Spjall:Fiskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Greinin Fiskur er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.

Kannski er ég íhaldssamur, eða eitthvað, en eru þessir bannerar virkilega nauðsynlegir? Skoðum til dæmis spjallið um Bush á ensku Wikipediu: en:Talk:George_W._Bush, kannski pínu extreme, en en:Talk:Philosophy er líka annað dæmi og en:Talk:Psychology enn annað. Á þessum greinum sem ég nefni sem dæmi finnst mér þessir bannerar vera spamm sem ræna athyglinni frá því sem skiptir máli. Þetta er alveg í lagi ef þessu er stillt í hóf, en ég mælist þá til þess að við höldum þessum bannerum í hófi og höfum það sem skiptir máli. --Gdh 23:22, 5 desember 2006 (UTC)

Sammála því að þetta gangi aaaalltof langt á enskunni stundum þar sem sumar spjallsíður byrja á rúmu skjáfylli af svona borðum en þetta er nú mjög hófstillt hjá okkur hér og verður það væntanlega áfram. Allt í lagi að nota þetta við afmörkuð tækifæri eins og vegna gæða/úrvalsgreina en ég held að það sé algjör óþarfi að fara að merkja öll æviágrip með einhverjum sérstökum sniðum eða búa til snið sem segja manni að umfjöllunarefni greinarinnar sé umdeilt eins og gert er á enskunni, sjá t.d. en:Talk:Abortion þar sem hvorki fleiri né færri en 3 borðar þurfa að vera til staðar til að minna lesendur á það að viðfangsefni greinarinnar sé umdeilt og veki upp sterkar tilfinningar víða, eins og þeir geti ekki áttað sig á því sjálfir. --Bjarki 00:06, 6 desember 2006 (UTC)
Og sérstakt "Skip to the table of contents" líka. Úff.
--Gdh 00:31, 6 desember 2006 (UTC)
Mér finnst bannerinn sæma sér ágætlega þarna, enda er hann þó nokkuð látlaus- en ég skil samt hvað þú átt við. Væri kannski ekki málið að minnka bannerinn? (og auðvitað að fara ekki útí svona rugl eins og er á Bandaríska Wikipedia) --Baldur Blöndal 00:33, 6 desember 2006 (UTC)
Það er ekkert sem heitir „bandaríska wikipedia“ en ég er sammála því að þetta snið er óþarfi. Það kemur fra í greininni sjálfi að hún sé gæða/úrvalsgrein (eftir atvikum) og mér finnst óþarfi að auglýsa það eitthvað meira. Ef fólk vill skoða hvað „gæðagrein“ inniber getur það smellt á tengilinn í greininni. --Jóna Þórunn 12:05, 6 desember 2006 (UTC)