Norræn samvinna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kort af Norðurlöndum frá 1539 gert af Olaus Magnus (er nú á James Ford Bell Library, University of Minnesota
Enlarge
Kort af Norðurlöndum frá 1539 gert af Olaus Magnus (er nú á James Ford Bell Library, University of Minnesota

Norræn samvinna hefur í einhverri merkingu átt sér stað frá upphafi búsetu á slóðum núverandi Norðurlanda. Frá því að ríki fóru að myndast á tíundu öld einkenndust samskipti þeirra mest af valdabaráttu, styrjöldum og ágreiningi. Ekki síst eftir að Norðurlönd skiptust í tvær fylkingar eftir upplausn Kalmarsamabandsins 1521, annars vegar danaveldi með yfirráðum yfir Noregi, Íslandi og Færeyjum og síðar einnig Grænlandi og hins vegar Svíþjóð með Finnland sem ríkishluta.

Á nítjándu öld urðu gagngerar breytingar á samstarfi Norðurlanda, þar sem oft tókust á andstæðar hugmyndir: Skandinvisminn, sem vildi sameina öll löndin, og þjóðerinshyggja, sem leitaði eftir auknu sjálfstæði Noregs, Íslands og Finnlands (sem þá var hluti af Rússlandi sem Stórfurstadæmið Finnland), svo nokkuð sé nefnt. Sjálfstæði Noregs, Íslands og Finnlands þegar á leið tuttugustu öldina leiddi til nýrrar stöðu í samstarfinu. Kalda stríðið og myndun Kol og stálbandalagsins (sem síðar varð Evrópusambandið) sköpuðu nýjar forsendur og kröfur um samstarf Norðurlanda. Það leiddi til stofnunar Norðurlandaráðs 1952 og Norrænu ráðherranefndarinnar 1971. Lok Kalda stríðsins og umsteypa alþjóðlegara stórnmála í kjölfar þess breyta mjög forsendum pólitískrar samvinnu Norðurlanda og er enn óséð hverning henni verður háttað næstu áratugina.


[breyta] Ítarefni