Sammengi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Venn-mynd af sammengi A og B (lesið „A sam B“)
Enlarge
Venn-mynd af sammengi A og B (lesið „A sam B“)

Sammengi n mengja er í mengjafræði það mengi sem inniheldur allt sem tilheyrir hverju mengjanna sem er en engu utan þeirra. Sammengi mengjanna A og B er lesið „A sam B“ og táknað A \cup B, formlega eru stök í sammenginu skilgreind sem:

i er stak í A \cup B eff i er stak í A eða B.