Spjall:Tónlist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég vil ekki vera smámunasamur, en þessi listi neðst í greininni yfir tónlistarstefnur er alveg út í hött. Listi yfir tónlistarstefnur er svo rosalega ótæmandi. Ef ég væri að gera svona lista, til dæmis, myndi ég ábyggilega hafa Endurreisn, Barokk, Klassík, Rómantík og Módernisma. Var einmitt að hugsa um að bæta því inn, og taka út allar þessar gerðir af þungu rokki. En ég ákvað að sleppa því þegar ég fattaði að þessar gerðir af þungu rokki eru náttúrulega gerir af tónlist, það eru bara, að mínu mati, undirflokkar þungarokks og kannski ef maður vill metalls. Ekki misskilja mig, ég hlusta á svona tónlist, þetta eru bara ekki grunnflokkar tónlistar að mínu mati. En þeir eru það ábyggilega að annarra mati. Þess vegna segi ég að það ætti að taka þennan lista út algjörlega, han mótast allt of mikið af þeim sem skrifar hann, og mun aldrei innihalda allar tónlistarstefnur. Og ef hann gerði það væri hann allt of langur. En ég vildi ekki taka hann bara út eins og hann leggur sig því það eru kannski rök fyrir að hafa hann þar. Mér finnst sniðugt hvernig þetta er gert í ensku wikipedia, í greininni um tónlist er smá klausa um gerðir (texti, ekki listi) og tengt í aðalgreinina en:Music genre. Hvað finnst fólki? --Sterio 11:03, 15. apríl 2005 (UTC)

Sammála. --Maggi Dan 17:59, 19 september 2006 (UTC)