Spjall:Tíðni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi síða er í vinnslu, bæti við meira þegar tækifæri gefst. Rockstar 19:53, 20 mars 2007 (UTC)

Þessi breyting á skilgreiningu tíðni er ekki af hinu góða. Ekki er hægt að kalla þetta rangt, heldur er þessi skilgreining allt of þröng. Það er óþarfi að takmarka tíðnihugtakið alfarið við reglulegar sveiflur. Ekkert er því til fyrirstöðu að tala um tíðni þó að fyrirbærið endurtaki sig ekki reglulega. Til dæmis getum við talað um tíðni lægða sem koma upp að suðvesturlandi, tíðni þess að fá 6 upp á tening við síendurtekin köst, tíðni fæðinga á Íslandi og svo mætti lengi telja. Skilgreiningin þarf að ná þessu öllu og verður því að vera víðtækari. Því var fyrri skilgreiningin betri. Umræðan um Herz átti hins vegar ekki erindi þar. --Mói 20:35, 20 mars 2007 (UTC)
Já, ég er sammála, upprunalega skilgreiningin var mun betri. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að breyta henni eins og hún var. Hins vegar finnst mér fullkomnlega eðlilegt að útskýra Hertz í örfáum orðum í grein sem fjallar um tíðni. BTW. ég semsagt gleymdi að skrá mig inn en upprunalegu skrifin komu semsagt frá mér :) Rockstar 21:27, 20 mars 2007 (UTC)