Steingrímur J. Sigfússon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur Jóhann Sigfússon (fæddur 4. ágúst 1955), er alþingismaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar — græns framboðs. Áður var hann þingmaður Alþýðubandalags og varaformaður flokksins 1989-1995. Hann hefur setið á Alþingi frá árinu 1983. Steingrímur var samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra frá 28. september 1988 til 30. apríl 1991.

Steingrímur býr í Reykjavík en er fæddur og uppalinn á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Hann er þekktur fyrir að vera mikið fyrir útivist og hreyfingu, sumarið 2005 gekk hann frá ReykjanestáLanganesi. Í nóvember 2006 kom út eftir hann bókin Við öll - íslenskt velferðarsamfélag á tímamótum hjá Bókaútgáfunni Sölku.

[breyta] Tengill

Wikiquote hefur upp á að bjóða safn tilvitnana á:


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það

Á öðrum tungumálum