Samtök um betri byggð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samtök um betri byggð eru þverpólitískur þrýstihópur sem lætur sig helst málefni borgarskipulags Reykjavíkur varða. Helsta baráttumál samtakanna hefur verið brottflutningur Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni. Einnig voru samtökin atkvæðamikil í baráttu gegn flutningi Hringbrautar sem þau töldu varasama aðgerð.

Megin boðskapur Samtaka um betri byggð hefur verið sá að Reykjavík sé of dreifð borg til að í henni þrífist mannvænlegt og hagkvæmt samfélag. Lausnin á þeim vanda felst að mati samtakanna í að landið undir Reykjavíkurflugvelli verði tekið undir þétta borgarbyggð sem vaxi í nálægð og samhljómi við miðborgina.

Formaður og helsti talsmaður samtakanna er Örn Sigurðsson arkitekt.


  

Þessi grein sem tengist Reykjavík er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana