Sólkerfi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sólkerfi er samnefnari fyrir tiltekna stjörnu og fylgihnetti hennar (plánetur, halastjörnur, lofsteinar og fleira). Að öllu jöfnu er ekki talað um sólkerfi nema stjarna hafi fylgihnetti - stakar stjörnur eða tvístirni eru því vanalega ekki talin til sólkerfa.
Best þekkta sólkerfið er það sólkerfi sem inniheldur sólina og jörðina, og nefnist það einfaldlega sólkerfið.