Reykjavíkurkjördæmi suður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reykjavíkurkjördæmin tvö
Reykjavíkurkjördæmin tvö

Reykjavíkurkjördæmi suður er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Landskjörstjórn skiptir Reykjavíkurborg niður í tvö kjördæmi og miðar þar við þjóðskrá fimm vikum fyrir kjördag, reynt er að gæta þess að álíka margir búi í hvoru kjördæmi og að þau myndi sem samfelldasta heild. Reykjavík hefur hingað til verið skipt upp í norður og suðurkjördæmi og mörkin liggja í grófum dráttum meðfram Vesturlandsvegi, Miklubraut og Hringbraut.

Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt þessari nýju kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003. Fjöldi kjósenda á kjörskrá á hvert þingsæti var 3.887 í kosningunum 2003.

[breyta] Skipting þingsæta og þingmenn

Þing 1. þingm. Fl. 2. þingm. Fl. 3. þingm. Fl 4. þingm. Fl. 5. þingm. Flokkur 6. þingm. Fl. 7. þingm. Fl. 8. þingm. Fl. 9. þingm. Fl. 10. þingm. Fl. 11. þingm. Fl.
129. Geir H. Haarde D Jóhanna Sigurðardóttir S Pétur H. Blöndal D Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir S Sólveig Pétursdóttir D Jónína Bjartmarz B Mörður Árnason S Guðmundur Hallvarðsson D Ögmundur Jónasson V Ágúst Ólafur Ágústsson S Birgir Ármannsson D
130.
131.
132.
133.

[breyta] Tengill


Kjördæmi Íslands
síðan 2003

Reykjavíkurkjördæmi norður | Reykjavíkurkjördæmi suður | Norðvesturkjördæmi | Norðausturkjördæmi | Suðurkjördæmi | Suðvesturkjördæmi

1959-2003

Reykjavík | Reykjanes | Vesturland | Vestfirðir | Norðurland vestra | Norðurland eystra | Austurland | Suðurland

Á öðrum tungumálum