Spjall:Hermione Granger
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Aldur Hermione
Er Hermione ekki jafn gömul Harry og Ron? Á hún þá ekki líka að vera fædd 1980? Katrin Þóra 7. maí 2006 kl. 12:23 (UTC)
- Góð spurning. Hún á að vera jafnaldri þeirra, það er víst, en hvað er canon í þessu tilliti? Ég man ekki eftir neinum ártölum í HP bókunum. Hvernig getur staðið á því að hún sé yngri en ég, en jafnframt eldri en ég?! --Smári McCarthy 7. maí 2006 kl. 12:39 (UTC)
- Hún er fædd 1979, þar eð nemendur þurfa að vera orðnir 11 ára við upphaf fyrsta skólaárs, en hún er fædd 19. september, eftir að skólaárið byrjar. Harry og Ron eru fæddir fyrr á árinu (31. júlí og 1. mars). Þetta er sama aldurskerfi og t.d. í bandarískum skólum. – Krun 7. maí 2006 kl. 12:44 (UTC)
Okay, þá er þetta eitthvað skýrara. Mér finnst samt skrýtið hvernig það er hægt að finna svona út þar sem eg hef ekki tekið eftir ártölum í bókinni Katrin Þóra 7. maí 2006 kl. 13:36 (UTC)
- Þessi ártöl eru miðuð út frá grafskrift Næstum hauslausa Nicks, sem kom fyrir í dauðadagsveislunni hans í annarri bókinni. Sjá Dates in Harry Potter á ensku Wikipediu. – Krun 7. maí 2006 kl. 13:57 (UTC)