Lokað mengi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lokað mengi er, í stærðfræði, mengi sem inniheldur alla jaðarpunkta sína. Fyllimengi lokaðs mengis er opið mengi. Mengi geta verið bæði opin og lokuð, eða hvorki opið né lokað. Grunnmengi eru til dæmis bæði opin og lokuð, og mengi sem inniheldur suma, en ekki alla jaðarpunkta sína er hvorugt.
Sniðmengi lokaðra mengja er lokað. Endanlegt sammengi lokaðra mengja er lokað.