Allt í drasli
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Allt í drasli er íslenskur sjónvarpsþáttur á Skjá einum sem skartar þeim Heiðari Jónssyni og Margréti Sigfúsdóttur í hlutverki þáttastjórnenda.
Þátturinn er íslensk útfærsla á breska þættinum How Clean is Your House?. Þátturinn gengur út á það að farið er heim til fólks þar sem umgengni og hreinlæti er verulega ábótavant og messað yfir heimilisfólki um leið og ræstingafólk tekur til og þrífur.
Þættirnir eru gerðir samkvæmt bresku forskriftinni og mikið er um ýktar raddir, upphrópanir og líkamlegt látbragð til að lýsa yfir vanþóknun yfir ástandinu. Þessi forskrift er nú í notkun við þáttagerð í fjöldamörgum Evrópulöndum, íslenska útgáfan var ellefta staðfæringin á þáttunum.
[breyta] Tengill
[breyta] Heimild
- SagaFilm: Allt í drasli. Skoðað 3. febrúar, 2006.