Anne Pehrsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Anne Pehrsson er kona búsett á Íslandi, sem sögð er hafa miðilshæfileika. Hún kveðst stunda sambandsmiðlun og leiðbeiningamiðlun, flytja skilaboð frá látnum ástvinum og leiðbeinendum sínum á „öðrum tíðnisviðum“.

Anne hlaut tilsögn hjá miðlunum Sigurði Geir Óskarssyni og Friðbjörgu Óskarsdóttur, og einnig í breskum skóla, Arthur Findlay College.

Hún segist stunda fyrirbænir og heilun í gegn um „hærri tíðnisvið“, hafa kærleikann að leiðarljósi og vinna með „Kristsorkuna“.

[breyta] Tengill


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það