Biblían

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Belgísk biblía á latínu frá 15. öld
Belgísk biblía á latínu frá 15. öld

Biblían er safn trúarrita sem varðveist hafa í lengri tíma en síðan valdi nefnd úr ritunum og sameinaði í heila bók. Orðið Biblía er grískt og þýðir „bækur“ (sbr. alþjóðlega orðið bibliotek). Biblían fjallar um guðinn Jahve, son hans Jesú Krist, heilagan anda og fylgjendur þeirra. Bókin skiptist í tvo aðalhluta, gamla testamentið og nýja testamentið og fjallar fyrrnefndi hlutinn um sköpun jarðar, upphaf mannfólksins, syndaflóðið, lögmálið, frelsun Ísraels og fólks hans frá Egyptalandi, afhendingu boðorðanna 10 og sýnir og vitranir spámannanna, svo eitthvað sé nefnt. Seinni hlutinn (Nýja testamentið) fjallar um fæðingu Jesú Krists, lærisveina hans, krossfestingu hans og upprisu og endar síðan á spádómum um endalok veru okkar á jörðinni og þegar Jahve velur hverjir skulu vera í himnaríki og hverjum skal eyða fyrir fullt og allt. Misskilningur ríkir um að vont fólk fari til helvítis en samkvæmt Biblíunni bíða allir andar þeirra sem hafa dáið í gröfum sínum þangað til Jahve ákveður örlög hvers þeirra á dómsdag.

Nokkur trúarbrögð eru iðkuð í sambandi við eða sem afurð af Biblíunni en þar á meðal má nefna Gyðingatrú, alla kristna trú (kaþólska, réttrúnaðar-, mótmælendur og þannig mætti lengi telja), Mormóna, Votta Jehóva, Íslam, sem meðtekur Gamla testamentið en viðurkennir ekki Jesú (Isa eins og hann heitir í Kóraninum) nema sem spámann.

Efnisyfirlit

[breyta] Bækur

Biblíunni er skipt í margar bækur. Nokkuð er deilt um hverjar nákvæmlega eiga í raun að tilheyra henni, en eftirfarandi skipting er sú sem Hið íslenska Biblíufélag (sem sér um íslenskar þýðingar á Biblíunni) notar í vefútgáfu sinni á Biblíunni:

[breyta] Gamla testamentið

  • 1. Mósebók
  • 2. Mósebók
  • 3. Mósebók
  • 4. Mósebók
  • 5. Mósebók
  • Jósúabók
  • Dómarabók
  • Rutarbók
  • 1. Samúelsbók
  • 2. Samúelsbók
  • 1. Konungabók
  • 2. Konungabók
  • 1. Kroníkubók
  • 2. Kroníkubók
  • Esrabók
  • Nehemíabók
  • Esterarbók
  • Jobsbók
  • Sálmarnir
  • Orðskviðirnir
  • Prédikarinn
  • Ljóðaljóðin
  • Jesaja
  • Jeremía
  • Harmljóðin
  • Esekíel
  • Daníel
  • Hósea
  • Jóel
  • Amos
  • Óbadía
  • Jónas
  • Míka
  • Nahúm
  • Habakkuk
  • Sefanía
  • Haggaí
  • Sakaría
  • Malakí

[breyta] Nýja testamentið

  • Matteusarguðspjall
  • Markúsarguðspjall
  • Lúkasarguðspjall
  • Jóhannesarguðspjall
  • Postulasagan
  • Rómverjabréfið
  • 1. Korintubréf
  • 2. Korintubréf
  • Galatabréfið
  • Efesusbréfið
  • Filippibréfið
  • Kólossubréfið
  • 1. Þessaloníkubréf
  • 2. Þessaloníkubréf
  • 1. Tímóteusarbréf
  • 2. Tímóteusarbréf
  • Títusarbréfið
  • Fílemonsbréfið
  • Hebreabréfið
  • Jakobsbréfið
  • 1. Pétursbréf
  • 2. Pétursbréf
  • 1. Jóhannesarbréf
  • 2. Jóhannesarbréf
  • 3. Jóhannesarbréf
  • Júdasarbréfið
  • Opinberunarbókin

[breyta] Tenglar

Á öðrum tungumálum