Djögl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Menn að djögla
Menn að djögla

Djögl (eða gegl eða gripl) er hvers konar handfjötlun hluta sem krefst færni. Dæmi um djögl er sú list að halda þremur eða fleiri boltum á lofti þannig minnst einn sé ávallt í loftinu. Einnig telst listin að höndla djöflaprik til djögls, ásamt öðrum undirgreinum eins og eldsnúningur o.fl.

[breyta] Orðsifjar

Orðsifjar orðsins „djögl“ er enska orðið „juggle“, sem aftur er ættað af miðenska orðinu „jogelen“ sem er komið úr latínu í gegnum gamla franska orðið „jogler“. „Gegl“ er hinsvegar gamalt íslenskt orð yfir fyrirbrigðið.