Pablo Neruda
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pablo Neruda (12. júlí 1904 – 23. september 1973) var höfundarnafn skáldsins Ricardo Eliecer Neftalí Reyes Basoalto frá Síle. Hann er talinn með bestu skáldum á spænsku á 20. öld. Hann fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1971. Hann var alla tíð eindreginn kommúnisti og var sendiherra Síle í Madríd í spænsku borgarastyrjöldinni. Hann varð aðdáandi Stalíns og hélt trúnaði sínum við flokkslínuna til dauðadags, þrátt fyrir að viðurkenna síðar að persónudýrkun á Stalín hefði verið röng. 1945 varð hann öldungadeildarþingmaður. Hann slapp naumlega í útlegð 1948 eftir að hafa gagnrýnt harðlega stjórn Gabriel González Videla sem vinstri flokkarnir höfðu þó stutt til valda og var næstu ár á flakki um Evrópu. Hann sneri aftur til Síle 1952 sem stuðningsmaður Salvador Allende þegar einræði González Videla var að hruni komið.