Spjall:Kalvínismi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Væri ekki réttara að tala um „endurbætta kirkjan“ eða „siðbætta kirkjan“ en „reformerta kirkjan“? Er það ekki bara útlenskusletta? --Sterio 02:25, 2 september 2006 (UTC)
- Ni, mér finnst það ekki. Þetta er orðanotkun sem hefur áunnið sér sess í umræðunni. Alveg eins og púrítanar og únítarar.--Harald 12:37, 2 september 2006 (UTC)
- Gætirðu nokkuð nefnt dæmi um þessa notkun í íslensku riti? Þetta hljómar fremur sænskulega. --Akigka 19:57, 2 september 2006 (UTC)
- Orðið er að finna í Orðabók Háskólans en að vísu eru öll dæmin frá 18. og 19. öld (sem þarf ekki að þýða neitt svo sem). Mér finnst þetta reyndar eitt ljótasta orð sem ég hef séð á íslensku í langan tíma en Wikipedia er víst ekki rétti vettvangurinn til að koma að nýyrðum. Þá er bara spurning hvort það sé til nú þegar íslenskt orð yfir þetta sem er nægilega mikið notað til þess að það sé hægt að „velja“ það í staðinn. --Cessator 20:52, 2 september 2006 (UTC
- „Uppruni hinnar reformertu hefðar er í Sviss, Suður- og Vestur Þýskalandi og í Frakklandi“ Einar Sigurbjörnsson. Kirkjan játar. Skálholtsútgáfan. 1991. Bls. 104. - En jú. Ég fór á stúfana og dreg í land. Þótt „reformerta kirkjan" hafi komist inn í umræðuna og meira að segja bækur þá er „endurbætta" alveg jafn algengt í hinum ýmsu bókum og mun fallegra. --Harald 21:17, 2 september 2006 (UTC)
- Orðið er að finna í Orðabók Háskólans en að vísu eru öll dæmin frá 18. og 19. öld (sem þarf ekki að þýða neitt svo sem). Mér finnst þetta reyndar eitt ljótasta orð sem ég hef séð á íslensku í langan tíma en Wikipedia er víst ekki rétti vettvangurinn til að koma að nýyrðum. Þá er bara spurning hvort það sé til nú þegar íslenskt orð yfir þetta sem er nægilega mikið notað til þess að það sé hægt að „velja“ það í staðinn. --Cessator 20:52, 2 september 2006 (UTC
- Gætirðu nokkuð nefnt dæmi um þessa notkun í íslensku riti? Þetta hljómar fremur sænskulega. --Akigka 19:57, 2 september 2006 (UTC)