Dymbilvika

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dymbilvika (kyrravika, dymbildagavika) er vikan fyrir páska og síðasta vika lönguföstu. Hún hefst á pálmasunnudag og lýkur á laugardeginum fyrir páskadag. Í kristinni trú er venjan að tileinka þessa viku kyrrð og íhugun guðspjallanna. Á páskadag hefst svo páskavikan.

Dymbill er annað heiti yfir kólfinn í kirkjuklukkum.

[breyta] Dymbildagar

Dymbildagar eru síðustu þrír dagarnir fyrir páska: skírdagur, föstudagurinn langi og hvíldardagurinn á laugardag (triduum sacrum). Þá var hringt inn til messu með tréskellum (tinnibulum) í stað klukkna og draga þessir dagar líklega íslenskt nafn sitt af því. Á þessum tíma voru einnig ljós deyfð í kirkjum við messur eða þau slökkt í vissri röð. Heitið „dymbildagar“ er eldra en það heiti sem nú er þekktara: „dymbilvika“ sem fyrst kemur fyrir á 15. öld.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.