Paamiut

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rauði liturinn á myndinni sýnir Paamiut á Grænlandskortinu
Rauði liturinn á myndinni sýnir Paamiut á Grænlandskortinu

Bærinn Paamiut (eldri stafsetning Pâmiut, sem á dönsku heitir Frederikshåb, liggur á vesturströnd Grænlands. Bærinn sem hefur um 2100 íbúa er einnig aðalbyggð í sveitarfélagi með sama nafni. Paamiut er yst í Kuannersooq-firði og hefur nafn af því en grænlenska heitið þýðir þeir sem búa við fjarðarmunnann.

Paamiut var stofnað 1742 sem verslunarstaður og voru þar mikil viðskipti í skinnvöru og hvalaafurðum. Upp úr 1950 byggðist upp mikil þorskútgerð og verkun en það tímabil tók skyndilegan enda 1989 þegar þorskstofninn hrundi.

[breyta] Tengill