Mörgæs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mörgæsir
Konungsmörgæs
Konungsmörgæs
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur: Fuglar (Aves)

Mörgæsir er ættkvísl ófleygra fugla. Mörgæsir kallast á ensku penguin, ekki er vitað um uppruna orðsins en „penguigo“ þýðir „feitur“ á spænsku. Til eru 17 tegundir af mörgæsum. Mörgæsir eru ófleygar og lifa flestar í svalari hluta suðurhafa. Skrokkurinn er svartur á baki og hvítur að framan og þær hafa stutta en sterka fætur aftarlega á skrokknum. Talið er að mörgæsir lifi allt að þremur fjórðu hlutum ævi sinnar í sjó enda eru þær miklir sundgarpar. Mörgæsir eru kjötætur og fæða þeirra er aðalega lítil sjávardýr.

Stærsta mörgæsin er keisaramörgæs en þær geta orðið allt að 21-40 kg og um 120 cm. á hæð. En sú minnsta er dvergmörgæs, þær vega aðeins 1-1,8 kg og eru minni en sumar endur.

[breyta] Tegundir

[breyta] Heimildir

Á öðrum tungumálum