Kristján IX
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kristján IX var konungur Danmerkur 1863 – 1906. Hann fæddist 8. apríl 1818 í Gottorphöll (Gottorp Slot) og hét Friedrich Wilhelm von Glücksburg (því hann var af ætt Lukkuborgara), en tók sér konungsnafnið Christian. Friðrik VII konungur var barnlaus, en hann útnefndi þennan fjarskylda frænda sinn til þess að taka við krúnunni eftir sinn dag. Kona hans (og síðar drottning Danmerkur) var Louise af Hessen-Kassel, en hún var náskyld konunginum og hafði erfðarétt og er talið að það hafi verið helsta orsök þessarar tilnefningar.
Þessi konungshjón, Kristján IX og Louise af Hessen-Kassel urðu þekkt sem „tengdaforeldrar Evrópu“. Fjögur barna þeirra urðu þjóðhöfðingjar eða makar þjóðhöfðingja. Þau voru: Friðrik VIII, konungur Danmerkur, Alexandra drottning í Englandi, gift Albert Edward prins af Wales og síðar konungi Englands undir nafninu Játvarður VII, Dagmar keisaraynja Rússlands gift Alexander III sem tók sér nafnið Maria Feodorovna og Vilhelm, sem varð Georg I konungur Grikklands.
Fyrirrennari: Friðrik VII |
|
Eftirmaður: Friðrik VIII |