Washington (borg)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Washington (einnig kölluð Washington, D.C.) er höfuðborg og stjórnsetur Bandaríkjanna. Borgin er nefnd eftir George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. "D.C." er skammstöfun á "District of Columbia", alríkishéraðsins sem borgin er í. Svæðið sem tilheyrir þessu alríkishéraði í dag var upphaflega klofið úr fylkjunum Maryland og Virginíu.
Um 563.000 manns búa innan þessa alríkishéraðs, en borgin teygir sig út fyrir héraðið inn í Maryland, Virginíu og Vestur-Virginíu. Heildaríbúafjöldi höfuðborgarsvæðisins er 4,7 milljónir.