Viktoría Bretadrottning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ljósmynd af Viktoríu drottningu.
Enlarge
Ljósmynd af Viktoríu drottningu.

Viktoría Bretadrottning (Alexandra Viktoría) (24. maí 181422. janúar 1901) var drottning Bretlands (sameinaðs konungdæmis Englands, Skotlands og Írlands) frá 20. júní 1837 og keisaradrottning Indlands frá 1. janúar 1877. Hún ríkti í yfir sextíu ár, lengur en nokkur annar breskur þjóðhöfðingi og er sá tími í sögu Bretlands kenndur við hana og kallaður Viktoríutímabilið. Á þessu tímabili var Bretland áhrifamikið nýlenduveldi á blómaskeiði Iðnbyltingarinnar sem olli gríðarlegum félagslegum, tæknilegum og hagfræðilegum breytingum í Bretlandi. Viktoría var síðasti þjóðhöfðingi Bretlands af Hanover-ættinni, þar sem sonur hennar, Játvarður VII, taldist vera af ætt eiginmanns hennar, Alberts prins, Saxe-Coburg-Gotha-ættinni.


Fyrirrennari:
Vilhjálmur IV
Bretadrottning
(1837 – 1901)
Eftirmaður:
Játvarður VII
Fyrirrennari:
Bahadur Sjah II
(síðasti Mógúlkeisarinn)
Keisaraynja Indlands
(1877 – 1901)
Eftirmaður:
Játvarður VII


Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Viktoríu Bretadrottningu er að finna á Wikimedia Commons.



  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það