Rökleysa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rökleysa (latína: non sequitur) í formlegri rökfræði er röksemd þar sem ályktunina leiðir ekki af forsendunni. Ályktunin getur þó verið sönn en röksemdin er þrátt fyrir það rökvilla. Allar formlegar rökvillur eru ákveðnar gerðir rökleysu.

[breyta] Dæmi um rökleysur

Sérhver röksemd sem tekur á sig eftirfarandi mynd er dæmi um rökleysu:

  1. Ef A þá B (t.d. „ef ég er köttur er ég spendýr“)
  2. B (t.d. „ég er spendýr“)
  3. Af því leiðir A (t.d. „þar af leiðandi er ég köttur“)

Eða andhverfa þessarar rökfærslu:

  1. Ef A þá B (t.d. „ef ég er köttur er ég spendýr“)
  2. Ekki A (t.d. ég er ekki köttur)
  3. Af því leiðir að B er ósatt (t.d. „þar af leiðandi er ég ekki spendýr“)

Fyrra dæmið heitir játun bakliðar en seinna dæmið heitir neitun forliðar. Rökleysur sem þessar stafa af því að fólk ruglast í meðferð á gildum ályktunarreglum eins og jákvæðri játunarreglu og neikvæðri neitunarreglu

[breyta] Tengt efni