Tímalína Harry Potter bókanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipedia. Skoðaðu sýnigreinina og nafnavenjurnar til að bæta hana.
  • 382 f.Kr. - Ollivanders koma inn á markaðinn sem seljendur töfrasprota.
  • 962 e.Kr - Frumstæðir kústar eru í fyrsta sinn notaðir til flutninga.
  • 1000 - Galdraskólinn Hogwarts er stofnaður af stofnendunum fjórum; Godric Gryffindor, Helgu Hufflepuff, Rowena Ravenclaw og Salazar Slytherin.
  • 1294 - Þrígaldraleikarnir eru haldnir í fyrsta sinn. Þeim er síðar hætt (ekki er vitað hvenær) vegna þess hve há dauðatíðni er orðin meðal keppenda.
  • 1325 - Nicolas Flamel fæðist.
  • 1473 - Heimsmeistarakeppni í Quidditch haldin í fyrsta sinn.
  • 1847 - Phineas Nigellus Black fæðist.
  • 1891 - Albus Dumbledore byrjar sem kennari við Hogwarts.
  • 1908 - Merope Gaunt fæðist.
  • 1918 - Newt Scamander er beðinn um að skrifa bók um galdraskepnur af Obscurus books.
  • 1925 - Seint í ágúst eða snemma í september ræðst Morfin Gaunt á Tom Riddle. Bob Odgen ferðast til heimilis þeirra til að boða Morfin fyrir rétt. Faðir Morfins, Marvolo, ræðst á dóttur sína Merope fyrir að hrífast af Riddle. Morfin og Marvolo eru handteknir.

Hjónin Arcturus Black og Melania Macmillan eignast dótturina Lucretia Black

Hjónin Pollux Black og Irma Crabbe eignast dótturina Walburga Black.

Minerva McGonagall fæðist.

  • 1926 - Stuttu fyrir fæðingu Toms Riddle yngri (Voldemorts), yfirgefur faðir hans (Tom Riddle eldri) konuna sína (nornina Merope Gaunt) og hún deyr svo klukkustund eftir fæðinguna. Riddle er alinn upp á munaðarleysingjahæli.

Phineas Nigellus Black deyr.

  • 1927 - Fantastic Beast and Where to Find Them er gefin út í fyrstu prentun
  • 1928 - Rubeus Hagrid fæðist.
  • 1929 - Hjónin Arcturus Black og Melania Macmillan eignast Orion Black.
  • 1938 - Tom Riddle byrjar í Hogwarts. Cygnus Black fæðist hjónunum Pollux Black og Irma Crabbe
  • 1940 - Rubeus Hagrid byrjar í Hogwarts.
  • 1943 - Tom Riddle (Voldemort) opnar leyniklefann og basilíuslangan drepur stúlku sem seinna varð draugurinn Vala Væluskjóða þann 13. júní. Tom Riddle kennir Rubeus Hagrid um árásirnar.
  • 1944 - Tom Riddle (Voldemort) myrðir föður sinn og foreldra hans og kennir frænda sínum Morfin Gaunt um morðin.
  • 1945 - Dumbledore sigrar illa galdramanninn Grindelwald sem er talið að hafi látið lífið í þeim bardaga.

Tom Riddle (Voldemort) úskrifast úr Hogwarts. Hann reynir ítrekað að fá stöðu kennara við Hogwarts, en Armando Dippet, þáverandi skólastjóri, hafnar honum. Hann er í staðinn ráðinn hjá Borgin og Burkins.

  • 1946 - Riddle stelur minjagrip um stofnanda Hogwarts, Salazar Slytherin, og mögulega Helgu Hufflepuff líka og hverfur eftir það.
  • 1951 - Bellatrix Black fæðist hjónunum Cygnus Black og Druella Rosier.

Rita Skeeter fæðist.

  • 1953 - Hjónin Cygnus Black og Druella Rosier eignast Andromedu Black.
  • 1954 - Lucius Malfoy fæðist
  • 1955 - Narcissa Black fæðist hjónunum Cygnus Black og Druella Rosier
  • 1955-1959 - Bertha Jorkins fæðist
  • 1956 - Minerva McGonagall byrjar í desember sem kennari í Hogwarts. Tom Riddle sækir um stöðu kennara í vörnum gegn myrku öflunum, en Dumbledore, þá orðinn skólastjóri, hafnar honum. Tom Riddle er þá þegar farinn að kalla sjálfan sig Voldemort og Drápararnir eru orðnir til.
  • 1958 - 9. janúar eignast hjónin Tobias Snae og Eileen Prince soninn Severus Snape.

Þann 10. mars fæðist Remus Lupin.

Lily Evans fæðist.

Sirius Black fæðist hjónunum og frændsystkinunum Orion Black og Walburga Black.

Peter Pettigrew fæðist.

James Potter fæðist.

  • 1961 - Regulus Black fæðist (bróðir Siriusar)
  • 1962 - Bartemius Crouch yngri fæðist hjónunum Bartemius Crouch eldri og konu hans
  • 1969 - Arthur Weasley og Molly Prewett trúlofa sig og giftast.

James Potter, Lily Evans, Sirius Black, Remus Lupin, Peter Pettigrew og Severus Snape byrja skólagöngu sína í Hogwarts.

  • 1970 - 29. nóvemer fæðist Bill Weasley
  • 1972 - 12. desember fæðist Charlie Weasley.
  • 1973 - Nymphadora Tonks fæðist hjónunum Ted Tonks og Andromeda Black
  • 1975 - Stan Shunpike fæðist
  • 1976 - 22. ágúst fæðist Percy Weasley
  • 1977 - Cedric Diggory fæðist Amos Diggory og eiginkonu hans. Viktor Krum fæðist. Fleur Delacour fæðist.
  • 1978 - 1. apríl fæðast Fred og George Weasley
  • 1979 - Sybill Trelawney spáir fyrir um fall Voldemorts og er ráðin sem kennari í spádómum við Hogwarts.

19. september fæðist Hermione Granger.

Regulus Black er myrtur.

Cho Chang fæðist.

Orion Black deyr.

  • 1980 1. mars fæðist Ronald Bilius Weasley.

5. júní fæðist Draco Malfoy.

Í júní fæðist Dudley Dursley.

30. júlí fæðist Neville Longbottom.

31. júlí fæðist Harry James Potter.

  • 1981 - 11. ágúst fæðist Ginny Weasley.

Severus Snape er ráðinn sem Töfradrykkjakennari við Hogwarts.

31. október myrðir Voldemort Lily og James Potter en er sigraður af Harry. Harry er skilinn eftir með eldingarlaga ör og sendur til að búa hjá Dursley fjölskyldunni.

1. nóvember er Sirius Black handtekinn fyrir morðið á Peter Pettigrew, sem þá fer í felur.

Colin Creevey fæðist.

Luna Lovegood fæðist.

  • 1982 - Romilda Vane fæðist
  • 1983 - Dennis Creevey fæðist
  • 1985 - Walburga Black deyr
  • 1986 - Gabrielle Delacour fæðist
  • 1990 - Móðir Luna Lovegood deyr í slysi
  • 1991 - 1. september byrja Harry Potter, Ron Weasley og Hermione Granger í Hogwartsskóla
  • 1992 - Harry Potter kemur í veg fyrir áform Voldemorts um að ná viskusteininum. Ginny Weasly opnar leyniklefann undir áhrifum frá dagbók Toms Riddle.

Í júní deyr Professor Quirrell.

Nicolas Flamel og eiginkona hans Perenelle deyja eftir að viskusteininum hefur verið eytt.

Lucretia Black deyr.

Cygnus Black deyr.

  • 1993 - Harry Potter bjargar Ginny úr leyniklefanum og sigrar minningu Toms Riddle, um leið og hann eyðir fyrsta Helkrossinum sem falin var í dagbókinni.

Sirius Black flýr frá Azkaban.

  • 1994 - Prófessor Trelawney kemur með annan spádóm sinn.

6. júní kemst Harry Potter að sannleikanum um Sirius Black.

Peter Pettigrew flýr „handtöku“.

Í ágúst myrðir Voldemort Frank Bryce og um sumarið myrðir Voldemort Bertha Jorkins.

Írland vinnur heimsmeistarakeppnina í Quidditch.

Þrígaldraleikarnir eru haldnir í Hogwarts í fyrsta skipti í yfir öld.

  • 1995 - Með hjálp frá Peter Pettigrew nær Voldemort aftur fullum styrk.

24. júní myrðir Pettigrew (með töfrasprota Voldemorts) Cedric Diggory. Harry Potter berst við Voldemort og sleppur lifandi.

Fönixreglan er kölluð saman aftur af Dumbledore. Í maí myrðir Barty Crouch yngri föður sinn.

  • 1996 - Voldemort mistekst að ná aftur spádómnum frá galdramálaráðuneytinu, vegna afskipta Harry og vina hans. Sirius Black er myrtur í Galdramálaráðuneytinu.

Harry Potter fær að heyra fyrsta spádóm Trelawney og galdraheimurinn er loksins varaður við endurkomu Voldemorts.

Draco Malfoy undirbýr það verk að koma drápurum inn í Hogwart.

Albus Dumbledore eyðir öðrum Helkrossi frá Voldemort, sem falinn var í hring Marvolos Gaunt.

Um sumarið er Amelia Bones, myrt á fyrsta degi seinna stríðsins, líklegast af Lord Voldemort sjálfum. Um sumarið er Emmeline Vance, myrt af drápurum á fyrsta degi seinna stríðsins. Um sumarið er Igor Karkaroff myrtur af drápurum fyrir að hafa svikið þá.

  • 1997 - Albus Dumbledore er myrtur af Severus Snape í júní. Harry Potter ákveður að eyða síðustu fjórum Helkrossunum sem Voldemort hefur komið pörtum af sál sinni fyrir í.

Um vorið deyr risaköngulóin Aragog í hárri elli.