Tungufljót (Árnessýslu)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tungufljót er lindá í Biskupstungum sem kemur ofan af Haukadalsheiði. Verður hún til úr mörgum litlum lindá en seinnipart sumars getur hún verið jökullituð af vatni úr Sandvatni.

Á ánni eru tvær brýr, sú eldri rétt fyrir ofan fossinn Faxa en hin yngri mun ofar, eða við bæinn Brú. Yfir hana fer vegurinn milli Geysis og Gullfoss.

Tungufljót rennur í Hvítá fyrir neðan bæinn Bræðratungu.