Hugleikur Dagsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar „Hugleikur“

Hugleikur eða Þórarinn Hugleikur Dagsson eins og hann heitir fullu nafni er íslenskur listamaður fæddur 1977. Hann sá um kvikmyndagagnrýni í útvarpsþættinum Tvíhöfða. Um stund stjórnaði hann eigin þætti á Radíó sem kallaðist Hugleikur. Þar tók hann á þjóðfélagsmálum af ýmsu tagi. Þátturinn var ekki langlífur en rödd Hugleiks fékk þó áfram að njóta sín í kvikmyndagagnrýni í Tvíhöfða.

Hugleikur hefur getið sér gott orð með myndlist og vídeóverkum af ýmsu tagi. Einnig hafa myndasögur hans vakið mikla athygli en þær hafa komið út í bókum sem hann gaf sjálfur út fyrst um sinn en eru nú gefnar út af JPV útgáfu og einnig í blaðinu Grapevine. Þar fær beiskur húmor Hugleiks að njóta sín svo sumum þykir nóg um.

[breyta] Leikrit

  • Forðist okkur
  • Leg (Áætluð frumsýning í Þjóðleikhúsinu 8. mars 2007)

[breyta] Bækur

  • Elskið okkur
  • Drepið okkur
  • Ríðið okkur
  • Bjargið okkur
  • Our Prayer
  • Fermið okkur
  • Fylgið okkur
  • Eineygði kötturinn Kisi
  • Should You Be Laughing at This?
  • Forðist okkur


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það