Spjall:Þverstæður Zenons

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Niðursöllun í fáránleika?? Hvaðan kemur þessi þýðing? Franska þýðingin: Raisonnement par l'absurde er viðruleg þýðing og ætti einnig að gefa hugmynd um hvernig mætti þýða þetta betur. Eða sú hollenska: indirect bewijs (sem er einsog sú sænska). Sú þýska er einnig nokkuð lýsandi þó þeir gefi ekki upp neitt fast. Já, það bara hlýtur að vera til betri íslensk þýðing á þessu orðasambandi.

Ég finn eitt dæmi í Andvara um þessa notkun: Hér höfum við niðursöllun í fáránleika á þessari greinargerð fyrir sköpunarmætti mannlegs máls. - Hún er frá 1985. En það er eitthvað kjánalegt við þessa þýðingu, svona einsog hún sé gerð af vanhugsandi skrælingja með götóttan kafbojhatt. Ég hef reynt allt, reynt að ímynda mér að þýðingin sé gerð af hendi Sveinbjarnar Egilssonar og allra töframanna íslenskunnar saman í einu herbergi, en hún er samt undarleg. Og afhverju í? í fáránleika? Og afhverju niðursöllun? Þetta hljómar jafn illa og slagorð Hróa Hattar: Við erum bestir í Pizzum. Hvernig er hægt að vera bestur í pizzum? Kannski pizzugerð já, en pizzum?? Allt um það, ég er kominn langt frá kjarna málsins. Hvaðan kemur þessi þýðing og er hún í alvöru notuð í rökfræði í Háskólanum eða af einhverjum sem vit er í? Þetta kann að hljóma sem fýla, útúrsnúningur og leiðindi, en ég næ ekki þýðingunni...

Í stærðfræði og rökfræði er það að sáldra og salla notað um að útiloka eitthvað kerfisbundið (að sáldra þýðir að sigta á meðan að salla þýðir að mölva, sem eru ágætis myndlíkingar fyrir það sem verið er að gera). Þegar röksemd hefur verið niðursölluð svoleiðis að ekkert stendur eftir nema fjarstæða má draga þá ályktun að röksemdin fæst ekki staðist og ályktun má draga af því. Mér finnst þetta ágætis þýðing, kannski getur Cessator útskýrt þetta betur. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12:14, 4 apríl 2007 (UTC)
Ég bæti því einu við að þetta er vissulega hefðbundin og viðtekin þýðing á reductio ad absurdum meðal íslenskra heimspekinga. Það er talað um niðursöllun í fáránleika í rökfræðibókum Erlends Jónssonar, sem allir heimspekinemar á Íslandi þurfa að lesa, og sjálfur Þorsteinn Gylfason talaði um niðursöllun í fáránleika, bæði í ræðu og riti. Þumalfingursregla: Ef Þorsteinn getur sagt það, þá er það nógu gott fyrir mig :) --Cessator 18:10, 4 apríl 2007 (UTC)
Þess má geta að dæmið úr Andvara (1985) er nær örugglega úr ritgerð Þorsteins Gylfasonar, „Tónlist, réttlæti og sannleikur“. En af því að það er svo gaman að geta bent á eitthvað sem aðrir notendur geta skoðað sjálfir má benda á grein eftir íslenska heimspekinginn Kristján Kristjánsson, „Uppgötvunarnám — móttökunám“, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 20. september 1986 (sbr. þetta). --Cessator 19:41, 4 apríl 2007 (UTC)

Alltaf þarf maður að éta allt ofan í sig. Treysti Þorsteini, þó þetta í þarna fari ótrúlega í taugarnar á mér. Í fáránleika sínum - segja menn vissulega. Svo ég þegi. Hefur þetta aldrei verið kallað mótsagnasönnun á íslensku? Eða óbein sönnun? - Hákarl.

Óbein sönnun er samheiti, en ekki eins lýsandi, a.m.k. ekki í heimspekilegu samhengi. --Cessator 01:44, 5 apríl 2007 (UTC)