Spjall:Júlíska tímatalið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég vil leggja til að nafni þessarar greinar verði breytt í "Júlíanska tímatalið" sem virðist vera mun þekktari þýðing á "Julian Calendar". Hér innan Wikipedia er reyndar vísað alloft í "Júlíska tímatalið" en einnig er vísað í "Júlíanska tímatalið". Utan Wiki virðist nær eingöngu vera rætt um "Júlíanska". Oliagust 2. júlí 2006 kl. 23:46 (UTC)

Það ku víst vera málfræðilega „réttara“ að sleppa -an- viðskeytinu í íslensku, sbr spjall:Gregoríska tímatalið, og það er ekki rétt að við séum ein um að nota júlíska og gregoríska ef eitthvað er að marka Google. --Akigka 2. júlí 2006 kl. 23:53 (UTC)

Ég finn ekkert um Júlíska á Google, þannig að það virðist ekki notað víða! Ég hafði reyndar ekki séð þessa umræðu um sama mál, þannig að kannski er búið að ræða þetta í kjölinn án þess að ég sé sammála niðurstöðunni. Ég byggi mitt mat annars bara bara á því sem almennt virðist notað. Það væri kannski spurning um að koma upp tilvísun á milli mismunandi rithátta. --Oliagust 3. júlí 2006 kl. 03:00 (UTC)

Ég er allavega búin að tengja á milli núna. --Heiða María 3. júlí 2006 kl. 14:23 (UTC)
Það er kanski þörf að velta fyrir sér hvort hlutverk Wikipedia sé að berjast fyrir réttri stafsetningu eða að útskýra orð og hugtök eins og þau eru almennt skrifuð? Ef slegið er á Google eftir "Júlíska" skilast 912 síður og eru þar af 910 á is.wikipedia.org. Nú, ef sami leikur er gerður með "Júlíanska" skilar það 1120 síðum og þar af 6 á is.wikipedia.org. Túlki það hver sem hann vill. Masae 4. júlí 2006 kl. 21:49 (UTC)
Það var einmitt þetta sem ég var að fara. Ef stafsetningin er einstök á is.wikipedia þá finnur fólk ekki það sem það sækist eftir. Auðvitað hlýtur það samt að vera stefnan hér að hafa það sem réttast reynist! --Oliagust 5. júlí 2006 kl. 06:31 (UTC)
Já, en þá er spurning hvað er rétt. Eigum við að fara eftir reglum og tilmælum Íslenskrar málstöðvar (sem ég tel réttast) eða eigum við að láta úrsláttakeppni á Google ráða því hvað rétt sé? Það er réttilega athugað að við verðum að taka tillit til almennrar málnotkunar, til þess höfum við tilvísanir — eins og stendur vísar Júlíanska tímatalið á Júlíska tímatalið. Svo er líka spurning hversu langt á að ganga í þeim efnum. Til umhugsunar; við getum leitað af orði sem er oft misritaði eins og „dálítið“ (sbr. dáldið) þá kemur í ljós að orðið kemur fram á yfir 60 þúsund síðum rangt ritað á meðan rétti rithátturinn er á um 240 þúsund síðum (í úrsláttakeppni vinnur rétti rithátturinn en miðað við algengi hins vitlausa ætti kannski að gera ráð fyrir því að fólk skrifi orðið vitlaust). Hér verður líka að hafa í huga þá tilhneigingu okkar til að álíta það rétt sem flestir telja rétt, en eins og þið eflaust vitið er það ekki alltaf raunin ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. júlí 2006 kl. 12:31 (UTC)
Bara svo það komi fram þá fór einu sinni fram hérna löng rökræða um svipað efni (sjá [1]). Hins vegar vantar enn tilvísun í það hvað íslensk málstöð hyggur í þessu tiltekna tilfelli. --Akigka 5. júlí 2006 kl. 12:53 (UTC)
Getur einhver athugað afstöðu íslenskra málstöðvar í þessu? Þangað til það er gert má nefna að Almanak Háskólans [2] og Vísindavefurinn [3] nota júlíanska og ekki júlíska. --Masae 5. júlí 2006 kl. 16:11 (UTC)
Efst hér er vitnað í umræðu af sama tagi varðandi Gregoríska tímatalið, en þar kemur fram (ég sendi sjálfur póst til þeirra) að báðir rithættir fyrir finnast í íslensku en Gregoríska er málfræðilega réttara. Sama gildir um Júlíska-Júlíanska að öllum líkindum, þetta er sem sagt sama málvillan ef ég skil Íslenska málstöð rétt. Þér er að sjálfsögðu frjálst að senda póst sjálfur ef þú vilt, upplýsingar er hægt að finna á ismal.hi.is --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. júlí 2006 kl. 17:30 (UTC)

[breyta] Stór eða lítill stafur?

Ég hefði haldið að það ætti að skrifa 'júlíska/júlíanska' eins og 'íslenska' (sk-reglan). --Heiða María 3. júlí 2006 kl. 20:48 (UTC)

Ef mér skjátlast ekki má maður velja hvort notaður er stór eða lítill stafur. Held t.d. að það sé jafn rétt að skrifa Evklíðsk og evklíðsk eða kartesísk og Kartesísk. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 3. júlí 2006 kl. 22:46 (UTC)
Ég lærði að það væri lítill stafur. Örugglega eitthvað um þetta í ritreglum Íslenskrar málstöðvar. --Cessator 3. júlí 2006 kl. 22:48 (UTC)
Ætli gr. 20 og 21 eigi ekki við um „kartesískur“ og „evklíðsk“ o.s.frv. (viðhorf og stefnur kenndar við menn). --Cessator 3. júlí 2006 kl. 22:58 (UTC)
Held það breyti engu hvort um hvers konar sérnöfn er að ræða (hvort það eru landaheiti, borgaheiti, eða heiti á fólki). -sk- reglan blífur samt. --Akigka 3. júlí 2006 kl. 23:28 (UTC)