Flotbrú
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Flotbrú yfir Martwa Wisła í Póllandi.
Flotbrú er brú sem hvílir á flotkerjum eða prömmum ofaná vatninu. Flotbrýr eru venjulega byggðar sem bráðabirgðalausn, t.d. á stríðstímum, þótt þær séu stundum notaðar um lengri tíma á skjólgóðum stöðum sem bátar þurfa ekki að komast um.