Halldóra Bjarnadóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Halldóra Bjarnadóttir (fædd 14. október 1873 að Ási í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, dó 28. nóvember 1981 á Blönduósi) var skólastjóri barnaskólans á Akureyri, fyrsti formaður Sambands norðlenskra kvenna og ritstjóri tímaritsins Hlínar.
Hún hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1931 og stórriddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1971.
[breyta] Heimild
- Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna, Kvennasögusafn Íslands, Reykjavík 1998