Alþingiskosningar 2007
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslensk stjórnmál![]() Þessi grein er hluti af greinaflokknum: Íslensk stjórnmál |
Alþingiskosningarnar 2007 verða haldnar laugardaginn 12. maí 2007, ef ekki kemur til þingrofs áður.
Efnisyfirlit |
[breyta] Kjördæmaskipan
Í kosningunum 2003 var fjöldi atkvæðabærra manna á kjörskrá á bakvið hvert þingsæti ríflega tvöfalt meiri í Suðvesturkjördæmi en í Norðvesturkjördæmi en lögin um kosningar til Alþingis[1] kveða á um munurinn megi ekki vera meiri en tvöfaldur og að færa skuli kjördæmissæti á milli kjördæma til þess að ná fram því markmiði. Landskjörstjórn ákvað í kjölfarið að í næstu Alþingiskosningum skuli kjördæmissæti Norðvesturkjördæmis vera 8 en 10 í Suðvesturkjördæmi.[2] Skipting þingsæta í kosningunum 2007 verður því sem hér segir:
Kjördæmi | kjördæmissæti | breyting | jöfnunarsæti | samtals |
Reykjavík norður | 9 | - | 2 | 11 |
Reykjavík suður | 9 | - | 2 | 11 |
Suðvestur | 10 | +1 | 2 | 12 |
Norðvestur | 8 | -1 | 1 | 9 |
Norðaustur | 9 | - | 1 | 10 |
Suður | 9 | - | 1 | 10 |
[breyta] Framboðsmál
[breyta] Framsóknarflokkurinn
Eftirfarandi þingmenn Framsóknarflokksins hættu á kjörtímabilinu eða hafa tilkynnt um að þeir stefni ekki á framboð í næstu kosningum: Árni Magnússon, Dagný Jónsdóttir, Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson.
[breyta] Frjálslyndi flokkurinn
Á kjörtímabilinu gekk Gunnar Örlygsson sem kjörinn var þingmaður Frjálslynda flokksins til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og hyggst bjóða sig fram þar 2007.
[breyta] Samfylkingin
Eftirfarandi þingmenn Samfylkingarinnar hættu á kjörtímabilinu eða hafa tilkynnt um að þeir stefni ekki á framboð í næstu kosningum: Bryndís Hlöðversdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Jóhann Ársælsson, Margrét Frímannsdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir.
[breyta] Sjálfstæðisflokkurinn
Eftirfarandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins hættu á kjörtímabilinu eða hafa tilkynnt um að þeir stefni ekki á framboð í næstu kosningum: Árni Ragnar Árnason (lést á kjörtímabilinu), Davíð Oddsson, Guðmundur Hallvarðsson, Gunnar I. Birgisson, Halldór Blöndal, Sigríður Anna Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir og Tómas Ingi Olrich.
[breyta] Vinstrihreyfingin - grænt framboð
[breyta] Önnur framboð
Nýtt afl sem bauð fram á landsvísu 2003 mun ekki bjóða fram í kosningunum. Forystumenn samtakanna hafa hvatt stuðningsmenn þeirra til að kjósa Frjálslynda flokkinn.[3]
Áform voru uppi um sérstakan flokk um málefni innflytjenda undir forystu Pauls F. Nikolov en ætlunin var þó að bjóða ekki fram fyrr en í kosningunum 2011.[4] 11. október 2006 var svo tilkynnt að flokkurinn hefði sameinast Vinstri-grænum en Paul F. Nikolov var boðið að taka þátt í forvali þeirra á höfuðborgarsvæðinu.[5]
[breyta] Tilvísanir
- ↑ Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000
- ↑ Ákvörðun landskjörstjórnar um breytingu á kjördæmissætum eftir kosningarnar 2003.
- ↑ „Frjálslyndir og Nýtt afl í samstarf“. Sótt 22. september 2006.
- ↑ „The Immigrant´s Party FAQ“. Sótt 22. september 2006.
- ↑ „New Icelander´s Party and Leftist Green Party Merge“. Sótt 29. október 2006.
Fyrir: Alþingiskosningar 2003 |
Alþingiskosningar | Eftir: kjörtímabil rennur út 2011 |