Spjall:Lönd eftir stærð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er ég einn um það að vera óhress með þessa fyrirsögn? Mér finnst hún alls ekki geta gengið og hún nauðgar minni málkennd. Einu sinni breytti ég henni í Lönd eftir stærð (að mig minnir), en einhver sá sig tilneyddan að breyta því til baka. Ef hann hefði nú bara séð sóma sinn í að hafa það þá Listi yfir lönd eftir stærð (eða flatarmáli) væri ég ánægður. Hvað finnst öðrum hér? --Moi 23:14, 11. júní 2005 (UTC)

110% Sammála. Úff, mikið er ég feginn. Hélt að það væri eitthvað mikið að mér. Listi yfir lönd eftir flatarmáli er ágætur titill. -- Akigka
Jamm auðvitað, eða bara Lönd eftir flatarmáli sbr. lönd eftir mannfjölda. Ég veit ekki hversvegna það er nauðsynlegt að taka fram að þetta sé listi, held að það hljóti að vera augljóst. --Bjarki Sigursveinsson 23:43, 11. júní 2005 (UTC)
Sammála Bjarka. Mig minnir að ég hafi á sinni tíð kallað þetta Lönd eftir stærð og sé ekki þörf fyrir orðið listi í fyrirsögninni, þó að ég sé ekki að finna að því sem slíku, heldur þessari furðulegu samsetningu orðanna hér að ofan. --Moi 00:02, 12. júní 2005 (UTC)
Þetta er sem betur fer lítið mál hvað varðar tilvísanirnar, landagreinarnar vísa nefnilega allar á Lönd eftir stærð, því var greinilega aldrei breytt yfir á þennan óþjála titil.--Bjarki Sigursveinsson 00:06, 12. júní 2005 (UTC)