Spjall:Norðurey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þetta er bráðskemmtilegur brandari og ég gæti trúað að ég ætti eftir að nota hann sem slíkan. En einhvern veginn finnst mér að brandarar, þó góðir séu, eigi ekki erindi í alfræðibækur........

Þeir eiga þar heima ef þeir eru notaðir í daglegu tali, oft er saga og annað á bak við það sem vel á stoðir í raunveruleikanum. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 06:46, 13 Jul 2004 (UTC)
Ég einmitt reyndi að hafa það nokkuð skýrt að þetta væri hversdagslegur húmor. Það líður varla sá dagur sem að ég sé ekki einhvern í "Norðurey" bol á vappi um Heimaey. Hér má panta sér svona bol. --Smári McCarthy 10:25, 13 Jul 2004 (UTC)

Stefnan er mjög einföld í mínum huga, fátt er Wikipedia óviðkomandi... Það þarf, að mér finnst, mjög sterk rök fyrir því að útiloka eitthvað frá þessu þekkingarasafni sem við erum að reyna að byggja upp hérna. Ef viðfangsefnið er þess eðlis að það er hægt að skrifa nokkrar línur af fræðandi texta um það þá á það vissulega sinn sess hér. --Biekko 13:11, 13 Jul 2004 (UTC)

Sammmála því. Reyndar fór ég að hugsa á svipuðum nótum þegar að greinin um Katrínu Atladóttur kom... ég fór að velta því fyrir mér hversu frægur einstaklingur þyrfti að vera til þess að eiga skilið grein um sig í alfræðiorðabók. Í rauninni þá eiga allar greinar jafnan rétt á sér svo lengi sem að þær innihalda ekki villandi upplýsingar, hroka eða skítkast. Alfræðiorðabók er "samansafn allrar mannlegrar þekkingar."... hvað telst ekki mannleg þekking? --Smári McCarthy 13:48, 13 Jul 2004 (UTC)
Reyndar hefur línan verið dreginn á ensku við fólk sem er jafn þekkt eða þekktara en meðal háskólaprófessor sem mér finnst ágætis viðmið, auk þess sem fólk á alls ekki að skrifa grein um sjálft sig. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 11:24, 14. ágú 2004 (UTC)