Knattspyrnufélagið Valur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Valur er íslenskt íþróttafélag sem hefur aðstöðu að Hlíðarenda við Laufásveg í Reykjavík.

Félagið var stofnað 1911 af drengjum í KFUM, að hluta til að tilstuðlan séra Friðriks Friðrikssonar.

Starfsemi félagsins nú til dags er ekki einungis bundin við knattspyrnu, hjá Val er hægt að æfa knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik. Félagið hefur í gegnum tíðina náð mjög góðum árangri á Íslandsmótum í bæði knattspyrnu og handknattleik.

Á öðrum tungumálum