19. febrúar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jan – Febrúar – Mars | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | |||
2007 Allir dagar |
19. febrúar er 50. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 315 dagar (316 á hlaupári) eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1600 - Perúska eldfjallið Huaynaputina sprakk, svo úr varð mesta eldgos í sögu Suður-Ameríku.
- 1870 - Jón Ólafsson ritstjóri birti kvæðið „Íslendingabrag“ í blaði sínu Baldri. Kvæðið var mjög meinyrt í garð Dana og hlaut Jón síðar dóm fyrir birtingu þess.
- 1878 - Thomas Edison fékk einkaleyfi á grafófóninum (Phonograph).
- 1881 - Kansas varð fyrsta ríki Bandaríkjanna til að leyfa sölu alkóhóls.
- 1959 - Bretland veitti Kýpur sjálfstæði, sem gekk í gildi 16. ágúst 1960.
- 1960 - Viðreisnarstjórnin hóf efnahagsumbætur með auknu frelsi í inn- og útflutningi ásamt 30% gengislækkun.
- 1964 - Paul Simon skrifaði lagið „The Sound of Silence“ sem hálfu ári síðar veitti þeim Art Garfunkel frægð sína sem Simon & Garfunkel.
- 1976 - Ísland sleit stjórnmálasambandi við Bretland vegna deilunnar um fiskveiðilögsögu Íslands.
- 1986 - Sovétmenn sendu Mír-geimstöðina á braut um jörðu.
[breyta] Fædd
- 1473 - Kópernikus, pólskur stjörnufræðingur (d. 1543).
- 1865 - Sven Hedin, sænskur landkönnuður (d. 1952).
- 1940 - Saparmyrat Nyýazow, Forseti Túrkmenistan.
- 1948 - Tony Iommi, breskur tónlistarmaður (Black Sabbath).
- 1953 - Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands.
- 1957 - Falco, austurrískur söngvari (d. 1998).
- 1986 - Maria Mena, norsk söngkona.
[breyta] Dáin
- 1952 - Knut Hamsun, norskur rithöfundur, Nóbelsverðlaunahafi (f. 1859).
- 1999 - Mohammad Sadeq al-Sadr, írakskur shíta-leiðtogi (myrtur).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |