Suðvesturkjördæmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Suðvesturkjördæmi
Suðvesturkjördæmi

Suðvesturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur ellefu sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Kjördæmið samanstendur af sveitarfélögum Höfuðborgarsvæðisins utan Reykjavíkur sem áður voru hluti af Reykjaneskjördæmi. Það var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000, en fyrst var kosið samkvæmt þeirri skipan í Alþingiskosningum 2003. Kjördæmið er stundum kallað Kraginn vegna þess hvernig það umlykur Reykjavík.

Fjöldi kjósenda á kjörskrá fyrir hvert þingsæti var 4.440 í kosningunum 2003 sem var meira en helmingi meira en fjöldi á kjörskrá á bak við hvert þingsæti í Norðvesturkjördæmi. Fyrir Alþingiskosningar 2007 mun því eitt þingsæti flytjast frá Norðvesturkjördæmis til Suðvesturkjördæmis sem mun hafa tólf þingsæti.

[breyta] Skipting þingsæta og þingmenn

Þing 1. þingm. Fl. 2. þingm. Fl. 3. þingm. Fl. 4. þingm. Fl. 5. þingm. Fl. 6. þingm. Fl. 7. þingm. Fl. 8. þingm. Fl. 9. þingm. Fl. 10. þingm. Fl. 11. þingm. Fl.
129. Árni M. Mathiesen D Guðmundur Árni Stefánsson S Gunnar Birgisson D Rannveig Guðmundsdóttir S Siv Friðleifsdóttir B Sigríður Anna Þórðardóttir D Þórunn Sveinbjarnardóttir S Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir D Katrín Júlíusdóttir S Gunnar Örlygsson* F Bjarni Benediktsson D
130.
131.
132. Rannveig Guðmundsdóttir Sigríður Anna Þórðardóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Katrín Júlíusdóttir Bjarni Benediktsson Valdimar Leó Friðriksson** D Sigurrós Þorgrímsdóttir
133. F

(*) Á síðasta þingdegi 131. löggjafarþings gekk Gunnar Örlygsson úr Frjálslynda flokknum og til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.

(**) Á haustþingi 133. löggjafarþings gekk Valdimar Leó Friðriksson úr Samfylkingunni. á vorþingi 133. þings gekk hann svo til liðs við Frjálslynda flokkinn

[breyta] Sveitarfélög

Í Suðvesturkjördæmi eru sveitarfélögin: Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Álftanes, Kópavogsbær, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.

[breyta] Tengill


Kjördæmi Íslands
síðan 2003

Reykjavíkurkjördæmi norður | Reykjavíkurkjördæmi suður | Norðvesturkjördæmi | Norðausturkjördæmi | Suðurkjördæmi | Suðvesturkjördæmi

1959-2003

Reykjavík | Reykjanes | Vesturland | Vestfirðir | Norðurland vestra | Norðurland eystra | Austurland | Suðurland

Á öðrum tungumálum