Eyra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eyra heyrir til skynfæra. Í daglegu máli vísar eyra til ytri hluta eyrans, útvöxturinn frá höfði, úteyra. En í fræðilegu tilliti er eyra meira, það er líka það sem við ekki sjáum, innra eyrað.

Eyra er skipt í þrjá hluta:

  • Úteyra, sýnilegi hlutinn - tengist miðeyra með hlustinni.
  • Miðeyra, geymir þrjú lítil heyrnarbein, hamar, steðja og ístað, sem magna hljóðbylgjurnar.
  • Inneyra, geymir viðtaka fyrir hljóðbylgjur og jafnvægisskyn, kuðung og bogagöng.


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .