Spjall:Listi yfir íslenskar hljómsveitir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mínus og Brain Police eru að mig minnir stofnaðar á 20. öld, allavegana þessi fyrri. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 08:26, 15 ágú 2004 (UTC)
[breyta] Vantar Jakobínarínu
já thad vantar hana
Vantar : Galdrakarlar (1976-1983)
Rein (Einar Vilberg) Trix (1969-1972) Steinblóm Jeremías
[breyta] Verndun
Ég legg til að við verndum þessa grein tímabundið vegna þess ástands sem er búið að skapast hér á íslenskunni í dag og komum þar með í veg fyrir að henni sé breytt. Er einhver mótfallinn því? --Stefán Vignir Skarphéðinsson 6. ágúst 2005 kl. 23:10 (UTC)
- Það hefur einhver sett inn link á b2.is. Mér finnst nú spurning hvort við ættum að gefa því smáséns að við fáum nothæfa notendur/greinar út úr því... hugsanlega. --Akigka 6. ágúst 2005 kl. 23:24 (UTC)
- Þetta virðist vera gengið yfir... eða þá að fólk er ekki vaknað ennþá. Allavega þá held ég að það stoði lítt að vernda þessa síðu þar sem flestar vandræðabreytingarnar eru á hljómsveitagreinunum en ekki listanum sjálfum. Þetta blæs yfir á nokkrum dögum, þangað til verðum við bara að vera dugleg að eyða og banna og vona að eitthvað gott komi úr þessu. --Bjarki Sigursveinsson 7. ágúst 2005 kl. 12:40 (UTC)
- Þá væri kanski pæling að setja bara tortímingarsniðið á greinarnar sem eru gerðar út frá þessari og bíða eftir að þær lagist með tímanum. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 7. ágúst 2005 kl. 15:03 (UTC)
[breyta] grisjun
Ég fór í gegnum þennan lista og henti út helling af hljómsveitum sem ég tel ekki nógu merkilegar til að vera með. Það sem ég gerði var að fara á tónlist.is og fletta upp öllum þeim sveitum sem ég veit ekkert um til að athuga hvort að þær hefðu fengið eitthvað útgefið eftir sig, að auki skildi ég eftir sigurvegara músíktilrauna þó að þeir hafi ekki gefið neitt út. Ég veit að þetta er ekki fullkominn mælikvarði á það hvaða hljómsveitir teljist nógu merkilegar en hann er ágætur til grundvallar. Ykkur er frjálst að bæta við listann en ég vil gjarnan fá að sjá rökstuðning fyrir viðbótunum ef það eru hljómsveitir sem ekki hafa gefið neitt út. --Bjarki Sigursveinsson 16. okt. 2005 kl. 01:04 (UTC)
Það hefði ekki verið vitlaust að leita í gegni (gegnir.is) líka þar sem samkvæmt lögum eru skilduskil á 3 eintökum á öllu sem er útgefið. Margir tónlistarmenn telja tonlist.is vera fyrir neðan sína virðingu og skrá sví ekki útgefin verk sín þar. -Orri Tómasson