Þeókrítos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þeókrítos (forngrísku Θεόκριτος) var forngrískt skáld og upphafsmaður hjarðkvæða („búkólísks“ kveðskapar). Hann var uppi snemma á 3. öld f.Kr.

Lítið er vitað um Þeókrítos annað en það sem fram kemur í kveðskap hans, en allar ályktanir af honum verður að taka með vara. Enn fremur hafa fræðimenn dregið í efa að sum þeirra kvæða sem eignuð eru Þeókrítosi séu ósvikin.

Líklega var Þeókrítos frá Sikiley en sú ályktun byggir á því að Þeókrítos vísarð til Pólýfemosar, kýklópans úr Ódysseifskviðu, sem samlanda síns. Ssumir telja að hann hafi einnig búið í Alexandríu um hríð.


Þessi grein sem fjallar um fornfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana