Grasaætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grasaætt
Háliðagras (Alopecurus pratensis) í blóma
Háliðagras (Alopecurus pratensis) í blóma
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasættbálkur (Poales)
Ætt: Poaceae
(R.Br.) Barnhart
Undirættir
Það eru 7 undirættir:
Undirætt Arundinoideae
Undirætt Bambusoideae
Undirætt Centothecoideae
Undirætt Chloridoideae
Undirætt Panicoideae
Undirætt Pooideae
Undirætt Stipoideae

Grasaætt (fræðiheiti: Poaceae, áður Gramineae) er ætt einkímblöðunga. Um 600 ættkvíslir eru innan grasaættarinnar og á milli 9 og 10 þúsund tegundir grasa. Grasaættin er ein mikilvægasta fjölskylda plantna í heiminu, enda gefur hún fóður dýra og næringu manna auk bambusreyrsins sem notaður er til bygginga í Asíu. Áætlað er að 20% af yfirborði jarðar séu þakin tegundum úr grasaættinni.

[breyta] Bygging og vöxtur

Grös eru gerð úr blöðum og stráum sem eru hol að innan. Á stráum eru hné með millibilum, en þau eru ekki hol að innan. Strá grass í geldvexti kallast gerfistrá en það er í raun ekkert strá heldur slíðurhimnur margar blaða utan um hver aðra. Þegar gras fer í kynvöxt (fer að mynda blómvísa) hætta að myndast blöð heldur byrjar punturinn (axpunturinn eða axið) að skríða upp og kallast þá að grasið skríði. Efsta blað fyrir neðan blóm kallast flaggblað. Þegar gras er skriðið hættir það að vaxa í hæðina og myndar styrkingarefni; tréni. Við þetta fellur fóðurgildi þess pr. hektara.

[breyta] Helstu tegundir

Korn
Lauf og stöngull
Túngresi
Rannsóknartegundir
  • Brachypodium distachyon


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .