Walt Disney

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Walter Elias Disney (5. desember 1901) – 15. desember 1966) er aðallega þekktur fyrir að hanna, leikstýra og framleiða teiknimyndir. Hann er ásamt bróður sínum Roy O. Disney stofnandi Walt Disney fyrirtækisins.

Walt Disney og fyrirtæki hans sköpuðu margar eftirminnilegar teiknimyndapersónur; þeirra þekktust er líklega Mikki Mús. Meðal annarra eru Mína Mús, Andrés Önd, Guffi og Plútó.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.