Svavar Gestsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Svavar Gestsson (f. 26. júní 1944) er íslenskur stjórnmálamaður, fyrrum ráðherra og núverandi sendiherra Íslands í Danmörku.

Hann var fyrst kosinn á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið í Reykjavíkurkjördæmi árið 1978 og sat síðar sem þingmaður Samfylkingarinnar til 1999 þegar hann var skipaður aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada. Eftir það varð hann sendiherra í Stokkhólmi frá 2001 til 2006 þegar hann var skipaður sendiherra í Danmörku.

Svavar var viðskiptaráðherra í annarri ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1978 til 1979, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen 1980 til 1983 og menntamálaráðherra í annarri og þriðju ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1988 til 1991.


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það

Á öðrum tungumálum