Ferskeytla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ferskeytla getur annaðhvort átt við um tiltekinn bragarhátt, eða um ljóð sem samið er samkvæmt reglum þess bragarháttar. Bragarháttur ferskeytlunnar er einn vinsælasti íslenski bragarhátturinn. Hún samanstendur af fjórum víxlrímuðum línum þar sem fyrsta og þriðja lína skulu vera stýfðar en önnur og fjórða tvíliðir. Fyrsta og þriðja línan samanstanda af fjórum bragliðum en önnur og fjórða af þremur.

Til að tryggja rétta stuðlasetningu verður að vera stuðull í þriðja braglið fyrstu og þriðju línu.


Þessi grein sem fjallar um bókmenntir er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana