Jón Skaftason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Skaftason (f. á Akureyri 25. nóvember 1926) er fyrrverandi hæstarréttarlögmaður og alþingismaður Framsóknarflokksins. Hann er kvæntur Hólmfríði Gestsdóttur (f. 3. apríl 1929), húsmóður. Saman eiga þau þrjá syni og eina dóttur.

Foreldrar Jóns voru Skafti Stefánsson (f. 6. mars 1894, d. 27. júlí 1979), útgerðarmaður á Siglufirði, og Helga Sigurlína Jónsdóttir (f. 16. okt. 1895, d. 11. júní 1988), húsmóðir. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1947 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1951. Hann varð héraðsdómslögmaður 1951 og hæstarréttarlögmaður 1961. Hann var fulltrúi hjá ríkisskatanefnd 1952-54, fulltrúi í fjármálaráðuneyti 1955-1961, rak lögfræðiskrifstofu í Reykjavík, Kópavogi og Keflavík 1955-1960, bæjarfulltrúi í Kópavogi 1958-1962, alþingismaður Framsóknarflokksins 1959-1978, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu 1978-1979, yfirborgarfógeti í Reykjavík 1979-1992 og sýslumaður í Reykjavík 1992-1994. Jón hefur gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa, m.a. var hann gæslustjóri Söfnunarsjóðs Íslands 1959-1961, sat í Norðurlandaráði 1970-78 og var formaður Dómarafélags Íslands 1986-87.

[breyta] Tenglar