23. júlí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

JúnJúlíÁgú
Su Þr Mi Fi La
  1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31
2006
Allir dagar

23. júlí er 204. dagur ársins (205. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 161 dagur er eftir af árinu.


[breyta] Atburðir

  • 1183 - Sturla Þórðarson í Hvammi í Dölum lést, 58 ára. Hann var héraðsríkur og mikill höfðingi, ættfaðir Sturlunganna.
  • 1808 - Skipið Salomine, sem er enskt skip með 20 fallbyssur, kom til Reykjavíkur og rændi fjárhirslu landsins.
  • 1929 - Jarðskjálfti varð í Brennisteinsfjöllum austan Krýsuvíkur og er talinn hafa verið 6,3 stig. Skjálftinn fannst harður í Reykjavík og víðar og urðu skemmdir einhverjar á húsum.
  • 1950 - Hátíð var haldin í klettavíginu Borgarvirki í Húnavatnssýslu í tilefni af því að fornar hleðslur þar höfðu verið endurnýjaðar. Klettavígið er talið vera frá landnámsöld.
  • 1983 - Vörubílstjórarnir Guðmundur og Páll Gíslasynir, sem voru tvíburar, héldu upp á áttræðisafmæli sitt í Reykjavík og er þetta talið einsdæmi.

[breyta] Fædd

(1950) Guðlaugur Arason, rithöfundur

[breyta] Dáin

  • 1183 - Hvamm-Sturla Þórðarson, ættfaðir Sturlunganna.


Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)