Steinunn Kristjánsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Steinunn Jóna Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, fædd 13. október 1965 á Breiðalæk í V-Barðastrandasýslu. Stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði 1986. Nam fornleifafræði við háskólann í Gautaborg (Fil.kand 1993, Fil.mag 1994, Fil.dr 2004). Hefur m.a. stundað rannsóknir á klausturrústum á Skriðuklaustri frá árinu 2002 (forkönnun sumarið 2000). Lektor við Þjóðminjasafn Íslands og Háskóla Íslands. Kennslugreinar við sagnfræði- og fornleifafræðiskor HÍ: Inngangur að fornleifafræði, kynjafornleifafræði, vöruframleiðsla og -þróun, félagsleg fornleifafræði, siðfræði og fornleifafræði. Formaður Fornleifafræðingafélags Íslands frá 2002.

[breyta] Nokkur fræðirit Steinunnar

  • The Awakening of Christianity in Iceland... (2004) (doktorsritgerð)
  • Isländsk arkeologi: Stagnation eller utveckling?...(1993) (BA-ritgerð)

[breyta] Tenglar


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það