Sveitarfélagið Hornafjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hornafjörður
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
7708
Kjördæmi Suðurkjördæmi
Flatarmál
 – Samtals
3. sæti
6280 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
20. sæti
2189
0,3/km²
Bæjarstjóri Hjalti Þór Vignisson
Þéttbýliskjarnar Höfn (íb. 1670)
Nes (Nesjahverfi) (íb. 89)
Póstnúmer 780
Vefsíða sveitarfélagsins

Hornafjörður er sveitarfélag á suðausturlandi. Þar bjuggu 2.189 manns 1. desember 2005 samkvæmt tölum frá Hagstofunni.

Sveitarfélagið varð til 6. júní 1998 við sameiningu allra sveitarfélaga Austur-Skaftafellssýslu: Hornafjarðarbæjar, Bæjarhrepps, Borgarhafnarhrepps og Hofshrepps.

Í sveitarstjórn í Hornafirði árið 2002-2006 átti Sjálfstæðisflokkurinn 3 menn, Framsóknarflokkurinn 3 og Krían, samtök óháðra og félagshyggjufólks 1 mann.

Í sveitastjórnarkosningunum 2006 voru þrír flokkar í framboði, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. Framsóknarflokkurinn fékk þrjá menn kjörna, en Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin tvo hvor flokkur. Framsóknarflokkur og Samfylking mynduðu meirihluta og er Sjálfstæðisflokkurinn því í minnihluta í Hornafirði í fyrsta skipti í mörg ár.

Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar er Hjalti Þór Vignisson.

[breyta] Tenglar