Almannatengsl
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eitt helsta markmið almannatengsla er að tryggja fyrirtækjum umfjöllun í fjölmiðlum án þess að greiða fjölmiðlinum sérstaklega fyrir það. Það væri þó mikil einföldun að segja að almannatengsl snerust eingöngu um að fá ókeypis umfjöllun. Almannatengsl eru í raun gríðarlega víðtækt hugtak og fellur ýmiss konar markaðsstarfsemi undir það. Til dæmis má nefna auglýsingar, skrif fréttatilkynninga og uppákomur sem eru skipulagðar með það í huga að fanga athygli fjölmiðla og neytenda og tryggja þannig að ímynd og ásjóna þess er nýtir sér almannatengslin sé viðkomandi í hag.