Jóhannes Birgir Jensson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jóhannes Birgir Jensson við Eiffelturninn
Jóhannes Birgir Jensson (fæddur 14. ágúst 1975) er íslenskur tölvunarfræðingur sem hefur beitt sér fyrir aukningu íslensks efnis á Project Gutenberg og haft umsjón með fjölmörgum ritum sem hafa birst þar eða eru í vinnslu hjá Distributed Proofreaders. Hann er jafnframt annar tveggja stofnenda World Football Organization, samtaka sem hafa byggt upp gagnagrunn yfir knattspyrnu um heim allan. World Football Organization er skráð bæði í Michigan í Bandaríkjunum og á Íslandi.
[breyta] Útkomin rit sem Jóhannes hefur unnið að hjá Project Gutenberg
- Leiðarvísir í ástamálum II. fyrir ungar stúlkur
- Mjallhvít
- Sæfarinn: Ferðin kring um hnöttinn neðansjávar
- Prin Tunele de Cuvinte
- Eirik the Red's Saga
- The story of Burnt Njal