Spjall:Nítján hundruð áttatíu og fjögur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mig langar til að stinga upp á því að greinarheiti yfir bækur, kvikmyndir oþh. verði á íslensku ef til er íslenskt heiti yfir þær (t.d. ef viðkomandi verk hafa komið út í íslenskri þýðingu) en annars á frummálinu. Svo sé auðvitað tengt í heitið úr frummálsheitinu. Hvernig hljómar það? --Akigka 5. júní 2006 kl. 18:27 (UTC)

Mér er alveg sama, en mér finnst að nafnið á frummálinu eigi að koma fram í inngangsmálsgreininni. Reyndar er ég ekki alveg viss með kvikmyndir, rosalega margar þýðingar á kvikmyndaheitum eru alveg svaðalega mislukkaðar og ég efast um að mikil hugsun sé bakvið þær. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. júní 2006 kl. 18:38 (UTC)
Hvað varðar bækur sem hafa verið þýddar á íslensku held ég að það sé engin spurning um að nota íslenska heitið. Ég er ekki jafn viss um kvikmyndir, nema það sé eitthvað ákveðið íslenskt nafn sem hefur unnið sér fastan sess í málinu, sem er afar sjaldgæft held ég. --Bjarki 5. júní 2006 kl. 18:44 (UTC)
Ég var einmitt að hugsa þetta þegar ég skrifaði greinina (sem var gerð með því að smella á rauðan tengil), en komst að því að ég væri einfaldlega ekki viss hvernig væri best að skrifa ártalið út á íslensku, svo ég ákvað að láta það bara liggja á milli hluta. Annars fyndist mér réttast að fyrir einmitt þessa bók sé heitið 1984 notað. Það er a.m.k. það sem er á forsíðunni, o.þ.h. --Sterio 5. júní 2006 kl. 19:12 (UTC)
Það getur verið gott að nota Gegni þegar maður er í vafa. --Akigka 5. júní 2006 kl. 19:17 (UTC)
Reyndar er titill bókarinnar upprunalega skrifaður með bókstöfum, en tölustafirnir þekkjast líka. Svo er til mynd sem heitir 1984 byggð á bókinni. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. júní 2006 kl. 19:22 (UTC)
Ég styð það að heitið sé haft á íslensku, vísað í það úr frummálinu ef ástæða þykir til (sem örugglega er ekki alltaf) og einnig sé getið um heiti verks á frummáli í inngangi greinar ef ástæða þykir til.
En svo: dystópískur, hvað þýðir það? Ég nenni ekki að sækja orðabók! --Mói 5. júní 2006 kl. 19:31 (UTC)
Andstæðan við útópískur (sbr. [1]). --Akigka 5. júní 2006 kl. 19:40 (UTC)
Aha, svo að útópía og dystópía eru þá annars vegar góð og hins vegar ill staðleysa, sbr. Árni Bergmann, “Staðleysur, góðar og illar: Frá Thomasi More til Georgs Orwells”, Tímarit Máls og menningar 3, 1983.
Ertu viss um það Friðrik? Ég á bókina á íslensku (í útgáfu frá 1983) og í henni stendur „Titill á frummáli: 1984“ (ekki að það skipti neinu raunverulegu máli :p ) --Sterio 5. júní 2006 kl. 20:16 (UTC)
Þá er textinn á ensku Wikipedia rangur. Mig grunar hinsvegar frekar að þeir sem hafi snúið henni yfir á íslensku hafi þýtt síðari útgáfu bókarinnar sem hefur borið nafnið í tölum frekar en bókstöfum. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. júní 2006 kl. 20:44 (UTC)
Á mínu eintaki (sem er á ensku) stendur Nineteen Eighty-Four á kápunni. --Bjarki 5. júní 2006 kl. 20:57 (UTC)
Ég leitaði hjá New York Public Library (leitarorð nineteen eighty four) og fann þar meðal annars þetta:
George Orwell's 1984 by Ranald, Ralph A., Monarch Press, c1965. og Nineteen eighty-four by Orwell, George, 1903-1950. Penguin Audiobooks, c1996.
svo að greinilega er hvort tveggja þekkt. --Mói 5. júní 2006 kl. 21:09 (UTC)