Greinir í þýsku
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greinirinn í þýsku er breytilegur eftir falli orðsins en ólíkt íslensku, þá er hann aldrei viðskeyttur orðinu sjálfu, þótt það komi upp einhverjar aðstæður þar sem aðrir stafir eru viðskeyttir aftan við fallorðið. Greinirinn fylgir föstum reglum og eru engar undantekningar á honum sjálfum.
Fall | Karlkyn | Kvenkyn | Hvorugkyn | Fleirtala |
---|---|---|---|---|
nefnifall | der | die | das | die |
þolfall | den | die | das | die |
þágufall | dem | der | dem | den |
eignarfall | des | der | des | der |
Fall | Karlkyn | Kvenkyn | Hvorugkyn | Fleirtala |
---|---|---|---|---|
nefnifall | ein | eine | ein | keine* |
þolfall | einen | eine | ein | keine* |
þágufall | einem | einer | einem | keinen* |
eignarfall | eines | einer | eines | keiner* |
- Óákveðni greinirinn „ein“ er ekki til í fleirtölu, en í töfluna hefur orðinu „kein“ (enginn) verið sett inn í fleirtöludálkinn, en það beygist eins og óákveðni greinirinn.
Það feitletraða sýnir viðskeytið eftir falli, kyni og tölu. Eignarfornöfnin mein, dein, sein, ihr, unser, euer og ihr (Ihr ef þérun) taka líka að sér þessar endingar.
Eins og sést á töflunum, þá er greinirinn fyrir fleirtöluna óháður kyni. Auk þess sést að óákveðni greinirinn tekur að sér endingarnar frá ákveðna greininum.