Wikipedia:Felldar tillögur að gæðagreinum
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|
Hér er að finna skrá yfir gæðagreinar og meðfylgjandi umræður að gæðagreinum sem hafa verið afgreiddar.
Efnisyfirlit |
[breyta] Evrópa
--Magnús Þór 21. júlí 2006 kl. 13:10 (UTC)
- Mótmæli, því miður er þetta ekki sérlega vel skrifuð grein. --Bjarki 24. júlí 2006 kl. 00:35 (UTC)
- Mótmæli. Mér finnst vanta of marga kafla og auk þess mætti segja mun meira í sumum af núverandi köflum greinarinnar, t.d. um sögu Evrópu (mér finnst of hratt farið yfir sögu). --Cessator 26. júlí 2006 kl. 23:01 (UTC)
[breyta] Þýskaland
--Magnús Þór 21. júlí 2006 kl. 13:10 (UTC)
- Mótmæli, mér finnst vanta of marga mikilvæga undirkafla ennþá (um efnahag, stjórnmál, landfræði, lýðfræði, menningu o.s.frv.) --Bjarki 21. júlí 2006 kl. 20:38 (UTC)
- Mómæli á sömu forsendum og Bjarki. --Cessator 26. júlí 2006 kl. 22:58 (UTC)
[breyta] Bandaríkin
--Magnús Þór 21. júlí 2006 kl. 13:10 (UTC)
- Mótmæli. Greinin er ekki illa skrifuð en mér finnst hún ekki gera efninu góð skil (þaðan af síður tæmandi skil). Mér finnst vanta of mikið. --Cessator
- Mótmæli, hér gildir sama athugasemd og um Þýskaland --Bjarki 21. júlí 2006 kl. 20:38 (UTC)
[breyta] Ítalía
--Bjarki 20. júlí 2006 kl. 18:00 (UTC)
- Mótmæli á sömu forsendum og Þýskaland og Bandaríkin hér að neðan. --Akigka 23. júlí 2006 kl. 23:33 (UTC)
[breyta] Kristni
--Magnús Þór 21. júlí 2006 kl. 13:10 (UTC)
- Mótmæli. Greinin er ekki illa skrifuð en mér finnst hún ekki gera efninu góð skil (þaðan af síður tæmandi skil). Mér finnst vanta of mikið. --Cessator
[breyta] Efnafræði
--Magnús Þór 21. júlí 2006 kl. 13:10 (UTC)
- Mótmæli. Mér finnst greinin ekki vera tilbúin. Ég held að það mætti segja aðeins meira svo að greinin geri efninu góð skil. --Cessator 21. júlí 2006 kl. 17:19 (UTC)
[breyta] Frumeind
--Magnús Þór 21. júlí 2006 kl. 13:10 (UTC)
- Mótmæli. Mér finnst greinin ekki vera tilbúin. Ég held að það mætti segja aðeins meira svo að greinin geri efninu góð skil. --Cessator 21. júlí 2006 kl. 17:19 (UTC)
[breyta] Albert Einstein
--Bjarki 20. júlí 2006 kl. 18:00 (UTC)
- Sammála. --Cessator 21. júlí 2006 kl. 16:15 (UTC)
EfinsMótmæli. Ef umfjöllun um afstæðiskenninguna er tekin út og sett íAfstæðiskenning EinsteinsAfstæðiskenningin (sem mér finnst rök fyrir, þar sem sú grein er ansi rýr) er lítið eftir annað en stubbur. --Magnús Þór 26. júlí 2006 kl. 12:24 (UTC)- Hugleiðing: má ekki gera grein fyrir afstæðiskenningunni í greininni um Einstein þótt einnig verði til (ítarlegri) grein um afstæðiskenninguna? Það sem ég er að leggja til er að kaflanum verði haldið í þessari grein en svo má skrifa aðra grein um afstæðiskenninguna, nota jafnvel kaflann um hana úr þessari grein sem grunn ef maður vill og bæta svo við ýmsu er varðar kenninguna en ekki Einstein sjálfan. Það sama á við um Darwin. Ég er sammála því að kenningarnar verðskuldi eigin greinar og í þeim er hægt að segja margt sem kemur ekki beinlínis mönnunum tveimur við en á hinn bóginn er ekki hægt að skrifa ævisögur þessara manna án þess að hafa kafla um þessar kenningar þeirra. --Cessator 26. júlí 2006 kl. 13:33 (UTC)
- Jú, það ætti klárlega að fjalla um afstæðiskenninguna í gæðagrein um Einstein, þótt núverandi umfjöllun sé að mínum dómi fullfræðileg í æviágripsgrein. Athugasemdin, sem ég hef nú breytt í mótmæli, byggir á því að ef horft er fram hjá umfjölluninni um þessa einu kenningu er ævisöguþátturinn í greininni ekki nægilega innihaldsmikill til að greinin sé gæðagrein. --Magnús Þór 26. júlí 2006 kl. 14:25 (UTC)
- Hugleiðing: má ekki gera grein fyrir afstæðiskenningunni í greininni um Einstein þótt einnig verði til (ítarlegri) grein um afstæðiskenninguna? Það sem ég er að leggja til er að kaflanum verði haldið í þessari grein en svo má skrifa aðra grein um afstæðiskenninguna, nota jafnvel kaflann um hana úr þessari grein sem grunn ef maður vill og bæta svo við ýmsu er varðar kenninguna en ekki Einstein sjálfan. Það sama á við um Darwin. Ég er sammála því að kenningarnar verðskuldi eigin greinar og í þeim er hægt að segja margt sem kemur ekki beinlínis mönnunum tveimur við en á hinn bóginn er ekki hægt að skrifa ævisögur þessara manna án þess að hafa kafla um þessar kenningar þeirra. --Cessator 26. júlí 2006 kl. 13:33 (UTC)
[breyta] Charles Darwin
--Magnús Þór 21. júlí 2006 kl. 13:10 (UTC)
- Mótmæli það vantar allt um kenningar hans. --Akigka 23. júlí 2006 kl. 23:33 (UTC)
- Hugsanlega væri best að fella greinina Þróunarkenning Darwins inn í greinina um Darwin sjálfan, ég sé ekki betur en að það sé gert á öðrum tungumálum. --Bjarki 23. júlí 2006 kl. 23:57 (UTC)
- Get tekið undir að það vantar kafla um þróunarkenninguna, og tilvísun á aðalumfjöllun. En að aðalumfjöllunin um þróunarkenninguna sé á greininni um Darwin finnst mér samt ekki ganga. Kenningin er merkilegri en maðurinn sem fann upp á henni fyrstur (svipað á við um afstæðiskenningu Einsteins). --Magnús Þór 26. júlí 2006 kl. 14:15 (UTC)
- Sammála þessari athugasemd. Mér finnst að það eigi að vera til sérstök grein um þróunarkenninguna enda má segja ýmislegt um hana sem kemur Darwin ekkert við eins og t.d. um staðfestingu hennar á síðari tímum með hjálp erfðafræðinnar. Hins vegar þyrfti að hafa kafla sem útskýrir kenninguna, a.m.k. grunnhugmyndina og helstu áhrif, í greininni um Darwin. --Cessator 26. júlí 2006 kl. 13:37 (UTC)
- Sko, það sem ég sé fyrir mér er frekar bara grein sem heitir Þróunarkenningin eða Þróun (líffræði) eða eitthvað annað sem fjallar um kenninguna frá öllum hliðum og þróun hennar fram á þennan dag, þar á meðal framlag Darwins. Á greininni um Darwin verði hinsvegar sérstök umfjöllun um aðkomu Darwins að þróunarkenningunni. Eitthvað af þessu efni verður óhjákvæmilega tvítekning en það er bara allt í lagi, nóg er plássið. --Bjarki 26. júlí 2006 kl. 13:52 (UTC)
- Alveg sammála Cessator og Bjarka, og þar sem ég sá að það var dáldið af rauðum tilvísunum á Þróunarkenningin dreif ég bara í að færa síðuna Þróunarkenning Darwins þangað og breyta tilvísunum. Eftir stendur að í greinina um Darwin vantar umfjöllun um þróunarkenninguna og í greinina um þróunarkenninguna vantar umfjöllun um seinni tíma þróun hennar. Hvorug þeirra er þá gæðagrein eins og þær standa og ég dreg tilnefninguna til baka. --Magnús Þór 26. júlí 2006 kl. 14:15 (UTC)
- Sko, það sem ég sé fyrir mér er frekar bara grein sem heitir Þróunarkenningin eða Þróun (líffræði) eða eitthvað annað sem fjallar um kenninguna frá öllum hliðum og þróun hennar fram á þennan dag, þar á meðal framlag Darwins. Á greininni um Darwin verði hinsvegar sérstök umfjöllun um aðkomu Darwins að þróunarkenningunni. Eitthvað af þessu efni verður óhjákvæmilega tvítekning en það er bara allt í lagi, nóg er plássið. --Bjarki 26. júlí 2006 kl. 13:52 (UTC)
- Sammála þessari athugasemd. Mér finnst að það eigi að vera til sérstök grein um þróunarkenninguna enda má segja ýmislegt um hana sem kemur Darwin ekkert við eins og t.d. um staðfestingu hennar á síðari tímum með hjálp erfðafræðinnar. Hins vegar þyrfti að hafa kafla sem útskýrir kenninguna, a.m.k. grunnhugmyndina og helstu áhrif, í greininni um Darwin. --Cessator 26. júlí 2006 kl. 13:37 (UTC)
- Get tekið undir að það vantar kafla um þróunarkenninguna, og tilvísun á aðalumfjöllun. En að aðalumfjöllunin um þróunarkenninguna sé á greininni um Darwin finnst mér samt ekki ganga. Kenningin er merkilegri en maðurinn sem fann upp á henni fyrstur (svipað á við um afstæðiskenningu Einsteins). --Magnús Þór 26. júlí 2006 kl. 14:15 (UTC)
- Hugsanlega væri best að fella greinina Þróunarkenning Darwins inn í greinina um Darwin sjálfan, ég sé ekki betur en að það sé gert á öðrum tungumálum. --Bjarki 23. júlí 2006 kl. 23:57 (UTC)
[breyta] Alþýðuflokkurinn
--Bjarki 20. júlí 2006 kl. 18:00 (UTC)
Á móti (of ruglingsleg og grunn á köflum) --Akigka 21:58, 29 september 2006 (UTC)
[breyta] Kanada
--Bjarki 20. júlí 2006 kl. 18:00 (UTC)
Samþykkt þótt hún mætti alveg vera enn ítarlegri --Akigka 21:59, 29 september 2006 (UTC)
[breyta] Japan
--Bjarki 20. júlí 2006 kl. 18:00 (UTC)
Samþykkt --Akigka 21:59, 29 september 2006 (UTC)
Samþykkt --Jóna Þórunn 22:04, 29 september 2006 (UTC)
Á móti (mér finnst vanta of mikið, sérstaklega eitthvað um japanska menningu).--Cessator 13:05, 30 september 2006 (UTC)
[breyta] Líffræði
--Magnús Þór 21. júlí 2006 kl. 13:10 (UTC)
Á móti af því mér finnst vanta of mikið sögu líffræðinnar --Akigka 22:07, 29 september 2006 (UTC)
[breyta] Gull
--Magnús Þór 21. júlí 2006 kl. 13:10 (UTC)
[breyta] Vetni
--Magnús Þór 21. júlí 2006 kl. 13:10 (UTC)
[breyta] Járn
--Magnús Þór 21. júlí 2006 kl. 13:10 (UTC)
[breyta] Albert Einstein
Grein sem mér líst ágætlega á, ekkert allt of löng. --Jóna Þórunn 23:25, 21 nóvember 2006 (UTC)
Samþykkt --Baldur Blöndal 18:02, 1 desember 2006 (UTC)
Samþykkt, þetta er mjög fínt síða en fjallar heldur mikið um afstæðiskenninguna sem ætti frekar heima á annari grein? Styð þetta samt. --IndieRec 18:58, 5 desember 2006 (UTC)
Á móti á sömu forsendum og notaðar voru þegar greininni var hafnað í fyrra skiptið (sjá hér). Alltof lítið af upplýsingum um manninn og kafla um afstæðiskenningu mætti stytta og gera betur grein fyrir henni í aðskilinni grein. --Bjarki 00:14, 7 desember 2006 (UTC)
Á móti, ég er sammála Bjarka. --Sterio 00:21, 7 desember 2006 (UTC)
[breyta] Hannibal Barca
Ég veit ekki hvort þessi grein sé „tilbúin“, en tilnefni hana þó. Fornfræðingarnir verða að dæma. :) --Jóna Þórunn 23:25, 21 nóvember 2006 (UTC)
Á móti Það vantar allt of margt. Ég á ekki við að það sem er komið sé ekki nógu ítarlegt; það er það svo sem. En það vantar alveg umfjöllun um orrusturnar við Cannae og Zama, endalok stríðsins, stjórnmálaferilinn að stríðinu loknu, útlegðina og dauðann. Gæðagreinar þurfa auðvitað ekki að vera eins ítarlegar og úrvalsgreinar en í þessu tilviki er um ítarlega grein að ræða svo langt sem hún nær, en sem gerir sumum þáttum engin skil, þ.e. engu eftir orrustuna við Trasimene. --Cessator 23:47, 21 nóvember 2006 (UTC)
Samþykkt, hún passar vel sem gæðagrein. --Baldur Blöndal 19:28, 4 desember 2006 (UTC)
Hlutlaus --IndieRec 18:56, 5 desember 2006 (UTC)
Á móti. Það vantar ekki lengdina á þeim köflum sem þegar hafa verið skrifaðir en gæðagreinar þurfa að kovera allt efni sitt þokkalega og ég treysti Cessator til að meta það hvort að mikilvægir kaflar séu óskrifaðir. --Bjarki 00:21, 7 desember 2006 (UTC)
[breyta] Hellsing (OVA)
Þetta er fín grein, þó nokkuð efnismeiri en enska síðan- sé enga ástæðu afhverju hún ætti ekki að teljast sem gæðagrein þótt hún sé auðvitað ekki orðin nógu góð til að teljast úrvalsgrein. Það má sér líka til gamans geta að þetta er fyrsta síðan sem notar nýju anime-sniðin (sem var reddað af enska Wikipedia). Hvernig líst ykkur á þetta? (og endilega segja ef það mætti bæta einhverju) --Baldur Blöndal 19:26, 4 desember 2006 (UTC)
- Greinin er góð og áhugaverð og fallega myndskreytt. Hins vegar þyrfti að fara í gegnum hana m.t.t. málfars. Ég hnaut um nokkrar óþjálar setningar í henni. Skal kíkja á hana sjálfur þegar tími gefst til. Samþykki svo.— Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Akigka (spjall) · framlög
Samþykkt - Síðan hefur þróast nokkuð mikið síðustu dagana. - Pi314 00:44, 6 desember 2006 (UTC)
Samþykkt --Stefania-osk 20:50, 6 desember 2006 (UTC)
Á móti Engin yfirburðagrein. Endurtekningar í málfari og hreinar málfarsvillur. Telst ekki „stöðug“ þar sem þáttaröðin er ekki búin. --Jóna Þórunn 19:36, 1 janúar 2007 (UTC)
- Ég skal reyna að bæta málfar og villur, en ég get því miður ekki gert mikið í því að framleiddir séu fleiri þættir frú Jóna. Hinsvegar þá eru þættirnir gefnir út á um hálfsárs fresti, er það of óstöðugt fyrir þig? --Baldur Blöndal 20:44, 1 janúar 2007 (UTC)
Á móti Mér þykir síðasti punktur Jónu Þórunnar afar sannfærandi, greinin er ekki stöðug í þeim skilningi að hún fjallar um þætti sem eru enn í sýningu. Mér þykir líka skrítið að sjá þarna pælingar um hvað enn ósýndir þættir gætu komið til með að fjalla um; eru þetta sannreynanlegir spádómar (þ.e. sannreynanlegir núna)? En þetta er að mörgu leyti vel útlítandi síða, það er greiniegt að höfundar hennar hafa metnað :) --Cessator 19:58, 1 janúar 2007 (UTC)
- Það er mjög sannreynandi, þar sem komið hafa út myndir úr þriðja þætti, og það er smá regla í þessu; þáttur 1 = bók 1, þáttur 2= bók 2, þáttur 3 (sjá fyrri punkt) = bók 3... Auðvitað er ekki hægt að fullyrða um fjórða þátt en þetta fylgir ákveðinni reglu, og meira að segja höfundurinn sjálfur hefur sagt það. --Baldur Blöndal 20:18, 1 janúar 2007 (UTC)
Á móti Mér finnst þessi grein, eða greinaflokkur vera nokkurnveginn enn ókláraður og það mætti alveg fara yfir málfarið sem er töluvert enskukennt. Svo er skortur á því að það sé getið heimilda sem höfundurinn hefur notað, hvort sem þær eru á einhverjum upplýsingasíðum um svona efni eins og AnimeNfo og AniDB. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 20:45, 1 janúar 2007 (UTC)
Á móti Sammála Stefáni, of enskuleg grein. Íslenska er sagnorðamál, en ekki nafnorðamál. Auk þess þá finnst mér greinin segja manni afar lítið um viðfangsefnið. Ég er mjög lítið nær eftir lesturinn. -- Mig langar til að skjóta inn að gamni, að afar gagnleg síða um málfar er til hjá Sverri Páli: Mannamálspistlar Sverris Páls. Þeir eru gagnlegir til að rýna í manns eigið málfar... Það eru allskonar villur sem maður gerir án þess að átta sig á því. Ég held að allir geti lært eitthvað af þessum pistlum - það hef ég svo sannarlega. --Gdh 19:35, 4 janúar 2007 (UTC)
[breyta] Deilatafla
Datt í huga að stinga upp á nokkrum hlutum. Myndi segja að þessi tafla gæti flokkast undir gæðalista. --Baldur Blöndal 22:18, 22 janúar 2007 (UTC)
Á móti Snowball. --Jóna Þórunn 08:30, 23 janúar 2007 (UTC)
Á móti --Nori 21:05, 7 febrúar 2007 (UTC)
Hlutlaus En ég vil hvetja Nori til þess að rökstyðja hvers vegna hann er á móti. Einnig spyrja Jónu Þórunni hvað Snowball þýði í þessu samhengi. --Mói 21:46, 7 febrúar 2007 (UTC)
[breyta] Athugasemdir
Snowball er hugtak sem notað er þegar kosið er um hvort eyða eigi grein eða ekki - dregið af „snowball's chance in hell“. Sjá en:WP:SNOW. Þetta dreg ég af því að lítil og léleg útskýring er að töflunni og ekki einu sinni til grein um deila - sem gerir það enn erfiðara að útskýra hvað fyrirbærið er. --Jóna Þórunn 21:59, 7 febrúar 2007 (UTC)
- Takk fyrir skýringuna Jóna. Hins vegar er ég á móti því að eyða þessum lista, hann er mjög góður fyrir talnaspekúlanta eins og mig, en það er alveg rétt að honum mættu nú fylgja einhverjar skýringar. Ég veit ekki hvort ég hrekk í gírinn, en einhver þyrfti að gera það. --Mói 22:10, 7 febrúar 2007 (UTC)
- Það kemur nú ekki til greina að eyða honum. Notaði bara hugtakið og dró það inn í þessa umræðu. --Jóna Þórunn 22:11, 7 febrúar 2007 (UTC)
[breyta] Claudíus
Tiberius Claudius Caesar Augustus Germanicus. Flott grein, getur góðra heimilda og þótt hún sé ekki svakalega löng þá fer hún ítarlega út í efnið. --Baldur Blöndal 22:18, 22 janúar 2007 (UTC)
Á móti Ég held að það væri alveg hægt að gera úr þessu prýðilega grein en eins og er finnst mér vanta allt of margt. --Cessator 22:54, 22 janúar 2007 (UTC)
[breyta] Sólskinshestur
Grein um nýjustu bók Steinunnar Sigurðardóttur. --kjarri87 00:04, 22. febrúar 2007 (UTC)
Á móti
Á móti Það þarf að nostra mun meira við þessa grein og í raun hreinskrifa. --Jabbi 00:41, 22 febrúar 2007 (UTC)
Samþykkt
Samþykkt Mér finnst greinin fín og vel upp sett. Ég hef að vísu ekki lesið bókina þannig að ég veit ekki hvort greinin geri bókinni góð skil eða ekki. --Cessator 03:22, 22 febrúar 2007 (UTC)