Spjall:Elliðaey
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég veit ekki hver afritaði þetta, en þetta myndi að öllu jöfnu teljast sem brot á höfundarrétti. Hinsvegar er samkomulag komið á við Vestmannaeyjabæ um að afrita megi upplýsingar af vefsíðu þeirra til notkunnar á Wikipedia, með því skilyrði háð að engar myndir fylgji (aðrar en þær sem að eru merktar (c) Frosti, svo að það komi fram.). Þetta samkomulag á sér rót í því að áður en að ég hóf vinnu þar hafði Vestmannaeyjabær tekið afrit af ýmsum textum á Wikipedia sem ég hafði skrifað (sem er auðvitað fullkomnlega löglegt), en yfirmaður sviðsins sem ég starfa hjá hefur mjög gott álit á Wikipedia verkefninu, og fannst rétt að endurgjalda greiðann með því að hleypa mér inn í greinasafnið þeirra. Vestmannaeyjabær sér hag sinn í því að góð umfjöllun um eyjarnar sé á Wikipedia, og styður því verkefnið..
Afturámóti er það annað mál að til er töluvert betri grein; ég rollbacka þessari í bili, en smelli hinni inn seinna í dag.
-
- --Smári McCarthy 07:52, 16 Jul 2004 (UTC)
-
- Greinin sem að ég talaði um hér áðan var sú sama og afrituð var; afsakið. Ég wikifyaði þetta samt, og þetta ætti að vera gott núna. Í sambandi við eyjagreinar í framtíðinni, þá er það í lagi ef að þær eru afritaðar af Eyjavefnum sem hýstur er hjá Landmat, eða af Vestmannaeyjar.is. Hinsvegar er gott að umorða sumt, fjarlægja annað, bæta við eftir getu og wikifya að lokum. Takk fyrir. --Smári McCarthy 08:38, 16 Jul 2004 (UTC)
-
-
-
- Lokahnykkurinn í þessu öllu: Sá sem setti inn greinina er yfirmaðurinn minn. Og hananú. --Smári McCarthy 10:23, 16 Jul 2004 (UTC)
-
-
-
-
- Smári, gera þeir sér grein fyrir því að þetta er ekki bara til notkunar á wikipedia heldur öll notkun undir GNU Free Documentation Licence? , Og einnig að Wikipedia er ekki túristabæklingur heldur að allt ( á að vera allavegana ) er skrifað frá hlutlausu sjónarmiði, sem þessi grein er reyndar þannig að ef einhver breytir svo þessum greinum á þann hátt að þar komi fram eitthvað sem lítur ekki fullvel út fyrir þá en er samt satt og frá hlutlausu sjónarhorni þá verða þeir bara að sætta sig við það?
- Ég bætti við Template:Vestmannaeyjarbær sem ég bið þig og eða yfirmann þinn að setja neðst í greinar, þetta eru upplýsingar um að þessar greinar hafi upprunalega komið af einhverju sem er (C) vestmannaeyjarbær og er til siðs þegar fólk er að afrita mikið af gögnum frá einum stað inn á wikipedia, hægt að er setja þetta inn með að skrifa {{Vestmannaeyjarbær}} neðst í greinina
- Að lokum: Mér finnst mjög jákvæður þessi stuðningur frá Vestmannaeyjum, ég vil bara vera viss um að þeir séu ekki að gera þetta á röngum forsendum. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 19:30, 16 Jul 2004 (UTC)
-