1918

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ár

1915 1916 191719181919 1920 1921

Áratugir

1901–19101911–19201921–1930

Aldir

19. öldin20. öldin21. öldin

[breyta] Á Íslandi

  • Janúar - Frostaveturinn mikli. Frosthörkur um allt land. Hafís hindrar skipaumferð fyrir norðan land fram í apríl.
  • Júlí - Þingnefndir Alþingis og Ríkisþingsins danska koma sér saman um frumvarp til nýrra sambandslaga. Samkvæmt þeim á Ísland að verða frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku.
  • September - Frumvarp til nýrra sambandslaga lagt fram á Alþingi og samþykktur með 37 atkvæðum á móti 2.
  • 12. október - Kötlugos hefst og stendur til 4. nóvember. Fylgir því mikið jökulhlaup á Mýrdalssandi og myndast Kötlutangi í kjölfar þess.
  • 19. október - Þjóðaratkvæðagreiðsla um sambandslagasamninginn og var hann samþykktur með rúmlega 90% atkvæða. Kosningaþátttaka var tæplega 44%.
  • 19. október - Spánska veikin berst til Íslands og geisar fram í desember. Um 4-500 manns deyja af völdum hennar.
  • 1. desember - Sambandslagasamningur Íslands og Danmerkur gengur í gildi. Við það falla stöðulögin frá 1871 úr gildi. Lítið er um hátíðahöld, og veldur spánska veikin þar mestu um.

Fædd

Dáin


[breyta] Erlendis

  • 11. nóvember - Fyrri heimsstyrjöldinni lýkur með því að Þjóðverjar leggja niður vopn.
  • Nóvember - Sambandslagasamningur Íslands og Danmerkur samþykktur á Ríkisþingi Dana með 42 atkvæðum gegn 15 í efri deild og 100 atkvæðum gegn 20 í neðri deild.

Fædd

Dáin


[breyta] Nóbelsverðlaunin