Óákveðin heildi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Óákveðið heildi er sú heildunaraðgerð í örsmæðareikningi sem notuð er þegar finna þarf heildi falls á ótilgreindu bili. Hún er þannig fyrir fallið f(x) þegar heildað er með tilliti til x:
Til dæmis:
Í óákveðnum heildum er ávalt lagt C við útkomuna, en það er óákveðinn fasti (e. arbitrary constant), þ.e., tala sem er ekki þekkt en er alltaf til staðar.
Ástæðan fyrir tilvist þessarar viðbættu tölu felst í því hvernig afleiða fallsins er fundin - þegar að 2x5 + 100, sem dæmi, er diffrað, fæst , og þá sést að talan 100 glataðist í útreikningnum. Þegar að við heildum þessa afleiðu, þá þurfum við að endurheimta þessa tölu. Ef að heildið er ákveðið þá er það sjálfgefið, þar sem að þessi fasti reiknast inn í niðurstöðuna - en ef að unnið er á ótilgreindu bili þá er ómögulegt að gefa sér hver þessi tala er, og köllum við hana því C.