Mandríll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mandrill
Ástand stofns: Í hættu
Mandrill
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Prímatar (Primates)
Ætt: Stökkapar
(Cercopithecidae)
Ættkvísl: Mandrillus
Tegund: Mandrill (M, sphinx)
Fræðiheiti
Mandrillus sphinx
(Linnaeus, 1758)

Mandrill (fræðiheiti: Mandrillus sphinx) er prímati af ætt stökkapa. Tegundin flokkast nú til Mandrillus ættkvíslarinnar ásamt vestur-afríska bavíananum en flokkaðist áður til bavíana. Mandrillinn er stærsti api í heimi en þeir verða allt að ½ m á lengd, kaldýrin verða um 30 kg og kvendýrin um 15 kg.

Mandrillar eru félagsdýr sem finnast í hópum frá 5 og upp í 50 dýrum undir forustu eldra karldýrs.

Mandrillar eru alætur sem nærast aðallega á plöntum skordýrum og litlum dýrum, þeir eru jarðdýr þó þeir klifri stöku sinnum tré til að sofa í þeim. Helstu óvinir mandrilla eru hlébarðar og blettatígrar.

[breyta] Heimkynni

Heimkynni mandrilla eru í regnskógum Vestur-Afríku við miðbaug (suður-Kamerún, Gabon og Lýðveldinu Kongó).