Tjörnin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tjörnin í Reykjavík. Horft í átt frá miðbænum. Vinstra megin sést í Tjarnarskóla og Fríkirkjuna.
Tjörnin í Reykjavík. Horft í átt frá miðbænum. Vinstra megin sést í Tjarnarskóla og Fríkirkjuna.

Tjörnin er grunnt vatn í miðbæ Reykjavíkur. Vatnið í Tjörnina kemur úr Vatnsmýrinni sunnan við hana og rennur úr henni um Lækinn sem rennur undir Lækjargötu til sjávar í víkinni.

Við Tjörnina standa margar merkilegar byggingar, þar á meðal Ráðhús Reykjavíkur, Iðnaðarmannahúsið, Tjarnarskóli, Listasafn Íslands og Fríkirkjan í Reykjavík.

Við Tjörnina er einnig lystigarðurinn Hljómskálagarðurinn.

Í og við Tjörnina er mikið fuglalíf og hægt að skoða margar tegundir fugla. Vinsæl afþreying er að fara niður að Tjörn og „gefa öndunum“ brauðmola.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana