Kalín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

  Natrín  
Kalín Kalsín
  Rúbidín  
Útlit Kalín
Efnatákn K
Sætistala 19
Efnaflokkur Alkalímálmur
Eðlismassi 856,0 kg/
Harka 0,4
Atómmassi 39,0983 g/mól
Bræðslumark 336,53 K
Suðumark 1032,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast efni
Lotukerfið

Kalín er frumefni með efnatáknið K (latína kalium) og er númer nítján í lotukerfinu. Þetta er mjúkur, silfurhvítur málmkenndur alkalímálmur sem að finnst náttúrulega bundinn öðrum frumefnum í sjó og mörgum steinefnum. Hann oxast fljótlega í lofti, er mjög hvarfgjarn, þá sérstaklega í snertingu við vatn, og líkist natrín efnafræðilega.

[breyta] Almenn einkenni

Kalín hefur minni eðlismassa en vatn, og er annar léttasti málmurinn á eftir litíni. Það er mjúkt, fast efni sem að hægt er að skera auðveldlega með hníf og er silfrað á litin þegar yfirborðið er tært. Það oxast hratt í snertingu við loft og verður því að geyma það í jarð- eða steinolíu.

Líkt og aðrir alkalímálmar, hvarfast kalín með miklum krafti í vatni og myndar þá vetni. Ef að því er dýft í vatn getur sjálfkrafa kviknað í því. Sölt þess gefa frá sér fjólubláan lit ef þau eru sett í eld.

[breyta] Notkun

  • Kalínoxíð er aðallega notað í áburð.
  • Kalínhýdroxíð er mikilvægt iðnaðarefni sem notað er sem sterkur lútur.
  • Saltpétur er notaður í byssupúður.
  • Kalínkarbónat, þekkt einnig sem pottaska, er notað í framleiðslu á gleri.
  • Gler sem að höndlað er með kalíni í vökvaformi er mun sterkara en venjulegt gler.
  • NaK, málmblanda natríns og kalíns, er notað sem varmaleiðandi efni.
  • Kalín er nauðsynlegt efni í vexti plantna og finnst í flestum tegundum jarðvegs.
  • Í frumum dýra er kalínjón nauðsynleg til að halda frumunum á lífi (sjá kalínjónadæla).
  • Kalínklóríð er notað sem staðgengill fyrir matarsalt og einnig til að stöðva hjartað, eins og til dæmis í hjartaskurðlækningum eða í aftökur með banvænum lyfjaskammti.
  • Ofuroxíðið KO2 er notað sem flytjanleg uppspretta súrefnis og sem koltvíoxíðsgleypir. Það er nytsamlegt í flytjanleg öndunartæki.


Þessi grein sem fjallar um efnafræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana