Loggorta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Loggortur á strönd Normandí á málverki eftir Gustave Courbet um 1872-1875.
Loggortur á strönd Normandí á málverki eftir Gustave Courbet um 1872-1875.

Loggorta (úr hollensku: logger) er lítið, tvímastra seglskip með svonefnd loggortusegl, sem eru uppmjó, skáskorin rásegl. Dragreipið, sem hífir seglið upp, er bundið nær öðrum enda ránnar þannig að hún hallar fram. Að neðan er seglinu haldið strekktu með klónum. Til að venda loggortu þurfti að hala seglinu niður og snúa því við sem takmarkaði bæði siglingahæfni og seglastærð loggorta.

Mynd sem sýnir seglbúnað loggortu.



Gerðir seglskipa
Kjölbátar: Gaflkæna · Jakt · Julla · Kæna · Kútter · Slúppa · Tvíbytna
Rásigld skip:  Bússa · Djúnka · Langskip · Loggorta · Karavella · Karkari · Knörr · Kreari · Kuggur
Hásigld skip: Barkantína · Barkskip · Briggskip · Brigantína · Galías · Góletta · Húkkorta · Korvetta · Skonnorta
Fullbúin skip: Flauta · Freigáta · Galíon · Klippari · Línuskip


Þessi grein sem fjallar um skip eða skylt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum