Shine On You Crazy Diamond
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Shine on You crazy Diamond er 9-parta tónverk eftir Pink Floyd. Textinn er saminn af Roger Waters og lagið er samið af Roger Waters, Richard Wright og David Gilmour. Lagið var tekið upp fyrir plötuna Wish You Were Here sem kom út árið 1975. Laginu er skipt í tvo hluta á plötunni, fyrsti hlutinn eru partar 1-5 og seinni hlutinn eru partar 6-9. Lagið er virðingarvottur til Syd Barrett.