Spjall:Listi yfir sjónvarpsstöðvar á Íslandi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Er ekki hálfvegis eða jafnvel alveg út í hött að telja Kanasjónvarpið vera íslenska sjónvarpsstöð? Það var ein amerískt og nokkurt sjónvarp gat verið. --Mói 17:38, 20 nóvember 2006 (UTC)
- Það fer eftir því hvernig þú skilgreinir sjónvarp - getur gert það t.d. út frá framleiðandanum eða dagskránni en líka út frá áhorfendum. Í þeim skilningi er kanasjónvarpið (amk. að hluta) „íslenskt“ sjónvarp. --Akigka 21:39, 20 nóvember 2006 (UTC)
- Annars má eflaust deila um það hvað telst vera „íslenskt“ sjónvarp. Kanasjónvarpið er samt mikilvægt í íslensku menningarsögulegu tilliti þar sem það var fyrstu kynni margra Íslendinga af sjónvarpi og þegar Ríkissjónvarpið hóf útsendingar ellefu árum síðar var stór hluti áhorfenda orðnir vanir sjónvarpsáhorfendur með tilteknar væntingar til miðilsins sem Kanasjónvarpið hafði skapað. --Akigka 22:07, 20 nóvember 2006 (UTC)