Spjall:Vottar Jehóva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein líkist nú meira spjallþræði á milli einstaklinga en upplýsingum eins og maður býst við í alfræðiriti strákar.

Það er það sem þetta er. Taktu eftir því að það er spjallþráður við hverja og eina einustu grein. --Smári McCarthy 21. janúar 2006 kl. 09:47 (UTC)

[breyta] Sértrú

Mér finnst einhvernveginn alls ekki sanngjarnt að kalla trú sem 6.5 manns stunda aktíft [1] sértrúarsöfnuð. Bæði vegna þess að eins og sértrúarsöfnuðsgreinin útskýrir hugtakið falla vottarnir alls ekki undir það (trúa ekki að þeir fari til himna) auk þess sem þetta er oft notað á niðrandi hátt. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 18:57, 6 mar 2005 (UTC)

Orðið „sértrúarsöfnuður“ er að mínu mati alltaf gildishlaðið og varla viðeigandi á wikipedia. Hver er það sem ákveður hvaða lífsskoðanir fólks séu „sértrú“? Svo er greinin um sértrúarsöfnuði vafasöm svo ekki sé meira sagt... ég held að allir skipulagðir trúarhópar séu einmitt á þeirri skoðun að þeir einir séu handhafar sannleikans.--Bjarki Sigursveinsson 19:26, 6 mar 2005 (UTC)
Þetta er svona svipað og með önnur gildishlaðin orð sem ber að forðast eins og einræðisherra, hryðjuverkamaður, eiturlyf o.fl. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 19:34, 6 mar 2005 (UTC)
Hér í þessari umræðu er eitt orð gildishlaðnara en öll önnur og það er orðið „gildishlaðinn“. Það er greinilegt að það er talið afskaplega neikvætt. Í mínum huga þurfa orð að hafa merkingu. Orð eins og einræðisherra, hryðjuverkamaður og eiturlyf, svo að við höldum okkur við dæmin, sem hér hafa verið nefnd, verða ekki vond af því einu að þau hafi eitthvert gildi (séu „gildishlaðin“). Hins vegar er hægt að gera þau vond með því að nota þau í óviðeigandi samhengi eða annarri merkingu en almennt er lögð í þau. Án þess að ég hafi kannað það mjög náið, þá tel ég víst að mikill meirihluti fólks telji Votta Jehóva vera sértrúarsöfnuð. Sama má segja um Mormóna og reyndar fleiri. Og það sem meira er: Það er ekkert neikvætt við þetta og þetta er ekki illa meint eins og þið látið í veðri vaka (með orðum eins og „.. á niðrandi hátt“ og „... orð sem ber að forðast“). Þetta undirstrikar bara þá staðreynd, að fólkið sker sig frá fjöldanum. (6,5 milljónir í heiminum eru aðeins örfáir). Það gerir það (vonandi) að eigin frjálsu vali og hefur að sjálfsögðu fulla heimild til þess. En Bjarki hittir naglann á höfuðið með orðunum: „... ég held að allir skipulagðir trúarhópar séu einmitt á þeirri skoðun að þeir einir séu handhafar sannleikans.“ Hárrétt. Og þarf ekki skipulagða trúarhópa til. Þetta á við um alla prédikara og stjórnmálamenn líka. Í okkar hópi hafa líka sumir smásnert af þessum lasleika. Enn hefur ekki fundist svar við spurningunni „Hvað er sannleikur?“ Sannleikurinn er sá, að svarið við því mun ekki finnast! --Moi 20:33, 6 mar 2005 (UTC)
Ég held að varla sé hægt að skilgreina trúarbrögð sem sértrúarsöfnuð. Söfnuður Votta Jehóva á Íslandi getur talist sértrúarsöfnuður þar sem hann er ekki fylgjandi þeim sem geta talist helstu trúarbrögð landsins. Slík er allavega skilgreiningin sem ég lærði í einhverri trúarbragðafræðinni. Samkvæmt þeirri skilgreiningu eru líklega flestir söfnuðir Vottanna sértrúarsöfnuðir. En Vottar Jehóva í heild sinni og þeirra trú er varla hægt að skilgreina sem sértrú eða sértrúarsöfnuð. Ef maður ætti að gera það þyrfti maður að taka fram að þeir væru sértrúarsöfnuður á einvherju ákveðnu svæði/í einhverjum ákveðnum hóp. Það að flestir telji þá vera sértrúarsöfnuð er ekki nógu góð ástæða fyrir skilgreiningu. Jafnvel ef flestir teldu sentimetra vera einn tíunda úr metra, myndu þeir samt hafa rangt fyrir sér því það er ekki það sem sentimetri er. Bara mínir tveir hundraðshlutar. Ég vona að þeir geri eitthvað gagn. --Sterio 21:05, 6 mar 2005 (UTC)

[breyta] Kynningar á götum úti

(breyting) (breytingaskrá) . . Vottar Jehóva; 00:48 . . Moi (Spjall) (Vottarnir hafa ekki kynningar á götum úti. Það gera Hjálpræðishermenn hins vegar.)
Ég leigði með votti í allt fyrrasumar þannig að ég ætti nú að vita það að þeir eru einnig með kynningar á götum úti, þó ég hafi hér á landi enda ætti það ekki að skipta neinu máli. Það væri fínt ef þessi breyting yrði rökstudd betur. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 01:50, 24. apríl 2005 (UTC)