Daron Malakian
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Daron Vartan Malakian (fæddur 18. júlí 1975) er bandarískur tónlistarmaður af armenskum uppruna og jafnframt gítarleikari þungarokkssveitarinnar System of a Down. Malakian hefur skrifað og útsett mest alla tónlist sveitarinnar og í seinni tíð einnig tekið þá í textasmíðum.
[breyta] Ævisaga
Malakian er einbirni hjónanna Vartan og Zepur Malakian, en þau fluttu frá Írak til Hollywood árið sem Daron fæddist. Hann dreymdi um að spila á trommur í hljómsveit og ungur að árum kynntist hann rokktónlist á borð við Van Halen, Iron Maiden, Judas Priest og Motörhead. 12 ára fór hann að fikta við gítarleik. Í skóla kynntist hann Serj Tankian og saman stofnuðu þeir hljómsveitina Soil sem síðan breyttist í System of a Down.
Þegar System of a Down fór í pásu árið 2006 snéri Malakian að verkefninu Scars on Broadway með Odadijan Shavo en þar ætla þeir að vinna með þungarokk og raftónlist og tvinna við armenskan uppruna sinn.
[breyta] Annað
- Vartan Malakian, faðir Shavos, hannaði framhliðar Mezmerize og Hypnotize platnanna, auk þess sem hann hannaði heimasíðu System of a Down.