Ólafur Ólafsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ólafur Ólafsson (fæddur 23. janúar 1957) er íslenskur kaupsýslumaður. Hann var ráðinn forstjóri Samskipa hf. árið 1990. Árið 2003 varð hann starfandi stjórnarformaður Samskipa. Hann kom við sögu í baráttunni um Ker hf. og var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn fjárfestingarfélaginu Gretti hf. í baráttunni um félagið.

Ólafur er er stjórnarformaður Alfesca og einnig Kjalars invest sem er annar stærsti hluthafi Kaupþings banka. Hann fór fyrir hópnum sem keypti Búnaðarbankann.

Í upphafi árs 2007 stofnaði Ólafur, ásamt konu sinni Ingibjörgu Kristjánsdóttur landslagsarkitekt, velgerðarsjóð sem ætlað er að styrkja fátæk börn í afríku til mennta. Hjónin lögðu fram einn milljarð króna sem stofnfé sjóðsins

[breyta] Tenglar


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það