Jón forseti (togari)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón forseti var fyrsti togari, sem smíðaður var sérstaklega fyrir Íslendinga. Togarinn strandaði og fórst við Stafnes í illviðri að nóttu til þann 27. febrúar 1928. Á togaranum var 25 manna áhöfn og tókst með harðfylgi manna úr landi að bjarga 10 þeirra, en 15 fórust með skipinu. Þetta slys varð mjög til að ýta á eftir stofnun Slysavarnafélags Íslands, sem var stofnað skömmu síðar og svo fyrstu björgunarsveitir á vegum þess, Sigurvon í Sandgerði var fyrsta björgunarsveitin, síðan kom Þorbjörn í Grindavík.