Þór (íþróttafélag)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[breyta] Saga íþróttafélagsins Þórs

Íþróttafélagið Þór var stofnað 6.júní 1915, og er elsta starfandi íþróttafélag á Akureyri. Stofnandi félagsins er Friðrik Einarsson og var einnig fyrsti formaður þess. Friðrik var tæplega 15 ára gamall þegar hann stofnaði félagið, ásamt nokkrum öðrum 12-15 ára drengjum á Oddeyri. Í fyrstu hét félagið Íþróttafélag Oddeyringa, Þór. Drengirnir hófu æfingar strax við stofnun, undir stjórn Friðriks sem var óumdeildur leiðtogi hópsins.

Samkvæmt fyrstu lögum Þórs, sem samþykkt voru á stofnfundinum 6. júní 1915, gátu aðeins þeir orðið félagar sem voru á aldrinum 10-15 ára. "Undantekning verður veitt ef það er samþykkt á fundi" segir í lögunum. Aðeins drengir voru í félaginu framan af en fyrstu stúlkurnar gengu í Þór 14. janúar 1934, fimm talsins. Heimildir herma að innganga þeirra hafi mætt nokkurri andstöðu.

Athygli vekur að í þessum fyrstu lögum Þórs er skýrt tekið fram að þeir sem gangi í félagið megi hvorki neyta áfengistóbaks og þeir sem brjóta af sér þrisvar, svo upp komist, eru burtrækir úr félaginu. Þá er kveðið á um það að þeir, sem hylma yfir með félaga, sem brýtur af sér, eru jafnsekir.


Þessi grein sem fjallar um íþrótt er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana