Fjörður (Suður-Þingeyjarsýslu)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjörður (kvk. ft.) eru eyðisveit á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Þær byggðust á landnámsöld og síðustu bæir fóru í eyði 1944. Kirkjustaður Fjörðunga var á Þönglabakka við Þorgeirsfjörður. Samanstóð sveitin af Þorgeirsfirði og Hvalvatnsfirði, eða frá Hnjáfjalli í vestri til Bjarnarfjalls í austri. Nykurhöfði liggur á milli fjarðanna tveggja.
Meðal bæja í Fjörðum -- sem allir eru í eyði núna -- má nefna Þönglabakka, Hól og Bakka í Þorgeirsfirði, og Kaðalstaði, Kussungsstaðir, Tindriðastaði og Arnareyri í Hvalvatnsfirði. Upp af Þorgeirsfirði liggur Hóls- og Bakkadalur en upp af Hvalvatnsfirði liggur Leirdalsheiði. Fjallið Darri skilur á milli. Sé Leirdalsheiði farin í suðurátt er komið niður í Höfðahverfi. Úr Hóls- og Bakkadal eru færir fjallvegir austur á Leirdalsheiði. Yfir Hnjáfjall er leið hjá Messukletti vestur í Keflavík. Úr Hvalvatnsfirði austur er fært um Sandskarð eða yfir Bjarnarfjallsskriður austur á Flateyjardal.