11. nóvember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | ||
2006 Allir dagar |
11. nóvember er 315. dagur ársins (316. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 50 dagar eru eftir af árinu. Dagurinn er þjóðhátíðardagur Póllands.
[breyta] Atburðir
- 1918 - Fyrri heimsstyrjöldinni lauk með því að Þjóðverjar lögðu niður vopn og var því fagnað víða um lönd, en í Reykjavík blöktu fánar í hálfa stöng vegna spönsku veikinnar.
- 1920 - Matthías Jochumsson var gerður að heiðursborgara Akureyrar og heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands, en hann varð 85 ára þennan dag.
- 1943 - Pétur Hoffmann Salómonsson sagði svo frá að hann hefði barist einn við bandaríska hermenn í Selsvör í Reykjavík og haft betur.
- 1962 - Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi leikritið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Leikritið var sýnt 205 sinnum og alltaf fyrir fullu húsi.
- 1994 - Guðmundur Árni Stefánsson félagsmálaráðherra var ásakaður um mistök í embætti og sagði af sér þennan dag.
[breyta] Fædd
- 1835 - Matthías Jochumsson, prestur og skáld (d. 1920).
[breyta] Dáin
- 2004 - Yasser Arafat, leiðtogi Palestínuaraba.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |