Lopapeysa
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lopapeysa er handprjónuð peysa úr íslenskri ull. Hefðbundnar lopapeysur eru í sauðalitum með tvíbönduðu mynstri á hringlaga herðastykki. Þær komu fyrst fram á 6. áratugi 20. aldar en óvíst er hvar og hvernig. Ein tilgáta er að mynstrin séu tilkomin vegna áhrifa frá perlusaumi á grænlenskum kvenbúningum og önnur að þau endurspegli áhrif frá peysum sem farið var að prjóna í Bohusléni í Suður-Svíþjóð á 5. áratugnum.
[breyta] Heimild
- „Íslenska lopapeysan“. Sótt 28. júlí 2006.
Flokkar: Stubbar | Handavinna | Ull