Hornafjörður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hornafjörður er fjörður á suðausturlandi. Í hann rennur Hornafjarðarfljót og skilur það að sveitirnar Mýrar og Nes. Austan fjarðarins er bærinn Höfn í Hornafirði.
Árið 1998 gengu öll sveitarfélög Austur-Skaftafellssýslu í eina sæng. Þótt hið nýja sveitarfélag kenni sig við Hornafjörð er það í raun mun víðfeðmara, nær að auki yfir Suðursveit, Öræfi og Lón.