Kristján Kristjánsson (myndlistarmaður)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kristján Frímann Kristjánsson (fæddur 5. febrúar 1950) er íslenskur myndlistarmaður. Hann nam myndlist við Myndlista og –handíðaskóla Íslands 1969 – 1973. Og síðar við Listaháskólann í Stokkhólmi 1977 – 1980. Hann er Vestfirðingur að ætt og uppruna en foreldrar hans voru bæði fædd og uppalin í Arnarfirði. Hann hefur haldið einar tíu einkasýningar á verkum sínum, þá fyrstu á Neskaupsstað en flestar hinna í Reykjavík.
Kristján vinnur einkum í form sem nefnist Collage en það er dregið af franska orðinu Coller sem þýðir líma og sem nær yfir allar tegundir listrænna hluta sem skeyttir eru saman í eina heild. Kristján hefur í gegnum tíðina unnið ýmsar myndskreytingar á útgefið efni svo sem blöð og tímarit, hljómplötuumslög (Megas og Mannakorn), kort og auglýsingar.