Hermann Gunnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hermann Gunnarsson (þekktastur sem „Hemmi Gunn“) var einn fremsti knattspyrnumaður Íslands á sjöunda áratugnum. Hann spilaði með Val á blómaskeiði félagsins, en var einnig landsliðsmaður. Að knattspyrnuferlinum loknum tók hann til starfa sem íþróttafréttamaður hjá Sjónvarpinu. Hann starfaði þar um árabil, þó ekki væri hann alltaf íþróttafréttamaður. Á níunda áratugnum fór hann að stjórna sínum eigin þætti, Á tali hjá Hemma Gunn sem var á dagskrá hjá Sjónvarpinu. Þátturinn varð geysivinsæll og er líklega vinsælasti sjónvarpsþáttur í íslensku sjónvarpi fyrr og síðar. Í lok mars 2005 hóf göngu sína nýr þáttur undir stjórns Hermanns, Það var lagið sem verður eins konar tónlistargetraunaþætti að hans sögn og verður sýndur á Stöð 2.

Hemmi hefur komið víðar við. Hann hefur gefið út plötur, bæði einn og með öðrum, t.d. Ladda. Hann starfaði lengi sem fararstjóri og hann hefur rekið veitingastað í Tælandi. Árið 2003 starfaði hann sem kynningarstjóri Vestfjarða.