Kvikmynd
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Orlock greifi úr kvikmyndinni Nosferatu frá árinu 1922
Kvikmynd er röð mynda sem birtar eru með stuttu millibili svo að áhorfandanum virðist sem þær hreyfist, þ.e.a.s. persónur og hlutir á myndinni hreyfast. Til þess að búa til kvikmyndir er oftast notast við myndavélar sem taka margar myndir í einu inn á filmu eða í stafrænu formi. Hljóð er einnig tekið upp samtímis sem síðan er spilað ásamt í takt við kvikmyndina svo áhorfandinn upplifir hljóðið í samhengi við myndirnar. Kvikmyndir eru einnig teiknaðar eða gerðar í þrívídd, þá er notast við tölvubúnað og öðruvísi myndavélar og hljóðið tekið upp í stúdíói.