Greinir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ákveðinn greinir er aðeins eitt orð sem beygist eftir kynjum, tölum og föllum; í kk. hinn, í kvk. hin, í hk. hið. Í ft.; hinir (kk.), hinar (kvk.), hin (hk.). Óákveðinn greinir er ekki til í íslensku.

Greinirinn er ýmist á undan lýsingarorði (hinn góði maður) eða skeyttur aftan við nafnorð (maðurinn, konan, barn) og fellur þá h framan af honum og stundum einnig i; tunga-n, hestar-nir, fjall-ið, einkum þegar fall nafnorðsins endar á sérhljóða eða r (í ft.).

Greinirinn beygist þannig:

  kk. kvk. hk.
nf. et. hinn hin hið
þf. et. hinn hina hið
þgf. et. hinum hinni hinu
ef. et. hins hinnar hins
nf. ft. hinir hinar hin
þf. ft. hina hinar hin
þgf. ft. hinum hinum hinum
ef. ft. hinna hinna hinna

[breyta] Tengt efni


 

Þessi grein sem fjallar um málfræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana