Jóm
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jóm (þýsku: Wollin; pólsku: Wolin) eyja sem nú tilheyrir Póllandi, eða frá lokum seinni heimsstyrjaldar 1945. Eyjan er í Pommern. Á eyjunni er Jómsborg sem er víkingavirki, enda dvöldust víkingar þar og eyjan kemur mikið við sögu í Jómsvíkinga sögu.
[breyta] Saga eyjunnar
Á tímum Mieszko I, eða árið 967, varð eyjan innlimuð inn í hið pólska ríki. Næstu öld sóttu danskir víkingar mikið að eyjunni og dvöldust þar. Voru þeir kallaðir Jómsvíkingar. 1121 vann Boleslaw III eyjuna undir Pólland á ný. Á tímum Otto von Bamberg fór kristni um eyjuna og voru íbúar þá að mestu þýskumælandi. Í Þrjátíu ára stríðinu, eða um 1648, lögðu Svíar Jóm undir sig. 1720 varð hún prússnesk, en við ríkissameiningu Þýskalands 1871 tilheyrði hún Þýska ríkinu. En í lok seinni heimsstyrjöldinni hertók Rauði herinn eyjuna, og eftir stríð var Þjóðverjum gert að yfirgefa hana og hófst þá pólskt landnám þar á ný.