Kontrapunktur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kontrapunktur er aðferð við að tvinna saman tvær eða fleiri laglínur svo að þær hljómi vel saman. Orðið er búið til úr latneksu setningunni punctus contra punctum, sem þýðir bókstaflega punktur á móti punkti en punktarnir tákna nótur. Kontrapunktur varð til á endurreisnartímabilinu (aðrar gerðir fjölröddunnar höfðu þó verið til fyrir), en náði einna mestum hæðum á barokktímabilinu með mönnum eins og meðal annars Johann Sebastian Bach sem skrifaði meðal annars Die Kunst der Fuge sem nýtir kontrapunkt út í ystu æsar. Tónlistarform svo sem fúga og kanón byggja næstum eingöngu á kontrapunkti.