Sjimkent
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjimkent (Шымкент) | |
---|---|
![]() |
![]() |
Land | ![]() |
Kjördæmi: | Suður-Kasakstan (Южно-Казахстанская) |
Flatarmál: | 117,3 km² |
Mannfjöldi: | 413,826 |
Sveitarstjóri: | Anarbék Orman (Анарбек Орман) |
Póstnúmer: | 486050 |
Vefsíða: | http://www.uko.kz |
Sjimkent (kz. Шымкент) er önnur stærsta borg Kasakstans og er staðsett í sunnanverðu landinu. Um hana fara margir pílagrímar á leið til Túrkistan, sem múslimar telja helgan stað. Íbúar Sjimkent eru flestir Kasakar og er kasakska útbreiddasta tungumálið, en eitthvað er um að töluð sé rússneska. Glæpatíðni er há og er sagt að umsvif kasöksku mafíunnar og þeirrar rússnesku séu mikil.
Efnisyfirlit |
[breyta] Saga Sjimkent
Sjimkent var stofnuð á 12. öld og byggðist upphaflega í kringum þjónustu við kaupmenn sem þræddu Silkileiðina, og Úsbeka sem bjuggu á svæðinu. Borgin varð fyrrum oft fyrir árásum hirðingja, en það er nú löngu liðin tíð. Árið 1810 hertók Búkaríska furstadæmið borgina, og árið 1864 Rússar.
Nafnið Sjimkent á rætur sínar að rekja til sjogdísku og mundi útleggjast á íslensku sem Klömbruborg (klambra er skorið torf). Umritun á nafni borgarinnar er umdeild. Kasakar nota kyrillískt letur líkt og rússar. Kasakar skrifa „Шымкент“, og er það hinn almenni ritháttur, en rússneskar réttritunarreglur banna að skrífað sé „ы“ á eftir „Ш“ eða „Ч“. Þess vegna skrifa Rússar „Чимкент“ (framburður: Tjimkent). Þar sem Kasakar eru í miklum meirihluta í borginni og vilja ekki láta Rússa hafa eitthvað með rithátt tungu sinnar að gera, þá er fyrrnefndi rithátturinn ríkjandi.
[breyta] Þjóðernishópar
[breyta] Markverðir staðir
- Sögusafnið
- Bazaar (Markaður)
- Museum of Repression
- Afganistan striður minnisvarði
- Arboretum [ДендроПарк á rússnesku]
- Nárús (Mars) Hátið
- Al-Farabivöllur
- Mega: Verslanamiðstöð
- Kengbaba (kz. Кең баба) Garður