Hoba-loftsteinninn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hoba-loftsteinninn.
Hoba-loftsteinninn.

Hoba-loftsteinninn er þyngsti loftsteinn á jörðinni og stærsti náttúrulegi járnklumpur sem fundist hefur. Loftsteinn þessi er nefndur eftir fundarstað sínum, Hoba West bóndabænum, sem er nálægt Grootfontein í Namibíu. Loftsteinninn fannst árið 1920, og hefur ekki verið fluttur frá lendingarstað sínum, en hann skall á jörðina fyrir 80.000 árum síðan.

Á öðrum tungumálum