Handbolti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Handboltaleikur á Ólympíuleikunum í Sydney 2000.
Handboltaleikur á Ólympíuleikunum í Sydney 2000.

Handknattleikur eða handbolti er hópíþrótt þar sem tvö sjö manna lið keppast um að koma bolta í mark. Einn liðsmaður úr hvoru liði er markmaður og er sá eini sem má stíga inn í markteiginn á sínum vallarhelmingi. Í vörn standa hinir sex utan teigsins og reyna að hindra sókn andstæðinganna, í sókn sækja þeir að hinu markinu og reyna koma boltanum í mark andstæðinganna. Liðsmenn mega ekki taka fleiri en þrjú skref án þess að drippla boltanum og mega ekki halda boltanum án þess að senda eða skjóta í meira en þrjár sekúndur. Í hverju liði eru tveir hornamenn, tvær skyttur, einn miðjumaður og einn línumaður.

Þetta er virkilega hröð og skemmtileg íþrótt þar sem að gjarnan er skorað mjög mikið af mörkum.


Þessi grein sem fjallar um íþrótt er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum