Spjall:Landafræði Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heitir hverir, eru til kaldir hverir? Maður mundi nú halda ekki þar sem þeir virkar þannig að vatn sýður í túbum neðanjarðar sem verður til þess að vatn spýtist upp á yfirborðið sökum þess að rými vatnsins eykst, en það er aldrei að vita. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 9. ágúst 2005 kl. 11:39 (UTC)

Ja, ég held nú reyndar að „heitir hverir“ undir ákveðnum hita teljist „kaldir“ :p En er ég sá eini sem finnst kjánalegt að hafa Landafræði í fleirtölu þegar átt er við eitt land. Landfræðingar nota sjálfir oftast landfræði, ekki landafræði, og það hljómar líka miklu rökréttar í þessu samhengi. En þar að auki er greinin um jarðfræði Íslands, aðallega...--Sterio 9. ágúst 2005 kl. 11:49 (UTC)

Veistu nokkur hver sá hiti er? Annars máttu endilega færa þetta á Landfræði, þetta var örruglega tilraun einhvers til að þýða geography. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 9. ágúst 2005 kl. 11:51 (UTC)

[breyta] Miðja Íslands

Landmælingar Íslands segjast nú hafa fundið miðju landsins. --Stalfur 13. des. 2005 kl. 21:32 (UTC)

Bætti líka við „nýrri“ gervihnattamynd á Commons: commons:Image:Iceland Dust 2002028 lrg.jpg --Stalfur 13. des. 2005 kl. 21:49 (UTC)