Wikipedia:Tillögur að úrvalsgreinum
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|
Þessi síða er ætluð til þess að ákveða hvaða greinar geti fallið undir flokkinn úrvalsgreinar sem er frátekinn undir bestu greinar Wikipedia á íslensku, þangað eiga aðeins erindi greinar sem gera viðfangsefni sínu góð skil í vel skrifuðum og hnitmiðuðum texta.
Ef þú hefur tillögu að grein sem á heima í þessum flokki þá getur þú bætt henni við á listann hér fyrir neðan þar sem atkvæði verða greidd um hana. Ef grein er ekki alveg tilbúin til þess að verða úrvalsgrein alveg strax er kjörið að vekja athygli á henni á spjallsíðu hennar eða Pottinum til að fá gagnrýni og tillögur um það sem betur má fara í greininni.
Áður en þú greiðir atkvæði um tillögu er að sjálfsögðu mikilvægt að þú lesir greinina sem er til umræðu vel yfir fyrst.
- Ef þú ert sammála tilnefningunni þá skrifar þú # {{Samþykkt}} við hana og rökstuðning ef einhver er.
- Ef þú ert ósammála tilnefningunni þá skrifar þú # {{Á móti}} við hana auk rökstuðnings.
- Ef þú vilt svo draga mótmæli til baka, t.d. ef að greinin hefur verið löguð til að bregðast við gagnrýninni, þá strikar þú yfir mótmælin með <s> ... </s>.
- Ef þú vilt taka þátt í atkvæðagreiðslunni en vilt undirstrika hlutleysi þitt skrifar þú # {{Hlutlaus}}.
- Tillaga þarf 75% greiddra atkvæða og aldrei færri en 4 atkvæði til þess að teljast samþykkt, þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um úrvalsgreinar.
- Tillaga skal vera til umfjöllunar í eina viku að lágmarki.
- Einungis atkvæði skráðra notenda eru tekin gild.
Einnig má flytja tillögu hér um það að grein verði fjarlægð af listanum yfir úrvalsgreinar og fer það ferli fram á sama hátt og það sem lýst hefur verið að ofan.
Afgreiddar tillögur ásamt umræðum um þær eru geymdar á Afgreiddar tillögur að úrvalsgreinum
[breyta] Tillögur
[breyta] Fiskur
Var að skoða þessa síðu og finnst hún alveg sæma úrvalsstatusi- hefur einhver eitthvað á móti því? --Baldur Blöndal 19:44, 6 desember 2006 (UTC)
Athugasemdir:
- Flokkunarfræðitafla er ekki viðeigandi í greininni, eins og er útskýrt þar. Hins vegar fyndist mér ástæða til að bíða meiri rýni og fá meiri tilvísanir í heimildir áður en greinin teldist úrvalsgrein. Mér finnst að úr því við erum með gæðagreinaflokk ættum við að gera þá kröfu til úrvalsgreina að þær vísi í heimildir inni í textanum. Hvað finnst ykkur? --Akigka 01:48, 7 desember 2006 (UTC)
- Hún er komin, allavega í einfaldri mynd. --Sterio 00:34, 7 desember 2006 (UTC)
- Flott :) Vel á minnst, er Sálfræðin ekki löngu samþykkt? --Baldur Blöndal 01:05, 7 desember 2006 (UTC)
- Já og nei. Tæknilega uppfyllir kosningin öll skilyrði þess að greinin sé samþykkt en eins og kemur fram í umræðunum var ákeðið að það væru smáatriði sem þyrfti að laga og til að ná sem mestri sátt um greinina er einfaldlega beðið eftir því. --Cessator 05:53, 7 desember 2006 (UTC)
- Flott :) Vel á minnst, er Sálfræðin ekki löngu samþykkt? --Baldur Blöndal 01:05, 7 desember 2006 (UTC)
- Já, það væri fínt að leggja fram kröfu um heimildir. --Baldur Blöndal 11:05, 7 desember 2006 (UTC)
- Ég er sammála því að auka kröfur um tilvísanir í úrvalsgreinum umfram þær kröfur sem við gerum í gæðagreinum en þá þurfum við samt að veita svigrúm fyrir þær úrvalsgreinar sem við höfum nú þegar, því það er mikil vinna að fara í gegnum þær allar og bæta inn heimildum en á hinn bóginn gætum við misst helming allra úrvalsgreina og jafnvel meira en það á einu bretti ef við tækjum strax út allar greinar sem stæðust ekki þessa auknu kröfu.— Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Cessator (spjall) · framlög
- Ég er líka alveg til í að gera meiri kröfur um tilvísanir í úrvalsgreinum. Spurning hvernig á þá að taka á gömlu úrvalsgreinunum sem uppfylla ekki þessar kröfur. Kannski væri sniðugt að gefa svona mánuð í aðlögunarfrest þar sem við getum farið í gegnum þessar greinar og bætt þær, að honum loknum gætum við svo farið að ræða það að lækka þær í tign sem enginn nennir að bæta en vonandi kemur ekki til þess. Sjálfur ætla ég að taka stjórnarskránna í gegn um jólin og gera "alvöru" úrvalsgrein úr því. --Bjarki 20:49, 7 desember 2006 (UTC)
- Mér finnst persónulega engin ástæða til að við gerum minni kröfur en aðrar Wikipediur til úrvalsgreina og líst ágætlega á að lækka þær í tign eftir ákveðinn frest sem mér finnst þó að ætti að vera lengri - t.d. þrír mánuðir. --Akigka 21:29, 7 desember 2006 (UTC)
- Sammála því, mánuður er er í styttra lagi. Þetta er á þriðja eða fjórða tug greina, ekki satt? --Cessator 01:23, 8 desember 2006 (UTC)
- Ok, þrír mánuðir er flott. --Bjarki 23:33, 8 desember 2006 (UTC)
- Mér finnst persónulega engin ástæða til að við gerum minni kröfur en aðrar Wikipediur til úrvalsgreina og líst ágætlega á að lækka þær í tign eftir ákveðinn frest sem mér finnst þó að ætti að vera lengri - t.d. þrír mánuðir. --Akigka 21:29, 7 desember 2006 (UTC)
- Ég er líka alveg til í að gera meiri kröfur um tilvísanir í úrvalsgreinum. Spurning hvernig á þá að taka á gömlu úrvalsgreinunum sem uppfylla ekki þessar kröfur. Kannski væri sniðugt að gefa svona mánuð í aðlögunarfrest þar sem við getum farið í gegnum þessar greinar og bætt þær, að honum loknum gætum við svo farið að ræða það að lækka þær í tign sem enginn nennir að bæta en vonandi kemur ekki til þess. Sjálfur ætla ég að taka stjórnarskránna í gegn um jólin og gera "alvöru" úrvalsgrein úr því. --Bjarki 20:49, 7 desember 2006 (UTC)
- Hún er komin, allavega í einfaldri mynd. --Sterio 00:34, 7 desember 2006 (UTC)
Samþykkt:
Samþykkt Hef ekki skrifað neitt á síðuna og er ekki tengdur henni á neinn hátt (er meira að segja með ofnæmi fyrir fiski), telst ég ekki bara nokkuð hlutlaus? :) --Baldur Blöndal 19:44, 6 desember 2006 (UTC)
Samþykkt --Mói 20:21, 6 desember 2006 (UTC)
Samþykkt --Sterio 00:18, 7 desember 2006 (UTC)
--Bjarki 00:34, 7 desember 2006 (UTC)Samþykkt, lítið mál að skella upp svona töflu.
Á móti:
Á móti, hefur ekkert breyst frá því að hún var gerð að gæðagrein, engin flokkunarfræðitafla. --Jóna Þórunn 00:21, 7 desember 2006 (UTC)
Á móti --Akigka 01:48, 7 desember 2006 (UTC) (eins og útskýrt ofar)
Á móti, já gerum kröfu um öflugari heimildatilvísanir. --Bjarki 23:33, 8 desember 2006 (UTC)
[breyta] Sálfræði
Sálfræðinördin hér vita það kannski betur en ég hvort að þessi grein sé tilbúin fyrir það að verða úrvalsgrein, kannski vantar eitthvað ómissandi í hana. En ég vona þá að tilnefningin verði til þess að úr því verði bætt. --Bjarki 24. apríl 2006 kl. 15:57 (UTC)
Athugasemdir:
- Það þyrfti að auka við umfjöllun um undirgreinar sálfræði. Ég hef sjálf skrifað greinar um þetta mál, sjá t.d. Hvað eru til margar gerðir af sálfræði? og Hvað er tilraunasálfræði, hvað er rannsakað í þeirri grein og hvert fer maður að læra hana?, en finnst hálferfitt og jafnvel frekar hallærislegt að taka eitthvað úr þeim sjálf. Býðst einhver annar til þess? --Heiða María 24. apríl 2006 kl. 16:21 (UTC)
- Sammála þér í þessu, en mér finnst líka vanta meira um þau sjónarhorn sem sálfræðin notast við.
- Ég skal gjarnan bæta kaflana um undirgreinarnar. - Gætir þú, Heiða, skrifað um sjónarhornin?
- Ég hygg, að þegar við höfum bætt úr þessum tveimur atriðum, að greinin sé tilbúin (eins langt og það nær).
- --Gdh 25. apríl 2006 kl. 23:16 (UTC)
- Já og nei. Ég get auðvitað skrifað um sjónarhornin, en ég er að fara í próf bráðum og hef líka verið frekar löt undanfarið við að wikka, enda er ekkert eins gaman að skrifa hér eða lesa greinar eftir að hafa gert það allan daginn á launum, hehe. Ég skal gera þetta einhvern tíma, ef enginn annar hefur gert það, eða kannski smátt og smátt. --Heiða María 26. apríl 2006 kl. 00:30 (UTC)
- Allt í lagi, ég mun hafa tíma fljótlega og skal gera þetta. Yfirlestur væri mjög vel þeginn! :)
- --Gdh 1. maí 2006 kl. 02:47 (UTC)
- Skal reyna :) --Heiða María 1. maí 2006 kl. 15:07 (UTC)
- Ég er búinn að skrifa stuttar greinar um einhverjar 6 undirgreinar sálfræðinnar og vinn að því að klára það og setja hingað inn. Læt vita þegar ég er búinn að setja allt inn. Athugasemdir og breytingar til batnaðar eru auðvitað vel þegnar þó að ég sé ekki búinn :-) Heimildir og slíkt kemur svo inn eftir hendinni.
- Hvernig líst ykkur annars á þá aðferð sem ég nota til að fella undirgreinarnar inn í aðalgreinina? Mér finnst að það megi vel snurfusa þetta (bold og fl. sem er ljótt), en hvað finnst ykkur?
- --Gdh 22. júlí 2006 kl. 23:53 (UTC)
- Mér finnst þetta fínt ef þú færð þetta til að virka. En ég er sammála þér með feitletrið, finnst það ekki nógu flott þarna og auk þess er ósamræmi í því að það er sumstaðar en ekki alls staðar. --Cessator 22. júlí 2006 kl. 23:57 (UTC)
- Þess má geta að greinin er orðin gæðagrein. Nú bíður hún bara eftir að verða úrvalsgrein þegar þið Heiða segið til því samþykktin liggur eiginlega fyrir. --Cessator 23. júlí 2006 kl. 19:48 (UTC)
- Ég er núna búinn að setja inn greinar um flestar undirgreinarnar, en þær eru sumar frekar hráar og flestar má ábyggilega endurbæta eitthvað. Ég held samt að þær þjóni flestar því hlutverki að vera úrdráttur fyrir aðalgreinina og inngangsorð fyrir greinarnar sjálfar (þ.e., byrjun, misgóð þó). Hvað finnst þér Heiða?
- Ennþá vantar þó eitthvað um sitthvað um mismunandi sjónarhorn í aðalgreinina...
- --Gdh 20:27, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Mér sýnist enn þá vanta eitthvað um persónuleikasálfræði og hagnýtta sálfræði. --Cessator 20:37, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Já og nei. Ég get auðvitað skrifað um sjónarhornin, en ég er að fara í próf bráðum og hef líka verið frekar löt undanfarið við að wikka, enda er ekkert eins gaman að skrifa hér eða lesa greinar eftir að hafa gert það allan daginn á launum, hehe. Ég skal gera þetta einhvern tíma, ef enginn annar hefur gert það, eða kannski smátt og smátt. --Heiða María 26. apríl 2006 kl. 00:30 (UTC)
- Bara fyrir forvitni sakir, hverjar voru rökvillurnar? --Cessator 22:51, 25 október 2006 (UTC)
- Það stóð "Sálfræði er gjarnan skilgreind sem vísindagrein um hugarstarf og hegðun..." og svo fyrir neðan; undir Námssálfræði er minnst á hvorugt. Ég sé það núna að þetta er auðvitað mjög lítilvæglegt og rangt hjá mér að flokka þetta undir rökvillu, en mér finnst samt eins og það sé eitthvað sem vanti uppá til að síðan sé tilbúin, kannski að taka allar Undirgreinar sálfræðinnar og setja þær upp í töflu og klára að bæta við það sem eftir er eins og "Persónuleikasálfræði". Annars er þetta mjög fín síða, en ég á samt erfitt með að samþykja hana sem Úrvalssíðu. Auðvitað bara smá leiðindi í mér. Baldur Blöndal 00:12, 26 október 2006 (UTC)
- Þetta myndi seint teljast til villna... málið með námssálfræði-kaflann er að hann er afar stuttur og yfirborðskenndur og grípur mjög illa það sem hann fjallar um. Það þarf auðvitað að bæta. Það kemur til greina að ég kíki aftur á þetta um jólin eða þar um bil og þá vonandi verður greinin orðin nógu góð...
- --Gdh 22:12, 10 nóvember 2006 (UTC)
- Já ok, þá voru þetta mistök af minni hálfu.
Ætlarðu þá að bæta einhverju inn á þetta? Ætli ég styðji greinina þá ekki? --Baldur Blöndal 15:12, 11 nóvember 2006 (UTC)
- Já, ég ætla mér að bæta við greinina. Vonandi í kringum jólin.
- --Gdh 20:46, 11 nóvember 2006 (UTC)
- Já ok, þá voru þetta mistök af minni hálfu.
- Það stóð "Sálfræði er gjarnan skilgreind sem vísindagrein um hugarstarf og hegðun..." og svo fyrir neðan; undir Námssálfræði er minnst á hvorugt. Ég sé það núna að þetta er auðvitað mjög lítilvæglegt og rangt hjá mér að flokka þetta undir rökvillu, en mér finnst samt eins og það sé eitthvað sem vanti uppá til að síðan sé tilbúin, kannski að taka allar Undirgreinar sálfræðinnar og setja þær upp í töflu og klára að bæta við það sem eftir er eins og "Persónuleikasálfræði". Annars er þetta mjög fín síða, en ég á samt erfitt með að samþykja hana sem Úrvalssíðu. Auðvitað bara smá leiðindi í mér. Baldur Blöndal 00:12, 26 október 2006 (UTC)
Samþykkt:
Samþykkt með fyrirvara um stuðning Heiðu Maríu, Cessators og Guðmunds Daða. --Smári McCarthy 24. apríl 2006 kl. 16:05 (UTC)
Samþykkt: Styð tillöguna fyrir mitt leyti en vil einnig taka undir athugasemd Heiðu um að það mætti bæta ofurlitlu við um undirgreinar sálfræðinnar; það er stutt lýsing á flestum en ekki öllum. Mætti bæta úr því. --Cessator 24. apríl 2006 kl. 18:00 (UTC)
Samþykkt, en það vantar örlítið upp á Undigreinarnar. --Jóna Þórunn 1. maí 2006 kl. 15:17 (UTC)
Samþykkt Þessi síða er enn ókláruð, og ég held að ég hafi rekist á einhverjar rökfræði- og stafsetningarvillur. Tel hana ekki alveg vera í þeim kaliber að vera úrvalsgrein. Baldur Blöndal 22:24, 25 október 2006 (UTC)
Samþykkt --IndieRec 18:56, 5 desember 2006 (UTC)