Stríð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stríð, styrjöld eða ófriður er útbreidd vopnuð átök milli ríkja, þjóða, þjóðarbrota eða annarra stórra skipulagðra hópa manna, stundum í kjölfar formlegrar stríðsyfirlýsingar. Stríð standa yfir í mjög mislangan tíma, frá fáum dögum til áratuga.

Vegna skilgreiningarinnar á stríði teljast ýmis átök sem eru í daglegu tali nefnd stríð ekki til stríðs í skilningi alþjóðalaga og alþjóðlegra sáttmála. Til dæmis telst Falklandseyjastríðið ekki vera stríð í þeim skilningi, heldur vopnuð átök, þar sem Argentína aldrei gaf frá sér formlega stríðsyfirlýsingu. Sömuleiðis er stríðið gegn hryðjuverkum ekki stríð í tæknilegum skilningi því hryðjuverkahópar eru ekki aðilar af því tagi sem hægt er að lýsa stríði á hendur. Nú til dags heyrir það til algerra undantekninga að formlegar stríðsyfirlýsingar séu gefnar út.

Til eru margs konar undirgreinar stríðs og má þar nefna innrásarstríð, þreytistríð, skæruhernað, borgarastríð og hryðjuverkastríð.

[breyta] Tengt efni

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.