Hekluskógar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hekluskógar eru samstarfsverkefni Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins, Suðurlandsskóga, Landgræðslusjóðs, Skógræktarfélaga Rangæinga og Árnesinga og landeigenda á svæðinu. Verkefnið snýr að því að planta birkiskógi á 90.000 hektara svæði umhverfis Heklu til að hefta fok á lausum jarðefnum, þ.e. ösku, sem fylgja eldgosum. Svæðið nær frá Keldum og Gunnarsholti að Þjórsá og í Þjórsárdal auk þess sem plantað verður í allt að 600 metra hæð í Heklu-hlíðum.