Anna Nicole Smith
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vickie Lynn Hogan betur þekkt sem Anna Nicole Smith (28. nóvember 1967 – 8. febrúar 2007) var bandarísk fyrirsæta og leikkona. Giftist 27 ára gömul milljónamæringnum J. Howard Marshall. Hann var þá 89 ára gamall og bundinn við hjólastól og lést tæpu ári síðar. Það má segja að Anna hafi verið fræg fyrir það að vera fræg líkt og Paris Hilton er nú.
Efnisyfirlit |
[breyta] Ævi
Vickie Lynn Hogan fæddist þann 28. nóvember árið 1967 í Houston í Texas. Hún var einkabarn hjónanna Donald Eugene Hogan (fæddur 12. júlí 1947) og Virgie Mae Tabers (fædd 12. júlí 1951). Þau giftu sig í febrúar 1967. Foreldrar Vickie skyldu 4. nóvember 1969 þegar hún var tveggja ára gömul. Faðir hennar fór frá mæðgum þegar Anna var nýfædd. Móðir hennar aldi Vickie litlu og flengdi og barði hana oft. Hún gekk í skóla í Houston en gafst upp á menntaskóla og flutti frá móður sinni fimmtán ára gömul. Hún giftist fyrst 17 ára.
[breyta] Frægð
Vickie varð fyrst fræg þegar hún var mynduð fyrir Playboy árið 1992. Hún valdi sér sviðsnafnið Anna Nicole Smith og ári seinna fékk hún titilinn Playboy stúlka ársins. Árið 1994 giftist hún milljónamæringnum J. Howard Marshall sem hún kynntist á nektarstað. Hann dó sama ár, og við andlát hans hófust miklar deilur á milli Önnu og ættingja Marshall um arf hans og stóðu þær enn yfir meira en áratug síðar - og standa enn. Árið 2001 gerði hún sinn eigin raunveruleikaþátt og hann var kallaður The Anna Nicole show. Anna hafði leikið í nokkrum kvikmyndum t.d. Naked Gun, Skyscraper og To the Limit. Í síðustu kvikmynd hennar Illegal Aliens samdi hún bæði handrit og lék aðalhlutverk. Myndin fjallar um geimverur sem breyta sér í kynbombur til að vernda jörðina frá illum öflum.
[breyta] Dauðinn
Seint á árinu 2006 ól Anna litla dóttur sem varð skírð Dannie Lynn. Viku eftir fæðingu Dannie Lynn lést tvítugur sonur Önnu Daniel á Bahamaeyjum af orsökum eiturlyfja. Það má segja að þetta hafi virkilega fengið Önnu til að hugsa út í sinn eigin dauða því Anna lét sauma útfarardress áður en hún dó. Móðir Önnu ásakaði hana og kærasta hennar Howard K. Stern fyrir að gefa honum eiturlyf. Anna varð fokreið út í móður sína og skalf af reiði þegar hún sagði í viðtali að móðir hennar fengi ekki að snerta litlu dóttur hennar Dannie Lynn. Anna sagði í viðtalinu frá æsku sinni. Anna var víst lamin og flengd öðru hverju meðan hún lifði.
[breyta] Anna deyr
Þann 8. febrúar 2007 fannst Anna meðvitundarlaus í hótelherbergi nr. 607 á hóteli í Flórída. Hún var flutt inn á spítala og lést um nóttina þá 39 ára gömul. Margar lífgunartilraunir voru gerðar en þær báru engan árangur. Síðasti maður sem sá Önnu lifandi var lífvörður hennar Big Moe. Hann var yfirheyrður af lögreglu og sagði að Anna hafi verið mjög mjög ringluð en hún var á sýklalyfjum og einhverjum öðrum lyfjum því að hún var slöpp. „Hún tók bara lyfin sem Howard lét hana fá“ sagði hann. Hann grunar að Howard beri ábyrgð á dauða Önnu. Síðar var það staðfest að Anna hefði dáið úr of stórum lyfjaskammti. Vegna ljóskuímyndar sinnar og lífernis var dauða hennar líkt við andlát Marilyn Monroe.
[breyta] Gröfin
Miklar deilur urðu hvar ætti að grafa Önnu. Móðir Önnu sem hafði ekki séð dóttur sína í tólf ár vildi grafa hana í Houston heimabæ hennar en kærasti Önnu Howard K. Stern vildi grafa hana í Bahamaeyjum við hlið Daniels. Anna hafði keypt svæði við hliðina á gröf sonar síns. Það mátti sjá blika tár á hvarmi dómara þegar hann ákvað að Anna yrði jörðuð á Bahama eyjum. Móðir Önnu sagði að Howard væri að reyna að græða á þessu. Anna var jörðuð 2. mars 2007 tuttugu og tveim dögum eftir að hún lést. Orsök dauða voru sögð mörg. Anna hafði auglýst megrunarduft og hafði misst 30 kíló á stuttum tíma. Mikið af ferðamönnum fóru að heimsækja gröf Önnu og því voru ráðnir öryggisverðir til að gæta gröf hennar.
[breyta] Kvikmyndir
Þær myndir sem Anna lék í og nöfn persónanna.
- Illegal Aliens (2006), Lucy
- „N.Y.U.K“ (2000), Dr. Anita Hugg
- Skyscraper (1997) (V), Carrie Wisk
- To the Limit (1995), Colette Dubois/Vickie Linn
- Naked Gun 33 1/3: The Final Insult (1994), Tanya Peters
- The Hudsucker Proxy (1994), Za-Za
[breyta] Sjónvarpsþættir
Þeir þættir sem Anna kom fram í, lék aukahlutverk og nöfn persónanna.(- er nafn þáttarins)
- "The Anna Nicole show" (26 þættir, 2001)
- "Ally McBeal", Myra Jacobs (1 þáttur, 1999)
- "Veronica's Closet",Donna (1 þáttur, 1999)
- "Sin City Spectacular" (Prufu þáttur, 1998)
[breyta] Tenglar
- Vefsíða Önnu
- Greinin um Önnnu á Imdb
- Anna Nicole Smith news, video and photos.