Flokkaspjall:Bókmenntir eftir þjóðerni
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
hmmm, ég er nú ekki sammála þessari nýjustu breytingu. Land og þjóðerni þýðir ekki það sama og bókmenntir eru yfirleitt ekki flokkaðar eftir þjóðerni, heldur útgáfulandi eða tungumáli. --Akigka 16:46, 14 mars 2007 (UTC)
- Vel athugað. Rétt hjá þér. Ég er búinn að vera gera of margar breytingar að fyrirmynd en.wikipedia án þess að hugsa þetta til enda --Jabbi 16:56, 14 mars 2007 (UTC)
- Já sammála Akagka. Ég hugsa að flokkun eftir tungumáli væri kannski sniðugri að sumu leyti en kannski ekki að öðru leyti. Það er t.d. stundum talað um bandarískar bókmenntir sem eitthvað annað en enskar bókmenntir og suður-amerískar bókmenntir sem eitthvað annað en spænskar og portúgalskar bókmenntir, en þessar venjur standast ekki ef við flokkum eftir tungumáli frekar en landi. --Cessator 18:18, 14 mars 2007 (UTC)
- Mér finnst að flokka eigi bókmentir eftir löndum frekar en tungumáli. Það er vegna þess að menning landa getur verið mjög ólík þrátt fyrir sameiginlegt tungumál, sem vissulega er hluti menningarinnar. Við íslendingar skulum hafa í huga rithöfundana Gunnar Gunnarsson og Kristmann Guðmundsson. Þeirra ritverk eru tvímælalaust íslenskar bókmenntir og við viljum ekki að þau séu flokkuð sem Bókmenntir á dönsku og Bókmenntir á norsku. Við gætum líka nefnt Ólaf Jóhann Ólafsson, hans verk eru íslenskar bókmenntir, en ekki bókmenntir á ensku (eða kannski bandarísku?) --Mói 19:54, 14 mars 2007 (UTC)
- Mér gefst ekki tími til þess að breyta neinu f. en eftir helgi....góða helgi --Jabbi 20:58, 14 mars 2007 (UTC)
- Það væri allt í lagi að flokka Gunnar og fleiri rithöfunda sem danska rithöfunda jafnt og íslenska og verk þeirra sem danskar bókmenntir jafnt og íslenskar. Þær voru jú oft skrifaðar á dönsku í Danmörku fyrir danska lesendur, þótt svo (ánægjulega) hafi viljað til að höfundurinn hafi fæðst á Íslandi. Þetta sama á auðvitað við um marga aðra fræga listamenn. Eitt land útilokar ekki annað. --Akigka 12:50, 15 mars 2007 (UTC)
- Mér gefst ekki tími til þess að breyta neinu f. en eftir helgi....góða helgi --Jabbi 20:58, 14 mars 2007 (UTC)
- Mér finnst að flokka eigi bókmentir eftir löndum frekar en tungumáli. Það er vegna þess að menning landa getur verið mjög ólík þrátt fyrir sameiginlegt tungumál, sem vissulega er hluti menningarinnar. Við íslendingar skulum hafa í huga rithöfundana Gunnar Gunnarsson og Kristmann Guðmundsson. Þeirra ritverk eru tvímælalaust íslenskar bókmenntir og við viljum ekki að þau séu flokkuð sem Bókmenntir á dönsku og Bókmenntir á norsku. Við gætum líka nefnt Ólaf Jóhann Ólafsson, hans verk eru íslenskar bókmenntir, en ekki bókmenntir á ensku (eða kannski bandarísku?) --Mói 19:54, 14 mars 2007 (UTC)
- Já sammála Akagka. Ég hugsa að flokkun eftir tungumáli væri kannski sniðugri að sumu leyti en kannski ekki að öðru leyti. Það er t.d. stundum talað um bandarískar bókmenntir sem eitthvað annað en enskar bókmenntir og suður-amerískar bókmenntir sem eitthvað annað en spænskar og portúgalskar bókmenntir, en þessar venjur standast ekki ef við flokkum eftir tungumáli frekar en landi. --Cessator 18:18, 14 mars 2007 (UTC)