Spjall:Eyjafjallajökull
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mjög hæpin skýring á nafni Eyjafjallajökuls. Landeyjar, sem svo heita í dag voru fyrrum oftast kallaðar Eyjar, og Eyjafjöllin eru líklega kennd við þær frekar en við Vestmannaeyjar.--Mói 28. des. 2005 kl. 15:29 (UTC)
- Ég lærði þetta svona, en það gæti verið helvítis bull. --Jóna Þórunn 28. des. 2005 kl. 17:44 (UTC)
- Ég tel líklegara að Eyjafjallajökull dragi nafn sitt af því að vera í Eyjafjöllum, þ.e., þeim fjöllum sem standa sunnan Þórsmerkur við Landeyjar - ég hef samt aldrei heyrt neina tala um Eyjafjöll, per se, og Landeyjar ná ekki svona langt til austurs að mínu viti, en ég er sammála Magnúsi með það að það er örugglega tengdara Landeyjum en Vestmannaeyjum. Vel á minnst - ég held að það sé mynd á Commons eftir mig af Eyjafjallajökli, séð frá Heimaey einmitt. --Smári McCarthy 28. des. 2005 kl. 23:43 (UTC)
- Ég held við Smári séum að tala um það sama, að Eyjafjöllin (en í raun ekki jökullinn) dragi nafn sitt af Eyjum en ekki Landeyjum, sem vám. ná ekki svona langt austur. Annars sá ég myndina þína á Commons Smári, og ég notaði hana hreinlega vegna þess að hin sem ég notaði er miklu meira grípandi og Elliðaey er "fyrir" í þinni mynd. No offence, though! --Jóna Þórunn 28. des. 2005 kl. 23:52 (UTC)
- Þetta er svo sannarlega Eyjafjallajökull í allri sinni dýrð, frábær mynd!. En af því að Smári hefur aldrei heyrt á Eyjafjöll minnst :-)), þá er það öll fjallshlíðin á vinstri helmingi myndarinnar, sem jökullinn rís svo upp af.--Mói 29. des. 2005 kl. 01:24 (UTC)
- Jahérna, flott mynd, en þetta er ekki sú sem ég tók - ég veit ekki hvað hefur orðið að henni, en þessi er töluvert flottari, held ég. Annars er ég í Danmörku í augnablikinu og kemst ekki í myndasafnið mitt heima, en ég á einhvern slatta af ágætis myndum af þessu svæði þarna. Minnið mig á að setja eitthvað á Commons þegar ég kem heim. --Smári McCarthy 29. des. 2005 kl. 12:22 (UTC)
- Þetta er svo sannarlega Eyjafjallajökull í allri sinni dýrð, frábær mynd!. En af því að Smári hefur aldrei heyrt á Eyjafjöll minnst :-)), þá er það öll fjallshlíðin á vinstri helmingi myndarinnar, sem jökullinn rís svo upp af.--Mói 29. des. 2005 kl. 01:24 (UTC)
- Ég held við Smári séum að tala um það sama, að Eyjafjöllin (en í raun ekki jökullinn) dragi nafn sitt af Eyjum en ekki Landeyjum, sem vám. ná ekki svona langt austur. Annars sá ég myndina þína á Commons Smári, og ég notaði hana hreinlega vegna þess að hin sem ég notaði er miklu meira grípandi og Elliðaey er "fyrir" í þinni mynd. No offence, though! --Jóna Þórunn 28. des. 2005 kl. 23:52 (UTC)
- Ég tel líklegara að Eyjafjallajökull dragi nafn sitt af því að vera í Eyjafjöllum, þ.e., þeim fjöllum sem standa sunnan Þórsmerkur við Landeyjar - ég hef samt aldrei heyrt neina tala um Eyjafjöll, per se, og Landeyjar ná ekki svona langt til austurs að mínu viti, en ég er sammála Magnúsi með það að það er örugglega tengdara Landeyjum en Vestmannaeyjum. Vel á minnst - ég held að það sé mynd á Commons eftir mig af Eyjafjallajökli, séð frá Heimaey einmitt. --Smári McCarthy 28. des. 2005 kl. 23:43 (UTC)