Álka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Razorbill
Ástand stofns: Í lítilli hættu
Álka á Íslandi.
Álka á Íslandi.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Svartfuglaætt (Alcidae)
Ættkvísl: Alca
Tegund: A. torda
Fræðiheiti
Alca torda
Linnaeus, 1758

Álka (fræðiheiti: Alca torda) er strandfugl af svartfuglaætt. Hún er svört á bakinu og höfðinu en hvít á maganum. Á nefinu hefur hún hvíta mjóa rönd. Í sumarbúningi er framháls og vangi hvítur og augntaumurinn hverfur. Goggurinn er hár og flatur til hliðanna. Hún er hér á landi frá því í enda febrúar og fram í byrjun ágúst, þó partur af stofninum haldi sér hér allt árið. Langstærsta álkubyggðin hérlendis er undir Látrabjargi og meirihluti allra álka í heiminum er hér á landi. Álkan er skyld geirfuglinum sem dó út 1844 í Eldey vegna þess að hann var ófleygur. Álkan verður einnig ófleyg um tíma eða mánuð eftir að hún er búin að unga út eggjum sínum.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt álku er að finna á Wikimedia Commons.


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .