Nikola Tesla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nikola Tesla
Enlarge
Nikola Tesla

Nikola Tesla (10. júlí 1856 – c. 7. janúar 1943 í New York) var serbensk-bandarískur uppfinningamaður, eðlisfræðingur, vélaverkfræðingur og rafmagnsverkfræðingur. Hann er álitin einn merkasti vísindamaður 19. og 20. aldarinnar. Uppfinningar hans og kennileg verk eru undirstaða riðstraumskerfa í dag. Á meðal uppfinninga hans eru fjölfasaafldreifikerfið og riðstraumsmótorar sem stuðluðu að iðnbyltingunni síðari.