A Clockwork Orange

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

A Clockwork Orange er skáldsaga eftir Anthony Burgess sem kom út 1962. Stanley Kubrick gerði einnig samnefnda kvikmynd byggða á sögunni.

Sagan gerist í framtíðar-Bretlandi og fjallar um dreng að nafni Alex. Hann og félagar hans eru öll kvöld að brjóta lögin á eins hrottalegan hátt og hægt er en er loksins náð honum og honum hent í fangelsi. Til að sleppa sem fyrst úr fangelsinu tekur hann þátt í undarlegri tilraun sem á að gera hann friðsaman og góðan mann þegar hann fer úr fangelsinu. Hann klárar tilraunina og kemst út en þegar hann er kominn heim eru foreldrar hans búnir að leigja út herbergi hans og þau henda honum út frekar en að taka hann aftur inn á heimilið. Eftir tilraunina fer allt í vaskinn hjá Alex og við fylgjumst með honum reyna að fá fyrirgefningu frá fólkinu sem hann eyðilagði lífið hjá.


Þessi grein sem fjallar um bókmenntir er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana