Spjall:Landlukt
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvað er átt við með að lönd séu tvílandlukt? Ég skoðaði kort og reyndi að átta mig á því, en sá ekkert áberandi í fari Liechtenstein og Usbekistan sem önnur lönd höfðu ekki... hints? --Smári McCarthy 17. apríl 2006 kl. 10:28 (UTC)
- Tvílandlukt land er umkringt löndum, sem öll eru landlukt. Þetta á eingöngu við um Lichtenstein og Úsbekistan. --Mói 17. apríl 2006 kl. 10:36 (UTC)
-
- Ahh, auðvitað. En Usbekistan á landamæri að Kasakstan, sem á strandlengju við Kaspíahaf. Telst það ekki með? --Smári McCarthy 17. apríl 2006 kl. 11:17 (UTC)
-
-
- Nei, það er "bara" stöðuvatn! --213.190.107.34 17. apríl 2006 kl. 11:47 (UTC) Hemmm....--Mói 17. apríl 2006 kl. 11:48 (UTC)
-
-
-
-
- En þeir heppnir, að hafa stöðuvatn á stærð við Ísland. Mér finnst margar þessarra landfræðilegu skilgreininga mjög loðnar, en ég skal samþykkja þetta í tilefni mánudags. --Smári McCarthy 17. apríl 2006 kl. 12:00 (UTC)
-
-
-
-
-
- Það þarf samt að laga skilgreininguna. Það stendur "á enga strandlínu", og svo stendur í greininni um Kasakstan að það eigi strandlengju að Kaspíahafi. Þetta er mótsagnarkennt og þarf að færa til betri vegar. E.t.v. með því að segja "á ekki strandlengju sem snýr að úthafi"? --Smári McCarthy 17. apríl 2006 kl. 12:05 (UTC)
-
-
-
-
-
-
- Þetta er rétt Smári, það var ekki alveg samræmi í þessu. En við getum samt ekki notað hugmyndina þína um úthafið, því að þá væri t.d.Svíþjóð orðin landlukt, því að hún á ekki strandlengju að úthafi (allavega tel ég ekki að svo sé). En er ekki mögulegt að nota orðalagið sem ég sauð saman áðan og segja „ ... hefur ekki strandlengju að sjó.“ ? Hvað finnst þér um það? En skilgreiningar eru vissulega alltaf vandasamar. --Mói 17. apríl 2006 kl. 21:43 (UTC)
-
-
-
-
-
-
-
- Það dugar mér svosem. Vandamálið í þessu er að Kaspíahaf heitir haf, sem er greinilega rangt ef að um stöðuvatn er að ræða. Þetta er í bullandi ósamræmi við allt, og það er þar sem að vandamálið skapast. Persónulega finnst mér Kaspíahaf teljast sem haf, bæði vegna stærðar, dýptar og seltu (1.2%, sem er svosem bara 1/3 af seltu úthafanna), og sömuleiðis lít ég á Svartahaf og Rauðahaf sem höf, með sömu rökum. En á hinn boginn er ég ekki landfræðingur og set því væntanlega ekki reglurnar hvað þetta varðar; en ef að ég byggi við Kaspíahaf þá þætti mér alveg óendanlega ergjandi að vita ekki hvort að þetta væri stöðuvatn eða haf. --Smári McCarthy 17. apríl 2006 kl. 23:38 (UTC)
-
-
-