Fredrik Christopher Trampe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fredrik Christopher Trampe (f. 1779 – d. 1832) var danskur stiftamtmaður yfir Íslandi á árunum 1806-1813 að undanskildu tímabili því þegar Jörundur hundadagakonungur réði hér ríkjum.

Trampe var einungis 27 ára þegar hann tók við embætti af Ólafi Stefánssyni. Áður hafði hann verið amtmaður í vesturamti en hann var lögfræðimenntaður og hafði einnig gegnt stöðu í danska hernum.

Trampe greifi, eins og hann er oft titlaður, var einn af aðalpersónum þeirra atburða sem áttu sér stað sumarið 1809 þegar Jörundur hundadagakonungur rændi völdum á Íslandi. Trampe var tekinn til fanga af uppreisnarmönnum og var tímabundið settur af sem stiftamtmaður og Benedikt Gröndal þvingaður til að gegna embætti hans á meðan.

  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það