Skammstöfun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skammstöfun er stytting á einu eða fleiri orðum. Í íslensku gilda þær málvenjur að settur er punktur á eftir hverju heilu orði sem er stytt t.d. „og fleira“ sem er skammstafað sem „o.fl.“ og „þar á meðal“ sem er skammstafað „þ.á m.“. Ekki er settur punktur þegar hluti orðs er skammstafaður, t.d. Rvík fyrir Reykjavík, ef skammstafað er SI viðskeyti (10 m, 15 km) og ef stofnun eða fyrirtæki er skammstafað t.d. RARIK.
[breyta] Tengt efni
[breyta] Tenglar
- „Um punkt“ í Auglýsingu um greinarmerkjasetningu.
- Vísindavefurinn: „Er rangt að skrifa skammstafanir án bila á milli punkta, til dæmis þegar maður skrifar t.d. eða eiga að vera bil á milli?“