Reykjavíkurkjördæmi suður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reykjavíkurkjördæmi suður er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Landskjörstjórn skiptir Reykjavíkurborg niður í tvö kjördæmi og miðar þar við þjóðskrá fimm vikum fyrir kjördag, reynt er að gæta þess að álíka margir búi í hvoru kjördæmi og að þau myndi sem samfelldasta heild. Reykjavík hefur hingað til verið skipt upp í norður og suðurkjördæmi og mörkin liggja í grófum dráttum meðfram Vesturlandsvegi, Miklubraut og Hringbraut.
Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt þessari nýju kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003. Fjöldi kjósenda á kjörskrá á hvert þingsæti var 3.887 í kosningunum 2003.
[breyta] Skipting þingsæta og þingmenn
Þing | 1. þingm. | Fl. | 2. þingm. | Fl. | 3. þingm. | Fl | 4. þingm. | Fl. | 5. þingm. | Flokkur | 6. þingm. | Fl. | 7. þingm. | Fl. | 8. þingm. | Fl. | 9. þingm. | Fl. | 10. þingm. | Fl. | 11. þingm. | Fl. |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
129. | Geir H. Haarde | D | Jóhanna Sigurðardóttir | S | Pétur H. Blöndal | D | Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir | S | Sólveig Pétursdóttir | D | Jónína Bjartmarz | B | Mörður Árnason | S | Guðmundur Hallvarðsson | D | Ögmundur Jónasson | V | Ágúst Ólafur Ágústsson | S | Birgir Ármannsson | D |
130. | ||||||||||||||||||||||
131. | ||||||||||||||||||||||
132. | ||||||||||||||||||||||
133. |
[breyta] Tengill
Kjördæmi Íslands |
---|
síðan 2003 |
Reykjavíkurkjördæmi norður | Reykjavíkurkjördæmi suður | Norðvesturkjördæmi | Norðausturkjördæmi | Suðurkjördæmi | Suðvesturkjördæmi |
1959-2003 |
Reykjavík | Reykjanes | Vesturland | Vestfirðir | Norðurland vestra | Norðurland eystra | Austurland | Suðurland |