Notandaspjall:Maranomynet
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sæll. Hvernig væri að nota "forskoða" takkann? Einnig væri kannski gott að hafa nöfnin á greinum aðeins augljósari.. - fólk á aldrei eftir að skrifa "Íslenska Vefstofan (stofan.is)" inn í leitarvélina.. "Íslenska vefstofan" ætti að vera nóg. Kíktu á #is.wikipedia IRC rásina á Freenode og spjallaðu við okkur. Gaman að sjá þig samt, langt síðan að maður hefur heyrt frá þér. --Smári McCarthy 18:58, 9 mar 2005 (UTC)
- Amm... kannski er lénsnafninu ofaukið ... æi, fyrir mér vakti að:
- 1. spamma ekki orðabókina með fyrirtækjanöfnum sem síðar meir mundu rekast á hefðbundnari topic (t.d. "mekkano" leikfangið).
- 2. Svo fannst mér pínu viðeigandi að láta veffyrirtækjunum fylgja vefslóðin.
- 3. Og að lokum datt mér í hug að einhverjir kynnu að leita að þessum fyrirtækjum með domain-nafni - því margir í bransanum muna betur lén-nafnið en opinberu útgáfuna á nafni fyrirtækisins.
- Arg, ég ruglast alltaf á tökkum. Mér finnst eðlilegra að búast við Forskoða vinstra megin.
- Spurning: er leitavélin á Wikipedia virkilega svo léleg að hún finni ekki partial match á síðutitla?
- --Maranomynet 19:11, 9 mar 2005 (UTC)
-
- Mikið rétt. Þú gætir auðvitað breytt User:Maranomynet/Monobook.js til þess að preview-a alltaf reglulega. Ég var að spá að gera slíkt; er með svoleiðis á smá kukli sem ég bjó til sjálfur.
- Anyway, eitt sem væri hægt að gera er að hafa Mekkano (fyrirtæki). Það hægt að skrifa [[Mekkano (fyrirtæki)|]] til þess að fá Mekkano... ekki að það skipti höfuðmáli. Kíktu á Hjálp:Efnisyfirlit og skoðaðu neðarlega, þar sem fjallað er um Nafnavenjur. Annars er, í tilfelli Íslensku Vefstofunnar sem dæmi, held ég engin hætta á því að það komi upp annað sem heitir svipuðu nafni. Ef að þú villt get ég fært síðurnar til, og þá verður áfram til tilvísun á greinina frá gamla nafninu.
- Varðandi það að láta þetta skila sér í leit, þá er leitað í öllum texta greinarinnar, og ekkert mál ef að það kemur bara fram hlekkur á lén fyrirtækisins í greininni.
- Þakkir, Smári McCarthy 19:30, 9 mar 2005 (UTC).
-
- Stærsta vandamál Wikipedia er að það er ekki til nægur vélbúnaður til þess að anna eftirspurn. Þetta er vandamál sem er stöðugt verið að reyna að laga, en leitarvélin sem slík er ágæt.. það er bara því miður slökkt á henni á háannatímum (lesist: þegar að sólin skín á jörðina) til þess að minnka álagið á vefþjónana aðeins. Sjá m:Wikimedia servers fyrir nánari upplýsingar um ástand vélanna. --Smári McCarthy 19:53, 9 mar 2005 (UTC)