Hrafn Gunnlaugsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrafn Gunnlaugsson (fæddur 17. júní 1948 í Reykjavík) er íslenskur kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur. Hrafn er sonur Gunnlaugs Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns (f. 14. apríl 1919, d. 20. maí 1998) og Herdísar Þorvaldsdóttur leikkonu (f. 15. október 1923).

Efnisyfirlit

[breyta] Menntun

Hrafn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968. Eftir það hélt hann til Svíþjóðar og lærði við Háskólann í Stokkhólmi og lauk þaðan Fil. kand. prófi árið 1973. Ári síðar lauk hann prófi í kvikmyndagerð frá Dramatiska institutet í Stokkhólmi. Hann hefur einnig próf í spænsku frá Universidad de la Habana á Kúbu, sem hann lauk árið 1996.

[breyta] Helstu störf

Hrafn varð snemma þjóðþekktur fyrir þáttagerð í útvarpi, en hann sá um Útvarp Matthildi á sínum tíma ásamt félögum sínum, Davíð Oddssyni og Þórarni Eldjárn. Hann starfaði sem fréttaritari Morgunblaðsins í Svíþjóð á námsárunum, var framkvæmdastjóri Listahátíðar 1976 og 1978 og formaður Listahátíðar 1988. Starfaði sem leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu og einnig um tíma hjá sænska ríkissjónvarpinu. Hjá RÚV-Sjónvarpi var hann leiklistarráðunautur 1977 - 1982, dagskrárstjóri 1987 - 1989 og framkvæmdastjóri 1993 - 1994. Auk þess ýmis félagsstörf.

[breyta] Verk

Kvikmyndir Hrafns eru þessar (handrit og leikstjórn):

  • Blóðrautt sólarlag (1977)
  • Óðal feðranna (1981)
  • Okkar á milli - í hita og þunga dagsins (1982)
  • Hrafninn flýgur (1984)
  • Böðullinn og skækjan (1987)
  • Í skugga hrafnsins (1988)
  • Hvíti víkingurinn (1991)
  • Hin helgu vé (1993)
  • Þegar það gerist (1998)
  • Myrkrahöfðinginn (2000)
  • Reykjavík í öðru ljósi (2000)

Sjónvarpsmyndir (leikstjóri):

  • Lilja handrit Halldórs Laxness
  • Silfurtunglið handrit Halldórs Laxness
  • Vandarhögg handrit Jökuls Jakobssonar
  • Keramik handrit Jökuls Jakobssonar
  • Allt gott handrit Davíðs Oddssonar
  • Opinberun Hannesar smásaga Davíðs Oddssonar

Leikrit og revíur með öðrum:

  • Ég vil auðga mitt land í Þjóðleikhúsinu
  • Íslendingaspjöll í Iðnó

Auk þessa sjónvarpsþættir og viðtöl.

Ritstörf:

  • Ástarljóð
  • Djöflarnir, skáldsaga
  • Saga af sjónum, leikritasafn
  • Flýgur fiskisaga, smásögur
  • Grafarinn með fæðingartengurnar, ljóð
  • Reimleikar í birtunni, ljóð
  • Þegar það gerist, smásögur

[breyta] Verðlaun og viðurkenningar

Hrafn hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir kvikmyndir sínar.

[breyta] Heimild

Samtíðarmenn A-Í, Vaka-Helgafell, 2003, Pétur Ástvaldsson ritstjóri.

Á öðrum tungumálum