Nagli
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nagla má negla í efni á borð við við.
Nagli er notaður í smíðum til að festa saman tvo hluti. Naglar eru mjóir hlutir, oft úr hörðum málmi, til dæmis úr stáli eða járni. Áður fyrr voru trénaglar einnig notaðir.
Yfirleitt er annar endinn á naglanum oddhvass, en haus á hinum endanum sem barið er á þegar naglinn er rekinn í. Yfirleitt er hamar notaður til að reka nagla í gegnum hlutina sem á að festa saman. Naglar eru framleiddir í ýmsum lengdum og útgáfum eftir því til hvers á að nota þá. Naglar eru stundum kallaðir saumur.
Naglar eru einnig í bíldekkjum til að nota í hálku og svo er stundum talað um að menn séu naglar. Þá er átt við að þeir séu óvenjulega harðir af sér.
[breyta] Orðatiltæki
Ýmis orðatiltæki tengjast nöglum, svo sem:
- Að hitta naglann á höfuðið
- Að reka síðasta naglann í líkkistu...
- ...er síðasti naglinn í líkkistu...