Notandi:Odin/Lýðræðisflokkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þetta pláss er ætlað til umræðu um myndun hreyfingar sem stefnir að beinu lýðræði á Íslandi.

Efnisyfirlit

[breyta] Grundvallarhugmyndir

Eftirfarandi atriði eru grunnur hugsjónarinnar, og miða öll að því að styrkja lýðræði innan hreyfingarinnar. Við verðum að skapa nýja heiminn í skel þess gamla. Vinsamlegast setjið athugasemdir og spurningar fyrir neðan listann. :)

  • Þátttaka í starfsemi hreyfingarinnar skal ekki takmörkuð á neinum grunni. Þetta á líka við um aldur og ríkisfang.
  • Enginn opinber leiðtogi hreyfingarinnar er til. Allir sem koma fram á vegum hennar verða að gera þetta ljóst.
  • Ekkert leynimakk. Engar upplýsingar má fela, hvorki fyrir þátttakendum né almenningi.
  • Stefna hreyfingarinnar skal ákvörðuð lýðræðislega, með þátttöku allra þeirra sem vilja koma að því.
  • Reynt verður að koma mönnum á vegum hreyfingarinnar inn í opinber embætti sem almennar kosningar eru um. Þeir munu svo beita sér í þeim embættum bæði í þágu aukins lýðræðis, og lýðræðislega ákvarðaðrar stefnu hreyfingarinnar. Reynt verður að binda þá við þessar skyldur lagalega, og ennfremur að beina launagreiðslum þeirra umfram eitthvað markmið (t.d. meðallaun ársins á undan, en Hagstofa gefur út slíkar tölur).
  • ENGIN MIÐSTJÓRN. Hægt er að komast fyrir óþarfa samþjöppun valds með góðu skipulagi. Hugmynd um slíkt er að skipta starfseiningum niður, helst landfræðilega, og binda þær við ákveðinn fólksfjölda; þegar yfir hann er komið þarf að skipta einingunni niður. Starfseiningar taka ákvarðanir um málefni eigin svæðis; þegar taka þarf ákvarðanir fyrir stærri svæði tala einingarnar sig saman, og senda málsvara á fundi. Slíkir málsvarar hafa ekki ákvörðunarrétt, heldur semja í samræmi við fyrirskipanir sem þeir hafa fengið. Málsvarar eru afturkallanlegir hvenær sem er, og starfa í eins skamman tíma og mögulegt er. Stærri svæðisfundir hafa ekki fyrirskipunarrétt.

[breyta] Umræður og hugsanir

ekki hleypa 10 ára til að kjósa. það yrði bara annað atkvæði frá foreldrum

Andmæli við fyrsta punktinum. Það er nokkuð til í þessu, en ekki er átt við alþingiskosningar eða forsetakosningar hér, heldur þátttöku í starfsemi stjórnmálahreyfingar. Sú starfsemi felst að mestu leyti í umræðu um stjórnmál, og að einhverju leyti í ákvarðanatöku frekar afmarkaðs svæðis. Er ekki einmitt gott fyrir lýðræði að fólk byrji sem fyrst að sýna málefnum áhuga? Ástæðan fyrir þessu aldursatriði er sú að ég sé ekki af hverju sextán ára einstaklingi, með áhuga á stjórnmálum og ákveðnar hugmyndir, ætti að vera óheimilt að hafa áhrif, en hálf-þrítugum einstaklingi, sem veit ekki hvað vinstri og hægri í stjórnmálum tákna, er það heimilt. --Odin 6. jan. 2006 kl. 02:41 (UTC)

[breyta] Nákvæmari útfærsla

Það sem á eftir fylgir er spurning um nákvæma útfærslu og aðferðir til að koma mönnum af stað. Þessar spurningar eru, af augljósum ástæðum, talsvert meira fljótandi en hugmyndirnar hér að ofan.

[breyta] Talsmaður

Samskipti við fjölmiðla og stjórnmálaflokka krefst þess að einhverskonar „formaður“ sé til taks. Ef slíkur er ekki formlega viðurkenndur, munu fréttamenn og pólitíkusar skipa hann af sjálfsdáðum. Ég tel réttast að haga þessu þannig að ákveðinn einstaklingur sé skipaður sem talsmaður hreyfingarinnar, til árs í senn eða jafnvel skemur. Þessum talsmanni yrði gert að lýsa eingöngu ákvarðaðri stefnu hreyfingarinnar, og hæglega yrði hægt að víkja honum úr embætti ef hann þætti hafa stigið út yfir þau mörk. Athugasemdir, andmæli, spurningar?

[breyta] Nokkrar uppástungur að nafni

Nafnið verður valið seinna – þegar raunhæft er að gera það lýðræðislega.

  • Lýðræðisflokkurinn
  • Lýðræðishreyfingin
  • Lýðfrelsishreyfingin
  • Lýðfrelsisflokkurinn
  • Frelsisflokkurinn
  • Flokkurinn
  • Beint Lýðræði ehf.
  • Þjóðveldisbandalagið