Ókind

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ókind er hljómsveit sem á rætur sínar að rekja til Seltjarnarness. Hljómsveitin lenti í öðru sæti músíktilrauna árið 2002 og var Birgir Örn Árnason valinn efnilegasti bassaleikarinn. Hljómsveitin hefur gefið út tvær breiðskífur. Þá fyrri, Heimsenda 18, tóku þeir upp í hljóðverstíma sem þeir hlutu í verðlaun úr músíktilraunum. Þá seinni, Hvar í Hvergilandi tók Birgir Örn upp í þeirra eigin stúdíói og má þess geta að sú plata hlaut fullt hús stjarna þegar hún var gagnrýnd í Morgunblaðinu. Hljómsveitin spilaði á tónleikum í ágúst 2006 sem sögusagnir voru um að væru seinustu tónleikar sveitarinnar áður en hún myndi hætta.

Steingrímur Karl var einnig liðsmaður hljómasveitarinnar Glymskrattarnir, og Llama, auk þess sem hann hefur unnið ýmis verkefni sem píanó-/hljómborðsleikari. Birgir Örn er einnig í hliðarverkefninu Dynamo fog og hefur unnið ýmis upptökuverkefni. Þar má helst nefna plötu Isidor, Betty takes a ride.

[breyta] Meðlimir

  • Birgir Örn Árnason - bassi
  • Ingi Einar Jóhannesson - gítar
  • Ólafur Freyr Frímansson - trommur
  • Steingrímur Karl Teague - hljómborð

[breyta] Útgefin verk

  • Heimsendi 18 - 2003 breiðskífa
  • Hvar í hvergilandi - 2006 breiðskífa

einnig:

  • Þoturass - 2004 smáskífa, óopinber kynningarútgáfa.
  • Stúfur - 2004 jólasafnplata, gefin út í góðgerðarskyni.

[breyta] Tenglar