Flugfélag Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gerð: | Flugfélag |
---|---|
Slagorð: | Fyrir fólk eins og þig! |
Stofnað: | 1997 |
Staðsetning: | Reykjavíkurflugvelli |
Lykilmenn: | Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri |
Fjöldi starfsmanna: | 250 |
Starfsemi: | Innanlandsflug á Íslandi, fragtflug, leiguflug |
Vefslóð: | http://www.flugfelag.is/ |
Flugfélag Íslands er íslenskt flugfélag, sem stofnað var í kjölfar samruna innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands. Fyrirtækið var rekstrareining innan FL Group en er í dag hluti af Icelandair Group. Meirihluti flugferða eru á milli Reykjavíkur, Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar.
Þrjú félög hafa verið stofnuð með sama nafn Flugfélag Íslands árið 1919, Flugfélag Íslands árið 1928 og Flugfélag Íslands (áður Flugfélag Akureyrar) árið 1937.
[breyta] Áfangastaðir
Flugfélagið flýgur frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar, Færeyja, Kulusuk, Vestmannaeyjar, Narsarsuaq og Nuuk. Frá Akureyri flýgur FÍ til Grímseyjar, Þórshafnar og Vopnafjarðar.