Wikipedia:Vissir þú...
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- ... að Hoba-loftsteinninn hefur legið óhreyfður þar sem hann lenti nálægt Hoba West-bóndabænum í Namibíu fyrir um 80.000 árum síðan?
- ... að Dyrhólaey er ekki eyja heldur móbergsstapi sem skagar út í sjó?
- ... að kakemono er austurasískt málverk á pappírs- eða silkirenningum sem eru festir við kefli að neðanverðu?
- ... að maurar eru félagsskordýr sem tilheyra ættbálki æðvængja líkt og vespur og býflugur?
- ... að varpasveifgras þykir ágætis beitarplanta en þykir ekki æskileg í túnum og er talin til illgresis?
- ... að Brown-háskóli er eini háskóli Bandaríkjanna sem býður upp á grunnnám í Egyptalandsfræðum?
Úr nýjustu greinunum – Eldra