Abrútsi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fáni Abrútsi.
Fáni Abrútsi.

Abrútsi (ítalska: Abruzzo) er hérað á Ítalíu með um 1,3 milljónir íbúa. Höfuðstaður héraðsins er L'Aquila. Héraðið á landamæri að Marke í norðri, Latíum í vestri og Mólíse í suðri.

64% af landsvæði héraðsins eru fjöll (Appennínafjöllin). Í héraðinu eru hæstu tindar fjallgarðsins með Gran Sasso (2.914 m). Fjórir þjóðgarðar og nokkur friðlönd eru í fjöllunum.

Kort sem sýnir staðsetningu Abrútsi á Ítalíu.
Kort sem sýnir staðsetningu Abrútsi á Ítalíu.

[breyta] Sýslur

  • L'Aquila (108 sveitarfélög)
  • Pescara (46 sveitarfélög)
  • Chieti (104 sveitarfélög)
  • Teramo (47 sveitarfélög)


Héruð Ítalíu Fáni Ítalíu
Abrútsi | Apúlía | Basilíkata | Emilía-Rómanja | Fjallaland | Kalabría | Kampanía | Langbarðaland | Latíum | Lígúría | Marke | Mólíse | Toskana | Úmbría | Venetó
Ágústudalur | Friúlí | Sardinía | Sikiley | Trentínó-Suður-Týról