Úttaugakerfið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úttaugakerfið er í líffærafræði annar hluti taugakerfisins en hinn er miðtaugakerfið, það samanstendur af þeim taugum og taugafrumum sem eru fyrir utan og teygja sig úr miðtaugakerfinu.
Úttaugakerfinu er skipt í tvennt: viltaugakerfið sem lífveran getur stjórnað með vilja sínum og dultaugakerfið sem starfar sjálfkrafa og sér um að halda líffærum gangandi.
Taugakerfið |
Heili - Mæna - Miðtaugakerfið - Úttaugakerfið - Viltaugakerfið - Dultaugakerfið - Semjukerfið - Utansemjukerfið |