Led Zeppelin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Led Zeppelin var bresk rokk-hljómsveit sem kom fram á sjónarsviðið 1968. Hljómsveitin var stofnuð á rústum The Yardbirds (einnig nefnd The New Yardbirds). Fyrsta plata hljómsveitarinnar kom úr árið eftir og hét hreinlega Led Zeppelin.

Hljómsveitarmeðlimir sveitarinnar voru Jimmy Page sem spilaði á gítar, trommarinn John Bonham, Robert Plant sem söng og spilaði á munnhörpu og John Paul Jones sem sló á strengi bassans og spilaði á hljómborð.

Hljómsveitin hætti árið 1980 eftir andlát John Bonham. Tveimur árum seinna kom síðasta plata sveitarinnar út, en hún var afrakstur upptaka í hljóðveri áður en Bonham lést.

[breyta] Útgefið efni

[breyta] Breiðskífur

  • Led Zeppelin (1969)
  • Led Zeppelin II (1969)
  • Led Zeppelin III (1970)
  • Led Zeppelin IV (1971)
  • Houses of the Holy (1973)
  • Physical Graffiti (1975)
  • Presence (1976)
  • In through the Out Door (1979)
  • Coda (1982)


  

Þessi grein sem tengist tónlist er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana