Húsavík í Víkum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Húsavík er önnur stærst nokkurra víkna í svokölluðum Víkum sem er geysivinsælt útivistarsvæði á milli Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarðar. Í Húsavík er samnefnt býli sem er vel við haldið og gömul sveitakirkja. Innihald gamla kirkjugarðsins í Húsavík hefur komið betur í ljós undanfarna áratugi því kirkjugarðurinn er alveg við sjávarbakkann og sjórinn hefur verið iðinn við að draga fram í dagsljósið forn mannabein og líkkistur. Heldur hefur þó dregið úr því undanfarin ár.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana