Dave Grohl
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
David Eric Grohl (fæddur 14. janúar 1969) er bandarískur tónlistarmaður, fæddur og uppalinn í Virginíu í Bandaríkjunum. Hann hefur verið í allnokkrum hljómsveitum t.d. Scream, Dain bramage og Nirvana. Dave spilaði á trommur með Nirvana frá 1990-1994. Eftir andlát vinar síns Kurts Cobain hélt Dave Grohl sínar leiðir og stofnaði hljómsveitina Foo Fighters og er þar aðalsöngvari og gítarleikari.