Kaupfélag Eyfirðinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kaupfélag Eyfirðinga
Merki KEA
Gerð: Samvinnufélag
Slagorð: n/a
Stofndagur: 19. júní 1886
Staðsetning: Glerárgötu 36,
600 Akureyri
Lykilmenn: Hannes Karlsson formaður stjórnar, Björn Friðþjófsson varaformaður, Jónhannes Ævar Jónsson ritari
Starfsemi: Fjárfestingar félagsmanna
Vefslóð: http://www.kea.is
Gamla KEA merkið
Enlarge
Gamla KEA merkið
Gömlu höfuðskrifstofur KEA, Hafnarstræti 91
Enlarge
Gömlu höfuðskrifstofur KEA, Hafnarstræti 91

Kaupfélag Eyfirðinga er íslenskt fyrirtæki sem stofnað var 1886 sem kaupfélag.

Efnisyfirlit

[breyta] Saga Kaupfélags Eyfirðinga

Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað þann 19. júní 1886 á Grund í Eyjafirði. Kom þar saman hópur manna og stofnaði Pöntunarfélag Eyjafjarðar, en hálfu ári síðar var nafninu breytt í Kaupfélag Eyfirðinga. Upphaflegur tilgangur félagsins var að útvega félagsmönnum góðar vörur á hagstæðu verði.

[breyta] Um KEA

Kaupfélagið kallast KEA í daglegu tali, sem er skammstöfun á „Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri“ eða „Kaupfélag Eyfirðinga og Akureyrar“. KEA hefur breyst frá því að vera hefðbundið kaupfélag, yfir í að vera fjárfestingarfélag. Það er þó ennþá samvinnufélag og gengur undir nafninu Kaupfélag Eyfirðinga svf., en er enn kallað KEA.

KEA er í dag fjárfestingarfélag sem vinnur í þágu eigenda sinna að eflingu atvinnulífs og búsetuskilyrða á starfssvæði sínu.

[breyta] Umsvif KEA

Kaupfélag Eyfirðinga tók þátt í að stofna ESSO á Íslandi, Olíufélagið hf. árið 1946. Upphaflegt hlutafé Olíufélagsins hf. var 850 000 kr en KEA lagði til 195 000 kr því og var næst stærsti stofnhluthafi á eftir SÍS.

[breyta] Tengill