Þyngdarhröðun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þyngdarhröðun er í daglegu tali sú hröðun sem á sér stað þegar hlutur dettur, í lofttæmi, í þyngdarmætti stærri hlutar. Ef hinsvegar er verið að tala um tvo hluti í tómarúmi þá er yfirleitt talað um þyngdarkraftinn á milli þeirra, en ekki þyngdarhröðunina því hún er ekki fasti heldur breytist með fjarlægðinni á milli hlutanna.

Almenna jafnan fyrir þyngdarkraft á milli tveggja hluta með massa m1 og m2 og í fjarlægð r frá hvor öðrum er

F = G \frac{m_1 m_2}{r^2}

þar sem G er þyngdarfasti Newtons og hefur nálgunargildið G = 6.67 × 10−11 N m² kg-2. Þegar annar massinn er lítill í samanburði við hinn og nálægt yfirborði massameiri hlutans þá er gerð sú nálgun að öll breyting á r er hlutfallslega lítil sem réttlætir að þessi jafna er oft skrifuð sem

F = gm1

þar sem g er kallað þyngdarhröðun hlutarins með massa m1 í þyngdarmætti massans m2 og hefur gildið

g = G \frac{m_2}{r^2}.

Í kerfi jarðarinnar hefur g meðalgildið 9.8 m/s².

Sjá greinina um þyngd fyrir frekari upplýsingar.

[breyta] Tengt efni: