Spjall:Skólastjóri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[breyta] Munur á skólameistara, rektori og öðrum titlum

Hver er munurinn á skólastjóra og rektor annar er snobbið? --Jóna Þórunn 21:03, 22 nóvember 2006 (UTC)

Skv. Íslenzkri Orðabók er skilgreining á rektor: "skólastjóri (á Íslandi nú aðeins Háskóla Íslands og Menntaskólans í Reykjavík)"; þetta er tiltörulega gömul bók (1963) en skv. henni er ekki mikill munur á þessum hugtökum (eiginlega enginn). --Baldur Blöndal 21:09, 22 nóvember 2006 (UTC)
S.s. enginn. --Jóna Þórunn 21:09, 22 nóvember 2006 (UTC)
Já, mætti orða það þannig. En þótt mér finnst rektor basicly vera skólastjóri, tel ég wikipedia grein um rektor alveg eiga rétt á sér, eða hvað? --Baldur Blöndal 21:23, 22 nóvember 2006 (UTC)
Ég hugsa að hún yrði ekki mjög löng, sú grein. En það ætti að vera hægt að koma fyrir umfjöllun um noktun orðsins „rektor“ í þessari grein. --Cessator 21:31, 22 nóvember 2006 (UTC)
Góð hugmynd, og svo myndi greinin rektor bara redirecta á skólastjóra síðuna? --Baldur Blöndal 21:32, 22 nóvember 2006 (UTC)
Heimasíða menntaskólans við hamrahlíð segir að þeir séu líka með rektor (stofnaður 1966 skv. wikipedia). En eru ekki skólastjórar í framhaldsskólum gjarnan kallaðir skólameistarar? Og eru skólastjórar í skólum öðrum en húsmæðraskólum og kvennaskólanum í gamla daga titlaðir skólastýrur? Koettur 21:33, 22 nóvember 2006 (UTC)
Skólameistari er bara skólastjóri; [árið 1963] haft um skólastjóra menntaskólanna á Akureyri og Laugarvatni. :S Þyrfti að fá mér nýlegri orðabók. --Baldur Blöndal 21:39, 22 nóvember 2006 (UTC)
Ef þú ert að nota orðabókina sem Árni Böðvarsson ritstýrði, þá var hún endurskoðuð 1984 eða 1985 og svo aftur einhvern tímann nýlega eftir að Mál og menning komst yfir útgáfurétt á bókum Menningarsjóðs. Stundum er hægt að finna góð dæmi í Orðabók Háskólans á netinu. En svo það komi fram, þá verðum við líka að varast að taka orðabókaskilgreiningar sem heilögum sannleik. Það er ótrúlega erfitt að skilgreina suma hluti og orðabækur koma oft ekki að neinum notum (prófaðu að fletta upp sannleika eða merkingu). Og jafnvel þegar það er ekki erfitt, þá getur orðabókaskilgreining verið of þröng eða villandi. Það verður auðvitað líka að taka tillit til raunverulegrar notkunar orðanna. --Cessator 21:48, 22 nóvember 2006 (UTC)
Já, bara redirecta. Er það ekki ágætt? Ég myndi raunar líka redirecta skólatýru hingað og hafa bara eina góða langa umfjöllun um stjórnendur skóla sama hvaða nafni þeir nefnast. --Cessator 21:36, 22 nóvember 2006 (UTC)
Það hljómar vel, í staðin fyrir að vera með fullt af stubbum. --Baldur Blöndal 21:40, 22 nóvember 2006 (UTC)
Ég held nú að orðið skólameistari sé fyrst og fremst eldri útgáfa af skólastjóra. Það er svipað ástatt í ensku þar sem er þó sérgrein fyrir en:Schoolmaster. Rektor og konrektor fyrir skólastjóra og aðstoðarskólastjóra eru alla vega til bæði í MR og MH og kæmi á óvart ef það væri ekki víðar. Þessir titlar voru notaðir í Hólaskóla og Skálholtsskóla. Hins vegar gætu orðin hafa merkt annað áður og því kannski ástæða til að hafa sérgrein um þau. Brynjólfur Sveinsson var t.d. „konrektor“ við Hróarskelduháskóla - án þess ég viti hvað hafi falist í þeirri stöðu. --Akigka 21:42, 22 nóvember 2006 (UTC)
Er það ekki bara sá sem gengur rektor næstur að virðingu og völdum? Koettur 21:44, 22 nóvember 2006 (UTC)
Væri þá ekki gáfulegt að sameina þetta allt í greininni um skólastjóra, og ef einhver angi af þessu (e.g. rektor, skólameistari, skólastýra etc..) stækkar eitthvað svakalega- þá er bara gerð ný síða? --Baldur Blöndal 21:45, 22 nóvember 2006 (UTC)
Sammála því. --Cessator 21:49, 22 nóvember 2006 (UTC)
Ég efast um að nokkur þessara greina eigi heima hér. Þetta ætti frekar að vera á Wiktionary. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23:04, 22 nóvember 2006 (UTC)
Þetta er alfræðiorðabók, þannig svo fremur sem einhver bætir við þetta í framtíðinni (nánari útskýringu, listum osfv..) er þetta í besta lagi finnst mér. (svo er auðvitað ekki eins og það vanti plass á Wikipedia --Baldur Blöndal 23:08, 22 nóvember 2006 (UTC)

[breyta] Búinn að bæta inn..

Búinn að bæta inn nokkrum "samnefnum", þekki þessi hugtök samt ekki nógu vel til að útskýra þau en ég ákvað að byrja á þeim til að hvetja einhvern annann eða aðra til að taka við boltanum. Er þetta nokkuð mjög vitlaust hjá mér? --Baldur Blöndal 21:58, 22 nóvember 2006 (UTC)