Færeyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Føroyar
Merkið, fáni Færeyja Skjaldarmerki Færeyja
Færeyski fáninn Skjaldarmerki Færeyja
Kjörorð ríkisins: ekkert
Staðsetning Færeyja
Opinbert tungumál Færeyska
Höfuðborg Þórshöfn
Þjóðhöfðingi Margrét II Danadrottning
Lögmaður Jóannes Eidesgaard
Flatarmál
 - Samtals
 - % vatn
189. sæti
1.399 km²
-
Fólksfjöldi
 - Samtals (2004)
 - Þéttleiki byggðar
210. sæti
48.378
33,1/km²
Sjálfstæði undir dönskum yfirráðum
heimastjórn síðan 1948
Gjaldmiðill Dönsk króna (DKK)
Tímabelti UTC+0 (UTC+1 á sumrin)
Þjóðsöngur Tú alfagra land mítt
Þjóðarlén .fo
Alþjóðlegur símakóði +298
Rafmagn 230V, 50 Hz

Færeyjar eru klasi 18 eyja í Atlantshafinu á milli Skotlands og Íslands. Þær eru allar í byggð nema ein, en mjög fátt fólk er á sumum þeirra. Nafnið þýðir fjáreyjar og eru þær kenndar við sauðfé. Þær byggðust á svipuðum tíma og Ísland og með sama hætti, þar eð norskir víkingar og sæfarar settust þar að, auk fólks frá Skotlandi og Írlandi, sem margt var af norrænum stofni. Fyrsti landnámsmaður Færeyja var Grímur kamban.

Þorpið Hvalba í Færeyjum
Þorpið Hvalba í Færeyjum

Höfuðborg Færeyja er Þórshöfn á Straumey (Streymoy) með rúmlega 20 þúsund íbúa. Heildaríbúafjöldi eyjanna er tæplega 50000 (árið 2004). Færeyjar hafa umtalsverða sjálfstjórn, en eru annars undir danskri stjórn og njóta fjárframlaga frá Danmörku. Allsterk sjálfstæðishreyfing er í Færeyjum og vilja margir slíta sambandinu við Dani, en samt njóta fjárframlaganna frá þeim. Það taka Danir ekki í mál og segja að ekki verði bæði sleppt og haldið í þeim efnum.

Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru fiskveiðar og fiskvinnsla. Margir Færeyingar fóru til Íslands og unnu á vertíð upp úr miðri 20. öld og settust sumir þeirra að á Íslandi og hafa gerst íslenskir borgarar. Einnig hafa allnokkrir Íslendingar sest að í Færeyjum. Þjóðirnar eru náskyldar, svo og tungumálin færeyska og íslenska.

Eyjarnar eru taldar upp hér á eftir í stafrófsröð. Sú óbyggða er Lítla Dímun.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Færeyjum er að finna á Wikimedia Commons.
 
Eyjar í Færeyjum
Færeyski fáninn fáninn

Borðoy | Eysturoy | Fugloy | Hestur | Kalsoy | Koltur | Kunoy | Lítla Dímun | Mykines | Nólsoy | Sandoy | Skúvoy | Stóra Dímun | Streymoy | Suðuroy | Svínoy | Vágar | Viðoy