Hraði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hraði tiltekins hlutar er ferð hans í tiltekna átt. Með öðrum er hraði samsettur úr stefnulausa eiginleikanum ferð, og vigri sem skilgreinir stefnu hreyfingarinnar.

[breyta] Skilgreining

Í daglegu tali er orðið hraði oft notað á óformlegan hátt, og getur þá átt við hugtökin ferð eða um meðalhraða.

Meðalhraða hlutar (v) sem hreyfist eftir beinni línu um vegalengd (d) á tímanum (t) er lýst með jöfnunni:

V = \frac{D}{T}

Formlega er hraði þó skilgreintur með aðstoð deildunar, þannig að hraði (v) hlutar sem hefur staðsetninguna x(t) á sérhverjum tíma (t) er fyrsta afleiðan af staðsetningunni x(t):

v={\mathrm{d}x \over \mathrm{d}t} = \lim_{\Delta t \to 0}{\Delta x \over \Delta t}.

Sé hraði hlutar á tilteknu tímabili þekktur, ásamt upphafsstaðsetningu hans, er hægt að finna staðsetningu hlutarins hvenær sem er á þessu tímabili með því að nota heildun.

Þar sem hröðun er fyrsta afleiða hraða er einnig er hægt að nota heildun til að finna hraða (v) hlutar hvenær sem er á tilteknu tímabili, að því gefnu að upphafshraði v0 og hröðun hlutarins á tímabilinu sé þekkt, með jöfnunni:

v_2 = v_1 + at\;\!.


Þessi grein sem fjallar um eðlisfræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum