Mysa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mysa er mjólkurafurð sem verður til við skyr– og ostaframleiðslu. Garpur var vinsæll svaladrykkur sem var gerður úr mysu og ávaxtasafa. Fyrir tíma matarsalts og kæliskápa notuðu Íslendingar mysu til þess að varðveita mat. Var hann þá lagður í súr í þar til gerðum tunnum eða keröldum. Í súru umhverfinu geymdist maturinn vel, og var þá kallaður súrmatur. Nú til dags er mysa lítið notuð til að gera súrmat, nema rétt fyrir þorrann. Í gamla daga var líka vinsælt að blanda mysu saman við vatn, og varð þá til svaladrykkur sem kallaðist sýra og þótti góður svaladrykkur.


Þessi grein sem fjallar um mat er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana