Austur-Barðastrandarsýsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Austur-Barðastrandarsýslu er sýsla á Vestfjörðum og er þar eitt sveitarfélag, Reykhólahreppur. Landamörk sýslunnar að norðan eru vatnaskil á hálendinu um suðurjaðar Glámu og norðurenda Reiphólsfjalla, norður um miðja Þoskafjarðaheiði. Hún nær frá botni Gilsfjarðar og vestur í Kjálkafjörð. Flatarmál Austur-Barðastrandarsýslu er 1.090 km².

Miðstöð sýslunnar er að Reykhólum. Þar er starfrækt þörungaverksmiðja, auk þess sem þar er m.a. starfræktur grunnskóli, brunavarnir, dvalarheimili aldraðra, skrifstofa sveitarfélagsins og útibú frá sýslumanninum á Patreksfirði. Annað minna þéttbýli er að Króksfjarðarnesi, en þar er verslun, sláturhús og banki. Aðalatvinnuvegur í dreifbýli er landbúnaður auk ferðaþjónustu.

[breyta] Sveitarfélög

Einungis eitt sveitarfélög eru innan sýslunnar (fyrrverandi innan sviga):