Kolaportið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kolaportið er vinsæll flóamarkaður í miðbæ Reykjavíkur sem er opinn um helgar.

Kolaportið opnaði fyrst í bílastæðakjallara Seðlabankans við Arnarhól árið 1989. Sex árum seinna flutti Kolaportið um set og er nú til húsa á fyrstu hæð Tollhússins við Tryggvagötu. Fyrirkomulagið er þannig að stóru gólfplássi Tollhússins er skipt niður í 6m² bása sem eru leigðir út.

Í Kolaportinu má finna alls kyns vörur, notaðar og nýjar. Það er vinsæll samkomustaður fyrir almenning enda er þar hægt að setjast niður á Kaffi Porti og njóta veitinga.

[breyta] Tenglar