Eiffelturninn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eiffelturninn er turn byggður úr járni á Champ de Mars við hliðina á ánni Signu í París. Hann er hæsta bygging í París og eitt af þekktustu kennileitum í heiminum. Turninn er nefndur eftir Gustave Eiffel, sem hannaði hann. Eiffelturninn er frægur ferðamannastaður.