Hugbúnaðarverkfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hugbúnaðarverkfræði snýst um að búa til hugbúnað og viðhalda honum. Allar nánari skilgreingar eru umdeildar, en hér eru nokkrar þeirra:

  • "Að finna og nota traustar verkfræðilegar aðferðir til að búa til áreiðanlegan hugbúnað á hagkvæman hátt." [Bauer 1972]
  • "Hugbúnaðarverkfræði er sú grein verkfræðinnar sem beitir aðferðum tölvunarfræði og stærðfræði til að ná fram hagkvæmum hugbúnaðarlausnum." [CMU/SEI-90-TR-003]
  • "Að rannsaka og nota kerfisbundnar, agaðar og mælanlegar aðferðir við þróun, rekstur og viðhald hugbúnaðarlausna." [IEEE 1990]

[breyta] Nám á Íslandi

Hugbúnaðarverkfræði er kennd á Íslandi bæði við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Sem akademískt nám er hún tiltölulega nýkomin og hefur verið kennd síðan 2001 við Háskóla Íslands og fyrsta kennsluári við Háskóla Reykjavíkur líkur vorið 2006.

Hvað er kennt? Það getur verið erfitt að skilgreina muninn á hugbúnaðarverkfræðingum og tölvunarfræðingum. Hér á Íslandi er sá póllin tekinn í hæðina að nemar í hugbúnaðarverkfræði læra að beita öguðum aðferðum á úrlausnarverkefni. Þessar aðferðir eru frá greinum stærðfræðinnar (stærðfræðigreining, tölfræði, línuleg algebra), stjórnunar og reksturs (hagverkfræði, rekstrarfræði, verkefnastjórnun), gæðastjórnunar (hugbúnaðarprófanir, iðnaðartölfræði) og síðast en ekki síst tölvunarfræði (þróun hugbúnaðar, forritunarmál, almenn tölvunarfræði, uppbygging tölvunnar og stýrikerfa, netafræði og reiknirit).

Kröfur til þess að vera hugbúnaðarverkfræðingur Hugbúnaðarverkfræðingur getur sá kallað sig sem hefur fengið það samþykkt frá Verkfræðingafélagi Íslands. Til þess þarf að vera með mastersgráðu í hugbúnaðarverkfræði. Mastersnám tekur að meðaltali 5 ár, 3 ár fyrir B.S gráðu og 2 ár fyrir master-gráðu.

[breyta] Tenglar