Spjall:Jean Charles de Menezes
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessa grein þarf að endurskoða með hliðsjón af því að hér eru tíundaðar lygar bresku lögreglunnar um atburði. Samkvæmt vitnisburði og myndum sem birtar hafa verið af líki Menezes var hann ekki í úlpu, hvað þá þykkri úlpu. Vitni segja að hann hafi ekki hlaupið undan lögreglunni. Og kannski eitthvað fleira. Við þurfum að fylgjast með niðurstöðum rannsókna, sem eru í gangi og endurskrifa greinina með hliðsjón af þeim. Það er samt allt í lagi að láta (fyrstu) sögu lögreglunnar fylgja með, svona til samanburðar.
- Rétt, þetta er skrifað daginn eftir þennan atburð og byggt á þeirri opinberu útgáfu af þessari sögu sem að lögreglan hefur haldið fram og margir (þar á meðal ég) trúðu í einhverjum barnaskap. Síðan þá hefur margt frekar truflandi komið fram og ég er að vinna í því núna að breyta þessu. --Bjarki Sigursveinsson 22. ágúst 2005 kl. 15:54 (UTC)
- Ég trúði þessu líka alveg og fannst vinnubrögð lögreglunnar bara góð. Þangað til kom í ljós að þeir hafa logið. Hverjum er þá að treysta? --213.190.107.34 22. ágúst 2005 kl. 16:03 (UTC)
Endurskoðaði þetta samkvæmt nýjustu upplýsingum og hafði eftirfarandi síður til hliðsjónar: [1], [2], [3]. Endilega farið yfir þetta, mér finnst frásögnin hjá mér pínu stirð. --Bjarki Sigursveinsson 22. ágúst 2005 kl. 18:29 (UTC)