Spjall:Gauß-eyðing
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Afhverju ætti íslenska wikipedia að skrifa Gauss með ß þegar engar wikipediur nema sú þýska og sú katalónlska gera það einnig? Ef það er réttara hefði ég gaman að sjá hvernig því yrði tekið ef einhver færi á t.a.m. ensku wikipediu og breytti allstaðar þar sem stendur Gauss í Gauß... Orri 05:21, 17 ágúst 2006 (UTC)
- Reyndar hefur hvert tungumál sínar eign hefðir og venjur um umritun erlendra nafna þannig að þótt enska Wikipedian og Wikipediur á öðrum málum skrifi ekki Gauss með ß, þá hefur það nákvæmlega ekkert að segja um hvernig íslenska Wikipedian ætti að skrifa nafnið. Með því er þó ekki sagt að við ættum að skrifa Gauß en þessi tilteknu rök duga varla til að sýna að við ættum ekki að gera það. Það mætti á hinn bóginn segja sem svo að þetta sé Wikipedia á íslensku og ætti því að vera skrifuð með íslensku stafrófi; ß er vitaskuld ekki í íslenska stafrófinu. Þar af leiðandi ættum við ekki að nota ß (nema auðvitað í sviga í greininni sjálfri til útskýringar). Við skrifum nöfn eins og þau eru á frummálinu að því marki sem stafrófið leyfir, en við notum t.d. ekki japanska, kínverska, kóreska, gríska eða rússneska stafi í titlum greina og því mætti segja að ß ætti í rauninni ekki að vera í titli greinar heldur. Nú hendi ég þessu bara svona fram til að sjá hvað menn segja. En ég held að þetta séu fyrst og fremst þau rök sem við ættum að taka afstöðu til. Það skiptir minna máli hvers konar hefðir liggja til grundvallar meðferðar erlendra nafna á hinum málunum. --Cessator 06:00, 17 ágúst 2006 (UTC)
- Þetta er að vissu leyti rétt, við notum ekki stafinn ß. Engu að síður hlýtur hann að teljast hluti latneska stafrófsins, í það minnsta er hann notaður sem slíkur í þýsku. Það er stafrófið sem íslenskan notar. Reyndar með nokkrum stöfum, svo sem c og w sleppt, en við notum þá engu að síður í greinarnöfnum (sjá m.a. umræðuna um Júlíus Caesar) þó við notum þá ekki í venjulegri íslensku, svo ég held að sömu rök megi nota um ß. --Sterio 07:54, 17 ágúst 2006 (UTC)
- Við notum afbrigði af latneska stafrófinu, ekki sama afbrigðið og Þjóðverjar nota. Í okkar afbrigði af stafrófinu eru stafirnir c, q, w og z notaðir en sjaldan, t.d. í nöfnum margra Íslendinga (ég geri ráð fyrir að nöfn allra Íslendinga eins og þau eru rituð í Þjóðskrá teljist rituð með íslensku stafrófi). Hins vegar er ß ekki notað á sama hátt. Það má svo sem geta þess líka að á íslensku lyklaborði eru stafirnir c, q, w og z en ekki ß. --Cessator 08:16, 17 ágúst 2006 (UTC)
- Ég hljóma örugglega eins og ég hafi sterkari skoðanir á þessu en ég hef í raun. Mín vegna má þetta ß vera þarna :) --Cessator 08:25, 17 ágúst 2006 (UTC)
- Við notum afbrigði af latneska stafrófinu, ekki sama afbrigðið og Þjóðverjar nota. Í okkar afbrigði af stafrófinu eru stafirnir c, q, w og z notaðir en sjaldan, t.d. í nöfnum margra Íslendinga (ég geri ráð fyrir að nöfn allra Íslendinga eins og þau eru rituð í Þjóðskrá teljist rituð með íslensku stafrófi). Hins vegar er ß ekki notað á sama hátt. Það má svo sem geta þess líka að á íslensku lyklaborði eru stafirnir c, q, w og z en ekki ß. --Cessator 08:16, 17 ágúst 2006 (UTC)
- Þetta er að vissu leyti rétt, við notum ekki stafinn ß. Engu að síður hlýtur hann að teljast hluti latneska stafrófsins, í það minnsta er hann notaður sem slíkur í þýsku. Það er stafrófið sem íslenskan notar. Reyndar með nokkrum stöfum, svo sem c og w sleppt, en við notum þá engu að síður í greinarnöfnum (sjá m.a. umræðuna um Júlíus Caesar) þó við notum þá ekki í venjulegri íslensku, svo ég held að sömu rök megi nota um ß. --Sterio 07:54, 17 ágúst 2006 (UTC)