Runa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Runa er, í stærðfræði, óendanleg fjölskylda af stökum ásamt vísismenginu \mathbb{N}. Óformlega má líta á runu sem keðju af fyrirbærum sem koma eitt á fætur öðru, og enginn endir er á. Dæmi um runur væri:

  • 1,2,3,4,5,6,7...
  • 5,10,15,20,25,...
  • 1,1,2,3,5,8,13,21,... (Fibbonnacci runan)
  • 1,1,1,1,1,1,... (Fastarunan 1)

Runa er gjarnan táknuð, líkt og fjölskyldur almennt, með svigum, t.d. (a). Þá er það oft ritað (a)_{n\in\mathbb{N}}, til þess að gefa til kynna að um sé að ræða fjölskyldu þar sem að hvert stak hefur vísi úr mengi náttúrlegra talna. Þá er n-ta stak rununnar táknað an.

Runur eru ýmist samleitnar eða ósamleitnar, takmarkaðar eða ótakmarkaðar. Ef að fjarlægð milli staka minnkar eftir því sem líður á rununa kallast runan Cauchyruna á firðinni sem fjarlægðin er mæld með.


  eiπ  

Þessi grein sem fjallar um stærðfræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

[breyta] Sjá einnig

Á öðrum tungumálum