Gálmaströnd (Eyjafirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Það er einnig Gálmaströnd í Steingrímsfirði á Ströndum.

Gálmaströnd eða Galmaströnd er strandlengja í vestanverðum Eyjafirði sem nú er talin ná frá Hörgárósum í suðri að eyðibýlinu Hillum í norðri. Í Landnámu er getið um landnámsmanninn Galm sem að nam land á Galmansströnd sem að náði reyndar lengra norður, eða að Þorvaldsdalsá. Á ströndinni er sjávarþorpið Hjalteyri og aðeins þar fyrir sunnan Dysnes sem lengi hefur verið í umræðunni sem mögulegur staður fyrir stóriðju. Gálmaströnd er í Arnarneshreppi og þar er meðal annars býlið Fagriskógur þar sem Davíð Stefánsson bjó.

[breyta] Heimild