Minesweeper

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Minesweeper-útgáfan KMines gerð fyrir skjáborðsumhverfið KDE.
Minesweeper-útgáfan KMines gerð fyrir skjáborðsumhverfið KDE.

Minesweeper er einstaklingstölvuleikur sem var saminn af forritaranum Robert Donner árið 1989. Leikurinn gengur út á að finna og merkja allar jarðsprengjurnar án þess að þær springi.

Leikurinn hefur verið útfærður fyrir mörg stýrikerfi, en þekktasta útgáfan er sú sem fylgir með Microsoft Windows.

Efnisyfirlit

[breyta] Leikurinn

Í upphafi leiksins þarf spilandinn að opna nokkra reiti til að hafa grunn fyrir framtíðaraðgerðum. Líkurnar á því að opna jarðsprengju í fyrsta leik eru fjarlægar en stundum er forritið skrifað þannig að ekki sé hægt að lenda á sprengju í fyrstu aðgerðinni. Þegar reitur er opnaður er annað hvort hægt að lenda á sprengju, tómum reit eða tölu. Leikurinn reynir því á að spilarinn geti fundið út með rökleiðslu hvar jarðsprengjurnar eru staðsettar og þarf oft að íhuga hvaða tölur eru á nærliggjandi reitum. Með þjálfun er hægt að klára leikinn á styttri tíma.

[breyta] Sprengjur

Opni spilarinn reit sem inniheldur jarðsprengju, þá endar leikurinn með tapi. Þá reiti sem innihalda jarðsprengjur á að merkja með flaggi og endar leikurinn þegar búið er að merkja alla jarðsprengjurnar með flaggi án þess að hafa flaggað ranga reiti.

[breyta] Tölureitir

Tölurnar í þessum reitum er fjöldi jarðsprengja í þeim reitum sem liggja að viðkomandi reit.

[breyta] Tómir reitir

Þegar spilari lendir á tómum reit munu allir tengdir reitir afhjúpast í allar áttir þangað til lent er á tölureit.


Þessi grein sem tengist tölvuleikjum er stubbur.

Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana