Sjómíla
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjómíla er lengdareining sem ekki tilheyrir alþjóðlega einingakerfinu. Sjómílur eru algeng eining í siglingum og flugi. Þær eru oft notaðar í alþjóðalögum og alþjóðasamningum, sérstaklega til að afmarka landhelgi.
Staðlaða skilgreiningin á sjómílu er 1 sjómíla = 1852 metrar.