Hugleikur Dagsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar „Hugleikur“
Hugleikur eða Þórarinn Hugleikur Dagsson eins og hann heitir fullu nafni er íslenskur listamaður fæddur 1977. Hann sá um kvikmyndagagnrýni í útvarpsþættinum Tvíhöfða. Um stund stjórnaði hann eigin þætti á Radíó sem kallaðist Hugleikur. Þar tók hann á þjóðfélagsmálum af ýmsu tagi. Þátturinn var ekki langlífur en rödd Hugleiks fékk þó áfram að njóta sín í kvikmyndagagnrýni í Tvíhöfða.
Hugleikur hefur getið sér gott orð með myndlist og vídeóverkum af ýmsu tagi. Einnig hafa myndasögur hans vakið mikla athygli en þær hafa komið út í bókum sem hann gaf sjálfur út fyrst um sinn en eru nú gefnar út af JPV útgáfu og einnig í blaðinu Grapevine. Þar fær beiskur húmor Hugleiks að njóta sín svo sumum þykir nóg um.
[breyta] Leikrit
- Forðist okkur
[breyta] Bækur
- Elskið okkur
- Drepið okkur
- Ríðið okkur
- Bjargið okkur
- Our Prayer
- Fermið okkur