Jónas Hallgrímsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jónas Hallgrímsson (16. nóvember 1807 að Hrauni í Öxnadal – 26. maí 1845 í Kaupmannahöfn) var íslenskt skáld og náttúrufræðingur. Hann var einn af stofnendum tímaritsins Fjölnis, þar sem hann var afkastamikill í sögu og ljóðagerð. Hann dó í Kaupmannahöfn árið 1845 vegna blóðeitrunar, sem stafaði af fótbroti sem hann hlaut við að detta niður stiga.
[breyta] Bein Jónasar
Bein Jónasar Hallgrímssonar voru flutt til Íslands frá Assisstentskirkjugarðinum í Kaupmannahöfn árið 1946. Það var iðnjöfur úr Mosfellssveit, Sigurjón Pétursson að nafni, kenndur við Álafoss, sem stóð mest fyrir því að fá bein Jónasar flutt heim. Sigurjón var mikill áhugamaður um Jónas og vildi hann grafa Jónas norður í Öxnadal, þaðan sem Jónas er ættaður.
Var Sigurjón búinn að standa í miklum rökræðum við fyrirmenn í ríkisstjórn, m.a. Ólaf Thors, þáverandi forsætisráðherra, og Jónas frá Hriflu, sem átti sæti í Þingvallanefnd. Ríkið taldi bein Jónasar vera þjóðareign og að bein hans skyldu grafin í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum, við hlið Einars Benediktssonar. En ríkið virtist ekki hafa peninga til að borga undir uppgröft beina Jónasar og flutning þeirra heim. Sigurjón greiddi fyrir meirihlutann, m.a. greiddi hann undir þjóðminjavörð, Matthías Þórðarson, svo hann kæmist út og gæti byrjað uppgröftinn. Það tók dágóðan tíma, því Matthías þurfti að grafa fyrst upp þá sem lágu ofan á Jónasi. Það voru hjón, sem voru jarðsett um aldamótin 1900 og feðgar jarðsettir 1975. En Jónas dó árið 1845.
Loks þegar bein Jónasar komu með Brúarfossi til landsins í október 1946, voru alþingismenn, þ.m.t. þeir sem Sigurjón hafði staðið í deilum við, fastir inni á þingi að setja lög um Keflavíkurflugvöll. Fannst mönnum þetta vera ansi skondið, að þegar ein mesta sjálfstæðisbaráttuhetja landans var að koma aftur heim, sat ríkistjórnin og seldi landið undan okkur aftur.
Sigurjón nýtti sér tækifærið, fyrst enginn úr Þingvallanefnd eða frá ríkinu var til að taka á móti beinunum, og ók beint norður í land með líkamsleifarnar. Hann ætlaði sér að láta grafa Jónas fyrir norðan, en varð ekki að ósk sinni. Prestar fyrir norðan neituðu að jarðsyngja hann, skv. fyrirskipunum að sunnan.
Að endingu stóð kista Jónasar í kirkjunni að Bakka í um viku áður en henni var ekið suður og var svo loks grafin í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum þann 16. nóvember 1946, en Jónas hafði fæðst 16. nóvember og er sá dagur Dagur íslenskrar tungu í dag.
Fróðlegt getur verið að lesa bókina "Ferðalok" eftir Jón Karl Helgason, en hann ritaði þessa skýrslu þegar bein Jónasar voru grafin upp aftur og send út til Danmerkur til DNA greiningar. Efasemdir höfðu þá verið uppi um hvort beinin væru í raun Jónasar.
[breyta] Tenglar
- http://www.mmedia.is/ggisl/jonashall.html
- http://www2.gardabaer.is/bokasafn/4bekkur24.htm
- http://www.simnet.is/gop/g_vinir/ferdir/Kpmh_ganga.htm
- http://www.hi.is/pub/tungumala/Forum/artiklerpaadansk/Forum2001/Jonashallgrimsson.htm
- http://www.library.wisc.edu/etext/Jonas/Island/Island.html
- http://www.library.wisc.edu/etext/Jonas/Jonas.html
- http://www.snerpa.is/net/kvaedi/jh-heiti.htm