Sjómannaskólinn í Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjómannaskólahúsið séð frá Háteigsvegi
Enlarge
Sjómannaskólahúsið séð frá Háteigsvegi

Sjómannaskólinn í Reykjavík er bygging og skólasetur við Háteigsveig í Reykjavík. Þar var aðsetur Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands en 1. ágúst 2003 tók Menntafélagið ehf yfir rekstur þeirra skóla og heitir skólastofnunin núna Fjöltækniskóli Íslands. Stýrimannaskólinn í Reykjavík var stofnaður með lögum hinn 22. maí 1890 en skólinn tók til starfa haustið 1891.

Hús Sjómannaskólinn við Háteigsveg í Reykjavík var teiknað af Sigurði Guðmundssyni og Eiríki Einarssyni húsameisturum. Lagður var hornsteinn að byggingunni á sjómannadaginn 4. júní 1944 og var skólinn vígður árið 1945. Í blýhólki sem lagður var í hornsteininn liggja uppdrættir hússins og meginatriðin í byggingarsögu skólans skráð á skinn. Veðurstofan hafði aðsetur í skólanum til ársins 1973 en hluti Veðurstofunnar flutti á Reykjavíkurflugvöll í ársbyrjun 1950. Kennaraháskóli Íslands hafði hluta hússins til afnota um tíma.

[breyta] Heimildir