Ljós

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ljós að klofna á prisma
Enlarge
Ljós að klofna á prisma

Ljós er í daglegu tali talið vera rafsegulbylgjur en við nánari athugun er hægt að sýna að ljós er í senn bylgjur og eindir og er talað um tvíeðli ljóss. Ein frægasta tilraunin sem sýnir fram á bylgjueðli ljóss er svokallaða tvíraufa tilraun Youngs þar sem ljósi er beint í gegnum tvær raufar og bilið á milli raufanna, og breidd þeirra er af sömu stærðargráður og bylgjulengd ljóssins, og ljósið sýnir svokallaða samliðunar eða víxl eiginleika. Ein helsta tilraunaniðurstaða sem sýnir fram á að ljós sé gert úr eindum er þegar ljós er sent á atóm og ljósröfun á sér stað, ekki hefur verið hægt að útskýra þann eiginleika með bylgjum til dagsins í dag.

Sýnilegt ljós, sem er það ljós sem venjulegur maður getur numið, hefur bylgjulengd á bilinu 400 til 700 nm. Sýnilegt ljós spannar því allt rafsegulrófið á milli innrauðs ljóss og útfjólublás ljóss. Hraði ljóss í tómarúmi er um 2,998 * 108 m/s.

[breyta] Sjá einnig

[breyta] Tengill

Wiktionary merkið
Orðabókaskilgreiningu fyrir Ljós er að finna í Wikiorðabókinni.



Þessi grein sem fjallar um eðlisfræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana