Alheimurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Universum — Listaverk frá 19. öld
Universum — Listaverk frá 19. öld

Alheimurinn er hugtak sem getur haft mismunandi merkingar. Stjörnufræðingar nota það oft um þann hluta alheimsins sem að okkur er fært að rannsaka og skoða en almennt er átt við allt efni og rúm sem fyrirfinnst. Í íslensku hefur einnig tíðkast að tala um jörðina og allt sem henni tilheyrir sem alheim. Alheimurinn er gjarnan til umræðu innan heimsfræðinnar, enda snýst það fag um uppruna, uppbyggingu, eðli og endalok alheimsins í grófum dráttum.

Samkvæmt heimsfræðinni er hægt að rekja upphaf alheimsins til sérstæðu sem kölluð er „miklihvellur“ sem jafnframt er heitið á ríkjandi kenningu um upphaf alheimsins, en talið er að þá hafi tími og rúm orðið til og því hægt að tala um upphaf. Þetta þykir sennilegasta kenningin þar sem hún passar bæði við kenningar Einsteins um afstæði og svo aftur lögmál Hubbles, en samkvæmt því er alheimurinn að þenjast út. Alheimurinn er oftast sagður vera um 13,7 milljarða ára gamall með skekkju upp á 1%. Þá er hinsvegar ekki ljóst hvort gögnin eða módelið sem var notað séu nógu nákvæm eða rétt. Gróflega má áætla að þessi tala sé um 10-20 milljarða ára gamall. Um þróun og endalok alheimsins eru svo ýmsar kenningar til, þar má nefna tilgátuna um heljarhrun.

[breyta] Tenglar

Wiktionary merkið
Orðabókaskilgreiningu fyrir Alheimurinn er að finna í Wikiorðabókinni.