Heklugos árið 1104

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eldgosið í Heklu árið 1104 er stærsta gos í Heklu á sögulegum tíma og var gjóskumyndunin um 2 km³. Ekkert hraun kom upp í gosinu. Gosið er annað stærsta gos á Íslandi á sögulegum tíma, á eftir gosinu í Öræfajökli árið 1362. Gosið er einnig það kísilríkasta af öllum sögulegum gosum í Heklu. Býli í um 70 km fjarlægð frá gosupptökum gjöreyðilögðust, en erfitt hefur reynst að leggja nákvæmt mat á hversu mikil eyðileggingin var af völdum gossins. Gjóskugeirinn frá gosinu barst til norðurs.

Eldgos í Heklu

11041158120612221300134113891510 — 1597 — 1636 — 16931766 — 1845 — 1947 — 1970 — 1980 — 1991 — 2000

[breyta] Heimild