Spjall:Þorsteinn Víglundsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Síðan sem þú tengdir á hjá Landsmati er svokallaður Eyjavefur, sem skapaður var fyrr á þessu ári af Umhverfis- og Framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar. Nú er ég starfsmaður hjá stofnuninni sem gerði þetta, og í gær veitti yfirmaður minn, sem er höfundur margra textanna og umsjónarmaður verkefnisins, mér leyfi til þess að afrita allt það efni sem að ég gæti af Eyjavefnum fyrir hans hönd: Hann er nýlega orðinn mikill stuðningsmaður Wikipedia verkefnisins, og vildi endilega láta þessa texta nýtast þar, þó svo að ekki mætti afrita myndirnar sökum höfundarréttar.

Ekki þarf því að geta heimilda í þessari grein, né hinum sem að ég hef skrifað eftir hádegi í dag. Annars hefði ég gert það.

--Smári McCarthy 14:46, 14 Jul 2004 (UTC)


Þrátt fyrir að þú hafir fengið leyfi til að afrita textana er ekkert athugavert við að vísa til þess hvaðan upplýsingarnar eru fengnar. Það bætir bara greinina ef eitthvað. --Steinst 14:50, 14 Jul 2004 (UTC)


Reyndar er það alveg rétt, en málið er að þetta á ekkert að vera hýst hjá Landsmati... þetta var upprunalega á Vestmannaeyjar.is, þó svo að ég reyndar finni þetta ekki þar. Hvernig þetta komst í hendur landsmats veit ég ekki.

--Smári McCarthy 14:56, 14 Jul 2004 (UTC)

Nei, fyrirgefðu, ég skil núna. Landsmat styrkti verkefnið. Þá er þetta í lagi. Útgáfan sem er á vestmannaeyjar.is er ekki aðgengileg utan innanhússnetsins hérna. Ég rúlla þessu bara til baka þá, fínt að leyfa þessu að vera. --Smári McCarthy 14:58, 14 Jul 2004 (UTC)