David Bowie
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
David Bowie (skírður David Robert Jones, fæddur 8. janúar 1947) er breskur tónlistarmaður og lagahöfundur. Hann hefur starfað við tónlist í hartnær fjóra áratugi. Fyrsta breiðskífan hans David Bowie kom út árið 1967 og sú síðasta Reality 2004. Bowie giftist fyrirsætunni Iman árið 1992.
Margir vilja meina að Bowie sé ef til vill einn þeirra tónlistarmanna sem að mest áhrif hafa haft á þróun rokk og popptónlistar. Hann hefur haft víðtæk áhrif á aðrar kynslóðir tónlistarmanna. David Bowie hefur ekki viljað binda sig eina stefnu tónlistar, og hefur m.a. gefur út skífur undir áhrifum framúrstefnlegar (psychedelic), glamrokks, raftónlistar, dansvænni popptónlist og fleiri tónlistarstefna. Hann hafði víðtæk áhrif á þróun glamrokks með útgáfu The Rise And Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars og svo í þróun raftónlistar í samstarfi sínu við Brian Eno með Berlínar-þríleiknum svokallaða sem samanstóð af Low, Heroes og The Lodger. Aðrar frægar breiðskífur eftir hann eru m.a. Hunky Dory, Scary Monsters (and Super Creeps) sem inniheldur hið vinsæla lag Ashes to Ashes, Young Americans og Lets Dance.
[breyta] Fyrstu skrefin í átt að frægð
David Bowie vakti fyrst athygli á sér haustið 1969 þegar hann gaf út smáskífuna Space Oddity, epískt rokklag sem fjallar um ævintýri Toms major í geimnum. Hann gaf svo út skífurnar The Man Who Sold The World 1970 sem var undir áhrifum metalrokks og svo popp/rokk skífuna Hunky Dory 1971. Þó að Hunky Dory hafi ekki vakið víðtæka athygli er hún oft talin með bestu skífum Bowie en á henni eru m.a. hin vinsælu lög Changes og Life on Mars. Árið 1972 gaf hann svo út The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars, sem hann tók upp ásamt hljómsveit sinni The Spiders From Mars Sú plata vakti mikla athygli í Bretlandi. Auk þess vakti sviðsframkoma hans, klæðaburður og andlitsmálning líka mikla athygli.