Arnarneshreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Arnarneshreppur
Staðsetning sveitarfélagsins
6506
Kjördæmi Norðausturkjördæmi
Flatarmál
 – Samtals
66. sæti
88 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
67. sæti
176
2/km²
Oddviti Axel Grettisson
Þéttbýliskjarnar Hjalteyri (íb. 37)
Póstnúmer 601

Arnarneshreppur (hét áður Hvammshreppur) er hreppur vestan megin í Eyjafirði, kenndur við bæinn Arnarnes á Gálmaströnd. Fyrr á öldum var Arnarneshreppur mun víðlendari, náði yfir alla Árskógsströnd og Þorvaldsdal, en árið 1911 var honum skipt í tvennt og varð nyrðri hlutinn að Árskógshreppi.

Hreppurinn er dreifbýll og byggir aðallega á landbúnaði en lítið þorp er á Hjalteyri þaðan sem útgerð var mikil á fyrri hluta 20. aldar. Stór síldarverksmiðja var reist þar á þeim tíma en hún hefur staðið ónotuð síðan 1966. Í umræðu um mögulegt álver í Eyjafirði hefur verið gert ráð fyrir að það myndi rísa á Dysnesi skammt sunnan Hjalteyrar.