Digimon
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Digimon | |
---|---|
![]() |
|
デジモン (Dejimon) |
|
Tegund | ævintýri |

Digimon (jap. デジモン dejimon) er japönsk sería sem inniheldur anime þáttaraðir, tölvuleiki, leikföng, TCG spil, manga bækur og fleira. Ekkert þeirra birtist á íslensku. Digimon eru skepnur sem lifa í heimi sem hefur þróast í gagnaflutningakerfum jarðarinnar. Þegar þessi stafræni heimur er í hættu þurfa hin kosnu börn (chosen children) að bjarga honum. Digimon er mikið byggt á goðsögnum og slíku. Meðal annars er tekið úr austurlenskum trúarbrögðum, kristinni trú og smáveigis úr norrænu trúnni.
Efnisyfirlit |
[breyta] Stafrænt gæludýr
Digital Monster
- 26. júní 1997 birti Bandai handtölvuleik sem nefndist „Digital Monster“ og var það ekki fyrsta stafræna gæludýr frá þeim. Leikurinn gékk út á það að ala Digimon Gæludýr og tengjast með öðrum leikmönnum til að berjast með Digimonum þeirra. Leikfangið reyndist vera svo vinsælt að fjórar útgáfur bættust við í nóvember sama ár. Í desember kom út „önnur kynslóðin“ og 1998 „þriðja kynslóðin“.
Pendulum
- 1999 til 2000 kom Bandai með nýtt Digimon gæludýr, sem kallaðist „Digimon Pendulum“. Með þessum nýjum útgáfum kom nýtt þróunarstig og möguleikurinn að tveir Digimonar þróast saman í einn sterkara Digimona. Útgáfurnar hétu: Nature Spirits, DeepSea Savers, Nightmare Soldiers, Wind Guardians, Metal Empire og Virus Busters.
Progress
- Ný útgáfa af Pendulum gæludýrinu var gefin út og er kölluð „Digimon Pendulum Progress“. Nýtt í þessari útgáfu er að hægt sé að berjast móti tölvustýrðum Digimonum. Útgáfurnar þrjár heita Dragon's Roar, Armageddon Army og Animal Collesium.
Pendulum X
- „Digimon Pendulum X“ blandar saman klassísku stafrænu gæludýrinu við RPG eiginleika af „Digivice“. Til eru þrjár útgáfur. Version 1 til 3. Pendulum X birtist í Asíu einnig undir nafninu D-Cyber.
Accel
- En önnur tegund af Digimon gæludýrinu. Útgáfurnar heita Justice Genome, Evil Genome, Nature Genome og Ultimate Genome.
Mini
- „Digimon Mini“ er uppbyggt á upprunalegum Digital Monster leiknum og er stærðin á tölvunni og skjánum aðalmunurinn. Útgáfurnar eru Version 1 til 3.
Digivice
- Þessar útgáfur eru byggðar á tækjunum sem sjást í anime þáttunum. Þær eru eins og Pendlum raðirnar og innihalda Digimon Digivice, Digimon D3 Digivice, Digimon D-Arc, Digimon D-Tector og Digimon Savers IC V-Pet.
[breyta] Digimonar
- Digimon þýðir Digital Monster.
- Digimonar eru skepnur, sem lifa í stafræna heiminum.
- Hver Digimoni skríður úr Digieggi og er þá venjulega á fyrsta þróunarstigi, að fáum Digimonum undanskildum. (td: Guilmon)
- Allir Digimonar hafa mörg þróunarstig og geta þróast í mismunandi Digimona. (td: Einn V-mon þróast í XV-mon, meðan annar þróast í V-dramon. Bæði Greymon og Airdramon geta þróast í WarGreymon.)
- Allir Digimonar tilheira einni af fimm tegundum: Gagn, Lyf, Vírus, Breyta eða Óþekkt.
- Allir Digimonar hafa allavega eina sérstaka árás, flestir fleiri.
[breyta] Manga
V-Tamer
- Digimon Adventure V-Tamer 01 birtist fyrst í blaðinu V-Jump 21. nóvember 1998. Það fjallar um strák að nafni Taichi og félaga hans Zeromaru, sem er V-dramon. Þeir koma í stafræna heiminn, „the Digital World“ til að bjarga honum frá illum Digimonum eins og Daemon. Í bindi tvö var birt „C'mon Digimon“ sem er óháð V-Tamer.
Chronicle
- Digimon Chronicle eru fjórir litaðir kaflar sem fylgdu með Pendulum X leikjunum. Aðalpersónan er Kouta og Digimon félagi hans, DORUmon. Þeir reyna að stöðva Yggdrasil, tölvuna, þar sem stafræni heimurinn er á, frá því að eyða þeim heim. Yggdrasil sendir „konunglegu riddarana“ (Royal Knights) móti þeim.
Next
- Í Digimon Next er aðalpersónan Tsurugi með félaga hans Greymon. Hann er góður í fótbolta og Digimon Mini leiknum. Vinir hans sýna honum miklu betri leik þar sem hann kemst inn í stafræna heiminn til að leika þar. En allt í einu birtast Digimonar í alvöru á jörðinni.
D-Cyber
- D-Cyber er mjög líkt og Digimon Chronicle og er í raun kínverska útgáfan af því. Mesti munurinn er sá að óvinurinn er Digimoninn MetalPhantomon. Aðalpersónan heitir Hikaru og er DORUmon félagi hans.
Kínverskar Útgáfur
- Kínverski höfundurinn Yuen Wong Yu framleiddi manga raðir sem eru byggðar á fyrstu fjórum anime seríunum. Söguðráðinum hefur aðeins verið stytt en fylgir hann þó animeinu að mestu leiti. Fyrstu þrjár raðirnar voru þýddar á ensku af Tokyopop og nota þau Amerísku útgáfurnar af seríunum fyrir þýðingarnar.
Vesturinn
- Nokkur lönd hafa gert eigin útgáfur byggðar á anime seríunum. Í Bandaríkjunum hefur Dark Horse Comics birt röð sem er byggð á amerísku útgáfu fyrstu seríunnar. Panipani birti í evrópu einnig nokkrar raðir sem muna dálítið milli landanna.
[breyta] Anime myndir
[breyta] Digimon Adventure
Áður en fyrsta serían kom út í Japan var þessi tuttugu mínutna mynd sýnd í bíó. Hún gerist nokkur ár fyrir fyrstu seríunni.
- Söguþráður:
Tvö börn, Taichi (ekki sá sami og í V-Tamer) og systir hans Hikari finna Digiegg. Stuttu síðar skríður Botamon úr egginu og vingast við systkynin. En smám saman fer það í hærra og hærra þróunarstig og verður til vandræða í borginni. Þá byrtist annar Digimoni, Parrotmon og þau tvö berjast. Til að vernda börnin þróast Digimoni þeirra í risa strórt Greymon. Þegar bardaganum lýkur eru báðir Digimonarnir horfnir.
[breyta] Our War Game!
Bokura no Wō Gēmu! er tímasett stuttu eftir fyrstu seríunni.
- Söguþráður:
Illur Digimoni, Diablomon, kemst inn á net bandaríska hersins og skýtur kjarnorkusprengju á Japan. Taichi, Koushiro, Yamato, Takeru og Digimona félagar þeirra verða að stöðva hann áður en hún springur. Digimonar Taichis og Yamatos sameinast í Omegamon. Diablomon margfaldast nokkrum þúsund sinnum en þau sigra þó alla á seinustu sekúndunni.
[breyta] Digimon Hurricane Touchdown!! Supreme Evolution!! The Golden Digimentals
Þessi mynd gerist í miðju seríu númer tvö.
- Söguþráður:
Taichi, Yamato, Koushiro, Jou, Mimi og Sora hverfa. Takeru og Hikari eru í Bandaríkjunum og hitta þar annan strák, Wallace, með félaga hans Terriermon, en þeir hlaupa undan. Á meðan koma Daisuke, Iori og Miyako einnig til Bandaríkjanna til að finna þau sem hurfu og hitta hin tvö. Wallace eltir eftir Digimonann, Wendimon, sem ræðst alltaf á hann. Seinna hitta Daisuke, Iori og Miyako á Wallace og verða samferða. Að lokum þurfa þau að berjast við Wendimon, sem þróast í Antiramon og svo Cherubimon (myrkur útfærsla). Krakkarnir breytast í smábörn út af krafta Cherubimons og Digimonar þeirra verða sigraðir. En þá bætast Takeru og Hikari í hópinn. Digimonar þeirra gefa V-mon, sem er Digimoni Daisukes og Terriermon, Digimoni Wallacear, heilaga krafta sína svo að þau þróast í Magnamon og Rapidmon (gull útfærsla). Þau ná að sigra Cherubimon, er verður að góðum Digimona aftur rétt áður en hann breytist í egg. Krakkarnir sem hurfu birtast aftur og allt verður til góðs.
[breyta] Revenge of Diablomon
Diaboromon no Gyakushuu - Tímasetningin er nokkuð eftir annari seríunni.
- Söguþráður:
Diablomon er enn á lífi og hefur búið til fullt af Kuramon afkvæmi. Hann sendir Kuramonana til Tokyo með mörgum litlum hliðum í GSM símum, því að sjálfur kemst hann ekki. Daisuke, Ken, Iori og Miyako reyna að safna þeim saman til að senda þá aftur í stafræna heiminn. Á meðan fara Taichi, Yamato, Hikari og Takeru í stafræna heiminn til að takast á við Diablomon sjálfan. Omegamon, Angemon og Angewomon saman tekst að sigra hann en á sömu stundu sleppa öll Kuramonin sem eftir eru á jörðina. Þar sameinast þau öll og verða að Armagemon. þar berjast þá Omegamon og Imperialdramon (fighter útfærsla) við hann en þeim mistekst. Omegamon gefur Imerialdramon kraftinn sinn svo að hann fer í Paladin útfærslu. Honum tekst þannig að buga Armagemon sem leysist upp í Kuramonin. Með hjálp símanna allra áhorfenda tekst að eyða þeim og voru það endalok Diablomons.
[breyta] The Adventurers Battle
Boukensha Tachi no Tatakai - Þessi mynd er tímasett í miðri þriðju þáttaröðinni.
- Söguþráður:
Takato ferðast til Okinawa til að heimsækja frænda sinn Kai sem vingast við Digimona félaga Takatos, Guilmon og einnig Culumon. Meðan þau leika sér á ströndinni koma þau auga á stelpu úti í sjónum sem er að flýja frá Tylomon, hákarla Digimoni. Kai, Takato og Guilmon bjarga heni og í ljós kemur að hún er Minami, dóttir þekkta stafræna gæludýra framleiðandas. Seinna ráðast nokkrir Digimonar á þau og út úr tölvu Minami kemur Shiisamon, sem var stafrænt gæludýr hennar, til að bjarga henni. En þó verður henni rænd og félagarnir ásamt Shiisamon reyna að bjarga henni. Föður Minami hefur einnig verið rænt og í ljós kemur að vinnufélagi hans er í raun Mephismon sem ætlar að finna lækninguna fyrir tölvuvírus, sem hann bjó til og setti inn í stafrænu gæludýrin og eyða henni. Hann bjóst þó ekki við því að Omegamon myndi senda Jenrya, Ruki og félaga þeirra, hinum til hjálpar. Þá tekur Mephismon alla í hluta stafræna heimsins sem hann bjó sjálfur til. Þar berjast Digimonarnir við hann. Þegar það virðist að Mephismon væri sigraður þróast hann í Galfmon. Þó tapar hann í lokin. En ekki fyrr en að Shiisamon særist banasári. Í ljós kemur að hann var lækningin og hann eyddi öllum vírusunum þegar hann leystist upp og skildi þar með Minami eftir grátandi.
[breyta] Runaway Digimon Express
Bousou Dejimon Tokkyuu - Nokkrum mánuðum eftir lok þriðju seríunnar tekur þessi mynd við.
- Söguþráður:
Krakkarnir eru sameinaðir aftur við Digimonana sína og þurfa að stöðva lesta Digimona, Locomon, sem fer um alla borgina á teinunum og geta því venjulegar lestir ekki keyrt. Eftir að Growmon mistekst að stöðva Locomon stekkur Takato á lesta Digimonan. Ruki og Renamon komast einnig á lestina og saman reyna þau að stöðva hana að innan. En eitthvað heilaþvær Ruki og ræðst hún á hina. Renamon dettur af lestinni og Takato flýr á þakið. Ruki eltir hann og sýnir þar Digimoninn sig er stýrir Ruki. Það er Parasimon sem reynir að henda Takato af þakinu. En Guilmon, sem komst líka á lestina, leysir Ruki úr álögunum en dettur hún næstum því ofan af lestinni. Takato grípur í hana og á þeirri stundu þróast Locomon í Grand Locomon og eykur hraðann. Í ljós kemur að Parasimon stýrir hann líka og stýra þau í áttina að hliði í stafræna heiminn. Takato og Guilmon breytast saman í Dukemon og drepa Parasimon. En áður en það deyr sendir það eitthvað gegnum hliðið og á næsta augnabliki koma margir Parasimon úr hliðinu og ráðast á borgina. Ruki og Renamon þróast þá í Sakuyamon og Jenrya og Terriermon, sem bæst hafa í hópinn, í Saint Galgomon. Einnig kemur Justimon, er samanstendur af Ryo og Cyberdramon, til hjálpar. Saman berjast þau gegn Parasimon herinn og þegar Dukemon fer í Crimson útgáfu vinna þau bardagann og eyða Parasimonunum. Locomon leysist úr álögununum og fer aftur í stafræna heiminn. Myndin endar með veislu handa Ruki og lagi, sem hún syngur.
[breyta] Revival of the Ancient Digimon
Kodai Dejimon Fukkatsu - Þessi mynd gerist í miðri fjórðu seríunnar.
- Söguþráður:
Krakkarnir lenda í bardaga milli mannalíkum Digimonum og dýralíkum Digimonum og tína hvern öðru. Takuya, Junpei, Tomoki, Bokomon og Neemon lenda hjá mannalíkum Digimonunum en Kouji og Izumi lenda í þorpi dýralíka Digimonanna. Bæði þorpin eru í stríði við hvern öðru og ýta leiðtogar þeirra, d'Arcmon og Hippo Gryphomon, stríðið mjög hart áfram. Meðan krakkarnir eru þar er ráðist á bæði þorpin og þurfa þau verða vitni um hörmung þessara bardaga. Takuya og hópur hans hitta Kotemon og leiðir hann þau til Kouji og Izumi sem hittu Bearmon. Í ljós kemur að Kotemon og Bearmon eru vinir þó að eldri Digimonarnir banni það. Þeir leiða börnin að gömlu hellisbyggingu þar sem mynd af stórum fugli, Ornismon, sést. Einnig eru áletranir á veggjunum sem Bokomon reynir að lesa. En veggurinn er gamall og hefur stór hluti þess hrunið til jarðar. Þegar hópurinn er kominn úr hellinum ráðast þar nokkrir Digimonar á hvort annað. Takuya breytist í Agnimon, sem er mannalíkt og Kouji í Garmmon, sem er dýralíkt til að stöðva þau. Þau hætta að berjast og mannlíku Digimonarnir taka Kotemon og dýralíkir Digimonarnir taka Bearmon með sér og banna þeim að hittast aftur.
Um nóttu til hefst annar bardagi og er Takuya í mannalíkum hernum en Kouji í dýralíkum hernum. Orrustan reynist mjög hörð og hryggjast strákarnir tveir af grimmd hennar. Takuya breytist í Vritramon, sem er dýralíkur Digimoni og Kouji í Wolfmon sem er mannalíkur, til mikillar furða báða herja og reyna að stöðva átökin. Á meðan á þessu stendur eru Kotemon, Bearmon, Izumi, Junpei og Tomoki í hellinum og reyna að púsla vegginn saman. Þannig komast þau að því að Ornismon er ekki guð heldur frekar ári er var sigraður af fornum Digimonunum Ancient Greymon og Ancient Garurumon. Þó vantar einn hluti af veggnum og leggja Izumi og Junpei af stað að finna hann. Nálægt orrustuvellinum vitna þau hvernig d'Arcmon breytist í Hippo Gryphomon sem þýðir að leiðtogar báða liða er sama persónan. Izumi breytist í Fairymon og Junpei í Blitzmon til að skíra Digimonunum frá því er þau höfðu séð. Nú þegar allir vita sannleikann skírir d'Arcmon frá áætlun sinni: Að nota Digiegg látna Digimonanna til að safna nógu miklu afli til að geta endurreist ára Digimonann, Ornismon. Áður en hægt væri að stöðva hann hefur hann þegar vakið upp þann fugl, breyttist sjálfur í Murmuxmon og gerðist kappi þessa ógurlegu skepnu. Tomoki breytist í Chakkumon og reyna krakkarnir fimm að stöðva ára parið án árangurs. En þegar Ornismon banar Kotemon lifga harmakvein Bearmons Ancient Greymon og Ancient Garurumon við. Með hjálp Digimonanna úr báðum liðum tekst krökkunum að sigra Murmuxmon. Og Ancient Greymon og Ancient Garurumon tortíma fuglinum enn á ný. Þegar bardaganum er lokið ríkur friður milli mannalíka og dýralíka Digimonanna.
[breyta] Digital Monster X-evolution
Mynd þessi er byggt á söguþræði Digimon Chronicle en þó eru engin menn í henni. Hún er gerð eingöngu í tölvunni og er þar með CG mynd.
- Söguþráður:
Stafræni heimurinn er að nálgast endalokin. 98 prósent allra Digimona hefur verið eytt og eru ekki margir eftir. Sumir Digimonar hafa þróast og fengið svokallað X-antibody sem Þýðir að þau geta ekki verið eytt af Yggdrasil. Þessir Digimonar eru hataðir og hundeltir. Sumir reyna að drepa þau til að hlaða X-antibody þeirra. Yggdrasil hefur sent út konunglega riddarana til að eyða þessum sérstökum X Digimonum svo að hann geti uppfyllt áætlun sína.
DORUmon hefur fæðst með slíkan antibody í þennan heim. Hann er aleinn og hataður. Þar til hann hittir War Greymon X er felur honum Digimona barnið, Tokomon, sem hann á að passa þar til þeir hittast aftur. Einn dag vitna þau DORUmon og Tokumon hvernig Omegamon, einn af konunglegu riddurunum, eyðir heilan her uppreisnarmanna með einu skoti. Hann verður var við litlu Digimonin tvö og kemur að þeim. Til að verja Tokomon ræðst DORUmon á Omegamon og einnig Tokomon. Þau hafa enga möguleika á að vinna en þó koma þau aftur og aftur að honum, honum til furða. Þegar hann ætlar að höggva að þeim koma Metal Garurumon X og War Greymon X þeim til björgunar og takast á við Omegamon. Mikill bardagi hefst milli þeirra þrjú ofuröfluga Digimona. Þegar Omegamon gerir öfluga árás kastast Metal Garurumon X yfir DORUmon og Tokomon til að bjarga þeim og deyr þar, eftir að hann gefur X-antibody sinn Tokomon, er verður að Tokomon X. DORUmon öskrar hátt upp út af þessum hörmungi og þróast í DORUgamon og ræðst jafn óðum á andstæðinginn. Áður en Omegamon kemst að þeim stöðvar Dukemon, annar konunglegur riddari, bardagan og tilkynnir að hann mun svíkja Yggdrasil. Omegamon, sem er góður vinur Dukemons, er særður í hjartastað og yfirgefur svæðið. Skömmu síðar standa þeir tveir sem andstæðingar móti hvert öðru og Dukemon banast en hverfur einhvert. Furðu lostinn og með sundurtætt hjarta snýr hann aftur til Yggdrasils.
Seinna kemur fram enn annar konunglegur ridddari, Magnamon, sem handtekur DORUgamon og færir hann Yggdrasil. Í ljós kemur að DORUmon er í raun ekki alvöru Digimoni heldur var hann skapaður af Yggdrasil og settur inn í þann heim. Nú tekur Yggdrasil gögn DORUgamons til að búa til fleiri Digimona og er hann þá settur laus í heiminn á ný. Hann er fundinn meðvitundarlaus af uppreisnarmönnum og færður í leynibúðir þeirra sem eru í löngum hellisgöngum. Yggdrasil sendir nú þúsunda þeirra nýju skepna er hann bjó til út til að útrýma öllum Digimonum. Skepnurnar eru svart rauð hvítir drekar og líta þær allar eins út. Skömmu eftir ráðast þær á einn innganginn leynibúðanna og brýst út mikill bardagi er uppreisnarmennirnir reyna að komast út úr öðrum endanum. Þá byrtist Metal Garurumon X, sem hefur öðlast nýtt líf á einhvern hátt og ræðst á skepnurnar til að gefa hinum Digimonunum tíma til að flýja. En þegar þau fyrstu komast að hinum endanum sjá þau að þar er einnig allt fullt af þessum skepnum og virðist allt útgangslaust. En loks kemst War Greymon X á staðinn og hefst nú einnig mikill bardagi á þeim enda af hellinum. Nú komust allir í gegnum hellinn, einnig Wizarmon, sem hefur borið meðvitundalausan DORUgamon allan tíman og Metal Garurumon X. Loks vaknar DORUgamon þegar þau, Tokomon X, hittast aftur. Nú hryggist hann yfir bardagann í kringum sig og þróast í DORUgremon. Til furða allra er horfðu á og honum sjálfum til mikillar skelfingar lítur DORUgremon næstum alveg eins út og skepnurnar. Enda hefur Yggdrasil notað gögnin hans til að búa þau til. Hann ræðst þó á skepnurnar og vekur það enn meiri furða hjá uppreisnarmönnunum. Á þeirri stundu koma fleiri þúsundir skepna til að bætast í slagið. Þá birtist Dukemon, sem hlotið hefur X-antibody í gagnageiminum og er nú Dukemon X, til að stöðva þau. Meðan hann berst við skepnurnar leiða War Greymon X og Metal Garurumon X hina Digimonana burt. Dukemon X opnar hlið fyrir DORUgremon til Yggdrasils.
Áður en DORUgremon kemst til Yggdrasils verður hann að sigra Omegamon. En hann vill ekki berjast þó að Omegamon heldur áfram árásum sínum. DORUgremon þróast nú í Alphamon sem er foringi konunglega riddaranna. Omegamon gengur til liðs við hann þrátt fyrir aðvörunarorð Magnamons. Þegar Alphamon og Omegamon setja fót í veröld Yggdrasils byrjar sá að leysa upp stafræna heiminn. Í þessari veröld hitta þau á Death-X DORUghoramon er ræðst á konunglega riddarana. Þegar Alphamon skýtur hann virðist hann vera eyddur en breytist þó í Death-X-mon þegar þeir eru farnir á næsta stigið. Alphamon, sem hefur farið í Ultimate War Blade King Dragon Sword útfærslu og Omegamon eru komnir að kjarna Yggdrasils og átala hann. En hann kýs að svara ei. Þegar þau ráðast á Yggdrasil birtist Death-X-mon til að verja hann. Alphamon hefur komist að því að Death-X-mon og hann eru eitt. Tvær hliðir sama hluts. Þá notar hann sverð sitt til að vígja sjálfan sig, Death-X-mon og kjarna Yggdrasils í sama höggi. Alphamon og Death-X-mon renna saman og verða aftur að DORUmon. Omegamon höggvar Yggdrasil endanlega. Úr stafræna heiminum, sem eytt hefur verið myndast nýr heimur þar sem Digimonarnir geta lifað. Að myndinni loknu eru DORUmon og Tokomon X sameinaðir á ný.
[breyta] Ameríska myndin
Digimon The Movie var birt október 2000 af Fox Kids og 20th Century Fox. Hún samanstendur af fyrstu þremur myndunum, Digimon Adventure, Our War Game og Digimon Hurricane Touchdown!! Supreme Evolution!! The Golden Digimentals, sem voru klipptar og breyttar þannig að söguþráðurinn er ekki sá sami og í upprunalegu myndunum. Margir Digimon aðdáendur voru mjög ósáttir við þessa útgáfu.
- Breytingar:
- Nöfnum krakkana og suma Digimonana hefur verið breytt eins og í seríunum.
- Sumum senum hefur verið klippt úr. Til dæmis þegar faðir Taichis og Hikaris kom drukkinn heim í fyrstu myndinni. Og einnig öllum senum með krökkunum sem hurfu í þriðju myndinni.
- Söguþráðinum hefur verið breytt þannig að myndirnar passa betra saman. Sem sagt Diaboromon og Wendimon voru stýrðir af sama vírus sem Magnamon og Rapidmon þurftu að eyða.
[breyta] Anime seríur
[breyta] Adventure
Digimon Adventure er nafn fyrstu seríunnar sem gerð var um Digimon. Hún inniheldur 54 þætti og var sá fyrsti sýnd 7. Mars 1999 á Fuji TV. Serían átti í byrjuninni erfitt með að fá marga áhorfendur en þó varð hún mjög vinsæl nokkurn tímann eftir.
- Söguþráður:
Sjö krakkar, Taichi, Yamato, Takeru, Sora, Mimi, Koushiro og Jou eru í útilegu. En veðrið hagar sér underlega á öllum hnettinum og eru fjöllin, þar sem þau eru, engin undantekning. Mikill snjóstormur skellur á og norðurljósið sést á himninum. Það er ómugulegt atbæri fyrir svo sunnanlegt land og Japan, því undrast krakkarnir yfir þessu. Allt í einu birtast skrítin tæki, Digivicein og fær hver eitt. Þá verða þau dregin á eyju í stafræna heiminum. Þar hitta þau hver sinn Digimon félaga.
Fyrsta raunin lætur ekki lengi bíða eftir sér. Stór pöddu Digimoni, Kuwagamon, ræðst á krakkana og félaga þeirra. Til að vernda krakkana þróast Digimonarnir á næsta stigið. Þó er það gagnslaust, því að Kuwagamon er of öflugt. Krakkarnir og Digimonar þeirra hrapa í ána fyrir neðan. Óviss um hvað þau ættu að gera ákveða þau að fylgja ánni. Loks koma þau að sjóninn og hvíla sig þar. Þá ræðst næsti Digimoninn á þau, Shellmon. Agumon, félagi Taichis, þróast í Greymon og nær að senda skelja Digimonan út á sjó. Þá þróast Greymon aftur í Agumon, því að honum skortir orkuna að vera alltaf á svo háu þróunarstigi. Þegar það tekur að dimma ætla krakkarnir að sofa í götulest, sem þau fundu hjá tjörn einni. Bara Taichi, Agumon og Yamato eru vakandi þegar næsta ógnin ræðst á þreyttu krakkana. Í þetta sinn þróast Gabumon í Garurumon þegar sæskrímslið, Seadramon, nær Yamato, félaga Gabumons, og kreistir hann nánast meðvitundalausan. Garurumon tekst þó að sigra skrímslið og bjarga félaga sinn.
Einn dag kemur hópurinn að Pyokomon þorpi. Meramon, verndar Digimoni fjallsinns nálægt þorpinu, tryllist og ræðst á það. Þróast þá Piyomon, félagi hennar Soru, í Birdramon og sigrar hann. Svart tannhjól kemur út úr honum og leysist upp. Seinna kemur hópurinn auga á verksmiðju. Þau fara inn til að kanna hana og finna út að allt sem er sett saman þar er tekið í sundur aftur. Einnig komast þau að því að orkan sem verksmiðjan notar er búin til með forriti sem er skrifað á vegg. Þá ræðst Andromon, vélmenna Digimoni á þau. Með hjálp forritsins tekst Tentomon, félaga Koushiros, að þróast í Kabuterimon. Hann ræðst á veikan blett Andromons, lærið hanns. Þar kemur annað svart tannhjól í ljós og leysist upp. Andromon verður að góðum Digimona aftur eins og það var með Meramon. Krakkarnir hitta á ferðum sínum fleirum og fleirum tannhjóla Digimonum. Þannig þarf Palmon, félagi Mimiar, að þróast í Togemon til að sigrast á Monzaemon og Gomamon, félagi Jous, í Ikkakumon til að sigra Unimon.
Hópurinn hefur klifrað upp á bjarg eilífðarinnar í von um að finna leið til baka á jörðina. En þar ráðast Leomon, sem er tannhjóla Digimoni og Ogremon á þau. Krakkarnir sleppa ósködduð og komast að húsi þar sem matur og bað eru tilbúin þó að enginn er heima. Þegar þau fara að hátta birtist illi Digimoninn, Devimon og einnig Leomon og Ogremon til að drepa þau í svefni. En Taichi og Agumon voru vakandi og með ljós Digiviceins síns tekst honum að leysa Leomon úr álögunum í skamma stund. Devimon, sem er áttaviltur lætur krakkana dreyfast á eyjunni sem splundraðist í marga hluta. Hver hluti eyjunnar stýrir út á sjóinn, fylltur af svörtum tannhjólum, ætluð Digimonunum við hin enda sjósins.
Krakkarnir eru nú einir með félögum sínum og reyna að finna hvorn annan aftur. Taichi og Agumon hitta Yamato og Gabumon. Jou og Gomamon hitta Sora og Piyomon. Og Mimi og Palmon hitta Koushiro og Tentomon. Takeru og Patamon eru einir og skelfdir. Þau ferðast um hluta eyjunnar, þar sem þau lentu og koma að bæ birjunarinnar, staður þar sem allir Digimonar, er létu lífið, endurfæðast sem Digiegg. Elecmon er vættir bæjarins og leyfir þeim ekki að koma nálægt Digimon börnunum. En að lokum verða þau vinir og ætla að finna veg til að setja eyjunna saman aftur. Þá birtast Leomon, sem er sýrður af Devimon aftur og Ogremon og ætla að drepa þau. Nú loks koma Taichi og Yamato þeim til hjálpar og leysa Leomon úr álögum á ný. Hann segir þeim frá sögninni um hin kosnu börn og útskírir þeim að eina leiðin til að komast heim er að sigra myrkuröflin, sem herja á stafræna heiminn.
[breyta] Goðsagnir
Höfundar Digimons notast mikið við táknfræði og goðsagnir til að byggja upp sögurnar. Tákn eins og litir, frumefni eða eiginleikar eru notuð í öllum seríunnum og myndum.
Til dæmis er aðal Digimoninn í fyrstu þáttaröðinni gulur, í annari blár og í þriðju þáttaröðinni rauður, sem eru grunnlitirnir. Einnig eru skjaldamerkin í fyrstu seríunni upprunalega sjö, eins mörg og skjaldamerki áranna sjö.
Goðsagnir margra trúarbragða eru notuð í Digimon. Til dæmis úr kaþólsku trúnni eru teknar dauðasyndirnar sjö og er hver tengd við illan Digimona.
Heilagar skepnur úr kínversku stjörnufræðinni eru notaðar sem vættir stafræna heimsins. Þjónar þeirra Digimona kallast Deva. Þeir eru byggðir á guðum í hindúisma og jaínisma og eru þeir líka til í búddisma, þó að þar séu þeir ekki guðir. Þeir eru góðir fyrir nokkra, en illir fyrir aðra.
Í norrænum sögnum er Yggdrasil kjarni jarðar og lífsins tré. Í Digimon bar aðaltölvan sama nafnið því að hún var kjarni stafræna heimsins og gaf Digimonunum líf. Einnig hefur Blitzmon árás, sem heitir Mjölnir Thunder, þýtt á þýsku sem hamar Þórs.
[breyta] Sköpun heimsins
- Menn hafa skapað fyrstu Digimonana. Þau voru mjög einfaldir í þá daga en þeim var gefin gervigreind. Verkefninu lauk og þessum Digimonum var gleymt. Digimonarnir höfðu náttúrlegan óvin, forrit, sem eyðir öllu, er þróast án yfirlit mannana. Þessi óvinur hvarf út fyrir stafræna heiminn. Það gaf Digimonunum tækifærið að þróast í netkerfum jarðarinnar. Og því meira sem þau breyttust, þróaðist einnig heimurinn, er þau lifðu í. Það kom lag eftir lag og mörg svæði urðu til. Þar á meðal Myrkra svæðið þar sem GranDracmon drottnar.
[breyta] Konunglegu riddararnir
- Til að halda jafnvæginu í stafræna heiminum útnefndi Imperialdramon Paladin útfærsla þrettán konunglega riddara. Hin þekktustu eru Omegamon og Dukemon. Foringi konunglegu riddaranna er Alphamon sem hefur tóma sætið. Hann birtist bara mjög sjaldan í skamma stund. Hingað til hafa konunglegu riddararnir aldrei sést í fullri tölu. Riddararnir berjast ekki alltaf fyrir hið góða heldur frekar það, sem þau halda að sé rétti málstaðurinn.
[breyta] Deva
- Deva eru þjónar vætta stafræna heimsins. Þeir eru tólf að tölu: Mihiramon tígrisdýrið, Santiramon snákurinn, Shinduramon haninn, Pajiramon sauðurinn, Vajiramon Uxinn, Indaramon hesturinn, Kunbiramon rottan, Vikararamon svínið, Makuramon apinn, Majiramon drekinn, Chatsuramon hundurinn og Antiramon hérinn.
-
- Uppruni:
- Devar þessir eru byggðir á indverskri goðsögn um tólf Deva eða Yaksha, sem vörðu Bhaisajyaguru.
- Útlit þeirra í Digimon eru byggð á kínverskum stjörnumerkjunum.
[breyta] Árarnir sjö
- Í stafræna heiminum urðu til sjö árar sem standa fyrir dauðasyndirnar sjö. Sumir þeirra eru fallnir engla Digimonar. Árarnir eru: Lucemon Falldown útfærsla, sem stendur fyrir dramb, Leviamon, sem stendur fyrir öfund, Demon, sem stendur fyrir reiði, Belphemon, sem stendur fyrir leti, Barbamon, sem stendur fyrir græðgi, Beelzebumon, sem stendur fyrir ofát og Lilithmon, sem stendur fyrir losta. Hver áranna hefur sitt skjaldamerki. Einnig eru til fleiri Digimonar, sem nota titilinn Ári eða Áradrottinn, en tilheira þau þó ekki þessum hóp.
-
- Nöfnin
- Digimonarnir voru nefnd eftir nokkrum dríslum úr kristni og gyðingatrú.
[breyta] Hinir tíu fornu stríðsmenn
- Til forna ríkti stríð milli mannalíka og dýralíka Digimonanna. Engla Digimoninn Lucemon færði frið í heiminn og setti sjálfa sig sem drottnara yfir hann. En máttur og dramb hennar varð henni að falli. Hún var orðin ein af árum stafræna heimsins. Þá risu upp tíu Digimonar, sem börðust við hana og innsigluðu hana í kjarna heimsins. Þeir voru Ancient Greymon af eldinum, Ancient Garurumom af ljósinu, Ancient Irismon af vindinum, Ancient Megatheriumon af ísnum, Ancient Beetmon af eldingunni, Ancient Sphinxmon af myrkrinu, Ancient Wisemon af málminum, Ancient Mermaimon af vatninu, Ancient Troiamon af timbrinu og Ancient Volcamon af moldinni. Þegar þessi fornu Digimonar létust eftirlétu þau sálir sínar þjóðsagnalegum Digimonunum.
[breyta] Ríki englanna
- Eftir að Lucemon var innsigluð voru þrjú engla Digimonar settir í konungsstað. Seraphimon, Ophanimon og Cherubimon. Þau ríktu í réttlæti yfir stafræna heiminn. En út af því að Cherubimon var dýralíkur Digimoni en hin tvö mannalík fannst henni hún vera skilin útundan. Lucemon notfærði sér þessar tilfinningar til að hagræða Cherubimon. Undir áhrifum þess ára byrjaði hún styrjöld milli dýralíkum og mannalíkum Digimonum. Hún skaut Seraphimon og innsiglaði hana og tók Ophanimon sem fanga. Eftir lok stríðsins byrjaði hún að safna gögnum til að brjóta innsiglið, er heldur Lucemon.
[breyta] Heilögu skepnurnar
- Fjórir Digimonar eru vættir stafræna heimsins. Xuanwumon er vættur norðurs, Zhuqiaomon er vættur suðurs, Qinglongmon er vættur austurs og Baihumon er vættur vesturs. Þau hlýða Digimon drekanum Huanglongmon, sem er vættur hjarta stafræna heimsins. Vættirnir fjórir voru innsiglaðir af myrkradrottnurunum. Aðeins hin kosnu börn gátu frelsað vættina.
-
- Uppruni
- Í kínversku stjörnufræðinni eru himinhornin kölluð Qinglong, sem þýðir blár dreki, Zhu Que, sem þýðir rauður fugl, Bai-hu, sem þýðir hvítt tígrisdýr og Xuanwu, sem þýðir svört skjaldbaka. Þau eru þekkt sem Ssu Ling. Fushigi Yūgi er byggt á sömu goðsögninni.
-
- Í Japan eru þessar fjórar skepnur vættirn Kyotos. Byggð voru mörg musteri þeim til handa.
[breyta] Myrkradrottnarnir
- Fjórir Digimonar hafa hrifsað völdin í stafræna heiminum að sér. Þau eru Piemon, meistari skugganna, Mugendramon, meistari vélanna, Pinocchimon, meistari skógana og Metal Seadramon, meistari hafsins. Forringi þeirra er Apocalymon, meistari myrkursins. Myrkradrottnarnir innsigluðu heilögu skepnurnar. Aðeins hin kosnu börn gátu bugað drottnarana.
[breyta] Hin kosnu börn
- Fyrir löngu síðan hefur myrkrið komist í stafræna heiminn gegnum eldvegginn. Krakkar nokkrir, er komu frá jörðinni, og Digimona félagar þeirra hafa barist við myrkrið og sigrað það. Hver krakkanna hafði eitt Digivice með sér, sem leyfði félögum þeirra að þróast. Sögnin segir að myrkrið myndi koma aftur og þá munu hin kosnu börn einnig koma, sem eiga Digivicein.
[breyta] Deiling stafræna heimsins
- Öflugur Digimoni, Millenniumon, hefur máttinn til að deila stafræna heiminn upp í mismunandi veruleika, sem eru mjög líkir en þó öðruvísi á einhvern hátt. Ekki er vitað hvort að þessi deiling hefur áhrif á jörðina sjáfa; hvort að hún deilist með. Mjög fáir hafa hæfileikann til að ferðast milli þessara veruleika. Fyrir utan Millenniumon sjálfan gátu Ryo og Monodramon komist á milli, því að Ryo og Millenniumon hafa sérstakt samband.