Spjall:21. janúar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tvær heimildir mínar tilgreina brunadag Skíðaskálans í Hveradölum þann 20. janúar 1991: Morgunblaðið, þriðjudag 22. janúar 1991 birtir á baksíðu mynd af Skíðaskálanum skíðlogandi og segir hann hafa brunnið á sunnudagskvöld. Bókin Dagar Íslands í samantekt Jónasar Ragnarssonar heldur hinu sama fram. Því tel ég rétt að taka þessa breytingu til baka. --Mói 23:10, 20 janúar 2007 (UTC)
- Þá er rangt hermt á þeim vefsíðum sem ég fann á google. Getur verið að hver éti vitlausa dagsetningu eftir öðrum (og svo ætlaði ég að halda áfram með leikinn). Ég treysti Mogganum í þessu tilviki... Takk fyrir leiðréttinguna :) --Akigka 23:28, 20 janúar 2007 (UTC)