Áramótaskaup

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Áramótaskaupið er árlegur 50 mínútna sjónvarpsþáttur sýndur á Ríkissjónvarpinu. Þátturinn er mikilvægur þáttur í áramótahátíð fyrir flesta Íslendinga þar sem þau setjast niður fyrir framan sjónvarpið klukkan hálf ellefu. Í þættinum er horft á liðið ár með kaldhæðinum og skopsamlegum hætti, sérstaklega stjórnmálamönnum, listamönnum, viðskiptafólki og öðru menningarefni. Áhorf þáttarins er eitt það mesta sem gerist í íslensku sjónvarpi og því mikil pressa á leikstjóra og leikara sem taka þátt í Áramótaskaupinu hvert ár.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.  

Á öðrum tungumálum