Kokkteilsósa
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kokkteilsósa er í grunninn majónes en stundum er líka notaður sýrður rjómi. Við það er svo bætt tómatsósu, sinnepi og kryddi. Á Íslandi er sósan töluvert vinsæl og notuð með skyndibitum, helst með frönskum kartöflum sem gjarnan er dýft í sósuna. Flestir eru líklega sammála um að kokkteilsósa teljist til ruslfæðis.
Á Íslandi reis kokkteilsósan til metorða á veitingastaðnum Tommaborgurum snemma á níunda áratug 20. aldar.
[breyta] Vísanir í dægurmenningu
Kokkteilsósa gegndi litlu en veigamiklu hlutverki í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þar var hún blönduð m.a. með lýsi eða laxerolíu til að gera hana óæta, en í myndinni kemur fram að sósan hafi batnað til muna við þetta.
Í auglýsingum Icelandair „Góð hugmynd frá Íslandi“ (2006) biður Englendingur um „cocktail sauce“ með frönskunum sínum.