Skarðshreppur (Dalasýslu)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skarðshreppur var hreppur í Dalasýslu, norðan á Klofningsnesi, kenndur við bæinn Skarð á Skarðsströnd.
Hreppurinn varð til árið 1918 við skiptingu Skarðsstrandarhrepps í Skarðshrepp og Klofningshrepp. 1. september 1986 var svo Klofningshreppi skipt upp á milli nágrannahreppanna og féll þá nyrðri hlutinn í hlut Skarðshrepps.
Hinn 11. júní 1994 sameinaðist Skarðshreppur 5 öðrum hreppum: Fellsstrandarhreppi, Haukadalshreppi, Hvammshreppi, Laxárdalshreppi og Suðurdalahreppi undir nafninu Dalabyggð.