Rúanda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Republika y'u Rwanda
Fáni Rúanda Skjaldamerki Rúanda
(Fáni Rúanda) Skjaldarmerki Rúanda
Kjörorð: Frelsi, samvinna, framþróun
Mynd:LocationRwanda.png
Opinbert tungumál kinyarwanda, franska, enska og svahílí
Höfuðborg Kígalí
Forseti Paul Kagame
Forsætisráðherra Bernard Makuza
Flatarmál
 - Samtals
 - % vatn
144. sæti
26.338 km²
5,3 %
Mannfjöldi
 - Samtals
 - Þéttleiki byggðar
91. sæti
7.312.756
281/km²
Sjálfstæði
Dagur
frá Belgíu
1. júlí, 1962
Gjaldmiðill rúandískur franki
Tímabelti UTC+2
Þjóðsöngur Rwanda nziza
Þjóðarlén .rw

Rúanda er lítið landlukt land í Mið-Afríku við Stóru vötnin. Það á landamæriÚganda, Búrúndí, Lýðveldinu Kongó og Tansaníu. Rúanda er frjósamt, hæðótt land og hefur verið kallað „þúsund hæða landið“ (pays des mille collines). Það er með þéttbýlustu löndum álfunnar. Landið varð hluti af Þýsku Austur-Afríku 1895, en varð að belgísku verndarsvæði eftir fyrri heimsstyrjöldina þar til það fékk sjálfstæði 1962. 1994 komst þjóðarmorðið í Rúanda í heimsfréttirnar þar sem hundruð þúsunda voru drepin á örskömmum tíma.


Þessi grein sem tengist Afríku er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.