Reykjanesbraut
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reykjanesbraut eða þjóðvegur 41 (áður kölluð Keflavíkurvegur en það heiti á nú við veg 424 sem liggur frá Reykjanesbrautinni gegnum Ytri-Njarðvík og Keflavík) er þjóðvegur sem liggur frá gatnamótum Miklubrautar, Sæbrautar og Vesturlandsvegar að Leifsstöð á Miðnesi. Vegurinn var fullgerður árið 1912 og lokið var við bundið slitlag árið 1965. Unnið hefur verið að tvöföldun vegarins (fjórar akreinar) frá 2003.