Látra-Björg
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Látra-Björg eða Björg Einarsdóttir (1716-1784) var kennd við Látra á Látraströnd þar sem hún var uppalin. Þar mun hún og lengst af hafa verið heimilisföst. Hún var alla tíð einhleyp og fór oft á milli bæja, einkum á seinni árum sínum. Björg var stórskorin og mikil vexti og þótti karlmannsígildi til allra verka. Hún sótti sjó frá Látrum á sínum yngri árum og kvað þá gjarnan um átök hafsins. Vísur Látra-Bjargar eru margar hverjar sérkennilegar og kraftmiklar. Snúast þær oftast um daglegt líf og baráttu manna við náttúruöflin.
[breyta] Heimild
- Sýnisbók íslenskra bókmennta frá 1550 til 1900, Kristján Eiríksson tók saman, Reykjavík 2003.