Korpúlfsstaðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Korpúlfsstaðir eru jörð í Reykjavík kenndir við Korpúlf bónda sem getið er í Kjalnesinga sögu. Jörðin varð eign Viðeyjarklausturs á miðöldum og varð síðan konungseign. Thor Jensen eignaðist jörðina árið 1922 og reisti þar núverandi hús og fullkomið mjólkurbú sem lagðist af vegna mjólkursölulaganna 1934. Reykjavíkurborg keypti eignina af Thor árið 1942. Húsnæðið var notað sem geymsla, meðal annars fyrir málverk í eigu borgarinnar. Mikið skemmdist þar í bruna 18. janúar 1969.


  

Þessi grein sem tengist Reykjavík er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana