Sauðanes (Upsaströnd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sauðanes er eyðibýli á Upsaströnd við Eyjafjörð. Á Sauðanesi bjó Þorvaldur Rögnvaldsson skáld, en þátt um hann er að finna í Þjóðsögum og munnmælun Jóns Þorkelssonar.

Við Sauðanes kom Eyjafjarðarskotta á land, en hana höfðu hollendingar sent til Eyjafjarðar til að kvelja og drepa allar konur í Vaðlaþingi. Þorvaldur stóð á ströndu þegar Skottu bar þar að og gat komið í veg fyrir að hún ynni konum mein, en í stað þess drap hún nokkrar kýr og drekkti manni í Eyjafjarðará.