Donald Davidson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vestræn heimspeki
Heimspeki 20. aldar
Nafn: Donald Davidson
Fædd/ur: 1917 (Springfield í Massachusetts í Bandaríkjunum)
Dáin/n: 2003 (Berkeley í Kaliforníu í Bandaríkjunum)
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk: Inquiries into Truth and Interpretation, Essays on Actions and Events, Subjective, Intersubjective, Objective, Problems of Rationality, Truth, Language, and History, Truth and Predication
Helstu viðfangsefni: málspeki, merkingarfræði, athafnafræði, hugspeki, þekkingarfræði
Markverðar hugmyndir: túlkun frá rótum, löglaus efnishyggja, sannkjarakenning um merkingu, ástæður sem orsakir
Áhrifavaldar: W.V.O. Quine, Alfred Tarski, F.P. Ramsey, Ludwig Wittgenstein, Michael Dummett, Immanuel Kant, Baruch Spinoza
Hafði áhrif á: Richard Rorty, Robert Brandom

Donald Davidson (6. mars 191730. ágúst 2003) var bandarískur heimspekingur og „Willis S. and Marion Slusser“ prófessor í heimspeki við University of California, Berkeley. Rit hans hafa verið gríðarlega áhrifamikil í nær öllum greinum heimspekinnar frá 7. áratug 20. aldar en einkum í hugspeki og málspeki. Þrátt fyrir að skrif hans séu flest í formi stuttra ritgerða og byggi ekki öll á einni tiltekinni kenningu þykja þau eigi að síður bera merki um ákveðna einingu — sömu aðferðunum og hugmyndunum er beitt á fjölmörg vandamál sem eru að því er virðist ótengd. Davidson fléttar einnig saman áhrifum frá mörgum öðrum heimspekingum, m.a. (en ekki eingöngu) Aristótelesi, Immanuel Kant, Ludwig Wittgenstein, F.P. Ramsey, W.V.O. Quine og G.E.M. Anscombe.

Efnisyfirlit

[breyta] Ævi

Davidson nam heimspeki við Harvard-háskóla undir leiðsögn Alfreds Norths Whitehead, meðal annarra, og skrifaði doktorsritgerð um Fílebos eftir Platon. Á námsárunum hafði hann einkum áhuga á hugmyndasögu í víðum skilningi en vegna áhrifa frá W.V.O. Quine, sem hann kallaði lærimeistara sinn, fór hann smám saman að fá áhuga á nákvæmari aðferðum og vandamálum rökgreiningarheimspekinnar.

Á 6. áratug 20. aldar vann Davidson með Patrick Suppes að því að þróa nýja nálgun við ákvörðunarfræði. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að ómögulegt væri að einangra skoðanir og langanir manns hverja frá annarri, þ.e.a.s. að það yrðu ávallt margar leiðir til þess að greina athafnir manns með vísun til langana hans, gildismats eða hvað viðkomandi var að reyna. Niðurstöðurnar eru sambærilegar kenningu Quines um þýðingabrigði og er mikilvægur þáttur í mörgum hugmyndum Davidsons í hugspeki.

Þekktustu rit hans eru ritgerðir frá 7. áratug 20. aldar og fjalla um athafnafræði, hugspeki og málspeki en snerta stundum á fagurfræði, heimspekilegri sálfræði og sögu heimspekinnar.

Davidson ferðaðist víða og átti ótalmörg áhugamál. Hann hafði einkaflugmannsréttindi, lék á píanó, smíðaði útvarpstæki og var hrifinn af fjallgöngum og brimbrettum. Hann giftist þrisvar sinnum (síðasta eiginkona hans var heimspekingurinn Marcia Cavell). Hann var forseti bæði austur- og vesturdeildar American Philosophical Association og kenndi við Stanford University, Princeton University, Rockefeller University, Harvard University, Oxford University og University of Chicago. Frá 1981 til dauðadags kenndi hann heimspeki við University of California, Berkeley. Árið 1995 hlaut hann Jean Nicod verðlaunin.

[breyta] Helstu ritverk

  • Davidson, Donald og Harman, Gilbert (ritstj.). Semantics of Natural Languages, 2. útg. (Springer, 1973).
  • ásamt Suppes, Patrick, Decision-Making: An Experimental Approach (Chicago, 1977).
  • Plato's ‘Philebus’. (New York, 1990).
  • Essays on Actions and Events, 2. útg. (Oxford. 2001).
  • Inquiries into Truth and Interpretation, 2. útg. (Oxford, 2001).
  • Subjective, Intersubjective, Objective. (Oxford, 2001).
  • Problems of Rationality. (Oxford, 2004).
  • Truth, Language, and History: Philosophical Essays. (Oxford, 2005).
  • Truth and Predication. (Harvard, 2005).

[breyta] Tilvitnanir

  • „We are interested in the concept of truth only because there are actual objects and states of the world to which to apply it: utterances, states of belief, inscriptions. If we did not understand what it was for such enteties to be true, we would not be able to characterize the contents of these states, objects, and events. So in addition to the formal theory of truth, we must indicate how truth is to be predicated of these empirical phenomena.“
  • „It is easy to underestimate the condition a creature must satisfy in order to think, speak, and understand others. Interpersonal interaction is a central requirement for the existence of conceptualization, and this explains why developed thought depends on language.“
  • „Relativism about truth is perhaps always a symptom of infection by the epistemelogical virus.“
  • „[...] terminological infelicities have a way of breeding conceptual confusion.“
  • „For me philosophizing is trying to keep an open mind.“
  • „I have said little about knowledge of the contents of our own minds. Like all knowledge, it cannot exist in isolation from its social beginnings; the concept of oneself as an independent entity depends on the realization of the existence of others, a realization that comes into its own with communication.“
  • „Að undrast suma hluti er nauðsynlegt og nægjanlegt skilyrði hugsunar almennt.“

[breyta] Heimild

[breyta] Frekari fróðleikur

  • Joseph, Marc, Donald Davidson. (McGill-Queen's University Press, 2004).
  • LePore, Ernest (ritstj.). Truth and Interpretation: Perspectives on the Philosophy of Donald Davidson. (Oxford, 1986).
  • LePore, Ernest og Kirk Ludwig. Donald Davidson: Meaning, Truth, Language and Reality. (Oxford, 2005).
  • Ludwig, Kirk (ritstj.). Donald Davidson. (Cambridge, 2003).
  • Malpas, Jeff E. Donald Davidson and the Mirror of Meaning - Holism, Truth, Interpretation. (Cambridge, 1992).
  • Ramberg, Bjorn. Donald Davidson's Philosophy of Language: An Introduction. (Oxford, 1989).

[breyta] Tengt efni

[breyta] Tenglar