Þungarokk
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heri Joensen, gítarleikari í færeysku þungarokksveitinni Tý.
Þungarokk er tegund rokktónlistar sem varð til upp úr 1968 og á rætur í blúsrokki og ofskynjunarrokki. Fyrstu þungarokkshljómsveitirnar eins og Cream, Steppenwolf og Led Zeppelin, byggðu tónlist sína á þéttu gítarspili með bjögunareffektum, hröðum gítarsólóum og háværum trommuleik. Til eru ótal ólík afbrigði af þungarokki.