Spjall:Meðalhraði
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein á frekar að flokkast sem eðlisfræði en stærðfræði, því að hraði og meðalhraði eru eðlisfræðileg hugtök. --Moi 21:47, 13 okt 2004 (UTC)
Fór bara að pæla, meðalhraði er í raun það sem maður kallar bara venjulega hraði! Það er, vegalengd deilt með tíma. Veit ekki af hverju það er eitthvað sérstaklega verið að púkka upp á meðalhraða... --Heiða María 01:32, 18 mar 2005 (UTC)
- Hérna er verið að skilgreina þetta eðlisfræðihugtak, og ég allavegana hugsa ekki um þetta sem sama hlutinn. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:33, 18 mar 2005 (UTC)
- Sjá samt velocity og speed. Í raun er álíka fáránlegt að skilgreina meðalhraða og að skilgreina sérstaklega meðaltíma, meðalvegalengd, meðalhæð, meðalþyngd, meðal______ (setjið hér inn í hvað sem er). ;-)--Heiða María 01:39, 18 mar 2005 (UTC)
- Ég er sammála því, enda virðist fólk mikið vera fyrir það hér að drita niður greinum í allar áttir þegar betra væri að sameina efnið í eina ítarlega umfjöllun (*bendir putta ásökunarinnar*). —Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:41, 18 mar 2005 (UTC)
- Sjá samt velocity og speed. Í raun er álíka fáránlegt að skilgreina meðalhraða og að skilgreina sérstaklega meðaltíma, meðalvegalengd, meðalhæð, meðalþyngd, meðal______ (setjið hér inn í hvað sem er). ;-)--Heiða María 01:39, 18 mar 2005 (UTC)
- Ef þú situr í bíl og keyrir fyrst á 30km/h út götuna í 1 mín og síðan á 90km/h í 1 mín þá myndir þú ekki segja að hraðinn hafi verið 60km/h. Hraðinn var fyrst 30km/h og síðan 90km/h. Meðalhraðinn var 60km/h. Þannig að svarið er nei, skilgreiningin á meðalhraða á síðunni samsvarar eðlilegri málnotkun. Hvað varðar meðaltíma eða meðalvegalengd þá eru það ekki sambærileg orð. Meðalvegalengd er venjulega einfalt meðaltal nokkurra vegalengda, t.d. meðalvegalengd sem börn í 8. bekk HG þurfa að ganga í skólann er einfalt meðaltal 22gja talna. OliAtlason 04:20, 18 mar 2005 (UTC)
- Tek undir með ásökunarbendurum. Eðlilegast að ræða um þetta í greininni Hraði, en að ræða um meðaltal almennt séð.--Magnús Þór 2. ágúst 2006 kl. 14:15 (UTC)