Spjall:Efnafræði
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Syw 20:39, 26 september 2006 (UTC)
[breyta] Grundvallarbreyting á greininni?
Mér finnst hæpið að búturinn sem tengist Demókritos eigi heima á þessum stað í greininni þar sem hans fræði flokkast undir vísindaheimspeki en ekki vísindi. Búturinn ætti meira heima í eitthvað sem mætti kallast "saga efnafræðinnar" ásamt alkemíunni
Skilgreiningin á efnafræði er stendur líka tæp að mínu mati því efnafræði fást eðli og gerð efna á ákveðnum skala. Núverandi skilgreining kemur ekki nógu hnitmiðað að þessu. Hún er þó ágæt sem auka útskýring.
Væri ekki réttast að ráðast á þetta og breyta sem fyrst?
- Ég tók þetta bara út enda tóm della. Hann var ekki frá Samos og hélt ekki fram neinni kenningu um fjögur frumefni. --Cessator 20:53, 26 september 2006 (UTC)