Flateyjarklaustur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kirkjan og bókasafnið í Flatey
Enlarge
Kirkjan og bókasafnið í Flatey

Flateyjarklaustur var stofnað í Flatey á Breiðafirði 1172, samkvæmt Konungsannál, og var þá Klængur Þorsteinsson Skálholtsbiskup. Var það klaustur í Ágústínusarreglu. Klaustrið var flutt að Helgafelli 1184. Engar heimildir eru um ástæðu þess að það var flutt. Helgafellsklaustur var starfrækt allt fram að siðaskiptum 1541. Enn má finna merki um klaustrið á Flatey þar sem heitir Klausturshólar.

[breyta] Ítarefni