Þelamerkurskóli
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þelamerkurskóli er grunnskóli í Hörgárdal með um 90 nemendur, stofnaður árið 1963. Nemendur skólans koma úr Arnarneshreppi og Hörgárbyggð. Í skólanum heldur Tónlistarskóli Eyjafjarðar úti tónlistarkennslu sem stendur nemendum 4. bekkjar til boða án endurgjalds.
Valsárskóli, Stórutjarnaskóli og Grenivíkurskóli eru sam-skólar Þelamerkurskóla og halda þeir saman skólaböll, alls 4 yfir skólaárið, fyrir nemendur 7. til 10. bekkjar.
[breyta] Skólastjórar
- Anna Lilja Sigurðardóttir 2003-
- Karl Erlendsson ?-2003
- Sturla Krisjánsson 1981-1983