23. mars

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

FebMarsApr
Su Þr Mi Fi La
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
2006
Allir dagar

23. mars er 82. dagur ársins (83. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 283 dagar eru eftir af árinu.


[breyta] Atburðir

  • 752 - Stefán II varð páfi.
  • 1948 - Danska þingið samþykkti Heimastjórnarlögin sem færðu Færeyingum völd yfir eigin málum.
  • 1956 - Pakistan varð fyrsta íslamska lýðveldið.
  • 1960 - Söngsveitin Fílharmónía kom fram opinberlega í fyrsta sinn í uppfærslu Þjóðleikhússins á [[Carmina Burana]] eftir Carl Orff.
  • 1965 - Geimfararnir Virgil I. „Gus“ Grissom og John Young fóru út í geiminn í fyrsta tveggja manna bandaríska geimfarinu Gemini 3.
  • 1970 - Þrír þjóðkunnir leikarar héldu upp á 25 ára leikafmæli: Baldvin Halldórsson, Gunnar Eyjólfsson og Róbert Arnfinnsson.
  • 1983 - Ronald Reagan Bandaríkjaforseti setti fram fyrstu hugmyndir sínar um tækni til að verjast eldflaugum. Áætlunin (SDI) var kölluð „Stjörnustríðsáætlunin“ í fjölmiðlum.
  • 1989 - Stanley Pons og Martin Fleischmann lýstu því yfir að þeim hefði tekist að framkalla kaldan kjarnasamruna í rannsóknarstofu við Háskólann í Utah í Bandaríkjunum.
  • 1996 - Fyrstu forsetakosningarnar haldnar í Kínverska lýðveldinu á Tævan.


[breyta] Fædd


[breyta] Dáin

  • 1555 - Júlíus III páfi, (f. 1487)
  • 1801 - Pavel I Petrovítsj, (Páll I) Rússlandskeisari (f. 1754)
  • 1992 - Friedrich A. von Hayek, austurrísk-breskur hagfræðingur, stjórnmálaheimspekingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1899).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)

Allir dagar ársins