Spjall:Botnmálning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Læt þetta hér inn ef einhver gæti notað þetta til að bæta við þessa grein.

bika: (s) bera bik á (til að þétta, fúaverja o.fl.), tjarga. / sbr.: Ég gat þess áður, þegar rætt var um skipin, að þau hefðu verið bikuð utan með koltjöru, áður en vertíð byrjaði. (SæmDúaEin 2).

bikaður: () sbr.: Var í höfninni krökt af skipum undir reiða sum bikuð, önnur steind. (HKLÍsl).

bráð: (h) sbr.: voru sýndar þar grjóthlóðir, sem Eyvindur lét hita bráð á duggu sína. (Blanda 3).

koltjara: () sbr.: Fyrir hverja vertíð voru skipin snyrt ofurlítið til, byrðingurinn bikaður utan með koltjöru, skjólborð og kappar, káetukappi og lúkarskappi, málað með olíumálningu. (SæmDúaEin II, 188). / koltjara hrindir frá sér vætu, því er hún ágæt á neðanjarðar steinveggi og á tré er hún einnig notuð, þótt á það sé oftast heppilegra að nota viðartjöru (hrátjöru). (HvannBygg 1969).

tjargaður: () sbr.: Seglbúnaður, klifer, stagfokka, stórsegl og gaffaltoppsegl á frammastri, mesansegl og gaffaltoppsegl á afturmastri, skrokkur tjargaður með hvítum fleyg og þilfarslista afturúr. (SjómVík 1968).

blýmenja: () sbr.: Meðan skip eru í smíðum eru þau því þrímáluð með ryðvarnarefni (anticorrosiv composition); er blýmenja, járnmenja, sinkhvíta og ýmsar tegundir af ryðvarnarefnum. (Ægir 1928, 216). / Ef mála skal járn, er það venjulega málað fyrst yfir með blýmenju. (Verksjóv).

menja: () sbr.: er mjög vafasamt að nota menjufarva neðansjávar, með því að gróðurvarnarfarvinn loðir illa við menjuna og flagnar af eftir mjög skamman tíma. (Ægir 1950, 171).

ryðvarnarfarfi: () sbr.: Nútíma aðferðin til varnar skipi neðan sjólínu er sú að bera á það ryðvarnarfarva fyrst (stálskip) og síðan gróðurvarnarfarva. (Ægir 1950, 1).

- Hákarl.