Kelduneshreppur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kelduneshreppur var hreppur við Öxarfjörð sem tilheyrir nú sveitarfélaginu Norðurþingi. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður og ferðaþjónusta. Meðal markverðra staða í hreppnum eru Ásbyrgi og Jökulsá á Fjöllum. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 100.
Í janúar 2006 samþykktu íbúar Húsavíkurbæjar, Öxarfjarðarhrepps, Raufarhafnarhrepps og Kelduneshrepps sameiningu sveitarfélaganna sem tók gildi 10. júní sama ár í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna.