Járnsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Járnsíða var lögbók sem Magnús lagabætir Noregskonungur lét semja handa Íslendingum. Hún var lögtekin 1271-1274 og gömlu þjóðveldislögin, Grágás, voru felld úr gildi.

Meginuppistaða Járnsíðu var sótt í norsk lög. Efni bókarinnar þótti ekki henta Íslendingum og aðstæðum þeirra þannig að á endanum lét Magnús konungur semja nýja bók, Jónsbók, sem var lögtekin 1281 og var í notkun í heild sinni fram á 18. öld.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.