Salvör
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fallbeyging | |
Nefnifall | Salvör |
Þolfall | Salvöru |
Þágufall | Salvöru |
Eignarfall | Salvarar |
Notkun | |
Fyrsta eiginnafn | 51¹ |
Seinni eiginnöfn | 19¹ |
|
|
|
Salvör er íslenskt kvenmannsnafn. Salvör er valkyrjuheiti og merkir sú sem ver húsið eða salarkynnin. Nafnið er frægt vegna þess að aðalsögupersónan í Salka Valka eftir nóbelsskáldið Halldór Laxness heitir Salvör Valgerður. Halldór Guðmundsson sem rannsakað hefur ævi Halldórs Laxness hefur varpað fram þeirri tilgátu að nafnið Salka hafi verið valið vegna þess að vinkona Grétu Garbo hét Salka en Halldór Laxness vildi á sínum tíma að Gréta Garbo léki hlutverk Sölku Völku í kvikmynd sem gerð var um söguna.
[breyta] Dreifing
Eftirfarandi eru súlurit sem sýna dreifingu nafnsins sem fyrsta eiginnafns í þjóðskrá Íslands í nóvember 2005.
[breyta] Heimildir
- Mannanafnaskrá. Skoðað 10. nóvember, 2005.
- merking íslenskra nafna. Skoðað 11. nóvember, 2005.
- Þjóðskrá Íslands, nóvember 2005.