Nýi garður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nýi garður er ein af byggingum Háskóla Íslands á háskólalóðinni milli Odda og Lögbergs, gegnt Norræna húsinu. Hann var byggður sem stúdentagarður og tekinn í notkun árið 1943. Á 10. áratug 20. aldar var hlutverki hússins breytt og hýsir það nú skrifstofur kennara í heimspekideild auk ýmissa tengdra stofnana, s.s. Hugvísindastofnunar og tungumálamiðstöðvarinnar. Þar fer fram hluti af kennslu íslensku fyrir erlenda stúdenta.