Skaftholtsréttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skaftholtsréttir eru fjárréttir Gnúpverja í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Réttirnar, þ.e. réttastæðið, er talið vera það elsta á Íslandi og er talið vera frá 12. öld. Réttirnar eru hlaðnar úr Þjórsárhraungrýti. Þær fóru illa í Suðurlandsskjálftunum sumarið 2000 og var almenningurinn endurhlaðinn í kjölfarið og steinsteyptar umgjarðir dilkadyra endursteyptar.

Í nóvember 2005 var stofnað Réttavinafélag Skafholtsrétta og hefur félagið nú (júlí 2006) endurhlaðið nokkra veggi og smíðað nýjar grindur, auk þess sem bílaplanið var sléttað og lagað.

Efnisyfirlit

[breyta] Réttarhald

Fram til ársins 1996 var réttað á fimmtudegi, en var þá flutt og er nú réttað á föstudegi í 22. viku sumars. Um 10 leytið að morgni er austursafn Skeiðamanna rekið inn í almenninginn og draga Gnúpverjar fé sitt úr því í allt að tvo tíma. Næst er þeirra safn rekið inn. Um 2.500 fjár er í safni Gnúpverja og er stærsta búið, Eystra-Geldingaholt, með um 600 fjár á fjalli.

[breyta] Tengt efni

[breyta] Heimildir

[breyta] Tengill