Kljásteinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kljásteinn er steinn til að hengja neðan í uppistöðu í vef og halda henni strengdri. Kljásteinar geta verið náttúrulegir steinar sem gat hefur verið gert í gegnum eða steinar sem gataðir voru frá náttúrunnar hendi. Kljásteinar finnast stundum margir saman í uppgröftum og er það talin vísbending um að þar hafi staðið vefstaður.