Ál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

  Bór  
Magnesín Ál Kísill
  Gallín  
Útlit Ál
Efnatákn Al
Sætistala 13
Efnaflokkur Tregur málmur
Eðlismassi 2700,0 kg/
Harka 2,75
Atómmassi 26,981538 g/mól
Bræðslumark 933,47 K
Suðumark 2792,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast efni (meðseglandi)
Lotukerfið

Ál er frumefni með efnatáknið Al og er númer þrettán í lotukerfinu. Ál er silfurlitaður og sveigjanlegur tregur málmur og finnst yfirleitt í náttúrunni í formi jarðgrýtisins báxít. Efnið hefur einstaklega gott viðnám gegn tæringu og er þekkt fyrir styrk og léttleika. Ál er notað mikið í iðnaði við framleiðslu á margvíslegum vörum og er gríðarlega mikilvægt heimsbúskapnum. Byggingarhlutar úr áli eru nauðsynlegir flugvélaiðnaðinum og mikilvægir á öðrum sviðum flutningaiðnaðar, þar sem not eru fyrir léttleika, varanleika og styrk.


Þessi grein sem fjallar um efnafræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana