Galíon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Spænskur galíasi frá 16. öld.
Spænskur galíasi frá 16. öld.

Galíon eða galleón var stórt seglskip sem þróaðist út frá karavellunni og karkaranum á 16. öld. Þessi gerð var bæði hærri og lengri en karkari og með mörg þilför. Skipið var með háan og íburðarmikinn afturkastala en engan framkastala. Þess í stað kom trjóna undir bugspjótinu að framan. Galíon voru þannig hraðskreiðari en karkarar og gátu borið langtum fleiri fallbyssur sem gerði þeim auðveldara að verjast sjóræningjum.

Galíon voru yfirleitt þrí- eða fjórmastra, með fremstu möstrin rásigld en þríhyrnt latínusegl á messansiglunni, líkt og karkarinn. Þau voru með algerlega flatan skut og stórt bugspjót sem bar jafnvel nokkur lítil rásegl. Galíon voru með sléttbyrðing, kjöl og afturstýri. Tvö byssuþilför voru yfirleitt á galíonum, en því neðra þurfti að loka ef mikil alda var.

Galíon voru yfirleitt smíðuð sem kaupskip af kaupmönnum sem gerðu með sér félag um smíðina. Skipin hentuðu vel til langtíma úthafsferða, líkt og þá tíðkuðust til hafna í Austur- og Vestur-Indíum. Auðvelt var að búa þau til hernaðar og kjarninn í flotanum ósigrandi voru galíasar, en Bretar áttu þá fá þannig skip og treystu meira á minni fiskiskip og kaupskip (s.s. barkskip) sem búin voru fallbyssum. Skip sem tekin voru herfangi var yfirleitt breytt í herskip í eigu viðkomandi ríkis.

Galíon voru í notkun fram á 18. öld þegar klipparinn og önnur fullbúin skip tóku við.

[breyta] Fræg galíon



Gerðir seglskipa
Kjölbátar: Gaflkæna · Jakt · Julla · Kæna · Kútter · Slúppa · Tvíbytna
Rásigld skip:  Bússa · Djúnka · Langskip · Loggorta · Karavella · Karkari · Knörr · Kreari · Kuggur
Hásigld skip: Barkantína · Barkskip · Briggskip · Brigantína · Galías · Góletta · Húkkorta · Korvetta · Skonnorta
Fullbúin skip: Flauta · Freigáta · Galíon · Klippari · Línuskip


Þessi grein sem fjallar um skip eða skylt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana