Litur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Litur er eiginleiki ljóss, sem ákvarðast af því hvaða bylgjulengdum ljósið er samsett. Þær bylgjulengdir sem auga mannsins getur skynjað eru kallaðar litróf, sýnilegt litróf eða sýnilegt ljós.
Litur getur einnig átt við eiginleika tiltekinna hluta eða efna, sem ræðst af því hvaða bylgjulengdir yfirborð hlutarins drekkur í sig og hvaða bylgjulengdum hann endurvarpar. Til dæmis er hlutur grænn ef hann drekkur í sig flestar bylgjulengdir sýnilegs ljóss, en endurvarpar ljósi sem mannsaugað greinir sem grænt.