Gottskálk Keneksson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gottskálk Keneksson (stundum skrifað Kæneksson) var norskur biskup að Hólum 1442 - 1457. Hann fékk umboð yfir Skálholtsstól 1449 og hélt um skeið erkibiskupslénunum Odda, Breiðabólstað og Grenjaðarstað. Gottskálk var eindreginn stuðningsmaður dansk-norsku stjórnarinnar á Íslandi á tímum er losarabragur var á kirkjumálum og Englendingar reyndu að auka ítök sín á Íslandi.