Edmund Gettier
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Edmund L. Gettier III (f. 1927 í Baltimore í Maryland) er bandarískur heimspekingur og prófessor emeritus við University of Massachusetts at Amherst. Hann er víðfrægur fyrir eina þriggja síðna langa grein sem birtist fyrst árið 1963 í tímaritinu Analysis og nefnist „Er sönn rökstudd skoðun þekking?“ („Is Justified True Belief Knowledge?“).