Kraftlyftingasamband Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kraftlyftingasamband Íslands, skammstafað KRAFT, var stofnað 2. mars 1985, en áður höfðu kraftlyftingar verið stundaðar á Íslandi frá því um 1960. Í fyrstu voru kraftlyftingadeildir innan nokkurra íþróttafélaga, en fyrir daga KRAFT störfuðu kraftlyftingamenn innan Lyftingasambands Íslands, sem bæði var félagsskapur kraftlyftingarmanna og þeirra sem stunduðu ólympískar lyftingar.

KRAFT hefur frá stofnun haldið fjölda móta þar sem þátt hafa tekið fólk á öllum aldri frá 14 ára og af báðum kynjum. KRAFT hefur líka sinnt félagsstarfi kraftlyftingafólks og skapað ramma um starfið og styrkt íþróttina, enda hafa margir Íslendingar náð góðum árangri á kraftlyftingamótum víða erlendis.

[breyta] Tengill