Fiðrildi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fiðrildi
Kamehameha Butterfly
Kamehameha
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Hreisturvængjur (Lepidoptera)
Fylking: Hávængjur (Rhopalocera)
Ættir
  • Yfirætt Hesperioidea:
    • Hesperiidae
  • Yfirætt Svölufiðrildi (Papilionoidea):
    • Papilionidae
    • Kálfiðrildaætt (Pieridae)
    • Dröfnufiðrildi (eða sóttarfiðrildi) (Nymphalidae)
    • Bláfiðrildi (Lycaenidae)
    • Riodinidae

Fiðrildi eru vængjuð skordýr í ættbálki hreisturvængja sem tilheyra yfirætt hesperioidea eða svölufiðrilda (papilionoidea). Margar gerðir fiðrilda eru til og mjög fjölbreyttar. Stærðarmunurinn er oft mikill, en enn meiri er oft munurinn á útliti vængjanna. Sum eru með mjög litríka vængi á meðan önnur hafa dauflita einfalda vængi. Þetta er til þess að verjast rándýrum sem borða þau. Sum fiðrildi ganga jafnvel það langt að líkja eftir, til dæmis, augum á vængjunum. Ævistig fiðrilda eru fjögur: Þau fæðast í eggjum, klekjast sem lirfur, lirfurnar búa á endanum til púpur utan um sig og út úr púpunum koma þær fullmynduð fiðrildi.

Á íslensku er oft ruglað saman mölfiðrildum og fiðrildum en það er vegna svipaðs útlits. Þetta eru þó ekki sömu tegundirnar.


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .