Hrafn Sveinbjarnarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrafn Sveinbjarnarson (1166? - 1213) var íslenskur goðorðsmaður og læknir. Hann var af ætt Seldæla og fór með Dýrfirðingagoðorð.

Hrafn bjó að Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hann var annálaðasti læknir á Íslandi á þjóðveldisöld. Hann ferðaðist til Noregs og helgra staða á Englandi, Frakklandi og Ítalíu, og er talið að rekja megi lækningaaðferðir hans til Háskólans í Salernisborg á Ítalíu. Hrafn deildi við Þorvald Snorrason Vatnsfirðing, sem eftir margar tilraunir náði honum loks á vald sitt í Hrafnseyrarbrennu og lét hálshöggva hann. Frá Hrafni segir í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar.



  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það