Brynjólfur Bjarnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslensk heimspeki
Heimspeki 20. aldar
Brynjólfur Bjarnason
Nafn: Brynjólfur Bjarnason
Fædd/ur: 26. maí 1898
Dáin/n: 16. apríl 1989
Helstu ritverk: Forn og ný vandamál; Gátan mikla; Vitund og verund; Á mörkum mannlegrar þekkingar; Lögmál og frelsi
Helstu viðfangsefni: frumspeki, þekkingarfræði
Hafði áhrif á: Eyjólf Kjalar Emilsson

Brynjólfur Bjarnason (fæddur 26. maí 1898 - látinn 16. apríl 1989) var einn áhrifamestu Íslendinga stóran hluta 20. aldar. Hann stundaði heimspekinám í Kaupmannahöfn og Berlín og sneri sér að heimspekinni á efri árum. Meginhluta ævinnar vann Brynjólfur í stjórnmálum. Hann gerðist róttækur þegar á námsárum og hélt fast við þær grundvallarskoðanir alla ævi. Brynjólfur var fyrsti og eini formaður Kommúnistaflokks Íslands 1930 - 1938 og hann var formaður miðstjórnar Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins 1938 - 1949. Hann sat á Alþingi í um 20 ár frá 1937 til 1956. Brynjólfur var einnig menntamálaráðherra 1944-1947 í svonefndri „nýsköpunarstjórn“. Hann skrifað gífurlegan fjölda tímarits- og blaðagreina auk bóka, bæði um stjórnmál og heimspeki.

[breyta] Helstu ritverk

  • Sósíalistaflokkurinn: Stefna og starfshættir (Reykjavík: Mál og menning, 1952)
  • Forn og ný vandamál (Reykjavík: Mál og menning, 1954)
  • Gátan mikla ((Reykjavík: Mál og menning, 1956)
  • Vitund og verund (Reykjavík: Mál og menning, 1961)
  • Á mörkum mannlegrar þekkingar (Reykjavík: Mál og menning, 1965)
  • Lögmál og frelsi (Reykjavík: Mál og menning, 1970)
  • Með storminn í fangið: Greinar og ræður 1937–1972, I–II (Reykjavík: Mál og menning, 1973), 1972–1982, III (Reykjavík: Mál og menning, 1982).
  • Heimur rúms og tíma (Reykjavík: Mál og menning, 1980)
  • Samræður um heimspeki (Reykjavík: Mál og menning, 1987)

Brynjólfur þýddi auk þess rit eftir Karl Marx og Friedrich Engels, Maó Tse-tung og Líú Sjaó-sí.

[breyta] Tenglar