Modis
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Modis er íslensk hljómsveit sem stofnuð var 8. ágúst 2005. Hljómsveitin hefur gefið út eina plötu, sjö laga breiðskífu sem kom út árið 2005 og ber nafnið Music for growing alien babies. Sveitin hlaut þá skjótar vinsældir bæjarbúa Hafnar í Hornafirði, þaðan sem sveitin kemur, og meðlimir sveitarinnar voru kjörnir Hornfirðingar ársins 2005 í árlegum netkosningum vefjarins horn.is.
Efnisyfirlit |
[breyta] Meðlimir
- Júlíus Sigfússon (f. 1987) – gítar og söngur
- Birgir Fannar Reynisson (f. 1985) – trommur
- Aron Martin Ágústsson (f. 1989) – gítar
- Hörður Þórhallsson (f. 1989) – bassi
Fyrrverandi meðlimir
- Valur Zophoníasson (f. 1989) – trommur
[breyta] Saga
Hljómsveitin var formlega stofnuð þann 8. ágúst 2005, en bar þá nafnið Moondweller. Eftir u.þ.b. viku var nafninu breytt í Modis. Félagarnir höfðu þó verið að að spila saman síðan Júlíus kom frá Reykjavík í júní 2005. Þá höfðu Hörður, Aron og Valur, sem allir eru nemendur við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu, verið í hljómsveitinni Mir í eitt og hálft ár áður en Júlíus bættist í hópinn. Júlíus hafði áður spilað m.a. með hljómsveitunum Spark og Electric Wheelchair.
Orðið Modis tóku strákarnir úr grísku, en þeir töldu orðið merkja „ný leið“. MODIS er einnig skammstöfun fyrir Moderate-resolution Imaging Spectroradiometer, tæki sem NASA notast við í gervitunglum til að taka myndir af allri jörðinni og meta m.a. stöðu skýja og þá varmaorku sem jörðin tekur til sín og þá sem hún gefur frá sér. Tækið er hluti af jarðskoðunarkerfi NASA, Earth Observing System (EOS).
[breyta] Tónlist
Music for growing alien babies (2005)
- No one to tell
- Ringleader
- In my own world I drown
- Once was mine
- Caught in a lie
- Your voice
- Bottle of absinth
- Aukalag: No one to tell (lengd útgáfa)
[breyta] Tenglar
- Vefsíða hljómsveitarinnar – inniheldur m.a. sýnishorn af tónlist hennar.
- Meðlimir Modis – Frá vinstri: Valur, Júlíus, Hörður, Aron.