Notandaspjall:Leyndo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Efnisyfirlit

[breyta] Velkomin/n á íslensku Wikipediu

  • Ef þú hefur ekki skoðað kynninguna, þá er þetta tilvalinn tími!
  • Handbókin er ómissandi þegar þú ert að skrifa eða breyta greinum. Þar eru einnig gagnlegir tenglar á síður með frekari leiðbeiningum.
  • Leiðbiningar um hvernig er best að byrja nýja síðu eru sérstaklega gagnlegar fyrir byrjendur
  • Hér má finna nokkur atriði sem er gott að hafa í huga þegar þú semur fyrstu greinina þína.
  • Sandkassinn er rétti staðurinn til að prufa sig áfram til að sjá hvernig greinar virka. Svindlsíðan hefur gagnlegar leiðbeiningar um nokkur tæknileg atriði.
  • Í Pottinum geturðu tekið þátt í umræðum og spurt almennra spurninga.
  • Samfélagsgáttin hefur svo tengla á ýmislegt sniðugt og fróðlegt um aðra notendur Wikipediu og margt fleira.
  • Ekki gleyma að skoða máttarstólpana.

Gangi þér vel!

--Cessator 16:44, 20 febrúar 2007 (UTC)

Don't speak Icelandic? Post {{user is-0}} on your user page or put it into your Babel box.

[breyta] Fræga fólkið

Hæ, flott að þú skrifir um fræga fólkið, enda kominn tími á þann flokk. Varaðu þig samt á að skrifa ekki greinar sem einkennast af „slúðri“ án þess að geta heimilda. :) Gangi þér vel! --Jóna Þórunn 13:36, 22 febrúar 2007 (UTC)

[breyta] Höfundaréttur

Ég sé að þú hefur hlaðið inn myndinni http://www.chinadaily.com.cn/world/2006-06/02/xin_10060302091181627031.jpg. Athugaðu að þessi mynd er líklegast höfundarréttarvarin, í þessu tilviki China Daily og því ekki hyggilegt að geyma hana á vefþjóni íslensku Wikipedia. Það verður að henda henni nema þú getir gert grein fyrir með hvaða ákvæðum hún er höfundaréttarvarin.

Wikimedia Commons, sem er safn mynda með skilgreindum höfundarétti á heilar tvær myndir af Önnu. --Jabbi 20:29, 22 febrúar 2007 (UTC)

[breyta] Myndir ljótar

Ég tók myndirnar af Lindsay Lohan af enska Wikipedia og það þarf flottari myndir því að myndirnar af Önnu eru ljótar

kv.Leyndó

Það er oft erfitt að finna myndir því þær myndir sem eru til eru oftast varðar höfundarrétti og því ekki hægt að nota þær hér. Þú getur þess að auki notað „undirskriftartakkann“ (annar frá hægri hér fyrir ofan) til að skrifa undir innlegg þín eða hreinlega skrifað fjórar tildur (~~~~). :) Þá kemur undirskrift: --Jóna Þórunn 21:11, 22 febrúar 2007 (UTC)

gætirðu gert það fyrir mig því ég kann ekki mikið á þetta

Finn nú ekki neina mynd núna, bæti þeim inn ef ég finn einhverja. --Jóna Þórunn 22:57, 22 febrúar 2007 (UTC)
Oft eru líka einhverjar myndir sem hægt er að nota af ensku wikipediu (það er að segja af commons), þannig að ekki þarf að hlaða inn. :] Gangi þér vel. --Baldur Blöndal 00:05, 23 febrúar 2007 (UTC)

[breyta] Tenglar

Halló! Vil bara benda á varðandi tengla í aðrar greinar á Wikipediu að það er ekki gott að tengja í orð í aukaföllum (eins og [[Daniels]]) því greinin sem tengt er í verður að heita eitthvað í nefnifalli. Það má hugsa þetta svona: Myndum við vilja að einhver smellti á rauða tengilinn „Daniels“ og semdi grein? Nei, því engin grein á að heita „Daniels“ í eignarfalli :)

Til þess að láta orð í eignarfalli, eins og t.d. „Daniels“, tengja í grein um Daniel er hægt að gera tvennt: annaðhvort [[Daniel]]s eða [[Daniel|Daniels]].

En það er reyndar ekki hægt að tengja í t.d. son Önnu Nicole Smith með því að gera tengil á „Daniel“ því grein sem heitir „Daniel“ mun væntanlega ekki fjalla um þennan tiltekna Daniel heldur bara um Daniel almennt (kannski mannsnafnið?) Á sama hátt myndi grein um Önnu Nicole Smith ekki heita bara „Anna“ og þess vegna er ekki nóg að gera tengilinn [[Anna]] ef við ætlum að tengja í grein um Önnu Nicole Smith.

Það er líka alveg nóg að tengja í orð í fyrsta skipti sem það kemur fyrir eða ef greinin er mjög löng, þá í fyrsta skiptið sem það kemur fyrir í hverjum kafla :)

--Cessator 18:02, 24 febrúar 2007 (UTC)

Hæ, aftur. Líttu á Mynd:IMG 6810.JPG og bættu endilega við hver hafi tekið myndina og hvort hún sé frjáls til afnota. :) --Jóna Þórunn 20:05, 7 mars 2007 (UTC)

[breyta] Hin notendanöfnin sem hafa verið skráð á IP tölu þinni eru hér með gerðir óvirkir tímabundið

Öllum notendum er frjálst að hafa mörg notendanöfn, þau má þó ekki misnota til þess að svindla í kosningu. Það er ekkert mál að rekja IP-tölu þína og sjá hvort um sama aðila er að ræða. Vinsamlegast hafðu þetta í huga í framtíðinni. :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21:55, 11 apríl 2007 (UTC)