Bandalag starfsmanna ríkis og bæja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja eða BSRB eru samtök launafólks í opinbera geiranum (ríkis og sveitarfélaga) á Íslandi. Að BSRB standa 28 aðildarfélög og er samanlagður fjöldi félaga um 19 þúsund. Um 70% félaga eru konur.

Samtökin voru stofnuð 14. febrúar árið 1942 og voru þá félagar 1550 talsins. Ári eftir stofnun þeirra voru fyrstu lögin um lífeyrissjóði sett og þótt það góður árangur svo ungra samtaka. Af öðrum áföngum í baráttunni fyrir kjararéttindum má nefna setningu laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna 1954, samið var um verkfallsrétt 1976 og var hann nýttur til allsherjarverkfalla 1977 og 1984. Formaður BSRB er Ögmundur Jónasson alþingismaður.

[breyta] Aðildarfélög

[breyta] Tenglar

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.  

Á öðrum tungumálum