Varmi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Varmi er hugtak í eðlisfræði um orku sem flyst á milli misheitra staða við varmaskipti með geislun eða leiðni. Varmi í varmafræði samsvarar til vinnu í aflfræði. Mælieiningin fyrir varma í alþjóðlega einingakerfinu er júl.
Í daglegu tali, í staðaheitum og kveðskap getur orðið „varmi“ verið samheiti orðsins „hiti“.