Spjall:Gervigreind

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er þetta ekki tekið orðrétt upp af [1] ? Erlendur 3. nóv. 2005 kl. 01:08 (UTC)

Jú, sami höfundur, hef ekki náð fullum tökum á þeim möguleikum sem hér bjóðast, en það kemur væntanlega - ég mun fylgja þessu eftir. --Jón Jósef Bjarnason 3. nóv. 2005 kl. 09:45 (UTC)

Efnisyfirlit

[breyta] Hugfræði

Hér er cognitive science þýtt sem hugfræði, og ég held að það sé viðtekin þýðing. Það þarf þá samt að samræma við hvað er átt, því eins og er er cognitive science þýtt sem vitsmunavísindi, og hugfræði vísar til hugrænnar sálfræði. --Heiða María 4. nóv. 2005 kl. 10:36 (UTC)

Sömuleiðis er sjálfskoðun, eða innskoðun, ekki lengur viðtekin rannsóknaraðferð í sálfræði (eins og kemur fram í textanum). --Heiða María 4. nóv. 2005 kl. 10:38 (UTC)
Hef ekki heyrt getið um vitsmunavísindi, mér þykir það ekki ná utanum cognitive science, sem fjallar um meira en vitsmuni en á sama tíma ná yfir svið sem cognitive science fjallar ekki um eins og t.d. intelligent agents. Hugfræði er mun betra orð.

Sjálfskoðun var ein grundvallar aðferðafræði í cognitive science, sé ekki hvernig hún getur ekki lengur verið viðtekin. Það var ekki að sjá á ráðstefnunni um RobotCub í vor að þessi aðferðafræði væri dauð, RobotCub verkefnið snýst um það að búa til vélmenni sem á að hegða sér eins og 2ja ára barn. Einhverjir sálfræðingar frá Uppsala taka þátt í þessu. En þetta er náttúrulega ekki mitt svið.

Þú ert þá væntanlega að tala um sjálfsskoðun í annari merkingu en orðið er venjulega notað. Sjá t.d. greinina introspection á ensku Wiki. Þar stendur: "Introspection is the direct observation or rumination of one's own heart, mind and/or soul and its processes, as opposed to extrospection, the observation of things external to one's self. Cognitive psychology accepts the use of the scientific method, but rejects introspection as a valid method of investigation." --Heiða María 4. nóv. 2005 kl. 12:15 (UTC)

[breyta] tilbúin vera vs. vél

Ég er ekki sammála þessari breytingu, orðið vera nær yfir allt of marga hluti allt frá lífverum upp í drauga en það er sjaldan talað um vél sem veru. Þetta var því betra eins og þetta var upprunalega.

Ég setti þetta þarna til að þetta myndi ná yfir t.d. veru sem væri lífræn en ekki búin til frá náttúrunnar hendi. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 4. nóv. 2005 kl. 12:00 (UTC)
Að mínu mati nær orðið vél ágætlega yfir þetta. En veru setja menn (eða allavega ég) í samband við eitthvað sem hefur greind, ekki gervigreind. Klónað dýr er ekki búið til á nátturulegan hátt, hefur dýrið greind eða gervigreind ?
Ég er sammála, vél getur allt eins verið lífræn. --Heiða María 4. nóv. 2005 kl. 13:02 (UTC)

Einhverntíma í framtíðinni, munu fara fram umræður um hvort eitthvað fyrirbæri sem við höfum búið til sé vél eða vera.--Jón Jósef Bjarnason 4. nóvember 2005 kl. 12:28 (UTC)

Persónulega sé ég ekki tilgang né réttmæti þess að gera upp á milli þess hvort eitthvað sé uppurið af "nátturulegum orsökum" eða af mannanna hendi. Annað en bara til að auðvelda samskipti. Ef maður er fylgjandi þróunarkenningu Darwins þá ætti það að vera nokkuð víst að maður lítur á manneskjur sem vélar -- þar með er allt sem við sköpum jafn náttúrulegt og hvað annað. Hinsvegar er þetta auðvitað mál sem má rökræða. Mig langar að nota tækifærið og benda á spjallborð ISIR sem er einmitt skapað fyrir svona rökræður. Kv. --HrafnTh 3. des. 2005 kl. 14:48 (UTC)

[breyta] Flokkun

Gervigreind er grein tölvunarfræða og tilheyrir þar með upplýsingatækni, sú flokkun var tekin út, voru einhver góð rök fyrir því ? --Jón Jósef Bjarnason 4. nóvember 2005 kl. 14:11 (UTC)

Ástæðan fyrir því að ég tók þetta út er að greinin var þegar í gervigreindarflokknum en þegar greinar eru með svona yfirflokka er venjan að hafa hana bara í honum og setja svo þann flokk í ýmsa flokka, hinsvegar gleymdi ég að búa til téðan flokk og hef nú bætt úr því. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 4. nóv. 2005 kl. 15:05 (UTC)

[breyta] tíma-flækju kenningin (NP completeness theory)

Veit einhver hvort „computatonal complexity theory“ hafi verið þýtt ? Hafi svo verið þarf að breyta þessu.

Ég veit allavega að það er talað um flækjustig, svo kannski flækjustigskenningin? Veit ekki hvort það á við. --Heiða María 6. nóv. 2005 kl. 16:58 (UTC)

[breyta] Greinin öll í hassi?

Er þetta bara svona hjá mér eða er seinni hluti greinarinnar allur í hassi? Þá er ég ekki að meina efnislega heldur að það koma alls konar bulltákn, eitthvað eins og ¨#"!"G¨#$"$¨!#%¨ og svo er ekki boðið upp á breytitakkann. --Heiða María 6. nóv. 2005 kl. 17:01 (UTC)

Ég þetta ekki.--Jón Jósef Bjarnason 6. nóvember 2005 kl. 19:20 (UTC)
Þetta er dæmi um textann sem ég sé: þýða rf="B._Bs="new" title="Time sharing">time sharingrf= B. Bem gj�rf= B. Bem 1980" �rði dam fljótt og lék betur en höfunWhat_Is_Thou� f%3F>Sumarið g vitaugknarstle="Grund/a> frá hóparB6pedit" class="new" title="Prospector">PrS"/wiknnna awikntle="oolbar" content="no" ða T. Þe�par sga_gervigrT. Þetta">t. Þettantle="oolbar" content="no" /> p>
Þetta kemur fínt út hjá mér. Þ.e.a.s. greinin er fín, ég auðvitað sé dæmið þitt hér að ofan í rugli. --HrafnTh 3. des. 2005 kl. 14:50 (UTC)