Slayer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Slayer er bandarísk thrash metal/speed metal/death metal hljómsveit sem er „One Of The Big Four“ þ.e.a.s. „ein af stóru fjórum“ en þær eru anthrax, Metallica, Megadeath og Slayer.

[breyta] Upphafið

Kerry King stofnaði hljómsveitina í Huntington Park, Kaliforníu. Kerry King var í hljómsveit með Tom Araya og hafði hann í huga í sambandi við hljómsveitina. Kerry King heyrði einhvern tímann í Jeff Hanneman spila á gítar og Jeff vildi vera með. Síðar var Dave Lombardo að keyra út pítsu og heyrði hann í þeim spila og buðu þeir honum til að verða trommuleikari í hljómsveitinni og þáði hann það boð. Síðan talaði hann við Tom og hljómsveitin var stofnuð. Þegar að þeir fóru að huga að nafni á hljómsveitina datt þeim fyrst í hug „DragonSlayer“ en ákváðu að hafa það bara „Slayer“ vegna þess að „Dragon“ var úrelt.

Þeir byrjuðu á því að spila annarra manna lög en fóru síðan að semja sjálfir lög. Eitt af fyrstu lögunum voru „Ice Titan“ sem síðar varð að „Altar Of Sacrafice“. Þeir byrjuðu að spila á tónleikum á klúbbi sem hét „Woodstock“ og eitt skiptið þegar að þeir voru að spila það þá tók Brian Slagel eftir þeim og bauð þeim að spila inn á safnplötu sem hét „Metal Massacre III“.

[breyta] Fyrsta stúdíóplatan

Þeir sömdu við Brian Slagel að taka upp fyrstu stúdíóplötu sína og hét hún Show No Mercy og kom hún út 1983. Hún hljómaði mjög eins og Judas Priest og Iron Maiden og þannig hljómsveitir en var samt með smá nýstárslegum keim af hardcore punki.