Sviðlingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sviðlingur er nafn á mat sem étinn var á Íslandi fyrr á tímum og er hann gott dæmi um nýtni fólks og matargerð á fyrri öldum. Þegar vanfær urta veiddist (en reynt var að forðast að veiða slíkan sel) var ófæddi kópurinn tekinn innan úr henni og síðan sviðinn í heilu lagi. Var síðan tekið innan úr honum og hann soðinn og súrsaður og síðan étinn.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.