ABBA

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

ABBA var vinsæl sænsk hljómsveit, sem varð fræg er hún vann Eurovision keppnina árið 1974, með laginu Waterloo. Mörgum fannst lagið vera það besta sem hafði keppt og bar það sigur úr bítum þegar haldin var keppni um besta lagið sem keppt hafði í keppninni. Keppnin var haldin í kaupmannahöfn árið 2005. Lagið hafði alltaf verið sagt það besta í keppninni og það var sannað þegar keppni var haldin um hvaða lag væri best. Abba var ein af vinsælustu hljómsveit heims á diskóárunum. Hljómsveitin átti marga góða smelli m.a. Dancing Queen, Mamma Mia og Money Money. Meðlimir hljómsveitarinnar voru: Anni-Frid Lyngstad, Benny Andersson, Björn Ulvaeus og Agnetha Fältskog og var nafn hljómsveitarinnar myndað úr upphafsstöfum nafna þeirra. Abba er eitt af því sem Svíar eru mest stolltir af þegar verið er um tónlist að ræða.


 

Þessi grein sem fjallar um dægurmenningu er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana