Vatnajökulsþjóðgarður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vatnajökulsþjóðgarður er fyrirhugaður þjóðgarður á Íslandi sem áætlað er að stofna seint á árinu 2007 eða í ársbyrjun 2008. Þjóðgarðurinn mun ná yfir 15.000 ferkílómetra eða sem samsvarar 15% af yfirborði Íslands og verða stærsti þjóðgarður í Evrópu. Samþykkt var í ríkisstjórn Íslands 10. nóvember 2006 að leggja fram stjórnarfrumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð.
Fyrirhugað er að gestastofur verði á þessum sex stöðum í þjóðgarðinum: Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustri, Höfn, Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri.
Fyrirhugað er að landvörslustöðvar verði á þessum ellefu stöðum: Herðubreiðarlindir, Drekagil við Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, við Snæfell, í Lóni, á Heinabergssvæðinu, í Laka, í Hrauneyjum, við Nýjadal og í Vonarskarði.
[breyta] Heimildir og ítarefni
- Ríkisstjórn samþykkir frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð
- Mbl.is Vatnajökulsþjóðgarður nær yfir 15% af yfirborði Íslands
- Þjóðgarður í mótun
- Vatnajökuls þjóðgarður - stærri og betri
- Þingsályktunartillaga Hjörleifs Guttormssonar frá 1999
- Vatnajökull og þjóðgarðshugmyndin (Landvernd)
- Comments in Support of Vatnajokull National Park
- Vatnajökulsþjóðgarður og virkjanir norðan jökuls (2000)
- Vatnajökulsþjóðgarður og áhrif á ferðaþjónustu (skýrsla frá 2006)