Tækniháskóli Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tækniháskóli Íslands (THÍ) fyrrum Tækniskóli Íslands var sameinaður Háskólanum í Reykjavík sumarið 2005 undir nafni Háskólans í Reykjavík. Tækniskóli Íslands var færður uppá háskólastig árið 2002 og var nafn skólans breytt í Tækniháskóla Íslands. THÍ er staðsettur við Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.
[breyta] Námið
Í Tækniháskóla Íslands er Frumgreinadeild, en þar er námið á framhaldsskólastigi og er það ein sérstaða skólans. Nám á frumgreinadeild er ætlað að tengja saman iðnaðar- og háskólanám. Nemendur sem útskrifast úr frumgreinadeild hafa forgang til náms í öðrum greinum skólans sem eru á háskólastigi.
Nám á háskólastigi:
- Iðnfræði
- Iðnaðartæknifræði
- Tæknifræði
- Geislafræði
- Lífeindafræði
- Rekstrarfræði
Metaðsókn var í Tækniháskólann árin 2003 og 2004 og fengu færri að stunda nám við skólann en vildu.