Alþingiskosningar 1999

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslensk stjórnmál
Mynd:ISLcoat.gif
Þessi grein er hluti af greinaflokknum:
Íslensk stjórnmál
Framsóknarflokkurinn
Frjálslyndi flokkurinn
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkurinn
Vinstri hreyfingin - grænt framboð

breyta

Flokkar: stjórnmál, réttur og ríkisvald


Alþingiskosningarnar 1999 fóru fram 8. maí. Á kjörskrá voru 201.408 en kjörsókn var 84,1%.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt öruggum þingmeirihluta, Framsókn tapaði þremur mönnum en Sjálfstæðismenn bættu við sig einum en fylgi þeirra hafði ekki verið meira síðan í kosningunum 1974.

Þessar kosningar voru þær fyrstu eftir verulega breytta flokkaskipun í íslenskum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið, Kvennalistinn og Þjóðvaki voru nú ekki lengur í framboði heldur ákváðu þessir flokkar að bjóða fram saman undir merkjum Samfylkingar í því sjónarmiði að búa til breiðfylkingu jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Nokkrir þingmenn og varaþingmenn Alþýðubandalagsins gátu þó ekki hugsað sér að taka þátt í slíku og stofnuðu nýjan vinstri flokk: Vinstri hreyfinguna – grænt framboð.

Þriðji nýji flokkurinn sem lét að sér kveða var svo Frjálslyndi flokkurinn undir stjórn Sverris Hermannssonar sem stofnaður var haustið 1998 og lagði mikla áherslu á málefni fiskveiðistjórnunar. 17,7% fylgi á Vestfjörðum tryggði flokknum tvo menn inn á þing.

Flokkur Atkvæði % Þingmenn
Framsóknarflokkurinn 30.415 18,4 12
Sjálfstæðisflokkurinn 67.513 40,7 26
Frjálslyndi flokkurinn 6.919 4,2 2
Samfylkingin 44.378 26,8 17
Vinstri hreyfingin - grænt framboð 15.115 9,1 6
Aðrir og utan flokka 1.387 0,8 0
Alls 183.172 100 63

Forseti Alþingis var kjörinn Halldór Blöndal, Sjálfstæðisflokki


Fyrir:
Alþingiskosningar 1995
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 2003

[breyta] Heimildir