Ottawa
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ottawa er höfuðborg Kanada og er í Ontario-ríki. Í Ottawa situr löggjafarþing landsins og þar búa líka yfirlandstjóri Kanada, sem er fulltrúi Elísabetar Bretadrottningar, formlegs þjóðarleiðtoga Kanada, og forsætisráðherrann. Í Ottawa búa um 808.000 manns (2001).