Haag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Haag (hollenska: Mynd:Ltspkr.pngDen Haag, áður Mynd:Ltspkr.png's-Gravenhage) er stjórnsýsluleg höfuðborg Hollands og höfuðborg héraðsins Suður-Hollands. Innan borgarmarka bjuggu 472.087 árið 2005 en að úthverfum meðtöldum er íbúafjöldinn u.þ.b. 700.000. Borgin er sú þriðja stærsta í Hollandi á eftir Amsterdam og Rotterdam.

Í borginni eru báðar deildir hollenska þingsins, skrifstofur ráðuneyta, hæstiréttur, sendiráð erlendra ríkja og þar er aðsetur Beatrix drottningar. Engu að síður er Amsterdam skilgreind sem höfuðborg Hollands í stjórnarskrá.

Fjölmargar alþjóðastofnanir hafa aðsetur eða skrifstofur í Haag, sérstaklega alþjóðlegir dómstólar og gerðadómar. Þar eru meðal annars:

  • Alþjóðadómstóllinn, staðsettur í Friðarhöllinni (Vredespaleis).
  • Alþjóðasakamáladómstóllinn
  • ICTY, stríðglæpadómstóll vegna atburðanna í fyrrum Júgóslavíu.
  • Alþjóðagerðardómurinn í Haag, elsta stofnunin sem kemur að lausn alþjóðlegra deilumála.
  • Europol, samvinnustofnun lögreglu í Evrópusambandsríkjum.