Spjall:Trúleysi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mér sýnist þetta vera lýsing á agnosticisma sem hefur stundum verið þýtt sem efasemdarhyggja, en ég veit ekki til þess að það hafi verið þýtt sem trúleysi.
- Já, þetta er ekki nógu góð lýsing á trúleysi og raunar röng því það er vissulega oft farið með orðið eins og samheiti orðsins ‚guðleysi‘; mín tilfinning segir mér raunar að orðið ‚trúleysi‘ sé algengara orð um „aþeista“ (meðal þeirra sjálfra) heldur en ‚guðleysi‘. Að vísu hef ég líka heyrt gerðan þann greinarmun að guðleysi sé afneitun á tilvist guðs eða guða og trúleysi afneitun á skipulögðum trúarbrögðum. Sennilega verður ekki hjá því komist að játa að orðið ‚trúleysi‘ sé margrætt og þýði ekkert eitt. --Cessator 23. október 2005 kl. 13:31 (UTC)
- Já, ég veit að það virkar kannski hálfkjánalega að segja það en ég er alveg sammála ykkur, ég skrifaði alveg einstaklega lélega grein þarna :p Það er orðið nokkuð síðan ég fór að hugsa um það, en hef bara ekkert gert í því. Ég biðst innilegrar afsökunnar á þessu :P --Sterio 23. okt. 2005 kl. 17:06 (UTC)
- Það er engin þörf á að biðjast afsökunar, í sameiningu lögum við bara textann :) --Cessator 23. október 2005 kl. 17:26 (UTC)
- Já, best að taka það fram að fyrsta innleggið var frá mér. Mér finnst þetta enn ekki vera nógu gott. Til dæmis er rangt að segja að trúleysingi sé "trúarbraðgðaleysingi". Það eru hægt að lesa um þetta á Vísindavefnum. Þar virðist trúleysi og guðleysi vera lagt að jöfnu, sbr: "Alþjóðaorðið yfir trúleysingja er aþeisti. Forskeytið a- felur í sér neitun og merkir 'ekki' eða 'án'. Gríska orðið þeos merkir 'guð' og því er bókstafleg merking orðsins aþeisti 'sá sem er án guðs' eða 'guðleysingi'. Trúleysi eða guðleysi er á sama hátt kallað aþeismi." Spurning um hvort við ættum að sameina guð- og trúleysi og lýsa hugsanlegum blæbrigðamuni í þeirri grein eða þá að skilgreina guðleysi sem það að trúa ekki einungis á guð og trúleysi sem það að trúa ekki á neina yfirnáttúru (þeas breiðara hugtak). Hvað finnst ykkur? Hjalti 6. mars 2006 kl. 02:39 (UTC)
- Samt kemur eftirfarandi fram í svari Eyju á Vísindavefnum: „Trúleysingi er sá sem ekki hefur neina trú í skilningnum „traust og tilbeiðsla á goðmögnum eða vættum; trúarbrögð“.“ (leturbr. mín). Staðreyndin er sú að orðið „trúleysi“ og skyld orð eru margræð, þau þýða ekkert eitt. Og það er ekki rangt, eins og þú segir, að nota orðið „trúleysingi“ um þann sem hafnar trúarbrögðum, þótt það geti að vísu þýtt margt fleira en bara það. --Cessator 6. mars 2006 kl. 18:19 (UTC)
- Já, best að taka það fram að fyrsta innleggið var frá mér. Mér finnst þetta enn ekki vera nógu gott. Til dæmis er rangt að segja að trúleysingi sé "trúarbraðgðaleysingi". Það eru hægt að lesa um þetta á Vísindavefnum. Þar virðist trúleysi og guðleysi vera lagt að jöfnu, sbr: "Alþjóðaorðið yfir trúleysingja er aþeisti. Forskeytið a- felur í sér neitun og merkir 'ekki' eða 'án'. Gríska orðið þeos merkir 'guð' og því er bókstafleg merking orðsins aþeisti 'sá sem er án guðs' eða 'guðleysingi'. Trúleysi eða guðleysi er á sama hátt kallað aþeismi." Spurning um hvort við ættum að sameina guð- og trúleysi og lýsa hugsanlegum blæbrigðamuni í þeirri grein eða þá að skilgreina guðleysi sem það að trúa ekki einungis á guð og trúleysi sem það að trúa ekki á neina yfirnáttúru (þeas breiðara hugtak). Hvað finnst ykkur? Hjalti 6. mars 2006 kl. 02:39 (UTC)
- Það er engin þörf á að biðjast afsökunar, í sameiningu lögum við bara textann :) --Cessator 23. október 2005 kl. 17:26 (UTC)