Farþegaskip

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Farþegaskip er skip sem hefur það meginhlutverk að flytja farþega og farangur þeirra, ólíkt flutningaskipum sem geta haft visst farþegarými en eru fyrst og fremst hönnuð til að flytja farm. Eftir miðja 20. öldina tóku farþegaflugvélar nær alfarið við af farþegaskipum sem ferðamáti. Nú til dags eru stærstu farþegaskipin skemmtiferðaskip þar sem sjóferðin sjálf er markmið ferðarinnar.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.