Friðrik V kjörfursti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Friðrik V kjörfursti
Enlarge
Friðrik V kjörfursti

Friðrik V (16. ágúst 159629. nóvember 1632) kjörfursti í Pfalz og konungur Bæheims var erfingi Friðriks IV kjörfursta í Pfalz í hinu Heilaga rómverska ríki og tók við af föður sínum árið 1610. Árið 1619 var hann kjörinn konungur í Bæheimi á kjörþingi þar sem meirihluti þátttakenda var mótmælendatrúar, en Friðrik var kalvínisti.

Þegar Friðrik tók við konungdæmi í Bæheimi, sneru stuðningsmenn hans við honum baki, þar sem þeim þótti hann hafa yfirgefið varðstöðu sína í Pfalz við Rínarfljót gegn Spánverjum sem ætluðu sér innrás í Holland. Hann ríkti sem konungur eitt ár í Bæheimi og var krýndur haustið eftir, en tapaði landinu til Ferdinands af Styrju aðeins tveimur mánuðum síðar í orrustunni við Hvítufjöll 1620, og síðar einnig Pfalz sem herir keisarans unnu árið 1622 með fulltingi Spánverja. Hann neyddist því til að flýja í útlegð til Hollands og eyddi þar síðustu árum sínum í Haag við að afla stuðnings við kröfu sína um konungdóm í Bæheimi.

Friðrik var giftur Elísabetu Stúart, dóttur Jakobs VI Skotakonungs og systurdóttur Kristjáns IV Danakonungs. Elsti sonur þeirra, Karl Lúðvík I, varð kjörfursti í Pfalz og ríkti yfir stærstum hluta þess sem áður voru lönd föður hans eftir Vestfalíufriðinn 1648.