12. október

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

SepOktóberNóv
Su Þr Mi Fi La
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31  
2006
Allir dagar

12. október er 285. dagur ársins (286. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 80 dagar eru eftir af árinu.

[breyta] Atburðir

  • 1581 - Á Patreksfirði var kveðinn upp dómur sem skyldaði alla Íslendinga til þess að eiga vopn. Kallaðist dómur þessi Vopnadómur en komst aldrei í framkvæmd nema á Vestfjörðum.
  • 1683 - Á Hvalfjarðarströnd fannst böðullinn Sigurður Snorrason látinn í læk og var bóndinn Jón Hreggviðsson skömmu síðar dæmdur fyrir að hafa myrt hann.
  • 1905 - Verzlunarskóli Íslands settur í fyrsta sinn.
  • 1918 - Kötlugos hófst og stóð til 4. nóvember. Fylgdi því mikið jökulhlaup á Mýrdalssandi og myndaðist Kötlutangi í kjölfar þess.
  • 1949 - Óshlíðarvegur var opnaður á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Fyrstu bifreið um veginn ók Sigurður Bjarnason alþingismaður en farþegar hans voru Hannibal Valdimarsson og Einar Guðfinnsson meðal annarra.
  • 1962 - Kvikmyndin 79 af stöðinni eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar var frumsýnd í Reykjavík. Aðalhlutverk léku Kristbjörg Kjeld, Gunnar Eyjólfsson og Róbert Arnfinnsson.
  • 1985 - 22 punda vatnableikja, 88 sentimetra löng, veiddist í Skorradalsvatni og var þetta stærsta bleikja sem veiðst hafði á Íslandi.

[breyta] Fædd

[breyta] Dáin

Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)