1000

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ár

997 998 999 – 1000 – 1001 1002 1003

Áratugir

981-990 – 991–1000 – 1001–1010

Aldir

8. öldin9. öldin10. öldin

[breyta] Atburðir

  • um vorið - Fyrsta kristna kirkja á landinu reist í Vestmannaeyjum, en Ólafur Tryggvason konungur Noregs sendi Gissur hvíta Teitsson og Hjalta Skeggjason með kirkjuviðinn og skyldi hún reist þar sem þeir kæmu að landi.
  • í júlí - Hjalti Skeggjason og Gissur Teitsson komu til Alþingis á Þingvöllum til þess að boða kristni. Lá við að þingheimur berðist en þó tókst að stilla til friðar. Á þingi árið áður hafði Hjalti hallmælt Freyju og kallað hana grey (= tík) og var þá heiðnum mönnum nóg boðið.
  • í júlí - Kristnitakan: Samþykkt var á Alþingi að Íslendingar skyldu taka kristni í orði kveðnu. Ýmsum heiðnum siðum mátti þó fylgja ef ekki væri hægt að sanna þá á menn, svo sem eins og útburð barna og hrossakjötsát.

[breyta] Fædd

[breyta] Dáin