Gísli Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gísli Jónsson (latínu: Gilbertus Ionas Islandus) (um 15153. september 1587) var biskup í Skálholti frá 1558. Hann lærði hjá Ögmundi Pálssyni og hélt síðan til Þýskalands. Hann var prestur í Selárdal 1546 og einn af siðaskiptamönnum í Skálholti í tíð Ögmundar. Hann hrökklaðist síðan til Danmerkur undan Jóni Arasyni sem bar upp á hann guðlast, uppreisn gegn kirkjulögum og boðun villutrúar. Hann kom þó aftur til Íslands 1551 og var kosinn biskup 1556, en veitingarbréfið er dagsett 28. febrúar 1558. Gísli reyndi að bæta úr brýnni þörf fyrir sálma í anda lúterstrúar og þýddi talsvert en af vanefnum.


Fyrirrennari:
Marteinn Einarsson
Skálholtsbiskupar Eftirmaður:
Oddur Einarsson


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það