Spjall:Quadratrix Hippíasar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég hef aldrei séð quadratrix þýtt áður. Nú get ég ekki sagt að þýðingin ferningsmargliða sé röng, því að ég veit bara ekki hvað orðið quadratrix þýðir. En það er vissulega athyglisvert að þetta fall er alls ekki margliða, né heldur er í því ferningur eða ferningsrót. En ef á það er horft að Hippias gat nýtt fallið til að teikna ferning sem var að flatarmáli jafn gefnum hring (en það var fornt viðfangsefni, sem reyndist óleysanlegt með hringfara og reglustiku eingöngu), þá gæti manni kannski dottið í hug „ferningunarfall“ eða eitthvað ámóta hræðilegt (sbr. að „ferninga“ hring). --Moi 21:40, 3. ágú 2004 (UTC)

Sjá greinina sem ég var að skrifa, Ferningshringir. Betra orð gat ég ekki fundið fyrir þá aðgerð, haha. En orðið "ferningsmargliða" er mér einmitt svolítið hugleikið núna, þar sem að ég notaði það fyrst í lokaritgerðinni minni í stærðfræði 523 núna fyrir nokkrum mánuðum (greinin er afrituð og umorðuð þaðan), en ég man ekki hvernig ég komst að þessari niðurstöðu. Líklega var þetta einhverskonar samsuða orða úr orðasafni stærðfræðingafélagsins, en endilega leiðréttu mig. Ég fékk btw toppeinkun fyrir þessa ritgerð. :P
Kíktu endilega á IRC (irc.freenode.net, #is.wikipedia), ég vil endilega ræða við þig um þessi og önnur mál. :) --Smári McCarthy 21:47, 3. ágú 2004 (UTC)
Sæll Smári, viltu senda mér e-mail á moing@vortex.is, ég vil líka endilega spjalla við þig, en ég vil heldur emil en irc, það gefur manni betra færi á að hugsa! --213.190.107.34 21:59, 3. ágú 2004 (UTC), Magnús Ó. Ingvarsson
Svo vitnað sé í reference.com: \Quad*ra"trix\, n.; pl. -trixes, or -trices. [NL.] (Geom.) A curve made use of in the quadrature of other curves; as the quadratrix, of Dinostratus, or of Tschirnhausen. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:18, 3. ágú 2004 (UTC)