Spjall:Frjálslyndisstefna
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Er þetta ekki dálítið vafasöm tilvísun? Sbr. ensku greinarnar en:Liberalism og en:Libertarianism (og líka en:Liberism) --Akigka 18:39, 29 október 2006 (UTC)
- Samt ekki, því enski greinarmunurinn er gerður bara af því að í stjórnmálum í Bandaríkjunum hefur orðið „liberalism“ óvart orðið að heiti á vinstristefnu. Libertarianism er í stjórnmálaheimspeki það sem áður hét liberalism; upphafsmenn libertarianismans kölluðu sig liberalista, t.d. John Locke og Adam Smith. --Cessator 22:13, 29 október 2006 (UTC)
- Ég efast nú um að það eigi bara við um Bandaríkin. Sbr. þá frjálslyndisstefnu sem varð ríkjandi í Evrópu á 19. öld, sem var einfaldlega andheiti við íhaldshyggju og átti t.d. við um þá flokka sem settu á oddinn stjórnarskrá sem grundvöll réttarríkisins og afnám sérréttinda (aðskilnað ríkis og kirkju t.d.). Þetta voru ekki vinstriflokkar og lentu raunar oft á tíðum í harðri andstöðu við sósíalistaflokka og kommúnistaflokka. --Akigka 22:17, 29 október 2006 (UTC)
- Alla vega hef ég alltaf skilið „frjálshyggju“ þannig að hún standi fyrst og fremst fyrir lágmörkun ríkisafskipta af frjálsum markaði og trú á getu markaðarins til að stjórna sér sjálfur, en ekki t.d. andklerkastefnu eða afnám konungsvalds sem sögulega tengist frjálslyndum stjórnmálamönnum á 19. öld. --Akigka 22:20, 29 október 2006 (UTC)
- Mér sýnist að no:Liberalisme nái þessu sæmilega. Ég myndi alla vega setja þetta þannig fram að „frjálshyggja“ sé ein möguleg birtingarmynd frjálslyndisstefnu, en ekki sú eina. --Akigka 22:26, 29 október 2006 (UTC)
- Fyrstu frjálshyggjumennirnir gerðu ekki þennan greinarmun. Locke var frjálshyggjumaður og Mill líka. En greinarmunurinn á libertarianisma og liberalisma varð til í bandarískri stjórnmálaheimspeki á seinni hluta 20. aldar, sama hvað segja má um frjálslynda strauma í evrópskri hugsun. --Cessator 22:36, 29 október 2006 (UTC)
- Hmm. Þetta er spurning um íslensku hugtakanotkunina og hvað er rétt þýðing á „liberalism“, ekki Locke eða Mill. „Frjálslyndisstefna“ er a.m.m. hefðbundin þýðing á ákveðinni (borgaralegri) stjórnmálastefnu á 18. og 19. öld (og fram yfir aldamót 20. aldar) sem einkennist ekki öðru fremur af laissez-faire efnahagsstefnu, heldur kemur inn á mörg fleiri atriði sem tengjast hugmyndinni um frelsi einstaklingsins á þeim tíma. Mér finnst þetta svona svipað því að setja sósíalismi sem tilvísun á kommúnismi eða anarkismi, hvað sem líður þeim staðhæfingum fylgismanna þessara stefna um að þeirra útfærsla sé „hinn eini sanni“ eða „upprunalegi“ sósíalismi. --Akigka 22:45, 29 október 2006 (UTC)
- Ítalska greinin it:Liberalismo heldur því fram að Mill hafi orðið fyrstur til að gera þennan greinarmun. Staðreyndin er sú að hann er gerður á flestum útgáfum wikipediu (samt með ýmsum ólíkum hætti - það verður að viðurkennast). --Akigka 22:50, 29 október 2006 (UTC)
- Hmm. Þetta er spurning um íslensku hugtakanotkunina og hvað er rétt þýðing á „liberalism“, ekki Locke eða Mill. „Frjálslyndisstefna“ er a.m.m. hefðbundin þýðing á ákveðinni (borgaralegri) stjórnmálastefnu á 18. og 19. öld (og fram yfir aldamót 20. aldar) sem einkennist ekki öðru fremur af laissez-faire efnahagsstefnu, heldur kemur inn á mörg fleiri atriði sem tengjast hugmyndinni um frelsi einstaklingsins á þeim tíma. Mér finnst þetta svona svipað því að setja sósíalismi sem tilvísun á kommúnismi eða anarkismi, hvað sem líður þeim staðhæfingum fylgismanna þessara stefna um að þeirra útfærsla sé „hinn eini sanni“ eða „upprunalegi“ sósíalismi. --Akigka 22:45, 29 október 2006 (UTC)
- Fyrstu frjálshyggjumennirnir gerðu ekki þennan greinarmun. Locke var frjálshyggjumaður og Mill líka. En greinarmunurinn á libertarianisma og liberalisma varð til í bandarískri stjórnmálaheimspeki á seinni hluta 20. aldar, sama hvað segja má um frjálslynda strauma í evrópskri hugsun. --Cessator 22:36, 29 október 2006 (UTC)
- Mér sýnist að no:Liberalisme nái þessu sæmilega. Ég myndi alla vega setja þetta þannig fram að „frjálshyggja“ sé ein möguleg birtingarmynd frjálslyndisstefnu, en ekki sú eina. --Akigka 22:26, 29 október 2006 (UTC)
- Alla vega hef ég alltaf skilið „frjálshyggju“ þannig að hún standi fyrst og fremst fyrir lágmörkun ríkisafskipta af frjálsum markaði og trú á getu markaðarins til að stjórna sér sjálfur, en ekki t.d. andklerkastefnu eða afnám konungsvalds sem sögulega tengist frjálslyndum stjórnmálamönnum á 19. öld. --Akigka 22:20, 29 október 2006 (UTC)
- Ég efast nú um að það eigi bara við um Bandaríkin. Sbr. þá frjálslyndisstefnu sem varð ríkjandi í Evrópu á 19. öld, sem var einfaldlega andheiti við íhaldshyggju og átti t.d. við um þá flokka sem settu á oddinn stjórnarskrá sem grundvöll réttarríkisins og afnám sérréttinda (aðskilnað ríkis og kirkju t.d.). Þetta voru ekki vinstriflokkar og lentu raunar oft á tíðum í harðri andstöðu við sósíalistaflokka og kommúnistaflokka. --Akigka 22:17, 29 október 2006 (UTC)