Exista

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Exista
Gerð: Hlutafélag
Stofnað: 2001
Staðsetning: Reykjavík, Ísland
Lykilmenn: Lýður Guðmundsson stjórnarformaður, Erlendur Hjaltason forstjóri, Sigurður Valtýsson, forstjóri
Fjöldi starfsmanna: 20-30
Starfsemi: rekstur fyrirtækja, fjárfestingar, eignaleiga, tryggingar, o.fl.
Vefslóð: www.exista.is


Exista er íslenskt fjármálaþjónustufyrirtæki stofnað í júní 2001. Það er eitt stærsta íslenska fyrirtækið mælt í eigin fé. Fyrirtækið var skráð á íslenskan hlutabréfamarkað í september 2006.[1]

Meðal eigna Exista eru u.þ.b. 30% hlutdeild í Vátryggingarfélagi Íslands. Gengið var frá kaupunum að andvirði 53,2 milljarða króna í lok maí 2006.[2] Exista á einnig hluti í fyrirtækjunum Lífís, Lýsingu og Öryggismiðstöð Íslands. Exista á um fjórðungshlut í Kaupþingi Banka, það á 38,7% í Bakkavör Group og er stærsti hluthafinn í Símanum með 43.6% hlut.

Í febrúar 2007 tilkynnti fyrirtækið methagnað upp á ríflega 37 miljarða króna.[3] Jafnframt voru tilkynnt kaup hlutum í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj að andvirði um 170 milljarðar króna, samanlagður hlutur Exista er því 15,48% í fyrirtækinu.[4]

[breyta] Heimildir

  1. Skráning Exista einn af hápunktum ársins. Skoðað 9. febrúar, 2007.
  2. Exista kaupir VÍS. Skoðað 9. febrúar, 2007.
  3. Hagnaður Exista fram úr vonum. Skoðað 9. febrúar, 2007.
  4. Exista eignast 15,48% hlut í Sampo. Skoðað 9. febrúar, 2007.