Plötufrystir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Plötufrystir hefur verið notaður við frystingu fiskjar frá upphafi þeirrar vinnsluaðferðar. Inni í frystinum eru plötur sem frysta þá vöru sem þær snerta. Öskjum með matvælum er raðað á þar til gerða bakka eða settar í þar til gerð form sem fara inn í frystinn og teknir út þegar matvælin eru frosin. Öskjurnar snerta plöturnar sem frystirinn er kenndur við. Plöturnar eru kældar með gasi (t.a.m. ammóníumi áður fyrr freoni).

Fiskmarningur og þunnildi eru fryst með plötufrystum, eins tíðkast það að ákveðnir viðskiptavinir kjósi að kaupa lítil flök fryst með þessum hætti í blokk, með eða án plasts inni í blokkinni til að skilja á milli flaka.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.