Tíðasta gildi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tíðasta gildi er ein aðferð til að finna út miðsækni í þýði. Aðferðin gengur út á það að finna gildið sem er algengast á talnabili og skiptir þá engu máli hve hátt eða lágt það er. Séu 2 eða fleiri gildi sem eru jafnoft og jafn-algeng á talnabili eru þau öll tilgreind sem tíðasta gildi.

Þessi aðferð er oft notuð í tölfræðiútreikningum.