Litur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Litir eru mikilvægur þáttur í skynjun flestra einstaklinga
Enlarge
Litir eru mikilvægur þáttur í skynjun flestra einstaklinga

Litur er eiginleiki ljóss, sem ákvarðast af því hvaða bylgjulengdum ljósið er samsett. Þær bylgjulengdir sem auga mannsins getur skynjað eru kallaðar litróf, sýnilegt litróf eða sýnilegt ljós.

Litur getur einnig átt við eiginleika tiltekinna hluta eða efna, sem ræðst af því hvaða bylgjulengdir yfirborð hlutarins drekkur í sig og hvaða bylgjulengdum hann endurvarpar. Til dæmis er hlutur grænn ef hann drekkur í sig flestar bylgjulengdir sýnilegs ljóss, en endurvarpar ljósi sem mannsaugað greinir sem grænt.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.