Lestarslys á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lestarslys hafa verið fátíð á Íslandi sökum skorts á lestum.

  • 1916 - 22. ágúst telpa varð fyrir lest við Reykjavíkurhöfn, hún lést af sárum sínum tveimur dögum síðar.
  • 2005 - 3. desember slösuðust tveir verkamenn sem unnu við Kárahnjúkavirkjun þegar tvær farþegalestar skullu saman.
  • 2004 - 6. október slösuðust þrír verkamenn sem unnu við Kárahnjúkavirkjun þegar farþegalest og vöruflutningalest skullu saman.
  • 2006 - 13. desember slösuðust þrír ítalskir verkamenn sem unnu við Kárahnjúkavirkjun þegar tvær lestir skullu saman.

[breyta] Heimildir