Wikipedia:Felldar tillögur að úrvalsgreinum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Hér er að finna skrá yfir tillögur og meðfylgjandi umræður að úrvalsgreinum sem hafa verið afgreiddar.

Efnisyfirlit

[breyta] Vestmannaeyjar

Mikið hefur verið ritað um Eyjar hér, íbúa þeirra, landafræði og sögu. Þessi grein veitir aðgang að öllu þessu efni og er verðmæt fyrir það. Efni hennar er ágætt en það má kannski bæta aðeins uppsetninguna á því. --Bjarki Sigursveinsson 02:11, 2 feb 2005 (UTC)

Mótmæli; Hafandi skrifað þessa grein mestmegnis sjálfur tel ég hana ekki vera í ástandi til þess að birta sem úrvalsgrein. Hinsvegar, sökum þessarar tilnefningar, skal ég leggja mig fram við að laga hana til og bæta á næstu dögum. --Smári McCarthy 09:36, 23 feb 2005 (UTC)
Já ég skora á Smára að koma þessari grein í betra horf! Þessi tilnefning bíður þangað til. --Bjarki Sigursveinsson 01:15, 27 feb 2005 (UTC)
Ég er um það bil að fara að skipta þessarri grein upp í nokkrar undirgreinar, laga til, betra og bæta.. ég bara einhvernveginn legg ekki í það í augnablikinu - ég er búinn að gera þetta á sér MediaWiki sem ég er keyrandi heima, en þetta er ögn meiri skurðaðgerð á Wikipedia. Ég mana mig upp í það eftir helgi. --Smári McCarthy 11:46, 1. apríl 2005 (UTC)

[breyta] Sænsk tónlist

Greinin var stubbur, með athugasemd um að það vantaði mikið upp á hana. Nú er búið að breyta greininni frá a-ö.

Sammála; Svolítið metal-centric á köflum, og vantar kannski aðeins að laga til uppsetninguna, en efnið er gott. --Smári McCarthy 09:36, 23 feb 2005 (UTC)
Mótmæli, þessi grein gæti verið svo miklu miklu lengri. Ágætis kafli um þjóðlagatónlistina en nútímanum er ekki sinnt jafn vel. --Bjarki Sigursveinsson 01:20, 27 feb 2005 (UTC)
Mótmæli, góð byrjun, en mjög stutt miðað við hversu breytt efnið er (ekki að meira == beta). —Ævar Arnfjörð Bjarmason 12:20, 27 feb 2005 (UTC)
mér finnst að þá ættu að vera tenglar í sænska nútímatónlist, þessi grein er um þjóðlagahefðina, en hægt er að gera sérstaka grein um nútíma tónlist --Notandi:Unnur 23:13, 28 feb 2005 (UTC)

[breyta] Óflekkað mannorð

Ég ætla hér að tilnefna þessa grein sem er eins og hún er í núverandi mynd nær eingöngu skrifuð af mér, mér finnst hún, þó stutt sé, útskýra þetta hugtak að fullu og ég sé ekki hvað væri hægt að bæta við hana. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 5. ágúst 2005 kl. 02:43 (UTC)

Mér finnst það ekki vera nægjanlegt skilyrði fyrir því að gera grein að úrvalsgrein að hún segi allt sem hægt er að segja um efnið, auk þess sem það er aldrei hægt í rauninni. Ég geri kröfu um einhvern slatta af vel skrifuðum og hnitmiðuðum texta sem kemur frá höfundum Wikipedia, beinar tilvitnanir og listar í punktaformi telja ekki með þar, af slíkum texta eru einungis tvær setningar í þessari grein og ég get því með engu móti mælt með henni sem úrvalsgrein. Að auki er ég ekki sammála því að hún segi allt sem hægt er að segja um óflekkað mannorð, ekkert er minnst á uppruna þessa hugtaks eða þróunnar, ekkert á það hvort að þessu hafi verið beitt og ef svo er þá í hvaða tilfellum. Ekkert er heldur sagt um mögulegar hliðstæður þessa hugtaks í öðrum löndum, stjórnarskrá Íslands var upphaflega lítið breytt þýðing á þeirri dönsku þannig að væntanlega er eitthvað að finna þar. --Bjarki Sigursveinsson 5. ágúst 2005 kl. 12:59 (UTC)

[breyta] The Matrix

Ég held að greinin uppfylli kröfur til úrvalsgreina. --Cessator 29. nóv. 2005 kl. 00:47 (UTC)

Á móti. Hún er fín, en að mínu mati varla nógu góð til að teljast úrvalsgrein. --Sterio 29. nóv. 2005 kl. 01:37 (UTC)
Sammála Sterio. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 29. nóv. 2005 kl. 03:04 (UTC)
Samþykkt, samt hægt að bæta ýmsu við þarna. --Bjarki 30. nóv. 2005 kl. 00:00 (UTC)

[breyta] Fiskur

Var að skoða þessa síðu og finnst hún alveg sæma úrvalsstatusi- hefur einhver eitthvað á móti því? --Baldur Blöndal 19:44, 6 desember 2006 (UTC)


Athugasemdir:

Flokkunarfræðitafla er ekki viðeigandi í greininni, eins og er útskýrt þar. Hins vegar fyndist mér ástæða til að bíða meiri rýni og fá meiri tilvísanir í heimildir áður en greinin teldist úrvalsgrein. Mér finnst að úr því við erum með gæðagreinaflokk ættum við að gera þá kröfu til úrvalsgreina að þær vísi í heimildir inni í textanum. Hvað finnst ykkur? --Akigka 01:48, 7 desember 2006 (UTC)
Hún er komin, allavega í einfaldri mynd. --Sterio 00:34, 7 desember 2006 (UTC)
Flott :) Vel á minnst, er Sálfræðin ekki löngu samþykkt? --Baldur Blöndal 01:05, 7 desember 2006 (UTC)
Já og nei. Tæknilega uppfyllir kosningin öll skilyrði þess að greinin sé samþykkt en eins og kemur fram í umræðunum var ákeðið að það væru smáatriði sem þyrfti að laga og til að ná sem mestri sátt um greinina er einfaldlega beðið eftir því. --Cessator 05:53, 7 desember 2006 (UTC)
Já, það væri fínt að leggja fram kröfu um heimildir. --Baldur Blöndal 11:05, 7 desember 2006 (UTC)
Ég er sammála því að auka kröfur um tilvísanir í úrvalsgreinum umfram þær kröfur sem við gerum í gæðagreinum en þá þurfum við samt að veita svigrúm fyrir þær úrvalsgreinar sem við höfum nú þegar, því það er mikil vinna að fara í gegnum þær allar og bæta inn heimildum en á hinn bóginn gætum við misst helming allra úrvalsgreina og jafnvel meira en það á einu bretti ef við tækjum strax út allar greinar sem stæðust ekki þessa auknu kröfu.Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Cessator (spjall) · framlög
Ég er líka alveg til í að gera meiri kröfur um tilvísanir í úrvalsgreinum. Spurning hvernig á þá að taka á gömlu úrvalsgreinunum sem uppfylla ekki þessar kröfur. Kannski væri sniðugt að gefa svona mánuð í aðlögunarfrest þar sem við getum farið í gegnum þessar greinar og bætt þær, að honum loknum gætum við svo farið að ræða það að lækka þær í tign sem enginn nennir að bæta en vonandi kemur ekki til þess. Sjálfur ætla ég að taka stjórnarskránna í gegn um jólin og gera "alvöru" úrvalsgrein úr því. --Bjarki 20:49, 7 desember 2006 (UTC)
Mér finnst persónulega engin ástæða til að við gerum minni kröfur en aðrar Wikipediur til úrvalsgreina og líst ágætlega á að lækka þær í tign eftir ákveðinn frest sem mér finnst þó að ætti að vera lengri - t.d. þrír mánuðir. --Akigka 21:29, 7 desember 2006 (UTC)
Sammála því, mánuður er er í styttra lagi. Þetta er á þriðja eða fjórða tug greina, ekki satt? --Cessator 01:23, 8 desember 2006 (UTC)
Ok, þrír mánuðir er flott. --Bjarki 23:33, 8 desember 2006 (UTC)

Samþykkt:

  1. Samþykkt Samþykkt Hef ekki skrifað neitt á síðuna og er ekki tengdur henni á neinn hátt (er meira að segja með ofnæmi fyrir fiski), telst ég ekki bara nokkuð hlutlaus? :) --Baldur Blöndal 19:44, 6 desember 2006 (UTC)
  2. Samþykkt Samþykkt --Mói 20:21, 6 desember 2006 (UTC)
  3. Samþykkt Samþykkt --Sterio 00:18, 7 desember 2006 (UTC)
  4. Samþykkt Samþykkt, lítið mál að skella upp svona töflu. --Bjarki 00:34, 7 desember 2006 (UTC)

Á móti:

  1. Á móti Á móti, hefur ekkert breyst frá því að hún var gerð að gæðagrein, engin flokkunarfræðitafla. --Jóna Þórunn 00:21, 7 desember 2006 (UTC)
  2. Á móti Á móti --Akigka 01:48, 7 desember 2006 (UTC) (eins og útskýrt ofar)
  3. Á móti Á móti, já gerum kröfu um öflugari heimildatilvísanir. --Bjarki 23:33, 8 desember 2006 (UTC)
  4. Á móti Á móti, sammála bæði Bjarka og Jónu. --Brynjar Guðnason 21:46, 1 janúar 2007 (UTC)