Heimsvaldastefna
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heimsvaldastefna er hugtak sem notað er yfir árásarhneigða utanríkisstefnu stórvelda þar sem þau leggja undir sig, með einum eða öðrum hætti, önnur ríki og verða þar með heimsveldi. Lykilatriði getur verið að ná yfirráðum yfir náttúruauðlindum landsins eða hafa ítök í stjórnmálalífi landsins. Kenningin um heimsvaldastefnu var þróuð í kjölfarið á nýlendutímabilinu sem hófst á 19. öld og lauk, samkvæmt algengri söguskoðun, um miðja 20. öldina.