Magnús Jónsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Magnús Jónsson frá Mel Fæddist á Torfmýri í Akrahreppi 7. sept. 1919, dó 13. jan. 1984. Hann lauk Stúdentsprófi frá MA 1940 og Lögfræðiprófi frá HÍ 1946. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins 1953— 1960. Bankastjóri Búnaðarbankans 1961—1965 og 1971-1984. Magnús sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1949—1955 og 1961-1974. Í raforkuráði, síðar orkuráði 1954—1975, formaður þess frá 1962. Hann var virkur í baráttunni við áfengisbölið og sat m.a. í áfengisvarnaráði 1954—1967. Kosinn 1955 í atvinnumálanefnd ríkisins og 1956 í milliliðagróðanefnd. Í úthlutunarnefnd atvinnuaukningarfjár 1959—1962, formaður nefndarinnar. Í flugráði 1960—1963. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1961, 1964 og 1972. Skip. 1961 í endurskoðunarnefnd laga um stofnlán landbúnaðarins, 1962 í nefnd til þess að athuga um stofnun lífeyrissjóðs fyrir bændur. Formaður stjórnar stúdentagarðanna 1963—1965. Í stóriðjunefnd 1963—1965. Stjórnarformaður framleiðsluráðs kísilgúrverksmiðjunnar 1967—1971 og formaður stjórnar Kísiliðjunnar hf. 1971-1984. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972—1974. Átti sæti á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1973.
Fyrirrennari: Jóhann Hafstein |
|
Eftirmaður: Ásgeir Pétursson |
|||
Fyrirrennari: Gunnar Thoroddsen |
|
Eftirmaður: Halldór E. Sigurðsson |
|||
Fyrirrennari: Geir Hallgrímsson |
|
Eftirmaður: Gunnar Thoroddsen |
Alþm. Eyf. 1953—1959, alþm. Norðurl. e. 1959—1974 (Sjálfstfl.). Vþm. Eyf. nóv. 1951— jan. 1952 og allt þingið 1952—1953. Fjármálaráðherra 1965—1971.