Fljúgandi furðuhlutur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Meintur fljúgandi furðuhlutur yfir New Jersey árið 1952.
Meintur fljúgandi furðuhlutur yfir New Jersey árið 1952.

Fljúgandi furðuhlutur (skammst. FFH) eða fljúgandi diskur er óþekktur hlutur á flugi. Fljúgandi furðuhlutir voru lengi vel taldir koma frá reikistjörnunni Mars.

Margir jarðarbúar segjast hafa séð fyrirbæri, sem þeir kunna engin skil á, hreyfast um himinhvolfið og eru slíkir hlutir gjarnan kallaðir fljúgandi furðuhlutir. Hugtakið er er einnig notað um óþekkta hluti sem sjást með RADARsjám eða öðrum búnaði sem eru notaðar til að fylgjast með flugumferð.

Fljúgandi furðuhlutir koma oft fyrir í vísindaskáldskap og eru þá oftast farartæki vitsmunavera frá öðrum hnöttum, og mjög oft disklaga.