Fidel Castro

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ljósmynd frá heimsókn Castros til Washington árið 1959.
Enlarge
Ljósmynd frá heimsókn Castros til Washington árið 1959.

Fidel Alejandro Castro Ruz (f. 13. ágúst 1926) er núverandi forseti Kúbu. Hann leiddi byltinguna á Kúbu, ásamt Che Guevara og fleirum, og hafði sigur 1. janúar 1959. Hann varð forsætisráðherra Kúbu 18. febrúar það ár. Brátt kólnuðu samskipti Kúbu og Bandaríkjanna þegar stjórn Castros hóf að taka eignarnámi land sem tilheyrði bandarískum stórfyrirtækjum eins og United Fruit. Stjórnin hallaði sér þá að Sovétríkjunum og undirritaði olíukaupsamning við þau 1960. Castro og stjórn hans breyttu Kúbu smám saman í flokksræði þar sem komið var á samyrkjubúum í landbúnaði, land tekið eignarnámi og iðnaður þjóðnýttur.

[breyta] Innrásin í Svínaflóa

Aðalgrein: Innrásin í Svínaflóa

Strax 1961 voru Bandaríkjamenn orðnir staðráðnir í að koma honum frá völdum og CIA skipulagði innrásina í Svínaflóa sem mistókst gersamlega. 1. maí sama ár lýsti Castro því yfir að Kúba væri sósíalískt ríki og afnam frjálsar kosningar. 7. febrúar 1962 settu Bandaríkin algjört viðskiptabann á Kúbu.

[breyta] Kúbudeilan

Aðalgrein: Kúbudeilan

Spennan magnaðist enn árið 1962 þegar Kúbudeilan hófst við það að skip frá Sovétríkjunum reyndu að flytja miðdrægar eldflaugar til Kúbu. Bandaríkjamenn brugðust við með því að mynda varnarhring skipa um Kúbu sem stöðvuðu og leituðu í öllum skipum sem hugðust sigla til eyjunnar. Kúbverjar óttuðust innrás Bandaríkjamanna svo á endanum varð samkomulag milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna að Sovétríkin hættu við uppsetningu eldflauganna á Kúbu gegn því að Bandaríkjamenn hyrfu á brott frá ströndum Kúbu og að þeir fjarlægðu sams konar eldflaugar sem beindust gegn Sovétríkjunum á Ítalíu og í Tyrklandi. Deilan er almennt talin það einstaka atvik á tímum Kalda stríðsins sem helst hefði getað leitt til kjarnorkustyrjaldar.

Eftir Kúbudeiluna var Kúba örugglega á áhrifasvæði Sovétríkjanna sem keyptu útflutningsvörur þeirra og styrktu efnahag landsins með ýmsum hætti. Eftir fall Sovétríkjanna 1989 lenti Kúba í alvarlegum efnahagsþrengingum þegar viðskiptabannið fór fyrir alvöru að segja til sín. Frá 1991 hefur Allsherjarnefnd Sameinuðu þjóðanna fordæmt viðskiptabannið á hverju ári.