Sveinn Björnsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sveinn Björnsson (27. febrúar 1881 í Kaupmannahöfn í Danmörku — 25. janúar 1952) var fyrsti forseti Íslands.
[breyta] Æviágrip
Foreldrar Sveins voru Björn Jónsson (sem síðar varð ráðherra) og Elísabet Sveinsdóttir. Sveinn lauk prófi í lögfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og var málaflutningsmaður í Reykjavík. Hann var kjörinn þingmaður Reykvíkinga 1914. Síðar var hann viðskiptafulltrúi og samningamaður fyrir Íslands hönd í utanríkisviðskiptum. Hann varð fyrsti sendiherra Íslands og starfaði sem sendiherra í um tvo áratugi.
Sveinn var ríkisstjóri Íslands 1941-1944 og fór með vald konungs samkvæmt ákvörðun Alþingis, þar sem Danmörk var hersetin af Þjóðverjum og samband á milli Íslands og konungs þess var rofið. Alþingi kaus hann fyrsta forseta Íslands að Lögbergi á Þingvöllum 17. júní 1944 til eins árs. Hann var sjálfkjörinn án atkvæðagreiðslu frá 1945 og aftur frá 1949 til dauðadags.
Forsetar Íslands | |
---|---|
Sveinn Björnsson | Ásgeir Ásgeirsson | Kristján Eldjárn | Vigdís Finnbogadóttir | Ólafur Ragnar Grímsson |