Lada Sport (hljómsveit)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hljómsveitin Lada Sport var stofnuð sumarið 2002 en síðan þá hafa orðið nokkrar mannabreytingar. Haraldur Leví og Stefnir stofnuðu hljómsveitina og héldu sig í bílskúrnum og snemma árið 2003 kom Friðrik S. í hljómsveitina og þá fóru hlutirnar að ganga og eru þeir nú allir enn meðlimir í hljómsveitinni.
Friðrik spilar á bassa, Haraldur á trommur og Stefnir spilar á gítar og syngur. Í lok ársins 2003 gekk svo Heimir Gestur til liðs við hljómsveitina en hann spilar á gítar. Lada Sport tók svo þátt í Músíktilraunum 2004 og endaði í 2. sæti á úrslitakvöldinu. Í september 2004 gáfu svo strákarnir út sína fyrstu EP plötu, Personal Humour, sem þeir tóku upp sjálfir í bílskúrnum sumarið 2004 og gáfu svo sjálfir út í 200 eintökum og hún seldist upp á 3 mánuðum. Snemma árið 2005 tóku þeir svo upp í stúdíó Sýrlandi fyrir tímana sem þeir unnu sér inn á Músíktilraunum. Upptökuna sendu þeir svo á útvarpsstöðina XFM þar sem lagið náði miklum vinsældum og náði hæst 9. sæti á X-Dominoslistanum. Á sama tíma hætti Heimir Gestur í hljómsveitinni en stuttu seinna gekk gítarleikarinn Jón Þór Ólafsson (Isidor) til liðs við hljómsveitina.
Hljómsveitin mun hefja upptökur á fyrstu breiðskífu sinni í lok janúar '07, og áætluð útgáfa er í byrjun sumars.
[breyta] Hljómsveitarmeðlimir
- Friðrik Sigurbjörn Friðriksson / bassi
- Haraldur Leví Gunnarsson / trommur
- Stefnir Gunnarsson / gítar og söngur
- Jón Þór Ólafsson / gítar