Honorius Augustodunensis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Honorius Augustodunensis betur þekktur sem Honorius frá Autun (um 1075/80 – um 1151) var vinsæll kristinn guðfræðingur sem ritaði mörg rit um aðskiljanlegustu efni í alþýðlegum stíl þannig að verk hans voru aðgengileg leikmönnum. Lítið er vitað um ævi hans umfram það sem stendur í verkum hans, en þar kemur fram að hann var munkur sem ferðaðist til Englands og var þar hjá Anselm í Kantaraborg. Undir lok ævi hans bjó hann í Skotaklaustri í Regensburg í Þýskalandi. Frægasta rit hans er líklega Elucidarius, yfirlit yfir trúaratriði kristninnar, en þýðingar á því er meðal annars að finna í Hauksbók frá 1302 - 1310.

Útgáfu á norrænni þýðingu á Elucidariusi er að finna í Gunnar Harðarson (ritstj.), Þrjár þýðingar lærðar frá miðöldum, Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, 1989.


Þessi grein sem fjallar um bókmenntir er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum