Spjall:Kirkja
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Friðrik Bragi Dýrfjörð spyr "Er kirkja endilega samkomustaður kristinna manna?" Svarið er það að samkvæmt hefðbundinni íslenskri málnotkun er það svo, langoftast að minnsta kosti. Guðshús annarra trúarbragða eru oftast kölluð moskur (sérstaklega fyrir islam) og hof. --Mói 5. júní 2006 kl. 19:04 (UTC)
- Að ekki sé talað um samkunduhús (gyðinga). Ég held að orðið kirkja sé eingöngu notað um samkomuhús í kristni og líka sem heiti á samfélagi kristinna. --Akigka 5. júní 2006 kl. 19:11 (UTC)
- Í hverskyns húsakynninum koma meðlimir Kirkju Satans saman t.d.? Ég hef á tilfinningunni að ég hafi heyrt þetta notað í öðru samhengi, hinsvegar geri ég mér grein fyrir að kirkja er eiginlega alltaf notað í merkingunni „kristið samkomuhús“. Orðið er víst komið úr grísku og þýðir „hús drottins“, svo mér datt í hug að það væri hægt að nota orðið í annari merkingu eftir því hver drottinn manns er. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. júní 2006 kl. 19:18 (UTC)
- LaVeyismi gengur fyrst og fremst út á umsnúning og útúrsnúning út úr kristnum gildum (d. "Ef einhver slær þig þá kýldu hann á hinn vangann"). Því er ekki óeðlilegt að þeir noti orðið kirkja þar sem þessi "trúarbrögð" byggja að öllu leyti á kristni. --Akigka 5. júní 2006 kl. 19:22 (UTC)
- Ef til vill væri rétt að tala um kristni og trúarbrögð upp úr henni sprottin, frekar en bara kristni (þá er t.d. með talin fyrrnefnd kirkja satans)? --Sterio 5. júní 2006 kl. 20:10 (UTC)
- Æji, þá er þetta eiginlega orðin soddan sparðatíningur. Ég var bara rétt sísvona að spá, þess vegna fór ég ekki með þetta á spjallsíðuna. Kirkja Satans er náttúrulega ekki eiginlegt trúarbragð, en það náttúrulega getur hvað sem er orðið trúarbragð í Bandaríkjunum eins og þið vitið líklegast (eins og vísindakirkjan og það bull). Allavega ætti almenn skilgreining á orðinu kirkja ekki að taka stakkaskiptum vegna einnar ómerkilegrar undantekningar. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. júní 2006 kl. 20:49 (UTC)