Það sem enginn sér

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Það sem enginn sér er sönglag, sem var fulltrúi Íslands í Evróvisjón, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1989, og fyrsta íslenska lagið til að hljóta engin stig í keppninni.

Lagið og textinn eru eftir Valgeir Guðjónsson, en flytjandi var Daníel Ágúst Haraldsson.

Texti viðlagsins var á þessa leið: Horfðu aftur í augun á mér / Horfðu aftur, ég bíð eftir þér / Horfðu aftur í augun á mér / Og þú færð að sjá það sem enginn sér.

Á öðrum tungumálum