Kristján Eldjárn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristján Eldjárn Þórarinsson var 3. forseti Íslands árin 19681980. Hann var fæddur á Tjörn í Svarfaðardal 6. desember 1916 og dó 14. september 1982. Foreldrar hans voru hjónin Þórarinn Kr. Eldjárn, bóndi og kennari á Tjörn, og Sigrún Sigurhjartardóttir. Kristján lauk fyrrihlutaprófi í fornleifafræði frá Kaupmannahafnarháskóla en lærði síðan íslensk fræði við HÍ. Hann lauk doktorsprófi árið 1957 og nefnist ritgerð hans Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi.

Kristján var þjóðminjavörður og þjóðþekktur og vinsæll maður vegna þátta sinna í sjónvarpi um fornar minjar og muni í vörslu Þjóðminjasafnsins. Kristján var hispurslaus og alúðlegur í framgöngu og ávann sér miklar vinsældir þjóðarinnar. Hann sigraði mótframbjóðanda sinn, Gunnar Thoroddsen, í kosningunum 1968 með miklum atkvæðamun og var sjálfkjörinn eftir það. Kona Kristjáns var Halldóra Ingólfsdóttir.


Forsetar Íslands
Sveinn Björnsson | Ásgeir Ásgeirsson | Kristján Eldjárn | Vigdís Finnbogadóttir | Ólafur Ragnar Grímsson


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það