Holtahreppur (A-Skaftafellssýslu)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Holtahreppur var hreppur í austanverðri Austur-Skaftafellssýslu. Hreppurinn dró nafn sitt af Holti á Mýrum og náði hann frá sýslumörkum í austri yfir Lón, Nes og Mýrar, allt vestur að Heinabergsvötnum.

Árið 1801 var hreppnum skipt í tvennt um Vestrahorn. Varð eystri hlutinn að Bæjarhreppi og hinn vestari að Bjarnaneshreppi.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana