Vatnajökull
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jöklar á Íslandi | |
---|---|
Drangajökull | |
Eiríksjökull | |
Eyjafjallajökull | |
Hofsjökull | |
Hofsjökull eystri | |
Langjökull | |
Mýrdalsjökull | |
Ok | |
Snæfellsjökull | |
Tindfjallajökull | |
Vatnajökull | |
Þrándarjökull | |
Öræfajökull |

Vatnajökull er þíðjökull staðsettur á suðaustur-hluta Íslands. Hann er stærsti jökull landsins bæði að flatarmáli og rúmmáli og stærsti jökull Evrópu að rúmmáli en sá annar stærsti að flatarmáli (sá stærsti er Austfonna á Nordaustlandet á Svalbarða), eða 8.100 km² og allt upp í kílómetri að þykkt, en meðalþykkt hans er um 400 metrar.
Efnisyfirlit |
[breyta] Saga jökulsins
Fyrir 14. öld var Vatnajökull miklu minni en hann er nú, síðan 1930 hefur hann verið í stöðugri rýrnun, en þá mun stærð hans hafa verið í hámarki. Hugsanlegt er að Vatnajökull hafi áður verið tveir aðskildir jöklar, enda hét hann Klofajökull lengi fram eftir öldum.
[breyta] Eldvirkni
Undir Vatnajökli eru einhverjar mestu eldstöðvar landsins, Grímsvötn eru þeirra þekktust. Einnig má nefna Gjálp, sem var nefnd því nafni fyrir fáeinum árum, og Öræfajökul. Gos úr Vatnajökli hafa komið í hrinum í tímans rás og telja jarðvísindamenn að slík goshrina sé um það bil að hefjast núna um þessar mundir. Gætu þá gos í Vatnajökli orðið mjög tíð næstu hálfa öldina eða rúmlega það.
[breyta] Sjá einnig
[breyta] Tenglar
- Vísindavefurinn: „Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum?“
- Ferðir á jökulinn (myndir).
- Upplýsingasíða á nat.is