Spjall:Davíð Oddsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

9.gr höfundarlaga: Lög, reglugerðir, fyrirmæli stjórnvalda, dómar og önnur áþekk gögn, sem gerð eru af opinberri hálfu, njóta ekki verndar eftir lögum þessum, og ekki heldur opinberar þýðingar á slíkum gögnum.

Grein þessi fellur engan vegin undir það, og er þar með að ég held höfundarréttarbrot. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:19, 22 Jul 2004 (UTC)

Öll gögn unnin af hálfu opinbera eru ekki varin með höfundalögum þar sem það er sameign þjóðarinnar (skattpeningurinn að verki). En annars er hægt að hafa samband við ritstjórann og spyrjast fyrir um þetta. - Svavar L 00:40, 22 Jul 2004 (UTC)

Það er nefnilega því miður ekki þannig, það er þannig í bandaríkjunum til dæmis að allt sem ríkisstjórnin borgar fyrir er í almannaþágu, en hér á íslandi virðist það vera undir geðþokka stjórnenda viðeigandi stofnana komið -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:12, 22 Jul 2004 (UTC)

Það er sennilega ekki þannig að 9. greinin nái yfir þessi gögn sem hér er rætt um, það er ekki eina skilyrðið þar að gögnin séu unnin af opinberum aðilum heldur er sagt að þau verði að vera að svipuðum toga og lög, dómar, reglugerðir o.s.frv. en æviágrip þingmanna falla tæplega þar undir. Hinsvegar lít ég fremur til 15. greinar sömu laga sem reyndar fjalla aðeins um prentmiðla og útvarp en er alveg sjálfsagt að heimfæra á netmiðla líka. Sú grein leyfir endurbirtingu á "dægurgreinum" um hagfræði, stjórnmál og trúmál ef það er hvergi sérstaklega tekið fram að það megi ekki, þetta er svo auðvitað háð því að það sé vísað til heimilda. T.d. má nefna upplýsingar frá Hagstofu Íslands sem öllum er frjálst að birta að því gefnu að vísað sé til heimilda, þetta kemur skýrt fram á vefsvæði hagstofunnar. Ég býst við því að hið sama geti gilt um upplýsingar af Alþingisvefnum en til að taka af allan vafa hyggst ég senda fyrirspurn á vefstjóra Alþingis og fá úr þessu skorið. --Biekko 13:29, 22 Jul 2004 (UTC)

Taka má upp í blöð eða tímarit og flytja í útvarpi dægurgreinar um hagfræðileg efni, stjórnmál eða trúmál úr blöðum eða tímaritum svo og útvarpsefni af sama tagi, nema þess sé getið við greinarnar eða í útvarpssendingu, að slík endurbirting sé bönnuð. Jafnan skal heimildar getið við slíka endurbirtingu.
Endurbirting þýðir í mínum huga að taka eitthvað og flytja það aftur eða á öðrum miðli, það er ekki þetta sem er verið að gera á Wikipedia, og sé ég þar með ekki annað en að að okkur sé óheimilt að nota textann á þennan hátt. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 13:53, 22 Jul 2004 (UTC)

Ég var að skrifa það hér áðan að enginn nema Davíð hefði eingöngu setið á Alþingi sem ráðherra. En nú er ég ekki viss um að það sé rétt hjá mér. Hvernig var með Óla Þ. Guðbjartsson, sem um tíma var á þingi fyrir Borgaraflokkinn sællar minningar. Var hann nokkuð á þingi nema sem ráðherra? Hjálp, leiðréttið mig ef þarf!!

Minni mitt í íslenskum stjórnmálum nær því miður ekki lengra aftur en forsætisráðherratíð Davíðs (þar sem ég var 9 ára þegar hann tók við). Við þurfum auðvitað að fá þetta á hreint samt. --Bjarki Sigursveinsson 09:29, 15 sep 2004 (UTC)
Davíð hefur aldrei setið Alþingi nema sem ráðherra. Hann var víst borgarstjóri þar á undan, og hljóp beint í ráðherrastöðu eftir það og mun gegna slíku áfram. Ég veit hinsvegar ekki hvort að hann sé einsdæmi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21:34, 15 sep 2004 (UTC)
Ég held að þetta sé ekki einsdæmi, a.m.k. sé ég ekkert um að Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hafi setið á þingi án þess að vera ráðherra. --Gunnar Freyr Steinsson 10:28, 22. apríl 2005 (UTC)
Það sem er rangt í greininni er að Davíð hafi verið eini þingimaðurinn í sögu íslenskra stjórnmála sem aldrei hefur átt sæti á Alþingi nema sem ráðherra. Á undan honum var Jón Sigurðsson, síðar Seðlabankastjóri og bankastjóri Norræna fjárfestingabankans. Óli Þ. sat sem þingmaður frá 1987 þar til Borgaraflokkur fékk aðild að ríkisstj. 1989. (þar áður sat hann sem varaþingm. amk. einu sinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn). Árni Magnússon er þriðja dæmið, hvað sem um hann verður síðar meir. Hugsanlega er hægt að finna önnur dæmi, þótt mig reki ekki minni til þess -- [Ómar Harðarson] 21:35 31 des 2004

