Øvre Eiker
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Øvre Eiker er sveitarfélag í Buskerud-fylki í Noregi. Flatarmál þess er 458 km² og íbúafjöldi var 15.825 þann 1. janúar 2006. Nágrannasveitarfélög þess eru Nedre Eiker, Kongsberg, Flesberg, Hof, Modum og Sigdal. Stærsti bærinn í Øvre Eiker er Hokksund en einnig eru þar bæirnir Vestfossen, Darbu, Skotselv og Ormåsen.
Hæsti punktur sveitarfélagsins er Myrhogget, 707 m.y.s. Sveitarstjóri er Anders B. Werp sem situr fyrir hægrimenn.