Spjall:Sigmund Freud

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Varðandi Austurríki-Ungverjaland þá hefur það heiti vissulega verið notað á íslensku eins og öðrum Evrópumálum sbr. Austria-Hungary, Österreich-Ungarn, Austriche-Hongrie, Østrig-Ungarn o.s.frv. Mér finnst styttra heitið fara betur. --Bjarki Sigursveinsson 16:19, 9 mar 2005 (UTC)

Var að lesa viðkomandi spjallsíðu á enska hlutanum, svo þetta kann að vera misskilningur í mér. Fannst bara sem ég hefði aldrei heyrt eða lesið styttra nafnið.

Ég ætla að leyfa mér að koma með smá uppástungu, sem ég er of vitlaus til að hrinda í framkvæmd sjálfur: Væri möguleiki að taka saman í smákafla yfirlit yfir helstu kenningar Freuds og minnka um leið þann hlut í æviágripinu (cut'n'paste). Þótt það sé góðra gjalda vert að hafa ítarlegt æviágrip, auðvitað, væri að mínu mati meiri stíll yfir greininni ef maður þyrfti ekki að lesa allt æviágripið til að fá yfirlit yfir framlag viðkomandi til vísindanna (þetta á raunar líka við um Skinner-greinina; þótt sagan um stærðfræðitímann sé sniðug, þá finnst mér að þriggja ára brautryðjendastarf á sviði náms með aðstoð tölvu ætti líka að fá að standa sér, ásamt öðrum afrekum og helstu hugmyndum). Það er raunar þegar kominn vísir að þessu hér með þessum lista yfir "frægu málin" sem alltaf er minnst á í tengslum við Freud, og sem mættu þá vera undirkafli í slíkum kafla. Eða hvað finnst ykkur? Eins og er þá eru þessar greinar um sálfræðingana full ævisögulegar fyrir minn smekk, og það á raunar við um fleiri greinar um merkisfólk hérna á wikipedia (m.a. greinar sem ég ber sjálfur ábyrgð á). Hvað kemur það t.d. málinu við að hann hafi verið talinn góður nemandi? :-|. --Akigka 20:03, 9 mar 2005 (UTC)

Ég er sammála þér. Kannski nenni ég að gera eitthvað í þessu seinna. Freud er nú samt ekki beint í uppáhaldi hjá mér... en merkiskarl, náttúrulega. --Heiða María 20:32, 9 mar 2005 (UTC)

[breyta] Hlutleysi

Ég held að það sé alveg rétt að fara megi yfir þessa grein með tilliti til hlutleysi. Ég vil samt að það komi einhvers staðar fram að kenningum Freuds er hafnað af mainstream sálfræði.--Heiða María 7. maí 2006 kl. 11:24 (UTC)

[breyta] Persónuleikakenning Freuds

Ég fjarlægði eftirfarandi kafla, vegna þess að hann er stuttur, segir sáralítið, og efnið á heima í greininni um sálgreiningu.

Þaðið, sjálfið og yfirsjálfið eru grundvallarhugtök í kenningu Sigmunds Freuds um persónuleika.
Samkvæmt kenningu Freud er þaðið aðsetur grunnhvata, sérstaklega kynhvatarinnar, og stjórnast af svokölluðu vellíðunarlögmáli. Vellíðunarlögmálinu er framfylgt þegar hvötunum er sinnt. Yfirsjálfið er "siðgæðisvörður" persónuleikans. Milli þaðsins og yfirsjálfsins er eilíf togstreyta. Sem dæmi má nefna það að hvötin til að stunda kynlíf er alltaf í (dulvituðum) huga manna en það gengur gegn siðferðislegum gildum samfélagsins að fólk fái útrás kynhvatar sinnar hvar og hvenær sem er. Sjálfið er síðan nokkurs konar miðstöð persónuleikans, eða meðvitund, og stjórnast af raunveruleikalögmálinu, sem í munni Freuds er nokkurn veginn jafngildi rökrænnar hugsunar. Sjálfið reynir að fá útrás hvata þaðsins en á þann hátt sem þóknast yfirsjálfinu.

--Gdh 11. júlí 2006 kl. 01:47 (UTC)

[breyta] Freud og Minni

Þessi greinarstubbur á líklega frekar heima hér en í sér grein, enda stuttur. Þarf að endurbæta samt.

--Gdh 31. júlí 2006 kl. 20:23 (UTC)

Sigmund Freud vildi meina að það væri mikilvægt að skoða af hverju fólk gleymir. Grundvallarhugtak á þessu sviði er bæling. Sársaukafullum minningum er ýtt niður í dulvitundina því viðkomandi vill gleyma þeim. Hins vegar getur bælingin mistekist eða minningarnar komið upp aftur. Þetta veldur vanlíðan og sársauka hjá viðkomandi, og Freud vildi meina að minnið væri nátengt tilfinningum og sálarlífinu í heild. Margir halda Freud hafi verið sá fyrsti til að uppgötva dulvitundina en það er ekki rétt. Það höfðu ýmsir aðrir fjallað um hana, en Freud hélt því fram að hún væri þungamiðja sálarlífsins.

Bernskuóminni er annað hugtak sem Freud gerði að umtalsefni. Það felst í því að sú reynsla sem verður fyrir okkur á bernskuárum sest að í dulvitundinni og gleymist. Þessi reynsla virðist samt geta haft áhrif á þroskalíf viðkomandi á seinni árum. Ef barn verður fyrir slæmri meðferð eða slæmri reynslu á mótunarskeiði sínu getur það valdið hvers kyns taugaveiklun seinna í lífi barnsins. Þetta er einnig dæmi um bælingu ef barnið getur ekki meðvitað munað hvað kom fyrir það.