Jónas Rugman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jónas Rugman eða Jón Jónsson Rugman eða Ionas Rugman Islandus (d.1679) var vel menntaður Íslendingur sem var herleiddur til Svíþjóðar 1658 í stríði Friðriks 3 við Karl Gústaf Svíakonung.

Hann var strax ráðinn til að kenna íslensk fræði og íslensku þar í landi. Hann var síðar gerður að adjúnkt við Handritasafnið í Uppsölum, og þar í borg dvaldist hann til æviloka. Hann tók saman nokkrar bækur og þar á meðal Mono-syllaba Is-landica â Jona Rvgman Collecta, sem var gefin út í Uppsölum 1676.


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það