Skammbyssa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hálfsjálfvirk 9mm Browning skammbyssa.
Enlarge
Hálfsjálfvirk 9mm Browning skammbyssa.

Skammbyssa er venjulega smágert skotvopn sem nota má með annarri hendi. Skammbyssur hafa verið notaðar víða í gegnum aldirnar s.s. í stríðum og hjá lögreglum. Samkvæmt bandarískum lögum er öllum sem hafa skotvopnaleyfi heimilt að eiga byssu sér til verndar en margir misnota þann rétt.

[breyta] Sjálfvirk skammbyssa

Í sjálfvirkri byssu er magasín sem er fyllt er með kúlum. Kúlurnar sjálfar eru settar inn í skothylki með púðri. Þegar maður tekur í gikkinn, þá skellur hamarinn á skothylkið og kveikir í púðrinu. Þannig fer kúlan í gegn um einskonar rör í átt skotmarkinu. Með gasverkun dregst efri hluti byssunnar (sem er í tveimur hlutum) aftur til að hleypa skothylkinu út og um leið að hleypa nýrri kúlu inn. Þegar kúlurnar eru búnar ýtir maður á takka sem sleppir magasíninu og setur nýtt í og togar efsta hluta byssunar aftur.