Spjall:Bandaríkin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Afhverju eru Bandaríkin ranglega nefnd Bandaríki Norður Ameríku, hvað er rangt við það?
- Er ekki viss með þetta "ranglega nefnd Bandaríki Norður Ameríku", svo virdist sem "united states of america" og "united states of north america" sé notad jöfnum höndum um bandaríkin í opinberum skjölum (sérstaklega thó í gömlum skjölum, t.d. fridarsáttmálinn á milli Morocco og bandaríkjanna thann 16 sept 1836 thar sem fulltrúi bandaríkjanna kennir sig vid "United States of North America").
- A.m.k. finnst mér ad vid ættum ad setja upp redirect frá Bandaríki Nordur Ameríku og Bandaríki Ameríku á þessa grein. ---ojs 11:24, 16 May 2004 (UTC)
Bandaríkin eru yfirleitt bara kölluð Bandaríkin þannig að ég flutti greinina yfir á það nafn. Á ensku Wikipedia heitir greinin um Bandaríkin t.d. bara United States. ---Biekko 10:14, 16 May 2004 (UTC)
- Oft er talað um Bandaríkin sem BNA sem er auðvitað skammstöfun fyrir Bandaríkin Norður Ameríka.. -- Okay 20:32, 16 May 2004 (UTC)
-
- Bandaríki Norður Ameríku. Ekki öll Norður Ameríka er tekin undir þetta bandalag. Ennfremur mætti segja að Hawaii sé hvorki tilheyrandi N. Ameríku né Asíu, þar sem að það situr sem eyjabogi á miðri kyrrahafssléttunni. Þess vegna myndi ég ekki nota nafn heimsálfunnar þarna: "Bandaríki Ameríku" takk. --Smári McCarthy 07:20, 17 May 2004 (UTC)
-
-
- Það er einfaldlega áralöng hefð fyrir að kalla landið Bandaríki Norður-Ameríku og algjör undantekning að það sé kallað Bandaríki Ameríku. Ég er fylgjandi núverandi uppsetningu þar sem bæði þessi nöfn vísa á Bandaríkin. Þessir tveir linkar undirstrika ágætlega hvort nafnið er vinsælla: [1] og [2]
- --Sindri 12:13, 17 May 2004 (UTC)
-
[breyta] Eigið frelsi og sjálfstæði
Er þetta ekki óþarfa tvítekning? Ég hélt a.m.k. að "eigið frelsi" fælist í sjálfstæði. -Andrés Böðvarsson
- Jú það er rétt, þér er velkomið að breyta því. --Bjarki Sigursveinsson 12. september 2005 kl. 08:57 (UTC)
[breyta] Heiti á fylkjum
Verður ekki að vera eitthvað samræmi í því hvort notuð séu íslensk eða ensk heiti á fylkjunum? Mér finnst rugl að sum séu höfð á íslensku en önnur á ensku. -Hvolpur 6. des. 2005 kl. 11:52 (UTC)
- Veit það ekki... Sum eru komin með hefðbundið "íslenskt" nafn, önnur ekki, líklega af því þau eru meira notuð hér á landi ("Flórída" t.d. heyrist oftar en "Illinois"). Mér finnst ekkert að því að hafa þau á íslensku sem hefð er komin á að hafa þannig, þótt hin séu óbreytt. --Akigka 6. des. 2005 kl. 12:29 (UTC)
- Svona miðað við sjónvarpsefnið sem er boðið uppá hér á landi þá gæti maður stundum haldið að maður sé staddur í 51. fylkinu, þannig að það er ekki skrýtið að stafsetning innfæddra sé notuð í flestum tilfellum. Við ættum að halda okkur bara við þau nöfn sem að er algengast að nota í hverju tilviki fyrir sig, Nýja Jórvík er löngu dottin uppfyrir en Kalifornía lifir góðu lífi, ég held að listinn hér á greininni endurspegli þetta nokkuð vel. Þetta er reyndar áhugaverð pæling, hvernig myndi íslensk útgáfa af þessum nöfnum líta út? Vosington, Illinój, Æóva... :) --Bjarki 6. des. 2005 kl. 13:43 (UTC)
- Þá gætum við talað um Georg Vasington í stíl. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 6. des. 2005 kl. 13:53 (UTC)
- "Þvottabær" (Washing - To(w)n) - Nafnið er til þýtt í einhverri Lukku-Lákabók, en man það ekki í svipinn... --Akigka 6. des. 2005 kl. 13:59 (UTC)
- Þá gætum við talað um Georg Vasington í stíl. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 6. des. 2005 kl. 13:53 (UTC)
- Svona miðað við sjónvarpsefnið sem er boðið uppá hér á landi þá gæti maður stundum haldið að maður sé staddur í 51. fylkinu, þannig að það er ekki skrýtið að stafsetning innfæddra sé notuð í flestum tilfellum. Við ættum að halda okkur bara við þau nöfn sem að er algengast að nota í hverju tilviki fyrir sig, Nýja Jórvík er löngu dottin uppfyrir en Kalifornía lifir góðu lífi, ég held að listinn hér á greininni endurspegli þetta nokkuð vel. Þetta er reyndar áhugaverð pæling, hvernig myndi íslensk útgáfa af þessum nöfnum líta út? Vosington, Illinój, Æóva... :) --Bjarki 6. des. 2005 kl. 13:43 (UTC)
- Ég held að það sé tóm vitleysa að fara að íslenska heiti allra fylkjanna. Það hefur ekki tíðkast hingað til. Þau fylki sem eru rituð á ´serstakan hátt á íslensku eru miklu færri og nær lagi að telja þau til undantekninga. Í sumum tilfellum er þetta líka bara spurning um broddstaf (sbr. Flórída) en annars eru helstu fylkin sem þarf að breyta þau sem hafa North-, South- og West- sem forskeyti. Ég held að það geri ekkert til þótt Illinoi og Washington heiti Illinoi og Washington en North Dakota heiti Norður Dakóta. --Cessator 6. des. 2005 kl. 14:23 (UTC)
-
-
-
- Nei, það heitir Norður-Dakóta, það er alveg klárt og kvitt og held ég eina útgáfan sem væri í samræmi við reglur um myndun nafnliða í íslensku (þótt sumir kjósi að hafa það að engu)... --Akigka 6. des. 2005 kl. 14:45 (UTC)
-
-
-
- Það er auðvitað ekkert vit í því að fara að íslenska öll heitin, en mér fannst þetta frekar tilviljanakennt hvernig sum heitin voru aðlöguð að íslensku og skrifuð með broddstöfum og öðrum íslenskum stöfum en önnur ekki. Kannski bara spurning um hvar maður dregur mörkin. -Hvolpur 6. des. 2005 kl. 15:03(UTC)
- Er eitthvert fylki skrifað með séríslenskum staf (annað en þau fylki sem hafa Norður- og Suður- forskeyti)? Ég held annars að það sé líka skynsamlegt að halda broddstöfum í lágmarki, skrifa t.d. Oregon frekar en Óregon og Ohio frekar en Óhio (þaðan af síður Óhæó). --Cessator 6. des. 2005 kl. 15:10 (UTC)