Steve Jobs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Steve Jobs
Enlarge
Steve Jobs

Steve Jobs (f. 24. febrúar 1955) er einn þriggja stofnenda Apple (hinir voru Steve Wozniak og Ronald Wayne), og var í upphafi stjórnandi fyrirtækisins og aðaldriffjöður. Samband hans við fyrirtækið hefur þó verið stormasamt og á miðjum níunda áratugnum hrökklaðist hann frá fyrirtækinu í kjölfar valdabaráttu og deilna um stefnu fyrirtækisins.

Eftir að Jobs yfirgaf Apple stofnaði hann tölvufyrirtækið NeXT og keypti hlut í Pixar teiknimyndagerðarfyrirtækinu. Jobs kom þó aftur til Apple og hefur tekið stóran þátt í stjórnun og vöruþróun þar síðan á tíunda áratugnum.

Pixar sameinaðist Walt Disney fyrirtækinu árið 2006 og við það fékk Jobs sæti í stjórn þess fyrirtækis.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Steve Jobs er að finna á Wikimedia Commons.