29. mars

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

FebMarsApr
Su Þr Mi Fi La
1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31  
2007
Allir dagar

29. mars er 88. dagur ársins (89. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 277 dagar eru eftir af árinu.

[breyta] Atburðir

  • 1971 - Kviðdómur í Los Angeles mæltist til þess að Charles Manson yrði dæmdur til dauða fyrir morðið á leikkonunni Sharon Tate, sem gift var Roman Polański leikstjóra.
  • 1973 - Síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Suður-Víetnam.
  • 1982 - Stevie Wonder og Paul McCartney gáfu út smáskífuna „Ebony and Ivory“.
  • 1985 - Manni var bjargað úr jökulsprungu sem hann féll í í Kverkfjöllum eftir 32 klukkustundir.
  • 1993 - Edouard Balladur varð forsætisráðherra Frakklands.
  • 1999 - Dow Jones-vísitalan stóð í 10.006,78 að loknum viðskiptadegi í Wall Street. Þetta var í fyrsta skipti sem vísitalan var yfir 10.000 við lokun kauphallarinnar.


[breyta] Fædd

  • 1899 - Lavrentij Beria, sovéskur njósnari (d. 1953).
  • 1943 - Eric Idle, gamanleikari og rithöfundur.
  • 1943 - John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
  • 1944 - Þórir Baldursson, orgelleikari.
  • 1957 - Christopher Lambert, leikari.
  • 1964 - Elle Macpherson, fyrirsæta.

[breyta] Dáin

  • 1792 - Gústav III. Svíakonungur, eftir að hafa verið skotinn þann 16. mars
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)

Allir dagar ársins