Spjall:Jafnaðarstefna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er jafnaðarstefna ekki það sem kallað er á ensku democratic socialism? Svo ég bæti við, sósíalismi hefur eftir því sem ég best veit verið þýtt félagshyggja, en jafnaðarstefna notað um sósíaldemócratisma (ef þið flettið upp jafnaðarstefna í Alfræðiorðabók Ö&Ö ættu þið að sjá hvað ég á við). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. febrúar 2006 kl. 23:19 (UTC)

Hannes hefur sögulega orðnotkun í huga í þessari grein og það getur verið dálítið ruglandi þótt gerð sé nokkur grein fyrir mismunandi merkingu orðanna í greininni. Í daglegu tali núna merkja orðin "sósíalismi" og "jafnaðarstefna" ekki það sama og e.t.v. væri réttast að hafa sína grein fyrir hvort hugtakið.
Hinar hefðbundnu greinar jafnaðarstefnu/sósíalisma eru tvær: byltingarstefna og lýðræðisstefna, sem ganga síðan undir ýmsum nöfnum - algengast er að tala um kommúnista og sósíal-demókrata. Fáir munu telja nasisma þriðju grein sósíalismans og sérstaklega ekki þeir sem nú kenna sig við jafnaðarstefnu (eins og Hannes bendir einmitt á í greininni). Hlutleysisins vegna verður hér að gera nokkrar breytingar. - Haukurth 2. febrúar 2006 kl. 10:53 (UTC)
Málið er að ég var búin að skrifa smágrein um sósíalisma, þess vegna skil ég ekki af hverju grein birtist um sósíalisma undir jafnaðarstefna sem var tengill undir „Sjá einnig“ svæðinu í þeirri grein (hugmyndin var að gera greinarmun á þessum tveim hugtökum). Þetta er alveg út úr kú. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 2. febrúar 2006 kl. 16:18 (UTC)
Félagshyggja er líka þýðing á „communitarianism“ og þeir sem kalla sig félagshyggjumenn eru sjaldnast að kalla sig sósíalista, þannig að það gæti verið ruglandi. --Cessator 4. maí 2006 kl. 08:30 (UTC)
Það þyrft að endurvinna þetta eins og sagt er að ofan. Aðgreina sósíalisma, jafnaðarstefu og kommúnisma (á sama hátt og þessir ágætu pistlar um anarkisma). Það hefur lítið upp á sig að reyna að setja undir einn hatt stefnu Tony Blair, Jósef Stalín og Ingibjörgu Sólrúnu. Og eins og Cessator nefnir þá kölluðu samvinnuhreyfingarmenn (og voru flestir framsókn) sjálfa sig félagshyggjumenn. Masae 19. maí 2006 kl. 14:04 (UTC)