Plagíóklas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Plagíóklas tilheyrir hópi feldspata og er þar af leiðandi silíkat-steind. Til plagíóklasa teljast steindir sem samanstanda af Albít (NaAlSi3O8) og Anortít (CaAl2Si2O8) í mismunandi hlutföllum. Plagíóklasar verða basískari eftir því sem Ca-hlutfallið verður hærra.

Kristallablöndurnar milli Ab (Albít) og An (Anortít) eru Olígoklas, Andesín, Labradórít og Býtównít.

Plagíóklasar eru oft með samsíða rendur (e: striation) sem hjálpa við að bera kennsl á þá.

[breyta] Plagíóklasaröðin

  • Albít (NaAlSi3O8) ; triklin
  • Oligoklas ((Na,Ca)Al(Si,Al)3O8) ; triklin
  • Andesín ((Na,Ca)Al(Si,Al)3O8) ; triklin
  • Labradorít (Ca,Na)Al(Si,Al)3O8) ; triklin
  • Bytownít (Ca,Na)(Si,Al)4O8 ; triklin
  • Anortít (CaAl2Si2O8) ;triklin
Á öðrum tungumálum