Sveitarfélagið Skagafjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sveitarfélagið Skagafjörður
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
5200
Kjördæmi Norðvesturkjördæmi
Flatarmál
 – Samtals
7. sæti
4.180 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
14. sæti
4.078
0,98/km²
Sveitarstjóri Guðmundur Guðlaugsson
Þéttbýliskjarnar Sauðárkrókur (íb. 2.606)
Hofsós (íb. 172)
Varmahlíð (íb. 128)
Hólar (íb. 100)
Póstnúmer 550-570
Vefsíða sveitarfélagsins

Sveitarfélagið Skagafjörður er sveitarfélag á norðvesturlandi sem þekur mest allt svæðið í kringum Skagafjörð.

Sveitarfélagið varð til 6. júní 1998 við sameiningu 11 sveitarfélaga í Skagafirði: Skefilsstaðahrepps, Sauðárkrókskaupstaðar, Skarðshrepps, Staðarhrepps, Seyluhrepps, Lýtingsstaðahrepps, Rípurhrepps, Viðvíkurhrepps, Hólahrepps, Hofshrepps og Fljótahrepps. Höfðu íbúar þeirra samþykkt sameininguna í kosningum 15. nóvember árið áður. Akrahreppur var eina sveitarfélagið í firðinum sem ákvað að vera ekki með.

Innan vébanda hins nýja sveitarfélags búa nú um 4.000 manns, þar af 2600 á Sauðárkróki, sem er langstærsti bærinn. Auk þess er þéttbýli á Hofsósi, á Hólum í Hjaltadal og í Varmahlíð.