Ubuntu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skjáskot af Dapper-útgáfunni
Enlarge
Skjáskot af Dapper-útgáfunni

Ubuntu er heilsteypt stýrikerfi byggt á GNU/Linux. Slagorð Ubuntu er "Linux for Human Beings" (þýðist lauslega sem "Linux fyrir manneskjur") og miðar það að búa til frítt og frjálst og, umfram allt, notendavænt stýrikerfi.

Ubuntu notfærir sér margt frá Debian verkefninu, s.s. APT pakkakerfið. Ubuntu styðst við GNOME gluggaumhverfið (hliðarverkefni Ubuntu; KUbuntu, notar KDE) og er það sniðið að þörfum venjulegs notanda og kemur með vafra (Mozilla Firefox), póstforriti (Evolution) og ritvinnslupakka (OpenOffice.org). Ný útgáfa Ubuntu er gefin út á 6 mánaða fresti, í apríl og október, og fylgir þannig stutt á eftir útgáfuáætlun GNOME sem kemur einnig út á 6 mánaða fresti (í mars og september).

Samkvæmt vefsíðunni Distrowatch er Ubuntu vinsælasta dreifingarútgáfa GNU/Linux stýrikerfisins (1. maí 2005) og hefur þar nokkurt forskot á keppinauta sína. Nýjasta dreifing Ubuntu kallast Edgy Eft (okt. 2006).

[breyta] Saga

Fyrsta útgáfa Ubuntu kom 20. október 2004 sem skammtímaverkefni eða rótarskot frá Debian GNU/Linux og var markmið verkefnisins að gefa út uppfærslu á hálfsárs fresti. Pakkar Ubuntu byggja á Debian-drefingunn Unstable auk þess sem Ubuntu notar Advanced Packaging Tool (APT) til að eiga við uppsett forrit.

[breyta] Tenglar


 

Þessi grein sem fjallar um tölvunarfræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana