Andakílsskóli
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fyrstu nemendur komu í nýbyggðan skóla á Kleppjárnsreykjum 13. nóvember 1961. Við Kleppjárnsreykjaskóla var síðar útibúi komið á fót á Hvanneyri. Það varð að sjálfstæðum skóla 1975 er hlaut nafnið Andakílsskóli. Vorið 2005 voru skólarnir sameinaðir í einn skóla sem nefndur var Grunnskóli Borgarfjarðarsveitar. Nú hefur skólinn verið nefndur að nýju, og heitir Grunnskóli Borgarfjarðar.