Frankaveldi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frankaveldi eða Frankaríkið var yfirráðasvæði Franka í Vestur-Evrópu frá 5. öld til 10. aldar. Það náði mestri stærð á tímum Karlamagnúsar þegar það var kallað Karlungaveldið.
Fyrstur til að sameina hin mörgu konungsríki Franka var Klóvis 1. af ætt Mervíkinga (481-511). Hann nýtti sér hrun Vestrómverska keisaradæmisins árið 476 til að stækka ríki sitt en síðar var því margoft skipt milli nokkurra konunga. Skiptingin með Verdun-samningnum árið 843 leiddi til stofnunar Vestur- og Austurfrankaríkisins sem síðar urðu að Frakklandi og Þýskalandi.