Spjall:Menntaskólinn við Hamrahlíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég tók út lýsingarorðið "öflugt" sem haft var um leikfélagið og kórinn. Leikfélagið er misöflugt milli ára og spurning hvort það sé eitthvað öflugra en gengur og gerist um önnur leikfélög. Hins vegar myndu flestir sem til þekkja sennilega vera sammála um að kórinn *er* öflugur kór, en hér er meira viðeigandi að segja frá því hvað hann æfir oft, hvaða tónskáld hafa skrifað verk fyrir hann o.s.frv. til þess að lesandinn geti sjálfur skilið hversu öflugur hann er. Ef einhver sem hefur verið í kórnum les þetta er hérmeð skorað á viðkomandi að skrifa nokkrar línur.

[breyta] Varðandi þekkta einstaklinga sem hafa verið í MH

Mér finnst nú að fólk sem er ekki einu sinni með innri tengla sé ekki nógu frægt til að vera þekktur einstaklingur innan MH... JB 3. maí 2006 kl. 11:42 (UTC)

En maður verður líka að hugsa um að íslenski hluti Wikipedia hefur "bara" 9.800 greinar, þannig að það hefur bara hreinlega ekki komist í verk að skrifa um fólkið sem tengt er í. Fólk á borð við Eddu Björgvins, Egil Ólafs, Eyþór Arnalds, Helga Hjörvar, Jakob Frímann, Pál Óskar, Sigurð Geirdal og Völu Matt eiga fyllilega skilið að eiga grein um sig á WP, það er engin spurning. Það þarf bara að koma því í verk að skrifa um þau. Að hafa tenglana rauða hvetur fólk (að mínu mati) frekar til að skrifa um það en ef það væri bara svartletrað. :) --Jóna Þórunn 3. maí 2006 kl. 11:54 (UTC)

En hvað með fólk sem er einfaldlega t.d. titlað lögfræðingur og eru hugsanlega ekki þjóðþekktir einstaklingar nema bara innan sinnar stéttar og starfssviðs? Ég set spurningarmerki við eftirfarnadi einstaklinga:

  • Ástríði Thorarensen (hefur hún gert eitthvað annað sér til frægðar en að vera eiginkona? mér finnst það niðrandi fyrir kvennþjóðinna að titla konu sem prestfrú, læknafrú eða fyrrum forsetisráðherrafrú, húsmóðir er töluvert virðingar meiri titill ef það er tilfellið (það sama á við um karlmenn þegar þeir eru titlaðir eftir eiginkonum sínum)).
  • Eggert Pálsson (hann er lykil slagverksleikari í sinfó, er það nóg?)
  • Eiríkur Tómasson (veit ekki hver hann er, er hann eitthvað áberandi í opinberri umræðu?)
  • Gestur Jónsson (sama og Eiríkur Tómasson)
  • Hreinn Loftsson (sama og fyrrnefndir tveir lögfræðingar)
  • Húgó Þórirsson (Hef heyrt að hann hafi "reputation" sem klínískur sálfræðingur, er það nóg?)
  • Kristinn Ágúst Friðfinnsson (hef ekki heyrt um hann, er hann nógu þekktur?)
  • Matthías Kristiansen (???)
  • Ragnar Önundarson (er nóg að vera forstjóri stórs fyrirtækis?, er hann þekktur?)
  • Stefán Ólafsson (þekktur?)
  • Þórhildur Líndal (er hún þekkt?)

Svo eru þarna líka nokkrir rithöfurndar sem ég hef aldrei heyrt um. Orri 4. maí 2006 kl. 20:15 (UTC)

Smá google-leit gaf mér upplýsingar um þá einstaklinga sem ég nennti að leita að;
  • Mér er alveg sama þó Ástríður fari.
  • Eiríkur er lagaprófessor, RÚV notar mikið álit hans.
  • Gestur er hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður í Skeljungi.
  • Hreinn er er hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður í Baugi. Þyrfti að skrifa um hann í sambandi við Baugsmálið.
  • Kristinn er prestur í Hraungerði.
  • Þórdís er umboðsmaður barna. :) --Jóna Þórunn 4. maí 2006 kl. 20:21 (UTC)

Ég er sammála Orra, þetta er farið að vera eins og listi yfir fólki sem var í MH. Mér finnst að ef er einhver listi á annað borð þá eigi aðeins að minnast á þá allra frægustu. Ég bendi á greinina um MR þar sem er held ég aðeins minnst á e-ja 4-5 og hvort að þeir eru ekki allir þjóðhöfðingjar eða Nóbelsverðlauna hafar. JB 4. maí 2006 kl. 20:24 (UTC)

Gestur Jónsson er verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar baugsmálinu og töluvert áberandi sem slíkur, Eiríkur Tómasson er fyrrum deildarforseti lagadeildar HÍ og mjög tíður álitsgjafi í fjölmiðlum, Hreinn Loftsson er eins og Jóna benti á stjórnarformaður Baugs og sem slíkur mjög áberandi, Þórhildur Líndal var fyrsti umboðsmaður barna á Íslandi. Þó að ég sé viðriðinn fræðisvið þessa fólks þá held ég að þau séu alveg nægjanlega þjóðþekkt til að eiga stað hér. Hina á þessum lista þekki ég ekki fyrir utan Ástríði Thorarensen en ég er sammála því að það að vera maki forsætisráðherra réttlætir ekki eitt og sér veru hennar á listanum. --Bjarki 4. maí 2006 kl. 20:44 (UTC)