Spjall:Forsíða/Eldri umræður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
100 greinar! Til hamingju allir íslenskir Wikipedíar! Næst er takmarkið 1000 greinar (og bæta þær eldri auðvitað, þetta á að snúast um gæði en ekki magn.) Biekko 01:39, 18 Mar 2004 (UTC)
Er ekki svoldið asnalegt að halda við þessum lista yfir greinar þegar sami listi er sjálfvirkt búinn til fyrir okkur af Wikipedia kerfinu, forsíðan er ekki alveg staður til að vera troða ýmsu dóti sem Special: er að búa til fyrir okkur finnst ykkur ekki? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 11:57, 25 Mar 2004 (UTC)
Auðvitað er þessi greinalisti hálf tilgangslaus. Ég held að við ættum að stefna á að hafa forsíðuna með svipuðu sniði og hún er á hinum norðurlandamálunum, dönsku, norsku eða sænsku.
Aðalatriðið ætti þó að vera að drífa í að þýða viðmótið. Það verk er sirka hálfnað, en þegar því er lokið er held ég fyrst hægt að segja að íslenski hlutinn sé virkur. Ert þú að þýða þetta viðmót? því ég var einnig byrjaður á því og það verk er sirca 31.016731016731016731% klárað ( já, ég mældi þetta ) --Ævar Arnfjörð Bjarmason 18:24, 6 Apr 2004 (UTC) --Ævar Arnfjörð Bjarmason 18:24, 6 Apr 2004 (UTC)
- Í sambandi við þýðinguna: Sjá frétt á forsíðu og LanguageIs.php
Eins og sjá má breytti ég forsíðunni. Ef þið hafið einhverjar aðrar hugmyndir um útlit hennar látið þá endilega vita. Þetta er að minnsta kosti betra en það var.
Það þarf að sjálfsögðu að viðhalda henni núna. "Í dag" hlutinn á að viðhalda sér sjálfur ef séð er til þess að alltaf sé til síða fyrir næstu daga sem heitir t.d. "MediaWiki:March_26". Semsagt MediaWiki og tvípunktur á undan mánaðarheiti á ensku, striki (underscore) og dagsetningu. Í þessu skjali ætti ekki að vera mikið meira en bara tvær eða þrjár línur. Það má t.d. finna hvað hefur gerst merkilegt á hverjum degi í enska hlutanum. Eða þeim danska, sænska, norska eða einhverjum öðrum. Vonandi verður svo bráðum búið að henda einhverju inn á íslensku fyrir flesta daga. Athugið það að þessi litla síða sem er sótt er ekki sú sama og t.d. "26. mars", það er önnur síða og þar ættu að vera mun meiri upplýsingar.
Annað sem er á forsíðunni þarf að breyta handvirkt. Ef eitthvað mjög fréttnæmt gerist er t.d. upplagt að skjóta því inn í rammann "Í fréttum" og taka eitthvað burt sem er ekki lengur í umræðunni. Það sama gildir t.d. ef einhver deyr. Í valdar greinar gæti verið snjallt að velja bestu greinarnar. A.m.k. til að byrja með. Það sem ég setti inn núna tengir ekki einu sinni í neina grein, þannig að það er auðvitað svolítið steikt. Ég þýddi bara norsku forsíðuna í flýti. En þetta er allt að koma hjá okkur.
Steinst 01:11 - 26. mars 2004
Á meðan þetta er svona lítið hjá okkur ennþá þá held ég að það sé algjör óþarfi að koma upp forsíðu sem krefst daglegra uppfærslna. Ég er sammála því að greinalistinn sem var þarna fyrir var óttalega bjánalegur og nýja útlitið er mjög gott fyrir utan það að nær allir tenglarnir sem þar birtast eru rauðir. Ég hef áhyggjur af því hvað það segir þeim sem eru að heimsækja þessa síðu í fyrsta skiptið, frekar vil ég að undir liðnum "Valdar greinar" sé linkað í vandaðar greinar sem eru til nú þegar. Það má svo hafa flokk líka fyrir "Þarfar greinar" sem getur verið fullur af rauðum tenglum.
En ef það er einhver tilbúinn að tryggja það að forsíðan sé uppfærð daglega þá hef ég ekkert við það að athuga að þessir liðir tengdir deginum í dag séu til staðar, það væri samt betra ef að sú orka sem fer í það að viðhalda forsíðunni færi í það að skapa nýjar greinar og bæta við þær eldri þannig að fáum fleiri nýliða til að ganga til liðs við þetta verkefni, fólk þarf að sjá það að þetta sé ekki til neins. Biekko 01:24, 26 Mar 2004 (UTC)
Síðan krefst ekki daglegra uppfærslna. Hún uppfærir sig sjálf daglega með því að sækja síðuna MediaWiki:nóvember_23 (lítið á edit á forsíðunni til að sjá hvernig hún er sótt). Það eina sem þarf að vera til er skráin sem vísað er í. Ég hef nú þegar búið til skrár fyrir næstu daga. Það tekur svona u.þ.b. þrjár mínútur að útbúa hverja fyrir sig.
Ég er hins vegar sammála því að við ættum að linka í greinar sem eru til staðar. Það ætti svo sem ekki að vera stórmál, og þarf svosem ekki að breyta þar til nema á viku eða tveggja vikna fresti. Þá er bara að velja eitthvað almennilegt.
Ég setti inn nýja tengingu í "valdar greinar" og linkaði á greinina um Bjartmar Guðlaugsson. Ég setti líka inn litla mynd af plötualbúmi einnar af plötunum hans. Myndin er auðvitað ekki fengin með leyfi útgefanda, en myndir af plötuumslögum eru algengar á ensku síðunni þar sem menn virðast fella svona notkun undir fair use.
Steinst
200 greinar ! Mjög gott :)
gdh
[breyta] Ég er orðlaus!
Í tengslum við nám mitt þá datt ég inn á enska hluta Wikipedia og hafði mikið gagn og gaman að. Svo sé ég að það er verið að búa til Íslenska síðu! Þar sem mér finnst þetta frábært framtak þá vil ég endilega leggja mitt af mörkum til að íslenska síðan vaxi sem mest og hraðast. Langar mig í því sambandi til að komast í samband við þann eða þá aðila sem hefur/hafa yfirumsjón með henni. Veit einhver hvernig maður kemst í samband við þá? -Kv. HAG
- Í raun hafa allir þeir yfirumsjón með síðunni sem vilja, þannig virkar Wikipedia. :-) Allavega þeirri hlið sem snýr að efni síðunnar, tæknilega hliðin er í höndum einhverra gúrúa í útlöndum sem ég kann ekki deili á en þeir eiga sitt athvarf á meta.wikipedia.org. Allavega, ef þig langar til að leggja þitt af mörkum til útþenslu Íslenskrar Wikipedia þá er bara um að gera að demba sér beint í það að breyta greinum og bæta við, þá verður þú "umsjónarmaður" með síðunni með okkur hinum. Velkomin/n! --Biekko 16:30, 7 May 2004 (UTC)
- Þetta er í raun voðalega "þú gerir það sem þú vilt" kerfi, það eru nokkrir "klassar" af notendum hinsvegar, venjulegir notendur eins og þú, stjórnendur og þróunaraðilar, auk annara sem ekki er mikilvægt að nefna, stjórnendur eru hinsvegar ekkert meira við stjórn en aðrir, þeir sjá bara um að viðhalda ýmsu í sambandi við alfræðiorðabókina. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 13:46, 21 Jun 2004 (UTC)
Ég held að það ætti að vera svolítið takmark hjá okkur að skrifa upp allar greinarnar á forsíðunni, upp á "útlitið" að gera. Það er líka svolítið um það að fólk veit ekki alveg hvar það á að byrja... þá myndi þessi grunnur hjálpa mikið til við að taka skrekkinn úr fólki.
Annað forgangsatriði er að klára að þýða viðmótið... er einhver sem að er svona "í því"?
--Smári McCarthy 00:05, 22 May 2004 (UTC)
- Er þessi þýðing svo ekkert á leiðinni? Meira að segja Wikipedia á Kaszebci (mál talað af einhverju litlu þjóðarbroti í Póllandi) er komið sem sína þýðingu, af hverju gengur þetta ekkert hjá okkur? Ég athugaði stöðuna áðan og mestöll forsíðan virðist vera þýdd, það á bara eftir að smella þessu inn, af hverju er það ekki gert? Ég veit að við kunnum öll ensku, en það sést berum augum að þetta er nú ekkert sérstaklega smart.--Martewa 20:31, 9 Jun 2004 (UTC)
-
- Það sem mér finnst aðallega að mætti bæta er að taka ekki of stórt upp í sig, það er enginn möguleiki að allar þessar fréttir sem bætast við á forsíðuna klárist, og á meðan það er ekki lítur þetta ögn yfirþyrmandi út. Er ekki málið að byrja aðeins smærra og vinna sig svo upp meðan við erum ekki með mannskap í þetta.
-
- Eitt annað, sem stjórnandi á ensku wikipedia veit ég að stjórnendur geta af-verndað ýmsar síður, þar á meðal það sem er í MediaWiki: flokknum, er ekki málið að gera það svo allir geti hjálpað til með þýðinguna, efa að fólk fari að skemmileggja þetta eitthvað þar eð þetta er alllt svo smátt og vinalegt hérna;=)
-
- Og já, þessi síða á að vera tal um forsíðuna ekki eitthvað bull um hin og þessi málefni, einhver með sniðuga þýðingu á Village Pump svo við getum sett up Community portal? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 13:46, 21 Jun 2004 (UTC)
Ég er að endurskrifa forsíðuna í mynd en. á Forsíða/temp, endilega kíkið á og haldið áfrám þýðingu, þetta er allt komið í Template: sem er svo sett inn í efnið. Reyna að hafa þetta lítið, sérstaklega Snið:Í fréttum ( sem á eftir að skrifa ). Núverandi forsíðan er bara skrímsli með allar þessar 'valdar greinar' sem eru svo flestar ekki til., Það sem þarf að gera er að þýða þetta betur og ná svo í þessar Template:'s af en., færa hingað og þýða. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:09, 23 Jun 2004 (UTC)
- Munu ekki þessar valdar greinar hvetja fólk til að skrifa eitthvað í umræðuefnin sem eru linkuð? Allavega voru einhverjar af greinunum búnar til innan nokkurra daga frá birtingu. En annars var það ég sem skrifaði þennan annál í tilefni af 17. júní, þar sem það var nú 60. ára afmæli lýðveldisins og ég vildi hafa eitthvað sérstakt. Ef þú ætlar að stroka þetta út, gæturðu sett það á síðu þar sem efnið passar inn í? Það tók mig margar klst. að taka þetta saman. --Svavar L 23:12, 23 Jun 2004 (UTC)
- Ég ætla ekki að stroka þetta út, málið er að forsíðan á að vera neat, lean portal, hún er bara orðin allt of stór núna. Stroka þetta eðlilega ekki út, færa þetta kannski á 'greinar sem beðið er um' sumt. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 14:10, 24 Jun 2004 (UTC)