Spjall:Blak

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Í greininni er orðalag þar sem erfitt er að átta sig á meiningunni fyrir þá sem ekki kunna leikinn. Sagt er á tveimur stöðum að leikmenn snúi rangsælis. Það þýðir í raun að þeir eru að snúa sér í stöðugan vinstri snúning. Nú er ég nánast viss um að það var ekki meiningin að segja þetta, en ég er ekki alveg viss um hvernig reglan er. Getur verið að átt sé við að leik menn eigi að snúa öfugt, þ.e. með bakið í netið, þegar uppgjöf fer fram? Gott væri ef einhver sem þekkir leikinn vel lagaði þetta. (Ég vona að ég sé ekki að misskilja eitthvað eða rangtúlka alvarlega!)--Mói 11. júní 2006 kl. 23:42 (UTC)

Þetta á ekki að vera flókið, en þar sem manni finnst þetta svo "augljóst" þá getur verið erfitt að koma því frá sér. Breytti orðalaginu örlítið, sjáum til hvort þetta skiljist. --Jóna Þórunn 12. júní 2006 kl. 10:32 (UTC)
Glæsilegt, meira að segja ég skil þetta núna! --Mói 12. júní 2006 kl. 16:54 (UTC)