28. mars

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

FebMarsApr
Su Þr Mi Fi La
1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31  
2007
Allir dagar

28. mars er 87. dagur ársins (88. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 278 dagar eru eftir af árinu.

[breyta] Atburðir

  • 845 - Víkingar réðust á París og rændu og rupluðu. Heimildir greina frá því að í fararbroddi hafi verið víkingur að nafni Reginherus sem sumir halda að hafi verið Ragnar loðbrók, en samkvæmt öðrum frásögnum var hann uppi heilli öld fyrr.
  • 1696 - Konungur lagði þá kvöð á Íslendinga að senda skyldi þrjá menn úr hverri sýslu, þrjátíu alls, til að þjóna í flota eða landher Danaveldis.
  • 1797 - Einkaleyfi fékkst fyrir fyrstu þvottavélinni í Bandaríkjunum.
  • 1814 - Joseph-Ignace Guillotin sem fann upp fallöxina var jarðsettur í Frakklandi.
  • 1909 - Safnahúsið við Hverfisgötu (sem nú heitir Þjóðmenningarhúsið) var vígt. Í upphafi hýsti húsið Forngripasafnið, Landsbókasafnið, Landsskjalasafnið og Náttúrugripasafnið.
  • 1930 - Nöfnum tyrknesku borganna Konstantínópel og Angóra var breytt í Istanbúl og Ankara.
  • 1939 - Spænska borgarastríðinu lauk.
  • 1956 - Alþingi samþykkti (31 gegn 18) að Bandaríkjaher skyldi yfirgefa Ísland enda ætti ekki að vera her í landinu á friðartímum. Viðræðum um brottför hersins var frestað í nóvember vegna hættuástands í alþjóðamálum.
  • 1986 - 6.000 útvarpsstöðvar um allan heim spiluðu lagið „We are the world“ samtímis til styrktar aðgerðum gegn hungursneyð í Afríku.

[breyta] Fædd


[breyta] Dáin


Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)