Spjall:Heiltölur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ætti þetta ekki að vera á Heilar tölur þar sem heiltölur er bara stytting? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 16:21, 24 okt 2004 (UTC)


Heilar tölur eða heiltölur er eingöngu spurning um smekk og tilfinningu en ekki rétt eða rangt. Á þessu tvennu er nákvæmlega sami munur og á því hvort við kjósum að tala um góða menn eða góðmenni. Hvort tveggja er viðurkennt og rétt, meiningin er nákvæmlega sú sama og munurinn er smekksatriði. --Moi 20:15, 24 okt 2004 (UTC)


-1 er ekki andhverfa tölunnar 1, né heldur er -2 andhverfa tölunnar 2, eða hvað? Spurning hvort að einhver mjög lauslát skilgreining á orðinu "andhverfa" sé hér í gangi, eða einvörðungis einhver mikill misskilningur.

Réttara væri: [...] sem samanstendur af jákvæðum náttúrulegum tölum (1, 2, 3, 4, ... ), neikvæðum samokum þeirra (-1, -2, -3, -4, ... ) auk tölunnar núll. ? Spurning hvort að "samoki" sé rétta orðið í þessu tilfelli, og ennfremur hvort að það sé ekki tvítalning að segja "neikvæður samoki". Nú spyr ég! --Smári McCarthy 8. nóvember 2005 kl. 14:52 (UTC)

Þú getur litið á tölurnar sem andhverfur á talnaás eða sömu töluna með mismunandi eiginleika (jákvæður eða neikvæður). Held að þú getir orða þetta á báða vegu og haft jafn rétt fyrir þér. Ég sé allavega engan mun. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 8. nóv. 2005 kl. 15:12 (UTC)