Hermione Granger
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hermione Jane Granger (borið fram [həˈmaɪ.ə.niː]? eða u.þ.b. hörMÆoní) er persóna úr bókunum um Harry Potter eftir J.K. Rowling. Hún á að vera fædd 19. september 1979. Hermione gengur í galdraskólann Hogwarts ásamt Harry og Ron. Hermione kynntist ekki galdraheiminum fyrr hún var 11 ára, enda er hún fædd inn í muggafjölskyldu, en foreldrar hennar eru bæði tannlæknar.
Hermione er ein gáfaðasta nornin á hennar aldri. Hún elskar bækur og hana þyrstir í fróðleik, en henni gengur ekki alveg jafn vel í þeim námsgreinum og galdraíþróttum þar sem hún getur ekki lært aðferðir og texta utanbókar, t.d. Quidditch og spádómafræði.