Tryggingastofnun ríkisins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tryggingastofnun ríkisins er opinber stofnun íslenska ríkisins sem heyrir undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Hlutverk hennar að annast framkvæmd almannatrygginga. Tryggingastofnun starfar eftir lögum um almannatryggingar, félagslega aðstoð, fæðingarorlof og sjúklingatryggingu auk reglugerða heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Karl Steinar Guðnason hefur verið forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins frá 1. október 1993. Starfsmenn eru um 200 talsins.

Samkvæmt skipuriti er stofnuninni skipt í fjögur svið: lífeyristryggingasvið, sjúkratryggingasvið, læknadeild og þjónustumiðstöð.

Tryggingastofnunin var upphaflega stofnuð 1936 þegar fyrstu lög um almannatryggingar (Alþýðutryggingalögin) voru sett.

Á árinu 2005 námu útgjöld til almannatrygginga og útgjöld samkvæmt lögum um félagslega aðstoð samtals um 52,6 milljörðum króna. Það samsvarar tæplega 17% af útgjöldum ríkissjóðs og 5,2% af vergri landsframleiðslu.

Stjórn TR 2004-2007
Aðalmenn Varamenn
  • Ingi Már Aðalsteinsson, formaður
  • Margrét S. Einarsdóttir, varaformaður
  • Gísli Gunnarsson
  • Karl V. Matthíasson
  • Sigríður Jóhannesdóttir
  • Bryndís Friðgeirsdóttir
  • Svala Árnadóttir
  • Elsa Ingjaldsdóttir
  • Signý Jóhannesdóttir
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir

[breyta] Tengill

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.