Spjall:Π

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bætti við REDIRECT í færslu wiki/pi þar sem ég geri ráð fyrir því að flestir þeir sem leiti að upplýsingum um π slái inn "pi".

Spurning að færa þessa færslu yfir í &pi (& og pi skrifað saman) þar sem það lítur aðalega fallegra út? Er þannig í ensku útgáfunni. Ég kann bara ekki að færa heilar færslur. ;)

Efnisyfirlit

[breyta] Π og π

Í hvaða tilfellum er Π notað í stað π ? (Stórt og lítið pí) -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 20:53, 22 Jul 2004 (UTC)

Sæll Ævar, ég var að koma úr sumarfrísleiðangri (gaman!)
Munurinn á stóru PÍ og litlu pí er sá, að stóra PÍ er notað til að tákna keðjumargfeldi alveg með sama hætti og summutáknið er notað til að tákna langar summur, sem hægt er að formúlera. Dæmi: Margfeldið 3 x 5 x 7 x 9 x 11 x 13 x 15 = PÍ(i=1,7)2i+1. Fyrirgefðu að ég nennti ekki að gá að því hvernig þetta væri sett upp með stærðfræðilegum hætti , en ef þörf krefur þá er ég alveg til í það! Litla pí er hins vegar einvörðungu notað til að tákna hið fasta hlutfall á milli ummáls og þvermáls í hring, ca. 3,1415926..... (Moi)

Þakkir fyrir svarið, spurning að bæta þessu í greinina. Og já, það er hægt að gera svona skemmtilegar undirskriftir með --~~~~ eða með því að ýta á undirskriftartakkan þarna eftist, svo fólk viti nú hver mælir;) -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 18:06, 25 Jul 2004 (UTC)

Alveg rétt Ævar, það er sjálfsögð kurteisi að merkja skrif sín af þessu tagi. Hins vegar sést í Nýlegum breytingum hver hlut á að máli, svo að það er nú ekki alveg hulið. Mér finnst samt alveg sjálfsagt að merkja skrif mín og geri það hér með! --Moi 20:20, 25. júl 2004 (UTC)

[breyta] Skekkja π

Skrifaði eitthvað um nákvæmni π hér en var ekki viss um hvort það væri algert bull þannig ég tók það af greininni, bíður yfirferðar. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:09, 18 sep 2004 (UTC)

[breyta] Nafn greinarinnar

Ég legg til að nafninu verði breytt þannig að íslenska "rómverskunin" ráði (Pí eða Pi). Nákvæmlega það er gert á ensku útgáfu Wikipedia. Varla myndum við nefna grein um Shostakovich, Шостакович (eða hvað?)

--Geithafur 13. des. 2005 kl. 14:13 (UTC)

[breyta] Hlekkir bilaðir

Hlekkirnir á pí með aukastöfum eru eitthvað bilaðir, þeir vísa á tómar wikisource síður. --Matti 24. febrúar 2006 kl. 07:19 (UTC)