Spjall:Pindaros

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pindaros hefur oftast verið nefndur Pindar á íslensku. En það væri vissulega ágætt að hafa gríska nafnið með þeas Πίνδαρος og svo með latnesku letri. Hakarl 22:13, 6 mars 2007 (UTC)hakarl

Það má vera en það er samt bara stæling á enskunni (eða þýsku eða dönsku), reglan sem ég fylgi er aftur á móti sú að apa ekki upp eftir enskunni, heldur taka mið af frummálinu nema hefðin sé þeim mun sterkari — eins og hún er óneitanlega í tilviki Hómers en nánast örugglega ekki í tilviki Pindarosar; þótt Pindaros hafi e.t.v. oftast verið nefndur Pindar á íslensku hingað til má spyrja hversu oft hann hefur yfirleitt verið nefndur á íslensku. Og það er sú almenna regla sem íslenskir fornfræðingar fara eftir. Þess má geta að nafnmyndin „Pindar“ er tilvísun á síðuna. --Cessator 22:57, 6 mars 2007 (UTC)