Útkomurúm

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grein þessi skal sameinuð Úrtaksmengi 

Útkomurúm er, í líkindafræði, mengi sem samanstendur af öllum hugsanlegum útkomum úr einhverri tilraun. Útkomurúm, ásamt σ-algebru af hlutmengjum úr útkomurúminu og líkindamáli mynda líkindarúm.

[breyta] Dæmi

Fyrir teningakast samanstenur útkomurúmið af gildunum 1, 2, 3, 4, 5 og 6; þ.e. allar þær tölur sem geta komið upp við teningakastið. Útkomurúm fyrir tilraunina að velja eitt spil af handahófi úr spilastokk samanstendur af öllum spilunum í stokknum.

Útkomurúm þurfa ekki að vera teljanlega stór. Útkomurúmið fyrir það hversu mikil rigning, í millimetrum, fellur á Akureyri á einu ári samanstendur af öllum gildum á bilinu [0, +\infty[. Þó svo að það muni líklega aldrei falla óendanlega mikil rigning á Akureyri, þá er það samt sem áður fræðilega hugsanleg útkoma úr tilrauninni, sökum þess hvernig fjarlægð er skilgreind. Þetta sýnir að það þurfa ekki að vera jafn miklar líkur á öllum útkomum í útkomurúmi tilraunar.