Raufarhöfn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Staðsetning Raufarhafnar
Enlarge
Staðsetning Raufarhafnar

Raufarhöfn er sjávarþorp á austanverðri Melrakkasléttu í sveitarfélaginu Norðurþingi. Aðalatvinnuvegur er sjávarútvegur. Á Raufarhöfn er grunnskóli með um 50 nemendum. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 228.

Hinn 1. janúar 1945 var Raufarhöfn gerð að sérstökum hreppi, Raufarhafnarhreppi, en hafði fram að því tilheyrt Presthólahreppi.

Í janúar 2006 samþykktu íbúar Húsavíkurbæjar, Öxarfjarðarhrepps, Raufarhafnarhrepps og Kelduneshrepps sameiningu sveitarfélaganna sem tók gildi 10. júní sama ár, í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2006.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum