24. mars

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

FebMarsApr
Su Þr Mi Fi La
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
2006
Allir dagar

24. mars er 83. dagur ársins (84. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 282 dagar eru eftir af árinu.

[breyta] Atburðir

  • 1401 - Timur Lenk, höfðingi Mongóla, lagði undir sig Damaskus.
  • 1548 - Gissur Einarsson biskup í Skálholti lést. Hann var fyrsti lútherski biskupinn á Íslandi.
  • 1603 - Jakob VI Skotakonungur varð jafnframt Jakob I Englandskonungur og var þar með komið á konungssamband á milli landanna tveggja. Jakob var sonur Maríu Stuart Skotadrottningar, sem Elísabet I Englandsdrottning hafði í haldi og lét hálshöggva vegna þátttöku í samsæri um að velta henni úr sessi.
  • 1959 - Reglugerð var sett um stefnuljós á bifreiðum og önnur um umferðarmerki.
  • 1973 - Kjarvalsstaðir á Miklatúni í Reykjavík voru formlega opnaðir með stórri sýningu á verkum Jóhannesar S. Kjarvals listmálara.
  • 1974 - Varðskipið Týr kom til landsins.
  • 1975 - Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra var sakaður um að vantelja greiðslur til sín frá Hafskip og sagði af sér þess vegna. Eftir það stofnaði hann Borgaraflokkinn, sem náði nokkru óánægjufylgi í kosningum mánuði síðar.
  • 1976 - Argentínski herinn steypti Ísabellu Perón af stóli.
  • 1999 - NATO varpaði sprengjum á skotmörk í Júgóslavíu.


[breyta] Fædd


[breyta] Dáin

  • 1844 - Bertel Thorvaldsen, myndhöggvari (f. 1770).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)