Spjall:Alsír
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
"Etní" ???--Akigka 22. febrúar 2006 kl. 12:03 (UTC)
- Einmitt, og „stofnunarmýta“... --Bjarki 22. febrúar 2006 kl. 12:07 (UTC)
- Þetta á greinilega að vera þjóðernisátök. Þjóð þarf ekki að eiga ríki til að geta talist þjóð. --Stalfur 22. febrúar 2006 kl. 12:11 (UTC)
Þar sem ég skrifaði nú þessa grein finnst mér það skylt að skýra þessi tvö hugtök lauslega. Guðmundur Hálfdánarson gerir þessum hugtökum góð skil í bók sinni Íslenska Þjóðríkið. uppruni og endamörk. Þar segir hann að etní, sem að enn vantar almennilegt íslenskt orð yfir, sé samfélagshópur sem deilir með sér m.a. sögulegu minni og tungu. Hópurinn lýtur þó ekki á sig sem þjóð eða þjóðarbrot. Dæmi um slík etní eru t.a.m. Berbar í N.-Afríku, Íslendingar fyrir þjóðernisvakningu og Bretónar í N.-Frakklandi. Stofnunarmýta er einfaldlega sú hugmynd hópsins hvernig hann er tilkominn. Stofnunarmýta Ísrael er t.d. komin úr biblíunni, íslenska stofnunarmýtan finnst í Íslendingabók og Landnámu en ein sú athyglisverðasta að mínu mati er enska mýtan um Vilhjálm sigurvegara (sem sigraði jú Englendinga). Vonandi kemur þetta að notum.
- Þetta orð „etní“ er sem sagt óþarfa orðskrípi til að lýsa þjóðarbroti sem jafnan lítur ekki á sig sem þjóð. Hvað kalla menn þetta annars á ensku? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23. febrúar 2006 kl. 18:00 (UTC)
Þetta er nefninlega ekki þjóðarbrot heldur einhverskonar millistig á milli þess og þjóðar, ef það er hægt að raða hópum eftir því hversu mikið þeir eru þjóðir. Á ensku er þetta kallað "ethny" (að ég tel) en "ethnie" á þýsku og frönsku, íslenska orðskrípið er því einfaldlega hljóðmynd þeirra erlendu sem eiga rót sína í gríska orðinu "ethnos". Það eru ágætar greinar um þetta á þýsku og frönsku Wikipedia en ég fann því miður ekkert um þetta á þeirri ensku. Agustmar 1. mars 2006 kl. 10:02 (UTC)
- Samkvæmt frönsku og þýsku [Wikipedia] er þetta nákvæmlega sami hluturinn. Ég sé enga þörf fyrir þetta orð, þó ekki væri nema fyrir að vera illa skilgreint fyrirbrigði. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. mars 2006 kl. 10:28 (UTC)
Hérna er þetta komið. Samkvæmt Gunnari Karlssyni í grein hans "Syrpa um þjóðernisumræðu" sem birtist í Skírni 2004;178 (vor), bls. 153-201 er etní hópur sem gengur "undir sameiginlegu þjóðarheiti, ætti oftast upprunagoðsögn [stofnanamýtu] og sögu, hefði sérstaka menningu (mál og/eða trúarbrögð o.fl.), tengsl við ákveðið land og nokkra samstöðukennd. Hópur af þessu tagi hefur ekki endilega neinn áhuga á að mynda sérstaka pólitíska heild. Hins vegar er hópur sem hefur fengið enska heitið nation og má segja að sé ethnie sem vill endilega mynda sérstakt ríki og er þannig haldið þeirri áráttu sem er kölluð nationalism á ensku. [...] Ethnie + nationalism = nation." Gunnar Karlsson kallar þetta þjóð annars vegar en pólitíska þjóð eða ríkisþjóð hins vegar. Guðmundur Hálfdánarson vill aftur á móti tala um Þjóðflokkasamfélag og þjóð. Þetta er að finna í fyrrnefndri grein Gunnars. --Ágúst Már Ágústsson 11. apríl 2006 kl. 20:14 (UTC)