20. júlí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 | |||||
2006 Allir dagar |
20. júlí er 201. dagur ársins (202. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 164 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1198 - Bein Þorláks Þórhallssonar biskups voru tekin upp og lögð í skrín í Skálholti.
- 1433 - Jón Gerreksson biskup í Skálholti var líflátinn með drekkingu í Brúará eftir að sveinar hans höfðu farið um landið með ribbaldaskap langtímum saman og gengið fram af höfðingjum.
- 1627 - Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum lést eftir 56 ár í embætti. Hann var dugmikill og sat lengur í embætti biskups en nokkur annar.
- 1783 - Eldmessa Jóns Steingrímssonar sungin á Kirkjubæjarklaustri. Stöðvaðist þá framrás hraunsins skammt þaðan frá og var þakkað trúarhita prestsins.
- 1798 - Alþingismenn fóru heim frá Þingvöllum vegna slæms aðbúnaðar. Þar með lauk þinghaldi á Þingvöllum.
- 1934 - Starfsstúlknafélagið Sókn var stofnað sem stéttarfélag starfsstúlkna á sjúkrahúsum.
- 1946 - Áætlunarbifreið hvolfdi og kom upp eldur í henni við Gljúfurá í Borgarfirði. Um borð voru 22 farþegar og slösuðust fimmtán þeirra, en enginn alvarlega og allir komust frá borði, en bíllinn brann til ösku.
- 1947 - Ólafur krónprins Noregs (síðar konungur) afhjúpaði styttu af Snorra Sturlusyni á Snorrahátíð í Reykholti í Borgarfirði. Styttan er eftir Gustav Vigeland og var gjöf frá Norðmönnum.
- 1968 - Opnuð var vatnsleiðsla sem lögð var til Vestmannaeyja frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum.
- 1973 - Stofnfundur Flugleiða hf var haldinn og sameinuðust Flugfélag Íslands og Loftleiðir þá í eitt félag. Sameiningin gekk í gildi þann 1. ágúst.
- 1989 - Hvalveiðum Íslendinga lauk um sinn er síðasti hvalur samkvæmt vísindaáætlun var veiddur.
[breyta] Fædd
- 1932 - Paik Nam-june, Suður-Kóreskur listamaður, oft talinn upphafsmaður svokallaðrar myndbandslistar (d. 2006).
[breyta] Dáin
- 1866 - Georg Friedrich Bernhard Riemann, þýskur stærðfræðingur (f.1826).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |