The Devil's dictionary

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

The Devil's dictionary eða Orðabók Andskotans (í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar) er ritverk eftir Ambrose Bierce og er samantekt orðútskýringa sem hann gaf út í vikublaðinu Wasp 1881-1906. Bókin kom fyrst út sem „Orðskviðir hundingjans“ 1906 en hlaut síðar sitt þekkta heiti. Bækur í svipuðum stíl hafa verið gefnar út, t.d. The Computer Contradictionary. Mikil launhæðni (og hreinskilni jafnvel) er fólgin í orðaútskýringunum og þykja þær almennt hnyttnar.

Dæmi um orðútskýringar:

  1. Einsamall; í slæmum félagsskap.
  2. Ræningi; hreinskilinn athafnamaður.
  3. Fallbyssa; tæki notað til leiðréttinga á landamæravillum.

Auk hnyttinna orðútskýringa er að finna ljóð og mistúlkaðar goðsagnir.

[breyta] Tenglar

Á öðrum tungumálum