Gjáin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gjárfoss í Gjánni
Enlarge
Gjárfoss í Gjánni

Gjáin er gljúfur í Þjórsárdal með mörgum vatnsuppsprettum og fossum. Í Gjánni rennur Rauðá sem sprettur upp í Rauðárbotnum milli Sandafells og Fossheiðar, miklu ofar á afréttinum. Hverfur hún síðan niður í sandinn á Hafinu svokallaða og kemur fram úr jörðinni aftur í Gjánni.

Áður en Búrfells- og Sultartangavirkjanir voru byggðar, flæddi Þjórsá stundum yfir Hafið og niður í Gjána svo Rauðá (og Fossá) urðu stundum mórauðar í leysingum.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana