Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Anton van Leeuwenhoek uppgötvar örverur.
- Robert Hooke, með hjálp smásjár, skoðar frumur (1665)
- Edward Jenner prófar fyrsta bóluefnið (1796)
- Baunaplönturannsóknir Gregor Mendel leiða hann til tilgátna um undirstöðukenningar erfðafræðinnar (ríkjandi gen annars vegar og víkjandi hins vegar, 1-2-1 hlutfallið, sjá Mendelskar erfðir) (1856-1863)
- Louis Pasteur notar S-lagaðar flöskur til að hindra gró frá því að menga seyði. Afsannar kenninguna um sjálfskviknun lífs. Framhald rannsóknar Francesco Redi á þránu kjöti.
- Frederick Griffith sýnir tilraun Griffiths, þar sem að lifandi frumum er breytt með breytingarlögmáli, sem að seinna er komist að í raun um að sé kjarnsýra (1928)
- Karl von Frisch ræður fram úr "dansinum" sem að hunangsflugur nota til að miðla milli sín upplýsingum um staðsetningu blóma (1940)
- Barbara McClintock ræktar maísplöntur eftir lit, sem að leiðir til uppgötvunar á stökkla (1944)
- Hershey-Chase tilraunin notar gerilveirur til að sanna að kjarnsýra sé arfgengisefnið (1952)
- Miller-Urey tilraunin sýnir fram á að lífræn efnasambönd geta sjálfkrafa myndast úr ólífrænum efnasamböndum (1953)
- Meselson-Stahl tilraunin sannar að kjarnsýruafritun sé hálfgeymin (1958)
- Crick, Brenner et al. tilraunin gaf innsýn í tjáningu gena (1961)
- Nirenberg og Matthaei tilraunin réði fram úr genakóðanum (1961)
- Nirenberg og Leder tilraunin sýndi fram á þrenningarnátturu genakóðans og gerði kleyft að ráða fram úr táknmáli hans (1964)