Slóvenía
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
![]() |
Slóvenski fáninn | Skjaldarmerki Slóvenía |
Kjörorð ríkisins: Ekkert | |
![]() |
|
Opinbert tungumál | Slóvenska, ítalska og ungverska |
Höfuðborg | Ljublijana |
Forseti | Janez Drnovšek |
Forsætisráðherra | Janez Janša |
Flatarmál - Heildar - Þar af vötn |
150. sæti 20.273 km2 0,6% |
Mannfjöldi
|
142. sæti
|
Gjaldmiðill | Tolar |
Tímabelti | UTC+2 |
Þjóðsöngur | Zdravljica |
Þjóðarlén | .si |
Landsnúmer | 386 |
Lýðveldið Slóvenía (slóvenska: Republika Slovenija) er land í sunnanverðri Mið-Evrópu við rætur Alpafjalla. Slóvenía á landamæri að Ítalíu í vestri, Austurríki í norðri, Ungverjalandi í norðaustri og Króatíu í suðri. Landið á einnig strönd að Adríahafi.
Landið var hluti af Austurríki-Ungverjalandi þar til 1918, Konungsdæmi Serba, Króata og Slóvena milli heimstyrjaldanna, og Júgóslavíu á árunum 1945 til 1991 þegar það lýsti yfir sjálfstæði, það er nú meðlimur í Evrópusambandinu (frá 1. maí 2004) og NATO. Landið hefur áheyrnarstöðu í La Francophonie.
Efnisyfirlit |
[breyta] Saga Slóveníu
Slavneskir forfeður nútíma Slóvena settust að á þessu svæði á 6. öld. Slavneska hertogadæmið Karantanía var stofnað á 7. öld. Árið 745 glataði Karantanía sjálfstæði sínu og var að mestu innlimuð inn í Frankneska keisaradæmið. Margir Slavar tóku þá upp Kristna trú.
Freising handritin, elstu eftirlifandi slóvensku skjölin og fyrstu skjölin á slóvensku sem rituð voru í latnesku letri voru rituð um árið 1000. Á 14. öld urðu flest héröð Slóveníu að eign Habsburg ættarinnar, sem síðar varð að Austurrísk-Ungverska keisaradæminu. Slóvenar bjuggu þá í flestum héröðum Carniola, Gorizia og Gradisca, og hlutum héraðana Istria, Carintia og Styria.
Árið 1848 varð til sterk hreyfing innan Austurríkis sem barðist fyrir sameinuðu Slóvensku konungsveldi (Zedinjena Slovenija) undir stjórn keisaradæmisins, jöfnum rétti slóvenska málsins á opinberum vettvangi, og var andvíg sameiningu Habsburg einveldisins við þýska ríkjasambandið. Hreyfingunni tókst ekki áætlunarverk sitt, en þetta voru baráttumál Slóvena fram að fyrri heimstyrjöld.
Fall Austurrísk-Ungverska keisaradæmisins árið 1918 varð til þess að Slóvenar stofnuðu ríki Slóvena, Króata og Serba, sem varð síðar að konungsveldi Serba, Króata og Slóvena. Það var svo endurnefnt aftur árið 1929 sem Konungsveldið Júgóslavía. Eftir að Júgóslavía var endurstofnuð eftir síðari heimstyrjöld varð Slóvenía hluti af henni.
Slóvenía og Króatía voru fyrstu sambandsríki Júgóslavíu til að lýsa yfir sjálfstæði þann 25. júní 1991, 10 daga stríð fylgdi í kjölfarið þangað til samið var um vopnahlé og júgóslavneski herinn var dreginn til baka. Landið slapp því við þau stríðsátök sem léku aðra hluta Júgóslavíu grátt á tíunda áratugnum. Slóvenía gekk í Atlantshafsbandalagið þann 29. mars 2004 og svo Evrópusambandið þann 1. maí 2004.
[breyta] Stjórnarfar
Æðsti maður Slóveníu er forseti landsins, sem er kjörinn í lýðræðislegum kosningum á fimm ára fresti. Forsætisráðherra fer fyrir framkvæmdarvaldinu ásamt stjórnarráði ráðherra, sem kjörnir eru af þinginu.
Slóvenska þingið er tvístétta. Það samanstendur af þjóðþinginu (Državni zbor) og þjóðarráðinu (Državni svet). Þjóðþingið samanstendur af 90 sætum, sem eru að hluta tekin frá af beinkjörnum fulltrúum, og að hluta til af hlutfallslega kjörnum fulltrúum. Tvö sætanna eru frátekin fyrir innfæddu Ungversku og Ítölsku minnihlutahópana.
Þjóðarráðið hefur 40 sæti, sem samanstendur af fulltrúum hagsmunahópa á sviði velferðar, hagkerfis, fagmanna og sérhópa. Þingkosningar eru á fjögurra ára fresti, en þjóðarráðskosningar eru haldnar með óbeinum hætti á fimm ára fresti.
[breyta] Landsvæði
[breyta] Söguleg svæði
Eins og gefið er upp í Enciklopedija Slovenije (Alfræðirit Slóveníu) eru hefðbundin landsvæði Slóveníu byggð á gamalli skiptingu Slóveníu í fjögur Habsburg krúnulönd (Carniola, Carinthia, Styria og Littoral), og svæði þeirra eru:
- Efra Carniola (Gorenjska) (Merkt á kortinu sem U.C.)
- Styria (Štajerska) (S)
- Transmuraland (Prekmurje) (T)
- Carinthia (Koroška) (C)
- Innra Carniola (Notranjska) (I.C.)
- Neðra Carniola (Dolenjska) (L.C.)
- Goriška (G)
- Slóvenska Istria (Slovenska Istra) (L)
Síðustu tvö svæðin eru yfirleitt talin saman sem Littoral svæðið (Primorska). Hvíta Carniola (Bela krajina), sem er hluti Neðra Carnoliu, er yfirleitt talið sem hluti sérstaks svæðis.
[breyta] Náttúruleg svæði
Fyrstu landfræðilegu svæðisskiptingar Slóveníu voru gerð af landfræðingunum Anton Melik (1935-1936) og Svetozar Ilešič (1968). Nýrri svæðisskipting sem Ivan Gams lagði til skiptir Slóveníu upp í eftirfarandi yfirsvæði:
- Alparnir (visokogorske Alpe)
- Foralpahæðir (predalpsko hribovje)
- Ljubljana dalurinn (Ljubljanska kotlina)
- Undirmiðjarðarhafs-Slóvenía (submediteranska - primorska Slovenija)
- Dínaríska Karst innri Slóveníu (dinarski kras notranje Slovenije)
- Undirpannoníska Slóvenía (subpanononska Slovenija)
Samkvæmt nýrri náttúrulegum landfræðilegum skiptingum samanstendur landið af fjórum yfirsvæðum. Þau eru Alpasvæðið, Miðjarðarhafssvæðið, Dínarska svæðið og Pannoníska svæðið. Yfirsvæðin eru skilgreind út frá landhæð og loftslag (meginlandsloftslag, alpaloftsslag og miðjarðarhafsloftslag). Þau eru mjög samofin.
Yfirsvæðunum er svo skipt í mörg og fjölbreytt undirsvæði. Ríkjandi þáttur í skilgreiningu þeirra er jarðfræðileg samsetning og landhæð.
Undir yfirráðum annarra ríkja: Álandseyjar · Færeyjar · Gíbraltar · Guernsey · Jersey · Mön · Svalbarði