Spjall:Sauðfé
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Varðandi síðustu breytingar
Ég tók tilbaka breytingar 69.209.190.30 vegna þess að mér fannst íslenska ærin svo voðalega skjátuleg. Hún er til skammar, greyið. Í sambandi við heimalingana, eru þeir kallaðir heimalingar bæði hjá mér og hjá ömmu minni og afa, en það orð er trúlega mismæli á heimalningum. Mér finnst samt réttast að taka bæði tvennt fram, til að sporna við öllum ruglingi. --Jóna Þórunn 10. júní 2006 kl. 15:02 (UTC)
- Það er hins vegar mjög fín ljósmynd af íslenskum kindum á greininni klaufdýr. --Akigka 10. júní 2006 kl. 15:10 (UTC)
- Já, hún er mjög fín sú. Mér er svo sem alveg sama hvaða mynd er, bara að hún sé sjálfri sér til sóma :) --Jóna Þórunn 10. júní 2006 kl. 15:12 (UTC)
- Persónulega finnst mér nú myndin sem var betri en myndin sem er :p En það er bara mín skoðun. Þessi blái blettur er það sem fer mest í taugarnar á mér við núverandi mynd, og ullin sem virðist vera að detta af aftan á henni (hei! ég er borgarbarn! veit ekkert um kindur!) --Sterio 10. júní 2006 kl. 17:48 (UTC)
-
- Það eru margar myndir fínar, t.d. þessi sem fylgir innslaginu mínu, en hún er Úrvalsmynd skv. Commons. Mér finnst hún þó of "Litli grísinn Babe"-leg, svona hálf gervilegar kindur. En þetta er nú einu sinni Merino. --Jóna Þórunn 10. júní 2006 kl. 18:02 (UTC)
-
Þessa setningu þarf einhver fróður um sauðburð að laga til að hún skiljist (síðasta hluta hennar þeas): Ekki gengur burðurinn alltaf sem skyldi og því þarf maðurinn stundum að grípa inn í, sérstaklega ef lömbin eru flækt saman, þau komi einungis með höfuð aftur í grind eða komi á afturlöppunum.
- Hvað er óljóst? --Jóna Þórunn 05:15, 24 mars 2007 (UTC)
Ja, setningin gengur ekki nógu vel upp í það fyrsta. Skoðum hana:
Ekki gengur burðurinn alltaf sem skyldi og því þarf maðurinn stundum að grípa inn í, sérstaklega ef lömbin eru flækt saman, þau komi einungis með höfuð aftur í grind eða komi á afturlöppunum.
Það þarf í raun að vera punktur eftir SAMAN. Því viðtekur: ÞAU komi... og þetta læsist ekki saman við fyrri hlutann. Hann er líka dálítið ruglingslegur seinni hlutinn. Ég held þú vitir meira um þetta en ég. En hvernig væri:
Ekki gengur burðurinn alltaf sem skyldi og því þarf maðurinn stundum að grípa inn í, sérstaklega ef lömbin eru flækt saman. Það á líka við ef höfuðið á lambinu liggur út í grind mæðrunar, en þá þarf að smokra hendi inn í burðarveginn og snúa lambinu. Einnig getur lambið komið út á afturfótunum og þá er hætta á að það kafni ef það er ekki snögglega dregið út úr burðarveginum.
Neinei, þetta er ekki fullkomið, en skilirðu hvað ég á við. Ég býst við að þú vitir MIKLU meira um þetta en ég. Greinin er vel skrifuð, og því hnaut ég um þessa setningu.
mæðra: (kv) dýr sem er móðir (einkum lambær).
Sendi þér þetta líka ef þú gætir notað það:
cheviotfé: () sbr.: Vér þurfum ekki að vera neitt hrifnir af árangri þeim sem komið hefir í ljós á Sauðfjárbúinu á Hodne með Cheviotféð. (Freyr IV, 35). / kamgarnsefni [ [...]] ofið úr ull af cheviotfé. (EEGuðjDúk, 112).
cheviotkyn: () sbr.: Það sauðfjárkyn, sem mestri útbreiðslu hefur náð í Noregi nefnist cheviotkyn. (Bún 1904, 259).
fjallafé: (h) 1. snæfé, sauðfjártegund (Ovis montana).
karakúlfé: (h) (nísl) sérstök sauðfjártegund (upprunnin í Úsbekistan); nefnt eftir þorpi í Úsbekistan þar sem þessi sauðfjárræktun hófst.
kleifafé: (h) íslenskt sauðfjárkyn, kollótt með mörgum dyndilliðum, ættað frá Kleifum í Gilsfirði.
langullarkynungur: ()
spikdyndilfé: (h) sauðfjártegund sem safnar sérstaklega mikilli fitu á rófuna.
stuttrófukyn: (h) sauðfjárkyn með stutta rófu (dyndil), íslenska sauðkindin er afbrigði af norðurevrópsku stuttrófukyni.
svarthöfðakyn: () sbr.: Hér skal [ [...]] skýrt frá [ [...]] Cheviotkyninu og svarthöfða-kyninu. (Bún 1906, 197).
svarthöfða(sauð)fé: (h) sérstakt sauðfjárkyn í Skotlandi, svart á höfuð og fætur. / skoskt, hyrnt sauðfjárkyn; harðgert, smávaxið með hvítan búk en svart höfuð og fætur. Ullin er með langt tog; flutt til Ísl. eftir 1940 til kynbóta en hvarf úr stofninum við fjárskiptin 1951-54.
úr burðarveginum - er sjálfsagt ofaukið þarna í lokin í þesarri tilraun minni til að laga þetta. - Hákarl.