Wikipedia:Potturinn/Eldri umræður4

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Efnisyfirlit

[breyta] Nýjar greinar?

Má ekki lengur gera nýjar greinar án þess að senda fyrirspurn hingað? Satúrnus 10:48, 16 ágúst 2006 (UTC)

Jú. En óinnskráðir notendur geta ekki búið til nýjar greinar. Innskráðir notendur á borð við þig mega og geta gert allt sem þeim sýnist. --Smári McCarthy 11:02, 16 ágúst 2006 (UTC)
Já, ég fattaði bara ekki að ýta á rauða linkinn, það kom einu sinni alltaf spurning um hvort maður vildi ekki bara skrifa greinina (með link í spurningunni).
Ananrs var ég að pæla hvort það væri ekki sniðugt og viðeigandi að skrifa grein um rómverska herinn. Satúrnus 11:05, 16 ágúst 2006 (UTC)
Jú, það væri mjög viðeigandi og sniðugt. Gott efni í grein. --Sterio 14:52, 16 ágúst 2006 (UTC)
Já, rómverski herinn verðskuldar grein. --Cessator 20:12, 16 ágúst 2006 (UTC)

[breyta] Skilgreindir CSS klassar

hvar finn ég þá?

Til að mynda hér: http://is.wikipedia.org/wiki/Melding:Monobook.css --Friðrik Bragi Dýrfjörð 10:03, 24 ágúst 2006 (UTC)
Já, og að sjálfsögðu eins og þú sérð ef þú skoðar Monobook.css þá er http://is.wikipedia.org/wiki/Melding:Common.css þarna etc. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12:07, 24 ágúst 2006 (UTC)

[breyta] Sameiningar greina og enskir tungumálahlekkir

Rakst fyrir tilviljun á greinarnar Þróun lífvera og Þróunarkenningin, sem fjalla báðar um sama hlutinn, og vísa báðar á ensku greinina en:Evolution. Ég merkti þær með sameiningarsniðmáti, en nú spyr ég: Er einhvernvegin hægt að fá lista yfir þau greinapör á íslensku Wikipedia þar sem báðar greinarnar vísa á sömu ensku greinina í tungumálahlekknum. Ég myndi halda að 90% slíkra para væru greinar sem ætti að sameina, og hefðu orðið til því að síðari greinarhöfundurinn rambaði ekki á þá grein sem þegar var búið að skrifa.--Magnús Þór 17:40, 25 ágúst 2006 (UTC)

[breyta] Grein um viðmótshönnun

mig langar að bæta inn grein um viðmótshönnun. Þurfa öll ný hugtök að vera samþykkt hér?

kv, Jónheiður

Nei. Viðmótshönnun er óskrifað blað :) --Jóna Þórunn 15:10, 28 ágúst 2006 (UTC)
Skrifaðu bara eins og þér listir, ef einhver hefur athugasemd varðandi skrifin þá koma þau bara fram á spjallsíðunni og við leysum úr þessu. Annars er ágætt að styðja sig við orðabankan á http://ismal.hi.is eins og hægt er. Gangi þér vel að skrifa :-)--Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:38, 29 ágúst 2006 (UTC)

[breyta] BBC

Bendi á grein á BBC vefnum í dag, "Not as wiki as it used to be", sem fjallar um umræðuna um að koma upp strangara ritstjórnarferli á Wikipedíunum. Þarna er minnst á að koma því þannig fyrir að allar breytingar þurfi að vera samþykktar (af stjórnendum væntanlega) áður en þær birtast á síðunum. Svoleiðis hugmyndir hafa reyndar verið uppi alveg frá upphafi Wikipedia en ég hafði ekki áður heyrt af því að það væri verið að íhuga þetta í alvörunni. --Bjarki 13:30, 29 ágúst 2006 (UTC)

