Stefán Ólafsson (prófessor)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stefán Ólafsson (f. 29. janúar 1951) er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstöðvar þjóðmála við félagsvísindadeild HÍ.
Stefán lauk MA-prófi í félagsfræði við Edinborgarháskóla og doktorsgráðu við Háskólann í Oxford (Nuffield College). Stefán hefur kennt við Háskóla Íslands síðan 1980, hann varð prófessor við félagsvísindadeild 1991.
Stefán var fyrsti forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ 1985 – 1999. Frá 2000 til 2005 var hann forstöðumaður Borgarfræðaseturs, sem var 5 ára samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar.
[breyta] Ritverk
- Hagvöxtur og hugarfar (1996)
- Íslenska leiðin (1999)
- Örorka og velferð á Íslandi (2005) (fáanleg á netinu á PDF-sniði)
- Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag (2005)
[breyta] Tenglar
- Heimasíða Stefáns Ólafssonar
- Viðtal við Stefán Ólafsson í Samiðnaðarblaðinu.