Bleikja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wikipedia:Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Bleikja

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Laxfiskar (Salmoniformes)
Ætt: Laxfiskaætt (Salmonidae)
Ættkvísl: Bleikjuættkvísl (Salvelinus)
Tegund: S. alpinus
Fræðiheiti
Salvelinus alpinus
Linnaeus, 1758

Bleikja eða heimskautableikja (fræðiheiti: Salvelinus alpinus) er laxfiskur sem lifir bæði í vötnum og sjó á Norðurslóðum. Hún getur orðið allt að 12 kíló að þyngd, en verður sjaldan þyngri en 500 grömm. Nafnið er dregið af rauðbleikum litnum á kviðnum. Hún er sá ferskvatnsfiskur sem lifir nyrst, í súrefnisríkum köldum vötnum sem botnfrjósa ekki. Bleikja sem lifir í sjó gengur upp í vötn til að gjóta. Bleikja er vinsæll fiskur hjá sportveiðimönnum. Bleikjueldi er einnig stundað í einhverjum mæli á Íslandi og í Noregi.


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .