Þingeyjarsveit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þingeyjarsveit
Staðsetning sveitarfélagsins
6612
Kjördæmi Norðausturkjördæmi
Flatarmál
 – Samtals
5. sæti
5424 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
43. sæti
686
0,12/km²
Sveitarstjóri Sigbjörn Gunnarsson
Þéttbýliskjarnar Laugar (íb. 110)
Póstnúmer 601, 641, 645, 650
Vefsíða sveitarfélagsins

Þingeyjarsveit er sveitarfélag á Norðurlandi eystra, kennt við Þingey í Skjálfandafljóti.

Sveitarfélagið varð til 9. júní 2002 við sameiningu 4 hreppa: Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og Reykdælahrepps. Þingeyjarsveit er víðfeðm en byggð takmarkast við Fnjóskadal, Ljósavatnsskarð, Köldukinn, Bárðardal, Laxárdal og Reykjadal en á síðastnefnda staðnum er þorpið Laugar. Megnið af landi sveitarfélagsins er í óbyggðum og nær það alveg inn á Vatnajökul. Tvö stór vatnsföll renna um Þingeyjarsveit, Fnjóská í Fnjóskadal og Skjálfandafljót í Bárðardal. Í því síðarnefnda er Goðafoss nálægt Fosshóli við Þjóðveg 1. Í Fnjóskadal er Vaglaskógur, vinsælt útivistarsvæði.

Á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði og á Laugum eru reknir grunnskólar og á Laugum er einnig framhaldsskóli.

Ekkert aðalskipulag er í gildi, en samkvæmt lögum þarf að vera búið að vinna slíkt árið 2008.

Á öðrum tungumálum