[breyta] Tilvitnun

Var það ekki hann sem sagði í sambandi við evrópusambandið eitthvað í áttina að "Maður fer ekki bara í viðræður til að finna út hvað maður fær út úr því", s.s. að hann er ekki bara andvígur ESB heldur öllum mögulegum viðræðum við sambandið til að finna út hvað ísland fengi út úr aðild. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 20:02, 15 sep 2004 (UTC)

[breyta] Athugasemdir

1. "Eftir kosningarnar 1991 myndaði Davíð á mettíma ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem hefur verið kölluð „Viðeyjarstjórnin“. "

Eru það ýkjur að Viðeyjarstjórnin hafi verið mynduð á mettíma? Getur einhver upplýst um málið?

2. "Davíð beitti sér vorið 2004 fyrir frumvarpi, sem setti hömlur við eignarhaldi stórfyrirtækja á fjölmiðlum og samþjöppun eignarhalds. Frumvarpið var mjög umdeilt, og var því haldið fram opinberlega, að það væri sprottið af óvild Davíðs í garð Baugsfeðga, enda ljóst, að það myndi aðallega bitna á fjölmiðlaveldi þeirra."

Nú man ég ekki hvernig málin stóðu vorið 2004, en í dag þá er Dagsbrún h.f. í ~25% eigu Baugs. (Sjá: http://dagsbrun.is/index.php?option=com_content&task=view&id=50&Itemid=69).

(Raunar, þá er eignin orðin í kringum 35%, en punkturinn stendur samt, sjá: http://news.icex.is/newsservice/MMIcexNSWeb.dll/newspage?language=IS&pagetype=&primarylanguagecode=IS&newsnumber=34200)

Mér finnst ekki sanngjarnt að tala um "fjölmiðlaveldi" (Baugsfeðga) sem er í "þeirra" eigu þegar 75% hluti fyrirtækisins er í eigu annara aðila. Þeir eru jú stórir hluthafar með mikið afl innan fyrirtækisins, en tæplega er þetta "þeirra" fyrirtæki þrátt fyrir allt.

Kannski er ég að misskilja eitthvað, eða þá að málin stóðu allt öðruvísi vorið 2004, en mér þætti ákaflega vænt um að það kæmi þá fram.

--Gdh 1. apríl 2006 kl. 21:13 (UTC)

Það er rétt hjá þér að í báðum tilfellum ætti að milda þessar fullyrðingar. Í greininni um Viðeyjarstjórnina segir: Viðeyjarstjórnin fékk nafn sitt af því að Davíð Oddsson bauð Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra til stjórnarmyndunarviðræðna út í Viðey að loknum Alþingiskosningum 20. apríl 1991. Þegar Steingrímur Hermannsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 23. apríl 1991 fékk Davíð Oddsson stjórnarmyndunarumboðið. Viðeyjarstjórnin tók við völdum 30. apríl 1991. Þetta eru einhverjir dagar semsagt, skammur tími kannski en mettími er fullmikið sagt.
Hvað varðar Baug þá voru Norðurljós hf. eins og fyrirtækið hét þá í 29,9% eigu Baugs þann 1. mars 2004, raunveruleg eign var þó aðeins stærri þar sem eignatengsl í íslensku viðskiptalífi eru eins og frumskógur þannig að þeir áttu líka einhvern hlut í gegnum önnur félög. Þetta kemur fram í greinargerð hinnar upprunalegu fjölmiðlanefndar frá því í apríl 2004. Eignarhlutur Baugsmanna náði vissulega ekki helmingi, hvorki þá né nú, en hinsvegar voru þeir langstærstu einstöku eigendur í fyrirtækinu og með raunveruleg völd yfir rekstri þess. Það er svo allt önnur spurning hvort að þessi staðreynd hafi endurspeglast í fréttaflutningi þessara miðla eins og Björn Bjarnarson hefur ítrekað ýjað að með tali sínu um "Baugsmiðla". --Bjarki 7. apríl 2006 kl. 00:20 (UTC)
Já, ég reyndar gleymdi algjörlega að taka tillit til eignaflækjunnar.
Á meðan ég man... hvar fékkstu upplýsingarnar um eignarhlutinn árið 2004?
--Gdh 7. apríl 2006 kl. 00:26 (UTC)
Greinargerð nefndar menntamálaráðherra um eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi sem kom út 2. apríl 2004. Ég átti þetta inni á tölvunni hjá mér, veit ekki hvort að hægt sé að nálgast hana einhversstaðar á netinu. --Bjarki 7. apríl 2006 kl. 00:31 (UTC)
Ah. Jú, greinargerðina er að finna hérna: [1]
--Gdh 7. apríl 2006 kl. 00:34 (UTC)
Úr þessum athugasemdum hefur verið bætt.
--Gdh 7. apríl 2006 kl. 00:41 (UTC)

