Notandaspjall:Ingolafs
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Velkomin
[breyta] Velkomin/n á íslensku Wikipediu
- Ef þú hefur ekki skoðað kynninguna, þá er þetta tilvalinn tími!
- Handbókin er ómissandi þegar þú ert að skrifa eða breyta greinum. Þar eru einnig gagnlegir tenglar á síður með frekari leiðbeiningum.
- Leiðbiningar um hvernig er best að byrja nýja síðu eru sérstaklega gagnlegar fyrir byrjendur
- Hér má finna nokkur atriði sem er gott að hafa í huga þegar þú semur fyrstu greinina þína.
- Sandkassinn er rétti staðurinn til að prufa sig áfram til að sjá hvernig greinar virka. Svindlsíðan hefur gagnlegar leiðbeiningar um nokkur tæknileg atriði.
- Í Pottinum geturðu tekið þátt í umræðum og spurt almennra spurninga.
- Samfélagsgáttin hefur svo tengla á ýmislegt sniðugt og fróðlegt um aðra notendur Wikipediu og margt fleira.
- Ekki gleyma að skoða máttarstólpana.
Gangi þér vel!
--Stalfur 1. mars 2006 kl. 13:48 (UTC)
{{user is-0}}
on your user page or put it into your Babel box.[breyta] Varðandi gamla hrossastofna
Sæl! Ég las hjá þér klausuna um hrossastofna íslenska hestsins, en eyddi því svo því efnið átti ekki heima þarna.
Grein í morgunblaðinu eftir Snið:Berglindi Karlsdóttur. Hér er sagt frá skyldleika íslenskra hrossa og að flest hross á Íslandi eigi ættir að rekja til Hrafns frá Holsmúla og Orra frá Þúfu. En kannski er það tilviljun enn þrennt af hrossunum mínum eiga ættir að rekja til þessara hrossa. Má segja að Pálmi Símonarson frá Svaðastöðum sé einn af frumkvöðlum í þessari grein. Skyldleikarækt var stunduð upp úr aldamótum 1900 og fram eftir síðustu öld með góðum árangri. Árið 1921 fengu alsystkinin Sörli 71 þá fimm vetra og Tinna 124 sex vetra frá Svaðastöðum fyrstu verðlaun í kynbótadómum. Sörli hefur verið mikið notaður og eiga flest hross ættir að rekja til hans. Svaðastaðastofninum var lýst í Búnaðarriti árið 1924 sem fínbyggðum hrossum með mikinn vilja eða fjör, fjölbreyttan gang, þjála lund, kergjulausum og ljúfun í tamningu. Kirkjubæjarhrossin og Kolkuósshrossin eru út frá Svaðastaðastofninum og hófst skyldleikarækt á Kolkuósi í Skagafirði upp úr 1920. Hörður 112 fæddur árið 1922 frá Kolkuósi er sonur Sörla 71. En þar var annar Hörðir frá Kolkuósi fæddur 1957 sem skildi víða eftir sig spor og má nefna að móðir Lydíu frá Vatnsleysu er undan honum. Einnig má nefna hæst dæmda stóðhest fyrr og síðar en það er Þóroddur frá Þóroddsstöður og Orri frá Þúfu líklega með vinsælasta stóðhesti allra tíma en þeir eiga ættir að rekja í skyldleikaræktar út frá Síðubörnum. En Síða er frá Sauðárkróki og fædd 1952 af hryssu frá Svaðastöðum og afkvæmi hennar voru Sörli, Hrafnhetta, Hrafnkatla og Hervör frá Sauðárkróki. Otur og Kjarval frá Sauðárkróki eru afkvæmi Hrafnhettu og Hrafnkötlu en sonur Hervarar, Hervar er faðir þeirra. Þeir eru feður Orra frá Þúfu og Odds frá Selfossi. En Oddur þessi er faðir Þórodds. Það er mikill Hornfirðingur í Þóroddi, Hlökk frá Laugarvatni móðir Þórodds er undan Hrafni frá Holtsmúla og Sifjar frá Laugarvatni. Þessa grein skrifar Ingibjörg Ólafsdóttir --Ingolafs 19. mars 2006 kl. 12:38 (UTC)
“
— ,.
Það er vaninn á Wiki-kerfunum að kvitta ekki fyrir sig í lok greinarinnar, hreinlega vegna þess að með því að skrifa á kerfið ertu að samþykkja að efnið er varið samkvæmt frjálsa GNU handbókarleyfinu, eins og má lesa hér. Ef þú villt koma efninu á framfæri væri sniðugt að setja það í greinina um íslenska hestinn. Gangi þér vel! --Jóna Þórunn 19. mars 2006 kl. 12:49 (UTC)
- Í framhaldi af þessu, þá er efnið sem þú settir aftur inn á Flokkur:Íslenski hesturinn ekki á réttum stað, eitthvað af efninu gæti þó átt heima á Íslenski hesturinn. --Stalfur 19. mars 2006 kl. 23:46 (UTC)