Eignarfornafn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eignarfornöfn í íslensku eru fjögur; minn, þinn, sinn, vor. Sumir málfræðingar telja eignarfornafnið sinn eiga heima í flokki afturbeygðra fornafna þar eð það vísar aftur til þriðju persónu. Þessi skilgreining er umdeild enda nýleg og á sér ekki hefð í íslenskri málfræði.

Vor er aðeins notað í hátíðlegu máli; „Heill forseta vorum og fósturjörð“ og beygist þannig:

  kk. kvk. hk.
nf. et. vor vor vort
þf. et. vorn vora vort
þgf. et. vorum vorri voru
ef. et. vors vorrar vors
nf. ft. vorir vorar vor
þf. ft. vora vorar vor
þgf. ft. vorum vorum vorum
ef. ft. vora vorra vorra

Minn beygist þannig (þinn og sinn beygjast eins):

  kk. kvk. hk.
nf. et. minn mín mitt
þf. et. minn mína mitt
þgf. et. mínum minni mínu
ef. et. míns minnar míns
nf. ft. mínir mínar mín
þf. ft. mína mínar mín
þgf. ft. mínum mínum mínum
ef. ft. minna minna minna
Á öðrum tungumálum