Þórdís Björnsdóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þórdís Björnsdóttir (fædd 7. ágúst 1978 í Reykjavík) er íslenskt skáld. Haustið 2004 gaf hún út sína fyrstu ljóðabók, Ást og appelsínur, sem hlaut mjög góðar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnanda.
Skömmu eftir útgáfu bókarinnar var verkið sett á svið á Akureyri í leikstjórn Arnar Inga Gíslasonar. Þar flutti höfundur verkið utanbókar, en aðrir sem að verkinu komu voru dansarar, leikarar, tónlistar- og fimleikafólk. Sýningar voru alls fjórar.
Sumarið 2005 voru gerðar upptökur á lestri höfundar á völdum ljóðum úr Ást og appelsínum við tónverk eftir fiðluleikarann Szymon Kuran sem spilaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands í fjöldamörg ár. Hann dó í ágúst 2005 rétt eftir að upptökum lauk, en útgáfa þessa síðasta verks hans er væntanleg haustið 2006.
Í byrjun maí 2006 er fyrirhuguð útgáfa næstu ljóðabókar Þórdísar og mun hún tilheyra níu bóka seríu ljóðahópsins Nýhil.
Efnisyfirlit |
[breyta] Verk
[breyta] Ljóðabækur
- 2004 - Ást og appelsínur.
[breyta] Prósar
- Væntanlegt haustið 2006 - Scrip M¹. Unnið í samvinnu við Jesse Ball skáldref.
[breyta] Geisladiskar
- Væntanlegur haustið 2006 - Ást og appelsínur.
[breyta] Tenglar
- Ljóð á vefsíðu Nýhil
- Stutt lýsing á höfundi eftir bandaríska skáldið Jesse Ball.
- thordisbjornsdottir.comvefsíða