-revolucija-med-nami.html |title=Demografski preobrat: tiha revolucija med nami |language=sl |date=20 June 2011 |first=Milena |last=Zupanič |newspaper=Delo.si |publisher=Delo, d. d. |issn=1854-6544}}</ref> Næstum allir íbúar Slóveníu yfir 64 ára aldri eru komnir á eftirlaun, bæði karlar og konur.<ref name="Hoff2011">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=vmAQ_cwR14oC&pg=PA118 |title=Population Ageing in Central and Eastern Europe: Societal and Policy Implications |chapter=Population Ageing in Slovenia and Social Support Networks of Older People |pages=118–119 |editor-first=Andreas |editor-last=Hoff |first1=Valentina |last1=Hlebec |first2=Milivoja |last2=Šircelj |publisher=Ashgate Publishing, Ltd. |date=September 2011 |isbn=978-0-7546-7828-1}}</ref> Hópur vinnandi fólks fer því minnkandi þrátt fyrir aðflutning.<ref>{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=OgBaG-NB9hMC&pg=PA34 |title=Slovenia |chapter=Strong Growth but an Ageing Workforce |page=34 |publisher=OECD Publishing |date=July 2009 |isbn=978-92-64-06894-0}}</ref> Tillaga um að hækka eftirlaunaaldurinn úr því sem nú er (57 ár fyrir konur og 58 ár fyrir karla) var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2011.<ref name="CNBC2012-01-23">{{cite news |url=https://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |title=Countries with Aging Populations |work=CNBC |date=23 January 2012 |first=Rajeshni |last=Naidu-Ghelani |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20130223035533/http://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |archive-date=23 February 2013}}</ref> Töluverður munur er á lífslíkum karla (78,2 ár) og kvenna (84 ár).<ref>{{Cite web|url=http://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|title=Health status – Life expectancy at birth – OECD Data|website=theOECD|access-date=23 September 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190811172303/https://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|archive-date=11 August 2019|url-status=dead}}</ref> [[Fæðingartíðni]] árið 2014 var metin á 1,33 börn á konu, sem er nokkuð undir jafnvægishlutfallinu 2,1.<ref>{{cite web| url = https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovenia/| title = The World Factbook}}</ref> Meirihluti barna (58,6% árið 2016) fæðist utan hjónabands.<ref>{{cite web|url=http://www.stat.si/StatWeb/en/News/Index/6768|title=Births, Slovenia, 2016|website=Stat.si|access-date=3 August 2017}}</ref> Árið 2009 var [[Listi yfir lönd eftir tíðni sjálfsmorða|tíðni sjálfsmorða]] í Slóveníu 22 á 100.000 íbúa á ári, sem er með því mesta sem gerist í Evrópu.<ref name="stat2009suicide">{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |title=World Suicide Prevention Day 2010 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia |date=8 September 2010 |access-date=14 September 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20101113165716/http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |archive-date=13 November 2010 |url-status=dead }}</ref> Frá 2000 til 2010 hafði þessi tíðni samt lækkað um 30%. Töluverður munur er á kynjum og landsvæðum.<ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=4162 |title=World Suicide Prevention Day 2011 |date=8 September 2011 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia}}</ref> == Menning == [[Mynd:Kozolec_Velika_Strmica.jpg|thumb|right|Heyþurrkhjallur í Slóveníu.]] Meðal þekktustu fulltrúa slóvenskrar menningar á heimsvísu eru hljómsveitin [[Laibach]] og heimspekingurinn [[Slavoj Žižek]]. Varðveittar sögulegar byggingar í Slóveníu eru meðal annars 2.500 kirkjur, 1.000 kastalar, rústir og herragarðar, býli og sérstakar byggingar til heyþurrkunar sem nefnast ''kozolci''.<ref>{{Cite book|last1=Planet|first1=Lonely|url=https://books.google.com/books?id=R4RADAAAQBAJ&pg=PT498|title=Lonely Planet Slovenia|last2=Bain|first2=Carolyn|last3=Fallon|first3=Steve|date=1 May 2016|publisher=Lonely Planet|isbn=978-1-76034-148-0|pages=498|language=en}}</ref> Fjórir staðir í Slóveníu eru á [[heimsminjaskrá UNESCO]]. [[Škocjan-hellar]] og [[karst]]landslagið þar í kring eru verndað svæði.<ref>{{Cite web|title=Škocjan Caves mark 30th anniversary of UNESCO listing|url=http://www.sloveniatimes.com/skocjan-caves-mark-30th-anniversary-of-unesco-listing|website=The Slovenia Times|date=26 November 2016|access-date=21 May 2020}}</ref> Gömlu skógarnir í kringum [[Goteniški Snežnik]] og [[Kočevski Rog]] í suðausturhluta landsins eru líka friðaðir. [[Idrija-kvikasilfursnámurnar]] eru á listanum og líka forsögulegu [[stauraþorp]]in í [[Ljúbljanamerski]].<ref>{{cite journal |last1=Budja |first1=Mihael |last2=Mlekuz |first2=Dimitrij |s2cid=140165952 |title=Lake or Floodplain? Mid-Holocene Settlement Patterns and the Landscape Dynamic of the Izica Floodplain (Ljubljana Marsh, Slovenia) |journal=The Holocene |date=2010 |volume=20 |issue=8 |page=1269 |doi=10.1177/0959683610371998|bibcode=2010Holoc..20.1269B }}</ref> Einn mest ljósmyndaði staður landsins eru byggingarnar á [[Bledeyja|Bledeyju]]. Kastalinn er safn og veitingastaður. Í nágrenni [[Postonja]] er [[Predjamakastali]] hálffalinn í helli. Á söfnum í Ljúbljana og annars staðar má sjá einstakar minjar eins og [[Divje Babe-flautan|Divje Babe-flautuna]] og [[hjólið frá Ljúbljanamerski]] sem er talið elsta varðveitta [[hjól]] heims. Í Ljúbljana er að finna arkitektúr frá tímum [[barokk]]sins og [[Art Nouveau]] auk samtímabyggingarlistar. Nýstárlegar gönguleiðir og brýr í Ljúbljana eftir slóvenska arkitektinn [[Jože Plečnik]] eru eitt af því eftirtektarverðasta við borgina. == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * [http://www.slovenia.si/ Slovenia.si Opinber vefgátt] * [http://www.vlada.si/en/ Vefur ríkisstjórnar Slóveníu] * [http://www.sloveniatimes.com Slovenia Times: slóvenskt dagblað á ensku] {{Evrópa}} {{Evrópusambandið}} {{Evrópuráðið}} {{Efnahags- og framfarastofnunin}} [[Flokkur:Slóvenía| ]] blv9420py71dkr18qzc8m4o1amwriux 1765504 1765503 2022-08-20T19:02:00Z Akigka 183 /* Landfræði */ wikitext text/x-wiki {{Land | nafn = Lýðveldið Slóvenía | nafn_á_frummáli = Republika Slovenija | nafn_í_eignarfalli = Slóveníu | fáni = Flag of Slovenia.svg | skjaldarmerki = Coat of Arms of Slovenia.svg | staðsetningarkort = EU-Slovenia.svg | tungumál = [[slóvenska]] | höfuðborg = [[Ljúbljana]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Slóveníu|Forseti]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga1 = [[Borut Pahor]] | nafn_leiðtoga2 = [[Robert Golob]] | ESBaðild = 1. maí 2004 | stærðarsæti = 151 | flatarmál = 20.271 | hlutfall_vatns = 0,7 | mannfjöldaár = 2021 | mannfjöldasæti = 147 | fólksfjöldi = 2.108.977 | íbúar_á_ferkílómetra = 266,8 | staða = [[Sjálfstæði]] | staða_athugasemd = frá [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] | atburður1 = Yfirlýst | dagsetning1 = [[25. júní]] [[1991]] | VLF_ár = 2020 | VLF = 83 | VLF_sæti = 93 | VLF_á_mann = 40.343 | VLF_á_mann_sæti = 35 | VÞL = {{hækkun}} 0.917 | VÞL_sæti = 22 | VÞL_ár = 2019 | gjaldmiðill = [[Evra]] | tímabelti = [[UTC]]+1 | þjóðsöngur = [[Zdravljica]] | tld = si | símakóði = +386 }} '''Slóvenía''' ([[slóvenska]]: ''Slovenija''), formlega '''Lýðveldið Slóvenía''' (''Republika Slovenija''), er land í sunnanverðri [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]<ref name="cultures">{{cite book |url= http://zgs.zrc-sazu.si/Portals/8/Slo_Geo_Over/23.pdf |title= Gateway to Western, Central, and Southeastern Europe |first= Andrej |last= Černe |page= 127 |series= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X}}</ref>, við rætur [[Alparnir|Alpafjalla]]. Slóvenía á landamæri að [[Ítalía|Ítalíu]] í vestri, [[Austurríki]] í norðri, [[Ungverjaland]]i í norðaustri og [[Króatía|Króatíu]] í suðri. Landið á einnig strönd að [[Adríahaf]]i í suðvestri.<ref name="Encyclopedia Britannica 2021">{{cite web | title=Slovenia – History, Geography, & People | website=Encyclopedia Britannica | date=5 June 2021 | url=https://www.britannica.com/place/Slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Slóvenía er að mestu fjalllent og skógi vaxið.<ref name="perko2008">{{cite journal |url= http://www.theslovenian.com/articles/2008/perko.pdf |title= Slovenia at the Junction of Major European Geographical Units |first= Drago |last= Perko |year= 2008 |newspaper= The Slovenian |publisher= Vse Slovenski Kulturni Odbor [The All Slovenian Cultural Committee] |place= Toronto}}</ref> Það er 2.017 ferkílómetrar að stærð með rúmlega 2 milljónir íbúa.<ref name="InfoPlease 2017">{{cite web | title=Slovenia | website=InfoPlease | date=3 February 2017 | url=https://www.infoplease.com/world/countries/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> [[Slóvenar]] eru yfir 80% íbúa landsins.<ref>{{Cite web|url=https://eacea.ec.europa.eu/national-policies/eurydice/content/population-demographic-situation-languages-and-religions-77_en|title = Population: Demographic situation, languages and religions|date = 10 October 2017}}</ref> Opinbert tungumál landsins er [[slóvenska]], sem er [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskt mál]].<ref name="Encyclopedia Britannica">{{cite web | title=Slovene language | website=Encyclopedia Britannica | url=https://www.britannica.com/topic/Slovene-language | access-date=16 June 2021}}</ref> Ríkjandi loftslag í Slóveníu er [[meginlandsloftslag]],<ref name="Fallon2007">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=Pb_eXmEyPvwC&pg=PA40 |title= Slovenia |chapter= Environment |first= Steve |last= Fallon |publisher= Lonely Planet |year= 2007 |edition= 5 |isbn= 978-1-74104-480-5 |page= 40}}</ref> fyrir utan [[Littoral (Slóveníu)|Littoral]]-héraðið og [[Júlísku Alparnir|Júlísku Alpana]]. [[Miðjarðarhafsloftslag]] nær að norðurendum [[Dínarísku Alparnir|Dínarísku Alpanna]] sem liggja í norðvestur-suðaustur eftir landinu. Í Júlísku Ölpunum í norðaustri er [[Alpaloftslag]] ríkjandi.<ref>{{cite book |chapter-url= http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |first= Darko |last= Ogrin |chapter= Modern Climate Change in Slovenia |page= 45 |title= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X |url-status=dead |archive-url= https://web.archive.org/web/20130717233733/http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |archive-date= 17 July 2013 |df= dmy-all }}</ref> Við [[Pannóníusléttan|Pannóníusléttuna]] í norðaustri er meginlandsloftslagið meira áberandi. Höfuðborgin og stærsta borg Slóveníu er [[Ljúbljana]]. Hún er staðsett nærri miðju landsins.<ref name="Mestna občina Ljubljana 2017">{{cite web | title=About Ljubljana | website=Mestna občina Ljubljana | date=3 July 2017 | url=https://www.ljubljana.si/en/about-ljubljana/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Sögulega hefur Slóvenía verið á mörkum [[slavnesk mál|slavnesku]], [[germönsk mál|germönsku]] og [[rómönsk mál|rómönsku]] málsvæðanna.<ref name="cultures"/> Landið var hluti af mörgum ólíkum ríkjum: [[Rómaveldi]], [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]], [[Karlungaveldið|Karlungaveldinu]], [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkinu]], [[Konungsríkið Ungverjaland|Konungsríkinu Ungverjalandi]], [[Lýðveldið Feneyjar|Lýðveldinu Feneyjum]], [[Illyrísku héruðin|Illyrísku héruðum]] í [[Fyrsta franska keisaradæmið|Fyrsta franska keisaradæminu]], [[Austurríska keisaradæmið|Austurríska keisaradæminu]] og loks [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurríki-Ungverjalandi]] til [[1918]].<ref name="Encyclopedia Britannica 2021"/> Í október 1918 tóku Slóvenar þátt í að stofna [[Konungsdæmi Serba, Króata og Slóvena]]<ref name="Trgovčević 2016">{{cite web | last=Trgovčević | first=Ljubinka | title=Yugoslavia | website=International Encyclopedia of the First World War (WW1) | date=18 July 2016 | url=https://encyclopedia.1914-1918-online.net/article/yugoslavia | access-date=18 June 2021}}</ref> og í desember 1918 varð landið ásamt [[Konungsríkið Serbía|Konungsríkinu Serbíu]], hluti af [[Konungsríkið Júgóslavía|Konungsríkinu Júgóslavíu]].<ref name="I feel Slovenia 2020">{{cite web | title=History and culture | website=I feel Slovenia | date=4 March 2020 | url=https://www.slovenia.info/en/plan-your-trip/facts-about-slovenia/history-and-culture | access-date=16 June 2021}}</ref> Í [[síðari heimsstyrjöld]] hernámu [[Þriðja ríkið]], [[Ítalía]] og [[Ungverjaland]] Slóveníu, en lítið landsvæði fór til [[Króatía|Króatíu]] sem nasistar höfðu gert að [[leppríki]].<ref name="sečen2005">{{cite news |url= http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |title= Mejo so zavarovali z žico in postavili mine |language=sl |trans-title= They Protected the Border with Wire and Set up Mines |newspaper= Dnevnik.si |first= Ernest |last= Sečen |date= 16 April 2005 |access-date= 13 April 2012 |archive-url= https://web.archive.org/web/20150321045008/http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |archive-date= 21 March 2015 |url-status= dead }}</ref> Árið 1945 varð landið hluti af [[Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Eftir stríð varð Júgóslavía fyrst hluti af [[Austurblokkin]]ni, en [[ágreiningur Títós og Stalíns]] 1948 varð til þess að landið stóð utan við [[Varsjárbandalagið]] og árið 1961 varð það einn af stofnendum [[Bandalag hlutlausra ríkja|Bandalags hlutlausra ríkja]].<ref>{{cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/event/alignment-to-non-alignment-yugoslavia-discovers-the-third-world|title=From Alignment to Non-Alignment: Yugoslavia Discovers the Third World|work=Wilson Center|date=5 June 2019|access-date=9 April 2021}}</ref> Í júní 1991 varð Slóvenía fyrst aðildarríkja Júgóslavíu til að [[tíu daga stríðið|kljúfa sig frá sambandsríkinu]] og lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.<ref name="Škrk1999">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=AhwHHtwbhioC&pg=PA5 |title= Succession of States |editor-first= Mojmir |editor-last= Mrak |chapter= Recognition of States and Its (Non-)Implication on State Succession: The Case of Successor States to the Former Yugoslavia |page= 5 |first= Mirjam |last= Škrk |publisher= Martinus Nijhoff Publishers |year= 1999|isbn= 9789041111456 }}</ref> Slóvenía er [[þróað land]] og [[hátekjuland]] sem situr hátt á [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]].<ref name="The Heritage Foundation 2021">{{cite web | title=Slovenia Economy: Population, GDP, Inflation, Business, Trade, FDI, Corruption | website=The Heritage Foundation | date=24 January 2021 | url=https://www.heritage.org/index/country/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Samkvæmt [[Gini-vísitalan|Gini-vísitölunni]] er [[tekjujöfnuður]] þar með því mesta sem gerist í heiminum.<ref>{{Cite web|title=Gini index (World Bank estimate) {{!}} Data|url=https://data.worldbank.org/indicator/SI.POV.GINI?end=2019&most_recent_value_desc=false&start=2019&view=bar|access-date=21 July 2021|website=data.worldbank.org}}</ref> Slóvenía á aðild að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] (frá [[1. maí]] [[2004]]), [[evrusvæðið|Evrusvæðinu]] og [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[OECD]], [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] og [[NATO]].<ref name="Portal GOV.SI">{{cite web | title=International organisations and international law | website=Portal GOV.SI | url=https://www.gov.si/en/policies/foreign-affairs/international-organisations-and-international-law/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Landið hefur áheyrnarstöðu í [[La Francophonie]]. == Heiti == Slóvenía merkir „land [[Slóvenar|Slóvena]]“ á [[slóvenska|slóvensku]] og öðrum [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskum málum]]. Nafnið er skylt heitunum [[Slavónía]], [[Slóvakía]] og [[Slavar]]. Uppruni orðsins Slavar er óviss, en er oftast rakinn til orðsins ''slovo'' „orð“, í merkingunni „fólk sem talar sama mál“. Heiti ríkisins Slóveníu kom upprunalega frá [[Þjóðfrelsisnefnd Slóvena]] 19. febrúar 1944. Nefndin kallaði ríkið „Sambandsríkið Slóveníu“ (''Federalna Slovenija''), sem var eitt fylki innan sambandsríkisins [[Júgóslavia|Júgóslavíu]]. Þann 20. febrúar var ríkið nefnt „Alþýðulýðveldið Slóvenía“ (''Ljudska republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/? |title=Mesto kot upravnoteritorialna enota 1945–1955 |language=sl, en |trans-title=A Town as an Administrative–Territorial Unit |first=Janez |last=Kopač |year=2007 |volume=30 |issue=2 |publisher=Arhivsko društvo Slovenije |id={{COBISS|ID=914293}} |page=83 |journal=Arhivi |issn=0351-2835 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180831002448/http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/ |archive-date=31 August 2018 |url-status=dead }}</ref> Það nafn stóð til 9. apríl 1963 þegar því var breytt í „Sósíalíska lýðveldið Slóvenía“ (''Socialistična republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |title=Ustava Socialistične republike Slovenije z dne 9. aprila 1963 |language=sl |trans-title=The Constitution of the Socialist Republic of Slovenia from 9 April 1963 |first=Janez |last=Kopač |journal=Arhivi |year=2001 |volume=XXIV |issue=1 |page=1 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160303232837/http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |archive-date=3 March 2016 |url-status=dead }}</ref> Þann 8. mars 1990 var „sósíalíska“ tekið burt úr nafni ríkisins sem þá hét „Lýðveldið Slóvenía“. Lýðveldið var hluti af Sósíalíska sambandslýðveldinu Júgóslavíu til 25. júní 1991. == Saga == [[Slavar|Slavneskir]] forfeður nútíma Slóvena settust að á þessu svæði á [[6. öld]]. Slavneska hertogadæmið [[Karantanía]] var stofnað á [[7. öld]]. Árið 745 glataði Karantanía sjálfstæði sínu og var að mestu innlimuð inn í [[Frankneska keisaradæmið]]. Margir Slavar tóku þá upp [[kristni|kristna trú]]. [[Freising-handritin]], elstu varðveittu slóvensku skjölin og fyrstu skjölin á slóvensku sem rituð voru í [[latneskt letur|latnesku letri]] voru rituð um árið 1000. Á [[14. öld]] urðu flest héröð Slóveníu að eign [[Habsborgarar|Habsborg]]arættarinnar, sem síðar varð að [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurrísk-Ungverska keisaradæminu]]. Slóvenar bjuggu þá í flestum héröðum [[Carniola]], [[Gorizia]] og [[Gradisca]], og hlutum héraðanna [[Istria]], [[Carintia]] og [[Styria]]. Árið [[1848]] varð til sterk hreyfing innan [[Austurríki]]s sem barðist fyrir sameinuðu Slóvensku konungsveldi (''Zedinjena Slovenija'') undir stjórn keisaradæmisins, jöfnum rétti [[slóvenska|slóvenska málsins]] á opinberum vettvangi, og var andvíg sameiningu [[Habsborgaraveldið|Habsborgaraveldisins]] við [[þýska ríkjasambandið]]. Hreyfingunni tókst ekki áætlunarverk sitt, en þetta voru baráttumál Slóvena fram að [[fyrri heimsstyrjöld]]. Fall Austurrísk-Ungverska keisaradæmisins árið 1918 varð til þess að Slóvenar stofnuðu ríki Slóvena, Króata og Serba, sem varð síðar að [[Konungsveldi Serba, Króata og Slóvena]]. Það var svo endurnefnt aftur árið 1929 sem [[Konungsveldið Júgóslavía]]. Eftir að [[Júgóslavía]] var endurstofnuð eftir [[síðari heimsstyrjöld]] varð Slóvenía hluti af henni. Slóvenía og Króatía voru fyrstu sambandsríki Júgóslavíu til að lýsa yfir sjálfstæði þann [[25. júní]] [[1991]], [[Tíu daga stríðið]] fylgdi í kjölfarið þangað til samið var um vopnahlé og júgóslavneski herinn var dreginn til baka. Landið slapp því við þau stríðsátök sem léku aðra hluta Júgóslavíu grátt á tíunda áratugnum. Slóvenía gekk í [[NATO|Atlantshafsbandalagið]] þann [[29. mars]] [[2004]] og svo [[Evrópusambandið]] þann [[1. maí]] [[2004]]. == Stjórnmál == [[Mynd:Presidential_Palace._Ljubljana.jpg|thumb|right|Forsetahöllin og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Ljúbljana.]] Slóvenía er [[fjölflokkakerfi|fjölflokka]] [[þingræði]]. [[Þjóðhöfðingi]] Slóveníu er [[forseti Slóveníu|forseti landsins]] sem er kjörinn í lýðræðislegum kosningum á fimm ára fresti og gegnir mikilvægu hlutverki sem sameiningartákn.<ref name="Furtlehner">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=uQafEg3TQJUC&pg=PA126 |title=Compliance in the Enlarged European Union: Living Rights Or Dead Letters? |editor1-first=Gerda |editor1-last=Falkner |editor2-first=Oliver |editor2-last=Treib |editor3-first=Elizabeth |editor3-last=Holzleithner |publisher=Ashgate Publishing, Ltd |year=2008 |isbn=978-0-7546-7509-9 |pages=126–127 |chapter=Slovenia |first=Petra |last=Furtlehner}}</ref> Forsetinn er jafnframt æðsti maður [[Slóveníuher|hers Slóveníu]].<ref>{{cite encyclopedia |url=https://books.google.com/books?id=M3A-xgf1yM4C&pg=PA832 |encyclopedia=Encyclopedia of World Constitutions |editor-first=Gerhard |editor-last=Robbers |article=Slovenia |first=Lovro |last=Šturm |title=The President of the Republic |year=2006 |publisher=Infobase Publishing |isbn=978-0-8160-6078-8 |page=832}}</ref> [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] fer fyrir framkvæmdarvaldinu ásamt stjórnarráði ráðherra, sem kjörnir eru af þinginu.<ref name="Borak2004">{{cite book |chapter-url=https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak |chapter-url-access=registration |title=Slovenia: From Yugoslavia to the European Union |publisher=World Bank Publications |editor1-first=Mojmir |editor1-last=Mrak |editor2-first=Matija |editor2-last=Rojec |editor3-first=Carlos |editor3-last=Silva-Jáuregui |year=2004 |series=World Bank Publications |isbn=978-0-8213-5718-7 |chapter=Institutional Setting for the New Independent State |first1=Neven |last1=Borak |first2=Bistra |last2=Borak |page=[https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak/page/58 58]}}</ref> Slóvenska þingið er [[tvískipt þing|tvískipt]]. Það samanstendur af þjóðþinginu (''Državni zbor'') og þjóðarráðinu (''Državni svet''). Þjóðþingið samanstendur af 90 sætum. 88 sæti eru skipuð fulltrúum sem eru kjörnir með [[hlutfallskosning]]u. Tvö sæti eru frátekin fyrir innfæddu ungversku og ítölsku minnihlutahópana.<ref name="Prunk2007">{{cite book |url=https://books.google.com/books?id=dzAWAQAAMAAJ |title=Facts about Slovenia |first1=Janko |last1=Prunk |first2=Jernej |last2=Pikalo |first3=Marko |last3=Milosavljevič |year=2007 |publisher=Government Communication Office, Government of the Republic of Slovenia |isbn=978-961-6435-45-1 |page=23}}</ref> Þjóðarráðið hefur 40 sæti, sem samanstendur af fulltrúum hagsmunahópa á sviði velferðar, hagkerfis, fagmanna og sérhópa. Þingkosningar eru á fjögurra ára fresti, en þjóðarráðskosningar eru haldnar með óbeinum hætti á fimm ára fresti. === Stjórnsýslueiningar === Einu formlegu stjórnsýslueiningar landsins eru sveitarfélögin (''občine'') sem eru 212 talsins. Fyrir hverju sveitarfélagi fer sveitarstjóri (''župan'') sem er kosinn til fjögurra ára í senn, og sveitarstjórnir (''občinski svet''). Í flestum sveitarfélögum er bæjarráðið kosið með hlutfallskosningu, en í nokkrum minni sveitarfélögum er notast við [[meirihlutakosning]]u. Sveitarstjórinn skipar formann bæjarráðs.<ref name="www2.gov.si">{{cite web|url=http://www2.gov.si/zak/Zak_vel.nsf/0/660b7ab7cbd45736c125662d0037c142?OpenDocument |title=Sprejet zakon |publisher=.gov.si |date=13 July 2000 |access-date=2 June 2012}}</ref> [[Celje]], [[Koper]], [[Kranj]], [[Ljubljana]], [[Maribor]], [[Murska Sobota]], [[Nova Gorica]], [[Novo Mesto]], [[Ptuj]], [[Slovenj Gradec]] og [[Velenje]] teljast til bæjarfélaga (þéttbýlis). ==== Söguleg skipting ==== [[Mynd:Slo regions marked3.jpg|thumb|right|250px|Slóvenía er skipt, samkvæmt hefð, í átta svæði.]] Eins og gefið er upp í ''Enciklopedija Slovenije'' (Alfræðirit Slóveníu) eru hefðbundin landsvæði Slóveníu byggð á gamalli skiptingu Slóveníu í fjögur krúnulönd Habsborgara (Carniola, Carinthia, Styria og Littoral), og svæði þeirra eru: * [[Efri-Carniola]] (''Gorenjska'') (Merkt á kortinu sem U.C.) * [[Styria]] (''Štajerska'') (S) * [[Transmuraland]] (''Prekmurje'') (T) * [[Carinthia]] (''Koroška'') (C) * [[Innri-Carniola]] (''Notranjska'') (I.C.) * [[Neðri-Carniola]] (''Dolenjska'') (L.C.) * [[Goriška]] (G) * [[Slóvenska Istría]] (''Slovenska Istra'') (L) Síðustu tvö svæðin eru yfirleitt talin saman sem strandsvæðið (''Littoral'' eða ''Primorska''). Hvíta-Carniola (''Bela krajina''), sem er hluti Neðri-Carniolu, er yfirleitt talið sem hluti sérstaks svæðis. ==== Tölfræðileg skipting ==== [[Mynd:Slovenia Regions.png|thumb|right|400px|Slóveníu skipt í tólf svæði .]] Slóveníu er, frá og með [[maí]] [[2005]] skipt í tólf svæði vegna lagalegra og tölfræðilegra álitaefna. {| style="background:transparent;" |- valign="top" | <!--column 1--> {| style="background:transparent;" | 1 || {{kortaskýring|#C4FFC4|'''Gorenjska'''}} </tr> | 2 || {{kortaskýring|#B9B9FF|'''Goriška'''}} </tr> | 3 || {{kortaskýring|#FFC5C5|'''Jugovzhodna Slovenija'''}} </tr> | 4 || {{kortaskýring|#FFC8FF|'''Koroška'''}} </tr> | 5 || {{kortaskýring|#FFFFC9|'''Notranjsko-kraška'''}} </tr> | 6 || {{kortaskýring|#BDFFFF|'''[[Obalno-kraška]]'''}} </tr> |} | <!--column 2--> {| style="background:transparent;" |align="right"| 7 || {{kortaskýring|#D1A4A4|'''Osrednjeslovenska'''}} </tr> |align="right"| 8 || {{kortaskýring|#AED6AE|'''Podravska'''}} </tr> |align="right"| 9 || {{kortaskýring|#C5C5E2|'''Pomurska'''}} </tr> | 10 || {{kortaskýring|#DBB6DB|'''Savinjska'''}} </tr> | 11 || {{kortaskýring|#DFDFBF|'''Spodnjeposavska'''}} </tr> | 12 || {{kortaskýring|#B3D9D9|'''Zasavska'''}} |} |} Verið er að undirbúa nýja skiptingu landsins í á bilinu 12-14 svæði. Þó getur hugsast að þessi tólf svæði haldi sér. Eftir á að opinbera tillögur þess efnis. Að því loknu verður málið rætt á þingi. == Landfræði == [[Mynd:Triglav.jpg|thumb|250px|[[Triglav]] er hæsta fjall Slóveníu (2.864 m).]] Sagt er að fjögur svæði mætist í Slóveníu: [[Alpafjöllin]], [[Dinarísku alparnir]], [[Pannónía|Pannóníska sléttan]] og [[Miðjarðarhafið]]. Hæsta fjall Slóveníu heitir [[Triglav]] (2,864 m). Meðalhæð yfir sjávarmáli er 557 m. Slóvenía er þriðja mest skógi vaxna land Evrópu, á eftir [[Finnland]]i og [[Svíþjóð]]. Rúmlega helmingur landsis (11.691 km²) er þakinn [[skógur|skógi]], hluti þeirra er ævaforn, stærst þeirra svæða [[Kočevje]]. Graslendi þekur 5.593 km², 2.471 km² teljast til garða og engja. Loks eru 363 km² undirlagðir [[aldingarður|aldingörðum]] og 216 km² af [[vínekra|vínekrum]]. Strandlengja Slóveníu er 47 km. Loftslagið er [[Miðjarðarhafsloftslag]] við strendurnar, alpaloftslag við fjöllin og [[meginlandsloftslag]] í austurhluta landsins. Meðalhitastig er -2&nbsp;°C í Janúar og 21&nbsp;°C í Júlí. Meðal[[regnfall]] er 1.000 mm við strendurnar en svo 3.500 mm í Ölpunum, 800 mm í suðvestri og 1.400 mm á miðju landi. Fyrstu landfræðilegu svæðisskiptingar Slóveníu voru þróaðar af landfræðingunum [[Anton Melik]] (1935-1936) og [[Svetozar Ilešič]] (1968). Nýrri svæðisskipting sem [[Ivan Gams]] lagði til skiptir Slóveníu upp í eftirfarandi yfirsvæði: * [[Alparnir]] (''visokogorske Alpe'') * Hæðir við rætur Alpanna (''predalpsko hribovje'') * [[Ljúbljanadalurinn]] (''Ljubljanska kotlina'') * Miðjarðarhafsundirlendi Slóveníu (''submediteranska - primorska Slovenija'') * [[Dínarísku Alparnir|Dínaríska]] [[karst]]landslagið í Innri-Slóveníu (''dinarski kras notranje Slovenije'') * Pannóníuundirlendi Slóveníu (''subpanononska Slovenija'') Samkvæmt nýrri landfræðilegum skiptingum skiptist landið í fjögur yfirsvæði. Þau eru Alpasvæðið, Miðjarðarhafssvæðið, Dínaríska svæðið og Pannoníska svæðið. Svæðin eru skilgreind út frá hæð og loftslagi (meginlandsloftslag, alpaloftsslag og miðjarðarhafsloftslag), en ekki eru glögg skil á milli þeirra. Þessum yfirsvæðum er svo skipt í mörg og fjölbreytt undirsvæði. Ríkjandi þáttur í skilgreiningu þeirra er jarðfræðileg samsetning og hæð landsins. == Efnahagur == Slóvenía er hátekjuland ($23,250 árið 2006), með hæstu [[verg landsframleiðsla|vergu landsframleiðslu]] af þem löndum sem nýlega gengu inn í ESB eða um 90% af meðaltali innan Evrópu. [[Verðbólga]] hefur minnkað mikið undanfarið og er nú um meðaltal innan Evrópu. [[Hagvöxtur]] hefur verið mikill síðustu ár (5.2% fyrstu 9 mánuði 2006, 4.0% árið 2005, 4.4% árið 2004, áætlaður 4.8% 2007), eftir að hafa verið aðeins 2.7% 2003 áður en landið gekk inn í ESB. Frá síðustu aldamótum hafa bankar, símafyrirtæki og opinber þjónustufyrirtæki verið einkavædd. Höft á erlenda fjárfestingu hafa verið afnumin og gert er ráð fyrir að áhugi á erlendri fjárfestingu muni aukast næstu ár. == Íbúar == [[File:Population density in Slovenia.png|350px|thumb|Íbúaþéttleiki í Slóveníu eftir [[sveitarfélög Slóveníu|sveitarfélögum]] sem sýnir greinilega þéttbýlustu landsvæðin Ljúbljana og Kranj (miðju), Maribor (norðaustri) og Slóvensku Istríu (suðvestri).]] Íbúar Slóveníu eru um 2 milljónir talsins. Þéttleiki byggðar er 101 íbúar á ferkílómetra sem er með því minnsta sem gerist innan Evrópu (samanborið við til dæmis 402 í Hollandi og 195 á Ítalíu). Tölfræðihéraðið Karníóla-Karst er dreifbýlast en Mið-Slóvenía þéttbýlust. <ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |title=30.9 Gostota naseljenosti 1.7 – Population Density, 1 July |publisher=Stat.si |access-date=25 November 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130826070232/http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |archive-date=26 August 2013 |url-status=dead }}</ref> Slóvenía er á meðal þeirra Evrópulanda þar sem þjóðin eldist hvað örast, sem stafar af lágri fæðingartíðni og auknum lífslíkum.<ref>{{cite news |url=http://www.delo.si/zgodbe/delo2020/demografski-preobrat-tiha-revolucija-med-nami.html |title=Demografski preobrat: tiha revolucija med nami |language=sl |date=20 June 2011 |first=Milena |last=Zupanič |newspaper=Delo.si |publisher=Delo, d. d. |issn=1854-6544}}</ref> Næstum allir íbúar Slóveníu yfir 64 ára aldri eru komnir á eftirlaun, bæði karlar og konur.<ref name="Hoff2011">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=vmAQ_cwR14oC&pg=PA118 |title=Population Ageing in Central and Eastern Europe: Societal and Policy Implications |chapter=Population Ageing in Slovenia and Social Support Networks of Older People |pages=118–119 |editor-first=Andreas |editor-last=Hoff |first1=Valentina |last1=Hlebec |first2=Milivoja |last2=Šircelj |publisher=Ashgate Publishing, Ltd. |date=September 2011 |isbn=978-0-7546-7828-1}}</ref> Hópur vinnandi fólks fer því minnkandi þrátt fyrir aðflutning.<ref>{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=OgBaG-NB9hMC&pg=PA34 |title=Slovenia |chapter=Strong Growth but an Ageing Workforce |page=34 |publisher=OECD Publishing |date=July 2009 |isbn=978-92-64-06894-0}}</ref> Tillaga um að hækka eftirlaunaaldurinn úr því sem nú er (57 ár fyrir konur og 58 ár fyrir karla) var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2011.<ref name="CNBC2012-01-23">{{cite news |url=https://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |title=Countries with Aging Populations |work=CNBC |date=23 January 2012 |first=Rajeshni |last=Naidu-Ghelani |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20130223035533/http://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |archive-date=23 February 2013}}</ref> Töluverður munur er á lífslíkum karla (78,2 ár) og kvenna (84 ár).<ref>{{Cite web|url=http://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|title=Health status – Life expectancy at birth – OECD Data|website=theOECD|access-date=23 September 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190811172303/https://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|archive-date=11 August 2019|url-status=dead}}</ref> [[Fæðingartíðni]] árið 2014 var metin á 1,33 börn á konu, sem er nokkuð undir jafnvægishlutfallinu 2,1.<ref>{{cite web| url = https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovenia/| title = The World Factbook}}</ref> Meirihluti barna (58,6% árið 2016) fæðist utan hjónabands.<ref>{{cite web|url=http://www.stat.si/StatWeb/en/News/Index/6768|title=Births, Slovenia, 2016|website=Stat.si|access-date=3 August 2017}}</ref> Árið 2009 var [[Listi yfir lönd eftir tíðni sjálfsmorða|tíðni sjálfsmorða]] í Slóveníu 22 á 100.000 íbúa á ári, sem er með því mesta sem gerist í Evrópu.<ref name="stat2009suicide">{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |title=World Suicide Prevention Day 2010 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia |date=8 September 2010 |access-date=14 September 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20101113165716/http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |archive-date=13 November 2010 |url-status=dead }}</ref> Frá 2000 til 2010 hafði þessi tíðni samt lækkað um 30%. Töluverður munur er á kynjum og landsvæðum.<ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=4162 |title=World Suicide Prevention Day 2011 |date=8 September 2011 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia}}</ref> == Menning == [[Mynd:Kozolec_Velika_Strmica.jpg|thumb|right|Heyþurrkhjallur í Slóveníu.]] Meðal þekktustu fulltrúa slóvenskrar menningar á heimsvísu eru hljómsveitin [[Laibach]] og heimspekingurinn [[Slavoj Žižek]]. Varðveittar sögulegar byggingar í Slóveníu eru meðal annars 2.500 kirkjur, 1.000 kastalar, rústir og herragarðar, býli og sérstakar byggingar til heyþurrkunar sem nefnast ''kozolci''.<ref>{{Cite book|last1=Planet|first1=Lonely|url=https://books.google.com/books?id=R4RADAAAQBAJ&pg=PT498|title=Lonely Planet Slovenia|last2=Bain|first2=Carolyn|last3=Fallon|first3=Steve|date=1 May 2016|publisher=Lonely Planet|isbn=978-1-76034-148-0|pages=498|language=en}}</ref> Fjórir staðir í Slóveníu eru á [[heimsminjaskrá UNESCO]]. [[Škocjan-hellar]] og [[karst]]landslagið þar í kring eru verndað svæði.<ref>{{Cite web|title=Škocjan Caves mark 30th anniversary of UNESCO listing|url=http://www.sloveniatimes.com/skocjan-caves-mark-30th-anniversary-of-unesco-listing|website=The Slovenia Times|date=26 November 2016|access-date=21 May 2020}}</ref> Gömlu skógarnir í kringum [[Goteniški Snežnik]] og [[Kočevski Rog]] í suðausturhluta landsins eru líka friðaðir. [[Idrija-kvikasilfursnámurnar]] eru á listanum og líka forsögulegu [[stauraþorp]]in í [[Ljúbljanamerski]].<ref>{{cite journal |last1=Budja |first1=Mihael |last2=Mlekuz |first2=Dimitrij |s2cid=140165952 |title=Lake or Floodplain? Mid-Holocene Settlement Patterns and the Landscape Dynamic of the Izica Floodplain (Ljubljana Marsh, Slovenia) |journal=The Holocene |date=2010 |volume=20 |issue=8 |page=1269 |doi=10.1177/0959683610371998|bibcode=2010Holoc..20.1269B }}</ref> Einn mest ljósmyndaði staður landsins eru byggingarnar á [[Bledeyja|Bledeyju]]. Kastalinn er safn og veitingastaður. Í nágrenni [[Postonja]] er [[Predjamakastali]] hálffalinn í helli. Á söfnum í Ljúbljana og annars staðar má sjá einstakar minjar eins og [[Divje Babe-flautan|Divje Babe-flautuna]] og [[hjólið frá Ljúbljanamerski]] sem er talið elsta varðveitta [[hjól]] heims. Í Ljúbljana er að finna arkitektúr frá tímum [[barokk]]sins og [[Art Nouveau]] auk samtímabyggingarlistar. Nýstárlegar gönguleiðir og brýr í Ljúbljana eftir slóvenska arkitektinn [[Jože Plečnik]] eru eitt af því eftirtektarverðasta við borgina. == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * [http://www.slovenia.si/ Slovenia.si Opinber vefgátt] * [http://www.vlada.si/en/ Vefur ríkisstjórnar Slóveníu] * [http://www.sloveniatimes.com Slovenia Times: slóvenskt dagblað á ensku] {{Evrópa}} {{Evrópusambandið}} {{Evrópuráðið}} {{Efnahags- og framfarastofnunin}} [[Flokkur:Slóvenía| ]] 988fugp21ilrgkpir9gewnwqe1lbcdz 1765505 1765504 2022-08-20T19:03:01Z Akigka 183 /* Landfræði */ wikitext text/x-wiki {{Land | nafn = Lýðveldið Slóvenía | nafn_á_frummáli = Republika Slovenija | nafn_í_eignarfalli = Slóveníu | fáni = Flag of Slovenia.svg | skjaldarmerki = Coat of Arms of Slovenia.svg | staðsetningarkort = EU-Slovenia.svg | tungumál = [[slóvenska]] | höfuðborg = [[Ljúbljana]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Slóveníu|Forseti]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga1 = [[Borut Pahor]] | nafn_leiðtoga2 = [[Robert Golob]] | ESBaðild = 1. maí 2004 | stærðarsæti = 151 | flatarmál = 20.271 | hlutfall_vatns = 0,7 | mannfjöldaár = 2021 | mannfjöldasæti = 147 | fólksfjöldi = 2.108.977 | íbúar_á_ferkílómetra = 266,8 | staða = [[Sjálfstæði]] | staða_athugasemd = frá [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] | atburður1 = Yfirlýst | dagsetning1 = [[25. júní]] [[1991]] | VLF_ár = 2020 | VLF = 83 | VLF_sæti = 93 | VLF_á_mann = 40.343 | VLF_á_mann_sæti = 35 | VÞL = {{hækkun}} 0.917 | VÞL_sæti = 22 | VÞL_ár = 2019 | gjaldmiðill = [[Evra]] | tímabelti = [[UTC]]+1 | þjóðsöngur = [[Zdravljica]] | tld = si | símakóði = +386 }} '''Slóvenía''' ([[slóvenska]]: ''Slovenija''), formlega '''Lýðveldið Slóvenía''' (''Republika Slovenija''), er land í sunnanverðri [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]<ref name="cultures">{{cite book |url= http://zgs.zrc-sazu.si/Portals/8/Slo_Geo_Over/23.pdf |title= Gateway to Western, Central, and Southeastern Europe |first= Andrej |last= Černe |page= 127 |series= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X}}</ref>, við rætur [[Alparnir|Alpafjalla]]. Slóvenía á landamæri að [[Ítalía|Ítalíu]] í vestri, [[Austurríki]] í norðri, [[Ungverjaland]]i í norðaustri og [[Króatía|Króatíu]] í suðri. Landið á einnig strönd að [[Adríahaf]]i í suðvestri.<ref name="Encyclopedia Britannica 2021">{{cite web | title=Slovenia – History, Geography, & People | website=Encyclopedia Britannica | date=5 June 2021 | url=https://www.britannica.com/place/Slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Slóvenía er að mestu fjalllent og skógi vaxið.<ref name="perko2008">{{cite journal |url= http://www.theslovenian.com/articles/2008/perko.pdf |title= Slovenia at the Junction of Major European Geographical Units |first= Drago |last= Perko |year= 2008 |newspaper= The Slovenian |publisher= Vse Slovenski Kulturni Odbor [The All Slovenian Cultural Committee] |place= Toronto}}</ref> Það er 2.017 ferkílómetrar að stærð með rúmlega 2 milljónir íbúa.<ref name="InfoPlease 2017">{{cite web | title=Slovenia | website=InfoPlease | date=3 February 2017 | url=https://www.infoplease.com/world/countries/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> [[Slóvenar]] eru yfir 80% íbúa landsins.<ref>{{Cite web|url=https://eacea.ec.europa.eu/national-policies/eurydice/content/population-demographic-situation-languages-and-religions-77_en|title = Population: Demographic situation, languages and religions|date = 10 October 2017}}</ref> Opinbert tungumál landsins er [[slóvenska]], sem er [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskt mál]].<ref name="Encyclopedia Britannica">{{cite web | title=Slovene language | website=Encyclopedia Britannica | url=https://www.britannica.com/topic/Slovene-language | access-date=16 June 2021}}</ref> Ríkjandi loftslag í Slóveníu er [[meginlandsloftslag]],<ref name="Fallon2007">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=Pb_eXmEyPvwC&pg=PA40 |title= Slovenia |chapter= Environment |first= Steve |last= Fallon |publisher= Lonely Planet |year= 2007 |edition= 5 |isbn= 978-1-74104-480-5 |page= 40}}</ref> fyrir utan [[Littoral (Slóveníu)|Littoral]]-héraðið og [[Júlísku Alparnir|Júlísku Alpana]]. [[Miðjarðarhafsloftslag]] nær að norðurendum [[Dínarísku Alparnir|Dínarísku Alpanna]] sem liggja í norðvestur-suðaustur eftir landinu. Í Júlísku Ölpunum í norðaustri er [[Alpaloftslag]] ríkjandi.<ref>{{cite book |chapter-url= http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |first= Darko |last= Ogrin |chapter= Modern Climate Change in Slovenia |page= 45 |title= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X |url-status=dead |archive-url= https://web.archive.org/web/20130717233733/http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |archive-date= 17 July 2013 |df= dmy-all }}</ref> Við [[Pannóníusléttan|Pannóníusléttuna]] í norðaustri er meginlandsloftslagið meira áberandi. Höfuðborgin og stærsta borg Slóveníu er [[Ljúbljana]]. Hún er staðsett nærri miðju landsins.<ref name="Mestna občina Ljubljana 2017">{{cite web | title=About Ljubljana | website=Mestna občina Ljubljana | date=3 July 2017 | url=https://www.ljubljana.si/en/about-ljubljana/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Sögulega hefur Slóvenía verið á mörkum [[slavnesk mál|slavnesku]], [[germönsk mál|germönsku]] og [[rómönsk mál|rómönsku]] málsvæðanna.<ref name="cultures"/> Landið var hluti af mörgum ólíkum ríkjum: [[Rómaveldi]], [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]], [[Karlungaveldið|Karlungaveldinu]], [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkinu]], [[Konungsríkið Ungverjaland|Konungsríkinu Ungverjalandi]], [[Lýðveldið Feneyjar|Lýðveldinu Feneyjum]], [[Illyrísku héruðin|Illyrísku héruðum]] í [[Fyrsta franska keisaradæmið|Fyrsta franska keisaradæminu]], [[Austurríska keisaradæmið|Austurríska keisaradæminu]] og loks [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurríki-Ungverjalandi]] til [[1918]].<ref name="Encyclopedia Britannica 2021"/> Í október 1918 tóku Slóvenar þátt í að stofna [[Konungsdæmi Serba, Króata og Slóvena]]<ref name="Trgovčević 2016">{{cite web | last=Trgovčević | first=Ljubinka | title=Yugoslavia | website=International Encyclopedia of the First World War (WW1) | date=18 July 2016 | url=https://encyclopedia.1914-1918-online.net/article/yugoslavia | access-date=18 June 2021}}</ref> og í desember 1918 varð landið ásamt [[Konungsríkið Serbía|Konungsríkinu Serbíu]], hluti af [[Konungsríkið Júgóslavía|Konungsríkinu Júgóslavíu]].<ref name="I feel Slovenia 2020">{{cite web | title=History and culture | website=I feel Slovenia | date=4 March 2020 | url=https://www.slovenia.info/en/plan-your-trip/facts-about-slovenia/history-and-culture | access-date=16 June 2021}}</ref> Í [[síðari heimsstyrjöld]] hernámu [[Þriðja ríkið]], [[Ítalía]] og [[Ungverjaland]] Slóveníu, en lítið landsvæði fór til [[Króatía|Króatíu]] sem nasistar höfðu gert að [[leppríki]].<ref name="sečen2005">{{cite news |url= http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |title= Mejo so zavarovali z žico in postavili mine |language=sl |trans-title= They Protected the Border with Wire and Set up Mines |newspaper= Dnevnik.si |first= Ernest |last= Sečen |date= 16 April 2005 |access-date= 13 April 2012 |archive-url= https://web.archive.org/web/20150321045008/http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |archive-date= 21 March 2015 |url-status= dead }}</ref> Árið 1945 varð landið hluti af [[Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Eftir stríð varð Júgóslavía fyrst hluti af [[Austurblokkin]]ni, en [[ágreiningur Títós og Stalíns]] 1948 varð til þess að landið stóð utan við [[Varsjárbandalagið]] og árið 1961 varð það einn af stofnendum [[Bandalag hlutlausra ríkja|Bandalags hlutlausra ríkja]].<ref>{{cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/event/alignment-to-non-alignment-yugoslavia-discovers-the-third-world|title=From Alignment to Non-Alignment: Yugoslavia Discovers the Third World|work=Wilson Center|date=5 June 2019|access-date=9 April 2021}}</ref> Í júní 1991 varð Slóvenía fyrst aðildarríkja Júgóslavíu til að [[tíu daga stríðið|kljúfa sig frá sambandsríkinu]] og lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.<ref name="Škrk1999">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=AhwHHtwbhioC&pg=PA5 |title= Succession of States |editor-first= Mojmir |editor-last= Mrak |chapter= Recognition of States and Its (Non-)Implication on State Succession: The Case of Successor States to the Former Yugoslavia |page= 5 |first= Mirjam |last= Škrk |publisher= Martinus Nijhoff Publishers |year= 1999|isbn= 9789041111456 }}</ref> Slóvenía er [[þróað land]] og [[hátekjuland]] sem situr hátt á [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]].<ref name="The Heritage Foundation 2021">{{cite web | title=Slovenia Economy: Population, GDP, Inflation, Business, Trade, FDI, Corruption | website=The Heritage Foundation | date=24 January 2021 | url=https://www.heritage.org/index/country/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Samkvæmt [[Gini-vísitalan|Gini-vísitölunni]] er [[tekjujöfnuður]] þar með því mesta sem gerist í heiminum.<ref>{{Cite web|title=Gini index (World Bank estimate) {{!}} Data|url=https://data.worldbank.org/indicator/SI.POV.GINI?end=2019&most_recent_value_desc=false&start=2019&view=bar|access-date=21 July 2021|website=data.worldbank.org}}</ref> Slóvenía á aðild að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] (frá [[1. maí]] [[2004]]), [[evrusvæðið|Evrusvæðinu]] og [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[OECD]], [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] og [[NATO]].<ref name="Portal GOV.SI">{{cite web | title=International organisations and international law | website=Portal GOV.SI | url=https://www.gov.si/en/policies/foreign-affairs/international-organisations-and-international-law/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Landið hefur áheyrnarstöðu í [[La Francophonie]]. == Heiti == Slóvenía merkir „land [[Slóvenar|Slóvena]]“ á [[slóvenska|slóvensku]] og öðrum [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskum málum]]. Nafnið er skylt heitunum [[Slavónía]], [[Slóvakía]] og [[Slavar]]. Uppruni orðsins Slavar er óviss, en er oftast rakinn til orðsins ''slovo'' „orð“, í merkingunni „fólk sem talar sama mál“. Heiti ríkisins Slóveníu kom upprunalega frá [[Þjóðfrelsisnefnd Slóvena]] 19. febrúar 1944. Nefndin kallaði ríkið „Sambandsríkið Slóveníu“ (''Federalna Slovenija''), sem var eitt fylki innan sambandsríkisins [[Júgóslavia|Júgóslavíu]]. Þann 20. febrúar var ríkið nefnt „Alþýðulýðveldið Slóvenía“ (''Ljudska republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/? |title=Mesto kot upravnoteritorialna enota 1945–1955 |language=sl, en |trans-title=A Town as an Administrative–Territorial Unit |first=Janez |last=Kopač |year=2007 |volume=30 |issue=2 |publisher=Arhivsko društvo Slovenije |id={{COBISS|ID=914293}} |page=83 |journal=Arhivi |issn=0351-2835 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180831002448/http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/ |archive-date=31 August 2018 |url-status=dead }}</ref> Það nafn stóð til 9. apríl 1963 þegar því var breytt í „Sósíalíska lýðveldið Slóvenía“ (''Socialistična republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |title=Ustava Socialistične republike Slovenije z dne 9. aprila 1963 |language=sl |trans-title=The Constitution of the Socialist Republic of Slovenia from 9 April 1963 |first=Janez |last=Kopač |journal=Arhivi |year=2001 |volume=XXIV |issue=1 |page=1 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160303232837/http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |archive-date=3 March 2016 |url-status=dead }}</ref> Þann 8. mars 1990 var „sósíalíska“ tekið burt úr nafni ríkisins sem þá hét „Lýðveldið Slóvenía“. Lýðveldið var hluti af Sósíalíska sambandslýðveldinu Júgóslavíu til 25. júní 1991. == Saga == [[Slavar|Slavneskir]] forfeður nútíma Slóvena settust að á þessu svæði á [[6. öld]]. Slavneska hertogadæmið [[Karantanía]] var stofnað á [[7. öld]]. Árið 745 glataði Karantanía sjálfstæði sínu og var að mestu innlimuð inn í [[Frankneska keisaradæmið]]. Margir Slavar tóku þá upp [[kristni|kristna trú]]. [[Freising-handritin]], elstu varðveittu slóvensku skjölin og fyrstu skjölin á slóvensku sem rituð voru í [[latneskt letur|latnesku letri]] voru rituð um árið 1000. Á [[14. öld]] urðu flest héröð Slóveníu að eign [[Habsborgarar|Habsborg]]arættarinnar, sem síðar varð að [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurrísk-Ungverska keisaradæminu]]. Slóvenar bjuggu þá í flestum héröðum [[Carniola]], [[Gorizia]] og [[Gradisca]], og hlutum héraðanna [[Istria]], [[Carintia]] og [[Styria]]. Árið [[1848]] varð til sterk hreyfing innan [[Austurríki]]s sem barðist fyrir sameinuðu Slóvensku konungsveldi (''Zedinjena Slovenija'') undir stjórn keisaradæmisins, jöfnum rétti [[slóvenska|slóvenska málsins]] á opinberum vettvangi, og var andvíg sameiningu [[Habsborgaraveldið|Habsborgaraveldisins]] við [[þýska ríkjasambandið]]. Hreyfingunni tókst ekki áætlunarverk sitt, en þetta voru baráttumál Slóvena fram að [[fyrri heimsstyrjöld]]. Fall Austurrísk-Ungverska keisaradæmisins árið 1918 varð til þess að Slóvenar stofnuðu ríki Slóvena, Króata og Serba, sem varð síðar að [[Konungsveldi Serba, Króata og Slóvena]]. Það var svo endurnefnt aftur árið 1929 sem [[Konungsveldið Júgóslavía]]. Eftir að [[Júgóslavía]] var endurstofnuð eftir [[síðari heimsstyrjöld]] varð Slóvenía hluti af henni. Slóvenía og Króatía voru fyrstu sambandsríki Júgóslavíu til að lýsa yfir sjálfstæði þann [[25. júní]] [[1991]], [[Tíu daga stríðið]] fylgdi í kjölfarið þangað til samið var um vopnahlé og júgóslavneski herinn var dreginn til baka. Landið slapp því við þau stríðsátök sem léku aðra hluta Júgóslavíu grátt á tíunda áratugnum. Slóvenía gekk í [[NATO|Atlantshafsbandalagið]] þann [[29. mars]] [[2004]] og svo [[Evrópusambandið]] þann [[1. maí]] [[2004]]. == Stjórnmál == [[Mynd:Presidential_Palace._Ljubljana.jpg|thumb|right|Forsetahöllin og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Ljúbljana.]] Slóvenía er [[fjölflokkakerfi|fjölflokka]] [[þingræði]]. [[Þjóðhöfðingi]] Slóveníu er [[forseti Slóveníu|forseti landsins]] sem er kjörinn í lýðræðislegum kosningum á fimm ára fresti og gegnir mikilvægu hlutverki sem sameiningartákn.<ref name="Furtlehner">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=uQafEg3TQJUC&pg=PA126 |title=Compliance in the Enlarged European Union: Living Rights Or Dead Letters? |editor1-first=Gerda |editor1-last=Falkner |editor2-first=Oliver |editor2-last=Treib |editor3-first=Elizabeth |editor3-last=Holzleithner |publisher=Ashgate Publishing, Ltd |year=2008 |isbn=978-0-7546-7509-9 |pages=126–127 |chapter=Slovenia |first=Petra |last=Furtlehner}}</ref> Forsetinn er jafnframt æðsti maður [[Slóveníuher|hers Slóveníu]].<ref>{{cite encyclopedia |url=https://books.google.com/books?id=M3A-xgf1yM4C&pg=PA832 |encyclopedia=Encyclopedia of World Constitutions |editor-first=Gerhard |editor-last=Robbers |article=Slovenia |first=Lovro |last=Šturm |title=The President of the Republic |year=2006 |publisher=Infobase Publishing |isbn=978-0-8160-6078-8 |page=832}}</ref> [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] fer fyrir framkvæmdarvaldinu ásamt stjórnarráði ráðherra, sem kjörnir eru af þinginu.<ref name="Borak2004">{{cite book |chapter-url=https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak |chapter-url-access=registration |title=Slovenia: From Yugoslavia to the European Union |publisher=World Bank Publications |editor1-first=Mojmir |editor1-last=Mrak |editor2-first=Matija |editor2-last=Rojec |editor3-first=Carlos |editor3-last=Silva-Jáuregui |year=2004 |series=World Bank Publications |isbn=978-0-8213-5718-7 |chapter=Institutional Setting for the New Independent State |first1=Neven |last1=Borak |first2=Bistra |last2=Borak |page=[https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak/page/58 58]}}</ref> Slóvenska þingið er [[tvískipt þing|tvískipt]]. Það samanstendur af þjóðþinginu (''Državni zbor'') og þjóðarráðinu (''Državni svet''). Þjóðþingið samanstendur af 90 sætum. 88 sæti eru skipuð fulltrúum sem eru kjörnir með [[hlutfallskosning]]u. Tvö sæti eru frátekin fyrir innfæddu ungversku og ítölsku minnihlutahópana.<ref name="Prunk2007">{{cite book |url=https://books.google.com/books?id=dzAWAQAAMAAJ |title=Facts about Slovenia |first1=Janko |last1=Prunk |first2=Jernej |last2=Pikalo |first3=Marko |last3=Milosavljevič |year=2007 |publisher=Government Communication Office, Government of the Republic of Slovenia |isbn=978-961-6435-45-1 |page=23}}</ref> Þjóðarráðið hefur 40 sæti, sem samanstendur af fulltrúum hagsmunahópa á sviði velferðar, hagkerfis, fagmanna og sérhópa. Þingkosningar eru á fjögurra ára fresti, en þjóðarráðskosningar eru haldnar með óbeinum hætti á fimm ára fresti. === Stjórnsýslueiningar === Einu formlegu stjórnsýslueiningar landsins eru sveitarfélögin (''občine'') sem eru 212 talsins. Fyrir hverju sveitarfélagi fer sveitarstjóri (''župan'') sem er kosinn til fjögurra ára í senn, og sveitarstjórnir (''občinski svet''). Í flestum sveitarfélögum er bæjarráðið kosið með hlutfallskosningu, en í nokkrum minni sveitarfélögum er notast við [[meirihlutakosning]]u. Sveitarstjórinn skipar formann bæjarráðs.<ref name="www2.gov.si">{{cite web|url=http://www2.gov.si/zak/Zak_vel.nsf/0/660b7ab7cbd45736c125662d0037c142?OpenDocument |title=Sprejet zakon |publisher=.gov.si |date=13 July 2000 |access-date=2 June 2012}}</ref> [[Celje]], [[Koper]], [[Kranj]], [[Ljubljana]], [[Maribor]], [[Murska Sobota]], [[Nova Gorica]], [[Novo Mesto]], [[Ptuj]], [[Slovenj Gradec]] og [[Velenje]] teljast til bæjarfélaga (þéttbýlis). ==== Söguleg skipting ==== [[Mynd:Slo regions marked3.jpg|thumb|right|250px|Slóvenía er skipt, samkvæmt hefð, í átta svæði.]] Eins og gefið er upp í ''Enciklopedija Slovenije'' (Alfræðirit Slóveníu) eru hefðbundin landsvæði Slóveníu byggð á gamalli skiptingu Slóveníu í fjögur krúnulönd Habsborgara (Carniola, Carinthia, Styria og Littoral), og svæði þeirra eru: * [[Efri-Carniola]] (''Gorenjska'') (Merkt á kortinu sem U.C.) * [[Styria]] (''Štajerska'') (S) * [[Transmuraland]] (''Prekmurje'') (T) * [[Carinthia]] (''Koroška'') (C) * [[Innri-Carniola]] (''Notranjska'') (I.C.) * [[Neðri-Carniola]] (''Dolenjska'') (L.C.) * [[Goriška]] (G) * [[Slóvenska Istría]] (''Slovenska Istra'') (L) Síðustu tvö svæðin eru yfirleitt talin saman sem strandsvæðið (''Littoral'' eða ''Primorska''). Hvíta-Carniola (''Bela krajina''), sem er hluti Neðri-Carniolu, er yfirleitt talið sem hluti sérstaks svæðis. ==== Tölfræðileg skipting ==== [[Mynd:Slovenia Regions.png|thumb|right|400px|Slóveníu skipt í tólf svæði .]] Slóveníu er, frá og með [[maí]] [[2005]] skipt í tólf svæði vegna lagalegra og tölfræðilegra álitaefna. {| style="background:transparent;" |- valign="top" | <!--column 1--> {| style="background:transparent;" | 1 || {{kortaskýring|#C4FFC4|'''Gorenjska'''}} </tr> | 2 || {{kortaskýring|#B9B9FF|'''Goriška'''}} </tr> | 3 || {{kortaskýring|#FFC5C5|'''Jugovzhodna Slovenija'''}} </tr> | 4 || {{kortaskýring|#FFC8FF|'''Koroška'''}} </tr> | 5 || {{kortaskýring|#FFFFC9|'''Notranjsko-kraška'''}} </tr> | 6 || {{kortaskýring|#BDFFFF|'''[[Obalno-kraška]]'''}} </tr> |} | <!--column 2--> {| style="background:transparent;" |align="right"| 7 || {{kortaskýring|#D1A4A4|'''Osrednjeslovenska'''}} </tr> |align="right"| 8 || {{kortaskýring|#AED6AE|'''Podravska'''}} </tr> |align="right"| 9 || {{kortaskýring|#C5C5E2|'''Pomurska'''}} </tr> | 10 || {{kortaskýring|#DBB6DB|'''Savinjska'''}} </tr> | 11 || {{kortaskýring|#DFDFBF|'''Spodnjeposavska'''}} </tr> | 12 || {{kortaskýring|#B3D9D9|'''Zasavska'''}} |} |} Verið er að undirbúa nýja skiptingu landsins í á bilinu 12-14 svæði. Þó getur hugsast að þessi tólf svæði haldi sér. Eftir á að opinbera tillögur þess efnis. Að því loknu verður málið rætt á þingi. == Landfræði == [[Mynd:Triglav.jpg|thumb|250px|[[Triglav]] er hæsta fjall Slóveníu (2.864 m).]] Sagt er að fjögur svæði mætist í Slóveníu: [[Alpafjöllin]], [[Dinarísku alparnir]], [[Pannónía|Pannóníska sléttan]] og [[Miðjarðarhafið]]. Hæsta fjall Slóveníu heitir [[Triglav]] (2.864 m). Meðalhæð yfir sjávarmáli er 557 m. Slóvenía er þriðja mest skógi vaxna land Evrópu, á eftir [[Finnland]]i og [[Svíþjóð]]. Rúmlega helmingur landsis (11.691 km²) er þakinn [[skógur|skógi]], hluti þeirra er ævaforn. Stærst þeirra svæða er [[Kočevje]]. Graslendi þekur 5.593 km², 2.471 km² teljast til garða og engja. Loks eru 363 km² undirlagðir [[aldingarður|aldingörðum]] og 216 km² af [[vínekra|vínekrum]]. Strandlengja Slóveníu er 47 km. Loftslagið er [[Miðjarðarhafsloftslag]] við strendurnar, [[alpaloftslag]] við fjöllin og [[meginlandsloftslag]] í austurhluta landsins. Meðalhitastig er -2&nbsp;°C í Janúar og 21&nbsp;°C í Júlí. Meðal[[regnfall]] er 1.000 mm við strendurnar en svo 3.500 mm í Ölpunum, 800 mm í suðvestri og 1.400 mm á miðju landi. Fyrstu landfræðilegu svæðisskiptingar Slóveníu voru þróaðar af landfræðingunum [[Anton Melik]] (1935-1936) og [[Svetozar Ilešič]] (1968). Nýrri svæðisskipting sem [[Ivan Gams]] lagði til skiptir Slóveníu upp í eftirfarandi yfirsvæði: * [[Alparnir]] (''visokogorske Alpe'') * Hæðir við rætur Alpanna (''predalpsko hribovje'') * [[Ljúbljanadalurinn]] (''Ljubljanska kotlina'') * Miðjarðarhafsundirlendi Slóveníu (''submediteranska - primorska Slovenija'') * [[Dínarísku Alparnir|Dínaríska]] [[karst]]landslagið í Innri-Slóveníu (''dinarski kras notranje Slovenije'') * Pannóníuundirlendi Slóveníu (''subpanononska Slovenija'') Samkvæmt nýrri landfræðilegum skiptingum skiptist landið í fjögur yfirsvæði. Þau eru Alpasvæðið, Miðjarðarhafssvæðið, Dínaríska svæðið og Pannoníska svæðið. Svæðin eru skilgreind út frá hæð og loftslagi (meginlandsloftslag, alpaloftsslag og miðjarðarhafsloftslag), en ekki eru glögg skil á milli þeirra. Þessum yfirsvæðum er svo skipt í mörg og fjölbreytt undirsvæði. Ríkjandi þáttur í skilgreiningu þeirra er jarðfræðileg samsetning og hæð landsins. == Efnahagur == Slóvenía er hátekjuland ($23,250 árið 2006), með hæstu [[verg landsframleiðsla|vergu landsframleiðslu]] af þem löndum sem nýlega gengu inn í ESB eða um 90% af meðaltali innan Evrópu. [[Verðbólga]] hefur minnkað mikið undanfarið og er nú um meðaltal innan Evrópu. [[Hagvöxtur]] hefur verið mikill síðustu ár (5.2% fyrstu 9 mánuði 2006, 4.0% árið 2005, 4.4% árið 2004, áætlaður 4.8% 2007), eftir að hafa verið aðeins 2.7% 2003 áður en landið gekk inn í ESB. Frá síðustu aldamótum hafa bankar, símafyrirtæki og opinber þjónustufyrirtæki verið einkavædd. Höft á erlenda fjárfestingu hafa verið afnumin og gert er ráð fyrir að áhugi á erlendri fjárfestingu muni aukast næstu ár. == Íbúar == [[File:Population density in Slovenia.png|350px|thumb|Íbúaþéttleiki í Slóveníu eftir [[sveitarfélög Slóveníu|sveitarfélögum]] sem sýnir greinilega þéttbýlustu landsvæðin Ljúbljana og Kranj (miðju), Maribor (norðaustri) og Slóvensku Istríu (suðvestri).]] Íbúar Slóveníu eru um 2 milljónir talsins. Þéttleiki byggðar er 101 íbúar á ferkílómetra sem er með því minnsta sem gerist innan Evrópu (samanborið við til dæmis 402 í Hollandi og 195 á Ítalíu). Tölfræðihéraðið Karníóla-Karst er dreifbýlast en Mið-Slóvenía þéttbýlust. <ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |title=30.9 Gostota naseljenosti 1.7 – Population Density, 1 July |publisher=Stat.si |access-date=25 November 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130826070232/http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |archive-date=26 August 2013 |url-status=dead }}</ref> Slóvenía er á meðal þeirra Evrópulanda þar sem þjóðin eldist hvað örast, sem stafar af lágri fæðingartíðni og auknum lífslíkum.<ref>{{cite news |url=http://www.delo.si/zgodbe/delo2020/demografski-preobrat-tiha-revolucija-med-nami.html |title=Demografski preobrat: tiha revolucija med nami |language=sl |date=20 June 2011 |first=Milena |last=Zupanič |newspaper=Delo.si |publisher=Delo, d. d. |issn=1854-6544}}</ref> Næstum allir íbúar Slóveníu yfir 64 ára aldri eru komnir á eftirlaun, bæði karlar og konur.<ref name="Hoff2011">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=vmAQ_cwR14oC&pg=PA118 |title=Population Ageing in Central and Eastern Europe: Societal and Policy Implications |chapter=Population Ageing in Slovenia and Social Support Networks of Older People |pages=118–119 |editor-first=Andreas |editor-last=Hoff |first1=Valentina |last1=Hlebec |first2=Milivoja |last2=Šircelj |publisher=Ashgate Publishing, Ltd. |date=September 2011 |isbn=978-0-7546-7828-1}}</ref> Hópur vinnandi fólks fer því minnkandi þrátt fyrir aðflutning.<ref>{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=OgBaG-NB9hMC&pg=PA34 |title=Slovenia |chapter=Strong Growth but an Ageing Workforce |page=34 |publisher=OECD Publishing |date=July 2009 |isbn=978-92-64-06894-0}}</ref> Tillaga um að hækka eftirlaunaaldurinn úr því sem nú er (57 ár fyrir konur og 58 ár fyrir karla) var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2011.<ref name="CNBC2012-01-23">{{cite news |url=https://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |title=Countries with Aging Populations |work=CNBC |date=23 January 2012 |first=Rajeshni |last=Naidu-Ghelani |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20130223035533/http://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |archive-date=23 February 2013}}</ref> Töluverður munur er á lífslíkum karla (78,2 ár) og kvenna (84 ár).<ref>{{Cite web|url=http://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|title=Health status – Life expectancy at birth – OECD Data|website=theOECD|access-date=23 September 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190811172303/https://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|archive-date=11 August 2019|url-status=dead}}</ref> [[Fæðingartíðni]] árið 2014 var metin á 1,33 börn á konu, sem er nokkuð undir jafnvægishlutfallinu 2,1.<ref>{{cite web| url = https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovenia/| title = The World Factbook}}</ref> Meirihluti barna (58,6% árið 2016) fæðist utan hjónabands.<ref>{{cite web|url=http://www.stat.si/StatWeb/en/News/Index/6768|title=Births, Slovenia, 2016|website=Stat.si|access-date=3 August 2017}}</ref> Árið 2009 var [[Listi yfir lönd eftir tíðni sjálfsmorða|tíðni sjálfsmorða]] í Slóveníu 22 á 100.000 íbúa á ári, sem er með því mesta sem gerist í Evrópu.<ref name="stat2009suicide">{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |title=World Suicide Prevention Day 2010 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia |date=8 September 2010 |access-date=14 September 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20101113165716/http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |archive-date=13 November 2010 |url-status=dead }}</ref> Frá 2000 til 2010 hafði þessi tíðni samt lækkað um 30%. Töluverður munur er á kynjum og landsvæðum.<ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=4162 |title=World Suicide Prevention Day 2011 |date=8 September 2011 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia}}</ref> == Menning == [[Mynd:Kozolec_Velika_Strmica.jpg|thumb|right|Heyþurrkhjallur í Slóveníu.]] Meðal þekktustu fulltrúa slóvenskrar menningar á heimsvísu eru hljómsveitin [[Laibach]] og heimspekingurinn [[Slavoj Žižek]]. Varðveittar sögulegar byggingar í Slóveníu eru meðal annars 2.500 kirkjur, 1.000 kastalar, rústir og herragarðar, býli og sérstakar byggingar til heyþurrkunar sem nefnast ''kozolci''.<ref>{{Cite book|last1=Planet|first1=Lonely|url=https://books.google.com/books?id=R4RADAAAQBAJ&pg=PT498|title=Lonely Planet Slovenia|last2=Bain|first2=Carolyn|last3=Fallon|first3=Steve|date=1 May 2016|publisher=Lonely Planet|isbn=978-1-76034-148-0|pages=498|language=en}}</ref> Fjórir staðir í Slóveníu eru á [[heimsminjaskrá UNESCO]]. [[Škocjan-hellar]] og [[karst]]landslagið þar í kring eru verndað svæði.<ref>{{Cite web|title=Škocjan Caves mark 30th anniversary of UNESCO listing|url=http://www.sloveniatimes.com/skocjan-caves-mark-30th-anniversary-of-unesco-listing|website=The Slovenia Times|date=26 November 2016|access-date=21 May 2020}}</ref> Gömlu skógarnir í kringum [[Goteniški Snežnik]] og [[Kočevski Rog]] í suðausturhluta landsins eru líka friðaðir. [[Idrija-kvikasilfursnámurnar]] eru á listanum og líka forsögulegu [[stauraþorp]]in í [[Ljúbljanamerski]].<ref>{{cite journal |last1=Budja |first1=Mihael |last2=Mlekuz |first2=Dimitrij |s2cid=140165952 |title=Lake or Floodplain? Mid-Holocene Settlement Patterns and the Landscape Dynamic of the Izica Floodplain (Ljubljana Marsh, Slovenia) |journal=The Holocene |date=2010 |volume=20 |issue=8 |page=1269 |doi=10.1177/0959683610371998|bibcode=2010Holoc..20.1269B }}</ref> Einn mest ljósmyndaði staður landsins eru byggingarnar á [[Bledeyja|Bledeyju]]. Kastalinn er safn og veitingastaður. Í nágrenni [[Postonja]] er [[Predjamakastali]] hálffalinn í helli. Á söfnum í Ljúbljana og annars staðar má sjá einstakar minjar eins og [[Divje Babe-flautan|Divje Babe-flautuna]] og [[hjólið frá Ljúbljanamerski]] sem er talið elsta varðveitta [[hjól]] heims. Í Ljúbljana er að finna arkitektúr frá tímum [[barokk]]sins og [[Art Nouveau]] auk samtímabyggingarlistar. Nýstárlegar gönguleiðir og brýr í Ljúbljana eftir slóvenska arkitektinn [[Jože Plečnik]] eru eitt af því eftirtektarverðasta við borgina. == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * [http://www.slovenia.si/ Slovenia.si Opinber vefgátt] * [http://www.vlada.si/en/ Vefur ríkisstjórnar Slóveníu] * [http://www.sloveniatimes.com Slovenia Times: slóvenskt dagblað á ensku] {{Evrópa}} {{Evrópusambandið}} {{Evrópuráðið}} {{Efnahags- og framfarastofnunin}} [[Flokkur:Slóvenía| ]] 7pswdlbs62rnsojzwhwdjp0qjrwitpv 1765506 1765505 2022-08-20T19:03:55Z Akigka 183 /* Landfræði */ wikitext text/x-wiki {{Land | nafn = Lýðveldið Slóvenía | nafn_á_frummáli = Republika Slovenija | nafn_í_eignarfalli = Slóveníu | fáni = Flag of Slovenia.svg | skjaldarmerki = Coat of Arms of Slovenia.svg | staðsetningarkort = EU-Slovenia.svg | tungumál = [[slóvenska]] | höfuðborg = [[Ljúbljana]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Slóveníu|Forseti]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga1 = [[Borut Pahor]] | nafn_leiðtoga2 = [[Robert Golob]] | ESBaðild = 1. maí 2004 | stærðarsæti = 151 | flatarmál = 20.271 | hlutfall_vatns = 0,7 | mannfjöldaár = 2021 | mannfjöldasæti = 147 | fólksfjöldi = 2.108.977 | íbúar_á_ferkílómetra = 266,8 | staða = [[Sjálfstæði]] | staða_athugasemd = frá [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] | atburður1 = Yfirlýst | dagsetning1 = [[25. júní]] [[1991]] | VLF_ár = 2020 | VLF = 83 | VLF_sæti = 93 | VLF_á_mann = 40.343 | VLF_á_mann_sæti = 35 | VÞL = {{hækkun}} 0.917 | VÞL_sæti = 22 | VÞL_ár = 2019 | gjaldmiðill = [[Evra]] | tímabelti = [[UTC]]+1 | þjóðsöngur = [[Zdravljica]] | tld = si | símakóði = +386 }} '''Slóvenía''' ([[slóvenska]]: ''Slovenija''), formlega '''Lýðveldið Slóvenía''' (''Republika Slovenija''), er land í sunnanverðri [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]<ref name="cultures">{{cite book |url= http://zgs.zrc-sazu.si/Portals/8/Slo_Geo_Over/23.pdf |title= Gateway to Western, Central, and Southeastern Europe |first= Andrej |last= Černe |page= 127 |series= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X}}</ref>, við rætur [[Alparnir|Alpafjalla]]. Slóvenía á landamæri að [[Ítalía|Ítalíu]] í vestri, [[Austurríki]] í norðri, [[Ungverjaland]]i í norðaustri og [[Króatía|Króatíu]] í suðri. Landið á einnig strönd að [[Adríahaf]]i í suðvestri.<ref name="Encyclopedia Britannica 2021">{{cite web | title=Slovenia – History, Geography, & People | website=Encyclopedia Britannica | date=5 June 2021 | url=https://www.britannica.com/place/Slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Slóvenía er að mestu fjalllent og skógi vaxið.<ref name="perko2008">{{cite journal |url= http://www.theslovenian.com/articles/2008/perko.pdf |title= Slovenia at the Junction of Major European Geographical Units |first= Drago |last= Perko |year= 2008 |newspaper= The Slovenian |publisher= Vse Slovenski Kulturni Odbor [The All Slovenian Cultural Committee] |place= Toronto}}</ref> Það er 2.017 ferkílómetrar að stærð með rúmlega 2 milljónir íbúa.<ref name="InfoPlease 2017">{{cite web | title=Slovenia | website=InfoPlease | date=3 February 2017 | url=https://www.infoplease.com/world/countries/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> [[Slóvenar]] eru yfir 80% íbúa landsins.<ref>{{Cite web|url=https://eacea.ec.europa.eu/national-policies/eurydice/content/population-demographic-situation-languages-and-religions-77_en|title = Population: Demographic situation, languages and religions|date = 10 October 2017}}</ref> Opinbert tungumál landsins er [[slóvenska]], sem er [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskt mál]].<ref name="Encyclopedia Britannica">{{cite web | title=Slovene language | website=Encyclopedia Britannica | url=https://www.britannica.com/topic/Slovene-language | access-date=16 June 2021}}</ref> Ríkjandi loftslag í Slóveníu er [[meginlandsloftslag]],<ref name="Fallon2007">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=Pb_eXmEyPvwC&pg=PA40 |title= Slovenia |chapter= Environment |first= Steve |last= Fallon |publisher= Lonely Planet |year= 2007 |edition= 5 |isbn= 978-1-74104-480-5 |page= 40}}</ref> fyrir utan [[Littoral (Slóveníu)|Littoral]]-héraðið og [[Júlísku Alparnir|Júlísku Alpana]]. [[Miðjarðarhafsloftslag]] nær að norðurendum [[Dínarísku Alparnir|Dínarísku Alpanna]] sem liggja í norðvestur-suðaustur eftir landinu. Í Júlísku Ölpunum í norðaustri er [[Alpaloftslag]] ríkjandi.<ref>{{cite book |chapter-url= http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |first= Darko |last= Ogrin |chapter= Modern Climate Change in Slovenia |page= 45 |title= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X |url-status=dead |archive-url= https://web.archive.org/web/20130717233733/http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |archive-date= 17 July 2013 |df= dmy-all }}</ref> Við [[Pannóníusléttan|Pannóníusléttuna]] í norðaustri er meginlandsloftslagið meira áberandi. Höfuðborgin og stærsta borg Slóveníu er [[Ljúbljana]]. Hún er staðsett nærri miðju landsins.<ref name="Mestna občina Ljubljana 2017">{{cite web | title=About Ljubljana | website=Mestna občina Ljubljana | date=3 July 2017 | url=https://www.ljubljana.si/en/about-ljubljana/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Sögulega hefur Slóvenía verið á mörkum [[slavnesk mál|slavnesku]], [[germönsk mál|germönsku]] og [[rómönsk mál|rómönsku]] málsvæðanna.<ref name="cultures"/> Landið var hluti af mörgum ólíkum ríkjum: [[Rómaveldi]], [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]], [[Karlungaveldið|Karlungaveldinu]], [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkinu]], [[Konungsríkið Ungverjaland|Konungsríkinu Ungverjalandi]], [[Lýðveldið Feneyjar|Lýðveldinu Feneyjum]], [[Illyrísku héruðin|Illyrísku héruðum]] í [[Fyrsta franska keisaradæmið|Fyrsta franska keisaradæminu]], [[Austurríska keisaradæmið|Austurríska keisaradæminu]] og loks [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurríki-Ungverjalandi]] til [[1918]].<ref name="Encyclopedia Britannica 2021"/> Í október 1918 tóku Slóvenar þátt í að stofna [[Konungsdæmi Serba, Króata og Slóvena]]<ref name="Trgovčević 2016">{{cite web | last=Trgovčević | first=Ljubinka | title=Yugoslavia | website=International Encyclopedia of the First World War (WW1) | date=18 July 2016 | url=https://encyclopedia.1914-1918-online.net/article/yugoslavia | access-date=18 June 2021}}</ref> og í desember 1918 varð landið ásamt [[Konungsríkið Serbía|Konungsríkinu Serbíu]], hluti af [[Konungsríkið Júgóslavía|Konungsríkinu Júgóslavíu]].<ref name="I feel Slovenia 2020">{{cite web | title=History and culture | website=I feel Slovenia | date=4 March 2020 | url=https://www.slovenia.info/en/plan-your-trip/facts-about-slovenia/history-and-culture | access-date=16 June 2021}}</ref> Í [[síðari heimsstyrjöld]] hernámu [[Þriðja ríkið]], [[Ítalía]] og [[Ungverjaland]] Slóveníu, en lítið landsvæði fór til [[Króatía|Króatíu]] sem nasistar höfðu gert að [[leppríki]].<ref name="sečen2005">{{cite news |url= http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |title= Mejo so zavarovali z žico in postavili mine |language=sl |trans-title= They Protected the Border with Wire and Set up Mines |newspaper= Dnevnik.si |first= Ernest |last= Sečen |date= 16 April 2005 |access-date= 13 April 2012 |archive-url= https://web.archive.org/web/20150321045008/http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |archive-date= 21 March 2015 |url-status= dead }}</ref> Árið 1945 varð landið hluti af [[Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Eftir stríð varð Júgóslavía fyrst hluti af [[Austurblokkin]]ni, en [[ágreiningur Títós og Stalíns]] 1948 varð til þess að landið stóð utan við [[Varsjárbandalagið]] og árið 1961 varð það einn af stofnendum [[Bandalag hlutlausra ríkja|Bandalags hlutlausra ríkja]].<ref>{{cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/event/alignment-to-non-alignment-yugoslavia-discovers-the-third-world|title=From Alignment to Non-Alignment: Yugoslavia Discovers the Third World|work=Wilson Center|date=5 June 2019|access-date=9 April 2021}}</ref> Í júní 1991 varð Slóvenía fyrst aðildarríkja Júgóslavíu til að [[tíu daga stríðið|kljúfa sig frá sambandsríkinu]] og lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.<ref name="Škrk1999">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=AhwHHtwbhioC&pg=PA5 |title= Succession of States |editor-first= Mojmir |editor-last= Mrak |chapter= Recognition of States and Its (Non-)Implication on State Succession: The Case of Successor States to the Former Yugoslavia |page= 5 |first= Mirjam |last= Škrk |publisher= Martinus Nijhoff Publishers |year= 1999|isbn= 9789041111456 }}</ref> Slóvenía er [[þróað land]] og [[hátekjuland]] sem situr hátt á [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]].<ref name="The Heritage Foundation 2021">{{cite web | title=Slovenia Economy: Population, GDP, Inflation, Business, Trade, FDI, Corruption | website=The Heritage Foundation | date=24 January 2021 | url=https://www.heritage.org/index/country/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Samkvæmt [[Gini-vísitalan|Gini-vísitölunni]] er [[tekjujöfnuður]] þar með því mesta sem gerist í heiminum.<ref>{{Cite web|title=Gini index (World Bank estimate) {{!}} Data|url=https://data.worldbank.org/indicator/SI.POV.GINI?end=2019&most_recent_value_desc=false&start=2019&view=bar|access-date=21 July 2021|website=data.worldbank.org}}</ref> Slóvenía á aðild að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] (frá [[1. maí]] [[2004]]), [[evrusvæðið|Evrusvæðinu]] og [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[OECD]], [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] og [[NATO]].<ref name="Portal GOV.SI">{{cite web | title=International organisations and international law | website=Portal GOV.SI | url=https://www.gov.si/en/policies/foreign-affairs/international-organisations-and-international-law/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Landið hefur áheyrnarstöðu í [[La Francophonie]]. == Heiti == Slóvenía merkir „land [[Slóvenar|Slóvena]]“ á [[slóvenska|slóvensku]] og öðrum [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskum málum]]. Nafnið er skylt heitunum [[Slavónía]], [[Slóvakía]] og [[Slavar]]. Uppruni orðsins Slavar er óviss, en er oftast rakinn til orðsins ''slovo'' „orð“, í merkingunni „fólk sem talar sama mál“. Heiti ríkisins Slóveníu kom upprunalega frá [[Þjóðfrelsisnefnd Slóvena]] 19. febrúar 1944. Nefndin kallaði ríkið „Sambandsríkið Slóveníu“ (''Federalna Slovenija''), sem var eitt fylki innan sambandsríkisins [[Júgóslavia|Júgóslavíu]]. Þann 20. febrúar var ríkið nefnt „Alþýðulýðveldið Slóvenía“ (''Ljudska republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/? |title=Mesto kot upravnoteritorialna enota 1945–1955 |language=sl, en |trans-title=A Town as an Administrative–Territorial Unit |first=Janez |last=Kopač |year=2007 |volume=30 |issue=2 |publisher=Arhivsko društvo Slovenije |id={{COBISS|ID=914293}} |page=83 |journal=Arhivi |issn=0351-2835 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180831002448/http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/ |archive-date=31 August 2018 |url-status=dead }}</ref> Það nafn stóð til 9. apríl 1963 þegar því var breytt í „Sósíalíska lýðveldið Slóvenía“ (''Socialistična republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |title=Ustava Socialistične republike Slovenije z dne 9. aprila 1963 |language=sl |trans-title=The Constitution of the Socialist Republic of Slovenia from 9 April 1963 |first=Janez |last=Kopač |journal=Arhivi |year=2001 |volume=XXIV |issue=1 |page=1 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160303232837/http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |archive-date=3 March 2016 |url-status=dead }}</ref> Þann 8. mars 1990 var „sósíalíska“ tekið burt úr nafni ríkisins sem þá hét „Lýðveldið Slóvenía“. Lýðveldið var hluti af Sósíalíska sambandslýðveldinu Júgóslavíu til 25. júní 1991. == Saga == [[Slavar|Slavneskir]] forfeður nútíma Slóvena settust að á þessu svæði á [[6. öld]]. Slavneska hertogadæmið [[Karantanía]] var stofnað á [[7. öld]]. Árið 745 glataði Karantanía sjálfstæði sínu og var að mestu innlimuð inn í [[Frankneska keisaradæmið]]. Margir Slavar tóku þá upp [[kristni|kristna trú]]. [[Freising-handritin]], elstu varðveittu slóvensku skjölin og fyrstu skjölin á slóvensku sem rituð voru í [[latneskt letur|latnesku letri]] voru rituð um árið 1000. Á [[14. öld]] urðu flest héröð Slóveníu að eign [[Habsborgarar|Habsborg]]arættarinnar, sem síðar varð að [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurrísk-Ungverska keisaradæminu]]. Slóvenar bjuggu þá í flestum héröðum [[Carniola]], [[Gorizia]] og [[Gradisca]], og hlutum héraðanna [[Istria]], [[Carintia]] og [[Styria]]. Árið [[1848]] varð til sterk hreyfing innan [[Austurríki]]s sem barðist fyrir sameinuðu Slóvensku konungsveldi (''Zedinjena Slovenija'') undir stjórn keisaradæmisins, jöfnum rétti [[slóvenska|slóvenska málsins]] á opinberum vettvangi, og var andvíg sameiningu [[Habsborgaraveldið|Habsborgaraveldisins]] við [[þýska ríkjasambandið]]. Hreyfingunni tókst ekki áætlunarverk sitt, en þetta voru baráttumál Slóvena fram að [[fyrri heimsstyrjöld]]. Fall Austurrísk-Ungverska keisaradæmisins árið 1918 varð til þess að Slóvenar stofnuðu ríki Slóvena, Króata og Serba, sem varð síðar að [[Konungsveldi Serba, Króata og Slóvena]]. Það var svo endurnefnt aftur árið 1929 sem [[Konungsveldið Júgóslavía]]. Eftir að [[Júgóslavía]] var endurstofnuð eftir [[síðari heimsstyrjöld]] varð Slóvenía hluti af henni. Slóvenía og Króatía voru fyrstu sambandsríki Júgóslavíu til að lýsa yfir sjálfstæði þann [[25. júní]] [[1991]], [[Tíu daga stríðið]] fylgdi í kjölfarið þangað til samið var um vopnahlé og júgóslavneski herinn var dreginn til baka. Landið slapp því við þau stríðsátök sem léku aðra hluta Júgóslavíu grátt á tíunda áratugnum. Slóvenía gekk í [[NATO|Atlantshafsbandalagið]] þann [[29. mars]] [[2004]] og svo [[Evrópusambandið]] þann [[1. maí]] [[2004]]. == Stjórnmál == [[Mynd:Presidential_Palace._Ljubljana.jpg|thumb|right|Forsetahöllin og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Ljúbljana.]] Slóvenía er [[fjölflokkakerfi|fjölflokka]] [[þingræði]]. [[Þjóðhöfðingi]] Slóveníu er [[forseti Slóveníu|forseti landsins]] sem er kjörinn í lýðræðislegum kosningum á fimm ára fresti og gegnir mikilvægu hlutverki sem sameiningartákn.<ref name="Furtlehner">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=uQafEg3TQJUC&pg=PA126 |title=Compliance in the Enlarged European Union: Living Rights Or Dead Letters? |editor1-first=Gerda |editor1-last=Falkner |editor2-first=Oliver |editor2-last=Treib |editor3-first=Elizabeth |editor3-last=Holzleithner |publisher=Ashgate Publishing, Ltd |year=2008 |isbn=978-0-7546-7509-9 |pages=126–127 |chapter=Slovenia |first=Petra |last=Furtlehner}}</ref> Forsetinn er jafnframt æðsti maður [[Slóveníuher|hers Slóveníu]].<ref>{{cite encyclopedia |url=https://books.google.com/books?id=M3A-xgf1yM4C&pg=PA832 |encyclopedia=Encyclopedia of World Constitutions |editor-first=Gerhard |editor-last=Robbers |article=Slovenia |first=Lovro |last=Šturm |title=The President of the Republic |year=2006 |publisher=Infobase Publishing |isbn=978-0-8160-6078-8 |page=832}}</ref> [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] fer fyrir framkvæmdarvaldinu ásamt stjórnarráði ráðherra, sem kjörnir eru af þinginu.<ref name="Borak2004">{{cite book |chapter-url=https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak |chapter-url-access=registration |title=Slovenia: From Yugoslavia to the European Union |publisher=World Bank Publications |editor1-first=Mojmir |editor1-last=Mrak |editor2-first=Matija |editor2-last=Rojec |editor3-first=Carlos |editor3-last=Silva-Jáuregui |year=2004 |series=World Bank Publications |isbn=978-0-8213-5718-7 |chapter=Institutional Setting for the New Independent State |first1=Neven |last1=Borak |first2=Bistra |last2=Borak |page=[https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak/page/58 58]}}</ref> Slóvenska þingið er [[tvískipt þing|tvískipt]]. Það samanstendur af þjóðþinginu (''Državni zbor'') og þjóðarráðinu (''Državni svet''). Þjóðþingið samanstendur af 90 sætum. 88 sæti eru skipuð fulltrúum sem eru kjörnir með [[hlutfallskosning]]u. Tvö sæti eru frátekin fyrir innfæddu ungversku og ítölsku minnihlutahópana.<ref name="Prunk2007">{{cite book |url=https://books.google.com/books?id=dzAWAQAAMAAJ |title=Facts about Slovenia |first1=Janko |last1=Prunk |first2=Jernej |last2=Pikalo |first3=Marko |last3=Milosavljevič |year=2007 |publisher=Government Communication Office, Government of the Republic of Slovenia |isbn=978-961-6435-45-1 |page=23}}</ref> Þjóðarráðið hefur 40 sæti, sem samanstendur af fulltrúum hagsmunahópa á sviði velferðar, hagkerfis, fagmanna og sérhópa. Þingkosningar eru á fjögurra ára fresti, en þjóðarráðskosningar eru haldnar með óbeinum hætti á fimm ára fresti. === Stjórnsýslueiningar === Einu formlegu stjórnsýslueiningar landsins eru sveitarfélögin (''občine'') sem eru 212 talsins. Fyrir hverju sveitarfélagi fer sveitarstjóri (''župan'') sem er kosinn til fjögurra ára í senn, og sveitarstjórnir (''občinski svet''). Í flestum sveitarfélögum er bæjarráðið kosið með hlutfallskosningu, en í nokkrum minni sveitarfélögum er notast við [[meirihlutakosning]]u. Sveitarstjórinn skipar formann bæjarráðs.<ref name="www2.gov.si">{{cite web|url=http://www2.gov.si/zak/Zak_vel.nsf/0/660b7ab7cbd45736c125662d0037c142?OpenDocument |title=Sprejet zakon |publisher=.gov.si |date=13 July 2000 |access-date=2 June 2012}}</ref> [[Celje]], [[Koper]], [[Kranj]], [[Ljubljana]], [[Maribor]], [[Murska Sobota]], [[Nova Gorica]], [[Novo Mesto]], [[Ptuj]], [[Slovenj Gradec]] og [[Velenje]] teljast til bæjarfélaga (þéttbýlis). ==== Söguleg skipting ==== [[Mynd:Slo regions marked3.jpg|thumb|right|250px|Slóvenía er skipt, samkvæmt hefð, í átta svæði.]] Eins og gefið er upp í ''Enciklopedija Slovenije'' (Alfræðirit Slóveníu) eru hefðbundin landsvæði Slóveníu byggð á gamalli skiptingu Slóveníu í fjögur krúnulönd Habsborgara (Carniola, Carinthia, Styria og Littoral), og svæði þeirra eru: * [[Efri-Carniola]] (''Gorenjska'') (Merkt á kortinu sem U.C.) * [[Styria]] (''Štajerska'') (S) * [[Transmuraland]] (''Prekmurje'') (T) * [[Carinthia]] (''Koroška'') (C) * [[Innri-Carniola]] (''Notranjska'') (I.C.) * [[Neðri-Carniola]] (''Dolenjska'') (L.C.) * [[Goriška]] (G) * [[Slóvenska Istría]] (''Slovenska Istra'') (L) Síðustu tvö svæðin eru yfirleitt talin saman sem strandsvæðið (''Littoral'' eða ''Primorska''). Hvíta-Carniola (''Bela krajina''), sem er hluti Neðri-Carniolu, er yfirleitt talið sem hluti sérstaks svæðis. ==== Tölfræðileg skipting ==== [[Mynd:Slovenia Regions.png|thumb|right|400px|Slóveníu skipt í tólf svæði .]] Slóveníu er, frá og með [[maí]] [[2005]] skipt í tólf svæði vegna lagalegra og tölfræðilegra álitaefna. {| style="background:transparent;" |- valign="top" | <!--column 1--> {| style="background:transparent;" | 1 || {{kortaskýring|#C4FFC4|'''Gorenjska'''}} </tr> | 2 || {{kortaskýring|#B9B9FF|'''Goriška'''}} </tr> | 3 || {{kortaskýring|#FFC5C5|'''Jugovzhodna Slovenija'''}} </tr> | 4 || {{kortaskýring|#FFC8FF|'''Koroška'''}} </tr> | 5 || {{kortaskýring|#FFFFC9|'''Notranjsko-kraška'''}} </tr> | 6 || {{kortaskýring|#BDFFFF|'''[[Obalno-kraška]]'''}} </tr> |} | <!--column 2--> {| style="background:transparent;" |align="right"| 7 || {{kortaskýring|#D1A4A4|'''Osrednjeslovenska'''}} </tr> |align="right"| 8 || {{kortaskýring|#AED6AE|'''Podravska'''}} </tr> |align="right"| 9 || {{kortaskýring|#C5C5E2|'''Pomurska'''}} </tr> | 10 || {{kortaskýring|#DBB6DB|'''Savinjska'''}} </tr> | 11 || {{kortaskýring|#DFDFBF|'''Spodnjeposavska'''}} </tr> | 12 || {{kortaskýring|#B3D9D9|'''Zasavska'''}} |} |} Verið er að undirbúa nýja skiptingu landsins í á bilinu 12-14 svæði. Þó getur hugsast að þessi tólf svæði haldi sér. Eftir á að opinbera tillögur þess efnis. Að því loknu verður málið rætt á þingi. == Landfræði == [[Mynd:Triglav.jpg|thumb|250px|[[Triglav]] er hæsta fjall Slóveníu (2.864 m).]] Sagt er að fjögur svæði mætist í Slóveníu: [[Alpafjöllin]], [[Dinarísku alparnir]], [[Pannónía|Pannóníska sléttan]] og [[Miðjarðarhafið]]. Hæsta fjall Slóveníu heitir [[Triglav]] (2.864 m). Meðalhæð yfir sjávarmáli er 557 m. Slóvenía er þriðja mest skógi vaxna land Evrópu, á eftir [[Finnland]]i og [[Svíþjóð]]. Rúmlega helmingur landsis (11.691 km²) er þakinn [[skógur|skógi]], hluti þeirra er ævaforn. Stærst þeirra svæða er [[Kočevje]]. Graslendi þekur 5.593 km², 2.471 km² teljast til garða og engja. Loks eru 363 km² undirlagðir [[aldingarður|aldingörðum]] og 216 km² af [[vínekra|vínekrum]]. Strandlengja Slóveníu er 47 km. Ríkjandi loftslagsbelti eru [[miðjarðarhafsloftslag]] við strendurnar, [[alpaloftslag]] við fjöllin og [[meginlandsloftslag]] í austurhluta landsins. Meðalhitastig er -2&nbsp;°C í Janúar og 21&nbsp;°C í Júlí. Meðal[[úrkoma]] er 1.000 mm við strendurnar en svo 3.500 mm í Ölpunum, 800 mm í suðvestri og 1.400 mm á miðju landi. Fyrstu landfræðilegu svæðisskiptingar Slóveníu voru þróaðar af landfræðingunum [[Anton Melik]] (1935-1936) og [[Svetozar Ilešič]] (1968). Nýrri svæðisskipting sem [[Ivan Gams]] lagði til skiptir Slóveníu upp í eftirfarandi yfirsvæði: * [[Alparnir]] (''visokogorske Alpe'') * Hæðir við rætur Alpanna (''predalpsko hribovje'') * [[Ljúbljanadalurinn]] (''Ljubljanska kotlina'') * Miðjarðarhafsundirlendi Slóveníu (''submediteranska - primorska Slovenija'') * [[Dínarísku Alparnir|Dínaríska]] [[karst]]landslagið í Innri-Slóveníu (''dinarski kras notranje Slovenije'') * Pannóníuundirlendi Slóveníu (''subpanononska Slovenija'') Samkvæmt nýrri landfræðilegum skiptingum skiptist landið í fjögur yfirsvæði. Þau eru Alpasvæðið, Miðjarðarhafssvæðið, Dínaríska svæðið og Pannoníska svæðið. Svæðin eru skilgreind út frá hæð og loftslagi (meginlandsloftslag, alpaloftsslag og miðjarðarhafsloftslag), en ekki eru glögg skil á milli þeirra. Þessum yfirsvæðum er svo skipt í mörg og fjölbreytt undirsvæði. Ríkjandi þáttur í skilgreiningu þeirra er jarðfræðileg samsetning og hæð landsins. == Efnahagur == Slóvenía er hátekjuland ($23,250 árið 2006), með hæstu [[verg landsframleiðsla|vergu landsframleiðslu]] af þem löndum sem nýlega gengu inn í ESB eða um 90% af meðaltali innan Evrópu. [[Verðbólga]] hefur minnkað mikið undanfarið og er nú um meðaltal innan Evrópu. [[Hagvöxtur]] hefur verið mikill síðustu ár (5.2% fyrstu 9 mánuði 2006, 4.0% árið 2005, 4.4% árið 2004, áætlaður 4.8% 2007), eftir að hafa verið aðeins 2.7% 2003 áður en landið gekk inn í ESB. Frá síðustu aldamótum hafa bankar, símafyrirtæki og opinber þjónustufyrirtæki verið einkavædd. Höft á erlenda fjárfestingu hafa verið afnumin og gert er ráð fyrir að áhugi á erlendri fjárfestingu muni aukast næstu ár. == Íbúar == [[File:Population density in Slovenia.png|350px|thumb|Íbúaþéttleiki í Slóveníu eftir [[sveitarfélög Slóveníu|sveitarfélögum]] sem sýnir greinilega þéttbýlustu landsvæðin Ljúbljana og Kranj (miðju), Maribor (norðaustri) og Slóvensku Istríu (suðvestri).]] Íbúar Slóveníu eru um 2 milljónir talsins. Þéttleiki byggðar er 101 íbúar á ferkílómetra sem er með því minnsta sem gerist innan Evrópu (samanborið við til dæmis 402 í Hollandi og 195 á Ítalíu). Tölfræðihéraðið Karníóla-Karst er dreifbýlast en Mið-Slóvenía þéttbýlust. <ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |title=30.9 Gostota naseljenosti 1.7 – Population Density, 1 July |publisher=Stat.si |access-date=25 November 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130826070232/http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |archive-date=26 August 2013 |url-status=dead }}</ref> Slóvenía er á meðal þeirra Evrópulanda þar sem þjóðin eldist hvað örast, sem stafar af lágri fæðingartíðni og auknum lífslíkum.<ref>{{cite news |url=http://www.delo.si/zgodbe/delo2020/demografski-preobrat-tiha-revolucija-med-nami.html |title=Demografski preobrat: tiha revolucija med nami |language=sl |date=20 June 2011 |first=Milena |last=Zupanič |newspaper=Delo.si |publisher=Delo, d. d. |issn=1854-6544}}</ref> Næstum allir íbúar Slóveníu yfir 64 ára aldri eru komnir á eftirlaun, bæði karlar og konur.<ref name="Hoff2011">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=vmAQ_cwR14oC&pg=PA118 |title=Population Ageing in Central and Eastern Europe: Societal and Policy Implications |chapter=Population Ageing in Slovenia and Social Support Networks of Older People |pages=118–119 |editor-first=Andreas |editor-last=Hoff |first1=Valentina |last1=Hlebec |first2=Milivoja |last2=Šircelj |publisher=Ashgate Publishing, Ltd. |date=September 2011 |isbn=978-0-7546-7828-1}}</ref> Hópur vinnandi fólks fer því minnkandi þrátt fyrir aðflutning.<ref>{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=OgBaG-NB9hMC&pg=PA34 |title=Slovenia |chapter=Strong Growth but an Ageing Workforce |page=34 |publisher=OECD Publishing |date=July 2009 |isbn=978-92-64-06894-0}}</ref> Tillaga um að hækka eftirlaunaaldurinn úr því sem nú er (57 ár fyrir konur og 58 ár fyrir karla) var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2011.<ref name="CNBC2012-01-23">{{cite news |url=https://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |title=Countries with Aging Populations |work=CNBC |date=23 January 2012 |first=Rajeshni |last=Naidu-Ghelani |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20130223035533/http://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |archive-date=23 February 2013}}</ref> Töluverður munur er á lífslíkum karla (78,2 ár) og kvenna (84 ár).<ref>{{Cite web|url=http://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|title=Health status – Life expectancy at birth – OECD Data|website=theOECD|access-date=23 September 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190811172303/https://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|archive-date=11 August 2019|url-status=dead}}</ref> [[Fæðingartíðni]] árið 2014 var metin á 1,33 börn á konu, sem er nokkuð undir jafnvægishlutfallinu 2,1.<ref>{{cite web| url = https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovenia/| title = The World Factbook}}</ref> Meirihluti barna (58,6% árið 2016) fæðist utan hjónabands.<ref>{{cite web|url=http://www.stat.si/StatWeb/en/News/Index/6768|title=Births, Slovenia, 2016|website=Stat.si|access-date=3 August 2017}}</ref> Árið 2009 var [[Listi yfir lönd eftir tíðni sjálfsmorða|tíðni sjálfsmorða]] í Slóveníu 22 á 100.000 íbúa á ári, sem er með því mesta sem gerist í Evrópu.<ref name="stat2009suicide">{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |title=World Suicide Prevention Day 2010 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia |date=8 September 2010 |access-date=14 September 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20101113165716/http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |archive-date=13 November 2010 |url-status=dead }}</ref> Frá 2000 til 2010 hafði þessi tíðni samt lækkað um 30%. Töluverður munur er á kynjum og landsvæðum.<ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=4162 |title=World Suicide Prevention Day 2011 |date=8 September 2011 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia}}</ref> == Menning == [[Mynd:Kozolec_Velika_Strmica.jpg|thumb|right|Heyþurrkhjallur í Slóveníu.]] Meðal þekktustu fulltrúa slóvenskrar menningar á heimsvísu eru hljómsveitin [[Laibach]] og heimspekingurinn [[Slavoj Žižek]]. Varðveittar sögulegar byggingar í Slóveníu eru meðal annars 2.500 kirkjur, 1.000 kastalar, rústir og herragarðar, býli og sérstakar byggingar til heyþurrkunar sem nefnast ''kozolci''.<ref>{{Cite book|last1=Planet|first1=Lonely|url=https://books.google.com/books?id=R4RADAAAQBAJ&pg=PT498|title=Lonely Planet Slovenia|last2=Bain|first2=Carolyn|last3=Fallon|first3=Steve|date=1 May 2016|publisher=Lonely Planet|isbn=978-1-76034-148-0|pages=498|language=en}}</ref> Fjórir staðir í Slóveníu eru á [[heimsminjaskrá UNESCO]]. [[Škocjan-hellar]] og [[karst]]landslagið þar í kring eru verndað svæði.<ref>{{Cite web|title=Škocjan Caves mark 30th anniversary of UNESCO listing|url=http://www.sloveniatimes.com/skocjan-caves-mark-30th-anniversary-of-unesco-listing|website=The Slovenia Times|date=26 November 2016|access-date=21 May 2020}}</ref> Gömlu skógarnir í kringum [[Goteniški Snežnik]] og [[Kočevski Rog]] í suðausturhluta landsins eru líka friðaðir. [[Idrija-kvikasilfursnámurnar]] eru á listanum og líka forsögulegu [[stauraþorp]]in í [[Ljúbljanamerski]].<ref>{{cite journal |last1=Budja |first1=Mihael |last2=Mlekuz |first2=Dimitrij |s2cid=140165952 |title=Lake or Floodplain? Mid-Holocene Settlement Patterns and the Landscape Dynamic of the Izica Floodplain (Ljubljana Marsh, Slovenia) |journal=The Holocene |date=2010 |volume=20 |issue=8 |page=1269 |doi=10.1177/0959683610371998|bibcode=2010Holoc..20.1269B }}</ref> Einn mest ljósmyndaði staður landsins eru byggingarnar á [[Bledeyja|Bledeyju]]. Kastalinn er safn og veitingastaður. Í nágrenni [[Postonja]] er [[Predjamakastali]] hálffalinn í helli. Á söfnum í Ljúbljana og annars staðar má sjá einstakar minjar eins og [[Divje Babe-flautan|Divje Babe-flautuna]] og [[hjólið frá Ljúbljanamerski]] sem er talið elsta varðveitta [[hjól]] heims. Í Ljúbljana er að finna arkitektúr frá tímum [[barokk]]sins og [[Art Nouveau]] auk samtímabyggingarlistar. Nýstárlegar gönguleiðir og brýr í Ljúbljana eftir slóvenska arkitektinn [[Jože Plečnik]] eru eitt af því eftirtektarverðasta við borgina. == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * [http://www.slovenia.si/ Slovenia.si Opinber vefgátt] * [http://www.vlada.si/en/ Vefur ríkisstjórnar Slóveníu] * [http://www.sloveniatimes.com Slovenia Times: slóvenskt dagblað á ensku] {{Evrópa}} {{Evrópusambandið}} {{Evrópuráðið}} {{Efnahags- og framfarastofnunin}} [[Flokkur:Slóvenía| ]] swvdeez5mfrbxqay01dv0l9i4ho9ykn Slóvakía 0 5184 1765510 1765442 2022-08-20T19:13:24Z Akigka 183 /* Stjórnsýslueiningar */ wikitext text/x-wiki {{Land | nafn = Lýðveldið Slóvakía | nafn_á_frummáli = Slovenská republika | nafn_í_eignarfalli = Slóvakíu | fáni = Flag of Slovakia.svg | skjaldarmerki = Coat of Arms of Slovakia.svg | staðsetningarkort = EU-Slovakia.svg | tungumál = [[slóvakíska]] | höfuðborg = [[Bratislava]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Slóvakíu|Forseti]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Slóvakíu|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga1 = [[Zuzana Čaputová]] | nafn_leiðtoga2 = [[Eduard Heger]] | ESBaðild = [[2004]] | stærðarsæti = 127 | flatarmál = 49.035 | hlutfall_vatns = 0,72 | mannfjöldaár = 2022 | mannfjöldasæti = 117 | fólksfjöldi = 5.460.185 | íbúar_á_ferkílómetra = 111 | staða = [[Sjálfstæði]] | atburður1 = [[Skipting Tékkóslóvakíu]] | dagsetning1 = 1. janúar 1993 | VLF_ár = 2022 | VLF = 203,243 | VLF_sæti = 70 | VLF_á_mann = 37.136 | VLF_á_mann_sæti = 41 | VÞL = {{hækkun}} 0.860 | VÞL_sæti = 39 | VÞL_ár = 2019 | gjaldmiðill = [[evra]] (EUR) | tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 á sumrin) | þjóðsöngur = [[Nad Tatrou sa blýska]] | tld = sk | símakóði = 421 }} '''Slóvakía''' (slóvakíska: ''Slovensko''), opinberlega '''Slóvakíska lýðveldið''' (''Slovenská republika''), er [[landlukt]] land í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]. Það á landamæri að [[Austurríki]] og [[Tékkland]]i í vestri, [[Pólland]]i í norðri, [[Úkraína|Úkraínu]] í austri og [[Ungverjaland]]i í suðri. Landið er að mestu fjalllent og nær yfir 49.000 km<sup>2</sup> með 5,4 milljón íbúa. Helstu borgir eru [[Bratislava]], sem er [[höfuðborg]] og stærsta borg landsins, [[Košice]], [[Prešov]], [[Žilina]], [[Nitra]] og [[Banská Bystrica]]. [[Slavar]] komu á landsvæðið þar sem Slóvakía er nú á 5. og 6. öld. Á 7. öld léku þeir lykilhlutverk í myndun [[ríki Samos|ríkis Samos]]. Á 9. öld var [[furstadæmið Nitra]] stofnað, en seinna lagði furstadæmið Mæri það undir sig og varð við það [[Stór-Mæri]]. Eftir upplausn Stór-Mæri á 10. öld varð svæðið hluti af [[Ungverska furstadæmið|Ungverska furstadæminu]] sem síðar varð [[Konungsríkið Ungverjaland]] árið 1000.<ref>{{cite book |title=Encyclopedia of Russian & Slavic myth and legend |last=Dixon-Kennedy |first=Mike |year=1998 |publisher=ABC-CLIO |isbn=978-1-57607-130-4 |page=375 |url=https://books.google.com/books?id=eD5AkdM83iIC&pg=PA57 |access-date=23 April 2009}}</ref> Eftir [[innrás Mongóla í Evrópu]] árin 1241 og 1241 var landinu eytt. Undir yfirráðum [[Béla 4. af Ungverjalandi]] var það byggt að nýju, að hluta með [[Karpata-Þjóðverar|Karpata-Þjóðverjum]] sem settust að í [[Hauerland]] og Austur-Slóvakíu.<ref>Karl Julius Schröer, ''Die deutschen Mundarten des ungrischen Berglandes'' (1864)</ref> Eftir [[fyrri heimsstyrjöld]] og upplausn [[Austurríki-Ungverjaland|Austurríkis-Ungverjalands]] var [[Tékkóslóvakía]] stofnuð. Tékkóslóvakía var eina landið í Mið- og Austur-Evrópu sem hélt lýðræðislegri stjórn á [[millistríðsárin|millistríðsárunum]]. Fasistaflokkar náðu þó smám saman völdum í löndum Slóvaka og fyrsta [[Slóvakíska lýðveldið (1939-1945)|Slóvakíska lýðveldið]] var [[leppríki]] [[Þriðja ríkið|Þriðja ríkisins]]. Þegar [[síðari heimsstyrjöld]] lauk var Tékkóslóvakía endurreist. Eftir [[valdaránið í Tékkóslóvakíu 1948]] tók kommúnistastjórn við völdum og landið varð hluti af [[Austurblokkin]]ni. Tilraunir til að auka frjálsræði í stjórnháttum leiddu til [[Vorið í Prag|vorsins í Prag]] sem var brotið á bak aftur með [[innrásin í Tékkóslóvakíu|innrás Varsjárbandalagsins]] í ágúst 1968. Árið 1989 lauk stjórn kommúnista friðsamlega með [[Flauelsbyltingin|Flauelsbyltingunni]] árið 1989. Slóvakía varð sjálfstætt ríki eftir [[skipting Tékkóslóvakíu|skiptingu Tékkóslóvakíu]] 1. janúar 1993. Slóvakía er [[þróað land]] og [[hjátekjuland]] sem situr mjög hátt á [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]]. Landið situr líka hátt á listum yfir lönd eftir [[Freedom in the World|borgararéttindum]], [[Fjölmiðlafrelsisvísitalan|fjölmiðlafrelsi]], [[netfrelsi]], [[Lýðræðisvísitalan|lýðræði]] og [[Friðarvísitalan|friðsæld]]. Landið býr við blandað [[markaðshagkerfi]] með umfangsmikið [[velferðarkerfi]], ókeypis [[heilbrigðisþjónusta|heilbrigðisþjónustu]], [[ókeypis menntun|menntun]] og eitt af lengstu greiddu [[fæðingarorlof]]um innan [[OECD]].<ref>{{cite news|url=https://www.economist.com/blogs/graphicdetail/2016/10/daily-chart-10|title=Which countries are most generous to new parents?|newspaper=The Economist |access-date=29 April 2017}}</ref> Slóvakía á aðild að [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]], [[evrusvæðið|evrusvæðinu]], [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]], [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[NATO]], [[CERN]], OECD, [[Alþjóðaviðskiptastofnunin]]ni, [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]], [[Visegrád-hópurinn|Visegrád-hópnum]] og [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]]. Í Slóvakíu eru átta staðir á [[heimsminjaskrá UNESCO]]. Slóvakía er stærsti bílaframleiðandi heims miðað við höfðatölu og þar voru framleiddir 1,1 milljón bílar árið 2019, sem var 43% af iðnframleiðslu landsins.<ref name="spectator.sme.sk">{{cite web|url=https://spectator.sme.sk/c/22300946/slovakia-beats-record-in-car-production-again.html|title=Slovakia beats record in car production, again|date=13 January 2020|access-date=1 February 2020}}</ref> == Heiti == Nafn landsins, ''Slovensko'' á [[slóvakíska|slóvakísku]], merkir „land [[Slavar|Slava]]“ og er dregið af eldri orðmynd ''Sloven/Slovienin''. Það er því skylt heitunum [[Slóvenía]] og [[Slavónía]]. Í miðaldalatínu, þýsku og jafnvel slavneskum heimildum var sama nafnið oft notað yfir Slóvaka, Slóvena, Slavóna og Slava almennt. Samkvæmt einni kenningu myndaðist nýtt heiti yfir forfeður Slóvaka milli 13. og 14. aldar, hugsanlega vegna áhrifa frá [[tékkneska]] orðinu ''Slovák'' sem er að finna í heimildum frá 13. öld.<ref name="ReferenceA">UHLÁR, V.: O pôvode názvov Slovák, Slovensko a slovenčina</ref> Þessi orðmynd varð smám saman að heiti yfir karlkyns Slóvaka, en konur (''Slovenka''), landið (''Slovensko'') og heiti tungumálsins (''slovenčina'') voru áfram byggð á eldri orðmyndinni. Flestar erlendar útgáfur af nafninu eru því dregnar af nýrri orðmyndinni (''Slóvakía'' á íslensku, ''Slowakei'' í þýsku, ''Slovaquie'' í frönsku o.s.frv.). Í miðaldalatínu voru heitin Slavus, Slavonia og Slavorum (og fleiri)<ref name="ReferenceA"/> notuð. Í þýskum heimildum voru lönd Slóvaka nefnd Windenland (sbr. [[Vindland]]) eða Windische Lande,<ref>{{cite book |last1=Papasonov |first1=Mária |last2=Šmahel |first2=František |last3=Dvořáková |first3=Daniela |first4=Ulrich |last4=Richental |title=Kostnická kronika. |location=Budmerice |publisher=Vydavateľstvo Rak |date=2009 |isbn=978-808550142-1}}.</ref> en orðin ''Slovakia'' og ''Schlowakei'' koma fyrir frá 16. öld.<ref>Uličný, Ferdinand (2014). "Toponymum Slovensko – pôvod a obsah názvu" [The name Slovakia (Slovensko) – its origin and content]. Historický časopis. Historický ústav SAV (3): 548. ISSN 0018-2575.</ref> Núverandi heiti landsins á slóvakísku, ''Slovensko'', kemur fyrst fyrir árið 1675.<ref>{{cite web |url=https://www.juls.savba.sk/ediela/ks/1992/8/ks1992-8.pdf |title=Výrazová a významová diferenciácia a vznik nových pomenovaní |work=Kultúra Slova |access-date=19 August 2021 |url-status=live}}</ref> ==Saga== [[Slavar]] settust að þar sem nú er Slóvakía á [[Þjóðflutningatímabilið|Þjóðflutningatímabilinu]] á [[5. öldin|5.]] og [[6. öldin|6. öld]] og voru miðstöð [[ríki Samós|ríkis Samós]] á [[7. öldin|7. öld]]. Á [[9. öldin|9. öld]] var [[furstadæmið Nitra]] stofnað í kringum borgina Nitra sem síðar varð hluti af [[Stór-Moravía|Stór-Moravíu]] ásamt [[Moravía|Moravíu]]. Eftir [[10. öldin|10. öld]] varð Slóvakía smám saman hluti af [[Konungsríkið Ungverjaland|Ungverjalandi]] sem aftur varð hluti af [[Austurríki-Ungverjaland]]i. Þegar Austurríki-Ungverjaland leystist upp í kjölfar [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri heimsstyrjaldar]] varð Slóvakía hluti af [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]] ásamt Tékklandi. Slóvakía lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis árið [[1939]] að undirlagi [[Þýskaland]]s en eftir [[Síðari heimsstyrjöld]] var Tékkóslóvakía sameinuð á ný. Í kjölfar [[Flauelsbyltingin|Flauelsbyltingarinnar]] lýsti Slóvakía aftur yfir sjálfstæði árið 1992. Slóvakía gekk í [[Evrópusambandið]] og [[Atlantshafsbandalagið]] árið 2004 og gerðist aðili að [[Schengen-samstarfið|Schengen]] árið 2007. ==Landfræði== [[Mynd:Slovacchia CIA map.gif|thumb|Kort.]] [[Mynd:Slovakia topo.jpg|thumb|Kort sem sýnir fjöll landsins.]] Slóvakía liggur milli 47. og 50. breiddargráðu norður og 16. og 23. lengdargráðu austur. Landslag í Slóvakíu er að mestu fjalllent, með [[Karpatafjöll]] í mið- og norðurhluta og landsins. Undirfjöll þeirra [[Tatrafjöll]] eru með tugi tinda yfir 2.500 metrum; tindurinn [[Gerlachovský štít]] rís þeirra hæst (2655 m). Tatrafjöll eru einn hluti af [[Fatra-Tatrafjöll]]um með [[Slóvakísku málmfjöllin]] og [[Beskid-fjöll]]. Stærsta undirlendið er í kringum [[Dóná]] í suðvestri, en þar á eftir kemur austurslóvakíska undirlendið í suðaustri.<ref name=cia>{{cite web |title= Slovakia |work= [[The World Factbook]] |publisher= [[Central Intelligence Agency|CIA]] |year=2007 |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovakia/ |access-date=26 April 2008}}</ref> Helstu fljót eru [[Dunajec]], [[Dóná]] og [[Morava]] en þau mynda einnig landamæri við nágrannalöndin. [[Skógur|Skógar]] þekja um 41% landsins.<ref>{{cite web|url=https://www.etrend.sk/trend-archiv/rok-/cislo-J%C3%BAn/az-dve-paetiny-uzemia-slovenska-pokryvaju-lesy.html|title=Až dve pätiny územia Slovenska pokrývajú lesy|publisher=etrend.sk|access-date=29 August 2017|archive-date=29 August 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170829040513/https://www.etrend.sk/trend-archiv/rok-/cislo-J%C3%BAn/az-dve-paetiny-uzemia-slovenska-pokryvaju-lesy.html|url-status=dead}}</ref> Níu [[þjóðgarður|þjóðgarðar]] þekja 6,5% svæði landsins. [[Hellar]] skipta hundruðum en þrjátíu þeirra eru opnir almenningi, þar af eru 5 hellar á lista [[UNESCO]]. ==Stjórnmál== ===Stjórnsýslueiningar=== Slóvakía skiptist í átta héruð (''krajov'' - eintala: ''kraj'') sem heita eftir höfuðstöðum sínum. Héruðin skiptast síðan í 79 umdæmi (''okresy'') sem aftur skiptast í mörg sveitarfélög (''obec''). {| style="background:none;" | |- | {| class="wikitable" |- style="line-height:1.25em; width:100%; font-size:85%;" ! Heiti<br><small>(á íslensku)</small> ! Heiti<br><small>(á slóvakísku)</small> ! Höfuðstaður ! Íbúafjöldi<br><small>(2011)</small> |- | [[Mynd:Coat of Arms of Bratislava Region.svg|x24px]] [[Bratislava-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Bratislavský kraj'' || style="font-size:90%;" | [[Bratislava]] || align=right | 602.436 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Trnava Region.svg|x24px]] [[Trnava-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Trnavský kraj'' || [[Trnava]] || align=right | 554.741 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Nitra Region.svg|x24px]] [[Nitra-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Nitriansky kraj'' || [[Nitra]] || align=right | 689.867 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Trenčín Region.svg|x24px]] [[Trenčín-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Trenčiansky kraj'' || [[Trenčín]] || align=right | 594.328 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Banská Bystrica Region.svg|x24px]] [[Banská Bystrica-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Banskobystrický kraj'' || [[Banská Bystrica]] || align=right | 660.563 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Žilina Region.svg|x24px]] [[Žilina-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Žilinský kraj'' || [[Žilina]] || align=right | 688.851 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Prešov Region.svg|x24px]] [[Prešov-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Prešovský kraj'' || [[Prešov]] || align=right | 814.527 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Košice Region.svg|x24px]] [[Košice-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Košický kraj'' || [[Košice]] || align=right | 791.723 |} | <div style="position: relative; <!-- this tests fine, which is what I needed: float:right -->;"> [[Image:Slovakia location map no surrounding.svg|500px]] <div style="font-size:80%"> {{Image label|x=28|y=170|text='''[[Bratislava-hérað|Bratislava]]'''}} {{Image label|x=75|y=155|text='''[[Trnava-hérað|Trnava]]'''}} {{Image label|x=120|y=190|text='''[[Nitra-hérað|Nitra]]'''}} {{Image label|x=115|y=100|text='''[[Trenčín-hérað|Trenčín]]'''}} {{Image label|x=190|y=75|text='''[[Žilina-hérað|Žilina]]'''}} {{Image label|x=195|y=135|text='''[[Banská Bystrica-hérað|Banská Bystrica]]'''}} {{Image label|x=360|y=75|text='''[[Prešov-hérað|Prešov]]'''}} {{Image label|x=340|y=125|text='''[[Košice-hérað|Košice]]'''}} </div></div> |} ==Efnahagur== Efnahagur Slóvakíu óx hratt á árunum frá 2002 til 2007 þegar hagvöxtur náði 10,5%. Landið var kallað ''Tatratígurinn'' (eftir [[Tatra-fjöll]]um á landamærum Slóvakíu og Póllands). Aukinn hagvöxtur stafaði einkum af breytingu úr áætlunarbúskap í markaðsbúskap undir stjórn hægristjórna, [[einkavæðing]]u og aukinni erlendri fjárfestingu. Helstu útflutningsvörur Slóvakíu eru [[hátækni]]vörur, [[bíll|bílar]] og bílahlutar. == Íbúar == Íbúar Slóvakíu er yfir 5,4 milljónir og eru flestir [[Slóvakar]] að uppruna. [[Þéttleiki byggðar]] er að meðaltali 110 íbúar á ferkílómetra.<ref>{{Cite web|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovakia/|title=Europe:: Slovakia — The World Factbook - Central Intelligence Agency|website=www.cia.gov|access-date=28 July 2019}}</ref> Samkvæmt manntali árið 2021 telur meirihluti íbúa Slóvakíu sig vera [[Slóvakar|Slóvaka]] (83,82%). Stærsta þjóðarbrotið sem býr í Slóvakíu eru [[Ungverjar]] (7,75%). Aðrir minnihlutahópar eru meðal annars [[Rómafólk]] (1,23%),<ref>{{cite web|title=Roma political and cultural activists estimate that the number of Roma in Slovakia is higher, citing a figure of 350,000 to 400,000|url=http://www.slovakia.org/society-roma.htm|publisher=Slovakia.org|access-date=25 November 2012|archive-url=https://web.archive.org/web/20130822033250/http://www.slovakia.org/society-roma.htm|archive-date=22 August 2013|url-status=dead}}</ref> [[Tékkar]] (0,53%), [[Rusynar]] (0,44%) og aðrir eða ótilgreint (6,1%).<ref>{{cite web|title= Census 2021|url=https://www.scitanie.sk/zilinsky-kraj-s-najvyssim-podielom-slovenskej-narodnosti|publisher=scitanie.sk}}</ref> Árið 2018 var [[miðaldur]] íbúa Slóvakíu 41 ár.<ref>{{citation|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovakia/|title= The World FactBook - Serbia|date=12 July 2018|work=[[The World Factbook]]}}</ref> Stórir hópar Slóvaka fluttust burt seint á 19. og í byrjun 20. aldar. Árið 1990 sögðust 1,8 milljónir manna í Ameríku eiga sér slóvakískan uppruna.<ref>"[https://www.loc.gov/rr/european/imsk/slovakia.html The Slovaks in America]". European Reading Room, Library of Congress.</ref> == Menning == === Alþýðumenning === [[File:Vlkolinec 02.jpg|thumb|right|Hægt er að skoða hefðbundin slóvakísk timburhús í þorpinu [[Vlkolínec]] sem er á heimsminjaskrá UNESCO.]] Slóvakísk [[alþýðumenning]] er áberandi hluti af menningu landsins og birtist meðal annars í bókmenntum, tónlist, dansi og byggingarlist. Eitt þekktasta dæmið er þjóðsöngur Slóvakíu, ''[[Nad Tatrou sa blýska]]'', sem byggist á þjóðlaginu ''[[Kopala studienku]]''. Helsta alþýðumenningarhátíð Slóvakíu fer fram árlega í [[Východná]]. Þetta er elsta og stærsta hátíð landsins með alþjóðlegri þátttöku.<ref>{{Cite web|url=http://www.festivalvychodna.sk/|title=Folklórny festival Východná|first=Národné osvetové|last=centrum|website=Folklórny festival Východná}}</ref> SĽUK (''Slovenský ľudový umelecký kolektív'') er stærsta alþýðulistafélag Slóvakíu. Hægt er að sjá vel varðveitt dæmi um alþýðilega byggingarlist í Slóvakíu í þorpinu [[Vlkolínec]] sem hefur verið á [[heimsminjaskrá UNESCO]] frá 1993.<ref>{{Cite web|url=https://whc.unesco.org/en/list/622/|title=Vlkolínec|first=UNESCO World Heritage|last=Centre|website=UNESCO World Heritage Centre}}</ref> Í [[Prešov-hérað]]i, er að finna stórfenglegar timburkirkjur. Flestar þeirra eru varðveittar sem [[menningararfur]] og sumar eru líka á heimsminjaskrá. [[File:Carpathian Bazaar of Tastes, Sanok 2010 97.JPG|thumb|left|[[Slóvakar]] í [[þjóðbúningur|þjóðbúningum]] frá Austur-Slóvakíu.]] Þekktasta alþýðuhetja Slóvakíu er ræninginn [[Juraj Jánošík]] (1688–1713) (eins konar [[Hrói höttur]] Slóvakíu) sem er sagður hafa rænt frá þeim ríku til að gefa fátækum. Ævi Jánošíks eru gerð skil í mörgum skáldverkum og kvikmyndum frá 20. öld. Ein þekktasta kvikmyndin er ''Jánošík'' eftir [[Martin Frič]] frá 1935.<ref>{{cite web|title=Jánošík movie on Czechoslovak Film Database|year=1935|url=http://www.csfd.cz/film/3113-janosik/}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * [http://www.vlada.gov.sk/government-office-of-the-slovak-republic/ Ríkisstjórn Slóvakíu] * [https://slovakia.travel/en Opinber ferðavefur] {{Stubbur|landafræði}} {{Evrópa}} {{Evrópusambandið}} {{Evrópuráðið}} {{Efnahags- og framfarastofnunin}} [[Flokkur:Slóvakía]] [[Flokkur:Landlukt lönd]] 83uh9aocst4a49y0prd5i1td2hjbh6c 1765512 1765510 2022-08-20T19:14:53Z Akigka 183 /* Alþýðumenning */ wikitext text/x-wiki {{Land | nafn = Lýðveldið Slóvakía | nafn_á_frummáli = Slovenská republika | nafn_í_eignarfalli = Slóvakíu | fáni = Flag of Slovakia.svg | skjaldarmerki = Coat of Arms of Slovakia.svg | staðsetningarkort = EU-Slovakia.svg | tungumál = [[slóvakíska]] | höfuðborg = [[Bratislava]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Slóvakíu|Forseti]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Slóvakíu|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga1 = [[Zuzana Čaputová]] | nafn_leiðtoga2 = [[Eduard Heger]] | ESBaðild = [[2004]] | stærðarsæti = 127 | flatarmál = 49.035 | hlutfall_vatns = 0,72 | mannfjöldaár = 2022 | mannfjöldasæti = 117 | fólksfjöldi = 5.460.185 | íbúar_á_ferkílómetra = 111 | staða = [[Sjálfstæði]] | atburður1 = [[Skipting Tékkóslóvakíu]] | dagsetning1 = 1. janúar 1993 | VLF_ár = 2022 | VLF = 203,243 | VLF_sæti = 70 | VLF_á_mann = 37.136 | VLF_á_mann_sæti = 41 | VÞL = {{hækkun}} 0.860 | VÞL_sæti = 39 | VÞL_ár = 2019 | gjaldmiðill = [[evra]] (EUR) | tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 á sumrin) | þjóðsöngur = [[Nad Tatrou sa blýska]] | tld = sk | símakóði = 421 }} '''Slóvakía''' (slóvakíska: ''Slovensko''), opinberlega '''Slóvakíska lýðveldið''' (''Slovenská republika''), er [[landlukt]] land í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]. Það á landamæri að [[Austurríki]] og [[Tékkland]]i í vestri, [[Pólland]]i í norðri, [[Úkraína|Úkraínu]] í austri og [[Ungverjaland]]i í suðri. Landið er að mestu fjalllent og nær yfir 49.000 km<sup>2</sup> með 5,4 milljón íbúa. Helstu borgir eru [[Bratislava]], sem er [[höfuðborg]] og stærsta borg landsins, [[Košice]], [[Prešov]], [[Žilina]], [[Nitra]] og [[Banská Bystrica]]. [[Slavar]] komu á landsvæðið þar sem Slóvakía er nú á 5. og 6. öld. Á 7. öld léku þeir lykilhlutverk í myndun [[ríki Samos|ríkis Samos]]. Á 9. öld var [[furstadæmið Nitra]] stofnað, en seinna lagði furstadæmið Mæri það undir sig og varð við það [[Stór-Mæri]]. Eftir upplausn Stór-Mæri á 10. öld varð svæðið hluti af [[Ungverska furstadæmið|Ungverska furstadæminu]] sem síðar varð [[Konungsríkið Ungverjaland]] árið 1000.<ref>{{cite book |title=Encyclopedia of Russian & Slavic myth and legend |last=Dixon-Kennedy |first=Mike |year=1998 |publisher=ABC-CLIO |isbn=978-1-57607-130-4 |page=375 |url=https://books.google.com/books?id=eD5AkdM83iIC&pg=PA57 |access-date=23 April 2009}}</ref> Eftir [[innrás Mongóla í Evrópu]] árin 1241 og 1241 var landinu eytt. Undir yfirráðum [[Béla 4. af Ungverjalandi]] var það byggt að nýju, að hluta með [[Karpata-Þjóðverar|Karpata-Þjóðverjum]] sem settust að í [[Hauerland]] og Austur-Slóvakíu.<ref>Karl Julius Schröer, ''Die deutschen Mundarten des ungrischen Berglandes'' (1864)</ref> Eftir [[fyrri heimsstyrjöld]] og upplausn [[Austurríki-Ungverjaland|Austurríkis-Ungverjalands]] var [[Tékkóslóvakía]] stofnuð. Tékkóslóvakía var eina landið í Mið- og Austur-Evrópu sem hélt lýðræðislegri stjórn á [[millistríðsárin|millistríðsárunum]]. Fasistaflokkar náðu þó smám saman völdum í löndum Slóvaka og fyrsta [[Slóvakíska lýðveldið (1939-1945)|Slóvakíska lýðveldið]] var [[leppríki]] [[Þriðja ríkið|Þriðja ríkisins]]. Þegar [[síðari heimsstyrjöld]] lauk var Tékkóslóvakía endurreist. Eftir [[valdaránið í Tékkóslóvakíu 1948]] tók kommúnistastjórn við völdum og landið varð hluti af [[Austurblokkin]]ni. Tilraunir til að auka frjálsræði í stjórnháttum leiddu til [[Vorið í Prag|vorsins í Prag]] sem var brotið á bak aftur með [[innrásin í Tékkóslóvakíu|innrás Varsjárbandalagsins]] í ágúst 1968. Árið 1989 lauk stjórn kommúnista friðsamlega með [[Flauelsbyltingin|Flauelsbyltingunni]] árið 1989. Slóvakía varð sjálfstætt ríki eftir [[skipting Tékkóslóvakíu|skiptingu Tékkóslóvakíu]] 1. janúar 1993. Slóvakía er [[þróað land]] og [[hjátekjuland]] sem situr mjög hátt á [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]]. Landið situr líka hátt á listum yfir lönd eftir [[Freedom in the World|borgararéttindum]], [[Fjölmiðlafrelsisvísitalan|fjölmiðlafrelsi]], [[netfrelsi]], [[Lýðræðisvísitalan|lýðræði]] og [[Friðarvísitalan|friðsæld]]. Landið býr við blandað [[markaðshagkerfi]] með umfangsmikið [[velferðarkerfi]], ókeypis [[heilbrigðisþjónusta|heilbrigðisþjónustu]], [[ókeypis menntun|menntun]] og eitt af lengstu greiddu [[fæðingarorlof]]um innan [[OECD]].<ref>{{cite news|url=https://www.economist.com/blogs/graphicdetail/2016/10/daily-chart-10|title=Which countries are most generous to new parents?|newspaper=The Economist |access-date=29 April 2017}}</ref> Slóvakía á aðild að [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]], [[evrusvæðið|evrusvæðinu]], [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]], [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[NATO]], [[CERN]], OECD, [[Alþjóðaviðskiptastofnunin]]ni, [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]], [[Visegrád-hópurinn|Visegrád-hópnum]] og [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]]. Í Slóvakíu eru átta staðir á [[heimsminjaskrá UNESCO]]. Slóvakía er stærsti bílaframleiðandi heims miðað við höfðatölu og þar voru framleiddir 1,1 milljón bílar árið 2019, sem var 43% af iðnframleiðslu landsins.<ref name="spectator.sme.sk">{{cite web|url=https://spectator.sme.sk/c/22300946/slovakia-beats-record-in-car-production-again.html|title=Slovakia beats record in car production, again|date=13 January 2020|access-date=1 February 2020}}</ref> == Heiti == Nafn landsins, ''Slovensko'' á [[slóvakíska|slóvakísku]], merkir „land [[Slavar|Slava]]“ og er dregið af eldri orðmynd ''Sloven/Slovienin''. Það er því skylt heitunum [[Slóvenía]] og [[Slavónía]]. Í miðaldalatínu, þýsku og jafnvel slavneskum heimildum var sama nafnið oft notað yfir Slóvaka, Slóvena, Slavóna og Slava almennt. Samkvæmt einni kenningu myndaðist nýtt heiti yfir forfeður Slóvaka milli 13. og 14. aldar, hugsanlega vegna áhrifa frá [[tékkneska]] orðinu ''Slovák'' sem er að finna í heimildum frá 13. öld.<ref name="ReferenceA">UHLÁR, V.: O pôvode názvov Slovák, Slovensko a slovenčina</ref> Þessi orðmynd varð smám saman að heiti yfir karlkyns Slóvaka, en konur (''Slovenka''), landið (''Slovensko'') og heiti tungumálsins (''slovenčina'') voru áfram byggð á eldri orðmyndinni. Flestar erlendar útgáfur af nafninu eru því dregnar af nýrri orðmyndinni (''Slóvakía'' á íslensku, ''Slowakei'' í þýsku, ''Slovaquie'' í frönsku o.s.frv.). Í miðaldalatínu voru heitin Slavus, Slavonia og Slavorum (og fleiri)<ref name="ReferenceA"/> notuð. Í þýskum heimildum voru lönd Slóvaka nefnd Windenland (sbr. [[Vindland]]) eða Windische Lande,<ref>{{cite book |last1=Papasonov |first1=Mária |last2=Šmahel |first2=František |last3=Dvořáková |first3=Daniela |first4=Ulrich |last4=Richental |title=Kostnická kronika. |location=Budmerice |publisher=Vydavateľstvo Rak |date=2009 |isbn=978-808550142-1}}.</ref> en orðin ''Slovakia'' og ''Schlowakei'' koma fyrir frá 16. öld.<ref>Uličný, Ferdinand (2014). "Toponymum Slovensko – pôvod a obsah názvu" [The name Slovakia (Slovensko) – its origin and content]. Historický časopis. Historický ústav SAV (3): 548. ISSN 0018-2575.</ref> Núverandi heiti landsins á slóvakísku, ''Slovensko'', kemur fyrst fyrir árið 1675.<ref>{{cite web |url=https://www.juls.savba.sk/ediela/ks/1992/8/ks1992-8.pdf |title=Výrazová a významová diferenciácia a vznik nových pomenovaní |work=Kultúra Slova |access-date=19 August 2021 |url-status=live}}</ref> ==Saga== [[Slavar]] settust að þar sem nú er Slóvakía á [[Þjóðflutningatímabilið|Þjóðflutningatímabilinu]] á [[5. öldin|5.]] og [[6. öldin|6. öld]] og voru miðstöð [[ríki Samós|ríkis Samós]] á [[7. öldin|7. öld]]. Á [[9. öldin|9. öld]] var [[furstadæmið Nitra]] stofnað í kringum borgina Nitra sem síðar varð hluti af [[Stór-Moravía|Stór-Moravíu]] ásamt [[Moravía|Moravíu]]. Eftir [[10. öldin|10. öld]] varð Slóvakía smám saman hluti af [[Konungsríkið Ungverjaland|Ungverjalandi]] sem aftur varð hluti af [[Austurríki-Ungverjaland]]i. Þegar Austurríki-Ungverjaland leystist upp í kjölfar [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri heimsstyrjaldar]] varð Slóvakía hluti af [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]] ásamt Tékklandi. Slóvakía lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis árið [[1939]] að undirlagi [[Þýskaland]]s en eftir [[Síðari heimsstyrjöld]] var Tékkóslóvakía sameinuð á ný. Í kjölfar [[Flauelsbyltingin|Flauelsbyltingarinnar]] lýsti Slóvakía aftur yfir sjálfstæði árið 1992. Slóvakía gekk í [[Evrópusambandið]] og [[Atlantshafsbandalagið]] árið 2004 og gerðist aðili að [[Schengen-samstarfið|Schengen]] árið 2007. ==Landfræði== [[Mynd:Slovacchia CIA map.gif|thumb|Kort.]] [[Mynd:Slovakia topo.jpg|thumb|Kort sem sýnir fjöll landsins.]] Slóvakía liggur milli 47. og 50. breiddargráðu norður og 16. og 23. lengdargráðu austur. Landslag í Slóvakíu er að mestu fjalllent, með [[Karpatafjöll]] í mið- og norðurhluta og landsins. Undirfjöll þeirra [[Tatrafjöll]] eru með tugi tinda yfir 2.500 metrum; tindurinn [[Gerlachovský štít]] rís þeirra hæst (2655 m). Tatrafjöll eru einn hluti af [[Fatra-Tatrafjöll]]um með [[Slóvakísku málmfjöllin]] og [[Beskid-fjöll]]. Stærsta undirlendið er í kringum [[Dóná]] í suðvestri, en þar á eftir kemur austurslóvakíska undirlendið í suðaustri.<ref name=cia>{{cite web |title= Slovakia |work= [[The World Factbook]] |publisher= [[Central Intelligence Agency|CIA]] |year=2007 |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovakia/ |access-date=26 April 2008}}</ref> Helstu fljót eru [[Dunajec]], [[Dóná]] og [[Morava]] en þau mynda einnig landamæri við nágrannalöndin. [[Skógur|Skógar]] þekja um 41% landsins.<ref>{{cite web|url=https://www.etrend.sk/trend-archiv/rok-/cislo-J%C3%BAn/az-dve-paetiny-uzemia-slovenska-pokryvaju-lesy.html|title=Až dve pätiny územia Slovenska pokrývajú lesy|publisher=etrend.sk|access-date=29 August 2017|archive-date=29 August 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170829040513/https://www.etrend.sk/trend-archiv/rok-/cislo-J%C3%BAn/az-dve-paetiny-uzemia-slovenska-pokryvaju-lesy.html|url-status=dead}}</ref> Níu [[þjóðgarður|þjóðgarðar]] þekja 6,5% svæði landsins. [[Hellar]] skipta hundruðum en þrjátíu þeirra eru opnir almenningi, þar af eru 5 hellar á lista [[UNESCO]]. ==Stjórnmál== ===Stjórnsýslueiningar=== Slóvakía skiptist í átta héruð (''krajov'' - eintala: ''kraj'') sem heita eftir höfuðstöðum sínum. Héruðin skiptast síðan í 79 umdæmi (''okresy'') sem aftur skiptast í mörg sveitarfélög (''obec''). {| style="background:none;" | |- | {| class="wikitable" |- style="line-height:1.25em; width:100%; font-size:85%;" ! Heiti<br><small>(á íslensku)</small> ! Heiti<br><small>(á slóvakísku)</small> ! Höfuðstaður ! Íbúafjöldi<br><small>(2011)</small> |- | [[Mynd:Coat of Arms of Bratislava Region.svg|x24px]] [[Bratislava-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Bratislavský kraj'' || style="font-size:90%;" | [[Bratislava]] || align=right | 602.436 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Trnava Region.svg|x24px]] [[Trnava-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Trnavský kraj'' || [[Trnava]] || align=right | 554.741 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Nitra Region.svg|x24px]] [[Nitra-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Nitriansky kraj'' || [[Nitra]] || align=right | 689.867 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Trenčín Region.svg|x24px]] [[Trenčín-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Trenčiansky kraj'' || [[Trenčín]] || align=right | 594.328 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Banská Bystrica Region.svg|x24px]] [[Banská Bystrica-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Banskobystrický kraj'' || [[Banská Bystrica]] || align=right | 660.563 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Žilina Region.svg|x24px]] [[Žilina-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Žilinský kraj'' || [[Žilina]] || align=right | 688.851 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Prešov Region.svg|x24px]] [[Prešov-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Prešovský kraj'' || [[Prešov]] || align=right | 814.527 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Košice Region.svg|x24px]] [[Košice-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Košický kraj'' || [[Košice]] || align=right | 791.723 |} | <div style="position: relative; <!-- this tests fine, which is what I needed: float:right -->;"> [[Image:Slovakia location map no surrounding.svg|500px]] <div style="font-size:80%"> {{Image label|x=28|y=170|text='''[[Bratislava-hérað|Bratislava]]'''}} {{Image label|x=75|y=155|text='''[[Trnava-hérað|Trnava]]'''}} {{Image label|x=120|y=190|text='''[[Nitra-hérað|Nitra]]'''}} {{Image label|x=115|y=100|text='''[[Trenčín-hérað|Trenčín]]'''}} {{Image label|x=190|y=75|text='''[[Žilina-hérað|Žilina]]'''}} {{Image label|x=195|y=135|text='''[[Banská Bystrica-hérað|Banská Bystrica]]'''}} {{Image label|x=360|y=75|text='''[[Prešov-hérað|Prešov]]'''}} {{Image label|x=340|y=125|text='''[[Košice-hérað|Košice]]'''}} </div></div> |} ==Efnahagur== Efnahagur Slóvakíu óx hratt á árunum frá 2002 til 2007 þegar hagvöxtur náði 10,5%. Landið var kallað ''Tatratígurinn'' (eftir [[Tatra-fjöll]]um á landamærum Slóvakíu og Póllands). Aukinn hagvöxtur stafaði einkum af breytingu úr áætlunarbúskap í markaðsbúskap undir stjórn hægristjórna, [[einkavæðing]]u og aukinni erlendri fjárfestingu. Helstu útflutningsvörur Slóvakíu eru [[hátækni]]vörur, [[bíll|bílar]] og bílahlutar. == Íbúar == Íbúar Slóvakíu er yfir 5,4 milljónir og eru flestir [[Slóvakar]] að uppruna. [[Þéttleiki byggðar]] er að meðaltali 110 íbúar á ferkílómetra.<ref>{{Cite web|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovakia/|title=Europe:: Slovakia — The World Factbook - Central Intelligence Agency|website=www.cia.gov|access-date=28 July 2019}}</ref> Samkvæmt manntali árið 2021 telur meirihluti íbúa Slóvakíu sig vera [[Slóvakar|Slóvaka]] (83,82%). Stærsta þjóðarbrotið sem býr í Slóvakíu eru [[Ungverjar]] (7,75%). Aðrir minnihlutahópar eru meðal annars [[Rómafólk]] (1,23%),<ref>{{cite web|title=Roma political and cultural activists estimate that the number of Roma in Slovakia is higher, citing a figure of 350,000 to 400,000|url=http://www.slovakia.org/society-roma.htm|publisher=Slovakia.org|access-date=25 November 2012|archive-url=https://web.archive.org/web/20130822033250/http://www.slovakia.org/society-roma.htm|archive-date=22 August 2013|url-status=dead}}</ref> [[Tékkar]] (0,53%), [[Rusynar]] (0,44%) og aðrir eða ótilgreint (6,1%).<ref>{{cite web|title= Census 2021|url=https://www.scitanie.sk/zilinsky-kraj-s-najvyssim-podielom-slovenskej-narodnosti|publisher=scitanie.sk}}</ref> Árið 2018 var [[miðaldur]] íbúa Slóvakíu 41 ár.<ref>{{citation|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovakia/|title= The World FactBook - Serbia|date=12 July 2018|work=[[The World Factbook]]}}</ref> Stórir hópar Slóvaka fluttust burt seint á 19. og í byrjun 20. aldar. Árið 1990 sögðust 1,8 milljónir manna í Ameríku eiga sér slóvakískan uppruna.<ref>"[https://www.loc.gov/rr/european/imsk/slovakia.html The Slovaks in America]". European Reading Room, Library of Congress.</ref> == Menning == === Alþýðumenning === [[File:Vlkolinec 02.jpg|thumb|right|Hægt er að skoða hefðbundin slóvakísk timburhús í þorpinu [[Vlkolínec]] sem er á heimsminjaskrá UNESCO.]] [[File:Carpathian Bazaar of Tastes, Sanok 2010 97.JPG|thumb|right|Slóvakar í [[þjóðbúningur|þjóðbúningum]] frá Austur-Slóvakíu.]] Slóvakísk [[alþýðumenning]] er áberandi hluti af menningu landsins og birtist meðal annars í bókmenntum, tónlist, dansi og byggingarlist. Eitt þekktasta dæmið er þjóðsöngur Slóvakíu, ''[[Nad Tatrou sa blýska]]'', sem byggist á þjóðlaginu ''[[Kopala studienku]]''. Helsta alþýðumenningarhátíð Slóvakíu fer fram árlega í [[Východná]]. Þetta er elsta og stærsta hátíð landsins með alþjóðlegri þátttöku.<ref>{{Cite web|url=http://www.festivalvychodna.sk/|title=Folklórny festival Východná|first=Národné osvetové|last=centrum|website=Folklórny festival Východná}}</ref> SĽUK (''Slovenský ľudový umelecký kolektív'') er stærsta alþýðulistafélag Slóvakíu. Hægt er að sjá vel varðveitt dæmi um alþýðilega byggingarlist í Slóvakíu í þorpinu [[Vlkolínec]] sem hefur verið á [[heimsminjaskrá UNESCO]] frá 1993.<ref>{{Cite web|url=https://whc.unesco.org/en/list/622/|title=Vlkolínec|first=UNESCO World Heritage|last=Centre|website=UNESCO World Heritage Centre}}</ref> Í [[Prešov-hérað]]i, er að finna stórfenglegar timburkirkjur. Flestar þeirra eru varðveittar sem [[menningararfur]] og sumar eru líka á heimsminjaskrá. Þekktasta alþýðuhetja Slóvakíu er ræninginn [[Juraj Jánošík]] (1688–1713) (eins konar [[Hrói höttur]] Slóvakíu) sem er sagður hafa rænt frá þeim ríku til að gefa fátækum. Ævi Jánošíks eru gerð skil í mörgum skáldverkum og kvikmyndum frá 20. öld. Ein þekktasta kvikmyndin er ''Jánošík'' eftir [[Martin Frič]] frá 1935.<ref>{{cite web|title=Jánošík movie on Czechoslovak Film Database|year=1935|url=http://www.csfd.cz/film/3113-janosik/}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * [http://www.vlada.gov.sk/government-office-of-the-slovak-republic/ Ríkisstjórn Slóvakíu] * [https://slovakia.travel/en Opinber ferðavefur] {{Stubbur|landafræði}} {{Evrópa}} {{Evrópusambandið}} {{Evrópuráðið}} {{Efnahags- og framfarastofnunin}} [[Flokkur:Slóvakía]] [[Flokkur:Landlukt lönd]] s5sx908cwxdngcf2m6mcexxr1wdwf0h 1765513 1765512 2022-08-20T19:15:14Z Akigka 183 /* Tenglar */ wikitext text/x-wiki {{Land | nafn = Lýðveldið Slóvakía | nafn_á_frummáli = Slovenská republika | nafn_í_eignarfalli = Slóvakíu | fáni = Flag of Slovakia.svg | skjaldarmerki = Coat of Arms of Slovakia.svg | staðsetningarkort = EU-Slovakia.svg | tungumál = [[slóvakíska]] | höfuðborg = [[Bratislava]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Slóvakíu|Forseti]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Slóvakíu|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga1 = [[Zuzana Čaputová]] | nafn_leiðtoga2 = [[Eduard Heger]] | ESBaðild = [[2004]] | stærðarsæti = 127 | flatarmál = 49.035 | hlutfall_vatns = 0,72 | mannfjöldaár = 2022 | mannfjöldasæti = 117 | fólksfjöldi = 5.460.185 | íbúar_á_ferkílómetra = 111 | staða = [[Sjálfstæði]] | atburður1 = [[Skipting Tékkóslóvakíu]] | dagsetning1 = 1. janúar 1993 | VLF_ár = 2022 | VLF = 203,243 | VLF_sæti = 70 | VLF_á_mann = 37.136 | VLF_á_mann_sæti = 41 | VÞL = {{hækkun}} 0.860 | VÞL_sæti = 39 | VÞL_ár = 2019 | gjaldmiðill = [[evra]] (EUR) | tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 á sumrin) | þjóðsöngur = [[Nad Tatrou sa blýska]] | tld = sk | símakóði = 421 }} '''Slóvakía''' (slóvakíska: ''Slovensko''), opinberlega '''Slóvakíska lýðveldið''' (''Slovenská republika''), er [[landlukt]] land í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]. Það á landamæri að [[Austurríki]] og [[Tékkland]]i í vestri, [[Pólland]]i í norðri, [[Úkraína|Úkraínu]] í austri og [[Ungverjaland]]i í suðri. Landið er að mestu fjalllent og nær yfir 49.000 km<sup>2</sup> með 5,4 milljón íbúa. Helstu borgir eru [[Bratislava]], sem er [[höfuðborg]] og stærsta borg landsins, [[Košice]], [[Prešov]], [[Žilina]], [[Nitra]] og [[Banská Bystrica]]. [[Slavar]] komu á landsvæðið þar sem Slóvakía er nú á 5. og 6. öld. Á 7. öld léku þeir lykilhlutverk í myndun [[ríki Samos|ríkis Samos]]. Á 9. öld var [[furstadæmið Nitra]] stofnað, en seinna lagði furstadæmið Mæri það undir sig og varð við það [[Stór-Mæri]]. Eftir upplausn Stór-Mæri á 10. öld varð svæðið hluti af [[Ungverska furstadæmið|Ungverska furstadæminu]] sem síðar varð [[Konungsríkið Ungverjaland]] árið 1000.<ref>{{cite book |title=Encyclopedia of Russian & Slavic myth and legend |last=Dixon-Kennedy |first=Mike |year=1998 |publisher=ABC-CLIO |isbn=978-1-57607-130-4 |page=375 |url=https://books.google.com/books?id=eD5AkdM83iIC&pg=PA57 |access-date=23 April 2009}}</ref> Eftir [[innrás Mongóla í Evrópu]] árin 1241 og 1241 var landinu eytt. Undir yfirráðum [[Béla 4. af Ungverjalandi]] var það byggt að nýju, að hluta með [[Karpata-Þjóðverar|Karpata-Þjóðverjum]] sem settust að í [[Hauerland]] og Austur-Slóvakíu.<ref>Karl Julius Schröer, ''Die deutschen Mundarten des ungrischen Berglandes'' (1864)</ref> Eftir [[fyrri heimsstyrjöld]] og upplausn [[Austurríki-Ungverjaland|Austurríkis-Ungverjalands]] var [[Tékkóslóvakía]] stofnuð. Tékkóslóvakía var eina landið í Mið- og Austur-Evrópu sem hélt lýðræðislegri stjórn á [[millistríðsárin|millistríðsárunum]]. Fasistaflokkar náðu þó smám saman völdum í löndum Slóvaka og fyrsta [[Slóvakíska lýðveldið (1939-1945)|Slóvakíska lýðveldið]] var [[leppríki]] [[Þriðja ríkið|Þriðja ríkisins]]. Þegar [[síðari heimsstyrjöld]] lauk var Tékkóslóvakía endurreist. Eftir [[valdaránið í Tékkóslóvakíu 1948]] tók kommúnistastjórn við völdum og landið varð hluti af [[Austurblokkin]]ni. Tilraunir til að auka frjálsræði í stjórnháttum leiddu til [[Vorið í Prag|vorsins í Prag]] sem var brotið á bak aftur með [[innrásin í Tékkóslóvakíu|innrás Varsjárbandalagsins]] í ágúst 1968. Árið 1989 lauk stjórn kommúnista friðsamlega með [[Flauelsbyltingin|Flauelsbyltingunni]] árið 1989. Slóvakía varð sjálfstætt ríki eftir [[skipting Tékkóslóvakíu|skiptingu Tékkóslóvakíu]] 1. janúar 1993. Slóvakía er [[þróað land]] og [[hjátekjuland]] sem situr mjög hátt á [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]]. Landið situr líka hátt á listum yfir lönd eftir [[Freedom in the World|borgararéttindum]], [[Fjölmiðlafrelsisvísitalan|fjölmiðlafrelsi]], [[netfrelsi]], [[Lýðræðisvísitalan|lýðræði]] og [[Friðarvísitalan|friðsæld]]. Landið býr við blandað [[markaðshagkerfi]] með umfangsmikið [[velferðarkerfi]], ókeypis [[heilbrigðisþjónusta|heilbrigðisþjónustu]], [[ókeypis menntun|menntun]] og eitt af lengstu greiddu [[fæðingarorlof]]um innan [[OECD]].<ref>{{cite news|url=https://www.economist.com/blogs/graphicdetail/2016/10/daily-chart-10|title=Which countries are most generous to new parents?|newspaper=The Economist |access-date=29 April 2017}}</ref> Slóvakía á aðild að [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]], [[evrusvæðið|evrusvæðinu]], [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]], [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[NATO]], [[CERN]], OECD, [[Alþjóðaviðskiptastofnunin]]ni, [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]], [[Visegrád-hópurinn|Visegrád-hópnum]] og [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]]. Í Slóvakíu eru átta staðir á [[heimsminjaskrá UNESCO]]. Slóvakía er stærsti bílaframleiðandi heims miðað við höfðatölu og þar voru framleiddir 1,1 milljón bílar árið 2019, sem var 43% af iðnframleiðslu landsins.<ref name="spectator.sme.sk">{{cite web|url=https://spectator.sme.sk/c/22300946/slovakia-beats-record-in-car-production-again.html|title=Slovakia beats record in car production, again|date=13 January 2020|access-date=1 February 2020}}</ref> == Heiti == Nafn landsins, ''Slovensko'' á [[slóvakíska|slóvakísku]], merkir „land [[Slavar|Slava]]“ og er dregið af eldri orðmynd ''Sloven/Slovienin''. Það er því skylt heitunum [[Slóvenía]] og [[Slavónía]]. Í miðaldalatínu, þýsku og jafnvel slavneskum heimildum var sama nafnið oft notað yfir Slóvaka, Slóvena, Slavóna og Slava almennt. Samkvæmt einni kenningu myndaðist nýtt heiti yfir forfeður Slóvaka milli 13. og 14. aldar, hugsanlega vegna áhrifa frá [[tékkneska]] orðinu ''Slovák'' sem er að finna í heimildum frá 13. öld.<ref name="ReferenceA">UHLÁR, V.: O pôvode názvov Slovák, Slovensko a slovenčina</ref> Þessi orðmynd varð smám saman að heiti yfir karlkyns Slóvaka, en konur (''Slovenka''), landið (''Slovensko'') og heiti tungumálsins (''slovenčina'') voru áfram byggð á eldri orðmyndinni. Flestar erlendar útgáfur af nafninu eru því dregnar af nýrri orðmyndinni (''Slóvakía'' á íslensku, ''Slowakei'' í þýsku, ''Slovaquie'' í frönsku o.s.frv.). Í miðaldalatínu voru heitin Slavus, Slavonia og Slavorum (og fleiri)<ref name="ReferenceA"/> notuð. Í þýskum heimildum voru lönd Slóvaka nefnd Windenland (sbr. [[Vindland]]) eða Windische Lande,<ref>{{cite book |last1=Papasonov |first1=Mária |last2=Šmahel |first2=František |last3=Dvořáková |first3=Daniela |first4=Ulrich |last4=Richental |title=Kostnická kronika. |location=Budmerice |publisher=Vydavateľstvo Rak |date=2009 |isbn=978-808550142-1}}.</ref> en orðin ''Slovakia'' og ''Schlowakei'' koma fyrir frá 16. öld.<ref>Uličný, Ferdinand (2014). "Toponymum Slovensko – pôvod a obsah názvu" [The name Slovakia (Slovensko) – its origin and content]. Historický časopis. Historický ústav SAV (3): 548. ISSN 0018-2575.</ref> Núverandi heiti landsins á slóvakísku, ''Slovensko'', kemur fyrst fyrir árið 1675.<ref>{{cite web |url=https://www.juls.savba.sk/ediela/ks/1992/8/ks1992-8.pdf |title=Výrazová a významová diferenciácia a vznik nových pomenovaní |work=Kultúra Slova |access-date=19 August 2021 |url-status=live}}</ref> ==Saga== [[Slavar]] settust að þar sem nú er Slóvakía á [[Þjóðflutningatímabilið|Þjóðflutningatímabilinu]] á [[5. öldin|5.]] og [[6. öldin|6. öld]] og voru miðstöð [[ríki Samós|ríkis Samós]] á [[7. öldin|7. öld]]. Á [[9. öldin|9. öld]] var [[furstadæmið Nitra]] stofnað í kringum borgina Nitra sem síðar varð hluti af [[Stór-Moravía|Stór-Moravíu]] ásamt [[Moravía|Moravíu]]. Eftir [[10. öldin|10. öld]] varð Slóvakía smám saman hluti af [[Konungsríkið Ungverjaland|Ungverjalandi]] sem aftur varð hluti af [[Austurríki-Ungverjaland]]i. Þegar Austurríki-Ungverjaland leystist upp í kjölfar [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri heimsstyrjaldar]] varð Slóvakía hluti af [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]] ásamt Tékklandi. Slóvakía lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis árið [[1939]] að undirlagi [[Þýskaland]]s en eftir [[Síðari heimsstyrjöld]] var Tékkóslóvakía sameinuð á ný. Í kjölfar [[Flauelsbyltingin|Flauelsbyltingarinnar]] lýsti Slóvakía aftur yfir sjálfstæði árið 1992. Slóvakía gekk í [[Evrópusambandið]] og [[Atlantshafsbandalagið]] árið 2004 og gerðist aðili að [[Schengen-samstarfið|Schengen]] árið 2007. ==Landfræði== [[Mynd:Slovacchia CIA map.gif|thumb|Kort.]] [[Mynd:Slovakia topo.jpg|thumb|Kort sem sýnir fjöll landsins.]] Slóvakía liggur milli 47. og 50. breiddargráðu norður og 16. og 23. lengdargráðu austur. Landslag í Slóvakíu er að mestu fjalllent, með [[Karpatafjöll]] í mið- og norðurhluta og landsins. Undirfjöll þeirra [[Tatrafjöll]] eru með tugi tinda yfir 2.500 metrum; tindurinn [[Gerlachovský štít]] rís þeirra hæst (2655 m). Tatrafjöll eru einn hluti af [[Fatra-Tatrafjöll]]um með [[Slóvakísku málmfjöllin]] og [[Beskid-fjöll]]. Stærsta undirlendið er í kringum [[Dóná]] í suðvestri, en þar á eftir kemur austurslóvakíska undirlendið í suðaustri.<ref name=cia>{{cite web |title= Slovakia |work= [[The World Factbook]] |publisher= [[Central Intelligence Agency|CIA]] |year=2007 |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovakia/ |access-date=26 April 2008}}</ref> Helstu fljót eru [[Dunajec]], [[Dóná]] og [[Morava]] en þau mynda einnig landamæri við nágrannalöndin. [[Skógur|Skógar]] þekja um 41% landsins.<ref>{{cite web|url=https://www.etrend.sk/trend-archiv/rok-/cislo-J%C3%BAn/az-dve-paetiny-uzemia-slovenska-pokryvaju-lesy.html|title=Až dve pätiny územia Slovenska pokrývajú lesy|publisher=etrend.sk|access-date=29 August 2017|archive-date=29 August 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170829040513/https://www.etrend.sk/trend-archiv/rok-/cislo-J%C3%BAn/az-dve-paetiny-uzemia-slovenska-pokryvaju-lesy.html|url-status=dead}}</ref> Níu [[þjóðgarður|þjóðgarðar]] þekja 6,5% svæði landsins. [[Hellar]] skipta hundruðum en þrjátíu þeirra eru opnir almenningi, þar af eru 5 hellar á lista [[UNESCO]]. ==Stjórnmál== ===Stjórnsýslueiningar=== Slóvakía skiptist í átta héruð (''krajov'' - eintala: ''kraj'') sem heita eftir höfuðstöðum sínum. Héruðin skiptast síðan í 79 umdæmi (''okresy'') sem aftur skiptast í mörg sveitarfélög (''obec''). {| style="background:none;" | |- | {| class="wikitable" |- style="line-height:1.25em; width:100%; font-size:85%;" ! Heiti<br><small>(á íslensku)</small> ! Heiti<br><small>(á slóvakísku)</small> ! Höfuðstaður ! Íbúafjöldi<br><small>(2011)</small> |- | [[Mynd:Coat of Arms of Bratislava Region.svg|x24px]] [[Bratislava-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Bratislavský kraj'' || style="font-size:90%;" | [[Bratislava]] || align=right | 602.436 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Trnava Region.svg|x24px]] [[Trnava-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Trnavský kraj'' || [[Trnava]] || align=right | 554.741 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Nitra Region.svg|x24px]] [[Nitra-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Nitriansky kraj'' || [[Nitra]] || align=right | 689.867 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Trenčín Region.svg|x24px]] [[Trenčín-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Trenčiansky kraj'' || [[Trenčín]] || align=right | 594.328 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Banská Bystrica Region.svg|x24px]] [[Banská Bystrica-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Banskobystrický kraj'' || [[Banská Bystrica]] || align=right | 660.563 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Žilina Region.svg|x24px]] [[Žilina-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Žilinský kraj'' || [[Žilina]] || align=right | 688.851 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Prešov Region.svg|x24px]] [[Prešov-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Prešovský kraj'' || [[Prešov]] || align=right | 814.527 |- | [[Mynd:Coat of Arms of Košice Region.svg|x24px]] [[Košice-hérað]] | style="font-size:90%;" | ''Košický kraj'' || [[Košice]] || align=right | 791.723 |} | <div style="position: relative; <!-- this tests fine, which is what I needed: float:right -->;"> [[Image:Slovakia location map no surrounding.svg|500px]] <div style="font-size:80%"> {{Image label|x=28|y=170|text='''[[Bratislava-hérað|Bratislava]]'''}} {{Image label|x=75|y=155|text='''[[Trnava-hérað|Trnava]]'''}} {{Image label|x=120|y=190|text='''[[Nitra-hérað|Nitra]]'''}} {{Image label|x=115|y=100|text='''[[Trenčín-hérað|Trenčín]]'''}} {{Image label|x=190|y=75|text='''[[Žilina-hérað|Žilina]]'''}} {{Image label|x=195|y=135|text='''[[Banská Bystrica-hérað|Banská Bystrica]]'''}} {{Image label|x=360|y=75|text='''[[Prešov-hérað|Prešov]]'''}} {{Image label|x=340|y=125|text='''[[Košice-hérað|Košice]]'''}} </div></div> |} ==Efnahagur== Efnahagur Slóvakíu óx hratt á árunum frá 2002 til 2007 þegar hagvöxtur náði 10,5%. Landið var kallað ''Tatratígurinn'' (eftir [[Tatra-fjöll]]um á landamærum Slóvakíu og Póllands). Aukinn hagvöxtur stafaði einkum af breytingu úr áætlunarbúskap í markaðsbúskap undir stjórn hægristjórna, [[einkavæðing]]u og aukinni erlendri fjárfestingu. Helstu útflutningsvörur Slóvakíu eru [[hátækni]]vörur, [[bíll|bílar]] og bílahlutar. == Íbúar == Íbúar Slóvakíu er yfir 5,4 milljónir og eru flestir [[Slóvakar]] að uppruna. [[Þéttleiki byggðar]] er að meðaltali 110 íbúar á ferkílómetra.<ref>{{Cite web|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovakia/|title=Europe:: Slovakia — The World Factbook - Central Intelligence Agency|website=www.cia.gov|access-date=28 July 2019}}</ref> Samkvæmt manntali árið 2021 telur meirihluti íbúa Slóvakíu sig vera [[Slóvakar|Slóvaka]] (83,82%). Stærsta þjóðarbrotið sem býr í Slóvakíu eru [[Ungverjar]] (7,75%). Aðrir minnihlutahópar eru meðal annars [[Rómafólk]] (1,23%),<ref>{{cite web|title=Roma political and cultural activists estimate that the number of Roma in Slovakia is higher, citing a figure of 350,000 to 400,000|url=http://www.slovakia.org/society-roma.htm|publisher=Slovakia.org|access-date=25 November 2012|archive-url=https://web.archive.org/web/20130822033250/http://www.slovakia.org/society-roma.htm|archive-date=22 August 2013|url-status=dead}}</ref> [[Tékkar]] (0,53%), [[Rusynar]] (0,44%) og aðrir eða ótilgreint (6,1%).<ref>{{cite web|title= Census 2021|url=https://www.scitanie.sk/zilinsky-kraj-s-najvyssim-podielom-slovenskej-narodnosti|publisher=scitanie.sk}}</ref> Árið 2018 var [[miðaldur]] íbúa Slóvakíu 41 ár.<ref>{{citation|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovakia/|title= The World FactBook - Serbia|date=12 July 2018|work=[[The World Factbook]]}}</ref> Stórir hópar Slóvaka fluttust burt seint á 19. og í byrjun 20. aldar. Árið 1990 sögðust 1,8 milljónir manna í Ameríku eiga sér slóvakískan uppruna.<ref>"[https://www.loc.gov/rr/european/imsk/slovakia.html The Slovaks in America]". European Reading Room, Library of Congress.</ref> == Menning == === Alþýðumenning === [[File:Vlkolinec 02.jpg|thumb|right|Hægt er að skoða hefðbundin slóvakísk timburhús í þorpinu [[Vlkolínec]] sem er á heimsminjaskrá UNESCO.]] [[File:Carpathian Bazaar of Tastes, Sanok 2010 97.JPG|thumb|right|Slóvakar í [[þjóðbúningur|þjóðbúningum]] frá Austur-Slóvakíu.]] Slóvakísk [[alþýðumenning]] er áberandi hluti af menningu landsins og birtist meðal annars í bókmenntum, tónlist, dansi og byggingarlist. Eitt þekktasta dæmið er þjóðsöngur Slóvakíu, ''[[Nad Tatrou sa blýska]]'', sem byggist á þjóðlaginu ''[[Kopala studienku]]''. Helsta alþýðumenningarhátíð Slóvakíu fer fram árlega í [[Východná]]. Þetta er elsta og stærsta hátíð landsins með alþjóðlegri þátttöku.<ref>{{Cite web|url=http://www.festivalvychodna.sk/|title=Folklórny festival Východná|first=Národné osvetové|last=centrum|website=Folklórny festival Východná}}</ref> SĽUK (''Slovenský ľudový umelecký kolektív'') er stærsta alþýðulistafélag Slóvakíu. Hægt er að sjá vel varðveitt dæmi um alþýðilega byggingarlist í Slóvakíu í þorpinu [[Vlkolínec]] sem hefur verið á [[heimsminjaskrá UNESCO]] frá 1993.<ref>{{Cite web|url=https://whc.unesco.org/en/list/622/|title=Vlkolínec|first=UNESCO World Heritage|last=Centre|website=UNESCO World Heritage Centre}}</ref> Í [[Prešov-hérað]]i, er að finna stórfenglegar timburkirkjur. Flestar þeirra eru varðveittar sem [[menningararfur]] og sumar eru líka á heimsminjaskrá. Þekktasta alþýðuhetja Slóvakíu er ræninginn [[Juraj Jánošík]] (1688–1713) (eins konar [[Hrói höttur]] Slóvakíu) sem er sagður hafa rænt frá þeim ríku til að gefa fátækum. Ævi Jánošíks eru gerð skil í mörgum skáldverkum og kvikmyndum frá 20. öld. Ein þekktasta kvikmyndin er ''Jánošík'' eftir [[Martin Frič]] frá 1935.<ref>{{cite web|title=Jánošík movie on Czechoslovak Film Database|year=1935|url=http://www.csfd.cz/film/3113-janosik/}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * [http://www.vlada.gov.sk/government-office-of-the-slovak-republic/ Ríkisstjórn Slóvakíu] * [https://slovakia.travel/en Opinber ferðavefur] {{Evrópa}} {{Evrópusambandið}} {{Evrópuráðið}} {{Efnahags- og framfarastofnunin}} [[Flokkur:Slóvakía]] [[Flokkur:Landlukt lönd]] afsp2ll2kqn74mmp07cyti7ot3uxekz Knattspyrna 0 13842 1765474 1764835 2022-08-20T13:07:29Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Football_iu_1996.jpg|thumb|right|Leikmaðurinn í rauðu hefur brotist gegnum vörn hins liðsins og býst til að skjóta knettinum í markið.]] [[Mynd:La mejor Hinchada de Futbol Argentino.jpg|thumb|right|Fagnaðarlæti stuðningsmanna liðs í Argentínu.]] '''Knattspyrna''' eða '''fótbolti''' er [[boltaíþrótt]] þar sem farið er eftir [[Lög leiksins|17 reglum]] sem voru staðfestar af [[Alþjóðaknattspyrnusambandið|Alþjóðaknattspyrnusambandinu]] þegar það var stofnað árið 1886. Knattspyrna er leikin með [[knöttur|knetti]] af tveimur allt að 11 manna [[lið]]um (með [[Markmaður|markmanni]]) sem reyna að sigra hitt liðið með því að skora fleiri [[mark (knattspyrna)|mörk]] en andstæðingarnir á leiktíma sem venjulega er 90 mínútur. Til að skora mark þarf að spyrna boltanum inn í mark andstæðinganna. Ef mark er skorað í eigin mark kallast það sjálfsmark. Leikmenn mega ekki snerta boltann með hönd sinni, en markmaðurinn er undantekning. Hann má verja boltann með höndunum á afmörkuðu svæði sem kallast vítateigur. [[Alþjóðaknattspyrnusambandið]] er alþjóðasamband knattspyrnunnar. Það er oft kallað ''FIFA'' eftir skammstöfun heitis þess á frönsku (''Fédération Internationale de Football Association''). FIFA skipuleggur [[heimsbikarmót FIFA|heimsbikarmót]] í knattspyrnu í karla- og kvennaflokki á fjögurra ára fresti. [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] hefur farið fram á fjögurra ára fresti frá árinu 1930, nema í tvö skipti: 1942 og 1946 þegar mótið var fellt niður vegna [[Síðari heimsstyrjöld|Síðari heimsstyrjaldar]]. Um 190-200 landslið keppa í heimshlutamótum til að öðlast þátttökurétt á heimsmeistaramótinu þar sem 32 lið keppa í 4 vikur um heimsmeistaratitil. Heimsmeistaramót FIFA er eitt vinsælasta íþróttamót heims og fær meira áhorf en [[Ólympíuleikarnir]]. [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna]] hefur verið haldið á fjögurra ára fresti frá 1991. 1,12 milljarðar áhorfenda fylgdust með [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna 2019|heimsmeistaramóti kvenna 2019]] í Frakklandi, sem var met. Álfukeppnir eins og [[EM|Evrópumótið í knattspyrnu karla]] og [[Copa América]] eru vinsælustu álfukeppnirnar. Þekktasta íþróttamót knattspyrnuliða í Evrópu er [[Meistaradeild Evrópu]] í kvenna- og karlaflokki, sem er sýnd í sjónvarpi um allan heim. Úrslitakeppnin í karlaflokki hefur verið það íþróttamót sem fær mest áhorf á heimsvísu. Þekktustu efstu deildir knattspyrnuliða í heimi eru [[Enska úrvalsdeildin]] (''Premier League''), [[Spænska úrvalsdeildin]] (''La Liga''), [[Þýska úrvalsdeildin]] (''Bundesliga''), [[Ítalska úrvalsdeildin]] (''Serie A'') og [[Franska úrvalsdeildin]] (''Ligue 1''). Í þessum deildum leika bestu knattspyrnumenn heims og samanlögð laun þeirra eru yfir 600 milljónir punda. == Grunnreglur fótboltans == === Leikvöllurinn === [[Mynd:Football field.svg|thumb|right|Fótboltavöllur]] Leikurinn skal vera spilaður á grænu undirlagi en annars skal tilkynna mótherja um annað vallarval.<ref name="KSÍ reglur">{{Cite web |url=http://www.ksi.is/log-og-reglugerdir/reglugerdir/knattspyrnumot/ |title=Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót |access-date=2010-12-06 |archive-date=2012-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120321213338/http://www.ksi.is/log-og-reglugerdir/reglugerdir/knattspyrnumot/ |dead-url=yes }}</ref> Fótboltavöllurinn skal vera rétthyrndur og mörk hans merkt. Tvær lengri hliðar vallarins eru kallaðar ''hliðarlínur'' og styttri línurnar eru kallaðar ''markalínur''. Miðlína liggur þvert á völlinn á milli miðpunkta hliðarlínanna. Miðpunktur hennar er ''vallarmiðja'' sem jafnframt er miðpunktur hrings með 9,15 metra radíus. Hliðarlínur eiga í öllum tilvikum að vera lengri en markalínurnar. Stærð valla í landsleikjum er 100-110 metrar að lengd og 64-75 metrar að breidd. Leikir á vegum Knattspyrnusambands Íslands eru spilaðir á völlum með 68 metra breidd og 105 metra lengd.<ref>[http://www.ksi.is/media/mannvirki/2010-Knattspyrnuleikvangar-baeklingur.pdf Bæklingur um knattspyrnuleikvanga] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120321215022/http://www.ksi.is/media/mannvirki/2010-Knattspyrnuleikvangar-baeklingur.pdf |date=2012-03-21 }} KSÍ</ref> Stærð vallarins má breyta í öðrum tilvikum. Mark á að vera staðsett við miðju markalína. Mark samanstendur af tveimur lóðréttum stöngum sem eru samtengdar láréttri stöng efst. Lóðréttu stengurnar ''marksúlur'', eru 2.44 metrar og lárétta stöngin ''markslá'' er 7.32 metrar. Bæði marksúlur og markslá eiga að vera að hámarki 12 cm að breidd og hvítar að lit. Þær eiga að vera úr viði, málmi eða öðru samþykktu efni. Þær eiga að vera rétthyrndar, kassalaga, hringlaga eða spöröskjulaga og mega alls ekki vera hættulegar leikmönnum. Markið í heild sinni verður að vera örugglega fest við jörðu og færanleg mörk má aðeins nota ef þau uppfylla þetta skilyrði. Tvær línur eru dregnar frá markalínu, 5.5 metra frá marksúlu, samsíða hliðarlínum. Þær eru 5.5 metra langar og á milli enda þeirra er lína samsíða markalínunni. Þetta afmarkaða svæði kallast ''markteigur''. Aðrar tvær línur eru dregnar 16.5 metra frá marksúlu, samsíða hliðarlínum. Þær eru 16.5 metra langar og á milli enda þeirra er lína sem er samsíða markalínunni. Þetta afmarkaða svæði kallast ''vítateigur''. Við horn vallarins, þar sem markalínur og hliðarlínur mætast, skal vera fáni sem er ekki minni en 1.5 metrar. Á sama stað skal vera hornbogi með 1m radíus frá fánanum. Hornfáni við miðlínu er valkvæður. Merkingar mega vera utan vallarins á þessum stað. === Boltinn === Boltinn er kúlulaga með 68-70 cm þvermál og vegur á milli 410 og 450 grömm. Loftþrýstingur í boltanum skal jafngilda 0.6 - 1,1 loftþyngd við sjávarmál. Ef bolti verður ónothæfur við leik, þá er leikurinn stöðvaður og varabolti er settur á sama stað og boltinn sem varð ónothæfur var á. Ef taka á vítaspyrnu, markspyrnu eða álíka, þá er varaboltinn settur inná samkvæmt þeim reglum. Ekki má skipta út bolta án leyfis frá dómara. Boltar sem eru notaðir í keppnum FIFA, þurfa að vera merktir og staðfestir af FIFA. Auk þess eiga allar keppnir FIFA, og knattspyrnusamtaka, sem undir það heyra, að nota bolta sem er ekki merktur á annan hátt en þann að bera merki keppninnar og framleiðandans. === Fjöldi leikmanna === Fjöldi leikmana á að vera 11 hið mesta og í minnsta lagi 7. Einn leikmaður er markvörður. Ekki er heimilt að byrja leik með færri leikmönnum en sjö eða fleiri en 11. Í keppnum FIFA eða knattspyrnusamtaka sem heyra undir það, má hámarki skipta varamönnum inn á þrisvar sinnum í leik. Fjöldi varamanna sem eru heimilaðir á varamannabekk, eru ákvarðaðir af þeim knattspyrnusamtökunum sem við á. Í alþjóðlegum leikjum eru hámark sex leikmenn á varamannabekk, nema samkomulag ríki milli beggja liða sem keppa og dómari viti af ákvörðun liðanna. Í öllum tilfellum á að tilgreina leikmenn á varamannabekk áður en leikur hefst. Þegar leikmanni er skipt inná er dómari fyrst látinn vita af skiptingunni og hann stöðvar leikinn. Hann gefur leikmanni á vellinum merki um að koma að hliðarlínunni og fara útaf. Þegar að leikmaðurinn er farinn út af fer leikmaðurinn sem skipta á inná á völlinn frá hliðarlínu og við það telst skiptingunni lokið. Leikmaður, sem hefur verið skipt útaf, tekur ekki frekar þátt í leiknum og allir varamenn fylgja fyrirmælum dómara. Leikur er jafnframt stöðvaður, ef að útileikmaður er færður í markmannsstöðu. Fari leikmaður inn á völlinn án leyfis dómara er leikurinn stöðvaður. Dómarinn gefur leikmanninum viðvörun og leikurinn heldur áfram með ''aukaspyrnu''. Ef að leikmaður skiptir við markmann án leyfis dómara heldur leikurinn áfram, en leikmennirnir tveir eru viðvaraðir. Einungis má skipta inn leikmenn í hópi varaleikmanna. === Búnaður leikmanna === Leikmaður má ekki bera neinn búnað sem er hættulegur honum sjálfum eða öðrum leikmönnum. Grunnbúnaður leikmanns samanstendur af ermabol, stuttbuxum, sokkum, skóm og [[legghlífar|legghlífum]]. Bolur, stuttbuxur og ermar bolsins þurfa ekki endilega að vera í sama lit. Allir leikmenn liðsins að markmanni undanskildum, eiga að vera í eins búningi. Auk þess er aðildarfélögum KSÍ heimilt að leggja bann við takkaskóm.<ref name="KSÍ reglur"/> Ef að legghlífar eru notaðar, þá eiga þær að vera að fullu faldar bak við sokka leikmanns. Markmaður skal bera liti sem aðgreina hann frá öðrum leikmönnum, dómara og aðstoðardómurum. Ef þessum reglum er ekki fylgt er dómara heimilt að vísa leikmanni tímabundið af velli á meðan lausn er fengin á vandamálinu. === Dómari === Dómari sér um að reglum fótboltans sé framfylgt á þeim leik sem hann hefur verið skipaður á. Hann stjórnar leik í samvinnu með aðstoðardómara. Honum er heimilt að stöðva, fresta eða hætta við leik vegna utanaðkomandi truflunar eða vegna brota á grunnreglum fótboltans. Hann leggur mat á meiðsli leikmanna og bíður með að senda smávægilega meidda leikmenn af velli. Leikmenn með blæðandi sár er þó ávallt hleypt rakleiðis af velli og fá ekki að koma aftur á völlinn fyrr en blæðing hefur stöðvast. Þegar brot eiga sér stað og liðið sem brotið var á er með boltann leyfir dómari leiknum að halda áfram. Refsað er leikmanni sem brýtur á sér oftar en einu sinni í einu, háskalegar athafnir og starfsmönnum sem sýna ekki ábyrgð. Hann hleypir ekki utanaðkomandi persónu á völlinn og setur leik að nýju. Hann er tímastjórnandi leiksins og er oft sá sem er ábyrgur fyrir að senda leikskýrslu til knattspyrnusambandsins. Heimalið leiksins í keppni innan KSÍ eru þó ábyrg að senda leikskýrslur utan úrvalsdeildar karla og kvenna.<ref name="KSÍ reglur"/> Allar ákvarðanir dómara eru endanlegar og er ekki breytt nema eftir að dómarinn hafi ráðgefið sig við aðstoðardómara. Heimilt er að notast við tvo aðstoðardómara í leik. Þeir senda merki til dómara. Í þeim tilfellum þegar boltinn fer út fyrir völlinn segja þeir dómara til um hvort liðið eigi kröfu á innkasti, hornspyrnu eða markspyrnu, eftir því sem við á. Þeir láta vita af rangstöðu. Jafnframt láta þeir dómara vita af atvikum sem gerast utan vallarins eða eru utan sjónsviðs hans eins og skiptingar eða brot. Aðstoðardómari heyrir undir dómara. Frá 2017 hefur [[myndbandadómgæsla]] verið notuð í ríkari mæli. Þá fær aðaldómari skilaboð frá nokkrum aðstoðardómurum sem sitja við skjá og greina leikinn. Aðaldómari getur einnig skoðað sjálfur atvik í skjá við völlinn ef hann telur þörf á. == Fótboltalið == Í fótbolta er þrenn möguleg úrslit. Í leik þar sem annað liðið hefur skorað fleiri mörk en andstæðingurinn kallast leikurinn unninn, og það lið fær ýmist 2 eða 3 stig fyrir það afrek. Sé leikurinn hins vegar, með jafn mörgum mörkum frá báðum liðum vallarins kallast jafntefli og bæði lið fá eitt stig. Engin stig eru þó veitt í útsláttakeppnum, þar gildir að það lið sem sigrar heldur áfram í næstu umferð. Framlenging og loks vítaspyrnukeppni er gripið til ef leikurinn er jafn. Fótbolti er einn af vinsælustu íþróttum í heimi. Samkvæmt tölum Fifa, sem er yfirstjórn knattspyrnu í heiminum, spila yfir 265 milljónir manna í yfir 200 löndum fótbolta. Skipulagðir leikir eru spilaðir af 38 milljónum um allan heim í meira en 325 þúsund knattspyrnuklúbbum. 207 lönd og sjálfstjórnarsvæði eru meðlimir FIFA. Einungis þarf nokkrar grundvallarreglur og lítinn útbúnað til þess að iðka íþróttina. Nóbelsverðlaunahafinn [[Albert Camus]] sagði: "Allt sem ég veit með öryggi um siðferði og ábyrgð, á ég að þakka fótboltanum". === Félagslið === Fótbolti er ýmist spilaður í fótboltaklúbbum eða sem áhugamannaíþrótt. Fótboltaklúbbar eru félög sem spila á móti öðrum klúbbum í deild innan síns eigin lands. Oft eru margar deildir í einu landi, þar sem liðunum er skipt eftir því hversu vel liðið spilar. Auk fótboltaliðs starfa hjá félaginu þjálfarar, sjúkraþjálfarar og búningastjóri. Þjálfarar sjá um að kenna leikmönnum um þá tækni og færni sem notuð er í fótbolta. Sjúkraþjálfarar sjá um meiðsli leikmanna og búningastjórn sér um að allir búningar félagsins séu í röð og reglu. Áhugamenn hinsvegar, spila frekar upp á skemmtunina og þeim áhuga sem þeir hafa fyrir íþróttinni. Áhugamenn fá ekki greitt fyrir vinnu sína úti á vellinum, ólíkt atvinnumönnum í fótboltaklúbbum. Þessi laun, sem að atvinnumenn fá eru fengin með styrktarsamningum fyrirtækja, verðlaunafé við það að vinna keppnir og í sumum tilfellum fé frá eigendum liðsins. === Landslið === Auk félagsliða og áhugamannaliða eru starfrækt landslið. Landslið eru lið, þar sem óskað er eftir kröftum leikmanna sem hafa ríkisborgararétt í viðkomandi landi. Landsliðum er stjórnað af knattspyrnusamböndum, hvers lands fyrir sig, sem jafnframt stjórna fyrirkomulagi deildarleikja landsins. Landsliðum er skipt upp innan hvers lands eftir aldri. Unglingalið landsliðsins eru ýmist undir 17 ára, undir 19 ára, undir 21 árs og undir 23 ára. Ekki er þörf á að öll þessi landslið séu virk, og í raun er algengast að haldið sé út landsliðum aðeins í undir 17 ára, undir 19 ára og undir 21 árs. Aðallið landsliðs, getur þó alltaf kallað leikmenn sem eru á þessum aldri, nema að ákvörðun knattspyrnusambandsins sé önnur. === Áhorfendur === Áhorfendur eru fólk sem mætir á leikvanga, þar sem liðið spilar til þess að horfa á leikinn og styðja sitt lið. Auk þess er jafnframt til að áhorfendur fylgist með sínum liðum í sjónvarpi, með sjónvarpsútsendingum. Mismikill áhugi er þó á fótboltaliðum eftir kynjum. Fótbolti kvenna er í augum almennings minna umfangs og vinsældir hans minni, en vegna árangurs liða og landsliða hefur áhuginn undanfarið aukist, þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Þýskalandi. == Fordómar == * '''Á Íslandi:''' Knattspyrnusamband Íslands setti af stað átakið "Leikur án fordóma" með það að markmiði að útrýma fordómum úr knattspyrnu, sporna gegn einelti og leggja áherslu á heiðarlegan leik.<ref>{{Cite web |url=http://www.ksi.is/fraedsla/leikur_an_fordoma/ |title=KSÍ Leikur án fordóma |access-date=2010-12-04 |archive-date=2011-02-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110202113240/http://www.ksi.is/fraedsla/leikur_an_fordoma/ |dead-url=yes }}</ref> Fyrirliðar úrvalsdeildar karla og kvenna studdu átakið árið 2008, með samstarfsyfirlýsingu um að sýna gott fordæmi.<ref>[http://www.mbl.is/mm/sport/efstadeild/2008/05/09/knattspyrnumenn_a_islandi_vilja_fotbolta_an_fordoma/ - Knattspyrnumenn á Íslandi vilja fótbolta án fordóma]</ref> Sérstakar stofnanir gegn misrétti: * '''Kick It Out:''' Samtökin hafa stofnað staðal ''Equality Standard'' sem knattspyrnufélög fara eftir. Knattspyrnufélögin mynda stefnu gegn fordómum meðal áhorfenda og félagsins sjálfs. Fylgst er með breytingum og árangri. === Fótboltabullur === Ofbeldi í fótbolta hefur verið til frá upphafi hans og verið kennt við fótboltabullur. Þær urðu fyrst að skipulögðum hópum árið 1980 í Ítalíu. Fjölmiðlar hafa verið gagnrýndir fyrir að gefa fótboltabullum gaum og á þann veg efla ofbeldi í fótbolta.<ref>{{Cite web |url=http://expertfootball.com/history/soccer_hooliganism.php |title=- Hooliganism in European Football |access-date=2010-12-04 |archive-date=2011-06-14 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110614214742/http://expertfootball.com/history/soccer_hooliganism.php |dead-url=yes }}</ref> ==Tölfræði== ===Markahæstu menn karlaknattspyrnunnar samkvæmt ''Rec.Sport.Soccer Statistics Foundation'' (RSSSF) <ref>[http://www.rsssf.com/players/prolific.html Prolific Scorers Data] RSSSF</ref>=== <small>''Uppfært 5/6 2022.''</small> {| class="sortable wikitable" style="font-size:100%;" |- ! Sæti ! Leikmaður ! Fjöldi marka ! Fjöldi leikja ! Markahlutfall á leik ! Ár |- ||1.|| {{GER}} [[Erwin Helmchen]] || 982|| 575 || 1,71 || 1924-1951 |- ||2.|| {{AUT}}{{CZE}}[[Josef Bican]] || 948|| 621 || 1,53 || 1931-1955 |- ||3.|| {{PRT}}'''[[Cristiano Ronaldo]]'''||833||1159||0,72||'''2001-''' |- ||4.|| {{HUN}}[[Ferenc Puskás]] || 808|| 794 || 1,02 || 1943-1967 |- ||5.|| {{ARG}}'''[[Lionel Messi]]''' || 800 || 1031 || 0.77 || '''2003-''' |- ||6.|| {{HUN}}[[Ferenc Deák]] || 794|| 510 || 1,56 || 1939-1959 |- ||7.|| {{BRA}}[[Romário]] || 780|| 1000 || 0,78 || 1985-2009 |- ||8.|| {{BRA}}[[Pelé]] || 775|| 841 || 0,92 || 1956-1977 |- ||9.|| {{GER}}[[Gerd Müller]] || 735|| 793 || 0,93 || 1962-1981 |- ||10.|| {{NLD}}[[Abe Lenstra]] || 710|| 752 || 0,94 || 1936-1963 |- ||11.|| {{ENG}}[[Joe Bambrick]] || 678|| 565 || 1,2 || 1926-1939 |- ||12.|| {{ENG}}[[Jimmy Jones]] || 673|| 635 ||1,06 || 1946-1965 |- |13.|| {{POL}}{{GER}}[[Ernst Willimowski]] || 663|| 474||1,4 || 1934-1955 |- |14.|| {{ENG}}[[Tommy Lawton]] || 657+|| 742|| 0,89|| 1933-1956 |- ||15.|| {{HUN}}[[Ferenc Bene]] || 630|| 946 || 0,67 || 1961-1979 |- | 16.|| {{HUN}}[[Gyula Zsengellér]] || 611||641 ||0,95 || 1935-1953 |- ||17.|| {{POL}}'''[[Robert Lewandowski]]''' || 610|| 876 || 0,69 || '''2005-''' |- | 18.|| {{PRT}}[[Fernando Peyroteo]] || 597||369 || 1,62 || 1937-1949 |- | 19.|| {{PRT}}[[Eusébio]] || 591 ||631 ||0,94 || 1957-1980 |- ||20.|| {{GER}}[[Uwe Seeler]] || 582|| 686||0,85 || 1946-1972 |- ||21.|| {{SWE}}'''[[Zlatan Ibrahimovic]]''' || 579|| 989 || 0,59 || '''1999-''' |- ||22.|| {{BRA}}[[Túlio Maravilha]] || 575|| 838 ||0,69 || 1988-2019 |- | 23.|| {{GER}}[[Fritz Walter]] || 574||572 || 1,0 || 1928-1959 |- | 24.|| {{GER}}[[Franz Binder]] || 569+||430 || 1,32 || 1930-1949 |- | 25.|| {{HUN}}[[Imre Schlosser]] || 569+|| 458 ||1,24 || 1905-1928 |- | 26.|| {{ENG}}[[Jimmy Greaves]] || 567|| 812 || 0,7 || 1955-1980 |- | 27.|| {{ENG}}[[Glen Ferguson]] || 563||1058 ||0,53 || 1987-2011 |- | 28.|| {{MEX}}[[Hugo Sánchez]] || 562||956 || 0,59 || 1972-1997 |- | 29.|| {{PRT}}[[José Torres]] || 561||615 ||0,91 || 1953-1980 |- | 30.|| {{HUN}}[[Sándor Kocsis]] || 556||537 ||1,04 || 1945-1965 |- | 31.|| {{ENG}}[[Fred Roberts]] || 554||427 || 1,3 || 1924-1934 |- | 32.|| {{SKO}}[[James McGrory]] || 549||545 ||1,01 || 1918-1935 |- | 33.|| {{BRA}}[[Zico]] || 545||747 ||0,68 || 1960-1994 |- | 34.|| {{NIL}}[[Boy Martin]] || 541+||479|| 1,12 || 1930-1947 |- | 35.|| {{HUN}}[[Ferenc Szusza]] || 541||594 || 0,91 || 1941-1960 |- | 36.|| {{NIL}}[[Jimmy Kelly]] || 538||951 || 0,57 || 1926-1956 |- | 37.|| {{ESP}}[[Isidro Lángara]] || 534||433 ||1,23 || 1930-1948 |- | 38.|| {{ENG}}[[Dixie Dean]] || 531||577 || 0,91 || 1923-1940 |- | 39.|| {{HUN}}[[Nándor Hidegkuti]] || 526||678 || 0,78 || 1942-1958 |- | 40.|| {{URY}}'''[[Luis Suárez]]''' || 526 || 862|| 0.61 || '''2005-''' |- | 41.|| {{HUN}}[[József Takács]] || 523|| || || 1917-1934 |- | 42.|| {{AUT}}[[Hans Krankl]] || 514|| || || 1970-1989 |- | 43.|| {{BRA}}[[Roberto Dinamite]] || 514|| || || 1971-1991 |- | 44.|| {{ARG}}{{ESP}}[[ Alfredo Di Stéfano]] || 514|| || || 1945-1966 |- | 45.|| {{SWE}}[[Gunnar Nordahl]] || 513|| || || 1937-1958 |- | 46.|| {{BEL}}[[Joseph Mermans]] || 509||634 || 0,8 || 1932-1960 |- | 47.|| {{SKO}}[[Hughie Gallacher]] || 507||657 ||0,77 || 1921-1939 |- | 48.|| {{HUN}}[[Györgi Sárosi]] || 507||592 || 0,86|| 1930-1948 |- | 49.|| {{ENG}}[[Steve Bloomer]] || 505|| 753 || 0,67 || 1894-1914 |- | 50.|| {{CMR}}[[Roger Milla]] || 503|| 905 || || 1967-1996 |- |} ===Markahæstu menn samkvæmt ''International Federation of Football History & Statistics'' (IFFHS) <ref>[https://www.iffhs.com/posts/980 IFFHS ALL TIME WORLD'S BEST GOALSCORER RANKING] IFFHS</ref> === #'''[[Cristiano Ronaldo]]''': 814 #'''[[Lionel Messi]]''': 772 #[[Pelé]]: 765 #[[Romário]]: 753 #[[Ferenc Puskás]]: 729 #[[Josef Bican]]: 720 #[[Jimmy Jones]]: 647 #[[Gerd Müller]]: 634 #[[Eusébio]]: 622 #'''[[Robert Lewandowski]]''': 616 #[[Joe Bambrick]]: 616 #[[Glenn Ferguson]]: 562 #'''[[Zlatan Ibrahimovic]]''': 559 #[[Fernando Peyroteo]]: 552 #[[Uwe Seeler]]: 551 #[[Jimmy McGrory]]: 550 #[[Alfredo Di Stéfano]]: 530 #[[György Sárosi]]: 526 #'''[[Luis Suárez]]''': 515 #[[Roberto Dinamite]]: 511 #[[Hugo Sánchez]]: 507 #[[Imre Schlosser]]: 504 #[[Franz Binder]]: 502 ===Markahæstu menn hjá einu liði í karlaknattspyrnu=== {|class="wikitable soportable" |- !Sæti''' !Leikmaður !Mörk !Leikir !M/L !Ár !Félag |- |1.||{{ARG}} [[Lionel Messi]]||672||778||0.86||2003-2021||{{ESP}}[[FC Barcelona|Barcelona]] |- |2.||{{BRA}}[[Pelé]]||504||496||1.02||1956-1974||{{BRA}}[[Santos FC|Santos]] |- |3.||{{NLD}}[[Abe Lenstra]]||500||517||0.88||1933-1955||{{NLD}}[[Heerenveen]] |- |4.||{{PRT}}[[Cristiano Ronaldo]]||450||438||1.03||2009-2018||{{ESP}}[[Real Madrid]] |- |5.||{{GER}}[[Uwe Seeler]]||404||476||0.85||1953-1972||{{GER}}[[Hamburger SV|Hamburger]] |- |6.||{{AUT}}{{CZE}}[[Josef Bican]]||403||211||1.91||1937-1948||{{CZE}}[[Slavia Praga]] | |} ===Núverandi markahæstu menn karlaknattspyrnunnar=== {|class="wikitable" style="font-size:100%;" |- !Sæti !Leikmaður !Fjöldi marka !Fjöldi leikja !M/L !Ár !Núverandi félag |- |1. ||{{PRT}}[[Cristiano Ronaldo]]||833||1159||0.72||2001-||{{ENG}}[[Manchester United]] |- |2. ||{{ARG}}[[Lionel Messi]]||800||1031||0.77||2003-||{{FRA}}[[Paris Saint-Germain F.C.|PSG]] |- |3. ||{{POL}}[[Robert Lewandowski]]||610||876||0.69||2005-||{{ESP}}[[FC Barcelona]] |- |4. ||{{SWE}}[[Zlatan Ibrahimovic]]||579||989||0.59||1999-||{{ITA}}[[AC Milan|Milan]] |- |5. ||{{URY}}[[Luis Suárez]]'''||526||862||0.61||2005-||{{URY}}[[Club Nacional de Football]] |- |6. ||{{MDV}}[[Ali Ashfaq]]||488||561||0.87||2001-||{{MDV}}[[Club Eagles]] |- |7. ||{{FRA}}[[Karim Benzema]]||461||892||0.51||2004-||{{ESP}}[[Real Madrid]] |- |8. ||{{URY}}[[Edinson Cavani]]||444||795||0,56||2005-||{{ENG}}[[Manchester United]] |- |9. ||{{BRA}}[[Neymar]]||430||682||0.63||2009-||{{FRA}}[[Paris Saint-Germain F.C.|PSG]] |- |10. ||{{BRA}}[[Fred]]||411||806||0,51||2003-||{{BRA}}[[Fluminense]] |- |11. ||{{MNE}}[[Dejan Damjanović]]||384||766||0,50||1998-||{{HKG}}[[Kitchee SC|Kitchee]] |- |12. ||{{BIH}}[[Edin Džeko]]||382||866||0,44||2003-||{{ITA}}[[F.C. Internazionale Milano|Inter]] |- |13. ||{{KWT}}[[Bader Mutawa]]||373||642||0,58||2002-||{{KWT}}[[S.C. Al Qadsia|Al Qadsia]] |- |14. ||{{CHL}}[[Esteban Paredes]]||367||694||0.53||2000-||{{CHL}}[[Coquimbo Unido]] |- |15. ||{{ARG}}[[Gonzalo Higuaín]]||360||774||0,46||2005-||{{USA}}[[Inter Miami CF|Inter Miami]] |- |16. ||{{PRY}}[[Óscar Cardozo]]||359||770||0.46||2003-||{{PRY}}[[Club Libertad|Libertad]] |- |17. ||{{BRA}}[[Hulk]]||356||704||0.50||2004-||{{BRA}}[[Clube Atlético Mineiro|Atlético Mineiro]] |- |18. ||{{CRI}}[[Álvaro Saborío]]||352||684||0.51||2001-||{{CRI}}[[AD San Carlos|San Carlos]] |- |19. ||{{CHL}}[[Humberto Suazo]]||350||652||0.54||2000-||{{CHL}}[[Deportes La Serena|La Serena]] |- |20. ||{{FRA}}[[Bafetimbi Gomis]]||345||741||0.47||2004-||{{TUR}}[[Galatasaray]] |- |21. ||{{ISR}}[[Eran Zahavi]]||343||611||0,56||2006-||{{NLD}}[[PSV Eindhoven|PSV]] |- |22. ||{{COL}}[[Radamel Falcao]]||342||629||0.54||2003-||{{ESP}}[[Rayo Vallecano]] |- |23. ||{{BRA}}[[Vagner Love]]||341||726||0.47||2002-||{{DNK}}[[FK Midtjylland|Midtjylland]] |- |24. ||{{DZA}}[[Baghdad Bounedjah]]||341||397||0.85||2009-||{{QAT}}[[Al Sadd SC|Al Sadd]] |- |25. ||{{ARE}}[[Sebastián Tagliabue]]||340||553||0,61||2003-||{{ARE}}[[Al Nassr SC|Al Nassr]] |- |26. ||{{BEL}}[[Romelu Lukaku]]||334||611||0,54||2009-||{{ITA}}[[Inter Milan]] |- |27. ||{{QAT}}[[Rodrigo Tabata]]||332||720||0.47||1997-||{{QAT}}[[Al Sadd SC|Al Sadd]] |- |28. ||{{ENG}}[[Harry Kane]]||333||551||0,61||2009-||{{ENG}}[[Tottenham Hotspur|Tottenham]] |- |29. ||{{GAB}}[[Pierre-Emerick Aubameyang|Pierre Aubameyang]]||331||651||0,50||2007-||{{ESP}}[[FC Barcelona|Barcelona]] |- |30. ||{{HUN}}[[Nemenja Nikolič]]||323||594||0,54||2006-||{{HUN}}[[Fehérvár FC|Fehérvár]] |- |31. ||{{QAT}}[[Sebastián Soria]]||321||969||0,46||2002-||{{QAT}}[[Qatar SC|Qatar Sport]] |- |32. ||{{COD}}[[Dieumerci Mbokani]]||312||604||0,52||2004-||{{KWT}}[[Kuwait SC|Kuwait Sport]] |- |33. ||{{SWE}}[[Markus Berg]]||312||695||0,45||2002-||{{SWE}}[[IFK Göteborg|IFK]] |- |34. ||{{TUR}}[[Burat Yılmaz]]||309||706||0,44||2001-||{{FRA}}[[Lille OSC|Lille]] |- |35. ||{{ESP}}[[Roberto Soldado|Soldado]]||308||742||0,42||2001-||{{ESP}}[[Levante UD|Levante]] |- |36. ||{{FRA}}[[Andre-Pierre Gignac|Andre Gignac]]||307||701||0,44||2004-||{{MEX}}[[Tigres UANL|Tigres]] |- |37. ||{{ROU}}[[Claudiu Keşerü]]||303||689||0,41||2002-||{{ROU}}[[FCSB]] |- |38. ||{{SYR}}[[Omar Al Somah]]||300||373||0,80||2008-||{{KSA}}[[Al Ahli Saudi|Al Ahli]] |- |} ===Leikjahæstu menn karlaknattspyrnunnar=== <small>Leikjahæstu menn með meira en 1000 leiki - Uppfært 5. júní 2022</small> {|class="wikitable" style="font-size:100℅;" |- !Sæti !Leikmaður !Staða !Fjöldi Leikja !Ár |- |1. ||{{ENG}}[[Peter Shilton]]||GK||1390||1966-1997 |- |2. ||{{BRA}}[[Rogério Ceni]]||GK||1234||1990-2015 |- |3. ||{{BRA}}[[Fabio]]||GK||1184||1997- |- |4. ||{{PRT}}[[Cristiano Ronaldo]]||FW||1159||2001- |- |5. ||{{ITA}}[[Gianluigi Buffon]]||GK||1156||1995- |- |6. ||{{BRA}}[[Roberto Carlos]]||DF||1139||1991-2015 |- |7. ||{{ESP}}[[Xavi]]||MF||1135||1997-2019 |- |8. ||{{ESP}}[[Iker Casillas]]||GK||1119||1998-2020 |- |9. ||{{ENG}}[[Ray Clemence]]||GK||1118||1965-1988 |- |10. ||{{ARG}}[[Javier Zanetti]]||DF||1114||1992-2014 |- |11. ||{{JPN}}[[Yasuhito Endo]]||MF||1105||1998- |- |12. ||{{NIL}}[[Pat Jennings]]||GK||1095||1963-1986 |- |13. ||{{BRA}}[[Marcelinho Paraiba]]||MF||1092||1992-2020 |- |14. ||{{ENG}}[[Tony Ford]]||DF||1082||1975-2001 |- |15. ||{{BRA}}[[Djalma Santos]]||DF||1065||1947-1970 |- |16. ||{{ESP}}[[Raúl]]||FW||1064||1994-2015 |- |17. ||{{ENG}}[[Alan Ball Jr.]]||MF||1057||1960-1984 |- |18. ||{{BRA}}[[Dani Alves]]||DF||1057||2001- |- |19. ||{{ENG}}[[David Seaman]]||GK||1046||1982-2004 |- |20. ||{{ENG}}[[Frank Lampard]]||MF||1044||1995-2017 |- |21. ||{{ITA}}[[Paolo Maldini]]||DF||1041||1984-2009 |- |22. ||{{WAL}}[[Ryan Giggs]]||MF||1036||1990-2014 |- |23. ||{{ARG}}[[Lionel Messi]]||FW||1031||2003- |- |24. ||{{SKO}}[[Graham Alexander]]||DF||1025||1991-2012 |- |25. ||{{NIL}}[[Noel Bailie]]||DF||1024||1989-2011 |- |26. ||{{ENG}}[[David James]]||GK||1023||1989-2014 |- |27. ||{{ESP}}[[Andrés Iniesta]]||MF||1021||2001- |- |28. ||{{BRA}}[[Rivaldo]]||MF||1021||1989-2015 |- |29. ||{{ESP}}[[Andoni Zubizarreta]]||GK||1020||1980-1999 |- |30. ||{{BEL}}[[Timmy Simons]]||DF||1019||1994-2018 |- |31. ||{{NLD}}[[Clarence Seedorf]]||MF||1017||1992-2014 |- |32. ||{{ENG}}[[Ian Callaghan]]||MF||1002||1960-1982 |- |33. ||{{SKO}}[[Tommy Hutchison]]||MF||1001||1965-1994 |- |} ===Leikjahæstu menn hjá einu liði=== {|class="wikitable" |- !Sæti !Leikmaður !Staða !Fjöldi Leikja !Ár !Félag |- |1. ||{{BRA}}[[Rogerio Ceni]]||GK||1197||1990-2015||{{BRA}}[[São Paulo FC|São Paulo]] |- |2. ||{{NIL}}[[Noel Bailie]]||DF||1013||1989-2011||{{NIL}}[[Linfield FC|Linfield]] |- |3. ||{{BRA}}[[Fabio]]||GK||975||1997-||{{BRA}}[[Cruzeiro Esporte Clube|Cruzeiro]] |- |4. ||{{WAL}}[[Ryan Giggs]]||MF||963||1991-2014||{{ENG}}[[Manchester United]] |- |5. ||{{ITA}}[[Paolo Maldini]]||DF||902||1984-2009||{{ITA}}[[AC Milan|Milan]] |- |6. ||{{ENG}}[[Ian Callaghan]]||MF||870||1960-1978||{{ENG}}[[Liverpool FC|Liverpool]] |- |7. ||{{ENG}}[[Steve Perryman]]||DF||866||1969-1986||{{ENG}}[[Tottenham Hotspur|Tottenham]] |- |8. ||{{ARG}}[[Javier Zanetti]]||DF||858||1995-2014||{{ITA}}[[Inter Milan|Inter]] |- |9. ||{{ENG}}[[Terry Paine]]||DF||808||1956-1979||{{ENG}}[[Southampton FC|Southampton]] |- |} ===Núverandi leikahæstu menn=== {|class="wikitable" style="font-size:100℅;" |- !Sæti !Leikmaður !Staða !Fjöldi Leikja !Ár !Núverandi Félag |- |1. ||{{BRA}}[[Fabio]]||GK||1184||1997-||{{BRA}}[[Fluminense FC|Fluminense]] |- |2. ||{{PRT}}[[Cristiano Ronaldo]]||FW||1159||2001-||{{ENG}}[[Manchester United]] |- |3. ||{{ITA}}[[Gianluigi Buffon]]||GK||1156||1995-||{{ITA}}[[Parma Calcio 1913|Parma]] |- |4. ||{{JPN}}[[Yasuhito Endo]]||MF||1109||1998-||{{JPN}}[[Jubilo Iwata]] |- |5. ||{{BRA}}[[Dani Alves]]||DF||1062||2001-||{{ESP}}[[FC Barcelona|Barcelona]] |- |6. ||{{ARG}}[[Lionel Messi]]||FW||1031||2003-||{{FRA}}[[Paris Saint-Germain F.C.|PSG]] |- |7. ||{{ESP}}[[Andrés Iniesta]]||MF||1024||2001-||{{JPN}}[[Vissel Kobe]] |- |8. ||{{PRT}}[[João Moutinho]]||MF||1010||2003-||{{ENG}}[[Wolverhampton Wanderers|Wolverhampton]] |- |9. ||{{SWE}}[[Zlatan Ibrahimovic]]||FW||989||1999-||{{ITA}}[[AC Milan|Milan]] |- |10. ||{{ESP}}[[Pepe Reina]]||GK||969||1999-||{{ITA}}[[S.S. Lazio|Lazio]] |- |11. ||{{ESP}}[[Sergio Ramos]]||DF||952||2003-||{{FRA}}[[Paris Saint-Germain|PSG]] |- |12. ||{{HRV}}[[Luka Modric]]||MF||943||2001-||{{ESP}}[[Real Madrid]] |- |13. ||{{ENG}}[[James Milner]]||MF||941||2001-||{{ENG}}[[Liverpool FC|Liverpool]] |- |14. ||{{ESP}}[[Joaquín]]||MF||931||1999-||{{ESP}}[[Real Betis]] |- |15. ||{{ESP}}[[David Silva]]||MF||920||2001-||{{ESP}}[[Real Sociedad]] |} ==Heimild== * {{wpheimild|tungumál= en|titill= List of footballers with 500 or more goals|mánuðurskoðað= 2. Janúar.|árskoðað= 2022 }} * {{wpheimild|tungumál= en|titill=List of men's footballers with the most official appearances |mánuðurskoðað= 2. January.|árskoðað= 2022 }} == Heimildir == {{wikiorðabók|knattspyrna}}{{commonscat|Association football|knattspyrnu}}<div class="references-small"><references/></div> * [http://www.fifa.com/mm/document/affederation/generic/81/42/36/lawsofthegame%5f2010%5f11%5fe.pdf Laws of the Game] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20101222184033/http://www.fifa.com/mm/document/affederation/generic/81/42/36/lawsofthegame_2010_11_e.pdf |date=2010-12-22 }} FIFA [[Flokkur:Knattspyrna]] 9jkj4mk34192wbuxwwkwighgqftwzuz 1765527 1765474 2022-08-20T21:54:32Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Football_iu_1996.jpg|thumb|right|Leikmaðurinn í rauðu hefur brotist gegnum vörn hins liðsins og býst til að skjóta knettinum í markið.]] [[Mynd:La mejor Hinchada de Futbol Argentino.jpg|thumb|right|Fagnaðarlæti stuðningsmanna liðs í Argentínu.]] '''Knattspyrna''' eða '''fótbolti''' er [[boltaíþrótt]] þar sem farið er eftir [[Lög leiksins|17 reglum]] sem voru staðfestar af [[Alþjóðaknattspyrnusambandið|Alþjóðaknattspyrnusambandinu]] þegar það var stofnað árið 1886. Knattspyrna er leikin með [[knöttur|knetti]] af tveimur allt að 11 manna [[lið]]um (með [[Markmaður|markmanni]]) sem reyna að sigra hitt liðið með því að skora fleiri [[mark (knattspyrna)|mörk]] en andstæðingarnir á leiktíma sem venjulega er 90 mínútur. Til að skora mark þarf að spyrna boltanum inn í mark andstæðinganna. Ef mark er skorað í eigin mark kallast það sjálfsmark. Leikmenn mega ekki snerta boltann með hönd sinni, en markmaðurinn er undantekning. Hann má verja boltann með höndunum á afmörkuðu svæði sem kallast vítateigur. [[Alþjóðaknattspyrnusambandið]] er alþjóðasamband knattspyrnunnar. Það er oft kallað ''FIFA'' eftir skammstöfun heitis þess á frönsku (''Fédération Internationale de Football Association''). FIFA skipuleggur [[heimsbikarmót FIFA|heimsbikarmót]] í knattspyrnu í karla- og kvennaflokki á fjögurra ára fresti. [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] hefur farið fram á fjögurra ára fresti frá árinu 1930, nema í tvö skipti: 1942 og 1946 þegar mótið var fellt niður vegna [[Síðari heimsstyrjöld|Síðari heimsstyrjaldar]]. Um 190-200 landslið keppa í heimshlutamótum til að öðlast þátttökurétt á heimsmeistaramótinu þar sem 32 lið keppa í 4 vikur um heimsmeistaratitil. Heimsmeistaramót FIFA er eitt vinsælasta íþróttamót heims og fær meira áhorf en [[Ólympíuleikarnir]]. [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna]] hefur verið haldið á fjögurra ára fresti frá 1991. 1,12 milljarðar áhorfenda fylgdust með [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna 2019|heimsmeistaramóti kvenna 2019]] í Frakklandi, sem var met. Álfukeppnir eins og [[EM|Evrópumótið í knattspyrnu karla]] og [[Copa América]] eru vinsælustu álfukeppnirnar. Þekktasta íþróttamót knattspyrnuliða í Evrópu er [[Meistaradeild Evrópu]] í kvenna- og karlaflokki, sem er sýnd í sjónvarpi um allan heim. Úrslitakeppnin í karlaflokki hefur verið það íþróttamót sem fær mest áhorf á heimsvísu. Þekktustu efstu deildir knattspyrnuliða í heimi eru [[Enska úrvalsdeildin]] (''Premier League''), [[Spænska úrvalsdeildin]] (''La Liga''), [[Þýska úrvalsdeildin]] (''Bundesliga''), [[Ítalska úrvalsdeildin]] (''Serie A'') og [[Franska úrvalsdeildin]] (''Ligue 1''). Í þessum deildum leika bestu knattspyrnumenn heims og samanlögð laun þeirra eru yfir 600 milljónir punda. == Grunnreglur fótboltans == === Leikvöllurinn === [[Mynd:Football field.svg|thumb|right|Fótboltavöllur]] Leikurinn skal vera spilaður á grænu undirlagi en annars skal tilkynna mótherja um annað vallarval.<ref name="KSÍ reglur">{{Cite web |url=http://www.ksi.is/log-og-reglugerdir/reglugerdir/knattspyrnumot/ |title=Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót |access-date=2010-12-06 |archive-date=2012-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120321213338/http://www.ksi.is/log-og-reglugerdir/reglugerdir/knattspyrnumot/ |dead-url=yes }}</ref> Fótboltavöllurinn skal vera rétthyrndur og mörk hans merkt. Tvær lengri hliðar vallarins eru kallaðar ''hliðarlínur'' og styttri línurnar eru kallaðar ''markalínur''. Miðlína liggur þvert á völlinn á milli miðpunkta hliðarlínanna. Miðpunktur hennar er ''vallarmiðja'' sem jafnframt er miðpunktur hrings með 9,15 metra radíus. Hliðarlínur eiga í öllum tilvikum að vera lengri en markalínurnar. Stærð valla í landsleikjum er 100-110 metrar að lengd og 64-75 metrar að breidd. Leikir á vegum Knattspyrnusambands Íslands eru spilaðir á völlum með 68 metra breidd og 105 metra lengd.<ref>[http://www.ksi.is/media/mannvirki/2010-Knattspyrnuleikvangar-baeklingur.pdf Bæklingur um knattspyrnuleikvanga] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120321215022/http://www.ksi.is/media/mannvirki/2010-Knattspyrnuleikvangar-baeklingur.pdf |date=2012-03-21 }} KSÍ</ref> Stærð vallarins má breyta í öðrum tilvikum. Mark á að vera staðsett við miðju markalína. Mark samanstendur af tveimur lóðréttum stöngum sem eru samtengdar láréttri stöng efst. Lóðréttu stengurnar ''marksúlur'', eru 2.44 metrar og lárétta stöngin ''markslá'' er 7.32 metrar. Bæði marksúlur og markslá eiga að vera að hámarki 12 cm að breidd og hvítar að lit. Þær eiga að vera úr viði, málmi eða öðru samþykktu efni. Þær eiga að vera rétthyrndar, kassalaga, hringlaga eða spöröskjulaga og mega alls ekki vera hættulegar leikmönnum. Markið í heild sinni verður að vera örugglega fest við jörðu og færanleg mörk má aðeins nota ef þau uppfylla þetta skilyrði. Tvær línur eru dregnar frá markalínu, 5.5 metra frá marksúlu, samsíða hliðarlínum. Þær eru 5.5 metra langar og á milli enda þeirra er lína samsíða markalínunni. Þetta afmarkaða svæði kallast ''markteigur''. Aðrar tvær línur eru dregnar 16.5 metra frá marksúlu, samsíða hliðarlínum. Þær eru 16.5 metra langar og á milli enda þeirra er lína sem er samsíða markalínunni. Þetta afmarkaða svæði kallast ''vítateigur''. Við horn vallarins, þar sem markalínur og hliðarlínur mætast, skal vera fáni sem er ekki minni en 1.5 metrar. Á sama stað skal vera hornbogi með 1m radíus frá fánanum. Hornfáni við miðlínu er valkvæður. Merkingar mega vera utan vallarins á þessum stað. === Boltinn === Boltinn er kúlulaga með 68-70 cm þvermál og vegur á milli 410 og 450 grömm. Loftþrýstingur í boltanum skal jafngilda 0.6 - 1,1 loftþyngd við sjávarmál. Ef bolti verður ónothæfur við leik, þá er leikurinn stöðvaður og varabolti er settur á sama stað og boltinn sem varð ónothæfur var á. Ef taka á vítaspyrnu, markspyrnu eða álíka, þá er varaboltinn settur inná samkvæmt þeim reglum. Ekki má skipta út bolta án leyfis frá dómara. Boltar sem eru notaðir í keppnum FIFA, þurfa að vera merktir og staðfestir af FIFA. Auk þess eiga allar keppnir FIFA, og knattspyrnusamtaka, sem undir það heyra, að nota bolta sem er ekki merktur á annan hátt en þann að bera merki keppninnar og framleiðandans. === Fjöldi leikmanna === Fjöldi leikmana á að vera 11 hið mesta og í minnsta lagi 7. Einn leikmaður er markvörður. Ekki er heimilt að byrja leik með færri leikmönnum en sjö eða fleiri en 11. Í keppnum FIFA eða knattspyrnusamtaka sem heyra undir það, má hámarki skipta varamönnum inn á þrisvar sinnum í leik. Fjöldi varamanna sem eru heimilaðir á varamannabekk, eru ákvarðaðir af þeim knattspyrnusamtökunum sem við á. Í alþjóðlegum leikjum eru hámark sex leikmenn á varamannabekk, nema samkomulag ríki milli beggja liða sem keppa og dómari viti af ákvörðun liðanna. Í öllum tilfellum á að tilgreina leikmenn á varamannabekk áður en leikur hefst. Þegar leikmanni er skipt inná er dómari fyrst látinn vita af skiptingunni og hann stöðvar leikinn. Hann gefur leikmanni á vellinum merki um að koma að hliðarlínunni og fara útaf. Þegar að leikmaðurinn er farinn út af fer leikmaðurinn sem skipta á inná á völlinn frá hliðarlínu og við það telst skiptingunni lokið. Leikmaður, sem hefur verið skipt útaf, tekur ekki frekar þátt í leiknum og allir varamenn fylgja fyrirmælum dómara. Leikur er jafnframt stöðvaður, ef að útileikmaður er færður í markmannsstöðu. Fari leikmaður inn á völlinn án leyfis dómara er leikurinn stöðvaður. Dómarinn gefur leikmanninum viðvörun og leikurinn heldur áfram með ''aukaspyrnu''. Ef að leikmaður skiptir við markmann án leyfis dómara heldur leikurinn áfram, en leikmennirnir tveir eru viðvaraðir. Einungis má skipta inn leikmenn í hópi varaleikmanna. === Búnaður leikmanna === Leikmaður má ekki bera neinn búnað sem er hættulegur honum sjálfum eða öðrum leikmönnum. Grunnbúnaður leikmanns samanstendur af ermabol, stuttbuxum, sokkum, skóm og [[legghlífar|legghlífum]]. Bolur, stuttbuxur og ermar bolsins þurfa ekki endilega að vera í sama lit. Allir leikmenn liðsins að markmanni undanskildum, eiga að vera í eins búningi. Auk þess er aðildarfélögum KSÍ heimilt að leggja bann við takkaskóm.<ref name="KSÍ reglur"/> Ef að legghlífar eru notaðar, þá eiga þær að vera að fullu faldar bak við sokka leikmanns. Markmaður skal bera liti sem aðgreina hann frá öðrum leikmönnum, dómara og aðstoðardómurum. Ef þessum reglum er ekki fylgt er dómara heimilt að vísa leikmanni tímabundið af velli á meðan lausn er fengin á vandamálinu. === Dómari === Dómari sér um að reglum fótboltans sé framfylgt á þeim leik sem hann hefur verið skipaður á. Hann stjórnar leik í samvinnu með aðstoðardómara. Honum er heimilt að stöðva, fresta eða hætta við leik vegna utanaðkomandi truflunar eða vegna brota á grunnreglum fótboltans. Hann leggur mat á meiðsli leikmanna og bíður með að senda smávægilega meidda leikmenn af velli. Leikmenn með blæðandi sár er þó ávallt hleypt rakleiðis af velli og fá ekki að koma aftur á völlinn fyrr en blæðing hefur stöðvast. Þegar brot eiga sér stað og liðið sem brotið var á er með boltann leyfir dómari leiknum að halda áfram. Refsað er leikmanni sem brýtur á sér oftar en einu sinni í einu, háskalegar athafnir og starfsmönnum sem sýna ekki ábyrgð. Hann hleypir ekki utanaðkomandi persónu á völlinn og setur leik að nýju. Hann er tímastjórnandi leiksins og er oft sá sem er ábyrgur fyrir að senda leikskýrslu til knattspyrnusambandsins. Heimalið leiksins í keppni innan KSÍ eru þó ábyrg að senda leikskýrslur utan úrvalsdeildar karla og kvenna.<ref name="KSÍ reglur"/> Allar ákvarðanir dómara eru endanlegar og er ekki breytt nema eftir að dómarinn hafi ráðgefið sig við aðstoðardómara. Heimilt er að notast við tvo aðstoðardómara í leik. Þeir senda merki til dómara. Í þeim tilfellum þegar boltinn fer út fyrir völlinn segja þeir dómara til um hvort liðið eigi kröfu á innkasti, hornspyrnu eða markspyrnu, eftir því sem við á. Þeir láta vita af rangstöðu. Jafnframt láta þeir dómara vita af atvikum sem gerast utan vallarins eða eru utan sjónsviðs hans eins og skiptingar eða brot. Aðstoðardómari heyrir undir dómara. Frá 2017 hefur [[myndbandadómgæsla]] verið notuð í ríkari mæli. Þá fær aðaldómari skilaboð frá nokkrum aðstoðardómurum sem sitja við skjá og greina leikinn. Aðaldómari getur einnig skoðað sjálfur atvik í skjá við völlinn ef hann telur þörf á. == Fótboltalið == Í fótbolta er þrenn möguleg úrslit. Í leik þar sem annað liðið hefur skorað fleiri mörk en andstæðingurinn kallast leikurinn unninn, og það lið fær ýmist 2 eða 3 stig fyrir það afrek. Sé leikurinn hins vegar, með jafn mörgum mörkum frá báðum liðum vallarins kallast jafntefli og bæði lið fá eitt stig. Engin stig eru þó veitt í útsláttakeppnum, þar gildir að það lið sem sigrar heldur áfram í næstu umferð. Framlenging og loks vítaspyrnukeppni er gripið til ef leikurinn er jafn. Fótbolti er einn af vinsælustu íþróttum í heimi. Samkvæmt tölum Fifa, sem er yfirstjórn knattspyrnu í heiminum, spila yfir 265 milljónir manna í yfir 200 löndum fótbolta. Skipulagðir leikir eru spilaðir af 38 milljónum um allan heim í meira en 325 þúsund knattspyrnuklúbbum. 207 lönd og sjálfstjórnarsvæði eru meðlimir FIFA. Einungis þarf nokkrar grundvallarreglur og lítinn útbúnað til þess að iðka íþróttina. Nóbelsverðlaunahafinn [[Albert Camus]] sagði: "Allt sem ég veit með öryggi um siðferði og ábyrgð, á ég að þakka fótboltanum". === Félagslið === Fótbolti er ýmist spilaður í fótboltaklúbbum eða sem áhugamannaíþrótt. Fótboltaklúbbar eru félög sem spila á móti öðrum klúbbum í deild innan síns eigin lands. Oft eru margar deildir í einu landi, þar sem liðunum er skipt eftir því hversu vel liðið spilar. Auk fótboltaliðs starfa hjá félaginu þjálfarar, sjúkraþjálfarar og búningastjóri. Þjálfarar sjá um að kenna leikmönnum um þá tækni og færni sem notuð er í fótbolta. Sjúkraþjálfarar sjá um meiðsli leikmanna og búningastjórn sér um að allir búningar félagsins séu í röð og reglu. Áhugamenn hinsvegar, spila frekar upp á skemmtunina og þeim áhuga sem þeir hafa fyrir íþróttinni. Áhugamenn fá ekki greitt fyrir vinnu sína úti á vellinum, ólíkt atvinnumönnum í fótboltaklúbbum. Þessi laun, sem að atvinnumenn fá eru fengin með styrktarsamningum fyrirtækja, verðlaunafé við það að vinna keppnir og í sumum tilfellum fé frá eigendum liðsins. === Landslið === Auk félagsliða og áhugamannaliða eru starfrækt landslið. Landslið eru lið, þar sem óskað er eftir kröftum leikmanna sem hafa ríkisborgararétt í viðkomandi landi. Landsliðum er stjórnað af knattspyrnusamböndum, hvers lands fyrir sig, sem jafnframt stjórna fyrirkomulagi deildarleikja landsins. Landsliðum er skipt upp innan hvers lands eftir aldri. Unglingalið landsliðsins eru ýmist undir 17 ára, undir 19 ára, undir 21 árs og undir 23 ára. Ekki er þörf á að öll þessi landslið séu virk, og í raun er algengast að haldið sé út landsliðum aðeins í undir 17 ára, undir 19 ára og undir 21 árs. Aðallið landsliðs, getur þó alltaf kallað leikmenn sem eru á þessum aldri, nema að ákvörðun knattspyrnusambandsins sé önnur. === Áhorfendur === Áhorfendur eru fólk sem mætir á leikvanga, þar sem liðið spilar til þess að horfa á leikinn og styðja sitt lið. Auk þess er jafnframt til að áhorfendur fylgist með sínum liðum í sjónvarpi, með sjónvarpsútsendingum. Mismikill áhugi er þó á fótboltaliðum eftir kynjum. Fótbolti kvenna er í augum almennings minna umfangs og vinsældir hans minni, en vegna árangurs liða og landsliða hefur áhuginn undanfarið aukist, þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Þýskalandi. == Fordómar == * '''Á Íslandi:''' Knattspyrnusamband Íslands setti af stað átakið "Leikur án fordóma" með það að markmiði að útrýma fordómum úr knattspyrnu, sporna gegn einelti og leggja áherslu á heiðarlegan leik.<ref>{{Cite web |url=http://www.ksi.is/fraedsla/leikur_an_fordoma/ |title=KSÍ Leikur án fordóma |access-date=2010-12-04 |archive-date=2011-02-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110202113240/http://www.ksi.is/fraedsla/leikur_an_fordoma/ |dead-url=yes }}</ref> Fyrirliðar úrvalsdeildar karla og kvenna studdu átakið árið 2008, með samstarfsyfirlýsingu um að sýna gott fordæmi.<ref>[http://www.mbl.is/mm/sport/efstadeild/2008/05/09/knattspyrnumenn_a_islandi_vilja_fotbolta_an_fordoma/ - Knattspyrnumenn á Íslandi vilja fótbolta án fordóma]</ref> Sérstakar stofnanir gegn misrétti: * '''Kick It Out:''' Samtökin hafa stofnað staðal ''Equality Standard'' sem knattspyrnufélög fara eftir. Knattspyrnufélögin mynda stefnu gegn fordómum meðal áhorfenda og félagsins sjálfs. Fylgst er með breytingum og árangri. === Fótboltabullur === Ofbeldi í fótbolta hefur verið til frá upphafi hans og verið kennt við fótboltabullur. Þær urðu fyrst að skipulögðum hópum árið 1980 í Ítalíu. Fjölmiðlar hafa verið gagnrýndir fyrir að gefa fótboltabullum gaum og á þann veg efla ofbeldi í fótbolta.<ref>{{Cite web |url=http://expertfootball.com/history/soccer_hooliganism.php |title=- Hooliganism in European Football |access-date=2010-12-04 |archive-date=2011-06-14 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110614214742/http://expertfootball.com/history/soccer_hooliganism.php |dead-url=yes }}</ref> ==Tölfræði== ===Markahæstu menn karlaknattspyrnunnar samkvæmt ''Rec.Sport.Soccer Statistics Foundation'' (RSSSF) <ref>[http://www.rsssf.com/players/prolific.html Prolific Scorers Data] RSSSF</ref>=== <small>''Uppfært 5/6 2022.''</small> {| class="sortable wikitable" style="font-size:100%;" |- ! Sæti ! Leikmaður ! Fjöldi marka ! Fjöldi leikja ! Markahlutfall á leik ! Ár |- ||1.|| {{GER}} [[Erwin Helmchen]] || 982|| 575 || 1,71 || 1924-1951 |- ||2.|| {{AUT}}{{CZE}}[[Josef Bican]] || 948|| 621 || 1,53 || 1931-1955 |- ||3.|| {{PRT}}'''[[Cristiano Ronaldo]]'''||833||1159||0,72||'''2001-''' |- ||4.|| {{HUN}}[[Ferenc Puskás]] || 808|| 794 || 1,02 || 1943-1967 |- ||5.|| {{ARG}}'''[[Lionel Messi]]''' || 800 || 1031 || 0.77 || '''2003-''' |- ||6.|| {{HUN}}[[Ferenc Deák]] || 794|| 510 || 1,56 || 1939-1959 |- ||7.|| {{BRA}}[[Romário]] || 780|| 1000 || 0,78 || 1985-2009 |- ||8.|| {{BRA}}[[Pelé]] || 775|| 841 || 0,92 || 1956-1977 |- ||9.|| {{GER}}[[Gerd Müller]] || 735|| 793 || 0,93 || 1962-1981 |- ||10.|| {{NLD}}[[Abe Lenstra]] || 710|| 752 || 0,94 || 1936-1963 |- ||11.|| {{ENG}}[[Joe Bambrick]] || 678|| 565 || 1,2 || 1926-1939 |- ||12.|| {{ENG}}[[Jimmy Jones]] || 673|| 635 ||1,06 || 1946-1965 |- |13.|| {{POL}}{{GER}}[[Ernst Willimowski]] || 663|| 474||1,4 || 1934-1955 |- |14.|| {{ENG}}[[Tommy Lawton]] || 657+|| 742|| 0,89|| 1933-1956 |- ||15.|| {{HUN}}[[Ferenc Bene]] || 630|| 946 || 0,67 || 1961-1979 |- | 16.|| {{HUN}}[[Gyula Zsengellér]] || 611||641 ||0,95 || 1935-1953 |- ||17.|| {{POL}}'''[[Robert Lewandowski]]''' || 610|| 876 || 0,69 || '''2005-''' |- | 18.|| {{PRT}}[[Fernando Peyroteo]] || 597||369 || 1,62 || 1937-1949 |- | 19.|| {{PRT}}[[Eusébio]] || 591 ||631 ||0,94 || 1957-1980 |- ||20.|| {{GER}}[[Uwe Seeler]] || 582|| 686||0,85 || 1946-1972 |- ||21.|| {{SWE}}'''[[Zlatan Ibrahimovic]]''' || 579|| 989 || 0,59 || '''1999-''' |- ||22.|| {{BRA}}[[Túlio Maravilha]] || 575|| 838 ||0,69 || 1988-2019 |- | 23.|| {{GER}}[[Fritz Walter]] || 574||572 || 1,0 || 1928-1959 |- | 24.|| {{GER}}[[Franz Binder]] || 569+||430 || 1,32 || 1930-1949 |- | 25.|| {{HUN}}[[Imre Schlosser]] || 569+|| 458 ||1,24 || 1905-1928 |- | 26.|| {{ENG}}[[Jimmy Greaves]] || 567|| 812 || 0,7 || 1955-1980 |- | 27.|| {{ENG}}[[Glen Ferguson]] || 563||1058 ||0,53 || 1987-2011 |- | 28.|| {{MEX}}[[Hugo Sánchez]] || 562||956 || 0,59 || 1972-1997 |- | 29.|| {{PRT}}[[José Torres]] || 561||615 ||0,91 || 1953-1980 |- | 30.|| {{HUN}}[[Sándor Kocsis]] || 556||537 ||1,04 || 1945-1965 |- | 31.|| {{ENG}}[[Fred Roberts]] || 554||427 || 1,3 || 1924-1934 |- | 32.|| {{SKO}}[[James McGrory]] || 549||545 ||1,01 || 1918-1935 |- | 33.|| {{BRA}}[[Zico]] || 545||747 ||0,68 || 1960-1994 |- | 34.|| {{NIL}}[[Boy Martin]] || 541+||479|| 1,12 || 1930-1947 |- | 35.|| {{HUN}}[[Ferenc Szusza]] || 541||594 || 0,91 || 1941-1960 |- | 36.|| {{NIL}}[[Jimmy Kelly]] || 538||951 || 0,57 || 1926-1956 |- | 37.|| {{ESP}}[[Isidro Lángara]] || 534||433 ||1,23 || 1930-1948 |- | 38.|| {{ENG}}[[Dixie Dean]] || 531||577 || 0,91 || 1923-1940 |- | 39.|| {{HUN}}[[Nándor Hidegkuti]] || 526||678 || 0,78 || 1942-1958 |- | 40.|| {{URY}}'''[[Luis Suárez]]''' || 526 || 862|| 0.61 || '''2005-''' |- | 41.|| {{HUN}}[[József Takács]] || 523|| || || 1917-1934 |- | 42.|| {{AUT}}[[Hans Krankl]] || 514|| || || 1970-1989 |- | 43.|| {{BRA}}[[Roberto Dinamite]] || 514|| || || 1971-1991 |- | 44.|| {{ARG}}{{ESP}}[[ Alfredo Di Stéfano]] || 514|| || || 1945-1966 |- | 45.|| {{SWE}}[[Gunnar Nordahl]] || 513|| || || 1937-1958 |- | 46.|| {{BEL}}[[Joseph Mermans]] || 509||634 || 0,8 || 1932-1960 |- | 47.|| {{SKO}}[[Hughie Gallacher]] || 507||657 ||0,77 || 1921-1939 |- | 48.|| {{HUN}}[[Györgi Sárosi]] || 507||592 || 0,86|| 1930-1948 |- | 49.|| {{ENG}}[[Steve Bloomer]] || 505|| 753 || 0,67 || 1894-1914 |- | 50.|| {{CMR}}[[Roger Milla]] || 503|| 905 || || 1967-1996 |- |} ===Markahæstu menn samkvæmt ''International Federation of Football History & Statistics'' (IFFHS) <ref>[https://www.iffhs.com/posts/980 IFFHS ALL TIME WORLD'S BEST GOALSCORER RANKING] IFFHS</ref> === #'''[[Cristiano Ronaldo]]''': 814 #'''[[Lionel Messi]]''': 772 #[[Pelé]]: 765 #[[Romário]]: 753 #[[Ferenc Puskás]]: 729 #[[Josef Bican]]: 720 #[[Jimmy Jones]]: 647 #[[Gerd Müller]]: 634 #[[Eusébio]]: 622 #'''[[Robert Lewandowski]]''': 616 #[[Joe Bambrick]]: 616 #[[Glenn Ferguson]]: 562 #'''[[Zlatan Ibrahimovic]]''': 559 #[[Fernando Peyroteo]]: 552 #[[Uwe Seeler]]: 551 #[[Jimmy McGrory]]: 550 #[[Alfredo Di Stéfano]]: 530 #[[György Sárosi]]: 526 #'''[[Luis Suárez]]''': 515 #[[Roberto Dinamite]]: 511 #[[Hugo Sánchez]]: 507 #[[Imre Schlosser]]: 504 #[[Franz Binder]]: 502 ===Markahæstu menn hjá einu liði í karlaknattspyrnu=== {|class="wikitable soportable" |- !Sæti''' !Leikmaður !Mörk !Leikir !M/L !Ár !Félag |- |1.||{{ARG}} [[Lionel Messi]]||672||778||0.86||2003-2021||{{ESP}}[[FC Barcelona|Barcelona]] |- |2.||{{BRA}}[[Pelé]]||504||496||1.02||1956-1974||{{BRA}}[[Santos FC|Santos]] |- |3.||{{NLD}}[[Abe Lenstra]]||500||517||0.88||1933-1955||{{NLD}}[[Heerenveen]] |- |4.||{{PRT}}[[Cristiano Ronaldo]]||450||438||1.03||2009-2018||{{ESP}}[[Real Madrid]] |- |5.||{{GER}}[[Uwe Seeler]]||404||476||0.85||1953-1972||{{GER}}[[Hamburger SV|Hamburger]] |- |6.||{{AUT}}{{CZE}}[[Josef Bican]]||403||211||1.91||1937-1948||{{CZE}}[[Slavia Praga]] | |} ===Núverandi markahæstu menn karlaknattspyrnunnar=== {|class="wikitable" style="font-size:100%;" |- !Sæti !Leikmaður !Fjöldi marka !Fjöldi leikja !M/L !Ár !Núverandi félag |- |1. ||{{PRT}}[[Cristiano Ronaldo]]||833||1159||0.72||2001-||{{ENG}}[[Manchester United]] |- |2. ||{{ARG}}[[Lionel Messi]]||800||1031||0.77||2003-||{{FRA}}[[Paris Saint-Germain F.C.|PSG]] |- |3. ||{{POL}}[[Robert Lewandowski]]||610||876||0.69||2005-||{{ESP}}[[FC Barcelona]] |- |4. ||{{SWE}}[[Zlatan Ibrahimovic]]||579||989||0.59||1999-||{{ITA}}[[AC Milan|Milan]] |- |5. ||{{URY}}[[Luis Suárez]]'''||526||862||0.61||2005-||{{URY}}[[Club Nacional de Football]] |- |6. ||{{MDV}}[[Ali Ashfaq]]||488||561||0.87||2001-||{{MDV}}[[Club Eagles]] |- |7. ||{{FRA}}[[Karim Benzema]]||462||893||0.51||2004-||{{ESP}}[[Real Madrid]] |- |8. ||{{URY}}[[Edinson Cavani]]||444||795||0,56||2005-||{{ENG}}[[Manchester United]] |- |9. ||{{BRA}}[[Neymar]]||430||682||0.63||2009-||{{FRA}}[[Paris Saint-Germain F.C.|PSG]] |- |10. ||{{BRA}}[[Fred]]||411||806||0,51||2003-||{{BRA}}[[Fluminense]] |- |11. ||{{MNE}}[[Dejan Damjanović]]||384||766||0,50||1998-||{{HKG}}[[Kitchee SC|Kitchee]] |- |12. ||{{BIH}}[[Edin Džeko]]||382||866||0,44||2003-||{{ITA}}[[F.C. Internazionale Milano|Inter]] |- |13. ||{{KWT}}[[Bader Mutawa]]||373||642||0,58||2002-||{{KWT}}[[S.C. Al Qadsia|Al Qadsia]] |- |14. ||{{CHL}}[[Esteban Paredes]]||367||694||0.53||2000-||{{CHL}}[[Coquimbo Unido]] |- |15. ||{{ARG}}[[Gonzalo Higuaín]]||360||774||0,46||2005-||{{USA}}[[Inter Miami CF|Inter Miami]] |- |16. ||{{PRY}}[[Óscar Cardozo]]||359||770||0.46||2003-||{{PRY}}[[Club Libertad|Libertad]] |- |17. ||{{BRA}}[[Hulk]]||356||704||0.50||2004-||{{BRA}}[[Clube Atlético Mineiro|Atlético Mineiro]] |- |18. ||{{CRI}}[[Álvaro Saborío]]||352||684||0.51||2001-||{{CRI}}[[AD San Carlos|San Carlos]] |- |19. ||{{CHL}}[[Humberto Suazo]]||350||652||0.54||2000-||{{CHL}}[[Deportes La Serena|La Serena]] |- |20. ||{{FRA}}[[Bafetimbi Gomis]]||345||741||0.47||2004-||{{TUR}}[[Galatasaray]] |- |21. ||{{ISR}}[[Eran Zahavi]]||343||611||0,56||2006-||{{NLD}}[[PSV Eindhoven|PSV]] |- |22. ||{{COL}}[[Radamel Falcao]]||342||629||0.54||2003-||{{ESP}}[[Rayo Vallecano]] |- |23. ||{{BRA}}[[Vagner Love]]||341||726||0.47||2002-||{{DNK}}[[FK Midtjylland|Midtjylland]] |- |24. ||{{DZA}}[[Baghdad Bounedjah]]||341||397||0.85||2009-||{{QAT}}[[Al Sadd SC|Al Sadd]] |- |25. ||{{ARE}}[[Sebastián Tagliabue]]||340||553||0,61||2003-||{{ARE}}[[Al Nassr SC|Al Nassr]] |- |26. ||{{BEL}}[[Romelu Lukaku]]||334||611||0,54||2009-||{{ITA}}[[Inter Milan]] |- |27. ||{{QAT}}[[Rodrigo Tabata]]||332||720||0.47||1997-||{{QAT}}[[Al Sadd SC|Al Sadd]] |- |28. ||{{ENG}}[[Harry Kane]]||333||551||0,61||2009-||{{ENG}}[[Tottenham Hotspur|Tottenham]] |- |29. ||{{GAB}}[[Pierre-Emerick Aubameyang|Pierre Aubameyang]]||331||651||0,50||2007-||{{ESP}}[[FC Barcelona|Barcelona]] |- |30. ||{{HUN}}[[Nemenja Nikolič]]||323||594||0,54||2006-||{{HUN}}[[Fehérvár FC|Fehérvár]] |- |31. ||{{QAT}}[[Sebastián Soria]]||321||969||0,46||2002-||{{QAT}}[[Qatar SC|Qatar Sport]] |- |32. ||{{COD}}[[Dieumerci Mbokani]]||312||604||0,52||2004-||{{KWT}}[[Kuwait SC|Kuwait Sport]] |- |33. ||{{SWE}}[[Markus Berg]]||312||695||0,45||2002-||{{SWE}}[[IFK Göteborg|IFK]] |- |34. ||{{TUR}}[[Burat Yılmaz]]||309||706||0,44||2001-||{{FRA}}[[Lille OSC|Lille]] |- |35. ||{{ESP}}[[Roberto Soldado|Soldado]]||308||742||0,42||2001-||{{ESP}}[[Levante UD|Levante]] |- |36. ||{{FRA}}[[Andre-Pierre Gignac|Andre Gignac]]||307||701||0,44||2004-||{{MEX}}[[Tigres UANL|Tigres]] |- |37. ||{{ROU}}[[Claudiu Keşerü]]||303||689||0,41||2002-||{{ROU}}[[FCSB]] |- |38. ||{{SYR}}[[Omar Al Somah]]||300||373||0,80||2008-||{{KSA}}[[Al Ahli Saudi|Al Ahli]] |- |} ===Leikjahæstu menn karlaknattspyrnunnar=== <small>Leikjahæstu menn með meira en 1000 leiki - Uppfært 5. júní 2022</small> {|class="wikitable" style="font-size:100℅;" |- !Sæti !Leikmaður !Staða !Fjöldi Leikja !Ár |- |1. ||{{ENG}}[[Peter Shilton]]||GK||1390||1966-1997 |- |2. ||{{BRA}}[[Rogério Ceni]]||GK||1234||1990-2015 |- |3. ||{{BRA}}[[Fabio]]||GK||1184||1997- |- |4. ||{{PRT}}[[Cristiano Ronaldo]]||FW||1159||2001- |- |5. ||{{ITA}}[[Gianluigi Buffon]]||GK||1156||1995- |- |6. ||{{BRA}}[[Roberto Carlos]]||DF||1139||1991-2015 |- |7. ||{{ESP}}[[Xavi]]||MF||1135||1997-2019 |- |8. ||{{ESP}}[[Iker Casillas]]||GK||1119||1998-2020 |- |9. ||{{ENG}}[[Ray Clemence]]||GK||1118||1965-1988 |- |10. ||{{ARG}}[[Javier Zanetti]]||DF||1114||1992-2014 |- |11. ||{{JPN}}[[Yasuhito Endo]]||MF||1105||1998- |- |12. ||{{NIL}}[[Pat Jennings]]||GK||1095||1963-1986 |- |13. ||{{BRA}}[[Marcelinho Paraiba]]||MF||1092||1992-2020 |- |14. ||{{ENG}}[[Tony Ford]]||DF||1082||1975-2001 |- |15. ||{{BRA}}[[Djalma Santos]]||DF||1065||1947-1970 |- |16. ||{{ESP}}[[Raúl]]||FW||1064||1994-2015 |- |17. ||{{ENG}}[[Alan Ball Jr.]]||MF||1057||1960-1984 |- |18. ||{{BRA}}[[Dani Alves]]||DF||1057||2001- |- |19. ||{{ENG}}[[David Seaman]]||GK||1046||1982-2004 |- |20. ||{{ENG}}[[Frank Lampard]]||MF||1044||1995-2017 |- |21. ||{{ITA}}[[Paolo Maldini]]||DF||1041||1984-2009 |- |22. ||{{WAL}}[[Ryan Giggs]]||MF||1036||1990-2014 |- |23. ||{{ARG}}[[Lionel Messi]]||FW||1031||2003- |- |24. ||{{SKO}}[[Graham Alexander]]||DF||1025||1991-2012 |- |25. ||{{NIL}}[[Noel Bailie]]||DF||1024||1989-2011 |- |26. ||{{ENG}}[[David James]]||GK||1023||1989-2014 |- |27. ||{{ESP}}[[Andrés Iniesta]]||MF||1021||2001- |- |28. ||{{BRA}}[[Rivaldo]]||MF||1021||1989-2015 |- |29. ||{{ESP}}[[Andoni Zubizarreta]]||GK||1020||1980-1999 |- |30. ||{{BEL}}[[Timmy Simons]]||DF||1019||1994-2018 |- |31. ||{{NLD}}[[Clarence Seedorf]]||MF||1017||1992-2014 |- |32. ||{{ENG}}[[Ian Callaghan]]||MF||1002||1960-1982 |- |33. ||{{SKO}}[[Tommy Hutchison]]||MF||1001||1965-1994 |- |} ===Leikjahæstu menn hjá einu liði=== {|class="wikitable" |- !Sæti !Leikmaður !Staða !Fjöldi Leikja !Ár !Félag |- |1. ||{{BRA}}[[Rogerio Ceni]]||GK||1197||1990-2015||{{BRA}}[[São Paulo FC|São Paulo]] |- |2. ||{{NIL}}[[Noel Bailie]]||DF||1013||1989-2011||{{NIL}}[[Linfield FC|Linfield]] |- |3. ||{{BRA}}[[Fabio]]||GK||975||1997-||{{BRA}}[[Cruzeiro Esporte Clube|Cruzeiro]] |- |4. ||{{WAL}}[[Ryan Giggs]]||MF||963||1991-2014||{{ENG}}[[Manchester United]] |- |5. ||{{ITA}}[[Paolo Maldini]]||DF||902||1984-2009||{{ITA}}[[AC Milan|Milan]] |- |6. ||{{ENG}}[[Ian Callaghan]]||MF||870||1960-1978||{{ENG}}[[Liverpool FC|Liverpool]] |- |7. ||{{ENG}}[[Steve Perryman]]||DF||866||1969-1986||{{ENG}}[[Tottenham Hotspur|Tottenham]] |- |8. ||{{ARG}}[[Javier Zanetti]]||DF||858||1995-2014||{{ITA}}[[Inter Milan|Inter]] |- |9. ||{{ENG}}[[Terry Paine]]||DF||808||1956-1979||{{ENG}}[[Southampton FC|Southampton]] |- |} ===Núverandi leikahæstu menn=== {|class="wikitable" style="font-size:100℅;" |- !Sæti !Leikmaður !Staða !Fjöldi Leikja !Ár !Núverandi Félag |- |1. ||{{BRA}}[[Fabio]]||GK||1184||1997-||{{BRA}}[[Fluminense FC|Fluminense]] |- |2. ||{{PRT}}[[Cristiano Ronaldo]]||FW||1159||2001-||{{ENG}}[[Manchester United]] |- |3. ||{{ITA}}[[Gianluigi Buffon]]||GK||1156||1995-||{{ITA}}[[Parma Calcio 1913|Parma]] |- |4. ||{{JPN}}[[Yasuhito Endo]]||MF||1109||1998-||{{JPN}}[[Jubilo Iwata]] |- |5. ||{{BRA}}[[Dani Alves]]||DF||1062||2001-||{{ESP}}[[FC Barcelona|Barcelona]] |- |6. ||{{ARG}}[[Lionel Messi]]||FW||1031||2003-||{{FRA}}[[Paris Saint-Germain F.C.|PSG]] |- |7. ||{{ESP}}[[Andrés Iniesta]]||MF||1024||2001-||{{JPN}}[[Vissel Kobe]] |- |8. ||{{PRT}}[[João Moutinho]]||MF||1010||2003-||{{ENG}}[[Wolverhampton Wanderers|Wolverhampton]] |- |9. ||{{SWE}}[[Zlatan Ibrahimovic]]||FW||989||1999-||{{ITA}}[[AC Milan|Milan]] |- |10. ||{{ESP}}[[Pepe Reina]]||GK||969||1999-||{{ITA}}[[S.S. Lazio|Lazio]] |- |11. ||{{ESP}}[[Sergio Ramos]]||DF||952||2003-||{{FRA}}[[Paris Saint-Germain|PSG]] |- |12. ||{{HRV}}[[Luka Modric]]||MF||943||2001-||{{ESP}}[[Real Madrid]] |- |13. ||{{ENG}}[[James Milner]]||MF||941||2001-||{{ENG}}[[Liverpool FC|Liverpool]] |- |14. ||{{ESP}}[[Joaquín]]||MF||931||1999-||{{ESP}}[[Real Betis]] |- |15. ||{{ESP}}[[David Silva]]||MF||920||2001-||{{ESP}}[[Real Sociedad]] |} ==Heimild== * {{wpheimild|tungumál= en|titill= List of footballers with 500 or more goals|mánuðurskoðað= 2. Janúar.|árskoðað= 2022 }} * {{wpheimild|tungumál= en|titill=List of men's footballers with the most official appearances |mánuðurskoðað= 2. January.|árskoðað= 2022 }} == Heimildir == {{wikiorðabók|knattspyrna}}{{commonscat|Association football|knattspyrnu}}<div class="references-small"><references/></div> * [http://www.fifa.com/mm/document/affederation/generic/81/42/36/lawsofthegame%5f2010%5f11%5fe.pdf Laws of the Game] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20101222184033/http://www.fifa.com/mm/document/affederation/generic/81/42/36/lawsofthegame_2010_11_e.pdf |date=2010-12-22 }} FIFA [[Flokkur:Knattspyrna]] e1dg4u1qqiazsf3yj8w9sdrml40ixb1 Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2006 0 22139 1765540 1758779 2022-08-20T22:27:54Z 89.160.233.104 /* H riðill */ wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2006''' var haldið í [[Þýskaland]]i dagana [[9. júní]] til [[9. júlí]]. Heimsmeistaramótið var það 18. í röðinni, en þau eru haldin á fjögurra ára fresti. [[Mynd:Wm2006.png|thumb|150ppx|Kort sem sýnir borgirnar sem leikið var í]] Leikið var í borgunum [[Berlín]], [[Dortmund]], [[Frankfurt]], [[Gelsenkirchen]], [[Hamburg]], [[Hannover]], [[Kaiserslautern]], [[Köln]], [[Leipzig]], [[München]], [[Nürnberg]] og [[Stuttgart]]. Þjóðverjar fengu réttinn til að halda mótið árið 2000. 31 þjóðir tóku þátt á mótinu, með þjóðverjum, en þetta var í annað skiptið sem þessi keppni var haldin í Þýskalandi (fyrsta skiptið var árið 1974 sem vestur-Þýskaland). Úrslitaleikurinn fór fram í Berlín þann 9. júlí en þar báru Ítalir sigurorð af Frökkum. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1 og kom þá til framlengingar. Eftir framlengingu var staðan óbreytt. Það var því ljóst að úrslitin myndu ráðast í vítaspyrnukeppni. Ítalir skoruðu úr öllum 5 vítaspyrnum sínum en Frakkar úr þremur. En þetta er í fjórða skipti sem Ítalía vinnur Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Gestgjafar keppninnar, þjóðverjar höfnuðu í þriðja sæti og portúgalar í því fjórða. == Knattspyrnuvellir == * '''Allianz Arena''' - [[München]] Byggður: 2005 Heildarfjöldi: 66.016 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 52.782 Heimalið: 1860 München og Bayern München * '''Veltens Arena''' - [[Gelsenkirchen]] Byggður: 2001 Heildarfjöldi: 53.804 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 43.920 Heimalið: Schalke 04 * '''Waldstadion''' - [[Frankfurt]] Byggður: 2005 Heildarfjöldi: 48.132 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 38.437 Heimalið: Eintracht Frankfurt * '''Westfalenstadion''' - [[Dortmund]] Byggður: 1974 Heildarfjöldi: 69.982 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 50.000 Heimalið: Borussioa Dortmund * '''AOL Arena''' - Hamburg * '''Zentralstadion''' - [[Leipzig]] * '''Frankenstadion''' - [[Nürnberg]] * '''RheinEnergieStadion''' - [[Köln]] * '''Fritz-Walter-Stadion''' - [[Kaiserslautern]] * '''AWD Arena''' - [[Hannover]] * '''Gottlieb-Daimler-Stadion''' - [[Stuttgart]] * '''Olympiastadion''' - [[Berlín]] == Keppnin == === Riðlakeppnin === Keppt var í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum, þar sem tvö efstu komust áfram í 16-liða úrslit. ==== A riðill ==== Þýskaland sigraði Kosta Ríka 4:2 í opnunarleik keppninnar og var það hæsta markaskor í opnunarleik í sögunni. Ekvador hafi tryggt sér annað sætið í riðlinum á eftir heimsmeisturum Þjóðverja fyrir lokaumferðina. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]||3||3||0||0||8||2||+6||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Ecuador.svg|20px]]||[[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]||3||2||0||1||5||3||+2||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]]||[[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]||3||1||0||2||2||4||-2||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]]||[[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]||3||0||0||3||3||9||-6||'''0''' |- |} 9. júní - Allianz Arena, München * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 4 : 2 [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] Kosta Ríka 9. júní - Arena AufSchalke, Gelsenkirchen * [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] Pólland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Ecuador.svg|20px]] Ekvador 14. júní - Signal Iduna Park, Dortmund * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] Pólland 15. júní - AOL Arena, Hamborg * [[Mynd:Flag_of_Ecuador.svg|20px]] Ekvador 3 : 0 [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] Kosta Ríka 20. júní - Ólympíuleikvangurinn, Berlín * [[Mynd:Flag_of_Ecuador.svg|20px]] Ekvador 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 20. júní - AWD-Arena, Hanover * [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] Kosta Ríka 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] Pólland ==== B riðill ==== Englendingar og Svíar unnu nauma sigra á Paragvæ og skildu Suður-Ameríkuliðið þar með eftir. Svíar náðu 2:2 jafntefli gegn Englendingum í lokaleiknum, en Norðurlandaþjóðin hafði ekki tapað fyrir enska liðinu í 38 ár. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]]||[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|Englandi]]||3||2||1||0||5||2||+3||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Sweden.svg|20px]]||[[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]||3||1||2||0||3||2||+1||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||3||1||0||2||2||2||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Trinidad and Tobago.svg|20px]]||[[Trínidad og Tóbagó]]||3||0||1||2||0||4||-4||'''1''' |- |} 10. júní - Commerzbank-Arena, Frankfurt * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 10. júní - Signal Iduna Park, Dortmund * [[Mynd:Flag_of_Trinidad and Tobago.svg|20px]] Trínidad og Tóbagó 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] Svíþjóð 15. júní - EasyCredit-Stadion, Nürnberg * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Trinidad and Tobago.svg|20px]] Trínidad og Tóbagó 15. júní - Ólympíuleikvangurinn, Berlín * [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] Svíþjóð 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 20. júní - RheinEnergieStadion, Köln * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] Svíþjóð 20. júní - Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern * [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Trinidad and Tobago.svg|20px]] Trínidad og Tóbagó ==== C riðill ==== Riðillinn var af mörgum talinn sá sterkasti á mótinu. Argentína og Holland höfðu þó bæði tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir lokaumferðina. Markalaust jafntefli í viðureign liðanna í lokaleiknum gaf Argentínu toppsætið á hagstæðari markatölu eftir stórsigur liðsins á Serbum og Svartfellingum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||2||1||0||8||1||+7||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]]||[[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]||3||2||1||0||3||1||+2||'''7''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]]||[[Fílabeinsströndin]]||3||1||0||2||5||6||-1||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag of Serbia and Montenegro (2003–2006).svg|20px]]||[[Serbía og Svartfjallaland]]||3||0||0||3||2||10||-8||'''0''' |- |} 10. júní - AOL Arena, Hamborg * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]] Fílabeinsströndin 11. júní - Zentralstadion, Leipzig * [[Mynd:Flag of Serbia and Montenegro (2003–2006).svg|20px]] Serbía og Svartfjallaland 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 16. júní - Arena AufSchalke, Gelsenkirchen * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 6 : 0 [[Mynd:Flag of Serbia and Montenegro (2003–2006).svg|20px]] Serbía og Svartfjallaland 16. júní - Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]] Fílabeinsströndin 21. júní - Commerzbank-Arena, Frankfurt * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 21. júní - Allianz Arena, München * [[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]] Fílabeinsströndin 3 : 2 [[Mynd:Flag of Serbia and Montenegro (2003–2006).svg|20px]] Serbía og Svartfjallaland ==== D riðill ==== Taugarnar voru þandar fyrir leik Angóla gegn gömlu nýlenduherrunum frá Portúgal. Evrópubúarnir höfðu betur og unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum. Mexíkó fylgdi þeim eftir í 16-liða úrslitin. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]]||[[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]||3||3||0||0||5||1||+4||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||1||1||1||4||3||+1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]]||[[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]||3||0||2||1||1||2||-1||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Angola.svg|20px]]||[[Angólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Angóla]]||3||0||1||2||2||6||-4||'''1''' |- |} 11. júní - EasyCredit-Stadion, Nürnberg * [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 3 : 1 [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] Íran 11. júní - RheinEnergieStadion, Köln * [[Mynd:Flag_of_Angola.svg|20px]] Angóla 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] Portúgal 16. júní - AWD-Arena, Hanover * [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Angola.svg|20px]] Angóla 17. júní - Commerzbank-Arena, Frankfurt * [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] Portúgal 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] Íran 21. júní - Arena AufSchalke, Gelsenkirchen * [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] Portúgal 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 21. júní - Zentralstadion, Leipzig * [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] Íran 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Angola.svg|20px]] Angóla ==== E riðill ==== Þrjú rauð spjöld fóru á loft í jafnteflisleik Bandaríkjanna og Ítalíu. Það var eina stig Bandaríkjanna í keppninni en einu töpuðu stig Ítala sem enduðu á toppnum. Gana fylgdi liði Ítalíu í 16-liða úrslitin. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]]||[[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]||3||2||1||0||5||1||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Ghana.svg|20px]]||[[Ganverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gana]]||3||2||0||1||4||3||+1||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Czech Republic.svg|20px]]||[[Tékkneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tékkland]]||3||1||0||2||3||4||-1||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]]||[[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]||3||0||1||2||2||6||-4||'''1''' |- |} 12. júní - Arena AufSchalke, Gelsenkirchen * [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Czech Republic.svg|20px]] Tékkland 12. júní - AWD-Arena, Hanover * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 17. júní - RheinEnergieStadion, Köln * [[Mynd:Flag_of_Czech Republic.svg|20px]] Tékkland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 17. júní - Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 22. júní - AOL Arena, Hamborg * [[Mynd:Flag_of_Czech Republic.svg|20px]] Tékkland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 22. júní - EasyCredit-Stadion, Nürnberg * [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin ==== F riðill ==== Ástralir mættu á ný á HM eftir 32 ára hlé og komu verulega á óvart með sigri á Japö num og jafntefli gegn Króötum, sem fleytti þeim í annað sæti riðilsins. Brasilíumenn höfðu lítið fyrir að ná toppsætinu. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||3||0||0||7||1||+6||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Australia.svg|20px]]||[[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]||3||1||2||0||5||5||0||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]]||[[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]||3||0||2||1||2||3||-1||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]]||[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]||3||0||1||2||2||7||-5||'''1''' |- |} 12. júní - Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern * [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 3 : 1 [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 13. júní - Ólympíuleikvangurinn, Berlín * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 18. júní - EasyCredit-Stadion, Nürnberg * [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 18. júní - Allianz Arena, München * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 22. júní - Signal Iduna Park, Dortmund * [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 1 : 4 [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 22. júní - Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart * [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía ==== G riðill ==== Sviss fékk ekki á sig mark á heimsmeistaramótinu og sigraði í riðlinum. Frakkar tryggðu sér annað sætið með sigri á Tógó í lokaleiknum eftir tvö jafntefli. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]]||[[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]||3||2||1||0||4||0||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of France.svg|20px]]||[[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]||3||1||2||0||3||1||+2||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]]||[[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]||3||1||1||1||3||4||-1||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Togo.svg|20px]]||[[Tógóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tógó]]||3||0||0||3||1||6||-5||'''0''' |- |} 13. júní - Commerzbank-Arena, Frankfurt * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Togo.svg|20px]] Tógó 13. júní - Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 18. júní - Zentralstadion, Leipzig * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 19. júní - Signal Iduna Park, Dortmund * [[Mynd:Flag_of_Togo.svg|20px]] Tógó 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 23. júní - RheinEnergieStadion, Köln * [[Mynd:Flag_of_Togo.svg|20px]] Tógó 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 23. júní - AWD-Arena, Hanover * [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea ==== H riðill ==== Yfirburðir Spánverja í riðlinum voru miklir. Þrátt fyrir stórt tap í fyrsta leik fylgdu Úkraínumenn þeim eftir í útsláttarkeppnina. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||3||3||0||0||8||1||+7||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Ukraine.svg|20px]]||[[Úkraínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úkraína]]||3||2||0||1||5||4||+1||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]]||[[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]||3||0||1||2||3||6||-3||'''1''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]]||[[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]||3||0||1||2||2||7||-5||'''1''' |- |} 14. júní - Zentralstadion, Leipzig * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 4 : 0 [[Mynd:Flag_of_Ukraine.svg|20px]] Úkraína 14. júní - Allianz Arena, München * [[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]] Túnis 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi Arabía 19. júní - AOL Arena, Hamborg * [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi Arabía 0 : 4 [[Mynd:Flag_of_Ukraine.svg|20px]] Úkraína 19. júní - Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 3 : 1 [[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]] Túnis 23. júní - Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern * [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi Arabía 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 23. júní - Olympiastadion, Berlín * [[Mynd:Flag_of_Ukraine.svg|20px]] Úkraína 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]] Túnis == Útsláttarkeppnin == Tvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi. [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:2006]] 18t2ipk8zi7tvb73fwjv33acifo85yf 1765541 1765540 2022-08-20T22:38:28Z 89.160.233.104 /* Útsláttarkeppnin */ wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2006''' var haldið í [[Þýskaland]]i dagana [[9. júní]] til [[9. júlí]]. Heimsmeistaramótið var það 18. í röðinni, en þau eru haldin á fjögurra ára fresti. [[Mynd:Wm2006.png|thumb|150ppx|Kort sem sýnir borgirnar sem leikið var í]] Leikið var í borgunum [[Berlín]], [[Dortmund]], [[Frankfurt]], [[Gelsenkirchen]], [[Hamburg]], [[Hannover]], [[Kaiserslautern]], [[Köln]], [[Leipzig]], [[München]], [[Nürnberg]] og [[Stuttgart]]. Þjóðverjar fengu réttinn til að halda mótið árið 2000. 31 þjóðir tóku þátt á mótinu, með þjóðverjum, en þetta var í annað skiptið sem þessi keppni var haldin í Þýskalandi (fyrsta skiptið var árið 1974 sem vestur-Þýskaland). Úrslitaleikurinn fór fram í Berlín þann 9. júlí en þar báru Ítalir sigurorð af Frökkum. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1 og kom þá til framlengingar. Eftir framlengingu var staðan óbreytt. Það var því ljóst að úrslitin myndu ráðast í vítaspyrnukeppni. Ítalir skoruðu úr öllum 5 vítaspyrnum sínum en Frakkar úr þremur. En þetta er í fjórða skipti sem Ítalía vinnur Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Gestgjafar keppninnar, þjóðverjar höfnuðu í þriðja sæti og portúgalar í því fjórða. == Knattspyrnuvellir == * '''Allianz Arena''' - [[München]] Byggður: 2005 Heildarfjöldi: 66.016 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 52.782 Heimalið: 1860 München og Bayern München * '''Veltens Arena''' - [[Gelsenkirchen]] Byggður: 2001 Heildarfjöldi: 53.804 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 43.920 Heimalið: Schalke 04 * '''Waldstadion''' - [[Frankfurt]] Byggður: 2005 Heildarfjöldi: 48.132 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 38.437 Heimalið: Eintracht Frankfurt * '''Westfalenstadion''' - [[Dortmund]] Byggður: 1974 Heildarfjöldi: 69.982 Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 50.000 Heimalið: Borussioa Dortmund * '''AOL Arena''' - Hamburg * '''Zentralstadion''' - [[Leipzig]] * '''Frankenstadion''' - [[Nürnberg]] * '''RheinEnergieStadion''' - [[Köln]] * '''Fritz-Walter-Stadion''' - [[Kaiserslautern]] * '''AWD Arena''' - [[Hannover]] * '''Gottlieb-Daimler-Stadion''' - [[Stuttgart]] * '''Olympiastadion''' - [[Berlín]] == Keppnin == === Riðlakeppnin === Keppt var í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum, þar sem tvö efstu komust áfram í 16-liða úrslit. ==== A riðill ==== Þýskaland sigraði Kosta Ríka 4:2 í opnunarleik keppninnar og var það hæsta markaskor í opnunarleik í sögunni. Ekvador hafi tryggt sér annað sætið í riðlinum á eftir heimsmeisturum Þjóðverja fyrir lokaumferðina. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]||3||3||0||0||8||2||+6||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Ecuador.svg|20px]]||[[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]||3||2||0||1||5||3||+2||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]]||[[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]||3||1||0||2||2||4||-2||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]]||[[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]||3||0||0||3||3||9||-6||'''0''' |- |} 9. júní - Allianz Arena, München * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 4 : 2 [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] Kosta Ríka 9. júní - Arena AufSchalke, Gelsenkirchen * [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] Pólland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Ecuador.svg|20px]] Ekvador 14. júní - Signal Iduna Park, Dortmund * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] Pólland 15. júní - AOL Arena, Hamborg * [[Mynd:Flag_of_Ecuador.svg|20px]] Ekvador 3 : 0 [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] Kosta Ríka 20. júní - Ólympíuleikvangurinn, Berlín * [[Mynd:Flag_of_Ecuador.svg|20px]] Ekvador 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 20. júní - AWD-Arena, Hanover * [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] Kosta Ríka 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] Pólland ==== B riðill ==== Englendingar og Svíar unnu nauma sigra á Paragvæ og skildu Suður-Ameríkuliðið þar með eftir. Svíar náðu 2:2 jafntefli gegn Englendingum í lokaleiknum, en Norðurlandaþjóðin hafði ekki tapað fyrir enska liðinu í 38 ár. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]]||[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|Englandi]]||3||2||1||0||5||2||+3||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Sweden.svg|20px]]||[[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]||3||1||2||0||3||2||+1||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||3||1||0||2||2||2||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Trinidad and Tobago.svg|20px]]||[[Trínidad og Tóbagó]]||3||0||1||2||0||4||-4||'''1''' |- |} 10. júní - Commerzbank-Arena, Frankfurt * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 10. júní - Signal Iduna Park, Dortmund * [[Mynd:Flag_of_Trinidad and Tobago.svg|20px]] Trínidad og Tóbagó 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] Svíþjóð 15. júní - EasyCredit-Stadion, Nürnberg * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Trinidad and Tobago.svg|20px]] Trínidad og Tóbagó 15. júní - Ólympíuleikvangurinn, Berlín * [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] Svíþjóð 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 20. júní - RheinEnergieStadion, Köln * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] Svíþjóð 20. júní - Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern * [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Trinidad and Tobago.svg|20px]] Trínidad og Tóbagó ==== C riðill ==== Riðillinn var af mörgum talinn sá sterkasti á mótinu. Argentína og Holland höfðu þó bæði tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir lokaumferðina. Markalaust jafntefli í viðureign liðanna í lokaleiknum gaf Argentínu toppsætið á hagstæðari markatölu eftir stórsigur liðsins á Serbum og Svartfellingum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||2||1||0||8||1||+7||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]]||[[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]||3||2||1||0||3||1||+2||'''7''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]]||[[Fílabeinsströndin]]||3||1||0||2||5||6||-1||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag of Serbia and Montenegro (2003–2006).svg|20px]]||[[Serbía og Svartfjallaland]]||3||0||0||3||2||10||-8||'''0''' |- |} 10. júní - AOL Arena, Hamborg * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]] Fílabeinsströndin 11. júní - Zentralstadion, Leipzig * [[Mynd:Flag of Serbia and Montenegro (2003–2006).svg|20px]] Serbía og Svartfjallaland 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 16. júní - Arena AufSchalke, Gelsenkirchen * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 6 : 0 [[Mynd:Flag of Serbia and Montenegro (2003–2006).svg|20px]] Serbía og Svartfjallaland 16. júní - Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]] Fílabeinsströndin 21. júní - Commerzbank-Arena, Frankfurt * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 21. júní - Allianz Arena, München * [[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]] Fílabeinsströndin 3 : 2 [[Mynd:Flag of Serbia and Montenegro (2003–2006).svg|20px]] Serbía og Svartfjallaland ==== D riðill ==== Taugarnar voru þandar fyrir leik Angóla gegn gömlu nýlenduherrunum frá Portúgal. Evrópubúarnir höfðu betur og unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum. Mexíkó fylgdi þeim eftir í 16-liða úrslitin. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]]||[[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]||3||3||0||0||5||1||+4||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||1||1||1||4||3||+1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]]||[[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]||3||0||2||1||1||2||-1||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Angola.svg|20px]]||[[Angólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Angóla]]||3||0||1||2||2||6||-4||'''1''' |- |} 11. júní - EasyCredit-Stadion, Nürnberg * [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 3 : 1 [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] Íran 11. júní - RheinEnergieStadion, Köln * [[Mynd:Flag_of_Angola.svg|20px]] Angóla 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] Portúgal 16. júní - AWD-Arena, Hanover * [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Angola.svg|20px]] Angóla 17. júní - Commerzbank-Arena, Frankfurt * [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] Portúgal 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] Íran 21. júní - Arena AufSchalke, Gelsenkirchen * [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] Portúgal 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 21. júní - Zentralstadion, Leipzig * [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] Íran 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Angola.svg|20px]] Angóla ==== E riðill ==== Þrjú rauð spjöld fóru á loft í jafnteflisleik Bandaríkjanna og Ítalíu. Það var eina stig Bandaríkjanna í keppninni en einu töpuðu stig Ítala sem enduðu á toppnum. Gana fylgdi liði Ítalíu í 16-liða úrslitin. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]]||[[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]||3||2||1||0||5||1||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Ghana.svg|20px]]||[[Ganverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gana]]||3||2||0||1||4||3||+1||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Czech Republic.svg|20px]]||[[Tékkneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tékkland]]||3||1||0||2||3||4||-1||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]]||[[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]||3||0||1||2||2||6||-4||'''1''' |- |} 12. júní - Arena AufSchalke, Gelsenkirchen * [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Czech Republic.svg|20px]] Tékkland 12. júní - AWD-Arena, Hanover * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 17. júní - RheinEnergieStadion, Köln * [[Mynd:Flag_of_Czech Republic.svg|20px]] Tékkland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 17. júní - Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 22. júní - AOL Arena, Hamborg * [[Mynd:Flag_of_Czech Republic.svg|20px]] Tékkland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 22. júní - EasyCredit-Stadion, Nürnberg * [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin ==== F riðill ==== Ástralir mættu á ný á HM eftir 32 ára hlé og komu verulega á óvart með sigri á Japö num og jafntefli gegn Króötum, sem fleytti þeim í annað sæti riðilsins. Brasilíumenn höfðu lítið fyrir að ná toppsætinu. