Stýrikerfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stýrikerfi er kerfishugbúnaður sem hefur það hlutverk að stýra aðgangi forrita að vélbúnaði tölvunnar. Sá hluti stýrikerfisins sem sinnir þessu starfi kallast stýrikerfiskjarni. Restin af þessari síðu notar orðið stýrikerfi í víðari merkingu sem nær bæði yfir kjarnann og meðfylgjandi kerfishugbúnað, en rangt væri að kalla notendaforrit hluta af stýrikerfinu, þó að þau fylgi með því.

Flest stýrikerfi sem notuð eru í dag falla í annan tveggja flokka: Microsoft Windows og UNIX-leg. Mac OS X, Linux og allar tegundir BSD falla undir það að kallast UNIX-leg, en það er langt frá því að vera tæmandi upptalning.


 

Þessi grein sem fjallar um tölvunarfræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana