Fjölbrautaskóli
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjölbrautaskóli er framhaldsskóli sem býður upp á fleiri námsleiðir en hefðbundinn menntaskóli. Þar er yfirleitt hægt að taka bæði stúdentspróf og sveinspróf.
Saga Fjölbrautaskólanna hófst á áttunda áratug tuttugustu aldar, þegar Fjölbrautaskólinn í Breiðholti var stofnaður. Strax á eftir komu Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi og svo Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Fjölmargir hafa svo bæst í þennan hóp skóla síðan.