24. júní

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

MaíJúníJúl
Su Þr Mi Fi La
  1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
2006
Allir dagar

24. júní er 175. dagur ársins (176. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 190 dagar eru eftir af árinu. 24. júní er líka Jónsmessudagur, og heitir svo því það er afmælisdagur Jóhannesar skírara. Eini fæðingardagur dýrlings sem haldinn var helgur.

[breyta] Atburðir

  • 1000 - Kristni lögtekin á Alþingi.
  • 1128 - Portúgal varð sjálfstætt ríki eftir orrustuna við São Mamede.
  • 1497 - John Cabot kom að landi í Norður-Ameríku.
  • 1535 - Uppreisnin í Münster: Anabaptistaborgin Münster féll.
  • 1556 - Oddur Gottskálksson, lögmaður, lést. Hann þýddi Nýja testamentið á íslensku fyrstur manna og var það fyrsta bók sem prentuð var á íslensku. Oddur var sonur Gottskálks biskups grimma á Hólum.
  • 1724 - Appolónía Schwarzkopf lést á Bessastöðum. Hún var heitkona Fuhrmanns amtmanns, en hann vildi ekkert með hana hafa.
  • 1865 - Fyrsti keisaraskurður á Íslandi. Móðirin lést en barnið lifði. Þetta var fyrsta svæfing á Íslandi við fæðingu.
  • 1875 - W. L. Watts, enskur vísindamaður, fór ásamt fjórum Íslendingum norður yfir Vatnajökul og komu þeir til byggða á Hólsfjöllum eftir mikla hrakninga í rúman hálfan mánuð.

[breyta] Fædd

  • 1842 - Ambrose Bierce, Bandarískur háðsdeiluhöfundur, gagnrýnandi, skáld, smásöguhöfundur, ritstjóri og blaðamaður.

[breyta] Dáin

  • 1556 - Oddur Gottskálksson, lögmaður.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)