Fyrsta íslenska kvikmyndin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ekki eru allir á eitt sammála um hver sé í raun fyrsta íslenska kvikmyndin. Saga Borgarættarinnar var tekin upp 1919 en getur harla talist kvikmynd í fullri lengd. 79 af stöðinni hefur verið haldið upp sem fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem var framleid á Íslandi en hún var leikstýrð af Erik Balling sem er danskur. Hún var frumsýnd árið 1962. Kvikmyndin Morðsaga, frumsýnd 1977, var hins vegar fyrsta kvikmyndin sem var framleid og leikstýrð af Íslendingum. Þess vegna er hægt að leggja rök fyrir að hún sé í raun fyrsta íslenska kvikmyndin. Eftir hana var hins vegar ekki mikil gróska í kvikmyndagerð, og dó næstum út. Það var svo með kvikmyndinni Land og synir sem iðnaðurinn byrjaði upp á nýtt og hefur haldið góðu striki allt frá því. Það er af þeim ástæðum sem Land og synir er af mörgum sögð hin raunverulega fyrsta íslenska kvikmyndin.