Notandaspjall:Spm/Stærðfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Það er spurning hvort það mætti ekki bæta við málsgrein eða svo um grísku stærðfræðingana Evdoxos, Evklíð, Arkímedes og kannski Hipparkos. --Cessator 20. apríl 2006 kl. 01:18 (UTC)

Algjörlega! Ég er því miður ekki nógu vel að mér í þessum grísku meisturum, öðrum en Evklíð auðvitað. Arkímedes þekki ég bara af afspurn... annars var ég ekki búinn að skrifa mikið um Grísku og Hellenísku stærðfræðina - ég er mikið hrifnari af pælingum Indverja og Araba hvað fornu stærðfræðina varðar... --Smári McCarthy 20. apríl 2006 kl. 01:22 (UTC)
Ég er því miður ekki nægilega vel að mér í sögu grískrar stærðfræði sjálfur en mér sýnist í fljótu bragði að það megi geta þessara fjögurra stuttlega án þess að lengja kaflann um Grikkina um of eða raska jafnvæginu í sögulega yfirlitinu. Held að það sé samt best að bíða aðeins og sjá til; kannski kemur einhver mér fróðari og bætir þessu við. --Cessator 20. apríl 2006 kl. 01:29 (UTC)
Gríski parturinn er í augnablikinu fremur lítill í samanburði við hina. Mér finnst hlutinn um Kínversku stærðfræðina vera alveg í það mesta, en Arabíska vera alveg passlegt og góð viðmið. Það mætti auðvitað gera aðalgreinar um þetta alltsaman með tíð og tíma, en við skulum ekkert vera að stressa okkur yfir því núna. Allaveganna skal ég bæta við smá um Evklíð áður en að ég fer að sofa... --Smári McCarthy 20. apríl 2006 kl. 01:33 (UTC)
Já. Evklíð var flottur. Góða nótt. --Smári McCarthy 20. apríl 2006 kl. 01:42 (UTC)