Mjólkursýra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mjólkursýra er lífræn sýra sem myndast í vöðvum eða rauðum blóðkornum. Hún verður til við ófullkomið niðurbrot þrúgusykurs í vöðvum sem á sér stað vegna skorts á súrefni og berst út í blóðrásina og þaðan til lifrarinnar sem breytir mjólkursýrunni aftur í þrúgusykur og sendir aftur út í blóðrásina og þaðan til vöðvanna. Ferli þetta nefnist mjólkursýruhringurinn

Þegar vöðvar eru undir miklu álagi og lungun ná ekki að sjá þeim fyrir nægilegu súrefni þá verður ófullkomið niðurbrot á glúkósa ráðandi vegna þess að það krefst minna magns súrefnis en fullkomið niðurbrot á glúkósa. Lengi vel var talið að söfnun mjólkursýru í vöðvum væri valdur að harðsperrum en það hefur verið sýnt fram á að svo er ekki og að harðsperrur myndist við slit á vöðvum.

[breyta] Heimild


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .