Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík er annað af tveimur nemendafélögum Menntaskólans í Reykjavík. Hitt nemendafélagið er Framtíðin. Skólafélaginu stýrir Inspector scholae. Í stjórn félagsins sitja auk Inspector scholae, Quaestor scholaris (gjaldkeri Skólafélagsins), Scriba scholaris (ritari Skólafélagsins) og 2 Collegae (meðstjórnendur).