Spjall:Orð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Orð eru ekki mynduð úr bókstöfum, einum eða fleirum. Orð voru til áður en ritmál var til og eru til óháð bókstöfum og ritmáli. Hvernig er nú betra að segja hvað orð er? --Cessator 22. nóv. 2005 kl. 17:42 (UTC)

Þetta er nefnilega orðið voðalega snúið þegar við erum komin í frumhugtökin. Orð er hugtak sem hefur merkingu og er hægt að setja fram sem ritað mál ? --Stalfur 22. nóv. 2005 kl. 17:47 (UTC)
Gerði einhverjar breytingar, vona að þetta sé skárra svona. Það er annars umdeilt í merkingarfræði hvort orð hafa merkingu út af fyrir sig eða hvort þau leggja eitthvað af mörkum til merkingar setningar. --Cessator 22. nóv. 2005 kl. 17:57 (UTC)