Hilmir Jóhannesson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hilmir Jóhannesson (fæddur 24. maí 1936) er mjólkurfræðingur og skáld og býr á Sauðárkróki.
[breyta] Fjölskylda
Faðir Hilmis var Jóhannes Ármannsson, múrari og smiður og móðir hans var Ása Stefánsdóttir, húsfreyja. Kona Hilmis er Hulda Jónsdóttir, dagmamma.
[breyta] Nám
Hilmir lauk námi í mjólkurfræði frá Lanbúnaðarskólanum Ladelund[1] í Danmörku árið 1961.
[breyta] Helstu verk
- Leikritið Sláturhúsið Hraðar hendur, samið árið 1969
- Leikritið Ósköp er að vita þetta, samið árið 1971
- Leikritið Gullskipið kemur, samið árið 1974
- Revían Það sem aldrei hefur skeð, samin árið 1980
- Revían Hvað helduru mar, samin árið 1982
- Leikritið Trítill, samið með Huldu Jónsdóttur árið 2000
- Ljóðið Ort í sandinn