Spjall:Stjórnlaus samtakahyggja
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Það væri ágætt að þú bættir inn í þessa ágætu pistla þína um anarkisma og ýmis svið tengd þeim hvað þessa hugtök eru kölluð á erlendum málum. Það liggur til dæmis ekki í augum uppi að "Stjórnlaus samtakahyggja" er það sem nefnt er syndikalismi og á stundum á ensku anarcho-syndicalist. Masae 18. maí 2006 kl. 13:40 (UTC)
- Interwikitenglarnir eru nóg að mínu mati. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. maí 2006 kl. 13:43 (UTC)
- Ég er nú ekki sammála þessu, held ég. Finnst það raunar hálflúðalegt að vera með Greinartitill (Article á ensku) o.s.frv. í upphafi greinar þegar interwikitenglarnir vinstra megin ættu að veita fullgóðar upplýsingar um það hvað viðkomandi fyrirbæri heitir á ensku og fleiri tungumálum. --Akigka 18. maí 2006 kl. 13:44 (UTC)
- Fyrir svo utan það að það er ekkert eðlilegra að hafa enska nafnið á þessu í greininni frekar en þýska, danska eða rússneska. Í stað þess að vera velja á milli er þetta auðleyst með interwikitenglunum sem eru akkúrat fyrir þetta. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. maí 2006 kl. 13:46 (UTC)
- Rétt er. Það er í raun alls ekki ensku heitin sem ég sakna hins vegar að fyrir stóran hluta þessara stjórnmálahugmynda eru þegar íslenskuð hugtök til. Hugtök sem byggja á alþjóðlegum "stöðluðum" orðum og hugtökum. Til dæmis er bæði anarkismi og syndikalismi svo ekki sé minnst á sósíalisma. Öll þessi hugtök hafa verið notuð í íslenskri umræðu á 20. öld í þessu formi (t.d. Sósíalistaflokkurinn). Auðvita eru Interwikitenglarnir nauðsynlegir en mér sýnist ekki alltaf liggja í augum upp hvað við er átt í þessum nýsmiðum t.d. er mér ekki ljóst hvaða Interwikitengla ætti að ná í fyrir "Stjórnlaus jafnréttishyggja". Masae 19. maí 2006 kl. 08:51 (UTC)
- Já, þú meinar það. Það er svo sem skiljanlegt, en væri þá ekki eðlilegra að nota íslenska ritháttinn á þessum stöðluðu orðum frekar en að skrifa þau upp á ensku? Gætum haft hér inn í sviga anarkó-syndikalismi svo dæmi sé tekið. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19. maí 2006 kl. 12:17 (UTC)
- Fín lausn. Reyndin er sú að þessi „stöðluðu“ orð eru í mörgum tilvikum ekkert staðlaðri en hvað annað; t.a.m. er tæpast hægt að finna efni á íslensku sem fjallar um stjórnleysisstefnu af alvöru. Mér er persónulega ekkert sérstaklega vel við t.d. öll þessi tvíorða heiti, en ég á erfitt með að finna betri þýðingar í þeim tilvikum. Ennfremur er ákjósanlegast ef hægt er að hafa nöfnin meira lýsandi en á ensku; þar af leiðandi „jafnréttishyggja“ frekar en „kvenhyggja“ – en:Feminism. Ég vil benda á að ég er afar opinn fyrir uppástungum að þýðingum, eða spurningum um hvað þýðing á að merkja; smella því bara á Sniðaspjall:Stjórnleysisstefna eða eitthvað... --Odin 19. maí 2006 kl. 14:34 (UTC)
- Mér finnast þetta yfirleitt fínar þýðingar hjá þér. Það er aðeins á tveimur stöðum þar sem mér finnst fara betur á því að nota "-stefna" fremur en "-hyggja", sum sé "samyrkjustefna" og "sameignarstefna" fremur en "samyrkjuhyggja" og "sameignarhyggja". Það er svo víst vonlaust að nota "jafnréttisstefna" í stað "jafnréttishyggja" af því fyrra hugtakið er upptekið við annað. Aðrar tillögur eru "Stjórnleysisskipulag" í stað "stjórnlaust skipulag" og "stjórnlaus umhverfisverndarstefna" í staðinn fyrir "umhverfisvænt stjórnleysi". "Eignaráð" hef ég svo ekki heyrt fyrr. Að öðru leyti ( :) ) finnst mér þetta fínar þýðingar. Það er, eins og þú bendir réttilega á, ekki um auðugan garð að gresja í umfjöllun um anarkisma á íslensku. --Akigka 19. maí 2006 kl. 14:47 (UTC)
- Hm. Það vill svo til að þetta er allt saman rautt; ég ræðst bara í að breyta þessu. :) „Eignarráð“ og „eignarhald“ eru bestu þýðingarnar sem ég hef séð á „property“ og „possession“, eins og þau orð eru notuð í riti Proudhon, og ég tel að þau hugtök eigi erindi þarna inn... Annars kemur mér í hug eitt annað, sem væri „eignarvald“... En nú er þetta komið langt út fyrir greinina sem þetta er hengt við, svo ég hætti bara. :) --Odin 19. maí 2006 kl. 16:14 (UTC)
- Það er reyndar ekki svo að allur feminismi sé jafnréttishyggja og stundum er betra að kalla hann kvenhyggju (enda í raun vart annað en kvenrembingur). Hér á ég við feminisma í akademísku samhengi (franskan póstmódernískan feminisma o.s.frv.) Ég sé nú bara ekki að margt af því komi jafnrétti neitt við en ég verð líka að játa að ég sé ekki að sumt af því komi almennri heilbrigðri skynsemi neitt við heldur. --Cessator 19. maí 2006 kl. 19:06 (UTC)
- Mmmm, vissulega, en það er einmitt sú hugsun sem anarkófemínismi er að talsverðu leyti laus við... Þó vissulega sé hægt, og jafnvel auðvelt, að finna kvenrembing víða. Ekki alveg jafn víða og karlrembu, samt. ;) --Odin 20. maí 2006 kl. 00:08 (UTC)
- Kannski ekki, en svei mér þá ef bullið í þessum tiltekna rembingi vegur ekki bara upp á móti magni hins rembingsins. Mér blöskrar nú bara hreinlega að fólk sem fær kennslustöður í háskólum komist upp með að halda því til dæmis fram að Principia Newtons sé „rape manual“ og að E=mc² sé kynjuð jafna vegna þess að hún „taki ljóshraðann fram yfir hraðann sem er okkur lífsnauðsynlegur“ (á hvaða hátt tekur hún ljóshraða fram yfir einhvern annan hraða? Lýsir hún ekki bara hvernig málum er háttað í efnisheiminum? Og hvaða hraði er okkur lífsnauðsynlegur? Er það 15 km/klst eða 25 km/klst? Og hvernig myndi það gera jöfnuna kynjaða?) Hvað þetta merkir, það er mér hulin ráðgáta en mig grunar að þetta sé bara merkingarlaust kjaftæði, kjaftæði sem gengur undir nafninu feminismi. Hvernig þetta tengist svo þarfri jafnréttisbaráttu, það er mér einnig hulin ráðgáta. En hvað svo sem um þetta verður sagt, þá held ég að jafnréttishyggja sé engan veginn rétt orð yfir þetta. Kvenhyggja er nær lagi. --Cessator 20. maí 2006 kl. 02:02 (UTC)
- Vá, það er alveg hrikalega skemmt. Mætti ég biðja um heimildir, nöfn, tilvísannir eða eitthvað ámóta lesefni sem að ég get notað til þess að lengja líf mitt með aðferðum hlátursins? Það væri líka fínt að geta útilokað einhverja ákveðna háskóla út af listanum yfir "traustverðugar akademískar stofnannir". --Smári McCarthy 20. maí 2006 kl. 04:12 (UTC)
- Þetta er náttúrulega franskur póstmódernískur feminismi en allt sem kennt er við póstmódernisma vekur raunar grunsemdir hjá mér (það fara allir bullmælar umsvifalaust í gang hjá mér þegar pómóið byrjar). Þessar tilteknu tilvitnanir hér að ofan eru í Luce Irigaray (held ég sé að skrifa þetta rétt, hef ekki hugmynd um hvernig á að bera nafnið fram); því miður man ég ekki hvað ritgerðirnar heita, enda legg ég ekki í vana minn að lesa hennar rit. Ég hef þetta upp úr ritum gagnrýnenda hennar en ég treysti því reyndar að þeir fari rétt með beinar tilvitnanir. Ein bók sem ég hafði gaman af er eftir Alan Sokal og Jean Bricmont og heitir Fashionable Nonsense og The Intellectual Imposters (tveir titlar á sömu bók, sá fyrri í Ameríku en sá síðari í Bretlandi). Sokal þessi er sá sami og Sokal gabbið er kennt við. Irigaray hefur líka skrifað ritgerð um Samdrykkju Platons (sem ég las einhvern tímann) sem var alger della og haldið einhverri dellu fram um Tímajos Platons (Sigríður Þorgeirsdótir vísar í þá dellu (með velþóknun) í svari á Vísindavefnum). Held að þú þurfir varla að hafa áhyggjur af þessari bulltísku hvar sem þú verður í stærðfræðinámi, ég verð mest var við þetta innan veggja bókmenntafræðideilda satt að segja. --Cessator 20. maí 2006 kl. 04:39 (UTC)
-
- Hmmm. Er Sigríður Þorgeirsdóttir ekki kennari í heimspeki? --Akigka 20. maí 2006 kl. 10:29 (UTC)
- Jú. --Cessator 20. maí 2006 kl. 14:19 (UTC)
- Hmmm. Er Sigríður Þorgeirsdóttir ekki kennari í heimspeki? --Akigka 20. maí 2006 kl. 10:29 (UTC)
-
- Þetta er náttúrulega franskur póstmódernískur feminismi en allt sem kennt er við póstmódernisma vekur raunar grunsemdir hjá mér (það fara allir bullmælar umsvifalaust í gang hjá mér þegar pómóið byrjar). Þessar tilteknu tilvitnanir hér að ofan eru í Luce Irigaray (held ég sé að skrifa þetta rétt, hef ekki hugmynd um hvernig á að bera nafnið fram); því miður man ég ekki hvað ritgerðirnar heita, enda legg ég ekki í vana minn að lesa hennar rit. Ég hef þetta upp úr ritum gagnrýnenda hennar en ég treysti því reyndar að þeir fari rétt með beinar tilvitnanir. Ein bók sem ég hafði gaman af er eftir Alan Sokal og Jean Bricmont og heitir Fashionable Nonsense og The Intellectual Imposters (tveir titlar á sömu bók, sá fyrri í Ameríku en sá síðari í Bretlandi). Sokal þessi er sá sami og Sokal gabbið er kennt við. Irigaray hefur líka skrifað ritgerð um Samdrykkju Platons (sem ég las einhvern tímann) sem var alger della og haldið einhverri dellu fram um Tímajos Platons (Sigríður Þorgeirsdótir vísar í þá dellu (með velþóknun) í svari á Vísindavefnum). Held að þú þurfir varla að hafa áhyggjur af þessari bulltísku hvar sem þú verður í stærðfræðinámi, ég verð mest var við þetta innan veggja bókmenntafræðideilda satt að segja. --Cessator 20. maí 2006 kl. 04:39 (UTC)
- Vá, það er alveg hrikalega skemmt. Mætti ég biðja um heimildir, nöfn, tilvísannir eða eitthvað ámóta lesefni sem að ég get notað til þess að lengja líf mitt með aðferðum hlátursins? Það væri líka fínt að geta útilokað einhverja ákveðna háskóla út af listanum yfir "traustverðugar akademískar stofnannir". --Smári McCarthy 20. maí 2006 kl. 04:12 (UTC)
- Kannski ekki, en svei mér þá ef bullið í þessum tiltekna rembingi vegur ekki bara upp á móti magni hins rembingsins. Mér blöskrar nú bara hreinlega að fólk sem fær kennslustöður í háskólum komist upp með að halda því til dæmis fram að Principia Newtons sé „rape manual“ og að E=mc² sé kynjuð jafna vegna þess að hún „taki ljóshraðann fram yfir hraðann sem er okkur lífsnauðsynlegur“ (á hvaða hátt tekur hún ljóshraða fram yfir einhvern annan hraða? Lýsir hún ekki bara hvernig málum er háttað í efnisheiminum? Og hvaða hraði er okkur lífsnauðsynlegur? Er það 15 km/klst eða 25 km/klst? Og hvernig myndi það gera jöfnuna kynjaða?) Hvað þetta merkir, það er mér hulin ráðgáta en mig grunar að þetta sé bara merkingarlaust kjaftæði, kjaftæði sem gengur undir nafninu feminismi. Hvernig þetta tengist svo þarfri jafnréttisbaráttu, það er mér einnig hulin ráðgáta. En hvað svo sem um þetta verður sagt, þá held ég að jafnréttishyggja sé engan veginn rétt orð yfir þetta. Kvenhyggja er nær lagi. --Cessator 20. maí 2006 kl. 02:02 (UTC)
- Mmmm, vissulega, en það er einmitt sú hugsun sem anarkófemínismi er að talsverðu leyti laus við... Þó vissulega sé hægt, og jafnvel auðvelt, að finna kvenrembing víða. Ekki alveg jafn víða og karlrembu, samt. ;) --Odin 20. maí 2006 kl. 00:08 (UTC)
- Mér finnast þetta yfirleitt fínar þýðingar hjá þér. Það er aðeins á tveimur stöðum þar sem mér finnst fara betur á því að nota "-stefna" fremur en "-hyggja", sum sé "samyrkjustefna" og "sameignarstefna" fremur en "samyrkjuhyggja" og "sameignarhyggja". Það er svo víst vonlaust að nota "jafnréttisstefna" í stað "jafnréttishyggja" af því fyrra hugtakið er upptekið við annað. Aðrar tillögur eru "Stjórnleysisskipulag" í stað "stjórnlaust skipulag" og "stjórnlaus umhverfisverndarstefna" í staðinn fyrir "umhverfisvænt stjórnleysi". "Eignaráð" hef ég svo ekki heyrt fyrr. Að öðru leyti ( :) ) finnst mér þetta fínar þýðingar. Það er, eins og þú bendir réttilega á, ekki um auðugan garð að gresja í umfjöllun um anarkisma á íslensku. --Akigka 19. maí 2006 kl. 14:47 (UTC)
- Fín lausn. Reyndin er sú að þessi „stöðluðu“ orð eru í mörgum tilvikum ekkert staðlaðri en hvað annað; t.a.m. er tæpast hægt að finna efni á íslensku sem fjallar um stjórnleysisstefnu af alvöru. Mér er persónulega ekkert sérstaklega vel við t.d. öll þessi tvíorða heiti, en ég á erfitt með að finna betri þýðingar í þeim tilvikum. Ennfremur er ákjósanlegast ef hægt er að hafa nöfnin meira lýsandi en á ensku; þar af leiðandi „jafnréttishyggja“ frekar en „kvenhyggja“ – en:Feminism. Ég vil benda á að ég er afar opinn fyrir uppástungum að þýðingum, eða spurningum um hvað þýðing á að merkja; smella því bara á Sniðaspjall:Stjórnleysisstefna eða eitthvað... --Odin 19. maí 2006 kl. 14:34 (UTC)
- Já, þú meinar það. Það er svo sem skiljanlegt, en væri þá ekki eðlilegra að nota íslenska ritháttinn á þessum stöðluðu orðum frekar en að skrifa þau upp á ensku? Gætum haft hér inn í sviga anarkó-syndikalismi svo dæmi sé tekið. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19. maí 2006 kl. 12:17 (UTC)
- Rétt er. Það er í raun alls ekki ensku heitin sem ég sakna hins vegar að fyrir stóran hluta þessara stjórnmálahugmynda eru þegar íslenskuð hugtök til. Hugtök sem byggja á alþjóðlegum "stöðluðum" orðum og hugtökum. Til dæmis er bæði anarkismi og syndikalismi svo ekki sé minnst á sósíalisma. Öll þessi hugtök hafa verið notuð í íslenskri umræðu á 20. öld í þessu formi (t.d. Sósíalistaflokkurinn). Auðvita eru Interwikitenglarnir nauðsynlegir en mér sýnist ekki alltaf liggja í augum upp hvað við er átt í þessum nýsmiðum t.d. er mér ekki ljóst hvaða Interwikitengla ætti að ná í fyrir "Stjórnlaus jafnréttishyggja". Masae 19. maí 2006 kl. 08:51 (UTC)
- Fyrir svo utan það að það er ekkert eðlilegra að hafa enska nafnið á þessu í greininni frekar en þýska, danska eða rússneska. Í stað þess að vera velja á milli er þetta auðleyst með interwikitenglunum sem eru akkúrat fyrir þetta. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. maí 2006 kl. 13:46 (UTC)