Loðna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Loðna

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki Animalia
Fylking: Seildýr Chordata
Flokkur: Actinopterygii
Ættbálkur: Osmeriformes
Ætt: Osmeridae
Ættkvísl: Mallotus
Tegund: M. villosus
Fræðiheiti
Mallotus villosus
Müller, 1776

Loðna (fræðiheiti: Mallotus villosus) er smávaxinn fiskur sem heldur sig í torfum upp í sjó. Loðnan er algeng í köldum og kaldtempruðum sjó á norðurhveli jarðar. Stærstu loðnustofnar þar eru í Barentshafi og á Íslandsmiðum. Á sumrin er loðnan við íshafsröndina þar sem hún étur jurtasvif. Stórar loðnur éta ljósátu og önnur smákrabbadýr. Afræningjar loðnu eru m.a. hvalir, selir, þorskar. Loðnan hrygnir á sandbotni og við sandstrendur 2-6 ára og flestar loðnur drepast að lokinni hrygningu.

Hrygnur ná 20 sm lengd og hængar eru allt að 25 sm langir. Þegar mikið er af síld í Barentshafinu virðist það hafa áhrif á loðnu, sennilega bæði vegna samkeppni um æti og vegna þess að síldin étur loðnuhrogn.

[breyta] Loðna og vistkerfi sjávar

Útbreiðsla og göngur loðnu við ÍslandLjósgrænt svæði er ætisvæðiBlátt svæði er útbreiðsla ungloðnuRautt svæði er hrygningarstöðvarGrænar örvar sýna ætisgöngurBláar örvar sýna göngur til baka frá ætissvæðumRauðar örvar sýna hrygningargöngur
Enlarge
Útbreiðsla og göngur loðnu við Ísland

Ljósgrænt svæði er ætisvæði
Blátt svæði er útbreiðsla ungloðnu
Rautt svæði er hrygningarstöðvar
Grænar örvar sýna ætisgöngur
Bláar örvar sýna göngur til baka frá ætissvæðum
Rauðar örvar sýna hrygningargöngur

Loðnan er mikilvægur hlekkur í vistkerfi sjávar við Ísland. Loðna er aðalfæða þorsks og flestallir fiskar sem éta aðra fiska lifa á loðnu einhvern hluta ævi sinnar. Loðnan lifir á svifdýrum og er 3. þrepi fæðupíramýdans. Í gegnum loðnu flyst orka úr norðurhöfum inn í vistkerfi sjávar við Ísland. Fullorðin loðna sækir í æti norður í Íshaf að sumarlagi. Á haustin gengur loðnan svo aftur í átt til Íslands. Frá október og fram að hrygningu loðnu í mars er loðna mikilvæg fæða ýmissa nytjafiska.

[breyta] Loðnuveiðar

Mynd af loðnu á íslenskum tíu krónupeningi
Enlarge
Mynd af loðnu á íslenskum tíu krónupeningi

Loðna er brædd og notuð í fiskifóður og lýsisframleiðslu en er einnig notuð til manneldis. Loðnuhrogn er eftirsótt matvara í Japan.

[breyta] Heimildir


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .