Spjall:Laugaskarð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég tók út fleirtöluna. Ég finn hvergi að laugaskarð hafi verið til í fleirtölu eða talað um það í fleirtölu: Þeir biðu fjóra daga, en Leónídas hélt enn kyrru fyrir [í Laugaskarði] með þúsund manna flokk sinn þvert um veg. (AlanBoucViðTím). Finn hvergi fleirtöluna. Hvaðan hefurðu hana, félagi?
Laugaskarð - t.d. hér í morgunblaðinu: http://www.timarit.is/ordaleit.jsp?offset=0&lang=0&publication=400001&ordaleit=laugaskar%F0&is_ordaleit=Leita&month_from=0&year_from=1913&winsize=30&month_to=11&year_to=2000&orderby=score
og Lesbók Moggans:
En ég fæ engar niðurstöður úr laugaskörð(um)... Og ég hef leitað víðar.
- Ég hef alltaf heyrt talað um Laugaskörð í fleirtölu, t.d. í skóla (ég er fornfræðingur). Ég held að það sé gömul venja og hún stafar sennilega af því að orðið „Þermopýlæ“ á grísku er fleirtala. Á sama hátt er líka til fleirtalan „Delfar“ yfir Delfí en nafn borgarinnar er, eins og nöfn fleiri grískra borga, í fleirtölu (sbr. íslensk nöfn eins og Egilsstaðir og Sólheimar). Svo má líka sjá fleirtöluna hérna á Vísindavefnum: http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=6054 . Ég hef reyndar ekki aðgang að íslenskum bókakosti mínum í augnablikinu en Vísindavefurinn ætti að nægja, því fleirtalan er þar svört á gráu ef þannig má að orði komast. Þannig að ég er að spá í að setja hana aftur inn. --Cessator 01:00, 17 mars 2007 (UTC)
- Það má geta þess að bara fimm af öllum niðurstöðunum í þessum tenglum sem þú bendir á eru um Þermopýlæ, allt hitt er um sundlaugina á Laugaskarði o.s.frv. Sem sagt allt annan stað. Það eru tvær fréttir frá heimsstyrjaldarárunum sem tala um Laugaskarð, ein mannlýsing eftir Guðmund Finnbogason, ein grein („Leitað fanga hjá Rómverjum“) og svo fréttatilkynning um að Clooney sé að fara að leika í mynd eftir bókinni Gates of Fire og þar muni hann leika hetjuna Xerxes sem drýgði margar hetjudáðir í orrustunni og lifði einn af! Já já :) En það verður að segjast að þetta er ekki ýkja mikið heldur. --Cessator 01:48, 17 mars 2007 (UTC)
(Úr Mannkynssögu Ásgeirs Hjartarsonar (útg 1973; bls. 159)
- Þeir (Spartverjar) einir allra Grikkja eignuðust fastan landher, þaulæfðan og jafnan reiðubúinn að leggja til orustu, og af flestum talinn ósigrandi. Spartverjum var tíðum brugðið um fáfræði, hjátrú og þröngsýni. En hermennirnir, sem féllu við hlið Leónídasar í Laugaskarði, voru skilgetnir synir Spörtu. Löghlýðni og átthagaást var þessum vasklegu mönnum í blóð borin, þeir voru öðrum Grikkjum ríkari af fórnfýsi og drengskap riddarans. Menningu sjálfra sín fórnuðu þeir á altari hernaðarins, en um leið burgu þeir menningu Grikklands og sjálfstæði. Án spartversku hersveitanna hefði Grikkjum aldrei tekist að hindra árásum hins volduga persneska ríkis.
(úr Fornaldarsögu Hallgríms Melsteð (útg.1900; bls. 50-51)
- Nú bjuggust Grikkir og til að verja þeim landveginn. Eini vel færi vegurinn norðan úr þessalíu suður í Lókris er í gegnum Laugahlið (Þermopýlæ), sem svo er nefnt; eru þar hamrabelti í Öitafjalli á aðra hönd, en á hina maliska víkin á þeim dögum því nær alveg upp að fjallinu; var vegurinn þar sumstaðar svo þröngur, að eigi varð tveim vögnum ekið samhliða; auk þess var þar frá fornu fari múrveggur, sem Fókar höfðu hlaðið gegn árásum Þessala. Sá hét Leónídas og var konungur Spartverja, er sendur var til að verja leið þessa, og fylgdu honum 300 borgarar úr Spörtu; voru það allt rosknir menn, er áttu syni heima; áður þeir færi að heiman, drukku þeir erfi sitt og höfðu mikið við - allir vissu, að þeir gengu í dauðann. Þenna kappahóp fylltu síðan fleiri Grikkir, svo að þeir urðu alls rúmar sex þúsundir saman.
