Spjall:Þágufall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég skipti um dæmi um íslenska notkun á tækisþágufalli.Ástæðan var sú að dæmið sem sett hafði verið inn (þ.e. blíðum höndum í „Hún strauk blíðum höndum um vanga hans“) er ekki tækisþágufal heldur háttarþágufall. Það lýsir því hvernig eitthvað er gert frekar en með hverju eitthvað er gert. Það er reyndar rétt að sum dæmi geta verið á mörkum tækis- og háttarþágufalls en dæmið með rýtingnum er a.m.k. skýrara dæmi um tækisþágufall. --Cessator 1. des. 2005 kl. 19:07 (UTC)