Dyngja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mauna Kea á Hawaii í Bandaríkjunum, stærsta dyngja jarðarinnar
Mauna Kea á Hawaii í Bandaríkjunum, stærsta dyngja jarðarinnar

Dyngja er breitt, aflíðandi og keilulaga eldfjall sem myndast í eldgosi þar sem hraunið er þunnfljótandi, fjöll sem myndast við svipaðar aðstæður þar sem hraunið er seigfljótandi kallast svo eldkeilur.

Stærsta fjall sólkerfisins, Ólympusfjall á Mars, er dyngja.

Á Íslandi setja dyngjur mikinn svip á landslagið. Einna þekktastar eru Skjaldbreiður og Trölladyngja, hvor um sig um 600 m frá rótum. Aðrar eru flatari, s.s. Kjalhraun hjá Hveravöllum og Lyngdalsheiði.