22. ágúst

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

JúlÁgústSep
Su Þr Mi Fi La
  1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31  
2006
Allir dagar

22. ágúst er 234. dagur ársins (235. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 131 dagur er eftir af árinu.


[breyta] Atburðir

  • 1809 - Jörundur hundadagakonungur (Jörgen Jörgensen) var handtekinn og völdum hans á Íslandi var þar með lokið.
  • 1910 - Japanir innlima Kóreu.
  • 1916 - Fyrsta lestarslysið á Íslandi þegar telpa varð fyrir lest við Reykjavíkurhöfn.
  • 1922 - Íslandsmet var sett í 5000 metra hlaupi er Jón Kaldal hljóp vegalengdina á 15 mín. og 23 sek. Metið stóð í 30 ár.
  • 1926 - Helgi Hálfdanarson sálmaskáld hefði orðið 100 ára og var þess minnst í kirkjum landsins. Helgi þýddi og frumsamdi fjölmarga sálma. Við hann var kennt svonefnt Helgakver, sem notað var lengi við undirbúning fermingarbarna.
  • 1943 - Um 800 marsvín rak á land við Búlandshöfða á Snæfellsnesi.
  • 1981 - Á Staðastað á Snæfellsnesi var afhjúpaður minnisvarði um Ara fróða Þorgilsson (1067 - 1148) en talið er að hann hafi verið prestur þar. Hann var höfundur Íslendingabókar, sem er elsta sagnfræðirit um sögu Íslands og í tölu þeirra allra merkustu.
  • 1992 - Á Egilsstöðum lauk vestnorrænu kvennaþingi með því að hlaðin var varða úr grjóti frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi.
  • 1993 - Kristján Helgason varð heimsmeistari í snóker í flokki 21 árs og yngri á móti, sem haldið var í Reykjavík. Hann var þá aðeins 19 ára gamall.


[breyta] Fædd

[breyta] Dáin

Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)