Spjall:Ido

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ido (Ido)
Talað hvar: Um allan heim
Heimshluti: Plánetan jörð
Fjöldi málhafa: um 1.000
Sæti: Ekki meðal topp 100.
Ætt: Tilbúið tungumál
Opinber staða
Opinbert tungumál:
Stýrt af: Uniono por la Linguo Internaciona Ido
Tungumálakóðar
ISO 639-1: io
ISO 639-2:
SIL:
TungumálListi yfir tungumál
Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

[breyta] Hm

Hm, jeg vil skribar Idos artikkel men jeg kan ikke skriver Islenska godt...

You are of course very free to continue the article, I just removed what was there because we sometimes get these drive-by articles, i.e. someone just dumps very little template that people are presumably supposed to continue, I thought that noone was going to continue it so I salvaged the infobox and removed the rest.
I've restored it now though so if you're still interested in continuing please do so. –Ævar Arnfjörð Bjarmason 03:55, 22. júní 2005 (UTC)

Forhistorien Yeah, not so much a drive-by article as me deciding in the middle of it that I'd better not try to write it myself as my Icelandic is so bad. I don't have any Icelandic friends either so I thought I would put up the structure for the article and see if anyone was interested in helping out. The Danish-language article is quite good; I think a few sentences from that one would suffice as a beginning.

Den franske filosof og matematiker Louis Couturat (1868-1914) gik ind for ideen om et kunstsprog som et fælles sprog til international kommunikation, men syntes ikke at valget af sprog skulle overlades til tilfældighederne. Han samlede derfor en række repræsentanter fra forskellige selskaber og institutioner til at vælge en komite til at vælge det bedste sprog.

Komiteen som mest bestod af videnskabsfolk, heriblandt den kendte danske lingvist Otto Jespersen, mødtes i Paris, oktober 1907. Skaberne af forskellig kunstsprog var inviteret for at de skulle fremlægge deres respektive projekter for komiteen. L.L. Zamenhof, skaberen af esperanto, kunne ikke møde, men sendte i stedet Louis de Beaufront til at repræsentere sig. Komiteen foretrak et sprog som så vidt muligt var konstrueret ud fra hvad er de vesteuropæiske sprog har til fælles, og således i komiteens øjne var internationalt. Snart tegnede der sig to mulige kandidater: esperanto og idiom neutral. Komiteen fandt imidlertid ingen af dem helt tilfredsstillende.

Ido i dag

Der er fortsat en mindre ido-bevægelse i dag. Anslagene over antallet af ido-talende varierer fra 250 til 5000. Der findes en ido-udgave af wikipedia som har over 4000 artikler (jun 2005).


No pressure to help out, of course.

[breyta] Hvering Ido Virkar

http://private.addcom.de/IDO/islanda.htm

HVERNIG IDO VIRKAR


ALÞJÓÐLEGUR SKILNINGUR Hugmyndin um alþjóðlegt tungumál er einfaldlega að gera því fólki sem er einungis fært á einu máli kleift að skilja hvert annað. Ídó var þróað af málfræðingum og vísindamönnum á nokkurra ára tímabili. Það er praktískasta tungumál sem gert hefur verið og sýnt hefur verið fram á gagnsemi þess fjölmörgum sinnum, bæði í rituðu jafnt og mæltu máli. Bækur á og um Ídó hafa verið gefnar út í mörgum löndum, en fram til þessa þekkja fáir til málsins. Svo að tilgangurinn hér er að sýna fram á hversu praktískt málið er. Eins og með margar fremstu uppfinningar er einfaldleiki lykillinn. Úr því Ídó er mun auðveldara en nokkur þjóðtunga tekur það tvær tilteknar manneskjur þeim mun minni tíma að læra Ídó en að læra annað hvort móðurmál þeirra. Ídó er lausnin sem beðið hefur verið eftir. Það sneiðir fram hjá málhöftum sem hindra skilning manna á milli.

Lítum nú á nokkur af einkennum Ídós og kynnumst "leyndarmálum" ótrúlegs einfaldleika þess.

ORÐIN Orðaforði Ídós er byggður á helstu málum Evrópu - ensku, frönsku, þýsku, ítölsku, rússnesku og spænsku - og því oft á tíðum óbeint á orðaforða latínu.

Stundum eru orðin fyrir tiltekið hugtekið mjög lík í flestum þessara mála, svo að það er ekki erfit að velja sameiginlega orðmynd. Í öðrum tilvikum er valið heldur örðugra en almennt talið er sú orðmynd valin sem á við eins mörg mál og mögulegt er.

Hér eru nokkur dæmi um orð í Ídó borin saman við samsvarandi líkar orðmyndir í öðrum málum. Í þessum dæmum hafa rússnesk orð verið umrituð með latnesku letri. Oft er hið ídíska orð ekki samsvarandi -því enska orði sömu merkingar sem helst er notað. Þá er það yfirleitt skylt einhverju öðru sjaldgæfara ensku orði sem enskumælandi fólk getur notað sér til minnis. Íslenskumælendur geta þó lítið nýtt sér þetta vegna þess hversu "hreinræktaður" orðaforði íslenskunnar er og verða því að læra ídísk orð út frá ensku eða öðru evrópsku máli sem þeir þekkja vel til.

Ath: E=enska, F=franska, Þ=þýska, Ít=ítalska, R=rússneska (með latínuletri), S=spænska Ís=íslenska banko - E:bank, F:banque, Þ:Bank, Ít:banca, R:bank, S:banco, Ís:banki bona - E:good (munið "bonus"), F:bon, Ít:buono, S:bueno, Ís:góð (tökuorð "bónus") donar - E:to give (munið "donor"), F:donner, Ít:dare, donare, S:dar filtrar - E:to filter, F:filtrer, Þ:filtrieren, Ít:filtrare, R:filtr, S:filtrar gardeno - E:garden, F:jardin, Þ:Garten, Ít:giardino, S:jardin, Ís:garður kavalo - E:horse (munið "cavalry"), F:cheval, Ít:cavallo, S:cavalo maro - E:sea (munið "marine"), F:mer, Þ:Meer, Ít:mare, S:mar, Ís:mar (fornyrði fyrir "haf") naciono - E:nation, F:nation, Þ:Nation, Ít:nazione, R:nacia, S:nacion studiar - E:to study, F: etudier, Þ:studieren, Ít:studiare, S:estudiar, Ís:læra (munið "stúdent") yuna - E:young, F:jeune, Þ:jung, R:yuniy, Ís:ung

FRAMBURÐUR ORÐANNA

Ídó notar 26 stafi hins latneska stafrófs, án broddstafa eða annarra stafaafbrigða sem notuð eru í mörgum málum. Þannig er það auðmeðfarið í ritvinnslu. Margir stafir eru bornir fram eins og í íslensku. Athugið þó: c er borið fram eins og ts (eins og í "kasts"). Stafurinn g er ávallt borinn fram harður eins og í "góð", aldrei linur eins og í "laga" eða "lagt". Stafurinn j er borinn fram zj eins og franskt joð (rödduð útgáfa sh í ensku). Stafatvennurnar ch og sh eru bornar fram eins og í ensku, þ.e. "tsj" og "sj". "z" er borin fram sem rödduð útgáfa "s", en það hljóð er ekki til í íslensku. Íslendingar ættu að gæta þess að nota ekki aðblástur (eins og í "þótt") eða órödduð hljóð þar sem ekki á við: "kant" væri borið fram eins og "kand" ekki "kant", "shampo" eins og "sjambó". "p, t, k" eru borin fram órödduð óblásin, svipað og "b, d, g" í íslensku. "b, d, g" í Ídó eru borin fram rödduð, líkt og í ensku, en samsvarandi hljóð eru ekki til í íslensku.

Sérhljóðarnir "a, e, i, o, u" eru bornir fram "a, e, í, ó, ú". Áherslan fellur á næstseinasta atkvæðið nema í nafnhætti sagna þar sem hún fellur á seinasta atkvæði. Til dæmis: generaciOno, mUri, universAla, telefOno, Exter, mUlte; en klozAr (að loka), pensAr (að hugsa), dankAr (að þakka). Þegar orð enda á sérhljóða með "i" eða "u" fyrir framan sig haga þessir tveir sérhljóðar sér eins og eitt atkvæði. T.d. er sagt rAdio (ekki radIo), famIlio, mAnuo.

