Ármann Jakobsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ármann Jakobsson (f. 18. júlí, 1970) er íslenskufræðingur og rithöfundur. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1990, lauk svo BA-prófi frá Háskóla Íslands 1993 og MA-prófi 1996. Lauk svo Doktorsprófi frá HÍ 2003.
Á menntaskólaárum sínum komst hann ásamt tvíburabróður sínum Sverri þrisvar í úrslit í Gettu betur og sigraði í þeirri keppni 1990. Árið 1989 var hann í ræðuliði skólans sem sigraði í Morfís-ræðukeppninni. Árið 2001 var Ármann dómari í Gettu betur.
Ármann hefur sérhæft sig í miðaldabókmenntum og ásamt fræðiskrifum og -störfum hefur hann verið stundakennari við Menntaskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands undanfarin ár.
Ármann er kunnur vinstrimaður og hefur verið á framboðslista fyrir Vinstri græna. Systir hans, Katrín Jakobsdóttir er varaformaður þess flokks.