Johan-Friso

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Johan-Friso Bernhard Christiaan David (f. 25. september 1968) er næstelsti sonur Beatrix Hollandsdrottningar og Claus prins.

[breyta] Fjölskylda

Þann 25. apríl 2004 giftist Johan-Friso konu að nafni Mabel Wisse Smit (f. 11. ágúst 1968). Mabel var ekki hreinskilin um samband sitt við Klaas Bruinsma, þekktan eiturlyfjabarón í Hollandi. Út af þessu gat hollenska ríkisstjórnin ekki gefið leyfi fyrir hjónabandinu. Parið gifti sig samt sem áður, en Johan-Friso þurfti að segja af sér titlinum og mögulegu tilkalli til krúnunnar. Johan-Friso og Mabel eiga tvær dætur:

  • Emma Luana Ninette Sophie greifynja (f. 2005)
  • Joanna Zaria Nicoline Milou greifynja (f. 2006)