Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Móberg er lin bergtegund, sem verður til við gos undir jökli. Þessi bergtegund er algeng á Íslandi og mörg íslensk eldfjöll eru úr móbergi, sum hver með hraunlagi efst, sem er þá til marks um að gosið hafi náð upp úr jöklinum. Slík fjöll kallast stapar.