Díóða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rásatákn fyrir díóðu
Rásatákn fyrir díóðu
Rásatákn fyrir ljósnæma díóðu
Rásatákn fyrir ljósnæma díóðu
Rásatákn fyrir ljósdíóðu
Rásatákn fyrir ljósdíóðu

Í rafeindafræði er díóða (stundum kallað Tvistur) íhlutur sem hamlar stefnu straums, þ.e.a.s. ef straumur í rafrás á einungis að flæða í eina átt, þá er sett díóða í rásina og hún kemur í veg fyrir að straumurinn geti flætt í gagnstæða átt. Díóða flokkast undir ólínulega rásaíhluti, sem þýðir að sú breyting sem díóða veldur á spennu og straum í rafrás er ekki línuleg.

[breyta] Flokkar og nánari útskýring

Til er fjöldinn allur af díóðum tegundum, t.d. ljósdíóður, ljósnæmar díóður, innrauðar- og leiserdíóður og hlutverk þeirra töluvert mismunandi.