Rúmfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rúmfræði er undirgrein stærðfræðinnar sem á uppruna sinn að rekja til þess að menn vildu geta reiknað út fjarlægðir í rúmi. Ásamt talnafræði, er rúmfræði elsta grein stærðfræði.

Rúmfræði snýst um að geta reiknað út lögun og stærð, eða rúmfræðilega eiginleika hluta. Evklíð, forn-grískur stærðfræðingur er oft nefndur faðir rúmfræðinnar. Miklar breytingar urðu á skilningi manna á rúmfræði á fyrri hluta 19. aldar þegar fram komu nýjar kenningar um rúmfræði sem byltu þeirri sem Evklíð hafði skilgreint.

[breyta] Tenglar