Spjall:Hlemmur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

"Hlemmur er ein af aðalskiptistöðvum Strætó bs. í Reykjavík og stendur gegnt aðallögreglustöð borgarinnar, efst á Hverfisgötu."- að setja tilvísun hér virkar á mig sem einfalt háð...

"Nafnið Hlemmur vísar til brúarstubbs sem þar var yfir lækinn Rauðará, sem Rauðarárstígur í Reykjavík er kenndur við." "Á fyrri hluta tuttugustu aldar stóð Gasstöð Reykjavíkur við Hlemm." - þessar tvær staðhæfingar eru alkunnar og óumdeildar og því varla við hæfi að notast við tilvísanir. Síðan ber að athuga að dagblöð eru verstu heimildir sem til eru, svo það er hiklaust um að ræða þá rökvillu að vísa til heimildar sem ekki er sérfræðingur um það efni sem hún fjallar um.--Akigka 7. apríl 2006 kl. 19:21 (UTC)

Þetta er rétt hjá þér. Ég setti þetta inn í hugsunarleysi - tilvísanir eiga ekki alltaf við og svo er hér.
Og þó. Ég get nefnt þér ágætt dæmi, um eitthvað sem við teljum alkunna staðreynd, en er í reynd þvæla; sú saga gengur ennþá á íslandi að Sigríður Tómasdóttir (og kannski í einhverjum útgáfum Tómas Tómasson einnig) hafi barst gegn virkjun Gullfoss og fengið það í gegn að hann varð ekki virkjaður. Þessi saga er alröng, en þó telur fólk þetta alkunna staðreynd - eða svo skilst mér allavega!
Þetta á að sjálfsögðu ekki við um fyrstu setninguna :-) Ég geng þarna framhjá á hverjum degi ;) En það var, eins og ég sagði, sett inn í hugsunarleysi. En ég leyfi mér samt að setja smá spurningarmerki við svona munnmælasögur og alkunna staðreyndir sem ganga á milli fólks.
Dagblöð verstu heimildir sem til eru - tjah... er það alltaf svo?
--Gdh 7. apríl 2006 kl. 21:50 (UTC)
Njah, fer auðvitað eftir því hvað er verið að fjalla um. Hefði átt að telja upp að tíu... Spurning um það hvað er viðeigandi býst ég við. Svo getur líka verið sjónarmið hvað er gott ítarefni og blöðin geta auðvitað verið það í vissum tilfellum. --Akigka 7. apríl 2006 kl. 22:10 (UTC)
Já, alkunnar staðreyndir geta auðvitað verið versta húmbúkk, en eðli málsins samkvæmt er það samt þannig að maður setur fram heimildir til að halda fram t.d. því að Sigríður Tómasdóttir hafi ekki borið ábyrgð á því að Gullfoss var ekki virkjaður, af því það er ekki alkunna, en ekki hinu. Þetta snýst því ekki um það hvað er satt og hvað er logið, heldur hvort maður er að segja eitthvað nýtt (réttlæting algert skilyrði) eða bara klifa á því sama (engrar réttlætingar þörf).--Akigka 7. apríl 2006 kl. 22:20 (UTC)
Allt í góðu með það, en mér finnst þó heilbrigt að reyna að hafa eitthvað á bakvið sig þegar maður heldur einhverju fram sem er alvörugefið - eins og á Wikipediu - en þó finnst mér það ekki vera skilyrði, langt í frá.
--Gdh 7. apríl 2006 kl. 22:31 (UTC)

[breyta] Hlemmur virðist líka vera gata...

Best að skella þessu hérna inn á meðan ég man; Hlemmur virðist mér líka vera gata, veit ekki hvort hún er það opinberlega, en amk finnst hún í símaskrá og er merkt. Það væri því æskilegt að búa til aðgreiningarsíðu.

--Gdh 19:38, 13 nóvember 2006 (UTC)

Já, ef gatan fer í alfræðiritið. Er það sjálfgefið? --Cessator 21:36, 13 nóvember 2006 (UTC)
Ég sé ekkert ankannalegt við það að gata sé í alfræðiriti. Það hafa verið gerðar síður á Wikipedia um minni hluti, og hver veit- gæti jafnvel hjálpað einhverjum. Kannski að hafa lista af búðum við götuna, kort af svæðinu, myndir; strætó og staðsetningar? --Baldur Blöndal 22:55, 13 nóvember 2006 (UTC)
Það eru nú þegar nokkrar götur hérna, og ekkert í sjálfu sér að því. Bara spurning hvort þörf sé á aðgreiningartengli í þessu tilviki þegar ekki er komin grein um götuna. --Akigka 23:02, 13 nóvember 2006 (UTC)
Svona í þessu einstaka tilfelli hér þar sem ég nenni ekki að taka almenna umræðu um notability og þess háttar: Er þetta ekki einfaldlega nákvæmlega sami hluturinn? Sé ekki að það sé neitt því til fyrirstöðu að heimilisföng séu kennd við torg á borð við Hlemm alveg eins og götur. Það er í það minnsta gert í mínum heimabæ þar sem nokkur hús eru númeruð og kennd við Ráðhústorgið (sem er torg, ekki gata). --Bjarki 23:26, 13 nóvember 2006 (UTC)
Kannski í tilfelli Hlemms, en það er greinilegur munur á milli verslunarinnar Kringlunnar og götunnar. --Baldur Blöndal 23:41, 13 nóvember 2006 (UTC)