27. júlí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 | |||||
2006 Allir dagar |
27. júlí er 208. dagur ársins (209. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 157 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1896 - Tólf læknar og þrír læknanemar sóttu fyrsta læknafund á Íslandi, sem haldinn var í Reykjavík og stóð í fjóra daga.
- 1898 - Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi, sem Oddfellowreglan í Danmörku gaf Íslendingum, var vígður með viðhöfn. Hann var tekinn í notkun 1. október.
- 1903 - Fyrsta kvikmyndasýning í Reykjavík var í Iðnó, er tveir Norðmenn sýndu lifandi myndir, meðal annars frá dýragarði í London, ófriðnum í Suður-Afríku og krýningu Játvarðs konungs sjöunda.
- 1955 - Stærsta síld sem vitað er um veiddist á Sléttugrunni, 46,3 sentimetrar á lengd, 710 grömm á þyngd. Síldin var alíslensk og talin tíu ára.
- 1987 - Ísafjarðarkirkja stórskemmdist í bruna. Kirkjan var bárujárnsklætt timburhús og var vígð árið 1863.
[breyta] Fædd
- 1667 - Johann Bernoulli, svissneskur stærðfræðingur (d. 1748).
[breyta] Dáin
- 1873 - Fjodor Tuttsjev, rússneskt ljóðskáld.
- 1970 - Antonio Oliveira de Salazar, einræðisherra Portúgals (f. 1889).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |