4. júní

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

MaíJúníJúl
Su Þr Mi Fi La
  1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
2006
Allir dagar

4. júní er 155. dagur ársins (156. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 210 dagar eru eftir af árinu.

[breyta] Atburðir

  • 780 f.Kr. - Fyrsti sólmyrkvi sögunnar var skráður í Kína.
  • 1794 - Breskar hersveitir náðu Port-au-Prince á Haítí á sitt vald.
  • 1832 - Tíu Íslendingar voru skipaðir fulltrúar á þing Eydana, en það voru íbúar eyja, sem heyrðu undir Danmörku.
  • 1896 - Henry Ford prufukeyrði fyrsta bílinn sem hann hannaði (þetta var jafnframt fyrsti bíllinn sem hann keyrði).
  • 1917 - Fyrsta afhending Pulitzerverðlaunanna.
  • 1919 - Kvenréttindi: Bandaríkjaþing samþykkti að breyta Stjórnarskrá Bandaríkjanna svo konur nytu kosningaréttar.
  • 1926 - Robert Earl Hughes setti met sem þyngsti maður í heiminum.
  • 1928 - Kínverski stríðsherran Zhang Zuolin var ráðinn af dögum af japönskum njósnurum.
  • 1936 - Léon Blum varð forsætisráðherra Frakklands.
  • 1944 - Hornsteinn var lagður að Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Skólinn var tekinn í notkun í október 1945.
  • 1959 - Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, stofnuð.
  • 1970 - Tonga hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
  • 1977 - Hornsteinn var lagður að Hrafnistu í Hafnarfirði.
  • 1992 - Elsta málverk sem boðið hefur verið upp á Íslandi var selt á uppboði í Reykjavík. Það er talið vera eftir séra Hjalta Þorsteinsson (1665 - 1750) og sýnir biskupshjónin Þórð Þorláksson og Guðríði Gísladóttur.

[breyta] Fædd

  • 470 f. Kr. - Sókrates, grískur heimsspekingur (d. 399 f. Kr.).
  • 1877 - Heinrich Wieland, þýskur lífefnafræðingur og verðlaunahafi efnafræðiverðlauna Nóbels (d. 1957).
  • 1907 - Rosalind Russell, bandarísk leikkona (d. 1976).
  • 1910 - Christopher Sydney Cockerell, breskur verkfræðingur og uppfinningamaður (d. 1999).
  • 1947 - Viktor Klima, Kanslari Austurríkis.
  • 1971 - Noah Wyle, bandarískur leikari.
  • 1975 - Angelina Jolie, bandarísk leikkona.
  • 1983 - Emmanuel Eboue, knattspyrnumaður frá Fílabeinsströndinni.

[breyta] Dáin

Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)