Sölvi Helgason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sölvi Helgason er einn frægasti flakkari Íslandssögunnar. Sölvi Helgason var fæddur á Fjalli í Sléttuhlíð í Skagafirði 16. ágúst 1820. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Guðmundsson og Ingiríður Gísladóttir. Sölvi flakkaði um allt land þótt það væri ekki löglegt á þeim tíma, en var árið 1846 dæmdur fyrir flakk og að falsa reisupassa eða vegabréf til notkunar á ferðalögum sínum. Nokkrum árum síðar var hann síðan dæmdur í fangelsi í Kaupmannahöfn fyrir þjófnað og flakk. Hann flakkaði um landið, allt til æviloka þann 27. nóvember 1895. Sölvi eignaðist barn með Júlíönu Sveinbjörnsdóttur sem flakkaði með honum um tíma og á afkomendur bæði á Íslandi og í Vesturheimi.

Davíð Stefánsson rithöfundur skrifaði skáldsögu sem nefnist Sólon Íslandus og byggist hún á ævi Sölva. Þá gaf rithöfundurinn Jón Óskar út ævisögu Sölva og um hann hafa verið samdir söngtextar og leikrit, auk þess sem kaffihús í Reykjavík heitir eftir einu viðurnefni hans og á Lónkoti í Skagafirði er minnisvarði um Sölva og einnig Sölvabar þar sem uppi er sýning á myndlist hans sem hann var þekktur fyrir.


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það