Hítardalur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hítardalur í Mýrasýslu er fornt höfuðból, samkvæmt þjóðsögum kennt við tröllkonuna Hít sem varð að steini þar rétt neðan við bæinn ásamt Bárði Snæfellsás og standa þeir drangar enn.

Hítardalur er m.a. þekktur fyrir að þar varð mannskæðasti eldsvoði Íslandssögunnar þann 30. september 1148. Meira en 70 manns sem voru þar við veislu fórust í brunanum, þar á meðal var biskupinn í Skálholti, Magnús Einarsson.

Í Hítardal starfaði munkaklaustur af reglu Benedikts að því að talið er frá 1166 eða 1168 til 1201, en lítið er vitað um sögu þess.