Tunglið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tunglið er einnig kallað Máninn
Enlarge
Tunglið er einnig kallað Máninn

Tunglið er eini fylgihnöttur Jarðar, meðalfjarlægð þess og Jarðarinnar er 384.403 km og þvermál þess er 3.476 km. Það hefur bundinn möndulsnúning, þ.e. það snýr alltaf sömu hlið að jörðinni.

Tunglið fer einn hring umhverfis jörðina á u.þ.b. einum mánuði og á hverri klukkustund færist það miðað við fastastjörnunar, um 0,5° á himinhvelfingunni, eða um fjarlægð sem er u.þ.b. jöfn sýndarþvermáli þess.

Fyrir meira en 4,5 milljörðum ára var yfirborð tunglins líklega gert úr fljótandi kviku. Skorpa tunglsins er samsett úr fjölmörgum frumefnum, t.d. úrani, þóríum, kalíum, súrefni, kísli, magnesíum, járni, títan, kalsíni, áli og vetni.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Tunglinu er að finna á Wikimedia Commons.


Sólkerfið
Sólin | Merkúríus | Venus | Jörðin (Tunglið) | Mars | Smástirnabeltið
Júpíter | Satúrnus | Úranus | Neptúnus | Plútó | Kuiper-beltið | Oort-skýið
Sjá einnig stjarnfræðileg fyrirbæri, og fyrirbæri í sólkerfinu, eftir radíus og massa