Jón Baldvin Hannibalsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón B. Hannibalsson
Jón B. Hannibalsson

Jón Baldvin Hannibalsson (fæddur 21. febrúar 1939) er íslenskur stjórnmálamaður, hann var þingmaður Reykjavíkur 1982-1998, formaður Alþýðuflokksins 1984-1998. Fjármálaráðherra Íslands frá 1987-1988 og Utanríkisráðherra Íslands 1988-1995. Sendiherra í Washington og síðar í Helsinki.

Foreldrar Jóns voru Hannibal Valdimarsson, ráðherra, og Sólveig Ólafsdóttir, húsmóðir. Jón lauk stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. Jón er með MA-gráðu í hagfræði frá Edinborgarháskóla. Hann stundaði framhaldsnám við Stokkhólmsháskóla og Miðstöð Evrópufræða við Harvard-háskóla. Hann útskrifaðist einnig með próf í uppeldis- og kennslufræðum HÍ 1965.

Jón starfaði framan af við blaðamennsku og kennslu. Jón kenndi í Hagaskóla í Reykjavík 1964—1970 og var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1970—1979. Hann vann sem blaðamaður við Frjálsa þjóð 1964—1967 og var ritstjóri Alþýðublaðsins 1979—1982.

[breyta] Tengill


Fyrirrennari:
Þorsteinn Pálsson
Fjármálaráðherra
(19871988)
Eftirmaður:
Ólafur Ragnar Grímsson
Fyrirrennari:
Steingrímur Hermannsson
Utanríkisráðherra
(19881995)
Eftirmaður:
Halldór Ásgrímsson



  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það

Á öðrum tungumálum