Aðalvík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aðalvík er um 7 km breið vík yst (vestast) á Hornstrandakjálkanum. Þar voru forðum sjávarþorpin Látrar (120 íbúar 1920) og Sæból (80 íbúar 1900) en byggðin fór í eyði um miðja 20. öld. Vestan við Látra á Straumnesfjalli voru reist hernaðarmannvirki 1953 sem enn má sjá leifar af. Þá var líka byggður flugvöllur innan við þorpið.

Mörgum húsanna í Aðalvík er haldið við af eigendum og þar er nokkur sumarbyggð.

[breyta] Tenglar


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana