Lemney
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lemney eða Lemnos er grísk eyja í norðanverðu Eyjahafi.
Eyjan er 482 km² að stærð, fjöllótt en frjósöm. Á Lemney hafa fundist merkar fornleifar allt frá nýsteinöld og komst undir grísk yfirráð 1913. Hingað fór Hefæstos eftir að hann bjó til net það sem fangaði Afródítu og Ares í ástarleik. Eða eins og segir í Ódysseifskviðu, kafla 8.:
En er hann (Hefaistos) hafði lagt alla þessa vél um rúmið, brá hann því á, að hann mundi fara til Lemneyjar, hins fagra byggðarlags, er honum er langkærast allra landa.“
— Hómer,.
Lemney var einnig fyrsti viðkomustaður Argosarfara, en þar höfðust þeir við um hríð í góðu yfirlæti hjá konum þeim, er þar byggðu. Höfðu þær vegið menn sína, sem voru þeim ótrúir, og réðu síðan sjálfar ríkjum. Gat Jason tvo syni við drottningu þeirra.