Gísli H. Guðjónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gísli Guðjónsson (fæddur 1947) er prófessor í réttarsálfræði við King´s college í London og gistiprófessor við Háskóla Íslands. Hann er heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar. Gísli er eini íslenski sálfræðingurinn sem hefur náð einhverjum frama erlendis.

Réttarsálfræði er sérhæfð undirgrein sálfræði og megininntak greinarinnar er að beita sálfræðilegri þekkingu í tengslum við ýmis afbrotamál og réttarhöld yfir meintum afbrotamönnum. Réttarsálfræðinni er ætlað að veita innsýn í störf og starfsaðgerðir rannsóknarmanna, í sálarlíf afbrotamanna og fórnarlamba þeirra auk þess sem hún fjallar um áreiðanleika vitna og hefur Gísli hvað mest látið til sín taka varðandi það síðastnefnda.