Wikipediaspjall:Stjórnendur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Flutti þetta spjall mitt yfir á spjallsíðuna þar sem það á heima

Heyriði já, ég sótti um það á meta.wikipedia.org fyrir nokkru að fá sysop réttindi á íslensku Wikipedia en forráðamenn þar báðu mig um að koma upp svona síðu þar sem ég gæti kynnt þær fyrirætlanir og fengið stuðning hinna greinahöfundana. Þetta er sú síða. Það er farið að vanta sárlega fólk með sysop réttindi hér og ég held að það sé ekkert því til fyrirstöðu að allir sem vilja geti fengið slík réttindi, allavega allir þeir sem hafa verið virkir í greinarskrifum þar sem mér sýnist þetta allt vera hið ljúfasta fólk. Það er kjörið að þið skráið ykkur bara á listann á stjórnendasíðunni ef þið viljið sysop réttindi og svo kem ég listanum til fólksins á meta.wikipedia sem ræður þessu.--Biekko 13:15, 21 May 2004 (UTC)

Og já, hér er meiri lesning um stjórnendur fyrir þá sem hafa áhuga: [1] --Biekko 13:17, 21 May 2004 (UTC)


Don't forget to put your adminship requests at m:Requests for permissions. -- Looxix 19:54, 21 May 2004 (UTC)

[breyta] Sauðkindin

Ég tók mér það bessaleyfi að gera Sauðkindina að stjórnanda til að hún geti framkvæmt viðhald á vernduðum síðum og hafði ég þar MediaWiki: nafnrýmið í huga. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 06:29, 11 okt 2004 (UTC)

[breyta] Er ég orðinn stjórnandi?

Það er nú áhugavert þar sem ég sótti ekki um það :D En ég skal alveg vera það, ekkert mál ;) --Heiða María 4. okt. 2005 kl. 16:42 (UTC)

Ég ákvað að þú ættir að vera stjórnandi :P --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. okt. 2005 kl. 16:55 (UTC)

Ég hef víst verið sleginn til stjórnanda og vil þakka bæði traustið og upphefðina :D - og vonast til að kikna ekki undan ábyrgðinni :P --EinarBP 8. des. 2005 kl. 12:51 (UTC)

[breyta] Skilyrði

Þurfa stjórnendur hér ekkert að uppfylla skilyrði til að verða stjórnendur? Ættum við ekki að setja einhver (þurfa ekki að vera erfið/flókin) svo þetta séu í raun ekki einhverjar geðþóttaákvarðanir fjögurra? --Jóna Þórunn 19:12, 27 september 2006 (UTC)