Spjall:Júlíus Caesar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Maðurinn heitir Caesar ekki Sesar. Ef við skrifum ekki C í latneskum nöfnum, þá ættum við líka að hætta að skrifa Bill Clinton og byrja að skrifa Bill Klinton. Aðrir Rómverjar fá líka að halda eðlilegim rithætti sinna nafna, sbr. Cíceró. Sjá grein um Ritun grískra og latneskra nafna á íslensku.

Af hverju er ekki frekar redirect frá Sesar yfir á Caesar?
Í inngangi að ritinu Um ellina eftir Cíceró er ritað Gajus Júlíus Caesar, í skýringum sem gefnar voru út við rit Caesars árið 1932 ritar Kristinn Ármansson líka Caesar. M.ö.o. það rita allir Caesar nema þeir sem vinna ekki með fornöldina; allir fornfræðingar á Íslandi rita Caesar.

Hæ, ég færði þetta, og vil benda þér á svona fyrst að þú getur skrifað undir það sem þú skrifar með —~~~~ svo fólk viti hver talar.

Ég færði þetta á „Júlíus Sesar“ því ég taldi mig vita að það væri víðnotaðasta nafnið fyrir kallinn á íslensku, það getur hinsvegar velverið að Caesar sé réttara skv. þessum ritreglum, endilega færðu þetta aftur ef þú telur þig vita betur;) —Ævar Arnfjörð Bjarmason 20. sep. 2005 kl. 19:19 (UTC)

Ég er enn að læra á þetta, þakka þér fyrir ábendinguna :) --Cessator 20. sep. 2005 kl. 21:44 (UTC)