Snið:Gátt:Fornfræði/Grein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pelópsskagastríðið (431 f.Kr.404 f.Kr.) var stríð í Grikklandi hinu forna milli Aþenu og bandamanna hennar annars vegar og Spörtu og bandamanna hennar hins vegar. Elsta og frægasta heimildin um Pelópsskagastríðið er Saga Pelópsskagastríðsins eftir forngríska sagnfræðinginn Þúkýdídes.

Sagnfræðingar hafa venjulega skipt stríðinu í þrjú skeið. Á fyrsta skeiðinu, arkídamíska stríðinu, gerði Sparta ítrekaðar innrásir á Attískuskaga en Aþena nýtti sér yfirburði sína á sjó til að gera strandhögg á Pelópsskaga og reyndi að halda niðri ólgu meðal bandamanna sinna. Þessu skeiði stríðsins lauk árið 421 f.Kr. með friði Níkíasar. En áður en langt um leið brutust átök út að nýju á Pelópsskaganum. Árið 415 f.Kr. sendi Aþena her til Sikileyjar í von um að hertaka Syrakúsu. Árásin misheppnaðist illa og Aþeningar töpuðu öllu herliðinu sem þeir sendu árið 413 f.Kr. Við þessi tímamót hófst síðasta skeið stríðsins, sem er venjulega nefnt jóníska stríðið. Sparta, sem naut nú stuðnings Persaveldis, studdi byltingu í bandalagsríkjum Aþenu á Eyjahafi og í Jóníu og gróf þannig undan veldi Aþenu og yfirráðum hennar á sjó. Eyðilegging aþenska flotans í orrustunni við Ægospotami réð úrslitum í stríðinu og Aþena gafst upp ári síðar.

Lesa meira...