Þjóðveldisbærinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þjóðveldisbærinn er bær neðan Sámsstaðamúla í Þjórsárdal á Íslandi reistur á árunum 1974-1977. Hann átti að sýna á sem raunverulegastan hátt hvernig stórbýli á tímum víkinga litu út. Árið 2000 var komið fyrir við kirkjuna stafkirkju sem Norðmenn færðu Íslandi að gjöf. Kirkjan er útkirkja frá Stóra-Núpsprestakalli og þjónar sóknarpresturinn því fyrir altari í þeim fáum messum sem eru haldnar þar.