Litli-Árskógssandur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Litli-Árskógssandur í Dalvíkurbyggð er lítið þorp í um 30 km fjarlægð frá Akureyri. Þar búa u.þ.b. 130 manns.
Þaðan eru reglulegar ferjusiglingar út í Hrísey. Þrjú fyrirtæki eru rekin á Árskógssandi: Bruggsmiðjan á Árskógssandi (sem framleiðir Kaldi bjórinn) og tvær fiskvinnslustöðvar. Við Árskógsströnd er grunnskólinn Árskógsskóli þar sem 52 nemendur stunda nám.