8. febrúar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

JanFebrúarMars
Su Þr Mi Fi La
1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28
2006
Allir dagar

8. febrúar er 39. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 326 dagar (327 á hlaupári) eru eftir af árinu.

[breyta] Atburðir

  • 1692 – Læknir í Salem í Massachusettes í Bandaríkjunum lýsti því yfir að þrjár táningsstúlkur væru andsettar af djöflinum og markaði þannig upphaf galdraofsókna í þorpinu.
  • 1696 - Óveður gerði á norður- og vesturlandi og urðu fimmtán manns úti. Frá þessu segir í Hestsannál.
  • 1924Nevada varð fyrsta fylki Bandaríkjanna til að taka mann af lífi með gasi.
  • 1925 - Halaveðrið. Tveir togarar fórust á Halamiðum, Leifur heppni og Robertson. Með þeim fórust 68 menn. Einnig fórst vélbátur með sex mönnum. Fimm manns urðu úti.
  • 1935 - Enskur togari strandaði við Svalvogahamra á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og fórst áhöfnin öll, 14 menn.
  • 1943Síðari heimsstyrjöldin: Rússneski herinn náði borginni Kúrsk á sitt vald.
  • 1949 - Mindszenty kardináli í Ungverjalandi var dæmdur fyrir landráð.
  • 1980 - Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen tók við völdum og sat í þrjú ár.
  • 1984 – Vetrarólympíuleikarnir hófust í Sarajevo.
  • 1989 - Boeing 707 þota fórst á Asoreyjum, 144 fórust.
  • 2002 – Opnunarhátíð vetrarólympíuleikanna í Salt Lake City.
  • 2005Ísrael og Palestína samþykktu vopnahlé.


[breyta] Fædd

  • 1828 - Jules Verne, franskt skáld (d. 1905).
  • 1834 - Dmitri Mendeleev, rússneskur efnafræðingur (d. 1907).
  • 1851 - Kate Chopin, bandarískur rithöfundur (d. 1904).
  • 1892 - Ralph Chubb, breskt skáld og listamaður (d. 1960).
  • 1911 - Elizabeth Bishop, bandarískt ljóðskáld (d. 1979).
  • 1911 - Big Joe Turner, bandarískur söngvari (d. 1985).
  • 1931 - James Dean, bandarískur leikari (d. 1955).
  • 1941 - Nick Nolte, bandarískur leikari.
  • 1955 - John Grisham, bandarískur rithöfundur.
  • 1966 - Hristo Stoichkov, búlgarskur knattspyrnumaður.
  • 1974 - Seth Green, bandarískur leikari.
  • 1977 - Dave Farrell, bandarískur tónlistarmaður (Linkin Park).

[breyta] Dáin

Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)