Tanakh

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Handrit frá 12. öld á aramesku
Enlarge
Handrit frá 12. öld á aramesku

Tanakh [תנ״ך] er algengasta nafn Gyðinga á því sem einnig er nefnt Hebreska biblían og er samsettning af skammstöfunum á upphafsstöfum hebresku nafna megintextanna.

  1. Torah (hebreska: תורה) þýðir "fræðsla," "kenning," eða "lögmál". Einnig nefnt Tjumash (hebreska: חומש) Mósebækurnar eða Fimmbókaritið
  2. Nevi'im (hebreska: נביאים) þýðir "Spámannaritin"
  3. Ketuvim (hebreska: כתובים) þýðir "Ritin" sem eru söguritin, spekiritin og sálmarnir.

[breyta] Bækurnar

Samkvæmt hefð Gyðingdóms eru 24 bækur í Tanakh. Torah eru fimm bækur, Nevi'im eru átta bækur og Ketuvim hefur ellefu.

Þessar 24 bækur er sömu bækur og eru í Gamla testamenti mótmælenda þó þeim sé raðað á annan hátt. Fjöldi bókanna er ekki heldur sá sami, kristnir telja 39 ekki 24.

Margir trúfræðingar tala heldur um hina Hebresku biblíu en Tanakh og Gamla testamentið svo ekki sé verið að draga eitt trúfélag fram yfir annað.

Gamla testmenti Rómversk-kaþólsku kirkjunnar og austurlenskra réttrúnaðarkirkna innihalda sex bækur sem ekki eru í Tanakh (og ekki í Gamla testmenti mótmælenda).

[breyta] Tengt efni