Þjóðarbókhlaðan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Horft á Þjóðarbókhlöðuna frá horni Arngrímsgötu og Suðurgötu
Horft á Þjóðarbókhlöðuna frá horni Arngrímsgötu og Suðurgötu

Þjóðarbókhlaðan er aðsetur Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.

Þjóðarbókhlaðan var tekin í notkun á 50 ára afmæli lýðveldisins 1994. Ákveðið var að húsið yrði gjöf þjóðarinnar til sjálfrar sín á 1.100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974. Vinna við verkið hófst hins vegar nokkrum árum seinna.

Byggingarsagan spannaði rúm 15 ár, byggingarsjóðurinn var fjársveltur og þrátt fyrir sérstakan skatt sem var lagður á í nafni byggingarinnar þá skilaði sér ekki neitt af þeim pening í sjálfa framkvæmdina.

Þann 1. desember 1994 var byggingin loks opnuð almenningi.

[breyta] Byggingin

[breyta] Aðstaða

  • Um 100 starfsmenn hafa aðgang að rúmlega 100 tölvum
  • Um 100 einkatölvur eru til staðar fyrir gesti og nemendur Háskóla Íslands.
  • 517 sæti eru til staðar fyrir lestur handrita, handbóka, tímarita og bóka
  • Mötuneyti og nestisaðstaða er til staðar fyrir gesti.
  • Sýningarými þar sem settar hafa verið upp til dæmis sýningar um handrit og japanskar bækur
  • Fundarsalur þar sem ýmsar kynningar fyrir gesti og nemendur fara fram
  • Raka-, hita- og aðgangsstýrt geymslurými þar sem má finna Guðbrandsbiblíur og fleiri dýrgripi íslenskrar menningar
  • Þráðlaust net fyrir þá sem eru hjá Reiknistofnun og að auki þráðlaust net í boði HIVE