8. nóvember

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

OktNóvemberDes
Su Þr Mi Fi La
  1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30  
2006
Allir dagar

8. nóvember er 312. dagur ársins (313. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 53 dagar eru eftir af árinu.

[breyta] Atburðir

  • 1718 - Danska herskipið Gjötheborg strandaði skammt frá Þorlákshöfn með um 180 manns um borð. Af þeim tókst að bjarga um 170 manns og var það mesti mannfjöldi sem tekist hafði að bjarga í einu við Íslandsstrendur fram að því.
  • 1879 - Hið íslenska fornleifafélag var stofnað.
  • 1895 - Wilhelm Conrad Röntgen uppgötvaði röntgengeislana.
  • 1949 - Fyrstu umferðarljós voru tekin í notkun á fjórum gatnamótum í miðbæ Reykjavíkur.
  • 1978 - Friðrik Ólafsson var kjörinn forseti Alþjóða skáksambandsins FIDE og gegndi þeirri stöðu í fjögur ár.
  • 1979 - Hjördís Björk Hákonardóttir var skipuð sýslumaður í Strandasýslu, fyrst kvenna til að gegna slíku embætti á Íslandi.
  • 1983 - Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Rán, fórst í Jökulfjörðum og með henni fjórir menn.

[breyta] Fædd

  • 1946 - Roy Wood, Breskur tónlistarmaður (Electric Light Orchestra)

[breyta] Dáin

Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)