1. mars
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Feb – Mars – Apr | |||||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La | |||
1 | 2 | 3 | |||||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | |||
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | |||
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | |||
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |||
2007 Allir dagar |
1. mars er 60. dagur ársins (61. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 305 dagar eru eftir af árinu. Á Íslandi er dagurinn oft kallaður „bjórdagurinn“.
[breyta] Atburðir
- 1290 - Háskólinn í Coimbra, einn elsti háskóli Evrópu, stofnaður.
- 1905 - Fyrsta símaskrá á Íslandi var gefin út, Talsímaskrá Reykjavíkur.
- 1940 - Vélbátinn Kristján frá Sandgerði rak vélarvana að landi eftir tólf daga hrakninga. Áhöfnin hafði haldið lífi með því að eima sjó. Þeir höfðu verið taldir af er þá loks bar að landi í Skiptivík í Höfnum.
- 1970 - Ísland gekk í EFTA, Fríverslunarsamtök Evrópu. Aðildin hafði verið samþykkt á Alþingi 19. desember 1969.
- 1973 - Palestínsku hryðjuverkasamtökin Svarti september gerðu árás á sendiráð Sádí-Arabíu og tóku þrjá vestræna diplómata af lífi.
- 1988 - Ný umferðarlög gerðu notkun ökuljósa allan sólarhringinn að skyldu, svo og notkun öryggisbelta.
- 1989 – Bjór leyfður á ný á Íslandi eftir áratuga bann.
- 1991 - Ólafsfjarðargöngin formlega opnuð. Þau voru þá lengstu veggöng á Íslandi, um 3.400 metrar.
[breyta] Fædd
- 1810 - Fryderyk Chopin, pólskur píanóleikari og tónskáld (d. 1849). Fæðingardagur hans er á reiki, 22. febrúar er einnig nefndur.
[breyta] Dáin
1964 - Davíð Stefánsson, skáld, frá Fagraskógi.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |