Nefnifall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nefnifall (nominative) er fall sem fallorð geta staðið í. Nefnifall er almennt notað fyrir frumlag setninga og fyrir sagnfyllingar.

[breyta] Nefnifall í forngrísku

Frumlag setningar stendur alla jafnan í nefnifalli í forngrísku. Í óbeinni ræðu þar sem gerandi stýrandi sagnar er sá sami og gerandi nafnháttar í óbeinu ræðunni, stendur frumlag nafnháttarins í nefnifalli (sé það tekið fram) en væri annars í þolfalli.

[breyta] Nefnifall í íslensku

Föll í íslensku
Nefnifall
Þolfall
Þágufall
Eignarfall

Nefnifall er eitt af fjórum föllum í íslensku. Orð sem eru í nefnifalli eru annaðhvort frumlag setningar eða sagnfylling.

Venja er hjá Íslendingum að bæta við hér er fyrir framan nefnifallið í eintölu en hér eru í fleirtölu þegar orð eru fallbeygð sérstaklega.

Wiktionary merkið
Orðabókaskilgreiningu fyrir Nefnifall er að finna í Wikiorðabókinni.


Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.