Þyngdarlögmálið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þyngdarlögmálið, sem kennt er við eðlisfræðinginn Isaac Newton, er grunnhugtak í allri umfjöllun um massa. Lögmálið er svohljóðandi:

F = -G\frac{m_{a}m_{b}}{r^2}.

Hér stendur „t“ fyrir tregðumassa og „m“ fyrir þyngdarmassa (gravitation) hlutanna „a“ og „b“. „G“ er þyngdarfasti Newtons og „r“ fjarlægðin milli massamiðju hlutanna.

Hvor hlutur togar í hinn með aðdráttarkraftinum „F“. Samkvæmt því sem við höfum lært um „tregðumassa“ verður breyting á hreyfingu hlutar ef krafti er beitt á hann. Þegar hlutir „a“ og „b“ toga hvor í annan breyta þeir því hraða og/eða stefnu hvors annars. Þegar hlutur verður fyrir áhrifum af þyngdarmassa annars hlutar, segjum við að sá fyrrnefndi sé innan þyngdarsviðs hins síðarnefnda.


Þessi grein sem fjallar um eðlisfræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum