Miðbyggðin á Grænlandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kortið sýnir þann hluta Eystribyggðar sem sagnfræðingar hafa nefnt Miðbyggð, rauðu punktarnir sýna helstu bæjarrústir
Kortið sýnir þann hluta Eystribyggðar sem sagnfræðingar hafa nefnt Miðbyggð, rauðu punktarnir sýna helstu bæjarrústir

Á milli Sermiligarssuk-fjarðar í sveitarfélaginu Paamiut og Qoornoq-fjarðar í sveitarfélaginu Ivittuut á suðvestur Grænlandi, var allfjölmenn byggð á tímum norrænna Grænlendinga sem engar ritaðar heimildir eru til um. Fornleifa- og sagnfræðingar telja að hún hafi verið hluti af Eystribyggð en nefna hana til aðgreiningar Miðbyggðina. Milli vestasta bæjar í aðalbyggðinni við Sermilik-fjörð og austasta bæjar í Miðbyggðinni við Qoornoq-fjörð er um 70 km óbyggð.

Þar sem engar ritaðar heimildir eru um byggðina hafa engin örnefni varðveist. Í Miðbyggðinni hafa fundist um 40 rústir. Engin kirkja hefur fundist en þó einn legsteinn sem notaður hafði verið í hleðslu í inuítahúsi, í hann var höggvið krossmark og Össr Asbiarnarson með rúnaletri. Miðbyggðin hefur verið minnst rannsökuð af byggðum norrænna manna á Grænlandi.

[breyta] Heimildir

  • Grønlands forhistorie, red. Hans Christian Gulløv, Gyldendal 2005, ISBN:87-02-01724-5
  • Á hjara veraldar, Guðmundur J. Guðmundsson, Sögufélagið, 2005, ISBN: 9979-9636-8-9