Ronald Reagan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ronald Reagan
Enlarge
Ronald Reagan

Ronald Wilson Reagan (6. febrúar 19115. júní 2004) var bandarískur leikari og forseti Bandaríkjanna frá 1981 til 1989. Hann hlaut yfirburðakosningu í bæði skiptin, fyrst gegn sitjandi forseta, Jimmy Carter og síðan gegn Walter Mondale. Hann var þekktur fyrir andstöðu sína við kommúnisma, sem lýsti sér í harðri afstöðu gegn Sovétríkjunum, og jafnframt það að eiga þátt í lokakafla kalda stríðsins með viðræðum við aðalritarann Mikhaíl Gorbatsjov, en þeir áttu meðal annars fund í Höfða í október 1986. Sama ár hófst Íran-kontra-hneykslið sem olli harðri gagnrýni á forsetann sem neitaði fyrst vitneskju um ólöglegar vopnasendingar til kontraskæruliða í Níkaragva.


Fyrirrennari:
Jimmy Carter
Forseti Bandaríkjanna
(1981 – 1989)
Eftirmaður:
George H. W. Bush



  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það