Jón Þór Birgisson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Þór Birgisson (fæddur 23. apríl 1975) er söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós. Nafnið Sigur Rós kemur frá litlu systur Jónsa sem fæddist sama dag og hljómsveitin var stofnuð. Hann var í bandi sem var kallað Bee Spiders, þeir unnu til verðlauna árið 1995. Jónsi byrjaði að spila á gítar ungur, fyrsta lagið sem hann lærði að spila var „Wrathchild“ með Iron Maiden, en þá var hann 13 ára gamall. Iron Maiden er ein af hans uppáhalds hljómsveitum til þessa dags. Hann hefur verið blindur á öðru auganu frá fæðingu og hann er samkynhneigður.