Hvíti Riddarinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Merki Hvíta Riddarans
Merki Hvíta Riddarans

Hvíti Riddarinn er íþróttafélag úr Mosfellsbæ sem var stofnað árið 1998. Knattspyrnudeild Hvíta riddarans hefur verið starfrækt frá stofnun félagsins en árið 2005 var körfuknattleiksdeild stofnuð innan þess. Hvíti Riddarinn leikur nú í þriðju deild Íslandsmótsins í knattspyrnu og annarri deild Íslandsmótsins í körfuknattleik.

[breyta] Saga knattspyrnudeildar

  • 1998: Hvíti Riddarinn stofnaður 14. ágúst.
  • 2001: Félagið tók þátt í Utandeildinni í fyrsta sinn og endaði í öðru sæti.
  • 2002: Utandeildarmeistarar.
  • 2003: Utandeildarmeistarar. Félagið tók þátt í bikarkeppni KSÍ undir merkjum Kjalar, tapar 5-0 gegn ÍR.
  • 2004: Félagið lenti í þriðja sæti Utandeildarinnar og gekk í UMSK, ÍSÍ og KSÍ. Þátttaka í bikarkeppni KSÍ, tap gegn Reyni Sandgerði 4-2.
  • 2005: Félagið tók þátt í Íslandsmóti KSÍ í fyrsta sinn og endaði í þriðja sæti C-riðils með markatöluna 54-15. Markatalan var sú næstbesta í öllum deildum íslandsmótsins á eftir Íslandsmeisturum FH (53-11). Í bikarkeppni KSÍ komst félagið í 32 liða úrslit eftir góða sigra á suðurlandsliðunum Árborg og Hamri. Í 32 liða úrslitum náði liðið að knýja fram framlengingu gegn liði HK eftir 1-1 jafntefli. Endanleg úrslit voru 1-5 eftir framlenginguna, HK í vil. Ásbjörn Jónsson þjálfaði liðið frá febrúar, fram í ágúst.

[breyta] Saga körfuknattleiksdeildar

  • 2005-2006: Körfuknattleiksdeild stofnuð. Forsaga stofnunar deildarinnar var sú að körfuknattleiksliði Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF), sem hafði orðið deildarmeistari annarrar deildar 2005, var meinuð þátttaka í Íslandsmóti um haustið af KKÍ. Ástæðan var þátttaka Harðar, sem er innan vébanda HHF, í Íslandsmóti yngri flokka í körfuknattleik. Ákveðið var að stofna nýja deild innan Hvíta riddarans og gengu liðsmenn HHF í hið nýstofnaða lið. Félagið komst í úrslitakeppni annarrar deildar eftir að hafa unnið riðil A-3 í deildakeppninni. Í úrslitakeppninni, sem haldin var á Hvolsvelli og Hellu, náði félagið þriðja sæti með sigri á gestgjöfum Dímonar. Ármann/Þróttur urðu deildarmeistarar eftir að hafa unnið Hvíta riddarann í undanúrslitum og ÍG í úrslitum.
  • 2006-2007: Félagið komst í 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ og Lýsingar. Liðið var slegið út af b-liði KR. Áður hafði félagið unnið Reyni frá Sandgerði í 32 liða úrslitum.

[breyta] Tenglar


Þessi grein sem fjallar um íþrótt er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana