Spjall:Mýraeldar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Greinin Mýraeldar er úrvalsgrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera á meðal vönduðustu greinanna í alfræðisafninu. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug. |
Þetta er orðin hörkugóð grein. --Stalfur 13:48, 9 nóvember 2006 (UTC)
- Sammála því. --Cessator 16:41, 9 nóvember 2006 (UTC)
[breyta] Á/Í Borgarnesi
Það er svolítið misjafnt hvernig er talað um Borgarnes og reyndar nes yfirleitt, en flestir sem ég þekkti tala um í Borgarnesi en ekki á. Þessu hefur verið breytt í greininni. Eðlilegt er að tala um á Álftanesi en mér þykir það hálf asnalegt að segja það segja um Borgarnes. Við segjumst allavega ætla í Nesið. --Jóna Þórunn 18:49, 9 nóvember 2006 (UTC)
- Þetta er háð því hvort við tölum um nesið Borgarnes eða kauptúnið Borgarnes. Sem dæmi tek ég hér stafréttar tilvísanir í Landið þitt Ísland: Borgarnes „Kauptún við norðanverðan Borgarfjörð á samnefndu nesi.......“ og örlítið síðar segir: „Bæjarstæði í Borgarnesi er sérkennilegt........“ (leturbreytingar mínar). --Mói 14:31, 13 nóvember 2006 (UTC)