Wikipedia:Fyrirspurnir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrirspurnir á Wikipedia eru mismunandi og það skiptir máli hvar þær eru lagðar fram, dæmi um fyrirspurnir:
- Fyrirspurn varðandi ákveðið efni á síðunni, hvort það er grein eða snið. Slíkar fyrirspurnir eiga heima á spjallsíðu viðkomandi greina eða sniða. Það er annaðhvort hægt að smella á spjall takkann á viðkomandi grein eða smell á alt og t lyklana á saman tíma.
- Fyrirspurn varðandi verkefnið sjálft og Wikipedia eiga heima í Pottinum.
- Fyrirspurnir til ákveðins notenda eiga heima á spjallsíðu hvers notenda, ef smellt er á nafn notandans þar sem það kemur fyrir má fylgja spjall tenglinum sem er á sama stað og í greinum.
- Annarskonar fyrirspurnir, sem passa ekki í tilfelli 1., 2. eða 3. eiga líklegast heima á þessari síðu.
Eftirfarandi eru viðmið fyrir spyrjandann, ef farið er eftir þeim aukast líkurnar á svörum allverulega:
- Leitaðu fyrst sjálfur – það margborgar sig að leita fyrst sjálfur, bæði á þessum vef og öðrum. Það er oftast fljótlegri leið, enn fremur sýnir spyrjandi viðleitni með því að leita sjálfur, það getur orðið til þess að fleiri svari spurningum þínum.
- Vertu nákvæmur – það er tímasparandi fyrir þá sem vilja hjálpa þér, ef þeir þurfa ekki að fá frekari útskýringu á spurningunni. Vertu nákvæmur frá upphafi og þá aukast líkurnar á fljótlegum svörum.
- Sláðu inn bæði stuttan og lýsandi titil ásamt spurningunni sjálfri – Skrifaðu stutta og hnitmiðaða lýsingu í efsta boxinu en spurninguna í smáatriðum í stóra boxinu fyrir neðan.
- Vertu kurteis – það eru aðrar manneskjur sem koma til með að svara þér, svo almenn kurteisi á eftir að auka líkurnar á því að fólk nenni að svara þér.
- Ekki taka fram persónulegar upplýsingar af óþörfu – Það skiptir ekki máli hver þú ert, hvar þú átt heima eða hver síminn þinn er, það er best að halda því út af fyrir sig.
- Fylgstu með umræðunni og taktu þátt – Til þess að sjá hvort þér hefur verið svarað, þarftu sjálfur að athuga hvort þér hafi verið svarað með því að heimsækja þessa síðu aftur. Þú ert líka hvattur til þess að spyrja aftur á sama stað með því að smella á [breyta] hnappinn við hlið titilsins, þannig getur þú fengi frekari útskýringar eða þakkað fyrir þig.
- Notaðu undirskrift – Notaðu þetta --~~~~ merki aftast í spurningunni þinni til þess að fá sjálfkrafa undirskrif. Ef þú ert skráður notandi sést notendanafnið annars birtist IP-talan þín.
- Ekki spyrja þess sama tvisvar – Þú græðir ekkert á því að senda inn sömu spurninguna aftur, ef þú vilt ræða hana frekar skaltu gera það í fyrstu spurningunni.
Þegar þú hefur lesið textan að ofan máttu leggja fram spurningu með því að smella hér.
[breyta] Hver eru 10 hæðstu fjöll í alheiminum?
Hver eru 10 hæðstu fjöll í alheiminum, röðuð eftir stærð. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 10. nóv. 2005 kl. 03:07 (UTC)
- Það er ekkert fjall skrásett að mér vitandi utan við sólkerfið okkar, því verður Olympusfjall á Mars í fyrsta sæti sjálfkrafa. Hæsta fjallið sem ég veit um á tunglinu er innan við 5km hátt. Gasrisarnir geta augljóslega ekki verið með fjöll, littlar hæðamælingar virðast vera til fyrir Merkúríus, lítið um tindana á Mars og Venus. Plútó er ekki beint líklegur til að komast á listan vegna stærðar, fyrir utan að ég held alveg örugglega að það sé lítið til um landmælingar á þeirri reikistjörnu. Það koma kannski einhver tungl til greina?
- [1] [2]--Friðrik Bragi Dýrfjörð 10. nóv. 2005 kl. 04:55 (UTC)