Ormaveiki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ormaveiki er sjúkdómur sem leggst einkum á skepnur. Á Íslandi hefur ormaveiki oft gert usla í sauðfjárræktinni. Þannig valda iðraormar skitupest sem magnast þegar fé er illa fóðrað. Ormalyf gegn þeim kom til sögunnar á fjórða áratug 20. aldar. Lungnaormar valda hins vegar vanþrifum í fé. Ormalyf eru einnig notuð gegn þeim.

Á öðrum tungumálum