Sveinn H. Guðmarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sveinn H. Guðmarsson fæddist 1974 og starfar sem fjölmiðlamaður. Hann er með BA-próf í guðfræði frá Háskóla Íslands og MSc í alþjóðastjórnmálum.

Sveinn var dómari í Gettu betur árið 2003, en var áður í sigurliði Menntaskólans í Reykjavík í sömu keppni árin 1993 og 1994. Hann var inspector scholae (formaður nemendafélags) MR veturinn 1993-1994.

Sveinn leiddi lista Vöku í kosningum til Háskólaráðs Háskóla Íslands 1995.

Hann starfaði áður sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og í Sjónvarpinu og við blaðamennsku á Fréttablaðinu. Hann er nú fréttamaður á NFS.

Á Rás 2 var Sveinn meðal annars umsjónarmaður hinnar árvissu Spurningakeppni fjölmiðlanna.

Sveinn Halldór er formaður áhugaknattspyrnumannafélagsins Sheffield Tuesday og einn helsti aflgjafinn í miðjuspili liðsins. Hann hefur gjarnan verið kallaður "Dílerinn" vegna stakrar óeigingirni í vítateig andstæðinganna.