Fjarðabyggð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjarðabyggð
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
7300
Kjördæmi Norðausturkjördæmi
Flatarmál
 – Samtals
26. sæti
1.163 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
10. sæti
5.705
4,91/km²
Bæjarstjóri Helga Jónsdóttir
Þéttbýliskjarnar Neskaupstaður (íb. 1.400)
Eskifjörður (íb. 1.068)
Reyðarfjörður (íb. 2.238)
Fáskrúðsfjörður (íb. 611)
Stöðvarfjörður (íb. 231)
Póstnúmer 715, 730, 735, 740, 750, 755
Vefsíða sveitarfélagsins

Fjarðabyggð er sveitarfélag á Mið-Austurlandi. Það varð til 7. júní 1998 við sameiningu Neskaupstaðar, Eskifjarðarkaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps. 8. október 2005 var samþykkt í kosningum að sameina Fjarðabyggð, Mjóafjarðarhrepp, Austurbyggð og Fáskrúðsfjarðarhrepp undir merkjum Fjarðabyggðar og tók sú sameining gildi 9. júní 2006 í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2006.

Mikill uppgangur er í sveitarfélaginu, sérstaklega á Reyðarfirði þar sem verið er að reisa álver á vegum Alcoa. Töluverð íbúafjölgun hefur fylgt framkvæmdunum en mest eru það þó erlendir verkamenn.