Múmínálfarnir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Múmínálfarnir (sænska: Mumintrollen) eru aðalpersónurnar í bókaröð eftir sænskumælandi Finnann Tove Jansson, sem fjalla um Múmínálfana og nágranna þeirra í Múmíndal. Múmínálfarnir sem eiga heima í Múmínhúsinu, sem er há, blá, sívöl bygging, eru hvítir á litinn, loðnir og líkjast einna helst flóðhestum í útliti.
Einnig voru gerðar teiknimyndir um múmínálfana, bæði í Póllandi og í Japan en þær hafa verið sýndar í Ríkissjónvarpinu nokkrum sinnum.
[breyta] Bækur
Fyrsta sagan um múmínálfana hét „Småtrollen och den stora översvämningen“ og kom út árið 1945. Fyrsta múmínálfabókin sem kom út á íslensku var Pípuhattur galdrakarlsins sem kom út árið 1968.
- Kometjakten / Kometen kommer (Halastjarnan) - 1946
- Trollkarlens hatt (Pípuhattur galdrakarlsins) - 1948
- Muminpappans bravader / Muminpappans memoarer - 1950
- Farlig midsommar (Örlaganóttin) - 1954
- Trollvinter (Vetrarævintýri í Múmíndal) - 1957
- Det osynliga barnet (Ósýnilega barnið og aðrar sögur) - 1969
- Pappan och havet (Eyjan hans Múmínpabba) - 1965
- Sent i November - 1970
[breyta] Sögupersónur
Listi yfir nokkrar sögupersónur í bókunum og teiknimyndunum um múmínálfana.
- Múmínsnáðinn
- Múmínmamma
- Múmínpabbi
- Snorkurinn
- Snorkstelpan
- Snabbi
- Mía litla
- Snúður
- Hemúllinn
- Morrinn
- Hattífattarnir
- Forfaðirinn