Gunnar Thoroddsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gunnar Thoroddsen
Gunnar Thoroddsen

Gunnar Thoroddsen (fæddur í Reykjavík 29. desember 1910 - látinn 25. september 1983) var íslenskur lögfræðingur. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1929, auk þess sem hann lauk doktorsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1968.

Gunnar stundaði lögfræðistörf í Reykjavík ásamt öðrum störfum á árunum 1936 til 1940. Hann var prófessor við Háskóla Íslands 1940—1950, en fékk lausn frá kennsluskyldu fyrst um sinn 10. febr. 1947. Kjörinn 1947 borgarstjóri í Reykjavík, fékk 19. nóvember 1959 leyfi frá þeim störfum og lausn 6. október 1960. Auk þess var hann sendiherra Íslands í Danmörku 1965—1969.

Hann starfaði sem hæstaréttardómari frá 1. janúar til 16. september 1970 og var skipaður iðnaðar- og félagsmálaráðherra 28. ágúst 1974 og gengdi því starfi til 1. september 1978.

Gunnar var meðal annar formaður Orators, Heimdallar og félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Gunnar var tengdasonur Ásgeirs Ásgeirssonar forseta og bauð sig fram til forseta 1968.

Ekki var alltaf hlýtt milli Gunnars og Geirs Hallgrímssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og myndaði Gunnar ríkisstjórn í óþökk vilja landsfundar Sjálfstæðisflokksins, þingflokks Sjálfstæðisflokksins og flokksráðs Sjálfstæðisflokksins.


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það


Fyrirrennari:
Kristján Guðlaugsson
Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna
(19401943)
Eftirmaður:
Jóhann Hafstein
Fyrirrennari:
Bjarni Benediktsson
Borgarstjóri Reykjavíkur
(10. febrúar 194719. nóvember 1959)
Eftirmaður:
Auður Auðuns og Geir Hallgrímsson
Fyrirrennari:
Guðmundur Í Guðmundsson
Fjármálaráðherra
(20. nóvember 19598. maí 1965)
Eftirmaður:
Magnús Jónsson frá Mel
Fyrirrennari:
Bjarni Benediktsson
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
(22. október 196124. apríl 1965)
Eftirmaður:
Jóhann Hafstein
Fyrirrennari:
Magnús Jónsson frá Mel
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
(22. nóvember 19741. nóvember 1981)
Eftirmaður:
Friðrik Sophusson
Fyrirrennari:
Benedikt Gröndal
Forsætirráðherra
(10. febrúar 198026. maí 1983)
Eftirmaður:
Steingrímur Hermannsson


Á öðrum tungumálum