Gísli Oddsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gísli Oddsson (15932. júlí 1638) var biskup í Skálholti frá 1632 til dauðadags.

[breyta] Æviágrip

Gísli var sonur Odds Einarssonar Skálholtsbiskups og Helgu Jónsdóttur. Hann gekk í Skálholtsskóla og fór til frekara náms í Kaupmannahöfn 1613. Hann varð kirkjuprestur í Skálholti 1616 og rektor í Skálholtsskóla 1621. Hann varð formlega aðstoðarmaður föður síns 1629 og officialis (staðgengill biskups) eftir lát hans. Hann var kjörinn biskup á Alþingi 29. júní 1632.

Gísli kvæntist 1622 Guðrúnu Björnsdóttur, sýslumanns að Munkaþverá. Þau voru barnlaus.

[breyta] Undur Íslands

Gísli ritaði stutta bók um undur Íslands (De mirabilis Islandiæ) þar sem er að finna mikinn fróðleik um ýmis fyrirbrigði á himnum og þjóðtrú Íslendinga á 17. öld. Ritið ber þess merki að vera ritað undir áhrifum raunhyggju, en er jafnframt gegnsýrt eldri heimsmynd. Með ritinu ætlaði Gísli mögulega að bæta við Íslandslýsingu föður síns.

Fyrirrennari:
Oddur Einarsson
Skálholtsbiskupar Eftirmaður:
Brynjólfur Sveinsson


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það