Ronaldo de Assis Moreira

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ronaldo de Assis Moreira, þekktastur sem Ronaldinho, (21. mars 1980 í Porto Alegra í Brasilíu) er á meðal þekktari knattspyrnumanna heims á okkar dögum og er talinn einn af bestu leikmönnum heims. Hann spilar með F. C. Barcelona á Spáni og hefur átt glæstan feril með liðinu. Hann spilaði áður með Gremio í Brasilíu og síðan með Paris Saint German í París í Frakklandi. Frökkum líkaði ekki við hann því þeim fannst hann leika sér of mikið á vellinum. Því seldu þeir hann til Barcelona þar sem hann hefur átt frábær þrjú ár með félaginu, unnið tvo Spánartitla og Meistaradeild Evrópu. Ronaldinho er mjög þekktur fyrir að vera alltaf brosandi á vellinum og eru fáir leikmenn jafn glaðir og hann á meðan á leik stendur. Ronaldinho hefur verið vallinn besti leikmaður heims síðastliðin tvö ár (2004 og 2005).