Alnæmi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alnæmi (eða eyðni) er samsafn einkenna og sýkinga (heilkenni), sem stafar af skertu ónæmi líkamans vegna smitunar af veirunni HIV (human immuno-deficiency virus). Alnæmi smitast á milli manna með sæði, blóðvökva eða öðrum líkamsvessum. Alnæmissmit fannst fyrst 18. júní 1981 í Los Angeles í fimm samkynhneigðum körlum. Engin þekkt lækning er til við HIV smiti en með meðferð er hægt að hægja á gangi sjúkdómsins og jafnvel halda honum niðri um tíma. Talið er að sjúkdómurinn sé upphaflega kominn í menn úr öpum í Afríku.