Stríðsskáld
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hugtakið stríðsskáld (en. war poet) kom fyrst fram á dögum fyrri heimstyrjaldarinnar. Mörg fremstu skáld þeirrar tíðar börðust þá á vígvöllum Evrópu og miðluðu reynslu sinni í gegnum ljóðformið. Mörg þeirra týndu lífi, svo sem Rupert Brooke og Wilfred Owen en önnur, má þar nefna Edmund Blunden og Siegfried Sassoon, héldu lífi og gagnrýndu vitfirringu stríðsins frá sjónarhóli skotgrafarhermanns sem glatað hefur trúnni á manneksjuna. Hugtakið sem slíkt er enskt að uppruna. Eflaust hafa skáld í herbúðum Þjóðverja ekki verið síðri, en hin fyrstu eiginlegu stríðsskáld voru ensk þó Frakkar eignuðust einnig sín stríðsskáld. Sé tekið mark á orðum bókmenntafræðingsins Patrick Bridgewater líkjast þýsku skáldin Anton Scnack og August Stramm hinum ensku stríðsskáldum hvað mest.
Spurningunni um hvað geri skáld að stríðsskáldi er vandsvarað. Í augum alþýðunnar sýndu þau stríðið eins og það leit út í augum hermannsins og um leið tilfinningar hans. Sum skáld sem þjónuðu stríðsherrunum (m.a. Robert Graves) gerðu stríðið ekki að yrkisefnum sínum.