Páll Bergþórsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Páll Bergþórsson (fæddur í Fljótstungu á Hvítársíðu 13. ágúst 1923) er íslenskur veðurfræðingur. Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944, nám við verkfræðideild Háskóla Íslands 1944-1946, próf í veðurfræði við Sveriges Meteorologiska och hydrologiska Institut 1949, fil. kand í veðurfræði 1955. Veðurstofustjóri frá 1989 til 1995.