Töluorð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Töluorð tákna fjölda eða stærð einhvers. Skipta má þeim í fjöldatölur (t.d. einn, tveir, þrír) og raðtölur (t.d. fyrsti, annar, þriðji).

Fjöldatölur standa sem lýsingarorð en breyta ekki um mynd við beygingu nema fjórar þær fyrstu og hundrað, þúsund, milljón o.s.frv.

Raðtölurnar beygjast yfirleitt eins og veik lýsingarorð í frumstigi (en þó ekki orðin fyrsti og annar).

Tölunafnorð eru mörg, t.d. tugur, helmingur, fjarki, tylft, tíund, milljón o.fl.

Tölulýsingarorð enda ýmist á -faldur, -ræður eða -tugur, t.d. einfaldur, tíræður, sjötugur og ennfremur orðin einir, tvennir, þrennir o.s.frv.

Töluatviksorð eru aðeins 4; tvisvar, þrisvar, tvívegis, þrívegis.

Með fleirtöluorðum eru notuð töluorðin einir, tvennir, þrennir og fernir en ekki fleiri.

[breyta] Heimildir

[breyta] Tengt efni