Peningar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brasílískir peningar.
Enlarge
Brasílískir peningar.

Peningar eru skilgreindir á ýmsan hátt í hagfræði en viðtekin venja er að skilgreina þá sem sérhverja vöru eða hlut sem hægt er að nota sem: greiðslu eða skiptimynt, varðveislu verðmæta og mælingu á verðmætum. Í sumum tilfellum er þess einnig krafist að peningar geri kleift að fresta afhendingu „raunverulegra“ verðmæta. Í daglegu tali eru peningar samnefnari við opinbera gjaldmiðla tiltekinna ríkja.

Mikilvægi peninga felst í því að þeir gera vöruskipti óþörf en vöruskipti eru oft óhagkvæm þar sem þau byggjast á því að báðir aðilar viðskipta hafi vöru sem gagnaðilinn hafi áhuga á. Með peningum er málið einfaldað þar sem hægt er að afhenda einum aðila vöru í skiptum fyrir peninga og greiða svo öðrum aðila fyrir þá vöru sem óskað er eftir.


Þessi grein sem fjallar um hagfræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana