Sanna Jesús kirkjan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sanna Jesús kirkjan (真耶穌教會) er sjálfstæð kirkjudeild stofnuð í Peking í Kína árið 1917. Meðlimir kirkjunnar eru um 1,5 milljón og í öllum heimsálfum. Kirkjan er a kínverskt afbrigði af Hvítasunnahreyfingunni innan Kristinnar trúar sem kom fram á byrjun 20. aldar. Árið 1967 var Alþjóðaráð Sönnu Jesús kirkjunnar stofnað í Los Angeles, Bandaríkjunum. Núverandi formaður alþjóðaráðsins er Yung-Ji Lin prédikari.

[breyta] Fimm grunnkenningar

Sanna Jesús kirkjan byggir á fimm grunnkenningum. Þær eru eftirfarandi:

  • Heilagur andi og meðtaka hans með því að tala tungum.
  • Skírn í náttúrulegu lifandi vatni, svo sem á eða sjó, til að hreinsa burt syndirnar
  • Altarissakramenti, til að minnast Jesú komast nær Guði.
  • Fótaþvottur, til að nálgast Jesú og minna sig á mikilvægi ástarinnar, heilagleikans, fyrirgefningarinnar og þjónustunnar.
  • Hvíldardagur, á laugardegi, minnast sköpunar guðs.

[breyta] Tenglar

Á öðrum tungumálum