Askar Capital
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Askar Capital er íslenskur fjárfestingarbanki stofnaður 15. desember 2006. Bankinn séhæfir sig í afleiddum fjármálaafurðum (e structural products) sem byggja á undirliggjandi eignum, s.s. fasteignum, gjaldmiðlum, skulda- og hlutabréfum.
Forstjóri bankans er dr. Tryggvi Þór Herbertsson prófessor áður forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meðal kjölfjárfesta í bankanum er fyrirtækið Milestone í eigu Karls Wernerssonar. Askar Capital verður með starfandi skrifstofur í London, Hong Kong, Búkarest og Lúxemborg. Starfsmenn eru um 55 talsins og eigið fé í upphafi 12 milljarðar ísl. kr. Fjármögnunarfyrirtækið Avant er 100% í eigu bankans.
Í stjórn
- Haukur Harðarson, (formaður)
- Guðmundur Ólason, (varaformaður)
- Steingrímur Wernersson
- Jóhannes Sigurðsson
- Linda Bentsdóttir
Auk forstjóra félagsins eru lykilstjórnendur þess Bogi Nils Bogason fjármálastjóri og Tómas Sigurðsson yfirmaður lögfræðisviðs og framkvæmdastjórar tekjusviða, þeir Brandur Thor Ludwig, Sigurður H. Kiernan, dr. Sverrir Sverrisson og Yngvi Harðarson. Magnús Gunnarsson er framkvæmdastjóri Avant hf.
[breyta] Tenglar
- Askar Capital tekur til starfa um áramót, 15. desember 2006
- Milestone er kjölfestufjárfestir í nýjum fjárfestingarbanka, 15.12.2006
- Nýr fjárfestingarbanki tekur til starfa um áramót, 24.11.2006
- Nýr fjárfestingarbanki stofnaður, 15.12.2006
- Forstjóri Lánasýslu ríkisins lætur af störfum, 02.04.07