Spjall:Vestmannaeyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Efnisyfirlit

[breyta] Sautján kallar og einn hvalur

Þetta er fín síða um Vestmannaeyjar en þetta er ekki góður vitnisburður um hlutleysi greina. Hlutleysið er nefnilega líka fólgið í því hverju er EKKI sleppt. Ég hugsa að 50% af fólkinu í Vestmannaeyjum hafi ekki verið sleppt viljandi en ég vil biðja alla staðkunnuga að athuga hvort ekki finnist ein einasta kona í Vestmannaeyjum sem er þess virði að vera nefnd á nafn. --Salvör Gissurardóttir 2. mars 2006 kl. 18:55 (UTC)

Ég þykist vita að 50% af rúmlega 4300 sé ekki 17 - allt mellódrama er óþarfi. Hinsvegar er þetta rétt ábending sem sýnir kannski hvað svona sjávarpláss eru mikil karlaveldi. Konur spiluðu alltaf mjög passíf hlutverk á svona stöðum, ástand sem er að breytast. Ég þurfti að hugsa vel og lengi áður en að mér datt í hug einhver landskunnug Vestmanneysk kona. Hinsvegar er nóg af Vestmanneyskum kjarnakonum til, og ég gæti tíundað fleiri tugir slíkra, en ég hugsa að það hafi afskaplega lítið upp á sig. Við höfum reyndar rætt það að fjarlægja þennan lista af Vestmanneyingum algjörlega, enda frekar illa settur hvað réttlæti og allt það varðar - það eru ótrúlega margir sem eiga skilið að láta nefna sig í slíkum lista, en það yrði ógjörningur að gera það. Hinsvegar, ef að þetta er það versta sem hægt er að finna að þessari grein, þá erum við á nokkuð góðu róli. Ég skelli Eygló Harðardóttur inn. --Smári McCarthy 3. mars 2006 kl. 09:09 (UTC)

[breyta] Flatarmál

Flatarmál er hér listað sem 13.4km^2, þessu ætti að breyta í 16.79km^2 ef restin af eyjunum fellur undir vestmannaeyjarbæ. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 19:07, 18 mar 2005 (UTC)

Það er rétt. Hinsvegar er ekki einusinni öll Heimaey innann bæjarmarkanna, þó svo að sveitarfélagið hafi yfirráð yfir allar eyjarnar og skerin að frátaldri Surtsey, sem er í umsjón Surtseyjarfélagsins (með leyfi frá Umhverfisstofnun).. ef að þú vilt að ég breyti þessu þannig að bara það sem er innann bæjarmarkanna teljist í sveitarfélagskassanum, þá skal ég mæla það upp á mánudaginn þegar að ég kemst í landupplýsingakerfið. --Smári McCarthy 19:48, 18 mar 2005 (UTC)

Flott, annars er ég á þeirri skoðun að það eigi að skipta þessum staðar og sveitafélagsgreinum algerlega..—Ævar Arnfjörð Bjarmason 19:49, 18 mar 2005 (UTC)

Ég er sammála þér. Ég var að velta þessu fyrir mér í dag, en nennti því eiginlega ekki. Þetta er eiginlega allt of mikið efni fyrir eina grein. Ég græja þetta á m.. já, á mánudaginn. --Smári McCarthy 23:05, 18 mar 2005 (UTC)

[breyta] Sérstök orð

Orðin, sem tilnefnd eru sem eitthvað sérstök fyrir Vestmannaeyjar eru það alls ekki. Útsuður, landsuður, útnorður og landnorður eru alþekkt um allt Ísland og hafa ekkert með Vestmannaeyjar að gera. Peyji og pæja eru líka nokkuð þekkt orð á Norðurey, jafnvel hjá fólki sem aldrei hefur á Heimaey stigið. Eina orðið af þessum, sem kannski á rétt á sér í þessari umfjöllun er orðið tríkot. Alla vega þekki ég það ekki, enda Norðureyingur. --Mói 24. júlí 2005 kl. 15:40 (UTC)

Er kannski tilfellið að þessi orð séu frá vestmannaeyjum komin? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 24. júlí 2005 kl. 15:42 (UTC)
Nei, nei, fjarri því! Áttaheitin eru til dæmis forn, þau komu til landsins frá Noregi með landnámsmönnum og eru þaðan ættuð. Peyji (peyi, pegi) eru með óljósan uppruna og pæja er tökuorð úr ameríku-ensku, pie (sjá Íslenska orðsifjabók, Ásgeir Blöndal Magnússon og Íslenska orðabók Menningarsjóðs.) --Mói 24. júlí 2005 kl. 15:57 (UTC)
En það verður þó að viðurkennast að orðin peyji og pæja eru mjög vestmannaeyísk, svo að segja, þau eru helst tengd við eyjarnar og mállýsku eyjaskeggja, ef svo má kalla. --Sterio 24. júlí 2005 kl. 23:29 (UTC)

[breyta] Skalli

Í greininni segir eftirfarandi: „Fyrstu heimildir um Vestmannaeyjar eru í Landnámu (Sturlubók), þar sem segir frá Ingólfi Arnarsyni, fyrsta landnámsmanninum. Þegar hann kom til landsins dvaldist hann einn vetur á Ingólfshöfða, og hélt svo vestur með landinu í leit að öndvegissúlunum sínum. Þá fann hann bæ Hjörleifs, fóstbróður síns, og var hann þar látinn. Úti af Hjörleifshöfða sá hann eyjaklasa suður af Landeyjum og datt honum til hugar að þrælarnir hafi farið þangað.“

Hér er skalli, því ekki er sagt frá því um hvaða þræla er að ræða.

--Gdh 12. febrúar 2006 kl. 16:26 (UTC)

Smári lagfærði þetta, málið er dautt.
--Gdh 12. febrúar 2006 kl. 17:21 (UTC)

[breyta] Ósamræmi

Greinin segir á einum stað: „Íbúar voru um 5.500 talsins fyrir gosið og sneru flestir þeirra aftur að því loknu, og margir fyrr.“

en á öðrum stað: „Þegar gosið hófst var íbúafjöldi bæjarins hins vegar um 5.100.“

Hvort er rétt?

--Gdh 12. febrúar 2006 kl. 16:26 (UTC)

Og Smári duglegi lagaði þetta líka, húrra! :)
--Gdh 12. febrúar 2006 kl. 17:24 (UTC)

[breyta] Aftur um fræga/þekkta Eyjamenn

Hvernig er þetta listað upp. Varla eftir stafrófsröð, ekki eftir fæðingarári. Eftir mikilvægi? Varla. Væri ekki best að hafa þetta í stafrófsröð? --Jóna Þórunn 22:22, 15 ágúst 2006 (UTC)

Jú, stafrófsröð er langgáfulegust. Annars er ég alltaf pínu hræddur við lista sem þennan - hvar á maður að stoppa? --Sterio 23:27, 15 ágúst 2006 (UTC)
Nákvæmlega. Gott væri t.d. að hafa ítarlegan lista sem sérgrein og þá helstu í þessari grein. En hverjir eru þá þeir helstu? --Jóna Þórunn 12:32, 17 ágúst 2006 (UTC)