Adolf Eichmann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Otto Adolf Eichmann (þekktur sem Adolf Eichmann; 19. mars 190631. maí 1962) var háttsettur foringi í Þýska hernum (SS Obersturmbannführer eða ofursti) og Nasistaflokki Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni.

Vegna skipulagshæfileika sinna fól Reinhard Heydrich honum að sjá um nauðungarflutninga gyðinga í gettó og síðar í útrýmingarbúðir Austur-Evrópu. Hann var tekinn höndum af leyniþjónustu Ísraela, Mossad, í Argentínu og fluttur til Ísraels. Þar var hann ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu, sakfelldur og hengdur.