Lómatjarnarætt
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lómatjarnarætt er kennd við bæinn Lómatjörn í Grýtubakkahreppi. Ættina mynda niðjar hjónanna Guðmundar Sæmundssonar, bónda þar, og Valgerðar Jóhannesdóttur húsfreyju.
Guðmundur Sæmundsson var fæddur í Gröf í Öngulstaðarhreppi, í Eyjafirði þann 9. júní 1861. Foreldrar hans voru Sæmundur Jónasson (1801-1873) og Ingileif Guðrún Jónsdóttir (1831-1887).
Valgerður Jóhannesdóttir var fædd á Þönglabakka í Þorgeirsfirði í Fjörðum þann 15. október 1875. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónsson Reykjalín (1840-1915) og Guðrún Sigríður Hallgrímsdóttir (1849-1924). Kussungsstaðaætt eru afkomendur Jóhannesar og Guðrúnar, og er Lómatjarnarætt því kvísl af henni.
Guðmundur og Valgerður bjuggu á Hlöðum á Grenivík og stundaði Guðmundur sjósókn þaðan frá 1895-1903. Árið 1903 fluttust þau að Lómatjörn, og bjuggu þar æ síðan. Guðmundur lést 31. október 1949 og Valgerður þann 7. desember 1965.
[breyta] Afkomendur Guðmundar og Valgerðar
Guðmundi og Valgerði varð 11 barna auðið:
1. Lára (1896-1968), húsfreyja í Reykjavík, gift Runólfi Kjartanssyni (1889-1961).
2. Sigrún (1897-1987), húsfreyja á Skarði í Dalsmynni, Grýtubakkahreppi, gift Jóni bónda Jóhannssyni (1889-1975).
3. Sæmundur Reykjalín (1899-1974), bóndi á Fagrabæ, Grýtubakkahreppi, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur (1902-1993).
6. Sigurbjörg (1905-1973), húsfreyja í Hléskógum í Grýtubakkahreppi, gift Agli bónda Áskelssyni (1907-1975).
7. Guðrún Ingileif (1907-1994), húsfreyja í Reykjavík, gift Jens Finnboga Magnússyni (1915-1978).
8. Ingólfur (1910-1987), matreiðslumaður í Vestmannaeyjum og í Reykjavík, kvæntur Jónínu Sigrúnu Helgadóttur (1909-1980).
9. Sverrir (1912-1992), bóndi á Lómatjörn, kvæntur Jórlaugu Guðrúnu Guðnadóttur (1910-1960).
10. Sigríður (1914), húsfreyja á Akureyri, gift Helga Hinriki Schiöth (1911-1998).
11. Valtýr (1920-1981), sýslumaður í S-Múlasýslu og bæjarfógeti á Eskifirði, síðar borgarfógeti í Reykjavík, kvæntur Birnu Ósk Björnsdóttur (f. 1938).