Notandaspjall:Friðrik Bragi Dýrfjörð/Geymsla
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Dagasnið og annað
Flott hjá þér að skrifa greinar hér eins og Charles Dickens, en væriru til í að:
- Nota íslenskt dagasnið er eftirfarandi: 9. febrúar 1986 ekki 9. febrúar 1986 (enginn komma) eða 9. Febrúar 1986 (ekki stór stafur í mánaðarnöfnum).
- Íslenskar gæsalappir sem eru „“ ekki ""
- Alltaf gott þegar grein er til á öðrum tungumálum að bæta við tenglum í önnur tungumál og setja þær í flokka.
- Sjá breytingarskrá hér -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 19:07, 25 ágú 2004 (UTC)
[breyta] Grunnflokkar
Væriru til í að bæta ekki hlutum eins og flokkur:stærðfræði inn í grunnflokkinn, hann er ætlaður fyrir algera grunnhluti eins og flokkur:fræðigreinar og annað.
Auk þess er alger óþarfi að bæta flokkur:stærðfræði í flokkur:grunnflokkar þar sem Flokkur:Raunvísindi er þar nú þegar, þó hann ætti í raun ekki að vera það.
Best er líklega að hafa þetta í eftirfarandi röð: flokkur:stærðfræði -> Flokkur:Raunvísindi -> flokkur:fræðigreinar -> flokkur:grunnflokkar.
Flokkakerfið er hannað eins og tré, efstu flokkarnir eru margir og hafa svo breiðari flokka fyrir ofan sig sem að lokum renna saman við stofnin, en eins og á góðu tré eru ekki allar greinar tengdar við stofnin heldur tvístrast þær út frá smærri og smærri greinum(flokkum). -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 13:50, 12 sep 2004 (UTC)
- Já, mér finnst bara að þeir flokkar sem eru í Flokkavafranum vera Yfirflokkar/Grunnflokkar, svo sá ég að það var dáldið asnalegt, svo ég ákvað að leggja til breytingu á Flokkavafranum... sem þú getur skoðað í spjallinu ;D --Friðrik Bragi Dýrfjörð 13:52, 12 sep 2004 (UTC)
[breyta] Sæll Friðrik!
Ertu stærðfræðingur? Sjáðu Töfraferningar. Unfortunately I do not understand so much in Icelandic. Kveðja Reinhardt Gangleri 02:09, 22 sep 2004 (UTC)
- Can you please take a look at Íslenskur fjárhundur and Spjall:Íslenskur fjárhundur? Could you please translate the text from Spjall:Íslenskur fjárhundur to Icelandic? Thanks and regards Gangleri 13:31, 22 sep 2004 (UTC)
Sæll Friðrik! Please appologise that I did not respond until now. It was hard to look here and there and to get familiar with this amount of information. Here you can see where I have been: de, en, eo, is, ro, meta.
I want also to attract your atention to w:en:Talk:Norse saga and to my remarks at meta:User:Gangleri/remarks. I have not forgotten the article wikt:is:hundur. I will come back as soon as I can. Regards Gangleri 03:20, 13 okt 2004 (UTC)
Sæll Friðrik! I placed some pictures at no:Egil Skallagrimson (and one at no:Bruker:Gangleri). Regards Gangleri 09:30, 27 okt 2004 (UTC)
[breyta] new list
Halló Iceman, What do you think about Notandaspjall:Gangleri#list of dog breeds. Regards Gangleri 15:17, 1 nóv 2004 (UTC)
[breyta] Kóngulóafælni
Hæhæ, ég breytti aðeins og stytti greinina um kóngulóafælni, og færði sumt yfir á almennu síðuna um fælni, sem ég var að búa til. Heiða María
- Frábært! --Friðrik Bragi Dýrfjörð 02:41, 16 feb 2005 (UTC)
[breyta] Flokkur:Sálfræði
Hahaha, mjög fyndið Iceman ;-) Ég skrifa samt náttúrulega lítið af neinu nema sálfræðigreinum, þ.a.l. mikið flæði sálfræðigreina inn á Wikipedia.--Heiða María 05:27, 15 mar 2005 (UTC)
- ^_^ Ævar var aðeins að tuða yfir þessu og það jaðraði við geðveiki svo að ég skutlaði honum bara í hentugan flokk :P --Friðrik Bragi Dýrfjörð 05:32, 15 mar 2005 (UTC)
[breyta] Lið 20. aldarinnar í íslenskum körfuknattleik
Bara ein spurning: Hvers vegna breyttirðu titlinum á greininni Lið 20. aldarinnar (körfuknattleikur) í Íslenska körfuknattleikslið 20. aldarinnar? Ég get alveg samþykkt að fyrri titillinn hafi ekki verið nógu góður, en nýi titillinn er beinlínis rangur. Fyrri titillinn vísar til þess að í greininni er fjallað um fleiri en eitt lið, þ.e. karlaliðið og kvennaliðið. Frá því liðin voru tilkynnt hefur venjulega verið talað um Lið aldarinnar, en upp á síðkastið hefur verið farið að tala um Lið 20. aldarinnar. En fyrst verið var að breyta þessum titli, þá held ég að Úrvalslið 20. aldarinnar í íslenskum körfuknattleik hefði þó verið skárra. Eða hvað finnst þér? (OK, þetta voru tvær spurningar.) --GFS 22:29, 11. apríl 2005 (UTC)
- Færðu þetta bara ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:31, 11. apríl 2005 (UTC)
- Já, eða það :-) Var bara að spekúlera... --GFS 22:32, 11. apríl 2005 (UTC)
[breyta] Sovétríkin
Welcome. Sorry, but I don't speak Icelandic. I have a question about icelandic long name of "Sovétríkin" (USSR). I found 2 versions: "Samband Sovéskra Sósíalískra Lýðvelda" and "Samband sósíaliskra sovétríkja". Which version is correct? If are in that names any ortographic errors, please correct it. Greetings from Pólland. Please to answer on: my discussion page (Antares). Look too into: Wiktionary PL. Thank you.
[breyta] Ný trikk
þú getur notað <noinclude> utan um allt nema fyrstu málsgrein greinar til að setja hluta af greinum inn á flokki, sjá http://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Stj%C3%B6rnufr%C3%A6%C3%B0i&diff=48979&oldid=42436 og http://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Flokkur%3AStj%C3%B6rnufr%C3%A6%C3%B0i&diff=48983&oldid=48975 —Ævar Arnfjörð Bjarmason 22. sep. 2005 kl. 20:26 (UTC)
- Dýrindis hack er þetta. Danke schön. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22. sep. 2005 kl. 20:37 (UTC)
[breyta] Varðandi http://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Kvalalosti&diff=0&oldid=44204
yeah baby! —Ævar Arnfjörð Bjarmason 3. okt. 2005 kl. 23:01 (UTC)
- HONKAHONKA! }:-) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 3. okt. 2005 kl. 23:09 (UTC)
[breyta] Sólstjarna
Varðandi notkun þína á orðinu „sólstjarna“ á hvítur dvergur, sástu Spjall:Reikistjarna#Sólstjarna, orðið virðist tvírætt, annars vegar er það skilgreint á sama hátt og stjörnur og hinsvegar sem allar stjörnur mínus sólin. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 7. okt. 2005 kl. 02:20 (UTC)
- Eina ástæðan fyrir því að sólinn er stundum ekki talinn með er að hún er eina sólstjarnan sem hreyfist sjáanlega á himninum. Að tala ekki um sólina sem sólstjörnu er bara söguskekkja. Munurinn felst í því að fastastjarna er lítil sóluppspretta á himinnhvolfinu fyrir einhverjum fornþjóðum á meðan sólinn er „augljóslega“ eitthvað annað vegna þess að hún er margfallt stærri og hreyfist í þokkabót, hún hefur mikið meiri áhrif sem sést ef skoðaður er gangur sólar og mun milli árstíða. Svo þegar við föttum að þetta er nákvæmlega sami hluturinn þá köllum við þetta allt saman sólstjörnur, það sést augljóslega á því að við tölum um sólkerfi, ekki fastastjörnukerfi og Sólarkerfið. :P --Friðrik Bragi Dýrfjörð 7. okt. 2005 kl. 02:48 (UTC)
[breyta] Hæhæ
[breyta] Hæhæ, gætiru nokkuð hjálpað mér?
Hæ ég heiti Soffía og ég rambaði á þessa síðu í leit að heimildum um Noreg í kring um 1730. Ekki spyrja mig hvernig ég lenti hér. En mér sínist þetta vera staður sem allir geta fundið sér einhvað við hæfi og ef að möguleiki er þá þætti mér vænt um ef þú eða einhver hér inná gæti kannski reddað mér þessum upplísingum. Þetta er bara fræðilega séð, engin smáatriði sem þarf, helst bara ártöl og einhvern merkann atburð eða staði sem koma til að lifa áfram. Þakka þér fyrir.
- Sæl Soffía, það er lítið mál, ég ætla gefa mér það að þú sért að leita þér að heimildum á netinu frekar en að bókum, ef sú er ekki raunin bendi ég þér á gegnir.is. Því miður er þetta alfræðirit enn afar lítið og inniheldur sára lítið um Noreg sem ég held að komi þér að notum, en hér er listi yfir aðra staði sem þú getur skoðað:
- Vísindavefur Háskóla Íslands
- Enska Wikipedia, samsvarar þessari síðu en er á ensku með fleiri greinar
- Britannica, alfræðirit á ensku
- Kveðja,
- Friðrik Bragi Dýrfjörð
[breyta] Stríð
Sá að þú settir inn komment á breytingu sem þú gerðir um greinina um stríð. „[...] Hvernig skilgreinir maður Kaldastríði t.d[?]“. S.k. því sem ég best veit var kalda stríðið ekki stríð í sjálfu sér heldur ástand, þar sem Bandaríkin og Sovíetríkin voru skíthrædd við hvort annað, hvorugt landið vildi fara í stríð við hitt en bæði voru tilbúin hinu versta. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 29. okt. 2005 kl. 17:51 (UTC)
- Stundum sjást fyrirsagnir í blöðum á borð við „Leigubílstjóri í stríði við sjoppueiganda í Breiðholti“ en þar er augljóslega ekki verið að gefa í skyn raunverulegar blóðsúthellingar. Sama á við um verðstríð, Þorskastríðin, viðskiptastríð og Kalda stríðið, þetta eru ekki raunveruleg stríð heldur er orðalagið notað til að gera deilur dramatískari og gefa í skyn alvarleika þeirra. Það er í góðu lagi að þessi notkun orðsins sé kynnt í greininni en ekki í fyrstu setningunni, hún á að skilgreina fyrirmyndina, þ.e. vopnuð átök ríkja. --Bjarki 29. okt. 2005 kl. 18:46 (UTC)
[breyta] Tilvísun í grein á öðru tungumáli
Þar til greinar eru skrifaðar á Íslensku um menn og málefni, er gott að geta vísað í enska hluta Wikipedia, hvernig er það gert ? --Jón Jósef Bjarnason 3. nóvember 2005 kl. 12:08 (UTC)
- Vinsamlegast ekki tengja beint í önnur tungumál jafnvel þó að greinar séu ekki til á íslensku, þegar tengt er í greinar verða þær eftirsóttar sem verður til þess að þær eru að lokum skrifaðar. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 3. nóv. 2005 kl. 12:13 (UTC)
- Virðingaverð bjartsýni en ekki mikið raunsæi. Við þurfum semsagt að bíða eftir nothæfu þýðingakerfi áður en þetta verður almennt nothæft á Íslensku. --Jón Jósef Bjarnason 3. nóvember 2005 kl. 12:35 (UTC)
- Umm, þetta er ekki íslenskur hluti enskrar alfræðiorðabókar, þetta er alfræðirit á íslensku... Það er eðlilegt að greinar hér séu alfarið á íslensku og að tenglar á enskar greinar séu aðeins í formi tungumálatenglanna sem fyrir eru (nema þá að maður gæti leitað á fleiri tungumálum í einu þegar maður leitar að greinum, en það er bara furðulegt :P) --Sterio
- Að sjálfsögðu eiga allar greinar hér að vera á Íslensku og að því ber að keppa, spurningin er kannski hvort aukin notkun hvetji ekki fólk frekar til skrifa og að lítið notagildi valdi því að fólk fari beint í ensku útgáfuna.--Jón Jósef Bjarnason 3. nóvember 2005 kl. 13:23 (UTC)
- Umm, þetta er ekki íslenskur hluti enskrar alfræðiorðabókar, þetta er alfræðirit á íslensku... Það er eðlilegt að greinar hér séu alfarið á íslensku og að tenglar á enskar greinar séu aðeins í formi tungumálatenglanna sem fyrir eru (nema þá að maður gæti leitað á fleiri tungumálum í einu þegar maður leitar að greinum, en það er bara furðulegt :P) --Sterio
- Virðingaverð bjartsýni en ekki mikið raunsæi. Við þurfum semsagt að bíða eftir nothæfu þýðingakerfi áður en þetta verður almennt nothæft á Íslensku. --Jón Jósef Bjarnason 3. nóvember 2005 kl. 12:35 (UTC)
[breyta] Oops
hey
yo means 'me' or 'i' in spanish, and they told me they use that word to call attention in english, so i don't know what you really meant with that :)
although you're selfish or you want to call my attention, pleased to me you!
i made some articles about writers from iceland in the spanish, french, german and portuguese wikipedias, you can read them if you want :)
enjoy yourself with your noon moon in iceland, solstice is coming..
do take care
Gaudio 17. des. 2005 kl. 22:34 (UTC)
[breyta] is.wikisource.org
Sæll
Þú lýstir yfir stuðningi við að koma á fót íslenskum kima við wikisource. Á [1] er ég búinn að bjóða mig fram sem möppudýr og koma með einfalda tillögu að forsíðu. Mér sýnist þar með öllum skilyrðum vera fullnægt þannig að ég hyggst ganga í að þetta verði opnað. Þitt atkvæði er samt mikilvægt í þessu vegna þess að þú ert virkur notandi á íslenska wikipedia þannig að ég vildi benda þér á þetta og vita hvernig þér líst á þessar útfærslur. Kveðja, Stefán Ingi 30. des. 2005 kl. 00:58 (UTC)
[breyta] Flutt af Notendaspjall:Friðrik Bragi Dýrfjörð
Sæll Friðrik og þakka fyrir ábendingarnar, sem ég mun sannarlega taka til greina. Eitt þó; þú ert kannski full fljótur á þér að breyta þeim greinum sem komnar eru inn. Það kemur sem sagt fyrir að ég vista grein til að sjá hvernig hún lítur út og svo þegar ég ætla að breyta henni (1 mínútu síðar) rekst mín breyting á það sem þú ert að gera. Það væri sem sagt ágætt held ég að láta greinar liggja í svona 10 mínútur þangað til fullséð er að höfundurinn sé búinn að gera þær breytingar sem hann ætlar að gera:)
Með kveðju,
Gummi
- Afsakið, skal róa mig aðeins niður :D --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. janúar 2006 kl. 16:01 (UTC)
[breyta] Um Hellsing
Takk fyrir að lagfæra Hellsing síðuna mína. Eins og þú giskaðir á þá notaði ég Enska textan aðeins til hliðsjónar, og ég ætlaði mér að þýða hann seinna og eyða út "lol"-inu. Ég setti þetta bara inn útaf því að mér leiddist aðeins. :P
Og um Hellsing, þá er mangað mikið betra en en teiknimyndin.