Eleanor Roosevelt
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eleanor Roosevelt ásamt, Fala, hundi þeirra Franklins í Hvíta húsinu.
Eleanor Roosevelt (11. október 1884 – 7. nóvember 1962) var bandarískur stjórnmálaleiðtogi sem nýtti sér óspart stöðu sína sem forsetafrú Bandaríkjanna til að berjast fyrir hugsjónum eiginmanns síns Franklin D. Roosevelt, auknum borgararéttindum og mannréttindum. Hún átti þátt í því að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar eftir Síðari heimsstyrjöldina og var formaður nefndarinnar sem lagði fram drög að Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna 1948.