Hvítgreni
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvítgreni Ástand stofns: Í lítilli hættu
|
|||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Hvítgreni
|
|||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|||||||||||||||
Picea glauca (Moench) Voss |
|||||||||||||||
|
Hvítgreni (fræðiheiti: Picea engelmannii) er sígrænt barrtré af þallarætt. Fullvaxið tré nær 15-30 m hæð og 1 m stofnþvermáli. Hvítgreni er langlíft og nær allt að 700 ára aldri.
Uppruni hvítgrenis er norðurhluti Norður-Ameríku þar sem það myndar samfellt skógbelti frá Alaska til Nýfundnalands.
Hvítgreni er náskylt bæði blágreni, sem vex í suðurhluta Klettafjallanna, og sitkagreni, sem vex nær Kyrrahafsströndinni, og blandar kyni með báðum þessum tegundum.
[breyta] Nytjar
Hvítgreni er mikið notað í nytjaskógrækt fyrir framleiðslu timburs og pappírs. Það er stundum notað sem jólatré, þó sjaldnar en rauðgreni.