Menntagyðjur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Menntagyðjurnar eða sönggyðjurnar (oft einnig nefndar músur) voru níu í grískri goðafræði.
Þær voru verndargyðjur söngs, lista og vísinda. Klíó er gyðja hetjuljóða, kveðskapar og söguritunar, Evterpa hljóðpípuleiks, Þalía gleðileikja, Melpómena harmleikja, Terpískora dans og kórsöngs, Erató ástarljóða og leiklistar, Pólýhymnía helgra lofsöngva, Úranía stjörnufræði og Kallíópa söguljóða. Verndari menntagyðjanna og söngstjóri þeirra er Apollon, þess vegna nefndur Músagetes.