Spjall:GNU
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ævar: Af hverju varstu að taka textann minn út? Hann er eiginleg þýðing á því sem er á sjá nánar tenglinum. Á honum stendur að verkefnið byrjaði 1984, nema þú treystir ekki opinberri síðu GNU verkefnisins um að segja hvenær það byrjaði...Óska eftir að þú leiðréttir þetta sjálfur ef þú sérð að ég hafði rétt fyrir mér.
- (Tekið af ensku)
- GNU is a recursive acronym for "GNU's Not Unix". The GNU project was launched in 1983 by Richard Stallman with the goal of creating a complete free operating system: the GNU system. The GNU project is now under the auspices of the Free Software Foundation (FSF). The FSF argues that the operating system popularly known as "Linux" is actually a version of GNU using the Linux kernel, and should therefore be called GNU/Linux.
- [...]
- The project was announced to the public on September 27, 1983, on the net.unix-wizards and net.usoft newsgroups. Work on the project began in earnest on January 5, 1984, when Stallman quit his job at MIT so that they could not claim ownership and interfere with distributing GNU as free software. The original announcement was followed by Stallman's "GNU Manifesto" and other essays that laid out his motivations for the GNU project, one of which was to "bring back the cooperative spirit that prevailed in the computing community in earlier days."
From CSvax:pur-ee:inuxc!ixn5c!ihnp4!houxm!mhuxi!eagle!mit-vax!mit-eddie!RMS@MIT-OZ From: RMS%MIT-OZ@mit-eddie Newsgroups: net.unix-wizards,net.usoft Subject: new UNIX implementation Date: Tue, 27-Sep-83 12:35:59 EST Organization: MIT AI Lab, Cambridge, MA Free Unix! Starting this Thanksgiving I am going to write a complete Unix-compatible software system called GNU (for Gnu's Not Unix), and give it away free(1) to everyone who can use it. Contributions of time, money, programs and equipment are greatly needed. [...]
- Ég myndi segja að því hafi verið ýtt af stokkunum árið 1983 þó raunveruleg vinna við það hafi byrjað þann fimmta janúar 1984.
- Svo settiru margt inn sem þótt ágætt væri á ekki alveg heima hér, t.d. „Samkvæmt GNU er ákveðinn hugbúnaður frjáls við uppfyllingu eftirfarandi skilyrða:“ sem ætti frekar heima á frjáls hugbúnaður og „Copyleft var ætlað til að koma í veg fyrir að fyrirtæki myndu nota forritunarkóða í „lokuð forrit“.“ sem er all illa orðað, þar sem í fyrsta lagi myndi ég halda að lokaður hugbúnaður væri andstaða opins hugbúnaðar auk þess sem copyleft er ætlað að halda hugbúnaði frjálsum, alltaf, ekki bara þegar fyrirtæki eiga í hlut heldur t.d. einnig einstaklingar. Í þokkabót er svo fyrirsögnin röng þar sem GPL != Copyleft og Copyleft != GPL, GP leyfið er ein leið til að gera copyleft en alls ekki sú eina, s.s. munurinn á specification og implementation í raun.
- S.s. í stuttu máli, það voru aðeins of margar villur í þessu sem gáfu rangar hugmyndir, og þar sem ég hafði ekki tíma til að laga þetta þar sem ég þurfti að fara að gera annað ákvað ég að lukkulegast væri að fela þetta þangað til ég eða einhver annar myndi nenna að laga þetta. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 16:09, 12. ágú 2004 (UTC)
-
- Í raun og veru er opinn hugbúnaður og frjáls hugbúnaður nokkurn veginn það sama. Hugtakið „free software“ var notað fyrir frjálsan hugbúnað en á síðari tímum byrjaði sá misskilningur að myndast að þarna væri að meina „ókeypis hugbúnaður“ sem væri lélegur og með helling af villum og því ekki hugbúnaður sem að fólk vildi nota. Hugtakinu var síðan breytt í „open source“ til að reyna að leiðrétta þennan leiða misskilning. Richard Stallman var ekki sáttur við þessa breytingu vegna þess að hugtakið „open source“ innihélt ekki alla meininguna fyrir „free software“ og hélt áfram með „free software“ því að samkvæmt honum er opið það ekki sama og frjálst...þannig að úr þessu varð klofningur.
-
- Til að leiðrétta fyrirsögnina, þá var hægt að breyta samansem-merkinu í „og“ í staðinn fyrir að commenta allt út. Þetta kalla ég ekki góð Wikipedia vinnubrögð hjá þér því það tók mig tíma að þýða þetta. GNU er byrjunin á frjálsum hugbúnaði og því má alveg ræða um þetta hérna. Það eru mörg álit á frjálsum hugbúnaði og má alveg ræða um álit GNUs á því hérna. En annars myndi ég halda að lokaður hugbúnaður væri bæði andstæða „frjáls hugbúnaðar“ og „opins kóða“ svo að þetta þarf ekki endilega að vera rangt hjá mér.
-
- Og nú varðandi árið, það er annað að ætla að gera eitthvað en að framkvæma það. Ef ég áætla að byrja á verkefni og síðan hefst framkvæmdin ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þá er talið að það hafi byrjað á seinni tímabilinu. Samkvæmt orðtakabók er „að hleypa e-u af stokkunum“ að byrja að framkvæma eitthvað. Við getum leyst þennan ágreinin með því að segja að hugmyndin hafi komið fram opinberlega árið 1983 og framkvæmd hafist í janúar 1984. Sáttur við það?
-
-
- Hugtakinu var aldrei „breytt“ í open source það var mynduð ný hreyfing eins og þú þarna sagðir fyrra hugtakið er búið að vera til í 20 ár og það seinna er allný uppfinning, eða 6 ára gömul.
- Það sem gerðist var 1. Stallman skilgreinir frjálsan hugbúnað upp úr 1984, 2. Út af tvöfaldri merkingu free í ensku, en það getur bæði þýtt frelsi og ókepis auk þess sem sumir vildu draga hugsjónalegt strik í sandinn milli sín og stallman var hugtakið opinn hugbúnaður til, 3. Til eru í dag tvö hugtök til að lýsa nokkrunveginn því sama.
-
-
-
- Já fyrirsögnina hefði mátt leiðrétt á þennnan hátt, en það breytir því ekki að sumt af því fyrir neðan hana var rangt. Og mér fanns sniðugra að hafa minni texta sem var þá alréttur frekar en meira sem gaf svoldið af röngum hugmyndum.
-
-
-
- Svo stend ég við 1983, hann var nefnilega byrjaður að vinna við verkefnið og hafði „ýtt því af stokkunum“, en vinna á fullu byrjaði ekki fyrr en 1984 þegar hann hætti hjá MIT sökum ótta þess efnis að MIT gæti haft eitthvað á verkefnið lagalega séð ef hann gerði það ekki, en hún var nú samt byrjuð fyrr. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 16:58, 12. ágú 2004 (UTC)
-