Hlutmengi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd:Set subsetAofB.png
Venn-mynd þar sem A er hlutmengi B
Hlutmengi í mengjafræði er mengi sem inniheldur eitt eða fleiri stök úr öðru mengi með undantekningunni tómamengið, sem er hlutmengi í öllum mengjum. Öll mengi eru hlutmengi í sjálfu sér og sammengi allra hlutmengja tiltekins mengis er mengið sjálft. Mengi allra hlutmengja tiltekins mengis S nefnist veldismengi, táknað með . Ef A er hlutmengi í B og B hefur að minnsta kosti eitt stak umfram A, kallast A eiginlegt hlutmengi í B.