Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Safnið er til húsa í Þjóðarbókhlöðunni
Enlarge
Safnið er til húsa í Þjóðarbókhlöðunni

Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn var opnað 1. desember 1994 eftir sameiningu Landsbókasafns Íslands og Háskólabókasafns. Það starfar samkvæmt lögum nr. 71 11. maí 1994 frá Alþingi.

Landsbókavörður er forstöðumaður safnsins.

Safnið hefur mörg verkefni á sinni könnu, þeirra helst eru:

  • að varðveita handritasöfn
  • að sinna þörfum kennslu og rannsóknarstarfsemi í Háskóla Íslands
  • að halda uppi bókasafns- og upplýsingaþjónustu í þágu atvinnuvega, stjórnsýslu og rannsókna.

Aðalstarfsemi safnsins fer fram í Þjóðarbókhlöðunni. Safnið hefur einnig yfir öðru húsnæði að ráða til geymslu gagna. Að auki rekur það útibú í nokkrum byggingum Háskóla Íslands.

Upplýsingatækni verður æ stærri þáttur í rekstri safnsins og meðal helstu verkefna á því sviði eru

  • Timarit.is
  • Vefsöfnun íslenskra vefsíðna
  • Sagnanetið

[breyta] Tenglar

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.  

Á öðrum tungumálum