Árni Johnsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Árni Johnsen
Enlarge
Árni Johnsen

Árni Johnsen (fæddur í Vestmannaeyjum 1. mars 1944) er blaðamaður, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður.

Efnisyfirlit

[breyta] Fjölskylda, menntun og störf

Foreldrar Árna voru þau Ingibjörg Á. Johnsen og Poul C. Kanélas. Árni kvæntist árið 1966 Margréti Oddsdóttur, kennara, en þau skildu síðar. Þau eiga saman dæturnar Helgu Brá og Þórunni Dögg. Árni kvæntist árið 1970 Halldóru Fillippusdóttur, flugfreyju, og eiga þau saman soninn Breka.

Árni lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1966 og starfaði sem kennari í Vestmannaeyjum frá 1964-1965 og í Reykjavík 1966-1967. Hann var starfsmaður Sturtseyjarfélagsins sumrin og haustin 1966 og 1967. Hann hefur verið blaðamaður við Morgunblaðið frá 1967, en líka dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið og sjónvarpið frá stofnun þess.

Árni var alþingismaður suðurlandskjördæmis árin 1983 til 1987 og árin 1991 til 2001 fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Hann var varaþingmaður hluta úr árum 1988 til 1991 og sat í fjárlaganefnd 1991 til 2001, samgöngunefnd 1991 til 2001 og menntamálanefnd frá 1991 til 2001. Auk þessa ýmis önnur störf, til dæmis ýmsar nefndir.

[breyta] Bækur, tónlist önnur verk

[breyta] Bækur

  • Kvistir í lífstrénu, 1982.
  • Fleiri kvistir, 1987.
  • Þá hló þingheimur: sögur og vísur um stjórnmálamenn [ásamt Sigmund Jóhannessyni], 1990.
  • Enn hlær þingheimur: gamanmál og skopmyndir af stjórnmálamönnum [ásamt Sigmund Jóhannessyni], 1992.
  • Lífsins melódí, 2004.
  • Kristinn á Berg: athafnamaður við Eyjar blár [ritstjóri og höfundur], 2006.

[breyta] Tónlist

  • Stórhöfðasvítan og svolítið meira, 1998.
  • Þið spyrjið, 1993.
  • Brekkusöngur, 1999.
  • Gaman að vera til, 2006.

[breyta] Heimildir