Encyclopædia Britannica

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Auglýsing frá árinu 1913 þar sem ellefta útgáfa Britannica er auglýst.
Enlarge
Auglýsing frá árinu 1913 þar sem ellefta útgáfa Britannica er auglýst.

Alfræðiorðabókin Britannica (enska: Encyclopædia Britannica ) er elsta alfræðiorðabókarútgáfan á ensku um almenn málefni. Greinar hennar eru almennt taldar áreiðanlegar, nákvæmar og vel skrifaðar.

[breyta] Saga

Upphaflega var alfræðiorðabókin gefin út í Edinborg af prentaranum Colin Macfarquhar og leturgrafaranum Andrew Bell. Fyrsta útgáfan var í þremur bindum sem komu út, eitt á ári, 1768 til 1771. Ritið seldist vel og þegar komið var að fjórðu útgáfunni árið 1809 voru bindin orðin tuttugu. Á áttunda áratug nítjándu aldar flutti útgáfan frá Edinborg til London og varð hluti af samsteypu dagblaðsins The Times. Eftir elleftu útgáfu Britannicu, árið 1911, flutti hún á ný, nú til Chicago, þar sem hún komst í eigu Sears verslanafyrirtækisins. Hún er enn staðsett í Chicago, en síðan 1996 hefur eigandinn verið svissneski milljarðamæringurinn Jacqui Safra sem á líka Merriam-Webster orðabókina.

[breyta] Tengt efni

[breyta] Tenglar

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.