Útselur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Útselur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Selaætt (Phocidae)
Ættkvísl: Halichoerus
Nilsson, 1820
Tegund: H. grypus
Fræðiheiti
Halichoerus grypus
(Fabricius, 1791)
Útbreiðsla útsels með bláum lit
Útbreiðsla útsels með bláum lit

Útselur (fræðiheiti: Halichoerus grypus) er stór selur sem er útbreiddur báðum megin Norður-Atlantshafsins. Hann er eina tegundin í ættkvíslinni Halichoerus. Hann er með stórt og langt höfuð, grár að lit með dökkum flekkjum að ofan, en ljósari á kviðinn. Útselur er önnur tveggja selategunda sem kæpa við Ísland - hin tegundin er landselur. Útselir verða allt að helmingi stærri en landselir: fullorðinn brimill getur náð yfir þriggja metra lengd og orðið 300 kíló að þyngd. Hann hefur líka verið nefndur haustselur þar sem hann kæpir á haustin, ólíkt landsel sem kæpir á vorin.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt útsel er að finna á Wikimedia Commons.



 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .