Spjall:Þekktir nemendur Menntaskólans í Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hmm... Þórbergur, gekk hann í MR? Ég man það úr Ofvitanum að hann gekk í Kennaraskólann, en var hann nokkurn tímann í MR? --Mói 28. maí 2006 kl. 23:11 (UTC)

heimild JB 29. maí 2006 kl. 00:44 (UTC)
Já, það kemur vissulega fram hér, að hann var skráður utanskólanemandi og flosnaði upp úr námi. Hann lauk hvorki gagnfræðaprófi né stúdentsprófi. --Mói 29. maí 2006 kl. 00:53 (UTC)
Samt nemandi. JB 29. maí 2006 kl. 01:08 (UTC)

Mói þú tókst Jónas Hallgrímsson út af því að hann gekk í Bessastaðaskóla, finnst þér sem sagt að Bessastaðaskóli hafi ekki verið partur af 960 ára sögu skólans?

Mér finns nú að Skálholtsskóli, Bessastaðaskóli og Hólavallaskóli ættu allir að fá sérgrein, þótt ágætt sé að það komi fram stuttlega um þá hér í sögukaflanum. Maður myndi hins vegar ekki segja setningar eins og "Menntaskólinn í Reykjavík var stofnaður fyrir 960 árum" eða "Oddur Einarsson gekk í Skálholtsskóla (nú Menntaskólinn í Reykjavík)" - enda hljóma þær fáránlega. Þótt kunni að vera einhver söguleg samstaða milli þessara skóla, þá eru þeir eitt og MR annað. --Akigka 30. maí 2006 kl. 09:29 (UTC)
Ég er sammála því sem Akigka segir, MR á sögulegar rætur í Bessastaðaskóla, Hólavallaskóla og Skálholtsskóla en er samt ekki sami skólinn. Ég útiloka ekki að um sama skólann sé að ræða þrátt fyrir nafnabreytingar, enda myndu allir fallast á að MR sé sami skólinn og Lærði skólinn í Reykjavík. En að halda því fram að MR hafi verið stofnaður á 10. öld er bara út í hött. --Cessator 30. maí 2006 kl. 14:35 (UTC)
Já ég sé núna fáranleikan í þessu hjá mér þar sem greinin heitir nú einu sinni þekktir nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Spurning samt hvernig tækla á þá nemendur sem voru í Bessastaða-, Hólavallar- og Skálholtsskóla, breyta nafni greinarinnar (hún gæti þá rúmað þá sem voru í fleiri en einum skóla) eða búa til nýja grein fyrir hina? JB 30. maí 2006 kl. 15:17 (UTC)
Tja, ef þú ætlar að hafa Skálholtsskóla þarna inni þá er ljóst að nýrrar greinar er þörf - annars endar þetta sem listi yfir nánast alla þá sem hægt er að finna í Íslenzkum æviskrám. --Akigka 30. maí 2006 kl. 15:32 (UTC)
Og hvað er svosem að því að hafa sérstakar greinar um hvern af þessum skólum og sérstakann lista yfir nemendur hvers og eins. Svo má vísa á milli listanna t.d. með „Sjá einnig“ tenglum, og hægt að taka fram að þessir skólar eigi rætur sínar að rekja til hvers annars. Það er ekki eins og við þjáumst af plássleysi hérna :p --Sterio 30. maí 2006 kl. 15:39 (UTC)
Ég sé að hér hafa orðið umræður vegna þess að ég tók J.H. út. Ég hef ekkert frekar um málið að segja, rökin fyrir því að ég tók hann út eru þegar komin fram hjá öðrum, en rétt er að leiða ekki spurninguna hjá sér úr því að ég rak nú augun í hana. Það nær ekki nokkurri átt að tala um 960 ára sögu MR sem slíks, þó að hann sé beint runninn frá forverum sínum á Bessastöðum, Hólavöllum og í Skálholti. --Mói 31. maí 2006 kl. 13:01 (UTC)
Við því má bæta að hann að saga skólans er 950 ára.--Notandi:eg_heiti_andri 31. maí
2006 kl. 17:08 (UTC)

Mér finnst nú svona vanity pages eiga lítið erindi hér. --Stalfur 31. maí 2006 kl. 13:05 (UTC)