Alþingiskosningar 2007

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslensk stjórnmál

Þessi grein er hluti af greinaflokknum:
Íslensk stjórnmál
Framsóknarflokkurinn
Frjálslyndi flokkurinn
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkurinn
Vinstri hreyfingin - grænt framboð

breyta

Flokkar: stjórnmál, réttur og ríkisvald


Alþingiskosningarnar 2007 verða haldnar laugardaginn 12. maí 2007. Tvö ný flokksframboð hafa verið tilkynnt Stjórnmálasamtaka eldri borgara og öryrkja, sem vinnur að hagsmunum eldri borgara og öryrkja, og Íslandshreyfingin, flokkur með Margréti Sverrisdóttur og Ómar Ragnarsson í fararbroddi með áherslu á umhverfismál.

Efnisyfirlit

[breyta] Kjördæmaskipan

Í kosningunum 2003 var fjöldi atkvæðabærra manna á kjörskrá á bakvið hvert þingsæti ríflega tvöfalt meiri í Suðvesturkjördæmi en í Norðvesturkjördæmi en lögin um kosningar til Alþingis[1] kveða á um munurinn megi ekki vera meiri en tvöfaldur og að færa skuli kjördæmissæti á milli kjördæma til þess að ná fram því markmiði. Landskjörstjórn ákvað í kjölfarið að í næstu Alþingiskosningum skuli kjördæmissæti Norðvesturkjördæmis vera 8 en 10 í Suðvesturkjördæmi.[2] Skipting þingsæta í kosningunum 2007 verður því sem hér segir:

Kjördæmi kjördæmissæti breyting jöfnunarsæti samtals
Reykjavík norður 9 - 2 11
Reykjavík suður 9 - 2 11
Suðvestur 10 +1 2 12
Norðvestur 8 -1 1 9
Norðaustur 9 - 1 10
Suður 9 - 1 10

[breyta] Framboðsmál

[breyta] Framsóknarflokkurinn

Eftirfarandi þingmenn Framsóknarflokksins hættu á kjörtímabilinu eða hafa tilkynnt um að þeir stefni ekki á framboð í næstu kosningum: Árni Magnússon, Dagný Jónsdóttir, Halldór Ásgrímsson, Hjálmar Árnason og Jón Kristjánsson. Í byrjun febrúar tilkynnti Kristinn H. Gunnarsson að hann hygðist ekki taka því sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi sem féll honum í skaut í prófkjöri. 8. febrúar gekk hann til liðs við Frjálslynda flokkinn.

[breyta] Frjálslyndi flokkurinn

Á kjörtímabilinu gekk Gunnar Örlygsson sem kjörinn var þingmaður Frjálslynda flokksins til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og hyggst bjóða sig fram þar 2007. Á síðari hluta ársins 2006 og í ársbyrjun 2007 varð mikið fjölmiðlafár í kringum Frjálslynda flokkinn. Þar bar hæst skoðanaskipti Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Margrétar Sverrisdóttur, sem enduðu með úrsögn Margrétar og Sverris föður hennar úr flokknum. Borgarstjórnarflokkur Frjálslyndra var því næst gerður að óháðu afli innan veggja borgarinnar.

  • Norðaustur: Fyrsta sæti tekur Sigurjón Þórðarson, sitjandi þingmaður. Annað sæti Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir og það þriðja Eiríkur Guðmundsson. Frjálslyndi flokkurinn fékk engan mann kjörinn í þessu kjördæmi í síðustu kosningum.
  • Norðvestur: Fyrsta sæti skipar Guðjón Arnar Kristjánsson, alþingismaður, í öðru sæti er Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, í þriðja sæti er Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, menntunarfræðingur og fjórða sætið skipar Ragnheiður Ólafsdóttir, öryrki og og listamaður.
  • Reykjavík norður: Fyrsta sæti skipar Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður, annað sætið Kjartan Eggertsson, skólastjóri og það þriðja Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarfræðingur.
  • Reykjavík suður: Fyrsta sæti skipar Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður, annað sætið Ásgerður Jóna Flosadóttir, stjórnmálafræðingur og það þriðja Erna V. Ingólfsdóttir, eldri borgari.

