Togari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

O.129 Amandine, síðasti belgíski síðutogarinn, sem veiddi á Íslandsmiðum
O.129 Amandine, síðasti belgíski síðutogarinn, sem veiddi á Íslandsmiðum
Skuttogari
Skuttogari

Togari er skip sem dregur/togar vörpu/troll á eftir sér við fiskveiðar. Algengt form vörpu er botnvarpa.

[breyta] Íslenskar togaraveiðar

Fyrsti togarinn sem Íslendingar eignuðust var Coot sem kom til landsins 6. mars 1905. Áður fyrr takmörkuðust veiðar togara við 55-75 metra dýpi en nú geta þeir dregið vörpur á allt að 900 metra dýpi. Stærð togara nú til dags er allt að 2.500 til 3.000 tonn. Togarar voru fyrst um skeið síðutogarar, sem tóku vörpuna inn fyrir borðstokkinn á síðu skipsins. Í dag er varpan dregin inn í skut togarans, því nefnast þeir skuttogarar. Margir gömlu síðutogaranna stunda nú veiðar á uppsjávarfiskum.

Landhelgisdeilan, sem náði hámarki í þorskastríðunum snerist um veiðar erlendra togara á því hafsvæði, sem íslensk stjórnvöld gerðu tilkall til, og hvar íslensk stjórnvöld kröfðust þess að togveiðar væru ekki stundaðar.

Útgerðarmenn togara stofnuðu Félag botnvörpuskipaeigenda, sem seinna varð Landssamband íslenskra útvegsmanna.

Frystitæki um borð í nútímatogurum gera þeim kleift að vera á veiðum um nokkurra vikna skeið, uns lestir fyllast. Togarar með slíkan búnað kallast frystitogarar.

[breyta] Aðrir tenglar

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.