Sverð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Svissneskt langsverð frá 15. eða 16. öld.
Enlarge
Svissneskt langsverð frá 15. eða 16. öld.

Sverð er langt og oddmjótt handvopn sem hægt er að beita sem barefli, höggvopni og lagvopni og hefur verið notað í mörgum menningarsamfélögum um allan heim. Meginhlutar sverðs eru blað með bakka og egg, ýmist báðum megin (tvíeggjað sverð) eða öðrum megin (eineggjað sverð), og hjöltum sem haldið er um. Tækni við að beita sverði er breytileg eftir menningarsvæðum og lögun sverðsins.

Sverð eru talin hafa þróast út frá hnífum á bronsöld frá því á 2. árþúsundi f.Kr. þegar varð tæknilega mögulegt að móta lengri blöð.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.