Loftvog

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Einföld mynd sem sýnir loftvog, neðst er skál með kvikasilfri
Einföld mynd sem sýnir loftvog, neðst er skál með kvikasilfri

Loftvog eða barómeter er tæki notað við veðurathuganir til að mæla loftþrýsting. Er í meginatriðum glerpípa, opin í annan enda, fyllt með kvikasilfri, sem komið er fyrir á hvolfi í skál með kvikasilfri. Hæð kvikasilfurssúlunnar frá yfirborði kvikasilfurs í skálinni í millimetrum, táknuð með mmHg er stundum reiknuð í einingunni loftþyngd. Mæling með loftvog er mjög háð hæð athugunarstaðar frá sjávarmáli og hita.