Alþýðuflokkurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Merki Alþýðuflokksins
Merki Alþýðuflokksins

Alþýðuflokkurinn var íslenskur jafnaðarmannaflokkur stofnaður árið 1916 í þeim yfirlýsta tilgangi að vera stjórnmálaafl verkalýðsfélaganna í landinu, flokkurinn hafði þrisvar forsætisráðuneytið og átti aðild að stofnun Samfylkingarinnar 1998.

Aðalmálgagn Alþýðuflokksins var Alþýðublaðið sem kom út frá árinu 1919 til 1997.

Íslensk stjórnmál

Þessi grein er hluti af greinaflokknum:
Íslensk stjórnmál
Framsóknarflokkurinn
Frjálslyndi flokkurinn
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkurinn
Vinstri hreyfingin - grænt framboð

breyta

Flokkar: stjórnmál, réttur og ríkisvald


Efnisyfirlit

[breyta] Saga Alþýðuflokksins

[breyta] Stofnun

Alþýðuflokkurinn var formlega stofnaður í Reykjavík 12. mars árið 1916 sem stjórnmálaarmur Alþýðusambands Íslands. Helstu hvatamenn að stofnun hans voru Ólafur Friðriksson, Jón Baldvinsson, Ottó N. Þorláksson og Jónas Jónsson frá Hriflu (sem þó gekk ekki í flokkinn). Á stofnfundinum voru fulltrúar frá sjö verkalýðsfélögum úr Reykjavík og Hafnarfirði. Stefna flokksins var í anda jafnaðarstefnunnar (sósíaldemókrata) og stofnuð voru félög jafnaðarmanna um allt land. Flokkurinn tók fyrst þátt í kosningum 1916 en fékk engan þingmann kjörinn. 1926 gekk flokkurinn í Alþjóðasamband jafnaðarmanna.

[breyta] Stjórnarþátttaka

1923 og 1927 var kosningasamvinna við Framsóknarflokkinn sem fólst í því að vera ekki með gagnframboð í kjördæmum. Fyrsta stjórnarþátttaka Alþýðuflokksins var auk þess í Stjórn hinna vinnandi stétta með Framsóknarflokknum. Lengsta samfellda stjórnarþátttaka Alþýðuflokksins var þó með Sjálfstæðisflokknum í Viðreisnarstjórninni 1959 til 1971. Alþýðuflokkurinn átti aðild að stjórn Þorsteins Pálssonar 1987 sem sprakk að við lá í beinni útsendingu 1988 og síðan í þeim „vinstristjórnum“ sem fylgdu í kjölfarið undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Síðast átti Alþýðuflokkurinn aðild að Viðeyjarstjórninni með Sjálfstæðisflokki 1991-1995. Þá var Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokksins, utanríkisráðherra og átti meðal annars stóran þátt í því að Ísland gerðist aðili að EES og varð með þeim fyrstu til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltslandanna.

[breyta] Klofningur

Margoft í sögu flokksins varð klofningur, bæði til vinstri eða í kjölfar sameiningartilrauna flokka á vinstri vængnum og eins í tengslum við tiltekin málefni. Kommúnistaflokkur Íslands klofnaði út úr honum árið 1930. Árið 1937 var Héðinn Valdimarsson rekinn úr flokknum fyrir að reyna að stofna til samfylkingar með Kommúnistum í trássi við samþykktir flokksins. Það ár stofnuðu Héðinn og Kommúnistar Sameiningarflokk Alþýðu - Sósíalistaflokkinn. Árið 1956 gekk fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, og þáverandi formaður Alþýðusambands Íslands Hannibal Valdimarsson úr Alþýðuflokknum ásamt öðrum í málfundafélagi jafnaðarmanna og stofnaði Alþýðubandalagið ásamt Sósíalistaflokknum. Árið 1983 bauð fyrrverandi menntamálaráðherra Alþýðuflokksins, Vilmundur Gylfason, sig fram til Alþingis undir merkjum Bandalags jafnaðarmanna. Að síðustu, árið 1994, klauf Jóhanna Sigurðardóttir ásamt Ágústi Einarssyni sig út úr Alþýðuflokknum og stofnaði Þjóðvaka.

[breyta] Fylgi

Þrátt fyrir að taka þátt í meira en helmingi allra ríkisstjórna frá stofnun lýðveldis varð Alþýðuflokkurinn aldrei sú valdastofnun á Íslandi sem systurflokkar hans á hinum Norðurlöndunum urðu (Sósíaldemókratar í Danmörku, Sósíaldemókrataflokkurinn í Finnlandi, Verkamannaflokkurinn í Noregi og Sænski sósíaldemókratíski verkamannaflokkurinn í Svíþjóð). Mest fékk flokkurinn 22% atkvæða í kosningunum 1978 (á sama tíma og Alþýðubandalagið fékk sitt mesta sögulega fylgi) en kjörfylgi flokksins var oftast í kringum 15%.

[breyta] Endalok

Í borgarstjórnarkosningum 1994 og 1998 bauð flokkurinn fram ásamt Framsóknarflokki, Alþýðubandalagi og Samtökum um kvennalista undir nafni R-listans. Árið 1998 gekk flokkurinn inn í Samfylkinguna.

[breyta] Formenn Alþýðuflokksins

Núverandi formaður Alþýðuflokksins er Guðmundur Árni Stefánsson.

[breyta] Stjórnarþátttaka

Alþýðuflokkurinn veitti ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar hlutleysi 1927-1931 en átti ekki ráðherra fyrr en 1934:

[breyta] Kjörfylgi

Alþingiskosningar
Kosningar % atkvæða þingmenn
1916 6,8 0
1923 16,2 1
1927 19,1 5
1931 16,1 4
1933 19,2 5
1934 21,7 10
1937 19,0 8
1942 (júlí) 15,4 6
1942 (október) 14,7 7
1946 17,8 9
1949 16,5 7
1953 15,6 6
1956 18,3 8
1959 (júní) 12,5 6
1959 (október) 15,2 9
1963 14,2 8
1967 15,7 9
1971 10,5 6
1974 9,1 5
1978 22,0 14
1979 17,5 10
1983 11,7 6
1987 15,2 10
1991 15,5 10
1995 11,4 7


[breyta] Tengt efni

[breyta] Tengill

Alþýðuflokkurinn

Á öðrum tungumálum