Knörr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjá einnig íslenska mannsnafnið Knörr.
Knörrinn Skuldelev I er stærsta skipið á Víkingaskipasafninu í Hróarskeldu. Það er yfir 16m langt og um 5m breitt með yfir 20 tonna lestarrými.
Enlarge
Knörrinn Skuldelev I er stærsta skipið á Víkingaskipasafninu í Hróarskeldu. Það er yfir 16m langt og um 5m breitt með yfir 20 tonna lestarrými.

Knörr var einmastra, rásiglt seglskip sem notað var til úthafssiglinga og vöruflutninga í Norður-Evrópu á víkingaöld. Knerrir voru með háan súðbyrðing og kjöl, eitt mastur miðskips með ferhyrndu rásegli og hliðarstýri. Gerð knarrarins var svipuð gerð langskipa, en þar sem þeir voru hærri og þyngri var þeim ekki róið. Knerrir voru með þilfar að framan og aftan og stórt geymslurými miðskips. Knörrinn lék lykilhlutverk í landkönnun og landnámi norrænna manna á Norður-Atlantshafi á miðöldum og leiddi til þróunar kuggsins.

[breyta] Sjá einnig



Tegundir seglskipa
Kjölbátar: Gaflkæna · Julla · Kæna · Kútter · Slúppa · Tvíbytna
Rásigld skip:  Djúnka · Langskip · Loggorta · Karavella · Karkari · Knörr · Kreari · Kuggur
Hásigld skip: Barkskip · Briggskip · Brigantína · Góletta · Korvetta · Skonnorta
Fullbúin skip: Flauta · Freigáta · Galíasi · Klippari · Línuskip


Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.  

Á öðrum tungumálum