Framhaldsskólinn á Laugum
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Framhaldsskólinn á Laugum í Þingeyjarsveit er íslenskur framhaldsskóli. Hann hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 1988. Skólameistari hans er Valgerður Gunnarsdóttir.
Efnisyfirlit |
[breyta] Skólahald á Laugum
Skólahald hefur verið á Laugum í Reykjadal frá árinu 1925 þegar Laugaskóli var stofnaður. Fyrstu árin starfaði hann sem alþýðuskóli, þá sem héraðsskóli en er nú á framhaldsskólastigi og heitir Framhaldsskólinn á Laugum. Frá stofnun skólans hafa hátt í 7000 manns stundað nám við skólann. Skólinn er heimavistarskóli og koma nemendur frá öllum landshlutum til náms á Laugum. Skólinn er nú með heimavistir fyrir um 150 nemendur.
[breyta] Nám
Kennt er á fjórum námsbrautum, félagsfræðibraut til stúdentsprófs, náttúrufræði til stúdentsprófs, starfsnám í íþróttafræði og íþróttagreinum, og almennri námsbraut. Um 100 nemendur stunda nám við skólann ár hvert.
[breyta] Skólahúsin
Húsakostur Laugaskóla er mikill og hefur skólasvæðið byggst upp jafnt og þétt á þeim 80 árum sem skólinn hefur starfað.
Fyrstur var reistur Gamli skóli eins og hann er kallaður í dag, en einungis tvær burstir og sundlaug í kjallara hans, árið 1925. Þriðja burstin var reist árið 1928. Íþróttahúsið Þróttó var reist árið 1931 og var það um tíma stærsta íþróttahús landsins. Dvergsteinn með heimavist og nýjum smíðasal var reistur árið 1949 og kennaraíbúðir við Dvergastein árið 1957. Norðurálma við Gamla-Skóla með nýjum matsal og heimavistum var reist árið 1961 og kom húsið að góðum notum við Landsmót UMFÍ sem haldið var á Laugum þá um sumarið. Fjall var byggt árið 1967 með heimavist og íbúðarhúsnæði, nýtt Íþróttahús reist árið 1978 og loks Tröllasteinn árið 2000 en í honum eru herbergi fyrir allt að 70 nemendur. Árið 2005 var svo reist vegleg útisundlaug en hún auk íþróttahússins þjóna öllu sveitarfélaginu.
[breyta] Tenglar
Íslenskir framhaldsskólar |
---|
Borgarholtsskóli | Fjölbrautaskóli Snæfellinga | Fjölbrautaskóli Suðurlands | Fjölbrautaskóli Suðurnesja | Fjölbrautaskóli Vesturlands | Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki | Fjölbrautaskólinn í Breiðholti | Fjölbrautaskólinn í Garðabæ | Fjölbrautaskólinn við Ármúla | Flensborgarskólinn í Hafnarfirði | Framhaldsskólinn á Húsavík | Framhaldsskólinn á Laugum | Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu | Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum | Iðnskólinn í Hafnarfirði | Iðnskólinn í Reykjavík | Kvennaskólinn í Reykjavík | Landbúnaðarháskóli Íslands | Menntaskólinn á Akureyri | Menntaskólinn á Egilsstöðum | Menntaskólinn á Ísafirði | Menntaskólinn í Kópavogi | Menntaskólinn að Laugarvatni | Menntaskólinn í Reykjavík | Menntaskólinn Hraðbraut | Menntaskólinn við Hamrahlíð | Menntaskólinn við Sund | Sjómannaskólinn í Reykjavík| Verkmenntaskóli Austurlands | Verkmenntaskólinn á Akureyri | Verzlunarskóli Íslands |