F. Scott Fitzgerald
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ljósmynd af F. Scott Fitzgerald eftir Carl Van Vechten frá 1937.
F. Scott Fitzgerald (24. september 1896 – 21. desember 1940) var bandarískur rithöfundur þekktur fyrir skáldsögur sem lýsa lífi ungs fólks á millistríðsárunum (djasstímabilinu). Frægasta bók hans er Gatsby (The Great Gatsby) sem kom út 1925. Á síðari hluta 4. áratugarins fluttist hann til Hollywood og bjó þar og vann til dauðadags.