Reykjavík Grapevine
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reykjavík Grapevine er íslenskt tímarit almenns eðlis á ensku, ætlað ferðamönnum. Blaðið hóf göngu sína í maí 2003, í dag er það gefið út í 30.000 eintökum og er dreift um land allt. Blaðið kemur út aðra hverja viku að sumri til (apríl-september) og mánaðarlega að vetri til (október-mars), alls 18 sinnum á ári. Efni hvers tölublaðs er einnig aðgengilegt á stafrænu formi af heimasíðu blaðsins. Það er stefna blaðsins að vera tæmandi upplýsingaheimild um menningu og viðburði í Reykjavík. Stíll og sjónarmið blaðamanna sem ritstjóra eru háðsk og gagnrýnin, enda er blaðið fyrst og fremst ætlast til afþreyingar.
Ritstjóri er Sveinn Birkir Björnsson.
Árið 2006 kom út bók hjá Eddu útgáfu, Inside Reykjavík: The Grapevine Guide, á vegum tímaritsins.