Ullserkur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Coprinus comatus | |||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Þroskaður ullserkur
|
|||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
Ullserkur eða ullblekill (fræðiheiti: Coprinus comatus) er eftirsóttur ætisveppur sem algengt er að sjá á túnum og í görðum. Hann er hvítur eða gulhvítur, hár og mjór með langan, mjóan og egglaga hatt. Hann verður allt að 15 sm hár og um 5 sm breiður. Stafurinn er holur að innan. Fanirnar eru hvítar í fyrstu, en þegar hann eldist dökkna þær þannig að sveppurinn sortnar frá hattbrúninni sem sveigist upp þar til hann verður alveg bleksvartur og linur. Eftir tínslu verður hann svartur á nokkrum klukkutímum. Aðeins ungir sveppir eru borðaðir og varast ber að tína sveppi þar sem er mikil umferð vegna mengunar.