Kirkja Jesú krists hinna síðari daga heilögu á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kirkja Jesú krists hinna síðari daga heilögu á Íslandi er í daglegu tali nefnd mormónakirkjan og er hún hluti af alþjóðakirkju mormóna. Kirkja mormóna á Íslandi er í Garðabæ og var hún vígð árið 2000.

Fyrstu íslensku mormónarnir voru tveir námsmenn, sem kynntust trúnni í Kaupmannahöfn. Þeir komu til landsins og hófu trúboð árið 1851. Þeir urðu fyrir miklu aðkasti og ofsóknum og var bannað með dómi að prédika opinberlega. En þeim tókst þrátt fyrir þetta að stofna söfnuð 1853 og starfaði hann fram að aldamótum 1900. Tóku þá allir íslenskir mormónar sig upp og fluttu til Utah í Bandaríkjunum. Fluttust yfir 400 manns í þessum tilgangi vestur yfir haf, þar af stór hluti úr Vestmanneyjum.

Trúboð hófst ekki aftur á Íslandi fyrr en 1975, er Byron Gíslason og fjölskylda hans frá Spanish Fork í Utah fluttu hingað. Reykjavíkurgrein kirkjunar var stofnuð 8. ágúst 1976.

Öll helgirit mormóna, hafa nú verið þýdd á íslensku. Mormónsbók — Annað vitni um Jesú Krist var fyrst gefin út á íslensku árið 1981.

[breyta] Ítarefni