Blaðið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blaðið er íslenskt dagblað sem kom fyrst út 6. maí 2005. Í upphafi var því eingöngu dreift áf Íslandspósti virka daga vikunnar en frá 15. október 2005 hóf Árvakur dreifingu á laugardagsútgáfu þess. Útgefandi Blaðsins er Ár og dagur ehf. Ritstjóri Blaðsins er Sigurjón M. Egilsson en áður var Ásgeir Sverrisson ritstjóri, sem hafði tekið við af Karli Garðarssyn, fyrrum fréttastjóra Stöðvar 2, sem ritstýrði því frá stofnun.
[breyta] Útgefandi
Útgáfufélag Blaðsins er Ár og Dagur ehf. Það var stofnað af Karli Garðarssyni, Sigurði G. Guðjónssyni og Steini Kára Ragnarssyni sem áttu bróðurpart hlutafjár við stofnun. Í desember 2005 keypti Árvakur - útgáfufélag Morgunblaðsins 50% hlutafjár í Ári og Degi og er nú lang stærsti hluthafi félagsins. Stjórnarformaður Árs og dags ehf. er Sigurður G. Guðjónsson fyrrum stjórnarformaður Norðurljósa