Háfiskar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Hvítuggi (Carcharhinus longimanus)
|
|||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||
|
|||||||||||||
|
|||||||||||||
Carcharhiniformes Heterodontiformes Hexanchiformes Lamniformes Orectolobiformes Pristiophoriformes Squaliformes Squatiniformes |
Háfiskar (fræðiheiti: Selachimorpha) eru hópur fiska með beinagrind úr brjóski og straumlínulagaðan skrokk. Þeir anda með fimm tálknopum (eða sex eða sjö eftir tegundum) sem mynda röð rétt aftan við höfuðið. Háfiskar eru með skráptennur á skinninu sem vernda þá fyrir sníklum og auka straumflæði skrokksins. Þeir hafa nokkrar raðir af endurnýjanlegum tönnum.
Minnsti háfiskurinn er dvergháfur (Euprotomicrus bispinatus), djúpsjávarfiskur sem aðeins verður 22 sm á lengd. Stærsti háfiskurinn, og jafnframt stærsti fiskurinn, er hvalháfur (Rhincodon typus) sem verður tólf metra langur og nærist eingöngu á svifi, líkt og stórhveli.