Dagatal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dagatal eða almanak er kerfi, sem notað er til að halda utan um hvernig dagarnir líða, t.d. skrá á pappír yfir alla daga hvers mánaðar heils árs.

[breyta] Dagatalskerfi

Dagatalskerfi eru alla jafna af annnarri af tveim gerðum. Fyrri gerðin byggir á því að aðeins er um eina tímaeiningu að ræða. Þá er hægt að lýsa dagsetningu með einni tölu og tugabrotum, til dæmis fjölda daga sem hafa liðið frá ákveðnum tímapunkti. Kostirnir eru að þetta er mjög einfalt kerfi, en gallinn er að erfitt getur verið að átta sig á því hvað dagsetning þýðir

Hin leiðin er að skipta tímanum upp í mislöng tímabil, svo sem daga, vikur, mánuði og ár. Gregoríanska dagatalið (sem er arftaki júlíanska dagatalsins), íslamska dagatalið og hebreska dagatalið notast öll við skiptinguna ár/mánuður/dagur.


Frá 4. nóvember 1921 hefur Háskóli Íslands einkaleyfi til að gefa út almanök og dagatöl á Íslandi. Yfirumsjón með útgáfu Almanaks Háskóla Íslands hefur Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur.



Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.  

Á öðrum tungumálum