Spjall:Smyrill (félag)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég vil setja fram mínar efasemdir um hvort þessi grein eigi rétt á sér. Að mér vitandi hefur félagið haldið einn fund og skráðir félagsmenn eru fáir, ef nokkrir. Ég er í MH og hef aldrei rekist á eyðublöð um inngöngu og aldrei orðið neitt var við þetta félag, fyrir utan þennan eina fund þ.e.a.s.
- Það ætti a.m.k. að færa greinina á Smyrill (félag), því þegar fólk leitar að Smyrli býst það við samnefndri fuglategund.--Heiða María 00:36, 10. apríl 2005 (UTC)
- Ég sé enga ástæðu til þess að tortíma þessu, þar sem að upplýsingarnar virðast réttar hvort sem að þær eru lítilsverðar eður ei - hinsvegar styð ég þá tillögu Heiðu Maríu að færa þetta á Smyrill (félag). --Smári McCarthy 13:44, 10. apríl 2005 (UTC)
Ég er líka í MH og jú, þetta félag er til en varla meira en það. Ég veit ekki betur en að þetta séu bara Aron Ólafsson og nokkrir félagar hans sem fannst sniðugt að hafa félag. Það er varla starfandi og ég held að þegar þeir sem eru í því núna verði allir útskrifaðir verði það ekki lengur til í nokkurri mynd. --Sterio 15:11, 10. apríl 2005 (UTC)
Bara jákvætt að hafa smá info um þetta félag hér.
Hljómar svolítið auglýsingalegt... -- Odin 14. okt. 2005 kl. 18:54 (UTC)