Kvikmyndamiðstöð Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kvikmyndamiðstöð Íslands (KMÍ) (ensku: Icelandic Film Centre) er opinber stofnun sem var stofnuð með lögum sem sett voru 2001. Kvikmyndamiðstöð veitir styrki úr Kvikmyndasjóði og aðstoðar við kynningu á íslenskum kvikmyndum erlendis. Starfsfólk Kvikmyndamiðstöðvarinnar vinnur þannig að því að íslenskar myndir séu sýndar á kvikmyndahátíðum erlendis. Forstöðumaður er skipaður af menntamálaráðherra til fimm ára í senn. Núverandi forstöðumaður er Laufey Guðjónsdóttir.

Í kvikmyndalögum segir að verkefni Kvikmyndamiðstöðvar Íslands séu að:

  1. Styrkja framleiðslu og dreifingu íslenskra kvikmynda.
  2. Stuðla að kynningu, útbreiðslu og sölu á íslenskum kvikmyndum hér á landi og erlendis og afla upplýsinga um íslenskar kvikmyndir og gefa þær út.
  3. Efla kvikmyndamenningu á Íslandi.
  4. Stuðla að auknum samskiptum við erlenda aðila á sviði kvikmyndamála.

[breyta] Tenglar

Kvikmyndagerð á Íslandi
Listar
Kvikmyndir • Heimildamyndir • Stuttmyndir • Sjónvarpsþættir • Sjónvarpsmyndir  • Kvikmyndir tengdar Íslandi • Kvikmyndahús • Kvikmyndafyrirtæki
Fólk
Leikstjórar • Leikarar
Annað
Edduverðlaunin • ÍKSA • Kvikmyndamiðstöð Íslands • Kvikmyndasjóður Íslands • Kvikmyndasafn Íslands • Kvikmyndaskóli Íslands • SMÁÍS • Kvikmyndaskoðun


Þessi grein sem fjallar um kvikmynd er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana