Svartfjallaland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Republika Crna Gora
Република Црна Гора
Lýðveldið Svartfjallaland
Fáni Svartfjallalands Skjaldarmerki Svartfjallalands
(Fáni Svartfjallalands) (Skjaldarmerki Svartfjallalands)
Kjörorð: ekkert
Þjóðsöngur: Oj, svijetla majska zoro
Kort sem sýnir staðsetningu Svartfjallalands
Höfuðborg Podgorica
Opinbert tungumál serbíska
Stjórnarfar lýðveldi
Filip Vujanović
Milo Đukanović
Sjálfstæði
- atkvæðagreiðsla
- yfirlýst
Upplausn Serbíu og Svartfjallalands
21. maí 2006
3. júní 2006

Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)

157. sæti
13.817 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2003)
 • Þéttleiki byggðar
164. sæti
620.145
44,9/km²
VLF (KMJ)
 • Samtals
 • á mann
áætl. 2005
1.910 millj. dala (167. sæti)
3.100 dalir (117. sæti)
Gjaldmiðill evra
Tímabelti UTC+1
Þjóðarlén .yu
Alþjóðlegur símakóði 381

Svartfjallaland er land í suðaustanverðri Evrópu á Balkanskaga. Landið á strönd að Adríahafi og landamæri að Króatíu, Bosníu og Hersegóvínu, Serbíu og Albaníu. Svartfjallaland var hluti Júgóslavíu mestalla 20. öldina en hafði verið sjálfstætt áður. Eftir upplausn Júgóslavíu á 10. áratug 20. aldar voru einungis Svartfjallaland og Serbía eftir í ríkjasambandi, fyrst undir nafni Júgóslavíu en síðar sem Serbía og Svartfjallaland. Svartfellingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 21. maí 2006 að rjúfa sambandið við Serba og var sjálfstæði formlega lýst yfir 3. júní sama ár.