Míla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Míla er algeng fjarlægðaeining, sem er skilgreind með mismunandi hætti eftir ríkjum, en er ekki SI-mælieining. Ein alþjóðlega míla er jafnlöng 1760 jördum, sem er um 1,609 kílómetrar. Sænsk og norsk míla, skrifuð mil, er nú skilgreind sem 10 km. Sjómíla er einkum notuð í siglingum og flugi. Til eru mun fleiri og mislangar skilgreiningar á mílum.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.