Móðuharðindin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Móðuharðindin voru hörmungar eða áhrif náttúruhamfara sem urðu á Íslandi í Skaftáreldum 1783 - 1785. Móða eða eiturgufa lagðist á jörðina, gras sviðnaði og búfénaður féll. Talið er að um 75% búfjár hafi þá fallið og fimmti hver maður eða um 10.000 Íslendingar hafi dáið. Móðuharðindin hófust með gosi 8. júní 1783 í Lakagígum en þeir urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðunni á sögulegum tímum. Samtímalýsing eldsumbrotanna og áhrifa þeirra í nærliggjandi sveitum eru í Eldriti séra Jóns Steingrímssonar sem hann lauk við að skrifa árið 1788.
Veðurfar breyttist á meðan á hörmungunum stóð, gosið var svo kröftugt að brennisteinsoxíð náði upp í heiðhvolfin og hitastig lækkaði. Áhrifa gossins gætti víða um heim.
[breyta] Heimildir
- Skaftáreldar 1783
- Nýjar upplýsingar um afleiðingar Móðuharðindanna 1783 á veðurfar (Einar Sveinbjörnsson)
- Lakagígar