Ágúst Borgþór Sverrisson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ágúst Borgþór Sverrisson er íslenskur smásagnahöfundur, fæddur 1962. Hann hefur gefið út fimm smásagnasöfn og eina ljóðabók.
Að eigin sögn Ágústs Borgþórs er bandaríski rithöfundurinn Raymond Carver hans helsti áhrifavaldur.
Ágúst hefur unnið til ýmissa verðlauna í gegnum tíðina, þ.á m. 1. verðlaun hjá Strik.is fyrir söguna Hverfa út í heiminn árið 2000 og önnur verðlaun í smásagnasamkeppni MENOR sama ár.
Ágúst er einna þekktastur fyrir blogg-síðu sína, þar sem hann viðrar skoðanir sínar á mönnum, bókum og málefnum, tæpitungulaust.
[breyta] Verk höfundar
- 1987 - Eftirlýst augnablik, ljóð
- 1988 - Síðasti bíllinn, smásögur
- 1995 - Í síðasta sinn, smásögur
- 1999 - Hringstiginn, smásögur
- 2001 - Sumarið 1970, smásögur
- 2004 - Tvisvar á ævinni, smásögur
[breyta] Hlekkir
- Bloggsíða Ágústs Borgþórs, Heimasíða höfundar
- Upplýsingar um Ágúst Borgþór á bókmenntavef Borgarbókasafns