Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar er tónlistarskóli í Reykjavík. Hann var stofnaður árið 1964 af Sigursveini D. Kristinssyni, tónskáldi. Til að byrja með fór kennsla fram í Austurbæjarskóla en nú er Tónskólinn á þremur stöðum, þar af tveimur sem hann á sjálfur:

Skólinn er rekinn sem sjálfseignarfélag og stjórnað af Styrktarfélagi Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Stjórn þess ásamt einum fulltrúa nemenda og öðrum fulltrúa kennara eru stjórn Tónskólans. Skólastjóri er Sigursveinn Magnússon, frændi stofnandans

[breyta] Tengill

Vefsíða T.S.D.K.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.