Spjall:Joseph Goebbels
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Best ég stofni spjall um hvernig eigi að skrifa nafn mannsins. Ég er þeirrar skoðunar að það ætti að kalla greinina Goebbels, vegna þess að þannig skrifaði hann nafn sitt sjálfur, þó að vissulega tákni oe-ið ö og það er borið fram sem Göbbels.
- Og ekki skrifaði hann það "Jósef"? og þótt hann hafi verið merkismaður þá er varla við hæfi að íslenska eiginnafn hans eins og um kóngafólk eða aðrar kanónur sé að ræða. Eða hvað? --Akigka 26. maí 2006 kl. 18:08 (UTC)
- Þetta er undarleg árátta að "íslenska" erlend nöfn, sérlega þegar engin hefð, utan Wikipedia, er fyrir að viðkomandi nafn sé umritað þannig. Auðvita á að rita Joseph Goebbels á samsvarandi hátt og núverandi forseti Bandaríkjanna er hér á Wikipedia nefndur George W. Bush og ekki Georg Göngumaður Búss eða eitthvað álíka. Masae 26. maí 2006 kl. 21:01 (UTC)
- Ég er nú ötull fylgismaður þess að íslenska allt sem íslenskað verður og mun seint skrifa Caesar fyrir Sesar, en í þessu tilviki sýnist mér það vera úr kortinu. --Akigka 26. maí 2006 kl. 21:11 (UTC)
- Allt er nú best í hófi ;-)) Reyndar er pistillinn um nafnavenjur í handbókinni nokkuð klár um þetta: "Rita skal nöfn erlendra manna, staða, o.s.frv., með stafsetningu upprunatungumálsins nema sterk og rótgróin hefð sé fyrir annars konar rithætti." Og ekki síður framhaldið um umritun grískra og latneskra nafna. Caesar er einmitt gott dæmi, það er nefnilega ekki sjálfsagt mál að umrita það sem Sesar ef ætlunin er að aðlaga stafsetninguna að íslenskum nútímaframburði. Latínufræðingar deila um hvort bera eigi C í latínu fram sem S eða K (samsvarandi keisari sem ætti að rita samkvæmt þessu seisari) og ae var að öllum líkindum borið fram með æ-hljóði. Þannig að Caesar ætti, ef fast væri haldið í íslenskun alls sem íslenska verður, sem Kæsar og þætti ýmsum nýjabragð að því. Masae 26. maí 2006 kl. 21:46 (UTC)
- Nei, latínufræðingar deila ekki um framburð á c í latínu, það er alltaf borið fram hart í fornöld. --Cessator 27. maí 2006 kl. 01:23 (UTC)
- Allt er nú best í hófi ;-)) Reyndar er pistillinn um nafnavenjur í handbókinni nokkuð klár um þetta: "Rita skal nöfn erlendra manna, staða, o.s.frv., með stafsetningu upprunatungumálsins nema sterk og rótgróin hefð sé fyrir annars konar rithætti." Og ekki síður framhaldið um umritun grískra og latneskra nafna. Caesar er einmitt gott dæmi, það er nefnilega ekki sjálfsagt mál að umrita það sem Sesar ef ætlunin er að aðlaga stafsetninguna að íslenskum nútímaframburði. Latínufræðingar deila um hvort bera eigi C í latínu fram sem S eða K (samsvarandi keisari sem ætti að rita samkvæmt þessu seisari) og ae var að öllum líkindum borið fram með æ-hljóði. Þannig að Caesar ætti, ef fast væri haldið í íslenskun alls sem íslenska verður, sem Kæsar og þætti ýmsum nýjabragð að því. Masae 26. maí 2006 kl. 21:46 (UTC)
- Ég er nú ötull fylgismaður þess að íslenska allt sem íslenskað verður og mun seint skrifa Caesar fyrir Sesar, en í þessu tilviki sýnist mér það vera úr kortinu. --Akigka 26. maí 2006 kl. 21:11 (UTC)
- Þetta er undarleg árátta að "íslenska" erlend nöfn, sérlega þegar engin hefð, utan Wikipedia, er fyrir að viðkomandi nafn sé umritað þannig. Auðvita á að rita Joseph Goebbels á samsvarandi hátt og núverandi forseti Bandaríkjanna er hér á Wikipedia nefndur George W. Bush og ekki Georg Göngumaður Búss eða eitthvað álíka. Masae 26. maí 2006 kl. 21:01 (UTC)
- Ég hélt reyndar að oe væri bara ensk umritun, en ef hann skrifaði sjálfur nafn sitt með oe, þá verður að endurskoða málið. --Cessator 27. maí 2006 kl. 01:23 (UTC)
- Ég vil benda á að á spjallinu á ensku síðunni kemur fram að á fæðingarvottorðinu sé ritað Göbbels. --Cessator 29. maí 2006 kl. 06:08 (UTC)
Að mínu mati er það tvennt ólíkt, að íslenska eiginnöfn eða ættarnöfn. En til að halda samræminu styð ég Joseph Goebbels frekar en Jósef Göbbels (en kysi helst Jósef Goebbels). Hinsvegar fíla ég ekki það að kalla manninn "dr" í fyrstu setningunni, námsferill hans kemur fram í greininni. Mér finnst þetta lykta af copy+paste af ensku wikipediu.
- Tja, í sumum tilvikum verður titillinn eins og hluti af nafni viðkomandi, jafnvel þótt hann sé ekki raunverulegur titill í sumum tilvikum, sbr. doktor Gunni (sem er ekki með doktorsgráðu), sir Laurence Olivier (sem varð barón). --Akigka 27. maí 2006 kl. 00:28 (UTC)
- Það er ekkert sjálfsagðara en að þýða textan beint af ensku Wikipedia, GFDL er til þess gert. Bara svo það komi fram ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 27. maí 2006 kl. 12:52 (UTC)
- Ég tek undir það hjá þér. Þetta var asnalegt komment hjá mér, sem ég reyndi að henda út þegar ég hafði lesið innleggið mitt yfir. Hinsvegar var því breytt til baka. Koettur
- Venjan er að breyta ekki spjalli eða ritskoða það. Það er alltaf hægt að bæta bara við að manni hafi snúist hugur :) --Cessator 27. maí 2006 kl. 17:32 (UTC)
- Maður er svo mikill wikipedianýgræðlingur :) En mér snérist semsagt hugur.
- Þú varst hins vegar búinn að bæta inn ágætri athugasemd, sem er ekki hérna núna, um að í titli ætti helst að vera nafn mannsins en ekki allir þeir titlar sem menn hafa hlotið um ævina. Svar Friðriks að ofan er kannski skiljanlegra í ljósi þess. Á móti mætti kannski segja að raunverulegar doktorsgráður og aðrar námsgráður (ólíkt tilfelli dr. Gunna) hafa sjaldnast þá stöðu að vera orðnar hluti af nafni manns. --Cessator 27. maí 2006 kl. 17:47 (UTC)
- Maður er svo mikill wikipedianýgræðlingur :) En mér snérist semsagt hugur.
- Mig grunar annars að það sem hefur gerst er að Friðrik hefur e.t.v. svarað með því að breyta ekki nýjustu útgáfu spjallsins, hann hefur kannski verið að skoða breytingasöguna og svo smellt á „breyta“ í síðustu breytingunni áður en þú breyttir svari þínu og þá duttu líka út þrjú önnur svör í leiðinni sem höfðu bæst við eftir það. Ég bætti þeim aftur inn. --Cessator 27. maí 2006 kl. 17:36 (UTC)
- Venjan er að breyta ekki spjalli eða ritskoða það. Það er alltaf hægt að bæta bara við að manni hafi snúist hugur :) --Cessator 27. maí 2006 kl. 17:32 (UTC)
- Ég tek undir það hjá þér. Þetta var asnalegt komment hjá mér, sem ég reyndi að henda út þegar ég hafði lesið innleggið mitt yfir. Hinsvegar var því breytt til baka. Koettur