Theodore Kaczynski

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Theodore John Kaczynski („Ted“) (fæddur 22. maí 1942), einnig þekktur undir viðurnefninu Unabomber er bandarískur stærðfræðingur sem er alræmdur fyrir öfgakennda herferð sína gegn nútíma tæknisamfélagi ásamt því að senda bréfsprengjur til fjölmargra háskóla og flugfélaga á löngu tímabili milli 1970 til 1990. Hann drap þrjá og særði 23.

Í riti sínu „Iðnsamfélag og framtíð þess“ (einnig þekkt sem „Unabomber stefnulýsingin“) staðhæfir hann að gjörðir sínar hafi verið nauðsynlegar til þess að draga athygli fólks að sinni sýn á hversu hættuleg nútíma tækniþróun er. Kaczynski gerði þetta í von um að hvetja aðra til að berjast gegn þeirri stöðugu tækniþróun sem er að leggja mannkynið undir sig, að hans mati. Theodore Kaczynski hefur verið sagður vera viðfang dýrustu hausaveiða í sögu bandarísku Alríkislögreglunar (FBI).

[breyta] Heimild