Leiklist
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leiklist er sú listgrein sem gengur út á að leika sögur, sem kallaðar eru leikrit, fyrir framan áhorfendur. Yfirleitt fer leiksýningin fram í leikhúsi, og er notast við ýmsar samsetningar tals, látbragðs, svipbrigða, tónlistar, dans og annarra hluta til að gera söguna lifandi fyrir áhorfendur.
Til viðbótar við hefðbundna leiklist, þar sem sagan er sögð í óbundnu máli og reynt er að líkja sem mest eftir raunveruleika sögunnar, eru til ýmis stílfærð afbrigði leiklistar, svo sem ópera, ballett, og fleiri sýningarform.