Gapastokkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gapastokkur er tæki sem var notað við refsingar og til að niðurlægja afbrotamenn. Gapastokkur var oft úr timbri og þeir sem átti að refsa höfðu hendur, fætur og háls festan í göt á gapastokknum.

Á Íslandi var gapastokkur refsitæki um tíma, sérstaklega við minni háttar afbrotum og óhlýðni. Fyrst er lagt til að hann verði tekinn í notkun til að refsa þeim sem brutu lög um lausamennsku, flakk og betl árið 1685, en komst ekki í almenna notkun fyrr en á 18. öld og sérstaklega eftir að Húsagatilskipunin var lögfest 1746. Þeir voru þá gjarnan við kirkjur og sá seki festur í gapastokkinn honum til niðurlægingar á messudögum. Íslenskir gapastokkar voru líklega ekki eins og gapastokkar erlendis, þó þetta heiti hafi verið notað um þá, heldur hefði frekar mátt kalla þá hespur, líkari hand- og fótjárnum sem voru m.a. fest í kirkjuveggi. Þeir voru aflagðir sem refsitæki 1809.

Á öðrum tungumálum