14. desember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2006 Allir dagar |
14. desember er 348. dagur ársins (349. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 17 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Stúfur til byggða þennan dag.
- 1890 - Eyrarbakkakirkja var vígð. Altaristafla hennar er eftir Lovísu Danadrottningu, máluð árið 1891.
- 1908 - Togarinn Coot, sem var fyrsti togari keyptur til Íslands, strandaði við Keilisnes.
- 1910 - Vísir til dagblaðs í Reykjavík hóf göngu sína. Vísir og Dagblaðið sameinuðust í DV 26. nóvember 1981.
- 1935 - Um mestallt Ísland geysaði fárviðri og varð mikið manntjón. Tuttugu og fimm manns fórust, símalínur slitnuðu niður og skemmdir urðu á húsum.
- 1939 - Sovétríkin voru rekin úr Þjóðabandalaginu vegna innrásarinnar í Finnland en það stríð var síðar nefnt vetrarstríðið.
- 1977 - Ofviðri samfara stórflóði olli tjóni víða á suðurströnd Íslands, til dæmis á Stokkseyri. Þetta voru talin mestu flóð á tuttugustu öldinni.
- 1989 - Í Chile voru fyrstu lýðræðislegar kosningar í 16 ár haldnar.
[breyta] Fædd
- 1546 - Tycho Brahe, danskur stjörnufræðingur.
[breyta] Dáin
- 1788 - Carl Philipp Emanuel Bach, þýskt tónskáld (fæddur 8. mars, 1714).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |