Lífland (land)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lífland var á tímum víkinga haft um landsvæði það er tók yfir hluta Lettlands og Eistlands. Minnst er á Lífland t.d. í Örvar-Odds sögu:
Og áður en Oddur kæmi til Hólmgarðs, þá hafði Kvillánus lið safnað um hina næstu þrjá vetur. Þykkir mönnum sem hann hafi vitað fyrir þangaðkvámu Odds. Þar voru allir fyrr nefndir konungar með honum. Svartur Geirríðarson var og þar. Hann var svá kallaður, síðan Ögmundr Eyþjófsbani hvarf. Þar var og mikill herr af Kirjálalandi og Rafestalandi, Refalandi, Vírlandi, Eistlandi, Líflandi, Vitlandi, Kúrlandi, Lánlandi, Ermlandi ok Púlínalandi. Þetta var svo mikill herr, að eigi mátti hundruðum telja. Undruðust menn mjög, hvað þetta ógrynni hers, er saman var dregið, skyldi.“
— Örvar-Odds saga,.