Bæjarins bestu pylsur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bæjarins bestu pylsur er pylsusölustandur í miðbæ Reykjavíkur. Hann er einn alvinsælasti sölustaður pylsa í Reykjavík og myndast oft langar biðraðir við hann. Meðal annars er hann vinsæll meðal frægs fólks sem sækir borgina heim og meðal þeirra sem þar hafa borðað er fyrrverandi forseti Bandaríkjanna Bill Clinton og hljómsveitin Metallica. Bæjarins Bestu lenti á lista breska blaðsins The Guardian yfir bestu sölustanda í Evrópu og lenti í öðru sæti.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.  

Mynd:Bill Clinton á Bæjarins Bestu.jpeg