Haraldur blátönn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Haraldur blátönn (f. ca. 935 - d. fyrir 988) var konungur í Danmörku en síðar einnig konungur í Noregi. Hann komst til ríkis í Danmörku um 950 og ríkti til 985. Hann var sonur Gorms gamla og Þyri danabótar og reisti eftir þau Jalangurssteininn stærri. Hann tók tilneyddur kristni um 974 en hélt hana vel og stofnaði biskupssetur að Rípum, í Slésvík og Árósum. Hann náði völdum í Noregi um 970 en missti þau eftir Orrustuna í Hjörungavogi 986. Haraldur féll í Jómsborg þar sem hann var að berja niður uppreisn sonar síns, Sveins tjúguskeggs og bróður Knúts ríka.


Fyrirrennari:
Gormur gamli
Konungur Danmerkur
(um 950 – 985)
Eftirmaður:
Sveinn tjúguskegg



Þessi grein sem fjallar um sagnfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana