Vindhælishreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vindhælishreppur var hreppur vestan megin á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Vindhæli á Skagaströnd.

Upphaflega teygði hreppurinn sig eftir allri Skagaströnd að Laxá, en 1. janúar 1939 var honum skipt í þrennt . Nyrsti hlutinn varð að Skagahreppi, miðhlutinn að Höfðahreppi, en syðsti hlutinn sunnan Hrafnsár hét áfram Vindhælishreppur.

Vindhælishreppur sameinaðist Skagahreppi á ný 9. júní 2002, þá undir nafninu Skagabyggð.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana