Kazuo Ishiguro

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kazuo Ishiguro (カズオ・イシグロ Kazuo Ishiguro, upphaflega 石黒一雄 Ishiguro Kazuo, fæddur 8. nóvember 1954) er breskur rithöfundur af japönskum ættum. Hann fæddist í Nagasaki í Japan en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Englands á 7. áratug 20. aldar. Ishiguro útskrifaðist frá Háskólanum í Kent árið 1978 með B.A. gráðu og hlaut mastersgráðu tveimur árum síðar. Hann býr nú í London ásamt konu sinni og dóttur.

Ishiguro hlaut Whitbread-verðlaunin árið 1986 fyrir aðra skáldsögu sína, An Artist of the Floating World, og Booker-verðlaunin árið 1989 fyrir þriðju skáldsögu sína, Dreggjar dagsins (e. Remains of the Day).

Nýjasta bók hans heitir Slepptu mér aldrei (e. Never Let Me Go) og náði hún inn á stutta listann til Booker-verðlaunanna.

[breyta] Verk

  • (1982) A Pale View of Hills
  • (1986) An Artist of the Floating World
  • (1989) The Remains of the Day (Dreggjar dagsins)
  • (1995) The Unconsoled (Óhuggandi)
  • (2000) When We Were Orphans (Veröld hinna vandalausu)
  • (2003) The Saddest Music in the World (handrit)
  • (2005) Never Let Me Go (Slepptu mér aldrei)
  • (2005) The White Countess (handrit)