Spjall:Rauðrefur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Af hverju var þetta fært? Eiga ekki tegundir að vera í eintölu? (köttur, hestur, þorskur o.s.frv.?) Ég hélt að fleirtalan ætti bara að gilda um ættkvíslir sem hétu það sama og ein af fleiri tegundum innan þeirra... --Akigka 20. des. 2005 kl. 15:52 (UTC)

Ég hélt að menn vildu hafa allar dýrategundir í fleirtölu. A.m.k. eru meira eða minna allir rauðir tenglar í fleirtölu. --Cessator 20. des. 2005 kl. 15:54 (UTC)
Minnsta mál að færa þetta aftur. --Cessator 20. des. 2005 kl. 15:56 (UTC)
(Hananú, þarna tókstu yfir mig) Ég myndi ætla að flokkar eins og seildýr, geisluggar o.s.frv. ættu að vera í fleirtölu (ekki bara ættkvíslir auðvitað), en tegundirnar sjálfar í eintölu. Þannig ætti t.d. Vulpes (= Refir?) að vera í fleirtölu, en rauðrefur í eintölu... --Akigka 20. des. 2005 kl. 15:58 (UTC)
Þannig skal það þá vera :) Vulpes er et. (= Refur). Almennt gildir að allar ættir og allt ofar í flokkuninni er í ft. á latínu en ættkvíslirnar og tegundirnar virðast allar vera í et. --Cessator 20. des. 2005 kl. 16:09 (UTC)
Þá er það í ágætu samræmi við t.d. þorskur og langa, sem eru ættkvíslir. Vandamálið er bara þar sem ættkvísl inniheldur fleiri en eina tegund og heitir það sama og ein undirtegundin. Þar gæti verið lausn að notast við fleirtölu, eða bara (ættkvísl) á eftir. --Akigka 20. des. 2005 kl. 16:26 (UTC)