Miðberg
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Miðberg var stofnað árið 1999 og tók við af elstu félagsmiðstöð landsins Fellahelli. Miðberg er félagsmiðstöð sem þjónar börnum frá 6- 16 ára. Í Miðbergi fer fram kröftugt starf sem byggir á mikilli reynslu starfsmanna og áhuga þeirra. Miðberg leggur áherslu á að vera með forvarnir og að stuðla að jákvæðum félagsþroska.
Forstöðumaður Miðbergs er Helgi Eiríksson hann hefur unnið í Miðbergi í þónokkur ár en byrjaði með verkefnið Tótalráðgjöf þar sem markmiðið var að veita fólki ráðgjöf og stuðning verkefninu lauk í byrjun árs 2005. Í miðbergi skiptist starfið upp í tvo hluta það er annarsvegar barnastarf og unglingastarf. Deildarstjóri barnastarfs er Sóley Tómasdóttir en deildarstjóri unglingastarfs er Kristrún Lilja Daðadóttir. Fjármál Miðbergs er í höndum Sverris Friðþjófssonar en hann er jafnframt fyrsti forstöðumaður Fellahellis.
Í Miðbergi eru starfrækt 6 frístundarheimili og í þeim eru umsjónarmenn. Hver sér um sitt frístundarheimili og heldur utan um alla þá starfsemi en Sóley Tómasdóttir heldur síðan öllu saman.
Félagsmiðstöðin Hólmasel er undir Miðbergi en þar er Guðrún B. Freysteinsdóttir og Hermann Kristinn Hreinsson yfir. Hólmasel sinnir unglingum í Seljahverfi en Miðberg sinnir unglingum úr efra- og neðra Breiðholti. Yfir Miðbergi er Birkir Viðarsson hann sér um að unglingastarfið gangi eins og það á að gera. En Kristrún Lilja sér til þess að allt gangi vel á báðum stöðum. Miðberg starfar undir Íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkur. Formaður ÍTR er Anna Kristinsdóttir en hún kemur úr Reykjavíkurlistanum en Stjórn ÍTR er pólitískt ráð. Íþrótta- og tómstundaráð skal móta stefnu og hafa faglega forystu í íþrótta- og tómstundamálum, taka ákvarðanir og gera tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess. Jafnframt hefur ráðið eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun á verkssviði þess sé fylgt. Þá fer ráðið með önnur þau verkefni sem borgarráð ákveður.
Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur (ÍTR) annast stjórnsýslu fyrir íþrótta- og tómstundaráð. Undir þessu starfar Miðberg.