Hormón

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hormón er boðefni sem flytur boð til fruma frá öðrum frumum eða vefjum. Allar fjölfruma lífverur framleiða hormón. Innkirtlakerfið í hryggdýrum framleiðir þau hormón sem líklegast eru hvað þekktust; svo sem estrógen, testósterón og adrenalín. Innkirtlar eru líffæri sem hafa það að aðalstarfi að mynda hormón en í raun framleiða flestar frumur í dýrum hormón af einhverju tagi. Helstu efnagerðir hormóna eru amín, sterar, peptíð og sterólar.


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .
Á öðrum tungumálum