Strandasýsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Strandasýsla

Mynd:Strandmerki.png

Strandasýsla
Sýsla Strandasýsla
Kjördæmi Norðvesturkjördæmi
Flatarmál 3.504 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki

758 (1. des. 2006)
/km²
Póstnúmer 500, 510, 520, 522, 523, 524
Breiddargráða
Lengdargráða

Snið:Íslensk sveitarfélög/Vefsíða

Strandir (Strandasýsla) ná frá Holtavörðuheiði í suðri að Geirólfsgnúpi í norðri og teljast hluti Vestfjarða. Íbúafjöldi er 758 (1. des. 2006). Strandir eru heiti á byggðinni og svæðinu sem liggur norður meðfram vestanverðum Hrútafirði og Húnaflóa þar til Hornstrandir taka við. Höfuðstaður Strandasýslu er þorpið Hólmavík við Steingrímsfjörð um miðbik Stranda með tæplega 400 íbúa. Þar er meðal annars rækjuvinnsla og þó nokkur útgerð. Annar þéttbýliskjarni við norðanverðan Steingrímsfjörð er Drangsnes og við Hrútafjörð er Borðeyri. Úti fyrir Drangsnesi er eyjan Grímsey. Akvegur fær öllum bílum liggur að Ingólfsfirði, norðan Trékyllisvíkur, en jeppavegur nær alla leið í Ófeigsfjörð.

Á Ströndum er mikið um rekavið sem voru ein verðmætustu hlunnindi svæðisins fyrr á öldum. Í þjóðsögum gengur mikið galdrarykti um Strandamenn, sem kannski er ekki tilviljun þegar á er litið að óvenjustór hluti þeirra galdramála sem upp komu í galdrafárinu á Íslandi á 17. öld tengdust Ströndum og Vestfjörðum.

Svæðið skiptist nokkuð í tvennt við Reykjarfjörð eða þar um bil hvað varðar hefðbundinn efnahag þar sem suðurhlutinn byggir á hefðbundnum sauðfjárbúskap, en í norðurhlutanum er meira um hlunnindabúskap, helst við nýtingu rekaviðar auk selveiði og æðardúntekju.

Fólk sem býr á Ströndum kallar sig Strandamenn. Strandasýsla nær einnig vestur í Djúp, en Langadalsströnd frá Kaldalóni og austanverður Ísafjörður eru hluti af sveitarfélaginu Strandabyggð. Fólkið sem þar býr kallar sig Djúpverja.

Efnisyfirlit

[breyta] Sveitarfélög

Skýringarmynd - íbúafjöldi á Ströndum eftir sveitarfélögum
Skýringarmynd - íbúafjöldi á Ströndum eftir sveitarfélögum
Skýringarmynd - flatarmál sveitarfélaga á Ströndum
Skýringarmynd - flatarmál sveitarfélaga á Ströndum
Strandir - þjóðveganúmer, firðir og þorp
Strandir - þjóðveganúmer, firðir og þorp

Sveitarfélög í Strandasýslu frá suðri til norðurs

[breyta] Sveitir á Ströndum

Listi yfir sveitir á Ströndum.

[breyta] Firðir og víkur á Ströndum

Listi yfir firði og víkur á Ströndum.

[breyta] Þjóðvegir í Strandasýslu

Síða yfir alla þjóðvegina í Strandasýslu.

[breyta] Heimildir