Akureyrarkirkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Akureyrarkirkja er kirkja á Akureyri, vígð árið 1940. Hún tilheyrir Þjóðkirkjunni. Kirkjan var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins. Í kirkjunni er meðal annars gluggi kominn úr kirkju á Coventry á Englandi sem var eyðilögð í síðari heimsstyrjöldinni. Á svölum kirkjuskipsins eru lágmyndir eftir Ásmund Sveinsson. Skírnarfontur kirkjunnar er gerður eftir fyrirmynd Bertels Thorvaldsens.

[breyta] Heimild

[breyta] Tengill