Björn Bjarnason (ráðherra)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

Björn Bjarnason (f. 14. nóvember 1944) er dóms- og kirkjmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

[breyta] Ævi og störf

Björn fæddist í Reykjavík, foreldrar hans voru Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Björnsdóttir. Björn á eina systur Valgerði Bjarnadóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964, lærði lögfræði við Háskóla Íslands og var formaður Stúdentaráðs 1967-1968. Sumarið 1970 missti hann foreldra sína og ungan systurson í eldsvoða í sumarbústað á Þingvöllum. Lagaprófi frá Háskóla Íslands lauk hann 1971.

Hann vann sem útgáfustjóri Almenna bókafélagsins 1971-1974, fréttastjóri á Vísi 1974, deildarstjóri í forsætisráðuneytinu 1974-1979, blaðamaður á Morgunblaðinu 1979-1984 og aðstoðarritstjóri 1985-1991. Hann hlaut 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1991 og settist þá á þing. Hann varð menntamálaráðherra 1995 og gegndi þeirri stöðu til 2002, þegar hann tók að sér að verða forystumaður Sjálfstæðisflokksins í baráttunni fyrir borgarstjórnarkosningar 2002. Hann varð dómsmálaráðherra 2003, eftir að Davíð Oddsson myndaði í þriðja skipti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Björn sóttist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í öðru hvoru kjördæmi Reykjavík. Úrslit prófkjörsins voru Guðlaugi Þóri Þórðarsyni hagstæðari og kemur Björn því til með að skipa annað sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður í þingkosningunum 2007. Björn var þó ekki ósáttur við niðurstöðuna og nefndi úrslitin „góðan varnarsigur[1] [2]

Björn hefur tekið mikinn þátt í umræðum um öryggis- og varnarmál á Íslandi og ætíð verið eindreginn stuðningsmaður vestræns varnarsamstarfs og varnarsamningsins við Bandaríkin. Hann var sumarið 2004 skipaður formaður Evrópunefndar forsætisráðherra. Hann er félagi í International Institute for Strategic Studies og hefur setið fundi Bilderberg-samtakanna. Greinasafnið Í hita kalda stríðsins kom út eftir hann árið 2001. Björn er kvæntur Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara, og eiga þau tvö börn, Sigríði Sól og Bjarna Benedikt.

[breyta] Tenglar

Wikiquote hefur upp á að bjóða safn tilvitnana á:


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það

Á öðrum tungumálum