- Á þeim 11 mánuðum, er Xerxes hafði verið á leiðinni, hafði hann engum óvini átt að mæta, og er hann nú fréttir, að fyrirsát sé búin undir Öitafjalli, sendir hann njósnamenn ríðandi til þess að fá vitneskju um fjölda fjandmannanna; og er hann fréttir, hve fáir þeir séu, stöðvar hann lið sitt og býst við, að slíkt fámenni muni eigi lengi bíða, er þeir líti liðsfjölda sinn. En er Grikkir sátu sem fastast, lét hann greiða atgönguna, og stóð hún svo dögum skifti, svo að eigi voru Persar nær að komast suður um, enn í fyrstu, þangað til níðingur einn grískur, að nafni Efíaltes, vann sér ævarandi svívirðu með því að segja Persum til einstígis eins yfir fjöllin, svo að þeir gátu komizt að baki þeim Leónídasi. Sendi Leónídas þá mestan hluta hersins frá sér, er hann sá að öll vörn var til ónýtis; en lög Spartverja buðu þeim að falla heldur enn flýja, og Leónídas var því eftir með Spartverja sína, 700 þungvopnaða menn frá Þespíæ og 400 frá Þebu. Áður enn þeir léti til skarar skríða, helt hann þeim veizlu eftir föngum „hina síðustu“ sagði hann „áður þeir gisti Hadesar“ . Meðan Persar þeir, er áttu að koma honum í opna skjöldu, voru enn ókomnir, gerðu þeir Leónídas hina síðustu hríð sína og felldu Persa unnvörpum; en er Persar þeir, er sendir voru um einstigið yifr fjöllin, komu að baki þeim og Þebumenn gáfust upp, lauk orustunni svo, að þeir Leónídas fellu þar allir; aðeins einn maður spartverskur, er sendur hafði verið heim sökum augnveiki með hinum öðrum Grikkjum, lifði af orustuna; svo er talið, að Persar hafi í þessa 3 daga látið 20 þúsund manna, þar á meðal tvo bræður Persakonungs og fjölda annara höfðingja sinna.
- En þessi vörn hins spartverska hetjukonungs og kappa hans í Laugahliði gaf Persum, er mátu mikils hermannlegar dyggðir, mjög háa hugmynd um hugrekki Grikkja og vígfimi. Sú þjóð, sem ekki horfði í að berjast við hundraðfalt ofurefli, er hver maður hennar hafði 4 fjandmenn fyrir sér áður hann felli - slík þjóð hafði aldrei orðið fyrir Persum í öllum styrjöldum þeirra, og þeim mátti ósjálfrátt koma í hug, að ekki sjálfir þeir, heldur Grikkir væri hraustasta þjóðin, er þá var uppi, og að þessir bardagar, er háðir voru, væri lítilræði í samanburði við það, er þeir áttu fyrir höndum. Þessi fullvissa hafði mjög mikil áhrif á framhald styrjaldar þessarar, og bardaginn í Laugahliði var því sigur Grikkjum, þótt kappar þeirra felli þar.
Set þetta hérna til að fólk geti ákveðið hvort hafa beri orðið í fleirtölu eða eintölu. Helgi Hálfdánarson hefur það alltaf í eintölu. Þorleifur H. Bjarnason í Fornaldasögu handa æðri skólum (útg. 1916; bls. 31.) kallar skarðið að vísu Þermopyle-klif (ft): sbr.: var honum búin fyrirsát í Þermopyle-klifum í Suðurþessaliu, þar sem leið liggur inn í Miðhellas...
Ég skil því kannski að menn hafi þetta í fleirtölu. En í eintölu þá er þetta myndrænna. Eitt skarð, menn króaðir af osfrv. En mér fannst réttast að hafa þetta með svona til gamans. Fjandi er annars gaman að deila um þetta, en amma skrattans hirði þessa nýju kvikmynd „300“... Hákarl.
- Já, annars er ekkert sem útilokar að minnast á bæði eintöluna og fleirtöluna eins og er gert núna. --Cessator 16:47, 17 mars 2007 (UTC)
Bara svo þetta sé allt með: klif: (h) brött hæð, klettur, einstigi, fjallaskarð. En það er rétt, það er svo sem allt í lagi að hafa fleirtöluna með. Hvernig er það Cessator mætti hafa einhverja af þessum lýsingum sem ég skrifaði upp inn á síðunni sjálfri? Til dæmis kaflann úr Fornaldarsögu Hallgríms Melsteð? Þetta er auðvitað gömul söguskoðun, en hva, hún er vel skrifuð.
- Ég held að það væri alla vega ekki höfundarréttarbrot að setja inn beina tilvitnun sem væri að sjálfsögðu vel merkt sem slík og upprunans getið. En þetta er kannski dálítið löng tilvitnun, nánast eins og meðallöng grein hér á íslensku Wikipediu. Á þessari síðu væri líka við hæfi að segja mjög stutt frá orrustunni en segja frá henni í lengra máli í grein um sjálfa orrustuna (eins og er gert á ensku). Eða hvað? --Cessator 17:35, 17 mars 2007 (UTC)
Það er rétt hjá þér Cessator. En þetta er þá alltént til hérna ef fólk hefur áhuga á að stytta þetta og nota þá kannski aðrar upplýsingar líka - og nýlegri. En ég mæli með gömlum kennslubókum í Sagnfræði; þær eru venjulega á miklu betra máli en nútíma sagnfræðirit fyrir skóla - sem eru öll skrifuð einsog af andlegum geldingum. Og heyrðu, hvernig væri að bæta Mommsen við fornfræðingana Cessator? Þú ert sérfræðingurinn. Gibbon er kominn, hvers á Mommsen að gjalda?
- Mommsen kemur einhvern tímann. Hann er hérna á lista, rauður tengill enn þá en fyrr eða síðar verða þeir allir bláir. --Cessator 17:43, 17 mars 2007 (UTC)
- Nánar tiltekið hérna. --Cessator 17:45, 17 mars 2007 (UTC)