Spjall:Galíon
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Er þetta galleiða? --Stalfur 10. mars 2006 kl. 00:05 (UTC)
- Ég er ekki viss, þetta er galleon á ensku, en galeiða er galley. --Heiða María 10. mars 2006 kl. 11:13 (UTC)
- NB, galeiða er orðið, og merkir alls ekki það sama og galíasi, enda er galeiðu aðallega róið, en galíasi er eingöngu seglskip. – Krun 10. mars 2006 kl. 11:26 (UTC)
- Það er rétt. Galeiða er skip sem bæði var róið og siglt og sem var notað á Miðjarðarhafinu frá tímum Rómverja og fram á 16. öld (t.d. í orrustunni við Lepanto). Held samt að bæði heitin séu dregin af sama latneska orðinu sem þýðir "svalir" eða "gangvegur" (sbr. orðið gallerí) og á við um n-k svalir sem lágu umhverfis afturkastalann á galíösum. Hef samt ekki orðsifjarnar alveg á hreinu --Akigka 10. mars 2006 kl. 11:37 (UTC)
- Ég bjó til tilvísun af Galeiða en sá svo þessa umræðu. Ef menn telja þetta rangt þá vil ég benda á að Akigka sem þekkir þetta býsna vel að því er virðist notaði myndina af en.wikipedia/Galleon á þessa síðu og því er greinilega ekki alveg sátt um þetta. --Óli Ágúst 11:15, 25 janúar 2007 (UTC)
- Enska orðið yfir galeiðu er en:Galley og er fyrst og fremst róið skip (með kannski einu eða tveimur ráseglum. --Akigka 12:24, 25 janúar 2007 (UTC)
- Já ég sá að það var augljóst við frekari athugun og gerði smá grein um efnið. Ég held ég hafi líka aðeins ruglað um myndina sem ég minntist á hér að ofan og biðst afsökunar á því... :) --Óli Ágúst 12:37, 25 janúar 2007 (UTC)
- Ekkert að afsaka, og fínn greinarstúfur um galeiðuna... --Akigka 12:39, 25 janúar 2007 (UTC)
- Já ég sá að það var augljóst við frekari athugun og gerði smá grein um efnið. Ég held ég hafi líka aðeins ruglað um myndina sem ég minntist á hér að ofan og biðst afsökunar á því... :) --Óli Ágúst 12:37, 25 janúar 2007 (UTC)
- Enska orðið yfir galeiðu er en:Galley og er fyrst og fremst róið skip (með kannski einu eða tveimur ráseglum. --Akigka 12:24, 25 janúar 2007 (UTC)
- Ég bjó til tilvísun af Galeiða en sá svo þessa umræðu. Ef menn telja þetta rangt þá vil ég benda á að Akigka sem þekkir þetta býsna vel að því er virðist notaði myndina af en.wikipedia/Galleon á þessa síðu og því er greinilega ekki alveg sátt um þetta. --Óli Ágúst 11:15, 25 janúar 2007 (UTC)
- Það er rétt. Galeiða er skip sem bæði var róið og siglt og sem var notað á Miðjarðarhafinu frá tímum Rómverja og fram á 16. öld (t.d. í orrustunni við Lepanto). Held samt að bæði heitin séu dregin af sama latneska orðinu sem þýðir "svalir" eða "gangvegur" (sbr. orðið gallerí) og á við um n-k svalir sem lágu umhverfis afturkastalann á galíösum. Hef samt ekki orðsifjarnar alveg á hreinu --Akigka 10. mars 2006 kl. 11:37 (UTC)
- NB, galeiða er orðið, og merkir alls ekki það sama og galíasi, enda er galeiðu aðallega róið, en galíasi er eingöngu seglskip. – Krun 10. mars 2006 kl. 11:26 (UTC)
Hér er verið að rugla með nöfn. Þetta heitir Galíon á íslensku: galíon: (h) galleón: stórt rásiglt skip með þremur eða fjórum þilförum og hárri vígbúinni lyftingu, oft með íburðarmikilli skreytingu í skut og stafni; notað bæði sem farskip og herskip frá 15. til 18. aldar, m.a. í Ameríkusiglinum Spánverja. / (ens. Galleon: large sailing vessel, normaly square rigged, used between the 15th and 17th century). Hakarl 21:43, 6 mars 2007 (UTC)Hakarl
galías er allt annað og galíasi veit ég ekki hvað er. Finn enga heimildir um þá notkun.
- Ekki frá því að þetta sé rétt hjá þér. Galíasi er samt þekkt held ég. --Akigka 22:25, 6 mars 2007 (UTC)
Ég hef leitað í mörgum bókum og ég finn það ekki. Galíasinn er auðvitað til og er Galías með greini - einsog í þessu dæmi: Galíasinn „Mars“ frá Ísafirði fékk veðrið í hafi þar útifyrir. og er úr tímaritinu Bjarka. Galíasi held ég að sé ekki til í íslensku. Hakarl 22:42, 6 mars 2007 (UTC)hakarl
Þakka þér fyrir félagi eða Akigka. Ég er enn of mikill rati til að geta breytt þessum veigameiri hlutum. Hakarl 22:49, 6 mars 2007 (UTC)hakarl