Repja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Repja
Repja (Brassica napus)
Repja (Brassica napus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingur (Magnoliophyta)
Flokkur: (Magnoliopsida)
Ættbálkur: (Brassicales]]
Ætt: Brassicaceae
Ættkvísl: Kál (Brassica)
Tegund: B. napus
Fræðiheiti
Brassica napus
L.

Repja (fræðiheiti: Brassica napus) er einær eða vetrareinær planta, notuð til fóðurs og olíuframleiðslu. Blóm hennar eru skærgul.

[breyta] Líffræði

Repjan hefur litla stólparót og myndar öflugan stöngul. Laufblöðin eru stór, fjaðurstrengjótt og stakstæð á stönglinum. Blómin eru skærgul og eftir blómgun breytast þau í skálpa sem geyma og þroska fræin.

[breyta] Notkun

Repjuakur í Schleswig-Holstein í Þýskalandi
Enlarge
Repjuakur í Schleswig-Holstein í Þýskalandi

Repja er notuð til að framleiða lífdísel í löndum á borð við Bandaríkin, Indland, Kína, Kanada og í löndum Evrópusambandsins. Jafnframt er hún notuð sem fóður fyrir jórturdýr, helst fyrir mjólkurkýr og lömb á hausti. Einnig er hún notuð sem fóður fyrir grísi og kjúklinga.

[breyta] Afbrigði

Mörg afbrigði repju eru ræktuð í heiminum en á Íslandi eru notuð tvö; sumar- og vetrarrepja. Sumarrepjan er þessi þekkta gula sem notuð er til lífdíselframleiðslu og hefur hún 60 til 70 vaxtardaga á Íslandi. Hún er því nokkuð fljótvaxin og verður að beita hana áður en hún fer í kynvöxt (fer að blómstra). Eftir þann tíma sprettur hún hratt úr sér og fóðurgildin falla hratt.

Vetrarrepjan, sem oft kallast fóðurkál, fer ekki í kynvöxt og framleiðir því ekki fræ. Vaxtardagar hennar geta verið allt að 120 og heldur plantan sér vel fram á haust vegna þess að stönglarnir eru mun sterkari en á sumarrepjunni. Blöðin eru einnig stærri og safaríkari - betra fóður.


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .