Grágás

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grágás er forn lagaskrá og lögskýringarrit Íslendinga, ritað einhvern tímann á þjóðveldisöld, þ.e.a.s fleiri lög en í henni stóðu kunna að hafa verið í gildi og sum lög hennar kunna að hafa verið úrelt. Segir í henni „það skulu vera lög í landi hér sem á skrám standa“. Lögin eru varðveitt í tveimur aðalhandritum frá miðri 13. öld, Staðarhólsbók og Konungsbók auk nokkurra annarra fornra handritsbrota. Með tilkomu Grágásar urðu lögsögumenn óþarfir sem heimildarmenn laga og störfuðu þá sem forsetar lögréttu, löggjafarþings Alþingis. Nýlega hafa fræðimenn tekið að efast um að mark hafi verið tekið á lögunum sem rituð voru í Grágás. [1]

[breyta] Sjá einnig

[breyta] Tenglar

Á öðrum tungumálum