Árbæjarsafn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Árbæjarsafn er safn um sögu Reykjavíkur sem safnar, varðveitir og rannsakar menningarminjar í Reykjavík. Safnið miðlar þekkingu um sögu og líf íbúa Reykjavíkur frá upphafi byggðar til dagsins í dag. Markmið safnsins er að vekja áhuga, virðingu og skilning fólks fyrir sögu Reykjavíkur. Á safninu eru tvær sýningar í gangi. Ein fjallar um sögu byggingatækninar frá 1840 - 1940. Hin sýningin fjallar um diskó og pönk -ólíkir straumar?.

[breyta] Almennar upplýsingar

Safnið er opið frá 10 - 17 á sumrin og er svo með vetraropnunartíma frá september til maí. Árbæjarsafn býður upp á fasta leiðsagnartíma um safnið: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 13 - 14. Einnig er hægt að panta leiðsagnartíma fyrir utan auglýstan tíma. Það kostar 600 kr. inn fyrir fullorðna og frítt fyrir börn til 18 ára aldurs og eldri borgara. Það er frítt inn alla föstudaga.