Eggert Páll Ólason
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eggert Páll Ólason (fæddur 4. nóvember 1975) er íslenskur lögfræðingur sem oftast gengur undir nafninu EPÓ. Árið 2005 stofnaði hann samtökin Vinir Einkabílsins sem börðust fyrir fleiri mislægum gatnamótum og akreinum á höfuðborgarsvæðinu.
Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 2006 bauð Eggert sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en hlaut ekki brautargengi í efstu sæti á lista. Þar að auki sat Eggert í ritstjórn vefritsins hugsjonir.is frá stofnun þess 1. desember 2005 og fram til 11. febrúar 2006. Hann er þó enn þann dag í dag virkur penni á því vefriti.