Coral

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Coral er rokkhljómsveit frá Reykjavík. Hljómsveitin kom fyrst saman í Hljómskálanum við Reykjavíkurtjörn í janúar 2000. Coral áttu lagið "Sex Dwarf" sem kom fram í myndinni Gemsar. Þeir gáfu út stuttskífu árið 2002 sem var samnefnd hljómsveitinni en er betur þekkt undir nafninu „Gula platan“. Af þessari plötu fékk lagið "Big Bang" mikla útvarpsspilun. Einnig voru gerð myndbönd af lögunum "Sex Dwarf", "Big Bang" og "Arthur". Coral vinna nú að fyrstu breiðskífu sinni og er fyrsta lagið af henni "Steal From Masters" farið að hljóma á öldum ljósvakans (frá og með október 2006).

[breyta] Meðlimir


[breyta] Tenglar

[breyta] Myndbönd af Nothing.is

Á öðrum tungumálum