Spagettívestri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Spagettívestri er heiti á fjölbreyttri undirtegund vestrans sem kom fram í kvikmyndaheiminum um miðjan 7. áratug 20. aldar. Nafnið kemur til af því að þeir fyrstu voru framleiddir af ítölskum kvikmyndaverum fyrir lítið fé. Spagettívestrinn hvarf frá eða umbreytti mörgum af klisjum og hefðum sem ríkt höfðu í vestrum fram að því og tefldi fram knöppu myndmáli, einfaldri frásögn sem byggði gjarnan á klassískum minnum og lítt fegruðu ofbeldi. Margar þessara mynda voru teknar upp á Sardiníu og Almería í Andalúsíu á Spáni.

Þekktustu spagettívestrarnir eru kvikyndir Sergio Leones með Clint Eastwood og Charles Bronson í aðalhlutverkum.