Löngufjörur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Löngufjörur kallast skeljasandsfjörur úti fyrir Eyja- og Miklaholtshreppi. Ná þær frá Hítarnesi vestur að Búðum á Snæfellsnesi. Löngufjörur eru vinsæll staður fyrir hestamenn að ferðast um því hægt er að þeysa um fjörurnar. Þó þarf að fygljast með gangi flóðs og fjöru.
[breyta] Heimild
- Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal. Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur, 1982.