27. september
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2006 Allir dagar |
27. september er 270. dagur ársins (271. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 95 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1264 - Þórður Andrésson, goðorðsmaður á Völlum á Rangárvöllum, var veginn af mönnum Gissurar Þorvaldssonar, jarls. Þórður var eftir dauða sinn nefndur síðasti Oddaverjinn.
- 1922 - Fyrsta íslenska myntin fór í dreifingu í Reykjavík. Voru það 10 aura og 25 aura peningar. Krónupeningur var ekki sleginn fyrr en 1925.
- 1941 - Menningar- og minningarsjóður kvenna var stofnaður.
- 1958 - Í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð var reist minnismerki um Þorstein Erlingsson á aldarafmæli hans. Þorsteinn ólst upp í Hlíðarendakoti.
- 1963 - Kona á leið frá Akureyri til Reykjavíkur varð milljónasti farþegi Flugfélags Íslands.
- 1966 - Rússneska skemmtiferðaskipið Baltika lagði upp í mjög umtalaða ferð frá Reykjavík til Svartahafs með 421 farþega. Áfengisneysla þótti keyra um þverbak í ferðinni.
- 1981 - Pétur Sigurgeirsson, 62 ára prestur og vígslubiskup var settur í embætti biskups yfir Íslandi.
[breyta] Fædd
- 1856 - Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ritstjóri og kvenréttindafrömuður (d. 1940).
- 1947 - Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari.
- 1951 - Marvin Lee Aday, (Meat Loaf).
[breyta] Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |