Spjall:Þorleifur Halldórsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[breyta] Mendacii encomium

Hét ritgerðin virkilega Mendacii encomium? Mendacii er gen. af mendacium sem þýðir lygi eða fölsun, en ég finn hvergi orðið "encomium". Sagt er að hún sé byggð á skáldsögu Erasmusar, Lof heimskunnar en þar heitir það á latínu: stultitiae laus- þar sem laus þýðir lof. Ég hefði þá frekar haldið að ritgerðin hefði heitið Mendacii laus eða lyginnar lof? Endilega leiðréttið, eða segið mér hvort þið getið fundið mendacium einhverstaðar. Ég hef þrjár latneskar orðabækur, þar ef eina tölvuorðabók sem leitar í fallbeygingum og sagnbeygingum en ég finn þetta ekki. --Baldur Blöndal 16:11, 2 janúar 2007 (UTC)

Úps.. gríska. :P Afhverju stendur eiginlega í greininnu að þetta sé á latínu? --Baldur Blöndal 16:13, 2 janúar 2007 (UTC)
Það eru nokkur rit eftir íslenska höfunda sem bera grísk heiti en eru rituð á latínu, svo sem Crymogæa. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16:24, 2 janúar 2007 (UTC)
Mendacii encomium er latína sýnist mér? --Akigka 16:41, 2 janúar 2007 (UTC)
Það veit ég ekkert um enda kann ég hvorugt tungumálið. Hinsvegar gæti þetta útskýrt ruglingin hjá Baldri en ég skildi síðari málsgrein hans sem svo að um grískan titil væri að ræða. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16:55, 2 janúar 2007 (UTC)
Gríska var það heillin! Encomium er tökuorð í latínu úr grísku (enkomion), sem sagt sletta. En þess má geta að Stultitiae laus er raunar þekktari undir titlinum Moriae encomium sem er líka latneskur titill en með grískum tökuorðum. Sá var titill verksins þegar það kom fyrst út enda tileinkað Thomasi More! :) --Cessator 17:16, 2 janúar 2007 (UTC)
Haha já, hann slettir karlfjandinn.. :) útskýrir kannski afhverju ég fann þetta hvergi. --Baldur Blöndal 18:01, 2 janúar 2007 (UTC)