Spjall:Hindúismi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Málið með lífskerfi, frekar en lífsviðhorf, er að þetta er ekki bara viðhorf, þetta er leið til að lifa og nálgast það verkefni sem er lífið. Þó svo að orðið lífskerfi, eða lífkerfi sé notað í líffræði, má það ekki líka vera hérna? Allavega þykir mér lífsviðhorf allt of þröngt orð fyrir það sem hindúismi er... --Sterio 14. nóv. 2005 kl. 17:36 (UTC)

Heitir þetta ekki hindúatrú á íslensku? Minnist þess ekki að hafa heyrt "hindúismi" fyrr... Er hefð fyrir því yfirleitt að nota -ismi á íslensku í heitum trúarbragða? (ég veit að það er oft talað í fréttum um t.d. "íslamista" og ég veit ekki hvað en mér hefur alltaf fundist það hálfundarlegt). --Akigka 11:48, 8 ágúst 2006 (UTC)
Þetta eru sjálfsagt enskuáhrif, mér líst ágætlega á að kalla greinina Hindúatrú. Íslamismi og íslamistar eru hinsvegar orð sem eru tekin upp úr alþjóðlegum fjölmiðlum og eru frekar ný af nálinni, þeim er ætlað að lýsa stjórnmálastefnu fremur en trúarbrögðum. --Bjarki 12:46, 8 ágúst 2006 (UTC)