Spjall:Varsjárbandalagið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Smá málfarsráðgjöf væri vel þegin varðandi eitt:
Varsjárbandalagið var hernaðarbandalag Sovétríkjanna og nokkurra annarra kommúnistaríkja í Austur-Evrópu
Ég átta mig ómögulega á því hvort það er rétt að segja nokurra annarra með tveimur errum eða nokkura annara með einu erri. Ég googlaði báðu og það virðist bæði vera notað. --Bjarki Sigursveinsson 23:27, 28 sep 2004 (UTC)
-
- Rétt er nokkurra annarra. Beygist þannig (og þessi orð beygjast saman þó að hver og annar geri það ekki): nokkur annar; nokkurn annan; nokkrum öðrum; nokkurs annars - nokkrir aðrir; nokkra aðra; nokkrum öðrum; nokkurra annarra. --Moi 07:01, 29 sep 2004 (UTC)
-
-
- Þökk fyrir það. --Bjarki Sigursveinsson 09:37, 29 sep 2004 (UTC)
-