Edinborg
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Edinborgarkastali er eitt af einkennum Edinborgar, en kletturinn þar sem hann stendur hefur verið notaður undir vígi allt frá 9. öld f.Kr..
Edinborg (enska: Edinburgh; gelíska: Dùn Èideann) er höfuðborg Skotlands og önnur stærsta borg landsins (eftir Glasgow). Íbúar eru um 450 þúsund. Borgin stendur við suðurströnd Forth-fjarðar á austurströnd Skotlands. Borgin var höfuðborg landsins frá árinu 1437. Borgin, með háskólanum, var ein af miðstöðvum upplýsingarinnar. Þar er nú aðsetur skoska þingsins.