Skógláp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skógláp (e. shoegazing) er ákveðin tegund rokktónlistar þar sem tilraunamennska er fremur mikil, mikil áhersla er lögð á notkun hljóðhrifatækja og oft eru skapaðir svokallaðir hljóðveggir og sérstök hljóðlandslög (e. soundscape).

Hugtakið dregur nafn sitt frá því að sviðsframkoma slíkra tónlistarmanna er yfirleitt fremur látlaus og virðast flytjandur (oftast gítarleikarnir) vera að horfa einbeittir á skóna sína. Í raun og veru eru þeir þó oftast að horfa á hljóðhrifatækin sín.

Stefnan ruddi sér rúms seint á 9. áratug 20. aldar og er hljómplata My Bloody Valentine; Isn't anything oft talin marka upphaf stefnunnar.