Samísk tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samíska (Sámegiella)
Talað hvar: Noregur, Svíþjóð, Finnland og Rússland
Heimshluti: Norður-Evrópa, Sápmi
Fjöldi málhafa: u.þ.b. 20,000
Sæti: Ekki meðal 100 mest notuðu
Ætt: úrölsk mál

 finnsk-úgrísk mál
  finnsk-permísk mál
   finnsk-volgaísk mál
    finnsk-lappnesk mál
     Samíska

Opinber staða
Opinbert tungumál: Ekkert. Viss vernd á vissum landfræðilegum svæðum í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Stýrt af: Samíska málnefndin
Tungumálakóðar
ISO 639-1: se (Norðursamíska)
ISO 639-2: sma, sme, smi, smj, smn, sms
SIL: LKS, LPB, LPC, LPD, LPI, LPL, LPK, LPR, LPT, LPU, SIA
TungumálListi yfir tungumál
Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Samíska er samheiti á þeim tungumálum sem töluð eru af sömum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Samískt mál var áður kallað lappneska en það þykir sömum niðurlægjandi hugtak á sama hátt og hugtakið lappi.

Samísku tungumálunum skipt í þrjú málsvæði: austursamísku, miðsamísku og suðursamísku. Það er eftirtektarvert að markalínur samísks málsvæðis liggja aldrei samhliða landamærum.

Austursamísku málunum tilheyra enaresamíska, sem er töluð í Finnlandi umhverfis vatnið Enare träsk, og skoltsamíska sem töluð er bæði í Finnlandi og Rússlandi. Önnur mál, sem töluð eru á Kólaskaga, eru kildinsamíska, akkalasamíska og tersamíska. Miðsamísku má skipta upp í norðursamísku og lulesamísku. Norðursamísku tilheyra sjávarsamíska, sem er töluð á strandsvæðum Noregs, finnmerkursamíska, sem er töluð í Finnmörku í Noregi (m.a. Kautokeino og Karasjokk) og nærliggjandi svæðum í Finnlandi (m.a. Utsjoki) og tornesamíska sem töluð er fyrir norðan Gällivare í Svíþjóð og á nærliggjandi svæðum í Finnlandi og Noregi. Önnur miðsamísk mál eru lulesamíska, sem töluð er í Jokkmokk í Svíþjóð og við Tysfjord í Noregi, og arjeplogssamíska sem er töluð á Arjeplogssvæðinu. Til suðursamísku málanna heyra umesamíska, töluð í Vesturbotni, og hin eiginlega suðursamíska sem er töluð í Suður-Vesturbotni og á Jämtlandi í Svíþjóð.

Norðursamísku tala 16-18.000 manns í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, þar af u.þ.b. 9-10.000 í Noregi, 5-6.000 í Svíþjóð og u.þ.b. 2.000 í Finnlandi. Næstum því 85-90% þeirra sem tala samísku tala norðursamísku.


[breyta] Málfræðiágrip

Samískan er afar fjölbreytt mál. Sagnirnar beygjast eftir frumlaginu og fá þar með níu mismunandi myndir í nútíð vegna þess að í samísku er ekki einungis eintala og fleirtala heldur einnig tvítala.

Í samísku er einstakt fyrirbrigði, svo kölluð víxl í lengd og gildi hljóðs, πað þýðir að samhljóðar í kjarna orða breytast við beygingu annaðhvort að lengd eða að eiginleika t.d. loddi fugl – lotti fuglsins. Mörg dæmi eru til um samhljóðavíxl sem skipta máli við beygingar á sögnum og nafnorðum.

Í samísku fá fallorð, þ.e. nafnorð, lýsingarorð, fornöfn og töluorð, mjög oft mismunandi beygingarmyndir í stað forsetninga, t.d. váris (á fjöllum) sem er beygingarmynd (staðarfall) af várri (fjöll). Í samísku eru sjö föll. Í norðursamísku hafa eignarfalls- og þolfallsmyndirnar fallið saman.

Enginn greinir er í samísku, hvorki ákveðinn né óákveðinn og t.d. getur sápmi þýtt Sami, Saminn eða einn Sami en þýðingin fer eftir samhenginu.


[breyta] Ritmál

Fyrsta samíska bókin var prentuð Árið 1619 var fyrsta samíska bókin gefin út, stafrófskver og messubók á suðursamísku. Flestar bækur, sem gefnar voru út á samísku á nítjándu öld, voru þýðingar á biblíunni eða öðrum kirkjubókum. Á áttunda áratugnum þróaði Samíska málnefndin sameiginlega stafsetningu fyrir norðursamísku í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Hún var viðurkennd af Norrænu Samaráðstefnunni og hefur frá því árið 1979 verið notuð í löndunum þremur.


[breyta] Tengt efni