Reyðarfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reyðarfjörður

Reyðarfjörður

Mynd:Point rouge.gif

Reyðarfjörður er djúpur fjörður sem er hluti Austfjarða á Íslandi. Við fjarðarbotninn norðanverðan stendur þorp sem hét upphaflega Búðareyri, en bærinn er nú kallaður Reyðarfjörður. Um 900 manns búa þar núna.

Reyðarfjörður er hluti af sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Reyðarfjörður er lengsti fjörður Austfjarða, 30km langur og 7km breiður.

Í gegnum tíðina hefur því verið haldið fram að Reyðarfjörður sé krummaskuð sem hann og var, en nú eru aðrir tímar. Á staðinn eru komnir margir afþreyingamöguleika, svosem íþróttahöll, líkamsræktarstöð, bíóhús og 2 barir. Einnig er þjónustustig hátt á Reyðarfirði með 3 banka, 3 bensínstöðvar, skyndibitastað og ýmislegt fleira.

Mikill uppgangur er á Reyðarfirði vegna atvinnuaukningar með tilkomu nýs álvers á Íslandi, sem er jafnframt það stærsta á Íslandi. Fyrirtækið sem er að reisa það er Alcoa, kanadískt fyrirtæki.

Stutt er í næstu byggðarkjarna; 15km á Eskifjörð, þar sem keyrt er yfir Hólmaháls; 18km á Fáskrúðsfjörð ef keyrt er í gegnum Fáskrúðsfjarðargöngin, sem voru tekin í notkun árið 2005; og 32km í Egilsstaði.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum