Jón Sigurðsson (f. 1946)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Sigurðsson (fæddur í Kollafirði á Kjalarnesi, 23. ágúst 1946) er núverandi formaður Framsóknarflokks og iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Íslands utan þings.
[breyta] Ævi
Jón útskrifaðist sem stúdent frá Verslunarskóla Íslands og sem sagnfræðingur og íslenskufræðingur BA frá Háskóla Íslands 1969. MBA í rekstrarhagfræði 1993 frá National University, San Diego, Kalifornía, USA. PhD, MA í menntunarfræði, 1990, 1988 CPU - fjarnámsstofnun, Kalifornía, USA. Hann hefur stundað ýmis störf, m.a. kennt við menntaskóla og háskóla, var rektor Samvinnuskólans á Bifröst, hefur setið í stjórnum fyrirtækja, fjölmörgum nefndum og skrifað bækur. Hann sat sem bankastjóri í Seðlabanka Íslands 2003-2006.
[breyta] Tenglar
- Ferill á heimasíðu Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis
- Hver er Jón Sigurðsson, grein á vefsíðu Sambands ungra Sjálfstæðismanna