Dyrhólahreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dyrhólahreppur var hreppur sunnan Mýrdalsjökuls, vestast í Vestur-Skaftafellssýslu, kenndur við bæinn Dyrhóla.

Upphaflega náði hreppurinn frá Jökulsá á Sólheimasandi í vestri að Blautukvísl á Mýrdalssandi í austri, en árið 1887 var honum skipt í tvennt. Hét vestari hlutinn áfram Dyrhólahreppur en sá eystri Hvammshreppur. Lágu mörk hreppanna um Dyrhólaós, Brandslæk og Búrfell. Hrepparnir tveir sameinuðust á ný 1. janúar 1984, þá undir nafninu Mýrdalshreppur.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana