Árni M. Mathiesen
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árni M. Mathiesen (f. í Reykjavík 2. október 1958) er íslenskur þingmaður Sjálfstæðisflokks og fjármálaráðherra Íslands.
Foreldrar Árna eru Matthías Á. Mathiesen alþingismaður og ráðherra og Sigrún Þorgilsdóttir Mathiesen. Árni lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla árið 1978, embættisprófi í dýralækningum frá háskólanum í Edinborg 1983 og prófi í fisksjúkdómafræði frá Stirling-háskóla 1985.
Árni starfaði um skeið við dýralækningar víðsvegar á landinu en gerðist svo framkvæmdastjóri Faxalax hf. 1988-1989. Árni hefur setið á Alþingi síðan 1991. Hann var skipaður sjávarútvegsráðherra 1999 og fjármálaráðherra í september 2005.