Borðeyri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Borðeyri stendur við Hrútafjörð á Ströndum og er eitt fámennasta þorp landsins með 32 íbúa 1. desember 2005. Fyrr á öldum var Borðeyri í tölu meiriháttar siglinga- og kauphafna. Nafn eyrarinnar er dregið af því að þegar Ingimundur gamli fór í landaleit, sumarið eftir að hann kom til Íslands, fann hann þar nýrekið viðarborð og nefndi eyrina Borðeyri eftir því. Frá þeim atburðum segir í Vatnsdælasögu.

Borðeyri varð löggiltur verslunarstaður 23. desember 1849.

Á Borðeyri var lengi starfrækt Kaupfélag, á síðustu árum var það útibú frá Kaupfélaginu á Hvammstanga, en nú er þar rekin verslunin Lækjargarður og þar er einnig útibú frá Sparisjóði Húnaþings og Stranda. Einnig er þar skóli og bifreiðaverkstæði. Verið er að vinna að endurbótum á elsta húsi staðarins, Riis-húsi. Er það eitt elsta hús við Húnaflóa. Á staðnum hefur nýlega verið gengið frá tjaldsvæði.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana