Hellsing (OVA)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hellsing
Alucard eins og hann byrtist í Hellsing OVA.
ヘルシング
(Herushingu)
Tegund Sagnfræðilegt
Hryllingssaga
Hasar
Ofurnáttúrulegt
OVA: Hellsing
Leikstýrt af Tomokazu Tokoro
Kouta Hirano, handritshöfundur
Myndver Fáni JapanRondo Robe
Fáni JapanSatelight
Fáni JapanGeneon
Fáni JapanWild Geese
Fáni JapanHellsing Production Committee
Fjöldi þátta Um tíu [1]
Gefið út
Sýningartími
Síða um Hellsing á IMDb
Þessi síða fjallar um Hellsing OVAið, til að sjá aðrar síður tengdar „Hellsing“ getur þú farið á Hellsing.

Hellsing (ヘルシング Herushingu?) er japönsk OVA þáttaröð sem gefin er út á DVD, og er hún byggð á hinni vinsælu mangaseríu; Hellsing eftir Kouta Hirano. Ekki hefur verið gert opinbert hve margir þættir verði framleiddir, en þar sem hver DVD diskur nær yfir örlítið minna en eina bók (og vegna þess að Hellsing: Dögunin verður einnig gefið út[9]) má álykta að gefnir verði út um 10 DVD diskar [1].

Áður höfðu komið út anime þættir sem byggðir voru á Hellsing bókunum, en þeir náðu aðeins yfir fyrstu tvær bækurnar og slepptu því stórum hlutum úr sögunni, breyttu persónum og höfðu annan endi sem ekki tengdist upprunalegu bókinni- því var ákveðið að framleiða Hellsing OVA, sem átti að fylgja bókunum mun betur. Hellsing OVAið fylgir sögu Hellsing bókanna ekki bara betur, heldur fylgir það líka teiknistíl bókanna nánar. Þáttaröðin notast einnig við meiri þrívídd en fyrri anime-þáttaröðin, og margar persónur endurheimta persónuleika sinn úr bókunum, eins og Integral og Seras, en þær eru talsvert dýpri persónur en í upprunalegu þáttunum.

Hver DVD diskur inniheldur einn Hellsing OVA þáttur og eru þættirnir tölusettir með rómverskum tölustöfum. Hver diskur kemur út í tveimur útgáfum; venjulegri og takmarkaðri útgáfu. Venjulega útgáfan inniheldur þáttinn og bækling, á meðan takmarkaða útgáfan hefur öðruvísi hulstursmynd, oft aukaefni t.d. tónlistarmyndbönd, viðtöl, bæklinga með myndum og aukahluti eins og brjóstmynd af Alucardi[2] og Alexander Andersyni[8] sem og grunnskissur af persónunum [2].

Í Bandaríkjunum er Hellsing OVA er einnig þekkt undir nafninu Hellsing Ultimate.

Efnisyfirlit

[breyta] Um Hellsing OVA

Hellsing OVA er ekki framhald af Hellsing þáttunum sem voru byggðir á fyrstu tveimur Hellsing bókunum, heldur mun OVAið vera byggt á öllum Hellsing bókunum [10][11].

Hellsing mangað var fyrst búið til, og svo komu þættirnir, vandamálið var hinsvegar að þættirnir notuðu söguþráðinn hraðar en Kouta Hirano gat búið hann til[12]. Þessvegna náðu þættirnir ekki yfir allar Hellsing bækurnar. Fyrsti OVA þátturinn mun í grófum dráttum fjalla um það sama og fyrsti Hellsing þátturinn, og annar OVA þátturinn mun gróflega fjalla um það sama og Hellsing þættir númer 5 og 6, á meðan að þriðji OVA þátturinn mun innihalda efni sem ekki var í Hellsing þáttunum[11]. Einnig hafa höfundar og aðstandendur OVAsins sagt að OVA þættirnir munu taka upprunalegu Hellsing bækurnar sér meira til fyrirmyndar þegar þeir vinna að OVAinu[11], en flest atriði eru eins í Hellsing OVA og bókunum, mörg samtöl mjög lík og teiknistílinum er fylgt betur[10].

[breyta] Ákvörðunin

Kouta Hirano fékk hugmyndina af því að gera annað anime eftir Hellsing frá Yasuyuki Ueda[13][14]. Til eru gróttusögur um það að Ueda og Hirano hafi verið að drekka og Ueda hafi veðjað við Kouta að hann gæti skrifað Hellsing handrit[14].

[breyta] Söguþráður

[breyta] Sagan

Sir Integral Fairbrook Wingates Hellsing, stjórnandi og leiðtogi Hellsings.
Sir Integral Fairbrook Wingates Hellsing, stjórnandi og leiðtogi Hellsings.

Sagan fjallar um vampíruna Alucard og Seras Victoriu sem starfa innan Hellsings og baráttu þeirra við vampírur og önnur næturbörn [15][16].

Megin hlutverk Hellsings, sem er samsteypa sem vinnur fyrir bresku krúnuna, er að vernda borgarana gegn vampírum [15][16]. Hellsing ræður ekki einungis yfir her og málaliðum, heldur býr stofnunin líka yfir leynivopni. Alucardi, sem er öflug vampíra sem lútir stjórn og vilja Hellsings, en þó aðallega vilja herra lafði Integru Hellsings, leiðtoga samsteypunnar.

[breyta] Þættirnir

[breyta] Þáttur eitt

Í fyrsta þættinum er Seras Victoria kynnt til sögunnar og er hún gerð að vampíru af Alucardi. Hún er flutt í Hellsing setrið þar sem hún er gerð að meðlimi Hellsings. Seras er send í sitt fyrsta verkefni, og Alucard berst við Alexander Anderson.

[breyta] Þáttur tvö

Valentínusar bræðurnir ráðast inn í Hellsing setrið, þar sem þeir ætla að drepa Integru og Alucard. Walter og Seras ná að drepa Jan Valentine á meðan Alucard drepur Luke Valentine.

[breyta] Þáttur þrjú

Þriðji þátturinn mun hefjast þar sem öðrum þætti líkur. Hann mun innihalda fund Iscariots og Hellsings, málaliðarnir Villigæsirnar (the Wild Geese) koma fram, Alucard og Walter ræða um Millennium, Seras og Pip rífast, einnig verður fjallað um ferðina til Hotel Rio, þá slátrun sem þar fer fram og einvígið á milli Alucards og Alhamras. [17] [18]

[breyta] Aðalpersónur

 Alucard glottandi í fyrsta Hellsing OVAinu.
Alucard glottandi í fyrsta Hellsing OVAinu.
Alucard
Alucard er vampíra[19][20]; undirmaður, og allt að því þræll Integru Hellsings[21]. Hann hefur lifað í um 537 ár og seinna í sögunni kemur fram að hann er enginn annar en Drakúla[22] sjálfur. Alucard er stafarugl fyrir Dracula, og ætti hann því að heita Alúkard á íslensku.
Integra Fairbrook Wingates Hellsing
Hún er leiðtogi Hellsing-stofnunarinnar og meistari Alucards. Hún er sterk, greind og falleg. Hún erfði Hellsing aðeins þrettán ára þegar faðir hennar lést. Þó hún sé sterk og drottnandi, er hún líka virt og dáð, jafnvel af óvinum sínum.
Seras Victoria
Seras var meðlimur D11-sérsveitarinnar uns hún slasaðist lífshættulega þegar Alucard reyndi að drepa vampíru sem hélt henni í gíslingu. Þar sem hún lá nær dauða en lífi með stórt gat í gegnum brjóstið gaf hún Alucard leyfi til að breyta sér í vampíru. Hún vinnur undir stjórn Alucards og vinnur fyrir Hellsing. Alucard kallar hana oft „lögreglustelpu“.
Alexander Anderson
Stríðsprestur og riddari sem vinnur fyrir Vatican Section XIII, Iscariot. Anderson er helsta vopn Iscariots til að berjast við hið illa og hefur að vissu leyti sömu stöðu og Alucard, þ.e.a.s. sem trompspil. Hann getur endurnýjað sjálfan sig — þ.e.a.s. sár hans gróa margfalt hraðar og líkamsvefir endurnýja sig nánast samstundis. Hann beitir sérstökum vopnum sem eru gjarnan vígð sem gerir þau hættulegri fyrir þá andskota sem hann berst gegn. Takmark hans er algjör útrýming djöfla sem dvelja á jörðu. Þetta nær m.a. til Alucard og Seras sem eru aðal óvinir hans.

[breyta] Einstaklingar í Millennium

Walter C. Dornez
Walter er 69 ára gamall meðlimur Hellsings, sem er kominn á eftirlaun. Þótt hann þjóni Integru Hellsing sem bryti, hefur hann samt sýnt að hann geti staðið undir gamla viðurnefninu "Engill dauðans" með hnífbeittu vírunum sínum. Hann er náinn Integru og Alucard.
Rip van Winkle
Liðsforingi hjá Millennium.

[breyta] Þættirnir

Aðalsíða: Listi yfir Hellsing OVA-þætti
Skjáskot Þáttur Gefinn út í Japan Gefinn út í USA Lengd Venjuleg útgáfa Takmörkuð útgáfa
Hellsing I 10. febrúar 2006[2] 5. desember 2006[2] 50 mínútur[2]
Integra Hellsing hittir Alucard í fyrsta sinn þegar hún er lítil stelpa, Seras Victoria send til að drepa vampíru sem hefur dulbúið sig sem prestur. Vampíran reynir í stað að bíta hana, Alucard drepur vampíruna og breytir Seras í vampíru, bardagi Alucards og séra Alexanders Andersonar.
Hellsing II 25. ágúst, 2006[5] Ekki vitað 43 mínútur [5]
Ráðist er á Hellsing setrið, þar sem fundur riddara hringborðsins er haldinn. Jan og Luke Valentine ráðast á Hellsing setrið með hjálp uppvakninga þar sem Luke heyir einvígi við Alucard í kjallara setursins og Walter og Seras verja Integru og riddarana þar sem þau eru, á þriðju hæð Hellsing setursins.
Hellsing III 4. apríl, 2007[8] Ekki vitað 40 mínútur[8]
Mun fjalla um ferð Alucards, Serasar og Pips til Rio De Janeiro, þegar Alucard slátrar brasilískum hermönnum á Hótel Rio, og einnig verður einvígi hans og Alhambra sýnt í heild sinni ef marka má mynd úr fjórðu Hellsing bókinni sem birt var á opinberri síðu GANEONs.

[breyta] Mismunandi útgáfur

Venjulega útgáfa annars OVAsins.
Venjulega útgáfa annars OVAsins.

Hver Hellsing OVA DVD dikur er gefinn út í tveimur mismunandi útgáfum; venjulegri útgáfu og takmarkaðri útgáfu. Takmarkaða útgáfan er oftast dýrari, en með henni fylgir meira aukaefni.

[breyta] Venjuleg útgáfa

Venjulega útgáfan er útgáfa sem kostar minna en takmarkaða útgáfan en inniheldur aðeins DVD diskinn og hulstur með öðruvísi hulstur en takmarkaða útgáfan.

[breyta] Innihald venjulegra útgáfna OVA diska

  • OVA I- Venjuleg útgáfa fyrsta OVAsins inniheldur DVD diskinn og öðruvísi hulstur. [23]
  • OVA II- Venjuleg útgáfa annars OVAsins inniheldur DVD diskinn og öðruvísi hulstur. [24]
  • OVA III- Með venjulegu útgáfu þriðja OVAsins fylgir hulstur teiknað af Ryoji Nakamori, diskahulstur, útskýringarbæklingur (8 blaðsíður) og DVD diskurinn. [25]

[breyta] Takmörkuð útgáfa

Takmörkuð útgáfa annars OVAsins.
Takmörkuð útgáfa annars OVAsins.

Takmarkaða útgáfan inniheldur öðruvísi hulstursmynd en hulstur hinnar venjulegu útgáfu, og einnig stundum brjóstmyndir eða upphleyptar myndir. Stundum eru líka opnanleg hulstur og fleiri bæklingar.

[breyta] Innihald takmarkaðra útgáfna OVA diska

  • OVA I- Með fyrsta takmarkaða OVAinu fylgir DVD diskurinn, þriggja hluta opnanlegt DVD hulstur (með öðruvísi hulstursmynd en venjulega útgáfan sem og brjóstmynd af Alucardi[2][26].
  • OVA II- Með öðru takmarkaða OVAinu fylgir DVD diskur, öðruvísi hulstursmynd en á venjulega útgáfunni, auka DVD sem inniheldur tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Broken English“ og sérstakur 12 blaðsíðna bæklingur[27].
  • OVA III- Takmörkuð útgáfa þriðja OVAsins inniheldur upphleypta mynd af Alexander Andersyni, hulstursmynd sem teiknuð er af Kouta Hirano, opnanlegt DVD hulstur, útskýringarbæklingur (12 blaðsíður) og DVD diskurinn[28].

[breyta] Móttaka

 Major. Montana Max (leiðtogi Millenniums, þybbinn nýnasisti sem þráir ekkert heitar en endalaust stríð.
Major. Montana Max (leiðtogi Millenniums, þybbinn nýnasisti sem þráir ekkert heitar en endalaust stríð.

Talið var að höfundur Hellsings, Kouta Hirano hafi ekki fallið söguþráður fyrstu þáttanna (13-þátta Hellsing sjónvarpsseríunnar) í geð og mótmæltu margir Hellsing aðdáendur sjónvarpsþáttunum vegna þess hve lítillega þeir fylgdu manga söguþræðinum en þar má nú helst geta óvinar sem ekki kom fram í manganu, Incognito. OVA útgáfunni var ætlað að fylgja söguþræði teiknimyndasagnanna betur og var kynnt sem slík. Ástæða þess er sú að aðeins höfðu verið gefnar út tvær Hellsing bækur þegar fyrstu þættirnir voru í framleiðslu, þannig að höfundar þeirra urðu að botna söguna sjálfir.

[breyta] Framleiðsluferlið

[breyta] Upplýsingar um útgáfu

Heildarfjöldi þátta er ekki þekktur; en takmarkið er hinsvegar að breyta öllu Hellsing manganu í þætti (þar með talið Hellsing: The Dawn [29]). Fyrsti þátturinn var upprunalega sýndur á japönsku sjónvarpsstöðinni TV Kanagawa í 35-mínútu bút sem kallaðist „Hellsing: Digest for Freaks“ þann 22. janúar árið 2006[4].

Hver diskur inniheldur einn þátt, sem er minnst 40 mínútur að lengd. Lengd þeirra er hinsvegar breytileg; til dæmis var fyrsti þátturinn lengdur úr 35 mínútum upp í 50[8] mínútur og annar þátturinn er um 43 mínútur[5].

[breyta] Útgáfa í Japan

Fyrsti þátturinn var gefinn út þann 10. febrúar árið 2006 í Japan, annar þátturinn var gefinn út þann 25. ágúst árið 2006 í Japan, og sá þriðji mun verða gefinn út þann 9. febrúar árið 2007 í Japan.

[breyta] Útgáfa í Bandaríkjunum

Ganeon kallaði saman hina upprunalegu talsetjendur sem unnu við fyrsta animeið til þess að talsetja ensku útgáfu Hellsing OVAsins, eins og Crispin Freeman (Alucard), K.T. Gray (Seras), Ralph Lister (Walter), Victoria Harwood (Integral), og Steven Brand (Anderson) fyrir bandaríska útgáfu. Leikstjórinn Taliesin Jaffe talsetur líka Huger, vampíruna sem er drepin af Alucardi í fyrsta OVAinu.

Fyrsti þátturinn var gefinn út í Bandaríkjunum þann 5. desember og söluverð hans var um 24,98 bandaríkjadalir, en sérstök útgáfa var gefin út af fyrsta þættinum sem mun kosta um 44,98 dollara [30]. Búist er við að annar þátturinn komi út 12. júní 2007 [31].

[breyta] Seinkanir

Enginn af fyrstu þremur Hellsing OVA þáttunum hefur komið út á áætluðum tíma, en OVA Ⅲ átti að koma út þann 9. febrúar 2007 en hefur hinsvegar verið frestað til 4. apríls[7] vegna þess að framleiðslu á Alexander Andersyni smástyttunni sem fylgja átti með diskinum seinkaði [32].

