Jakobínarína

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hljómsveitin Jakobínarína var stofnuð í lok árs 2004 af félögunum Gunnari Ragnarssyni, sem syngur, Hallbergi Daða Hallbergssyni, sem spilar á gítar, Ágústi Fannari Ásgeirssyni, sem spilaði á gítar en leikur nú á hljómborð, Sigurði Möller Sívertsen, sem leikur á trommur og Björgvini Inga Péturssyni sem plokkaði bassann. Þeir spiluðu á nokkrum tónleikum og tóku svo þátt í Músíktilraunum 2005 þar sem þeir unnu. Eftir það bættist einn í hópinn, sem heitir Heimir Gestur. Hann var áður í hljómsveitinni Lödu Sport og spilar á gítar. Frægasta lagið þeirra heitir I've got a date with my television.

[breyta] Tengill


  

Þessi grein sem tengist tónlist er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana