Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er skóli á framhaldsskólastigi sem tók formlega til starfa haustið 1979 við samruna Vélskólans í Vestmannaeyjum, Iðnskólans í Vestmannaeyjum og framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Í upphafi árs 1997 tók svo Framhaldsskólinn yfir rekstur Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum.

Í upphafi heyrðu elstu bekkir grunnskólans undir Framhaldsskólann, var þá sami skólameistari yfir Framhaldsskólanum og Gagnfræðaskólanum og sumir kennarar kenndu á báðum skólastigunum.

Nemendafjöldi fyrsta árið var 85 nemendur. Þeim fjölgaði fram til ársins 1997 að nemendafjöldi náði 300. Það hefur nokkuð haldist í stað síðan, með sveiflur niður í um 250 nemendur.

Byggingin sem Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er í var byggður fyrir Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum upprunalega, en Þorsteinn Víglundsson stóð fyrir byggingunni á sínum tíma. Áður en að féstyrkur var veittur til byggingarinnar hafði Þorsteinn safnað saman börnum bæjarins sem voru á gagnfræðaskólaaldri og látið þá hjálpa sér við að grafa grunninn fyrir húsið.

Íslenskir framhaldsskólar

Borgarholtsskóli | Fjölbrautaskóli Suðurlands | Fjölbrautaskóli Suðurnesja | Fjölbrautaskóli Vesturlands | Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki | Fjölbrautaskólinn í Breiðholti | Fjölbrautaskólinn við Ármúla | Flensborgarskólinn í Hafnarfirði | Framhaldsskólinn á Húsavík | Framhaldsskólinn á Laugum | Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu | Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum | Iðnskólinn í Hafnarfirði | Iðnskólinn í Reykjavík | Kvennaskólinn í Reykjavík | Menntaskólinn á Akureyri | Menntaskólinn á Egilsstöðum | Menntaskólinn á Ísafirði | Menntaskólinn í Kópavogi | Menntaskólinn í Reykjavík | Menntaskólinn Hraðbraut | Menntaskólinn við Hamrahlíð | Menntaskólinn við Sund | Sjómannaskólinn í Reykjavík| Verkmenntaskóli Austurlands | Verkmenntaskólinn á Akureyri | Verzlunarskóli Íslands

[breyta] Heimildir

Á öðrum tungumálum