21. mars
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Feb – Mars – Apr | |||||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La | |||
1 | 2 | 3 | |||||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | |||
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | |||
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | |||
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |||
2007 Allir dagar |
21. mars er 80. dagur ársins (81. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 285 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1413 - Hinrik V tók við konungdómi í Englandi.
- 1556 - Thomas Cranmer, erkibiskup af Kantaraborg, var brenndur á báli.
- 1734 - Jarðskjálftar urðu á Suðurlandi, með þeim afleiðingum að sjö eða átta menn fórust og tíu bæir hrundu til grunna en um 60 bæir skemmdust, mest í Ölfusi, Flóa og Grímsnesi.
- 1857 - Jarðskjálfti í Tókýó í Japan varð yfir 100.000 manns að bana.
- 1871 - Blaðamaðurinn Henry Morton Stanley lagði upp í leiðangur til að leita að trúboðanum og landkönnuðinum David Livingstone.
- 1874 - Amtmannsstofan á Möðruvöllum í Hörgárdal brann til grunna, en hún hafði komið í stað húss, sem þar brann tæpri hálfri öld áður (6. febrúar 1826).
- 1881 - Frost mældist 40°C á Akureyri og var það met þennan vetur, sem var mikill frostavetur. Metið er ekki viðurkennt.
- 1960 - Fjöldamorð í Sharpville í Suður-Afríku er lögregla hóf að skjóta á óvopnaða svarta mótmælendur og drápu 69 en 180 særðust.
- 1968 - Í Vestmannaeyjum mældist 90 cm djúpur snjór og þekkjast ekki önnur dæmi slíks þar.
- 1970 - Dana, írsk söngkona, vann 15. söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin var í Amsterdam, með laginu „All Kinds of Everything“.
- 1973 - Stofnaður var fólkvangur í Bláfjöllum. Hann liggur bæði að Reykjanesfólkvangi og Heiðmörk.
- 1974 - Forseti sameinaðs Alþingis tók við undirskriftum um 55.500 Íslendinga, sem mótmæltu hugsanlegri uppsögn varnarsamnings við Bandaríkin. Undirskriftasöfnunin var kölluð „Varið land“.
- 1980 - Ólympíuleikarnir voru haldnir í Moskvu. Jimmy Carter, Bandaríkjaforseti, ákvað að Bandaríkjamenn tækju ekki þátt í þeim til þess að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Afganistan.
- 1982 - Í Vestmannaeyjum var tekin í notkun hitaveita, sem nýtti varmaorku úr hrauninu, sem upp kom í gosinu 1973. Var þetta eina hitaveita sinnar tegundar í heiminum.
- 1999 - Bertrand Piccard og Brian Jones urðu fyrstir manna til þess að fljúga umhverfis jörðina í loftbelg með heitu lofti.
[breyta] Fædd
- 1685 - Johann Sebastian Bach, þýskt tónskáld (d. 1750).
- 1768 - Jean Baptiste Joseph Fourier, franskur stærð- og eðlisfræðingur (d. 1830).
[breyta] Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |