Hitastig
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hitastig er mælikvarði á meðalhraða og hreyfiorku sameinda, frumeinda eða rafeinda í ákveðnu rúmi. Því hærra sem meðaltalið er, því hærra er hitastigið. SI mælieining hita er Kelvin, en þar er miðað við að engin hreyfing (hreyfiorka = 0) sé „0 K“ og nefnist það ástand „alkul“.