Forseti Framtíðarinnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forseti Framtíðarinnar er æðsti embættismaður Framtíðarinnar, annars nemendafélags Menntaskólans í Reykjavík. Hann hefur yfirumsjón með starfi Framtíðarinnar, stjórnar fundum og öðrum samkomum Framtíðarinnar, stendur vörð um hagsmuni félagsmanna Framtíðarinnar og er fulltrúi þeirra út á við. Núverandi Forseti Framtíðarinnar er Svanhvít Júlíusdóttir.

Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa gegnt stöðu Forseta Framtíðarinnar í gegnum árin og má þar nefna: Valtý Guðmundsson, Benedikt Sveinsson, Ásgeir Ásgeirsson, Ólaf Ragnar Grímsson, Bjarna Benediktsson,Einar Olgeirsson, Gunnar Thoroddsen, Mörð Árnason, Svavar Gestsson, Sigurð Nordal, Hallgrím Geirsson, Hallgrím Snorrason og fleiri.