10. nóvember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | ||
2006 Allir dagar |
10. nóvember er 314. dagur ársins (315. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 51 dagur er eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1848 - Í Kaupmannahöfn var stofnuð sérstök stjórnardeild til að annast málefni Íslands, Grænlands og Færeyja. Fyrsti forstöðumaður hennar var Brynjólfur Pétursson, lögfræðingur.
- 1871 - Henry Morton Stanley og David Livingstone hittust í bænum Ujiji á bökkum Tanganjikavatns og varð Stanley að orði: „Dr. Livingstone, I presume?“.
- 1913 - Járnbrautarlest var notuð til fólksflutninga á Íslandi í fyrsta og eina skiptið er verktakar breyttu flutningalest og fluttu blaðamenn og aðra farþega frá Reykjavíkurhöfn að Öskjuhlíð.
- 1928 - Vígð var brú yfir Hvítá í Borgarfirði hjá Ferjukoti og þótti mikið mannvirki.
- 1944 - Þýskur kafbátur sökkti farþegaskipinu Goðafossi út af Garðskaga er skipið var að koma frá Bandaríkjunum. Tuttugu og fjórir fórust en nítján björguðust.
- 1949 - Þjórsárbrú var vígð, 109 metra löng og 4,9 metrar á breidd á milli handriða.
- 1967 - Siglufjörður komst í vegasamband allt árið við opnun Strákaganga, sem voru lengstu göng á Íslandi, 800 metrar.
- 1984 - Raforkukerfi Íslands varð hringtengt þegar Suðurlína var tekin í notkun.
- 1990 - Pétur Guðmundsson kastaði kúlu 21,26 metra og bætti með því 13 ára gamalt Íslandsmet Hreins Halldórssonar.
[breyta] Fædd
- 1483 - Marteinn Lúther, þýskur munkur og siðbótarfrömuður (d. 1546).
[breyta] Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |