Gottskálk grimmi Nikulásson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gottskálk grimmi Nikulásson: (d. 1520) var norskur biskup að Hólum 1496-1520. Hann var bróðursonur Ólafs Rögnvaldssonar, sem var næsti biskup á undan honum. Hann var dugmikill og stjórnsamur og bætti mjög við jarðeignasafn og dýrgripi biskupsstólsins. Gottskálk átti í deilum við Jón Sigmundsson lögmann vegna meintra fjórmenningsmeinbuga á hjúskap Jóns og Bjargar Þorvaldardóttur og fékk Jón dæmdan í miklar sektir og bann í báðum biskupsdæmum á vafasömum forsendum. Sonur Gottskálks Oddur Gottskálksson þýddi Nýja-testamentið á íslensku.
Næsti biskup á eftir Gottskálki grimma var Jón Arason, sem var síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi.