Möðrudalur á Fjöllum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Möðrudalur á Fjöllum er bær á Möðrudalsöræfum á Norðurlandi eystra. Jörðin er ein sú landmesta á Íslandi og sú sem stendur hæst (469 metra yfir sjávarmáli). Bærinn stendur við Hringveginn.

Kirkjan á Möðrudal var reist af Jóni Stefánssyni bónda þar til minningar um eiginkonu sína. Hún var vígð 4. september 1949. Jón skreytti kirkjuna sjálfur að innan og málaði altaristöfluna.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana