Neil Armstrong

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mynd af Neil Armstrong tekin fyrir Apollo 11 ferðina.
Enlarge
Mynd af Neil Armstrong tekin fyrir Apollo 11 ferðina.

Neil Armstrong (fæddur 5. ágúst 1930) er fyrrverandi bandarískur geimfari og flugmaður. Hann er frægastur fyrir að hafa verið fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Það gerði hann í annari og síðust geimferð sinni, með Apollo 11 20. júlí 1969. Hann varði, ásamt Buzz Aldrin tveimur og hálfri klukkustund á yfirborði tunglsins á meðan Michael Collins var á sporbraut fyrir ofan.