Áramót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Oft er haldið upp á áramótin með því að skjóta upp flugeldum.
Oft er haldið upp á áramótin með því að skjóta upp flugeldum.

Áramót er mikilvæg hátíð í flestum þjóðfélögum til að fagna komu nýs árs. Á Íslandi, eins og á flestum vesturlöndum, er haldið upp á áramótin kvöldið fyrir komu nýja ársins, á gamlárskvöldi.

Öll trúarbrögð, lönd og menningarsvæði hafa sín tímatöl og oftast eru áramótin mikilvægur þáttur í menningarhefðinni. Oft fylgja stórar hátíðir áramótunum sem geta staðið yfir í marga daga fyrir eða eftir áramótin. Áramótin eru á stundum tengd árstíðum, til dæmis jafndægur á vori 20. mars-21. mars, til að fagna komu vorsins eða þá af hreinum trúarlegum uppruna eins og nýár múslima.

[breyta] Nokkur áramót 2006

[breyta] Tengt efni