Gegnvirk vensl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Í stærðfræði eru tvíundavensl R yfir mengi X gegnvirk ef um þau gildir fyrir öll a, b og c í X að ef a er venslað við b og b er venslað við c, þá er a venslað við c, táknað á rökmáli með:

\forall a, b, c  \in X,\ a  \,R\, b \and b \,R\, c \; \Rightarrow a \,R\, c

Einfalt dæmi um gegnvirk vensl eru jafngildis venslin, oft talað um sem samasem:

\ a = b og b = c \; \Rightarrow a = c

Sem dæmi með tölum má skoða:

\ 3 + 2 = 5 og 5 = 10 / 2 \; \Rightarrow 3 + 2 = 10 /2