Mammút

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hljómsveitin Mammút var stofnuð sem stúlknatríó 2003 undir nafninu ROK. Mammút nafnið var þó tekið upp fljótlega og bættust þá strákarnir í hópinn. Mammút tók þátt í Músíktilraunum 2004 og bar sigur af hólmi. Hljómsveitin vinnur að fyrstu plötu sinni sem er tekin upp af Birgi Erni Thoroddsen og gefin út af Smekkleysu.

[breyta] Hljómsveitarmeðlimir

  • Andri Bjartur Jakobsson - Trommur
  • Alexandra Baldursdóttir - Gítar
  • Arnar Pétursson - Gítar
  • Katrína Mogensen - Söngur, hljómborð
  • Guðrún H. Ísaksdóttir -Bassi