Wikipedia:Grein mánaðarins
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
Grein mánaðarins er stutt textabrot á forsíðunni sem er uppfærður í upphafi hvers mánaðar með útdrætti úr valdri grein, gjarnan með mynd.
Núverandi grein mánaðarins á forsíðunni er:
Matarprjónar eru litlir aflangir prjónar sem eru hefðbundin mataráhöld í Kína, Japan Kóreu og Víetnam („matarprjónalöndunum fjórum“). Þeir eru alla jafna úr bambus þar sem það er bragðlaust, ódýrt og algengt efni sem auðvelt er að kljúfa auk þess sem það er hitaþolið, en einnig er algengt að þeir séu úr viði, málmi, beini, horni, agati, jaði, postulíni, kóral og á vorum dögum úr plasti.
Aðalgerðir matarprjóna eru þrjár: kínverskir prjónar, sem eru langir viðarprjónar með ávala enda; japanskir, sem eru stuttir viðarprjónar, einnig með ávala enda; og kóreskir, sem eru stuttir málmprjónar með þverskorna enda, þó viðarútgáfur séu einnig notaðar.
Formleg tilnefning greina til að birta úr á forsíðu fer fram á Wikipedia:Grein mánaðarins/Tilnefningar. Þegar greinin hefur verið valin er nóg að setja útdrátt inn á Wikipedia:Grein mánaðarins/MM, ÁÁÁÁ (þar sem MM er mánaðarheiti og ÁÁÁÁ er árið). Þar með verður hún sjálfkrafa uppfærð á forsíðunni á miðnætti þegar nýr mánuður gengur í garð. Ekki þarf að færa til eldri útdrætti þar sem þeir geymast sjálfkrafa.
Ef þú vilt tilnefna tiltekna grein sem grein tiltekins mánaðar, getur þú gert það á spjallsíðunni fyrir viðkomandi útdrátt, til dæmis á Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/nóvember, 2006 til að tilnefna grein nóvembermánaðar.