Hippókrates

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hippókrates
Hippókrates

Hippókrates (um 460 f.Kr. – um 377 f.Kr.) var grískur læknir sem oft er kallaður „faðir læknisfræðinnar“. Honum er eignað safn um sextíu ritgerða um læknisfræði, Corpus Hippocraticum, þar sem hvers kyns hjátrú og töfralækningum er hafnað og grunnur lagður að læknisfræði sem vísindagrein. Ritgerðirnar hafa raunar verið skrifaðar af ólíkum höfundum með ólíkar skoðanir á árunum 430 f.Kr. til 200 f.Kr. Þekktust þessara ritgerða er Hippókratesareiðurinn.


Þessi grein sem fjallar um fornfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana