Krakk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Krakkmolar
Krakkmolar

Krakk er hreint kókaín blandað natróni eða ammoníaki og vatni og hitað til að fjarlægja saltsýru kókaíns þannig hægt sé að reykja það (t.d. með þar til gerðri krakkpípu). Þegar blandan þornar upp verður lítið magn vatns eftir í krakkinu sem svo sýður og myndar þar með brothljóð (enska: Crack) en nafn efnisins er dregið af þessu hljóði.