Bandaríska borgarastríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Málverk sem sýnir orrustuna við Gettysburg.
Enlarge
Málverk sem sýnir orrustuna við Gettysburg.

Bandaríska borgarastríðið eða Þrælastríðið var borgarastyrjöld í Bandaríkjunum á árunum frá 1861 til 1865 á milli sambandsstjórnarinnar („Sambandsins“) og ellefu suðurríkja sem lýstu yfir aðskilnaði frá Bandaríkjunum og mynduðu Bandalagsríki Ameríku með Jefferson Davis sem forseta. Sambandið, með Abraham Lincoln sem forseta, vildi leggja niður þrælahald og hafnaði rétti fylkjanna til aðskilnaðar. Átökin hófust 12. apríl 1861 þegar her Bandalagsríkisins réðist á Sumter-virki í Suður-Karólínu.

Stríðið hófst með sigurgöngu Bandalagsríkjanna undir stjórn hershöfðingjans Robert Edward Lee, en framsókn hans var stöðvuð í orrustunni við Gettysburg í Pennsylvaníu í júlí 1863. Sama mánuð náði Ulysses S. Grant að taka Mississippifljót með því að ná borginni Vicksburg í Mississippi á sitt vald og kljúfa þannig Bandalagsríkið í tvennt. 1864 háðu þessir tveir hershöfðingjar margar blóðugar orrustur í Virginíu og 1865 hrundu varnir Bandalagsríkisins og Lee gafst upp fyrir Grant eftir orrustuna um Appotamox.

Eftir stríðið tók við langvinn endurreisn Bandaríkjanna. Sem tímabil í sögu Bandaríkjanna nær hún til ársins 1877. Um 970 þúsund manns létu lífið í átökunum, eða 3% allra íbúa Bandaríkjanna, þar af tveir þriðju úr sjúkdómum. Af þessum 970 þúsundum voru 620 þúsund hermenn. Stríðið batt enda á löglegt þrælahald í Bandaríkjunum.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Bandaríska borgarastríðinu er að finna á Wikimedia Commons.


Þessi grein sem fjallar um sagnfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana