Spjall:Straight edge

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þvímiður er ekki til neitt útbreytt eða þekkt íslenskt hugtak fyrir þetta fyrirbæri (svo ég viti til) frekar en á öðrum tungumálum. Íslenskir straigt edge nota (eftir því sem ég veti best) alltaf hugtakið straigt edge um sjálfa sig.Orri 9. maí 2006 kl. 16:35 (UTC)

Það er spurning hvort að þetta flokkist ekki sem meme, allaveganna öll þessi x. Memetics, eins og rannsóknir á memeum kallast á erlendri tungu, hefur enga íslenska hliðstæðu, hvorki í rannsóknum (svo ég viti) né orðum. Ég leita hér eftir uppástungum á íslenskum orðum fyrir meme (sem er reyndar komið úr grísku) og memetics. Áður en að einhver stingur upp á því, þá er "vörumerkjafræði" ekki nógu víðtækt. --Smári McCarthy 9. maí 2006 kl. 18:12 (UTC)
Mím og mímfræði. Höldum í grískuna, en tökum upp íslenska stafsetningu! --Smári McCarthy 9. maí 2006 kl. 18:37 (UTC)
Mér finnst hugtakið ekki eiga heima neinstaðar annarstaðar en í grein um meme. Þetta er ekki beint virt fræðigrein eða hugtak síðast þegar ég vissi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 9. maí 2006 kl. 19:08 (UTC)
Ég er ósammála Friðriki, þetta fyrirbæri er mjög mikið til, og þetta er rétt nafn þess. Ég þekki alveg slatta af Straight Edge fólki og ég myndi segja að þetta sé menningarkimi sem á virkilega rétt á því að til sé grein um hann. --Sterio 9. maí 2006 kl. 19:40 (UTC)
Já þetta er vel þekkt fyrirbæri og slatti af Íslendingum eru yfirlýstir straight edge. Flestir sem ég veit um eru harðkjarna "sensterar" og segja alltaf bara straight edge og skrifa stundum sXe. Þið sjáið t.d. að enska wikipedia gerir þessu nokkuð góð skil og sú grein er með vel yfir hundrað breytingar. Ég hef einu sinni séð annaðhvort orðið beinlínufólk eða beinlínuhljómsveitir notað og það var í "fyrir ofan myndasögurnar pistli" í fréttablaðinu eftir Birgi Ö. Steinarsson og mér fannst það koma út eins og það væri frá honum komið og hef aldrei séð þessa orðanotkun síðan (og ég myndi muna eftir því). Ég sé því miður ekki hvernig straight edge tengist meme öðruvísi en að straight edge sé dæmi um meme. Þó vildi ég að það væri til skemmtilegra íslenskt hugtak.Orri 10. maí 2006 kl. 01:32 (UTC)

[breyta] Þýðing á „subculture“

Menningarkimi eða undirmenning. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 13:19, 19 ágúst 2006 (UTC)

Setja þetta í flokkinn "menningarkimar" þá? Undirmenning hljómar frekar óþægilega, eins og hún sé óæðri menning. --Bjarki 13:27, 19 ágúst 2006 (UTC)