31. mars
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Feb – Mars – Apr | |||||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La | |||
1 | 2 | 3 | |||||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | |||
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | |||
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | |||
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |||
2007 Allir dagar |
31. mars er 90. dagur ársins (91. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 275 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1863 - Kona kaus í fyrsta sinn í bæjarstjórnarkosningum á Íslandi og var það Maddama Vilhelmina Lever á Akureyri.
- 1889 - Eiffelturninn var vígður.
- 1905 - Gull fannst við jarðborun í Vatnsmýri við Öskjuhlíð í Reykjavík. Magnið var of lítið til að vera vinnanlegt.
- 1909 - Björn Jónsson tók við ráðherraembætti af Hannesi Hafstein. Björn sat í tvö ár.
- 1909 - Serbía viðurkenndi yfirráð Austurríkis yfir Bosníu-Hersegóvínu.
- 1917 - Bandaríkin keyptu Dönsku Vestur-Indíur af Dönum og borguðu 25 milljónir dollara fyrir. Síðan hafa eyjarnar heitið Bandarísku Jómfrúreyjar.
- 1931 - Jarðskjálfti lagði Managva í Níkaragva í rúst og 2.000 manns dóu.
- 1955 - Togarinn Jón Baldvinsson strandaði við Reykjanes. Allri áhöfninni var bjargað, 42 mönnum.
- 1959 - Tenzin Gyatso, fjórtándi Dalaí Lama, fékk pólitískt hæli á Indlandi.
- 1966 - Sovétríkin skutu upp geimfarinu Luna 10 og komu því á sporbaug um tunglið.
- 1967 - Á Raufarhöfn mældist 205 cm snjódýpt og þykir það með fádæmum í þéttbýli á Íslandi.
- 1979 - Steingrímur Hermannsson tók við af Ólafi Jóhannessyni sem formaður Framsóknarflokksins.
- 1989 - Línuhraðall, tæki til geislameðferðar vegna krabbameina, var tekinn í notkun á Landspítala Íslands.
- 1991 - Varsjárbandalagið var leyst upp.
- 2006 - Menntaskólinn í Reykjavík sigrar Morfís það árið.
[breyta] Fædd
- 1519 - Hinrik II Frakkakonungur
- 1596 - René Descartes, heimspekingur og stærðfræðingur (d. 1650)
- 1723 - Friðrik V Danakonungur (d. 1766)
- 1781 - Bjarni Thorsteinsson, amtmaður (d. 1876)
- 1809 - Nikolaj Gogol, rithöfundur (d. 1852)
- 1914 - Octavio Paz, rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1998)
- 1935 - Richard Chamberlain, leikari
- 1943 - Christopher Walken, leikari
- 1948 - Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna
- 1971 - Ewan McGregor, leikari
- 1976 - Colin Farrell, leikari
[breyta] Dáin
- 1748 - Árni Hallvarðsson, prestur á Hvalsnesi á Suðurnesjum (f. 1712).
- 1855 - Charlotte Bronte, rithöfundur
- 1945 - Anna Frank, dagbókarhöfundur
- 1980 - Jesse Owens, íþróttamaður
- 1993 - Brandon Lee, leikari
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |