Loðvíðir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Lauf á loðvíði.
|
|||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|||||||||||||||
Salix lanata L. |
|||||||||||||||
|
Loðvíðir er sumargrænn runni af víðisætt. Hann einkennist af loðnum laufblöðum. Annað sérkenni loðvíðisins er að hann blómstrar mjög snemma á vorin, áður en hann laufgast. Blóm loðvíðis eru ljósgulir reklar sem stundum kallast víðikettlingar.
Loðvíðir gengur líka undir nafninu grávíðir, þó að plöntubækur noti það nafn yfir fjallavíði (Salix arctica).
[breyta] Loðvíðir á Íslandi
Loðvíðir vex um allt land upp að 900 m hæð. Hann verður allt að 2 m hár eða mögulega hærri þar sem ekki er beit.