1993
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár | |
Áratugir | |
Aldir | |
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 1. janúar - Tékkóslóvakía skiptist í tvö ríki, Tékkland og Slóvakía.
- 13. janúar - Samningurinn um evrópskt efnahagssvæði (EES) var staðfestur á Alþingi Íslands.
- 20. janúar - Bill Clinton tekur við af George H. W. Bush sem forseti Bandaríkjanna.
- 26. janúar Vaclav Havel kosinn forseti Tékklands.
- 26. febrúar - Bílasprengja springur undir World Trade Center í New York borg.
- 28. febrúar - Bandarísk yfirvöld ráðast inn á búgarð í Waco, Texas til að handtaka David Koresh. Fjórir opinberir starfsmenn og sex fylgismenn Koresh deyja í átökunum sem fylgdu. 51 dags langt umsátur um búgarðinn hefst.
- 3. mars - Stofnfundur Flatar, samtök stærðfræðikennara á Íslandi.
- 22. mars - Intel setur fyrsta Pentium Örgjörvann á markað.
- 27. mars - Jiang Zemin tekur við sem forseti Kína.
- 28. apríl - Alþingi Íslands samþykkir aukaaðild landsins að Vestur-Evrópusambandinu.
- apríl - Ísland: viðskipti við Suður-Afríku heimiluð á ný.
- 14. júní - Breyting á ríkisstjórn Íslands, Jóni Sigurðssyni og Eiði Guðnasyni var veitt lausn frá ráðherraembættum sínum og í stað þeirra tóku við Guðmundur Árni Stefánsson og Össur Skarphéðinsson, einnig var Sighvatur Björgvinsson fluttur til í embætti.
- 12. ágúst - Fyrsti Íslenski togarinn hélt til veiða á alþjóðlegu hafsæði í Barentshafi, svokallaðri Smugu.
- 4. ágúst - Alríkisdómari sendir tvo Los Angeles lögreglumenn í 30 mánaða fangelsi fyrir ad brjóta á réttindum Rodney King.
- 16. nóvember - 60 ríkið, Guyana, undirritar hafréttindasamning Sameinuðu Þjóðanna og þar með voru öll skilyrði fyrir staðfestingu hans uppfyllt.
- 2. desember - Pablo Escobar skotinn niður í Medellin.
- 6. desember - Debetkort tekin í notkun á Íslandi.
[breyta] Fætt
- 12. Janúar - Anton Kristinn, tónlistarmaður.
[breyta] Dáið
- 6. janúar - Dizzy Gillespie, bandarískur jazz trompetleikari.
- 20. janúar - Audrey Hepburn, leikkona.
- 31. október - Federico Fellini, ítalskur leikstjóri.
- 31. október - River Phoenix, leikari.
- 2. desember - Pablo Escobar, kólumbískur eiturlyfjabarón.
- 4. desember - Frank Zappa, tónlistarmaður.
[breyta] Nóbelsverðlaunin
- Eðlisfræði - Russell A. Hulse, Joseph H. Taylor Jr.
- Efnafræði - Kary Mullis, Michael Smith
- Læknisfræði - Richard J. Roberts, Phillip A Sharp
- Bókmenntir - Toni Morrison
- Friðarverðlaun - Nelson Mandela, Frederik Willem de Klerk
- Hagfræði - Robert Fogel, Douglas North