Sekúnda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sekúnda er grunnmælieining tíma í SI-kerfinu. Sextíu sekúndur eru ein mínúta (sem er þó ekki SI mælieining). Sekúnda er einnig 1:3600 hluti gráðu í hornamælingum, en einni gráðu er skipt í 60 mínútur og hverri mínútu í 60 sekúndur.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.