Dar es Salaam

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Höfnin í Dar es Salaam.
Enlarge
Höfnin í Dar es Salaam.

Dar es Salaam (دار السلام), áður Mzizima, er stærsta borg Tansaníu og fyrrum höfuðborg landsins. Íbúafjöldi var áætlaður tvær og hálf milljón árið 2003. Borgin er hafnarborg við Indlandshaf, aðalhöfn Tansaníu og höfuðstaður samnefnds héraðs. Þaðan eru fluttar út vörur eins og kaffi, baðmull, sísaliljuhampur og húðir.

Frá 1973 hefur staðið yfir flutningur höfuðborgar Tansaníu til Dódómu sem er meira miðsvæðis. Enn er flutningnum ekki að fullu lokið og Dar es Salaam er enn helsta borg Tansaníu.

Árið 1998 var bandaríska sendiráðið í Dar es Salaam sprengt í loft upp. Al-Kaída lýsti ábyrgð á sprengingunum.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Dar es Salaam er að finna á Wikimedia Commons.



Þessi grein sem tengist Afríku er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.