Forseti Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forseti Íslands er þjóðhöfðingi og æðsti embættismaður Íslands. Embættið er einnig hið eina sem kosið er til með beinni kosningu. Það var stofnað um leið og Ísland varð lýðveldi þann 17. júní 1944 með gildistöku lýðveldisstjórnarskrárinnar en um embættið er fjallað í öðrum kafla hennar. Fimm einstaklingar hafa gegnt embættinu frá stofnun þess, núverandi forseti er Ólafur Ragnar Grímsson.

Forsetinn telst samkvæmt stjórnarskrá handhafi framkvæmdavaldsins og einnig handhafi löggjafarvaldsins ásamt Alþingi. Hann lætur þó ráðherra framkvæma vald sitt og er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum.

[breyta] Kjörgengi

Forsetaefni skal skv. stjórnarskránni og lögum um framboð og kjör forseta Íslands vera minnst 35 ára auk þess að upfylla sömu skilyrði og gerð eru um kosningarétt til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu, en samkvæmt því þarf að eiga lögheimili á Íslandi til að eiga kosningarétt.

Íslensk stjórnmál
Mynd:ISLcoat.gif
Þessi grein er hluti af greinaflokknum:
Íslensk stjórnmál
Framsóknarflokkurinn
Frjálslyndi flokkurinn
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkurinn
Vinstri hreyfingin - grænt framboð

breyta

Flokkar: stjórnmál, réttur og ríkisvald


[breyta] Forsetar Íslands hingað til

[breyta] Tenglar