Hagamús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wikipedia:Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Hagamús

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Nagdýr (Rodentia)
Yfirætt: Muroidea
Ætt: Músaætt (Muridae)
Undirætt: Murinae
Ættkvísl: Apodemus
Tegund: A. sylvaticus
Fræðiheiti
Apodemus sylvaticus
(Linnaeus, 1758)

Hagamús (fræðiheiti: Apodemus sylvaticus) er músategund sem er algeng í Norður-Evrópu og finnst um sunnanverð Norðurlönd á Bretlandseyjum og Íslandi, þar sem hún hefur borist með fólki. Hagamýs eru litlar, brúnar á lit, með kringlótt eyru og langan hala. Á ýmsum Evrópumálum er þessi tegund kölluð skógarmús, þótt tegundin þrífist raun frekar í haga, görðum og mólendi en í skógi. Hagamýs tímgast ört og margar kynslóðir geta fæðst á einu ári enda lifa þær sjaldan lengur en eitt ár. Hagamýs eru mjög líkar húsamús (Mus musculus) í útliti nema hvað húsamúsin er grárri. Þær lifa aðallega á berjum, fræjum og skordýrum.


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .