Edduverðlaunin 2004
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Edduverðlaunin 2004 voru afhending Edduverðlauna Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar á Hotel Nordica, 14. nóvember 2004. Veitt voru verðlaun í fjórtán flokkum, sem var einum færri en árið áður. Flokkarnir leikari og leikkona ársins annars vegar og leikari og leikkona í aukahlutverki hins vegar var skellt saman og fimm tilnefndir í hvorum flokknum í stað þriggja áður. Þá var aftur bætt við flokknum „Leikið sjónvarpsefni“ sem hafði verið felldur út árið áður. Flokkurinn „Fréttamaður ársins“ var einnig felldur út en í staðinn kom „Skemmtiþáttur ársins í sjónvarpi“.
Af kvikmyndum í fullri lengd bar mest á Kaldaljósi Hilmars Oddssonar með Ingvar E. Sigurðsson í aðalhlutverki sem hlaut fimm edduverðlaun. Tvær heimildamyndir sem báðar fjölluðu um Málverkafölsunarmálið fengu tilnefningu: Án titils eftir Þorstein J. Vilhjálmsson, og Faux - Í þessu máli eftir Sólveigu Anspach.
[breyta] Tilnefningar og handhafar Edduverðlauna 2004
Handhafar Edduverðlaunanna í hverjum flokki eru feitletraðir.
[breyta] Leikari/leikkona ársins í aðalhlutverki
- Áslákur Ingvarsson - Kaldaljós
- Brynja Þóra Gunnarsdóttir - Salt
- Ingvar E. Sigurðsson - Kaldaljós
- Jón Sigurbjörnsson - Síðasti bærinn
- Þröstur Leó Gunnarsson - Vín hússins
[breyta] Leikari/leikkona ársins í aukahlutverki
- Helga Braga Jónsdóttir - Kaldaljós
- Ilmur Kristjánsdóttir - Dís
- Kristbjörg Kjeld - Kaldaljós
- Snæfríður Ingvarsdóttir - Kaldaljós
- Þórunn Edda Clausen - Dís
[breyta] Skemmtiþáttur ársins í sjónvarpi
- Idol-stjörnuleit - Stöð 2
- Spaugstofan - RÚV
- Svínasúpan - Stöð 2
[breyta] Sjónvarpsþáttur ársins
- Sjálfstætt fólk - Stöð 2
- Í brennidepli - RÚV
- Fólk með Sirrý - Skjár 1
[breyta] Heimildarmynd ársins
- Blindsker - Ólafur Jóhannesson
- Faux - Í þessu máli - Sólveig Anspach
- Hestasaga - Þorfinnur Guðnason
- Love is in the air - Ragnar Bragason
- Öræfakyrrð - Páll Steingrímsson
[breyta] Hljóð og mynd
- Steingrímur Þórðarson - myndvinnsla í Sjálfstæðu fólki
- Sigurður Sverrir Pálsson - kvikmyndataka í Kaldaljósi
- Þorsteinn J. Vilhjálmsson - framsetning í Án titils
[breyta] Útlit myndar
- Helga Rós Hannam - búningahönnun í Svínasúpunni
- Haukur Hauksson - framsetning í Í brennidepli
- Úlfur Grönvold - leikmynd í Anna afastelpa
[breyta] Handrit ársins
- Huldar Breiðfjörð - Næsland
- Jón Gnarr - Með mann á bakinu
- Magnús Magnússon - Öræfakyrrð
[breyta] Leikstjóri ársins
- Erla B. Skúladóttir - Bjargvætturinn
- Hilmar Oddsson - Kaldaljós
- Þorfinnur Guðnason - Hestasaga
[breyta] Bíómynd ársins
- Dís - Silja Hauksdóttir
- Kaldaljós - Hilmar Oddsson
- Næsland - Friðrik Þór Friðriksson
[breyta] Stuttmynd ársins
- Bjargvætturinn - Erla B. Skúladóttir
- Móðan - Jón Karl Helgason
- Síðustu orð Hreggviðs - Grímur Hákonarson
- Síðasti bærinn - Rúnar Rúnarsson
- Vín hússins - Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson
[breyta] Leikið sjónvarpsefni ársins
- And Björk of course - Lárus Ýmir Óskarsson
- Mynd fyrir afa - Tinna Gunnlaugsdóttir
- Njálssaga - Björn Brynjúlfur Björnsson
[breyta] Tónlistarmyndband ársins
- „Sögustelpan“ - Dúkkulísurnar
- „Stop in the name of love“ - Bang Gang
- „Just a little bit“ - María Mena
[breyta] Heiðursverðlaun ÍKSA 2004
- Páll Steingrímsson kvikmyndagerðamaður
[breyta] Sjónvarpsmaður ársins
- Ómar Ragnarsson
![]() |
Edduverðlaunin frá ári til árs | ![]() |