Flokkur:Jólasveinar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslensku jólasveinarnir eru af allt öðrum uppruna en hinn rauðklæddi Sankti Nikulás sem frægastur er úr kvikmyndum og alþjóðlegum fjölmiðlum. Þeir eru af tröllakyni og voru upphaflega hafðir til að hræða börn. Foreldrar þeirra eru Grýla og Leppalúði og er Jólakötturinn húsdýrið þeirra. Á 20. öld tólku jólasveinarnir upp margt úr fari hins alþjóðlega jólasveins, þeir klæðast meðal annars oft rauðum fötum og úthluta einnig gjöfum sem þeir hefðu aldrei gert hér áður fyrr.

Aðalgrein: Jólasveinn