Hegningarhúsið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg í Reykjavík
Enlarge
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg í Reykjavík

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg 9 (oft kallað Nían) er hlaðið steinhús reist árið 1872, það er friðað 18. ágúst 1978 samkvæmt 1. málsgrein 26. og 27. greinar þjóðminjalaga nr. 52/1969 og tekur friðunin til ytra borðs þess ásamt álmum til beggja hliða og anddyri með stiga. Hæstiréttur var þar til húsa á árunum 19201949.

Fangaklefarnir í hegningarhúsinu eru litlir og loftræsting ónóg, fangar kvarta gjarnan yfir bágri salernisaðstöðu, en ekkert herbergjanna 16 er svo vel búið að menn geti gengið þar örna sinna svo vel sé, því þar eru hvorki salerni né handlaugar.

Áhöfninni á MB Rosanum var stungið þar inn, eins og heyra má í textanum í Ísbjarnarblús Bubba Morthens.


  

Þessi grein sem tengist Reykjavík er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana