Pýramídi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pýramídinn mikli í Gísa
Enlarge
Pýramídinn mikli í Gísa

Pýramídi er þrívítt form sem gert er úr þríhyrndum flötum sem mætast í toppi. Grunnflötur pýramídans getur verið hvaða marghyrningur sem er, en er yfirleitt ferhyrningur eða þríhyrningur.

Rúmmál pýramída má reikna út frá formúlunni:

R = \frac{1}{3} Fh

Þar sem F er flatarmál grunnflatarins og h er hæðin frá grunnfletinum upp í toppinn.

Frægustu pýramídarnir eru grafhýsi faraóanna í Egyptalandi. Þeir þróuðust út frá þrepapýramídum sem aftur þróuðust út frá stórum mastöbum úr leirhleðslum. Frægustu þrepapýramídana er að finna í Suður-Ameríku. Pýramída af öllum stærðum og gerðum er að finna í byggingarlist um allan heim frá ýmsum tímum.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt pýramídum er að finna á Wikimedia Commons.