Borgaraleg óhlýðni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stríðsmótmælandi handtekinn fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna, 9. febrúar 2005.
Stríðsmótmælandi handtekinn fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna, 9. febrúar 2005.

Borgaraleg óhlýðni felst í því að fara ekki eftir ákveðnum lögum, kröfum eða skipunum stjórnvalda eða yfirvalda án þess að beita líkamlegu ofbeldi. Borgaraleg óhlýðni hefur verið notuð í mótmælaskyni, svo sem gegn breskri heimsvaldastefnu á Indlandi, aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku og í Evrópu gegn nasistum. Bandaríski rithöfundurinn Henry David Thoreau ruddi braut nútíma hugmynda um borgaralega óhlýðni í ritgerð sinni „Resistance to Civil Government“ árið 1849 (Wikisource). Frægustu einstaklingarnir sem beitt hafa þessum aðferðum eru líklegast Mahatma Gandhi og Martin Luther King.