Wikipedia:Þýðing á MediaWiki hugbúnaðinum
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Yfir stendur Þýðing á MediaWiki hugbúnaðinum, og er hún komin ágætlega á veg en þó ekki nærri því kláruð.
Það sem gera þarf er að í fyrsta lagi þýða kerfismeldingar, breyta LanguageIs.php og svo skrifa leiðbeiningar og annað á Íslensku, svo er auðvitað gæðastjórnun á þessu öllu, þó aðallega þessum fyrstu tveim, þetta ætti allt að vera í samræmi hvort við annað. Íslenska KDE verkefnið er með íslenskan orðalista sem það notar við þýðingar, auk þess sem þýðingar á öðrum vefkerfum gætu vel verið notaðar til grundvallar.
Efnisyfirlit |
[breyta] Almenn orð og orðasambönd sem þarf að þýða
Ég þýddi allan texta er við kom því sem sást er ýtt er á 'breyta' takkann. Hvernig finnst ykkur? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:11, 13 Jul 2004 (UTC)
Í tengdum efnum, Ættum við almennt að nota Vaktlisti eða Eftirlitslisti, ég hallast að vaktlista nú notum við hinsvegar bæði --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:11, 13 Jul 2004 (UTC)
- Mér datt í hug Gátlisti en vaktlisti er ágætt líka, eftirlitslisti er of þungt og klunnalegt eitthvað. --Biekko 23:37, 13 Jul 2004 (UTC)
- Mér finnst Vaktlisti betra, maður er jú að vakta þessar síður; Gátlisti hljómar meira eins og spurningarlisti, eða eitthvað sem maður fer yfir þegar maður gerir eitthvað sérstakt. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:55, 13 Jul 2004 (UTC)
Ætti að standa leit í stað leita í leitarkassanum? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:11, 13 Jul 2004 (UTC)
Enska: History; Íslenska: Saga eða Breytingarskrá? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:13, 13 Jul 2004 (UTC)
- Ég styð breytingaskrá frekar. Breytingarskrá er hinsvegar takmörkuð að notagildi þar sem hún getur bara innihaldið eina breytingu. --Biekko 23:37, 13 Jul 2004 (UTC)
- Hehehe, tekið til greina;) --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:55, 13 Jul 2004 (UTC)
Ég þýddi hide í Efnisyfirlitinu, sem er meðal annars notað á Heili sem fela, ætti þetta kannski að vera minnka eða fella saman í ljósi þess að þetta felur það ekki að fullu? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:21, 14 Jul 2004 (UTC)
Ætlum við að nota Lykilorð eða Leyniorð? við notum nú bæði. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:23, 14 Jul 2004 (UTC)
er í vandræðum með að þýða MediaWiki:Nowiki sample, MediaWiki:Nowiki tip (formatting) og MediaWiki:Sig tip (timestamp) --Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:50, 14 Jul 2004 (UTC)
Hvernig ætti að þýða eftirfarandi?:
- Anonymous
- Users
- Sysops
- Bureaucrat
- Steward
- Developer
- Nafnlaus notandi
- Notandi
- Stjórnandi - Ekki ritstjóri eins og sumir vilja, ritstjórar myndu ekki banna fólk, sem við getum.
- ???
- ???
- ???
--Ævar Arnfjörð Bjarmason 02:05, 14 Jul 2004 (UTC)
- Ég vil gera tvær athugasemdir við þýðingar. Annars vegar þýðingu á preview, "forsýn". Þetta er ægilegt orðskrýpi þykir mér. Hvernig væri að kalla þetta bara "skoða", eða "forskoða" ef menn vilja ekki sleppa forskeytinu?
- "History" hefur líka verið þýtt "forsaga síðu". Væri ekki nær að segja bara "forsaga", "saga", eða jafnvel "breytingasaga"?
--Steinst 14:40, 14 Jul 2004 (UTC)
- Mér sýnist "History" vera þýtt sem "breytingaskrá", en ég er sammála þér með "forsýn" - ég mæli með "forskoða". --Smári McCarthy 14:48, 14 Jul 2004 (UTC)
- Ætti að þýða log in og log out sem Innskráning og Útskráning eða Skrá inn og Skrá út, mér finnst þetta seinna helst til beint úr ensku. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 20:18, 14 Jul 2004 (UTC)
- Sindri þýddi MediaWiki:Watchdetails og skrifaði meðal annars þarna "frá síðasta cutoffi", hvernig væri sniðugara að gera þetta? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 20:27, 14 Jul 2004 (UTC)
-
- Ég legg til eftirfarandi þýðingar:
-
-
Enska Íslenska Athugasemd anonymous ónefndur notandi ekki „nafnlaust“; fólk hefur nafn þótt það gefi það ekki upp! user notandi að sjálfsögðu sysop/admin stjórnandi bureaucrat skriffinnur gott og gilt íslenskt orð um mann sem aðhyllist skriffinnsku (bureaucracy) steward ráðsmaður developer forritari
-
-
- Ég legg einnig til að orðin efst séu skrifuð einungis með lágstöfum, eins og venjan er á flestum Wikipedium (t.d. þeirri ensku, sænsku, dönsku, norsku, frönsku, hollensku, o.s.frv.). Þetta er að vísu ekki gert á þeirri þýsku, en það er eingöngu vegna þess að á þýsku á alltaf að skrifa öll nafnorð með stórum staf, og er það ekki svo á íslensku! Svo finnst mér eiga að nota innskrá og útskrá (ekki innskráning, skrá inn, o.s.frv.). – Krun 26. okt. 2005 kl. 17:42 (UTC)
[breyta] Þýðing á Wikipedia
Ef einhver hefur sniðugt orð sem hægt væri að nota yfir Wikipedia á íslensku væri það frábært, WikiAlfræði er náttúrulega til en það er enn með ensku ( eða havaísku ) wiki fyrir framan. Hvað með íslenskt orð sem þýðir sífellt í breytingu þarna fyrir framan?, einhverjar hugmyndir? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:38, 14 Jul 2004 (UTC)
- Wiki wiki comes from the Hawaiian term for "quick" or "super-fast"[1] ; erum við ekki að leita að orði eins og kvikur, hraður og flýtir? --Iceman 11:30, 29 ágú 2004 (UTC)
-
- Hraðfræðibókin? annars finnst mér fínt að nota bara Wikipedia... IngaAusa 01:00, 1. maí 2005 (UTC)
- KvikFræði...
[breyta] Viðhakarinn strikes back
Mér finnst þessi árátta að vera alltaf að "haka við" alla skapaða hluti í vefheimum afskaplega leiðinleg og ekki skánar hún þegar talið berst að "viðhökuðum" hlutum... Ég held að það sé fullkomlega skýrt og eðlilegt að merkja við hluti í staðinn eins og fólk hefur gert allar götur síðan það urðu fyrst til hlutir sem var hægt að merkja við. --Biekko 22:18, 14 Jul 2004 (UTC)
- Breytti þessu til baka, --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:12, 14 Jul 2004 (UTC)
- Merkja við skal það vera. – Krun 26. okt. 2005 kl. 17:42 (UTC)
[breyta] Orðalisti
Enska | Íslenska | Aðrar tillögur | Athugasemd |
---|---|---|---|
History | Breytingaskrá | Saga | Var ákveðið að nota breytingaskrá þar sem það passar betur en Saga á íslensku |
Namespace | Nafnarými | Smári lagði til Nafnrými | |
Redirect | Tilvísun | Áframsending | Betra en áframsending þar sem hægt er að sníða það meira af þörfum, þetta er Tilvísun í X, Tilvísanir í síður.. |
Talk | Spjall | Umræða | Umræða var notað áður en var álitið fullalvarlegt |
Protect | Vernda | Friðun? | Að vernda síður |
Watchlist | Vaktlisti | Eftirlitslisti | Var ákveðið að nota Vaktlisti þar sem verið er að vakta síður, ekki hafa eftirlit með þeim |