Kollaleira

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kollaleira er bær í Reyðarfirði. Þar hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1976. Hrossarækt er að Kollaleiru og eitt þekktasta hross þaðan er stóðhesturinn Laufi frá Kollaleiru sem unnið hefur margar töltkeppnir með knapanum Hans Kjerulf.

Sumarið 2006, þegar mótmælendur virkjunarframkvæmda við Kárahnjúka voru reknir burt af svæðinu í Lindum, fengu þeir leyfi bóndans á Kollaleiru til að hafa tjaldbúðir í landi hans.