Markús Árelíus
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Markús Árelíus Antonínus Ágústus (26. apríl 121 - 17. mars 180) var fimmti og síðasti keisarinn af hinum svokölluðu „fimm góðu keisurum“ sem ríktu frá 96 til 180. Markús Árelíus var einnig stóískur heimspekingur.
[breyta] FjölskyldaMarkús Árelíus var einbirni sonur hjónanna Dómitíu Lucillu og Markúsar Anníusar Verusar. Dómitía var af efnuðu fólki komin. Markús Anníus Verus taldi Trajanus keisara til frænda sinna. Sjálfur var hann mágur Antónínusar Píusar. Eftir dauða Markúsar Anníusar Verusar, 25. febrúar 138, ættleiddi Antónínus Píus Markús Árelíus rétt eins og Lucius Versus son Aeliusar Versusar. [breyta] Keisari[breyta] Sameiginleg stjórnVið dauða Antónínusar Píusar 7. mars 161 tók Markús Árelíus við krúnunni ásamt Luciusar Versusar. Á þeim tíma var ill mögulegt að kljást hvort tveggja við germanska þjóðflokka í norðri á sama tíma og barist væri við Persa í austri. Lucius Versus barðist við Persa framan af valdaferli sínum. Hann giftist Lucillu dóttur Markúsar Árelíusar.
[breyta] Stríð[breyta] Germanir og DónáGermanskir þjóðflokkar höfðu ráðist ítrekað á norðanverð landamæri Rómaveldis. Sérstaklega inn í Gallíu og yfir Dóná. Börðust Rómverjar undir stjórn Markúsar við germanska þjóðflokka á árunum, einkum við Marcomanni og Quadi 172 og 173 og svo við Sarmatia 174 og 174. Minntust menn þessara herferða með reisn. Í Róm var reist Súla Markúsar Árelíusar þar sem saga herferðanna var skráð. [breyta] PersarLucius Versus barðist við Persa um yfirráð yfir Armeníu og varðist árásum hins endurreista Persaveldis frá 162 til 166. Lucius endurheimti Armeníu úr höndum Persa árið 164. Persar voru lagðir að velli árið 166. [breyta] DauðiMarkús Árelíus andaðist 17. mars 180 í herleiðangri gegn Marcomanni og Quadi hvar nú stendur Vínarborg. Skömmu síðar voru Germönsku þjóðflokkarnir sigraðir. Ýmsir álita að Rómarfriði hafi lokið við andlát Markúsar Árelíusar. [breyta] Heimildir
|