Notandi:Vala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Minni skiptist niur í ýmsa flokka. Til að mynda gera sálfræðingar greinarmun á þremur misjöfnum minnisþrepum(umskráning, geymd og endurheimt), tveimur og stundum þremur minniskerfum(skynminni, langtímaminni og skammtímaminni) og margra minnistegunda(t.d sjónmunaminni, aðferðaminni og sjónmunaminni). Auk þess er langtímaminni skipt í ljóst og dulið minni. Undir ljósu minni eru tveir undirflokkar; atburðarminni og merkingarminni. Dulið minni tekur hins vegar til aðferðaminnis, viðbraðgsskilyrðingar og viðvana. Þessar minnistegundir eru allar mismunandi og muna mismunandi hluti. Hér mun merkingarminni vera tekið fyrir. Í merkingarminni býr almenn þekking okkar á heiminum, algjörlega óviðkomandi því hvort við höfum upplifað hlutina sjálf eður ei. Til dæmis getum við búið yfir þekkingu á löndum sem við höfum aldrei komið til. Þetta hjálpar bæði mönnum og dýrum að afla sér þekkingar á umhverfinu og nýta sér hana. Þótt að manninum sé það í blóð borið að beita tungumálinu til að dreifa þekkingu sinni, er það hvorki forsenda þess að læra á heiminn né að sýna lærdóminn í verki. Samkvæmt skilgreiningu Tulvins('85) er það merkingarminnið sem gerir einstaklingum kleift að smíða líkan af veröldinni innra með sér. Það geymir örugglega stóran hluta þess sem vi ðhöfum lært á skólabekk(t.d margföldunartöfluna). Í atburðaminninu fylgja oft upplýsingar um stað og stund en almenn atriði merkingarminnisins eru laus við svona persónulegar viðbætur.