Dave Grohl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

David Eric Grohl (fæddur 14. janúar 1969) er bandarískur tónlistarmaður, fæddur og uppalinn í Virginíu í Bandaríkjunum. Hann hefur verið í allnokkrum hljómsveitum t.d. Scream, Dain bramage og Nirvana. Dave spilaði á trommur með Nirvana frá 1990-1994. Eftir andlát vinar síns Kurts Cobain hélt Dave Grohl sínar leiðir og stofnaði hljómsveitina Foo Fighters og er þar aðalsöngvari og gítarleikari.


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það