Spjall:Deildun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

"Úbbs." --Smári McCarthy 10:04, 14 Jul 2004 (UTC)

„Þar sem afleiðan (hallatalan) er jöfn núlli hefur fallið hágildi, lággildi eða beygjuskil.“ Hafiði heyrt orðið stallur um þann punkt á falli þar sem afleiða fallsins verður núll en hefur þó sama formerki báðum megin við hann (dæmi x=0 á f(x)=x^3 sem hefur afleiðuna f'(x)=3x^2 sem er allstaðar jákvæð nema í x=0)? Beygjuskil eru (eins og ég lærði það) þeir punktar á falli þar sem finna má núllstöðvar annarar afleiðu þess, þar sem fallið breytist úr því að vera uppbeygt í að verða niðurbeygt (eða öfugt)? Vissulega eru beygjuskil þar sem er stallur og það er rétt að í núllstöðvum afleiðu er vissulega annaðhvort hággildi lággildi eða beygjuskil, en beygjuskil finnast víðar en í stöllum. Spurningin er: er orðið stallur almennt þekkt eða nógu þekkt til að skipta því út í þessari grein? Ég finn það nefnilega ekki í orðasafni íslenska stærðfræði félagsins Orri 19:15, 17 ágúst 2006 (UTC)