Kakemono

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kakemono (japönsku: 掛け物, en nú oftast 掛け軸) er austurasískt málverk á pappírs- eða silkirenningum sem eru festir við kefli að neðanverðu. Kakemono-málverk eru bæði með mynd og áletrun og eru hengd á vegg við hátíðleg tækifæri (sjá: makimono). Kakemono er blek-og-pentskúfs málverk og hangir oft uppi í tehúsum til að setja réttu stemminguna og innihald þeirra er oftast í samræmi við árstíðina, atburðin eða það tækifæri sem fagna ber þegar hún er hengd upp.


Þessi grein sem fjallar um myndlist er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum