Inuítar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Inúki, í fleirtölu inúítar er heitið sem Grænlendingar og aðrir inúítahópar nota um sjálfa sig. Orðið inúki þýðir manneskja. Utanaðkomandi kölluðu Grænlendinga fyrr á tímum eskimóa. Orðið eskimói er talið vera úr indíánamáli sem nú er talað í kanadíska héraðinu Québec. Fyrstir til að nota orðið á evrópskum málum voru jesúítatrúboðar í upphafi sautjándu aldar. Ein túlkun á orðinu og sú sennilegasta er að það merki „þeir sem borða hrátt kjöt“.