Los Angeles
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Los Angeles (úr spænsku: Los Ángeles), einnig þekkt undir skammstöfuninni L.A., er næst-stærsta borg Bandaríkjanna og staðsett í Kaliforníu. Borgin er stór fjármálamiðstöð og heimsfræg fyrir umfangsmikinn afþreyingariðnað sinn.
Árið 2004 var áætlað að 3,84 milljónir manna byggju innan borgarmarkanna en með útborgum meðtöldum er íbúafjöldi svæðisins í kringum 17,5 milljónir. Borgin er einnig mjög stór að flatarmáli eða um 1200 ferkílómetrar sem er stærra en New York eða Chicago.