Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (enska: International Monetary Fund; skammstafað IMF) er alþjóðastofnun sem var stofnuð árið 1945 til að hafa umsjón með alþjóðlega fjármálakerfinu með því að fylgjast með gengi gjaldmiðla og greiðslujöfnuði milli ríkja heims. 184 lönd eru aðilar að sjóðnum og höfuðstöðvar hans eru í Washingtonborg í Bandaríkjunum.