5. ágúst

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

JúlÁgústSep
Su Þr Mi Fi La
  1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31  
2006
Allir dagar

5. ágúst er 217. dagur ársins (218. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 148 dagar eru eftir af árinu.


[breyta] Atburðir

  • 1675 - Brynjólfur Sveinsson, Skálholtsbiskup, lést. Hann hefur verið sagður einn merkasti biskup í Skálholti í lútherskum sið.
  • 1874 - Þjóðhátíð hófst á Þingvöllum í tilefni af 1000 ára Íslandsbyggð og stóð í fjóra daga.
  • 1875 - Hjálmar Jónsson, skáld, kenndur við Bólu í Skagafirði, lést í beitarhúsum frá Brekku, skammt frá Víðimýri í Skagafirði.
  • 1919 - Fyrsti knattspyrnuleikur gegn erlendu knattspyrnuliði var leikinn í Reykjavík. Úrval úr Val og Víkingi lék gegn danska liðinu AB, sem sigraði 7:0.
  • 1943 - Sjö manna áhöfn þýskrar flugvélar komst lífs af er vél þeirra var skotin niður úti fyrir Norðurlandi. Bandarísk flugvél skaut hana niður.
  • 1956 - Hraundrangi í Öxnadal, sem fram að þessu hafði verið talinn ókleifur, var klifinn af tveimur Íslendingum og einum Bandaríkjamanni.
  • 1974 - Síðasta dag þjóðhátíðar í Reykjavík var kyntur langeldur á Arnarhóli. Kveikt var í með blysi, sem hlaupið var með frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur. Þaðan var lagt af stað 1. ágúst.
  • 1985 - Kertum var fleytt á Reykjavíkurtjörn til minningar um 40 ár frá því að kjarnorkusprengju var varpað var á Hiroshima í Japan 6. ágúst 1945. Síðan hefur þetta verið gert árlega.
  • 1992 - Eiríkur Kristófersson, fyrrverandi skipherra á skipum Landhelgisgæslunnar, varð 100 ára. Hann varð þjóðhetja í fyrsta þorskastríðinu vegna framgöngu sinnar. Hann náði rúmlega 102 ára aldri (d. 16. ágúst 1994).

[breyta] Fædd

[breyta] Dáin


Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)