NFS
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nýja fréttastöðin eða NFS er íslensk fréttasjónvarpsstöð sem hóf göngu sína árið 2005 og sendi út fréttir og fréttatengt efni allan sólarhringinn. Fréttastofa NFS tók við af fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Það eru 365 ljósvakamiðlar sem reka NFS. Stöðin er send út á Digital Íslandi og næst með því á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri en einnig á internetinu á Vísir.is.
Stöðin hætti útsendingum á eigin rás klukkan 20:00 föstudaginn þann 22. september 2006, vegna þessa var 20 starfsmönnum sagt upp.[1] Fréttir verða áfram sendar út þrisvar á dag undir merkjum NFS í opinni dagskrá á Stöð 2.