GERÐIR ORÐA Ídó hjálpar lesandanum og hlustandanum að skilja hlutverk orðs. Þetta er gert með því að nota endingar sem gefa oft til kynna orðflokk. T.d. enda nafnorð á stafnum -o í eintölu, eins og kavalo (hestur), sukro (sykur), kozo (hlutur), puero (barn). Ákveðinn greinir í Ídó er la: "hesturinn" er því la kavalo. Fleirtala nafnorða endar á -i í stað -o. Það er auðvelt að sjá merkingu kavali (hestar), kozi (hlutir) og pueri (börn).

NOKKUR NAFNORÐ (Ath: orðið sem fylgir í sviga er það enska, danska eða íslenska orð sem er af sama uppruna (yfirleitt latneskum) og ídíska orðið.)

amiko - vinur (e. amicable) animalo - dýr aquo - vatn (e. aquatic) batelo - bátur butiko - búð (e. boutique, d. butik) chambro - herbergi (e. chamber) dio - dagur (e. diary) domo - hús (e. domestic) dorso - bak (e. dorsal) floro - blóm (flóra) foresto - skógur (e. forest) frukto - ávöxtur (e. fruit) hundo - hundur kapo - höfuð (e. capital) kavalo - hestur (e. cavalry) kozo - hlutur (e. cause) libro - bók (e. library) ligno - viður (ligneous) linguo - tungumál (e. linguist)maro - haf (mar) matino - morgun (e. matins) matro - móðir mondo - heimur (e. mundane) muro - veggur (múr) pano - brauð (e. pantry) patro - faðir peco - stykki (e. piece) pedo - fótur (pedali) persono - einstaklingur (persóna) pomo - epli pordo - dyr (port) puero - barn (e. puerile) rivero - á (e. river) stulo - stóll sukro - sykur tablo - borð (tafl, tafla) tempo - tími (e. temporary) urbo - bær (e. urban) vespero - kvöld (e. vespers) vorto - orð (e. word)

Lýsingarorð enda á -a, t.d rapida (hröð), plena (full), bela (fögur) and facila (auðveld). Langt komnir geta, sérstaklega í ljóðum, sleppa stafnum -a en hann er yfirleitt látinn fylgja sem gagnlegt viðskeyti.

NOKKUR LÝSINGARORÐ alta - há (e. altitude) bela - fögur (e. belle) bona - góð (bónus) dolca - sæt (e. dulcet) dormanta - sofandi (e. dormant) facila - auðveld (e. facilitate) felica - glöð (e. felicity) granda - stór ("grand (hótel)") interesanta - áhugaverð (e. interesting) kelka - nokkur klara - skýr (e. clarity) kolda - köld kurta - stutt (d. kort) mikra - lítil (e. microscope) multa - mikil, margar (e. multiply) lenta - hæg nova - ný (e. novelty) omna - öll, sérhver (e. omnipotent) plena - full (e. plenty) plura - allnokkrar (e. plural) poka - fáarrapida - hröð (e. rapid) saja - vitur ("saga" sem lýsingarorð) simpla - einföld (e. simple) varma - heit (e. warm, d. varm) utila - gagnleg (e. utility) vera - sönn (e. veritable) yuna - ung (e. young)

ORÐ NOTUÐ SAMAN Lýsingarorð getur staðið fyrir aftan nafnorðið sem það á við. T.d. "hraðir hestar" getur verið annað hvort "rapida kavali" eða "kavali rapida"; "alheimstunga" er "universala linguo" eða "linguo universala". Taktu nokkur orð frá listanum og settu saman einfalda nafnliði. Sjáðu hversu auðvelt það er: la lenta kavalo; granda flori; libro interesanta; la mikra reda pomi; linguo facila.

SAGNIR Sagnir eru sérstaklega auðveldar í samanburði við sagnir annarra mála. Nafnhátturinn er tjáður með endingunni -ar, t.d. "vidar" (að sjá), "pensar" (að hugsa). Nútíð er sýnd með endingunni -as. Sb. "mi vidas" (ég sé); "mi pensas" (ég hugsa); "mi klozas"; "la hundo dormas" (hundurinn sefur).

NOKKRAR SAGNIR amar - líka (e. amity) apertar - opna (e. aperture) bezonar - þurfa dankar - þakka (e. thank ) dicar - segja (e. diction) divinar - giska (e. divination) dormar - sofa (e. dormant) drinkar - drekka (e. drink ) esar - vera (e. be ) finar - ljúka (e. end, finish) havar - hafa (e. have) interesar - vekja áhuga e-s (e. interest) jetar - kasta, fleygja (e. jettison) juntar - ganga í lið með, tengja saman (e. juncture) kantar - syngja (e. cantata) kaptar - ná (e. capture) klamar - kalla (e. clamour) klozar - loka (e. close) komencar - hefja, byrja (e. commence) komprar - kaupa (e. compromise) komprenar - skilja (e. comprehend) kredar - trúa (e. credible) kurar - hlaupa (e. current) lektar - lesa (e. lecture) ludar - spila, leika (borðspilið "lúdó") montrar - sýna (e. demonstration) parolar - tala (e. parley) pendar - hanga (e. pendant) pensar - hugsa (e. pensive) portar - halda á (portable) povar - geta (skyld e. potent úr fr. pouvoir) pozar - setja (e. pose, position) prenar - taka (e. prehensive) pulsar - ýta (e. pulsate) questionar - spyrja (e. question) savar - vita (e. savant, "savoir faire") serchar - leita (e. search) sidar - sitja skribar - skrifa tenar - halda (e. tenacious, maintain) tirar - toga trovar - finna (e. treasure trove) venar - koma (e. intervene) vendar - selja (e. vendor) vidar - sjá (vídjó, e. visible, video) vivar - life (e. revive) volar - vilja (e. voluntary)

AÐ NOTA FLEIRI ORÐ SAMAN Nú höfum við nægan grunn til að leggja í metnaðarmeiri setningar. Til dæmis sukro esas dolca (sykur er sætur), la puero questionas la matro (barnið dregur móðurina í efa), la pomi esas granda (eplin eru stór), kavalo esas animalo (hestur er dýr), kavali esas animali (hestar eru dýr), la mikra hundo kuras en la foresto (litli hundurinn hleypir inni í skóginum). Búðu til fleiri setningar fyrir sjálfa(n) þig á þessa vegu. Öfugt við mörg mál þurfa ídísk lýsingarorð ekki að beygjast eftir nafnorðinu og sagnir beygjast ekki eftir persónum, svo þetta ætti ekki að flækjast fyrir þér.

ATVIKSORÐ LÝSA FREKAR Lýsingarorðum má breyta í atviksorð með því einu að skipta út endingunni -a með -e, t.d. rapide (skjótlega), facile (auðveldlega), klare (skýrt) og bele (fagurlega). Bættu nú nokkrum atviksorðum við lýsingarorð eða sagnir: vere facila (sannarlega auðveld), parolar felice að tala glaðlega), la hundi serchas rapide (hundarnir leita skjótt). Að auki eru til atviksorð sem ekki eru dregin af lýsingarorðum, svo sem hike (hér), tre (mjög), anke (einnig). Samtengingar í Ídó eiga sér enga sérstaka endingu í Ídó en eru yfirleitt eins atkvæðis. T.d. e (og), o (eða), ma (en). Nokkrar þessarra og fleiri gerðir orða standa í listanum sem fylgir.

ORÐ ANNARRAR GERÐAR a - til, að anke - einnig, líka ante - áður, fyrir (tíma) apud - við hlið ca - þetta, þessi de - frá di - af du - tveir dum - á meðane - og en - í exter - fyrir utan hike - hér hodie - í dag ibe - þar(na) inter - á milli ja - nú þegar kam - [heldur] en ke - sem kun - með [í för] la - (ákv. greinir) ma - en min - minna heldur en ekki no - nei nun - nú nur - aðeins o - eða per - með [verkfæri] plu - ...-ari (miðstig lýsingarorða) por - fyrir, handa pos - eftir pri - um, varðandi pro - vegna proxim - nálægt qua - sem quale - hvernig quo - hvað se - ef sen - án sub - undir sur - á ta - þetta/þessi þarna til - þangað til tre - mjög tro - of [mikið] tri - þrír ube - þar sem un - einn yes - já

PERSÓNUFORNÖFN Persónufornöfn eru óbreytileg í Ídó, svo að me getur þýtt "ég", "mig" eða "mér", og "ni" þýðir "við" jafnt sem "okkur". Þannig eru færri orðmyndir til að læra. Gagnlegt fornafn er svo lu sem hægt er að nota þegar maður vill eða getur ekki skilgreint nákvæmlega kyn 3. persónu. Þannig sleppur maður við að segja il o el ("hann eða hún").

me - ég, mig, mér;vu - þú, þig, þér; ilu - hann, honum; elu - hún, hana, henni; olu - það, því; lu - hann/hún/það; ni - við, okkur; vi - þið, ykkur; li - þeir/þær/þau. Til að mynda eignarfall fornafns bætir maður við lýsingarorðsendingunni -a: mea - mín; vua - þín; ilua - hans; elua - hennar; olua - þess; nia - okkar; o.s.frv. Nú höfum við nægt efni til að semja nokkrar setningar til viðbótar: Ni vidas bela batelo sur la maro. Vua hundo esas tre granda. Li kuras rapide a la rivero. Vi povas komprar pano en la urbo. Me komprenas nun, e me trovas ke Ido esas vere simpla.

AÐ NÁ ÞJÁLFUN Með orðunum sem listuð hafa verið geturðu nú þegar sett saman margar stuttar setningar. Byrjaðu á fornöfnum og sögnum, hvert á víxl við annað: me skribas, elu skribas; ni venas, li venas. Taktu svo nokkur lýsingarorð og nafnorð, aftur á víxl: granda domo, granda pomi, granda hundo; bela domi, bela animalo, bela kozi.

Haltu áfram og skapaðu lengri setningar: Mea amiko venas a nia domo. La tablo e la stuli esas en la chambro. La maro esas varma nun. Olu ne esas kolda. La mondo bezonas facila linguo. Du personi sidas sur la muro. Ni savas ke ligno esas tre utila.

Orðaleikur sem þessi er mjög leið til að byggja upp sjálfsöryggi og æfingu. Í Ídó er það sérstaklega auðvelt, eins og þú getur sjálf(ur) fundið.

ÞÁTÍÐ OG FRAMTÍÐ Hvað með að segja eitthvað eins og "þau komu" í stað "þau koma"? Fyrir þátíðina er endingin -is. Þannig að li venis þýðir "þau komu" og li dankis þýðir "þau þökkuðu". Fyrir framtíð er endingin -os. Li venos þýðir því "þau munu koma" og li skribos "þau munu skrifa/rita". Úr því það eru engar óreglulegar sagnir getur þú nú þegar skilið eftirfarandi: Elu vidis bela flori en la gardeno; vu trovos kelka pano sur la tablo.

LOKAORÐ Þú hefur nú öðlast nokkuð góða hugmynd um hvernig Ídó virkar og hversu auðvelt það er. Það var upprunalega byggt að mestu leiti á Esperantó (fyrri tíðar uppfinning) en mikið bætt. Útkoman er einfalt en þó notagott tungumál sem er auðvelt í framburði og hljómar líkt og ítalska. Þú getur auðveldlega bætt við þekkingu þína og gætir bráðum farið að skilja mun meira. Gagnleg þekking á Ídó fæst á aðeins broti af þeim tíma sem þarf fyrir hvaða þjóðtungu sem er. Með hjálp Ídós geturðu komist í samband við fólk í öðrum löndumog lesið bækur og tímarit skrifuð á þessu alþjóðlega máli.Ídó er lykillinn sem opnar okkar dyrnar að víðari heimi.