Snið:Gátt:Heimspeki/Heimspekingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sir Alfred Jules Ayer (29. október 191027. júní 1989), betur þekktur sem A. J. Ayer (kallaður Freddie af vinum sínum), var breskur heimspekingur. Hann átti mikinn þátt í að gera rökfræðilega raunhyggju vinsæla í enskumælandi löndum, einkum með bókum sínum Mál, sannleikur og rökfræði (Language, Truth and Logic) (1936) og Þekkingarvandinn (The Problem of Knowledge) (1956). Hann greindi á milli sinnar eigin heimspeki og heimspeki Vínarhringsins með því að nefna heimspeki sína „logical empiricism“ fremur en logical positivismíslensku er ekki gerður þessi greinarmunur og er hvort tveggja venjulega nefnt rökfræðileg raunhyggja). Meginmunurinn var sá að Ayer þáði í arf frá David Hume hugmynd Humes um orsakavensl og féllst á að raunsannindi væri aldrei hægt að sanna eða afsanna með fullnægjandi hætti. Oft er litið framhjá þessum muni á Ayer og heimspekingum Vínarhringsins.

Lesa meira...