Vasco da Gama

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vasco da Gama.
Enlarge
Vasco da Gama.

Vasco da Gama ( – 24. desember 1524) var portúgalskur landkönnuður sem fyrstur fann sjóleiðina austur um Afríku til Indlands og Kína, og ruddi brautina fyrir landvinninga og áhrif Portúgala á Indlandshafi. Hann var sendur af Emanúel I af Portúgal til að reyna að finna beina leið að hinum verðmætu mörkuðum Asíu og finna kristna menn sem sagt var að byggju í Austurlöndum fjær.

Vasco fór þrjár ferðir til Indlands 1497, 1502 og 1524, kom þar upp verslunarstöðvum og gerði samninga við höfðingja á þeim stöðum sem hann kom, sem áttu að tryggja Portúgölum aðgang að versluninni. Fram að þeim tíma höfðu arabar setið einir að verslun við Evrópu. Hann lést í síðustu ferð sinni, stuttu eftir að hann kom að landi í Kalkútta.

Ferðir Vasco da Gama leiddu einnig til þess að Portúgalar tóku að koma sér upp föstum bækistöðvum á ströndum Afríku.


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það