Jarðvegsgerð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jarðvegsgerð er flokkun á jarðvegi eftir áfoki, lífrænu efni og hversu blautur jarðvegur er.

Jarðveg er skipt í þessa flokka:

  • Mójörð (Histosol) H
  • Svartjörð (Histic Andosol) HA
  • Blautjörð (Hydric Andosol) WA
  • Brúnjörð (Brown Andosol) BA
  • Frumjörð (Vitrisol) V
  • Bergjörð (Leptosol) L
  • Frerajörð (Cryosol) C

Íslenskur jarðvegur er að stærstum hluta eldfjallajörð (andosol). Það er sérstök jarðvegsgerð sem myndast á eldfjallasvæðum heimsins. Einkenni eldfjallajarðar eru frjósemi jarðvegs, lítil rúmþyngd og skortur á samloðun. Þessi skortur á samloðun gerir eldfjallajörð viðkvæma fyrir roföflum.

[breyta] Heimild


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .
Á öðrum tungumálum