Átjánda konungsættin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tímabil og konungsættir í Egyptalandi hinu forna |
![]() |
Forsaga Egyptalands |
---|
Fornkonungar Egyptalands |
Elstu konungsættirnar |
1. 2. |
Gamla ríkið |
3. 4. 5. 6. |
Fyrsta millitímabilið |
7. 8. 9. 10. |
11. (aðeins í Þebu) |
Miðríkið |
11. (Allt Egyptaland) |
12. 13. 14. |
Annað millitímabilið |
15. 16. 17. |
Nýja ríkið |
18. 19. 20. |
Þriðja millitímabilið |
21. 22. 23. 24. 25. |
Síðtímabilið |
26. 27. 28. |
29. 30. 31. |
Grísk-rómverska tímabilið |
Alexander mikli |
Ptólemajaríkið |
Rómaveldi |
Átjánda konungsættin í Egyptalandi hinu forna er hugsanlega frægasta konungsættin í sögu Forn-Egypta. Hún telur nokkra af valdamestu faraóum Egyptalands og Tútankamon sem varð einhver frægasti fornleifafundur sögunnar þegar gröf hans fannst óhreyfð í Dal konunganna.
Stofnandi konungsættarinnar var Amósis 1., bróðir Kamósiss, síðasta konungs sautjándu konungsættarinnar. Amósis tókst að losa Egyptaland endanlega við hina hötuðu Hyksos sem ríktu yfir Egyptalandi á öðru millitímabilinu (um 1648-1540 f.Kr.). Með átjándu konungsættinni hefst því Nýja ríkið í Egyptalandi.
Meðal þekktustu valdhafa þessa tímabils má nefna Hatsepsut drottningu (sem ríkti fyrir ungan stjúpson sinn), Amenhótep 3. sem fyrstur skrifaðist reglulega á við valdhafa í öðrum löndum, og Akenaten sem bjó til ný trúarbrögð.
[breyta] Tímaás yfir átjándu konungsættina
En sjá Tímasetningar í sögu Egyptalands hins forna