Reykjanesbær

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reykjanesbær
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
2000
Kjördæmi Suðurkjördæmi
Flatarmál
 – Samtals
62. sæti
145 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
5. sæti
11.346
75,5/km²
Bæjarstjóri Árni Sigfússon
Þéttbýliskjarnar Keflavík (íb. 8052)
Njarðvík (íb. 3165)
Hafnir (íb. 129)
Póstnúmer 230, 233, 260
Vefsíða sveitarfélagsins

Reykjanesbær er sveitarfélag á utanverðum Reykjanesskaga, hið fimmta fjölmennasta á Íslandi, með um 11 þúsund íbúa. Það var stofnað 11. júní 1994 við sameiningu þriggja sveitarfélaga: Keflavíkurkaupstaðar, Njarðvíkurkaupstaðar og Hafnahrepps.

Keflavík og Njarðvík voru fyrst og fremst útgerðar- og fiskvinnslustaðir fyrir aldarfjórðungi, en síðan hefur margt breyst. Kvótinn hefur flust annað og útgerð er nú svipur hjá sjón miðað við það sem var og fiskvinnsla lítil eða engin. Nú er Reykjanesbær þjónustubær (verslun, skólar, heilbrigðisþjónusta, hótel o. fl.) og iðnaðarbær.

Bæjarstjóri er Árni Sigfússon.

Árlega er haldin hátíð í Reykjanesbæ, sem kallast Ljósanótt. Þetta er mikil menningarhátíð með margs konar sýningum, tónleikum og samkomum af öllu tagi. Hátíðin er haldin fyrstu helgina í september. Hápunkturinn er á laugardagskvöldinu, en þá er kveikt á ljósum, sem lýsa upp Bergið (Keflavíkurberg, Hólmsberg).

[breyta] Vinabæir

[breyta] Tenglar


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana