Spjall:Jörðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þetta er í tengslum við það sem Friðrik sagði við síðustu breytingu, að koldíoxíð og koltvísýringur væri ekki það sama. Ertu viss? Ég er nú enginn efnafræðingur en kol-ið er það sama, dí þýðir tví, og oxíð og sýringur hélt ég að þýddi það sama (því oxíð ætti við það sem á t.d. ensku kallast oxygen og sýringur á við súrefni). --Sterio 1. júlí 2006 kl. 11:05 (UTC)

Koltvísýringur og koldíoxíð er það sama. --Cessator 1. júlí 2006 kl. 11:34 (UTC)
Kolsýra er koldíoxíð lausn (sjá, en:Carbonic acid og en:carbon dioxide). Koltvísýringur er bara rangt efnafræðilegt nafn eftir því sem ég best veit enda koldíoxíð sem loftegund ekki súr. Ég held alveg örugglega að ég sé að fara með rétt mál. Annars er ég ekki efnafræðingur frekar en þið. ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. júlí 2006 kl. 11:51 (UTC)
Eða ég er að rugla saman orðunum sýra og sýringur. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. júlí 2006 kl. 11:59 (UTC)
Já, -sýringur er notað um oxíð, kolsýringur er kolmónoxíð og koltvísýringur er koldíoxíð. --Cessator 1. júlí 2006 kl. 12:02 (UTC)