Wikipedia:Grein mánaðarins
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
Grein mánaðarins er stutt textabrot á forsíðunni sem er uppfærður í upphafi hvers mánaðar með útdrætti úr valdri grein, gjarnan með mynd.
Núverandi grein mánaðarins á forsíðunni er:
Grikkland hið forna vísar til hins grískumælandi heims í fornöld. Það vísar ekki eingöngu til þess landsvæðis sem Grikkland nær yfir í dag, heldur einnig landsvæða þar sem grískumælandi fólk bjó í fornöld: Kýpur og Eyjahafseyja, Jóníu í Litlu Asíu (í dag hluti Tyrklands), Sikileyjar og Suður-Ítalíu (nefnt Stóra Grikkland eða Magna Graecia í fornöld) og til ýmissa grískra nýlendna t.d. í Kolkis (við botn Svartahafs), Illyríu (á Balkanskaga við strönd Adríahafs), í Þrakíu, Egyptalandi, Kýrenæku (í dag Líbýa), suðurhluta Gallíu (í dag Suður-Frakkland), á austur og norðaustur Íberíuskaga, í Íberíu (í dag Georgíu) og Táris (í dag Krímskaga).
Formleg tilnefning greina til að birta úr á forsíðu fer fram á Wikipedia:Grein mánaðarins/Tilnefningar. Þegar greinin hefur verið valin er nóg að setja útdrátt inn á Wikipedia:Grein mánaðarins/MM, ÁÁÁÁ (þar sem MM er mánaðarheiti og ÁÁÁÁ er árið). Þar með verður hún sjálfkrafa uppfærð á forsíðunni á miðnætti þegar nýr mánuður gengur í garð. Ekki þarf að færa til eldri útdrætti þar sem þeir geymast sjálfkrafa.
Ef þú vilt tilnefna tiltekna grein sem grein tiltekins mánaðar, getur þú gert það á spjallsíðunni fyrir viðkomandi útdrátt, til dæmis á Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/apríl, 2007 til að tilnefna grein aprílmánaðar.