Martröð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Martröð er vondur draumur. Orðið er samsett úr „mara“ (sem mun þýða meri, sbr. „nightmare“ á ensku) og „tröð“. Mara af þessu tagi var í eina tíð talin vera óvættur sem átti að leggjast á menn og sliga þá í svefni. Vera má að martröð hafi verið skyld gandreið í hugum fólks. Í dag hafa menn uppgötvað það sem nefnist drómasýki, nánar tiltekið svefnrofalömun, sem skýrir tilfinninguna um að stór skepna sitji eða liggi ofan á manni. Martröð er talin vera orsökuð af stressi, álagi, streitu, ótta og hræðslu.
[breyta] Sjá nánar
- Vísindavefurinn: Hvað er drómasýki?
- Doktor.is: Drómasýki - Svefnrofalömun (e. narcolepsy)
- Doktor.is: Svefnrofalömun - upplýsingar
- Persona.is: Svefntruflanir og svefnsjúkdómar: Hvað er svefn?