Notandi:Barbapapa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leslie Mándoki fæddist 1. júlí 1953 í Búdapest í Ungverjalandi. Hann söng með diskóhljómsveitinni Dschinghis Khan frá árinu 1979 til 1985. Dschinghis Khan varð meðal annars í 4. sæti í Eurovision keppninni 1979 með lagið Dschinghis Khan. Sú hljómsveit var skipuð þeim Steve Bender, Wolfgang Heichel, Henriette Heichel, Edina Pop, Louis Hendrik Potgieter (1951-1993)og svo að sjálfsögðu Leslie Mándoki. Eftir að Dschinghis Khan hætti störfum hóf Leslie Mándoki sólóferil sinn. Hann hefur gefið út 4 sólóplötur: Out of key..with the time(1992), People(1994), People in room no.8(1997) og Soulmates(2002).