Fógeti
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fógeti (fóviti, fóveti) var titill umboðsmanns hirðstjóra á Íslandi. Eftir að hirðstjórar urðu erlendir sjóliðsforingjar, voru þeir oft langdvölum frá landinu og sinnti fógeti þá skyldum þeirra. Stundum voru sýslumenn nefndir fógetar á 16. öld.