1921
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár | |
Áratugir | |
Aldir | |
1921 var almennt ár sem byrjaði á laugardegi.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 3. júlí - Kristján X. stofnar Hina íslensku fálkaorðu.
- Kommúnistaflokkurinn er stofnaður í Kína.
- Insúlín er uppgötvað í Toronto.
- Konur fá sektir í Chicago fyrir að ganga um í stuttpilsum og með bera handleggi.
- Fóstureyðingar hefjast í fyrstu fóstureyðingastöð Breta í London.
- Þyrla flýgur í fyrsta skipti.
- Dauðarefsing er felld niður í Svíþjóð.
- Kýlapest (öðru nafni Svarti dauði) brýst út í Sydney á Ástralíu.
- Bifhjól eru tekin í notkun hjá lögreglunni í London.
- Edith Cowan verður fyrsta konan á Ástralska þinginu.
- Warren G. Harding sver embættiseið sem Forseti bandaríkjanna.
- Benito Mussolini verður forystumaður Ítalska Fasistaflokksins.
- Írska lýðveldið er stofnað.
- Lenín tilkynnir nýju efnahagsstefnuna.
[breyta] Listir
- Agatha Christie skrifar fyrstu bók sína um Hercules Poirot.
- Charlie Chaplin gerir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, The Kid.
- Rudolph Valentino slær í gegn í kvikmyndahúsum.
[breyta] Fætt
- 19. ágúst - Eugene Wesley Roddenberry, bandarískur handritshöfundur (d. 1991).
- 23. nóvember - Fred Buscaglione, ítalskur tónlistarmaður (d. 1960).
- Norman Mailer, bandarískur rithöfundur.
- Peter Ustinov, breskur leikari.
- Phillip Mountbatten prins, Hertoginn af Edinborg.
- Alex Haley, bandarískur rithöfundur.
[breyta] Nóbelsverðlaunin
- Eðlisfræði - Albert Einstein
- Efnafræði - Frederick Soddy
- Læknisfræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Bókmenntir - Anatole France
- Friðarverðlaun - Hjalmar Branting, Christian Lous Lange