Ísrael

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

מדינת ישראל (Medinat Yisra'el)
دولة اسرائيل (Daulat Isra'il)
Fáni Ísraels
Fáni Ísraels
Kjörorð ríkisins: ekkert
mynd:LocationIsrael.png
Opinber tungumál Hebreska og arabíska
Höfuðborg Jerúsalem1
Forseti Moshe Katsav
Forsætisráðherra Ehud Olmert
Flatarmál
 - Samtals
 - % vatn
149. sæti
20.770 km²
~2%
Fólksfjöldi
 - Samtals (2003)
 - Þéttleiki byggðar
86. sæti
6.700.000
298/km²
Gjaldmiðill Sjegel
Tímabelti UTC +2 (+3 á sumrin)
Þjóðsöngur Hatikvah
Rótarlén .il
Landsnúmer 972
1Mörg ríki viðurkenna ekki Jerúsalem sem höfuðborg og hafa komið sendiráðum sínum fyrir annarsstaðar.

Ísraelsríki (hebreska: מדינת ישראל, Medinat Yisra'el; arabíska: دولة اسرائيل, Daulat Isra'il) er land í miðausturlöndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Landið er lýðveldi með þingbundinni stjórn og er yfirlýst gyðingaríki. Flestir íbúanna eru gyðingar en stór minnihlutahópur íslamskra, kristinna og drúsa araba býr einnig í landinu. Ófriður hefur verið viðloðandi ríkið allt frá stofnun þess árið 1948 og mikið er deilt um stöðu hernumdu svæðanna sem eru Gólanhæðir, Vesturbakkinn og Gazaströndin. Á þeim tveimur síðastnefndu hefur Heimastjórn Palestínumanna nokkur völd formlega séð þó að ísraelsk stjórnvöld ráði þar mestu í rauninni.

[breyta] Nafnsifjar og ísraelski fáninn

Heitið „Ísrael“ á rætur sínar að rekja til hebresku biblíunnar, Tanakh (Gamla testamenntið í raun), þar sem Jakob er nefndur Ísrael af dularfullum andstæðingi sínum í glímukeppni (sbr. Jakobsglíman úr fyrstu bók Móse 32:22–32: „Eigi skalt þú lengur Jakob heita, heldur Ísrael, því að þú hefir glímt við Guð og menn og fengið sigur.“[1]). Ísrael þýðir „sá sem hefur glímt við Guð“. Þjóðin sem getin var af Jakob var síðan kölluð „börn Ísraels“ eða „Ísraelsmenn“. Fólkið er almennt kallað Gyðingar eftir son Jakobs sem hét Júda („Yehudah“ á hebresku en gyðingur er „Yehudim“ á hebresku).

Ísraelska flaggið er tengt hefðum Gyðinga. Hvíti bakgrunnurinn táknar hreinleika. Bláu línurnar eftir jöðrum flaggsins uppi og niðri samsvara útliti bænasjala Gyðinga sem eru hvít með bláum röndum. Í miðjunni er svo stjarna Davíðs.