Réunion

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kort af Réunion
Enlarge
Kort af Réunion

Réunion (franska: La Réunion) er frönsk eyja í Indlandshafi austan við Madagaskar, um 200 km suðvestan við Máritíus. Íbúafjöldi er um 750.000.

[breyta] Landafræði

Réunion er 63 km löng, 45 km breið og 2150 km²flatarmáli. Hún er staðsett á heitum reit. Þar eru tvö stór eldfjöll; dyngjan Piton de la Fournaise og útdauða eldfjallið Piton des Neiges, sem jafnframt er hæsti tindur eyjunnar (3070 m).

[breyta] Efnahagur

Aðalútflutningsvara eyjunnar er sykur. Einnig er mikið um ferðaþjónustu.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Réunion er að finna á Wikimedia Commons.



Þessi grein sem tengist Afríku er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.