Fáskrúðsfjörður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáskrúðsfjörður er þorp á Austfjörðum og stendur við samnefndan fjörð. Íbúar þar eru 623. Árið 2005 var lokið við gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Þetta hefur orðið til þess að mikið af nýjum húsum hefur verið reist í bænum og mætti helst rekja það við álversframkvæmdir Alcoa hinu megin fjalls.