George Washington
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
George Washington (22. febrúar 1732 – 14. desember 1799) var hershöfðingi í Meginlandshernum sem sigraði Breta í bandaríska frelsisstríðinu og var síðar kjörinn fyrsti forseti Bandaríkjanna 30. apríl árið 1789. Hann sat tvö fjögurra ára kjörtímabil. Sem forseti var hann eindreginn lýðveldissinni og fylgjandi hlutleysi Bandaríkjanna í alþjóðastjórnmálum. Hann samdi um vopnahlé við Breta með Jay-sáttmálanum 1795.
Fyrirrennari: Enginn |
|
Eftirmaður: John Adams |