Hugmyndin á bara við um læstar síður, þ.e.a.s. í stað þess að læsa síðunni alveg er hægt að breyta henni en það þarf einhver stjórnandi að yfirfara breytinguna. Það er í raun ekki verið að leggja til að ritstjórnaferlið verði strangara. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:36, 29 ágúst 2006 (UTC)
Það eru reyndar líka til stórtækari hugmyndir þó að það sé nú bara á óformlegu umræðustigi enn sem komið er og ég vona að þar verði þær áfram. Blaðamaðurinn virðist eitthvað hafa misskilið þetta (eins og fjölmiðlar eru svo gjarnir á þegar Wikipedia í hlut) og gert fullmikið úr hlutunum en hefur núna reyndar bætt aðeins við upphaflega pistilinn vegna athugasemda sem bárust. Jimbo hafði aðeins eitt stutt og dálítið pirringslegt komment um þetta að segja í dag. --Bjarki 19:20, 29 ágúst 2006 (UTC)
Og hér er nákvæm útskýring á því hvað nákvæmlega það er sem stendur til að prufa á þýsku útgáfunni. --Bjarki 19:39, 29 ágúst 2006 (UTC)

[breyta] wikipedia tungumal eftir hofdatolu

Afsakid ad eg er ekki med islesnka stafi. En eg var ad paela. Er Islanska wikipedia sidan ekki med rosalega margar greinar mida vid hofdatolu. Er buid ad reikna ut hversu margar greinar eru a tha sem kunna tungumalid. Abyggilega miklu fleyri en a tha sem kunna ensku. Og tha er eg ekki ad tala um ad hafa ensku sem modurmal. Er eitthver Wikipedia sida sem getur gert betur heldur en vid? --87.197.149.157 15:28, 1 september 2006 (UTC)

Betur en við? Ábyggilega engin! Við erum bezt í heimi! Annars held ég þetta gæti verið rétt hjá þér, það eru ansi margar greinar, miðað við talendur, á íslenskunni. Í fljótu bragði reiknast mér svo út að hver íslendingur hafi skrifað 0,3666... greinar, en hver enskumælandi að móðurmáli um það bil 0,04. Það er ansi mikill munur. Þessar tölur eru samt mjög fljótfærnislegar, ekki trúa þeim of mikið! --Sterio 16:13, 1 september 2006 (UTC)
Mér reiknast til að við höfum skrifað um 0,0376 greinar á hvern Íslending (11280 greinar / 300.000). Hins vegar hefur ido (endurbætt esperantó) vinninginn: 13.744 greinar / 2500 málnotendur = 5,4976 greinar á mann. Aragónska slær líka íslenskunni við: 3645 greinar / 30.000 málnotendur = 0,1215 greinar á mann. Og korsíkanska 4737 / 100.000 málnotendur = 0,04737 greinar á mann (deilt er um fjölda málnotenda). Kornbreska hefur líka betur: 1178 greinar / 3500 málnotendur = 0,33657 greinar á mann. Lúxembúrgíska er líka mjög nálægt okkur: 10.595 / 300.000 málnotendur = 0,03532 greinar á mann. Til að finna sambærilegar tölur þarf ekki að leita í stóru wikipediurnar með flestu greinunum heldur í þær litlu með fæstu málnotendunum. --Cessator 17:14, 1 september 2006 (UTC)
Já þegar ég reikna þetta aftur fæ ég sömu niðurstöðu og þú með íslenskuna. Hlýt að hafa slegið inn einum of fá núll eða eitthvað... Rosalega geri ég mikið af fljótfærnismistökum þessa dagana! --Sterio 17:49, 1 september 2006 (UTC)

[breyta] Stingskata

Vill ekki einhver skrifa um stingskötu? Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 85.197.255.33 (spjall) · framlög

Hér er stutt grein um stingskötur.  :-) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:23, 6 september 2006 (UTC)

[breyta] Baykalvatn

Baykalvatn er 31 500 ferkílómetra stórt og liggur í suður Síberíu. Það er 636 kílómetra langt og 14-80 kílómetra breitt. Í því má finna um 20 prósent af öllu ferskvatni á yfirborði jarðar. Vatnið er talið vera um 25 miljóna ára gamalt sem þýðir að það er eitt elsta vatn í heimi. Þrjár stórar ár og um 300 lækir renna í vatnið sem er óvenju tært. Ströndin er talin mjög fögur en umhverfis vatnið eru fjöll og skógar. Vatnið er krökkt af fiski og fiskveiðar eru mjög mikilvægar fólkinu sem býr þar í kring. Mikill iðnaður er í kringum vatnið og það hefur leitt til þess að mikil mengun er í vatninu. Á síðastliðnum árum hefur verið reynt að stöðva þessi náttúruspjöll og hreinsa vatnið.

Þess má svo geta í lokinn að Öskjuvatn er dýpsta vatn Íslands 220 metra djúpt.

c:\new folder\Baykal.jpeg Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 157.157.67.149 (spjall) · framlög

Sjá Bajkalvatn. --Jóna Þórunn 21:13, 9 september 2006 (UTC)

[breyta] Mediawiki - undirsíður í wikibókum?

Hæ, ég er í vandræðum með mediawiki, ekki reyndar wikipedia heldur wiki.khi.is Ég er að kenna nemendum að setja upp wikibækur og ætla að láta þau byrja að æfa sig á wiki hjá okkur áður en þau setja verkefni á is.wikibooks.org

Ég finn hins vegar ekki út hvernig maður getur sett undirkafla í venjulegt wiki nema undirkafla undir notendur. Það virkar hins vegar fínt í wikibooks og skv því sem ég hef lesið þá er það vinnubrögð sem maður á að hafa á wikibooks Það er hægt að setja svona undirkafla í wikibooks:

[[/undirkafli 1]]

Þetta virkar hins vegar eingöngu undir notendasvæðum á venjulegu wiki, ég hef prófað það bæði á www.esjan.net/wiki og wiki.khi.is

Veit einhver hvað maður gerir? Er þetta eitthvað template sem er bara fyrir wikibooks? Hér er dæmi um undirkaflann Sjávarspendýr í wikibókinni Líf í opnu hafi Ef ég bý til síðuna með [[/Sjávarspendýr]] þá verður slóðin á síðuna http://is.wikibooks.org/wiki/Líf_í_opnu_hafi/Sjávarspendýr og það kem alltaf tengill á aðalsíðuna. --Salvör Gissurardóttir 21:02, 9 september 2006 (UTC)

Þarft að breyta LocalSettings.php og stinga inn þessu:
$wgNamespacesWithSubpages = array(
        NS_TALK           => true,
        NS_USER           => true,
        NS_USER_TALK      => true,
        NS_PROJECT_TALK   => true,
        NS_IMAGE_TALK     => true,
        NS_MEDIAWIKI_TALK => true,
        NS_TEMPLATE_TALK  => true,
        NS_HELP_TALK      => true,
        NS_CATEGORY_TALK  => true,
        NS_MAIN           => true
        );

Það sem þetta gerir er að skilgreina í hvaða nafnrými undirgreinar eru leyfðar, NS_MAIN er aðalnafnrýmið og það er lykillinn að því að fá þetta til að virka, sjá meira hér [1] --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:06, 9 september 2006 (UTC)

Bestu þakkir, þetta hjálpaði mikið,nú virkar þetta. --Salvör Gissurardóttir 19:25, 14 september 2006 (UTC)

[breyta] Title + wiktionarie kuplo

[breyta] Translation request (2 sentences)

For the front page of the Novial Test Wikipedia it would be nice to have an Icelandic translation of the following 2 sentences:

<>

Welcome to the Wikipedia in the Novial language!

You can read about the international auxiliary language Novial here.

<>

See the original request at Wikimedia Incubator here.

Thank you, Nov_ialiste

[breyta] Njósnir og hleranir á íslandi

Ég fékk þá glóru í höfuðið áðan að það gæti verið áhugavert að skrifa grein á Wikipediu um njósnir og hleranir á íslandi. Nýleg grein í Þjóðmálum (sjá hér) gæti verið ágæt heimild sem undirstaða - ég hef að vísu ekki lesið hana - og upplýsingar sem komu fram um símhleranir gæti líka verið góð heimild ef grein er til.

Ég held að þetta gæti verið áhugavert efni sem tengist fortíðinni og samtímanum og hugsanlega gæti Wikipedia verið eitthvað sem hinn almenni borgari les um um málið - ég held að fæstir fari í tímarit eins og Þjóðmál í leit að svoleiðis...

Þetta að vísu getur verið hættulegt, þetta er nátengt pólítík og það er reiði tengd þessum hlerunum (ekkert hefur komið fram varðandi njósnir ennþá, kemur í ljós), svo að það verður að fara mjög varlega. En hvað finnst ykkur? Er einhver sem vill skrifa svona grein? Ég hef ekki tíma - en ég væri alveg til í að skoða þetta ef ég gæti...

--Gdh 19:40, 22 september 2006 (UTC)


[breyta] Nokkrar pælingar og hugmyndir

Ég hef oft pirrast á hvað það eru mikið af rauðum hlekkjum á wikipediu og einnig fundist mjög óviðeigandi að hlekkja á eitthvað sem er til grein um. Skýrasta dæmið er að mér finnst mjög oft óþarfi að hlekkja ártöl, það er kannski hugsað til að auðvelda lesandanum að setja hlutina í sögulegt samhengi en því miður held ég að það heppnist sjaldnast. Einnig sér maður mikið af rauðum hlekkjum á hluti sem er afar ólíklegt að einhver skrifi grein um og jafnvel þótt einhver myndi skrifa grein um hana muni hún ekki uppfylla „notability“ skilryrðið. Dæmi sem mér dettur í hug er þegar fólk hlekkir nöfn á einstaklingum sem teljast ekki nógu merklegir til að fá grein um sig. Eru til reglur um hvenær eigi að hlekkja á aðra grein og hvenær ætti að gera rauðan hlekk. Mig hefur oft langað til að fjarlæga slíka hlekki en hef ekki gert það vegna þess að ég þekki ekki neinar reglur sem réttlæta slíkar breytingar.

Varðandi mannanafnasíðurnar. Oft hlekkjast hlutir á mannanafa síður þegar þeir ættu alls ekki að gera það (dæmi hér tengist hlekkur á Ómar á mannanafnið Ómar þegar það ætti ekki að gera það). Væri ekki sniðugt að bæta sviganum mannanafn fyrir aftast í nafn þeirra greina eins og reyndar er búið að gera við sumar af mannanafna greinunum.

Svo hef ég oft pælt í því fyrir hvern wikipedia sé ætluð. Aðalega hef ég pælt í því þegar ég les stærðfræðitengdar síður sem innihalda oft bara mjög þurrar og formlegar skilgreiningar sem ég skil í sumum tilvikum ekkert í (og ég er búinn að vera stærðfræðitímum/-kúrsum/-áföngum í u.þ.b. 16 skólaár). Mér þætti til dæmis æskilegt að wikipedia ætti að geta hjálpað framhaldsskólanemendum að læra framhaldsskólastærðfærðina en því miður held ég að þurrar formlegar skilgreiningar gagnist þeim ansi takmarkað, séu fráhrindandi og orsaki jafnvel stærðfræðifóbíu. Þetta er kannski eitthvað sem ég ætti frekar að taka í mínar hendur frekar en að nöldra yfir ...

Meira um stærðfræðigreinar, ég held að það ætti að vera einhvernvegin hægt að gera þær aðgengilegri með því að vísa eihverstaðar (í hverri grein) í greinar um rithætti og tákn þar sem maður sér oft rithætti eða tákn sem maðurhefur ekki áður séð (og tákna eitthvað sem maður þekkir með öðrum rithætti) og gera því lesandum stunum erfitt fyrir að skilja greinar. Þegar maður les ekki stærðfræðitengda grein og rekst á hugtak sem maður kann ekki skil á þá er það frábæra við wikipediu að geta oftast smellt á það til að fá útskýringu og það væri mjög kúl ef það væri hægt að yfirfæra þetta einhvernvegin á stærðfræðitákn og -rithætti... (þetta á líka við um ensku og aðrar wikipediur) og gera þær þannig aðgengilegri... --Orri 20:38, 23 september 2006 (UTC)

Notability lærist smátt og smátt, þannig að greinar eftir nýja notendur gætu verið fullar af rauðum tenglum sem aldrei eiga eftir að verða rauðirbláir. Mér finnst ágætt að hlekkja í ártöl í fyrsta sinn sem það kemur fyrir í grein eða klausu. Varðandi mannanöfnin þá eru mörg þeirra sem eru tvíræð (t.d. Selja) og ef einhver ætlar að skrifa um samheiti nafnsins er greinin hreinlega færð og samheitið gert að aðgreiningu. Um stærðfræðina ætla ég ekki að tjá mig. --Jóna Þórunn 20:47, 23 september 2006 (UTC)
Væri þá ekki grundvöllur fyrir reglur eða leiðalínur sem gefa rúm fyrir aðra til að breyta rauðum tenglum í ekki tengil? Afhverju finnst þér ágætt að hlekkja ártal í fyrsta sinn sem það kemur fyrir í grein?--Orri 21:08, 23 september 2006 (UTC)
en:Wikipedia:Notability, sjá þessa litlu klausu og Wikipedia:Markvert efni. Finnst bara gott að tengja í ártalið, gott að komast inn á greinina til að sjá frekar um það, ef maður er forvitinn um eitthvað - alveg eins og að maður tengir í efnafræði í flóknum efnafræðigreinum, til að útskýra hvað efnafræði er. --Jóna Þórunn 21:15, 23 september 2006 (UTC)
Ég vissi af þessu. Ertu s.s. að segja að ég megi breyta hlekki í ekki hlekk ef þessi skilyrði eru ekki uppfyllt? Varðandi ártölin á þetta kannski stundum við en t.d. um daginn skrifaði ég grein um hljómsveitina Hella og þú hlekkjaðir ártölin 2001 og 2006 og ég á mjög erfitt með að ímynda mér hvernig það gagnist lesandanum. Það varð einmitt m.a. kveikjan að því að ég fór að velta þessu fyrir mér. --Orri 21:30, 23 september 2006 (UTC)
Gerðu eins og þú vilt - be bold in editing eins og stendur þar. --Jóna Þórunn 00:47, 24 september 2006 (UTC)
Varðandi mannsnöfnin tók ég fyrir einhverju síðan saman þau mannsnöfn sem eru grunsamleg, og flokkaði þau eftir því hvort þau eru rétt eða röng. Það eru mörg verri dæmi en Ómar, til dæmis Hamar. Þetta er bara spurning um að vinna í þessu, gera nýjar greinar og aðgreiningarsíður eftir því sem við á :-) Magnús Þór 02:05, 24 september 2006 (UTC)
Síðan sem ég tók saman er aðgengileg á Notandi:Torfason/Mannsnafnaárekstrar. Ef einhver vill færa hana inn á Wikipedia nafnasvæðið væri það hið besta mál af minni hálfu. Magnús Þór 02:05, 24 september 2006 (UTC)
Ef þú skilur ekki reglurnar skaltu hundsa þær. Ef okkur hinum líkar ekki hvað þú ert að gera þá er alveg öruggt að við böggum þig. Annars finnst mér þægilegt að hafa ártölin upp á að setja sig í sögulegt samhengi, maður spyr sig stundum: „hvað var að gerast í heiminum um þessar mundir?“ --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12:26, 24 september 2006 (UTC)

[breyta] Hvernig anda flugur?

Anda flugur eða hvað?

Já, þær hafa öndunarkerfi og þurfa súrefni eins og við. Kerfið er hinsvegar töluvert einfaldara en okkar, þær hafa svokallaðar loftæðar sem að flytja súrefni inn í bolinn. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:51, 25 september 2006 (UTC)

[breyta] Opinn hugbúnaður - samræða milli skólastiga

Vil benda þeim íslensku vikverjum (vikverjar - tilraun til þýðingar á "Wikipedians" :-) sem áhuga hafa á samvinnu um þýðingar á opnum hugbúnaði á að ég verð með netmálstofu á morgun föstudaginn 29. september kl. 16. Allar upplýsingar eru á þessari vefslóð http://fyrirlestrar.khi.is/salvor/akureyri --Salvör Gissurardóttir 11:08, 28 september 2006 (UTC)

Hvað þýðir þetta orð?Er þetta ekki orðasamaband?

[breyta] Hugtök og heiti á kínversku

Ég hef tekið eftir miklu ósamræmi um notkun á kínverskum heitum og staðanöfnum. Til dæmis er borgin Shanghai bæði skráð skrifuð sem Sjanghæ og Shanghæ, þó svo að aðalgreinin var undir Sjanghæ. Beijing skrifað sem Peking og Najing sem Naking. Taiwan ýmist sem Tævan og Taívan.

Það er gott og gilt að nota hefðbundin íslensk heiti á þessar borgir en það þarf að setja einhvers konar viðmið eða reglu um þetta því þetta er við að fara úr böndunum. Mín skoðun er sú að við ættum að fara eftir stöðluðum leiðum og nota Pingyin nöfnin sem heiti á greinunum og vísa á gömlu heitin þegar við á. Greinin "Sjanghæ" ætti á það heita Shanghai (með tilvísun frá Sjanghæ, Shanghæ eða vottever. Linkar á gömlum nöfnum ættu þá sjálfkrafa vísast á aðalgreinina.

Ástæður fyrir að breyta eru: 1) Pingyin kerfið er staðlað og er viðurkennt af Kínverjum. 2) Núverandi kerfi er ruglandi og óskilvirkt. 3) Allir skilja hvað er átt við þegar Pingyin er notað. ...ég finn fleiri ástæður seinna ;) Syw 23:43, 28 september 2006 (UTC)

Ég er nú ekki alveg sammála þessu. Að því skildu að þetta sé ekki nákvæmlega það kerfi sem Kína vill nota sjálft. Pinjin er verslunarmál sem þróaðist út frá blöndu af ensku og kínversku. Í raun er það því sérstakt tungumál sem er ekki kínverska. Er það t.d. notað á frönsku og þýsku útgáfum Wikipedia? Samræmdar umritunarreglur úr kínversku ritmáli væru vissulega til bóta ef þær eru til (skrifa Baldri Ragnars...) en þangað til ætti að notast við hefðbundin heiti - þar sem þau eru til að minnsta kosti. Samræmdar umritunarreglur gilda auk þess aðeins þar sem ekki er komin rík hefð á annað, þannig að Sjanghæ ætti að vera grunnheiti greinarinnar, en ekki Shanghai, sem er einfaldlega enska og er ekki „rétt“ miðað við íslenskar framburðarreglur. --Akigka 02:02, 29 september 2006 (UTC)
Hvað með að búa til lista yfir staðarheiti sem má umrita á tvo eða fleiri vegu og ákveða hvaða umritunaraðferð eigi að nota til tryggja samræmi og koma í veg fyrir misskilning? Við getum haft samband við Íslenska málstöð og spurt þá hvort einhverjar umritunarreglur eru til eða hvort það sé ríkari hefð fyrir ákveðinni umritunaraðferð o.s.frv. Annars er ég sammála Akigka varðandi notkun Pingyin. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 11:09, 29 september 2006 (UTC)
Íslensk málstöð er með þessa síðu þar sem má sjá Peking en ekki Beijing. Við skrifum Róm en ekki Roma eða Rome, því sé ég ekkert að því að skrifa Peking í stað Beijing. --Stalfur 11:47, 29 september 2006 (UTC)
Persónulega hef ég ekkert á móti því að nota Peking, Sjanghæ eða Naking eða Kanton þar sem þetta eru ríkjandi orð í íslensku. Skilaboðið komst greinilega vitlaust til skila, ég vildi einfaldlega setja reglu um notkun á þessum þ.a. að þetta veldur engum misskilningi. Er t.d. rétt að skrifa Tævan eða Taívan? Kannski er stóra spurningin hvað telst vera vitlaust. Er hægt að segja að Beijing sé vitlaus ritun? Er ekki líka hægt að setja redirect link á Beijing, Shanghai osfrv? Syw 12:35, 29 september 2006 (UTC)
Íslensk málstöð segir á áðurnefndri síðu að rita eigi Taívan. Skv. síðunni þeirra þá er Peking viðurkenndur ritháttur. Varðandi redirect þá veit ég ekki hvort þeirra þarf við? --Stalfur 12:53, 29 september 2006 (UTC)
Gæti einhver tekið að sér að skrifa málstöðinni hvort til séu samræmdar umritunarreglur fyrir kínversku og arabísku, og eins hvort umritunarreglur fyrir rússnesku og taílensku séu einhversstaðar aðgengilegar á tölvutæku formi? Það myndi vera til mikilla bóta að hafa þær aðgengilegar hér. Varðandi kínversku t.d. er nánast engin hefð til, nema fyrir umrædd borgaheiti og einstaka nöfn, eins og Laó Tse o.s.frv., sem bindur á vissan hátt hendur þeirra sem hér skrifa og skapar rugling þegar fólk fer að eltast við fyrirmyndir úr ensku, þýsku, dönsku og guð veit hverju fyrir nöfn sem ekki hafa áður birst í íslenskum textum. Beijing finnst mér sjálfsagt að hafa sem redirect, en er ekki alveg eins viss með Shanghai. --Akigka 13:14, 29 september 2006 (UTC)
Ég er ekki að einblína á ákveðið dæmi hér heldur er ég að tala almennt um kínverskt efni. Á meginlandinu (þar sem flestir Kínverjar eru) er alltaf notað Pingyin en eyjaskeggjar (Taívanar, Hong Kong - búar, osfrv.) halda sér að hluta til við þetta "gamla". Í raun er nauðsynlegt að láta Pingyin fylgja tengdu efni, t.d. Shanghai við hliðina á Sjanghæ, Laozi við Laó Tse, Kong Fuzi við Konfúsísus o.s.frv. upp á það að auðvelda að leita sér heimilda annars staðar á netinu. Nýju heitin á öðrum borgum og mönnum ætti þá framvegis að skrifa með Pingyin. Að sjálfsögðu ætti vera redirect á öllum leit með Pingyin til síns efnis en ekki velja eitt og skilja annað útundan.Syw 13:45, 29 september 2006 (UTC)
Ég er að rugla Pinyin saman við annað... (púff - afsakið fljótfærnina). Var að lesa þessa ágætu grein um kínversku... Ef Pinyin eru samræmdar umritunarreglur sem mælt er með fyrir öll mál sem nota latneskt letur, sé ég ekkert að því að notast við það sem staðal. Það er þá væntanlega alþjóðlegra en Wade-Giles-kerfið. Vissara væri samt að ræða við íslenska málstöð og spyrja hvort það sé þetta sem þeir mæla með að sé notað. Svipaður alþjóðlegur staðall er til fyrir umritun úr arabísku, en ég veit ekki hversu útbreiddur hann er. --Akigka 13:56, 29 september 2006 (UTC)
Mér finnst að það ætti að láta pingyin og kínverskt letur (bæði einfaldað og hefðbundið) flygja með allavega í upphafi greinar og jafnvel þegar kínversk heiti eru nefnd í miðjum greinum líka (bara unidir höfundi komið). Pingyin er staðlað, það er til einn pingyin ritháttur fyrir hvert einasta tákn í kínversku og það mun aldrei verða til svo góður staðlaður íslenskur ritháttur fyrir kínversku. Hvað redirect varðar finnst mér þægilegast að hafa sem flest redirect. Taka allamögulega þekkta rithætti (jafnvel ranga) jafnvel á fleiri tungumálum og redirecta á greinina sem við á.--Orri 14:09, 29 september 2006 (UTC)
"Taka alla mögulega þekkta rithætti (jafnvel ranga) jafnvel á fleiri tungumálum og redirecta á greinina sem við á." Sammála. Wikipedia er alfræðiorðabók, ekki stafsetningaræfing. --Magnús Þór 19:12, 3 október 2006 (UTC)
Hvernig ætlið þið að meta hvað er algengur rangur ritháttur? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:33, 4 október 2006 (UTC)

[breyta] Loka á ákveðnar IP-tölur?

Sökum endurtekinna skemmdarverka frá til dæmis Notandi:82.112.90.2 sem er vefsel (proxy) fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, og því notað af líklega öllum grunnskólum borgarinar, væri þá ekki ráð að banna þá IP-tölu en leyfa nýskráningar frá henni? Bannið þýðir það eitt að viðkomandi getur ekki breytt greinum eða búið til. Ef viðkomandi vill leggja eitthvað af mörkunum þá getur hann nýskráð sig, við getum sett athugasemd varðandi þetta á Notandaspjall:82.112.90.2. Þetta hindrar vonandi skemmdarverk án þess að útiloka þá sem nota þetta vefsel í að finna efni eða nýskrá sig til að bæta við. --Stalfur 11:51, 29 september 2006 (UTC)

Sama á við um Notandi:82.112.90.1 --Stalfur 12:54, 29 september 2006 (UTC)
Að mínu mati er það óþarfi. Það eru þrjú skemmdarverk tengd fyrri IP-tölunni og tíu (eða í raun átta) tengd seinni. Ekki neitt til að tala um, bannið gæti komið í veg fyrir viðbætur síðar meir (það lesa ekki allir athugasemdir á spjallinu). Á meðan tilfellinn eru ekki fleiri held ég að við ættum að leyfa notendunum að njóta vafans. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14:10, 29 september 2006 (UTC)
Ég er sammála Friðriki Braga. Þetta er stórt vefsel og eins og komið er þá hafa þetta ekki verið nein risaskemmdarverk. Látum það drasla. --Jóna Þórunn 17:46, 29 september 2006 (UTC)