Fjölmiðlafrumvarpið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjölmiðlafrumvarpið er nafn haft yfir eitt ákveðið frumvarp til laga á Íslandi á árinu 2004. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi af ríkisstjórn Íslands og var samþykkt þar þrátt fyrir mikla andstöðu. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði að staðfesta lögin og vísaði þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu. Varð sú ákvörðun hans mjög umdeild. Ríkisstjórnin kom í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið (lögin) með því að fá samþykkt frumvarp, sem nam hitt úr gildi. Sá gjörningur olli líka miklum úlfaþyt.

[breyta] Tengill


Þessi grein sem fjallar um íslensk stjórnmál er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana