Kambanes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kambanes kallast ysta nesið milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Upp af nesinu eru fjallstindarnir Súlur og segir þjóðsagan að þar búi tröllkona. Út og suður af Kambanesi liggur skerjaröð sem nefnast einu nafni Refsker. Á Kambanesi hefur verið viti frá árinu 1922 og mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1961 til 1992 og sjálfvirk stöð síðan. Þar er einnig bærinn Heyklif.