Orkneyjar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Orkneyjar eru eyjaklasi 16 km norðan við norðurodda Skotlands, Katanes. Eyjarnar eru um 200 talsins, og um 20 þeirra eru byggðar. Stærsta eyjan er kölluð meginlandið þar sem höfuðstaðurinn Kirkwall er með um 7.000 íbúa, auk dómkirkju Magnúsar helga. Auk Kirkwall er eini eiginlegi bærinn Straumnes við vesturenda meginlandsins með um 2.000 íbúa.
Efnisyfirlit |
[breyta] Helstu eyjar
[breyta] Norðan við meginlandið
- Austursker (Auskerry)
- Egilsey (Egilsay)
- Eiðey (Eday)
- Eyjan helga (Eynhallow)
- Færey (Faray)
- Geirsey (Gairsay)
- Hjálpandisey (Shapinsay)
- Hrólfsey (Rousay)
- Norður-Rögnvaldsey (North Ronaldsay)
- Papey hin meiri (Papa Westray)
- Papey hin minni (Papa Stronsay)
- Sandey (Sanday)
- Strjónsey (Stronsay)
- Vesturey (Westray)
- Vigur (Wyre)
[breyta] Sunnan við meginlandið
- Borgarey (Burray)
- Flatey (Flotta)
- Grímsey (Graemsay)
- Háey (Hoy)
- Kolbeinsey (Copinsay)
- Suður-Rögnvaldsey (South Ronaldsay)
- Svíney (Swona)