Kangaatsiaq

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rauði liturinn sýnir Kangaatsiaq sveitarfélagið á Grænlandskortinu
Rauði liturinn sýnir Kangaatsiaq sveitarfélagið á Grænlandskortinu

Kangaatsiaq (eldri stafsetning Kangâtsiaq, nafnið þýðir Litliskagi) er bær á vesturströnd Grænlands og aðalbyggð í samnefndu sveitarfélagi. Í bænum búa um 700 íbúar en í öllu sveitarfélaginu um 1400.

Kangaatsiaq bær.
Kangaatsiaq bær.

Fisk- og selveiðar eru aðalatvinnugreinar. Eitt fiskverkunarhús er í bænum og er aðallega verkaður þorskur og rækjur. Í hafinu við Kangaatsiaq lifa allflest hafsspendýr sem fyrirfinnast við Grænlandsstrendur. Á vetrum eru hundasleðar og snjósleðar einu farartækin.

[breyta] Ítarefni