Spjall:Saga Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hér vantar alveg haus og hala og allt þar á milli. Það er ekki hægt að tala um sögu Íslands í 10 línum og hætta svo. Þá er betra að birta ekkert. Vonandi heldur höfundur þessara lína áfram og misvirðir ekki við mig það sem ég prjónaði framan við.

Svona virkar einmitt Wikipedia, einhver kemur með lítinn stubb og svo er það annaðhvort upprunalega höfundarins eða allra hinna að útvíkka þá grein. Eða þannig sé ég a.m.k. wikipedia. Þannig að ef þú hefur einhverju við að bæta þá endilega, og ef þú ert óviss um hvort eitthvað eigi heima í þessari grein þá er tilvalið að spyrja hérna. --ojs 10:39, 5 Jul 2004 (UTC)

Efnisyfirlit

[breyta] Rómverjar og papar

Það eru reyndar deildar meiningar um það hvort Thule Pytheasar sé Ísland, þannig að orðalagið "Talið er ..." er svolítið vafasamt.

En þessi skrif írskra munka sem nefnd eru þarna þykja mér öllu forvitnilegri. Kannski getur sá sem setti þessar upplýsingar þarna inn vísað í heimildir? Ég hélt að einu heimildirnar um papa á Íslandi væru skrif Ara fróða. Hér hafa heldur aldrei fundist neinar mannvistarleifar sem rekja má til dvalar papa á landinu, ég veit að minnsta kosti ekki betur. Endilega vísið í heimildir svo lesendur eigi auðvelt með að kynna sér hlutina betur.

Steinst (5. júlí 2004, 13:05)


Hef breytt greininni í samræmi við það sem ég skrifaði hér að ofan fyrir viku síðan.

Steinst (11. júlí 2004, 17:25)

[breyta] Eyðing

Ég er reyndar sammála því að þessi grein þurfi varla að vera til eins og hún er, en væri ekki betra að reyna að lengja hana í almennilega grein? Ég meina, þetta er nú íslenska wikipedia, eigum við ekki að hafa grein um sögu Íslands? Ég er svosem til í að taka það að mér ef áhuginn er lítill, þó það myndi taka mig nokkurn tíma líklega að koma almennilegri grein saman sökum anna --Sterio 12:32, 12 mar 2005 (UTC)

[breyta] Gengur sagan í hringi?

Nú veit ég ekki hvort búið hafi verið að reyna að hafa grein um jafnmikilvægt málefni íslensks alfræðiuppflettirits og SAGA ÍSLANDS hlýtur nú að vera með hörmulegum afleiðingum en ég tek undir orð Sterios frá því fyrir rúmu ári síðan og sömuleiðis orð ojs frá því fyrir rúmum tveimur árum síðan. --Jabbi 19:17, 6 nóvember 2006 (UTC)

Jú, Saga Íslands er vissulega mikilvæg grein, eins og allar hinar greinarnar sem við ættum að hafa en erum ekki með... ;) Mér finnst hins vegar að það ætti að sleppa þessum inngangskafla sem ætti kannski betur heima í almennri umfjöllun um sögu. Persónulega finnst mér að saga Íslands ætti að hefjast á jarðsögunni... neðansjávareldgosum, blágrýti frá tertíer, ísöld og fleiri spennandi hlutum. --Akigka 19:45, 6 nóvember 2006 (UTC)
Saga Íslands er úrvalsgrein á norsku. no:Islands historie. --Jóna Þórunn 21:02, 14 nóvember 2006 (UTC)

[breyta] Nýaldarsaga

Ég lýsi eftir betra nafni á kaflann sem nú heitir „nýaldarsaga“ og hét áður „miðaldasaga“. Eldra heitið gengur ekki, því miðöldum á Íslandi telst lokið eftir siðaskiptin (stundum miðað við 1550 þegar Jón Arason var hálshöggvinn) og kaflinn fjallar um 17. og 18. öld. Kannski ætti hann bara að heita það? 17. og 18. öld? --Cessator 21:04, 4 janúar 2007 (UTC)

17. öldin er sums staðar kölluð Lærdómsöld og síðari hluti hennar Brennuöld. 18. öldin, eða alla vega hluti hennar, er oft kölluð Upplýsingaöld. --Akigka 21:09, 4 janúar 2007 (UTC)
Höfum það. --Cessator 22:01, 4 janúar 2007 (UTC)