Gláka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gláka er heiti notað yfir hóp sjúkdóma sem herja á sjóntaugina og fela í sér tap taugahnoða sökum þrýstings í auganu.

Framan við augasteininn er þunnur augnvökvi. Hann skilst út úr æðum í brárbaug, nærir glæruna og berst svo um fíngerðar rásir framan við lithimnuna inn í blóðrásina. Ef rásirnar stíflast eykst þrýstingur inni í auganu og veldur gláku, sem truflar sjón og veldur blindu ef ekki er að gert. Gláku er haldið í skefjum með lyfjum, leisigeislum eða skurðaðgerð.

[breyta] Tenglar

Grein um gláku á doktor.is

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.  

Á öðrum tungumálum