Siðaskiptin á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Saga Íslands

Eftir tímabilum

Miðaldir á Íslandi
Nýöld á Íslandi
Nútíminn á Íslandi
Eftir umfjöllunarefni
  • Efnahagssaga
  • Hernaðarsaga
  • Kirkjusaga
  • Menningarsaga
  • Réttarsaga

Siðaskiptin á Íslandi urðu um miðja 16. öld og markast gjarnan af lífláti Jóns Arasonar biskup á Hólum 1550, en hann var tekinn af lífi ásamt sonum sínum í Skálholti haustið 1550. Mótmælendur höfðu hafið siðbreytingar töluvert fyrir líflát Jóns Arasonar, sem var einn mesti andstæðingur siðbreytinganna, en aftakan markaði þáttaskil vegna þess að það reyndist auðveldara að koma á breytingum eftir hana. Við siðaskiptin fluttust eignir kirkjunar í hendur Danakonungs sem tók við stöðu æðsta manns innan hennar í stað páfa. Við þetta jukust ítök Dana hér á landi, þá sérstaklega í verslunarmálum, sem leiddi til verslunareinokunar Dana sem hófst 1602. Almenn löggjöf varð strangari. Stóridómur var settur á 1564 sem dæmdi í siðferðisafbrotamálum.


Þessi grein sem fjallar um sagnfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana