Spjall:Egyptaland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nei, það er tvímælalaust ekki ‚Egiptaland‘. Nafnið er komið úr grísku og það er y í grískunni. --Cessator 8. okt. 2005 kl. 20:00 (UTC)

Samkvæmt ISO 3166-1 sem er m.a. byggður á landheitalista íslenskrar málstöðvar er Egiptaland annað heiti yfir Egyptaland. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. okt. 2005 kl. 20:10 (UTC)
Það er nú ljót sérviska sem hefur troðið sér þar inn (kannski úr annars ágætum þýðingum Helga Hálfdanarsonar sem skrifar aldrei y í erlendum nöfnum). Almennt gildir að við höldum y þar sem það er í erlendum nöfnum. Það er almenna reglan. Ef almenna reglan væri sú að skipta út y fyrir i, þá héti New York væntanlega New Iork, sem er fráleitt. --Cessator 8. okt. 2005 kl. 20:34 (UTC)
Bendi á reglur um landa- og höfuðstaðaheiti. Þar stendur að rita megi Egyptaland eða Egiptaland (sem mér finnst ógeðslega ljótt...) --Heiða María 8. okt. 2005 kl. 21:05 (UTC)
Þetta er nú ekki alveg sambærilegt við ensk/frönsk/ítölsk etc heiti sem eru yfirleitt látin halda sér nema hefð sé komin á annað. Held að almenna reglan stafi af því að í raun er enginn munur á i og y í íslenskum framburði, og þar sem er y í íslenskum orðum stafar það af rót þess orðs. Y-ið í Egyptaland kemur hins til af allt öðrum ástæðum og segir ekkert til um rót orðsins miðað við íslenskar reglur, augljóslega. Sama gildir um Líbýa => Líbía o.s.frv. Persónulega þykir mér þessi stefna samt asnaleg, þar sem umritun er ekki bara framburður orðsins í frummálinu þýddur á íslenskt hljóðkerfi, heldur líka millivegur milli þess og ritháttar á frummálinu. Þannig halda t.d. umritunarreglurnar úr rússnesku ýmsum þáttum úr rithætti orðanna sem hafa ekkert með íslenskt hljóðkerfi að gera, t.d. ij í enda orðs o.s.frv. þannig að umritunin gefur líka vísbendingu um hvernig orðið er skrifað á frummálinu, ekki síður en hvernig á að bera það fram. <= IMHO. Það væri held ég virkilega fengur að því að fá vitræna grein um umritun hérna. -- Akigka
Ég er búin að skrifa eina slíka grein um grísk og latnesk nöfn: Ritun grískra og latneskra nafna á íslensku. Orðið ‚Egyptaland‘ er einmitt komið úr grísku (ætti með réttu að heita ‚Ægyptos‘; guð má vita hvað það heitir á egypsku, eitthvað allt annað). --Cessator 8. okt. 2005 kl. 21:28 (UTC)
Já, það er prýðileg grein, þótt ég sé raunar meira fyrir að nota hefðbundinn (lesist gamlan íslenskan) rithátt, en þú mælir með þar :). En svona greinar eru bara gríðarlega hjálplegar fyrir alla, held ég... --Akigka 8. okt. 2005 kl. 21:40 (UTC)
Svona til að bæta gráu ofan á svart, ég held einn rithátturinn sé með effi (Eg(i/y)ftaland). Svo við höfum eiginlega fjóra rithætti. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 8. okt. 2005 kl. 23:59 (UTC)
Frábært, bættu þeim á greinina. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 9. okt. 2005 kl. 00:04 (UTC)