Guðrún Hjörleifsdóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Guðrún Hjörleifsdóttir er íslensk kona sem er sögð hafa miðilsgáfu. Hún hefur starfað hjá Sálarrannsóknafélagi Íslands í á annan áratug og tekur fólk í einkatíma á vegum félagsins. Hún nam við Arthur Findlay College á Bretlandi og [www.sathyasai.org/ Sathya Shree Sai Baba Organization] á Indlandi.
Guðrún hefur haldið námskeið nokkrum sinnum á ári í samvinnu við Maríu Sigurðardóttur miðil, undir heitinu „Eitt lítið skref“. Hafa þau verið haldin víða á Suðurlandi og Suðurnesjum. Hún hefur flutt fyrirlestra hjá Guðspekifélagi Reykjavíkur og Guðspekifélagi Akureyrar.