Námsskipulag við Menntaskólann Hraðbraut

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Námsskipulag við Menntaskólann Hraðbraut er þó nokkuð frábrugðið frá námsskipulagi við aðra skóla. Samtals fer námið fram í 15 törnum og hver törn er 6 vikur að lengd.

[breyta] Törn

  • 6 vikur (Heil törn)
    • 4 vikur (Lærdómsvikur)
      Á þessum fjórum vikum er lært. Þá fer námið eftir stundarskránni (sjá stundarskrá) þar sem lært er venjulega eða eins og gengur og gerist í öðrum skólum á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Hinsvegar eru yfirsetutímar á þriðjudögum og fimmtudögum þar sem setið er yfir nemendum í tíma.
    • 1 vika (Prófavika)
      Á þessari viku eru prófin þreytt. Próftökunum er vanalega skippt upp svona:
      Próf í einni námsgrein er tekið á mánudeginum.
      Próf í annari námsgrein er tekið á miðvikudeginum.
      Próf í þriðju (og síðustu) námsgreininni er tekið á föstudeginnum.
    • 1 vika (Upptektarvika/Frívika)
      Í þessari vikur fá nemendur að slappa af og fá algjört frí frá skólanum ef þeir hafa náð öllum fögunum (þ.e.a.s. að fá hærra en 4,5 í meðaleinkunn).
      Ef einhverju fagi er ekki náð verður þessi vika notuð til upptektar; þ.e.a. að læra undir viðkomandi fag, þar sem nemandi þreytir þá próf í þeim fögum eða því fagi sem hann náði ekki á föstudegi.
(Ef nemandi fellur líka í upptektarprófi fær hann þann möguleika að taka prófið upp seinna, en þá gegn nokkru gjaldi.)

Að neðan er graffísk útskýring á einni törn við Menntaskólann Hraðbraut.

Námsskipan á einni törn (samtals sex vikur); fjórar vikur til lærdóms, ein vika til prófs og ein vika annað hvort til upptöku eða frís.
Enlarge
Námsskipan á einni törn (samtals sex vikur); fjórar vikur til lærdóms, ein vika til prófs og ein vika annað hvort til upptöku eða frís.

[breyta] Stundarskrá

Stundarskrá samanstendur af kennslu í þrjá daga í viku, þ.e. mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, þar sem kennarar kenna nemendum. Kennt er hvern þessara daga frá kl. 8:30 - 16:05. Hinsvegar er yfirseta á þriðjudögum og fimmtudögum þar sem yfirsetukennari situr yfir nemendum þar sem þeir fá færi á því að læra. Setið er yfir nemendum hvern þessara daga frá kl. 8:30 - 16:05.

Að neðan er teikning af venjulegri stundartöflu hjá Hraðbraut, þar sem tekin eru fyrir 3 námsgreinar í einu (þar sem hver gildir 3 einingar, og því eru teknar 9 einingar á hverri törn):


Tími/Dagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
8:30
9:30
Námsgrein 1 Yfirseta Námsgrein 1 Yfirseta Námsgrein 1
9:50
10:50
Námsgrein 1 Yfirseta Námsgrein 1 Yfirseta Námsgrein 1
11:00
12:00
Námsgrein 2 Yfirseta Námsgrein 2 Yfirseta Námsgrein 2
12:45
13:45
Námsgrein 2 Yfirseta Námsgrein 2 Yfirseta Námsgrein 2
13:55
14:55
Námsgrein 3 Yfirseta Námsgrein 3 Yfirseta Námsgrein 3
15:05
16:05
Námsgrein 3 Yfirseta Námsgrein 3 Yfirseta Námsgrein 3