Múmínálfarnir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Múmínálfarnir (sænska: Mumintrollen) eru aðalpersónurnar í bókaröð eftir sænskumælandi Finnann Tove Jansson, sem fjalla um Múmínálfana og nágranna þeirra í Múmíndal. Múmínálfarnir sem eiga heima í Múmínhúsinu, sem er há, blá, sívöl bygging, eru hvítir á litinn, loðnir og líkjast einna helst flóðhestum í útliti.
Einnig voru gerðar teiknimyndir um múmínálfana, bæði í Póllandi og í Japan en þær hafa verið sýndar í Ríkissjónvarpinu nokkrum sinnum.
Efnisyfirlit |
[breyta] Bækur
Fyrsta sagan um múmínálfana hét „Småtrollen och den stora översvämningen“ og kom út árið 1945. Fyrsta múmínálfabókin sem kom út á íslensku var Pípuhattur galdrakarlsins sem kom út árið 1968.
- Kometjakten / Kometen kommer (Halastjarnan) - 1946
- Trollkarlens hatt (Pípuhattur galdrakarlsins) - 1948
- Muminpappans bravader / Muminpappans memoarer - 1950
- Farlig midsommar (Örlaganóttin) - 1954
- Trollvinter (Vetrarævintýri í Múmíndal) - 1957
- Det osynliga barnet (Ósýnilega barnið og aðrar sögur) - 1969
- Pappan och havet (Eyjan hans Múmínpabba) - 1965
- Sent i November - 1970
[breyta] Upphafslag Múmínálfanna
[breyta] Á íslensku
Hverjir ætla enn á ný, hjá ykkur vera og lofa því, að gleyma ekki gríninu, og ganga á hausnum og trýninu?
Það eru álfar, já Múmínálfar.
Krakkar allir kætast þá, þann kostulega hóp að sjá, sem ekki líkist öðrum hér, nei engum nema sjálfum sér.
Þeir eru álfar, já Múmínálfar. Þeir eru álfar, já Múmínálfar. Þeir eru álfar, já Múmínálfar.
[breyta] Sögupersónur
Listi yfir nokkrar sögupersónur í bókunum og teiknimyndunum um múmínálfana.
- Múmínsnáðinn
- Múmínmamma
- Múmínpabbi
- Snorkurinn
- Snorkstelpan
- Snabbi
- Mía litla
- Snúður
- Hemúllinn
- Morrinn
- Hattífattarnir
- Forfaðirinn