Sjálfbær þróun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjálfbær þróun er hugtak, sem felur í sér að endurnýjanlegar auðlindir séu hagnýttar á þann máta, að ekki sé gengið á „höfuðstólinn“ og auðlindin haldi því óskertu gildi sínu til frambúðar. Skilgreiningin á þessu er þó fjarri því að vera einhlít, því að til munu vera í það minnsta 140 mismunandi skýringar á því hvað í þessu hugtaki felst.

Sjálfbær þróun er samt sem áður ekki ákveðið jafnvægisástand. Það er frekar breytingaraðgerð, sem miðar að því að nýting auðlindana, stjórnun fjárfestinga, tækniþróun og breytingar á stjórnkerfum aðlagi sig bæði að þörfum dagsins í dag og framtíðarinnar. Þetta er ekki einföld breyting. Sjálfbær þróun verður að byggjast á pólitískum vilja.

Hugtakið sjálfbær þróun kom fyrst fram árið 1987 í Brundtland-skýrslunni sem hét ,,Sameiginleg framtíð okkar” en hugtakið kemur frá forseta nefndarinnar, sem skrifaði skýrsluna, og þáverandi forsætisráðherra Noregs Gro Harlem Brundtland.

„Við getum tryggt daglegar þarfir án þess að ganga á möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“

Sameinuðu þjóðirnar, nefnd um Sjálfbæra þróun: [1]

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.