Geislavirkni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geislavirkni er samheiti yfir ferli sem tengjast kjarnabreytingum, sem verða þegar óstöðugir frumeindarkjarnar gefa frá sér jónandi geislun. Náttúruleg geislavirkni stafar af geislavirkum efnum sem finnast í náttúrunni. SI-mælieining geislavirkni er bekerel, táknuð með Bq, sem nefnd er eftir Henri Becquerel, sem fyrstur uppgötvaði hana. (Eldri mælieining fyrir geislavirkni, kúrí, táknuð með Ci, er nefnd í höfuðið á hjónunum Marie og Pierre Curie.)


Þessi grein sem fjallar um eðlisfræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana