Spjall:Fjöldatala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

segir maður ekki alef en ekki alep? Það er skrifað alef í norsku wiki og aleph í ensku og ég man líka eftir að hafa heyrt oftar en einu sinni þenna fyrsta staf hebreska stafrófsins kallaðan alef. Orri 11. maí 2006 kl. 23:59 (UTC)

Rétt er það. Þetta ætti að vera alef. Raunar hefðu menn ritað alep fyrir nokkrum öldum síðan, fyrir germönsku hljóðbreytinguna, en hún festi sinn sess seint hér á landi. Árið 1865 ritaði Björn Gunnlaugsson skemmtilega kafla í Talnavísi sinn sem lýsir þessu mjög glögglega, og kemur sá kafli fram í ritinu tvinnfallagreining eftir Reyni Axelsson, sem ég var að glugga í... þetta tengist fjöldatölum þó ekkert, en alltaf gaman að fara út fyrir efnið (orð sem væru rituð með "f" nú til dags eru feitletruð):
Ímynduðu stærðirnar hafa einnig opt verið kallaðar ómögulegar stærðir, þó menn nú á dögum amist við því nafni. Þegar þær framkoma í reikningum, tákna þær tilveruleysi stærða, eins og í boglínufræðinni má finna ótöluleg dæmi til; en þegar menn sjálfir innfæra þær í reikningsforskriptir, geta menn látið þær vinna upp hverja aðra, að ekki verði annað eptir, en verulegar stærðir eins og í trigonometriæ. Þær hverfa einnig með því að verða realar, þegar þær koma upp í 2, 4ða, 6ta.... veldi[...]. Þær eru nokkurs konar snilldarbragð reikningsmeistaranna. [...] Þær líkjast í stærðafræðinni loptsiglingunni í eðlisfræðinni, því hugurinn getur á hinu imaginæra loptskipi eins og hafið sig upp frá fastri jörðu, siglt fram og aptur í tilveruleysisins ginnungagapi og horfið svo aftur til jarðarinnar aptur, þegar hann vill, og á þann jarðfasta klett sem honum þóknast.
Annars má alveg breyta þessu í alef mín vegna. --Smári McCarthy 12. maí 2006 kl. 01:06 (UTC)