XD

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

XD eða xD getur haft nokkrar merkingar:

  • xD getur táknað að kjósa Sjálfstæðisflokkinn (þ.e. krossað við D), þar eð D er einkennisstafur Sjálfstæðisflokksins á kjörseðlum. Heimasíða flokksins er einnig www.xd.is
  • xD-Picture Card er snið fyrir gagnageymslutæki með flash-minni sem þróað er af Olympus og Fuji og aðallega notað í stafrænum myndavélum þeirra.
  • XD er broskarlstákn sem notað er á netinu til að lýsa mikilli gleði og/eða hlátri. X sýnir samankreist augun, en D skíðbrosandi munninn (andlitið er á hlið eins og í flestum táknum af þessum toga).
  • Springfield Armory XD er einnig framleiðslulína hálfsjálfvirkra skammbyssa sem framleiddar eru af Springfield Armory.
  • Pokémon XD: Gale of Darkness er heiti Pokémon-tölvuleiks sem gerður er fyrir Nintendo GameCube.
  • XD bit er öryggistengd tölvutækni fyrir Intel-örgjörva sem leyfir ekki keyrslu sérmerktra minnishluta til að forðast keyrslu skaðvænlegra skipana sem kunna að vera í gagnahlutum forritaminnis.
Á öðrum tungumálum