Íslenska Þjóðkirkjan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslenska Þjóðkirkjan er kristin kirkja sem tilheyrir hinum evangelísk-lútherska undirflokki. Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands sem tók gildi 17. júní 1944 er þessi þjóðkirkja hið opinbera trúfélag og hluti af ríkisvaldinu.
Svo segir í sjötta hluta stjórnarskránnar: 62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.
Árið 1995 var 63. grein breytt og er nú: Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.
Þjóðkirkjan á órofna sögu á Íslandi allt frá kristnitöku á Alþingi ár 1000.
Um 84% Íslendinga eru meðlimir í Þjóðkirkjunni.
Æðsti maður þjóðkirkjunnar er biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson.
[breyta] Játningar Þjóðkirkjunnar
Játningar Þjóðkirkjunnar eru fimm talsins. Postullega trúarjátningin, Níkeujátningin og Aþanasíusarjátningin eru frá fyrstu öldum kristindómsins. Ágsborgarjátningin og Fræði Lúthers minni eru lútherskar sérjátningar frá 16. öld.