20. ágúst

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

JúlÁgústSep
Su Þr Mi Fi La
  1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31  
2006
Allir dagar

20. ágúst er 232. dagur ársins (233. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 133 dagar eru eftir af árinu.


[breyta] Atburðir

  • 1898 - Á Þingvöllum var vígt veitinga- og gistihúsið Valhöll og dró það nafn af búð Snorra Sturlusonar. Húsið var reist þar sem búðin stóð forðum, en var síðar flutt á þann stað sem það nú er á.
  • 1933 - Fyrsta ferð á bíl farin yfir Sprengisand og komu ferðalangar að Mýri í Bárðardal eftir fimm daga leiðangur úr Landsveit.
  • 1944 - Reykjavíkurborg tók við rekstri Strætisvagna Reykjavíkur í fyrra sinn.
  • 1975 - Fjallið Mont Blanc (Hvítafjall) var klifið af íslenskri konu í fyrsta sinn og var það Ólafía Aðalsteinsdóttir.
  • 1982 - Átján manna hópur kleif Eldey í fyrsta sinn síðan 1971. Í hópnum var ein kona, Halldóra Filippusdóttir, og var hún fyrst kvenna til að klífa eyjuna. Eldey var fyrst klifin árið 1894.
  • 1982 - Marsvínavaða, yfir tvö hundruð dýr, stefndi á land við Rif á Snæfellsnesi, en það tókst að snúa þeim frá landi og reka á haf út. Ekki hefur fyrr tekist að bjarga svo stórum hópi.

[breyta] Fædd

[breyta] Dáin

  • 1854 - Friedrich Wilhelm Joseph von Schelling, þýskur heimspekingur (f. 1775).


Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)