Sachsenring Trabant

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Merki Sachsenring-verksmiðjanna sem framleiddu Trabant
Enlarge
Merki Sachsenring-verksmiðjanna sem framleiddu Trabant

Trabant er heiti á bíltegund sem var framleidd í Austur-Þýskalandi af Sachsenring-verksmiðjunum og hafði slæmt orðspor. Stundum voru þeir úthrópaðir sem verstu bílar sem framleiddir hafa verið en í rauninni voru þeir áreiðanlegir og mjög vinsælir í gömlu Austantjaldslöndunum og enn í dag er dáðst að þeim.

Á Íslandi var orðið „trabbi“ almennt notað um þessa bíla, en víðast hvar annars staðar voru þeir kallaðir „Trabi“.

Fyrsta útgáfan af Trabant, Trabant 50 var upphaflega hönnuð sem þriggja hjóla skellinaðra með húsi á en í lok þróunarferilsins varð Trabant breytt fjögurra hjóla bíl.

Undir vélarhlífinni var lítil, tveggja strokka vél, sem í raun voru tvær sambyggðar vélar af svipaðri gerð og er í garðsláttuvélum og skellinöðrum. Vélin var loftkæld og smurolían var sett í bensínið. Undir lok framleiðslunnar á fyrri hluta 10. áratugarins skilaði hún 25 hestöflum (19 kW) og hafði 594,5 cc rúmtak en það skilaði 112 km hámarkshraða en hann komst upp í 100 km hraða á 21 sekúndu.

Trabant var fluttur inn af Ingvari Helgasyni frá Danmörku.