Spjall:Reiptog
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég legg til að „(eða reipitog)“ verði tekið út úr greininni. Þess í stað verði búin til grein sem heiti „Reipitog“ og verði með bendingu á „Reiptog“.
Ástæða: Reipitog er vissulega talsvert notað, en ekki viðurkennt sem gott mál (frekar en ég vill og mér langar) og finnst til dæmis ekki í Íslenskri orðabók, sem Menningarsjóður gaf út árið 1979. Þar er hins vegar bæði reiptog og reipdráttur (og eru skýrð hvort með öðru!). Því mætti líka breyta „(eða reipitog)“ í „(eða reipdráttur)“. --Mói 31. ágúst 2005 kl. 20:02 (UTC)
- Blah... ég var að átta mig á að það er nú þegar bending frá Reipitog á Reiptog. En restin af tillögu minni stendur. --Mói 31. ágúst 2005 kl. 20:07 (UTC)
- Mér finnst að við ættum að lista þau orð og orðform sem notuð eru yfir ákveðna hluti og hugtök burtséð frá því hvort þau séu viðurkennd af orðabókum og málfræðingum, það er jú þannig að alfræðirit ætti að lýsa heiminum eins og hann er, ég bætti hinsvegar við neðanmálsgreinum í greinina þar sem staða orðsins „reipitog“ er útskýrð, hvernig lýst þér á þá málamiðlun? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 2. september 2005 kl. 17:49 (UTC)
-
- Jú veistu, mér líst bara vel á þetta hjá þér! Hérna kemur alveg skýrt fram það sem ég hafði við þetta eina orð að athuga og er vel útskýrt. Gott mál! --Mói 2. september 2005 kl. 23:19 (UTC)
-
-
- En af hverju er talað um reipitog og svo í tilvísanahluta, reptitog? Ágiskun 1 er að þetta sé innsláttarvilla en þetta gæti líka hafa fundist í gömlum texta...? --Stalfur 4. nóv. 2005 kl. 11:01 (UTC)
-