Tasmanía
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tasmanía er fylki í Ástralíu. Hún er eina fylkið sem ekki er á meginlandinu heldur er hún eyja rétt fyrir sunnan Victoriu, rúmlega helmingi minni en Ísland. Þar býr tæp hálf milljón manns og er höfuðborgin Hobart. Nafn eyjunnar er dregið af nafni Hollenska landkönnuðarins Abel Tasman sem kom þangað fyrstur Evrópumanna. Evrópumenn settust þar fyrst að árið 1803 og aðeins 22 árum síðar, eða 1825, varð eyjan að sjálfstæðri nýlendu Breta. Stór hluti eyjunnar er þakinn sorfnum fjöllum sem eru flest skógi vaxin. Helstu atvinnuvegir Tasmaníu hafa í gegn um tíðina verið skógarhögg og námagröftur. Þessir atvinnuvegir eiga þó undir högg að sækja í dag þar sem umhverfisvernd er mjög mikil á eyjunni og þar eru stórir þjóðgarðar. Þar var einmitt fyrsti Græningjaflokkur heims stofnaður, Sameinaði Tasmaníuhópurinn, árið 1971 til að berjast gegn virkjunarframkvæmdum. Mary Donaldsson, krónprinsessa Danmerkur kemur frá Tasmaníu.
Áströlsk fylki, svæði og höfuðborgir: | ![]() |
|||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Höfuðborgarsvæði Ástralíu | Nýja Suður Wales | Norður-svæðið | Queensland | Suður-Ástralía | Tasmanía | Victoria | Vestur-Ástralía | |
Canberra | Sydney | Darwin | Brisbane | Adelaide | Hobart | Melbourne | Perth | |
Norfolkeyja | Jólaeyja | Kókoseyjar | Kóralhafseyjasvæðið | Heard- og McDonaldeyjar | Ástralska suðurskautssvæðið |