Sjálfstætt fólk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fyrir sjónvarpsþáttinn Sjálfstætt fólk er hægt að fara á Sjálfstætt fólk (sjónvarpsþáttur).

Sjálfstætt fólk er skáldsaga eftir Halldór Laxness sem var gefin út í tveimur bindum á árunum 1933-1935. Sagan er jafnan talin tilheyra Félagslegu raunsæi í bókmenntafræðum og er hún talin gerast á árunum 1899-1921.

[breyta] Helstu sögupersónur

  • Guðbjartur Jónsson, bóndi (Bjartur í Sumarhúsum)
  • Rósa, móðir Ástu Sóllilju og fyrsta kona Bjarts
  • Ásta Sóllilja (Guðbjartsdóttir), dóttir Rósu
  • Jón Guðbjartsson (Nonni)
  • Helgi Guðbjartsson
  • Guðmundur Guðbjartsson (Gvendur)
  • Guðfinna (Finna), seinni kona Bjarts
  • Jón, sýslumaður
  • Rauðsmýrarmaddaman
  • Ingólfur Arnarson Jónsson

En auk þess kemur móðir Finnu, Hallbera, amma Guðbjartssonanna mikið við sögu.

[breyta] Fyrirmyndir

Móðir Finnu er talin eiga sér fyrirmynd í ömmu Halldórs, en persónur líkar ömmunni eru tíðar í verkum hans.

[breyta] Söguþráður

Sagan fjallar um Guðbjart Jónsson, Bjart, í Sumarhúsum, fjölskyldu hans og örlög þeirra. Guðbjartur vann í 18 ár fyrir hreppstjórann í sveitinni meðal annars sem smali, en þá hafði hann loks safnað nægu fé til þess að kaupa sér sitt eigið land. Hann tók við landi er hafði verið í eyði sökum reimleika. Bjartur (Guðbjartur) trúði ekki á drauga og lét það ekki aftra sér frá því að hefja búskap í Vetrarhúsum. Hann breytti nafninu á bænum í Sumarhús og reisti nýtt býli. Hann giftist stuttu síðar Rósu, sem lést af barnsförum ári síðar. Bjartur var staddur í leit að ær þegar Rósa lést. Ásta Sóllilja, dóttir Bjarts og Rósu, rétt lifði af. Bjartur var mikill kvæðamaður og lagði ekki mikið í nútíma kveðskap, heldur vildi rím og hefðbundna bragarhætti. Síðari hluti sögunar fjallar að mestu um Ástu Sóllilju.


Þessi grein sem fjallar um bókmenntir er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum