Vötnin miklu
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vötnin miklu er samheiti yfir fimm stór stöðuvötn á eða við landamæri Kanada og Bandaríkjanna. Vötnin eru stærsti hópur ferskra stöðuvatna á jörðunni og mynda stærsta ferskvatnskerfi í heimi.
Vötnin miklu eru, talið frá vestri til austurs:
- Miklavatn (Lake Superior) - stærst og dýpst, stærra að flatarmáli en Tékkland.
- Michiganvatn (Lake Michigan) - næststærst að rúmmáli, hið eina sem er alfarið innan Bandaríkjanna.
- Húronvatn (Lake Huron) - næststærst að flatarmáli.
- Erievatn (Lake Erie) - grynnst og minnst að rúmmáli.
- Ontariovatn (Lake Ontario) - minnst að flatarmáli.
Á milli Húronvatns og Erievatns er sjötta vatnið, sem er hluti vatnakerfisins, en er ekki talið til stóru vatnanna vegna smæðar sinnar og heitir Lake St. Clair.
Á milli vatnanna renna ár með meginstraumstefnu frá vestri til austurs og að lokum út í Atlantshafið. Þær eru eftirtaldar:
- St. Mary's River - rennur úr Miklavatni í Húronvatn
- St. Clair River - rennur úr Húronvatni í St. Clair vatn
- Detroitá (Detroit River) - rennur úr St. Clair vatni í Erievatn
- Niagaraá með Niagarafossum - rennur úr Erievatni í Ontariovatn
- Saint Lawrence fljót (Saint Lawrence River) - rennur úr Ontariovatni í Atlantshaf.
Að vötnunum miklu liggja eftirtalin fylki: Ontariofylki í Kanada, og Bandaríkjamegin Minnesota, Wisconsin, Michigan, Illinois, Indiana, Ohio, Pennsylvania og New York.
Í vötnunum miklu eru um það bil 35 þúsund eyjar. Þeirra á meðal eru eyjarnar Manitoulin eyja í Húronvatni, sem er stærsta eyja í stöðuvatni á jörðunni, og Isle Royale í Miklavatni, sem er stærsta eyjan í stærsta stöðuvatninu. Hvor þessara eyja um sig hefur síðan fjöldamörg stöðuvötn.
Vötnin miklu eru mikilvægar samgönguæðar og fara miklir flutningar eftir þeim með skipum. Auk þess eru þau gífurlegt ferskvatnsforðabúr og hafa mikil temprandi áhrif á loftslag með því að draga úr sumarhitum og vetrarfrostum.
![]() |
Afríka: | Afríka sunnan Sahara | Austur-Afríka | Gínea | Horn Afríku | Kongó | Magreb / Norðvestur-Afríka | Mið-Afríka | Norður-Afríka | Sahel | Stóru vötnin | Sunnanverð Afríka | Súdan | Vestur-Afríka |
![]() |
Ameríka: | Andesfjöll | Gvæjanahálendið | Karíbahaf | Mið-Ameríka | Slétturnar miklu | Suður-Ameríka | Suðurkeilan | Vötnin miklu |
![]() |
Asía: | Austur-Asía | Austur-Indíur | Austurlönd fjær | Indlandsskagi | Suður-Asía | Mið-Asía | Norður-Asía | Suðaustur-Asía | Suðvestur-Asía (Mið-Austurlönd, Austurlönd nær, Anatólía, Arabíuskaginn) |
![]() |
Evrópa: | Austur-Evrópa | Balkanskaginn | Benelúxlöndin | Bretlandseyjar | Eystrasalt | Mið-Evrópa | Norður-Evrópa | Norðurlöndin | Suður-Evrópa | Vestur-Evrópa |
Aðrir: | Evrasía: Fyrrum Sovétlýðveldi | Kákasus Eyjaálfa: Aleuteyjar | Ástralasía | Kyrrahafsjaðar | Melanesía | Míkrónesía | Pólýnesía Heimskautin: Norðurheimskautið | Suðurskautslandið |