Spjall:Fullbúið skip

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þetta hefur alltaf verið nefnt Fullreiðaskip á íslensku. Ég er nokkuð viss um það.

Fullriggari og fullrikkari er líka til... og „fullbúið skip“. Ég er alveg viss um það. Fullreiðaskip hef ég hins vegar ekki séð (fyrr en núna). --Akigka 01:42, 19 mars 2007 (UTC)

Sláðu fullreiðaskipi endilega upp í Bókinni um skipið eða einhverju slíku riti. Reyndu að finna þar Fullbúið skip. Þú hlýtur annars að vera með einhverjar skrifaðar heimildir þegar þú setur þetta á blað. Hvaða heimildir eru það? Minnið og grunurinn eru venjulega verstu óvinir sannleikans, eða svo er mér sagt. Eða var það bara mitt minni og allt það hafurtask sem eru verstu óvinir sannleikans. Æ, ég man það ekki. En reyndu að finna þetta í einhverju riti og segðu mér frá því hvaða doðrantur það er. Ég hef áhuga á þeirri bók, hef alltaf langað til að vita meira um skip. Hakarl 03:43, 19 mars 2007 (UTC)