Marteinn Einarsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Marteinn Einarsson (1500? - 1576) var biskup í Skálholti. Hann var níu ár við nám í Englandi, kom síðan aftur til Íslands að námi loknu og var orðinn prestur árið 1533 og tók við Stað á Ölduhrygg á Snæfellsnesi stuttu síðar. Hann var síðan officialis Skálholtskirkju 1538 og varð Skálholtsbiskup 1548 er Gissur Einarsson lést. Hann var handtekinn af sonum Jóns Arasonar 1549 og var um eitt ár í haldi. Marteinn sagði af sér embætti 1556 þar sem honum þótti konungur ganga um of á eignir og réttindi stólsins. Hann gerðist aftur prestur á Stað 1557 - 1569 en lét af prestskap 1569 og bjó að Álftanesi á Mýrum til æviloka. Marteinn þótti fær málari og fékkst við kirkjuskreytingar en ekkert hefur varðveist af málaralist hans.