Notandaspjall:IngaAusa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sæl og velkomin á Wikipedia.

Varðandi greinarnar um heimavistirnar í Harry Potter, gætirðu þá ekki bara skrifað eina grein sem gæti heitið Heimavistir í Harry Potter og gæti verið með e-h formála og slíku og sameinað hinar greinarnar við hana? -Svona eins og á enskunni. Og varðandi myndirnar þá ætla ég líka að kvarta undan stórum smámunum. Venjan með myndirnar er sú að ljósmyndir eru á JPEG-formi, Merki (eins og t.d. skjaldarmerki) eru á PNG-formi og hreyfimyndir á GIF-formi. Svo er vaninn að tilgreina höfundarréttinn á myndunum.

Ertu ekki annars gamall hugari? --Stefán Vignir Skarphéðinsson 19:31, 1. maí 2005 (UTC)

Ojú, gamall hugari, það er ég... og ég er alveg lost í þessu Wikipediadæmi. Þetta er nú ekki beint idiotproof...
En já með að sameina greinarnar... af hverju þarf alltaf allt að vera eins og á enskunni:) En ég get það, ekkert mál... Mér fannst þetta eiginlega bara skemmtilegra svona... En það er bara ég. Það er svona að vera með krullur. Maður er öðruvísi. IngaAusa 20:35, 1. maí 2005 (UTC)
Ekki idiotproof kanski þar sem maður þarf stundum að skrifa einhvern furðulegan kóða en það venst samt, þó það taki smá tíma... Reyndar geta greinarnar alveg verið svona fyrir mér enda var þetta bara uppástunga þar sem ég er hrifnari af því að sjá langar og ýtarlegar greinar frekar en pínulitla stubba úti um allt og við þurfum alls ekki að apa allt upp eftir enskunni og ef við getum gert betur, þá er það enn betra. :) Annars hef ég sjálfur prufað að vera með lambakrullur þannig að ég skil þjáningar þínar ósköp vel. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 01:56, 2. maí 2005 (UTC)
Svo væri líka gaman að sjá þig standa þig eins vel hérna og á Huganum. :) --Stefán Vignir Skarphéðinsson 02:01, 2. maí 2005 (UTC)


Það er kannski ekki alltaf beint kóðinn sjálfur sem er málið, heldur hvar á að finna hann...IngaAusa 20:49, 2. maí 2005 (UTC)
Hér eru allir kóðarnir á fyrstu síðu leiðbeininganna á ensku, þó það sé kannski í heldur löngu máli. :D --Sterio 21:53, 2. maí 2005 (UTC)