Gaukshöfði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjárrekstur Gnúpverja fyrir framan Gaukshöfða.
Enlarge
Fjárrekstur Gnúpverja fyrir framan Gaukshöfða.

Gaukshöfði er klettadrangur, sem skagar út í Þjórsá, framarlega í Þjórsárdal. Hann dregur nafn sitt af Gauki á Stöng, sem var veginn í Gauksgili í höfðanum norðanverðum af Ásgrími Elliðagrímssyni, fóstbróður sínum.

Áður fyrr lá vegurinn inn í Þjórsárdal uppi á höfðanum, um Goludal, en nú hefur hann verið færður út á grjótgarð í Þjórsá. Næsti höfði norðan Gaukshöfða kallast Bringa og gamli 100 krónu seðillinn sýndi fjallsafn Gnúpverja undir henni. Var myndin tekin úr Gaukshöfða.