Iceland Express

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Iceland Express
Gerð: Ferðaskrifstofa
Slagorð: Iceland's low-fare airline
Stofndagur: 2002
Staðsetning: Suðurlandsbraut 24, Reykjavík
Lykilmenn: Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri
Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður
Starfsemi: Skipulag áætlunarflugs
Vefslóð: http://www.icelandexpress.is, http://www.icelandexpress.com

Iceland Express er íslensk ferðaskrifstofa í eigu Fons eignarhaldsfélags og skipuleggur ferðir frá Keflavíkurflugvelli.

Fyrirtækið fékk ferðaskrifstofuleyfi á Íslandi frá samgönguráðherra þann 17. desember 2002 og hóf í kjölfar þess starfsemi árið 2003.

Árið 2005 festu eigendur Iceland Express kaup á dönsku flugfélögunum Sterling og Maersk Air. Eftir að hafa sameinað þau í eitt seldu þeir FL Group fyrirtækin og fengu í skiptum hlutabréf í FL Group.

Efnisyfirlit

[breyta] Flugfloti

Félagið á hvorki né rekur flugvélaflotann sem það notar auk þess sem það hefur ekki flugmenn í vinnu. Eftir stækkun leiðarkerfisins sumarið 2006 leigir félagið þrjár vélar af gerðinni MD-90 af svissneska flugfélaginu Hello. Skráningarnúmer þeirra véla eru HB-JIC, HB-JID og HB-JIF.

Félagið hefur áður leigt þotur frá eftirfarandi flugfélögum:

  • Boeing 737-300 (G-STRB og G-STRE) af breska flugfélaginu Astraeus.
  • Airbus A320 (S5-AAB) af slóvenska flugfélaginu Adria.
  • McDonnell Douglas MD-82 (TF-JXA og TF-JXB) af íslenska flugfélaginu JetX sem áður voru í eigu skandinavíska flugfélagsins SAS.

[breyta] Áætlun og leiðakerfi

Iceland Express flýgur frá Keflavíkurflugvelli til eftirfarandi flugvalla í Evrópu:

  • Kaupmannahöfn (CPH), 1-2x daglega
  • London (STN), daglega
  • Alicante (ALC), 1-2x í viku
  • Berlín (SXF), 2x í viku
  • Frankfurt Hahn (HHN), 2x í viku til 8. janúar 2007
  • Fredrichshafen (FDH), 1-2x í viku frá 30. desember 2006 til 3. mars 2007
  • Gautaborg (GOT), frá 15. maí 2007
  • Stokkhólmur (ARL), frá 15. maí 2007

Haustið og veturinn 2006 beint frá Akureyri til Kaupmannahafnar og London.

[breyta] Tenglar

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Iceland Express er að finna á Wikimedia Commons.


[breyta] Heimildir

Á öðrum tungumálum