Flokkur:Kjördæmi Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

 Kjördæmin eru eftirfarandi (fjöldi þingsæta í svigum): · Reykjavíkurkjördæmi norður (11) · Reykjavíkurkjördæmi suður (11) · Norðvesturkjördæmi (9) · Norðausturkjördæmi (10) · Suðurkjördæmi (10) · Suðvesturkjördæmi (12)
Kjördæmin eru eftirfarandi (fjöldi þingsæta í svigum):
· Reykjavíkurkjördæmi norður (11)
· Reykjavíkurkjördæmi suður (11)
· Norðvesturkjördæmi (9)
· Norðausturkjördæmi (10)
· Suðurkjördæmi (10)
· Suðvesturkjördæmi (12)

Ísland skiptist í sex kjördæmi sem kjósa fulltrúa á Alþingi. Núverandi skiptingu var komið á með stjórnarskrárbreytingu árið 1999 og var ætlað að jafna vægi atkvæða milli landshluta frá því, sem áður var, en allt frá því að þéttbýli fór að myndast á Íslandi hefur því verið mismunað með hlutfallslega minna atkvæðavægi en dreifbýlinu. Nýja kjördæmaskiptingin byggir á þremur kjördæmum á höfuðborgarsvæðinu og þremur á landsbyggðinni. Misræmi í atkvæðavægi er ennþá til staðar (sem dæmi má nefna að í Alþingiskosningunum 2003 hefðu kjördæmin þrjú á Höfuðborgarsvæðinu átt að fá 5-6 þingsætum fleira en þau fengu, ef miðað hefði verið við fjölda á kjörskrá) en ákvæði í stjórnarskrá segja, að ef fjöldi kosningabærra manna á bakvið hvert sæti í einu kjördæmi er orðinn helmingur þess sem hann er í því kjördæmi þar sem flestir eru á bakvið hvert þingsæti þegar gengið er til kosninga, skal færa eitt kjördæmissæti á milli þeirra fyrir næstu kosningar. Kjördæmi getur þó ekki haft færri en 6 kjördæmissæti. Í alþingiskosningunum 2003 voru kjósendur á kjörskrá fyrir hvert þingsæti ríflega tvöfalt fleiri í Suðvesturkjördæmi en í Norðvesturkjördæmi og því mun eitt kjördæmissæti flytjast þar á milli fyrir alþingiskosningarnar 2007.

Aðalgrein: Kjördæmi Íslands

Undirflokkar

Það eru 1 undirflokkar í þessum flokki.

F

Greinar í flokknum „Kjördæmi Íslands“

Það eru 7 síður í þessum flokki.

N

N frh.

R

S

Á öðrum tungumálum