Árni Sigfússon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Árni Sigfússon er bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann fæddist í Vestmannaeyjum 30. júlí 1956, sonur Sigfúsar J. Árnasonar Johnsen og Kristínar S. Þorsteinsdóttur.

Hann gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur í nokkra mánuði 1994. Sat hann í stjórn Heimdallar '76 - '79 og sat sem formaður '81 - '83. Einnig var hann formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS) 1987 - 1989.

Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins, framkvæmdastjóri og forstjóri Tæknivals en lærði stjórnsýslufræði við Háskólann í Tennessee, BNA.

Árni hefur verið bæjarstjóri í Reykjanesbæ frá því í júní 2002.

Árni er kvæntur Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðingi og eiga þau fjögur börn.


Fyrirrennari:
Markús Örn Antonsson
Borgarstjóri Reykjavíkur
(17. mars 199413. júní 1994)
Eftirmaður:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir



Fyrirrennari:
Ellert Eiríksson
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar
(2002 – )
Eftirmaður:
enn í embætti



  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það