Passíusálmarnir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Passíusálmarnir eru höfuðrit Hallgríms Péturssonar. Þeir voru ortir á árunum 1656-1659 og hafa síðan komið út á íslensku oftar en 60 sinnum. Passíusálmarnir hafa einnig verið þýddir á fjölmörg erlend tungumál.
Sálmarnir eru 50 talsins og í þeim er píslarsaga Krists rakin af mikilli innlifun.
Sálmarnir eru fluttir í Ríkisútvarpinu á föstunni ár hvert. Þeir hafa einnig verið fluttir á Föstudaginn langa í Hallgrímskirkju síðan hún var vígð.