Pablo Neruda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pablo Neruda 1966.
Pablo Neruda 1966.

Pablo Neruda (12. júlí 190423. september 1973) var höfundarnafn skáldsins Ricardo Eliecer Neftalí Reyes Basoalto frá Síle. Hann er talinn með bestu skáldum á spænsku á 20. öld. Hann fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1971. Hann var alla tíð eindreginn kommúnisti og var sendiherra Síle í Madríd í spænsku borgarastyrjöldinni. Hann varð aðdáandi Stalíns og hélt trúnaði sínum við flokkslínuna til dauðadags, þrátt fyrir að viðurkenna síðar að persónudýrkun á Stalín hefði verið röng. 1945 varð hann öldungadeildarþingmaður. Hann slapp naumlega í útlegð 1948 eftir að hafa gagnrýnt harðlega stjórn Gabriel González Videla sem vinstri flokkarnir höfðu þó stutt til valda og var næstu ár á flakki um Evrópu. Hann sneri aftur til Síle 1952 sem stuðningsmaður Salvador Allende þegar einræði González Videla var að hruni komið.


Þessi grein sem fjallar um bókmenntir er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana