Guðspekifélagið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Guðspekifélagið - The Theosophical Society er alþjóðlegur félagsskapur sem helgar sig alheims bandalagi mannkyns og hvetur til rannsókna og samanburðar trúarbragða, heimspeki og náttúruvísinda svo að maðurinn megi betur skilja sjálfan sig og stöðu sína í alheiminum. Guðspekifélagið boðar engar kenningar en hvetur til hugsana- og skoðanafrelsis. Guðspekifélagar sameinast um spurningar, ekki svör.
Guðspekifélagið var stofnað 1875 í New York. Höfuðstöðvar þess eru í Adyar í Chennai (Madrasfylki) á Indlandi og það starfar í deildum um heim allan. Fyrsta grein Guðspekifélagsins á Íslandi var stofnuð í Reykjavík 17. nóvember 1912. Íslandsdeild Guðspekifélagsins var stofnuð árið 1921.
[breyta] Heimildir
- „Guðspekifélag Íslands“. Sótt 12. febrúar 2006.
- „The Theosophical Society “. Sótt 12. febrúar 2006.