Glymur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Glymur er hæsti foss Íslands, alls 198 metra hár. Hann er í Botnsá í botni Hvalfjarðar. Nafn fossins kemur af þjóðsögu þar sem segir að hvalur hafi synt inn fjörðinn, upp Glym og endað í Hvalvatni, sem er upptök Botnsár. Í fossinum barðist hvalurinn mikið við að komast upp og komu þá miklar drunur og dregur fossins nafn sitt af þeim.

[breyta] Heimild

Á öðrum tungumálum