Stefán Ólafsson (prófessor)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stefán Ólafsson (f. 29. janúar 1951) er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstöðvar þjóðmála við félagsvísindadeild HÍ.

Stefán lauk MA-prófi í félagsfræði við Edinborgarháskóla og doktorsgráðu við Háskólann í Oxford (Nuffield College). Stefán hefur kennt við Háskóla Íslands síðan 1980, hann varð prófessor við félagsvísindadeild 1991.

Stefán var fyrsti forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ 19851999. Frá 2000 til 2005 var hann forstöðumaður Borgarfræðaseturs, sem var 5 ára samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar.

[breyta] Ritverk

  • Hagvöxtur og hugarfar (1996)
  • Íslenska leiðin (1999)
  • Örorka og velferð á Íslandi (2005) (fáanleg á netinu á PDF-sniði)
  • Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag (2005)

[breyta] Tenglar