Leikjafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leikjafræði er þverfagleg grein tengd stærðfræði og hagfræði sem notast við líkön til þess að spá fyrir um mögulega þróun innan lokaðs kerfis þar sem skilgreindir eru þáttakendur og tengdar breytur.

Leikjafræði var fyrst rannsökuð af John von Neumann og Oskar Morgenstern árið 1944.

Eitt þekktasta dæmi leikjafræðinnar nefnist ráðgáta fangans (e. prisoner's dilemma) og lýsir þeim valmöguleikum og hugsanlegum útkomum þess að tveir einstaklingar (A og B) séu ákærðir fyrir glæp. Ef hvorugur játar glæpinn er þeim báðum sleppt. Ef annar játar glæpinn fær hann mildari dóm en hinn þyngri. En ef þeir báðir játa fá þeir báðir mildaða dóma.

  Fangi A neitar Fangi A játar
Fangi B neitar Þeim er báðum sleppt Fangi A fær mildaðan dóm
Fangi B fær þyngri dóm
Fangi B játar Fangi A fær þyngri dóm
Fangi B fær mildaðan dóm
Báðir fá mildan dóm

[breyta] Tenglar


  eiπ  

Þessi grein sem fjallar um stærðfræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana