Keflavíkurstöðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Merki Keflavíkurstöðvarinnar.
Enlarge
Merki Keflavíkurstöðvarinnar.

Keflavíkurstöðin (enska: Naval Air Station Keflavik) var herstöð Bandaríkjanna á Miðnesheiði, við Keflavíkurflugvöll. Hún var oft í daglegu tali kölluð „Keflavíkurflugvöllur“ eða „Völlurinn“. Hún var opnuð 1951 og fyrsta herliðið sem notaði hana var Varnarlið á Íslandi sem var myndað sama ár úr flokkum úr landher, sjóher og lofther Bandaríkjanna. Stöðin var rekin af Bandaríkjaflota sem flugbækistöð frá árinu 1961. Þegar mest var töldu hermenn, starfslið hersins og hinna ýmsu stofnana á stöðinni og fjölskyldur þeirra um 5700 manns. Að auki dvöldust þar oft hópar hermanna tímabundið til æfinga eða vegna flutninga. Á herstöðinni voru, auk íbúðarhúsa og hernaðarmannvirkja, verslanir, skólar, sjúkrahús, kvikmyndahús, íþróttahús, skemmtistaðir og allt það sem þurfti til að þjónusta íbúana.

Eftir lok Kalda stríðsins var ljóst að hernaðarlegt mikilvægi stöðvarinnar var snöggtum minna en áður og fljótlega eftir 1990 hófust umræður um að stöðinni yrði lokað eða dregið verulega úr starfsemi hennar. Í miðju Íraksstríðinu þar sem mjög reyndi á styrk Bandaríkjahers var síðan tekin ákvörðun um að loka herstöðinni endanlega. 30. september 2006 var íslenskum stjórnvöldum formlega afhent stöðin af síðasta yfirmanni hennar, Mark S. Laughton kafteini í Bandaríkjaflota.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.  

Á öðrum tungumálum