Spjall:Digimon
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Æ! Þessi grein er allt of löng til þess að ég nenni að lesa hana yfir og leiðrétta öll þau ógrynni af málvillum sem í henni er að finna. En ég vil þó minnast á eitt, af því að það er í undirfyrirsögn og því meira sláandi en ýmislegt annað: Ekki er hægt að segja „Myrkra drottirnir“ heldur „Myrkradrottnarnir“. Eitt orð og drottnar. Ennfremur segir maður ekki Hin Kosnu Börnin. Í fyrsta lagi eiga Kosnu og Börnin að vera með litlum staf. Í öðru lagi á ekki að tvítaka greininn. Maður segir ekki Hin kosnu börnin heldur annaðhvort Hin kosnu börn eða Kosnu börnin. --Mói 21:35, 10 desember 2006 (UTC)
- Málið með "Hin Kosnu Börnin" er að nokkrir hafa nú þegar verið að breyta því hvernig á að nefna þau. Ég byrjaði með kosin börnin, annar breytti það í kosinnu börnin og svo koll af kolli. Og ástæðan fyrir því að það er skrifað stórt í efnisyfirlitinu er að það er fyrirsögn. Ég þakka þó fyrir hjálpina. - Pi314 01:13, 11 desember 2006 (UTC)
-
-
-
- Nei, það lítur hörmulega út! --Mói 21:48, 15 desember 2006 (UTC)
- Sammála Móa, þetta lítur mjög illa út á íslensku. --Cessator 21:50, 15 desember 2006 (UTC)
- Já, það lítur hörmulega út, og er þar að auki bara rangt. Fagurfræði, þó hún sé góð og gild út af fyrir sig, hlýtur að víkja fyrir málfræði. (Því það er auðvitað umdeilanlegt hvort líti betur út.) --Sterio 00:04, 16 desember 2006 (UTC)
- Þá er ég bara of vanur enskunni... jæja. - Pi314 13:53, 16 desember 2006 (UTC)
- Já, það lítur hörmulega út, og er þar að auki bara rangt. Fagurfræði, þó hún sé góð og gild út af fyrir sig, hlýtur að víkja fyrir málfræði. (Því það er auðvitað umdeilanlegt hvort líti betur út.) --Sterio 00:04, 16 desember 2006 (UTC)
-
-