Járnbrautarlest
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Járnbrautarlest er farartæki sem ferðast eftir teinum og dregur nokkra samhangandi járnbrautarvagna á eftir sér. Flestar járnbrautarlestar eru knúnar áfram með díselvél eða rafmagni sem kemur úr rafkerfi við teinana. Fyrstu járnbrautarlestirnar voru með gufuvél og sú tækni var í notkun allt að miðri 20. öld.