Fréttablaðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forsíða Fréttablaðsins 8. júlí 2005. Árásirnar á London.
Enlarge
Forsíða Fréttablaðsins 8. júlí 2005. Árásirnar á London.

Fréttablaðið er íslenskt dagblað sem gefið hefur verið út frá 2001. Útgefandi blaðsins er fyrirtækið 365 miðlar sem einnig rekur Stöð 2, NFS og gefur út blöðin Birtu, DV, Sirkus Rvk. og Hér og nú. Ritsjórar Fréttablaðsins eru Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson en fréttaritstjóri er Pétur Gunnarsson. Sigurjón M. Egilsson sem lengi starfaði sem fréttaritstjóri ásamt Pétri tilkynnti uppsögn sína í júlí 2006 og tók við starfi ritstjóra Blaðsins.

Blaðinu er dreift ókeypis í hús á höfuðborgarsvæðinu og sumstaðar á landsbyggðinni.

[breyta] Tengill

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.  

Á öðrum tungumálum