Fóstbræður (sjónvarpsþættir)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fóstbræður var sjónvarpsþáttur sem hóf göngu sína 1997. Þátturinn var sýndur á Stöð2 og naut mikillar hylli, einkum og sér í lagi á meðal ungu kynslóðarinnar. Fóstbræður byggðust að mestu á stuttum sjálfstæðum grínatriðum, þó eru til einstök dæmi um heildstæða þætti. Upphaflegir meðlimir voru:
- Jón Gnarr
- Sigurjón Kjartansson
- Helga Braga Jónsdóttir
- Hilmir Snær Guðnason
- Benedikt Erlingsson
Hilmir var einungis fyrstu þáttaröðina en þá kom Þorsteinn Guðmundsson í hans stað.
Í þriðju þáttaröð bættist Gunnar Jónsson í hópinn.
Upphafslag þáttanna sem og önnur fraumsamin tónlist í þáttunum var samin af Sigurjóni Kjartanssyni. Óskar Jónasson og Ragnar Bragason leikstýrðu þáttunum.