Spjall:Grásteinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stenst þessi grein stubbaprófið? Verður nokkurn tímann hægt að skrifa mikið lengri grein án þess að lenda í frumrannsóknum? --Cessator 15:10, 22 september 2006 (UTC)

Hljómar meira eins og túristabæklingur en alfræðirit. --Jóna Þórunn 22:33, 2 október 2006 (UTC)
Það eru nú margar styttri greinar á íslensku wikipedia. Eftir því sem ég best veit er þessi steinn ákveðið þekkt kennileiti í sveitafélaginu sem hann er í og stjórnmálafélag heitir eftir steininum. Bendi einnig á að myndir eru líka upplýsingar og sá sem skrifaði þessa grein (nemandi minn) tók myndirnar. Ég benti nemendum mínum á að skrifa um staði fremur en fólk vegna þess að ég taldi það auðveldara fyrir byrjendur. Byrjendur lenda í mörgum hremmingum á wikipedia og það er fáum tamt að skrifa greinar í alfræðirit. það þarf að lærast. Ég er að leita að einföldustu leiðinni til að kenna kennaranemum það. --Salvör Gissurardóttir 01:58, 3 október 2006 (UTC)
Vissulega eru styttri greinar, en þegar ég spurði var greinin samt svona: „Grásteinn er steinn á Álftanesi. Honum fylgir sú trú að þar búi álfar.“ Þá var þetta öll greinin og því kannski ekki óeðlilegt að spyrja. Það er alls ekki sjálfgefið að hægt sé að skrifa lengri grein um stein. Ég hef annars ekkert á móti þessari grein. Hún er prýðileg viðbót við alfræðiritið. Hvað bestu leiðina til að læra að skrifa greinar í alfræðirit varðar, þá held ég að kennslufræði Rómverja í mælskulist dugi prýðilega: maður lærir að verða góður ræðumaður og stílisti með því að herma eftir góðum höfundum; þannig nær maður tökum á fáguðum stíl sem maður getur svo vikið frá síðar. Ætli það sé ekki best fyrir þá sem vilja læra að skrifa góðar greinar á Wikipediu að byrja á að herma eftir góðum greinum (t.d. úrvals- og gæðagreinum) einkum með tilliti til uppbyggingar og frágangs. --Cessator 02:23, 3 október 2006 (UTC)
Sammála Cessator varðandi stílinn. Sérstaklega ætti að passa hvítgeimsnotkunina (whitespace). --Jóna Þórunn 13:07, 3 október 2006 (UTC)