Mánárbakki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mánárbakki er nyrsti bær á Tjörnesi og hefur þar verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1956. 5 sjómílur frá landi eru tvær eyjar, Mánáreyjar, og kallast þær Háey og Lágey. Í þeim er mikið fuglalíf og er Lágey grösug og var lengi nýtt úr landi. Háey er minni að flatarmáli en hærri, gerð úr gjalli og móbergi. Lágey er hins vegar úr grágrýti.