Karólína Eiríksdóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Karólína Eiríksdóttir (1951-) er íslenskt tónskáld. Hún lærði í Tónlistarskólanum í Reykjavík og síðar við University of Michigan. Þar tók hún meistarapróf í tónlistarsögu- og rannsóknum árið 1976 og tveimur árum síðar, eða árið 1978, hlaut hún sömu gráðu í tónsmíðum. Ári síðar flutti hún aftur til Íslands og hefur síðan þá unnið sem tónskáld sem og kennt við ýmsa tónlistarskóla.
[breyta] Óperur
Någon har jag sett ('Mann hef ég séð') (1988, texti: Marie Louise Ramnefalk)
Maður lifandi - Óperuleikurinn um dauðans óvissan tíma (1999, texti: Árni Ibsen)