Spjall:Rómaveldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[breyta] Færð grein

Ég færði greinina rétt í þessu og endurbirti hér ástæðu þess:

Í eignarfalli er „róm“ skrifað „rómar“. Þess vegna er eðlilegra að titillinn á greininni sé „rómarveldi“ en ekki „rómaveldi“, annars hljómaði þetta eins og um væri að ræða fleiri en eina borg. Introgressive 22:52, 27 ágúst 2006 (UTC)

Fornfræðingur svæðisins, hann Cessator, er ósammála og ég held við verðum að treysta honum. --Sterio 23:01, 27 ágúst 2006 (UTC)
Þetta kom upp í Pottinum um daginn, það virðist kannski ekki rökrétt en Rómaveldi er víst réttur ritháttur. Vertu annars velkominn á Wikipedíu :) --Bjarki 23:06, 27 ágúst 2006 (UTC)
Liggur í augum uppi að Rómaveldi er rétt. Þarf ekki annað en kíkja t.d. á efnisorðalykil landskerfis íslenskra bókasafna eða orðabanka íslenskrar málstöðvar, sem dæmi, til að sjá hver rétt mynd orðsins er. --Akigka 23:06, 27 ágúst 2006 (UTC)
Introgressive er væntanlega sá sami sem bar upp efnið í Pottinum um daginn, eða hvað? --Jóna Þórunn 23:08, 27 ágúst 2006 (UTC)
Notandinn var nú bara búinn til fyrir hálftíma þannig að ekki held ég þaðþ. En hey, hversu sérstakt er það að fá strax komment frá fjórum mismunandi notendum á fyrstu breytinguna sem maður gerir á Wikipedia? Hlýtur að vera einhverskonar met. --Bjarki 23:15, 27 ágúst 2006 (UTC)
Átti við hvort 194.144.188.197 og Introgressive væri sá sami. --Jóna Þórunn 23:21, 27 ágúst 2006 (UTC)
Já, þetta er rétt sem fram hefur komið, Rómaveldi er rétt. Annars má geta þess að það eru ekki allar samsetningar orða í íslensku eignarfallssamsetningar. --Cessator 13:57, 28 ágúst 2006 (UTC)
Jæja, fínt er. Það virðist sem hefð hafi skapast á að nota þennan rithátt, hversu órökrétt sem það hljómar. Erfitt hlýtur samt að vera að segja hvað er rétt og rangt í þessum efnum en ef ekki er um eignarfallssamsetningu að ræða hlýtur a-ið að vera til óþurftar.
Annars hef ég ekki borið þessa spurningu upp áður. Introgressive 17:27, 28 ágúst 2006 (UTC)
A-ið gæti verið bandstafur, sbr. ruslafata (en ekki ruslsfata eða ruslfata). --Cessator 17:32, 28 ágúst 2006 (UTC)
Það hlýtur að vera. Introgressive 17:40, 28 ágúst 2006 (UTC)
Samanber „ráðunautur“ sem hét „ráðanautur“ þegar starfsheitið var búið til um 1900. --Jóna Þórunn 20:00, 28 ágúst 2006 (UTC)