Evrópuþingið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Evrópuþingið er þing Evrópusambandsins. Sumar aðrar alþjóðastofnanir hafa yfir að ráða þingum en Evrópuþingið sker sig úr fyrir það að þingmennirnir eru kosnir beint af borgurum Evrópusambandsins.
[breyta] Völd þingsins
Líta má á Evrópuþingið sem neðri deild löggjafa Evrópusambandsins þar sem Ráðið er efri deildin, saman fara þessar stofnanir með löggjafarvaldið innan ESB. Þingið getur þannig samþykkt, gert breytingartillögur eða hafnað flestum reglugerðum, tilskipunum, tilmælum og álitum. Innyrðis valdahlutföll þingsins og Ráðsins eru þó misjöfn eftir því á hvaða sviði löggjöfin er en þróunin hefur verið í þá átt að veita þinginu meiri og meiri völd. Þingið getur líka samþykkt eða hafnað fjárlögum ESB.
Evrópuþinginu er einnig ætlað að veita framkvæmdastjórninni lýðræðislegt aðhald. Þingið þarf að leggja blessun sína yfir það þegar ný framkvæmdastjórn er skipuð og það getur með 2/3 hluta atkvæða lýst vantrausti á hana þannig að hún þurfi að segja af sér.
Drög að Stjórnarskrá Evrópusambandsins gera ráð fyrir því að auka enn völd þingsins þannig að það löggjafarvald í nánast öllum málaflokkum og veita því algjöra stjórn yfir fjárlögum ESB.
[breyta] Staðsetning

Þó að þær stofnanir ESB sem fara með framkvæmdavaldið (framkvæmdastjórnin og Evrópska ráðið) séu staðsettar í Brussel þá var það gert að skilyrði í Amsterdamsamningnum að þingið hittist mánaðarlega í Strasbourg. Af praktískum ástæðum fer þó öll undirbúningsvinna og nefndarstarf fram í Brussel í nálægð við hinar stofnanir ESB. Ofan á þetta þá er aðalskrifstofa þingsins í Lúxemborg og þar er megnið af starfsfólki þess. Þingið kemur aðeins saman 4 daga í mánuði í Strasbourg þar sem það afgreiðir málin og greiðir atkvæði en aðrir fundir eru haldnir í Brussel. Þingið hefur sjálft óskað eftir því nokkrum sinnum að það fái sjálft að ráða því hvar það skuli vera staðsett enda er mikið óhagræði í þessu kerfi, en það er undir aðildarlöndunum komið að gera þeir breytingar sem þarf til að leyfa þinginu það og Frakkar vilja endilega halda því í Strasbourg.
[breyta] Skipting þingsæta
Sep 1952 |
Mar 1957 |
Jan 1973 |
Jún 1979 |
Jan 1981 |
Jan 1986 |
Jún 1994 |
Jan 1995 |
Maí 2004 |
Jún 2004 |
Jan 2007 |
Jún 2009 |
|
Þýskaland | 18 | 36 | 36 | 81 | 81 | 81 | 99 | 99 | 99 | 99 | 99 | 99 |
Frakkland | 18 | 36 | 36 | 81 | 81 | 81 | 87 | 87 | 87 | 78 | 78 | 72 |
Ítalía | 18 | 36 | 36 | 81 | 81 | 81 | 87 | 87 | 87 | 78 | 78 | 72 |
Belgía | 10 | 14 | 14 | 24 | 24 | 24 | 25 | 25 | 25 | 24 | 24 | 22 |
Holland | 10 | 14 | 14 | 25 | 25 | 25 | 31 | 31 | 31 | 27 | 27 | 25 |
Lúxemborg | 4 | 6 | 6 | 6 | 6 | 6 | 6 | 6 | 6 | 6 | 6 | 6 |
Bretland | 36 | 81 | 81 | 81 | 87 | 87 | 87 | 78 | 78 | 72 | ||
Danmörk | 10 | 16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 14 | 14 | 13 | ||
Írland | 10 | 15 | 15 | 15 | 15 | 15 | 15 | 13 | 13 | 12 | ||
Grikkland | 24 | 24 | 25 | 25 | 25 | 24 | 24 | 22 | ||||
Spánn | 60 | 64 | 64 | 64 | 54 | 54 | 50 | |||||
Portúgal | 24 | 25 | 25 | 25 | 24 | 24 | 22 | |||||
Svíþjóð | 22 | 22 | 19 | 19 | 18 | |||||||
Austurríki | 21 | 21 | 18 | 18 | 17 | |||||||
Finnland | 16 | 16 | 14 | 14 | 13 | |||||||
Pólland | 54 | 54 | 54 | 50 | ||||||||
Tékkland | 24 | 24 | 24 | 20 | ||||||||
Ungverjaland | 24 | 24 | 24 | 20 | ||||||||
Slóvakía | 14 | 14 | 14 | 13 | ||||||||
Litháen | 13 | 13 | 13 | 12 | ||||||||
Lettland | 9 | 9 | 9 | 8 | ||||||||
Slóvenía | 7 | 7 | 7 | 7 | ||||||||
Kýpur | 6 | 6 | 6 | 6 | ||||||||
Eistland | 6 | 6 | 6 | 6 | ||||||||
Malta | 5 | 5 | 5 | 5 | ||||||||
Rúmenía | 36 | 33 | ||||||||||
Búlgaría | 18 | 17 | ||||||||||
Samtals | 78 | 142 | 198 | 410 | 434 | 518 | 567 | 626 | 788 | 732 | 786 | 732 |