Stöðulögin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stöðulögin voru sett af Dönum árið 1871. Lögin byggðust á því að Ísland væri óaðskiljanlegur hluti af Danmörku. Í „skaðabætur“ fyrir það ætlaði danska ríkið að greiða Íslendingum ákveðna fjárhæð hvert ár sem myndi síðan lækka í hvert skipti en eftir 30 ár myndu þær síðan hætta að berast. Íslendingar voru ekki sáttir við lögin og var þeim hafnað af Alþingi. Síðan var samið nýtt frumvarp byggt á því sem var samið á Þjóðfundinum 1851 en því var hafnað síðan af Dönum.