Stæner

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslenska hljómsveitin Stæner sigraði músíktilraunir 1998. Hún var skammlíf og náði einungis að gefa frá sér lagið Sú er sæt á safnplötunni Flugan #1 (1998). Oddur Snær Magnússon spilaði á þeremín í þessu lagi en hann spilaði á þó nokkur einkennileg hljóðfæri með sveitinni.

Magnús söngvari og gítarleikari sveitarinnar gekk síðar til liðs við hljómsveitina Úlpu.

Oddur Snær Magnússon er sonur Magnús Kjartanssonar (1951) tónlistarmanns.

[breyta] Hljómsveitarmeðlimir

  • Magnús Leifur Sveinsson / Söngur og Gítar.
  • Kári Kolbeinsson / Trommur
  • Kristján Hafsteinsson / Bassi
  • Oddur Snær Magnússon / Hljómborð, Þeremín