Ólafur Jóhannes Einarsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ólafur Jóhannes Einarsson (fæddur 27. mars 1974) er íslenskur lögfræðingur sem starfað hefur hjá Umboðsmanni Alþingis, á skrifstofu Háskólarektors og á lögmannsstofunni Logos, auk stundakennslu við Háskóla Íslands. Hann var í sigurliði Menntaskólans í Reykjavík í Gettu betur árin 1993 og 1994 auk þess að keppa fyrir Íslands hönd í Norðurlandamótinu í skólaskák fyrir hönd Hagaskóla.