Uummannaq
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Uummannaq, er bær á norðvesturströnd Grænlands og höfuðbyggð í samnefndu sveitarfélagi með um 1500 íbúum. Bærinn liggur á samnefndri eyju, um það bil 12 km² að flatarmáli. Hann er 590 km fyrir norðan heimskautsbaug. Staðsetning: 70° 40'N og 58° 08' V. Uummannaq ber nafn af samnefndu fjalli rétt við bæinn, fjallið nær 1170 m hæð. Það er hjartalaga enda þýðir nafnið Uummannaq „hjartalaga“. Aðalatvinnuvegir eru fiskiveiðar og selveiði auk ferðamennsku.
[breyta] Múmíur
Í nágrenni við bæinn er forn vetrarbyggð sem kallast Qilakitsoq, Þar fannst 1972 einhver merkasti fornleifafundur á Grænlandi. Það voru sérlega vel varðveittar múmíur af sex fullorðnum og tveimur börnum. Með C-14 aldursgreiningu er hægt að sjá að þau létust um 1475. Múmíurnar eru nú á Þjóðminjasafninu í Nuuk.
[breyta] Veðurfar
Á Uummannaq-svæðinu ræður þurrt heimskautaloftslag með um það bil 2000 sólartímum og um það bil 100 mm úrkomu árlega. Á köldustu mánuðunum í febrúar og mars getur kuldinn orðið mínus 35 eða enn kaldara en hins vegar getur hitinn orðið 15 til 18° C á sumrin. Í Uummannaq er vetrarmyrkur frá 7. nóvember til 4. febrúar. En í staðinn skín miðnætursólin frá 16. maí fram til 28. júlí.
[breyta] Ítarefni
- Byggðarlög í Uummannaq sveitarfélaginu
- Opinber vefur sveitarfélagsins
- Myndir frá Qilakitsoq og af múmíunum sem fundust þar
Landsvæði |
Sveitarfélög |