Georg Friedrich Bernhard Riemann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ljósmynd af Georg Friedrich Bernhard Riemann sem tekin var árið 1868.
Enlarge
Ljósmynd af Georg Friedrich Bernhard Riemann sem tekin var árið 1868.

Georg Friedrich Bernhard Riemann (17. september 182620. júlí 1866) var þýskur stærðfræðingur sem var stórt nafn í stærðfræðisögu 19. aldar. Á ýmsan hátt má telja hann arftaka Gauss á vitsmunasviðinu. Í rúmfræði hóf hann þróun þeirra aðferða, sem síðar voru notaðar af Einstein til þess að lýsa alheiminum. Grunnhugmyndir hans í rúmfræði koma fram í innsetningarræðu hans við háskólann í Göttingen. Þar var Gauss á meðal áheyrenda. Hann átti stóran þátt í þróun heildunar (tegrunar) en þar er nafni hans haldið lifandi með Riemann heildinu (en. Riemann integral), einnig í svokölluðum Cauchy-Riemann jöfnum og Riemann yfirborðum. Hann fann einnig samband á milli frumtalna og stærðfræðigreiningar, setti fram Riemann-kenninguna, sem fjallar um hið svonefnda ζ-fall, sem gæti gefið upplýsingar um dreifingu frumtalna í \mathbb{N} ef hún yrði sönnuð, en það hefur víst ekki tekist enn.

[breyta] Sjá einnig

  • Diffurrúmfræði
  • Riemann heildið
  • Riemann tilgátan
  • Riemann Zeta-fallið

[breyta] Tenglar