Úlfar Linnet

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Úlfar Linnet (fæddur 11. mars 1980) er fyrrum frjálsíþróttamaður og Íslandsmethafi í langstökki án atrennu innanhúss. Þá var hann einnig knattspyrnumarkmaður en leiðir hans og knattspyrnunnar lágu ekki saman. Hann æfði með FH.

Úlfar er sonur hjónanna Kristjáns Linnet lyfjafræðings og Jónínu Guðnadóttur myndlistarkonu. Hann hefur búið í Hafnarfirði allt sitt líf nema þegar hann var í námi í Kaupmannahöfn. Hann stundaði nám við Lækjarskóla, þaðan lá leiðin í Flensborg og svo Háskóla Íslands, þar sem hann lauk námi í rafmagnsverkfræði. Hann tók svo master í DTU í Danmörku. Úlfar býr með unnustu sinni Ragnheiði Þórdísi Ragnarsdóttur íþróttakennara og dóttur þeirra Úlfheiði í Hafnarfirði.

Úlfar er yngstur í systkinahópnum, en hann á þrjár systur. Þær eru Helga, Svana og Áshildur.

Úlfar Linnet er af mörgum talinn einn fyndnasti maður Íslands og hlaut meðal annars nafnbótina Fyndnasti maður Íslands árið 2000. Síðan þá hefur Úlfar troðið upp fjölmörgum skemmtunum.

Úlfar lék m.a Labba í sjónvarpsþáttunum Spritz TV á PoppTíVí.