Notandi:Hrafnkell
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Aðeins um mig
Ég heiti Hrafnkell Daníelsson er búsettur í Borgarnesi og kann því vel að vera laus úr ys og þys Reykjavíkur og hef hugsað mér að halda til hérna um óséða framtíð.
Eitt helsta áhugamálið er að ferðast um landið, helst óbyggðir þar sem maður er laus við átroðning túrhesta, innlendra sem og erlendra og getur notið náttúrunnar í faðmi fjölskyldunnar.
Akstur stórra bifhjóla er mér mikið hugðarefni en það eins og annað verður að sitja á hakanum vegna fjárksorts. Það er þó von mín að ég geti fjárfest í gömlum og lúnum hippa til uppgerðar áður en langt um líður.
Tæknin hefur lengi átt huga minn og tölvur eru eitt af því sem ég lifi og hrærist í daglega og reyni að afla mér meiri þekkingar í dag en í gær.
Tenglar á vefi sem ég á hlutdeild í.