Spjall:Hröðun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég tók úr greininni dæmi vegna þess að ég sé ekki með nokkru móti hvernig það gengur upp miðað við þær forsendur sem voru gefnar og væri eðlilegt að gefa sér (ég viðurkenni svo sem fúslega ég gæti haft rangt fyrir mér). Dæmið var svona:
(eins og t.d. í geimflaugum sem skjótast upp í loftið og þær losa sig við eldsneytistanka sína, þá auka þær hröðun sína vegna þess að massi þeirra er orðinn minni en skriðþunginn er sá sami, sjá varðveisla skriðþunga)
Ef eldflaug (á föstum hraða) losar sig við eldsneytistank helst hraði hennar fastur en skriðþunginn minnkar í hlutfalli við massatapið. Eldsneytis tankurinn heldur einnig sama hraða... (sama á við bíl (í hlutlausum gír í núningslausu umhverfi) með kerru, ef hann losar kerruna eykst ekki hraðinn, kerran heldur hinsvegar áfram á sama hraða og bíllinn).
- Það var nú alveg óþarfi að taka þetta dæmi út, því að vissulega er þetta rétt sem þarna var haldið fram. Það er alveg ljóst að bæði við brennslu eldsneytis, og ekki síður við það að losa sig við tankana minnkar massi flaugarinnar. Kraftur hreyflanna minnkar hins vegar ekki heldur helst samur og jafn. Þess vegna er það svo að óbreyttur kraftur knýr áfram minnkandi massa og við það vex hröðunin. Þetta er staðreynd. Dæmið um kerruna og bílinn stenst heldur ekki nema því aðeins að bíllinn sé settur í hlutlausan um leið og kerran losnar aftan úr. --Mói 20:59, 20 febrúar 2007 (UTC)
-
- Ok ég skil hvað er átt við, klúður að minni hálfu. Ég tók þessu þannig að það væri ekki enginn kraftur að verka á eldflaugina (og hröðunin væri því engin) heldur væri hún bara á föstum hraða á ferð um geiminn. Endilega setja þetta inn aftur. Orri 04:33, 21 febrúar 2007 (UTC)