Færibreyta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Færibreytur eru mikið notaðar í hinum ýmsu forritunarmálum. Þær gefa fallinu sem þær tilheyra auknar upplýsingar hvernig það skal vinna.

Með færibreytum er átt við eins konar "ramma" sem eru fyrir hendi í öllum málum, en fylla má út á mismunandi hátt (gefa mismunandi gildi) í ólíkum málum.

Við skulum taka dæmi um færibreytur með falli skrifað í forritunarmálinu C.

int summa( int a, int b )

Í þessu tilfelli eru færibreyturnar heiltölurnar a og b og hegðar fallið sér í samræmi við færibreyturnar. Mjög líklegt má telja að fallið myndi skila a +b, enda heitir fallið jú summa.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.