Klömbrur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Klömbrur voru býli í Reykjavík sem Maggi Júl. Magnús, læknir og borgarfulltrúi, lét byggja árið 1925 á landi rétt austan við svæðið þar sem nú er hverfið Norðurmýri í Reykjavík.
Nafn býlisins var dregið af fæðingarbæ Magga, að Klömbrum í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu.
Eftir tæplega áratugs búrekstur Magga komust Klömbrur í eigu dansks manns sem rak þar í fyrstu býli, en kom þar síðar á legg svínasláturhúsi og reykhúsi.
Klömbrur og Klambratún komust í eigu bæjarins 1946. Bæjarhúsin voru rifin 1965.