Spjall:Kúluskítur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samkvæmt mbl.is er kúluskítur sérstakt vaxtarform grænþörungsins vatnaskúfs. Spurningin er hvort þessi grein ætti þá ekki heima á vatnaskúfur. --Akigka 16. júní 2006 kl. 16:25 (UTC)

Þetta er kallað vatnadúnn eða kúluskúfur hjá ÍSMÁL. Annars er þetta ekki endilega nafn á vaxtarformi, þetta er einfaldlega það sem þetta er kallað á Mývatni. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. júní 2006 kl. 16:55 (UTC)
Þegar talað er um að kúluskítur (kúluskúfur) finnist bara á tveimur eða þremur stöðum í heiminum, þ.e. í Mývatni, einhverju japönsku vatni og svo jafnvel í Eistlandi ef marka má ensku Wp, þá er nafnið klárlega nafn á vaxtarformi. Það er vegna þess að vatnaskúfurinn, sem myndar kúluskítinn finnst víða í vötnum, aðallega á norðurslóðum, en kúluskíturinn sjálfur (þetta kúlulaga vaxtarform) er nánast einsdæmi. --Mói 16. júní 2006 kl. 17:43 (UTC)
Eitthvað rámar mig í það að Mývetningar séu farnir að kalla þetta eitthvað annað, þótti kúluskítur víst ekki nógu virðulegt heiti á þessum merkilegu lífverum.--Bjarki 16. júní 2006 kl. 18:22 (UTC)
Samanber: [1]. Annars held ég að fyrir flestum muni þetta alltaf vera kúluskítur, enda með endæmum krúttlegt nafn. --Bjarki 16. júní 2006 kl. 18:29 (UTC)
Nafnið er augljóslega fengið af lögun þarans, en það þýðir ekki að þetta geti ekki verið nafnið á honum. Við erum nú með önnur eins heiti í íslensku, t.d. skyrbjúgur og appelsína (halló?). Þó svo að einhverjir hafi ákveðið að það sé hentugra að kalla þetta eitthvað annað fyrir túrisman þá er þetta ekkert minna heiti á plöntunni. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. júní 2006 kl. 19:17 (UTC)