Mettun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mettun á sér stað þegar efnalausn getur ekki leyst upp meira af efninu og öll viðbót af því gerir lausnina skýjaða eða efnið fellur til botns í föstu formi. Hversu mikill styrkur efnis í lausn getur verið þegar mettun á sér stað er háð hitastigi lausnarinnar og efnaeiginleikum hennar og þess efnis sem leyst er upp.

Sem dæmi á mettun loftrýmis af vatnsgufu sér stað þegar jafnmargar sameindir gufa upp úr vökvanum og streyma aftur niður í hann. Þ.e. þegar jafnvægi ríkir á milli uppgufunar og þéttingar. Heitt loft getur bundið meiri raka en kalt.


Þessi grein sem fjallar um efnafræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana