Listi yfir Hellsing OVA þætti
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þetta er listi yfir japönsku OVA þættina Hellsing OVA, sem byggðir eru á Hellsing manganu sem er skrifað og teiknað af Kouta Hirano. Þættirnir fjalla um Hellsing samtökin sem berjast við hina upprisnu með hjálp Alucards.
Hellsing OVA þættirnir eru gefnir út með óreglulegum millibilum á DVD diska en áætlað er að þeir verði um 10-12 talsins, þ.e.a.s. örlítið meira en einn þáttur á hverja mangabók.
Ekki er nein ákveðin lengt fyrir þættina, en þeir eru oftast um 40-50 mínútur.
[breyta] Þættir
- Þessi listi er ófullkominn.
Skjáskot | Þáttur | Gefinn út í Japan | Gefinn út í USA | Lengd | Venjuleg útgáfa | Takmörkuð útgáfa |
---|---|---|---|---|---|---|
![]() |
Hellsing I | 10. febrúar 2006[1] | 5. desember 2006[1] | 50 mínútur[1] | ![]() |
![]() |
Integra Hellsing hittir Alucard í fyrsta sinn þegar hún er lítil stelpa, Seras Victoria send til að drepa vampíru sem hefur dulbúið sig sem prestur. Vampíran reynir í stað að bíta hana, Alucard drepur vampíruna og breytir Seras í vampíru, bardagi Alucards og séra Alexanders Andersonar. | ||||||
![]() |
Hellsing II | 25. ágúst, 2006[2] | Ekki vitað | 43 mínútur [2] | ![]() |
![]() |
Ráðist er á Hellsing setrið, þar sem fundur riddara hringborðsins er haldinn. Jan og Luke Valentine ráðast á Hellsing setrið með hjálp uppvakninga þar sem Luke heyir einvígi við Alucard í kjallara setursins og Walter og Seras verja Integru og riddarana þar sem þau eru, á þriðju hæð Hellsing setursins. | ||||||
![]() |
Hellsing III | 4. apríl, 2007[3] | Ekki vitað | 40 mínútur[3] | ![]() |
![]() |
Mun fjalla um ferð Alucards, Serasar og Pips til Rio De Janeiro, þegar Alucard slátrar brasilískum hermönnum á Hótel Rio, og einnig verður einvígi hans og Alhambra sýnt í heild sinni ef marka má mynd úr fjórðu Hellsing bókinni sem birt var á opinberri síðu GANEONs. |