Jón Árnason (1665)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Árnason“
Jón Árnason (1665 – 8. febrúar 1743) var vígður biskup í Skálholti 25. mars 1722 eftir konungsveitingu. Hann þótti strangur reglumaður og vildi hefta innflutning á brennivíni og tóbaki til landsins. Lét prenta í Kaupmannahöfn margar kennslubækur fyrir Skálholtsskóla.
Fyrirrennari: Jón Vídalín |
|
Eftirmaður: Ludvig Harboe |