30. ágúst

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

JúlÁgústSep
Su Þr Mi Fi La
  1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31  
2006
Allir dagar

30. ágúst er 242. dagur ársins (243. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 123 dagar eru eftir af árinu.

[breyta] Atburðir

  • 1720 - Jón Vídalín Skálholtsbiskup andaðist 54 ára gamall á leið norður Kaldadal, er hann var kominn þar sem nú heitir Biskupsbrekka til minningar um þennan atburð.
  • 1779 - Í Kaupmannahöfn stofnuðu Íslendingar Hið íslenska lærdómslistafélag og var Jón Eiríksson forseti þess. Markmiðið var að fræða Íslendinga um bústjórn og bæta vísindaþekkingu þeirra og bókmenntasmekk. Félagið starfaði til 1796.
  • 1874 - Haldin var önnur þjóðhátíð í Reykjavík í besta veðri, en mörgum þótti sú sem fyrr var haldin í mánuðinum hafa tekist verr en skyldi.
  • 1967 - Eldur kom upp í vöruskemmum Eimskipa við Borgartún í Reykjavík, en þar voru þúsundir tonna af vörum í geymslu. Slökkvilið barðist við eldinn í rúmlega sólarhring. Eignatjón varð meira en áður hafði orðið í eldsvoða á Íslandi.

[breyta] Fædd

[breyta] Dáin

Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)