Grýla
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grýla er ein af íslenskum jólavættum. Hún er nefnd meðal tröllkvenna í þulum Snorra-Eddu. Grýla var ekki bendluð sérstaklega við jólin fyrr en í kvæði frá 17. öld. Grýla er í íslenskum sögnum talin móðir jólasveinanna.
[breyta] Heimildir
- Salvör Gissurardóttir: Grýla og Jólasveinar
- Jólavefurinn 2005 Salvör Gissurardóttir
- Námsgagnastofnun - Grýlukvæði Stefáns Ólafssonar í Vallarnesi