Notandaspjall:Haukurth
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sæll Haukur. Ég vildi benda þér á Wikipedia:Hver erum við? - mun betri staður til þess að lýsa yfir dvalarstað og aldur. --Smári McCarthy 9. jan. 2006 kl. 20:42 (UTC)
[breyta] Umritun grísku
Sæll Haukur. Ég hef tekið eftir að þú hefur verið að skrifa um aristótelísk bókmenntahugtök. Gott framtak. Varðandi umritun grískunnar vil ég benda þér á „Umritun grískra og latneskra nafna á íslensku“. Þar er aðeins fjallað um umritunina. Varðandi omega og epsilon er best að nota „makron“ ef það þarf að gera ljóst að um þá stafi er að ræða. --Cessator 13:59, 20 desember 2006 (UTC)
- Smá viðbót af því að ég var að flýta mér svo mikið áðan: Já, fí verður sem sagt að f og þeta að þ eða t; „makron“ (hvað heitir það á íslensku?) er notað til að aðgreina löng hljóð frá stuttum, sem sagt Ē/ē og Ō/ō standa þá fyrr etu og omega. Það er óþarft að sýna ákvæðismerkin („accentana“) í umrituninni, enda gefa þau ekki til kynna áherslu eins og flestir myndu þá halda, heldur tónun — a.m.k. í forngrísku. --Cessator 16:03, 20 desember 2006 (UTC)