Spjall:Haglabyssa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[breyta] Röfl í Hákarli?

Er það bara mér sem finnst handskotvopn vera ómögulegt orð? Það eru engin dæmi þess á OH eða á netinu nema hér á Wikipediu. Vissulega leynast góð orð víða, jafnvel þó þau séu ekki á netinu eða OH eða orðabók Eddu, eða orðabók Blöndals, en þetta finnst mér hálfklaufalegt orð. Ég veit að HANDBYSSA er til - væri hægt að nota það? Hvað segið þið um það? Dæmi um handbyssu í OH:

Í sama mund brá fyrir glampa á þilfari skipsins, sem elti þá, líklega af kveikjupúðri í handbyssu. (SjómVík 1959). / en Skotar gerðu þeim svo harða hríð með handbyssum, að heilar raðir manna féllu í senn. (MJSherl 1). / Þeir höfðu tvíhlaupaðar handbyssur. (Skírn 1865). / Jarlarnir [ [...]] höfðu látið steypa fallbyssur og handbyssur (rifla). (Skírn 1866). / Í úttekt eigna síra Björns Jónssonar á Mel 1551 eru talin svo vopn og hertygi: ,,Tvær handbyssu [ [...]], 14 lenzur [ [...]]`` (SagaÍsl 4).

P.s. Það er líka til eitthvað sem heitir aftanhlaðningur (haglabyssutegund). Og er ekki Pumpan kölluð HAGLAPUMPA? Pumpa er of almennt orð, og haglapumpan er líka miklu kröftugra orð og litríkara og lýsir "pumpunni" betur. Byssurokkur er síðan kyrtill byssunnar (þeas taskan sem hún er geymd í).Ég veit ekki, ætti ég að setja þetta inn?Hakarl 01:25, 11 mars 2007 (UTC)

Mér hefur verið bent á að nota orðið handvopn --Jabbi 01:40, 11 mars 2007 (UTC)

Mér fannst nauðsynlegt að nota orðið handskotvopn til aðgreininar frá stórum skotvopnum eins og fallbyssum o.þ.h. Ath. vélbyssa (e. machine gun) telst ekki handskotvopn, ólíkt hríðskotariffli (e. assault rifle) og hríðskotabyssu (e. sub-machine gun), því hún er hönnuð til að skjóta með stuðningsfæti að framanverðu, þó mögulegt sé að skjóta með henni án stuðnings. Thvj 01:45, 11 mars 2007 (UTC)

Hm, ég skil. Já, en er ekki hægt að kalla byssur sem hægt er að spranga um með handbyssur þá - og hinar byssurnar stoðbyssur eða eitthvað slíkt. Þessu er skotið hér inn af hálfsofandi manni, og heilinn ekki alveg í gír. Hakarl 01:52, 11 mars 2007 (UTC))

Sömuleiðis (Zzz..), ég mundi ekki nenna að gera rellu út af því ef orðinu handskotvopni yrði breytt aftur í bara skotvopn. Gaman væri þó að heyra álit einhverra byssuóðra og -fróðra drengja. Thvj 01:57, 11 mars 2007 (UTC)