Skelfiskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Spaghetti allo scoglio er ítalskur pastaréttur með blönduðum skelfiski.
Spaghetti allo scoglio er ítalskur pastaréttur með blönduðum skelfiski.

Skelfiskur er hugtak sem notað er í matargerð yfir ýmis lindýr og krabbadýr, en ekki fisk. Lindýr sem kölluð eru skelfiskur eru til dæmis kræklingur, kúskel, ostra og hörpuskel. Krabbadýr sem talin eru með skelfiski eru til dæmis rækja, humar, krabbi og vatnakrabbi. Smokkar og sniglar eru venjulega ekki taldir með, þótt þeir séu bæði ætir og lindýr.

Skelfisksofnæmi er algengt matarofnæmi.


Þessi grein sem fjallar um mat er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum