Glitnir banki h.f.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Glitnir banki h.f.
Mynd:Glitnir-logo1.png
Gerð: Almenningshlutafélag (ICEX: GLB)
Slagorð:
Stofndagur:
Staðsetning: Reykjavík, Ísland
Lykilmenn: Einar Sveinsson formaður stjórnar bankans, Bjarni Ármannsson, forstjóri
Starfsemi: Bankastarfsemi
Vefslóð: www.glitnir.is

Glitnir banki h.f. (Glitnir er vörumerki bankans) er einn af þremur viðskiptabönkum sem starfræktir eru á Íslandi, en bankinn teygir þó anga sína til Danmerkur þar sem hann er með skrifstofu, til Bretlandseyja þar sem hann er með útibú, og til Noregs og Lúxemborgar þar sem hann á banka.

[breyta] Saga

Glitnir banki h.f. hét áður Íslandsbanki h.f., en nafni hans var breytt í mars 2006, og sama gildir um vörumerkið, það breyttist í Glitni úr Íslandsbanka. Á sama tíma breyttust nöfn á starfsstöðvum bankans utan Íslands.

Árið 1990 sameinuðust fjórir bankar, Iðnaðarbanki Íslands, Alþýðubanki Íslands, Verslunarbanki Íslands og Útvegsbanki Íslands undir nafninu Íslandsbanki. Árið 2000 sameinuðust svo Íslandsbanki og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins undir nafninu Íslandsbanki-FBA. Árið 2002 var nafninu aftur breytt, þá í Íslandsbanka.

Árið 2003 hóf Glitnir starfsemi í Lúxemborg (undir nafninu Íslandsbanki), og árið 2004 keypti hann KredittBanken og BNBank.

[breyta] Heimildir