Spjall:Á (landform)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mér finnst vera stigsmunur á á og fljóti alveg eins og á læk og á. Í gríni (og alvöru) má segja að málkennd mín (sem er auðvitað ekki hæstiréttur, en ég deili þó með mörgum í þessu tilviki) leyfi „stigbreytingu“ orðsins lækur, þannig: lækur - á - fljót. Vatnsföll, sem heita fljót eru að jafnaði mun vatnsmeiri en þau sem heita á og ár eru að jafnaði vatnsmeiri en lækir eða kílar. Því finnst mér að taka ætti tilvísun frá Fljót til Á (landform) út. --213.190.107.34 21. okt. 2005 kl. 19:09 (UTC), sem er --Mói 21. okt. 2005 kl. 19:11 (UTC)
- Væri ekki best þó að hafa eina grein um þetta, og taka bara fram að flestar stærstu ár séu kallaðar fljót?--Sterio 21. okt. 2005 kl. 19:52 (UTC)