Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frostaveturinn mikli var veturinn 1917-1918 kallaður. Þá gerði mikla kuldatíð á Íslandi. Í janúar 1918 fór frost víða á landinu niður fyrir -30°C. Hafís varð víða landfastur og rak hafísinn talsvert suður fyrir land og lokaði siglingaleiðum fram í febrúar.