13. öldin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aldir: 11. öldin - 12. öldin - 13. öldin - 14. öldin - 15. öldin

13. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 1201 til enda ársins 1300.

[breyta] Atburðir og aldarfar

Undir forystu Gengis Kan lögðu mongólar undir sig stærstan hluta Asíu.
Undir forystu Gengis Kan lögðu mongólar undir sig stærstan hluta Asíu.
  • Mongólar sameinuðust undir stjórn Gengis Kan árið 1206 og lögðu í kjölfarið undir sig stóran hluta Asíu og stofnuðu Mongólaveldið sem náði frá Kyrrahafi til botns Miðjarðarhafs.
  • Jóhann landlausi, Englandskonungur, var neyddur til að undirrita réttindaskrána Magna Carta árið 1215.
  • Krossferðirnar héldu áfram eftir lát Saladíns soldáns og krossfarar reyndu að ná til Landsins helga gegnum Egyptaland sem var undir stjórn Ayyubida. Flestar fór þær illa og lauk með því að mamelúkar tóku við stjórn Egyptalands og tókst að hrinda árásum mongóla. Síðasta vígi krossfara í Landinu helga, Akkó, féll í hendur mamelúka árið 1291.
  • Norrænu krossferðirnar áttu sér stað við Eystrasalt og Þýsku riddararnir urðu valdastofnun í Austur-Evrópu, Prússlandi og í Eystrasaltslöndunum.
  • Eftir að norska innanlandsófriðnum lauk með ósigri Skúla jarls 1240, jók Hákon gamli, Noregskonungur, við veldi sitt með því að fá Grænlendinga og Íslendinga til að ganga norska konungsvaldinu á hönd 1262 en missti síðan Suðureyjar til Skota eftir orrustuna við Largs 1263.
  • Í Kína stofnaði Kúblaí Kan Júanveldið árið 1271. Þangað sótti Marco Polo hann heim sama ár og dvaldist við hirð hans næstu sautján árin.
  • Svissneska ríkjasambandið var myndað með bandalagi Uri, Schwyz, og Unterwalden árið 1291.

[breyta] Ár 13. aldar

1201 1202 1203 1204 1205 1206 1207 1208 1209 1210

1211 1212 1213 1214 1215 1216 1217 1218 1219 1220

1221 1222 1223 1224 1225 1226 1227 1228 1229 1230

1231 1232 1233 1234 1235 1236 1237 1238 1239 1240

1241 1242 1243 1244 1245 1246 1247 1248 1249 1250

1251 1252 1253 1254 1255 1256 1257 1258 1259 1260

1261 1262 1263 1264 1265 1266 1267 1268 1269 1270

1271 1272 1273 1274 1275 1276 1277 1278 1279 1280

1281 1282 1283 1284 1285 1286 1287 1288 1289 1290

1291 1292 1293 1294 1295 1296 1297 1298 1299 1300