Spjall:Andatrú
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Því Wicca er ekki trúarbragð heldur lauslega skipulögð sértrú sköpuð snemma á 20. öldinni af fyrrverandi opinberum starfsmanni sem hét Gerald B. Gardner.
- Er þessi fullyrðing ekki þversögn? Hver er munurinn á lauslega skipulagðri trú og trúarbrögðum? --Sindri 22. nóv. 2005 kl. 19:10 (UTC)
Það er munur á Sértrúarreglum, Trúarbrögum og svo aftur Trúarkerfum Sértrúarreglur eru oftast samsuða úr öðrum rótföstum trúarbrögðum heimsins, en eru ekki trúarbrögð í sjálfu sér.
- Þetta er merkt sem trúarbragð á ensku Wikipedia og ég sé ekki betur en að þetta séu bollalengingar, hvað eru "sértrúarreglur" á ensku?
Sértrúarregla er "Cult" á ensku. Ég myndi samt flokka Wicca þarna inni líka þó það sé tiltölulega glæný sértrú sköpuð á 20.öldinni, því Wikipedia er alfræðiorðabók og óþarfi að fara niður í svona nákvæm smáatriði, þótt Wicca eigi sér engann fastann bakgrunn í sögunni þá er það samt "trú" núna í nútímanum. Wicca einnig inniheldur "Andatrú" sem það hefur innleitt frá öðrum trúarbrögðum sem það er skapað úr, svo sem Stregheria.
- Stregheria er ítalska fyrir galdur eða kukl... Er rétt að tala um það sem "trúarbrögð"? --Akigka 23. nóv. 2005 kl. 10:43 (UTC)
- Wicca eru trúarbrögð. Ekki harðskipulögð stofnanavædd trúarbrögð, en trúarbrögð engu að síður. --Sterio
Stregheria er ekki ítalska fyrir "galdra". Galdur er sérstakt sorserískt fyrirbæri sem eingöngu Engilsaxar og Germanir stunduðu, galdur er viss tegund kveðskapar sem notaður var við "Seið" sbr "að gala Seiðinn". Það er algengur og mjög útbreyddur misskilningur að fyrirbærin "galdur" og "Seiður" séu alþjóðleg sorserísk fyrirbæri, þar sem þau voru hvergi til innan annara menningarheima heldur en þeirra sem Engilsaxar/Germanir tilheyrðu. Stregheria er að vísu slæmt dæmi þar sem mikil germönsk áhrif ríkja í þeirra trúarathöfnum.
Ef wicca getur flokkast sem trúarbragð þá er Stregheria trúarbragð líka. Stregheria er ekki bara eitthvert veigrunarorð yfir "kukl" sem hverjir sem er stunda.. Stregas, Magos og Strigmagas voru sérstakir fylgjendur Stregheria trúarinnar, þau dýrkuðu sérstök goð (Díönu/Aradiu ofl) og höfðu sérstakar trúarkenningar og heimspeki. --Daryl van Horn
- Miðað við það sem þú ert að segja þá myndi ég einmitt kalla Stregheria sem trúarbrögð. Hinsvegar hef ég aldrei heyrt þetta orð áður og veit því ekkert meira en þú ert búinn að segja hér. (er að kíkja á greinina á ensku wp núna) --Sterio 24. nóv. 2005 kl. 16:08 (UTC)