Æðey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Æðey er stærsta eyja á Ísafjarðardjúpi, skammt undan Snæfjallaströnd. Hún dregur nafn sitt af góðu æðarvarpi sem þar er að finna. Eyjan er láglend, hæsti punktur í 34 metra hæð, en nokkuð hólótt. Eyjan er algróin og er þar mikið fuglalíf.

Í Æðey var eitt sinn kirkja og síðar bænhús. Hún tilheyrir í dag Unaðsdalssókn en tilheyrði áður Snæfjallasókn og var þjónað þaðan. Í eynni er góð lending og var þar viðkomustaður Djúpbátsins. Þar hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1946.