Sjávarútvegsráðherrar á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjávarútvegsráðherra Íslands fer með Sjávarútvegsmál í ríkisstjórn Íslands. Sjávarútvegsráðherra situr í Sjávarútvegsráðuneytinu sem var stofnað 1969 og er nú til húsa við Skúlagötu 4 í Reykjavík í Húsi Hafsins. Fram að stofnun Sjávarútvegsráðuneytis störfuðu Sjávarútvegsráðherrar og sjávarútvegsmálaráðherrar í atvinnumálaráðuneyti. Þar áður fóru Atvinnumálaráðherrar með sjávarútvegsmál sem og önnur atvinnumál.

[breyta] Sjávarútvegsmálaráðherrar

Frá Ráðherra Flokkur Kjördæmi Aldur Sat í u.þ.b.
21. október 1944 Áki Jakobsson Sósíalisti Siglufjörður 34 ára 2 ár og 3 mánuði
4. febrúar 1947 Jóhann Þ. Jósefsson Sjálfstæðisflokki Vestmannaeyjar 60 ára 3 ár og mánuð
14. mars 1950 Ólafur Thors Sjálfstæðisflokki Gullbringu- og Kjósarsýsla 58 ára 6 ár og 4 mánuði

[breyta] Sjávarútvegsráðherrar

Frá Ráðherra Flokkur Kjördæmi Aldur Sat í u.þ.b.
24. júlí 1956 Lúðvík Jósepsson Alþýðubandalagi Austurland 42 ára 2 ár og 5 mánuði
23. desember 1958 Friðjón Skarphéðinsson Alþýðuflokki Akureyri 49 ára 11 mánuði
20. nóvember 1959 Emil Jónsson Alþýðuflokki Reykjanes 57 ára 5 ár og 9 mánuði
31. ágúst 1965 Eggert G. Þorsteinsson Alþýðuflokki Reykjavík 40 ára 5 ár og 10 mánuði
14. júlí 1971 Lúðvík Jósepsson Alþýðubandalagi Austurland 57 ára 3 ár og mánuð
28. ágúst 1974 Matthías Bjarnason Sjálfstæðisflokki Vestfirðir 53 ára 4 ár
1. september 1978 Kjartan Jóhannsson Alþýðuflokki Reykjanes 38 ára 1 ár og 5 mánuði
8. febrúar 1980 Steingrímur Hermannsson Framsóknarflokki Vestfirðir 51 árs 3 ár og 3 mánuði
26. maí 1983 Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokki Austurland 34 ára 7 ár og 11 mánuði
30. apríl 1991 Þorsteinn Pálsson Sjálfstæðisflokki Suðurland 43 ára 8 ár
11. maí 1999 Davíð Oddsson Sjálfstæðisflokki Reykjavík 51 árs 1/2 mánuð
28. maí 1999 Árni M. Mathiesen Sjálfstæðisflokki Reykjanes 40 ára 6 ár og 4 mánuði
27. september 2005 Einar K. Guðfinnsson Sjálfstæðisflokki Norðvestur 49 ára situr enn