Bragðavellir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bragðavellir eru bær í Hamarsfirði í Suður-Múlasýslu. Snemma á 20. öldinni fundust þar tveir rómverskir koparpeningar frá 270–305 e.Kr. Margar kenningar eru uppi um þessa peninga og aðra, sem fundust síðar á Suðurlandi. Ekki er vitað hvort þeir hafi borist með skipi Rómverja til Íslands sem þangað hafa hrakist í vondu veðri frá Englandi eða hvort þeir hafi komið með víkingum mun síðar. Þarna hafa fundist fleiri fornminjar en þær skýra ekki tilvist peninganna.