Kristín Ómarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristín Ómarsdóttir skáld (24. september 1962) Hún hefur skrifað ljóð, örsögur, skáldsögur, leikrit, lagatexta og kvikmyndahandrit. Einnig er á kreiki orðrómur um teikningar og málverk eftir hana sem þó er óstaðfestur af henni sjálfri. Hún byrjaði að skrifa átta ára, en fyrsta sagan sem kom út á prent var í Draupni, skólablaði Flensborgar. Debut-verk hennar er þó almennt talið vera leikritið Draumar á hvolfi sem sýnt var á Litla Sviði Þjóðleikhússins 1987. Verk Kristínar hafa glatt mörg hjörtu, augu og eyru í gegnum árin, en verk hennar hafa verið gefin út/sýnd á Íslandi, Frakklandi, Svíþjóð, Finnlandi, Englandi og eru vinsæl í New York. Kristín hefur haft talsverð áhrif á bókamenningu heimsins og eru verk hennar fjölbreytt og skemmtileg, súrsæt og ljúf, allt í senn, klikkuð og djörf. Hún hefur unnið að mörgum samvinnuverkefnum, með myndlistarfólki, tónlistarfólki og öðrum rithöfundum.


Efnisyfirlit

[breyta] Bækur

[breyta] Ljóð

  • Í húsinu okkar er þoka, 1987
  • Þerna á gömlu veitingahúsi 1993
  • Lokaðu augunum og hugsaðu um mig 1998
  • Sérstakur dagur, 2000

[breyta] Skáldsögur

  • Svartir brúðarkjólar 1992]]
  • Dyrnar þröngu, 1995
  • Elskan mín ég dey, 1997
  • Hamingjan hjálpi mér I og II, 2001
  • Hér, 2004

[breyta] Örsögur

  • Í ferðalagi hjá þér, 1989
  • Einu sinni sögur, 1991]]

[breyta] uppsett leikrit

Draumar á hvolfi, 1987

Hjartatrompet 1990

Margrét mikla 1995

Ástarsaga 3 1997

Vinur minn heimsendir 2003

Spítalaskipið 2005

Segðu mér allt 2005

[breyta] útvarpsleikrit

Margrét mikla útvarpsverk Margar konur Afmælistertan

[breyta] leikgerðir

Lísa í Undralandi e. Lewis Caroll, 1990

[breyta] Verðlaun og viðurkenningar

Árið 1986 hlaut Kristín fyrstu verðlaun í verðlaunasamkeppni Þjóðleikhússins í tilefni loka kvennaáratugarins, fyrir einþáttunginn Draumar á hvolfi, 1995 tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Dyrnar þröngu, 1997 var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Elskan mín ég dey, hlaut bókmenntaverðlaun DV 1998 fyrir Elskan mín ég dey og 1998 tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir sömu bók, tilnefnd til Norrænu Leikskáldaverðlaunanna fyrir Ástarsögu 3. Árið 2005 fékk Kristín Grímu fyrir leikrit sitt Segðu mér allt.