Landsvirkjun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gerð: | Opinbert fyrirtæki |
---|---|
Slagorð: | Góðir straumar í 40 ár. |
Stofndagur: | 1. júlí 1965 |
Staðsetning: | Reykjavík, Ísland |
Lykilmenn: | Jóhannes Geir Sigurgeirsson formaður stjórnar, Friðrik Sophusson, forstjóri |
Starfsemi: | Nýting orkuauðlinda |
Vefslóð: | www.landsvirkjun.is |
Landsvirkjun er opinbert fyrirtæki sem vinnur að rannsóknum og nýtingu á orkuauðlindum Íslands. Landsvirkjun rekur í þeim tilgangi nokkrar vatnsaflsvirkjanir. Í byggingu er hin umdeilda Kárahnjúkavirkjun norðan Vatnajökuls. Landsvirkjun framleiðir orku bæði fyrir notkun á heimilum landsins sem og fyrir orkufrekan stóriðjuiðnað.
Efnisyfirlit |
[breyta] Saga
Landsvirkjun var stofnuð af íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg 1. júlí 1965. Þá féll í skaut Landsvirkjunar að sjá um rekstur Ljósafossvirkjunar, Steingrímsvirkjunar og Írafossvirkjunar við Sogið. Fyrst um sinn beitti Landsvirkjun sér eingöngu á suðvestur- og vesturlandi. Fyrsta stórframkvæmd Landsvirkjunar var bygging Búrfellsvirkjunar sem lauk á árunum 1969-70. Þá byggði Landsvirkjun Sigölduvirkjun á árunum 1973-77. Árið 1977 hófust framkvæmdir við Hrauneyjarfossvirkjun og var hún tilbúin 1981. Árið 1983 keypti Akureyrarbær 5% eignarhlut í Landsvirkjun af Reykjavíkurborg, þá eignaðist Landsvirkjun Laxárvirkjun og gufuaflstöðina við Bjarnarflag. Árið 1984 réðist Landsvirkjun til framkvæmda Blönduvirkjunar og var sú virkjun tilbúin 1991. Árið 1985 keypti Landsvirkjun Kröfluvirkjun af íslenska ríkinu og tók þar með við rekstri hennar. Árið 1997 hófust framkvæmdir við Sultartangavirkjun í Þjórsá og var hún fullbúin 2000. Árið 1999 var Vatnsfellsvirkjun byggð og lauk þeim framkvæmdum 2001.
Árið 2005 kom út bókin „Landsvirkjun 1965 - 2005, fyrirtækið og umhverfi þess“. [1]
[breyta] Starfsmenn
Í bæklingi sem Landsvirkjun gaf út sem heitir “Orkar okkar„ kemur fram að árið 2003 störfuðu rúmlega 300 manns hjá fyrirtækinu. [2] Friðrik Sophusson er forstjóri.
Í stjórn sitja:
- Jóhannes Geir Sigurgeirsson (formaður), bóndi
- Illugi Gunnarsson (varaformaður), hagfræðingur
- Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrarbæ
- Ágúst Einarsson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
- Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi
- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjarvíkurborgar
Varamenn í stjórn eru:
- Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi
- Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi
- Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi
- Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri
- Kjartan Gunnarsson, lögfræðingur
- Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, bóndi
- Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri
[breyta] Sjá einnig
- RARIK
- Orkumálastofnun
- Orkuveita Reykjavíkur