Hraun (Skaga)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hraun er bær á Skagatá á Skaga, nyrstur bæja þar. Bærinn stendur við svokallaða Hraunsvík og upp af honum eru Hraunsvötn og önnur vötn. Á Hrauni hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1942.