Gabbró

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

 Steinn úr Gabbró
Steinn úr Gabbró

Gabbró er veðurþolin og hörð bergtegund. Gabbró er basískt djúpberg, það er ein tegund af storkubergi. Það hefur sömu efnasamsetningu og basaltgler (sem oft ummyndast í móberg), blágrýti og grágrýti en kæling þess við myndun hefur verið hægari. Gabbró er grófkristallað vegna þess að það storknar djúpt í jörðinni og kristallarnir hafa nægan tíma til að vaxa.

Gabbrósteinn úr Hoffelli í Hornafirði er á útveggjum lágbyggingar og súlum hábyggingar húss Seðlabanka Íslands við Sölvhólsgötu.

Nokkur fjöll á Íslandi eru úr gabbró. Þar má nefna Vestrahorn og Eystrahorn. Hornin eru berghleifar,innskot úr djúpbergi sem hefur storknað djúpt í jarðskorpunni.

[breyta] Heimildir