10. september

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

ÁgúSeptemberOkt
Su Þr Mi Fi La
  1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
2006
Allir dagar

10. september er 253. dagur ársins (254. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 112 dagar eru eftir af árinu.


[breyta] Atburðir

  • 1908 - Fyrstu almennu leynilegar kosningar til Alþingis voru haldnar. Áður hafði verið kosið í heyranda hljóði. Þátttaka stórjókst og fór í 75,5%.
  • 1908 - Bann við innflutningi áfengis var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og gekk bannið í gildi 1. janúar 1912. Framleiðslubann gekk svo í gildi þremur árum síðar.
  • 1911 - Minnisvarði eftir Einar Jónsson um Jón Sigurðsson var afhjúpaður framan við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík. Síðar var styttan flutt á Austurvöll.
  • 1942 - Þýsk orrustuflugvél gerði árás á tvo bæi á Breiðdalsvík og á 5 báta úti fyrir Austurlandi. Skemmdir urðu á húsum, en fólk slapp án meiðsla.
  • 1950 - Í Hellisgerði í Hafnarfirði var afhjúpaður minnisvarði um Bjarna Sívertsen riddara, sem hóf verslun í Hafnarfirði 1793 og hefur verið nefndur faðir staðarins.

[breyta] Fædd

[breyta] Dáin

Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)