Spjall:Híeróglýfur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég er ekki viss með myndletrið, það eru þrjú merki sem tákna það sem þau segja, en það er líka eitt slíkt í íslensku svo ég viti til, orðið og stafurinn á, sem getur þýtt kind, en stafurinn er upprunalega tákn fyrir búfénað. Bob Brier sagði í fyrirlestri sem ég hlustaði á að þetta væri ekki "picture writing", ég get ekki túlkað það öðruvísi en að það sé ekki myndletur (þrátt fyrir hugsanlega þrjár undantekningar, sem ég held að séu svipaðs eðlis og á). Það er að stofninum til, eins og hvert annað stafróf í raun, þar sem hvert tákn, táknar hljóð sem saman mynda orð. Það væri ágætt að hafa aðgang að egyptafræðing núna :-) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23. nóv. 2005 kl. 23:31 (UTC)
- Hmmm. Það eru mörg hundruð tákna í þessu ritmáli. Þar á meðal ýmis sem geta bæði táknað heil orð og hluta orða. Af því híeróglýfur eru að stofni til atkvæðaskrift þá eru ýmis tákn sem "standa fyrir" (líkt og 'á') þann hlut sem þau eru mynd af, þegar þau standa ein og sér, en geta jafnframt verið hluti orðs með öðrum táknum þegar þetta tiltekna atkvæði kemur þar fyrir. Að auki eru ákvarðararnir í enda orðs (bæði nafnorða og sagnorða) nokkurs konar myndtákn þar sem þeir standa fyrir ákveðið merkingarsvið. Hinar ýmsu sagnir yfir það "að éta/borða" o.s.frv. koma til dæmis yfirleitt fyrir með mynd af manni með hönd að munni á eftir orðinu. Þær eru ekki beinlínis "picture writing", í þeim skilningi að hægt sé að lesa þær sem myndasögu eins og flestir töldu fyrir fund Rósettasteinsins, en þær innihalda engu að síður myndtákn (logographs), sbr. ensku greinina. --Akigka 23. nóv. 2005 kl. 23:41 (UTC)
- Mér var alltaf sagt þegar ég var yngri að ég yrði Egyptalandsfræðingur þegar ég yrði fullorðinn (á þessari stundu virðist það stefna á trúarbragðasagnfræðing) Það á líklega ekki eftir að ganga eftir, en ég hef þó alveg óendanlega mikinn áhuga á landinu og sögu þess. Híeróglýfur eru ótrúlega kúl að mínu mati, einmitt vegna þess að þær eru eins og „mitt á milli“ myndleturs og atkvæðaleturs. Annars hef ég ekkert við þetta að bæta, þannig séð, nema í raun að taka fram að ég held að Akigka hafi sagt nokkuð vel og rétt frá þessu... --Sterio 23. nóv. 2005 kl. 23:47 (UTC)