Émile Durkheim
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Émile Durkheim (15. apríl 1858 – 15. nóvember 1917) var franskur félagsfræðingur og mannfræðingur sem átti stóran þátt í því að gera félagsfræði að viðurkenndri fræðigrein. Hann rannsakaði samfélög manna m.a. út frá glæpum, sjálfsmorðum, trúarbrögðum og menntun.