Segl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kútter með gaffalsegl sem stórsegl og tvö framsegl: fokku og genúu.
Enlarge
Kútter með gaffalsegl sem stórsegl og tvö framsegl: fokku og genúu.
Segl getur líka verið ábreiðsla eða hlífðardúkur sem gerður er úr segldúk.

Segl er dúkur sem er hluti af seglbúnaði. Seglið tekur á sig vind og knýr þannig áfram seglskipið eða verkar sem hjálparsegl til að draga úr veltingi á vélbát. Þegar beitt er upp í vindinn getur seglið virkað eins og lóðréttur vængur. Á seglskútum er kjölur undir skrokknum sem myndar mótvægi við hliðarkraftinn þegar vindurinn kemur í seglið á hlið við bátinn.

[breyta] Tegundir segla

[breyta] Stórsegl og toppsegl

  • Bermúdasegl
  • Djúnkusegl
  • Gaffalsegl
  • Gaffaltoppur
  • Latínusegl
  • Loggortusegl
  • Rásegl
  • Spritsegl

[breyta] Stagsegl o.fl.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.