Amper

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Amper (franska Ampère) er SI grunneining rafstraums, táknuð með A. Nefnd eftir franska eðlisfræðingnum André-Marie Ampère (1775-1836). Er sá rafstraumur sem jafngildir flutningi á rafhleðslunni einu kúlombi á hverri sekúndu, þ.e. 1 A = 1 C/s. Amper er skilgreint sem sá rafstraumur sem þarf í tveimur löngum og grönnum, samsíða leiðurum til að mynda kraftinn 2x10-7 njúton á milli leiðaranna á hvern lengdarmetra þeirra.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.