Vöðlavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vöðlavík eða Vaðlavík er vík norðan Reyðarfjarðar, milli Múla og Gerpis. Í Landnámu segir að Þórir hinn hávi hafi búið í víkinni, en hún hét Krossavík fram á 17. öld. Í Vopnfirðinga og Kristni sögur geta þess að Þorleifur Ásbjarnarson hinn kristni hafi búið í víkinni.

Til Vöðlavíkur var ruddur vegur fyrir 1940 sem síðar var lengdur til Viðfjarðar og nýttist áður en Oddsskarðsvegur var byggður. 10. janúar 1994 strandaði skipið Goði í víkinni og bjargaði þyrlusveit Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli skipverjum. Einn fórst við strandið.

Úr víkinni og heiðinni, Vöðlavíkurheiði, eru tveir fjallstindar einna mest áberandi: Snæfugl og Hestshaus.