Friedrich Wilhelm Hastfer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Friedrich Wilhelm Hastfer (1722-1768) var sænskur barón af þýskum ættum. Hann var einnig þekktur undir nafninu Hastfer barón eða hrútabarón á Íslandi. 1752 gaf hann út ritgerðina „Utförlig och omständelig underrättelse om fullgoda fårs ans och skötsel“ sem hann tileinkaði sænska frumkvöðlinum á sviði kynbóta í sauðfé, Jonas Alströmer. Hann var sendur til Íslands 1756 af danska kónginum Friðrik V og með honum í för var fjárhirðirinn Jonas Botsach sem verið hafði fjárhirðir hjá Alströmer. Þeir áttu þátt í upphafi kartöfluræktar á Íslandi á Bessastöðum 1758 og kynbótatilraun með sauðfé á búi Skúla Magnússonar í Elliðaárdal. Til þeirra tilrauna má rekja upphaf fjárkláðans fyrri. Líklegt er að kynbótahrútarnir sem þeir fluttu inn frá Englandi hafi verið Merinofé líkt og Alströmer hafði notað með miklum árangri til kynbóta í Svíþjóð.

[breyta] Rit

  • Hastfer, F.W. 1752. Ütförlig och omständig underrättelse om fullgoda fårs ans och skjötsel, til det all männas tjänst sammanfalttad af Fried. W. Hastfer. Stockholm: J Merckell.


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það