Spjall:Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Greinin Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er úrvalsgrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera á meðal vönduðustu greinanna í alfræðisafninu. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.

Ég er búinn að fara nokkuð vandlega yfir þessa grein og taka svolítið til í henni. Ég er alls ekki höfundur hennar og ekki heldur meðhöfundur að neinu leyti. Mér finnst greinin mjög góð og vil gera það að tillögu minni að hún verði valin grein. Ég legg til að málið verði rætt hér, tilteknir kostir og gallar, greinin löguð ef þurfa þykir eftir hugsanlegum ábendingum manna og síðan verði greinin valin eða ekki. Þetta er sá háttur sem hafður er á í ensku Wikipediu og mér finnst sjálfsagt að við stöndum að slíku vali með svipuðum hætti. Fyrri valdar greinar hafa mér ekki þótt rísa undir þeim kröfum sem til þeirra verður að gera að mínu mati og ég hef ekki orðið þess var að um þær hafi verið fjallað með neinum slíkum hætti. --Moi 21:47, 4. ágú 2004 (UTC)

Þá legg ég til að tenglarnir í þeim hlutum sem teknir verða og sýndir á forsíðu hafi einhverja grein á þeim. Það myndi ekki líta vel út ef að hellingur af tenglum í valinni grein væru óskrifaðir... - Svavar L 01:41, 5. ágú 2004 (UTC)

Ég leyfi mér að taka til mín hluta af hrósinu frá Moi, mér þætti það gaman ef að greinin verður fyrir valin sem valin grein. Það er samt ávallt hægt að bæta, mig langar til dæmis dálítið til að bæta við um túlkun og gildi stjórnarskrárinnar. Ég er líka sammála Svavar L um það að mikilvægt er að fækka rauðu tenglunum á forsíðunni. --Bjarki Sigursveinsson 00:11, 7. ágú 2004 (UTC)

Eins og glöggir íbúar Wiki-lands munu sjá, hef ég verið að minnka roðann og auka blámann á þessari síðu, Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Ég er enn við sama heygarðshornið hvað það varðar að mér finnst síðan góð og mæli með því að hún verði valin síða. Ég er sammála þeirri ábendingu að betra sé að þá sé búið að skrifa að minnsta kosti eitthvað af tenglunum og þess vegna er ég að þessu. Ég veit samt ekki hvort það er frekar mitt hlutverk en annarra. En það skiptir ekki máli, ég hef gaman af þessu og þó svo það breyti ekki greininni sem slíkri, þá vinnur það að framgangi tillögu minnar, vona ég. Kveðja, --Moi 23:25, 7. ágú 2004 (UTC)