Wikipediaspjall:Úrvalsgrein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Það vantaði víst grein um úrvalsgreinar. Þessi er þýdd og staðfærð af ensku Wikipediu. Í fljótu bragði virðast skilyrðin vera meira og minna skynsamleg og eðlileg. Ég vek athygli á því sem er sagt um heimildanotkun (sbr. umræðuna um heimildanotkun í pottinum); það er ekki víst að allar þær greinar sem eru núna úrvalsgreinar uppfylli þetta skilyrði (mig grunar að svo sé ekki) og kannski erum við ekki alveg tilbúin fyrir sömu kröfur um heimildir og enska wikipedian, en það er sjálfsagt leggja okkur meira fram um heimildanotkun, a.m.k. í úrvalsgreinum, ekki satt? --Cessator 14. apríl 2006 kl. 04:03 (UTC)

Jú, ég er sammála því að við þurfum bæta okkur í heimildaskráningunni. En maður veit svo sem ekkert fyrirfram hvað verður úrvalsgrein og hvað ekki. Þess vegna þarf náttúrulega að skrá heimildir á sem mest. --Jóna Þórunn 14. apríl 2006 kl. 15:00 (UTC)