Þjóðaratkvæðagreiðsla
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þjóðaratkvæðagreiðsla kallast það þegar allt kosningabært fólk kýs um ákveðið mál en mismunandi er hvort atkvæðagreiðslan er ákvarðandi eða leiðbeinandi fyrir ríkisvaldið. Í mörgum stjórnarskrám er kveðið á um að almenningur eigi að kjósa um ákveðin mál í staðinn fyrir að kjörnir fulltrúar þeirra sjái beint um málið. Tilgangurinn með þjóðaratkvæðagreiðslum er oft sá, að sjá hvaða möguleika almenningur vill velja í ákveðnu máli og helst koma í veg fyrir að ákvarðanir í viðkvæmum málum séu á móti vilja meirihluta landsbúa.