Georg Wilhelm Friedrich Hegel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vestræn heimspeki
Heimspeki 19. aldar,
(Nýaldarheimspeki)
Georg Wilhelm Friedrich Hegel
Nafn: Georg Wilhelm Friedrich Hegel
Fædd/ur: 27. ágúst 1770 í Stuttgart í Þýskalandi
Dáin/n: 14. nóvember 1831 í Berlín í Þýskalandi
Skóli/hefð: Þýsk hughyggja
Helstu ritverk: Fyrirbærafræði andans
Helstu viðfangsefni: frumspeki, réttarheimspeki, fagurfræði, trúarheimspeki, heimspeki sögunnar, heimspekisaga, þekkingarfræði, rökfræði
Markverðar hugmyndir: hughyggja, þráttarefnishyggja
Áhrifavaldar: Aristóteles, Anselm, René Descartes, Baruch Spinoza, Jean-Jacques Rousseau, Immanuel Kant, Jacob Böhme, Johann Gottlieb Fichte, Friedrich Wilhelm Joseph von Schelling
Hafði áhrif á: Søren Kierkegaard, Ludwig Andreas Feuerbach, Karl Marx, Friedrich Engels, Bruna Bauer, F.H. Bradley, Vladimir Lenín, Leon Trotsky, Jean-Paul Sartre, Karl Barth, Hans Küng, Hans-Georg Gadamer, Jürgen Habermas

Georg Wilhelm Friedrich Hegel (27. ágúst 1770 í Stuttgart í Þýskalandi14. nóvember 1831 í Berlín í Þýskalandi) var þýskur heimspekingur fæddur í Stuttgart í Württemberg, í dag í suðvestur Þýskalandi. Áhrif hans hafa verið þónokkur á margvíslega hugsuði, þeirra á meðal hafa verið aðdáendur hans (F.H. Bradley, Sartre) og andstæðingar hans (Kierkegaard, Schopenhauer, Heidegger, Schelling). Hann er einkum þekktur fyrir tilraun sína til að setja fram alltumvefjandi verufræðilegt kerfi frá rökréttum upphafspunkti.

[breyta] Helstu ritverk

  • Fyrirbærafræði andasn (Phänomenologie des Geistes) 1807
  • Rökfræði (Wissenschaft der Logik) 18121816
  • Alfræðirit heimspekilegra vísinda (Enzyklopaedie der philosophischen Wissenschaften) 18171830
  • Höfuðatriði réttarheimspekinnar (Grundlinien der Philosophie des Rechts) 1821
  • Heimspeki sögunnar (Philosophie der Geschichte)
  • Trúarheimspeki (Philosophie der Religion)
  • Fyrirlestrar um fagurfræði (Vorlesungen über die Ästhetik)
  • Fyrirlestrar um sögu heimspekinnar (Vorlesungen über die Geschichte der Philosophie)

[breyta] Frekari fróðleikur

  • Frederick C. Beiser (ritstj.), The Cambridge Companion to Hegel (Cambridge: Cambridge University Press, 1993). ISBN 0521387116

[breyta] Tenglar


Þessi grein sem fjallar um heimspekilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana