Menntaskólinn í Kópavogi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Menntaskólinn í Kópavogi er íslenskur menntaskóli, staðsettur við Digranesveg í Kópavogi. Skólinn var settur í fyrsta sinn 22. september 1973 af Ingólfi A. Þorkelssyni, skólameistara 1973-1993. Í skólanum eru um 1300 nemendur, og skiptist skólinn í þrjár megindeildir, bóknáms-, matvæla- og ferðamálasvið. Skólameistari Menntaskólans í Kópavogi frá 1993 hefur verið Margrét Friðriksdóttir.

Efnisyfirlit

[breyta] Gettu betur

Menntaskólinn í Kópavogi hefur einu sinni unnið sigur í Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, árið 1989. Frá árinu 2004 hafa liðið skipað þeir Jón Ingi Stefánsson og Víðir Smári Petersen. Árið 2004 var liðsfélagi þeirra Egill Óskarsson, en árin 2005-6 slóst Eiríkur Knudsson í hópinn.

[breyta] 1994

MK tapaði gegn Verzlunarskólanum í síðari útvarpsumferðinni. Liðið skipuðu Bjarni Benjamínsson, Snorri Freyr Dónaldsson og Jóhannes Birgir Jensson.

[breyta] 1995

MK fékk flest stig allra skóla í hraðaspurningum í útvarpskeppninni og vann báðar viðureignir þar örugglega. MK tapaði gegn Verzlunarskólanum í fyrsta leik átta-liða úrslita í sjónvarpinu eftir bráðabana. Viðureignin fór fram í Smáranum og athygli vakti að áður en keppni hófst tilkynnti dómarinn að reglum hefði verið breytt og pass yrði nú tekið sem endanlegt svar. Þrjú stig töpuðust í hraðaspurningunum sökum þessara reglubreytingar sem kom flatt upp á óviðbúin liðin. Liðið skipuðu Bjarni Benjamínsson, Snorri Freyr Dónaldsson og Jóhannes Birgir Jensson.

[breyta] 2004

MK hóf keppni gegn Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu, Hornafirði. Lauk viðureigninni með sigri MK-inga, 25-19. Í annarri umferð keppninnar það ár keppti liðið gegn Fjölbrautaskóla Suðurnesja og vann stórsigur 32-8. Lið MK var þar með komið í 8-liða úrslitin í Sjónvarpinu í fyrsta skipti síðan 2000. Þar drógust drengirnir gegn Borgarholtsskóla, og fór sú viðureign fram þann 11. mars 2004. Lið MK beið þar lægri hlut, 32-18.

[breyta] 2005

Mannabreytingar urðu á MK-liðinu veturinn 2004-5, Egill Óskarsson var hættur, en í hans stað kom nýneminn Eiríkur Knudsson, sem áður hafði keppt fyrir hönd Snælandsskóla í GetKó, spurningakeppni félagsmiðstöðvanna í Kópavogi.

MK hóf keppni gegn Kvennó, og endaði keppnin með sigri MK-inga, 17-12. Því næst var röðin komin að liði FB, en sú viðureign endaði með sigri MK, 22-14. MK var þar með komið í 8-liða úrslit annað árið í röð. Lið MK dróst gegn liði Verzlunarskóla Íslands, og fór keppnin fram þann 16. febrúar 2005. Leikar enduðu svo að Verzlunarskólinn sigraði, 19-15.

[breyta] Tenglar


Fyrri:
Menntaskólinn í Reykjavík
Sigurvegari Gettu betur
1989
Næsti:
Menntaskólinn við Sund


Á öðrum tungumálum