Iðnskólinn í Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Iðnskólinn í Reykjavík er elsti iðnmenntaskóli Reykjavíkur. Við hann stunda rúmlega 2100 manns nám, um 1600 í dagskóla og 500 í kvöldskóla.


[breyta] Saga

Skólinn var stofnaður af Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík árið 1904, en félagið hafði starfrækt óformlegan skóla allt frá 1873. Fyrst var kennt í Vinaminni í Grjótaþorpinu, en árið 1906 var flutt í nýlegt hús Iðnaðarmannafélagsins í Vonarstræti sem oftast er kallað Iðnó, sem nú hýsir veitingarekstur og leiksýningar. Skólastjóri á þessum upphafsárum skólans var Jón Þorláksson verkfræðingur.

Skólaárið 1929-30 hófst svo fyrst kennsla í dagskóla, en áður var kennt á Sunnudögum og um kvöld.

Árið 1955 flutti skólinn svo í ný húsakynni á Skólavörðuholti.

Í lok sjöunda áratugarins voru verknámsdeildirnar stofnaðar og verkleg kennsla færð inn í skólann.

1982 var tekið upp áfangakerfi og bóknám samræmt öðrum framhaldsskólum, fyrstu stúdentarnir frá Iðnskólanum voru svo útskrifaðir 1989.


[breyta] Tengdar stofnanir

  • Iðnú - Bókabúð Iðnskólans.
  • Janus Endurhæfing ehf. - Atvinnuendurhæfing í samstarfi við Iðnskólann.
  • Margmiðlunarskólinn - Margmiðlunarkennsla.


[breyta] Heimildir