Gozewijn Comhaer
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gozewijn Comhaer (um 1375 – 20. júlí 1447) var Skálholtsbiskup frá 1437 eftir konungsskipan, en faðir hans var gullsmiður og varð myntsláttumeistari Eiríks af Pommern. Gozewijn fæddist í Deventer í Hollandi og gekk í karþúsarregluna. 1407 var hann kjörinn príor í klaustrinu í Zelem í Belgisch-Limburg. Sjö árum síðar hélt hann til móðurklaustursins Grande Chartreuse við Grenoble í Frakklandi. Hann ferðaðist á vegum reglunnar um Norður-Þýskaland og Danmörku og kynntist konungi í gegnum föður sinn. 1437 var hann gerður að biskupi yfir Skálholti á Íslandi.
Tveimur árum fyrir dauða sinn hélt hann til Englands og komst þaðan til Hollands, þaðan sem hann hélt til Grande Cartreuse þar sem hann lést.
Fyrirrennari: Jón Vilhjálmsson Craxton |
|
Eftirmaður: Marcellus |
[breyta] Heimildir
- Scholtens, H.J.J., „Gozewijn Comhaer, karthuizer en bisschop van IJsland, een bijdrage tot zijn biographie“, Archief voor de geschiedenis van het aartsbisdom Utrecht, dl. 52, Utrecht, 1926.
- Piebenga, Gryt Anne, „Gozewijn Comhaer“, Spiegel Historiael, 1977.
- Piebenga, Gryt Anne, „Gozewijn Comhaer Skálholtsbiskup 1435-1446“, Saga XXV, Reykjavík, Sögufélag, 1987, s. 195-204.