Strandfuglar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wikipedia:Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Strandfuglar
Hettumáfur (Larus ridibundus)
Hettumáfur (Larus ridibundus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Charadriiformes
Huxley, 1867
Ættir
Sjá grein.

Strandfuglar eða fjörufuglar (fræðiheiti: Charadriiformes) er fjölbreyttur ættbálkur fugla sem telur um 350 tegundir sem lifa um allan heim. Flestir strandfuglar lifa nærri vatni og lifa á smádýrum en sumar tegundir eru sjófuglar og aðrar finnast í skógum.

Ættbálknum er oftast skipt í þrjá undirættbálka:

  • Vaðfuglar (Charadrii) eru dæmigerðir strandfuglar sem nærast með því að tína fæðu upp úr sandi eða leðju bæði við sjó og vötn.
  • Máfuglar (Lari) eru venjulega aðeins stærri fuglar sem veiða fisk á hafi úti. Nokkrar máfategundir og skúmur taka fæðu sína í fjörunni eða með því að ræna aðra fugla og sumir hafa aðlagast lífi inni í landi.
  • Svartfuglar (Alcae) lifa við strendur á klettum og „fljúga“ neðansjávar eftir æti.

[breyta] Ættir

  • Undirætt: Vaðfuglar (Charadrii)
    • Ætt: Fjallatiplur (Thinocoridae)
    • Ætt: Pedionomidae
    • Ætt: Snípur (Scolopacidae)
    • Ætt: Gaukrelluætt (Rostratulidae)
    • Ætt: Jókaætt (Jacanidae)
    • Ætt: Slíðurnefir (Chionididae)
    • Ætt: Trílaætt (Burhinidae)
    • Ætt: Tjaldar (Haematopodidae)
    • Ætt: Bjúgnefaætt (Recurvirostridae)
    • Ætt: Ibidorhynchidae
    • Ætt: Lóuætt (Charadriidae)
    • Ætt: Pluvianellidae
    • Ætt: Krabbametjuætt (Dromadidae)
    • Ætt: Trítlar (Glareolidae)
  • Undirætt: Máfuglar (Lari)
    • Ætt: Máfar (Laridae)
    • Ætt: Þernur (Sternidae)
    • Ætt: Skúmar (Stercorariidae)
    • Ætt: Bakkaskaraætt (Rhynchopidae)
  • Undirætt: Svartfuglar (Alcae)
Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt strandfuglum er að finna á Wikimedia Commons.


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .