Tunglið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tunglið, eða máninn er eini fylgihnöttur jarðar. Meðalfjarlægð tungls og jarðar er 384.403 km og þvermál þess er 3.476 km. Það hefur bundinn möndulsnúning, þ.e. tunglið snýr alltaf sömu hlið að jörðinni.
Tunglið fer einn hring umhverfis jörðina á u.þ.b. einum mánuði og á hverri klukkustund færist það miðað við fastastjörnunar, um 0,5° á himinhvelfingunni, eða um fjarlægð sem er u.þ.b. jöfn sýndarþvermáli þess.
Fyrir meira en 4,5 milljörðum ára var yfirborð tunglins líklega gert úr fljótandi kviku. Skorpa tunglsins er samsett úr fjölmörgum frumefnum, t.d. úrani, þóríum, kalíum, súrefni, kísli, magnesíum, járni, títan, kalsíni, áli og vetni.
Tunglmyrkvi verður þegar tunglið fer inn í alskugga jarðar, þ.a jörðin skyggir á sólu frá tunglinu séð.
Nokkrir tunglkannar hafa verið sendir til tunglsins, þ.á.m. Luna 1, Ranger 8 og Appolló-tunglkannarnir, sem voru mannaðir.
[breyta] Tunglhöf
- Austurhafið (Mare Orientale).
- Eimhafið (Mare Vaporum).
- Frerahafið (Mare Frigoris).
- Friðarhafið(Mare Tranquillitatis). Fyrsta mannaða tunglfarið Apollo 11 lenti á Friðarhafinu klukkan 3:17 eftir hádegi 20 júlí 1969.
- Frjósemishafið (Mare Fecunditatis).
- Kreppuhafið (Mare Crisium).
- Kyrrðarhafið (Mare Serenitatis).
- Regnhafið (Mare Imbrium).
- Skýjahafið (Mare Nubium).
- Veigahafið (Mare Nectaris).
- Vessahafið (Mare Humorum).
[breyta] Tenglar
Upplýsingar um tunglið á stjörnufræðivefnum
Sólkerfið |
Sólin | Merkúríus | Venus | Jörðin (Tunglið) | Mars | Smástirnabeltið |
Júpíter | Satúrnus | Úranus | Neptúnus | Plútó | Kuiper-beltið | Oort-skýið |
Sjá einnig stjarnfræðileg fyrirbæri, og fyrirbæri í sólkerfinu, eftir radíus og massa |