Malaría

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rautt blóðkorn sem smitað er af malaríuafbrigðinu P.vivax.
Rautt blóðkorn sem smitað er af malaríuafbrigðinu P.vivax.

Malaría er smitsjúkdómur sem er útbreiddur í mörgum hitabeltislöndum. Nafnið er komið af ítölsku orðunum mala aria, sem þýða "slæmt loft". Sjúkdómurinn veldur á milli einnar og þriggja milljóna dauðsfalla á hverju ári, og eru það aðallega ung börn í Afríku sem látast af völdum hans.

Orsök sjúkdómsins eru sníkjudír af ættkvíslinni Plasmodium), sem berast á milli manna, einkum með stungum kvenkyns moskítófluga. Sníkjudýrin ráðast á rauð blóðkorn í hýsli sínum og eyðileggja þau. Þetta veldur sótthita og blóðleysi. Í alvarlegum tilvikum getur sjúklíngurinn fallið í dá og jafnvel látist í kjölfarið.

Ýmis lyf eru til sem vinna gegn Malaríu, en engin þeirra eru óbrigðul, og sníkjudýrið myndar í mörgum tilvikum ónæmi fyrir lyfjunum. Ekki er heldur til bóluefni við veikinni, þótt talsvert fé hafi verið lagt í rannsóknir á því á síðustu árum. Til viðbótar lyfjum sem vinna á malaríusníkjudýrinu er oft reynt að koma í veg fyrir veikina með því að fækka eða útrýma moskítóflugunum sem bera hana á milli manna, og með því að koma í veg fyrir moskítóbit. Æskilegt er að forðast moskítóbit með því að bera á sig þar til gert krem við dægurskipti og mikilvægt er að sofa undir moskítóneti.


 

Þessi grein um heilsutengt málefni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana