Kommúnistaávarpið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forsíða fyrstu útgáfu Kommúnistaávarpsins.
Enlarge
Forsíða fyrstu útgáfu Kommúnistaávarpsins.

Kommúnistaávarpið (þýska: Das Manifest der Kommunistischen Partei) er eitt af áhrifamestu áróðursritum heims. Það kom fyrst út á þýsku 21. febrúar 1848. Það var pantað sem stefnuskrá Kommúnistafylkingarinnar og skrifað af Karli Marx og Friedrich Engels. Það leggur línurnar fyrir byltingu öreiganna gegn oki kapítalismans til að koma á stéttlausu samfélagi. Það hefst á setningunni „Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu - vofa kommúnismans.“ og endar á slagorðinu „Verkamenn allra landa, sameinist!“


Þessi grein sem fjallar um bókmenntir er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana