Fosfór
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nitur | ||||||||||||||||||||||||
Kísill | Fosfór | Brennisteinn | ||||||||||||||||||||||
Arsen | ||||||||||||||||||||||||
|
Fosfór er frumefni með efnatáknið P og er númer fimmtán í lotukerfinu. Fjölgildur málmleysingi í niturflokknum, fosfór finnst oftast nær í ólífrænum fosfatsteinum og í öllum lifandi frumum en finnst ekki í hreinu formi í náttúrunni. Það er mjög hvarfgjarnt, finnst í mörgum gerðum, er nauðsynlegur öllum lífverum og gefur frá sér dauft ljós er það bindist við súrefni (þar af leiðandi nafnið, sem er latína fyrir morgunstjarna, frá grísku orðunum fyrir ljós og koma með).
Mikilvægustu almenn not fosfórs eru í framleiðsu á áburði. Það er einnig víða notað í framleiðslu á sprengiefni, eldspýtum, flugeldum, meindýraeyði, tannkremi og þvottaefni.