Wikipedia:Tillögur að gæðagreinum
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|
Þessi síða er ætluð til þess að ákveða hvaða greinar geti fallið undir flokkinn Gæðagreinar sem er flokkur greina sem hafa hlotið gæðastimpil íslenska Wikipedia samfélagsins. Þangað eiga aðeins erindi vandaðar greinar og vel skrifaðar sem gera viðfangsefni sínu góð skil í hnitmiðuðum og læsilegum texta. Gæðagreinar þurfa ekki að vera jafn ítarlegar og úrvalsgreinar og mega vera styttri greinar. (Nánar um kröfur sem gerðar eru til gæðagrein hér.)
Ef þú hefur tillögu að grein sem á heima í þessum flokki, þá getur þú bætt henni við á listann hér fyrir neðan þar sem atkvæði verða greidd um hana. Ef grein er ekki tilbúin til þess að verða gæðagrein alveg strax er kjörið að vekja athygli á henni á spjallsíðu hennar eða í Pottinum til að fá gagnrýni og tillögur um það sem betur má fara í greininni.
Áður en þú greiðir atkvæði um tillögu er að sjálfsögðu mikilvægt að þú lesir fyrst greinina sem er til umræðu vel yfir.
- Ef þú ert sammála tilnefningunni þá skrifar þú # {{Samþykkt}} við hana og rökstuðning ef einhver er.
- Ef þú ert ósammála tilnefningunni þá skrifar þú # {{Á móti}} við hana auk rökstuðnings.
- Ef þú vilt svo draga mótmæli til baka, t.d. ef að greinin hefur verið löguð til að bregðast við gagnrýninni, þá strikar þú yfir mótmælin með <s> ... </s>.
- Ef þú ert hlutlaus, en vilt samt vera með í kosningunni skrifar þú # {{Hlutlaus}} og rökstyður ef þú telur þess þörf.
- Tillaga þarf minnst 2 atkvæði til þess að teljast samþykkt. Andmæli skulu aldrei vera meiri en 25% atkvæða. Þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um gæðagreinar.
- Tillaga skal vera til umfjöllunar í þrjá daga að lágmarki.
- Einungis atkvæði skráðra notenda eru tekin gild.
Einnig má flytja tillögu hér um það að grein verði fjarlægð af listanum yfir gæðagreinar og fer það ferli fram á sama hátt og það sem lýst hefur verið að ofan.
Afgreiddar tillögur ásamt umræðum um þær eru geymdar á Afgreiddar tillögur að gæðagreinum
Efnisyfirlit |
[breyta] Tillögur
[breyta] System of a Down
Grein sem ég skrifaði sjálf, ætla því ekki að tjá mig mikið. --Jóna Þórunn 10:38, 16 nóvember 2006 (UTC)
Samþykkt Samþyki þetta. --Baldur Blöndal 10:51, 16 nóvember 2006 (UTC)
Samþykkt --Cessator 14:43, 16 nóvember 2006 (UTC)
Samþykkt --Jabbi 19:18, 21 nóvember 2006 (UTC)
Samþykkt --Akigka 21:13, 21 nóvember 2006 (UTC)
[breyta] Albert Einstein
Grein sem mér líst ágætlega á, ekkert allt of löng. --Jóna Þórunn 23:25, 21 nóvember 2006 (UTC)
[breyta] Hannibal Barca
Ég veit ekki hvort þessi grein sé „tilbúin“, en tilnefni hana þó. Fornfræðingarnir verða að dæma. :) --Jóna Þórunn 23:25, 21 nóvember 2006 (UTC)
Á móti Það vantar allt of margt. Ég á ekki við að það sem er komið sé ekki nógu ítarlegt; það er það svo sem. En það vantar alveg umfjöllun um orrusturnar við Cannae og Zama, endalok stríðsins, stjórnmálaferilinn að stríðinu loknu, útlegðina og dauðann. Gæðagreinar þurfa auðvitað ekki að vera eins ítarlegar og úrvalsgreinar en í þessu tilviki er um ítarlega grein að ræða svo langt sem hún nær, en sem gerir sumum þáttum engin skil, þ.e. engu eftir orrustuna við Trasimene. --Cessator 23:47, 21 nóvember 2006 (UTC)
Wikipedia samfélagið | |
---|---|
Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin | |
Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir | Máttarstólpar Wikipedia | |
Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkastaðall | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu | |
Notendur: Stjórnendur | Aldur og búseta | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | |
Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Bezt í heimi | Merkisáfangar | Hugtakaskrá |