Fyrri heimsstyrjöldin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrri heimsstyrjöldin var ófriður í Evrópu, sem hófst í kjölfar morðsins á Frans Ferdinand erkihertoga og ríkisarfa Austurríkis í Sarajevó þann 28. júní 1914. Stríðið hófst í ágúst 1914, breiddist hratt út og lauk ekki fyrr en við uppgjöf Þjóðverja 11. nóvember 1918. Að stríðinu loknu funduðu fyrrum fjandmenn í Versölum í Frakklandi hvar Versalasamningurinn var gerður.

Wilson forseti tilkynnir Bandaríkja þingi um riftun stjórnmálasambands við Þýskaland 3. febrúar 1917.