Rauntala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Talnamengi í stærðfræði
\mathbb{N} Náttúrlegar tölur
\mathbb{Z} Heiltölur
\mathbb{Q} Ræðar tölur
\mathbb{R}\setminus\mathbb{Q} Óræðar tölur
\mathbb{R} Rauntölur
\mathbb{C} Tvinntölur
\mathbb{H} Fertölur
\mathbb{O} Áttundatölur
\mathbb{S} Sextándatölur

Rauntölur eru í stærðfræði talnamengi þeirra talna sem eru annað hvort í mengi ræðra talna eða óræðra talna. Mengi þetta er táknað með stafnum \mathbb{R} og má skilgreina sem mengi allra þeirra talna, sem táknanlegar eru með óendanlegu tugabroti, með eða án lotu. Tölur sem táknast með lotubundnu tugabroti kallast ræðar og má umrita á formið a/b, þar sem a og b eru heilar tölur; en þær sem táknast með óendanlegu tugabroti án lotu kallast óræðar tölur og er ekki hægt að tákna þær sem hlutfall heilla talna. Margar fleiri skilgreiningar eru til á rauntölum og er engin þeirra einföld.