Spjall:Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2006
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Niðurstöður eftir listum
Hvernig væri, í niðurstöðum eftir listum, að hafa þá lista sem bjóða fram í fleira en einu sveitarfélagi (þ.e.a.s. stóru flokkana) fremsta, ekki falda inn á milli allskonar framboða sem bjóða bara fram á einum stað? --Sterio 14. maí 2006 kl. 00:06 (UTC)
- Mér finnst eðlilegara að hafa þetta raðað í röð eftir stöfum framboðslistanna, eins og þetta er núna. --Smári McCarthy 14. maí 2006 kl. 00:54 (UTC)
[breyta] hlutföll
Er ekki eðlilegra að atkvæðahlutfall hvers framboðslista miðist við gild atkvæði en ekki heildarfjölda á kjörskrá eins og mér sýnist verið að gera hér? --Bjarki 28. maí 2006 kl. 22:56 (UTC)
- Atkvæðahlutfall hvers lista á að réttu lagi hvorki að miðast við fjölda á kjörskrá né fjölda gildra atkvæða, heldur fjölda greiddra atkvæða. --Mói 28. maí 2006 kl. 23:03 (UTC)
- Ég hafði það miðað við fjölda á kjörskrá til að samtalan geti sagt til um kjörsókn - sem er athyglisverð í þessu samhengi. Eftir á að hyggja held ég samt að viturlegra hefði verið að setja töflurnar aðeins öðruvísi upp þannig að tölur um kjörsókn og fjölda á kjörskrá kæmu fram sér. Fyrirmyndin sem ég notaði var Portúgalska síðan um heimsmeistarakeppnina í fótbolta 2006 - svo það er kannski ekki nema von að þetta sé dálítið undarlegt :)... --Akigka 28. maí 2006 kl. 23:16 (UTC)
- Bæði kjörsókn og fjöldi auðra og ógildra atkvæði eru tölur sem þyrftu að koma fram, ég prufaði að setja þetta upp í sniðum, sjá hér. Það er kannski fullseint í rassinn gripið að fara að breyta öllu hér. --Bjarki 29. maí 2006 kl. 00:32 (UTC)
- Sniðið er tær snilld. Spurning hvort ekki væri vit að skipta út töflunum hér eftir nennu til að tryggja að sniðið verði notað næst. Svo virkar þetta líka fyrir Alþingiskosningar. Mætti t.d. setja inn í staðinn fyrir töflurnar í greininni Alþingiskosningar 2003 og nota þá kjördæmamynd í staðinn fyrir byggðamerkið. --Akigka 29. maí 2006 kl. 00:40 (UTC)
- Já takk fyrir það. Þá vantar bara nennuna. :) --Bjarki 29. maí 2006 kl. 01:03 (UTC)
- Sniðið er tær snilld. Spurning hvort ekki væri vit að skipta út töflunum hér eftir nennu til að tryggja að sniðið verði notað næst. Svo virkar þetta líka fyrir Alþingiskosningar. Mætti t.d. setja inn í staðinn fyrir töflurnar í greininni Alþingiskosningar 2003 og nota þá kjördæmamynd í staðinn fyrir byggðamerkið. --Akigka 29. maí 2006 kl. 00:40 (UTC)
- Bæði kjörsókn og fjöldi auðra og ógildra atkvæði eru tölur sem þyrftu að koma fram, ég prufaði að setja þetta upp í sniðum, sjá hér. Það er kannski fullseint í rassinn gripið að fara að breyta öllu hér. --Bjarki 29. maí 2006 kl. 00:32 (UTC)
- Ég hafði það miðað við fjölda á kjörskrá til að samtalan geti sagt til um kjörsókn - sem er athyglisverð í þessu samhengi. Eftir á að hyggja held ég samt að viturlegra hefði verið að setja töflurnar aðeins öðruvísi upp þannig að tölur um kjörsókn og fjölda á kjörskrá kæmu fram sér. Fyrirmyndin sem ég notaði var Portúgalska síðan um heimsmeistarakeppnina í fótbolta 2006 - svo það er kannski ekki nema von að þetta sé dálítið undarlegt :)... --Akigka 28. maí 2006 kl. 23:16 (UTC)
[breyta] Afrek
Mér finnst að ekki sé hægt að flokka þessa grein undir neitt minna en afrek. Sérstaklega þáttur Akigka í verkinu. Bravó! --Mói 28. maí 2006 kl. 23:08 (UTC)
- Ég þakka hrósið. Sérstaklega er ég ánægður með að hafa tekist að draga flest byggðamerkin inn sem vantaði mikið uppá áður. --Akigka 28. maí 2006 kl. 23:18 (UTC)