Norðausturkjördæmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Norðausturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 10 sæti á Alþingi, þar af 1 jöfnunarsæti. Kjördæmið var sameinað úr kjördæmunum Norðurlandi eystra og Austurlandi með þeim undantekningum að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra er í Norðausturkjördæmi en Hornafjörður sem áður var í Austurlandskjördæmi tilheyrir nú Suðurkjördæmi. Þingmenn kjördæmisins eru:

# Þingmaður Flokkur
1 Valgerður Sverrisdóttir B
2 Halldór Blöndal D
3 Kristján L. Möller S
4 Jón Kristjánsson B
5 Steingrímur J. Sigfússon V
6 Arnbjörg Sveinsdóttir D
7 Einar Már Sigurðarson S
8 Dagný Jónsdóttir B
9 Birkir J. Jónsson B
10 Þuríður Backman V

Í Norðausturkjördæmi eru sveitarfélögin: Siglufjarðarkaupstaður, Ólafsfjarðarbær, Grímseyjarhreppur, Dalvíkurbyggð, Arnarneshreppur, Hörgárbyggð, Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Aðaldælahreppur, Húsavíkurbær, Tjörneshreppur, Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur, Raufarhafnarhreppur, Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur, Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Mjóafjarðarhreppur, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Austurbyggð, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur.

[breyta] Tengill


Kjördæmi Íslands
Kjördæmi Íslands

Reykjavíkurkjördæmi norður | Reykjavíkurkjördæmi suður | Norðvesturkjördæmi | Norðausturkjördæmi | Suðurkjördæmi | Suðvesturkjördæmi |

Á öðrum tungumálum