Loðglætingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Loðglætingur
Loðglætingurí skógi nærri Rambouillet í Frakklandi
Loðglætingur
í skógi nærri Rambouillet í Frakklandi
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Skipting: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Flokkur: Homobasidiomycetes
Ættbálkur: Hneflur (Russulales)
Ætt: Hnefluætt (Russulaceae)
Ættkvísl: Lactarius
Tegund: L. torminosus
Fræðiheiti
Lactarius torminosus

Loðglætingur eða loðmylkingur (fræðiheiti: Lactarius torminosus) er ætisveppur af Hnefluætt sem vex einkum í birkiskógum. Hatturinn er allt að 12 sm í þvermál, ljós með rauðbleikum hringjum og dæld í miðjunni. Hatturinn er loðinn, einkum á ungum sveppum. Stafurinn er fremur stuttur og hvítur og holdið stökkt. Ef fanirnar eru brotnar rennur úr þeim hvítur vökvi sem er mjög beiskur þannig að þessi sveppur er aldrei borðaður hrár. Þessi vökvi gerir það líka að verkum að skordýr halda sig frá honum.

Á Íslandi er þessi sveppur algengur um allt land. Hann er vinsæll matsveppur í Finnlandi og Rússlandi.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt loðglætingi er að finna á Wikimedia Commons.



 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .