Verslunarmannahelgi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Verslunarmannahelgi er helgin á undan frídegi verslunarmanna, fyrsta mánudegi ágústmánaðar, sem er almennur frídagur á Íslandi. Helgin er mikil ferðahelgi meðal Íslendinga og haldnar eru útihátíðir víða um landið. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er á meðal þeirra en einnig hefur skapast hefð fyrir hátíðarhöldum á Akureyri, Neskaupstað og Siglufirði svo eitthvað sé nefnt. Helgin er þekkt fyrir mikla áfengisneyslu landsmanna.