2006
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár | |
Áratugir | |
Aldir | |
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
[breyta] Janúar
- 4. janúar: Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels er lagður inn á sjúkrahús með alvarlegar heilablæðingar. Ehud Olmert varaforsætisráðherra tekur tímabundið við völdum.
- 22. janúar: Aníbal António Cavaco Silva kjörinn forsætisráðherra Portúgal með 50,6% atkvæðum.
- 30. janúar - Snjór fellur í Lissabon í fyrsta skipti í 52 ár.
- 30. janúar - Íslenska stuttmyndin Síðasti bærinn tilnefnd til Óskarsverðlauna.
[breyta] Febrúar
- 22. febrúar - Milljarðasta lagið selst á Apple iTunes.
[breyta] Mars
- 26. mars - Skotar banna reykingar á öllum opinberum stöðum.
- 28. mars - Kadima vinnur sigur í kosningum í Ísrael, en hlýtur þó færri ætkvæði en útgönguspár gera ráð fyrir.
[breyta] Apríl
- 4. apríl - Tom Delay, leiðtogi repúblikana á bandaríska þinginu tilkynnir um afsögn sína.
[breyta] Maí
[breyta] Júní
[breyta] Júlí
- 9. júlí - Ítalía vinnur heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu og þar með sinn fjórða heimsmeistaratitil.
- 12. júlí - Ísraelskar hersveitir ráðast inn í Líbanon í kjölfar þess að Hezbollah tekur 2 ísraelska hermenn til fanga.
[breyta] Fædd
[breyta] Dáin
- 24. janúar - Chris Penn, bandarískur leikari.
- 27. janúar - Johannes Rau, þýskur stjórnmálamaður og 8. forseti Þýskalands (f. 1931).
- 29. janúar - Paik Nam-june, Suður-Kóreskur listamaður, oft talinn upphafsmaður svokallaðrar myndbandslistar (f. 1932).
- 30. janúar - Coretta Scott King, ekkja blökkumannaleiðtogans Martins Luthers Kings.
- 30. janúar - Wendy Wasserstein, bandarískt leikskáld.
- 11. mars - Slobodan Milošević, fyrrum forseti Júgóslavíu.
- 5. apríl - Gene Pitney, bandarískur dægurlagasöngvari.
- 10. desember - Augusto Pinochet, einræðisherra í Chile (f. 1915)