4. maí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2006 Allir dagar |
4. maí er 124. dagur ársins (125. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 241 dagur er eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1803 - Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir frá Sjöundá á Rauðasandi voru bæði dæmd til lífláts fyrir að myrða maka sína árinu áður. Steinunn dó í fangelsi í Reykjavík 1805, en Bjarni var fluttur til Noregs og hálshöggvinn þar síðar sama ár.
- 1880 - Jón Sigurðsson forseti og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans voru jarðsett í Reykjavík við hátíðlega athöfn. Þau höfðu bæði látist í Kaupmannahöfn í desember 1879.
- 1915 - Einar Arnórsson varð ráðherra Íslands.
- 1948 - Hvalstöðin í Hvalfirði hóf starfsemi, sem stóð í fjóra áratugi.
- 1981 - Hönd var grædd á stúlku eftir vinnuslys í fyrsta sinn á Íslandi.
- 1986 - Sólveig Lára Guðmundsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að sigra í prestskosningum, en hún var kjörin prestur á Seltjarnarnesi.
- 1990 - Stöð 2, Sýn og Bylgjan-Stjarnan ákváðu að sameina rekstur sinn og gekk það í gildi þann 1. ágúst sama ár.
[breyta] Fædd
- 1827 - John Hanning Speke, breskur landkönnuður (d. 1864).
[breyta] Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |