Sjávarmál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjávarmál er meðalhæð sjávar miðað við hentugt yfirborðsviðmið. Sjávarmál er notað sem viðmið fyrir hæð landfræðilegra hluta á landi, t.d. hæð fjalla sem gefin er upp í metrum yfir sjávarmáli. Nákvæm mæling sjávarmáls er þó flókin og erfið. Viðmiðunarmörkin geta auk þess breyst í tíma, ýmist vegna breytinga á sjávarhæð eða landriss eða -sigs.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.