Óskarsverðlaunin 2006
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Óskarsverðlaunin 2006 voru haldin sunnudaginn 5. mars og það í 78. skipti. Kvikmyndin Brokeback Mountain var talin sigurstanglegasta mynd hátíðinnar (enda búin að sópa að sér verðlaunum á flestum öðrum hátíðum) en þegar kvöldinu lauk var Crash aðal sigurvegarinn.
Besta kvikmynd ársins var Crash eftir Paul Haggis og Cathy Schulman.
Besta leikstjórn hlaut Ang Lee fyrir kúrekamynd sína Brokeback Mountain.
Besti leikari í aðalhlutverki var Philip Seymour Hoffman fyrir leik sinn í Capote.
Besta leikkona í aðalhlutverki var kosin Reese Witherspoon fyrir túlkun sína á June Carter Cash í myndinni Walk the Line
Besti leikari í aukahlutverki: George Clooney í myndinni Syriana
Besta leikkona í aukahlutverki var Rachel Weisz í The Constant Gardener
Besta handrit – frumsamið Paul Haggis og Robert Moresco fyrir myndina Crash
Besta handrit – byggt á áður útgefnu efni var handrit Brokeback Mountain eftir Larry McMurtry og Diana Ossana
Besta teiknimynd var teiknimyndin Wallace & Gromit in The Curse of the Were-Rabbit eftir Steve Box og Nick Park
Besta erlenda mynd Tsotsi frá Suður-Afríku eftir Gavin Hood
Besta heimildarmynd – í fullri lengd var March of the Penguins/La Marche de l'empereur eftir Luc Jacquet og Yves Darondeau
Besta myndataka var í myndinni Memoirs of a Geisha með Dion Beebe
Besta kvikmyndatónlist var í Brokeback Mountain eftir Gustavo Santaolalla
Besta klipping var í myndinni Crash, klippt af Hughes Winborne
Besta listræna stjórnun var Memoirs of a Geisha með John Myhre og Gretchen Rau
Besta búningahönnun var í Memoirs of a Geisha. Um búningana sá Colleen Atwood
Besta lag frumsamið fyrir kvikmynd var lagið It's Hard Out Here for a Pimp úr Hustle & Flow gert af Jordan Houston, Cedric Coleman og Paul Beauregard.
Besta förðun var í myndinni The Chronicles of Narnia: The Lion, the Witch and the Wardrobe. Um förðunina sá Howard Berger og Tami Lane.
Besta hljóð var í King Kong. Um hljóðið sá Christopher Boyes, Michael Semanick, Michael Hedges og Hammond Peek.
Besta hljóðblöndun var einnig í King Kong. Um hana sáu Mike Hopkins og Ethan Van der Ryn.
Bestu sjónbrellur var einnig í King Kong, gerðar af þeim Joe Letteri, Brian Van't Hul, Christian Rivers og Richard Taylor.
Besta heimildarmynd – stutt var myndin A Note of Triumph: The Golden Age of Norman Corwin eftir Corinne Marrinan og Eric Simonson.
Besta stuttmynd – teiknuð var The Moon and the Son eftir John Canemaker og Peggy Stern.
Besta stuttmynd – leikin var myndin Six Shooter eftir Martin McDonagh.