Orrusta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Málverk af orrustunni við Waterloo eftir William Sadler.
Málverk af orrustunni við Waterloo eftir William Sadler.

Orrusta er dæmi um bardaga í stríði milli tveggja eða fleiri fylkinga. Orrustur fara yfirleitt fram í herförum samkvæmt tiltekinni hernaðaráætlun þar sem herkænska er notuð. Aðili er sagður hafa haft sigur í orrustu þegar andstæðingurinn hefur gefist upp, flúið af hólmi eða verið eytt. Orrustur geta einnig endað með jafntefli ef báðir aðilar hörfa frá áður en niðurstaða er fengin. Sjóorrustur eru háðar milli flota viðkomandi herja.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.