Aldurstakmark (kvikmyndir)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aldurstakmark er yfirleitt stjórnað af ríkinu til að vernda blíðunarkennd barna. Kvikmyndahús og vídeóleigur á íslandi er skyllt að fara eftir þeim aldurstakmörkunum sem gefin eru.
Efnisyfirlit |
[breyta] Saga eftirlits kvikmynda á Íslandi
Árið 1920 hóf Nýja bíó að banna börnum innan sextán ára inngöngu að almennum sýningum og hafa í staðin tvisvar í viku sérstakar barnasýningar með efni sem hæfir þeim betur. Kvikmyndaeftirlit ríkisins var stofnað árið 1932 og starfaði til 1997. Það ár tók Kvikmyndaskoðun við starfseminni og sá um skoðun kvikmynda til ársins 2006. Þá tók SmáÍs við þessari starfssemi.
[breyta] Klipping kvikmynda
Kvikmyndaeftirlit Ríkisins hafði í undantekningum bannað kvikmyndir, og gaf framleiðendum kost á að leggja fram klifta útgáfu af myndinni, og var þá gefin út með hæðsta aldurstakmark. Þegar Kvikmyndaskoðun tók við störfum var þessu alfarið hætt, og engar myndir hafa verið klipptar eða bannaðar.
[breyta] Skýringar á aldurstakmörkum 1997 - 2006
- L: Þessi kvikmynd er leyfð til sýninga fyrir alla aldurshópa.
- LH: Þessi kvikmynd er ekki við hæfi mjög ungra barna. (aðeins á myndbandi)
- 10: Þessi kvikmynd er bönnuð börnum yngri en 10 ára. (aðeins í kvikmyndahúsum)
- 12: Þessi kvikmynd er bönnuð börnum yngri en 12 ára.
- 14: Þessi kvikmynd er bönnuð börnum yngri en 14 ára. (aðeins í kvikmyndahúsum)
- 16: Þessi kvikmynd er bönnuð börnum yngri en 16 ára.
- AB: Alfarið bönnuð. (1932 - 1997)
[breyta] Skýringar á núgildandi aldurstakmörkum
Núgildandi aldurtakmarkanir tóku gildi 2006:
- L: Leyfð öllum aldurshópum.
- 7: Ekki við hæfi yngri en 7 ára.
- 12: Ekki við hæfi yngri en 12 ára.
- 16: Ekki við hæfi yngri en 16 ára.
- 18: Ekki við hæfi yngri en 18 ára.
Skýringar fyrir aldurstakmörkunum gætu verið allt að sex. Þær eru
- Ofbeldi
- Kynlíf
- Eiturlyf
- Hræðsla
- Fordómar/misrétti
- Blótsyrði
[breyta] Hlekkir
http://hubble.mmedia.is/domino/Kvikmynd/kvikrep.nsf/Allar+myndir?OpenView