25. janúar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2006 Allir dagar |
25. janúar er 25. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 340 dagar (341 á hlaupári) eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1732 - Níu manns fórust og níu komust af úr snjóflóði, sem féll á bæinn Brimnes við Seyðisfjörð.
- 1949 - Fyrstu Ísraelsku kosningarnar. David Ben-Gurion varð forsætisráðherra Ísraels.
- 1971 - Idi Amin steypti Milton Obote af stóli og varð forseti Úganda.
- 1980 - Kvikmyndin Land og synir frumsýnd í Reykjavík og á Dalvík. Myndin var gerð eftir sögu Indriða G. Þorsteinssonar, Ágúst Guðmundsson leikstýrði.
- 1990 - Skógrækt ríkisins var flutt til Egilsstaða, fyrsta ríkisstofnunin, sem var flutt út á land.
- 1990 - Stefán Hörður Grímsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin, sem veitt voru í fyrsta sinn.
- 2004 - Opportunity (MER-B) lenti á Mars.
[breyta] Fædd
- 1627 - Robert Boyle, írskur efnafræðingur (d. 1691).
- 1736 - Joseph Louis Lagrange, stærðfræðingur (d. 1813).
- 1882 - Virginia Woolf, enskur rithöfundur (d. 1941).
- 1942 - Eusébio, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Tim Montgomery, bandarískur frjálsíþróttamaður.
- 1981 - Alicia Keys, bandarísk söngkona.
- 1984 - Robinho, brasilískur knattspyrnumaður.
[breyta] Dáin
- 1952: Sveinn Björnsson, 1. forseti Íslands (f. 1881)
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |