Jón Árnason (1819)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Árnason“
Jón Árnason (17. ágúst 1819 – 4. september 1888).
Jón var íslenskur þjóðsagnasafnari sem safnaði þjóðsögum, aðallega íslenskum, og gaf út.
Ásamt Magnúsi Grímssyni gaf hann út Íslenzk æfintýri árið 1852. Sú útgáfa hlaut dræmar viðtökur. Á árunum 1862 til 1864 kom svo út stórvirki Jóns, Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri.
Jón Árnason var bókavörður á árunum 1848-1887, fyrst á Stiftsbókasafninu en þegar safnið fékk titilinn Landsbókasafn Íslands árið 1881 varð Jón fyrsti Landsbókavörður Íslands.
Þegar Forngripasafn Íslands, síðar Þjóðminjasafnið, var stofnað árið 1863 varð Jón fyrsti forstöðumaður þess. Lengi vel sá hann einn um safnið meðfram því að sjá um bókasafnið.