Uppsjávarfiskar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Uppsjávarfiskar eru feitir fiskar sem halda sig venjulega við yfirborð vatna eða sjávar á allt að 1000 metra dýpi. Þessir fiskar halda sig í torfum og lifa að mestu á dýrasvifi. Fitan í þessum fiskum dreifist um allt flakið og umhverfis kviðarholið, en er ekki aðeins að finna í lifrinni eins og hjá öðrum fiskum.