7. apríl
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2007 Allir dagar |
7. apríl er 97. dagur ársins (98. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 268 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1348 - Charles háskóli í Prag var stofnaður.
- 1795 - Frakkar tóku upp metrakerfið til lengdarmælinga.
- 1906 - Í aftakaveðri fórust þrjú skip á Faxaflóa: Ingvar með 20 manna áhöfn hjá Viðey, Emilie með 24 mönnum og Sophie Wheatly vestur undir Mýrum. Öll skipin voru frá Reykjavík.
- 1906 - Eldgos í Vesúvíusfjalli sem lagði Napólí í rústir.
- 1939 - Ítalir réðust inn í Albaníu.
- 1941 - Togarinn Gulltoppur bjargaði 33 mönnum af einum björgunarbáti út af Reykjanesi og bátar frá Hellissandi björguðu 32 af öðrum björgunarbáti út af Snæfellsnesi fjórum dögum eftir að flutningaskipið Beaverdale var skotið í kaf suður af Íslandi. Skipbrotsmenn voru af flutningaskipinu.
- 1943 - Laugarnesspítali í Reykjavík brann til kaldra kola. Upphaflega var hann holdsveikraspítali, en síðustu árin hafði breski herinn hann til umráða.
- 1943 - LSD var fyrst framleitt af Alberti Hoffman.
- 1948 - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin var stofnuð af Sameinuðu þjóðunum.
- 1963 - Júgóslavía var lýst sósíalistalýðveldi og Jósip Broz Tító var útnefndur forseti til lífstíðar.
- 1968 - Lög um tímareikning gengu í gildi klukkan 01:00. Samkvæmt þeim skal miða tímareikning á öllu Íslandi við miðtíma Greenwich.
- 1969 - Táknrænn fæðingardagur Internetsins: RFC 1 er birt.
- 1989 - Sovéski kafbáturinn Komsomólets sökk í Barentshafinu undan strönd Noregs vegna eldsvoða. 42 sjómenn létu lífið.
- 1994 - Fjöldamorð á Tútsum hófust í Kígalí í Rúanda.
[breyta] Fædd
- 1652 - Klement XII. páfi (d. 1740)
- 1770 - William Wordsworth, enskt skáld (d. 1850)
- 1772 - Charles Fourier, franskur heimspekingur (d. 1837)
- 1891 - Ole Kirk Christiansen, sem fann upp Legókubbana
- 1915 - Billie Holiday, bandarískur djass- og blústónlistarmaður (d. 1959)
- 1920 - Ravi Shankar, tónlistarmaður
- 1928 - Alan J. Pakula, kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri]] (d. 1998)
- 1939 - Francis Ford Coppola, kvikmyndaleikstjóri
- 1944 - Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands síðan 1998.
- 1945 - Magnús Þór Jónsson (Megas), tónlistarmaður.
- 1954 - Jackie Chan, leikari
- 1964 - Russell Crowe, leikari
[breyta] Dáin
- 1947 - Henry Ford, iðnjöfur og bílaframleiðandi.
- 1994 - Albert Guðmundsson, knattspyrnu- og stjórnmálamaður.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |