Njálsgata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Njálsgata er gata í Austurbænum og Norðurmýri í Reykjavík. Liggur frá Klapparstíg í vestri til Rauðarárstígs í austri. Tók að byggjast á upphafsárum 20. aldar, gatan er nefnd eftir Njáli Þorgeirssyni er sagt er frá í Njálu.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson rak um áratugaskeið ölsuðuhús við Njálsgötu. Þar var meðal annars bruggaður Pilsner og bjór (Polar Beer).

Njálsgata kemur talsvert við sögu í unglingabókinni „Baneitrað samband á Njálsgötunni“ eftir Auði Haralds.