Allraheilagramessa
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Allraheilagramessa er 1. nóvember. Þá er sameiginlegur minningardagur píslarvotta og messudagur þeirra fjölmörgu helgu manna í kristnum sið sem ekki eiga sér eigin messudag.
Allraheilagramessa var ein af helgustu hátíðunum í kaþólsku og þekkt hér með íslensku nafni frá elstu tímum. Messunni var haldið fram yfir siðaskipti til 1770.
[breyta] Heimild
- Saga daganna (sótt 2. nóvember 2005)