Látrar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Látrar á Látraströnd

Látrar á Látraströnd

Mynd:Point rouge.gif

Látrar á Látraströnd í Suður-Þingeyjarsýslu eru eyðibýli. Bærinn dró nafn sitt af sellátrum og kallaðist reyndar Sellátur til forna (í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín), og er nefndur Hvallátur í Landnámabók. Frá Látrum var mikil útgerð áður fyrr, og var bærinn ein mesta miðstöð hákarlaútgerðar á Íslandi. Þar er í dag slysavarnarskýli, og sjást miklar tóftir af bæjarhúsum og verbúðum frá fyrri tíð. Lending er þokkaleg fyrir litla báta. Tún eru í meðallagi stór, en mun stærri en á öðrum eyðijörðum Látrastrandar. Frá Látrum er fær landleið í suður yfir Látrakleifar, torfær á sumrin og mjög illfær á vetrum. Í austur er leið yfir Uxaskarð til Keflavíkur. Norður af Látrum er fjallið Gjögur.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana