Auga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nærmynd af mannsauga
Nærmynd af mannsauga

Auga er líffæri sem þróast hefur í þeim tilgangi að skynja ljós. Einföldustu augu geta aðeins skynjað hvort umhverfið er dimmt eða bjart. Flóknari augu geta á hinn bóginn veit fullkomna sjón.

[breyta] Mannsaugað

Mannsauganu er skipt í nokkra hluta:

  • Augnknötturinn, bulbus oculi, liggur í augntóftinni, en hann er myndaður úr þremur hjúpum:
    • Trefjahjúp, tunica fibrosa
    • Æðuhjúp, tunica vasculosa
    • Innhjúp, tunica interna
  • Hvíta, sclera, er hvít og ávöl og er gerð úr bandvef. Hvítan rennur saman við glæru, sem einnig er nefnd hornhimna, cornea.
  • Æða, choroidea, er gerð úr sortufrumum sem draga til sín ljósgeisla.
  • Lita, iris, er litaði hluti augans. Hún er ýmist blá, græn eða brún, allt eftir litkornamagni. Svartur blettur í miðju litunnar er sjáaldrið, sem einnig heitir ljósop, pupilla, en það minnkar og stækkar eftir birtuástandi og líkams- og/eða hugarástandi.


  • a = sjóntaug
  • b = sjóntaugardoppa
  • c = hvíta, augnhvíta
  • d = æða, æðahimna
  • e = sjóna, nethimna, sjónhimna
  • f = brárgjörð
  • g = aftara augnhólf
  • h = lithimna, lita, regnbogahimna
  • i = sjáaldur, ljósop
  • j = glæra, hornhimna
  • k = fremra augnhólf (fullt af augnvökva)
  • l = brárvöðvi
  • m = augasteinn
  • n = burðarband
  • o = augnhlaup
  • p = sjónugróf
Mannsauga
Mannsauga

[breyta] Algengir augnkvillar

  • Augnangur, conjunctivitis, bólga/erting í slímhúð, sem klæðir augu að framan og augnlok að innanverðu.
  • Ellifjarsýni, presbyopia, aðlögunarhæfni augasteins minnkar þegar aldur færist yfir og veldur því að fólk sér síður það sem er nær því.
  • Fjarsýni, hypermetropia/hyperopia, sjónímynd lendir aftan við sjónu, mögulega vegna þess að augnknötturinn getur verið of stuttur eða ljósbrotshæfni augasteins er léleg. Fjarsýni hefur sömu eða svipuð áhrif og ellifjarsýni á sjón, fólk sér síður það sem er nær því.
  • Gláka, glaucoma, aukinn þrýsingur í auga vegna fyrirstöðu á rennsli glervökva milli augasteins og liturótar. Gláka veldur blindu ef meðferð dregst á langinn.
  • Nærsýni, myopia, sjónímynd lendir framan við sjónu. Nálægir hlutir sjást greinilega en fjarlægir hlutir illa.
  • Rangeygð, tileygð, skjálgi, strabismus er þegar augun eru ekki samstillt, annað augað gæti beinst að nefi og hitt til hliðar. Það auga sem ekki er ríkjandi er sagt vera latt.
  • Sjónskekkja, tvístursýni, glámskyggni, astigmatismus, galli eða annmarki á bugðu glæru veldur sjónskekkju. Sjónin verður léleg þar sem ljósgeislarnir tvístrast og ná ekki saman í sjónpunkti.
  • Starblinda, drer, vagl eða ský á auga, cataracta, myrkvaði hluti augasteinsins blindast alveg eða að hluta. Sést alloft hjá öldruðu fólki en einnig hundum og þykir það mikill kvilli t.d. í íslenskri hundarækt.

[breyta] Sjá einnig

Wiktionary merkið
Orðabókaskilgreiningu fyrir Auga er að finna í Wikiorðabókinni.