Spjall:Teljanlegt mengi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Það má ekki rugla saman orðunum óendanlegt og óteljanlegt. Mengi getur verið teljanlega óendanlegt (þá parast það einkvæmt við N), en ekkert mengi getur verið teljanlega óteljanlegt, í því felst mótsögn. Þess vegna breyti ég í greininni óteljanlegt í óendanlegt. --Moi 20:33, 26 okt 2004 (UTC)

Leiðrétti smárugling á milli "teljanlegt" og "endanlegt". Það er ekki hægt að skilgreina teljanlegt mengi sem mengi sem sé teljanlegt. Þá er verið að skilgreina hugtak með því að nota hugtakið sem verið er að skilgreina.--157.157.186.47 23:40, 4 nóv 2004 (UTC)