Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reykjavíkurborg
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
0000
Kjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður
Flatarmál
 – Samtals
51. sæti
274 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
1. sæti
114.800
418/km²
Borgarstjóri Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Þéttbýliskjarnar Reykjavík (íb. 113.911)
Grundarhverfi (íb. 586)
Póstnúmer 101-155
Vefsíða sveitarfélagsins
Tjörnin í Reykjavík
Enlarge
Tjörnin í Reykjavík

Reykjavík er höfuðborg lýðveldisins Íslands, fjölmennasta sveitarfélag þess og eina borgin. Ingólfur Arnarson, sem talinn er fyrsti landnámsmaður Íslands, settist að á Íslandi árið 874, að því talið er, og bjó sér ból og nefndi Reykjavík, þar sem borgin stendur nú. Nýlegir fornleifafundir á horni Aðalstrætis og Suðurgötu í miðborg Reykjavíkur eru taldir vera leifar af bæ Ingólfs. Sagan segir að hann hafi gefið bæ sínum nafnið vegna reykjarstróka sem ruku úr hverum í grenndinni.

Ekki fór að myndast þéttbýli að ráði í Reykjavík fyrr en á 18. öld, en fram að því lágu býli af ýmsum stærðum á víð og dreif um svæðið þar sem borgin stendur nú. Á 6. áratug 18. aldar var gerð tilraun til að reka ullariðnað í Reykjavík að frumkvæði Skúla Magnússonar fógeta. Tiltækið var kallað Innréttingarnar, en þær mörkuðu þáttaskil í þróun svæðisins, sem í kjölfarið fór að taka á sig einhverja þorpsmynd. Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1786, í kjölfar afnáms einokunarverslunar í landinu.

Alþingi var endurreist í Reykjavík árið 1845.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er borgarstjóri í Reykjavík. Hann tók við starfinu 13. júní 2006 af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við af R listanum, sameiginlegu framboði flokkanna á miðju og til vinstri í pólitíkinni, sem hafði verið við völd í 16 ár í höfuðborginni. Vilhjálmur Þ. var 1. maður á framboðslista sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum 27. maí 2006. Listinn fékk 7 menn kjörna en vantaði 1 til þess að hafa hreinan meirihluta. Framsóknarflokkurinn leggur þann mann til meirihlutasamstarfsins, sinn eina fulltrúa í borgarstjórn, Björn Inga Hrafnsson sem verður forseti borgarstjórnar.

Íbúafjöldi (1. des. 2005): 114.800

Rúmlega 60% íbúa Íslands búa á höfuðborgarsvæðinu, sem samanstendur af Reykjavík og 6 nágrannasveitarfélögum, sem eru:

Hallgrímskirkja
Enlarge
Hallgrímskirkja

[breyta] Hverfaskipting

Hverfaskipting í Reykjavík
Enlarge
Hverfaskipting í Reykjavík
Hverfi í Reykjavík
Vesturbær
Miðborg
Hlíðar
Laugardalur
Háaleiti
Breiðholt
Árbær
Grafarvogur
Kjalarnes
Úlfarsfell

Samkvæmt Samþykkt um skiptingu Reykjavíkur í hverfi (staðfest af borgarráði 16. júní 2003) skiptist Reykjavík í tíu hverfi, hvert með sínu hverfisráði. Þau eru (með tilheyrandi hverfahlutum):

Hverfi 1 – Vesturbær

Gamli Vesturbærinn, Bráðræðisholt, Grandar, Hagar, Melar, Skjól, Grímstaðaholt, Skildinganes og Litli Skerjafjörður.

Hverfi 2 – Miðborg

Tjarnarbrekka, Víkin, Arnarhóll, Skuggahverfi, Laufás, Spítalahlíð, Þingholt, Ásgarður, og Tungan.

Hverfi 3 – Hlíðar

Norðurmýri, Hlíðar, Hlemmur, Holt, Suðurhlíðar, Öskjuhlíð og Nauthólsvík.

Hverfi 4 – Laugardalur

Tún, Teigar, Lækir, Laugarnes, Sund, Heimar, Langholt, Vogar, Skeifan og Fen.

Hverfi 5 – Háaleiti

Háaleiti, Múlar, Kringlan, Bústaðir, Fossvogur, Smáíbúðahverfi og Blesugróf.'

Hverfi 6 – Breiðholt

Hólar, Fell, Berg, Sel, Skógar, Bakkar, Stekkir og Mjódd.

Hverfi 7 – Árbæjarhverfi

Selás, Árbær, Ártúnsholt, Bæjarháls, Norðlingaholt og Grafarholt.

Hverfi 8 – Grafarvogur

Hamrar, Foldir, Hús, Rimar, Borgir, Víkur, Engi, Spöng, Staðir, Höfðar, Bryggjuhverfi, Geirsnef, Gufunes og Geldinganes.

Hverfi 9 – Kjalarnes

Kjalarnes og Álfsnes.

Hverfi 10 – Úlfarsfell

(Enn er ekki farið að byggja í hverfinu og fellur það undir hverfisráð Árbæjar til að byrja með).

[breyta] Heimildir

[breyta] Tenglar