Kolmónoxíðeitrun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kolmónoxíðeitrun eru eitrunaráhrif kolmónoxíðs í blóði. Kolmónoxíð (CO) er litarlaust, bragðlaust og lyktarlaust gas og það veldur engu áreiti og því hóstar maður ekki við innöndun þess eða áttar sig á því. Hægt er að greina kolmónoxíð í andrúmslofti með sérstökum mælitækjum. Svo lítið sem 0,04 % (400 ppm) geta valdið dauða manna. Eitrunaráhrifin stafa af því að kolmónoxíð binst hemóglóbíni í blóði en það losnar margfalt hægar en súrefni eða koltvíoxíð. Þetta veldur því að súrefni berst ekki um blóðrásina, mikið magn í blóði getur valdið heilaskemmdun eða leitt til dauða. Kolmónoxíð myndast til dæmis við lausagang bifreiða.


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .