Spaugstofan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Spaugstofan er grín-sjónvarpsþáttur sem hefur verið í gangi í Sjónvarpinu með hléum síðan 1989. Þátturinn er á dagskrá á laugardagskvöldum og gengur yfirleitt út á það að sýna atburði liðinnar viku í spaugilegu ljósi. Spaugstofuna skipa í dag þeir Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Randver Þorláksson en þessi skipan hefur verið óbreytt megnið af þeim tíma er Spaugstofan hefur starfað. Þeir í spaugstofunni gera mikið grín af stjórnmálum og frægum mönnum á Íslandi.

[breyta] Tengill

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.