Streymimiðlun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Streymimiðlun er miðlunartækni á Interneti þannig að notendur geta hlaðið niður eða sótt bæði hljóðefni og myndefni og spilað það í tölvu sinni jafnóðum og það berst að. Margmiðlunarskrár byrja þá strax að spilast en ekki þarf að bíða þangað til öll skráin hefur hlaðist niður.