Spjall:Reikistjarna
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efnisyfirlit |
[breyta] Pláneta eða reikistjarna?
Fært af pottinum. —Ævar Arnfjörð Bjarmason
Hvort viljið þið? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 11:50, 14 jan 2005 (UTC)
- Einhvern vegin finnst mér reikistjarna vera meira íslenskt orð. --Oskars 12:41, 14 jan 2005 (UTC)
- Reikistjarna er líka talsvert fallegra orð. :oP --Sindri 13:46, 14 jan 2005 (UTC)
- Orðið reikistjarna er íslenskt orð og mun að ég held vera búið til af snillingnum Jónasi Hallgrímssyni. Pláneta er hins vegar ekki íslenska, heldur aðlagað tökuorð úr ensku, planet. Ég kýs reikistjörnu (þó svo að þær séu alls ekki stjörnur!) --Moi 22:24, 14 jan 2005 (UTC)
[breyta] Reikistjarna
Svona svo það komi fram þá er ég ekki lengur á þeirri skoðun að við eigum að kalla þessi fyrirbæri reikistjörnur neitt frekar hér á Wikipedia, orðið Pláneta er mun víðnotaðra og þar með ættum við að nota það, enda ekki hlutverk alfræðirits að vera að kenna fólki „rétta“ íslensku. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 19:23, 5. júní 2005 (UTC)
- Mér finnst að við ættum að nota orðið reikistjarna og hafa redirect frá plánetu yfir á reikistjörnu. Er það ekki hægt? --Cessator 2. okt. 2005 kl. 02:28 (UTC)
[breyta] Orðsifjar
Hvað er það nákvæmlega sem þykir athugavert við svarið á Vísindavefnum?
- Notkun orðsins planet sem föruhnöttur er virðist vera gömul, þ.e.a.s. miðað við The American Heritage® Dictionary of the English Language, Fourth Edition, Oxford Advanced Learning's Dictionary, Sixth Edition og ensku Wikipedia. Í þessum þrem heimildum er ávalt talað um plánetu þannig að hún geti ómögulega verið sólstjarna sjálf (sbr. is an object in orbit around a star that is not a star in its own right). Ástæðan fyrir því að ég setti þetta ekki strax er að ég er einfaldlega að skoða meira efni. Ég fann orðabækur sem gefa eldri skýringuna (oftast sem önnur skýring eða aukaskýring). Annars vildi ég bara hafa varan á. Líklegast ekkert að því að birta þetta. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 2. okt. 2005 kl. 02:50 (UTC)
- Já, það má reyndar geta þess að enska orðið planet er tökuorð úr grísku en í forngrísku þýðir planetes beinlínis förumaður eða einhver eða eitthvað sem reikar um. Þetta er innbyggt í orðið frá upphafi. --Cessator 2. okt. 2005 kl. 03:10 (UTC)
[breyta] Sólstjarna
Sólstjarna er samheiti yfir fastastjörnu sem á ensku kallast fixed star en í ensku greininni um sólstjörnur stendur:
- „[...] a fixed star is any star except for the Sun.“
Þar með eins og ég skil það er ekki hægt að skilgreina reikistjörnu sem hlut á sporbaug um sólstjörnu nema menn vilji að reikistjörnurnar í sólkerfinu (Merkúríus, Venus, Jörðin, ...) verði undarskildar í þessari skilgreiningu. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 2. okt. 2005 kl. 19:43 (UTC)
- Erum við nú alveg viss um það að sólstjarna sé samheiti fyrir fastastjörnu? Eins og ég skil þessi orð þá eru fastastjörnur þær stjörnur sem virðast eiga sinn fasta stað í himingeimnum frá jörðu séð (en eru auðvitað á fleygiferð samt eins og gervallur alheimurinn) en sólstjörnur eru allir þessir eldboltar, þar á meðal sólin "okkar". Mér finnst það rökrétt... --Bjarki Sigursveinsson 2. okt. 2005 kl. 19:52 (UTC)
Samkvæmt ismal er sólstjarna samheiti yfir fastastjörnu þó virðist hugtakið vera notað á þann hátt að stundum sé sólin höfð með í skilgreiningunni og stundum ekki, t.d. hér stendur „Næsta sólstjarna, Proxima í Mannfáknum, er 4,3 ljósár í burtu frá okkur [...]“ en hér stendur „Sólin er ein af hundruðum milljarða sólstjarna í Vetrarbrautinni“ —Ævar Arnfjörð Bjarmason 2. okt. 2005 kl. 19:58 (UTC)
- Niðurstaðan er þá sú að orðið ‚sólstjarna‘ sé tvírætt. En þá er í raun ekkert athugavert við téða skilgreiningu á reikistjörnu. --Cessator 2. okt. 2005 kl. 20:31 (UTC)