Spjall:Joseph-Ignace Guillotin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Afhverju þarf þetta að vera - fæddur - látinn? Er það ekki augljóst? — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 85.197.210.44 (spjall) · framlög
- Jú, það er augljóst. Þú mátt alveg fjarlægja þetta. Ein ábending, það væri gott ef þú undirritaðir innlegg þín á spjallsíðum. Þú gerir það með því að skrifa --~~~~ á eftir athugasemdinni; þú getur líka smellt á hnappinn sem er næstlengst til hægri fyrir ofan breytingagluggann :) --Cessator 23:21, 18 mars 2007 (UTC)
- Ennþá betra væri ef hann myndi skrá sig inn undir réttu nafni ;) --Jóna Þórunn 23:22, 18 mars 2007 (UTC)
- Eða notandanafni/dulnefni --Cessator 23:37, 18 mars 2007 (UTC)
Það væri ágætt ef wiki gæti komið sér saman um staðlaða framsetningu á fæðingar- og dánardægrum. Thvj 23:24, 18 mars 2007 (UTC)
- Persónulega finnst mér betra að hafa fædd/ur, látin/nn enda er WP ekki gefin út á pappír; sjá en:Wikipedia:What Wikipedia is not#Wikipedia is not a paper encyclopedia. Mörg útlensk nöfn gefa ekki augljósa mynd af kyni viðkomandi og er þá hægt að greina það með kyni fædd/fæddur. --Jóna Þórunn 23:31, 18 mars 2007 (UTC)
- Eða Wikipedia:Hvað Wikipedia er ekki#Wikipedia er ekki prentað alfræðirit. --Jóna Þórunn 23:34, 18 mars 2007 (UTC)
- Ágætis punktur. --Cessator 23:37, 18 mars 2007 (UTC)
- Það er svo sem allt í lagi að það sé ekki alls staðar nákvæmlega sama formið á þessu, þótt vissulega ríki ekkert „anything goes“ viðhorf heldur. --Cessator 23:37, 18 mars 2007 (UTC)
Ég hef skrifað slatta af greinum undanfarið og lesið yfir þónokkrar, en ég nenni ekki að vera skrá mig inn eða gleymi því, oftast það síðastnefnda. Afsakið mig. En ég held þetta sé ónauðsynlegt (fæddur-látinn). Í ensku wikipediu þá er þetta ekki. Tók eina stikkprufu og sló upp Chaplin og þar er þetta ekki, og hef ekki rekist á þetta oft annars staðar, eða bara ekki tekið eftir því. Það gæti auðvitað líka verið. En auðvitað verða menn hafa sínar tiktúrúr. Og ræða þær fram og aftur. Það er nauðsynlegt til að wikipedia verði sem allra best. Hakarl 00:03, 19 mars 2007 (UTC)