Silicon Valley

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

 Silicon Valley
Enlarge
Silicon Valley

Silicon Valley er nafn sem er notað yfir landsvæði á syðri hluta San Francisco flóa í Norður-Kaliforníu, Bandaríkjunum. Á þessu svæði eru margir bæir og borgir. Nafngiftin vísaði í upphafi til mikillar framleiðslu svæðisins á sílikon-örflögum, en varð að lokum heiti yfir samnefni fyrir allan hátækniiðnaðinn á svæðinu.

Silicon Valley heitið nær yfir norður hluta Santa Clara Valley og aðliggjandi svæði í suðurhluta San Francisco skagans.

Efnisyfirlit

[breyta] Nafnið

Blaðamaðurinn Don Hoefler notaði orðið fyrstur manna Silicon Valley 1971 sem fyrirsögn í greinaröð í blaðinu Electronic News. Silicon vísar til mikils iðnaðar í kringum hálfleiðara (e. semiconductor) og tölvur á svæðinu, en Valley vísar til dalsins þar sem starfsemin er, Santa Clara Valley.

Silicon Valley má nú einnig nota um aðliggjandi svæði San Francisco flóa, þangað sem tölvuiðnaðurinn hefur flutt starfsemi sína.

Á 8. og 9. áratugnum var algengt að blaðamenn vissu ekki hvernig stafa bæri silicon og skrifuðu þeir gjarnan silicone, en það er efni sem notað er í brjóstastækkanir.

[breyta] Saga svæðisins

Á fyrri hluta 20. aldar var lítið um hátækniiðnað á svæðinu. Margir mjög góðir skólar voru í grenndinni en nemendur voru jafnan fljótir að flytjast í burtu eftir að þeir höfðu lokið námi. Þetta fór mjög í taugarnar á Frederick Terman sem var prófessor við Stanford háskóla, en háskólinn er í hjarta Silicon Valley. Hann hóf áætlun sem miðaði að því að útvega nemendum áhættufjármagn gegn því að þeir yrðu um kyrrt á svæðinu. Þetta gekk vel og mynduðu þannig tveir nemendur, William Hewlett og David Packard fyrsta hátæknifyrirtæki svæðisins, Hewlett Packard árið 1939.

Árið 1951 var sett í gang áætlun sem skapaði Stanford Research Park, röð lítill iðnaðarbygginga sem voru leigð á mjög lágu verði til tæknifyrirtækja. 1954 var starfsmönnum fyrirtækja gert kleift að öðlast framhaldsmenntun með því að vinna með námi.

Árið 1956 flutti William Shockley í bæinn Mountain View í Silicon Valley. Hann hafði verið einn af þeim sem fundu upp transitorinn þegar hann vann hjá Bell Labs í 1953. Shockley stofnaði fyrirtækið Shockley Semiconductor Laboratory.

Með tímanum þjáðist Shockley í æ ríkara mæli af móðursýki og beindist hún aðallega að starfsmönnum hans. 1957 hættu 8 af hinum færu verkfræðingum hans og stofnuðu Fairchild Semiconducor.

Sama sagan endurtók sig nokkrum sinnum (verkfræðingar misstu stjórn á fyrirtækjum sínum og starfsmenn þeirra stofnuðu ný fyrirtæki). Þannig mynduðust út frá fyrirtækinu Fairchild Semiconductor m.a. fyritækin AMD, Signetics, National Semiconductor og Intel.

Í byrjun 8. áratugarins voru mörg hálfleiðara framleiðslufyrirtæki á svæðinu, tölvufyrirtæki sem notuðust við afurður þeirra fyrrnefndu og forritunarfyrirtæki sem þjónuðu báðum aðilum. Mikið framboð var á ódýru iðnaðarhúsnæði. Vöxturinn var að mestu fjármagnaður með áhættufjármagni og í almennu hlutafjárútboði Apple tölvufyrirtækisins árið 1980 náði framboðið á fjármagni toppnum.

 Silicon Valley séð frá San Jose
Enlarge
Silicon Valley séð frá San Jose


[breyta] Háskólar

Fjórir háskólar eru staðsettir í Silicon Valley.

  • Carnegie Mellon University
  • San Jose State University
  • Santa Clara University
  • Stanford University

Nokkrir aðrir háskólar eru ekki staðsettir í Silicon Valley en hafa haft þónokkur áhrif á svæðið, m.a. með því að stunda rannsóknir sem fyrirtækin hafa nýtt sér og útskrifað starfsfólk sem hafa síðan hafið störf hjá fyrirtækjum í Silicon Vallye.

  • California State University, East Bay
  • University of California, Davis
  • University of California, Berkeley
  • University of California, Santa Cruz

[breyta] Borgir og bæir

Í Silicon Valley eru ýmsar borgir og bæir. Í stafrófsröð eru þetta:

  • Campbell
  • Cupertino
  • Fremont
  • Los Altos
  • Los Gatos
  • Menlo Park
  • Mountain View
  • Milpitas
  • Newark
  • Palo Alto
  • Redwood City
  • San Jose
  • Santa Clara
  • Saratoga
  • Sunnyvale
  • Union City

[breyta] Þekkt fyrirtæki í Silicon Valley

Meðal þeirra fyrirtækja sem nú starfa í Silicon Valley eru:

  • Adobe Systems
  • Advanced Micro Devices
  • Agilent Technologies
  • Altera
  • Apple Computer
  • Applied Materials
  • BEA Systems
  • Cadence Design Systems
  • Cisco Systems
  • DreamWorks Animation
  • eBay
  • Electronic Arts
  • Google
  • Hewlett-Packard
  • Intel
  • Intuit
  • Juniper Networks
  • Maxtor
  • National Semiconductor
  • Network Appliance
  • NVIDIA Corporation
  • Oracle Corporation
  • Siebel Systems
  • Sun Microsystems
  • Symantec
  • Synopsys
  • Varian Medical Systems
  • Xilinx
  • Yahoo!

[breyta] Silicon útbreiðslan

Yfirvöld á ýmsum stöðum víðsvegar um heiminn hafa tekið upp á því að bæta silicon við nafn svæðis til að skapa tengingu við Silicon Valley, laða að fjárfesta og efla hátækniiðnaðinn.

[breyta] Tenglar