Woodrow Wilson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Thomas Woodrow Wilson (28. desember 1856 – 3. febrúar 1924) var 28. forseti Bandaríkjanna frá 4. mars 1913 til 4. mars 1921. Í forsetatíð hans var bandaríski seðlabankinn stofnaður. 1917 kom hann á herskyldu þegar Bandaríkjamenn hófu þátttöku í Fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir styrjöldina átti hann mikinn þátt í stofnun Þjóðabandalagsins og skilyrðum Versalasamningsins en samningurinn var ekki samþykktur af öldungdeildinni né heldur gengu Bandaríkjamenn í Þjóðabandalagið.
Fyrirrennari: William Howard Taft |
|
Eftirmaður: Warren G. Harding |