Notandi:Friðrik Bragi Dýrfjörð/Wikimania

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wikimaniaferð 27.-8. ágúst

Efnisyfirlit

[breyta] Nauðsynjar

Ég geri ráð fyrir genginu ISK/USD: 0.0133 allstaðar. Með heppni og skipulagi er þetta ódýrast ~80.000 Kr. en dýrast +100.000 Kr.

[breyta] Flug

Flug frá Keflavík til Boston og til baka kostar á bilinu 60.000-80.000 Kr. Þetta ræðst af því hversu vandlát við erum á ferðadaga, ef við förum á mánudegi og komum á mánudegi er verðið 56.000 Kr (+ 15.000 í flugvallaskatta!). en ef það við förum á sunnudegi og komum á sunnudegi er það um 76.000 Kr. Svo ef við förum bara góðum tíma og pöntum snemma spörum við okkur 20.000 Kr.

[breyta] Gisting

Farfuglaheimilli kostar um 30$ per nótt. Það gerir um 16.000 Kr. ef það fæst strax á hreint hverjir koma þá er líklegt að við getum sparað okkur þennan pening með því að gista hjá Wikilingum sem búa á Boston-svæðinu. (Allavega einhvern hluta).

[breyta] Ráðstefnan

Ráðstefnan sjálf kostar 18.000 Kr., þ.e.a.s. allir þrír dagarnir og aðgangur að öllu fyrirlestrum o.s.frv.

[breyta] Vegabréf

Þið þurfið að sjálfsögðu vegabréf, ef það er gefið út fyrir Október 2005 er best að fá sér nýtt vegabréf, það er líklegast ódýrara en að fá vegabréfsáritun.

[breyta] Matur, lestarferðir og annað

Það er örugglega vel hægt að lifa á 5000 Kr. í mat, hinsvegar er líklegt að við leyfum okkur að fara á veitingahús allavega einu sinni (er það ekki annars? :P). Ég efast um að matarkostnaður og ferðakostnaður innanbæar fari yfir 10.000 Kr. Hef samt ekki skoðað verðið á lestarmiðum o.s.frv. Að sjálfsögðu getum við sparað okkur þúsund kalla á því að labba, en ætli við étum ekki bara meira fyrir vikið :>

[breyta] Skemmtanir & skoðanaferðir

Ráðstefnan verður nokkurnvegin heilsteypt plan ef allt gengur upp, en þá eru 3-4 dagar sem geta farið í frjálsa skoðanaleiðangra, söfn og skemmtun.

[breyta] Söfn

Það er hellingur af söfnum þarna, hér er eitthvað sem mér datt í hug:

  • Vísindasafnið --- ca. 1500 Kr.
  • Franklin dýragarðurinn --- ? Kr.
  • Sædýrasafnið --- ? Kr.

[breyta] Skoðanaferðir

Við getum farið sjálf í skoðanaferðir með kort og leiðsögubók. Það er líklegast skemmtilegast. Svo er annar möguleiki að fara í sérstaklega planaðar skoðunarferðir með leiðsögumanni, margar þeirra kosta ekki neitt en þeir þyggja gjarnan fjárframlög (500-1.500 Kr).

[breyta] Bíóferð

Af einhverjum ástæðum langar mig rosalega til að prufa að fara í kvikmyndahús í BNA, ef það verður eitthvað gott í bíó gætum við skroppið. Líklegast kostar það um 10$, svipað eða ódýra en hérna heima.

[breyta] Tenglar