Manchester

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Snemma morguns í Manchester.
Snemma morguns í Manchester.

Manchester er borg í norðvesturhluta Englands. Íbúafjöldi er 437 þúsund, en yfir tvær milljónir búa í borginni og nágrenni hennar. Svæðið hefur verið byggt frá því á tímum Rómverja en bærinn breyttist fyrst í stórborg með iðnbyltingunni þegar svæðið varð miðstöð baðmullarvinnslu og vefnaðariðnaðar. Bridgewater-skurðurinn, sem er fyrsti eiginlegi skipaskurðurinn í Bretlandi, var opnaður 1761 til að flytja kol úr kolanámum við Worsley til Manchester. Fyrsta járnbrautin fyrir farþegalestir í heiminum var lögð frá Manchester til Liverpool og opnaði 1830.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Manchester er að finna á Wikimedia Commons.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana