Spjall:Stuttskífa
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Það er mótsögn í greininni vegna þess að það segir að stuttskífa kallist einnig smáskífa en sé of stutt til að vera smáskífa. Kannski ætti að útskýra þetta betur. Er ekki málið bara það að það er oft ekki gerður greinarmunur á stuttskífu og smáskífu (oft bara talað um 12"). Annars vaknar spurningin hvaða aðrar tegundir eru ekki sjaldséðar. Það eru til 10" vínylplötur en þær eru einmitt sjaldséðar, en raunar eru 7" plötur það líka, þótt þær hafi einu sinni verið algengari. --Cessator 23:59, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Haha nei þetta eru bara mín fljótfærnismistök. Ég sá að sagt væri að þetta héti einnig EP-plata, og ég hef alltaf skilið það svo að EP-plata sé smáskífa, svo án þess að lesa greinina nema á einhverjum spretti bætti ég því nafni inn. Tek það bara út aftur. Afsakið þessa fljótfærni! --Sterio 00:03, 29 ágúst 2006 (UTC)
Ertu viss um að 33 snúninga 12 tommu plötur séu algengar EP plötur, þær eru oftast kallarðar LP og eru algengar breiðskífur og lang algengusu vínylplöturnar en ég er ekki viss að EP plötur séu oft þannig? Orri 14:58, 29 ágúst 2006 (UTC)
- Já ég er viss. Ég á sjálfur mörg hundruð slíkar plötur. Í dag er það reyndar svo að eiginlegar breiðskífur á vínyl eru í miklum minnihluta vegna þess að „LP“ plötur á vínyl eru venjulega tvöfaldar eða þrefaldar EP plötur. Svona hefur þetta meira og minna verið síðan geisladiskar komu á markaðinn og vínylplötuútgáfa minnkaði, sem sagt frá upphafi 10. áratugarins. --Cessator 17:53, 29 ágúst 2006 (UTC)