Spjall:Skútuöld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ætti þetta ekki að heita Seglskipaöld? Ég hef bara heyrt talað um skútuöld sem tímabil í íslenskri fiskveiðisögu, skv. íslenskum söguatlas var það ca. tímabilið 1880-1910. EinarBP 26. júlí 2006 kl. 09:48 (UTC)

Veit það ekki alveg. Ég held að hugtakið "skútuöld" sé bein þýðing á "age of sail" nema hvað í Íslandssögunni nær það yfir þilskipaútgerðina á síðari hluta 19. aldar en fyrri hluta 19. aldar í Englandi og Ameríku t.d. Bara eins og t.d. rómantíkin eða húmanisminn sem ekki eru á sama tíma hér og annarsstaðar. Það ætti að vera hægur vandi að gera grein fyrir hvoru tveggja í sömu greininni eða með aðgreiningarsíðu. Seglskipaöld hef ég aldrei heyrt og veit ekki hvort það er þess virði að búa til nýyrði. Hins vegar nær fyrri hluti lengra tímabilsins sem kallað er "age of sail" nánast nákvæmlega yfir sama tímabil og hefur verið kallað "landafundatímabilið" (age of discovery). --Akigka 26. júlí 2006 kl. 10:02 (UTC)