Valgerður Sverrisdóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Valgerður Sverrisdóttir (fædd á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi 23. mars 1950) er núverandi utanríkisráðherra Íslands. Hún tók við embætti utanríkisráðherra 15. júní 2006, af Geir H. Haarde, sem varð forsætisráðherra eftir að Halldór Ásgrímsson sagði af sér.
Valgerður gegndi embætti iðnaðar-og viðskiptaráðherra á árunum 1999-2006. Hún er meðlimur Framsóknarflokksins og þingmaður á Alþingi síðan 1987.