Fjallagrös

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjallagrös

Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Skipting: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Lecanorales
Ætt: Fjallagrasaætt (Parmeliaceae)
Ættkvísl: Cetraria
Tegund: C. islandica
Fræðiheiti
Cetraria islandica

Fjallagrös (fræðiheiti: Cetraria islandica) er þrátt fyrir nafnið flétta (þörungur og sveppur í samlífi) en ekki gras. Þau eru algeng í fjalllendi og hásléttum á norðlægum slóðum. Fjallagrös eru sérstaklega algeng á Íslandi en finnast einnig á fjöllum í norðurhluta Wales, Skotlandi og suð-vestur Írlandi. Blöð fjallagrasa eru mismunandi, þau eru oft brúnleit eða nær svört, mjó og rennulaga, eða þau geta verið blaðkennd og frekar breið,ljósbrún eða grænleit á lit. Blaðjaðrarnir eru alsettir mjóum randhárum.

Fjallagrös
Enlarge
Fjallagrös

Fjallagrös hafa verið nytjuð á Íslandi í margar aldir, þau voru notuð soðin í blóðmör, seyði af þeim drukkið, notuð sem litunargras, möluð í mat, þau soðin (hleypt) í grasagraut (grasalím) og haft sem eftirát. Það tíðkaðist að fara í grasaferðir til að safna fjallagrösum.

Fjallagrös eru næringarrík og hafa verið notuð í staðinn fyrir sterkju í sumum kakóuppskriftum. Þau hafa einnig verið notuð til lækninga.

Uppistaðan í fjallagrösum - 40-50 % - er slímkenndar fjölsykrur. Slímið þenst út það kemst í snertingu við vatn. Slímsykrurnar meltast í þörmum og þess vegna hefur eðlisávísun fólks rekið það til að borða fjallagrös til að sefa og fylla magann þegar hungursneyð geysaði og enginn annar matur var í boði. Fjallagrös voru harðindamatur eins og kemur fram í þessari vísu:

Vor fram reiðir konukind
og kallar það sé nægtaborð
fjallagrös með flautavind
og fínlega þéttan bruðnings sporð.

Í fjallagrösum er beiskjuefni sem örvar rennsli munnvatns og magasafa og verkar styrkjandi á maga og örvar matarlyst. Rannsóknir benda til að efni í fjallagrösum örvi ónæmiskerfið og verki hamlandi á alnæmisveiru.

[breyta] Heimildir

Á öðrum tungumálum