Navassaeyja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gervihnattamynd af Navassaeyju
Enlarge
Gervihnattamynd af Navassaeyju

Navassaeyja er lítil óbyggð eyja í Karíbahafi, hún er ein af smáeyjum Bandaríkjanna og sú eina þeirra sem ekki er í Kyrrahafinu.Ríkisstjórn Bandaríkjanna gerir tilkall til yfirráða yfir eyjunni og bandaríska fiska- og dýralífsstofnunin hefur umsjón með henni. Kalifornískur athafnamaður að nafni Bill Warren gerir einnig tilkall til eyjunnar, samkvæmt bandarísku Gúanóeyjalögunum. Haítí gerir einnig tilkall til eyjunnar.

[breyta] Landafræði

Navassaeyja er u.þ.b. 5,2 km² að flatarmáli. Hún er staðsett um 160 km sunnan við bandarísku herstöðina við Guantanamo-flóa á Kúbu, og u.þ.b. ¼ leiðarinnar frá Haítí til Jamaíka um Jamaíkasund. Hnit hennar eru 18° 24′0″N og 75° 0′30″V.

Landslag eyjunnar samanstendur fyrst og fremst af berum klettum, en þó er nægilegt graslendi fyrir geitahjarðir.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana


Lönd í Norður-Ameríku
Antígva og Barbúda | Bahamaeyjar | Bandaríkin | Barbados | Belís | Dóminíka | Dóminíska lýðveldið | El Salvador | Grenada | Gvatemala | Haítí | Hondúras | Jamaíka | Kanada | Kosta Ríka | Kúba | Mexíkó | Níkaragva | Panama (að hluta) | Sankti Kristófer og Nevis | Sankti Lúsía | Sankti Vinsent og Grenadíneyjar | Trínidad og Tóbagó (að hluta)
Undir yfirráðum annarra ríkja: Bandarísku Jómfrúreyjar | Angvilla | Arúba | Bermúda | Bresku Jómfrúreyjar | Caymaneyjar | Grænland | Guadeloupe | Hollensku Antillaeyjar | Martinique | Montserrat | Navassaeyja | Púertó Ríkó | Saint-Pierre og Miquelon | Turks- og Caicoseyjar