Kóraninn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kóraninn (arabíska القرآن al-qur’ān, sem þýðir „upplestur“ eða „framsögn“) er hið heilaga trúarrit íslam. Múslimar trúa því að Kóraninn séu bókstaflega orð Guðs á arabísku sem erkiengillinn Gabríel opinberaði fyrir Múhameð spámanni á 23 ára tímabili. Þeir trúa því að Kóraninn sé lokaopinberun Guðs á boðskap sínum til manna. Vegna þess að orð Guðs voru opinberuð á arabísku er ekki hægt að þýða Kóraninn að áliti múslima; allar úgáfur á öðrum málum eru einungis túlkanir og endursagnir hins sanna texta.
Kóraninn inniheldur 114 súrur (kafla) sem skiftast niður í 6236 vers. Súrunum er raðað þannig að þær lengstu koma fyrst og þær styðstu síðast að undantekinni fyrstu súrunni. Fyrir utan þessa uppskiftingu eru margara aðrar til sem ætlaðar eru að auðvelda bænir, upplestur og framsögu.
Allar súrur hefjast á Í nafni Guðs, hins náðuga, hins miskunnsama sem á arabísku er bismi-llāhi ar-rahmāni ar-rahīmi framburður.
Það var þriðji kalífinn, Ótmar, sem lét skrá Kóraninn ár 651 (AD) aðeins 19 árum eftir lát Múhameðs. Haldið er að hann hafi látið gera fimm eintök, hlutar af tveim þeirra eru enn til. Annar í Taskent í Úsbekistan og hinn í Istambul í Tyrklandi.
Hafiz er sá nefndur sem hefur lært allan Kóraninn utanbókar. Margir múslimir sem annars kunna ekki arbísku læra hann utanbókar að miklu eða öllu leyti. Allir múslimir verða að læra brot úr Kóraninum til að geta farið með bænir.
[breyta] Íslensk útgáfa
Kóraninn kom út í íslenskri þýðingu Helga Hálfdanarsonar árið 1993 og var endurskoðuð þýðing var gefin út tíu árum síðar.
Kóran (þýð. Helgi Hálfdanarson), útgefandi: Mál og menning, Reykjavík 2003. ISBN: 9979-3-2408-2