Húsavík (Skjálfanda)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Byggðamerki Húsavíkurbæjar
Enlarge
Byggðamerki Húsavíkurbæjar
Húsavíkurbær (2002 - 2006)
Enlarge
Húsavíkurbær (2002 - 2006)

Húsavík er bær við Skjálfanda í sveitarfélaginu Norðurþingi í Suður-Þingeyjarsýslu. Sjávarútvegur, verslun og ferðaþjónusta eru þar mikilvægustu atvinnuvegir. Framhaldsskóli er í bænum: Framhaldsskólinn á Húsavík.

Á meðal merkilegra mannvirkja á Húsavík er Húsavíkurkirkja sem er frá fyrri hluta 20. aldar. Boðið er upp á hvalaskoðunarferðir frá Húsavík og þar er einnig hvalasafn. Einnig er Mývatn ásamt eldstöðvunum við Kröflu ekki langt frá.

Húsavík er meðal elstu sögustaða Íslands. Samkvæmt Landnámu dvaldi Svíinn Garðar Svavarson þar einn vetur og var því fyrstur norrænna manna til að hafa vetursetu á Íslandi sem Garðar vildi reyndar nefna Garðarshólma.

Við Húsavík var kenndur Húsavíkurhreppur, sem náði yfir meginhluta Tjörness og Reykjahverfis, en var skipt upp árið 1912. Kauptúnið á Húsavík og næsta nágrenni þess varð að sérstökum hreppi, sem áfram var kenndur við Húsavík, en sveitirnar norðan og sunnan bæjarins urðu að Tjörneshreppi. Í ársbyrjun 1933 var svo Tjörneshreppi skipt í tvennt og hét hlutinn sunnan Húsavíkur eftir það Reykjahreppur en sá nyrðri hét áfram Tjörneshreppur. Húsavíkurhreppur fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar 1950. Hinn 9. júní 2002 sameinuðust Húsavíkurkaupstaður og Reykjahreppur undir heitinu Húsavíkurbær.

Í janúar 2006 samþykktu íbúar Húsavíkurbæjar, Öxarfjarðarhrepps, Raufarhafnarhrepps og Kelduneshrepps sameiningu sveitarfélaganna sem tók gildi 10. júní sama ár, í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2006.

[breyta] Tenglar