Spjall:Biblían

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein er ekki mjög hlutlaus. Hún segir meðal annars að það sem er í biblíunni hafi verið valið af nefnd, en margir strangtrúaðir kristnir trúa að það hafi verið heilagur andi sem sá um valið, nefndin hafi bara "framkvæmt hans vilja" eða eitthvað álíka. Og sagt er að Jesú hafi verið sonur guðs, sömu strangkristnu einstaklingar myndu líklega vilja meina að hann hafi verið guð, ekki sonur guðs, og það að kalla hann það dragi í raun úr því sem hann var. Ég er reyndar ekki viss um besta orðalagið sjálfur, en mér finnst greinin ansi POV á köflum... --Sterio 9. ágúst 2005 kl. 11:46 (UTC)

Sjálfur hefði ég áhuga á að vita hvaða nefnd þetta var, hvenær þetta val átti sér stað og hvar hægt er að nálgast þá hluta sem ekki urðu fyrir valinu. Það eru líka sumir sem trúa því að öll biblían sé skrifuð af þessum kristna guði „í gegnum mennina“ en mér finnst slíkt ekki beinlýnis eiga heima á alfræðiorðabók þar sem mér finnst við ættum að halda okkur nokkurnveginn við það sem er vísindalega sannað, þó það sé vissulega alfræðilegt að lýsa því sem stórir hópar halda fram í þessu samhengi. Varðandi jesú þá ylli það örruglega minnstum vandræðum að kalla hann goðmagn (enska: deity), annars sé ég ekki hvað þér finnst svona hlutdrægt við þessa grein, mér finnst hún vera halda sig ágætlega við staðreyndir, en ég er reyndar enginn sérfræðingur í þessu málefni. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 9. ágúst 2005 kl. 11:59 (UTC)

[breyta] Viðurkenning Jesús sem spámanns, hluti af þrenningunni, sonur Guðs o.s.frv.

Vottar trúa á Jesú þótt það sé ekki í sömu merkingu og mótmælendur t.d. að ég held. Mér sýnist að þeir trúi á hann sem konung í himnaríki þangað sem 144,000 manns fá inngöngu. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14. janúar 2006 kl. 23:41 (UTC)