18. ágúst

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

JúlÁgústSep
Su Þr Mi Fi La
  1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31  
2006
Allir dagar

18. ágúst er 230. dagur ársins (231. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 135 dagar eru eftir af árinu.


[breyta] Atburðir

  • 1786 - Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi ásamt Grundarfirði, Ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum. Þetta ár voru Íslendingar 38 þúsund, en Reykvíkingar töldust 167.
  • 1886 - Haldið var upp á afmæli Reykjavíkurkaupstaðar með samkomu á Austurvelli og samsæti á Hótel Íslandi. Bæjarbúar töldust vera 3540 og því var spáð að þeir yrðu tífalt fleiri árið 1986, en sá fjöldi náðist fyrir 1940.
  • 1945 - Svavar Guðnason, listmálari, sýndi verk sín í Listamannaskálanum og var þetta fyrsta sýning á Íslandi þar sem öll verkin voru abstrakt.
  • 1954 - Minnismerki um Skúla Magnússon landfógeta var afhjúpað í gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti í Reykjavík. Guðmundur Einarsson frá Miðdal er höfundur verksins, sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur gaf.
  • 1957 - Á frjálsíþróttamóti í Reykjavík voru sett tvö Íslandsmet, sem bæði stóðu lengi. Hilmar Þorbjörnsson hljóp 100 metra á 10,3 sekúndum og Pétur Rögnvaldsson hljóp 110 metra grindahlaup á 14,6 sekúndum.
  • 1961 - Grasagarðurinn í Laugardal í Reykjavík var formlega opnaður.
  • 1962 - Nýtt dagblað, Mynd, dagblað, óháð, ofar flokkum, hóf göngu sína í Reykjavík. Það kom út þar til 28. september sama ár.
  • 1966 - Tekin var fyrsta skóflustunga að myndlistarhúsi á Miklatúni. Það gerði Jóhannes S. Kjarval og var húsið síðar nefnt Kjarvalsstaðir honum til heiðurs.
  • 1986 - Haldið var upp á 200 ára kaupstaðarafmæli Reykjavíkur. Talið var að 70 - 80 þúsund manns hafi verið í miðbænum þegar mest var. Þar var í boði stærsta terta, sem sögur fara af á Íslandi, 200 metra löng. Íslenska ríkið gaf Reykjavíkurborg Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju í afmælisgjöf. Flugeldasýning var rétt fyrir miðnættið.
  • 1988 - Endurbótum lauk á Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju.
  • 1990 - Listaverkið Sólfar eftir Jón Gunnar Árnason var afhjúpað við Sæbraut í Reykjavík.
  • 1992 - Maður grunaður um fíkniefnasölu var handtekinn í Mosfellsbæ og fundust 1,2 kílógrömm af kókaíni í bíl hans. Í aðgerð lögreglunnar varð lögreglumaður fyrir mjög alvarlegu slysi.


[breyta] Fædd


[breyta] Dáin

Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)