Gerill
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gerlar, sem oft eru nefndir bakteríur í daglegu tali, eru stór og mikilvægur hópur lífvera.
Gerlar eru algengustu lífverur sem til eru, og eru nánast alls staðar í náttúrunni, í jarðvegi, vatni og lofti, auk þess sem þeir lifa í sambýli við aðrar lífverur. Þótt flestir tengi gerla við sýkingar af ýmsu tagi er þó algengara að gerlar valdi ekki skaða, og í mörgum tilfellum eru gerlar nauðsynlegir líkamsstarfssemi annarra lífvera.