Stofnun Rómar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Úlfynjan gefur tvíburunum Rómúlusi og Remusi sem síðar stofnuðu Róm samkvæmt einni arfsögn.
Enlarge
Úlfynjan gefur tvíburunum Rómúlusi og Remusi sem síðar stofnuðu Róm samkvæmt einni arfsögn.

Stofnun Rómar er venjulega sögð hafa átt sér stað árið 753 f.Kr. Þetta ártal var fest í sessi á keisaratímanum en venjan var að segja borgina hafa verið stofnaða um þetta leyti. Einstaka rómverskir sagnaritarar notuðu síðan þennan atburð (Ab urbe condita) sem viðmiðun en flestir notuðust við ríkisár stjórnenda til að einkenna ártöl.

Til eru nokkrar sagnir um stofnun Rómar, sú þekktasta líklega sagan af tvíburunum Rómúlusi og Remusi. Nýlegar fornleifarannsóknir á Palatínhæð gefa vísbendingar um að þar hafi verið reistur bær um miðja 8. öld f.Kr. og virðast þannig staðfesta sögnina.



Þessi grein sem fjallar um fornfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Rómaveldi breyta
Stofnun Rómar | Rómverska konungdæmið | Lýðveldistíminn | Keisaratíminn | Síðfornöld
Vestrómverska keisaradæmið | Austrómverska keisaradæmið
Öldungaráðið | Rómarkeisari | Skattlönd