Svavar Hrafn Svavarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslensk heimspeki
Heimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Nafn: Svavar Hrafn Svavarsson
Fædd/ur: 1965
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki
Helstu viðfangsefni: fornaldarheimspeki, einkum Platon, Aristóteles, Pyrrhon, Sextos Empeirikos og hellenísk heimspeki almennt
Markverðar hugmyndir: Pyrrhon sem „kredduspekingur“
Áhrifavaldar: Eyjólfur Kjalar Emilsson, Gisela Striker

Svavar Hrafn Svavarsson (fæddur 1965) er íslenskur heimspekingur og fornfræðingur og lektor í heimspeki við Háskóla Íslands.

Efnisyfirlit

[breyta] Menntun

Svavar Hrafn lauk stúdentsprófi af eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1985. Hann nam almenna bókmenntafræði, heimspeki, forngrísku og latínu við Háskóla Íslands og lauk þaðan B.A.-prófi árið 1989. Þaðan hélt Svavar til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði framhaldsnám í fornaldarheimspeki við Harvard University í Cambridge í Massachusetts. Svavar Hrafn lauk doktorsgráðu frá Harvard í heimspeki og klassískum fræðum árið 1998. Doktorsritgerð Svavars hét Tranquility of Sceptics: Sextus Empiricus on Ethics og fjallaði um efahyggju Sextosar Empeirikosar. Leiðbeinandi Svavars var Gisela Striker.

[breyta] Störf

Árin 1995-1997 kenndi Svavar Hrafn latínu við Menntaskólann í Reykjavík. Hann var einnig stundakennari og síðar aðjúnkt við Háskóla Íslands þar sem hann kenndi grísku og latínu. Árið 2005 varð Svavar lektor í heimspeki við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig umsjón með námi í klassískum fræðum sem byrjað var að kenna sem aukagrein til B.A.-prófs árið 2005.

Svavar fæst einkum við heimspeki fornaldar, aðallega heimspeki Platons, Aristótelesar og helleníska heimspeki. Hann hefur þó einnig fengist við bókmenntasögu fornaldar og arfleifð klassískrar menningar í nútímanum.

Svavar Hrafn hefur þýtt tvö verk eftir Aristóteles, 1. bók Frumspekinnar og Siðfræði Níkomakkosar.

Svavar var ritstjóri Skírnis, tímarits Hins íslenzka bókmenntafélags árin 2000-2005


Fyrirrennari:
Jón Karl Helgason og Róbert H. Haraldsson
Ritstjóri Skírnis
(20002005)
Eftirmaður:
Halldór Guðmundsson


[breyta] Heimild

[breyta] Tengill