Wikipedia:Vissir þú.../Eldra
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- ... að Johan Madvig gagnrýndi harkalega viðhorf Theodors Mommsen til stjórnartíðar Júlíusar Caesars í riti sínu um stjórnskipun Rómaveldis?
- ... að forskeytið „fót-“ í amerískum fótbolta kemur til af því að hann er leikinn á fótum en ekki t.d. á hestbaki?
- ... að innsetningarröðun tekur lengstan tíma þegar inntakinu er raðað í öfuga röð?
- ... að kentárar eru einnig nefndir mannfákar eða elgfróðar?
- ... að Henry Liddell var enskur fornfræðingur og faðir Alice Liddell sem var fyrirmyndin að Lísu í Undralandi?
- ... að galías (sjá mynd) var tvímastra, breitt seglskip sem tíðkaðist nokkuð í Íslandssiglingum á þilskipaöld?
- ... að Ragnhildur Helgadóttir var kosin forseti Alþingis fyrst kvenna árið 1961?
- ... mikil fiskvinnsla er stunduð í Klakksvík sem er næst stærsti bær Færeyja?
- ... húsið Skriðuklaustur sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson lét reisa 1939 er teiknað af þýskum arkitekt?
- ... þegar kennsla hófst við Melaskóla árið 1946 voru 850 nemendur þar ?
- ... Aríus var kristinn kennimaður á 3. og 4. öld sem boðaði að Jesús væri undir Guð settur þar sem hann ætti sér upphaf í tíma og hafnaði þannig þrenningarkenningunni?
- ... nafn sveitarfélagsins Aasiaat á Vestur-Grænlandi merkir „köngulóaborgin“ á grænlensku?
- ... New Super Mario Bros. er fyrsti Mario-leikurinn þar sem sjónarhornið er frá hlið, frá því Super Mario Land 2 kom út 1992?
- ... Demosþenes var forngrískur stjórnmálamaður sem lék stórt hlutverk í uppreisn Aþenu gegn Alexander mikla?
- ... vísitala um þróun lífsgæða (sjá mynd) er vísitala sem mælir lífslíkur, læsi, menntun og lífsgæði?
- ... skólaspeki var hefð í miðaldaheimspeki sem reyndi að sætta heimspeki fornaldar og kristna guðfræði?
- ... fyrsta úthlutun úr kvikmyndasjóði var samtals þrjátíu milljón (gamlar) krónur?
- ... fornloftslagsfræði er vísindagrein sem fæst við loftslagsbreytingar sem hafa átt sér stað í jarðsögunni?
- ... grösum er skipt í puntgrös, axpuntgrös og axgrös eftir því hvernig smáöxin sitja á stráinu?
- ... Þjóðleikhúsið sýnir á fimm leiksviðum sem geta tekið samtals um þúsund manns í sæti?
- ... eitt fyrsta málið sem Neytendasamtökin beittu sér í var Hvide-vask-málið svokallaða?
- ... Diomedes Grammaticus var rómverskur málfræðingur sem samdi ritið Ars grammatica?
- ... XHTML er ívafsmál sem svipar mjög til HTML en notast við strangari ritunarreglur?
- ... Pliníus eldri var rómverskur fræðimaður, rithöfundur og sjóliðsforingi?
- ... meginuppistaða kotasælu er ystingur sem búið er að pressa mestu mysuna úr?
- ... Landhelgisgæsla Íslands var upphaflega stofnuð 1. júlí 1926, tveimur vikum eftir að gufuskipið Óðinn kom til landsins.
- ... einn hestburður er um hundrað kílógrömm af þurru heyi?
- ... sic er latína og er notað til að sýna að röng eða óvenjuleg stafsetning hafi ekki verið innsláttarvilla?
- ... Broddmjólk inniheldur mörg lífsnauðsynleg efni sem hjálpa afkvæmum spendýra að þroskast og verjast sjúkdómum?
- ... Deildartunguhver í Reykholtsdal (sjá mynd) er vatnsmesti hver Evrópu?
- ... frymisgrind er styrktargrind í frumunum sem er gerð úr holum strengjum?
- ... elstu lýsinguna á Hveravöllum er að finna í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá 1752?
- ... kenningin um Eyrarsundslásinn er ein skýring á auknum mætti Dana í baráttu við Englendinga um yfirráð yfir Norður-Atlantshafi á 15. öld?
- ... eitrunaráhrif kolmónoxíðs stafa af því að það binst hemóglóbíni í blóði og kemur þannig í veg fyrir upptöku súrefnis?
- ... mikilvægasta veiðisvæði hinna fornu Grænlendinga hét Norðurseta og var á miðri vesturströnd Grænlands?
- ... Wii stöðvarnar eru aðalvalmynd leikjatölvunnar Wii frá Nintendo. Þar er hægt að velja að spila tölvuleiki, Virtual Console leiki eða að kíkja á veðrið eða fréttirnar.
- ... Gagnstrokka hreyfill er tegund sprengihreyfils sem er mikið notuð í einkaflugvélum?
- ... geislaálag er mælt í sívertum?
- ... Þorleifur Halldórsson skrifaði Mendacii encomium eða Lof lyginnar á siglingu frá Íslandi til Kaupmannahafnar?
- ... eina bókin sem Ludwig Wittgenstein gaf út á ævinni var Rökfræðileg ritgerð um heimspeki?
- ...að Evrópskur sumartími er sumartími sem fylgt er í öllum Evrópulöndum nema Íslandi?
- ...að Columbia er ein öflugasta ofurtölva í heimi?
- ...að Barnagælur eins og „Kalli litli könguló“ eru hefðbundin ljóð eða vísur kenndar og sungnar meðal ungra barna?
- ...að Kaldbaksvík á Ströndum er stærsta víkin á milli Bjarnarfjarðar og Veiðileysufjarðar?
- ...að Teljanlegt mengi er í stærðfræði mengi sem er annað hvort teljanlegt eða teljanlega óendanlegt?
- ...að Náttúrulegar, heilar, ræðar, óræðar, raun- og tvinntölur eru allt talnamengi í stærðfræði?
- ...að Algildi er í stærðfræði fjarlægð tölu frá tölunni núll á rauntölulínunni?
- ...að Paka-paka olli því að 700 börn lentu á sjúkrahúsi árið 1997?
- ...að Hiragana er annað tveggja atkvæðatáknrófa í japönsku?
- ...að Matarprjónar voru þróaðir fyrir um það bil 3000-5000 árum í Kína?
- ...að dagurinn 30. febrúar hefur komið upp þrisvar í sögunni eða einu sinni í sænska tímatalinu og tvisvar í byltingartímatali Sovétríkjanna?
- ...að líkurnar á því fá fimm aðaltölur réttar í Lottói Íslenskrar Getspár eru? einn á móti 501.942?