16. júní
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | |
2006 Allir dagar |
16. júní er 167. dagur ársins (168. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 198 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1551 - Danskir sendimenn konungs fengu því framgengt á Oddeyri við Eyjafjörð, að Jón Arason og synir hans, Björn og Ari, voru dæmdir sekir um landráð rúmlega sjö mánuðum eftir að þeir voru teknir af lífi.
- 1877 - Ísafoldarprentsmiðja var stofnuð formlega og prentaði blaðið Ísafold í fyrsta skipti.
- 1909 - Vatni úr Elliðaánum var hleypt á dreifikerfi Vatnsveitu Reykjavíkur. Vatn úr Gvendarbrunnum kom á kerfið í byrjun október.
- 1940 - Þýskur kafbátur sökkti breska herskipinu Andia suður af Ingólfshöfða. Áhöfn togarans Skallagríms vann það afrek að bjarga 353 mönnum.
- 1943 - Strandferðaskipið Súðin varð fyrir loftárás þýskrar orrustuflugvélar á Skjálfandaflóa og létust tveir menn í árásinni.
- 1946 - Haldið var upp á aldarafmæli Menntaskólans í Reykjavík. Gengin var skrúðganga að leiði Sveinbjarnar Egilssonar í Hólavallagarði (Kirkjugarðinum við Suðurgötu), en Sveinbjörn var fyrsti rektor skólans.
- 1980 - Gufuneskirkjugarður í Reykjavík var tekinn í notkun.
- 1982 - Lögreglan staðfesti að hún hefði lagt hald á maríjúanasendingu, alls 189 kg, en ekki var vitað hvert hún átti að fara. Efnið var sent frá Jamaíka.
[breyta] Fædd
- 1915 - Mariano Rumor, ítalskur stjórnmálamaður og fyrrum forseti Ítalíu (d. 1990)
- 1971 - Tupac Amaru Shakur, rappari, leikari og skáld.
[breyta] Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |