Nýja-Kaledónía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kort af Nýju-Kaledóníu.
Kort af Nýju-Kaledóníu.

Nýja-Kaledónía (franska: Nouvelle-Calédonie, einnig kallað Kanaky og Le Caillou) er eyjaklasi í Suðvestur-Kyrrahafi, um 1.200 km austan við Ástralíu og 1.500 km norðaustan við Nýja-Sjáland. Eyjarnar eru undir yfirráðum Frakklands. Stærsta eyjan er Grande Terre, en að auki tilheyra umdæminu margar smærri eyjar og rif. Samtals er stærð þeirra 18.575 km². Íbúar eru 230.789 og þar af búa um 91.000 í höfuðborginni Nouméa. Þjóðarlén umdæmisins er .nc.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana