Spjall:Brook Taylor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

e^x = 1 + x + \frac{x^2}{2} + \frac{x^3}{3} + \frac{x^4}{4} + ... \frac{x^n}{n} + ...

Er ekki best að endurskrifa:
e^x = \sum_{n=0}^\infty \frac{x^n}{n!}

sem:
e^x = \sum_{n=0}^\infty \frac{x^n}{n} ef n er í A þar sem A = \left\{n|n\in\mathbb{N}^{0} \right\}

Því annars myndi \left[0,\infty \right] sem sýnt er innihalda allar tölur á milli 0 og jákvæðs óendanleika sem ég býst við að sé ekki ætlunin með þessu. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:46, 11 sep 2004 (UTC)

Nei Ævar, það er alls ekki „best“. Við skulum bara hafa þetta nákvæmlega eins og það er. Það er best. Og „þetta upphrópunarmerki“ er útskýrt í stærðfræðiáfanga 313 í flestum skólum. Lestu hann. Kveðja, --Moi 23:09, 11 sep 2004 (UTC)

Já ég mundi seinna hvað þetta upprópunarmerki þýddi, er s.s. alltaf gefið í skyn með sigma að allt á milli n og tölunni fyrir ofan sigma sé heil tala? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:14, 11 sep 2004 (UTC)

Já, það er rétt. Sigma (summufallið er eingöngu skilgreint fyrir heilar pósitífar tölur og núll. Kveðja, --Moi 23:22, 11 sep 2004 (UTC)
Ég ætla að skrifa litla grein, sem heitir Hrópmerking. Þar verður nákvæm útlistun á upphrópunarmerkinu. Kveðja, --Moi 23:26, 11 sep 2004 (UTC)

[breyta] Ritgerð eða bók

Ritgerð og bók eru ekki útilokandi hugtök, þar sem annað á við um innihaldið og hitt um útgáfuformið. Ritgerð getur verið gefin út sem bók eða sem tímaritsgrein t.d. Sbr en:Essay --Akigka 28. okt. 2005 kl. 21:25 (UTC)