Spjall:Vatíkanið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvað þýðir Sancta sedes?

Svar fann ég á nedinu með því að leita að latneskri orðabók. Sancta þýðir að sjálfsögðu „hin heilaga“, í kvenkyni vegna þess að sedes er kvenkynsnafnorð í latínu. En þýðng orðsins sedes er gefin þannig: [a seat; a chair , throne; an abode, home]; of things, [place, seat, base, foundation]. Staður, sæti, (stóll), grundvöllur, stofnun. Nú er bara að velja! Kveðja, --Moi 01:40, 31 des 2004 (UTC)

Sancta er kvennkynsmmynd af orðinu sanctus, helgur eða heilagur, sedes er svo aftur sæti í vissri merkingu en það þýðir einnig heimili, aðsetur eða bústaður. Þetta er það sem við hefðum kallað Páfastóll (episcopus sedem = biskupsstóll), svo hér væri frekar við hæfi að mínu mati að tala um Hinn heilaga bústað eða Hinn heilaga páfastól, því þetta „sæti“ sem átt er við er páfastóllinn. Þetta eru þó bara getgátur, en ég tel nú samt að við ættum að skipta þessu heilaga sjái út sem snöggvast. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 02:17, 31 des 2004 (UTC)

Já, það sem ég átti við var reyndar einmitt frekar hvað þetta héti á Íslensku, ekki hvað orðið í raun þýddi. Orðið Páfastóll kom bara ekki upp í höfuðið á mér, en mér líst vel á Hinn heilaga Páfastól, skipti því út strax. Heilaga sjáið var annars bara því mér datt ekkert betra í hug... -Sterio 03:17, 31 des 2004 (UTC)