Lína (stærðfræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lína er í stærðfræði óendanlega mjótt, óendanlega langt og beint rúmfræðilegt fyrirbrigði. Ekki eru öll strik línur, enn fremur eru ekki allir ferlar línur. Í evklíðskri rúmfræði er aðeins hægt að draga eina línu í gegnum tvo gefna punkta, línan lýsir stystu vegalengdina á milli punktanna. Þrír eða fleiri punktar sem liggja á sömu línu eru sagðir samlína. Tvær línur geta aðeins skorist í einum punkti; tveir stjarfir fletir (plön) skerast í einni línu.

[breyta] Formleg skilgreining

Lína í \mathbb{R}^n er mengi allra punkta sem rita má á forminu \overline{y} = \overline{a}x + \overline{b}, þar sem að a og b eru fastir vigrar og x er stiki. a er þá stefnuvigur línunnar, en sé a einvíður vigur, þ.e. rauntala, þá er hún jafnframt hallatala línunnar. b er ennfremur hliðrun línunnar frá núllpunkti. Stefnuvigur er ekki ótvírætt ákvarðaður - hann má alltaf margfalda með rauntölu r \ne 0 án þess að stefna línunnar breytist nokkuð.


Greinar í stærðfræði tengdar línulegri algebru

Vigur | Lína | Fylki | Plan | Háplan | Vigurrúm | Innfeldisrúm | Línuleg spönn | Línuleg vörpun | Línuleg jöfnuhneppi | Línulegt óhæði | Línuleg samantekt | Línulegur grunnur | Dálkarúm | Raðarúm | Þverlægni | Eigingildi | Eiginvigur | Eiginrúm | Kennimargliða | Útfeldi | Krossfeldi | Innfeldi | Ákveður | Bylta | Fylkjaliðun (LU-þáttun, QR-þáttun) | Hornalínugeranleiki | Hjáþættir | Gauß-eyðing | Gauß-Jordan eyðing | Gram-Schmidt reikniritið | Regla Cramers | Rófsetningin


  eiπ  

Þessi grein sem fjallar um stærðfræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum