Dow Jones-vísitalan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þróun Dow Jones við hrun verðbréfamarkaða árið 1929
Enlarge
Þróun Dow Jones við hrun verðbréfamarkaða árið 1929
Svarti mánudagurinn árið 1987
Enlarge
Svarti mánudagurinn árið 1987

Dow Jones vísitalan (Dow Jones Industrial Average) í Bandaríkjunum er ein elsta hlutabréfavísitala heims, en hún var fyrst gefin út þann 26. maí 1896. Í grunni vísitölunnar eru 30 mikils metin bandarísk fyrirtæki og er samanlagt markaðsvirði þeirra um fimmtungur af markaðsvirði allra félaga sem skráð eru í New York kauphöllinni.

Efnisyfirlit

[breyta] Sagan

Dow Jones hlutabréfavísitalan var fyrst gefin út 26. maí árið 1896 og voru þá tólf mikilsmetin bandarísk fyrirtæki í grunni hennar. Af þeim er einungis eitt sem er ennþá í vísitölunni, en það er General Electric. Fyrirtækið Dow Jones & Co. hefur reiknað og birt vísitöluna frá árinu 1896 en það gefur einnig út dagblaðið The Wall Street Journal þar sem talan er birt.

Þegar vísitalan var fyrst birt, stóð hún í 40,94 stigum. Hún var reiknuð sem meðaltal af verði hlutabréfa þeirra fyrirtækja sem voru í grunni vísitölunnar og þeirri tölu svo deilt með fjölda hlutabréfa. Fyrirtækin voru:

  • American Cotton Oil
  • American Sugar
  • American Tobacco
  • Chicago Gas
  • Distilling and Cattle Feeding
  • General Electric
  • Laclede Gas
  • National Lead
  • Tennessee Coal & Iron
  • North American
  • U.S. Leather
  • U.S. Rubber

Árið 1916 var fyrirtækjunum fjölgað í 20. Árið 1928 var fyrirtækjunum fjölgað í 30 og hefur sá fjöldi haldist síðan þó fyrirtækin séu ekki öll þau sömu. Á 9. og 10. áratug 20. aldar urðu miklar hækkanir á vísitölunni. Árið 1995 fór hún í fyrsta skipti yfir 5000 stig og árið 1999 fór hún í yfir 10.000 stig.

[breyta] Vísitalan reiknuð

Þrátt fyrir að vera ein af þekktustu vísitölum heims, endurspeglar hún ekki endilega bandarískan hlutabréfamarkað, þar sem í henni eru fyrst og fremst rótgróin framleiðslu- og iðnaðarfyrirtæki. Dow Jones vísitalan er reiknuð sem einfalt meðaltal af verði hlutabréfa fyritækjanna sem í henni eru, en ekki verðmæti félaganna eins og algengast er í hlutabréfavísitölum. Vægi fyrirtækja í vísitölunni er því ekki í samræmi við verðmæti þeirra. Fyrir þetta hafa margir gagnrýnt vísitöluna.

[breyta] Sveiflur vísitölunnar

Mestu stigahækkanir allra tíma

Sæti Dagur Við lokun Stigabr. Prósentubr.
1 16. mars 2000 10.630,60 +499,19 +4,93%
2 24. júlí 2002 8.191,29 +488,95 +6,35%
3 29. júlí 2002 8.711,88 +447,49 +5,41%
4 5. apríl 2001 9.918,05 +402,63 +4,23%
5 18. apríl 2001 10.615,83 +399,10 +3,91%

Mestu stigalækkanir allra tíma

Sæti Dagur Við lokun Stigabr. Prósentubr.
1 17. september 2001 8.920,70 -684,81 -7,13%
2 14. apríl 2000 10.305,77 -617,78 -5,66%
3 27. október 1997 7.161,15 -554,26 -7,18%
4 31. ágúst 1998 7.539,07 -512,61 -6,37%
5 19. október 1987 1.738,74 -508,00 -22,61%

Mestu prósentuhækkanir allra tíma

Sæti Dagur Við lokun Stigabr. Prósentubr.
1 15. mars 1933 62,10 +8,26 +15,34%
2 6. október 1931 99,34 +12,86 +14,87%
3 30. október 1929 258,47 +28,40 +12,34%
4 21. september 1932 75,16 +7,67 +11,36%
5 21. október 1987 2.027,85 +186,84 +10,15%

Mestu prósentulækkanir allra tíma

Sæti Dagur Við lokun Stigabr. Prósentubr.
1 12. desember 1914 54,00 -17,42 -24,39%
2 19. október 1987 1.738,74 -508,00 -22,61%
3 28. október 1929 260,64 -38,33 -12,82%
4 29. október 1929 230,07 -30,57 -11,73%
5 6. nóvember 1929 232,13 -25,55 -9,92%


  • Lægsta lokun vísitölunnar var 8. ágúst 1896. Þá lokaði hún í 28,48 stigum.
  • Hæsta lokun vísitölunnar var 14. janúar 2000. Þá lokaði hún í 11.722,98 stigum. (skráð 31. desember 2005)
  • Mesta prósentufall vísitölunnar á einum degi á síðustu 50 árum varð á hinum svokallaða "Svarta mánudegi" hinn 19. október 1987 þegar meðaltal hennar féll um 22,6%. Áður hafði hún fallið um 24,39% þann 12. desember 1914 sem er mesta prósentufall á einum degi frá upphafi vísitölunnar.
  • 28. október 1929 féll vísitalan um 12,82% og daginn eftir, 29. október 1929 féll hún um 11,73%. Fara þessir tveir dagar í þriðja og fjórða sæti yfir þá daga sem vísitalan hefur fallið mest í prósentum.
  • 29. mars 1999 fór vísitalan í fyrsta skipti yfir 10.000 stig. Við lokun kauphallarinnar stóð vísitalan í 10.006,78 stigum.
  • Við lok ársins 2005 stóð vísitalan í 10.717,5 stigum. (skráð 31. desember 2005)

[breyta] Fyrirtækin

Eftirtalin 30 fyrirtæki eru aðilar að vísitölunni:

  • 3M (eignarhaldsfélag)
  • Alcoa (álframleiðandi)
  • Altria Group (matvæla- og tóbaksframleiðandi)
  • American International Group (tryggingafyrirtæki)
  • American Express (greiðslukortafyrirtæki)
  • AT&T (fjarskiptafyrirtæki)
  • Boeing (flugvélaframleiðandi)
  • Caterpillar (vinnuvélaframleiðandi)
  • Citigroup (fjármálafyrirtæki)
  • The Coca-Cola Company (drykkjarframleiðandi)
  • DuPont (efnaframleiðandi)
  • ExxonMobil (olíusölufyrirtæki)
  • General Electric (eignarhaldsfélag)
  • General Motors (bílaframleiðandi)
  • Hewlett-Packard (tölvuframleiðandi)
  • The Home Depot (byggingavöruverslanir)
  • Honeywell (eignarhaldsfélag)
  • Intel (partaframleiðandi fyrir tölvur)
  • IBM (tölvuframleiðandi)
  • JPMorgan Chase & Co. (fjármálafyrirtæki)
  • Johnson & Johnson (lyfjaframleiðandi)
  • McDonald's (veitingastaðir)
  • Merck & Co. (lyfjaframleiðandi)
  • Microsoft (hugbúnaðarframleiðandi)
  • Pfizer Inc. (lyfjaframleiðandi)
  • Procter & Gamble (hreinsivöruframleiðandi)
  • United Technologies Corporation (eignarhaldsfélag)
  • Verizon Communications (fjarskiptafyrirtæki)
  • Wal-Mart (verslanir)
  • The Walt Disney Company (skemmtanafyrirtæki)

[breyta] Heimildir