Modum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skjaldarmerki Modum
Enlarge
Skjaldarmerki Modum
Kort sem sýnir staðsetningu Modum innan Buskerud
Enlarge
Kort sem sýnir staðsetningu Modum innan Buskerud

Modum er sveitarfélag í Buskerud-fylki í Noregi. Flatarmál þess er 517 km² og íbúafjöldinn var 12.585 1. janúar 2006. Nágrannasveitarfélög þess eru Krødsherad, Ringerike, Hole, Lier, Øvre Eiker og Sigdal.

Helstu atvinnuvegir héraðsins eru þjónusta, s.s. við ferðamenn, og landbúnaður. Við bæinn Åmot var kobaltverksmiðja Blaafarveværket sem var stærsti atvinnustaðurinn í héraðinu á sínum tíma. Í sveitarfélaginu er einnig Vikersundbakken, sem er skíðastökkspallur.

[breyta] Þekkt fólk frá Modum

  • Ole Einar Bjørndalen, skíðaskotfimimaður
  • Jonas Lie (1833 - 1908), rithöfundur

[breyta] Tengill