George Baker Selection

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

George Baker Selection var hollensk hljómsveit sem varð til þegar Hans Bouwens (George Baker) gekk í hljómsveitina Soul Invetions árið 1967. Ári seinna skipti hún um nafn og 1969 fór hún í áheyrnarpróf hjá fyrirtækinu „Negram“. Þannig fékk hljómsveitin möguleika til að leika þrjú lög fyrir framleiðandann Richard Dubois. Fyrsta fræga lag hljómsveitarinnar var Little Green Bag (1969) sem komst í 5. sæti bandaríska Billboard-listans. Árið eftir kom lagið Dear Ann sem komst upp í eitt af 10. efstu sæti hollenska vinsældalistans. Una Paloma Blanca (1975) varð svo fyrsta lag sveitarinnar sem hlaut heimsfrægð.

George Baker Selection á sér sess í hollenskri tónlistarmenningu og er eina hljómsveitin, utan Bítlanna sem hafa haft þrjár smáskífur í röð í toppsæti vinsældalistans hollenska.

Árið 1982 var Una Paloma Blanca notað í sjónvarpsmyndinni The Executioner's Song. Árið 1992 komst Little Green Bag aftur á topp vinsældalistanna eftir að það kom fram í mynd Quentin Tarantino, Resevoir Dogs. Það var einnig notað sem upphafslag í chilensku sjónvarpsþáttaröðinni „Machos“.

[breyta] Meðlimir

  • Hans Bouwens (George Baker); gítar og söngur
  • George Thé; gítar
  • Jan Hop; trommur
  • Jacques Greuter; hljómborð
  • Martin Schoen; bassi.