Heilög þrenning
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heilög þrenning er miðlæg í kristinni trú. Þrenningin samanstendur af Guði föður, syninum Jesú Kristi og heilögum anda en saman mynda þessir þættir hinn þríeina Guð sem kristnir trúa á. Þrenningarkenningin eða sú guðfræðikenning sem fjallar um hina heilögu þrenningu hefur mikið verið rædd síðan hún var fyrst sett fram af Tertúllíanusi á 3. öld e. Kr. en komst ekki í fastar skorður fyrr en á kirkjuþinginu í Konstantínópel 381. Kenningin um hina heilögu þrenningu er hvergi sett fram í Biblíunni og aðeins tvisvar er vísað í hana: Mt. 28.19 og I Kor. 13.13.