Marglytta
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Marglytta er holdýr. Holdýr skiptast í tvo flokka hveljur og holsepa, marglyttur eru hveljur og eru þær í laginu eins og bolli með einu munnopi. Marglyttur hafa griparma sem eru í kringum munninn. Á gripörmunum eru stingfrumur eða brennifrumur sem marglytturnar nota til þess að drepa önnur dýr sér til matar eða til að vernda sig.
Í brennifrumunum er hættulegt brenniefni. Þegar maður rekst í marglyttur gæti maður annaðhvort dáið eða aðeins brennt sig, vegna þess að ekki eru allar marglyttur jafn eitraðar, það fer eftir tegund þeirra. En það er til ein tegund sem hefur engar brennifrumur og hún lifir í ferskvatni á eyju sem nefnist Palau.
[breyta] Tenglar
- Vísindavefurinn: „Af hverju brennir maður sig stundum á marglyttum?“
- Vísindavefurinn: „Eru til margar gerðir af marglyttu? Eru þær miseitraðar og hvers vegna svíður okkur í hörundið undan þeim?“