Norræna tímatalið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norræna tímatalið er það tímatal sem notað var af Norðurlandabúum þar til júlíska tímatalið tók við sem almennt tímatal, og raunar lengur. Tímatalið og mánaðaheitin miðast við árstíðir sveitasamfélagsins og skiptast í sex vetrarmánuði og sex sumarmánuði. Það miðast við vikur, fremur en daga, og hefjast mánuðirnir þannig á ákveðnum vikudegi, fremur en á föstum degi ársins.
Norræna tímatalið hefur verið lífseigt að ýmsu leyti. Í Danmörku voru gömlu mánaðaheitin löguð að nýja tímatalinu og á Íslandi eru ýmsar hátíðir haldnar sem tengjast því.
Efnisyfirlit |
[breyta] Mánaðarheitin
[breyta] Íslensku mánaðaheitin
- Vetur: gormánuður, ýlir, mörsugur, þorri, góa, einmánuður
- Sumar: harpa, skerpla, sólmánuður, heyannir, tvímánuður, haustmánuður
[breyta] Dönsku mánaðaheitin
- Vetur: slagtemåned, julemåned, glugmåned, blidemåned, tordmåned, fåremåned
- Sumar: vårmåned, skærsommer, ormemåned, høstmåned, fiskemåned, sædemåned
[breyta] Snorra-Edda
- Vetur: gormánuður, ýlir eða frermánuður, mörsugur eða hrútmánuður, þorri, góa, einmánuður
- Sumar: gaukmánuður, sáðtíð eða eggtíð eða stekktíð, sólmánuður eða selmánuður, heyannir, kornskurðarmánuður, haustmánuður
[breyta] Hátíðir sem tengjast Norræna tímatalinu
- Bóndadagur er fyrsti dagur þorra.
- Þorrablót eru haldin á þorra.
- Konudagur er fyrsti dagur góu.
- Góugleði er haldin á góu.
- Sumardagurinn fyrsti er fyrsti dagur hörpu.
- Fyrsti vetrardagur er fyrsti dagur gormánaðar.
[breyta] Tengt efni
- Torre och Gói i de isländska källorna frá heimskringla.no.
- Om kong Torre og torreblot før og nå frá heimskringla.no.
Mánuðirnir samkvæmt norræna tímatalinu |
---|
Gormánuður | Ýlir | Mörsugur | Þorri | Góa | Einmánuður | Harpa | Skerpla | Sólmánuður | Heyannir | Tvímánuður | Haustmánuður |