[breyta] Neðanmálsgreinar

  1. 1,0 1,1 http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/hellsing_ova_questions.html „...At first, Geneon announced a run of 20 episodes, 35 minutes each. Later, they estimated creating one episode per volume of manga. Since the manga is supposed to end with Volume 10, that would make 10 OVA episodes. However, it seems that Geneon may be using a more flexible system. OVA 1 was supposed to be 35 minutes, but was later lengthened to 50 minutes; it covered Volume 1 of the manga. OVA 2 ended up being about 40 minutes long, but did not cover all of manga Volume 2--some events were left over, and will probably be animated in OVA 3. So, it appears that these things are subject to change. Geneon is being flexible in order to create the best episode possible. “
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/ova_1_info.html
  3. http://www.geneon-ent.co.jp/rondorobe/anime/hellsing/
  4. 4,0 4,1 4,2 http://imdb.com/title/tt0495212/alternateversions Síða á IMDb sem fjallar um aðra útgáfu af Hellsing OVA I- þ.e.a.s. Hellsing: Digest for Freaks sem er stytt útgáfa af fyrsta Hellsing OVA þættinum. Þar stendur meðal annars dagsetningin (22. janúar), lengd (um 30 mínútur) og hvenær og hvar þetta var sýnt (sýnt í japönsku gervihnattarsjónvarpi.
  5. 5,0 5,1 5,2 http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/ova_2_info.html
  6. 7,0 7,1 http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/hellsing_site_updates.html February 28, 2007-- OKAY! THERE'S A RELEASE DATE FOR HELLSING OVA 3! It looks like the new date is April 4, 2007.
  7. 8,0 8,1 8,2
  8. Majorinn: Við erum SS hinns þriðja ríkis. Hve mörg líf heldur þú að við höfum tekið? Þetta er hópurinn sem lifði við stríð og ofbeldi- vissirðu það? Brjálaðir? Segir þú það núna?! Eftir hálfa öld!! Gott mál! Stórkostlegt! Reynið að stöðva mig! En því miður ert þú [Enrico Maxwell] ekki andstæðingur minn, reyndu því að hafa hljótt 13. sveit Vatíkansins. Óvinur minn er England! Riddarar trúarinnar!! Nei!! Það er maðurinn sem stendur glaðlega þarna. Hellsing mangabók 4, blaðsíða 130.
  9. 10,0 10,1 [Q] How do you plan to incorporate the manga with the OVA project? [K] It's basically based on the manga from the beginning. Since the manga is still an ongoing publication, we may change the order of the portions of the story that people have already read, but the OVA is very true to the original manga. [Y] The OVA staff are very fanatical with the original manga, so I don't perceive anyone wanting to change much. [K] I don't mind the staff changing the story, but the people working on the anime will probably be very true to the original manga.
  10. 11,0 11,1 11,2 http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/hellsing_ova_questions.html The OVA is not a second season of the TV series. In fact, the OVA intends to tell a quite different story from the TV series. The OVA starts the Hellsing story over from the manga's beginning. The OVA creators have promised to make the OVA stay close to the plot from the manga. There are similarities between the OVA and the TV series. OVA 1 is a lot like the TV episode 1, and OVA 2 is like the TV episodes 5 and 6 as far as plot, characters, and dialogue are concerned. Both animes are following the plot from the Hellsing manga during those episodes. So, OVAs 1 and 2 will look familiar to fans of the TV series. But OVA 3 will draw from Volume 3 of the manga, something never seen animated before.
  11. http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/hellsing_ova_questions.html The Hellsing manga was created first. Next came the TV series. The problem was that the TV series used up plot material faster than Kouta Hirano could complete it. After the TV series had used up all the storylines from the manga, the series creators had to complete the season by writing their own stories.
  12. http://www.animeondvd.com/conitem.php?item=226 [Q] In the past, many fans have asked about the possibility of a second season to the Hellsing TV series. What made you decide to participate the OVA project? Was it your idea to begin with, or did someone else ask you? [K] Mr. Ueda approached me with the idea.
  13. 14,0 14,1 http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/hellsing_ova_questions.html Kouta Hirano said that producer Yasuyuki Ueda approached him with the idea. (In one rumored version, they were out drinking, and Ueda bet Hirano he could write a Hellsing script. This is unconfirmed, though interesting.)
  14. 15,0 15,1 Integral: Konunglega riddara mótmælendurnir, Hellsing reglan, hefur barist við skrímsli í langan tíma. Auðvitað. Við erum sérstakur hópur sem hefur verið hlutað það verkefni að drepa öll skrímsli sem standa upp á móti Kristni, og hafa ógnað mótmælendum sem og Englandi. Hellsing OVA I, 5:40
  15. 16,0 16,1 Integral: Það er okkar verkefni að kljást við vampírur. Hellsing mun sjá um þetta. Hellsing OVA I, 7:01
  16. http://img75.imageshack.us/img75/5673/hellsingovaiiiinfo3vn3.jpg"
  17. "http://www.hiranomoe.org/images/lj/20070124.01.png"
  18. Lögreglufulltrúi: Vampíra?! / Integral: Rétt. Mannvera getur ekki verið vampíru sérfræðingur. Þær særast auðveldlega, deyja auðveldlega. Hjörtu þeirra eru veikburða. Besta leiðin til að eyða vampíru er með vampíru. Vampíran sem Hellsing skapaði sem er- í samanburði við aðrar vampírur, ótrúleg. [...] / Alucard: Fyrrum meistari minn kallaði mig [...] Alucard. Hellsing OVA I, 10:58-14:30
  19. Integral: Við vorum að senda út einn besta vampíruveiðarann okkar. Hann nálgast bæinn, og ætti að geta leyst þetta vandamál á skömmum tíma. / Lögreglufulltrúi: Hvernig maður er hann? Ræður hann við þetta? / Integral: Hann heitir Alucard, sérdeild hans eru vampírur- hann ætti að vita meira um þetta mál en allir aðrir. / Alucard: En falleg nótt. Það er á svona nóttum sem ég þrái blóð. Svo falleg en samt svo róleg nótt. Hellsing bók 1, kafli 1.
  20. Integral: Destroy them all! Search and destroy! / Alucard: Yes, my master.
  21. Enrico Maxwell: Þú.. þú.. Þína eigin hermenn.. þína eigin þjóna.. þína eigin menn.. Hvað ertu? Hvað ert þú?! Skrímsli! Djöfulinn! Drakúla!
  22. http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/ova_1_info.html The Hellsing OVA 1 regular edition comes with DVD and an alternate-artwork digital case.
  23. http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/ova_2_info.html The Basic Edition comes with DVD and alternate-artwork digipak case.
  24. http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/hellsing_ova_3_info.html DVD Features: - Cover art by Ryoji Nakamori - Super jewel case - Liner notes (8 pages) - Picture disk
  25. http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/ova_1_info.html The Hellsing OVA 1 Limited Edition includes a 3-panel digipak case with alternate artwork booklet and a sculpted bust of Alucard.
  26. http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/ova_2_info.html The Limited Edition comes with a Bonus DVD, containing clips and the "Broken English" trailer. It also comes with a special 12-page booklet.
  27. http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/hellsing_ova_3_info.html DVD Features: - Anderson relief figure - Cover art by Kouta Hirano - Digipak - Liner notes (12 pages) - Picture disk
  28. Hellsing ultimate trailer 5 mínútna langt Hellsing OVA myndband sem sýnir þegar Walter brýst inn til höfuðstöðva Millenniums og Alucard- eins og hann lítur bara út í Hellsing: The Dawn
  29. http://animeondvd.com/reviews2/disc_reviews/5689.php
  30. http://geneonanimation.com/
  31. http://geneon-ent.co.jp/rondorobe/anime/hellsing/ Opinber heimasíða OVAsins

[breyta] Sjá einnig

[breyta] Ytri krækjur

Hellsing OVA þættir

Sjá einnig: Listi yfir OVA þætti
I | II | III | IV | V

Hellsing

Mismunandi Hellsing seríur
Hellsing anime þættir | Hellsing OVA
Samsteypur
Hellsing | Iscariot | Millennium
Annað
Hellsing aðgreiningarsíðan | Listi yfir Hellsing OVA þætti | Persónur í Hellsing

Persónur í Hellsing

Hellsing:
Alucard | Integra Hellsing | Seras Victoria
Iscariot:
Enrico Maxwell | Alexander Anderson (Hellsing)
Millennium:
Montana Max | Walter C. Dornez | Læknirinn (The Doctor) | Tubalcain Alhambra | Zorin Blitz | Schrödinger | Hans Günsche | Rip Van Winkle | Jan Valentine | Luke Valentine

Á öðrum tungumálum