Spjall:Sprettbókagerð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ekkert á móti þessari síðu; það er til síða um þessa tegund bóka á ensku wikipedíu (http://en.wikipedia.org/wiki/Pop-up_book). Sprettbók finnst mér þó ekki nógu góð þýðing á pop-up book. Kannski ætti að kalla þetta Uppsprettibók eða Flettisprettibók (sbr. sprettihnífur, gamalt orð yfir vasahníf (líka kallaður skaftfellingur). Eða kalla þetta Flettisprettu eða Upplyftingarbók eða eitthvað slíkt. -- Sprettbókagerð? Ég hélt fyrst að hér væri kominn kafli hvernig ætti að skrifa heila bók á mjög skömmum tíma. Hvað segið þið? Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 85.197.210.44 (spjall) · framlög

Í fyrsta lagi getur greinin ekki verið hérna undir titlinum „Sprettbókagerð“ því Wikipediu-greinar eru ekki leiðbeiningasíður um hvernig á að gera eitthvað. En það er auðvitað ekkert mál að færa hana yfir á „Sprettbækur“ (eða einhvern annan titil). Hins vegar verður þá að vera eitthvað annað en tenglar yfir á ítarefni og myndir; síðan verður að innihalda grein auk tengla. En ef enginn er tilbúinn að skrifa hana á næstunni, þá legg ég til að síðunni verði eytt þangað til sá tími kemur að einhver nennir að taka það að sér. Hvað nafn greinarinnar varðar er gott að hafa í huga að það er ekki hlutverk Wikipediu að finna upp ný eða betri heiti yfir hlutina. Ég veit ekki hvort orðið „sprettbók“ er til eða ekki (finn það ekki í Orðabók Háskólans) en áður en við veltum fyrir okkur hvert besta orðið væri hygg ég að athuga hvort það sé ekki þegar til orð um þetta og ef það finnst, þá notum við það. Salvör veit vonandi meira um það. --Cessator 17:00, 17 mars 2007 (UTC)