Spjall:Jazzsveitin Dúi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eyða? Ekki nógu merkilegt... --Sterio 20. júní 2006 kl. 23:28 (UTC)
- Spurning líka með sannreynanleika og nýjar rannsóknir. --Cessator 22. júní 2006 kl. 01:45 (UTC)
[breyta] Spurning
Hví var greinin eiginlega tekin í burtu? Það voru meðlimir hljómsveitiarinnar sem skrifuðu þessa grein og það er allt satt þarna (nema eitt sem við vorum svo búnir að taka út úr greininni). Ég veit að hún var ekki merkileg en það eru alls engin rök fyrir því að taka hana. þótt að hún sé ekki nógu merkileg þá er hún samt enn ein greininn sem stækkar í wikipedia. Ég sá ekki annað en að greinin hafi verið vel vönduð og trúi því ekki að hún hafi sært neinn. Ef það vantar heimildir þá er svo sem ekki hægt að fá mikið betri heimildir heldur enn að meðlimir hljómsveitarinnar hafi skrifað hana. kannski áttum við að láta það koma fram. en það voru víst einhver vandræði með flokkun á þessari grein og ég reyndi eitthvað að laga það en ég kunni satt að segja bara alls ekki á það. en ég spyr aftur: Hví var greinin tekin?
- Í fyrsta lagi er mælikvarðinn ekki sá hvort staðhæfingarnar séu sannar, heldur sannreynanlegar. Það má vel vera að allt sem í greininni stóð hafi verið satt en það er ekki nóg, það þarf líka að vera sannreynanlegt í skilningi Wikipedia (sbr. útskýringar á síðunni um sannreynanleikaregluna). Og þá þarf heimildir sem lesendur geta leitað uppi og kynnt sér, því annars geta þeir ekki sannreynt efni greinarinnar. Lesendur geta auðvitað ekki hringt í meðlimi sveitarinnar og spurt þá hvort það sem kemur fram í greininni sé satt og rétt og þess vegna er sú staðreynd að einhver þeirra skrifaði greinina alls ekki góð heimild. Ég er þess fullviss að þegar þú hefur lesið þér til um sannreynanleikaregluna og hinar tvær meginreglur Wikipediu (hlutleysisregluna og regluna um engar frumrannsóknir) og velt því fyrir þér hvernig þær styðja hver aðra, þá muntu sjá hvers vegna þær eru mikilvægar fyrir alfræðirit af því tagi sem Wikipedia er. Í öðru lagi er ekki vel séð að menn skrifi um sjálfa sig; slíkt kallast hégómagreinar (aðeins vikið að því nánar hér) og þótt þær séu ekki beint stranglega bannaðar, þá eiga slíkar greinar mjög á hættu að stangast á við einhverja þessara þriggja meginregla Wikipediu, t.d. hlutleysisregluna. Þannig að þú sérð að hér eru ansi sterk rök fyrir því að eyða þessari grein og er þá alls ekkert gefið í skyn með því um ágæti hljómsveitarinnar sem er vafalaust hin prýðilegasta hljómsveit. (Að lokum ein ábending: Skrifaðu endilega undir á spjallsíðunum. Það er gert með því að skrifa --~~~~ á eftir athugasemdinni eða smella á hnappinn sem er næstlengst til hægri fyrir ofan breytingaboxið) --Cessator 14. júlí 2006 kl. 00:10 (UTC)