Spjall:Austurkirkjan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég fór að spá hvernig ætti að leysa nöfn hinna ýmsu greina austurkirkjunnar. Hún skiptist í fjórar megingreinar en tvær þeirra eru oftast kenndar við rétttrúað. Til aðskilnaðar er á ensku (og sumum öðrum málum, sem hafa tvö orð yfir fyrirbærið) talað um oriental og eastern, sem þýða náttúrulega bæði austræn. Stundum er sú sem á ensku er kölluð estern kölluð rússnesk eða grísk á íslensku. Þau nöfn eru þó bæði kolröng, ef eitthvað er hún býsönsk. Það er þó nær aldrei notað nema í sögulegu samhengi. Einn möguleiki er að tala um austurrétttrúnað og austrænan rétttrúnað, en það er alls ekki góð lausn að mínu mati. Veit einhver um góða leið sem þetta hefur verið gert á íslensku? Sjálfur minnist ég ekki að hafa nokkurstaðar lesið um þessar tvær rétttrúnaðarkirkjur samhliða á íslensku en það hlýtur að hafa verið gert einhversstaðar. Þetta er allavega eitthvað sem þarf að finna út úr áður en greinin um austurkirkjuna er skrifuð. --Sterio 00:47, 3 desember 2006 (UTC)