Stefán Friðrik Stefánsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stefán Friðrik Stefánsson (fæddur 22. desember 1977 á Akureyri) er íslenskur ungpólitíkus, vefskríbent og samfélagsrýnir. Hann hefur um árabil beint sjónum sínum að pólitík og þjóðmálum og deilt sýn sinni á menn og málefni með Íslendingum.
Stefán vakti snemma athygli fyrir ákveðnar skoðanir sínar og fyrir að vera óhræddur við að tjá þær á opinberum vetvangi.
Stefán Friðrik er af miklum pólitískum ættum. Foreldrar hans eru Stefán Jónas Guðmundsson (f. 10. mars 1945) og Vilborg Guðrún Friðriksdóttir (f. 4. október 1946). Systkini Stefáns eru Kristmundur Sævar (f. 18. ágúst 1966), Hanna Kristín (f. 29. júní 1968), Sigurlín Guðrún (f. 23. júní 1969), Thelma Rut (f. 11. september 1989).
[breyta] Þátttaka í stjórnmálum
- Stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna frá 2003.
- Formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, frá 2004.
- Formaður kjördæmisfélags ungliða Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, frá 2005.
- Í aðalstjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri frá 2004.
- Í varastjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi frá 2004.
- Ritstjóri sus.is, heimasíðu Sambands ungra sjálfstæðismanna, frá 2005.
- Í ritstjórn sus.is frá 2003.
- Í flokksráði Sjálfstæðisflokksins fyrir SUS.
- Í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
- Í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
- Í utanríkismálanefnd og nefnd um innra starf SUS frá 2003.
- Í ritnefnd frelsi.is, heimasíðu Heimdallar, frá september 2002.
- Ritari Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, 2002-2003.
- Pistlahöfundur á Íslendingi, vef Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, frá 2002.
- Í ritstjórn vefs Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, frá 2003-2006.
[breyta] Tenglar
Heimasíður Stefáns sem stendur: