Íþróttabandalag Akraness

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íþróttabandalag Akraness eða ÍA er íþróttafélag sem starfrækt er á Akranesi. Knattspyrnudeildin er langþekktasta deildin, en auk hennar starfa fjölmargar aðrar deildir innan bandalagsins, svo sem körfuknattleiksdeild, badmintondeild og sunddeild.

Knattspyrnulið ÍA er eitt það sigursælasta í íslenskri knattspyrnusögu en það hefur unnið Íslandsbikarinn átján sinnum frá árinu 1951. Að auki hefur ÍA sigrað tíu sinnum í bikarkeppni KSÍ, síðast 2003.