Fíll
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Afrískur gresjufíll í Kruger-þjóðgarðinum í Suður-Afríku.
|
|||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
Fíll er heiti á nokkrum stórum spendýrum af fílaætt (fræðiheiti: Elephantidae) sem allar eru með langan rana og tvær langar skögultennur. Þrjár núlifandi tegundir heyra til þeirrar ættar: gresjufíll (Loxodonta africana), skógarfíll (Loxodonta cyclotis) og asíufíll (Elephas maximus). Aðrar tegundir hafa dáið út frá lokum síðustu ísaldar fyrir um tíu þúsund árum. Fílar eru stærstu núlifandi landdýrin.