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||3||0||0||7||1||+6||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Australia.svg|20px]]||[[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]||3||1||2||0||5||5||0||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]]||[[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]||3||0||2||1||2||3||-1||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]]||[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]||3||0||1||2||2||7||-5||'''1''' |- |} 12. júní - Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern * [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 3 : 1 [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 13. júní - Ólympíuleikvangurinn, Berlín * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 18. júní - EasyCredit-Stadion, Nürnberg * [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 18. júní - Allianz Arena, München * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 22. júní - Signal Iduna Park, Dortmund * [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 1 : 4 [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 22. júní - Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart * [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía ==== G riðill ==== Sviss fékk ekki á sig mark á heimsmeistaramótinu og sigraði í riðlinum. Frakkar tryggðu sér annað sætið með sigri á Tógó í lokaleiknum eftir tvö jafntefli. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]]||[[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]||3||2||1||0||4||0||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of France.svg|20px]]||[[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]||3||1||2||0||3||1||+2||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]]||[[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]||3||1||1||1||3||4||-1||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Togo.svg|20px]]||[[Tógóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tógó]]||3||0||0||3||1||6||-5||'''0''' |- |} 13. júní - Commerzbank-Arena, Frankfurt * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Togo.svg|20px]] Tógó 13. júní - Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 18. júní - Zentralstadion, Leipzig * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 19. júní - Signal Iduna Park, Dortmund * [[Mynd:Flag_of_Togo.svg|20px]] Tógó 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 23. júní - RheinEnergieStadion, Köln * [[Mynd:Flag_of_Togo.svg|20px]] Tógó 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 23. júní - AWD-Arena, Hanover * [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea ==== H riðill ==== Yfirburðir Spánverja í riðlinum voru miklir. Þrátt fyrir stórt tap í fyrsta leik fylgdu Úkraínumenn þeim eftir í útsláttarkeppnina. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||3||3||0||0||8||1||+7||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Ukraine.svg|20px]]||[[Úkraínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úkraína]]||3||2||0||1||5||4||+1||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]]||[[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]||3||0||1||2||3||6||-3||'''1''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]]||[[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]||3||0||1||2||2||7||-5||'''1''' |- |} 14. júní - Zentralstadion, Leipzig * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 4 : 0 [[Mynd:Flag_of_Ukraine.svg|20px]] Úkraína 14. júní - Allianz Arena, München * [[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]] Túnis 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi Arabía 19. júní - AOL Arena, Hamborg * [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi Arabía 0 : 4 [[Mynd:Flag_of_Ukraine.svg|20px]] Úkraína 19. júní - Gottlieb-Daimler-Stadion, Stuttgart * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 3 : 1 [[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]] Túnis 23. júní - Fritz-Walter-Stadion, Kaiserslautern * [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi Arabía 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 23. júní - Olympiastadion, Berlín * [[Mynd:Flag_of_Ukraine.svg|20px]] Úkraína 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]] Túnis == Útsláttarkeppnin == Tvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi. === Úrslitaleikur === Bæði lið skoruðu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Zinedine Zidane skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu. Hann átti þó eftir að koma við sögu á annan hátt en hann fékk rautt spjald í lok framlengingar eftir að hafa skallað Marco Materazzi í bringuna. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Ítalir skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum en David Trezeguet átti sláarskot fyrir Frakka. 30. júní - Ólympíuleikvangurinn, Berlín, áh. 69.000 * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]| 1 : 1 (5:3 e.vítak.) [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:2006]] 65muu31irsrj4e5kmaw88azdc1zkyei Ungmennafélagið Valur 0 24555 1765478 1701227 2022-08-20T13:31:31Z 89.160.233.104 wikitext text/x-wiki '''Ungmennafélagið Valur''' á [[Reyðarfjörður|Reyðarfirði]] var stofnað [[27. desember]] [[1936]]. Stofnfundur félagsins var haldinn í Barnaskólahúsinu og voru fundarmenn 22. Stjórn var kosin Emil Magnússon formaður, Páll Beck ritari og Margrét Þorsteinsdóttir gjaldkeri. Það er mjög athyglisvert að Emil og Páll voru 15 ára og Margrét 14 ára. Félagið fór vel af stað og hélt fundi einu sinni í mánuði. Strax á fyrsta fundi voru kosnir 6 félagsmenn til næstu starfsnefndar sem áttu að skipuleggja næsta fund. == Verklegar framkvæmdir == Eitt að markmiðum félagsins var [[skógrækt]] og verndun skógarleifa. [[Grænafell]]ið er einn fallegasti staður í Reyðarfirði og er saga Grænafellsins samofinn sögu ungmennafélagsins frá þessum tíma. Hreppsnefnd og Ungmennafélagið gerðu samkomulag um að félagið fengi Grænafellið til varðveislu. Svæðið var girt og notað til [[útivist]]ar, þar voru haldnar hátíðarsamkomur, íþróttamót og kappleikir. Félagið stóð einnig fyrir gróðursetningu á svæðinu. == Sundlaug == Eitt af aðalbaráttumálum félagsins var bygging sundlaugar. Árið [[1947]] kemur fram í gjörðarbók félagsins að vel hafi gengið að safna dagsverkum og fé til byggingar sundlaugar. En sundlaugarmálið sofnaði til ársins [[1981]] þegar núverandi íþróttahús var tekið í notkun. Íþróttahúsinu var breytt í sundlaug nokkra mánuði á ári. == Skemmtun == Ungmennafélagið stóð fyrir margskonar heilbrigðum skemmtunum og oft lauk fundum með söng, hljóðfæraleik, upplestri og leikþáttum. Einnig voru haldnir mál- og skemmtifundir, kvikmyndasýningar, dansnámskeið, bingókvöld og ýmsar nefndir. Margir góðir menn hafa stýrt félaginu í gegnum tíðina. Marinó Sigurbjörnsson var formaður lengst allra eða 13 ár. Árið 1981 má segja að starfsemi félagsins hafi tekið miklum breytingum með stofnun hinna ýmsu sérráða eftir íþróttagreinum. Fyrsta sundmót félagsins var haldið 17. júní 1982. == Heimild == * {{bókaheimild|höfundur=Guðmundur Magnússon|titill=Saga Reyðarfjarðar 1883- 2003|útgefandi=Fjarðabyggð, 2003|ISBN=ISBN 9979-60-865-X}} == Tenglar == * [http://www.fjardabyggd.is/Forsida/Kort/Reydarfjordur/view.aspx? Reyðarfjörður]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} * [http://isl.east.is/Forsida/Baejarfelog/Reydarfjordur/Ahugaverdirstadir/View/122 Grænafell] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070311001656/http://isl.east.is/Forsida/Baejarfelog/Reydarfjordur/Ahugaverdirstadir/View/122 |date=2007-03-11 }} [[Flokkur:Ungmennafélög á Íslandi]] [[Flokkur:Reyðarfjörður]] [[Flokkur:Íþróttafélög frá Austurlandi]] nvqmsg4ks5e3e9tud8xxtaa9rfgtkxk Knattspyrnufélagið Fram 0 24876 1765521 1756502 2022-08-20T21:25:04Z 89.160.233.104 wikitext text/x-wiki :''Fyrir skipið sem heimsótti norður- og suðurskaut, sjá [[Fram (skip)]].'' [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|thumb|200px|[[Merki Knattspyrnufélagsins Fram]]]] {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Knattspyrnufélagið Fram | mynd = [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|130px]] | Gælunafn = ''Framarar'' | Stofnað = 1. maí 1908 | Leikvöllur = [[Framvöllur, Úlfarsárdal]] | Stærð = 1.650 | Stjórnarformaður = [[Sigurður Ingi Tómasson]] | Knattspyrnustjóri = Jón Sveinsson | Knattsp.stj. kvk. = [[Sigríður Baxter]] | Deild = [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Úrvalsdeild karla]] | Tímabil = 2021 | Staðsetning = 1. sæti [[Lengjudeildin|Lengjudeild]] | pattern_la1 = _shoulder stripes white stripes half | pattern_b1 = _shoulder stripes white stripes | pattern_ra1 = _shoulder stripes white stripes half | pattern_sh1 = _adidaswhite | pattern_so1 = _3 stripes white | leftarm1 = 0021af | body1 = 0021af | rightarm1 = 0021af | shorts1 = ffffff | socks1 = 0021af | pattern_la2 = _shoulder stripes blue stripes half | pattern_b2 = _shoulder stripes blue stripes | pattern_ra2 = _shoulder stripes blue stripes half | pattern_sh2 = _adidasblue | pattern_so2 = _3 stripes blue |leftarm2=ffff00 |body2=ffff00 |rightarm2=ffff00 |shorts2=ffff00 |socks2=ffff00 }} '''Knattspyrnufélagið Fram''', '''Fram Reykjavík''' eða einfaldlega '''Fram''' er [[Ísland|íslenskt]] íþróttafélag staðsett í [[Reykjavík]]. Félagið er eitt elsta íþróttafélag Íslands. Það var stofnað 1. maí 1908. Núverandi formaður félagsins er [[Sigurður Ingi Tómasson]]. Fram heldur úti æfingum í [[Knattspyrna|knattspyrnu]], [[Handbolti|handbolta]], [[Taekwondo]] og [[skíði|skíða]]<nowiki/>greinum. Þá er starfrækt innan félagsins [[almenningsíþróttadeild Fram|almenningsíþróttadeild]] og sérstakur hópur Framkvenna. Innan Fram hafa einnig verið starfræktar [[Körfuknattleiksdeild Fram|körfuknattleiksdeild]] og [[Blakdeild Fram|blakdeild]]. == Saga == === Upphafsárin (1908 - 1928) === Knattspyrnufélagið Fram varð til vorið 1908 í [[Miðbær Reykjavíkur|miðbæ Reykjavíkur]]. Stofnendurnir voru nokkrir piltar á fermingaraldri eða þar um bil, sem bjuggu á svæðinu umhverfis [[Tjarnargata|Tjarnargötu]]. Einn í hópnum, [[Pétur J.H. Magnússon]], hafði fest kaup á knetti og var hann óspart notaður þá um sumarið. Fyrsta tæpa árið var knattspyrnufélag þetta afar óformlegur félagsskapur. Engin stjórn var skipuð, engin lög samin og félagið hafði ekki einu sinni fengið nafn. Úr þessu var bætt á fyrsta formlega fundinum, þann 15. mars 1909. Þá komu piltarnir úr fótboltafélaginu í miðbænum saman á fundi, enda farið að styttast í vorið og áframhaldandi knattspyrnuæfingar. Nú var þörf á formlegri félagsskap til að safna fyrir boltakaupum, ákveða búning o.s.frv. Pétur J.H. Magnússon var kjörinn fyrsti formaður félagsins, laganefnd skipuð og samþykkt að nafn þess yrði Knattspyrnufélagið Kári, eftir [[Kári Sölmundarson|Kára Sölmundarsyni]] úr [[Njála|Njálu]]. Káranafnið var frá upphafi umdeilt og á félagsfundi nokkrum vikum síðar var því breytt í Knattspyrnufélagið Fram. Ýmsar skýringar eru mögulegar á þessu heiti. Ein er sú að nafnið standi einfaldlega fyrir atviksorðið "fram", en slík félaganöfn má t.d. finna í [[Danmörk]]u (sbr. Frem og Fremad). Önnur skýring er sú að félagið heiti eftir Fram, skipi heimskautafarans [[Fridtjof Nansen|Friðþjófs Nansens]]. Þá er ekki ólíklegt að Framarar hafi horft til nafns [[Heimastjórnarflokkurinn|Heimastjórnarfélagsins Fram]], sem var helsta bakland [[Hannes Hafstein|Hannesar Hafstein]] ráðherra. Þegar á þessum fyrsta bókfærða fundi, miðuðu Framarar stofndag sinn við fyrsta maí 1908. Ekki er þó ljóst hvernig sú dagsetning var fengin. Um svipað leyti var [[Knattspyrnufélagið Víkingur]] stofnað á sömu slóðum. Víkingar miða stofndag sinn við 21. apríl 1908, þótt forsendur þeirrar dagsetningar séu ekki ljósar. Benda Framarar á að stofnendur Víkings hafi verið yngri en stofnendur Fram og líklega ekki fengið að vera með stóru strákunum. Gera bæði félögin því tilkall til að vera næstelsta knattspyrnufélag Reykjavíkur. Fótboltafélag Reykjavíkur, sem síðar tók sér nafnið [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]], stóð um þessar mundir fyrir fótboltaæfingum á velli sem ruddur hafði verið vestur á [[Melarnir|Melum]]. Piltarnir í Fram fengu stundum að nota völlinn, en ekki kom þó til greina að sinni að félögin tvö mættust í kappleik á jafnréttisgrundvelli. Til þess var aldursmunurinn of mikill. ==== Upphaf Íslandsmótsins ==== Reykvískir íþróttamenn ákváðu að koma sér upp íþróttavelli, sem vera skyldi tilbúinn fyrir [[landsmót UMFÍ]] sem haldið yrði í bænum sumarið 1911. [[Íþróttasamband Reykjavíkur]] var stofnað í þessu skyni árið 1910 og var Fram meðal stofnaðila, þótt meðlimir þess væru ekki nema 14 til 17 ára gamlir. [[Melavöllur]]inn var vígður þann ellefta júní 1911. Að því tilefni var efnt til stutts sýningarleiks milli Fram og Fótboltafélags Reykjavíkur. Þótt Fótboltafélagið tefldi fram hálfgerðu varaliði, var búist við ójöfnum leik unglinga gegn fullorðnum mönnum og munu Framarar hafa fengið loforð um að ekki yrði tekið of hart á þeim. Viðureigninni lauk óvænt með markalausu jafntefli og varð því mikil spenna fyrir fyrstu alvöru viðureign félaganna sem fara skyldi fram viku síðar á landsmóti UMFÍ. Landsmótið var margra daga íþróttahátíð sem setti Reykjavíkurbæ á annan endann. Flestir voru áhorfendurnir þó á knattspyrnuleik Fram og Fótboltafélagsins þann sautjánda júní. Framarar fóru með sigur af hólmi í þessum fyrsta opinbera knattpspyrnuleik tveggja íslenskra félaga, 2:1. [[Friðþjófur Thorsteinsson]] skoraði bæði mörk Fram, það seinna á lokamínútunni. Sigur Framara á landsmótinu 1911 blés félagsmönnum kapp í kinn og ákváðu þeir að stofna til Íslandsmóts sumarið eftir. Skotið var saman fyrir verðlaunagrip og auglýst eftir þátttökuliðum. [[Úrvalsdeild 1912|Fyrsta Íslandsmótið í knattspyrnu]] var svo haldið árið 1912 með þátttöku Fram, Vestmanneyinga og Fótboltafélagsins. Lauk því með sigri þeirra síðastnefndu. ==== Löng sigurganga ==== Þar sem Framarar höfðu stofnað til Íslandsmótsins og keypt bikarinn, litu þeir svo á að mótið væri í þeirra einkaeigu. Fram lýsti eftir þátttökuliðum, sá um skipulagninguna og hirti allan ágóðann. Þetta leiddi til deilna um mótshaldið og árin [[úrvalsdeild 1913|1913]] og [[úrvalsdeild 1914|1914]] skráðu Framarar sig einir til leiks og unnu án keppni. Lausn fékkst í málið með því að mótunum var fjölgað. KR-ingar stóðu fyrir [[Reykjavíkurmótið í knattspyrnu|Reykjavíkurmóti]] og síðar stofnuðu [[Knattspyrnufélagið Valur|Valsmenn]] og Víkingar sín eigin mót. Engum blöðum var þó um að fletta hvert væri sterkasta knattspyrnulið höfuðstaðarins mestallan annan áratuginn. Leikmenn KR voru í það elsta, en Valsmenn og Víkingar enn of ungir að árum. Framarar voru hins vegar á besta aldri og höfðu yfir að búa fjölhæfum íþróttamönnum sem voru í fremstu röð í flestum keppnisgreinum. Auk meistaratitlanna 1913 og 1914 urðu Framarar Íslandsmeistarar: [[úrvalsdeild 1915|1915]], [[úrvalsdeild 1916|1916]], [[úrvalsdeild 1917|1917]], [[úrvalsdeild 1918|1918]], [[úrvalsdeild 1921|1921]], [[úrvalsdeild 1922|1922]], [[úrvalsdeild 1923|1923]] og [[úrvalsdeild 1925|1925]]. Félagið vann því tíu af fjórtán fyrstu Íslandsmótunum. Við þætta bættust sex Reykjavíkurmeistaratitlar, auk þess sem Fram vann keppnina um [[Íslandshornið]] þrjú ár í röð 1919-21 og þar með verðlaunagripinn til eignar, en Íslandshornið var keppni sem Valur stóð fyrir. Framarar áttu einnig stóran þátt í komu fyrsta erlenda knattspyrnuliðsins til Íslands árið 1919 þegar Danmerkurmeistararnir í [[Akademisk Boldklub]] komu í keppnisferð. Með danska liðinu lék um þær mundir Framarinn [[Samúel Thorsteinsson]]. Drottnunarstaða Fram meðal íslenskra knattspyrnuliða fékk þó skjótan endi. Leikmenn liðsins voru flestir á sama aldri og lögðu skóna á hilluna um svipað leyti. Lítil rækt hafði verið lögð við yngri flokka og því engir til að taka við. [[úrvalsdeild 1927|1927]] tapaði Fram öllum leikjum sínum á Íslandsmótinu og gat varla skrapað saman í lið. Alvarlega var rætt um að leggja félagið niður eða sameina það Víkingum. Árið [[úrvalsdeild 1928|1928]] sendi Fram svo ekki lið til keppni á Íslandsmótinu í fyrsta og eina skipti. === Endurreisnarárin (1928 - 1946) === Hvorki fyrr né síðar í sögu sinni hefur tilvera Knattspyrnufélagsins Fram staðið jafn tæp og vorið 1928. Félagið var í raun ekki starfandi, félagatalið týnt og sjóðurinn tómur. Ekki tókst að tefla fram liði á Íslandsmótinu og yngri flokkarnir voru daprir. Við þessar óhrjálegu aðstæður kom hópur manna undir forystu [[Guðmundur Halldórsson|Guðmundar Halldórssonar]] að félaginu og reif starfið upp á nýjan leik. Meðal annars létu stjórnin hanna [[Merki Knattspyrnufélagsins Fram|merki félagsins]], sem enn er við lýði. Eitt og annað var gert til að efla Fram félagslega, s.s. hafin útgáfa félagsblaðs og þjálfun yngri flokka tekin fastari tökum. Á [[1931-1940|fjórða áratugnum]] færðist þungamiðjan í starfsemi Fram austur á bóginn. Upphaflega var Fram miðbæjarlið, en nú voru uppeldissvæði nýrra leikmanna í götunum ofan [[Laugavegur|Laugavegar]], einkum í kringum [[Njálsgata|Njálsgötuna]]. Eftir sem áður voru öflugar Fram-nýlendur annars staðar í bænum, s.s. í [[Pólarnir|Pólunum]], kringum [[Ljósvallagata|Ljósvallagötuna]] og á [[Grímsstaðaholt]]i. Árið 1937 föluðust Framarar eftir því að fá úthlutað landi undir eigið félagssvæði. Óskað var eftir svæðinu sunnan [[Sundhöllin í Reykjavík|Sundhallarinnar]]. Var ætlunin meðal annars að reisa fjölnota íþróttahús til knattspyrnu- og skautaiðkunar. Þessi áform gengu ekki eftir og kom þar einkum tvennt til. Annars vegar töldu ýmsir félagsmenn brýnna að stofna [[Skíðadeild Fram|skíðadeild]] og reisa skíðaskála en að koma upp knattspyrnuvelli. Hins vegar var reiknað með því að íþróttafélögin í Reykjavík myndu koma sér upp sameiginlegu íþróttasvæði við [[Nauthólsvík]] og þörfin fyrir eigin knattspyrnuvöll yrði þá að mestu úr sögunni. ==== Ný verkefni ==== Þótt Fram styrktist jafnt og þétt félagslega allan fjórða áratuginn leið nokkur tími uns áhrifa þess tók að gæta á stigatöflunni. Frá 1929-38 hafnaði liðið aldrei ofar en í þriðja sæti á Íslandsmótinu, þar sem keppnisliðin voru yfirleitt fjögur eða fimm. Í ljósi þessa hófstillta árangurs, kann að virðast skringilegt að Knattspyrnusamband Danmerkur skuli hafa boðið Frömurum í keppnisferð til Danmerkur í tilefni af fimmtíu ára afmæli sambandsins árið 1939. Sennilega má tengja þá ákvörðun við það hversu stóran þátt Fram átti í að taka á móti Akademisk boldklub tuttugu árum fyrr. Hlutverk Framliðsins á afmælismóti Dananna var óljóst. Liðið var kynnt sem áheyrnarfulltrúi á [[50 ára afmælismót Danska knattspyrnusambandsins|óopinberu Norðurlandamóti í knattspyrnu]] og aldrei kallað annað en “íslenska liðið” og þannig gefið fastlega í skyn að um landslið Íslands væri að ræða. Fram keppti ekki á mótinu en lék nokkra vináttuleiki við úrvalslið danskra héraða með góðum árangri. Liðið mætti líka vel undirbúið til leiks undir stjórn þýsks [[þjálfarar meistaraflokks Fram í knattspyrnu karla|þjálfara]], [[Hermann Lindemann|Hermanns Lindemanns]], leikmanns [[Eintracht Frankfurt]]. Stífar æfingar fyrir ferðina og meðan á henni stóð skiluðu sér óvænt í fyrsta meistaratitli Fram í fjórtán ár á [[Úrvalsdeild 1939|Íslandsmótinu 1939]]. Nokkrum mánuðum eftir að hafa unnið Íslandsmótið, tókust sumir leikmanna meistaraflokks á við nýtt hlutverk. [[Handbolti|Handknattleiksíþróttin]] hafði náð fótfestu í nokkrum skólum, s.s. í [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]], [[Flensborgarskólinn í Hafnarfirði|Flensborgarskólanum]] og [[Háskóli Íslands|Háskólanum]]. Knattspyrnumenn gripu stundum í þessa skringilegu íþróttagrein á inniæfingum yfir vetrarmánuðina, en lítil alvara hafði fylgt því fálmi. Snemma árs 1940 var hins vegar efnt til fyrsta [[N1 deild karla|Íslandsmótsins í handknattleik]]. Framarar sendu lið til keppni, þótt hluti leikmanna kynni varla reglurnar. Jafnframt var sent inn lið í 2. flokki. Þótt árangurinn yrði rýr, markaði hann upphafið að reglulegri þátttöku Fram í handknattleiksmótum. Með tímanum komst meiri festa á handboltaiðkunina, hún hætti að vera aukageta knattspyrnumanna félagsins yfir vetrarmánuðina og öðlaðist sjálfstætt líf. Handknattleikurinn hefur þá sérstöðu meðal íslenskra flokkaíþrótta að bæði kynin hófu að iðka hann um svipað leyti. Þannig var keppt bæði í karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu 1940. Til samanburðar þótti tilhugsunin um keppni í kvennaknattspyrnu fráleit á þessum árum. [[Þráinn Sigurðsson]] formaður Fram 1943-46, var áhugasamur um að útvíkka starfsemi félagsins og knúði það í gegn að Fram kæmi sér upp kvennaflokki í handknattleik. Hugmyndin fékk blendnar undirtektir, en náði þó fram að ganga og árið 1945 sendi Fram í fyrsta sinn lið til keppni á Íslandsmóti kvenna. Fljótlega varð liðið eitt af skrautfjöðrum félagsins og hafði mjög jákvæð áhrif á starfsemi þess. ==== Félagssvæði í Skipholti ==== Draumur reykvískra íþróttamanna um alhliða æfinga- og keppnissvæði í Fossvogi fauk út í buskann þegar Ísland var hernumið og [[Reykjavíkurflugvöllur|alþjóðlegum flugvelli]] var komið fyrir í [[Vatnsmýri]]nni. Í kjölfarið varð ljóst að þörfin á félagssvæði Fram var orðin knýjandi. Stjórnendur félagsins leituðu ýmissa lausna við vandanum, s.s. að falast eftir kaupum á Hálogalandi, íþróttahúsi hernámsliðsins. Þá var sótt um lóð á svokölluðum Mómýrarbletti, þar sem [[Glímufélagið Ármann|Ármann]] var síðar til húsa. Vorið 1945 skipti Reykjavíkurbær skyndilega um skoðun varðandi Mómýrarblettinn. Vilyrðið sem fengist hafði var tekið til baka, en þess í stað bauð bærinn upp á lóð í gömlu grjótnámi fyrir neðan [[Stýrimannaskólinn|Stýrimannaskólann]], við [[Skipholt]]. Tilboðinu var tekið og framkvæmdir hófust af kappi innan fáeinna daga. Þann tuttugasta ágúst sama ár vígðu Framarar nýjan malarvöll sinn við Skipholt. Fram varð þar með fyrsta Reykjavíkurfélagið til að eignast eigin völl. Skömmu síðar var hafist handa við byggingu félagsheimilis Fram á svæðinu. === Árin við Stýrimannaskólann (1946 - 1972) === Það leið ekki á löngu uns Framarar fóru að njóta ávaxtanna af nýja vellinum. Sumrin 1946-48 lék liðið undir stjórn skosks þjálfara, [[James McCrae]], sem stýrði Frömurum til Íslandsmeistaratitils tvö fyrri árin. Sumarið 1946 var sérlega eftirminnilegt. Eftir Danmerkurferðina 1939 hafði staðið til að Framarar tækju á móti [[Danmörk|dönskum]] knattspyrnuflokki sumarið 1940. Allar slíkar heimsóknir lágu niðri á stríðsárunum, en að því loknu tóku Framarar upp þráðinn á ný. Nú höfðu forsendur hins vegar breyst. Ísland var orðið lýðveldi og danska knattspyrnusambandið bauð fram landslið sitt. Ekki þótti við hæfi að félagslið sæi eitt um að skipuleggja fyrsta landsleik hins unga ríkis. Varð því úr að Fram og Knattspyrnuráð Reykjavíkur stóðu saman að komu Dananna og skiptu með sér kostnaði og tekjum. Danska liðið keppti þrjá leiki í ferðinni: gegn íslenska landsliðinu, Fram og Reykjavíkurúrvalinu. Meistaratitlarnir [[Úrvalsdeild 1946|1946]] og [[Úrvalsdeild 1947|1947]] mörkuðu ekki upphafið að nýju stórveldistímabili. Framarar urðu næst [[Úrvalsdeild 1962|Íslandsmeistarar í knattspyrnu árið 1962]]. Vaxtarbroddurinn var hins vegar í yngri flokkunum sem voru mjög sigursælir á sjötta áratugnum. Iðkendurnir voru líka geysimargir og nutu Framarar þar legu sinnar. Fjölmenn hverfi voru að byggjast upp í Reykjavík norðanverðri, s.s. í [[Laugarnes]]i og [[Vogahverfi|Vogunum]]. Sátu Framarar lengi vel einir að þeim krakkaskara. ==== Stórveldi í handbolta ==== Árið [[Handknattleiksárið 1949-50|1950]] urðu Framarar Íslandmeistar í bæði karla- og kvennaflokki í [[Handknattleikur|handknattleik]]. Sigur karlaliðsins var óvæntur og sló ekki tóninn fyrir frekari afrek í bráð. Kvennaliðið hafði hins vegar verið í mikilli sókn árin á undan. Frá 1950 til 1954 urðu Framstúlkur Íslandsmeistarar í öll fimm skiptin. Við það bættust nokkrir meistaratitlar í utanhússhandbolta, en sú keppnisgrein var í talsverðum metum á þessum árum, þótt keppni í henni hafi lagst af í seinni tíð. Þessari fyrstu gullöld handknattleikskvenna í Fram lauk skyndilega um miðjan [[1951-1960|sjötta áratuginn]], þegar öflugir leikmenn settu skóna á hilluna. Um það leyti sem vegur kvennaliðsins fór að fara minnkandi, byrjuðu karlarnir að rétta úr kútnum fyrir alvöru. Frampiltum var spáð góðum árangri á Íslandsmótinu 1959, en enduðu í fallsæti. Sigur í annarri deild [[Handknattleiksárið 1959-60|árið eftir]] var aldrei í hættu og við tók tímabil tveggja turna í íslenskum karlahandbolta. Fram og [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]] deildu á milli sín öllum [[N1 deild karla|Íslandsmeistaratitlum]] frá 1959 til 1972. Þar af unnu Framarar sjö sinnum ([[Handknattleiksárið 1961-62|1962]], 1963, 1964, 1967, [[Handknattleiksárið 1967-68|1968]], 1970 og [[Handknattleiksárið 1971-72|1972]]). Oftar en ekki voru viðureignir þessara liða hinir eiginlegu úrslitaleikir um meistaratitilinn. Landslið Íslands var sömuleiðis borið uppi af leikmönnum úr Fram og FH. Árið 1962 varð Fram fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í Evrópumóti í flokkaíþrótt. Þá kepptu Framarar við dönsku meistarana í [[Skovbakken]] frá [[Árósar|Árósum]] og töpuðu 28:27 í framlengdri viðureign. Leikið var í [[Danmörk]]u, enda var íþróttahús [[herstöðin á Miðnesheiði|bandaríska hersins á Miðnesheiði]] eini löglegi handknattleiksvöllur á Íslandi. Úr þessu var bætt í desember 1965, þegar [[Íþróttahöllin í Laugardal|Laugardalshöllin]] var tekin í notkun og aðalheimkynni handknattleiksmanna færðust úr Hálogalandi. Í trausti þess að húsið yrði tilbúið í tíma, höfðu Framarar samið um að taka á móti [[Tékkóslóvakía|tékkneskum]] handboltaflokki, [[Baník Karviná]]. Þegar líða tók að komudegi vöknuðu menn upp við vondan draum, þar sem mikil smíðavinna var eftir. Sá [[Karl Benediktsson]], þjálfari Framliðsins, þá um að skipuleggja vinnu Framara og handknattleiksmanna úr öðrum liðum. Unnið var nótt við nýtan dag og tókst að ljúka verkinu sama dag og Tékkarnir mættu. Var viðureign Reykjavíkurúrvalsins og Karviná vígsluleikur hallarinnar. ==== Landþrengsli í grjótnáminu ==== Þegar malarvöllur Framara var tekinn í notkun haustið 1945 var hann talinn sá besti í bænum. Vellinum hrakaði hins vegar mjög sumarið 1948 þegar hann var notaður sem geymslusvæði fyrir [[síld]] sem mokað var upp í [[Hvalfjörður|Hvalfirðinum]] sama sumar. Það leið því ekki á löngu uns Framarar fóru að svipast um eftir nýju framtíðarfélagssvæði, þar sem unnt yrði að koma upp grasvöllum. Fljótlega beindist athyglin að [[Kringlumýri]]nni og á fimmtíu ára afmæli Fram, vorið 1958, tilkynnti [[Gunnar Thoroddsen]] [[borgarstjóri Reykjavíkur|borgarstjóri]] að Reykjavíkurbær hefði samþykkt að afhenda Frömurum landspildu við [[Safamýri]]. Þegar til átti að taka reyndist þó erfitt að innheimta loforðið. Það tók embættismenn bæjarins mörg ár að mæla út lóðamörkin og enn lengri tíma að ráðast í nauðsynlega jarðvegsvinnu. [[Álftamýrarskóli]] tók til starfa árið 1964 og fór þá loks að þokast eitthvað áleiðis í málum Fram. Árið 1969 var lokið framkvæmdum við íþróttahús skólans ásamt búningsaðstöðu og um svipað leyti var útbúinn malarvöllur. Framarar hófu þegar að nýta húsið og völlinn. Í nokkur misseri var Fram í raun starfrækt á tveimur stöðum: í Safamýri og við Skipholt, en eftir að brotist var inn í félagsheimilið í Skipholti á árinu 1972 og innanstokksmunir lagðir í rúst, var ákveðið að skilja endanlega við gömlu grjótnámuna. === Framkvæmdatímar (1972 – 1994) === Árið 1972 var viðburðaríkt hjá Frömurum. Auk þess að flytja úr Skipholti í Safamýri, urðu karlalið félagsins Íslandsmeistarar í bæði handbolta og [[1. deild karla í knattspyrnu 1972|fótbolta]]. Tæpur aldarfjórðungur átti eftir að líða uns Framarar urðu næst Íslandsmeistarar karla í handbolta og þótt knattspyrnumennirnir þyrftu ekki að bíða jafn lengi, voru ekki síður blikur á lofti á þeim bænum. Á [[1951-1960|sjötta áratugnum]] og í upphafi þess [[1961-1970|sjöunda]] voru Framarar stórveldi í yngri flokkunum í knattspyrnu. Iðkendur voru margir og til þess tekið hversu vel væri haldið utan um unglingastarfið. Með tímanum tók að fjara undan þessu. Nýbyggingarhverfin sem séð höfðu Fram fyrir stríðum straumi drengja urðu grónari og börnunum fækkaði. Á sama tíma fór unglingastarfið að eflast hjá öðrum félögum sem jafnframt eignuðust betri félagssvæði með grasvöllum og félagsaðstöðu. Frá 1968 til 1980 vannst aðeins einn Íslandsmeistaratitill í yngri flokkum, í þriðja flokki pilta 1972. Þessi þróun olli forráðamönnum Fram áhyggjum. Niðurstaða þeirra var sú að forgangsmál væri að koma upp [[Tónabær|félagsheimili]]. Byrjað hafði verið að teikna slíkt mannvirki þegar árið 1965. Ráðist var í framkvæmdir við húsið árið 1973 og var lokið við fyrri áfanga þess tveimur árum síðar. Í húsinu voru búningsklefar og lágmarks skrifstofu- og félagsaðstaða, en ákveðið var að láta stækkun heimilisins bíða betri tíma. Um svipað leyti voru sett upp [[flóðljós]] á malarvellinum. ==== Bikarliðið Fram ==== Þótt yngri flokkarnir ættu erfitt uppdráttar á [[1971-1980|áttunda áratugnum]], var karlaliðið í knattspyrnu á betra róli. Liðið var yfirleitt um miðja deild og hafnaði í öðru sæti árin 1975 og 1976. Fram tók nokkrum sinnum þátt í Evrópukeppnum, án þess þó að komast áfram úr fyrstu umferð. Minnisstæðastir voru leikirnir við [[Günter Netzer]] og félaga hans í spænska stórliðinu [[Real Madrid]] haustið 1974. Í [[VISA-bikar karla|bikarkeppni KSÍ]] áttu Framarar velgengni að fagna. Félagið hafði fyrst orðið bikarmeistari árið 1970, en fyrstu árin var bikarkeppnin heldur lágt skrifað haustmót sem fram fór á Melavelli að Íslandsmótinu loknu. Fram varð bikarmeistari 1973, 1979 og 1980. Í tvö seinni skiptin eftir sigurmörk á lokamínútunum. ==== Óvelkominn kvennaflokkur ==== Sumarið 1968 var efnt til knattspyrnuleiks milli handknattleiksstúlkna úr Fram og [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], sem vakti nokkra athygli og ruddi brautina fyrir íslenska kvennaknattspyrnu. Fyrsti opinberi kvennaknattspyrnuleikurinn á Íslandi fór svo fram árið 1970. Það var stuttur sýningarleikur milli Reykjavíkur og Keflavíkur á undan karlalandsleik við Norðmenn á [[Laugardalsvöllur|Laugardalsvelli]]. Fyrsta Íslandsmót kvenna innanhúss var haldið 1971 og sumarið 1972 hófst [[Pepsideild kvenna|Íslandsmót kvenna]] utandyra. Keppnisliðin voru flest skipuð stúlkum sem æfðu handknattleik á veturna. [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH-ingar]] voru með öflugasta liðið á þessum fyrstu árum, en Fram veitti þeim einna harðasta keppni. Eftir dapurt gengi sumarið 1979, ákvað stjórn knattspyrnudeildar að senda ekki lið til keppni sumarið 1980. Sú ákvörðun var tekin í óþökk leikmanna liðsins. Ástæðan var fyrst og fremst sú að forráðamenn deildarinnar töldu að nógu mikið álag væri á æfingarvellina, þótt kvennaliðið bættist ekki við. Þegar kvennaflokkurinn var lagður niður, gengu leikmennirnir til liðs við önnur félög, s.s. [[Breiðablik UBK|Breiðablik]] og KR. Í þeim hópi voru konur sem áttu eftir að vinna fjölda titla og leika [[kvennalandslið Íslands í knattspyrnu|fyrir Íslands hönd]]. Strax ári síðar skiptu Framarar um skoðun og reyndu að endurvekja kvennaflokkinn. Hann náði hins vegar aldrei fyrri styrk, uns hann lognaðist útaf árið 1993. ==== Nýir menn í brúnni ==== Í byrjun [[1981-1990|níunda áratugarins]] urðu mikil umskipti í rekstri knattspyrnudeildar Fram. Nýir menn settust í stjórn og mynduðu hóp sem átti eftir að bera deildina uppi næstu árin. [[Halldór B. Jónsson]] var formaður knattspyrnudeildarinnar frá 1981 til 1993 og átti hvað stærstan þátt í þessum breytingum. Aðstaða knattspyrnumanna félagsins snarbatnaði á þessum árum. Sumarið 1983 fjölgaði grasvöllunum úr einum í tvo. Árið áður var ákveðið að ráðast í stækkun félagsheimilisins í stað þess að hefja byggingu íþróttahúss. Olli sú ákvörðun raunar talsverðum deilum og óánægju innanhússíþróttamanna. Unglingastarfið var stóreflt. Knattspyrnuskóli var stofnaður fyrir yngstu iðkendurna árið 1980 og var það nýjung. Þá naut félagið góðs af nálegðinni við nýja miðbæinn sem var að byggjast upp í [[Kringlumýri]]. [[strætisvagn|Strætisvagnasamgöngur]] voru prýðisgóðar og því gat Fram dregið til sín stóra hópa iðkenda úr fjarlægum hverfum, ekki hvað síst úr [[Breiðholt]]i, þar sem [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] og [[Leiknir Reykjavík|Leiknir]] áttu erfitt uppdráttar. Í meistaraflokki urðu sömuleiðis breytingar. Árin 1982-83 var þjálfari Framliðsins [[Pólland|Pólverjinn]], [[Andrzej Strejlau]]. Þótt liðið félli niður um deild fyrra árið, héldu stjórnendur félagsins tryggð við Strejlau sem fór með það beint aftur upp úr annarri deildinni. Á þessum tveimur árum lagði sá pólski mikilvægar undirstöður að hinu sigursæla Framliði níunda áratugarins. ==== Gullöld Ásgeirs Elíassonar ==== [[Ásgeir Elíasson]] tók við Frömurum fyrir sumarið 1985 og þjálfaði í sjö ár samfleytt. Í allt var Ásgeir þjálfari Fram í tólf ár, lengst allra sem gegnt hafa starfinu. Framlið níunda áratugarins var eitt hið öflugasta í íslenskri knattspyrnusögu. Það sigraði í bikarkeppni [[KSÍ]] árin 1985, 1987 og 1989. Íslandmeistaratitillinn kom í hlut Framara [[1. deild karla í knattspyrnu 1986|1986]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1988|1988]] og [[1. deild karla í knattspyrnu 1990|1990]]. Árangur Framara í Evrópukeppnum var sömuleiðis eftirtektarverður á köflum. Má þar nefna 3:0 heimasigur á sænsku bikarmeisturunum í [[Djurgårdens IF]] haustið 1990 og naumt 1:2 tap gegn spænska liðinu [[FC Barcelona|Barcelona]] sama ár. Árið eftir féllu Framarar svo úr leik í Evrópukeppni meistaraliða eftir tvö jafntefli gegn [[Panathinaikos]]. Eftir leikina við gríska liðið sneri Ásgeir Elíasson sér að þjálfun íslenska landsliðsins. Við tók tímabil óstöðugleika og tíðra þjálfaraskipta. Um svipað leyti varð talsverð endurnýjun í stjórn knattspyrnudeildar. Halldór B. Jónsson lét af formennsku árið 1993 og við tóku mörg mögur ár. ==== Handboltakarlar á fallanda fæti ==== Íslandsmeistaralið Fram í karlaflokki í handbolta 1972 var firnasterkt. Hafði það t.a.m. á að skipa fjórum af burðarásum íslenska landsliðsins, þeim Axel Axelssyni, Björgvin Björgvinssyni, Sigurði Einarssyni og [[Sigurbergur Sigsteinsson|Sigurbergi Sigsteinssyni]]. Framtíðin virtist sömuleiðis björt, enda margir efnilegir leikmenn í herbúðum Framara og aðstöðumál félagsins búin að snarbatna með tilkomu íþróttahúss Álftamýrarskóla. Yfirburðatímar Fram og [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]] reyndust hins vegar á enda runnir. Ný félög, [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]] og [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingur]] voru á uppleið. Hafnfirðingar héldu sínu en Framarar urðu að láta undan síga. Eftir því sem leið á [[1971-1980|áttunda áratuginn]] færðist Framliðið niður töfluna, uns árviss fallbarátta varð raunin. Vorið [[handknattleiksárið 1982-83|1983]] féllu Framarar loks niður í aðra deild, í annað sinn í sögunni. Eftir tveggja ára dvöl í annarri deild lék Fram á ný meðal þeirra bestu veturinn 1985-86. Næstu árin einkenndust af fallbaráttu, skamma dvöl í annarri deild og svo enn meira fallströgl, uns Framarar féllu í fjórða sinn vorið 1993. Í það skipið var fjárhagur handknattleiksdeildarinnar orðinn afar bágur og aðstöðuleysið félaginu fjötur um fót, á sama tíma og önnur Reykjavíkurlið gátu státað af heimavöllum í eigin íþróttahúsum. ==== Sigursæll kvennaflokkur ==== Eftir Íslandsmeistaratitlana fimm í byrjun sjötta áratugarins leið nokkur tími uns handknattleiksstúlkurnar í Fram náðu að blanda sér í titilbaráttu. Árið 1970 tókst liðinu að rjúfa sigurgöngu [[Knattspyrnufélagið Valur|Valskvenna]] og við tók langt tímabil í íslenskum kvennahandknattleik þar sem Fram og Valur höfðu algjöra yfirburði. Af 21 Íslandsmeistaratitli sem í boði var frá 1970 til 1990 unnu Framstúlkur fjórtán. ([[handknattleiksárið 1969-70|1970]], [[handknattleiksárið 1973-74|1974]], [[handknattleiksárið 1975-76|1976]], [[handknattleiksárið 1976-77|1977]], [[handknattleiksárið 1977-78|1978]], [[handknattleiksárið 1978-79|1979]], [[handknattleiksárið 1979-80|1980]], [[handknattleiksárið 1983-84|1984]], [[handknattleiksárið 1984-85|1985]], [[handknattleiksárið 1985-86|1986]], [[handknattleiksárið 1986-87|1987]], [[handknattleiksárið 1987-88|1988]], [[handknattleiksárið 1988-89|1989]] og [[handknattleiksárið 1989-90|1990]].) Stofnað var til [[bikarkeppni HSÍ (konur)|bikarkeppni í kvennaflokki]] árið 1976 og urðu Framarar fljótt sigursælasta lið þeirrar keppni frá upphafi. Handknattleikskonur Fram voru um árabil helsta skrautfjöður félagsins. Ekki taldi handknattleiksfólk félagsins þó nóg að gert í aðstöðumálum. Á árunum í kringum 1980 var hart deilt innan Fram um hvort setja skyldi í forgang stækkun félagsheimilisins eða hefja framkvæmdir við íþróttahús. Félagsheimilið varð ofan á og talsverður tími átti eftir að líða uns íþróttahússmálið varð til lykta leitt. Þegar það loks gerðist hafði inniíþróttadeildum Fram raunar fækkað um tvær. [[Körfuknattleiksdeild Fram|Körfuknattleikur]] var tekinn upp í Fram árið 1970, en lognaðist út af 1987. [[Blakdeild Fram|Blakdeild]] starfaði frá 1978 til 1991. Þótt ýmsir samverkandi þættir skýri dauða þessara deilda, átti aðstöðuleysið þar ótvírætt stóran hlut að máli. ==== Framarar í Eldborgargili ==== Þegar á [[1931-1940|fjórða áratugnum]] var samþykkt á aðalfundi Fram að félagið reyndi að koma sér upp skíðaskála. Um árabil voru starfræktar nefndir til að vinna að þessu markmiði en lítið varð úr framkvæmdum. Árið 1972 var rykið dustað af þessum áformum. Skíðadeild Fram var stofnuð sama ár. Formaður hennar var [[Steinn Guðmundsson]]. Hin unga skíðadeild kom sér fyrir í [[Eldborgargil]]i í [[Bláfjöll]]um. Á næstu árum átti talsverð uppbygging sér stað á skíðasvæði félagsins, sem náði hámarki árið 1990 þegar nýr og glæsilegur skíðaskáli var tekinn í notkun. Starfsemi skíðadeildar Fram hefur alla tíð staðið í tengslum við árferði. Deildin hefur fyrst og fremst snúist um barna- og unglingastarf, en minna verið um afreksfólk í fullorðinsflokki. === Óviss framtíð (1994 - ) === Knattspyrnufélagið Fram stóð á krossgötum vorið 1994. Nýtt íþróttahús var tekið í notkun í Safamýrinni, það fyrsta sem félagið hafði haft til eigin umráða í sögu sinni. Húsið var reist í formannstíð [[Alfreð Þorsteinsson|Alfreðs Þorsteinssonar]] og var staðfesting þess að Fram teldi nánustu framtíð sína liggja í [[Háaleiti og Bústaðir|Háaleitis- og Bústaðahverfi]], en miklar vangaveltur höfðu verið uppi um mögulega flutninga félagsins í austurbyggðir Reykjavíkur. Með nýrri stjórn var horfið frá hugmyndum um mögulega flutninga eða sameingu Fram við önnur félög, þess í stað var leitast við að byggja upp félagið á Safamýrarsvæðinu. Tók sú hugmyndavinna á sig óvenjulegar myndir, t.d. var velt upp þeim kosti að selja mestallt félagssvæðið undir framlengingu á verslunarmiðstöðinni [[Kringlan|Kringlunni]], en koma fyrir keppnisvelli á þaki hennar. Um það leyti sem handknattleiksfólk í Fram fékk eigið hús til umráða, rýrnaði félagsaðstaða Framara þegar [[Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur|Íþrótta- og tómstundaráð]] tók félagsheimilið á leigu undir félagsmiðstöðina [[Tónabær|Tónabæ]]. Í kjölfarið komu Framarar sér upp nýrri félagsaðstöðu í tengslum við íþróttahúsið, sem og gervigrasvelli ásamt búningsklefum. Gervigrasvöllurinn var loks tekinn í notkun árið 2006 og mátti félagssvæði Fram í Safamýri þá teljast tilbúið. ==== Nokkur mögur ár ==== Frömurum var snögglega kippt niður á jörðina eftir brotthvarf [[Ásgeir Elíasson|Ásgeirs Elíassonar]]. Í stað þess að berjast um meistaratitla og vinna afrek í Evrópukeppni, hafnaði liðið næstu árin um eða fyrir neðan miðja deild. [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1995|Sumarið 1995]] máttu Framarar svo sætta sig við neðsta sætið og fall í fyrsta sinn í þrettán ár. Á sama tíma fóru skuldir knattspyrnudeildarinnar jafnt og þétt vaxandi. Ásgeir Elíasson sneri aftur í Safamýrina og leiddi liðið á ný upp í efstu deild, þar sem hann stýrði því næstu þrjú árin. Á þeim tíma var ráðist í nýstárlega rekstrartilraun. Stofnað var félag um rekstur meistaraflokks og talsverðu hlutafé safnað, sem mynda skyldi höfuðstól til að standa vörð um fjárhaginn. Raunin varð sú að öllu fénu var brennt upp á mettíma og verulegum skuldum safnað til viðbótar, án þess að nokkur árangur næðist á vellinum. Frá 1998 til 2004 áttu Framarar í harðri fallbaráttu á hverju einasta sumri, þar sem liðið bjargaði sér yfirleitt frá falli í síðustu umferð oft með ótrúlegum hætti. Tímabilið einkenndist af miklum óstöðugleika. [[Þjálfarar meistaraflokks Fram í knattspyrnu karla|Þjálfarar]] voru látnir fara nánast á hverju ári og miklar breytingar urðu á leikmannahópnum frá ári til árs. [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2005|Haustið 2005]] varð fallið ekki umflúið og næsta sumar lék fram í [[1. deild karla|næst efstu deild]] í fjórða sinn í sögunni. ==== Þorvaldarárin og bikarmeistaratitill ==== Eftir skamma dvöl í næst efstu deild tóku Framarar upp fyrri iðju og voru nærri því að falla [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2007|haustið 2007]] og í kjölfarið lét þjálfarinn [[Ólafur Þórðarson]] af störfum. Í hans stað var ráðinn [[Þorvaldur Örlygsson]], sem vakið hafði athygli fyrir árangur sinn með sterkt en varnarsinnað lið [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar|Fjarðabyggðar]]. Á fyrstu tveimur árum Þorvaldar, sumrin [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|2008]] og [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2009|2009]] náðist besti árangur liðsins um árabil. Fyrst þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og þar með þátttökuréttur í Evrópukeppni í fyrsta sinn í fjöldamörg ár og því næst fjórða sætið í deildinni auk þess sem liðið komst í úrlitaleik bikarkeppninnar en tapaði í vítaspyrnukeppni. Eftir þessa góðu byrjun tók heldur að síga á ógæfuhliðina. [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2010|sumarið 2010]] lentu Framarar í fimmta sæti en næstu þrjú sumur þar á eftir varð niðurstaðan fallbarátta. Á miðju [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2013|sumri 2013]] sagði Þorvaldur starfi sínu lausu og [[Ríkharður Daðason]] tók við keflinu. Undir hans stjórn urðu Framarar [[Bikarkeppni karla í knattspyrnu|bikarmeistarar]] eftir sigur á [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjörnunni]] í úrslitaleik. Var það fyrsti stóri titill Framliðsins í meistaraflokki í knattspyrnu frá árinu 1990. Sumarið 2010 urðu þau tímamót hjá félaginu að teflt var fram meistaraflokksliði kvenna í fyrsta sinn frá árinu 1993. Framstúlkur hófu keppni í næstefstu deild og komust skömmu síðar í umspilsleiki um sæti í úrvalsdeild. Ekki tókst að fylgja eftir góðri byrjun og fyrir sumarið 2017 virtist þátttaka Fram á Íslandsmótinu í uppnámi. Úr varð að tefla fram sameiginlegu liði með [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]] og tryggði hið sameinaða líð sér sigur í þriðju efstu deild, þegar í fyrstu tilraun. ==== Viðspyrna í handknattleiknum ==== Handknattleiksdeild Fram gekk í gegnum erfið ár í byrjun [[1991-2000|tíunda áratugarins]]. Rekstur karlaliða meistaraflokka í íþróttinni varð stöðugt dýrari. Erlendir leikmenn urðu algengari og íslenskir leikmenn gerðu í auknum mæli kröfur um greiðslur. Ár frá ári reyndist Frömurum því erfiðara að standa í sterkustu liðunum. Karlalið Fram lék í annarri deild í þrjú keppnistímabil, frá 1993 til 1996. Á árinu 1994 var nýtt íþróttahús félagsins í Safamýri tekið í notkun og þar með gjörbreyttust rekstrarforsendur deildarinnar. Haustið 1995 var [[Guðmundur Þórður Guðmundsson|Guðmundur Þ. Guðmundsson]] ráðinn þjálfari karlaliðsins og leiddi það upp í efstu deild í fyrstu tilraun, ekki hvað síst fyrir tilstyrk rússneska línumannsins [[Oleg Titov|Olegs Titovs]]. Undir stjórn Guðmundar komst karlalið Fram í fremstu röð í íslenskum handbolta í fyrsta sinn í fjöldamörg ár. Liðið lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn 1998 en beið lægri hlut. Árið eftir unnu Framarar [[Bikarkeppni HSÍ (karlar)|bikarmeistaratitil]] eftir sigur á [[Stjarnan|Stjörnunni]]. Næstu ár á eftir var Framliðið í hópi sterkari liða og komst undantekningarlítið í fyrstu eða aðra umferð úrslitakeppni Íslandsmótsins, án þess þó að gera verulegar atlögur að tiltlinum. ==== Óvæntir meistaratitlar ==== Frá aldamótum hefur karlalið Fram haldið stöðu sinni meðal bestu handknattleiksliða landsins, þó án þess að vera nokkru sinni taldir sigurstranglegastir. Tveir Íslandsmeistaratitlar unnust þó á tímabilinu, þeir fyrstu frá [[Handknattleiksárið 1971-72|1972]]. [[Handknattleiksárið 2012-13|Veturinn 2005-06]] tók Guðmundur Þ. Guðmundsson við þjálfun Framliðsins á nýjan leik. Liði Hauka, sem sigrað hafði þrjú undanfarin ár, var spáð titilinum. Leikið var með nýju keppnisfyrirkomulagi. Úrslitakeppnin var aflögð en þess í stað keppt í einni fjórtán liða deild. Framarar náðu góðu forskoti með mikilli sigurgöngu fyrri hluta vetrar, sem andstæðingunum tókst ekki að vinna upp. Var meistaratitllinn tryggður með stórsigri á botnliði Víkings/Fjölnis í lokaumferðinni í Safamýri. Tíundi Íslandsmeistaratitill Framara í karlaflokki vannst svo [[Handknattleiksárið 2012-13|2013]]. Sem fyrr voru Haukar taldir sigurstranglegir í mótsbyrjun, en því spáð að Framliðið þyrfti að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Eftir slaka byrjun sóttu Framarar í sig veðrið og náðu að lokum þriðja sæti í deildinni. Í úrslitakeppninni voru Hafnarfjarðarliðin lögð að velli og vannst meistaratitillinn í fjórða leik í einvígi við Hauka. ==== Löng bið í kvennaflokki ==== Árið 1990 unnu Framstúlkur tvöfalt í meistaraflokki í handknattleik. Það reyndist hins vegar síðasti Íslandsmeistaratitill flokksins í meira en tvo áratugi. Um nokkurra ára skeið áttu Framstúlkur í fullu tré við önnur sterkustu lið landsins. [[Bikarkeppni HSÍ (konur)|Bikarkeppni HSÍ]] vannst t.a.m. árin 1995 og 1999. Eftir það var sem botninn dytti úr kvennaboltanum. Ár eftir ár tefldu Framarar fram ungum og reynslulitlum liðum sem oftast nær enduðu við botn deildarinnar. Yngri flokkar félagsins voru hins vegar sterkir allan tímann. Það skilaði sér að lokum í sterku meistaraflokksliði sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu 2008 og lék til úrslita á árunum 2009 til 2012, auk þess að verða bikarmeistari í tvígang. Eftir að hafa mátt sætta sig við silfurverðlaun á Íslandsmótinu fimm ár í röð hlutu Framstúlkur sinn tuttugasta Íslandsmeistaratitil eftir sigur á [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjörnunni]] vorið 2013. ==== Nýjar félagsdeildir ==== Árið 2003 varð Fram fyrsta Reykjavíkurfélagið til að stofna sérstaka [[almenningsíþróttadeild Fram|almenningsíþróttadeild]]. Deildin hafði þá raunar starfað óformlega í tengslum við félagið um langs árabil eða frá árinu 1995. Almenningsíþróttadeildin stendur fyrir ýmiskonar líkamsrækt og leikfimi fyrir íbúa á starfsvæði Fram, auk þess að skipuleggja íþróttaskóla fyrir börn. Tækvondódeild Fram var stofnuð árið 2005 og hefur frá upphafi haft allnokkurn fjölda iðkenda. == Formenn Knattspyrnufélagsins Fram == {{col-begin}}{{col-3}} * 1909-10 [[Pétur J.H. Magnússon]] * 1910 [[Arreboe Clausen]] * 1910 [[Gunnar Halldórsson]] * 1910-11 [[Pétur J.H. Magnússon]] * 1911-13 [[Arreboe Clausen]] * 1913-14 [[Pétur J.H. Magnússon]] * 1914-15 [[Gunnar Thorsteinsson]] * 1915-17 [[Pétur J.H. Magnússon]] * 1917-19 [[Arreboe Clausen]] * 1919-20 [[Friðþjófur Thorsteinsson]] * 1920-28 [[Tryggvi Magnússon (íþróttamaður)|Tryggvi Magnússon]] * 1928-29 [[Stefán A. Pálsson]] * 1929-35 [[Ólafur Kalstað Þorvarðsson]] * 1935 [[Friðþjófur Thorsteinsson]] * 1935-37 [[Lúðvík Þorgeirsson]] {{col-3}} * 1937-38 [[Guðmundur Halldórsson]] * 1938-39 [[Jón Magnússon (formaður Fram)|Jón Magnússon]] * 1939-42 [[Ragnar Lárusson]] * 1942-43 [[Ólafur Halldórsson (f. 1913)|Ólafur Halldórsson]] * 1943-46 [[Þráinn Sigurðsson]] * 1946-47 [[Guðmundur Halldórsson]] * 1947-48 [[Þráinn Sigurðsson]] * 1948-49 [[Jón Þórðarson (formaður Fram)|Jón Þórðarson]] * 1949-50 [[Gunnar Nielsen]] * 1950-51 [[Guðni Magnússon]] * 1951-52 [[Sigurbergur Elísson]] * 1952-53 [[Gunnar Nielsen]] * 1953-54 [[Sigurður Halldórsson]] * 1954-55 [[Jörundur Þorsteinsson (formaður Fram)|Jörundur Þorsteinsson]] * 1955-60 [[Haraldur Steinþórsson]] {{col-3}} * 1960-61 [[Jón Magnússon (formaður Fram)|Jón Magnússon]] * 1961-64 [[Sigurður E. Jónsson]] * 1964-65 [[Jón Þórðarson (formaður Fram)|Jón Þórðarson]] * 1965-72 [[Jón Þorláksson (formaður Fram)|Jón Þorláksson]] * 1972-76 [[Alfreð Þorsteinsson]] * 1976-78 [[Steinn Guðmundsson]] * 1978-86 [[Hilmar Guðlaugsson]] * 1986-89 [[Birgir Lúðvíksson]] * 1989-94 [[Alfreð Þorsteinsson]] * 1994-00 [[Sveinn Andri Sveinsson]] * 2000-07 [[Guðmundur B. Ólafsson]] * 2007-10 [[Steinar Þór Guðgeirsson]] * 2010-12 [[Kjartan Þór Ragnarsson]] * 2012-16 [[Ólafur I. Arnarsson]] * 2016- [[Sigurður Ingi Tómasson]] {{col-end}} == Íþróttamaður Fram == Á hundrað ára afmæli Knattspyrnufélagsins Fram var stofnað til viðurkenningarinnar ''Íþróttamaður Fram'' sem veittur er í lok hvers árs þeim íþróttamanni félagsins sem telst hafa náð bestum árangri á árinu. Verðlaunahafar frá upphafi: {{col-begin}}{{col-2}} * 2008 [[Björgvin Páll Gústavsson]], handknattleikur * 2009 [[Stella Sigurðardóttir]], handknattleikur * 2010 [[Karen Knútsdóttir]], handknattleikur * 2011 [[Ögmundur Kristinsson]], knattspyrna * 2012 Stella Sigurðardóttir, handknattleikur * 2013 [[Jóhann Gunnar Einarsson]], handknattleikur * 2014 [[Sigurbjörg Jóhannsdóttir]], handknattleikur {{col-2}} * 2015 [[Arnar Freyr Arnarsson]], handknattleikur * 2016 [[Steinunn Björnsdóttir]], handknattleikur * 2017 [[Guðrún Ósk Maríasdóttir]], handknattleikur * 2018 Steinunn Björnsdóttir, handknattleikur * 2019 Steinunn Björnsdóttir, handknattleikur * 2020 [[Ragnheiður Júlíusdóttir]], handknattleikur * 2021 [[Ólafur Íshólm Ólafsson]], knattspyrnumaður {{col-end}} == Titlar == === [[Knattspyrna]] === ==== Karlaflokkur ==== * '''[[Landsbankadeild karla|Íslandsmeistarar]]: 18''' ** [[Úrvalsdeild 1913|1913]], [[Úrvalsdeild 1914|1914]], [[Úrvalsdeild 1915|1915]], [[Úrvalsdeild 1916|1916]], [[Úrvalsdeild 1917|1917]], [[Úrvalsdeild 1918|1918]], [[Úrvalsdeild 1921|1921]], [[Úrvalsdeild 1922|1923]], [[Úrvalsdeild 1925|1925]], [[Úrvalsdeild 1939|1939]], [[Úrvalsdeild 1946|1946]], [[Úrvalsdeild 1947|1947]], [[Úrvalsdeild 1962|1962]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1972|1972]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1986|1986]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1988|1988]] og [[1. deild karla í knattspyrnu 1990|1990]] * '''[[VISA-bikar karla|Bikarmeistarar]]: 8''' ** 1970, 1973, 1979, 1980, 1985, 1987, 1989 og 2013 * '''[[Meistarakeppni KSÍ]]: 6''' ** 1971, 1974, 1981, 1985, 1987 og 1989 * '''[[Reykjavíkurmótið í knattspyrnu|Reykjavíkurmeistarar]]: 27''' ** 1915, 1917, 1919, 1920, 1921, 1922, 1947, 1949, 1950, 1957, 1961, 1964, 1970, 1971, 1972, 1973, 1977, 1983, 1985, 1986, 1992, 1993, 1998, 2003, 2006, 2012 og 2014 * '''[[Íslandshornið]]''' (aflagt): '''3''' ** 1919, 1920 og 1921 (til eignar) * '''Íslandsmeistarar innanhúss: 6''' ** 1975, 1987, 1988, 1990, 1991 og 2002 ==== Kvennaflokkur ==== * '''Íslandsmeistarar innanhúss: 1''' ** 1974 === [[Handknattleikur]] === ==== Karlaflokkur ==== * '''[[N1 deild karla|Íslandsmeistarar]]: 10''' ** [[Handknattleiksárið 1949-50|1950]], [[Handknattleiksárið 1961-62|1962]], [[Handknattleiksárið 1962-63|1963]], [[Handknattleiksárið 1963-64|1964]], [[Handknattleiksárið 1965-66|1966]], [[Handknattleiksárið 1966-67|1967]], [[Handknattleiksárið 1969-70|1970]], [[Handknattleiksárið 1971-72|1972]], [[Handknattleiksárið 2005-06|2006]] og [[Handknattleiksárið 2012-13|2013]] * '''[[Bikarkeppni HSÍ (karlar)|Bikarmeistarar]]: 1''' ** [[Handknattleiksárið 1999-00|2000]] * '''Deildarbikarmeistarar: 1''' ** [[Handknattleiksárið 2007-08|2008]] * '''Íslandsmeistarar utanhúss''' (aflagt): '''2''' ** [[Handknattleiksárið 1949-50|1950]] og [[Handknattleiksárið 1979-80|1980]] ==== Kvennaflokkur ==== * '''[[Úrvalsdeild kvenna í handknattleik|Íslandsmeistarar]]: 23''' ** [[Handknattleiksárið 1949-50|1950]], [[Handknattleiksárið 1950-51|1951]], [[Handknattleiksárið 1951-52|1952]], [[Handknattleiksárið 1952-53|1953]], [[Handknattleiksárið 1953-54|1954]], [[Handknattleiksárið 1969-70|1970]], [[Handknattleiksárið 1973-74|1974]], [[Handknattleiksárið 1975-76|1976]], [[Handknattleiksárið 1976-77|1977]], [[Handknattleiksárið 1977-78|1978]], [[Handknattleiksárið 1978-79|1979]], [[Handknattleiksárið 1979-80|1980]], [[Handknattleiksárið 1983-84|1984]], [[Handknattleiksárið 1984-85|1985]], [[Handknattleiksárið 1985-86|1986]], [[Handknattleiksárið 1986-87|1987]], [[Handknattleiksárið 1987-88|1988]], [[Handknattleiksárið 1988-89|1989]], [[Handknattleiksárið 1989-90|1990]], [[Handknattleiksárið 2012-13|2013]], [[Handknattleiksárið 2016-17|2017]], [[Handknattleiksárið 2017-18|2018]], [[Handknattleiksárið 2021-22|2022]] * '''[[Bikarkeppni HSÍ (konur)|Bikarmeistarar]]: 16''' ** [[Handknattleiksárið 1977-78|1978]], [[Handknattleiksárið 1978-79|1979]], [[Handknattleiksárið 1979-80|1980]], [[Handknattleiksárið 1981-82|1982]], [[Handknattleiksárið 1983-84|1984]], [[Handknattleiksárið 1984-85|1985]], [[Handknattleiksárið 1985-86|1986]], [[Handknattleiksárið 1986-87|1987]], [[Handknattleiksárið 1989-90|1990]], [[Handknattleiksárið 1990-91|1991]], [[Handknattleiksárið 1994-95|1995]], [[Handknattleiksárið 1998-99|1999]], [[Handknattleiksárið 2009-10|2010]], [[Handknattleiksárið 2010-11|2011]], [[Handknattleiksárið 2017-18|2018]], [[Handknattleiksárið 2019-20|2020]] * '''Deildarbikarmeistarar: 2''' ** [[Handknattleiksárið 2009-10|2010]], [[Handknattleiksárið 2012-13|2013]] === [[Körfuknattleikur]] === ==== Karlaflokkur ==== * '''[[Bikarkeppni KKÍ (karlar)|Bikarmeistarar]]: 1''' ** 1982 * '''Reykjavíkurmeistarar 1:''' ** 1981 == Tengt efni == * [[Meistaraflokkur Fram í knattspyrnu kvenna]] * [[þjálfarar meistaraflokks Fram í knattspyrnu karla|Þjálfarar meistaraflokks Fram í knattspyrnu karla]] * [[þjálfarar meistaraflokks Fram í handknattleik karla|Þjálfarar meistaraflokks Fram í handknattleik karla]] * [[þjálfarar meistaraflokks Fram í handknattleik kvenna|Þjálfarar meistaraflokks Fram í handknattleik kvenna]] * [[Þátttaka Fram í Evrópukeppnum í knattspyrnu]] {| class="wikitable" style="margin:0.5em auto; font-size:105%;{{#if:{{{noclear|}}}||clear:both;}}" | colspan = 3 align = center | '''Titilhæsta lið í Úrvalsdeild karla í knattspyrnu''' |- | width = 30% align = center | Fyrir:<br />'''[[KR]]''' | width = 40% align = center | [[Úrvalsdeild 1914|1914]] - [[Úrvalsdeild 1952|1952]] | width = 30% align = center | Eftir:<br />'''[[KR]]''' |- |} {{Leiktímabil í knattspyrnu karla}} {{Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla}} {{N1 deild karla}} == Tilvísanir og heimildir == {{Reflist}} * {{bókaheimild|höfundur=Sigurður Á Friðþjófsson|titill=Íþróttir í Reykjavík|útgefandi=Íþróttabandalag Reykjavíkur|ár=1994|ISBN=ISBN 9979-60-082-9}} * {{bókaheimild|höfundur=Víðir Sigurðsson & Sigurður Á Friðþjófsson|titill=Knattspyrna í heila öld|útgefandi=Knattspyrnusamband Íslands|ár=1997|ISBN=ISBN 9979-60-299-6}} * {{bókaheimild|höfundur=Víðir Sigurðsson|titill=Fram í 80 ár|útgefandi=Knattspyrnufélagið Fram|ár=1989}} * {{bókaheimild|höfundur=Stefán Pálsson|titill=Frambókin - Knattspyrnufélagið Fram í 100 ár|útgefandi=Knattspyrnufélagið Fram|ár=2009|ISBN=ISBN 978-9979-70-579-6}} == Tengill == * [http://www.fram.is Vefsíða félagsins] * [http://issuu.com/pallih/docs/fram_i_100_ar Frambókin - Knattspyrnufélagið Fram í 100 ár] {{Aðildarfélög ÍBR}} {{Gæðagrein}} {{S|1908}} [[Flokkur:Knattspyrnufélagið Fram| ]] [[Flokkur:Íþróttafélög í Reykjavík]] [[Flokkur:Íslensk handknattleiksfélög|Fram]] [[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög|Fram]] nfxqg4raf4fk5noojsckb0ua1ru2652 Hrafn Gunnlaugsson 0 28439 1765554 1670320 2022-08-21T08:24:56Z Berserkur 10188 /* Verk */ wikitext text/x-wiki '''Hrafn Gunnlaugsson''' ([[Fæðing|fæddur]] [[17. júní]] [[1948]] í [[Reykjavík]]) er íslenskur [[kvikmynd]]aleikstjóri og [[rithöfundur]]. Hann er sonur Gunnlaugs Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns (f. [[14. apríl]] [[1919]], d. [[20. maí]] [[1998]]) og [[Herdís Þorvaldsdóttir|Herdísar Þorvaldsdóttur]] leikkonu (f. [[15. október]] [[1923]], d. 2013). Kona hans er Edda Kristjánsdóttir og eiga þau fjögur börn. Systir Hrafns er [[Tinna Gunnlaugsdóttir]], leikkona og fyrrverandi [[Þjóðleikhúsið|Þjóðleikhússtjóri]]. == Menntun == Hrafn lauk [[stúdentspróf]]i frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] 1968. Eftir það hélt hann til [[Svíþjóð]]ar og lærði við Háskólann í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] og lauk þaðan Fil. kand. prófi árið [[1973]]. Ári síðar lauk hann prófi í [[kvikmyndagerð]] frá Dramatiska institutet í Stokkhólmi. Hann hefur einnig próf í [[Spánn|spænsku]] frá Universidad de la Habana á [[Kúba|Kúbu]], sem hann lauk árið [[1996]]. == Helstu störf == Hrafn varð snemma þjóðþekktur fyrir þáttagerð í [[útvarp]]i, en hann sá um [[Útvarp Matthildur|Útvarp Matthildi]] á sínum tíma ásamt félögum sínum, [[Davíð Oddsson|Davíð Oddssyni]] og [[Þórarinn Eldjárn|Þórarni Eldjárn]]. Hann starfaði sem [[blaðamaður|fréttaritari]] [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] í Svíþjóð á námsárunum, var framkvæmdastjóri [[Listahátíð í Reykjavík|Listahátíð]]ar [[1976]] og [[1978]] og formaður Listahátíðar [[1988]]. Starfaði sem [[leikstjóri]] hjá [[Leikfélag Reykjavíkur|Leikfélagi Reykjavíkur]] og [[Þjóðleikhúsið|Þjóðleikhúsinu]] og einnig um tíma hjá sænska ríkissjónvarpinu. Hjá RÚV-Sjónvarpi var hann [[leiklistarráðunautur]] [[1977]] - [[1982]], [[dagskrárstjóri]] [[1986]] - [[1989]] og [[framkvæmdastjóri]] [[1993]] - [[1994]]. Auk þess ýmis félagsstörf. == Verk == '''[[Kvikmynd]]ir''' Hrafns eru þessar ([[handrit]] og [[leikstjórn]]): * ''[[Óðal feðranna]]'' ([[1981]]) * ''[[Okkar á milli - í hita og þunga dagsins]]'' ([[1982]]) * ''[[Hrafninn flýgur]]'' ([[1984]]) * ''[[Í skugga hrafnsins]]'' ([[1988]]) * ''[[Hvíti víkingurinn]]'' ([[1991]]) * ''[[Hin helgu vé]]'' ([[1993]]) * ''[[Myrkrahöfðinginn]]'' ([[2000]]) * ''[[Reykjavík í öðru ljósi]]'' ([[2000]]) * ''[[Opinberun Hannesar]]'' (2003) smásaga Davíðs Oddssonar '''[[Sjónvarpsmynd]]ir''' (leikstjóri): * ''[[Blóðrautt sólarlag]]'' ([[1977]]) * ''Lilja'' handrit [[Halldór Laxness|Halldórs Laxness]] * ''Silfurtunglið'' handrit Halldórs Laxness * ''Hver er?'' (1983) * ''[[Reykjavík, Reykjavík]]'': Leikin heimildarmynd um Reykjavíkurborg ([[1986]]) * ''[[Böðullinn og skækjan]]'' handrit [[Ivar Lo-Johansson]] ([[1987]]) * ''Vandarhögg'' handrit [[Jökull Jakobsson|Jökuls Jakobssonar]] * ''Keramik'' handrit Jökuls Jakobssonar * ''Allt gott'' handrit Davíðs Oddssonar * ''[[Þegar það gerist]]'' ([[1998]]) '''Leikrit og revíur''' með öðrum: * ''Ég vil auðga mitt land'' í Þjóðleikhúsinu * ''Íslendingaspjöll'' í [[Iðnó]] '''Sjónvarpsþáttaraðir''' * ''[[Undir sama þaki]]'' ([[1977]]) * ''[[Þættir úr félagsheimili]]'' ([[1982]]) Auk þessa margir '''sjónvarpsþættir og viðtöl'''. '''Ritstörf''': * ''Ástarljóð'' * ''Djöflarnir'', skáldsaga * ''Saga af sjónum'', leikritasafn * ''Flýgur fiskisaga'', smásögur * ''Grafarinn með fæðingartengurnar'', ljóð * ''Reimleikar í birtunni'', ljóð * ''Þegar það gerist'', smásögur == Verðlaun og viðurkenningar == Hrafn hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir kvikmyndir sínar. Til dæmis hlaut hann gullnu bjölluna fyrir eina af sínum fyrstu myndum. == Sjá einnig == * [[Eimreiðarhópurinn]] == Heimild == Samtíðarmenn A-Í, Vaka-Helgafell, 2003, Pétur Ástvaldsson ritstjóri. == Tenglar == * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3637651 ''Í hlekkjum og skugga hrafns''; grein í Vikublaðinu 1993] {{f|1948}} [[Flokkur:Íslenskir kvikmyndaleikstjórar]] [[Flokkur:Íslenskir rithöfundar]] {{kvikmyndir eftir Hrafn Gunnlaugsson}} 4jgpcb4f3y0a5jnjbspyfama0yjwc5k Valgerður Sverrisdóttir 0 29288 1765519 1701245 2022-08-20T21:06:04Z Berserkur 10188 Sigmundur Davíð kláraði ekki námið wikitext text/x-wiki {{Alþingismaður |forskeyti= |nafn=Valgerður Sverrisdóttir |viðskeyti= |skammstöfun=VS |mynd=Valgerdur Sverisdottir, Islands samarbets- och naringsminister.jpg |myndastærð= |myndatexti= |fæðingardagur={{Fæðingardagur og aldur|1950|3|23}} |fæðingarstaður=Lómatjörn í Grýtubakkahreppi |dánardagur= |dánarstaður= |flokkur={{Framsókn}} |nefndir= |tímabil1=1987-1991 |tb1-kjördæmi=Norðurlandskjördæmi eystra |tb1-kj-stytting=Norðurl. e. |tb1-flokkur=Framsóknarflokkurinn |tb1-fl-stytting=Framsfl. |tb1-stjórn=x |tímabil2=1991-1995 |tb2-kjördæmi=Norðurlandskjördæmi eystra |tb2-kj-stytting=Norðurl. e. |tb2-flokkur=Framsóknarflokkurinn |tb2-fl-stytting=Framsfl. |tb2-stjórn= |tímabil3=1995-2003 |tb3-kjördæmi=Norðurlandskjördæmi eystra |tb3-kj-stytting=Norðurl. |tb3-flokkur=Framsóknarflokkurinn |tb3-fl-stytting=Framsfl. |tb3-stjórn=x |tímabil4=2003-2007 |tb4-kjördæmi=Norðausturkjördæmi |tb4-kj-stytting=Norðaust. |tb4-flokkur=Framsóknarflokkurinn |tb4-fl-stytting=Framsfl. |tb4-stjórn=x |tímabil5=2007-2009 |tb5-kjördæmi=Norðausturkjördæmi |tb5-kj-stytting=Norðaust. |tb5-flokkur=Framsóknarflokkurinn |tb5-fl-stytting=Framsfl. |tb5-stjórn= |embættistímabil1=1988-1989 |embætti1=2. varaforseti sameinaðs þings |embættistímabil2=1992-1995 |embætti2=1. varaforseti Alþingis |embættistímabil3=1995-1999 |embætti3=Þingflokksformaður |embættistímabil4=1999 |embætti4=Formaður heilbrigðis- og trygginganefndar |embættistímabil5=1995-1999 |embætti5=Formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs |embættistímabil6=1999-2006 |embætti6=[[Iðnaðar- og viðskiptaráðherrar á Íslandi|Iðnaðar- og viðskiptaráðherra]] |embættistímabil7=2006-2007 |embætti7=[[Utanríkisráðherrar á Íslandi|Utanríkisráðherra]] |embættistímabil8=2007-2008 |embætti8=Varaformaður Framsóknarflokksins |embættistímabil9=2008-2009 |embætti9=Formaður Framsóknarflokksins |cv=13 |vefur=http://www.valgerdur.is/ |neðanmálsgreinar= }} '''Valgerður Sverrisdóttir''' er fyrrum utanríkisráðherra og formaður [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]], en hún er eina konan sem hefur gengt því embætti hingað til. Hún er fædd [[23. mars]] [[1950]], dóttir Sverris bónda Guðmundssonar ([[1912]]-[[1992]]) á [[Lómatjörn]] í [[Grýtubakkahreppur|Grýtubakkahreppi]] og konu hans, Jórlaugar Guðrúnar Guðnadóttur ([[1910]]-[[1960]]). Valgerður er af [[Lómatjarnarætt]]. Bóndi hennar er Arvid Kro (f. [[1952]]) og eiga þau þrjár dætur, Önnu Valdísi (f. [[1978]]), Ingunni Agnesi (f. [[1982]]) og Lilju Sólveigu (f. [[1989]]). Hún lauk prófi frá [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólanum í Reykjavík]] [[1967]]. Valgerður varð varaþingmaður Norðurlandskjördæmis eystra 1984, en sat á [[Alþingi]] sem alþingismaður [[1987]]-[[2009]]; sem þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra til 2003, en fyrir Norðausturkjördæmi eftir [[Kjördæmabreytingin 2003|kjördæmabreytinguna 2003]] og sat á þingi fyrir kjördæmið til ársins 2009. Veturna [[1988]]-[[1989]] og [[1990]]-[[1991]] var hún 2. varaforseti sameinaðs þings, og veturna [[1992]]-[[1995]] 1. varaforseti Alþingis. [[1995]]-[[1999]] var hún þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún hefur setið í fjölda þingnefnda fyrir flokkinn. Valgerður gegndi embætti [[iðnaðar-og viðskiptaráðherra]] á árunum [[1999]]-[[2006]] og átti sem slík í útistöðum vegna stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Valgerður tók við embætti utanríkisráðherra, fyrst kvenna, [[15. júní]] [[2006]], af [[Geir H. Haarde]], sem varð forsætisráðherra eftir að [[Halldór Ásgrímsson]] sagði af sér. Því starfi gegndi hún til [[24. maí]] [[2007]] þegar Framsóknarflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn. Valgerður Sverrisdóttir var kjörin varaformaður Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi 10. júní 2007 og tók við formennsku þann 17. nóvember 2008 eftir að þáverandi formaður, [[Guðni Ágústsson]], sagði af sér þingmennsku og formennsku í flokknum um leið. Hún gaf ekki kost á sér í formannskjöri á flokksþingi í janúar 2009 og var [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]], kjörinn formaður í hennar stað. {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Guðni Ágústsson]] | titill=[[Framsóknarflokkurinn|Formaður Framsóknarflokksins]] | frá=[[17. nóvember]] [[2008]] | til=[[18. janúar]] [[2009]] | eftir=[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Geir H. Haarde]] | titill=[[Utanríkisráðherrar á Íslandi|Utanríkisráðherra]] | frá=[[15. júní]] [[2006]] | til=[[24. maí]] [[2007]] | eftir=[[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Finnur Ingólfsson]] | titill=[[Iðnaðarráðherrar á Íslandi|Iðnaðarráðherra]] | frá=[[31. desember]] [[1999]] | til=[[15. júní]] [[2006]] | eftir=[[Jón Sigurðsson (f. 1946)|Jón Sigurðsson]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Finnur Ingólfsson]] | titill=[[Viðskiptaráðherrar á Íslandi|Viðskiptaráðherra]] | frá=[[31. desember]] [[1999]] | til=[[15. júní]] [[2006]] | eftir=[[Jón Sigurðsson (f. 1946)|Jón Sigurðsson]]}} {{Töfluendir}} ==Tenglar== * [http://www.valgerdur.is/ Heimasíða Valgerðar] * [http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=13 Æviágrip á heimasíðu Alþingis] * [http://www.althingi.is/vefur/thmstorf.html?nfaerslunr=13 Þingstörf] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20061013045440/http://www.althingi.is/vefur/thmstorf.html?nfaerslunr=13 |date=2006-10-13 }} * [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050614165246/www.framsokn.is/framsokn/upload/files/fjarmalatengsl/valgerdur.pdf Fjármálatengsl] {{Utanríkisráðherrar Íslands}} {{Navboxes | title = Ríkisstjórnir | state = collapsed | list = {{Þriðja ráðuneyti Davíðs Oddssonar}} {{Fjórða ráðuneyti Davíðs Oddssonar}} {{Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar}} {{Fyrsta ráðuneyti Geirs H. Haarde}} }} [[Flokkur:Fyrrum Alþingismenn]] [[Flokkur:Utanríkisráðherrar Íslands]] [[Flokkur:Handhafar stórriddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu]] [[Flokkur:Lómatjarnarætt]] [[Flokkur:Kussungsstaðaætt]] [[Flokkur:Reykjalínsætt]] [[Flokkur:Formenn Framsóknarflokksins]] {{f|1950}} [[Flokkur:Íslenskar konur]] [[Flokkur:Þingmenn Framsóknarflokksins]] [[Flokkur:Varaformenn Framsóknarflokksins]] fqbour70su1hn5pfdjpz5ajmv2c95f9 Wikipedia:Tillögur að gæðagreinum 4 29328 1765486 1765457 2022-08-20T14:20:12Z Íslenski Frjálsi Vefurinn 84453 /* Umræða */ wikitext text/x-wiki {{úrvalsgreinar}} {{Flýtileið|[[WP:TG]]}} __NOTOC__ Þessi síða er ætluð til þess að ákveða hvaða greinar geti fallið undir flokkinn '''[[Wikipedia:Gæðagreinar|Gæðagreinar]]''' sem er flokkur greina sem hafa hlotið gæðastimpil íslenska Wikipedia samfélagsins. Þangað eiga aðeins erindi vandaðar greinar og vel skrifaðar sem gera viðfangsefni sínu góð skil í hnitmiðuðum og læsilegum texta. Gæðagreinar þurfa ekki að vera jafn ítarlegar og [[Wikipedia:Úrvalsgrein|úrvalsgreinar]] og mega vera styttri greinar. (Nánar um kröfur sem gerðar eru til gæðagreina [[Wikipedia:Gæðagrein|hér]].) Ef þú hefur tillögu að grein sem á heima í þessum flokki þá getur þú bætt henni við á listann hér fyrir neðan þar sem atkvæði verða greidd um hana. Ef grein er ekki alveg tilbúin til þess að verða gæðagrein alveg strax er kjörið að vekja athygli á henni á spjallsíðu hennar eða í [[Wikipedia:Úrvalsmiðstöðin|úrvalsmiðstöðinni]] til að fá gagnrýni og tillögur um það sem betur má fara í greininni. Þar sem Wikipedia er í eðli sínu síbreytileg þá er ekki víst að grein sem hefur verið samþykkt sem gæðagrein haldi þeirri nafnbót endalaust. Greinarnar geta tekið breytingum og kröfur til gæðagreina geta þróast með tímanum. Því er mikilvægt að endurmeta það reglulega hvort að grein sé ennþá gæðagrein. Á þessari síðu má einnig hefja umræður um endurmat gæðagreina. Áður en þú greiðir atkvæði um tillögu er að sjálfsögðu mikilvægt að þú lesir greinina sem er til umræðu vel yfir fyrst og hugir vel að [[Wikipedia:gæðagrein|þeim kröfum]] sem gera verður til gæðagreina. Að neðan eru leiðbeiningar um hvernig atkvæði eru greidd um gæðagreinar. {| | width="50%" valign="top" align="center" | '''Ný tilnefning''' * Ef þú ert sammála tilnefningunni þá skrifar þú '''<nowiki>* {{Samþykkt}}</nowiki>''' (birtist sem: {{Samþykkt}}) við hana og rökstuðning ef einhver er. * Ef þú ert ósammála tilnefningunni þá skrifar þú '''<nowiki>* {{Á móti}}</nowiki>''' (birtist sem: {{Á móti}}) við hana auk rökstuðnings. * Tillaga þarf stuðning minnst 3ja atkvæða til þess að teljast samþykkt. Andmæli skulu aldrei vera meiri en 25% atkvæða. Þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um gæðagreinar. * Tillaga skal vera til umfjöllunar í sjö daga að lágmarki. Tillaga telst felld ef hún hefur verið til umræðu í einn mánuð án þess að vera samþykkt. | width="50%" valign="top" align="center" | '''Endurmat''' * Ef þú telur rétt að greinin haldi nafnbót sinni þá skrifar þú '''<nowiki>* {{Halda}}</nowiki>''' (birtist sem: {{Halda}}) við hana og rökstuðning ef einhver er. * Ef þú telur rétt að greinin missi nafnbót sína þá skrifar þú '''<nowiki>* {{Afskrá}}</nowiki>''' (birtist sem: {{Afskrá}}) við hana auk rökstuðnings. * Greinin þarf stuðning minnst 2ja atkvæða til þess að teljast standast endurmat. Atkvæði um afskráningu skulu aldrei vera meiri en 25% atkvæða. Þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um gæðagreinar. * Tillaga skal vera til umfjöllunar í sjö daga að lágmarki. Grein telst afskráð sem gæðagrein ef hún hefur verið til umræðu í einn mánuð án þess að fá nægan stuðning til að halda nafnbótinni. * Eftir að grein hefur verið samþykkt sem gæðagrein skal ekki tilnefna hana til endurmats í ''eitt ár'' eftir það nema sérstakar ástæður mæli með öðru. Það sama gildir í eitt ár eftir að grein hefur staðist tillögu um endurmat. |- | colspan="2" | {| | width="12%" | | * Kosningarétt hafa allir skráðir notendur sem hafa verið skráðir í mánuð eða lengur og hafa a.m.k. 100 breytingar í aðalnafnrými. * Ef þú ert hlutlaus, en vilt samt vera með í kosningaumræðunni skrifar þú '''<nowiki>* {{Hlutlaus}}</nowiki>''' (birtist sem: {{Hlutlaus}})og rökstyður ef þú telur þess þörf. * Ef þú vilt koma að athugasemd eða spurningu án þess að það sé talið sem atkvæði gerir þú '''<nowiki>* {{Athugasemd}}</nowiki>''' (birtist sem: {{Athugasemd}}) eða '''<nowiki>* {{Spurning}}</nowiki>''' (birtist sem: {{Spurning}}). | width="12%" | |} |- | align="center" style=font-size:large" | <!--Takkar kóðaðir í Melding:Common.js--> <span id="wiki-button-G2"></span> | align="center" style=font-size:large" | <span id="wiki-button-G1"></span> |} <onlyinclude> <!--Setjið nýjar tillögur fyrir neðan þessa línu--> <div style="border: 1px dotted #333; background-color: #F0FFF0; padding:1em 0em 3em 1em; width:75%; margin-bottom:1em"> == Eldgosið við Fagradalsfjall 2021 == Dagsetning: 6-08-2022<br /> [[Notandi:Íslenski Frjálsi Vefurinn|Íslenski Frjálsi Vefurinn]] tilnefnir greinina '''[[Eldgosið við Fagradalsfjall 2021]]:'''<br /> Vel skrifað og mikið af heimildum. Virkilega vel gert hjá Berserki og co. :) === Umræða === * {{Samþykkt}} --[[Notandi:Íslenski Frjálsi Vefurinn|Íslenski Frjálsi Vefurinn]] ([[Notandaspjall:Íslenski Frjálsi Vefurinn|spjall]]) 6. ágúst 2022 kl. 19:06 (UTC) * {{Samþykkt}} Gerir efninu klárlega nægjanleg skil. Leitaði í landsaðgangi og fann engar fræðiupplýsingar sem vantaði. Punktalistinn er óvanalegur en of lítið atriði til að hafa áhrif.--[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 7. ágúst 2022 kl. 12:37 (UTC) * {{Samþykkt}} --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) * {{Samþykkt}}, en ég myndi kannski mæla með því að tilvísanirnar séu snyrtar aðeins fyrst. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 7. ágúst 2022 kl. 20:41 (UTC) <!--Settu atkvæði, athugasemd eða spurningu þína fyrir ofan þessa línu. Byrjaðu línuna á * og notaðu sniðin {{samþykkt}}, {{á móti}}, {{hlutlaus}}, {{athugasemd}} eða {{spurning}}. Mundu eftir að kvitta.--> </div> : Takk fyrir. Ætli ég verði ekki að sitja hjá. ;)--[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 7. ágúst 2022 kl. 09:06 (UTC) <div style="border: 1px dotted #333; background-color: #F0FFF0; padding:1em 0em 3em 1em; width:75%; margin-bottom:1em"> == Borís Jeltsín == Dagsetning: 19-08-2022<br /> [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] tilnefnir greinina '''[[Borís Jeltsín]]:'''<br /> Ég hef unnið talsvert í þessari grein og finnst hún núna gera efninu ágæt skil. === Umræða === * {{Samþykkt}} --[[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 19. ágúst 2022 kl. 15:10 (UTC) * {{Samþykkt}} --[[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 19. ágúst 2022 kl. 15:19 (UTC) * {{Á móti}} Getur gert efninu betur skil frá 1931-1991, fjallar aðallega um feril hans eftir að hann var forseti. Sjá grein um hann á ensku og norsku wikipediu.--[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 19. ágúst 2022 kl. 15:53 (UTC) <!--Settu atkvæði, athugasemd eða spurningu þína fyrir ofan þessa línu. Byrjaðu línuna á * og notaðu sniðin {{samþykkt}}, {{á móti}}, {{hlutlaus}}, {{athugasemd}} eða {{spurning}}. Mundu eftir að kvitta.--> * {{samþykkt}} --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 19. ágúst 2022 kl. 23:46 (UTC) Finnst greinin gera ágætlega grein fyrir ferli hans fyrir forsetatíðina (sem er þó það sem mestu skiptir) og er fundvís á íslenskar tilvísanir, sem er verðmætt. * {{samþykkt}} --[[Notandi:Íslenski Frjálsi Vefurinn|Íslenski Frjálsi Vefurinn]] ([[Notandaspjall:Íslenski Frjálsi Vefurinn|spjall]]) 20. ágúst 2022 kl. 00:45 (UTC) Að mínu mati sýnir það fram öll einkenni gæðagreinar eins og fjallað er um í „Hvað er gæðagrein?“. Vel gert! </div> <div style="border: 1px dotted #333; background-color: #F0FFF0; padding:1em 0em 3em 1em; width:75%; margin-bottom:1em"> == CSI: Crime Scene Investigation == Dagsetning: 20-08-2022<br /> [[Notandi:Snævar|Snævar]] tilnefnir greinina '''[[CSI: Crime Scene Investigation]]:'''<br /> Virðist jafn ítarleg og enska greinin um sama efni. Er með 12 undirgreinar um hverja þáttaröð fyrir sig. === Umræða === * {{Samþykkt}} --[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 20. ágúst 2022 kl. 02:23 (UTC) * {{Samþykkt}} --[[Notandi:Íslenski Frjálsi Vefurinn|Íslenski Frjálsi Vefurinn]] ([[Notandaspjall:Íslenski Frjálsi Vefurinn|spjall]]) 20. ágúst 2022 kl. 14:20 (UTC) Mjög vel gert! <!--Settu atkvæði, athugasemd eða spurningu þína fyrir ofan þessa línu. Byrjaðu línuna á * og notaðu sniðin {{samþykkt}}, {{á móti}}, {{hlutlaus}}, {{athugasemd}} eða {{spurning}}. Mundu eftir að kvitta.--> </div> ej2xx8sx81gvymp7hdokykm9j0eyyjw Enska úrvalsdeildin 0 41099 1765475 1764894 2022-08-20T13:11:01Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki {{Infobox football league | name = Premier League | pixels = 270px | sport = [[Association football]] | country = England | confed = [[UEFA]] | founded = {{start date and age|1992|02|20|df=y}} | relegation = [[EFL Championship]] | levels = 1 | teams = [[List of Premier League clubs|20]] | domest_cup = <div class="plainlist"> * [[FA Cup]] * [[FA Community Shield]] </div> | league_cup = [[EFL Cup]] | confed_cup = <div class="plainlist"> * [[UEFA Champions League]] * [[UEFA Europa League]] * [[UEFA Europa Conference League]] </div> | champions = [[Manchester City F.C.|Manchester City]] (6. titill) | season = [[2021–22 Premier League|2021–22]] | most_successful_club = [[Manchester United F.C.|Manchester United]] (13 titlar) | most_appearances = [[Gareth Barry]] (653) | top_goalscorer = [[Alan Shearer]] (260) | tv = <div class="plainlist"> * [[Sky Sports]], [[BT Sport]], [[Amazon Prime Video]] (beinar útsendingar) * Sky Sports, [[BBC Sport]] (yfirferð) </div> | website = [https://www.premierleague.com premierleague.com] | current = }} '''Enska úrvalsdeildin''' er efsta atvinnumannadeildin í [[knattspyrna|knattspyrnu]] á [[England]]i (og [[Wales]]). Hún er vinsælasta deild í heimi og einnig sú arðbærasta. Henni er sjónvarpað til 212 landa og svæða til um 650 milljón heimila. Tímabil deildarinnar er frá ágúst og fram í maí, liðin eru 20 og eru alls 38 leikir á lið. Neðstu þrjú liðin falla í lok tímabils og þrjú lið koma í staðinn á næsta tímabili úr [[enska meistaradeildin|ensku meistaradeildinni]]. Meðaltal áhorfenda á leikjum er 36.000 sem er það annað mesta í heiminum á eftir þýsku [[Bundesliga]]. == Söguágrip== Enska úrvalsdeildin var stofnuð árið [[1992]] af félögunum í [[Gamla enska fyrsta deildin|gömlu fyrstu deildinni]] sem hafði verið starfrækt í 104 ár. Alls hafa 49 lið tekið þátt í deildinni frá upphafi. Fyrst um sinn voru lið yfir hvert tímabil 22 en tímabilið 1995-1996 var liðum fækkað í 20. Eftir aldamót var farið að tala um stóru 4 liðið (''Big four''): Manchester United, Liverpool, Chelsea og Arsenal. En eftir 2010 var farið að tala um stóru sex (''Big six''), þá voru Tottenham Hotspur og Manchester City komin hóp stærri liða. Manchester City vann titillinn tímabilið 2011–12 og varð fyrsta liðið utan hinna stóru fjögurra til að vinna deildina síðan Blackburn Rovers tímabilið 1994–95. Tímabilið 2003–04 var Arsenal taplaust og er það í eina skipti sem það hefur gerst. Liðið var kallað ''Hinir ósigrandi'' (e. ''The invincibles'') Þrjú lið hafa unnið [[Meistaradeild Evrópu]]: Liverpool (2005), Manchester United (2008) og Chelsea (2012). Sjö lið hafa unnið deildina hingað til: [[Manchester United]] (13), [[Arsenal]] (3), [[Chelsea FC|Chelsea]] (5), [[Manchester City]] (6), [[Blackburn Rovers]] (1), [[Leicester City]] (1) og [[Liverpool FC]] (1). Flest mörk á einu tímabili eru 32 mörk sem [[Mohamed Salah]] setti 2017-2018. Áður deildu metinu [[Alan Shearer]], [[Cristiano Ronaldo]], [[Luis Suárez]] með 31 mark. [[Thierry Henry]] hefur oftast verið markakóngur eða 4 sinnum. Tímabilið 2019-2020 hóf deildin að nota [[VAR]]-myndbandsdómgæslu. Tímabilið 2022-2023 fjölgaði skiptingum úr 3 í 5 leikmenn á leik. === Sigurvegarar ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi === {| class="wikitable" style="text-align:center;margin-left:1em;" |- !width="75" | Leiktímabil !width="130" | Sigurvegari |- |2021-2022 |Manchester City |- |[[2020-21]] |[[Manchester City]] |- |[[Enska úrvalsdeildin 2019-20|2019-20]] |[[Liverpool FC]] |- |[[2018-19]] |[[Manchester City]] |- |[[2017-18]] |[[Manchester City]] |- |[[Enska úrvalsdeildin 2016-17|2016-17]] |[[Chelsea F.C.]] |- |[[Enska úrvalsdeildin 2015-16|2015-16]] |[[Leicester City F.C.]] |- |[[2014-15]] |[[Chelsea F.C.]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2013-14|2013–14]] | [[Manchester City]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2012-13|2012–13]] | [[Manchester United F.C.|Manchester United]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2011-12|2011–12]] | [[Manchester City]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2010-11|2010–11]] | [[Manchester United F.C.|Manchester United]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2009-10|2009–10]] | [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2008-09|2008–09]] | [[Manchester United F.C.|Manchester United]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2006-07|2006–07]] | [[Manchester United F.C.|Manchester United]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2005-06|2005–06]] | [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2004-05|2004–05]] | [[Chelsea F.C.|Chelsea]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2003-04|2003–04]] | [[Arsenal F.C.|Arsenal]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2002-03|2002–03]] | [[Manchester United F.C.|Manchester United]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2001-02|2001–02]] | [[Arsenal F.C.|Arsenal]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2000-01|2000–01]] | [[Manchester United F.C.|Manchester United]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1999-00|1999–00]] | [[Manchester United F.C.|Manchester United]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1998-99|1998-99]] | [[Manchester United F.C.|Manchester United]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1997-98|1997–98]] | [[Arsenal F.C.|Arsenal]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1996-97|1996–97]] | [[Manchester United F.C.|Manchester United]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1995-96|1995–96]] | [[Manchester United F.C.|Manchester United]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1994-95|1994–95]] | [[Blackburn Rovers F.C.|Blackburn Rovers]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1993-94|1993–94]] | [[Manchester United F.C.|Manchester United]] |- | align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1992-93|1992–93]] | [[Manchester United F.C.|Manchester United]] |} == Lið tímabilið 2022-2023 == {| class="wikitable sortable" !width=100| Félag !width=70| Hámarksfjöldi !width=100| Leikvangur |- | style="text-align:center;" |[[Manchester United F.C.|Manchester United]] || style="text-align:center;" | 74.310 || [[Old Trafford]] |- |style="text-align:center;" | [[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham Hotspur]] || style="text-align:center;" | 62.062 || [[Tottenham Hotspur Stadium]] |- | style="text-align:center;" | [[Arsenal F.C.|Arsenal]] || style="text-align:center;" | 60.432 || [[Emirates Stadium]] |- | style="text-align:center;" | [[West Ham United F.C.|West Ham United]] || style="text-align:center;" | 60.000 || [[London Stadium]] |- | style="text-align:center;" | [[Manchester City F.C.|Manchester City]] || style="text-align:center;" | 55.097 || [[Etihad Stadium]] |- | style="text-align:center;" | [[Liverpool F.C.|Liverpool]] || style="text-align:center;" | 54.074 || [[Anfield]] |- | style="text-align:center;" | [[Newcastle United F.C.|Newcastle United]] || style="text-align:center;" | 52.387 || [[St James' Park]] |- | style="text-align:center;" | [[Aston Villa]] || style="text-align:center;" | 42.790 || [[Villa Park]] |- | style="text-align:center;" | [[Chelsea F.C.|Chelsea]] || style="text-align:center;" | 41.631 || [[Stamford Bridge]] |- | style="text-align:center;" |[[Everton F.C.|Everton]] || style="text-align:center;" | 40.569 || [[Goodison Park]] |- | style="text-align:center;" |[[Leeds United]] || style="text-align:center;" | 37.890 || [[Elland Road]] |- | style="text-align:center;" | [[Nottingham Forest]]|| style="text-align:center;" | 30.500 || [[City Ground]] |- |style="text-align:center;" | [[Southampton F.C.]] || style="text-align:center;" | 32.505 || [[St Mary's Stadium]] |- | style="text-align:center;" | [[Leicester City]] || style="text-align:center;" | 32.315 || [[King Power Stadium]] |- | style="text-align:center;" | [[Wolverhampton Wanderers]] || style="text-align:center;" | 32.050 || [[Molineux Stadium]] |- | style="text-align:center;" |[[Brighton & Hove Albion]] || style="text-align:center;" | 30.750|| [[Falmer Stadium|Amex Stadium]] |- | style="text-align:center;" | [[AFC Bournemouth]] || style="text-align:center;" | 11.400 || [[Dean Court]] |- | style="text-align:center;" | [[Crystal Palace]] || style="text-align:center;" | 26.309 || [[Selhurst Park]] |- | style="text-align:center;" |[[Fulham F.C.]] || style="text-align:center;" | 21.000|| [[Craven Cottage]] |- | style="text-align:center;" | [[Brentford FC]] || style="text-align:center;" | 17.250 || [[Brentford Community Stadium]] |- |} ==Tölfræði== === Markahæstu menn frá upphafi (yfir 100 mörk) === <small>''Uppfært 7. ágúst 2022.'' Feitletraðir leikmenn spila enn í PL.</small> {| class="wikitable" style="text-align:center;" |- !Sæti!!Leikmaður!!Mörk |- |1 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Alan Shearer]]||260 |- |2 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Wayne Rooney]]||208 |- |3 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Andrew Cole]] ||188 |- |4 |style="text-align:left;"|{{ENG}} '''[[Harry Kane]]''' ||185 |- |5 |style="text-align:left;"|{{ARG}} [[Sergio Agüero]] ||184 |- |6 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Frank Lampard]] ||177 |- |7 |style="text-align:left;"|{{FRA}} [[Thierry Henry]]||175 |- |8 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Robbie Fowler]] ||163 |- |9 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Jermain Defoe]] ||162 |- |10 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Michael Owen]] ||150 |- |11 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Les Ferdinand]] ||149 |- |12 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Teddy Sheringham]] ||146 |- |13 |style="text-align:left;"|{{NLD}} [[Robin van Persie]] ||144 |- |14 |style="text-align:left;"|{{ENG}} '''[[Jamie Vardy]]''' ||133 |- |15 |style="text-align:left;"|{{NLD}} [[Jimmy Floyd Hasselbaink]] ||127 |- |16 |style="text-align:left;"|{{IRL}} [[Robbie Keane]] ||126 |- |17 |style="text-align:left;"|{{FRA}} [[Nicolas Anelka]] ||125 |- |18 |style="text-align:left;"|{{TTO}} [[Dwight Yorke]] ||123 |- |19 |style="text-align:left;"|{{EGY}} '''[[Mohamed Salah]]''' ||121 |- |19 |style="text-align:left;"|{{BEL}} '''[[Romelu Lukaku]]''' ||121 |- |20 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Steven Gerrard]] ||120 |- |21 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Ian Wright]] ||113 |- |22 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Dion Dublin]] ||111 |- |22 |style="text-align:left;"|{{SEN}} [[Sadio Mané]] ||111 |- |23 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Emile Heskey]] ||110 |- |24 |style="text-align:left;"|{{ENG}} '''[[Raheem Sterling]]''' ||109 |- |24 |style="text-align:left;"|{{WAL}} [[Ryan Giggs]] ||109 |- |25 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Peter Crouch]]||108 |- |26 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Paul Scholes]] ||107 |- |27 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Darren Bent]] ||106 |- |28 |style="text-align:left;"|{{CIV}} [[Didier Drogba]] ||104 |- |29 |style="text-align:left;"|{{PRT}} '''[[Cristiano Ronaldo]]''' ||102 |- |30 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Matt Le Tissier]] ||100 |- |} ===Stoðsendingar=== <small>Leikmenn sem enn eru spilandi '''feitletraðir'''. Uppfært í ágúst 2022.</small> {|class="wikitable sortable" style="text-align: center" |+ Flestar stoðsendingar |- ! style="width:20px" abbr="Position"|Röð ! style="width:175px" |Nafn ! style="width:40px" abbr="Goals"|Stoðsendingar ! style="width:40px" abbr="Games Played"|Leikir ! style="width:65px" abbr="APG"|Stoðsendingar á leik ! style="width:50px" abbr="Position"|Leikstaða |- | 1 | style="text-align:left"| [[Ryan Giggs]] || '''162''' || 632 || 0.26 || Miðjumaður |- | 2 | style="text-align:left"| [[Cesc Fàbregas]] || '''111''' || 350 || 0.32 || Miðjumaður |- | 3 | style="text-align:left"| [[Wayne Rooney]] || '''103''' || 491 || 0.21 || Framherji |- | 4 | style="text-align:left"| [[Frank Lampard]] || '''102''' || 609 || 0.17 || Miðjumaður |- | 5 | style="text-align:left"| [[Dennis Bergkamp]] || '''94''' || 315 || 0.30 || Framherji |- | 6 | style="text-align:left"| [[David Silva]] || '''93''' || 304 || 0.30 ||Miðjumaður |- | 7 | style="text-align:left"| [[Steven Gerrard]] || '''92''' || 504 || 0.18 || Miðjumaður |- | 8 | style="text-align:left"| '''[[Kevin De Bruyne]]''' || '''87''' || 212 || 0.41 || Miðjumaður |- | 8 | style="text-align:left"| '''[[James Milner]]''' || '''87''' || 591 || 0.15 || Miðjumaður |- | 10 | style="text-align:left"| [[David Beckham]] || '''80''' || 265 || 0.30 || Miðjumaður |- | 11 | style="text-align:left"| [[Teddy Sheringham]] || '''76''' || 418 || 0.18 || Framherji |}<ref name="PL-assists">{{cite web|url=https://www.premierleague.com/stats/top/players/goal_assist|title=Premier League Player Stats: Assists – All Seasons|publisher=Premier League|accessdate=26 April 2017}}</ref> === Leikmenn með meira en 500 leiki spilaða === <small>''Uppfært 6. ágúst 2022.''</small> {| class="wikitable" style="text-align:center;" |- !Sæti!!Leikmaður!!Leikir |- |1 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Gareth Barry]]||653 |- |2 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Ryan Giggs]]||632 |- |3 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Frank Lampard]] ||609 |- |4 |style="text-align:left;"|{{ENG}} '''[[James Milner]]''' ||591 |- |5 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[David James]] ||572 |- |6 |style="text-align:left;"|{{WAL}} [[Gary Speed]]||535 |- |7 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Emile Heskey]] ||516 |- |8 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Mark Schwarzer]] ||514 |- |9 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Jamie Carragher]] ||508 |- |10 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Phil Neville]] ||505 |- |11 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Steven Gerrard]] ||504 |- |12 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Rio Ferdinand]] ||504 |- |13 |style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Sol Campbell]] ||503 |- |} ===Markmenn=== ''uppfært í ágúst 2022'' {| class="wikitable sortable" |+ Flest skipti haldið hreinu |- ! Röð !! Leikmaður !! Hrein mörk |- | align=center | 1 || [[Petr Čech]] || align="center" |202 |- | align=center | 2 || [[David James]] || align=center | 169 |- | align=center | 3 || [[Mark Schwarzer]] || align=center | 151 |- | align=center | 4 || [[David Seaman]] || align=center | 140 |- | align=center | 5 || [[Nigel Martyn]] || align=center | 137 |- | align=center | 6 || [[Pepe Reina]] || align=center | 136 |- | align=center rowspan="3"|7 || [[Edwin van der Sar]] || align=center rowspan="3" | 132 |- | align=left| [[Tim Howard]] |- | align=left| [[Brad Friedel]] |- | align=center | 10 || '''[[David de Gea]]''' || align=center | 130 |- | align=center | 11 || [[Peter Schmeichel]] || align=center | 128 |} ===Mörk úr aukaspyrnum=== <small>''Uppfært í apríl 2022.''</small> {|class="wikitable sortable" style="text-align: center" |- !Sæti !style="width:175px"| Nafn !style="width:50px"| Mörk !Leikir !style="width:50px"| Staða |- | 1 |style="text-align:left"| [[David Beckham]] || '''18''' || 265 || Miðherji |- |2 |style="text-align:left"| '''[[James Ward-Prowse]]''' || '''14'''|| 300 || Miðherji |- | rowspan="3" | 3 |style="text-align:left"| [[Gianfranco Zola]] || rowspan="3" | '''12''' || 229 || Framherji |- |style="text-align:left"| [[Thierry Henry]] || 258 || Framherji |- |style="text-align:left"| '''[[Cristiano Ronaldo]]''' || 222 || Framherji |- | rowspan="2" | 6 |style="text-align:left"| [[Laurent Robert]] || rowspan="2" | '''11''' || 150 || Framherji |- |style="text-align:left"| [[Sebastian Larsson]] || 282 || Miðherji |- | rowspan="2" | 8 |style="text-align:left"| [[Ian Harte]] || rowspan="2" | '''10''' || 237 || Varnarmaður |- |style="text-align:left"| [[Morten Gamst Pedersen]] || 260 || Miðherji |- | rowspan="3" | 10 |style="text-align:left"| [[Jamie Redknapp]] || rowspan="3" | '''9''' || 295 || Miðherji |- |style="text-align:left"| [[Nolberto Solano]] || 302 || Miðherji |- |style="text-align:left"| [[Frank Lampard]] || 609 || Miðherji |} ===Markahæstu Íslendingar í ensku úrvalsdeildinni=== <small>''Uppfært 16/4 2021.''</small> {| class="wikitable" style="text-align:center;" |- !Sæti!!Leikmaður!!Mörk |- |1 |style="text-align:left;"| [[Gylfi Þór Sigurðsson]]||67 |- |2 |style="text-align:left;"| [[Eiður Smári Guðjohnsen]]||55 |- |3 |style="text-align:left;"|[[Heiðar Helguson]] ||28 |- |4 |style="text-align:left;"| [[ Hermann Hreiðarsson]] ||14 |- |- |5 |style="text-align:left;"| [[Jóhann Berg Guðmundsson]] ||10 |- |6 |style="text-align:left;"| [[Guðni Bergsson]]||8 |- |7 |style="text-align:left;"|[[Ívar Ingimarsson]] ||4 |- |8 |style="text-align:left;"|[[Grétar Rafn Steinsson]] ||4 |- |9 |style="text-align:left;"|[[Brynjar Björn Gunnarsson]] ||3 |- |10 |style="text-align:left;"| [[Arnar Gunnlaugsson]] ||3 |- |11 |style="text-align:left;"| [[Jóhannes Karl Guðjónsson]] ||2 |- |12 |style="text-align:left;"| [[Aron Einar Gunnarsson]] ||2 |- |13 |style="text-align:left;"| [[Þórður Guðjónsson]] ||1 |- |14 |style="text-align:left;"|[[Þorvaldur Örlygsson]] ||1 |- |colspan="3"|<small>Feitletraðir leikmenn spila enn í ensku úrvalsdeildinni</small> |} ===Fjöldi stoðsendinga Íslendinga í Premier League=== <small>''Uppfært 20/5 2021.''</small> {| class="wikitable" style="text-align:center;" |- !Sæti!!Leikmaður!!Stoðsendingar |- |1 |style="text-align:left;"| [[Gylfi Þór Sigurðsson]]||50 |- |2 |style="text-align:left;"| [[Eiður Smári Guðjohnsen]]||28 |- |3 |style="text-align:left;"|[[Jóhann Berg Guðmundsson]] ||17 |- |4 |style="text-align:left;"| [[ Hermann Hreiðarsson]] ||15 |- |5 |style="text-align:left;"| [[Heiðar Helguson]] ||9 |- |6 |style="text-align:left;"| [[Grétar Rafn Steinsson]]||8 |- |7 |style="text-align:left;"|[[Guðni Bergsson]] ||4 |- |8 |style="text-align:left;"|[[Aron Einar Gunnarsson]] ||3 |- |9 |style="text-align:left;"|[[Jóhannes Karl Guðjónsson]] ||2 |- |9 |style="text-align:left;"| [[Arnar Gunnlaugsson]] ||2 |- |10 |style="text-align:left;"| [[Ívar Ingimarsson]] ||1 |- |10 |style="text-align:left;"| [[Lárus Sigurðsson]] ||1 |- |colspan="3"|<small>Feitletraðir leikmenn spila enn í ensku úrvalsdeildinni</small> |} ==Tengt efni== [[Enska úrvalsdeild kvenna]] er efsta deild kvennaknattspyrnunnar á Englandi. == Heimildir == * {{wpheimild | tungumál = En | titill = Premier League | mánuðurskoðað = 12. apríl | árskoðað = 2018}} * {{wpheimild | tungumál = En | titill = Premier League records and statistics | mánuðurskoðað = 8. feb. | árskoðað = 2021}} * „[http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/5237764.stm Premiership club-by-club guide]“, ''BBC Sport'', skoðað 7. maí 2007. * „[http://stats.premierleague.com/ Premier League] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060613181649/http://stats.premierleague.com/ |date=2006-06-13 }}“, skoðað 7. maí 2007. {{S|1992}} {{Enska úrvalsdeildin}} ==Tilvísanir== [[Flokkur:Enskar knattspyrnudeildir]] [[Flokkur:Enska úrvalsdeildin| ]] [[Flokkur:Úrvalsdeildir knattspyrnu í Evrópu]] layf7w8px9mdmercje7tlfmbbucyxgq Snið:Lið í 1. deild karla í knattspyrnu 10 51498 1765526 1612070 2022-08-20T21:42:01Z 89.160.233.104 laga tengil wikitext text/x-wiki {| class="toccolours" style="margin: 0.5em auto; width:47em; clear: both; font-size: 95%;text-align:center;" | colspan="12" | {| width="100%" style="background-color: transparent;" |- |- rowspan="2" | valign="top" | [[Mynd:Football_pictogram.svg|42px|Knattspyrna]] |align="center" style="background:#BFD7FF;" width="110%" | {{Tnavbar-header|'''[[1. deild karla í knattspyrnu|1. deild karla]] • Lið í [[1. deild karla í knattspyrnu 2015|1. deild karla 2015]]'''&nbsp;|Lið í 1. deild karla í knattspyrnu|bgcolor=#BFD7FF}} |[[Mynd:Flag of Iceland.svg|42px|Flag of Iceland]] |} {| width="100%" style="background-color: transparent;" |- |colspan="3" align="center"| [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Fram.png|20px]] [[Fram]] &nbsp;• [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylkir]] &nbsp;• [[Mynd:Grótta.png|20px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Grótta]] &nbsp;•[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|15px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]] &nbsp;•[[Mynd:HK-K.png|20px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs|HK]] &nbsp;• [[Mynd:ÍR.png|15px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] &nbsp;• [[Mynd:Keflavik_ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] &nbsp;• [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leiknir]] <br/> [[Mynd:Leiknirf.jpg|20px]] [[Ungmennafélagið Leiknir|Leiknir F.]] &nbsp;• [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfoss]] &nbsp;• [[Mynd:Þróttur R..png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]]&nbsp;• [[Mynd:Þór.png|20px]] [[Þór Akureyri|Þór]] |} {| width="100%" style="background-color: transparent;" |- |- rowspan="2" |align="center" style="background:#BFD7FF;" width="110%" | {{Tnavbar-header|'''Leiktímabil í 1. deild karla (1955-2018)'''&nbsp;|Lið í 1. deild karla í knattspyrnu|bgcolor=#BFD7FF}} |} {| width="100%" style="background-color: transparent;" |- |colspan="3" align="center"| |- |colspan="3" align="center" style="padding: 0 5% 0 5%;"| <span style="visibility:hidden;color:transparent;">1951 &bull; </span> <!-- Ósýnilegt, þá raðast dálkarnir rétt upp --> <span style="visibility:hidden;color:transparent;">1952 &bull; </span> <!-- Ósýnilegt, þá raðast dálkarnir rétt upp --> <span style="visibility:hidden;color:transparent;">1953 &bull; </span> <!-- Ósýnilegt, þá raðast dálkarnir rétt upp --> <span style="visibility:hidden;color:transparent;">&bull;1954&bull; </span> <!-- Ósýnilegt, þá raðast dálkarnir rétt upp --> [[2. deild karla í knattspyrnu 1955|1955]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1956|1956]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|1957]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1958|1958]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1959|1959]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1960|1960]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1961|1961]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1962|1962]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1963|1963]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1964|1964]] <br/> [[2. deild karla í knattspyrnu 1965|1965]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1966|1966]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1967|1967]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1968|1968]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1969|1969]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1970|1970]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1971|1971]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1972|1972]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1973|1973]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1974|1974]] <br/> [[2. deild karla í knattspyrnu 1975|1975]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|1976]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1977|1977]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1978|1978]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|1979]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1980|1980]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1981|1981]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1982|1982]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1983|1983]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1984|1984]] <br/> [[2. deild karla í knattspyrnu 1985|1985]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|1986]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1987|1987]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1988|1988]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1989|1989]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1990|1990]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|1991]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1992|1992]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1993|1993]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1994|1994]] <br/> [[2. deild karla í knattspyrnu 1995|1995]] &bull; [[2. deild karla í knattspyrnu 1996|1996]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 1997|1997]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|1998]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 1999|1999]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2000|2000]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2001|2001]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2002|2002]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2003|2003]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2004|2004]] <br/> [[1. deild karla í knattspyrnu 2005|2005]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2006|2006]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|2007]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2008|2008]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2009|2009]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2010|2010]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2011|2011]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2012|2012]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|2013]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2014|2014]] <br/> [[1. deild karla í knattspyrnu 2015|2015]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2016|2016]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2017|2017]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2018|2018]] &bull; [[1. deild karla í knattspyrnu 2019|2019]] <!-- [[1. deild karla í knattspyrnu 2020|2020]] --> <br/> <br/> |} {| width="100%" style="background-color: transparent;" |- |- rowspan="2" |align="center" style="background:#BFD7FF;" width="110%" | Tengt efni: '''[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu|Mjólkurbikarinn]] • [[Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu|Lengjubikarinn]] • [[Meistarakeppni karla í knattspyrnu|Meistarakeppni karla]] <br/>[[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Úrvalsdeild karla]] • [[1. deild karla í knattspyrnu|1. deild]] • [[2. deild karla í knattspyrnu|2. deild]] • [[3. deild karla í knattspyrnu|3. deild]] • [[4. deild karla í knattspyrnu|4. deild]]''' <br/>---------------------------------------------------------------------------------------------- <br/> '''[[Bikarkeppni kvenna í knattspyrnu|Mjólkurbikarinn kvenna]] • [[Deildarbikarkeppni kvenna í knattspyrnu|Lengjubikarinn]] • [[Meistarakeppni kvenna í knattspyrnu|Meistarakeppni kvenna]]<br/>[[Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu|Úrvalsdeild kvenna]] • [[1. deild kvenna í knattspyrnu|1. deild]] • [[2. deild kvenna í knattspyrnu|2. deild]] • [[Íslenska kvennaknattspyrnudeildakerfið|Deildakerfið]] • [[Knattspyrnusamband Íslands|KSÍ]]''' |} |} <noinclude> {{DEFAULTSORT:{{PAGENAME}}}} [[Flokkur:Þemasnið]]</noinclude> 47m1y6ussya9p0321qsjbli4kphl17s 2. deild karla í knattspyrnu 0 51543 1765522 1755267 2022-08-20T21:31:02Z 89.160.233.104 /* Meistarasaga */ wikitext text/x-wiki {{Deild keppnisíþrótta |titill=2. deild karla |mynd= |stofnár=1966 |ríki={{ISL}} Ísland |efri deild=[[1. deild karla í knattspyrnu|1. deild karla]] |neðri deild=[[3. deild karla í knattspyrnu|3. deild karla]] |liðafjöldi=12 |píramída stig=[[Íslenska karlaknattspyrnudeildakerfið|Stig 3]] |bikarar=[[VISA-bikar karla|Borgunarbikar karla]]<br />[[Lengjubikarinn]] |núverandi meistarar={{Lið Þróttur V.}} (2021) |sigursælasta lið={{Lið Völsungur}} (''5'') |heimasíða=[http://www.ksi.is www.ksi.is] }} '''2. deild karla í knattspyrnu''' er þriðja hæsta deildin í [[Íslensk knattspyrna|íslenskri knattspyrnu]]. Deildin var stofnuð árið [[1966]] undir nafninu ''3. deild'' og hélt því nafni til [[1997]] þegar nafninu var breytt í núverandi nafn. == Núverandi lið (2018) == *{{Lið Afturelding}} *{{Lið Fjarðabyggð}} *{{Lið Grótta}} *{{Lið Huginn}} *{{Lið Höttur}} *{{Lið Kári}} *{{Lið Leiknir F.}} *{{Lið Tindastóll}} *{{Lið Vestri}} *{{Lið Víðir}} *{{Lið Völsungur}} *{{Lið Þróttur V.}} == Meistarasaga == * 1966 {{Lið Selfoss}} * 1967 {{Lið FH}} * 1968 {{Lið Völsungur}} * 1969 {{Lið Ármann}} * 1970 {{Lið Þróttur N.}} * 1971 {{Lið Völsungur}} * 1972 {{Lið Þróttur N.}} * 1973 [[Mynd:BÍBol.png|20px]] [[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]] * 1974 {{Lið Víkingur Ó.}} * 1975 {{Lið Þór Ak.}} * 1976 {{Lið Reynir S.}} * 1977 {{Lið Fylkir}} * 1978 {{Lið Selfoss}} * 1979 {{Lið Völsungur}} * 1980 {{Lið Reynir S.}} * 1981 {{Lið Njarðvík}} * 1982 {{Lið Víðir}} * 1983 {{Lið Skallagrímur}} * 1984 {{Lið Fylkir}} * 1985 {{Lið Selfoss}} * 1986 {{Lið Leiftur}} * 1987 {{Lið Fylkir}} * 1988 {{Lið Stjarnan}} * 1989 {{Lið KS}} * 1990 {{Lið Þróttur R.}} * 1991 {{Lið Leiftur}} * 1992 {{Lið Tindastóll}} * 1993 {{Lið Selfoss}} * 1994 {{Lið Skallagrímur}} * 1995 {{Lið Völsungur}} * 1996 [[UMFS Dalvík|Dalvík]] * 1997 {{Lið HK}} * 1998 {{Lið Víðir}} * 1999 {{Lið Tindastóll}} * 2000 {{Lið Þór Ak.}} * 2001 {{Lið Haukar}} * 2002 {{Lið HK}} * 2003 {{Lið Völsungur}} * 2004 {{Lið KS}} * 2005 {{Lið Leiknir R.}} * 2006 {{Lið Fjarðabyggð}} * 2007 {{Lið Haukar}} * 2008 {{Lið ÍR}} * 2009 {{Lið Grótta}} * 2010 {{Lið Víkingur Ó.}} * 2011 {{Lið Tindastóll}}/[[Ungmennafélagið Hvöt (Blönduósi)|Hvöt]] * 2012 {{Lið Völsungur}} * 2013 {{Lið HK}} * 2014 {{Lið Fjarðabyggð}} * 2015 {{Lið Huginn}} * 2016 {{Lið ÍR}} * 2017 {{Lið Njarðvík}} * 2018 {{Lið Afturelding}} * 2019 [[Mynd:Leiknir_F.JPG|20px]] [[Ungmennafélagið Leiknir|Leiknir F.]] * 2020 Kórdrengir * 2021 Þróttur Vogum == Tölfræði == === Sigursælustu lið deildarinnar === {| class="wikitable sortable" ! style="background:silver;" | Lið ! style="background:silver;" | Titlar ! style="background:silver;" | Fyrsti titill ! style="background:silver;" | Síðasti titill |- |'''{{Lið Völsungur}}'''||6||1968||2012 |- |'''{{Lið Selfoss}}'''||4||1966||1993 |- |'''{{Lið Fylkir}}'''||3||1977||1987 |- |'''{{Lið Tindastóll}}'''||3||1992||2011 |- |'''{{Lið HK}}'''||3||1997||2013 |- |'''{{Lið Þróttur N.}}'''||2||1970||1972 |- |'''{{Lið Víkingur Ó.}}'''||2||1974||2010 |- |'''{{Lið Þór Ak.}}'''||2||1975||2000 |- |'''{{Lið Reynir S.}}'''||2||1976||1980 |- |'''{{Lið Víðir}}'''||2||1982||1998 |- |'''{{Lið Skallagrímur}}'''||2||1983||1994 |- |'''{{Lið Leiftur}}'''||2||1986||1991 |- |'''{{Lið KS}}'''||2||1989||2004 |- |'''{{Lið Haukar}}'''||2||2001||2007 |- |'''{{Lið Fjarðabyggð}}'''||2||2006||2014 |- |[[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] '''[[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]]'''||1||1967||1967 |- |'''{{Lið Ármann}}'''||1||1969||1969 |- |[[Mynd:BÍBol.png|20px]] '''[[Ísafjörður|ÍBÍ]]'''||1||1973||1973 |- |[[Mynd:Njarðvík.jpg|20px]] '''[[UMFN Njarðvík|Njarðvík]]'''||1||1981||1981 |- |[[Mynd:Stjarnan.png|20px]] '''[[Stjarnan]]'''||1||1988||1988 |- |[[Mynd:Þróttur R..png|20px]] '''[[Þróttur|Þróttur R.]]'''||1||1990||1990 |- |'''[[UMFS Dalvík|Dalvík]] '''||1||1996||1996 |- |[[Mynd:Leiknir.svg|20px]] '''[[Leiknir Reykjavík|Leiknir R.]]'''||1||2005||2005 |- |[[Mynd:ÍR.png|20px]] '''[[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]'''||1||2008||2008 |- |[[Mynd:Grótta.png|20px]] '''[[Grótta]]'''||1||2009||2009 |- |{{Lið Huginn}}||1||2015||2015 |- |} {{2. deild karla í knattspyrnu}} [[Flokkur:Íslenskar knattspyrnudeildir]] 7y621e8ue7n70kucvixwbu0j82lwai9 1765523 1765522 2022-08-20T21:35:55Z 89.160.233.104 /* Meistarasaga */ wikitext text/x-wiki {{Deild keppnisíþrótta |titill=2. deild karla |mynd= |stofnár=1966 |ríki={{ISL}} Ísland |efri deild=[[1. deild karla í knattspyrnu|1. deild karla]] |neðri deild=[[3. deild karla í knattspyrnu|3. deild karla]] |liðafjöldi=12 |píramída stig=[[Íslenska karlaknattspyrnudeildakerfið|Stig 3]] |bikarar=[[VISA-bikar karla|Borgunarbikar karla]]<br />[[Lengjubikarinn]] |núverandi meistarar={{Lið Þróttur V.}} (2021) |sigursælasta lið={{Lið Völsungur}} (''5'') |heimasíða=[http://www.ksi.is www.ksi.is] }} '''2. deild karla í knattspyrnu''' er þriðja hæsta deildin í [[Íslensk knattspyrna|íslenskri knattspyrnu]]. Deildin var stofnuð árið [[1966]] undir nafninu ''3. deild'' og hélt því nafni til [[1997]] þegar nafninu var breytt í núverandi nafn. == Núverandi lið (2018) == *{{Lið Afturelding}} *{{Lið Fjarðabyggð}} *{{Lið Grótta}} *{{Lið Huginn}} *{{Lið Höttur}} *{{Lið Kári}} *{{Lið Leiknir F.}} *{{Lið Tindastóll}} *{{Lið Vestri}} *{{Lið Víðir}} *{{Lið Völsungur}} *{{Lið Þróttur V.}} == Meistarasaga == * 1966 {{Lið Selfoss}} * 1967 {{Lið FH}} * 1968 {{Lið Völsungur}} * 1969 {{Lið Ármann}} * 1970 {{Lið Þróttur N.}} * 1971 {{Lið Völsungur}} * 1972 {{Lið Þróttur N.}} * 1973 [[Mynd:BÍBol.png|20px]] [[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]] * 1974 {{Lið Víkingur Ó.}} * 1975 {{Lið Þór Ak.}} * 1976 {{Lið Reynir S.}} * 1977 {{Lið Fylkir}} * 1978 {{Lið Selfoss}} * 1979 {{Lið Völsungur}} * 1980 {{Lið Reynir S.}} * 1981 {{Lið Njarðvík}} * 1982 {{Lið Víðir}} * 1983 {{Lið Skallagrímur}} * 1984 {{Lið Fylkir}} * 1985 {{Lið Selfoss}} * 1986 {{Lið Leiftur}} * 1987 {{Lið Fylkir}} * 1988 {{Lið Stjarnan}} * 1989 {{Lið KS}} * 1990 {{Lið Þróttur R.}} * 1991 {{Lið Leiftur}} * 1992 {{Lið Tindastóll}} * 1993 {{Lið Selfoss}} * 1994 {{Lið Skallagrímur}} * 1995 {{Lið Völsungur}} * 1996 [[UMFS Dalvík|Dalvík]] * 1997 {{Lið HK}} * 1998 {{Lið Víðir}} * 1999 {{Lið Tindastóll}} * 2000 {{Lið Þór Ak.}} * 2001 {{Lið Haukar}} * 2002 {{Lið HK}} * 2003 {{Lið Völsungur}} * 2004 {{Lið KS}} * 2005 {{Lið Leiknir R.}} * 2006 {{Lið Fjarðabyggð}} * 2007 {{Lið Haukar}} * 2008 {{Lið ÍR}} * 2009 {{Lið Grótta}} * 2010 {{Lið Víkingur Ó.}} * 2011 {{Lið Tindastóll}}/[[Ungmennafélagið Hvöt (Blönduósi)|Hvöt]] * 2012 {{Lið Völsungur}} * 2013 {{Lið HK}} * 2014 {{Lið Fjarðabyggð}} * 2015 {{Lið Huginn}} * 2016 {{Lið ÍR}} * 2017 {{Lið Njarðvík}} * 2018 {{Lið Afturelding}} * 2019 [[Mynd:Leiknir_F.JPG|20px]] [[Ungmennafélagið Leiknir|Leiknir F.]] * 2020 Kórdrengir * 2021 {{Lið Þróttur V.}} == Tölfræði == === Sigursælustu lið deildarinnar === {| class="wikitable sortable" ! style="background:silver;" | Lið ! style="background:silver;" | Titlar ! style="background:silver;" | Fyrsti titill ! style="background:silver;" | Síðasti titill |- |'''{{Lið Völsungur}}'''||6||1968||2012 |- |'''{{Lið Selfoss}}'''||4||1966||1993 |- |'''{{Lið Fylkir}}'''||3||1977||1987 |- |'''{{Lið Tindastóll}}'''||3||1992||2011 |- |'''{{Lið HK}}'''||3||1997||2013 |- |'''{{Lið Þróttur N.}}'''||2||1970||1972 |- |'''{{Lið Víkingur Ó.}}'''||2||1974||2010 |- |'''{{Lið Þór Ak.}}'''||2||1975||2000 |- |'''{{Lið Reynir S.}}'''||2||1976||1980 |- |'''{{Lið Víðir}}'''||2||1982||1998 |- |'''{{Lið Skallagrímur}}'''||2||1983||1994 |- |'''{{Lið Leiftur}}'''||2||1986||1991 |- |'''{{Lið KS}}'''||2||1989||2004 |- |'''{{Lið Haukar}}'''||2||2001||2007 |- |'''{{Lið Fjarðabyggð}}'''||2||2006||2014 |- |[[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] '''[[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]]'''||1||1967||1967 |- |'''{{Lið Ármann}}'''||1||1969||1969 |- |[[Mynd:BÍBol.png|20px]] '''[[Ísafjörður|ÍBÍ]]'''||1||1973||1973 |- |[[Mynd:Njarðvík.jpg|20px]] '''[[UMFN Njarðvík|Njarðvík]]'''||1||1981||1981 |- |[[Mynd:Stjarnan.png|20px]] '''[[Stjarnan]]'''||1||1988||1988 |- |[[Mynd:Þróttur R..png|20px]] '''[[Þróttur|Þróttur R.]]'''||1||1990||1990 |- |'''[[UMFS Dalvík|Dalvík]] '''||1||1996||1996 |- |[[Mynd:Leiknir.svg|20px]] '''[[Leiknir Reykjavík|Leiknir R.]]'''||1||2005||2005 |- |[[Mynd:ÍR.png|20px]] '''[[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]'''||1||2008||2008 |- |[[Mynd:Grótta.png|20px]] '''[[Grótta]]'''||1||2009||2009 |- |{{Lið Huginn}}||1||2015||2015 |- |} {{2. deild karla í knattspyrnu}} [[Flokkur:Íslenskar knattspyrnudeildir]] 5gtatjuthz0ef1nid5v62cs9k67pqoj 1765524 1765523 2022-08-20T21:37:01Z 89.160.233.104 /* Sigursælustu lið deildarinnar */ wikitext text/x-wiki {{Deild keppnisíþrótta |titill=2. deild karla |mynd= |stofnár=1966 |ríki={{ISL}} Ísland |efri deild=[[1. deild karla í knattspyrnu|1. deild karla]] |neðri deild=[[3. deild karla í knattspyrnu|3. deild karla]] |liðafjöldi=12 |píramída stig=[[Íslenska karlaknattspyrnudeildakerfið|Stig 3]] |bikarar=[[VISA-bikar karla|Borgunarbikar karla]]<br />[[Lengjubikarinn]] |núverandi meistarar={{Lið Þróttur V.}} (2021) |sigursælasta lið={{Lið Völsungur}} (''5'') |heimasíða=[http://www.ksi.is www.ksi.is] }} '''2. deild karla í knattspyrnu''' er þriðja hæsta deildin í [[Íslensk knattspyrna|íslenskri knattspyrnu]]. Deildin var stofnuð árið [[1966]] undir nafninu ''3. deild'' og hélt því nafni til [[1997]] þegar nafninu var breytt í núverandi nafn. == Núverandi lið (2018) == *{{Lið Afturelding}} *{{Lið Fjarðabyggð}} *{{Lið Grótta}} *{{Lið Huginn}} *{{Lið Höttur}} *{{Lið Kári}} *{{Lið Leiknir F.}} *{{Lið Tindastóll}} *{{Lið Vestri}} *{{Lið Víðir}} *{{Lið Völsungur}} *{{Lið Þróttur V.}} == Meistarasaga == * 1966 {{Lið Selfoss}} * 1967 {{Lið FH}} * 1968 {{Lið Völsungur}} * 1969 {{Lið Ármann}} * 1970 {{Lið Þróttur N.}} * 1971 {{Lið Völsungur}} * 1972 {{Lið Þróttur N.}} * 1973 [[Mynd:BÍBol.png|20px]] [[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]] * 1974 {{Lið Víkingur Ó.}} * 1975 {{Lið Þór Ak.}} * 1976 {{Lið Reynir S.}} * 1977 {{Lið Fylkir}} * 1978 {{Lið Selfoss}} * 1979 {{Lið Völsungur}} * 1980 {{Lið Reynir S.}} * 1981 {{Lið Njarðvík}} * 1982 {{Lið Víðir}} * 1983 {{Lið Skallagrímur}} * 1984 {{Lið Fylkir}} * 1985 {{Lið Selfoss}} * 1986 {{Lið Leiftur}} * 1987 {{Lið Fylkir}} * 1988 {{Lið Stjarnan}} * 1989 {{Lið KS}} * 1990 {{Lið Þróttur R.}} * 1991 {{Lið Leiftur}} * 1992 {{Lið Tindastóll}} * 1993 {{Lið Selfoss}} * 1994 {{Lið Skallagrímur}} * 1995 {{Lið Völsungur}} * 1996 [[UMFS Dalvík|Dalvík]] * 1997 {{Lið HK}} * 1998 {{Lið Víðir}} * 1999 {{Lið Tindastóll}} * 2000 {{Lið Þór Ak.}} * 2001 {{Lið Haukar}} * 2002 {{Lið HK}} * 2003 {{Lið Völsungur}} * 2004 {{Lið KS}} * 2005 {{Lið Leiknir R.}} * 2006 {{Lið Fjarðabyggð}} * 2007 {{Lið Haukar}} * 2008 {{Lið ÍR}} * 2009 {{Lið Grótta}} * 2010 {{Lið Víkingur Ó.}} * 2011 {{Lið Tindastóll}}/[[Ungmennafélagið Hvöt (Blönduósi)|Hvöt]] * 2012 {{Lið Völsungur}} * 2013 {{Lið HK}} * 2014 {{Lið Fjarðabyggð}} * 2015 {{Lið Huginn}} * 2016 {{Lið ÍR}} * 2017 {{Lið Njarðvík}} * 2018 {{Lið Afturelding}} * 2019 [[Mynd:Leiknir_F.JPG|20px]] [[Ungmennafélagið Leiknir|Leiknir F.]] * 2020 Kórdrengir * 2021 {{Lið Þróttur V.}} == Tölfræði == === Sigursælustu lið deildarinnar === {| class="wikitable sortable" ! style="background:silver;" | Lið ! style="background:silver;" | Titlar ! style="background:silver;" | Fyrsti titill ! style="background:silver;" | Síðasti titill |- |'''{{Lið Völsungur}}'''||6||1968||2012 |- |'''{{Lið Selfoss}}'''||4||1966||1993 |- |'''{{Lið Fylkir}}'''||3||1977||1987 |- |'''{{Lið Tindastóll}}'''||3||1992||2011 |- |'''{{Lið HK}}'''||3||1997||2013 |- |'''{{Lið Þróttur N.}}'''||2||1970||1972 |- |'''{{Lið Víkingur Ó.}}'''||2||1974||2010 |- |'''{{Lið Þór Ak.}}'''||2||1975||2000 |- |'''{{Lið Reynir S.}}'''||2||1976||1980 |- |'''{{Lið Víðir}}'''||2||1982||1998 |- |'''{{Lið Skallagrímur}}'''||2||1983||1994 |- |'''{{Lið Leiftur}}'''||2||1986||1991 |- |'''{{Lið KS}}'''||2||1989||2004 |- |'''{{Lið Haukar}}'''||2||2001||2007 |- |'''{{Lið Fjarðabyggð}}'''||2||2006||2014 |- |[[Mynd:ÍR.png|20px]] '''[[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]'''||2||2008||2016 |- |[[Mynd:Njarðvík.jpg|20px]] '''[[UMFN Njarðvík|Njarðvík]]'''||2||1981||2017 |- |[[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] '''[[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]]'''||1||1967||1967 |- |'''{{Lið Ármann}}'''||1||1969||1969 |- |[[Mynd:BÍBol.png|20px]] '''[[Ísafjörður|ÍBÍ]]'''||1||1973||1973 |- |[[Mynd:Stjarnan.png|20px]] '''[[Stjarnan]]'''||1||1988||1988 |- |[[Mynd:Þróttur R..png|20px]] '''[[Þróttur|Þróttur R.]]'''||1||1990||1990 |- |'''[[UMFS Dalvík|Dalvík]] '''||1||1996||1996 |- |[[Mynd:Leiknir.svg|20px]] '''[[Leiknir Reykjavík|Leiknir R.]]'''||1||2005||2005 |- |[[Mynd:Grótta.png|20px]] '''[[Grótta]]'''||1||2009||2009 |- |{{Lið Huginn}}||1||2015||2015 |- |{{Lið Afturelding}}||1||2018||2018 |- |[[Mynd:Leiknir_F.JPG|20px]] [[Ungmennafélagið Leiknir|Leiknir F.]]||1||2019||2019 |- |Kórdrengir||1||2020||2020 |- |{{Lið Þróttur V.}}||1||2021||2021 |- |} {{2. deild karla í knattspyrnu}} [[Flokkur:Íslenskar knattspyrnudeildir]] 0qlv66krfwk6scthrvuym39849dgm2n 1765525 1765524 2022-08-20T21:37:51Z 89.160.233.104 wikitext text/x-wiki {{Deild keppnisíþrótta |titill=2. deild karla |mynd= |stofnár=1966 |ríki={{ISL}} Ísland |efri deild=[[1. deild karla í knattspyrnu|1. deild karla]] |neðri deild=[[3. deild karla í knattspyrnu|3. deild karla]] |liðafjöldi=12 |píramída stig=[[Íslenska karlaknattspyrnudeildakerfið|Stig 3]] |bikarar=[[VISA-bikar karla|Borgunarbikar karla]]<br />[[Lengjubikarinn]] |núverandi meistarar={{Lið Þróttur V.}} (2021) |sigursælasta lið={{Lið Völsungur}} (''6'') |heimasíða=[http://www.ksi.is www.ksi.is] }} '''2. deild karla í knattspyrnu''' er þriðja hæsta deildin í [[Íslensk knattspyrna|íslenskri knattspyrnu]]. Deildin var stofnuð árið [[1966]] undir nafninu ''3. deild'' og hélt því nafni til [[1997]] þegar nafninu var breytt í núverandi nafn. == Núverandi lið (2018) == *{{Lið Afturelding}} *{{Lið Fjarðabyggð}} *{{Lið Grótta}} *{{Lið Huginn}} *{{Lið Höttur}} *{{Lið Kári}} *{{Lið Leiknir F.}} *{{Lið Tindastóll}} *{{Lið Vestri}} *{{Lið Víðir}} *{{Lið Völsungur}} *{{Lið Þróttur V.}} == Meistarasaga == * 1966 {{Lið Selfoss}} * 1967 {{Lið FH}} * 1968 {{Lið Völsungur}} * 1969 {{Lið Ármann}} * 1970 {{Lið Þróttur N.}} * 1971 {{Lið Völsungur}} * 1972 {{Lið Þróttur N.}} * 1973 [[Mynd:BÍBol.png|20px]] [[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]] * 1974 {{Lið Víkingur Ó.}} * 1975 {{Lið Þór Ak.}} * 1976 {{Lið Reynir S.}} * 1977 {{Lið Fylkir}} * 1978 {{Lið Selfoss}} * 1979 {{Lið Völsungur}} * 1980 {{Lið Reynir S.}} * 1981 {{Lið Njarðvík}} * 1982 {{Lið Víðir}} * 1983 {{Lið Skallagrímur}} * 1984 {{Lið Fylkir}} * 1985 {{Lið Selfoss}} * 1986 {{Lið Leiftur}} * 1987 {{Lið Fylkir}} * 1988 {{Lið Stjarnan}} * 1989 {{Lið KS}} * 1990 {{Lið Þróttur R.}} * 1991 {{Lið Leiftur}} * 1992 {{Lið Tindastóll}} * 1993 {{Lið Selfoss}} * 1994 {{Lið Skallagrímur}} * 1995 {{Lið Völsungur}} * 1996 [[UMFS Dalvík|Dalvík]] * 1997 {{Lið HK}} * 1998 {{Lið Víðir}} * 1999 {{Lið Tindastóll}} * 2000 {{Lið Þór Ak.}} * 2001 {{Lið Haukar}} * 2002 {{Lið HK}} * 2003 {{Lið Völsungur}} * 2004 {{Lið KS}} * 2005 {{Lið Leiknir R.}} * 2006 {{Lið Fjarðabyggð}} * 2007 {{Lið Haukar}} * 2008 {{Lið ÍR}} * 2009 {{Lið Grótta}} * 2010 {{Lið Víkingur Ó.}} * 2011 {{Lið Tindastóll}}/[[Ungmennafélagið Hvöt (Blönduósi)|Hvöt]] * 2012 {{Lið Völsungur}} * 2013 {{Lið HK}} * 2014 {{Lið Fjarðabyggð}} * 2015 {{Lið Huginn}} * 2016 {{Lið ÍR}} * 2017 {{Lið Njarðvík}} * 2018 {{Lið Afturelding}} * 2019 [[Mynd:Leiknir_F.JPG|20px]] [[Ungmennafélagið Leiknir|Leiknir F.]] * 2020 Kórdrengir * 2021 {{Lið Þróttur V.}} == Tölfræði == === Sigursælustu lið deildarinnar === {| class="wikitable sortable" ! style="background:silver;" | Lið ! style="background:silver;" | Titlar ! style="background:silver;" | Fyrsti titill ! style="background:silver;" | Síðasti titill |- |'''{{Lið Völsungur}}'''||6||1968||2012 |- |'''{{Lið Selfoss}}'''||4||1966||1993 |- |'''{{Lið Fylkir}}'''||3||1977||1987 |- |'''{{Lið Tindastóll}}'''||3||1992||2011 |- |'''{{Lið HK}}'''||3||1997||2013 |- |'''{{Lið Þróttur N.}}'''||2||1970||1972 |- |'''{{Lið Víkingur Ó.}}'''||2||1974||2010 |- |'''{{Lið Þór Ak.}}'''||2||1975||2000 |- |'''{{Lið Reynir S.}}'''||2||1976||1980 |- |'''{{Lið Víðir}}'''||2||1982||1998 |- |'''{{Lið Skallagrímur}}'''||2||1983||1994 |- |'''{{Lið Leiftur}}'''||2||1986||1991 |- |'''{{Lið KS}}'''||2||1989||2004 |- |'''{{Lið Haukar}}'''||2||2001||2007 |- |'''{{Lið Fjarðabyggð}}'''||2||2006||2014 |- |[[Mynd:ÍR.png|20px]] '''[[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]'''||2||2008||2016 |- |[[Mynd:Njarðvík.jpg|20px]] '''[[UMFN Njarðvík|Njarðvík]]'''||2||1981||2017 |- |[[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] '''[[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]]'''||1||1967||1967 |- |'''{{Lið Ármann}}'''||1||1969||1969 |- |[[Mynd:BÍBol.png|20px]] '''[[Ísafjörður|ÍBÍ]]'''||1||1973||1973 |- |[[Mynd:Stjarnan.png|20px]] '''[[Stjarnan]]'''||1||1988||1988 |- |[[Mynd:Þróttur R..png|20px]] '''[[Þróttur|Þróttur R.]]'''||1||1990||1990 |- |'''[[UMFS Dalvík|Dalvík]] '''||1||1996||1996 |- |[[Mynd:Leiknir.svg|20px]] '''[[Leiknir Reykjavík|Leiknir R.]]'''||1||2005||2005 |- |[[Mynd:Grótta.png|20px]] '''[[Grótta]]'''||1||2009||2009 |- |{{Lið Huginn}}||1||2015||2015 |- |{{Lið Afturelding}}||1||2018||2018 |- |[[Mynd:Leiknir_F.JPG|20px]] [[Ungmennafélagið Leiknir|Leiknir F.]]||1||2019||2019 |- |Kórdrengir||1||2020||2020 |- |{{Lið Þróttur V.}}||1||2021||2021 |- |} {{2. deild karla í knattspyrnu}} [[Flokkur:Íslenskar knattspyrnudeildir]] 4n4gdywebq4edk2kk2ik0dj3j16u1d9 Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar 0 51569 1765482 1677616 2022-08-20T13:33:01Z 89.160.233.104 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar | Mynd = [[Mynd:Fjarðarbyggð.jpg|120px]] | Gælunafn = | Stytt nafn = Fjarðabyggð | Stofnað = [[2001]] | Leikvöllur = [[Eskjuvöllur]] | Stærð = ''Óþekkt'' | Stjórnarformaður = Bjarni Ólafur Birkisson | Knattspyrnustjórar meistaraflokks karla = Víglundur Páll Einarsson | Knattspyrnustjóri meistaraflokks kvenna = Páll Hagbert Guðlaugsson Deild = [[1. deild karla]] | Tímabil = 2015 | Staðsetning =7. sæti í 1. deild | pattern_la1=|pattern_b1=|pattern_ra1=| leftarm1=FF0000|body1=FF0000|rightarm1=FF0000|shorts1=243456|socks1=FF0000| pattern_la2=|pattern_b2=|pattern_ra2=| leftarm2=FFFFFF|body2=FFFFFF|rightarm2=FFFFFF|shorts2=FFFFFF|socks2=FFFFFF| }} '''Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar''' ('''KFF''') var stofnað árið 2001 utan um rekstur meistaraflokka karla og kvenna þeirra þriggja aðildarfélaga sem að KFF standa. Þau eru [[Ungmennafélagið Austri|'''Austri Eskifirði''']], '''Valur Reyðarfirði''' og '''Þróttur Neskaupstað'''. == Saga == Fyrstu 3 árin var karlaliðið í 3. deild og komst ávallt í úrslitakeppnina en var slegið út af KFS árið 2001, Fjölni árið 2002 og Leikni R. árið 2003. Árið 2004 tókst svo langþráð markmið, að komast upp í 2. deild eftir að hafa sigrað Núma í 8 liða úrslitum og Reyni Sandgerði í 4 liða úrslitum. Þetta var fyrsta ár Elvar Jónssonar og Heimis Þorsteinssonar sem þjálfarar og heldur betur góð byrjun. Árið 2005 spilaði svo KFF í 2. deild í fyrsta skipti og náði 4. sæti á fyrsta sumri undir stjórn heimamannana Elvars og Heimis. Í lok árs 2005 var Þorvaldur Örlygsson ráðinn þjálfari liðsins og Elvar Jónsson var honum til aðstoðar. Frábær árangur fylgdi í kjölfarið og sigruðu strákarnir 2. deild sumarið 2006 og ljóst að leikið yrði í 1. deild sumarið 2007. Það sumar náði svo KFF 5. sæti í 1. deildinni sem er aldeilis frábært á fyrsta ári í deildinni. Þorvaldur réð sig síðan til úrvalsdeildarliðs Fram haustið 2007 og með honum fylgdi einn sterkasti maður KFF Halldór Hermann Jónsson sem alla tíð hafði spilað með Fjarðabyggð. Í kjölfarið fór Jón Gunnar Eysteinsson í úrvalsdeildarlið Keflavíkur eftir að félögin höfðu komist að samkomulagi um það. Magni Fannberg Magnússon var síðan ráðinn þjálfari liðsins í lok ársins 2007 og Elvar Jónsson aðstoðarþjálfari. Nú liggur leiðin því enn upp á við, margir nýjir leikmenn hafa bæst í hópinn og bjart framundan. Kvennalið Fjarðabyggðar hefur alla tíð spilað í 1. deild og komust í úrslit árið 2002 þar sem liðið tapaði gegn Haukum. Árið 2008 hefur verið ákveðið að Fjarðabyggð og Leiknir F. tefli fram sameiginlegu liði í 1. deildinni og vonandi tekst það samstarf vel. Þjálfari sumarið 2008 verður Viðar Jónsson. Árið 2008 var viðburðaríkt hjá KFF. Í júní tók David Hannah við sem aðstoðarþjálfari af Elvari Jónssyni. David tók síðan við sem aðalþjálfari af Magna Fannberg í lok júlí eftir að Magna var sagt upp störfum. Heimir Þorsteinsson stýrði síðan liðinu í lok móts eftir að David ákvað að snúa aftur til Skotlands. Karlaliðið endaði í 9. sæti sumarið 2008 og kvennaliðið í neðsta sæti síns riðils en þar var einnig skipt um þjálfara í upphafi móts þegar Jóhann Ingi Jóhannsson og Kjartan Orri Sigurðsson tóku við liðinu af Viðari Jónssyni. Í lok árs 2008 voru Heimir Þorsteinsson og Páll Guðlaugsson ráðnir þjálfarar karlaliðs Fjarðabyggðar. Páll mun einnig stýra sameiginlegum 2.flokki Fjarðabyggðar/Leiknis/Hugins árið 2009 og sér hann einnig um æfingar kvennaliðsins fram á vorið. Sveinbjörn Jónasson markahæsti leikmaður Fjarðabyggðar árið 2008 gekk í raðir Grindvíkinga í janúar 2009. Árið 2009 var fyrsta ár sameiginlegs 2.flokks liðs Fjarðabyggðar/Leiknis og Hugins og gekk samstarfið vel og ágætur árangur náðist. Mfl. kvenna gekk illa sumarið 2009 og unnu ekki leik en úr því verður bætt 2010. Mfl. karla náði sínum besta árangri frá upphafi eða 4. sæti í 1. deild. Sannarlega góður árangur undir stjórn þeirra Heimis Þorsteinssonar og Páls Guðlaugssonar sem endurnýjuðu samninga sína um þjálfun liðsins fram á haustið 2011. Árið 2010 gekk liðunum okkar misvel. Mfl. karla féll í 2. deild, Mfl. kvenna endaði í 4. sæti síns riðils í 1. deild og 2. flokkur karla vann C-deildina og leikur því í B-deild sumarið 2011. Þjálfarabreytingar voru gerðar haustið 2010 en þá tóku Heimir Þorsteinsson og Haukur Ingvar Sigurbergsson við þjálfun mfl. karla. Páll Guðlaugsson var áfram ráðinn þjálfari mfl. kvenna. Árið 2011 voru liðin okkar um miðja deild eða neðar. Mfl. karla endaði í 7. sæti 2. deildar en var á tímabili í baráttu um efstu sætin en deildin var afar jöfn og skemmtileg. Mfl. kvenna endaði 6. sæti í síns riðils í 1. deild og 2. flokkur rétt slapp við fall úr B-deild karla. Heimir Þorsteinsson og Haukur Ingvar Sigurbergsson voru áfram ráðnir þjálfarar karlaliða Fjarðabyggðar. Páll Guðlaugsson hætti með kvennaliðið eftir mót og í hans stað var ráðinn Ólafur Hlynur Guðmarsson. Árið 2012 gekk liðunum okkar afleitlega. Mfl. karla endaði í 11. sæti 2. deilar og féll þar með niður í 3. deild. Mfl. kvenna endaði í neðsta sæti A riðils 1. deildar kvenna og 2. flokkur féll úr B deildinni niður í C deild. Heimir Þorsteinsson hætti störfum eftir tímabilið hjá mfl. karla og í stað hans var Brynjar Þór Gestsson ráðinn þjálfari. Árið 2013 var gjöfult ár sérstaklega hjá karlaliðunum. Mfl. karla sigraði 3. deildina og vann sér sæti í 2. deild 2014. Mfl. kvenna varð í 6. sæti B riðils 1. deildar af 8 liðum. 2. flokkur karla endaði í 2. sæti C deildar og vann sig þar með upp í B deild. Árið 2015 gekk Viðar Þór Sigurðsson frá KR til liðs við Fjarðabyggð. Í lok október árið 2015 var Víglundur Páll Einarsson ráðinn þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar næstu tvö árin.<ref>{{Cite web|url=https://fotbolti.net/news/29-10-2015/viglundur-radinn-thjalfari-fjardabyggdar-stadfest|title=Fótbolti.net|website=fotbolti.net|language=is|access-date=2020-06-27}}</ref> Liðið tilkynnti eftir ráðningu Víglundar að það ætti núna að spila meira á heimamönnum. Sumarið 2015 léku 23 leikmenn á Íslandsmótinu með liðinu og aðeins sjö af þeim voru uppaldir hjá félaginu. Aðdáendur liðsins áttuðu sig ekki á þessu, því þetta var ekki venjan hjá félaginu, að spila svona mörgum aðkomumönnum, en liðið náði góðum árangri á fyrri hluta tímabilsins og var þá á meðal efstu liða. Á síðari hluta tímabilsins fór hins vegar gengið að dala og liðið endaði í 7. sæti 1. deildarinnar þegar tímabilinu lauk. == Leikmenn meistaraflokks karla í knattspyrnu sumarið 2016 == {{Fs start}} {{Fs player|no=|nat=ISL|pos=MF|name=[[Adam Örn Guðmundsson]]}} {{Fs player|no=11|nat=ISL|pos=DF|name=[[Andri Þór Magnússon]]|other=Vice-captain}} {{Fs player|no=8|nat=ISL|pos=MF|name=[[Aron Gauti Magnússon]]}} {{Fs player|no=25|pos=DF|nat=ISL|name=[[Brynjar Már Björnsson]] (á láni frá Stjörnunni)}} {{Fs player|no=21|nat=ROU|pos=MF|name=[[Cristian Puscas]]}} {{Fs player|no=|nat=ISL|pos=MF|name=[[Emil Logi Birkisson]]}} {{Fs player|no=2|nat=ISL|pos=DF|name=[[Emil Stefánsson]] (á láni frá FH)}} {{Fs player|no=19|nat=ISL|pos=MF|name=[[Filip Marcin Sakaluk]]}} {{Fs player|no=20|nat=ISL|pos=DF|name=[[Hafþór Ingólfsson]]}} {{Fs player|no=23|nat=ISL|pos=DF|name=[[Haraldur Þór Guðmundsson]]}} {{Fs player|no=17|nat=ISL|pos=FW|name=[[Hákon Þór Sófusson]]}} {{Fs player|no=9|nat=ISL|pos=FW|name=[[Hlynur Bjarnason]]}} {{Fs player|no=10|nat=PRT|pos=FW|name=[[José Embaló]]}} {{Fs mid}} {{Fs player|no=22|pos=FW|nat=ISL|name=[[Jón Arnar Barðdal]] (á láni frá Stjörnunni)}} {{Fs player|no=7|pos=DF|nat=GAB|name=[[Loic Mbang Ondo]]}} {{Fs player|no=|nat=ISL|pos=DF|name=[[Marinó Máni Atlason]]}} {{Fs player|no=4|pos=MF|nat=ISL|name=[[Martin Sindri Rosenthal]]}} {{Fs player|no=15|nat=MLI|pos=DF|name=[[Oumaro Coulibaly]]}} {{Fs player|no=6|nat=ISL|pos=MF|name=[[Stefán Þór Eysteinsson]]|other=Captain}} {{Fs player|no=26|pos=DF|nat=ISL|name=[[Sveinn Fannar Sæmundsson]]}} {{Fs player|no=1|pos=GK|nat=ISL|name=[[Sveinn Sigurður Jóhannesson]] (á láni frá Stjörnunni)}} {{Fs player|no=|pos=DF|nat=ISL|name=[[Sævar Örn Harðarson]]}} {{Fs player|no=5|pos=DF|nat=ISL|name=[[Sverrir Mar Smárason]]}} {{Fs player|no=13|pos=DF|nat=ISL|name=[[Víkingur Pálmason]]}} {{Fs player|no=12|pos=GK|nat=ISL|name=[[Þorvaldur Marteinn Jónsson]]}} {{Fs end}} == Tilvísanir == <div class="references-small"><references/></div> {{Lið í 1. deild karla í knattspyrnu}} [[Flokkur:Íþróttafélög úr Fjarðabyggð]] [[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög|Fjarðarbyggð]] [[Flokkur:Íþróttafélög frá Austurlandi]] {{S|2001}} jt36mwo6piqqvv8bv2x1iwapkoct4n3 3. deild karla í knattspyrnu 0 52168 1765518 1756196 2022-08-20T21:03:15Z 89.160.233.104 /* Meistarasaga */ wikitext text/x-wiki {{Deild keppnisíþrótta |titill=3. deild karla |mynd= |stofnár=1982 |ríki={{ISL}} Ísland |efri deild=[[2. deild karla í knattspyrnu|2. deild karla]] |neðri deild=[[4. deild karla í knattspyrnu|4. deild karla]] |liðafjöldi=12 |píramída stig=[[Íslenska karlaknattspyrnudeildakerfið|Stig 4]] |bikarar=[[VISA-bikar karla]]<br>[[Lengjubikarinn]] |núverandi meistarar=Höttur/Huginn (2021) |sigursælasta lið={{Lið Höttur}} (''3'') |heimasíða=[http://www.ksi.is www.ksi.is] }} '''3. deild karla í knattspyrnu''' er fjórða hæsta deildin í [[Íslensk knattspyrna|íslenskri knattspyrnu]]. Deildin var stofnuð árið [[1982]] undir nafninu ''4. deild'' og bar það nafn til [[1997]] þegar nafninu var breytt í núverandi nafn. Í 3. deild var leikið í 4 riðlum, riðli A, B, C og D. <br> Á ársþingi KSÍ í febrúar 2012 var samþykkt tillaga þess efnis að 3. deild skyldi breytt í 10 liða deild og hennar í stað koma ný deild, [[4. deild karla í knattspyrnu]] sem yrði neðsta deild mótsins.<ref>{{Cite web |url=http://www.ksi.is/media/arsthing/7---Lagabreytingartillaga---fjolgun-deilda-(Leiknir-og-KB)-leidrett.pdf |title=Geymd eintak |access-date=2012-10-09 |archive-date=2020-10-27 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201027182524/https://www.ksi.is/media/arsthing/7---Lagabreytingartillaga---fjolgun-deilda-(Leiknir-og-KB)-leidrett.pdf |dead-url=yes }}</ref> Leiktími er frá enduðum [[maí]] til miðs [[september]]s. ==Núverandi félög (2019)== *[[Augnablik]] *[[Álftanes]] *{{Lið Einherji}} *[[Mynd:Höttur.svg|20px]]/[[Mynd:Íþróttafélagið_Huginn.gif|20px]] [[Höttur/Huginn]] *[[KF]] *[[KH]] *{{Lið KV}} *[[Kórdrengir]] *{{Lið Reynir S.}} *{{Lið Sindri}} *{{Lið Skallagrímur}} *[[Vængir Júpíters]] ==Meistarasaga== *1982 {{Lið Ármann}} *1983 {{Lið Leiftur}} *1984 {{Lið Leiknir F.}} *1985 {{Lið ÍR}} *1986 {{Lið Afturelding}} *1987 {{Lið Hvöt}} *1988 BÍ *1989 {{Lið Haukar}} *1990 {{Lið Magni}} *1991 {{Lið Grótta}} *1992 {{Lið HK}} *1993 {{Lið Höttur}} *1994 {{Lið Ægir}} *1995 {{Lið Reynir S.}} *1996 KVA *1997 {{Lið KS}} *1998 {{Lið Sindri}} *1999 {{Lið Afturelding}} *2000 {{Lið Haukar}} *2001 {{Lið HK}} *2002 {{Lið KFS}} *2003 {{Lið Víkingur Ó.}} *2004 {{Lið Huginn}} *2005 {{Lið Reynir S.}} *2006 {{Lið Höttur}} *2007 {{Lið Víðir}} *2008 Hamrarnir/Vinir *2009 {{Lið Völsungur}} *2010 {{Lið Tindastóll}} *2011 {{Lið KV}} *2012 {{Lið Sindri}} *2013 {{Lið Fjarðabyggð}} *2014 {{Lið Höttur}} *2015 {{Lið Magni}} *2016 {{Lið Tindastóll}} *2017 {{Lið Kári}} *2018 [[Dalvík/Reynir]] *2019 Kórdrengir *2020 {{Lið KV}} *2021 Höttur/Huginn == Tölfræði == === Sigursælustu lið deildarinnar === {| class="wikitable sortable" ! style="background:silver;" | Lið ! style="background:silver;" | Titlar ! style="background:silver;" | Fyrsti titill ! style="background:silver;" | Síðasti titill |- ||'''{{Lið Höttur}}'''||3||1993||2014 |- ||'''{{Lið Afturelding}}'''||2||1986||1999 |- ||'''{{Lið Haukar}}'''||2||1989||2000 |- ||'''{{Lið HK}}'''||2||1992||2001 |- ||'''{{Lið Reynir S.}}'''||2||1995||2005 |- ||'''{{Lið Sindri}}'''||2||1998||2012 |- ||'''{{Lið Ármann}}'''||1||1982||1982 |- ||'''{{Lið Leiftur}}'''||1||1983||1983 |- ||'''{{Lið Leiknir F.}}'''||1||1984||1984 |- ||'''{{Lið ÍR}}'''||1||1985||1985 |- ||'''{{Lið Hvöt}}'''||1||1987||1987 |- ||'''[[Boltafélag Ísafjarðar|BÍ]]'''||1||1988||1988 |- ||'''{{Lið Magni}}'''||1||1990||1990 |- ||'''{{Lið Grótta}}'''||1||1991||1991 |- ||'''{{Lið Ægir}}'''||1||1994||1994 |- ||'''[[Knattspyrnufélag Vals og Austra|KVA]]'''||1||1996||1996 |- ||'''{{Lið KS}}'''||1||1997||1997 |- ||'''{{Lið KFS}}'''||1||2002||2002 |- ||'''{{Lið Víkingur Ó.}}'''||1||2003||2003 |- ||'''{{Lið Huginn}}'''||1||2004||2004 |- ||'''{{Lið Víðir}}'''||1||2007||2007 |- ||'''[[Hamrarnir/Vinir]]'''||1||2008||2008 |- ||'''{{Lið Völsungur}}'''||1||2009||2009 |- ||'''{{Lið Tindastóll}}'''||1||2010||2010 |- ||'''{{Lið KV}}'''||1||2011||2011 |- ||'''{{Lið Fjarðabyggð}}'''||1||2013||2013 |} ==Tilvísanir== <references/> {{3. deild karla í knattspyrnu}} [[Flokkur:Íslenskar knattspyrnudeildir]] 6oa2odsk3mhurzhrh41z12n0re6y7ev Dagur B. Eggertsson 0 55322 1765489 1730648 2022-08-20T15:16:35Z Berserkur 10188 /* Ferill í stjórnsýslu */ wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | nafn = Dagur B. Eggertsson | búseta = | mynd = Dagur B. Eggertsson 2017.jpg | myndastærð = 200px | myndatexti1 = | titill= Borgarstjóri Reykjavíkur | stjórnartíð_start2 = [[16. október]] [[2007]] | stjórnartíð_end2 = [[21. janúar]] [[2008]] | stjórnartíð_start = [[16. júní]] [[2014]] | stjórnartíð_end = | fæðingarnafn = Dagur Bergþóruson Eggertsson | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1972|6|19}} | fæðingarstaður = [[Ósló]], [[Noregur|Noregi]] | dánardagur = | dánarstaður = | orsök_dauða = | þekktur_fyrir = | starf = Læknir, stjórnmálamaður | stjórnmálaflokkur = [[Samfylkingin]] | laun = | trúarbrögð = | maki = Arna Dögg Einarsdóttir | börn = Ragnheiður Hulda, Móeiður, Steinar Gauti, Eggert | foreldrar = | heimasíða = | háskóli = Háskóli Íslands, Háskólinn í Lundi | niðurmál = | hæð = | þyngd = | undirskrift = }} '''Dagur Bergþóruson Eggertsson''' (f. [[19. júní]] [[1972]]) er [[borgarstjóri]] Reykjavíkur. Dagur er oddviti [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] í [[borgarstjórn Reykjavíkur|borgarstjórn]] og fyrrverandi varaformaður flokksins. Hann hefur gegnt embætti borgarstjóra frá árinu 2014 en var áður borgarstjóri í hundrað daga, frá október 2007 til janúar 2008. == Menntun og fyrri störf == Dagur fæddist 19. júní 1972 í [[Ósló|Osló]], [[Noregur|Noregi]]. Foreldrar hans eru Eggert Gunnarsson [[dýralæknir]] á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum og Bergþóra Jónsdóttir [[Lífefnafræði|lífefnafræðingur]]. Dagur útskrifaðist frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] 1992 og var síðasta ár sitt þar formaður nemendafélags menntaskólans, nemendaembættið bar latneska titilinn ''[[inspector scholae]]''. Ásamt því var hann formaður Félags framhaldsskólanema. Hann lærði [[læknisfræði]] við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og útskrifaðist þaðan 1999. Hann tók eitt ár í heimspeki 1993 til 1994 samhliða læknanáminu. Dagur var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1994 til 1995 og sat í stjórn Félagsstofnunar stúdenta 1997 til 1999. Frá 1995 til 1997 hafði hann umsjón með útvarpsþætti um vísindi fyrir [[Ríkisútvarpið]] og gerði árið 1998 heimildaþætti um eftirstríðsárin á Íslandi.<ref>''Læknar á Íslandi.'' Útgáfufyrirtækið Þjóðsaga, 2000. Gunnlaugur Haraldsson ritstýrði.</ref> Hann skrifaði [[ævisaga|ævisögu]] [[Steingrímur Hermannsson|Steingríms Hermannssonar]], fyrrverandi [[forsætisráðherra]] Íslands. Hún kom út í þremur bindum á árunum 1998-2000. == Ferill í stjórnsýslu == Dagur hefur setið í borgarstjórn Reykjavíkur frá árinu 2002, 2002-2006 fyrir Reykjavíkurlistann en síðan fyrir Samfylkinguna. Hann sigraði prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík í febrúar 2006. Dagur tók við embætti borgarstjóra þann [[16. október]] [[2007]], eftir að meirihluti [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokks]] og [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokks]] sprakk. [[Björn Ingi Hrafnsson]] sagði skilið við borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þann [[11. október]] [[2007]], en dagana á undan hafði verið misklíð innan meirihlutans um tilveru útrásararms [[Orkuveita Reykjavíkur|Orkuveitu Reykjavíkur]], þ.e. [[Reykjavik Energy Invest]]. Meirihlutinn á bak við Dag sem borgarstjóra samanstóð af borgarfulltrúum [[Samfylking]]arinnar, [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs]], [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokks]] og [[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|F-lista]]. Þann [[21. janúar]] [[2008]] tilkynntu [[Ólafur F. Magnússon]], borgarfulltrúi F-listans, og [[Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson]], oddviti [[Sjálfstæðisflokkur|Sjálfstæðisflokksins]], að þeir hefðu ákveðið að mynda saman meirihluta með Ólaf sem borgarstjóra. Meirihlutinn tók við völdum [[24. janúar]] [[2008]] og lét Dagur þá af embætti borgarstjóra. Hafði hann þá setið í embætti í hundrað daga. Aðeins [[Árni Sigfússon]] hafði setið skemur í embætti borgarstjóra en Dagur á fyrstu stjórnartíð hans. Dagur var formaður borgarráðs 2010-2014 í samstarfi Samfylkingarinnar og [[Besti flokkurinn|Besta flokksins]]. Að loknum borgarstjórnarkosningum 2014 var Dagur kjörinn borgarstjóri í meirihluta Samfylkingar, [[Björt framtíð|Bjartrar framtíðar]], [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|VG]] og [[Píratar|Pírata]]. Í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2018|sveitarstjórnarkosningum ársins 2018]] tapaði Samfylkingin nokkru fylgi í Reykjavík og varð næststærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum. Degi tókst þó að mynda nýjan meirihluta með því að fá [[Viðreisn]] til þess að ganga inn í stjórnarsamstarfið í stað Bjartrar framtíðar (sem bauð ekki fram í kosningunum).<ref>{{Vefheimild|url=https://reykjavik.is/frettir/nyr-meirihluti-i-borginni-kynntur-vid-breidholtslaug|titill=Nýr meirihluti í borginni kynntur við Breiðholtslaug|útgefandi=Reykjavík|ár=2018|mánuðurskoðað=20. desember|árskoðað=2018}}</ref> Stuttu eftir myndun nýrrar borgarstjórnar greindist Dagur með [[fylgigigt]], sjaldgæfan gigtarsjúkdóm sem hamlar hreyfingu sjúklingsins. Hann hóf lyfjameðferð gegn sjúkdómnum sama ár.<ref name="fylgigigt">{{Vefheimild|titill=Dagur B. glímir við veikindi|url=https://www.frettabladid.is/lifid/dagur-b-glimir-vid-veikindi|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]'' | mánuður=21. júlí|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2018}}</ref> ===Braggamálið=== Frá árinu 2018 hefur stjórnartíð Dags litast af svokölluðu „braggamáli“, hneykslismáli sem varðar fjárframlög Reykjavíkurborgar til uppbyggingu gamals [[Braggi|bragga]] í [[Nauthólsvík]]. Uppbyggingin á bragganum fór tæpar 260 milljónir fram úr kostnaðaráætlun sem gerð hafði verið.<ref name=stundinbraggi>{{Vefheimild|titill=Bragginn sem borgin fær að borga fyrir|url=https://stundin.is/grein/7621/vigdis-segir-log-hafa-verid-brotin-vid-braggaframkvaemdina/|útgefandi=''[[Stundin]]'' |höfundur=Freyr Rögnvaldsson|mánuður=21. júlí|ár=2018|mánuðurskoðað=20. desember|árskoðað=2018}}</ref> Víða vakti furðu hvernig fénu var varið, sér í lagi að framkvæmdaraðilar hefðu flutt inn sérstök „höfundarréttarvarin“ strá frá Danmörku fyrir 757 þúsund krónur til þess að gróðursetja fyrir utan braggann.<ref>{{Vefheimild|titill=„Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur|url=https://stundin.is/grein/7621/vigdis-segir-log-hafa-verid-brotin-vid-braggaframkvaemdina/|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]'' |höfundur=Kristín Ólafsdóttir |mánuður=9. október|ár=2018|mánuðurskoðað=20. desember|árskoðað=2018}}</ref> [[Vigdís Hauksdóttir]], borgarfulltrúi [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokksins]], sakaði Dag um að brjóta lög með því að greiða reikninga fyrir verkefnið án heimildar frá borgarráði og [[Eyþór Arnalds]], borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór fram á afsögn hans.<ref name=stundinbraggi/> Þann 20. desember 2018 gaf Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar út skýrslu um braggamálið.<ref>{{Vefheimild|titill=Nauthólsvegur 100|url=https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/ie18100002_-_nautholsvegur_100_-_201218.pdf|útgefandi=Reykjavíkurborg, Innri endurskoðun|ár=2018|mánuður=20. desember|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=20. desember}}</ref> Í henni var komist að þeirri niðurstöðu að borgarstjórn hefði ekki haft nægilegt eftirlit til að tryggja að uppbygging braggans færi fram innan marka samþykktra fjárheimilda.<ref name=braggifrettablað>{{Vefheimild|titill=Svört skýrsla: Ekkert eftir­­lit og verk­takar hand­valdir|url=https://www.frettabladid.is/frettir/svoert-skrsla-enginn-hafi-eftirlit-og-verktakar-voru-handvaldir|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]'' |höfundur=Baldur Guðmundsson |mánuður=20. desember|ár=2018|mánuðurskoðað=20. desember|árskoðað=2018}}</ref> Jafnframt hafi borgarráð hlotið villandi eða jafnvel rangar upplýsingar um framkvæmdirnar.<ref name=braggifrettablað/> Eftir birtingu skýrslunnar kvaðst Dagur sem æðsti yfir­maður stjórn­sýslunnar í borginni bera pólitíska ábyrgð á málinu en lagði þó einnig áherslu á að réttum upplýsingum hefði ekki verið miðlað til hans eða til borgarráðsins. Dagur sagðist ætla að huga að „nauðsynlegum umbótum“ til að koma í veg fyrir að málið endurtæki sig.<ref>{{Vefheimild|titill=Dagur: Mark­miðið að draga úr líkum á öðru bragga­máli|url=https://www.frettabladid.is/frettir/dagur-markmii-a-draga-ur-likum-a-oeru-braggamali|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]'' |höfundur=Daníel Freyr Birkisson |mánuður=20. desember|ár=2018|mánuðurskoðað=20. desember|árskoðað=2018}}</ref> ===Leikskólamál 2022=== Í ágúst 2022 fengu Dagur og stjórn hans mikla gagnrýni fyrir að úthluta börnum ekki pláss á leikskóla. Allt að 100 foreldrar mættu í Ráðhús Reykjavíkur til að mótmæla. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/18/borgin-var-ekki-ad-gera-sitt-besta Borgin ekki að gera sitt besta] RÚV, sótt 20/8 2022</ref> ==Heimildir== * [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090424005413/www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-521 Ferill Dags B. Eggertssonar á heimasíðu Reykjavíkurborgar] ==Tilvísanir== <references/> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson]] | titill=[[Borgarstjóri Reykjavíkur]] | frá= [[16. október]] [[2007]] | til= [[24. janúar]] [[2008]] | eftir=[[Ólafur F. Magnússon]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Jón Gnarr]] | titill=[[Borgarstjóri Reykjavíkur]] | frá= [[16. júní]] [[2014]] | til= | eftir=Enn í embætti}} {{Töfluendir}} {{Borgarstjórar í Reykjavík}} {{Núverandi borgarfulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur}} {{Stubbur|æviágrip}} [[Flokkur:Fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur]] [[Flokkur:Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans]] [[Flokkur:Íslenskir stjórnmálamenn]] [[Flokkur:Íslenskir læknar]] [[Flokkur:Íslenskir rithöfundar]] [[Flokkur:Borgarstjórar Reykjavíkur]] {{f|1972}} [[Flokkur:Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]] [[Flokkur:Varaformenn Samfylkingarinnar]] 05il6vk6l6qz0pw3p3l1188b7p1svbp Íþróttafélagið Huginn 0 74458 1765479 1705410 2022-08-20T13:32:02Z 89.160.233.104 wikitext text/x-wiki {{Hreingera}} '''Íþróttafélagið Huginn''' er íþróttafélag á [[Seyðisfjörður|Seyðisfirði]]. Það var stofnað árið 1913, og innan félagsins hafa margar íþróttagreinar verið iðkaðar, svo sem knattspyrna, handbolti, skíða, sund, blak, badminton og frjálsar íþróttir. Starfið hefur verið hvað öflugast undanfarin ár í knattspyrnu, auk þess sem skíðaiðkun hefur aukist, enda er skíðasvæðið í [[Stafdalur|Stafdal]], í Seyðisfirði. Iðkun í blaki á Seyðisfirði hefur verið nokkuð góð yfir margra ára tímabil. Íþróttafélagið Huginn hefur aðsetur í íþróttahúsi bæjarins sem er byggt við félagsheimilið Herðubreið. Heimavöllur knattspyrnuliðs Hugins er staðsettur við Garðarsveg, innan við sjúkrahús bæjarins og leikskóla. Hann er oft kallaður Seyðisfjarðarvöllur eða Garðarsvöllur, sem er þá vísun í götuna sem völlurinn liggur hjá. == Knattspyrna == {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Íþróttafélagið Huginn | Mynd = [[Mynd:Íþróttafélagið Huginn.gif|150px]] | Gælunafn = | Stytt nafn = Huginn | Stofnað = Janúar, 1913 | Leikvöllur = Seyðisfjarðarvöllur | Stærð = 1000 (710 sitjandi) | Knattspyrnustjóri = {{ISL}} Brynjar Árnason | Deild = Karlar: [[3. deild karla]] | Tímabil = kk: [[3. deild karla 2020|2020]] | Staðsetning = 10. sæti | pattern_la1 =_yellowlower | pattern_b1 =_blackstripes| pattern_ra1 =_yellowlower | pattern_sh1 = | pattern_so1 = | leftarm1 = 000000 | body1 = ffff00 | rightarm1 = 000000 | shorts1 = 000000 | socks1 = 000000 | pattern_la2 =_thinblackborder | pattern_b2 =_blackshoulders | pattern_ra2 =_thinblackborder | pattern_sh2 = | pattern_so2 = | leftarm2 = 00b2ff | body2 = 00b2ff | rightarm2 = 00b2ff | shorts2 = ffffff | socks2 = 00b2ff | }} Knattspyrna hefur verið aðalíþrótt Hugins í áratugi. Huginn leikur nú í sameinuðu liði [[Höttur|Hattar]] og Huginns í [[3. deild karla í knattspyrnu|3. deild karla]]. Huginn og Höttur höfðu áður spilað með sameinað lið á árunum 2001 og 2002 í [[3. deild karla í knattspyrnu|3. deild]]. Bæði árin lenti liðið í 3.sæti D-riðils á eftir Fjarðabyggð og Leikni Fáskrúðsfirði. {| class="wikitable mw-collapsible" !Ár !Deild |- |2018 | [[2. deild karla]] |- |2019 | [[3. deild karla í knattspyrnu|3. deild karla]] |- |2020 | [[3. deild karla í knattspyrnu|3. deild karla]] |} ==Saga fótbolta 2003-2012== Árið 2003 lenti Huginn í 3.sæti D-riðils á eftir Hetti og Fjarðabyggð. Markahæstu menn liðsins voru Tómas Arnar Emilsson sem skoraði 9 mörk í 15 leikjum, Guðmundur Þórir Guðjónsson sem skoraði 8 mörk í 13 leikjum og Jóhann Björn Sveinbjörnsson sem skoraði 8 mörk í 14 leikjum. Árið 2004 lenti Huginn í 2.sæti D-riðils 3.deildar á Íslandi og fór því í úrslitakeppnina. Þar sigraði liðið Hvöt og Skallagrím áður en það sigraði Fjarðabyggð í úrslitaleiknum um 1.sætið og varð því 3.deildarmeistari 2004. Markahæsti leikmaður liðsins var Sveinbjörn Jónasson með 9 mörk, 4 í riðlakeppninni og 5 í úrslitakeppninni. Árið 2005 endaði Huginn í 8.sæti 2.deildar (C-deild) og hélt því sæti sínu. Markahæsti leikmaður liðsins var Mikael Nikulásson með 8 mörk í 18 leikjum. Árið 2006 endaði Huginn í 10. og síðasta sæti 2.deildar (C) og féll því niður í 3.deild. Markahæsti leikmaður liðsins var Jeppe Opstrup, sem skoraði 10 mörk í 15 leikjum. Árið 2007 endaði Huginn í 2.sæti D-riðils 3.deildarinnar á Íslandi og fór því í úrslitakeppnina. Þar tapaði liðið fyrir BÍ/Bolungarvík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Markahæsti leikmaður liðsins var Sveinbjörn Jónasson en hann skoraði 15 mörk í 12 leikjum í 3.deild. Árið 2008 endaði Huginn í 2.sæti D-riðils 3.deildarinnar á Íslandi og fór í úrslitakeppnina. Þar tapaði liðið aftur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en í þetta skipti fyrir Skallagrím. Markahæsti leikmaður liðsins var Birgir Hákon Jóhannsson með 13 mörk í 12 leikjum, en hann hafði komið til liðsins frá Hetti fyrir tímabilið. Árið 2009 endaði Huginn í 2.sæti D-riðils 3.deildarinnar á Íslandi og fór í úrslitakeppnina, þriðja árið í röð. Enn og aftur féll liðið úr keppni í fyrstu umferð úrslitanna eða 8 liða úrslitum. Í þetta skiptið var það KV sem fór áfram á kostnað Hugins. Markahæsti leikmaður Hugins 2009 var Friðjón Gunnlaugsson með 6 mörk úr 17 leikjum. Árið 2010 endaði Huginn í 5 sæti D-riðils 3. deildarinnar á Íslandi. Markahæstir voru Friðjón Gunnlaugsson og Jack Hands með 5 mörk hvor. Árið 2011 endaði Huginn aftur í 5. sæti D-riðils 3. deildarinnar á Íslandi. Markahæstur var Birgir Hákon Jóhannsson með 6 mörk. Árið 2012 endaði Huginn í 1. sæti D-riðils 3. deildarinnar á Íslandi. Liðið komst því í úrslitakeppnina og lék við Ægi frá Þorlákshöfn í 8 liða úrslitum. Fyrri leikurinn fór fram í Þorlákshöfn og lauk með sigri Ægis, 1-0. Seinni leikurinn fór fram á Seyðisfirði og lauk honum með jafntefli, 1-1. Huginn datt þar með úr leik um að keppa um sæti í 2. deild, en ávann sér rétt til þess að leika í nýrri 10 liða 3. deild á næsta ári. == Blak == Huginn heldur úti yngriflokka starfi í blaki fyrir krakka frá 1. bekk - 10. bekk. Þjálfarar eru Kolbrún lára (yfirþjálfari yngstu flokka), Mikael Nói (aðstoðarþjálfari) Ólafur Hr (yfirþjálfari eldri flokka) og Kamilla Kara og Linda Rós eru þeim til halds og traust. Stjórnina skipa Davíð Kristinsson (formaður), Danjál (gjaldkeri) og Ingvi Örn (stjórnarmaður). Huginn hefur alið upp nokkra góða blakara, Galdur Máni spilar í Danmörku og Þórdís Guðmundsdóttir spilar með Álftanesi í úrvalsdeild kvenna á Íslandi. Einnig hafi margir Huginns menn farið og spilað með Þrótt Nes í úrvalsdeild. Huginn hefur unnið fjölmarga titla í yngri flokkum en þegar eldri flokkar eru skoðaðir er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að titlum. Huginn hefur samt sem áður átt fjölmarga góða blakara og eru með lið í utandeildum og á mótum eins og t.d. öldungarmótinu sem er árlegur viðburður. [[Gunnar Einarsson]] var á tímabili bjartasta von Huginns í blakinu en hann valdi fótboltann fram yfir eins og svo margir aðrir. == Skíði == Skíði höfðu verið iðkuð undir merkjum Hugins í mörg ár í [[Stafdalur|Stafdal]] rúmum 8 kílómetrum fyrir ofan [[Seyðisfjörður|Seyðisfjörð]]. Árið 2008 var stofnað skíðafélagið [[SKÍS]](Skíðafélagið í Stafdal) og er það sameiginlegt skíðafélag [[Seyðisfjörður|Seyðisfjarðar]] og [[Fljótsdalshérað|Fljótsdalshéraðs]]. Þá var hætt að stunda skíði undir merkjum Hugins. [[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög|Huginn]] [[Flokkur:Íslensk skíðaíþróttafélög|Huginn]] [[Flokkur:Íslensk blakfélög|Huginn]] [[Flokkur:Íþróttafélög frá Austurlandi]] [[Flokkur:Seyðisfjörður|Huginn]] [[Flokkur:Stofnað 1913]] ==Tenglar== https://www.sfk.is/is/thjonusta/ithrottir/ithrottafelagid-huginn https://www.ksi.is/mot/felag/?felag=710 fja4xy2zxn3i9pr1qpjk4y9zkg08606 Höttur 0 77021 1765480 1710594 2022-08-20T13:32:14Z 89.160.233.104 wikitext text/x-wiki '''Íþróttafélagið Höttur''' er [[Ísland|íslenskt]] íþróttafélag sem er staðsett á [[Egilsstaðir|Egilsstöðum]]. Félagið keppir í [[knattspyrna|knattspyrnu]], [[körfubolti|körfubolta]] og hópfimleikum. Knattspyrna hefur verið aðal íþróttin hjá Hetti frá því að félagið var stofnað árið 1974 og hafa fjölmargar íþróttir verið teknar í iðkun hjá þessu unga Íþróttafélagi. Körfuknattleiksliðið er heldur betur að gera það gott en þeir munu að spila í deild þeirra bestu, aftur eftir að hafa fallið úr henni eftir stutta dvöl. ==Knattspyrna== {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Íþróttafélagið Höttur | Mynd = | Gælunafn = | Stytt nafn = ÍFH eða Höttur | Stofnað = [[1974]] | Leikvöllur = [http://www.visitegilsstadir.is/is/afthreying/vilhjalmsvollur Vilhjálmsvöllur] og [https://www.ksi.is/um-ksi/mannvirki/knattspyrnuvellir/vollur/?vollur=20 Fellavöllur] | Stærð = óþekkt | Stjórnarformaður = {{ISL}} Davíð Þór Sigurðsson | Knattspyrnustjóri = {{SRB}} Nenad Zivanovic | Deild = Karlar: [[3. deild karla]] <br /> Konur: [[1. deild kvenna]] | Tímabil = kk: [[2. deild karla 2008|2008]] <br /> kvk: [[1. deild kvenna 2008|2008]] | Staðsetning = 9. sæti <br /> 3-4. sæti | pattern_la1=_blackshoulders|pattern_b1=_thinblacksides|pattern_ra1=_blackshoulders|leftarm1=ffffff|body1=ffffff|rightarm1=ffffff|shorts1=ffffff|socks1=ffffff| pattern_la2=|pattern_b2=|pattern_ra2=| leftarm2=000000|body2=000000|rightarm2=000000|shorts2=000000|socks2=000000|}}Eins og áður segir er og hefur knattspyrna alltaf verið aðalíþróttin hjá Hetti þó svo að karfan sé að gera sig tilbúin að taka við því kefli, hefur knattspyrnan alltaf verið til staðar og verið í Íslandsmótinu. Höttur hefur einu sinni komist upp í [[Inkasso]] deildina (þá 1.deild) og gerðist það árið 2012. {| class="wikitable mw-collapsible" !Ár !Deild |- |2005 | |- |2006 | |- |2007 | |} === Leikmannahópur 2019<ref>[https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/lid-i-moti/?motnumer=39254&lid=8026 Höttur/Huginn - 3. deild karla 2019]</ref> === * Aleksandar Marinkovic *{{ISL}} Arnar Eide Garðarsson *{{ISL}} Aron Sigurvinsson *{{ISL}} Brynjar Árnason *{{ISL}} Brynjar Þorri Magnússon *{{ISL}} Emil Smári Guðjónsson *{{ISL}} Guðjón Ernir Hrafnkellsson *{{ISL}} Gísli Björn Helgason *{{ISL}} Halldór Bjarki Guðmundsson *{{ISL}} Heiðar Logi Jónsson * Ignacio Gonzalez Martinez *{{HRV}} Ivan Antolek *{{HRV}} Ivan Bubalo *{{ISL}} Jakob Jóel Þórarinsson *{{NOR}} Knut Erik Myklebust *{{ISL}} Kristófer Einarsson *{{ISL}} Marteinn Gauti Kárason *{{SRB}} Petar Mudresa *{{ISL}} Rúnar Freyr Þórhallsson *{{ISL}} Sigurður Orri Magnússon *{{ISL}} Steinar Aron Magnússon *{{ISL}} Sæbjörn Guðlaugsson *{{ISL}} Valdimar Brimir Hilmarsson ==Körfuknattleikur== {{Körfuboltalið | litur1 = #FFFFFF | litur2 = #000000 | nafn = Höttur | merki = Höttur.svg | stærðmyndar = 80px | deild = [[Úrvalsdeild karla í körfuknattleik|Úrvalsdeild karla]] | stofnað = 1974 | saga = 1974 - | völlur = MVA-Höllin | staðsetning = [[Egilsstaðir]], [[Ísland]] | litir = Hvítir, svartir og rauðir | formaður = Ásthildur Jónasdóttir | eigandi = - | þjálfari =('''Aðal''') [[Viðar Örn Hafsteinsson]] | titlar = 3 í [[1. deild karla í körfuknattleik|1. deild karla]] | heimasíða = [https://www.hottur.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=32&Itemid=61 Hottur.is] }} Höttur spilar í [[Úrvalsdeild karla í körfuknattleik|Úrvalsdeild karla]]. Heimavöllur þeirra er MVA-Höllinn. === Leikmannahópur 2020-21<ref>[http://kki.is/motamal/samningar-og-felagaskipti/samningsbundnir-leikmenn/ Samningsbundnir leikmenn]</ref> === **[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Viðar Örn Hafsteinsson]] Aðalþjálfari **[[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]] Dino Stipcic #4 **[[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Juan Luis Navarro #5 **[[Mynd:Flag of the United States.svg|20px]] Michael Mallory #7 **[[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Bryan Alberts #8 **[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] Sigmar Hákonarson #9 **[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] Hreinn Gunnar Birgisson #10 **[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] Eysteinn Bjarni Ævarsson #11 **[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Brynjar Snær Grétarsson]] #12 **[[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] David Guardia Ramos #13 **[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] Bóas Jakobsson #14 **[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Sigurður Gunnar Þorsteinsson]] #15 **[[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]] Matej Karlovic #77 == Tilvísanir == <references/> [[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög]] [[Flokkur:Íslensk körfuknattleiksfélög]] [[Flokkur:Íslensk frjálsíþróttafélög]] [[Flokkur:Íþróttafélög frá Austurlandi]] 570cx41tfvx1i0ij65xgnkchz85tfhy CSI: Crime Scene Investigation 0 79548 1765543 1765458 2022-08-20T22:57:28Z Snævar 16586 wikitext text/x-wiki {{skáletrað}} {{Sjónvarpsþáttur | nafn = CSI: Crime Scene Investigation | mynd = [[Mynd:CSI Logo.png|250px]] | myndatexti = Lógó CSI: Crime Scene Investigation | nafn2 = CSI: Crime Scene Investigation | tegund = Lögreglu réttarrannsóknir, Drama | þróun = [[Anthony E. Zuiker]] | sjónvarpsstöð = CBS | leikarar = [[Ted Danson]]<br />[[George Eads]]<br />[[Eric Szmanda]]<br /> [[Jorja Fox]] <br /> [[Robert David Hall]]<br />[[Wallace Langham]]<br />[[Paul Guilfoyle]] <br />[[David Berman]] <br /> [[Elisabeth Harnois]] <br /> [[Elisabeth Shue]] | Titillag = The Who "Who Are You" | land = Bandaríkin | tungumál = Enska | fjöldi_þáttaraða = 15 | fjöldi_þátta = 277 | staðsetning = Las Vegas | lengd = 40-45 mín (án auglýsinga); 90 mín (1 þáttur, án auglýsinga) | stöð = CBS | myndframsetning = 480i (SDTV)<br />1081i (HDTV) | fyrsti_þáttur = Pilot | frumsýning = 06. Október 2000 | lokasýning = 27. September 2015 | vefsíða = http://www.cbs.com/primetime/csi/ | imdb_kenni = http://www.imdb.com/title/tt0247082/ }} '''''CSI: Crime Scene Investigation''''' er bandarískur sjónvarpsþáttur og fylgir eftir Las Vegas réttarrannsóknarmönnum og rannsóknum þeirra á mismunandi glæpum og morðmálum. Viðtökurnar við þættinum hafa verið mjög góðar og hefur þátturinn verið sá vinsælasti á CBS sjónvarpstöðinni, þó að þátturinn hefur oft verið gagnrýndur fyrir að sýna ónákvæma mynd af því hvernig lögreglurannsóknir eru gerðar og einnig hversu ofbeldisfullir glæpirnir eru oft sýndir. Fimmtán þáttaraðir hafa verið gerðar og síðasti þátturinn var sýndur 27. September, 2015 í Bandaríkjunum. == Framleiðsla == === Yfirlit === ''CSI: Crime Scene Investigation'' er framleitt af Jerry Bruckheimer Television og CBS Productions. Þátturinn hefur verið mikið gagnrýndur alveg síðan hann var frumsýndur af lögreglum og saksóknurum, sem telja að CSI sýni ónákvæma mynd á því hvernig lögreglan leysir glæpamál. Síðan hefur Parents Television Council, gert athugasemdir við ofbeldið, myndir og kynlífs innihald sem sést í þættinum. Þrátt fyrir þessa gagnrýni þá er hann einn sá mesti sem fylgst er með frá 2002. Þessar vinsældir hafa stuðlað að því að CBS hefur búið til fyrirtæki kringum nafnið, byrjaði það allt í maí 2002 með nýrri seríu CSI: Miami og síðan aftur 2004 með CSI: NY. Síðan haustið 2008, óskar CSI eftir um 32.727.838 milljónir fyrir 30 – sekúnda auglýsingar, samkvæmt Advertising Age könnuninni.<ref>{{cite web|url=http://adage.com/mediaworks/article?article_id=131471|title='Sunday Night Football' Beats 'Grey's Anatomy'|date= October 06, 2008 |publisher=Advertising Age|accessdate=2008-12-04}}</ref> === Hugmynd og þróun === Uppúr 1990, náði Anthony Zuiker athygli framleiðandans Jerry Bruckheimers eftir að hafa skrifað kvikmyndahandrit fyrir hann. Bruckheimer var að leitast eftir hugmynd að sjónvarpsþætti. Zuiker hafði enga hugmynd, en kona hans benti honum á þáttinn ''The New Detectives'' á Discovery Channel sem henni líkaði við, sem fjallaði um réttarrannsóknarmenn sem notuðu DNA og önnur sönnunargögn til þess að leysa gömul glæpamál. <ref>{{cite web |url=http://tv.yahoo.com/csi-crime-scene-investigation/show/461 |title=Interview with Anthony Zuiker and cast at the Paley Center |accessdate=2008-05-15 |year=2001 |publisher= |archive-date=2008-05-15 |archive-url=https://web.archive.org/web/20080515174311/http://tv.yahoo.com/csi-crime-scene-investigation/show/461 |dead-url=yes }}</ref>. Zuiker byrjaði að verja tíma sínum með raunverulegum LVMPD rannsóknarmönnum og var ákveðinn að þetta væri hugmynd að sjónvarpsþætti. Bruckheimer var sammála og kom á fundi með yfirmanni Touchstone Pictures, sá líkaði frumhandritið og sýndi það ABC, NBC og Fox sem allir afþökkuðu. Á meðan yfirmaður CBS þróunardeildarinnar sá möguleika í handritinu og stöðin hafði kaup eða leik samning við leikarann William Petersen sem hafði áhuga á að leika í CSI kynningarþættinum. Framleiðslustjórar stöðvarinnar líkuðu svo mikið við kynningarþáttinn að þeir ákváðu að setja CSI á áætlunina fyrir árið 2000, þar sem þátturinn átti að vera sýndur á föstudögum á eftir ''The Fugetive''. Frá byrjun var talið að CSI myndi fá ágóða frá ''The Fugitive'' sem átti að vera smellur, en í enda ársins 2000 var CSI með miklu meiri áhorfendur.<ref name="heaven">{{cite web |url=http://www.televisionheaven.co.uk/csi.htm |title=CSI: CRIME SCENE INVESTIGATION |accessdate=2008-05-15 |author=Spadoni, Mike |date=2007-06 |publisher=Television Heaven |archive-date=2008-02-16 |archive-url=https://web.archive.org/web/20080216112019/http://www.televisionheaven.co.uk/csi.htm |dead-url=yes }}</ref> === Tökustaðir === Til að byrja með var CSI tekinn upp við Rye Canyon, skrifstofusvæði í eigu Lockhead Corporations staðsett í Valencia, Santa Clarita í Kaliforníu. Aðrir þættir eins og [[The Unit]] og [[Mighty Morphin Power Rangers]] hafa einnig verið teknir upp þarna<ref>{{cite web |url=http://ludb.clui.org/ex/i/CA6082 |title=Rye Canyon Office Park |accessdate=2008-05-15 |publisher=The Center For Land Use Interpretation |archive-date=2009-09-22 |archive-url=https://web.archive.org/web/20090922161410/http://ludb.clui.org/ex/i/CA6082 |dead-url=yes }}</ref>. Eftir aðeins ellefu þætti, voru upptökurnar færðar til Santa Clarita Studio og aðeins auka tökur, eins og senur af Las Vegas götum og stöðum gert í Las Vegas, Nevada. Af og til hefur leikaraliðið tekið upp senur í Las Vegas, þó að mesti hlutinn er tekinn upp á stöðum í Kaliforníu. Santa Clarita var valin vegna þess hversu það svipaði til úthverfa Las Vegas<ref>{{cite web |url=http://members.aol.com/JRD203/csi-locations.htm |title=Filming/Locations |accessdate=2008-05-15 |publisher=Elyse's CSI |archive-date=2008-07-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20080706065808/http://members.aol.com/JRD203/csi-locations.htm |dead-url=yes }}</ref>. Nokkir staðir í Kaliforníu hafa staðið fyrir byggingar og senur í þættinum þar á meðal Verdugo Hills menntaskólinn, UCLA Royce Hall, Pasadena ráðhúsið og síðan frá október 2007 Kaliforníu Ríkis Háskólinn. Tökur hafa nýlega færst frá Santa Clarita, þó að borgin og umhverfið eru oft notuð við útitökur.<ref>{{cite web |url=http://www.csifiles.com/news/200505_05.shtml |title="CSI" Moves To Universal |accessdate=2008-05-15 |date=2005-05-21 |publisher=CSI Files.com/LA Daily News}}</ref><ref>{{cite web |url=http://www.csifiles.com/news/120805_01.shtml |title="The Unit" Takes Over CSI's Old Studio |accessdate=2008-05-15 |date=2005-08-12 |publisher=CSI Files.com/LA Daily News}}</ref> === Stíll === Stíll þáttarins hefur verið líkt við ''Quincy M.E.'' og ''The X-Files''.<ref>{{cite web |url=http://features.slashdot.org/article.pl?sid=02/03/01/1648256 |title=The Rise of CSI |accessdate=2008-05-15 |date=2002-03-03 |publisher=Slashdot}}</ref>. Tækin og sú tækni sem er notuð í þættinum hefur fært þátinn í áttina að vísindategundinni og árið 2004 fékk þátturinn Saturn Award tilnefningu fyrir besta sjónvarpsþáttinn. Serían tekur stundum skref í áttina að ímyndunaraflinu, eins og í þættinu "Toe Tags" frá 2006 sem sýndi söguna frá hlið líkanna og umræðuna á milli þeirra um hvernig þau dóu. Serían er þekkt fyrir sjónarhorn kvikmyndavélarinnar, frjálslynda klippingu, hátækni búnað, ítarlega tæknilega umræðu og grafíska lýsingu á ferli byssukúlna, blóðsplettum, líffæra meiðslum, aðferðir í endurheimtingu á sönnunargögnum (t.d. fingraför innan úr latex hönskum) og endursköpun glæpsins. Þessar aðferðir í að taka nærmyndir, með tali frá einum af persónunum í þættinum er oft talað um sem "CSI shot". <ref name="Investigation1">"The CSI Shot: Making It Real", ''CSI: Crime Scene Investigation Season 3 DVD'' (bonus feature), Momentum Pictures, April 5, 2004.</ref>. Margir þættirnir sýna heilar senur þar sem tilraunir, próf, eða önnur tæknileg vinna er lýst nákvæmlega, þá með litlum hljóðbrellum og tónlist – aðferð sem minnir á Mission: Impossible. Lýsing, samsetning og sviðsetning er mjög inflúensuð af framúrstefnulegum kvikmyndum <ref name="Investigation1"/>. === Tónlist === Þemalag þáttarins er ''Who Are You'', skrifað af [[Pete Townshend]] með söng [[Roger Daltrey]] sem eru báðir meðlimir [[The Who]] frá albúmi þeirra síðan 1978.<ref name="uswk">{{cite web | url=http://www.usaweekend.com/02_issues/020120/020120petersen.html | title=A real reality show | publisher=USA Weekend | accessdate=2006-09-16 }}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Í gegnum seríuna hefur tónlistin skipað stóran þátt; tónlistmenn eins og [[The Wallflowers]], [[John Mayer]], [[Method Man]] og [[Akron]] (með Obie Tric) hafa komið fram í þættinum. Lagið ''Everybody out of the Water'' eftir The Wallflowers finnst á geisladiski CSI. Mogwai heyrist oft meðan senur sýna tækniprófin í vinnslu, eins og [[Radiohead]] og [[Cocteau Twins]], aðrir tónlistmenn hafa lánað tónlist sína í þáttinn eins og [[Rammstein]], [[Sigurrós]], [[Marilyn Manson]], [[Nine Inch Nails]]. Í þættinum''For Warrick'' í seríu 9, má heyra The Martin Brothers í bakgrunni þegar Grissom finnur lík Warricks. === Söguþráður === Þátturinn fylgir eftir glæpamálum sem Rannsóknardeild Las Vegas Lögreglunnar vinnur að hverju sinni. Oftast kallað '''Las Vegas Crime Lab''' af lögreglumönnum. [[Anthony E. Zuiker]] valdi Las Vegas, eins og nefnt er í fyrsta þættinum, rannsóknarstofan er númer tvö hvað varðar virkni á eftir rannsóknarstofu Alríkislögreglunnar í [[Quantico]], Virginíu. <ref name="imdbtriv">{{cite web | url=http://www.imdb.com/title/tt0247082/trivia | title=CSI: Crime Scene Investigation - trivia | publisher=Amazon | work= IMDb | accessdate=2006-09-28}}</ref>. Deildin rannsakar flest mál í gegnum réttar sönnungargögn, sem geta skorið út hvort um morð eða slys sé að ræða hverju sinni. Oftast nær mun niðurstaðan í hverju máli neyða einhvern til þess að spyrjast fyrir um móral, skoðanir og eðli mannsins almennt. Fimm tímamóta þættir hafa verið gerðir: sá 100 ''Ch-Ch-Changes'', sá 150 ''Living Legend'' með [[Roger Daltrey]] úr [[The Who]] sem gestaleikari, sá 200 ''Mascara'', sá 250 ''Cello and Goodbye (Part 2)'' og sá 300 ''Frame by Frame''. === Söguþráðs skipti === Tveggja þátta söguþráður var með [[Without a Trace]] sem voru sýndir 8.nóvember 2007. Fyrri þátturinn gerðist í CSI og sá seinni í [[Without a Trace]]<ref name="crossover">{{cite web|url=http://www.csifanatic.com/2007/07/31/a-csi-without-a-trace-crossover|title=A CSI Without a Trace Crossover|work=CSIfanatic.com|accessdate=2007-07-31|archive-date=2007-10-11|archive-url=https://web.archive.org/web/20071011051701/http://www.csifanatic.com/2007/07/31/a-csi-without-a-trace-crossover/|dead-url=yes}}</ref>!. Þann 8.maí 2008, var þátturinn "Two and a Half Death" skrifaður af [[Two and a Half Men]] höfundunum Chuck Lorre og Lee Aronsohn. Þátturinn fjallaði um dauða sápuóperu leikara byggt á ''Roseanne'', þar sem Lorre hafði verið höfundur. Nokkrir höfundar að CSI skrifuðu þáttinn "Fish in A Drawer" fyrir [[Two and a Half Men]], þar sem hús Charlie var rannsakað vegna láts stjúpföður Charlies. Aðeins George Eads (Nick Stokes) úr CSI kom fram í báðum þáttunum, en sem mismunandi persónur. Leikarar [[Two and a Half Men]] komu fram í þætti CSI. Má sjá þá fyrir utan búningsvagninn, klædda í smóking; virðast þeir vera að reykja en segja ekki neitt. Í seríu 10 var söguþráðs skipti milli allra systraþáttana þegar persónan Laurence Fishburne ferðaðist til Miami og New York við rannsókn á mannsali<ref>{{cite web | url = http://www.buddytv.com/articles/csi/langston-goes-cross-country-th-30575.aspx?pollid=500000522&answer=500001790#poll500000522 | title = Langston Goes Cross-Country: The Whole 'CSI' Franchise Does A Crossover | publisher = TV Guide Magazine | date = 2009-08-07 | accessdate = 2009-08-07 | archive-date = 2012-10-23 | archive-url = https://web.archive.org/web/20121023132704/http://www.buddytv.com/articles/csi/langston-goes-cross-country-th-30575.aspx?pollid=500000522&answer=500001790#poll500000522 | dead-url = yes }}</ref> === Leikaraskipti === Í fyrstu 8 og hálfri seríunni var '''Dr. Gil Grissom''' aðalperónan, leikin af [[William Petersen]], yfirmaður næturvaktarinnar á rannsóknarstofunni. Um miðja níundu seríu yfirgaf William Petersen þáttinn. Í stað hans kom leikarinn [[Laurence Fishburne]] sem '''Dr. Raymond Langston''', fyrrverandi læknir sem ákvað að fara yfir í réttarrannsóknir til þess að losna undan fortíðardraugum en yfirgefur þáttinn í lok elleftu xeríu. Í tólftu seríunni bætist [[Ted Danson]] við sem '''D.B. Russell''' hinn nýji yfirmaður næturvaktarinnar<ref>{{Cite web |url=http://tvbythenumbers.zap2it.com/2011/07/12/ted-danson-joins-csi-crime-scene-investigation-as-a-series-regular/97878/ |title=Geymd eintak |access-date=2011-09-14 |archive-date=2011-09-14 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110914090501/http://tvbythenumbers.zap2it.com/2011/07/12/ted-danson-joins-csi-crime-scene-investigation-as-a-series-regular/97878/ |dead-url=yes }}</ref><ref name=DansonCSI>{{cite news|1=Variety|title=Ted Danson Moves to 'CSI'|url=http://www.variety.com/article/VR1118039806?categoryid=4076&cs=1&cmpid=RSS|4=News|LatestNews&utm_source=twitterfeed&utm_medium=twitter|date=2011-07-12|access-date=2011-09-14|archive-date=2012-11-08|archive-url=https://web.archive.org/web/20121108162224/http://www.variety.com/article/VR1118039806?categoryid=4076&cs=1&cmpid=RSS|dead-url=yes}}</ref>. [[Elisabeth Shue]] bættist í hóp aðalleikara 15. febrúar, 2012, þar sem hún kom í staðinn fyrir [[Marg Helgenberger]] sem yfirgaf þáttinn 25. janúar 2012.<ref>{{Cite web |url=http://tvbythenumbers.zap2it.com/2011/11/18/elisabeth-shue-joins-the-cast-of-csi-reportedly-to-replace-marg-helgenberger/111210/ |title=Geymd eintak |access-date=2012-02-11 |archive-date=2012-11-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20121111152155/http://tvbythenumbers.zap2it.com/2011/11/18/elisabeth-shue-joins-the-cast-of-csi-reportedly-to-replace-marg-helgenberger/111210/ |dead-url=yes }}</ref> == Persónur == {| class="wikitable" style="width:100%;" |- ! rowspan="2"|Leikari !! rowspan="2"|Persóna !! rowspan="2"|Starf !! colspan="14"|Sería |- ! style="width:5%;"|1 ! style="width:5%;"|2 ! style="width:5%;"|3 ! style="width:5%;"|4 ! style="width:5%;"|5 ! style="width:5%;"|6 ! style="width:5%;"|7 ! style="width:5%;"|8 ! style="width:5%;"|9 ! style="width:5%;"|10 ! style="width:5%;"|11 ! style="width:5%;"|12 ! style="width:5%;"|13 ! style="width:5%;"|14 |- | [[Ted Danson]] || D.B. Russell || Yfirmaður næturvaktarinnar || colspan="11" style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| || colspan="3" style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' |- | [[Elisabeth Shue]] || Julie (Finn) Finlay || Aðstoðaryfirmaður næturvaktarinnar || colspan="11" style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| || colspan="3" style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' |- | [[George Eads]] || Nick Stokes ||CSI Stig 3 || colspan="14" style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' |- | [[Jorja Fox]] || Sara Sidle || CSI Stig 3 || colspan="8" style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' || style="background:#fdd; text-align:center;"|Gesta || style="background:#fdd; text-align:center;"|Auka || colspan="4" style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' |- | [[Eric Szmanda]] || Greg Sanders || CSI Stig 3 || colspan="2" style="background:#fdd; text-align:center;"|Auka || colspan="12" style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' |- | [[Robert David Hall]] || Dr. Albert (Al) Robbins || Yfir réttarlæknir || colspan="2" style="background:#fdd; text-align:center;"|Auka || colspan="12" style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' |- | [[Wallace Langham]] || David Hodges ||Efnatæknifræðingur || colspan="2" style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| || colspan="5" style="background:#fdd; text-align:center;"|Auka || colspan="7" style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' |- | [[David Berman]] || David Phillips || Aðstoðar réttarlæknir || colspan="9" style="background:#fdd; text-align:center;"|Auka || colspan="5" style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' |- | [[Elisabeth Harnois]] || Morgan Brody || CSI Stig 2 || colspan="10" style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| || style="background:#fdd; text-align:center;"|Gesta || colspan="3" style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' |- | [[Jon Wellner]] || Henry Andrews || Eiturefnafræðingur /DNA tæknifræðingur || colspan="4" style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| || colspan="8" style="background:#fdd; text-align:center;"|Auka || colspan="2" style="background:#dfd; text-align:center;" | '''Aðal''' |- | [[Paul Guilfoyle]] || Kapteinn James "Jim" Brass || LVPD Rannsóknarfulltrúi || colspan="14" style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' |- | [[Louise Lombard]] || Sofia Curtis || LVPD Rannsóknarfulltrúi || colspan="4" style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| || colspan="2" style="background:#fdd; text-align:center;"|Auka || style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' || style="background:#fdd; text-align:center;"|Gesta || colspan="2" style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| || style="background:#fdd; text-align:center;"|Gesta || colspan="3" style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| |- | [[Gary Dourdan]] || Warrick Brown || CSI Stig 3 || colspan="9" style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' || colspan="5" style="background:#fdd; background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| |- | [[William Petersen]] || Dr. Gilbert (Gil) Grissom || Yfirmaður næturvaktarinnar || colspan="9" style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' || style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| || style="background:#fdd; text-align:center;"|Gesta || colspan="3" style="background:#fdd; background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| |- | [[Lauren Lee Smith]] || Riley Adams || CSI Stig 2 || colspan="8" style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| || style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' || colspan="5" style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| |- | [[Liz Vassey]] || Wendy Simms || DNA tæknifræðingur || colspan="5" style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| || colspan="4" style="background:#fdd; text-align:center;"|Auka || style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' || style="background:#fdd; text-align:center;"|Gesta || colspan="3" style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| |- | [[Laurence Fishburne]] || Dr. Raymond (Ray) Langston || CSI Stig 2 || colspan="8" style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| || colspan="3" style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' || colspan="3" style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| |- | [[Marg Helgenberger]] || Catherine Willows || Yfirmaður/Aðstoðaryfirmaður næturvaktarinnar || colspan="12" style="background:#dfd; text-align:center;"| '''Aðal''' || style="background:#ececec; color:gray; vertical-align:middle; text-align:center;" class="table-na"| || style="background:#fdd; text-align:center;"|Gestur |} === Aðal persónur === * '''CSI Stig 3 Yfirmaður næturvaktarinnar: D.B. Russell''' ([[Ted Danson]]) er hinn nýji yfirmaður næturvaktarinnar. Russell vann áður sem CSI í Washington ríki. Russell er giftur og á fjögur börn, þar á meðal soninn Charlie Russell sem er körfuboltaleikmaður og dótturina Maya Russell. Á hann einnig eitt barnabarna gegnum Mayu. * '''CSI Stig 3 Aðstoðaryfirmaður næturvatkarinnar''': Julie "Finn" Finlay ([[Elisabeth Shue]]) er nýjasti meðlimur CSI liðsins. Vann áður með D.B. Russell í Seattle. * '''CSI Stig 3: Nicholas "Nick" Stokes''' ([[George Eads]]). Nick er með gráðu í criminal justice frá Texas A&M háskólanum og talar reiprennandi spænsku. Nick framdi næstum því sjálfmorð eftir að hafa verið grafinn lifandi í "Grave Danger". Var veitt eftirför í þættinum "Stalker" af '''Nigel Crane''' sem hélt að Nick væri vinur hans. Þar sem honum var misþyrmt þegar hann var ungur, þá hefur peróna hans litla hluttekningu en samtarfsmenn hans, sem hefur haft nokkrar afleiðingar í för með sér. Í lok seríu 10 var Nick skotinn af árásarmanni en lifði af. Varð aðstoðaryfirmaður undir Catherine þegar Grissom fór en var lækkaður í tign eftir atburði í enda seríu 11. * '''CSI Stig 3: Sara Sidle''' ([[Jorja Fox]]) er efnagreinir. Hefur gráðu í eðlifræði frá Harvard Háskólanum og vann áður fyrir San Francisco dánarstjórann og rannsóknarstofuna. Sara kom í staðinn fyrir '''Holly Gribbs''' til þess að rannsaka dauða hennar. Hún er mjög holl starfi sínum og fer langar lengdir til þess að réttlætinu er svarað. Oft köld í anda og framkomu, tilfinninglega erfið og á erfitt með að vinna með mál sem tengjast misþyrmingum. Tók við bónorði frá Gil Grissom í "The Case of the Cross-Dressing Carp". Nokkrum þáttum seinna, í "Goodbye and Good Luck", þá yfirgefur Sara liðið eftir erfit mál. Skilur hún eftir miða handa Grissom, þar sem hún þarf að standa auglits við drauga fortíðarinnar, eitthvað sem hún gat ekki í Las Vegas. Kemur fram sem gestaleikari í seríu níu og Grissom hittir hana aftur í þættinum ''One to Go'' í [[Costa Rica]] skóginum. Snéri aftur í seríu 10 og í þætti "Family Affair" kemur fram að Grissom og Sara eru gift.<ref>[http://www.reuters.com/article/televisionNews/idUSTRE56J08H20090720]</ref> * '''CSI Stig 3: Greg Sanders''' ([[Eric Szmanda]]) fyrrverandi DNA rannsóknarmaður á rannsóknarsofunni. Greg byrjaði þjálfun í vettvangsvinnu í þættinum "Who Shot Sherlock?", og varð fullgildur CSI á endanum. Er hálfgerð orðabók þegar kemur að DNA og snefilgreiningum. Í þættinum "Play with Fire" þá slasast hann í sprengingu sem gerist á rannsóknarstofunni. Síðan í þættinum "Fannysmackin" þá er hann illa barinn af ungum unglingspiltum eftir að reyna bjarga fórnarlambi. Greg er skáti og hefur skrifað bók um sögu Las Vegas, sem kemur oft fyrir þegar verið er að rannsaka mál tengt "Gömlu Las Vegas" þegar hún var rekin af mafíunni. Verður CSI 3 í þættinum "19 Down". * '''CSI Stig 2: Morgan Brody''' ([[Elisabeth Harnois]]) er fyrrverandi meðlimur CSI LAPD deildarinnar og gengur til liðs við CSI Las Vegas deildina í byrjun seríu 12. Hún er dóttir undirfótgetans Conrad Ecklies. * '''Yfirréttarlæknir: Dr. Albert "Al" Robbins''' ([[Robert David Hall]]) er yfir dánarstjóri Las Vegas lögreglunnar. Kemur fyrst fram í þættinum "Who Are You?" og verður reglulegur frá seríu 3. Er giftur og á þrjú börn. Náinn vinur Gil Grissoms og eftir brottför hans, þá myndaði hann samskonar samband við Ray Langston. Er einnig góður vinur Davið Phillips, aðstoðarréttarlæknisins. Hefur tvo plastfætur sem hann fékk eftir slys þegar hann var að grafa upp gólf á vettvangi glæps; þessi fötlun er dregin frá leikaranum sjálfum Rober David Hall, sem missti fót sinn í bílslysi. * '''Efnatæknifræðingur: David Hodges''' ([[Wallace Langham]]) er efnatæknifræðingur sem kom frá [[Los Angeles]]. Framkoma Hodges er oft skopleg, þó að flestir finnast hann andstyggilegur og pirrandi. Kom fyrst fram í þættinum "Recipe for Murder" en hefur verið reglulegur frá þættinum "Dead Doll". Náði einu sinni að fá alla tæknimennina í deildinni til þess að vinna að '''The Miniature Killer''' málinu, með því að finna mikilvæga vísbendingu. Hodges er líka annálaður fyrir gott nef fyir lykt og er fær um að greina mörg efnasambönd bara út frá lyktinni. Er rænt ásamt móður sinni í þættinum ''Malice in Wonderland'' í seríu 12. * '''LVPD Rannsóknarfulltrúi: Kapteinn James "Jim" Brass''' ([[Paul Guilfoyle]]) var yfirmaður LV CSI og er frá [[New Jersey]]. Var færður yfir í rannsóknarlögregluna í þættinum "Cool Change" og vinnur mikið með CSI liðinu. Dóttir hans, '''Ellie''' á við vandamál að stríða í seríu 2, hún er fíkniefnaneytandi og vændiskona í Los Angeles. Kom það fram í þættinum "Ellie" að hann er ekki líffræðilegur faðir Ellie. Í þættinum "Bang Bang" Brass er skotinn tvisvar af Willy Cutler '''Currie Graham''' eftir að hafa sannfært hann að sleppa kvenngísli. Í enda þáttarins "Built to Kill", þá má sjá hann á tattú stofu hafa dagsetningu skotárasinnar setta á sig við sárið. Hefur aldrei verið sakaður um að vera "mild lögregla" og hefur sýnt lítið tillit til regla gegnum árin. Í þættinum "Who and What", eftir að FBI '''Jack Malone''' ýtir höfði grunaða á borðið, Brass kemur inn og tekur hann af og segir "Ef þú vilt flytja hann til Gitmo, gjörðu svo vel. Í þessu húsi förum við eftir reglunum". * '''Aðstoðar réttarlæknir: David Phillips''' ([[David Berman]]) (gælunafn "Super Dave") er aðstoðar réttarlæknir til yfirréttarlæknisins Al Robbins. Hefur hann fengið áskipað gælunafn eftir að hafa bjargað lífi fórnarlambs við krufningu. Vegna vinnu sinnar, þá er lítið sem slær hann út af laginu. Í fyrsta seríunum, þá var hann oft stríddur fyrir litla reynslu í samskiptum. David giftist í sjöundu seríunni og eiginkonan finnst gaman að heyra allt sem tengist vinnunni. Í seríu átta, þá koma fram vísbendingar að eiginkonan sé að reyna breyta útliti hans. Í seríu níu þá framkvæmir hann sína fyrstu krufningu sem sýnir hæfni hans. * '''Eiturefnafræðinguri/DNA tæknifræðingur: Henry Andrews''' ([[Jon Wellner]]) er eiturefnafræðingur og DNA tæknifræðingur sem vinnur á næturvaktinni. Vann áður á dagvatkinni en var oft fluttur til af Ecklie áður en hann festist á næturvaktinni. === Fyrrverandi persónur === * '''CSI Stig 2: Riley Adams''' ([[Lauren Lee Smith]]) er fyrrverandi [[St.Louise]] lögreglukona sem varð CSI. Hún varð annars stigs CSI í Las Vegas,kom í staðinn fyrir Warrick Brown. Kom fyrst fram í þættinum "Art Imitates Life", framdi hún endurlífgun á stráki og náði að lífga hann við. Riley hefur sýnt persónulegan áhuga í einu máli "Miscarriage of Justice" þegar hún var að tala við konu þar sem maður hennar hafði drepið sjálfan sig, ekki er vitað hvað gerðist í fortíð Riley en svo virðist sem hún hefur tengingu með ekkjunni. Í þættinum "No Way Out", hún og Ray Langston eru haldin í gíslingu í framhaldi af skotárás í nágrenni, Riley nær að að afvopna hinn grunaða og leyfa þeim að ganga í burtu ómeidd. Leikkonan Lauren Lee Smith mun ekki koma tilbaka í næstu seríu af CSI, samkvæmt framleiðslustjóranum Naren Shankar frá 27.júlí 2009 og segir að ákvörðunin að láta Smith fara og persónu hennar vera "tillfinningarlegt málefni hvernig hópurinn náði saman"[http://blog.zap2it.com/frominsidethebox/2009/07/lauren-lee-smith-leaves-csi.html] * '''DNA rannsóknarmaður: Wendy Simms''' ([[Liz Vassey]]) vann í San Francisco, Kaliforníu áður en hún fluttist til Las Vegas til þess að taka við DNA stöðinni í "Secrets and Flies." Í þættinum "Lab Rats," þá hjálpar hún David Hodges að rannsaka The Miniature Killer. Báðar persónurnar hafa átt í samfelldri keppni sem er talið skyggja á gagnvæmt aðdráttarafl þeirra. Hodges kvartar að Simms sé að reyna að taka yfir öllu og að hún sé "of flott" fyrir rannsóknarstofuna. Simms móðgar Hodges með því að kalla hann "furðustrák" og "rolu" en metur mikils hversu ítarlegur hann er í rannsóknum. Wendy virðist vera smá klaufi og hefur orðstír af sér fyrir að vera klunnaleg í vinnunni. Wendy og Dr. Robbins eiga ágreining vegna skemmdra blóð sönnunargagna í, "Let It Bleed." Wendy lék hlutverk í sjálfstæðri hryllingsmynd þar sem hún lék stúlku sem var skorin í tvennt af manni með keðjusög. Hodges finnur fyrir aðdráttarafli hennar en er jafn hræddur um að samband á vinnustað myndi ekki leiða til góðss. Leikkonan Liz Vassey var gerð að aðalleikara í tíundu seríu en yfirgaf CSI í lok seríu 11. * '''CSI Stig 3 Yfirmaður næturvaktarinnar: Dr. Gilbert "Gil" Grissom''' ([[William Petersen]]) var yfirmaðurinn Las Vegas CSI næturvaktarinnar og rannsóknar skordýrafræðingur með gráðu í líffræði frá UCLA. Þekktur fyrir að vera nákvæminn og skipulagður vísindamaður, ásamt því að vera sérvitur og dulur. Í þættinum "Way To Go" kom fram að hann var í sambandi með Söru Sidle og bað hann hennar í þættinum "The Case of the Cross-Dressing Carp". Persónan Grissom er lítiðlega byggt á réttarrannsóknarmanninum (Daniel Holstein). Leikarinn William Petersen var talinn hafa gert samning um að vera í seríu níu, en Associated Press sagði frá því að Petersen myndi yfirgefa þátinn sem regluleg persóna í seríu níu, þar sem hann vildi leggja meiri áherslu á feril sinn á sviði. Hann mun vera gestaleikari í þættinum þegar á þarf. Í lokasenu þáttarins "One to Go" þá sést þegar hann hittir kærustu sína Söru Sidle í regnskóginum í Costa Rica þar sem þau kyssast<ref name="scifimarg">{{cite web |url=http://sci-fi-online.50megs.com/2006_Interviews/06-04-10_MargHelgenberger.htm |title=Interview with Marg Helgenberger |accessdate=2008-05-15 |year=2006 |publisher=Sci-Fi Online |archive-date=2009-08-18 |archive-url=https://web.archive.org/web/20090818010258/http://sci-fi-online.50megs.com/2006_Interviews/06-04-10_MargHelgenberger.htm |dead-url=yes }}</ref><ref name=CNNquit>{{cite web |url=http://www.cnn.com/2008/SHOWBIZ/TV/07/16/petersen.csi.ap/index.html |title=William Petersen's run on 'CSI' coming to end |accessdate=2008-07-16 |author=Associated Press |authorlink=Associated Press |date=2008-07-15 |work=CNN.com |archive-date=2008-07-20 |archive-url=https://web.archive.org/web/20080720072024/http://www.cnn.com/2008/SHOWBIZ/TV/07/16/petersen.csi.ap/index.html |dead-url=yes }}</ref> * '''CSI Stig 3: Warrick Brown''' ([[Gary Dourdan]])var hljóð-vídeó sérfræðingur. Warrick var fæddur og uppalinn í Las Vegas og með gráðu í efnafræði frá UNLV. Aðalhliðin sem oftast sást var að hann var spilafíkill á batavegi, sem var mjög erfitt fyrir hann þar sem hann vinnur í Las Vegas. Holly Gribbs var drepin í fyrsta þættinum, á meðan hann var að veðja í staðinn fyrir að fylgjast með henni. Warrick missti næstum því vinnuna út af þessu, en Grissom kom honum til bjargar og studdi hann í því að komast yfir fíknina. En árátta hans var ein af ástæðu þess að liðinu var skipt upp í seríu fimm. Hann giftist í seríu sex and skildi svo í seríu átta. Persónan kom ekki aftur í seríu níu þar sem Gary Dourdan og CBS náði ekki saman um samning. Í þættinum "For Gedda" Warrick Brown er skotinn til bana; sem var staðfest í fyrsta þætti seríu níu, þátturinn "For Warrick" sýnir að hann var drepinn af undirfógetanum '''Jeff McKeen''', byrjunarsenan sýnir þegar Warrick deyr í örmum Grissom og fram kemur að hann eigi son. <ref name="gdleaves">{{cite work |title=Dourdan moves on from ’CSI’ |url=http://news.bostonherald.com/track/star_tracks/view.bg?articleid=1087184 |publisher=[[Boston Herald]] |date=2008-04-15 |accessdate=2008-05-15 }}</ref> * '''LVPD Rannsóknarfulltrúi: Sofia Curtis''' ([[Louise Lombard]]) var CSI sem varð hluti af liði Grissom um miðja seríu fimm, vegna ákvörðunar aðstoðaryfirmannns stofunnar, '''Conrad Ecklie'''. Stuttu eftir þá pælir hún í að segja upp eftir þessa niðurlægingu. Í seríu sex þá breytir hún um feril og verður rannsóknarfulltrúi. Sofia kom fram nokkrum sinnum í seríu fimm og varð svo regluleg í seríu sjö. Í þættinum "Dead Doll" kemur fram að leikkonan Louise Lombard var skráð sem "sérstakur gestaleikari". * '''CSI Stig 2: Dr.Raymond Langston''' ([[Laurence Fishburne]]) kemst í samband við CSI liðið vegna morðrannsóknar og slæst í hópinn sem Stig 1 CSI. Langston vann einu sinni á sjúkrahúsi þar sem samstarfsmaður hans drap 27 sjúklinga. Í "The Grave Shift" þá á hann erfitt með að höndla starfið, í "No Way Out" þá er hann tekinn sem gísl sem afleiðing af skotárás í nágrenninu, í "Mascara" þá er einn af nemendum hans drepinn og í enda "All In," þarf Langston að skjóta og drepa morðingja til að verja sjálfan sig. Samkvæmt framleiðslustjóranum Carol Mendelsohn, í byrjun seríu 10, þá er Ray að útskrifsast sem byrjandi til að verða CSI 2 og hefur hann notað allt líf sitt til að taka hvern einasta kúrs og námskeið sem hann gat, í raunverunni að verða sá CSI sem Gil Grissom sá í honum.[http://featuresblogs.chicagotribune.com/entertainment_tv/2009/08/csi-fishburne-petersen.html] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090809054218/http://featuresblogs.chicagotribune.com/entertainment_tv/2009/08/csi-fishburne-petersen.html |date=2009-08-09 }}. Í lok seríu 10 þá er Langston stunginn af Ray Haskell sem hann drepur í lok seríu 11. Yfirgefur ''CSI'' og flytur til Baltimore til að búa með fyrrverandi eiginkonu sinni eftir árásina sem þau verða fyrir af hendi Ray Haskell. * '''CSI Stig 3 Yfirmaður/Aðstoðaryfirmaður næturvaktarinnar: Catherine Willows''' ([[Marg Helgenberger]]) er fyrrverandi yfirmaður næturvaktarinnar á deildinni. Var henni boðin sú staða eftir afsögn Gil Grissom í þættinum "One to Go". Á eina dóttur, '''Lindsey Willows''' (Kay Panabaker), og átti stormasamt samband við fyrrum eiginmann sinn '''Eddie Willows''' (Timothy Carhart) áður en hann var myrtur í þættinum "Lady Heather´s Box". Samband hennar við föður sinn, '''Sam Braun''' (Scott Wilson), hafði áhrif á sum rannsóknarmál hennar. Í þættinum "Built to Kill" er Braun drepinn og deyr í örmum Catherine´s. Catherine var skelfingu lostin að hafa verið valdur að sprenginu í rannsóknarstofunni þar sem Greg Sanders dó næstum því. Borgaði námið sitt með því að vera strippdansari. Persóna hennar er lítt byggð á CSI Yolanda McCleary<ref name="scifimarg"/>. Yfirgefur ''CSI'' til að vinna hjá alríkislögreglunni. == Þáttaraðir == === Fyrsta þáttaröð === {{Aðalgrein|Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (1. þáttaröð)}} === Önnur þáttaröð === {{Aðalgrein|Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (2. þáttaröð)}} === Þriðja þáttaröð === {{Aðalgrein|Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (3. þáttaröð)}} === Fjórða þáttaröð === {{Aðalgrein|Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (4. þáttaröð)}} === Fimmta þáttaröð === {{Aðalgrein|Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (5. þáttaröð)}} === Sjötta þáttaröð === {{Aðalgrein|Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (6. þáttaröð)}} === Sjöunda þáttaröð === {{Aðalgrein|Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (7. þáttaröð)}} === Áttunda þáttaröð === {{Aðalgrein|Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (8. þáttaröð)}} === Níunda þáttaröð === {{Aðalgrein|Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (9. þáttaröð)}} === Tíunda þáttaröð === {{Aðalgrein|Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (10. þáttaröð)}} === Ellefta þáttaröð === {{Aðalgrein|Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (11. þáttaröð)}} === Tólfta þáttaröð === {{Aðalgrein|Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (12. þáttaröð)}} === Þrettánda þáttaröð === {{Aðalgrein|Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (13. þáttaröð)}} == Viðtökur == Fyrir 2001 tímabilið ákvað CBS að færa CSI, ásamt Survivor yfir á fimmtudaga með því endaði yfirráð NBC á þessum tíma, þar sem NBC hafði haft vinsæla þætti sýnda (eins og [[Friends]] og [[Will & Grace]]), en þeir gátu ekki keppt við CSI. CBS varð ein mest horft á sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum , þar sem CSI var sá þáttur sem mest var horft á tímabilið 2002-2003<ref name="bbc">{{cite news | url=http://news.bbc.co.uk/1/hi/entertainment/tv_and_radio/3049577.stm | title=US crime drama tops Friends | publisher=BBC | accessdate=2006-09-16}}</ref>, og sá mest-skrifaði þáttur sem horft var á fimm tímabil í röð, frá 2002-2003 til 2006-2007. Lokaþátturinn í tímabilinu 2004-2005 var leikstýrt af [[Quentin Taratino]] og hét "Grave Danger", 35 milljónir áhorfenda horfðu á þann 4.maí 2005, tvisvar sinnum meira en þátturinn sem kom næst<ref>{{cite web |url=http://www.csifiles.com/news/210505_03.shtml |title="CSI: Miami" & Original CSI Break Ratings Records |accessdate=2008-05-15 |author=2005-05-21 |publisher=CSI Files.com/Variety}}</ref><!-- , making it one of the most watched shows in history--> === Viðbrögð almennings === Vinsældir CSI hefur leitt til myndunar vefsíðna, internet vettvang fyrir umræður og mjög mikil aðdáenda-myndefni. Þann 27.september 2007 eftir 8 seríur, var lítil stytta af skrifstofu Gil Grissom (sem hann sjálfur var að byggja í seríu sjö) sett til sölu á eBay. Uppboðið endaði 7.október, þar sem styttan var seld fyrir 1,944,228 milljón og var ágóðinn gefinn National CASA Association af CBS. <ref>[http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&rd=1&item=280154305542&ssPageName=STRK:MESC:IT&ih=018 CBS CSI Gil Grissom’s rare office replica TV prop] {{Webarchive|url=https://archive.is/20071011004258/http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&rd=1&item=280154305542&ssPageName=STRK:MESC:IT&ih=018 |date=2007-10-11 }}Retrieved on 2007-10-22.</ref> Grasrótar herferð var sett af stað í ágúst 2007, vegna orðróma að Jorja Fox væri að yfirgefa þáttinn.<ref>[http://community.tvguide.com/blog-entry/TVGuide-Editors-Blog/Ausiello-Report/Csi-Hunt-New/800019261 "Is CSI On the Hunt for a New Jorja Fox?"], TVGuide.com. Retrieved on 2007-11-06.</ref> Var hún skipulögð á netinu gegnum Your Tax Dollars At Work. Margir af þeim nítján þúsund meðlimum gáfu pening í málstaðinn, safnaðist allt að 997,040 þúsund í gjafir og atriði handa CBS framleiðslustjórum og framleiðendum CSI og höfundunum. Meðal annars var send brúðkaupsterta til Carol Mendelsohn, 192 súkkulaðihjúpuð skordýr með skilaboðinu ''CSI án Söru pirrar okkur'' til Naren Shankar og flugvél sem flaug yfir Universal Studio í Los Angeles nokkrum sinnum með borða sem á stóð ''Fylgdu sönnunargögnunum haldið Jorja Fox í CSI'' <ref>[http://www.dollarsforsense.net/updates.php Campaign Updates] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090220141041/http://www.dollarsforsense.net/updates.php |date=2009-02-20 }} Retrieved on 2007-11-06.</ref><ref>[http://www.dollarforsense.com/Flyover.html Flyover pictures and videos] Retrieved on 2007-11-06.</ref>. Önnur mótmæli voru að senda framleiðundunum dollar, til þess að bjarga samningi Fox ''einn dollar í einu''. Eftir 16.október 2007 hafði meira en 20,000 bréf með pening eða skeyti verið send til Universal Studio og höfuðstöðva CBS í New York frá allt að 49 löndum síðan herferðin byrjaði, þann 29.september 2007. <ref>[http://community.tvguide.com/blog-entry/TVGuide-Editors-Blog/Ausiello-Report/Exclusive-Csi-Boss/800024964?forumID=700000049& "CSI Boss Vows Jorja Fox is 'Coming Back'"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20081205160422/http://community.tvguide.com/blog-entry/TVGuide-Editors-Blog/Ausiello-Report/Exclusive-Csi-Boss/800024964?forumID=700000049& |date=2008-12-05 }}, TVguide. Retrieved on 2007-11-06.</ref> <ref>[http://www.sptimes.com/2007/10/16/Tv/_CSI__fan_says_losing.shtml "'CSI' fan says losing Sara would be a crime"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20071018015213/http://www.sptimes.com/2007/10/16/Tv/_CSI__fan_says_losing.shtml |date=2007-10-18 }}. Retrieved on 2007-11-06.</ref> <ref>[http://hollywoodinsider.ew.com/2007/10/csis-launch-sav.html "'CSI' Fans Launch Save Jorja Fox Campaign"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20071011204653/http://hollywoodinsider.ew.com/2007/10/csis-launch-sav.html |date=2007-10-11 }}, EW.com. Retrieved on 2007-11-06.</ref> Fox og Mendelsohn ákváðu að gefa peninginn til CASA, ríkissamtök sem styðja og auglýsa réttartalsmenn fyrir misþyrmt eða yfirgefin börn. <ref>[http://www.csifiles.com/news/011107_02.shtml "Fans donate to charity"], CSI Files. Retrieved on 2008-January 15. </ref> === Gagnrýni vegna ofbeldis og kynferðislegs þema === ''CSI'' hefur oft verið gagnrýndur fyrir djarft grafísk ofbeldi, myndir og kynferðislegt innihald. CSI serían og systurþættirnir hafa ýtt á þau takmörk sem má sýna í sjónvarpi <ref>{{cite web | url=http://www.mensnewsdaily.com/archive/newswire/news2004/1104/111704-csi-toy.htm | title=Pro-Family Group Outraged Over CSI "Toy" | publisher=Men's News Daily | accessdate=2006-10-14}}</ref>. Serían hefur sýnt marga þætti tengda kynlífsdýrkun og öðrum formum af kynferðislegri ánægju (dæmi: persónan Lady Heather, atvinnu dómína). Flestar seríur CSI hafa flokkast hátt á meðal þátta sem eru vondir fyrir fjölskylduna samkvæmt Parents Television Council <ref>{{cite web|url=http://www.parentstv.org/ptc/publications/reports/top10bestandworst/2002/main.asp|title=Top 10 Best and Worst Shows on Primetime Network TV 2001-2002|publisher=Parents Television Council|accessdate=2007-06-03|archive-date=2007-06-09|archive-url=https://web.archive.org/web/20070609011639/http://www.parentstv.org/PTC/publications/reports/top10bestandworst/2002/main.asp|dead-url=yes}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.parentstv.org/ptc/publications/reports/top10bestandworst/2004/main.asp|title=Top 10 Best and Worst Shows on Primetime Network TV 2003-2004|publisher=Parents Television Council|accessdate=2007-06-03|archive-date=2012-05-27|archive-url=https://web.archive.org/web/20120527194146/http://www.parentstv.org/ptc/publications/reports/top10bestandworst/2004/main.asp|dead-url=yes}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.parentstv.org/ptc/publications/reports/top10bestandworst/2005/main.asp|title=Top 10 Best and Worst Shows on Primetime Network TV 2004-2005|publisher=Parents Television Council|accessdate=2007-06-03|archive-date=2012-08-17|archive-url=https://www.webcitation.org/69zPaU8MY?url=http://www.parentstv.org/ptc/publications/reports/top10bestandworst/2005/main.asp|dead-url=yes}}</ref><ref>{{cite paper | title = What Are Your Children Watching? | version = | publisher = [[Parents Television Council]] | date = 2007-10-29 | url = http://www.parentstv.org/PTC/publications/reports/top10bestandworst/2007/WAYCW2007.pdf | format = PDF | accessdate = 2007-11-03 }}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.parentstv.org/ptc/publications/reports/top10bestandworst/2003/main.asp|title=Top 10 Best and Worst Shows on Primetime Network TV 2002–2003|publisher=Parents Television Council|accessdate=2007-06-03|archive-date=2004-08-07|archive-url=https://web.archive.org/web/20040807180541/http://www.parentstv.org/PTC/publications/reports/top10bestandworst/2003/main.asp|dead-url=yes}}</ref> <ref>{{cite web|url=http://www.parentstv.org/ptc/publications/reports/top10bestandworst/2006/main.asp|title=Top 10 Best and Worst Shows on Primetime Network TV 2005–2006|publisher=Parents Television Council|accessdate=2007-06-03|archive-date=2012-08-17|archive-url=https://www.webcitation.org/69zPbBrnR?url=http://www.parentstv.org/ptc/publications/reports/top10bestandworst/2006/main.asp|dead-url=yes}}</ref><ref>{{cite web | last = Bowling | first = Aubree | authorlink = | coauthors = | title = Best and Worst TV Shows of the Week | work = ParentsTV.org | publisher = [[Parents Television Council]] | date = 2002-10-10 | url = http://www.parentstv.org/PTC/publications/bw/2002/101002.asp | archiveurl = https://web.archive.org/web/20051016191616/http://www.parentstv.org/PTC/publications/bw/2002/101002.asp | archivedate = 2005-10-16 | doi = | accessdate = 2007-06-28 | dead-url = no }}</ref><ref>{{cite web | last = Bowling | first = Aubree | authorlink = | coauthors = | title = Worst TV Show of the Week - CSI | work = ParentsTV.org | publisher = [[Parents Television Council]] | date = 2003-04-27 | url = http://www.parentstv.org/PTC/publications/bw/2003/0427worst.asp | archiveurl = https://web.archive.org/web/20050408103625/http://www.parentstv.org/PTC/publications/bw/2003/0427worst.asp | archivedate = 2005-04-08 | doi = | accessdate = 2007-06-28 | dead-url = no }}</ref><ref>{{cite web | last = Monaco | first = Carl | authorlink = | coauthors = | title = Worst TV Show of the Week - CSI on CBS | work = ParentsTV.org | publisher = [[Parents Television Council]] | date = 2003-10-30 | url = http://www.parentstv.org/PTC/publications/bw/2003/1030worst.asp | archiveurl = https://web.archive.org/web/20060831190818/http://www.parentstv.org/PTC/publications/bw/2003/1030worst.asp | archivedate = 2006-08-31 | doi = | accessdate = 2007-06-28 | dead-url = no }}</ref><ref>{{cite web | last = Bowling | first = Aubree | authorlink = | coauthors = | title = CSI - Worst Family TV Show of the Week | work = ParentsTV.org | publisher = [[Parents Television Council]] | date = 2004-11-01 | url = http://www.parentstv.org/PTC/publications/bw/2004/1101worst.asp | archiveurl = https://web.archive.org/web/20050914202343/http://www.parentstv.org/PTC/publications/bw/2004/1101worst.asp | archivedate = 2005-09-14 | doi = | accessdate = 2007-06-28 | dead-url = no }}</ref><ref>{{cite web | last = Bowling | first = Aubree | authorlink = | coauthors = | title = CSI - Worst Family TV Show of the Week | work = ParentsTV.org | publisher = [[Parents Television Council]] | date = 2004-11-21 | url = http://www.parentstv.org/PTC/publications/bw/2004/1121worst.asp | archiveurl = https://web.archive.org/web/20070504012636/http://www.parentstv.org/PTC/publications/bw/2004/1121worst.asp | archivedate = 2007-05-04 | doi = | accessdate = 2007-06-28 | dead-url = no }}</ref><ref name="ptc200502">{{cite web | last = Bowling | first = Aubree | authorlink = | coauthors = | title = CSI: Crime Scene Investigation - Worst Family TV Shows of the Week | work = ParentsTV.org | publisher = [[Parents Television Council]] | date = 2005-02-20 | url = http://www.parentstv.org/PTC/publications/bw/2005/0220worst.asp | archiveurl = https://web.archive.org/web/20070813002639/http://www.parentstv.org/PTC/publications/bw/2005/0220worst.asp | archivedate = 2007-08-13 | doi = | accessdate = 2007-06-28 | dead-url = no }}</ref>. PTC hefur sagt ákveðna CSI þætti vera með þeim verstu sem til eru. Ásamt því að PTC hefur valið þáttinn "King Baby" vera sá mest móðgandi þáttur vikunnar, <ref name="ptc200502"/> þetta hefur leitt PTC til að byrja herferð til þess að leggja inn kvartanir til FCC vegna þáttarins; til þessa árið 2007 hafa 13,000 meðlimir PTC kvartað til FCC vegna þáttarins. <ref>[http://www.parentstv.org/PTC/action/CSI/content.htm CSI Content] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20081218181418/http://www.parentstv.org/PTC/action/CSI/content.htm |date=2008-12-18 }} Retrieved on 2007-November 28.</ref> <ref>[http://www.parentstv.org/PTC/fcc/Complaints.asp Broadcast Indecency Campaign] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070503021051/http://www.parentstv.org/PTC/fcc/Complaints.asp |date=2007-05-03 }} Retrieved on 2007-November 28.</ref> PTC hefur einnig beðið Clorox um að taka auglýsingar sýnar úr CSI og [[CSI: Miami]] vegna þess hversu ofbeldisfullir þættirnir eru. <ref>{{cite press release | title = PTC Tells Clorox to Clean Up its Advertising | publisher = [[Parents Television Council]] |date=2006-11-15 | url = http://www.parentstv.org/PTC/publications/release/2006/1115.asp | accessdate = 2007-08-27 }}</ref> === Viðbrögð lögregluembætta === Önnur gagnrýni sem þátturinn hefur orðið fyrir er lýsing þáttarins á lögregluaðgerðum, sem sumir telja að sé ekki í raunveruleikanum <ref>{{cite news | url=http://www.aic.gov.au/services/careers/csi.html | title=The Real CSI | author=Ross MacDowell | publisher=Australian Sunday Herald | accessdate=2006-10-14 | archive-date=2006-09-18 | archive-url=https://web.archive.org/web/20060918000000/http://www.aic.gov.au/services/careers/csi.html | dead-url=yes }}</ref>. Til að mynda taka persónurnar ekki aðeins þátt í rannsókninni á vettvangninum, heldur taka þær einnig þátt í áhlaupum, eltingarleikjum og handtökum, yfirheyrslum á grunuðum og leysa málin, sem vanalega falla undir rannsóknarfulltrúana ekki CSI starfsmenn. Þó að sumir rannsóknarfulltrúar eru skráðir sem CSIs, þá er það mjög sjaldan í raunveruleikanum. Það er talið óviðeigandi og ólíklegt verklag að leyfa CSI starfsmönnum að vera viðrinna í rannsóknarvinnu þar sem það gæti gert lítið úr þeirri hlutdrægni sem vísindasönnunargögn gefa og þar að auki mynda það vera tímafrekt. CSI hefur samskonar einkenni og breski sjónvarpsþátturinn, "Silent Witness". Borgirnar norður af Las Vegas og Henderson, og aðliggjandi bæjarumdæmi og sýslur, myndu aldrei leyfa Las Vegas lögreglunni eða fyrirtækjum að koma og vinna í þeirra umdæmi, nema þegar glæpurinn hafi verið framinn í báðum umdæmunum. Þar að auki myndu CSI sem vinna fyrir LVMPD ekki ferðast milli annarra sýsla eins og Nye County, eða Pahrump eða annarra staða í Nevada, þar sem hver sýsla hefur mismunandi lög hvað varðar lögreglu. Sumar lögreglur og saksóknarar hafa gagnrýnt þáttinn fyrir að gefa almenning vitlausa mynd af því hvernig lögreglan rannsakar glæpi. Fórnarlömb og fjölskyldur þeirra eru farnar að vænta þess að fá svör við aðferðum eins og DNA greiningu og fingrafara greiningu, á meðan í raunveruleikanum geta þannig sönnunargögn tekið nokkra daga eða vikur. Saksóknarar taka einnig fram að hlutföll sakfellinga í málum þar sem lítil áþreifanleg sönnunargögn hafa minnkað, er það vegna áhrifa frá CSI á kviðdómendur <ref>{{cite news | url=http://www.usatoday.com/news/nation/2004-08-05-csi-effect_x.htm | title='CSI effect' has juries wanting more evidence | publisher=USA Today |date=2004-08-05}}</ref>. Samt sem áður eru ekki allar lögregludeildir krítsískar á þáttinn, margir CSI rannsakendur hafa verið mjög ánægðir með hversu mikil áhrif þátturinn hefur haft og eru mjög glaðir með þessa nýju frægð. === Lesbíu, samkynheigð, tvíkynhneigð og kynskiptingar málefni === Þetta samfélag hefur gagnrýnt þáttinn fyir neikvæða lýsingu á þeim <ref>{{cite web| url=http://www.glaad.org/action/al_archive_detail.php?id=324| title=CSI Sensationalizes Transgender Lives| accessdate=2007-07-16| publisher=[[GLAAD]]| archive-date=2007-09-29| archive-url=https://web.archive.org/web/20070929102652/http://www.glaad.org/action/al_archive_detail.php?id=324| dead-url=yes}}</ref>. Þrátt fyrir almenna ónægju, þá hefur þátturinn "Ch-Ch-Changes" í seríu 5 fengið mjög jákvæða umfjöllun frá kynskiptingum sérstaklega<ref name="afterellen1">{{cite web | url=http://www.afterellen.com/TV/2005/5/csi.html | title=CSI's Mixed Track Record on LGBT Characters | author=Malinda Lo | accessdate=2006-10-01 | publisher=After Ellen | archive-date=2006-10-19 | archive-url=https://web.archive.org/web/20061019020504/http://www.afterellen.com/TV/2005/5/csi.html | dead-url=yes }}</ref>. Ásamt því að þátturinn "Iced" í seríu 5 hefur sýnt samkynhneigða persónu sem var ekki fórnarlamb eða glæpamaður, heldur nágranni fórnarlambs <ref name="afterellen1"/>. == Verðlaun og tilnefningar == '''ASCAP Film and Television Music verðlaunin''' * 2013: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían. * 2009: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían. * 2006: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían. '''Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films''' * 2005: Tilnefndur sem besta sjónvarpsserían. * 2004: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían. '''American Cinema Editors''' * 2011: Tilnefndur fyri bestu klippinguna fyrir ''Pilot'' – Alex Mackie og Alec Smight. '''American Society of Cinematographers''' * 2010: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir ''Family Affair'' – Christian Sebaldt. * 2009: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir ''For Gedda'' – Nelson Cragg. * 2008: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir ''Ending Happy'' – James L. Carter. * 2007: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir ''Killer'' – Nathan Hope. * 2006: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir ''Who Shot Sherlock'' – Nathan Hope. * 2005: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir ''Down the Drain'' – Nathan Hope. * 2003: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir ''Snuff'' – Michael Barrett. * 2003: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir ''Fight Night'' – Frank Byers. * 2002: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir ''Alter Boys'' – Michael Barrett. '''Art Directors Guild''' * 2004: Tilnefndur fyrir bestu leikmyndahönnunina – Richard Berg, Tim Eckel og Debra Wilbur '''BMI Film & TV verðlaunin''' * 2013: Verðlaun fyrir bestu tónlistina - Pete Townshend. * 2009: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Pete Townshend. * 2008: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Pete Townshend. * 2005: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Pete Townshend og John M. Keane. * 2004: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – John M. Keane og Pete Townshend. * 2003: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – John M. Keane og Pete Townshend. * 2002: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – John M. Keane og Pete Townshend. * 2001: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – John M. Keane og Pete Townshend. '''California on Location verðlaunin''' * 2008: Verðlaun sem besti tökustaðsstjóri ársins – Paul Wilson. * 2003: Verðlaun sem besta framleiðslufyrirtæki ársins – CBS Production. '''Casting Society of America''' * 2001: Verðlaun sem leikaravalstjóri í dramaseríu – April Webster. '''Cinema Audio Society''' * 2008: Verðlaun fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir ''Living Doll'' – Michael Fowler, Yuri Reese og William Smith. * 2006: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir ''Grave Danger: Part 2'' – Yuri Reese, William Smith og Michael Fowler. * 2004: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir ''Grissom Versus The Volcano'' – Yuri Reese, William Smith og Michael Fowler. * 2003: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir ''Fight Night'' – Yuri Reese, William Smith og Michael Fowler. * 2002: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir ''Caged'' – Yuri Reese, William Smith og Michael Fowler. * 2001: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í sjónvarpsseríu fyrir ''Crate and Burial'' – Larry Benjamin, Ross Davis, Grover B. Helsley og Michael Fowler. '''Edgar Allan Poe verðlaunin''' * 2006: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandrit fyrir ''A Bullet Runs Through It: Part 1 og 2'' – Richard Catalani og Carol Mendelsohn. * 2006: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandrit fyrir ''Grave Danger'' – Anthony E. Zuiker, Carol Mendelsohn, Naren Shankar og [[Quentin Tarantino]]. '''Emmy verðlaunin''' * 2010: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir ''Family Affari'' – Christian Sebaldt. * 2010: Verðlaun fyrir bestu sjónrænubrellu í sjónvarpsseríu fyrir ''Family Affair'' – Sabrina Arnold, Rik Shorten, Steven Meyer, Derek Smith, Christina Spring, Joshua Cushner, Thomas Bremer, Mark R. Byers og Zachariah Zaubi. * 2009: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir ''For Warrick'' – James L. Carter. * 2009: Tilnefndur fyrir bestu gerviförðunina í sjónvarpsseríu, míniseríu, eða kvikmynd fyrir ''A Space Oddity'' – Matthew W. Mungle, Clinton Wayne, Melanie Levitt og Tom Hoerber. * 2009: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna fyrir ''Mascara'' – Mace Matiosian, Ruth Adelman, Jivan Tahmizian, David F. Van Slyke, Troy Hardy, Joseph T. Sabella og James Bailey. * 2008: Tilnefndur fyrir bestu förðunina í stakri-myndavél fyrir seríu (ekki-gervi) fyrir ''Dead Doll'' – Melanie Levitt, Tom Hoerber, Clinton Wayne og Matthew W. Mungle. * 2008: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna fyrir ''Cockroaches'' – Mace Matiosian, Ruth Adelman, Jivan Tahmizian, David F. Van Slyke, Chad J. Hughes, Joseph T. Sabella, Zane D. Bruce og Troy Hardy. * 2007: Verðlaun fyri besta hljóðmix í grín-dramaseríu fyrir ''Living Doll'' – Michael Fowler, Yuri Reese og William Smith. * 2007: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir ''Built to Kill: Part 1'' – Michael Slovis. * 2007: Tilnefndur fyrir bestu förðun (ekki-gervi) fyrir ''Fannysmackin'' – Melanie Levitt, Tom Hoerber, Matthew W. Mungle og Clinton Wayne. * 2007: Tilnefndur fyrir bestu tónlistarblöndun í dramseríu fyrir ''Law of Gravity'' – John M. Keane. * 2007: Tilnefndur fyrir bestu gerviförðunina í seríu, míniseríu eða kvikmynd fyrir ''Living Legand'' – Melanie Levitt, Tom Hoerber, Matthew W. Mungle og Clinton Wayne. * 2006: Verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna fyrir ''Gum Drops'' – Michael Slovis. * 2006: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix fyrir ''A Bullet Runs Through It'' – Yuri Reese, William Smith og Michael Fowler. * 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna fyrir ''A Bullet Runs Through It'' – Mace Matiosian, Ruth Adelman, David F. Van Slyke, Jivan Tahmizian,, Mark Allen, Troy Hardy, Zane D. Bruce og Joseph T. Sabella * 2005: Tilnefndur sem besti leikstjóri í dramaseríu fyrir ''Grave Danger – [[Quentin Taratino]]. * 2005: Tilnefndur fyrir bestu förðunina (ekki-gervi) fyrir ''Ch-Changes'' – Melanie Levitt, Matthew W. Mungle, Perri Sorel og Pam Phillips. * 2005: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í stakri-myndavél fyrir seríu fyrir ''Down the Drain'' – Michael Fowler, Yuri Reese og William Smith. * 2005: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu fyrir ''Down the Drain'' – Mace Matiosian, Ruth Adelman, Jivan Tahmizian, David F. Van Slyke, Todd Niesen, Christine H. Luethje, Joseph T. Sabella og Zane D. Bruce. * 2004: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna í stakri-myndavél fyrir seríu fyrir ''XX'' – Frank Byers. * 2004: Tilnefndur sem besta dramaserían. * 2004: Tilnefndur fyrir bestu förðunina (ekki-gervi) fyrir ''Assume Nothing & All For Our Country'' – Nicholas Pagliaro, John Goodwin, Melanie Levitt og Jackie Tichenor. * 2004: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í stakri-myndavél fyrir seríu fyrir ''Grissom vs. The Volcano'' – Yuri Reese, William Smith og Michael Fowler. * 2003: Verðlaun fyrir bestu hljóðklippingu fyrir ''Fight Night'' – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Ruth Adelman, Jivan Tahmizian, Sheri Ozeki, Joseph T. Sabella og Zane D. Bruce. * 2003: Tilnefndur sem besta dramaserían. * 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – [[Marg Helgenberger]]. * 2003: Tilnefndur fyrir bestu förðunina (ekki-gervi) fyrir ''Lady Heather´s Box'' – Nicholas Pagliaro, Melanie Levitt, John Goodwin og Jackie Tichenor. * 2003: Tilnefndur fyrir bestu gerviförðunina fyrir ''Got Murder'' – John Goodwin og Jacie Tichenor. * 2003: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stakri-myndavél fyrir seríu fyrir ''Revenge Is Best Served Cold'' – Yuri Reese, William Smith og Michael Fowler. * 2002: Verðlaun fyrir bestu förðunina (ekki-gervi) fyrir ''Slaves of Las Vegas'' – Nicholas Pagliaro, John Goodwin og Melanie Levitt. * 2002: Tilnefndur sem besta dramaserían. * 2002: Tilnefndur fyrir bestu gerviförðunina fyrir ''Overload'' – John Goodwin. * 2002: Tilnefndur fyrir besta hljóðmix í stakri-myndavél fyrir seríu fyrir ''Primum Non Nocere'' – Michael Fowler, Yuri Reese og William Smith. * 2002: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna fyrir ''Chasing the Bus'' – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Ruth Adelman, Jivan Tahmizian, Sheri Ozeki, Zane D. Bruce og Joseph T. Sabella. * 2001: Tilnefndur fyrir bestu liststjórnunina í stakri-myndavél fyrir seríu fyrir ''Friends And Lovers''. * 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – [[Marg Helgenberger]]. * 2001: Tilnefnd fyrir bestu kvikmyndaklippingu fyrir ''Pilot'' – Alex Mackie og Alec Smight. * 2001: Tilnefnd fyrir bestu hljóðklippinguna fyrir ''35K OBO'' – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Jivan Tahmizian, Ruth Adelman, Stan Jones, Zane D. Bruce og Joseph T. Sabella. '''Environmental Media verðlaunin''' * 2011: Verðlaun fyrir besta dramaþáttinn fyrir ''Fracked''. '''Genesis verðlaunin''' * 2006: Verðlaun sem besta dramaserían fyrir ''Unbearable''. '''Golden Globe verðlaunin''' * 2004: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – [[William Petersen]]. * 2004: Tilnefndur sem besta dramaserían. * 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – [[Marg Helgenberger]]. * 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – [[Marg Helgenberger]]. * 2002: Tilnefndur sem besta dramaserían. * 2001: Tilnefndur sem besta dramaserían. '''Image verðlaunin''' * 2011: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – [[Laurence Fishburne]]. * 2010: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – [[Laurence Fishburne]]. * 2010: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í dramaseríu fyrir ''Coup de Grace'' – Paris Barclay. * 2009: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – [[Laurence Fishburne]]. * 2008: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í dramaseríu fyrir ''Meet Market''. * 2007: Tilnefndur sem besti leikari í aukahluterki í dramaseríu - [[Gary Dourdan]]. * 2007: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandrit í dramaseríu fyrir ''Killer'' – Naren Shankar. * 2006: Verðlaun sem besti leikari í aukahluterki í dramaseríu – [[Gary Dourdan]]. * 2005: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – [Gary Dourdan]]. * 2004: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – [[Gary Dourdan]]. * 2003: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu – [[Gary Dourdan]]. '''Logie verðlaunin''' * 2005: Tilnefndur sem vinsælasta erlenda sjónvarpsserían. * 2004: Verðlaun sem vinsælasta erlenda sjónvarpsserían. '''Monte-Carlo TV Festival''' * 2012: Verðlaun sem besta dramaserían. * 2011: Verðlaun sem besta dramaserían. * 2010: Verðlaun sem besta dramaserían. * 2008: Verðlaun sem besta dramaserían. * 2007: Verðlaun sem besta dramaserían. * 2006: Verðlaun sem besta dramaserían. '''Motion Picture Sound Editors''' * 2013: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu tónlistarformi fyrir ''It Was A Very Good Year'' - Troy Hardy. * 2011: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu tónlistarformi fyrir ''Unshockable'' - Troy Hardy. * 2010: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu talformi og ADR í sjónvarpi fyrir ''Mascara'' - Mace Matiosian, Jivan Tahmizian og Ruth Adelman. * 2010: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu tónlistarformi fyrir ''Mascara'' - Troy Hardy. * 2010: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu hljóðbrelluformi og Foley í sjónvarpi fyrir ''Mascara'' - Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Ruth Adelman, James Bailey og Joseph T. Sabella. * 2009: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu talformi og ADR í sjónvarpi fyrir ''Bull'' – Mace Matiosian, Ruth Adelman og Jivan Tahmizian. * 2009: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu hljóðbrelluformi og Foley í sjónvarpi fyrir ''Bull'' – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Chad Hughes, David Van, Joseph T. Sabella og James Bailey. * 2008: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í talformi og ADR í sjónvarpi fyrir ''Cockroaches'' – Mace Matiosian, Jivan Tahmizian og Ruth Adelman. * 2008: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu hljóðbrelluformi og Foley í sjónvarpi fyrir ''Cockroaches'' – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Chad J. Hughes, Zane D. Bruce og Joseph T. Sabella. * 2007: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu talformi og ADR í sjónvarpi fyrir ''Fanny Smackin'' – Mace Matiosian, Ruth Adelman og Jivan Tahmizian. * 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í löngu tónlistarformi fyrir ''Grave Danger: Part 1 og 2'' – Christine H. Luethje. * 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í löngu hljóðbrelluformi og Foley fyrir ''Grave Danger'' – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, William Smith, Zane D. Bruce, Joseph T. Sabella, Shane Bruce og Jeff Gunn. * 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu tónlistarformi fyrir ''Snakes'' – Christine H. Luethje. * 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í stuttu hljóðbrelluformi og Foley í sjónvarpi fyrir ''A Bullett Runs Through It'' – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Mark Allen, William Smith, Zane D. Bruce, Joseph T. Sabella, Shane Bruce og Jeff Gunn. * 2005: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í tónlist fyrir ''No Humans Involved'' – Christine H. Luethje. * 2005: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í stuttu talformi og ADR fyrir ''Down the Drain'' – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Ruth Adelman, Jivan Tahmizian, Todd Niesen og Yuri Reese. * 2005: Tilnefndur fyrir besti hljóðklippingu í stuttu hljóðbrelluformi og Foley fyrir ''Down the Drain'' – Mace Matiosian og David F. Van Slyke. * 2004: Verðlaun fyrir bestu hljóðklippingu fyrir hljóðbrellu og Foley fyrir ''Grissom Vs The Volcano'' – Mace Matiosian og David F. Van Slyke. * 2003: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í talformi og ADR fyrir ''Fight Night'' – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Ruth Adelman og Jivan Tahmizian. * 2003: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippinguna í hljóðbrelluformi og Foley fyrir ''Fight Night'' – Mace Matiosian og David F. Van Slyke. * 2002: Verðlaun fyrir bestu hljóðklippingu fyrir hljóðbrellu og Foley fyrir ''35k OBO'' – Mace Matiosian, David F. Van Slyke, Ruth Adelma, Jivan Tahmizian. * 2001: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu fyrir hljóðbrellu og Foley fyrir ''Pilot'' – Mace Matiosian, David Rawlinson og David F. Van Slyke. '''National Television verðlaunin''' * 2004: Tilnefndur sem vinsælasta dramaserían. '''PGA verðlaunin''' * 2005: Tilnefndur sem besta dramaserían. * 2004: Tilnefndur sem besta dramaserían. * 2003: Tilnefndur sem besta dramaserían. * 2002: Tilnefndur sem besta dramaserían. * 2001: Verðlaun sem besta dramaserían. '''People´s Choice verðlaunin''' * 2013: Tilnefndur sem uppáhalds glæpadramaserían. * 2012: Tilnefndur sem uppáhalds glæpadramaserían. * 2009: Tilnefndur sem uppáhalds dramaserían. * 2008: Tilnefndur sem uppáhalds dramaserían. * 2007: Tilnefndur sem uppáhalds dramaserían. * 2006: Verðlaun sem uppáhalds dramaserían. * 2005: Verðlaun sem uppáhalds dramaserían. * 2004: Verðlaun sem uppáhalds dramaserían. * 2003: Verðlaun sem uppáhalds dramaserían. '''Satellite verðlaunin''' * 2003: Verðlaun sem besta dramaserían. * 2002: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – [[William Petersen]]. * 2002: Tilnefndur sem besta leikkona í dramaseríu – [[Marg Helgenberger]]. '''Screen Actors Guild verðlaunin''' * 2005: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu. * 2004: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu. * 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu. * 2002: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu. '''TP de Oro, Spain''' * 2009: Tilnefndur sem besta erlenda serían. * 2007: Tilnefndur sem besta erlenda serían. * 2006: Tilnefndur sem besta erlenda serían. * 2004: Verðlaun sem besta erlenda serían. * 2003: Verðlaun sem besta erlenda serían. '''TV Guide verðlaunin''' * 2001: Verðlaun sem besta nýja serían. * 2001: Tilnefndur sem besti leikari í nýrri seríu – [[William Petersen]]. * 2001: Tilnefndur sem besta leikkona í nýrri seríu – [[Marg Helgenberger]]. '''TV Quick verðlaunin''' * 2006: Verðlaun sem besta alþjóðlega sjónvarpsserían. '''Teen Choice verðlaunin''' * 2010: Verðlaun sem besti andstæðingurinn – [[Justin Bieber]]. * 2006: Tilnefndur sem besti leikari – [[George Eads]]. '''Television Critics Association verðlaunin''' * 2002: Tilnefndur sem besta dramaserían. * 2001: Tilnefndur sem besta nýja serían. * 2001: Tilnefndur sem besta dramaserían. '''Visual Effects Society verðlaunin''' * 2010: Verðlaun sem besti þátturinn fyrir opnunar senuna í ''10.01'' – Steven Meyer, Derek Smith, Christina Spring og Zachariah Zaubi. * 2010: Verðlaun fyrir auka sjónbrellu í þætti fyrir opnunar senuna í ''10.01'' – Sabrina Arnold, Steven Meyer, Rik Shorten og Derek Smith. '''Writers Guild of America''' * 2006: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir ''Grave Danger'' – Anthony E. Zuiker, Carol Mendelsohn, Naren Shankar og Quentin Tarantino. * 2002: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir ''Blood Drops'' – Ann Donahue og Tish McCarthy. '''Young Artist verðlaunin''' * 2009: Tilnefnd sem besta unga gestaleikkonan – Joey King. * 2003: Verðlaun sem besta unga gestaleikkonan – Sara Paxton. == Útgáfa == === Bækur === {| class="wikitable" |- ! Titill !! Höfundur !! Útgáfudagur |- |''Double Dealer'' || Max Allan Collins || Nóvember 2001 |- |''Sin City'' || Max Allan Collins || Octóber 2002 |- |''Cold Burn'' || Max Allan Collins || Apríl 2003 |- |''Body of Evidence'' || Max Allan Collins || Nóvember 2003 |- |''Grave Matters'' || Max Allan Collins || Octóber 2004 |- |''Binding Ties'' || Max Allan Collins || Apríl 2005 |- |''Killing Game'' || Max Allan Collins || Nóvember 2005 |- |''Snake Eyes'' || Max Allan Collins || September 2006 |- |''In Extremis'' || Ken Goddard || Octóber 2007 |- |''Nevada Rose'' || Jerome Preisler || Júní 2008 |- |''Headhunter'' || Greg Cox || Octóber 2008 |- |''Brass In Pocket'' || Jeff Mariotte || Ágúst 2009 |- |''The Killing Jar'' || Donn Cortez || Nóvember 2009 |- |''Blood Quantum'' || Jeff Mariotte || Febrúar 2010 |- |''Dark Sundays'' || Donn Cortez || Maí 2010 |- |''Skin Deep'' || Jerome Preisler || Ágúst 2010 |- |''Shock Treatment'' || Greg Cox || Nóvember 2010 |- |''The Burning Season'' || Jeff Mariotte || Júní 2011 |} === DVD útgáfa === ==== Svæði 1 ==== {| class="wikitable" border="1" |- !DVD Nafn !! Þæ# !! Útgáfudagur |- | Öll fyrsta serían || align="center"|23 || 25. mars, 2003 |- | Öll önnur serían || align="center"|23 || 2. september, 2003 |- | Öll þriðja serían || align="center"|23 || 30. mars, 2004 |- | Öll fjórða serían || align="center"|23 || 12. október, 2004 |- | Öll fimmta serían || align="center"|25 || 29. nóvember, 2005 |- | Öll sjötta serían || align="center"|24 || 14. nóvermber, 2006 |- | Öll sjöunda serían || align="center"|24 || 20. nóvember, 2007 |- | Öll áttunda serían || align="center"|17 || 14. október, 2008 |- | Öll níunda serían || align="center"|24 || 1. september, 2009* |- | Öll tíunda serían || align="center"|23 || 28. september, 2010 |- | Öll ellefta serían || align="center"|22 || 27. september, 2011 |- | Öll tólfta serían || align="center"|22 || 26. september, 2012 |- | Öll þrettánda serían || align="center"|22 || 17. september, 2013 |} ''*Serían 9 var gefin út í Bandaríkjunum 1.september. Kanadíska útgáfan er sett 22.september <ref>http://www.amazon.ca/CSI-Season-9/dp/B002I9TYSA/ref=sr_1_1?ie=UTF8&s=dvd&qid=1252264596&sr=8-1</ref>'' ==== Svæði 2 ==== {| class="wikitable" |- !DVD nafn !! Útgáfudagur |- | Sería 1 | 1 mars, 2010* |- | Sería 2 | 1 mars, 2010* |- | Sería 3 | 1 mars, 2010* |- | Sería 1–3 | 23 ágúst, 2004 |- | Sería 4 | 1 mars, 2010* |- | Sería 1–4 | 12 desember, 2005 |- | Sería 5 | 1 mars, 2010* |- | Sería 1–5 | 2 október, 2006 |- | Grave Danger Taratino þættirnir | 10 október, 2005 |- | Sería 6 | 1 mars, 2010* |- | Sería 7 | 1 mars, 2010* |- | Sería 8 | 1 mars, 2010* |- | Sería 1–8 | 26 október, 2009 |- | Sería 9 | 1 mars, 2010 |- | Sería 10 | 27 febrúar, 2011 |- | Sería 11 | 30 apríl, 2012 |- | Sería 12 | 1 júlí, 2013 |} * *Endurútgáfa sem heil sería. Seríur 1–8 voru gefnar út í tveim hlutum milli 2003 og 2009. ==== Svæði 4 ==== {| class="wikitable" border="1" |- !rowspan="2"| DVD Nafn !! colspan="3"| Útgáfu dagur |- !Heil sería !! Hluti 1 !! Hluti 2 |- |Sería 1 | 27. nóvember, 2003 | 21. október, 2002 | 9. apríl, 2003 |- |Sería 2 | 28. október, 2004 | 27. október, 2003 | 30. mars, 2004 |- |Sería 3 | 4. október, 2005 | 18. mars, 2005 | 13. september, 2005 |- |Sería 4 | 8. nóvember, 2006 | 12. maí, 2006 | 17. ágúst, 2006 |- |Sería 5 | 24. janúar, 2007 | útgefið | útgerfið |- |Grave Danger – Tarantino þættirnir | colspan="3"| 6. júní, 2007 |- |Sería 6 | 5. desember, 2007 | útgefið | útgefið |- |Sería 7 | 3. desember, 2008 | útgefið | útgefið |- |Sería 8 | 15. júlí, 2009 | útgefið | útgefið |- |Sería 9 | 2. júní, 2010 | útgefið | útgefið |- |Sería 10 | 3. ágúst, 2011 | útgefið | útgefið |- |Sería 11 | 6. júní, 2012 | | |} == Tengt efni == * [[CSI]] * [[CSI: Miami]] * [[CSI: NY]] == Tilvísanir == {{reflist|2}} == Heimildir == * {{wpheimild|tungumál= en|titill= CSI: Crime Scene Investigation|mánuðurskoðað= 10. september|árskoðað= 2009}} * {{imdb title|0247082|CSI: Crime Scene Investigation}} * [http://www.cbs.com/primetime/csi/ Heimasíða CSI: Crime Scene Investigation á CBS sjónvarpsstöðinni] == Tenglar == {{commonscat}} * {{imdb title|0247082|CSI: Crime Scene Investigation}} * [http://www.cbs.com/primetime/csi/ Heimasíða CSI: Crime Scene Investigation á CBS sjónvarpsstöðinni] * [http://www.csi-official.co.uk/ Breska Heimasíða CSI: Crime Scene Investigation] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20181111072828/http://www.csi-official.co.uk/ |date=2018-11-11 }} * [http://www.tvguide.com/tvshows/csi-crime-scene/100100 CSI: Crime Scene Investigation á TVGuide.com síðunni] [[Flokkur:Bandarískir sjónvarpsþættir]] 16qs959t6w5g11liq0c09dxh1kqv96h Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2010 0 87840 1765530 1761559 2022-08-20T22:10:53Z 89.160.233.104 /* Þátttökulið */ laga tengil wikitext text/x-wiki [[Mynd:Countries_in_the_FIFA_World_Cup_2010.svg|thumb|right|Þátttökulönd á HM 2010.]] '''Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010''' var haldið í [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]] dagana [[11. júní]] til [[11. júlí]] [[2010]]. Þetta var nítjánda [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla|heimsmeistarakeppnin]] og urðu [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánverjar]] heimsmeistarar í fyrsta sinn eftir sigur á [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Hollendingum]] í úrslitum. Þetta var fyrsta og enn sem komið er eina skiptið sem HM hefur farið fram í [[Afríka|Afríku]] en frammistaða afrísku liðanna olli þó vonbrigðum, einkum heimamanna sem urðu fyrstu gestgjafarnir til að falla úr leik í riðlakeppni. Það sama gilti raunar um [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítali]], ríkjandi heimsmeistara. Þjóðverjinn [[Thomas Müller]] varð markakóngur en [[Thomas Müller]] en [[Diego Forlán]] frá Úrúgvæ var valinn leikmaður mótsins. == Val á gestgjöfum == [[Mynd:Nelson_Mandela-2008_(edit).jpg|thumb|right|Frægð og tengslanet Nelson Mandela átti stóran þátt í að tryggja Suður-Afríku keppnina.]]HM 2010 var fyrsta mótið sem úthlutað var eftir skammlífri reglu [[FIFA]] um að keppnin skyldi færast milli fimm heimsálfa. Einungis Afríkulönd komu því til greina að þessu sinni. Fimm boð komu fram í fyrstu. Auk Suður-Afríku sóttu [[Egyptaland]] og [[Marokkó]] um gestgjafahlutverkið, en síðarnefnda landið var það eina í álfunni sem áður hafði falast eftir að halda keppnina. Að auki föluðust [[Túnis]] og [[Líbía]] eftir því að sjá sameiginlega um mótið. Síðar bættist [[Nígería]] í hópinn og viðruðu Nígeríumenn þá hugmynd sína að deila gestgjafahlutverkinu með grönnum sínum í [[Benín]], [[Gana]] og [[Tógó]]. Þegar [[Sepp Blatter]] lýsti því yfir að ekki væri áhugi á því hjá FIFA eftirleiðis að fela meira en einu landi að sjá um heimsmeistaramót drógu Nígeríumenn boð sitt til baka og það sama gerðu Túnis og Líbía. Eftir stóðu því aðeins þrjú boð. Ekki þurfti nema eina atkvæðagreiðslu til að komast að niðurstöðu. Enginn fulltrúi FIFA greiddi Egyptum atkvæði sitt, tíu völdu Marokkó en fjórtán Suður-Afríku. Valið var engan veginn augljóst, þar sem Marokkó hafði mun lengri knattspyrnuhefð og ferðalög frá Evrópu yrðu mun auðveldari þangað en til Suður-Afríku. Á hinn bóginn nýttu Suður-Afríkumenn sér til hins ítrasta vinsældir og frægð [[Nelson Mandela]] sem var verndari framboðsins. Í seinni tíð hafa komið fram ásakanir um að Suður-Afríkumenn hafi beitt mútum til að tryggja sér keppnina og var það hluti af spillingarrannsókn FIFA. Árið 2015 staðhæfði breska stórblaðið ''Daily Telegraph'' að Marokkó hefði í raun orðið hlutskarpast í kosningunni en úrslitum hefði verið breytt eftir á. ==Þátttökulið== 32 þjóðir mættu til leiks frá sex heimsálfum. {{col-begin}} {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Australia.svg|20px]] [[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]] * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]] * [[Mynd:Flag of North Korea.svg|20px]] [[Norðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Norður-Kórea]] * [[Mynd:Flag of South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Norður-Kórea]] * [[Mynd:Flag of Algeria.svg|20px]] [[Alsírska karlalandsliðið í knattspyrnu|Alsír]] * [[Mynd:Flag of Ivory Coast.svg|20px]] [[Fílabeinsströndin]] * [[Mynd:Flag of Ghana.svg|20px]] [[Ganverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gana]] * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]] * [[Mynd:Flag of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]] * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]] (gestgjafar) {{col-3}} * [[Mynd:Flag of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]] * [[Mynd:Flag of Honduras.svg|20px]] [[Hondúrska karlalandsliðið í knattspyrnu|Hondúras]] * [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]] * [[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] * [[Mynd:Flag of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]] * [[Mynd:Flag of New Zealand.svg|20px]] [[Nýsjálenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nýja-Sjáland]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] * [[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] * [[Mynd:Flag of Greece.svg|20px]] [[Gríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Grikkland]] * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] * [[Mynd:Flag of Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]] * [[Mynd:Flag of Serbia.svg|20px]] [[Serbneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Serbía]] * [[Mynd:Flag of Slovakia.svg|20px]] [[Slóvakíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Slóvakía]] * [[Mynd:Flag of Slovenia.svg|20px]] [[Slóvenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Slóvenía]] * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]] (meistarar) * [[Mynd:Flag of Switzerland.svg|20px]] [[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]] * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]] {{col-end}} == Lukkudýr == Lukkdýr keppninnar var ''Zakumi'', [[hlébarði]] með mannlega eiginleika og grænt hár. Nafnið er samsetning úr bókstöðunum ZA (alþjóðlegum einkennisstöfum Suður-Afríku) og orðinu ''kumi'', sem merkir töluna 10 í ýmsum afrískum tungumálum og vísar til ártalsins 2010. Grænn og gulur litur Zakumi kallaðist einnig á við landsliðsbúning Suður-Afríku. Sú ákvörðun skipuleggjenda að fela fyrirtæki í eigu suður-afrísks stjórnmálamanns að framleiða Zakumi-fígúrur í verksmiðju í [[Kína]] olli nokkru uppnámi í Suður-Afríku, þar sem réttara þótti að nota mótið til atvinnusköpunar heima fyrir. == Knattspyrnuvellir == <center> {{Clear}}<div style="max-width:760px; padding-top:1px"> {| class="wikitable" style="float:left; text-align:center; height:769px" |- ! [[Jóhannesarborg]] |- | [[Soccer City]] |- | Heildarfjöldi: '''91,141''' |- | [[Mynd:Soccer City Stadium Exterior.jpg|160px]] |- ! [[Durban]] |- | [[Moses Mabhida Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''70,000''' |- | [[Mynd:Moses Mabhida Stadion durban aerial view 1.jpg|160px]] |- ! [[Höfðaborg]] |- | [[Cape Town Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''69,070''' |- | [[Mynd:Cape Town Stadium - panoramio.jpg|160px]] |- ! [[Jóhannesarborg]] |- | [[Ellis Park Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''62,567''' |- | [[Mynd:Ellis Park Stadium.jpg|160px]] |} {| class="wikitable" style="float:right; text-align:center; height:769px" |- ! [[Polokwane]] |- | [[Peter Mokaba Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''46,000''' |- | [[Mynd:Peter Mokaba Stadium in Polokwane, Limpopo, South Africa (8714600990).jpg|160px]] |- ! [[Rustenburg]] |- | [[Royal Bafokeng Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''44,530''' |- | |- ! [[Nelspruit]] |- | [[Mbombela Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''43,589''' |- | [[Mynd:Mbombela Stadium Aerial View.jpg|160px]] |} {| class="wikitable" style="text-align:center; height: 769px" |- ! [[Pretoría]] ! [[Port Elizabeth|Elísabetarhöfn]] |- | [[Loftus Versfeld Stadium]] | [[Nelson Mandela Bay Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''51,760''' | Heildarfjöldi: '''48,000''' |- | [[Mynd:Loftus_Versfeld_Stadium.jpg|160px]] | [[Mynd:Nelson Mandela Stadium in Port Elizabeth.jpg|160px]] |- |colspan=2| {{location map+ |Suður-Afríka |float=left |width=400|places= {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-26.234797 |long=27.982353 |label=[[Jóhannesarborg]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-29.829444 |long=31.030278 |label=[[Durban]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-33.903461 |long=18.411153 |label=[[Höfðaborg]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-25.753333 |long=28.222778 |label=[[Pretoría]]|position=top}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-33.937778 |long=25.598889 |label=[[Port Elizabeth|Elísabetarhöfn]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-29.117292 |long=26.208847 |label=[[Bloemfontein]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-23.924689 |long=29.468765 |label=[[Polokwane]]|position=bottom}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-25.5786 |long=27.1607 |label=[[Rustenburg]]|position=left}} {{location map~ |Suður-Afríka |lat=-25.46172 |long=30.929689 |label=[[Nelspruit]]|position=top}}}} |- ! [[Bloemfontein]] |- | [[Free State Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''48,000''' |- | |} </div> </center> == Keppnin == === Riðlakeppnin === Keppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit. ==== Riðill A ==== Líkt og fjórum árum fyrr léku heimamenn í opnunarleik keppninnar, þar sem Suður-Afríka og Mexíkó skildu jöfn, 1:1. Síðar sama dag gerðu Úrúgvæ og Frakkland markalaust jafntefli. Allt logaði í deilum innan franska landsliðshópsins og lið þeirra hrundi gjörsamlega. Í næsta leik töpuðu Frakkar fyrir Mexíkó og loks fyrir heimamönnum í síðustu umferðinni. Sá sigur dugði þó gestgjöfunum ekki áfram, því markatala þeirra var slæm eftir 3:0 tap fyrir toppliði Úrúgvæ. Suður-Afríka varð því fyrsta gestgjafaþjóðin í sögunni sem mistókst að komast upp úr riðlakeppni. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]]||[[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]||3||2||1||0||4||0||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||1||1||0||3||2||+1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]]||[[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]||3||1||1||0||3||5||-2||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]]||[[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]||3||0||1||2||1||4||-3||'''1''' |- |} 11. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 11. júní - Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 16. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoríu * [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 17. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 22. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 22. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka ==== Riðill B ==== Argentína var annað tveggja liða til að klára sinn riðil á fullu húsi stiga. Sigur heimamanna frá Suður-Kóreu á Grikkjum reyndist að lokum tryggja þeim hitt sætið í útsláttarkeppninni. Nígería olli vonbrigðum og lauk keppni með eitt stig. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||3||0||0||7||1||+6||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of South Korea.svg|20px]]||[[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]||3||2||1||0||5||6||-1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]]||[[Gríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Grikkland]]||3||1||0||2||2||5||-3||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]]||[[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]||3||0||1||2||3||5||-2||'''1''' |- |} 12. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]] Grikkland 12. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 17. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 4 : 1 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 17. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]] Grikkland 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 22. júní - Moses Mabhida leikvangurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 22. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_Greece.svg|20px]] Grikkland 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína ==== Riðill C ==== Það var stutt milli hláturs og gráturs í C-riðli, þar sem öll liðin áttu möguleika á að komast áfram fyrir lokaumferðina. Þegar fáeinar sekúndur voru til leiksloka virtust Englendingar og Slóvenar með pálmann í höndunum, en sigurmark Bandaríkjamanna á Alsír í uppbótartíma kom þeim í efsta sætið en Slóvenar sátu eftir með sárt ennið. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]]||[[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]||3||1||2||0||4||3||+1||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of England.svg|20px]]||[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]||3||1||2||0||2||1||+1||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]]||[[Slóvenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Slóvenía]]||3||1||1||0||3||3||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]]||[[Alsírska karlalandsliðið í knattspyrnu|Alsír]]||3||0||1||2||0||2||-2||'''1''' |- |} 12. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 13. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] Alsír 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] Slóvenía 18. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] Slóvenía 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 18. júní - Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] Alsír 23. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] Slóvenía 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 23. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] Bandaríkin 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] Alsír ==== Riðill D ==== Miklar vonir voru bundnar við afrísku liðin á fyrsta heimsmeistaramótinu sem fram fór í heimsálfunni. Einungis Gana stóð undir væntingum og komst áfram úr strembnum riðli, þar sem Þjóðverjar nældu í toppsætið. Til þess þurftu þó Ástralir, sem voru nálega fallnir úr keppni, að spilla fyrir Serbum með því að vinna þá í lokaleiknum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]||3||2||0||1||5||1||+4||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Ghana.svg|20px]]||[[Ganverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gana]]||3||1||1||1||2||2||0||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]]||[[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]||3||1||1||1||2||6||-3||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]]||[[Serbneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Serbía]]||3||1||0||2||2||3||-1||'''3''' |- |} 13. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] Serbía 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 13. júní - Moses Mabhida leikvangurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 4 : 0 [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 18. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] Serbía 19. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 23. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] Gana 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskaland 23. júní - Mbombela leikvangurinn, Nelspruit * [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] Ástralía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] Serbía ==== Riðill E ==== Kamerún varð ásamt liði Norður-Kóreu það eina sem fór stigalaust frá mótinu. Hollendingar unnu alla þrjá leiki sína og varð lokaviðureign Dana og Japana því hreinn úrslitaleikur um hitt sætið í útsláttarkeppninni. Japanir höfðu betur, 3:1. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]]||[[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]||3||3||0||0||5||1||+4||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]]||[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]]||[[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]||3||1||0||2||3||6||-3||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]]||[[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]||3||0||0||3||2||5||-3||'''0''' |- |} 14. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] Danmörk 14. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] Kamerún 19. júní - Moses Mabhida leikvagurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 19. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] Kamerún 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] Danmörk 24. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] Danmörk 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 24. júní - Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg * [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] Kamerún 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland ==== Riðill F ==== Heimsmeistarar Ítala voru taldir frekar heppnir þegar dregið var í riðla. Annað átti eftir að koma á daginn. Jafntefli gegn Paragvæ í fyrsta leik þóttu ásættanleg úrslit. Áfallið reið þó yfir þegar Ítalir gerðu sitt annað jafntefli gegn Nýsjálendingum sem enduðu á að verða eina taplausa liðið í keppninni með þrjú jafntefli. Paragvæ tryggði sér toppsætið með margalausu jafntefli við Nýja-Sjáland í lokaumferðinni á meðan Slóvakar og Ítalir mættust í hreinum úrslitaleik um annað sætið. Það kom í hlut Slóvaka, 3:2, þar sem slóvakíska liðið var sterkara frá upphafi til enda. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||3||1||2||0||3||1||+2||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Slovakia.svg|20px]]||[[Slóvakíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Slóvakía]]||3||1||1||1||4||5||-1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_New Zealand.svg|20px]]||[[Nýsjálenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nýja-Sjáland]]||3||0||3||0||2||2||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]]||[[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]||3||0||2||1||4||5||-1||'''2''' |- |} 14. júní - Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 15. júní - Royal Bafokeng leikvangurinn, Rustenburg * [[Mynd:Flag_of_New Zealand.svg|20px]] Nýja-Sjáland 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Slovakia.svg|20px]] Slóvakía 20. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_Slovakia.svg|20px]] Slóvakía 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 20. júní - Mbombela leikvangurinn, Nelspruit * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_New Zealand.svg|20px]] Nýja-Sjáland 24. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Slovakia.svg|20px]] Slóvakía 3 : 2 [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 24. júní - Peter Mokaba leikvangurinn, Polokwane * [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_New Zealand.svg|20px]] Nýja-Sjáland ==== Riðill G ==== Norður-Kóreumenn stóðu rækilega uppi í hárinu á Brasilíu í fyrsta leik sínum á HM frá því í [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1966|Englandi 1966]]. Lokatölur urðu 2:1 fyrir Brasilíu. Þessi góða frammistaða fyllti stjórnvöld í Norður-Kóreu bjartsýni og þau ákváðu að heimila fyrstu beinu knattspyrnuútsendinguna í landinu á móti Portúgal í næsta leik. Þar fékk liðið hins vegar á baukinn gegn Portúgal og tapaði 7:0. Hin góða markatala Portúgala gerði það að verkum að liðinu dugði markalaust stórmeistarajafntefli í lokaleiknum til Brasilíu til að tryggja sér annað sætið á eftir Suður-Ameríkumönnunum og skildu þar með Fílabeinsströndina eftir með sárt ennið. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||2||1||0||5||2||+3||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Portugal.svg|20px]]||[[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]||3||1||2||0||7||0||+7||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]]||[[Fílabeinsströndin]]||3||1||1||1||4||3||+1||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_North Korea.svg|20px]]||[[Norðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Norður-Kórea]]||3||0||0||3||1||12||-11||'''0''' |- |} 15. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]] Fílabeinsströndin 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] Portúgal 15. júní - Ellis Park Stadium, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_North Korea.svg|20px]] Norður-Kórea 20. júní - Soccer City, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 3 : 1 [[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]] Fílabeinsströndin 21. júní - Höfðaborgarleikvangurinn, Höfðaborg * [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] Portúgal 7 : 0 [[Mynd:Flag_of_North Korea.svg|20px]] Norður-Kórea 25. júní - Moses Mabhida leikvangurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] Portúgal 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 25. júní - Mbombela leikvangurinn, Nelspruit * [[Mynd:Flag_of_North Korea.svg|20px]] Norður-Kórea 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]] Fílabeinsströndin ==== Riðill H ==== Svisslendingar fengu óskabyrjun þegar þeir sigruðu Spánverja í upphafsleik riðilsins á meðan Síle lagði Hondúras. Spánverjar hrukku þó í gang og unnu tvo næstu leiki. Hondúras hafnaði á botninum en náði þó að setja strik í reikninginn hjá Svisslendingum með því að gera jafntefli við þá í lokaleiknum og bæði lið sátu eftir í riðlinum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]]||[[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]||3||2||0||1||3||2||+1||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]]||[[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]||3||1||1||1||1||1||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]]||[[Hondúrska karlalandsliðið í knattspyrnu|Hondúras]]||3||0||1||2||0||3||-3||'''1''' |- |} 16. júní - Mbombela leikvangurinn, Nelspruit * [[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]] Hondúras 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] Síle 16. júní - Moses Mabhida leikvangurinn, Durban * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 21. júní - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth * [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] Síle 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 21. júní - Ellis Park leikvangurinn, Jóhannesarborg * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]] Hondúras 25. júní - Loftus Versfeld leikvangurinn, Pretoria * [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] Síle 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 25. júní - Free State leikvangurinn, Bloemfontein * [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] Sviss 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Honduras.svg|20px]] Hondúras === Útsláttarkeppni === ==== 16 liða úrslit ==== *{{URY}} 2-1(1-0) {{KOR}} *{{USA}} 1-2 Prorr. (1-1, 0-1) {{GHA}} *{{GER}} 4-1(2-1) {{ENG}} *{{ARG}} 3-1(2-0) {{MEX}} *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 2-1(1-0) {{SVK}} *{{BRA}} 3-0(2-0) {{CHL}} *{{PRY}} 0-0 Prorr. 5-3 PSO {{JPN}} *{{ESP}} 1-0(0-0) {{PRT}} ==== Fjórðungsúrslit ==== *[[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] 2-1(0-1) {{BRA}} *{{URY}} 1-1 Prorr. (1-1, 0-1) 4-2 PSO {{GHA}} *{{ARG}} 0-4(0-1) {{GER}} *{{PRY}} 0-1(0-0) {{ESP}} ==== Undanúrslit ==== *{{URY}} 2-3(1-1) [[File:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] *{{GER}} 0-1(0-0) {{ESP}} === Bronsleikur === Leikurinn um þriðja sætið var fjörlegur, þar sem bæði lið komust yfir áður en Þjóðverjar knúðu fram 3:2 sigur. Thomas Müller og Diego Forlán náðu báðir að skora í keppninni um gullskóinn. Þýskaland hefur oftast allra hafnað í 3ja sæti á HM (fjórum sinnum) en Úrúgvæ á metið yfir að enda í fjórða sæti (þrisvar sinnum). 10. júlí - Nelson Mandela Bay leikvangurinn, Port Elizabeth, áh. 35.254 * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Þýskland 3 : 2 [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ ===Úrslitaleikur=== Viðureign Spánverja og Hollendinga var í járnum og einkenndist af grófum varnarleik, þar sem fjórtán gul spjöld voru gefin og Hollendingar léku manni færri síðustu tíu mínúturnar, en áður höfðu mest verið gefin sex spjöld í úrslitaleik. Bæði lið fengu færi til að skora í venjulegum leiktíma. Allt stefndi þó í vítaspyrnukeppni þar til [[Andrés Iniesta]] skoraði sigurmarkið á 116. mínútu. Spánverjar urðu þar með fyrsta liðið til að heimsmeistarar sem ríkjandi Evrópumeistarar frá því að Vestur-Þjóðverjar unnu það afrek [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1974|árið 1974]]. 11. júlí - Soccer City, Jóhannesarborg, áh. 84.490 * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 1 : 0 (e.framl.) [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland == Markahæstu leikmenn == Thomas Müller hreppti gullskó FIFA með fimm mörk skoruð. Þrír aðrir leikmenn skoruðu jafn mörg mörk en áttu ekki jafnmargar stoðsendingar og Müller. Alls skiptu 98 leikmenn á milli sín 145 mörkum, tvö þeirra voru sjálfsmörk. ;5 mörk * {{GER}} [[Thomas Müller]] * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Wesley Sneijder]] * {{ESP}} [[David Villa]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Diego Forlán]] ;4 mörk * {{ARG}} [[Gonzalo Higuaín]] * {{GER}} [[Miroslav Klose]] * [[Mynd:Flag_of_Slovakia.svg|20px]] [[Róbert Vittek]] ;3 mörk * {{BRA}} [[Luís Fabiano]] * [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] [[Asamoah Gyan]] * [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Landon Donovan]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Luis Suárez]] [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:2010]] 5uso8i48ajiwqsj6gq1o9syfund6ill Snið:Stærstu þéttbýlissvæði í heimi 10 89467 1765515 1705543 2022-08-20T19:21:06Z Dagvidur 4656 Leiðrétti stafsetningu í heiti borga wikitext text/x-wiki {{Navbox with columns | name = Stærstu þéttbýlissvæði í heimi | title = 30 stærstu [[Þéttbýli|þéttbýlissvæði]] í heimi | above = 2018 [https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_largest_cities List of largest cities] | state = collapsed | fullwidth = true | colstyle = text-align:left;font-size:100%; |col1 = <table align="center" style="background:transparent; line-height:1.2em; text-align:right;" cellspacing="0" cellpadding="2"> <tr><td>1.<td align="left" style="width:5.5em;">[[Tókýó]]&nbsp;-&nbsp;[[Yokohama]] <tr><td>2.<td align="left">[[Delí]] <tr><td>3.<td align="left">[[Sjanghæ]] <tr><td>4.<td align="left">[[Sao Paulo]] <tr><td>5.<td align="left">[[Mexíkóborg]] <tr><td>6.<td align="left">[[Kaíró]] </table> |col2 = <table align="center" style="background:transparent; line-height:1.2em; text-align:right;" cellspacing="0" cellpadding="2"> <tr><td>7.<td align="left" style="width:5.5em;">[[Mumbai]] <tr><td>8.<td align="left">[[Peking]] <tr><td>9.<td align="left">[[Dakka]] <tr><td>10.<td align="left">[[Osaka]] <tr><td>11.<td align="left">[[New York-borg]] <tr><td>12.<td align="left">[[Karachi]] </table> |col3 = <table align="center" style="background:transparent; line-height:1.2em; text-align:right;" cellspacing="0" cellpadding="2"> <tr><td>13.<td align="left" style="width:5.5em;">[[Buenos Aires]] <tr><td>14.<td align="left">[[Chungking]] <tr><td>15.<td align="left">[[Istanbúl]] <tr><td>16.<td align="left">[[Kolkata]] <tr><td>17.<td align="left">[[Manila]] <tr><td>18.<td align="left">[[Lagos]] </table> |col4 = <table align="center" style="background:transparent; line-height:1.2em; text-align:right;" cellspacing="0" cellpadding="2"> <tr><td>19.<td align="left" style="width:5.5em;">[[Rio de Janeiro]] <tr><td>20.<td align="left">[[Karachi]] <tr><td>21.<td align="left">[[Tianjin]] <tr><td>22.<td align="left">[[Kinsasa]] <tr><td>23.<td align="left">[[Guangzhou]] <tr><td>24.<td align="left">[[Los Angeles]] </table> |col5 = <table align="center" style="background:transparent; line-height:1.2em; text-align:right;" cellspacing="0" cellpadding="2"> <tr><td>25.<td align="left" style="width:5.5em;">[[Moskva]] <tr><td>26.<td align="left">[[Shenzhen]] <tr><td>27.<td align="left">[[Lahore]] <tr><td>28.<td align="left">[[Bangalore]] <tr><td>29.<td align="left">[[París]] <tr><td>30.<td align="left">[[Bogota]] </table> </table> }}<noinclude> {{DEFAULTSORT:{{PAGENAME}}}} [[Flokkur:Þemasnið]] </noinclude> j4m06h08w1intg8pcozmyohuc1p557q Novak Djokovic 0 108448 1765476 1713895 2022-08-20T13:12:14Z Boja02 59499 /* Grand slam árangur */ wikitext text/x-wiki [[Mynd:Novak Djokovic Miami 2012.jpg|thumb|right|300px|Novak Djokovic að keppa 2012.]] '''Novak Djokovic''' (''Новак Ђоковић'' eða ''Novak Đoković'' á [[serbneska|serbnesku]]; fæddur [[22. maí]] [[1987]], [[Belgrad]]) er [[Serbía|serbneskur]] atvinnumaður í [[tennis]]. == Grand slam árangur == * Ástralska opna: '''sigurvegari''' (2008, 2011, 2012, 2013, 2015, 2016, 2019, 2020, 2021) * Franska opna: '''sigurvegari''' (2016, 2021) * Wimbledon: '''sigurvegari''' (2011, 2014, 2015, 2018, 2019, 2021, 2022) * Bandaríska opna: '''sigurvegari''' (2011, 2015, 2018) == Tengill == * [http://www.novakdjokovic.rs/index.php?jezik=2 Novak Djokovic site] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120414073432/http://www.novakdjokovic.rs/index.php?jezik=2 |date=2012-04-14 }} {{DEFAULTSORT:Djokovic, Novak}} [[Flokkur:Tennisleikarar]] [[Flokkur:Serbar]] {{f|1987}} smizxc6xtbnlf7nn2wje6n7g6tf4ako Ungmennafélagið Einherji 0 116204 1765481 1688197 2022-08-20T13:32:47Z 89.160.233.104 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Ungmennafélagið Einherji | Gælunafn = Einherjar | Stofnað = 1. desember 1929 | Leikvöllur = Vopnafjarðarvöllur | Stærð = N/A | Stjórnarformaður = Linda Björk Stefánsdóttir | Knattspyrnustjóri = Akim Armstrong | Deild = [[3. deild karla í knattspyrnu|3. deild karla]] | Tímabil = 2018 | Staðsetning = 6. sæti | pattern_la1=|pattern_b1=|pattern_ra1=| | leftarm1=ff7f00|body1=ff7f00|rightarm1=ff7f00|shorts1=008001|socks1=008001| | pattern_la2 = |pattern_b2 =__lightbluestripes2 | leftarm2 = FFFFFF |body2 = FFFFFF|rightarm2 = FFFFFF | shorts2 = 5583FF |socks2 = FFFFFF}} '''Ungmennafélagið Einherji''' er íslenskt íþróttafélag frá [[Vopnafjörður|Vopnafirði]]. Félagið var stofnað árið 1929. Einherji, eins og félagið er kallað í daglegu tali, heldur úti öflugu yngri flokka starfi í knattspyrnu og blaki og meistaraflokki karla í knattspyrnu. Félagið er nefnt eftir einherjum úr norrænni goðafræði. == Saga == Félagið var stofnað í Félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði 1. desember 1929 sem Íþróttafélagið Einherjar. Fyrsti formaður félagsins var Ingólfur Erlendsson. Nafni félagsins var breytt í Ungmennafélagið Einherjar árið 1943 og seinna var því breytt í Ungmennafélagið Einherji. Árið 1974 tók félagið í fyrsta skipti þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu; í gömlu 3. deildinni ([[2. deild karla í knattspyrnu|2. deild karla]]). Á síðari hluta áttunda áratugsins var liðið oft nálægt því að tryggja sér sæti í 2. deild ([[1. deild karla í knattspyrnu|1. deild karla]]). En árið 1981 komst liðið loks upp um deild eftir að hafa slegið [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]] út í umspili um sæti í 1. deild. Á níunda áratugnum lék liðið alls sex leiktíðir í næstefstu deild og náði sínum besta árangri árið 1986. Þá lenti liðið í 5. sæti 1. deildar eftir að hafa verið í toppbaráttu fram á næstsíðustu umferð. Árið 1990 hafði liðið fallið niður um tvær deildir; alla leið niður í D deild. Liðið hefur ekki komist ofar síðan þá. ==Þjálfarar== {{col-begin}} {{col-2}} *{{ISL}} Gunnlaugur Dan Ólafsson (1974) *{{ISL}} Skarphéðinn Óskarsson (1975) *{{ISL}} Þórir Jónsson (1976) *{{ISL}} Sigurður Þorsteinsson (1977) *{{ISL}} Ingólfur Hannesson (1978) *{{ISL}} Þormóður Einarsson (1979) *{{ISL}} Einar Friðþjófsson (1980) *{{ISL}} [[Ólafur Jóhannesson (football manager)|Ólafur Jóhannesson]] (1981–1982) *{{ISL}} Gústaf Baldvinsson (1983) *{{ISL}} Hreiðar Sigtryggsson (1985) *{{ISL}} Snorri Rútsson (1985) *{{ISL}} Njáll Eiðsson (1986), (1988–1989), (1996) *{{ISL}} Aðalbjörn Björnsson (1987), (1991–1992), (1995) {{col-2}} *{{ISL}} Örnólfur Oddsson (1990) *{{ISL}} Ólafur Ólafsson (1993) *{{ISL}} Eysteinn Kristinsson (1994) *{{ISL}} Sigurður Pálsson (1998) *{{ISL}} Hallgrímur Guðmundsson (1999) *{{ISL}} Helgi Már Þórðarson (2003–2004) *{{ISL}} Davíð Örvar Ólafsson (2009–2010) *{{SKO}} David Hannah (2011 – June, 2012) *{{SKO}} Ryan McCann (bráðabirgðaþjálfari) (June 2012 – Aug 31, 2012) *{{ISL}} Víglundur Páll Einarsson (2013–2015), (2017) *{{ISL}} Yngvi Borgþórsson (2016) *{{ISL}} Jón Orri Ólafsson (2018) *{{TTO}} Akim Armstrong (2019) {{col-end}} == Leikmenn == === Leikmenn meistaraflokks karla í knattspyrnu === {{Fs start}} {{Fs player|no=1|nat=TTO|name=Javon Sample|pos=GK}} {{Fs player|no=3|nat=ESP|name=Ruben Muñoz Castellanos|pos=DF}} {{Fs player|no=4|nat=ISL|name=Guðni Þór Sigurjónsson|pos=MF}} {{Fs player|no=5|nat=ISL|name=Benedikt Blær Guðjónsson|pos=MF}} {{Fs player|no=6|nat=BGR|name=Zhivko Dinev|pos=DF}} {{Fs player|no=7|nat=ISL|name=Bjartur Aðalbjörnsson|pos=MF}} {{Fs player|no=8|nat=ISL|name=Sigurður Donys Sigurðsson|pos=FW}} {{Fs player|no=9|nat=TTO|name=Jared Jolon Bennett|pos=MF}} {{Fs player|no=10|nat=ISL|name=Heiðar Snær Ragnarsson|pos=MF}} {{Fs player|no=11|nat=ISL|name=Heiðar Aðalbjörnsson|pos=MF}} {{Fs mid}} {{Fs player|no=12|nat=ISL|name=Björgvin Geir Garðarsson|pos=GK}} {{Fs player|no=13|nat=ISL|name=Árni Fjalar Óskarsson|pos=DF}} {{Fs player|no=14|nat=ISL|name=Sigurður Jóhannsson|pos=MF}} {{Fs player|no=15|nat=ISL|name=Eiður Orri Ragnarsson|pos=MF}} {{Fs player|no=17|nat=BGR|name=Dilyan Kolev|pos=MF}} {{Fs player|no=18|nat=TTO|name=Akim Armstrong|pos=FW}} {{Fs player|no=19|nat=BGR|name=Todor Hristov|pos=MF}} {{Fs player|no=20|nat=ISL|name=Víglundur Páll Einarsson|pos=DF}} {{Fs player|no=21|nat=ISL|name=Marteinn Þór Vigfússon|pos=FW}} {{Fs end}} ==Met leikmanna== ===Flestir deildaleikir=== :{|class="wikitable" |-bgcolor="#efefef" ! ! Nafn ! Ár ! Tímabil ! Leikir |- | 1 |{{ISL}} Kristján Davíðsson |1976-1995 |20 |278 |- | 2 |{{ISL}} Aðalbjörn Björnsson |1974-1998 |24 |251 |- |} ===Flest deildamörk=== ''Frá 11. júlí 2019'' ''Tölfræði vantar frá árunum 1974 til 1981'' :{|class="wikitable" |-bgcolor="#efefef" ! ! Nafn ! Ár ! Tímabil ! Mörk |- | 1 |{{ISL}} Sigurður Donys Sigurðsson |2003, 2009, 2012–nútíð |10 |77 |- | 2 |{{ISL}} Hallgrímur Guðmundsson |1985-1999 |N/A |67 |- | 3 |{{BGR}} Todor Hristov |2015–nútíð |5 |50 |- |4 |{{ISL}} Gunnlaugur Bjarnar Baldursson |2009–2018 |10 |50 |- | 5 |{{ISL}} ''Kristján Davíðsson'' |''1976-1995'' |''20'' |''40 (Frá 1981)'' |} [[Flokkur:Íþróttafélög frá Austurlandi]] {{s|1929}} igdy300c5gwug4xnilodxp0l8x0zt7s 1765528 1765481 2022-08-20T22:00:50Z 89.160.233.104 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Ungmennafélagið Einherji | Gælunafn = Einherjar | Stofnað = 1. desember 1929 | Leikvöllur = Vopnafjarðarvöllur | Stærð = N/A | Stjórnarformaður = Linda Björk Stefánsdóttir | Knattspyrnustjóri = Akim Armstrong | Deild = [[4. deild karla í knattspyrnu|4. deild karla]] | Tímabil = 2021 | Staðsetning = 11. sæti í 3. deild (fall) | pattern_la1=|pattern_b1=|pattern_ra1=| | leftarm1=ff7f00|body1=ff7f00|rightarm1=ff7f00|shorts1=008001|socks1=008001| | pattern_la2 = |pattern_b2 =__lightbluestripes2 | leftarm2 = FFFFFF |body2 = FFFFFF|rightarm2 = FFFFFF | shorts2 = 5583FF |socks2 = FFFFFF}} '''Ungmennafélagið Einherji''' er íslenskt íþróttafélag frá [[Vopnafjörður|Vopnafirði]]. Félagið var stofnað árið 1929. Einherji, eins og félagið er kallað í daglegu tali, heldur úti öflugu yngri flokka starfi í knattspyrnu og blaki og meistaraflokki karla í knattspyrnu. Félagið er nefnt eftir einherjum úr norrænni goðafræði. == Saga == Félagið var stofnað í Félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði 1. desember 1929 sem Íþróttafélagið Einherjar. Fyrsti formaður félagsins var Ingólfur Erlendsson. Nafni félagsins var breytt í Ungmennafélagið Einherjar árið 1943 og seinna var því breytt í Ungmennafélagið Einherji. Árið 1974 tók félagið í fyrsta skipti þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu; í gömlu 3. deildinni ([[2. deild karla í knattspyrnu|2. deild karla]]). Á síðari hluta áttunda áratugsins var liðið oft nálægt því að tryggja sér sæti í 2. deild ([[1. deild karla í knattspyrnu|1. deild karla]]). En árið 1981 komst liðið loks upp um deild eftir að hafa slegið [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]] út í umspili um sæti í 1. deild. Á níunda áratugnum lék liðið alls sex leiktíðir í næstefstu deild og náði sínum besta árangri árið 1986. Þá lenti liðið í 5. sæti 1. deildar eftir að hafa verið í toppbaráttu fram á næstsíðustu umferð. Árið 1990 hafði liðið fallið niður um tvær deildir; alla leið niður í D deild. Liðið hefur ekki komist ofar síðan þá. ==Þjálfarar== {{col-begin}} {{col-2}} *{{ISL}} Gunnlaugur Dan Ólafsson (1974) *{{ISL}} Skarphéðinn Óskarsson (1975) *{{ISL}} Þórir Jónsson (1976) *{{ISL}} Sigurður Þorsteinsson (1977) *{{ISL}} Ingólfur Hannesson (1978) *{{ISL}} Þormóður Einarsson (1979) *{{ISL}} Einar Friðþjófsson (1980) *{{ISL}} [[Ólafur Jóhannesson (football manager)|Ólafur Jóhannesson]] (1981–1982) *{{ISL}} Gústaf Baldvinsson (1983) *{{ISL}} Hreiðar Sigtryggsson (1985) *{{ISL}} Snorri Rútsson (1985) *{{ISL}} Njáll Eiðsson (1986), (1988–1989), (1996) *{{ISL}} Aðalbjörn Björnsson (1987), (1991–1992), (1995) {{col-2}} *{{ISL}} Örnólfur Oddsson (1990) *{{ISL}} Ólafur Ólafsson (1993) *{{ISL}} Eysteinn Kristinsson (1994) *{{ISL}} Sigurður Pálsson (1998) *{{ISL}} Hallgrímur Guðmundsson (1999) *{{ISL}} Helgi Már Þórðarson (2003–2004) *{{ISL}} Davíð Örvar Ólafsson (2009–2010) *{{SKO}} David Hannah (2011 – June, 2012) *{{SKO}} Ryan McCann (bráðabirgðaþjálfari) (June 2012 – Aug 31, 2012) *{{ISL}} Víglundur Páll Einarsson (2013–2015), (2017) *{{ISL}} Yngvi Borgþórsson (2016) *{{ISL}} Jón Orri Ólafsson (2018) *{{TTO}} Akim Armstrong (2019) {{col-end}} == Leikmenn == === Leikmenn meistaraflokks karla í knattspyrnu === {{Fs start}} {{Fs player|no=1|nat=TTO|name=Javon Sample|pos=GK}} {{Fs player|no=3|nat=ESP|name=Ruben Muñoz Castellanos|pos=DF}} {{Fs player|no=4|nat=ISL|name=Guðni Þór Sigurjónsson|pos=MF}} {{Fs player|no=5|nat=ISL|name=Benedikt Blær Guðjónsson|pos=MF}} {{Fs player|no=6|nat=BGR|name=Zhivko Dinev|pos=DF}} {{Fs player|no=7|nat=ISL|name=Bjartur Aðalbjörnsson|pos=MF}} {{Fs player|no=8|nat=ISL|name=Sigurður Donys Sigurðsson|pos=FW}} {{Fs player|no=9|nat=TTO|name=Jared Jolon Bennett|pos=MF}} {{Fs player|no=10|nat=ISL|name=Heiðar Snær Ragnarsson|pos=MF}} {{Fs player|no=11|nat=ISL|name=Heiðar Aðalbjörnsson|pos=MF}} {{Fs mid}} {{Fs player|no=12|nat=ISL|name=Björgvin Geir Garðarsson|pos=GK}} {{Fs player|no=13|nat=ISL|name=Árni Fjalar Óskarsson|pos=DF}} {{Fs player|no=14|nat=ISL|name=Sigurður Jóhannsson|pos=MF}} {{Fs player|no=15|nat=ISL|name=Eiður Orri Ragnarsson|pos=MF}} {{Fs player|no=17|nat=BGR|name=Dilyan Kolev|pos=MF}} {{Fs player|no=18|nat=TTO|name=Akim Armstrong|pos=FW}} {{Fs player|no=19|nat=BGR|name=Todor Hristov|pos=MF}} {{Fs player|no=20|nat=ISL|name=Víglundur Páll Einarsson|pos=DF}} {{Fs player|no=21|nat=ISL|name=Marteinn Þór Vigfússon|pos=FW}} {{Fs end}} ==Met leikmanna== ===Flestir deildaleikir=== :{|class="wikitable" |-bgcolor="#efefef" ! ! Nafn ! Ár ! Tímabil ! Leikir |- | 1 |{{ISL}} Kristján Davíðsson |1976-1995 |20 |278 |- | 2 |{{ISL}} Aðalbjörn Björnsson |1974-1998 |24 |251 |- |} ===Flest deildamörk=== ''Frá 11. júlí 2019'' ''Tölfræði vantar frá árunum 1974 til 1981'' :{|class="wikitable" |-bgcolor="#efefef" ! ! Nafn ! Ár ! Tímabil ! Mörk |- | 1 |{{ISL}} Sigurður Donys Sigurðsson |2003, 2009, 2012–nútíð |10 |77 |- | 2 |{{ISL}} Hallgrímur Guðmundsson |1985-1999 |N/A |67 |- | 3 |{{BGR}} Todor Hristov |2015–nútíð |5 |50 |- |4 |{{ISL}} Gunnlaugur Bjarnar Baldursson |2009–2018 |10 |50 |- | 5 |{{ISL}} ''Kristján Davíðsson'' |''1976-1995'' |''20'' |''40 (Frá 1981)'' |} [[Flokkur:Íþróttafélög frá Austurlandi]] {{s|1929}} j3cqmmykoxg7jpmb8sdvseci2lvx6mj Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1986 0 133471 1765538 1756827 2022-08-20T22:17:55Z 89.160.233.104 /* D-riðill */ laga tengil wikitext text/x-wiki [[Mynd:Maradona-Mundial 86 con la copa.JPG|thumb|[[Diego Maradona]] fagnar með bikarnum. Argentína vann mótið ósigrað|alt=Diego Maradona fagnar með bikarnum. Argentína vann mótið ósigrað]] '''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1986''' eða '''HM 1986''' var haldið í [[Mexíkó]] dagana [[31. maí]] til [[29. júní]]. Þetta var þrettánda [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla|heimsmeistarakeppnin]] og urðu [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentínumenn]] meistarar í annað sinn eftir sigur á [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þjóðverjum]] í úrslitum. [[Diego Maradona]], fyrirliði Argentínu, var í aðalhlutverki hjá sínum mönnum og skoraði minnisstæð mörk. Englendingurinn [[Gary Lineker]] varð markakóngur keppninnar með sex mörk. Líkt og fjórum árum fyrr voru þátttökuliðin á mótinu 24 talsins. Tekið var upp nýtt keppnisfyrirkomulag, þar sem hætt var með milliriðla en þess í stað farið beint í sextán liða útsláttarkeppni eftir riðlakeppnina. == Val á gestgjöfum == Árið 1973 sóttist knattspyrnusamband [[Kólumbía|Kólumbíu]] eftir því að halda HM 1986. Umsóknin vakti athygli, til að mynda hafði landið á þeim tímapunkti aldrei haldið úrslitakeppni [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu|Copa America]] og skorti ýmsa mikilvæga innviði. Á hinn bóginn hafði Kólumbía tveimur árum fyrr haldið Ameríkuleikana í íþróttum og náinn vinskapur var á milli forseta knattspyrnusambandsins og [[Stanley Rous]] forseta [[FIFA]]. Kólumbíumenn fengu mótinu úthlutað á FIFA-þinginu árið 1974. Eftir því sem tíminn leið tóku tvær grímur að renna á marga íbúa Kólumbíu. Geypilegur kostnaður við [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1978|HM 1978]] í Argentínu var talið víti til varnaðar. Fjölgun þátttökuliða á [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1982|HM 1982]] úr 16 í 24 var líka talin hleypa kostnaðinum mikið upp þótt [[João Havelange]], forseti FIFA, hafi tekið jákvætt í að fækka keppnisþjóðum tímabundið aftur. Mestu skipti þó að forseti landsins, [[Julio César Turbay Ayala]] var neikvæður í garð þess að halda mótið og stjórn hans gerði lítið til að undirbúa það. Lokahátíð HM á Spáni lauk með því að dreginn var út gríðarstór borði þar sem gestir voru boðnir velkomnir til Kólumbíu fjórum árum síðar. Í nóvember sama ár urðu skipuleggjendur keppninnar þó að gefa hana frá sér vegna peningaskorts. Vaxandi óöld í Kólumbíu vegna vinstrisinnaðra skæruliða og uppgangs eiturlyfjahringa áttu vafalítið þátt í að FIFA féllst þegar á þessa ósk. Fjórar þjóðir buðust til þess að hlaupa í skarðið. Það voru [[Brasilía]], sem dró sig fljótlega til baka, [[Kanada]], [[Mexíkó]] og [[Bandaríkin]]. Þrátt fyrir að knattspyrnuyfirvöld í Bandaríkjunum hefðu meiri áhuga á að halda [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1994|HM 1994]], eins og síðar varð raunin, skiluðu þau inn metnaðarfullri umsókna og það sama gilti um Kanadamenn. Fulltrúum beggja landa varð því lítt skemmt þegar Mexíkó varð fyrir valinu í maí 1983, þrátt fyrir að hafa skilað mjög efnislítilli umsókn, með völlum sem ekki uppfylltu kröfur FIFA. Fulltrúar Mexíkó voru hins vegar vel tengdir í stjórnkerfi alþjóðaknattspyrnunnar, auk þess sem landið gat státað af mun meiri fótboltahefð en grannar þess í norðri. Mexíkó varð því fyrsta landið í sögunni til að fá úthlutað heimsmeistaramóti í annað sinn. Árið 1985 riðu harðir jarðskjálftar yfir Mexíkó með mikilli eyðileggingu. Um tíma var óttast að aflýsa þyrfti mótinu eða finna því enn nýjan stað, en að lokum ákváðu stjórnvöld að halda sínu striki og láta keppnina fara fram. == Undankeppni == 121 þjóð skráði sig til leiks í undankeppninni og börðust þær um 22 laus sæti, til viðbótar við heimamenn og ríkjandi heimsmeistara. Evrópuliðin kepptu í fjórum fimm liða riðlum, sem hver um sig gaf tvö sæti í úrslitakeppninni og þremur fjögurra liða riðlum þar sem annað sætið fór í umspil annað hvort innan álfunnar eða við fulltrúa Eyjaálfu. [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]] komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn frá [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1966|HM 1966]] með því að ná öðru sæti á eftir [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þjóðverjum]] en á kostnað liða [[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóðar]] og [[Tékkóslóvakíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tékkóslóvakíu]]. [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danir]] höfðu betur gegn [[Sovéska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sovétmönnum]] og komust í fyrsta sinn í úrslitakeppni. Sterk lið á borð við [[Austurríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Austurríki]] og [[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavíu]] máttu sitja heima. [[Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ísland]] vann 1:0 sigur á [[Velska karlalandsliðið í knattspyrnu|Wales]] í upphafsleik síns riðils en tapaði öllum öðrum leikjum. Úrslitin urðu þó afdrifarík því þau kostuðu Wales sæti í umspili. Það kom í hlut [[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skota]] sem enduðu á að leggja [[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástrali]] í tveggja leikja einvígi og komu sér til Mexíkó. Grannþjóðirnar [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]] og [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] léku umspilsleiki um síðasta lausa sæti Evrópu. Hvort lið vann sinn leikinn en Belgar fóru áfram á útivallarmarkareglunni. Suður-Ameríkukeppnin fór fram í þremur riðlum, þar sem sigurvegararnir [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]], [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] og [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]] fóru beint í úrslit. [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] varð fjórða liðið eftir umspil. Í Afríku höfðu lið frá álfunni norðanverðri talsverða yfirburði og komu öll fjögur liðin í undanúrslitunum frá Miðjarðarhafssvæðinu. [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]] og [[Alsírska karlalandsliðið í knattspyrnu|Alsír]] tryggðu sér farseðlana. [[Kanadíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kanada]] varð óvæntur fulltrúi Norður- og Mið-Ameríku í fyrsta sinn. Í Asíu var forkeppninni svæðisskipt þar sem vesturhlutinn fékk eitt sæti í úrslitunum en austurhlutinn hitt. [[Íraska karlalandsliðið í knattspyrnu|Írak]] komst í fyrsta og enn sem komið er í eina skiptið í úrslit HM. Afrekið var þeim mun meira í ljósi þess að liðið þurfti að leika alla leiki á útivöllum eða hlutlausum völlum vegna [[Stríð Íraks og Írans|stríðsins við Íran]]. Í austurhlutanum vann [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]] allar viðureignir sínar og komst í úrslit í fyrsta sinn frá [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1954|HM 1954]]. == Þátttökulið == Tuttugu og fjórar þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum. {{col-begin}} {{col-4}} * [[Mynd:Flag_of_Iraq.svg|20px]] [[Íraska karlalandsliðið í knattspyrnu|Írak]] * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]] * [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] [[Alsírska karlalandsliðið í knattspyrnu|Alsír]] * [[Mynd:Flag_of_Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]] * [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] (gestgjafar) * [[Mynd:Flag_of_Canada.svg|20px]] [[Kanadíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kanada]] {{col-4}} * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]] * [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] {{col-4}} * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]] * [[Mynd:Flag_of_Bulgaria.svg|20px]] [[Búlgarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búlgaría]] * [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] (meistarar) * [[Mynd:Flag_of_Northern Ireland.svg|20px]] [[Norðurírska karlalandsliðið í knattspyrnu|Norður-Írland]] {{col-4}} * [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] [[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]] * [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]] * [[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]] [[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]] * [[Mynd:Flag_of_Soviet Union.svg|20px]] [[Sovéska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sovétríkin]] * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]] * [[Mynd:Flag_of_Hungary.svg|20px]] [[Ungverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ungverjaland]] * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þýskaland]] {{col-end}} == Lukkudýr == Einkennistákn mótsins var ''Pique'', sem var [[jalapeño]]-kryddbelgur, en það krydd er einmitt mikið notað í mexíkanskri matargerðarlist. Pique var með barðastóran sombrero-hatt á höfði og veglegt yfirvaraskegg. Ekki kunnu allir heimamenn að meta persónuna, sem þótti mjög minna á gamaldags staðalmyndir af Mexíkóum. == Leikstaðir == Keppt var í ellefu borgum víðs vegar um Mexíkó. Flestir leikirnir fóru fram í höfuðborginni, þar af fjórir á Olimpico Universitario Stadium og níu viðureignir á Azteca-leikvangnum, þar á meðal opnunarleikurinn og úrslitaleikurinn sjálfur. Jalisco-leikvangurinn í Guadalajara hýsti sjö leiki og Cuauhtémoc-leikvangurinn í Puebla fimm. == Keppnin == Liðunum 24 var skipt niður í sex riðla. Tvö efstu liðin fóru áfram úr hverjum riðli og þau fjögur lið sem bestum árangri náðu í þriðja sæti sömuleiðis. === Riðlakeppni === ====A-riðill==== Heimsmeistarar Ítala ollu vonbrigðum með því að gera einungis jafntefli við Búlgara í opnunarleik keppninnar. Stórmeistarajafntefli í leik Argentínu og Ítalíu í annarri umferðinni gerði það að verkum að Ítalir urðu að vinna Suður-Kóreu í loka leiknum. Asíska liðið vakti athygli fyrir góðan leik þótt það uppskæri einungis eitt stig og sæti eftir í riðlinum. Argentína þurfti lítið fyrir toppsætinu að hafa. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||2||1||0||6||2||-4||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]]||[[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]||3||1||2||0||5||4||+1||'''4''' |- ! style="background:#00FF00;" |3||[[Mynd:Flag_of_Bulgaria.svg|20px]]||[[Búlgarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búlgaría]]||3||0||2||1||2||4||-2||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]]||[[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]||3||0||1||2||4||7||-3||'''1''' |- |} 31. maí - Azteca, Mexíkóborg * [[Mynd:Flag_of_Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 2. júní - Estadio Olímpico Universitario, Mexíkóborg * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 3 : 1 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 5. júní - Estadio Cuauhtémoc, Puebla * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 5. júní - Estadio Olímpico Universitario, Mexíkóborg * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría 10. júní - Estadio Cuauhtémoc, Puebla * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 2 : 3 [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 10. júní - Estadio Olímpico Universitario, Mexíkóborg * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría ====B-riðill==== Írakar kepptu á sínu fyrsta og enn sem komið er eina heimsmeistaramóti. Lið þeirra tapaði öllum leikjunum með minnsta mun og fór stigalaust heim. Gestgjafar Mexíkóa hirtu efsta sæti riðilsins með fimm stig og Belgar máttu sætta sig við þriðja sætið á eftir Paragvæ en liðin gerðu 2:2 jafntefli í lokaleiknum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||2||1||0||4||2||+2||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||3||1||2||0||4||3||-2||'''4''' |- ! style="background:#00FF00;" |3||[[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]]||[[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]||3||1||1||1||5||5||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Iraq.svg|20px]]||[[Íraska karlalandsliðið í knattspyrnu|Írak]]||3||0||0||3||1||4||-3||'''0''' |- |} 3. júní - Azteca, Mexíkóborg * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 4. júní - Estadio Nemesio Díez, Toluca * [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Iraq.svg|20px]] Írak 7. júní - Azteca, Mexíkóborg * [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 8. júní - Estadio Nemesio Díez, Toluca * [[Mynd:Flag_of_Iraq.svg|20px]] Írak 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 11. júní - Estadio Nemesio Díez, Toluca * [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 11. júní - Azteca, Mexíkóborg * [[Mynd:Flag_of_Iraq.svg|20px]] Írak 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó ====C-riðill==== Sovétmenn sigruðu í riðlinum og unnu stærsta sigurinn á HM 1986, þegar þeir skelltu Ungverjum 6:0. Það þýddi að Ungverjar komust ekki í 16-liða úrslitin þrátt fyrir að vinna einn sigur, á Kanadamönnum sem töpuðu öllum leikjum sínum. Frakkar fylgdu Sovétmönnum áfram í næstu umferð. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Soviet Union.svg|20px]]||[[Sovéska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sovétríkin]]||3||2||1||0||9||1||+8||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of France.svg|20px]]||[[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]||3||2||1||0||5||1||+4||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Hungary.svg|20px]]||[[Ungverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ungverjaland]]||3||1||0||2||2||9||-7||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Canada.svg|20px]]||[[Kanadíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kanada]]||3||0||0||3||0||5||-5||'''0''' |- |} 1. júní - Estadio Nou Camp, León * [[Mynd:Flag_of_Canada.svg|20px]] Kanada 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 2. júní - Estadio Sergio León Chavez, Irapuato * [[Mynd:Flag_of_Soviet Union.svg|20px]] Sovétríkin 6 : 0 [[Mynd:Flag_of_Hungary.svg|20px]] Ungverjaland 5. júní - Estadio Nou Camp, León * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Soviet Union.svg|20px]] Sovétríkin 6. júní - Estadio Sergio León Chavez, Irapuato * [[Mynd:Flag_of_Hungary.svg|20px]] Ungverjaland 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Canada.svg|20px]] Kanada 9. júní - Estadio Nou Camp, León * [[Mynd:Flag_of_Hungary.svg|20px]] Ungverjaland 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 9. júní - Estadio Sergio León Chavez, Irapuato * [[Mynd:Flag_of_Soviet Union.svg|20px]] Sovétríkin 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Canada.svg|20px]] Kanada ====D-riðill==== Norður-Írar og Alsíringar voru bæði spútniklið á HM 1982, en ollu vonbrigðum að þessu sinni. Jafntefli þeirra í fyrsta leik reyndist bræðrabylta, þar sem Spánverjar og Brasilíumenn reyndust of stór biti fyrir bæði lið. Brasilíumenn sigruðu í riðlinum eftir 1:0 sigur á Spáni í fyrsta leik. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||3||0||0||9||1||+8||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]]||[[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||3||2||0||1||5||2||+3||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Northern Ireland.svg|20px]]||[[Norðurírska karlalandsliðið í knattspyrnu|Norður-Írland]]||3||0||1||2||2||6||-4||'''1''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]]||[[Alsírska karlalandsliðið í knattspyrnu|Alsír]]||3||0||1||2||1||5||-4||'''1''' |- |} 1. júní - Estadio Jalisco, Guadalajara * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 3. júní - Estadio Tres de Marzo, Zapopan * [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] Alsír 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Northern Ireland.svg|20px]] Norður-Írland 6. júní - Estadio Jalisco, Guadalajara * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] Alsír 7. júní - Estadio Tres de Marzo, Zapopan * [[Mynd:Flag_of_Northern Ireland.svg|20px]] Norður-Írland 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 12. júní - Estadio Jalisco, Guadalajara * [[Mynd:Flag_of_Northern Ireland.svg|20px]] Norður-Írland 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 12. júní - Estadio Tecnológico, Monterrey * [[Mynd:Flag_of_Algeria.svg|20px]] Alsír 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn ====E-riðill==== Tvö jafntefli, gegn Skotum og Vestur-Þjóðvejum, dugðu liði Úrúgvæ til að komast í næstu umferð þrátt fyrir 6:1 ósigur á móti Dönum. Skotar ollu stuðningsmönnum sínum vonbrigðum og fengu bara eitt stig. Danir urðu óvænt efstir í riðlinum eftir sætan 2:0 sigur á grönnum sínum Vestur-Þjóðverjum, en þýska liðið grét þurrum tárum enda gaf annað sætið mun viðráðanlegri andstæðing í 16-liða úrslitunum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]]||[[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]||3||3||0||0||9||1||+8||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]]||[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þýskaland]]||3||1||1||1||3||4||-1||'''3''' |- ! style="background:#00FF00;" |3||[[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]]||[[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]||3||0||2||1||2||7||-5||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]]||[[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]]||3||0||1||2||1||3||-2||'''1''' |- |} 4. júní - Estadio La Corregidora, Querétaro * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Vestur-Þýskaland 4. júní - Estadio Neza 86, Nezahualcóyotl * [[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]] Skotland 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] Danmörk 8. júní - Estadio La Corregidora, Querétaro * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Vestur-Þýskaland 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]] Skotland 8. júní - Estadio Neza 86, Nezahualcóyotl * [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] Danmörk 6 : 1 [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 13. júní - Estadio La Corregidora, Querétaro * [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] Danmörk 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Vestur-Þýskaland 13. júní - Estadio Neza 86, Nezahualcóyotl * [[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]] Skotland 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ ====F-riðill==== Fyrirfram var búist við harðri baráttu Evrópuþjóðanna þriggja um toppsætið í F-riðli. Annað kom þó á daginn. Marokkó gerð jafntefli við Pólverja og Englendinga og skellti svo Portúgölum í lokaleiknum, 3:1. Portúgalska liðið mátti sætta sig við botnsætið þrátt fyrir sigur á Englendingum, en leikmenn Portúgal eyddu mestöllu undirbúningstímabilinu fyrir mótið í harðri kjaradeilu við knattspyrnusambandið þar sem þeir vildu hærri launagreiðslur. Gary Linkeker skoraði þrennu fyrir England í lokaleiknum gegn Pólverjum sem kom liði hans áfram í keppninni. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Morocco.svg|20px]]||[[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]||3||1||2||0||3||1||-2||'''4''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of England.svg|20px]]||[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]||3||1||1||1||3||1||+2||'''3''' |- ! style="background:#00FF00;" |3||[[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]]||[[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]||3||1||1||1||1||3||-2||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]]||[[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]||3||1||ö||2||4||7||-3||'''2''' |- |} 2. júní - Estadio Universitario, San Nicolás de los Garza * [[Mynd:Flag_of_Morocco.svg|20px]] Marokkó 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] Pólland 3. júní - Estadio Tecnológico, Monterrey * [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] Portúgal 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 6. júní - Estadio Tecnológico, Monterrey * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Morocco.svg|20px]] Marokkó 7. júní - Estadio Universitario, San Nicolás de los Garza * [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] Pólland 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] Portúgal 11. júní - Estadio Universitario, San Nicolás de los Garza * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 3 : 0 [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] Pólland 11. júní - Estadio Tres de Marzo, Zapopan * [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] Portúgal 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Morocco.svg|20px]] Marokkó == Útsláttarkeppni == === 16-liða úrslit === Heimamenn komust í fjórðungsúrslitin eftir 2:0 sigur á Búlgörum á troðfullum Azteca-vellinum í fyrstu viðureign 16-liða úrslitanna. Síðar sama dag fór fram einn æsilegasti leikur í sögu HM, þar sem Sovétmenn og Belgar gerðu 2:2 jafntefli í venjulegum leiktíma. Í framlengingu skoruðu Belgar tvívegis en Sovétmenn aðeins einu sinni. Suður-Ameríkustórveldin Brasilía og Argentína fóru töltölulega vandræðalítið áfram eftir að hafa unnið Pólland og Úrúgvæ. Frakkar slógu heimsmeistara Ítala úr keppni og Vestur-Þjóðverjar lentu í miklum vandræðum gegn Marokkó, þar sem sigurmark frá [[Lothar Matthäus]] í blálokin réð úrslitum. Englendingar unnu 3:0 sigur á Paragvæ þar sem Gary Liniker skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni. Lokaleikur 16-liða úrslitanna var á milli Dana og Spánverja. Danmörk hafði byrjað með miklum látum í keppninni en var rækilega kippt niður á jörðina, 5:1, þar sem [[Emilio Butragueño]] skoraði fernu. 15. júní - Azteca, Mexíkóborg, áh. 114.580 * [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] 2 : [[Mynd:Flag_of_Bulgaria.svg|20px]] [[Búlgarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búlgaría]] 0 15. júní - Estadio Nou Camp, León, áh. 32.277 * [[Mynd:Flag of Soviet Union.svg|20px]] [[Sovéska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sovétríkin]] 3 : [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]] 4 (e. framl.) 16. júní - Estadio Jalisco, [[Guadalajara (Mexíkó)|Guadalajara]], áh. 45.000 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasiía]] 4 : [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] [[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]] 0 16. júní - Estadio Cuauhtémoc, Puebla, áh. 26.000 * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 1 : [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]] 0 17. júní - Estadio Olímpico Universitario, Mexico City, áh. 70.000 * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] 0 : [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] 2 17. júní - Estadio Universitario, San Nicolás de los Garza, áh. 19.800 * [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]] 0 : [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þýskaland]] 1 18. júní - Estadio Azteca, Mexico City, áh. 98.720 * [[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] 3 : [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] 0 18. júní - Estadio La Corregidora, Querétaro, áh. 38.500 * [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] 1 : [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]] 5 === Fjórðungsúrslit === Stórleikur fjórðungsúrslitanna var viðureign Brasilíu og Frakklands. Careca og [[Michel Platini]] skoruðu hvor sitt markið í leik leik sem fór í vítakeppni sem Frakkarnir unnu. Vestur-Þjóðverjar þurftu einnig á vítakeppni að halda til að sigra heimamenn Mexíkóa eftir markalausan leik. Þriðja vítaspyrnukeppnin var í viðureign Spánar og Belgíu, þar sem Belgar höfðu betur, 4:5. Eini leikurinn þar sem úrslit réðust í venjulegum leiktíma var milli Argentínumanna og Englendinga. Viðureignin var tilfinningaþrungin vegna [[Falklandseyjastríðið|Falklandseyjastríðsins]]. Diego Maradona var í aðalhlutverki í 2:1 sigri, þar sem hann skoraði annars vegar eitt minnisstæðasta einleiksmark í sögu HM en hins vegar afar umdeilt mark þar sem hann slæmdi höndinni í knöttinn. 21. júní - Estadio Jalisco, [[Guadalajara (Mexíkó)|Guadalajara]] , áh. 65.000 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 1 : [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] 1 (3:4 e. vítak.) 21. júní - Estadio Universitario, San Nicolás de los Garza, áh. 41.700 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þýskaland]] 0 : [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] 0 (4:1 e. vítak.) 22. júní - Azteca, Mexíkóborg, áh. 114.580 * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 2 : [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] 1 22. júní - Estadio Cuauhtémoc, Puebla, áh. 45.000 * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]] 1 : [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]] 1 (4:5 e. vítak.) === Undanúrslit === Eftir afar rólega byrjun sýndu Vestur-Þjóðverjar tennurnar á móti Frökkum. Tvö mörk frá Brehme og Völler komu þýska liðinu í úrslit annað mótið í röð. Í hinum undanúrslitaleiknum skoraði Maradona tvívegis gegn spútnikliði Belga. 25. júní - Estadio Jalisco, [[Guadalajara (Mexíkó)|Guadalajara]], áh. 45.000 * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] 0 : [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þýskaland]] 2 25. júní - Azteca, Mexíkóborg, áh. 114.500 * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 2 : [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]] 0 === Bronsleikur === Frakkar máttu sætta sig við að leika um þriðja sætið aðra keppnina í röð. Bæði lið komust yfir í venjulegum leiktíma sem lauk 2:2. Í framlengingu reyndust Frakkarnir sterkari og skoruðu í tvígang. 28. júní - Estadio Cuauhtémoc, Puebla, áh. 21.600 * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] 4 : [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]] 2 (e.framl.) === Úrslitaleikur === Vestur-Þjóðverjar mættu til leiks staðráðnir í að halda Maradaona niðri. Það hafði á hinn bóginn þau áhrif að mjög losnaði um aðra leikmenn argentínska liðsins. José Luis Brown kom þeim yfir á 23. mínútu og þar við sat í hálfleik. Jorge Valdano tvöfaldaði forystuna snemma í seinni hálfleik. [[Karl-Heinz Rummenigge]] minnkaði muninn þegar um stundarfjórðungur var eftir, með fyrsta marki sínu í keppninni. Tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma jöfnuðu Þjóðverjarnir með skallamarki frá [[Rudi Völler]]. Skömmu síðar losnaði Maradona úr strangri gæslu [[Lothar Matthäus]], stakk knettinum inn á Jorge Burruchaga sem skoraði sigurmarkið af öryggi. Eftir leikin tóku við tryllt fagnaðarlæti þar sem fjöldi argentínskra stuðningsmanna hljóp inn á völlinn til að samgleðjast hetjunum sínum. 29. júní - Azteca, Mexíkóborg, áh. 114.600 * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 3 : [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þýskaland]] 2 <section begin=bracket />{{16 liða úrslit |style=white-space:nowrap|3rdplace=yes|bold_winner=high|widescore=yes |RD1=[[#16 liða úrslit|16 liða úrslit]] |RD2=[[#8 liða úrslit|8 liða úrslit]] |RD3=[[#4 liða úrslit|4 liða úrslit]] |RD4=[[#Final|Úrslit]] |Consol=[[#Third place play-off|Bronsleikur]] <!--Date-Place|Team 1|Score 1|Team 2|Score 2--> <!--16 liða úrslit--> |16. júní – Puebla|{{ARG}} '''Argentína'''|'''1'''|{{URY}} Úrúgvæ|0 |18. júní – Azteca, Mexíkóborg|{{ENG}} '''England'''|'''3'''|[[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ|0 |18. júní – Querétaro|{{ESP}} '''Spánn'''|'''5'''|[[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] Danmörk|1 |15. júní – León|{{BEL}} '''Belgía''' (e.framl.)|'''4'''|[[Mynd:Flag_of_the_Soviet_Union.svg|20px]] Sovétríkin|3 |16. júní – [[Guadalajara (Mexíkó)|Guadalajara]] |{{POL}} Pólland|0|{{BRA}} '''Brasilía'''|'''4''' |17. júní – Ólympíuleikvangurinn, Mexíkóborg|{{FRA}} '''Frakkland'''|'''2'''|{{ITA}} Ítalía|0 |17. júní – San Nicolás de los Garza|{{GER}} '''Vestur-Þýskaland'''|'''1'''|{{MAR}} Marokkó|0 |15. júní – Azteca, Mexíkóborg|{{MEX}} '''Mexíkó'''|2|[[Mynd:Flag_of_Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría |0 <!--8 liða úrslit--> |22. júní – Azteca, Mexíkóborg|{{ARG}} '''Argentína'''|'''2'''|{{ENG}} England|1 |22. júní – Puebla|{{ESP}} Spánn|1(5)|{{BEL}} '''Belgía''' (vítak.)|'''1(6)''' |21. júní – [[Guadalajara (Mexíkó)|Guadalajara]] |{{BRA}} Brasilía|1(3)|{{FRA}} '''Frakkland''' (vítak.)|'''1(4)''' |21. júní – San Nicolás de los Garza|{{GER}} '''Vestur-Þýskaland''' (vítak.)|'''0(4)'''|{{MEX}} Mexíkó|0(1) <!--4 liða úrslit--> |25. júní – Azteca, Mexíkóborg|{{ARG}} '''Argentína'''|'''2'''|{{BEL}} Belgía|0 |25. júní – [[Guadalajara (Mexíkó)|Guadalajara]] |{{FRA}} Frakkland|0|{{GER}} '''Vestur-Þýskaland'''|'''2''' <!--Úrslitaleikur--> |29. júní – Azteca, Mexíkóborg|{{ARG}} '''Argentína'''|'''3'''|{{GER}} Vestur-Þýskaland|2 <!--Bronsleikur--> |28. júní – Puebla|{{BEL}} Belgía|2|{{FRA}} '''Frakkland''' (e.framl.)|'''4''' }}<section end=bracket /> == Markahæstu leikmenn == Gary Lineker hreppti gullskó FIFA með sex mörk skoruð. Alls skiptu 82 leikmenn á milli sín 132 mörkum, þar af töldust tvö vera sjálfsmörk. ;6 mörk * {{ENG}} [[Gary Lineker]] ;5 mörk * {{ARG}} [[Diego Maradona]] * {{BRA|1968}} [[Careca]] * {{ESP}} [[Emilio Butragueño]] ;4 mörk * {{ARG}} [[Jorge Valdano]] * [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Preben Elkjær]] * {{ITA}} [[Alessandro Altobelli]] * [[Mynd:Flag_of_the_Soviet_Union.svg|20px]] [[Igor Belanov]] = Heimildir = '''Heimildir:''' [[:en:1986_FIFA_World_Cup|https://en.wikipedia.org/wiki/1986_FIFA_World_Cup]] [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:1986]] pim5i6w42z4g3gxyahwan6hruqjzlop Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2002 0 133472 1765531 1764483 2022-08-20T22:12:02Z 89.160.233.104 /* Þátttökulið */ laga tengil wikitext text/x-wiki {{hreingera}} '''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2002''' var í 17. sinn sem mótið var haldið. Keppnin var haldin í Suður-Kóreu og Japan, þetta var fyrsta HM sem var heldið í Asíu. Þetta var seinasta HM sem var með golden goal regluna, og eina HM sem var haldin í fleirru en einu landi. Brasilía vann keppnina en setti þá met aðð vinna hana 5 sinnum. Þeir tóku Þýskaland 2-0 í lokaleiknum. Þjóðverjar komu svo í 2.sæti Tyrkir í því 3, og Suður-Kórea í því 4. Mikið að skrítnum úrslitum voru í þessari keppni. Það að Frakkar sem voru ríkjandi meistarar komust ekki uppúr riðlinum, enduðu aðeins með 1. stig. Suður-Kórea komust í undanúrslitin með því að vinna Spán, Ítalíu og Portugal á leiðinni. Og að Brasilía unnu keppnina í 5 sinn. == Val á gestgjöfum == Þrjú lönd sóttust eftir að halda keppnuna: [[Mexíkó]], Japan og Suður-Kórea. Í ljósi þess að Mexíkó hafði áður haldið keppnina árin [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1970|1970]] og [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1986|1986]] var talið ólíklegt að landið hreppti hnossið, þess í stað háðu Asíulöndin tvö hatramma baráttu um gestgjafahlutverkið. [[João Havelange]], forseti [[FIFA]] var talinn á bandi Japana en [[Lennart Johansson]] forseti [[UEFA]] var á öðru máli. Hann beitti sér fyrir því að löndin tvö tækju saman höndum og héldu mótið í sameiningu. Sameiginlega framboðið vann auðveldlega á þingi FIFA vorið 1996. Með ákvörðuninni voru ýmis blöð brotin. Þetta yrði fyrsta keppnin í Asíu og sú fyrsta með tvo gestgjafa. Lega landanna gerði það einnig að verkum að evrópskir fótboltaáhugamenn máttu sætta sig við afar óvenjulega leiktíma á mótinu. ==Þátttökulið== 24 þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum. {{col-begin}} {{col-3}} * [[Mynd:Flag of China.svg|20px]] [[Kínverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kína]] * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]] (gestgjafar) * [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]] * [[Mynd:Flag of South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]] (gestgjafar) * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]] * [[Mynd:Flag of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]] * [[Mynd:Flag of Senegal.svg|20px]] [[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]] * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]] * [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Costa Rica.svg|20px]] [[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]] * [[Mynd:Flag of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]] * [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] * [[Mynd:Flag of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]] * [[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] * [[Mynd:Flag of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]] * [[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] * [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] * [[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] * [[Mynd:Flag of Ireland.svg|20px]] [[Írska karlalandsliðið í knattspyrnu|Írland]] * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] * [[Mynd:Flag of Poland.svg|20px]] [[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]] * [[Mynd:Flag of Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]] * [[Mynd:Flag of Russia.svg|20px]] [[Rússneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rússland]] * [[Mynd:Flag of Slovenia.svg|20px]] [[Slóvenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Slóvenía]] * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]] * [[Mynd:Flag of Sweden.svg|20px]] [[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]] * [[Mynd:Flag of Turkey.svg|20px]] [[Tyrkneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tyrkland]] * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]] {{col-end}} == Keppnin == === Riðlakeppnin === Keppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit. ==== Riðill A ==== Óvænt úrslit urðu í opnunarleik heimsmeistaramótsins þegar Senegal, á sínu fyrsta móti, skellti heimsmeisturum Frakka. Þetta var bara byrjunin á hörmungarmóti Frakka sem gerðu næst markalaust jafntefli við Úrúgvæ eftir að hafa misst [[Thierry Henry]] af velli með rautt spjald á fyrsta hálftímanum. Til að bæta gráu oná svart töpuðu Frakkar fyrir Dönum, sem unnu riðilinn, í lokaleiknum 2:0. Senegal náði hinu sætinu í 16-liða úrslitunum á kostnað Úrúgvæ en liðið gerðu 3:3 jafntefli í lokaumferðinni þar sem Afríkumennirnir voru 3:0 yfir í hálfleik. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]]||[[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]||3||2||1||0||5||2||+3||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Senegal.svg|20px]]||[[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]]||3||1||2||0||5||4||+1||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]]||[[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]||3||0||2||1||4||5||-1||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]]||[[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]||3||0||1||2||0||3||-3||'''1''' |- |} 31. maí - Seoul World Cup Stadium, Seoul * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 0 : 1 [[Mynd:Flag of Senegal.svg|20px]] Senegal 1. júní - Munsu Cup Stadium, Ulsan * [[Mynd:Flag of Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] Danmörk 6. júní - Daegu World Cup Stadium, Daegu * [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Senegal.svg|20px]] Senegal 6. júní - Asiad Main Stadium, Busan * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 0 : 0 [[Mynd:Flag of Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 11. júní - Incheon Munhak Stadium, Incheon * [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] Danmörk 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 11. júní - Suwon World Cup Stadium, Suwon * [[Mynd:Flag of Senegal.svg|20px]] Senegal 3 : 3 [[Mynd:Flag of Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ ==== Riðill B ==== Árangur Evrópuliðanna tveggja í riðlinum var eins og svart og hvítt. Spánverjar unnu alla sína leiki og luku keppni með fullt hús á meðan Slóvenar töpuðu öllum þremur leikjunum. Hin tvö liðin, Paragvæ og Suður-Afríka gerðu jafntefli í upphafsleiknum og fjöldi skoraðra marka réð því að lokum hvor þjóðin kæmist áfram. Þar hafði Paragvæ vinninginn eftir að hafa skorað þrjú mörk á síðasta hálftímanum í lokaleiknum gegn Slóveníu. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||3||3||0||0||9||4||+5||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||3||1||1||1||6||6||0||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]]||[[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]||3||1||1||1||5||5||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]]||[[Slóvenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Slóvenía]]||3||0||0||3||2||7||-5||'''0''' |- |} 2. júní - Asiad Main Stadium, Busan * [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 2 : 2 [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 2. júní - Gwangju World Cup Stadium, Gwangju * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 3 : 1 [[Mynd:Flag_of_Slovenia.svg|20px]] Slóvenía 7. júní - Jeonju World Cup Stadium, Jeonju * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 3 : 1 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 8. júní - Daegu World Cup Stadium, Daegu * [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 1 : 0 [[Mynd:Flag of Slovenia.svg|20px]] Slóvenía 12. júní - Daejeon World Cup Stadium, Daejeon * [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 2 : 3 [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 12. júní - Jeju World Cup Stadium, Seogwipo * [[Mynd:Flag of Slovenia.svg|20px]] Slóvenía 1 : 3 [[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]] Paragvæ ==== Riðill C ==== Kína reið ekki feitum hesti frá sinni fyrstu lokakeppni. Tapaði öllum leikjunum og skoraði ekki mark. Brasilía var hins vegar annað tveggja liða til að klára sinn riðil á fullu húsi stiga. Jafntefli Kosta Ríka og Tyrklands í annarri umferð þýddi að í lokaleikjunum myndi markatalan ráða því hvort liðanna kæmist áfram. Tyrkir unnu Kínverja 3:0 á meðan Kosta Ríka tapaði með þriggja marka mun fyrir Brasilíu, sem reyndist of mikið. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||3||0||0||11||3||+8||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Turkey.svg|20px]]||[[Tyrkneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tyrkland]]||3||1||1||1||5||3||+2||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]]||[[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]||3||1||1||1||5||6||-1||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_China.svg|20px]]||[[Kínverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kína]]||3||0||0||3||0||9||-9||'''0''' |- |} 3. júní - Munsu Cup Stadium, Ulsan * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 2 : 1 [[Mynd:Flag of Turkey.svg|20px]] Tyrkland 4. júní - Gwangju World Cup Stadium, Gwangju * [[Mynd:Flag of China.svg|20px]] Kína 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] Kosta Ríka 8. júní - Jeju World Cup Stadium, Seogwipo * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] Brasilía 4 : 0 [[Mynd:Flag_of_China.svg|20px]] Kína 9. júní - Incheon Munhak Stadium, Incheon * [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] Kosta Ríka 1 : 1 [[Mynd:Flag of Turkey.svg|20px]] Tyrkland 13. júní - Suwon World Cup Stadium, Suwon * [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] Kosta Ríka 2 : 5 [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 13. júní - Seoul World Cup Stadium, Seoul * [[Mynd:Flag of Turkey.svg|20px]] Tyrkland 3 : 0 [[Mynd:Flag of China.svg|20px]] Kína ==== Riðill D ==== Heimamenn byrjuðu vel með sigri á Portúgal í fyrsta leik. Bandaríkin komust í 3:0 móti Portúgölum í hinni viðureigninni en voru næstum búin að missa leikinn niður í jafntefli. Portúgalir virtust vaknaðir til lífsins með stórsigri á Pólverjum á sama tíma og Suður-Kórea og Bandaríkin skildu jöfn. Pólverjar björguðu ærunni með sigri á Bandaríkjunum í lokaumferðinni en enduðu samt á botninum. Suður-Kórea nældi sér í toppsætið og skildi Portúgali eftir með sárt ennið. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]]||[[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]||3||2||1||0||4||1||+3||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of United States.svg|20px]]||[[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]||3||1||1||1||5||6||-1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]]||[[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]||3||1||0||2||6||4||+2||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]]||[[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]||3||1||0||2||3||7||-4||'''3''' |- |} 4. júní - Asiad Main Stadium, Busan * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 2 : 0 [[Mynd:Flag of Poland.svg|20px]] Pólland 5. júní - Suwon World Cup Stadium, Suwon * [[Mynd:Flag of United States.svg|20px]] Bandaríkin 3 : 2 [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] Portúgal 10. júní - Daegu World Cup Stadium, Daegu * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 1 : 1 [[Mynd:Flag of United States.svg|20px]] Bandaríkin 10. júní - Jeonju World Cup Stadium, Jeonju * [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] Portúgal 4 : 0 [[Mynd:Flag of Poland.svg|20px]] Pólland 14. júní - Incheon Munhak Stadium, Incheon * [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] Kosta Ríka 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 14. júní - Daejeon World Cup Stadium, Daejeon * [[Mynd:Flag of Poland.svg|20px]] Pólland 3 : 1 [[Mynd:Flag of United States.svg|20px]] Bandaríkin ==== Riðill E ==== Sádi Arabía fékk versta skellinn á mótinu gegn Þjóðverjum í fyrsta leik, 8:0. Sama dag skildu Írar og Kamerúnmenn jafnir. Jöfnunarmark [[Robbie Keane]] fyrir Íra í uppbótartíma gegn Þjóðverjum reyndist dýrmætt og þeir fylgdu þýska liðinu áfram í næstu umferð. Sádi Arabar töpuðu öllum sínum leikjum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]||3||2||1||0||11||1||+10||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Ireland.svg|20px]]||[[Írska karlalandsliðið í knattspyrnu|Írland]]||3||1||2||0||5||2||+3||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]]||[[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]||3||1||1||1||2||3||-1||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]]||[[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi Arabía]]||3||0||0||3||0||12||-12||'''0''' |- |} 1. júní - Niigata Stadium, Niigata * [[Mynd:Flag_of_Ireland.svg|20px]] Írland 1 : 1 [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún 1. júní - Sapporo Dome, Sapporo * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 8 : 0 [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi Arabía 5. júní - Kashima Soccer Stadium, Ibaraki * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Ireland.svg|20px]] Írland 6. júní - Saitama Stadium 2002, Saitama * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi Arabía 11. júní - Shizuoka Stadium, Shizuoka * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún 0 : 2 [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 11. júní - International Stadium Yokohama, Yokohama * [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi Arabía 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Ireland.svg|20px]] Írland ==== Riðill F ==== Dauðariðillinn svokallaði vakti mikla eftirvæntingu, ekki hvað síst vegna gamalla væringa Englendinga og Argentínumanna. Argentína byrjaði vel með sigri á Nígeríu á sama tíma og Evrópuþjóðirnar skildu jafnar. Tvö mörk [[Henrik Larsson|Henke Larsson]] gerðu HM-vonir Nígeríumanna að engu í annarri umferðinni og vítaspyrna [[David Beckham]] tryggði sigur Englands á argentínsku erkifjendunum. Báðum leikjum í lokaumferðinni lauk með jafntefli og Svíar og Englendingar komust því áfram. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]]||[[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]||3||1||2||0||4||3||+1||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of England.svg|20px]]||[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]||3||1||2||0||2||1||+1||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||1||1||1||2||2||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]]||[[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]||3||0||1||2||1||3||-2||'''1''' |- |} 2. júní - Kashima Soccer Stadium, Ibaraki * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag of Nigeria.svg|20px]] Nígería 2. júní - Saitama Stadium 2002, Saitama * [[Mynd:Flag of England.svg|20px]] England 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] Svíþjóð 7. júní - Kobe Wing Stadium, Kobe * [[Mynd:Flag of Sweden.svg|20px]] Svíþjóð 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 7. júní - Sapporo Dome, Sapporo * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 0 : 1 [[Mynd:Flag of England.svg|20px]] England 12. júní - Miyagi Stadium, Miyagi * [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] Svíþjóð 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 12. júní - Nagai Stadium, Osaka * [[Mynd:Flag of Nigeria.svg|20px]] Nígería 0 : 0 [[Mynd:Flag of England.svg|20px]] England ==== Riðill G ==== G-riðillinn var talinn einn sá allra erfiðasti og liðin kepptust um að taka stigin hvert af öðru. Nýliðar Ekvador töpuðu tveimur fyrstu leikjum sínum og voru þar með úr leik. Þeir gerðu þó bronsliðinu frá fyrri heimsmeistarakeppni, Króötum, grikk með því að vinna þá í lokaleiknum. Þau úrslit þýddu að Ítalir skriðu áfram eftir að hafa jafnað á móti Mexíkó undir lok leiks en Norður-Ameríkuliðið náði nokkuð óvænt toppsætinu. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||2||1||0||4||2||+2||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]]||[[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]||3||1||1||1||4||3||+1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]]||[[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]||3||1||0||2||2||3||-1||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Ecuador.svg|20px]]||[[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]||3||1||0||2||2||4||-2||'''3''' |- |} 3. júní - Niigata Stadium, Niigata * [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 0 : 1 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 3. júní - Sapporo Dome, Sapporo * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] Ítalía 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Ecuador.svg|20px]] Ekvador 8. júní - Kashima Soccer Stadium, Ibaraki * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] Ítalía 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 9. júní - SMiyagi Stadium, Miyagi * [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 2 : 1 [[Mynd:Flag of Ecuador.svg|20px]] Ekvador 12. júní - Ōita Stadium, Ōita * [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 12. júní - International Stadium Yokohama, Yokohama * [[Mynd:Flag of Ecuador.svg|20px]] Ekvador 1 : 0 [[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]] Króatía ==== Riðill H ==== Japanir hlutu sitt fyrsta stiga á heimsmeistaramóti með því að gera jafntefli við Belga í fyrsta leik. Fyrir keppnina höfðu japanskir stuðningsmenn haft áhyggjur af því að verða fyrsta gestgjafaliðið í sögunni til að komast ekki upp úr riðlakeppninni, en þær áhyggjur reyndust óþarfar og sigrar í seinni leikjunum tveimur tryggðu liðinu óvænt toppsæti. Jafntefli Belga og Túnisbúa gerði það að verkum belgíska liðið þurfti sigur gegn Rússum í lokaleiknum til að hreppa annað sætið. Belgar unnu 3:2 í fjörugum leik. Túnis lauk keppni án sigurs. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]]||[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]||3||2||1||0||5||2||+3||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Belgium.svg|20px]]||[[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]||3||1||2||0||6||5||+1||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Russia.svg|20px]]||[[Rússneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rússland]]||3||1||0||2||4||4||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]]||[[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]||3||0||1||2||1||5||-4||'''1''' |- |} 4. júní - Saitama Stadium 2002, Saitama * [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] Japan 2 : 2 [[Mynd:Flag of Belgium.svg|20px]] Belgía 5. júní - Kobe Wing Stadium, Kobe * [[Mynd:Flag of Russia.svg|20px]] Rússland 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]] Túnis 9. júní - International Stadium Yokohama, Yokohama * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Russia.svg|20px]] Rússland 10. júní - Ōita Stadium, Ōita * [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 14. júní - Nagai Stadium, Osaka * [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis 0 : 2 [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 14. júní - Shizuoka Stadium, Shizuoka * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 3 : 2 [[Mynd:Flag_of_Russia.svg|20px]] Rússland == Útsláttarkeppnin == Tvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi. === 16-liða úrslit === Oliver Neuville skaut Þjóðverjum í fjórðungsúrslitin með marki í blálokin. Englendingar áttu ekki í nokkrum vandræðum með Dani. Senegal sló Svía úr leik með [[Framlenging_(knattspyrna)#Gullmark|gullmarki]] í framlengingu. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslitin í leik Spánverja og Íra eftir að [[Robbie Keane]] jafnaði úr vítaspyrnu á lokamínútunni. Hann skoraði aftur í vítakeppninni en það dugði ekki til fyrir Íra. Bandaríkin unnu Mexíkó í Norður-Ameríkuslagnum og Brasilía lagði Belga síðar sama dag. Gestgjafaþjóðirnar kepptu lokadag 16-liða úrslitanna. Japanir máttu sætta sig við tap fyrir Tyrkjum. Óvæntustu úrslitin litu hins vegar dagsins ljós í leik Suður-Kóreu og Ítalíu þar sem úrslitin réðust með gullmarki. 15. júní - Jeju World Cup leikvangurinn, Seogwipo, áh. 25,176 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]| 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] 15. júní - Big Swan leikvangurinn, Niigata, áh. 40,582 * [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]| 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] 16. júní - Big Eye leikvangurinn, Ōita, áh. 39.747 * [[Mynd:Flag of Sweden.svg|20px]] [[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]| 1 : 2 (e.framl.) [[Mynd:Flag_of_Senegal.svg|20px]] [[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]] 16. júní - Suwon World Cup leikvangurinn, Suwon, áh. 38.926 * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]] 1 : 1 (3:2 e.vítak.) [[Mynd:Flag_of_Republic of Ireland.svg|20px]] [[Írska karlalandsliðið í knattspyrnu|Írland]] 17. júní - Jeonju World Cup leikvangurinn, Jeonju, áh. 36.380 * [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]] 17. júní - Kobe Wing leikvangurinn, Kobe, áh. 40.440 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]] 18. júní - Miyagi leikvangurinn, Rifu, áh. 45.666 * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]] 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Turkey.svg|20px]] [[Tyrkneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tyrkland]] 18. júní - Daejeon World Cup leikvangurinn, Daejeon, áh. 38.588 * [[Mynd:Flag of South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]] 2 : 1 (e.framl.) [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] === Fjórðungsúrslit === [[Michael Owen]] kom Englendingum yfir gegn Brasilíu en aukaspyrnumark frá [[Ronaldinho]] skildi að lokum milli liðanna. [[Michael Ballack]] skoraði mark Þjóðverja gegn Bandaríkjamönnum sem voru afar ósáttir fyrir að fá ekki vítaspyrnu þegar leikmaður þýska liðsins sló boltann á marklínu. Gullmark kom Tyrkjum áfram á móti Senegal, sem þar með missti af því að verða fyrsta afríska liðið til að komast í undanúrslit. Suður-Kórea hélt áfram að koma á óvart. Spánn skoraði ekkert gilt mark en tvö sem dæmd voru af vegna rangstöðu á umdeildan hátt. Í vítakeppninni skoruðu heimamenn úr öllum spyrnum sínum og urðu fyrsta Asíuþjóðin í undanúrslit. 21. júní - Ecopa leikvangurinn, Shizuoka, áh. 47.436 * [[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]| 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 21. júní - Munsu Cup leikvangurinn, Ulsan, áh. 37.337 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]| 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]] 22. júní - Gwangju World Cup leikvangurinn, Gwangju, áh. 42.114 * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]| 0 : 0 (3:5 e.vítak.) [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kóra]] 22. júní - Nagai leikvangurinn, Osaka, áh. 44.233 * [[Mynd:Flag of Senegal.svg|20px]] [[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]] 0 : 1 (e.framl.) [[Mynd:Flag_of_Turkey.svg|20px]] [[Tyrkneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tyrkland]] === Undanúrslit === Michael Ballack skoraði eina markið í sigri Þjóðverja á heimamönnum í Suður-Kóreu. Það var þó súrsæt tilfinning fyrir leikmanninn sem hafði nælt sér í gult spjald fyrr í leiknum og var því í leikbanni í lokin. Hinum undanúrslitaleiknum lauk líka með 1:0 sigri eftir mark frá Ronaldo. 25. júní - Seoul World Cup leikvangurinn, Seoul, áh. 65.256 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]| 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]] 26. júní - Saitama leikvangurinn, Saitama, áh. 61.058 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]| 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Turkey.svg|20px]] [[Tyrkneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tyrkland]] === Bronsleikur === [[Hakan Şükür]] skráði nafn sitt í sögubækurnar með því að skora eftir 10,8 sekúndur og setja nýtt met. Alls voru fimm mörk skoruð í leiknum, það síðasta í uppbótartíma. 29. júní - Daegu World Cup leikvangurinn, Daegu, áh. 63.483 * [[Mynd:Flag of South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]| 2 : 3 [[Mynd:Flag_of_Turkey.svg|20px]] [[Tyrkneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tyrkland]] === Úrslitaleikur === Ronaldo skoraði bæði mörk Brasilíu í seinni hálfleik. Þetta var í fyrsta sinn frá [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1970|HM 1970]] sem heimsmeistararnir unnu alla leiki sína. 30. júní - Yokohama alþjóðaleikvangurinn, Yokohama, Daegu, áh. 69.029 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]| 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] == Markahæstu leikmenn == Ronaldo hreppti gullskó FIFA með átta mörk skoruð. Alls voru 161 mark skorað í 64 leikjum, 2,52 mörk á leik að jafnaði. ;8 mörk * {{BRA}} [[Ronaldo (fæddur 1976)|Ronaldo]] ;5 mörk * {{BRA}} [[Rivaldo]] * {{GER}} [[Miroslav Klose]] ;4 mörk * [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Jon Dahl Tomasson]] * {{ITA}} [[Christian Vieri]] [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:2002]] 8fpsq38rhjw7fwse7vav7zart4z1p34 Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1990 0 133486 1765537 1763423 2022-08-20T22:16:42Z 89.160.233.104 /* 16-liða úrslit */ laga tengil wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1990''' var í 14. sinn sem mótið var haldið. Þetta árið var það í Ítalíu frá 8. til 29. Júní. 116 landslið tóku þátt, útsláttarkeppnin byrjaði í April 1988. 22 lið komust áfram í riðlinum, einnig komst Ítalía áfram þar sem að þeir voru að halda keppnina og einnig komst verjandi bikarsins Argentína. Vestur þýskaland vann HM 1990, þriðja skiptið sem þeir unnu HM. Þeir unnu Argentínu 1-0 í úrslitaleik. Italía endaði í 3 sæti, og England í fjórða, bæði liðin töpuðu í vítaspyrnukeppni. HM 1990 er talið vera eitt slakasta HM fyrr og síðar. Það var aðeins skorað 2.21 mörk í leik að meðaltali – stendur þetta met ennþá – og einnig voru gefin 16 rauð spjöld sem er einnig met. Topp Markaskorari og besti leikmaðurinn á HM var Salvatore schillaci sem er frá Ítalíu. Efnilegasti leikmaðurinn var Robert Prosinečki frá júgóslavíu. == Val á gestgjöfum == Átta Evrópuþjóðir: [[Austurríki]], [[England]], [[Frakkland]], [[Grikkland]], [[Ítalía]], [[Júgóslavía]], [[Sovétríkin]] og [[Vestur-Þýskaland]], auk [[Íran]] frá Asíu lýstu áhuga sínum á að halda HM 1990. Þegar kom að ákvörðun á FIFA-þinginu 1984 höfðu þau öll nema Ítalía og Sovétríkin dregið umsókn sína til baka. Ítalir höfðu betur í kosningu með 11 atkvæðum gegn 5. Ítalir urðu þar með önnur þjóðin á eftir [[Mexíkó]] til að fá úthlutað HM öðru sinni. == Þátttökulið == 24 þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum. {{col-begin}} {{col-3}} * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]] * [[Mynd:Flag_of_United Arab Emirates.svg|20px]] [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] * [[Mynd:Flag_of_Egypt.svg|20px]] [[Egypska karlalandsliðið í knattspyrnu|Egyptaland]] * [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]] * [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] [[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]] * [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] (meistarar) * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] * [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] [[Austurríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Austurríki]] * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]] * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] * [[Mynd:Flag_of_Ireland.svg|20px]] [[Írska karlalandsliðið í knattspyrnu|Írland]] * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] (gestgjafar) * [[Mynd:Flag of Yugoslavia (1946–1992).svg|20px]] [[Júgóslavía]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag_of_Romania.svg|20px]] [[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]] * [[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]] [[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]] * [[Mynd:Flag_of_the_Soviet_Union.svg|20px]] [[Sovéska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sovétríkin]] * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]] * [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] [[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]] * [[Mynd:Flag_of_Czechoslovakia.svg|20px]] [[Tékkóslóvakía]] * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þýskaland]] {{col-end}} == Keppnin == === Riðlakeppnin === Keppt var í sex riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit, auk þeirra fjögurra liða í þriðja sæti sem bestum árangri náðu. ==== Riðill 1 ==== Ítalir unnu riðilinn á fullu húsi stiga. Varamaðurinn Salvatore Schillaci skoraði sigurmark þeirra í fyrsta leiknum, sem jafnframt var aðeins hans annar landsleikur. Schillaci reyndist ein af stjörnum keppninnar. Tékkóslóvakía byrjaði með látum og fylgdi Ítölum upp úr riðlinum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]]||[[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]||3||3||0||0||4||0||+4||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Czechoslovakia.svg|20px]]||[[Tékkóslóvakía]]||3||2||0||1||6||3||+3||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]]||[[Austurríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Austurríki]]||3||1||0||2||2||3||-1||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]]||[[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]||3||0||0||3||2||8||-6||'''0''' |- |} 9. júní - Ólympíuleikvangurinn, Róm * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 10. júní - Stadio Comunale, Flórens * [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 1 : 5 [[Mynd:Flag of Czechoslovakia.svg|20px]] Tékkóslóvakía 14. júní - Ólympíuleikvangurinn, Róm * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 15. júní - Stadio Comunale, Flórens * [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 0 : 1 [[Mynd:Flag of Czechoslovakia.svg|20px]] Tékkóslóvakía 19. júní - Ólympíuleikvangurinn, Róm * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 2 : 0 [[Mynd:Flag of Czechoslovakia.svg|20px]] Tékkóslóvakía 19. júní - Stadio Comunale, Flórens * [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin ==== Riðill 2 ==== Einhver óvæntustu úrslit í sögu HM litu dagsins ljós í opnunarleiknum þar sem Kamerún vann sigur á heimsmeisturum Argentínumanna. Afríkuliðið hélt sínu striki og endaði á toppi riðilsins þrátt fyrir stórtap í lokaleiknum. Heimsmeistararnir máttu sætta sig við að skríða í 16-liða úrslitin út á þriðja sætið. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]]||[[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]||3||2||0||1||3||5||-2||'''4''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]]||[[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]]||3||1||1||1||4||3||+1||'''3''' |- ! style="background:#00FF00;" |3||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||1||1||1||3||2||+1||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_the Soviet Union.svg|20px]]||[[Sovétríkin]]||3||1||0||2||4||4||0||'''2''' |- |} 8. júní - San Siro, Mílanó * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] Kamerún 9. júní - Stadio San Nicola, Bari * [[Mynd:Flag_of_the Soviet Union.svg|20px]] Sovétríkin 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Romania.svg|20px]] Rúmenía 13. júní - Stadio San Paolo, Napólí * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_the Soviet Union.svg|20px]] Sovétríkin 14. júní - Stadio San Nicola, Bari * [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] Kamerún 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Romania.svg|20px]] Rúmenía 18. júní - Stadio San Paolo, Napólí * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Romania.svg|20px]] Rúmenía 18. júní - Stadio San Nicola, Bari * [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] Kamerún 0 : 4 [[Mynd:Flag_of_the Soviet Union.svg|20px]] Sovétríkin ==== Riðill 3 ==== Svíar og Skotar ollu stuðningsmönnum sínum vonbrigðum og sátu eftir. Óþekkt lið Kosta Ríka kom mjög á óvart og náði öðru sætinu á eftir Brasilíumönnum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_ Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||3||0||0||4||1||+3||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Costa Rica.svg|20px]]||[[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]||3||2||0||1||3||2||+1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]]||[[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]]||3||1||0||2||2||3||-1||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]]||[[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]||3||0||0||3||3||6||-3||'''0''' |- |} 10. júní - Stadio delle Alpi, Tórínó * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] Svíþjóð 11. júní - Stadio Luigi Ferraris, Genúa * [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] Kosta Ríka 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]] Skotland 16. júní - Stadio delle Alpi, Tórínó * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] Kosta Ríka 16. júní - Stadio Luigi Ferraris, Genúa * [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] Svíþjóð 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]] Skotland 20. júní - Stadio delle Alpi, Tórínó * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]] Skotland 20. júní - Stadio Luigi Ferraris, Genúa * [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] Svíþjóð 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] Kosta Ríka ==== Riðill 4 ==== Flest mörkin voru skoruð í 4. riðli og átti slakur varnarleikur Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar stóran hlut að máli. Vestur-Þjóðverjar unnu stórsigur á Júgóslövum í fyrsta leiknum, 4:1 og enduðu á toppnum. Kólumbíumenn fylgdu Evrópuþjóðunum í 16-liða úrslit. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þýskaland]]||3||2||1||0||10||3||+7||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]]||[[Júgóslavía]]||3||2||0||1||6||5||+1||'''4''' |- ! style="background:#00FF00;" |3||[[Mynd:Flag_of_ Colombia.svg|20px]]||[[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]||3||1||1||1||3||2||+1||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_United Arab Emirates.svg|20px]]||[[Sameinuðu arabísku furstadæmin]]||3||0||0||3||2||11||-9||'''0''' |- |} 9. júní - Stadio Renato Dall'Ara, Bologna * [[Mynd:Flag_of_United Arab Emirates.svg|20px]] Sameinuðu arabísku furstadæmin 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 10. júní - San Siro, Mílanó * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Vestur-Þýskaland 4 : 1 [[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 14. júní - Stadio Renato Dall'Ara, Bologna * [[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_United Arab Emirates.svg|20px]] Sameinuðu arabísku furstadæmin 15. júní - San Siro, Mílanó * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Vestur-Þýskaland 5 : 1 [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 19. júní - San Siro, Mílanó * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Vestur-Þýskaland 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 19. júní - Stadio Renato Dall'Ara, Bologna * [[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 4 : 1 [[Mynd:Flag_of_United Arab Emirates.svg|20px]] Sameinuðu arabísku furstadæmin ==== Riðill 5 ==== Spánn og Belgía tylltu sér á topp 5. riðils. Úrúgvæ fylgdi þeim í 16-liða úrslit eftir að skora mark á lokamínútunni gegn Suður-Kóreu sem rak lestina. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||3||2||1||0||5||2||+3||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Belgium.svg|20px]]||[[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]||3||2||0||1||6||3||+3||'''4''' |- ! style="background:#00FF00;" |3||[[Mynd:Flag_of_ Uruguay.svg|20px]]||[[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]||3||1||1||1||2||3||-1||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]]||[[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]||3||0||0||3||1||6||-5||'''0''' |- |} 12. júní - Stadio Marc'Antonio Bentegodi, Veróna * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 13. júní - Stadio Friuli, Udine * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 17. júní - Stadio Marc'Antonio Bentegodi, Veróna * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 3 : 1 [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ 17. júní - Stadio Friuli, Udine * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 21. júní - Stadio Marc'Antonio Bentegodi, Veróna * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] Spánn 21. júní - Stadio Friuli, Udine * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] Úrúgvæ ==== Riðill 6 ==== Markaþurrð einkenndi 6. riðilinn. England, Írland og Holland höfðu öll verið saman í riðli á EM 1992 og mættust á ný í riðlakeppninni. Þar sem Holland og Írland luku keppni með sama stigafjölda og markatölu þurfti að varpa hlutkesti um hvort liðið hlyti annað sætið og hvort það þriðja. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]]||[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]||3||1||2||0||2||1||+1||'''4''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Ireland.svg|20px]]||[[Írska karlalandsliðið í knattspyrnu|Írland]]||3||0||3||0||2||2||0||'''3''' |- ! style="background:#00FF00;" |3||[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]]||[[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]||3||0||3||0||2||2||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Egypt.svg|20px]]||[[Egypska karlalandsliðið í knattspyrnu|Egyptaland]]||3||0||2||1||1||2||-1||'''2''' |- |} 11. júní - Stadio Sant'Elia, Cagliari * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Ireland.svg|20px]] Írland 12. júní - Stadio La Favorita, Palermo * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Egypt.svg|20px]] Egyptaland 16. júní - Stadio Sant'Elia, Cagliari * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 17. júní - Stadio La Favorita, Palermo * [[Mynd:Flag_of_Ireland.svg|20px]] Írland 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Egypt.svg|20px]] Egyptaland 21. júní - Stadio Sant'Elia, Cagliari * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Egypt.svg|20px]] Egyptaland 21. júní - Stadio La Favorita, Palermo * [[Mynd:Flag_of_Ireland.svg|20px]] Írland 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland === 16-liða úrslit === Mark Claudio Canniggia tíu mínútum fyrir leikslok, eftir sendingu [[Diego Maradona]] skildi að Argentínumenn og Brasilíu. Brasilíumenn sökuðu leikmenn Argentínu eftir leikinn um að hafa gefið varnarmanni þeirra sljóvgandi lyf. Leikmennirnir [[Rudi Völler]] og [[Frank Rijkaard]] voru báðir reknir af velli í sigrði Vestur-Þjóðverja á Hollendingum í miklum hitaleik. Ljót mistök kólumbíska markvarðarins [[René Higuita]] komu Kamerún í fjórðungsúrslit, fyrstu Afríkuliða. Írar sem ekki unnu leik í riðlakeppninni héldu sínu striki og komust áfram eftir sigur á Rúmenum í vítaspyrnukeppni. Engu mátti muna að grípa þyrfti til enn einnar vítakeppninnar í leik Englendinga og Belga, en [[David Platt]] skoraði sigurmark á lokamínútunni. 23. júní - Stadio San Paolo, Napólí, áh. 50.026 * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]] 2 : [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]] 1 (e.framl.) 23. júní - Stadio San Nicola, Bari, áh. 47.673 * [[Mynd:Flag of Czechoslovakia.svg|20px]] [[Tékkóslóvakíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tékkóslóvakía]] 4 : [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] [[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]] 1 24. júní - Stadio delle Alpi, Tórínó, áh. 61.381 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 0 : [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 1 24. júní - San Siro, Mílanó, áh. 74.559 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þýskaland]] 2 : [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 1 25. júní - Stadio Luigi Ferraris, Genúa, áh. 31.818 * [[Mynd:Flag of Ireland.svg|20px]] [[Írska karlalandsliðið í knattspyrnu|Írland]] 0 : [[Mynd:Flag_of_Romania.svg|20px]] [[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]] 0 (5:4 e. vítak.) 25. júní - Stadio Olimpico, Róm, áh. 73.303 * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] 2 : [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]] 0 26. júní - Stadio Marc'Antonio Bentegodi, Veróna, áh. 35.500 * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]] 1 : [[Mynd:Flag of Yugoslavia (1946–1992).svg|20px]] [[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]] 2 (e.framl.) 26. júní - Stadio Renato Dall'Ara, Bologna, áh. 34.520 * [[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] 1 : [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]] 0 (e.framl.) === Fjórðungsúrslit === Viðureign Argentínu og Júgóslavíu lauk með vítakeppni þar sem Argentínumenn unnu þrátt fyrir að Maradona hefði misnotað sína spyrnu. HM-ævintýri írska landsliðsins lauk með 1:0 tapi gegn heimamönnum Ítala. Þjóðverjar og Englendingar voru tvö síðustu liðin í undanúrslitin, þeir síðarnefndu eftir nauman sigur á Kamerún í framlengingu. 30. júní - Stadio Comunale, Flórens, áh. 38.971 * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 0 : [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] [[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]] 0 (3:2 e. framl og vítak.) 30. júní - Stadio Olimpico, Róm, áh. 73.303 * [[Mynd:Flag of Ireland.svg|20px]] [[Írska karlalandsliðið í knattspyrnu|Írland]] 0 : [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] 1 1. júlí - San Siro, Mílanó, áh. 73.347 * [[Mynd:Flag of Czechoslovakia.svg|20px]] [[Tékkóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tékkóslavakía]] 0 : [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þýskaland]] 1 1. júlí - Stadio San Paolo, Napólí, áh. 55.205 * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]] 2 : [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] 3 (e. framl) === Undanúrslit === Báðar undanúrslitaviðureignirnar enduðu með vítakeppni eftir 1:1 jafntefli. Heimamenn og Englendingar máttu bíta í það súra epli að missa af úrslitaleiknum. 3. júlí - Stadio San Paolo, Napólí, áh. 59.978 * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 1 : [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] 1 (4:3 e. vítak.) 4. júlí - Stadio delle Alpi, Tórínó, áh. 62.628 * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þýskaland]] 1 : [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] 1 (4:3 e. vítak.) === Bronsleikur === Ítalir náðu 3. sætinu eftir sigur á Englendingum. Toto Schillaci tryggði sér markakóngstitilinn með sínu sjötta marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. 7. júlí - Stadio San Nicola, Bari, áh. 51.426 * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] 2 : [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] 1 === Úrslitaleikur === Úrslitaleikur HM 1990 er almennt talinn einn sá lakasti í sögu HM. Þegar um hálftími var eftir af leiknum varð Argentínumaðurinn Pedro Monzon fyrstur allra til að láta reka sig af velli í úrslitum. Argentínumenn sem neyddust til að tefla fram talsvert veiktu liði vegna meiðsla og leikbanna reyndu lítið að sækja en vörðust af mikilli hörku. Þegar fimm mínútur voru eftir var dæmd vítaspyrna fyrir brot á [[Rudi Völler]] sem [[Andreas Brehme]] nýtti vel. Með sigrinum varð [[Franz Beckenbauer]] fyrstur allra til að sigra á HM bæði sem leikmaður og þjálfari. 8. júlí - Stadio Olimpico, Róm, áh. 73.603 * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þýskaland]] 1 : [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 0 == Markahæstu leikmenn == Salvatore Schillaci hreppti gullskó FIFA með sex mörk skoruð. Alls skiptu 75 leikmenn á milli sín 115 mörkum, ekkert þeirra var sjálfsmark. ;6 mörk * {{ITA}} [[Salvatore Schillaci]] ;5 mörk * [[Mynd:Flag_of_Czechoslovakia.svg|20px]] [[Tomáš Skuhravý]] ;4 mörk * [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] [[Roger Milla]] * {{ENG}} [[Gary Lineker]] * {{ESP}} [[Míchel]] * {{GER}} [[Lothar Matthäus]] ;3 mörk * {{GER}} [[Andreas Brehme]] * {{GER}} [[Jürgen Klinsmann]] * {{GER}} [[Andreas Brehme]] * {{ENG}} [[Rudi Völler]] [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:1990]] 5ev5myptffedbn9f4a2gj9ajmsjuslp Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2018 0 141026 1765529 1757903 2022-08-20T22:09:56Z 89.160.233.104 /* D-riðill */ laga tengil wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2018''' var haldið í [[Rússland]]i dagana [[14. júní]] til [[15. júlí]] [[2018]]. Frakkland sigraði mótið. == Val á gestgjöfum == Rússland sótti árið 2009 formlega um að halda HM í knattspyrnu 2018. [[Alþjóðaknattspyrnusambandið]] ákvað að úthluta keppnunum 2018 og [[Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2022|2022]] samtímis. Níu umsóknir bárust og voru úrskurðaðar gildar. Fljótlega tilkynntu öll umsóknarlöndin utan [[Evrópa|Evrópu]] að þau sæktust aðeins eftir að halda mótið 2020. Vegna reglna Alþjóðaknattspyrnusambandsins um að ekki skyldi halda mótið í sömu heimsálfu tvisvar í röð var því ljóst að evrópsku umsóknirnar fjórar kæmu einvörðungu til greina fyrir 2018 keppnina. Auk Rússa sóttust [[England|Englendingar]] eftir hnossinu en einnig bárust tvær sameiginlegar umsóknir, annars vegar frá [[Belgía|Belgíu]] og [[Holland]]i en hins vegar frá [[Portúgal]] og [[Spánn|Spáni]]. Kosið var milli umsækjendanna í höfuðstöðvum Alþjóðaknattspyrnusambandsins og úrslit tilkynnt þann [[2. desember]] [[2010]]. Engin umsókn fékk hreinan meirihluta í fyrstu umferð, þar sem Rússar fengu 9 atkvæði, Portúgal/Spánn 7, Belgía/Holland 4 og Englendingar ráku lestina með 2 atkvæði. Í annarri umferð var kosið milli þriggja efstu og hlutu Rússar þá 13 atkvæði og þar með gestgjafaréttinn. == Knattspyrnuvellir == {{Clear}} <center><div style="text-align:center; max-width:851.8px; padding-top:1px"> {| class="wikitable" style="float:left; height:1056px" ![[Sankti Pétursborg]] |- |[[Krestovsky Stadium]]<br>'''<small>(Saint Petersburg Stadium)</small>''' |- | Heildarfjöldi: '''68,134''' |- |[[File:Spb 06-2017 img40 Krestovsky Stadium.jpg|200px]] |- ![[Kasan]] |- |[[Kazan Arena]] |- | Heildarfjöldi: '''45,379''' |- |[[File:Kazan Arena 08-2016.jpg|200px]] |- ![[Samara]] |- |[[Cosmos Arena]]<br>'''<small>(Samara Arena)</small>''' |- | Heildarfjöldi: '''44,918'''<br /><small>(nýr leikvangur)</small> |- | |- ![[Saransk]] |- |[[Mordovia Arena]] |- | Heildarfjöldi: '''44,442'''<br /><small>(nýr leikvangur)</small> |- |[[File:Mordovia-Arena stadium(building).jpg|center|frameless|200x133px]] |} {| class="wikitable" style="float:right; height:1056px" ![[Kalíníngrad]] |- |[[Kaliningrad Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''35,212'''<ref name="Capacity reduction">{{cite news |url=http://newsok.com/capacity-at-2-of-russias-stadiums-to-be-reduced/article/feed/740299 |title=Capacity at 2 of Russia's stadiums to be reduced |publisher=The Oklahoman (via Associated Press) |date=26 September 2014 |accessdate=28 September 2014 |archive-date=19 október 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141019183339/http://newsok.com/capacity-at-2-of-russias-stadiums-to-be-reduced/article/feed/740299 |dead-url=yes }}</ref><br /><small>(nýr leikvangur)</small> |- |[[File:Kaliningrad 05-2017 img72 new stadium.jpg|200px]] |- ![[Nizjny Novgorod]] |- |[[Nizhny Novgorod Stadium]] |- | Heildarfjöldi: '''44,899'''<br /><small>(nýr leikvangur)</small> |- |[[File:Construction of Nizhny Novgorod Stadium.jpg|200px]] |- ![[Volgograd]] |- |[[Volgograd Arena]] |- | Heildarfjöldi: '''45,568'''<br /><small>(endurbyggður)</small> |- |[[File:Volgograd Arena.jpg|200px]] |- ![[Jekaterinburg]] |- |[[Central Stadium (Yekaterinburg)|Central Stadium]]<br>'''<small>(Ekaterinburg Arena)</small>''' |- | Heildarfjöldi: '''35,696'''<ref name="Capacity reduction"/><br /><small>(uppfærður)</small> |- |[[File:Estadio Central.jpg|center|frameless|200x133px]] |} {| class="wikitable" style="text-align:center" |- !colspan=2|[[Moskva]] |- |[[Luzhniki Stadium]] |[[Otkrytiye Arena]]<br>'''<small>(Spartak Stadium)</small>''' |- | Heildarfjöldi: '''81,000''' | Heildarfjöldi: '''45,360''' |- |[[File:Luzhniki Stadium1.jpg|200px]] |[[File:Stadium Spartak in Moscow.jpg|200px]] |- !colspan=2|{{Location map+ |European Russia |width=400 |float=center |caption= |places= {{Location map~ |European Russia |lat_deg=55|lat_min=45|lon_deg=37|lon_min=37|position=left |label='''[[Moskva]]'''}} {{Location map~ |European Russia |lat_deg=59|lat_min=58|lon_deg=30|lon_min=13|position=right |label='''[[Sankti Pétursborg]]'''}} {{Location map~ |European Russia |lat_deg=54|lat_min=53|lon_deg=20|lon_min=29|position=right |label='''[[Kalíníngrad]]''' }} {{Location map~ |European Russia |lat_deg=56|lat_min=16|lon_deg=43|lon_min=53|position=top |label='''[[Nizhny Novgorod]]''' }} {{Location map~ |European Russia |lat_deg=55|lat_min=49|lon_deg=49|lon_min=09|position=right |label='''[[Kasan]]''' }} {{Location map~ |European Russia |lat_deg=53|lat_min=14|lon_deg=50|lon_min=16|position=right |label='''[[Samara]]''' }} {{Location map~ |European Russia |lat_deg=48|lat_min=44|lon_deg=44|lon_min=32|position=right |label='''[[Volgograd]]''' }} {{Location map~ |European Russia |lat_deg=54|lat_min=10|lon_deg=45|lon_min=11|position=bottom|label='''[[Saransk]]''' }} {{Location map~ |European Russia |lat_deg=43|lat_min=34|lon_deg=39|lon_min=51|position=right |label='''[[Sotsjí]]''' }} {{Location map~ |European Russia |lat_deg=47|lat_min=14|lon_deg=39|lon_min=43|position=right |label='''[[Rostov við Don]]''' }} {{Location map~ |European Russia |lat_deg=56|lat_min=50|lon_deg=60|lon_min=35|position=bottom|label='''[[Jekaterinborg]]''' }} }} |- ![[Rostov við Don]] ![[Sotsjí]] |- |[[Rostov Arena]] |[[Fisht Olympic Stadium]]<br>'''<small>(Fisht Stadium)</small>''' |- | Heildarfjöldi: '''45,000'''<br /><small>(nýr leikvangur)</small> | Heildarfjöldi: '''47,659''' |- |[[File:Rostov Arena 21.05.2017.jpg|center|frameless|200x133px]] |[[File:Fisht_Olympic_Stadium_2017.jpg|center|frameless|200x133px]] |}</div></center> {{Clear}} == Keppnin == === Riðlakeppnin === Keppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit. ==== A-riðill ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30| Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig !width=150|Útsláttarkeppni |-style="background:#D0F0C0;" |1|||{{URY}}||[[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]||3||3||0||0||5||0||+5||'''9''' |16 liða úrslit |- |-style="background:#D0F0C0;" |2|||{{RUS}}||[[Rússneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rússland]]||3||2||0||1||8||4||+4||'''6''' |16 liða úrslit |- |- |3|||{{KSA}}||[[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádí-Arabía]]||3||1||0||2||2||7||-5||'''3''' | |- |4|||{{EGY}}||[[Egypska karlalandsliðið í knattspyrnu|Egyptaland]]||3||0||0||3||2||6||-4||'''0''' | |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=14. júní 2018 15:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Rússland]] {{RUS}} |úrslit= 5:0 |lið2= {{KSA}} [[Sádi-Arabía]] |skýrsla= |mörk1= [[Yury Gazinsky|Gazinsky]] 12, [[Denis Cheryshev|Cheryshev]] 43, 90+1, [[Artem Dzyuba|Dzyuba]] 71, [[Aleksandr Golovin|Golovin]] 90+4 |mörk2= |leikvangur= [[Luzhniki stadion]], [[Moskva]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=15. júní 2018 12:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Egyptaland]] {{EGY}} |úrslit= 0:1 |lið2= {{URY}} [[Úrúgvæ]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[José Giménez|Giménez]] 89 |leikvangur= [[Jekaterinburgska Huvudska stadion]], [[Jekaterinburg]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=19. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Rússland]] {{RUS}} |úrslit= 3:1 |lið2= {{EGY}} [[Egyptaland]] |skýrsla= |mörk1= [[Ahmed Fathy|Fathy]] 47 (sjálfsm.), [[Denis Cheryshev|Cheryshev]] 59, [[Artem Dzyuba|Dzyuba]] 62 |mörk2= [[Mohamed Salah|Salah]] 73 (víti) |leikvangur= [[Krestovsky stadion]], [[Sankti Pétursborg]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=20. júní 2018 15:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Úrúgvæ]] {{URY}} |úrslit= 1:0 |lið2= {{KSA}} [[Sádi-Arabía]] |skýrsla= |mörk1= [[Luis Suárez|Suárez]] 23 |mörk2= |leikvangur= [[Rostov Arena]], [[Rostov við Don]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=25. júní 2018 14:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Úrúgvæ]] {{URY}} |úrslit= 3:0 |lið2= {{RUS}} [[Rússland]] |skýrsla= |mörk1= [[Luis Suárez|Suárez]] 10, [[Denis Cheryshev|Cheryshev]] 23 (sjálfsm.), [[Edinson Cavani|Cavani]] 90 |mörk2= |leikvangur= [[Kosmos Arena]], [[Samara]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=25. júní 2018 14:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Sádi-Arabía]] {{KSA}} |úrslit= 2:1 |lið2= {{EGY}} [[Egyptaland]] |skýrsla= |mörk1= [[Salman Al-Faraj|Al-Faraj]] 45+6 (víti). [[Salem Al-Dawsari|Al-Dawsari]] 90+5 |mörk2= [[Mohamed Salah|Salah]] 22 |leikvangur= [[Volgograd Arena]], [[Volgograd]] |áhorfendur= |dómari= |}} ==== B-riðill ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30| Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig !width=150|Útsláttarkeppni |-style="background:#D0F0C0;" |1|||{{ESP}}||[[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||2||1||2||0||6||5||+1||'''5''' |16 liða úrslit |- |-style="background:#D0F0C0;" |2|||{{PRT}}||[[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]||2||1||2||0||5||4||+1||'''5''' |16 liða úrslit |- |- |3|||{{IRN}}||[[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]||3||1||1||1||2||2||0||'''4''' | |- |4|||{{MAR}}||[[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]||3||0||1||2||2||4||-2||'''1''' | |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=15. júní 2018 15:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Marokkó]] {{MAR}} |úrslit= 0:1 |lið2= {{IRN}} [[Íran]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Aziz Bouhaddouz|Bouhaddouz]] 90+5 (sjálfsm.) |leikvangur= [[Krestovsky stadion]], [[Sankti Pétursborg]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=15. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Portúgal]] {{PRT}} |úrslit= 3:3 |lið2= {{ESP}} [[Spánn]] |skýrsla= |mörk1= [[Cristiano Ronaldo|Ronaldo]] 4 (víti), 44, 88 |mörk2= [[Diego Costa|Costa]] 24, 55, [[Nacho]] 58 |leikvangur= [[Fisjt Olympiska stadion]], [[Sotsjí]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=20. júní 2018 12:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Portúgal]] {{PRT}} |úrslit= 1:0 |lið2= {{MAR}} [[Marokkó]] |skýrsla= |mörk1= [[Cristiano Ronaldo|Ronaldo]] 4 |mörk2= |leikvangur= [[Luzjniki stadion]], [[Moskva]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=20. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Íran]] {{IRN}} |úrslit= 0:1 |lið2= {{ESP}} [[Spánn]] |skýrsla= |mörk1= |mörk2= [[Diego Costa|Costa]] 54 |leikvangur= [[Kazan Arena]], [[Kasan]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=25. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Íran]] {{IRN}} |úrslit= 1:1 |lið2= {{PRT}} [[Portúgal]] |skýrsla= |mörk1= [[Karim Ansarifard|Ansarifard]] 90+3 (víti) |mörk2= [[Ricardo Quaresma|Quaresma]] 45 |leikvangur= [[Mordovia Arena]], [[Saransk]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=25. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Spánn]] {{ESP}} |úrslit= 2:2 |lið2= {{MAR}} [[Marokkó]] |skýrsla= |mörk1= [[Isco]] 19, [[Iago Aspas|Aspas]] 90+1 |mörk2= [[Khalid Boutaïb|Boutaïb]] 14, [[Youssef En-Nesyri|En-Nesyri]] 81 |leikvangur= [[Kaliningrad stadion]], [[Kalíníngrad]] |áhorfendur= |dómari= |}} ==== C-riðill ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30| Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig !width=150|Útsláttarkeppni |-style="background:#D0F0C0;" |1|||{{FRA}}||[[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]||3||2||1||0||3||1||+2||'''7''' |16 liða úrslit |- |-style="background:#D0F0C0;" |2|||{{DNK}}||[[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]||3||1||2||0||2||1||+1||'''5''' |16 liða úrslit |- |- |3|||{{PER}}||[[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]||3||1||0||2||2||2||0||'''3''' | |- |4|||{{AUS}}||[[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]||3||0||1||2||2||5||-3||'''1''' | |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=16. júní 2018 10:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Frakkland]] {{FRA}} |úrslit= 2:1 |lið2= {{AUS}} [[Ástralía]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Antoine Griezmann|Griezmann]] 58 (víti), [[Aziz Behich|Behich]] 81 (sjálfsm.) |mörk2= [[Mile Jedinak|Jedinak]] 62 (víti) |leikvangur= [[Kazan Arena]], [[Kasan]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=16. júní 2018 16:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Perú]] {{PER}} |úrslit= 0:1 |lið2= {{DNK}} [[Danmörk]] |skýrsla= [ ] |mörk1= |mörk2= [[Yussuf Poulsen|Poulsen]] 59 |leikvangur= [[Mordovia Arena]], [[Saransk]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=21. júní 2018 12:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Danmörk]] {{DNK}} |úrslit= 1:1 |lið2= {{AUS}} [[Ástralía]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Christian Eriksen|Eriksen]] 7 |mörk2= [[Mile Jedinak|Jedinak]] 38 (víti) |leikvangur= [[Kosmos Arena]], [[Samara]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=21. júní 2018 15:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Frakkland]] {{FRA}} |úrslit= 1:0 |lið2= {{PER}} [[Perú]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Kylian Mbappé|Mbappé]] 34 |mörk2= |leikvangur= [[Jekaterinburgska Huvudska stadion]], [[Jekaterinburg]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=26. júní 2018 14:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Danmörk]] {{DNK}} |úrslit= 0:0 |lið2= {{FRA}} [[Frakkland]] |skýrsla= [ ] |mörk1= |mörk2= |leikvangur= [[Luzjniki stadion]], [[Moskva]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=26. júní 2018 14:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Ástralía]] {{AUS}} |úrslit= 0:2 |lið2= {{PER}} [[Perú]] |skýrsla= [ ] |mörk1= |mörk2= [[André Carrillo|Carrillo]] 18, [[Paolo Guerrero|Guerrero]] 50 |leikvangur= [[Fisjt Olympiska stadion]], [[Sotsjí]] |áhorfendur= |dómari= |}} ==== D-riðill ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30| Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig !width=150|Útsláttarkeppni |-style="background:#D0F0C0;" |1|||{{HRV}}||[[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]||3||3||0||0||7||1||+6||'''9''' |16 liða úrslit |- |-style="background:#D0F0C0;" |2|||{{ARG}}||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||1||1||1||3||5||-2||'''4''' |16 liða úrslit |- |- |3|||{{NGR}}||[[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]||3||1||0||2||3||4||-1||'''3''' | |- |4|||{{ISL}}||[[Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ísland]]||3||0||1||2||2||5||-3||'''1''' | |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=16. júní 2018 13:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Argentína]] {{ARG}} |úrslit= 1:1 |lið2= {{ISL}} [[Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ísland]] |skýrsla= [https://www.fifa.com/worldcup/matches/match/300331515/ ] |mörk1= [[Sergio Agüero|Agüero]] 19 |mörk2= [[Alfreð Finnbogason]] 23 |leikvangur= [[Otkrjtije Arena]], [[Moskva]] |áhorfendur= |dómari=44190 |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=16. júní 2018 19:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Króatía]] {{HRV}} |úrslit= 2:0 |lið2= {{NGR}} [[Nígería]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Oghenekaro Etebo|Etebo]] 32 (sjálfsm.) [[Luka Modrić|Modrić]] 71 (víti) |mörk2= |leikvangur= [[Kaliningrad stadion]], [[Kalíníngrad]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=21. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Argentína]] {{ARG}} |úrslit= 0:3 |lið2= {{HRV}} [[Króatía]] |skýrsla= [ ] |mörk1= |mörk2= [[Ante Rebić|Rebić]] 53, [[Luka Modrić|Modrić]] 80, [[Ivan Rakitić|Rakitić]] 90+1 |leikvangur= [[Nizjny Novgorod stadion]], [[Nizjny Novgorod]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=22. júní 2018 15:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Nígería]] {{NGR}} |úrslit= 2:0 |lið2= {{ISL}} [[Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ísland]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Ahmed Musa|Musa]] 49, 75 |mörk2= |leikvangur= [[Volgograd Arena]], [[Volgograd]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=26. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Nígería]] {{NGR}} |úrslit= 1:2 |lið2= {{ARG}} [[Argentína]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Victor Moses|Moses]] 51 (víti) |mörk2= [[Lionel Messi|Messi]] 14, [[Marcos Rojo|Rojo]] 86 |leikvangur= [[Krestovsky stadion]], [[Sankti Pétursborg]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=26. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ísland]] {{ISL}} |úrslit= 1:2 |lið2= {{HRV}} [[Króatía]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Gylfi Þór Sigurðsson]] 76 (víti) |mörk2= [[Milan Badelj|Badelj]] 53, [[Ivan Perišić|Perišić]] 90 |leikvangur= [[Rostov Arena]], [[Rostov við Don]] |áhorfendur= |dómari= |}} ==== E-riðill ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30| Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig !width=150|Útsláttarkeppni |-style="background:#D0F0C0;" |1|||{{BRA}}||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||2||1||0||5||1||+4||'''7''' |16 liða úrslit |- |-style="background:#D0F0C0;" |2|||{{SUI}}||[[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]||3||1||2||0||5||4||+1||'''5''' |16 liða úrslit |- |- |3|||{{SRB}}||[[Serbneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Serbía]]||3||1||0||2||2||4||-2||'''3''' | |- |4|||{{CRI}}||[[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]||3||0||1||2||2||5||-3||'''1''' | |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=17. júní 2018 12:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Kosta Ríka]] {{CRI}} |úrslit= 0:1 |lið2= {{SRB}} [[Serbía]] |skýrsla= [ ] |mörk1= |mörk2= [[Aleksandar Kolarov|Kolarov]] 56 |leikvangur= [[Kosmos Arena]], [[Samara]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=17. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Brasilía]] {{BRA}} |úrslit= 1:1 |lið2= {{SUI}} [[Sviss]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Philippe Coutinho|Coutinho]] 20 |mörk2= [[Steven Zuber|Zuber]] 50 |leikvangur= [[Rostov Arena]], [[Rostov við Don]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=22. júní 2018 12:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Brasilía]] {{BRA}} |úrslit= 2:0 |lið2= {{CRI}} [[Kosta Ríka]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Philippe Coutinho|Coutinho]] 90+1, [[Neymar]] 90+7 |mörk2= |leikvangur= [[Krestovsky stadion]], [[Sankti Pétursborg]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=22. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Serbía]] {{SRB}} |úrslit= 1:2 |lið2= {{SUI}} [[Sviss]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Aleksandar Mitrović (footballer)|Mitrović]] 5 |mörk2= [[Granit Xhaka|Xhaka]] 52, [[Xherdan Shaqiri|Shaqiri]] 90 |leikvangur= [[Kaliningrad stadion]], [[Kalíníngrad]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=27. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Serbía]] {{SRB}} |úrslit= 0:2 |lið2= {{BRA}} [[Brasilía]] |skýrsla= [ ] |mörk1= |mörk2= [[Paulinho|Paulinho]] 36, [[Thiago Silva]] 68 |leikvangur= [[Otkrjtije Arena]], [[Moskva]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=27. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Sviss]] {{SUI}} |úrslit= 2:2 |lið2= {{CRI}} [[Kosta Ríka]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Blerim Džemaili|Džemaili]] 31, [[Josip Drmić|Drmić]] 88 |mörk2= [[Kendall Waston|Waston]] 56, [[Yann Sommer|Sommer]] 90+3 (sjálfsm.) |leikvangur= [[Nizjny Novgorod stadion]], [[Nizjny Novgorod]] |áhorfendur= |dómari= |}} ==== F-riðill ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30| Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig !width=150|Útsláttarkeppni |-style="background:#D0F0C0;" |1|||{{SWE}}||[[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]||3||2||0||1||5||2||+3||'''6''' |16 liða úrslit |- |-style="background:#D0F0C0;" |2|||{{MEX}}||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||2||0||1||3||4||-1||'''6''' |16 liða úrslit |- |- |3|||{{KOR}}||[[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]||3||1||0||2||3||3||0||'''3''' | |- |4|||{{GER}}||[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]||3||1||0||2||2||4||-2||'''3''' | |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=17. júní 2018 15:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Þýskaland]] {{GER}} |úrslit= 0:1 |lið2= {{MEX}} [[Mexíkó]] |skýrsla= [ ] |mörk1= |mörk2= [[Hirving Lozano|Lozano]] 35 |leikvangur= [[Luzjniki stadion]], [[Moskva]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=18. júní 2018 12:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Svíþjóð]] {{SWE}} |úrslit= 1:0 |lið2= {{KOR}} [[Suður-Kórea]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Andreas Granqvist|Granqvist]] 65 (víti) |mörk2= |leikvangur= [[Nizjny Novgorod stadion]], [[Nizjny Novgorod]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=23. júní 2018 15:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Suður-Kórea]] {{KOR}} |úrslit= 1:2 |lið2= {{MEX}} [[Mexíkó]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Son Heung-min]] 90+3 |mörk2= [[Carlos Vela|Vela]] 26 (víti), [[Javier Hernández|Hernández]] 66 |leikvangur= [[Rostov Arena]], [[Rostov við Don]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=23. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Þýskaland]] {{GER}} |úrslit= 2:1 |lið2= {{SWE}} [[Svíþjóð]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Marco Reus|Reus]] 48, [[Toni Kroos|Kroos]] 90+5 |mörk2= [[Ola Toivonen|Toivonen]] 32 |leikvangur= [[Fisjt Olympiska stadion]], [[Sotsjí]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=27. júní 2018 14:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Suður-Kórea]] {{KOR}} |úrslit= 2:0 |lið2= {{GER}} [[Þýskaland]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Kim Young-gwon]] 90+3, [[Son Heung-min]] 90+6 |mörk2= |leikvangur= [[Kazan Arena]], [[Kasan]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=27. júní 2018 14:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Mexíkó]] {{MEX}} |úrslit= 0:3 |lið2= {{SWE}} [[Svíþjóð]] |skýrsla= [ ] |mörk1= |mörk2= [[Ludwig Augustinsson|Augustinsson]] 50, [[Andreas Granqvist|Granqvist]] 62 (víti), [[Edson Álvarez|Álvarez]] 74 (sjálfsm.) |leikvangur= [[Jekaterinburgska Huvudska stadion]], [[Jekaterinburg]] |áhorfendur= |dómari= |}} ==== G-riðill ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30| Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig !width=150|Útsláttarkeppni |-style="background:#D0F0C0;" |1|||{{BEL}}||[[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]||3||3||0||0||9||2||+7||'''9''' |16 liða úrslit |- |-style="background:#D0F0C0;" |2|||{{ENG}}||[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]||3||2||1||0||8||3||+5||'''6''' |16 liða úrslit |- |- |3|||{{TUN}}||[[Túníska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]||3||1||0||2||5||8||-3||'''3''' | |- |4|||{{PAN}}||[[Panamska karlandsliðið í knattspyrnu|Panama]]||3||0||0||3||2||11||-9||'''0''' | |} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=18. júní 2018 15:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Belgía]] {{BEL}} |úrslit= 3:0 |lið2= {{PAN}} [[Panama]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Dries Mertens|Mertens]] 47, [[Romelu Lukaku|Lukaku]] 69, 75 |mörk2= |leikvangur= [[Fisjt Olympiska stadion]], [[Sotsjí]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=18. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Túnis]] {{TUN}} |úrslit= 1:2 |lið2= {{ENG}} [[England]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Ferjani Sassi|Sassi]] 35 (víti) |mörk2= [[Harry Kane|Kane]] 11, 90+1 |leikvangur= [[Volgograd Arena]], [[Volgograd]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=23. júní 2018 12:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Belgía]] {{BEL}} |úrslit= 5:2 |lið2= {{TUN}} [[Túnis]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Eden Hazard|E. Hazard]] 6 (víti), 51, [[Romelu Lukaku|Lukaku]] 16, 45+3, [[Michy Batshuayi|Batshuayi]] 90 |mörk2= [[Dylan Bronn|Bronn]] 18, [[Wahbi Khazri|Khazri]] 90+3 |leikvangur= [[Otkrjtije Arena]], [[Moskva]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=24. júní 2018 12:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[England]] {{ENG}} |úrslit= 6:1 |lið2= {{PAN}} [[Panama]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[John Stones|Stones]] 8, 40, [[Harry Kane|Kane]] 22 (víti), 45+1 (víti), 62, [[Jesse Lingard|Lingard]] 36 |mörk2= [[Felipe Baloy|Baloy]] 78 |leikvangur= [[Nizjny Novgorod stadium]], [[Nizjny Novgorod]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=28. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[England]] {{ENG}} |úrslit= 0:1 |lið2= {{BEL}} [[Belgía]] |skýrsla= [ ] |mörk1= |mörk2= [[Adnan Januzaj|Januzaj]] 51 |leikvangur= [[Kaliningrad stadion]], [[Kalíníngrad]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=28. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Panama]] {{PAN}} |úrslit= 1:2 |lið2= {{TUN}} [[Túnis]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Yassine Meriah|Meriah]] 33 (sjálfsm.) |mörk2= [[Fakhreddine Ben Youssef|F. Ben Youssef]] 51, [[Wahbi Khazri|Khazri]] 66 |leikvangur= [[Mordovia Arena]], [[Saransk]] |áhorfendur= |dómari= |}} ==== H-riðill ==== {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30| Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|Mm !width=30|Stig !width=150|Útsláttarkeppni |-style="background:#D0F0C0;" |1|||{{COL}}||[[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]||3||2||0||1||5||2||+3||'''6''' |16 liða úrslit |- |-style="background:#D0F0C0;" |2|||{{JPN}}||[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]] (*)||3||1||1||1||4||4||0||'''4''' |16 liða úrslit |- |- |3|||{{SEN}}||[[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]]||3||1||1||1||4||4||0||'''4''' | |- |4|||{{POL}}||[[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]||3||1||0||0||0||2||5||'''3''' | |} (*) Japan komst í 16-liða úrslit út á færri gul spjöld en Senegal. {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=19. júní 2018 12:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Kólumbía]] {{COL}} |úrslit= 1:2 |lið2= {{JPN}} [[Japan]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Juan Fernando Quintero|Quintero]] 39 |mörk2= [[Shinji Kagawa|Kagawa]] 6 (víti), [[Yuya Osako|Osako]] 73 |leikvangur= [[Mordovia Arena]], [[Saransk]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=19. júní 2018 15:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Pólland]] {{POL}} |úrslit= 1:2 |lið2= {{SEN}} [[Senegal]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Grzegorz Krychowiak|Krychowiak]] 86 |mörk2= [[Thiago Cionek|Cionek]] 37 (sjálfsm.), [[M'Baye Niang|Niang]] 60 |leikvangur= [[Otkrjtije Arena]], [[Moskva]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=24. júní 2018 15:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Japan]] {{JPN}} |úrslit= 2:2 |lið2= {{SEN}} [[Senegal]] |skýrsla= [ ] |mörk1= [[Takashi Inui|Inui]] 34, [[Keisuke Honda|Honda]] 78 |mörk2= [[Sadio Mané|Mané]] 11, [[Moussa Wagué|Wagué]] 71 |leikvangur= [[Jekaterinburgska Huvudska stadion]], [[Jekaterinburg]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=24. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Pólland]] {{POL}} |úrslit= 0:3 |lið2= {{COL}} [[Kólumbía]] |skýrsla= [ ] |mörk1= |mörk2= [[Yerry Mina|Mina]] 40, [[Radamel Falcao|Falcao]] 70, [[Juan Cuadrado|Ju. Cuadrado]] 75 |leikvangur= [[Kazan Arena]], [[Kasan]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=28. júní 2018 14:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Japan]] {{JPN}} |úrslit= 0:1 |lið2= {{POL}} [[Pólland]] |skýrsla= [ ] |mörk1= |mörk2= [[Jan Bednarek (footballer)|Bednarek]] 59 |leikvangur= [[Volgograd Arena]], [[Volgograd]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning=28. júní 2018 14:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Senegal]] {{SEN}} |úrslit= 0:1 |lið2= {{COL}} [[Kólumbía]] |skýrsla= [ ] |mörk1= |mörk2= [[Yerry Mina|Mina]] 74 |leikvangur= [[Kosmos Arena]], [[Samara]] |áhorfendur= |dómari= |}} --------------- === Útsláttarkeppni === <section begin=bracket />{{16 liða úrslit |style=white-space:nowrap|3rdplace=yes|bold_winner=high|widescore=yes |RD1=[[#16 liða úrslit|16 liða úrslit]] |RD2=[[#8 liða úrslit|8 liða úrslit]] |RD3=[[#4 liða úrslit|4 liða úrslit]] |RD4=[[#Final|Úrslit]] |Consol=[[#Third place play-off|Umspil um þriðja sæti]] <!--Date-Place|Team 1|Score 1|Team 2|Score 2--> <!--16 liða úrslit--> |30. júní – [[Fisht Olympic Stadium|Sochi]]|{{URY}} '''Úrúgvæ'''|'''2'''|{{PRT}} Portúgal|1 |30. júní – [[Kazan Arena|Kazan]]|{{FRA}} '''Frakkland'''|'''4'''|{{ARG}} Argentína|3 |2. júlí – [[Cosmos Arena|Samara]]|{{BRA}} '''Brasilía'''|'''2'''|{{MEX}} Mexíkó|0 |2. júlí – [[Rostov Arena|Rostov-na-Donu]]|{{BEL}} '''Belgía'''|'''3'''|{{JPN}} Japan|2 |1. júlí – [[Luzhniki Stadium|Moskva (Luzhniki)]]|{{ESP}} Spánn|1(3)|{{RUS}} '''Rússland''' (vítak.)|'''1(4)''' |1. júlí – [[Nizhny Novgorod Stadium|Nizhny Novgorod]]|{{HRV}} '''Króatía''' (vítak.)|'''1(3)'''|{{DNK}} Danmörk|1(2) |3. júlí – [[Krestovsky Stadium|Sankti Pétursborg]]|{{SWE}} '''Svíþjóð'''|'''1'''|{{SUI}} Sviss|0 |3. júlí – [[Otkrytiye Arena|Moskva (Otkrytiye)]]|{{COL}} Kólumbía|1(3)|{{ENG}} '''England''' (vítak.)|'''1(4)''' <!--8 liða úrslit--> |6. júlí – [[Nizhny Novgorod Stadium|Nizhny Novgorod]]|{{URY}} Úrúgvæ|0|{{FRA}} '''Frakkland'''|'''2''' |6. júlí – [[Kazan Arena|Kazan]]|{{BRA}} Brasilía|1|{{BEL}} '''Belgía'''|'''2''' |7. júlí – [[Fisht Olympic Stadium|Sochi]]|{{RUS}} Rússland|2(3)|{{HRV}} '''Króatía''' (vítak.)|'''2(4)''' |7. júlí – [[Cosmos Arena|Samara]]|{{SWE}} Svíþjóð|0|{{ENG}} '''England'''|'''2''' <!--4 liða úrslit--> |10. júlí – [[Krestovsky Stadium|Sánti Pétersborg]]|{{FRA}} '''Frakkland'''|'''1'''|{{BEL}} Belgía|0 |11. júlí – [[Luzhniki Stadium|Moskva (Luzhniki)]]|{{HRV}} '''Króatía''' (vítak.)|'''2'''|{{ENG}} England|1 <!--Úrslitaleikur--> |15. júlí – [[Luzhniki Stadium|Moskva (Luzhniki)]]|{{FRA}} Frakkland||{{HRV}} Króatía| <!--Bronsleikur--> |14. júlí – [[Krestovsky Stadium|Sankti Pétursborg]]|{{BEL}} Belgía||{{ENG}} England| }}<section end=bracket /> ==== 16 liða úrslit ==== {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 30. júní 2018 14:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= Frakkland {{FRA}} |úrslit= 4 - 3 |lið2= {{ARG}} Argentína |skýrsla= [] |mörk1= *[[Antoine Griezmann|Griezmann]] 13 (víti) *[[Benjamin Pavard|Pavard]] 57 *[[Kylian Mbappé|Mbappé]] 64, 68 |mörk2= *[[Ángel Di María|Di María]] 41 *[[Gabriel Mercado|Mercado]] 48 *[[Sergio Agüero|Agüero]] 90+3 |leikvangur= [[Kazan Arena]], [[Kasan]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 30. júní 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= Úrúgvæ {{URY}} |úrslit= 2 - 1 |lið2= {{PRT}} Portúgal |skýrsla= [] |mörk1= *[[Edinson Cavani|Cavani]] 7,62 |mörk2= *[[Pepe (knattspyrnumaður)|Pepe]] 55 |leikvangur= [[Fisht Olympic Stadium]], [[Sotsjí]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 1. júlí 2018 14:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= Spánn {{ESP}} |úrslit= 1 - 1 |aet=yes |lið2= {{RUS}} Rússland |skýrsla= [] |mörk1= *[[Sergei Ignashevich|Ignashevich]] 12 (sjálfsm.) |mörk2= *[[Artem Dzyuba|Dzyuba]] 41 (víti) |leikvangur= [[Luzhniki stadion]], [[Moskva]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Straffesparksboks|straffe1={{Straffemål}} [[Andrés Iniesta|Iniesta]]<br />{{Straffemål}} [[Gerard Piqué|Piqué]]<br />{{straffebrændt}} [[Koke|Koke]]<br />{{straffemål}} [[Sergio Ramos|Ramos]]<br />{{Straffebrændt}} [[Iago Aspas|Aspas]]|straffe2={{Straffemål}} [[Fjodor Smolov|Smolov]]<br />{{Straffemål}} [[Sergej Ignasjevitj| Ignasjevitj]]<br />{{straffemål}} [[Aleksandr Golovin|Golovin]]<br />{{straffemål}} [[Denis Tjerysjev|Tjerysjev]]<br />|straffescore=[[VM i fodbold 2018 slutspil|3 - 4]]}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 1. júlí 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= Króatía {{HRV}} |úrslit= 1 - 1 |aet=yes |lið2= {{DNK}} Danmörk |skýrsla= [] |mörk1= *[[Mario Mandžukić|Mandžukić]] 4 |mörk2= *[[Mathias Jørgensen|M. Jørgensen]] 1 |leikvangur= [[Nizhny Novgorod Stadium]], [[Nízhníj Novgorod]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Straffesparksboks|straffe1={{Straffebrændt}} [[Milan Badelj|Badelj]]<br />{{Straffemål}} [[Andrej Kramaric|Kramaric]]<br />{{straffemål}} [[Luka Modric|Modric]]<br />{{straffebrændt}} [[Josip Pivaric|Pivaric]]<br />{{Straffemål}} [[Ivan Rakitic| Rakitic]]|straffe2={{Straffebrændt}} [[Christian Eriksen| Eriksen]]<br />{{Straffemål}} [[Simon Kjær|Kjær]]<br />{{straffemål}} [[Michael Krohn-Dehli|Krohn-Dehli]]<br />{{straffebrændt}} [[Lasse Schöne|Schöne]]<br />{{Straffebrændt}} [[Nicolai Jørgensen (fodboldspiller, født 1991)| Jørgensen]]|straffescore=[[VM i fodbold 2018 slutspil|3 - 2]]}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 2. júlí 2018 14:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= Brasilía {{BRA}} |úrslit= 2 - 0 |lið2= {{MEX}} Mexíkó |skýrsla= [] |mörk1= *[[Neymar]] 51 *[[Roberto Firmino|Firmino]] 88 |mörk2= |leikvangur= [[Cosmos Arena]], [[Samara]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 2. júlí 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= Belgía {{BEL}} |úrslit= 3 - 2 |lið2= {{JPN}} Japan |skýrsla= [] |mörk1= *[[Jan Vertonghen|Vertonghen]] 69 *[[Marouane Fellaini|Fellaini]] 74 *[[Nacer Chadli|Chadli]] 90+4 |mörk2= *[[Genki Haraguchi|Haraguchi]] 48 *[[Takashi Inui|Inui]] 52 |leikvangur= [[Rostov Arena]], [[Rostov við Don]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 3. júlí 2018 14:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= Svíþjóð {{SWE}} |úrslit= 1 - 0 |lið2= {{SUI}} Sviss |skýrsla= [] |mörk1= [[Emil Forsberg|Forsberg]] 66 |mörk2= |leikvangur= [[Krestovsky Stadium]], [[Sankti Pétursborg]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 3. júlí 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= [[Kólumbía]] {{COL}} |úrslit= 1 - 1 |aet=yes |lið2= {{ENG}} England |skýrsla= [] |mörk1= [[Yerry Mina|Mina]] 90+3 |mörk2= [[Harry Kane|Kane]] 57 (víti) |leikvangur= [[Otkrjtije Arena]], [[Moskva]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Straffesparksboks|straffe1={{Straffemål}} [[Radamel Falcao|Falcao]]<br />{{Straffemål}} [[Juan Cuadrado|Cuadrado]]<br />{{Straffemål}} [[Luis Muriel|Muriel]]<br />{{Straffebrændt}} [[Mateus Uribe|Uribe]]<br />{{Straffebrændt}} [[Carlos Bacca|Bacca]]|straffe2={{Straffemål}} [[Harry Kane|Kane]]<br />{{Straffemål}} [[Marcus Rashford|Rashford]]<br />{{Straffebrændt}} [[Jordan Henderson|Henderson]]<br />{{Straffemål}} [[Kieran Trippier|Trippier]]<br />{{Straffemål}} [[Eric Dier|Dier]]|straffescore=[[VM i fodbold 2018 slutspil|3 - 4]]}} ==== Fjórðungsúrslit ==== {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 6. júlí 2018 14:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= Úrúgvæ {{URY}} |úrslit= 0-2 |lið2= {{FRA}} Frakkland |skýrsla= [] |mörk1= |mörk2= *[[Raphaël Varane|Varane]] 40 *[[Antoine Griezmann|Griezmann]] 61 |leikvangur= [[Nizhny Novgorod Stadium]], [[Nízhníj Novgorod]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 6. júlí 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= Brasilía {{BRA}} |úrslit= 1-2 |lið2= {{BEL}} Belgía |skýrsla= [] |mörk1= *[[Renato Augusto]] 76 |mörk2= *[[Fernandinho (footballer)|Fernandinho]] 13(átogol) *[[Kevin De Bruyne|De Bruyne]] 31 |leikvangur= [[Kazan Arena]], [[Kasan]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 7. júlí 2018 14:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= Svíþjóð {{SWE}} |úrslit= 0-2 |lið2= {{ENG}} England |skýrsla= [] |mörk1= |mörk2= *[[Harry Maguire|Maguire]] 30 *[[Dele Alli|Alli]] 59 |leikvangur= [[Cosmos Arena]], [[Samara]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 7. júlí 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= Rússland {{RUS}} |úrslit= 2-2 |lið2= {{HRV}} Króatía |skýrsla= [] |mörk1= *[[Denis Cheryshev|Cheryshev]] 31 *[[Mário Fernandes (footballer)|Fernandes]] 115 |mörk2= *[[Andrej Kramarić|Kramarić]] 39 *[[Domagoj Vida|Vida]] 101 |leikvangur= [[Fisht Olympic Stadium]], [[Sotsjí]] |áhorfendur= |dómari= |penalties1= *[[Fyodor Smolov|Smolov]] {{penmiss}} *[[Alan Dzagoev|Dzagoev]] {{pengoal}} *[[Mário Fernandes (footballer)|Fernandes]] {{penmiss}} *[[Sergei Ignashevich|Ignashevich]] {{pengoal}} *[[Daler Kuzyayev|Kuzyayev]] {{pengoal}} |penaltyscore=3–4 |penalties2= *{{pengoal}} [[Marcelo Brozović|Brozović]] *{{penmiss}} [[Mateo Kovačić|Kovačić]] *{{pengoal}} [[Luka Modrić|Modrić]] *{{pengoal}} [[Domagoj Vida|Vida]] *{{pengoal}} [[Ivan Rakitić|Rakitić]] |}} ==== Undanúrslit ==== {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 10. júlí 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= Frakkland {{FRA}} |úrslit= 1-0 |lið2= {{BEL}} Belgía |skýrsla= [] |mörk1= [[Samuel Umtiti|Umtiti]] 51 |mörk2= |leikvangur= [[Krestovsky stadion]], [[Sankti Pétursborg]] |áhorfendur= |dómari= |}} {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 11. júlí 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= Króatía {{HRV}} |úrslit= 2-1 |lið2= {{ENG}} England |skýrsla= [] |mörk1= [[Ivan Perišić|Perišić]] 68, [[Mario Mandžukić]] 109 |mörk2= [[Kieran Trippier]] 5 |leikvangur= [[Luzjniki stadion]], [[Moskva]] |áhorfendur= |dómari= |}} ==== Bronsleikur ==== {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 14. júlí 2018 14:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= Belgía {{BEL}} |úrslit= 2-0 |lið2= {{ENG}} England |skýrsla= [] |mörk1= |mörk2= |leikvangur= [[Krestovsky stadion]], [[Sankti Pétursborg]] |áhorfendur= |dómari= |}} ==== Úrslitaleikur ==== {{Knattspyrnuleikur |dagsetning= 11. júlí 2018 18:00 [[Staðartími Greenwich|UTC=0]] |lið1= Frakkland {{FRA}} |úrslit= 4-2 |lið2= {{HRV}} Króatía |skýrsla= [] |mörk1= |mörk2= |leikvangur= [[Luzjniki stadion]], [[Moskva]] |áhorfendur= |dómari= |}} ---- == Tilvísanir == {{reflist}} [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:2018]] s4juofoaz3d02ol7l2zvqoj1tkak35s Harry Kane 0 141071 1765473 1757134 2022-08-20T13:05:36Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnumaður |mynd= [[File:Harry Kane in Russia 2.jpg|200px]] |nafn= Harry Kane |fullt nafn= Harry Edward Kane |fæðingardagur={{Fæðingardagur og aldur|1993|7|28}} |fæðingarbær=[[Walthamstow]] |fæðingarland=England |hæð= 1,88 m |staða= Sóknarmaður |núverandi lið= [[Tottenham Hotspur]] |númer= 10 |ár í yngri flokkum= 1999-2009 |yngriflokkalið= [[Ridgeway Rovers]] , [[Arsenal]], [[Watford F.C.]] og [[Tottenham Hotspur]] |ár=2009-<br>2011<br>2012<br>2012-2013<br>2013 |lið=[[Tottenham Hotspur]]<br> → [[Leyton Orient]] (lán)<br>→ [[Millwall F.C.]] (lán)<br>→ [[Norwich City]] (lán)<br>→ [[Leicester City]] (lán) |leikir (mörk)=279 (183) <br> 18 (5) <br> 22 (7)<br> 3 (0)<br>13 (2) |landsliðsár=2010<br>2010-2012<br>2013<br>2013-2015<br>2015- |landslið=England U17<br> England U19<br>England U20<br>England U21<br>[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] |landsliðsleikir (mörk)=3 (2)<br>14 (6)<br>3 (1)<br>14 (8)<br>71 (50) |mfuppfært= júní 2022 |lluppfært= júní 2022 }} [[Mynd:Harry Kane.jpg|thumb|Harry Kane árið 2012 í ungmennalandsliðinu.]] '''Harry Edward Kane''' (fæddur [[28. júlí]] [[1993]]) er enskur knattspyrnumaður sem spilar sem framherji fyrir [[enska úrvalsdeildin|enska úrvalsdeildarliðið]] [[Tottenham Hotspur]] og enska landsliðið. Hann er 4. hæsti markaskorari úrvalsdeildarinnar frá upphafi og 2. hæsti í landsliðinu. Kane hefur skorað 330 mörk í öllum keppnum í efstu stigum knattspyrnu og flest mörk fyrir sama úrvalsdeildarlið á Englandi. Kane hóf að leika með aðalliði Tottenham árið 2011 en var þá ekki orðinn fastamaður og var lánaður til ýmissa liða (Leyton Orient, Millwall, Leicester City og Norwich City). Tímabilið 2014–15 var hann orðinn fastamaður í Tottenham og skoraði 21 mark í deildinni og alls 31 mark á tímabilinu. Tímabilin 2015–16, 2016–17 og 2020-2021 (og stoðsendingahæstur) varð Kane markakóngur úrvalsdeildarinnar. Árið 2017 sló hann 22 ára gamalt met [[Alan Shearer]] yfir mörk skoruð á einu ári og í byrjun árs 2018 náði hann þeim áfanga að skora 100 mörk í úrvalsdeildinni. Hann sló einnig met sitt yfir mörk skoruð á einu tímabil; 30 mörk ([[Mohamed Salah]] varð hins vegar markakóngur með 32 mörk). Í byrjun tímabils 2020 lagði Kane upp 4 mörk á [[Son Heung-min]] í leik gegn Southampton sem er met í úrvalsdeildinni. Samspil þeirra tveggja hefur skilað um 40 mörkum og slógu þeir met [[Frank Lampard]] og [[Didier Drogba]] árið 2022. Í maí 2021 lýsti Kane því yfir að hann vildi yfirgefa Spurs eftir tímabilið sem var að ljúka. Líkleg félög til að kaupa Kane voru Manchester City, Chelsea og Manchester United. Kane ákvað að lokum að halda kyrru hjá Spurs. ==Landsliðsferill== [[Mynd:Harry Kane 2018.jpg|thumb|Harry Kane á HM 2018.]] Kane hefur spilað með aðallandsliðinu síðan 2015. Hann varð markakóngur á [[HM 2018]] með alls 6 mörk. Hann skoraði 3 mörk úr vítaspyrnum og þrennu í leik gegn Panama. Kane sló met í nóvember 2019 þegar hann skoraði þrennu tvo leiki í röð á [[Wembley]]. <ref>[https://www.mbl.is/sport/enski/2019/11/15/kane_i_sogubaekurnar/ Kane í sögu­bæk­urn­ar ]Mbl.is, skoðað 15. nóv, 2019.</ref> Auk þess skoraði hann í öllum átta leikjum undankeppni [[EM 2020]] og varð markahæstur með 12 mörk. Sumarið 2022 skoraði Kane 50. landsliðsmark sitt í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni. ==Tilvísanir== [[Flokkur:Enskir knattspyrnumenn]] [[Flokkur:Fólk fætt árið 1993]] bh4lwmm3zih3tg9hafrecora2d7880n Crocus cambessedesii 0 143020 1765552 1587296 2022-08-21T07:22:25Z Oronsay 72015 added image wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = ''Crocus cambessedesii'' | status = | image = Crocus cambessedesii (5217901472).jpg | image_caption = | regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'') | divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'') | classis = [[Einkímblöðungar]] (''Liliopsida'') | ordo = [[Laukabálkur]] (''Asparagales'') | familia = [[Sverðliljuætt]] (''Iridaceae'') | genus = [[Krókus]] (''Crocus'') | species = '''''C. cambessedesii''' | binomial = Crocus cambessedesii | binomial_authority = [[Jacques Étienne Gay|J.Gay]] | range_map = | range_map_caption = Útbreiðslusvæði | image2 = | image2_caption = | synonyms = ''Crocus magontanus'' <small>[[Juan Joaquín Rodríguez y Femenías|J.J.Rodr.]]</small><br>''Crocus cambessedesii'' var.'' magontanus'' <small></small><br>''Crocus cambessedesianus'' <small>[[Herb. (auktor)|Herb.]]</small> }} '''''Crocus cambessedesii'''''<ref name = "C132">J.Gay, 1831 ''In: Bull. Sci. Nat. Géol. 25: 320''</ref> er tegund af blómstrandi plöntum í sverðliljuætt<ref name = "source">[http://apps.kew.org/wcsp/home.do WCSP: World Checklist of Selected Plant Families]</ref>, sem var lýst af [[Jacques Étienne Gay]]. Útbreiðslusvæði tegundarinnar er á [[Baleareyjar|Baleareyjum]].<ref name = "COL"/> Engar undirtegundir finnast skráðar í [[Catalogue of Life]].<ref name = "COL">{{vefheimild|url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/9771494|titill= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|sótt= 26 maí 2014 |höfundar= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|dags= 2014|verk= |útgefandi=Species 2000: Reading, UK.}}</ref> == Tilvísanir == <references/> {{commonscat|Crocus cambessedesii}} {{wikilífverur|Crocus cambessedesii}} {{Stubbur|líffræði}} [[Flokkur:Laukar]] [[Flokkur:Sverðliljuætt]] 6hn5xjszmbtatrz3awt0wwzvb1e6h5n Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1978 0 144605 1765539 1757892 2022-08-20T22:20:50Z 89.160.233.104 /* Riðill 3 */ laga tengil wikitext text/x-wiki [[Mynd:Passarella world cup.jpg|thumb|Daniel Passarella]] '''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1978''' eða '''HM 1978''' var haldið í [[Argentína|Argentínu]] dagana [[1. júní]] til [[25. júní]]. Þetta var ellefta [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla|heimsmeistarakeppnin]] og urðu heimamenn meistarar í fyrsta sinn eftir sigur á [[Holland|Hollandi]] í úrslitum. Meðalmarkaskorun í mótinu féll niður fyrir þrjú mörk í leik og hefur haldist þar síðan. Þetta var síðasta mótið með sextán þátttökuliðum. == Val á gestgjöfum == Ákvörðunin um staðsetningu mótsins var tekin á þingi FIFA árið 1966. Auk Argentínu höfðu [[Mexíkó]] og [[Kólumbía]] skilað inn umsóknum, en ákveðið hafði verið að 1978-keppnin skyldi fara fram í Norður- eða Suður-Ameríku. Þegar Mexíkó tryggði sér [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1970|mótið 1970]] féll það frá umsókn sinni og sama gerði Kólumbía. Mikill pólitískur óstöðugleiki var í Argentínu á sjöunda og áttunda áratugnum þar sem herinn blandaði sér oft í stjórn landsins. Einkennisplakat heimsmeistaramótsins var hannað árið 1974 á skammvinnum seinni valdaferli [[Juan Perón|Juans Perón]]. Myndin sýndi knattspyrnumann í argentínskum landsliðsbúningi með hendur á lofti, sem minnti á kveðju [[Perónismi|Perónistahreyfingarinnar]]. Eftir að herforingjastjórn vék Perón frá völdum freistaði hún þess að breyta plakatinu, en FIFA neitaði. == Undankeppni == Í fyrsta sinn í sögunni skráðu meira en 100 lið sig til keppni. Íran sigraði í keppni Asíu og Eyjaálfuliða án þess að tapa leik. Túnis hreppti sæti Afríku eftir harða keppni. Norður-Ameríkukeppnin 1977, sem fram fór í Mexíkó, var látin gilda sem forkeppni HM og unnu heimamenn alla leiki sína. Brasilía og Perú tryggðu sér sæti Suður-Ameríku en þriðja liðið í Suður-Ameríkukeppninni, Bólivía, þurfti að leika umspilsleiki við Ungverja um laust sæti og átti Evrópuliðið ekki í vandræðum og vann samanlagt 9:2 í tveimur leikjum. Ítalir skildu Englendinga eftir á hagstæðari markatölu. Austurríkismenn komust á HM í fyrsta sinn frá 1958 með því að hafna meðal annars fyrir ofan Austur-Þjóðverja. Skotar slógu Evrópumeistarana frá Tékkóslóvakíu úr keppni. Sovétríkin og Júgóslavía, sem lengi höfðu verið í fremstu röð í Evrópu komust heldur ekki áfram. Ísland tók þátt í forkeppninni og lenti í riðli með Hollendingum, Belgum og Norður-Írum. Uppskeran varð rýr, sigur á Norður-Írum í Reykjavík og fimm töp. == Þátttökulið == Sextán þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum. {{col-begin}} {{col-3}} * [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] (gestgjafar) * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] * [[Mynd:Flag_of_Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]] * [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] [[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]] * [[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] [[Austurríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Austurríki]] * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] * [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] [[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]] [[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]] * [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] [[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]] * [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]] * [[Mynd:Flag_of_Hungary.svg|20px]] [[Ungverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ungverjaland]] * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þýskaland]] (meistarar) {{col-end}} == Leikvangar == Keppt var á sex leikvöngum, en Estadio Monumental í Buenos Aires var sá stærsti og notaður í níu viðureignum, þar á meðal í úrslitunum. Vellirnir þóttu misgóðir og þótti grasið á leikvangnum í Mar del Plata varla boðlegt fyrir leiki af þessari stærðargráðu. {| class="wikitable" style="text-align:center" |- !colspan=2| [[Buenos Aires]] ! [[Córdoba (Argentína)|Córdoba]] |- !| [[Estadio Monumental Antonio Vespucio Liberti|Estadio Monumental]] | [[Estadio José Amalfitani]] | [[Estadio Olímpico Chateau Carreras|Estadio Córdoba]] |- !| Áhorfendur: '''74,624''' | Áhorfendur: '''49,540''' | Áhorfendur: '''46,083''' |- | [[File:Estadio Monumental Mundial 78.jpg|200px]] | [[Image:Estadio José Amalfitani.JPG|200px]] | [[File:Estadio Córdoba (Arg vs Ghana) 1.jpg|200px]] |- ! [[Mar del Plata]] ! [[Rosario|Rosario]] ! [[Mendoza, Argentina|Mendoza]] |- | [[Estadio José María Minella]] | [[Estadio Gigante de Arroyito]] | [[Estadio Malvinas Argentinas|Estadio Ciudad de Mendoza]] |- | Áhorfendur: '''43,542''' | Áhorfendur: '''41,654''' | Áhorfendur: '''34,875''' |- | [[Image:PT ESTADIO2.jpg|200px]] | [[Image:Estadio Gigante de Arroyito.jpg|200px]] | [[Image:Estadio Malvinas Argentinas.JPG|200px]] |} == Keppnin == === Riðlakeppnin === Keppt var í fjórum riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í milliriðla. ==== Riðill 1 ==== Ítalir og Frakkar mættust í upphafsleik keppninnar, sem Ítalir unnu þrátt fyrir mark Frakka á upphafsmínútunni. Ítalir og Argentínumenn höfðu tryggt sér sæti í milliriðlum fyrir lokaleikinn. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]]||[[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]||3||3||0||0||6||2||+4||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||2||0||1||4||3||+1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]]||[[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]||3||1||0||2||5||5||0||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Hungary.svg|20px]]||[[Ungverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ungverjaland]]||3||0||0||3||3||8||-5||'''0''' |- |} 2. júní - Estadio José María Minella, Mar del Plata * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 2. júní - Estadio Monumental, Buenos Aires * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] Argentína 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Hungary.svg|20px]] Ungverjaland 6. júní - Estadio José María Minella, Mar del Plata * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 3 : 1 [[Mynd:Flag_of_Hungary.svg|20px]] Ungverjaland 6. júní - Estadio Monumental, Buenos Aires * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 10. júní - Estadio José María Minella, Mar del Plata * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] Frakkland 3 : 1 [[Mynd:Flag_of_Hungary.svg|20px]] Ungverjaland 10. júní - Estadio Monumental, Buenos Aires * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] Argentína 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía ==== Riðill 2 ==== Vestur-Þjóverjar og Pólverjar skiptu toppsætum riðilsins eins og búist hafði verið við. Lið Túnis kom þó verulega á óvart og blandaði sér í baráttuna um sæti í milliriðlum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]]||[[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]||3||2||1||0||4||1||+3||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Vestur-Þýskaland]]||3||1||2||0||6||0||+6||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]]||[[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]||3||1||1||1||3||2||+1||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||0||0||3||2||12||-10||'''0''' |- |} 1. júní - Estadio Monumental, Buenos Aires * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Vestur-Þýskaland 0 : 0 [[Mynd:Flag of Poland.svg|20px]] Pólland 2. júní - Estadio Gigante de Arroyito, Rosario * [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Tunis 3 : 1 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 6. júní - Estadio Chateau Carreras, Córdoba * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Vestur-Þýskaland 6 : 0 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 6. júní - Estadio Gigante de Arroyito, Rosario * [[Mynd:Flag of Poland.svg|20px]] Pólland 1 : 0 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Tunis 10. júní - Estadio Chateau Carreras, Córdoba * [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Vestur-Þýskaland 0 : 0 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Tunis 10. júní - Estadio Gigante de Arroyito, Rosario * [[Mynd:Flag of Poland.svg|20px]] Pólland 3 : 1 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó ==== Riðill 3 ==== Aðeins átta mörk voru skoruð í leikjunum sex. Austurríkismenn, sem tóku þátt í úrslitakeppni í fyrsta sinn í tuttugu ár, náðu toppsætinu á undan Brasilíumönnum sem ollu stuðningsmönnum vonbrigðum með því að skora bara tvö mörk. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]]||[[Austurríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Austurríki]]||3||2||1||0||3||2||+1||'''4''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||1||2||0||2||1||+1||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||3||1||1||1||2||2||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]]||[[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]||3||0||1||2||1||3||-2||'''1''' |- |} 3. júní - Estadio José Amalfitani, Buenos Aires * [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 2 : 1 [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 3. júní - Estadio José Maria Minella, Mar del Plata * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] Brasilía 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] Svíþjóð 7. júní - Estadio José Amalfitani, Buenos Aires * [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] Svíþjóð 7. júní - Estadio José Maria Minella, Mar del Plata * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] Brasilía 0 : 0 [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 11. júní - Estadio José Amalfitani, Buenos Aires * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] Svíþjóð 11. júní - Estadio José Maria Minella, Mar del Plata * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] Brasilía 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki ==== Riðill 4 ==== Perú var spútniklið riðilsins og náði efsta sætinu á kostnað Hollendinga. Skotar mættu til leiks fullir bjartsýni, en urðu fyrir sárum vonbrigðum með óvæntu jafntefli gegn liði Írans og voru úr leik fyrir lokaviðureignina gegn Hollandi. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Peru.svg|20px]]||[[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]||3||2||1||0||7||2||+5||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]]||[[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]||3||1||1||1||5||3||+2||'''3''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]]||[[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]]||3||1||1||1||5||6||-1||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]]||[[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]||3||0||1||2||2||8||-6||'''1''' |- |} 3. júní - Estadio Chateau Carreras, Córdoba * [[Mynd:Flag_of_Peru.svg|20px]] Perú 3 : 1 [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 3. júní - Estadio Ciudad de Mendoza, Mendoza * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 3 : 0 [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] Íran 7. júní - Estadio Chateau Carreras, Córdoba * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] Íran 7. júní - Estadio Ciudad de Mendoza, Mendoza * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Peru.svg|20px]] Perú 11. júní - Estadio Chateau Carreras, Córdoba * [[Mynd:Flag_of_Peru.svg|20px]] Perú 4 : 1 [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] Íran 11. júní - Estadio Ciudad de Mendoza, Mendoza * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 3 : 2 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland === Milliriðlar === Keppt var í tveimur fjögurra liða riðlum. Sigurliðin fóru í úrslitaleikinn en liðin í öðru sæti léku um bronsverðlaunin. ==== A riðill ==== Hollendingar hófu riðilinn með látum og unnu stórsigur á Austurríkismönnum. Jafntefli þeirra gegn Vestur-Þýskalandi í hitaleik gerði það að verkum að lokaleikurinn á móti Ítalíu varð hreinn úrslitaleikur. Þar höfðu Hollendingar betur og komust þannig annað skiptið í röð í úrslitaleik HM. Austurríkismenn urðu neðstir í riðlinum en fögnuðu þó sínum menn sem þjóðhetjum eftir sigur á grönnum sínum Vestur-Þjóðverjum í lokaleiknum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]]||[[Holland]]||3||2||1||0||9||4||+6||'''5''' |- ! style="background:gold;" |2||[[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]]||[[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]||3||1||1||1||2||2||0||'''3''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Vestur-Þýskaland]]||3||0||2||1||4||5||-1||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]]||[[Austurríki]]||3||1||0||2||4||8||-4||'''2''' |- |} 14. júní - Estadio Chateau Carreras, Córdoba * [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 1 : 5 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 14. júní - Estadio Monumental, Buenos Aires * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] Ítalía 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Vestur-Þýskaland 18. júní - Estadio Chateau Carreras, Córdoba * [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Vestur-Þýskaland 18. júní - Estadio Monumental, Buenos Aires * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] Ítalía 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 21. júní - Estadio Chateau Carreras, Córdoba * [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 3 : 2 [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] Vestur-Þýskaland 21. júní - Estadio Monumental, Buenos Aires * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] Ítalía 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] Holland ==== B riðill ==== Markalaust jafntefli í leik Argentínu og Brasilíu í annarri umferð hafði í för með sér að bæði lið þurftu að reyna að vinna lokaleik sinn með sem mestum mun. Þar sem viðureign Argentínu og Perú fór fram síðar um daginn, vissu heimamenn að þeir þyrftu að vinna stórsigur. Þrálátur orðrómur hefur alla tíð verið um að úrslitunum hafi verið hagrætt. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentína]]||3||2||1||0||8||0||+8||'''5''' |- ! style="background:gold;" |2||[[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]]||[[Brasilía]]||3||2||1||0||6||1||+5||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]]||[[Pólland]]||3||1||0||2||2||5||-3||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Peru.svg|20px]]||[[Perú]]||3||0||0||3||0||10||-10||'''0''' |- |} 14. júní - Estadio Ciudad de Mendoza, Mendoza * [[Mynd:Flag_of_Peru.svg|20px]] Perú 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 14. júní - Estadio Gigante de Arroyito, Rosario * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] Argentína 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] Pólland 18. júní - Estadio Ciudad de Mendoza, Mendoza * [[Mynd:Flag_of_Peru.svg|20px]] Perú 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] Pólland 18. júní - Estadio Gigante de Arroyito, Rosario * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] Argentína 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 21. júní - Estadio Ciudad de Mendoza, Mendoza * [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] Pólland 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 21. júní - Estadio Gigante de Arroyito, Rosario * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] Argentína 6 : 0 [[Mynd:Flag_of_Peru.svg|20px]] Perú === Bronsleikur === Brasilíumenn hlutu þriðja sætið, þrátt fyrir að lenda undir á móti Ítölum. 24. júní - Estadio Monumental, [[Buenos Aires]], áh. 69.659 * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilía]] 2:1 [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] === Úrslit === Hollendingar töpuðu sínum öðrum úrslitaleik í röð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir gestgjöfunum eftir framlengda viðureign. Nokkur töf varð á að leikurinn gæti hafist, þar sem Argentínumenn gerðu athugasemdir við hlífðarbúnað á úlnlið [[René van de Kerkhof]], sem Hollendingar töldu hluta af sálfræðistríði heimamanna. Dómari leiksins gerði Kerkhof að búa betur um hlífina. Olli sú ákvörðun mikilli óánægju Hollendinga sem neituðu að taka þátt í verðlaunaafhendingu að leik loknum. [[Mario Kempes]] tók forystuna fyrir Hollendinga, en [[Dick Nanninga]] jafnaði síðla leiks. Minnstu munaði að Holland stæli sigrinum í lokin, en skot þeirra fór í stöngina. Í framlengingunni kom Kempes Argentínu yfir á nýjan leik og undir lokin renndi [[Daniel Bertoni]] knettinum í netið eftir góðan undirbúning frá Kempes sem var valinn bæði maður leiksins og mótsins. 25. júní - Estadio Monumental, [[Buenos Aires]], áh. 71.483 * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentína]] 3:1 [[Mynd:Flag_of_the Netherlands.svg|20px]] [[Holland]] (e.framl.) == Markahæstu leikmenn == 102 mörk voru skoruð í keppninni og skiptust þau niður á 62 leikmenn, þar af voru þrjú sjálfsmörk. ;6 mörk *{{ARG}} [[Mario Kempes]] ;5 mörk *[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Rob Rensenbrink]] *[[Mynd:Flag_of_Peru.svg|20px]] [[Teófilo Cubillas]] ;4 mörk *{{ARG}} [[Leopoldo Luque]] *[[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] [[Hans Krankl]] ;3 mörk *{{BRA|1968}} [[Dirceu]] *{{BRA|1968}} [[Roberto Dinamite]] *{{ITA|1946}} [[Paolo Rossi]] *[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Johnny Rep]] *[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Karl-Heinz Rummenigge]] [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:1978]] 7jxidhbi7uxpwptt2sca007dasz7y54 Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998 0 144786 1765532 1764450 2022-08-20T22:13:39Z 89.160.233.104 /* Þátttökulið */ laga tengla wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998''' var í 16. sinn sem mótið var haldið. Keppni fór fram í [[Frakkland]]i 10. júní til 12. júlí, en áður höfðu Frakkar haldið mótið [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1938|árið 1938]]. Þátttökuliðum var fjölgað úr 24 í 32 í fyrsta sinn. Alls voru leiknir 64 leikir á mótinu sem fram fóru í tíu borgum. [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Heimamenn Frakka]] urðu heimsmeistarar eftir 3:0 sigur á [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilíu]] í úrslitum. Þetta var í sjötta sinn sem keppnin vannst á heimavelli. ==Val á gestgjöfum== HM 1998 var úthlutað á fundi [[FIFA]] árið 1992. [[Sviss|Svisslendingar]] hugðust sækjast eftir keppninni, en þurftu að draga sig til baka þar sem boð þeirra uppfyllti ekki kröfur alþjóðaknattspyrnusambandsins. Valið stóð því á milli Frakklands og [[Marokkó]]. Frakkar hlutu tólf atkvæði á móti sjö atkvæðum Norður-Afríkubúanna. Síðar komu fram ásakanir um að Marokkóstjórn hefði reynt að beita mútum til að hafa áhrif á valið. ==Þátttökulið== 24 þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum. Króatía, Japan, Jamaíka og Suður-Afríka kepptu í fyrsta sinn til úrslita. {{col-begin}} {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] [[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]] * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]] * [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]] * [[Mynd:Flag of South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]] * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]] * [[Mynd:Flag of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]] * [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]] * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]] * [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] [[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]] * [[Mynd:Flag of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]] * [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]] * [[Mynd:Flag of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]] * [[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Austria.svg|20px]] [[Austurríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Austurríki]] * [[Mynd:Flag of Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]] * [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] [[Búlgarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búlgaría]] * [[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] * [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] * [[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]] * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] * [[Mynd:Flag of Norway.svg|20px]] [[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]] * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] [[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]] * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] [[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]] * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]] * [[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]] [[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]] {{col-end}} == Keppnin == === Riðlakeppnin === Keppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit. ==== Riðill 1 ==== Heimsmeistarar Brasilíumanna lentu í nokkru basli í riðlakeppninni. Þeir unnu nauman sigur á Skotum í opnunarleik mótsins, 2:1 og tryggðu sér sæti í næstu umferð með stórsigri á Marókkó. Afríska liðið vann 3:0 sigur á Skotum í lokaleiknum og virtist öruggt um að komast áfram, en tvö mörk Norðmanna gegn Brasilíu undir lokin tryggðu þeim sigur, 2:1. Norðmenn hafa aldrei tapað fyrir Brasilíu í landsleik karla í knattspyrnu. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||2||0||1||6||3||+3||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Norway.svg|20px]]||[[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]]||3||1||2||0||5||4||+1||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Morocco.svg|20px]]||[[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]||3||1||1||1||5||5||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]]||[[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]]||3||0||1||2||2||6||-4||'''1''' |- |} 10. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 2 : 1 [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 10. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] Marokkó 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] Noregur 16. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] Noregur 16. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 3 : 0 [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] Marokkó 23. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] Noregur 23. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 0 : 3 [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] Marokkó ==== Riðill 2 ==== Austurríkismenn skoruðu tvívegis í uppbótartíma, í jafnteflisleikjum gegn Kamerún og Síle. Það dugði liðinu þó ekki til að komast upp úr riðlinum. Ítalir tóku efsta sætið en Síle fylgdi þar á eftir. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]]||[[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]||3||2||1||0||7||3||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]]||[[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]||3||0||3||0||4||4||0||'''3''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]]||[[Austurríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Austurríki]]||3||0||2||1||3||4||-1||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]]||[[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]||3||0||2||1||2||5||-3||'''2''' |- |} 11. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 2 : 2 [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] Síle 11. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 17. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] Síle 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 17. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 3 : 0 [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún 23. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 23. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] Síle 1 : 1 [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún ==== Riðill 3 ==== Heimamenn Frakka unnu alla þrjá leiki sína. Suður-Afríkumenn áttu kost á að komast áfram með stórsigri á Sádi-Arabíu í lokaleiknum en náðu aðeins jafntefli og Danir fóru í 16-liða úrslitin. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]]||[[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]||3||3||0||0||9||1||+8||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]]||[[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]||3||1||1||1||3||3||0||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]]||[[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]||3||0||2||1||3||6||-3||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]]||[[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]||3||0||1||2||2||7||-5||'''1''' |- |} 12. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi-Arabía 0 : 1 [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 12. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] Frakkland 3 : 0 [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 18. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 1 : 1 [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 18. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] Frakkland 4 : 0 [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi-Arabía 24. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] Frakkland 2 : 1 [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 24. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 2 : 2 [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi-Arabía ==== Riðill 4 ==== Spánverjar komust í tvígang yfir gegn Nígeríu en töpuðu að lokum 2:3. Það reyndist þeim dýrkeypt því markalaust jafntefli við Paragvæ kostaði liðið sæti í 16-liða úrslitum þrátt fyrir 6:1 stórsigur á lánlausum Búlögurm í lokaumferðinni. Nígeríumenn höfðu tryggt sér toppsætið fyrir síðasta leikinn og máttu því við tapi gegn Paragvæ sem einnig komst áfram. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]]||[[Nígeríska karlalandsliðið í knattpyrnu|Nígería]]||3||2||0||1||5||5||0||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||3||1||2||0||4||1||+2||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||3||1||1||1||8||4||+4||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Bulgaria.svg|20px]]||[[Búlgarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búlgaría]]||3||0||1||2||1||7||-6||'''1''' |- |} 12. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 0 : 0 [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría 13. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 2 : 3 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 19. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 1 : 0 [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría 19. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 24. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 24. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 6 : 1 [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría ==== Riðill 5 ==== Belgar féllu taplausir úr keppni eftir þrjú jafntefli í 5. riðli. Holland og Mexíkó skiptu með sér toppsætunum með fimm stig hvort lið en Suður-Kórea rak lestina. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]]||[[Hollenska karlalandsliðið í knattpyrnu|Holland]]||3||1||2||0||7||2||+5||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||1||2||0||7||6||+2||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]]||[[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]||3||0||3||0||3||3||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]]||[[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]||3||0||1||2||2||9||-7||'''1''' |- |} 13. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 1 : 3 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 13. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Holland 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 20. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 2 : 2 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 20. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Holland 5 : 0 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 25. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Holland 2 : 2 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 26. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea ==== Riðill 6 ==== Júgóslavar misstu niður tveggja marka forystu og gerðu jafntefli við Þjóðverja sem að lokum kostaði liðið toppsætið í 6. riðli. Íranir náðu þriðja sætinu eftir tilfinningaríkan sigur á Bandaríkjunum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]||3||2||1||0||6||2||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]]||[[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]]||3||2||1||0||4||2||+2||'''7''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]]||[[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]||3||1||0||2||2||4||-2||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]]||[[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]||3||0||1||2||1||7||-6||'''0''' |- |} 14. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 1 : 0 [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] Íran 15. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 21. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 21. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 1 : 2 [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] Íran 25. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 25. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 2 : 0 [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] Íran ==== Riðill 7 ==== Búist var við því að Englendingar og Kólumbíumenn bitust um toppsætið í 7. riðli en Rúmenar lögðu báðar þessar þjóðir í fyrstu tveimur umferðunum og tryggðu sér toppsætið auðveldlega. England tók annað sætið eftir hreinan úrslitaleik gegn Kólumbíu, en Túnis rak lestina. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Romania.svg|20px]]||[[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]]||3||2||1||0||4||2||+2||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of England.svg|20px]]||[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]||3||2||0||1||5||2||+3||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]]||[[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]||3||1||0||2||1||3||-2||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]]||[[Túnisíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]||3||0||1||2||1||4||-3||'''1''' |- |} 15. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 2 : 0 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis 15. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] Rúmenía 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 22. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 1 : 0 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis 22. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] Rúmenía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 26. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 26. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] Rúmenía 1 : 1 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis ==== Riðill 8 ==== Áttundi riðill hafði að geyma þrjá af fjórum nýliðum heimsmeistaramótsins. Argentínumenn unnu alla sína leiki og Króatar fylgdu þeim áfram í 16-liða úrslitin. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||3||0||0||7||0||+7||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]]||[[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Jamaica.svg|20px]]||[[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]||3||1||0||2||3||9||-6||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]]||[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]||3||0||0||3||1||6||-3||'''0''' |- |} 14. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 14. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] Jamaíka 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 20. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 21. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 5 : 0 [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] Jamaíka 26. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 26. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 1 : 2 [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] Jamaíka == Útsláttarkeppnin == Tvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi. === 16-liða úrslit === Frakkar þurftu framlengingu til að leggja Paragvæ að velli í 16-liða úrslitunum. Þjóðverjar komust í hann krappann á móti Mexíkó en tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum. Edgar Davids tryggði Hollendingum sæti í næstu umferð með marki í uppbótartíma gegn Júgóslavíu. Mesta dramatíkin var þó í viðureign Englendinga og Argentínumanna þar sem [[David Beckham]] var rekinn af velli fyrir að slæma fæti til [[Diego Simeone]] áður en grípa þurfti til framlengingar og vítaspyrnukeppni. 27. júní - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 55.000 * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]| 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] [[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]] 27. júní - Parc des Princes, París, áh. 45.400 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]| 4 : 1 [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]] 28. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens, áh. 31.800 * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]| 1 : 0 (e.framl.) [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] 28. júní - Stade de France, Saint-Denis, áh. 77.000 * [[Mynd:Flag of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattpyrnu|Nígería]] 1 : 4 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] 29. júní - Stade de la Mosson, Montpellier, áh. 29.800 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýska]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] 29. júní - Stade de Toulouse, Toulouse, áh. 33.500 * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] [[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]] 30. júní - Parc Lescure, Bordeaux, áh. 31.800 * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] [[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]] 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] 30. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne, áh. 30.600 * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 2 : 2 (4:3 e. vítak.) [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] === Fjórðungsúrslit === Líkt og á [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1994|HM fjórum árum fyrr]] féllu Ítalir úr keppni eftir vítaspyrnukeppni. Brasilíumenn lentu í miklum vandræðum með spræka Dani og Króatar komu mjög á óvart með stórsigri á Þjóðverjum. Hollendingar komust í undanúrslitin með sigurmarki á lokamínútunni. 3. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 77.000 * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] 0 : 0 (3:4 e. vítak.) [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] 3. júlí - Stade de la Beaujoire, Nantes, áh. 35.500 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 3 : 2 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] 4. júlí - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 55.000 * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 4. júlí - Stade de Gerland, Lyon, áh. 39.100 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]] 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] === Undanúrslit === Patrick Kluivert jafnaði metin fyrir Hollendinga í blálokin á móti Brasilíu, en það kom fyrir lítið þar sem Suður-Ameríkumennirnir unnu í vítakeppni. Í hinni undanúrslitaviðureigninni virtist ævintýri Króata ætla að halda áfram þegar [[Davor Šuker]] kom þeim yfir en tvö mörk frá Lilian Thuram komu Frökkum í sinn fyrsta úrslitaleik í sögunni. 7. júlí - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 54.000 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 1 : 1 (5:3 e. vítak.) [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 8. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 76.000 * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] === Bronsleikur === Króatar mættu einbeittari til leiks í viðureigninni um þriðja sætið, staðráðnir í að vinna til verðlauna á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Þeir lögðu ekki minni áherslu á að koma Šuker á markalistann til að tryggja honum gullskóinn. Hvort tveggja tókst. 11. júlí - Parc des Princes, Paris, áh. 45.500 * [[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] === Úrslitaleikur === Í aðdraganda úrslitaleiksins hverfðust umræður manna um það hvort Ronaldo yrði með Brasilíumönnum. Í upphaflegri liðsuppstillingu var ekki gert ráð fyrir honum í byrjunarliði en því var þó breytt á síðustu stundu. Ronaldo virtist ekki sjálfum sér líkur í leiknum og kom lítið við sögu. Í kjölfarið fóru af stað háværar umræður um að hann hefði ekki verið leikfær en engu að síður látinn spila að kröfu styrktaraðilans [[Nike]]. Hvað sem því líður virtust Brasilíumenn illa tilbúnir í verkefnið og Zidane skoraði tvívegis í fyrri hálfleik. [[Emmanuel Petit]] gulltryggði sigurinn undi lokin, 3:0 og Frakkar fögnuðu sínum fyrsta heimsmeistaratitli í sögunni. Nokkrum dögum eftir sigurinn tilkynnti þjálfarinn [[Aimé Jacquet]] að hann hefði látið af störfum. 12. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 75.000 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] == Markahæstu leikmenn == Davor Šuker hreppti gullskó FIFA með sex mörk skoruð. Alls skiptu 112 leikmenn á milli sín 171 marki. ;6 mörk * [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Davor Šuker]] ;5 mörk * {{ARG}} [[Gabriel Batistuta]] * {{ITA}} [[Christian Vieri]] ;4 mörk * {{BRA}} [[Ronaldo_(fæddur_1976)|Ronaldo]] * [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] [[Marcelo Salas]] * {{MEX}} [[Luis Hernández]] [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:1998]] 4xpjc7w5izun5janf9btur4ch06upr4 1765533 1765532 2022-08-20T22:13:56Z 89.160.233.104 /* Riðill 4 */ laga tengil wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998''' var í 16. sinn sem mótið var haldið. Keppni fór fram í [[Frakkland]]i 10. júní til 12. júlí, en áður höfðu Frakkar haldið mótið [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1938|árið 1938]]. Þátttökuliðum var fjölgað úr 24 í 32 í fyrsta sinn. Alls voru leiknir 64 leikir á mótinu sem fram fóru í tíu borgum. [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Heimamenn Frakka]] urðu heimsmeistarar eftir 3:0 sigur á [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilíu]] í úrslitum. Þetta var í sjötta sinn sem keppnin vannst á heimavelli. ==Val á gestgjöfum== HM 1998 var úthlutað á fundi [[FIFA]] árið 1992. [[Sviss|Svisslendingar]] hugðust sækjast eftir keppninni, en þurftu að draga sig til baka þar sem boð þeirra uppfyllti ekki kröfur alþjóðaknattspyrnusambandsins. Valið stóð því á milli Frakklands og [[Marokkó]]. Frakkar hlutu tólf atkvæði á móti sjö atkvæðum Norður-Afríkubúanna. Síðar komu fram ásakanir um að Marokkóstjórn hefði reynt að beita mútum til að hafa áhrif á valið. ==Þátttökulið== 24 þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum. Króatía, Japan, Jamaíka og Suður-Afríka kepptu í fyrsta sinn til úrslita. {{col-begin}} {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] [[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]] * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]] * [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]] * [[Mynd:Flag of South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]] * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]] * [[Mynd:Flag of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]] * [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]] * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]] * [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] [[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]] * [[Mynd:Flag of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]] * [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]] * [[Mynd:Flag of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]] * [[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Austria.svg|20px]] [[Austurríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Austurríki]] * [[Mynd:Flag of Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]] * [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] [[Búlgarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búlgaría]] * [[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] * [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] * [[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]] * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] * [[Mynd:Flag of Norway.svg|20px]] [[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]] * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] [[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]] * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] [[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]] * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]] * [[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]] [[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]] {{col-end}} == Keppnin == === Riðlakeppnin === Keppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit. ==== Riðill 1 ==== Heimsmeistarar Brasilíumanna lentu í nokkru basli í riðlakeppninni. Þeir unnu nauman sigur á Skotum í opnunarleik mótsins, 2:1 og tryggðu sér sæti í næstu umferð með stórsigri á Marókkó. Afríska liðið vann 3:0 sigur á Skotum í lokaleiknum og virtist öruggt um að komast áfram, en tvö mörk Norðmanna gegn Brasilíu undir lokin tryggðu þeim sigur, 2:1. Norðmenn hafa aldrei tapað fyrir Brasilíu í landsleik karla í knattspyrnu. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||2||0||1||6||3||+3||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Norway.svg|20px]]||[[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]]||3||1||2||0||5||4||+1||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Morocco.svg|20px]]||[[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]||3||1||1||1||5||5||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]]||[[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]]||3||0||1||2||2||6||-4||'''1''' |- |} 10. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 2 : 1 [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 10. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] Marokkó 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] Noregur 16. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] Noregur 16. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 3 : 0 [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] Marokkó 23. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] Noregur 23. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 0 : 3 [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] Marokkó ==== Riðill 2 ==== Austurríkismenn skoruðu tvívegis í uppbótartíma, í jafnteflisleikjum gegn Kamerún og Síle. Það dugði liðinu þó ekki til að komast upp úr riðlinum. Ítalir tóku efsta sætið en Síle fylgdi þar á eftir. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]]||[[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]||3||2||1||0||7||3||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]]||[[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]||3||0||3||0||4||4||0||'''3''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]]||[[Austurríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Austurríki]]||3||0||2||1||3||4||-1||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]]||[[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]||3||0||2||1||2||5||-3||'''2''' |- |} 11. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 2 : 2 [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] Síle 11. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 17. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] Síle 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 17. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 3 : 0 [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún 23. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 23. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] Síle 1 : 1 [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún ==== Riðill 3 ==== Heimamenn Frakka unnu alla þrjá leiki sína. Suður-Afríkumenn áttu kost á að komast áfram með stórsigri á Sádi-Arabíu í lokaleiknum en náðu aðeins jafntefli og Danir fóru í 16-liða úrslitin. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]]||[[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]||3||3||0||0||9||1||+8||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]]||[[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]||3||1||1||1||3||3||0||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]]||[[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]||3||0||2||1||3||6||-3||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]]||[[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]||3||0||1||2||2||7||-5||'''1''' |- |} 12. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi-Arabía 0 : 1 [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 12. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] Frakkland 3 : 0 [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 18. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 1 : 1 [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 18. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] Frakkland 4 : 0 [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi-Arabía 24. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] Frakkland 2 : 1 [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 24. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 2 : 2 [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi-Arabía ==== Riðill 4 ==== Spánverjar komust í tvígang yfir gegn Nígeríu en töpuðu að lokum 2:3. Það reyndist þeim dýrkeypt því markalaust jafntefli við Paragvæ kostaði liðið sæti í 16-liða úrslitum þrátt fyrir 6:1 stórsigur á lánlausum Búlögurm í lokaumferðinni. Nígeríumenn höfðu tryggt sér toppsætið fyrir síðasta leikinn og máttu því við tapi gegn Paragvæ sem einnig komst áfram. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]]||[[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]||3||2||0||1||5||5||0||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||3||1||2||0||4||1||+2||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||3||1||1||1||8||4||+4||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Bulgaria.svg|20px]]||[[Búlgarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búlgaría]]||3||0||1||2||1||7||-6||'''1''' |- |} 12. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 0 : 0 [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría 13. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 2 : 3 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 19. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 1 : 0 [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría 19. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 24. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 24. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 6 : 1 [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría ==== Riðill 5 ==== Belgar féllu taplausir úr keppni eftir þrjú jafntefli í 5. riðli. Holland og Mexíkó skiptu með sér toppsætunum með fimm stig hvort lið en Suður-Kórea rak lestina. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]]||[[Hollenska karlalandsliðið í knattpyrnu|Holland]]||3||1||2||0||7||2||+5||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||1||2||0||7||6||+2||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]]||[[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]||3||0||3||0||3||3||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]]||[[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]||3||0||1||2||2||9||-7||'''1''' |- |} 13. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 1 : 3 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 13. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Holland 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 20. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 2 : 2 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 20. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Holland 5 : 0 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 25. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Holland 2 : 2 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 26. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea ==== Riðill 6 ==== Júgóslavar misstu niður tveggja marka forystu og gerðu jafntefli við Þjóðverja sem að lokum kostaði liðið toppsætið í 6. riðli. Íranir náðu þriðja sætinu eftir tilfinningaríkan sigur á Bandaríkjunum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]||3||2||1||0||6||2||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]]||[[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]]||3||2||1||0||4||2||+2||'''7''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]]||[[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]||3||1||0||2||2||4||-2||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]]||[[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]||3||0||1||2||1||7||-6||'''0''' |- |} 14. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 1 : 0 [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] Íran 15. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 21. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 21. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 1 : 2 [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] Íran 25. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 25. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 2 : 0 [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] Íran ==== Riðill 7 ==== Búist var við því að Englendingar og Kólumbíumenn bitust um toppsætið í 7. riðli en Rúmenar lögðu báðar þessar þjóðir í fyrstu tveimur umferðunum og tryggðu sér toppsætið auðveldlega. England tók annað sætið eftir hreinan úrslitaleik gegn Kólumbíu, en Túnis rak lestina. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Romania.svg|20px]]||[[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]]||3||2||1||0||4||2||+2||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of England.svg|20px]]||[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]||3||2||0||1||5||2||+3||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]]||[[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]||3||1||0||2||1||3||-2||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]]||[[Túnisíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]||3||0||1||2||1||4||-3||'''1''' |- |} 15. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 2 : 0 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis 15. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] Rúmenía 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 22. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 1 : 0 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis 22. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] Rúmenía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 26. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 26. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] Rúmenía 1 : 1 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis ==== Riðill 8 ==== Áttundi riðill hafði að geyma þrjá af fjórum nýliðum heimsmeistaramótsins. Argentínumenn unnu alla sína leiki og Króatar fylgdu þeim áfram í 16-liða úrslitin. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||3||0||0||7||0||+7||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]]||[[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Jamaica.svg|20px]]||[[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]||3||1||0||2||3||9||-6||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]]||[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]||3||0||0||3||1||6||-3||'''0''' |- |} 14. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 14. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] Jamaíka 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 20. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 21. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 5 : 0 [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] Jamaíka 26. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 26. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 1 : 2 [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] Jamaíka == Útsláttarkeppnin == Tvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi. === 16-liða úrslit === Frakkar þurftu framlengingu til að leggja Paragvæ að velli í 16-liða úrslitunum. Þjóðverjar komust í hann krappann á móti Mexíkó en tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum. Edgar Davids tryggði Hollendingum sæti í næstu umferð með marki í uppbótartíma gegn Júgóslavíu. Mesta dramatíkin var þó í viðureign Englendinga og Argentínumanna þar sem [[David Beckham]] var rekinn af velli fyrir að slæma fæti til [[Diego Simeone]] áður en grípa þurfti til framlengingar og vítaspyrnukeppni. 27. júní - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 55.000 * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]| 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] [[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]] 27. júní - Parc des Princes, París, áh. 45.400 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]| 4 : 1 [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]] 28. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens, áh. 31.800 * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]| 1 : 0 (e.framl.) [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] 28. júní - Stade de France, Saint-Denis, áh. 77.000 * [[Mynd:Flag of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattpyrnu|Nígería]] 1 : 4 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] 29. júní - Stade de la Mosson, Montpellier, áh. 29.800 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýska]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] 29. júní - Stade de Toulouse, Toulouse, áh. 33.500 * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] [[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]] 30. júní - Parc Lescure, Bordeaux, áh. 31.800 * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] [[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]] 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] 30. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne, áh. 30.600 * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 2 : 2 (4:3 e. vítak.) [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] === Fjórðungsúrslit === Líkt og á [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1994|HM fjórum árum fyrr]] féllu Ítalir úr keppni eftir vítaspyrnukeppni. Brasilíumenn lentu í miklum vandræðum með spræka Dani og Króatar komu mjög á óvart með stórsigri á Þjóðverjum. Hollendingar komust í undanúrslitin með sigurmarki á lokamínútunni. 3. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 77.000 * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] 0 : 0 (3:4 e. vítak.) [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] 3. júlí - Stade de la Beaujoire, Nantes, áh. 35.500 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 3 : 2 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] 4. júlí - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 55.000 * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 4. júlí - Stade de Gerland, Lyon, áh. 39.100 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]] 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] === Undanúrslit === Patrick Kluivert jafnaði metin fyrir Hollendinga í blálokin á móti Brasilíu, en það kom fyrir lítið þar sem Suður-Ameríkumennirnir unnu í vítakeppni. Í hinni undanúrslitaviðureigninni virtist ævintýri Króata ætla að halda áfram þegar [[Davor Šuker]] kom þeim yfir en tvö mörk frá Lilian Thuram komu Frökkum í sinn fyrsta úrslitaleik í sögunni. 7. júlí - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 54.000 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 1 : 1 (5:3 e. vítak.) [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 8. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 76.000 * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] === Bronsleikur === Króatar mættu einbeittari til leiks í viðureigninni um þriðja sætið, staðráðnir í að vinna til verðlauna á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Þeir lögðu ekki minni áherslu á að koma Šuker á markalistann til að tryggja honum gullskóinn. Hvort tveggja tókst. 11. júlí - Parc des Princes, Paris, áh. 45.500 * [[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] === Úrslitaleikur === Í aðdraganda úrslitaleiksins hverfðust umræður manna um það hvort Ronaldo yrði með Brasilíumönnum. Í upphaflegri liðsuppstillingu var ekki gert ráð fyrir honum í byrjunarliði en því var þó breytt á síðustu stundu. Ronaldo virtist ekki sjálfum sér líkur í leiknum og kom lítið við sögu. Í kjölfarið fóru af stað háværar umræður um að hann hefði ekki verið leikfær en engu að síður látinn spila að kröfu styrktaraðilans [[Nike]]. Hvað sem því líður virtust Brasilíumenn illa tilbúnir í verkefnið og Zidane skoraði tvívegis í fyrri hálfleik. [[Emmanuel Petit]] gulltryggði sigurinn undi lokin, 3:0 og Frakkar fögnuðu sínum fyrsta heimsmeistaratitli í sögunni. Nokkrum dögum eftir sigurinn tilkynnti þjálfarinn [[Aimé Jacquet]] að hann hefði látið af störfum. 12. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 75.000 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] == Markahæstu leikmenn == Davor Šuker hreppti gullskó FIFA með sex mörk skoruð. Alls skiptu 112 leikmenn á milli sín 171 marki. ;6 mörk * [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Davor Šuker]] ;5 mörk * {{ARG}} [[Gabriel Batistuta]] * {{ITA}} [[Christian Vieri]] ;4 mörk * {{BRA}} [[Ronaldo_(fæddur_1976)|Ronaldo]] * [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] [[Marcelo Salas]] * {{MEX}} [[Luis Hernández]] [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:1998]] c909i0gw63aswxschjnnzpznncp38va 1765534 1765533 2022-08-20T22:14:16Z 89.160.233.104 /* Riðill 5 */ laga tengil wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998''' var í 16. sinn sem mótið var haldið. Keppni fór fram í [[Frakkland]]i 10. júní til 12. júlí, en áður höfðu Frakkar haldið mótið [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1938|árið 1938]]. Þátttökuliðum var fjölgað úr 24 í 32 í fyrsta sinn. Alls voru leiknir 64 leikir á mótinu sem fram fóru í tíu borgum. [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Heimamenn Frakka]] urðu heimsmeistarar eftir 3:0 sigur á [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilíu]] í úrslitum. Þetta var í sjötta sinn sem keppnin vannst á heimavelli. ==Val á gestgjöfum== HM 1998 var úthlutað á fundi [[FIFA]] árið 1992. [[Sviss|Svisslendingar]] hugðust sækjast eftir keppninni, en þurftu að draga sig til baka þar sem boð þeirra uppfyllti ekki kröfur alþjóðaknattspyrnusambandsins. Valið stóð því á milli Frakklands og [[Marokkó]]. Frakkar hlutu tólf atkvæði á móti sjö atkvæðum Norður-Afríkubúanna. Síðar komu fram ásakanir um að Marokkóstjórn hefði reynt að beita mútum til að hafa áhrif á valið. ==Þátttökulið== 24 þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum. Króatía, Japan, Jamaíka og Suður-Afríka kepptu í fyrsta sinn til úrslita. {{col-begin}} {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] [[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]] * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]] * [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]] * [[Mynd:Flag of South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]] * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]] * [[Mynd:Flag of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]] * [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]] * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]] * [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] [[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]] * [[Mynd:Flag of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]] * [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]] * [[Mynd:Flag of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]] * [[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Austria.svg|20px]] [[Austurríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Austurríki]] * [[Mynd:Flag of Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]] * [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] [[Búlgarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búlgaría]] * [[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] * [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] * [[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]] * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] * [[Mynd:Flag of Norway.svg|20px]] [[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]] * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] [[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]] * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] [[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]] * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]] * [[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]] [[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]] {{col-end}} == Keppnin == === Riðlakeppnin === Keppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit. ==== Riðill 1 ==== Heimsmeistarar Brasilíumanna lentu í nokkru basli í riðlakeppninni. Þeir unnu nauman sigur á Skotum í opnunarleik mótsins, 2:1 og tryggðu sér sæti í næstu umferð með stórsigri á Marókkó. Afríska liðið vann 3:0 sigur á Skotum í lokaleiknum og virtist öruggt um að komast áfram, en tvö mörk Norðmanna gegn Brasilíu undir lokin tryggðu þeim sigur, 2:1. Norðmenn hafa aldrei tapað fyrir Brasilíu í landsleik karla í knattspyrnu. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||2||0||1||6||3||+3||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Norway.svg|20px]]||[[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]]||3||1||2||0||5||4||+1||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Morocco.svg|20px]]||[[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]||3||1||1||1||5||5||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]]||[[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]]||3||0||1||2||2||6||-4||'''1''' |- |} 10. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 2 : 1 [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 10. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] Marokkó 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] Noregur 16. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] Noregur 16. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 3 : 0 [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] Marokkó 23. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] Noregur 23. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 0 : 3 [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] Marokkó ==== Riðill 2 ==== Austurríkismenn skoruðu tvívegis í uppbótartíma, í jafnteflisleikjum gegn Kamerún og Síle. Það dugði liðinu þó ekki til að komast upp úr riðlinum. Ítalir tóku efsta sætið en Síle fylgdi þar á eftir. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]]||[[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]||3||2||1||0||7||3||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]]||[[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]||3||0||3||0||4||4||0||'''3''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]]||[[Austurríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Austurríki]]||3||0||2||1||3||4||-1||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]]||[[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]||3||0||2||1||2||5||-3||'''2''' |- |} 11. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 2 : 2 [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] Síle 11. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 17. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] Síle 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 17. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 3 : 0 [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún 23. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 23. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] Síle 1 : 1 [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún ==== Riðill 3 ==== Heimamenn Frakka unnu alla þrjá leiki sína. Suður-Afríkumenn áttu kost á að komast áfram með stórsigri á Sádi-Arabíu í lokaleiknum en náðu aðeins jafntefli og Danir fóru í 16-liða úrslitin. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]]||[[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]||3||3||0||0||9||1||+8||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]]||[[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]||3||1||1||1||3||3||0||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]]||[[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]||3||0||2||1||3||6||-3||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]]||[[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]||3||0||1||2||2||7||-5||'''1''' |- |} 12. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi-Arabía 0 : 1 [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 12. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] Frakkland 3 : 0 [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 18. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 1 : 1 [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 18. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] Frakkland 4 : 0 [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi-Arabía 24. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] Frakkland 2 : 1 [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 24. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 2 : 2 [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi-Arabía ==== Riðill 4 ==== Spánverjar komust í tvígang yfir gegn Nígeríu en töpuðu að lokum 2:3. Það reyndist þeim dýrkeypt því markalaust jafntefli við Paragvæ kostaði liðið sæti í 16-liða úrslitum þrátt fyrir 6:1 stórsigur á lánlausum Búlögurm í lokaumferðinni. Nígeríumenn höfðu tryggt sér toppsætið fyrir síðasta leikinn og máttu því við tapi gegn Paragvæ sem einnig komst áfram. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]]||[[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]||3||2||0||1||5||5||0||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||3||1||2||0||4||1||+2||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||3||1||1||1||8||4||+4||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Bulgaria.svg|20px]]||[[Búlgarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búlgaría]]||3||0||1||2||1||7||-6||'''1''' |- |} 12. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 0 : 0 [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría 13. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 2 : 3 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 19. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 1 : 0 [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría 19. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 24. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 24. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 6 : 1 [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría ==== Riðill 5 ==== Belgar féllu taplausir úr keppni eftir þrjú jafntefli í 5. riðli. Holland og Mexíkó skiptu með sér toppsætunum með fimm stig hvort lið en Suður-Kórea rak lestina. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]]||[[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]||3||1||2||0||7||2||+5||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||1||2||0||7||6||+2||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]]||[[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]||3||0||3||0||3||3||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]]||[[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]||3||0||1||2||2||9||-7||'''1''' |- |} 13. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 1 : 3 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 13. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Holland 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 20. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 2 : 2 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 20. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Holland 5 : 0 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 25. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Holland 2 : 2 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 26. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea ==== Riðill 6 ==== Júgóslavar misstu niður tveggja marka forystu og gerðu jafntefli við Þjóðverja sem að lokum kostaði liðið toppsætið í 6. riðli. Íranir náðu þriðja sætinu eftir tilfinningaríkan sigur á Bandaríkjunum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]||3||2||1||0||6||2||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]]||[[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]]||3||2||1||0||4||2||+2||'''7''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]]||[[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]||3||1||0||2||2||4||-2||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]]||[[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]||3||0||1||2||1||7||-6||'''0''' |- |} 14. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 1 : 0 [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] Íran 15. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 21. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 21. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 1 : 2 [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] Íran 25. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 25. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 2 : 0 [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] Íran ==== Riðill 7 ==== Búist var við því að Englendingar og Kólumbíumenn bitust um toppsætið í 7. riðli en Rúmenar lögðu báðar þessar þjóðir í fyrstu tveimur umferðunum og tryggðu sér toppsætið auðveldlega. England tók annað sætið eftir hreinan úrslitaleik gegn Kólumbíu, en Túnis rak lestina. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Romania.svg|20px]]||[[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]]||3||2||1||0||4||2||+2||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of England.svg|20px]]||[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]||3||2||0||1||5||2||+3||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]]||[[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]||3||1||0||2||1||3||-2||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]]||[[Túnisíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]||3||0||1||2||1||4||-3||'''1''' |- |} 15. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 2 : 0 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis 15. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] Rúmenía 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 22. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 1 : 0 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis 22. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] Rúmenía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 26. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 26. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] Rúmenía 1 : 1 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis ==== Riðill 8 ==== Áttundi riðill hafði að geyma þrjá af fjórum nýliðum heimsmeistaramótsins. Argentínumenn unnu alla sína leiki og Króatar fylgdu þeim áfram í 16-liða úrslitin. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||3||0||0||7||0||+7||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]]||[[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Jamaica.svg|20px]]||[[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]||3||1||0||2||3||9||-6||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]]||[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]||3||0||0||3||1||6||-3||'''0''' |- |} 14. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 14. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] Jamaíka 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 20. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 21. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 5 : 0 [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] Jamaíka 26. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 26. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 1 : 2 [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] Jamaíka == Útsláttarkeppnin == Tvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi. === 16-liða úrslit === Frakkar þurftu framlengingu til að leggja Paragvæ að velli í 16-liða úrslitunum. Þjóðverjar komust í hann krappann á móti Mexíkó en tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum. Edgar Davids tryggði Hollendingum sæti í næstu umferð með marki í uppbótartíma gegn Júgóslavíu. Mesta dramatíkin var þó í viðureign Englendinga og Argentínumanna þar sem [[David Beckham]] var rekinn af velli fyrir að slæma fæti til [[Diego Simeone]] áður en grípa þurfti til framlengingar og vítaspyrnukeppni. 27. júní - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 55.000 * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]| 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] [[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]] 27. júní - Parc des Princes, París, áh. 45.400 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]| 4 : 1 [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]] 28. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens, áh. 31.800 * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]| 1 : 0 (e.framl.) [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] 28. júní - Stade de France, Saint-Denis, áh. 77.000 * [[Mynd:Flag of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattpyrnu|Nígería]] 1 : 4 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] 29. júní - Stade de la Mosson, Montpellier, áh. 29.800 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýska]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] 29. júní - Stade de Toulouse, Toulouse, áh. 33.500 * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] [[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]] 30. júní - Parc Lescure, Bordeaux, áh. 31.800 * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] [[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]] 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] 30. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne, áh. 30.600 * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 2 : 2 (4:3 e. vítak.) [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] === Fjórðungsúrslit === Líkt og á [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1994|HM fjórum árum fyrr]] féllu Ítalir úr keppni eftir vítaspyrnukeppni. Brasilíumenn lentu í miklum vandræðum með spræka Dani og Króatar komu mjög á óvart með stórsigri á Þjóðverjum. Hollendingar komust í undanúrslitin með sigurmarki á lokamínútunni. 3. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 77.000 * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] 0 : 0 (3:4 e. vítak.) [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] 3. júlí - Stade de la Beaujoire, Nantes, áh. 35.500 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 3 : 2 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] 4. júlí - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 55.000 * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 4. júlí - Stade de Gerland, Lyon, áh. 39.100 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]] 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] === Undanúrslit === Patrick Kluivert jafnaði metin fyrir Hollendinga í blálokin á móti Brasilíu, en það kom fyrir lítið þar sem Suður-Ameríkumennirnir unnu í vítakeppni. Í hinni undanúrslitaviðureigninni virtist ævintýri Króata ætla að halda áfram þegar [[Davor Šuker]] kom þeim yfir en tvö mörk frá Lilian Thuram komu Frökkum í sinn fyrsta úrslitaleik í sögunni. 7. júlí - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 54.000 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 1 : 1 (5:3 e. vítak.) [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 8. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 76.000 * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] === Bronsleikur === Króatar mættu einbeittari til leiks í viðureigninni um þriðja sætið, staðráðnir í að vinna til verðlauna á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Þeir lögðu ekki minni áherslu á að koma Šuker á markalistann til að tryggja honum gullskóinn. Hvort tveggja tókst. 11. júlí - Parc des Princes, Paris, áh. 45.500 * [[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] === Úrslitaleikur === Í aðdraganda úrslitaleiksins hverfðust umræður manna um það hvort Ronaldo yrði með Brasilíumönnum. Í upphaflegri liðsuppstillingu var ekki gert ráð fyrir honum í byrjunarliði en því var þó breytt á síðustu stundu. Ronaldo virtist ekki sjálfum sér líkur í leiknum og kom lítið við sögu. Í kjölfarið fóru af stað háværar umræður um að hann hefði ekki verið leikfær en engu að síður látinn spila að kröfu styrktaraðilans [[Nike]]. Hvað sem því líður virtust Brasilíumenn illa tilbúnir í verkefnið og Zidane skoraði tvívegis í fyrri hálfleik. [[Emmanuel Petit]] gulltryggði sigurinn undi lokin, 3:0 og Frakkar fögnuðu sínum fyrsta heimsmeistaratitli í sögunni. Nokkrum dögum eftir sigurinn tilkynnti þjálfarinn [[Aimé Jacquet]] að hann hefði látið af störfum. 12. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 75.000 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] == Markahæstu leikmenn == Davor Šuker hreppti gullskó FIFA með sex mörk skoruð. Alls skiptu 112 leikmenn á milli sín 171 marki. ;6 mörk * [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Davor Šuker]] ;5 mörk * {{ARG}} [[Gabriel Batistuta]] * {{ITA}} [[Christian Vieri]] ;4 mörk * {{BRA}} [[Ronaldo_(fæddur_1976)|Ronaldo]] * [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] [[Marcelo Salas]] * {{MEX}} [[Luis Hernández]] [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:1998]] h2bmf8meows2zqyo0no0nme9i194maz 1765535 1765534 2022-08-20T22:14:47Z 89.160.233.104 /* Riðill 7 */ laga tengil wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998''' var í 16. sinn sem mótið var haldið. Keppni fór fram í [[Frakkland]]i 10. júní til 12. júlí, en áður höfðu Frakkar haldið mótið [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1938|árið 1938]]. Þátttökuliðum var fjölgað úr 24 í 32 í fyrsta sinn. Alls voru leiknir 64 leikir á mótinu sem fram fóru í tíu borgum. [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Heimamenn Frakka]] urðu heimsmeistarar eftir 3:0 sigur á [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilíu]] í úrslitum. Þetta var í sjötta sinn sem keppnin vannst á heimavelli. ==Val á gestgjöfum== HM 1998 var úthlutað á fundi [[FIFA]] árið 1992. [[Sviss|Svisslendingar]] hugðust sækjast eftir keppninni, en þurftu að draga sig til baka þar sem boð þeirra uppfyllti ekki kröfur alþjóðaknattspyrnusambandsins. Valið stóð því á milli Frakklands og [[Marokkó]]. Frakkar hlutu tólf atkvæði á móti sjö atkvæðum Norður-Afríkubúanna. Síðar komu fram ásakanir um að Marokkóstjórn hefði reynt að beita mútum til að hafa áhrif á valið. ==Þátttökulið== 24 þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum. Króatía, Japan, Jamaíka og Suður-Afríka kepptu í fyrsta sinn til úrslita. {{col-begin}} {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] [[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]] * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]] * [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]] * [[Mynd:Flag of South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]] * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]] * [[Mynd:Flag of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]] * [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]] * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]] * [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] [[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]] * [[Mynd:Flag of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]] * [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]] * [[Mynd:Flag of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]] * [[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Austria.svg|20px]] [[Austurríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Austurríki]] * [[Mynd:Flag of Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]] * [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] [[Búlgarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búlgaría]] * [[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] * [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] * [[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]] * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] * [[Mynd:Flag of Norway.svg|20px]] [[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]] * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] [[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]] * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] [[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]] * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]] * [[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]] [[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]] {{col-end}} == Keppnin == === Riðlakeppnin === Keppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit. ==== Riðill 1 ==== Heimsmeistarar Brasilíumanna lentu í nokkru basli í riðlakeppninni. Þeir unnu nauman sigur á Skotum í opnunarleik mótsins, 2:1 og tryggðu sér sæti í næstu umferð með stórsigri á Marókkó. Afríska liðið vann 3:0 sigur á Skotum í lokaleiknum og virtist öruggt um að komast áfram, en tvö mörk Norðmanna gegn Brasilíu undir lokin tryggðu þeim sigur, 2:1. Norðmenn hafa aldrei tapað fyrir Brasilíu í landsleik karla í knattspyrnu. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||2||0||1||6||3||+3||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Norway.svg|20px]]||[[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]]||3||1||2||0||5||4||+1||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Morocco.svg|20px]]||[[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]||3||1||1||1||5||5||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]]||[[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]]||3||0||1||2||2||6||-4||'''1''' |- |} 10. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 2 : 1 [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 10. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] Marokkó 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] Noregur 16. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] Noregur 16. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 3 : 0 [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] Marokkó 23. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] Noregur 23. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 0 : 3 [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] Marokkó ==== Riðill 2 ==== Austurríkismenn skoruðu tvívegis í uppbótartíma, í jafnteflisleikjum gegn Kamerún og Síle. Það dugði liðinu þó ekki til að komast upp úr riðlinum. Ítalir tóku efsta sætið en Síle fylgdi þar á eftir. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]]||[[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]||3||2||1||0||7||3||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]]||[[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]||3||0||3||0||4||4||0||'''3''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]]||[[Austurríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Austurríki]]||3||0||2||1||3||4||-1||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]]||[[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]||3||0||2||1||2||5||-3||'''2''' |- |} 11. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 2 : 2 [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] Síle 11. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 17. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] Síle 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 17. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 3 : 0 [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún 23. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 23. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] Síle 1 : 1 [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún ==== Riðill 3 ==== Heimamenn Frakka unnu alla þrjá leiki sína. Suður-Afríkumenn áttu kost á að komast áfram með stórsigri á Sádi-Arabíu í lokaleiknum en náðu aðeins jafntefli og Danir fóru í 16-liða úrslitin. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]]||[[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]||3||3||0||0||9||1||+8||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]]||[[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]||3||1||1||1||3||3||0||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]]||[[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]||3||0||2||1||3||6||-3||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]]||[[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]||3||0||1||2||2||7||-5||'''1''' |- |} 12. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi-Arabía 0 : 1 [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 12. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] Frakkland 3 : 0 [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 18. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 1 : 1 [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 18. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] Frakkland 4 : 0 [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi-Arabía 24. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] Frakkland 2 : 1 [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 24. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 2 : 2 [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi-Arabía ==== Riðill 4 ==== Spánverjar komust í tvígang yfir gegn Nígeríu en töpuðu að lokum 2:3. Það reyndist þeim dýrkeypt því markalaust jafntefli við Paragvæ kostaði liðið sæti í 16-liða úrslitum þrátt fyrir 6:1 stórsigur á lánlausum Búlögurm í lokaumferðinni. Nígeríumenn höfðu tryggt sér toppsætið fyrir síðasta leikinn og máttu því við tapi gegn Paragvæ sem einnig komst áfram. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]]||[[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]||3||2||0||1||5||5||0||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||3||1||2||0||4||1||+2||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||3||1||1||1||8||4||+4||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Bulgaria.svg|20px]]||[[Búlgarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búlgaría]]||3||0||1||2||1||7||-6||'''1''' |- |} 12. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 0 : 0 [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría 13. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 2 : 3 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 19. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 1 : 0 [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría 19. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 24. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 24. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 6 : 1 [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría ==== Riðill 5 ==== Belgar féllu taplausir úr keppni eftir þrjú jafntefli í 5. riðli. Holland og Mexíkó skiptu með sér toppsætunum með fimm stig hvort lið en Suður-Kórea rak lestina. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]]||[[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]||3||1||2||0||7||2||+5||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||1||2||0||7||6||+2||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]]||[[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]||3||0||3||0||3||3||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]]||[[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]||3||0||1||2||2||9||-7||'''1''' |- |} 13. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 1 : 3 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 13. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Holland 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 20. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 2 : 2 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 20. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Holland 5 : 0 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 25. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Holland 2 : 2 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 26. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea ==== Riðill 6 ==== Júgóslavar misstu niður tveggja marka forystu og gerðu jafntefli við Þjóðverja sem að lokum kostaði liðið toppsætið í 6. riðli. Íranir náðu þriðja sætinu eftir tilfinningaríkan sigur á Bandaríkjunum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]||3||2||1||0||6||2||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]]||[[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]]||3||2||1||0||4||2||+2||'''7''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]]||[[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]||3||1||0||2||2||4||-2||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]]||[[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]||3||0||1||2||1||7||-6||'''0''' |- |} 14. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 1 : 0 [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] Íran 15. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 21. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 21. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 1 : 2 [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] Íran 25. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 25. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 2 : 0 [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] Íran ==== Riðill 7 ==== Búist var við því að Englendingar og Kólumbíumenn bitust um toppsætið í 7. riðli en Rúmenar lögðu báðar þessar þjóðir í fyrstu tveimur umferðunum og tryggðu sér toppsætið auðveldlega. England tók annað sætið eftir hreinan úrslitaleik gegn Kólumbíu, en Túnis rak lestina. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Romania.svg|20px]]||[[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]]||3||2||1||0||4||2||+2||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of England.svg|20px]]||[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]||3||2||0||1||5||2||+3||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]]||[[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]||3||1||0||2||1||3||-2||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]]||[[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]||3||0||1||2||1||4||-3||'''1''' |- |} 15. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 2 : 0 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis 15. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] Rúmenía 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 22. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 1 : 0 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis 22. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] Rúmenía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 26. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 26. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] Rúmenía 1 : 1 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis ==== Riðill 8 ==== Áttundi riðill hafði að geyma þrjá af fjórum nýliðum heimsmeistaramótsins. Argentínumenn unnu alla sína leiki og Króatar fylgdu þeim áfram í 16-liða úrslitin. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||3||0||0||7||0||+7||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]]||[[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Jamaica.svg|20px]]||[[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]||3||1||0||2||3||9||-6||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]]||[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]||3||0||0||3||1||6||-3||'''0''' |- |} 14. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 14. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] Jamaíka 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 20. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 21. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 5 : 0 [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] Jamaíka 26. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 26. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 1 : 2 [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] Jamaíka == Útsláttarkeppnin == Tvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi. === 16-liða úrslit === Frakkar þurftu framlengingu til að leggja Paragvæ að velli í 16-liða úrslitunum. Þjóðverjar komust í hann krappann á móti Mexíkó en tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum. Edgar Davids tryggði Hollendingum sæti í næstu umferð með marki í uppbótartíma gegn Júgóslavíu. Mesta dramatíkin var þó í viðureign Englendinga og Argentínumanna þar sem [[David Beckham]] var rekinn af velli fyrir að slæma fæti til [[Diego Simeone]] áður en grípa þurfti til framlengingar og vítaspyrnukeppni. 27. júní - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 55.000 * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]| 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] [[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]] 27. júní - Parc des Princes, París, áh. 45.400 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]| 4 : 1 [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]] 28. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens, áh. 31.800 * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]| 1 : 0 (e.framl.) [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] 28. júní - Stade de France, Saint-Denis, áh. 77.000 * [[Mynd:Flag of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattpyrnu|Nígería]] 1 : 4 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] 29. júní - Stade de la Mosson, Montpellier, áh. 29.800 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýska]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] 29. júní - Stade de Toulouse, Toulouse, áh. 33.500 * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] [[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]] 30. júní - Parc Lescure, Bordeaux, áh. 31.800 * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] [[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]] 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] 30. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne, áh. 30.600 * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 2 : 2 (4:3 e. vítak.) [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] === Fjórðungsúrslit === Líkt og á [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1994|HM fjórum árum fyrr]] féllu Ítalir úr keppni eftir vítaspyrnukeppni. Brasilíumenn lentu í miklum vandræðum með spræka Dani og Króatar komu mjög á óvart með stórsigri á Þjóðverjum. Hollendingar komust í undanúrslitin með sigurmarki á lokamínútunni. 3. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 77.000 * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] 0 : 0 (3:4 e. vítak.) [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] 3. júlí - Stade de la Beaujoire, Nantes, áh. 35.500 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 3 : 2 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] 4. júlí - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 55.000 * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 4. júlí - Stade de Gerland, Lyon, áh. 39.100 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]] 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] === Undanúrslit === Patrick Kluivert jafnaði metin fyrir Hollendinga í blálokin á móti Brasilíu, en það kom fyrir lítið þar sem Suður-Ameríkumennirnir unnu í vítakeppni. Í hinni undanúrslitaviðureigninni virtist ævintýri Króata ætla að halda áfram þegar [[Davor Šuker]] kom þeim yfir en tvö mörk frá Lilian Thuram komu Frökkum í sinn fyrsta úrslitaleik í sögunni. 7. júlí - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 54.000 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 1 : 1 (5:3 e. vítak.) [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 8. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 76.000 * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] === Bronsleikur === Króatar mættu einbeittari til leiks í viðureigninni um þriðja sætið, staðráðnir í að vinna til verðlauna á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Þeir lögðu ekki minni áherslu á að koma Šuker á markalistann til að tryggja honum gullskóinn. Hvort tveggja tókst. 11. júlí - Parc des Princes, Paris, áh. 45.500 * [[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] === Úrslitaleikur === Í aðdraganda úrslitaleiksins hverfðust umræður manna um það hvort Ronaldo yrði með Brasilíumönnum. Í upphaflegri liðsuppstillingu var ekki gert ráð fyrir honum í byrjunarliði en því var þó breytt á síðustu stundu. Ronaldo virtist ekki sjálfum sér líkur í leiknum og kom lítið við sögu. Í kjölfarið fóru af stað háværar umræður um að hann hefði ekki verið leikfær en engu að síður látinn spila að kröfu styrktaraðilans [[Nike]]. Hvað sem því líður virtust Brasilíumenn illa tilbúnir í verkefnið og Zidane skoraði tvívegis í fyrri hálfleik. [[Emmanuel Petit]] gulltryggði sigurinn undi lokin, 3:0 og Frakkar fögnuðu sínum fyrsta heimsmeistaratitli í sögunni. Nokkrum dögum eftir sigurinn tilkynnti þjálfarinn [[Aimé Jacquet]] að hann hefði látið af störfum. 12. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 75.000 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] == Markahæstu leikmenn == Davor Šuker hreppti gullskó FIFA með sex mörk skoruð. Alls skiptu 112 leikmenn á milli sín 171 marki. ;6 mörk * [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Davor Šuker]] ;5 mörk * {{ARG}} [[Gabriel Batistuta]] * {{ITA}} [[Christian Vieri]] ;4 mörk * {{BRA}} [[Ronaldo_(fæddur_1976)|Ronaldo]] * [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] [[Marcelo Salas]] * {{MEX}} [[Luis Hernández]] [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:1998]] cushvlu8s97z2ojv5oazdh6qm4qopd1 1765536 1765535 2022-08-20T22:15:08Z 89.160.233.104 /* 16-liða úrslit */ laga tengil wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998''' var í 16. sinn sem mótið var haldið. Keppni fór fram í [[Frakkland]]i 10. júní til 12. júlí, en áður höfðu Frakkar haldið mótið [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1938|árið 1938]]. Þátttökuliðum var fjölgað úr 24 í 32 í fyrsta sinn. Alls voru leiknir 64 leikir á mótinu sem fram fóru í tíu borgum. [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Heimamenn Frakka]] urðu heimsmeistarar eftir 3:0 sigur á [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilíu]] í úrslitum. Þetta var í sjötta sinn sem keppnin vannst á heimavelli. ==Val á gestgjöfum== HM 1998 var úthlutað á fundi [[FIFA]] árið 1992. [[Sviss|Svisslendingar]] hugðust sækjast eftir keppninni, en þurftu að draga sig til baka þar sem boð þeirra uppfyllti ekki kröfur alþjóðaknattspyrnusambandsins. Valið stóð því á milli Frakklands og [[Marokkó]]. Frakkar hlutu tólf atkvæði á móti sjö atkvæðum Norður-Afríkubúanna. Síðar komu fram ásakanir um að Marokkóstjórn hefði reynt að beita mútum til að hafa áhrif á valið. ==Þátttökulið== 24 þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum. Króatía, Japan, Jamaíka og Suður-Afríka kepptu í fyrsta sinn til úrslita. {{col-begin}} {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] [[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]] * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]] * [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]] * [[Mynd:Flag of South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]] * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]] * [[Mynd:Flag of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]] * [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]] * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]] * [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] [[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]] * [[Mynd:Flag of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]] * [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]] * [[Mynd:Flag of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]] * [[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag of Austria.svg|20px]] [[Austurríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Austurríki]] * [[Mynd:Flag of Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]] * [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] [[Búlgarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búlgaría]] * [[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] * [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] * [[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]] * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] * [[Mynd:Flag of Norway.svg|20px]] [[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]] * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] [[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]] * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] [[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]] * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]] * [[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]] [[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]] {{col-end}} == Keppnin == === Riðlakeppnin === Keppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit. ==== Riðill 1 ==== Heimsmeistarar Brasilíumanna lentu í nokkru basli í riðlakeppninni. Þeir unnu nauman sigur á Skotum í opnunarleik mótsins, 2:1 og tryggðu sér sæti í næstu umferð með stórsigri á Marókkó. Afríska liðið vann 3:0 sigur á Skotum í lokaleiknum og virtist öruggt um að komast áfram, en tvö mörk Norðmanna gegn Brasilíu undir lokin tryggðu þeim sigur, 2:1. Norðmenn hafa aldrei tapað fyrir Brasilíu í landsleik karla í knattspyrnu. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||2||0||1||6||3||+3||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Norway.svg|20px]]||[[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]]||3||1||2||0||5||4||+1||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Morocco.svg|20px]]||[[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]||3||1||1||1||5||5||0||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]]||[[Skoska karlalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]]||3||0||1||2||2||6||-4||'''1''' |- |} 10. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 2 : 1 [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 10. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] Marokkó 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] Noregur 16. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] Noregur 16. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 3 : 0 [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] Marokkó 23. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] Brasilía 1 : 2 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] Noregur 23. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] Skotland 0 : 3 [[Mynd:Flag of Morocco.svg|20px]] Marokkó ==== Riðill 2 ==== Austurríkismenn skoruðu tvívegis í uppbótartíma, í jafnteflisleikjum gegn Kamerún og Síle. Það dugði liðinu þó ekki til að komast upp úr riðlinum. Ítalir tóku efsta sætið en Síle fylgdi þar á eftir. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]]||[[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]||3||2||1||0||7||3||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]]||[[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]||3||0||3||0||4||4||0||'''3''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]]||[[Austurríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Austurríki]]||3||0||2||1||3||4||-1||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]]||[[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]||3||0||2||1||2||5||-3||'''2''' |- |} 11. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 2 : 2 [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] Síle 11. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 17. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] Síle 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 17. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 3 : 0 [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún 23. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] Ítalía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Austria.svg|20px]] Austurríki 23. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag of Chile.svg|20px]] Síle 1 : 1 [[Mynd:Flag of Cameroon.svg|20px]] Kamerún ==== Riðill 3 ==== Heimamenn Frakka unnu alla þrjá leiki sína. Suður-Afríkumenn áttu kost á að komast áfram með stórsigri á Sádi-Arabíu í lokaleiknum en náðu aðeins jafntefli og Danir fóru í 16-liða úrslitin. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]]||[[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]||3||3||0||0||9||1||+8||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]]||[[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]||3||1||1||1||3||3||0||'''4''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]]||[[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]||3||0||2||1||3||6||-3||'''2''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]]||[[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]||3||0||1||2||2||7||-5||'''1''' |- |} 12. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi-Arabía 0 : 1 [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 12. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] Frakkland 3 : 0 [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 18. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 1 : 1 [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 18. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] Frakkland 4 : 0 [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi-Arabía 24. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] Frakkland 2 : 1 [[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] Danmörk 24. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag of South Africa.svg|20px]] Suður-Afríka 2 : 2 [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] Sádi-Arabía ==== Riðill 4 ==== Spánverjar komust í tvígang yfir gegn Nígeríu en töpuðu að lokum 2:3. Það reyndist þeim dýrkeypt því markalaust jafntefli við Paragvæ kostaði liðið sæti í 16-liða úrslitum þrátt fyrir 6:1 stórsigur á lánlausum Búlögurm í lokaumferðinni. Nígeríumenn höfðu tryggt sér toppsætið fyrir síðasta leikinn og máttu því við tapi gegn Paragvæ sem einnig komst áfram. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]]||[[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]||3||2||0||1||5||5||0||'''6''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||3||1||2||0||4||1||+2||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||3||1||1||1||8||4||+4||'''4''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Bulgaria.svg|20px]]||[[Búlgarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búlgaría]]||3||0||1||2||1||7||-6||'''1''' |- |} 12. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 0 : 0 [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría 13. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 2 : 3 [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 19. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 1 : 0 [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría 19. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 24. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] Nígería 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] Paragvæ 24. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] Spánn 6 : 1 [[Mynd:Flag of Bulgaria.svg|20px]] Búlgaría ==== Riðill 5 ==== Belgar féllu taplausir úr keppni eftir þrjú jafntefli í 5. riðli. Holland og Mexíkó skiptu með sér toppsætunum með fimm stig hvort lið en Suður-Kórea rak lestina. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]]||[[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]||3||1||2||0||7||2||+5||'''5''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||1||2||0||7||6||+2||'''5''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]]||[[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]||3||0||3||0||3||3||0||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]]||[[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]||3||0||1||2||2||9||-7||'''1''' |- |} 13. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 1 : 3 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 13. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Holland 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 20. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 2 : 2 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 20. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Holland 5 : 0 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea 25. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] Holland 2 : 2 [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] Mexíkó 26. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 1 : 1 [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] Suður-Kórea ==== Riðill 6 ==== Júgóslavar misstu niður tveggja marka forystu og gerðu jafntefli við Þjóðverja sem að lokum kostaði liðið toppsætið í 6. riðli. Íranir náðu þriðja sætinu eftir tilfinningaríkan sigur á Bandaríkjunum. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]||3||2||1||0||6||2||+4||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]]||[[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]]||3||2||1||0||4||2||+2||'''7''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]]||[[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]||3||1||0||2||2||4||-2||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]]||[[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]||3||0||1||2||1||7||-6||'''0''' |- |} 14. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne * [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 1 : 0 [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] Íran 15. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 21. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 2 : 2 [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 21. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 1 : 2 [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] Íran 25. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] Bandaríkin 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] Júgóslavía 25. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] Þýskaland 2 : 0 [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] Íran ==== Riðill 7 ==== Búist var við því að Englendingar og Kólumbíumenn bitust um toppsætið í 7. riðli en Rúmenar lögðu báðar þessar þjóðir í fyrstu tveimur umferðunum og tryggðu sér toppsætið auðveldlega. England tók annað sætið eftir hreinan úrslitaleik gegn Kólumbíu, en Túnis rak lestina. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Romania.svg|20px]]||[[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]]||3||2||1||0||4||2||+2||'''7''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of England.svg|20px]]||[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]||3||2||0||1||5||2||+3||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]]||[[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]||3||1||0||2||1||3||-2||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]]||[[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]||3||0||1||2||1||4||-3||'''1''' |- |} 15. júní - Stade Vélodrome, Marseille * [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 2 : 0 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis 15. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] Rúmenía 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 22. júní - Stade de la Mosson, Montpellier * [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 1 : 0 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis 22. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] Rúmenía 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 26. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag_of_Colombia.svg|20px]] Kólumbía 0 : 2 [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] England 26. júní - Stade de France, Saint-Denis * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] Rúmenía 1 : 1 [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] Túnis ==== Riðill 8 ==== Áttundi riðill hafði að geyma þrjá af fjórum nýliðum heimsmeistaramótsins. Argentínumenn unnu alla sína leiki og Króatar fylgdu þeim áfram í 16-liða úrslitin. {| class="wikitable" style="text-align: center;" !width=30|Sæti !width=25| !width=80|Lið !width=30|L !width=30|U !width=30|J !width=30|T !width=30|Sk !width=30|Fe !width=30|M.munur !width=30|Stig |- |- ! style="background:#00FF00;" |1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||3||0||0||7||0||+7||'''9''' |- ! style="background:#00FF00;" |2||[[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]]||[[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6''' |- |3||[[Mynd:Flag_of_Jamaica.svg|20px]]||[[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]||3||1||0||2||3||9||-6||'''3''' |- |4||[[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]]||[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]||3||0||0||3||1||6||-3||'''0''' |- |} 14. júní - Stade de Toulouse, Toulouse * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 14. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens * [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] Jamaíka 1 : 3 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 20. júní - Stade de la Beaujoire, Nantes * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 0 : 1 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 21. júní - Parc des Princes, Paris * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 5 : 0 [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] Jamaíka 26. júní - Parc Lescure, Bordeaux * [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] Argentína 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] Króatía 26. júní - Stade de Gerland, Lyon * [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] Japan 1 : 2 [[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] Jamaíka == Útsláttarkeppnin == Tvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi. === 16-liða úrslit === Frakkar þurftu framlengingu til að leggja Paragvæ að velli í 16-liða úrslitunum. Þjóðverjar komust í hann krappann á móti Mexíkó en tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum. Edgar Davids tryggði Hollendingum sæti í næstu umferð með marki í uppbótartíma gegn Júgóslavíu. Mesta dramatíkin var þó í viðureign Englendinga og Argentínumanna þar sem [[David Beckham]] var rekinn af velli fyrir að slæma fæti til [[Diego Simeone]] áður en grípa þurfti til framlengingar og vítaspyrnukeppni. 27. júní - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 55.000 * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]| 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] [[Norska karlalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]] 27. júní - Parc des Princes, París, áh. 45.400 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]| 4 : 1 [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]] 28. júní - Stade Félix-Bollaert, Lens, áh. 31.800 * [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]| 1 : 0 (e.framl.) [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]] 28. júní - Stade de France, Saint-Denis, áh. 77.000 * [[Mynd:Flag of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]] 1 : 4 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] 29. júní - Stade de la Mosson, Montpellier, áh. 29.800 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýska]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] 29. júní - Stade de Toulouse, Toulouse, áh. 33.500 * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Yugoslavia.svg|20px]] [[Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Júgóslavía]] 30. júní - Parc Lescure, Bordeaux, áh. 31.800 * [[Mynd:Flag of Romania.svg|20px]] [[Rúmenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rúmenía]] 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] 30. júní - Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Étienne, áh. 30.600 * [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 2 : 2 (4:3 e. vítak.) [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] === Fjórðungsúrslit === Líkt og á [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1994|HM fjórum árum fyrr]] féllu Ítalir úr keppni eftir vítaspyrnukeppni. Brasilíumenn lentu í miklum vandræðum með spræka Dani og Króatar komu mjög á óvart með stórsigri á Þjóðverjum. Hollendingar komust í undanúrslitin með sigurmarki á lokamínútunni. 3. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 77.000 * [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]] 0 : 0 (3:4 e. vítak.) [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] 3. júlí - Stade de la Beaujoire, Nantes, áh. 35.500 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 3 : 2 [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] 4. júlí - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 55.000 * [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] 4. júlí - Stade de Gerland, Lyon, áh. 39.100 * [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]] 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] === Undanúrslit === Patrick Kluivert jafnaði metin fyrir Hollendinga í blálokin á móti Brasilíu, en það kom fyrir lítið þar sem Suður-Ameríkumennirnir unnu í vítakeppni. Í hinni undanúrslitaviðureigninni virtist ævintýri Króata ætla að halda áfram þegar [[Davor Šuker]] kom þeim yfir en tvö mörk frá Lilian Thuram komu Frökkum í sinn fyrsta úrslitaleik í sögunni. 7. júlí - Stade Vélodrome, Marseille, áh. 54.000 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 1 : 1 (5:3 e. vítak.) [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] 8. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 76.000 * [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] === Bronsleikur === Króatar mættu einbeittari til leiks í viðureigninni um þriðja sætið, staðráðnir í að vinna til verðlauna á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Þeir lögðu ekki minni áherslu á að koma Šuker á markalistann til að tryggja honum gullskóinn. Hvort tveggja tókst. 11. júlí - Parc des Princes, Paris, áh. 45.500 * [[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]] 2 : 1 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]] === Úrslitaleikur === Í aðdraganda úrslitaleiksins hverfðust umræður manna um það hvort Ronaldo yrði með Brasilíumönnum. Í upphaflegri liðsuppstillingu var ekki gert ráð fyrir honum í byrjunarliði en því var þó breytt á síðustu stundu. Ronaldo virtist ekki sjálfum sér líkur í leiknum og kom lítið við sögu. Í kjölfarið fóru af stað háværar umræður um að hann hefði ekki verið leikfær en engu að síður látinn spila að kröfu styrktaraðilans [[Nike]]. Hvað sem því líður virtust Brasilíumenn illa tilbúnir í verkefnið og Zidane skoraði tvívegis í fyrri hálfleik. [[Emmanuel Petit]] gulltryggði sigurinn undi lokin, 3:0 og Frakkar fögnuðu sínum fyrsta heimsmeistaratitli í sögunni. Nokkrum dögum eftir sigurinn tilkynnti þjálfarinn [[Aimé Jacquet]] að hann hefði látið af störfum. 12. júlí - Stade de France, Saint-Denis, áh. 75.000 * [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] 0 : 3 [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] == Markahæstu leikmenn == Davor Šuker hreppti gullskó FIFA með sex mörk skoruð. Alls skiptu 112 leikmenn á milli sín 171 marki. ;6 mörk * [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Davor Šuker]] ;5 mörk * {{ARG}} [[Gabriel Batistuta]] * {{ITA}} [[Christian Vieri]] ;4 mörk * {{BRA}} [[Ronaldo_(fæddur_1976)|Ronaldo]] * [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] [[Marcelo Salas]] * {{MEX}} [[Luis Hernández]] [[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] [[Flokkur:1998]] nfugrgszzd6zf9vjky7sr5idnr4beub Yuval Noah Harari 0 147481 1765520 1765430 2022-08-20T21:08:02Z Anssi Puro 87046 Mynd wikitext text/x-wiki [[File:Yuval Noah Harari cropped.jpg|thumb|Yuval Harari (2017)]] '''Yuval Noah Harari''' (f. [[24 febrúar]] [[1976]]) er [[Ísrael|ísraelskur]] [[sagnfræðingur]] og prófessor við sagnfræðideild Hebrew University í [[Jerúsalem]]. Hann er höfundur nokkurra alþjóðlegra metsölubóka en titlar þeirra eru á [[Enska|ensku]] ''Sapiens: A Brief History of Humankind'' (2014), ''Homo Deus: A Brief History of Tomorrow'' (2016) og ''21 Lessons for the 21st Century'' (2018). Ritsmíðar hans fjalla um frjálsan vilja, meðvitund og greind. Hann lýsir í fyrstu ritverkum sínu vitsmunabyltingu sem átti sér stað fyrir 50 þúsund árum þegar [[Homo sapiens]] tók við af [[Neanderdalsmaður|Neanderthalmanninum]], þróaði talmál og skipulögð samfélög og tileinkaði sér gegnum landbúnaðarbyltingu og síðar vísindabyltingu aðferðafræði og rökhugsun sem gerðu mannkyni kleift að ná nær fullkomnum yfirráðum yfir umhverfi sínu. ==Tenglar== * [https://stundin.is/blogg/stefan-snaevarr/harari-og-saga-hins-vitiborna-manns/ Harari og saga hins vitiborna manns (Stefán Snævarr)] * [http://www.ruv.is/frett/manneskjan-sem-hid-skaldlega-dyr Manneskjan sem hið skáldlega dýr] * [https://www.nytimes.com/2018/11/09/business/yuval-noah-harari-silicon-valley.html Tech C.E.O.s Are in Love With Their Principal Doomsayer, Nellie Bowles, Nytimes, Nov. 9, 2018] {{f|1976}} {{DEFAULTSORT:Harari, Yuval Noah}} [[Flokkur:Ísraelskir rithöfundar]] [[Flokkur:Ísraelskir sagnfræðingar]] [[Flokkur:Þróun mannsins]] h9ly1tg6v7w0x5wbf7csqgh95umyfdi Listi yfir morð á Íslandi frá 2000 0 147910 1765556 1757579 2022-08-21T09:58:53Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki <div class="NavFrame" style="float: right"> <div class="NavHead" style="text-align: center; ">Listar yfir [[morð á Íslandi]]</div> <div class="NavContent"> [[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969]]<br/> [[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999]]<br/> [[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000]] </div> </div> Þetta er listi yfir [[morð á Íslandi]] frá árinu 2000. === 18. mars 2000=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Maður skýtur föður sinn með riffli, mögulega af slysni. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~66 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~21 árs sonur hans |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 4 mánuðir |- | colspan="2" | Jón Frímann Jónsson (1934–2000) lést af völdum skotsára sem hann hlaut í höfuð. Sonur hans, f. 1979, sat við rúmgafl föður síns sem svaf og ætlaði að svipta sjálfan sig lífi. Jón vaknaði og greip til riffilsins sem sonurinn hélt á og hleypti hann þá af. Sagðist sonurinn hafa hleypt af tveimur skotum til viðbótar í sturlun. Ákvað hann að láta dauða föður síns líta út eins og sjálfsvíg þar til hann gæti sagt systkinum sínum frá því að hann væri valdur að dauða hans. Ekki fór það eftir og þremur dögum eftir að Jón hafði verið skotinn var sonurinn handtekinn. Sönnunargögn ýttu undir frásögn sonarins og voru þau tekin til refsilækkunar. Hann hlaut '''4 mánaða''' fangelsisdóm.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=200432&pageId=3018122&lang=is&q=%DE%F3r%F0i%20Braga%20J%F3nssyni Fjögurra mánaða fangelsi][http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3005105 Ákvað að fyrirfara sér við rúmstokk föður síns][http://www.haestirettur.is/domar?nr=1418 Ákæruvaldið gegn Þórði Braga Jónssyni]</ref> |} === 15. apríl 2000=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Kona stungin ítrekað með hníf |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~20 ára kona |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~22 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 18 ár |- | colspan="2" | Áslaug Óladóttir (1980–2000) stungin 28 sinnum og lést hún af áverkum sínum. Morðið talið sérstaklega hrottalegt. Rúnar Bjarki Ríkharðsson (1978–) játaði verknaðinn, ásamt öðrum brotum á borð við líkamsárásir og nauðgun á sama svæði og tíma og morðið átti sér stað. Rúnar var ekki talinn eiga sér neinar málsbætur og var dæmdur til '''18''' ára fangelsisvistar af Héraðsdómi Reykjaness þann 20. desember 2000, og staðfesti Hæstiréttur þann dóm þann 23. maí 2001.<ref>[http://www.haestirettur.is/domar?nr=2237&leit=t Dómur í máli Rúnars Bjarka Ríkharðssonar][http://www.mbl.is/frettir/innlent/2000/12/20/22_ara_karlmadur_daemdur_i_18_ara_fangelsi_fyrir_mo/ 22 ára karlmaður dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir morð, nauðganir og líkamsárás]</ref> |} === 27. maí 2000=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Konu hrint fram af svölum á 10. hæð í blokk |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Kópavogur]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | 21 árs kona |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | 23 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 14 ár |- | colspan="2" | Áslaug Perla Kristjónsdóttir (1979–2000) lést af áverkum sínum eftir að hafa fallið af 10. hæð fjölbýlishúss í Kópavogi. Ásgeir Ingi Ásgeirsson (1976–) var ákærður fyrir morðið en hann neitaði sök. Mikið var tekist á fyrir rétti um hvort um slys væri að ræða eða ásetning. Hæstiréttur taldi óvéfengjanlegt að Ásgeir hafi veist að Áslaugu og hrint henni fram af svölum í íbúð hans eftir að hún neitaði honum um samfarir. Ásgeir lýsti síðar yfir ábyrgð á dauða Áslaugar. Ásgeir var dæmdur til '''14''' ára fangelsisvistar af Hæstarétti þann 21. júní 2001.<ref>[https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926–11e5-80c6-005056bc6a40&id=14b36268–4627–41ef-8858–862646e7a6de Dómur í máli Ásgeirs Inga Ásgeirssonar]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3009511 Sýknu er krafist á grundvelli vafaatriða]</ref> |} === 23. júlí 2000=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Kyrking |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~48 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~39 ára kona |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 14 ár |- | colspan="2" | Hallgrímur Elísson (1952–2000) lést eftir að þrengt hafði verið að hálsi hans þar sem hann lá á dýnu í íbúð í Reykjavík. Bergþóra Guðmundsdóttir (1961–2014) var ákærð í málinu en hún neitaði sök. Hún og Hallgrímur voru bæði gestkomandi í íbúðinni en þau, húsráðandi og annar gestur höfðu setið við drykkju og mögulega neytt annarra lyfja að kvöldi morðsins. Þrátt fyrir gloppóttann vitnisburð var talið óyggjandi að Bergþóra hefði framið morðið. Hún var dæmd til '''14''' ára fangelsisvistar af Héraðsdómi Reykjavíkur 30. mars 2001. Hæstiréttur staðfesti þann dóm 14. júní 2001.<ref>[http://www.haestirettur.is/domar?nr=1945&leit=t Dómur í máli Bergþóru Guðmundsdóttur][http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3013911 Kona dæmd fyrir að kyrkja mann: 14 ára fangelsi]</ref> |} === 8. nóvember 2000=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Maður sleginn í höfuð með hamri |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~27 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~33 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 16 ár |- | colspan="2" | Einar Örn Birgisson (1973–2000) fannst myrtur, en hann var sleginn fjórum sinnum í höfuðið með hamri. Atli Guðjón Helgason (1967–) játaði á sig morðið viku síðar, en hann hafði áður reynt að hylja og losa sig við sönnunargögn. Dómarar töldu Atla hafa banað Einari af ásetningi og því hefði hann ekkert sér til málsbóta. Atli var dæmdur til '''16''' ára fangelsisvistar af Héraðsdómi Reykjavíkur þann 29. maí 2001.<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2001/05/29/domur_i_mali_akaeruvaldsins_gegn_atla_helgasyni/ Dómur í máli ákæruvaldsins gegn Atla Helgasyni][http://www.mbl.is/frettir/innlent/2001/05/29/daemdur_i_16_ara_fangelsi_fyrir_manndrap/ Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp]</ref> |} === 27. október 2001=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Maður stunginn ítrekað með hníf, laminn með kylfu, og kæfður með plastpoka. Morðinginn taldi að verið væri að veitast að sér kynferðislega. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~44 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~25 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | Ósakhæfur |- | colspan="2" | Finnbogi Sigurbjörnsson (1957–2001) fannst látinn í garði í Breiðholti. Maður (1976–) gekkst við morðinu, en hann og Finnbogi höfðu hist í miðbæ Reykjavíkur og farið saman heim til mannsinns til að reykja maríjúana. Maðurinn sagði viðleitni Finnboga hafa orðið kynferðislega og að það hafi minnt hann á misnotkun sem hann varð fyrir í æsku. Við þá minningu hafi hann sturlast og fundist hann vera að veitast að þeim sem hafði misnotað hann, en ekki að Finnboga, og fundist hann þurfa að deyða brotamanninn. Maðurinn náði í eldhúshníf og stakk hann Finnboga átta sinnum í bringu og bak og skar hann níu sinnum þvert yfir háls hans. Finnbogi lést þó ekki við þetta svo að maðurinn náði í hafnarboltakylfu og sló Finnboga um tíu þungum höggum í höfuðið. Þar sem Finnbogi andaði enn, þrátt fyrir árásir mannsins, náði maðurinn í plastpoka og setti yfir höfuð Finnboga. Þegar Finnbogi hafði loks gefið upp öndina, dró maðurinn hann út úr íbúð sinni og yfir í nærliggjandi garð. Blóðslóð lá frá íbúðinni og að líkinu og var hún um 80 metra löng. Maðurinn var byrjaður að þrífa blóð af áhöldunum sem hann notaði og af gólfinu þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn var dæmdur '''ósakhæfur''' sökum sturlunar og geðrofs, og gert að sæta öryggisgæslu á réttargeðdeildinni að Sogni.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3022255 Morðið við Bakkasel: Ástæða liggur ekki fyrir][http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3426305 Morðrannsókn miðar vel][http://www.mbl.is/greinasafn/grein/661668/ Ákærður fyrir manndráp][http://www.mbl.is/greinasafn/grein/666167/ Hrottafengin og langvinn atlaga][http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3031509 Áfram í öryggisgæslu á Sogni]</ref> |} === 18. febrúar 2002=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Maður undir áhrifum fíkniefna ræðst á annan með kjötexi án ástæðu. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~51 árs maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~24 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 16 ár |- | colspan="2" | Bragi Óskarsson (1951–2002) fannst látinn á Víðimel í Reykjavík. Bragi hafði hlotið mörg högg í höfuð og andlit sem höfðu verið veitt með kjötexi, slaghamri og sveðju. Sömu nótt og Braga var ráðinn bani var brotist inn á dekkjaverkstæði við Ægisíðu, en vísbendingar þaðan leiddu lögreglu til innbrotsþjófsins sem reyndist einnig vera morðingi Braga. Hafði morðinginn, Þór Sigurðsson (1978–), rekist á Braga og myrt hann engöngu vegna þess að Bragi varð á vegi hans. Þór var undir miklum áhrifum fíkniefna þegar bæði innbrotið og morðið áttu sér stað. Hann játaði verknaðinn og vísaði lögreglu á morðvopnin og blóðug föt í ruslatunnu rétt hjá morðstaðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Þór til '''16''' ára fangelsisvistar þann 8. janúar 2003.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2130511 Fíkill framdi morð á leið heim úr innbroti][http://www.mbl.is/greinasafn/grein/653053/?item_num=41&dags=2002–02-19 Maður handtekinn grunaður um morðið][http://www.mbl.is/frettir/innlent/2003/01/08/daemdur_i_16_ara_fangelsi_fyrir_mord/ Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morð]</ref> |} === 6. mars 2002=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Kona stingur mann sinn eftir að hann barði hana. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~50 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~39 ára sambýliskona hans |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 8 ár |- | colspan="2" | Steindór Kristinsson (1952–2002) var stunginn í bringu og kvið og lést 18 dögum síðar af lungnabilun vegna bráðrar lungnabreytingar og lungnabólgu í kjölfar þess. Steindór er talinn hafa barið sambýliskonu sína í andlitið að kvöldi árásarinnar en sambýliskonan, Sigurhanna Vilhjálmsdóttir (1963–), er sögð hafa reiðst heiftarlega og ráðist á Steindór eftir að hann barði hana. Sigurhanna bar við minnisleysi sökum ölvunar, en hún hlaut '''8''' ára dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 25. október 2002.<ref>[http://www.mbl.is/greinasafn/grein/694913/ Dæmd í átta ára fangelsi fyrir manndráp]</ref> |} === 25. maí 2002=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Líkamsárás fyrir utan skemmtistað |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~22 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Tveir menn |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 6 ár, 3 ár |- | colspan="2" | Magnús Freyr Sveinbjörnsson (1980–2002) varð fyrir grófri líkamsárás af hendi tveggja manna fyrir utan skemmtistaðinn Spotlight í Hafnarstræti í Reykjavík. Magnús lést á spítala rúmri viku eftir að árásin átti sér stað. Allmörg vitni voru að árásinni auk þess sem að atburðurinn náðist á upptöku í öryggismyndavél. Árásarmennirnir gáfu sig fram við lögreglu daginn eftir og voru þá settir í gæsluvarðhald. Þeir voru dæmdir í 3 og 2 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, Hæstiréttur lengdi seinna dóma þeirra í '''6''' ár og '''3''' ár.<ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3472193 https://www.mbl.is/frettir/innlent/2003/10/02/domur_thyngdur_yfir_monnum_sem_urdu_manni_ad_bana_i/</ref> |} === 26. september 2002=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Hnífsárás á heimili |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~66 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~36 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | Ósakhæfur |- | colspan="2" | Bragi Ólafsson (1936–2002) var stunginn til bana á heimili sínu að Klapparstíg í Reykjavík, en hann hafði orðið konu sinni að bana í sama húsi 14 árum áður. Banamein var stungusár sem náði inn að hjarta, en hann hafði verið stunginn víða, meðal annars í framhandlegg og kvið. Þegar lögreglu og sjúkrabíl bar að garði var Bragi enn með lífsmarki og gat hann skýrt lögreglu að einhverju leiti frá atburðarásinni. Bragi var látinn þegar komið var upp á sjúkrahús. Að sögn nágranna Braga var mikið blóð á veggjum íbúðarinnar og á gangi hússins. Lögreglan handtók Stein Ármann Stefánsson (1966–2013) sama kvöld. Steinn Ármann hafði áður komið við sögu hjá lögreglu og var hann talinn veikur á geði. Fjölskylda Steins hafði þá þegar lýst yfir áhyggjum sínum af andlegu ástandi Steins, en hún taldi víst að hann gæti reynst hættulegur og framið eitthvert voðaverk. Steinn neitaði til að byrja með að hafa verið valdur að dauða Braga, en viðurkenndi það fljótlega. Vafi lék á um sakhæfi hans, en geðlæknar voru ekki sammála um ástand Steins að kvöldi morðsins. Hæstiréttur dæmdi hann þó að lokum '''ósakhæfan''' og var honum gert að sæta öryggisgæslu á réttargeðdeildinni að Sogni. Hann er talinn hafa verið á sterkum lyfjum er hann framdi verknaðinn og hafi verið haldinn ranghugmyndum. Steinn á að baki langan sakaferil.<ref>[http://www.haestirettur.is/domar?nr=2854&leit=t Dómur í máli Steins Stefánssonar][http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3036552 Hörð átök og blóð upp um veggi][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=263499&pageId=3697727&lang=is&q=%C1rmann%20Stef%E1nsson Manndrápsmálið á Klapparstíg][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=263747&pageId=3706700&lang=is&q=Steinn%20%C1rmann%20Stef%E1nsson Gæðlæknar ósammála um sakhæfi][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=201841&pageId=3054705&lang=is&q=Steinn%20%C1rmann%20Stef%E1nsson Einnig vandamál á Íslandi][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=348436&pageId=5467027&lang=is&q=Steinn%20%C1rmann%20Stef%E1nsson Sýknaður af ákæru um manndráp]</ref> |} === 31. maí 2004=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Móðir stingur unga dóttur sína með hníf. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~12 ára stelpa |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~43 ára móðir hennar |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | Ósakhæf |- | colspan="2" | Guðný Hödd Hildardóttir (1992–2004) fannst stungin til bana á heimili sínu á Hagamel í Reykjavík. Móðir Guðnýjar, Hildur Árdís Sigurðardóttir (1961–2020), hafði veist að Guðnýju og bróður hennar með hníf. Bróður Guðnýjar tókst að flýja úr íbúðinni og fór yfir til vinar síns sem hringdi á lögregluna. Er lögreglan kom heim til Hildar fann hún Guðnýju látna í rúmi sínu, en hún hafði verið stungin margsinnis. Hildur sjálf var illa særð þar sem hún hafði stungið sjálfa sig eftir að hafa sært son sinn og banað dóttur sinni. Hildur var færð á spítala þar sem hennar var gætt, en þaðan var hún síðan færð að Sogni. Hildur hafði áður reynt að fremja sjálfsvíg og hafði einnig sagt í návist annarra að frekar myndi hún drepa sig og börnin sín en að þau yrðu tekin af henni. Kennarar barnanna höfðu að auki lýst yfir áhyggjum af velferð þeirra. Hildur var dæmd '''óskahæf''' og gert að sæta öryggisgæslu á réttargeðdeildinni að Sogni.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=349266&pageId=5504819&lang=is&q=manndr%E1p Dæma móður á Hagamel][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=349283&pageId=5505301&lang=is&q=Hildur%20%C1rd%EDs%20Sigur%F0ard%F3ttir Sagðist frekar drepa börnin en láta þau frá sér][http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5484396 Man ekki eftir að hafa banað dóttur sinni][http://www.mbl.is/greinasafn/grein/803791/ Guðný Hödd Hildardóttir]</ref> |} === 4. júlí 2004=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Maður myrðir sína fyrrverandi með kúbeini og losar sig við líkið úti í hrauni. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~34 ára [[Indónesía| indónesísk]] kona |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~45 ára barnsfaðir hennar |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 16 ár |- | colspan="2" | Sri Rahmawati (1970–2004) var myrt með kúbeini og taubelti. Morðinginn bar líkið inn í sturtuklefa og þreif það. Setti svo í poka og bar út í bíl. Hann henti farsíma hennar í sjóinn og losaði sig við líkið í hraungjótu í nágrenni Hafnarfjarðar. Morðinginn, Hákon Eydal (1959–), barnsfaðir fórnarlambsins, var dæmdur í '''16''' ára fangelsi 2005.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3759473 Sextán ára fangelsi fyrir morð; grein í Fréttablaðinu 2005]</ref> |} === 1. nóvember 2004=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Kyrking |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Kópavogur]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~25 ára kona |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Eiginmaður hennar |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 11 ár |- | colspan="2" | Sæunn Pálsdóttir (1979–2004) lést eftir að eiginmaður og barnsfaðir hennar þrengdi að hálsi hennar með þvottasnúru aðfaranótt 1. nóvember 2004 á heimili þeirra í Kópavogi. Eiginmaður hennar, Magnús Einarsson, játaði verknaðinn fyrir tengdaforeldrum sínum og lögreglu. Talið er að morðið hafi verið framið af ásetningi, en engu að síður sýndi Magnús iðrun. Héraðsdómur dæmdi Magnús til 9 ára fangelsisvistar en Hæstiréttur þyngdi þann dóm og dæmdi Magnús til '''11''' ára fangelsisvistar þann 23. febrúar 2006.<ref>[http://www.haestirettur.is/domar?nr=3793&leit=t Dómur í máli Magnúsar Einarssonar][http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3887405 Dæmdur í ellefu ára fangelsi]</ref> |} === 13. nóvember 2004=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Líkamsárás |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Keflavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~32 ára [[Danmörk| Dani]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~29 ára [[Bretland| Breti]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 1½ ár |- | colspan="2" | Flemming Tolstrup (1972–2004) lést á veitingastaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardagsins 13. nóvember 2004. Scott McKenna Ramsay (1975–) kýldi Tolstrup í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð rifnaði og blæðing sem Flemming hlaut milli heila og heilahimna leiddi til dauða hans. Ramsey viðurkenndi strax á vettvangi að hafa slegið hann og sagði ástæðuna þá að Flemming hefði stöðugt verið að áreita sambýliskonu hans. Fyrir héraðsdómi hafði Ramsey játað brotið skýlaust og þótti sannað að andlát Flemmings hefði verið bein afleiðing hnefahöggsins sem hann veitti honum. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Scott Mckenna Ramsay í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, í október 2005, sem Hæstiréttur Íslands staðfesti 23. mars 2006.<ref>[http://www.visir.is/g/200660323057/haestirettur-stadfestir-dom-yfir-ramsey Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Ramsay] [https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926–11e5-80c6-005056bc6a40&id=6c369b81-91ff-442d-b57f-de70ba33bd38 Hæstaréttardómur yfir Ramsay]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> |} === 12. desember 2004=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Líkamsárás á veitingastað |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Mosfellsbær]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~55 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~25 ára maður í jólasveinabúningi |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 3 ár |- | colspan="2" | Ragnar Björnsson (1949–2004) lést á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ aðfararnótt 12. desember 2004. Hafði Ragnar staðið við anddyri veitingastaðarins með konu sinni er maður íklæddur jólasveinabúningi tróðst inn og felldi niður glas sem brotnaði við fætur Ragnars. Ragnar helti sér í kjölfarið yfir manninn, Loft Jens Magnússon (1979–), sem brást illur við og kýldi Ragnar í hálsinn. Við það féll Ragnar á gólfið og rak höfuðið í. Loftur yfirgaf staðinn en vinur hans náði honum og fékk hann með sér til baka. Lífgunartilraunir eiganda veitingastaðarins og síðan sjúkraliða og uppi á Landspítala báru ekki árangur. Slagæð hafði rifnað við höggið sem Loftur veitti Ragnari og blæddi mikið inn á höfuðkúpu Ragnars. Hann lést vegna mikillar blæðingar á milli heila og innri heilahimnu. Loftur var enn á staðnum, og mjög ölvaður, er lögreglan mætti á vettvang og var hann strax handtekinn. Hæstiréttur mat það svo að þó árás Lofts hafi verið hrottaleg og tilefnislaus hafi hann ekki gert sér grein fyrir því að hún gæti leitt Ragnar til dauða. Loftur var dæmdur til '''3''' ára fangelsisvistar fyrir manndrápið.<ref>[http://www.haestirettur.is/domar?nr=4553 Ákæruvaldið gegn Lofti Jens Magnússyni][http://www.visir.is/thriggja-ara-fangelsi-fyrir-manndrap-a-aslaki/article/200770531084 Þriggja ára fangelsi fyrir manndráp á Ásláki]</ref> |} === 15. maí 2005=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Hnífsárás í veislu |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Kópavogur]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | [[Víetnam| Víetnamskur]] maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~33 ára [[Víetnam| víetnamskur]] maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 16 ár |- | colspan="2" | Phong Van Vu lést af völdum innvortis blæðinga í brjóstholi. Phong var stunginn í brjóstkassa og víðar með þeim afleiðingum að hnífurinn gekk inn í bæði lungu og lungnaslagæð og í gegnum þind hans. Phong og maður að nafni Phu Tién Nguyén (1972–) voru í veislu í Kópavogi og höfðu deilt í töluverðan tíma um hvor ætti að sýna hinum meiri virðingu sökum aldurs, en það er hefð í heimalandi þeirra að hinn yngri sýni hinum eldi meiri virðingu. Eftir þrálátar deilur á Phong að hafa veitt Phu höfuðhögg og Phu þá reiðst. Hann greip til hnífs sem hann hafði í vasa sínum og lagði til Phong. Vitni á staðnum sögðu að árásin hafi verið einbeitt og af ásetningi og töldu dómarar framburð Phu um að um sjálfsvörn væri að ræða ótrúverðuga. Phu réðst á Phong og veitti honum áverka á hálsi, handlegg, kvið og brjóstkassa sem leiddi hann til dauða. Vitni sem reyndi að stíga á milli hlaut stungusár við mjöðm af völdum Phu. Það tók töluverð átök að stoppa árás Phu, en þegar það hafði tekist reyndi Phu aftur að ráðast á Phong og leitaði að nýjum vopnum. Dómurum þótti Phu ekki eiga sér neinar málsbætur og var hann dæmdur til '''16''' ára fangelsisvistar af Hæstarétti þann 6. apríl 2006.<ref>[http://www.haestirettur.is/domar?nr=3869&leit=t Dómur í máli Phu Tién Nguyén] [http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1048795/ Sextán ár fyrir manndráp] [http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=262693&pageId=3683025&lang=is&q=manndr%E1p Sextán ár fyrir manndráp] [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3868533 Fékk sextán ára dóm fyrir hnífstunguárás] [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3677227 Ákærður fyrir að drepa mann með hnífsstungum]</ref> |} === 14. ágúst 2005=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Hnífsárás |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Keflavíkurstöðin| Herstöðin í Keflavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~20 ára kvenkyns [[Bandaríkin| bandarískur]] hermaður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | (Mögulega) ~21 árs [[Bandaríkin| bandarískur]] hermaður ''(sýknaður)'' |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | |- | colspan="2" | Hermaðurinn Ashley Turner (1985–2005) fannst látin í kompu nálægt líkamsræktarstöð hermanna á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, en hún hafði verið falin þar. Miklir áverkar voru á líkama Turners en hún hafði einnig hlotið stungusár í hnakka sem talið er að hafi leitt hana til dauða. Herlögreglan handtók Calvin Eugene Hill (1984–) sem var talinn hafa ráðist á Turner á stigagangi í blokk á herstöðinni, en vitni lýstu vettvangi eins og sláturhúsi. Turner var enn á lífi er hún fannst en var úrskurðuð látin þegar komið var með hana á hersjúkrahús á Vellinum. Hill og Turner höfðu átt í deilum eftir að Hill hafði stolið greiðslukorti hennar ásamt öðrum hermanni og tekið út af því miklar fjárhæðir. Hill var enn að bíða niðurstöðu í því máli þegar morðið átti sér stað. Bandarískir sérfræðingar voru sendir til landsins til að rannsaka vettvang. Blóð úr Turner fannst á skóm Hill og átti hann yfir höfði sér lífstíðar- eða dauðadóm ef hann yrði fundinn sekur. Herinn tók að fullu við rannsókn málsins eftir að í ljós kom að engir Íslendingar tengdust málinu, og Hill var í kjölfarið fluttur á herstöð bandaríska hersins í Þýskalandi þar sem hann var áfram yfirheyrður. Hann neitaði sök allan tímann og var sýknaður af öllum kærum fyrir herrétti. Kom það varnarliðinu mjög á óvart þar sem allir höfðu talið óvéfengjanlegt að Hill væri morðinginn. Foreldrar Turners voru mjög ósáttir með meðferð málsins og gagnrýndu harðlega hve langan tíma rannsóknin tók. Einnig gagnrýndu þau það að Hill hafi verið leyft að búa í sama stigagangi og Turner þrátt fyrir að hann hafi stolið af henni háum fjárhæðum og hún átt að vitna gegn honum í því máli. Ef engin ný sönnunargögn koma upp sem benda á að einhver annar gæti verið morðingi Turners, eða gefa staðfestingu á sekt Hills, mun engum verða refsað fyrir morðið. Þó flestir telji ótvírætt að Hill sé morðingi Turners, virðist málið vera '''óupplýst'''.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=349692&pageId=5529680&lang=is&q=mor%F0 Vitnið reyndi að komast undan][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=262012&pageId=3671356&lang=is&q=mor%F0 Stungusár var á hnakka][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=270788&pageId=3858845&lang=is&q=MOR%D0 Ung varnarliðskona stungin til bana][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=358186&pageId=5728633&lang=is&q=Mor%F0 Bandarískir sérfræðingar komnir][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=272082&pageId=3900500&lang=is&q=Ashley%20Turner Fer fyrir herrétt][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=364371&pageId=5889971&lang=is&q=Ashley%20Turner Valið í kviðdóm fyrir réttarhöld][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=277011&pageId=3957677&lang=is&q=Ashley%20Turner Verjendur segja galla vera á rannsókn][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=271599&pageId=3887323&lang=is&q=Ashley%20Turner Gæti verið dæmdur til dauða fyrir morð][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=277491&pageId=3968742&lang=is&q=Ashley%20Turner Engum refsað fyrir morðið]</ref> |} === 20. ágúst 2005=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Uppdópaður maður veitist að félaga sínum með hníf |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~20 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 14½ ár |- | colspan="2" | Bragi Halldórsson (1985–2005) fannst látinn í íbúð á Hverfisgötu að morgni menningarnætur 2005. Bragi var gestkomandi í íbúðinni en þar bjó Sigurður Freyr Kristmundsson, ásamt hjónum sem áttu íbúðina. Sigurður, Bragi og húsbóndinn sátu og töluðu saman við eldhúsborðið. Sigurður segist hafa gripið 14 cm flökunarhníf sem þarna var til þess að leggja áherslu á orð sín, en hann kvaðst ekki muna um hvað var rætt. Sigurður segir að hann og Bragi hafi staðið upp samtímis og hnífurinn í kjölfarið stungist í Braga. Vitni segja hins vegar að Bragi hafi setið kyrr og aðeins Sigurður hafi staðið upp. Einnig sagði finnskur réttarmeinafræðingur að töluverðu afli hefði þurft að beita til að stinga Braga á þennan hátt, en hnífurinn gekk í gegnum rússkinnsjakka Braga, skinn, brjósk, lifur og hjarta. Reynt var að bjarga Braga en honum blæddi út. Sigurður flúði vettvang en sneri fljótt aftur og var þá handtekinn af lögreglu. Í blóði hans fannst bæði amfetamín og kókaín, en Sigurður hafði neytt eiturlyfja marga daga í röð fyrir morðið, sem og drukkið áfengi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sigurð sakhæfan og til '''14 ára og 6 mánaða''' fangelsisvistar fyrir morðið í febrúar 2006. Sigurður er sonur Kristmundar sem framdi morðið á Guðjóni Atla 1976.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3883000 Rak flökunarhníf beint í hjartastað][http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1067341/ Dæmdur til 14 1/2 árs fangelsisvistar][http://www.visir.is/jatadi-a-sig-mord-vid-hverfisgotu/article/2005508240331 Játaði á sig morð við Hverfisgötu][http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=349710&pageId=5530293&lang=is&q=mor%F0 Þegar fíkniefnaneysla leiðir til morðs]</ref> |} === 29. júlí 2007=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Maður skotinn með riffli. Morðinginn svipti sig svo lífi. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~35 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~38 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | |- | colspan="2" | Stefán Jónsson (1972–2007) var skotinn til bana á Sæbraut í Reykjavík. Árásarmaðurinn, Tómas Björnsson (1969–2007), notaði tuttugu og tveggja kalibera tékkneskan riffill til verksins. Stefán náði að forða sér áður en árásarmaðurinn skyti aftur og var honum hleypt inn í sendiferðabíl. Ökumaður sendiferðabílsins tók svo eftir því að Stefán hreyfði sig ekki og keyrði hann að Laugardalslaug þar sem hann og starfsmenn laugarinnar reyndu að koma Stefáni aftur til lífs meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Stefán var úrskurðaður látinn á Landspítalanum stuttu síðar. Árásarmaðurinn keyrði á Þingvelli þar sem hann svipti sig lífi með sama skotvopni. Skildi hann eftir bréf þar sem hann útskýrði gjörðir sínar. Tómas hafði myrt elskhuga fyrrum konu sinnar.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3969743 Horfði á morðingjann hlaða riffilinn aftur og forðaði sér][http://www.visir.is/myrti-elskhuga-fyrrverandi-konu-sinnar-og-svipti-sig-svo-lifi/article/200770729025 Myrti elskhuga fyrrverandi konu sinnar og svipti sig svo lífi] </ref> |} === 7. október 2007=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Höfuðáverkar |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~44 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 16 ár |- | colspan="2" | Borgþór Gústafsson (1963–2007) lést eftir mikla höfuðáverka. Ákærði, Þórarinn Gíslason, neitaði sök og bar við minnisleysi sökum drykkju og lyfjaneyslu. Dómarar töldu sök Þórarins óvéfengjanlega og var Þórarinn í kjölfarið dæmdur í '''16''' ára fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. maí 2008.<ref>[http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200800458&Domur=2&type=1&Serial=1 Dómur í máli Þórarins Gíslasonar]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> |} === 17. ágúst 2009=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Höfuðáverkar |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Hafnarfjörður]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~31 árs maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~31 árs maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 16 ár |- | colspan="2" | Bragi Friðþjófsson (1978–2009) lést eftir höfuðáverka af völdum Bjarka Freys Sigurgeirssonar (1978–2020) í herbergi Bjarka í Hafnarfirði. Bjarki játaði morðið að hluta og var dæmdur í '''16''' ára fangelsisvist af Héraðsdómi Reykjaness þann 30. nóvember 2009.<ref>[http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200900821&Domur=3&type=1&Serial=1 Dómur í máli Bjarka Freys Sigurgeirssonar]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}[http://www.visir.is/bjarki-freyr-fekk-16-ar/article/2009470809177 Bjarki Freyr fékk 16 ár]</ref> |} === 8. maí 2010=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Tilefnislaus líkamsárás. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjanesbær]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~53 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~31 árs maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 16 ár |- | colspan="2" | Haukur Sigurðsson (1957–2010) lést eftir mikla áverka sem Ellert Sævarsson (1979–) veitti honum. Ellert játaði á sig morðið en hann var bæði undir áhrifum áfengis og amfetamíns er morðið átti sér stað. Ellert mætti Hauki á göngu í Reykjanesbæ og taldi af einhverjum ástæðum að Haukur væri barnaníðingur. Haukur og Ellert þekktust ekki og var árásin að öllu tilefnislaus. Hann veittist að Hauki eftir einhver orðaskipti og barði, sparkaði í hann þar sem hann lá í jörðinni og að endingu kastaði hann hellustein sem hann fann í höfuð Hauks, með þeim afleiðingum að hann lést. Blaðberi fann lík Hauks og hringdi á lögreglu. Ellert var dæmdur í '''16''' ára fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness þann 27. september 2010.<ref>[http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S201000585&Domur=3&type=1&Serial=1 Dómur í máli Ellerts Sævarssonar]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}[http://www.visir.is/sudurnesjamordid--gret-thegar-hann-lysti-mordinu/article/2010348014320 Suðurnesjamorðið][http://www.mbl.is/frettir/forsida/2010/09/09/jatadi_manndrap_fyrir_domi/ Játaði manndráp fyrir dómi][http://www.dv.is/frettir/2010/6/18/mord-i-reykjanesbae-mennirnir-thekktust-ekki/ Morðið í Reykjanesbæ] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20100621041923/http://www.dv.is/frettir/2010/6/18/mord-i-reykjanesbae-mennirnir-thekktust-ekki/ |date=2010-06-21 }}</ref> |} === 15. ágúst 2010=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Hnífsárás á heimili |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður |Hafnarfjörður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~37 ára framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~23 ára maður ástfanginn af kærustu hans |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 16 ár |- | colspan="2" | Hannes Þór Helgason (1973–2010) var stunginn til bana og játaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson (1987–) að hafa myrt Hannes og var hann dæmdur í '''16''' ára fangelsi af hæstarétti árið 2011. Málið tengdist kærustu Hannesar en Gunnar var ástfanginn af henni. Gunnar hafði árinu áður birt myndband af sér þar sem hann lýsti yfir eldheitri ást sinni á þessari kærustu Hannesar.<ref>[http://www.visir.is/haestirettur-daemir-gunnar-runar-i-16-ara-fangelsi/article/2011111019492 Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi 2011]</ref> |} === 14. nóvember 2010=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Maður gengur í skrokk á föður sínum. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | 61 árs tónlistarmaður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | 31 árs sonur hans |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 14 ár |- | colspan="2" | Ólafur Þórðarson, tónlistarmaður, (1949–2011) varð fyrir líkamsárás þann 14. nóvember 2010 og lést af völdum þeirra áverka sem hann hlaut í árásinni þann 4. desember 2011. Ákærði, sonur Ólafs, Þorvarður Davíð Ólafsson (1979–2013) játaði að hafa veitt föður sínum áverkana sem leiddu til andláts Ólafs. Þorvarður, sem var undir áhrifum áfengis og fíkniefna, hlaut 14 ára fangelsisdóm í Héraðsdómi.<ref>https://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926–11e5-80c6-005056bc6a40&id=bf9a216d-3c7e-430f-8b87-aa0c0ddc7c6c{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref><ref>http://www.visir.is/g/2011111209593</ref> |} === 12. maí 2011=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Heiðmörk]], nærri [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~21 árs kona |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Sambýlismaður hennar |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | Ósakhæfur |- | colspan="2" | Þóra Elín Þorvaldsdóttir (1990–2011) var kyrkt af sambýlismanni sínum og barnsföður, Axel Jóhannssyni, í Heiðmörk. Axel keyrði hana upp á Landspítalann eftir að hún lést og gaf sig fram. Hann var dæmdur '''ósakhæfur''' og var vistaður á réttargeðdeild.<ref>[http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S201100849&Domur=3&type=1&Serial=1 Dómur í máli Axels Jóhannssonar]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}[http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/mordid-i-heidmork-axel-leiddur-fyrir-domara---rikissaksoknari-vill-lokad-thinghald Axel Jóhannsson leiddur fyrir dómara] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160624181615/http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/mordid-i-heidmork-axel-leiddur-fyrir-domara---rikissaksoknari-vill-lokad-thinghald |date=2016-06-24 }}</ref> |} === 2. júlí 2011=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Móðir kyrkir nýfætt barn sitt og sker í andlit þess |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | Nýfætt barn |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | [[Litháen| Litháensk]] kona |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 2 ár |- | colspan="2" | Agné Krataviciuté sögð hafa kyrkt nýfætt sveinbarn sitt þar til það lést á baðherbergi á Hót­el Frón. Barnið var líka með skurðáverka á andliti. Agné neitaði sök en var dæmd til '''2''' ára fangelsisvistar þann 28. mars 2012.<ref>[http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S201101651&Domur=2&type=1&Serial=1 Dómur í máli Agné Krataviciuté]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> |} === 14. júlí 2011=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Maður stunginn til bana á veitingastað |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~45 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~39 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 16 ár |- | colspan="2" | Hilmar Þórir Ólafsson (1966–2011) var stunginn til bana á veitingastaðnum Monte Carlo í Reykjavík. Redouane Naoui (1972–) var sakfelldur fyrir morðið og var dæmdur í '''16''' ára fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur þann 24. nóvember 2011.<ref>[http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S201101558&Domur=2&type=1&Serial=1 Dómur í máli Redouane Naoui]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> |} === 3. febrúar 2012=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Hnífsárás |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Hafnarfjörður]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~36 ára kona |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~23 ára unnusti hennar |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 16 ár |- | colspan="2" | Þóra Eyjalín Gísladóttir (1976–2012) var stungin til bana í Hafnarfirði. Hlífar Vatnar Stefánsson (1989–), unnusti hinnar látnu, játaði á sig morðið og var dæmdur í '''16''' ára fangelsi af Hæstarétti þann 17. janúar 2013.<ref>[http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S201200349&Domur=3&type=1&Serial=1 Dómur í máli Hlífars Vatnars Stefánssonar]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> |} === 17. mars 2013=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Maður hristir ungt barn sitt harkalega. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | 5 mánaða stúlka |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | [[Bretland| Breskur]] faðir hennar |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 5 ár |- | colspan="2" | Scott James Carcary var sagður hafa hrist fimm mánaða gamla dóttur sína það harkalega að hún lést nokkrum tímum síðar. Scott neitar sök en var dæmdur í '''5''' ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. apríl 2014.<ref>[http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S201301270&Domur=2&type=1&Serial=1 Dómur í máli Scott James Carcary]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> |} === 7. maí 2013=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Hnífsárás |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Egilsstaðir]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~60 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | ~25 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 16 ár |- | colspan="2" | Karl Jónsson (1953–2013) stunginn til bana á heimili sínu á Egilsstöðum. Friðrik Brynjar Friðriksson (1988–) var dæmdur í '''16''' ára fangelsi fyrir morðið af Héraðsdómi Austurlands þann 23. október 2013. Hæstiréttur staðfesti þann dóm þann 18. júní 2014.<ref>[http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S201300044&Domur=5&type=1&Serial=1 Dómur í máli Friðriks Brynjars Friðrikssonar]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}[www.mbl.is/frettir/innlent/2014/06/18/stadfestir_16_ara_fangelsisdom/ Staðfestir 16 ára fangelsisdóm]</ref> |} === 2. desember 2013=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Lögregla skýtur geðveikan mann á heimili sínu sem hafði skotið á móti þeim |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | 59 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | ''Enginn dómur, manndrápið þótti réttlætanlegt'' |- | colspan="2" | Nágranni kvartar yfir hávaða í tónlist frá blokkaríbúð í Hraunbæ, Reykjavík. Nágranninn taldi sig hafa heyrt skothvell (engum skotum hafði þó verið hleypt af) og því er sérsveit lögreglu send af stað. Þegar lögregla nær að opna dyr hjá manninum skýtur hann út til lögreglu. Lögreglan hendir gashylkjum inn í íbúðina, en íbúinn kemur ekki út. Maðurinn skýtur aftur gegn lögreglu. Lögregla hefur þá vopnaðar aðgerðir og skýtur manninn. Maðurinn, Sævar Rafn Jónasson (f. 17. apríl 1954), hafði verið veikur á geði. <ref>http://blog.dv.is/einar/2014/06/18/manndrap-logreglu-hvitthvottur-saksoknara/</ref><ref>http://www.visir.is/g/2013131209883</ref> |} === 27. september 2014=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Kyrking |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | 26 ára kona |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | 29 ára [[Pólland| pólskur]] eiginmaður hennar |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | |- | colspan="2" | Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru fyrir manndráp á hendur 29 ára gömlum karlmanni, Mariusz Brozio (1985– ). Hann er sakaður um að hafa orðið 26 ára eiginkonu sinni að bana í íbúð þeirra í Stelkshólum þann 27. september 2014. Maðurinn er talinn hafa banað henni með því að þrengja að öndunarvegi hennar.<ref>http://www.visir.is/g/2015150229693</ref><ref>{{Cite web |url=http://www.dv.is/frettir/2014/10/17/akaeruvaldid-fer-fram-aframhaldandi-gaesluvardhald/ |title=Geymd eintak |access-date=2018-12-06 |archive-date=2015-12-04 |archive-url=https://web.archive.org/web/20151204001543/http://www.dv.is/frettir/2014/10/17/akaeruvaldid-fer-fram-aframhaldandi-gaesluvardhald/ |dead-url=yes }}</ref> |} === 14. febrúar 2015=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Hnífsárás |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Hafnarfjörður]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | ~41 árs maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | [[Pólland| Pólsk]] kona |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 16 ár |- | colspan="2" | Danuta Kaliszewska stakk sambýlismann sinn til bana á heimili þeirra. Hún var dæmd í '''16''' ára fangelsi. Hún neitaði sök.<ref>http://www.visir.is/manndrap-i-hafnarfirdi--daemd-i-16-ara-fangelsi/article/2015150719954</ref> |} === 2. október 2015=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Kyrking |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Akranes]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | Maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 16 ár |- | colspan="2" | Maður játaði að hafa sett hendur um háls manns á Akranesi og hert að. Hann hefur einnig játað að hafa sett reim um háls mannsins og hert.<ref>http://www.ruv.is/frett/jatar-ad-hafa-hert-ad-halsi-manns-med-reim</ref><ref>[http://www.ruv.is/frett/gunnar-orn-i-16-ara-fangelsi-fyrir-mord] Gunnar Örn í 16 ára fangelsi fyrir morð (RÚV 27.10.2016)</ref> |} === október 2015=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Mennirnir bjuggu báðir í búsettukjarna fyrir geðfatlaða |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | Maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | |- | colspan="2" | Maður fannst myrtur við Miklubraut. Grunaður maður var handtekinn.<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/22/manndrap_vid_miklubraut/ Manndráp við Miklubraut] Skoðað 19. janúar 2016.</ref> Maðurinn sem dó og sá sem ákærður var fyrir manndráp bjuggu í búsetukjarna fyrir geðfatlaða við Hringbraut<ref>[http://www.visir.is/g/2016160129289] Ákærður fyrir manndráp á Hringbraut (Vísir 25. janúar 2016)</ref> |} === 13. apríl 2016=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Maður skýtur konu sína og síðan sjálfan sig |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Akranes]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | 54 ára [[Rússland| rússnesk]] kona |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Íslenskur eiginmaður hennar |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | |- | colspan="2" | Guðmundur Valur Óskarsson skaut eiginkonu sína til bana á Akranesi og framdi því næst sjálfsmorð.<ref>http://www.visir.is/myrti-konu-sina-og-svipti-sig-sidan-lifi/article/2016160419531</ref> Konan hét Nadezda Edda Tarasova og var rússnesk. Hún var 54 ára en Guðmundur var á sjötugsaldri og hafði glímt við langvarandi veikindi.<ref>http://www.visir.is/nofn-hjonanna-sem-fundust-latin-a-akranesi/article/2016160419344</ref> |} === 14. janúar 2017=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | [[Grænland| Grænlenskur]] sjómaður tekur stúlku upp í bíl sinni niðri í [[Miðborg Reykjavíkur| miðbæ Reykjavíkur]] og kastar henni út í sjó á [[Suðurland| Suðurlandi]]. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Suðurland]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | 20 ára kona |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | 30 ára [[Grænland| grænlenskur]] sjómaður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 19 ár |- | colspan="2" | Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjöru við Selvogsvita þann 22. janúar eftir að hafa verið týnd í rúma viku. 2 menn, grænlenskir sjómenn af togaranum ''Polar Nanoq'', voru grunaðir um verknaðinn og sátu í haldi. Síðar beindist grunurinn að öðrum mannanna, Thomasi Möller Olsen sem situr í haldi. Hann neitar enn sök. Blóðblettir úr Birnu fundust meðal annars í bíl sem hann tók á leigu og öryggismyndavélar í Reykjavík og Hafnarfirði náðu myndum af bílnum. Olsen fékk '''19''' ára fangelsisdóm fyrir morðið og fíkniefnainnflutning. Honum til refsiþyngdar var metið að hann hafi reynt að afvegaleiða lögreglu og varpa sök á félaga sinn.<ref>[http://www.visir.is/g/2017170928711/thomas-fekk-thyngri-dom-fyrir-ad-varpa-sok-a-skipsfelaga-sinn Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn] Vísir skoðað 29 sept. 2017.</ref> |} === 7. júní 2017=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Árásin er talin hafa tengst handrukkun |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | Mosfellsdalur |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | Maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Tveir menn |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur |6 ár |- | colspan="2" | Arnar Jónsson Aspar lést við árás að Æsustöðum í Mosfellsdal. Árásin er talin hafa tengst handrukkun. Sex voru handtekin, fimm karlar og ein kona. <ref>[http://www.ruv.is/frett/tveir-hinna-handteknu-voru-daemdir-i-februar Tveir hinna handteknu voru dæmdir í febrúar] Rúv, skoðað 8. júní 2017.</ref> |} === 21. september 2017=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Líkamsárás |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | Kona frá [[Lettland| Lettlandi]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Hælisleitandi frá [[Jemen]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 16 ár |- | colspan="2" | Erlend kona á fimmtugsaldri varð fyrir líkamsárás að kvöldi til á Hagamel 18. Hún varð úrskurðuð látin á Landspítalanum. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, annar var erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og var hann gestkomandi, en hinn var Íslendingur á þrítugsaldri og búsettur í húsinu. Konan sem lést bjó einnig í húsinu.<ref>[http://www.visir.is/g/2017170929685/manndrap-a-melunum Manndráp á Melunum] Vísir, skoðað 22. september 2017.</ref> Maðurinn var hælisleitandi frá [[Jemen]] en konan, Sanita Brauna, frá Lettlandi.<ref>[http://www.visir.is/g/2017170928728/hinn-grunadi-i-hagamelsmalinu-urskurdadur-i-fjogurra-vikna-gaesluvardhald Hinn grunaði í Hagamelsmálinu úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald] Vísir, skoðað 29. sept. 2017.</ref> Maðurinn, Khaled Cairo, hafði slegið Sanitu með glerflöskum og slökkvitæki. Hann kvaðst vera ósáttur að hún hafi verið í tygjum við blökkumann. Cairo hegðaði sér undarlega í samskiptum við lögreglu og í dómssal. Hann var þó ekki metinn ósakhæfur eða siðblindur og var dæmdur í 16 ára fangelsi.<ref>[http://www.visir.is/g/2018180418835/daemdur-i-16-ara-fangelsi-fyrir-manndrap-a-hagamel Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp á Hagamel] Vísir, skoðað 18. apríl, 2018.</ref> |} === 3. desember 2017=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Hnífsárás um nótt |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | 20 ára [[Albanía| albanskur]] maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | 25 ára Íslendingur |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur |17 ár |- | colspan="2" | Tveir albanskir karlmenn voru stungnir af íslenskum karlmanni á þrítugsaldri á Austurvelli um miðja nótt í kjölfar slagsmála. Annar maðurinn lést nokkrum dögum síðar á sjúkrahúsi.<ref>[http://www.ruv.is/frett/latinn-eftir-hnifstunguaras-a-austurvelli Látinn eftir hnífsstunguárás á Austurvelli] Rúv, skoðað 9. des. 2017.</ref> Gerandinn Dagur Hoe Sigurjónsson (1992– ) var ákærður fyrir að bana hinum albanska Klevis Sula (1997–2017) á Austurvelli í byrjun desember 2017. Samkvæmt ákærunni stakk hann Sula fjórum sinnum. Dagur var jafnframt ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa við sama tilefni stungið annan albanskan mann þrisvar þannig að sá hlaut meðal annars slagæðablæðingu.<ref>http://www.ruv.is/frett/akaerdur-fyrir-mord-og-manndrapstilraun</ref> Dagur var dæmdur í 17 ára fangelsi.<ref>[http://www.visir.is/g/2018180629807 Dagur Hoe dæmdur í 17 ára fangelsi] Vísir, skoðað 16. júlí 2018</ref> |} === 31. mars 2018=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Maður banar bróður sínum í Árnessýslu<br /> |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Suðurland]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | 65 ára maður |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Bróðir hins látna |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur |7 ár, síðar lengt í 14 ár |- | colspan="2" | Ragnar Lýðsson (24. nóvember 1952–31. mars 2018) fannst látinn á bænum Gýgjarhóli II í Árnessýslu. Þrír bræður voru á staðnum er atvik átti sér stað. Valur Lýðsson, bróðir Ragnars og ábúandi á bænum tilkynnti um andlátið. Frásögn hans af hvernig á andlátið bar til þótti ótrúverðug og í framhaldinu var hann grunaður um manndráp. Þriðja bróðurnum var sleppt að lokinni skýrslutöku, hann var sofandi þegar umrædd átók áttu sér stað. Ummerki voru um átök á vettvangi og bráðabirgðakrufning leiddi í ljós að áverkar á líkinu hafi orðið Ragnari að bana.<ref>[http://www.ruv.is/frett/brodirinn-grunadur-um-manndrap Bróðirinn grunaður um manndráp] Rúv, skoðað 3. apríl, 2018.</ref> |} === Desember 2019=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Manni hrint af svölum. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Úlfarsárdalur]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | Litáskur karlmaður á fimmtugsaldri |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Litáskur karlmaður á sextugsaldri <ref>[https://www.visir.is/g/20202009982d/akaerdur-fyrir-mord-med-thvi-ad-kasta-manni-fram-af-svolum Ákærður fyrir morð með því að kasta manni fram af svölum]Vísir, skoðað 9 sept 2020</ref> |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | |- |} === 28. mars 2020=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Kona fannst látin á heimili sínu. Grunur um saknæmt athæfi kom fram í krufningu. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Sandgerði]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | Kona á sextugsaldri |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Maður á sextugsaldri, sambýlismaður konunnar <ref>[https://www.ruv.is/frett/2020/04/08/gaesluvardhald-framlengt-til-15-april Gæsluvarðhald framlengt...]Rúv, skoðað 20. apríl 2020</ref> |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur |- |} === 6. apríl 2020=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Sonur réðst á móður og stjúpföður með hnífi |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Hafnarfjörður]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | Móðir geranda |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Maður á þrítugsaldri <ref>[https://www.visir.is/g/2020142808d/mordid-i-hafnarfirdi-logregla-var-a-heimilinu-fimm-timum-fyrir-andlatid Morðið í Hafnarfirði...]Vísir, skoðað 15. apríl 2020</ref> |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur |- |} === 25. júní 2020=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Maður kveikti í húsi á Bræðraborgarstíg |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | 3 Pólverjar sem unnu á Íslandi |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Maður á sjötugsaldri <ref>[bruninn-a-braedraborgarstig-talinn-manndrap-af-asetningi Bruninn á Bræðraborgastíg talinn manndráp af ásetningi]Vísir, skoðað 25. júlí 2020</ref> |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | Viðkomandi var vistaður á réttargeðdeild. |- |} === 13. febrúar 2021=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Morð í austur-Reykjavík, skotið á mann fyrir utan heimili hans í Rauðagerði. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | Maður á fertugsaldri, Armando Beqiri, albanskur. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Albanskur maður á fertugsaldri játaði verknaðinn. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/02/14/madurinn-var-skotinn-til-bana-og-einn-er-enn-i-haldi Maðurinn skotinn til bana og einn er í haldi] Rúv, skoðað 14. feb. 2021</ref> |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | 16 ár |} === 4. júní 2022=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Maður fannst látinn fyrir utan heimili sitt í austurbænum, líklega barinn til bana. Ungur maður er grunaður um verknaðinn. Lögregla var kölluð til tvívegis sólarhringinn áður en ódæðið átti sér stað<ref>[https://www.frettabladid.is/frettir/adstodar-logreglu-tvivegis-oskad-adur-er-mordid-var-framid/ Aðstoðar lögreglu tvívegis óskað áður en morðið var framið] Fréttablaðið, sótt 5/6 2022</ref> |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður | [[Reykjavík]] |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | Maður á fimmtugsaldri. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | Maður á þrítugsaldri. |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | |} ===21. ágúst 2022=== {| class="wikitable" |+ ! style="text-align:left;width:100px" |Stutt lýsing | Tveir látast eftir skotárás |- ! style="text-align:left;width:100px" | Staður |Blönduós |- ! style="text-align:left;width:100px" | Fórnarlamb | |- ! style="text-align:left;width:100px" | Gerandi | |- ! style="text-align:left;width:100px" | Dómur | |- | |} <div class="NavFrame"> <div class="NavHead" style="text-align: center; ">Listar yfir [[morð á Íslandi]]</div> <div class="NavContent"> [[Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969]]<br/> [[Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999]]<br/> [[Listi yfir morð á Íslandi frá 2000]] </div> </div> == Tilvísanir == {{reflist}} [[Flokkur:Glæpir á Íslandi]] ly5z1gft8mzu66lm9g1n8wrcgctpeeu Ungmennafélagið Leiknir 0 154238 1765483 1650049 2022-08-20T13:33:12Z 89.160.233.104 wikitext text/x-wiki '''Ungmennafélagið Leiknir Fáskrúðsfirði''' er íþróttafélag í þorpinu Fáskrúðsfirði sem er hluti sveitarfélagsins [[Fjarðabyggð|Fjarðabyggðar]]. Félagið var stofnað á jóladag árið 1940. Karlaknattspyrnulið félagsins leikur í [[1. deild karla í knattspyrnu|1. deild]] sumarið 2020. ===Saga=== Leiknir Fáskrúðsfirði hóf þátttöku í þriðju deild Íslandsmótsins árið 1968 og lék þar óslitið til 1981. Þegar stofnað var til fjórðu deildar sumarið 1982 færðist Leiknir niður í hana. Sumarið 1984 varð liðið meistari í fjórðu deild og færðist þannig upp um deild í fyrsta sinn í sögunni. Eftir tveggja ára dvöl í þriðju efstu deild féll Leiknir á ný og dvaldi óslitið í fjórðu efstu deild frá 1987-2014, þar á meðal um skeið sem hluti af KBS í samstarfi vuð Stöðfirðinga og Breiðdalsvík. Árin 2014 og 2015 fór Leiknir upp um tvær deildir og keppti í næstefstu deild í fyrsta sinn sumarið 2016, en tvö önnur Austfjarðalið léku í deildinni það ár. Leiknir kom mjög á óvart með því að halda sér uppi og endaði í 10. sæti sem er besti árangurinn í sögu félagsins. Sumarið 2017 féllu Leiknismenn niður um deild en höfðu þar stutta viðkomu því liðið varð meistari í þriðju efstu deild sumarið 2019. Leiknir hefur aldrei komist í 16-liða úrslit í bikarkeppni KSÍ. {{Lið í 1. deild karla í knattspyrnu}} {{S|1940}} [[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög]] [[Flokkur:Íþróttafélög frá Austurlandi]] kjf8x01pnjielnp8qqvprrvyglyu1fw Eldgosið við Meradali 2022 0 168838 1765488 1765160 2022-08-20T14:53:41Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Meradalir 2022-08-04.jpg|thumb|Gosið 4. ágúst.]] [[Mynd:Meradalir 2022.jpg|thumb|Gosið 11. ágúst.]] {{líðandi stund}} Þann [[3. ágúst]] árið 2022, rúmu ári eftir að [[eldgosið við Fagradalsfjall 2021|eldgosinu við Fagradalsfjall]] lauk opnaðist um 300 metra löng sprunga við norðanverða [[Meradalir|Meradali]], við norðurenda hrauns sem rann 2021, og nálægt Meradalahnjúkum. [[jarðskjálftar á Íslandi|Jarðskjálftahrina]] var vikurnar áður og 3 dögum áður var skjálfti upp á 5,5 nálægt Grindavík. Sprungan sem opnaðist var lengri og gosið öflugra en í síðasta gosi þegar það hófst. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/03/segir-sprunguna-lengri-en-i-sidasta-gosi Segir sprunguna lengri en í síðasta gosi]RÚV, sótt 3. ágúst 2022 </ref> <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/03/gosid-fimm-til-tiu-sinnum-oflugra-en-i-fyrra Gosið fimm til tíu sinnum öflugra en í fyrra] RÚV, sótt 3. ágúst 2022</ref> Hún þéttist í nokkur gosop og einn aðalgíg fyrstu vikuna. ==Þróun== *6. ágúst: Sprungan hefur dregist saman og virkni er í 3 gosopum/gígum. Hættusvæði hefur verið skilgreint og möguleiki er á nýjum sprungum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/06/engin-merki-um-nyjar-gossprungur Engin merki um nýjar gossprungur] RÚV, sótt 6. ágúst 2022</ref> *9. ágúst: Yfirvöld ákváðu að meina börnum undir 12 ára að fara að gosstöðvunum en ferðamenn höfðu virt lokanir vegna veðurs að vettugi dagana áður og lent í hrakningum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/09/born-undir-12-ara-aldri-mega-ekki-ganga-ad-gosinu Börn undir 12 ára aldri mega ekki ganga að gosinu] RÚV, sótt 9/8 2022</ref> *16. ágúst: Dregið hefur úr hraunflæði og var það þriðjungur þess sem var fyrstu viku gossins. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/16/gosid-ekki-halfdraettingur-a-vid-sem-var Gosið ekki hálfdrættingur á við sem var] RÚV, skoðað 17/8 ágúst 2022</ref> *20. ágúst: Engin kvika er sjáanleg en rýkur úr gígnum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/20/kanna-hvort-gosinu-i-meradolum-se-lokid Kanna hvort gosinu í Meradölum sé lokið] RÚV, skoðað 20/8 2022</ref> ==Tenglar== *[https://jardvis.hi.is/eldgos_i_meradolum Upplýsingasíða Jarðvísindastofnunar] ==Tilvísanir== <references/> [[Flokkur:2022]] [[Flokkur:Eldgos á Íslandi]] 1uj4n9x6kadpyf94cw8n3cccip5iv47 Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra karlaliða í knattspyrnu 0 168988 1765466 1765464 2022-08-20T12:15:40Z 89.160.233.104 /* B-deild */ wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra karlaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra karlaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:ÍA-Akranes.png|30px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|Íþróttabandalag Akraness]] === * Stærstu sigrar: 10:1 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 10:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[Getraunadeild karla í knattspyrnu 1993|A-deild 1993]] 9:0 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] 9:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2017|A-deild 2017]] === [[Mynd:Ibv-logo.png|30px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] * Stærstu töp: 1:7 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] 1:7 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] 0:6 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Leiknir.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Leiknir]] === * Stærsti sigur: 15:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1974 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1975 === [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|30px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]] === * Stærstu sigrar: 10:2 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1965|B-deild 1965]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1974|B-deild 1974]] 8:0 gegn [[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|20px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|A-deild 2008]] 8:0 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|30px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] === * Stærsti sigur: 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] === [[Mynd:Ka-logo.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölni]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] 0:6 gegn [[Mynd:VíkÓl.png|20px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingi Ólafsvík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 9:1 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] * Stærstu töp: 0:7 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1922|A-deild 1922]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2003|A-deild 2003]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Fram]] === * Stærsti sigur: 12:2 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1954|A-deild 1954]] * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1930|A-deild 1930]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærsti sigur: 13:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1919|A-deild 1919]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]] === * Stærsti sigur: 16:0 gegn [[Mynd:Völsungur.gif|20px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] * Stærsta tap: 1:13 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Breiðablik|Ungmennafélagið Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:HK-K.png|20px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs|HK]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] B-deild 1998 * Stærstu töp: 1:10 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 0:9 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1963|B-deild 1963]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Ungmennafélagið Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Ungmennafélaginu Víkverja, C-deild 1988 * Stærsta tap: 1:7 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1984 ==B-deild== === [[Mynd:HK-K.png|30px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2001 * Stærsta tap: 0:13 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Mynd:Fylkir.png|30px]] [[Íþróttafélagið Fylkir]] === * Stærstu sigrar: 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1974 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1975 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] === [[Mynd:Grótta.png|30px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Grótta]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Léttir knattspyrnufélag|Létti]], D-deild 1991 * Stærsta tap: 1:18 gegn [[Mynd::ÍR.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]], D-deild 1983 === [[Mynd:Vestri.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Vestri]] === * Stærsti sigur: 14:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2007 * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2011|B-deild 2012]] 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2014|B-deild 2014]] === [[Mynd:Knattspyrnufélag Vesturbæjar.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Vesturbæjar]] === * Stærstu sigrar: 8:1 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Ungmennafélagið Skallagrímur|Skallagrími]], D-deild 2019 7:0 gegn [[K.F.R.|Knattspyrnufélagi Rangæinga]], D-deild 2008 7:0 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 9:2 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 * Stærsta tap: 0:7 gegn [[Knattspyrnufélagið Berserkir|Berserkjum]], D-deild 2008 === [[Kórdrengir]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd::UMF Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]/[[Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga|UDN]], E-deild 2017 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[Mynd::Umfá_álftanes.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Álftaness|Álftanesi]], E-deild 2017 === [[Mynd:Fjölnir.png|30px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Hamar_hveragerdi.JPG|20px]] [[Íþróttafélagið Hamar|Hamri]], D-deild 1993 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[UMFS Dalvík|Dalvík]], C-deild 1998 === [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur]] === * Stærsti sigur: 13:2 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1987 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[Mynd:Njarðvík.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur|Njarðvík]], C-deild 1971 === [[Mynd:UMFS.png|30px]] [[Ungmennafélag Selfoss]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:ÞórÞ.png|20px]] [[Ungmennafélagið Þór Þorlákshöfn|Þór Þorlákshöfn]], C-deild 1978 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] === [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding]] === * Stærsti sigur: 12:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], C-deild 1987 === [[Mynd:Þór.png|30px]] [[Íþróttafélagið Þór Akureyri|Þór Akureyri]] === * Stærstu sigrar: 8:0 gegn [[Mynd:Fjarðarbyggð.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar|Fjarðabyggð]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2010|B-deild 2010]] 8:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Valur/Austri|KVA]], C-deild 2000 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Ungmennafélagið Þróttur|Þróttur Vogum]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2012 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]], D-deild 2000 0:8 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2000 ==C-deild== === [[Mynd:ÍR.png|30px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 16:1 gegn [[Mynd:Grótta.png|20px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Gróttu]], D-deild 1983 * Stærstu töp: 1:8 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1976 0:7 gegn [[Mynd:Ka-logo.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar|KA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1993|B-deild 1993]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2000|B-deild 2000]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar]] === * Stærstu sigrar: 14:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 14:0 gegn [[Skotfélag Reykjavíkur|Skotfélagi Reykjavíkur]], D-deild 1986 * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] === [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1962|B-deild 1962]] * Stærsta tap: 2:12 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta_deild_karla_í_knattspyrnu_1954|A-deild 1954]] === [[Mynd:Magni.png|30px]] [[Íþróttafélagið Magni|Magni Grenivík]] === * Stærsti sigur: 21:0 gegn [[Ungmennafélagið Austri Raufarhöfn|Austri Raufarhöfn]], D-deild 1990 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[UMF Reynir Árskógsströnd|Reynir Árskógsströnd]], C-deild 1974 === [[Mynd:Njarðvík.jpg|30px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Vidismerki.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víðir|Víði]], C-deild 1972 0:8 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þrótti Reykjavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] === [[Mynd:Víkingur_Ólafsvík.png|30px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingur Ólafsvík]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd:SR_Skautafélag_Reykjavíkur.svg|20px]] [[Skautafélag Reykjavíkur|Skautafélagi Reykjavíkur]], D-deild 1996 * Stærstu töp: 0:11 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1975|B-deild 1975]] 0:11 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], D-deild 1998 [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] cdql6wbagk63hokcxqr5mi05qjvhkoy 1765467 1765466 2022-08-20T12:28:43Z 89.160.233.104 /* C-deild */ wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra karlaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra karlaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:ÍA-Akranes.png|30px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|Íþróttabandalag Akraness]] === * Stærstu sigrar: 10:1 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 10:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[Getraunadeild karla í knattspyrnu 1993|A-deild 1993]] 9:0 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] 9:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2017|A-deild 2017]] === [[Mynd:Ibv-logo.png|30px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] * Stærstu töp: 1:7 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] 1:7 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] 0:6 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Leiknir.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Leiknir]] === * Stærsti sigur: 15:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1974 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1975 === [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|30px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]] === * Stærstu sigrar: 10:2 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1965|B-deild 1965]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1974|B-deild 1974]] 8:0 gegn [[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|20px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|A-deild 2008]] 8:0 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|30px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] === * Stærsti sigur: 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] === [[Mynd:Ka-logo.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölni]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] 0:6 gegn [[Mynd:VíkÓl.png|20px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingi Ólafsvík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 9:1 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] * Stærstu töp: 0:7 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1922|A-deild 1922]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2003|A-deild 2003]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Fram]] === * Stærsti sigur: 12:2 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1954|A-deild 1954]] * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1930|A-deild 1930]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærsti sigur: 13:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1919|A-deild 1919]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]] === * Stærsti sigur: 16:0 gegn [[Mynd:Völsungur.gif|20px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] * Stærsta tap: 1:13 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Breiðablik|Ungmennafélagið Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:HK-K.png|20px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs|HK]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] B-deild 1998 * Stærstu töp: 1:10 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 0:9 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1963|B-deild 1963]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Ungmennafélagið Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Ungmennafélaginu Víkverja, C-deild 1988 * Stærsta tap: 1:7 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1984 ==B-deild== === [[Mynd:HK-K.png|30px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2001 * Stærsta tap: 0:13 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Mynd:Fylkir.png|30px]] [[Íþróttafélagið Fylkir]] === * Stærstu sigrar: 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1974 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1975 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] === [[Mynd:Grótta.png|30px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Grótta]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Léttir knattspyrnufélag|Létti]], D-deild 1991 * Stærsta tap: 1:18 gegn [[Mynd::ÍR.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]], D-deild 1983 === [[Mynd:Vestri.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Vestri]] === * Stærsti sigur: 14:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2007 * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2011|B-deild 2012]] 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2014|B-deild 2014]] === [[Mynd:Knattspyrnufélag Vesturbæjar.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Vesturbæjar]] === * Stærstu sigrar: 8:1 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Ungmennafélagið Skallagrímur|Skallagrími]], D-deild 2019 7:0 gegn [[K.F.R.|Knattspyrnufélagi Rangæinga]], D-deild 2008 7:0 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 9:2 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 * Stærsta tap: 0:7 gegn [[Knattspyrnufélagið Berserkir|Berserkjum]], D-deild 2008 === [[Kórdrengir]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd::UMF Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]/[[Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga|UDN]], E-deild 2017 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[Mynd::Umfá_álftanes.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Álftaness|Álftanesi]], E-deild 2017 === [[Mynd:Fjölnir.png|30px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Hamar_hveragerdi.JPG|20px]] [[Íþróttafélagið Hamar|Hamri]], D-deild 1993 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[UMFS Dalvík|Dalvík]], C-deild 1998 === [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur]] === * Stærsti sigur: 13:2 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1987 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[Mynd:Njarðvík.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur|Njarðvík]], C-deild 1971 === [[Mynd:UMFS.png|30px]] [[Ungmennafélag Selfoss]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:ÞórÞ.png|20px]] [[Ungmennafélagið Þór Þorlákshöfn|Þór Þorlákshöfn]], C-deild 1978 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] === [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding]] === * Stærsti sigur: 12:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], C-deild 1987 === [[Mynd:Þór.png|30px]] [[Íþróttafélagið Þór Akureyri|Þór Akureyri]] === * Stærstu sigrar: 8:0 gegn [[Mynd:Fjarðarbyggð.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar|Fjarðabyggð]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2010|B-deild 2010]] 8:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Valur/Austri|KVA]], C-deild 2000 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Ungmennafélagið Þróttur|Þróttur Vogum]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2012 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]], D-deild 2000 0:8 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2000 ==C-deild== === [[Mynd:ÍR.png|30px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 16:1 gegn [[Mynd:Grótta.png|20px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Gróttu]], D-deild 1983 * Stærstu töp: 1:8 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1976 0:7 gegn [[Mynd:Ka-logo.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar|KA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1993|B-deild 1993]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2000|B-deild 2000]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar]] === * Stærstu sigrar: 14:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 14:0 gegn [[Skotfélag Reykjavíkur|Skotfélagi Reykjavíkur]], D-deild 1986 * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] === [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1962|B-deild 1962]] * Stærsta tap: 2:12 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta_deild_karla_í_knattspyrnu_1954|A-deild 1954]] === [[Mynd:Magni.png|30px]] [[Íþróttafélagið Magni|Magni Grenivík]] === * Stærsti sigur: 21:0 gegn [[Ungmennafélagið Austri Raufarhöfn|Austri Raufarhöfn]], D-deild 1990 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[UMF Reynir Árskógsströnd|Reynir Árskógsströnd]], C-deild 1974 === [[Mynd:Njarðvík.jpg|30px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Vidismerki.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víðir|Víði]], C-deild 1972 0:8 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þrótti Reykjavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] === [[Mynd:Víkingur_Ólafsvík.png|30px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingur Ólafsvík]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd:SR_Skautafélag_Reykjavíkur.svg|20px]] [[Skautafélag Reykjavíkur|Skautafélagi Reykjavíkur]], D-deild 1996 * Stærstu töp: 0:11 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1975|B-deild 1975]] 0:11 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], D-deild 1998 === [[Mynd:Völsungur.gif|30px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungur]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærsta tap: 0:16 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] mbwol8kdgr47clkbxnwfg6txg85e4x9 1765468 1765467 2022-08-20T12:39:53Z 89.160.233.104 /* 30px Grótta */ laga mynd wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra karlaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra karlaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:ÍA-Akranes.png|30px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|Íþróttabandalag Akraness]] === * Stærstu sigrar: 10:1 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 10:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[Getraunadeild karla í knattspyrnu 1993|A-deild 1993]] 9:0 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] 9:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2017|A-deild 2017]] === [[Mynd:Ibv-logo.png|30px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] * Stærstu töp: 1:7 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] 1:7 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] 0:6 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Leiknir.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Leiknir]] === * Stærsti sigur: 15:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1974 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1975 === [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|30px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]] === * Stærstu sigrar: 10:2 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1965|B-deild 1965]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1974|B-deild 1974]] 8:0 gegn [[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|20px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|A-deild 2008]] 8:0 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|30px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] === * Stærsti sigur: 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] === [[Mynd:Ka-logo.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölni]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] 0:6 gegn [[Mynd:VíkÓl.png|20px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingi Ólafsvík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 9:1 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] * Stærstu töp: 0:7 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1922|A-deild 1922]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2003|A-deild 2003]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Fram]] === * Stærsti sigur: 12:2 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1954|A-deild 1954]] * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1930|A-deild 1930]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærsti sigur: 13:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1919|A-deild 1919]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]] === * Stærsti sigur: 16:0 gegn [[Mynd:Völsungur.gif|20px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] * Stærsta tap: 1:13 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Breiðablik|Ungmennafélagið Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:HK-K.png|20px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs|HK]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] B-deild 1998 * Stærstu töp: 1:10 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 0:9 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1963|B-deild 1963]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Ungmennafélagið Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Ungmennafélaginu Víkverja, C-deild 1988 * Stærsta tap: 1:7 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1984 ==B-deild== === [[Mynd:HK-K.png|30px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2001 * Stærsta tap: 0:13 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Mynd:Fylkir.png|30px]] [[Íþróttafélagið Fylkir]] === * Stærstu sigrar: 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1974 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1975 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] === [[Mynd:Grótta.png|30px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Grótta]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Léttir knattspyrnufélag|Létti]], D-deild 1991 * Stærsta tap: 1:18 gegn [[Mynd:ÍR.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]], D-deild 1983 === [[Mynd:Vestri.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Vestri]] === * Stærsti sigur: 14:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2007 * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2011|B-deild 2012]] 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2014|B-deild 2014]] === [[Mynd:Knattspyrnufélag Vesturbæjar.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Vesturbæjar]] === * Stærstu sigrar: 8:1 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Ungmennafélagið Skallagrímur|Skallagrími]], D-deild 2019 7:0 gegn [[K.F.R.|Knattspyrnufélagi Rangæinga]], D-deild 2008 7:0 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 9:2 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 * Stærsta tap: 0:7 gegn [[Knattspyrnufélagið Berserkir|Berserkjum]], D-deild 2008 === [[Kórdrengir]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd::UMF Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]/[[Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga|UDN]], E-deild 2017 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[Mynd::Umfá_álftanes.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Álftaness|Álftanesi]], E-deild 2017 === [[Mynd:Fjölnir.png|30px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Hamar_hveragerdi.JPG|20px]] [[Íþróttafélagið Hamar|Hamri]], D-deild 1993 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[UMFS Dalvík|Dalvík]], C-deild 1998 === [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur]] === * Stærsti sigur: 13:2 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1987 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[Mynd:Njarðvík.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur|Njarðvík]], C-deild 1971 === [[Mynd:UMFS.png|30px]] [[Ungmennafélag Selfoss]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:ÞórÞ.png|20px]] [[Ungmennafélagið Þór Þorlákshöfn|Þór Þorlákshöfn]], C-deild 1978 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] === [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding]] === * Stærsti sigur: 12:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], C-deild 1987 === [[Mynd:Þór.png|30px]] [[Íþróttafélagið Þór Akureyri|Þór Akureyri]] === * Stærstu sigrar: 8:0 gegn [[Mynd:Fjarðarbyggð.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar|Fjarðabyggð]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2010|B-deild 2010]] 8:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Valur/Austri|KVA]], C-deild 2000 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Ungmennafélagið Þróttur|Þróttur Vogum]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2012 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]], D-deild 2000 0:8 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2000 ==C-deild== === [[Mynd:ÍR.png|30px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 16:1 gegn [[Mynd:Grótta.png|20px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Gróttu]], D-deild 1983 * Stærstu töp: 1:8 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1976 0:7 gegn [[Mynd:Ka-logo.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar|KA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1993|B-deild 1993]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2000|B-deild 2000]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar]] === * Stærstu sigrar: 14:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 14:0 gegn [[Skotfélag Reykjavíkur|Skotfélagi Reykjavíkur]], D-deild 1986 * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] === [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1962|B-deild 1962]] * Stærsta tap: 2:12 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta_deild_karla_í_knattspyrnu_1954|A-deild 1954]] === [[Mynd:Magni.png|30px]] [[Íþróttafélagið Magni|Magni Grenivík]] === * Stærsti sigur: 21:0 gegn [[Ungmennafélagið Austri Raufarhöfn|Austri Raufarhöfn]], D-deild 1990 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[UMF Reynir Árskógsströnd|Reynir Árskógsströnd]], C-deild 1974 === [[Mynd:Njarðvík.jpg|30px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Vidismerki.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víðir|Víði]], C-deild 1972 0:8 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þrótti Reykjavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] === [[Mynd:Víkingur_Ólafsvík.png|30px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingur Ólafsvík]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd:SR_Skautafélag_Reykjavíkur.svg|20px]] [[Skautafélag Reykjavíkur|Skautafélagi Reykjavíkur]], D-deild 1996 * Stærstu töp: 0:11 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1975|B-deild 1975]] 0:11 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], D-deild 1998 === [[Mynd:Völsungur.gif|30px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungur]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærsta tap: 0:16 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] dy4j9ne29euvblnjp6et4hc74imz3cd 1765469 1765468 2022-08-20T12:40:14Z 89.160.233.104 /* Kórdrengir */ laga myndir wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra karlaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra karlaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:ÍA-Akranes.png|30px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|Íþróttabandalag Akraness]] === * Stærstu sigrar: 10:1 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 10:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[Getraunadeild karla í knattspyrnu 1993|A-deild 1993]] 9:0 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] 9:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2017|A-deild 2017]] === [[Mynd:Ibv-logo.png|30px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] * Stærstu töp: 1:7 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] 1:7 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] 0:6 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Leiknir.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Leiknir]] === * Stærsti sigur: 15:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1974 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1975 === [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|30px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]] === * Stærstu sigrar: 10:2 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1965|B-deild 1965]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1974|B-deild 1974]] 8:0 gegn [[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|20px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|A-deild 2008]] 8:0 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|30px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] === * Stærsti sigur: 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] === [[Mynd:Ka-logo.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölni]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] 0:6 gegn [[Mynd:VíkÓl.png|20px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingi Ólafsvík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 9:1 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] * Stærstu töp: 0:7 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1922|A-deild 1922]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2003|A-deild 2003]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Fram]] === * Stærsti sigur: 12:2 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1954|A-deild 1954]] * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1930|A-deild 1930]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærsti sigur: 13:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1919|A-deild 1919]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]] === * Stærsti sigur: 16:0 gegn [[Mynd:Völsungur.gif|20px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] * Stærsta tap: 1:13 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Breiðablik|Ungmennafélagið Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:HK-K.png|20px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs|HK]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] B-deild 1998 * Stærstu töp: 1:10 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 0:9 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1963|B-deild 1963]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Ungmennafélagið Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Ungmennafélaginu Víkverja, C-deild 1988 * Stærsta tap: 1:7 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1984 ==B-deild== === [[Mynd:HK-K.png|30px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2001 * Stærsta tap: 0:13 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Mynd:Fylkir.png|30px]] [[Íþróttafélagið Fylkir]] === * Stærstu sigrar: 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1974 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1975 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] === [[Mynd:Grótta.png|30px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Grótta]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Léttir knattspyrnufélag|Létti]], D-deild 1991 * Stærsta tap: 1:18 gegn [[Mynd:ÍR.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]], D-deild 1983 === [[Mynd:Vestri.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Vestri]] === * Stærsti sigur: 14:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2007 * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2011|B-deild 2012]] 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2014|B-deild 2014]] === [[Mynd:Knattspyrnufélag Vesturbæjar.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Vesturbæjar]] === * Stærstu sigrar: 8:1 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Ungmennafélagið Skallagrímur|Skallagrími]], D-deild 2019 7:0 gegn [[K.F.R.|Knattspyrnufélagi Rangæinga]], D-deild 2008 7:0 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 9:2 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 * Stærsta tap: 0:7 gegn [[Knattspyrnufélagið Berserkir|Berserkjum]], D-deild 2008 === [[Kórdrengir]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd:UMF Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]/[[Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga|UDN]], E-deild 2017 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[Mynd:Umfá_álftanes.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Álftaness|Álftanesi]], E-deild 2017 === [[Mynd:Fjölnir.png|30px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Hamar_hveragerdi.JPG|20px]] [[Íþróttafélagið Hamar|Hamri]], D-deild 1993 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[UMFS Dalvík|Dalvík]], C-deild 1998 === [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur]] === * Stærsti sigur: 13:2 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1987 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[Mynd:Njarðvík.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur|Njarðvík]], C-deild 1971 === [[Mynd:UMFS.png|30px]] [[Ungmennafélag Selfoss]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:ÞórÞ.png|20px]] [[Ungmennafélagið Þór Þorlákshöfn|Þór Þorlákshöfn]], C-deild 1978 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] === [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding]] === * Stærsti sigur: 12:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], C-deild 1987 === [[Mynd:Þór.png|30px]] [[Íþróttafélagið Þór Akureyri|Þór Akureyri]] === * Stærstu sigrar: 8:0 gegn [[Mynd:Fjarðarbyggð.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar|Fjarðabyggð]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2010|B-deild 2010]] 8:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Valur/Austri|KVA]], C-deild 2000 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Ungmennafélagið Þróttur|Þróttur Vogum]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2012 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]], D-deild 2000 0:8 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2000 ==C-deild== === [[Mynd:ÍR.png|30px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 16:1 gegn [[Mynd:Grótta.png|20px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Gróttu]], D-deild 1983 * Stærstu töp: 1:8 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1976 0:7 gegn [[Mynd:Ka-logo.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar|KA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1993|B-deild 1993]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2000|B-deild 2000]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar]] === * Stærstu sigrar: 14:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 14:0 gegn [[Skotfélag Reykjavíkur|Skotfélagi Reykjavíkur]], D-deild 1986 * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] === [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1962|B-deild 1962]] * Stærsta tap: 2:12 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta_deild_karla_í_knattspyrnu_1954|A-deild 1954]] === [[Mynd:Magni.png|30px]] [[Íþróttafélagið Magni|Magni Grenivík]] === * Stærsti sigur: 21:0 gegn [[Ungmennafélagið Austri Raufarhöfn|Austri Raufarhöfn]], D-deild 1990 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[UMF Reynir Árskógsströnd|Reynir Árskógsströnd]], C-deild 1974 === [[Mynd:Njarðvík.jpg|30px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Vidismerki.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víðir|Víði]], C-deild 1972 0:8 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þrótti Reykjavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] === [[Mynd:Víkingur_Ólafsvík.png|30px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingur Ólafsvík]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd:SR_Skautafélag_Reykjavíkur.svg|20px]] [[Skautafélag Reykjavíkur|Skautafélagi Reykjavíkur]], D-deild 1996 * Stærstu töp: 0:11 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1975|B-deild 1975]] 0:11 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], D-deild 1998 === [[Mynd:Völsungur.gif|30px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungur]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærsta tap: 0:16 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] 073a8wi11eafpcl9p52pe8x7wfywwmp 1765470 1765469 2022-08-20T12:42:12Z 89.160.233.104 /* C-deild */ wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra karlaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra karlaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:ÍA-Akranes.png|30px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|Íþróttabandalag Akraness]] === * Stærstu sigrar: 10:1 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 10:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[Getraunadeild karla í knattspyrnu 1993|A-deild 1993]] 9:0 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] 9:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2017|A-deild 2017]] === [[Mynd:Ibv-logo.png|30px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] * Stærstu töp: 1:7 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] 1:7 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] 0:6 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Leiknir.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Leiknir]] === * Stærsti sigur: 15:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1974 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1975 === [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|30px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]] === * Stærstu sigrar: 10:2 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1965|B-deild 1965]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1974|B-deild 1974]] 8:0 gegn [[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|20px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|A-deild 2008]] 8:0 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|30px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] === * Stærsti sigur: 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] === [[Mynd:Ka-logo.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölni]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] 0:6 gegn [[Mynd:VíkÓl.png|20px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingi Ólafsvík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 9:1 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] * Stærstu töp: 0:7 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1922|A-deild 1922]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2003|A-deild 2003]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Fram]] === * Stærsti sigur: 12:2 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1954|A-deild 1954]] * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1930|A-deild 1930]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærsti sigur: 13:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1919|A-deild 1919]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]] === * Stærsti sigur: 16:0 gegn [[Mynd:Völsungur.gif|20px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] * Stærsta tap: 1:13 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Breiðablik|Ungmennafélagið Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:HK-K.png|20px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs|HK]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] B-deild 1998 * Stærstu töp: 1:10 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 0:9 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1963|B-deild 1963]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Ungmennafélagið Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Ungmennafélaginu Víkverja, C-deild 1988 * Stærsta tap: 1:7 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1984 ==B-deild== === [[Mynd:HK-K.png|30px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2001 * Stærsta tap: 0:13 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Mynd:Fylkir.png|30px]] [[Íþróttafélagið Fylkir]] === * Stærstu sigrar: 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1974 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1975 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] === [[Mynd:Grótta.png|30px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Grótta]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Léttir knattspyrnufélag|Létti]], D-deild 1991 * Stærsta tap: 1:18 gegn [[Mynd:ÍR.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]], D-deild 1983 === [[Mynd:Vestri.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Vestri]] === * Stærsti sigur: 14:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2007 * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2011|B-deild 2012]] 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2014|B-deild 2014]] === [[Mynd:Knattspyrnufélag Vesturbæjar.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Vesturbæjar]] === * Stærstu sigrar: 8:1 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Ungmennafélagið Skallagrímur|Skallagrími]], D-deild 2019 7:0 gegn [[K.F.R.|Knattspyrnufélagi Rangæinga]], D-deild 2008 7:0 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 9:2 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 * Stærsta tap: 0:7 gegn [[Knattspyrnufélagið Berserkir|Berserkjum]], D-deild 2008 === [[Kórdrengir]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd:UMF Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]/[[Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga|UDN]], E-deild 2017 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[Mynd:Umfá_álftanes.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Álftaness|Álftanesi]], E-deild 2017 === [[Mynd:Fjölnir.png|30px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Hamar_hveragerdi.JPG|20px]] [[Íþróttafélagið Hamar|Hamri]], D-deild 1993 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[UMFS Dalvík|Dalvík]], C-deild 1998 === [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur]] === * Stærsti sigur: 13:2 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1987 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[Mynd:Njarðvík.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur|Njarðvík]], C-deild 1971 === [[Mynd:UMFS.png|30px]] [[Ungmennafélag Selfoss]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:ÞórÞ.png|20px]] [[Ungmennafélagið Þór Þorlákshöfn|Þór Þorlákshöfn]], C-deild 1978 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] === [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding]] === * Stærsti sigur: 12:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], C-deild 1987 === [[Mynd:Þór.png|30px]] [[Íþróttafélagið Þór Akureyri|Þór Akureyri]] === * Stærstu sigrar: 8:0 gegn [[Mynd:Fjarðarbyggð.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar|Fjarðabyggð]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2010|B-deild 2010]] 8:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Valur/Austri|KVA]], C-deild 2000 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Ungmennafélagið Þróttur|Þróttur Vogum]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2012 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]], D-deild 2000 0:8 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2000 ==C-deild== === [[Mynd:ÍR.png|30px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 16:1 gegn [[Mynd:Grótta.png|20px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Gróttu]], D-deild 1983 * Stærstu töp: 1:8 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1976 0:7 gegn [[Mynd:Ka-logo.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar|KA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1993|B-deild 1993]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2000|B-deild 2000]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar]] === * Stærstu sigrar: 14:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 14:0 gegn [[Skotfélag Reykjavíkur|Skotfélagi Reykjavíkur]], D-deild 1986 * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] === [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1962|B-deild 1962]] * Stærsta tap: 2:12 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta_deild_karla_í_knattspyrnu_1954|A-deild 1954]] === [[Mynd:Magni.png|30px]] [[Íþróttafélagið Magni|Magni Grenivík]] === * Stærsti sigur: 19:0 gegn [[Ungmennafélagið Austri Raufarhöfn|Austri Raufarhöfn]], D-deild 1990 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[UMF Reynir Árskógsströnd|Reynir Árskógsströnd]], C-deild 1974 === [[Mynd:Reynir.png|30px]] [[Reynir Sandgerði]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Árvakur|Árvakri]], D-deild 1992 * Stærstu töp: 2:10 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 0:8 gegn [[Mynd:KSlogo.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Siglufjarðar|KS]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1965|B-deild 1965]] 0:8 gegn [[Mynd:ÍR.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1997|B-deild 1997]] 0:8 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölni]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1997|B-deild 2007]] === [[Mynd:Njarðvík.jpg|30px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Vidismerki.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víðir|Víði]], C-deild 1972 0:8 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þrótti Reykjavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] === [[Mynd:Víkingur_Ólafsvík.png|30px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingur Ólafsvík]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd:SR_Skautafélag_Reykjavíkur.svg|20px]] [[Skautafélag Reykjavíkur|Skautafélagi Reykjavíkur]], D-deild 1996 * Stærstu töp: 0:11 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1975|B-deild 1975]] 0:11 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], D-deild 1998 === [[Mynd:Völsungur.gif|30px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungur]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærsta tap: 0:16 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] rtrvm5hui2cdj7dzc6sitou5hdv5cgo 1765471 1765470 2022-08-20T12:50:22Z 89.160.233.104 /* C-deild */ wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra karlaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra karlaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:ÍA-Akranes.png|30px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|Íþróttabandalag Akraness]] === * Stærstu sigrar: 10:1 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 10:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[Getraunadeild karla í knattspyrnu 1993|A-deild 1993]] 9:0 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] 9:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2017|A-deild 2017]] === [[Mynd:Ibv-logo.png|30px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] * Stærstu töp: 1:7 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] 1:7 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] 0:6 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Leiknir.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Leiknir]] === * Stærsti sigur: 15:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1974 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1975 === [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|30px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]] === * Stærstu sigrar: 10:2 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1965|B-deild 1965]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1974|B-deild 1974]] 8:0 gegn [[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|20px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|A-deild 2008]] 8:0 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|30px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] === * Stærsti sigur: 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] === [[Mynd:Ka-logo.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölni]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] 0:6 gegn [[Mynd:VíkÓl.png|20px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingi Ólafsvík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 9:1 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] * Stærstu töp: 0:7 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1922|A-deild 1922]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2003|A-deild 2003]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Fram]] === * Stærsti sigur: 12:2 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1954|A-deild 1954]] * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1930|A-deild 1930]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærsti sigur: 13:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1919|A-deild 1919]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]] === * Stærsti sigur: 16:0 gegn [[Mynd:Völsungur.gif|20px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] * Stærsta tap: 1:13 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Breiðablik|Ungmennafélagið Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:HK-K.png|20px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs|HK]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] B-deild 1998 * Stærstu töp: 1:10 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 0:9 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1963|B-deild 1963]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Ungmennafélagið Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Ungmennafélaginu Víkverja, C-deild 1988 * Stærsta tap: 1:7 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1984 ==B-deild== === [[Mynd:HK-K.png|30px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2001 * Stærsta tap: 0:13 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Mynd:Fylkir.png|30px]] [[Íþróttafélagið Fylkir]] === * Stærstu sigrar: 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1974 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1975 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] === [[Mynd:Grótta.png|30px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Grótta]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Léttir knattspyrnufélag|Létti]], D-deild 1991 * Stærsta tap: 1:18 gegn [[Mynd:ÍR.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]], D-deild 1983 === [[Mynd:Vestri.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Vestri]] === * Stærsti sigur: 14:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2007 * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2011|B-deild 2012]] 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2014|B-deild 2014]] === [[Mynd:Knattspyrnufélag Vesturbæjar.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Vesturbæjar]] === * Stærstu sigrar: 8:1 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Ungmennafélagið Skallagrímur|Skallagrími]], D-deild 2019 7:0 gegn [[K.F.R.|Knattspyrnufélagi Rangæinga]], D-deild 2008 7:0 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 9:2 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 * Stærsta tap: 0:7 gegn [[Knattspyrnufélagið Berserkir|Berserkjum]], D-deild 2008 === [[Kórdrengir]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd:UMF Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]/[[Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga|UDN]], E-deild 2017 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[Mynd:Umfá_álftanes.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Álftaness|Álftanesi]], E-deild 2017 === [[Mynd:Fjölnir.png|30px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Hamar_hveragerdi.JPG|20px]] [[Íþróttafélagið Hamar|Hamri]], D-deild 1993 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[UMFS Dalvík|Dalvík]], C-deild 1998 === [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur]] === * Stærsti sigur: 13:2 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1987 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[Mynd:Njarðvík.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur|Njarðvík]], C-deild 1971 === [[Mynd:UMFS.png|30px]] [[Ungmennafélag Selfoss]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:ÞórÞ.png|20px]] [[Ungmennafélagið Þór Þorlákshöfn|Þór Þorlákshöfn]], C-deild 1978 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] === [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding]] === * Stærsti sigur: 12:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], C-deild 1987 === [[Mynd:Þór.png|30px]] [[Íþróttafélagið Þór Akureyri|Þór Akureyri]] === * Stærstu sigrar: 8:0 gegn [[Mynd:Fjarðarbyggð.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar|Fjarðabyggð]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2010|B-deild 2010]] 8:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Valur/Austri|KVA]], C-deild 2000 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Ungmennafélagið Þróttur|Þróttur Vogum]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2012 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]], D-deild 2000 0:8 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2000 ==C-deild== === [[Mynd:ÍR.png|30px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 16:1 gegn [[Mynd:Grótta.png|20px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Gróttu]], D-deild 1983 * Stærstu töp: 1:8 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1976 0:7 gegn [[Mynd:Ka-logo.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar|KA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1993|B-deild 1993]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2000|B-deild 2000]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar]] === * Stærstu sigrar: 14:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 14:0 gegn [[Skotfélag Reykjavíkur|Skotfélagi Reykjavíkur]], D-deild 1986 * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] === [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1962|B-deild 1962]] * Stærsta tap: 2:12 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta_deild_karla_í_knattspyrnu_1954|A-deild 1954]] === [[Mynd:Magni.png|30px]] [[Íþróttafélagið Magni|Magni Grenivík]] === * Stærsti sigur: 19:0 gegn [[Ungmennafélagið Austri Raufarhöfn|Austri Raufarhöfn]], D-deild 1990 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[UMF Reynir Árskógsströnd|Reynir Árskógsströnd]], C-deild 1974 === [[Mynd:Reynir.png|30px]] [[Reynir Sandgerði]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Árvakur|Árvakri]], D-deild 1992 * Stærstu töp: 2:10 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 0:8 gegn [[Mynd:KSlogo.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Siglufjarðar|KS]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1965|B-deild 1965]] 0:8 gegn [[Mynd:ÍR.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1997|B-deild 1997]] 0:8 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölni]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1997|B-deild 2007]] === [[Mynd:Njarðvík.jpg|30px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Vidismerki.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víðir|Víði]], C-deild 1972 0:8 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þrótti Reykjavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] === [[Mynd:Víkingur_Ólafsvík.png|30px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingur Ólafsvík]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd:SR_Skautafélag_Reykjavíkur.svg|20px]] [[Skautafélag Reykjavíkur|Skautafélagi Reykjavíkur]], D-deild 1996 * Stærstu töp: 0:11 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1975|B-deild 1975]] 0:11 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], D-deild 1998 === [[Mynd:Völsungur.gif|30px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungur]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærsta tap: 0:16 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|30px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn Kóngunum, E-deild 2019 * Stærstu töp: 1:10 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], D-deild 1988 0:9 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]], D-deild 2003 [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] sha81gt1euwxxjifzfv7h3natx5cmhc 1765472 1765471 2022-08-20T13:05:20Z 89.160.233.104 /* C-deild */ wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra karlaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra karlaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:ÍA-Akranes.png|30px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|Íþróttabandalag Akraness]] === * Stærstu sigrar: 10:1 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 10:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[Getraunadeild karla í knattspyrnu 1993|A-deild 1993]] 9:0 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] 9:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2017|A-deild 2017]] === [[Mynd:Ibv-logo.png|30px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] * Stærstu töp: 1:7 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] 1:7 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] 0:6 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Leiknir.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Leiknir]] === * Stærsti sigur: 15:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1974 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1975 === [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|30px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]] === * Stærstu sigrar: 10:2 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1965|B-deild 1965]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1974|B-deild 1974]] 8:0 gegn [[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|20px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|A-deild 2008]] 8:0 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|30px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] === * Stærsti sigur: 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] === [[Mynd:Ka-logo.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölni]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] 0:6 gegn [[Mynd:VíkÓl.png|20px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingi Ólafsvík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 9:1 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] * Stærstu töp: 0:7 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1922|A-deild 1922]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2003|A-deild 2003]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Fram]] === * Stærsti sigur: 12:2 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1954|A-deild 1954]] * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1930|A-deild 1930]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærsti sigur: 13:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1919|A-deild 1919]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]] === * Stærsti sigur: 16:0 gegn [[Mynd:Völsungur.gif|20px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] * Stærsta tap: 1:13 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Breiðablik|Ungmennafélagið Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:HK-K.png|20px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs|HK]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] B-deild 1998 * Stærstu töp: 1:10 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 0:9 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1963|B-deild 1963]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Ungmennafélagið Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Ungmennafélaginu Víkverja, C-deild 1988 * Stærsta tap: 1:7 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1984 ==B-deild== === [[Mynd:HK-K.png|30px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2001 * Stærsta tap: 0:13 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Mynd:Fylkir.png|30px]] [[Íþróttafélagið Fylkir]] === * Stærstu sigrar: 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1974 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1975 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] === [[Mynd:Grótta.png|30px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Grótta]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Léttir knattspyrnufélag|Létti]], D-deild 1991 * Stærsta tap: 1:18 gegn [[Mynd:ÍR.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]], D-deild 1983 === [[Mynd:Vestri.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Vestri]] === * Stærsti sigur: 14:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2007 * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2011|B-deild 2012]] 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2014|B-deild 2014]] === [[Mynd:Knattspyrnufélag Vesturbæjar.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Vesturbæjar]] === * Stærstu sigrar: 8:1 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Ungmennafélagið Skallagrímur|Skallagrími]], D-deild 2019 7:0 gegn [[K.F.R.|Knattspyrnufélagi Rangæinga]], D-deild 2008 7:0 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 9:2 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 * Stærsta tap: 0:7 gegn [[Knattspyrnufélagið Berserkir|Berserkjum]], D-deild 2008 === [[Kórdrengir]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd:UMF Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]/[[Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga|UDN]], E-deild 2017 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[Mynd:Umfá_álftanes.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Álftaness|Álftanesi]], E-deild 2017 === [[Mynd:Fjölnir.png|30px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Hamar_hveragerdi.JPG|20px]] [[Íþróttafélagið Hamar|Hamri]], D-deild 1993 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[UMFS Dalvík|Dalvík]], C-deild 1998 === [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur]] === * Stærsti sigur: 13:2 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1987 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[Mynd:Njarðvík.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur|Njarðvík]], C-deild 1971 === [[Mynd:UMFS.png|30px]] [[Ungmennafélag Selfoss]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:ÞórÞ.png|20px]] [[Ungmennafélagið Þór Þorlákshöfn|Þór Þorlákshöfn]], C-deild 1978 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] === [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding]] === * Stærsti sigur: 12:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], C-deild 1987 === [[Mynd:Þór.png|30px]] [[Íþróttafélagið Þór Akureyri|Þór Akureyri]] === * Stærstu sigrar: 8:0 gegn [[Mynd:Fjarðarbyggð.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar|Fjarðabyggð]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2010|B-deild 2010]] 8:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Valur/Austri|KVA]], C-deild 2000 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Ungmennafélagið Þróttur|Þróttur Vogum]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2012 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]], D-deild 2000 0:8 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2000 ==C-deild== === [[Mynd:ÍR.png|30px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 16:1 gegn [[Mynd:Grótta.png|20px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Gróttu]], D-deild 1983 * Stærstu töp: 1:8 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1976 0:7 gegn [[Mynd:Ka-logo.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar|KA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1993|B-deild 1993]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2000|B-deild 2000]] === [[Mynd:Knattspyrnufélag_Fjallabyggðar.jpg|30px]] [[Knattspyrnufélag Fjallabyggðar]] === * Stærstu sigrar: 8:1 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], D-deild 2019 7:0 gegn [[Dalvík/Reynir|Dalvík/Reyni]], C-deild 2015 * Stærsta tap: 0:7 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|20px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar]] === * Stærstu sigrar: 14:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 14:0 gegn [[Skotfélag Reykjavíkur|Skotfélagi Reykjavíkur]], D-deild 1986 * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] === [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1962|B-deild 1962]] * Stærsta tap: 2:12 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta_deild_karla_í_knattspyrnu_1954|A-deild 1954]] === [[Mynd:Magni.png|30px]] [[Íþróttafélagið Magni|Magni Grenivík]] === * Stærsti sigur: 19:0 gegn [[Ungmennafélagið Austri Raufarhöfn|Austri Raufarhöfn]], D-deild 1990 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[UMF Reynir Árskógsströnd|Reynir Árskógsströnd]], C-deild 1974 === [[Mynd:Reynir.png|30px]] [[Reynir Sandgerði]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Árvakur|Árvakri]], D-deild 1992 * Stærstu töp: 2:10 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 0:8 gegn [[Mynd:KSlogo.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Siglufjarðar|KS]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1965|B-deild 1965]] 0:8 gegn [[Mynd:ÍR.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1997|B-deild 1997]] 0:8 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölni]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1997|B-deild 2007]] === [[Mynd:Njarðvík.jpg|30px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Vidismerki.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víðir|Víði]], C-deild 1972 0:8 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þrótti Reykjavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] === [[Mynd:Víkingur_Ólafsvík.png|30px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingur Ólafsvík]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd:SR_Skautafélag_Reykjavíkur.svg|20px]] [[Skautafélag Reykjavíkur|Skautafélagi Reykjavíkur]], D-deild 1996 * Stærstu töp: 0:11 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1975|B-deild 1975]] 0:11 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], D-deild 1998 === [[Mynd:Völsungur.gif|30px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungur]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærsta tap: 0:16 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|30px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn Kóngunum, E-deild 2019 * Stærstu töp: 1:10 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], D-deild 1988 0:9 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]], D-deild 2003 [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] 0z4r7o2b2k1lty8zxpk8fzywed2c5xe 1765477 1765472 2022-08-20T13:23:14Z 89.160.233.104 /* C-deild */ wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra karlaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra karlaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:ÍA-Akranes.png|30px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|Íþróttabandalag Akraness]] === * Stærstu sigrar: 10:1 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 10:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[Getraunadeild karla í knattspyrnu 1993|A-deild 1993]] 9:0 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] 9:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2017|A-deild 2017]] === [[Mynd:Ibv-logo.png|30px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] * Stærstu töp: 1:7 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] 1:7 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] 0:6 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Leiknir.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Leiknir]] === * Stærsti sigur: 15:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1974 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1975 === [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|30px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]] === * Stærstu sigrar: 10:2 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1965|B-deild 1965]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1974|B-deild 1974]] 8:0 gegn [[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|20px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|A-deild 2008]] 8:0 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|30px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] === * Stærsti sigur: 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] === [[Mynd:Ka-logo.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölni]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] 0:6 gegn [[Mynd:VíkÓl.png|20px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingi Ólafsvík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 9:1 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] * Stærstu töp: 0:7 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1922|A-deild 1922]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2003|A-deild 2003]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Fram]] === * Stærsti sigur: 12:2 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1954|A-deild 1954]] * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1930|A-deild 1930]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærsti sigur: 13:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1919|A-deild 1919]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]] === * Stærsti sigur: 16:0 gegn [[Mynd:Völsungur.gif|20px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] * Stærsta tap: 1:13 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Breiðablik|Ungmennafélagið Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:HK-K.png|20px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs|HK]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] B-deild 1998 * Stærstu töp: 1:10 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 0:9 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1963|B-deild 1963]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Ungmennafélagið Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Ungmennafélaginu Víkverja, C-deild 1988 * Stærsta tap: 1:7 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1984 ==B-deild== === [[Mynd:HK-K.png|30px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2001 * Stærsta tap: 0:13 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Mynd:Fylkir.png|30px]] [[Íþróttafélagið Fylkir]] === * Stærstu sigrar: 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1974 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1975 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] === [[Mynd:Grótta.png|30px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Grótta]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Léttir knattspyrnufélag|Létti]], D-deild 1991 * Stærsta tap: 1:18 gegn [[Mynd:ÍR.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]], D-deild 1983 === [[Mynd:Vestri.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Vestri]] === * Stærsti sigur: 14:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2007 * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2011|B-deild 2012]] 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2014|B-deild 2014]] === [[Mynd:Knattspyrnufélag Vesturbæjar.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Vesturbæjar]] === * Stærstu sigrar: 8:1 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Ungmennafélagið Skallagrímur|Skallagrími]], D-deild 2019 7:0 gegn [[K.F.R.|Knattspyrnufélagi Rangæinga]], D-deild 2008 7:0 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 9:2 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 * Stærsta tap: 0:7 gegn [[Knattspyrnufélagið Berserkir|Berserkjum]], D-deild 2008 === [[Kórdrengir]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd:UMF Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]/[[Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga|UDN]], E-deild 2017 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[Mynd:Umfá_álftanes.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Álftaness|Álftanesi]], E-deild 2017 === [[Mynd:Fjölnir.png|30px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Hamar_hveragerdi.JPG|20px]] [[Íþróttafélagið Hamar|Hamri]], D-deild 1993 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[UMFS Dalvík|Dalvík]], C-deild 1998 === [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur]] === * Stærsti sigur: 13:2 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1987 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[Mynd:Njarðvík.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur|Njarðvík]], C-deild 1971 === [[Mynd:UMFS.png|30px]] [[Ungmennafélag Selfoss]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:ÞórÞ.png|20px]] [[Ungmennafélagið Þór Þorlákshöfn|Þór Þorlákshöfn]], C-deild 1978 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] === [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding]] === * Stærsti sigur: 12:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], C-deild 1987 === [[Mynd:Þór.png|30px]] [[Íþróttafélagið Þór Akureyri|Þór Akureyri]] === * Stærstu sigrar: 8:0 gegn [[Mynd:Fjarðarbyggð.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar|Fjarðabyggð]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2010|B-deild 2010]] 8:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Valur/Austri|KVA]], C-deild 2000 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Ungmennafélagið Þróttur|Þróttur Vogum]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2012 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]], D-deild 2000 0:8 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2000 ==C-deild== === [[Mynd:Höttur.svg|30px]][[Mynd:Íþróttafélagið Huginn.gif|30px]] [[Höttur]]/[[Íþróttafélagið Huginn|Huginn]] === * Stærstu sigrar: 5:0 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]], C-deild 2022 5:0 gegn [[Knattspyrnufélag Austfjarða|KFA]], C-deild 2022 5:0 gegn [[Ungmennafélagið Neisti (Djúpavogi)|Neista Djúpavogi]], D-deild 2002 * Stærstu töp: 1:6 gegn [[Mynd:ÞrótturN.png|20px]] [[Íþróttafélagið Þróttur Neskaupstað|Þrótti Nes.]], D-deild 2000 1:6 gegn [[Mynd:Leiknirf.jpg|20px]] [[Ungmennafélagið Leiknir|Leikni Fásk.]], D-deild 2002 === [[Mynd:ÍR.png|30px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 16:1 gegn [[Mynd:Grótta.png|20px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Gróttu]], D-deild 1983 * Stærstu töp: 1:8 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1976 0:7 gegn [[Mynd:Ka-logo.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar|KA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1993|B-deild 1993]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2000|B-deild 2000]] === [[Mynd:Knattspyrnufélag_Fjallabyggðar.jpg|30px]] [[Knattspyrnufélag Fjallabyggðar]] === * Stærstu sigrar: 8:1 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], D-deild 2019 7:0 gegn [[Dalvík/Reynir|Dalvík/Reyni]], C-deild 2015 * Stærsta tap: 0:7 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|20px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar]] === * Stærstu sigrar: 14:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 14:0 gegn [[Skotfélag Reykjavíkur|Skotfélagi Reykjavíkur]], D-deild 1986 * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] === [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1962|B-deild 1962]] * Stærsta tap: 2:12 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta_deild_karla_í_knattspyrnu_1954|A-deild 1954]] === [[Mynd:Magni.png|30px]] [[Íþróttafélagið Magni|Magni Grenivík]] === * Stærsti sigur: 19:0 gegn [[Ungmennafélagið Austri Raufarhöfn|Austri Raufarhöfn]], D-deild 1990 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[UMF Reynir Árskógsströnd|Reynir Árskógsströnd]], C-deild 1974 === [[Mynd:Reynir.png|30px]] [[Reynir Sandgerði]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Árvakur|Árvakri]], D-deild 1992 * Stærstu töp: 2:10 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 0:8 gegn [[Mynd:KSlogo.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Siglufjarðar|KS]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1965|B-deild 1965]] 0:8 gegn [[Mynd:ÍR.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1997|B-deild 1997]] 0:8 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölni]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1997|B-deild 2007]] === [[Mynd:Njarðvík.jpg|30px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Vidismerki.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víðir|Víði]], C-deild 1972 0:8 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þrótti Reykjavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] === [[Mynd:Víkingur_Ólafsvík.png|30px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingur Ólafsvík]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd:SR_Skautafélag_Reykjavíkur.svg|20px]] [[Skautafélag Reykjavíkur|Skautafélagi Reykjavíkur]], D-deild 1996 * Stærstu töp: 0:11 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1975|B-deild 1975]] 0:11 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], D-deild 1998 === [[Mynd:Völsungur.gif|30px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungur]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærsta tap: 0:16 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|30px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn Kóngunum, E-deild 2019 * Stærstu töp: 1:10 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], D-deild 1988 0:9 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]], D-deild 2003 [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] 7jfizdw7rkyy4fkn423c238x39i6mah 1765484 1765477 2022-08-20T13:41:36Z 89.160.233.104 /* C-deild */ wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra karlaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra karlaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:ÍA-Akranes.png|30px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|Íþróttabandalag Akraness]] === * Stærstu sigrar: 10:1 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 10:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[Getraunadeild karla í knattspyrnu 1993|A-deild 1993]] 9:0 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] 9:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2017|A-deild 2017]] === [[Mynd:Ibv-logo.png|30px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] * Stærstu töp: 1:7 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] 1:7 gegn [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] 0:6 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Leiknir.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Leiknir]] === * Stærsti sigur: 15:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1974 0:13 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1975 === [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|30px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]] === * Stærstu sigrar: 10:2 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1965|B-deild 1965]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1974|B-deild 1974]] 8:0 gegn [[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 8:0 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|20px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|A-deild 2008]] 8:0 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|A-deild 1991]] === [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|30px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] === * Stærsti sigur: 8:0 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1957|B-deild 1957]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1959|A-deild 1959]] === [[Mynd:Ka-logo.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölni]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] 0:6 gegn [[Mynd:VíkÓl.png|20px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingi Ólafsvík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2007|B-deild 2007]] === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 9:1 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] * Stærstu töp: 0:7 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1922|A-deild 1922]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2003|A-deild 2003]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Fram]] === * Stærsti sigur: 12:2 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1954|A-deild 1954]] * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1930|A-deild 1930]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærsti sigur: 13:1 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1919|A-deild 1919]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur]] === * Stærsti sigur: 16:0 gegn [[Mynd:Völsungur.gif|20px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungi]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] * Stærsta tap: 1:13 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1934|A-deild 1934]] === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Breiðablik|Ungmennafélagið Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Mynd:HK-K.png|20px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs|HK]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] B-deild 1998 * Stærstu töp: 1:10 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1973|A-deild 1973]] 0:9 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]][[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttur]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1963|B-deild 1963]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Ungmennafélagið Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Ungmennafélaginu Víkverja, C-deild 1988 * Stærsta tap: 1:7 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], C-deild 1984 ==B-deild== === [[Mynd:HK-K.png|30px]] [[Handknattleiksfélag Kópavogs]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2001 * Stærsta tap: 0:13 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Mynd:Fylkir.png|30px]] [[Íþróttafélagið Fylkir]] === * Stærstu sigrar: 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1974 13:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], C-deild 1975 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|A-deild 2012]] === [[Mynd:Grótta.png|30px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Grótta]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Léttir knattspyrnufélag|Létti]], D-deild 1991 * Stærsta tap: 1:18 gegn [[Mynd:ÍR.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]], D-deild 1983 === [[Mynd:Vestri.svg|30px]] [[Íþróttafélagið Vestri]] === * Stærsti sigur: 14:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2007 * Stærstu töp: 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2011|B-deild 2012]] 0:6 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2014|B-deild 2014]] === [[Mynd:Knattspyrnufélag Vesturbæjar.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Vesturbæjar]] === * Stærstu sigrar: 8:1 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Ungmennafélagið Skallagrímur|Skallagrími]], D-deild 2019 7:0 gegn [[K.F.R.|Knattspyrnufélagi Rangæinga]], D-deild 2008 7:0 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 9:2 gegn [[Keilufélagið Keila|KFK]], D-deild 2009 * Stærsta tap: 0:7 gegn [[Knattspyrnufélagið Berserkir|Berserkjum]], D-deild 2008 === [[Kórdrengir]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd:UMF Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfell]]/[[Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga|UDN]], E-deild 2017 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[Mynd:Umfá_álftanes.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Álftaness|Álftanesi]], E-deild 2017 === [[Mynd:Fjölnir.png|30px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Hamar_hveragerdi.JPG|20px]] [[Íþróttafélagið Hamar|Hamri]], D-deild 1993 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[UMFS Dalvík|Dalvík]], C-deild 1998 === [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur]] === * Stærsti sigur: 13:2 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1987 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[Mynd:Njarðvík.jpg|20px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur|Njarðvík]], C-deild 1971 === [[Mynd:UMFS.png|30px]] [[Ungmennafélag Selfoss]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:ÞórÞ.png|20px]] [[Ungmennafélagið Þór Þorlákshöfn|Þór Þorlákshöfn]], C-deild 1978 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1976|B-deild 1976]] === [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding]] === * Stærsti sigur: 12:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 * Stærsta tap: 0:11 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|30px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], C-deild 1987 === [[Mynd:Þór.png|30px]] [[Íþróttafélagið Þór Akureyri|Þór Akureyri]] === * Stærstu sigrar: 8:0 gegn [[Mynd:Fjarðarbyggð.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar|Fjarðabyggð]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2010|B-deild 2010]] 8:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Valur/Austri|KVA]], C-deild 2000 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1998|B-deild 1998]] === [[Ungmennafélagið Þróttur|Þróttur Vogum]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:UMF_Snæfell.png|20px]] [[Ungmennafélagið Snæfell|Snæfelli]], D-deild 2012 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir]], D-deild 2000 0:8 gegn Boltafélaginu Bruna, D-deild 2000 ==C-deild== === [[Mynd:Höttur.svg|30px]][[Mynd:Íþróttafélagið Huginn.gif|30px]] [[Höttur]]/[[Íþróttafélagið Huginn|Huginn]] === * Stærstu sigrar: 5:0 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]], C-deild 2022 5:0 gegn [[Knattspyrnufélag Austfjarða|KFA]], C-deild 2022 5:0 gegn [[Ungmennafélagið Neisti (Djúpavogi)|Neista Djúpavogi]], D-deild 2002 * Stærstu töp: 1:6 gegn [[Mynd:ÞrótturN.png|20px]] [[Íþróttafélagið Þróttur Neskaupstað|Þrótti Nes.]], D-deild 2000 1:6 gegn [[Mynd:Leiknirf.jpg|20px]] [[Ungmennafélagið Leiknir|Leikni Fásk.]], D-deild 2002 === [[Mynd:ÍR.png|30px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur]] === * Stærsti sigur: 16:1 gegn [[Mynd:Grótta.png|20px]] [[Íþróttafélagið Grótta|Gróttu]], D-deild 1983 * Stærstu töp: 1:8 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], C-deild 1976 0:7 gegn [[Mynd:Ka-logo.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Akureyrar|KA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1993|B-deild 1993]] 0:7 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2000|B-deild 2000]] === [[Knattspyrnufélag Austfjarða]] === * Stærsti sigur: 4:0 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]], C-deild 2022 * Stærsta tap: 0:5 [[Mynd:Höttur.svg|20px]][[Mynd:Íþróttafélagið Huginn.gif|20px]] [[Höttur]]/[[Íþróttafélagið Huginn|Huginn]], C-deild 2022 === [[Mynd:Knattspyrnufélag_Fjallabyggðar.jpg|30px]] [[Knattspyrnufélag Fjallabyggðar]] === * Stærstu sigrar: 8:1 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], D-deild 2019 7:0 gegn [[Dalvík/Reynir|Dalvík/Reyni]], C-deild 2015 * Stærsta tap: 0:7 gegn [[Mynd:UMFG,_Grindavík.png|20px]] [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar]] === * Stærstu sigrar: 14:0 gegn [[Ungmennafélagið Hrafna-Flóki|Hrafna-Flóka]], D-deild 1983 14:0 gegn [[Skotfélag Reykjavíkur|Skotfélagi Reykjavíkur]], D-deild 1986 * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] === [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] === * Stærsti sigur: 10:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1962|B-deild 1962]] * Stærsta tap: 2:12 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]], [[Efsta_deild_karla_í_knattspyrnu_1954|A-deild 1954]] === [[Mynd:Magni.png|30px]] [[Íþróttafélagið Magni|Magni Grenivík]] === * Stærsti sigur: 19:0 gegn [[Ungmennafélagið Austri Raufarhöfn|Austri Raufarhöfn]], D-deild 1990 * Stærsta tap: 1:9 gegn [[UMF Reynir Árskógsströnd|Reynir Árskógsströnd]], C-deild 1974 === [[Mynd:Reynir.png|30px]] [[Reynir Sandgerði]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn [[Knattspyrnufélagið Árvakur|Árvakri]], D-deild 1992 * Stærstu töp: 2:10 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|B-deild 1979]] 0:8 gegn [[Mynd:KSlogo.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Siglufjarðar|KS]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1965|B-deild 1965]] 0:8 gegn [[Mynd:ÍR.png|20px]] [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1997|B-deild 1997]] 0:8 gegn [[Mynd:Fjölnir.png|20px]] [[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölni]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1997|B-deild 2007]] === [[Mynd:Njarðvík.jpg|30px]] [[Ungmennafélag Njarðvíkur]] === * Stærsti sigur: 13:0 gegn Knattspyrnufélaginu Hvatberum, D-deild 1993 * Stærstu töp: 0:8 gegn [[Mynd:Vidismerki.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víðir|Víði]], C-deild 1972 0:8 gegn [[Mynd:Þróttur_R..png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þrótti Reykjavík]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] === [[Mynd:Víkingur_Ólafsvík.png|30px]] [[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingur Ólafsvík]] === * Stærsti sigur: 15:1 gegn [[Mynd:SR_Skautafélag_Reykjavíkur.svg|20px]] [[Skautafélag Reykjavíkur|Skautafélagi Reykjavíkur]], D-deild 1996 * Stærstu töp: 0:11 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik|Breiðabliki]] [[2. deild karla í knattspyrnu 1975|B-deild 1975]] 0:11 gegn [[Mynd:UMFA.png|20px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]], D-deild 1998 === [[Mynd:Völsungur.gif|30px]] [[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungur]] === * Stærsti sigur: 11:0 gegn [[Mynd:Skallagrimur.png|20px]] [[Skallagrímur|Skallagrími]], [[2. deild karla í knattspyrnu 1986|B-deild 1986]] * Stærsta tap: 0:16 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingum]], [[1. deild karla í knattspyrnu 2013|B-deild 2013]] === [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|30px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn Kóngunum, E-deild 2019 * Stærstu töp: 1:10 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], D-deild 1988 0:9 gegn [[Mynd:Reynir.png|20px]] [[Reynir Sandgerði|Reyni Sandgerði]], D-deild 2003 [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] h7syb437h35kufp8qzpuh5jtmak309u Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra kvennaliða í knattspyrnu 0 169081 1765485 2022-08-20T13:58:19Z 89.160.233.104 Ný síða: '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra kvennaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra kvennaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Breiðablik|Ungmennafélagið Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 18:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]] *... wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra kvennaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra kvennaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Breiðablik|Ungmennafélagið Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 18:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2004|A-deild 2004]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærstu sigrar: 15:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1981|A-deild 1981]] 15:0 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] plo96gp5qn7309zz5ns0x7tay9naicr 1765490 1765485 2022-08-20T15:41:27Z 89.160.233.104 /* A-deild */ wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra kvennaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra kvennaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 18:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2004|A-deild 2004]] === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærstu sigrar: 18:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1994|A-deild 1994]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærstu sigrar: 15:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1981|A-deild 1981]] 15:0 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] 4x6motze063zh42u2fk83iram8i9d09 1765491 1765490 2022-08-20T16:09:13Z 89.160.233.104 /* A-deild */ wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra kvennaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra kvennaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 18:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2004|A-deild 2004]] === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærstu sigrar: 18:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1994|A-deild 1994]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:19 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1978|A-deild 1978]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærstu sigrar: 15:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1981|A-deild 1981]] 15:0 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] j7njw79b1jrb6a03o7dseojnuqvynld 1765492 1765491 2022-08-20T16:16:11Z 89.160.233.104 /* A-deild */ wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra kvennaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra kvennaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 18:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2004|A-deild 2004]] === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærstu sigrar: 18:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1994|A-deild 1994]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] === [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] === * Stærstu sigrar: 16:0 gegn Draupni, B-deild 2010 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1972|A-deild 1972]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:19 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1978|A-deild 1978]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærstu sigrar: 15:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1981|A-deild 1981]] 15:0 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] bu9emn52w9ofpf6dxjokgkx52od54s1 1765493 1765492 2022-08-20T16:21:59Z 89.160.233.104 /* A-deild */ wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra kvennaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra kvennaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Afturelding]] === * Stærsti sigur: 21:0 gegn [[Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss|UMFH]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1984|B-deild 1984]] * Stærsta tap: 1:15 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1982|B-deild 1982]] === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 18:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2004|A-deild 2004]] === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærstu sigrar: 18:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1994|A-deild 1994]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] === [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] === * Stærstu sigrar: 16:0 gegn Draupni, B-deild 2010 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1972|A-deild 1972]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:19 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1978|A-deild 1978]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærstu sigrar: 15:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1981|A-deild 1981]] 15:0 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] f1xfxfxd4ofcwmt9bxxass2u9utvp9n 1765494 1765493 2022-08-20T16:27:31Z 89.160.233.104 /* A-deild */ wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra kvennaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra kvennaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Afturelding]] === * Stærsti sigur: 21:0 gegn [[Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss|UMFH]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1984|B-deild 1984]] * Stærsta tap: 1:15 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1982|B-deild 1982]] === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 18:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2004|A-deild 2004]] === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærstu sigrar: 18:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1994|A-deild 1994]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] === [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] === * Stærstu sigrar: 16:0 gegn Draupni, B-deild 2010 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1972|A-deild 1972]] === [[Mynd:UMFS.png|30px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfoss]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn [[Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss|UMFH]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1984|B-deild 1984]] * Stærsta tap: 0:18 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:19 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1978|A-deild 1978]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærstu sigrar: 15:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1981|A-deild 1981]] 15:0 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] d3n8dx9k0dgkgdng01y8w4xfoc7i755 1765495 1765494 2022-08-20T16:40:55Z 89.160.233.104 /* A-deild */ wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra kvennaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra kvennaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Afturelding]] === * Stærsti sigur: 21:0 gegn [[Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss|UMFH]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1984|B-deild 1984]] * Stærsta tap: 1:15 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1982|B-deild 1982]] === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 18:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2004|A-deild 2004]] === [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|30px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] === 22:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]], B-deild 2004 * Stærstu töp: 1:12 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1985|A-deild 1985]] 0:11 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Pepsideild kvenna í knattspyrnu 2009|A-deild 2009]] 0:11 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]], B-deild 2013 === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærstu sigrar: 18:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1994|A-deild 1994]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] === [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] === * Stærstu sigrar: 16:0 gegn Draupni, B-deild 2010 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1972|A-deild 1972]] === [[Mynd:UMFS.png|30px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfoss]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn [[Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss|UMFH]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1984|B-deild 1984]] * Stærsta tap: 0:18 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:19 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1978|A-deild 1978]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærstu sigrar: 15:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1981|A-deild 1981]] 15:0 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] p2xdlobtnbuad9rlz21tdqvjmsawwfh 1765496 1765495 2022-08-20T16:52:20Z 89.160.233.104 /* A-deild */ wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra kvennaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra kvennaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Afturelding]] === * Stærsti sigur: 21:0 gegn [[Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss|UMFH]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1984|B-deild 1984]] * Stærsta tap: 1:15 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1982|B-deild 1982]] === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 18:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2004|A-deild 2004]] === [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|30px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] === 22:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]], B-deild 2004 * Stærstu töp: 1:12 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1985|A-deild 1985]] 0:11 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Pepsideild kvenna í knattspyrnu 2009|A-deild 2009]] 0:11 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]], B-deild 2013 === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærstu sigrar: 18:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1994|A-deild 1994]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] === [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] === * Stærstu sigrar: 16:0 gegn Draupni, B-deild 2010 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1972|A-deild 1972]] === [[Mynd:UMFS.png|30px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfoss]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn [[Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss|UMFH]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1984|B-deild 1984]] * Stærsta tap: 0:18 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:19 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1978|A-deild 1978]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærstu sigrar: 15:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1981|A-deild 1981]] 15:0 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] === [[Mynd:Thorka-logo-rgb.jpg|30px]] [[Þór/KA]] === * Stærstu sigrar: 10:0 gegn [[Mynd:Leiftur.png|20px]] [[Leiftur Ólafsfirði|Leiftri]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1994|B-deild 1994]] 10:0 gegn Leiftri/Dalvík, B-deild 1999 10:0 gegn Leiftri/Dalvík, B-deild 1999 * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Landssímadeild kvenna í knattspyrnu 2000|A-deild 2000]] [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] kp3ihpd0qm1hb5iku6n10hlovtomn0t 1765497 1765496 2022-08-20T17:02:38Z 89.160.233.104 /* A-deild */ wikitext text/x-wiki '''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra kvennaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra kvennaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]]. ==A-deild== === [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Afturelding]] === * Stærsti sigur: 21:0 gegn [[Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss|UMFH]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1984|B-deild 1984]] * Stærsta tap: 1:15 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1982|B-deild 1982]] === [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðablik]] === * Stærsti sigur: 18:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]] * Stærsta tap: 1:8 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2004|A-deild 2004]] === [[Mynd:Ibv-logo.png|30px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]] === * Stærstu sigrar: 11:0 gegn [[Mynd:Stjarnan.png|20px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjörnunni]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2004|A-deild 2004]] 11:0 gegn Tindastóli/Neista, B-deild 2009 11:0 gegn [[Mynd:Höttur.svg|20px]] [[Höttur|Hetti]], B-deild 2010 * Stærsta tap: 0:10 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[Mizunodeild kvenna í knattspyrnu 1995|A-deild 1995]] === [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|30px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] === 22:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]], B-deild 2004 * Stærstu töp: 1:12 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1985|A-deild 1985]] 0:11 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Pepsideild kvenna í knattspyrnu 2009|A-deild 2009]] 0:11 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]], B-deild 2013 === [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] === * Stærstu sigrar: 18:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1994|A-deild 1994]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]] === [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] === * Stærstu sigrar: 16:0 gegn Draupni, B-deild 2010 * Stærsta tap: 0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1972|A-deild 1972]] === [[Mynd:UMFS.png|30px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfoss]] === * Stærsti sigur: 9:0 gegn [[Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss|UMFH]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1984|B-deild 1984]] * Stærsta tap: 0:18 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]] === [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjarnan]] === * Stærsti sigur: 17:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]] * Stærsta tap: 0:19 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1978|A-deild 1978]] === [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] === * Stærstu sigrar: 15:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1981|A-deild 1981]] 15:0 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]] === [[Mynd:Thorka-logo-rgb.jpg|30px]] [[Þór/KA]] === * Stærstu sigrar: 10:0 gegn [[Mynd:Leiftur.png|20px]] [[Leiftur Ólafsfirði|Leiftri]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1994|B-deild 1994]] 10:0 gegn Leiftri/Dalvík, B-deild 1999 10:0 gegn Leiftri/Dalvík, B-deild 1999 * Stærsta tap: 0:9 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Landssímadeild kvenna í knattspyrnu 2000|A-deild 2000]] [[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]] 0yqhq7lz5e381fpaugclxxat0ptmll6 Fagradalsfjallseldar 0 169082 1765498 2022-08-20T18:38:06Z Berserkur 10188 Ný síða: '''Fagradalsfjallseldar''' á við um [[eldvirkni]] á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] á [[21. öld]]: *[[Eldgosið við Fagradalsfjall 2021]] *[[Eldgosið við Meradali 2022]] [[Flokkur:Eldgos á Íslandi]] [[Flokkur:Reykjanesskagi]] wikitext text/x-wiki '''Fagradalsfjallseldar''' á við um [[eldvirkni]] á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] á [[21. öld]]: *[[Eldgosið við Fagradalsfjall 2021]] *[[Eldgosið við Meradali 2022]] [[Flokkur:Eldgos á Íslandi]] [[Flokkur:Reykjanesskagi]] q7gtaj7kzoelqhki490o9m703up1wc0 Wuxi 0 169083 1765507 2022-08-20T19:08:29Z Dagvidur 4656 Stofna síðu um Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Borgarbúar voru árið 2020 um 7,5 milljónir manna. wikitext text/x-wiki [[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]] [[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]] '''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðbæ [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]]. Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Hún er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst einkafyrirtækja. Héraðsborgin Wuxi nær yfir alls 7.462 ferkílómetra land, og hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni. == Tengt efni == * [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]]. * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}} * {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] q758to8z9f0wqdurj5bcd33xpms2nel 1765508 1765507 2022-08-20T19:08:44Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]] [[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]] '''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðbæ [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]]. Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Hún er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst einkafyrirtækja. Héraðsborgin Wuxi nær yfir alls 7.462 ferkílómetra land, og hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni. == Tengt efni == * [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]]. * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}} * {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] snq311zs18gzvry3lx69nifdmyvha1g 1765509 1765508 2022-08-20T19:10:11Z Dagvidur 4656 Leiðrétti stærð borgarinnar í ferkílómetrum wikitext text/x-wiki [[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]] [[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]] '''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðbæ [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]]. Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Hún er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst einkafyrirtækja. Héraðsborgin Wuxi nær yfir alls 4.627 ferkílómetra land, og hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni. == Tengt efni == * [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]]. * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}} * {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 2d1s5zhy5gcfchk0606d13ja5csbger 1765511 1765509 2022-08-20T19:14:47Z Dagvidur 4656 Bætti við inngang um Wuxi borg wikitext text/x-wiki [[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]] [[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]] '''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðbæ [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]]. Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og er söguleg borg með djúpstæðan menningararf. Borgin var heimili Wu-menningarinnar í fornöld og ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staði sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfa og 60 söfn og minningarbyggingar. Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst einkafyrirtækja. Héraðsborgin Wuxi nær yfir alls 4.627 ferkílómetra land, og hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni. == Tengt efni == * [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]]. * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}} * {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] jszkogzobfe0qfb86dsyff5ddpujz39 1765514 1765511 2022-08-20T19:19:26Z Dagvidur 4656 Leiðrétti stafsetningu wikitext text/x-wiki [[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]] [[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]] '''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðbæ [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]]. Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minningarbyggingar. Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni. == Tengt efni == * [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]]. * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}} * {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] {{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 64f6mh7lkke0f4h7595f9zwj4nqpe2c 1765516 1765514 2022-08-20T19:21:34Z Dagvidur 4656 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]] [[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]] '''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðbæ [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]]. Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minningarbyggingar. Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni. == Tengt efni == * [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. * Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]]. * [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]] == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}} * {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}} == Tilvísanir == {{Reflist|3}} [[Flokkur:Borgir í Kína]] 1a9kcqv18zpz80wuvp7h34vst3zigr1 Reykjavík, Reykjavík 0 169085 1765544 2022-08-21T00:11:29Z Íslenski Frjálsi Vefurinn 84453 Ný síða: '''Reykjavík, Reykjavík''' er [[Ísland|íslensk]] heimildamynd frá [[1986]] sem fjallar um [[Reykjavík]]. wikitext text/x-wiki '''Reykjavík, Reykjavík''' er [[Ísland|íslensk]] heimildamynd frá [[1986]] sem fjallar um [[Reykjavík]]. qpxoc0lfcm1mdzprfsvn4387lyhwaka 1765553 1765544 2022-08-21T08:24:21Z Berserkur 10188 Lagfæri wikitext text/x-wiki '''Reykjavík, Reykjavík''' er [[Ísland|íslensk]] heimildamynd/kvikmynd eftir [[Hrafn Gunnlaugsson]] frá [[1986]] sem fjallar um [[Reykjavík]]. Með aðalhlutverk í myndinni eru [[Katrín Hall]], [[Edda Björgvinsdóttir]] og [[Sigurður Sigurjónsson]]. ==Tenglar== [https://www.kvikmyndavefurinn.is/films/nr/666 Kvikmyndavefurinn] [[Flokkur:Kvikmyndir frumsýndar 1986]] dud5g2nh4ogu93k3zpux2fu1tuyxaee 1765555 1765553 2022-08-21T08:25:25Z Berserkur 10188 wikitext text/x-wiki '''Reykjavík, Reykjavík''' er [[Ísland|íslensk]] leikin heimildamynd eftir [[Hrafn Gunnlaugsson]] frá [[1986]] sem fjallar um [[Reykjavík]]. Með aðalhlutverk í myndinni eru [[Katrín Hall]], [[Edda Björgvinsdóttir]] og [[Sigurður Sigurjónsson]]. ==Tenglar== [https://www.kvikmyndavefurinn.is/films/nr/666 Kvikmyndavefurinn] [[Flokkur:Kvikmyndir frumsýndar 1986]] 5e06kqnldgy9qjfvbc1ntv1in9qxp71 Apis mellifera capensis 0 169086 1765545 2022-08-21T00:37:56Z Svarði2 42280 nýtt wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = Cape honey bee on Oxalis.jpg | image_width = 250px | image_caption = Apis mellifera cecropia á [[Oxalis pes-caprae]] | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera capensis | trinomial_authority = [[Johann Friedrich Eschscholtz|Eschscholtz]], 1821 | synonyms = | synonyms_ref = | range_map = Cape and African Honey Bee range.svg | range_map_caption = Útbreiðsla A. m. capensis er merkt græn og A.m. scutellata blá. Blendingssvæði er grátt. }} '''Apis mellifera capensis''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar var upphaflega í [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]]. Þernurnar geta komið upp drottningu án frjóvgunar, ólíkt öðrum býflugum. Þetta getur verið grunnur að sníkjulífi, sérstaklega á búum [[Apis mellifera scutellata|''A.m.&nbsp;scutellata'']] == Tilvísanir == {{Reflist}} * [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.aspx?tx_id=4930 ''Apis mellifera capensis'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], abgerufen am 6. Januar 2019. * [http://entnemdept.ifas.ufl.edu/creatures/misc/bees/cape_honey_bee.htm Featured Creatures Website: Cape honey bee (''Apis mellifera capensis'')] — ''on the [[UF]] / [[Institute of Food and Agricultural Sciences|IFAS]] website''. * H. R. Hepburn, R. M. Crewe: ''Portrait of the Cape honeybee, Apis mellifera capensis.'' In: ''Apidologie.'' 22. Jahrgang (1991), S. 567–580. * [https://web.archive.org/web/20040919015835/http://www.culturaapicola.com.ar/apuntes/genetica/sistematica_capensis_fenotipo.PDF A method for estimating variation in the phenotypic expression of morphological characters by thelytokous parthenogenesis in Apis mellifera capensis. PDF 65 Kb. Sarah E. Radloff, Randall Hepburn, Peter Neumann, Robin F.A. Moritz, Per Kryger. Apidologie 33 (2002) 129–137.] * [https://web.archive.org/web/20040919020210/http://www.culturaapicola.com.ar/apuntes/genetica/sistematica_capensis_scutellata.PDF Apis mellifera capensis: an essay on the subspecific classification of honeybees. PDF 952 Kb. Randall Hepburn, Sarah E. Radloff. Apidologie 33 (2002) 105–127] * [https://web.archive.org/web/20070927200451/http://www.culturaapicola.com.ar/apuntes/genetica/100_locus_determina_partenogenesis_obreras.pdf A single locus determines thelytokous parthenogenesis of laying honeybee workers (Apis mellifera capensis). PDF 92 Kb. H.M.G.. Lattorff, R.F.A. Moritz; S. Fuchs. Heredity (2005), 1–5] {{commonscat|Apis mellifera capensis}} {{Wikilífverur|Apis mellifera capensis}} [[Flokkur:Býflugur]] t6vrdcqvxd38j19aq3xxjmddvpg20ga Apis mellifera cypria 0 169087 1765546 2022-08-21T00:47:48Z Svarði2 42280 nýtt wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera cypria | trinomial_authority = Pollmann, 1879<ref name="apimondia">{{cite journal |title=Morphometric, allozymic, and mtDNA variation in honeybee (Apis mellifera cypria, Pollman 1879) populations in northern Cyprus |first1=İ. |last1=Kandemir |first2=Marina D. |last2=Meixner |first3=Ayca |last3=Ozkan |first4=S.W. |last4=Sheppard |journal=Apimondia |access-date=2011-12-20 |citeseerx=10.1.1.527.4503 |url=http://www.apimondia.com/apiacta/slovenia/en/kandemir.pdf |archive-url=https://web.archive.org/web/20120415115110/http://www.apimondia.com/apiacta/slovenia/en/kandemir.pdf |archive-date=2012-04-15 |url-status=dead }}</ref> | synonyms = | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera cypria''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er á [[Kýpur]]. Er hún talin skyldust ''A.m. anatoliaca'' og ''A. m. meda''<ref>{{cite journal |doi=10.1051/apido:2006029 |title=Genetic characterization of honey bee (Apis mellifera cypria) populations in northern Cyprus |year=2006 |last1=Kandemir |first1=I. |last2=Meixner |first2=M. D. |last3=Ozkan |first3=A. |last4=Sheppard |first4=W. S. |journal=Apidologie |volume=37 |issue=5 |pages=547|url=https://hal.archives-ouvertes.fr/hal-00892210/file/hal-00892210.pdf |doi-access=free }}</ref> og tilheyrir O línu (Oriental deild) ''[[Apis mellifera]]''.<ref name="apimondia"/> [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] == Tilvísanir == {{Reflist}} * [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.aspx?tx_id=4934 ''Apis mellifera cypria'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], abgerufen am 6. Januar 2019. * Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2. {{commonscat|Apis mellifera cypria}} {{Wikilífverur|Apis mellifera cypria}} [[Flokkur:Býflugur]] gu9hutxazay0l09y0zqx2j9vv9xurvc Apis mellifera jemenitica 0 169088 1765547 2022-08-21T00:54:34Z Svarði2 42280 nýtt wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera jemenitica | trinomial_authority = [[Friedrich Ruttner|Ruttner]], 1976 | synonyms = | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera jemenitica''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í suðurhluta [[Arabíuskagi|Arabíuskaga]], Súdan og Sómalíu. Hún er fremur smá og myndar lítil bú. == Tilvísanir == {{Reflist}} * [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4937 ''Apis mellifera jemenitica'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], abgerufen am 6. Januar 2019. * Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2. * Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín. {{commonscat|Apis mellifera jemenitica}} {{Wikilífverur|Apis mellifera jemenitica}} [[Flokkur:Býflugur]] 0ps0x5x4tqg1ahgs4bodrym4jauwi3f Apis mellifera armeniaca 0 169089 1765548 2022-08-21T01:07:14Z Svarði2 42280 nýtt wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera armeniaca | trinomial_authority = [[Alexander Stepanowitsch Skorikow|Skorikov]], 1929 | synonyms = | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera armeniaca''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Armenía|Armeníu]]. [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er líkist mjög ''[[Apis mellifera ligustica]]''. == Tilvísanir == {{Reflist}} * [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4945 ''Apis mellifera remipes'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], abgerufen am 6. Januar 2019. * Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2. * Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín. * Ruttner F. (1992) Naturgeschichte der Honigbienen,Ehrenwirth Verlag, Münich, Germany. {{commonscat|Apis mellifera armeniaca}} {{Wikilífverur|Apis mellifera armeniaca}} [[Flokkur:Býflugur]] 0det0zsic3trfgjzewxovp5wbf9c9bx 1765549 1765548 2022-08-21T01:07:37Z Svarði2 42280 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera armeniaca | trinomial_authority = [[Alexander Stepanowitsch Skorikow|Skorikov]], 1929 | synonyms = | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera armeniaca''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Armenía|Armeníu]]. [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] == Tilvísanir == {{Reflist}} * [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4945 ''Apis mellifera remipes'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], abgerufen am 6. Januar 2019. * Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2. * Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín. * Ruttner F. (1992) Naturgeschichte der Honigbienen,Ehrenwirth Verlag, Münich, Germany. {{commonscat|Apis mellifera armeniaca}} {{Wikilífverur|Apis mellifera armeniaca}} [[Flokkur:Býflugur]] 6kwvhqtnwogz37oliori975zfufyq53 Apis mellifera meda 0 169090 1765550 2022-08-21T01:12:21Z Svarði2 42280 nýtt wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera armeniaca | trinomial_authority = [[Alexander Stepanowitsch Skorikow|Skorikov]], 1929 | synonyms = | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera armeniaca''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Íran]], [[Írak]] og suðaustur [[Anatólía|Anatólíu]]. [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er líkist mjög ''[[Apis mellifera ligustica|A. m. ligustica]]''.<ref>F. Ruttner, D. Pourasghar, D. Kauhausen: ''Die Honigbienen des Iran. 2. Apis mellifera meda Skorikow, die Persische Biene.'' Apidologie, Springer Verlag, 1985, 16 (3), pp. 241–264. ([https://hal.archives-ouvertes.fr/hal-00890658/document <hal-00890658>])</ref> == Tilvísanir == {{Reflist}} * [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4942 ''Apis mellifera meda'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], abgerufen am 9. Januar 2019. * [http://www.bienenzuchtverein-sulzbach-rosenberg.de/1782166.html Die Persische Biene - Apis mellifera meda -], abgerufen am 14. Januar 2019. * Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2. * Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín. * Ruttner F. (1992) Naturgeschichte der Honigbienen,Ehrenwirth Verlag, Münich, Germany. {{commonscat|Apis mellifera armeniaca}} {{Wikilífverur|Apis mellifera armeniaca}} [[Flokkur:Býflugur]] f3cqh0g8xdnlmd9za63yquyftgw590x 1765551 1765550 2022-08-21T01:13:01Z Svarði2 42280 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | name = | image = | image_width = 250px | image_caption = | regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'') | phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'') | classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'') | ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'') | subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'') | superfamilia = ''[[Apoidea]]'' | familia = ''[[Apidae]]'' | subfamilia = ''[[Apinae]]'' | tribus = ''[[Apini]]'' | genus = ''[[Apis]]'' | species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]''''' | binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758 | trinomial = Apis mellifera meda | trinomial_authority = [[Alexander Stepanowitsch Skorikow|Skorikov]], 1929 | synonyms = | synonyms_ref = }} '''Apis mellifera meda''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Íran]], [[Írak]] og suðaustur [[Anatólía|Anatólíu]]. [[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]] Hún er líkist mjög ''[[Apis mellifera ligustica|A. m. ligustica]]''.<ref>F. Ruttner, D. Pourasghar, D. Kauhausen: ''Die Honigbienen des Iran. 2. Apis mellifera meda Skorikow, die Persische Biene.'' Apidologie, Springer Verlag, 1985, 16 (3), pp. 241–264. ([https://hal.archives-ouvertes.fr/hal-00890658/document <hal-00890658>])</ref> == Tilvísanir == {{Reflist}} * [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4942 ''Apis mellifera meda'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], abgerufen am 9. Januar 2019. * [http://www.bienenzuchtverein-sulzbach-rosenberg.de/1782166.html Die Persische Biene - Apis mellifera meda -], abgerufen am 14. Januar 2019. * Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2. * Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín. * Ruttner F. (1992) Naturgeschichte der Honigbienen,Ehrenwirth Verlag, Münich, Germany. {{commonscat|Apis mellifera meda}} {{Wikilífverur|Apis mellifera meda}} [[Flokkur:Býflugur]] lzwugo8qrjil3ac0tncmo4zskny7vnp Hringormur 0 169091 1765557 2022-08-21T10:25:21Z Hvergi 82237 Tilvísun á [[Hringormar]] wikitext text/x-wiki #redirect[[Hringormar]] 9xr3l6pbjodiil9ipit1dqo96v2kyz7