Laugarvatn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laugarvatn er stöðuvatn í Laugardal í uppsveitum Árnessýslu. Við það stendur samnefnt þorp. Vatnið er grunnt, mesta dýpi er um 5 metrar, og fullt af gróðri. Við vatnið er heit laug, þar sem lík Jóns Arasonar og sona hans voru þvegin er þau voru flutt frá Skálholti norður yfir heiðar eftir aftöku þeirra í nóvember 1550.
Á Laugarvatni eru meðal annars Menntaskólinn að Laugarvatni og Íþróttakennaraskóli Íslands. Áður var það héraðsskóli, og stendur skólahúsið enn uppi að hluta.