Holdýr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Holdýr
Sænetlur (Chrysaora quinquecirrha)
Sænetlur (Chrysaora quinquecirrha)
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Cnidaria
Hatschek, 1888
Flokkar
  • Kóraldýr (Anthozoa)
  • Kubbhveljur (Cubozoa)
  • Hveldýr (Hydrozoa)
  • Stórhveljur (Scyphozoa)

Holdýr (fræðiheiti: Cnidaria) eru fylking tiltölulega einfaldra dýra sem finnast aðallega í sjó. Fylkingin telur um 11.000 tegundir, þar á meðal sæfífla, marglyttur og kóralla. Holdýr eru algeng sjón í lögum af steingervingum og komu fyrst fram á sjónarsviðið á forkambríumtíma.

Einkenni á holdýrum er að þau eru með aðeins eitt meltingarop þar sem matur fer inn og úrgangur út. Umhverfis meltingaropið eru griparmar og á þeim stingfrumur. Holdýr eru geislótt samhverf í laginu. Þau skiptast í holsepa (með opið upp) og hveljur (með opið niður).

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt holdýrum er að finna á Wikimedia Commons.



 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .