Berkjukvef
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bronkítis eða berkjukvef er öndunarfærasjúkdómur sem leggst gjarnan á reykingamenn og íbúa í borgum þar sem mikið af svifryki og mengun er í lofti. Bronkítis lýsir sér sem þurr hósti, andnauð, þreyta og hiti. Bronkítis getur einnig fylgt venjulegu kvefi. Bronkítis varir venjulega ekki lengur en rúma viku og hægt er að nota venjuleg astmalyf til að slá á einkennin.