Ættarnafn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ættarnafn er nafn sem einstaklingar bera og erfa frá forfeðrum sínum. Einnig geta einstaklingar skipt um ættarnafn við giftingu.

[breyta] Ættarnöfn á Íslandi

Á Íslandi eru ættarnöfn fátíð og í raun aðeins leyfð með undantekningum í mannanafnalögum. Erlendis er hins vegar nær algilt að ættarnöfn séu við lýði og notuð í almennum samskiptum, ólíkt Íslandi þar sem eiginnöfn eru notuð í almennum samskiptum. Nokkur af þekktustu ættarnöfnum á Íslandi eru meðal annars: Blöndal, Eldjárn, Stephensen, Thoroddsen, Thorarensen og Túliníus.

Um 8900 ættarnöfn eru í notkun á Íslandi, og um 27000 manns bera ættarnafn. Algengustu ættarnöfnin á Íslandi eru: (tölurnar fyrir aftan nöfnin eru fjöldi þeirra sem báru nafnið árið 2002)

  1. Thorarensen (295)
  2. Blöndal (285)
  3. Hansen (276)
  4. Olsen (193)
  5. Möller (189)
  6. Thoroddsen (178)
  7. Andersen (176)
  8. Nielsen (172)
  9. Bergmann (156)
  10. Thorlacius (144)
  11. Briem (134)
  12. Waage (133)
  13. Jensen (127)
  14. Hjaltested (126)
  15. Petersen (114)
  16. Hjaltalín (111)
  17. Norðdahl (106)
  18. Fjeldsted (104)
  19. Scheving (102)
  20. Kvaran (97)

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.