Þjórsárskóli
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þjórsárskóli varð til við samruna Brautarholts- og Gnúpverjaskóla í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi. Skólaárið 1999-2000 byrjaði samstarf skólanna og haustið 2004 fékk skólinn sitt núverandi nafn, og kemur það til vegna nærveru sveitanna til Þjórsár. Skólastjóri skólans er Rut Guðmundsdóttir og eru rúmlega 60 nemendur við hann.
Haustið 2004 hlaut skólinn Grænfánann frá Landvernd.