Spjall:Mýraeldar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greinin Mýraeldar er úrvalsgrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera á meðal vönduðustu greinanna í alfræðisafninu. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug. |
Þetta er orðin hörkugóð grein. --Stalfur 13:48, 9 nóvember 2006 (UTC)
- Sammála því. --Cessator 16:41, 9 nóvember 2006 (UTC)
[breyta] Á/Í Borgarnesi
Það er svolítið misjafnt hvernig er talað um Borgarnes og reyndar nes yfirleitt, en flestir sem ég þekkti tala um í Borgarnesi en ekki á. Þessu hefur verið breytt í greininni. Eðlilegt er að tala um á Álftanesi en mér þykir það hálf asnalegt að segja það segja um Borgarnes. Við segjumst allavega ætla í Nesið. --Jóna Þórunn 18:49, 9 nóvember 2006 (UTC)
- Þetta er háð því hvort við tölum um nesið Borgarnes eða kauptúnið Borgarnes. Sem dæmi tek ég hér stafréttar tilvísanir í Landið þitt Ísland: Borgarnes „Kauptún við norðanverðan Borgarfjörð á samnefndu nesi.......“ og örlítið síðar segir: „Bæjarstæði í Borgarnesi er sérkennilegt........“ (leturbreytingar mínar). --Mói 14:31, 13 nóvember 2006 (UTC)
[breyta] Úrvalsgrein
Eins skemmtileg og vel unnin sem þessi grein er þá er ég ekki á því að hún sé úrvalsgrein heldur frekar gæðagrein. Afhverju? Vegna þess að hún notar heimildir illa (eins og þegar hefur verið nefnt en er mikilvægur þáttur) og efninu er ekki gerð ítarleg skil í þröngri merkingu. --Jabbi 00:28, 9 mars 2007 (UTC)
- Í takt við það sem ég sagði f. um 2 vikum síðan hef ég kryddað síðuna nokkuð vel af heimildarbeiðnum. Á heildina litið verð ég að segja að mér finnst þessi grein ekki standa undir sér sem úrvalsgrein. Þetta er gæðagrein að mínu mati. En batnandi grein er best að breytast. Getum við ekki gert hana að úrvalsgrein....Mér finnst sem að sumstaðar megi bæta málfar. Stundum finnst mér eins og orðafarið sé hallt undir bændur. Andrúmsloftið er fullmikið sjálfbaksklapp. Jæja, ég skrifaði nokkra punkta í <!-- athugnasemdum --> í greininni. Endilega lítið á það. Í hverju falli býst ég fastlega við að ég vinni úr þessum heimildum sem í boði eru og fjarlægji heimild-vantar sniðin á næstu dögum. En gott dæmi um að efninu sé alls ekki gerð tæmandi skil er sú einfalda staðreynd að umhverfisráðherra fól tveimur stofnunum og tveimur skólum að sjá um rannsóknir á lífríki þessa svæðis, til fjögurra ára (2006-2010). Þetta kemur hvergi fram. Svo líka var nýlega haldið Bændaþing þar sem framsögur um niðurstöðurnar voru haldin en ekki er orði á þetta minnst.
P.S. Er í góðri aðpstöðu til að fræðast frekar. Pabbi vinnur að þessu verkefni. --Jabbi 16:42, 25 mars 2007 (UTC)