Spjall:Bandýmannafélagið Viktor
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Og hvað er svo bandý?--213.190.107.34 29. sep. 2005 kl. 20:05 (UTC)
- Bandý innan og utanhússíþrótt sem líkist hokkí nema það er ekki spilað á ís heldur á malbiki eða svipuðum fleti og oftast eru notaðir línuskautar í stað skauta, á ensku heitir það floorball. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 29. sep. 2005 kl. 20:11 (UTC)
- Þetta virðist vera til í ýmsum útgáfum en ég þekki þetta bara sem þá íþrótt sem stunduð er grimmt í leikfimitímum grunn- og framhaldsskóla (allavega norðan heiða) og líkist hokkí fyrir utan það að leikið er í íþróttahúsum án skauta eða hjólaskauta og notaður er bolti en ekki pökkur. Hinsvegar er þessi grein dálítið grunsamleg. --Bjarki Sigursveinsson 29. sep. 2005 kl. 20:18 (UTC)
[breyta] Heimild
Og hvar er svo hægt að nálgast þessi lög? –Ævar Arnfjörð Bjarmason 31. okt. 2005 kl. 18:17 (UTC)
- Hjá félaginu að sjálfsögðu.
[breyta] Virkilega markvert?
Er þessi grein virkilega markverð? Ég segi eyða. (Ein í eyðingaham, tíhí.) --Jóna Þórunn 18:09, 21 ágúst 2006 (UTC)
- Hvað nákvæmlega er það sem bandý vantar til að teljast markverð íþrótt? Þetta er mjög vinsælt á Norðurlöndum, það eru haldin heimsmeistaramót, það er bandýnefnd innan ÍSÍ og það er haldið löglegt Íslandsmeistaramót einu sinni á ári. Síðast þegar það var haldið var það Bandýmannafélagið Viktor sem urðu Íslandsmeistarar og heygja þeir nú titilvörn sína í haust. Af þeim sökum tel ég þessa grein jafn markverða og grein FH, varla mismunið þið íþróttagreinum?
- Já, ég er bandýiðkandi. Nei, ég er ekki meðlimur í Viktor. --Bessi 22:34, 21 ágúst 2006 (UTC)
- FH er rótgróið félag með mörg hundruð ef ekki þúsundir meðlima. Viktor er smáfélag sem enginn hefur heyrt um, hreinlega vegna þess að bandý-íþróttin er ekki eins vinsæl hjá íslenskumælandi fólki. --Jóna Þórunn 22:36, 21 ágúst 2006 (UTC)
- Þið mismunið semsagt íþróttum? Þér til upplýsingar hefur bandý sömu stöðu innan ÍSÍ og aðrar íþróttir.
- Nei, við mismunum ekki íþróttum, sjá frekar Wikipedia:Markvert efni. --Jóna Þórunn 22:45, 21 ágúst 2006 (UTC)
- Hvernig er þessi afstaða ekki mismunun á íþróttum. Þið verðið að átta ykkur á því að þó að þið þekkið ekki til ákveðinna þátta þjóðfélagsins þá þýðir það ekki að þau séu ekki markverð, sjá frekar allt fólkið sem mætir á æfingar eins af nokkrum íslenskum bandýfélögum í fífunni á mánudögum og miðvikudögum klukkan 20:00.
- Það er faktískt grein til um bandý. Það er ekki íþróttin sem málið snýst um heldur félagið. --Akigka 22:55, 21 ágúst 2006 (UTC)
- Félagið sem er nú orðið tveggja og hálfs árs, frumkvöðull í bandýiðkun á Íslandi og núverandi íslandsmeistari. Það ætti meira að segja að hljóma markvert fyrr menn sem héldu að Bandý væri bara eitthvað sem fólk léki sér í grunnskóla.
- Burtséð frá markverðugleika, stóðst greinin nokkuð kröfuna um sannreynanleika? --Sterio 23:08, 21 ágúst 2006 (UTC)
- Nú man ég ekki nákvæmlega hvað í þessari grein stóð en ég tel að vel sé til nægilega mikið af sannreynanlegu efni um þetta félag. Haug er hægt að sannreyna með því að spyrja þá sem stunda bandý. Hálfan haug er hægt að sannreyna með því að skoða fundargerðir bandýnefndar ÍSÍ og fundargerðir félagsins sjálfs. Síðan má skoða ýmsar greinar sem hafa birst í fjölmiðlum um þetta efni. Í stuttu máli er þetta svo eins og með svo margt annað að sé maður einungis oggurlítið að sér í efninu er hægt að sannreyna þetta allt en viti maður ekkert út á hvað það gengur verður erfitt að sannreyna hlutina. --Bessi 23:22, 21 ágúst 2006 (UTC)
- Nei, það er einmitt ekki hægt að sannreyna upplýsingar með því að spyrja þá sem stunda bandý. Það er ekki það sem átt er við með sannreynanleika á Wikipediu. Það verður að vera hægt að sannreyna upplýsingarnar í óháðum rituðum heimildum (eða annars konar miðlum). Ef slíkar heimildir eru fyrir upplýsingum greinarinnar, þá mæli ég með að það verði vísað í þær ef greinin verður endurvakin; það kæmi að veru legu leyti í veg fyrir ágreining um markverðugleika og styrkir stöðu greinarinnar. Af því sem þú nefnir eru það fyrst og fremst fjölmiðlaumfjöllunin sem máli skiptir. --Cessator 01:16, 22 ágúst 2006 (UTC)
- Ég skil þetta ekki. Afhverju eru dagblöð betri heimildir en fundargerðir og lagaplögg sem félagsmenn hafa undir höndum. Myndi það breyta einhverju ef þessi lög færu á vefsíðu? Myndi það breyta einhverju ef viktorsmenn skrifuðu söguágrip á vefsíðu sína? Væri það áreiðanleg heimild? Ég skal sætta mig við að þið sættið ykkur ekki við orðið á götunni en hlutir sem eru til á prenti ættuð þið að sætta ykkur við. Mér finnst líka furðulegt hversu hátt þið setjið fjölmiðlaumfjöllun því að mín reynsla af umfjöllun fjölmiðla um mál sem ég þekki til er að þar er farið mjög frjálslega með staðreyndir. --Bessi 22:51, 22 ágúst 2006 (UTC)
- Ekki dreg ég í efa að það sé allt rétt sem stendur í þessari grein en það segir sig sjálft að plögg sem pöpullinn getur ekki nálgast með góðu móti eru ekki jafn hentugar heimildir og þær sem allir geta nálgast. Þannig að já, það væri til bóta ef lögin og söguágrip væri aðgengilegt á vefnum. Hvað fjölmiðla varðar þá er það kannski fyrst og fremst prófsteinn á markverðugleika hvort að það hafi verið fjallað þar um tiltekið efni, það er rétt að þeim er oft illa treystandi til þess að fara rétt með allar staðreyndir. --Bjarki 23:08, 22 ágúst 2006 (UTC)
- Dagblöð eru ekki í eðli sínu góðar heimildir (og ekki í eðli sínu slæmar heimildir heldur) en það verður þó að gera greinarmun á óháðum heimildum og öðrum heimildum. Óháð heimild er heimild sem er ekki á vegum einhvers sem fjallað er um; fundargerðir og vefsíður félaga eru ekki óháðar heimildir. Þær hafa auðvitað eitthvert heimildagildi fyrir grein í alfræðiriti, en heimildagildi þeirra er samt takmarkað eins og gefur að skilja. Þess vegna sagði ég að mestu munaði um fjölmiðlaumföllunina. Með því er ekki sagt að aðrar heimildir séu gagnslausar, þær hafa bara takmarkaðra gildi af því að þær eru ekki óháðar þeim sem fjallað er um. Auk þess felur grein sem einungis er unnin upp úr fundargerðum sennilega í sér fumrannsóknir enda má búast við að þar sér að finna áður ósðeða samsetningu og úrvinnslu upplýsinga. --Cessator 06:19, 23 ágúst 2006 (UTC)
- Ég skil þetta ekki. Afhverju eru dagblöð betri heimildir en fundargerðir og lagaplögg sem félagsmenn hafa undir höndum. Myndi það breyta einhverju ef þessi lög færu á vefsíðu? Myndi það breyta einhverju ef viktorsmenn skrifuðu söguágrip á vefsíðu sína? Væri það áreiðanleg heimild? Ég skal sætta mig við að þið sættið ykkur ekki við orðið á götunni en hlutir sem eru til á prenti ættuð þið að sætta ykkur við. Mér finnst líka furðulegt hversu hátt þið setjið fjölmiðlaumfjöllun því að mín reynsla af umfjöllun fjölmiðla um mál sem ég þekki til er að þar er farið mjög frjálslega með staðreyndir. --Bessi 22:51, 22 ágúst 2006 (UTC)
- Nei, það er einmitt ekki hægt að sannreyna upplýsingar með því að spyrja þá sem stunda bandý. Það er ekki það sem átt er við með sannreynanleika á Wikipediu. Það verður að vera hægt að sannreyna upplýsingarnar í óháðum rituðum heimildum (eða annars konar miðlum). Ef slíkar heimildir eru fyrir upplýsingum greinarinnar, þá mæli ég með að það verði vísað í þær ef greinin verður endurvakin; það kæmi að veru legu leyti í veg fyrir ágreining um markverðugleika og styrkir stöðu greinarinnar. Af því sem þú nefnir eru það fyrst og fremst fjölmiðlaumfjöllunin sem máli skiptir. --Cessator 01:16, 22 ágúst 2006 (UTC)
- Nú man ég ekki nákvæmlega hvað í þessari grein stóð en ég tel að vel sé til nægilega mikið af sannreynanlegu efni um þetta félag. Haug er hægt að sannreyna með því að spyrja þá sem stunda bandý. Hálfan haug er hægt að sannreyna með því að skoða fundargerðir bandýnefndar ÍSÍ og fundargerðir félagsins sjálfs. Síðan má skoða ýmsar greinar sem hafa birst í fjölmiðlum um þetta efni. Í stuttu máli er þetta svo eins og með svo margt annað að sé maður einungis oggurlítið að sér í efninu er hægt að sannreyna þetta allt en viti maður ekkert út á hvað það gengur verður erfitt að sannreyna hlutina. --Bessi 23:22, 21 ágúst 2006 (UTC)
- Burtséð frá markverðugleika, stóðst greinin nokkuð kröfuna um sannreynanleika? --Sterio 23:08, 21 ágúst 2006 (UTC)
- Félagið sem er nú orðið tveggja og hálfs árs, frumkvöðull í bandýiðkun á Íslandi og núverandi íslandsmeistari. Það ætti meira að segja að hljóma markvert fyrr menn sem héldu að Bandý væri bara eitthvað sem fólk léki sér í grunnskóla.
- Hvernig erum við að mismuna íþróttum með því að eyða grein um óþekkt félag? Lýsir það því ekki nokkuð vel þegar notandi hér fyrir ofan spyr hvað bandý sé? Sama má segja um hljómsveit sem var hér inni um daginn; eytt vegna þess að hún hafði ekkert gefið út - en samt töldu sumir að þeir þekktu til hennar. Það má svo sem alveg vera að það séu félagar í Bandýmannafélaginu (mjög ólíklegt að félagið væri til ef svo væri ekki) en það er bara ekki nógu stórt til að vera marktækt. Ef við ætluðum að skrifa um allt sem okkur dytti í hug værum við farin að skrifa um steina á hálendinu. (Nú fer þetta innlegg að fara út í rugl...) --Jóna Þórunn 23:12, 21 ágúst 2006 (UTC)
- Haha, eigum við nú bara að fara að fjalla um hluti sem allir vita hvað eru svo það fari nú alveg örugglega enginn að spyrja hvað eitthvað sé.
- Afhverju má þessi grein ekki vera hérna ef einhvern skildi langa að lesa hana og fræðast um þetta blessaða félag. Annars þá er sú íþróttagrein sem kölluð er „bandy“ og er vinsæl á norðurlöndum annarskonar íþrótt sem er svipuð nema spiluð á skautasvelli með soldið frábrugðnum reglum.
- Ef þið eruð búin að ákveða að eyða grein sem þið teljið ekki nógu merkilega, viðurkennið þið þá einhverntíman að þið hafið hugsanlega rangt fyrir ykkur og að greinin gæti kannski átt rétt á sér? Orri 23:59, 21 ágúst 2006 (UTC)
- Fáar ákvarðanir á Wikipedia eru endanlegar, allt má endurskoða í ljósi nýrra upplýsinga. Ég vissi það til dæmis ekki fyrir að bandý væri viðurkennd íþrótt hjá ÍSÍ og að það væru haldin lögleg íslandsmót í greininni eða þá að þetta ágæta íþróttafélag hefði unnið slíkt mót. Ég sé líka að félagsskapurinn hefur líka skráða kennitölu sem er nú tiltölulega keppnis. Allt gerir þetta viðfangsefnið merkilegra en ég hélt að það væri, enda gerði greinin sjálf enga tilraun til þess að koma þessum upplýsingum á framfæri. Það má endurvekja hana fyrir mitt leyti. --Bjarki 00:28, 22 ágúst 2006 (UTC)
- Haha, eigum við nú bara að fara að fjalla um hluti sem allir vita hvað eru svo það fari nú alveg örugglega enginn að spyrja hvað eitthvað sé.
- Það er faktískt grein til um bandý. Það er ekki íþróttin sem málið snýst um heldur félagið. --Akigka 22:55, 21 ágúst 2006 (UTC)
- Hvernig er þessi afstaða ekki mismunun á íþróttum. Þið verðið að átta ykkur á því að þó að þið þekkið ekki til ákveðinna þátta þjóðfélagsins þá þýðir það ekki að þau séu ekki markverð, sjá frekar allt fólkið sem mætir á æfingar eins af nokkrum íslenskum bandýfélögum í fífunni á mánudögum og miðvikudögum klukkan 20:00.
- Nei, við mismunum ekki íþróttum, sjá frekar Wikipedia:Markvert efni. --Jóna Þórunn 22:45, 21 ágúst 2006 (UTC)
- Þið mismunið semsagt íþróttum? Þér til upplýsingar hefur bandý sömu stöðu innan ÍSÍ og aðrar íþróttir.
- FH er rótgróið félag með mörg hundruð ef ekki þúsundir meðlima. Viktor er smáfélag sem enginn hefur heyrt um, hreinlega vegna þess að bandý-íþróttin er ekki eins vinsæl hjá íslenskumælandi fólki. --Jóna Þórunn 22:36, 21 ágúst 2006 (UTC)
- Ég er nú bara þannig gerð að ég vil að Wikipedia innihaldi meira frekar en minna efni. Kannski langar einhvern að lesa um B.V. --Heiða María 08:58, 22 ágúst 2006 (UTC)
[breyta] Hverjir ráða hvað er markvert?
Ef þið (Jóna Þórunn sérstaklega) viljið láta eya öllu sem ykkur finnst ekki vera markvert, þá eruð þið farin að ritstýra wikipedia eftir ykkar persónulegum skoðunum. Hvað er það næst sem ekki fær að fara í Wikipedia? Fótasveppur? Gras? Fyrir mitt leiti á allt sem hægt er að skrifa um erindi hingað, þetta er alfræðiorðabók. Er viss um að enska Wikipedia hefur ekki upplýsingar um B.V. Til dæmis finnst mér hestaíþróttir hörmulegt sport, en það er mín persónulega skoðun og mig dreymir ekki um að væflast yfir því ef einhver vill skrifa um eitthvert lítt þekkt félag á því sviði. Oskars 11:50, 22 ágúst 2006 (UTC)
- Fótasveppur er algengur húðsjúkdómur, gras er flokkur algengra plöntutegunda og hestaíþróttir eru stundaðar af þúsundum manna um allan heim, spurningin um markverðugleika vaknar ekki í þessum tilfellum. Það hefur mikið verið reynt að búa til hlutlæga mælikvarða á það hvað sé nógu markvert til þess að verðskulda umfjöllun á Wikipedíu en auðvitað byggir það á endanum á huglægu mati einstakra höfunda, þetta er aðal gagnrýnin á það að nota markverðugleika sem kröfu þegar það er metið hvaða greinar eiga heima hér og hverjar ekki. Ég þó þeirrar skoðunar að einhverjar slíkar lágmarkskröfur verði að vera til staðar. En ég held reyndar líka að spurningin um markverðugleika eigi að koma á eftir kröfum um sannreynanleika, þ.e. það ætti ekki að reyna á markverðugleika nema það sé hægt að sannreyna það sem í greininni stendur með hjálp utanaðkomandi heimilda (skriflegra eða rafrænna). Ef það er ekki hægt ætti tvímælalaust að eyða greininni á þeim grundvelli að hún sé ekki sannreynanleg. Lestu þér til á: Wikipedia:Sannreynanleikareglan og Wikipedia:Markvert efni. --Bjarki 12:32, 22 ágúst 2006 (UTC)
- Eins og ég sé þetta, helst þetta svolítið í hendur. Ef eitthvað er ómarkvert, þá er ein afleiðing þess t.d. oft sú að það sé ekki hægt að finna neitt um efnið annars staðar og þess vegna er það bæði ósannreynanlegt og öll skrif um það dæmd til þess að verða frumrannsóknir. Auðvitað getur spurningin um markverðugleika vaknað eftir að búið er að svara spurningum um sannreynanleika og frumrannsóknir en að mínum dómi ætti að nota markverðugleikann, með þessum hlutlægu mælikvörðum (t.d. stubbaprófið, 100 ára prófið og hvers kyns þumalfingursreglum), samhliða sannreynanleika- og frumrannsóknareglunum til að styrkja ákvarðanir um eyðingu efnis. Það er nú eðli þessara reglna að þær styrkja oftast hver aðra og þannig vil ég helst túlka þær. --Cessator 14:03, 22 ágúst 2006 (UTC)
- Já ég held að þannig sé það yfirleitt í framkvæmd. Ekki stór munur svosem. --Bjarki 14:30, 22 ágúst 2006 (UTC)
- Eins og ég sé þetta, helst þetta svolítið í hendur. Ef eitthvað er ómarkvert, þá er ein afleiðing þess t.d. oft sú að það sé ekki hægt að finna neitt um efnið annars staðar og þess vegna er það bæði ósannreynanlegt og öll skrif um það dæmd til þess að verða frumrannsóknir. Auðvitað getur spurningin um markverðugleika vaknað eftir að búið er að svara spurningum um sannreynanleika og frumrannsóknir en að mínum dómi ætti að nota markverðugleikann, með þessum hlutlægu mælikvörðum (t.d. stubbaprófið, 100 ára prófið og hvers kyns þumalfingursreglum), samhliða sannreynanleika- og frumrannsóknareglunum til að styrkja ákvarðanir um eyðingu efnis. Það er nú eðli þessara reglna að þær styrkja oftast hver aðra og þannig vil ég helst túlka þær. --Cessator 14:03, 22 ágúst 2006 (UTC)
- Ég held að persónuárásir séu ekki málið, Oskars. Taktu eftir því að það var ekki ég sem eyddi greininni, ég startaði umræðunni - sem síðan hélt ekki áfram fyrr en greininni hafði verið eytt. Mér er svo sem nákvæmlega sama hvort þessi grein eða einhver önnur sé ómarkverð - það er lítið sem ekkert hægt að skrifa um sögu félagsins nema með því að reiða sig á heimildir þess sjálf. Er það sannreynanlegt? Það að félagið sé núverandi Íslandsmeistari breytir litlu - ég gæti alveg eins skrifað um Hæng frá Hæl sem er núverandi Íslandsmeistari í fjórgangi 1. flokki. --Jóna Þórunn 21:18, 22 ágúst 2006 (UTC)
- Þetta var nú ekki meint sem persónuleg árás á þig Jóna þó að ég hafi nefnt þig sérstaklega (Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir). Ég nefndi þig vegna þess að þú varst með skýra skoðun og vildir eyða greinininni, ég var því ósammála. Væri ekki fínt að fá grein um Hæng frá hæl? Allavega hef ég ekkert á móti því. Oskars 15:02, 23 ágúst 2006 (UTC)
- Mér finnst þetta alveg markvert, sér í lagi þar sem að þeir unnu Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð. Hinsvegar finnst mér vanta hér í þessa grein að minnsta kosti eina markverða heimild.
- Varðandi það hverjir ráða því hvað er markvert, þá er það á ábyrgð stjórnanda að tryggja að efni Wikipedia fari ekki út í rugl, þ.e., að þeir eru fremsta víglínan í því að varðveita þær reglur sem ritið er ritað eftir - sjá Máttarstólpana. Þetta þýðir þó ekki að við séum eiginlegir ritstjórar sem eigum að velja og hafna efni - það er alls samfélagsins að ákveða, og sumir virðast hafa misskilið þessa umræðu. Venjan er, þegar að efasemdir um réttmæti greina koma upp:
- Umræður.
- Tillaga lögð fram.
- Kosningar.
- Úrvinnsla niðurstaðna.
- Við hljótum öll að geta unnið eftir þessu. --Smári McCarthy 21:43, 22 ágúst 2006 (UTC)
- Þetta var nú ekki meint sem persónuleg árás á þig Jóna þó að ég hafi nefnt þig sérstaklega (Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir). Ég nefndi þig vegna þess að þú varst með skýra skoðun og vildir eyða greinininni, ég var því ósammála. Væri ekki fínt að fá grein um Hæng frá hæl? Allavega hef ég ekkert á móti því. Oskars 15:02, 23 ágúst 2006 (UTC)