Spjall:Umritun grískra og latneskra nafna á íslensku

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein lest meira eins og handbók en alfræðigrein, hún setur fram staðhæfingar um hvernig skal umrita nöfn þegar í raun um ræðir vinnureglur íslenskra fornfræðinga, hér þarf að setja inn heimildir og laga til. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 16. okt. 2005 kl. 06:01 (UTC)

Hún var líka ætluð til leiðbeiningar þeim sem skrifa hérna, en ekki til að upplýsa almenning um skoðanir fornfræðinga. [hroki byrjar] Ég er að kenna ykkur hvernig á að fara með nöfn fornmanna [/hroka lýkur]. Svo eru heimildir mínar meira eða minna munnlegar, þótt heimildarmaðurinn hafi einhvers staðar skrifað um þessi efni líka. --Cessator 16. okt. 2005 kl. 16:53 (UTC)
Það má líka benda á að öll boð í þessari grein um hvernig skuli rita eru skilyrt strax í upphafi greinarinnar af þeirri augljósu staðreynd að verið er að lýsa vinnureglum íslenskra fornfræðinga (og annarra). Þess vegna ætti að vera augljóst hverjum sem les að orðalagið „rita skal...“ merkir „rita skal skv. reglum þessum“ en það er fullkomlega óþarft að endurtaka það í sífellu. Það vill bara svo til að það er engum öðrum reglum lýst í greininni skv. hverjum rita skal öðruvísi (enda hafa aldrei verið neinar aðrar skynsamlegar reglur um þetta). Af þessum sökum getur þessi grein vel átt heima í alfræðiriti þótt hún hafi fyrst og fremst verið skrifuð einmitt sem vinnureglur handa þeim sem skrifa í alfræðiritið. --Cessator 16. okt. 2005 kl. 17:29 (UTC)

[breyta] Vantar í umritunarreglurnar

Ég gerði forrit byggt á þessum umritunarreglum og tók eftir því að það vantar umritunarreglur fyrir eftirfarandi stafi sem eru listaðir á grískt stafróf, getur vel verið að það vanti einhverja aðra stafi sem eru ekki listaðir þar.

  • Ϝ (Dígamma)
  • Ϻ (San)
  • Ϙ (Qoppa)
  • Ϡ (Sampí)

Ævar Arnfjörð Bjarmason 20. nóv. 2005 kl. 01:17 (UTC)

Þessir stafir (hverra tákn birtast ekki á skjánum hjá mér) eru ekki til í grískum bókmenntum. Þeir eru aðeins til í áletrunum sem grafnar eru í stein o.s.frv., en þeir duttu úr notkun mjög snemma. Við vitum af beygingarfræðilegum og bragfræðilegum ástæðum að sum orð, t.d. hjá Hómer, munu hafa verið borin fram með dígamma (einnig nefnt ) en dígamma er samt ekki ritað í handritum, né á papýrusbrotum né heldur í fræðilegum nútímaútgáfum textans. Koppa datt úr notkun frekar snemma og líka san; sampí er í raun sami stafurinn og san (san+pí). Engin sérnöfn innihalda þessa stafi og því gerist aldrei þörf fyrir að umrita þá. Þannig að í raun vantar ekkert. --Cessator 20. nóv. 2005 kl. 02:55 (UTC)

[breyta] En arabíska?

Hvaða reglur eru til fyrir arabísku? Sjá til dæmis BBC greinina 21 spellings of 'Gadaffi'. --Stalfur 10. febrúar 2006 kl. 19:29 (UTC)

Ég hef ekki hugmynd um hvernig á að umrita arabísku. --Cessator 10. febrúar 2006 kl. 20:33 (UTC)
Skoðið Wikipedia:Umritun erlendra nafna. – Krun 10. febrúar 2006 kl. 21:25 (UTC)
Var að leita að þessu en fann hvergi tengil á þetta. --Stalfur 10. febrúar 2006 kl. 21:25 (UTC)