Snið:Gátt:Fornfræði/Undirgreinar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Klassísk textafræði: Segja má að textafræði sé rannsókn á textum í víðum skilningi: Uppruna þeirra, miðlun þeirra, merkingu þeirra og samhengi.
- Textarýni: Viðleitnin til þess að finna „réttan“ texta eða komast að minnsta kosti eins nærri upphaflegum texta og mögulegt er með samanburði á handritum og með hliðsjón af því hvernig textunum var miðlað.
- Bókmenntasaga: Lýsir innra samhengi og þróun í sögu klassískra bókmennta.
- Bókmenntarýni: Rannsókn á, umfjöllun um, mat og túlkun á bókmenntum sem bókmenntum, oft með hliðsjón af svonefndri bókmenntakenningu, sem er hálf-heimspekileg umfjöllun um aðferðir og markmið bókmenntarýninnar.
- Fornaldarheimspeki: Sem fræðigrein er fornaldarheimspeki sameiginlegt sérsvið innan fornfræði og heimspeki. Hún fjallar um heimspeki fornaldar, einkum gríska og rómverska heimspeki og arfleifð hennar í nútímaheimspeki og hugmyndasögu.
- Fornaldarsaga: Gagnrýnið mat á ritaðar heimildir jafnt sem áþreifanlegar leifar klassískrar fornaldar í þeim tilgangi að geta greint frá almennri þróun og tiltekinni atburðarás í sögu fornaldar.
- Fornleifafræði: Leitin að og rannsókn á varðveittum efnislegum leifum fornaldar.
- Listasaga: Rannsókn á varðveittum listaverkum fornaldar.