Bitrufjörður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bitrufjörður er fjörður á Ströndum sem gengur inn úr vestanverðum Húnaflóa. Næsti fjörður norðan við hann er Kollafjörður en næsti fjörður sunnan við Bitrufjörð er Hrútafjörður. Bitrufjörður er oft kallaður Bitra og fólkið sem þaðan er er kallað Bitrungar. Í Bitru er kirkjustaður á Óspakseyri og þar var til skamms tíma rekið Kaupfélag Bitrufjarðar, verslun og sláturhús. Það hefur nú verið lagt niður.
[breyta] Jarðir í Bitrufirði
- Þambárvellir, tvíbýli, sauðfjárbúskapur
- Þórustaðir, sauðfárbúskapur
- Sandhólar, sauðfárbúskapur
- Brunngil, eyðibýli
- Snartartunga, sauðfjárbúskapur og ferðaþjónusta bænda
- Óspakseyri, frístundadvalarstaður, kirkjustaður
- Krossárbakki, eyðibýli, engar byggingar
- Eyrarland, eyðibýli, engar byggingar
- Árdalur, frístundadvalarstaður
- Einfætingsgil, frístundadvalarstaður
- Gröf, sauðfjárbúskapur
- Hvítarhlíð, í byggð, enginn búskapur
- Bræðrabrekka, sauðfjárbúskapur
- Skriðinsenni, sauðfjárbúskapur