Plótínos
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Plótínos (gríska: Πλωτῖνος) (um 205–270) var heimspekingur í fornöld og er yfirleitt talinn vera faðir nýplatonismans. Nær allt sem vitað er um ævi hans og störf er fengið úr formála Porfyríosar að útgáfu hans á verkum Plótínosar, Níundunum. Rit Plótínosar um frumspeki hafa haft mikil áhrif á kristna heimspeki, heimspeki gyðinga, íslamska hugsun og trúarlega dulspeki. Plótínos naut gríðarlegra vinsælda á endurreisnartímanum.
[breyta] Tengt efni
- Nýplatonismi
- Porfyríos
- Próklos
- Jamblikkos
- Númeníos frá Apameu
- Ágústínus