Ásgarður (hverfi í Reykjavík)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ásgarður er heiti á hverfishluta í Miðborg Reykjavíkur, samkvæmt hverfaskiptingu sem reynt var að festa í sessi á þriðja áratug tuttugustu aldar. Svæðið markast af Óðinsgötu/Urðarstíg í vestri og suðri, Njarðargötu í austri og Skólavörðustíg í norðri.
[breyta] Uppruni heitisins
Heitið kemur til af því að allar göturnar heita í höfuðið á goðum og gyðjum í Norrænni goðafræði.
[breyta] Götur
- Bragagata
- Freyjugata
- Haðarstígur
- Lokastígur
- Njarðargata
- Nönnugata
- Óðinsgata
- Týsgata
- Urðarstígur
- Válastígur
- Þórsgata