Icelandair
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Icelandair er alþjóðlegt flugfélag í eigu FL Group og er stærst á flestum flugleiðum sínum frá Keflavíkurflugvelli en fær samt þó nokkra samkeppni frá lággjaldafélaginu Iceland Express á nokkrum leiðum.
Efnisyfirlit |
[breyta] Leiðakerfi Icelandair
Leiðakerfi Icelandair byggist á staðsetningu Íslands á milli Evrópu og N-Ameríku og gefur möguleika á mjög stuttum ferðatíma á leiðinni yfir Atlantshafið. Staðsetning Íslands gefur einnig möguleika á mjög stuttum og í mörgum tilvikum stysta mögulega ferðatíma milli N-Ameríku og Indlands, Mið-Austurlanda og Suðaustur-Asíu.
Keflavíkurflugvöllur er miðstöð flugs Icelandair.
[breyta] Áfangastaðir
- Glasgow, Bretlandi
- London, Bretlandi
- Amsterdam, Hollandi
- París, Frakklandi
- Ósló, Noregi
- Kaupmannahöfn, Danmörku
- Stokkhólmur, Svíþjóð
- Helsinki, Finnlandi
- Berlín, Þýskalandi
- Frankfurt, Þýskalandi
- München, Þýskalandi
- Zürich, Sviss
- Mílanó, Ítalíu
- Madríd, Spáni
- Barcelona, Spáni
- Boston, Bandaríkjunum
- New York, Bandaríkjunum
- Baltimore-Washington, Bandaríkjunum
- Orlando, Bandaríkjunum
- Minneapolis-St. Paul, Bandaríkjunum
- San Francisco, Bandaríkjunum
Einnig hefur komið fram hjá fyrirtækinu að þeir hyggjast hefja flug til Indlands og Kína á næstu árum.
[breyta] Flugfloti
Icelandair rekur aðeins Boeing-þotur og eru þær flestar af gerðinni Boeing 757 og sumar þeira eru samnýttar með Loftleiðum og Icelandair Cargo.
Flugleiðir hafa samið við Boeing um kaup á fjórum Boeing 787 vélum fyrir Icelandair en sú fyrsta verður afhent 2010. Þær hafa mun meira flugdrægi en fyrri vélar félagsins.
[breyta] Farþegaþotur undir merkjum Icelandair
- TF-FIH — 757-208, Hafdís
- TF-FII — 757-208, Fanndís
- TF-FIJ — 757-208, Svandís
- TF-FIK — 757-28A, Sóldís
- TF-FIN — 757-208, Bryndís
- TF-FIO — 757-208, Valdís
- TF-FIV — 757-208, Guðríður Þorbjarnardóttir
- TF-FIP — 757-208, Leifur Eiríksson
- TF-FIR — 757-256
- TF-FIS — 757-256
- TF-FIU — 757-256
- TF-FIX — 757-308, Snorri Þorfinnsson
- TF-FIB — 767-383 ER
[breyta] Fragtþotur undir merkjum Icelandair Cargo
- TF-FIG — 757-23APF
- TF-FID — 757-23A
- TF-FIE — 757-200PCF
[breyta] Farþegarþotur undir merkjum Loftleiða Icelandic
- TF-FIT — 757-256
- TF-FIW — 757-200 ER
- TF-FIC — 767-300 ER
- TF-FIA — 767-300 ER
[breyta] Tilvísunarkóðar
- IATA FI
- ICAO ICE
[breyta] Tenglar
[breyta] Heimildir
- „Icelandair.is — Leiðakerfið“. Sótt 6. desember 2005.
- „Icelandair.is — Flugflotinn“. Sótt 6. desember 2005.
- „Loftfaraskrá Flugmálastjórnar“. Sótt 6. desember 2005.
- „Airliners.net“. Sótt 6. desember 2005.