Strassborg
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Strassborg (þýska: Straßburg, franska: Strasbourg) er höfuðborg og mikilvægasta borgin í Elsass-héraðinu í norðausturhluta Frakklands. Fólkfjöldi borgarinnar er 250.000 manns, en á stór-Strassborgarsvæðinu búa 612.000 manns (650.000 manns, ef taldir eru með íbúar Þýskalands megin við landamærin). Evrópuþingið er í borginni að hálfum hluta og hálfum hluta í Brussel í Belgíu. Einnig eru til húsa í Strassborg Evrópuráðið og Mannréttindadómstóll Evrópu.