Lopapeysa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Börn í lopapeysum með hefðbundnu mynstri.Bolurinn er prjónaður á hringprjóna og síðan klippt ef peysan á að vera hneppt eða með rennilás
Enlarge
Börn í lopapeysum með hefðbundnu mynstri.Bolurinn er prjónaður á hringprjóna og síðan klippt ef peysan á að vera hneppt eða með rennilás

Lopapeysa er handprjónuð peysa úr íslenskri ull. Hefðbundnar lopapeysur eru í sauðalitum með tvíbönduðu mynstri á hringlaga herðastykki. Þær komu fyrst fram á 6. áratugi 20. aldar en óvíst er hvar og hvernig. Ein tilgáta er að mynstrin séu tilkomin vegna áhrifa frá perlusaumi á grænlenskum kvenbúningum og önnur að þau endurspegli áhrif frá peysum sem farið var að prjóna í Bohusléni í Suður-Svíþjóð á 5. áratugnum.

[breyta] Heimild

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.