Cogito, ergo sum
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cogito, ergo sum, á íslensku „ég hugsa, þess vegna er ég“ er heimspekileg fullyrðing sem René Descartes setti fram. Descartes ritaði fullyrðinguna í bók sinni Orðræðu um aðferð (fr. Discours de la méthode pour bien conduire sa raison, et chercher la verité dans les sciences) sem kom fyrst út á frönsku árið 1637. Upphaflega var því fullyrðingin „je pense, donc je suis“, en Descartes var óánægður með útgáfuna og þýddi verkið síðar yfir á latínu en latneska þýðingin kom út árið 1656.
Hugmyndin sem orðin cogito ergo sum fela í sér er venjulega eignuð Descartes, en margir forverar hans höfðu komið orðum að svipaðri hugmynd — einkum Ágústínus kirkjufaðir í ritinu Um borg guðs (lat. De Civitate Dei) (XI, 26: Ac proinde haec cognitio, ego cogito, ergo sum, est omnium prima et certissima ...).
[breyta] Merking
- Cogito (latína):
-
- Cogito er sagnorð í framsöguhætti (indicativus) fyrstu persónu, nútíð, eintölu og myndi á íslensku vera þýtt sem „ég hugsa“ — en í latínu er „ég“ gefið í cogito.
- Ergo er latneskt atviksorð sem þýðir gróflega „þar af leiðir“ eða „þess vegna“.
- Sum er latneska sögnin „að vera“ í fyrstu persónu, eintölu og þýðir „ég er“.
[breyta] Stælingar
- Poto ergo sum- Ég drekk, þess vegna er ég.
- I think, therefore I do sums- miskilningur úr bókum Terry Pratchetts Discworld.
- Cogito, ergo cogito- Ég hugsa, þess vegna hugsa ég.