Fremri-Torfustaðahreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fremri-Torfustaðahreppur var hreppur í Vestur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Torfustaði í Miðfirði.

Hreppurinn varð til á seinni hluta 19. aldar þegar Torfustaðahreppi var skipt í tvennt, í Ytri- og Fremri- hluta.

Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Fremri-Torfustaðahreppur hinum 6 hreppum sýslunnar: Staðarhreppi, Ytri-Torfustaðahreppi, Kirkjuhvammshreppi, Hvammstangahreppi, Þverárhreppi og Þorkelshólshreppi undir nafninu Húnaþing vestra.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana