Sambíóin Álfabakka
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sambíóin Álfabakka (áður Bíóhöllin) er kvikmyndahús í Mjóddinni, Breiðholti í Reykjavík og það fyrsta af Sambíóunum sem sett var upp í Reykjavík. Húsið var opnað 2. mars 1982 og bauð þá upp á sex sýningarsali með samtals yfir 1000 sætum. Kvikmyndahúsið var það fyrsta sem Árni Samúelsson og fjölskylda hans settu upp í Reykjavík, en þau höfðu áður rekið Nýja bíó við Hafnargötuna í Keflavík. Bíóhöllin bryddaði upp á ýmsum nýjungum eins og að sýna myndir mjög stuttu eftir að þær komu út en áður leið gjarnan langur tími þar til myndir bárust til Íslands. Húsið var það fyrsta sem tók upp THX-hljóðkerfi.