Bæjarins bestu (hljómsveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bæjarins bestu er íslensk rapp-hljómsveit sem stofnuð var upp úr 2000 af þeim Daníel Ólafssyni (Deluxe) og Halldóri Halldórssyni (Dóra DNA). Seinna bættist rapparinn Kjartan Atli Kjartansson (Kamalflos, Kájoð) í hópinn.

[breyta] Saga

Þeir gáfu út diskinn Tónlist til að slást við sem seldist ágætlega. Frægasta lagið á disknum var Í Klúbbnum og var myndbandið við lagið mikið spilað. Einnig þótti titillag plötunnar vera afar gott. Báðir rapparar sveitarinnar hafa unnið rímnastríð og tvisvar sinnum mæst í úrslitum. Dóri DNA hefur unnið keppnina tvisvar en Kájoð einu sinni. Þeir þykja með betri frjálsrímurum Íslands.

Allir meðlimir Bæjarins Bestu hafa tekið þátt í Morfís og komst Halldór í úrslit með MH en Kjartan tók þátt fyrir hönd FG meðan Daníel tók þátt fyrir MS.


  

Þessi grein sem tengist tónlist er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana