Spjall:Eyðibýli
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Er þessi skilgreining rétt? Ég hélt að eyðibýli væri jörð sem ekki væri lengu nýtt fremur en autt og ónýtt hús. Á mörgum jörðum standa eldri hús auð og ónýtt en þó er ekki um eyðibýli að ræða. Eða mér finnst a.m.k. eitthvað bogið við að tala um eyðibýli á jörð þar sem stundaður er búskapur. --Cessator 8. júlí 2006 kl. 05:10 (UTC)
- Einmitt. Svo held ég að það sé ekkert sjálfgefið að hús á eyðibýlum séu í niðurníslu, sumum er haldið við og þau nýtt t.d. sem sem sumarhús. --Bjarki 8. júlí 2006 kl. 11:40 (UTC)
- Það eru í raun tvær gerðir af eyðibýlum. Fyrri gerðin er sú sem engin býr á en er gjarnan nýtt frá öðrum bæjun, t.d. beitarsvæði eða tún og hin gerðin þar sem ekkert er átt við jörðina sjálfa heldur bara húsið nýtt sem sumarhús. Fyrir mér er eyðibýli seinni gerðin, en margir eigendur ákveða að halda íbúðarhúsinu vegna tilfinningalegs gildis. --Jóna Þórunn 8. júlí 2006 kl. 12:32 (UTC)
- En í báðum tilvikum er jörðin þá ekki nýtt til búskapar af eiganda hennar. Eða misskildi ég? --Cessator 8. júlí 2006 kl. 16:05 (UTC)
- Jörðin er ekki nýtt af eiganda, ekki nema mesta lagi hrossabeit, en getur verið nýtt frá nágrannabæ, hvort sem þar er heyjað eða að hluta til samgangur búfjár. --Jóna Þórunn 8. júlí 2006 kl. 18:44 (UTC)
- Sammála því að þarna er auðvitað líka átt við jörðina sjálfa og nánast án undantekninga er þarna um að ræða bújörð. Býli er væntanlega skilgreint sem tún og fasteignir saman. Ég held hins vegar að það verði að fara saman að á jörðinni sé niðurnítt hús. Gamalt tún eitt og sér getur varla talist eyðibýli og ef húsið er notað sem sumarhús og því í góðu ástandi fellur það held ég ekki undir almennan skilning fólks á eyðibýli. --Oliagust 8. júlí 2006 kl. 21:18 (UTC)
- Einmitt, þá er jörðin einfaldlega orðin að sumarbústaðarlandi. En ef jörð var einu sinni nýtt, lagðist svo í eyði og húsið síðan rifið, hættir jörðin þá að vera eyðibýli af því að húsið er horfið? Er ekki nóg að um ónýtta bújörð sé að ræða (a.m.k. ónýtta af hálfu eiganda)? --Cessator 8. júlí 2006 kl. 21:48 (UTC)
- Sammála því að þarna er auðvitað líka átt við jörðina sjálfa og nánast án undantekninga er þarna um að ræða bújörð. Býli er væntanlega skilgreint sem tún og fasteignir saman. Ég held hins vegar að það verði að fara saman að á jörðinni sé niðurnítt hús. Gamalt tún eitt og sér getur varla talist eyðibýli og ef húsið er notað sem sumarhús og því í góðu ástandi fellur það held ég ekki undir almennan skilning fólks á eyðibýli. --Oliagust 8. júlí 2006 kl. 21:18 (UTC)
- Jörðin er ekki nýtt af eiganda, ekki nema mesta lagi hrossabeit, en getur verið nýtt frá nágrannabæ, hvort sem þar er heyjað eða að hluta til samgangur búfjár. --Jóna Þórunn 8. júlí 2006 kl. 18:44 (UTC)
- En í báðum tilvikum er jörðin þá ekki nýtt til búskapar af eiganda hennar. Eða misskildi ég? --Cessator 8. júlí 2006 kl. 16:05 (UTC)