Ættarnöfn á Íslandi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Á Íslandi eru ættarnöfn fátíð og í raun aðeins leyfð með undantekningum í mannanafnalögum. Erlendis er hins vegar nær algilt að ættarnöfn séu við lýði og notuð í almennum samskiptum, ólíkt Íslandi þar sem eiginnöfn eru notuð í almennum samskiptum.
Um 8.900 ættarnöfn eru í notkun á Íslandi, og um 27.000 manns bera ættarnafn. Algengustu ættarnöfnin á Íslandi eru: (tölurnar fyrir aftan nöfnin eru fjöldi þeirra sem báru nafnið árið 2002)
- Thorarensen (295)
- Blöndal (285)
- Hansen (276)
- Olsen (193)
- Möller (189)
- Thoroddsen (178)
- Andersen (176)
- Nielsen (172)
- Bergmann (156)
- Thorlacius (144)
- Briem (134)
- Waage (133)
- Jensen (127)
- Hjaltested (126)
- Petersen (114)
- Hjaltalín (111)
- Norðdahl (106)
- Fjeldsted (104)
- Scheving (102)
- Kvaran (97)