Atferlisgreining

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Atferlisgreining leitast við það að rannsaka atferli, hvaða þættir í umhverfinu hafi áhrif á það og hvernig atferli hafi aftur áhrif á umhverfið.

Flestir fylgismenn atferlisstefnunnar viðurkenna að til séu ákveðin hugarferli sem komi á milli áreitis sem verkar á lífveru og atferlis hennar en skilgreina þau annað hvort einnig sem atferli (sem ekki sést) eða sem fylgifiska atferlis sem ekki geti verið orsakir atferlis.

Líta má á nám sem breytingu á atferli manna og dýra og því snúast margar rannsóknir í atferlisfræði um það. Nýverið hafa atferlisfræðingar snúið sér að ýmsum flóknum tegundum náms, svo sem tungumálanáms.