Halldór Pétursson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Halldór Pétursson (26. september 1916 - 16. mars 1977) var íslenskur myndlistarmaður og frægur skopmyndateiknari. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1935 hélt hann til náms við Kunsthåndværkskolen í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi í auglýsingateiknun árið 1938.

Að námi loknu starfaði Halldór við ýmis konar teiknivinnu fram til ársins 1945. Á árunum 1942-45 stundaði Halldór nám við Minneapolis School of Art og Art Students League í New York. Frá þeim tíma myndskreytti Halldór bækur og teiknaði skopteikningar en fékkst lítið við auglýsingateiknun.

Halldór Pétursson teiknaði marga jólasveina á ferli sínum. Einnig teiknaði hann nokkrar myndir af Grýlu, frægust þeirra er Grýlan í Vísnabókinni.

Halldór var einn af stofnendum Félags íslenskra teiknara. Hann lést árið 1977.

Tekin var saman bók árið 1980 þar sem mörgum myndum listamannsins var safnað saman.

[breyta] Heimildir


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það