Spjall:Sjálfstæðisbarátta Íslendinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[breyta] Harkalegt orðaval

Gagnrýnin í hlutleysiskröfunni segir meira um fordóma gagnrýnandans en um hvað er að greininni. Það má reyndar gagnrýna síðustu setninguna fyrir að vera huglæg og getgátukennd en mér sýnist notkunin á orðinni þjóð vera samkvæmt hefð, enda þarf maður ekki að vera þjóðremba, eða einusinni þjóðernissinni til að tala um þjóð sem "heildareiningu".

Mér finnst margt athugavert í þessari grein. Hvernig má það vera að sjálfstæðisbarátta Íslendinga hafi hafist um leið og þeir gengu (sjálfviljugir) Noregskonungi á hönd? Þótt ýmis átök hafi verið milli íslenskra höfðingjavaldsins og konungsvaldsins alla Íslandssöguna, þá var takmark þessara höfðingja aldrei sjálfstæði Íslands... ekki einu sinni Jóns Arasonar, sem er þó mest umtalaða dæmið um yfirgang konungsvaldsins á Íslandi. Á upplýsingatímabilinu var takmarkið einmitt að Ísland stæði jafnfætis öðrum ríkjum konungs innan danska ríkisins. Allt tímabilið nánast voru það íslenskir höfðingjar, biskupar og sýslumenn sem stjórnuðu landinu í nafni konungs. Um sjálfstæðishugsjón er því varla að ræða hjá nokkrum manni fyrr en með þjóðernisrómantíkinni á 19. öld, eða getur einhver nefnt dæmi um annað? --Akigka 21:40, 4 janúar 2007 (UTC)
Spurning hvernig hægt er að sanna hina „hljóðlátu ósk í hugum landsmanna“... varla nema á miðilsfundi? :) --Bjarki 21:52, 4 janúar 2007 (UTC)
Það þarf ekki að sanna hana, það þarf bara að finna fullyrðingar um annað eins í traustum heimildum hjá virtum sagnfræðingum. Þeir um það hvernig þeir draga ályktunina... svo lengi sem þeir eru viðurkenndir fræðimenn á þessu sviði. --Cessator 21:56, 4 janúar 2007 (UTC)
Þetta er dálítið eins og Páll Eggert Ólason hefði skrifað þetta, og hann er vissulega viðurkenndur fræðimaður sem að mörgu leyti stendur enn fyrir sínu. Samt er þessi framsetning fullgamaldags fyrir minn smekk. Mér finnst að grein um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga ætti að hefjast á 19. öld en ekki á 13. öld. --Akigka 09:21, 5 janúar 2007 (UTC)
Út af fyrir sig er ég sammála þér um það. --Cessator 15:24, 5 janúar 2007 (UTC)