Vesturbær

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hverfi í Reykjavík
Vesturbær
Miðborg
Hlíðar
Laugardalur
Háaleiti
Breiðholt
Árbær
Grafarvogur
Kjalarnes
Úlfarsfell
Kristskirkja á Landakotstúni er áberandi kennileiti í Vesturbænum.
Kristskirkja á Landakotstúni er áberandi kennileiti í Vesturbænum.

Vesturbær er hverfi í Reykjavík. Til hverfisins teljast Gamli Vesturbærinn, Bráðræðisholt , Grandahverfi, Hagahverfi, Melar, Skjól, Grímsstaðaholt, Skildinganes og Litli Skerjafjörður.

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar er í Vesturgarði á Hjarðarhaga. Í Vesturbænum eru Háskóli Íslands og fimm grunnskólar: Melaskóli, Hagaskóli, Landakotsskóli, Vesturbæjarskóli og Grandaskóli. Íþróttafélagið KR er með íþróttahús og völl í Vesturbænum og tengist hverfinu sérstaklega.

Hringbraut skiptir hverfinu í tvennt. Norðan megin er Landakot með hinni kaþólsku Kristskirkju og Landakotsspítala. Þar er líka Grjótaþorpið þar sem er að finna nokkur elstu hús borgarinnar vestan megin við Kvosina. Fyrir norðan Vesturbæinn er Vesturhöfnin í Reykjavíkurhöfn með Grandagarði og Örfirisey. Fyrir utan Grandagarð eru Hólmasund og Hólmasker milli grandans og Akureyjar.

Sunnan megin við Hringbrautina eru Melarnir þar sem standa mörg af húsum háskólans og handan við þá stúdentagarðar og flugstöðin fyrir Reykjavíkurflugvöll sem skilur milli Skildinganess (Stóra Skerjafarðar) vestan megin og Litla Skerjafjarðar austan megin. Ströndin sem liggur að Skerjafirði norðan við Skildinganesið heitir Ægissíða. Þar voru áður trillukarlar með aðstöðu í skúrum.

[breyta] Formleg afmörkun

Í austur markast hverfið af Suðurbugt (austurendi), Geirsgötu, Norðurstíg, Vesturgötu, Garðastræti, Túngötu, Suðurgötu, Sturlugötu, Oddagötu, Eggertsgötu, Njarðargötu, beinni línu að horni Einarsness/Skeljaness, að Skeljanesi og þaðan í sjó.

  

Þessi grein sem tengist Reykjavík er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana