Ullserkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wikipedia:Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Coprinus comatus
Þroskaður ullserkur
Þroskaður ullserkur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Skipting: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Flokkur: Homobasidiomycetes
Ættbálkur: Hattsveppir (Agaricales)
Ætt: Bleksveppaætt (Coprinaceae)
Ættkvísl: Coprinus
Tegund: Coprinus comatus (O.F. Müll.) Gray

Ullserkur eða ullblekill (fræðiheiti: Coprinus comatus) er eftirsóttur ætisveppur sem algengt er að sjá á túnum og í görðum. Hann er hvítur eða gulhvítur, hár og mjór með langan, mjóan og egglaga hatt. Hann verður allt að 15 sm hár og um 5 sm breiður. Stafurinn er holur að innan. Fanirnar eru hvítar í fyrstu, en þegar hann eldist dökkna þær þannig að sveppurinn sortnar frá hattbrúninni sem sveigist upp þar til hann verður alveg bleksvartur og linur. Eftir tínslu verður hann svartur á nokkrum klukkutímum. Aðeins ungir sveppir eru borðaðir og varast ber að tína sveppi þar sem er mikil umferð vegna mengunar.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt ullserk er að finna á Wikimedia Commons.


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .