Friðrik IX

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Friðrik IX, fullu nafni Christian Frederik Franz Michael Carl Valdemar Georg (fæddur 11. mars 1899, dáinn 14. janúar 1972) var konungur í Danmörku frá 20. apríl 1947 til dauðadags. Hann er faðir núverandi þjóðhöfðingja Danmerkur, Margrétar II. Friðrik var sonur Kristjáns 10., og Alexandrínu drottningar.

Þann 24. maí 1935 giftist hann Ingiríði, prinsessu frá Svíþjóð (1910-2000), en hún var dóttir Gústafs Adolfs Svíakrónprins, seinna Svíakonungs. Friðrik og Ingiríður eignuðust þrjár dætur: Margréti, núverandi drottningu (f. 1940), Benediktu (f. 1944) og Önnu-Maríu (f. 1946).

Skömmu eftir að Friðrik hélt sína árlegu nýársræðu 1971/72 veiktist hann og lést nokkru seinna.


Fyrirrennari:
Kristján 10.
Danakonungur
(19471972)
Eftirmaður:
Margrét 2.