Baarle
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Táknræn landamæravarða í Baarle. Stólpinn stendur raunar í belgíska hlutanum, en landamærin eru nokkrum metrum lengra frá
Baarle er bær í gamla hertogadæminu Brabant, á landamærum Hollands og Belgíu. Hann skiptist milli sveitarfélaganna Baarle-Nassau í Hollandi og Baarle-Hertog í Belgíu. Skiptingin milli landanna er mjög flókin og átta hollenskar útlendur og 22 belgísk innskotssvæði liggja í bænum meðfram landamærunum. Skiptingin helgaðist af eignarhaldi á einstökum lóðum. Dæmi eru um að hús standi á miðjum landamærunum.