Spjall:Kakemono

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Austurasísk? Afhverju er ekki bara sagt Japönsk? Er Kakemono iðkað einhverstaðar annarsstaðar en í Japan? --Baldur Blöndal 17:27, 25 mars 2007 (UTC)

Kína samkvæmt þessari bók sem ég hef fyrir framan mig.

Kannski ætti að tengja þessa grein við þetta: http://is.wikipedia.org/wiki/Makimono. Eða alltént minnast á Makimono í þessari grein.

Tja, á ensku Wikipediu er bara sagt að þessi tegund listaverka sé til í Japan (enda hef ég ekki heyrt um það að þetta sé til í Kína). Það er meira að segja tengill á Japanese painting. Á makimono (íslensku síðunni) er reyndar fjallað um Kína en ekkert er sagt um Kína á ensku. Veit satt að segja ekki hvað ég að halda. --Baldur Blöndal 21:41, 25 mars 2007 (UTC)

Ég ætla að slá þessu upp í frönsku alfræðiriti og fleiri bókum sem ég á - þeas þegar ég kemst í það (er ekki heima einsog er). Hættan við Wikipedíu er sú að allir taki upp sömu villuna úr enska hlutanum - eða öðrum málum - og endurtaki það á sínu tungumáli. Auðvitað leiðrétta menn, en villan getur skilað sér yfir á önnur tungumál og fest sig í sessi. Þess vegna verð ég að slá þessu upp á nokkrum stöðum. Læt þig vita.

Hér er t.d. minnst á upphaflega þróun kakemono sem fór fram í Kína. http://www.aisf.or.jp/~jaanus/deta/k/kakemono.htm

Já það er sannarlega oft um það að greinar séu beinþýddar milli tungumála, en enska Wikipedian hefur nú verið svo lengi uppi að það er margt gáfulegt þar (þýðir auðvitað ekki að maður eigi að taka því öllu sem heilögum sannleik). Er samt ekki mál að bæta þessu inn á ensku og íslensku Wikipediurnar þar sem þessarra heimilda er getið? --Baldur Blöndal 00:03, 26 mars 2007 (UTC)