Kraftlyftingar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kraftlyftingar er íþrótt sem snýst um að lyfta sem mestri þyngd, með því að beita líkamlegu afli eingöngu, í þremur greinum. Greinarnar eru hnébeygja, bekkpressa og réttstöðulyfta. Íslendingum hefur gengið ágætlega í kraflyftingum í gegnum tíðina.
Efnisyfirlit |
[breyta] Hnébeygja
Hnébeygjan er framkvæmd þannig að farið er undir stöng svo að hægt sé að ýta herðunum upp undir hana. Því næst lyftir viðkomandi stönginni af höldunum með því að rétta alveg úr sér og gengur sem fæst skref frá höldunum. Þar nær hann jafnvægi á þyngdinni. Því næst beygir viðkomandi hnén svo að ofanvert lærið framanvert fari niður fyrir framanvert hnéð og stendur svo aftur upp með þyngdina ef hann kemur því við.
Met
Mesta þyngd sem Íslendingur hefur lyft í hnébeygju er 432,5 kg en það met á Auðunn Jónsson. Mesta þyngd sem íslensk kona hefur tekið í hnébeygju er 200,0 kg en það met á Jóhanna Eyvindsdóttir. „Met“. Sótt 9. mars 2006.
[breyta] Bekkpressa
Bekkpressan er framkvæmd þannig að lagst er á bekk undir stöng sem situr á höldum. Þar kemur viðkomandi sér kyrfilega fyrir, lyftir stönginni af höldunum, fer því næst með hana niður að bringu, bíður örstutta stund og lyftir svo þyngdinni aftur upp og skilar af ef hann getur. Í keppni mega aðstoðarmenn lyfta stönginni af höldunum og setja aftur á höldurnar þegar dómari leyfir.
Undanfarin ár hafa verið miklar deilur um notkun útbúnaðar í kraftlyftingakeppnum og hefur sú notkun hérlendis einkum skilað sér í miklum bætingum á bekkpressu í keppni. Þetta ber að hafa í huga þegar metin eru skoðuð.
Met Mesta þyngd sem Íslendingur hefur tekið er 300,0 kg en það met á Auðunn Jónsson. Mesta þyngd sem íslensk kona hefur tekið í bekkpressu er 140,0 kg en það met á Jóhanna Eyvindsdóttir. „Met“. Sótt 9. mars 2006.
[breyta] Réttstöðulyfta
Réttstöðulyftan er móðir allra kraftahreyfinga. Stöngin er á gólfinu og þarf að lyfta henni upp þannig að viðkomandi réttir fullkomlega úr sér og axlir eru sperrtar. Ekki má stoppa lyftuna á miðri leið og ekki má jugga henni upp.
Met
Mesta þyngd sem Íslendingur hefur tekið er hérlendis samkvæmt Kraftlyftingafélagi Íslands 410,0 kg, en það var Benedikt Magnússon á Íslandsmóti í kraftlyftingum 2005. Benedikt hefur hinsvegar bætt þetta met töluvert og tók ein 440,0 kg á WPO móti í Finnlandi árið 2006, en það mót er ekki viðurkennt af Kraftlyftingasambandi Íslands. Mesta þyngd sem íslensk kona hefur tekið í réttstöðulyftu er 200,0 kg en það met á María Guðsteinsdóttir. „Met“. Sótt 9. mars 2006.
[breyta] Ytri tenglar
Kraft.is - Heimasíða Kraftlyftingarfélags Íslands
Kraftaheimar - Fréttasíða Kára Elíssonar um menningarkima kraftlyftingamanna
International Powerlifting Federation - Heimasíða stærsta alþjóðlega kraftlyftingasambandsins, IPF
T-nation - Góð erlend vefsíða um lyftingar og mataræði almennt