Feldspat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Feldspat
Enlarge
Feldspat

Feldspat er nafn á mikivægum hópi bergmyndandi steinda, sem byggja upp um 60% jarðskorpunnar. Feldspatar kristallast úr kviku í bæði innskotabergi og gosbergi. Þeir koma fyrir sem samfelldar steindir, sem bergæðar og eru einnig til staðar í mörgum gerðum myndbreytts bergs. Berg sem eingöngu er gert úr plagíóklas feldspötum nefnist anorthsít. Feldspatar finnast einnig í mörgum gerðum setbergs.

Feldspötum er skipt í eftirfarandi hópa:

  • orþóklas, sem er kalíum-ál-silíkat
  • míkróklín, sem er einnig kalíum-ál-silíkat
  • plagíóklas, sem er natríum-ál-silíkat til kalsíum-ál-silíkat og samastendur af eftirfarandi einslöguðum kristöllum með ólíka efnasamsetningu:
    • albít
    • ólígóklas
    • andesín
    • labradorít
    • bytownít
    • anortít