Sviss
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
![]() |
Fáni Sviss | Skjaldarmerki Sviss |
Kjörorð ríkisins: latinu: Unus pro omnibus, omnes pro uno | |
![]() |
|
Opinber tungumál | Franska, ítalska, rómanska og þýska |
Höfuðborg | Bern |
Stærsta borg | Zürich |
Alríkisráð | Moritz Leuenberger (varaforseti 2005) Pascal Couchepin |
Flatarmál - Samtals - % vatn |
132. sæti 41.293 km² 3,7% |
Fólksfjöldi - Samtals (2003) - Þéttleiki byggðar |
92. sæti 7.318.638 184/km² |
Sjálfstæði - yfirlýst - viðurkennt |
Sambandssáttmálinn 1. ágúst 1291 24. október 1648 |
Gjaldmiðill | Svissneskur franki (CHF) |
Tímabelti | UTC+1 (UTC+2 á sumrin) |
Þjóðsöngur | Schweizerpsalm = Svissneski sálmur |
Þjóðarlén | .ch |
Landsnúmer | 41 |
Sviss er landlukt sambandsríki í Mið-Evrópu sem á landamæri að Frakklandi, Þýskalandi, Liechtenstein, Austurríki og Ítalíu.
Landið er þekkt fyrir hlutleysisstefnu sína og tók ekki þátt í stríðsátökum á 20. öld. En þrátt fyrir hlutleysið er landið mjög virkt í ýmsu alþjóðasamstarfi og hýsir höfuðstöðvar margra alþjóðastofnana, þar á meðal stofnana á vegum Sameinuðu þjóðanna þó að Sviss gerðist ekki aðili að þeim fyrr en 2002. Sviss er ekki í Evrópusambandinu en er nánast umkringt aðildarlöndum þess, aðeins Liechtenstein stendur einnig utan sambandsins.
Opinbert heiti landsins, Confoederatio Helvetica („Sambandsríkið Sviss“), er á latínu til þess að forðast að gera upp á milli hinna fjögurra tungumála landsins. Landið á einnig opinber heiti á öllum fjórum tungumálum sínum og eru þau þessi: Schweizerische Eidgenossenschaft (þýska); Confédération Suisse (franska); Confederazione Svizzera (ítalska); Confederaziun Svizra (rómanska).
[breyta] Sjá einnig
Undir yfirráðum annarra ríkja: Álandseyjar · Færeyjar · Gíbraltar · Guernsey · Jersey · Mön · Svalbarði