4. júlí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

JúnJúlíÁgú
Su Þr Mi Fi La
  1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31
2006
Allir dagar

4. júlí er 185. dagur ársins (186. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 180 dagar eru eftir af árinu.


[breyta] Atburðir

  • 1685 - Halldór Finnbogason var brenndur á báli á Þingvöllum, gefið að sök að hafa snúið Faðirvorinu upp á andskotann. Þetta var síðasta galdrabrenna á Íslandi.
  • 1776 - Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var undirrituð af 13 breskum nýlendum í Norður-Ameríku, sem sögðu sig þar með úr lögum við bresku krúnuna og stofnuðu Bandaríki Norður-Ameríku. Dagurinn hefur verið þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna síðan.
  • 1971 - Safnahúsið í Borgarnesi var tekið í notkun, en þar er meðal annars að finna merkilegt bókasafn og listaverkasafn.
  • 1973 - Margrét Danadrottning og eiginmaður hennar, Henrik prins, komu í opinbera heimsókn til Íslands.
  • 1976 - Ísraelsher frelsaði eitt hundrað gísla um borð í Air France-vél á flugvellinum í Entebbe í Úganda.
  • 1977 - Hreinn Halldórsson setti Íslandsmet í kúluvarpi, 21,09 m, og komst með því í hóp bestu kúluvarpara í heimi.
  • 1987 - Allir hreppar í Austur-Barðastrandarsýslu: Geiradalshreppur, Reykhólahreppur, Gufudalshreppur, Múlahreppur og Flateyjarhreppur sameinuðust undir nafni Reykhólahrepps.


[breyta] Fædd


[breyta] Dáin


Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)