Rauðhetta (sveppur)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauðhetta | |||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() |
|||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|||||||||||||||
Leccinum testaceoscabrum Secr. ex Singer, 1947 |
|||||||||||||||
|
Rauðhetta (fræðiheiti: Leccinum testaceoscabrum eða Leccinum versipelle) er eftirsóttur ætisveppur sem myndar svepparót með birki og fjalldrapa. Hatturinn verður allt að 20 sm breiður og er rauður eða appelsínugulur á litinn en dofnar með aldrinum. Stafurinn er langur (allt að 15 sm) og breiður og breikkar niður, hvítur á lit með svörtum doppum.