[breyta] Samfylkingin

Eftirfarandi þingmenn Samfylkingarinnar hættu á kjörtímabilinu eða hafa tilkynnt um að þeir stefni ekki á framboð í næstu kosningum: Bryndís Hlöðversdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Jóhann Ársælsson, Margrét Frímannsdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir. Valdimar Leó Friðriksson gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn eftir að hafa sagt sig úr Samfylkingunni í nóvember 2006.[3]

Prófkjör voru haldin í öllum kjördæmum:

  • Norðaustur: Póstkosning fór fram 20.-31. október en niðurstöður voru kynntar 4. nóvember. 1878 greiddu atkvæði af 2834 sem voru á kjörskrá. Kristján Möller og Einar Már Sigurðsson, sitjandi þingmenn, voru í fyrsta og öðru sæti en Lára Stefánsdóttir skipar hið þriðja.
  • Norðvestur: Opið prófkjör fór fram 28.-29. október. 1668 greiddu atkvæði. Anna Kristín Gunnarsdóttir, eini sitjandi þingmaðurinn sem tók þátt, lenti í þriðja sæti. Guðbjartur Hannesson og Karl Matthíasson lentu í fyrsta og öðru.
  • Suður: Opið prófkjör fór fram 4. nóvember. 5149 greiddu atkvæði. Þingmennirnir Björgvin G. Sigurðsson og Lúðvík Geirsson hlutu þar fyrst og annað sæti. Róbert Marshall lenti í því þriðja. Þingmaðurinn Jón Gunnarsson lenti í fimmta sæti og tók ekki sæti á listanum.
  • Suðvestur: Prófkjör fór fram 4. nóvember. 4547 greiddu atkvæði. Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, lenti í fyrsta sæti en næst komu þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
  • Reykjavík: Sameiginlegt opið prófkjör fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin fór fram 11. nóvember. 4869 greiddu atkvæði. Í átta efstu sætunum sem (4 efstu í hvoru kjördæmi) niðurstöðurnar voru bindandi fyrir enduðu sjö sitjandi þingmenn, Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrverandi borgarstjóri lenti í því áttunda.[4]

[breyta] Sjálfstæðisflokkurinn

Eftirfarandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins hættu á kjörtímabilinu eða hafa tilkynnt um að þeir stefni ekki á framboð í næstu kosningum: Árni Ragnar Árnason (lést á kjörtímabilinu), Davíð Oddsson, Guðmundur Hallvarðsson, Gunnar I. Birgisson, Halldór Blöndal, Sigríður Anna Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir og Tómas Ingi Olrich.

Framboðslistar voru ákveðnir með prófkjörum í öllum kjördæmum nema norðvestur þar sem kjördæmisráð stillti upp listanum.

  • Reykjavík: Sameiginlegt prófkjör fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin var haldið 27. og 28. október. 10.846 greiddu atkvæði af 21.317 sem voru á kjörskrá. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður flokksins var einn í framboði til fyrsta sætis. Guðlaugur Þór Þórðarson hafði betur í baráttunni við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um annað sætið (fyrsta sætið á lista í því kjördæmi sem Geir fer ekki fram í). Nýliðar sem náðu góðum árangri og enduðu ofar en sitjandi þingmenn voru Guðfinna S. Bjarnadóttir og Illugi Gunnarsson í 4. og 5. sæti.[5]
  • Suður: Prófkjör var haldið 11. nóvember. 5814 greiddu atkvæði. Árni Mathiesen fjármálaráðherra flutti sig úr Suðvesturkjördæmi og hlaut fyrsta sæti listans. Árni Johnsen hlaut annað sæti og varð sú niðurstaða nokkuð umdeild í ljósi sakaferils hans. Drífa Hjartardóttir, sitjandi þingmaður, lenti í 6. sæti.[6]
  • Suðvestur: Prófkjör var haldið 11. nóvember. 6.409 greiddu atkvæði af 11.700 sem voru á kjörskrá. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins og menntamálaráðherra og Bjarni Benediktsson voru einu þingmennirnir í framboði og fengu engin mótframboð í tvö efstu sætin.[7]
  • Norðaustur: Prófkjör var haldið 25. nóvember. 3.033 greiddu atkvæði af 4.089 sem voru á kjörskrá. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri hafði þar betur í baráttunni við Arnbjörgu Sveinsdóttir þingflokksformann um forystusætið.[8]
  • Norðvestur: Stillt var upp á lista sem samþykktur var á kjördæmisþingi 18. nóvember. Efstu þrjú sætin skipa núverandi þingmenn flokksins í kjördæminu: Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Einar Oddur Kristjánsson.[9]

[breyta] Vinstrihreyfingin - grænt framboð

Kjördæmisráð stillti upp framboðslistunum til Norðvestur-, Norðaustur- og Suður-kjördæmi eftir að leiðbeinandi forval hafði verið haldið. Haldið var prófkjör fyrir höfuðborgarsvæðið í byrjun desember 2006. Á kjörskrá voru 1796, greidd voru 1093 atkvæði og kjörsókn því 61%, 35 atkvæði voru auð eða ógild.[10]

  • Suðvestur: Fyrsta sæti skipar Ögmundur Jónasson, alþingismaður, annað sæti skipar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sagnfræðingur og það þriðja Gestur Svavarsson, hugbúnaðarráðgjafi.
  • Reykjavíkurkjördæmi – norður: Fyrsta sæti skipar Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, annað sæti Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi og það þriðja Paul Nikolov, blaðamaður.
  • Reykjavíkurkjördæmi – suður: Fyrsta sæti skipar Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður, annað sæti Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur og það þriðja Auður Lilja Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur og formaður UVG.
  • Suðurkjördæmi: Fyrsta sæti skipar Atli Gíslason, lögmaður, annað sæti Alma Lísa Jóhannsdóttir deildarstjóri í búsetuþjónustu, Selfossi og það þriðja Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistar- og útvarpsm í Reykjanesbæ.[11]
  • Norðausturkjördæmi: Fyrsta sæti skipar Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, annað sæti Þuríður Backman, alþingismaður og það þriðja Björn Valur Gíslason, sjómaður.[12]
  • Norðvesturkjördæmi: Fyrsta sæti skipar Jón Bjarnason, alþingismaður, annað sæti Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, íþróttafræðingur í Tálknafirði og það þriðja Björg Gunnarsdóttir, landfræðingur á Hvanneyri.[13]

[breyta] Sérframboð aldraðra og öryrkja

Eftir að hafa borið saman bækur sínar hafa hópar aldraðra og öryrkja ákveðið að bjóða fram til kosninganna.[14] Félagasamtök umræddra hópa, þ.e.a.s. Landssamband eldri borgara, Sjálfsbjörg landsamband fatlaðra og Öryrkjabandalag Íslands, hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þau undirstrika að þau komi ekki með beinum hætti að framboðinu heldur hvetji félaga „til að vera virka þátttakendur á vettvangi stjórnmálanna, hvar í flokki sem þeir standa, og sinna þannig borgaralegum réttindum og skyldum sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu“.[15] Eftir að hafa unnið að undirbúningsvinnu í ríflega mánuð var stofnun Stjórnmálasamtaka eldri borgara og öryrkja tilkynnt 4. mars og sem hyggjast bjóða fram í öllum kjördæmum.[16] Einungis fjórum dögur síðar tilkynnti annar hópur, Áhugafólk um málefni eldri borgara og öryrkja, að ekki hefði tekist að sameina hópana tvo þrátt fyrir tilraunir til þess og að það hyggðist ekki bjóða fram af ótta við að veikja málstaðinn.[17] [1]

[breyta] Íslandshreyfingin - lifandi land

Margrét Sverrisdóttir og Ómar Ragnarsson hafa tilkynnt framboð Íslandshreyfingarinnar. Flokkurinn á eftir að kynna stefnumál og framboðslista en von er á því á næstunni. Talið er að flokkurinn „leggi áherslu á umhverfi, nýsköpun og velferð og haldi sig hægra megin við miðju”. Framboðið mun bjóða fram á landsvísu og verður Ómar verður formaður Íslandshreyfingarinnar en Margrét varaformaður. Jakob Frímann Magnússon, sem nýlega sagði sig úr Samfylkingunni, og Ósk Vilhjálmsdóttur, sem unnið hefur innan samtakanna Framtíðarlandið, koma einnig að flokknum.[18][19][20][21][22][23]

[breyta] Önnur framboð

Nýtt afl sem bauð fram á landsvísu 2003 mun ekki bjóða fram í kosningunum. Forystumenn samtakanna hafa hvatt stuðningsmenn þeirra til að kjósa Frjálslynda flokkinn.[24]

Áform voru uppi um sérstakan flokk um málefni innflytjenda undir forystu Pauls F. Nikolov en ætlunin var þó að bjóða ekki fram fyrr en í kosningunum 2011.[25] 11. október 2006 var svo tilkynnt að flokkurinn hefði sameinast Vinstri-grænum en Paul F. Nikolov var boðið að taka þátt í forvali þeirra á höfuðborgarsvæðinu.[26]

Haukur Nikulásson hefur tilkynnt framboð Flokksins.[2] [3]

Félagasamtökin Framtíðarlandið – félag áhugafólks um framtíð Íslands hélt fund 8. febrúar þar sem tillaga um að félagið myndi standa að framboði til kosningar var fellt. Alls voru 2708 kjörskrá, 189 atkvæði voru greidd, 92 studdu tillögu um framboð, 96 greiddu atkvæði gegn henni og einn seðill var auður. Aukinn meirihluta, eða 2/3 hluta, þurfti til þess að samþykkja tillöguna.[27]

[breyta] Kaffibandalagið

Hugsanlegt samstarf stjórnarandstöðunnar hefur verið kallað Kaffibandalagið. Þá er átt við að þeir þrír flokkar sem sitja í stjórnarandstöðu, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn, hafi innbyrðis samráð um myndun ríkisstjórnar fái þeir nægilegan fjölda atkvæða til þess. Nafnið er dregið af þvi að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, bauð formönnum fyrrnefndra flokka í kaffi til þess að ræða mögulegt samstarf haustið 2006.

[breyta] Kannanir

Niðurstöður skoðanakannana í aðdraganda kosninganna.
Niðurstöður skoðanakannana í aðdraganda kosninganna.

[breyta] Tilvísanir

  1. Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000
  2. Ákvörðun landskjörstjórnar um breytingu á kjördæmissætum eftir kosningarnar 2003.
  3. Valdimar gengur til liðs við Frjálslynda flokkinn. Skoðað 23. janúar, 2007.
  4. Sigurlið Samfylkingarinnar í prófkjörum á landsvísu. Skoðað 27. janúar, 2007.
  5. Úrslit í Reykjavík. Skoðað 24. janúar, 2007.
  6. Úrslit í Suðurkjördæmi. Skoðað 24. janúar, 2007.
  7. Úrslit í Suðvesturkjördæmi. Skoðað 24. janúar, 2007.
  8. Úrslit í Norðausturkjördæmi. Skoðað 24. janúar, 2007.
  9. Framboðslistinn í NV-kjördæmi samþykktur. Skoðað 24. janúar, 2007.
  10. Lokatölur úr forvali VG á höfuðborgarsvæðinu (3. desember 2006). Skoðað 22. mars, 2007.
  11. Listinn á Suðurlandi samþykktur (2. desember 2006). Skoðað 22. mars, 2007.
  12. Framboðslisti í Norðausturkjördæmi samþykktur (17. desember 2006). Skoðað 22. mars, 2007.
  13. Framboðslistinn í Norðvesturkjördæmi samþykktur (18. febrúar 2007). Skoðað 22. mars, 2007.
  14. Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar. Skoðað 23. janúar, 2007.
  15. Heildarsamtök aldraðra og fatlaðra koma ekki að framboðum. Skoðað 26. janúar, 2007.
  16. Stjórnmálasamtök eldri borgara og öryrkja stofnuð. Skoðað 8. mars, 2007.
  17. Hætt við annað framboð eldri borgara og öryrkja. Skoðað 8. mars, 2007.
  18. Nýtt þingframboð fær I enn ekki Í (20. mars 2007). Skoðað 21. mars, 2007.
  19. Nafnið skýrist fljótlega (12. mars 2007). Skoðað 21. mars, 2007.
  20. Býður fram á landsvísu (21. mars 2007). Skoðað 21. mars, 2007.
  21. Ómar verður formaður Íslandshreyfingarinnar (22. mars 2007). Skoðað 22. mars, 2007.
  22. Íslandshreyfingin ekki þjóðrembuflokkur (22. mars 2007). Skoðað 22. mars, 2007.
  23. Umhverfismál, hagstjórn og nýsköpun hjá Íslandshreyfingunni (22. mars 2007). Skoðað 22. mars, 2007.
  24. Frjálslyndir og Nýtt afl í samstarf. Skoðað 22. september, 2006.
  25. The Immigrant´s Party FAQ. Skoðað 22. september, 2006.
  26. New Icelander´s Party and Leftist Green Party Merge. Skoðað 29. október, 2006.
  27. Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis. Skoðað 8. febrúar, 2007.

[breyta] Tengill


Fyrir:
Alþingiskosningar 2003
Alþingiskosningar 2007 Eftir:
kjörtímabil rennur út 2011
Á öðrum tungumálum