Höður (norræn goðafræði)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hluti af greinaflokknum Norræn goðafræði |
![]() |
Helstu goð |
Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi, Mímir Ásynjur: Frigg, Iðunn, Sif Vanir: Njörður, Freyja, Freyr |
Aðrir |
Jötnar: Ýmir, Bor, Bestla, Angurboða, Skaði, Hel Skepnur: Auðhumla, Fenrisúlfur, Sleipnir, Miðgarðsormur, Huginn og Muninn Aðrir: Askur og Embla; Urður, Verðandi og Skuld; Dvergar, Álfar |
Staðir |
Ásgarður, Miðgarður, Útgarður, Niflheimur, Hel, Bifröst, Askur Yggdrasils |
Rit |
Sæmundaredda, Snorra-Edda, Heimskringla, Gesta Danorum |
Trúfélög |
Íslenska ásatrúarfélagið, Danska ásatrúarfélagið, Ásatrúarfélagið Bifröst |
Höður er goðmagn af ætt ása í norrænni goðafræði. Hann er blindur og mjög sterkur. Höður er langþekktastur fyrir það að hafa orðið Baldri, hinum hvíta ás, að bana. Fyrir tilstilli Loka Laufeyjarsonar kastaði Höður að honum mistilteini svo honum varð bani af og var það öllum ásum mikill harmur. Höður er einn af þeim sem byggir hina nýju jörð eftir Ragnarök, en eftir hina miklu orrustu koma Baldur og Höður gangandi saman upp úr Helju.