Hringur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Einnig er til mannsnafnið Hringur.

Hringur (lat. circulus) er tvívíður stærðfræðilegur ferill, sem er þannig að allir punktar hans eru í sömu fjarlægð frá einum tilteknum punkti, sem kallast miðpunktur hringsins. Í sumum tilvikum er orðið hringur látið tákna ferilinn og allt svæðið innan hans.

Jafna hrings með miðju í punktinum (h,k) í rétthyrndu xy-hnitakerfi er (xh)2 + (yk)2 = r2, þar sem r táknar radíus hringsins. Jöfnuna má umrita á ýmsa vegu, til dæmis á formið x2 − 2(xh + yk) + y2 + h2 + k2r2 = 0.

Flatarmál hrings er stærð þess svæðis sem lokast af innan hringferilsins. Formúla þess er F = \pi\cdot r^2 (m² ef radíusinn er mældur í metrum).

Ummál hrings er lengd sjálfs ferilsins. Formúla þess er U = 2\cdot\pi\cdot r (m ef radíusinn er mældur í metrum).