Mario
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mario (japanska: マリオ) er tölvuleikjapersóna sköpuð af Shigeru Miyamoto fyrir Nintendo tölvuleikjafyrirtækið. Hann birtist fyrst í Donkey Kong tölvuleik, en þá hét hann Hoppmaður eða á frummálinu Jumpman. Hann var fyrst sýndur með litlum tvívíddar myndum, en í síðari leikjum var byrjað að sýna hann sem þrívíddar módel. Vegna þess að það er alltaf minnst á þá bræður, Luigi, sem "Mario bræðurna" hefur verið velt fyrir sér hvort að nafnið hans sé ekki Mario Mario. Nintendo í Ameríku gaf hinsvegar frá sér yfirlýsingu um níuda áratuginn að hvorki Mario né Luigi hefðu eftirnafn.
Hann er lítill, þybbinn Ítalskur pípari sem býr í Sveppalandi, þar sem hann er álitinn hetja af mörgum; og er hann best þekktur fyrir það að takast stöðugt að stöðva hinar illu áætlanir Bowsers um að ræna Peach prinsessu og að ráða yfir Sveppalandi. Mario er vel þekktur fyrir hugrekki, eldmóð og kraft til augnlitis við óvini sína, og einnig líkamlegum styrk og snerpu sem maður hefði ekki búist við af honum. Hann er líka þekktur fyrir samstarf með bróður sínum Luigi og náið samband með Peach prinsessu, sem hann hefur enn og aftur bjargað úr hættu. Hann á líka illa andstæðu að nafni Wario.
[breyta] Sjá einnig
[breyta] Ytri krækjur
- Opinberar
- Mario's World (Opinber síða Nintendo í Ameríku)
- Mario's Megasite (Opinber síða Nintendo í Evrópu)
- Óopinberar
- Super Mario Legacy
- Mario: The Unauthorized Biography
- Super Mario Wiki, wiki um allt í sambandi við Mario
- The Mushroom Kingdom
- Super Mario Bros. Headquarters
- Mario Licensees at MobyGames