Laufæta
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laufæta er í dýrafræði dýr sem nærist á laufum. Laufætur hafa tilhneigingu til að hafa langan meltingarveg og hæg efnaskipti sökum þess að í þroskuðum laufum er hátt hlutfall tormelts sellulósa og tilturulega lítil orka. Mörg þessara dýra eru í samhagsmunalegu sambandi við bakteríur sem hjálpa við að losa næringu úr fæðunni.
Dæmi um laufætur eru meðal spendýra ókapar, letidýr, pokabirnir og sumir apar, meðal skriðdýra kembur og meðal skordýra sumar fiðrildislirfur.