Aldinbori
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
aldinbori eða aldinborri (Melolontha melolontha) (ensku: cockchafer) er bjalla af ýflaætt og undirætt aldinbora.
Aldinborinn er svartur á höfði og frambol með rauðbrúna þekjuvængi og karldýrið með stóra, blævængslaga fálmara. Aldinborinn nærist á trjálaufi en lirfurnar lifa í jarðvegi og verða fullþroska á fjórum árum. Aldinborar valda oft miklu tjóni með því að naga rætur nytjaplantna. Hann er algengur í Evrópu og verður allt að 3 cm á lengd og fer um í rökkri með miklum vængjadrunum.