Háliðagras
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Háliðagras | |||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() |
|||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|||||||||||||||
Alopecurus pratensis Linnaeus |
|||||||||||||||
|
Háliðagras (fræðiheiti: Alopecurus pratensis) er grastegund af ættkvíslinni Alopecurus. Háliðagras vex jafnan í Evrópu og Asíu. Háliðagras er vinsæl túnjurt sem þolir vel beit og traðk. Tegundin líkist nokkuð Vallarfoxgrasi í útliti.
Háliðagras getur orðið allt að 110 cm hátt og vex best í jarðvegi sem er nokkuð hlutlaus hvað sýrustig varðar. Það er snemmþroska og er gott fóður ef það er slegið nokkuð snemma því orkugildi þess fellur hratt eftir því sem það sprettur úr sér. Háliðagras er viðkvæmt fyrir óþurrkatíð og jafnframt fyrir ryðsveppum.