Spjall:Viðskiptabann Bandaríkjanna gegn Kúbu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ætti þessi grein ekki að heita Viðskiptabannið á Kúbu? Maður setur viðskiptabann á einhvern, en ekki við einhvern... --Akigka 23:57, 27 nóvember 2006 (UTC)

Velti þessu fyrir mér þegar skrifaði greinina. Mér finnst óneitanlega réttara að setja viðskiptabann á einhvern, en mér fannst hljóma undarlega að hafa viðskiptabann á einhvern (þ.e. eftir að búið er að setja það og það er komið í gildi). Svo ég bara gerðist graður og skellti inn því sem mér fannst hljóma best. Aðrar raddir eru mjög velkomnar. Koettur 00:03, 28 nóvember 2006 (UTC)
Mér þykir eðlilegast að hún heiti Viðskiptabann Bandaríkjanna gegn Kúbu. En svona er ég bara undarlega úr garði gerður...--Jabbi 09:18, 28 nóvember 2006 (UTC)
Mér finnst það hljóma ágætlega. Viðskiptabann gegn e-u gæti gengið. En viðskiptabann við e-ð merkir alla vega ekki neitt held ég. --Akigka 09:23, 28 nóvember 2006 (UTC)
Við nánari umhugsun hugsa ég að það sé alveg rétt að við sé vont. Koettur 10:41, 28 nóvember 2006 (UTC)