Grókylfa
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grókylfa (latína: basidium) er örsmátt líffæri á gróbeði svepps. Tilvist grókylfu er eitt af því sem einkennir kólfsveppi. Grókylfan ber venjulega fjögur gró, þótt þau geti líka verið tvö eða jafnvel átta. Grókylfan er venjulega ein fruma en einnig koma fyrir tveggja eða fjögurra fruma kylfur, t.d. hjá ryðsveppum.