Spjall:Akbar mikli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Veit einhver hvernig orðið Mughal er skrifað á íslensku? Ég hef bara séð það á ensku... Múghal virkar þó ansi sennilegt, eða múgal? Er nokkuð orðið mógúll skylt - mógúlaveldið?--Sterio 19. janúar 2006 kl. 14:59 (UTC)

Á þýsku síðunni er talað um "Mogul" og er sagt vera sama orð og "Mughal", ku dregið af Mongólum sem munu hafa verið meðal ættfeðra þessara höbbðingja. "Mógúll" hlýtur þá að vera nothæf íslenska. --EinarBP 19. janúar 2006 kl. 15:10 (UTC)
Ok, notum það þá uns annað kemur í ljós --Sterio 19. janúar 2006 kl. 15:20 (UTC)
Eins og mér sýnist þetta hafa verið þá er saga orðsins "mongólar" -> شاهان مغول (persneska) -> moghul (gömul umritun í ensku) / mogul (þýska og norðurlandamál) -> fær merkinguna ríkismaður og kemur þannig inn í íslensku sem 'mógúll' og 'mógúlveldið', 'síðasti mógúlkeisarinn', 'ríki stórmógúlsins' (Saga mannkyns - AB) -> aftur mughal í ensku (nýrri umritun úr indversku). Svo er bara velja. Ég sting upp á 'gulserkjaríkið' ;-) --Akigka 19. janúar 2006 kl. 16:06 (UTC)
Góð orðsifjagreining hjá þér... Þó mér finnist gulserkjar mjög flott orð, þá held ég að það að halda sig við AB sé bara fínt. Býst við að fleiri kannist við orðið mógúll en orðið gulserkur. --Sterio 19. janúar 2006 kl. 17:58 (UTC)