Barít
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Barýt (Þungspat) (BaSO4) er steind gerð úr baríumsúlfati. Hún er almennt hvít eða litlaus og er megin uppspretta baríns. Barýt finnst oft í blý-zink æðum í kalksteini, í útfellingum á hverasvæðum og í hematít málmgrýti. Barýt finnst oft með steindunum anglesíti og celestíti.
Nafnið barít er dregið af gríska orðinu barus (þungt). Barít er t.d. notað í málningar- og pappírsframleiðslu.