Fugley
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fugley (færeyska: Fugloy) er austasta eyja Færeyja. Nafnið Fugley kemur frá öllum fuglunum sem búa sér til hreiður í klettum eyjarinnar. Það eru 2 byggðir á eyjunni og þau eru: Kirkja og Hattarvík. Íbúar Fugleyjar eru um það bil 45 manns (31. desember 2002). Eyjan er 11.2 km² að stærð. Það eru 3 fjöll á Fugley og þau eru: Klubbin (620 metrar að hæð) sem er hæsta fjallið á eyjunni, Mikla (420 metrar að hæð) og Norðberg (549 metrar að hæð).
|
![]() |
---|---|
Borðoy | Eysturoy | Fugloy | Hestur | Kalsoy | Koltur | Kunoy | Lítla Dímun | Mykines | Nólsoy | Sandoy | Skúvoy | Stóra Dímun | Streymoy | Suðuroy | Svínoy | Vágar | Viðoy |