Loftur Jóhannesson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loftur Jóhannesson (f. 23. desember 1930) er íslenskur frv. flugmaður, flugvélasali, kaupsýslumaður og milljarðarmæringur. Hann er búsettur í Maryland í Bandaríkjunum.
Loftur auðgaðist m.a. á vopnasölu. Sagt er að hann hafi selt Saddam Hussein skriðdreka á níunda áratugnum
Árið 2001 var Loftur einn 52 Íslendinga sem áttu meira en milljarð króna í eignir umfram skuldir, skv. bókinni Íslenskir milljarðamæringar eftir Pálma Jónasson (AB 2001).
Fyrir forval repúblíkana fyrir forsetakosninga 2004 gaf hann 600 dali í kosningasjóð George W. Bush og Dick Cheney. Árið 2006 gaf hann 685 dali í styrk til Landsnefndar repúblíkana (Republican National Committee).
[breyta] Heimildir
- Pálmi Jónasson: Íslenskir milljarðamæringar, Reykjavík 2001), ISBN 997921581X.
- „Licensed To Kill - arms dealer Ernst Werner Glatt“, Harper's, maí 2000.
- Fundrace Neighbour Search 2004
- Listi Alríkiskjörstjórnar Bandaríkjanna yfir fólk sem gaf fé til prófkjörsbaráttu Bush og Cheney 2004
- Listi Alríkiskjörstjórnar Bandaríkjanna yfir fólk sem gaf fé til Landsnefndar repúblíkana 2006
- Íslenskir milljarðamæringar, BB.is 11. október 2001