Spjall:Tónlistarmaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Textahöfundur semur ekki tónlist sem slíkur. Hins vegar er auðvitað ekkert sem kemur í veg fyrir að textahöfundur sé jafnframt tónlistarmaður. Til dæmis held ég að sé alveg útilokað að kalla Stein Steinarr tónlistarmann eða Tómas Guðmundsson, svo að dæmi séu tekin.

Ég er ekki alveg sammála. Ég lít á textahöfund sem tónlistarmann. Það er ekki það sama að semja ljóð og að semja texta við lag. Það er kúnst að semja texta sem getur passað við lagið og ég held að maður verði að hafa svolitla tónlistarhæfileika í sér til að geta það. Í langflestum tilfellum kemur lagið fyrst og svo textinn og textahöfundurinn bætir svo við tónlistina með því að móta hvernig söngurinn á að vera, sem er komið svolítið út á svið tónlistarmanns finnst mér. Hvolpur 13:40, 4 september 2006 (UTC)
Ég er sammála Móa í þessu. Margir textahöfundar eru tónlistarmenn, en textahöfundar eru ekki endinlega tónlistarmenn. --Sterio 15:25, 4 september 2006 (UTC)
Ég er sammála Sterio og Moa, textahöfundur er ekki endilega tónlistarmaður. Til að semja texta sem passar við lag þarf bara að átta sig á hrynjanda lagsins og það þarf engan tónasnilling með tónlistarhæfileika til þess að ráða við það. Hrynjandin er eitt af aðal einkennum bundins máls. Orri 01:19, 5 september 2006 (UTC)
Það þarf nú heldur ekki neinn tónasnilling með tónlistarhæfileika til að teljast tónlistarmaður... eða hvað? Sid Vicious var t.d. tónlistarmaður. Þegar t.d. Megas vill titla sig textahöfund fremur en skáld á hann væntanlega við að textarnir hans eru samdir við tónlist. Ef textahöfundur er skilgreindur sem sá sem semur texta við tónlist þá er vissulega hægt að kalla hann tónlistarmann að mínu mati. --Akigka 01:22, 5 september 2006 (UTC)
Það þarf nú heldur ekki neinn tónasnilling með tónlistarhæfileika til að teljast tónlistarmaður“ - Ég var að svara orðum Hvolps þegar ég sagði að það þyrfti ekki tónasnilling með tónlistarhæfileika til að semja texta við lag því að hann sagði: „Það er kúnst að semja texta sem getur passað við lagið og ég held að maður verði að hafa svolitla tónlistarhæfileika í sér til að geta það“. -Ef tónleikabúningahönnuður er skilgreindur sem sem sá sem hannar búninga fyrir tónlistarflutning, er þá hægt að kalla hann tónlistarmann? Jónas Árnason samdi texta við lög bróður sins, Jóns Múla. Ég myndi ekki telja Jónas vera tónlistarmann vegna þess (endilega leiðréttið mig ef hann gerði eitthvað annað til að vera flokkaður sem slíkur). Annars finnst mér allt í lagi að ef textahöfundur vill kalla sig tónlistarmann að hann megi gera það. Mín vegna mega sömuleiðs ljósamenn, rótarar, umboðsmenn, umslagshönnuðir og búningahönnuðir kalla sig tónlistarmenn en mér finnst algjör óþarfi að gera það af fyrra bragði. Orri 01:54, 5 september 2006 (UTC)
Ágætur punktur... þetta með rótarana. Líklega best að halda sig alltaf við það sem er einfalt og augljóst :). --Akigka 11:22, 5 september 2006 (UTC)