Rauðsokkahreyfingin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauðsokkahreyfingin var baráttuhreyfing um kvenfrelsi. Rauðsokkuhreyfingin kom fyrst fram 1. maí 1970 þegar "konur í rauðum sokkum" gengu saman aftast í 1. maí göngunni með stóra gifsstyttu þar sem á stóð : "Manneskja, ekki markaðsvara". Rauðsokkuhreyfingin var mjög tengd verkalýðsbaráttu og barðist fyrir kjörum verkakvenna. Eitt af baráttumálum hreyfingarinnar voru frjálsar fóstureyðingar.
Árið 1978 stóðu MFÍK, Rauðsokkahreyfingin og Kvenfélag sósíalista fyrir dagskrá 8. mars sem bar heitið Kjör verkakvenna fyrr og nú.