Samlífi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samlífi er í vistfræði víxlverkun tveggja lífvera hver á aðra. Hugtakið hýsill er venjulega notað yfir stærri lífveruna en sambýlingur yfir þá minni. Samlífi má skipta í tvo flokka: innanfrumusamlíf og utanfrumusamlíf.

[breyta] Gerðir samlífis

  • Sníkjulífi: Samlífi sem er óhagstætt annari lífverunni en hagstætt hinni (+ -).
  • Samhjálp: Samlífi sem er hagstætt báðum lífverunum (+ +).
  • Gistilífi: Samlífi sem er hagstætt annari lífverunni en hefur ekki áhrif á hina (+ 0).
  • Ójöfn samkeppni: Samlífi sem er óhagstætt annari lífverunni en hefur ekki áhrif á hina (- 0).