Spjall:Kurów
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jaruselski minnir mig að hafi verið íslenska útgáfan á nafni hans, sjá t.d. Morgunblaðið frá 1982. --Stalfur 25. janúar 2006 kl. 14:38 (UTC)
- Æ, verið þið nú vinsamlegast ekki að svona „þýðingarstarfsemi“. Jaruzelski þarfnast ekki umritunar frekar en Bush (Bússj?) eða Clinton (Klinton). Það er ekki til nein almennt viðurkennd „íslensk“ útgáfa þessa nafns. Mér finnst persónulega Mogginn heldur ekki góð fyrirmynd í þessum efnum, þar sem þeir nota útgáfur úr hinum ýmsu erlendu blöðum, og virðist hending ráða hvaða umritunarkerfi er notað hverju sinni, eða hvort um sé að ræða nokkurt kerfi, eða bara einhverja hálfkláraða „íslenskun“. Bara minn tvíeyringur. – Krun 25. janúar 2006 kl. 15:29 (UTC)
- Jaruzelski fellur ekki undir neinn þeirra hópa, sem venja er að íslenska nöfnin á, hann er hvorki páfi, konungborinn né "Íslandsvinur". Auk þess er reginmunur á s og z í pólsku, zetan er rödduð eins og í ensku, en essið er eins og tíðkast hjá oss Frónverjum. Líka upp á merkingu orða getur verið óráðlegt að rugla þeim saman. -- EinarBP 25. janúar 2006 kl. 16:35 (UTC)