Hljóð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hljóð eða hljóðbylgjur eru þrýstingsbylgjur sem berast í gegnum efni. Eiginleikar hljóðs fara eftir bylgjulengd þess, tíðni og öðrum þeim eiginleikum sem einkenna bylgjur almennt.
Menn skynja hljóð með heyrnarskynfærum sínum, og í sumum tilfellum er orðið hljóð notað einvörðungu um hljóðbylgjur sem menn geta heyrt. Í eðlisfræði er þó hljóð notað í víðtækari skilningi, og titringsbylgjur af hvaða tíðni sem er, og í hvaða efni sem er, er talinn til hljóðs.