4. febrúar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jan – Febrúar – Mars | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | |||
2007 Allir dagar |
4. febrúar er 35. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 330 dagar (331 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 1792 - George Washington var kosinn 1. forseti Bandaríkjanna.
- 1862 - Bacardi, eitt af stærstu vínframleiðslufyrirtækjum heims, var stofnað í Santiago de Cuba á austurhluta Kúbu.
- 1898 - Holdsveikt fólk á Íslandi var sett í sóttkví með lögum.
- 1947 - Ný ríkisstjórn tók við völdum á Íslandi. Forsætisráðherra var Stefán Jóhann Stefánsson.
- 1968 - Fárviðri gekk yfir Vestfirði. Heiðrún II frá Bolungarvík fórst með sex mönnum. Breski togarinn Ross Cleveland fórst með nítján mönnum en einn komst af. Breski togarinn Notts County strandaði við Snæfjallaströnd og bjargaði varðskipið Óðinn allri áhöfninni, átján manns.
- 1976 - Vetrarólympíuleikarnir 1976 hófust í Innsbruck í Austurríki.
- 1977 - Fleetwood Mac gaf út plötuna Rumours.
- 1984 - Hrafninn flýgur, kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, var frumsýnd.
[breyta] Fædd
- 1902 - Charles Lindbergh, bandarískur flugmaður (d. 1974).
- 1913 - Rosa Parks, bandarísk baráttukona (d. 2005).
- 1936 - David Brenner, bandarískur grínisti.
- 1948 - Vincent Furnier, betur þekktur sem Alice Cooper, bandarískur tónlistarmaður.
- 1964 - Noodles, bandarískur gítaristi (The Offspring).
- 1973 - Oscar De La Hoya, mexíkóskur hnefaleikamaður.
- 1975 - Natalie Imbruglia, áströlsk tónlistarkona og leikkona.
[breyta] Dáin
- 1928 - Hendrik Antoon Lorentz, hollenskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1853).
[breyta] Hátíðis- og tyllidagar
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |