Notandi:Kok

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Efnisyfirlit

[breyta] Siglingaljós á skipum

Til hvers erum við með siglingaljós á skipum? Jú, siglingaljósin eru til þess að sæfarendur geti farið ferða sinna á öruggann og ábyggilegan hátt án þess að skapa eigin skipi og öðrum skipum hættu.

[breyta] Sigluljós

Mynd sem sýnir hvernig sigluljós eru staðsett á báta
Mynd sem sýnir hvernig sigluljós eru staðsett á báta

Sigluljósið er staðsett í möstrum skipa og skal aftara sigluljósið vera ofar en það fremra. Sigluljósið er hvítt ljós og lýsir í 225° af sjóndeildarhringnum. Eins og sjá má myndinni hér að neðan þá eru ljósin gul en í raunveruleikanum eru þau hvít. Skip sem eru styttri en 50 metrar eru með eitt sigluljós en skip sem eru lengri en 50 metrar eru með tvö sigluljós.

[breyta] Skutljós

Skutljós er eins og orðið sjálf bendir til á skut skipsins. Skutljósið er eina siglingarljósið sem sést aftan á skipinu. Skutljósið lýsir í 135° af sjóndeildarhringnum eða í 67,5° í báðar áttir frá langskurðarlínu skipsins að aftan.

[breyta] Hliðarljós

Hliðarljós á skipum eru tvö. Ljósið sem er bakborðs megin er rautt á lit en stjórnborðsljósið er grænt á lit. Bæði hliðarljósin lýsa beint fram og 22,5° aftur fyrir þvert bæði stjórn- og bakborðs megin.

[breyta] Veiðiljós á fiskveiðiskipum

Skip sem eru á öðrum veiðum en togveiðum eiga að hafa rautt 360° hringljós fyrir ofan hvítt 360° hringljós.


08.03.2007

Þessi síða er í vinnslu og verður vonandi aldrei endanlega kláruð.