Spjall:Hippókratesareiðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég fjarlægði þýðinguna á eiðnum af því að Wikipediu-greinar eru ekki rétti staðurinn fyrir þýdda texta í heild sinni. Það er líka ekki ljóst að við megum birta þessa þýðingu í heild sinni hér. --Cessator 03:28, 5 mars 2007 (UTC)

Held að þýðing Valdimars sé þó orðinn það gömul að hægt sé að nota hana án vandkvæða. Held líka að hún sé betri en Kristínar. Þarf að nálgast hana.

Ég á hana reyndar til en hef hana ekki hjá mér. En ég er samt ekki fullviss um að hún sé nógu gömul. Það kom upp sú hugmynd ekki alls fyrir löngu að endurútgefa þýðingar Valdemars en það var ekki alveg ljóst að þær væru lausar undan útgáfurétti. Annars breytir það þó ekki því að textinn í heild sinni á heima á Wikisource en ekki í grein á Wikipediu. En fyrir forvitni sakir, hvaðan er þýðing Kristínar fengin og er hún úr frummálinu? --Cessator 03:35, 5 mars 2007 (UTC)

Hún er úr úr Undur veraldar (1947 eða 45)...

Ahh, þá megum við sennilega ekki birta hana hér. --Cessator 03:41, 5 mars 2007 (UTC)