Skólahljómsveit Kópavogs
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skólahljómsveit Kópavogs er íslensk skólalúðrasveit, stofnuð af Birni Guðjónssyni trompetleikara árið 1966. Um 150 hljóðfæraleikarar eru að jafnaði í hljómsveitinni, en henni er skipt niður í þrjár sveitir, A-sveit, B-sveit og C-sveit, með tilliti til aldurs og getu. Frá stofnun var aðalstjórnandi og skólastjóri sveitarinnar Björn Guðjónsson, en árið 1993 tók Össur Geirsson, básúnuleikari og útsetjari, við starfinu, og gegnir því enn í dag.
Lengst hafði hljómsveitin aðstöðu í kjallara íþróttahúss Kársnesskóla, eða frá stofnun til ársins 1996, þegar hún fluttist í Ástún 6 í Kópavogi. Árið 1999 fluttist hljómsveitin í nýuppgert æfinga- og kennsluhúsnæði í íþróttahúsi Digraness við Skálaheiði í Kópavogi, þar sem hún er til húsa í dag.
Lúðrasveitir í SÍSL |
---|
Skólahljómsveit Akraness | Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri | Skólahljómsveit Austurbæjar | Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts | Skólalúðrasveit Blönduóss | Skólahljómsveit Bolungarvíkur | Lúðrasveit Borgarness | Tónlistarskóli Dalasýslu | Lúðrasveit Eski- og Reyðafjarðar | Skólalúðrasveit Tónskóla Fáskrúðsfjarðar | Tónskóli Fljótsdalshéraðs | Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar | Skólahljómsveit Grafarvogs | Lúðrasveit Grundarfjarðar | Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar | Lúðrasveit Hafralækjarskóla | Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Vestur-Húnavatnssýslu | Lúðrasveit Tónlistarskóla Húsavíkur | Lúðrasveit Hveragerðis | Blásarasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar | Skólahljómsveit Kópavogs | Skólahljómsveit Mosfellsbæjar | Skólahljómsveit Mýrdalshrepps | Lúðrasveit Tónskóla Neskaupstaðar | Lúðrasveit Tónlistarskóla Rangæinga | Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar | Lúðrasveit Tónlistarskóla Sandgerðis | Lúðrasveit Tónlistarskólans á Sauðárkróki | Skólalúðrasveit Selfoss | Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness | Skólalúðrasveit Seyðisfjarðar | Blásarasveit Tónskóla Sigursveins og Tónmenntaskóla Reykjavíkur | Lúðrasveit Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu | Lúðrasveit Snæfellsbæjar | Lúðrasveit Stykkishólms | Skólalúðrasveit Vestmannaeyja | Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar | Skólahljómsveit Grunnskólans í Þorlákshöfn |