Flokkur:Tölur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tala er hlutfirrt eining sem notuð er til þess að lýsa fjölda og/eða magni. Einfaldasta form talna eru náttúrulegar tölur {0, 1, 2, 3,..} eða {1, 2, 3,..}, sem eru notaðar við talningu og er mengi þeirra táknað N. Deilt er um það hvort 0 tilheyri náttúrulegum tölum eða ekki. Ef að neikvæðar heiltölur eru teknar með er komið heiltölumengið Z. Séu hlutföll talna tekin með, og þar af leiðandi brot, eru komnar ræðar tölur, Q. Þó eru ekki allar tölur ræðar, sumar (eins og Pí) eru endalausar, eða óræðar. Þegar ræðum tölum, óræðum tölum og heiltölum samankurlað í eitt mengi er komið mengi rauntalna, R. Þar sem að ekki er hægt að leysa öll algebraísk vandamál með rauntölum er mengi rauntalna lengt inn á tvinntölusléttuna. Mengi tvinntalna er táknað með C. Áður fyrr tíðkaðist það að skrifa nöfn þessarra mengja feitletrað á krítartöflur, og hefðinni hefur verið haldið uppi með smá stílfæringu. Þannig má setja upp tölumengin svona:
Tvinntölur má svo lengja upp í fertölur þar sem að víxlreglan gildir ekki um margföldun. Fertölur má svo lengja í átttölur, en þá glatast önnur regla, tengireglan.
Tölur eru samsettar úr tölustöfum, sem að eru skilgreindar eftir tölukerfum. Tölukerfið sem fólk lærir í skóla er tugakerfið, sem varð líklegast vinsælt vegna tilhneygingar fólks til þess að hafa tíu putta, en það einfaldar talningu rosalega. Þó er það alls ekki eina tölukerfið: Rómverjar hópuðu einingum saman í hópa af 3, 5, 10, 50, 100, 500 og 1000. Babýlóníumenn byggðu talningakerfið sitt upp á tölunni 60, en það er ástæðan fyrir því að það eru 60 mínútur eru í klukkustund, og 60 sekúndur í mínútu. Einnig er það ástæðan fyrir 360 gráða hring. Keltar notuðust lengi við grunntöluna 12, sem enn er notað sem grunneining mælinga í Bandaríkjunum.
- Aðalgrein: Tala
Greinar í flokknum „Tölur“
Það eru 12 síður í þessum flokki.
BK |
K frh.MS |
TÞ |