Jean-Jacques Rousseau
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki Heimspeki 18. aldar (Nýaldarheimspeki) |
|
---|---|
![]() |
|
Nafn: | Jean-Jacques Rousseau |
Fædd/ur: | 28. júní 1712 í Genf í Sviss |
Dáin/n: | 2. júlí 1778 í Ermenonville í Frakklandi |
Skóli/hefð: | Upplýsingin |
Helstu ritverk: | Orðræða um uppruna og grundvöll ójöfnuðar meðal manna, Orðræða um stjórnmál, Samfélagssáttmálinn, Emile, Játningar Jean-Jacques Rousseau |
Helstu viðfangsefni: | stjórnspeki, uppeldisfræði |
Markverðar hugmyndir: | samfélagssáttmálinn |
Hafði áhrif á: | Immanuel Kant |
Jean-Jacques Rousseau (28. júní 1712 – 2. júlí 1778) var fransk-svissneskur heimspekingur upplýsingartímans. Stjórnmálaviðhorf hans höfðu m.a. áhrif á frönsku byltinguna, tilurð sósíalisma og þjóðernishyggju.
Ef til vill ber fræg tilvitnun í bók hans, Samfélagssáttmálann, best vitni um arfleifð hans sem róttæks byltingarmanns: „Maðurinn fæðist frjáls en er hvarvetna í hlekkjum“.
Efnisyfirlit |
[breyta] Helstu rit
- Orðræða um vísindi og listir (Discours sur les sciences et les arts), 1750
- Narkissos eða Sjálfsaðdáandinn: Gamanleikur, 1752
- Spákarlinn í þorpinu: Ópera, 1752
- Orðræða um uppruna og grundvöll ójöfnuðar meðal manna (Discours sur l'origine et les fondements de l'inégalité parmi les hommes), 1754
- Orðræða um stjórnmál, 1755
- Bréf til M. d'Alembert um leikhúsið, 1758
- Julie eða Hin nýja Heloísa (Julie ou la nouvelle Héloïse), 1761
- Emile eða Um menntun (Émile ou de l'éducation), 1762
- Samfélagssáttmálinn eða Lögmál stjórnmálaleg réttlætis (Du Contrat social), 1762
- Fjögur bréf til M. de Malesherbes, 1762
- Bréf skrifuð á fjalli, 1764
- Játningar Jean-Jacques Rousseau (Les Confessions), 1770, gefin út 1782
- Stjórnarskrárverkefni fyrir Korsíku, 1772
- Hugleiðingar um stjórnvöld í Póllandi, 1772
- Pælingar einsamals gönguhrólfs, óklárað, kom út 1782
- Samræður: Rousseau dómari Jean-Jacques, kom út 1782
[breyta] Heimild
- Greinin „Jean-Jacques Rousseau“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. apríl 2006.
[breyta] Tengt efni
- Lýðræði
- Samfélagssáttmálinn
- Sósíalismi
- Stjórnspeki
[breyta] Tenglar
- Á The Internet Encyclopedia of Philosophy:
- Á Vísindavefnum:
- Vísindavefurinn: „Er fulltrúalýðræði hentugasta stjórnarfyrirkomulagið?“
- Vísindavefurinn: „Hvað er átt við með samfélagssáttmála?“