[breyta] Frekari athugasemdir

Mér þykir sjálfsagt að gera meiri kröfur um heimildir þegar um er að ræða samtímamenn okkar. Í fyrsta lagi er mikilvægt að gera það sem fyrst svo það gleymist ekki í tíma og í öðru lagi kemur það í veg fyrir að einhver reyni að sverta eða bæta ímynd hans (mér þykir augljóst að hér reyni á það frekar en annarstaðar). Svo ég mælist til þess að við gröfum upp þær skoðanakannanir sem segja að hann hafi verið óvinsæll á einum tíma og vinsæll á öðrum. Auk þess þarf að fara varlega í það hvernig þær staðreyndir eru notaðar, við ættum að segja að skoðana könnun á gefnum tímapunkti hafi sagt eitthvað ákveðið um vinsældir hans í stað þess að segja einfaldlega að hann hafi vinsæll (hvað þá að hann sé einn af vinsælustu stjórnmálamönnum Íslandssögunar, hvernig er hægt að vita slíkt eða mæla?).

Svo er smá vandamál með tvær setningar: „var hann oft talinn vinsælasti stjórnmálamaðurinn, en einnig oft hinn óvinsælasti á sama tíma.“ Er hér um misskilning að ræða eða voru gerðar tvær kannanir samtímis sem leiddu þetta í ljós? Hvaða kannanir myndu það þá vera? Svo er spurning með ummæli eins og: „virðist því svo vera að Reykvíkingar hafi vel kunnað að meta forystu Davíðs.“ Er það ekki lesandans að draga slíkar ályktanir? Mér finnst það einhvernvegin þar sem þetta er alfræðirit. Þarna er búið að gera upp um hvort Reykvíkingar hafi valið vegna þess að þeim líkaði eða þá einfaldlega vegna þess að þeir þurftu að velja einn kost af nokkrum slæmum. Kannski frekar hæpið, en allavega ekki okkar að ákveða um slíkt. Og svo að lokum þetta: „hvað sem því líður, eru flestir sammála um,“ flestir hverjir?

Hvað segið þið, finnst ykkur eitthvað að þessu passa kannski? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. apríl 2006 kl. 22:37 (UTC)

  • BTW; gefur Gallup út einhverjar bækur með safni kannana eða er þetta á netinu einhverstaðar? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. apríl 2006 kl. 22:39 (UTC)
Varðandi kannanir: Nei, þetta er ekki misskilningur, í einni og sömu könnuninni er oft spurt hvaða stjórnmálamaður falli manni best í geð og hver falli manni síst í geð. Það var gjarnan þannig að fleiri nefndu Davíð nokkurn annan stjórnmálamann þegar spurt var við hvern manni líkaði best en á sama tíma nefndu flestir Davíð þegar spurt var hver félli þeim síst í geð og þar með var hann bæði vinsælasti og óvinsælasti stjórnmálamaðurinn á sama tíma. Í því felst engin mótsögn. Ég man eftir mörgum svona könnunum úr blöðunum (hver svo sem gerði þær, blöðin sjálf eða Gallup eða einhver annar). --Cessator 1. apríl 2006 kl. 22:56 (UTC)
DV var með þessar kannanir reglulega (og er kannski enn), ég man ágætlega eftir þessu. --Bjarki 7. apríl 2006 kl. 00:22 (UTC)
Sammála, Friðrik, það þarf fleiri heimildir við greinina. Það þarf líka að renna sterkari stoðum undir þessar fullyrðingar eigi þær að vera áfram...
--Gdh 2. apríl 2006 kl. 16:22 (UTC)