Stjarfageðklofi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipedia. Skoðaðu sýnigreinina og nafnavenjurnar til að bæta hana.

Stjarfageðklofi (e. catatonic schizophrenia) er tegund geðklofa sem einkennist af hreyfitruflunum, s.s. vaxhreyfanleika (waxy flexibility) þar sem viðkomandi er lengi í þeirri stöðu sem hann er settur í. Einnig getur einstaklingurinn framkvæmt furðulegar sjálfviljugar hreyfingar og stellingar, kæki eða andlitsgrettur eða hann getur endurtekið það sem sagt er. Einnig neikvæðni (negativism), þ.e. andstaða við fyrirmæli eða að neita að tala og stundum árásargirni. Stundum þarf að hjálpa sjúklingnum að borða og sjá um sig. Lyfjameðferð getur dregið úr einkennum.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.