Hvalir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvalir
Dreifing steingervinga: Snemma á eósen - okkar daga
Hnúfubakur stekkur
Hnúfubakur stekkur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Cetacea
Brisson, 1762
Undirættbálkar
  • Skíðishvalir (Mysticeti)
  • Tannhvalir (Odontoceti)
  • † Fornhvalir (Archaeoceti)

Hvalir eru ættbálkur spendýra sem samanstendur af stórhvelum, höfrungum og hnísum. Hvalir er sá ættbálkur spendýra sem best er aðlöguð til sjávarlífs. Skrokkur þeirra er snældu- eða spólulaga. Framlimirnir hafa mótast í bægsli. Afturlimirnir eru líffæraleifar sem ekki tengjast hryggnum og eru faldir innan skrokksins. Afturendinn hefur láréttar ögður.

Ættbálkur hvala telur yfir áttatíu tegundir sem skiptast í tvo undirættbálka: skíðishvali og tannhvali, en til tannhvala teljast bæði höfrungar og hnísur.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt hvölum er að finna á Wikimedia Commons.


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .