London
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
London er höfuðborg Englands og fjölmennasta borg Evrópusambandsins inniheldur yfir 7,5 milljónir íbúa.
London er ein mesti viðskipta, stjórnmála- og menningarkjarni heims. Hún er leiðandi í fjármálum, stjórnmálum, menntun, menningu, sammskiptum, skemmtun, tísku og listum og hefur gríðarleg áhrif á heimsvísu. Hún er víða þekkt sem ein af aðalheimsborgum nútímans og hefur verið aðsetur fólks í næstum tvö þúsund ár.
Borgarstjóri London er Ken Livingstone. Í borginni sjálfri búa fleiri en 7.5 milljónir manns (miðað við 2005) og með nærliggjandi svæðum búa á milli 12 og 14 milljón íbúar enda er ótrúlega fjölbreitt og blandað samfélag af mismunandi kynþáttum, Menningu og trú sem tala yfir 300 mismunandi tungumál.
Borginn er alþjóðleg þungamiðja í flutningum og risa ferðamanna staður sem inniheldur heimsþekkt kennileiti eins og The Houses of Parliament, The Tower Bridge, Buckinghamhöll og Big Ben sem eru meðal fjölmargra aðlagandi staða Londonar ásamt heimsfrægum stofnunum eins og British Museum og the National Gallery.
Efnisyfirlit |
[breyta] Saga
[breyta] Forsögulega London
Þrátt fyrir ummerki um fyrri rómversk aðsetur á svæðinu, þá settust Rómverjar ekki almennilega að fyrr en 43 e.Kr., virkið þeirra var kallað Lundúnir (e. Londinium) og almennt er trúað að það sé upprunni núverandi nafns borgarinnar, þrátt fyrir að það geti mjög svo vel verið að Keltar hafi átt einhver upptök á orðinu á undan Rómverja.
Fyrstu Lundúnir duguðu skammt einungis sjötíu árum seinna. Um 61 e.Kr., var ráðist inn í borgina af Iceni flokki kelta stjórnað af Boudica drottningu og brendu þeir virkið til kaldra kola. Næsta velskipulagða stækkun borgarinnar var skipulögð en og aftur af Rómverjum. Þá kölluðu þeir borgina Colchester og var hún nú höfuðborg Britanniu árið 100 e.Kr. Árið 300, rúmlega tveimur öldum síðar, byrjaði borgin að hnigna á meðan á vandræðum stóð innan rómverska keisaraveldisins og á 5. öld e.kr. var hún nánast yfirgefinn.
Um 600 höfðu Engilsaxar gert nýtt aðsetur kallað Lundenwic u.þ.b. 1 km fjarlægð frá gamla rómverska virkinu, einhvers staðar þar sem nú er Covent gaðurinn. Þar var líklegast höfn við munn River Fleet árinnar fyrir fiskveiðar og verslun. Verslun jókst þar til hrikalegt bakslag árið 851, þegar varnir nýju borgarinnar brugðust algerlega gegn máttugum víkingum sem rændu og brenndu borgina síðan til grunna. Víkingatíminn stóð stutt. Tuttugu árum seinna samdi Alfreð mikli, nýi konungur Englands um frið við víkinga og færði borgina aftu á sinn upprunalega stað innan um rómversku virkisveggina og kallaði síðan borgina Lundúnaborg (e. Lundenburgh). Upprunalega borgin varð síðan Ealdwīc („gamlaborg“), nafn sem en er notað en þann dag í dag sem Aldwych.
Því næst, undir stjórn ólíkra konunga, var London enn einu sinni orðin mikilvæg alþjóðleg verslunarborg og stjórnmálalegt aðsetur. Hvernig sem stóð á því þá gerðu víkingar nú enn einu sinni árás seint á 10. öldinni og tóku á skarið um 1013 þegar þeir sátu um borgina undir stjórn danska konungsins Canute og neyddu Aethelred enska konunginn alls óundirbúinn að fýja. Í endurárás skömmu síðar, þá náði her Aethelred að vinna sigur með því að toga niður London Bridge með danska setuliðinu á henni og enn einu sinni var London nú komin á réttan kjöl.
Canute tók við ensku krúnuni árið 1017, ráðandi borg og landi allt fram til 1042, þegar dauði hans afleddi endurheimtingu til engilsaxneskt vald undir ráðvöndum stjúpsoni hans Edwards játara sem endurstofnaði Westminster Abbey(Westminster klaustrur) og stækkaði höllina í Westminster. Á þessum tíma var London orðin stærsta og efnaðasta borgin í öllu Englandi, þrátt fyrir það þá var aðalaðsetur stjórnarinnar en þá í Winchester.
[breyta] Normenn og miðalda London
Í kjölfar sigurs í orrustunni við Hastings, var Vilhjálmur bastarður, þáverandi hertogi af Normandy, krýndur konungur Englands í nýlega tilbúnu Westminster klaustri á jóladag 1066. þá lét Vilhjálmur borgurum London eftir áhveðin forrétindi á meðan á byggingu kastala í suðvestur horni borgarinnar stóð til að halda borgurunum góðum. Þessi kastali var síðar stækaður af öðrum konungum sem Tower of London og gegndi fyrst hlutverki sem konunglegt aðsetur en síðar fangelsi.
Árið 1097 byrjaði William II að byggja Westminster salinn, nálægt klaustri með sama nafni. Salurinn innihélt aðalatriðin af nýju höllinni af Westminster, aðalaðsetur aðalsins á meðan miðöldum stóð. Westminster varð fljótlega aðsetur konunglega dómsstólsins og stjórnvalda og var það allt fram til dagsins í dag, á meðan nágrannaborin Lundúnaborg var miðstöð viðskipta og verslun blómstraði og dafnaði undir eigin stjórn. Á endanum uxu borgirnar saman og mynda undirstöðu nútíma London, áframhaldandi Winchester sem höfuðborg Englands á 12. öld.
Eftir vel heppnaðan sigur á spánska sjóhernum árið 1588, gerði stjórnmálalegur stöðuleiki London kleift að stækka og dafna en meir. Árið 1603, varð James I Konungur beggja krúna Englands þ.e. ensku og þeirrar skosku, sem sameinaði í eðli sínu bæði löndin. And-kaþólsk stefna hans og grimmileg lög var almúganum ekki að geði sem gerði hann afar óvinsælan. Þann 5. nóvember 1605 var gerð tilraun til að ráða hann af dögum.
Svarti dauði olli miklum vandamálum fyrir London snemma á 17. öldinni sem leiddi af sér pláguna miklu í London sem stóð frá 1665-1666. þetta var síðasta stóra plágan í Evrópu, hugsanlega að þakka láni í óláni þ.e. eldunum miklu í London sem fyldu strax í kjölfarið og breiddust um viðarhús London eins og eldur í sinu og drap líklegast flestar smitberandi rottur. Endurbygging borgarinar tók síðan yfir tíu ár.
[breyta] Mynda albúm
Fleiri myndir frá London á Wikimedia Commons