Eskimó-aleutísk tungumál
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eskimó-Aleutíska er tungumálaætt sem töluð er af íbúum á Grænlandi, heimskautahéruðum Kanada, Alaska og austurhluta Síberíu. Það eru tvö tungumál sem tilheyra þessari málafjölskyldu, annars vegar svo nefnd eskimóatungumál (sem eru kölluð inuíta-tungumál á norðurströnd Alaska, Kanada, og á Grænland; sem Yup'ik á vesturströnd Alaska; og sem yuit í Síberíu), og hins vegar aleutíska.
Þó aleutíska og inúítamál séu náskyld er enginn efi á að þar er um aðskilin tungumál sem þróuðust í sitt hvora átt fyrir um 3000 árum. Hins vegar eru tungumálafræðingar (og talendur sjálfir) ekki á einu máli hvort tala eigi um mállýskur eða sjálfstæð mál innan inuítatungu. Þrátt fyrir að mikill munur sé á milli kjarnamálsvæða er hvergi um skörp skil milli svæða.
Eskimó-Aleutíska
- Aleutíska
- Aleutíska
- Mið- og vestur mállýskur: Atkan, Attuan, Unangan, Bering (60-80 talendur)
- Austur mállýska: Unalaskan, Pribilof (400 talendur)
- Aleutíska
- Eskimóamál (Yup'ik, Yuit, og Inuit)
- Mið Alaska Yup'ik (10,000 talendur)
- Kyrrahafs Yup'ik (400 talendur)
- Yuit eða Síberísk Yupik (Chaplinon og St Lawrence Island, 1400 talendur)
- Naukan (70 talendur í Síberíu)
- Inuíta-tungumál eða Inupik (75 000 talendur)
- Inupiaq (norðurhluti Alaska, 3 500 talendur)
- Inuvialuktun eða Inuktun (vesturhluti Kanada; 765 talendur)
- Inuktitut (austurhluti Kanada; ásamt Inuktun og Inuinnaqtun, 30 000 talendur)
- Kalaallisut (Grænland, 47 000 talendur)
- Sirenik (útdautt, var áður talað í Síberíu)
Óvíst er hvernig eskimó-aleutísk mál eru skyld öðrum málaættum, þau eru allavega óskyld öðrum málum frumbyggja Ameríku.