Háhyrningur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Háhyrningur kemur upp til að anda.
|
|||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|||||||||||||||
Orcinus orca Linnaeus, 1758 |
|||||||||||||||
Útbreiðslusvæði háhyrninga (blár litur)
|
|||||||||||||||
|
Háhyrningur (fræðiheiti Orcinus orca) eru stór sjávarspendýr, höfungar af tannhvalaætt. Háhyrningar finnast í öllum heimshöfum, á heimskautasvæðum sem og á hitabeltissvæðum. Þeir éta fiska, skjaldbökur, seli, hákarla og jafnvel aðra hvali. Háhyrningar lifa í fjölskylduhópum, oftast 10-15 dýr saman og hjálpast að við að veiða önnur dýr. Háhyrningavaða getur drepið stóra hvali.
Fullvaxnir tarfar geta orðið tæplega 10 m á lengd og allt að 10 tonn að þyngd en kýr eru minni og verða sjaldan stærri en 6 m og allt að 7 tonn. Háhyrningar eru algengir við Íslandsstrendur á sumrin og haustin. Þeir elta oft síldar- og loðnuvöður inn í firði. Áætlaður fjöldi háhyrninga við Ísland er 6000-7000 dýr.
Háhyrningar eru eina tegundin af ættinni Orcinus. Þeir eru ein af þrjátíu og fimm tegundum höfrunga.
[breyta] Heimildir
- Náttúrufræðistofa Kópavogs - Háhyrningur. Skoðað 12. ágúst, 2006.
- Greinin „Ocra“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. ágúst 2006.
- Vísindavefurinn: „Hver er meðgöngutími háhyrninga?“
- Vísindavefurinn: „Eru háhyrningar hvalategund? Eru hvalir rándýr?“
- Vísindavefurinn: „Hvar liggja takmörk háhyrninga við veiðar?“
- Vísindavefurinn: „Geta einhver dýr, fyrir utan manninn, drepið steypireyði?“