Notandaspjall:Gesturpa
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Íslensk landafræði
Sæll. Þú ert einstaklega duglegur við landafræðina. Það er gott. Mundu að bæta inn {{Íslenskur landafræðistubbur}} á þær greinar sem eru stubbar ;) Þá er léttara að finna þær og eiga við þær aftur við tækifæri :) Gangi þér vel. --Jóna Þórunn 15:23, 11 október 2006 (UTC)
- Já, flott framlög :-). Hinsvegar langar mig að benda á að það er á skjön við tilgang flokkunarkerfisins að setja greinar eins og Breiðdalsvík bæði í flokkinn Íslensk sjávarþorp og Þéttbýlisstaðir Íslands. Öll íslensk sjávarþorp eru þéttbýlisstaðir á Íslandi, svo það er einfaldara (og réttara) að setja flokkinn Íslensk sjávarþorp í flokkinn þéttbýlisstaðir á Íslandi (sem búið er að gera). Ef það er ekki alveg ljóst hvað ég á við skaltu bara spyrja. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16:37, 11 október 2006 (UTC)
Þakka þér fyrir ábendinguna Friðrik, ég var reyndar búinn að taka eftir þessu eftir að ég var búinn að fara allan hringinn og fór að velta því fyrir mér til hvers verið væri að aðgreina sérstaklega sjávarþorp frá öðrum þéttbýlisstöðum. Væri það ekki einfaldlega best að láta bara flokkinn Íslensk sjávarþorp hverfa og hafa þetta allt í einum flokki til að flækja ekki málin? Gesturpa 16:46, 11 október 2006 (UTC)
[breyta] Stopp!!
Stubbamerkingar eiga að koma á undan flokkum. --Jóna Þórunn 17:51, 11 október 2006 (UTC)