Húkkorta
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Húkkorta (úr ensku: Hooker eða hollensku: Hoeker) var lítið seglskip yfirleitt með tveimur möstrum: stórsiglu með rásegl og messansiglu með latínusegl eða gaffalsegl, en seglbúnaðurinn var mjög mismunandi eftir stöðum. Þær áttu það sameiginlegt að vera með rúnnað stefni og skut og stýri sem náði upp fyrir skutinn og var beitt með stýrissveif. Húkkortur voru notaðar sem lítil vöruflutningaskip við strendur Norður-Evrópu á 18. og 19. öld.
Gerðir seglskipa | ||
![]() |
Kjölbátar: | Gaflkæna · Jakt · Julla · Kæna · Kútter · Slúppa · Tvíbytna |
![]() |
Rásigld skip: | Bússa · Djúnka · Langskip · Loggorta · Karavella · Karkari · Knörr · Kreari · Kuggur |
![]() |
Hásigld skip: | Barkantína · Barkskip · Briggskip · Brigantína · Galías · Góletta · Húkkorta · Korvetta · Skonnorta |
![]() |
Fullbúin skip: | Flauta · Freigáta · Galíon · Klippari · Línuskip |