Spjall:Listi yfir stafsetningar– og málfræðivillur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ágæt hugmynd og byrjun. Bendi þó á tvennt: - Þar sem þetta eru næstum því allt stafsetningarvillur, þá er spurning hvort það ætti ekki bara heima undir lið með því heiti ("Stafsetningarvillur")? Þá ber líka meira á því sem eftir stendur, þ.e. raunverulegar mál(fræði)villur. - Sniðið "vitlaust (rétt)" nægir tæplega alltaf. Leyfa líka "merking/samhengi/útskýring" þar sem þess er þörf.

Sjálfur er ég búinn að týna gömlu bókunum mínum, þ.a. mér þætti reyndar líka gaman að sjá liðinn "Stafsetning". --Bjornhb 12:30, 13 okt 2004 (UTC)

Alveg hárrétt. Málvillur er ekki það sama og stafsetningarvillur. Af þessu tvennu eru stafsetningarvillur saklausari, en mállvillur eru ótækar og geta þegar verst lætur alveg komið í veg fyrir að nokkur skilji þann sem er að reyna að tjá sig. Varðandi stafsetninguna, þá bendi ég á ágæta vefsíðu Eiríks Rögnvaldssonar (held ég), þar sem reglurnar eru teknar í gegn hver á fætur annarri. Hvað málvillurnar snertir bendi ég á Íslenska málstöð og ráðleggingar þeirra ágætu manna, sem þar vinna. Oft getur þó verið mjótt á mununum og álitamál hvort um er að ræða málvillu eða stafsetningarvillu. --Moi 13:46, 13 okt 2004 (UTC)
Það sem ég hafði í huga þegar ég hannaði sniðið á þessu var að auðvelt væri að lesa það og að ná upplýsingum af síðunni með tölvuforritum, eftir endurhönnunina er það jafnvel auðveldara þannig ég er sáttur við hana.
$ cat villur |grep ^\*|perl -pe "s/^\*\s*([^;]*)[\s;]*\'{3}([^\']*).*/\1:\2/g"
Gregoríanska tímatalið:Gregoríska tímatalið
Briti:Bryti
Brytan:brytann
Keira:keyra
Neytaði:neitaði
Meiga:mega
Þegar þetta er komið á þetta snið er auðvelt að mata þetta í villulögunarforrit hverskonar. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 17:34, 13 okt 2004 (UTC)


Það er hálfneyðarlegt að heitið á greininni Listi yfir stafsetninga– og málfræðivillur í íslenskum lögum inniheldur stafsetninga-r-villu... Þyrfti að breyta því. --Akigka 11:04, 16 feb 2005 (UTC)

Leiti og leyti: Ekki er hægt að segja að leiti sé stafsetningarvilla. Það er (hér) hins vegar rangt orð. Orðin tvö, leiti og leyti þýða ekki það sama og geta því aldrei komið hvort í annars stað. Leiti þýðir hóll eða hæð í landi: Leiti bar á milli. Leyti táknar hins vegar hluta af einhverju, tilvik eða vísar til tímasetningar. Að því leyti, um þetta leyti. --Moi 12:18, 22. júní 2005 (UTC)

Eruð þið viss um að þetta sé rétt: # Annað hvort ... eða; Annaðhvort ... eða.

Annaðhvort er ekki ritað í tveim orðum ef það er það sem þú átt við. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 15. des. 2005 kl. 13:45 (UTC)
Já, ég athugaði þetta reyndar sjálfur en svona er þetta skv. lögboðinni stafsetningu, sem kennd er í skólum (eða á að vera kennd í skólum) landsins. Ég held samt að það gæti verið sams konar hefð fyrir því að rita „annað hvort ... eða“ eins og er fyrir því að rita megi „ennþá“. Það er a.m.k. mjög algengt enda þótt þær Ritreglur, sem Íslensk málstöð birtir, viðurkenni hvorugt. --Cessator 15. des. 2005 kl. 13:53 (UTC)
Þetta mun vera rétt, annaðhvort er skrifað í einu orði ef eða fylgir. En rétt er að segja t.d. "annað hvort þeirra ...". Þetta má sjá hér: http://www.ismal.hi.is/malfar/ (leita eftir annaðhvort). --Geithafur 15. des. 2005 kl. 14:33 (UTC)
Ég vil bara vara við því að sjálfvirkt forrit keyri yfir síður og breyti sjálfkrafa. Villurnar geta leynst í texta sem er tilvitnun úr t.d. eldra riti sem notar aðra stafsetningu, eða upphaflegt ritið innihélt villuna. Mun æskilegra er að forritið merki síðurnar bara (t.d. flokkur:stafsetningarvillur) og láti íslenskusérfræðingum okkar eftir að leiðrétta. Um suma stafsetningu gildir einnig það að til er önnur jafngild stafsetning. --Stalfur 15. des. 2005 kl. 14:47 (UTC)

Er annars vegar/hins vegar og annarsvegar/hinsvegar jafngilt?--Heiða María 20. des. 2005 kl. 17:01 (UTC)

Hérna kemur m.a. fram að:
„Í dæmum á borð við þau sem hér fara á eftir er um að ræða orðasambönd fremur en samsett orð og því eru þau rituð í tveimur orðum.
alls konar, alls kostar, alls kyns, alls staðar, annars staðar, annars vegar, einhverju sinni, einhvern tíma(nn), einhvern veginn, einhvers konar, einhvers staðar, eins konar, einu sinni, eitt sinn, engan veginn, hins vegar, hverju sinni, hvers konar, hvers kyns, hvers vegna, lítils háttar, margs konar, margs kyns, meiri háttar, mikils háttar, minni háttar, nokkru sinni, nokkurn tíma(nn), nokkurn veginn, nokkurs konar, nokkurs staðar, sams konar, sums staðar, tvenns konar, ýmiss konar, þess háttar, þess kyns, þess vegna“ (Leturbr. mínar, ég setti líka inn kommur til að auðvelda lestur).
Ég lít því svo á að „annarsvegar“ og „hinsvegar“ sé rangt. --Cessator 20. des. 2005 kl. 17:18 (UTC)
Ég fann reyndar annarsvegar í Orðabók Háskólans, en ég teldi eðlilega að hafa þetta í tveimur. --Heiða María 20. des. 2005 kl. 17:33 (UTC)
Það er munur á orðabókum og stafsetningarorðabókum og Orðabók Háskólans er ekki stafsetningarorðabók. Orðabók Háskólans safnar bara dæmum úr rituðu máli en leggur ekkert mat á hvernig á að rita orðin. Ef þú spyrð ritstjórn Orðabókarinnar um hvort hún telji tiltekinn rithátt jafngildan öðrum, þá færðu bara loðin svör um eðli orðabókagerðar. --Cessator 20. des. 2005 kl. 17:47 (UTC)

Hvort skal rita allstaðar eða alls staðar? Eða er það jafngilt? --Heiða María 21. des. 2005 kl. 15:16 (UTC)

Ég tékkaði á þessu sjálf og þetta er hvort tveggja leyfilegt, en betra þykir að hafa þetta í tveimur.--Heiða María 21. des. 2005 kl. 15:38 (UTC)