Rudolf Hess

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rudolf Hess (annar frá vinstri í fyrstu röð) við réttarhöldin í Nürnberg
Enlarge
Rudolf Hess (annar frá vinstri í fyrstu röð) við réttarhöldin í Nürnberg

Rudolf Walter Richard Hess (1894-1987) var þýskur stjórnmálamaður.

Efnisyfirlit

[breyta] Æska og yngri ár

Hess fæddist í Alexandríu í Egyptalandi og var sonur kaupmannsins Johanns Fritz Hess og Klöru, konu hans. Hess sótti þýska grunnskólann í Alexandríu en fór í menntaskóla í Bad Godesberg í Þýskalandi. Eftir menntaskólann hóf hann nám í Hamborg en lauk því aldrei, því hann gekk sjálfviljugur í þýska herinn þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út. Í hernum var hann til að byrja með í fótgönguliðinu, en seinna flugmaður.

[breyta] Stjórnmálaferill

Eftir stríðið nam Hess við háskólann í München og gerðist þar þjóðernissinni. Á Münchenarárunum kynntist Hess Röhm og Himmler. 1920 gekk Hess í þjóðernisjafnaðarmannaflokkinn og var meðal fyrstu meðlima þess flokks. Hess tók þátt í bjórkjallarauppreisninni 1923. Þegar þjóðernisjafnaðarmenn komust til valda í Þýskalandi 1933 varð Hess ráðherra.

[breyta] Flugið til Englands

10. maí 1941 flaug Hess til Skotlands í herflugvél i þeirri von að geta liðkað til fyrir friðarsamningum milli Þýskalands og Bretlands. Bretar veittu honum hinsvegar enga áheyrn og settu hann í fangelsi.

[breyta] Nürnbergréttarhöldin

Við réttarhöldin í Nürnberg að stríðinu loknu var Hess gefið að sök að hafa staðið að skipulagningu árásarstríðs og að hafa brotið gegn heimsfriðinum. Hann var af dómstólnum fundinn sekur og dæmdur í ævilangt fangelsi.

[breyta] Eftir dóminn

Dóminn afplánaði Hess í fangelsinu í Spandau og var raunar mikinn hlutan þess tíma sem hann sat þar eini fanginn í fangelsinu. 1987 er hann sagður hafa framið sjálfsmorð í klefa sínum.


Þessi grein sem fjallar um sagnfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana