Notandaspjall:Steinst

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sæl(l) Steinst. Nú skulum við ekki deila, heldur skoða hlutina í sameiningu, það er hann vinur okkar, Ragnar loðbrók. Samkvæmt bestu fánlegum heimildum, Ragnars sögu loðbrókar og vefslóðinni Directory of Royal Genealogical Data, sem jafnan vísar í Heimskringlu og Europaische Stammtafeln, átti Ragnar loðbrók allmörg börn með að minnsta kosti tveimur konum. Hann átti tvo syni með fyrri konu sinni. Fjórði sonur hans með eiginkonu 2 var Sigurður ormur í auga. Ragnar getur ekki hafa verið mjög ungur er hann fæddist. Líklega nálægt fertugu. Sigurður þessi átti allmörg börn og meðal þeirra voru Áslaug og Knútur, sá er kallaður var Hörða-Knútur. Sonur Áslaugar var Sigurður hjörtur, dóttir hans hét Ragnhildur, en hún var kona Hálfdanar svarta og móðir Haraldar hárfagra, fyrsta konungs yfir sameinuðum Noregi. Hann var fæddur mjög nálægt 850. Þá hlýtur Ragnar að hafa verið fæddur ca 725 og líklega fyrr, en alls ekki síðar en 740. Hörða-Knútur bróðir Áslaugar var faðir Gorms gamla konungs Danmerkur, sem sat í Vejle. Sonur Gorms var Haraldur II blátönn Gormsson konungur í Danmörku og sonur hans var Sveinn tjúguskegg konungur í Danmörku. Gormur gamli var fæddur nálægt 840 og Ragnar var langafi hans.

Nú erum við komnir með tengingu Ragnars við persónur sem tengjast Íslandssögunni. Harald hárfagra vitum við ýmislegt um og Gormur gamli var sá konungur Danmerkur sem fyrstur konunga ásældist Ísland og sendi galdrameistara sinn til að ná landinu. Hann komst hins vegar hvergi að landi vegna landvættanna, sem alls staðar vörðu það. Eða svo segir sagan!

Í mínum huga er alveg ljóst í ljósi alls þessa, að Ragnar loðbrók gerði enga árás á París árið 845. Hins vegar er nokkuð víst að hann hefur gert einhverjar árásir þarna suður frá og jafnvel á París, bara svona hátt í 100 árum fyrr. Það er meira að segja frekar ótrúlegt að synir hans hafi verið þarna á ferðinni, þó að vitað sé að þeir voru hinir verstu ribbaldar alveg eins og karl faðir þeirra og gerðu samkvæmt sögunum árásir á þessum slóðum. Hins vegar gæti einhver sonarsonur Ragnars hafa verið að verki og jafnvel hafa heitið Ragnar. Þá er augljóslega stutt í hugsanlegan rugling sem orðið getur lífseigur.

Ég ætla ekki að breyta þessu aftur. Sætti mig við orðið "líklega" þó að ég hefði kannsi heldur kosið "varla". Hins vegar er ég alveg viss um að þetta er rangt hjá Íslensku alfræðibókinni og líka hjá ensku Wikipediu. Með bestu kveðju, --Moi 23:51, 11 Jul 2004 (UTC)

---

Sæll Moi, þetta er vissulega ekki alveg ljóst og auðvitað eru þessi gömlu rit vafasamar heimildir, sérstaklega Fornaldarsögurnar. Ég veit ekki hvaða heimildir menn styðjast almennt við í þessum efnum en má til með að bæta aðeins við þetta, svona fyrst við erum byrjaðir að ræða þetta.

Vefurinn sem þú vísar í styðst við Heimskringlu, samkvæmt Ragnars sögu loðbrókar hins vegar(sem verður reyndar að teljast vafasöm heimild), er Sigurður ormur í auga fimmti sonur Ragnars og Áslaugar (einnig kölluð Kráka, hún var vissulega Sigurðardóttir en samkvæmt sögunni er hún dóttir Sigurðar Fáfnisbana - það sýnir auðvitað hvað allar tímatalsmælingar út frá sögunni eru vafasamar), seinni konu Ragnars. Sá var svo aftur faðir Ragnhildar móður Haralds hárfagra. Haraldur hárfagri er talinn hafa fæðst árið 858. ef Ragnar er langafi hans getur vel passað að Ragnar hafi verið með í herför að París árið 845. Það er hins vegar ljóst að þegar svona langt aftur er komið er oft ansi vafasamt að treysta heimildum.

Þú bendir á að Ragnar hafi verið langafi Gorms gamla danakonungs, sem var einmitt konungur um það leyti sem Ísland var numið nálægt aldamótum. Hann er talinn fæddur um 840 eins og þú bendir á þannig að það er vafasamt að langafi hans hafi verið mjög hress í orrustum fimm árum síðar.

Í Landnámu er Ragnars einnig getið sem langafa Auðuns skökuls, sem nam land í Víðidal. Auðunn þessi kom út með Þorgilsi gjallanda sem getið er í Egils sögu. Þar gerist ekki fyrr en eftir fall Þórólfs Kveld-Úlfssonar ef ég man rétt, semsagt nálægt aldamótunum 900. Skv. því gengur það því upp að Ragnar loðbrók hafi verið 9. aldar maður og gæti vel hafa tekið þátt í umræddri innrás.

Í Danasögu Saxo Grammaticus segir svo frá Ragnari loðbrók í löngu máli. Þar er meðal annars sagt frá orrustu sem hann háði við Karl keisara við Signubakka og fór með sigur af hólmi. Þar hlýtur að vera átt við Karl annan (sköllótta) frekar en Karl mikla, en Karl annar var einmitt konungur Vestfrankneska ríkisins árið 845 þegar ráðist var á París. Hann var þó ekki kallaður keisari fyrr en nokkrum áratugum síðar. Karl mikli var hins vegar keisari um aldamótin 800.

Þetta er því allt hið dularfyllsta mál.

Ég veit svo sem ekki hvaða heimildir aðrar eru til um Ragnar loðbrók eða sérstaklega um þessa víkingainnrás í París, en hitt er nokkuð ljóst að það er kannski tími á að setja saman grein um Ragnar loðbrók. Steinst (12. júlí 13:30)


Sæll Steinst, Já reyndar er nú ekkert langt á milli okkar núna. Það var einmitt þetta, sem þú tekur fram, sem ég vildi fá fram í umræðunni; það að heimildirnar eru svo óljósar og allar þessar frásagnir svo ruglingslegar, að ekki er hægt að slá neinu föstu. Þess vegna skulum við varlega fullyrða að Ragnar hafi ráðist á París árið 845. En svo ég haldi mig við sama heygarðshornið, þá trúi ég því betur að Ragnar loðbrók hafi strítt Karli mikla um eða laust eftir 800, heldur en nafna hans 45 árum síðar. Ég er alveg viss um þennan aldur Ragnars, en eins og allir sjá náttúrlega í hendi sér þá sannar mín fullvissa hvorki eitt né neitt. Auðvitað má sama segja um aðra. Ég held að þú sért nú búinn að rekja nokkuð vel hvaða heimildir eru tiltækar um þessa fornpersónu, mér er allavega ekki kunnugt um neitt sem þú hefur ekki nefnt. En af því að ég er ættfræðigrúskari og hef verið lengi, þá vil ég geta þess, að ég hef mjög lengi reynt að ráða í tímasetningu á Ragnari á þeim grunni einum saman. Það eina sem getur gengið upp í því efni er að hann sé fæddur um eða fyrir 740. Í sambandi við þetta vil ég líka benda á, að í grein um kappann í Encyclopedia Britannica er hann kallaður 9. aldar maður og það margtekið fram að hann sé í upphafi "a purely genealocical figure". Það skil ég sem svo, að "frumheimildir" (eða kannski elstu heimildir) um hann séu eingöngu ættfræðilegs eðlis. Svo segir ennfremur í þessum kafla "...Ragnar links history with legend by marrying a daughter of Sigurd (Siegfried) and Brynhild (Brunhild). Varðandi seinni konu Ragnars þá heitir hún fyrst Kráka, þá Áslaug og loks Randalín (af einhverjum mér óskiljanlegum ástæðum). Svo þessi umsögn úr Britanniku (1967): "... and some have attempted to give Ragnar further historicity by identifying him with Reginherus, a Viking who invaded France in 845." Hér held ég að sé rót vandans: Það er alltaf (bæði að fornu og nýju) verið að rugla saman mönnum, sem hafa verið uppi á 8. og 9. öld, hugsanlega meira og minna skyldir og hafa hugsanlega heitið meira og minna Ragnar eða eitthvað svipað því.

Sammála því að það þarf að skrifa um Ragnar!


Kveðja, --Moi 22:56, 12 Jul 2004 (UTC)

[breyta] Með fullri reisn (The Full Monty)

Svona fyrst, flott að skrifa greinar hérna, en alltaf má bæta. hérna sérðu breitingar sem ég gerði á Með fullri reisn (The Full Monty) ( sem ég færði einnig ). Ég fer vonandi að skrifa um hvernig á að búa til nýjar síður bráðum, en svona á meðan... -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 05:15, 17 Jul 2004 (UTC)

Sæll vertu Ævar, ég bætti síðuna enn meira, þú getur skoðað þær breytingar. Einnig færði ég síðuna aftur yfir á nafnið sem ég gaf henni upphaflega. Þetta er íslenski hluti Wikipedia og mér þykir eðlilegt að við notum íslensk nöfn á hlutunum. Það á líka við um kvikmyndir, sérstaklega þegar íslenska nafnið er eins þekkt og raun ber vitni. Ég legg því til að þegar skrifað er um kvikmyndir sé íslenskt nafn myndarinnar sett framan við upprunalegt nafn sem er þá innan sviga.

Til gamans má geta þess að það er tiltölulega ný þróun að kvikmyndahús þýði ekki nöfn kvikmynda, það eru ekki nema 10-15 ár síðan allar kvikmyndir sem sýndar voru hér á landi hétu íslenskum nöfnum. --Steinst 16:29, 17 Jul 2004 (UTC)