Spjall:Sambíóin Álfabakka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Deila má um það hvert Sambíóanna sé elst sem slíkt, en líklega ætti þó frekar að veðja á Nýja bíó í Keflavík, Reykjanesbæ. Það er vegna þess að Árni Samúelsson átti það og rak áður en Sambíóin voru formlega stofnuð með bíóunum við Álfabakka í Reykjavík. Nýja bíó í Reykjanesbæ hefur verið eitt Sambíóanna frá upphafi þeirrar samsteypu. --Mói 20:11, 2 mars 2007 (UTC)

Hmmm, hvernig var það, hvenær var Sambíóa-nafnið fyrst tekið upp? Bíóið í Breiðholti hét upphaflega Bíóhöllin. Nýja bíó í Keflavík er auðvitað miklu eldra og elst þeirra kvikmyndahúsa sem Sambíóin reka. Spurning hvort hér þurfi að gera greinarmun á kvikmyndahúsi og rekstraraðila. Öll bíóin heita núna Sambíóin eitthvað. Var það gert við þau öll á sama tíma? --Akigka 22:02, 2 mars 2007 (UTC)
Fyrsta auglýsing í Morgunblaðinu, sem birtist í nafni Sambíóanna, kom föstudaginn 29. nóvember 1991. Þá auglýstu Bíóborgin, Bíóhöllin og Sagabíó sameiginlega undir hausnum Sambíóin. Nýja bíó í Keflavík hefur að ég held aldrei auglýst í Morgunblaðinu. --Mói 23:46, 2 mars 2007 (UTC)