Femínistafélag Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Femínistafélag Íslands var stofnað 14. mars 2003. Helstu markmið þess eru:

Femínistar í 1. maí göngu
- Að vinna að jafnrétti kynjanna.
- Að vinna gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis. Þar má nefna klámvæðinguna, ágengar, lítilsvirðandi auglýsingar, ofbeldi, mansal og vændi.
- Að uppræta staðalmyndir um hlutverk og eðli kvenna og karla.
- Að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði, útrýma kynbundum launamun og auka hlut kvenna í stjórnun auðlinda og fjármagns.
- Að styrkja þátttöku kvenna í opinberu lífi, fjölmiðlum og stjórnmálum.
- Að stuðla að samfélagi sem tekur mið af mismunandi hagsmunum og sjónarmiðum karla og kvenna svo sem í atvinnu- og menntamálum, stjórnmálum, menningu og á vettvangi einkalífsins.