Íslenskur landbúnaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslenskur landbúnaður er sú grein atvinnulífsins sem snýst um að yrkja landið og rækta dýr til manneldis. Bændasamtök Íslands halda saman ólíkum greinum samtakanna og öllum búnaðarsamtökum í landinu.

Landbúnaður hefur verið lifibrauð Íslendinga allt frá landnámi og byggðist landið að mestu leyti upp þar sem góð ræktunar- og búskaparskilyrði voru til staðar. Suðurlandsundirlendið og Skagafjörður hafa því lengst af verið þéttbýlustu svæði landsins, eða allt þar til fólkflutningurinn til höfuðborgarinnar hófst að fullu.

[breyta] Búgreinasamtök í Bændasamtökum Íslands

  • Landssamband kúabænda
  • Landssamtök sauðfjárbænda
  • Félag hrossabænda
  • Svínaræktarfélag Íslands
  • Félag kjúklingabænda
  • Félag eggjaframleiðanda
  • Samband íslenskra loðdýrabænda
  • Samband garðyrkjubænda
  • Æðarræktarfélag Íslands
  • Landssamband kartöflubænda
  • Félag ferðaþjónustubænda
  • Landssamtök skógareigenda
  • Landssamtök vistforeldra í sveitum
  • Önnur félög:
    • Búkolla - Félag áhugamanna um íslensku kúna.
    • Félag gulrófnabænda
    • Forystufjárræktarfélag Íslands
    • Geitfjárræktarfélag Íslands
    • Landssamband kanínubænda
    • Landssamband fóðurbænda
    • Landssamtök raforkubænda
    • Landssamband kornbænda
    • Samtök eigenda sjávarjarða
    • Samtök selabænda
    • Smalahundaræktarfélag Íslands
    • VOR-verndun og ræktun - félag framleiðenda í lífrænum búskap
    • Kvenfélagasamband Íslands

[breyta] Heimildir

[breyta] Tengill