Holger Cahill
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Holger Cahill (1887-1960) var vestur-íslenskur listfræðingur og forstöðumaður Museum of Modern Art í New York 1932. Hann hafði sérstakan áhuga á alþýðulist.
Hann fæddist á Skógaströnd og var skírður Sveinn Kristján Bjarnarson, sonur Björns Jónssonar og Kristínar Bjarnadóttur. Hann fluttist ungur með foreldrum sínum til Kanada og síðar til Norður-Dakóta.