Illyría

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kort sem sýnir staðsetningu Illyríu í Evrópu.
Enlarge
Kort sem sýnir staðsetningu Illyríu í Evrópu.

Illyría (forngríska: Ἰλλυρία; latína: Illyricum) er fornt heiti á norðvesturhluta Balkanskagans frá strönd Albaníu að norðvesturlandamærum Slóveníu. Þetta svæði var byggt Illýrum sem meðal annars stunduðu sjórán á Adríahafi. Rómverjar lögðu hluta landsins, sem þá var Illyríska konungsríkið, undir sig 168 f.Kr. en suðurhlutinn var áfram sjálfstæður. Illyría varð rómverskt skattland á tímum Ágústusar.

Í Pannónastríðunum 12 - 9 f.Kr. treystu Rómverjar völd sín á svæðinu. Eftir árið 10 var skattlandinu skipt í tvennt: Dalmatíu (norður) og Pannóníu (suður).


Þessi grein sem fjallar um fornfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana