Njóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Njóli
Mynd af njóla á færeysku frímerki.
Mynd af njóla á færeysku frímerki.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Caryophyllales
Ætt: Súruætt (Polygonaceae)
Ættkvísl: Rumex
Tegund: Rumex longifolius

Njóli öðru nafni heimula eða fardagagras (fræðiheiti: Rumex longifolius) er stórvaxin fjölær jurt af súruætt. Hann hefur flust til Íslands af mannavöldum og vex í dag einkum í kauptúnum og við sveitabæi. Njóla fjölgar mikið þar sem áburðarríkt ræktarland hefur verið yfirgefið. Blóm njóla eru græn. Plantan var notuð sem lækningajurt og fersk njólablöð eru talin holl.

Njóli var notaður sem litunarjurt á Íslandi. Úr blöðum hans fæst grænn og sterkgulur litur.

Blöðin á njóla (heimilisnjólablöðkur) kallast fardagakál og voru fyrr á tímum elduð sem kálgrautur og þótti gott að hafa túnsúrur saman við.

[breyta] Heimild

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt tegundum af njóla er að finna á Wikimedia Commons.




 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .
Á öðrum tungumálum