Spjall:Heimspeki
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greinin Heimspeki er úrvalsgrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera á meðal vönduðustu greinanna í alfræðisafninu. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug. |
Mér sýnist þetta á góðri leið með að verða að úrvalsgrein. --Heiða María 15. mars 2006 kl. 21:22 (UTC)
- Já, það má eflaust gera úr þessu úrvalsgrein en ég held samt að það vanti enn þá eitt og annað eins og t.d. efnisgrein eða svo um heimspeki á síðari hluta 19. aldar (J.S. Mill og Nietzsche) og kannski um stjórnspeki á 20. öld (Rawls og viðbrögð við honum). --Cessator 15. mars 2006 kl. 21:36 (UTC)
- Sammála Heiðu. Spurning um að þú útnefnir greinina sem úrvalsgrein, Cessator, þegar þú telur hana vera orðna góða?
- --Gdh 30. mars 2006 kl. 21:25 (UTC)
- Ég lít hiklaust á þessa grein sem úrvalsgrein og styð útnefningu hennar mjög ákveðið. Svona greinar er hægt að auka og betrumbæta í hið óendanlega og ég held að við ættum ekkert endilega að bíða eftir því, það má auka við hana þó svo að hún hafi verið kjörin úrvalsgrein.--Mói 30. mars 2006 kl. 22:45 (UTC)
- Já, þetta er allt á réttri leið, og kannski þarf ekki að bíða lengur fyrst ekkert útilokar, eins og Mói bendir á, að haldið sé áfram að breyta og bæta við þótt greinin sé þegar orðin að úrvalsgrein. --Cessator 30. mars 2006 kl. 23:31 (UTC)
- Ég lít hiklaust á þessa grein sem úrvalsgrein og styð útnefningu hennar mjög ákveðið. Svona greinar er hægt að auka og betrumbæta í hið óendanlega og ég held að við ættum ekkert endilega að bíða eftir því, það má auka við hana þó svo að hún hafi verið kjörin úrvalsgrein.--Mói 30. mars 2006 kl. 22:45 (UTC)
-
-
- Þess má geta að enska greinin, sem var fyrirmynd þessarar, hefur núna breyst töluvert og að mínu mati til hins verra. Ég vona að þessi grein haldi áfram að verða betri, bæði vegna leiðréttinga og viðbóta, en um leið vara ég við því að breyta uppbyggingu þessarar greinar með hliðsjón af þeirri ensku; þar er núna allt í steik hvað strúktúr greinarinnar varðar. --Cessator 11. apríl 2006 kl. 19:54 (UTC)
- Já, ég er raunar á því að það eigi stundum rétt á sér að hálfvernda greinar sem verið hafa til lengi og margir hafa komið að. Stundum er bara engu við að bæta, en fólk gerir það samt. Þetta á sérstaklega við um fólk sem ekki er skráð inn með notendanafni. --Heiða María 11. apríl 2006 kl. 22:55 (UTC)
- Þess má geta að enska greinin, sem var fyrirmynd þessarar, hefur núna breyst töluvert og að mínu mati til hins verra. Ég vona að þessi grein haldi áfram að verða betri, bæði vegna leiðréttinga og viðbóta, en um leið vara ég við því að breyta uppbyggingu þessarar greinar með hliðsjón af þeirri ensku; þar er núna allt í steik hvað strúktúr greinarinnar varðar. --Cessator 11. apríl 2006 kl. 19:54 (UTC)
-