Drög að sjálfsmorði
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Drög að sjálfsmorði er tónleikaplata sem Megas gaf út árið 1978. Þegar hann ákvað að taka upp Drög að sjálfsmorði, sem átti að fylgja „konsept“albúmaelítunni á þeim tíma var ekki til nægt fjármagn til að taka hana upp í stúdíói og þess vegna var hún hljóðrituð á tvennum tónleikum, sem haldnir voru í MH sama daginn við góðar undirtektir.
Eftir DAS hvarf Megas í nokkurn tíma og uppi voru sögusagnir um að hann hefði stytt sér aldur.