Frida Kahlo
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frida ásamt Diego á ljósmynd eftir Carl Van Vechten frá 1932.
Frida Kahlo (6. júlí 1907 – 13. júlí 1954) var mexíkósk listakona sem þróaði sérstakan stíl þar sem hún blandaði saman táknsæi, raunsæi og súrrealisma. Hún giftist ung mexíkóska kúbistanum Diego Riviera. Meðal þekktustu mynda hennar eru sjálfsmyndir málaðar á ýmsum tímum sem meðal annars sýna áberandi andlitshár (samvaxnar augabrýr og skegghýjung) sem einkenndu hana og hún ýkti upp í myndunum.