Snæfell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Snæfell

Snæfell séð úr vestri
Hæð: 1833 metrar yfir sjávarmáli
Staðsetning: NA Vatnajökuls
Fjallgarður: Enginn

Snæfell er 1833 metra há megineldstöð úr líparíti og móbergi. Skiptar skoðanir eru á því hvort eldstöðin er virk eða óvirk. Fjallið stendur um 20 km norðaustan Brúarjökuls í norðanverðum Vatnajökli og er hæsta fjall utan jökla á Íslandi. Uppganga er tiltölulega auðveld frá Snæfellsskála en á toppi fjallsins er sísnævi þaðan sem mikið og víðfeðmt útsýni er til allra átta. Austan við fjallið eru Eyjabakkar sem er gróið svæði og kjörlendi gæsa. Á Vesturöræfum vestan fjallsins halda hreindýr mikið til og má oftast sjá til þeirra.

Tvö önnur fjöll á Íslandi bera sama nafn, Snæfell (1446 metrar) í Snæfellsjökli og Snæfell (1383 metrar) í Vatnajökli nærri Jökulsárlóni.