RIKK

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

RIKK er rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. Stofan hefur starfað síðan 1991 og er leiðandi afl í kvenna- og kynjarannsóknum á Íslandi.

Aðalmarkmið RIKK er að efla og samhæfa jafnréttisrannsóknir og rannsóknir í kvenna- og kynjafræðum jafnframt því að vinna að og kynna niðurstöður rannsókna. Dagný Kristjánsdóttir prófessor er formaður stjórnar og Irma Erlingsdóttir er forstöðumaður RIKK.

RIKK hefur frá upphafi staðið fyrir reglulegum umræðufundum og fyrirlestrum þar sem fræðimenn kynna rannsóknarverkefni sín.

[breyta] Tenglar

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.