Tónlistarþróunarmiðstöðin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tónlistarþróunarmiðstöðin er vettvangur fyrir unga tónlistarmenn til að skapa, taka upp og flytja tónlist gegn vægu verði. Miðstöðin er staðsett við Hólmaslóð 2 og er hugarfóstur utangarðsmannsins Danna Pollock sem sér um allan rekstur.
Hellirinn er nýr tónleikasalur félagsins og státar af tækjabúnaði af fullkomnustu gerð. Geta þá allir félagsmenn haldið þar tónleika og komið sér á framfæri.