Viðreisnarstjórnin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Viðreisnarstjórnin var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins sem sat við völd á Íslandi frá 1959 til 1971. Markmiðið með stjórnarmynduninni var að reisa við efnahag landsins.
Forsætisráðherrar Viðreisnarstjórnarinnar voru formenn Sjálfstæðisflokksins; Ólafur Thors til 1963, Bjarni Benediktsson til 1970 og Jóhann Hafstein til 1971. Utanríkisráðherrar Viðreisnarstjórnarinnar voru Guðmundur Í. Guðmundsson, varaformaður Alþýðuflokksins 1954-1965, til 1965 og Emil Jónsson formaður Alþýðuflokksins 1956-1968. Forsetar Sameinaðs Alþingis voru Friðjón Skarphéðinsson til 1963 og Birgir Finnsson, báðir þingmenn Alþýðuflokksins.
Frá 14. september 1961 til 1. janúar 1962, gengdi Bjarni störfum forsætisráðherra í veikindaorlofi Ólafs, Jóhann Hafstein leysti Bjarna af hólmi sem dóms- og kirkjumálaráðherra og heilbrigðis- og iðnaðarmálaráðherra. 10. júlí 1970 lést Bjarni Benediktsson í eldsvoða á Þingvöllum og tók Jóhann Hafstein við sem forsætisráðherra.
Ýmsir töluðu um nýja viðreisnarstjórn þegar Viðeyjarstjórnin var mynduð 1991 af Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki.
[breyta] Verk
Viðreisnarstjórnin markaði upphaf álvæðingar landsins með stofnun Íslenska álfélagsins, ÍSAL, 1966 í Straumsvík. Viðreisnarstjórnin vann að heimkomu handritanna. Ríkissjónvarpinu var komið á fót af Viðreisnarstjórninni. Viðreisnarstjórnin glímdi við afleiðingar Síldarhvarfsins. Ísland gerðist aðili að EFTA í tíð Viðreisnarstjórnarinnar. Viðreisnarstjórnin hélt þingmeirihluta sínum í tvennum þingkosningum, 1963 og 1967.
[breyta] Ráðherrar Viðreisnarstjórnarinnar
Forsætis | Utanríkis | Fjármála | Dóms- og kirkju | Iðnaðar | Heilbrigðis | Mennta- og viðskipta |
Landbúnaðar- og samgöngu | Sjávarútvegs | Félags | Hagstofan | |
20. nóvember 1959 |
Ólafur Thors | Guðmundur Í. Guðmundsson | Gunnar Thoroddsen | Bjarni Benediktsson | Gylfi Þ. Gíslason | Ingólfur Jónsson | Emil Jónsson | ||||
1960 | |||||||||||
1961 | |||||||||||
14. september 1961 |
Bjarni Benediktsson | Jóhann Hafstein | |||||||||
1962 | Ólafur Thors | Bjarni Benediktsson | |||||||||
1963 | |||||||||||
14. nóvember 1963 |
Bjarni Benediktsson | Jóhann Hafstein | Jóhann Hafstein | ||||||||
1964 | |||||||||||
8. maí 1965 | Magnús Jónsson | ||||||||||
31. ágúst1965 | Emil Jónsson | Eggert Þorsteinsson | |||||||||
1966 | |||||||||||
1967 | |||||||||||
1968 | |||||||||||
1969 | |||||||||||
1970 | Eggert Þorsteinsson | Eggert Þorsteinsson | Emil Jónsson | Magnús Jónsson | |||||||
10. júlí 1970 | Jóhann Hafstein | ||||||||||
10. október 1970 | Auður Auðuns | Jóhann Hafstein | |||||||||
1971 |