Barbaríið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Barbaríið var hugtak sem Evrópubúar notuðu yfir strandhéruð þess sem í dag eru löndin Marokkó, Alsír, Túnis og Líbýa fram á 19. öld. Nafnið er dregið af heiti Berba, íbúa Norður-Afríku. Nafnið er einkum notað í tengslum við þrælasölu og sjórán sem víkingar stunduðu frá strönd Norður-Afríku.