Spjall:Radín
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heitir það ekki radon frekar en radín? Eða radíum? Er ég bara að rugla? --Heiða María 19:16, 20 mar 2005 (UTC)
- Jújú. Radíum heitir það. Einhvernveginn finnst mér endingarnar á titlunum fyrir þessar frumefnagreinar vera eitthvað asnalegar. Er það að því þetta er vitlaust eða bara að því ég lærði þetta ekki svona? --Stefán Vignir Skarphéðinsson 20:14, 20 mar 2005 (UTC)
- Ég býst svo sem við því að radín sé íslenskara en radíum... Kannski er þetta allt í lagi. --Heiða María 20:16, 20 mar 2005 (UTC)
- Einhver sátt virðist vera um að skipta öllum -ium endingum út fyrir -ín, og menn vilja meina að þannig séu nöfnin „íslenskuð“. Hitt er svo annað, að hvort tveggja er til - radíum og radon, og er um tvö efni að ræða... --Odin 20:35, 20 mar 2005 (UTC)
- Þetta eru opinberu nöfnin á þeim. Þetta virðist hafa gerst síðustu 20 árin (frá -íum yfir í -ín endingu). Lítið við því að gera. Væri samt gaman að fá að vita ástæðuna og hver var á bak við það. Væri efni í wikipedia grein. --Hálfdan Ingvarsson 20:45, 20 mar 2005 (UTC)