Einar H. Kvaran

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Einar H. Kvaran (1859-1938) fæddist í Vallanesi í Suður-Múlasýslu og ólst upp í Blöndudalshólum í Austur-Húnavatnssýslu og Goðdölum í Skagafirði en faðir hans var prestur á báðum þessum stöðum. Einar varð stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1881 og fór síðan til náms í Kaupmannahöfn og lagði þar stund á hagfræði við Hafnarháskóla en lauk ekki prófi. Eftir Kaupmannahafnarveruna var Einar lengi ritstjóri, fyrst vestanhafs og síðan á Íslandi. Hann var mikill spíritisti og átti þátt í að stofna Sálarrannsóknarfélag Íslands. Þegar Einar var í Kaupmannahöfn var raunsæisstefnan sem óðast að ryðja sér til rúms á Norðurlöndunum. Hann hreifst af stefnunni og gaf út tímaritið Verðandi 1882 með þrem félögum sínum þar sem þeir birtu eftir sig verk í anda hinnar nýju stefnu. Einar var mikilvirkur höfundur og skrifaði bæði skáldsögur og smásögur í raunsæilegum stíl.

[breyta] Heimild

  • Sýnisbók íslenskra bókmennta frá 1550 til 1900, Kristján Eiríksson tók saman, Reykjavík 2003.
Á öðrum tungumálum