LOL
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
LOL (einnig ritað lol) er ensk skammstöfun (og slangur) og stendur fyrir „laughing out loud“ sem þýðir á íslensku að einhver „skelli upp úr“ eða „lots of laughter“ sem þýðir „mikil hlátrasköll“. Þessi skammstöfun er fyrst og fremst notuð á vefsíðum og í rauntímaspjalli sem fer fram á netinu, en þar skrifar fólk LOL til að sýna að það hafi farið að hlæja eða þótt eitthvað fyndið.