Framvirk hömlun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sálfræðingar telja að hömlun eigi þátt í gleymsku, bæði í STM og LTM. Eldra nám getur haft truflandi áhrif á yngra nám, jafnvel þurrkað það út, og öfugt. Framvirk hömlun er sú truflun sem fyrra nám hefur á síðara nám. Framvirk hömlun hefur verið könnuð með tilraunum, dæmi: rannsóknir Underwoods. Hann lét þátttakendur læra lista af merkingarlausum samstöfum. Eftir sólarhring áttu þeir að rifja hann upp. Í ljós kom að þeir mundu tæp 80% af samstöfunum. Því næst voru sömu þátttakendur látnir læra annan lista með sama hætti. Sú frammistaða var heldur lakari en í hinni fyrstu, um 70%. Þetta var endurtekið þangað til þátttakendurnir höfðu alls lært 20 lista. Minnið varð lakara eftir því sem listunum fjölgaði. Af þessu má sjá að hér eru greinileg áhrif framvirkrar hömlunar.