Stralsund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bærinn Stralsund við Rügen á strönd Eystrasalts
Enlarge
Bærinn Stralsund við Rügen á strönd Eystrasalts

Stralsund eða Stræla er borg í Mecklenburg-Vorpommern í Þýskalandi við strönd Eystrasalts. Borgin horfir yfir eyna Rügen (). Íbúafjöldi er um sextíu þúsund. Upphaflega var borgin stofnuð af Vindum frá Rügen. Borgin varð hluti af Hansasambandinu árið 1293. Í Þrjátíu ára stríðinu árið 1628 settist Albrecht von Wallenstein um borgina og ætlaði sér að nýta hana til að koma sér upp flota á Eystrasalti, en sameinuðum flota Svía og Dana tókst að aflétta umsátrinu. Eftir stríðið var borgin á valdi Svía til 1815 þegar hún varð hluti af Prússlandi. Miðbær Stralsund var settur á heimsminjaskrá UNESCO árið 2002.

Horft yfir Stralsund og Rügen
Enlarge
Horft yfir Stralsund og Rügen
Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Stralsund er að finna á Wikimedia Commons.