Torfalækjarhreppur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Torfalækjarhreppur var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu til ársloka 2005. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 92.
Hinn 1. janúar 2006 sameinaðist hann Bólstaðarhlíðarhreppi, Sveinsstaðahreppi og Svínavatnshreppi og var hið nýja sveitarfélag kallað Húnavatnshreppur.