Internet Relay Chat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Helstu IRC net
EFnet
DALnet
IRCNet
QuakeNet
Undernet
Enter The Game
Freenode
GameSurge

Internet Relay Chat (IRC) er internetsamskiptastaðall sem byggist á því að hver notandi tengist inn á IRC-þjón þar sem hann getur skrifast á við aðrar notendur tengdar inn á sama net IRC-þjóna og skilaboðin sendast til hinnar persónunnar jafnóðum og þau hafa verið send. Nokkur IRC-þjónanet eru til en á meðal þeirra má nefna DALnet, EFnet, IRCnet og Undernet en allir þeir sem vilja geta stofnað sinn eiginn IRC-þjón með frjálsum og ókeypis hugbúnaði.

Þegar persóna tengist inn á IRC-þjón er hægt að láta IRC-þjóninn fá m.a. fullt nafn, tölvupóstfang og gælunafn en samskipti við aðrar persónur fara í gegnum gælunöfnin. Notendur eiga líka möguleika á því að hafa samskipti við aðra notendur í gegnum rásir en allar þeirra hafa ákveðið forskeyti eftir eðli þeirra.

[breyta] Tenglar