Seley
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Seley er lág klettaeyja um 2,5 sjómílur frá mynni Reyðarfjarðar og heyrir til Hólma á Hólmanesi milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Þar var mikið æðavarp og sóttur þaðan sjór. Þaðan var meðal annars farið til hákarla-, lúðu- og skötuveiða. Rústir af slíkum verbúðum eru í eynni en aldrei var þar föst búseta. Nú er þar viti reistur árið 1956 og sjálfvirk veðurathugunarstöð frá árinu 1996 í eigu Siglingastofnunar.