Microsoft Windows

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Microsoft Windows

Windows XP í notkun
Vefsíða: Vefsetur Microsoft
Útgefandi: Microsoft
Kjarni : NT 5.1.X
Leyfi: EULA
Staða Verkefnis: Alltaf í þróun

Microsoft Windows er fjölskylda stýrikerfa fyrir einkatölvur þó að aðrar útgáfur séu til, t.d. fyrir netþjóna og lófatölvur.

Efnisyfirlit

[breyta] Byrjunin

Það var árið 1985 sem Microsoft kynnti fyrst til sögunnar stýrikerfið Windows. Var það þá viðbót við MS-DOS sem mótsvar við hinu grafíska notendaviðmóti sem Apple Macintosh gerði frægt. Með samningum við IBM, stærsta tölvuframleiðandan á þessum tíma, náði Microsoft markaðsyfirráðum í stýriskerfasölu með um 90% markaðshlutdeild.

[breyta] Hlaupið stutt yfir söguna

Sjá einnig: Listi yfir útgáfur Microsoft Windows

Fyrsta sjálfstæða útgáfan af Windows, 1.0, kom út árið 1985 eins og áður segir. Sú útgáfa náði aldrei miklum vinsældum. Windows 2.0 kom út 1987 og náði aðeins meiri vinsældum en forveri þess. Í útgáfu 2.03 varð mikil breyting, þá voru kynntir svokallaðir fljótandi gluggar. Apple Inc. lögsótti þá Microsoft þar sem talið var að höfundarréttur Apple væri brotinn. Þremur árum seinna lét Microsoft frá sér útgáfu 3.0. Sú útgáfa var sú fyrsta frá Microsoft til að seljast í meira en 2 milljónum eintaka fyrsta hálfa árið á markaðnum. Það hafði mun þróaðra viðmót og hægt var að vera með mörg forrit í gangi í einu.

[breyta] Um nokkur kerfi

[breyta] Windows ME

Það kerfi átti að vera mikið tímamótaverkefni en fór í vaskinn vegna skorts á stöðugleika, Windows ME var oft kallað Mistake Edition. Með Windows ME kom einnig Windows Movie Maker til sögunnar og var síðasta Windows stýrikerfið sem notaðist við Windows 9x kjarnann.

[breyta] Windows XP

Sjá einnig: Windows XP

Október 2001 sendi Microsoft frá sér Windows XP, Windows XP var nokkuð endurbætt útgáfa að Windows NT kjarnanum. Með Windows XP kom einning endurbætt notandaviðmót. Windows XP var hannað með bæði skrifstofu og heimanotkun í huga og gefnar voru út tvær útgáfur, Windows XP Home og Windows XP Professional. Í raun voru kerfin eins að því undanskildu að ýmsir eiginleikar voru faldir í Home Edition. Árið 2003 kom svo út Media Center viðbótin.

[breyta] Windows Vista

Átlað er að nýjasta útgáfa Windows, Windows Vista(Longhorn) komi út í janúar 2007 á almennann markað og núna í haust, 2006 fyrir fyrirtæki.

 Þessi grein segir frá atburðum sem eru að gerast.
Upplýsingarnar sem koma fram hér geta breyst eftir því sem atburðirnir þróast.

[breyta] Tenglar og heimildir


[breyta] Tenglsanet

Mynd sem sýnir tengsl Windows-stýrikerfanna sinna á milli. Mynd:windowsfamily.gif

Þessi grein sem tengist Microsoft Windows er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana