Tóbaksreykingar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tóbaksreykingar fela í sér reykingu tóbaks, þá sérstaklega sígarettur og vindla (tóbak innvafið í pappír). Langalgengast er að fólk reyki sígarettur en píputóbak og vindlar eru einnig algengir. Þessi iðja er upprunninn frá frumbyggjum Norður-Ameríku en þaðan er tóbakið upprunnið. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni reykja flestir í Austur-Asíu eða um tveir þriðju hlutar karlmanna. Dregið hefur úr reykingum í Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada vegna áhyggna um áhrif þeirra á heilsu.
[breyta] Áhrif á heilsu
Tóbaksreykingar eru vanabindandi þar sem líkaminn verður háður nikótíni. Tóbaksreykur inniheldur krabbameinsvaka og er talinn vera einn helsti orsakavaldur lungnakrabbameins. Krabbamein í barkakýli og tungu eru einnig algengir sjúkdómar. Yfir 3000 efni finnast í tóbaksreyk. Beint samband er á milli þess tíma sem einstaklingur reykir sem og því magni sem hann reykir og hættunni á að hann fái lungnakrabbamein. Ef einstaklingur hættir að reykja aukast líkur þess að lungun jafni sig og því lengur sem hann er án þess að reykja því betri eru líkurnar.
Reykingar auka einnig líkurnar á hjartasjúkdómum. Þónokkur efni í tóbaki leiða til minnkunar æða og auka líkurnar á æðastíflu og þar með hjartaáfalli. Önnur efni í tóbaksreyk leiða til hærri blóðþrýstings. Sum efni í reyknum eyðileggja auk þess slagæðar og gera það t.d. mögulegt að kólestról setjist inn á æðaveggi sem einnig eykur líkurnar á hjartaáfalli.
Sjúkdómar tengdir tóbaksreyk:
- Lungnakrabbamein og annað krabbamein
- Lungnaþemba
- Heilablóðfall
- Æðasjúkdómar
- Fæðingasjúkdómar
- Buerger sjúkdómurinn
- Getuleysi
- Lungnasjúkdómar og krónískt bronkítis
[breyta] Óbeinar reykingar
Lengi vel gerðu menn sér ekki grein fyrir því hve hættulegar reykingar voru. Nýlega hafa menn þó beint sjónum sínum að óbeinum reykingum og þeim skaða sem þær geta valdið. Óbeinar reykingar fela í sér hættu en vísindamenn greinir á um hve alvarleg hún er. Árið 2002 skoðuðu 29 vísindamenn frá 12 löndum margar þeirra rannsókna sem fjölluðu um hættu tóbaksreykinga með tilliti til krabbameins. Niðurstöður vísindamannanna var að óbeinar reykingar væru einnig krabbameinsvaldandi. [heimild vantar]