Skagafjörður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skagafjörður er fjörður á Norðurlandi, milli Tröllaskaga og Skaga. Í firðinum eru tvö sveitarfélög; Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur. Mikill landbúnaður er stundaður í héraðinu og er umfangsmikilútgerð stunduð á Sauðárkróki og Hofsósi.
Á firðinum eru þrjár eyjar, Málmey, Drangey og Lundey . Auk þess er höfði við austurströnd fjarðarins sem heitir Þórðarhöfði.
Héraðsvötn renna til sjávar sitt hvoru megin við Hegranesið en þau eiga upptök sín í Hofsjökli.
[breyta] Heimild
- Skagafjörður.is - Um Skagafjörð - Landfræðilegar upplýsingar. Skoðað 23. nóvember, 2005.