Amsterdam

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Amstelá að nóttu.Koppelaar
Enlarge
Amstelá að nóttu.
Koppelaar

Amsterdam er höfuðborg Hollands, þó ekki stjórnsýsluleg höfuðborg þar sem að ríkisstjórnin situr í Haag. Borgin er þekkt fyrir síki sín og frjálsræði varðandi vændi og fíkniefnaneyslu, hvort tveggja er áberandi í Rauða hverfinu. Algengur misskilningur er að hass sé þar löglegt en raunin er að sala og neysla þess er látin afskiptalaus á meðan hún fer fram inni á svokölluðum „Coffee shops“.