Blaðsíðutal Stephanusar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blaðsíðutal Stephanusar er staðlað blaðsíðutal ritverka Platons sem á rætur sínar að rekja til útgáfu Henricusar Stephanusar (Henri Estienne) frá árinu 1578 og er haft á spássíunni í öllum nútíma útgáfum og þýðingum á verkum Platons.

Útgáfa Stephanusar var í þremur bindum og hafði grískan texta ásamt latneskri þýðingu í dálki við hliðina á gríska textanum. Hverri síðu útgáfunnar var skipt í fimm hluta sem eru auðkenndir með bókstöfunum a, b, c, d og e, þannig að hluti a var efstur á síðunni o.s.frv.

Venjan er að vísa til staða í ritum Platons með þessu kerfi. Til dæmis vísar Samdrykkjan 172a til upphafs Samdrykkjunnar eftir Platon sem er efst á bls. 172 í útgáfu Stephanusar. Þar sem útgáfa Stephanusar er í þremur bindum hafa fleiri en ein samræða sama blaðsíðutalið en ekkert verk er í fleiri en einu bindi í útgáfu Stephanusar og því kemur sama blaðsíðutalið aldrei fyrir oftar en einu sinni innan sama verksins.

Bekker tölur eru samskonar kerfi sem notað er til að vísa til staða í verkum Aristótelesar.

Efnisyfirlit

[breyta] Blaðsíðutal í útgáfu Stephanusar

[breyta] 1. bindi

[breyta] 2. bindi

[breyta] 3. bindi

  • (17a-92c) Tímajos
  • (106a-121c) Crítías
  • (126a-166c) Parmenídes
  • (172a-223d) Samdrykkjan
  • (227a-279c) Fædros
  • (281a-304e) Hippías meiri
  • (309a-310b) Bréf I
  • (310b-315a) Bréf II
  • (315a-319e) Bréf III
  • (320a-321c) Bréf IV
  • (321c-322c) Bréf V
  • (322c-323d) Bréf VI
  • (323d-352a) Bréf VII
  • (352b-357d) Bréf VIII
  • (357d-358b) Bréf IX
  • (358b-358c) Bréf X
  • (358d-359c) Bréf XI
  • (359c-359e) Bréf XII
  • (360a-363e) Bréf XIII
  • (364a-372a) Axíokkos
  • (372a-375d) Um réttlætið
  • (376a-379d) Um dygðina
  • (380a-386b) Demódókos
  • (387b-391d) Sísýfos
  • (392a-406a) Eryxías
  • (406a-410e) Kleitofon
  • (411a-416a) Skilgreiningar

[breyta] Heimild

[breyta] Tengill

Á öðrum tungumálum