Sameinað hagsmunafélag nemenda með sértæka námsörðugleika

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sameinað hagsmunafélag nemenda með sértæka námsörðuleika er nemendafélag við Háskóla Íslands. Tilgangur þess er að gefa lesblindum, ADHD og Tourette, og öllum þeim sem telja sig hafa sértæka námsörðugleika, tækifæri til að hittast, veita þeim stuðning og auka samheldni þeirra. Vera sýnilegt afl innan háskóla og í forsvari þegar málefni félagsins ber á góma. Beita sér fyrir réttindabaráttu félagsins innan og utan háskóla, og vera þrýstihópur fyrir félagsmenn með málefni félagsins. Stuðla að aukinni fræðslu, kennslu, umræðu og rannsóknum um málefni hópanna innan sem flestra háskólagreina. Tilgangur félagsins er ekki að vera í samkeppni við önnur félög sem fjalla um sömu málefni á öðrum sviðum.

[breyta] Tenglar