Bolungarvík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bolungarvíkurkaupstaður
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
4100
Kjördæmi Norðvesturkjördæmi
Flatarmál
 – Samtals
65. sæti
109 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
37. sæti
918
8,4/km²
Bæjarstjóri Grímur Atlason
Þéttbýliskjarnar Bolungarvík
Póstnúmer 415
Vefsíða sveitarfélagsins
Sjá einnig Bolungavík (án „r“) sem er eyðivík á Hornströndum.

Bolungarvík er kaupstaður á Vestfjörðum og sjálfstætt sveitarfélag, við samnefnda vík, yst í Ísafjarðardjúpi. Hún er ein elsta verstöð landsins og er stutt í góð fiskimið. Áður en bærinn fékk kaupstaðarréttindi hét sveitarfélagið Hólshreppur.


[breyta] Saga

Það hefur verið byggð í Bolungarvík allt frá landnámsöld og býlið Hóll kemur fyrir í elstu heimildum. Hóll var höfuðból frá því um miðja 13. öld og er líklega fyrsta jörðin í byggðalaginu. Þar sem kaupstaðurinn Bolungarvík stendur núna voru áður jarðirnar Tröð, Ytri Búðir, Heimari-Búðir og Grundarhóll. Jörðin Tröð var áður undir fjallshlíðinni fyrir ofan Traðar- og Dísarland. Seinasta íbúðarhúsið í Tröð stendur ennþá við Traðarland.


Viti við Bolungarvík Óshólaviti
Enlarge
Viti við Bolungarvík Óshólaviti
Minjasafnið Ósvör
Enlarge
Minjasafnið Ósvör


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana