Spjall:Menntaskólinn Hraðbraut

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Efnisyfirlit

[breyta] Latnesk einkunnarorð

Ef einhver gæti farið yfir Latnesku einkunnarorðin, og verið viss um að þau séu rétt væri það mikil hjálp. Baldur Blöndal 19:23, 29 október 2006 (UTC)

[breyta] Myndir

Ef einhver hefur einhverjar myndir af Hraðbraut; húsnæðinu, rýminu, kennslustofunum, þá endilega setjið þær inn. Baldur Blöndal 20:11, 25 október 2006 (UTC)

[breyta] Nemendafjöldi

Sagt var að flestir framhaldsskólar landsins hefðu 1000-2000 nemendur. Þetta er bara alls ekki rétt. Eftir minni bestu vitund eru skólarnir örfáir sem hafa fleiri en 1000 nemendur. Fjölbraut í Breiðholti er langfjölmennastur (1500 nemendur í dagskóla), og á eftir honum kemur VMA. MH, MR og MA fylgja hinir. Framhaldsskólar úti á landsbyggðinni þjást ekki af þvílíkri stærð. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur að öllu jöfnu um 300 nemendur. Sama má eflaust segja um Framhaldsskólann á Húsavík, Menntaskólann á Egilsstöðum, og jafnvel Hússtjórnarskólann á Hallormsstað, svo að dæmi séu tekin. --Smári McCarthy 7. maí 2006 kl. 12:45 (UTC)

Góður punktur, takk fyrir að koma þessu á framfæri. Baldur Blöndal 20:11, 25 október 2006 (UTC)

[breyta] Einkunnarorð

Hvaðan eru einkunnarorð skólans fengin? Ég vil ekki breyta málfræðinni ef þetta eru opinber einkunnarorð skólans en strangt tekið ætti ekki að vera nein forsetning (in) á undan duobus annis); ef maður vill segja að eitthvað gerist á tveimur árum eða innan tveggja ára, þá er það annaðhvort gert með abl. án forsetningar eða með intra + acc. --Cessator 01:03, 7 nóvember 2006 (UTC)

Þetta eru ekki opinber einkunnarorð, en ég er að gera þau með samþykki skóla og þau eru ekkert föst. Endilega breyta eins og þér er fært. --Baldur Blöndal 01:32, 7 nóvember 2006 (UTC)
Ég myndi nú byrja á að taka út forsetninguna og íhuga að skipta út sögninni og nota í staðinn conficio sem þýðir að klára og er algengasta orðið í þeirri merkingu á klassískum tíma (þ.e. hjá Cicero, Caesari, Sallústíusi); compleo getur líka þýtt að klára en þýðir fyrst og fremst að fylla. En annars vaknar sú spurning hvort við ættum að segja lesendum að þetta séu einkunnarorð skólans ef skólinn hefur ekki lýst því yfir að þau séu það. --Cessator 01:45, 7 nóvember 2006 (UTC)
Íslensku einkunnarorðin eru opinber einkunnarorð skólans, eins og þú hefur séð hafa þau verið notuð í mörgum auglýsingum osfv., en þau latnesku eru bara þýðing- reyndar ekki góð þýðing enda byrjaði ég að læra og fá áhuga á latínu fyrir svona 6-7 mánuðum þannig að latínan mín er ennþá á byrjendastigi. En vegna þess að við erum að tala um einkunnarorð, þá ætla ég að minnast á einkunnarorð Wikipedia; "Be bold". :) --Baldur Blöndal 08:46, 7 nóvember 2006 (UTC)

[breyta] Nemendur sitja í stórum stofum við stór borð

Nemendur sitja skv. greininni í stórum stofum við rúmgóð borð í þægilegum stólum. Þar að auki er skv. greininni skólinn afar rúmgóður. Ennfremur er húsnæðið bjart og skv. greininni nýtur húsnæðið góðra samganga. Er þetta ekki bara upp úr einhverjum auglýsingabæklingi? Koettur 01:32, 13 nóvember 2006 (UTC)

Jú, þú mátt endilega taka þetta útaf. --Baldur Blöndal 09:07, 13 nóvember 2006 (UTC)

[breyta] Kennsluaðferðir

Mér finnst vanta nokkuð um kennsluaðferðir í kaflanum um kennsluaðferðir; mér finnst eins og hann fjalli meira um námsskipulag. Væri kannski rétt að endurnefna hann Námsskipulag? --Cessator 00:33, 23 nóvember 2006 (UTC)

Já ég skil hvað þú átt við, ég skal breyta því. --Baldur Blöndal 08:46, 23 nóvember 2006 (UTC)