Alþingiskosningar 1995

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Alþingiskosningar 1995 voru kosningar til Alþingis Íslendinga sem fóru fram 8. apríl 1995. Á kjörskrá voru 191.973 manns. Kosningaþátttaka var 87,4%.

Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn fengu samanlagt nægilegan fjölda þingsæta til þess að Viðeyjarstjórnin hefði haldið velli, en aðeins með eins manns mun. Eftir kosningarnar fór Davíð Oddsson með stjórnarmyndunarumboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og myndaði ríkisstjórn með Framsóknarflokknum undir forystu Halldórs Ásgrímssonar. Nýja ríkisstjórnin hafði þannig 40 þingmanna meirihluta.

Flokkur Atkvæði % Þingmenn
Alþýðuflokkurinn 18.846 11,4 7
Framsóknarflokkurinn 38.485 23,3 15
Sjálfstæðisflokkurinn 61.183 37,1 25
Alþýðubandalagið (og óháðir) 23.597 14,3 9
Kvennalistinn 8.031 4,9 3
Þjóðvaki 11.806 7,2 4
Aðrir og utan flokka 3.095 1,9 0
Alls 152.722 100 63

Forseti Alþingis var kjörinn Ólafur G. Einarsson, Sjálfstæðisflokki


Fyrir:
Alþingiskosningar 1991
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 1999

[breyta] Heimildir