Nelson Goodman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nelson Goodman (7. ágúst 1906 - 25. nóvember 1998) var bandarískur heimspekingur, einkum þekktur fyrir að fást við merkingu setninga sem fjalla um óraunveruleika, venslafræði og tilleiðsluvandann.

Hann fæddist í Somerville í Maryland í Bandaríkjunum. Hann brautskráðist frá Harvard University árið 1928. Að því loknu rak hann listasafn í Boston í Massachusetts í 11 ár. Goodman hlaut Ph.D.-gráðu í heimspeki árið 1941. Hann gekk í bandaríska herinn og gegndi herþjónustu til loka síðari heimsstyrjaldarinnar.

stríðinu loknu varði hann 18 árum við University of Pennsylvania í Phildalephiu. Hann var rannsóknarfélagi við Vitsmunavísindastofnunina á Harvard (Center for Cognitive Studies) frá 1962 til 1963 og gegndi stöðu prófessors við ýmsa háskóla frá 1964 til 1967, og var skipaður prófessor í heimspeki við Harvard árið 1968.

Goodman setti fram „nýja gátuna um tilleiðslu“, sem svo var nefnd með tilvísun til hins sígilda tilleiðsluvanda Davids Hume. Hann fjallaði fyrst um gátuna í bókinni Fact, Fiction, and Forecast. Venjulega er hún útskýrð með hugtökunum grauður eða brænn.

[breyta] Helstu ritverk

[breyta] Tengt efni

[breyta] Tengill