Vilpa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vilpa var önnur tveggja náttúrulegra vatnslinda í Vestmannaeyjum (hin er í Herjólfsdal). Hún var staðsett austan megin Heimaeyjar, norðan Kirkjubæjar, en þar byggði Vilborg Herjólfsdóttir bæ sinn, Vilborgarstaði.

Vatnið í Vilpu var gruggugt og mjög blandað yfirborðsvatni, en fólk sótti þó þangað vatn lengi vel þar sem mun skemmra var að sækja það þangað en inn í Herjólfsdal. Á veturna lagði vatnsbólið og var þar vinsælt skautasvell.

Gamall spádómur tengdist Vilpu, en hann sagði að þegar að byggð á Heimaey færðist vestan Hásteins, og fyllt yrði upp í Vilpu, þá myndi gos hefjast í Vestmannaeyjum. Fyrstu húsin í Vestmannaeyjabæ austan hásteins komu til sögunnar með byggingu Illugagötu, en sú gata er í beinni línu við hástein. Fyllt var upp í Vilpu sumarið 1972 eftir að tvö börn höfðu drukknað þar, en gos hófst í Vestmannaeyjum 23. Janúar 1973.