Antonínus Píus
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Titus Aurelius Fulvus Boionius Arrius Antoninus Pius (19. september 86–7. mars 161) var rómverskur keisari frá 138 til 161. Hann var fjórði hinna svonefndu fimm góðu keisara. Hann hlaut viðurnefnið „Pius“ eftir valdatöku, sennilega af því að hann þvingaði öldungaráðið til þess að lýsa yfir guðdómleika Hadríanusar að honum látnum.
|