Emilía-Rómanja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Merki Emilía-Rómanja
Merki Emilía-Rómanja

Emilía-Rómanja (ítalska: Emilia-Romagna) er hérað á Norður-Ítalíu. Upphaflega voru Emilía og Rómanja tvö héruð. Héraðið er innan þríhyrnings sem markast af ánni Pó í norðri, Adríahafinu í austri og Appennínafjöllunum í suðri. Höfuðstaður héraðsins er borgin Bologna, en aðrar mikilvægar borgir eru Parma, Piacenza, Reggio Emilia, Módena, Rímíní, Ferrara, Forlí, Cesena og Ravenna. Íbúar eru yfir fjórar milljónir.

[breyta] Sýslur (province)

Kort sem sýnir héraðið á Ítalíu.
Kort sem sýnir héraðið á Ítalíu.
  • Bologna
  • Ferrara
  • Forlì-Cesena
  • Modena
  • Parma
  • Piacenza
  • Ravenna
  • Reggio Emilia
  • Rimini


Héruð Ítalíu Fáni Ítalíu
Abrútsi | Apúlía | Basilíkata | Emilía-Rómanja | Fjallaland | Kalabría | Kampanía | Langbarðaland | Latíum | Lígúría | Marke | Mólíse | Toskana | Úmbría | Venetó
Ágústudalur | Friúlí | Sardinía | Sikiley | Trentínó-Suður-Týról