Frankar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frankversk skikkjunál (fibula).
Frankversk skikkjunál (fibula).

Frankar voru sambandsríki eða bandalag nokkurra vesturgermanskra þjóðflokka sem komu frá sunnanverðum Niðurlöndum og úr miðju núverandi Þýskalandi og settust að í norðanverðri Gallíu. Þar urðu þeir bandalagsþjóð (foederati) Rómverja og stofnuðu ríki sem síðar átti eftir að ná yfir meirihluta þess sem í dag eru Frakkland og Niðurlönd auk vesturhéraða Þýskalands (Franken, Rheinland og Hesse).

Fyrsti konungur þeirra sem náði að leggja öll konungsríki þeirra undir sig var Klóvis 1. sem snerist árið 496 til kaþólskrar trúar (í stað aríanisma sem flestar aðrar germanskar þjóðir höfðu gengist undir) og stofnaði ættarveldi Mervíkinga (Frankaveldi) sem stóð þar til Hildiríkur 3. var felldur af veldisstóli og Karlungar tóku við. Þeir ríktu yfir mestum hluta þess sem í dag er Vestur-Evrópa norðan Pýreneafjalla til ársins 888 þegar ríkinu var endanlega skipt upp.


Þessi grein sem fjallar um sagnfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana