Gata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gata á yfirleitt við um hluta lands í almenningseign, sem gerir fólki hægara um að ferðast á milli staða. Götur eru yfirleitt í þorpum, bæjum og borgum. Þær eru oftast malbikaðar, en get verið mun einfaldari, til dæmis lagðar möl, eða einfaldlega moldarstígar.

Götur eru að mörgu leyti eins og vegir, en þó er margt sem greinir þar í sundur. Dæmi um götur eru göngugötur og sund, sem bílar geta ekki eða illa ferðast um. Aftur á móti er til dæmis þjóðvegurinn vegur, en ekki gata.

Yfirleitt er talað um ljón í veginum, en Þránd í Götu.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.  

Á öðrum tungumálum