Gillzenegger
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, er íslenskur fjölmiðlamaður og vaxtarræktargarpur. Egill hefur starfað við ýmsa fjölmiðlun, m.a. sem pistlahöfundur hjá Bleiku og bláu og sem útvarpsmaður á útvarpsstöðinni KissFM, en hann er líklega þekktastur fyrir sjónvarpsþátt sinn á sjónvarpsstöðinni Sirkus og bók sína, Biblíu fallega fólksins. Þar leggur hann línurnar fyrir fólkið í landinu og segir lesandanum hvað hann beri að hafa í huga ef hann langar að tilheyra hópi „fallega fólksins“.
Egill náði að öllum líkindum fyrst frægð fyrir að taka til máls á vefnum Kallarnir.is.