Stuttnefja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stuttnefja
Ástand stofns: Í lítilli hættu
Stuttnefjur á Svalbarða.
Stuttnefjur á Svalbarða.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fugl (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Svartfuglaætt (Alcidae)
Ættkvísl: Uria
Tegund: U. lomvia
Fræðiheiti
Uria lomvia
(Linnaeus, 1758)

Stuttnefja (fræðiheiti: Uria lomvia) er strandfugl af svartfuglaætt og nokkuð lík langvíu. Hún er svört á höfði og baki en hvít að neðanverðu. Á veturnar fær hún hvíta vanga. Goggurinn er svartur, oddhvass og með hvítri rönd á jaðri efra skolts. Fætur eru svartir og augun svört. Merkilegt er að Stuttnefjan gerir sér ekki hreiður heldur verpir á bera klettasyllu en hana má helst finna í stórum hópum í Látravík, Hælavík og Hornbjargi. Lítið er vitað um ferðir hennar á veturnar en flestar langvíur eru hér frá byrjun apríl og fram til byrjun ágúst.


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .