Spjall:Menntaskólinn Hraðbraut

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Greinin Menntaskólinn Hraðbraut er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.

Efnisyfirlit

[breyta] Latnesk einkunnarorð

Ef einhver gæti farið yfir Latnesku einkunnarorðin, og verið viss um að þau séu rétt væri það mikil hjálp. Baldur Blöndal 19:23, 29 október 2006 (UTC)

[breyta] Myndir

Ef einhver hefur einhverjar myndir af Hraðbraut; húsnæðinu, rýminu, kennslustofunum, þá endilega setjið þær inn. Baldur Blöndal 20:11, 25 október 2006 (UTC)

Skiptir ekki máli, búinn að redda. --Baldur Blöndal 01:38, 6 desember 2006 (UTC)

[breyta] Nemendafjöldi

Sagt var að flestir framhaldsskólar landsins hefðu 1000-2000 nemendur. Þetta er bara alls ekki rétt. Eftir minni bestu vitund eru skólarnir örfáir sem hafa fleiri en 1000 nemendur. Fjölbraut í Breiðholti er langfjölmennastur (1500 nemendur í dagskóla), og á eftir honum kemur VMA. MH, MR og MA fylgja hinir. Framhaldsskólar úti á landsbyggðinni þjást ekki af þvílíkri stærð. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur að öllu jöfnu um 300 nemendur. Sama má eflaust segja um Framhaldsskólann á Húsavík, Menntaskólann á Egilsstöðum, og jafnvel Hússtjórnarskólann á Hallormsstað, svo að dæmi séu tekin. --Smári McCarthy 7. maí 2006 kl. 12:45 (UTC)

Góður punktur, takk fyrir að koma þessu á framfæri. Baldur Blöndal 20:11, 25 október 2006 (UTC)

[breyta] Einkunnarorð

Hvaðan eru einkunnarorð skólans fengin? Ég vil ekki breyta málfræðinni ef þetta eru opinber einkunnarorð skólans en strangt tekið ætti ekki að vera nein forsetning (in) á undan duobus annis); ef maður vill segja að eitthvað gerist á tveimur árum eða innan tveggja ára, þá er það annaðhvort gert með abl. án forsetningar eða með intra + acc. --Cessator 01:03, 7 nóvember 2006 (UTC)

Þetta eru ekki opinber einkunnarorð, en ég er að gera þau með samþykki skóla og þau eru ekkert föst. Endilega breyta eins og þér er fært. --Baldur Blöndal 01:32, 7 nóvember 2006 (UTC)
Ég myndi nú byrja á að taka út forsetninguna og íhuga að skipta út sögninni og nota í staðinn conficio sem þýðir að klára og er algengasta orðið í þeirri merkingu á klassískum tíma (þ.e. hjá Cicero, Caesari, Sallústíusi); compleo getur líka þýtt að klára en þýðir fyrst og fremst að fylla. En annars vaknar sú spurning hvort við ættum að segja lesendum að þetta séu einkunnarorð skólans ef skólinn hefur ekki lýst því yfir að þau séu það. --Cessator 01:45, 7 nóvember 2006 (UTC)
Íslensku einkunnarorðin eru opinber einkunnarorð skólans, eins og þú hefur séð hafa þau verið notuð í mörgum auglýsingum osfv., en þau latnesku eru bara þýðing- reyndar ekki góð þýðing enda byrjaði ég að læra og fá áhuga á latínu fyrir svona 6-7 mánuðum þannig að latínan mín er ennþá á byrjendastigi. En vegna þess að við erum að tala um einkunnarorð, þá ætla ég að minnast á einkunnarorð Wikipedia; "Be bold". :) --Baldur Blöndal 08:46, 7 nóvember 2006 (UTC)
Ein spurning: Ef þetta eru ekki einkunnarorð skólans í rauninni, heldur bara þín eigin þýðing á einkunnarorðunum, af hverju eiga þau þá heima á WP? --Sterio 11:45, 6 desember 2006 (UTC)
Ef einkunnarorð skólans eru á íslensku þá er núll ástæða til að þýða þau fyrir greinina. Koettur 00:07, 11 desember 2006 (UTC)

[breyta] Nemendur sitja í stórum stofum við stór borð

Nemendur sitja skv. greininni í stórum stofum við rúmgóð borð í þægilegum stólum. Þar að auki er skv. greininni skólinn afar rúmgóður. Ennfremur er húsnæðið bjart og skv. greininni nýtur húsnæðið góðra samganga. Er þetta ekki bara upp úr einhverjum auglýsingabæklingi? Koettur 01:32, 13 nóvember 2006 (UTC)

Jú, þú mátt endilega taka þetta útaf. --Baldur Blöndal 09:07, 13 nóvember 2006 (UTC)

[breyta] Kennsluaðferðir

Mér finnst vanta nokkuð um kennsluaðferðir í kaflanum um kennsluaðferðir; mér finnst eins og hann fjalli meira um námsskipulag. Væri kannski rétt að endurnefna hann Námsskipulag? --Cessator 00:33, 23 nóvember 2006 (UTC)

Já ég skil hvað þú átt við, ég skal breyta því. --Baldur Blöndal 08:46, 23 nóvember 2006 (UTC)

[breyta] Stenst þetta?

Ég er að reyna að fá botn í það hvernig hægt er að ljúka 136 einingum með því að taka 9 einingar í 14 tarnir og 6 einingar þá fimmtándu. Ég fæ bara 132 einingar út úr þessu. Eru það íþróttirnar, sem gera muninn? --Mói 23:45, 7 desember 2006 (UTC)

Já, íþróttirnar gilda 4 einingar. --IndieRec 01:34, 8 desember 2006 (UTC)

[breyta] Nokkrar athugasemdir

Í greininni segir að Menntaskólinn Hraðbraut hafi verið stofnaður 1996, en þó tók hann ekki til starfa fyrr en 2003. Það mætti gjarnan útskýra af hverju það er.

Þessi setning er pínu skrítin: "Skólinn er til húsa að Faxafeni 10 í húsi Framtíðarinnar og er Hraðbraut ehf., (kt. 490403-2210) í eigu Nýsis hf. og Gagns ehf." Ég skil hana ekki?

Í námsskipulagskaflanum mætti gjarnan segja frá nánar frá hvenær skólinn er starfræktur. Allt árið? Eru sumarfrí? Þá yrði þetta skýrara.

Gjarnan mætti útskýra betur hvernig ferlið er ef fólk fellur tvisvar í röð í sama fagi. Hvað gerist þá? Alls ekki nauðsyn, en það væri skemmtilegra, gefur heildstæðari mynd. Eins og þetta er núna situr maður eftir með spurningar...

Gagnrýniskaflann finnst mér megi bæta... þau rök sem talað er um þarna hafa etv. reynst slök þegar á reyndi?

Mér sýnist að það hafi verið lagt talsvert púður í þessa grein og ég held að hún sé ágætis grein um skólann, án þess að ég þekki mikið til skólans.

Gdh 02:56, 10 desember 2006 (UTC)

Ég dreg í land með þessa umsögn mína. Það er of mikið af endurtekningum í greininni og hún er full snubbótt á köflum.
Gdh 02:07, 14 desember 2006 (UTC)
"Á heiðurslista Menntaskóls Hraðbrautar eru árlega 8-12 nemendur sem hafa skarað fram úr í námsárangri, ástundun, samviskusemi og almennu viðhorfi til námsins. [1]"
Þetta þarf að endurbæta áður en þetta fer aftur inn. Eitthvað meira þarf að segja.
Gdh 02:28, 14 desember 2006 (UTC)
Ég er búinn að breyta mörgum hlutum sem þér þóttu ankannalegir e.g. afhverju Hraðbraut er formlega stofnað árið 1996, og eyddi þessi með kennitölurnar. Minnir að ég hafi bætt smá inn um sumar- og vetrarfríið og hvað gerist ef tiltekinn nemandi fellur tvisvar sinnum. Á hinsvegar eftir að bæta inn gagnrýni, og ef einhver kæmi auga á einhverja sem ég hef ekki bætt inn má viðkomandi endilega bæta við. :) Vantar uppá þar. -- Að auki vil ég biðjast forláts á stafsetningunni minni og málfari, ég geri mér til fullnustu grein fyrir að það vantar mikið upp á þar. --Baldur Blöndal 20:33, 17 janúar 2007 (UTC)

[breyta] Gæðagrein?

Þessi grein á sér allfurðulega breytingasögu. Hún var útnefnd gæðagrein fyrir allnokkru, en það voru alvarleg mistök að mínu mati. Ég átti sjálfur hlut að því máli, stóð á bremsu en sleppti henni svo, illu heilli. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Síðan greinin var gerð að gæðagrein hefur henni verið breytt um það bil SEXTÍU sinnum(!) og eru sumar breytingarnar stórvægilegar og viðbætur í löngu máli. Málfarið er afskaplega lélegt og eru villur af öllum gerðum í þessu. Það er alveg ljóst að nú er greinin öll önnur en hún var þegar hún fékk statusinn og má því með sanni segja, að þessi grein hefur aldrei verið kosin gæðagrein. Enda er hún nú í því horfi að hún á þann status ekki skilinn. Ég mæli því með því að hún verði svipt gæðagreinartitlinum þar til hún hefur verið löguð stórlega hvað varðar málfar og líka að ró komist einhvern tímann á hana og breytingaflóðinu linni. --Mói 00:04, 17 janúar 2007 (UTC)

Gætir prufað að breyta nokkrum af þessum villum? Það myndi hjálpa mikið. --Baldur Blöndal 11:05, 17 janúar 2007 (UTC)
Mér finnst líka að það mætti fækka undirköflunum stórlega. Sér undirkafli fyrir hverja kennslustofu - sem dæmi, þar sem textinn um hverja og eina er tvær setningar, virkar mjög illa á mig...
Eins þarf að endurbæta gagnrýnikaflann mikið. Var gagnrýnin virkilega ekki meiri?
--Gdh 19:27, 17 janúar 2007 (UTC)
Örugglega meiri gagnrýni, ég setti bara inn það sem mér datt í hug og fann heimildir fyrir á netinu. Ég ætla mér bráðlega að bæta einhverju við kennslustofurnar, en eins og þetta er núna væri sniðugast að, eins og komst að, eyða undirköflunum og fella þetta allt niður í einn undirkafla. --Baldur Blöndal 20:29, 17 janúar 2007 (UTC)