Spjall:Hrekjanleiki
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Það er ekki heil brú í þessari hugsun. Eina ástæða þess að kenning eða tilgáta sé með réttu afsannanleg eða hrekjanleg er sú að hún sé röng. Ef svo engin kenning fellur undir vísindi nema því aðeins að hún sé hrekjanleg (= röng), þá leiðir af því að vísindi eru samsafn rangra kenninga og annað fellur ekki undir vísindi. Ljóta bullið. --Mói 14. okt. 2005 kl. 20:35 (UTC)
- Þetta er grundvallarmisskilningur hjá þér. Það er ekki það sama að kenning sé hrekjanleg og að hún sé hrakin. Þar fyrir utan er ekki nóg að um sé að ræða algjört bull til að henda því út úr Wikipedia. Það eru greinar um hagfræði hérna, t.d.. >;) --Odin 14. okt. 2005 kl. 20:43 (UTC)
- ! --Mói 14. okt. 2005 kl. 20:58 (UTC)
- Þetta er rétt sem Odin segir, það er ekki það sama að kenning sé hrekjanleg og að hún sé hrakin eða röng. Afstæðiskenning Einsteins er t.d. hrekjanleg kenning vegna þess að Einstein útskýrði undir hvaða kringumstæðum kenningin yrði hrakin og það er hægt að hrekja hana með því að finna þær aðstæður. Dæmi: Afstæðiskenningin segir ýmislegt um hegðun ljóss; hún mun teljast hrakin ef það reynist rangt. Taki stjörnufræðingar til dæmis eftir því að ljós hagi sér á ákveðinn hátt í geimnum, öðruvísi en það gæti gert skv. kenningunni (nota bene ef ítrekaðar athuganir leiða í ljós sömu niðurstöðuna), þá getum við sagt að kenningin sé ekki rétt og þar með hrakin. Til þess að hrekja kenninguna þarftu sem sagt bara að finna tilfelli þar sem ljós hagar sér öðruvísi en það ætti kenningunni samkvæmt að gera. Gangi þér vel!
- En ef þú nærð aldrei að sýna fram á hlutirnir séu öðruvísi en tiltekin kenning segir að þeir eigi að vera, hvað þá? Nú, þá er kenningin staðfest af athugunum. Það þýðir vel að merkja ekki að hún hafi verið sönnuð enda eru vísindalegar kenningar ætíð vansannaðar eins og sagt er. Frekari athuganir í framtíðinni gætu sýnt að kenningin sé röng (og þá væri kjánalegt að hafa lýst því yfir áður að kenningin væri sönnuð bara af því að einhver athugun hrakti hana ekki). Vísindin eru samansafn ekki rangra heldur vansannaðra, en staðfestra, kenninga auk tilgáta, skilgreininga, viðmiða, aðferða o.s.frv. --Cessator 14. okt. 2005 kl. 22:06 (UTC)
- ! --Mói 14. okt. 2005 kl. 20:58 (UTC)
Þess má geta að upphaflega greinin hélt því ekki fram að kenningar væru „sannanlegar af því að þær væru afsannanlegar“. Því var haldið fram að kenningar væru afsannanlegar en sannreynanlegar (klaufalegt orðaval vegna samspils tveggja orða sem bæði hafa rótina -sann, en sannreynanleiki er samt ekki það sama og sannanleiki). Vísindalegar kenningar eru bara ekki sannanlegar, eins og kom fram í upphaflegu greininni. --Cessator 14. okt. 2005 kl. 22:15 (UTC)
- Það var lóðið! Kenning getur ekki verið vísindaleg nema því aðeins að hún sé sannreynanleg (prófanleg, (e. that it can be put to the test). Það felur í sér að hún gæti reynst röng eða þá að hún gæti reynst á þann veg, að ekki sé unnt að sýna fram á að hún sé röng. Það að eitthvað sé sannreynanlegt með slíkum hætti, þýðir bara allt annað en það að það sé hrekjanlegt. Ef eitthvað er hrekjanlegt, þá verður það hrakið og er því rangt. Ef menn hengja sig í þetta hrekjanleikaorð með þeim hætti sem gert er í greininni, þá lenda þeir í klemmunni sem ég setti upp hér að ofan. Þá væru vísindin eingöngu samsafn afsannaðra kenninga. Við skulum nota orðið sannreynanlegur í stað hrekjanlegur, því að það nær hugmyndinni algjörlega. Það sem ég er að deila á er ekki kenning Poppers, heldur hið alveg ótæka orðaval að kalla þetta hrekjanleika í þýðingunni. --Mói 14. okt. 2005 kl. 22:33 (UTC)
- Nei Moi, sannreynanleiki er nefnilega það sem að ekkert vísindalögmál býr yfir. Bæði Hume og Popper sýndu fram á það. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14. okt. 2005 kl. 22:42 (UTC)
- Þetta er misskilningur Friðrik, þú ruglar saman merkingu orðanna sannanleiki og sannreynanleiki. Hume og Popper sýndu fram á það, að engin kenning býr yfir þeim eiginleika að vera sannanleg. Athugaðu að sannanleiki og sannreynanleiki er ekki eitt og hið sama. Það að sannreyna þýðir að ganga úr skugga um hvort eitthvað sé satt eða ekki. Það að sanna þýðir bara það: að sanna. Þetta er ekki það sama. --Mói 14. okt. 2005 kl. 22:57 (UTC)
- Nokkuð rétt hjá þér, en þú gerðir lítið annað en að undirstrika það sem ég sagði. Hvernig getur það sem er ósannanlegt búið yfir sannreynanleika? Ef það er lífsins ómögulegt að sýna fram á að e-r staðhæfing er sönn (eða ósönn) þá býr hún augljóslega ekki yfir þeim eiginleika að vera sannreynanleg. Þetta orð, sannreynanleiki, er það sem er notað í mínum ritum sem ég á um heimspeki. Ég held, að þetta sé einhver annar misskilningur á orðum, ég vona að Cessator geti útskýrt þetta, hann er víst sá sem er með heimspekigráðuna ekki ég :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14. okt. 2005 kl. 23:05 (UTC)
- Nei Moi, sannreynanleiki er nefnilega það sem að ekkert vísindalögmál býr yfir. Bæði Hume og Popper sýndu fram á það. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14. okt. 2005 kl. 22:42 (UTC)
-
-
-
- Ohh, ég er tvisvar búinn að skrifa langt svar sem hefur ekki komið inn! Jæja...
-
-
-
-
-
- Sko, kenning væri sannanleg ef það væri hægt að sanna hana, sýna í eitt skipti fyrir öll að hún er sönn. Vísindakenningar eru alla jafnan ekki sannanlegar. Það væri þá helst stærðfræðileg eða rökfræðileg kenning sem væri sannanleg miðað við ákveðnar forsendur. Kenning er sannreynanleg ef það er hægt að prófa hana. Kenning er hrekjanleg ef það er tekið fram hvaða niðurstaða þarf að koma út úr prófuninni til að hún teljist röng, þ.e.a.s. undir hvaða kringumstæðum hún teljist vera hrakin.
-
-
-
-
-
- Fullyrðingin „Guð er til“ er hvorki sannreynanleg né hrekjanleg. En kannski má segja að fullyrðingar stjörnuspekinnar séu sannreynanlegar án þess að vera hrekjanlegar. Stjörnuspekin fullyrðir að naut séu þrjósk og að vatnsberar séu.... einhvern veginn og það ver auðvitað hægt að sannreyna þessar fullyrðingar, t.d. með því að fylgjst með hegðun 3000 vatnsbera; hins vegar er ekki tekið fram undir í kringumstæðum fullyrðingarnar teljist ósannar, því alltaf þegar eitthvað virðist hrekja fullyrðingar stjörnuspekinnar, þá er eitthvað annað sem útskýrir frávikið, t.d. að Venus sé í ákveðinni stöðu miðað við Mars...whatever. Það er sem sagt hægt að prófa fullyrðingarnar, ólíkt fullyrðingunni „Guð er til“, en ekki hrekja þær. Ólíkt t.d. Einstein hefur enginn stjörnuspekingur sagt „Ok, kenningin er þessi og ef athuganir leiða annað í ljós, þá er þetta allt ósatt“; þess vegna er stjörnuspeki ekki vísindaleg.
-
-
-
-
-
- Orðið „hrekjanleiki“ er viðtekin þýðing á „falsifiability“ meðal íslenskra heimspekinga. Mig minnir að Erlendur Jónsson noti þetta í bók sinni Vísindaheimspeki og kemur sennilega til með að hafa það í orðabókinni sem hann vinnur að um heimspekileg hugtök. (Þessar fullyrðingar eru hrekjanlegar!)
-
-
-
-
-
- Í svari á Vísindavefnum segir Ólafur Páll Jónsson m.a.: „Sannreynslulögmál Ayers átti að þjóna þeim tilgangi að skera úr um hvenær setningar væru merkingarbærar og hvenær ekki. Þessu lögmáli svipar nokkuð til hrekjanleikalögmáls Karls Popper sem segir að kenning teljist þá aðeins vísindaleg að það sé að minnsta kosti mögulegt að hrekja hana. Í greininni “Ágiskanir og afsannanir” orðar Popper þetta þannig að „... það sem ákvarðar vísindalegt gildi kenningar sé hversu opin hún er fyrir ógildingu, þ.e. hrekjanleiki hennar eða prófanleiki.“ Markmið Poppers var nokkuð annað en Ayers. Popper hugsaði hrekjanleika lögmál sitt ekki sem tæki til að skilja á milli merkingarbærra og merkingarlausra setninga, heldur sem tæki til að skilja á milli alvöru vísinda og gervivísinda og þar sem tilgáta getur vel verið merkingarbær þótt hún sé óvísindaleg er viðmið Poppers ekki eins afdrifaríkt og viðmið Ayers“. Tökum eftir því að Popper notar bæði orðin „prófanleiki“ og „hrekjanleiki“ en það þýðir ekkert annað en að hann hafi ekki greint skarplega á milli; hins vegar hafa aðrir gert það og notað hugtökin í ólíkum tilgangi, eins og Lassi kemur inn á, þannig að það er ekki rétt að halda því fram að þetta séu samheiti. Þau eru það ekki.
-
-
-
-
-
- Ég er örugglega að gleyma einhverju sem ég ætlaði að segja áðan en æi, fokk it! --Cessator 15. okt. 2005 kl. 00:21 (UTC)
-
-