Friðrik Þór Friðriksson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Friðrik Þór Friðriksson (fæddur 12. maí 1954) er íslenskur kvikmyndaleikstjóri og kvikmyndagerðarmaður.
Friðrik hóf feril sinn með gerð stuttmynda og heimildarmynda sér í lagi Rokk í Reykjavík og Kúrekar norðursins við góðar undirtektir. Mynd hans Brennu Njáls saga þótti umdeild enda sýnir hún eingöngu bókina brenna. Hann stofnaði ásamt öðrum Íslensku kvikmyndasamsteypuna árið 1987. Þekktasta mynd hans er Börn náttúrunnar frá 1991 sem fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna.
Friðrik hefur unnið tölvuvert með rithöfundunum Einari Má Guðmundssyni og Einari Kárasyni.
Árið 2006 lék Friðrik aukahlutverk í mynd Lars von Triers Direktøren for det Hele.
[breyta] Kvikmyndir
- Brennu Njáls saga, 1980 (stuttmynd)
- Eldsmiðurinn, 1981 (heimildamynd)
- Rokk í Reykjavík, 1982 (heimildamynd)
- Kúrekar norðursins, 1984 (heimildamynd)
- Hringurinn, 1985 (80 mínútna hraðspólun eftir hringveginum)
- Skytturnar, 1987
- Börn náttúrunnar, 1991
- Bíódagar, 1994
- Á köldum klaka, 1995
- Djöflaeyjan, 1996
- Englar alheimsins, 2000
- Fálkar, 2001
- Niceland, 2004
Rokk í Reykjavík • Kúrekar Norðursins • Skytturnar • Börn náttúrunnar • Bíódagar • Á köldum klaka • Djöflaeyjan • Englar alheimsins • Fálkar • Næsland