Konungsríkið Navarra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skjaldarmerki Navarra frá 1212 og núverandi skjaldarmerki franska héraðsins Lægri-Navarra og (með kórónu) spænska sjálfstjórnarhéraðsins Navarra.
Enlarge
Skjaldarmerki Navarra frá 1212 og núverandi skjaldarmerki franska héraðsins Lægri-Navarra og (með kórónu) spænska sjálfstjórnarhéraðsins Navarra.

Konungsríkið Navarra (líka þekkt sem Konungsríkið Pamplóna) er talið hafa þróast út frá sýslunni Pamplóna á Norður-Spáni og Suður-Frakklandi þegar leiðtogi Baska, Íñigo 1. Íñiguez, var kjörinn konungur þar 824 og gerði uppreisn gegn Frönkum. Öldum saman var Navarra helsta sjálfstæða konungsríki Baska í Evrópu þar til stærstur hluti þess var hernuminn af Spáni 1515. Frakklandshlutinn gekk síðan saman við Frakkland 1589 þegar síðasti konungur sjálfstæðs Navarra, Hinrik 3. konungur Navarra varð Hinrik 4. Frakkakonungur og Búrbónar komust þannig til valda í Frakklandi.

Höfuðborgir Baska, Vitoria-Gasteiz og San Sebastián, voru stofnaðar af Sancho 6. konungi Navarra 1150 til 1194.

[breyta] Tengt efni

  • Listi yfir konunga Navarra
  • Navarra


Þessi grein sem fjallar um sagnfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana