Vaasa
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vaasa á finnsku, Vasa á sænsku), er borg á vesturströnd Finnlands. Hún var stofnuð árið 1606, í valdatíð Karls IX Svíakonungs. Borgin er nefnd eftir konungsættinni Vasa. Í dag er íbúafjöldi borgarinnar 57.266 manns (miðað við árið 2005) og er hún hluti af stjórnsýslusvæði vestur Finnlands og svæðisins Austurbotns.
Borgin hefur tvö opinber tungumál, finnsku og sænsku, og eru 71,5% íbúanna finnskumælandi en 24,9% sænskumælandi.
Borgin er mikilvægur hluti af Finnlands-sænskri menningu.