Hraðbraut
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Hraðbraut getur líka átt við Menntaskólann Hraðbraut

Hraðbrautin E22 milli Málmeyjar og Lundar.
Hraðbraut er þjóðvegur sem er hannaður fyrir öruggan hraðakstur vélknúinna ökutækja með því að fjarlægja öll samlæg gatnamót. Það eru því engin gatnamót á hraðbraut, aðeins aðreinar og afreinar. Hraðbrautir eru venjulega með að minnsta kosti tvær akreinar í báðar áttir og samfellt vegrið. Hraðbrautir eru oft valkostur við annað þjóðvegakerfi og oft þarf að greiða vegtoll ýmist þegar ekið er inn á eða út af hraðbraut. Algengur hámarkshraði á hraðbraut er á milli 100 og 150 km/klst.