Skógur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skógur er vistkerfi með ríkjandi trjágróðri sem þekur að minnsta kosti 1 hektara og að þakningar-hlutfall trjáa sem eru að minnsta kosti 2 metra há sé um og yfir 30%.
Skógar hafa mikil áhrif á umhverfi sitt og skapa meðal annars kyrrara loftslag og svokallað nærloftslag (enska: microclimate). Auk þess bindur skógurinn loftraka og rykagnir úr loftinu.