Spjall:Gagnstrokka hreyfill
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mig grunar að réttara sé að tala um Boxer mótor og vísa ég í erlendar Wikipedíur og auk þess síðu Leó M. Jónssonar vélfræðings ([1]) sem talar um Boxer en ekki Boxara-mótor. --Oliagust 16:51, 2 janúar 2007 (UTC)
- Ég skil þó hvað nafnagiftin er að fara með tilvísun í að boxa, þetta er þó varla staðurinn til að koma með nýyrði, nema hægt sé að vísa í einhverjar heimildir með það.--Oliagust 16:56, 2 janúar 2007 (UTC)
- Það hljómar þá dálítið eins og mótorinn sé kenndur við einhvern Boxer (Joe Boxer? :) ) en það er rétt að ef heiti er almennt notað þá er almennt réttara að nota það hér. --Akigka 16:58, 2 janúar 2007 (UTC)
- Google gefur mér 0 fyrir boxaramótor, 5 fyrir boxermótor, 7 fyrir boxaravél og 67 fyrir boxervél. Boxervél hefur því greinilega vinninginn. Meðal þeirra sem nota heitið boxaravél eru vefsíða áðurnefnds Leós og Bílabúð Benna, svo varla er þetta algert nýyrði. --Akigka 17:02, 2 janúar 2007 (UTC)
- Þetta heitir á góðri íslensku gagnstrokka hreyfill og er gerð flathreyfils samkvæmt ÍSMÁL. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:38, 2 janúar 2007 (UTC)
- Það er erfitt að mótmæla ÍSMÁL, þó svo google gefi enga niðurstöðu þar um. Ég ætla að leyfa mér að setja inn tilvísunarsíðu fyrir boxervél.--Oliagust 09:56, 3 janúar 2007 (UTC)
- Heitið boxaramótor er tekið upp úr kennslubókinni Dráttarvéla- og mótorfræði eftir Grétar Einarsson. --Jóna Þórunn 21:28, 7 janúar 2007 (UTC)