Ketill fíflski

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kirkubæjarklaustur er austur á Síðu í Skaftafellssýslu. Landnáma getur þess að þar hafi búið papar, þ. e. kristnir menn, áður en Ísland byggðist af Norðmönnum. Svo mikil helgi var þegar í landnámstíð á þessum stað að því var trúað að þar mættu ekki heiðnir menn búa. Enda vildi svo vel til að Ketill fíflski sem nam þar land og tók sér bólfestu í Kirkjubæ var maður kristinn.