Blóðbaðið í München

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blóðbaðið í München átti sér stað á Sumarólympíuleikunum í München, Þýskalandi, árið 1972 þegar átta meðlimir palestínsku skæruliðasamtakkanna Svarta september tóku 11 ísraelska íþróttamenn í gíslingu. Árásin leiddi til dauða allra ellefu gíslanna, eins þýsks lögreglumanns og fimm af átta hryðjuverkamönnunum þegar þýska lögreglan reyndi að stöðva hryðjuverkamennina á Riem flugvellinum nálægt Munchen. Síðar tók ísraelska leyniþjónustan, Mossad, marga þá sem stóðu að baki blóðbaðinu af lífi. Þó er vitað til þess að einn af þeim sem skipulögðu hryðjuverkin, Jamal Al-Gashey, er enn á lífi.

Það er öruggt að segja að hryðjuverkamennirnir náðu því fram sem þeim var ætlan; nefnilega að beina athygli umheimsins að baráttunni milli Ísrael og Palestínumanna. Einnig líta margir þannig á að með með gíslatökunni, og því sem á eftir kom, hafi verið sleginn nýr tónn í alþjólegum hryðjuverkum.

Á öðrum tungumálum