Jólasveinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

 Það þarf að skrifa þessa grein út frá alþjóðlegu sjónarmiði

Vinsamlegast bættu greinina eða ræddu málið á spjallsíðunni.

Íslensku jólasveinarnir eru af allt öðrum uppruna en hinn rauðklæddi Sankti Nikulás sem frægastur er úr kvikmyndum og alþjóðlegum fjölmiðlum. Þeir eru af tröllakyni og voru upphaflega hafðir til að hræða börn. Foreldrar þeirra eru Grýla og Leppalúði og er Jólakötturinn húsdýrið þeirra. Á 20. öld tólku jólasveinarnir upp margt úr fari hins alþjóðlega jólasveins, þeir klæðast meðal annars oft rauðum fötum og úthluta einnig gjöfum sem þeir hefðu aldrei gert hér áður fyrr.

Orðið jólasveinn hefur ekki fundist í íslenskum textum eldri en frá 17. öld, í Grýlukvæði sem eignað er síra Stefáni Ólafssyni í Vallanesi.

Hversu margir jólasveinarnir voru taldir var misjafnt eftir landshlutum, það er fyrst með útgáfunni á Þjóðsögum Jóns Árnasonar 1862 sem þeir eru taldir 13 að tölu. Þar eru einnig nöfn þeirra að finna.

Það er þó ekki fyrr en með ljóðinu „Jólasveinarnir“ í bókinni Jólin koma sem Jóhannes úr Kötlum kemur jólasveinahefð nútíma íslendinga í fastar skorður. Samkvæmt þessari hefð eru jólasveinarnir 13 og koma til manna í þessari röð:

[breyta] Tengt efni

Á öðrum tungumálum