Póstmódernismi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Póstmódernismi er sú stefna í bókmenntum, byggingastíl, tónlist og almennri menningu sem tók við af módernismanum. Skilgreiningin á póstmódernisma er nokkuð víð og sjaldan sú sama, en þó er sú algengasta að póstmódernismi sé blanda af straumum og stefnum á seinni hluta tuttugustu aldar, þar sem lýst er yfir efasemdum á vísindasamfélagið og vestræna hugsun. Póstmódernismi í ýmsum stefnum á borð við bókmenntir og tónlist notfærir sér mikið kaldhæðni, eitthvað sem hafði lítið sést af fyrir tíð stefnunnar.

Póstmódernísk tónlist er talin sú sem einkennist ekki af ákveðnum stíl heldur ægir öllu saman. Dæmi um tónlistarmenn og hljómsveitir sem taldar eru póstmódernískar eru Bítlarnir, Beck, Kraftwerk, Pink Floyd og Frank Zappa.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.